HÆSTARÉTTARDÓMAR 1986 Efnisskrá til bráðabirgða 1. hefti BÓN. a0 ei 100 0 3 0 Áfengislög ...........0...... 0. Átta, I si 0 nn Ákæra ................ 175, 471, Alm hogni, 0 00 0 á 0 Ávana- og fíkniefni ...................... 444, 448, 453, Bifreiðar: a) einkamál ...................0..0..0. 376, b) opinber mál .............. 29, 130, 169, 397, 471, 499, 513, Blóðrannsókn, bifreiðarstjóm .......... 29, 130, 397, 471, 499, Brostnar forsendur .........................0.000 DONAEAÐ 509 4 08 3 BÍ BK aað á nm mr a 6 JR Bi A = agn a 000 40 830 5 A ii á nn 0 Eignarréttur ...................0.. Eignarupptaka ..............000.0000.0. 130, 444, 449, 453, Endurgreiðsla ..................,......... a Fasteignakaup ..................00..00.0 0... 518, Fasteignir ................0..0...0.. 0 367, 518, Ag 204 gaum, p 40 4 0 PR ER RA unn öli án Fjárðráttur ................0.00...00. 0... Fjársvik ..............0 00. 13, 32, 149, 175, Forsendur, brostnar ..................0... 0000. ERERÐUR 00 a 00 2 á nn Frávísun: a) frá héraðsdómi .............................00..... 1, b) frá Hæstarétti ............................ 168, 487, 490, c) frávísunarkröfu hafnað ......................0..00...., Fundið fé, ólögmæt meðferð .............0..00.0.. 0 13, Áli 00 ari 5 03 4 á ii un jaaa eina wa a pn at ls 169, Gallar 35. ir 0 a a a 427, GLEN (una í 05 an 0 Á Gæsluvarðhald ................ 383, 395, 487, 490, 506, 508, 510, Bls. 528 646 558 646 40 458 558 538 513 59 52 559 458 462 529 528 öð 175 598 öð öö7 360 557 55 4t1 538 543 78 566 Bls. Hald á skjölum ........0000000. 0 0n nt nn nt 357, 552 Heimvísun .........000%00 0. sn 139, 357, 392, 552 Hylming .....0.0.0.00.. 0. óina á BE BR 3 BE Ba 348 A BI á 158 3 á Í 141 Tip 2 2 202 UB = a tig, ÞRÍR ia 499 Kærumál: 1) Dómarar ..........00. 00 rns 62 2) Félagsdómur ........000.0. 0 ett tr rr tran 55 3) Frávísun frá Hæstarétti ........0......000..... 487, 490, 557 4) Frávísunarkröfu hafnað ............000 000. ann... öð 5) FYeStUr ........000 5 557 6) Gæsluvarðhald .......... 383, 395, 487, 490, 506, 508, 510, 566 7) Hald á skjölum .........000 0000. nn nn 357 8) Heimvísun ....issin siss 357, 552 9) ÓmerkiNg ......00.00.0 0. nn 357, 552 10) Sameign, Óskipt ......0.00000. 00. re nennt 314 11) Skjöl, hald á ......0.00.0000 000. erna nr 357, 552 12) Veðsetning ..........0.00000 0. nr t tn 374 13) Þinglýsing .......0..00.0.00 00... n nr 374 14) Öryggisgæsla ...........00000 000... nn 47 Lausafjárkaup ........000000 00. en enn rn 427, 543 Likamsárás ............00... ss 40, 646 Lóðarleigusamningur ......00.00........ a ia ær BR Ag að Í si í 120 Lögbann ......0.00%.0 0000. 492 Málflutningslaun ..........000000 000 t nett rr 589 Manndráp ............000 ratar 169, 419, 538 Meðdómendur ............ 00 555 Nytjastuldur ..........00..000 neee ern 397 Ólögmæt meðferð á fundnu fé ........00000. 00.00.0000... 13, 471 Ómerking .......0%.. 00. 139, 357, 360, 392, 552, 555 Orsakatengsl .........000000% 0. nn 79 Óskipt sameign ..........0....0 00 nr ð tn 374 Óvígð sambúð ...............0. 00 nt nt tran rana rr rr 59 Réttarfar .........0..0 err 462, 492 Réttarfarsvítur ..........000.. 0. sr rn 13 Reynslulausn .......0.000. 00. near ner 513 RiftUuN 2... 59 Sambúð, ÓvÍgð ..........20.000 00 nn 59 Sameign, Óskipt ......00.000.0 000. n nn rn 374 Samningar .......0.00).0 00... 25, 59, 66, 120, 367, 427, 528 Sératkvæði .............. 130, 376, 462, 518, 558, 605, 619 (í héraði) Sjómannalög ........0..%0.0 0. nt 25 Skaðabótamál, skaðabætur .............. 79, 376, 543, 558, 575, 605 Skaðabætur utan samninga ........000.. 0. 79, 376, 558 Skilorð .......... rr 448 Skilorðsrof .........0... 0. 32 SkipAkapi 32 í 25 502 5 að á SR 0 I A BE 3 GI BG EG I GR NB a Skirlífisbrot Ll nn Skjalafals ...........000000 00... 1, 13, 32, 141, 149, 175, Skjöl, hald á ...........0.0.000 00. 357, Skuldabréf ...........0..... 00. Skildamál RA á 386, Slsk ns sa 3 5 5 #8) á 6 ng 0 BB EÐ BA SB SKYIÁUSPAMAÐUF ............. 000. StJÓMMAFSKTÁ 2... StjóÓrMSÝSla .......0. rr SÖNN. 2. 1 69, I 5 a á á 9 á á á ES 0 3 EÐ Á SBR SR SM 141, Trygging samkv. 26. gr. laga nr. 45/1973 .................. Túlkun samnings Umferðarlög ................ 25, 130, 169, 376, 397, 471, 499, 513, Umsýsla .........00...0000 0. Útivistardómar, útivist ............ 125, 126, 127, 128, 129, 497, Veðs 5 po r08 a B Er BIBBI Veðskuldabréf. vísitölutryggð .....0.00s.0 TPM: há 8194 5 á ER í 6 SR Í VEFÐÞÆLUR „ll. Vextir, vaxtakrafa rr Í Vinnusamningar“ ia si 3 ú 5 52 8 á ii 0 á 0 6 pa ES REB DR 5 á Þinglýsing ..........0..00.00 000... sl DJÓFNAÐUR 13, 2 5 á 2 rm a ni á 1, 13, 141, 149, 165, 397, 471, ÓEPÍSSÐSIR a 2 na 6 8 0 20 0 0 á a #0 ER SR Hæstaréttardómar. Útgefandi: Hæstiréttur. LXVII. árgangur. 1. hefti. 1986 Þriðjudaginn 14. janúar 1986. Nr. 197/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Sólrúnu Elísdóttur (dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl.) Skjalafals. Þjófnaður. Vaxtakröfu vísað frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 31. júlí 1985 að ósk ákærðu og að því er hana eina varðar, en með- ákærði í héraði vildi hlíta héraðsdómi. Dóminum er áfrýjað til þyngingar af hálfu ákæruvalds. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 5. desember sl. Tékka þann, sem um ræðir í ákærulið 11.6. og ber númerið 1735197, undirritaði ákærða með nafninu Páll Gíslason, en ekki Guðrún Gísladóttir, svo sem. í ákæru greinir. Með þessari athuga- semd ber að fallast á þá niðurstöðu héraðsdómara að ákærða hafi framið brot þau sem henni eru gefin að sök og brotið gegn þeim refslákvæðum sem í ákæru greinir. Refsing ákærðu er með hliðsjón af 77. og 78. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940 hæfilega ákveðin fangelsi 8 mánuði. Fyrir Hæstarétti hefur verjandi ákærðu krafist þess að ákvæði héraðsdóms um skaðabætur verði ómerkt og kröfunum vísað frá dómi. Hins vegar er kröfunum eigi mótmælt tölulega og heldur eigi vaxtakröfum né upphafstíma vaxta. Af hálfu ákæruvalds er ómerk- 2 ingarkröfunni mótmælt og krafa gerð um staðfestingu á héraðs- dómi að þessu leyti. Héraðsdómari hefur dæmt ákærðu og meðákærða í héraði til greiðslu bóta til Kaupfélags Þingeyinga ásamt dráttarvöxtum, án þess að tilgreina vaxtafót nánar, og einnig dæmt ákærðu til bóta- greiðslu til Bifreiðastöðvar Íslands með sams konar vaxtaákvæði. Verður að ómerkja þessi vaxtaákvæði héraðsdóms og vísa vaxta- kröfunum á hendur ákærðu Sólrúnu frá héraðsdómi. Að öðru leyti þykja eigi efni til að ómerkja bótaákvæði héraðsdóms og ber að staðfesta þau að því er varðar ákærðu Sólrúnu. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað að því er ákærðu varðar og dæma hana til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærða, Sólrún Elísdóttir, sæti fangelsi 8 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur eru staðfest að því er ákærðu varðar að öðru leyti en því að ómerkt eru ákvæði dómsins um vexti af bótakröfum Kaupfélags Þingeyinga og Bifreiðastöðvar Íslands og vaxtakröfunum á hendur ákærðu Sólrúnu vísað frá héraðsdómi. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest að því er ákærðu varðar. Ákærða greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, dr. Gunnlaugs Þórðarsonar hæsta- réttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 28. júní 1985. Ár 1985, föstudaginn 28. júní, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Jóni Erlendssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 374-375/1985: Ákæruvaldið gegn Sólrúnu Elísdóttur og V, sem tekið var til dóms 24. þ.m. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 14. júní 1985, „fyrir sakadómi Reykjavíkur á hendur Sólrúnu Elísdóttur, fæddri 3 í Reykjavík 4. maí 1956 og Vs báðum til heimilis að Ferjubakka 10 í Reykja- vík, fyrir eftirgreind brot gegn almennum hegningarlögum: I. Ákærðu er báðum gefið að. sök: 1. Að hafa, mánudaginn 6. ágúst 1984, stolið myndbandstæki af gerðinni Nordmende og sambyggðu útvarps- og segulbandstæki af gerðinni Grundig að Vistheimilinu að Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. 2 Skjalafals, með því að hafa 6. og 7. ágúst 1984 staðið saman að fölsun og sölu á eftirgreindum 2 tékkum, sem ákærða Sólrún ritaði á eyðublöð úr tékkhefti frá Landsbanka Íslands á Höfn í Hornafirði, sem hún hafði komist yfir með þjófnaði samkvæmt ákærulið II, Í, hér á eftir, en ákærða gaf tékkana út til handhafa en valdi reikningsnúmer af handahófi: Tékki nr. 616689, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 7. ágúst 1984 með útgefandanafninu Elín Jónsdóttir. Framseldur af ákærða V, sem seldi tékk- ann Í söluturninum Kjalfelli, Gnoðarvogi 78 í Reykjavík. Tékki nr. 616692, að fjárhæð kr. 1.700, dagsettur 5. ágúst 1984 með útgefandanafninu Elín Jónsdóttir. Seldur á veitingastaðnum Sælkeranum, Austurstræti 17 í Reykjavík. (RLR mál nr. 2508/85). Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. hegningarlaga. 3. Tékkasvik með því að hafa, um áramótin 1984/1985, staðið saman að sölu á eftirgreindum 16 tékkum sem þau gáfu út í eigin nafni til handhafa á eyðublöð úr tékkhefti frá aðalbanka Útvegsbanka Íslands, sem ákærða Sólrún hafði komist yfir með þjófnaði samkvæmt ákærulið II, 3, en reikn- ingsnúmer rituðu þau af handahófi á tékkana: Tékkar. gefnir út og framseldir af ákærðu Sólrúnu: Tékki nr. 2309495, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 30.12. 1984. Seldur á einni af afgreiðslum Flugleiða hf. við Reykjavíkurflugvöll. Tékki nr. 2309496, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 26.12..1984. Sama notkun. Tékki nr. 2309497,. að. fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 26.12. 1984. Seldur í veitingastaðnum Hollywood, Ármúla 5 í Reykjavík. Tékki nr. 2309478, að fjárhæð kr. 6.000, dagsettur 26.12. 1984. Seldur í versluninni Hvammseli, Smárahvammi $ í Hafnarfirði. 4 Tékki nr. 2309481, að fjárhæð kr. 6.000, dagsettur 26.12. 1984. Seldur í verslun í Keflavík. Tékki nr. 2309485, að fjárhæð kr. 2.500, dagsettur 24.12. 1984. Sölu- staður óviss. Innleystur af Sparisjóði Kópavogs. Tékki nr. 2309489, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 26.12. 1984. Seldur í biðskýlinu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Tékki nr. 2309480, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 26.12. 1984. Seldur í söluturninum Staldrinu, Stekkjarbakka 2 í Reykjavík. Tékki nr. 2309492, að fjárhæð kr. 2.500, dagsettur 27.12. 1984. Sama notkun. Tékki nr. 2309479, að fjárhæð kr. 6.000, dagsettur 25.12. 1984. Seldur á einni af afgreiðslum Flugleiða hf. við Reykjavíkurflugvöll. Tékki nr. 2309491, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 26.12. 1984. Sama notkun. Tékki nr. 2309476, að fjárhæð kr. 6.000, dagsettur 26.12.1984. Seldur í veitingasölu Kaupfélags Húsavíkur á Húsavík. Tékkar gefnir úr af ákærða V: Tékki nr. 2309486, að fjárhæð kr. 1.000, dagsettur 01.01. 1985. Notaður til kaupa á veitingum hjá Næturgrillinu í Reykjavík. Tékki nr. 2309498, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 31.12. 1984. Notkun óviss. Innleystur af Olíuverslun Íslands. Tékki nr. 2309487, að fjárhæð kr. 3.000, dagsettur 02.01. 1985. Notaður til greiðslu fyrir leiguakstur. Tékki nr. 2309488, að fjárhæð kr. 3.000, dagsettur 31.12. 1984. Seldur á einni af flugeldasölum Hjálparsveita skáta í Reykjavík. (RLR mál nr. 11/1985). . Telst þetta varða við 248. gr. hegningarlaganna. 4. Fjársvik með því að hafa, sunnudaginn 17. febrúar 1985, pantað og síðan neytt málsverðar og veitinga á veitingastaðnum Hótel Holti, Bergstaða- stræti 37 í Reykjavík án þess að eiga fé til að greiða fyrir veitingarnar sem kostuðu 3.024 krónur, en ákærða Sólrún framvísaði sem greiðslu 10.000 króna innistæðulausum tékka, sem hún gaf út til handhafa á eyðublað nr. 676974 frá Búnaðarbanka Íslands í Mosfellssveit, er hún hafði komist yfir, en reikningsnúmer ritaði hún af handahófi með fullri vitneskju meðákærða V um innistæðuleysi tékkans. (RLR mál nr. 677/85). Telst þetta varða við 248. gr. hegningarlaga. Il. Ákærðu Sólrúnu er einni gefið að sök: 5 1. Að hafa, mánudaginn 6. ágúst 1984, stolið. seðlaveski með tékkhefti frá Landsbanka Íslands á Höfn í Hornafirði þá er hún var gestkomandi í íbúð að Hátúni 10 í Reykjavík. Telst þetta varða við 244. gr. hegningarlaganna. 2. Skjalafals með því að hafa, hinn 6. ágúst 1984, selt í Reykjavík eftir- greinda 2 tékka sem hún falsaði á eyðublöð úr ofangreindu tékkhefti frá Landsbanka Íslands á Höfn. Tékki nr. 616697 að fjárhæð kr. 750, dagsettur 06.08. 1984 með útgef- anda- og framseljandanafninu Elín Jónsdóttir. Seldur á Bifreiðastöð Ís- lands við Hringbraut. Tékki nr. 616698, að fjárhæð kr. 1.000, dagsettur 06.08. 1984, með útgefanda- og framseljandanafninu Soley Elísdóttir. Seldur á einni af bensínstöðvum Olíuverslunar Íslands hf. (Úr RLR máli nr. 2508/85). Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. hegningarlaganna. 3. Sunnudaginn 23. desember 1984 stolið tékkhefti frá aðalbanka Útvegs- banka Íslands þá er hún var gestkomandi í Austurbergi 38 í Reykjavík. (RLR mál nr. 11/1985). Telst þetta varða við 244. gr. hegningarlaganna. 4. Tékkasvik með því að hafa, hinn 15. febrúar 1985, selt í versluninni Skó- sel, Laugavegi 44 í Reykjavík, 10.000 króna tékka, sem hún gaf út til hand- hafa á eyðublað nr. 676975 frá Búnaðarbanka Íslands í Mosfellssveit, sem hún hafði komist yfir, en reikningsnúmerið 2088 ritaði hún af handahófi. (RLR mál nr. 677/1985). Telst þetta varða við: 248. gr. hegningarlaganna. ði Tékkafals með því að hafa, í októberlok 1984, notað í viðskiptum eftir- greinda 2 tékka, sem hún falsaði á eyðublöð frá aðalbanka Útvegsbanka Íslands en tékkana gaf hún út til handahafa á reikning nr. 2651 með útgef- andanafninu Páll Gíslason: Tékki nr. 527516, að fjárhæð kr..3.000, dagsettur 25.10. 1984. Seldur í einni af verslunum Nestis hf. í Reykjavík. Tékki nr. $27520, að fjárhæð kr. 2.000, dagsettur 28.10. 1984. Notkun óviss. Innleystur af Olíuverslun Íslands hf. í Garðakaupstað. Telst þetta varða við. 1. mgr. 155. gr. hegningarlaganna. 6 6. Tékkafals með því að hafa í byrjun nóvember 1984 notað í viðskiptum í Reykjavík eftirgreinda 5 tékka, sem hún falsaði á eyðublöð frá Sparisjóðn- um í Keflavík, nema annað sé tekið fram, með útgefandanafninu Guðrún Gísladóttir, en tékkana gaf hún út til:handahafa: Tékki nr. 1735196, að fjárhæð kr. 2.000, dagsettur $.11: 1984. Seldur í versluninni Vínberið, Laugavegi 43. Tékki nr. 1735197, að fjárhæð kr. 3.000, dagsettur 04.11. 1984. Seldur í söluturninum Barónsstíg 27. Tékki nr. 1735200, að fjárhæð kr. 4.500, dagsettur 03.11. 1984. Sama notkun. Tékki nr. 1735198, að fjárhæð kr. 3.000, dagsettur 05.11. 1984. Notkun óviss. (RLR mál nr. 3722/84). Tékki nr. 605800 frá Landsbanka Íslands í Grindavík, að fjárhæð kr. 3.500. Seldur í söluturninum Versturgötu 53. (RLR mál nr. 3818/85). Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. hegingarlaganna. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar.““ Samkvæmt sakavottorði ákærðu Sólrúnar Elísdóttur, hefur hún sætt kærum og refsingum, sem hér segir: {Sjá bls. 23.) Málavextir: I. kafli ákæru. Ákærðu hafa bæði hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og fyrir dómi viður- kennt eftirtalin brot sín: 1. Mánudaginn 6. ágúst 1984, stolið myndbandstæki af gerðinni Nord- mende og sambyggðu útvarps- og segulbandstæki af gerðinni Grundig á Vistheimilinu að Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit. Fyrrnefnda tækið fannst á heimili ákærðu og komst til'skila. Hitt létu þau leigubifreiðarstjóra hafa til greiðslu á akstri kr. 660 og fengu mismun, kr. 2.340 til baka. Verknaður teist varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og þykir sannaður með viðurkenningu ákærðu og stoð í öðrum gögnum. Skaðabótakröfu frá Axel Kristni Vignissyni hafa ákærðu samþykkt og verða dæmd til að greiða honum þá fjárhæð. 2. Dagana 6. og 7. ágúst 1984 staðið saman að fölsun og sölu á eftir- greindum 2 tékkum, sem ákærða Sólrún ritaði á eyðublöð úr tékkhefti frá Landsbanka Íslands á Höfn í Hornafirði, sem hún hafði komist yfir með 7 þjófnaði, sbr. I1. kafla hér á eftir, en ákærða gaf tékkana út til handhafa en valdi reikningsnúmer af handahófi. Tékki nr. 616689, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 7. ágúst 1984 með útgef- andanafninu Elín Jónsdóttir. Framseldur af ákærða V, sem seldi tékkann í söluturninum Kjalfelli, Gnoðarvogi 78 í Reykjavík. Tékki nr. 616692, að fjárhæð kr. 1.700, dagsettur 5. ágúst 1984 með útgef- andanafninu Elín Jónsdóttir. Seldur á veitingastaðnum Sælkeranum, Austur- stræti 17 í Reykjavík. Með viðurkenningu ákærðu beggja og stoð í sakargögnum teljast þessir verknaðir þeirra sannaðir og varða þeir við 1. mgr. 155. gr. almennra hegn- ingarlaga. Ákærðu hafa samþykkt eftirtaldar bótakröfur og verða dæmd til að greiða samkvæmt því: Söluturninum Kjalfelli kr. 1.500. Veitingahúsinu Sælkeranum, kr. 1.700 ásamt dómvöxtum frá 7/8 1984 til greiðsludags. 3. Um áramótin 1984/1985, staðið saman að sölu á eftirgreindum 16tékk- um, sem þau gáfu út í eigin nafni til handhafa á eyðublöð úr tékkhefti frá aðal- banka Útvegsbanka Íslands, sem ákærða Sólrún hafði komist yfir með þjófn- aði, sbr. II. kafla hér á eftir, en reikningsnúmer rituðu þau af handahófi á tékkana: Tékkar gefnir út og framseldir af ákærðu Sólrúnu: Tékki nr. 2309495, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 30.12. 1984. Seldur á einni af afgreiðslum Flugleiða hf. við Reykjavíkurflugvöll. Tékki nr. 2309496, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 26.12. 1984. Sama notkun. Tékki nr. 2309497, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 26.12. 1984. Seldur í veitingastaðnum Hollywood, Ármúla 5 í Reykjavík. Tékki nr. 2309478, að fjárhæð kr. 6.000, dagsettur 26.12. 1984. Seldur í versluninni Hvammseli, Smárahvammi S í Hafnarfirði. Tékki nr. 2309481, að fjárhæð kr. 6.000, dagsettur 26.12. 1984. Seldur í verslun í Keflavík. Tékki nr. 2309485, að fjárhæð kr. 2.500, dagsettur 24.12. 1984. Sölustaður óviss. Innleystur af Sparisjóði Kópavogs. Tékki nr. 2309489, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 26.12. 1984. Seldur í biðskýlinu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Tékki nr. 2309480, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 26.12. 1984. Seldur í söluturninum Staldrinu, Stekkjarbakka 2 í Reykjavík. Tékki nr. 2309492, að fjárhæð kr. 2.500, dagsettur 27.12. 1984. Sama notkun. Tékki nr. 2309479, að fjárhæð kr. 6.000, dagsettur 25.12. 1984. Seldur á einni af afgreiðslum Flugleiða hf. við Reykjavíkurflugvöll. 8 Tékki nr. 2309491, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 26.12. 1984. Sama notkun. Tékki nr. 2309476, að fjárhæð kr. 6.000, dagsettur 26.12. 1984. Seldur í veitingasölu Kaupfélags Húsavíkur á Húsavík. Tékkar gefnir út af ákærða V: Tékki nr. 2309486, að fjárhæð kr. 1.000, dagsettur 01,.01. 1985. Notaður til kaupa á veitingum hjá Næturgrillinu í Reykjavík. Tékki nr. 2309498, að fjárhæð kr. 4.000, dagsettur 31.12. 1984. Notkun óviss. Innleystur af Olíuverslun Íslands. Tékki nr. 2309487, að fjárhæð kr. 3.000, dagsettur 02.01. 1985. Notaður til greiðslu fyrir leiguakstur. Tékki nr. 2309488, að fjárhæð kr. 3.000, dagsettur 31.12. 1984. Seldur á einni af flugeldasölum Hjálparsveita skáta í Reykjavík. Með viðurkenningu ákærðu beggja og stoð í sakargögnum teljast verknaðir samkvæmt þessum lið ákæru sannaðir og varða þeir við 248. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu hafa samþykkt eftirtaldar bótakröfur, sem þykia rökstuddar og réttar og verða dæmd til að greiða samkvæmt því: Flugleiðum hf., kr. 8.000. Veitingahúsinu Hollywood kr. 4.000. Versluninni Hvammseli, Smárahvammi 2, kr. 6.000 ásamt dómvöxtum frá 21/12 1984 til greiðsludags. Útvegsbanka Íslands, kr. 6.000. Sparisjóði Kópavogs, kr. 2.500 ásamt dómvöxtum frá 27/12 1984 til greiðsludags. Biðskýlinu Hvaleyrarholti, kr. 4.000, ásamt dómvöxtum frá 27/12 1984 til greiðsludags. Stekk hf., Stekkjarbakka 2, samtals kr. 6.500 ásamt dómvöxtum frá 28/12 1984 til greiðsludags. Flugleiðum hf., kr. 10.000. Kaupfélagi Þingeyinga, Húsavík, kr. 6.000 ásamt dráttarvöxtum frá 31/12 1984 til greiðsludags. Næturgrillinu sf., Laugavegi 17, kr. 1.000 ásamt dómvöxtum frá 3/1 1985 til greiðsludags. Olíuverslun Íslands hf., kr. 4.000 ásamt dómvöxtum frá 3/1 1985 til greiðsludags. Hjálparsveit skáta í Reykjavík, kr. 3.000 ásamt dómvöxtum frá 3/1 1985 til greiðsludags. 4. Sunnudaginn 17. febrúar 1985, pantað og síðan neytt málsverðar og veitinga á veitingastaðnum Hótel Holti, Bergstaðastræti 37 í Reykjavík án 9 þess að eiga fé til að greiða fyrir veitingarnar, sem kostuðu 3.024 krónur, en ákærða Sólrún framvísaði sem greiðslu 10.000 króna innistæðulausum tékka, sem hún gaf. út til handhafa á eyðublað. nr. 676974 frá Búnaðar- banka Íslands í Mosfellssveit, er hún hafði komist yfir, en reikningsnúmer ritaði hún af handahófi með fullri vitneskju meðákærða V um innistæðu- leysi tékkans. Með viðurkenningu ákærðu beggja og stoð í sakargögnum telst þessi verknaður þeirra sannaður og varðar við 248. gr. almennra hegningarlaga. Skaðabótakrafa frá Hótel Holti er að fjárhæð kr. 3.024 og er samkvæmt reikningi fyrir þær veitingar, er ákærðu neyttu. Verða þau dæmd til að greiða þessa fjárhæð. II. kafli ákæru. Ákærða, Sólrún Elísdóttir, hefur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og fyrir dómi viðurkennt eftirtalin brot sín: 1. Mánudaginn 6. ágúst 1984, stolið seðlaveski með tékkhefti frá Landsbanka Íslands á Höfn í Hornafirði þá er hún var gestkomandi í íbúð að Hátúni 10 í Reykjavík. Með viðurkenningu ákærðu Sólrúnar, og stoð í sakargögnum telst þessi verknaður hennar sannaður og varðar hann við 244. gr. hegningarlaga. Seðlaveskið komst til skila ásamt persónuskilríkjum og tveim lyfseðlum, er í því voru. Engin Skaðabótakrafa er höfð uppi vegna þessa þjófnaðaðar. 2. Mánudaginn 6. ágúst 1984, selt í Reykjavík eftirgreinda 2 tékka, sem hún falsaði á eyðublöð úr ofangreindu tékkhefti frá Landsbanka Íslands á Höfn: Tékki nr. 616697, að fjárhæð kr. 750, dagsettur 06.08. 1984 með útgef- anda- og framseljandanafninu Elín Jónsdóttir. Seldur á bifreiðastöð Íslands við Hringbraut. Tékki nr. 616698, að fjárhæð kr. 1.000, dagsettur 06.08. 1984, með útgefanda- og framseljandanafninu Soley Elísdóttir. Seldur á einni af bensinstöðvum Olíuverslunar Íslands hf. Þessir verknaðir ákærðu Sólrúnar teljast sannaðir með viðurkenningu hennar og stoð í sakargögnum og varða þeir við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða hefur samþykkt bótakröfur frá eftirtöldum og verður dæmd til að greiða þær: Bifreiðastöð Íslands, kr. 750 ásamt dráttarvöxtum frá 7/8 1984 til greiðsludags. Olíuverslun Íslands hf., kr. 1.000 ásamt dómvöxtum frá 10/8 1984 til greiðsludags. 3. Sunnudaginn 23. desember 1984 stolið tékkhefti frá aðalbanka Útvegs- 10 banka Íslands þá er hún var gestkomandi í Austurbergi 38 í Reykjavík. Þessi verknaður ákærðu, Sólrúnar, telst sannaður með viðurkenningu hennar og stoð í sakargögnum og varðar við 244. gr. almennra hegningar- laga. 4. Þann 15. febrúar 1985, selt í versluninni Skósel, Laugavegi 44 í Reykjavík, 10.000 króna tékka, sem hún gaf út til handhafa á eyðublað nr. 676975 frá Búnaðarbanka Íslands í Mosfellssveit, sem hún hafði komist yfir, en reikningsnúmerið 2088 ritaði hún af handahófi. Þessi verknaður ákærðu Sólrúnar telst sannaður með stoð í viðurkenn- ingu hennar og öðrum sakargögnum og varðar við 248. gr. almennra hegn- ingarlaga. Verslunin Skósel, Laugavegi 44 hefur sett fram skaðabótakröfu fyrir fjár- hæð tékkans, kr. 10.000, og verður ákærða dæmd til að greiða þá upphæð. 5." Í lok októbermánaðar 1984, notað í viðskiptum eftirgreinda 2 tékka, sem hún falsaði á eyðublöð frá aðalbanka Útvegsbanka Íslands en tékkana gaf hún út til handhafa á reikning nr. 2651 með útgefandanafninu Páll Gíslason: Tékki nr. 527516, að fjárhæð kr. 3.000, dagsettur 25.10. 1984. Seldur í einni af verslunum Nestis hf. í Reykjavík. Tékki nr. 527520, að fjárhæð kr. 2.000, dagsettur 28.10. 1984. Notkun óviss. Innleystur af Olíuverslun Íslands hf. í Garðakaupstað. Þessir verknaðir ákærðu Sólrúnar teljast sannaðir með viðurkenningu hennar ög stoð Í sakargögnum og varða þeir við 1. mgr. 155. gr almennra hegningarlaga. Ákærða hefur samþykkt bótakröfur frá eftirtöldum og verður dæmd til að greiða þær: Verslunin Nesti hf., Bíldshöfða 2, kr. 3.000. Olíuverslun Íslands hf., kr. 2.000 ásamt dómvöxtum frá 29/10:1984 til greiðsludags. 6. Í byrjun nóvember 1984 notað í viðskiptum í Reykjavík eftirgreinda 5 tékka, sem hún falsaði á eyðublöð frá Sparisjóðnum í Keflavík, nema annað sé tekið fram, með útgefandanafninu Guðrún Gísladóttir en tékkana gaf hún út til handhafa: Tékki nr. 1735196, að fjárhæð kr. 2.000, dagsettur 05.11. 1984. Seldur í versluninni Vínberinu, Laugavegi 43. Tékki nr. 1735197, að fjárhæð kr. 3.000, dagsettur 04.11. 1984. Seldur í söluturninum Barónsstíg 27. Tékki nr. 1735200, að fjárhæð kr. 4.500, dagsettur 03.11. 1984. Sama notkun. Tékki nr. 1735198, að fjárhæð kr. 3.000, dagsettur 05.11. 1984. Notkun óviss. (RLR mál nr. 3722/84). li Tékki nr. 605800 frá Landsbanka Íslands í Grindavík, að fjárhæð kr. 3.500. Seldur í söluturninum Vesturgötu 53. Þessir verknaðir ákærðu Sólrúnar teljast sannaðir með viðurkenningu hennar og stoð í sakargögnum og varða þeir við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða hefur samþykkt skaðabótakröfur frá eftirtöldum sem eins og aðrar:framangreindar kröfur á hendur henni eru réttar. og rökstuddar og verður hún dæmd til að greiða þær: Versluninni Vínberinu, Laugavegi 43, kr. 2.000. Söluturninum Barónsstíg 27, kr. 7.500 samtals ásamt dómvöxtum frá 5/11-1984. til:greiðsludags. Söluturninum Vesturgötu 23, kr. 3.500 ásamt dómvöxtum frá 5/11 1984 til greiðsludags. Ákvörðun refsinga: Ákærða, Sólrún Elísdóttir, var þann 25. mars 1985 með dómi sakadóms Reykjavíkur dæmd í 3 mánaða fangelsi og síðan aftur 19. þ.m. í 5 mánaða fangelsi, sem var hegingarauki við fyrri dóminn. Henni verður nú á ný ákveðinn hegningarauki og þykir hann hæfilegur 6 mánaða fangelsi. Um. skaðabótakröfur hefur verið fjallað hér að framan. Loks ber að dæma ákærðu til greiðslu alls sakarkostnaðar og skulu þau greiða hann óskipt. Dómsorð: Ákærðu, Sólrún Elisdóttir og V, sæti hvort um sig 6 mánaða fang- elsi. Ákærðu greiði óskipt skaðabætur til eftirtalinna: Axel Kristni Vignissyni, Ugluhólum 8, kr. 3.000. Söluturninum Kjalfell, Gnoðarvogi 78, kr. 1.500. Veitingahúsinu Sælkerinn, kr. 1.700 ásamt dómvöxtum frá 7/8 1984 til greiðsludags. Flugleiðum hf., samtals kr. 18.000. Veitingahúsinu Hollywood, kr. 4.000. Versluninni Hvammsel, Smárahvammi 2, kr. 6.000 ásamt dóm- vöxtum frá 27/12 1984 til greiðsludags. Útvegsbanka Íslands, útibúinu Keflavík, kr. 6.000. Sparisjóði Kópavogs, kr. 2.500 ásamt dómvöxtum frá 27/12 1984 til greiðsludags. 12 Biðskýlinu Hvaleyrarholti, kr. 4.000 ásamt dómvöxtum frá 27/12 1984 til greiðsludags. Stekk hf., Stekkjarbakka 2, samtals kr. 6.500 ásamt dómvöxtum frá 28/12 1984 til greiðsludags. Kaupfélagi Þingeyinga, Húsavík, kr. 6.000 ásamt dráttarvöxtum frá 31/12 1984 til greiðsludags. Næturgrillinu sf., Laugavegi 17, kr. 1.000 ásamt dómvöxtum frá 3/1 1985 til greiðsludags. Olíuverslun Íslands hf., kr. 4.000 ásamt dómvöxtum frá 3/1 1985 til greiðsludags. Hjálparsveit skáta í Reykjavík, kr. 3.000 ásamt dómvöxtum frá 3/1 1985 til greiðsludags. Hótel Holti, Reykjavík, kr. 3.024. Ákærða, Sólrún, greiði ein skaðabætur til eftirtalinna: Bifreiðastöð Íslands, kr. 750 ásamt dráttarvöxtum frá 7/8 1984 til greiðsludags. Olíuverslun Íslands hf., samtals kr. 3.000 ásamt dómvöxtum af kr. 1.000 frá 10/8 1984 til 29/10 1984 og af kr. 3.000 frá þeim degi til greiðsludags. Versluninni Skósel, Laugavegi 44, kr. 10.000. Versluninni Nesti hf., Bíldshöfða 2, kr. 3.000. Versluninni Vínberið, Laugavegi 43, kr. 2.000. Söluturninum Barónsstíg 27, samtals kr. 7.500 ásamt dómvöxtum frá 5/11 1984 til greiðsludags. Söluturninum Vesturgötu 23, kr. 3.500 ásamt dómvöxtum frá 5/11 1984 til greiðsludags. Ákærðu greiði óskipt allan sakarkostnað. 13 Þriðjudaginn 14. janúar 1986. Nr. 205/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Ólafi Kalmanni Hafsteinssyni Sólrúnu Elísdóttur og (dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl.) Sævari Arnfjörð Hreiðarssyni (Svala Thorlacius hrl.) Skjalafals. Fjársvik. Þjófnaður. Brot gegn 246. gr. alm. hegningar- laga. Ákæra. Réttarfarsvítur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Héraðsdómi var að ósk ákærðu skotið til Hæstaréttar með áfrýj- unarstefnu 31. júlí 1985 og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyng- ingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 13. nóvember sl. Fyrir Hæstarétti hafa málsaðilar lýst yfir því að eigi sé gerð krafa um að ákvæði héraðsdóms um skaðabætur verði teknar til með- ferðar fyrir Hæstarétti. Koma þær því eigi til úrlausnar, sbr. 147. gr. laga nr. 74/1974. Ákæruliður I. Staðfesta ber þá niðurstöðu héraðsdóms að ákærði Ólafur hafi brotið gegn 248. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940 með tilraun til að selja inni- stæðulausan tékka. Ákærða Sólrún kannast við að hún hafi að beiðni Ólafs reynt að selja tékkann, en telur sér hafa verið ókunnugt um að tékkinn væri án innistæðu, enda hafi Ólafur sagt að ekkert væri athugavert við hann. Þessi framburður ákærðu er Ósennilegur þegar öll atvik eru virt og í skýrslum sem ákærði og Aðalsteinn Guðlaugur Aðalsteinsson, er undirritað hafði tékkann, gáfu hjá lögreglu kemur fram að þeir hafi sagt ákærðu að tékkinn væri fals- aður. Um þetta atriði var ákærði Ólafur ekkert spurður við meðferð málsins og Aðalsteinn kom þá ekki fyrir dóm. Hafa þannig eigi verið færð fram gögn í málinu sem hnekki þeirri staðhæfingu 14 ákærðu að henni hafi verið ókunnugt um það hvernig tékkinn var til kominn, og leiðir það til þess að sýkna verður ákærðu af þessum ákærulið. Ákæruliður II. Staðfesta ber niðurstöðu héraðsdóms um þenn- an ákærulið. Ákæruliður HI. Staðfesta ber niðurstöðu héraðsdóms um þennan ákærulið og heimfæra brot ákærða Ólafs undir 246. gr. hegningarlaga í stað 244. gr. €r ákæruskjal tilgreinir, enda hafa málflytjendur tjáð sig um þetta atriði við flutning málsins fyrir Hæstarétti, sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 14/1974. Þess er að geta að í ákæru hefur láðst að tilgreina ártalið er brotið var framið (1984), en þrátt fyrir þann ágalla þykir mega dæma áfall á hendur ákærða, sbr. nefnt ákvæði laga nr. 74/1974. Ákæruliður IV. Í ákæru er notkun tékka þeirra sem bera númerin 0526949 og 0526950 talin varða við 1. mgr. 155. gr. hegn- ingarlaga. Tékkar þessir eru undirritaðir með nafninu Ragnar Johansen, en eigi þykja sönnur hafa verið færðar á það að um fals- aðar nafnritanir sé að ræða. Hitt er ljóst að ákærði Ólafur notaði tékka þessa, en engin innistæða var fyrir þeim. Þykir því eiga að refsa ákærða Ólafi samkvæmt 248. gr. hegningarlaga fyrir notkun allra þeirra fimm tékka sem um ræðir í þessum ákærulið, enda hafa málflytjendur fjallað um þetta atriði við flutning málsins, sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 14/1974. Ákæruliður V—IX. Fallast ber á niðurstöður héraðsdóms um þessa þætti ákæruskjals. Það athugast að í VI. lið ákæruskjals er fjárhæð tékkans eigi tilgreind, en hún var 1.500,00 krónur, og í IX. lið vantar tímasetningu brots (19. nóvember 1984), en skv. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74/1974 þykir þó fært að dæma áfall samkvæmt þessum ákæruliðum. Með hiðsjón af ákvæðum þeim sem vitnað er til í héraðsdómi þykir refsing ákærða Ólafs hæfilega ákveðin fangelsi 6 mánuði, refsing ákærðu Sólrúnar fangelsi 2 mánuði og refsing ákærða Sævars fangelsi 4 mánuði. Staðfesta ber ákvæði hérðasdóms um sakarkostnað og dæma ákærðu til greiðslu sakarkostnaðar svo sem greinir Í dómsorði. Átelja ber þá galla á ákæru sem að framan er lýst. 15 Dómsorð: Ákærði Ólafur Kalmann Hafsteinsson sæti fangelsi 6 mán- uði, ákærða Sólrún Elísdóttir fangelsi 2 mánuði og ákærði Sævar Arnfjörð Hreiðarsson fangelsi 4 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærðu Ólafur og Sólrún greiði in solidum málsvarnarlaun verjanda síns, dr. Gunnlaugs Þórðarsonar hæstaréttarlög- manns, 12.000,00 krónur. Ákærði Sævar greiði málsvarnar- laun verjanda síns, Svölu Thorlacius hæstaréttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Annan áfrýjunarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, greiði ákærðu in solidum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 12. júlí 1985. Ár 1985, föstudaginn 12. júlí er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem haldið er að Borgartúni 7 af Ingibjörgu Benediktsdóttur, settum sakadóm- ara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr; 409-411/1985: Ákæruvaldið gegn Ólafi Kalmanni Hafsteinssyni, Sólrúnu Elísdóttur og Sævari Arnfjörð Hreiðarssyni, sem tekið var til dóms þann $..þ.m. Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 28. maí sl. á hendur ákærðu Ólafi Kalmanni Hafsteinssyni, nú refsifanga, fæddum 27. október 1952 í Reykjavík, til lögheimilis að Stað, Höfnum Gullbringusýslu, Sólrúnu Elísdóttur, nú refsifanga, fæddri 4. maí 1956 í Reykjavík, til lög- heimilis að Ferjubakka 10 hér í borg og Sævari Arnfjörð Hreiðarssyni sjó- manni, fæddum 23. september 1954 á Bíldudal, til lögheimilis að Skúlagötu 54 hér í borg, sem hér segir: „„1. Á hendur ákærðu Ólafi Kalmanni og Sól- rúnu fyrir tilraunir til fjársvika með því að reyna, þriðjudaginn 21. ágúst 1984, að selja tékka á stolnu eyðublaði. frá Sparisjóði Hafnarfjarðar nr. 2838499, að fjárhæð kr. 3.500, sem Aðalsteinn Guðlaugur Aðalsteinsson, fæddur 17. maí 1961, hafði gefið út án þess að eiga innistæðu í sparisjóðn- um og ákærði Ólafur Kalmann framselt, stílaðan á handhafa, reikn. nr. 2612, valið. af handahófi, dagsettan 19. ágúst 1984, eins og rakið er: Í söluturninum á horni Laugavegs og Rauðarárstígs, Reykjavík. Í Búnaðarbanka Íslands, Hlemmi, Reykjavík. Í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg, Reykjavík. Telst þetta varða við 248. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. 16 II. Á hendur ákærða Ólafi Kalmanni fyrir tilraun til þjófnaðar með því að brjótast, aðfaranótt fimmtudagsins 15. nóvember 1984, inn í versl- unina Óðinstorg við samnefnt torg í Reykjavík og leita að verðmætum til þess að stela. Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningar- laga. III. Á hendur ákærða Ólafi Kalmanni fyrir að hafa, laugardagskvöldið 10. nóvember eða síðar um nóttina, slegið eign sinni á seðlaveski Kristjáns Kristjánssonar, fædds |. apríl 1954, sem ákærði stal á veitingahúsinu „„Óðali““ við Austurvöll í Reykjavík eða veitingastofunni „„Pöbbinum““ við Hverfisgötu þar í borg, og í voru tékkhefti frá Útvegsbanka Íslands, Lauga- vegi 105, Reykjavík, greiðslukort (Eurocard), persónuskilríki og 2.900 krónur í peningum og tékka. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. IV. Á hendur ákærða Ólafi Kalmanni fyrir að gefa út eða selja tékka úr ofangreindu hefti og nota í staðgreiðsluviðskiptum í Reykjavík, nema annað sé tekið fram, eins og rakið er og enda þótt ákærði ætti ekki inni- stæðu fyrir tékkunum í bankanum: 1) Nr. 0526939, kr. 2.000.-, reikn. nr. 6456, til handhafa, útgefinn 11.11.84, seldur í söluturninum „Molanum“, Hringbraut 49. 2) Nr. 0526936, kr. 2.500.-, reikn. nr. 2157, til handhafa, útgefinn 10.11.84, með framsali ákærða, seldur í söluturninum, Hverfisgötu 74. 3) Nr. 0526949, kr. 2.000.-, reikn. nr. 4416, til handhafa, útgefinn 11.11.84 með fölsuðu nafni Ragnars Johansen, seldur „Tryggva hf.““, Hafnarstræti 7. 4) Nr. 0526941, kr. 1.500.-, reikn. nr. 1077, til handhafa, útgefinn 11.11.84, seldur í veltið garðinum „Broadway“, Álfabakka 8. 5) Nr. 0526950, kr. 2.000.-, reikn. nr. 4466, til handhafa, með fölsuðu nafni Ragnars Johansen og framsali ákærða, seldur Sjúkrahúsi Keflavíkur- læknishéraðs. Telst notkun ákærða á tékkum nr. 1, 2 og 4 varða við 248. gr. almennra hegningarlaga en tékkum nr. 3 og 5 við 1. mgr. 15S. gr. sömu laga. v. Á hendur ákærðu Sólrúnu fyrir að gefa út og nota í staðgreiðsluvið- skiptum í Reykjavík tvo tékka úr ofangreindu hefti, báða stílaða á hand- hafa, á reikninga, sem ákærða valdi af handahófi og án þess að hún ætti innistæðu í bankanum fyrir tékkafjárhæðunum, eins og rakið er: 1) Nr. 0526942, kr. 2.000.-, reikn. nr.:1924, útgefinn 11.11.84, seldur í „„Hverfisbúðinni““, Hverfisgötu 117. 2) Nr. 0526943, kr. 4.500.-, reikn. nr. 1928, útgefinn 12.11.84, seldur í söluturninum „,Molanum““, sem fyrr greinir. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. 17 VI. Á hendur ákærðu Ólafi Kalmanni og Sólrúnu fyrir að gefa út og selja „„Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna““, Nóatúni 7 í Reykjavík tékka úr ofangeindu hefti, nr. 0526944, á reikn. nr. 1184, útgefinn til handhafa 11.11.84 með nafni ákærða Ólafs Kalmanns og framsali ákærðu Sólrúnar, án þess að eiga innistæðu í bankanum. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. VII. Á hendur ákærðu Ólafi Kalmanni og Sævari Arnfjörð. fyrir að nota í félagi ofangreint greiðslukort Kristjáns Kristjánssonar nr. 5414-8300- 0516-7118 til þess að verða sér úti um vörur og þjónustu í Reykjavík og skuldfæra reikning Kristjáns hjá „„Kreditkortum sf.““ og falsa um leið, til skiptis, nafn hans á úttektarnótur eins og rakið er: Nr. 5350256, 13. nóvember 1984, kr. 346.-, veitingar í „Hollywood“, Ármúla S. Nr. 5350257, sama dag, kr. 68.- sama notkun, sama stað. Nr. 5421163, 12. nóvember 1984, kr. 1.450.-, sama notkun í Lækjar- brekku, Bankastræti 2. Nr. 5250090, 14. nóvember 1984, kr. 210.-, sama notkun á Hótel Bors, Pósthússtræti 11. Nr. 5836456, sama dag, kr. 445.-, leiguakstur hjá „Steindóri sf.““. Nr. 5250120, 12. nóvember 1984, kr. 242.-, veitingar á Hótel Borg. Nr. 5836170, 14. nóvember 1984, kr. 105.-, leiguakstur hjá „Steindóri sf;““. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. VIII. Á hendur ákærða Ólafi Kalmanni fyrir að hafa, aðfaranótt laug- ardagsins 10. nóvember 1984, brotið rúðu í söluturninum „Florida“, Hverfisgötu 74, Reykjavík í þjófnaðarskyni. Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. IX. Á hendur ákærðu Sólrúnu og Sævari Arnfjörð fyrir að hafa, er þau voru stödd að Háteigsvegi 8 í Reykjavík, stolið frá húsráðandanum, Gunnari Bjarnasyni, útsaumaðri mynd, hitabrúsa, ljósmyndavél, 2 vegg- plöttum, veggklukku, skrúfjárni, brauðhníf og rakvél. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar, til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þessir: I. Að morgni þriðjudagsins 21. ágúst sl. var ákærða Sólrún handtekin í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis við Skólavörðustíg. Hafði hún fram- vísað þar tékka nr. 2838499 á eyðublað frá Sparisjóði Hafnarfjarðar að fjárhæð kr. 3.500 á handhafa, útgefnum þann 19. sama mánaðar með útgefandanafninu Aðalsteinn G. Aðalsteinsson. 2 18 Ákærði Ólafur Kalmann útfyllti reikningsnúmer tékkans og fjárhæð hans í tölustöfum, en Aðalsteinn ritaði á hann fjárhæðina í bókstöfum, útgáfu- dag, mánuð og ár, orðið handahafa og nafn sitt á tveim stöðum. Í fyrstu skrifaði hann nafn sitt á miðjan tékkann, en ákærði Ólafur Kalmann benti honum þá á að það væri rangt. Ritaði hann þá nafn sitt neðst á tékkann fyrir miðju. Ákærði Ólafur Kalmann framseldi tékkann og síðar ákærða Sólrún með eigin nöfnum. Ákærði Ólafur Kalmann og Aðalsteinn voru handteknir þar skammt frá. Tékki þessi reyndist vera úr tékkhefti, sem ákærði Ólafur stal af drukkn- um manni þann sama dag. Ákærði Ólafur Kalmann og Aðalsteinn G. Aðalsteinsson hittu ákærðu Sólrúnu á Hlemmi þennan sama dag og báðu hana að selja tékkann, og féllst hún á það. Ákærða framvísaði fyrst tékkanum í söluturni á horni Laugavegs og Rauðarárstígs en síðan í Búnaðarbankanum við Hlemm, en var vísað frá á báðum stöðum. Ákærða Sólrún hefur borið að henni hafi ekki verið kunnugt um hvernig tékkinn var til kominn og að fyrir honum hefði ekki verið innistæða. Kveðst hún hafa hitt meðákærða Ólaf Kalmann á Hlemmi umræddan dag ásamt einhverjum manni, sem hún ekki þekkti, en hún kannaðist lítillega við meðákærða. Ólafur Kalmann hafi sýnt henni tékkann og beðið hana að skipta honum, þar sem hann hefði sjálfur verið svo „sjúskaður““, Hún hafi spurt hann hvort ekki væri allt í lagi með tékkann, og hann játað því. Ólafur Kalmann og sá sem með honum var biðu á Hlemmi á meðan hún reyndi að skipta tékkanum á tveim fyrstu stöðunum. Þá kom hún aftur að máli við þá og spurði Ólaf Kalmann enn hvort ekki væri allt í lagi með tékkann. Hafi Ólafur Kalmann enn játað því og þau þrjú þá farið saman í ofangreindan sparisjóð, en ákærðu hafði verið bent á það í Búnaðarbank- anum að fara með tékkann í einhvern sparisjóð. Á meðan ákærða fór inn biðu þeir meðákærði og Aðalsteinn fyrir utan. Ákærði Ólafur og Aðalsteinn hafa hins vegar báðir borið að ákærðu hafi verið það ljóst að ekki var allt með felldu með tékkann, því þeir hafi sagt henni að tékkinn væri falsaður, og hún hafi viljað fá kr. 1.000 fyrir að skipta honum, en þeir ekki fallist á það. Ákærða hefur mótmælt þessum framburði, en borið að hún hafi þó vænst þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð, þó hún hafi ekki farið fram á það. Ákærða Sólrún tók að sér að selja tékka fyrir meðákærða, sem hún þekkti lítillega og útgefanda tékkans, sem hún vissi engin deili á, og gat því ekki treyst því, að innistæða væri í sparisjóðnum fyrir tékkanum. Ákærði Ólafur Kalmann og Aðalsteinn G. Aðalsteinsson voru báðir undir áfengisáhrifum og illa til reika, þá er þeir báðu ákærðu að skipta tékkan- um, sem bar þess greinileg merki að hann var útfylltur af vankunnáttu. 19 Ákærðu Sólrúnu hlaut að vera ljóst eins og í pottinn var búið að ekki væri allt með felldu með tékkann. Þykja ákærðu bæði með háttsemi sinni hafa gerst sek um brot gegn 248. gr. sbr. 1. mgr. 20. gr. alm. hegningarlaga. II. Aðfaranótt fimmtudagsins 15. nóvember sl. braust ákærði í þjófnaðar- skyni inn í verslunina Óðinstorg, Óðinstorgi 5 hér í borg. Íbúi í húsinu heyrði brothljóð, er ákærði braut rúðu verslunarinnar og gerði lögreglu viðvart. Er ákærði varð var mannaferða tók hann til fótanna, en var hand- tekinn á Skólavörðustíg skömmu síðar. Honum hafði ekki gefist ráðrúm til að stela nokkru. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við annað það, sem fram er komið í málinu, þykir framangreind háttsemi ákærða sönnuð, og varðar hún við 244. gr. sbr. 1. mgr. 20. gr. alm. hegningarlaga. Ill. Er ákærði Ólafur Kalmann var handtekinn í ofangreint sinn á Skóla- vörðustíg fannst í fórum hans seðlaveski með skilríkjum Kristjáns Kristj- ánssonar, Lambhóli við Þormóðsstaðaveg. Gat hann enga skýringu gefið á því hvers vegna veskið var í hans vörslum. Var því hald lagt á það. Ákærði kveðst hvorki muna hvar hann fann veskið né hvort hann fann það eða stal því, en telur að hann hafi fundið það á gólfinu í Pöbbnum við Hverfisgötu. Í veskinu var tékkhefti Kristjáns Kristjánssonar á Útvegs- banka Íslands og Eurocard hans, útfylltur tékki nr. 515995 að fjárhæð kr. 2.500 úr ofangreindu hefti, útgefinn af eigandanum þann 5. sama mánaðar, sem ákærði framseldi með eigin nafni og seldi í matvöruverslun, svo og 40 kr. í peningum og persónuskilríki. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við það sem fram er komið í málinu, þykir sannað að hann sló eign sinni á ofangreint seðlaveski með því sem í því var. Ekki er ljóst hvort ákærði stal veskinu eða fann það. Verður hann því ekki sekur fundinn um þjófnað á því, heldur þykir taka hans á því varða við 246. gr. alm. hegningarlaga. Eigandi veskisins Kristján Kristjánsson hefur krafist þess, „að sá sem stal þessum verðmætum frá kæranda, verði dæmdur til að greiða kæranda skaðabætur““. Kröfunni er vísað frá dómi, þar sem hún er óljós og ósundurliðuð. IV. Ákærði seldi úr ofangreindu tékkhefti þá fimm tékka, sem rétt er lýst að allri gerð í þessum kafla ákæru, samtals að fjárhæð kr. 10.000, án þess að eiga innistæðu í bankanum fyrir þeim. Tékkana seldi hann alla í stað- 20 greiðsluviðskiptum dagana 11.—14. nóvember sl., svo sem lýst er í ákær- unni. Útfyllti hann sjálfur framhlið tékkanna í |. og 4. lið, en hvorugur tékkanna er framseldur. Tékkana í lið 2, 3 og 5 framseldi hann með eigin nafni, en kvaðst ekki vita hver útfyllti framhlið þeirra, enda hafi hann verið í óreglu og sukki á þessum tíma. Með játningu ákærða, sem er Í samræmi við önnur gögn málsins telst framangreind háttsemi hans sönnuð. Telst sala hans á hinum fölsuðu tékk- um í 3. og S. lið varða við 1. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga, en sala hans á tékkunum í 1., 2. og 4. lið við 248. gr. sömu laga. V. Ákærða Sólrún gaf út í eigin nafni og seldi þá tvo tékka úr ofangreindu tékkhefti frá Útvegsbanka Íslands, sem rétt er lýst að allri gerð í þessum kafla ákæru, samtals að fjárhæð kr. 6.500. Tékkana notaði hún í stað- greiðsluviðskiptum á þeim stöðum, sem greint er frá í ákærunni. Hún átti enga innistæðu í bankanum fyrir andvirði tékkanna. Ákærða kveðst hafa fengið tékkaeyðublöð þessi hjá meðákærða Ólafi, en hann kveðst ekki minnast þess að hafa látið hana hafa þau. Með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins telst framangreind hátt- semi hennar sönnuð, og varðar hún við 248. gr. alm. hegningarlaga. VI. Ákærða Sólrún hefur viðurkennt að hún hafi framselt og selt tékka úr ofangreindu tékkhefti á eyðublað nr. 0526944 að fjárhæð kr. 1.500, útgef- inn til handhafa þann 11. nóvember 1984 með útgefandanafni ákærða Ólafs Kalmanns. Tékkinn er framseldur af ákærðu og Regnboganum. Vissi ákærða að ekki var innistæða fyrir tékkanum. Kveðst hún hafa fengið tékkana hjá meðákærða Ólafi, sem hafi gefið tékkann út. Við yfirheyrslu fyrir RLR kannaðist ákærði Ólafur Kalmann við rithönd sína á tékkanum sem útgefandi, en minntist þess ekki hverjum hann afhenti tékkann. Fyrir dómi kannaðist hann hins vegar hvorki við að hafa gefið tékkann út né að hafa látið ákærðu hafa eyðublöð úr þessu hefti. Þrátt fyrir það að ákærði dró fyrir dómi til baka fyrri framburð sinn um það að hann hefði gefið út tékkann, þykir með hliðsjón af framburði ákærðu Sólrúnar sannað að tékkinn hafi komist í hendur hennar fyrir til- stuðlan ákærða, sem hlaut að vera ljóst að tékkinn yrði seldur, enda hafði ákærða fengið tvo aðra tékka úr sama tékkhefti hjá ákærða. Þykir því ekki varhugavert að telja sannað að ákærðu hafi bæði veitt atbeina sinn til sölu 21 tékkans, og með því gerst brotleg við 248. gr. alm. hegningarlaga, svo sem þau eru ákærð fyrir. Engin fébótakrafa var höfð uppi vegna tékka þessa, enda liggur hann frammi í málinu í ljósriti. VII. Ákærði Ólafur Kalmann framvísaði greiðslukorti Kristjáns Kristjáns- sonar, sem að framan getur, á þeim sjö stöðum, sem getið er í þessum kafla ákæru, dagana 12.—14. nóvember sl. og varð sér með þeim hætti úti um vörur og þjónustu samtals að fjárhæð kr. 2.866, sem skuldfærðar voru á reikning Kristjáns hjá Kreditkortum sf. Falsaði ákærði Ólafur Kalmann nafn Kristjáns Kristjánssonar á úttektarnótur þær, sem greindar eru í ákærunni að undanskilinni nótu nr. 5836170, sem ákærði Sævar Arnfjörð hefur viðurkennt að hafa falsað nafn Kristjáns á. Ákærði Ólafur Kalmann kvað þá Sævar hafa tekið út framangreindar vörur og þjónustu í félagi, en ákærði Sævar Arnfjörð hefur einungis kannast við 2ð hafa verið með. honum þá er þeir framvísuðu greiðslukortinu fyrir leiguakstri í tvö skipti hjá Steindór sf. og hafi hann falsað undirritun á aðra úttektarnótuna svo sem að framan segir en meðákærði á hina, þ.e. 5836456. Með játningu ákærðu beggja þykir sannað að þeir hafi gerst sekir um háttsemi þá, sem þeim er gert að sök í þessum kafla ákæru, að öðru leyti en því, að ekki þykir sannað gegn neitun ákærða Sævars Arnfjörðs að hann hafi tekið þátt í notkun: greiðslukortsins og neyslu á þeim vörum, sem fékkst gegn framvísun þess, nema að því er varðar það sem hann hefur játað, þ.e. fyrir leiguakstri hjá Steindóri sf. sbr úttektarnótur nr. 5836456 og 5836170. Þykir þessi verknaður ákærðu beggja varða við 1. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga. VIII. Aðfaranótt laugardagsins 10. nóvember sl. voru lögreglumenn kvaddir að söluturninum Florida, Hverfisgötu 74 vegna grunsamlegra mannaferða. Ákærði Ólafur Kalmann var handtekinn þar skammt frá. Hafði hann brotið rúðu í söluturninum. Ákærði hefur viðurkennt að hafa gert tilraun til að brjótast inn í sölu- turninn í þjófnaðarskyni, en þegar lögregluna bar að hljópst hann á brott. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst framangreind háttsemi hans sönnuð, og varðar hún við 244. gr. sbr. 20. gr. alm. hegningarlaga. Engin fébótakrafa var uppi höfð vegna framangreinds rúðubrots. 22 IX. Að morgni mánudagsins 19. nóvmber sl. voru ákærðu Sólrún og Sævar Arnfjörð handtekin ásamt þriðja manni í Áningu á Hlemmi, þar sem grunur lék á að þau væru með þýfi. Reyndist hér um að ræða poka með útsaumaðri mynd í ramma, hitabrúsa, gamalli Kodak myndavél í leður- hulstri, tveimur veggplöttum, veggklukku, skrúfjárni, brauðhníf og rakvél. Munir þessir reyndust vera í eigu Gunnars Bjarnasonar, Háteigsvegi 8, R. Ákærðu hittu framangreindan mann á Hlemmi, og að sögn ákærðu bauð hann þeim heim til drykkju, en áður en til þess kom var hann handtekinn vegna ölvunar. Ákærðu fóru þá að heimili hans, en ákærðu höfðu tekið lykla að íbúðinni úr vasa mannsins, skömmu áður en hann var handtekinn. Þar héldu þau áfram drykkju. Ákærði Sævar Arnfjörð kveðst hafa sofnað, en vaknað við það að með- ákærði var að setja eitthvert dót í pappakassa og hann hafi hjálpað henni við að setja mynd í plastpoka svo og aðstoðað hana við að bera þýfið út úr húsinu, en meðákærða hafi haft á orði að hún ætlaði að selja dótið. Þau hafi borið þýfið niður á Hlemm, þar sem þau skömmu síðar voru handtekin. Ákærða Sólrún kvað meðákærða hins vegar hafa stolið þessum hlutum, hún hafi ekki komið nálægt því. Við samprófun hjá RLR viðurkenndi hún hins vegar að hafa aðstoðað meðákærða við að tína dótið saman og bera það út úr íbúðinni. Við samprófun fyrir dómi kvaðst ákærði Sævar ekki minnast þess að hafa sett þýfið í kassa, en mótmælti ekki þeim framburði meðákærðu að hann hefði sett framangreinda mynd í kassann. Ákærða Sólrún kvaðst ekki geta fullyrt hvort þeirra kom þýfinu fyrir, áður en það var borið út. Ákærðu hafa hins vegar bæði viðurkennt að þau hafi borið þýfið saman út úr húsinu og niður á Hlemm, en hvorugt hefur kannast við að hafa ætlað að slá eign sinni á þýfið, en vísað í því efni hvort á annað og borið við minnisleysi vegna áfengis- og lyfjaneyslu. Með framburði ákærðu beggja, svo'og öðru því sem fram er komið í málinu, þykir fyllilega sannað að ákærðu stóðu saman að því að bera framangreinda muni í heimildarleysi út úr húsi eiganda þeirra. Með þeirri háttsemi hafa bæði gerst sek um þjófnað, sem varðar við 244. gr. alm. hegningarlaga. Samkvæmt sakavottorði ákærða Ólafs Kalmanns hefur hann frá árinu 1981 5 sinnum gengist undir dómsátt, þar af tvívegis fyrir umferðarlaga- brot, tvívegis fyrir fjársvik og einu sinni fyrir tollalagabrot. Þá hefur hann hlotið þessa residóma: 1981 12/8 2 mánaða fangelsi, þar af 1 mán. skb. í 2 ár fyrir þjófnað. 23 1982 9/12 2 mánaða fangelsi fyrir þjófnað, ölvun við akstur og fíkniefna- brot. Sviptur ökuleyfi í 10 mánuði. 1983 12/9 Sakfelldur fyrir þjófnað. Refsing ekki dæmd. 1983 8/11 Dómur Hæstaréttar að því er varðar dóm frá 9/12 1982: 3 mánaða fangelsi. 1984 28/11 3 mánaða fangelsi fyrir skjalafals, þjófnað og þjófnaðartil- raun. Samkvæmt sakavottorði Sólrúnar og öðru því, sem fyrir liggur hefur hún á árunum 1972—1982 4 sinnum gengist undir dómsátt, þrívegis vegna ölvunar á almannafæri, einu sinni vegna ölvunar við akstur. Þá varð hún á árinu 1972 tvívegis uppvís að skjalafalsi og einu sinni þar af vegna þjófn- aðar, en ákæru frestað í bæði skiptin skilorðsbundið í 2 ár. Þá hefur hún hlotið þessa refsidóma: 1974 3/S 6 mánaða fangelsi skb. í 2 ár fyrir þjófnað. 1977 11/7 Sekt og ökuleyfissvipting vegna ölvunar við akstur. 1978 7/11 2 mánaða fangelsi skb. í 2 ár fyrir skjalafals og fjársvik. 1982 3/6 Sekt og ökuleyfissvipting fyrir ölvun við akstur og ýmis umfl.brot. 1985 25/3 3 mánaða fangelsi fyrir skjalafals. 1985 30/4 20.000 kr. sekt. Svipt rétti til að öðlast ökuleyfi ævilangt fyrir ölvun við akstur o.fl. umfl.brot. 1985 19/6 5 mánaða fangelsi fyrir brot gegn |. mgr. 221. gr. alm. hgl. 1985 28/6 6 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 1. mgr. 155. gr., 244. gr. og 248. gr. alm. hgl. Samkvæmt sakavottorði ákærða Sævars Arnfjörðs hefur hann frá árinu 1973 þrívegis gengist undir dómsátt, þar af tvívegis vegna ölvunar á al- mannafæri og einu sinni vegna fíkniefnabrots. Árið 1971 var ákæru frestað skilorðsbundið á hendur honum í 2 ár vegna þjófnaðar. Þá hefur hann sætt þessum refsidómum: 1974 2/9 3 mánaða fangelsi skb. í 3 ár fyrir þjófnað. 1974 4/9 15 daga varðhald fyrir ölvun við akstur. Sviptur rétti til öku- leyfis. 1975 10/7 10 mánaða fangelsi fyrir skjalafals, þjófnað, ölvun og réttinda- leysi við akstur. Sviptur ökuleyfi. 1975 13/11 Sakfelldur fyrir þjófnað. Refsing ekki dæmd. 1975 11/12 2 ára og 6 mánaða fangelsi fyrir rán. 1976 25/3 2 mánaða fangelsi fyrir skjalafals, þjófnað og fjársvik. 1977 16/8 4 ára fangelsi fyrir rán. 24 1980 11/12 8 mánaða fangelsi fyrir skjalafals og þjófnað. 1981 23/1 Sekt og ökuleyfissvipting fyrir ölvun við akstur. 1982 29/8 1 árs fangelsi fyrir líkamsárás og þjófnaðartilraun. 1982 23/11 Sakfelldur fyrir þjófnað. Ekki dæmd refsing. Hegningarauki. Viðurlög: Refsing ákærða Ólafs Kalmanns þykir með hliðsjón af sakarferli hans, 71. gr. og 78. gr. alm. hegningarlaga og því, að hann hefur ekki bætt fyrir brot sín, hæfilega ákveðin 3 mánaða fangelsi. Refsing ákærðu Sólrúnar þykir með hliðsjón af 77. og 78. gr. alm. hegn- ingarlaga og því, að hún hefur ekki bætt fyrir brot sín, hæfilega ákveðin 2 mánaða fangelsi. Refsing ákærða Sævars Arnfjörðs þykir með hliðsjón af sakarferli hans og 77. gr. alm hegningarlaga hæfilega ákveðin 2 mánaða fangelsi. Skaðabætur: Um framkomnar skaðabætur hefur verið fjallað hér að framan. Verða ákærðu dæmd til greiðslu þeirra sem hér segir: Þá er ákærða Sólrún dæmd til að greiða skipuðum verjanda sínum Indriða Þorkelssyni hdl., kr. 8.000 í málsvarnarlaun. Annan sakarkostnað eru ákærðu öll dæmd til að greiða in solidum. Dómsorð: Ákærði, Ólafur Kalmann Hafsteinsson, sæti fangelsi 3 mánuði. Ákærða, Sólrún Elísdóttir, sæti fangelsi í 2 mánuði. Ákærði, Sævar Arnfjörð Hreiðarsson, sæti fangelsi í 2 mánuði. Ákærði Ólafur Kalmann greiði eftirtöldum skaðabætur: Söluturninum Molanum, Hringbraut 49, R., kr. 2.000, Söluturn- inum Hverfisgötu 74, R., kr. 2.500 ásamt dómvöxtum frá 12. nóv- ember 1984 til greiðsludags, Tryggva hf., Hafnarstræti 7, kr. 2.000 ásamt dómvöxtum frá 14. nóvember 1984 til greiðsludags, Veitinga- húsinu Broadway, R., kr. i.500 og Kreditkortum sf., R., kr. 2.316. Ákærða Sólrún greiði eftirtöldum skaðabætur: Söluturninum Molanum, Hringbraut 49, R., kr. 4.500 og Hverfis- búðinni Hverfisgötu 117, R., 2.000 ásamt dómvöxtum frá 12. nóv- ember 1984 til greiðsludags. Ákærðu Ólafur Kalmann og Sævar Arnfjörð greiði in solidum Kreditkortum sf., R., kr. 550. Ákærða Sólrún greiði verjanda sínum, Indriða Þorkelssyni hdl,, kr. 25 8.000 í málsvarnarlaun. Annan sakarkostnað greiði ákærðu in solid- um. Fimmtudaginn 1S. janúar 1986. Nr. 297/1984. Búi Grétar Vífilsson (Arnmundur Backman hrl.) gegn Ólafi Óskarssyni (Skarphéðinn Þórisson hrl.) Vinnusamningur. Sjómannalög. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Áfrýjandi skaut héraðsdómi til Hæstaréttar með stefnu 15. október 1984, að fengnu áfrýjunarleyfi 27. september s.á. Hann krefst þess, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða sér 16.180,04 krónur „með 45% ársvöxtum frá 6. febrúar 1983 til 21. september sama ár, með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 13. október sama ár, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, þ.e. með 39% ársvöxtum frá 13. október 1983 til 21. október sama ár, með 3690 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember sama ár, með 32% árs- vöxtum frá þeim degi til 21. desember sama ár, með 250 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, með 19% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1985, en með hæstu dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags.““ Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og honum tildæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda, en til vara „að áfrýjunarfjárhæð verði lækkuð í kr. 9.058,00 með viðeigandi vöxtum og málskostnaður felldur niður.““ 26 Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Dæma ber áfrýjanda til þess að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti og þykir hann hæfilega ákveðinn 18.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Áfrýjandi, Búi Grétar Vífilsson, greiði stefnda, Ólafi Óskars- syni, 18.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. febrúar 1984. I. Mál þetta sem dómtekið var 2. febrúar sl. hefur Búi Grétar Vífilsson, nnr. 1489-0122, Krókatúni 14, Akranesi, höfðað fyrir bæjarþingi Reykja- víkur með stefnu birtri 13. október 1983 á hendur Ólafi Óskarssyni, nnr. 6780-7987, Engihlíð 7, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði gert að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr. 16.180,04 með 45% ársvöxtum: frá 6. febrúar 1983 til 21. sept. s.á.,„en með 37%0 ársvöxtum frá þeim degi til 13. október s.á., en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags. Þá er krafist málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ. Þá er krafist sjó- veðréttar fyrir dæmdum fjárhæðum í b/v Óskari Halldórssyni RE-157. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum dómkröfum stefnanda og máls- kostnaðar úr hendi hans skv. gjaldskrá LMFÍ. Til vara krefst stefndi þess að stefnukrafan verði lækkuð í kr. 5.176,00. Til þrautavara krefst stefndi þess, að stefnukrafan verði lækkuð í kr. 9.058,00. Þá krefst stefndi þess, að málskostnaður verði felldur niður, tapi stefndi málinu að hluta eða að öllu leyti. Sættir hafa verið reyndar árangurslaust. Il. Málavexti kveður stefnandi vera þá að þann 6. október 1982 hafi stefn- andi verið ráðinn sem háseti um borð í b/v Óskari Halldórssyni RE-157. Hafi hann þá verið lögskráður um borð. Þann 22. desember s.á., hafi hann verið afskráður í jólafrí og hafi hann átt að mæta aftur um borð þann 10. janúar 1983. Þann dag hafi hann verið veikur og hafi hann tilkynnt skipstjóra, Bjarna Sveinssyni, veikindi sín samdægurs. Hafi stefnandi verið veikur til 17. janúar 1983, en veiðiferð skipsins hafi ekki lokið fyrr en 6. febrúar 1983. Stefndi hafi ekki sinnt ítrekuðum greiðsluáskorunum um að 27 greiða stefnanda veikindalaun fyrir veiðiferðina 10. janúar 1983—6. febrúar 1983. Krafa stefnanda sé krafa um laun í veikindum. Samkvæmt lögum beri honum staðgengilslaun, og hafi þau numið kr. 14.686,43 í hlut og kr. 1.493,61 í orlof, sem byggist á uppgjöri vegna sama starfs "im borð. Stefnandi byggir kröfur sínar á 18. gr. |. nr. 67/1963 eins og henni hafi verið breytt með 1. 'nr. 49/1980. Stefnandi hafi verið ráðinn um borð skv. ráðningarsamningi, sem ekki hafi verið sagt upp. Er stefnandi varð veikur þann 10. janúar 1983 hafi ráðningarsamningur hans enn verið í gildi sbr. 2. mgr. 18. gr. 1. nr. 67/1963. Stefnanda beri því laun frá þeim tíma er honum hafi borið að hefja störf að nýju sbr. 3. mgr. 18. gr. l. nr. 67/1963. Krafa um orlof byggist á 1. nr. 87/1971. Krafa um sjóveðrétt byggist á 216. gr. 1. nr. 66/1963. Krafa um málskostnað byggist á lágmarksgjaldskrá LMFÍ frá 1. október 1983 5: gr. -Krafa um vexti byggist á 3. tl. 5. gr. tilvitn- aðrar gjaldskrár sbr. 1. nr. 61/1942. Aðalkröfu sína styður stefndi þeim rökum að stefnandi hafi verið laus- ráðinn, þ.e.a.s. ráðinn til þess tíma að skipið hefði fengið þann síldveiði- skammt sem skipið mátti veiða og í beinu framhaldi af því tvo tilraunatúra á troll er hafi lokið 22. desember 1982. Stefnandi hafi hvorki verið ráðinn né skráður til lengri tíma. Ekki hafi komið til vegna veikinda stefnanda að hann yrði endurráðinn og skráður að nýju á skipið þegar það átti að hefja veiðar 10. janúar 1983, og beri stefndi ekki greiðsluábyrgð á því í formi veikindakaups. Stefndi mótmælir því að stefnandi hafi verið í launalausu fríi, er hann veiktist. Við munnlegan málflutning mótmælti lögmaður stefnda læknisvottorði stefnanda sem röngu og byggði aðalkröfu sína ennfremur á því að veikindi stefnanda væru ósönnuð þar sem fram hefði komið í framburði hans fyrir dómi að hann hafi tilkynnt skipstjóra skipsins veikindaforföll sín 34 dögum fyrir brottför skipsins, en ekki leitað læknis fyrr en 13. og síðan aftur 14. janúar, og síðan ekki meir og væri vottorðið því meira og minna byggt á frásögn stefnanda sjálfs. Þessari málsástæðu var ekki andmælt sem of seint framkominni, en mót- mælt sem þýðingarlausri og því haldið fram að vottorðið væri fullnægjandi og hefði því ekki verið hnekkt. Varakröfu sína styður stefndi eftirfarandi rökum: Stefnandi hafi verið óvinnufær samkvæmt læknisvottorði dagana 10.— 17. janúar 1983. Hlutfallslega reiknað geri þetta kr. 5.176,00 miðað við að veiðiferðin hafi staðið til 6. febrúar. Stefndi hafi ekki verið óvinnufær eftir að læknir úrskurðaði hann vinnufæran að nýju, og byggist sá skiln- ingur á hugtakinu „óvinnufær“ á almennri málvenju, svo og að rétt skýring á hugtakinu óvinnufær í sjómannalögum sé sú að skipverji eigi aðeins rétt á slysa- og veikindakaupi til þess tíma að læknir úrskurði hann vinnufæran, án nokkurs tillits til þess hvort hann eigi þess kost að hefja störf um borð í því skipi, er hann hafi verið ráðinn á eða ekki. Þá styður stefndi varakröfu sína þeim rökum að stefnandi hafi ekki ætlað sér að starfa lengur á skipi stefnda eftir að hann var orðinn vinnufær, sem sjáist best á því að hann hafi byrjað að vinna aftur um borð í Skírni AK, þar sem hann hafi verið skipverji og hafi ætlað sér að. vera áfram. Þar af leiðandi geti stefnandi ekki átt rétt til veikindakaups lengur en til 17. janúar 1983 þar sem hann hafi ekki ætlað sér að starfa lengur á skipi stefnda, enda hafi stefnandi ekki farið í næstu veiðiferð m.s. Óskars Halldórssonar RE, þar sem hann hafi verið búinn að ráða sig annað. Þrautavarakröfu sína styður stefndi þeim rökum að ítrasti réttur stefn- anda til veikindakaups geti aldrei orðið lengri en til 24. janúar, þegar stefn- andi hafi hafið vinnu að nýju. Sé útilokað að stefnandi geti krafið sig um greiðslu veikindakaups fyrir sama tíma og hann starfi vinnufær hjá öðrum atvinnurekanda og þannig þegið veikindakaup hjá einum atvinnurekanda en vinnulaun hjá öðrum samtímis. Ill. Upplýst er að ráðningarsamningur var gerður við stefnanda haustið 1982 og var hann á grundvelli þess samnings lögskráður á Óskar Halldórsson RE 157 þann 6. október 1982 til 12. nóvember s.á. og aftur 24. nóvember til 22. desember s.á. Ekki liggur fyrir að ráðningarsamningurinn hafi verið skriflegur svo sem 11. gr. 1. nr. 67/1963 gerir ráð fyrir, og greinir aðilja á um til hve langs tíma samningurinn var gerður. Telja verður upplýst að skipstjórinn Bjarni Sveinsson hafði samband við stefnanda nokkru áður en skipið átti að fara þann 10. janúar og lýsti stefndi sig þá reiðubúinn að fara þá ferð. Þegar framangreint er haft í huga og þar sem stefndi hefur ekki sýnt fram á annað, verður að líta svo á að stefnandi hafi verið ráðinn á skipið frá hausti 1982 og þar til umdeildri ferð, sem hófst 10. janúar 1983, lauk. Hafi hann þannig verið í launalausu leyfi er hann veiktist. Stefnandi hefur lagt fram ljósrit af læknisvottorði dags. 10. febrúar 1983, þar sem fram kemur að stefnandi hafi verið óvinnufær með öllu vegna sjúk- dóms og vegna læknisrannsókna dagana 10.—17. janúar 1983, og hafi hann komið til skoðunar 13. og 14. s.m. Fyrir dómi upplýsti stefnandi að hann hefði haft samband við skipstjór- ann Bjarna Sveinsson þremur til fjórum dögum fyrir brottför skipsins og tjáð honum að hann myndi ekki komast í ferðina sökum veikinda. Þá upp- lýsti hann ennfremur, að hann hefði ekki haft samband við lækni fyrr en 29 þann 13. janúar eða þremur dögum eftir brottför skipsins. Hafi hann verið með magakvilla og verið í læknisrannsókn dagana 13. og 14. janúar. Hafi hann ekki séð lækninn aftur vegna þessa sjúkdóms. Gegn andmælum stefnda og með vísan til framangreinds framburðar stefnanda fyrir dómi verður umrætt læknisvottorð ekki lagt til grundvallar sem sönnunargagn um veikindaforföll stefnanda. Þar sem stefnandi hefur ekki á annan hátt sannað að hann hafi ekki mátt fara með skipinu í um- .„ ræðda ferð vegna veikinda verður að sýkna stefnda af öllum kröfum stefn- anda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu. Sigríður Ólafsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Ólafur Óskarsson, skal vera sýkn af öllum kröfum stefn- anda, Búa Grétars Vífilssonar, í máli þessu. Aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu. Miðvikudaginn 15. janúar 1986. Nr. 206/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Sigurði Stefáni Almarssyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var af ákæruvaldsins hálfu áfrýjað til Hæstaréttar með stefnu 22. ágúst 1985 að ósk ákærða en jafnframt krafðist ákæruvald þess að refsing yrði þyngd. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 5. desember 1985. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt vottorð dóms- og kirkjumála- 30 ráðuneytisins um að ákærði hafi ekki afplánað refsingu hér á landi frá því að hann fékk reynslulausn í eitt ár hinn 25. mars 1984. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Dæma ber ákærða til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Sigurður Stefán Almarsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 30. júlí 1985. Ár 1985, þriðjudaginn 30. júlí, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Helga 1. Jónssyni, kveðinn upp dómur í saka- dómsmálinu nr. 434/1985: Ákæruvaldið gegn Sigurði Stefáni Almarssyni, sem tekið var til dóms samdægurs. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 23. þ.m. á hendur ákærða, „Sigurði Stefáni Almarssyni, Karfavogi 33, Reykjavík, fæddum 30. ágúst 1956 í Hafnarfirði, fyrir að aka, laugardaginn 5. maí 1984, undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt, bifreiðinni R-44404 frá Óðinstorgi í Reykjavík að Skúlatúni 6, en þar hafði lögreglan afskipti af ákærða strax að loknum akstri. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. $4, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til ökuleyfissvipt- ingar eða til sviptingar réttar til að öðlast ökuleyfi samkvæmt 81. gr. um- ferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þessir samkvæmt játningu ákærða og öðru því sem fram er komið í málinu: Laugardaginn 5. maí 1984 ók ákærði bifreiðinni R-44404 undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt, frá Óðinstorgi hér í borg að Skúlatúni 6, þar sem lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ákærða kl. 06:10 um morguninn, strax að loknum akstri. 31 Ákærða var tekið blóðsýni til alkóhólrannsóknar kl. 06:50 umræddan morgun. Samkvæmt niðurstöðu þeirrar rannsóknar reyndist alkóhólmagn í blóði ákærða vera 1.60%0. Með eigin játningu ákærða og niðurstöðu alkóhólrannsóknar, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, er sannað að ákærði hafi gerst sekur um háttsemi þá sem honum er gefin að sök í ákæruskjali. Varðar brot ákærða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968. Samkvæmt sakavottorði ákærða varð hann uppvís að þjófnaðarbroti, en ákæru á hendur honum var frestað skilorðsbundið 2 ár frá 24.10. 1972. Á árunum 1973 til 1981 gekkst hann 9 sinnum undir dómsátt og greiðslu sektar fyrir brot gegn lögreglusamþykkt, áfengislögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá hefur ákærði sætt eftirtöldum refsidóm- um: 1973: 6 mánaða fangelsi, skilorðsbundið 3 ár, fyrir þjófnað, nytjastuld og umferðar- og áfengislagabrot. 1974: 8 mánaða fangelsi, skilorðsbundið 3 ár fyrir þjófnað. 1974: "1 árs fangelsi, fyrir þjófnað, tilraun til þjófnaðar, eignaspjöll, nytjastuld og ölvun og réttindaleysi við akstur. Sviptur ökuleyfi 8 mánuði. 1975: Sviptur ökuleyfi 2 ár fyrir brot gegn 25. gr. umferðarlaga. Ekki gerð sérstök refsing. 1976: Sakfelldur fyrir skjalafals. 1976: | mánaðar fangelsi fyrir þjófnað. 1977: Sakfelldur fyrir þjófnað og skjalafals. 1977: 6 mánaða fangelsi fyrir skjalafals, líkamsárás og þjófnað. 1977: 2 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og gripdeild. 1977: S mánaða fangelsi fyrir þjófnað, skjalafals, fjársvik og fjárdrátt. 1978: 3 mánaða fangelsi fyrir fjársvik, nytjastuld og ölvun við akstur. Sviptur ökuréttindum ævilangt. 1979: Sakfelldur fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar. 1979: 200.000 króna sekt fyrir ölvun við akstur. 1980: 2 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. 1980: Sakfelldur fyrir ölvun við akstur. 1980: Sakfelldur fyrir skjalafals. 1980: 6 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. 1980: Sakfelldur fyrir skjalafals og líkamsárás. 1980: 8 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. 1981: 3 mánaða fangelsi (hegningarauki) fyrir skjalafals. 1982: 14.10.: 45 daga fangelsi fyrir ölvun og réttindaleysi við akstur. Sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi ævilangt frá dómsbirtingu. 32 1983: 45 daga fangelsi fyrir hylmingu. 1983: 26.4.: Sakfelldur fyrir réttindaleysi við akstur. 1983: S mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Hinn 7. desember 1981 var ákærða veitt reynslulausn í 2 ár á eftirstöðv- um refsingar, 285 dögum, og þann 25. mars 1984 var ákærða veitt reynslu- lausn í 1 ár á eftirstöðvum refsingar, 145 dögum. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. umferðarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 54, 1976 og samkvæmt 71. gr. almennra hegningarlaga hafa dómarnir frá 14. október 1982 og 26. apríl 1983 ítrekunaráhrif á brot ákærða, sem hér er fjallað um. Samkvæmt framansögðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi 60 daga. Samkvæmt 81. gr. umferðarlaga ber að árétta að ævilöng ökuleyfissvipt- ing ákærða eigi að haldast. Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar samkvæmt 1. mgr. 141. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Stefán Almarsson, sæti fangelsi í 60 daga. Ákærði á að vera sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi ævilangt frá uppkvaðningu dóms þessa. Áfrýjun frestar ekki áhrifum þessa dóms- ákvæðis. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Fimmtudaginn 16. janúar 1986. Nr. 135/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Vilhjálmi Antoni Stefánssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Skjalafals. Fjársvik. Skilorðsrof. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. 33 Ríkissaksóknari áfrýjaði máli þessu til Hæstaréttar 17. apríl 1985 að ósk ákærða. Málinu er einnig áfrýjað af hálfu ákæruvalds og þess krafist, að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og refsing hans þyngd. Ágrip málsgagna barst Hæstarétti 9. ágúst 1985. Framhaldspróf hafa farið fram í sakadómi Reykjavíkur. Lagt hefur verið fyrir Hæstarétt vottorð lögskráningarstjórans í Reykja- vík, þar sem m.a. kemur fram, að ákærði var skráður 2. vélstjóri á m/s Ljósfara RE 102 dagana 18.—20. september 1983. Þá hefur verið lagt fram ljósrit úr dagbók m/s Jóns Bjarnasonar SF 3 frá árinu 1983. Fallast ber á úrlausn héraðsdómara um sakarmat og færslu at- ferlis ákærða til refsilákvæða að því er varðar 1.— III. lið ákæru. Um IV. lið ákæru er þessa að geta: Bjarni Jónsson útgerðarmaður m/s Jóns Bjarnasonar sagði í framhaldsprófi, að hann hefði í september 1983 auglýst eftir mat- sveini á skipið, sem gert var út frá Höfn í Hornafirði. Hann kvað ákærða hafa óskað eftir vinnu og jafnframt fyrirframgreiðslu launa. Hefði hann fengið 6.000 krónur greiddar með tékka, sem dagsettur er 4. september. Hefði ákærði átt að fara austur með flugvél 1—2 dögum síðar, en tilkynnt að hann hefði slasast og væri á sjúkrahúsi í Keflavík. Bjarni lýsti síðari samskiptum þeirra ákærðu í september og því að hann hefði greitt ákærða að hans ósk 2.000 krónur til viðbótar 13. september eða stuttu síðar. Bjarni kvaðst hafa krafist endurgreiðslu. Hann sagðist telja að ákærði hefði ætlað sér að mæta til vinnu a.m.k. þegar hann fékk fyrri fyrir- framgreiðsluna. Sigtryggur Benediktz skipstjóri og útgerðarmaður m/s Jóns Bjarnasonar sagði m.a. að hann hefði haft samband við ákærða um að koma þegar austur á Höfn. Ákærði ítrekaði í framhaldsprófunum að hann hefði ekki farið austur af því að hann hefði fengið rangar upplýsingar um ferðir og um það hvenær báturinn væri inni. Hann sagðist ekki hafa feng- ið boð um að mæta á flugvellinum í Reykjavík og ekki muna, hvort hann hefði fengið önnur skýr fyrirmæli um að fara austur, „„en það geti þó verið““. Ekki kvaðst hann hafa neitað að endurgreiða tékk- ana, en hann hefði beðið Bjarna Jónsson „að tala við sig síðar“. 3 Ákærði kvaðst síðan óska að taka fram að hann myndi þetta óljóst. Varhugavert þykir að telja fyllilega sannað að ákærði hafi haft þann ásetning að koma ekki til vinnu þegar hann réð sig á m/s Jón Bjarnason og tók við 6.000 króna tékka sem fyrirframgreiðslu launa. Hins vegar fékk hann nokkrum dögum síðar 2.000,00 krónur greiddar með sama hætti. Því fé eyddi hann í eigin þarfir. Með skýrslum Bjarna Jónssonar og Sigtryggs Benediktz er sannað, að reynt hafði verið árangurslaust dagana á undan að fá ákærða til að fara til skips. Verður talið að ákærði hafi verið orðinn afhuga því að fara í skiprúmið þegar hann tók við tékka þessum og að viðtaka hans á þeirri greiðslu varði við 248. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940. Ákærði var með dómi sakadóms Reykjavíkur 12. nóvember 1982 dæmdur fyrir skjalafals til að sæta fangelsi í 8 mánuði. Skyldu 5 mánuðir af refsingunni vera skilorðsbundnir. Ber nú skv. 60. gr. almennra hegningarlaga sbr. 7. gr. laga nr. 22/1955 að taka það mál til meðferðar að því er hina skilorðsbundnu refsingu varðar og dæma refsingu í einu lagi. Er refsingin með hliðsjón af 77. og 78. gr. hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi 10 mánuðir. Hvorugur aðilja hefur óskað þess að skaðabótakröfur þær, sem dæmt var að efni um í héraði, verði teknar til meðferðar í Hæsta- rétti. Koma þær eftir 147. gr. laga nr. 14/1974 því ekki til álita. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað eiga að vera óröskuð. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- innar svo sem segir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Vilhjálmur Anton Stefánsson, sæti fangelsi 10 mán- uði. Ákvæði hérðaðsdóms um sakarkostnað eiga að vera órösk- uð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð 12.000,00 krónur og málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti Ragnars Aðal- steinssonar hæstaréttarlögmanns 12.000,00 krónur. 35 Dómur sakadóms Reykjavíkur 7. desember 1984. Ár 1984, föstudaginn 7. desember, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Jóni Erlendssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 580/1984: Ákæruvaldið gegn Vilhjálmi Antoni Stefánssyni, sem tekið var til dóms 30. nóvember sl. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 4. maí 1984, „„fyrir sakadómi Reykjavíkur á hendur Vilhjálmi Antoni Stefánssyni, Teiga- seli 1, Reykjavík, fæddum 14. nóvember 1941 í Bolungarvík, fyrir eftir- greind brot: I. Fyrir skjalafals með því að hafa í maí 1982 ritað heimildarlaust nafn Ragnars Inga Halldórssonar, Álftamýri 54, Reykjavík, sem útgefanda og framseljanda víxils, að fjárhæð kr. 19.000, útgefinn 28. maí 1982, með gjalddaga 20. júlí 1982, greiðslustaður Landsbanki Íslands, Reykjavík, samþykktan af ákærða og ábektan af Jóni K. Sigfússyni, og notað víxilinn síðan til kaupa á bifreiðinni N-312 af Diðriki Hjörleifssyni, Hjaltabakka 14, Reykjavík, þann 28. maí 1982. Telst þetta varða við 1. mgr. 15S. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. II. Fyrir skjalafals með því að hafa í október og nóvember 1983 notað í viðskiptum eftirgreinda átta falsaða tékka úr tékkhefti Bjargar Margrétar Sigurgeirsdóttur, Teigaseli 1, Reykjavík merktu Landsbanka Íslands, Breið- holtsútibúi, Reykjavík, sem ákærði ritaði til handhafa, á reikning nr. 6618 og falsaði á útgefandanafnritun Bjargar Margrétar: 1. Nr. 156674, kr. 2.000, dagsettur 6.10. 1983, framseldur af ákærða, seldur í Videoleigunni Langholtsvegi 176, Reykjavík. 2. Nr. 156675, kr. 2.500, dagsettur 5.10. 1983, framseldur af ákærða, seldur í Sláturfélagi Suðurlands, Skólavörðustíg 22, Reykjavík. 3. Nr. 166476, kr. 2.000, dagsettur 7.10. 1983, framseldur af ákærða, seldur í Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3, Kópavogi. 4. Nr. 166477, kr. 2.000, dagsettur 7.10. 1983, framseldur af ákærða, seldur í versluninni Víði, Starmýri, Reykjavík. 5. Nr. 166479, kr. 1.000, dagsettur 8.10. 1983, framseldur af ákærða, seldur í söluturninum Leifsgötu 4, Reykjavík. 6. Nr. 166480, kr. 2.000, dagsettur 14.11. 1983, framseldur af ákærða, seldur í einni af bensínafgreiðslum Olíuverslunar Íslands hf., Reykja- vík. 36 7. Nr. 166481, kr. 5.000, dagsettur 8.11. 1983, seldur í versluninni Geysi, Aðalstræti 2, Reykjavík. 8. Nr. 166482, kr. 3.000, dagsettur 13.11. 1983, framseldur í söluturn- inum Káetunni, Hamraborg 14, Kópavogi. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. III. Fyrir fjársvik með því að hafa í október 1983 í heimildarleysi gefið út í eigin nafni eftirgreinda fjóra tékka úr sama tékkhefti og á sama reikning og getið er í lið Il og notað þá síðan í staðgreiðsluviðskiptum í Reykjavík og þannig svikið sér út fé: 1. Nr. 166478, kr. 500, dagsettur 2.10. 1983, notaður sem greiðsla til Valdimars Eiríkssonar, Seljavegi 3, Reykjavík, fyrir leiguakstur í Reykjavík. 2. Nr. 166483, kr. 500, dagsettur 14.11. 1983, seldur í veitingahúsinu Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík. 3. Nr. 166485, kr. 300, dagsettur 14.11. 1983, notaður sem greiðsla til Ólafs Sveinssonar, Laufbrekku 21, Kópavogi, fyrir leiguakstur í Reykjavík. 4. Nr. 166487, kr. 1.000, dagsettur 15.11. 1983, seldur í Búnaðarbanka Íslands við Hlemm í Reykjavík. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. IV. Fyrir fjársvik með því að hafa í september 1983 með sviksamlegum hætti fengið Bjarna Jónsson, útgerðarmann vélbátsins Jóns Bjarnasonar SF-3, sem gerður var út frá Höfn, Hornafirði, til að greiða sér samtals kr. 8.000 undir því yfirskini, að ákærði réði sig sem matsvein á greint skip, en samtímis ráðið sig á m/b Ljósfara RE-102, sem gerður var út frá Hafnarfirði. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu skaða- bóta og alls sakarkostnaðar.““ Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1965 26/2 í Reykjavík: Sátt, 1.000 kr. sekt f. umfl.brot. 1966 7/5 í Reykjavík: Sátt, 400 kr. sekt f. brot á 4. og 26. gr. umfi. 1968 13/5 í Reykjavík: Sátt, 800 kr. sekt f. brot á 248., sbr. 256. gr. hgl. 1973 22/2 í Reykjavík: Sátt, 1.000 kr. sekt f. brot á 248. gr. hgl. 37 1979 26/6 í Reykjavík: Dómur: 25.000 kr. sekt f. brot g. 4. mgr. 48. gr. umfl. 1980 6/10 í Kópavogi: Sátt, 175.000 kr. sekt f. brot g. 2. mgr. sbr., 4. mgr. 25. gr. umfl. og 1. mgr. 24. gr. áfl. Sviptur ökuleyfi í 12 mán. frá 6/10'80. 1982 9/2 í Reykjavík: Dómur: 6 mán. fangelsi, þar af 3. mán. skb. 3 ár, f. brot g. 247. og 15S. gr. hgl. 1982 12/11 í Reykjavík: Dómur: 8. mán. fangelsi, þar af S mán. skb. 3 ár, f. brot g. 1. mgr. 155. gr. hgl. Dómur 9/2 1982 tekinn með. Málavextir: I. kafli ákæru. Ákærði hefur hjá RLR og fyrir dómi viðurkennt að hafa í maí 1982 ritað nafn Ragnars Inga Halldórssonar, Álftamýri 54, Reykjavík, sem útgefanda og framseljanda víxils að fjárhæð kr. 19.000, útgefinn 28. maí 1982, með gjalddaga 20. júlí 1982, greiðslustaður Landsbanki Íslands, Reykjavík, samþykktan af ákærða og ábektan af Jóni K. Sigfússyni, og notað víxilinn síðan til kaupa á bifreiðinni N-312 af Diðriki Hjörleifssyni, Hjaltabakka 14, Reykjavík, þann 28. maí 1982. Af hálfu ákærða hefur því hins vegar verið haldið fram að hann hafi ritað nafn Ragnars Inga Halldórssonar á víxilinn með heimild og hafi Ragnari Inga verið kunnugt um notkun víxilsins og hann jafnvel notið góðs af þeim viðskiptum. Þessu hefur alfarið verið neitað af Ragnari Inga og verður því að teljast sannað að ákærði hafi ritað nafn hans heimildarlaust og hann því sakfelldur samkvæmt ákærunni fyrir brot gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Skaðabótakrafa hefur ekki verið gerð hvað varðar þennan þátt málsins. II. kafli ákæru. Ákærði hefur hjá RLR og fyrir dómi viðurkennt að hafa í október og nóvember 1983 notað í viðskiptum eftirgreinda átta falsaða tékka úr tékk- hefti Bjargar Margrétar Sigurgeirsdóttur, Teigaseli 1, Reykjavík, merktu Landsbanka Íslands, Breiðholtsútibúi, Reykjavík, sem ákærði ritaði til handhafa, á reikning nr. 6618 og falsaði á útgefandanafnritun Bjargar Margrétar: 1. Nr. 156674, kr. 2.000, dagsettur 6.10. 1983, framseldur af ákærða, seldur í Videoleigunni, Langholtsvegi 176, Reykjavík. 2. Nr. 156675, kr. 2.500, dagsettur 5.10. 1983, framseldur af ákærða, seldur í Sláturfélagi Suðurlands, Skólavörðustíg 22, Reykjavík. 3. Nr. 166476, kr. 2.000, dagsettur 7.10. 1983, framseldur af ákærða, seldur í Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3, Kópavogi. 38 4. Nr. 166477, kr. 2.000, dagsettur 7.10. 1983, framseldur af ákærða, seldur í versluninni Víði, Starmýri, Reykjavík. 5. Nr. 166479, kr. 1.000, dagsettur 8.10. 1983, framseldur af ákærða, seldur í söluturninum Leifsgötu 4, Reykjavík. 6. Nr. 166480, kr. 2.000, dagsettur 14.11. 1983, framseldur af ákærða, seldur í einni af bensínafgreiðslum Olíuverslunar Íslands hf., Reykja- vík. 7. Nr. 166481, kr. 5.000, dagsettur 8.11. 1983, seldur í versluninni Geysi, Aðalstræti 2, Reykjavík. 8. Nr. 166482, kr. 3.000, dagsettur 13.11. 1983, framseldur í söluturn- inum Káetunni, Hamraborg 14, Kópavogi. Teljast þessir verknaðir ákærða sannaðir með viðurkenningu hans og stoð í gögnum og varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Sú meinlega villa var í afriti ákæruskjalsins, sem verjandi ákærða fékk í hendur, að í 2. tölulið þessa kafla ákærunnar var upphæðin kr. 2.000,00 í stað 2.500,00 eins og stendur í frumriti skjalsins. Ákæruskjalið birt ákærða í þinghaldi 7. júní 1984 í samræmi við frumritið, og telur dómarinn því fært að dæma samkvæmt þessum tölulið ákærunnar. III. kafli ákæru. Ákærði hefur hjá RLR og fyrir dómi viðurkennt að hafa í október 1983 í heimildarleysi gefið út í eigin nafni eftirgreinda fjóra tékka úr sama tékk- hefti og á sama reikning og getið er í lið Il og notað þá síðan í staðgreiðslu- viðskiptum í Reykjavík og þannig svikið sér út fé: 1. Nr. 166478, kr. 500, dagsettur 2.10. 1983, notaður sem greiðsla til Valdimars Eiríkssonar, Seljavegi 3, Reykjavík, fyrir leiguakstur í Reykjavík. 2. Nr. 166483, kr. 500, dagsettur 14.11. 1983, seldur í veitingahúsinu Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík. 3. Nr. 166485, kr. 300, dagsettur 14.11. 1983, notaður sem greiðsla til Ólafs Sveinssonar, Laufbrekku 21, Kópavogi, fyrir leiguakstur í Reykjavík. 4. Nr. 166487, kr. 1.000, dagsettur 15.11. 1983, seldur í Búnaðarbanka Íslands við Hlemm í Reykjavík. Þessir verknaðir ákærða teljast sannaðir með viðurkenningu hans og stoð í gögnum og varða við 248. gr. almennra hengingarlaga. IV. kafli ákæru. Ákærða er hér gefið að sök að hafa í september:1983 með sviksamlegum hætti fengið Bjarna Jónsson, útgerðarmann vélbátsins Jóns Bjarnasonar 39 SF-3, sem gerður var út frá Höfn, Hornafirði, til að greiða sér samtals kr. 8.000 undir því yfirskini, að ákærði réði sig sem matsvein á greint skip, en samtímis ráðið sig á m/b Ljósfara, RE-102, sem gerður var út frá Hafnarfirði. Er þetta talið varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. Varðandi þennan verknað skýrði ákærði svo frá fyrir dómi, að hann hafi ætlað sér að starfa á vélbátnum Jóni Bjarnasyni, þegar hann réð sig og fékk peningana senda. Síðan hafi dregist, að hann heyrði frá útgerðar- manninum, Bjarna Jónssyni, líklega í 20 daga. Ákærði hugðist þá hafa samband við hann sjálfur, en náði ekki til hans. Honum hafi þá boðist pláss á Ljósfara, RE-102, og fannst hann ekki geta sleppt því. Ekkert er að finna í gögnum málsins annað en kæru til RLR frá lögmanni hér í borg. Ákærði er því sýknaður af broti samkvæmt þessum kafla ákærunnar, þar sem ekki teljast komnar fram nægar sannanir gegn honum. Eftirtaldar skaðabótakröfur hafa komið fram í málinu: Ákvörðun refsingar o.fl. Ákærði var með dómi 12. nóvember 1982 dæmdur til 5 mánaða skilorðs- bundins fangelsis og skilorðstíminn þar ákveðinn 3 ár. Var þar tekin með 3 mánaða skilorðsbundin refsing frá dómi 9. febrúar 1982. Verknaður ákærða samkvæmt I. kafla ákæru er rof á skilorði samkvæmt dómi 9. febrúar 1982. Aðrir verknaðir hans leiða til rofs á skilorði sam- kvæmt dómi 12. nóvember 1982. Refsing ákærða þykir nú með hliðsjón af 77. gr. og 78. gr. og stoð í 60. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði og þá 5 mánaða skilorðsrefsing ákærða samkvæmt dómi 12. nóvember 1982 tekin með. Ekki þykir fært að skilorðsbinda refsingu ákærða frekar -:; orðið er. Um skaðabætur hefur verið fjallað hér að framan. Að lokum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ragnars Aðalsteinssonar hrl., kr. 8.000,00. Dómsorð: Ákærði, Vilhjálmur Anton Stefánsson, sæti fangelsi í 8 mánuði. Ákærði greiði eftirtöldum skaðabætur: Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ragnars Aðalsteinssonar hrl., kr. 8.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 40 Þriðjudaginn 21. janúar 1986. Nr. 144/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Garðari Hafsteini Björgvinssyni (Benedikt Sveinsson hrl.) Líkamsárás. Brot gegn 233. gr. alm. hegningarlaga. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 3. maí 1985 að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyng- ingar. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti var því lýst yfir af hálfu ákæruvalds, að krafist væri staðfestingar á niðurstöðum héraðs- dóms, þar á meðal sýknuákvæði dómsins að því er varðar ákæru dags. 15. júní 1983 og málskostnaðarákvæði dómsins, en krafa væri jafnframt gerð um þyngingu refsingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 22. ágúst 1985. Fallast ber á niðurstöðu héraðsdóms um að ákærði hafi gerst sek- ur um líkamsárás á Ævar Guðmundsson á skrifstofu Ævars og síðan á skrifstofu Vefarans h/f í sama húsi, og brotið þannig gegn 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Ákærði viðhafði ýmis ókvæðisorð við Ævar meðan á þessu stóð, en ekki hefur verið sýnt fram á að hann hafi haft í frammi hótanir sem fallnar hafi verið til þess að vekja hjá Ævari ótta um líf hans, heilbrigði eða velferð hans eða annarra frekar en orðið var. Verður ákærði því eigi jafnframt sakfelldur samkvæmt 233. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði var með dómi Hæstaréttar 18. mars 1982 dæmdur í 30 daga skilorðsbundið varðhald fyrir hlutdeild í líkamsárás. Ber nú samkvæmt 60. gr. hegningarlaga sbr. 7. gr. laga nr. 22/1955 að taka það mál nú einnig til meðferðar og dæma ákærða refsingu í einu lagi fyrir bæði brotin. Refsingin er með hliðsjón af 77. gr. hegn- ingarlaga hæfilega ákveðin fangelsi 3 mánuðir. 41 Samkvæmt því er áður greinir er ekki krafist breytinga á máls- kostnaðarákvæði héraðsdóms, og verður það því staðfest. Dæma ber ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem lýst er Í dómsorði. Það athugast að ekki kemur fram hvaða nauðsyn bar til að heyja dómþing hér í borg í starfsstofu vitnisins Ævars Guðmundssonar, kæranda málsins, er vitnið Sigrún Guðmundsdóttir kom fyrir dóm 27. febrúar 1984. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Garðar Hafsteinn Björgvinsson, greiði áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð 12.000,00 krónur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Benedikts Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 12.00,00 krónur. Dómur sakadóms Árnessýslu 12. október 1984. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er af ákæruvaldsins hálfu höfðað með ákærum, dags. 15. júní og 4. júlí 1983, á hendur Garðari Hafsteini Björgvinssyni, Varmahlíð 1, Hveragerði, fæddum 4. maí 1934 á Raufar- höfn, fyrir eftirfarandi: 1) Skv. ákæru, dags. 15. júní 1983, að hafa eitt sinn haustið 1982, hringt í Valborgu Bjarnadóttur, Heiðarbrún 33, Hveragerði, og hótað að berja mann hennar, Lúðvík Duke Wdowiak. Telst þetta varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. 2) Skv. ákæru, dags. 4. júlí 1983, að hafa mánudaginn 4. janúar 1982, veist að Ævari Guðmundssyni lögmanni á skrifstofu Ævars að Ármúla 21, Reykjavík og gripið hann í fyrstu kverkatökum en síðan slegið hann hnefa- högg í höfuð og kvið, jafnframt því sem ákærði hótaði Ævari enn frekari meiðslum og óförum ef hann rétti ekki hlut ákærða gagnvart Bátalóni h.f., Hafnarfirði, sem Ævar hafði haft með að gera sem lögmaður Bátalóns h.f., gagnvart ákærða, og síðan, eftir að Ævar hafði komist undan ákærða inn á skrifstofu Vefarans h.f. á sömu hæð, veitt Ævari þangað eftirför og ráðist þar á hann á ný með hnefahöggum í höfuð og kvið allt þar til að ákærði hvarf á brott, þegar hringt var á lögregluna. Ævar hlaut við árásir ákærða, mar og bólgur víða um líkamann og var frá vinnu að hluta næstu daga þar á eftir. 42 Framanlýst háttsemi ákærða telst varða við 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1981. Í báðum ofangreindum ákærum er þess krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar, en einnig skv. ákæru, dags. 4. júlí 1983, til greiðslu skaðabóta. II. Málavextir eru þessir: 1) Skv. ákæru, dags. 15. júní 1983: 2) Skv. ákæru, dags. 4. júlí 1983: Mánudaginn 4. jan. 1982, kl. 13:55, barst lögreglunni í Reykjavík til- kynning frá Ævari Guðmundssyni hdl. um að ráðist hefði verið á hann á skrifstofu hans að Ármúla 21, 2. hæð, og árásarmaður, ákærði í máli þessu, væri farinn af vettvangi. Fóru lögreglumenn á vettvang og ræddu við kæranda. Skýrði hann frá því að hann hefði setið við skrifborð sitt, þegar ákærði hefði komið þangað inn og hefði ákærði verið mjög æstur. Hefði hann reynt að ræða við ákærða, en það ekki tekist, heldur hefði ákærði ráðist á sig þar sem hann sat í stólnum og lamið sig í andlit og kvið. Kvaðst Ævar hafa verið einn á skrifstofunni, þegar þetta átti sér stað, en sér hefði tekist að komast út og inn á skrifstofu Vefarans í sama húsi, þar sem Sigrún Guðmundsdóttir var að vinna, og beðið hana að hringja í lögregluna. Að sögn Ævars veitti ákærði honum eftirför og lamdi hann og sparkaði þarna á skrifstofu Vefarans. Skv. lögregluskýrslu voru ekki sjáanlegir neinir meiri háttar áverkar á Ævari, en rauðir blettir voru á andliti og hálsinn rauður. Ævar Guðmundsson skýrði lögreglumönnum frá því, að mál þetta ætti langan aðdraganda og væri vegna ágreinings þeirra ákærða um uppgjör varðandi bát, sem ákærði lét smíða hjá Bátalóni h.f. í Hafnarfirði, en Ævar var lögmaður þess fyrirtækis. Ævar Guðmundsson leitaði ekki læknis og liggur því ekki fyrir áverka- vottorð í máli þessu. Föstudaginn 8. jan. 1982 gaf Ævar Guðmundsson formlega skýrslu hjá rannsóknardeild lögreglustjórans í Reykjavík, en jafnframt afhenti hann greinargerð vegna þessa máls. Kvaðst Ævar kæra ákærða formlega fyrir líkamsárás og hótanir af ýmsu tagi, s.s. morðhótun, ef hann héldi kæru þessari til streitu og hótanir um líkamsmeiðingar, ef Bátalón endurgreiddi ekki ákærða peninga, sem ákærði taldi sig eiga þar inni. Í greinargerð þessari segir: 43 „Ég kom á skrifstofu mína eftir mat kl. rúmlega 13:00, ég opnaði stof- una og skrapp fram á skrifstofu Kjöreignar. Er ég kom aftur inn í mína stofu var Garðar kominn þar inn. Ég bauð honum góðan dag og spurði hann hvað væri gott í fréttum. Hann kvaðst ekki vita, hvort hann segði neitt gott í fréttum. Ég gekk þá beint að skrifborði mínu í hinum enda herbergisins, settist við skrifborð mitt og tók símann og hringdi í eiganda Kjöreignar með stutt skilaboð. Garðar hljóp á eftir mér að símanum og stóð ógnandi yfir mér meðan ég hringdi og talaði. Að símtali loknu sagði hann við mig ógnandi og æstur: „Þú mannst hvernig okkar síðasta fundi lauk, þú fékkst viku frest.“ Ég kannaðist við það og sagðist hafa sent lög- fræðingi hans niðurstöðu athugana minna og bókhalds athugana og hefði hann væntanlega séð það. Garðar æstist þá enn og sagði að ég vissi, að hann hefði átt inneign hjá Bátalóni h.f., vegna vinnu við kjölskúffu, er hann fékk bátinn afhentan. Ég kvaðst efa það, en langt væri um liðið og ég myndi það ekki svo gjörla, en væntanlega sæist það á uppgjöri hans við Bátalón h.f. Sagðist þá Garðar í raun vera kominn til að berja mig. Ég sagðist nú ekki sjá tilgang í því hjá honum, það breytti ekki niðurstöðu málsins. Skipti þá engum togum að Garðar réðst á mig þar sem ég sat í skrifborðsstól mínum, tók mig kverkataki með vinstri hendi og barði mig af miklu afli með krepptum hnefa í kvið og höfuð, áður en ég gat komið við vörnum. Tókst mér síðan að losa tak hans af hálsi mér, en hann reif þá í vesti mitt og skyrtu og hélt mér þannig niðri og barði mig áfram með hægri hendi. Reyndi ég að halda höndum hans og tala róandi til hans og fá hann til að hætta barsmíðunum, en maðurinn er fílefldur að kröftum. Hann sagðist hætta að berja mig, ef ég borgaði honum kr. 34.000,00. Ég sagðist því miður ekki geta það. Barði hann mig þá áfram og sagðist mundu ganga frá mér. Þó bauð hann mér grið, ef hann fengi kr. 34.000;,00. Sagðist ég ekki hafa neitt umboð til að gefa honum peninga Bátalóns h.f. Hófust þá tilraunir hans til frekari barsmíða og sagðist hann ganga frá mér nema hann fengi kr. 34.000,00 frá mér eða Bátalóni h.f. Tókst mér nú loks að spyrna og ýta honum af mér og komast upp úr stól mínum. Færði hann sig þá aðeins aftar og til hliðar við skrifborð mitt og bjó sig undir að „boxast““. Tókst mér þá að hlaupa að hliðarhurð á herbergi mínu bak við skrifborð mitt og komast út. Hann réðst á mig á ganginum með barsmíðum og spörkum. Mér tókst að komast á skrifstofu Vefarans innar á gagninum og bað ég skrifstofustúlku þar að hringja á lögreglu. Í því- réðst Garðar inn úr hurðinni (sic), hljóp að mér og barði krepptum hnefa í maga mér með miklu afli. Stúlkan tók símann og ég ítrekaði að hún hringdi á lögreglu. Garðar dró sig þá í hlé og hljóp út úr húsinu.“ Vitnið Ævar Guðmundsson hefur staðfest ofangreinda greinargerð. fyrir 44 dómi þann 22. febr. sl. Ennfremur hefur það verið yfirheyrt sjálfstætt og er framburður þess á sömu lund. Kveður vitnið ákærða hafa margítrekað að drepa vitnið, fengi hann ekki peninga. Hafi ákærði minnst á það, að hann hafi marghótað að drepa vitnið og væri hann kominn til þess, fengi hann ekki peninga. Að sögn vitnisins hafði ákærði í þjónustu sinni lögmann allan þann tíma, sem ágreiningur hans við Bátalón stóð yfir og ekki hafi því skort lögfræðilegar leiðbeiningar hjá ákærða varðandi viðskipti hans við Bátalón. Hafði ákærði með komu sinni til vitnisins ekki verið að leita eftir lögfræðilegri leiðrétt- ingu eða breytingu á málinu, heldur hafi hann ætlað að kúga fé út úr vitn- inu. Vitnið kveðst eftir árásina hafa verið marið og þrútið og ennfremur hafi það fundið fyrir óþægindum í höfði. Vitnið Sigrún Guðmundsdóttir, f. 23.5. 1950, skrifstofumaður hjá Vefar- anum í Ármúla 21, kveður Ævar hafa komið hlaupandi inn á skrifstofu Vefarans í umrætt sinn. Hafi hann verið mjög æstur og beðið vitnið að hringja í lögreglu. Á hæla Ævars hafi komið maður, sem réðst með bar- smíðum á Ævar, þar sem hann stóð á miðju gólfi skrifstofunnar. Kveður vitnið ofangreindan mann hafa margkýlt Ævar í magann og einnig sló hann Ævar í höfuðið með hnefunum. Hafi maður þessi barið Ævar þannig, að hann hrasaði. Að sögn vitnisins virtist því ofangreindur maður vera albrjál- aður og barði hann Ævar mörg högg. Vitnið kveður þessa óvæntu uppákomu hafa fengið svo mjög á sig, að það reyndi að hringja í lögreglu, en var ófært um að tala. Kveður vitnið mann þennan hafa hætt barsmíðum þegar vitnið tók upp símtólið og farið út. Ákærði hefur við meðferð þessa máls borið, að hann hafi farið á lög- mannsskrifstofu Ævars Guðmundssonar í umrætt sinn, en ákærði kveður Ævar hafa lofað að endurgreiða skuld Bátalóns við ákærða fyrir 22. des. 1981. Hafi hann verið að spyrjast fyrir um skuldina. Að sögn ákærða hafi þá Ævar sagt: „„Ef þú er kominn hér til að rífast, þá farðu út,“ og bent á dyrnar. „Málið er útkljáð af minni hálfu.“ Kvaðst ákærði þá hafa orðið mjög reiður og flogið yfir skrifborð Ævars, tekið um axlir hans, þrifið hann upp úr stólnum og hvæst framan í hann, hvers konar maður Ævar væri, „úrkynjaður aumingi og vesalingur““ og í framhaldi af því beitt hann ofbeldi. Hefur ákærði viðurkennt að hafa ráðist á Ævar Guðmundsson á skrif- stofu hans og valdið honum líkamsmeiðingum. Ákærða og Ævari Guð- mundssyni ber ekki saman um atvikalýsingu. Lýsing ákærða á árás sinni er þó stærri í sniðum og hann kveðst hafa gengið harðar fram, en greinir í ákæru. 45 Ákærði neitar því hins vegar að hafa tekið Ævar kverkataki og slegið í andlit og kvið í skrifstofu Ævars, svo sem greinir í ákæru. Þá neitar ákærði því að hafa ráðist að Ævari með hnefahöggum í höfuð og kvið inn á skrifstofu Vefarans h.f., svo sem lýst er í ákæru. Varðandi það, að ákærði hafi hótað Ævari frekari óförum, kveðst ákærði hafa sagt Ævari, „að þetta væri nú bara byrjunin, hann ætlaði að fá þessa peninga.“ Ákærði neitar því hins vegar, að hann hafi ætlað að kúga fé út úr Ævari. lll. NIÐURSTÖÐUR 1) Skv. ákæru, dags. 15. júní 1983. Ákærði hefur viðurkennt svo sem að framan greinir að hafa hringt nokkrum sinnum í Valborgu Bjarnadóttur og m.a. haft orð á því að berja eiginmann hennar. Ákærði hefur á hinn bóginn neitað því, að í orðum hans fælist einhver hótun. Þegar öll gögn máls þessa eru virt, þykja eigi fram komnar nægilegar sannanir fyrir því, að ummæli ákærða hafi verið til þess fallin að vekja óróa (sic) o.s.frv. hjá Valborgu, svo sem nánar er tilgreint í 233. gr. alm. hgl. Með hliðsjón af þessu svo og fremur ónákvæmu orðalagi ákæru verður ákærði sýknaður af háttsemi þeirri, sem honum gefin að sök í ákæru, dags. 15. júní 1983. 2) Skv. ákæru, dags. 4. júlí 1983. Með hliðsjón af framburði ákærða sjálfs, vætti Ævars Guðmundssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur, þykir sannað að ákærði hafi veist að Ævari Guðmundssyni lögmanni á skrifstofu Ævars að Ármúla 21 í Reykjavík og valdið honum líkamsmeiðingum. Enda þótt ákærða og Ævari Guðmunds- syni beri í milli í hverju árásin var fólgin, þykir engu að síður óhætt með hliðsjón af öllum málavöxtum að leggja ákæru hér til grundvallar við úr- lausn þessa máls, hvað þetta snertir. Sannað þykir með framburði vitnanna Ævars Guðmundssonar og Sig- rúnar Guðmundsdóttur að ákærði hafi veist að Ævari Guðmundssyni á skrif- stofu Vefarans h.f., með þeim hætti sem lýst er í ákæruskjali. Þá þykir sannað með framburði ákærða sjálfs og vitnisins Ævars Guðmundssonar, að ákærði hafi hótað Ævari Guðmundssyni frekari óförum ef hann rétti ekki hlut ákærða gagnvart Bátalóni h.f. Fallast má á eftir atvikum, að háttsemi ákærða varði við 217. gr. alm. hgl. og 233. gr. alm. hgl. nr. 19, 1940, svo sem um getur í ákæru. Eigi er ákært fyrir brot á 106. gr. alm. hgl. og verður ákærði því ekki sakfelldur fyrir brot á þeirri lagagrein. 46 Ákærði er sakhæfur. Hann hefur sætt kærum og refsingum, sem hér segir: 1962, 20/11 í Þingeyjars. Sátt: 200 kr. sekt f. brot á $1. gr., sbr. 66. gr. og 80. gr. umfl. 1978, 22/3 í Árnessýslu: Dómur: 30.000 kr. sekt og 1. mán. fangelsi skb. í 3 ár f. brot g. 217. gr. hgl. 1982, 18/3 Dómur Hæstaréttar í ofangreindu máli: 30 daga varðhald skb. 2 ár frá birtingu dóms þessa. Refsing ákærða verður tiltekin með hliðsjón af 77. og 78. gr. alm. hgl. Þykir refsing ákærða með hliðsjón af öllum málavöxtum hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði. Þá skal ákærði með vísan til 142. gr. alm. hgl. (sic) greiða sakarkostnað að hálfu, þ.á m. málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Benedikts Sveins- sonar, hrl., kr. 12.000. Hinn helmingur sakarkostnaðar greiðist úr ríkis- sjóði. Af hálfu Ævars Guðmundssonar var í upphafi lögð fram bótakrafa á hendur ákærða, en Ævar dró hana til baka undir rekstri málsins. Karl F. Jóhannsson, fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Garðar Hafsteinn Björgvinsson, f. 4. maí 1934, sæti fang- elsi í 3 mánuði. Ákærði skal greiða sakarkostnað að hálfu, þ.á m. málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Benedikts Sveinssonar hrl., kr. 12.000, en ríkissjóði ber að greiða hinn helming sakarkostnaðar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 47 Þriðjudaginn 21. janúar 1986. Nr. 275/1985. Ákæruvaldið segn Guðbrandi Magnússyni Kærumál. Kröfu um niðurfellingu öryggisgæslu hafnað. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Tilsjónarmaður varnaraðila, séra Jón Bjarman, hefur skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 6. desember 1985 er barst Hæstarétti 18. s.m. og krafist þess að varnaraðili verði leystur úr öryggisgæslu. Kæra er heimil samkvæmt lokaákvæði 62. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Svo sem greint er í hinum kærða úrskurði er varnaraðili haldinn ólæknandi geðsjúkdómi á háu stigi. Þykir ljóst að varnaraðili sé með öllu ófær um að bjargast á eigin spýtur og til þess að koma í veg fyrir að hætta stafi af honum þurfi að halda niðri géðveikis- einkennum hans með stöðugri lyfjagjöf. Samkvæmt þessu verður að fallast á það með héraðsdómara að eigi sé fært að verða við kröfu tilsjónarmanns varnaraðila. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Árnessýslu 6. desember 1985. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar í dag, er tilkomið vegna beiðni Jóns Bjarman fangaprests, tilsjónarmanns Guðbrands Magnússonar, Í. 20.9. 1954, nú dveljandi í fangelsinu Bitru í Hraungerðishreppi, sem dæmdur var í sakadómi Reykjavíkur hinn 30. maí 1980 til að sæta öryggis- gæslu á viðeigandi stofnun skv. 62. gr. alm. hgl., að mál hans verði að nýju lagt undir úrskurð dómara, skv. 62: gr. alm. hgl. ll. Skv. ofangreindum dómi sakadóms var Guðbrandur Magnússon fundinn sekur um brot á 211. gr. alm. hgl., fyrir að hafa mánudaginn 3. des. 1979 veist að móður sinni Elínborgu Guðbrandsdóttur, Æsufelli 4, Reykjavík, 48 í forstofuherbergi íbúðar, þar sem þau mæðgin bjuggu og svipt hana lífi með því að berja hana með þungum kertastjaka margsinnis í höfuðið, svo af hlutust meiri háttar áverkar, gapandi skurður, vinstra megin og höfuð- kúpubrot, er svo til samstundis leiddi hana til dauða. Við meðferð framangreinds máls rannsakaði Ingvar Kristjánsson læknir, sérfræðingur í geðlækningum, andlegt og líkamlegt heilbrigði Guðbrands. Var niðurstaða Ingvars að Guðbrandur væri ekki fáviti, en þjáðist af geð- klofa. Hafi Guðbrandur verið svo illa haldinn af sjúkdómi þessum er hjá honum einkenndist af sinnuleysi, flötum geðhrifum, ranghugmyndum og ofskynjunum, þegar morðið var framið, að hann hafi ekki gert sér grein fyrir eðli verknaðarins. Ekkert bendi til þess, að vefrænn sjúkdómur liggi að baki andlegri truflun hans, né heldur að hún hafi verið orsökuð af rænuskaðandi efnum. Að áliti læknisins var Guðbrandur ósakhæfur. Við meðferð ofangreinds máls fyrir dómi lýsti Ingvar því yfir að hann teldi engan vafa leika á því að Guðbrandur hafi verið, er hann vann verkið, alls ófær um að stjórna gerðum sínum. Taldi læknirinn Guðbrand haldinn sjúkdómi, sem almennt væri talinn ólæknanlegur, en halda mætti köstum að verulegu leyti niðri með lyfjagjöf. Í niðurstöðu dómsins segir m.a.: „Leitt þykir í ljós svo ekki verður um villzt, að ákærði hafi unnið verkið í geðveikiskasti og að hann hafi þá verið með öllu ófær um að stjórna gerðum sínum. Af því leiðir að skv. 15. gr. alm. hegningarlaga, ber að sýkna ákærða af kröfu um refsingu, en nauðsyn þykir að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að háski stafi af ákærða. Ber því að taka til greina varakröfu ákæruvaldsins um að ákærði skuli sæta öruggri gæzlu á viðeigandi stofnun.““ Með bréfi, dags. 7. jan. sl., fól dómurinn ofangreindum Ingvari Kristjánssyni, sérfræðingi í geðlækningum, að framkvæma heilbrigðis- rannsókn á Guðbrandi. Í ítarlegri skýrslu Ingvars, dags 17. sept. sl., er m.a. fjölskylduhögum Guðbrands og æviferli hans lýst. Þá er gerð grein fyrir högum Guðbrands frá því að ofangreindur atburður átti sér stað. Ennfremur er rakin geðskoðun sem Ingvar gerði á Guðbrandi. Í lok skýrslu þessarar dregur Ingvar saman niðurstöðu sína af rann- sóknum sínum. Verða þær hér teknar upp í heild: „„Það er niðurstaða mín, að lokinni þessari rannsókn, að Guðbrandur sé enn sem fyrr haldinn geðklofa (schizophreniu), en verstu einkennum, þ.e. haldvillum og ofskynjunum, hafi á áhrifaríkan hátt verið haldið niðri með geðlyfjum, allt frá ársbyrjun 1980, ef heimildir mínar eru réttar. 49 Þau einkenni sjúkdómsins, sem hann ber enn, eru deyfð, sinnuleysi, nokkur þráhyggja, flöt tilfinningatjáning, sem stundum er ekki í sam- ræmi við aðstæður, slök einbeiting, kvíði og spenna. Sum þessara ein- kenna kynnu að minnka við aðra og/eða betri lyfjagjöf, en slíks væri einungis að freista á geðdeild. Einnig er hugsanlegt að endurhæfingar- umhverfi sjúkrahúss veitti honum enn nokkra bót, ef hann fengi kost á að njóta slíks. Hvað varðar hættu þá er kynni að stafa af Guðbrandi er í fyrsta lagi að. benda á, að ekkert í heimildum mínum bendir til þess, að hann hafi nokkru sinni ógnað fólki þau ár, sem hann hefur sætt öryggisgæslu. Í öðru lagi virðist svo sem voðaverk það, sem hann framdi, hafi átt sér stað. í bráðu geðveikiskasti og gerðir hans þá hafi mótast af haldvillum hans og ofskynjunum. Þeim geðveikiseinkennum hefur síðan tekist að halda niðri með stöðugri lyfjagjöf og hefur Guðbrandur verið samvinnu- þýður við töku lyfjanna og telur enda að þau séu sér nauðsynleg. Þau einkenni, sem hann ber enn og eru að ofan talin, eru í engu frábrugðin þeim einkennum, sem fleiri sjúklingar hafa er gista langlegudeildir geð- sjúkrahúsa og eru haldnir geðklofa. Í þriðja lagi ber að benda á, að rannsóknir sýna, að móðurmorð er mjög einstakur glæpur, nær alltaf framinn af yngri einhleypum karlmönnum með geðklofasýki, venjulega hafa þessir menn verið í mjög nánum og háðum tenglsun við mæður sínar, en þessi tengsl hafa einkennst af tví- skinnungi, þannig, að þeir hafa viljað losna úr þeim, en jafnframt ekki talið sig geta það. Við slíka streitu og undir áhrifum ranghugmynda og/eða ofskynjana eru flestir þessara glæpa framdir. Í slíkum tilvikum er glæpurinn ekki hluti af glæpaferli. Þá má einnig geta þess, að unglingar eru annar en miklu minni hópur móðurmorðingja og er þá ekki ótítt að þeir ráði föður sínum einnig bana samtímis. Að þessu athuguðu tel ég að öðrum mönnum stafi ekki sérstök hætta af Guðbrandi og að eðlilegra væri, að hann vistaðist á geðsjúkrahúsi, þar sem betur mætti stýra lyfjameðferð hans og freista þess að endurhæfa hann félagslega og til vinnu. Ef dómsúrskurður í máli Guðbrands félli á þann veg að aflétta bæri öryggisgæslu teldi ég eðlilegt, að læknir hans og tilsjónarmaður hæfu svo fljótt sem auðið yrði umræður við yfirlækni geðdeildar um framtíðarmeðferð hans.““ Vitnið, Ingvar Kristjánsson, kom fyrir dóm hinn 31. okt. sl, og staðfesti ofangreinda skýrslu. Aðspurður kvað vitnið Guðbrand vera með geðveiki á háu stigi. Kvað vitnið hér um ólæknanlegan sjúkdóm að ræða en hægt sé að halda honum 50 niðri með geðlyfjum. Vitnið kvað líklegt að fái Guðbrandur ekki þessi lyf, sé ákveðin hætta að hann fái ranghugmyndir eða verði haldinn ofskynj- unum og geti þá stafað háski af honum. Kveður vitnið ekki stafa háska af Guðbrandi, fái hann lyfjameðferð. Kveður vitnið ekki spurningu um það, að Guðbrandur þurfi á læknis- aðstoð að halda og hann þurfi að búa í þannig umhverfi að hann fái stöðuga læknisþjónustu. Hrefna Ólafsdóttir, f. 9.1. 1932, húsmóðir í Bitru, Hraungerðishreppi, hefur borið vitni í máli þessu. Kveður vitnið Bitru bóndabýli, en þar séu einnig vistaðir refsifangar, einkum kvenfangar. Þá komi þangað til dvalar geðsjúklingar frá Kleppi og vangefnir frá félagsmálastofnunum. Vitnið kveður Bitru vera rekið eins og hvert annað heimili, en ekki eins og hefðbundið fangelsi. Fangar þar hafi þó ekki ferðafrelsi. Þeir megi ekki fara út fyrir túngarðinn. Séu þetta helstu hömlur sem lagðar séu á vistmenn. Um strangt eftirlit sé hins vegar ekki að ræða, heldur byggist þetta á gagnkvæmu trausti fanga og annars heimilisfólks. Kveður vitnið Guðbrand hafa dvalist í rúm 3 ár á Bitru. Að sögn vitnisins sé hann dagfarsprúður og yfirleitt góður í umgengni. Vitnið kveður Guðbrand vera í eðli:sínu latan, en hann vinni þó störf sín, þó kannski hægt gangi. Kveður vitnið hann ganga illa um og erfitt sé að fá hann til að þrífa sig. Vitnið kveðst gefa Guðbrandi lyf reglulega, þrisvar á dag, auk þess þurfi að sprauta hann á 3ja vikna fresti. Kveður vitnið að þess sé mjög vel gætt að hann fái lyf þessi, þar sem hann geti alls ekki án-þeirra verið. Að sögn vitnisins gefur Guðbrandur sig lítið að fólki að-fyrra bragði, en þau samskipti, sem hann hafi við fólk, séu snurðulaus. Kveður vitnið Guðbrand vera barngóðan og í eðli sínu ljúfa persónu. Aðspurt kvaðst vitnið ekki hafa orðið vart við ofbeldi í fari Guðbrands. Vitnið tók það fram, að Guðbrandur þyrfti að vera í vernduðu umhverfi eða athvarfi, þar sem séð væri um að hann fengi lyf reglulega. Hann sé á engan hátt fær um að sjá um sjálfan sig. Hann muni t.d. stundum ekki eftir að taka lyf sín og þurfi oft að minna hann á það. Þá vildi vitnið taka það fram, að það hefði áhyggjur af því, verði niðurstaða máls þessa að Guðbrandur gengi út frjáls án skilyrða, þar sem það telji hann, eins og fram kemur hér að framan, ekki færan um að bjarga sér á eigin spýtur. Brynleifur Steingrímsson fangelsisyfirlæknir bar vitni fyrir dómi hinn 21. nóv. sl. Kvaðst vitnið hafa litið eftir Guðbrandi frá því hann kom að Bitru, fyrir 3 árum. Hefði vitnið jafnan litið á hann á mánaðarfresti. Hefðu þeir m.a. rætt mikið saman í þessi skipti. Kveður vitnið Guðbrand vera áttaðan með tilliti til tíma, rúms og persónu. Telur vitnið Guðbrand ekki vera haldin ofskynjunum, hvorki $1 varðandi sjón eða heyrn. Þá kveður vitnið Guðbrand heldur ekki haldinn líkamlegum ofskynjunum. Vitnið kveður Guðbrand vera í atferli ræðinn, samvinnuþýðan og að því er virðist einlægan. Vildi vitnið taka það sérstaklega fram að í frásögn sé Guðbrandur sér samkvæmur og tal hans sé raunhæft. Vitnið kveður Guðbrand vera á lyfjum og sé ofangreind lýsing miðuð við að hann sé á lyfjum, enda kveðst vitnið ekki hafa séð Guðbrand nema undir lyfjum. Kveður vitnið Guðbrand vera á sterkum lyfjum, sem lækki vökustig heilans og sljóvgi persónugerðina. Það er álit vitnisins að Guðbrandur þurfi á læknismeðferð að halda um ókominn tíma, en meðan hann er í líkri meðferð og hann hlýtur nú, verði ástand hans ekki talið „„geðveikt““ (psychotiskt). Aðspurt kveðst vitnið ekki hafa séð ofbeldi í fari Guðbrands og hann telji hann ekki ofbeldissinnaðan. Vitnið Jón Bjarman fangaprestur, f. 13. jan. 1933, tilsjónarmaður Guðbrands Magnússonar, kveðst hafa frá því hann var skipaður tilsjónar- maður Guðbrands Magnússonar heimsótt hann tvisvar til þrisvar á ári að undanskildu tímabilinu ágúst 1983 til jafnlengdar 1984 er hann dvaldist erlendis. Kveðst vitnið gera sér grein fyrir því að Guðbrandur sé sjúkur, en vitnið telur þó Guðbrand hafa tekið framförum á þessum tíma. Hann sé hlýðinn og meðfærilegur. Að sögn vitnisins hefur Guðbrandur sýnt trega og sorgarviðbrögð, en jafnframt sé hann áhyggjufullur og öryggislítill um framtíð sína. Aðspurt að hverju Guðbrandur hafi að hverfa eða hvað bíði hans, verði hann losaður úr öryggisgæslu, kvaðst vitnið ekki geta um það sagt, en vitnið telur ljóst að Guðbrandur þurfi á læknismeðferð að halda um ókominn tíma. Guðbrandur Magnússon missti föður sinn árið 1970 og af $ systkinum hans eru þrjú á lífi, þrjár systur, ein er vangefin og dvelst á Sólheimum, önnur er geðveik með köflum, en sú þriðja er heilsuhraust. Tvær síðast- nefndu systurnar munu hafa samband við Guðbrand, en einnig ein móður- systir hans. III. Með hliðsjón af vitnisburði Ingvars Kristjánssonar, sérfræðings í geð- lækningum, um heilsufar Guðbrands Magnússonar, að hann sé haldinn geðveiki á háu stigi og fái ekki bata og þurfi á stöðugri lyfja- og læknis- meðferð að halda, sbr. og framburði Brynleifs Steingrímssonar yfirlæknis, Jóns Bjarman fangaprests og Hrefnu Ólafsdóttur, í þá veru, svo að öðru leyti með hliðsjón af öllum málavöxtum, þykja eigi hér efni til að leysa 52 Guðbrand undan vistun á viðeigandi stofnun í öryggiskyni, svo að tryggt sé að ekki stafi af honum háski. Að gefnu tilefni skal tekið fram að skv. ákvæðum 62. gr. alm. hgl., er ekki gert ráð fyrir að hælisvist fari fram á refsistofnunum, heldur t.d. á geðsjúkrahúsi. Eftir atvikum þykir rétt að allur málskostnaður greiðist úr ríkissjóði. Karl F. Jóhannsson, aðalfulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Guðbrandur Magnússon, f. 20.09.1954, verður ekki leystur úr öryggisgæslu. Allur málskostnaður greiðist úr ríkissjóði. Þriðjudaginn 21. janúar 1986. Nr. 6/1986. Raufarhafnarhreppur gegn ábúendum og eigendum Hólsjarða Kærumál. Kröfu um að hérðaðsdómari víki sæti hafnað. Trygging samkv. 26. gr. laga nr. 45/1973 felld úr gildi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Sóknaraðili hefur með heimild í a-lið 1. tl. 21. gr. laga nr. 75/ 1973 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 3. desember 1985 sem barst Hæstarétti 13. janúar 1986. Kærður er úrskurður upp- kveðinn í fógetarétti Þingeyjarsýslu og Húsavíkur 28. nóvember 1985 þar sem hrundið var kröfu sóknaraðila um að fógetinn, Sigurður Gizurarson sýslumaður, viki sæti í máli þessu. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og fógetanum gert að víkja sæti í málinu. Hann krefst og kærumáls- kostnaðar. Einnig er þess krafist að skilað verði tryggingu að fjár- et 53 hæð 100.000,00 krónur sem sóknaraðili setti samkvæmt ákvörðun fógeta. Varnaraðilar krefjast þess aðallega að kærumáli þessu verði vísað frá Hæstarétti en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðili dæmdur til að greiða kærumálskostnað. Í máli þessu hafa varnaraðilar krafist þess að lagt verði lögbann við því að sóknaraðili taki vatn úr Síkisstjörn í landi Hólsjarða í Presthólahreppi. Kröfu sína um að fógetinn víki sæti í máli þessu styður sóknar- aðili við ákvæði 36. gr. laga nr. 85/1936 svo og við ákvæði 37. gr. laganna. Sigurður Gizurarson sýslumaður hefur sent Hæstarétti athuga- semdir sínar sbr. ákvæði 27. gr. laga nr. 7S/1973. Ekki eru rök til að vísa kærumáli þessu frá Hæstarétti. Það veldur ekki vanhæfi fógeta til að fara með mál þótt hann hafi leiðbeint aðila skv. 87. og 114. gr. laga nr. 85/1936 sbr. og S. gr. laga nr. 18/1949. Hefur ekki komið fram að afstöðu fógeta til máls þessa eða aðila þess sé þannig háttað að hann hafi átt að víkja sæti í málinu skv. 36. gr. laga nr. 85/1936. Ber því að stað- festa hinn kærða úrskurð. Er sóknaraðili lýsti yfir að hann kærði framangreindan úrskurð í þinghaldi 28. nóvember 1985. ákvað fógetinn eftir kröfu varnar- aðila að sóknaraðili skyldi setja tryggingu að fjárhæð 100.000,00 krónur fyrir tjóni og óhagræði sem kæran kynni að baka varnar- aðilum. Styðst sú ákvörðun við ákvæði 26. gr. laga nr. 75/1973. Þykir heimilt eftir grunnreglu 17. gr. greindra laga að bera hana undir Hæstarétt í kærumáli þessu. Eins og mál þetta er vaxið þykir eigi hafa verið tilefni til að krefja sóknaraðila um tryggingu skv. 26. gr. laga nr. 75/1973. Verður sú ákvörðun fógeta því felld úr gildi. Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Ákvörðun fógeta um að sóknaraðili setti tryggingu að fjár- hæð 100.000,00 krónur er felld úr gildi. Kærumálskostnaður fellur niður. 54 Úrskurður fógetaréttar Þingeyjarsýslu og Húsavíkur 28. nóvember 1988. Umboðsmaður gerðarþola óskar þess, að fógeti víki sæti í máli þessu með skírskotun til 37. gr. sbr. 36. gr. laga nr. 85/1936, einkum 5. tl. hennar. Hann kveður fógeta hafa leiðbeint gerðarbeiðendum í öðru máli sömu aðila um sömu hagsmuni. Hið rétta er, að á árunum 1970— 1974 rak fógeti lögfræðiskrifstofu í Reykjavík, og árin 1973—1974 jafnframt skrif- stofu fyrir landssamband Veiðifélaga. Á vegum Landssambandsins flutti fógeti mál fyrir dómstólum f.h. Veiðifélags Deildarár gegn Guðjóni Styr- kárssyni, en Þorsteinn Steingrímsson var formaður félagsins. Eftir að fógeti var orðinn sýslumaður Þingeyjarsýslu 1974, kom Þorsteinn Steingrímsson til hans og beiddist þess að hann semdi fyrir sig stefnu í deilumálum milli Hólsbænda og Raufarhafnarhrepps. Það mun hafa verið 1981. Það gerði fógeti. Þegar málið var tekið fyrir, spurði fógeti, þá dómari í nefndu máli, umboðsmann Raufarhafnarhrepps að því, hvort hann krefðist, að fógeti viki sæti í málinu. Hann svaraði því játandi. Ákvað fógeti þá að víkja sæti, þótt hann teldi sér það ekki skylt, sbr. m.a. ákvæði 87. gr. laga nr. 85/1936 um skyldu dómara að semja stefnu fyrir aðila, sem er ólögfróður og ekki hefur. atvinnu af málflutningsstörfum. Fullnæging þessarar skyldu gerir dómara ekki vanhæfan til að dæma í málinu. Nefnt mál snýst um vatnstöku Raufarhafnarhrepps í Síkistjörn í landi Hólsjarða eins og fógetamál það, sem nú er tekið fyrir. Raufarhafnarhreppur tók. vatn fyrst úr Síkistjörn 1979. Í nefndu dómsmáli var skipaður setudómari 1981, en málið hefur ekki verið tekið fyrir frá því á árinu 1981, er það var þingfest. Setudómari, Freyr Ófeigsson, hefur aldrei tekið málið fyrir. Tengsl fógeta við lögbanns- beiðendur hafa ekki verið önnur en þau er að framan greinir. Að því athuguðu sem að framan greinir, og því að frávikning fógeta mundi stappa nærri réttarsynjun gagnvart gerðarbeiðendum, sem enga greiðslu hafa fengið fyrir vatn sitt í 6 ár, er beiðni um að fógeti víki sæti synjað. Úrskurðarorð: Kröfu gerðarþola um að fógeti málsins víki sæti er hafnað. Umboðsmaður gerðarþola tekur fram, að hann kæri úrskurð fógeta til Hæstaréttar, sbr. a.lið, 1. tl. (sic) 29. gr. vegna laga um Hæstarétt, nr. 75/1973. Gerðarbeiðandi krefst tryggingar fyrir tjóni og óhagræði vegna kærunnar. Fógeti ákveður að kærandi skuli setja kr. 100.000,- fyrir tjóni er kæra kann að baka gerðarbeiðendum. 55 Fimmtudaginn 23. janúar 1986. Nr. 11/1986. Alþýðusamband Íslands f.h. Verkamannafélagsins Dagsbrúnar gegn Vinnuveitendasambandi Íslands f.h. H/f Eimskipafélags Íslands. Kærumál. Félagsdómur. Frávísunarkröfu hafnað. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild.í 1. tölulið 67. gr. laga nr. 80/1938 skotið málinu til Hæstaréttar með kæru 13. janúar 1986, sem barst Hæstarétti 17. sama mánaðar. Hann krefst þess að úr- skurður Félagsdóms upp kveðinn 13. janúar 1986 verði úr gildi felldur og málinu vísað frá Félagsdómi. Þá krefst hann kærumáls- kostnaðar sér til handa úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður Félagsdóms 13. janúar 1986. Mál þetta dæma Ólafur Stefán Sigurðsson, Björn Helgason, Gunnlaugur Briem, Árni Guðjónsson og Gunnar Guðmundsson. Málið, sem tekið var til dóms eða úrskurðar 8. þ.m. um fram komna frávísunarkröfu, er höfðað fyrir Félagsdómi með stefnu útgefinni og birtri 12. desember sl. og var málið þingfest 16. sama mánaðar. Stefnandi málsins:er Vinnuveitendasamband Íslands f.h. H/f Eimskipa- félags Íslands. Stefndi er Alþýðusamband Íslands 'f.h. Verkámannafélagsins Dags- brúnar. Í stefnu hefur stefnandi gert þessar dómkröfur: „„l!. Að bann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar við. innflutningi og 56 afgreiðslu á suður-afrískum vörum í Reykjavíkurhöfn og bann þess við afgreiðslu á íslenskum útflutningsvörum til Suður-Afríku, sem tók gildi 14. nóvember 1985, verði dæmt brot á kjarasamningi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Vinnuveitendasambands Íslands f.h. Hf. Eimskipafélags Íslands og Hafskips hf. um hafnarvinnu og því ólögmætt. 2. Að stefnanda verði tildæmdur málskostnaður að skaðlausu úr hendi stefnda.““ Í greinargerð stefnda lagðri fram í þinghaldi 18. desember 1985 er gerð krafa um sýknu af stefnukröfum og um málskostnað úr hendi stefnanda að mati réttarins. Þá var og lýst áskilnaði um að hafa uppi frávísunarkröfu þ.á m. við aðalflutning, sem ákveðið var með samkomulagi aðila að fram færi 8. þ.m. Í þinghaldi þann dag, að loknum vitnayfirheyrslum, var því lýst yfir af hálfu stefnda, að á þessu stigi væri gerð sú breyting á dómkröf- um, að krafist væri aðallega frávísunar málsins. Í samræmi við ákvæði 108. gr. laga nr. 85/1936 fór fram þá þegar munnlegur málflutningur um frávísunarkröfuna, en sáttatilraunir höfðu reynst árangurslausar. Í þessum þætti málsins er þess krafist af hálfu stefnda, að málinu verði vísað frá Félagsdómi og stefnda tildæmdur málskostnaður úr hendi stefn- anda. Kröfur stefnanda í þessum þætti málsins eru þær, að frávísunarkröfu stefnda verði synjað og stefnanda tildæmdur málskostnaður að skaðlausu. Í stefnu er tildrögum málsins og helstu málavöxtum lýst á þá leið, að hinn 25. október sl. hafi Vinnuveitendasambandi Íslands borist tilkynning Verkamannafélagsins Dagsbrúnar um innflutnings- og afgreiðslubann á suður-afrískar vörur í Reykjavíkurhöfn svo og bann við afgreiðslu á ís- lenskum útflutningsvörum til sama lands. Hafi bann þetta tekið gildi 14. nóvember sl. Með bréfi dags. 1. nóvember 1985 hafi Vinnuveitendasamband Íslands mótmælt lögmæti þessarar aðgerðar og bent á, að það væri ekki á færi stéttarfélags að ákveða frá degi til dags við hvað félagsmenn stéttarfélagsins megi starfa og hvað ekki. Væri bannið talið brot á gildandi kjarasamning- um Dagsbrúnar og Vinnuveitendasambands Íslands. Nefndu bréfi hafi svo lokið með ósk um fund samningsaðila um málið, sem hafi verið haldinn þann 6. nóvember sl. á skrifstofu Vinnuveitenda- sambands Íslands að Garðastræti 41. Fundinn hafi setið af hálfu Dags- brúnar, Guðmundur J. Guðmundsson formaður, Halldór Björnsson vara- formaður og Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri, en af hálfu Vinnuveit- endasambandsins Þórarinn V. Þórarinsson aðstoðarframkvæmdastjóri. Í upphafi fundar hafi Þórarinn V. Þórarinsson skýrt afstöðu Vinnuveit- endasambandsins til umrædds banns Dagsbrúnar og vísað í því efni til 57 bréfsins frá 1. nóvember. Hann hafi áréttað þann skilning forsvarsmanna Vinnuveitendasambandsins, að Verkamannafélagið Dagsbrún sem og félagsmenn þess, sem störfuðu í hafnarvinnu, væru bundnir af samningum félagsins og samkvæmt því skylt að vinna alla þá vinnu, sem tilheyrði hafnarvinnunni. Engir fyrirvarar væru í samningum aðila þess eðlis, að þeir gæfu Verkamannafélaginu Dagsbrún heimild til að mæla fyrir um það að tiltekin vinna skyldi ekki unnin, eða almennt hafa afskipti af því frá degi til dags, hvaða reglubundnum störfum félagsmenn þeirra, sem starfi í þjón- ustu „aðildarfyrirtækja Vinnuveitendasambands Íslands, framkvæmi á hverjum tíma. Því teldi Vinnuveitendasambandið bann félagsins í fullkom- inni andstöðu við: samninga aðila og því samningsbrot. Guðmundur J. Guðmundsson hafi vísað til þess, að Dagsbrún teldi sér fullkomlega heimilt að grípa til aðgerða til stuðnings stéttarbræðrum í Suður-Afríku og að aðgerðinni væri beint gegn suður-afrískum stjórn- völdum, en ekki Vinnuveitendasambandinu eða félagsmönnum þess. Hér væri um fjölþjóðlegt samstarf verkalýðshreyfingarinnar að ræða, sem miðaði að því að bæta kjör svartra íbúa í Suður Afríku og að mati Dags- brúnar stæðu hvorki samningar né lög því í vegi. Niðurstaða fundarins hafi þá orðið sú, að ekki gæti orðið um samkomu- lag Dagsbrúnar og Vinnuveitendasambandsins að ræða í þessu efni. Af hálfu Vinnuveitendasambandsins hafi sameiginlegt málskot til Félagsdóms verið reifað, en forsvarsmenn Dagsbrúnar ekki talið ástæðu til sérstakrar samvinnu, sem miðaði að því að fá dómsúrlausn. Það hlyti að verða ákvörðun Vinnuveitendasambandsins. Við svo búið hafi fundinum lokið. Vinnuveitendasamband Íslands höfðaði síðan mál með stefnu. útgefinni 20. nóvember sl., en það var hafið með samkomulagi aðila 12. f.m. Frávísunarkrafa stefnda er studd þeim rökum, að umstefnt bann sé ekki vinnudeila í skilningi vinnulöggjafarinnar sbr. 14. gr. laga nr. 80/1938 og því sé það ekki á sviði Félagsdóms að skera úr um það sbr. og 44. gr. sömu laga. Við þetta bætist sú staðreynd, að kjarasamningar aðila hafi fallið niður um sl. áramót. Stefndi telur ennfremur, að málshöfðun stefnanda hafi þann eina tilgang að leita lögfræðilegs álits og því beri af þeim sökum að vísa málinu frá sbr. 67. gr. laga nr. 85/1936. Í framhaldi af þessu bendir stefndi á þá breyt- ingu, sem hann telur mega merkja á afstöðu stefnanda til stéttarfélaga og Félagsdóms, en svo virðist sem stefnandi ætli dómstólnum annað og meira hlutverk í samskiptum aðila vinnumarkaðarins en honum hafi verið ætlað að gegna með setningu laga nr. 80/1938. Loks telur stefndi, að á kröfugerð og málatilbúnaði stefnanda séu að öðru leyti þeir gallar, sem frávísun hljóti að varða. Eigi sé getið í kröfugerð, hvaða greinar eða ákvæði í kjarasamningi teljist vera brotin með umræddu 58 banni, lagarök vanti í stefnu og hún uppfylli ekki þau skilyrði, sem nefnd séu í 50. gr. laga nr. 80/1938, þe. með hvaða hætti stefnandi hyggist sanna staðhæfingar sínar og kröfur. Stefnandi mótmælir frávísunarkröfunni sem of seint fram kominni. Það sé rétt að deila sú, sem málið sé af risið, sé ekki eiginleg vinnudeila eða ólögmætt verkfall, heldur snúist málið um samningsrof, brot á vinnu- samningi. Þannig sé það lagt fyrir dóminn og vísað til 2. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 sbr. 8. gr. sömu laga. Stefnandi eigi lögvarða hagsmuni af því að fá viðurkenningardóm um lögmæti eða ólögmæti umstefnds banns. Þótt kjarasamningar aðila hafi runnið út nú um áramótin breyti það engu um grundvöll málsóknar sinnar, sem enda hafi byrjað í gildistíð þeirra. Stefnandi vísar því á bug, að tilgangur málshöfðunarinnar sé sá að leita lögfræðilegs álits. Það sé ekki nema í þeim mæli sem nauðsyn krefji til úrlausnar stefnukröfunni. Hvorki kröfugerð né málatilbúnaður yfirleitt brjóti nokkuð í bága við fyrirmæli í 50. gr. laga nr. 80/1938 og heldur ekki við önnur réttarfarsákvæði, sem hér eigi við. Í stefnu séu þau ákvæði kjarasamnings aðila tilgreind, sem umrætt bann sé talið brjóta gegn. Af þessum ástæðum beri að hrinda frávísunarkröfu stefnda. Álit dómsins og niðurstaða. Eigi verður fallist á það með stefnanda að vísa beri frávísunarkröfunni á bug sem of seint fram kominni. Telja verður að úrlausnarefni máls þessa, eins og það er lagt fyrir, heyri undir Félagsdóm sbr. 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Breytir hér engu um, þótt kjarasamningar aðila hafi runnið út nú um áramótin. Eigi verður talið, að málsókn stefnanda, kröfugerð hans og málatilbún- aður varði við ákvæði 1. málsliðs 67. gr. laga nr. 85/1936, brjóti gegn ákvæðum 50. gr. laga nr. 80/1938 eða öðrum reglum réttarfars þannig að frávísun varði. Að svo vöxnu máli verður frávísunarkrafa stefnda eigi tekin til greina. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Krafa stefnda um frávísun málsins er eigi tekin til greina. Málskostnaður fellur niður. 59 Fimmtudaginn 23. janúar 1986. Nr. 229/1983. Þórður Ragnarsson (Jón Oddsson hrl.) gegn Huldu Þorvaldsdóttur (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Samningar. Riftun. Óvígð sambúð. Brostnar forsendur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. - Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. des- ember 1983. Hann krefst þess, að staðfest verði riftun á samningi málsaðila, dagsettum 28. nóvember 1979, og stefndu verði gert að greiða sér málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að áfrýjandi. verði dæmdur til að greiða sér málskostnað fyrir Hæstarétti. Vegna ummæla í héraðsdómi um ákærureglur 217. gr. almennra hegningarlaga er þess að geta, að þeim var breytt með lögum nr. 20/1981 í þá átt að ákæruvaldið eitt á síðan sókn sakar vegna brota á greininni. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með skírskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann. Eftir þessum málsúrslitum ber að dæma áfrýjanda til þess að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti og þykir hann hæfilega ákveðinn 50.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Þórður Ragnarsson, greiði stefndu, Huldu Þor- valdsdóttur, 50.000,00 krónur. í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 22. september 1983. Mál þetta, sem dómtekið var 16. september sl., höfðaði Þórður Ragnars- 60 son, nnr. 9523-8750, Hæðargarði 52, Reykjavík, gegn Huldu Þorvalds- dóttur, nnr. 4449-7743, Lindargötu 41, Reykjavík, fyrir bæjarþinginu með stefnu birtri 6. maí 1982. Dómkröfur stefnanda eru þær að staðfest verði riftun á samningi máls- aðila, dags. 28.11.1979 svo og að stefnda verði dæmd til að greiða máls- kostnað samkvæmt lágmarksgjaldskrá LMFÍ og aukatekjulögum. Dómkröfur stefndu eru þær að hún verði sýknuð af kröfum stefnanda og henni dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Hinn 4. nóvember 1982 var kveðinn upp úrskurður í máli þessu og þar synjað kröfu stefndu um frávísun málsins. Sættir hafa verið reyndar með aðilum málsins en ekki tekist. Málavextir: Aðilar málsins hófu óvígða sambúð 29. desember 1976. Stefnandi telur að sambúðinni hafa lokið endanlega í vikunni fyrir páska árið 1980, en sambúðin mun ekki hafa verið samfelld. Stefnda telur hins vegar að sam- búðinni hafi lokið endanlega í marsmánuði árið 1981. Sambúð aðilanna var stormasöm í meira lagi. Rétt þykir í upphafi dóms- ins að rekja í stórum dráttum þann þátt sambúðarinnar þar sem löggæslu-, ákæru- og dómsvald kemur við sögu, þar sem riftunarkrafa stefnanda er að nokkru byggð á atvikum sem tengjast þeim þætti. Hinn 28. mars 1979 kærði stefnda stefnanda fyrir líkamsárás á sig. Fyrir þann tíma mun hún hafa kært stefnanda a.m.k. fjórum sinnum fyrir hið sama. Hinn 25. apríl 1979 dró stefnda kærurnar til baka. Hinn 31. október 1979 var stefnandi úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á nokkr- um líkamsárásum á stefndu og einnig líkamsárás á aðra konu. Stefndi sat í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Hinn 28. nóvember dró stefnda kærur sínar á hendur stefnanda til baka. Með bréfi til ríkissaksóknara dags. 3. febrúar 1983 óskaði stefnda eftir því að draga til baka þá yfirlýsingu sína að felldar yrðu niður kærur hennar á hendur stefnanda. Hinn 14. febrúar 1983 er stefnandi ákærður fyrir að hafa þrásinnis beitt fyrrverandi sambýliskonu sína líkamlegu ofbeldi og valdið henni líkams- áverkum. Í ákæru er atferli stefnda talið varða við 218. gr. alm. hegningar- laga nr. i9/1940 sbr. nú i. mgr. 218. gr. sömu laga sbr. lög nr. 20/198i og 1. mgr. 217. gr. alm. hegningarlaga. Í dómi sakadóms Reykjavíkur 27. apríl 1983 er fallist á heimfærslu brota stefnanda til refslákvæða í ákærunni en sök vegna brota, sem talin, eru varða við 1. mgr. 217. gr., er sögð fyrnd. Stefnandi er dæmdur { þriggja mánaða fangelsi en frestað er fullnustu tveggja mánaða af refsingunni skil- orðsbundið. Með kaupsamningi dags. 11. apríl 1979 keypti stefnandi af þremur 61 systkinum sínum % hluta af þriggja herbergja íbúð. á neðri hæð hússins nr. 52 við Hæðargarð í Reykjavík, en “á hluta hafði stefnandi erft eftir fyrri eiganda, móður sína. Kaupverð % .hluta íbúðarinnar var gkr. 10.125.000,00. Átti stefnandi að greiða gkr. 6.000.000,00 í reiðufé, yfirtaka áhvílandi lán að fjárhæð gkr. 30.000,00 og gefa út þrjú veðskuldabréf, samtals að fjárhæð gkr. 4.095.000,00 en með þessum hætti var allt kaup- verðið greitt. Hinn 6. október 1979 undirrita aðilar málsins eignaskiptayfirlýsingu um íbúð þessa en í henni segir m.a. svo: „Þar sem við sem sambýlisfólk höfum hvort fyrir sig lagt fram fé til kaupa á fyrrgreindri húseign, sem reyndar er enn þinglesin eign dánarbús Margrétar Þorvarðardóttur, verða eignahlutföll hvors okkar um sig þannig: Þórður Ragnarsson eigi 81,28% — áttatíu og eitt, tuttugu og átta Yo af brunabótamati eignarinnar, en Hulda Þorvaldsdóttir eigi 18,72%, átján, sjötíu og tvö % af brunabótamati eignarinnar. Komi til sambúðarslita skal Þórður Ragnarsson greiða Huldu Þorvalds- dóttur hennar hlut í eigninni samkvæmt brunabótamati og verður greiðslu hagað samkvæmt samkomulagi.“ Þegar þessi yfirlýsing var gefin hafði stefnda lagt fram gamlar krónur 2.800.000,00 til kaupa á íbúðinni og/eða lagfæringa á henni en stefnandi kvittar fyrir móttöku þessa fjár 16. júlí 1979. Þetta framlag stefndu mun hafa numið 18,72% af brunabótamati fasteignarinnar á þessum tíma. Stefnda kvað þessa yfirlýsingu hafa verið gerða í því skyni að tryggja sér endurgreiðslu á fjárframlagi sínu ef til kæmi. Í sama streng tók stefn- andi. Hinn 28. nóvember 1979 gerðu aðilar málsins með sér svofelldan samn- ing: „„1. Íbúðin Hæðargarði 52, neðri hæð, skal vera óskipt sameign okkar, enda rennur lífeyrissjóðslán Huldu í íbúðina. 2. Allt innbú okkar skal vera óskipt sameign okkar. 3. Bifreiðin R-65843, Lada 1975, skal vera sameign okkar. 4. Hulda fellur frá öllum refsi- og bótakröfum á hendur Þórði.““ Hinn 12. janúar 1980 undirrita systkini stefnanda, er seldu honum sinn hlut í íbúðinni við Hæðargarð, svohljóðandi yfirlýsingu: ;, Viðbótargrein við kaupsamning dags. 11.04. 1979 um 3ja herbergja íbúð á neðri hæð húsisns nr. 52 við Hæðargarð í Reykjavík. Við undirrituð eigendur og erfingjar fyrrgreindrar húseignar samþykkj- um: hér með:að fullu og öllu að Hulda Þorvaldsdóttir, Hæðargarði 52, Reykjavík, verði fullgildur aðili að fyrrgreindum kaupsamningi með öllum þeim réttindum og skyldum sem þar greinir. Hulda verður kaupandi eignar- 62 innar að hálfu á móti sambýlismanni sínum, Þórði Ragnarssyni, s.st. sbr. samning þeirra dags. 28. nóvember 1979. Komi til hjúskaparslita eða sölu á íbúðinni á Þórður Ragnarsson forkaupsrétt að eigninni.““ Stefnandi taldi að ástæður þess að framangreindur samningur var gerður hafa í fyrsta lagi verið þær að hann hafi skort fé til þess að greiða systkin- um sínum en stefnda hafi átt rétt á láni úr lífeyrissjóði. Lögmaður sinn hefði samið veðleyfi þar sem gert hafi verið ráð fyrir því að íbúðin að Hæðargarði 52 yrði veðsett til tryggingar greiðslu lánsins. Stefnandi kvaðst hafa gefið þetta veðleyfi en þegar til hafi átt að taka hafi lögmaður stefndu neitað að láta féið af hendi nema samningurinn yrði gerður. Hann hafi því orðið að gera samninginn til þess að fá peningana. Upplýst er að lögmaður stefnanda ritaði samninginn. Þá sagði stefnandi að í öðru lagi hefði sú ástæða verið fyrir samnings- gerðinni að stefnda hefði lofað því að draga kærur á hendur honum til baka. Ekki hefði komið til tals við samningsgerðina að sameignarfyrirkomu- lagið skyldi skoðast sem greiðsla stefnanda á skaðabótum til stefndu. Stefnandi kvað sína meiningu hafa verið að halda sambúðinni áfram og kvað þau sambýlisfólkið hvort um sig hafa lofað bót og betrun. Sambúðin hafi engu að síður haldið áfram að vera rysjótt. Stefnda kvað stefnanda hafa viljað losna undan kærum sínum. Hann hefði hringt í sig og boðið sér helminginn af íbúðinni gegn því að hún felldi kærurnar niður. Við gerð samningsins hafi ekkert verið talað um skaða- bótakröfur. Stefnda taldi að markmið stefnanda hefði verið að sambúðin endaði með giftingu en sjálf kvaðst hún hafa gert sér grein fyrir að sam- búðin stæði á völtum fótum. Stefnda taldi sér ekki hafa verið nauðsyn á að fá veð í íbúðinni til þess að geta hafið lánið, veð hefði hún getað fengið hjá skyldmennum sínum. Lánið gkr. 1.400.000,00 hefði allt runnið í íbúðina en sjálf hefði hún greitt af því afborganir og vexti. Hinn 29. apríl 1980 ritaði lögmaður stefnanda lögmanni stefndu svo- hljóðandi bréf: „Efni: riftun samkomulags um sameign íbúðar Hæðargarði $2. Samkomulag um þessa sameign var á sínum tíma gert á mjög ákveðnum forsendum sem nú hafa brostið með öllu, einkum vegna atriða varðandi umbj. yðar, Huldu. Þessi riftun er með vilja sameigenda umbj. míns, Þórðar og systkina hans. Er ekki vilji til þess að aðstoða Huldu til þess að sölsa til sín eignarhluta þennan. Huldu er boðin éndurgreiðsla á öllu framlagi sínu til eignarinnar sem er raunar ekki mikið, með vöxtum og verðbótum. Vænti ég samvinnu við yður um þetta. 63 Það er áréttað að með öllu er tilgangslaust að leita samninga um frekari eignaraðild hennar að íbúðinni. Henni mun berast til áréttingar riftun sameigenda Þórðar þótt hún sé ekki kaupandi að íbúðinni gagnvart þeim.““ Í maí 1980 undirrita systkini Þórðar svofellda yfirlýsingu og er í henni vísað til viðbótar við. kaupsamning um íbúðina frá 12. janúar 1980: „„Ofangreindri viðbótargrein er hér með rift gagnvart Huldu Þorvalds- dóttur hafi greinin á annað borð nokkru sinni verið að fullu gild. Það er algjör forsenda okkar að sambúð Huldu og Þórðar héldist og að í öllu færi eftir samkomulagi Huldu og Þórðar, dags. 6. okt. 1979.““ Hinn 2. maí 1980 ritar lögmaður stefndu lögmanni stefnanda bréf þar sem hann mótmælir riftuninni. Hann tekur fram í bréfinu að stefnda hafi nú boðið fram fullar efndir á kaupsamningi. Hinn 25. apríl 1980 geymslugreiddi lögmaður stefndu gkr. 900.000,00 í Landsbanka Íslands vegna skuldar samkvæmt kaupsamningi dags. 11. apríl 1979 um íbúðina að Hæðargarði og eru viðtakendur gegn afhendingu afsals þrjú systkini stefnanda. Með bréfi dags. 16. maí 1980 fór stefnda þess á leit við skiptaráðandann í Reykjavík að bú þeirra stefnanda yrði tekið til opinberra skipta. Þeirri beiðni var hafnað með úrskurði skiptaréttarins uppkveðnum 12. júní 1980. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Niðurstaða skiptaréttarins var staðfest af Hæstarétti í dómi uppkveðnum 8. september 1980. Með bréfi dags. 31. agúst 1981 biður stefnda uppboðshaldarann í Reykja- vík um uppboð til slita á sameign málsaðila, þ.e. íbúðinni að Hæðargarði 52. Stefnandi mótmælti því að uppboðið næði fram að ganga og mun uppboðinu hafa verið frestað um óákveðinn tíma meðan á málssókn þessari stendur. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að áframhaldandi sambúð aðila hafi verið forsenda fyrir gerð og gildi samnings þeirra frá 18. nóvember 1979. Sömuleiðis að stefnda stæði við það loforð sem fram komi í 4. tl. samningsins að draga kærur sínar á hendur stefnanda til baka. Báðar þessar forsendur séu brostnar sem geri það að verkum að rifta beri samningnum að kröfu stefnanda. Þá bendir stefnandi á að verulegt misræmi sé á milli framlags stefnanda og stefndu til íbúðarkaupanna. Stefnda hafi lagt fram 2,8 milljónir gamalla króna sem metnar hafi verið sem 18,72% af brunabótamati fasteignarinnar. Lífeyrissjóðslán stefndu hafi verið lán hennar til stefnanda en ekki framlag hennar til íbúðarkaupanna. Stefnandi heldur því fram að við gerð samningsins hafi stefnda notfært sér til að ná fram hagfelldum samningum að stefnandi hafi verið nýkominn úr gæsluvarðhaldi miður sín og með verulegar fjárhagsáhyggjur. Hún hafi 64 verið búin að kæra hann fyrir líkamsárásir, en lofað að draga þær kærur til baka. Stefnda hafi því beitt stefnanda nauðung a.m.k. verði að líta svo á að stefndu beri að sanna að svo hafi ekki verið. Af þessum ástæðum sé ekki rétt að meta samninginn gildan eftir efni sínu. Þá heldur stefnandi því fram að stefnda hafi sýnt af sér tómlæti sem geri það að verkum að samningurinn sé ekki lengur í gildi. Með dómi Hæstaréttar frá 8. september 1980 hafi verið synjað kröfu stefndu að bú málsaðila yrði tekið til opinberrar skiptameðferðar. Það hafi ekki verið fyrr en ári seinna sem stefnda hefði óskað eftir uppboði til slita á sameigninni. Af hálfu stefndu er því haldið fram að á milli aðila hafi farið fram frjálsir samningar sem miðað hafi að því annars vegar að rétta eignarhluta stefndu í íbúðinni gagnvart stefnanda miðað við fjárframlag hennar til íbúðakaup- anna og eins miðað við það að stefnda hafi átt skaðabótakröfur á hendur stefnanda fyrir líkamsmeiðingar. Samingurinn hafi verið saminn af lög- manni stefnanda og með hann hafi verið komið til stefndu og hann undir- ritaður óbreyttur. Fjarri lagi sé að stefnda hafi beitt stefnanda nokkurri nauðung eða sýnt af sér tómlæti. Brot stefnanda hafi verið þess eðlis að stefnda hafi ekki átt forræði á því hvort höfðað yrði refsimál á hendur honum eða ekki. Þá hafi þau stefnda og stefnandi tekið upp sambúð eftir að dómur Hæsta- réttar gekk hinn 8. september 1980 og þegar sambúðinni hafi lokið hafi stefnda beðið um uppboð til slita á sameigninni. Ekki kom fram í málflutningi aðila hve stóran hlut hvor þeirra um sig er talinn eiga samkvæmt sameignarsamningnum en þeir virtust byggja á því að hvor ætti helming. Fram kom undir rekstri málsins að aðilar hafa skipt með sér öðrum þeim eingum sem um getur í samningum en íbúðinni. Forsendur og niðurstaða: Í máli þessu krefst stefnandi riftunar á samningi þeirra stefndu frá 28. nóvember 1979, en samningurinn hefur verið rakinn hér að framan. Stefnandi lýsti því fyrir dómi að ástæður þess að hann gerði samninginn hefðu fyrst og fremst verð þær að sig hefði skort fé til að greiða systkinum sínum og eins hafi stefnda lofað því að draga kærur sínar á hendur honum til baka. Þá er því haldið fram af hálfu stefnanda að áframhaldandi sambúð aðila hafi verið forsenda fyrir gerð samningsins. Samkvæmt hljóðan orða samningsins er hann íþyngjandi fyrir stefndu í tveimur greinum. Annars vegar lofar hún að láta lífeyrissjóðslán sitt renna til íbúðarkaupanna og hins vegar að draga kærur sínar til baka. Ekki er getið um annað endurgjald en lífeyrissjóðslánið og ekki er minnst á sam- búðina eða framhald hennar. 65 Upplýst er að lífeyrissjóðslán stefndu rann til íbúðarkaupanna. Að framan er getið að sambúð. aðila málsins var stormasöm og ekki samfelld. Ljóst er að lítil sem engin breyting varð þar á eftir gerð samnings- ins, þótt ætlun aðila kunni að hafa verið önnur. Stefnanda mátti vera ljóst að stutt gæti orðið í sambúðinni. Sambúð getur og ætíð lokið af ýmsum ástæðum öðrum en þeim sem virðast hafa bundið enda á sambúð málsaðila. Þegar þetta er virt og þar sem sambúðarslita er að engu getið í samningnum verður að hafna því að þau leiði til þess að stefnanda sé heimilt að rifta samningnum. Stefnda dró kærur sínar á hendur stefnanda til baka sama dag og samn- ingurinn var gerður. Hún dró til baka þá afturköllun hinn 3. febrúar 1983. Eins og að framan er greint frá var stefnanda í ákæru, sem gefin var út 14. s.m., gefið að sök að hafa með framferði sínu gagnvart stefndu gerst brotlegur við 1. mgr. 217. gr. og 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sá sem verður fyrir líkamsárás sem varðar við 218. gr. á ekki sókn þeirrar sakar. Varði brotið við 217. gr. á sá sem fyrir brotinu verður sókn sakar en þó er opinber málssókn jafnan heimil. Samkvæmt þessu forðaði afturköllum á kærum stefndu stefnanda ekki frá því að vera ákærður sem þó virðist hafa verið aðaltilgangurinn með því: að setja ákvæði þetta í samninginn. Af þessum ástæðum verður ekki talið af afturköllun stefndu á afturköllun sinni á kærum á hendur stefnanda leiði til þess að stefnanda sé heimilt að rifta samningnum. Aðdragandi samningins og efni hans þykir ekki benda til þess að um þá nauðung hafi verið að ræða sem varðað geti því að samningurinn sé ógildur. Málsástæða stefnanda um tómlæti stefndu er út í bláinn. Niðurstaða dómsins er því sú að stefnda skal vera sýkn af kröfum stefn- anda. Málskostnaður, sem stefnandi greiði stefndu, þykir hæfilega ákveðinn kr. 10.000,00 og er þá tekið tillit til þess að hafnað var kröfu stefndu um frávísun. Friðgeir Björnsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnda, Hulda Þorvaldsdóttir, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Þórðar Ragnarssonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu kr. 10.000,00 í málskostnað. 66 Mánudaginn 27. janúar 1986. Nr. 223/1983. Kristinn Friðþjófsson (Gunnar Sæmundsson hdl.) gegn Patrekshreppi (Haraldur Blöndal hrl.) Samningar. Skýring samnings. Eignarréttur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen og Sigurður Líndal prófessor. Áfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 7. desember 1983 að fengnu áfrýjunarleyfi 14. nóvember s.á. samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Hann krefst viðurkenningar á eignarrétti „að lóð- inni nr. 15 við Urðargötu á Patreksfirði með þeim takmörkum gagnvart nágrannaeignum sem greinir Í grunnleigusamningi um lóð- ina, dags. 28.12. 1970, Litra K-1 nr. 178 í veðmálabókum Barða- strandarsýslu, sbr. grunnleigusamning dags. 29.10. 1915, um lóðina nr. 11 við Urðargötu, grunleigusamning dags. 7.1. 1960, um lóðina nr. 15 (nú nr. 17) við Urðargötu og grunnleigusamning dags. 23.6. 1952, um lóðina nr. 8 við Bjarkargötu. Ennfremur að stefnda Pat- rekshreppi verði dæmt skylt að láta afmá úr veðmálabókum Barða- strandarsýslu eftirtalið sem fer í bága við eignarrétti áfrýjanda: a. „Teikningu sem nú er aftan á grunnleigusamningi dags. 28.12. 1970 um lóðina nr. 15 við Urðargötu og ekki er í samræmi við samn- inginn. b. Lóðarleigusamning dags. 1.4. 1974 um lóðina nr. 11 við Urðargötu.““ Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Af hálfu stefnda er krafist staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Samkvæmt þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn 25.000,00 krónur. 67 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Kristinn Friðþjófsson, greiði stefnda, Patreks- hreppi, málskostnað fyrir Hæstarétti 25.000,00 krónur. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur aukadómþings Barðastrandarsýslu 27. júní 1983. 1. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 16. júní sl., hefur Kristinn Friðþjófsson framkvæmdastjóri, Urðargötu 15, Patreksfirði, höfðað með stefnu birtri 13. október 1981 á hendur Ágústi H. Péturssyni oddvita, Urðargötu 17, Patreksfirði, f.h. hreppsins til viður- kenningar á einarrétti sínum að lóðinni nr. 15 við Urðargötu á Patreksfirði. Dómkröfur stefnanda á hendur stefnda Patrekshreppi eru eftirfarandi: 1) Að viðurkenndur verði eignarréttur stefnanda að lóðinni nr. 15 við Urðargötu á Patreksfirði með þeim takmörkunum sem greinir í grunnleigu- samningi um þá lóð dags. 28. desember 1970, Litra K-1 nr. 178 í veðmála- bókum Barðastrandarsýslu, sbr. grunnleigusamning dags. 29. október 1915 um lóðina nr. 11 við Urðargötu, sbr. grunnleigusamning 7. janúar 1960 um lóðina nr. 15 (nú 17) við Urðargötu og loks sbr. grunnleigusamning 23. júní 1952 um lóðina nr. 8 við Bjarkargötu. 2) Að stefnda Patrekshreppi verði dæmt skylt að láta afmá úr veðmála- bókum Barðastrandarsýslu eftirtalið, sem í bága fari við eignarrétt stefn- anda: a) Teikningu, sem nú er aftan á grunnleigusamningi dags. 28. des. 1970 um lóðina nr. 15 við Urðargötu og ekki er í samræmi við samninginn. b) Lóðarleigusamning dags. 1. apríl 1974 um lóðina nr. 11 við Urðargötu. Þá gerir stefnandi og kröfu. til málskostnaðar úr hendi stefnda Patreks- hrepps samkv. gjaldskrá LMFÍ. Stefnandi hefur og stefnt eigendum fasteigna á tveimur nágrannalóðum, þeim Ágúst H. Péturssyni, Urðargötu 17 og Karli Jónssyni, Urðargötu 11, báðum á Patreksfirði, til þess að gæta réttar síns í málinu, en engar sjálf- stæðar kröfur hefur stefnandi gert á hendur þeim. Stefndi Patrekshreppur hefur sótt þing í málinu og gert eftirfarandi dóm- kröfur: 1) Að mörk lóðar stefnanda á Urðargötu 15 á Patreksfirði verði ákveð- in eins og greinir á bakhlið grunnleigusamnings frá 28. desember 1970 og stærð lóðarinnar ákveðin 700 m? og þá jafnframt, að. kröfum stefnanda um eignarrétt stærri lóðar verði synjað. 2) Að:stefndi verði sýknaður af kröfum stefnanda um að láta afmá úr 68 veðmálabókum Barðastrandarsýslu skjöl þau er í stefnu greinir og að framan er getið. 3) Að stefndi verði sýknaður af málskostnaðarkröfu stefnanda og stefn- anda dæmt að greiða stefnda málskostnað eftir mati dómsins. Af hálfu réttargæslustefndu hefur ekki verið sótt þing í máli þessu og engar kröfur verið gerðar af þeirra hálfu. II. Lóðin nr. 15 við Urðargötu á Patreksfirði stendur í landi svokallaðrar Vatneyrarjarðar við Patreksfjörð. Það er forsaga máls þessa, að Vatneyrar- jörðin var í eigu Verslunar Ó. Jóhannessonar h.f. Patreksfirði um langt árabil, eða allt frá 1914 til 1972. Kauptúnið Patreksfjörður byggðist í landi Vatneyrar og landi aðliggjandi jarðar, Geirseyrar. Skömmu eftir 1960 hóf- ust viðræður í millum eigenda Vatneyrarjarðar, þ.e. Verslunar Ó. Jóhann- essonar h.f. og Patrekshrepps um hugsanleg kaup hreppsins á Vatneyrar- landi, en viðræður þessar leiddu eigi til neinnar niðurstöðu. Á fundi hreppsnefndar Patrekshrepps 1. mars 1966 var samþykkt að leita eftir aðstoð Félagsmálaráðuneytisins til þess, eins og í samþykktinni segir: „að eignast landareignir Geirseyrar og Vatneyrar með eignarnámi sam- kvæmt lögum nr. 41/1963 um aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún til landakaupa. Eftir að samþykkt þessi var gerð var enn leitast við að ná samkomulagi við landeigendur um kaup jarðanna á frjálsum markaði, en samkomulag náðist ekki. Á fundi hreppsnefndarinnar 15. september 1966 var samþykkt að tilkynna landeigendum, að næðist ekki samkomulag um kaupverð fyrir 1. nóvember það ár, eða neitaði landeigandi að selja landið, myndi hreppsnefndin nota heimild í lögum til þess að taka landið eignar- námi. Hinn 29. nóvember 1967 dómkvaddi sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu þá Hákon Guðmundsson, þáverandi yfirborgardómara í Reykjavík, og Pálma Einarsson, landnámsstjóra, til þess að framkvæma eignarnámsmat á landsvæði úr jörðum Vatneyrar og Geirseyrar innan marka Patreks- hrepps. Matsmennirnir luku störfum á árinu 1970 og er matsgjörð þeirra dagsett 20. maí 1970. Er ljóst varð, að land Vatneyrar yrði tekið eignarnámi af hálfu Patreks- hrepps, kom fram ósk um það af hálfu landeiganda, að tilteknar lóðir og lendur í Vatneyrarlandi yrðu undanskildar eignarnáminu og að landeigandi fengi að halda lóðum þessum eftir. Gerði landeigandi lista yfir lóðir þær, sem hann óskaði að fá að halda eftir. Fram er komið í máli þessu, að hreppsyfirvöld gátu ekki fallist á allar óskir landeiganda í þessu efni, en lyktir málsins urðu þær, að hreppurinn féllst á að undanskilja 9 lóðir og eru þær upptaldar á fylgiskjali nr. 1 með yfirvirðingargjörð þriggja hæsta- 69 réttardómara, sem Hæstiréttur kvaddi til þess að meta yfirmati umrædd landsvæði, er. eignarnámi skyldi taka. Lóðin nr. 15 við Urðargötu er ein þeirra lóða, sem landeigandi óskaði að undanskilja eignarnáminu og er lóðin á framangreindum lista talin vera 700 m? að stærð. Fram kemur á listanum, að hann var fenginn hjá lögmanni eignarnámsbeiðanda, þ.e. lögmanni Patrekshrepps í eignarnámsmálinu. Landeigandi vildi ekki una niðurstöðu undirmatsmannanna. í áðurgreindu eignarnámsmáli og óskaði yfirmats. Dómkvaddi Hæstiréttur hinn 1. júní 1970 3 hæstaréttardómara til þess að framkvæma yfirmat og er yfirmats- gjörðin dagsett 30. október 1970. Þann 18. febrúar 1972 afsalaði Verslun Ó. Jóhannessonar h.f. Patreks- hreppi „hluta jarðarinnar Vatneyri við Patreksfjörð samkvæmt lýsingu og uppdrætti við eignanámsmat á jörðinni samanber yfirvirðingargjörð dags. 30. okt. 1970 ... ásamt lituðum uppdrátt er fylgir dags. í sept. 1970 ...“ eins og orðrétt segir í afsali þessu. Víkur nú frásögninni til ársins 1964. Stefnandi skýrði svo frá fyrir dómi í máli þessu, að það ár hefði faðir hans, Friðþjófur Jóhannesson, sem var framkvæmdastjóri og aðaleigandi Verslunar Ó. Jóhannessonar h.f., gefið sér lóðina nr. 15 við Urðargötu, en gjafagerningur þessi var ekki skriflegur. Á fundi byggingarnefndar Patrekshrepps 14. júlí 1967 var samþykkt að veita Byggingarfélagi verkamanna á Patreksfirði leyfi til þess að reis íbúðar- hús á lóðinni nr. 15 við Urðargötu. Óumdeilt er að, stefnandi, sem var félagsmaður í byggingarfélaginu, hóf byggingu húss þess, er nú stendur á lóðinni á því ári, þ.e. 1967 og lauk hann byggingarframkvæmdum á árinu 1970 og flutti hann með. fjölskyldu sína inn í húsið um mánaðamót októ- ber/nóvember það ár. Hefur hann búið í húsinu síðan. Samkvæmt veð- bókarvottorði á dskj. nr. 22 í máli þessu er húseignin á lóðinni nr. 15 við Urðargötu þinglesin eign Byggingarfélags verkamanna. Eftir því sem lög- menn aðilja máls þessa upplýstu mun svo verða, þar til greidd er (sic) að fullu lán til byggingarinnar og mun það vera í samræmi við reglur um lán- veitingar til verkamannabústaða. Skömmu eftir að stefnandi flutti inn í húsið á Urðargötu 15, eða hinn 28. desember 1970, var gerður grunnleigusamningur milli Verslunar Ó. Jóhannessonar h.f., þinglýsts eiganda lóðarinnar, og Byggingarfélags verkamanna, þar sem landeigandi seldi byggingarfélaginu lóð þessa á leigu. Mörkum lóðarinnar er þannig lýst í grunnleigusamningnum: „Lóðin tak- markast að austan við lóð þá, sem Hr. Hallgrímur Guðmundsson hefur á leigu og að vestan við lóð þá, er Hr. Ágúst Pétursson hefur á leigu, að norðan takmarkast lóðin við götu og að sunnan við lóð þá, sem Byggingar- félag verkamanna Patreksfirði hefur undir húseign sinni að Bjarkargötu 8. Uppdráttur lóðarinnar ásamt stærð í fermetrum er teiknaður aftan á samn- 70 ing þennan.““ Á bakhlið samningsins er síðan uppdráttur af lóðinni og er lóðarstærð þar tilgreind 700 m?. Óumdeilt er í málinu, að uppdráttur þessi var gerður af fyrrverandi byggingarfulltrúa Patrekshrepps, Jóni Birni Gísla- syni. Ekki er nákvæmlega fram komið í málinu, hvenær uppdrátturinn var gerður, en samkvæmt framburði stefnanda og Ágústs H. Péturssonar, þá- verandi formanns Byggingarfélags verkamanna, tók Ágúst að sér að fara með samninginn til byggingarfulltrúa og fá hann til þess að teikna lóðar- mörkin aftan á samninginn. Samningurinn var móttekinn til þinglýsingar með uppdrætti á bakhlið þann 13. janúar 1971. Undir grunnleigusamning þennan ritaði stefnandi sem prokúruhafi leigusala og Ágúst H. Pétursson þáverandi formaður byggingarfélagsins fyrir hönd leigutaka. Hinn 5. janúar 1971 fékk stefnandi afsal fyrir lóðinni nr. 15 við Urðargötu. Undir- ritaði hann afsal þetta sjálfur f.h. afsalsgjafa sem framkvæmdastjóri firm- ans. Í afsali þessu er um stærð og mörk lóðarinnar vitnað til grunnleigu- samningsins frá 28. des. 1970. Um það er ekki deilt í máli þessu, að uppdrátturinn á bakhlið áðurgreinds grunnleigusamnings er ekki í samræmi við lýsingu lóðarinnar í meginmáli skjalsins. Samkvæmt uppdrættinum er lóðin 700 m? að stærð, en aðiljar máls þessa eru sammála um, að samkvæmt lýsingu lóðarinnar í meginmáli skjalsins sé hún 1228,2 m?, þ.e.a.s. ef mörk lóðarinnar nr. 15 ráðast af lóðarmörkum aðliggjandi grannlóða eins og grunnleigusamningurinn frá 28. desember 1970 gerir ráð fyrir. Ágreiningur aðilja máls þessa varðar það, hvort heldur stefnandi sé eigandi að 1228,2 m? stórri landspildu á lóðinni nr. 15 við Urðargötu eins og afsalið frá 5. janúar 1981 gerir ráð fyrir eða einungis 700 m? stórri lóðar- spildu, en það er sú lóðarstærð, sem Patrekshreppur heldur fram, að hrepp- urinn hafi samþykkt að skilja undan eignarnáminu á sínum tíma. Ill. Stefnandi skýrði svo frá fyrir dómi, að það hefði ekki verið fyrr en á árinu 1974 að hann veitti því athygli, að ekki væri allt með felldu varðandi mörk og stærð lóðarinnar nr. 15 við Urðargötu. Þá um vorið hefði Hrafn Guðmundsson, þáverandi eigandi húseignarinnar á lóðinni nr. 11 og leigu- taki þeirrar lóðar farið að setja niður kartöflur í landi, sem stefnandi taldi sína eign samkv. afsalinu frá 5. janúar 1971, sbr. og grunnleigusamninginn 28. desember 1970. Er stefnandi færði þetta í tal við Hrafn hefði Hrafn sagst hafa land þetta á leigu samkvæmt grunnleigusamningi frá 1. apríl 1974. Kvaðst stefnandi þá hafa farið að kanna málið og þá komið í ljós, að teikningin á bakhlið grunnleigusamningsins frá 28. desember 1970 um lóðina nr. 15 við Urðargötu væri ekki í samræmi við meginmál skjalsins. Skýrði stefnandi svo frá, að þegar grunnleigusamningurinn var gerður, 71 hefði ekki verið búið að marka stærð lóðarinnar á bakhlið samningsins. Ágúst H. Pétursson hefði tekið að sér að fara með grunnleigusamninginn til byggingarfulltrúa hreppsins til þess að láta hann gera uppdráttinn á bakhlið samningsins og færa þar inn stærðartölur. Stefnandi kvaðst síðan hafa reynt að fá leiðréttingu sinna mála hjá hreppsfélaginu á árinu 1974 en það ekki tekist. Hann hefði kvartað munnlega við hreppsyfirvöld. Er það hefði reynst árangurslaust hefði hann höfðað mál þetta á árinu 1981. Stefnandi kannaðist við það, að fram hefðu farið viðræður um það milli eignarnema og eignarnámsþola á sínum tíma að tilteknar lóðir yrðu undan- skildar eignarnáminu. Hefði þar aðallega verið um að ræða lóðir, sem stefnandi og fjölskylda hans bjugga á, auk nokkurra annarra lóða. Skýrði stefnandi svo frá, að aðstandendur eiganarnámsþola, þ.e. Verslunar Ó. Jóhannessonar h.f., hefðu afhent forsvarsmönnum sveitarfélagsins lista yfir þær lóðir, sem óskað var að fá að halda eftir. Stefnandi skýrði svo frá fyrir dómi, að listi þessi hefði verið afhentur forsvarsmönnum hreppsfélags- ins áður en hann, þ.e. stefnandi tók við stjórn Verslunarinnar, en það var á árinu 1968. Kvaðst stefnandi því ekki hafa tekið þátt í gerð listans. Stefn- andi var að því spurður, hvort hann hefði gert forsvarsmönnum sveitar- félagsins grein fyrir því, þegar hann undirritaði afsalið fyrir hönd eignar- námsþola 18. febrúar 1972, að hann persónulega væri eigandi lóðarinnar nr. 15 við Urðargötu. Kvaðst stefnandi ekki hafa gert það, enda hefði hann talið, að forsvarsmenn sveitarfélagsins vissu þetta. Athygli stefnanda var á því vakin, að í afsalinu 18. febrúar 1972 væri vitnað til uppdráttar, er fylgt hefði. yfirvirðingargjörðinni. Var stefnandi síðan spurður um það, hvort hann hefði kynnt sér legu og mörk lóðarinnar nr. 15 við Urðargötu á uppdrætti þessum. Stefnandi kvaðst minnast þess, að uppdrátturinn hefði verið til staðar við afsalsgerðina, en ekki kvaðst hann hafa kynnt sér sér- staklega legu og mörk lóðarinnar. Jón Björn Gíslason, fyrrverandi byggingarfulltrúi á Patreksfirði, gaf skýrslu fyrir dómi. Hann skýrði svo frá, að hann hefði sem byggingarfull- trúi hreppsins markað uppdráttinn á bakhlið grunnleigusamningsins samkv. beiðni Ágústs H. Péturssonar, en mundi ekki nákvæmlega hvenær hann hefði gert það. Hann kvað samræmi ekki vera í millum teikningar sinnar og lýsingarinnar í meginmáli samningsins. Hann kvaðst í samráði við sveitarstjóra hafa teiknað lóð stefnanda 700 m? að stærð og þá haft í huga, að á milli húsanna nr. 11 og nr. 17 við Urðargötu gætu rúmast tvö hús af venjulegri stærð. Samkvæmt óstaðfestu skipulagi, aðalskipulagi, fyrir Patrekshrepp hefði verið gert ráð fyrir því, að byggingarlóðir í hreppnum yrðu ekki stærri en 700 m?. Þá skýrði Jón Björn svo frá, að stefnanda hefði verið það fullljóst, að aldrei hefði staðið til af hálfu hreppsfélagsins að á Urðargötu 15 yrði stærri lóð en 700 m?. Hann kvaðst hafa mælt lóðina 72 áður en hann gerði teikninguna umræddu og ennfremur aftur, þegar stefn- andi hugðist lagfæra lóðina í kringum hús sitt. Þá hefði hann sem bygg- ingarfulltrúi mælt lóðina 700 m? og stefnanda verið um það kunnugt, en engum andmælum hreyft. Fyrir dóm komu í málinu sveitarstjórnarmenn á Patreksfirði, er afskipti höfðu af undirbúningi og framkvæmd eignarnáms Vatneyrarlandsins. Jón Baldvinsson, sem var sveitarstjóri á Patreksfirði 1969 til 1974, kvaðst muna, að fram hefðu farið umræður um það milli eignarnema og eignar- námsþola að undanskilja ákveðnar lóðir eignarnáminu, en mundi ekki, hvenær þessar umræður hefðu farið fram. Hann kannaðist við lista þann yfir lóðir í Vatneyrarlandi, sem eignarnámsþoli óskaði að halda eftir, en kvaðst ekki hafa tekið þátt í að semja listann. Taldi hann líklegast, að Haukur Pétursson, mælingaverkfræðingur, hefði samið listann í samráði við óskir eignarnámsþola. Hins vegar kvaðst hann ekkert vita um það, hvaðan stærðartölurnar á listanum væru komnar. Ágúst Pétursson kom fyrir dóm í málinu, en hann var samfellt í sveitar- stjórn Patrekshrepps frá 1954 til 1982 og oddviti frá 1978 til 1982. Hann kvaðst sem formaður Byggingarfélags verkamanna á Patreksfirði hafa undirritað grunnleigusamninginn 28. desember 1970 um leigu á lóðinni nr. 15 við Urðargötu. Hann kvaðst ekki minnast þess, að uppdrátturinn, sem nú er á bakhlið samningsins, hafi verið þar, þegar samningurinn var undir- ritaður, en sagði, að svo hefði talast um milli sín og stefnanda, að bygg- ingarfulltrúi hreppsins yrði látinn gera updrátt af lóðinni á bakhlið samn- ingsins. Ágúst kvaðst minnast þess sérstaklega, að hann og Kristinn Frið- þjófsson hefðu rætt sérstaklega um stærð og mörk lóðarinnar nr. 15 við Urðargötu, og þá jafnframt, hvernig lóðin skyldi markast á bakhlið grunn- leigusamningsins. Til þessa hefðu legið tvær ástæður. Í fyrsta lagi hefði hreppsnefndin gert um það samþykkt, að byggingarlóðir í hreppnum skyldu ekki vera stærri en 700 m?. Í öðru lagi hefði hann skýrt stefnanda frá því, að af hálfu hreppsins yrði aldrei fallist á að undanskilja stærri lóðir eignar- náminu en sem næmi 700 m*. Þá kvaðst hann og hafa vakið athygli stefn- anda á því, að mörk lóðarinnar nr. 15 við Urðargötu myndu að vestan markast af steintröppum þeim, sem settar hefðu verið niður milli húsanna nr. 15 og 17, en tröppurnar hefðu verið settar niður um og eftir 1962. Ágúst kvaðst á þessum tíma hafa vitað um afsalið frá 5. janúar 1971 fyrir lóðinni nr. 15 við Urðargötu til stefnanda. Hann mundi ekki sérstaklega eftir viðræðum milli eignarnema og eignarnámsþola um það að tilteknar lóðir yrðu undanskildar eignarnáminu, en taldi ekki útilokað, að slíkar viðræður hefðu átt sér stað. Hins vegar kvaðst hann sem hreppsnefndarmaður á þessum tíma geta fullyrt, að af hálfu hreppsfélagsins hafi alltaf verið út frá því gengið, að eignarnámsþoli fengi að halda eftir einhverjum lóðum. 73 Jóhannes Árnason, sýslumaður í Stykkishólmi, gaf skýrslu fyrir dómi, en hann var sveitarstjóri á Patreksfirði 1963 til 1968 og flutti auk þess eignarnámsmálið fyrir eignarnema bæði við undir- og yfirmatið. Hann kvað rekstur eignarnámsmálsins hafa hafist fyrir alvöru 1968. Undirmat hefði gengið í maí 1970 og yfirmatið í október 1970. Eftir það kvaðst Jóhannes hafa hætt afskiptum af málinu. Sérstök nefnd hreppsnefndar- manna hefði samið um það við landeigendur, hvernig að greiðslu eignar- námsbótanna og umráðatöku landsins yrði staðið. Kvaðst hann engin afskipti hafa haft af þeirri. samningagerð. Hann kvaðst minnast þess, að fram hefðu komið óskir um það af hálfu eignarnámsþola, að tilteknar lóðir yrðu undanþegnar eignarnáminu. Hefði það mál verið rætt sérstaklega í hreppsnefndinni og lögmanni eignarnámsþola gefinn kostur á að koma með lista yfir þær lóðir og það hefði lögmaðurinn gert. Hreppsnefndin hefði ekki getað fallist á allar óskir landeiganda í þessum efnum, en þær lóðir, sem eignarnemi gat fallist á að undanskilja, væru upp taldar á fskj. nr. 1 með yfirmatsgjörðinni. Þær lóðir, sem landeigandi hins vegar hefði óskað að fá að halda, væru upp taldar á bls. 37 í greinargerð eignarnámsþola á dskj. nr: 34. Jóhannes kvaðst fyrir dómi ekki minnast þess sérstaklega, að landeigandi og hreppsyfirvöld hefðu rætt um það, hversu stórar hinar undanskildu lóðir yrðu, en benti á, að á áðurgreindum lista, sem lögmaður eignarmámsþola hefði afhent hreppsnefndinni, hefðu lóðirnar verið upp taldar og stærðir þeirra tilgreindar. Þar sé lóðin nr. 15 við Urðargötu sögð 700 m?. Ástæða þess sé langlíklegast sú, að byggingarlóðir í hreppnum hafi á þessum tíma almennt verið þeirrar stærðar. Ólafur H. Guðbjartsson átti sæti í sveitarstjórn Patrekshrepps 1966 til 1974 og var oddviti frá 1970 til 1974. Hann kvaðst hafa setið í samninga- nefnd þeirri af hálfu Patrekshrepps, er samdi við Verslun Ó. Jóhannessonar um það, hvaða lóðir skyldu undanþegnar eignarnáminu. Hann kvaðst ekki minnast eftir neinum sérstökum umræðum um lóðina nr. 15 við Urðargötu að öðru leyti en því, að samkomulag hefði verið um að undanskilja þá lóð. Byggingarlóðir í hreppnum hefðu yfirleitt verið um 700.m? og sagði hann það hafa verið þá lóðarstærð, sem hreppsnefndin hefði verið tilbúin til þess að: undanskilja á lóðinni nr. 15. við Urðargötu. Guðmundur Þorsteinsson, verkfræðingur í Reykjavík, gaf skýrslu fyrir dómi. Hann kvaðst hafa gert uppdráttinn á dskj. nr. 37 samkvæmt beiðni Friðþjófs Jóhannessonar vegna væntanlegs eignarnáms Vatneyrarlandsins. Tilgangurinn hefði verið tvíþættur. Annars vegar að finna út heildarflatar- mál hins eignarnumda lands og svo hins vegar til þess að merkja inn á þær lóðir, sem landeigandi óskaði að halda eftir. Eftir að hann hefði markað undanþágulóðirnar inn á uppdráttinn, hefði verið gerður listi yfir lóðirnar, og væri það listinn, sem vitnað væri til á bls. 37 á dskj. nr. 34, 14 þ.e.a.s. í greinargerð eignarnámsþola við undirmatið. Er hann hefði lokið við að marka lóðirnar inn á uppdráttinn hefði hann mælt út stærðir þeirra og kvað hann lóðina nr. 15 við Urðargötu vera 700 m? að stærð samkv. uppdrætti sínum, enda væri hún tilgreind þeirrar stærðar á listanum. Guðmundur kvaðst ekki hafa vitað betur, er hann gerði uppdráttinn, en að þarna væri um að ræða tillögu að umræðugrundvelli frá Friðþjófi. Vitað hefði verið að sumar þeirra lóða, sem landeigandi óskaði að halda eftir, myndi hreppurinn ekki samþykkja, en að því er hinar lóðirnar varðaði, hefði verið augljóst mál, að raunmælingu þyrfti, þar sem mælingin á uppdrætti sínum hefði aðeins verið lausleg. Hann kvaðst einungis hafa dregið markalínur viðkomandi lóða gróft, þannig að uppdráttinn mætti nota sem vinnuplagg við að ákveða, hvaða lóðir skyldi undanskilja og hverjar ekki. Því hefði hann gert fyrirvara um að raunmæling færi fram, þegar búið væri að velja endanlega viðkomandi lóðir. Hann kvaðst telja það öruggt, að hann hefði kynnt Friðþjófi heitnum uppdráttinn og listann og að Friðþjófur hefði engum athugasemdum hreyft. Guðmundur lýsti því síðan, hvernig hann hefði markað lóðina nr. IS. við Urðargötu og við hvaða gögn hann hefði stuðst. Hann kvað uppdrátt sinn unnin eftir skipu- lagsuppdrætti fyrir Patrekshrepp en einnig hefði verið stuðst við uppdrátt Jóns Víðis frá 1935 og lóðarleigusamninga. Hann kvað lóðina nr. 15 við Urðargötu á uppdrætti sínum markast af Urðarstíg að norðan, gangstígn- um milli húsanna nr. 15 og nr. 17 að vestan, en báðar þessar markalínur séu Í samræmi við: skipulagsuppdráttinn. Að sunnan ráði mörkum lóðar- innar lóðarleigusamningurinn um lóðina nr. 8 við Bjarkargötu. Að því er mörkun lóðarinnar að austan varði, taldi Guðmundur sig hafa stuðst við einhver gögn varðandi lóðarréttindi lóðarinnar nr. 11 við Urðargötu. Öll þessi gögn hefði hann fengið hjá Friðþjófi. Hann kvaðst muna það að varðandi mörkun lóðarinnar nr. 15 við Urðargötu hefði verið lögð til grundvallar sú ætlan Friðþjófs heitins, að lóðin nr. 15 við Urðargötu næði yfir það svæði, sem laust væri milli áðurgreindra markalína. Guðjón Jóhannesson, byggingameistari á Patreksfirði, gaf skýrslu fyrir dómi. Hann kvaðst sem byggingarfulltrúi hreppsins hafa staðsett hús stefn- anda á lóðinni nr. 15 við Urðargötu, þegar bygging hófst 1967. Kvað hann staðsetningu hússins annars vegar hafa ráðist af tröppunum milli húsanna nr. 15 og nr. 17 og hins vegar af bílskúrsveggnum við húsið nr. 11. Með þessu móti hefði svæðinu milli trappnanna og bílskúrsins verið skipt í tvennt með það fyrir augum að á svæðinu gætu rúmast tvö hús. Guðjón kvaðst í þessu efni hafa farið eftir hugmyndum aðalskipulags Patreks- hrepps. Friðþjófi Jóhannessyni hefði verið um það fullkunnugt, að á þessu svæði stæði til að hafa tvö hús, og hefði hann engum athugasemdum hreyft. 75 IV. Eins og greinir í Il hér að framan varðar ágreiningur málsaðilja það, hverrar stærðar lóð stefnanda að Urðargötu 15 á Patreksfirði sé, og þá jafnframt, hvernig draga skuli markalínur hennar. Við upphaf munnlegs málflutnings 16. júní sl. lýsti lögmaður stefnanda því yfir, að uppdráttur Ólafs J. Helgasonar á dskj. nr. 17 væri í samræmi við kröfugerð sína og markalínur á þeim uppdrætti dregnar samkvæmt sinni kröfugerð, að öðru leyti en því, að stærðartala lóðrinnar ætti að vera 1228,2 m? en ekki 1274 m' eins. og segði á uppdrættinum og að fjarlægðin frá austurvegg hússins nr..15 að mörkum lóðarinnar nr. 11 ætti að vera 12,5 m en ekki 11,5. Lögmaður stefnda lýsti því yfir við sama tækifæri, að ef niðurstaða dóms- ins yrði sú að stefnandi teldist eiga 1228,2 m? stóra lóð á Urðargötu nr. 15 þá væri lóðin réttilega mörkuð á uppdrættinum á dskj. nr. 17 með þeim leiðréttingum, sem að framan greinir. Lögmaður stefnda lýsti því sömuleiðis yfir við upphaf munnlegs mál- flutnings, að uppdrátturinn á dskj. nr. 16 væri í samræmi við kröfugerð sína sbr. og uppdráttinn á bakhlið grunnleigusamningsins frá 28.:desember 1970. Lögmaður stefnanda lýsti því við það tækifæri, að ef niðurstaða dómsins yrði sú, að stefnandi teldist eiga 700 m? lóð að Urðargötu 15, þá væri lóðin réttilega mörkuð á uppdrættinum á dskj. nr. 16. Vv. Stefnandi reisir kröfur sínar í máli þessu á því, að með afsalinu 5. janúar 1971 hafði hann öðlast eignarhald á 1228,2 m? lóð á Urðargötu 15, en afsál þetta vísi um lóðarstærð og lóðarmörk til grunnleigusamnings um sömu lóð frá 28. desember 1970. Eftir afsalsgerðina $S. janúar 1971 hafi Verslun Ó. Jóhannessonar h.f. ekki verið til þess bær að ráðstafa lóðinni til annarra aðilja. Afsal Verslunarinnar til Patrekshrepps 18. febrúar 1972 hafi ekki getað veitt Patrekshreppi víðtækari rétt til lóðarinnar en Verslunin átti. Þar sem Verslunin hafi ekki hinn 18. febrúar 1972 verið eigandi lóðarinnar, hafi Verslunin ekki getað afsalað til hreppsins lóð. þessari, hvorki lóðinni allri né hluta hennar. Því hafi Verslunin ekki getað afsalað til hreppsins þeim 528,2 m? sem umfram séu þá 700 m? sem óumdeilt sé að stefnandi sé eigandi að, þar sem stefnandi hafi við afsalsgerðina 5. janúar 1971 orðið eigandi að 1228,2 m? lóð. Með því að undanskilja einungis 700 m!? lóð á Urðargötu 15 hafi Verslunin í raun verið að afsala til hreppsins 528,2 m? landi í eigu stefnanda. Það sé að vísu svo, að hreppurinn hefði getað unnið traustnámsrétt í skjóli afsalsins 18.. febrúar 1972, ef traustnámsskilyrðum hefði verið til að dreifa. En þegar af þeirri ástæðu, að hréppurinn hafi ekki verið grandlaus um eignarhald stefnanda á lóðinni né heldur um rétta stærð hennar, hafi enginn slíkur réttur getað stofnast til handa stefnda. 16 Af framburði sveitarstjórnarmanna, er fyrir dóm hafi komið í málinu, megi sjá, að forsvarsmönnum sveitarfélagsins hafi vel verið kunnugt um eignar- hald stefnanda á lóðinni og hverrar stærðar hún í raun og veru var. Stefn- andi hafi enga ástæðu haft til þess að ætla annað en að teikningin á bakhlið samningsins 28 desember 1970 væri í samræmi við meginmál skjalsins og sýndi rétta lóðarstærð og rétt lóðarmörk. Byggingarfulltrúa hreppsins hafi verið falið að teikna uppdráttinn í samræmi við lýsingu lóðarinnar í megin- máli skjalsins en ekki í samræmi við einhverjar óljósar skipulagshugmyndir, sem ekki hafi hlotið staðfestingu. Patrekshreppur geti því ekki unnið rétt samkvæmt teikningu, sem vísvitandi hafi verið ranglega mörkuð af starfs- mönnum hreppsins. Stefnandi hafi verið grandlaus um það, hvernig lóðin var mörkuð á grunnleigusamninginn, þegar stefnandi undirritaði afsalið til hreppsins 18. febrúar 1972. Sýknukrafa stefnda Patrekshrepps í málinu er á því byggð, að með afsal- inu 18. febrúar 1972 hafi Patrekshreppur öðlast eignarhald á Vatneyrar- landi að frátöldum þeim lóðum, er undanskildar hefðu verið eignarnáminu skv. sérstöku samkomulagi við eignarnámsþola. Við eignarnámið og afsals- gerðina hafi 700 m? verið undanskildir á Urðargötu nr. 15 og sé eigi um það deilt, að stefnandi sé eigandi þeirrar lóðar. Annað land eigi hreppurinn. Samkomulag hafi náðst um lóðarstærð þessa við eignarnámsþola og upp- drátturinn á bakhlið grunnleigusamningsins sé í samræmi við það sam- komulag. Hreppurinn hafi varðandi mál þetta átt skipti við þinglýstan eiganda Vatneyrarlandsins og þ.m.t. þinglýstan eiganda lóðarinnar nr. 15 við Urðargötu. Hinn þinglýsti eigandi hafi ekki óskað eftir að skilja undan stærri lóð en 700 m? og hreppsfélagið verið tilbúið til þess að samþykkja þá stærð. Sveitarfélaginu sem slíku hafi ekki verið kunnugt um afsalið $. janúar 1971 til stefnanda, enda því ekki þinglýst. Haggi hér engu um óljósar hugmyndir. einstakra hreppsnefndarmanna um afsalsgerð þessa. Hrepps- félágið hafi mátt treysta eignarheimild þess, er fram kom sem þinglýstur eigandi. Stefnandi máls þessa hefði farið með fyrirsvar fyrir hinn þinglýsta eiganda, þar sem hann hafi verið prókúruhafi og framkvæmdastjóri firmans. Hann hafi haft alla aðstöðu til þess að koma fram með mótmæli og athugasemdir, ef hann taldi eignarnámið og eftirfarandi afsalsgerð á rétt sinn halla. Það hafi hann hins vegar ekki gert. Hann hafi því einnig sýnt af sér mikið tómlæti varðandi rétt sinn, ef einhver hafi verið og ætti það einnig að standa í vegi fyrir framgangi krafna hans. Þá hafi stefnandi og sýnt af sér mikið aðgæsluleysi að undirrita grunnleigusamninginn 28. desember 1970:með ákvæði þess efnis, að uppdráttur væri á bakhlið skjals- ins án þess að slíkum uppdrætti hafi verið til að dreifa. Allt misræmi, sem komi í ljós vegna þess að síðar til komin teikning sé ekki í samræmi við 77 texta skjalsins, sé á eigin áhættu stefnanda og verði hann að bera halla af því. VI. Forsendur og niðurstaða. Stefnandi fékk afsal fyrir lóðinni nr. 15 við Urðargötu á Patreksfirði 5. janúar 1971. Eins og áður greinir undirritaði hann sjálfur afsal þetta til sín sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi afsalsgjafa. Heimild stefn- anda til þeirrar afsalsgerðar hefur ekki verið véfengd, hvorki af hálfu Versl- unar Ó. Jóhannessonar h.f. né:af hálfu Patrekshrepps. Áður en fyrrgreind afsalsgerð átti sér stað, höfðu farið fram umfangs- miklar viðræður milli forsvarsmanna hreppsfélagsins og landeiganda um víðtæki hins fyrirhugaða eignarnáms hreppsins á Vatneyrarlandi, sem var í eigu Verslunar Ó. Jóhannessonar h.f. Samkvæmt framburði vitna og framkomnum gögnum í málinu er ljóst, að eftir að ákvörðun hafði verið tekin um það á hreppsnefndarfundi 1. mars 1966 að neyta eignarnáms- heimildar, náðist samkomulag milli eignarnema og eignarnámsþola um það, hverjar lóðir yrðu undanskildar eignarnáminu og um stærðir þeirra. Er eigi um það deilt með málsaðiljum, að stærðartölur lóðanna komu frá eignar- námsþola. Í greinargerð eignarnámsþola við undirmat það, er fram fór vegna eignarnámsins, segir m.a. svo: „, Svo sem að er vikið í fundargerðum okkar lögmanna, undanþiggja Vatneyrareigendur nokkur lóðarsvæði eignarnáminu, og skilst mér að það sjónarmið sé samþykkt af eignarnáms- beiðanda. Ég læt fylgja uppdrátt áritaðan af Guðmundi Þorsteinssyni hinn 10.2. 1969 þessari ósk til skýringar. Nánar tilgreint er götuheiti og númer og stærð þessara undanþágulóða, hverrar um sig sem hér greinir: .... 7) Urðargata 15. 700 m?. ....“ Með yfirmatsgjörð eignarnámsbótanna, sem dagsett er 30. október 1970, fylgdi listi yfir hinar undanskildu lóðir, og er Urðargata 15 þar tilgreind 700 m!. Í ljósi þessa þykir verða við það að miða, að í millum eignarnema og eignarnámsþola hafi komist á samkomu- lag um það að undanskilja á Urðargötu 15 700 m? lóð. Samkvæmt gögnum málsins hafði samkomulag þetta náðst ekki síðar en hinn 17. febrúar 1969, en þann dag er dagsett greinargerð eignarnámsþola við undirmatið og til er vitnað hér að framan. Þegar höfð eru í huga afskipti stefnanda af rekstri Verslunar Ó. Jóhann- essonar h.f. á þeim tíma, er hér skiptir máli og þegar virtir eru þeir hags- munir stefnanda, er tengjast lóðinni nr. 15 við Urðargötu, verður að ætla, að honum hafi við gerð grunnleigusamningsins 28. desember 1970 og við gerð afsalsins S. janúar 1971 mátt vera kunnugt um áðurgreint samkomulag eignarnema og eignarnámsþola um víðtæki eignarnámsins og þá alveg sér- 78 staklega um þann þátt þess, er snéri að lóðinni nr. 15 við Urðargötu, en á þeirri lóð hafði stefnandi reist sér hús eins og áður er rakið. Samkomulag þetta, sem telja verður að verið hafi bindandi fyrir báða aðilja þess, þykir verða að skýra svo, að Verslunin hafi ekki eftir 17. febrúar 1969 getað afsalað til stefnanda stærri lóð en 700 m? á Urðargötu nr. 15. Verður að telja, svo sem sérstaklega hagar til í máli þessu, að þar breyti engu um, þó:svo að greiðsla eignarnámsbótanna og umráðataka landsins hafi ekki farið fram fyrr en við afsalsgerðina 18. febrúar 1972. Af hálfu stefnanda hefur það eigi verið véfengt, að Verslunin hafi verið réttur aðili til þess að fara með fyrirsvar vegna lóðarinnar nr. 15 við Urðar- götu, hvort heldur sem var við undirbúning og framkvæmd eignarnámsins eða við afsalsgerðina 18. febrúar 1972. Verður og að ætla, eins og hér stendur á, að stefnanda hafi verið það í lófa lagið, þegar við átti, að gæta persónulegra hagsmuna sinna, ef hann taldi á þá gengið, en af hans hálfu er viðurkennt fyrir dómi í máli þessu, að hann hreyfði engum athugasemd- um vegna hinnar umræddu lóðar hvorki við afsalsgerðina 18. febrúar 1972 né heldur áður. Í ljósi þessa, er hér hefur verið rakið, þykir verða að leggja til grundvallar dómi í málinu, að áðurgreint samkomulag um víðtæki eignarnámsins, vitneskja stefnanda um það samkomulag og framganga hans við afsals- gerðina 18. febrúar 1972: standi viðurkenningarkröfu hans í máli þessu í vegi. Ber samkvæmt því að fallast á það með stefnda, að mörk lóðarinnar nr. 15 við Urðargötu ákveðist eins og greinir á bakhlið grunnleigusamn- ingsins frá 28. desember 1970, enda því lýst yfir af hálfu stefnanda, að lóðin sé þar réttilega mörkuð teljist hún á annað borð 700 m? að stærð. Að þessari niðurstöðu fenginni ber einnig að sýkna stefnda af öllum öðrum kröfum stefnanda í málinu. Þá ber og að dæma stefnanda til þess að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 8.000,00. Þorgeir Örlygsson lögfræðingur, sem skipaður var til þess með bréfi dómsmálaráðuneytisins 2. júní 1982 að fara með og dæma mál þetta, kvað upp dóm þennan. Nokkur dráttur hefur orðið á meðferð málsins. Stafar hann af því, að afla þúrfti gagna úr eignarnámsmáli því, sem áður er greint frá, og reyndist það tímafrekt. Dómsorð: Stefndi, Patrekshreppur, skal sýkn af öllum kröfum stefnanda, Kristins Friðþjófssonar, í máli þessu. Stærð lóðarinnar nr. 15 við Urðargötu á Patreksfirði, eign stefn- anda, telst vera 700 m? og ákvarðast markalínur lóðarinnar með þeim hætti, sem greinir á bakhlið grunnleigusamnings um lóðina frá 28. des- 79 ember 1970, sem innfærður er í afsals- og veðmálabækur Barða- strandarsýslu, auðkennt Litra K-1, nr. 178. Stefnandi, Kristinn Friðþjófsson, greiði stefnda, Patrekshreppi, kr. 8.000,00 krónur í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að telja að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 28. janúar 1986. Nr. 66/1983. Guðmundur Jónasson (Sigurður Georgsson hdl.) gegn Íslenska Álfélaginu h.f. (Pétur Guðmundarson hdl.) Skaðabætur utan samninga. Grennd. Orsakatengsl. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 23. mars 1983. Hann gerir þær dómkröfur aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 473.120,51 krónur auk 43,5% ársvaxta frá 1. apríl 1980 til 1. júní 1980, 46%0 ársvaxta frá þeim degi til 1. júní 1981, 39% ársvaxta frá þeim degi til 1. nóvember 1982, 47% ársvaxta frá þeim degi til 21. september 1983, 39% ársvaxta frá þeim degi til 21. október 1983, 36%0 ársvaxta frá þeim degi til 21. nóvember 1983, 32% ársvaxta frá þeim degi til 21. desember 1983, 25% ársvaxta frá þeim degi til 21. janúar 1984, 19% ársvaxta frá þeim degi til 13. ágúst 1984, 24% ársvaxta frá þeim degi til 27. ágúst 1984, 25%0 ársvaxta frá þeim degi til 18. september 1984, 25,5% ársvaxta frá þeim degi til 11. október 1984, 26%0 ársvaxta frá þeim degi til 25. október 1984, 27,5% ársvaxta frá þeim degi til 1. janúar 80 1985, 34% ársvaxta frá þeim degi til 21. janúar 1985, 37% ársvaxta frá þeim degi til 11. maí 1985, 35% ársvaxta frá þeim degi til 21. ágúst 1985, 360 ársvaxta frá þeim degi til 1. desember 1985 en 399 ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst áfrýjandi þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða sér 162.691,25 krónur auk 13% ársvaxta af þeirri fjárhæð frá 1. júlí til 21. nóvember 1977, 16% ársvaxta írá þeim degi til 21. febrúar 1978, 19% ársvaxta frá þeim degi til 1. júní 1979, 229 ársvaxta frá þeim degi til 1. september 1979, 27% ársvaxta frá þeim degi til 1. desember 1979, 31% ársvaxta frá þeim degi til 1. apríl 1980, 43,50%0 ársvaxta frá þeim degi til 1. júní 1980, 46%0 ársvaxta frá þeim degi til 1. mars 1981, 42% ársvaxta frá þeim degi til 1. júní 1981, 39% ársvaxta frá þeim degi til 1. nóvember 1982, 479 ársvaxta frá þeim degi til 21. september 1983, 39% ársvaxta frá þeim degi til 21. október 1983, 36% ársvaxta frá þeim degi til 21. nóvember 1983, 32% ársvaxta frá þeim degi til 21. desember 1983, 25% ársvaxta frá þeim degi til 21. janúar 1984, 19% ársvaxta frá þeim degi til 13. ágúst 1984, 24% ársvaxta frá þeim degi til 27. ágúst 1984, 25% ársvaxta frá þeim degi til 18. september 1984, 25,59% ársvaxta frá þeim degi til 11. október 1984, 26%0 ársvaxta frá þeim degi til 25. október 1984, 27,5% ársvaxta frá þeim degi til 1. janúar 1985, 34% ársvaxta frá þeim degi til 21. janúar 1985, 37% ársvaxta frá þeim degi til 11. maí 1985, 35% ársvaxta frá þeim degi til 21. ágúst 1985, 3600 ársvaxta frá þeim degi til 1. desember 1985, 39% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný skjöl, þar á méðal reglur um svonefnda flúornefnd sem falin var framkvæmd ákvæða greinar 12.03 í aðalsamningi milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Limited 28. mars 1966, þeim er veitt var lagagildi með lögum nr. 76/1966. Var nefnd þessi skipuð fulltrúum ríkisstjórnar Íslands og stefnda, jafnmörgum frá hvorum aðilja. Engin sérfræðileg gögn, sem máli þykja geta skipt, hafa verið lögð fyrir Hæstarétt þau er ekki lágu fyrir héraðsdómi sem skipaður s1 var sérfróðum meðdómendum á sviði lífeðlis- og lyfjafræði og meinefnafræði. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir mega stað- festa hann en eftir atvikum er rétt að málskostnaður fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 9. janúar 1983. Í; Mál þetta, sem dómtekið var hinn 9. desember 1982, hefur Guðmundur Jónasson, Breiðvangi 2, Hafnarfirði, höfðað fyrir dóminum með stefnu birtri 1. apríl 1980 á hendur Íslenska Álfélaginu h:f., Straumsvík: við Hafnarfjörð. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru: Aðalkrafa að stefnda verði gert að greiða stefnanda kr. 474.000,00 auk dómvaxta frá birtingardegi stefnu til greiðsludags. Til vara að stefnda verði gert að greiða samtals kr. 162.691,25 auk 13% ársvaxta af fjárhæðinni frá 1. júlí.til 21. nóvember 1977, 16% ársvaxta frá þeim degi til 20. febr. 1978, 19% ársvaxta frá þeim degi til 1. júní 1979, 22% ársvaxta frá þeim degi til 15. júní 1979, 34,5% ársvaxta frá þeim degi til 1. september 1979, 38,5% ársvaxta frá þeim degi til 1. desember 1979, 43,5% ársvaxta frá þeim degi til birtingardags stefnu en dómvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar af fjárhæð kr. 84.927,00 samkvæmt fram- lögðum málskostnaðarreikningi eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en með bréfi dagsettu 17. nóvember 1982 veitti dómsmálaráðuneytið stefnanda gjafsókn í héraði. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og máls- kostnaðar að skaðlausu skv. gjaldskrá LMFÍ. II. Stefnandi rak kjúklingabú að Straumi við Hafnarfjörð frá 1. janúar 1976 til júníloka 1977. Hann telur að sökum mengunar af völdum álversins í Straumsvík, sem stefndi á og rekur, hafi hann orðið fyrir stórfelldum van- höldum á kjúklingum. Með vísan til laga nr. 76/1966 um lagagildi samnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við 6 82 Straumsvík, sbr..12. gr. samningsins, svo og með vísan til gildandi al- mennra réttarreglna á sviði skaðabótaréttar, telur stefnandi að stefndi sé bótaskyldur vegna þess tjóns er hann telur sig hafa orðið fyrir vegna fram- angreindra vanhalda. Stefnandi kveðst á árinu 1976 hafa keypt til uppeldis 46.887 kjúklinga frá kjúklingabúinu á Móum á Kjalarnesi, en til slátrunar hafi aðeins komið 21.390. Vanhöld hafi því alls numið 25.497 kjúklingum eða 54%, á móti 10% þ.e. 4.690 kjúklingum sem séu eðlileg vanhöld ríflega áætluð. Nánar sundurliðar stefnandi dómkröfu sína svo í greinargerð, fjárhæðir eru til- greindar í gömlum krónum. „Vanhöld umfram það sem telja má eðlilegt námu 20.807 kjúklingum árið 1976. Meðaltalsverð þeirra var talið nema kr. 610/- per. stk. á árinu 1976. Nemur því tjón eftirtöldum fjárhæðum á árinu 1976: Söluverð 20.807 stk. á kr. 610/- kr. 12.692.270,- mínus sparað fóður kr. 1.846.145,- kr. 10.846.125,- Fyrir “% árið 1977 er tekið % tjónsins árið 1976 eða kr. 5.423.000,-. Samkvæmt rekstursreikningi búsins fyrir árið 1976 nam fóðurkostnaður í heild sinni kr. 5.643.288,- og má telja að fóðruð hafi verið 75,35% af heildarstofni búsins þ.e. 21.390 kjúklingar fullt fóður en 20.807 kjúklingar / fóður, og kemur þá til frádráttar % fóður 20.807 kjúklinga þannig: 21.390 stk x 100% = 21.390 20.807 *““ x 50% = 10.403 20.807 ““ x 50% = 10.403 10.403 stk.: 42.196 stk. = 24,65% Fullur fóðurkostnaður hefði orðið kr. 5.643.288: 75.35= kr. 7.489.433,- Fóðurkostnaður varð kr. 5.643.288,- Mism. sparað fóður kr. i.846.145,- og hefir þá verið tekið tillit til normal vanhalda 10% eða 4.690 stk. Nemur þannig tjónið af rekstri búsins: fyrir árið 1976 kr. 10.846.125,- “Árið 1977 kr. 5.423.000,- Samtals kr. 16.269.125,- 83 Stefndi hélt stefnanda í þeirri trú þar til 26. mars 1980 að hann væri til viðræðu um að bæta umrætt tjón hans, og hófst því stefnandi ekki handa um málsókn þessa fyrr en nú. Á þessum tíma hefir verðbólga í landinu verið gífurleg og hefir vísitala vöru og þjónustu hækkað úr 816 stigum, sem hún var í í júní 1977 í 2372 stig við útgáfu stefnu og:hefir því tjónbótakrafa stefnanda verið fram- reiknuð samkvæmt því.“ Stefndi mótmælir þeim tölum sem stefnandi byggir á um fjölda kjúklinga er keyptir voru annars vegar og slátrað hins vegar, sama gildir um verð á kjúklingum og fóðri. Til svars við því hefur stefnandi lagt fram rekstrar- reikninga búsins og að þeim framlögðum hafði stefndi ekki uppi frekari áskoranir um gagnaframlagningu varðandi töluhlið. kröfunnar. Þá telur stefndi upplýst að vanhöld á umræddu búi hafi verið 20% áður en:stefnandi tók það á leigu og eigi sú hlutfallstala að koma til frádráttar. Aðalkröfu mótmælir stefndi sérstaklega á þeim grundvelli að á þeim tíma sem hér um ræðir hafi verðtrygging fjárskuldbindinga verið bönnuð skv. 1. nr. 11/1966. HI. Fyrsta málsgrein 12. gr. samnings um álbræðslu í Straumsvík skv. 1.'nr. 16/1966 hljóðar svo (undirstrikanir dómara): „„12.01. ISAL:skal bera fulla ábyrgð á hverju því tjóni, sem hlýzt af gas- tegundum og reyk frá bræðslunni, utan við svæði með ummáli reiknuðu frá miðju bræðslukerasalarins í fyrsta áfanga bræðslunnar, eins og sýnt er á uppdrætti Il með bræðsluáætluninni (fylgiskjal C með hafnar- og lóðarsamningum). ISAL tekst á hendur fulla ábyrgð á hverju því tjóni, sem hlýzt af gastegundum og reyk frá bræðslunni innan slíks svæðis, á eignum eða öðrum hagsmunum manna, sem nú búa þar eða eiga þar eignir, svo og gagnvart þeim sem síðar kunna að öðlast framsal frá þeim, að svo miklu leyti sem um er að ræða núverandi afnot þess eða afnot í framtíðinni, önnur en búskap og garðyrkju. Aðrir þeir, sem héðan í frá taka sér bólfestu innan ofannefnds svæðis eða eignast þar eignir, taka með því á sig áhættu á hvers konar tjóni að því er varðar búskap og garðyrkju, er hlýzt af gas- tegundum eða reyk frá bræðslunni, og ISAL skal ekki bera ábyrgð á því.“ Í greinargerð með frumvarpi að 1. nr. 76/1966 segir m.a. svo: „Í 12..gr. samningsins er fjallað um þá hlið á starfsemi bræðslunnar, sem að umhverfinu snýr. Í útblásturslofti frá álbræðslum er jafnan nokkur flúor, sem getur haft skaðleg áhrif á gróður í næsta nágrenni, einkum þar sem loft er kyrrt. Er nánar rætt um aðstæður við bræðsluna við Straumsvík í þessu tilliti í skýrslu Rannsóknastofnunar iðnaðarins, er fylgir með greinargerð þessari. Með samningsákvæði þessu er ISAL lögð á herðar full 84 ábyrgð á hverju því tjóni, sem verða kann af þessum sökum utan þess svæðis í nágrenni verksmiðjunnar, sem afmarkað er á uppdr. Il með bræðsluáætluninni. Er það 5 km breitt frá austri til vesturs og um 3 km í suður frá ströndinni. Innan þessa svæðis ber ÍSAL einnig fulla ábyrgð á slíku tjóni gagnvart þeim, sem hafa þar aðsetur eða eiga eignir. Hins vegar ber það ekki ábyrgð á slíku tjóni gagnvart þeim, sem síðar setjast þar að eða eignast eignir, ef um er að ræða tjón á búskap eða garðyrkju. Þó ber það jafnan ábyrgð gagnvart þeim, sem eignir öðlast á svæðinu við framsal frá núverandi eigendum, að því er tekur til núverandi notkunar þeirra eigna, enda þótt í umræddu skyni sé (málsgr. 12.01).“ Kjúklingabú það sem stefnandi rak í Straumi liggur innan hins tilgreinda 3 x 5 km svæðis, nánar tiltekið um 900 m frá miðju bræðslukeraskála verk- smiðjunnar. Aðila greinir á um skýringu hins tilvitnaða ákvæðis. Stefnandi telur að í 12. gr. felist að stefndi beri jafnan ábyrgð gagnvart „núverandi““ afnotum. Með orðunum „afnot í framtíðinni“ sé átt við ný afnot, þ.e. önnur afnot en núverandi afnot. Telur stefnandi að greinargerðin, sem sé hér mikil- vægasta skýringargagnið, taki af tvímæli þar sem segir: „,Þó ber það jafnan ábyrgð gagnvart þeim, sem eignir öðlast á svæðinu við framsal frá núver- andi eigendum, að því er tekur til núverandi notkunar þeirra eigna, enda þótt í umræddu skyni sé.“ Orðin „Í umræddu skyni““ vísi augljóslega til búskapar og garðyrkju. Í niðurlagi 1. gr. l. nr. 76/1966 segir: „Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum á íslenzku og ensku.““ Telur stefnandi því að báðir textarnir séu jafngildir og geti skýrara orðalag á öðru tungumálinu leyst úr ef vafi leikur á um skilning ákvæðis á hinu. Hefur stefnandi bent á þann mismun sem hann telur vera milli íslenska og enska textans í hinu umþrætta ákvæði þar sem í enská textanum er notað orðið ;and““ í stað íslenska orðsins „,„eða““, en hið um- þrætta ákvæði hljóðar svo í enska samningstextanum: „ISAL-assumes full responsibility for any damage caused by gases and fumes from the Smelter within such area to the property or other interests of persons now residing or owning property therein and to their successive transferees to the extent of existing uses thereof and future uses other than farming and gardening. Other persons who choose hereafter to reside or acquire property within the above area will thereby assume the risk of any damage in respect of farming and gardening which is caused by gases and fumes from the Smelter, and ISAL shall not be liable therefor.““ Þannig, beri stefndi umrædda ábyrgð á röskun á eigum og hagsr::unum manna sem í fyrsta lagi „,nú búa þar eða eiga þar eignir“, í öðru lagi gagn- vart þeim „sem síðar kunna að öðlast framsal frá þeim að svo miklu leyti 85 sem um núverandi““ afnot er að ræða, og í þriðja lagi gagnvart framtíðar- afnotum öðrum en búskap og garðyrkju. Stefndi telur á hinn bóginn að 12. gr. beri að skýra svo að stefndi beri aldrei ábyrgð gagnvart búskap og garðyrkju. Texti 12. gr. þar sem segir „núverandi afnot þess eða afnot í framtíðinni, önnur en búskap og garð- yrkju““ sýni að búskapur og garðyrkja sé alltaf undanskilin. Stefnandi tók umrætt kjúklingabú á leigu í rekstri, þ.e. tók á leigu hús, tæki, aðstöðu o.s.frv., en keypti bústofn og birgðir á kostnaðarverði með leigu- og kaupsamningi dags. 3. janúar 1976. Eigendur býlisins Straums, þeir Sigurjón Ragnarsson og Kristinn Sveinsson, ráku svínabú í Straumi og höfðu rekið um árabil þegar samningi um álbræðslu við Straumsvík dags. 28. mars 1966, var veitt lagagildi með lögum nr. 76 frá 13. maí 1966. Svína- búið ráku þeir til ársins 1968 er þeir förguðu svínunum og 1969 tóku þeir að ala upp kjúklinga. Telur stefndi til vara, að með því að skipta um bú- stofn hafi ekki lengur verið um „núverandi afnot““ að ræða í merkingu 12. gr. samningins. Þegar af þeirri ástæðu hafi eigendur búsins og þá jafn- framt stefnandi, sem leiði með leigusamningi rétt sinn frá þeim, glatað hugsanlegum bótarétti. IV. Stefnandi Guðmundur Jónasson lýsti við aðiljayfirheyrslu búrekstri sínum svo, að hann hefði keypt hálsmánaðarlega nýklakta kjúklinga frá öðru kjúklingabúi, að Móum á Kjalarnesi. Miðað við fjölda keyptra kjúkl- inga og eðlileg vanhöld, 5—-10%, hefðu átt að vera að jafnaði 10—12 þús- und kjúklingar í uppeldi. Hann kvað vanhöld hafa verið nokkuð mismun- andi frá einum ungahópi til annars, einna minnst í byrjun rekstursins framan af árinu 1976, en þá jafnan langt yfir því sem eðlilegt hafi mátt teljast. Hann kvað sjaldan hafa komið fram óeðlileg vanhöld fyrr en á þriðju og fjórðu viku unganna. Er kjúklingar höfðu náð þeim aldri hafi farið að bera á vanþrifum þannig að allt uppí 30—-50 kjúklingar hafi drepist á dag og ennfremur hafi vaxtarhraði þeirra kjúklinga sem lifðu verið óeðli- lega lítill. Þannig hafi ekki nægt að ala kjúklinga í 10 vikur svo sem venja sé, til þess að þeir næðu slátursstærð, 800— 1000 gr., það hafi verið lág- mark að ala þá í 12 vikur. Hluti þeirra sem náðu þeim aldri hafi þó verið grindhoraðir og ónýtir. Í tilefni af þessum vanhöldum kvaðst stefnandi hafa snúið sér til dýra- læknis, Brynjólfs Sandholts, en hann hafi ráðlagt sér að leita til Tilrauna- stöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum við Reykjavík, með beiðni um rannsókn og krufningu á kjúklingum. Bréf Guðmundar Péturssonar læknis, forstöðumanns umræddrar til- 86 raunastöðvar, til stefnanda, dags. 13. júní, (dskj. 7) hljóðar svo: „„Sendi hér með afrit af skýrslu Halldórs Vigfússonar um athugun á kjúkl- ingum frá búinu í Straumi ásamt ljósriti af niðurstöðum flúormælinga á kjúklingabeinum frá Straumi og Móum. Eins og fram kemur af skýrslu Halldórs hefur ekki tekist að greina orsakir vanhalda í kjúklingum í Straumi. Flúormagn í beinum þeirra er talsvert hærra en í beinum kjúklinga á svipuðum aldri frá Móum. Meðal- gildi flúors í beinum frá Straumi er 1736 ppm en 1206 ppm í beinum frá Móum. Virðist þessi munur marktækur. Hæsta gildi frá Móum (1290 ppm) er lægra en lægsta gildi frá Straumi (1320 ppm). Ekki verður þó neitt um það fullyrt, hvort flúoreitrun hafi átt þátt í vanhöldum í Straumi og ekki sáust við krufningu merki sem einkennandi eru fyrir slíka eitrun. Sé gert ráð fyrir því að flúormagn í fóðri kjúklinga á Straumi og á Móum hafi verið sambærilegt svo og aðrar aðstæður sem áhrif geta haft á söfnun flúors í bein, virðast niðurstöður þessar benda til þess að einhverrar flúor- mengunar frá álverinu í Straumsvík hafi gætt í hænsnabúinu. Um það hvort umrædd vanhöld má að einhverju leyti rekja til slíkrar flúormengunar eða annarra áhrifa frá álverinu er ekkert hægt að fullyrða af þeim gögnum sem fyrir liggja.““ Í hinni tilvitnuðu skýrslu rannsóknarmannsins Halldórs Vigfússonar segir m.a.: „„Að tilmælum Guðmundar Péturssonar forstöðumanns Tilraunastöðvar- innar á Keldum fór ég 10. marz 1977 snögga ferð með Sigurjóni Ragnars- syni suður að Straumi vegna umkvörtunar um mikil vanhöld í kjúklingabú- inu þar suður frá. Reyndar höfðu. áður borizt dauðir ungar til rannsóknar frá þessu búi án þess að þær athuganir leiddu til ákveðinnar niðurstöðu. Samkvæmt umsögn eiganda búsins, Guðmundar Jónassonar, hafði unga- uppeldi gengið afar:illa og vanhöld verið sífelld og viðloðandi í hverjum ungaflokknum á fætur öðrum. Þetta bú hefur eingöngu verið rekið í því skyni að ala upp holdakjúklinga til slátrunar. Ungar hafa verið keyptir ný- útklaktir (beint úr þurrkun) frá Teiti Guðmundssyni í Móum. Ungarnir þrifust vel fyrst, en um 3-4 vikna aldur fór að bera á ódöngun í mörgum þeirra. Þeir hættu að stækka, horuðust, urðu þróttlausir, hímdu með lokuð augu, lafandi vængi, og lognuðust svo út af. Útlit unganna og hvernig þeir báru sig var einna líkast og í hníslasótt, en aldrei bar á skitu og þaðan af síður blóðkorgaðri. Ekki sáust neinar lamanir né annarlegt göngulag eða fótaburður. Telja mátti til undantekninga, ef eitthvað var athugavert við öndun, og aðeins á einstaka unga mátti sjá lítilsháttar klístring við nasa- holur, en þetta var síður en svo nokkurt einkenni á sjúkdóminum. Ungarnir týndu tölunni nokkuð jafnt og þétt allt til 12 vikna aldurs eða jafnvel fram yfir það. Hafa vanhöld verið a.m.k. 50-60%0. 87 Um aðbúnað og hirðingu í þessu fuglabúi vil ég geta þess, að ekki gat ég betur séð en í því efni væri allt eins og bezt verður á kosið, loftræsting góð, spænir á gólfi, ungarnir hreinir, fóður og drykkjarvatn vel aðgengi- legt. Fóður keypt frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur. Eftir stutta viðstöðu í Straumsbúinu fór ég aftur upp að Keldum og hafði meðferðis 15 unga, sem drepizt höfðu nóttina áður, og þrjá lifandi en lítil- fjörlega. Dauðu ungarnir voru sagðir 7-8 vikna, og einnig voru tveir lifandi úr sama aldursflokki, en einn 12 vikna. Þyngd dauðu unganna: 1) 250 gr. 6) 160 gr. 11) 130 gr. 2) 220 — 7 150 — 12) 120 — 3) 290 — 8) 120 — 13) 160 — 4) 200 — 9) 210 — 14) 140 — 5) 180 gr. 10) 150 — 15) 110 — Við krufningu á þessum 15 ungum var engin sameiginleg sjúkdóms- einkenni að sjá nema hvað allir ungarnir voru glæhoraðir og holdlausir. Slím í nösum var ekki áberandi, og ekki hafði neinn af ungunum verið með skitu. Eftir því, sem um varð dæmt með vanalegri skoðun, voru taugar, augu og merghol:í beinum með eðlilegum hætti. Það fáa, sem fannst afbrigðilegt, var þetta: Ungi 3) virtist nokkuð blóðlaus, en í melt- ingarfærum var dökkt, þunnt glundur — Í unga 7) var all-mikill raki í lungum. — Í unga 9) var óeðlileg eggleif, á stærð við kríuegg uppblásin af lofti og hjaðnaði niður, er klippt var í hana. — Ungi 10) var sá eini, sem var með skítaklepra á tánum, og vakti það athygli, hve lítið var um slíkt á ungunum, sem er þó mjög svo algengt, þegar eitthvað er að. Smásjárskoðun var gerð á sýnum frá 8.ungum (nr.:1-8) í leit að hníslum og ormaeggjum. Hvorugt var að finna, enda enginn grunur um slíkt við krufningu. Um ungana þrjá, sem teknir voru lifandi, er þetta að segja: 1) 7-8 vikna 190 gr. 2) 78 — 480 — 3 12 — 5200 — Nr. 1) var dauður innan 2 sólarhringa. Nr. 2) og 3) átu kornblöndu, sem sett var fyrir þá, og héldust við í þyngd, þar til þeim var lógað á $. degi (15/3). Krufning þessara þriggja unga leiddi ekkert nýtt í ljós. Síðast töldu kjúklingunum tveimur var lógað í því skyni að taka úr þeim lærlegg til flúormælinga, en auk þeirra voru einmitt sama dag fengnir 3 88 lifandi ungar frá Straumsbúinu í sama tilgangi. Einnig var þá um leið komið með 5 holdakjúklinga á sambærilegum aldri, en heilbrigða, frá hænsnabúinu að Móum á Kjalarnesi, sem talið var nógu fjarri allri grun- semd um flúormengun frá álverinu í Straumsvík. Þessir 10 ungar voru svo hálshöggnir, krufðir og skoðaðir rækilega, lær- leggir teknir og bundnir saman úr hverjum fyrir sig. Þessi bein voru síðan send í Keldnaholt (Þormar) til flúormælinga. Aldur og þyngd unganna var á þessa leið: Frá Straumi: Nr. Í ca 8 vikna 480 gr. — 2— 12 — 535 — — 3— 12 — 850 — — 4— 12 — 1160 — — S— 2 — 1190 — Frá Móum: No. I 12-13 vikna 1510 gr. — Il —— — 160 — — III —— — 110. — — IV —— — 1360 — — v —— — 1370 — Þess má geta að lokum, að öðru hvoru vilja verða mikil vanhöld við uppeldi hænuunga, ekki sízt holdakjúklinga, og eru þess allmörg dæmi, að ekki hafi tekizt að finna, hvað veldur. Hinsvegar höfum við úr engri átt haft spurnir af jafn sífelldu og viðvarandi tjóni og í búinu á Straumi.““ Svo sem að er vikið í framangreindri skýrslu framkvæmdi Rannsókna- stofnun iðnaðarins á Keldnaholti við Reykjavík umrædda mælingu á flúor- magni í beinum og eru niðurstöður þeirrar rannsóknar, sem dagsett er 3. maí 1977 og framkvæmd var af Herði Þormar efnaverkfræðingi, svohljóð- andi: Þyngd Flúormagn Þyngd Flúormagn Móar Í á4.35 g 1240 ppm Síraumur Í 1.55S g 1760 ppm “02 S.29 g 1070 ppm át 2 22 2260 ppm “03. 3.60 g 1240 ppm 3 37g 1610 ppm “4 3.72 g 1190 ppm sj 4 4.42g 1320 ppm “5 '4.18 g 1290 ppm fs S 4.44g 1730 ppm Fram kom við yfirheyrslu yfir vitninu Herði Þormar að í töflunni er til- greint magn flúors í beinöðsku. Beinaskan var þannig fengin að báðir lær- 89 leggir hvers kjúklings voru glæddir í ofni við 600“ - 700? hita og síðan malaðir. Teitur Guðmundsson, bóndi í Móum á Kjalarnesi, kom fyrir dóminn sem vitni. Hann kvaðst hafa átt og rekið kjúklingabú að Móum í um 20 ár og hafa undanfarin ár verið með um 15 þúsund holdakjúklinga í uppeldi og um 1-2 þúsund varpfugla svo og útungunarstöð. Hann kvað það hafa verið um helming unga úr hverri útkomu í Móum, sem fór að Straumi meðan stefnandi rak búið. Hann kvað ekki hafa verið óeðlileg vanhöld hjá sér á því tímabili. Hann kvaðst hafa farið eina eða tvær ferðir að Straumi gagngert að ósk stefnanda Guðmundar, vegna þess að það hafi verið mikil vanhöld hjá honum. Hann kvaðst hafa skoðað allar aðstæður rækilega og sér hafi virst allur aðbúnaður, umgengni og fóðrun vera í góðu lagi. Stefn- andi hafi þá notað sömu fóðurblöndu frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og vitnið notaði á búi sínu að Móum. Fuglarnir hafi náð vel til vatns, nóg hafi verið af fóðurílátum, loftræsting hafi verið góð og rétt hitastig, gólf muni jafnan hafa verið kölkuð þegar skipt var um fugla og allur aðbúnaður hafi virst þannig að fuglunum væru skapaðar þær ytri aðstæður að ekki hefðu átt að vera nein vanþrif. Vitnið kvaðst engar orsakir hafa getað fundið sem voru innan síns þekkingarsviðs á þessum vanhöldum í Straumi. Spurður um hvernig kjúlingarnir hefðu komið honum fyrir sjónir svaraði vitnið: „„Þeir virtust vera afskaplega hægvaxta og einhver vanþrif í þeim.“ Er stefnandi lógaði síðustu kjúklingum sínum í júní 1977 setti hann tvo þeirra í frystigeymslu. Undir rekstri málsins leitaði hann til Dýralækninga- háskóla New Yorksríkis í Bandaríkjunum (Cornell University) um rannsókn á þeim. Lögð hefur verið fram í málinu rannsóknarskýrsla Lennart Krook, D.V.M., Ph. D., prófessors í vefjameinafræði við nefndan háskóla, dagsett 28. mars 1981 (dskj. 41 og 4la). Mældist Brófessornum flúoríðmagn í bein- ösku sem hér segir: Kjúklingur nr. bétt bein Frauðbein (leggur) (höfuð og háls) 1 1300 ppm 1050 ppm 2 1900 ppm 1500 ppm Í skýrslunni, en lesmál hennar er 12 síður og í henni eru 14 ljósmyndir teknar með smásjár- og örbylgjumyndatækni, gerir prófessorinn ennfremur grein fyrir vefjameinafræðilegri rannsókn á umræddum kjúklingum. Hann gat þess að „svo mikil rotnun var komin í hold (mjúka vefi) kjúklinganna að ekki var hægt að rannsaka þá með berum augum eða í smásjá““. Í lok skýrslunnar dregur prófessorinn saman svofellt yfirlit yfir niður- stöður: 90 1. Magn fluoríðs í beinösku frá 1050 í 1900 ppm (milljónustu hluta) í beinösku. Engin beinmyndun í köstum (epihyses). Engin myndun vaxtaflatar. Engin skipting brjóskfyllingar í beinlegg. Hrörnun beinmyndunarfrumna (fækkaði og minnkuðu). Engin brjóskeyðing af völdum beinfrumna. Engin beineyðing af völdum beinfrumna. Festirákir koma í ljós. Beinvefsdauði. Frumur frá beinhimnu skiptast ekki í beinmyndunarfrumur. Beinleggur nær ekki fullum þroska. Eyðing collagens úr beini. SJ ANRÐ þm þm for Lokaályktun prófessorsins er þessi: „Ummyndun beinvefs er miklu meiri í kjúklingum en í spendýrum. flúoríð safnast því miklu hraðar í beinum kjúklinga en í beinum spendýra. Magnið var allt að 1900. ppm í ösku úr beinlegg á Íslands:2. Þar sem sann- anlega hefur átt sér stað flúoríðmengun frá iðnaði með mjög skaðlegum áhrifum á nautgripi, myndi samsvarandi söfnun flúoríðs í beinum taka allt að 2 árum. Þetta magn olli lamandi flúoríð-eitrun á nautgripum. Allar skaðlegu breytingarnar (lesions) í íslensku kjúklingunum samsvara flúoríðeitrun. Þar eð niðurstöður um öskuflúoríð eru til staðar, er engin þörf á að ræða mismunandi sjúkdómagreiningu. Fyrst gefið hefur verið í skyn, að flúoríðeitrun sé ekki orsök tjóns á kjúklingum þeim, sem hér um ræðir, verða engu að síður gerðar athugasemdir. Að sjálfsögðu ér gert ráð. fyrir, að kjúklingarnir tveir, sem rannsakaðir voru, séu dæmigerðir fyrir ástandið. Vannæring, hvort sem hún stafar af fæðuskorti eða af sjúkdómi í melt- ingarfærum eða einhverjum sjúkdómi, veldur ekki þeim vefjameinafræði- legum breytingum, sem fundust í íslensku kjúklingunum. Það er augljóst, að vannæring veldur hrörnun beina- og brjóskfrumna, en hún leiðir ekki til festiráka (cementing lines) eða €yðingar collagens úr beini eða algjörs beindauða. Flúoríðeitrun veldur öllu þessu eins og skráð er undir lið III. Frekari og mjög augljós söfnun flúoríðs í beinösku allt að 1900 ppm á tíma- bili, sem mælt er í vikum, getur aðeins þýtt eitt: NIÐURSTAÐA: Íslensku kjúklingarnir tveir, sem sendir voru til efnafræðilegrar og vefjameina- fræðilegrar rannsóknar höfðu orðið fyrir langvinnri (króniskri) flúor- íðeitrun. ““ Af hálfu stefnda hafa niðurstöður og ályktun prófessors Krooks verið sterklega véfengdar og hafa verið lagðar fram í málin umsagnir nokkurra 91 erlendra sérfræðinga um framangreinda rannsókn hans. Þannig segir m.a. í umsögn dr. W. Leeman, fyrrverandi prófessors Í innvortis dýralæknis- fræði við Zúrichháskóla, (dskj. nr. 61) en umsögnin í heild er 7 vélritaðar síður: „„Krook álítur að um sé að ræða langæja (króniska) flúorveiki í alidýr- unum frá Straumi. Og þar með kemur upp sú spurning, hvaðan flúorinn gæti stafað. Samkvæmt loftgreiningum getur hann ekki hafa verið tekinn upp í gegnum öndunarfærin. Styrkurinn er einnig of lítill til þess að menga drykkjarmagnið. Þar sem dýrin voru heldur ekki látin ganga laus kemur ekki til mála eitrun frá grasi eða mold. Það er því með algjörri vissu hægt að telja, að eina uppsprettan sé fóður það, sem gefið var eitt sér. Sjúkdómsgreiningu sína byggir Krook á niðurstöðum vefjarannsókn- anna... Við rannsóknir sínar fann Krook beinavefjadauða og staðbundinn dauða líffæra. Það er augljóst að hann styðst við vefjarannsóknir sínar á naut- peningi á Cornwall Island. Samkvæmt áliti Krooks veldur flúor dauða beina- vefs. Nú er mér úr bókmenntum ekki eitt einasta rit kunnugt, sem lýsir, jafnvel við mestu langæju flúorveikindi, hvorki hjá manni né dýrum, frumudauða né beinaekrósu. Það sem aðallega er hægt að áfellast Krook fyrir í sambandi við rannsóknir hans á Cornwall Island, er að hann hefir hvorki gert nákvæma skilgreiningu á fóðrinu hvað snertir næringarinnihald né birging dýranna af málmsöltum. Skoðanir hans grundvallast þessvegna á ófullkomnum rannsóknum og eru þar með lítt sannfærandi. Þar sem auðsætt er að vefjafræðilegar rannsóknir hans frá Cornwall Island lætur hann einfaldlega gilda fyrir alidýrin að Straumi, eru lokaálykt- anir hans heldur ekki sannfærandi. Það sem gerir dóma hans um beinarannsóknir sínar að Straumi vafasama er sú staðreynd að hann ber saman bein úr kjúklingum á mismunandi aldursstigi. Kjúklingarnir frá Straumi voru um það bil 10. vikna gamlir. Til samanburðar voru notuð bein úr 3 vikna gömlum, 8 vikna gömlum og 12 vikna gömlum kjúklingum. Svona samanburður stenst ekki vísindalega. Eftir því sem ég veit best, hafa enn engar ítarlegar vefjafræðilegar rann- sóknir verið gerðar á alifuglum með flúorveikindi.““ Í umsögn dr. W. Oelschláger, fyrrum prófessors í dýranæringarfræðum við háskólann í Hohenheim (dskj. nr. 62) sem er 19 vélritaðar síður, segir m.a.: „„Undanfarin 25 ár hafa fjölmargir vísindamenn hvanæva úr heiminum gert víðtækar fóðurtilraunir til verndar dýrunum. Var þetta gert til þess að komast að mörkum eitrunar og þöls — einnig alifulga. Eftir gagnrýnar umræður um gögn þau er unnin höfðu verið ákváðu ýmis samfélög ákveðin mörk. Þau mörk eru sérstaklega áhugaverð, sem samkomulag hefir náðst 92 um meðal ýmsra sérfæðingahópa eins og U.S. National Research Council, Association of American Feed Control Officials og Evrópska félagsskapinn um fóðurefni. Ennfremur má nefna efri mörk þau fyrir alifugla, sem gilda í þýska sambandslýðveldinu (Vestur-Þýskaland), en samkvæmt reglugerð þar um er raki nákvæmlega skilgreindur, eða vatnsmagn. Enn fremur er hér ekki um ráðleggingar að ræða heldur fyrirskipun sem styðst við lög.““ Síðan rekur prófessorinn hver eru hin umræddu mörk varðandi alhliða fóður fyrir kjúklinga, en þau eru hjá hinum tilgreindu evrópsku aðilum 250 ppm, hjá U.S. National Counsil 200 ppm og hjá Association of Ameri- can Feed Control Officials 300 ppm og segir síðan: „Það kemur berlega í ljós af öllum gagnatölum og athugasemdum við þær sem fyrir liggja viðvíkjandi jaðarmörkum alidýra í landbúnaði að ali- fuglar hafa langsamlega mest ónæmi gagnvart F-áhrifum... Flúorálag getur í aðalatriðum aðeins orðið sem afleiðing af þeim fóður- efnum og steinefna-bótum, sem hafa verið notuð í alhliðafóðrið. Búið að Straumi hefir notað alhliðafóður (frá Danmörku). En eins og kunnugt er fullnægir alhliðafóður öllum þörfum dýranna fyrir næringar-, bæti- og steinefni. Nú verður maður því að spyrja sjálfan sig, hvaðan áhrifin vegna álversins ættu að koma. Það mætti hugsa sér, sem tilgátu, að flúor hefði komist frá ISAL í grunnvatn, og að það hefði getað borist í unghanana með drykkjarvatni... Grunnvatns-greiningar, sem Flúor-nefndin hefir gert árlega sýna samt, að allar þær F-blöndur sem bárust voru með langt undir Í ppm og höfðu alls ekki orðið fyrir neinum áhrifum frá álverinu (dskj. 25-28). Hæna sem vegur um 1000 g innbyrðir um 80 g alls af fóðri daglega (þurr- meti) auk um 100 ml vatns. (Pfizer 1977). Geri maður ráð fyrir F-magni í vatni sem nemur Í ppm leiðir það til daglegrar flúorupptöku gegnum drykkjarvatn um 0.1 mg. En hin daglega flúorupptaka við að innbyrða 80 g af alhliðafóðri er innihéldi samkvæmt NRC-ráðleggingu, 1980, það óskaðlega og enn leyfilega magn F-blöndu sem næmi 200 ppm — og má þá vera allt að 3 ppm í drykkjarvatni — næmi samt 16 mg. Það er því fráleitt að telja að árið 1977 hafi kjúklingarnir að Straumi orðið fyrir flúor- eitrun af drykkjarvatni svo fremi grunnvatn hafi verið notað til brynn- inga... Enn einn möguleiki væri F-inntaka um andrúmsloftið. Ekki liggja fyrir mælingar á áhrifum milli landareigna frá árunum 1976/77. Árið:1980 var gerð röð mælinga, er leiddi í ljós að flúormagnið í lofti við Straums-búið var að meðaltali 0.0033 mg/m? (dskj. 37). Sé reiknað með að á árunum 1966/77 hafi flúormagnið mjög sennilega ekki farið yfir 0.01 mg/m', þá leiðir þetta — við að reikna rúmmál öndunar í mesta lagi 1 m? (7-11) — til daglegrar 93 flúorinntöku sem er í hæsta lagi 0.01 mg F á kjúkling (hanaunga). Þetta magn er, Í samanburði við ofangreint hámark sem leyfilegt er, þ.e. 16 mg F og ætti án skaða að mega taka inn, svo lítið að á engan hátt er hægt að tala um inntöku eitraðs flúormagns með andrúmsloftinu... Úr því kjúklingarnir að Straumi hafa á árunum 1966/77 hvorki orðið fyrir skaðlegu flúormagni úr drykkjarvatninu né vegna innöndunar, verður að telja útilokað að hænsnin að Straumi hafi orðið fyrir flúorskaða af völdum álversins.“ (leturbreyting dómara). Þessi ályktarorð prófessorsins hefur stefndi gert að annarri meginmáls ástæðu sinni. Í umsögn dr. J.W.Suttie, prófessors í lífefnafræði við landbúnaðar- og líffræðideild háskólans í Wisconsin — Madison í Bandaríkjunum, (dskj. 36 og 50) segir m.a.: „„Kjúklingarnir að Straumi fengu ekki það flúormagn, sem nokkur maður með nokkra reynslu í flúoreiturverkun mundi telja hættulegt, þeir fengu ekki flúormagn, sem fer fram úr neinum þekktum stöðlum og að þeir fengu ekki meiri flúor en kjúklingar í flestum kjúklinga- fyrirtækjum sem rekin eru á viðskiptagrundvelli... Ég er ekki hæfur til að gera athugasemdir um þessa túlkun vefjafræði, en legg til að þér fáið vefjafræðing í Háskóla Íslands til að líta á málið. Hins vegar er hægt að gera fjölda athugasemda: Sýnin voru augsýnilega tekin úr kjúklingum, sem voru rotnaðir að hluta og þess vegna ekki ákjós- anlegir. Ekki var vitað um aldur kjúklinganna (áætlaður 10 vikur), og það, sem meira er um vert, eðlilegir hlutar sem sýndir eru, fengust úr kjúklingum á öðrum aldri en framlögð sýni. Grundvallarniðurstaðan var að í beinum framlagðra kjúklinga mátti sjá fjölda vefja skemmda og að í beinunum var 1300 til 1900 ppm Fog þess vegna höfðu kjúklingarnir orðið fyrir áhrifum krónískrar flúoreitrunar. Hér er að sjálfsögðu ætlað að saman- burðarsýnin hafi verið úr kjúklingum, sem voru með minni flúor í beinum. Engar upplýsingar styðja þetta og ekki er ólíklegt að. kjúklingarnir, sem notaðir voru í samanburðarskyni hafi haft eins mikinn flúor og íslensku kjúklingarnir.““ V. Sem fyrr greinir sýndi mæling Rannsóknastofnunar Iðnaðarins á flúor í beinösku S kjúklinga frá Straumsbúinu að meðaltali 1736 ppm en hæst 2260 ppm og næsthæst 1760 ppm. Mæling á beinösku 2ja kjúklinga frá sama búi er fram fór við New York State Collage of Veteronary Medicine sýndi að meðaltali 1437 ppm en hæst 1900 ppm og næsthæst 1500 ppm. Samanburðarkjúklingar frá Móum sýndu að meðaltali 1206 ppm en hæst 1290 ppm, næsthæst 1240 ppm. Vorið 1981 fékk stefndi Iðntæknistofnun Íslands til þess að framkvæma flúormælingar á beinösku kjúklinga frá fjórum kjúklingabúum hérlendis, 94 10 kjúklinga frá hverju búi. Niðurstöður þeirra mælinga voru í aðalatriðum þessar: Flóabúi, Stokkseyri meðaltal 1045 ppm, hæsta mæling 1396 ppm og næsthæsta 1322 ppm, Reykir, Mosfellssveit, meðaltal 1131, hæsta mæling 1826, næstahæsta mæling 1796 ppm. Stefán Már, Hafnarfirði, meðaltal 806 ppm, hæsta mæling 1054 ppm, næsthæsta mæling 992 ppm. Vatnsendi, Villingaholtshreppi, Flóa, meðaltal 984 ppm, hæsta mæling 1248 ppm, næsthæsta mæling 1181 ppm. Dr. Krook telur sem fyrr er greint að nautgripir, sem reyndust hafa flúor- magnið 1900 ppm í beinösku, hafi verið haldnir lamandi flúoreitrun. Í álits- gerð dr. Oelschláger er að finna svofellda athugasemd við framangreinda niðurstöðu dr. Krooks: „Því miður gefur Krook ekki til kynna, hvaða bein úr nautgripunum voru rannsökuð þar sem, eins og kunnugt er, F-magn í ýmsum sýnum sömu beinagrindar er mjög mismunandi. Auk þess er auðsjáanlegt að ekki er hægt að gera samanburð á flúormagni beina í nautgripum og hænsnum eins og ekkert væri. Þetta munum við fjalla nánar um í formi ritgerðar. — Höfum við þegar hafið rannsóknir þar að lútandi. Hvað snertir „„Beinaösku““ í nautgripum með magntöluna 1900 ppm en þessir nautgripir voru orðnir mjög illa haldnir, mættu rannsóknir okkar þykja áhugaverðar. Með tilkomu leiðbeininga EG (1974) svo og fóðurreglu- gerðar, sem tók gildi í landi okkar árið 1976, kom sú spurning upp hjá okkur hversu mikið mætti vera magn flúors í beinum nautgripa á svæðum fjarri F-mengunarvöldum, við venjulegar aðstæður þeirra landshluta, hvað snertir skilyrði til búfjárhalds og fóðrunar. Hluti beinasýnanna átti rót sína að rekja til tilraunabúsins við Hohenheim háskóla, en önnur voru frá sláturhúsi í bænum. Sýnin hafði dýralæknir háskólans í Hohenheim tekið. Öll dýrin voru heilbrigð. Flúor-magn í mjaðmagrindarbeinum nautgripa (heimfært á ösku í ppm) Aldur — Tilraunabú Hohenheim Sláturhús Stuttgart ár n meðaltala (frá-til) n meðaltala (frá-til) = 2 Í 1460 (1330-1610) 5 1360 (1100-1590) 2- 45 2310 (1770-2640) 4 1080 ( 810-1370) 4- 6 1 2330 3 1140 (1010-1280) 6- 8 1 920 8 - 10 1 2480 10 - 12 3 1760 ( 800-3510) n= fjöldi sýna““ 95 VI. Sem fyrr er greint þá hélt stefnandi til haga og geymdi í frysti fjóra af þeim kjúklingum sem hann slátraði þegar hann fargaði bústofni sínum í júní 1977. Tveir þeirra fóru til dr. Krooks. Undir rekstri málsins, þegar öll framangreind gögn lágu fyrir, fékk stefnandi send frá dr. Krook þau sýni er hann tók og byggir skýrslu sína á, til frekari rannsóknar og saman- burðar. Jafnframt varð samkomulag með aðilum um að leita til Háskóla Íslands um að rannsaka annan þeirra kjúklinga er eftir voru.:Fór rann- sóknin fram á vegum Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Forstöðu- maður hennar Jónas Hallgrímsson prófessor krufði kjúklinginn ásamt tveim samanburðarkjúklingum frá Móum. Ásamt honum tóku þátt í rann- sókninni og skoðuðu sýni, þ.á m. sýnin frá dr. Krook, þeir dr. Guðmundur Georgsson, sérfræðingur við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði Keldum og dósent í meinafræði við H.Í., og Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir, sérfræðingur í barnameinafræði við Rannsóknastofu Háskólans í meina- fræði. Rannsóknarskýrsla dagsett 8. nóvember 1982 er undirrituð af hinum síðastnefnda og í henni segir m.a. svo: „„Rannsókn er gerð á kjúklingabeinum frá 5 kjúklingum, tveimur frá Móum og þremur frá búi stefnanda. Kjúklingarnir frá Móum eru taldir eðlilegir og eru sagðir á aldrinum 8 og 12 vikna. Um aldur hinna kjúkling- anna er ekki getið. Við rannsóknina eru notaðar smásjársneiðar teknar úr beinum. Sneiðar teknar úr kjúklingunum frá Móum, merktar Kj. 8 v/82 og Kj. 12 v/82, og sneiðar úr einum kjúklingi úr búi stefnanda merktar Kj. 1/82 eru augljóslega úr sama líkamsbeini (efri enda lærleggs). Sneiðar frá Dr. Crook eru merktar ICE-I og ICE-II. Þessar sneiðar hafa aðra lögun á glerjunum og ekki er hægt að fullyrða að þær séu úr sömu líkamsbeinum og þær fyrrtöldu. Ennfremur þarf að geta þess m.t.t. samanburðarins að sneiðar úr síðastnefnda kjúklingnum (ICE-11) eru skáskornar, en ekki rétti- lega langskornar eins og hinar. Samanburður á sneiðunum er gerður í ljóssmásjá af gerðinni Dialux 20 með 100W ljóslampa, við stækkanir 25x og 100x. Einnig er notað polariser- að ljós. Allar sneiðar eru litaðar með hematöxylin-eosin lit. Við mælingar er notaður ocoular micrometer innbyggður í smásjána. Almennur samanburður leiðir í ljós að mjög mikil rotnun er í vefjum kjúklinganna, sem rannsakaðir voru af Dr. Crook (ICE-I ög ICE.II), þannig að engan samanburð er hægt að gera á frumum og frumukjörnum. Harðir vefir, þ.e. brjósk og bein eru hins vegar betur varðveittir og byggist samanburðurinn að mestu á þeim. Við almennan samanburð sést að bein- þroski er minni í kjúklingum frá búi stefnanda en í kjúklingum frá Móum og sömuleiðis eru beinbjálkar óreglulegri. Þetta verður sérstaklega áberandi í polariseruðu ljósi. Beinmyndun virðist einnig minnkuð í kjúklingum frá 96 búi stefnanda og sömuleiðis er upptaka brjósks (resorption) eða umbreyting þess í bein minnkuð. Til samanburðar á brjóski og beini voru gerðar smásjármælingar á öllum sýnunum á sambærilegum stöðum, skv. meðfylgjandi mynd... (Skýringar- uppdráttur og tafla um tölulegar rannsóknarniðurstöður). Ef gert er ráð fyrir að kjúklingarnir frá Móum séu með eðlilegan bein- vöxt, þá leiða mælingarnar í ljós vaxtahindrun í beinum kjúklinganna frá búi stefnanda. Þannig sést í þeim síðartöldu þynning á vaxtasvæði í brjóski, meiri óregla eða breytileiki í bjálkasvæði og þynnra bein í legg. Breytingar, sem þessar, geta sést í beinum hjá ungbörnum og manns- fóstrum. Þar eru breytingarnar taldar ósérhæfðar og ekki hægt að fullyrða hvort orsökin er næringarskortur, sýking eða önnur skaðleg áhrif.“ (Letur- breyting dómara). VII. Sem fyrr er fram komið hefur stefnandi haldið því fram að í Straumi hafi gætt mikillar og skaðvænlegrar loftmengunar frá álveri stefnda. Stefndi hafi á þeim tíma sem mál þetta snýst um vanrækt þá skyldu sína að setja tilskilinn hreinsibúnað á verksmiðju sína við Straumsvík, er hafi valdið svo mikilli mengun, að leitt hafi af tjón það, sem stefnandi hafi orðið fyrir. Stefnda hafi verið fyllilega ljós sú hætta, sem fylgdi starfsemi hans og hafi hann því valdið tjóninu, ef ekki af ásetningi þá af stórfelldu gáleysi, sem leiði til skýlausrar bótaskyldu. Samkvæmt ákvæðum í ísl. lögum sé það grundvallarregla, að menn nýti svo eignir sínar — fastar og lausar — (t.d. verksmiðju, bifreiðir o.s.frv.), að þær ekki valdi öðrum tjóni eða að hætta stafi af. Dæmigert ákvæði um þessi efni, sem telja verði að gildi sem grundvallar- regla í þessu máli, sé ákvæði í 13. gr. laga nr. 85 frá 31. des. 1968, 2. mgr. svohljóðandi: „Nú myndast eða koma fram eiturefni eða hættuleg efni, sem úrgangs- efni við iðnrekstur, annan atvinnurekstur eða á annan hátt. Skal þess þá jafnan gætt, að efnin valdi ekki tjóni á mönnum og húsdýrum, né mengi umhverfið (andrúmsloft, jarðveg og vötn, þar með talið grunnvatn og vatnsból) þannig að mönnum, dýrum eða plöntum gætu stafað hætta af.“ Einnig vitnar stefnandi til rgj. nr. 164/1972 um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna svo og til 22. gr. laga nr. 23/1952 um öryggisráðstafanir á vinnustöðum og laga nr. 47/1971 um náttúruvernd. Af þessum sökum og með því að ekki sé annarri vanhaldaorsök til að dreifa en mengun frá álveri stefnda, beri að líta svo á að stefndi sé valdur að tjóninu, eftir atvikum á þeim grundvelli, að vegna framangreinds beri 97 stefndi sönnunarskyldu fyrir því, að tjónið sé ekki afleiðing starfsemi hans. Stefndi heldur því á hinn bóginn fram, að mengun í Straumi hafi verið sáralítil. Hún hafi verið undir öllum umhverfisverndarstöðlum. Stefndi hafi fullnægt öllum skyldum sínum um mengunarvarnir. Með aðild sinni að Flúornefnd hafi stefndi fullnægt skyldu sinni um mengunarrannsóknir. Upplýst sé í málinu að möguleg flúorupptaka umræddra kjúklinga um öndunarveg sé fræðilega útilokuð sem vanhaldaorsök. Verður nú nánar vikið að því sem fram er komið í málinu um mengun í Straumi og víðar í grennd við álverið svo og því sem fram er komið um aðrar mögulegar orsakir fyrir flúorupptöku umræddra kjúklinga. Í skýrslu frá Rannsóknastofnun iðnaðarins um mengun frá álbræðslum, sem var fylgiskjal Il með greinargerð við frumvarp að 1. nr. 76/1966, segir m.a., að úrgangsefni þau frá álbræðslum, sem óhreinka umhverfið, séu tjöruefni, brennisteinssambönd (SO,, áloxíðryk, kríólit og flúorvetni, þar að auki kolsýra (CO) og kolsýringur (CO). Segir að hættulegasta efnið sé flúorvetnið. Sviss Aluminum Limited hafi gefið þær upplýsingar að heildar- magn flúors sem fer út með ræstiloftinu sé 12 kg í framleitt tonn af áli. Magn ræstilofts sé 1.9 milj. rúmmetrar á framleitt tonn af áli og í hverjum rúmmetra ræstilofts séu 2.7 - 3.0 mg flúorvetnis. Magn rykefna sé 10 - 15 mg í rúmmetra af ræstilofti. Upphafleg árleg framleiðsla verksmiðjunnar í Straumsvík var 32.000 tonn af áli. Hún var stækkuð í 43.000 tonn árið 1970 og í 75.000 tonn árið 1972. Loks var hún stækkuð í 85.000 tonn árið 1980. Engin mengunarvarnartæki voru notuð með árangri fyrr en á árinu 1979, en uppsetning þeirra var hafin á því ári og stóð yfir þar til fullkomnum mengunarvörnum hafði verið komið á í ársbyrjun 1982. Á grundvelli framangreindra forsendna hefur stefnandi reiknað út að á því tímabili sem um ræðir í máli þessu, þ.e. 1976 og 1977, hafi árlegt heildarmagn flúors sem barst frá verksmiðjunni með lofti út í umhverfið verið 890 tonn, þar af 480 tonn í formi flúorvetnis, en afgangurinn, 410 tonn, í formi flúorryks. Flúorrykið sé ríflega helmingur allra rykefna sem berast frá (sic). Viðurkennt er að þegar menn og dýr anda að sér flúorvetni eða öðrum flúorefnum þá fer flúor út í blóðið og síðan um líkamann. Að hluta til skolast flúorinn burt með þvagi, þannig hafa verið lögð fram gögn um aukið flúormagn í þvagi starfsmanna verksmiðjunnar, sem þó er vel undir hættumörkum. Í skrá Öryggiseftirlits ríkisins 1978 um hættuleg mengunarmörk einstakra efna í andrúmslofti á vinnustöðum er hámark fyrir flúoríð reiknað sem flúor 2,5 mg/m? (dskj.:88 og 36). Fram er komið í málinu að nýlegir staðlar frá Evrópu eru vegna gróðurs | 7 98 0,002 mg F/m'. Norsk stjórnvöld mæla með því að sólarhringsmarkgildi fyrir flúor í útilofti sé eigi yfir 0,025 mg/m?. Gripahús á býlinu Straumi eru í um 900 metra fjarlægð frá miðju bræðsluskála verksmiðjunnar. Ljóst er að ræsiloft frá verksmiðjunni berst þangað, einkum þegar vindur stendur af verksmiðjunni og þegar lygnt er, en þó mest þegar mjög hægur vindur stendur af verksmiðjunni. Deilt er um hve slíkar veðurfarsaðstæður séu tíðar, þ.e. að vindur standi af verk- smiðjunni. Stefnandi telur þær vera fyrir hendi þriðjunginn af árinu en stefndi aðeins 3-7% tímans. Nokkrar mengunarmælingar hafa farið fram að Straumi. Þannig framkvæmdi starfsmaður stefnda, Guðmundur H. Guðmundsson efnaverkfræðingur, mælingar þar tímabilið 22. maí til: 9. október 1978 (dskj. 68). Mældist honum meðalmengun allt tímabilið 0,0017 mg/m? eða undir evrópska staðlinum fyrir gróður (0,002 mg/m). Í skýrslu um mælingar gefur hann upp meðalgildi fyrir átta fjórtán daga tímabil fram til 12. september, síðan tvö viku meðalgildi og loks eitt 14 daga meðal- gildi. Mesta meðalmengun fyrir 14 daga mældist honum frá 28. ágúst til 12. september, 0,0037 mg/m?, en minnst 22. maí til S. júní 0,0009 mg/m?. Fjögur 14 daga tímabil voru yfir evrópska staðlinum fyrir gróður. Sami starfsmaður stefnda framkvæmdi mengunarmælingar dagana 28.5. - 30.5. 1980 (dskj. 35) (þá var framleiðslugeta verksmiðjunnar enn 75 þús. tonn. og uppsetning mengunarvarnatækja ekki komin á teljandi rekspöl). Mælingarnar voru framkvæmdar í viðurvist fulltrúa Iðntæknistofnunar Íslands, Harðar Þormar efnafræðings. Meælingastaðir voru í svipaðri fjarlægð frá álverinu eins og býlið í Straumi þ.e. í um 700-1000 m fjarlægð og segir í skýrslunni að þeir hafi verið valdir þannig að mælt hafi verið þar sem mengun var mest frá álverinu. Meðal- gildi þeirra 5 sýna, þegar ryk í loftinu var ekki síað frá, reyndist 0,01575, það af þessum 5 sýnum sem hæst mældist var 0,02 mg/m'. Þegar ryk var sigtað frá reyndist flúormagnið fimm sinnum minna eða að meðaltali 0,003 mg/m?, hæsta sýnið 0,0063 mg/m'. Tekin voru tvö sýni í Straumi í þessari mælingu í breytilegri hægri vindátt. Ryk var síað frá. Flúorinnihald reynd- mg/m?. Samanburðarsýni voru tekin á Álftanesi. Meðalgildi þeirra reyndist 0,00084 mg/m', en vottur af flúor mun jafnan vera Í loftinu, einkum þegar vindur stendur af hafi. Loks framkvæmdi Guðmundur H. Guðmundsson mælingar í Straumi í júlí og ágúst 1980 (dskj. 37). Í skýrslu um þær mælingar segir að engin af þeim mælingum hafi verið framkvæmd við þau skilyrði að vindur hafi staðið beint á Straum, heldur hafi mælingarnar farið fram í logni eða því 99 sem næst. Meðalgildi flúors í ryki og lofti samtals í þessum mælingum var 0,00328 mg/m?. Mesta mælt flúormagn 0,00791 mg/m? en það minnsta 0,00004 mg/m?. Lögð hefur verið fram í málinu skýrsla Eiturefnanefndar ríkisins, samin 1980 af þeim Herði Þormar og Þorkeli Jóhannessyni, sem birtist í Tímariti um lyfjafræði 1. hefti 1981. (dskj. 88). Þar er gerð svofelld grein fyrir mengandi efnum Í nánd við álbræðslur: „Við álbræðslu er hráefnið, sem er áloxíð (AI,0,), leyst í bráðnu krýðlíti (Na, AIF, í þar til gerðum rafgreiningarkerum. Kolaskaut mynda anóðu og katóðu (bakskaut ) í kerum þessum. Er katóðan kolalag innan á kerunum, en ánóðan kolablokkir, er ganga niður í fljótandi efnamassann í kerunum. Við rafgreiningu á áloxíði kemur ál (alúmíníum) fram við katóðuna, en súrefni við anóðuna. Súrefni gengur þar í samband við kol- efni og myndar koloxíð (CO), sem brennur í koltvíoxíð (CO,), ef súrefni er nægjanlegt. Ál er aftur. á móti tappað af kerunum í fljótandi formi. Við efnabreytingar þessar losnar enn fremur flúor úr krýðlíti, er óðara gengur Í samand við önnur efni, einkum vetni, og myndar þannig flúorvetni (HF) eða flúoríð, og brennistein úr forskautunum, er einkum gengur í samband við súrefni, og myndar þannig brennisteinstvíoxíð (SO,). Við álbræðslu er því hætta á myndun a.m.k. þriggja mengandi lofttegunda: Koltvíoxíðs (ásamt koloxíði), flúorvetnis og brennisteinstvíoxíðs. Auk þess dreifist flúoríð frá kerunum í loftkenndu formi og í formi rykagna, en finna má í loftsýnum (sbr. Ball £. Dawson 1971). Á rykögnunum kann og brenni- steinstvíoxíð að hafa umbreyst í brennisteinssýru (H,SO,) eða súlfat:(Air Quality, bls. 7—14).““ Í skýrslunni kemur fram að á árunum 1977—1980 framkvæmdu skýrslu- höfundar á vegum Eiturefnanefndar og í samvinnu við Iðntæknistofnun Íslands mælingar á mengun af völdum flúors og brennisteinstvíoxíðs í nágrenni álversins. Í skýrslunni er að finna töflu yfir mælingarniðurstöður og hljóðar sá hluti töflunnar sem. á við sýnatökustaði í svipaðri fjarlægð frá álverinu og Straumur svo: Athugana- Sýnataka Magn F Magn SO, Reykur/ staður Ár mg E/m? mg SO,/m* Reykjarlykt A, 1979 0,005 — # — 1979 0,001 — * — 1979 0,001 0.030 * a 1979 0,006 0.070 * — 1979 0,019 0,070 * — 1979 0,006 0,060 t a 1979 0,001 0,020 (£) 100 Athugana- Sýnataka Magn F Magn SO, Reykur/ staður Ár mg E/m? mg SO,/m? Reykjarlykt — 1980 0,024 0,090 4 A, 1979 0,0014 0,020 (#) — 1979 0,0012 0,050 t A, 1977 0,002 á = ið 1979 0,001 0,023 (4) A, 1977 0,013 a (4) — 1977 0,003 — 3 — 1977 0,094 — #4 — 1977 0,015 2. (4) Í niðurlagi skýrslunnar segir (í skýrslunni er notað táknið míkrógramm sem hér er af samræmisástæðum breytt í milligrömm): „Í Bandaríkjunum hefur markgildi fyrir brennisteinstvíoxíð í útilofti verið ákveðið 0,06 mg/m? að meðaltali og 0,26 mg/m*/24 klst. þó þannig, að fara megi yfir sólarhringsmarkgildi einu sinni á ári (Industrial Pollution 1974). Norska loftrannsóknastofnunin mælir með sama meðaltalsgildi (það er þó miðað við sex mánaða tímabil), en miðar sólarhringsmarkgildið við 0,2 mg/m? (magn á sólarhring má þó fara fram úr þessu í 20 tilvika á sex mánaða tímabili). Samkvæmt upplýsingum norsku loftrannsókna- stofnunarinnar stefnir Alþjóða heilbrigðismálastofnunin að því, að sólar- hringsmarkgildi brennisteinstvíoxíðs í útilofti verði á bilinu 0,1—0,15 mg/m? (Schjoldager 1980). Óvíst verður að teljast, hvort þessum sólar- hringsgildum yrði náð í grennd við álverið í Straumsvík (sbr. töflu 1)... Markgildi fyrir flúor (flúorvetni og flúoríð) í útilofti hafa ekki verið opinberlega viðurkennd. Norsk yfirvöld mæla hins vegar með því, að sólar- hringsmarkgildi fyrir flúor sé 0,025 mg/m? (Roykskaderrádet 1977). Ólík- legt er, að þessu sólarhringsgildi yrði náð í grennd við álverið í Straumsvík (sbr. töflu 1). Eigi er þó vitað til þess, að sólarhringsmælingar á flúor hafi verið gerðar í grennd við álverið. Öll fyrrgreind markgildi eru miðuð við hollustuvernd manna einungis, þar eð eituráhrif flúors og brennisteinstvíoxíðs á margar plöntur, ekki síst barrtré, eru verulega meiri en á menn og dýr. Ef magn brennisteinstvíoxíðs í útilofti er að jafnaði á bilinu 0,05—0,1 mg/m' og magn flúors á bilinu 0,002—0,005 mg/m?/24 klst., má búast við skemmdum á næmum plöntum (Treshow 1978). Í samræmi við þetta ákvað alþjóðlega skógrannsókna- stofnunin, að ýtrasta markgildi fyrir brennisteinstvíoxíð í skógarlofti skyldi að meðaltali vera 0,025 mg/m' og sólarhringsgildi 0,05 mg/m?. Sama stofnun ákvað, að markgildi fyrir flúor í skógarlofti skyldi vera 0,0003 101 mg/m? (IUFRO News 1979). Norðmenn mæla með sama eða eftir atvikum nokkru hærri markgildum fyrir flúor (Rakskaderádet 1977). Um markgildi fyrir flúor og brennsisteinstvíoxíð í skógarlofti segir enn fremur í IUFRO News (1979): „, These limits are valid for separate occur- ence for the resprective pollutants. In combined occurence of different air pollutants synergetic effects have to be taken into consideration.““ Einmitt þetta ætti að vera haft að leiðarljósi við mat á gróðurskemmdum kringum álverið í Straumsvík og ekki síst, þar eð bæði brennisteinstvíoxíð og flúor eru að ókkar mati við þau mörk í loftinu að rekja mætti að líkindum skemmdir á gróðri til þess hvors um sig, enda þótt hitt efnið væri ekki einnig til staðar.““ VIIl. Stefnandi fóðraði kjúklinga sína á svonefndu byrjunarfóðri fyrir holda- kjúklinga og síðan vaxtafóðri fyrir holdakjúklinga, sem hann keypti hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur. Iðntæknistofnun rannsakaði fóður sem sami aðili seldi undir sama vöruheiti í apríl 1981. Fram er komið að samsetning umrædds fóðurs hafði breyst lítillega frá 1976 og 1977 til 1981, þannig að fóður sem selt var í apríl 1981 ætti að innihalda örlítið meiri flúor en fóðrið sem selt var 1976 og 1977 ef einhverju munar. Rannsökuð voru tvö sýni af byrjunarfóðri og tvö syni af vaxtafóðri, öll með tveim mismunandi mælingaraðferðum. Meðaltalsgildi flúors í byrjunarfóðri reyndist 75 ppm, hæsta mæling 91 ppm, en meðalgildi í vaxtafóðri reyndist 67 ppm en hæsta mæling 82 ppm (dskj. 55). Svo sem síðar verður að vikið kveða bandarískir staðlar um heimilað flúormagn í alhliða fóðri fyrir kjúklinga á um frá 200 ppm (U.S. National Recearch Counsil) til 300 ppm (Association af American Feed Control Officials) og þýskur staðall kveður á um 250 ppm sem hámark (dskj. 62). Í ritgerð eftir J.L. Shupe við háskólann í Utah, sem lögð hefur verið fram í málinu, er hámarkið talið 150 ppm fyrir kjúklinga (dskj. 70). IX. Vatn það sem kjúklingum stefnanda var brynnt með var úr borholu í nánd við býlið að Straumi, nánar tiltekið úr borholu ofan Reykjanes- brautar. Það var því grunnvatn og greinir aðila ekki á um það að útilokað sé að það hafi orðið fyrir neinum mengunaráhrifum frá álverinu er það kom úr vatnsleiðslum inni í hænsnahúsinu. Efnagreining á vatni úr nálægri borholu, sem fengið er úr drykkjarvatn fyrir starfsfólk álversins, hefur samkvæmt mælingum flúorstyrkinn 0,07 mg/l til0,08 mg/l (dskj. 25-28). Svo virðist sem mæling á vatni úr borholunni í Straumi hafi farið fram og sýnt 102 flúorstyrkinn 0,12 mg/l. Samkvæmt bandarískum stöðlum sem vitnað hefur verið til í málinu eru þolmörk gagnvart drykkjarvatni talin 2,S—4 mg/l fyrir kálfa í uppvexti en 4—8 fyrir fullvaxinn nautpening (dskj. 69). Ekki liggur fyrir hver mörkin eru talin fyrir kjúklinga en væntanlega eru þau hærri. Af hálfu stefnanda hefur verið látið að því liggja að drykkjarvatn ung- anna kunni að hafa mengast eftir að það kom úr leiðslunum. Vatnið í drykkjarílátum unganna, sem voru sjálfbrynningartæki, kunni að hafa mengast bæði af snertingu við loft og af rykfalli. Athugandi sé að í sjálf- brynningartækjum sígi vatnið niður með börmum brynningarskálarinnar og hljóti þá að skola með sér áföllnu ryki. Fékk stefnandi af þessu tilefni Iðn- tæknistofnu Íslands til þess að framkvæma tilraun þá og. rannsókn sem skal lýst. (dskj. 59.) Hinn 28. apríl 1981 var fata með 6 1 af vatni skilin eftir á gólfi kjúklinga- hússins í Straumi. Yfirborð vatnsins í fötunni var 0,045 m?. Flúorinnihald þess var mælt og reyndist það 0,12 .ppm. Hinn 13. nóvember sama ár var fötunnar vitjað. Þá voru eftir í fötunni 3,75 lítrar vatns. Flúorinnihald þess mældist 0,39 ppm. Höfðu þannig bæst 0,72 mg at flúor í vatnið á þessum tíma. Það nemur 16 mg F/m? á 6 “% mánuði eða 2,5 mg F/m? á mánuði eða 0,08 F/m? á dag. Stefndi hefur dregið svofellda ályktun af framan- greindu: Hafi flatarmál hvers brynningaríláts verið 0,045 m? hefðu, miðað við framangreinda tilraun, átt að berast í það 0,004 mg F á:dag. Hafi | 1. af vatni runnið í hvert ílát á dag mundi það samsvara 0,004 ppm auknum flúorstyrk í vatninu og vatnið væri þá enn langt innan við þau 2,5- 8 ppm sem bent hefur verið á sem hættumörk fyrir nautgripi. Að tilhlutan stefnanda tók Iðntæknistofnun nokkur sýnishorn af vatni í umhverfi hænsnabúsins og rannsakaði. Niðurstöður urðu þessar helstar: (dskj.64.) 1. Vatnsbuna af húsþaki, safnað í suðlægri átt og rigningu 0,20 ppm F 2. Skolvatn af brynningartæki fyrir kjúklinga, alls 400 ml 14 3. Uppistöðuvatn af þaki kjúklingabúsins 286 í 4. Skolvatn af ryki, safnað úr loftopi á vegg kjúkl- ingabúsins, 0,584 g af. ryki hrært út í 50, ml vatni 0,98 í flúormagn í rykinu miðað við þurrefni 84,00 “í X. Stefnandi hefur lagt áherslu á að staðla um hættumörk flúors í fóðri, lofti og vatni megi ekki túlka svo að allir þessir þrír þættir megi vera við leyft hámark. Þvert á móti sé fram komið, og vitnar stefndi þar um til 103 ritgerðar J.L. Shupe og fl., sem lögð hefur verið fram í málinu, að staðlar um hvern þessara þriggja þátta séu við það miðaðir að hinir tveir innihaldi ekki merkjanlegt magn af flúor. (dskj. 69, athugasemd þar við töflu 4). Fóðurblanda sú, sem ungunum var gefin, hafi verið venjuleg og viðurkennd markaðsvara og notuð á öðrum kjúklingabúum án þess að flúorinnihald hennar, sem verið hafi um helmingur þess sem ungar þoldu daglega, kæmi að sök. Það hafi verið það viðbótarmagn flúors sem ungarnir fengu með lofti, og e.t.v. einnig drykkjarvatni, sem flúoreitrun olli. Auk þess verði á það að líta að markgildi hættumarka flúors í vatni séu aðeins brot af markgildi hættumarka í þurrfóðri. Hvað loft snertir séu áhrif á öndunar- færi og aukaverkanir því samfara háskalegri en sjálf flúorupptakan. Í því sambandi beri að hafa í huga fleiri eiturefni frá verksmiðjunni en flúor, þ.á m. brennisteinssambönd. Stefndi telur á hinn bóginn að með gögnum þeim, sem að framan eru rakin, sé sannað að flúormengun frá álverinu haf: ekki getað verið orsök vanhaldanna. Til glöggvunar um þetta efni hefur stefndi lagt fram saman- tekt í formi samanburðartaflna með skýringum, er hljóðar svo: „Í skýrslu Dr. E. Moser og Dr. W. Oelschláger, júlí 1980, „The Compatibility Limit of Fluoride intake in Poultry““, bls. 10, kemur fram eftirfarandi tafla: Þungaþróun, fóður- og vatnsnotkun „„Jung-holdakjúklinga““. Aldur í Meðalþungi Fóðurnotkun á Vatnsnotkun á vikum kjúklinga í dag í dag í g g ml 1 118 15 30 2 305 36 50 3 508 43 70 4 760 61 90 5 1045 80 100 6 1340 105 115 7 1633 112 120 8 1930 118 135 Út frá daglegri fóðurþörf kjúklinganna og miðað við að F-markgildið í fóðri sé 150 ppm (150 mg í kg af fóðri) er reiknað út flúormagnið sem ofannefndir kjúklingar mega neyta sér að skaðlausu: 104 Aldur í Meðalþungi Fóðurþörf Skaðlaus vikum kjúklinga í dagleg flúorneysla g 8 mg 1 118 15 2 305 36 5,40 3 508 43 6,45 4 760 61 9,15 5 1045 80 12,00 6 1340 105 15,75 7 1633 112 16,80 8 1930 118 17,70 F-inntaka gegnum fóður Samkvæmt efnagreiningum Harðar Þormar (dómsk. 55, fylgiskjali VIII, bls. 2) var meðaltal af byrjunarfóðri 87 ppm en af vaxtafóðri 77,5 ppm. Samkvæmt dómskjali 67 fengu kjúklingarnir 1 hluta byrjunarfóðurs á móti 3,4 hlutum vaxtafóðurs. Meðal flúorinnihald fóðursins, sem kjúklingarnir á Straumi hefðu neytt (að öðru óbreyttu) frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur 10. apríl 1981, væri því 79,7 ppm. Samkvæmt dómskjali 67 er augljóst að fóðrið 1976-77 var lítið eitt flúorríkara eða hefur innihaldið ca. 96 ppm af flúor. Flúorinntakan í gegnum fóður reiknast því eins og tafla III sýnir. Tafla III Dagleg flúorneysla kjúklinga í gegnum fóður Aldur Meðalþungi F-neysla kjúklinga samkvæmt fóðursamsetningu vikur kjúklinga g 1981 1976-77 mg mg 1 1.19 1.44 2 305 2.86 3.46 3 508 #.3.43 4.13 4 760 4.86 5.86 5 1045 6.37 7.68 6 1340 8.36 10.08 7 1633 8.92 10.75 8 1930 9.40 11.33 105 Jafnvel á árunum 1976-77 fengu kjúklingarnir því í gegnum ómengað fóður aðeins %4 hluta þess flúors sem þeir máttu neyta sér að skaðlausu. Þegar þess er gætt að F-markgildið er miðað við NaF sem er tvöfalt virkara en flúorinn í efnasamböndum fóðursins er augljóst að flúorinn í fóðri einu gat aldrei valdið flúorsýki. Samt er flúorinn í fóðri nær eini flúorinn sem kjúklingarnir fengu eins og eftirfarandi útreikningar sýna. Flúorinntaka gengum öndun Eftirfarandi útreikningar sýna hugsanleg áhrif flúors í lofti. Gert er ráð fyrir að skepnan taki allan flúorinn úr loftinu sem hún andar að sér svo þetta eru hámarksgildi. Í ofannefndri skýrslu Dr. E. Moser og Dr. W. Öelschláger, júlí 1980 á blaðsíðu 13 (Tafla 7) er eftirfarandi tafla, sem sýnir öndunarrúm- mál kjúklinga á dag. Tafla IV Dagleg inntaka alihænsna af flúor í gegnum öndun af lofti sem inniheldur 0.1 mg F/m? Alifugl Öndunarrúmmál | F-inntaka í gegnum á dag andrúmsloftið á dag m? mg Mastkúken (118 g KG) 0.1 0.01 Broiler (Brathháhnchen, 1045 g KG) 0.7 0.07 Broiler (Poularde 1903 g KG) 1.4 0.14 Tafla V Dagleg flúorinntaka kjúklinga í gegnum öndun af lofti sem inniheldur 0.1 mg F, 0.016 mg F, O.0033 mg F og 0.0017 mg F í m? Aldur Meðalþungi Skaðlaus Andrúmsloft með (mg F/m?) vikur kjúklinga flúorneysla 0.1 0.016 0.0033 0.0017 g mg/dag Inntaka á sólarhring í % (g) af skaðlausri flúroneyslu Yo (2) % (2) Yo (8) % (8) 1 118 2.25 |0.44 (10.0) |0.07 ( 1.6) 0.015 (0.3) |0.008(0.17) 5 1045 12.00 |0.58 (70.0) {0.09(11.2) |0.019 (2.3) |0.010(1.2) 106 Bent er sérstaklega á að 0.1 mg F/m? er hærra en hæsta gildi sem mælst hefur utan veggja verksmiðjunnar en hæsta gildið (0.094 mg F/m?) mælt af Herði Þormar sker sig út úr öðrum mælingum. Í næsta dálki er reiknað með 0.016 mg F/m? í lofti en það eru hæstu gildi (af heildar Flúor/ryk og HF) sem mælst hafa í mestri mengun (dómsk. 35, tafla 1, bls. 5, sjá líka vindrósir, dómsk. 74 og 76) sem hægt var að mæla við. (Dómsk. 34, bls. 2.) Hugsanlega gæti slík mengun verið á Straumi í skamman tíma. Í þriðja dálknum er reiknað með mestri mengun sem mælst hefur á Straumi (Dómsk. 37, tafla 1, bls. 3) og eru þá flúoráhrifin hverfandi (0.015 - 0.019% af því flúormagni sem talið er skaðlaust miðað við 150 ppm í fóðri. Slíkri mengun má búast við í logni eða mjög hægri golu í átt að Straumi. Í síðasta dálknum er meðaltal af heildarflúori (ryk HF) sem mældist (Dómsk. 68) á ÍSAL svæði á milli verksmiðjunnar og Straums. Með allri sanngirni má ætla að flúormagnið þynnist og minnki á leiðinni frá verksmiðjunni að Straumi svo F-mengunin í lofti er örugglega minni á Straumi en 0.0017 mg/m?. Síðasta gildið nálgast mjög það flúormagn sem getur oft mælst í ómeng- uðu lofti (hafgolu). F-inntaka gegnum vatn Tafla VI Áhrif drykkjarvatns á kjúklinga, innihaldi vatnið 0.07, 0.12, 0.40 og 1.4 mg F/1 Flúorinnihald vatnsins í mg/l Aldur |Vatns- 0.07 0.12 0.40 1.4 vikur hotkun og samsvarandi flúorinntaka kjúklinga (í sviga % af skaðlausri neyslu) ml/dag g ("o) g ("o) g (") g ("%) 30 2.1 (0.093) 3.6 (0.16) 12 (0.53) 42 (1.82) 50 3.5 (0.06) 6.0 (0.11) 20 (0.37) 70 (1.30) 70 4.9 (0.07) 8.4 (0.13) 28 (0.43) 98 (1.52) 90 6.3 (0.07) 10.8 (0.12) 36 (0.39) 126 (1.38) 100 7.0 (0.06) 12.0 (0.10) 40 (0.33) 140 (1.17) 115 8.0 (0.05) 13.8 (0.09) 46 (0.29) 161 (1.02) 120 8.4 (0.05) 14.4 (0.09) 48 (0.29) 168 (1.00) 135 9.5 (0.05) 16.2 (0.09) 54 (0.30) 189 (1.07) 0 1 107 Þessi flúorstyrkur vatnsins er valinn með tilliti til eftirfarandi atriða: — 0.07 mgF/1 Straumsvíkurvatn ómengað en gert er ráð fyrir að vatnið á Straumi sé líkt því. — 0.12 mg F/1 Ómengað Óttarstaðavatn (Dómsk. 55 og 58). — ' 0.40 mg F/1 Hefðu kjúklingarnir neytt mengaðs vatns, sem staðið hefur 6 mánuð í Straumsbúinu (Dómsk. 58). — 1.40 mg F/1, Í dómskjali 58 er talað :um skolvatn, 400 ml, af brynningartækjum sem sennilega hafa staðið í fjögur ár (1460 daga) og safnað ryki. Í dálknum er flúorinn- taka kjúklinga sem neyttu einungis slíks vatns og einskis annars. Þetta í tveimur síðustu dálkunum er aðeins reiknað til að sýna hvað fjar- stæðukennt það er, að flúormengun vatns hafi valdið dauða kjúlinganna. Flatarmál brynningartækisins er ca. 0.05 m? en það jafngildir að til þess að fá daglega 400 ml af vatni, en það fullnægir daglegum vatnsþörfum 13—14 kjúklinga (118 g), þyrfti að skola rykið af um 70 m? á dag. Og samt fengju kjúklingarnir þannig óverulegt F-magn.(1,0 - 1,8% af því sem þeir mættu neyta sér að skaðlausu.) Í dómskjali 64 er líka ryki safnað saman úr loftopi og hrært upp í 50 ml af vatni en það fullnægir vatnsþörf 1) kjúklings (118 g) yfir einn dag. Flúormagnið í þessu ryki mældist 84 ppm. Borið saman við jarðvegsefna- greiningar ómengaðs jarðvegs (dómsk. 28, Soil Analysins) en hann mældist innihalda frá 204-338 ppm F, má ætla að rykið á Straumi sé sérlega flúor- snautt, enda sennilega mestallt ekki frá álverinu. En væntanlega þurftu kjúklingarnir ekki að lifa á íslenskum jarðvegi til þess að flúorinntaka þeirra næði skaðsemdarmörkum. Ekki sýndu þessar tilraunir með ryki, hvaðan flúorinn kom, hvort hann var frá ISAL eða frá íslenskum jarðvegi, en hvort heldur var, flúormagnið sem kjúklingarnir gátu neytt þannig í gegnum vatn var óverulegt. Niðurstaða Þannig reiknast að flúorinntaka kjúklinga á Straumi er óveruleg í gegn- um ryk, loft og vatn, jafnvel þótt reiknað sé með óeðlilega mikilli mengun þar.“ Álit réttarins: Kjúklingarnir í Straumi voru alltaf á húsi og neyttu einskis heimafengins jarðargróða. Fæða þeirra var eingöngu fóðurblanda frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur. Vatn það er kjúklingunum var brynnt með var leitt úr borholu ofan Reykjanesbrautar og óumdeilt er að flúorinnihald þess, er það kom í brynningartækin í hænsnahúsinu, var mjög lítið eða 0,07 til 0,12 mg/l, 108 sem er langt innan við hættumörk. Niðurstöður tilraunar, sem gerð var til þess að kanna hvort drykkjarvatnið kynni að hafa flúormengast í brynn- ingartækjum í hænsnahúsinu frá lofttegundum eða flúorryki, benda ekki til þess að sá möguleiki sé raunhæfur. Þótt gert væri ráð fyrir að flúorupp- taka vatnsins væri við efri skekkjumörk umræddrar tilraunar hefði vatnið er kjúklingarnir neyttu verið langt innan hættumarka og ekki flúorríkara en algengt er um drykkjarvatn. Kemur þá að því hvort orsaka fyrir vanhöldum á umræddum kjúklingum sé að leita í skaðlegri loftmengun frá álveri stefnda. Álverið var rekið með 75 þús tonna ársframleiðslu árin 1972-1980 og ekkert sem gefur til kynna að mengun frá því hafi breyst á því tímabili. Kjúklingabú var rekið í Straumi frá 1969 til miðs árs 1977 og því er ekki haldið fram að stórfelldra kjúklingavanhalda hafi gætt í Straumi fyrr en á árinu 1976. Mælt er með af hálfu stjórnvalda hérlendis og víðast í nágrannalöndum að flúormengun á vinnustöðum fari ekki yfir 2,5 mg/m, eigi yfir 0,025 mg/m? þar sem fólk hefur búsetu eða dvelur af öðrum ástæðum langdvöl- um, og eigi yfir 0,002 mg/m? ef vernda á gróður. Þannig telst áhættulaus flúormengun þar sem fólk býr aðeins vera 1/100 hluti þess sem viðunandi telst á vinnustað og gróður getur orðið fyrir skaðvænum áhrifum þótt mengun sé aðeins um 1/12 hluti þess sem áhættulaust er talið fyrir íbúa á viðkomandi svæði. Leggja verður til grundvallar að sú flúormengun lofts, sem örugglega er óskaðleg fyrir fólk, sé örugglega óskaðleg fyrir kjúklinga, þ.e. 0.025 mg/m?*. Ef treysta má mælingum þeim á loftmengun sem fram fóru í nágrenni álversins og raktar eru í kafla VII hér að framan, var flúormengun lofts í nánd við álverið að jafmaði vel undir síðastgreindum skaðleysismörkum (minna en 0.025 mg/m) og með tilliti til þess svo og þess sem upplýst er um ríkjandi vindáttir og aðrar veðurfarsaðstæður virðist útilokað að meng- unar hafi gætt í Straumi í þeim mæli að um umtalsverða flúorupptöku umræddra kjúklinga úr andrúmslofti hafi verið að ræða. Mæling Rannsóknastofnunar Iðnaðarins 1977 á flúor í beinösku $ kjúkl- inga frá búi stefnanda í Straumi sýndi 1320 ppm, 1610 ppm, 1730 ppm, 1760 ppm og 2260 ppm, meðaiflúorgildi 1736 ppm. Mæling er framkvæmd var samtímis á beinösku 5 kjúklinga frá Móum sýndi meðalgildi 1206 ppm — hæsta 1290 ppm. lægst 1070 ppm. Mæling dr. Krooks prófessors við Cornellháskóla á beinösku tveggja kjúklinga frá Straumi sýndi 1900 ppm, 1500 ppm, 1300 ppm og 1050 ppm. Mæling Iðntæknistofnunar Íslands 1981 á flúor í beinðsku 24 heilbrigðra kjúklinga frá fjórum hænsnabúum hér- lendis, fjarri álverinu, sýndi meðalgildið 991 ppm, en í þeirri rannsókn voru fjögur hæstu gildin 1826 ppm, 1796 ppm, 1396 ppm og 1322 ppm. 109 Mælingar þessar sýna að flúorgildi í beinösku umræddra kjúklinga frá Straumi voru ekki hærri en þekkist í heilbrigðum kjúklingum. Þau liggja á efri hluta skalans en skera sig ekki ótvírætt úr. Vísbending er einnig að prófessor Krook greindi ekki í líffræðilegum atriðum mun á kjúklingi sem mældist með 1050 og 1300 ppm í beinösku og kjúklingi sem mældist með 1500 og 1900 ppm í beinösku. Með vísan til þessa verður ekki talið að með beinöskumælingum hafi verið sýnt frammá að kjúklingar stefnanda hafi haft skaðvænt magn af flúor í beinum sínum. Er sú ályktun studd erlendum rannsóknarniður- stöðum. Svo sem rakið er í kafla IV hér að framan taldi prófessor Krook að þeir tveir kjúklingar frá búinu að Straumi, sem hann rannsakaði, hefðu orðið fyrir langvinnri flúoreitrun. Á grundvelli þeirra gagna er fyrir liggja í máli þessu — sem hinir sérfróðu meðdómendur hafa metið, m.a. með hliðsjón af því er þeir sáu með eigin augum við vettvangsgöngur dómenda, en gengið var á vettvang bæði er krufningar þær er greinir í skýrslu Rannsóknastofu Háskólans fóru fram svo og þegar skoðun sýna með tækjum þeim, er lýst er í sömu skýrslu fóru, þ.á m. sýna þeirra er prófessor Krook úbjó og byggir niðurstöður sínar á — þá er það álit hinna sérfróðu meðdómsmanna, að allar þær líffræðilegu breytingar eða frávik, er samkvæmt rannsóknar- skýrslum hafa verið greindar í umræddum kjúklingum stefnanda, verði að teljast ósérhæfðar og geri hvorki að sanna af né á að þeir hafi verið haldnir flúoreitrun. Ekki hafa verið leiddar að því nægar líkur í málinu að brennisteins- tvíoxíð, sem samkvæmt mælingum var að jafnaði vel undir hættumörkum (þau eru talin 0,06 mg/m“), eða önnur eiturefni hafi valdið kjúklingadauð- anum, ein sér eða með samvirkni. Samkvæmt framansögðu verður þannig ekki talið, að sýnt hafi verið frammá með líffræðilegum rannsóknum, flúormælingum á beinösku, rann- sóknum á umhverfisaðstæðum né öðrum gögnum sem fram hafa verið færð í málinu, að vanhöld á kjúklingabúi stefnanda hafi verið afleiðing eða sennileg afleiðing af álversrekstri stefnda. Þegar af þessum ástæðum verður stefndi sýknaður af dómkröfum stefn- anda í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarlaun skipaðs talsmanns stefnanda, Hafsteins Baldvinssonar hrl., kr. 60.000, greiðist úr ríkissjóði svo og annar kostnaður við rekstur málsins, kr. 24.118. Dóm þennan kvað upp Már Pétursson héraðsdómari, ásamt meðdóms- mönnunum prófessor Jóhanni Axelssyni, doktor í lífeðlisfræði og doktor í.lyfjafræði,:og Þorvaldi Veigari Guðmundssyni, doktor í meinefnafræði. 110 Dómsorð: Stefndi, Íslenska Álfélagið h.f., á að vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Guðmundar Jónassonar. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarlaun skipaðs talsmanns stefnanda, Hafsteins Baldvins- sonar hrl., kr. 60.000, greiðist úr ríkissjóði svo og annar kostnaður stefnanda við rekstur málsins kr. 24.118,-. Þriðjudaginn 28. janúar 1986. Nr. 67/1983. Kristinn Sveinsson og Sigurjón Ragnarsson (Hafsteinn Baldvinsson hrl.) gegn Íslenska Álfélaginu h.f. (Guðmundur Pétursson hrl.) Skaðabætur utan samninga. Grennd. Orsakatengsl. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir, Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefndu 23. mars 1983. Þeir gera þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða þeim skaðabætur að fjárhæð 452.707,00 krónur auk 139 ársvaxta af fjárhæðinni frá 1. júlí 1977 til 21. nóvember 1977, 16% ársvaxta frá þeim degi til 21. febrúar 1978, 19% ársvaxta frá þeim degi til 1. júní 1979, 22% ársvaxta frá þeim degi til 1. september 1979, 27%0 ársvaxta frá þeim degi til 1. desember 1979, 31% árs- vaxta frá þeim degi til 1. apríl 1980, 43,5% ársvaxta frá þeim degi til 1. júní 1980, 46%0 ársvaxta frá þeim degi til 1. mars 1981, 4290 ársvaxta frá þeim degi til 1. júní 1981, 39% ársvaxta frá þeim degi til 1. nóv. 1982, 47% ársvaxta frá þeim degi til 21. september 1983, 39% ársvaxta frá þeim degi til21. október 1983, 3690 ársvaxta frá 111 þeim degi til 21. nóvember 1983, 32% ársvaxta frá þeim degi til 31. desember 1983, 25% ársvaxta frá þeim degi til 21. janúar 1984, 19% ársvaxta frá þeim degi til 13. ágúst 1984, 24% ársvaxta frá þeim degi til.27. ágúst 1984, 25% ársvaxta frá þeim degi til 18. sept- ember 1984, 25,5% ársvaxta frá þeim degi til 11. október 1984, 2690 ársvaxta frá þeim degi til 25. október 1984, 27,5% ársvaxta frá þeim degi til 1. janúar 1985, 34% ársvaxta frá þeim degi til 21. janúar 1985, 37% ársvaxta frá þeim degi til 11. maí 1985, 35%0 ársvaxta frá þeim degi til 21. ágúst 1985, en með hæstu lögleyfðu innláns- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málkostnaðar fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur vísaði frá dómi kröfugerð áfrýjenda um bætur vegna afnotamissis íbúðarhúss og annars þess tjóns, er telja mætti eðlilega afleiðingu af því að föst búseta fólks í Straumi lagðist af, þar eða sá þáttur stefnukröfu væri eigi sérgreindur. Eftir uppsögu héraðsdóms hafa áfrýjendur óskað eftir því við hina dómkvöddu matsmenn, þá er greinir í hinum áfrýjaða dómi, að þeir láti í té álit sitt á því, hvort unnt sé að sundurgreina matslið 1. í matsgerðinni, þannig að upplýst verði, hvernig matsfjárhæðin kr. 188.117,00 skiptist annars vegar í tapaðar leigutekjur fyrir íbúðarhúsið og hins vegar fyrir önnur mannvirki. Í bréfi hinna dómkvöddu matsmanna, dags. 4. janúar 1986, telja þeir, að matsfjárhæðin undir matslið 1, um tapaðar leigutekjur, eigi að skiptast þannig: Eftir íbúðarhús ............0.0...0..000.... kr, 86.363,00 Eftir önnur mannvirki ..................... kr. 101.754,00 kr. 188.117,00 Fyrir Hæstarétti hefur lögmaður áfrýjenda fallið frá kröfugerð á hendur stefnda vegna afnotamissis íbúðarhússins. Þykir því eins og hér hagar til eigi bera nauðsyn til að ómerkja hinn áfrýjaða dóm sjálfkrafa og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms að nýju vegna þess galla á málsmeðferðinni að héraðsdómur dæmdi í sama dóminum málið að hluta að efni til og vísaði hluta þess frá dómi, sbr. 108. gr. 2. mgr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. 112 Svo sem áfrýjendur hafa lagt málið fyrir Hæstarétt samkvæmt framansögðu verður við það að miða að þeir sæki stefnda um skaðabætur fyrir tjón er þeir hafi beðið af því að búrekstur lagðist af í Straumi eftir að leigutaki þeirra, Guðmundur Jónasson, fargaði kjúklingabústofni sínum um mitt ár 1977. Ekki þykir nægilega leitt í ljós að orsök þeirra vanhalda sem urðu í kjúklingabústofni Guðmundar Jónassonar og síðan leiddu til þess að hann fargaði bústofninum og búrekstur lagist af í Straumi hafi verið skaðleg mengun frá álveri stefnda. Með þessum athugasemdum, en að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms, þykir rétt að staðfesta sýknu- og málskostnaðarákvæði hans. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Stefndi, Íslenska Álfélagið h.f., á að vera sýkn af dómkröf- um áfrýjanda, Kristins Sveinssonar og Sigurjóns Ragnars- sonar. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 9. janúar 1983. I; Mál þetta, sem dómtekið var hinn 9. desember 1982, var höfðað með stefnu birtri hinn 1. apríl 1980. Stefnendur eru þeir Kristinn Sveinsson, Hólastekk 5, Reykjavík, og Sigurjón Ragnarsson, Blikanesi 13, Garða- kaupstað. Stefndi er Íslenska Álfélagið h.f., Staumsvík við Hafnarfjörð. Dómkröfur stefnenda eru þær að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnendum skaðabætur að fjárhæð kr. 539.070.-, auk vaxta sem hér segir: 13% ársvaxta af fjárhæðinni frá 1. júlí 1977 til 21. nóv. 1977, en 16% ársvaxa frá þeim degi til 21. febrúar 1978, 19% ársvaxta frá þeim degi til 1. júní 1979, 22% ársvaxta frá þeim degi til 15. júní 1979, 34,5% ársvaxta frá þeim degi til 1. sept. 1979, 39,5% ársvaxta frá þeim degi til 1. des. 1979, 43,5%0 ársvaxta frá þeim degi til birtingardags stefnu en dómvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að fjárhæð kr. 77.552,- samkvæmt fram- lögðum málskostnaðarreikningi. 113 Af hálfu stefnda er krafist sýknu af öllum kröfum stefnenda og máls- kostnaðar að skaðlausu úr hendi þeirra. II. Eigendur býlisins Straums við Hafnarfjörð, þeir Kristinn Sveinsson og Sigurjón Ragnarsson, ráku svínabú í Straumi og höfðu rekið um árabil þegar samningi um álbræðslu við Straumsvík, dags. 28. mars 1966, var veitt lagagildi með lögum nr. 76 frá 13. maí 1966. Svínabúið ráku þeir til ársins 1968, er þeir förguðu svínunum og 1969 tóku þeir að ala upp kjúklinga. Kjúklingabúið ráku þeir til áramóta 1975—1976,, en.hinn 3. janúar 1976 gerðu stefnendur samning við Guðmund Jónasson, Breiðvangi 2 í Hafnar- firði, þess efnis, að Guðmundur tók á leigu öll jarðarhús, tæki og-aðstöðu gegn leigugjaldi að fjárhæð gkr. 90.000,- á mánuði. Leigan skyldi miðast við byggingavísitölu og endurskoðast í janúar ár hvert. Bústofninn, þ.e. kjúklinga í uppeldi, keypti Guðmundur fyrir kostnaðarverð fundið með tilteknum hætti. Í samningnum er kveðið svo á að leigutaki geti sagt honum upp með 6 mánaða fyrirvara en þá skuli hann gefa leigusölum „kost á að taka við búinu. í rekstri á sama hátt og hann gerir nú og skulu þá verð- mæti bústofnsins reiknuð á sama hátt og nú er gert.““ Guðmundur rak kjúklingabú í eitt og hálft ár, þ.e. til júníloka 1977. Á þeim tíma sem hann rak búið varð hann fyrir stórfelldum vanhöldum á kjúklingum eða um 54%, en óeðlilegt er talið ef vanhöld á kjúklingabúum fara yfir 10%. Er vanhöldin reyndust svo þrálát taldi hann rekstrargrund- völl ekki vera fyrir hendi, enda verulegt tap á rekstrinum, og fargaði kjúkl- ingstofninum. Þar eð. Guðmundur taldi vanhöldin stafa af mengun frá álveri Íslenska Álfélagsins h.f. höfðaði hann skaðabótamál á hendur því: til heimtu bóta vegna afurðatjóns. Hefur það mál verið rekið samhliða máli þessu og var dómur kveðinn upp í því í dag. Í þeim dómi var stefndi sýkn- aður. Á fundi sínum hinn 22. mars 1977 gerði heilbrigðisráð Hafnarfjarðar svofellda samþykkt: „„Heilbrigðisráð Hafnarfjarðar mælir eindregið gegn því að frekari búseta í nánd við álverið í Straumsvík sé.leyfð.““ Harðarhús í Straumi, þ. á m. íbúðarhús, eru í um 900 m fjarlægð frá álveri stefnda. Fram kemur í fundargerð umrædds fundar heilbrigðisráðs, en fundarefnið var álverið í Straumsvík, að rök ráðsins fyrir samþykktinni voru þau að búseta fólks í nánd við álverið kynni að vera varhugaverð sakir loftmeng- unar frá því. Meginmálsástæður stefnenda eru þær að þeir hafi af framangreindum ástæðum, sem stefndi beri ábyrgð á, ekki getað nýtt sér eignir sínar í Straumi til búrekstrar og búsetu og þannig orðið fyrir tjóni er nemi hinni umstefndu fjárhæð. 114 111. Dómkröfur sínar sundurliða stefnendur svo að þær séu tjón vegna: 1. Að hafa ekki getað nytjað mannvirki á landinu svo sem þeir áður gerðu með rekstri kjúklingabús .......... kr. 1898.117,- 2. Að hafa þurft að leggja niður rekstur kjúklingabúsins. — 208.653,- 3. Tjón á mannvirkjum sem hlotist hefur af því að engin búseta hefur verið á jörðinni síðan 1977 ........... — 142.300,- Samtals kr. 539.070,- Framangreindar fjárhæðir eru að undanteknum kr. 50.000,-, niðurstöður mats dómkvaddra matsmanna, þeirra Gunnars Hólmsteinssonar viðskipta- fræðings og Ólafs Pálssonar húsasmíðameistara. Matsgerð þeirra er dagsett hinn 12. febrúar 1982, en allar matsfjárhæðir miðast við 31. desember 1981 Verður nú efni matsgerðar nánar rakið: Matsliður 1, tjón af því að hafa ekki getað nytjað mannvirki á landi jarðarinnar kr. 188.177,-, er einfaldlega leigufjárhæð sú er Guðmundur Jónasson hefði greitt fyrir tímabilið 1. júlí 1977 til 31. desember 1981, samkvæmt leigusamningi sínum, hefði hann ekki verið leystur frá honum. Matsmenn benda á að eðlilegt sé að vaxtareikna leigugreiðslur hverja um sig frá gjalddaga. Matsliður 2, tjón af því að hafa þurft að leggja niður rekstur kjúklinga- bús er svo skýrður í matsgerð: „Áhöld, matsfjárhæði lait. A kr. 12.883 Í ársreikningi Straumsvíkurbúsins fyrir árið 1975 er að finna skrá yfir vélar og áhöld, sem að frátöldum gömlum afskrif- uðum áhöldum eru skráð á kostnaðarverði, samtals gkr. 663.512. Kostnaðarverð þetta er á mismunandi verðgildi áranna 1970— 1974. Samkvæmt ársreikningnum hafa þessi kostnaðarverð verið afskrifuð með hámarksafskrift gildandi skattalaga, 12,5%0. Í mati því, sem hér er framkvæmt, er gefin sú forsenda að líftími þessara eigna sé 10 ár og þær afskrifist hlutfallslega ár hvert á meðan búið var í rekstri og bætur eru metnar, þ.e. til ársloka 1981. Eftirstöðvar þess . kostnaðarverðs, sem þá verður eftir, eru framreiknaðar með stuðli kaupárs (meðaltalshækkun byggingavísitölu á milli ára) til ársbyrjunar 1981 og síðan með hækkun sömu vísi- tölu til ársloka 1981. Hreinsun, frágangur, matsfjárhæð................0.... kr. 4.800 Matsmenn telja að eigendur jarðarinnar hafi við það að 115 leggja niður búið, borið kostnað af því að hreinsa, þrífa og fjarlægja allt, sem skemmdum gæti valdið. Gengið var þannig frá mannvirkjum að þau varðveittust sem best. Varsla, eftirlit, matsfjárhæð ...............0....0.... Vegna þess að ekki var búseta á jörðinni, er talið rétt að meta kostnað við vörslu og eftirlit mannvirkja. Þessa þjón- ustu hefði leigutaki innt af hendi, ef honum hefði verið það unnt. Umbúðir, matsfjárhæð ..........0.....00.00 00. Við vettvangskönnun var gerð talning á umbúðum í Straumsvíkurbúinu, sem eigendur óskuðu að teknar væru til mats. Verðlagning er miðuð við svipaðar umbúðir á verðlagi síðari hluta árs 1981, skv. upplýsingum framleið- enda. 78 ks. x 225 öskjur, áprentaðar með litmyndum. 3 litir: 17.550 öskjur á 1.50 samtals kr. 26.325 Plastpokar, áprentaðir 17.550 stk. á 0.25 — 4.385 kr. 30.710 Stöðvun rekstrar, matsfjárhæð ........................ Við stöðvun rekstrar kjúklingabús er eðlilegur rekstrar- hringur rofinn. Tíma tekur að ala upp kjúklinga og finna afurðum markað að nýju. Verður þetta allt mun dýrara en þegar bú er í órofnum rekstri. Ennfremur tekur tíma að koma mannvirkjum og aðstöðu í rekstrarhæft ástand að nýju eftir slíka rekstrarstöðvun. Bætur fyrir þetta eru ætlaðar sem svarar 6 mánaða leigu- tekjum á verðlagi desember 1981. Markaðstap, Ómetið .............0000.%0.0lnn er Það er ljóst að Straumsvíkurbúið hafði byggt upp markað fyrir afurðir sínar og aflað traustra viskiptasambanda. Það verður að líta svo á, að afnot af þessum markaði felist í leigusamningi um búið og eigendur njóti arðs af honum á meðan þeir höfðu tekjur skv. samningnum eða fá bætur fyrir hann. En þegar framleiðslu er hætt og markaðinum er ekki lengur kr. kr. kr. kr. 66.900 30.710 43.360 116 þjónað er opnuð leið fyrir aðra framleiðendur í auknum mæli. Ef og þegar rekstur verður hafinn að nýju eru mark- aðsaðstæður allt aðrar en hefðu verið, ef búið. hefði verið í stöðugum rekstri. Það er skoðun matsmanna, að eigendum jarðarinnar beri bætur fyrir tap á þessum markaði, en vegna skorts á upplýs- ingum og haldgóðri viðmiðun treysta þeir sér ekki til að meta þá fjárhæð. Matsliður 2, samt. kr. 158.653.““ Liðinn markaðstap vill stefnandi áætla kr. 50.000 og er þá kominn liður 2 í sundurliðun stefnukrafna, þ.e. kr. 158.653,- t 50.000 = kr. 208.653,-. Matsliður 3, tjón á mannvirkjum sem hlotist hefur af því að engin búseta hefur verið á jörðinni, er svo skýrður í matsgerð: „Upplýst var að eigendur hafa haldið uppi eftirliti með mannvirkjum eftir föngum og m.a. gangsett rafstöð, sem er á staðnum, reglulega. Tekist hefur að halda útihúsum í allgóðu horfi, en íbúðar- hús er illa farið vegna þess að þar hefur enginn búið og húsið því ekki hitað. Ljóst er að bæði íbúðarhús og útihús hafa verið vel þrifin og viðskilnaður góður þegar búrekstur lagðist niður. Niðurstöður í mati þessu eru við það miðaðar að koma íbúðarhúsi og útihúsum í nothæft ástand, eins og þau voru þegar búskapur lagðist niður. Til þess að gera íbúðarhúsið íbúðarhæft að nýju er talið nauðsynlegt að endurnýja allar þiljur rishæðar, skipta um gólfdúka og mála húsið í hólf og gólf að innan, matsfjárhæð ............0.0..00..... kr. 95.000 Yfirfara og lagfæra hita- og raflögn íbúðarhúss, matsfjár- hÆð 2 am ein nm ess fur anna arði DR SURR ERR AÐA EN Jú Fjósið kr. 4.000 Til þess að gera útihúsin nothæf að nýju til reksturs kjúkl- ingabús í því formi, sem það var rekið, er talið nauðsynlegt að hreinsa veggi og loft og mála að nýju, auk nokkurra viðgerða á sláturhúsi, og að yfirfara raflögn og pípulögn, matsfjárhæð ..........000.00. ene ennta kr. 33.800 117 Aðföng efnis, akstur, hreinsa og rífa ónýtt efni, matsfjár- hæða a að Að kr. 9.500 Matsliður 3, alls kr. 142.300.“ IV. Þá málsástæðu að mengun frá álveri stefnda hafi leitt til stöðvunar bú- rekstrar byggir stefnandi í fyrsta lagi á því að við rannsókn á beinösku S vanþrifakjúklinga frá Straumi, er Rannsóknastofnun Iðnaðarins fram- kvæmdi vorið 1977 greindist 44% hærra flúorgildi en í 5 kjúklingum frá Móum á Kjalarnesi er rannsakaðir voru til samanburðar, en þeir voru úr sömu útungun og höfðu verið fóðraðir á samskonar fóðurblöndu, í öðru lagi á því að við vefjameinafræðilega rannsókn, er fór fram við Cornellhá- skóla í Bandaríkjunum á tveim kjúklingum frá Straumi, greindust einkenni sem Í rannsóknarskýrslunni er ákveðið fullyrt að séu einkenni langvinnar flúoreitrunar og loks á því að við rannsókn sem fram fór við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum á 15 kjúklingum frá Straumi, er drepist höfðu og 10 vanþrifakjúklingum er slátrað var, fundust engir þekktir hænsnasjúkdómar. Þannig telur stefnandi sannað með beinðskumælingum og líffræðilegum rannsóknum, að kjúklingarnir hafi verið haldnir flúoreitr- un og jafnframt að aðrar ástæður en mengun frá álverinu séu útilokaðar. Bendir stefnandi á að samkvæmt mælingum var flúormengun í nánd við álverið iðulega yfir mengunarstöðlum vegna gróðurverndar, 0,002 mg F/m? og til er mæling í nánd við álverið er sýndi 0,094 mg F/m?, sem er nær fjórfalt það sem miðað er við sem mengunarmörk vegna heilsuverndar almennings miðað við norskan staðal sem gefur upp markgildið 0,025 fyrir langdvalir. Svipað komi fram þegar hugað sé að brennisteinstvíoxíði, staðall gefi upp 0,06 mg/m? fyrir langdvalir en mælst hafi gildin 0,07. Allur vafi um þetta efni eigi að teljast stefnda í óhag þar sem stefndi hafi gersam- lega vanrækt allar mengunarvarnir. Ályktun heilbrigðisráðs Hafnarfjarðar hafi í raun verið bann við búsetu í Straumi. Sú ályktun hafi verið rökrétt afleiðing af starfsemi stefnda og beri stefnda að bæta það tjón sem stefnandi varð fyrir vegna þess að hann fór eftir umræddum fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda. Helstu málsástæður stefnda eru þær, í fyrsta lagi að stefndi sé undanþeg- inn ábyrgð skv. ákvæðum 12. gr. samnings um álbræðsluna í Straumsvík, sem veitt var lagagildi með lögum nr. 76/1966, í öðru lagi að orsakasam- band sé ekki fyrir hendi milli starfsemi stefnda og þess að búrekstur og búseta lagðist niður í Straumi og í þriðja lagi að ályktun heilbrigðisráðs Hafnarfjarðar frá 22. mars 1977 sé byggð á röngum forsendum og stefnda með öllu óviðkomandi. Loks mótmælir stefndi kröfugerð stefnenda sem tölulega alltof hárri. 118 Að því er varðar 12. gr álsamningsins þá telur stefndi í fyrsta lagi að ákvæðið verði að skýra svo að búskapur og garðyrkja sé jafnan undanskilin ábyrgð og Í öðru lagi að kjúklingabúskapur sá, er lagðist niður í Straumi 1977, hafi ekki verið „núverandi afnot“ í merkingu umrædds ákvæðis, stefnendur hafi rekið svínabú er ákvæðið var sett en það hafi verið rekstur kjúklingabús sem aflagðist 1977. Að því er varðar orsakasamband milli starfsemi stefnda og þess að vanhöld urðu á kjúklingabúinu í Straumi og tap á rekstri þess þannig að hann lagðist af, þá heldur stefndi því í fyrsta lagi fram, að ósannað sé að umræddir kjúklingar hafi drepist úr flúoreitrun, og í öðru lagi að mengunarmælingar Flúornefndar svo og aðrar mælingar sýni að mengun í Straumi hafi verið undir alþjóðlegum stöðlum vegna umhverfisverndar og auk þess sé fræðilega útilokað — þar sem sannað sé að hvorki fóður né vatn umræddra kjúklinga mengaðist frá álveri stefnda — að loftmengun hafi valdið skaðvænni flúorupptöku í líkama umræddra kjúklinga. Skað- væn flúorupptaka um öndunarveg við þær aðstæður sem fyrir hendi voru í Straumi sé fræðilega útilokuð og þannig sé beiniínis sannað að umrædd kjúklingavanhöld hafi ekki verið af völdum flúormengunar. Að því er varðar ályktun heilbrigðisráðs Hafnarfjarðar frá 23. mars 1977, þá bendir stefndi á svohljóðandi kafla í fundargerð umrædds fundar: „Að lokum bar Grímur Jónsson fram fyrirspurn sem honum hafði borist frá eiganda alifuglabús að Straumi, Guðmundi Jónassyni, um hvort honum væri heimilt að ráða starfsfólk til búsetu á staðnum, en slíkt hefði tíðkast um árabil. Að fengnu áliti P.S. um að mengun þarna kynni að vera meiri en í kerskál- um, samþykkti ráðið eftirfarandi: „„Heilbrigðisráð Hafnarfjarðar mælir eindregið gegn því að frekari búseta í nánd við álverið í Straumsvík sé leyfð.“ Telur stefndi hina tilvitnuðu bókun taka af öll tvímæli um að ályktun ráðsins hafi verið byggð á röngum upplýsingum og. útkoman hafi orðið sú, að ályktun, sem gerð var, hafi orðið í senn efnislega óréttmæt og haldin þeim annmörkum er leiði-til ógildis og ógildanleika stjórnarathafna. P.S., þ.e. Pétur Sigurjónsson verkfræðingur, forstöðumaður Iðntæknistofnunar og formaður Flúornefndar, hafi komið á fund ráðsins og veitt þær upplýs- ingar, að mengun í Straumi kynni að vera meiri en inni í kerskálum verk- smiðjunnar. Að halda slíku fram stangist á við heilbrigða skynsemi og gangi þvert á öll þekkt náttúrulögmál, það geti augljóslega aldrei orðið nema ofurlítið brot af útblásturslofti verskmiðjunnar sem berist að stað á jörðu niðri í nær kílómetra fjarlægð og auk þess sé fram komið að það sé aðeins um 3—59% af árinu sem vindur standi af álverinu á Straum. Pétur Sigur- jónsson hafi, þegar hann kom fyrir dóminn sem vitni, hinn 17. maí 1982, 119 nánast tekið umrædda fullyrðingu aftur. Þá hafi stefnda ekki verið gefinn kostur á að koma að sínum sjónarmiðum áður en heilbrigðisráð tók um- rædda ákvörðun. Loks hafi ráðið ekki haft samráð við æðra sett stjórn- vald, þ.e. Heilbrigðiseftirlit ríkisins, áður en ákvörðun var tekin. Töluleg mótmæli stefnda lúta bæði að kröfugerðinni í heild og einstökum liðum þ. á m. liðnum umbúðir kr. 30.710,- þar sem stefndi bendir á að samkvæmt leigusamningnum frá 3. janúar 1976 keypti leigutakinn Guð- mundur Jónasson umbúðabirgðir á kr. 100.000,-, sem ætla verði að hafi verið allar þær umbúðir er þá voru fyrir hendi og ekki sé fram komið, að stefnendur hafi keypt, t.d. fengið uppí vangoldna leigu, þær umbúðir er eftir voru er Guðmundur hætti rekstri. V. Álit réttarins: Það er ósannað að kjúklingavanhöld þau í Straur.i er leiddu til stöðvunar búrekstrar hafi verið afleiðing af álversrekstri stefnda. Kjúklingabúskap var unnt að reka í Straumi þótt þar væri ekki föst búseta fólks og ekkert er fram komið er sýni að mengun þar hafi verið slík að ekki væri áhættu- laust að vinna á kjúklingabúinu venjulegan vinnudag. Þegar af þessari ástæðu verður að sýkna stefnda af þeim kröfuliðum er lúta að stöðvun búrekstrar. Stefnendur hafa ekki í kröfugerð sinni sérgreint þann þátt stefnukröfu er byggður er á afnotamissi íbúðarhúss eða annað það tjón er telja mætti eðlilega afleiðingu af því að föst búseta fólks í Straumi lagðist af. Að svo vöxnu eru því ekki efni til að fjalla um bótagrundvöll þessara kröfuþátta, þeim verður þegar af síðastgreindri ástæðu vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. Már Pétursson, héraðdómari, kvað upp dóm þennan ásamt meðdóms- mönnunum dr. Jóhanni Axelssyni, prófessor, og dr. Þorvaldi Veigari Guðmundssyni, dósent. Dómsorð: Stefndi, Íslenska Álverið h.f., á að vera sýkn af þeim þáttum í dóm- kröfu stefnenda, Kristins Sveinssonar og Sigurjóns Ragnarssonar, sem lúta að tjóni vegna stöðvunar búrekstrar. Þeim hluta dómkrafna stefnenda, sem lúta að afnotamissi íbúðar- húss, er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. 120 Miðvikudaginn 29. janúar 1986. Nr. 185/1984. Bæjarstjórn Keflavíkur vegna Bæjarsjóðs Keflavíkur (Vilhjálmur Þórhallsson hrl.) gegn Félagi landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi og gagnsök (Guðjón Steingrímsson. hrl.) Lóðarleigusamningur. Skuldskeyting. Venja. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. september 1984. Dómkröfur hans eru þær aðallega, að hann verði sýknaður, en til vara krefst hann þess, að kröfur gagnáfrýjanda verði lækkaðar í 25.900,20 krónur. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 26. febrú- ar 1985 að fengnu áfrýjunarleyfi 25. s.m. samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Dómkröfur gagnáfrýjanda eru þessar: Aðalkrafa. Að aðaláfrýjanda verði gert að greiða kr. 29.540,10 með 5% mánaðarvöxtum frá 16. mars 1983 til 21. október s.á., 4,7590 mán- aðarvöxtum frá þeim degi til 21.nóvember s.á., 3,25% mánaðar- vöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 2,5% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. september s.á., 2,75% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. febrúar 1985, 3,75%0 mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. mars s.á, 4,0% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. júní s.á., 3,5%0 mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. september s.á., 3,75% mánaðarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. 121 1. varakrafa. Að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur með þeirri breytingu að aðaláfrýjanda verði gert að greiða höfuðstólinn með sömu vöxtum og greinir í aðalkröfu. 2. varakrafa. Að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Í öllum tilvikum krefst hann staðfestingar á málskostnaðar- ákvæði héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Gagnstefnandi byggir útreikning á aðalkröfu sinni fyrir Hæsta- rétti þannig: ,„„Leiga 1980 3xkr. 1.023,15 ...... kr. 3.069,45 12%, ársvextir frá 1/1780—-31/12'80 — 368,34 Sal. a ti hræ gb 193. 497579 kr. 3.437,79 3.437,79 Skuld pr. 1/P81 ................. kr. 3.437,79 Leiga 1981 3xkr. 1.505,75S ....... — 4.517,25 12% ársvextir frá 1/1'81—31/12'81 — „834,60 Saldo styr ri — 8.789,64 kr. 8.789,64 8.789.64 Skuld pr. 1/182 ................. kr. 8.789.64 Leiga 1982 3xkr. 2.230,50 ....... — 6.691,50 12% ársvextir frá 1/1782—31/12'82 — 1.857,74 BAA: gu 258 5 öli Sja FR — 17.338,88 kr. 17.338,88 17.338,88 Skuld pr. 1/1783 ............0..... kr. 17.338,88 Leiga 1983 3xkr. 3.874,00 ....... — 11.622,00 12% ársvextir frá 1/1783—1/3?'83 .. — 579,22 Saldo! stirt — 29.540,10 kr. 29.540,10 29.540,10 —,,,X,X,X——2,2222—2————.u Skuld pr. 1/3983, areas aa kr. 29.540,10“ 122 Þar sem gagnstefnandi lagði þessa kröfu eigi þannig fyrir héraðs- dóm er ekki unnt samkvæmt 45. gr. laga nr. 75/1973 að taka tillit til hennar í Hæstarétti. Í lóðarleigusamningunum var ekki sérstakt ákvæði um greiðslu lóðarleigunnar eftir framsal leiguréttindanna. Aðaláfrýjandi framleigði Byggingafélagi verkamanna í Keflavík lóðirnar en hélt allt að einu áfram að greiða gagnáfrýjanda leigu eftir þær fram til ársins 1972. Þessa venju á greiðslu lóðarleigunnar verður, hvað sem öðru líður, að túlka þannig, að aðaláfrýjandi hafi, þrátt fyrir framleiguna, talið sig skuldbundinn til að standa gagn- áfrýjanda skil á lóðarleigunum. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Eftir þessum málalokum verður aðaláfrýjandi dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, er ákveðst 20.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn. áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Bæjarstjórn Keflavíkur vegna Bæjarsjóðs Keflavíkur, greiði gagnáfrýjanda, Félagi landeigenda Ytri- Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi, 20.000,00 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Keflavíkur 13. júlí 1984. Mál þetta, sem tekið var til dóms þann 27. júní sl., var höfðað með stefnu birtri 16. mars 1983. Stefnandi er Félag landeiganda Ytra-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi. Stefndi er bæjarstjórn Keflavíkur vegna bæjarsjóðs Keflavíkur. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi greiði stefnanda skuld að fjár- hæð kr. 32.868,72, auk 5%o dráttarvaxta á mánuði frá 15. febrúar 1983 til 21. október s.á., 4,75%0 dráttarvaxta frá þ.d. til 21. nóvember s.á., 4%0 dráttarvaxta frá þ.d, til 21. desember s.á., 3,25%0 dráttarvaxta frá þ.d, til 21. janúar 1984 en 2,25% dráttarvaxta frá þ.d. til greiðsludags auk máls- kostnaðar að skaðlausu. Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði dæmdur hæfilegur málskostnaður að mati 123 dómsins. Til vara er krafist verulegrar lækkunar á stefnukröfunum og að málskostnaður verði felldur niður. Málavextir eru þessir: Með samningum dagsettum 5. ágúst 1961 leigði stefnandi stefnda tvær byggingalóðir, nánar tiltekið nr. 42 og 44 við Sólvallagötu í Keflavík. Hvor lóðanna um sig var 1.900 m? að stærð og leigð til 75 ára frá 1. janúar 1960, til bygginga „,verkamannabústaða““ eins og. segir í samningunum. Leigugjald fyrir lóðirnar var tiltekið 5% af kaupgjaldi karlmanns fyrir eins klukkutíma vinnu í venjulegri dagvinnu án orlofs og þá miðað við. júlí- mánuð ár hvert. Þá er í samningum auk annarra ákvæða tilgreint að leigu- taki greiði landeiganda dráttarvexti er nemi 1% fyrir hvern mánuð eða hluta úr mánuði er líði frá gjalddaga uns leigan sé greidd, verði vanskil á greiðslu lóðarleigunnar. Með bréfi, dagsettu 9. ágúst 1961, framleigði bæjarsjóður Keflavíkur Byggingafélagi verkamanna, Keflavík, nefndar lóðir. Í bréfinu segir að lóð- irnar séu leigðar með sömu kjörum og greinir í lóðarsamningum bæjarsjóðs við landeigendur. Á bréf þetta er ritað samþykki Byggingafélags verka- manna sem framleigutaka. Með samningi dagsettum 23. janúar 1965 leigði stefnandi stefnda lóðina nr.:46 við Sólvallagötu í Keflavík og er sá samningur samhljóða hinum fyrri um öll atriði, nema að því er varðar upphaf leigugreiðslu,:sem talin er vera frá 1. júní 1963. Með bréfi, dagsettu 25. janúar 1965,:framleigði svo bæjarsjóður Keflavíkur Byggingafélagi verkamanna Keflavík lóð þess með sama hætti og fyrri lóðir. Allt til ársins 1972 greiddi stefndi stefnanda samningsbundna lóðarleigu, en það ár hafnaði hann frekari greiðslum. Dómkröfur sínar byggir stefnandi á þremur reikningum á hendur stefnda, dagsettum 1982, vegna lóðarleigu fyrir árin 1972 til 1983 samtals að fjárhæð kr. 32.868,72, sem er stefnukrafan. Eru reikningar þessir vegna lóðanna nr. 42, 44 og 46 við Sólvallagötu. Stefnandi byggir á því að í framleigusamningum um lóðirnar sé ekki að finna neinar yfirlýsingar er rýri rétt leigusala gagnvart upphaflegum leigu- taka og engar yfirlýsingar liggi fyrir frá leigusala í þá veru. Byggingafélag verkamanna og einstakir afnotahafar íbúðanna telji sér greiðslur lóðar- gjalda til stefnanda óviðkomandi og bendi á að þeir hafi enga samninga við hann gert. Af hálfu stefnda er því haldið fram að sýkna beri stefnda vegna aðildar- skorts. Þar sem stefndi hafi framselt leigurétt sinn á lóðunum til Bygginga- félags verkamanna sé félagið eða e.t.v. öllu heldur einstakir íbúðaeigendur réttir aðilar. Sé hér um að ræða fasta og rótgróna venju í fasteignavið- 124 skiptum að lóðareigandi sé bundinn af eigandaskiptum að lóð og mann- virkjum. Þá byggir stefndi á aðgerðarleysi stefnanda sem hafi látið neitun stefnda á greiðslu lóðargjalda viðgangast í rúm 10 ár. Varakrafa stefnda er byggð á því að lóðarleiga áranna 1972 til 1979 að báðum árum meðtöldum sér fyrnd. Vaxtakröfu stefnanda hefur stefndi mótmælt sem rangri. Þá vísar stefndi til:2. mgr. 45. gr. einkamálalaga nr. 85/1936, 6. gr. 7. tl. laga nr. 36/1952, um opinbera aðstoð um byggingu íbúðarhúsa í kaup- stöðum og kauptúnum, 6. gr. 7. tl. laga nr. 60/1962 um verkamannabústaði og 3. gr. 2. tl. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfurétt- inda máli sínu til stuðnings. Í þinghaldi þann 27. júní sl., samþykkti stefndi að krafa stefnanda um fyrningu væri á rökum reist. Þá viðurkenndi stefndi rétt félags landeiganda Ytra-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi til að vera aðili að máli þessu. Niðurstaða. Stefndi gerði á sínum tíma leigusamninga um lóðirnar nr. 42, 44 og 46 við Sólvallagötu í Keflavík við „,Eigendur Ytri-Njarðvíkur“. Sá félags- skapur heitir nú Félag landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi. Aðild þess félags að málinu er ekki véfengd af hálfu stefnda. Í greindum leigusamningum er ekki að finna ákvæði er heimila sölu eða leigu lóðarréttindanna. Stefndi framleigði lóðirnar Byggingafélagi verkamanna Keflavík, án þess að leita samþykkis leigusala til þess, svo séð verði af því er upplýst er í málinu. Þessum framleigusamningum var þinglýst án mótmæla frá leigu- sala; Það verður hins vegar ekki talið að leigusali hafi þar með veitt eftir- farandi samþykki sitt til að annar aðili yfirtæki skyldur stefnda samkvæmt upphaflegum leigusamningum enda virðist stefndi hafa litið svo á að hann bæri ábyrgð gagnvart leigusala á efndum samningsins svo sem greiðslu lóðarleigu er hann greiddi fyrirvaralaust í u.þ.b. 10 ár. Með vísan til:þessa verður ekki talið að stefnda hafi verið heimilt að framselja með þeim hætti, er að framan greinir, réttindi sín og skyldur til annarra aðila þannig að leigusali verði án samþykkis við það bundinn.enda hefur stefndi ekki sýnt fram á venjuhelgaðan rétt:sinn í því efni. Stefndi er því greiðsluskyldur gagnvart stefnanda á lóðarleigu vegna hinna umstefndu lóða svo sem samningar standa til. Ekki er ágreiningur um fjárhæð leigugreiðslna. Fallast ber á með stefnda að lóðarleiga áranna fyrir 1980 sé fyrnd, sbr. 3. mgr. 2. tl.1: nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Stefnda ber því að greiða 125 stefnanda lóðarleigu vegna áranna 1980 til 1983 að báðum árunum með- töldum eða kr. 25.900,20. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að forsendur séu brostnar fyrir samn- ingsbundnum dráttarvöxtum — 1%0. mánaðarvöxtum — og verður gegn andmælum stefnda ekki fallist á annan vaxtafót en Í samningum greinir. Eftir úrslitum málsins ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn kr. 15.000,00. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, bæjarstjórn Keflavíkur vegna bæjarsjóðs Keflavíkur, greiði stefnanda, Félagi landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi, kr. 25.900,20 auk 190 dráttarvaxta á mánuði og brot úr mánuði frá 15. febrúar 1983 til greiðsludags ásamt kr. 15.000,00 í málskostnað allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn 3. febrúar 1986. Nr. 30/1985. Jón Sigurðsson gegn Magnúsi Magnússyni og hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Sigurðsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 126 Mánudaginn 3. febrúar 1986. Nr. 52/1985. Jón Sigurðsson gegn Vilhjálmi Einarssyni og hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Sigurðsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 3. febrúar 1986. Nr. 53/1985. Jón Sigurðsson gegn Eiríki Guðmundssyni og hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Sigurðsson, er eigi sækir dómbþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið, fyrir af nýju. 127 Mánudaginn 3. febrúar 1986. Nr. $4/1985. Jón Sigurðsson gegn Óskari Magnússyni og hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Sigurðsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 3. febrúar 1986. Nr. 55/1985. Jón Sigurðsson gegn Herði Stefánssyni og hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Sigurðsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 128 Mánudaginn 3. febrúar 1986. Nr. 56/1985. Jón Sigurðsson gegn Halldóri Guðmundssyni og hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Sigurðsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 3. febrúar 1986. Nr. 57/1985. Jón Sigurðsson gegn Þór Hjaltalín og hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Sigurðsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 129 Mánudaginn 3. febrúar 1986. Nr. 58/1985. Jón Sigurðsson gegn Nils Ólafssyni og hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Sigurðsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 3. febrúar 1986. Nr.:112/1985. Jón Vídalín Jónsson gegn Birni Sigurðssyni f.h. Hlíðarhrepps Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Vídalín Jónsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 130 Fimmtudaginn 6. febrúar 1986. Nr. 212/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Steingrími Njálssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Eignarupptaka. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Héraðsdómi var að ósk ákærða skotið til Hæstaréttar með áfrýj- unarstefnu 31. júlí 1985 og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyng- ingar. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti krafðist ríkissaksóknari þess að héraðsdómur yrði staðfestur að öðru leyti en því að refsing ákærða yrði þyngd. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 13. nóv- ember 1985. Staðfesta ber niðurstöður héraðsdómara um sakarmat og færslu til refsiákvæða, með þeirri athugasemd þó að brot það, sem um ræðir í VII. lið ákæru, framdi ákærði 8. október 1983 en ekki 9. október eins og segir í ákæru og héraðsdómi. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af 77. og 72. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 hæfilega ákveðin í héraðsdómi. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð gögn sem sýna að eftir að lög- reglan í Reykjavík lagði hald á bifreiðina R 20932 var hún falin Vöku h.f., Stórhöfða 3, til varðveislu. Ennfremur að hinn 10. apríl 1985 beiddist Vaka h.f. þess að bifreiðin yrði seld á opinberu upp- boði, að því er ráða má af gögnum til lúkningar geymslugjalds og annars kostnaðar. Fór uppboðssala fram 27. júní 1985 og var upp- boðskaupandi Vaka h.f. Skráður eigandi bifreiðarinnar er nú Hörður Gunnarsson, Sunnuvegi 15 í Reykjavík. Þegar framangreint er virt þykir eigi úr því sem komið er ástæða til að mæla fyrir um upptöku bifreiðarinnar R 20932 en með vísun til 1. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga og skírskotun til raka héraðsdóms að öðru leyti verður staðfest ákvæði hans um upptöku bifreiðarinnar R 70108. 131 Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku bifreiðarinnar R 20932 af gerðinni Citroén GS, árgerð 1971, með föstu númeri AX 934, er úr gildi fellt. Að öðru leyti á hinn áfrýjaði dómur að vera óraskaður. Ákærði, Steingrímur Njálsson, greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Bjarna K. Bjarnasonar og Halldórs Þorbjörnssonar. Við erum sammála atkvæði meiri hluta dómara að öðru leyti en því að við teljum að staðfesta beri ákvæði héraðsdóms um upptöku á báðum bifreiðum ákærða. Skipti í því sambandi eigi máli þótt önnur bifreiðin, R-20932, hafi eftir uppsögu héraðsdóms verið seld á uppboði svo sem lýst er í atkvæði meiri hlutans. Dómur sakadóms Reykjavíkur 21. desember 1984. Ár 1984, föstudaginn 21. desember, er á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem haldið er að Borgartúni 7 af Ingibjörgu Benediktsdóttur, settum sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 658/1984: Ákæru- valdið gegn Steingrími Njálssyni, sem tekið var til dóms þann 11. sama mánaðar. Mál þetta er höfðað með ákæru dags. 20. febrúar gegn Steingrími Njáls- syni sjómanni, Skólavörðustíg 13, Reykjavík, fæddum 21. apríl 1942 á Siglufirði fyrir eftirtalin brot: „I. Fyrir að aka, laugardaginn 25. september 1982, undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt, bifreið sinni R-70108 frá Grandavegi 39 í Reykjavík um götur borgarinnar, þar til lögreglumenn stöðvuðu akstur ákærða á Rauðarárstíg. 132 Telst þetta varða við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. II. Fyrir að aka, miðvikudginn 24. nóvember 1982, undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt, sömu bifreið frá Grandavegi 33 í Reykjavík út á Seltjarnarnes, þar sem lögreglan stöðvaði aksturinn á Eiðsgrandavegi. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga. III. Fyrir að aka, fimmtudaginn 30. desember 1982, sviptur ökurétt- indum ævilangt, sömu bifreið, frá Reykjavík áleiðis til Brekku í Gufudals- sveit, þar til bifreiðin hætti að ganga á Hafnarhálsi í Dalasýslu. Telst þetta varða við 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga. IV. Fyrir að aka, fimmtudaginn 16. júní 1983, bifreið sinni, R-20932, sviptur ökuréttindum ævilangt, frá Reykjavík vestur í Barðastrandarhrepp. Telst þetta varða við 1. mgr. 27., sbr. 80. gr. umferðarlaga. V. Fyrir að aka, mánudagskvöldið 20. júlí, sömu bifreið, sviptur öku- réttindum ævilangt, úr Barðastrandarhreppi til Snóksdals í Dalasýslu. Telst þetta varða við 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga. VI. Fyrir að aka, sunnudaginn 10. júlí 1983, sömu bifreið, sem áfátt var um ljósa- og hemlabúnað, undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétt- indum ævilangt, um götur í Keflavík, þar til akstri lauk við Ásabraut 11 þar í bænum. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. á. gr., 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., 2. mgr. 26. gr., 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga. VII. Fyrir að aka, laugardaginn 9. október 1983, sömu bifreið, undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt, um túnið á Brekku í Gufudalssveit. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar öku- réttinda samkvæmt 81. gr. umferðarlaga, til þess að þola upptöku bifreið- arinnar R-70108 af gerðinni Volvo Amazon, árgerð 1964 með föstu númeri AA371, og bifreiðarinnar R-20932 af gerðinni Citroén GS, árgerð 1971 með föstu númeri AX934, samkvæmt Í. og 2. tölulið í. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þessir: I. 1. Laugardagskvöldið 25. september 1982 ók ákærði bifreið sinni R-70108 frá Leifsgötu 10, Reykjavík, um ýmsar götur borgarinnar áleiðis vestur á Grandaveg. Ákærði var undir áhrifum áfengis við aksturinn og 133 sviptur Ökuréttindum. Lögreglumenn stöðvuðu aksturinn á Rauðarárstíg um kl. 08:40 og færðu hann til töku blóðsýnis. Var honum tekið bloðsýni kl. 09:15. Samkvæmt niðurstöðu alkóhólrannsóknar mældist alkóhólmagn 2,41%0 í blóði hans. Í ákæru er ákærða gert að sök að hafa ekið bifreiðinni frá Grandavegi 39 en ekki Leifsgötu 10. Ákærði bar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hefði ekið bifreiðinni frá Grandavegi 39, en fyrir dómi kvað hann sig hafa misminnt þetta og hefði hann ekið frá Leifsgötu 10. Þetta ranghermi kemur þó ekki að sök, þar sem vörn var ekki áfátt að því er þetta atriði varðar. Er því hægt að leggja dóm á þetta ákæruatriði, þrátt fyrir þessa skekkju, sbr. 3. mgr. 118. gr. 1. nr. 74/1974. Ákærði hefur játað framangreint brot sitt fyrir dómi. Með játningu hans, niðurstöðu alkóhólrannsóknar og öðrum gögnum málsins telst háttsemi hans sönnuð og hefur hann með henni unnið sér til refsingar samkvæmt þeim refsiákvæðum sem getið er í 1. kafla ákæru. 2. Miðvikudaginn 24. nóvember sama ár ók ákærði sömu bifreið undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum frá Grandavegi 33 hér í borg útá Seltjarnarnes uns lögreglumenn stöðvuðu aksturinn á Eiðsgrandavegi um kl. 11:50. Hann var undir áhrifum áfengis og sviptur ökuleyfi við aksturinn. Ákærði var færður til töku blóðsýnis á slysadeild Borgarspítalans, þar sem honum var tekið sýnið kl. 12:55. Samkvæmt niðurstöðu alkóhólrannsóknar mældist 2,50%, alkóhóls í blóði hans. Ákærði hefur viðurkennt aksturinn fyrir dómi. Með niðurstöðu alkóhólrannsóknar og játningu ákærða, sem er í sam- ræmi við annað sem fram er komið í málinu, þykir sannað að hann hafi gerst sekur um háttsemi þá sem hann er ákærður fyrir í II. kafla ákæru, og er háttsemi hans þar réttilega heimfærð til refslákvæða. 3. Fimmtudaginn 30. desember sama ár ók ákærði enn sömu bifreið frá Reykjavík áleiðis til Brekku í Gufudalssveit uns akstrinum lauk á Hafnarhálsi í Dalasýslu, þar sem bifreiðin drap á sér. Þar beið hann uns lögreglumenn komu á vettvang. Ákærði var sviptur ökuleyfi við aksturinn. Hann hefur viðurkennt framangreint brot fyrir dómi. Með framangreindum akstri hefur ákærði unnið sér til refsingar sam- kvæmt 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga. 4.. Fimmtudaginn 16. júní 1983 ók ákærði bifreið sinni R-20932 frá Reykjavík vestur á Barðaströnd. Var ákærði sem fyrr sviptur ökuleyfi við aksturinn. Ákærði hefur viðurkennt akstur þennan fyrir dómi. Með honum hefur hann unnið sér til refsingar samkvæmt |. mgr. 27. gr. umferðarlaga, svo sem réttilega er getið í ákæru. S.. Þessari sömu bifreið ók ákærði sviptur ökuleyfi að kvöldi mánudags- ins 20. júní sama ár frá Barðaströnd til Snóksdals í Dalasýslu. 134 Ákærði hefur viðurkennt aksturinn fyrir dómi. Með honum hefur hann unnið sér til refsingar samkvæmt |. mgr. 27. gr. umferðarlaga, svo sem réttilega er getið í ákæru. 6. Um kl. 18:20 sunnudaginn 10. júlí 1983 komu tveir 13 ára piltar, Valtýr Gylfason og Þórhallur Garðarsson, á lögreglustöðina í Keflavík. Tilkynntu þeir, að nokkrum mínútum áður hefði mjög ölvaður maður komið akandi á hvítri Citroén bifreið, R-20932, stöðvað hana við hús nr. 11 við Ásabraut og gengið að húsinu nr. 9. Þrír lögreglumenn fóru á stað- inn. Bifreiðin stóð við Ásabraut 11. Vél hennar var heit viðkomu og lyklar í kveikjulásnum. Börn, sem þarna voru, bentu lögreglumönnunum á að maðurinn væri fyrir aftan hús nr. 9. Þar var svo ákærði handtekinn. Var hann mjög ölvaður. Fyrir varðstjóra neitaði hann alfarið að hafa ekið bif- reiðinni. Ákærða var tekið blóð kl. 18:40 til alkóhólrannsóknar af lækni sem kom á lögreglustöðina. Samkvæmt niðurstöðu hennar mældist 2,94%, alkóhóls í blóði hans. Við yfirheyrslu hjá lögreglunni í Keflavík næsta morgun svo og fyrir dómi neitaði ákærði enn að hafa ekið bifreiðinni en bar að kunningi hans, Einar Guðnason, Hverfisgötu 83, Reykjavík, hefði ekið bifreiðinni fyrir hann frá Reykjavík. Á leiðinni til Keflavíkur hafi lyftiteinn í fjöðrunarkerfi losnað vegna bilunar í lyftuútbúnaði á bifreiðinni, sem er af Citroöngerð, og er til Keflavíkur kom hafi þeir farið á lögreglustöðina og beðið um aðstoð við að lagfæra þetta. Þar sem þeir áttu enga járnsög á stöðinni þurftu ákærði og félagi hans frá að hverfa. Ók þá Einar bifreiðinni að Ásabraut 11 skammt frá heimili tengdaföður bróður ákærða (Ásabraut 9). Var ákærði að leita að honum við húsið er hann var handtekinn. Kvað ákærði Einar hafa verið orðinn þreyttan á þessum vandræðum og farið á brott, en hvert vissi hann ekki. Ákærði kvaðst hafa reynt að lagfæra framangreinda bilun í bifreiðinni áður en hann fór að leita að tengdaföður bróður síns, en bifreiðin stóð þá fyrir utan Ásabraut 11. Hann minntist þess að hafa beðið einhvern að útvega sér járnsög er hann var að reyna að gera við bifreiðina að Ásabraut 11. Í skýrslu lögreglunnar segir að bifreið ákærða hafi verið færð á lögreglu- stöðina, varðstjóra afhentir lyklar að henni, og þar sem hún hafi ekki verið í fullkomnu lagi muni hún verða færð til skoðunar hjá bifreiðaeftirlitinu. Daginn eftir var bifreiðin færð til þeirrar skoðunar. Stefnuljós hennar voru talin léleg, hemlafetill óhæfur, útblástur, hljóðdeyfir o.þ.h. óhæft og vökvarðrið í sundur. Vitnið Valtýr Gylfason kom fyrir lögreglu þann 12. október s.á. vegna málsins. Hann sá mann þann, sem lögreglan síðar handtók, fyrst við Ása- braut 1. Maðurinn virtist eitthvað ölvaður og var að brasa við járn sem 135 var bilað undir bílnum. Bað hann þá Þórhall um aðstoð, en ekki reyndist unnt að gera við bílinn. Maðurinn setti þá bílinn í gang og ók að Ásabraut 11. Þar stansaði hann og gekk inn á milli húsa. Hann var einn allan tímann. Þeir Þórhallur fóru og tilkynntu lögreglunni um aksturinn þar sem aksturs- lagið virtist grunsamlegt. Framburður vitnisins Þórhalls Garðarssonar var á sama veg og Valtýs Gylfasonar. Vitnin komu fyrir dóm þann 14. nóvember sl. Var framburður þeirra á sama veg og fyrir lögreglu að öðru leyti en því að Valtýr kvaðst ekki hafa séð, þegar maðurinn ók bifreiðinni að Ásabraut 11, en taldi að bifreið- inni hafi verið ekið þangað á meðan þeir félagarnir sóttu lögregluna. Maðurinn hafi verið bak við hús á Ásabrautinni þegar hann kom til baka frá lögreglunni. Ekki tókst að yfirheyra mann þann, sem ákærði bar að hefði ekið bifreið- inni, þar sem hann var fluttur til útlanda og var ekki væntanlegur aftur til landsins. Ákærði var bak við húsið nr. 9 við Ásabraut þegar lögreglan handtók hann. Tvö vitni hafa borið að sami maður hafi verið í bifreið ákærða við Ásabraut 1 og sá er lögreglan handtók, og hann hafi þá verið einn síns liðs. Annað vitnið kvaðst hafa séð ákærða aka bifreiðinni frá Ásabraut 1 að Ásabraut 11. Frásögn ákærða af því að nafngreindur maður hafi ekið bifreiðinni að Ásabraut 9 þykir ótrúverðug í ljósi þess að þeir höfðu ekið bifreiðinni alla leið frá Reykjavík og tvö vitni hafa borið að sá maður, sem lögreglan handtók, hafi verið einn síns liðs frá því að þau sáu bifreiðina við Ásabraut 1. Þrátt fyrir staðfastlega neitun ákærða þykir með framansögðu sannað að ákærði hafi ekið bifreiðinni greint sinn undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum, svo sem nánar er rakið í ákæru. Hefur ákærði með þessum akstri gerst sekur um brot gegn 2. mgr. sbr. 4 mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga. Eins og fram hefur komið bilaði bifreið ákærða við Ásabraut, og gerði ákærði reka að því að gera við hana á staðnum, en án árangurs. Ekki er ljóst hvort þessi bilun orsakaði bilun í ljósa- og hemlabúnaði bifreiðarinnar. Þykir því ekki nægileg efni til að sakfella ákærða fyrir brot gegn 1. og 2. mgr. 4. gr. umferðarlaga, svo sem krafist er í ákæru. Er ákærði því sýknaður af því broti. 7. Laugardaginn 9. október 1983 ók ákærði sömu bifreið undir áhrifum áfengis og sviptur ökuleyfi nokkurn spöl um túnið við bæinn Brekku í Gufudalssveit. Ákærði hefur viðurkennt þennan verknað fyrir dómi, og er játning hans í samræmi við önnur gögn málsins. 136 Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar samkvæmt 2. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga. II. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann sætt eftirtöldum dómum vegna ölvunar og réttindaleysis við akstur: 1964 11/12 12 mánaðar fangelsi fyrir skírlífisbrot og brot gegn umfl. og áfl. Sviptur ökuleyfi í 10 mánuði. 1966 18/8 15 daga varðhald fyrir brot á áfl. og umfl. Sviptur ökuleyfi ævilangt. 1967 13/2 4 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og brot gegn umfi. og áfl. Sviptur ökuleyfi ævilangt. 1968 22/1 4 mánaða fangelsi fyrir fjársvik og brot gegn umfl. og áfl. Sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi ævilangt. Hegningarauki. 1970 11/9 30 daga fangelsi fyrir ölvun við akstur. 1972 11/7 8 mánaða fangelsi fyrir ýmis hegningarlagabrot og brot gegn umfl. og áfl. 1974 23/3. 3 mánaða varðhald fyrir nytjastuld, ölvun og réttindaleysi við akstur. Sviptur ökuleyfi ævilangt. 1975 „3/6 30 daga varðhald fyrir ölvun við akstur. Hegningarauki. 1980 16/12 3 mánaða varðhald fyrir ölvun og réttindaleysi við akstur. 1981 26/5 3 mánaða varðhald fyrir ölvun og réttindaleysi við akstur. 1981 10/6 30 daga varðhald fyrir ölvun og réttindaleysi við akstur. 1981 26/10.3 mánaða fangelsi fyrir ölvun og réttindaleysi við akstur. 1981 4/11 30 daga varðhald fyrir ölvun og réttindaleysi við asktur. Hegn- ingarauki. 1982 22/2 3 mánaða fangelsi fyrir ölvun og réttindaleysi við akstur svo og brot gegn 37. gr. og 41. gr. umfi. 1982 28/6 Sakfelldur fyrir ölvun og réttindaleysi við akstur. Ekki dæmd refsing. Þá hefur ákærði ennfremur sætt fjölmörgum dómum fyrir ýmis auðg- unar- og skírlífisbrot. Ennfremur hefur hann 14 sinnum gengist undir dóm- sátt fyrir ýmis minni háttar umferðar- og áfengislagabrot. Með háttsemi sinni hefur ákærði unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. umferðarlaga. Þykir refsing hans með hliðsjón af 71. gr., 72. gr., og 71. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin 8 mánaða fangelsi. Í ákæru er þess krafist að ákærði verði dæmdur til sviptingar ökuréttinda samkvæmt 81. gr. umferðarlaga. Háttsemi hans varðar ökuleyfissviptingu samkvæmt þeirri lagagrein. Ákærði var hins vegar eins og að framan greinir sviptur ökuleyfi ævilangt með dómi þann 23. mars 1974. Hann hefur ekki 137 öðlast ökuleyfi á ný. Þykir því óþarft að árétta frekar í dómi þessum öku- leyfissviptingu ákærða. Í ákæru er þess ennfremur krafist að ákærði verði dæmdur til:þess að þola upptöku bifreiðanna R-70108 af gerðinni Volvo Amazon, árgerð 1964 með föstu númeri AA 371 og R-20932 af gerðinni Citroén GS, árgerð 1971 með föstu númeri AX 934 samkvæmt 1. og 2. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur mótmælt framangreindri kröfu um upptöku. Hefur hann m.a. borið því við að bifreiðin R-70108 væri ekki lengur sín eign, heldur skráð á nafn Kjartans Ólafs Bjarnasonar sem keypt hefði bifreiðina. Lögreglan í Reykjavík lagði hald á bifreiðina R-70108 þann 18. mars 1983 og á: bifreiðina R-20932 þann 30. nóvember 1984. Var ákærði þá skráður eigandi þeirra. Í málinu liggur frammi afsal dagsett 23. mars 1983, undir- ritað af ákærða og Kjartani Ólafi, en samkvæmt því selur og afsalar ákærði ofangreindum Kjartani bifreiðina R-70108. Næsta dag var bifreiðin skráð hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins á nafn Kjartans Ólafs. Kjartan Ólafur Bjarnason bar fyrir dóminum að framangreindur samn- ingur milli hans og ákærða hefði verið málamyndagerningur. Honum hafi verið kunnugt um að lögreglan hafði skömmu áður lagt hald á bifreiðina. Ákærði (sic) hefði aldrei greitt umsamið kaupverð, enda slíkt ekki ætlunin þar sem samningurinn var gerður í blekkingarskyni. Samkvæmt framansögðu verður sú viðbára ákærða, að hann sé. ekki lengur eigandi bifreiðarinnar R-70108, ekki tekin til greina. Af hálfu verjenda ákærða er því haldið fram, að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði til að beita upptöku á bifreiðum ákærða, þar sem slík heimild sé ekki í umferðarlögum og lögjöfnun verði ekki beitt frá 1. mgr. 1. og 2. tl. 69. gr. almennra hegningarlaga. Í 1. mgr. 1. tl. ofangreinds ákvæðis er almenn heimild til upptöku hluta, sem hafa verið notaðir til að drýgja brot með og í 1. mgr. 2. tl. sömu greinar er einnig heimild til upptöku hluta, sem ætla má að ákvarðaðir séu í glæpsamlegu skyni. Ákvæði þessu er heimilt að beita að því er varðar slíka muni (instrumenta sceleris) hvort sem um er að ræða hegningarlaga- brot eða brot gegn sérrefsilöggjöf. Heimildin í 1. tl. lýtur aðallega að mun- um sem afbrot hafa verið framin með en eru almennt notaðir í löglegum tilgangi, en heimild 2. tl. tekur aðallega til muna sem beinlínis eru til þess fallnir að drýgja með afbrot og teljast því almennt hættulegir réttaröryggi manna. Í umferðarlögum er ekki fyrir hendi heimild til upptöku farartækis vegna brota á lögunum, enda má ætla að slíkri heimild yrði aðeins beitt í sér- stökum undantekingartilvikum. Undanfarin 20 ár hefur ákærði hlotið fjölmarga dóma fyrir ölvun og 138 réttindaleysi við akstur. Frá árinu 1980 hefur lögreglan haft afskipti af ákærða 21 sinnum vegna réttindaleysis við akstur, þar af var ákærði að auki ölvaður í 14 skipti. Í 17 þessara tilvika ók ákærði bifreið sinni R-70108, en í hin 4 skiptin bifreið sinni R-20932. Á undanförnum árum hefur ákærði því síst dregið úr þessari afbrotaiðju sinni og er þess ekki að vænta, ef litið er til sakarferils hans, að hann hyggist láta af henni. Þrátt fyrir að ekki verði komið í veg fyrir að ákærði haldi enn áfram að aka undir áhrifum áfengis og ökuréttindalaus, þótt bifreiðar hans verði gerðar upptækar, má ætla að með því verði ákærða gert erfiðara um vik að halda áfram að stofna umferðaröryggi og lífi samborgara sinna í hættu. Þykir því rétt með vísan til 1. mgr. 1. og 2. tl. 69. gr. almennra hegningarlaga rétt að taka til greina kröfu ákæruvaldsins um upptöku framangreindra bifreiða ákærða, og verða þær eign ríkissjóðs. Loks er ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þ.m.t. máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hrl., kr. 12.000 og saksóknarlaun í ríkissjóð kr. 5.000. Dómsorð: Ákærði, Steingrímur Njálsson, sæti fangelsi í 8 mánuði. Upptækar skulu gerðar bifreiðarnar R-70108 af gerðinni Volvo Amazon, árgerð 1964 með föstu númeri AA 371 og R-20932 af gerð- inni Citroén GS, árgerð 1971 með föstu númeri AX 934, og verði þær eign ríkissjóðs. - Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ.m.t. saksóknarlaun í ríkissjóð kr. 5.000, og málsvarnarlaun verjanda ákærða, Hilmars Ingimundar- sonar hrl., kr. 12.000. 139 Fimmtudaginn 6. fébrúar 1986. Nr. 225/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Ólafi Sigirgeir Hólm Guðbjartssyni (Hilmar. Ingimundarson hrl.) Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararfir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar að ósk ákærða 4. október 1985 en jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar refsingu. Ágrip barst Hæstarétti 18. desember 1985. Við munnleglan flutning hálsins fyrir Hæstarétti var þess krafist af hálfu ákærða að hinn áfrýjaði dómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til meðferðar ög dómsálagningar að nýju. Var undir þá kröfur tekið af hálfu ákæruvalds. Ákærði var ekki viðstaddur uppsögu hins áfrýjaða dóms og honum var ekki birtur dómurinn fyrr en 3. september 1985. Hann krafðist áfrýjunar með bréfi 13. s.m. Var það því innan þess frests sem til er tekinn í 2. mgr. 177. greinar laga nr. 74/1974. Skiptir hér ekki máli birting dómsins fyrir skipuðum verjanda ákærða í héraði, sem ákærði hefur synjað. fyrir að: hafa falið að taka við dómsbirtingu fyrir sig. Ríkissaksóknari hefur lagt tyrie Hæstarétt fæðingarvottorð Karls Strand fyrrverandi yfirlæknis er sýnir að hann ér fæddur 24. október 1911. Var því samkvæmt 4. mgr. 9. greinar laga nr. 74/1974 óheimilt að kveðja hann til meðdómarastarfa í máli þessu hinn 16. maí 1984. Af þeirri ástæðu verður að ómerkja hinn áfýjaða dóm og vísa málinu heim í héráð til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Það athugast ennfremur að eigi bar nauðsyn til þess að kveðja til meðdómendur í máli þessu. Ákveða ber að kostnaður sakarinnar fyrir Hæstarétti greiðist úr 140 ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda fyrir Hæstarétti, 8.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð á að vera ómerk og er málinu vísað heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 8.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 13. desember 1984. Ár 1984, fimmtudaginn 13. desember, var á dómþingi sakadóms, sem háð var að Borgartúni 7 í Reykjavík, kveðinn upp dómur í máli nr. 618/1984: Ákæruvaldið gegn Ólafi Sigurgeiri Hólm Guðbjartssyni, sem tekið var til dóms hinn 5. fyrra mánaðar. Dóm þennan kveða upp Ármann Kristinsson sakadómari, dr.med. Karl Strand, fyrrum yfirlæknir geðdeildar Borgarspiítala, og Kristinn Björnsson sálfræðingur. Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 21. febrúar 1984, gegn ákærðum „Ólafi Sigurgeiri Hólm Guðbjartssyni bifreiðastjóra, Króki á Kjalarnesi, fæddum 24. desember 1952 í Reykjavík, fyrir að hafa föstu- daginn 15. apríl 1983 haft samræði utan hjónabands við stúlkuna K, sem ekki gat spornað við samræðinu vegna greindarskorts og vanþroska, í bifreið ákærða, G-1855 niðri við fjöru á Laugarnestanga í Reykjavík. Telst þetta varða við 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Með vísan til þess, sem rakið hefur verið hér að framan um andlega heil- brigði K, verður talið, að þannig hafi verð ástatt um hana greint sinn, að hún hafi ekki eins og á stóð getað spornað við samförunum við Ólaf í skilningi 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, og verður jafnframt litið svo á, að Ólafur hafi ekki getað velkst í vafa um, að svo hafi verið. Refsing ákærðs Ólafs telst hæfilega ákveðin fangelsi 3 mánuðir, en með hliðsjón af því, að hann hefur ekki áður hlotið refsingu, þykir mega 141 ákveða, að fullnustu refsingar skuli fresta og hún niður falla að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dómsins, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr..22, 1955. Dæma ber ákærðan til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun Jóns Oddsonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs verjanda síns, krónur 12.000. Dómsorð: Ákærður, Ólafur Sigurgeir Hólm Guðbjartsson, skal sæta fangelsi í 3 mánuði, en fullnustu refsingar hans frestað og hún niður falla að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi hann almennt ákvæði 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Ákærður greiði allan sakarkostnað, þar með talin. málsvarnarlaun Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs verjanda síns, krónur 12.000. Dómi ber að fullnægja með aðför að lögum. Fimmtudaginn 6. febrúar 1986. Nr. 239/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Benedikt Jónssyni Sverrissyni (Sigurður Georgsson hdl.) Skjalafals. Þjófnaður. Hylming. Tilraun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómaárarnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu að ósk ákærða 14. ágúst 1985. Af hálfu ákæruvalds er málinu jafnframt áfrýjað refsingu ákærða til þyngingar. Fyrir Hæstarétti var af ákæruvalds hálfu fallið frá 142 þeirri kröfu að ákærði yrði sakfelldur fyrir brot á 244. gr. laga nr. 19/1940 vegna áfengisþjófnaðar, sem honum er gefinn að sök í 2. tl. V. kafla ákæru, en þess krafist að hann yrði þess í stað dæmdur fyrir brot á 254. gr., sbr. 244. gr., sömu laga vegna neyslu hins þjófstolna áfengis. Málið var í héraði höfðað gegn fimm mönnum, auk ákærða. Er hérðasdómi ekki áfrýjað að því er þá varðar. Ágrip málsins barst Hæstarétti 18. desember 1985. Þess hefur ekki verið óskað af aðiljum að skaðabótkröfur þær sem dæmdar voru að æfni til í héraði verði teknar til meðferðar fyrir Hæstarétti. Koma þær því ekki sérstaklega til álita, sbr. 1. mgr. 147. greinar laga nr. 74/1974. Í ákæru hefur misritast gjalddagi eins þeirra 7 víxla sem þar eru greindir í 4. tl. V. kafla. Er gjalddaginn þar sagður hafa verið 7.1. 1985 en rétt er 17.01. 1985. Enn er það að ætla mætti af tilvísun VIII. kafla ákæru til næsta ákærukafla á undan að tékki á eyðu- blaði frá Landsbankanum á Selfossi nr. 2876307 hafi verið dags. 18. apríl 1984 en eigi 14. dag þess mánaðar svo sem rétt er. Sam- kvæmt 3. mgr. 118. greinar laga nr. 74/1974 girðir sú ónákvæmni í ákæruskjali, sem að framan er greind, þó ekki fyrir að dæmt verði áfall á hendur ákærða fyrir þessi ákæruefni, enda gat honum ekki dulist hver ákæruefnin voru er hann viðurkenndi sakargiftir í saka- dómi Ísafjarðarsýslu 26. mars 1985. Gegn neitun ákærða er ósannað að hann hafi átt hlut að þjófnaði á því áfengi sem 2. tl. V. kafla ákæru tekur til. Hann hefur hins vegar játað að hann hafi neytt af því áfengi vitandi að það var stolið. Hefur hann með því.brotið gegn 254. gr., sbr. 244. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ber því að ákveða honum refs- ingu fyrir þann verknað samkvæmt hinu fyrrnefnda ákvæði en full- nægt er skilyrðum niðurlagsákvæðis 3. mgr. 118. greinar laga nr. 74/1974. - Með þessari breytingu en með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti þykir mega staðfesta ákvæði hans um sakfell- ingu ákærða. Brot þau sem. ákærði er sakfelldur fyrir í máli þessu voru framin áður en hann var dæmdur til refsingar með dómum sakadóms Reykjavíkur 5. júní 1985 og 12. júní 1985. Refsing hans nú verður 143 ákveðin samkvæmt ákvæðum 60. gr., 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga og verða refsingar samkvæmt skilorðsdómum þessum teknar með við ákvörðun refsingar. Verður refsing ákærða ákveðin fangelsi 10 mánuði, en frá þeirri refsingu ber að draga með fullri dagatölu þann tíma er hann sætti gæsluvarðhaldi 16. maí til 13. júní 1984. Staðfesta ber ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað að því er ákærða varðar. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóðs 15.000,00 krónur og laun skipaðs verj- anda síns fyrir Hæstarétti 15.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Benedikt Jónsson Sverrisson, sæti fangelsi 10 mán- uði. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um frádrátt gæsluvarðhalds- vistar ákærða frá refsingu svo og ákvæði dómsins um sakar- kostnað að því er ákærða varðar eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og laun skip- aðs verjanda síns, Sigurðar Georgssonar héraðsdómslögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur S. júlí 1985. Ár 1985, föstudaginn 5. júlí er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Jóni Erlendssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 394—399/1985: Ákæruvaldið gegn J, L, E, A, Benedikt Jónssyni Sverrissyni og G sem tekið var til dóms 3. þ.m., eftir að skilað hafði verið málsvörn fyrir þrjú hinna ákærðu. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 21. febrúar 1985, „fyrir sakadómi Reykjavíkur á hendur J, L, E, A, Benedikt Jónssyni Sverrissyni Cummings, heimilislausum, fæddum 14. desember 1959 í Reykjavík og G, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum nr. 19, 1940, árið 1984, nema annars sé getið, eins og rakið er: 144 vV. Á hendur ákærðu Benedikt Jóni og J með því að hafa: 1) Aðfaranótt föstudagsins 27. apríl í félagi við Pétur Kristinsson, fæddan 12. janúar 1968, brotist inn í Álftamýrarskóla í Reykjavík, brotið upp dyr og stolið tveimur símtækjum, sambyggðu útvarps- og segulbands- tæki og verðlaunabikar. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 2) Aðfaranótt föstudagsins 27. apríl í félagi við Pétur, sem fyrr er nefndur, stolið 17 áfengisflöskum úr bækistöð Skrúðgarða Reykjavíkur við Flókagötu. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 3) Aðfaranótt mánudagsins 9. apríl brotist inn í Baldurshaga, húsnæði Laugardalsvallar í Reykjavík og stolið reiknivél, úlpu, tveimur kössum af filmum, einhverju af öli og gosdrykk og bréfavog. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 4) Staðið saman að því að falsa nafn Eysteins Þórðarsonar sem útgef- anda á 7 víxla alla útgefna 25. apríl 1984, hvern að fjárhæð kr. 20.000,00 pr. 3.6., 1.7., 4.9., 15.11. og 3.12. 1984, 7.1. og 4.2. 1985, og alla sam- þykkta af Lúðvík Hjarðar og afhenda þá Birni Geir Jóhannssyni, fæddum 29. janúar 1964, til nota í viðskiptum, en nefndur Björn keypti með þeim bifreið af Einari Harðarsyni, Efstalandi 2 í Reykjavík, hinn 30. apríl 1984. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. 5) Stolið, aðfaranótt sunnudagsins 8. apríl, seðlaveski með tékkhefti, skilríkjum og allt að 200,00 krónum í peningum af Ragnari Sverrissyni, fæddum 21. nóvember 1961, er þeir voru staddir í veitingahúsinu Safari við Skúlagötu í Reykjavík (sbr. rir. 1131/84, skj. 1,1-2, 25). Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. VII. „Á hendur ákærðu Benedikt Jóni og G með því að hafa, í félagi falsað tékka á eyðublað frá Landsbankanum á Selfossi nr. 2876314, útgef- inn 18.4. 1984 til handhafa á reikn. nr. 51698, kr. 6.240,00, með nafni Ragnars Sverrissonar og með framsali ákærða Benedikts Jóns og selt í versluninni Þúsund og einni nótt, Laugavegi 69, Reykjavík (sbr. rir. 1131/84, skj. 46,1). Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. IX. Á hendur ákærðu L, G og Benedikt Jóni með því að falsa tékka á eyðublað frá Landsbankanum á Selfossi nr. 2876309, útgefinn 14.4. 1984 til handhafa á reikn. nr. 51698, kr. 2.000,00, með nafni Gunnars Gunnars- sonar og fölsuðu framsali Ragnars Sverrissonar og selja í versluninni 145 Teningnum, Snorrabraut 38, Reykjavík. (sbr. rir. 1131/84, skj. 40,1). Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. X. Á hendur ákærðu G, L, J og Benedikt Jóni með því að falsa tvo tékka á eyðublöð frá Landsbankanum, Selfossi, báða með nafni Ragnars Sverrissonar, til handhafa í reikn. nr. $1688 og selja í Reykjavík eins og rakið er. (sbr. rir. 1131/84, skj. 49,1 og 54,1): Nr. 2876308, kr. 1.530,00, útgefinn 14.4. 1984, seldur í veitingahúsinu Pítunni, Bergþórugötu 21. Nr. 2876317, kr. 2.596,00, útgefinn 18.4. 1984 með fölsuðu framsali Ragnars Sverrissonar, seldur í söluturninum Ciro, Bergstaðastræti 54. Telst þetta varða við 1. mgr. 155.:gr. almennra hegningarlaga. XI. Á hendur ákærðu Benedikt Jóni, L-og J með því að hafa: 1) Aðfaranótt miðvikudagsins 11. apríl í félagi við Jón Hinrik Hjartar- son, fæddan 18. desember 1968, brotist inn í Hólabrekkuskóla við Austur- berg í Reykjavík, brotið upp dyr þar inni og leitað að verðmætum til þess að stela. Telst þetta varða vð 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. 2) Þessa sömu nótt, brotist inn í Vesturbæjarskólann við Öldugötu í Reykjavík, brotið upp dyr þar inni og stolið peningakassa með allt. að 2.000,00 krónum og dálitlu af matvælum. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar, til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar.““ Samkvæmt sakavottorði ákærða Benedikts Jónssonar Sverrissonar hefur hann sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1978 26/9 í Dalasýslu: Sátt, 3.000 kr. sekt f. brot g. 21. gr. áfl. 1980 22/4 í Dalasýslu: Sátt, 20.000 kr. sekt f. brot g. 244. gr. hgl., sbr. 1. mgr. 256. gr. s.1:, 3. mgr. 16. gr. áfl. og 1. mgr. 27..gr. umfi. 1981 3/11 í Reykjavík: Ávana- og fíkn.: Sátt, 2.400 kr. sekt f. brot g. 2., sbr.'5. og 6. gr. 1. nr. 65, 1974 og 2., sbr. 10. gr. rg. 390, 1974, sbr. 77. gr. hgl. 1983 10/8 á Ísafirði: Sátt, 6.000 kr. sekt f. brot g. 2., sbr. 4.mgr. 25. gr. umfl. Sviptur ökuleyfi 12 mán. frá 3.5. 1983. 1985 5/6 í Reykjavík: Dómur: 30 daga fangelsi skb. 3 ár f. brot g. 254. gr. hgl. 1985 12/6 í Reykjavík: Dómur: 2 mán. fangelsi skb. 3 ár f. brot g. 1.mgr. 155. gr. hgl. 10 146 Málavextir: Ákæra, dagsett 21. febrúar 1985. V. kafli ákæru. Ákærðu, J og Benedikt Jónsson Sverrisson, hafa báðir viðurkennt hjá RLR og síðar fyrir dómi að hafa framið eftirtalin brot í Reykjavík á árinu 1984: 1) Aðfaranótt föstudagsins 27. apríl, í félagi við Pétur Kristinsson, brotist inn í Álftamýrarskóla í Reykjavík, brotið upp dyr og stolið tveimur símtækjum, sambyggðu útvarps- og segulbandstæki og verðlaunabikar. Verknaður ákærðu telst með viðurkenningu þeirra og stoð í sakargögnum sannaður og varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 2) Aðfaranótt föstudagsins 27. apríl, í félagi við sama pilt, stolið 17 áfengisflöskum úr bækistöð Skrúðgarða Reykjvíkur við Flókagötu. Ákærðu hafa báðir borið að ákærði Benedikt hafi einungis tekið þátt í að drekka áfengið, en ekki brotist inn og stolið því. Með viðurkenningu ákærðu teljast verknaðir þeirra sannaðir og varðar hjá ákærða J (sic) við 244. gr. almennra hegningarlaga, en hjá ákærða Benedikt (sic) við sömu lagagrein, sbr. 22. gr. sömu laga. 3) Aðfaranótt mánudagsins 9. apríl brotist inn í Baldurshaga, húsnæði Laugardalsvallar í Reykjavík og stolið reiknivél, úlpu, tveimur kössum af filmum, einhverju af öli og gosdrykk og bréfavog. Með viðurkenningu ákærðu beggja og stoð í sakargögnum telst verkn- aður sannaður og varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 4) Staðið saman að því að falsa nafn Eysteins Þórðarsonar sem útgef- anda á 7 víxla alla útgefna 25. apríl 1984, hvern að fjárhæð kr. 20.000,00, pr. 3.6., 1.7., 4.9., 15.11. og 3.12. 1984, 7.1. og 4.2. 1985, og alla sam- þykkta af L og afhenda þá Birni Geir Jóhannssyni, fæddum 29. janúar 1964 til nota í viðskiptum, en nefndur Björn keypti með þeim bifreið af Einari Harðarsyni, Efstalandi 2 í Reykjavík, þann 30. apríl 1984. Með viðurkenningu ákærðu beggja og stoð í sakargögnum telst verkn- aður þeirra sannaður og varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. 5) Aðfaranótt sunnudagsins 8. apríl, stolið seðlaveski með tékkhefti, skilríkjum og allt að 200,00 krónum í peningum af Ragnari Sverrissyni, er þeir voru staddir í veitingahúsinu Safari við Skúlagötu í Reykjavík. Með viðurkenningu ákærðu beggja og stoð í sakargögnum telst verkn- aður þeirra sannaður og varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 147 VII. kafli ákæru. Ákærðu Benedikt Jónsson Sverrisson og G hafa báðir viðurkennt hjá RLR og fyrir dómi að hafa í félagi falsað tékka á eyðublað frá Landsbank- anum á Selfossi nr. 2876314, útgefinn 18.4. 1984 til handhafa á reikning nr. 51698, að fjárhæð kr. 6.240,00, með nafni Ragnars Sverrissonar sem útgefanda og selt í versluninni Þúsund og einni nótt, Laugavegi 69, Reykjavík. Ákærði G ritaði allt á framhlið tékkans en ákærði Benedikt eigið framsal. Með viðurkenningu ákærðu beggja og stoð í sakargögnum telst verkn- aður þeirra sannaður og varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu hafa báðir samþykkt skaðabótakröfu frá versluninni Þúsund og ein nótt, að fjárhæð kr. 6.240,00 og verða dæmdir til að greiða hana. IX. kafli ákæru. Ákærðu L, Benedikt Jónsson Sverrisson:og G hafa allir viðurkennt að hafa falsað tékka á eyðublað frá Landsbankanum á Selfossi nr. 2876309, útgefinn 14.4. 1984 til handhafa, á reikning nr.'51698, að: fjárhæð kr. 2.000,00, með nafni Gunnars Gunnarssonar og fölsuðu framsali Ragnars Sverrissonar og selja í versluninni Teningnum, Snorrabraut 38, Reykjavík. Ákærði L ritaði allt á framhlið tékkans en ákærði G framsalið en allir tóku þeir jafnan þátt í sölu hans. . Með viðurkenningu ákærðu og stoð í sakargögnum telst verknaður þeirra sannaður og varðar við 1 . mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu hafa allir samþykkt bótakröfu frá versluninni Teningurinn, að fjárhæð kr. 2.000,00 auk dómvaxta frá 16.4. 1984 til greiðsludags og verða dæmdir til að greiða eftir því. X. kafla ákæru. Ákærðu J, L, Benedikt og G hafa allir viðurkennt hjá RLR og fyrir dómi að hafa falsað tvo tékka á eyðublöð frá Landsbankanum, Selfossi, báða með nafni Ragnars Sverrissonar, til handhafa á reikning nr. 51688 og selt í Reykjavík. Ákærði G ritaði allt á tékkana en ákærðu stóðu að öðru leyti alfarið saman að fölsuninni. Tékkarnir eru: Nr. 2876308, kr. 1.530,00, útgefinn 14.4. 1984, seldur í veitingastofunni Pítunni, Bergþórugötu 21. Nr. 2876317, kr. 2.596,00, útgefinn 18.4. 1984 með fölsuðu framsali Ragnars Sverrissonar, seldur í söluturninum Ciro, Bergstaðastræti 54. Verknaður ákærðu allra telst sannaður með viðurkenningu þeirra og stoð 148 í sakargögnum og varðar hjá þeim öllum við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu eru allir samþykkir bótakröfu frá Pítunni veitingastofu að Berg- þórugötu 21, að fjárhæð kr. 1.530,00. Ennfremur frá söluturninum Ciro, Bergstaðastræti 54, að fjárhæð kr. 2.596,00 auk dráttarvaxta frá 24.4. 1984 til greiðsludags. Verða þeir dæmdir til að greiða samkvæmt því. XI. kafli ákæru. Ákærðu J, L og Benedikt hafa allir hjá RLR og fyrir dómi viðurkennt eftirtalin brot, þ.e. að hafa: 1) Aðfaranótt miðvikudagsins 11. apríl, í félagi við Jón Hinrik Hjartar- son, brotist inn í Hólabrekkuskóla við Austurberg í Reykjavík, brotið upp dyr þar inni og leitað að verðmætum í þjófnaðarskyni. Með viðurkenningu ákærðu allra og stoð í öðrum sakargögnum telst verknaður þeirra sannaður og varðar hann við 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. 2) Sömu nótt, brotist inn í Vesturbæjarskólann við Öldugötu í Reykja- vík, brotið upp dyr þar inni og stolið peningakassa með allt að 2.000,00 krónum og dálitlu af matvælum. Á sama hátt með viðurkenningu og stoð í sakargögnum telst verknaður sannaður og varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. Ákvörðun refsingar o.fl. Ákærði Benedikt Jónsson Sverrisson var þann 12. júní 1985 dæmdur í 2 mánaða fangelsi skilorðsbundið í 3 ár og viku fyrr eða S. júní sl. dæmdur í 30 daga fangelsi einnig skilorðsbundið í 3 ár. Fyrra dóms var ekki getið í síðari dómi. Refsing hans nú þykir með stoð í 60. gr. og með hliðsjón af 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga hæfileg 8 mánaða fangelsi. Eru þá refsingar samkvæmt báðum fyrrnefndum skilorðsdómum teknar með. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald dagana 16. maí 1984 til 13. júní 1984. Dómsorð: Ákærði J sæti 6 mánaða fangelsi. Frá refsingu hans skal draga gæsluvarðhald dagana 17. maí til 8. júní 1984. Ákærði L sæti 14 mánaða fangelsi. Frá refsingu hans skal draga gæsluvarðhald dagana 11. til 23. maí 1984. 149 Ákærða E sæti 4 mánaða fangelsi. Frá refsingu hennar skal draga gæsluvarðhald dagana 26. apríl til 9. maí 1984. Ákærði A sæti 6 mánaða fangelsi. Ákærði Benedikt Jónsson Sverrisson sæti 8 mánaða fangelsi. Frá refsingu hans skal draga gæsluvarðhald dagana 16. maí til 13. júní 1984. Ákærði G sæti 6 mánaða fangelsi. Ákærði L greiði skipuðum verjanda sínum, Kristjáni Stefánssyni hdl., kr. 10.000,00 í réttar- og málsvarnarlaun. Ákærða E greiði skipuðum verjanda sínum, dr. Gunnlaugi Þórðar- syni hrl., kr. 6.000,00 í málsvarnarlaun. Ákærði Benedikt Jónsson Sverrisson greiði skipuðum verjanda sínum, Sigurði Georgssyni hdl., kr. 6.000,00 í málsvarnarlaun. Ákærðu greiði annan sakarkostnað óskipt. Mánudaginn 10. febrúar 1986. Nr. 214/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Sigurði Markúsi Sigurðssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Skjalafals. Fjársvik. Þjófnaður. Ákæra. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 28. júní 1985 að ósk ákærða og að því er hann einan varðar, og jafn- framt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Meðákærðu í héraði vildu hlíta héraðsdómi. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 5. desember 1985. 150 Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur koma eigi til meðferðar fyrir Hæstarétti þar sem hvorugur málsaðila hefur óskað þess, sbr. 147. gr. laga nr. 74/1974. Staðfesta ber niðurstöður héraðsdóms um sakarmat og færslu til refslákvæða. Brot það er um ræðir í V. kafla ákæru varðar við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en það hefur láðst að tilgreina í dóminum. Sakaferli ákærða er lýst í héraðsdómi, en því er við að bæta að dómi sakadóms Reykjavíkur 26. mars 1985 var áfrýjað, og með dómi Hæstaréttar 28. október 1985 var ákærði dæmdur í 3 mánaða fangelsi. Með hliðsjón af ákvæðum þeim, sem tilgreind eru í hinum áfrýj- aða dómi, verður refsing ákærða ákveðin fangelsi 15 mánuði. Í héraðsdómi er grein gerð fyrir gæsluvarðhaldi er ákærði sætti 1.—17. júlí, 12.—17. desember og 20.—21. desember 1984, alls 24 daga. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð gögn er sýna að hann var auk þess úrskurðaður í gæsluvarðhald 19. ágúst 1984 kl. 17.25 og látinn laus úr því 3. október kl. 17. Tilefni úrskurðarins var að ákærði var grunaður um stuld á seðlaveski, er í var m.a. tékkahefti, og notkun á fölsuðum tékkum, rituðum á eyðublöð úr því. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti skýrði ríkissaksóknari frá því að eigi hefði komið til saksóknar út af nefndu sakarefni. Úrskurðurinn 19. ágúst var ekki einvörðungu reistur á því að hætta væri á að ákærði spillti sakargögnum, heldur og á S. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974, og segir svo í úrskurðinum: „Þegar litið er á feril ákærða verður að álíta hann síbrotamann og verulega hættu á að hann haldi áfram afbrotum meðan málum hans er eigi lokið.“ Á umræddum tíma voru enn Óútkljáð sakarefni þau á hendur ákærða sem síðar leiddu til höfðunar máls þessa. Að þessu athuguðu þykir rétt að draga gæsluvarðhaldsvistina 19. ágúst til 3. október 1984, 45 daga, frá refsingu ákærða auk áðurnefndra 24 daga. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Í ákæru hefur á tveimur stöðum láðst að tímasetja brot, þ.e. í ákærulið I.4. en þar vantar ártalið 1984 og í ákærulið XII. en það brot var framið 23. mars 1984. Heimilt er þó skv. 3. mgr. 118. gr. 151 laga nr. 74/1974 að dæma ákærða áfall að þessu leyti. Hins vegar er þess að geta vegna ummæla í héraðsdómi að V. liður ákæru er fullnægjandi samkvæmt 115. gr. nefndra laga. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Markús Sigurðsson, sæti fangelsi 15 mán- uði. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhaldsvist ákærða, alls 69 dagar. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest að því er ákærða varðar. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnar- laun verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlög- manns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 20. maí 1985. Ár 1985, mánudaginn 20. maí er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem haldið er að Borgartúni 7 af Ingibjörgu Benediktsdóttur, settum saka- dómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 268—275/1985: Ákæru- valdið gegn Sigurði Markúsi Sigurðssyni, A, B, C, D, E, F og G, sem tekið var til dóms þann 2. þ.m. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 5. febrúar sl. á hendur ákærðu Sigurði Markúsi Sigurðssyni, Laugabraut 14, Akra- nesi, fæddum 22. júlí 1961 í Reykjavík, A, B, C, D, E, F og G svo sem hér segir: „I. Á hendur ákærða Sigurði Markúsi einum fyrir brot gegn almennum hegningarlögum nr. 19, 1940, með því að hafa: 1) Gefið út og notað í staðgreiðsluviðskiptum innistæðulausa tékka á reikning ákærða nr. 43503 í Alþýðubankanum h.f., Laugavegi, Reykjavík, eins og rakið er: Nr. 1623064, kr. 7.500,00, útgefinn 3.2. 1984 til handhafa, seldur Al- þýðubankanum. Nr. 1623074, kr. 6.000,00, útgefinn 9.2. 1984 til handhafa, greiðsla fyrir vörur í verslun SS, Glæsibæ í Reykjavík. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. 2) Farið, fimmtudagskvöldið 22. mars 1984, inn í bifreiðageymslu við 152 Boðagranda 7, Reykjavík, og brotið upp bifreið og leitað að verðmætum til þess að stela. Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningar- laga. 3) Stolið, föstudaginn 23. mars 1984, silfurborðbúnaði, samtals 90 grip- um, úr húsinu nr. 36 við Rauðarárstíg í Reykjavík, er ákærði var þar gest- komandi. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 4) „Brotist, miðvikudaginn 4. apríl, inn í kjallaraíbúð hússins nr. 15 við Flókagötu í Reykjavík og stolið þar 7 gullhringjum án steina, sex með steinum, þremur armböndum, gullhálsmeni, gullermahnöppum, vasakomp- ás, gulleyrnalokkum, 2—3 þunnum hálsfestum, silfurarmbandi, silfurskildi, gullnælu með perlum, armbandsúri gullhálsfesti með krossi og bindis- prjóni með perlu. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 5) Brotist, þriðjudaginn 24. apríl 1984, inn í íbúð í húsinu nr. 138 við Njálsgötu í Reykjavík og stolið sambyggðu útvarps- og sjónvarpstæki, áfengisflösku og tékka á reikning nr. 3373 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, útgefinn 22. apríl 1984 af Lilju Kristjánsdóttur til Kristjáns Valdimarssonar að fjárhæð kr. 5.000,00. og að hafa síðan falsað á tékkann framsal Kristjáns og greitt með honum fyrir veitingar í matstofunni „ Hjá kokknum'““, Laugavegi 28, Reykjavík. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. og 244. gr. almennra hegningarlaga. 6) Fyrir að hafa gefið út tékka á eyðublöðum frá Samvinnubankanum í Hafnarfirði, til handhafa og notað í staðgreiðsluviðskiptum í Reykjavík í apríl 1984, eins og rakið er: Nr. 23973, kr..3.500,00, reikn. nr. 3701, dagsettur 23.4. 1984, með fölsuðu nafni Einars Guðmunds., seldur í Úra- og skartgripaverslun Guðmundar Hermannssonar, Lækjargötu 2. Nr. 23970, kr. 3.096,00, reikn. nr. 416, dagsettur 25.4. 1984, með nafni ákærða, greiðsla fyrir vörur í verslun Hans Petersen, Bankastræti 4. Nr. 23969, kr. 5.000,00, reikn. nr. 416, dagsettur 25.4. 1984, með fölsuðu nafni Sigmars Heiðars Árnasonar, seldur í versluninni Pennanum, Hallar- múla. Telst notkun ákærða á tékka nr. 23970 varða við 248. gr. almennra hegningarlaga, en hinna við 1. mgr. 155. gr. sömu laga. 7) Stolið, þriðjudaginn 18. desembef, símatæki í versluninni Hagkaup- um, Laugavegi 59, Reykjavík. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 153 IV. Á: hendur ákærða Sigurði Markúsi einum fyrir skjalafals með því að hafa falsað tékka á eyðublað nr. 2876305 úr sömu tékkaröð og hér næst að ofan, á reikning nr. 51698, stílaðan á Pál Gíslason að fjárhæð kr. 8.000,00, útgefinn 12.4. 1984 og afhent tékkann Sigurbjörgu Gunnars- dóttur, fæddri 3. september 1963, sem falsaði á hann framsal Páls og greiddi með honum veitingar þeirra og annarra á veitingahúsinu Skrínunni, Skólavörðustíg 12, Reykjavík. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. V. Á hendur ákærðu B og Sigurði Markúsi fyrir þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 12. apríl 1984 eða næsta dag, farið inn í Verslunina Týsgötu 3 í Reykjavík og stolið þar verslunarvarningi, fatnaði, skartgripum o.fl. samtals að verðmæti allt að 68.400,00 krónum. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. VII. Á hendur ákærða Sigurði Markúsi einum fyrir að hafa, í félagi við Einar Þór Agnarsson, fæddan 15. september 1960, falsað tékka á eyðu- blaði eins og að ofan, nr. 1662874, reikn. nr. 87351, kr. 3.000,00, útgefinn 11.4. 1984 til handhafa með nafni Þrastar Gíslasonar og selt í Plötubúðinni, Laugavegi 20, Reykjavík. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. VIII. Á hendur ákærðu Sigurði Markúsi og C fyrir að hafa staðið að því að falsa og selja tvo tékka á eyðublöð frá Útvegsbanka Íslands, sem ákærða C ritaði, stílaða á handhafa, á reikn, nr. 3517, hvorn um sig að fjárhæð kr. 2.000,00, útgefna 5.4. 1984, með nafni Ásdísar Guðmunds- dóttur og með fölsuðu framsali Guðmundar Einarssonar, eins og rakið er: Nr. 0418288, seldur Bifreiðastöð Íslands, Hringbraut í Reykjavík. Nr. 0418286, seldur í afgreiðslu Flugleiða h.f., Reykjavíkurflugvelli. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. IX. Á:hendur ákærðu D og Sigurði Markúsi fyrir skjalafals með því að hafa falsað og selt í Reykjavík, í félagi, tvo tékka úr stolnu hefti frá Vegamótaútibúi Landsbanka Íslands, stílaða á handhafa, með nafni Ragnars Pállssonar (sic) á reikning nr. 37451, kr. 1.500,00, útgefna 24.3. 1984, eins og rakið er: Nr. 1613857, með fölsuðu framsali Rúnars Pállssonar (sic), seldur í Tónabíói, Skipholti 38. Nr. 1613858, með fölsuðu framsali Ragnars Pállssonar (sic), seldur í Austurbæjarbíói. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. X. „Á hendur ákærðu Sigurði Markúsi og E fyrir skjalafals með því að 154 hafa falsað og selt eða sýnt til greiðslu í Reykjavík tékka úr sama hefti, alla stílaða á handhafa, eins og rakið er: Nr. 1613868, kr. 1.700,00, reikn. nr. 37251, útgefinn 25.3. 1984 með nafni Ólafs Rúnarssonar og fölsuðu framsali Jóns Ólafssonar, seldur í versluninni Örnólfi, Snorrabraut. Nr. 1613869, kr. 1.800,00, reikn. nr. 36151, útgefinn 25.3. 1984, með nafni Sveins Einarssonar og fölsuðu framsali Björgvins Einarssonar, seldur í Bifreiðastöð Íslands h.f. við Hringbraut. Nr. 1613874, kr. 1.800,00, reikn. nr. 38521, útgefinn 25.3. 1984, með nafni Rafns Pállssonar (sic) og fölsuðu framsali Davíðs Pállssonar (sic), seldur í veitingastofunni Gagni og gamni, Hverfisgötu 46. Nr. 1613872, kr. 12.000,00, reikn. nr. 4990, útgefinn 26.3. 1984 með nafni Bjartmars Kristjánssonar og framsali ákærða Sigurðar Markúsar, sýndur í Samvinnubankanum, Bankastræti og síðan í Vegamótaútibúi Landsbankans, Laugavegi. Nr. 1613871, eins og næsti tékki á undan með framsali ákærða E, sýndur í aðalbanka Landsbankans. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. XII. Á hendur ákærða Sigurði Markúsi einum fyrir skjalafals með því að falsa og selja tékka á eyðublaði úr sama hefti nr. 1613873, kr. 6.000,00, reikn. nr. 4990, útgefinn til handhafa með nafni Bjartmars Kristjánssonar, framseldur með nafni ákærða, seldur í verslun Hagkaupa, Skeifunni, Reykjavík. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. XIV. Á hendur ákærðu A, Sigurði Markúsi og F fyrir að hafa þriðju- daginn 11. desember 1984 brotist inn í verslunina Mungát, Skúlagötu 54 í Reykjavík og stolið 70 pökkum af vindlingum. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar, til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þessir: I. 1.. Þann 3. febrúar 1984 gaf ákærði Sigurður Markús út á ávísanareikn- ing sinn við Alþýðubankann nr. 43503 tékka nr. 1623064 til handhafa að 155 fjárhæð kr. 7.500 og seldi hann í Alþýðubankanum. Þá gaf hann einnig út á sama reikning tékka nr. 1623074 að fjárhæð kr. 6.000 þann 9. sama mánaðar til handhafa og seldi tékkann í verslun SS í Glæsibæ í stað- greiðsluviðskiptum. Báðir tékkarnir voru án nægilegrar innistæði við útgáfu þeirra. Ákærði kvaðst hafa verið Í óreglu um þetta leyti og því ekki fylgst með reikningnum. Með játningu ákærða, sem er Í samræmi við önnur gögn málsins, telst framangreind háttsemi hans sönnuð og varðar hún við 248. gr. alm. hgl. 2. Að kvöldi fimmtudagsins 22. mars 1984. braust ákærði Sigurður Markús í þjófnaðarskyni inn í bifreiðina R-7886, sem var í bifreiðageymslu við Boðagranda 6, R. Komst hann inn í bifreiðina með því að spenna upp hægri afturrúðu hennar. Ákærði var handtekinn á vettvangi. Var hann áberandi ölvaður. Með framburði ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst framangreind háttsemi hans sönnuð og varðar hún við 244. gr. sbr. 1. mgr. 20. gr. alm. hegningarlaga. Engin skaðabótakrafa var lögð fram vegna þessa máls. 3. Föstudaginn 23. mars 1984 var ákærði Sigurður Markús gestkomandi við þriðja mann að Rauðarárstíg 36, R. Þar tók ákærði um 90 stykki af silfurmunum úr borðbúnaði úr skúffu í svefnherbergi og sló eign sinni á. Kom hann mununun í geymslu hjá mágkonu sinni, sem skilaði RLR þýfinu þrem dögum síðar. Með játningu ákærða, sem er Í samræmi við önnur gögn málsins, telst framangreind háttsemi hans sönnuð og varðar hún við 244. gr. alm. hgl. 4. Miðvikudaginn 4. apríl sama ár fór ákærði Sigurður Markús inn um opinn glugga í kjallara hússins nr. 15 við Flókagötu í því skyni að leita að einhverjum verðmætum til að stela. Þarna sló hann eign sinni á þá skart- gripi og muni sem tilgreindir eru í 4. lið 1. kafla ákæru. Hluta þýfisins kvaðst hann hafa látið tilgreinda menn hafa. Seldi annar þeirra eitt arm- band fyrir hann, en hinn lét hann hafa fíkniefni fyrir hluta þýfisins. Þá seldi ákærði sjálfur sumt af þýfinu fyrir fíkniefnum, en týndi öðru. Ekkert af þýfinu komst til skila. Með játningu ákærða, sem er Í samræmi við annað það, sem fram er komið í málinu, þykir ofangreind háttsemi ákærða sönnuð og varðar hún við 244. gr. alm. hegningarlaga. 5. - Þriðjudaginn 24. apríl 1984 var brotist inn í íbúð að Njálsgötu 13B, R. með því að gluggi á bakhlið hússins var sprengdur upp og hafði þjófur- 156 inn farið inn um hann. Þarna var að sögn húsráðanda, Lilju Kristjáns- dóttur, stolið sambyggðu sjónvarps- og útvarpstæki af gerðinni JVC, þrem flöskum af áfengi, sodastreamtæki, áfengisflösku og ávísun á reikning nr. 3373 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, gefin út þann 22. apríl 1984 af Lilju Kristjánsdóttur til Kristjáns Valdimarssonar að fjárhæð kr. 5.000. Er framangreind ávísun kom fram í bankanum kom í ljós að nafn Kristjáns Valdimarssonar hafði verið falsað á bakhlið tékkans, en hún var jafnframt framseld af Jens Snæbjörnssyni, Ránargötu 10. Tékkinn var seldur í veitingastaðnum „Hjá kokknum““, Laugavegi 28 R. Eigandi veit- ingastaðarins, Arngrímur Friðgeirsson, kvað Jens og mann, sem kom heim og saman við lýsingu á ákærða Sigurði Markúsi hafa selt tékkann og keypt veitingar fyrir kr. 1.474, en fengið peninga til baka. Við skoðun á mynda- safni RLR dró hann út mynd af ákærða og Jens Snæbjörnssyni og kvað þetta vera umrædda menn. Við yfirheyrslu hjá RLR kannaðist ákærði við að hann hefði falsað framsal á nafninu Kristján Valdimarsson á tékkann, en Jens Emil hafi framselt tékkann þar sem hann hafði skilríki. Tékkann hafi þeir selt svo sem að ofan greinir. Þá kvaðst hann ekki neita því að hafa brotist inn í íbúðina að Njálsgötu 13B umrætt sinn og stolið þar m.a. tékkanum, áfengisflösku og sambyggðu útvarps- og sjónvarpstæki. Hins vegar minntist hann þess ekki, enda hefði hann verið um þetta leyti stöðugt undir áhrifum vímuefna. Í lok skýrslunnar er haft eftir ákærða: „Mætti hefur nú yfirlesið kærur málsins og segist sjá af þeim gögnum að hann hljóti að hafa framið innbrotið og þar stolið tékkanum og öðru því, sem frá er greint í kæru Lilju Kristjánsdóttur, dags. 27.04.84.““ Ákærði hefur fyrir dómi neitað að hann hafi brotist inn umrætt sinn að Njálsgötu 13B. Hann kvaðst þá heldur ekki geta fullyrt að hann hefði falsað nafnið á framsali tékkans og gerði sér ekki grein fyrir hvernig hann kom í hendur hans. Af framansögðu verður ekki talið sannað að ákærði hafi brotist inn í íbúðina að Njálsgötu 13B umrætt sinn og stolið þeim verðmætum, sem greint er frá í þessum lið ákæru. Hins vegar þykir nægilega í ljós leitt með framburði ákærða og öðru því sem fram er komið í málinu að hann hafi átt þátt í að selja framangreindan tékka, sem hann vissi að var falsaður. Þykir hann með þeirri háttsemi sinni hafa gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 155. gr alm. hegningarlaga. 6. Í aprílmánuði sl. gaf ákærði Sigurður Markús út þrjá tékka á eyðu- blöð úr tékkhefti frá Samvinnubankanum í Hafnarfirði til handhafa og notaði í staðgreiðsluviðskiptum. Tvo tékkanna falsaði hann, nr. 23973 að 157 fjárhæð kr. 3.500, sem hann gaf út með nafni Einars Guðmundssonar, dagsettan 25. apríl 1984, en ekki 23. apríl svo sem greint er í ákæru, og nr. 23969 að fjárhæð kr. 5.000, sem hann gaf út með nafninu Sigmar Heiðar Árnason, dagsettan saman dag og hinn fyrri. Þriðja tékkann nr. 23970 að fjárhæð kr. 3.096 gaf hann út í eigin nafni, dags. sama dag og hinir. Hann notaði tilbúin reikningsnúmer á alla tékkana. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst framangreind háttsemi ákærða sönnuð, og varðar sala hans á fyrrnefndum tveim tékkum við 1. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga, en á þeim þriðja við 248. gr. sömu laga. 71. Um kl. 18.15 þriðjudaginn 18. desember sl. var óskað lögregluað- stoðar í versluninni Hagkaup, Laugavegi 59, R. Er lögreglumenn komu á staðinn var þar ákærði Sigurður Markús. Er hann var á leið út úr verslun- inni hafði fundist á honum innanklæða símtæki, sem hann hafði ekki framvísað. til greiðslu. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst framangreind háttsemi hans sönnuð, og varðar hún við 244. gr. alm. hegn- ingarlaga. IV. Ákærði Sigurður Markús útfyllti tékka nr. 2876305 á reikning nr. 51698 úr ofangreindu tékkhefti á útibú Landsbankans á Selfossi að fjárhæð kr. 8.000 og gaf hann út til Páls Gíslasonar þann 12. apríl 1984 með útgefanda- nafninu Ragnar Sverrisson. Þá ritaði hann nafnið Páll Gíslason sem fram- seljanda. Tékkann afhenti hann Sigurbjörgu Gunnarsdóttur, þá er þau voru stödd ásamt tveimur öðrum mönnum á veitingahúsinu Skrínunni við Skóla- vörðustíg 12, R., og framseldi hún tékkann með eigin nafni og notaði til að greiða með veitingar þeirra ákærðu og framangreindra manna þar á staðnum. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst framangreind háttsemi hans sönnuð, og varðar hún við 1. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga. V. Föstudaginn 13. apríl 1984 var RLR tillkynnt að farið hefði verið inn í Verslunina að Týsgötu 1 hér í borg og þar stolið ýmsum varningi. Talið var að þetta hefði átt sér stað frá því um hádegi fimmtudaginn 12. apríl 158 fram til kl. 15.00 næsta dag. Að sögn eiganda verslunarinnar var talið að þarna hefði verið stolið 20—30 lopapeysum, nokkru magni af silfurmunum m.a. hálsmenum og armböndum og ilmvatnsglasi úr silfri og nokkru magni leðurbelta og verðlítilla málverka og marglitu ofnu veggteppi svo og pels. Ákærði B og Sigurður Markús hafa báðir játað að þeir hafi verið hér saman að verki. Þeir hafa borið að þeir hafi komist þarna inn um opinn glugga og stolið ýmsum varningi Í versluninni, bæði nýjum og notuðum. Þann 27. apríl sama ár gaf verslunareigandinn nánari skýrslu fyrir RLR um þann varning sem við nánari athugun var talið að hefði verið stolið í umrætt sinn úr versluninni. Lagði verslunareigandinn fram lista þar sem eftirfarandi varningur er talinn upp: 30 lopapeysur, 12 glös og bakki úr silfri, 51 hnífapar, 50 leðurbelti, 27 kjólar, kápur og samfestingar, eitt handofið veggteppi, tvö málverk, ein litmynd (þjóðhátíðarmynd), 5 silfur- armbönd og einn pels, samtals að verðmæti kr. 68.400. Kvaðst eigandinn vera með tryggingu hjá tryggingafélaginu Trygging hf. sem myndi leggja fram skaðabótakröfu í málinu. Ákærði B hefur kannast við að þeir Sigurður Markús hafi stolið framan- greindum munum að því undanskildu að hann neitar að þeir hafi stolið þarna glösum og bakka úr silfri og ekki meira en 15 lopapeysum og 20 leðurbeltum. Hins vegar hafi þeir stolið þarna þrem veggteppum en ekki einu, svo sem eigandinn taldi, svo og rafmagnslampa og koparvegglampa. Ákærði Sigurður Markús hefur einnig kannast við að hafa í félagi við meðákærða B stolið þarna ýmsum munum, svo sem lopapeysum, rafmagns- ofni, skartgripum, beltum, þjóðhátíðarmynd, pels, handofnu veggteppi og einhverju smávegis af skartgripum. Hins vegar mótmælir hann því á sama hátt og meðákærði að þeir hafi stolið þarna nema í mesta lagi 15 lopapeys- um og leðurbeltin hafi verið færri. Þá neitar hann einnig að þeir hafi stolið glösum og bakka úr silfri, silfurhnífapörum og málverkum. Ákærðu fóru með þýfið á stað, þar sem lausungarlýður enur komur sínar. Komst ekkert af því til skila. Í ákæru er ákærðu gert að sök að hafa í ofangreint sinn stolið þarna „verslunarvarningi, fatnaði, skartgripum o.fl. samtals að verðmæti allt að 68.400 krónum.““ Þrátt fyrir þessa ónákvæmni í ákæruskjali þykir þó ekki alveg nægileg ástæða til að vísa þessum kafla ákæru frá, sbr. 115. gr. |. nr. 74/1974, sbr. 19. gr. 1. nr. 107/1976, þar sem ákærðu gat vart dulist við hvaða muni var átt, þar sem þeim hafði bæði hjá RLR og fyrir dóm- inum verið sýndur listi eiganda verslunarinnar yfir þá muni sem talið var að stolið hefði verið umrætt sinn, en muni þessa taldi eigandinn samtals vera að verðmæti þeirrar upphæðar, sem í ákæru greinir, svo sem að framan er rakið. Með játningu beggja ákærðu er talið sannað að þeir hafi í félagi stolið 159 í ofangreindri verslun 15 lopapeysum og 20 leðurbeltum, einu handofnu veggteppi, einni litmynd (þjóðhátíðarmynd), einum pels og nokkru magni af fatnaði og skartgripum. Hins vegar telst ósannað að þeir hafi stolið 12 glösum og bökkum úr silfri, 51 hnífapari, 2 málverkum og svo miklu af skartgripum og fatnaði, sem eigandi verslunarinnar hefur gefið upp. VII. Þann 12. apríl 1984 kom ákærði (sic) ásamt Einari Þór Agnarssyni með tékka á eyðublað nr. 1662874 á reikning nr. 87531 að fjárhæð kr. 3.000 útgefinn þann 11. sama mánaðar til handhafa með nafni Þrastar Gíslasonar og seldu hann í Plötubúðinni, Laugavegi 20, R. Tékkinn reyndist falsaður. Við yfirheyrslu fyrir RLR viðurkenndi ákærði Sigurður Markús að hann hefði sjálfur útfyllt framhlið tékkans að öllu leyti, en Einar Þór hefði falsað nafn framseljanda á tékkann og selt hann. Einar Þór viðurkenndi að hann hefði falsað framsalið á tékkann sem hann hefði fengið útfylltan frá ákærða. Ákærði kvaðst hafa fengið tékkann óútfylltan hjá B. B staðfesti þann framburð ákærða, en bar að Elva María Lárusdóttir hefði útfyllt tékkann og kvaðst þekkja rithönd hennar á honum. Elva María neitaði hins vegar að hún hefði útfyllt tékkann. Ákærði neitaði hins vegar fyrir dómi að hann hefði falsað tékkann, en játaði að hann hefði selt hann í félagi við Einar Þór. Kvaðst hann hafa viðurkennt fölsun tékkans fyrir RLR, þar sem honum hefði verið gefinn kostur á vist að Vogi ef hann gerði hreint fyrir sínum dyrum. Ákærði hefur játað að hann hafi selt framangreindan falsaðan tékka í félagi við ofnagreindan pilt og er það í samræmi við önnur gögn málsins. Með þessu athæfi sínu hefur hann gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 155. gr. alm. hgl. VIII. Ákærða C falsaði framhlið þeirra tveggja tékka, hvorn að fjárhæð kr. 2.000 á Útvegsbanka Íslands, sem lýst er í þéssum kafla ákæru. Er gerð tékkanna og notkun þar rétt lýst. Ákærði Sigurður Markús falsaði framsal beggja tékkanna með nafninu Guðmundur Einarsson. Tékkana útfyllti ákærða C að beiðni ákærða Sigurðar sem seldi báða tékkana. Fékk ákærði Sigurður mestmegnið af andvirði tékkanna, en ákærða C fékk í stað þess eitthvað af fíkniefnum hjá Sigurði. Með játningu beggja ákærðu þykir framangreind háttsemi þeirra sönnuð, og varðar hún við 1. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga. 160 IX. Ákærðu D og Sigurður Markús seldu tvo tékka úr stolnu tékkhefti á Landsbanka Íslands hvorn að fjárhæð kr. 1.500, svo sem lýst er í þessum kafla ákæru. Er tékkunum báðum að gerð þar rétt lýst. Ákærði Sigurður Markús útfyllti framhlið beggja tékkanna og framseldi þann sem fyrr er talinn í ákærunni með nafninu Rúnar Pállsson (sic.) en þann síðari fram- seldi D með sama nafni. Notuðu þeir tékkana sem greiðslu fyrir bíómiða, en afganginn eyddu þeir í sameiningu. Með játningu ákærðu, sem er í samræmi við annað það, sem fram er komið í málinu telst framangreind háttsemi þeirra sönnuð og varðar hún við 1. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga. Engar bótakröfur voru lagðar fram vegna framangreindra tékka. X. Ákærði Sigurður Markús útfyllti einnig framhlið þeirra fimm tékka, sem lýst er í þessum kafla ákæru úr framangreindu tékkhefti á Landsbanka Íslands að undanskildum tékka nr. 1613868 að fjárhæð kr 1.700 á tilbúið reikningsnúmer nr. 37251, útgefinn þann 25. mars 1984 með nafni Ólafs Rúnarssonar, en framhlið þess tékka útfyllti hann í félagi við meðákærða E. Útfyllti Sigurður Markús reikningsnúmer tékkans, fjárhæð í tölustöfum og dagsetningu, en E annað, svo og nafnið Jón Ólafsson sem framseljandi. Tékka þennan seldu þeir í sameiningu í versluninni Örnólfi. Ákærði E falsaði framsalið á tékka nr. 1611869, að fjárhæð kr. 1.800 með nafninu Björgvin Einarsson og seldu þeir ákærðu tékkann í félagi í Bifreiðastöð Íslands við Hringbraut. Er tékkanum að allri gerð rétt lýst í ákæru, svo og gerð tékka nr. 1613874, að fjárhæð kr. 1.800, en ákærði Sigurður Markús útfyllti einnig framsal þess tékka með nafninu Davíð Pállsson (sic). Seldi ákærði Sigurður tékkann í veitingastofunni Gagni og gamni. Við yfirheyrslu hjá RLR kvaðst ákærði Kristján Bergmann hafa verið með meðákærða Sigurði þá er hann seldi þennan tékka og hefðu þeir keypt fyrir hann veitingar. Á sama veg bar Sigurður. Hins vegar neitaði Kristján Bergmann þessu fyrir dómi. Við samprófun fyrir dómi treysti Sigurður sér ekki til að fullyrða að meðákærði hefði verið með sér þegar tékkinn var seldur þarna í veitingastofunni. Þeir hafi verið saman þetta kvöld en orðið viðskila hjá Borgarbílastöðinni, en hvort það var áður eða eftir sölu tekkans mundi hann ekki, Þann 26. mars sama ár framvísaði ákærði Sigurður Markús tékka nr. 1613872 úr sama tékkhefti og að ofan greinir, að fjárhæð kr. 12.000 til handhafa á tilbúið reikningsnúmerið 4990, útgefinn þann sama dag með nafninu Bjartmar Kristjánsson og framseldi með eigin nafni, fyrst í Sam- vinnubakanum við Bankastræti en síðar í Vegamótaútibúi Landsbankans. 161 Í hvorug skiptin tókst honum að selja tékkann. Þegar gjaldkerinn í síðar- nefndum banka fór að kanna tékkann nánar, hraðaði ákærði sér út. Samdægurs framvísaði ákærði E tékka nr. 1613871, sem var útfylltur á sama hátt og tékki nr. 1613872 í aðalbanka Landsbanka Íslands og fram- seldi með eigin nafni, en tókst ekki að selja tékkann og afhenti hann þá meðákærða Sigurði Markúsi tékkann, sem afhenti RLR hann. Með játningu ákærða Sigurðar Markúsar, sem er Í samræmi við önnur gögn málsins, telst sannað að hann hafi falsað framangreinda fimm tékka svo sem nánar er lýst hér að framan og að hafa í félagi við meðákærða Kristján Bergmann selt tvo þeirra, tékka nr. 1613868 og 1613869, svo og að hafa selt tékka nr. 1613874 og framvísað í tveim bönkum tékka nr. 1613872, svo og að hafa átt sinn þátt að sýningu meðákærða Kristjáns á tékkanum nr. 1613871 í Landsbankanum. Þykir framangreind háttsemi hans að því er varðar alla tékkana fimm varða við |. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga. Þá þykir sannað með játningu ákærða E, sem er í samræmi við annað það sem fram er komið í málinu, að hann hafi í félagi við meðákærða Sigurð Markús selt tékkana nr. 1613868 og 1613869 og að hann hafi sýnt tékka nr. 1613871, svo sem nánar hefúr verið rakið hér að framan. Þykir þessi háttsemi hans að því er varðar ofangreinda þrjá tékka varða við 1. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga. Hins vegar þykir hvorki í ljós leitt að ákærði hafi tekið þátt í sölu tékkans nr. 1613874 né sýningu tékkans nr. 1613872 og verður hann því sýknaður af skjalafalsi að því er þá tékka varðar. XII. Ákærði Sigurður Markús útfyllti tékka nr. 1613873 úr ofangreindu tékk- hefti á Landsbanka Íslands að fjárhæð kr. 6.000 með nafninu Bjartmar Kristjánsson sem útgefanda og seldi hann í versluninni Hagkaupum, Skeif- unni, R. Er tékkanum að allri gerð rétt lýst í þessum kafla ákæru, en út- gáfudagsins 23. mars 1984 er þó ekki getið. Framseldi ákærði tékkann með eigin nafni. Með játningu ákærða, sem er Í samræmi við annað það sem fram er komið í málinu, þykir framangreind háttsemi hans sönnuð, og varðar hún við 1. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga. XIV. Aðfaranótt þriðjudagsins 11. desember sl. var brotist inn í verslunina Mungát við Skúlagötu 54, R. UÚtidyrahurð verslunarinnar hafði verið 11 162 sparkað upp. Að sögn kæranda hafði verið stolið 70 pökkum af ýmsum tegundum vindlinga. Um hádegi næsta dag var Eydís Þuríður Jónsdóttir handtekin í verslun- inni Örnólfi þar sem hún var að reyna að selja vindlinga úr umræddu inn- broti. Viðurkenndi hún að tveir piltar, sem hún bar kennsl á sem ákærðu Sigurð og A, hefðu beðið hana að selja vindlingana. Var hún með á sér tvo plastpoka með 70 pökkum af vindlingum. Ákærðu Sigurður Markús og A hafa báðir viðurkennt fyrir dómi að þeir hafi í félagi við meðákærða F brotist inn í ofangreinda verslun, Þeir hafi verið ásamt fleira fólki gestkomandi á heimili F, Skúlagötu 54. Þar hafi einnig verið meðákærði G. Þeir hafi allir verið undir áhrifum vímuefna. Þegar allir voru orðnir tóbakslausir hafi verið ákveðið að draga um það hver ætti að fara út til að ná í tóbak. Það kom í hlut Sigurðar Markúsar, en þegar hann var á leið út slógust þeir A og F með í hópinn. Þá fyrst var ákveðið að brjótast inn í verslunina í sama húsi. Sigurður Markús sparkaði upp hurðinni, en á meðan hélt F í húninn. Fóru þeir að því búnu allir inn í verslunina. Ákærði Sigurður kvað tóbakið hafa verið talið þegar þeir komu aftur í íbúð F.og hafi það verið um 140 pakkar. Skömmu síðar hafi þeir F og G farið út með hluta af þýfinu og ætlað að selja, en sjálfir hafi þeir farið út með afganginn og reynt að fá stúlku til að selja það fyrir sig, en hún verið handtekin áður en það tókst. Með framburði ákærðu Sigurðar Markúsar og A fyrir dómi, sem fær stoð í játningu ákærða G fyrir RLR, enda verður afturköllun hans á þeirri játningu fyrir dómi ekki tekin til greina, enda er framburður hans fyrir dóminum ótrúverður, þykir sannað þrátt fyrir neitun ákærða F að ákærðu Sigurður Markús, A og F hafi greint sinn brotist inn í verslunina Mungát og stolið þar a.m.k. 120 pökkum af vindlingum, sem þeir síðan seldu eða reyndu að selja daginn eftir ásamt, meðákærða G. Ákærðu Sigurður Markús, A og F eru hins vegar ekki ákærðir fyrir að hafa stolið meir en 79 pökkum af vindlingum, og verður þeim því einvörðungu gerð refsing fyrir þjófnað á því magni vindlinga. Varðar brot ákærðu Sigurðar Markúsar, Á og F við 244. gr. alm. hegningarlaga, en brot ákærða G við 254. gr. sömu laga. Eins og að framan greinir komust 70 pakkar af vindlingum til skila við handtöku á Eydísi Þuríði Jónsdóttur, er hún hugðist selja þann hluta vind- linganna, sem ákærðu Sigurður Markús og A höfðu beðið hana að selja fyrir þá. 163 Samkvæmt sakavottorði ákærða Sigurðar Markúsar hefur hann á ár- unum 1976—1983 sætt eftirtöldum refsingum: Hann hefur tvívegis gengist undir dómsátt vegna ölvunar á almannafæri (árin 1976 og 1977) og einu sinni fyrir fíkniefnabrot. Þá var hann árið 1977 einnig uppvís að skjalafalsi og þjófnaði, en ákæru frestað skb. í:2 ár frá 7.. janúar það ár. Frá árinu 1979 hefur hann 13 sinnum verið dæmdur, samtals í 43 mánuði og 15 daga, en þar af 3 mánuði skilorðsbundna, fyrir skjalafals, þjófnaði, nytjastuld, gripdeild og líkamsárás (217. gr.). Í ellefu af framangreindum dómum var ákærði sakfelldur fyrir þjófnað. Síðustu tveir refsidómar voru kveðnir upp yfir honum þann 20. desember sl., en með þeim dómi var ákærði dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir þjófn- að, og 26. mars sl., en með þeim dómi var hann dæmdur í 2 mánaða fangelsi fyrir fjársvik og hylmingu. Viðurlög: Brot ákærða Sigurðar Markúsar, sem fjallað er um í dómi þessum, eru öll framin áður en refsidómarnir frá 20. desember sl. og 26. mars sl. voru kveðnir upp, en með þeim dómum var hann dæmdur samtals í 8 mánaða fangelsi. Ber því nú að ákveða honum hegningarauka, sem þykir með hliðsjón af 72. gr., 77. gr., 78. gr. og 255. gr. alm. hegningarlaga hæfilega ákveðinn 12 mánaða fangelsi. Frá refsingunni dragist gæsluvarðhaldsvist hans, sem hér segir: Frá kl. 11.25 þann 1. júlí 1984 til kl. 13.37 þann 17. sama mán- aðar, frá kl. 19.10 þann 12. desember 1984 til kl. 17.00 þann 17. sama mánaðar og frá kl. 14.23 þann 20. desember 1984 til kl. 17.00 þann 21. sama mánaðar, samtals 24 dagar. Skaðabótakröfur: Þá er ákærði Sigurður Markús dæmdur til að greiða í málsvarnarlaun skipuðum verjanda sínum, Hilmari Ingimundarsyni hrl., kr. 12.000, ákærði A skipuðum verjanda sínum, Eddu S. Ólafsdóttur hdl., kr. 6.000, ákærði E skipuðum verjanda sínum, Erni Höskuldssyni hdl., kr. 8.000, ákærði F skipuðum verjanda sínum, Ragnari Aðalsteinssyni hrl., kr. 8.000 og ákærði G skipuðum verjanda sínum, Páli A. Pálssyni hrl., kr. 8.000. Annan sakarkostnað eru ákærðu öll dæmd til að greiða in solidum. Dómsorð: Ákærði Sigurður Markús Sigurðsson sæti 12 mánaða fangelsi, en til frádráttar komi gæsluvarðhaldsvist hans, 24 dagar. 164 Ákærði A sæti 2 mánaða fangelsi. Ákærði B sæti 4 mánaða fangelsi. Ákærða C sæti 2 mánaða fangelsi. Ákærði D sæti 2 mánaða fangelsi. Ákærði E sæti 2 mánaða fangelsi. Ákærði F sæti 30 daga fangelsi. Ákærði G sæti 30 daga fangelsi, en til frádráttar komi gæsluvarð- haldsvist hans 2 dagar. Fullnustu refsingar ákærðu A, C og F skal fresta og hún niður falla að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærðu hvert um sig alm. skilorð 57. gr. alm. hgl. Komi fullnusta refsingar ákærðu A og F til framkvæmda dragist frá refsingu gæsluvarðhaldsvist þeirra hvors um sig, 5 dagar. Ákærði Sigurður Markús greiði skipuðum verjanda sínum, Hilmari Ingimundarsyni hrl., málsvarnarlaun kr. 12.000. Ákærði A greiði skipuðum verjanda sínum, Eddu S. Ólafsdóttur hdl., kr. 6.000 í málsvarnarlaun. Ákærði E greiði skipuðum verjanda sínum, Erni Höskuldssyni hdl., kr. 8.000 í málsvarnarlaun. Ákærði F greiði skipuðum verjanda sínum, Ragnari Aðalsteinssyni hrl., kr. 8.000 í málsvarnarlaun. Ákærði G greiði skipuðum verjanda sínum, Páli A. Pálssyni hrl., kr. 8.000 í málsvarnarlaun. Annan sakarkostnað greiði ákærðu in solidum. 165 Mánudaginn 10. febrúar 1986. Nr. 196/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Sigurði Markúsi Sigurðssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Þjófnaður. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 28. júní 1985 að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyng- ingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 1. nóvember 1985. Með skírskotun til raka héraðsdóms ber að staðfesta hann að öðru leyti en því að refsing ákærða verður ákveðin fangelsi 3 mánuði. Dæma ber ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Markús Sigurðsson, sæti fangelsi 3 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og málsvarnar- laun verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlög- manns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 21.maí 1985. Ár 1985, þriðjudaginn, 21. maí, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem haldið er að Borgartúni 7 af Ingibjörgu Benediktsdóttur, settum saka- dómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 281/1985: Ákæruvaldið gegn Sigurði Markúsi Sigurðssyni, sem tekið var til dóins sama dag. 166 Mál þetta höfðar ríkissaksóknari með ákæru, dagsettri 2. apríl sl., gegn ákærða, Sigurði Markúsi Sigurðssyni, Vesturgötu 149, Akranesi, fæddum í Reykjavík 22. júlí 1961, „fyrir eftirgreind þjófnaðarbrot framin í Reykja- vík þriðjudaginn 29. janúar 1985: 1. Farið inn í íbúð við Hverfisgötu 92A og stolið þar kaffikönnu, borð- lampa, um 8 smástyttum og seðlaveski með um 700 krónum. 2 Brotist inn í íbúð við Hverfisgötu 68A og stolið bankabók frá aðalbanka Landsbanka Íslands með innistæðu að fjárhæð kr. 42.300, útvarps- og segulbandstæki, myndavél af gerðinni KONICA, svartri úlpu, peninga- buddu með erlendri mynt og 67 áteknum tónsnældum. 3. Brotist inn í íbúð að Hverfisgötu 67 og stolið þar útvarps- og segulbands- tæki, rafmagnsrakvél og leðurtösku. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þessir: Að morgni þriðjudagsins 29. janúar sl. strauk ákærði einn síns liðs úr refsivist frá Litla-Hrauni. Fór hann til Reykjavíkur og fór inn í þrjár íbúðir við Hverfisgötu í þjófnaðarskyni. Að Hverfisgötu 92A fór hann inn í ólæsta íbúð og stal þar tveim pörum af kvenskóm, gallabuxum, kápu, 3 beltum, kaffikönnu, 8 styttum og seðlaveski með 700 krónum. Þá fór hann inn um salernisglugga á bakhlið hússins nr. 68A og stal þar bankabók frá aðalbanka Landsbanka Íslands með innistæðu að fjárhæð kr. 42.300, útvarps- og segulbandstæki, myndavél af gerðinni Konica, úlpu, peninga- buddu með erlendri mynt og 67 myndbandsspólum. Loks braut ákærði rúðu við útidyr hússins nr. 67 og gat að því búnu opnað útidyrnar innan frá. Þarna stal hann útvarps- og segulbandstæki, rafmagnsrakvél og leður- tösku. Faldi ákærði þýfið í garði hússins, og komst það allt til skila. Framangreint þýfi, sem ákærði stal að Hverfisgötu 92A og 68A fannst við leit lögreglu í íbúð að Hverfisgötu 86 þar sem ákærði hélt til, en að sögn íbúa að Hverfisgötu 92A söknuðu þeir einnig borðlampa, snyrtivara, peysu og seðlaveskis, sem ekki komst til skila. Ákærði kvaðst hafa verið undir miklum áhrifum áfengis og lyfja þá er hann framdi ofangreindan verknað. Hann hafi sett varninginn í poka og 167 mundi ekki nánar nema að litlu leyti, hverju hann stal á hverjum stað. Með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins telst sannað að ákærði sló eign sinni á þá muni sem greint er frá í ákæru að öðru leyti en því að ekki telst sannað, að hann hafi stolið borðlampa þeim sem um getur í 1. lið ákæru. Ákærði er hins vegar ekki ákærður fyrir tökuna á tveim pörum af kvenskóm, gallabuxum, kápu og 3 beltum, sem fannst við framangreinda húsleit að Hverfisgötu 86 og hvarf frá Hverfisgötu 92A þennan dag, og verður hann því ekki sakfelldur fyrir þann þjófnað. Engar bótakröfur hafa verið lagðar fram í málinu. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann á árunum 1976-1983 sætt eftirtöldum refsingum: Hann hefur tvívegis gengist undir dómsátt vegna ölvunar á almannafæri (árin 1976 og 1977) og einu sinni fyrir fíkniefnabrot. Þá var hann árið 1977 einnig uppvís að skjalafalsi og þjófnaði, en ákæru frestað skb. í 2 ár frá 1. janúar það ár. Frá árinu 1979 hefur hann 13 sinnum verið dæmdur, samtals í 43 mánuði og 15 daga, en þar af 3 mánuði skilorðsbundna, fyrir skjalafals, þjófnaði, nytjastuld gripdeild og líkamsárás (217. gr.). Í ellefu af framangreindum dómum var ákærði sakfelldur fyrir þjófnað. Síðustu tveir refsidómarnir voru kveðnir upp yfir honum þann 20. desember sl., en með þeim dómi var ákærði dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir þjófnað, og 26. mars sl., en með þeim dómi var hann dæmdur í 2 mánaða fangelsi fyrir fjársvik og hylmingu. Þá var hann einnig dæmdur í gær í 12 mánaða fangelsi fyrir skjalafals, fjársvik, þjófnað og tilraun til þjófnaðar. Brot ákærða, sem hér er fjallað um, eru framin áður en síðastgreindur dómur var upp kveðinn, og ber því nú að ákveða honum hegningarauka skv. 78. gr. alm. hegningarlaga, sem þykir með hliðsjón af 72. gr., 77. gr. og 255. gr. alm. hegningarlaga hæfilega ákveðinn 2 mánaða fangelsi. Þá er ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þ.m.t. máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hrl., kr. 6.000. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Markús Sigurðsson, sæti fangelsi í 2 mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hrl., kr. 6.000. 168 Mánudaginn 10. febrúar 1986. Nr. 229/1985. Geir Viðar Vilhjálmsson gegn Friðrik Friðrikssyni Frestur. Máli vísað frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Þór Vilhjálmsson. Málinu var skotið til Hæstaréttar með stefnu 18. október 1985 til þingfestingar í nóvember 1985. Var því þá frestað til febrúar 1986 að beiðni áfrýjanda. Er málið kom fyrir 3. þ.m. beiddist áfrýj- andi enn frests til aprílmánaðar en stefndi neitaði um frestinn og krafðist þess að málið yrði fellt niður og áfrýjanda gert að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Samkvæmt áfrýjunarstefnu er áfrýjað fjárnámsgerð fógetaréttar Árnessýslu er fram fór hjá áfrýjanda 23. september 1985. Áfrýjandi hefur ekki fært fram rök fyrir því að frestur sá sem hann hefur þegar haft hafi ekki verið nægilegur til að afla dómsgerða og gera ágrip þeirra. Verður hinn umbeðni frestur ekki veittur og málinu vísað frá Hæstarétti. Dæma ber áfrýjanda til að greiða stefnda 2.500,00. krónur í ómaksbætur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjandi, Geir Viðar Vilhjálmsson, greiði stefnda, Friðrik Friðrikssyni, 2.500,00 krónur í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 169 Þriðjudaginn 11. febrúar 1986. Nr. 133/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Þórhalli Gunnarssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Bifreiðar. Manndráp af gáleysi. Sönnun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari í Kópavogi hefur kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu 18. apríl 1985 til sakfellingar samkvæmt ákæru og til þyngingar refsingu en ákærði vildi una dóminum. Ágrip barst Hæstarétti 9. ágúst 1985. Þegar telpan Sigyn Oddsdóttir varð fyrir bifreið ákærða var hún á leið suður yfir vinstri akrein nyrðri akbrautar Breiðholtsbrautar ásamt bróður sínum Sölva. Samkvæmt heitfestum framburði Sverr- is Guðjónssonar sá hann tvö börn austan (réttara mun vera norðan) Breiðholtsbrautar þrýsta á stýrihnapp við gangbrautarljósin þannig að gult ljós kviknaði fyrir umferð ökutækja og skipti síðan yfir á rautt um það leyti sem vitnið ók yfir gangbrautina. Fyrir rann- sóknarlögreglu hafði Oddur Sigurðsson það eftir Sölva syni sínum að Sigyn hefði ýtt á stýrihnapp ljósanna og þau systkinin ekki gengið út á gangbrautina fyrr en grænt ljós kviknaði fyrir gangandi. Frásögn þessi hefur þó hvorki verið borin undir Odd fyrir dómi né heldur hefur Sölvi sonur hans gefið skýrslu um atvik að slysinu. Ákærði hefur játað að hann hafi ekið yfir gangbrautina án þess að gæta að gangbrautarljósum eða gera sér grein fyrir því hvaða ljós loguðu. Hann veitti börnunum tveimur eftirtekt við gangstéttar- brúnina, áður en hann kom að gangbrautinni. Eigi að síður hægði hann ekki á ferð er hann nálgaðist gangbrautina svo. sem sérstök ástæða var til vegna hálku og slæms skyggnis og hafði ekki nægilegt vald á bifreið sinni er hann veitti Sigyn eftirtekt á akbrautinni með 170 þeirri afleiðingu að hún varð fyrir bifreiðinni og hlaut áverka sem leiddu til dauða hennar. Af því sem fram er komið í málinu og áður var greint er mjög líklegt að ákærði hafi ekið út á gangbrautina gegnt rauðu ljósi. Þetta þykir þó ekki sannað svo óyggjandi sé. Ber samkvæmt því sem að framan segir að staðfesta hinn áfrýjaða dóm um heimfærslu verknaðar ákærða til refslákvæða. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin með vísan til 77. greinar almennra hegningar- laga 3 mánaða varðhald, en vegna ungs aldurs hans og þar sem hann hefur ekki áður sætt refsingu fyrir brot á almennum hegn- ingarlögum þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að 2 árum liðnum frá uppsögu dóms þessa ef ákærði heldur almennt skilorð 57. greinar laga nr. 19/1940, sbr. 4. grein laga nr. 22/1955. Rétt er að svipta ákærða ökuleyfi í 3 ár frá 22. janúar 1985 er honum var birtur hinn áfrýjaði dómur. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað er staðfest. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakar- innar þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málflutningslaun skipaðs verjanda síns, 15.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Þórhallur Gunnarsson, sæti varðhaldi 3 mánuði en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og hún falla niður að 2 árum liðnum frá uppsögu dóms þessa ef almennt skilorð 57. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. grein laga nr. 22/1955, verður haldið. Ákærði er sviptur ökuleyfi í 3 ár frá 22. janúar 1985 að telja. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin. saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og laun skipaðs talsmanns síns fyrir Hæstarétti, Ragnars Aðalsteins- sonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Kópavogs 28. desember 1984. Mál þetta, sem dómtekið var 19. desember sl., er höfðað af ákæruvalds- ins hálfu með ákæru dagsettri 21. október 1983 „,á hendur Þórhalli Gunn- 171 arssyni bifreiðarstjóra, Álfhólsvegi 20, Kópavogi, fæddum í Reykjavík 11. nóvember 1963, fyrir að hafa, þriðjudaginn 19. apríl 1983 um kl. 1200, ekið bifreiðinni R-69755 án nægilegrar aðgæslu vestur Breiðholtsbraut í Reykjavík í slyddusnjókomu og hálku gegn rauðu ljósi á gangbrautarvita á Breiðholtsbraut vestan Norðurfells með þeim afleiðingum, að stúlkan Sigyn Oddsdóttir, fædd 28. mars 1978, sem gekk suður yfir gangbrautina gegn grænu ljósi, varð fyrir bifreiðinni. Hlaut Sigyn höfuðkúpubrot og blæðingu í hjartavöðva, sem leiddi hana til dauða samdægurs. Telst þetta varða við 215. gr. almennra hengingarlaga nr. 19/1940, 1. mgr. 37. gr., 1. mgr. 38. gr., 6. mgr. 48. gr., 1. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. stafliði b, i og j 49. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, sbr. lög nr. 54/1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til ökuleyfissvipt- ingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir: Samkvæmt lögregluskýrslum, framburði ákærða og vitna svo og öðrum gögnum eru málavextir þeir að þriðjudaginn 19. apríl 1983 kl. 1210 var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um umferðarslys á Breiðholtsbraut við gangbraut vestan Norðurfells. Bifreiðinni R-69755 hafði verið ekið vestur Breiðholtsbraut og varð stúlkan Sigyn Oddsdóttir fyrir bifreiðinni er hún gekk yfir götuna eftir merktri gangbraut. Er lögreglan kom á vettvang var bifreiðin staðsett á umferðareyju sem liggur milli akbrauta en stúlkan hafði verið færð í sjúkrabifreið og var farið með hana á Borgarspítalann þar sem hún lést síðdegis sama dag. Ákærði hefur skýrt svo frá að hann hafi ekið bifreiðinni vestur Breið- holtsbraut á litlum hraða og alls ekki yfir hámarkshraða. Hafi hann séð börnin nokkru áður en hann kom að gangbrautinni og voru þau þá bæði alveg við gangstéttarbrúnina. Hann vissi af gangbrautarljósunum en sá ekki hvaða ljós logaði fyrir hans akstursleið. Hann gerði sér ekki grein fyrir því hvort hann aðgætti sérstaklega hvaða ljós logaði. Ákærði mundi ekki hvort hann dró úr hraða áður en börnin fóru út á akbrautina en þegar hann sá þau ganga út á hana snögghemlaði hann. Ákærði taldi bifreiðina hafa runnið en þó kvaðst hann ekki geta gert sér grein fyrir því hvað gerðist nákvæmlega eftir að stúlkan lenti á bifreiðinni enda varð honum mikið um það. Stúlkan hafi lent framan á bifreiðinni vinstra megin við miðju en síðan sá ákærði hana hverfa niður með vinstra framaurbretti. Hann taldi að hann hafi reynt að sveigja bifreiðinni til vinstri eða í átt frá stúlkunni en vegna mikillar hálku hafi bifreiðin ekki látið að stjórn og þess vegna hafi hún lent á stúlkunni. Ákærði stýrði bifreiðinni 172 upp á umferðareyju eftir að hún lenti á stúlkunni og geti verið að hann hafi þá sleppt hemlum bifreiðarinnar. Vitnið Sverrir Guðjónsson bifreiðastjóri, Dvergabakka 8, Reykjavík, hefur skýrt svo frá að hann hafi ekki verið vitni að sjálfu slysinu en hann ók upp Breiðholtsbraut og sá þá 2 börn austan megin við götuna. Þau voru þá í 30-40 m fjarlægð frá honum. Hann sá þá gult ljós kvikna á gang- brautarljósum og tók um leið eftir því að annað barnanna studdi á hnapp á umferðarljósunum. Síðan skipti yfir á rautt ljós rétt um það leyti er hann ók yfir gangbrautina. Börnin stóðu þá kyrr við gangbrautina og sá hann þau ekki ganga út á akbrautina. Hann hafi síðan mætt bifreið á leið vestur Breiðholtsbraut og var það ljósleit sendibifreið lík að gerð og Toyota hiace. Þegar hann ók til baka um það bil 4-5 mínútum síðar sá hann að slys hafði orðið. Einnig kvaðst hann hafa tekið eftir að slydda hafði sest á gangbrautarljósin og sáust þau illa. Hann sá ennfremur bifreið uppi á umferðareyju en ekki mundi vitnið hvort það var sama bifreið og hann hafði mætt áður á leið austur Breiðholtsbraut eftir að hann ók framhjá ljósunum. Hann hafi síðan kallað til lögreglu í gegnum talstöð og minnti hann að hann hafi mætt sjúkrabifreið eða lögreglu við næstu beygju á Breiðholtsbraut. Skýrslur hafa verið teknar af fólki sem kom á vettvang en ekkert af því hafði orðið vitni að sjálfu slysinu. Vitnið Ragnar Þór Árnason lögreglumaður, Holtagerði 11, Kópavogi var kallaður á slysstað ásamt Benedikt heitnum Benediktssyni. Hann hefur skýrt svo frá að Benedikt heitinn hafi verið ökumaður lögreglubifreiðinnar og ók hann með mesta hraða sem aðstæður leyfðu og með rauðum blikk- andi ljósum. Úrkoma og slydda hafi verið mikil þannig að erfitt var að sjá nokkur vegsumerki á vettvangi. Þó voru hjólför uppi á graseyju og á kantsteini en engin hemlaför sáust á akbrautinni. Hann mundi ekki eftir því að nokkuð hafi byrgt fyrir gangbrautarljósin. Hann hafi ekki kannað sérstaklega hvernig ljósin virkuðu en ekki hafi snjóað fyrir ljósin. Skyggni hafi líklega verið um það bil 100 m eða meira. Þegar þeir komu á staðinn var mikil slydda en stuttu síðar var komið mun betra veður og uppstytta. Vindátt hafi verið fremur hvöss úr austri. Samkvæmt uppdrætti stóð bifreiðin R-69755 á graseyju um það bil 30 m vestan við gangbraut þá er stúlkan fór yfir. Vitnið Hákon Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður tók ljósmyndir af vettvangi um kl. 1615 sama dag og slysið varð. Hann skýrði svo frá að þá hafi verið snjór inni í gangbrautarljósunum en þó ekki þannig að snjór- inn hafi byrgt fyrir ljósin. Þannig hafi hann getað greint að grænt ljós hafi logað þegar hann stóð ofan við ljósin. Samkvæmt vottorði veðurstofu er veðurlýsing þann 19. apríl 1983 kl. 173 1200 þannig: vindátt og veðurhæð A4, mest veðurhæð milli athugana 5, snjókoma, skyggni 0-6 km, hiti -0,4% C. Bifreiðin R-69755 var skoðuð af bifreiðaeftirlitsmanni síðar sama dag að Álfhólsvegi 202, Kópavogi en í skýrslu bifreiðaeftirlitsmanns segir: „Við skoðun og reynslu í akstri kom í ljós, að ekki var hægt að koma bifreiðinni í gang. Hemlar virtust í lagi við ástig. Hjólbarðar að framan voru góðir vetrarbarðar með nöglum, að aftan h/m hálf slitinn vetrarbarði, en v/m mikið slitinn hjólbarði. Bifreiðin var skoðuð síðast 22. mars 1983, og var þá í lagi.“ Lögð hefur verið fram krufningarskýrsla prófessors Ólafs Bjarnasonar dags. 21. apríl 1983 og segir í niðurstöðu hennar: „, Við krufninguna komu í ljós margskonar áverkar, sem stúlkan hefir hlotið er hún varð fyrir bifreið- inni samanber lögregluskýrslu. Endanleg dánarorsök hefur verið blæðing í hjartavöðva. Undir lokin hefir stúlkan fengið lungnabjúg og heilabjúg, en þrátt fyrir höfuðkúpubrot fundust ekki blæðingar í heilann sjálfan.““ Af hálfu ákærða hefur verið lögð fram skrifleg vörn og er þess aðallega krafist að ákærði verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsing verði ákveðin skilorðsbundin. Einnig er gerð krafa um hæfileg málsvarnar- laun. Niðurstöður: Með vísan til þess sem hér að framan er rakið liggur ekki fyrir lögfull sönnun fyrir því að ákærði hafi ekið gegn rauðu ljósi á umræddum gang- brautarvita enda bendir framburður vitna, veðurfar og vindátt:til þess að ljósin hafi verið byrgð af snjó a.m.k. að einhverju leyti og hafi þess vegna sést illa svo og vegna lélegs skyggnis. Verður því að sýkna ákærða af þessu ákæruatriði. Þá hefur enn fremur komið fram að aksturskilyrði voru slæm bæði vegna lélegs skyggnis og hálku á akbraut. Ákærða var kunnugt um staðsetningu gangbrautarinnar og að eigin sögn sá hann börnin standa við hana. Bifreið sú er ákærði ók lét ekki að stjórn svo sem ákærði hefur sjálfur skýrt frá og náði hann ekki að stöðva bifreiðina fyrr en í u.þ.b. 30 m fjarlægð frá gangbrautinni og eftir að hafa stýrt bifreiðinni upp á umferðareyju. Telst ákærði því hafa gerst sekur um háttsemi þá sem honum er að sök gefin í ákæru að öðru leyti en því sem áður segir um akstur gegn rauðu ljósi. Þykir háttsemin réttilega heimfærð til refsilagaákvæða í ákæru nema ekki þykir hún heyra undir 1. mgr. 38. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Ákærði er sakhæfur og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1981, 9/11 í Kópavogi: Sátt: 600 kr. sekt fyrir brot gegn 49. og 50. gr umfi. Sviptur ökuleyfi 2 mán. frá 27. sept. 1981. 174 1982, 21/9 í Kópavogi: Sátt: 2.800 kr. sekt fyrir brot gegn 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr. umfl. og 1. mgr. 24. gr. áfl. Sviptur ökuleyfi í 3 mán. frá 21. sept. 1982. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með vísan til málsatvika og þeirra refsilagaákvæða, sem sakfellt er fyrir, fangelsi í 2 mánuði. Vegna aldurs ákærða og með hliðsjón af því að hann hefur eigi áður verið sekur fundinn um brot á almennum hegningarlögum þykir rétt að fresta fullnustu refsingar og að hún falli niður að liðnum 3 árum frá birt- ingu dómsins að teija haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940 sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Þá ber svo sem krafist er í ákæru og með vísan til þess lagaákvæðis sem þar er vitnað til að svipta ákærða ökuréttindum og þykir sá tími hæfilega ákveðin 18 mánuðir frá birtingu dómsins að telja. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar þ.m.t. máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns Atla Gíslasonar hdl., sem þykja hæfilega ákveðin kr. 15.000,00. Dóm þennan kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir hérðasdómari, sem fékk málið til meðferðar þann 18. júní sl. Dómsorð: Ákærði, Þórhallur Gunnarsson, sæti fangelsi í 2 mánuði en fresta skal:fullnustu refsingar og niður skal hún falla að liðnum 3 árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940 sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði er sviptur ökuréttindum í 18 mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði állan kostnað sakarinnar þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Atla Gíslasonar hdl., kr. 15.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 175 Þriðjudaginn 11. febrúar 1986. Nr. 239/1984. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Edvard Lövdahl og (Jón Oddsson hrl.) Sigurði Erni Ingólfssyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) Fjársvik. Fjárdráttur. Skjalafals. Ákæra. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 23. nóvember 1984 að ósk ákærðu og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 13. maí 1985. I. kafli ákæru Með skírskotun til raka héraðsdóms þykir sannað að ákærði Edvard Lövdahl hafi notað heimildarlaust í eigin þarfir tvo víxla, að fjárhæð 2.000.000 gkr., sem Steingrímur Þórisson hafði sam- þykkt og ákærði hafði í vörslum sínum. Þykir atferli þetta varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en eigi 2. tl. 250. greinar er segir í ákæru. Er samkvæmt 3. mgr. 118. gr. laga nr. 14/1974 heimilt að dæma ákærða áfall samkvæmt 247. gr. þar sem þetta atriði var reifað við flutning málsins fyrir Hæstarétti. II. kafli ákæru Ákærði Edvard fékk hinn 21. desember 1979 Steingrím Þórisson til þess að afhenda sér samþykkta víxla að fjárhæð 18.450.000 gkr. Þykir mega fallast á niðurstöðu hérðasdóms um það að hann hafi ekkert endurgjald látið af hendi fyrir víxla þessa svo sem um hafði verið samið, hvorki vörur né peninga. Virðist ákærði heldur engin tök hafa haft á því. Samkvæmt þessu verður sú niðurstaða héraðs- dóms staðfest að Edvard hafi vakið ranga hugmynd hjá Steingrími 176 að þessu leyti og haft þannig fé af honum. Varðar sú háttsemi við 248. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu Edvard og Sigurður Örn notuðu síðan víxla Steingríms í ýmsum viðskiptum svo sem í ákæru greinir. Í málinu er komið fram að víxlarnir fengust eigi greiddir nema að óverulegu leyti. Þykir mega telja sannað að ákærða Edvard hafi verið ljóst að litlar líkur voru á að viðtakendur víxlanna mundu fá þá greidda og hann hafi blekkt viðtakendurna með röngum upplýsingum um greiðslu- getu Steingríms og haft þannig fé af þeim. Voru það alls átta af víxlunum sem Edvard notaði þannig, og er þeim lýst í liðum A.l., 2.,3.,5.,6., 10., 13. og 18. Samanlögð fjárhæð þeirra er 4.000.000 gkr. Hefur Edvard brotið gegn 248. gr. hegningarlaga með notkun víxlanna. Þá þykir með vísun til raka héraðsdóms mega fallst á þá niður- stöðu að ákærða Sigurði Erni hafi verið ljóst hvernig víxlarnir voru til komnir og hvers virði þeir voru og að hann hafi brotið gegn 248. gr. hegningarlaga með notkun á 31 af ofangreindum víxlum, sem í ákæru eru tilgreindir undir liðum A.4. 7.—9., 11., 12., 14.— 17. og 19.—32. og B. 1.—7. og eru að fjárhæð samtals 14.450.000 gkr. III. kafli ákæru Ákærði Sigurður Örn Ingólfsson seldi Steingrími Þórissyni hinn 5. febrúar 1980 jarðbor fyrir 16.800.000 gkr. er Steingrímur galt með víxlum. Svo sem lýst er í héraðsdómi var bor þessi gamall og lélegur og næsta lítils virði og verð það sem borinn var seldur á fjarri öllu lagi. Þykir Sigurður Örn hafa komið kaupum þessum til leiðar með því að vekja hjá Steingrími ranga hugmynd um verðmæti borsins. Hefur hann þannig brotið gegn 248. gr. hegningarlaga. Af víxlum þeim sem Steingrímur lét af hendi notuðu ákærðu 34 í ýmiss konar viðskiptum svo sem lýst er í ákæru. Þykir ljóst að ákærðu hafi vitað um að víxlar þessir mundu eigi fást greiddir, sbr. niðurstöður um hliðstæð atriði í Il. ákærukafla. Hefur Sigurður Örn þannig brotið gegn 248. gr. hegningarlaga með því að nota 13 af víxlunum í bifreiðaviðskiptum, að fjárhæð samtals 4.450.000 gkr. sbr. 1. tölulið í þessum ákærukafla, og Edvard hefur brotið gegn sama ákvæði með notkun á 21 af víxlunum, að fjárhæð samtals 7.350.000 gkr., sbr. 2.—4. tölulið. 177 IV. kafli ákæru Ákærðu notuðu þrjá víxla, að fjárhæð samtals 5.900.000 gkr., til staðgreiðslu á bifreið er þeir keyptu af Hauki Ármannssyni. Víxl- arnir voru samþykktir af Óskari Gunnari Hansen sem prókúruhafa fyrir Kamb h/f. Ákærðu höfðu komist yfir hlutabréf í félagi þessu er taldist eigandi að húseignum á Djúpuvík sem. voru lítils eða einskis virði, sbr. það sem segir undir VI.— VIII. hér á eftir, og Óskar hafði ekki prókúruumboð fyrir félagið. Edvard gaf víxlana út en Sigurður Örn ábekti þá. Fallast ber á þá niðurstöðu héraðs- dóms að ákærðu hafi verið ljóst að enginn víxilskuldaranna mundi geta efnt greiðsluskyldur sínar samkvæmt víxlunum, og að þeir hafi komið kaupunum til leiðar með því að blekkja viðtakanda um raunverulegt verðgildi þeirra. Hafa ákærðu þannig með þessum viðskiptum brotið gegn 248. gr. hegningarlaga. V. kafli ákæru Hinn 10. maí 1980 töldu ákærðu Ágúst Sigurð Salómonsson frá Ísafirði á að kaupa af sér leikföng og greiða fyrir þau í víxlum 21.400.000 gkr., þótt kaupverðið væri talið í kaupsamningi 1.500.000 gkr. Ber að fallast á þá niðurstöðu héraðsdóms að raun- virði vöru þeirrar sem Ágúst fékk hafi ekki verið í neinu samræmi við fjárhæð víxla þeirra sem hann galt fyrir vöruna. Þykir hafa verið sýnt fram á að varan hafi verið lítils eða einskis virði. Við samningagerðina kvaðst ákærði Edvard heita Benedikt Kristjáns- son. Þykja ákærðu hafa komið viðskiptum þessum til leiðar með því að vekja rangar hugmyndir Ágústs um raunverulegt verðgildi vara þeirra er hann var að kaupa svo og um nafn ákærða Edvards. Ber að refsa ákærðu báðum fyrir þetta atferli samkvæmt 248. gr. hegningarlaga. Ákærðu létu búa til tvo stimpla er þeir stimpluðu víxlana með og gáfu víxlarnir þá til kynna að þeir væru samþykktir af Ágústi fyrir hönd Heildverslunar Ágústs Salómonssonar. Sumum víxlanna höfðu þeir áður breytt skriflega í sama horf. Heildverslun Ágústs Salómonssonar var engin til og sannað þykir að umræddar áritanir og stimplanir hafi verið gerðar án vitundar Ágústs. Áritanirnar voru til þess fallnar að blekkja viðtakendur víxlanna og auka traust á víxlunum. Þykja ákærðu því með því að nota víxla Ágústs í lög- 12 178 skiptum hafa brotið gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Ber að refsa ákærða Sigurði Erni samkvæmt því ákvæði fyrir notkun þeirra átta víxla sem hann notaði til bifreiðakaupa og um ræðir í 1. og 2. tölulið þessa ákærukafla, og voru að fjárhæð sam- tals 6.000.000 gkr., og ákærðu báðum fyrir notkun á þeim 750.000 gkr. víxli sem 4. töluliður lýtur að. Um víxla þá sem lýst er í 3. og S. tölul. er það fram komið að þeir voru meðal víxla að fjárhæð samtals 23.650.000 gkr. sem afhentir voru Ásgerði Kristjánsdóttur, unnustu Ágústs Salómons- sonar, og Petrínu Georgsdóttur, móður hans, á flugvelli á Ísafirði 14. júní 1980 og eyðilagðir þar. Gengu þannig til baka kaup Ágústs á áðurnefndum vörum, og víxlum að fjárh. 23.650.000 gkr. var skilað og þeir eyðilagðir. Að formi til fór þetta þannig fram að Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmundur Ársælsson keyptu vör- urnar af Ágústi og greiddu honum með því að skila víxlunum hans sem þeir höfðu áður fengið hjá ákærðu í skiptum fyrir aðra víxla. Um viðskipti ákærðu við Jóhann og Guðmund verður nánar fjallað við úrlausn á ákæruköflum VI.— VIII. hér á eftir og með vísan til þess sem þar greinir og nú hefur verið rakið þykja ákærðu ekki hafa notað umrædda víxla, er voru að fjárhæð samtals 19.650.000 gkr., í lögskiptum. Verða ákærðir þannig sýknaðir af þeim ákæru- atriðum sem um ræðir í 3. og S. tl. í V. ákærukafla. VI.— VIII. kafli ákæru. Þessir kaflar ákæru lúta í fyrsta lagi að viðskiptum við Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson. Í VI. kafla er ákærðu gefið að sök að þeir hafi sviksamlega haft af Jóhanni og Guðmundi víxla að fjárhæð samtals 7.000.000 gkr. í sambandi við kaup á bifreið af ákærðu. Í VII. kafla er ákærðu gefið að sök að þeir hafi sviksamlega haft 130.000.000 gkr. af Jóhanni og Guðmundi með sölu á verðlausum eignum á Djúpuvík. Loks eru þeir í VIII. kafla ákærðir fyrir svik í sambandi við kaup Jóhanns og Guðmundar á varningi þeim sem ákærðu höfðu áður selt Ágústi Sigurði Saló- monssyni og lýst var undir V. ákærukafla. Þegar samskipti ákærðu og þeirra Jóhanns og Guðmundar eru virt í heild er svo að sjá að hér hafi verið um málamyndaviðskipti að ræða. Þykir a.m.k. ljóst að kaupgerningurinn við Ágúst 179 Salómonsson hafi verið það, og að Jóhann og Guðmundur hafi aldrei hugsað sér að taka við umræddum vörum. Ennfremur voru viðskiptin með Djúpuvíkureignirnar augljós fjarstæða og ekkert sem bendir til að Jóhann og Guðmundur hafi hugsað sér að gera sér mat úr eignum þessum. Sýnist líklegast að þeir félagar Jóhann og Guðmundur hafi verið í einhverskonar félagsskap með ákærðum og látið þeim í té víxla til þess að nota í viðskiptum. Þykir óvarlegt að telja sannað að ákærðu hafi beitt þá Jóhann og Guðmund blekkingum til þess að hafa út úr þeim umrædda víxla. Verða ákærðu sýknaðir af þeim þáttum í ákæruköflum VI.—VIII. Í öðru lagi lúta þessir kaflar ákærðu að því að ákærðu hafi notað víxla Jóhanns og Guðmundar í ýmiss konar viðskiptum þótt þeim væri ljóst að hvorugur víxilskuldaranna gæti efnt greiðsluskyldur sínar: Með vísan til þess sem nú var sagt um viðskipti ákærðu í heild við þá Jóhann og Guðmund þykir einsýnt að ákærðu hafi ekki dulist að víxlunum var þannig farið. Hafa ákærðu þannig með því að nota víxlana í viðskiptum og vekja ranga hugmynd viðtakenda um verðgildi þeirra gerst sekir um fjársvik. Ákærði Sigurður Örn hefur þannig brotið gegn 248. gr. hegn- ingarlaga með notkun sinni á þeim víxlum, sem um ræðir í 1. og 3. tl. VI. ákærukafla, og voru að fjárhæð. 9.500.000 gkr. Ákærðu hafa einnig báðir brotið gegn sama ákvæði um notkun víxlanna í 2. tl. sama kafla, að fjárhæð samtals 4.500.000 gkr. Af víxlum þeim sem um ræðir í VII. kafla höfðu einungis fjórir verið notaðir að fjárhæð samtals 2.400.000 gkr., en þá notaði Sigurður Örn til greiðslu á bifreið. Varðar sú notkun hans við 248. gr. hegningarlaga. Af víxlum þeim, sem Jóhann og Guðmundur létu ákærðu í té vegna viðskipta á Ísafirði (sbr. V. hér að framan), notaði ákærði Edvard fjóra, og er viðskiptum hans með þá lýst í lok VIII. ákæru- kafla. Notkun ákærða Edvards á víxlunum varðar við 248. gr. hegningarlaga. Fjárhæð víxlanna var samtals 3.000.000 gkr. Í VIII. kafla er undir töluliðunum 1.—3. lýst öflun ákærðu á víxlum frá þeim Jóhanni og Guðmundi í skiptum fyrir víxla Ágústs Salómonssonar. Áður hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að sýkna beri ákærðu af ákæru um brot gegn 248. gr. hegningarlaga fyrir svik í sambandi við viðskipti Jóhanns og Guðmundar við 180 Ágúst Salómonsson. Ekki verður séð að nefndir töluliðir feli í sér nein sjálfstæð ákæruefni á hendur ákærðu. Það athugast að víxl- arnir í 1. tölulið eru hinir sömu og ákærði Edvard hefur áður verið saksóttur fyrir, sjá ákærukafla V., S. lið. Í lok VI. kafla ákæru er skírskotað til 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga, án þess að lýst sé neinu skjalafalsbroti í kaflanum sem lýtur eins og áður greinir að sviksamlegu atferli í sambandi við öflun víxla hjá Jóhanni Ósland Jósepssyni og Guðmundi Ársælssyni og í annan stað að sviksamlegri notkun sömu víxla í viðskiptum við aðra menn. Refsing ákærða Sigurðar Arnar þykir hæfilega ákveðin í héraðs- dómi en refsing ákærða Edvards verður með hliðsjón af sakaferli hans ákveðin fangelsi 15 mánuði. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um frádrátt gæsluvarðhalds og um sakarkostnað ber að staðfesta. Þá ber að dæma ákærðu in solidum til þess að greiða áfrýjunar- kostnað sakarinnar, svo sem nánar greinir Í dómsorði. Dómsorð: Ákærði Edvard Lövdahl sæti fangelsi 15 mánuði og ákærði Sigurður Örn Ingólfsson fangelsi 12 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um frádrátt gæsluvarðhaldsvistar ákærðu og um sakarkostnað skulu vera óröskuð. Ákærði Edvard greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns, 75.000,00 krónur, og ákærði Sigurður Örn málsvarnarlaun verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 75.000,00 krónur. Annan áfrýjunarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, greiði ákærðu in solidum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 19. júní 1984. Ár 1984, þriðjudaginn 19. júní, var á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð var í Borgartúni 7 af Gunnlaugi Briem yfirsakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 294-295/1984: Ákæruvaldið gegn Edvard Lövdal og Sigurði Erni Ingólfssyni, sem tekið var til dóms 24. f.m. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara dagettu 19. júní 1981 181 fyrir sakadómi Reykjavíkur á hendur „„1. Edvard Lövdal, Hörpugötu 12 í Reykjavík, fæddum þar í borg 12. desember 1937, og 2. Sigurði Erni Ingólfssyni, til lögheimilis að Mosfelli í Grímsnesi en nú dveljandi að Kirkjuteigi 25 í Reykjavík, fæddum 7. júlí 1935 í Súðavík, Norður-Ísa- fjarðarsýslu, fyrir eftirgreind hegningarlagabrot: I. Gegn ákærða Edvard fyrir skilasvik. Í júní 1979 afhenti Steingrímur Þórisson, Reykholti í Reykholtsdals- hreppi, Borgarfjarðarsýslu, ákærða Edvard til sameiginlegra kaupa þeirra á skurðgröfu, 11 eða 12 víxla, hvern að fjárhæð kr. 1.000.000,00, sem voru útgefnir og ábektir af Steingrími Þórissyni og samþykktir af sama aðila í nafni Söluskálans, Reykholti. Þegar ekkert varð af kaupum á skurðgröf- unni skilaði ákærði Edvard aftur víxlunum — að tveimur undanskildum — sem ákærði Edvard ráðstafaði nokkru síðar, eða um miðjan desember 1979, til Þóris Rafns Halldórssonar sölumanns, Engihjalla 3, Kópavogi, sem greiðslu fyrir ýmiss konar aðstoð í þágu ákærða Edvards. Þórir Rafn notaði víxlana, án framsalsáritunar, til bifreiðakaupa af Sigurði Ólafssyni, Hábæ í Þykkvabæ, þann 21.12. 1979, og eru þeir báðir ógreiddir, hvor að fjárhæð kr. 1.000,000,00, ábektir af Sigurði Ólafssyni og Vökli hf., auk Steingríms Þórissonar en a.ð.l. ritaðir sem hér greinir: 1. Með útgáfudagsáritun 8.1. 1980 til greiðslu í Landsbanka Íslands, Reykavík, 1. mars 1980. 2. Án útgáfudagsáritunar til greiðslu í Búnaðarbanka Íslands, Reykja- vík, 1. maí 1980. Brot ákærða, sem í þessum lið greinir, teljast varða við 2. tölul. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. II. Gegn ákærðu Edvard og Sigurði Erni fyrir fjársvik. Ákærða Edvard er gefið að sök að hafa þann 21. desember 1979 fengið Steingrím Þórisson, Reykholti, til þess með loforðum um endurgjald í vörum og peningum að afhenda sér 39 víxla, samtals að fjárhæð kr. 18.450.000,00 sem þá voru án útgáfudagsáritunar, en útgefnir, ábektir og samþykktir af Steingrími Þórissyni ýmist Í eigin nafni eða nafni Söluskál- ans, Reykholti. Af víxlunum voru 32 hver um sig að fjárhæð kr. 500.000,- en 7 víxlanna hver um sig að fjárhæð kr. 350.000,-. Ákærðu Edvard og Sigurði Erni, sem báðir voru eignalausir, auk þess sem bú ákærða Edvards hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 28. maí 1979 og ákærða Sigurði Erni var eða hlaut að vera kunnugt um tilurð víxl- anna, eru báðum gefin að sök fjársvik, ákærða Edvard með framanlýstri öflun víxlanna og ákærðu hvorum fyrir sig með því að hafa, eftir skipti sín á milli með hluta af víxlunum, notað þá í viðskiptum og með blekk- 182 ingum aflað sér með þeim verðmæta, svo sem rakið verður, þrátt fyrir að báðum ákærðu væri það ljóst eða mátti vera ljóst, að ákærði Edvard hvorki hafði eða myndi hafa tök á því að láta nefndum Steingrími Þóris- syni, sem þá var með öllu ógjaldfær, í té nein þau verðmæti er gerðu Steingrími fært að efna greiðsluskyldur sínar samkvæmt víxlunum. Víxlarnir og notkun þeirra eru sem hér segir: A. Víxlar vistaðir í Búnaðarbanka Íslands, Reykjavík, útgefnir og ábektir af Steingrími Þórissyni og samþyktir af sama aðila í nafni Söluskál- ans, Reykholti, hver um sig að fjárhæð kr. 500.000,00. 1. Útgáfudagsáritun 16.1. 1980 með gjalddaga 28.2. 1980. Notaður af ákærða Edvard til greiðslu víxla, samþykktra af Evu Jónsdóttur, sambýlis- konu ákærða Edvards, sem Svanur Kristjánsson, Klébergi 7, Þorlákshöfn, átti og hafði fengið sem. greiðslu í bílaviðskiptum við ákærða Edvard. 2. Útgáfudagsáritun 16.1. 1980 með gjalddaga 28.2. 1980. Notaður af ákærða Edvard með sama hætti sem í.1. lið. 3. Útgáfudagsáritun ólæsileg með gjalddaga 28.2. 1980. Notaður af ákærða Edvard til endurgreiðslu á vörum, sem ákærði Edvard tók til baka úr versluninni Leikföng, Hlemmtorgi Reykjavík. 4. Útgáfudagsáritun 15.2. 1980 með gjalddaga 28.2. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni þann 18.1. 1980.til bifreiðakaupa af Eyþór Eðvarðs- syni, Digranesvegi 38, Kópavogi. 5. Útgáfudagsáritun 18.2. 1980 með gjalddaga 30.3. 1980. Notaður af ákærða Edvard með sama hætti sem í 3. lið. 6. Útgáfudagsáritun ólæsileg með gjalddaga 30.3. 1980. Notaður af ákærða Edvard með sama hætti sem í 1. lið. 7. Útgáfudagsáritun 14.3. 1980 með gjalddaga 30.3. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni til bifreiðakaupa af Magnúsi Rafni Guðmundssyni, Bogahlíð 18, Reykjavík, sem nú er látinn. 8. Útgáfudagsáritun 21.3. 1980 með gjalddaga 30.3. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem. í 7. lið. 9. Útgáfudagsáritun 22.4. 1980 með gjalddaga 30.4. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 4. lið. 10. Útgáfudagsáritun 18.2.1980 með gjalddaga 30.4. 1980. Notaður af ákærða Edvard með sama hætti sem í 3. lið. 11. Án Útgáfudagsáritunar með gjalddaga 30:4. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni til greiðslu á sölulaunum til Davíðs Ólafssonar, eiganda Bílasölunnar, Höfðatúni 10, Reykjavík. 12. Án Útgáfudagsáritunar með gjalddaga 30.4. 1980.:.Notaður af ákærða Sigurði Erni þann 17.2. 1980 til bifreiðakaupa af Óskari Gunnari Hansen, Höfðavegi 19, Vestmannaeyjum. 183 13. Útgáfudagsáritun 18.2. 1980 með gjalddaga 30.5. 1980. Notaður af ákærða Edvard með sama hætti sem í 3. lið. 14. Útgáfudagsáritun 20.5. 1980 með gjalddaga 30.5. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 12. lið. 15. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 30.5. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 7. lið. 16. Útgáfudagsáritun 28.5. 1980 með gjalddaga 30.5. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 7. lið. 17. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 30.6. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 4. lið. 18. Útgáfudagsáritun 18.2. 1980 með gjalddaga 30.6. 1980. Notaður af ákærða Edvard með sama hætti sem Í 3. lið. 19. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 30.6. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 12. lið. 20. „Útgáfudagsáritun 26.6. 1980 með gjalddaga 30.6. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 7. lið. 21. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 30.7. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sém í 12. lið. 22. An útgáfudagsáritunar með gjalddaga 30.7. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 12. lið. 23. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 30.7. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 12. lið. 24. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 30.7. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 12. lið. 25. Útgáfudagsáritun 15.2. 1980 með gjalddaga 30.8. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 4. lið. 26. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 30.8. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 12. lið. 21. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 30.8. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 12. lið. 28. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 30.8. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 12. lið. 29. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 29.9. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 7. lið. 30... Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 29.9. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 12. lið. 31. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 29.9. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 12. lið. 32. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 29.9. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 12. lið. 184 B.“ Víxlar vistaðir í Búnaðarbanka Íslands, Reykjavík, útgefnir og ábektir af Steingrími Þórissyni í nafni Söluskálans, Reykholti, og samykktir af Steingrími Þórissyni persónulega, hver um sig að fjárhæð kr. 350.000,00. 1. Útgáfudagsáritun 27.2. 1980 með gjalddaga 27.2. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni þann 23. 12. 1979 til bifreiðakaupa af Ævari Lúðvíks- syni, Hellisgötu 35, Hafnarfirði. 2. Útgáfudagsáritun 1.2. 1980 með gjalddaga 27.3. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í Í. lið. 3. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 27.4. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 1. lið. 4. Útgáfudagsáritun 15.2. 1980 með gjalddaga 27.5. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í A, 4. lið. 5. Án, útgáfudagsáritunar með gjalddaga 27.6. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni þann 7.1. 1980 til bifreiðakaupa af Sigurði Jónasi Baldurssyni, Grýtubakka I, Grýtubakkahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu. 6. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 27.7. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í S. lið. 7. Án útgáfudagsáritunar með gjalddaga 27.8. 1980. Notaður af ákærða Sigurði Erni með sama hætti sem í 5. lið. Framangreindir víxlar, sem í 1.—3. lið og í 5.—7. lið getur, voru einnig ábektir af ákærða Sigurði Erni. Enginn framangreindra víxla, sem í A og B liðum getur, hafa verið greiddir af víxilskuldurunum Steingrími Þórissyni eða ákærða Sigurði Erni. Brot ákærðu, sem í þessum lið greinir, og notkun ákærðu hvors um sig á þeim víxlum sem í A og B liðum greinir, teljast varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. III. Gegn ákærðu Sigurði Erni og Edvard fyrir fjársvik. Ákærða Sigurði Erni er gefið að sök að hafa þann 5. febrúar 1980 fengið Steingrím Þórisson, Reykholti, til þess hér í Reykjvík að afhenda sér sem andvirði „jarðbors““ af tegundinni Ingersoll Rand, 48 víxla, hvern að fjár- hæð kr. 350.000,00, samtals að fjárhæð 16.800.000,00, sem. voru. án útgáfudagsáritunar en útgefnir og ábektir af Steingrími Þórissyni og sam- Þykktir af sama aðila í nafni Söluskálans, Reykholti, til greiðiu í Lands- banka Íslands, Reykjavík, á gjaldögum 28. hvers mánaðar, mánuðina apríl 1980 til mars 1981, fjórir á hverjum gjalddaga, þrátt fyrir að ákærða Sigurði Erni væri það ljóst eða mætti vera ljóst, að borinn væri lítils sem einskis virði. Með notkun ákærðu hvors um sig, eftir skipti þeirra á milli með hluta af víxlunum, eru báðum ákærðu gefin að sök fjársvik með því að hafa notað 34 þessara víxla í viðskiptum og með blekkinum aflað sér með þeim 185 verðmæta, svo sem rakið verður, þrátt fyrir að þeim væri ljóst, að Stein- grímur Þórisson myndi ekki geta efnt greiðsluskyldur sínar samkvæmt víxlunum og ákærði Sigurður Örn gæti heldur ekki efnt sínar greiðslu- skyldur samkvæmt þeim víxlum sem hann notaði og hafði ritað á sem ábekingur. 1. Þréttán víxla, samtals að fjárhæð kr. 4.550.000,00, með gjalddögum 28.4. (4), 28.5. (2), 28.6. (2), 28.7. (2), 28.8. og 28.9. 1980 og 28.3. 1981, sem ákærði Sigurður Örn hafði — að tveimur víxlum undanskildum — ritað á sem ábekingur, notaði ákærði Sigurður Örn til kaupa bifreiðarinnar L-1576 af Guðjóni Jónssyni, Hallgeirsey, Austur-Landeyjahreppi, Rang- árvallasýslu. 2. Sex víxla, samtals að fjárhæð kr. 2.100.000,00, með gjalddögum 28.6., 28.7., 28.11. (2) og 28.12. (2) 1980, notaði ákærði Edvard til greiðslu víxla, samþykkta af Evu Jónsdóttur, sambýliskonu ákærða Edvards, sem Svanur Kristjánsson, Klébergi 7, Þorlákshöfn, átti og hafði fengið í bíla- viðskiptum við ákærða Edvard sbr. ákærulið II. A, 1. tölul. 3. Sjö víxla, samtals að fjárhæð kr. 2.450.000,00, með gjalddögum 28.5. (2), 28.6., 28.7. og 28.8. (3) 1980, með greiðslustað í Landsbanka Íslands, Akranesi í stað Reykjavík, notaði ákærði Edvard til endurgeiðslu á vörum, sem hann tók til baka úr versluninni Örinni, Skólabraut 31, Akranesi. 4. Átta víxla, samtals að fjárhæð 2.800.000,00, með gjalddögum 28.9. (2), 28.10. (4) og 28.11. (2) 1980, notaði ákærði Edvard til endurgreiðslu á vörum, sem hann tók til baka úr versluninni Vík, Ólafsvík. Brot ákærðu, sem í þessum lið greinir, og notkun ákærðu hvors um sig á þeim víxlum, sem í 1.—4. tölul. greinir, teljast varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. IV. Gegn ákærðu Edvard og Sigurði Erni fyrir fjársvik. Ákærðu eru gefin að sök fjársvik með því að hafa þann 25. apríl 1980, er þeir voru staddir á Akranesi á leið norður í land, fengið Hauk Ármanns- son, Stillholti 14, Akranesi, til þess með blekkingum að selja og láta skrá á nafn ákærða Edvards bifreið sína, E-93, af gerðinni Toyota Cressida Station, árgerð 1978, gegn þremur víxlum, samtals að fjárhæð kr. 5.900.000,00 útgefnum af ákærða Edvard og ábektum af báðum ákærðu, en víxlana höfðu ákærðu látið félaga sinn, Óskar Gunnar Hansen, Höfðavegi 19, Vestmannaeyjum, sem var eignalaus eins og ákærðu, sam- þykkja í nafni og sem prókúruhafa fyrir hlutafélagið Kamb. Hlutabréf og verðlausar eignir Kambs hf., Djúpuvík í Árneshreppi, Strandasýslu, höfðu ákærðu „keypt“ þá nokkru áður með afhendingu tryggingarvíxils að fjárhæð kr. 400.000,00 og tékka að fjárhæð kr. 300.000,00. Víxlarnir voru 186 allir án útgáfudagsáritana, einn með gjalddaga 5. maí 1980, kr. 1.500.000, en tveir með gjaddögum 15. júní og 15. júlí 1980, hvor að fjárhæð kr. 2.200.000,00 allir til greiðslu í Búnaðabanka Íslands, Reykjavík. Ákærðu var eða mátti vera ljóst við kaup bifreiðarinnar, að enginn víxil- skuldaranna myndi geta efnt greiðsluskyldur sínar samkvæmt víxlunum, og þann 9. maí 1980, eftir að fyrsti víxillinn var gjaldfallinn, samþykkti ákærði Edvard við yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins riftun kaupanna og skilaði bifreiðinni. Brot ákærðu, sem í þessum lið greinir, teljast varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. V. Gegn ákærðu Edvard og Sigurði Erni fyrir fjársvik og skjalafals. Ákærðu er gefið að sök að hafa þann 10. maí 1980 á heimili ákærða Edvards fengið Ágúst Sigurð Salómonsson sjómann, Hrannargötu 2 á Ísa- firði, til þess með fortölum og blekkingum, þ. á m. þeim, að ákærði Edvard kvaðst þá heita Benedikt Kristjánsson, að afhenta sér víxla með breytilegum upphæðum og gjalddögum, samtals að fjárhæð kr. 27.400.000,00, sem Ágúst Sigurður hafði samþykkt og unnusta hans, Ásgerður Kristjánsdóttir, hafði verið látin gefa út og ábekja, til kaupa á 929 stk. af leikföngum, sem talin voru að innflutningsverðmæti aðeins um kr. 4.000.000,00, og ákærði Edvard hafði tekið til baka úr þeim verslunum sem greinir í II. lið A,3., 5., 10., 13., og 18. tölul. og Il. lið 3. og 4. tölul. ákæru. Sam- kvæmt yfirlýsingu, dagsettri sama dag, komu í hlut ákærða Sigurðar Arnar, sem ekkert átti af hinum seldum leikföngum, 10 víxlar, hver að fjár- hæð kr. 750.000,00. Á framhlið víxilanna fölsuðu ákærðu, ýmist með árit- unum eða stimplum, sem þeir sameiginlega létu útbúa, áletrunina „pr.pr. Heildversl. Ágústs Salómonssonar““ yfir nafnritun samþykkjanda, og „„Heildversl. Ágústs Salómonssonar, Hrannarstíg 2, Ísafirði“, sem til- greindan greiðanda og með þeirri breytingu hagnýttu ákærðu sér víxlana í viðskiptum, þ. á m. með eftirgreindum hætti. 1. Ákærði Sigurður Örn notaði 2 þessara víxla, samtals að fjárhæð 1.500.000,00, þann 11. maí 1980, til kaupa á bifreiðinni R-63962, Chevrolet Caprice, árgerð 1975, af Davíð Ólafssyni, Asparfelli 4, Reykjavík. 2. Ákærði Sigurður Örn notaði 6 þessara víxla, samtals að fjárhæð kr. 4.500.000,00, þann 18. maí 1980, til kaupa á bifreiðinni R-55199, Pontiac, árgerð 1973, af Jóni Ármanni Guðmundssyni, Nóatúni 24, Reykjavík. 3. Ákærðu notuðu víxla, samtals að fjárhæð kr. 7.000.000, af þeim sem í þessum lið greinir, þann 28. maí 1980, í skiptum fyrir víxla sömu fjárhæðar, útgefna og samþykkta af Jóhanni Ósland Jósepssyni og Guð- mundi Ársælssyni, sbr. VI. lið ákæru. 4. Ákærðu notuðu sameiginlega einn þessara víxla, að fjárhæð kr. 187 750.000,00, þann 2. júní 1980, til greiðslu hluta kaupverðs pylsuskúrs, sem ákærðu keyptu af Eyþór Eðvarðssyni, Digranesvegi 38, Kópavogi. 5.. Ákærði Edvard notaði víxla, samtalst að fjárhæð kr. 12.150.000,00 af þeim sem í þessum lið greinir, þánn 14. júní 1980, í skiptum fyrir víxla sömu fjárhæðar, útgefna og samþykkta af Jóhanni Ósland Jósepssyni og Guðmundi Ársælssyni, sbr. VIII. lið ákæru. Áður: hafði ákærði Edvard notað 3 þessara víxla, samtals að fjárhæð kr. 2.250.000,00 í víxlaviðskipt- um við Svan Kristjánsson, Klébergi 7, Þorlákshöfn, en tekið þá síðar til baka í skiptum fyrir aðra víxla, sbr. VIII. lið i.f. ákæru. Brot ákærðu, sem í þessum lið greinir, teljast varða við 248. gr. almennra hegningarlaga, og notkun ákærðu á hinum fölsuðu víxlum, sem í 1.—S5. tölul. greinir, einnig við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga að því er varðar þann ákærða, sem ekki framvísaði víxlunum til notkunar. VI. Gegn ákærðu Sigurði Erni og Edvard fyrir fjársvik og skjalafals. Ákærðu er gefið að sök að hafa þann 28. maí 1980 samhliða sölu ákærða Sigurðar Arnar á bifreiðinni R-63962, Chevrolet Caprice, árgerð 1975, til Jóhanns Óslands Jósepssonar, Hraunbæ 80, Reykjavík, fengið þá Jóhann Ósland og Guðmund Ársælsson, Mosgerði 19, Reykjavík, til þess með blekkingum að gefa út og samþykkja víxla, samtals að „fjárhæð kr. 7.000.000,00, — umfram. kaupverð. bifreiðarinnar, sem var kr. 7.500. 000,00, og þeir greiddu einnig með samskonar víxlum — í skiptum fyrir víxla sömu fjárhæðar, sem samþykktir voru af Ágústi Salómonssyni og útgefnir og ábektir af Ásgerði Kristjánsdóttur, en þá víxla höfðu ákærðu fyrir afhendingu þeirra alla falsað með þeim hætti. sem lýst var í V. lið ákæru. Víxlana, samtals að fjárhæð 14.500.000,00, notuðu ákærðu síðan í viðskiptum og öfluðu sér með þeim verðmæta, þ. á m. með þeim hætti sem rakið verður, enda þótt þeir vissu eða mættu vita, .að hvorugur víxil- skuldaranna, Jóhann Ósland eða Guðmundur, gætu efnt greiðsluskyldur sínar samkvæmt víxlunum: I. Ákærði Sigurður Örn lét son sinn, Ástmar, hafa 5 þessara víxla, samtals að. fjárhæð kr. 2.500.000,00. til kaupa á bifreiðinni R-11431, Chevrolet Camaro, árgerð. 1970, þann 31. maí 1980, af Guðmundi Björns- syni og Ragnheiði Karlsdóttur, Hverfisgötu 100, Reykjavík. 2. Ákærðu notuðu sameiginlega 9 þessara víxla, samtals að fjárhæð kr. 4.500.000,00, þann 2. júní 1980, til greiðslu hluta kaupverðs pylsuskúrs, sem ákærðu keyptu af Eyþór Eðvarðssyni, Digranesvegi 38, Kópavogi. 3. ' Ákærði Sigurður Örn notaði 10 þessara víxla, samtals að fjárhæð kr. 7.000.000,00, til endurkaupa bifreiðarinnar R-63962, Chevrolet 188 Caprice, árgerð 1975, þann 5. júní 1980, af Jóni Ármanni Guðmundssyni, Nóatúni 24, Reykjavík. Brot ákærðu, sem í þessum lið greinir, og notkun þeirra víxla, sem í 1.—3. tölul. greinir, teljast varða við 248. gr. almennra hegningarlaga, en notkun ákærðu á hinum fölsuðu víxlum, samtals að fjárhæð kr. 7.000. 000,00, sem ákærðu notuðu í skiptum fyrir aðra víxla sömu fjárhæðar, telst varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. VII. Gegn ákærðu Sigurði Erni og Edvard fyrir fjársvik. Ákærðu eru gefin að sök fjársvik með því að hafa þann 13. júní 1980 fengið áðurgreinda Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson til þess með fortölum og blekkingum að afhenda sér víxla, sem voru án út- gáfudagsáritunar, en útgefnir, ábektir og samþykktir af þeim Jóhanni Ósland og Guðmundi, með gjalddögum 25. hvers mánaðar mánuðina sept- ember 1980 til janúar 1981, að undanskildum desember 1980, þar sem gjald- dagar voru 20. þess mánaðar, en einnig 6 víxla alla með gjalddaga 6. janúar 1981, samtals að fjárhæð kr. 130.000.000,00, gegn því að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur teldust samkvæmt samkomulagi, sem þá var gert, eiga „allar vélar, sem eftir (væru) í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík, að undanskildum þurrkara og pressu ásamt fylgihlutum““, sem ákærðu höfðu eignast með þeim hætti sem lýst er í IV. lið ákæru þrátt fyrir að ákærðu væri eða mætti vera ljóst að eignir þessar voru með öllu verðlausar. Af þeim víxlum, sem í þessum lið greinir, fundust samkvæmt ábendingu ákærða Edvards þann 18. júlí 1980 alls 61 víxill, samtals að fjárhæð kr. 65.650.000,00, undir rúmdýnu í svefnherbergi heima hjá ákærða Edvard, ásamt miða, sem á voru ritaðar tölur um fjölda víxla og upphæðir þeirra, samtals að fjárhæð kr 130.000.000,00. Í viðskiptum er upplýst um notkun eftirtaldra víxla: Ákærði Sigurður Örn notaði í júnímánuði 4 þessara víxla, 3 með gjald- daga 25.9. 1980, einn að fjárhæð kr. 350.000,00, tvo hvorn að fjárhæð kr. 500.000,00, og einn með gjalddaga 25.10. 1980 að fjárhæð kr. 1.050. 000,00 eða samtals kr. 2.400.000,00, til kaupa á bifreiðinni G-11634, Ford XL, árgerð 1970, af Helga Erlendssyni, Tjarnarstíg 9, Seltjarnarneskaupstað. Brot ákærðu, sem í þessum lið greinir, og notkun ákærða Sigurðar Arnar á fjórum víxlanna, teljast varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. VIII. Gegn ákærðu Edvard og Sigurði Erni fyrir fjársvik og skjalafals. Loks er ákærðu gefið að sök að hafa þann 14. júní 1980 fengið þá Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson til þess með fortölum og blekkingum að kaupa af Á gústi Sigurði Salómonssyni og Ásgerði Kristj- 189 ánsdóttur, Hrannargötu 2, Ísafirði, leikföngin, 929 stk., sem í V. lið ákæru greinir, þar sem þau voru í vöruskála Eimskipafélags Íslands hf. á Ísafirði, án þess að fyrri kaupendur hefðu leyst þau þaðan út, fyrir kr. 23.650. 000,00, eða nærri sexfalt innflutningsverðmæti þeirra, sbr. V. lið ákæru. Kaupin áttu að fara fram með þeim hætti, að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur gáfu út, ábektu og samþykktu víxla, sem þeir létu af hendi í skiptum fyrir þá víxla, sem fyrri kaupendur leikfanganna höfðu gefið út og samþykkt og ákærðu höfðu enn umráð yfir, en bæði þá víxla ásamt víxlum, sem þeir Jóhann Ósland og Guðmundur höfðu þegar eignast í viðskiptum og útgefnir voru og samþykktir af fyrri kaupendum leikfang- anna, áttu þeir að eyðileggja. Samkvæmt þessu samkomulagi við ákærðu rifu þeir Jóhann Ósland og Guðmundur og eyðilögðu þann 14. júní 1980 á flugvellinum á Ísafirði í viðurvist Ásgerðar Kristjánsdóttur og fleiri, víxla, útgefna og samþykkta af fyrri kaupendum leikfanganna, samtals að fjár- hæð kr. 23.650.000,00, sem hér greinir. 1. Ákærði Edvard lét þá Jóhann Ósland og Guðmund hafa og notaði með því í viðskiptum 16 víxla, samtals að fjárhæð kr. 12.150.000,00, af þeim víxlum, sem í V. lið ákæru greinir, sem ákærðu höfðu sameiginlega alla falsað með þeim hætti sem þar er lýst, en fékk í þeirra stað víxla samtals að höfustól sömu fjárhæðar, útgefna, ábekta og samþykkta af þeim Jóhanni Ósland og Guðmundi. 2. Frá ákærða Sigurði Erni en fyrir milligöngu Davíðs Ólafssonar, Asparfelli 4, Reykjavík, fengu þeir Jóhann Ósland og Guðmundur á leið- inni til Ísafjarðar 2 víxla, samtals að fjárhæð kr. 1.500.000,00, sem ákærðu höfðu báða falsað með sama hætti og áður er lýst, og gáfu út og samþykktu í þeirra stað víxla samtals að höfuðstól sömu fjárhæðar. 3. "Jóhann Ósland og Guðmundur rifu einnig og eyðilögðu á flugvell- inum á Ísafirði víxla, samtals að fjárhæð kr. 10.000.000,00, útgefna og samþykkta af fyrri kaupendum leikfanganna, sem þeir höfðu þegar eignast í viðskiptum, annars vegar með víxlaskiptum, sbr. VI. lið, sbr. V. lið 3. tölul. ákæru samtals að fjárhæð kr. 7.000.000,00, hins vegar við sölu Jóhanns Óslands á bifreiðinni R-63962, Chevrolet Caprice, árgerð 1975, þann 3. júní 1980, til Jóns Ármanns Guðmundssonar, Nóatúni 24, Reykja- vík, samtals að fjárhæð kr. 3.000.000,00. Af þeim víxlum, sem ákærði Edvard fékk í skiptum, sbr. 1. tölul., notaði hann í júnímánuði eftirtalda 4 víxla: Einn kr. 1.000.000,00, með gjalddaga 1.7. 1980, einn, kr. 500.000,00, með gjalddaga 28.7. 1980, og tvo, kr. 500.000,00 og kr. 1.000.000,00, með gjalddaga 28.9. 1980, eða samtals að fjárhæð kr. 3.000.000,00, í viðskiptum við Svan Kristjánsson, Klébergi 7, Þorlákshöfn, sem víxla er ákærði fullyrti að yrðu örugglega greiddir, en 190 í stað þeirra leysti ákærði til sín 3 víxla, samtals að fjárhæð kr. 2.250. 000,00, samþykkta og útgefna af Ágústi Salómonssyni og Ásgerði Kristj- ánsdóttur, sbr. V. lið $S. tölul. ákæru. Brot ákærðu, sem í þessum lið greinir, teljast varða við 248. gr. almennra hegningarlaga, og notkun ákærðu á hinum fölsuðu víxlum, sem í 1. og 2. tölul. greinir, einnig við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga að því er varðar þann ákærða, sem ekki fram- vísaði víxlunum til notkunar. IX. Refsikröfur. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til greiðslu skaða- bóta, ef krafist verður, og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Samkvæmt sakavottorði ákærða Edvards Lövdals hefur hann sætt eftir- töldum refsidómum: 1968 5/1 3 mánaða fangelsi, skilorðsbundið 2 ár fyrir brot gegn 248. gr. og 261. gr. hegningarlaga. 1968 31/7 10 daga varðhald fyrir brot á 25. gr. umferðarlaga og 24. gr. áfengislaga. Sviptur ökuleyfi í Í ár. 1969 15/10 Sakfelldur fyrir brot gegn 247. gr. hegningarlaga, en refsing ekki dæmd. 1970 4/3 30 daga varðhald fyrir brot gegn 259. gr. hegningarlaga og 25. gr. umferðarlaga. Sviptur ökuréttindum ævilangt. Ákærða var veitt ökuleyfi á ný 25/9 1974. 1973 4/12 3 mánaða fangelsi skilorðsbundið í 3 ár fyrir brot á 247. gr. hegningarlaga. 1977 1/4 45 daga varðhald fyrir brot gegn 149. gr. hegningarlaga. 1978 2/6 Hæstaréttardómur: Ákvæði héraðsdóms 1/4 1977 eiga að vera órðöskuð. 1980 31/3 Sýknaður af ákæru fyrir brot gegn 248. gr. hegningarlaga. 1980 29/5 Ákæru fyrir brot gegn 257. gr. hegningarlaga vísað frá dómi. Þá hefur ákærði undirgengist með dómsátt 8 sinnum sektir aðallega fyrir brot gegn umferðarlögum. Ákærði Sigurður Örn Ingólfsson hefur undirgengist með dómsátt 7 sinnum sektir, þar af tvisvar fyrir brot gegn 248. gr. almennra hegningar- laga. Málavextir eru þessir: Hinn 21. maí 1980 ritaði Steingrímur:Þórisson, Reykholti í Borgarfirði, kæru til Rannsóknarlögreglu ríkisins á hendur Edvard Lövdal ákærða í máli þessu. Segir Steingrímur í kærunni að ákærði hafi haft samband við sig vorið 1979 og þar hafi komið máli þeirra að ákærði hafi boðist til að 191 útvéga honum fé til að fjármagna útgáfu Snorrapenings. Hafi hann síðan útfyllt víxla sem hann hafi látið ákærða fá. Þá segir Steingrímur í kærunni að í júní sama ár hafi ákærði fengið hjá honum 11 víxla, hvern að fjárhæð kr. 1.000.000, til kaupa á skurðgröfu. Af kaupunum varð ekki. Ákærði hafi skilað 9 víxlanna en sett 2 í umferð og séu þeir nú í innheimtu á vitnið. Loks segir í kærunni að ákærði hafi í desember umrætt ár fengið víxla, samtals að fjárhæð kr. 18.450.000 (32 hvern að fjárhæð 500.000 og 7 hvern að fjárhæð kr. 350.000), sem hann hafi ætlað að láta sig fá vörur út á. Vörurnar hafi hann aldrei fengið. Ákærði hafi ekki skilað víxlunum og séu þeir allflestir einnig í innheimtu á vitnið. Vitnið: hefur skýrt: frá því, að það hafi um árabil rekið Söluskálann í Reykholti og átt nokkur verslunarviðskipti við ákærða Edvard Lövdal. Kynntist vitnið Edvard nokkuð persónulega og heimsótti hann nokkrum sinnum. Vorið 1979 átti vitnið nokkur viðskipti við Edvard. Keypti það af honum vörur, en hann hafði oft verið mjög liðlegur við það með gjald- fresti. Hinn 24. maí 1979 var vitnið kosið formaður undirbúnings- og fjár- öflunarnefndar vegna Snorrahátíðar sem halda átti í Reykholti í ágúst það ár. Vegna hátíðarinnar átti að láta búa til sérstaka minnispeninga, og var kostnaðarverð áætlað 10—12 milljónir króna. Var m.a. hlutverk vitnisins að afla fjár til framleiðslu peninganna. Átti að fá það hjá opinberri lána- stofnun en tókst ekki. Urn þetta leyti barst í tal hjá vitninu og Edvard að það væri að reyna að fjármagna útgáfu minnispeninganna en það gengi erfiðlega. Edvard bauðst þá til að útvega það fé sem til þyrfti fyrir milligöngu frænda síns Sigurðar Jónssonar en vitnið veit engin deili á manni þessum. Var rætt um kr. 10--12 milljónir sem vitnið ætti að fá að láni hinn 15. júlí og myndi það verða greitt aftur seinni hluta októbermánðar. Féllst vitnið á þetta tilboð Edvards og skrifaði það og kona þess að beiðni hans upp á sjö víxla sem áttu að vera til tryggingar. Edvard vildi að á víxlana væri einungis ritað samþykki og þeir útgefnir en að öðru leyti væru þeir óútfylltir. Sagði hann að svo þyrfti að vera, þar sem þessi Sigurður frændi hans ætti ekki alla peningana sjálfur, heldur yrði hann að útvega þá hjá öðrum og því yrðu víxlarnir að vera óútfylltir þar til ljóst væri hverjir lánuðu féð. Hinn 21. ágúst hringdi til vitnisins maður sem kvaðst heita Sigurður Jónsson. Sagði Sigurður vitninu að Edvard hefði beðið hann að hringja til þess að staðfesta að það gæti fengið lánsféð. Þennan sama dag eða jafnvel daginn eftir hafði Edvard tal af vitninu og bað það um að fá einn af óútfylltu víxlunum lánaðan til eigin nota á sama hátt og hina þrjá fyrri. Féllst vitnið á það, enda trúði það því að 192 þetta væri allt að komast í lag, auk þess sem Edvard sagði eins og Sigurður, að ekki þyrfti nema þrjá víxla til tryggingar lánsfénu. Útfyllti vitnið fyrir Edvard víxil að fjárhæð kr. 1.750.000 eins og hann hafði farið fram á. Útbjó Edvard síðan reikning með þessari fjárhæð, sem hljóðaði á vörur, sem hann ætlað að láta vitnið hafa þessu til tryggingar. Hann átti þó ekki nægilega mikið af vörum og strikaði út af reikningnum, að vörurnar væru afgreiddar, en setti í staðinn óafgreitt. Síðan leið og beið en ekki kom lánsféð. Eftir að ljóst varð að vitnið myndi ekki fá lánsféð sótti það sólgleraugun og sloppana sem voru til trygg- ingar þrem fyrstu víxlunum sem það hafði lánað Edvard. Vitnið reyndi að fá Edvard til að skila þeim sjö víxlum sem það hafði látið hann hafa í upphafi, en hann gerði það ekki og bar ýmsu við. Vitnið kvað dæmið líta þannig út að Edvard hefði fengið hjá því 10 víxla, samtals að fjárhæð kr. 14.660.000. Hann hefði skilað því aftur 3 víxlum, samtals 3.900.000 og vörum auk greiðslu kr. 4.260.000 eða alls kr. 8.160.000. Skuldaði hann vitninu því vegna þessara viðskipta samtals 6.500.000. I. Steingrímur Þórisson hefur skýrt frá því að Edvard Lövdal hafi komið að máli við sig í júní 1979 og boðið sér að ganga inn í kaup með honum á skurð- gröfu. Féllst vitnið á þetta og lét Edvard hafa sem framlag þess annaðhvort 11 eða 12 víxla, sem hver var að fjárhæð kr. 1.000.000. Edvard lét vitnið hafa kvittun fyrir móttöku víxlanna, sem voru í opnu umslagi. Um það bil mánuði síðar sagði Edvard vitninu að ekki gæti orðið af kaupum á gröfunni. Afhenti hann vitninu jafnframt umslagið með víxl- unum og fékk móttökukvittunina hjá því til baka. Afhending víxlanna fór fram á heimili Edvards að Hörpugötu 12. Vitnið kveður víxlana hafa verið í sama umslagi og áður og var það opið. Vitnið kveðst hafa kastað tölu á víxlana og hafi fjöldi þeirra verið sá sami og í upphafi. Vitnið skoðaði víxlana hins vegar ekki hvern fyrir sig. Vitnið geymdi umslagið með víxl- unum heima hjá sér án þess að skoða þá nánar. Vitnið kveður það aldrei hafa verið nefnt af hverjum ætti að kaupa skurðgröfuna og hafi það ekki vitað um það. Einhvern tíma fyrri hluta árs 1980 fékk vitnið tilkynningar um gjalddaga á tveimur víxlum, sem hvor var að fjárhæð kr. 1.000.000. Fór vitnið að athuga þetta nánar og kom í ljós, að um var að ræða tvo af víxlum þeim, sem vitnið hafði látið Edvard fá til skurðgröfukaupanna. Vitnið kveðst hafa farið og skoðað í umslagið. Vantaði þessa tvo víxla í það, en í staðinn höfðu verið látin tvö víxileyðublöð. Á eyðublöð þessi var ekkert ritað að vitnið minnir. Þó geti verið að byrjað hafi verið aðeins að útfylla þau. Vitnið kveðst hafa farið og rætt þetta mál við Edvard. Kannaðist hann 193 við að hafa tekið víxlanna úr umslaginu. Sagðist hann hafa lánað þá Þóri Rafni Halldórssyni, kunningja sínum. Edvard lofaði að sjá um að Þórir Rafn greiddi víxlana, en af því varð ekki og eru víxlarnir til innheimtu á vitnið. Víxlar þessir, sem hvor um sig er að fjárhæð kr. 1.000.000 eins og áður greinir, eru samþykktir af Steingrími Þórissyni f.h. Söluskálans í Reykholti og útgefnir og ábektir af Steingrími. Þeir eru einnig ábektir af Sigurði Ólafssyni og Vökli hf. Annar víxillinn er útgefinn 8. janúar 1980 til greiðslu í Landsbanks Íslands, Reykjavík 1. mars sama ár, en hinn án útgáfudags til greiðslu í Búnaðarbanka Íslands, Reykjavík 1. maí 1980. Vitninu voru kynntir framburðir ákærða og Þóris Rafns Halldórssonar, sem á eftir verða raktir, varðandi umrædda víxla. Vitnið kvaðst ekkert hafa að athuga við framburð Þóris Rafns Halldórssonar. Vitnið kvaðst mót- mæla þeim framburði Edvards, að það hafi látið Þóri Rafn fá víxlana til að selja þá. Það hafi ekki þekkt Þóri Rafn neitt og því ekki farið að láta hann hafa víxlana. Vitnið kveðst halda fast við framburð sinn um, að Edvard hafi tekið víxlana úr umslaginu í algjöru heimildarleysi. Þá ítrekaði vitnið að Edvard hefði á öðrum hvorum fundi þeirra á Hótel Sögu sagt því, þegar það fór að spyrja hann um víxlana, að hann hefði látið vin sinn Þóri Rafn hafa þá. Þá kvað vitnið það ekki rétt hjá Edvard að hann hefði látið það hafa víxlana í janúar 1980. Það. hafi ekki verið síðar en í ágúst eða september árið áður. Vitnið sá ljósrit framangreindra víxla og staðfesti að um þá sé að ræða. Vitnið Þórir Rafn Halldórsson kveðst hafa kynnst ákærða Edvard Lövdal, að það minnir, í október 1979, en sonur ákærða var heitbundinn systur vitnisins. Vitnið kveðst hafa farið að aðstoða ákærða við afgreiðslu á vörum og dreifingu og ekið mikið bifreið fyrir hann. Fékk vitnið greitt fyrir þetta starf sitt um það bil kr. 2.300.000. Þar af greiddi ákærði vitninu kr. 2.000.000 með tveimur víxlum, hvorum að fjárhæð 1.000.000 kr. Ákærði afhenti vitninu víxlana heima hjá honum að Hörpugötu 12, um miðjan desember 1979. Man vitnið ekki til þess að neinn hafi verið við- staddur, þegar afhending víxlanna fór fram. Ákærði ræddi ekki nánar við vitnið um víxlana og nefndi ekki við það, hvernig hann væri að þeim kominn. Steingrímur Þórisson, Reykholti, var útgefandi og ábekingur á víxlunum og þeir voru samþykktir af honum í nafni Söluskálans í Reyk- holti. Vitnið kveðst hafa notað víxlana til bifeiðakaupa af Sigurði Ólafs- syni, Hábæ í Þykkvabæ þann 21.12. 1979. Vitnið ritaði ekki framsal á víxlana. Vitnið kvað annan víxilinn hafa verið greiddan að mestu leyti. Vitnið kvað ákærða hafa nefnt við marga, svo sem í skýrslu þess greinir, að hann hefði greitt laun með víxlunum. Vitnið sá ljósrit framgreindra víxla í dóminum og staðfesti, að um þá væri að ræða. 13 194 Vitninu var kynntur framburður ákærða sem á eftir verður rakinn varðandi framangreinda víxla, þ.e. að það hefði veitt þeim viðtöku frá Steingrími Þórissyni til að selja þá. Vitnið kveður þetta alrangt og kveðst algjörlega mótmæla þessu. Vitnið kveðst ekki hafa gefið ákærða kvittun fyrir móttöku víxlanna. Vitnið tók fram að það hefði einungis þekkt Steingrím Þórisson í sjón, en aldrei átt nein viðskipti við hann. Vitnið kveðst aldrei hafa fengist við sölu á víxlum fyrir aðra. Vitnið Sigurður Ólafsson, Hábæ í Þykkvabæ, hefur skýrt frá því, að það hafi selt Þóri Rafni Halldórssyni, Chevrolet Blazer bifreið skömmu fyrir jól 1979. Afsalið er dagsett 21. desember. Þórir Rafn greiddi hluta kaupverðsins með tveimur víxlum hvorum að fjárhæð kr. 1.000.000. Skuldarar á víxlum þessum voru Söluskálinn í Reykholti og Steingrímur Þórisson. Vitnið kveðst hafa spurt Þóri Rafn um skuldara víxlanna, en vitnið var tregt að taka við þeim. Þórir Rafn sagði, að greiðsla víxlanna gæti dregist, en þeir yrðu örugglega borgaðir. Þórir Rafn sagði vitninu, að hann hefði fengið víxlana sem greiðslu upp í vinnulaun, en nefndi ekki frá hverjum. Vitnið notaði víxlana í viðskiptum við Vökul hf., en varð að leysa þá til sín, þegar þeir voru ekki greiddir. Víxlarnir eru í innheimtu hjá lögmanni. Hefur hluti annars víxilsins verið greiddur en ekkert af hinum. Framangreind bifreið var skráð á nafn konu Þóris Rafns eftir að kaupin höfðu farið fram. Vitnið sá ljósrit framangreindra víxla og staðfesti að um þá væri að ræða. Vitnið Bjarni Guðmundsson, bifreiðaumsjónarmaður hjá Pósti og síma, Borgarholtsbraut 24, Kópavogi, hefur skýrt frá því að það sé sambýlis- maður móður Þóris Rafns Halldórssonar. Vitnið kveðst muna eftir því að Edvard Lövdal sem það kannast við kom heim til þess ásamt Þóri Rafni rétt fyrir jólin 1979. Þórir Rafn vann um þessar mundir hjá Edvard. Vitnið kveður Edvard hafa sagt að Þórir Rafn ætti að fá hjá sér tvo víxla sem launagreiðslu og heldur vitnið, að hvor þeirra hafi átt að vera kr. 1.000.000. Vitnið staðhæfir að Edvard hafi nefnt einhvern Steingrím í sambandi við víxlana. Meira kveðst vitnið ekki vita um mál þetta. Vitnið Ragnar Kornelíus Lövdal, sonur ákærða Edvards, hefur skýrt frá því að það hafi verið statt, að það minnir, að Hörpugötu 12, eitt sinn í kringum áramótin 1979—1980. Þar var staddur Þórir Rafn Halldórsson. Vitnið kveðst hafa heyrt á tal Edvards föður síns og Þóris Rafns. Hafi þeir verið að ræða um það, að tveir 1.000.000 kr. víxlar ættu að ganga frá Edvard föður vitnisins til Þóris Rafns fyrir ýmis störf, sem Þórir Rafn 195 hefði innt af hendi fyrir hann. Hafi ekki verið nein deila um þetta á milli þeirra. Vitnið man ekki eftir að nánar væri rætt um framangreinda víxla eða hver væri samþykkjandi á þeim. Vitnið Einar Jónbjörn Halldórsson, bróðir Þóris Rafns, hefur skýrt frá því, að Þórir Rafn hafi verið að vinna hjá ákærða Edvard Lövdal seinni partinn á árinu 1979. Vitnið heyrði, að Þórir Rafn hefði fengið sem launa- greiðslu frá Edvard tvo víxla, hvorn að fjárhæð kr. 1.000.000, en man ekki hver sagði það. Við jarðarför afa vitnisins, Sigurðar Stefánssonar, í desember 1979, eða hinn 18. að vitnið minnir frá Fríkirkjunni, hitti það Edvard Lövdal að máli, en hann var við jarðarförina. Fór Edvard að ræða við vitnið að fyrra bragði og sagði við það eitthvað á þá leið, hvort vitninu fyndist hann ekki gera vel við Þóri Rafn bróður þess. Vitnið hafði um þetta leyti heyrt talað um framangreinda víxla og taldi, að Edvard hefði átt við þá. Edvard nefndi aldrei víxlana berum orðum eða um hve háa launagreiðslu væri að ræða til Þóris Rafns. Vitnið Eva Jónsdóttir, sambýliskona ákærða Edvards, hefur mætt í dómi. Vitnið var spurt um sakarefni í I. kafla ákæru. Vitnið kvaðst ekkert vita um þargreinda tvo víxla og aldrei hafa heyrt á þá minnst. Nánar aðspurt skýrði vitnið frá því, að það hefði haft undir höndum einhvern tíma á árinu 1979 umslag, sem var límt aftur. Í umslaginu voru einhver skjöl og sagði Edvard, að í því væru víxlar, sem Steingrímur Þóris- son ætti. Vitnið kveðst ekki vera frá því, að nafn Steingríms hafi staðið á umslaginu. Skildist vitninu á Edvard, að hann væri að geyma víxlana fyrir Steingrím. Vitnið man ekki, hvað varð af umslaginu, en heldur að því hafi verið skilað til Steingríms. Vitnið kvaðst ekki hafa heyrt á það minnst, að Þórir Rafn Halldórsson hefði fengið víxla frá Steingrími Þórissyni. Ákærði Sigurður Örn Ingólfsson hefur skýrt frá því, að síðast í júlí eða í byrjun ágúst 1979, hafi það komið til tals við Edvard Lövdal, sem hann hafði þá nýverið kynnst, að ákærði væri að hugleiða að selja skurðgröfu. Edvard kvað ákveðinn mann upp í Borgarfirði hafa áhuga á að kaupa gröf- una. hann gaf ákærða ekki strax upp nafnið á manni þessum, en þegar ákærði spurði hann að því sagði hann honum að þetta væri Steingrímur Þórisson. Ákærði ræddi ekki við Steingrím, enda þekkti ákærði hann ekki á þessum tíma. Þegar Edvard sagði ákærða, að Steingrímur myndi greiða allt með víxlum sagði ákærði að þetta kæmi ekki til greina. Ákærði kveðst hafa selt gröfuna stuttu síðar, jafnvel nokkrum dögum, fyrir kr. 7.000.000 eða tæplega þáð og var kaupverðið allt greitt með víxlum til stutts tíma. Þessa víxla frá Steingrími sá ákærði aldrei, enda gekk málið aldrei það langt. Í samprófun vitnisins Steingríms Þórissonar og Sigurðar Arnar Ingólfs- 196 sonar um þá tvo fundi, sem þeir Edvard og Steingrímur áttu á Hótel Sögu vorið 1980 kvað vitnið Edvard hafa sagt á fyrri fundinum að hann hefði látið Þóri Rafn Halldórsson hafa tvo milljón króna víxla, svokallaða gröfu- víxla, sem vitnið var samþykkjandi að, en þessum víxlum hefði Edvard stol- ið frá því. Á seinni fundinum fór vitnið einnig að krefja Edvard um víxlana og sagði hann þá, að þeir yrðu báðir að hjálpast að því að fá Þóri Rafn til að endurgreiða þetta. Vitnið sagði Edvard þá, að það teldi það algjörlega hans mál, þar sem það hefði engin viðskipti átt við Þóri Rafn. Ákærði Sigurður Örn Ingólfsson skýrði frá því við samprófunina að þeir ákærði og Steingrímur hefðu verið að ræða ýmiss konar viðskipti þeirra, bæði er varðaði vörur og víxla. Hann kveðst ekki hafa blandað sér í um- ræðurnar. Ákærði kvaðst muna að Steingrímur sagði á öðrum fundinum: „Hann Þórir borgar ekki víxlana sem hann fékk.“ Ákærði kvað þetta vera það eina, sem hann myndi í sambandi við þetta. Ákærði Edvard Lövdal kveðst hafa kynnst Steingrími Þórissyni annað hvort árið 1976 eða 1977 og hafi þeir átt nokkur viðskipti síðan í sambandi við Söluskálann í Reykholti, sem Steingrímur átti og rak. Ákærði kveður Steingrím yfirleitt hafa staðið við skuldbindingar sínar, enda þótt stundum yrði greiðsludráttur hjá honum. Ákærði kveðst kannast við að hafa í júní 1979 veitt viðtöku frá Stein- grími Þórissyni 12 víxlum, sem hver var að fjárhæð 1.000.000 kr. Skýrði ákærði svo frá í því sambandi, að meðákærði Sigurður Örn Ingólfsson hefði ætlað að selja skurðgröfu eða nánar tiltekið traktorsgröfu. Kveðst ákærði hafa boðið Steingrími gröfuna til kaups og hafi hann viljað kaupa hana fyrir 12.000.000. Meðákærði gat ekki sætt sig við tilboð Steingríms í skurð- gröfuna og hefði ekki orðið af kaupunum. Ákærði kveðst hafa skilað öllum víxlunum til Steingríms að heimili sínu að Hörpugötu 12. Maður að nafni Þórir Rafn Halldórsson var viðstaddur og bauðst til að selja tvo af víxlu- num fyrir Steingrím. Þáði Steingrímur það og veitti Þórir víxlunum viðtöku hjá Steingrími. Hafði ákærði síðan ekki frekari afskipti af þessu, en frétti síðar að Þórir Rafn hefði notað víxlana í eigin þágu. Hafi Þórir Rafn haft skipti á bifreið og látið víxlana upp Í viðskiptin. Ákærði neitaði með öllu, að hann hefði ráðstafað víxlunum til Þóris Rafns Halldórssonar svo sem honum er gefið að sök í ákæru. Ákærða voru kynntir framburðir Steingríms Þórissonar og Þóris Rafns Halldórssonar. Kvaðst hann halda fast við framburð sinn. Ákærði kvað það ekki rétt, að hann hefði boðið Steingrími að ganga inn í kaup á skurð- gröfu með sér. Ákærði hefði aldrei farið að kaupa svona gröfu. Það sé rétt, að hann hafi látið Steingrím hafa kvittun fyrir víxlunum. Hann haldi að víxlarnir hafi verið 12. Steingrímur hafi ekki tekið víxlana fyrr en í janú- ar 1980, en ekki í júlí eins og virðist vera eftir framburði hans. Nánar tiltek- 197 ið hafi þetta verið 10. janúar. Þegar Steingrímur tók við víxlunum hafi hann skoðað þá alla. Ákærði kannist ekki við „„blanco““ blöðin (svo). Hann hafi látið Steingrím hafa alla víxlana, það sé það rétta í þessu. Ákærða var kynntur framburður Ragnars K. Lövdals, sonar hans og mótmælti hann framburðinum. Ákærði kvaðst vilja fá að koma því að í málinu að það hefði verið að rifja upp þetta mál. Það kveðst muna að á fyrri fundi þeirra Steingríms á Hótel Sögu hafi þeir setið í Grillinu. Spurði Steingrímur hann þá að því hvernig gengi að ná í Þóri Rafn Halldórsson í sambandi við þessa tvo millj- ón króna víxla. Sagði Steingrímur í því sambandi; „sem hann fékk hjá mér““ og tók jafnframt fram, að annar víxlanna væri kominn í innheimtu. Sigurður Örn Ingólfsson var vitni að þessu. Ákærði kvaðst í mars 1980 hafa beðið Ragnar son sinn um að reyna að hafa uppi á Þóri Rafni Halldórssyni. Var það út af milljón króna vixlun- um, sem Steingrímur hafði látið Þóri Rafn hafa. Ragnari var vel kunnugt um það hvert tilefnið var. Kveður ákærði Ragnar þá hafa sagt að það væri margbúið að vara ákærða við Þóri Rafni. Niðurstöður: Svo sem nú hefur verið rakið hefur ákærði Edvard neitað að hafa ráð- stafað til Þóris Rafns Halldórssonar til greiðslu á vinnulaunum framan- greindum 2 víxlum að fjárhæð alls kr. 2.000.000, sem Steingrímur Þórisson var eigandi að og hafði veitt viðtöku frá honum til sameiginlegra kaupa þeirra á skurðgröfu. Með framburðum vitna, sem að framan eru raktir, telst þetta atferli ákærða engu að síður sannað, þegar og eru virtir framburðir ákærða í máli þessu sem hér á eftir verða raktir og önnur háttsemi hans. Varðar þetta atferli ákærða við 2. tl. 1. mgr. 250. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19, 1940. Il. Í kærunni frá 21. maí 1980 skýrði vitnið Steingrímur Þórisson frá því að það hefði fengið ákærða Edvard Lövdal í hendur í desember 1979 39 víxla samtals að fjárhæð kr. 18.450.000 sem hann hefði ætlað að láta sig hafa vörur og peninga út á. Voru 32 víxlanna að fjárhæð kr. 500.000 hver en 7 víxlanna hver að fjárhæð kr. 350.000. Vörurnar kveðst vitnið aldrei hafa fengið og ákærði ekki skilað neinum víxlanna til þess. Séu víxlarnir allflestir til innheimtu á vitnið. Svo sem áður greinir kveðst vitnið hafa um nokkurt árabil rekið Sölu- skálann í Reykholti og átt allnokkur viðskipti við ákærða Edvard. Í desem- ber 1979 hringdi Edvard til vitnisins. Bað hann það um að koma heim til sín og ræða við sig. Fór vitnið heim til Edvards og hitti hann að máli. 198 Edvard sagðist vera að fara í verslunarleiðangur til Austur-Asíu og nefndi Hong Kong í því sambandi. Sagðist hann mundu gera mjög góð viðskipti í leiðangri þessum. Hann sagði sig vanta peninga og bað vitnið um að út- vega þá eða samþykkja víxla, sem hann sagðist hafa kaupanda að hér heima. Vitnið átti síðan að fá greitt í vörum sem Edvard sagðist ætla að kaupa í Hong Kong á mjög góðu verði og væru vel seljanlegar og í peningum. Sagði vitnið í þessu sambandi að það hefði oft gengið inn í vörukaup hjá Edvard og fengið fyrir ákveðna upphæð vörur sem hann var að kaupa. Edvard bað vitnið um að samþykkja víxla fyrir rúmlega 20 milljónir króna í þessu skyni. Vitnið kveðst hafa fengið Edvard til að lækka fjárhæðina niður í 18.450.000 krónur og samþykkt víxla fyrir þeirri fjárhæð. Voru 32 víxlanna að fjárhæð kr. 500.000 hver eða kr. 16.000.000 samtals, en 7 að fjárhæð kr. 350.000 hver. Átti vitnið að fá vörur fyrir fyrrgreindu víxlana, en fyrir hina víxlana 7 átti það að fá peninga að fjárhæð kr. 2.450.000. Átti vitnið að fá peningana áður en Edvard færi í verslunarleiðangurinn. Vitnið sá ljósrit umræddra víxla sem lögð hafa verið fram í málinu og kvaðst stað- festa að um þá væri að ræða. Edvard lét vitnið fá kvittun við móttöku víxlanna sem það afhenti rann- sóknarlögreglu (skj. nr. 3, bls. 3 á dskj. 2). Kvittum þessi er skrifuð aftan á víxileyðublað og er lítt læsileg. Þó má lesa þar að Edvard hafi 21/12 1979 móttekið víxla að fjárhæð kr. 18.450.000 sem fari upp í viðskipti hans og Steingríms. Undir kvittuninni eru nafnritanir Edvards og Steingríms. Vitnið hefur staðfest kvittunina. Kvað það Edvard hafa skrifað hana og það undirritað samþykki á hana. Eins og á eftir verður rakið neitaði Edvard að hafa skrifað kvittunina. Efst á kvittuninni má lesa: „„Noktkun óheimil uns andv. hefur verið skylað. Fyrirv. samþ. af báðum. S.Þórisson““. Vitnið kveðst hafa skráð þetta um leið og Edvard undirritaði kvittunina. Vitnið skráði síðar á kvittunina: „„Táknar að allt sé óafgreitt“. Edvard skráði hins vegar á hana að sögn vitnisins athugsemdina: „Skór ofl. vör.pen.““. Vitnið kveður Edvard ekki hafa ætlað að gefa kvittunina og fékk það hana ekki fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni. Edvard var talsvert mikið ölv- aður umrætt sinn. Þórir Rafn Halldórsson og Eva Jónsdóttir sambýliskona Edvards voru í húsinu er vitnið áritaði víxlana og var Þórir Rafn viðstaddur. Vitnið frétti síðan ekkert af. Edvard í nokkurn tíma og taldi að hann væri erlendis. Vitnið kveðst hafa talað við son hans sem var nemandi í Reykholtsskóla, og taldi hann að Edvard væri erlendis. Vitnið hringdi einn- ig heim til Edvards og fékk ætíð það svar að hann væri ekki kominn aftur erlendis frá. Vitnið heldur að það hafi verið dóttir Edvards sem svaraði. Það var ekki fyrr en 10. janúar 1980 að vitnið hitti Edvard að máli, en þá var hann ófarinn í umrætt farðalag. Var vitnið þá farið að verða 199 tortryggið varðandi ferðalag Edvards til útlanda. Var af því tilefni gert þenn- an dag samkomulagið, sem ljósrit er af í máli þessu (skjal nr. 9, bls. 2 á dskj. nr. 2). Vitnið sá ljósritið og kvaðst staðfesta það, er á því greinir og kannast við nafnritun sína undir það. Í samkomulagi þessu segir á þessa leið: „Í dag hefur undirritaður Steingrímur Þórisson f.h. Söluskálans í Reyk- holti keypt af Edvard Lövdal 3000 pör af skóm af mismunandi gerð og hefir Steingrímur einnig keypt leikföng skartgripi og fl. Samtals að upphæð 16.000.000 — sextán milljónir í víxlum. Samþ. Söluskálinn, Reykholti útg. af Steingrími Þórissyni, Reykholti hver vixill er að upphæð 500.000 fimm hundruð þúsund 00/00 og eru hér með báðir undirritaðir E Lövdal og Steingrímur Þórisson samþykkir þessum viðskiptum. Kvittun f. sömu upp- hæð af víxlum er Steingrímur er með á E. Lövdal er hér með uppgerð. Rétt, samþ. sem hér með viðurkennum. Sampþ: Vottur: Steingrímur Þórisson E.Lövdal. Þórir Halldórsson.“ Í Samkomúlaginu er fjárhæðin kr. 16.000.000, svo sem þar greinir. Er hún vegna varanna sem Edvard ætlaði að kaupa fyrir vitnið í Hong Kong. Skýringuna á mismuninum, kr. 2.450.000, við fjárhæð þá er að framan greinir kvað vitnið vera þá að 350.000 króna víxlarnir 7 að tölu, sem það átti að fá peninga fyrir, hafi ekki verið settir inn í samkomulagið. Vitnið kveðst ekki heldur hafa fengið peninga fyrir víxla þessa, en nokkrir af þeim hafi komist í umferð og einhverjir í innheimtu. Detti því um sjálft sig fram- burður Edvards þar sem hann neitar þessum 350.000 króna víxlum sem hann þó hafi sett í umferð. Vitnið frétti ekki fyrr en seint í febrúar 1980 að Edvard væri í refsiúttekt í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og búinn að vera þar í nokkurn tíma. Samkvæmt upplýsingum, sem aflað hefur verið frá dómsmálaráðuneyti, afplánaði Edvard Lövdal refsidóm í Hegningarhúsinu í Reykjavík 15. janúar—29. febrúar 1980. Vitnið kveðst hafa hitt Edvard aftur um mánaðamótin febrúar mars og játaði hann þá fyrir því að hann hefði aldrei farið í verslunarferðina. Hins vegar sagðist hann hafa sett þónokkuð af víxlunum' í umferð. Bað vitnið hann um að láta sig hafa þá víxla sem hann hefði ekki sett í umferð og lofaði hann því en stóð ekki við það. Nokkru seinna þegar vitnið var farið að lengja eftir víxlunum hótaði það Edvard að gera þetta að lögreglumáli og sendi honum m.a. harðort bréf. Í maí sendi Edvard vöruflutningabifreið heim til vitnisins fulla af skó- fatnaði. Edvard lét vitnið ekki vita af þessu og meira að segja gætti þess að það væri ekki á staðnum þar sem á sama tíma hafði hann boðað það 200 til viðtals við: sig á Hótel Sögu, en þar átti að ræða þessi mál. Ekki nefndi hann þar skósendinguna og ekkert kom út úr viðræðunum. Lofaði hann því að þetta myndi lagast. Á þessum rabbfundi var kunningi Edvards með- ákærði Sigurður Örn Ingólfsson. Um kvöldið þegar vitnið kom á dvalarstað sinn í Reykjavík lágu fyrir því skilaboð um að það ætti að hafa samband við Reykholt. Vitnið náði strax sambandi við konu þess og sagði hún því að Edvard hefði sent þangað farm af skóm, en hún hefði neitað að taka við honum og bifreiðastjórinn væri á staðnum. Vitnið talaði við bifreiðastjórann í símann. Sagðist hann hafa farið af stað úr Reykjavík með skósendinguna að fyrirmælum Edvards sem hefði lagt svo fyrir að hún ætti að fara í verslunina til vitnisins. Vitnið sagði bifreiðarstjóranum, að það mundi ekki taka við sendingunni, en hann sagðist mega til með að losna við hana þar sem hann væri búinn að lofa að taka flutning til baka. Vitnið vildi ekki láta skilja skósendinguna eftir á landareign Reykholts. Bifreiðarstjórinn hótaði að losa sendinguna á hlað- ið hjá vitninu, en það hótaði honum þá lögreglunni. Bifreiðastjórinn fór síðan af staðnum með farminn, en vitnið frétti síðar að hann hefði komið honum til geymslu hjá Aðalsteini Árnasyni, Hýrumel, sem er skammt frá Reykholti, á þeim forsendum að það ætti þessar vörur en ætti vont með að taka á móti þeim vegna plássleysis. Laug bifreiðastjórinn þarna upp sögu að sögn vitnisins til að geta losnað við vörurnar. Í framangreindri sendingu voru 3000 pör af skóm sem Edvard hafði keypt á Akureyri gegn víxli. Var um útsöluvöru að ræða og kaupverðið kr. 1.575.000. Skórnir höfnuðu 1 fjárhúsi uppi við Elliðavatn að sögn vitnisins og eru þar enn að það best veit. Telur vitnið að þeir séu að mestu ónýtir. Aðrar vörur en skóna kveðst vitnið ekki hafa fengið frá Edvard vegna víxlanna. Áður en umræddir víxlar komu til sögunnar, eða seint á árinu 1979, hafði vitnið fengið frá Edvard vörur fyrir samtals kr. 1.750.000. Voru þær greiddar með víxli og var hann sérstaklega auðkenndur. Vitnið kveður Edvard hafa látið víxla þá er í II. kafla ákæru greinir í umferð og hafi þeir verið notaðir í ýmisskonar viðskiptum. Hefur vitnið verið krafið um greiðslu víxlanna og kveðst það hafa borgað þá að nokkru. Víxlarnir voru án útgáfudagsáritunar, en vitnið hafði samþykkt þá og gefið þá út ýmist í eigin nafni eða í nafni Söluskálans í Reykholti. Vitnið kveðst ekki hafa vitað að bú Edvards Lövdals hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta hinn 11. maí 1979 og ekki vissi það heldur hvort Edvard átti einhverjar eignir. Vitnið kveður Edvard hafa hagnýtt sér víxlana í algjöru heimildarleysi svo sem að framan er rakið, og án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir. 201 Víxlunum er lýst í II. kafla ákæru og einnig verða þeir nánar raktir hér á eftir. Vitnið kveðst hafa kynnst ákærða Sigurði Erni Ingólfssyni seinni part árs 1979, en hann og Edvard Lövdal höfðu átt einhver viðskipti. Vitnið komst ekki að fyrr en nokkuð löngu síðar eða eftir að það kærði mál þetta að nokkrir af víxlunum, sem það lét Edvard fá, höfðu hafnað hjá Sigurði Erni svo sem nánar kemur fram í ákæru. Varð vitnið þess vart að þeir Edvard og Sigurður Örn höfðu skipst á víxlum frá því. Vitninu var kynnt skýrsla ákærða Edvards fyrir dómi. Vitnið kvaðst mót- mæla því eindregið sem Edvard heldur fram, að hann hafi verið búinn að efna allar skuldbindingar við það til að mega ráðstafa víxlunum. Vísaði vitnið um þetta atriði til þess, er að framan greinir og ítrekaði, að það hefði engum vörum veitt viðtöku frá Edvard vegna víxlanna að fjárhæð kr. 16.000.000. Vitninu var og kynntur framburður Sigurðar Arnar Ingólfssonar. Vitnið tók fram varðandi framburðinn að vinátta ákærðu hafi verið það náin að það telji ólíklegt að Sigurður Örn hafi ekki vitað hvernig Edvard var að víxlunum kominn. Vitnið kvað Edvard hafa lánað því kr 500.000 sama dag og það lét hann fá víxlana eða þann 21.12. 1979 gegn víxli með nafni Sigríðar Jónsdóttur, eiginkonu þess. Sá víxill var þessum viðskiptum óviðkomandi og hefur ver- ið greiddur. Vitnið kveður Edvard hafa keypt af því í desember 1979 aðra víxla með nafni konu þess á. Vitninu voru sýnd ljósrit af tveim víxlum hvorum að fjárhæð kr. 500.000, sem eru með gjalddögum 15.3. og 10.4. 1980. Vitnið kvað þetta vera víxla, sem það hefði látið Edvard hafa um áramótin 1979 og 1980. Fékk það hjá honum peninga í staðinn fyrir víxilinn með gjalddaga 10.4., en ávísun á Leikfangabúðina við Hlemm fyrir hinn víxilinn, svo og víxil að fjárhæð kr. 500.000 með gjalddaga 15.2. 1980, sem það lét Edvard einnig hafa. Þetta eru víxlar sem Edvard hefur fengið hjá vitninu vegna þess láns sem hann útvegaði því um áramótin 1979 og 1980, en það segir 1.250.000 króna víxilinn hafa komið á móti víxli með gjalddaga 20.2. 1980 að vitnið minnir, sem það kveður hins vegar hafa verið til framlengingar víxli að fjárhæð 1.110.000, sem Edvard notaði hins vegar í beinni sölu og hreinlega stal honum frá vitninu að sögn þess. Vitnið kvað eitt einmitt sýna að þessir fimmhundruðþúsund króna víxlar sem það fékk peninga fyrir séu ekki með 32 víxlunum vegna vörukaupanna og það er að kona vitnisins er útgefandi á þessum víxlum, en vitnið á öllum vörurvíxlunum. Vitnið kvað það ekki geta staðist, sem Edvard segir, að það hafi keypt af honum vörur, sbr. nótur nr. 399 að fjárhæð 1.110.000, nr. 403 að fjár- 202 hæð kr. 1.750.000 og nr. 446 að fjárhæð kr. 3.900.000 eða samtals kr. 6.760.000. Hér sé um að ræða sólgleraugu seld í ágúst og september 1979, en á þeim tíma var engin sala í sólgleraugum. Vitnið átti og óseld sólgleraugu sem það hafði keypt af Edvard vorið áður. Þau eru utan við þetta mál og getur það lagt fram nótu um það. Þá telur vitnið rétt að skýra frá því að snemma Í júlí árið 1979 hafi Ed- vard sent eða komið sjálfur með allmikið magn af sólgleraugum í verslunina til þess og Unnur Jónsdóttir, Deildartungu, Borgarfirði, starfsstúka hjá því, kvittað fyrir móttöku þeirra. Var henni tjáð að þetta væri sent samkvæmt beiðni frá vitninu. Þetta var sent að vitninu forspurðu og engin þörf fyrir þetta enda hefði verið um margra ára birgðir að ræða. Vildi vitnið ekki uná þessu og talaði strax við Edvard. Eftir nokkurt þras tók hann sólgler- augun til baka. Því væri það fjarstæða, að vitnið færi, einum til tveim mánuðum síðar að taka af honum margfalt þetta magn af sólgleraugum. Varðandi nótu nr. 403 að fjárhæð kr. 1.750.000 sem Edvard hefur lagt fram afrit af, þ.e. það afrit sem hann fékk, en á því kemur ekki fram að varan sé óafgreidd, þá töluðu þeir um það að hann myndi skrifa óafgreitt á sinn reikning og vitnið á þess. Vitnið taldi hann hafa gert það, en sjái nú að hann hafi verið að plata það og því ekki skrifað þetta á eintak sitt. Vitnið kveður Sigurð Örn hafa vitað að Edvard hafði fengið mikið af víxlum hjá því, en það ekkert fengið á móti. Á meðan vitnið hélt að Edvard væri í Hong Kong sagði það Sigurði Erni frá því að það hefði látið Edvard hafa mikið af víxlum, en væri ekkert búið að fá á móti. Sigurður Örn bauð þá vitninu jarðborinn til sölu svo sem síðar verður rakið. Vitnið hitti Edvard og Sigurð Örn á fleiri fundum veturinn 1979—1980, sem þeir áttu saman út af þessum málum. Það hitti þá a.m.k. tvisvar heima hjá Edvard og voru þá málin rædd. Það fór ekkert leynt, að Edvard hafði víxla undir höndum, sem hann hafði ekki látið vitnið hafa neitt fyrir. Eins var eitt sem studdi þetta, og það var að vitnið vissi til þess að ákærðu hittust oftast fyrir fundi þeirra og vitninu fannst því að ákærðu væru búnir að undirbúa viðræðurnar. Vitnið kvað Evu Jónsdóttur hafa verið viðstadda þegar það ritaði víxlana að fjárhæð kr. 18.450.000. Eins var hún viðstödd þegar þeir Edvard skrifuðu upp á samkomulagið um vörukaupin þann 21.12. 1979. Edvard vildi ekki skrifa á kvittunin að vörurnar væru óafgreiddar. Henti vitnið þá pennanum frá sér og sagðist ekki skrifa upp á fleiri víxla nema þetta væri tekið fram á kvittuninni. Vitninu finnst ósennilegt að Eva Jónsdóttir hafi ekki heyrt að Edvard sagðist vera að fara til Hong Kong. Vitnið kveðst aðeins einu sinni hafa tekið vörur hjá Edvard á Hörpugötu 12. Var það í sambandi við reikningana að upphæð kr. 3.900.000. Voru 203 þetta sloppar og sólgleraugu. Aðrar vörur kveðst vitnið ekki hafa fengið hjá Edvard. Vitnið Þórir Rafn Halldórsson hefur skýrt frá því, að það hafi byrjað að vinna fyrir Edvard Lövdal um miðjan október 1979. Fór Edvard að hafa orð á því eftir að vitnið byrjaði í vinnunni, að hann ætlaði til útlanda og nefndi örugglega Hong Kong í því sambandi. Ekki virtist vera á hreinu hvert erindið væri. Ætlaði hann ýmist í skemmtiferð eða til að kynna sér vörur á mörkuðum vegna innkaupa fyrir jólin 1979. Ekki telur vitnið sig hafa heyrt Edvard tala beinlínis um að hann ætlaði að gera innkaup í ferð- inni. Hann hafði einnig á orði við vitnið að bjóða því með í slíka ferð. Vitnið kveðst hafa trúað þessu lengi framan af eða þar til það komast að því að Edvard átti að fara í fangelsi um miðjan janúar 1980. Vitnið kveður Edvard hafa sagt mörgum öðrum frá þessu fyrirhugaða. ferðalagi sínu í þeim tilgangi að ekki fréttist að hann ætti fangelsisvist yfir höfði sér. Vitnið segist t.d. vita að Edvard hafi sagt börnum sínum af ferðinni og hann hafi látið segja í símann heima hjá sér, meðan á fangelsisvistinni stóð að hann væri erlendis. Vitnið segist þess fullvisst að Edvard hafi aldrei ætlað í þessa ferð, a.m.k. ekki á þeim tíma sem hann tiltók. Vitninu var sýnd kvittun dags. 21.12. 1979 fyrir móttöku víxla, að fjár- hæð kr. 18.450.000, sem er undirrituð að því er virðist af Edvard Lövdal (skjal nr. 3, bls. 3 á dskj. nr. 3). Það kvaðst hafa verið statt þennan dag heima hjá Edvard að Hörpugötu 12 er hann skrifaði kvittunina og afhenti hana Steingrími Þórissyni. Vitnið kveðst ekki geta fullyrt nákvæmlega hvað stóð á kvittuninni er hún var undirrituð. Vitnið hefur skýrt svo frá að Steingrímur Þórisson hafi komið heim til Edvards að Hörpugötu 12 framangreindan dag. Vitnið kveðst muna eftir því að Edvard var drukkinn. Þeir Edvard og Steingrímur fóru eitthvað að ræða um vörukaup, og sagðist Edvard vera að fara á næstunni til Hong Kong til að kaupa inn vörur. Eins var hann eitthvað að ræða um að selja víxla fyrir Steingrím. Vitnið kveður það hafa orðið úr að Steingrímur útfyllti víxla sem hann lét ákærða fá vegna væntanlegra vörukaupa og lét Edvard hann hafa kvittunina af því tilefni. Vitnið kveðst ekki muna nákvæmlega hvernig orð féllu á milli Edvards og Steingríms, en það man að Steingrímur varð reiður og henti frá sér pennanum meðan á árituninni á víxlana stóð. Var það vegna þess að honum fannst hann vera að skrifa upp á of mikið af víxlum. Vitnið kveðst hafa verið statt á neðri hæðinni á meðan þetta gerðist, og hafi það sagt við Evu Jónsdóttur, sambýliskonu Edvards, er þar var einnig, að það næði ekki nokkurri átt að Steingrímur væri að skrifa upp á alla þessa víxla, án þess að fá nokkuð í staðinn. Vitnið kveðst ekki hafa orðið vart við, að Steingrímur fengi vörur hjá Edvard, er hann áritaði víxlana. Hins vegar minnir vitnið, að hann hafi 204 fengið kr. 500.000 í reiðufé, og virtist það vera skilyrði fyrir greiðslunni hjá Edvard að hann skrifaði upp á alla víxlana. Þegar Steingrímur var farinn sagði Edvard að hann ætlaði að nota víxl- ana frá Steingrími til bifreiðakaupa. Nokkrum dögum eftir þetta bað Edvard vitnið um að flytja vörur frá Hörpugötu 12 að Digranesvegi 108, Kópavogi, til móður hans. þetta var töluvert magn og sagði Edvard að Steingrímur Þórisson ætti að fá vörurnar en gæti ekki tekið við þeim. Þegar þessi flutningur fór fram var Edvard kominn í Hegningarhúsið og fékk vitnið bróður þess Einar Jónbjörn Hall- dórsson til að hjálpa sér með þetta. Fóru þeir eina ferð á tveim bifreiðum. Vörurnar voru aðallega bílar, blóm og eitthvað fleira og töluvert fyrirferðar- miklar. Móðir Edvards var heima þegar þeir komu með vörurnar. Þeir settu vörurnar í risherbergi. Þar var fyrir mikið af alls konar varningi sem vitnið heldur að ekki hafi verið eign Edvards. Vitnið veit ekki hvort Stein- grímur fékk þessar vörur. Vitnið heldur að ástæðan fyrir þessum flutningi hafi verið sú að Edvard var að fara í Hegningarhúsið, en eins gæti það hafa verið vegna þrengsla. Þegar þeir tóku vörurnar á Hörpugötu 12 var Eva Jónsdóttir, sambýliskona Edvards viðstödd. Vitnið kveðst hafa verið statt heima hjá Edvard 10. janúar 1980 er Stein- grímur Þórisson kom þangað. Átti þá að ganga frá viðskiptum Edvards og Steingríms til fullnaðar eða áðurgreindu samkomulagi þeirra. Skrifaði Edvard af því tilefni samkomulag dagsett framangreindan dag (skjal nr. 9, bls. 2 á dskj. nr. 3). Samkvæmt því kaupir Steingrímur vörur að fjárhæð kr. 16.000.000 af Edvard. Undirrituðu Edvard og Steingrímur samkomulag- ið í viðurvist vitnisins og ritaði vitnið á það sem vottur. Vitnið sá skjalið í dóminum og staðfesti nafnritun sína á það. Vitnið veit ekki nánar um þetta samkomulag þeirra Edvards og Steingríms, enda var það beðið um að víkja frá á meðan. Vitnið telur hugsanlegt, að Steingrímur hafi áritað einhverja víxla, en getur ekki fullyrt um það. Einhverjar vörur voru á staðn- um, en nánar um það man vitnið ekki. Vitnið sá ekki að Steingrímur veitti neinum vörum viðtöku hjá Edvard. Vitnið kveðst ekkert geta staðhæft um heildarfjárhæð víxlanna sem Edvard fékk hjá Steingrími umfram það sem fram kemur í kvittunum. Það er eins og vitnið minni að þegar þeir gerðu þetta síðasta samkomulag hafi Steingrímur átt að fá einhverja víxla til baka, en það hafi eitthvað misfarist þannig, og hann ekki tekið þá. Vitnið veit ekkert hvaða víxlar þetta voru. Vitnið kveðst vita lítið um þetta samkomulag þeirra Edvards og Stein- gríms, nema að það var eitthvað í sambandi við vörukaup. Vitnið setti sig ekkert inn í þetta mál. Það man að eitthvað var rætt um að selja víxla frá Steingrími og útvega honum peninga í staðinn. Vitnið veit ekki hvort 205 hann fékk þessa peninga og ekki hvaða víxlar voru gefnir út vegna þeirra. Vitnið kveðst hafa byrjað að vinna hjá Edvard um miðjan október 1979 eins og áður hefur verið greint frá en ekki hafa séð Edvard afhenda Stein- grími neinar vörur svo sem sólgleraugu, handluktir eða silkiblóm í nóvem- ber það ár né síðar. Vitnið kveðst muna eftir því að þegar Sigurður Örn Ingólfsson afhenti Edvard Hornet bifreiðina sem hann keypti af honum hafi það ekið Sigurði Erni heim. Þetta var rétt fyrir jólin 1979 og man vitnið eftir því að Sigurður Örn var með jólapakka í bifreiðinni. Vitnið þorir ekki alveg að fara með daginn, en þetta var a.m.k. mjög nærri jólum sennilega milli 19. og 22. desember. Vitnið veit ekki til að kaupverðið hafi verið greitt með öðru en víxlum á Steingrím Þórisson. Vitnið man að Sigurður Örn mátti velja sér víxla úr bunkanum frá Steingrími. Hins vegar veit vitnið ekki um upphæð þeirra víxla sem Sigurður Örn fékk. Vitninu var skýrt frá því að Guðrún Sigríður Þórðardóttir, eigandi Leik- fangaverslunar Hlemmi, beri að vitnið hafi sótt í verslunina leikföng sem tekin voru til baka. Vitnið kvaðst hafa farið með Edvard Lövdal heim til Guðrúnar til að sækja vörur. Minnir það að sonur hennar hafi afhent þær. Vörurnar voru í mörgum kössum sem þeir tóku til baka, og voru þetta allt leikföng. Þeir Edvard og vitnið fóru með vörurnar heim til Edvards. Eftir að Edvard lenti í Hegningarhúsinu flutti vitnið vörurnar að Digranes- vegi 108, Kópavogi, eins og það hefur áður skýrt frá. Steingrímur Þórisson átti að fá þessar vörur eftir því sem Edvard sagði. Vitnið flutti einhverjar fleiri vörur að Digranesvegi 108 í Kópavogi en vörurnar frá Leikfangaversl- uninni á Hlemmi. Voru það leikföng, eitthvert gamalt dót og skartgripir. Skartgripirnir voru í frekar stórum kassa og gæti vitnið trúað að þeir hafi verið 100—200 að tölu. Vitnið kveðst vita að Edvard var með birgðir af skóm sem hann hafði keypt frá Leðurvörum á Akureyri. Fékk hann að geyma skóna í bifreiða- geymslu hjá móður vitnisins. Átti það að vera í nokkra daga, en varð í nokkra mánuði. Vitnið vissi að Edvard var að reyna að koma skófatnaði- num inn á Steingrím Þórisson fyrir einhverja víxla sem Steingrímur var bú- inn að gefa út og talaði Edvard um, að Steingrímur ætti þetta. Steingrímur vildi hins vegar ekki taka við skónum, en vitnið vissi að Edvard var marg- búinn að biðja Steingrím um það. Móðir vitnisins var að ýta á það að fá Edvard til að flytja skóna úr bifreiðageymslunni og það kom þeim skilaboð- um til Edvards. Tveim til þremur mánuðum síðar lét Edvard flytja skóna upp í Reykholt til Steingríms, en Steingrímur vildi ekki taka við þeim. Vitnið kveðst ekki vita um aðrar vörur sem Steingrímur gæti hafa fengið hjá Edvard. Þegar vitnið hugsar um þetta nánar kveðst það telja að Steingrímur hafi upphaf- 206 lega látið Edvard hafa víxlana til þess að selja þá. Hafi ráðið miklu um þetta að hann fékk 500.000 kr. í reiðufé við afhendingu víxlanna. Það hafi hins vegar vakað fyrir Edvard að selja Steingrími vörur, en Steingrímur hafi lítinn áhuga haft á því. Vitnið Eva Jónsdóttir, sambýliskona ákærða Edvards, kveðst muna eftir því þegar Steingrímur Þórisson útfyllti heima hjá þeim að Hörpugötu 12 víxla þá er í kvittuninni frá 21.12. 1979 greinir. Þórir Rafn Halldórsson var þarna staddur. Vitnið kveðst hafa verið niðri þegar Steingrímur var að útfylla víxlana. Vitnið heyrði að Steingrímur var eitthvað farinn að hækka róminn og fór upp til þeirra Steingríms og Edvards til að vita hvað um væri að vera. Þórir Rafn Halldórsson var staddur hjá þeim. Steingrímur sagði, að hann vildi ekki skrifa á víxlana nema Edvard setti á kvittunina, að varan væri Óóafgreidd. Vitnið kveðst hafa hvatt Edvard til að setja þetta í kvittunina, enda fannst því það sjálfsagt þar sem Steingrímur fékk engar vörur Í hendur. Vitnið veit ekki nánar um þetta. Vitninu var sýnd kvittunin frá 21.12. 1979 og kveður það sér sýnast að þetta sé kvittunin, sem um ræðir. Vitnið kveður Edvard hafa látið í veðri vaka um þetta leyti að hann væri að fara til Hong Kong í verslunarerindum. Hafi hann gert þetta til að leyna því að hann var að fara í úttekt á dómi í Hegningarhúsinu. Það hafi hins vegar ekki heyrt talað um það að Edvard ætlaði að versla fyrir Steingrím í ferðinni og nota víxlana í því sambandi. Vitnið kveðst ekki hafa heyrt þá Steingrím og Edvard minnast á hvað gera ætti við víxlana eða hvað varð um þá. Vitnið kveðst ekki geta sagt um, hvort Steingrímur hafi fengið í hendur einhverjar vörur Vegna víxl- anna, en einhvern tíma hafi hann fengið vörur að Hörpugötu 12. Geti það verið rétt hjá Steingrími að hann hafi aðeins einu sinni fengið vörur hjá Edvard að Hörpugötu 12. Man það eftir þessu sumarið 1979 og var um að ræða sólgleraugu og sloppa. Edvard var með nokkra kassa með vörum í að Hörpugötu 12. Veit það ekki til að í þeim hafi verið skartgripir en heldur að það hafi eingöngu verið leikföng. Vitnið kveðst minnast þess að það hafi verið beðið um að vera vottur bæði 21.12. 1979 og eins þegar samkomulagið var gert 10.1. 1980. Vitnið vildi ekki verða við þessu, enda vissi það lítið hvað um var að vera. Vitnið man sérstaklega eftir samkomu- laginu frá 10.1. 1980. Það heldur að Þórir Halldórsson hafi skrifað nafn sitt á samkomulag þetta. Vitninu var sýnd kvittunin (skjal nr. 3, bls. 3 á dskj. nr. 3), svo og sam- komulagið (skjal nr. 9, bls. 2 á sama dskj.). Vitnið kveðst ekki muna eftir skjölum þessum. Vitnið kveður einungis vera ein viðskipti milli Steingríms Þórissonar og Edvards Lövdals sem það veit um tildrög að. Það veit þó ekki hvernig 207 viðskipti þessi voru annað en það að heldur að Edvard hafi fengið víxla frá Steingrími samtals að. fjárhæð, kr 2.500.000. Vitnið setti það ekki á minnið, hvað þetta voru margir víxlar eða hver var samþykkjandi þeirra eða útgefandi og veit ekki um upphæð hvers víxils. Þetta var þannig að sögn vitnisins að Edvard hafði fengið lánaðar hjá því kr. 2.500.000. Sagði hann vitninu að hann væri með víxla að það heldur frá Steingrími Þórissyni fyrir þessari fjárhæð og. ef hann gæti losnað við. þá myndi hann greiða því skuldina. Vitnið álítur, að þetta hafi verið einhvern tímann upp úr ára- mótunum 1979—1980. Edvard keypti um þetta leyti Blazer jeppabifreið, sem hann ætlaði að láta vitnið hafa upp í skuldina. Notaði hann víxlana til þessara kaupa. Bifreiðin var skráð á nafn vitnisins. Vitninu líkaði ekki bifreiðin og var hún seld nokkrum vikum eða jafnvel mánuði síðar. Sá Ed- vard um sölu á bifreiðinni. Vitnið heldur að Sigurður Örn Ingólfsson hafi keypt bifreiðina. Vitnið kveður vörur þær, er fundust við leit heima hjá þeim Edvard, hafa komið um mánuði áður. Heldur vitnið að um endursendar vörur hafi verið að ræða. Vitninu var kynntur framburður Jóhanns Stefánssonar sem á eftir verður rakinn, en þar kemur fram að Steingrímur hafi verið að reyna að ná sam- bandi við Edvard út af peningum. Vitnið hafi verið með peningana en ekki þorað að afhenda þá, fyrr en Edvard kæmi, en hann hafi verið á fylliríi. Vitnið kveður Steingrím Þórisson hafa komið margar ferðir á tímabili sumarið 1979 heim til þess og verið að spyrja eftir Edvard sem þá hafi verið einhvers staðar á fylliríi. Vitnið man, að Steingrímur kom tvisvar eða þrisvar einn daginn. Virtist hann nauðsynlega þurfa að ná í Edvard til að hjálpa sér. Steingrímur sagði að Edvard væri með eitthvað í töskunni sem hann ætti að fá, en vitnið þorir ekki að fara með það hvort Steingrímur nefndi peninga eða ekki. Vitnið. sagði Steingrími að þetta væri ekki hjá því og því gæti það ekki afhent honum töskuna. Vörur þær sem Edvard var að selja voru frá Úlfari Nathanelssyni. Voru þær ekki geymdar hjá vitninu að Hörpugötu 12, nema ef um vöruafgang væri að ræða úr söluferðalagi og stóðu þær þá stutt við. Vitnið man að um eða upp úr miðjum desember 1979 kom Edvard með eitthvað af vörum en það telur að ekki hafi verið um mikið magn að ræða. Edvard geymdi vörurnar heima í nokkra:daga, en fór síðan með þær í burtu. Vitnið Einar Jónbjörn Halldórsson, er í I. kafla hér að framan greinir, hefur skýrt frá því að það hafi hjálpað Þóri Rafni bróður þess, sennilega um miðjan janúar 1980, við að flytja vörur fyrir Edvard Lövdal frá Hörpu- götu 12 að Digranesvegi 108 í Kópavogi. Varningurinn var í pappakössum og var fluttur Í tveim stórum jeppabifreiðum. Um nokkuð mikið magn var að ræða þar sem varningurinn fyllti bifreiðarnar. Eva Jónsdóttir hjálpaði 208 til við að bera varninginn út í bifreiðarnar og ganga frá honum, en Hulda móðir Edvards veitti varningnum viðtöku að Digranesvegi 108. Vitnið veit ekki hvaða varningur var í kössunum. Ekki var neitt minnst á ráðstöfun varningsins eða hvert hann ætti að fara. Edvard var um þetta leyti að fara í úttekt á refsidómi í Hegningarhúsinu í Reykjavík. Vitnið Hulda Lövdal, Digranesvegi 108, Kópavogi, móðir Edvards Löv- dals, kveðst halda að það hafi verið eftir áramótin 1979—1980 sem komið var með vörur í kössum frá Edvard til geymslu heima hjá því. Vitnið man ekki lengur hvort Edvard kom með vörurnar sjálfur eða einhver fyrir hann. Vitnið kveðst ekki geta gert sért grein fyrir hve mikið vörumagn þetta var. Einhvern tímann veturinn eða vorið 1980 komu Edvard og Sigurður Örn Ingólfsson og sóttu eitthvað af vörum. Vitnið Trausti Tómasson bifreiðastjóri, Vesturbergi 147, kveður hafa ver- ið beðið um sendibifreið hinn 14. apríl 1980 frá Sendibílastöðinni, þar sem það vinnur, að Þingholtsbraut eða Borgarholtsbraut í Kópavogi. Var óskað eftir sérstaklega stórri bifreið. Vitnið kveðst byggja dagsetninguna a nótum, sem það á í fórum sínum. Þegar vitnið kom á staðinn hitti það fyrir tvo menn. Kannaðist það við annan þeirra, sem heitir Sigurður Örn Ingólfsson og var áður lögreglumaður. Hinn manninn þekkti vitnið ekki. Í bifreiðageymslu við húsið var mikið magn af skófatnaði og báðu menn- irnir vitnið um að flytja hann að Söluskálanum í Reykholti í Borgarfirði. Sögðu þeir að viðtakandi héti Steingrímur og væri með söluskálann. Hann ætti skófatnaðinn, væri búinn að borga hann og að vitnið ætti að skilja hann eftir hjá honum. Þeir sögðu að Steingrímur væri staddur í Reykjavík, en menn væru á staðnum til að afferma bifreiðina. Sigurður Örn greiddi vitninu fyrirfram fyrir aksturinn með ávísun, og heldur vitnið að hann hafi sjálfur gefið hana út. Vitnið þorir þó ekki að fara með þetta. Vitnið kveðst ekki átta sig á því hvor þeirra hafi verið að senda skófatnaðinn þar sem þeir tóku jafnan þátt í að ferma bifreiðina og virtust vera í félagi með þetta. Mennirnir sögðu vitninu að þeir væru búnir að vera með skófatnaðinn á markaði í Iðnaðarmannahúsinu. Vitnið féllst á að flytja skófatnaðinn og fór með hann að Söluskálanum í Reykholti. Þegar þangað kom kl. 20—21 var skálinn lokaður. Fékk vitnið uppgefið heimilisfang eigandans og fór heim til hans. Hitti það fyrri eiginkonu Steingríms Þórissonar, sem sagði hann vera í Reykjavík. Sagðist hún ekki eiga von á þessari sendingu og ekki geta tekið á móti henni. Hún hringdi síðan til Reykjavíkur og náði sambandi við Steingrím. Vitnið ræddi við Steingrím og sagði honum að það ætti að taka sendingu til baka og vildi því losna við skófatnaðinn, en hann maldaði eitthvað í móinn, að þeir væru að plata hann eitthvað með þessari sendingu. Benti Steingrímur vitninu á að fara og tala við skóla- stjórann að Kleppjárnsreykjum og spyrja hvort hann hefði geymslu fyrir 209 skófatnaðinn. Það kom skýrt fram hjá Steingrími að hann ætti ekki þessa sendingu og vildi ekki taka við henni. Vitnið fór að Kleppjárnsreykjum með skófatnaðinn og ræddi við skóla- stjórann. Sagði það honum að það hefði átt að fara með skósendinguna að Söluskálanum í Reykholti, en þar væri ekki hægt að taka á móti henni. Bað vitnið um að fá að geyma hana. Skólastjórinn sagðist ekki hafa nægi- lega gott pláss og spurði bóndann á Hýrumel, sem staddur var þarna á fundi, hvort hann hefði ekki pláss fyrir sendinguna. Sagði hann svo vera og fór vitnið með sendinguna að Hýrumel, þar sem það setti hana í skemmu. Enginn kvittaði fyrir móttöku á sendingunni, en eitthvert fylgibréf var með þessu sem vitnið átti að láta kvitta á. Kom vitni með það aftur ókvittað og lét Sigurð Örn og framangreinda manninn hafa það. Vitnið Sigríður Jónsdóttir kennari, Dalseli 25 hér í borg, eiginkona Stein- gríms Þórissonar, kveðst lítið hafa fylgst með rekstri fyrirtækis eiginmanns síns, Söluskálans í Reykholti, sérstaklega fjármálahliðinni. Vitnið kveðst hafa ritað nafn sitt á víxla ásamt eiginmanni sínum. Það viti ekki um hve marga víxla var að ræða, en þeir voru notaðir í viskiptum. Vitninu voru sérstaklega minnisstæðir 3 víxlar, hver að fjárhæð kr. 500.000, sem það ritaði nafn sitt á sennilega árið 1979. Víxlar þessir lentu hjá ákærða Edvard Lövdal í sambandi við viðskipti hans og eiginmanns vitnisins. Vitnið kveður Edvard hafa ætlað að greiða tvo af víxlunum, en ávísanirnar sem hann gaf út, reyndust innistæðulausar og varð vitnið að greiða þá. Víxlar þessir hafa allir verið greiddir. Vitnið kveðst lítið vita um viðskipti eiginmanns síns og Edvards, en man þó eftir þegar skósending kom upp Í Reykholt frá Edvard vorið 1980 til Steingríms svo sem á eftir verður rakið. Vitnið kveðst hafa starfað af og til við afgreiðslu í söluskálanum og telur sig hafa fylgst nokkuð með vörusendingum sem þangað komu. Eftirtaldar vörur voru m.a. til sölu í söluskálanum: Eitthvert magn af hálfsíðum karl- mannasloppum. Magnið sem kom var þó ekki mikið og vitnið getur ekki ímyndað sér að það hafi náð einu hundraði. Eitthvað var til sölu í verslun- inni af pennum með innbyggðri tölvu, en þeir voru ekki margir. Varðandi sólgleraugu skýrði vitnið frá því að eitt sinn er þau hjónin voru að heiman, hefði maður frá Edvard Lövdal komið með eitthvað af sólgler- augum og skilið eftir í versluninni. Vitnið veit ekki hve mikið magn var um að ræða. Stúlka, sem var þar við afgreiðslu, kvittaði fyrir móttöku þeirra, en vitnið segir að þeim muni öllum hafa verið skilað síðar. Vitnið kveðst ekki vita til þess, að leikfangabílar (model) nokkuð stórir, skrautsímar, skrautvagnar, allt með innbyggðum útvarpsviðtækjum, og sjónvarpsviðtæki (leikföng) sem hægt var að skoða skyggnu í hafi nokkurn tímann verið til sölu í versluninni og telur öruggt, að það hefði tekið eftir 14 210 því, ef svo hefði verið og hið sama sé að segja um silkiblóm (gerviblóm). Vitnið segist muna eftir nokkuð háum handluktum gerðum fyrir raf- hlöður og telur að þær hafi verið 6—8 talsins. Ekki veit vitnið hvaðan þær hafi verið keyptar frekar en annað af því, sem að framan er talið nema sólgleraugun. Vitnið segir að skartgripir hafi ekki verið til sölu í versluninni nema örfáir úr silfri öðru hvoru frá Halldóri Jónssyni, heildverslun, og lítilsháttar af ódýrum skartgripum frá heildversluninni Skor í Reykjavík. Vitnið segir að um kl. 20.00 dag einn snemma vors 1980 hafi verið barið að dyrum hjá því. Eiginmaður þess var ekki heima. Komin var flutningabif- reið með mikið magn af skóm og sagðist bifreiðastjórinn eiga að losa farminn hjá vitninu. Vitið kannaðist ekki við að von væri á neinni skósend- ingu, sérstaklega ekki heilu hlassi. Vitnið neitaði alveg að taka við skónum og hótaði bifreiðarstjórinn þá að skilja þá eftir fyrir utan húsið. Endirinn varð sá að vitnið náði símasambandi við eiginmann sinn í Reykjavík og greindi honum frá skónum. Hann kvaðst ekki eiga von á neinni slíkri send- ingu og sagði vitninu að taka ekki við skónum. Bifreiðastjórinn kvaðst ekki vita hvað sendandi skónna héti eða hvar hann væri að finna. Hann kvaðst þó vita símanúmer sendanda sem hann sagði vera tvo menn í Reykjavík. Bifreiðarstjórinn fór á símstöðina í Reykholti og mun hafa hringt þaðan, en ekki veit vitnið hvert. Vitnið telur að bifreiðastjórinn hafi ekki talað við eiginmann þess í símanum heima hjá því, en man það þó ekki fyrir víst. Bifreiðastjórinn fór með farminn, en ekki fyrr en vitnið hafði hótað að kalla til lögregluna úr Borgarnesi. Ekki vissi vitnið fyrr en morg- uninn eftir, er hringt var til þess, að bifreiðastjórinn hefði farið í barnaskól- ann að Kleppjárnsreykjum og reynt að fá farminn geymdan þar yfir nótt- ina í einhverri skólastofu. Því var neitað en Aðalsteinn Árnason, bóndi á Hýrumel, sem staddur var að Kleppjárnsreykjum, féllst á að geyma farminn heima hjá sér yfir nóttina og þaðan var hringt til vitnisins morguninn eftir. Vitnið Bjarni Sveinsson verslunarmaður, Hvammshlíð 6, Akureyri, kveðst hafa hér áður rekið skóverslun þar í bænum, en fyrir 8 árum tók sonur þess við rekstrinum. Á þeim tíma átti vitnið nókkrar birgðir af skó- fatnaði sem allur var gamall og búið að afskrifa hann. Í apríl 1978 hringdi Edvard Lövdal til vitnisins og falaðist eftir skóbirgð- unum, en Edvard mun hafa frétt af þeim hjá manni sem hafði verið leigj- andi hjá vitninu. Edvard kom svo til vitnisins og skoðaði skóbirgðirnar. Var um 3461 par að ræða og verðlögðu þeir þau í sameiningu. Samkvæmt nótum vitnisins var þetta afgreitt til Edvards þann 18.04.78 og til viðbótar 78 pör af skóm þann 04.05. s.á. Þessu til viðbótar fékk Edvard 91 peninga- veski og 10 kvenhandtöskur. Ekki segist vitnið geta sagt um, hvert raun- verulegt verðmæti þessa varnings var, en það segist hafa verið búið að vera 211 með skófatnaðinn á útsölu, sennilega fjórum sinnum. Samkomulag var milli vitnisins og Edvards um að vitnið sæi um að senda vörurnar til Reykjavíkur, en Edvard myndi greiða flutningskostnaðinn þar. Vitnið sendi svo vörurnar, en ekki sýndi Edvard neina viðleitni í þá átt að greiða fyrir flutninginn og endaði það svo að vitnið greiddi flutningskostnaðinn eftir að vörurnar voru búnar að liggja á afgreiðslu Vöruleiða í Reykjavík í marga mánuði. Ekki veit vitnið fyrir víst hvenær Edvard tók vörurnar hjá Vöru- leiðum, en það mun ekki hafa verið fyrr en nokkru eftir að vitnið hafði greitt fyrir flutninginn. Veturinn 1978—1979 hringdi Edvard til vitnisins og sagði að hann hefði sett skóna á markað í Iðnaðarmannahúsinu í Reykja- vík. Skildist vitninu að hann hefði selt.þar fyrir um eina milljón króna. Ekki veit vitnið hvort einungis var um skófatnaðinn að ræða. Vitnið telur að Edvard hafi selt peningaveskin mjög fljótlega eftir að hann fékk þau í hendur. Verð það, er samdist um milli vitnisins og Edvards fyrir allan varninginn, var samtalst kr. 1.672.650 og greiddi Edvard það með þrem víxlum að vitnið minnir. Ekki voru þeir á fyrrnefnda upphæð, heldur var samanlögð fjárhæð þeirra um 100 þúsund krónum hærri. Víxlar þessir voru, að vitnið minnir, á einhverja lagmetisverksmiðju á Suðurnesjum, sennilega í Grinda- vík. Vitnið setti þessa víxla í innheimtu, en þeir innheimtust:ekki. Vitnið hafði þá samband við Edvard og innti hann eftir greiðslu og lofaði hann því að vitnið fengi skuldina greidda annaðhvort í reiðufé eða þá með víxli eða víxlum á örugga greiðendur. Í framhaldi af því sendi Edvard vitninu víxil að fjárhæð kr. 1.750.000 samþykkta af Sigríði Jónsdóttur, en útgefinn af Steingrími Þórissyni og ábektan af Jóni Þórissyni öllum til heimilis að Reykholti í Borgarfirði. Vitnið sendi Edvard hina víxlana til baka. Nýi víxillinn var með gjalddaga í október 1979 og sagði Edvard vitninu að hann yrði örugglega greiddur. Þrátt fyrir það var víxillinn ekki greiddur á gjald- daga og hafði vitnið sambandi við við Steingrím og Edvard. Edvard sendi vitninu annan víxil sömu! fjárhæðar. með sömu. ábyrgðarmönnum með gjalddaga, að vitninu minnir í desember 1979. Áður en sá víxill féll hafði Steingrímur eitthvað samið við útibússtjóra Útvegsbankans á Akureyri um greiðslu, en þar var víxillinn til innheimtu. Það samkomulag stóðst ekki, en þegar það kom í ljós var komið fram yfir gjalddaga á síðari víxlinum, svo að innheimta á honum var aldrei reynd og hann ekki afsagður. Það er ekki rétt að Útvegsbankinn hafi tekið fyrri víxilinn frá Steingrími til inn- heimtu, heldur keypti bankinn víxilinn af vitninu. Vitnið kveðst ekki hafa fengið neitt greitt fyrir skófatnaðinn og á skuld- ina hlóðst kostnaður, sem vitnið kveðst ábyrgt fyrir. Vitnið segir að Útvegsbankinn hafi keypt fyrri víxilinn með því fororði að vitnið endurgreiddi hann bankanum ef víxillinn yrði ekki greiddur á 212 gjalddaga. Það var ekki gert eins og fyrr segir og skuldaði vitnið bankanum víxilfjárhæðina að viðbættum kostnaði. Þegar Edvard sendi vitninu fyrri víxilinn, sagði hann því að víxillinn væri greiðsla frá Steingrími fyrir vörur sem hann hefði selt Steingrími, og nefndi hann sælgæti í því sambandi. Vitnið kveðst ekki hafa haldbærar tölur um tjón það er leiddi af víxlamis- ferli Edvards Lövdal, en hins vegar hafi afleiðingar þess orðið því og fjöl- skyldu þess til verulegs miska. Vitnið kveðst ekki vilja staðhæfa að Edvard hafi ekki haft í hyggju að standa í skilum, m.a. bendi seinni víxill hans til þess, en þeir sem á honum voru, þ.e. Sigríður, Steingrímur og Jón Þórisson, hafi átt einhverjar eignir sem voru seldar seinna meir vegna svipaðra atvika að vitnið telur. Vitnið Jóhann Stefánsson sölumaður, Bústaðavegi 99, hefur mætt í dómi. Vitninu var sýndur reikningur Söluskálans í Reykholti þar sem fram kemur að það hafi þann 10.8. 1979 fengið 1080 sólgleraugu og 46 sloppa hjá Steingrími Þórissyni og þann 19. s.m. 200 sólgleraugu, 15 sloppa og 32 tölvupenna. Vitnið staðfesti reikninginn. Kvaðst það hafa fengið fram- angreindar vörur hjá Steingrími í umboðssölu og á þeim dögum sem þar greinir. Vitnið kveður Steingrím Þórisson hafa komið þann 10.8. 1979 í versl- unina Húsgögn og listmuni í Kjörgarði með 1080 sólgleraugu og 46 sloppa. Bað hann vitnið að selja þessar vörur í umboðssölu. Vitnið sagði Steingrími að það væri mjög erfitt, þar sem sólgleraugnasalan væri dottin niður í ágúst en féllst þó á að taka vörurnar, þar sem Steingrímur var í vandræðum að losna við þær. Steingrímur nefndi ekki hvaðan vörurnar væru, en skömmu síðar sagði hann vitninu að þær væru frá Edvard Lövdal. Þann 19. s.m. hitti vitnið Steingrím aftur og var hann þá með 200 sól- gleraugu, 15 sloppa og 32 tölvupenna í bifreð sinni. Hann bað vitnið um að taka þessar vörur líka í umboðssölu og gerði vitnið það. Vitnið vissi ekki hvaðan Steingrímur kom með vörurnar. Mjög lítið seldist af vörunum og tók Steingrímur þær aftur í nóvember. Vorið 1980 reyndi vitnið aftur að selja vörurnar. Seldi þá nokkuð, en það sem ekki seldist fékk Stein- grímur aftur. Vitnið hafði þekkt bæði Steingrím og Edvard í langan tíma, en það kveðst ekki vita neitt um viðskipti þeirra varðandi vörur þær, sem að framan greinir. Hins vegar vissi það til þess að þeir voru búnir að eiga einhver viðskipti áður en þetta kom til. Sagði vitnið að Steingrímur hefði verið að undirbúa Snorrahátíð í Reykholti og hefði hann sagt sér að Edvard gæti útvegað fjármagn með atbeina einhvers Sigurðar Jónssonar og tveggja annarra sem hann ekki nafngreindi. Sagði Steingrímur, að kostnaður yrði 10—15 milljónir króna og skildist vitninu að Edvard ætlaði að útvega þá 213 fjárhæð. Vitnið hitti Steingrím í nokkur skipti eftir þetta og var hann þá alltaf að tala um að þessir peningar væru á leiðinni frá Edvard. Steingrímur hringdi nokkrum sinni í Edvard til að reka á eftir peningunum, og varð vitnið vitni að samtölunum. M.a. man það eftir því í eitt skipti að Stein- grímur talaði við konu Edvards í síma og sagði hún að lánsféð væri í geymslu hjá sér, en Edvard hefði lent á fylliríi og hún þyrði ekki að afhenda það, fyrr en hann kæmi aftur. Steingrímur fór margar ferðir þennan dag og næstu daga á eftir heim til Edvards til að reyna að hitta á hann og fá peningana og fór vitnið tvær ferðir með honum. Steingrímur hitti aldrei á Edvard og varð að fara upp í Reykholt nokkrum dögum eftir þetta án þess að fá peningana. Vitnið gæti trúað að þetta hafi verið í ágúst 1979. Vitnið kveðst síðan sáralítið hafa vitað um þetta fyrr en í febrúar 1980 að það frétti að mjög mikið væri af víxlum í gangi á bifreiðasölum á Sölu- skálann Reykholti. Þá talaði það við Steingrím og var hann alveg í öngum sínum. Sagði hann því að þetta væru bæði víxlar sem hann hefði látið Edvard hafa og eins framlengingarvíxlar sem settir hefðu verið í umferð. Vitnið man eftir því að einu sinni hringdi Steingrímur í Edvard og var að biðja hann uin að bjarga þessum víxlum. Vitnið vissi ekkert hvernig þessi víxlaviðskipti þeirra voru. Vitnið heyrði að Steingrímur sagði: „Ég má þá alveg bóka þessi fimmtán hundruð þúsund.““ Steingrímur sagði vitninu eftir þetta samtal þeirra að Edvard hefði lagt kr. 1.500.000 inn á ávísanareikning konu Steingríms. Hins vegar hringdi Steingrímur til vitnisins daginn eftir og sagði því að þetta hefði ekki verið gert og hann ekki fengið þessa peninga eins og Edvard hefði sagt. Vitnið Stefanía Jensdóttir, Hellubæ í Hálsasveit, Borgarfirði, kveðst hafa byrjað að vinna við afgreiðslustörf í Söluskálanum í Reykholti 1. október 1979 og starfað þar til 1. mars 1980. Vitnið kveður skartgripi og leikföng hafa verið til sölu í söluskálanum, en í litlu magni og um frekar ódýrar vörur að ræða. Nefnir vitnið í því sambandi bílamódel til að líma saman, skartgripi, svo sem nælur, hringi, armbönd, hálsmen, hálskeðjur, eyrna- lokka og viðhengi á armbönd, en þetta voru ódýrar vörur og frekar lélegar. Vitnið kannast hins vegar ekki við að frekar stór bílamódel, skrautsímar, skrautvagnar og sjónvörp til að sýna myndir í hafi verið til sölu. Töluvert af matvörum, leikföngum, kristalsvörum, sælgæti og gos- drykkjum kom í verslunina í desember 1979 og janúar 1980. Leikföngin, sem komu, voru tvær stórar brúður, herjeppi, byssur og heilmikið af smá- dóti svo sem litlar brúður og litlar byssur. Þetta voru dýrustu hlutirnir í versluninni en stykkið af því dýrasta af þessu kostaði að sögn vitnisins á milli 10 og 20 þúsund krónur. Ekki var mjög mikið til af sólgleraugum sennilega 3—-4 kassar með 15 stykkjum í hverjum. Þetta voru allt gömul sólgleraugu. Eftir að vitnið byrjaði í söluskálanum komu engin sólgleraugu. 214 Vitnið Steinunn Garðarsdóttir, Grímsstöðum í Reykholtsdal, kveðst hafa starfað við afleysingar í Söluskálanum í Reykholti frá því síðast í október 1979 til 1. maí 1980. Vitnið kveður nokkra sloppa hafa verið til í verslun- inni, þegar það byrjaði að vinna þar, en þeir voru ekki margir. Þá var til einn penni með innbyggðri tölvu. Eitthvað var til af sólgleraugum, en þau voru gömul og geymd. í kössum undir borði. Það telur að kassarnir hafi verið tveir og um 15 gleraugu í hvorum. Sólgleraugu komu ekki í verslunina á meðan vitnið var þar. Nokkuð af skartgripum kom í verslunina fyrir jólin 1979, en þetta var frekar ódýr varningur og ekki mikið magn, 10—12 stk. af hverri tegund. Þetta voru stjörnumerki til þess að hengja í keðjum um hálsinn, krossar, hringar sem kostuðu um kr. 3000,00 eitthvað af armböndum (keðjur með plötu) og nælur með dýramyndum. Ekki veit vitnið hvaðan vörur þessar voru keyptar. Aðra skartgripi segist vitnið ekki hafa vitað um í versluninni, nema eitthvað hafi verið til af hálskeðjum með viðhengjum, en það hafi verið dýrari gripir. Vitnið Júlíus Helgason, kaupmaður, Engjavegi 19, Ísafirði, telur sig hafa haft hinn 22.12. 1979 símasamband við Edvard Lövdal vegna þess að það hafði endursent honum vörur sem þeir höfðu samið um að það mætti skila og að Edvard endursendi því víxla, sem það hafði samþykkt sem greiðslu fyrir þessum vörum. Edvard sagði þá við vitnið að hann mætti ekki vera að því að sinna þessu núna vegna þess, að hann væri að undirbúa verslunarferð til Austurlanda fjær og væri því mjög önnum kafinn. Vitnið hafði aftur samband við Edvard milli jóla og nýárs til þess að ítreka það, að hann sendi því víxlana. Edvard sagði þá við vitnið, að hann hefði ekki haft tíma til þess að senda víxlana til þess vegna þess að hann væri enn þá önnum kafinn við að undirbúa framangreinda verslunarferð. Vitnið telur að það hafi verið föstudaginn 4.1. 1980 sem það hafði sam- band við Edvard til þess að ítreka það að hann sendi því víxlana og sagði hann vitninu þá, að hann færi til Austurlanda fjær næsta fimmtudag. Kvaðst hann ætla að vera búinn að koma þessu í lag með víxlana og senda vitninu þá. Vitnið telur rétt að það komi fram, að fjárhæð þessara víxla, sem Edvard átti að senda því, hafi samtals verið 2.675.000 kr. Vitnið hafði ekki fengið víxlana senda 9. ágúst 1980 er það var yfirheyrt og ekki náð sambandi við Edvard. Verður nú rakið það sem fram er komið um ráðstöfun Edvards Lövdals á víxlunum frá Steingrími Þórissyni í þeirri röð, sem þeir eru raktir í ákæru: A. Víxlar hver um sig að fjárhæð kr. 500.000. 1. Víxill með gjalddaga 28.2. 1980. Edvard Lövdal notaði víxil þennan sennilega í mars 1980 til greiðslu upp í gjaldfallna víxla á sambýliskonu 215 sína Evu Jónsdóttur. Svanur Kristjánsson, Hlébergi 7, Þorlákshöfn, fékk víxilinn í bifreiðaviðskiptum við Edvard og er eigandi hans. 2. Víxill með gjalddaga 28.2. 1980. Edvard Lövdal notaði víxil þennan með sama hætti og víxilinn í 1. lið sennilega í mars 1980. Eigandi víxilsins er Svanur Kristjánsson, Þorlákshöfn. 3.. Víxill með gjalddaga 28.2. 1980. Edvard Lövdal notaði víxil þennan sennilegi seinni hluta desember 1979 til endurgreiðslu á vörum sem hann tók til baka úr versluninni Leikföng, Hlemmtorgi. Eigandi Víxilsins er Guðrún Þórðardóttir, Skaftahlíð 7, Reykjavík. 4. Víxill með gjalddaga. 28.2. 1980. Víxil þennan segist Sigurður Örn Ingólfsson hafa fengið hjá Edvard Lövdal í byrjun janúar 1980 upp í kaupverð Blazer bifreiðar svo sem í framburði hans greinir. Sigurður Örn notaði „víxilinn í bifreiðaviðskiptum við Eyþór Eðvarðsson. Eyþór notaði víxilinn í bifreiðaviðskiptum við Ólaf Ingibergsson, Heimavöllum 1, Kefla- vík, sem síðan notaði hann til greiðslu hjá Lífeyrissjóði slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Ólafur varð að leysa víxilinn til sín. Eigandi víxilsins er nefndur Ólafur Ingibergsson. 5. Víxill með gjalddaga 30.3. 1980. Edvard Lövdal notaði víxil þennan með sama hætti og víxilinn í 3. lið. Eigandi víxilsins er Guðrún Þórðar- dóttir. 6. Víxill með gjalddaga 30.3. 1980. Edvard Lövdal notaði víxil þennan með sama hætti og víxlana í Í. og 2. lið. sennilega í mars 1980. Eigandi víxilsins er Svanur Kristjánsson. 7. -Víxill með gjalddaga 30.3. 1980. Víxil þennan segist Sigurður Örn Ingólfsson hafa fengið hjá Edvard Lövdal. Sigurður Örn notaði víxilinn í bifreiðaviðskiptum við Magnús Rafn Guðmundsson, Bogahlíð 18, sem nú er látinn, sem síðan notaði hann í bifreiðaviðskiptum við Eyþór Eðvarðs- son. Eyþór notaði víxilinn í bifreiðaviðskiptum við Óskar Rútsson, Sval- barði 12, Hafnarfirði. Eigandi víxilsins er nefndur Óskar Rútsson. 8.. Víxill með: gjalddaga 30.3. 1980. Talið er að Sigurður Örn Ingólfsson hafi fengið þennan víxil hjá Edvard Lövdal í byrjun janúar 1980 upp í kaupverð Blazer bifreiðar. Magnús Rafn heitinn Guðmundsson lét Inga Ólafsson, Fögrukinn 2, Kópavogi, hafa víxilinn í bifreiðaviðskiptum. Ingi lét Lárus Valbergsson, Torfufelli 46 hér í borg, hafa víxilinn í bifreiða- viðskiptum. Lárus lét loks Árna Sigurðsson, Norðurgarði 9, Keflavík, hafa víxilinn í bifreiðaviðskiptum. 9. Víxill með gjalddaga 30.4. 1980. Víxil þennan segist Sigurður Örn Ingólfsson hafa fengið hjá Edvard Lövdal í byrjun janúar 1980 upp í kaupverð Blazer bifreiðar. Sigurður Örn notaði víxilinn í bifreiðaviðskipt- um við Guðmund Hafþór Þorvaldsson, bifreiðaverkstæðinu Ás. Guðmund- ur notaði víxilinn í bifreiðaviðskiptum við Einar Jónsson, Fögrubrekku 42, 216 Kópavogi, sem notaði víxilinn í bifreiðaviðskiptum við Gunnlaug Karlsson, Hólabraut 7, Keflavík. Eigandi víxilsins er nefndur Gunnlaugur Karlsson. 10. Víxill með gjalddaga 30.4. 1980. Edvard Lövdal notaði víxil þennan með sama hætti og víxlana í 3. og 5. lið. Eigandi víxilsins er Guðrún Þórð- ardóttir. 11. Víxill með gjalddaga 30.4. 1980. Sigurður Örn Ingólfsson segist hafa fengið víxil þennan hjá Edvard Lövdal í byrjun janúar 1980 upp í kaupverð Blazer bifreiðar sem Edvard keypti af honum. Sigurður Örn lét Davíð Ólafsson, eiganda Bílasölunnar Höfðatúni 10, hafa víxilinn upp Í sölulaun. Davíð Ólafsson lét Guðmund Ársælsson hafa víxilinn upp í við- skipti. Guðmundur lét Davíð Geir Gunnarsson Garðastræti 2 hafa víxilinn upp í skuld. Eigandi víxilsins er nefndur Davíð Geir Gunnarsson. 12. Víxill með gjalddaga 30.4. 1980. Edvard Lövdal lét Sigurð Örn Ingólfsson kaupa Tornato bifreið fyrir sig af Óskari Gunnari Hansen senni- lega 17.2. 1980 og var víxill þessi hluti af greiðslu fyrir bifreiðina. Óskar Gunnar keypti síðan Range Rover bifreiðina R-2952 sama dag af Birgi Reynissyni, Hraunbæ 130, Reykjavík, og notaði víxilinn upp í greiðslu á kaupverðinu. Eigandi víxilsins er Birgir Reynisson. 13. Víxill með gjalddaga 30.5. 1980. Edvard Lövdal notaði víxil þennan með sama hætti og víxlana í 3., 5. og 10. lið. Eigandi víxilsins er Guðrún Þórðardóttir. 14. Víxill með gjalddaga 30.5. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxilinn í 12. lið. Eigandi er Birgir Reynisson. 15. Víxill með gjalddaga 30.5. 1980. Talið er að Sigurður Örn Ingólfs- son hafa fengið víxil þennan hjá Edvard Lövdal í byrjun janúar 1980 upp í kaupverð Blazer bifreiðar. Magnús Rafn heitinn Guðmundsson fékk síðan víxilinn í bifreiðaviðskiptum við Sigurð Örn. Magnús lét Lárus Valbergs- son, Torfufelli 46, hafa víxilinn í bifreiðaviðskiptum en Lárus lét Svan Guðbjörnsson, Svalbarði, Vatnsnesi, Vestur-Húnavatnssýslu, hafa víxilinn í bifreiðaviðskiptum. Eigandi víxilsins er nefndur Svanur Guðbjörnsson. 16. Víxill með gjalddaga 30.5. 1980. Talið er að Sigurður Örn Ingólfs- son hafi fengið víxil þennan hjá Edvard Lövdal í byrjun janúar 1980 upp í kaupverð Blazer bifreiðar. Sigurður Örn hefur síðan látið annaðhvort mann að nafni Jón Ármann Guðmundsson eða Magnús Rafn heitinn Guðmundsson hafa víxilinn. Jón Ármann lét Eyþór Eðvarðsson hafa víxil- inn en Eyþór lét Hjört Heiðdal Kristjánsson, c/o Verbúð Þorbjarnar hf., Grindavík hafa víxilinn upp í skuld og er Hjörtur eigandi víxilsins. 17. Víxill með gjalddaga 30.6. 1980. Víxil þennan segist Sigurður Örn Ingólfsson hafa fengið hjá Edvard Lövdal í byrjun janúar upp í kaupverð Blazer bifreiðar sem Edvard keypti af honum. Sigurður Örn notaði víxilinn síðan í bifreiðaviðskiptum við Eyþór Eðvarðsson. Eyþór notaði víxilinn í 217 bifreiðaviðskiptum við Jóhann Óslands Jósefsson. Jóhann Ósland notaði víxilinn í bifreiðaviðskiptum við Gunnhildi Ólafsdóttur, Aðalgötu 13, Keflavík, og er hún eigandi víxilsins. 18.. Víxill með gjalddaga 30.6. 1980. Edvard Lövdal notaði víxil þennan með sama hætti og víxlana í 3., 5., 10. og 13. lið. Eigandi er Guðrún Þórðardóttir, Skaftahlíð 7. 19. Víxill með gjalddaga 30.6. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 12. og 14. lið. Eigandi er Birgir Reynisson, Hraunbæ 130. 20. Víxill með gjalddaga 30.6. 1980. Sigurður Örn Ingólfsson segist hafa fengið víxil þennan hjá Edvard Lövdal í byrjun janúar 1980 fyrir Blazer bifreið, sem Edvard keypti af honum. Sigurður Örn lét síðan Magnús Rafn heitinn Guðmundsson hafa víxilinn í bifreiðaviðskiptum. Magnús Rafn lét Eyþór Eðvarðsson hafa víxilinn í bifreiðaviðskiptum. Eyþór lét síðan Hilmi Reynisson, Hjaltabakka 24, hafa víxilinn í bifreiða- viðskiptum. Hilmir lét loks Maríönnu Einarsdóttur, Furugrund 16, Kópa- vogi, hafa víxilinn og er hún eigandi hans. 21. Víxill með gjalddaga 30.7. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 12., 14., og 19. lið. Eigandi er Birgir Reynisson, Hraunbæ 130. 22. Víxill með gjalddaga 30.7. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 12., 14., 19., og 21. lið. Eigandi er Birgir Reynisson, Hraunbæ 130. 23. Víxill með gjalddaga 30.7. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 12., 14., 19., 21. og 22. lið. Eigandi er Birgir Reynisson, Hraunbæ 130. 24. Víxill með gjalddaga 30.7. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 12., 14., 19., 21., 22. og 23. lið. Eigandi er Birgir Reynisson, Hraunbæ 130. 25. Víxill með gjalddaga 30.8. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxillinn í 4. lið. Eigandi er Ólafur Ingibergsson, Heimavöllum 1, Keflavík. 26. Víxill með gjalddaga 30.8. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 12., 14., 19. og 21.—24. lið. Eigandi er Birgir Reynis- son. 217. Víxill með gjalddaga 30.8. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 12., 14., 19., 21.—24. og 26. lið. Eigandi er Birgir Reynis- son. 28." Víxill með gjalddaga 30.8. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 12., 14., 19., 21.—24., 26. og 27. lið. Eigandi er Birgir Reynisson. 218 29. Víxill með gjalddaga 29.9. 1980. Talið er að Sigurður Örn Ingólfs- son hafi fengið víxil þennan hjá Edvard Lövdal í byrjun janúar 1980 upp í kaupverð Blazer bifreiðar. Magnús Rafn heitinn Guðmundsson fékk síðan víxilinn í bifreiðaviðskiptum hjá Sigurði Erni. Magnús Rafn notaði víxilinn í bifreiðaviðskiptum við Eyþór Eðvarðsson sem notaði hann í bifreiða- viðskiptum við Jóhann Ósland Jósefsson. Jóhann Ósland notaði víxilinn í bifreiðaviðskiptum við Hjörleif Hallgríms, sem notaði víxilinn í viðskipt- um við Þórhall Einarsson. Þórhallur notaði víxilinn sem greiðslu til Arþórs Grímssonar, Arnarsíðu 4 F, Akureyri. Eigandi víxilsins er nefndur Arnþór Grímsson. 30. Víxill með gjalddaga 29.9. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 12., 14., 19., 21.—24., 26.—28. lið. Eigandi er Birgir Reynisson, Hraunbæ 130. 31. Víxill með gjalddaga 29.9. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 12., 14., 19., 21.—24., 26.—28. og 30. lið. Eigandi er: Birgir Reynisson, Hraunbæ 130. 32. Víxill með gjalddaga 29.9. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 12., 14., 19., 21.—24., 26.—28., 30. og 31. lið. Eigandi er Birgir Reynisson. B. Eftirtaldir víxlar eru gefnir út og ábektir af Steingrími Þórissyni í nafni Söluskálans í Reykholti og samþykktir af Steingrími persómulega hver um sig að fjárhæð kr. 350.000. Svo sem í framburði Steingríms Þóris- sonar greinir, kveðst hann hafa látið Edvard Lövdal fá víxla þessa 21.12. 1979. Hafi hann átt að fá peninga hjá Edvard sem greiðslu fyrir víxlana, en af því hafi ekki orðið. Sigurður Örn Ingólfsson kveðst hafa fengið víxlana hjá Edvard að því er hann telur 23.12. 1979 vegna kaupa Edvards af Hornet bifreið af honum. 1. Víxill með gjalddaga 27.2. 1980. Sigurður Örn notaði víxil þennan þann 23.12. 1979 til bifreiðakaupa (Ford Torino árg. 1971) af Ævari Lúð- víkssyni, Hellisgötu 35, Hafnarfirði. Ævar lét síðan víxilinn upp í kaup á bifreið af Elínu Bjarnadóttur, Stelkshólum 10, Reykjavík, sem höfðaði mál fyrir borgardómi vegna hans á hendur Steingrími Þórssyni og Sigurði Erni Ingólfssyni, ábekings á víxlinum. Eigandi víxilsins er nefnd Elín Bjarnadóttir. 2. Víxill með gjalddaga 27.3. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxillinn í 1. lið. Eigandi er Elín Bjarnadóttir. 3. Víxill með gjalddaga 27.4. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 1. og 2. lið. Ævar Lúðvíksson, er fékk víxilinn hjá Sigurði Erni Ingólfssyni, lét hann ganga upp í kaup á húsgögnum hjá Hús- gagnaversluninni Skeifunni. Varð hann að leysa víxilinn til sín og er hann eigandi víxilsins. 219 4. Víxill með gjalddaga 27.5. 1980. Víxill þessi var notaður með sama hætti og víxlarnir í 1.—3. lið. Sigurður Örn Ingólfsson notaði víxil þennan þann 8.1. 1980 til bifreiðakaupa af Eyþóri Eðvarðssyni. Eyþór lét síðan Ólaf Ingibergsson, Heimavöllum 1, Keflavík, hafa víxilinn. Ólafur notaði víxilinn til greiðslu hjá Lífeyrissjóði slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli, en varð að leysa víxilinn til sín. Eigandi víxilsins er Ólafur Ingibergsson. 5.. Víxill með gjalddaga 27.6. 1980. Sigurður Örn Ingólfsson notaði víxil- inn þann 7.1..1980 til bifreiðkaupa (Chevrolet Blazer) af Sigurði Jónasi Baldurssyni, Grýtubakka 1, Höfðahverfi í Þingeyjarsýslu, sem er eigandi víxilsins. 6. Víxill með gjalddaga 27.7. 1980. Sigurður Örn Ingólfsson notaði víxil þennan þann 7.1. 1980 til bifreiðakaupa (Chevrolet Blazer) af Sigurði Jónasi Baldurssyni. Sigurður Jónas notaði víxilinn í viðskiptum við Hjörleif Gíslason. Hjörleifur notaði víxilinn í viðskiptum við Sigurgísla Sveinbjörns- son, Hrísum í Eyjafirði. Eigandi víxilsins er Sigurgísli Sveinbjörnsson. 7. Víxill með gjalddaga 27.8. 1980. Sigurður Örn Ingólfsson notaði víxilinn þann 7.1. 1980 til bifreiðakaupa (Chevrolet Blazer) af Sigurði Jónasi Baldurssyni. Sigurður Jónas notaði víxilinn í viðskiptum við Hjörleif Gíslason, Vanabyggð 4 B, Akureyri og er Hjörleifur eigandi víxilsins. Chevrolet Blazer bifreiðina Þ-3875, sem Sigurður Örn Ingólfsson keypti af Sigurði Jónasi Baldurssyni þann 7.1. 1980, seldi hann Evu Jónsdóttur, sambýliskonu Edvards Lövdal, sbr. sölutilkynningu þann 7.1. 1980. Vitnið Svanur Kristjánsson verslunarmaður, Klébergi 7, Þorlákshöfn, hefur skýrt frá því að Edvard Lövdal hafi keypt af því 13. nóvember 1979 f.h. sambýliskonu sinnar Evu Jónsdóttur Mazda bifreiðina X-602. Kaup- verðið var greitt með víxlum sem Eva hafði samþykkt og voru gjalddagar þeirra í febrúar og mars 1980. Edvard kom að máli við vitnið í byrjun janúar 1980 og sagðist verða erlendis í verslunarerindum fyrir fyrirtæki sitt Elco er víxlarnir frá Evu með gjalddaga í febrúar féllu. Bað hann vitnið að taka í staðinn víxla á Stein- grím Þórisson í Reykholti sem væri öruggur greiðandi. Vitnið féllst á þetta og skipti við Edvard á víxlum, sem Eva var samþykkjandi að og fékk í staðinn 3 víxla á Steingrím Þórisson hvern að fjárhæð kr. 500.000 (dskj. nr. 2, skjal 2, bls. 10, 11 og 21). Vitnið hefur séð víxlana í dómi og staðfest að um þá sé að ræða (ll. kafli A 1, 2 og 6 í ákæru). Vitnið hefur ekki fengið víxlana greidda. Ákærði Edvard hefur skýrt frá því að hann hafi fengið víxla á Jóhann Ósland Jósefsson eða Guðmund Ársælsson. Kveður hann þá hafa viljað fá víxla á Steingrím Þórisson, sem ákærði átti og skipti hann við þá, þannig að þeir samþykktu og gáfu út víxla að fjárhæð kr. 3.000.000 og fengu víxla á Steingrím í staðinn að fjárhæð kr. 3.150.000 en þeir víxlar voru til lengri 220 tíma. Ákærði kveður þá hafa sóst eftir að fá víxlana. Hann var fús til að skipta við þá, þar sem hann taldi þá vera góða greiðendur. Víxlana lét ákærði upp í greiðslu skuldar við Svan Kristjánsson, Þorlákshöfn. Vitninu Jóhanni Ósland Jósefssyni voru sýnd ljósrit af víxlum Þeim, sem Svanur Kristjánsson fékk hjá Edvard Lövdal. Var um að ræða tvo víxla hvorn að fjárhæð kr. 500.000 og tvo víxla að fjárhæð kr. 1.000.000. Vitnið heldur örugglega, að þarna sé um að ræða víxla sem Edvard Lövdal fékk hjá þeim Guðmundi Ársælssyni í skiptum fyrir víxla á Ágúst Salómonsson. Vitninu var kynntur framburður Edvards Lövdal þar sem fram kemur, að Edvard hafi fengið þessa víxla í skiptum hjá vitninu og Guðmundi Ársælssyni fyrir víxla á Steingrím Þórisson, Reykholti. Vitnið kvað það ósatt hjá Edvard að hann hefði fengið þessa víxla í skiptum fyrir víxla á Steingrím Þórisson. Hann fékk þá í skiptum á víxlum á Ágúst Salómonsson. Hins vegar fái það staðist að hann hafi látið þá Guðmund hafa 9 350.000 kr. víxla á Steingrím Þórisson. Edvard bað vitnið að koma þessum víxlum í umferð og ætlaði hann að greiða því kr. 200.000 í þóknun fyrir það. Vitnið tók einungis við þessum víxlum til að ekki yrði þras, en þeir vissu báðir að þetta voru víxlar sem ekki yrðu greiddir. Edvard var sjálfur búinn að vera að reyna að koma þessum víxlum út en það ekki tekist. M.a. hafði hann reynt að nota þá í viðskiptum við vitnið, en það ekki viljað taka við þeim, enda voru þá komnar margar milljónir króna í víxlum á Steingrím Þórisson í vanskil. Þessum víxlum á Steingrím Þórisson reyndi vitnið aldrei að koma í umferð og ætlaði það að skila þeim aftur til Edvards, en hann lenti í gæslu- varðhaldinu um viku eftir þetta. Vitnið bað þá Jón Ármann Guðmundsson um að geyma þá og voru þeir í hans fórum. Varðandi framangreinda víxla, sem Svanur Kristjánsson fékk hjá Edvard Lövdal á þá Guðmund Ársælsson, þá sagði Edvard þeim Guðmundi að hann hefði platað þessum víxlum inn á Svan Kristjánsson og sagðist ætla að plata hann enn meira. Ætlaði Edvard að fara þannig að því, eftir því sem hann sagði, að greiða fyrsta víxilinn, þ.e. þann með gjalddaga 1. júlí, og þá myndi Svanur fá traust á víxlunum. Þá ætlaði Edvard að koma fleiri víxlum á þá Guðmund inn á Svan Kristjánsson, en Edvard var með mikið af víxlum á þá Guðmund eins og áður hefur komið fram. Edvard nefndi ekki í hvernig viskiptum hann ætlaði að plata Svan aftur. Vitnið Guðrún Sigríður Þórðardóttir verslunarmaður, Skaftahlíð 7, eigandi Leikfangaverslunarinnar við Hlemm, kveður mann sinn, sem nú er látinn, hafa keypt í desember 1979 töluvert magn af leikföngum af Edvard Lövdal. Var þarna um að ræða síma, vagna, sjónvörp og bíla og var útvarp í þeim öllum. Voru leikföngin alls 480 að tölu að því er vitnið 221 minnir og kostuðu samtals um kr. 4.700.000. Vitnið og maður þess gáfu út og samþykktu víxla vegna leikfangakaupanna og auk þess greiddi það með þrem ávísunum á reikning þess við Búnaðarbankann við Hlemm. Var hver ávísun að upphæð kr. 500.000. Voru þær gefnar út fram í tímann og áttu að vera sem trygging fyrir vörunum. Edvard lofaði, að þær færu ekki í umferð nema með leyfi vitnisins, enda tók hann fram að sér lægi ekkert á peningunum. Þessar ávísanir hefur vitnið ekki greitt, en þær hafa ekki komið til frádráttar á reikningi þess. Í byrjun janúar 1980 bað vitnið Edvard um að taka vörurnar til baka, þar sem þær seldust ekki. Bauðst hann til að taka til baka helminginn af vörunum. Piltur að nafni Þórir sem starfaði hjá Edvard sótti leikföngin, en vitnið var þá ekki viðstatt. Fyrir leikföngin fengu þau 5 víxla hvern að upphæð kr. 500.000 á Söluskálann í Reykholti. Maður vitnisins gætti þess ekki að fá til baka þá víxla, sem þau höfðu látið Edvard hafa vegna kaupa á leikföngunum. Vitnið grennslaðist fyrir um víxlana á Söluskálann í Reykholti strax daginn eftir og sagði lögfræðingur þess, að eigandi Söluskálans í Reykholti væri eignalaus. Hafði vitnið þá samband við Edvard og sagði honum að þarna væri um að ræða ónýta víxla. Hann brást hinn versti við og sagði að þetta væru öruggir víxlar og tók fram að sonur hans ynni í Söluskálanum hjá þessum manni og þekkti hann því vel. Taldi hann engin vandkvæði á því að víxlarnir fengjust greiddir. Víxlarnir voru þá ekki komnir Í gjalddaga. Tók vitnið þetta því trúanlegt og setti víxlana til innheimtu í Búnaðarbank- anum við Helmm. Enginn víxlanna hefur verið greiddur. Edvard tók til baka eftirtalin leikföng: 96 bíla, 48 síma, 48 vagna og 48 sjónvörp. Vitnið Þórður Þorgrímsson afgreiðslumaður, Skaftahlíð 7, kveður foreldra sína hafa keypt samtals 378 leikföng af Edvard Lövdal með útvarpstækjum í. Síðar tók Edvard til baka 240 stk. af leikföngunum og lét hann vitnið og föður þess hafa í staðinn 5 500.000 kr. víxla á Steingrím Þórisson, Reykholti. Edvard sagði, að þetta væru pottþéttir víxlar og til að árétta það sagði hann, að sonur hans ynni hjá Steingrími. Tóku þeir við víxlunum í þeirri trú að um örugga greiðslu væri að ræða. Þegar vitnið og faðir þess voru að taka á móti víxlunum hjá Edvard sagði hann að Steingrímur Þórisson ætti að fá þessar vörur upp í Borgarfjörð og tók fram að krakkarnir í Reykholtsskóla væru svo hrifnir af þessu. Þegar foreldrar vitnisins keyptu vörurnar af Edvard Lövdal gáfu þeir út nokkrar ávísanir til tryggingar hluta af kaupverðinu. Edvard lofaði að- ávísanirnar færu ekki í umferð, nema í samráði við þau. Í byrjun janúar 1980 hringdu bæði vitnið og móðir þess nokkrum sinnum í Edvard og báðu hann um að geyma ávísanirnar áfram þar sem ekki væri til innistæða fyrir þeim. Edvard lofaði þessu. Sagðist hann eiga næga peninga og þyrfi ekki 222 á ávísununum að halda. Vitnið man að í einu símtalinu sagði Edvard að hann væri að fara í viðskiptaferð og nefndi hann annað hvort Singapore eða Hong Kong í því sambandi. Vitnið Eyþór Eðvarðsson, Digranesvegi 38, Kópavogi, hefur mætt í máli þessu. Var vitnið beðið að gera grein fyrir víxlum þeim, sem raktir verða til þess og gefnir eru út af Söluskálanum í Reykholti. Vitnið sá ljósrit víxl- anna sem eru 6 að tölu, hver að fjárhæð kr. 500.000. Vitnið kvaðst hafa fengið víxil með gjalddaga 28.2. 1980 hjá Sigurði Erni Ingólfssyni og notað hann í bifreiðaviðskiptum við Ólaf Ingibergsson. Víxil með gjalddaga 30.3. 1980 minnir vitnið, að það hafi fengið hjá Magnúsi heitnum Guðmundssyni. Vitnið notaði víxillinn í bifreiðaskiptum við Óskar Rútsson. Víxil með gjalddaga 30.4. 1980 kvaðst vitnið hafa fengið hjá Sigurði Erni Ingólfssyni, er það seldi honum Toyota bifreið og fékk upp í kaupverðið Volkswagen bifreið, sem það síðan seldi Sigurði Erni. Kom víxillinn úr öðrum hvorum þessum viðskiptum. Vitnið notaði víxilinn í bifreiðavið- skiptum. Víxil með gjalddaga 30.5. 1980 kveðst vitnið hafa fengið í bifreiðavið- skiptum hjá Jóni Ármanni Guðmundssyni og látið Hjört Heiðdal hafa hann upp Í skuld, sem hann ætlaði að borga fyrir það. Víxil með gjalddaga 30.6. 1980 heldur vitnið alveg örugglega, að það hafi fengið hjá Magnúsi Guðmundssyni, sem að framan greinir. Vitnið notaði víxilinn í bifreiðaviðskiptum við Hilmi Reynisson. Víxil með gjalddaga 30.8. 1980 kveðst vitnið hafa fengið hjá Sigurði Erni Ingólfssyni í bifreiðaviðskiptum þeim, sem það hefur skýrt áður frá. Vitnið lét Ólaf Ingibergsson hafa vixilinn í bifreiðaviðskiptum. Vitnið heldur að Magnús Guðmundsson hafi fengið þessa víxla hjá Sigurði Erni Ingólfssyni vegna kaupa ákærða á Tornato bifreið af honum. Sigurði Erni Ingólfssyni var kynntur framangreindur framburður Eyþórs Eðvarðssonar. Sigurður Örn taldi að það gæti allt staðist sem Eyþór segir og telur að víxlar þeir, sem Eyþór fékk hjá Magnúsi heitnum Guðmunds- syni, hafi verið komnir frá sér, þar sem hann átti viðskipti við hann. Alla þessa víxla kveðst Sigurður Örn hafa fengið hjá Edvard Lövdal vegna Blazer jeppabifreiðar sem hann seldi Edvard í byrjun janúar 1980, en hann man ekki hvað hann fékk mikið af víxlum á Steingrím Þórisson út úr þeim viðskiptum. Sigurði Erni þykir líklegt að allir þeir víxlar komi fram í framburði Eyþórs Eðvarðssonar og Davíðs Ólafssonar. Varðandi það hvort hann hafi líka verið með víxilinn sem Eyþór segist hafa fengið hjá Jóni Ármanni, þá geti það verið, þótt hann muni ekki eftir því. Það væri þá helst að sá víxill hefði farið um hendur Magnúsar heitins. Vitnið Eyþór Eðvarðsson kveðst hafa fengið víxil að fjárhæð kr. 350.000 223 á Steingrím Þórisson frá Ástmari Arnarsyni, Mosfelli, Grímsnesi, í bifreiða- viðskiptum, en það seldi móður hans Ellen Nínu Sveinsdóttur bifreiðina Y-9169 þann 8.1.:1980. Víxil þennan: fékk síðan Ólafur Ingibergsson, Keflavík, hjá vitninu. Raunar kveðst vitnið hafa selt ákærða Sigurði Erni Ingólfssyni þessa bifreið, en hann skrifaði konuna sína fyrir bifreiðinni og lét Ástmar son sinn skrifa undir afsal og sölutilkynningu. Vitnið veit ekki ástæðuna fyrir því að ákærði vildi hafa þetta svona. Þarna var um skipti að ræða þannig að vitnið tók bifreiðina Þ-2393 upp í kaupverðið og fékk greitt í milli með víxlum þ.e. þessum víxli sem að framan greinir og senni- lega tveim: víxlum að fjárhæð kr. 500.000 hvor, en það var samtals kr. 1.350.000 sem vitnið fékk á milli. Vitnið er öruggt um, að allir þessir þrír víxlar eru á Steingrím Þórisson. Vitnið man ekki hvað það gerði við 500.000 króna víxlana. Þó geti verið, að það hafi látið Ólaf Ingibergsson hafa þá líka. Vitnið kveðst ekki hafa verið krafið um greiðslu víxlanna er í framburði þess greinir. Steingrímur Þórisson greiddi víxilinn sem Hjörtur Heiðdal fékk hjá því, en vitnið sá síðan um greiðslu á víxlinum til Hjartar. Að öðru leyti kveðst vitnið ekki vita um hvort víxlarnir hafi verið greiddir. Vitnið Davíð Ólafsson, sölumaður á Bílasölunni Höfðatúni 10, ttil heimilis að Asparfelli 4, kveður Edvard Lövdal ekki hafa notað víxla Stein- gríms Þórissonar á bifreiðasölunni hjá sér. Hins vegar hafi Sigurður Örn Ingólfsson notað víxla á Steingrím Þórisson í bifreiðaviðskiptum að vitnið telur. Vitnið heyrði síðan talað um að í gangi væru víxlar á Steingrím á mörgum bifreiðasölum upp á töluverðar fjárhæðir. Eftir það benti vitnið mönnum, sem komu með þessa víxla, á það að það vildi ekki láta þá ganga upp Í viðskipti sem gerð væru fyrir milligöngu þess. Vitnið kvað Sigurð Örn Ingólfsson hafa verið með Hornet bifreið á bifreiðasölunni hjá því. Örn keypti þessa bifreið einhvern tímann sumarið 1979 og vissi vitnið að hann var tilbúinn að selja hana. Hann lét þó bifreið- ina ekki standa á bifreiðasölunni hjá vitninu. Það var síðan í maí 1980, sem Sigurður Örn lét bifreiðina vera til sýnis við bifreiðasöluna og nokkru síðar keypti vitnið hana af honum. Vitnið kveðst hafa fengið einn víxil samþykktan af Steingrími Þórissyni að fjárhæð. kr. 500.000, en man ekki hvaða gjalddagi var á honum. Vitnið fékk þennan víxil hjá Sigurði Erni Ingólfssyni og telur að hann hafi verið að greiða því sölulaun. Vitnið lét síðan Guðmund Ársælsson og Jóhann Ósland Jósefsson hafa víxilinn í einhverjum viðskiptum, en veit ekki hvað þeir gerðu við hann. Vitnið Úlfar Nathanelsson verslunarmaður, Mávanesi 2, Garðabæ, kveðst hafa haft prókúru fyrir innflutningsfyrirtækið Bjargey hf. og unnið hjá því, en dætur þess hafi verið eigendur. Edvard Lövdal var viðskipta- 224 vinur fyrirtækisins, en ekki sölumaður sem slíkur. Hann keypti heilar vörusendingar hjá fyrirtækinu og endurseldi þær í verslanir. Fyrirtækið hefur aðallega verið með til sölu leikföng, gerviblóm, kerti og ýmsar smá- vörur. Viðskipti Edvards við fyrirtækið jukust í ársbyrjun 1979 og voru nokkur síðari hluta ársins. Edvard greiddi vörurnar með víxlum og stóð ávallt í skilum með þá. Um kaup Edvards hefur vitnið skýrt svo frá, að fyrrihluta ársins 1979 hafi hann keypt 400 tölvupenna, 2500 leikfangabíla og nokkurt magn af gerviblómum. Í byrjun júní 1979 keypti hann alls 8400 sólgleraugu sem kostuðu samtals milli 7 og 8 milljónir króna. Hann byrjaði strax að taka af sólgleraugunum, sem voru geymd hjá vitninu og greiddi jafnóðum, er hann seldi. Í júlí var Edvard búinn að selja % af gleraugunum og hafði greitt vitninu það sem hann hafði fengið. Hafði hann selt gleraugun út um allt land. Afganginn af gleraugunum um '4 tók hann síðan einhvern tímann í júlí og greiddi hann fljótlega, að vitnið minnir með mörgum smávíxlum frá ýmsum aðilum. Enginn víxlanna var frá Steingrími Þórissyni, Reykholti. Einhvern tímann í ágúst frétti vitnið, að Edvard hefði selt Steingrími Þórissyni töluvert vörumagn. Gat vitnið ekki skilið hvers vegna jafn lítil verslun og verslun Steingríms var að kaupa slíkt vörumagn. Í septemberbyrjun keypti Edvard gerviblóm fyrir um kr. 6.500.000 og skartgripi fyrir um 7.500.000 og var sama með þetta og sólgleraugun, að hann tók hluta í einu og greiddi jafnóðum og sala fór fram. Ekkert af þessu var greitt með víxlum á Steingrím Þórisson. Edvard hafði boðið vitninu einhverja víxla á Steingrím í ágúst, en það vildi ekki taka við þeim þar sem það taldi Steingrím lélegan greiðanda. Eftir þetta keypti Edvard engar vörur af vitninu. Vitnið veit ekki hvort Edvard átti einhverjar vörur frá því óseldar, er septembermánuður var liðinn, en hins vegar tók hann ávallt það magn af vörunum sem hann taldi sig geta selt hverju sinni. Vitnið kveðst vita um það, að Edvard seldi Steingrími Þórissyni sólgler- augu í ágúst framangreint ár, en það veit ekki til þess að hann hafi: selt Steingrími aðrar vörur frá því. Þá vissi vitnið um, að Edvard seldi Stein- grími skófatnað um áramótin 1979—1980 frá einhverju fyrirtæki á Akur- eyri og var um nokkur þúsund pör að ræða. Vitnið kvað Edvard hafa keypt hjá því í ágúst 1979 bíla með útvarps- tækjum í, annað ekki. Hann greiddi um 8 milljónir króna fyrir bílana. Vitnið fékk um 100 bíla aftur og seldi þá út um allt land. Í nóvember var Edvard búinn að selja alla leikfangabílana. Vitnið kvað það ekki rétt hjá Edvard, að hann hafi verið sölumaður hjá því. Hann hafi ekkert selt í umboðssölu heldur eingöngu keypt af því vörur 225 og endurselt. Vill vitnið benda á, að hann ætti þá að hafa gefið nótur frá Bjargey hf. til verslananna, sem hann seldi vörurnar. Eftirtaldar aðflutningsskýrslur varða pantanir, sem Edvard Lövdal fékk að öllu leyti hjá Bjargey hf. Innflutningsverð Skýrsla nr. Dags. Vörutegund og tollur 07416 24.10.1979 240 sloppar kr. 844.929.- 31224 20.04.1974 240 sloppar #2 823.020.- 10035 07.02.1979 leirvasar — 721,471.- 44030 05.06.1979 8400 sólgleraugu — 4.003.738.- Ekkert 13.08.1979 flúorljós — ' 2.634.503.- Ekkert 29.08.1979 silkiblóm — 6.899.120.- 020649 31.08.1979 skartgripir — $.215.884.- Ekkert 19.10.1979 leikföng — 8.674.989.- 33136 27.04.1979 vasaúr — „ 2.819.43S.- Samtals kr. 32.637.088.- Þessu til viðbótar var álagning Bjargeyjar hf. kr. 8.000.000. Aðflutningsskýrsla, dags. 09.11. 1979 varðar innflutning á kertum og leikfangasýnishornum, skýrsla nr. 90102, dags. 19.10. 1978 og skýrsla dags. 3.10. 1978 varðar innflutning á sælgæti (brjóstsykri). Bjargey hf. seldi Edvard Lövdal hluta af þessum vörum, sem hér segir: Kerti af ýmsum gerðum ca kr. 3.000.000.- Sælgæti ca kr. 300.000.- Samkvæmt þessu hefur Bjargey hf. selt Edvard Lövdal vörur á árinu 1979 fyrir kr. 43.937.088. Vitnið Jóhann Ósland Jósefsson, Hraunbæ 80 hér í borg, kveðst hafa fengið tvo víxla hvorn að upphæð kr. 500.000 á Steingrím Þórisson, er það seldi Eyþóri Eðvarðssyni Toyota bifreiðina Ö-5950. Annan víxilinn lét vitnið Gunnhildi Ólafsdóttur, Aðalgötu 13, Keflavík, hafa í bifreiðavið- skiptum. Hinn víxilinn lét vitnið Guðmund Ársælsson, kunningja sinn hafa upp í skuld og heldur það að Davíð Geir Gunnarsson sé með þann víxil. Eins veit vitnið að Guðmundur Ársælsson var með einn víxil að fjárhæð kr 500.000 í viðbót á Steingrím Þórisson, en þann víxil hafði hann fengið hjá Davíð Ólafssyni bifreiðasala að það best veit. Guðmundur notaði víxil- inn í bifreiðaviðskiptum við Hjörleif Hallgríms, Bílasölunni Ás. Vitnið Birgir Reynisson afgreiðslumaður, Hraunbæ 130, kveðst hafa selt Range Rover bifreiðina R-2953 af árgerð 1976, að það minnir í febrúar 1980. Kaupandinn var Óskar Gunnar Hansen, Höfðavegi 19 í Vestmanna- eyjum. Viðskiptin fóru fram á bifreiðasölunni Skeifunni í Reykjavík á 15 226 sunnudegi. Söluverð bifreiðarinnar var kr. 8,5 milljónir og fékk vitnið greiddar kr. 1 milljón í reiðufé, en afganginn kr. 7,5 milljónir í víxlum. Víxlarnir voru hver að fjárhæð kr. 500 þúsund. Samþykkjandi á þeim var Söluskálinn í Reykholti, Steingrímur Þórisson. Útgefandi og ábekingur á þeim tveim víxlum, sem fyrst féllu í gjalddaga, var Sigríður E. Jónsdóttir, Reykholti, Borgarfirði, en Steingrímur Þórisson á öllum hinum. Einnig var Óskar Gunnar ábekingur á öllum víxlunum. Þetta voru alls 15 víxlar að vitnið telur. Vitnið afhenti eða útvegaði rannsóknarlögreglunni ljósrit af 13 þessara víxla. Víxlarnir voru flestir eða allir með gjalddaga síðast í hverj- um mánuði allt upp í 3—4 sama daginn. Vitnið kveðst hafa fengið tvo af víxlunum greidda en hina ekki. Voru það víxlarnir sem Sigríður E. Jónsdóttir var útgefandi og ábekingur á. Vitnið kveður Óskar Gunnar hafa fullyrt, þegar kaupin voru gerð, að víxlar þessir væru „góðir“ og yrðu greiddir örugglega á gjalddaga. Til frekara öryggis skrifaði Óskar Gunnar sem ábekingur á víxlana. Sagði hann vitninu, að hann ætti fasteignina Höfðaveg 19 í Vestmannaeyjum og lagði fram ljósrit af yfirlýsingu þar sem bifreiðasalinn lýsti því yfir að hann hafi heyrt Óskar gefa yfirlýsingu um þetta. Vitnið kveðst hafa komist að því síðar að Óskar Gunnar væri ekki skráður eigandi þessarar fasteignar, heldur sambýliskona hans. Vitnið kveðst telja að Óskar Gunnar hafi ekki átt bifreiðina nema mjög skamman tíma og hafi jafnvel ekki verið að kaupa hana fyrir sjálfan sig. Þegar búið var að ganga frá kaupunum sagði Óskar Gunnar: „Hvar er nú þessi bifreið sem ég var að kaupa?““ alveg eins og það væri ekkert atriði fyrir hann um hvaða bifreið væri að ræða. Vitninu vitanlega skoðaði Óskar Gunnar aldrei bifreiðina áður en gengið var frá viðskiptunum. Vitnið stað- festi afsal þess fyrir bifreiðinni R-2953. Vitnið Óskar Gunnar Hansen framkvæmdastjóri, Digranesvegi 72, Kópavogi, hefur skýrt frá því að það hafi sennilega í febrúar 1980 selt Sigurði Erni Ingólfssyni Tornato bifreið. Verð bifreiðarinnar var kr. 8.000.000. Greiddi ákærði vitninu 500.000 kr. í peningum, en eftirstöðv- arnar kr. 7.500.000 með víxlum á Steingrím Þórisson sem hver var að fjár- hæð kr. 500.000. Sagði ákærði vitninu að þetta væru öruggir víxlar. Steingrímur ætti Söluskálann í Reykholti, hituveitujarðir og einbýlishús. Davíð Ólafsson bílasali, sem hafði með sölu þessa að gera, staðfesti þetta einnig. - Vitnið kveðst hafa notað framangreinda víxla til að kaupa Range Rover bifreið af Birgi Reynissyni skömmu síðar eða þann 17. febrúar 1980. Áritaði vitnið víxlana sem ábekingur, áður en kaupin fóru fram. Vitnið sá í dóminum víxla þá, er greinir í 11 A, 12, 14, 19, 21—24, 26—28 og 227 30—-32 í ákæru og staðfesti að um þá væri að ræða. Vitnið hefur verið krafið um greiðslu víxlanna, en hafði ekki greitt þá. Vitnið minnir að Sigurður Örn hafi sagt því að hann hefði selt Steingrími Þórissyni eitthvað og fengið víxlana sem greiðslu. Að öðru leyti minnist vitnið. þess ekki að ákærði hafi nefnt hvernig hann hefði eignast víxlana og ekki minntist hann neitt á Edvard Lövdal. Vitnið Sigurður Jónas Baldursson húsasmiður, Grýtubakka 1, Höfða- hverfi, segir að það hafi þann 7. janúar 1980 átt bifreiðaviðskipti við Sigurð Örn Ingólfsson á Aðalbílasölunni við Skúlagötu í Reykjavík. Seldi vitnið Sigurði Erni bifreiðina Þ-3875, sem er Chevrolet Blazer K-5, af árgerð 1974, en fékk í staðinn bifreiðina G-11874, sem er Ford Torino af árgerð 1971 og 4 víxla. Þrír víxlanna voru hver að fjárhæð kr. 350.000 með gjalddögum 21.06., 27.07. og 27.08. 1980. Fjórði víxillinn var að fjárhæð kr. 50.000, en ekki man vitnið gjaldagann á honum. Sá víxill hefur verið greiddur. Þessir víxlar voru allir gefnir út og samþykktir af Steingrími Þórissyni, Reykholti í Borgarfirði og ábektir af Sigurði Erni. Vitnið segir að Ford bifreiðin hafi verið metin á rúmar 3 milljónir króna en í afsalinu, sem vitnið lét Sigurð Örn hafa, kemur ekki fram að vitnið hafi fengið neina bifreið upp í andvirði Þ-387S. Í afsalinu kemur einnig fram, að söluverð Þ-3875 hafi verið 2,5 milljónir króna, en það segir vitnið að sé rangt. Það var samkomulag milli vitnisins og Sigurðar Arnar, að ekki væri gefið upp rétt verð á bifreiðinni í afsalinu. Sigurður Örn sagði vitninu að víxlarnir þrír væru viðskiptavíxlar og alveg öruggir. Vitnið kvaðst ekki hafa neinn þessara þriggja víxla undir höndum. Það hefði notað tvo þeirra í bifreiðaviðskiptum, en einn hefði það sett. í inn- heimtu í Búnaðarbankanum á Akureyri. Sá sem fékk tvo fyrrgreindu víxl- ana. í bifreiðaviðskiptum heitir Hjörleifur Gíslason og býr á Akureyri. Á afsalinu fyrir G-11874 kemur fram að verð þeirrar bifreiðar hafi verið 1,4 milljónir króna, en það segir vitnið að sé rangt, bifreiðin hafi verið metin á rúmar 3 milljónir króna. Var samkomulag milli þess og Sigurðar Arnar að setja þetta verð í afsalið. Í afsalinu fyrir Þ-3875 kemur fram, að hluti verðs bifreiðarinnar hafi verið greiddur í peningum, en það segir vitnið að sé rangt. Það hafi ekki fengið neitt reiðufé, en aftur á móti 50.000 króna víxilinn frá Sigurði Erni eins og áður greinir. Vitnið Ævar Lúðvíksson bifreiðaviðgerðarmaður, Holtsgötu 35, Hafnar- firði, hefur skýrt frá því að það hafi hinn 23. desember 1979 selt Sigurði Erni Ingólfssyni Ford Torino bifreið árgerð 1971. Fékk vitnið fyrir bifreið- ina Ford Bronco jeppabifreið og þrjá víxla hvern að fjárhæð 350.000 krónur. Víxlar þessir voru samþykktir af Söluskálanum í Reykholti og útgefnir af Steingrími Þórissyni. Sigurður Örn Ingólfsson var ábekingur á 228 víxlunum. Vitnið notaði víxlana eins og áður er fram komið. Víxlar þessir eru nánar tilgreindir í Il B, liðum 1—3 í ákæru. Vitnið kveðst hafa orðið að leysa til sín víxilinn, sem var notaður í hús- gagnaversluninni Skeifunni. Vitnið fékk þann víxil greiddan og eins mun kona sú, sem fékk hina tvo víxlana, hafa fengið þá greidda eftir að fjárnám hafði verið gert í bifreið, sem Sigurður Örn átti. Vitnið Arngrímur Pálmason sölumaður kveður Sigurð Örn Ingólfsson hafa komið til sín í byrjun apríl 1980 á Aðalbílasöluna þar sem það starfar. Þetta var á laugardegi og var vitnið þarna með bifreið sína af Chevrolet Impala gerð, árgerð 1973, station. Sigurður Örn bauð vitninu að kaupa bifreiðina af því gegn greiðslu í skartgripum. Vitnið var ekki með bifreiðina til sölu, en Sigurður Örn vissi að það átti hana. Sigurður Örn hafði nokkrum sinnum samband við vitnið eftir þetta og ítrekaði ósk sína að kaupa bifreiðina af því fyrir skartgripi. Það varð síðan úr.að Sigurður Örn bað vitnið um að hitta sig heima hjá kunningja sínum Edvard Lövdal vestur á Hörpugötu. Sigurður Örn sagði, að þeir skyldu bara ræða þetta, það skaðaði ekki. Vitnið fór síðan heim til Edvards, en þeir voru þá hvorugir þar staddir, en kona Edvards gaf vitninu upp heimilisfang Sigurðar Arnar sem bjó þarna skammt frá og fór vitnið þangað. Sigurður Örn fór síðan með vitninu aftur heim til Edvards og var hann þá kominn. Edvard sýndi vitninu skartgripina er voru armbönd, hringar og hálsmen, alls um 50 munir. Þessir skartgripir voru kínverskir. Edvard reiknaði út, að 31 af skartgripunum væru alls að verðmæti kr. 2.300.000 eða hið sama og bifreiðin var metin á. Edvard sagði skartgripina vera mun verðmeiri heldur en þetta. Hann hvatti vitnið til að ganga að þessum viðskiptum og gerði vitnið það að lokum. Hins vegar komst vitnið að því síðar að verð- mæti skartgripanna, sem það fékk fyrir bifreiðina, var ekki nema nokkur hundruð þúsund krónur. Ákærði Edvard Lövdal hefur skýrt frá því, að Steingrímur Þórisson hafi keypt af sér vörur framangreint sinn og voru það leikföng, skór og skart- gripir. Þann 10. janúar 1980 var endanlega gengið frá kaupunum, sbr. samkomulag það, er að framan greinir og lét þá Steingrímur ákærða hafa víxla samtalst að fjárhæð kr. 16 milljónir. Ákærði var með þessar vörur hjá sér. Tók Steingrímur að sögn ákærða við skartgripunum og leikföng- unum, en skóna átti að senda honum eftir beiðni hans á vegum Vöruflutn- ingarmiðstöðvarinnar. Steingrímur taldi sig vera búinn að fá geymslupláss fyrir skóna, en hann hafði síðan samband við ákærða og kvaðst ekki geta tekið þá. Tók ákærði skóna þá af Vöruflutningamiðstöðinni, en þangað hafði hann látið flytja þá. Í mars eða apríl hringdi Steingrímur til ákærða og vildi fá skóna og fór 229 ákærði með þá aftur á Vöruflutningamiðstöðina. Vöruflutningamiðstöðin vildi ekki taka skóna, nema fyrst yrði greiddur flutningskostnaður, þar sem Steingrímur væri í vanskilum. Þarna var þá staddur sendibílstjóri sem bauðst til að flytja skóna fyrir sama verð og flutningskostnaði nam. Tók ákærði því boði og greiddi honum flutningskostnaðinn. Ákærða var bent á að í framangreindu samkomulagi komi ekki fram að Steingrímur hafi fengið vörurnar sem þar greinir. Ákærði kvað engan reikning hafa verið gerðan vegna sölu á vörunum. Samkomulagið hafi verið það eina, sem gert var. Ákærði var spurður um 32 víxla, hvern að fárhæð kr. 500.000 og 7 víxla hvern að fjárhæð 350.000, sem Steingrímur kvaðst hafa látið hann fá. Ákærði kvaðst ekki kannast við víxlana 7 að fjárhæð 350.000 hvern. Það hafi aldrei komið til tals að láta Steingrím fá neina peninga. Ákærði kveðst hafa látið liggja að því við Steingrím um það leyti sem samkomulagið var gert að hann mundi verða fjarverandi og jafnvel erlend- is, þar sém hann átti að fara í refsiúttekt í Hegningarhúsinu, en hann nefndi enga verslunarferð við hann. Ákærða var sýnd kvittun sem er skráð aftan á víxileyðublað og Stein- grímur Þórisson hefur afhent. Á henni stendur: „„Hef í dag 21.12.79 mót- tekið víxla að upphæð kr. 18.450.000.-'“. Ákærði kvaðst kannast við kvittun þessa, en hann kannaðist ekki við að hafa móttekið víxla að fjár- hæð kr. 18.450.000, er á henni greinir. Kvittunin hafi átt að vera uppkast að viðskiptum þeirra Steingríms og hann átti sig ekki á þessu. Ákærði var spurður hvort hann kannist við að hafa ritað á kvittunina með eigin nafni. Ákærði kvaðst ekki geta neitað henni (svo). Þá var ákærði spurður hvort hann geti fullyrt að hann háfi ekki skrifað það, sem á kvittuninni stendur. Hann sagðist aðeins vilja fá að hugsa þetta mál betur. Ákærði kvaðst hafa átt fund með Steingrími Þórissyni á Hótel Sögu í apríl eða maí 1980. Meðákærði Sigurður Örn var á fundi þessum. Stein- grímur boðaði til fundarins og segir ákærði það rugl hjá Steingrími um tilefnið, en Steingrímur hafi einnig viljað ræða framlengingar á víxlunum vegna skókaupanna. Steingrímur hafi viljað hitta þá Sigurð Örn, en ákærði man ekki hver átti hugmyndina um stað og tíma. Þeir hittust á Hótel Sögu tvisvar með ekki löngu millibili, gæti hafa verið daginn eftir í síðara skiptið. Bifreiðin, sem skórnir voru fluttir méð upp í Reykholt, var á leiðinni með þá þangað þann dag, sem fundurinn var haldinn og tilkynnti ákærði Steingrími um það. Ákærði kvað víxla þá, sem hann fékk frá Steingrími vegna framan- greindra viðskipta, hafi farið hingað og þangað í ýmsar greiðslur. Ákærða var kynntur framburður Steingríms um þessi síðustu viðskipti 230 þeirra og hann spurður um hvort það sé rétt að um mánaðamótin febrúar mars hafi Steingrímur beðið um að fá aftur víxla þessara viðskipta. Ákærði kvað Steingrím hafa verið að fara fram á að framlengja þessa víxla. Aðalmálið hjá honum hafi verið að fá út elstu víxlana sem ákærði tók vegna vörukaupanna. Ákærði kveðst hafa verið úrskurðaður gjaldþrota 28. maí 1979. Hann hafi síðan með leyfi fógeta verið að gera upp skuldir sínar. Fyrirtækið. Elco, Hörpugötu 12, er einkafyrirtæki ákærða og með nafn- númeri hans, en söluskattsnúmerið er R-6346. Það hafði starfað 3—4 ár áður en ákærði varð gjaldþrota. Fyrirtækið ér óskráð. Edvard Lövdal kvaðst í síðari yfirheyrslu hafa afhent Steingrími Þóris- syni vegna samkomulags þeirra þann 10.1. 1980 vörur fyrir kr. 16.000.000, sem sundurliðast þannig: Leikkföng og skrautmunir: 48 model bílar Lincoln stk. 10.900,- kr. kr. 504.000,- 48 model bílar Rolls — 10.900,- — 504.000,- 48 skrautsímar — 12.000,- — 576.000,- 48 skrautvagnar — 12.000,- — 576.000,- 48 sjónvörp (slads) — 8.500,- — = 408.000,- Samtals kr. 2.568.000,- Skartgripir: Nælur, hringir, armbönd, hálsmen, hálskeðjur, eyrnalokkar, viðhengi á armbönd o.fl. Samtals kr. 5.432.000,- Skartgripina kveðst ákærði ekki geta sundurliðað. Skór: 3000 pör af skóm á ca kr. 2.670,- hvert par kr. 8.010.000,- Samtals kr. 16.000.000,- Ákærði kveður allar vörur þær er að framan greinir nema skóna vera frá Úlfari Nathanelssyni. Skórnir eru frá Leðurvörum á Akureyri og keypti ákærði þá sumarið 1979. Steingrímur bauð ákærða framangreinda fjárhæð fyrir skóna. Steingrímur tók allar vörurnar nema skóna fyrir jólin 1979 og sá sjálfur um flutninginn. Skóna sendi ákærði honum eins og ákærði hefur skýrt frá. Ákærði Edvard kveðst hafa verið sölumaður fyrir Úlfar Nathanelsson, sem rekur Bjargey hf., frá því haustið 1979 og hafa tekið að sér að selja vörur fyrir hann í umboðssölu. Hafi hann farið með sýnishorn í verslanir bæði í Reykjavík og út um land. 231 Edvard var kynntur framburður Úlfars Nathanelssonar þar sem Úlfar gerir grein fyrir þeim vörum sem hann segist hafa selt honum árið 1979. Eins voru honum sýnd tollskjöl varðandi innflutning Úlfars á árunum 1978—9. Edvard kvað það rétt að hann hefði fengið hjá Úlfari vörur fyrir samtals kr. 32.637.088 að innflutningsverði og fram komi á 9 aðflutningsskýrslum. Ofan á framangreint verð bætti Bjargey hf. 25% álagningu að sögn Úlfars eða þar um bil, en Edvard heldur að þessi álagning hafi verið hærri eða að meðaltali um 200%0. Edvard kannast og við að hafa fengið kerti fyrir um 3.000.000 og sælgæti fyrir um kr. 4.000.000. Hann kveðst og hafa fengið tvær sælgætissendingar hjá Úlfari, sem ekki séu á tollskjölum, sem lágu fyrir við yfirheyrslu, þannig að það líti út fyrir, að það hafi verið flutt inn á öðru nafni. Sé þá upptalið allt, sem hann hafi fengið hjá Úlfari Nathanelssyni árið 1979. Edvard kveður Úlfar Nathanelsson hafa selt þetta á rúmlega 100.000.000 krónur, þannig að álagningin hafi verið þetta mikil hjá honum. Edvard var kynnt skýrsla rannsóknarlögreglu dags. 5.7. 1980, þar sem fram kemur sundurliðun á vörum þeim, sem sendar voru Ágústi Salómons- syni til Ísafjarðar eins og síðar verður rakið, og eru að innflutningsverði um kr. 4.000.000. Edvard kvaðst geta vel trúað að þetta magn komi heim við það sem hann seldi Sigurði Erni Ingólfssyni. Hann kvaðst hafa selt Sigurði Erni þessar vörur í umboðssölu fyrir Úlfar Nathanelsson, svo og allar vörurnar, nema þær vörur sem hann fékk til baka frá Leikfangaversl- uninni Hlemmi og versluninni Örinni, Akranesi. Sigurður Örn hafði sjálfur tekið til baka vörurnar frá versluninni Vík og Skálanum. Ákærða var bent á að þetta sé selt undir innflutningsverði sé miðað við kr. 3.000.000 eins og hann hafi borið að Sigurður Örn hafi greitt fyrir það. Ákærði kvaðst raunar hafa: verið búinn að greiða þessar vörur til Úlfars, þ.e. það sem hann fékk til baka frá Leikfangaversluninni og Örinni, þannig að hann hafi átt þær vörur. Hann hafi tekið vörurnar til baka og borgað af eigin fé þótt um umboðssölu væri að ræða, þar sem fólkið hafi viljað losna við þær. Ástæðan fyrir því að hann skilaði Úlfari ekki aftur þessum vörum var sú að búið hafi verið að ganga frá þessum kaupum við hann. Ákærði kveðst hafa verið í peningavandræðum og það hafi verið ástæðan fyrir því, að hann seldi Sigurði Erni vörurnar langt undir verði, enda stað- greiddi Sigurður Örn þær. Varðandi framburð ákærða um, að hann hafi selt vörur fyrir Úlfar Nathanelsson í umboðssölu var honum bent á eftirfarandi, sem bókað er eftir honum í skiptarétti Reykjavíkur þann 29. ágúst 1979: „„Mættur upplýsir að hann sé vita eignalaus. Aðspurður segir mættur að fjármálumsvif sín séu í því fólgin að kaupa vörur og selja, m.a. hafi hann 232 keypt varning á uppboðum á vegum embættisins. Þá hafi hann keypt vörur af innflutningsfyrirtækinu Bjargey hf. (Úlfar Nathanelsson). Öll viðskipti við síðarnefnda aðilann hafi verið í formi lánsviðskipta, þannig að mættur hafi aldrei greitt vöruna fyrr en eftir að hann var búinn að selja hana. Hafi mættur þá greitt fyrir með þeim viðskiptavíxlum, sem hann fékk í hendur frá kaupendum vörunnar....““ Edvard sagðist þrátt fyrir þetta hafa verið með allar vörurnar frá Úlfari Nathanelssyni í umboðssölu. Hann hafi aldrei haft bolmagn til að kaupa vörur af Úlfari. Hann segist ekki geta útskýrt nánar þetta misræmi milli framburða en hann hafi átt við umboðssölu, þegar hann segir fyrir skipta- réttinum „keypt vörur““. Vörur þær, sem hann seldi Steingrími Þórissyni, kveður Edvard allar vera frá Úlfari Nathanelssyni, nema skórnir. Úlfar Nathanelsson fékk síðan allar greiðslur, nema umboðslaunin til ákærða, greidd strax í reiðufé. Þó kom fyrir í einstaka tilviki að ákærði fékk greitt í víxlum. Varðandi vörurnar, sem Steingrímur keypti fyrir 350.000 króna víxlana 6 að tölu, þá gaf hann Steingrími kvittun, en veit ekki hvað varð um afritið. Einnig sagði ákærði að Steingrímur hefði verið að láta Jóhann Stefánsson selja sólgleraugun fyrir sig í verslun sem var með markað í kjallaranum í Kjörgarði (Húsgögn og listmunir). Sagði Úlfar Natahanelsson ákærða frá þessu og sagðist hafa séð þessar vörur þar. Þetta var einhvern tímann haustið 1979. Einnig voru slopparnir þarna til sölu og hugsanlega eitthvað fleira af þeim vörum, sem ákærði seldi Steingrími. Eins veit ákærði til þess, að Jóhann Stefánsson var að selja tölvupenna fyrir Steingrím. Edvard Lövdal kveður engin bókhaldsgögn Elco vera til, þar sem afritin, sem hann hélt eftir, hafi hann rifið í hvert sinn eftir að hann hafði gert upp við Ulfar Nathanelsson. Edvard var bent á, að hann hefði afhent rannsóknarlögreglu afrit þriggja reikninga Elco vegna viðskipta við Steingrím Þórisson. Hann kveðst hafa haldið eftir afritum þessum vegna þess, að það hafi verið beygur í sér vegna viðskiptanna við Steingrím. Við húsleit hjá Edvard Lövdal fundust rúmlega 600 sólgleraugu. Kvað hann þau vera úr sendingu, sem hann hefði fengið hjá Úlfari Nathanelssyni, en þar hefði verð alls um að ræða 8400 stk. Í annarri skýrslu kvað Edvard Steingrím Þórisson hafa látið sig hafa í byrjun nóvember 1979 6 víxla að fjárhæð kr. 350.000. Víxlarnir voru greiðsla á silkiblómum, 419 sólgleraugum og 24 handluktum. Ákærði var spurður að því hvort hann viti, hvort Steingrímur hafi verið búinn að selja fyrri sólgleraugun og jafnframt var honum bent á, að þetta væri eftir sumartímann og því engin sala í sólgleraugum. Ákærði kvaðst ekkert vita 233 hvað Steingrímur ætlaði að gera við vörur þessar, en a.m.k. hafi hann verið bjartsýnn á að geta selt 3000 pör af skóm. Svo sem áður greinir lagði Steingrímur Þórisson fram hjá rannsóknar- lögreglu 12. júní 1980 kvittun dags. 21.12. 1979 vegna móttöku á víxlum samtals að fjárhæð kr. 18.450.000, sem hann kvað Edvard Lövdal hafa skrifað. Fyrir sakadómi Reykjavíkur þann 20. júní 1980 neitaði Edvard Lövdal að hafa skrifað kvittun þessa. Í þinghaldi þessu sagði Edvard að samkomulag þeirra Steingríms varðandi kaup þau, sem endanlega fóru fram þann 10. janúar 1980, hefðu upphaflega verið gerð síðast í desember, en nánar man hann ekki. Þá hafi Steingrímur gefið út víxla samtals að uppnhæð kr. 16.000.000. Steingrímur lagði jafnframt kvittuninni fram þrjá reikninga frá heildversluninni Elco, fyrirtæki Edvards Lövdals og sagði, að Edvard hefði skrifað þá. Edvard hefur staðfest rithönd sína á reikn- ingum þessum. Framangreind gögn voru send Maríu Bergmann, rithandarsérfræðingi og fengin álitsgerð hennar. Segir þar á, þessa leið: „„Að lokinni rannsókn á skriftarsýnum þeim, sem hér með fylgja og sem ég hef merkt: - sýni A, A I og A II (frumrit af reikningum frá heildv. ELCO Nr. 399, 403 og 446, með sönnuðum rithöndum) annars vegar og sýni X (frumrit með vafaritun að hluta til) hins vegar, er álit mitt svohljóð- andi: Sönnuð ritun (er ég hef undirstrikað með grænum lit á meðf. ljósrit af ofannefndum reikningum) á sýni A, A Í og A 1l...... og vafaritun (er ég hef undirstrikað með rauðum lit á meðf. ljósrit af ofan- nefndu: sýni Á) ...... sýna rithönd sömu persónu. Texti sá, sem ég hef undirstrikað með bláum lit (sýni X), vil ég ekki fullyrða að hafi verið ritað af sömu persónu. Þó tel ég sterkar líkur vera fyrir því, að svo sé. Erfitt er að greina nákvæmlega einkenni skriftar, sem ritað hefur verið ofan í. Einkenni viðkomandi rithandar eru m.a. greinileg í stöfunum: — 1) H í orðinu Hörpugata á sýni A og í þeim sama staf í orðinu Hefi á sýni X. 2) S í orðinu Sigríður á sýni A og Í þeim sama staf í orðinu. sem á sýni X. 3) V á öllum sýnum. 4) -x í orðunum víxli, víxla, víxlum á öllum sýnum. 5) f í orðinu ofangreindir í sýni A Il og í orðinu fjögur á sýni X. 6) Ritun nafnsins E. Lövdahl er gerð á mjög einstaklingseinkennandi hátt, sem kemur t.d. sérstaklega greinilega í ljós við ritun stafsins E á öllum sýnum. 234 7) Stafagerð og þungi skriftarinnar er hinn sami á öllum sýnum.““ „Niðurstöður þær, sem hér fara að ofan, eru fengnar skv. kerfi því í skriftarfræði, sem kennt er og notað af International Graphoanalysis Society Inc. í Chicago U.S.A. og félagsmenn þess hafa einkarétt á — WADE (World Association of Document Examiners).““ Edvard var kynnt álitsgerð Maríu Bergmann, rithandarsérfræðings þar sem fram kemur að hann sé talinn hafa ritað kvittun þá sem Steingrímur Þór- isson hefur afhent og varðar móttku hans á víxlum að fjárhæð kr. 18.450.000. Edvard kvaðst aldrei hafa skrifað þessa kvittun og ekki heldur undirskrifað hana og mótmælti álitsgerð rithandarsérfræðingsins. Hins vegar kannaðist hann við að hafa skrifað reikninga sem rithandarsérfræðingurinn studdist við í rannsókninni. Edvard mótmælti einnig að hafa móttekið víxla að fjárhæð kr. 18.450.000. Í síðari skýrslutöku var Edvard Lövdal kynnt að Steingrímur Þórisson hefði skýrt frá því að þegar Steingrímur var að skrifa upp á víxlana þann 21.12. 1979 að fjárhæð samtalst 18.450.000 vegna verslunarleiðangurs ákærða til Hong Kong að sögn Steingríms hefði Steingrímur hent frá sér pennanum og neitað að skrifa upp á fleiri víxla, nema tekið væri fram á kvittuninni að vörurnar væru óafgreiddar, en ákærði hefði ekki viljað setja það inn á kvittunina. Edvard kveðst ekki kannast við það sem Steingrímur Þórisson skýrir frá. Hann neitaði því að hafa ekki viljað taka fram á kvittuninni að varan væri óafgreidd hins végar man hann eftir því að Steingrímur var eitthvað að flýta sér umrætt sinn, en ekki að Steingrímur hafi hent frá sér pennanum. Edvard var spurður um viðskipti hans við Leikfangaverslunina Hlemmi. Honum var jafnframt sýnt ljósrit af sundurliðun aftan á víxileyðublaði þar sem fram kemur að fjöldi leikfanga, sem verslunin keypti sé 378. Hann kvað skrift sína vera á þessum miða og komi þar fram fjöldi leik- fanganna sem ritfangaverslunin keypti af honum. Einnig komi fram sund- urliðun á fleiri vörum á þessum miða, en þar sé um að ræða vörur sem kom til:tals að verslunin keypti en ekki varð úr. Þessi viðskipti fóru fram í nóvemberlok 1979. Edvard kveðst halda, að það hafi verið um miðjan desember 1979, sem hann tók til baka 240 af leikföngum hjá versluninni og greiddi með 5 500.000 kr. víxlum á Steingrím Þórisson. Leikföngin, sem tekin voru til baka, var farið fyrst með heim til hans, en síðan voru þau flutt í geymslu til móður hans að Digranesvegi 108, Kópavogi. Ágúst Sigurður Salómons- son keypti síðan þessar vörur og fékk þær sendar til Ísafjarðar eins og síðar mun rakið. Edvard sagðist vera búinn að taka saman í hvaða verslanir hann hefði 235 selt leikföngin þ.e leikfangabílana með útvarpstækjum, síma, drottningar- vagna og: sjónvörp. Sagði hann vera um eftirtalda staði að ræða: Söluskálinn, Reykholti ..........0.enntsrnrr nn 240 stk. Leikfangaverslunin, Hlemmi .......0.00000 eee... 00... 378 stk. Verslunin Aldan, Sandgerði.........0....5 000 snnennvn 18 stk. Keflavik ss. ið keli 120 stk. Karen Kristjánsdóttir, Hafnarfirði ............0..0.. 000... 120 stk. Leikfangahöllin, Aðalstræti 8, Rvík........00.0.00..0.0.. ca 12 stk. Leikfangaland, Veltusundi 1, Rvík...s..00.0000. 0000... ca 8 stk. li Dölvilkai. ara sinnis bt tn Óðin a a ca 14 stk. Kaupfélagið, Svalbarðseyri „...........00.uae nn. ca 4 stk. Verslunin Petra, Akureyri. ........00.00. 000 .e0 en 250 stk. Reyðarfjörður, Fis verslun...........00.0000 0000 0000. nin.. 12 stk. Djúpivogur... 8 stk. Hornafjörður, Sigurður Sigfússon. ..........00. 0000... ca 10 stk. Víki Í; Mýrdal. éxin = ss at pa Á ja a ca 12 stk. Eddý, Hveragerði ...........000 00... 144 stk. Ágúst Salómonsson, heildverslun ........0.......... 0... 920 stk. Júlíus Helgason, Ísafjörður . 2211 ebjú vet ink lane hús 250 stk. Samtals 2.520 stk. Edvard voru kynntir framburðir þeirra Úlfars Nathanelssonar og Þóris Rafns Halldórssonar og jafnframt bent á, að eftir því sem fram hafi komið í málinu virðist ljóst, að Steingrímur Þórisson hafi ekki getað fengið þau 240 leikföng, sem hann segist hafa selt Steingrími fyrir jólin 1979. Edvard kvað það rétt sem fram kemur í skýrslu þeirra, en hins vegar kveðst hann ekki vera öruggur um tölu þeirra leikfanga sem skilin voru eftir á Akranesi og Úlfar Nathanelsson fékk. Steingrímur Þórisson hafi þá ekki fengið þessi leikföng öll að sögn Edvards. Hins vegar fékk Steingrímur einhver leikföng, en Edvard kveðst ekki vera viss um hve hann fékk mikið. Steingrímur tregðaðist við að taka við leikföngunum en þau fékk hann eftir miðjan desember. Edvard var bent á framburð Úlfars Nathanelssonar þar sem fram kemur að hann hafi verið búinn að taka öll leikföngin í nóvember og þau leikföng sem Úlfar fékk hafi verið þau síðustu. Edvard kvað það hafa verið samtíning sem Steingrímur fékk en það hafi passað í kassa. Hann hefði skrifað þetta hjá sér en muni ekki töluna. Edvard kveðst muna eftir því að Steingrímur Þórisson kom einum til tveim klukkutímum eftir að hann fékk leikföngin með þau aftur og skildi eftir fyrir utan hjá honum. Sagðist hann vera kominn með leikföngin og fór við svo búið. Edvard kveðst ekki geta útskýrt hvers vegna hann vildi ekki taka leikföngin, en hann hafði áður fengið sýnishorn af þeim. 236 Edvard Lövdal hefur skýrt frá því síðar fyrir dómi, að hann hafi í nóv- ember eða desember 1979 selt Steingrími Þórissyni ýmiss konar vörur. Til greiðslu á vörunum lét Steingrímur ákærða fá alls 39 víxla samtals að fjár- hæð kr. 18.450.000 og voru víxlarnir afhentir í tvennu lagi. Steingrímur var ýmist samþykkjandi eða útgefandi á víxlunum eða samþykkti þá og gaf út í nafni Söluskálans í Reykholti. Víxlunum er rétt lýst í II. kafla ákæru að sögn Edvards. Edvard kveður það rétt, að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 28. maí 1979 og hafi hann verið algjörlega eignalaus. Hann kveður með- ákærða Sigurð Örn hafa vitað með hverjum hætti hann fékk víxlana hjá Steingrími, en Sigurður Örn fékk hluta vixlanna í viðskiptum við ákærða. Sigurður Örn vissi að sögn ákærða, að bú ákærða hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Edvard kveðst mótmæla því að hann hafi framið fjársvik með öflun víxlanna. Hann taldi, að Steingrímur væri borgunarmaður fyrir þeim. Hann neitaði að hafa beitt nokkrum blekkingum við notkun víxlanna. Edvard tók og fram, að Steingrímur hefði verið eigandi Söluskálans í Reyk- holti. Edvard kveðst hafa verið búinn að efna allar skuldbindingar við Steingrím til að mega ráðstafa víxlunum. Við samprófun Edvards Lövdals og Steingríms Þórissonar hjá rann- sóknarlögreglu 15.8. 1980 skýrði Steingrímur svo frá, að Edvard hefði alltaf búið til reikninga, þegar víxlar fóru á milli þeirra. Það hefði ekkert skaðað sig, þótt hann hefði þennan hátt á. Vakin var athygli Edvards á því að reikningar, sem fram eru komnir vegna viðskipta þeirra Steingríms, séu alltaf kvittaðir af Steingrími þótt um beina sölu eigi að vera að ræða. Edvard kvað Steingrím hafa kvittað vegna móttöku á vörunum. Edvard var bent á að þessu sé öðru vísi farið að því er aðra viðskiptamenn varðar. Þar sé ekki kvittað fyrir vörumóttöku. Edvard sagði þá að hann hefði viljað hafa allt á hreinu gagnvart Steingrími. Var Edvard þá spurður að því að fyrst svo hefði verið hvers vegna Stein- grímur hefði þá ekki kvittað fyrir móttöku á vörum fyrir kr. 16.000.000 og hvers vegna hefði ekki verið gerður reikningur. Hann sagðist hafa talið skjalið nægja. Steingrímur Þórisson sagði við samprófunina að áður en þeir víxlar, sem mál þetta snýst um, komu til sögunnar hefði hann átt viðskipti á árinu 1979 við Edvard Lövdal fyrir 2.5 til 3.0 milljónir. Þau viðskipti fóru ekki fram á sama hátt þar sem hann man ekki til að hann hafi kvittað á neinn af reikningunum vegna viðskipta þeirra. Steingrímur Þórisson hefur staðhæft svo sem áður greinir að hann hefði hvorki fengið vörur fyrir kr. 16.000.000 né peninga kr. 2.450.000 vegna framangreindra víxla að upphæð kr. 18.450.000. Hins vegar lofaði Edvard 237 honum 'kr. 500.000, þegar hann var að samþykkja víxlana. Þessar kr. 500.000 fékk hann nær allar, en upp á vantaði fáeinar krónur. Fyrir láni þessu útbjó hann sérstakan víxil með sömu upphæð. Steingrímur Þórisson kvaðst ekki vita til þessa að hann hefði fengið eitt einasta leikfang hjá Edvard Lövdal. Þetta sé algjör vitleysa hjá Edvard. Edvard sýndi honum einhvern tíma árið 1979 leikfangasýnishorn með útvarpstæki. Hann fékk engin sýnishorn frá honum. Hann fékk aldrei nein leikföng hjá Edvard. Það sé bara tilbúningur hjá Edvard, um að hann hafi fengið þau hjá honum og síðan komið með þau aftur. Edvard Lövdal kvaðst halda sig við skýrlsu sína um þetta atriði. Edvard var bent á framburð Steingríms Þórissonar um að Edvard hafi ekki viljað skrifa á samkomulag sem þeir gerðu vegna 18.450.000 króna viðskiptanna, um:að varan væri Ógreidd. Edvard: kvaðst aldrei hafa skrifað á neina kvittun óafgreitt. Ákærði Sigurður Örn Ingólfsson hefur skýrt frá því, að hann hafi kynnst meðákærða Edvard er meðákærði keypti bifreið af honum einhvern tíma fyrri hluta sumars árið 1979. Greiddi meðákæri hluta af andvirði bifreiðar- innar með víxlum, sem Steingrímur Þórisson eða Söluskálinn Reykholti var samþykkjandi að. Víxlar þessir voru greiddir að verulegu leyti. Sigurður Örn kveðst kannast við að hafa fengið frá meðákærða Edvard víxla þá, er greinir í 4., 7., 8., 9., 11., 12., 14.—17. og 19.—32. tl. Á og 1,—7.tl.Bílll. kafla ákæru. Víxlarnir voru útgefnir, ábektir og samþykktir af Steingrími Þórissyni ýmist í eigin nafni eða í nafni Söluskálans í Reyk- Holti. Ákærði kveðst hafa selt meðákærða bifreiðar og fengið víxlana, sem greiðslu á þeim. Kveðst ákærði hafa talið óhætt að taka við víxlunum vegna þess að víxlar, sem hann hafði fengið áður og Steingrímur var samþykkj- andi á, höfðu flestir verið greiddir. Ákærði kveðst hafa vitað að meðákærði var að selja Steingrími vörur og áleit að allt væri í lagi með víxlana. Ákærði taldi að Steingrímur Þórisson væri allvel stæður. Hins vegar vissi hann lítið um efnahag Edvards og vissi ekki að bú hans hafði verið tekið til gjald- þrotaskipta 28. maí 1979. Ákærði sagði að Edvard he“ði virst vera í góðu starfi og allt vera í góðu lagi með efnahag hans. Um eigin efnahag sagði ákærði að hann hefði ekki átt fasteign, en eitthvert lausafé. Ákærði kveðst ekki muna eftir skattskýrslu sinni frá þessum tíma, en véfengir ekki að það sé rétt sem á henni greinir. Ákærði kveðst kannast við að hafa notað suma af víxlum þeim, sem Edvard Lövdal var með á Steingrím Þórisson. Ákærði verslaði við Edvard og fékk víxla frá Steingrími í þeim viðskiptum og eins sá hann um viðskipti fyrir Edvard meðan hann var í Hegningarhúsinu frá 15.1. til 29.2. 1980. Edvard lét ákærða hafa kr. 7.500.000 í víxlum sem allir voru gefnir út af Steingrími Þórissyni á meðan Edvard var í refsiúttektinni. Minnir ákærða 238 að þetta hafi verið allt 500.000 króna víxlar. Ákærði vissi um Tornato bif- reið sem var til sölu, og honum fannst hagstætt að kaupa hana. Ákærði benti Edvard á þetta. Edvard lét ákærða hafa víxlana til kaupanna. Þetta var eingöngu greiði við Edvard, enda hefur ákærði átt viðskipti við hann auk þess sem þeir eru góðir vinir. Þegar Edvard kom úr Hegningarhúsinu var hann ekki ánægður með þessi kaup og keypti ákærði þá bifreiðina af honum. Greiddi ákærði Edvard bif- reiðina með víxlum sem ákærði átti á Steingrím Þórisson. Voru þessir víxlar hver að fárhæð kr. 350.000 og til komnir vegna kaupa á jarðbor af ákærða. Ákærði kvað þá Edvard hafa keypt og selt hvor öðrum nokkrar fleiri bifreiðar. Voru ákærða af því tilefni sýndir 7 víxlar sem hver um sig er að fjárhæð kr. 350.000 og allir eru ábektir af honum nema víxill með gjald- daga 27.5. 1980. Ákærði kvaðst kannast við alla þessa víxla. Hafi hann fengið þá í bifreiðaviðskiptum við Edvard. Ákærði seldi Edvard Hornet bifreið, sem hann var búinn að eiga frá því um miðjan júní 1979. Salan fór fram rétt fyrir jólin 1979 sennilega þann 22.12. 1979. Finnst ákærða þetta vera langlíklegasti dagurinn, þar sem hann hafi keypt strax aðra bifreið á Þorláksmessu. Edvard greiddi ákærða fyrir Hornet bifreiðina með þessum 7 víxlum á Steingrím Þórisson. Edvard sagði ákærða ekki hvernig hann hefði fengið víxlana á Steingrím en það hafi ábyggilega komið fram að það hafi verið úr einhverjum viðskiptum. Ákærði man þetta þó ekki alveg fyrir víst, a.m.k. tók hann við víxlunum í þeirri góðu trú að þeir væru vel fengnir, enda ábekti hann þá alla nema einn. Ákærði hafði skömmu áður verið með nokkra víxla á Steingrím Þórisson, sem hann hafði greitt og taldi ákærði hann því vera öruggan greiðanda. Þrjá framangreindra víxla notaði ákærði á Þorláksmessu upp í kaup á Ford Torino bifreið af Ævari Lúðvíkssyni í Hafnarfirði. Einnig gengu upp í þau viðskipti jeppabifreið sem ákærði átti. Þessa víxla ábekti ákærði. Síðan lét ákærði þrjá víxla upp í kaup á Blazer jeppabifreið þann 7.1. 1980 af manni fyrir norðan. Þessa víxla ábekti hann. Einn víxilinn lét hann Eyþór Eðvarðsson hafa vegna kaupa á bifreið af honum fyrir konuna sína. Þetta var eini víxillinn sem ákærði ábekti ekki, enda hefur ekki verið farið fram á það. Vakin var athygli ákærða á því, að grunur leiki á, að víxlarnir hefðu verið fengnir hjá Steingrími Þórissyni með sviksamlegum hætti. Ákærði kveður sig ekki hafa grunað að ekki væri allt í lagi með þessa víxla enda hefði hann aldrei tekið við þeim hefði hann talið að eitthvað væri bogið við þá. Ákærða er ekki kunnugt um hvernig Edvard fékk þessa víxla, en hann minnir að Edvard hafi kynnt þá sem vöruvíxla. Ákærði keypti síðan bifreiðina aftur af Edvard í apríl eða maí. Minnir 239 ákærða að hann hafi greitt kaupverðið með víxlum sem hann hafði fengið frá Steingrími Þórissyni vegna sölu á jarðbor: Voru það 6—7 350.000 króna víxlar. Þann 7.1. 1980 keypti ákærði Blazer jeppabifreið og lét Ford Torino upp í kaupverðið, en greiddi mismuninn með 3.350.000 króna víxlunum sem hann hafði fengið hjá Edvard fyrir Hornet bifreiðina. Þennan sama dag seldi hann Edvard Blazer bifreiðina. Þó gæti það hafa verið daginn eftir og kveðst hann vera nokkuð viss á því, þegar hann fari að hugsa þetta betur. Edvard greiddi ákærða kr. 2.500.000 fyrir Blazer bifreiðina með 5 500.000 króna víxlum á Steingrím Þórisson. Ákærða var bent á framburð Sigurðar Jónasar Baldurssonar sem seldi honum Blazer bifreiðina, en hann ber að Ford Torino bifreiðin, sem ákærði lét upp í kaupin, hafi verið metin á kr. 3.000.000, auk þess sem hann greiddi í milli kr. 1.100.000 með 3 350.000 króna víxlum og einum kr. 50.000 eða samtals 4.100.000 sem kaupverð Blazer bifreiðarinnar hefur þá verið. Var ákærði inntur eftir því hvers vegna hann hefði þá verið að selja Edvard Blazer bifreiðina með því að gefa með henni kr. 1.600.000. Ákærði kvaðst ekki hafa skýringu á þessu, nema ef um rangminni sé að ræða hjá sér, þannig að hann hafi fengið meira en kr. 2.500.000 hjá Edvard. Ákærði man þó ekki betur en kaupverðið hafi verið kr. 2.500.000. Það gæti hafa verið tekið tillit til einhverra annarra viðskipta á milli þeirra, hann muni þetta ekki. Ákærða var bent á að öll þessi bifreiðaviðskipti þeirra, nema þau fyrstu í júní 1979, hafi farið fram með greiðslum í víxlum á Steingrím Þórisson. Var hann spurður hvort þeir Edvard hafi ekki verið að skipta á þessum víxlum með þessu svo og að ákærði sé að „dekka“ bifreiðakaup Edvards, þar sem hann sé gjaldþrota. Ákærði kveðst ekki hafa verið að því, þetta hafi einungis verið bifreiðaviðskipti á milli þeirra. Ákærði kvaðst vilja taka fram að fyrstu bifreiðaskipti þeirra Edvards hafi einnig farið fram með greiðslu víxla á Steingrím Þórisson að hluta. Það voru vöruvíxlar samþykktir af Steingrími og útgefnir af Edvard. Þeir voru a.m.k. flestir greiddir. Ákærða var kynntur framburður varðandi Hornet bifreið þá sem hann hefur áður skýrt frá að hann hafi selt Edvard. Ákærði kvað það rétt að hann hefði selt Davíð Ólafssyni þessa bifreið. Hann kveðst hafa selt Edvard bifreiðina en eitthvað losaralega var gengið frá því á milli þeirra og gekk salan til baka. Man ákærði ekki til þess að hafa nein gögn um þetta. Ákærða var kynntur framburður Eyþórs Eðvarðssonar um kaup Ellenar Nínu Sveinsdóttur, konu ákærða, á bifreiðinni Y-9169 þann 8.1. 1980. Ákærði kveðst hafa keypt þessa bifreið fyrir konu sína. Ástæðuna fyrir því að hann lét son sinn skrifa undir skjölin minnir hann hafa verið þá að hann var að fara úr bænum og mátti ekki vera að því að ganga sjálfur 240 frá þessu. Þetta voru bifreiðaskipti og greiddi ákærði á milli með víxlum frá Steingrími Þórissyni. Það gæti verið rétt að um hafi verið að ræða tvo víxla að fjárhæð kr. 500.000 hvorn og einn víxil að fjárhæð 350.000. Ákærði hefur fengið þá víxla úr viðskiptunum við Edvard með Hornet og Blazer bifreiðarnar. Ákærði getur ekki sagt til um hvenær viðskiptin með Hornet bifreiðina fóru fram milli þeirra Edvards, en það gæti hafa verið einhvern tímann haustið 1979, enda leið langur tími frá því þetta var ákveðið þangað til gengið var frá þessu. Ákærða voru sýnd tvö ljósrit af víxlum samþykktum af Steingrími Þórissyni, útgefnum af Söluskálanum Reykholti, hvorn að fjárhæð kr. 350.000, ábektum af honum. Ákærði fékk þessa víxla frá Edvard að hann heldur örugglega úr viðskiptunum með Hornet bifreiðina. Víxlum þeim sem ákærði fékk í hendur, er að framan greinir, er lýst í ákæru, og viðurkennir ákærði að hafa notað þá með þeim hætti sem þar kemur fram. Ákærði kveðst ekki vilja viðurkenna að hann hafi framið fjársvik með notkun víxlanna svo sem honum er gefið að sök í ákæru. Ákærði kveðst hafa fengið víxlana hjá meðákærða Edvard svo sem áður greinir. Kveðst hann ekki hafa vitað hvaða viðskipti lágu að baki þeim milli meðákærða og Steingríms Þórissonar. Ákærða var kynntur framburður Trausta Tómassonar um flutning á skó- fatnaði þeim sem sendur var upp í Borgarfjörð til Steingríms Þórissonar. Ákærði kvað Edvard hafa beðið sig um að hjálpa sér að bera skófatnaðinn út í sendibifreiðina, en Edvard var nýbúinn að gangast undir úppskurð og átti því erfitt með að lyfta þungu. Sendibifreiðin var pöntuð að bifreiða- geymslu við Borgarholtsbraut í Kópavogi, en ákærði man ekki númerið. Þeir báru síðan skóna út í bifreiðina og bað Edvard bifreiðastjórann um að fara með þá á Vöruflutningamiðstöðina, þar sem átti að senda þá á reikning kaupanda. Afgreiðslumenn á Vöruflutningamiðstöðinni neituðu að taka við skónum, þar sem Steingrímur var með lokaðan reikning þar. Edvard bað ákærða þá um að lána sér peninga fyrir flutningsgjaldinu, sem var um kr. 200.000 og greidddi ákærði það með ávísun. Þessi sendibifreiða- stjóri fór síðan með skóna upp í Borgarfjörð. Ákærði kveðst aldrei hafa séð skófatnaðinn áður. Hann hafi ekkert verið inni í því máli og ekki hafa hugmynd um það, hvort Steingrímur hafi vitað af því að skórnir væri á leiðinni til hans. Ákærði kveðst ekki þora að fara með það hvort hann hafi hitt Steingrím á Hótel Sögu sama dag og skórnir voru sendir, þ.e. eftir að bifreiðin var farin áleiðis með þá. Hins vegar hittu þeir Edvard hann um þetta leyti, en ákærði þorir ekki að fara með það hvort það hafi verið sama daginn. Ákærði kveður Edvard hafa verið með markað í Iðnaðarmannahúsinu 241 og sagði hann einu sinni við ákærða: „Þú komst aldrei á þennan skó- markað minn““. Ákærði veit ekkert meira um þessi skóviðskipti, og voru þau honum algjörlega óviðkomandi. Sigurður Örn kveðst hafa vitað að Steingrímur Þórisson átti í erfiðleikum með að greiða eitthvað, en hann vissi ekki að það væru víxlar sem Stein- grímur hefði ekkert fengið á móti. Ákærði var ekkert að setja sig inn í það nákvæmlega, en hann lagði ekki þann skilning í það. Sigurður Örn kveður ekki neinn undirbúning hafa verið á fundum ákærðu og Steingríms, enda hafi þetta ekki verið hans mál. Það var ekki fyrirfram ákveðið að þeir hittust fyrir þessa fundi hann og Edvard. Ýmislegt bar á góma á fundum þessum. Það var verið að ræða um við- skipti. Hins vegar var ákærði lítið að hlusta á mál þeirra Edvards og Stein- gríms og vildi ekki setja sig inn í það. Ákærði man ekki hver átti hugmynd- ina að því að hann kom á þessa fundi. Verið var að ræða viðskipti m.a. um jarðbor, sem hann seldi Steingrími. Í skýrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 3. júlí 1980 var ákærði Sig- urður Örn spurður um hvaða atvinnu hann hefði stundað undanfarin ár. Kvaðst hann hafa unnið sem eftirlitsmaður við Sigöldu á árunum 1975— 1976. Síðan sá hann um byggingaframkvæmdir á barnaheimili Sól- heimum í Grímsnesi fram á árið 1978. Ásamt þessu var hann með smá- búskap að Mosfelli, en það væri að mestu úr sögunni. Á árinu 1978 kveðst ákærði hafa byrjað byggingaframkvæmdir á prestssetrinu að Mosfelli og lagt sjálfur fé til þeirra. Það hefði síðan stöðvast þar sem Innkaupastofnun hefði talið að ráðherra hefði gefið leyfi fyrir byggingu án leyfis stofnunar- innar. Ákærði var síðan með búskap að Mosfelli fram á haustið 1979 er hann seldi nautgripi og kindur. Haustið 1979 seldi hann vélar og verkfæri sem hann átti svo og gripina og var það að mestu leyti á víxlum. Þeim víxlum byrjaði hann að velta í bifreiðaviðkskiptum og til að greiða skuldir. Ákærði kveðst ekki hafa haft atvinnu frá því haustið 1979. Eignir ákærða voru fjórar bifreiðar þ.e. Ford XL af árgerð 1970, skráð á kunningja hans Helga Erlendsson, Chevrolet, af árgerð 1975, sem hann var ekki búinn að láta umskrá, Bonnemvwile, af árgerð 1973, sem hann var ekki búinn að láta umskrá, Dodge jeppabifreið, af árgerð 1975 skráð á hans nafn. Ákærði kvaðst eiga gamalt hlutabréf í Loftleiðum að nafnverði kr. 100 og öll hluta- bréf í Kambi hf., sem eru að verðmæti um kr. 1.000.000. Í veðbókarvottorði frá skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, dags. 1. júlí 1980 segir, að samkvæmt afsals- og veðmálabókum Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu vottist eftirfarandi: „„1. Að eignin verslunar- og verkstæðishús í Reykholti, Reykholts- dalshr., Borgarfjarðarsýslu er þinglesin eign Steingríms Þórissonar. 2. Að á eigninni hvíla eftirtaldar þinglesnar veðskuldir: 16 242 Með 1. veðrétti kr. 250.000 til Verslunarbanka Íslands samkvæmt veð- skuldabréfi dagsettu 22/2 1972. Með 1. veðrétti kr. 250.000 til Verslunarbanka Íslands samkvæmt veð- skuldabréfi dagsettu 22/2 1972. Með 2. veðrétti kr. 80.000 til Útvegsbankans samkvæmt veðskuldabréfi dagsettu 10/6 1963. Með 3. veðrétti kr. 1.500.000 til Verslunarbankans samkvæmt veðskulda- bréfi dagsettu 10/1 1978. Með 4. veðrétti kr. 516.380. Fjárnámsgerð samkvæmt veðskuldabréfi dagsettu 1/6 1979. Með 5. veðrétti kr. 241.200. Fjárnámsgerð samkvæmt veðskuldabréfi dagsettu 25/6 1979. Með 6. veðrétti kr. 6.618.358. Lögtaksgerð samkvæmt veðskuldabréfi dagsettu 26/6 1979. Með 7. veðrétti kr. 2.610.000. Fjárnámsgerð samkvæmt veðskuldabréfi dagsettu 22/8 1979. Með 8. veðrétti kr. 700.000. Fjárnámsgerð samkvæmt veðskuldabréfi dagsettu 16/1 1980. Með 9. veðrétti kr. 1.890.392. Lögtaksgerð samkvæmt veðskuldabréfi dagsettu 16/1 1980. Með 10. veðrétti kr. 1.300.000. Fjárnámsgerð samkvæmt veðskuldabréfi dagsettu 18/6 1980.“ Niðurstöður: Svo sem nú hefur verið rakið fékk ákærði Edvard Lövdal í hendur hinn 21. desember 1979 frá Steingrími Þórissyni 39 víxla, samtals að fjárhæð kr. 18.450.000. Fyrir 32 þessara víxla, samtals að fjárhæð kr. 16.000.000, áttu að koma vörur sem endurgjald en peningar fyrir hina 7 samtals kr 2.450.00 að sögn Steingríms. Hinn 10. janúar 1980 var gert samkomulag milli ákærða og Steingríms. Segir þar að Steingrímur hafi keypt af ákærða 3000 pör af skóm af mis- munandi gerðum, leikföng, skartgripi o.fl. fyrir samtals kr. 16.000.000 og greitt með víxlum sem hver sé að fjárhæð kr. 500.000, samþykktir af Sölu- skálanum í Reykholti og útgefnir af Steingrími. Í niðurlagi samkomulagsins segir á þessa leið: „„Samþykkir þessum viðskiptum. Kvittun f. sömu upphæð að víxlum er Steingrímur er með á E. Lövdahl er hér með upp- gerð.““ Steingrímur Þórisson hefur haldið því fram að hann hafi ekkert endur- gjald fengið frá ákærða vegna framangreindra víxla en ákærði notað þá í viðskiptum svo sem að framan er lýst. Hafi Steingrímur síðan verið kraf- inn um greiðslu víxlanna. Ákærði hefur haldið því fram að hann hafi látið Steingrím hafa vörur 243 fyrir víxlana að fjárhæð kr. 18.450.000 og hafi hann verið búinn að efna allar skuldbindingar við Steingrím til að mega ráðstafa þeim. Samkomulag ákærða og Steingríms Þórissonar frá 10. janúar 1980 vegna víxlanna er það losaralegt og óljóst að það þykir ekki marktækt, enda vantar þar nánari upplýsingar um hvaða vörur Steingrímur á að hafa fengið frá ákærða. Ákærði kveður heldur engin bókhaldsgögn vera til fyrir fyrir- tæki hans Elco, þar sem hann hafi rifið afrit reikninga sem hann hélt eftir í hvert sinn er hann hafði gert upp við Úlfar Nathanelsson. Ákærði heldur því fram að hann hafi haft vörurnar frá Úlfari í umboðssölu, en því hefur Úlfar neitað og sagt að um kaup hafi verið að ræða er gerð voru upp eftirá. Bú ákærða var tekið til gjaldþrotaskipta 28. maí 1979 og hann var því eignalaus að því er liggur fyrir í málinu. Ákærði hefur ekki getað sýnt fram á samkvæmt því sem nú hefur verið rakið að hann hafi látið Steingrím Þórisson hafa nokkrar vörur til endurgjalds fyrir víxlana, enda er ósannað að Steingrímur hafi verið búinn að fallast á að kaupa skófatnað þann sem ákærði sendi til hans. Skófatnaður þessi var gamlar birgðir sem ákærði hafði keypt en ekkert greitt fyrir, og fjárhæð sú sem ákærði telur sig hafa selt Steingrími hann fyrir er fjarstæðukennd. Þykir sannað samkvæmt því sem nú hefur verið rakið þegar virtur er og reikull framburður ákærða Edvards, að hann hafi blekkt Steingrím Þórisson til að láta sig hafa víxlana með loforðum um endurgjald í vörum og peningum, sem hann efndi ekki. Ákærði Edvard notaði í viðskiptum víxlana er í 1.—3., 5.—6., 10.) 13. og 18. tl. II. kafla Á í ákæru greinir til að afla sér verðmæta, en ákærði Sigurður Örn fékk aðra víxla sem í kaflanum eru raktir hjá meðákærða til notkunar í viðskiptum. Ákærði Edvard kveður meðákærða hafa vitað hvernig hann fékk víxlana hjá Steingrími Þórissyni og einnig að bú Edvards hafði verið tekið til gjald- þrotaskipta. Ákærði Sigurður Örn hefur neitað þessu. Kveðst hann hafa fengið víxlana í bifreiðaviðskiptum frá meðákærða og talið óhætt að taka þá vegna þess að víxlar, sem hann hafði fengið áður á Steingrím Þórisson, höfðu flestir verið greiddir. Ákærðu voru á þessum tíma mikið saman. Þeir höfðu nána samvinnu um ýmis viðskipti og áttu viðskipti saman svo sem fram er komið í máli þessu. Gengu víxlar með háum fjárhæðum sem þeir höfðu orðið sér úti um en sem sjaldan voru greiddir, á milli þeirra, að ekki verði séð í öðrum tilgangi en að blekkja með þeim í viðskiptum. Verður að líta svo á, þrátt fyrir framburð Sigurðar Arnar, þegar og er virt önnur háttsemi hans í máli þessu, að sannað sé að honum hafi verið ljóst hvernig meðákærði var að víxlunum' kominn, að meðákærði var eignalaus og að Steingrímur Þórisson hafi ekki verið borgunarmaður fyrir víxlunum miðað við fjárhæðir þeirra 244 og gjalddaga, enda fékk hann engin verðmæti fyrir víxla þá er hann lét af hendi við Edvard Lövdal svo sem áður greinir. Framangreindir víxlar í liðum A og B voru ekki greiddir, en ákærði Sigurður Örn hafði ábekt víxlana er í 1.—3. og S.—7. tl. greinir. Telst ákærði Edvard hafa orðið sekur um fjársvik með öflun víxlanna hjá Steingrími og ákærðu hvor um sig með því að hafa notað þá í viðskipt- um svo sem að framan er rakið og aflað sér þannig með blekkingum verð- mæta fyrir þá. Hafa ákærðu með framangreindu atferli orðið brotlegir gegn 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Ill. Hinn 22. júní 1980 kom vitnið Steingrímur Þórisson til Rannsóknarlög- reglu ríkisins og kærði Sigurð Örn Ingólfsson fyrir fjársvik við sölu á jarðbor. Vitnið hefur skýrt svo frá að ákærði hafi í janúar 1980 hringt til sín upp í Reykholt og beðið það um að hitta sig í Reykjavík. Hann nefndi ekki sérstaklega erindið, en sagði að þetta væri vegna viðskipta. Vitnið þekkti ákærða ekki persónulega, en hann hafði keypt nokkuð af vöruvíxl- um frá því af Edvard Lövdal. Var hann að innheimta víxlana og var oft mjög liðlegur með framlengingar. Þetta varð til þess að ákærði og vitnið mæltu sér mót á Hótel Sögu. Fáum dögum eftir þetta hitti vitnið ákærða á Hótel Sögu. Fór ákærði að spyrja það út í víxla sem það hafði látið Edvard Lövdal hafa og fallnir voru í gjalddaga. Spurði hann vitnið hvort það væri ekki í klípu út af víxl- unum. Sagði vitnið að svo væri, enda voru þá fallnir á það víxlar, sem Edvard hafði lofað að borga. Í framhaldi af þessu fór ákærði að ræða um það hvernig hægt væri að bjarga þessum víxlum, enda var hann góður vinur Edvards. Á þessum fundi kom ekki nein sérstök uppástunga um það hvernig hægt væri að bjarga málunum, en þeir ætluðu að hugsa málið í nokkra daga. Nokkrum dögum síðar mæltu ákærði og vitnið sér mót aftur, en vitnið man ekki hvar þeir hittust. Ákærði fór að segja vitninu að hann hefði umráðarétt yfir jarðbor sem mjög gott væri fyrir Borgfirðinga að eignast. Benti hann vitninu sérstaklega á að það gæti útvegað sér fjármuni til að bjarga skuldum þess með því að eignast jarðborinn og selja hann síðan ræktunar- og búnaðarfélögum í Borgarfirði. Sagði ákærði vitninu að það gæti útvegað sér rekstrarfé með því að kaupa jarðborinn þar sem mjög auðvelt yrði fyrir það að selja hann aftur með mikilli útborgun. Gæti vitnið eignast jarðborinn með því að samþykkja víxla fyrir honum. Þeir hittust síðan nokkrum sinnum og ræddu þetta mál nánar. Vitnið skoðaði jarðbor- 245 inn lauslega einu sinni, en hann var rétt hjá heimili ákærða á Seltjarnarnesi. Ákærði lagði mjög að vitninu að kaupa jarðborinn og sagði að sambæri- legir borar væru ekki til hér á landi. Hann kvað einn af aðalkostum borsins vera þann hve auðvelt væri að flytja hann á milli staða. Sagði hann jarð- borinn vera í mjög góðu lagi. Vitnið kveðst ekkert vit hafa haft á slíkum borum og trúað því að þetta væri gott tæki. Lét það ekki sérfræðing skoða borinn. Var ætlun vitnisins að selja borinn Búnaðarfélagi Reykholtsdals- hrepps. Vitnið keypti jarðborinn af ákærða hinn 5. febrúar 1980. Vitnið sá ljósrit af afsali fyrir jarðbornum og kvaðst staðfesta það. Jarðborinn var seldur á kr. 16.800.000. Greiddi vitnið hann með 48 víxlum sem hver var að fjár- hæð kr. 350.000. Gjalddagar víxlanna voru 28. hvers mánaðar og féllu fjórir víxlar í gjalddaga í hvert sinn. Átti því greiðslu að vera lokið á einu ári. Þegar framangreind viðskipti fóru fram sagði ákærði vitninu að þeir skyldu hittast á Shell-planinu í Breiðholti og að það skyldi hafa alla víxlana samþykkta og frágengna með sér. Ákærði sagðist ætla að láta útbúa afsalið og koma með það. Ákærði lofaði að sögn vitnisins, vegna vanþekkingar þess á jarðbornum, að það kæmi fram í afsalinu að hann myndi taka borinn aftur eða selja hann fyrir það ef það gæti ekki sjálft losnað við hann, enda var vitnið ekki búið að fá neina vissu fyrir því að hægt yrði að endurselja jarðborinn. Þegar ákærði kom með afsalið á Shell-planið sá vitnið að orðalagið í því var ekki eins og hann hafði lofað, heldur stóð þar að hann myndi verða því innan handar við endursölu á bornum. Vitnið gerði athugasemd við þetta, en ákærði margendurtók að hann myndi standa við loforð sitt. Vitnið féllst þá á þetta, enda var ákærði með vöruvíxla til innheimtu á það. Var ákærði búinn að ýta lítilsháttar á vitnið með greiðslu á þeim og hefði ge:s' gengið að eignum vitnisins. Beitti það sér því ekki sem skyldi. Ákveðið va; að borinn yrði geymdur hjá ákærða þangað til vitnið væri búið að fá kaupanda að honum. Það dróst eitthvað að vitnið fyndi menn sem sýndu þessu raunverulegan áhuga og í maí 1980 sendi ákærði borinn til vitnisins og skildi hann eftir á Bíla- og vélaverkstæði Guðmundar Kerúlfs að Litla- Hvammi, rétt hjá heimili þess. Borinn var sendur til vitnisins án þess að það hefði beðið um það. Kveðst það ekki hafa veitt honum nokkurn tíma viðtöku. Borinn var í reiðileysi og hefur engin viðgerð farið fram á honum. Þegar til kom reyndist borinn ónýtur eða allt að því og viðgerð talin það dýr að ekki mundi borga sig að fara út í hana. Þegar þetta kom í ljós var reynt að fá ákærða til að láta kaupin ganga til baka, en hann vildi ekki á það fallast. Vitninu var kynnur framburður ákærða sem hér á eftir verður rakinn. 246 Vitnið kvað framburðinn í mörgum atriðum réttan. Ákærði hefði sagt því verð á nýjum borum eins og vitnið átti að fá og sýnt því myndir af þeim. Taldi vitnið skv. því að um samskonar bor væri að ræða og ákærði var að selja því. Þegar til kom var um allt öðru vísi bor að ræða og hann brotinn. Borinn sem vitnið fékk var lítils eða einskis virði, enda heyrði vitnið að ákærði hefði keypt hann á 400.000—500.000 krónur. Stuttu eftir að jarðborinn kom úpp í Borgarfjörð hringdi Hjörleifur Hallgríms, eigandi Bílasölunnar Ás, Höfðatúni 3, Reykjavík, til vitnisins. Sagði hann vitninu að ákærði hefði keypt bifreið á bifreiðasölunni hjá honum fyrir rúmlega 4.500.000 krónur og greitt hana með víxlum útgefnum af því, sem voru hver að fjárhæð kr. 350.000. Hjörleifur kvaðst vera í vafa með þessa víxla. Vitnið sagði Hjörleifi að víxlarnir væru vegna jarðbors sem það hefði keypt af ákærða Sigurði Erni. Hjörleifur sagði vitninu þá að ákærði hefði svikið það illilega með sölu á bornum. Sagði Hjörleifur að þessi bor væri ónýtur, enda hefði ákærði ætlað að svíkja hann inn á mann í bifreiðaviðskiptum á bifreiðasölunni hjá sér. Hjörleifur sagðist hafa látið skoða borinn og komið í veg fyrir viðskiptin þar sem komið hefði í ljós að borinn var ónýtur. Víxlar þeir, sem Sigurður Örn fékk hjá vitninu, voru flestir án útgáfu- dagsáritunar en útgefnir og ábektir af því og einnig samþykktir af því í nafni Söluskálans í Reykholti. Vitnið kveðst ekki hafa reynst borgunar- maður fyrir víxlunum, og hafi Sigurði Erni verið það ljóst. Það kveðst aldrei hafa veitt bornum viðtöku. Hann er enn þá uppi í Reykholti í reiði- leysi og hefur engin viðgerð farið fram á honum. Ákærði notaði í viðskipt- um 34 af þeim víxlum sem honum áskotnaðist við sölu á bornum og fékk Edvard Lövdal einhverja þeirra. Vitnið sá ljósrit framangreindra víxla í dóminum og staðfesti að um þá sé að ræða. Vitnið kvað ákærða samkvæmt framansögðu hafa svikið inn á það ónýtan hlut og notað innheimtuvíxla sem þvingun á það. Ákærða hafi verið ljóst þegar hann seldi því borinn að hann var ónýtur. Vitnið kveðst því hafa verið blekkt til að kaupa borinn fyrir margfalt verð umfram raunvirði vegna þekkingarleysis þess. Þegar vitnið fór að kanna hvað nýr bor af svipaðri stærð myndi kosta með öllum útbúnaði reyndist það vera 12—14 milljónir króna. Vitnið telur að lítið af þeim víxlum, sem Sigurður Örn fékk vegna sölu á bornum og setti í umferð, hafi verið greiddir. Samkvæmt afsali dagsettu 5. febrúar 1980 sem lagt hefur verið fram í málinu seldi ákærði Sigurður Örn Steingrími Þórissyni borstól af Ingersoll Rand gerð á 3 gúmmiíhjólum, en árgerð er ókunn. Í afsali segir, að á bor- stólnum hvíli engar veðskuldir eða önnur eignabönd. Borstóllinn seljist í 247 núverandi ástandi sem kaupandi hafi þegar kynnt sér og sætti sig við að öllu leyti. Umsamið kaupverð er sagt að fullu greitt. Lokst segir í afsali að í því tilelli að í ljós komi að borinn henti ekki við þær aðstæður, sem nota á hann við, muni seljandi verða kaupanda innan handar við endursölu á honum. Vitundarvottar á afsali þessu eru Hólmgeir Björnsson og Gunnar Haralds, starfsmenn Shell í Breiðholti í Reykjavík. Neðst á afsalinu stend- ur: „ Víxlar alls 48 = 16.8 milj.““, en eigi er vitað hver hefur skráð það. Vitnið Hólmgeir Björnsson, afgreiðslumaður á bensínstöð Shell við Suðurfell, kveður tvo menn einhvern tíma hafa komið inn á bensínstöðina til þess og beðið það um að vera vottur á afsali. Sögðu þeir að afsalið væri vegna sölu á borstól. Vitnið sá ekki borstólinn og telur að þeir hafi ekki verið með hann. Vitnið óskaði eftir því að mennirnir sýndu persónuskilríki þar sem það þekkti þá ekki. Það eina sem vitnið gerði var að skrifa nafn þess á afsalið sem vottur. Vitninu var sýnt framangreint afsal vegna sölunnar á borstólnum. Það kannast við að hafa vottað á það. Þegar mennirnir komu og báðu vitnið um að votta afsalið báru þeir því við að alls staðar væri lokað og kváðust vera Í vandræðum. Vitnið Gunnar Haraldsson, afgreiðslumaður á bensínstöð Shell við Suðurfell, kveðst muna eftir því að einhvern tíma veturinn 1980 komu tveir menn inn á bensínstöðina til þess og báðu það um að votta fyrir sig afsal vegna sölu á borstól. Þeir voru ekki með borstólinn meðferðis. Mennirnir kváðust vera í miklum vandræðum með að fá votta á afsalið, þar sem alls staðar væri búið að loka. Maður, sem vann á bensínstöðinni með vitninu, skrifaði á afsalið sem vottur og ákvað vitnið þá að gera það líka. Mennirnir sýndu þeim nafnskirteini áður en þeir skrifuðu sem vottar á afsalið. Vitninu var sýnt afsalið, er að framan greinir, vegna sölu borstólsins og kannaðist það við nafnritun sína á því. Verða nú raktir eftirgreindir víxlar sem ákærði Sigurður Örn fékk hjá Steingrími Þórissyni við sölu borstólsins og hvernig þeir voru notaðir: Víxill með gjalddaga 28.3. 1980 að fjárhæð kr. 350.000 — — — 28.4. 1980 — — — 350.000 = — — 284 1980. — — — 350.000 — 28.4 1980 — — — 350.000 — — — 28.4 1980 — — — 350.000 — — — 28.5 1980 — „ — — 350.000 = — — 28.5 1980 — — — 350.000 — — — 28.6 1980 — „ — — 350.000 — — — 28.6 1980 — — — 350.000 a — 28.7 1980 — — — 350.000 248 sr, — 28.7 1980 — „ — — 350.000 — — — 28.8 1980 — — — „350.000 ga SE — 28.9 1980 — — — 350.000 Samtals kr. 4.550.000 Víxla þessa notaði ákærði Sigurður Örn til þess að greiða kaupverð bif- reiðarinnar L-1576 sem hann keypti af Guðjóni Jónssyni. Víxill með gjalddaga 28.6. 1980 að fjárhæð kr. 350.000 — — — 28.7. 1980 — — — 350.000 — — — 28.11. 1980 — — — 350.000 — — — 28.11. 1980 — „ — — 350.000 — — — 28.12. 1980 — — — 350.000 — — — 28.12.1980 — — — 350.000 Samtals kr. 2.100.000 Framangreinda víxla fékk ákærði Edvard Lövdal hjá Sigurði Erni Ingólfssyni í einhverjum viðskiptum. Ber ákærðu ekki saman um hvaða viðskipti þetta voru og liggur það ekki ljóst fyrir. Edvard notaði síðan þessa víxla í bifreiðaviðskiptum við Svan Kristjánsson, Klébergi 7, Þorlákshöfn. Víxill með gjalddaga 28.5. 1980 að fjárhæð kr. 350.000 hair — 28.5. 1980 — — — 350.000 — — — 28.6. 1980 — — — 350.000 — — — 28.7. 1980 — — — 350.000 sr ll — 28.8. 1980 — — — 350.000 = — 28.8. 1980 — — — 350.000 — — — 28.8. 1980 — „ — — 350.000 Samtals kr. 2.450.000 Víxla þessa fékk Edvard Lövdal hjá Sigurði Erni Ingólfssyni í einhverjum viðskiptum, en ekki liggur ljóst fyrir hver bau voru. Ber ákærðu ekki saman VIÖSKIPLUIiI, vii VÁRI i5ð5ut Ajvöt 47 F sa um það. Edvard notaði þessa víxla sem greiðslu þegar hann tók vörur til baka hjá Þórdísi Kristjánsdóttur í versluninni Örinni á Akranesi. Víxill með gjalddaga 28.9. 1980 að fjárhæð kr. 350.000 A = 28.9. 1980 — — — 350.000 a — 28.10. 1980 — — — 350.000 a ja — 28.10. 1980 — — — 350.000 249 a — 28.10. 1980 — „ — —- 350.000 — — — 28.10. 1980 — „ — „— 350.000 — — — 28.11. 1980 — „ — —- „ 350.000 — — — 28.11. 1980 — „ — „— 350.000 Samtals kr. 2.800.000 Víxla þessa fékk Edvard Lövdal hjá Sigurði Erni Ingólfssyni í einhverjum viðskiptum, en ekki liggur ljóst fyrir hvaða viðskipti það voru. Ber þeim Edvard og Sigurði Erni ekki saman um það. Edvard notaði síðan víxlana sem greiðslu þegar hann tók vörurnar til baka hjá Vigfúsi K. Vigfússyni í versluninni Vík, Ólafsvík. Við rannsókn máls þessa kom fram að Edvard Lövdal lét þá Guðmund Ársælsson og Jóhann Ósland Jósepsson hafa 10 víxla að fjárhæð kr. 350.000 hvern til þess að setja þá í umferð fyrir hann. Þeir Guðmundur og Jóhann báðu síðan Jón Ármann Guðmundsson til heimilis að Hraun- braut 5 Kópavogi, um að geyma þessa víxla og hafa þeir ekki komið fram. Rannsóknarlögreglu tókst ekki að hafa uppi á fjórum víxlum sem eru hver um sig að fjárhæð kr. 350.000 og eru tilkomnir vegna sölunnar á jarð- bornum. Fram hefur komið í málinu að Jóhann Ármann Guðmundsson, Álfheim- um við Suðurlandsveg hér í borg, seldi ákærða Sigurði Erni framan- greindan borstól samkvæmt afsali, dagsttu 12.1. 1980. Segir í afsalinu að borstóllinn seljist í núverandi ástandi sem kaupandi hafi þegar kynnt sér og sætti sig við að öllu leyti. Kaupverðið er sagt að fullu greitt. Sala þessi fór fram á vegum Bílasölunnar, Höfðatúni 10 og eru vottar á afsali Davíð Ólafsson og Ingi Ólafsson. Ákærði Sigurður Örn Ingólfsson hefur skýrt frá því, að einhvern tímann fyrir áramótin 1979—-1980 eða í byrjun árs 1980 hafi komið til tals við vitnið Steingrím Þórisson, að ákærði ætti jarðbor. Einnig kom fram að á þeim tíma væri verðmæti borsins um 10 milljónir króna eða heldur undir því. Stuttu eftir að þetta kom til tals kom í ljós að vitnið hefði hug á að kaupa borinn, en ákærði kveðst ábyggilega hafa sagt því að hann væri að hugleiða að selja hann, enda keypti hann borinn ekki með það í huga að eiga hann, heldur hefði hann tekið borinn upp í viðskipti. Vitnið sagði ákærða að einhverjir menn uppi Í Borgarfirði hefðu hug á að kaupa borinn með vitninu eða jafnvel að kaupa borinn af því. Ákærða skildist á vitninu að það hefði hug á að kaupa borinn. Sagðist vitnið ætla að athuga málið mjög vel, þannig að ákærði var alveg grandalaus. Nokkrum vikum eftir að þetta kom fyrst til tals vildi vitnið ganga frá kaupunum. Ákærði benti vitninu á að kanna þetta fyrst m.a. hjá Lands- 250 smiðjunni sem er með sams konar tæki. Ákærða skildist á vitninu að það hefði kynnt sér þetta mjög vel. Vitnið fór fram á að gengið yrði frá þessum viðskiptum þeirra og hripaði ákærði upp afsal. Ákærða var sýnt ljósrit af afsali því sem vitnið segir að hafi verið gert vegna kaupanna og staðfesti ákærði það. Dagsetninguna á afsalinu 5. febrúar 1980 skrifaði ákærði sjálfur og heldur hann að gengið hafi verið frá þessu þann dag. Viðskiptin fóru fram í bifreið vitnisins á Shellplaninu í Breiðholti. Ákærði veit ekki hvers vegna þau fóru fram þar, en vitnið stakk upp á því þar sem það var að flýta sér út úr bænum. Ákærði kveðst ekki hafa lýst ástandi borsins fyrir vitninu, heldur sagði því að kynna sér það sjálft, enda hafði vitnið frjálsan aðgang að bornum. Ákærði var búinn að eiga borinn í um tvo mánuði. Hann hafði keypt borinn af Jóni Guðmundssyni, Álfabrekku við Suðurlandsbraut. Þetta var í tengslum við önnur viðskipti og því erfitt að segja um verðið. Bifreiðin, sem ákærði lét á móti, var Tornato af árgerð 1975, metin á um kr. 7.000.000. Borinn fór upp í hluta af verðinu, en ákærði lét Jón einnig hafa aðra bifreið með bornum og eitthvað af víxlum. Ákærði man ekki hvað borinn var metinn á. Gæti hann hafa verið metinn á um kr. 3.000.000. Ákærði kveðst ekki hafa kynnt sér nákvæmlega ástand borsins þegar hann keypti hann, að öðru leyti en því að hann hringdi í mann sem hafði notað borinn og bar hann bornum vel söguna. Ákærði man ekki hvað sá maður heitir, en taldi sig geta grafið það upp. Borinn var á Smiðjuvegi í Kópavogi þegar ákærði keypti hann, en hann lét flytja borinn að Tjarnarstíg 12, Seltjarnarnesi, þar sem ákærði dvaldist. Vitnið sótti ekki borinn og vorið 1980 kom ákærði honum á Vöruflutninga- miðstöðina og lét senda hann til vitnisins. Ekkert fylgdi bornum. Loft- pressu þarf við borinn en hún fylgdi ekki og bauðst ákærði til að útvega vitninu loftpressu á góðu verði. Sagðist vitnið ætla að kanna það en gerði það ekki. Ákærði ætlaði einnig að útvega vitninu borstengur og krónu sem þarf að vera fyrir hendi til að hægt sé að nota borinn. Þessir hlutir áttu þó ekki að fylgja með og fylgdu ekki þegar ákærði keypti borinn en ákærði ætlaði að reyna að fá þetta hjá loftpressuverktaka. Þetta var allt hægt að fá á mjög hagstæðu verði að sögn ákærða. Vitnið greiddi jarðborinn með 48 víxlum samtals að fjárhæð kr. 16.800.000. Víxlarnir voru útgefnir og ábektir af vitninu og samþykktir af því í nafni Söluskálans í Reykholti. Ákærði kveðst hafa verið búinn að kynna sér verðmæti jarðbora eins og vitnið keypti og taldi hann að jarð- borinn væri þess virði sem vitnið gaf fyrir hann. Sagði ákærði að vitnið hefði getað hagnast á jarðbornum ef vel hefði verið á haldið. 251 Ákærði kveðst hafa notað í bifreiðaviðskiptum 34 af framangreindum víxlum sem er lýst í ákæru og svo sem þar greinir. Steingrímur fékk 2 af víxlunum aftur. Fékk meðákærði Edvald hluta af víxlunum í bifreiðavið- skiptum við ákærða. Hugmyndin að verði borsins kr. 16.800.000 þróaðist hjá vitninu og ákærða, en hann sagði vitninu að svona nýr bor myndi kosta um kr. 9.000.000 eða rúmlega það. Ástæðan fyrir því að verðið var haft hærra var sú að vitnið mat víxlana frá því ekki meira en þetta. Ákærði: heldur að víxlarnir hafi átt að greiðast allir upp á einu ári með jöfnum mánaðar- greiðslum. Ákærði sagði vitninu að hann skyldi verða honum innan handar með endursölu á bornum. Ákærði kvað framburð vitnisins um að ákærði myndi taka borinn aftur, ef því tækist ekki að selja hann, ekki réttan. Ákærði kvaðst ekki viðurkenna að hafa framið fjársvik í viðskiptunum við vitnið með sölu á bornum og síðar með notkun víxlanna, svo sem honum er gefið að sök í ákæru. Við samprófun vitnisins Steingríms Þórissonar og ákærða Sigurðar Arnar hjá rannsóknarlögreglu skýrði vitnið frá því að þegar kom til tals að kaupa borinn hefði ekki komið annað til greina en nota hann. til að bora eftir heitu vatni, enda væri ekki hægt að nota hann til annars í Borgarfirði. Vissi ákærði af því og sagði jafnframt að hægt væri að nota borinn til þess konar borana. Eins sagði ákærði að hægt væri að bora þó nokkuð djúpt þar sem væri góður jarðvegur. Vitnið kveðst ekki vilja viðurkenna að ákærði hefði sagt að hann byggist við að hægt væri að nota borinn til að bora eftir heitu vatni. Hann hefði fullyrt við sig að það væri hægt. Um þetta leyti var búnaðarþing haldið í Reykjavík og spurði vitnið menn úr Borgarfirði að því hvort þeir teldu að búnaðar- og ræktunarfélögin þar hefðu áhuga á svona bor til að bora eftir heitu vatni. Vitninu var sagt að það væri alls ekki ósennilegt ef um gott verkfæri væri að ræða, enda mikið af heitu vatni í héraðinu. Einhver af fundarmönnum sló því fram hvort ekki væri um að ræða svokallaðan staura- og sprengibor. Vitnið bar þáð undir ákærða, en hann taldi að það væri fjarstæða og sagði að hægt væri að fá borstangir og fleira sem til þyrfti til að bora eftir heitu vatni. Ákærði kvað þetta ekki alveg rétt hjá vitninu, sennilega vegna ókunnug- leika hans á þessum verkfærum. Hann hefði sagt að borinn hefði verið notaður í vinnu við sprengingar í Breiðholti. Hægt væri að nota borinn til:að bora eftir heitu vatni og köldu líka á góðu landi við góðar aðstæður og vitnið ætti að: kynna sér þetta. Vitnið spurði um notagildi þessara bora í Landssmiðjunni, en starfsmenn 252 þar vissu ekkert um þessa tegund bora. Ákærði hafi ekkert talið því til fyrirstöðu að hægt yrði að nota borinn til að bora eftir vatni á að minnsta kosti 30—50 metra dýpi. Ákærði kveðst ekki muna eftir því að ákveðin dýpt væri rædd, en sagði vitninu að hægt væri að fá framlengingu á borstengurnar og taldi hann að hægt yrði að bora nokkuð djúpt, en það færi þó eftir jarðvegi. Ákærði hafði verið með víxla til innheimtu á vitnið á þeim tíma, sem framangreind viðskipti fóru fram, en látið þá ganga upp í önnur viðskipti. Ákærði var að spyrja vitnið um þetta, þar sem þeir sem fengu víxlana hjá honum voru að spyrja hann um þá. Vitnið sagði þetta sjálfsagt alveg rétt hjá ákærða. Ákærði las kæru vitnisins. Ákærði kvaðst mótmæla því að hann hefði notað innheimtuvíxla sem þvingun á vitnið. Vitnið hefði alltaf vitað að hann mundi reyna að semja fyrir það. Ákærði tók fram, að víxlar þeir, sem Edvard Lövdal var með á vitnið, væru honum óviðkomandi og hann þekkti ekki það mál. Vitnið las yfir skýrslu ákærða hjá rannsóknarlögreglu frá 24. júní 1980. Það kvaðst vilja gera athugasemd við það að ákærði hefði sagt að verð á nýjum bor væri um kr. 9.000.000. Hann hefði sagt nýjan bor kosta um 12—14 milljónir króna með venjulegum fylgihlutum. Eins gerði vitnið athugasemd við framburð ákærða um að það hefði ekki metið víxla þess á fullu verði. Þeir hefðu verið metnir sem fullgildir víxlar, enda hefði það staðið í skilum með víxla þess. Ákærði kvað verðmuninn geta legið í fylgihlutunum eða hann hefði fengið uppgefið gamalt verð. Varðandi víxlana sagði ákærði að alltaf sé greitt hærra verð þegar hlutur er lánaður, víxlar séu aldrei eins og peningar. Ákærði Edvard hefur skýrt frá því að hann hafi engin afskipti haft af því er meðákærði Sigurður Örn seldi Steigrími Þórissyni umræddan jarðbor hinn 5. febrúar 1980 og hafi þau viðskipti verið sér með öllu óviðkomandi. Steingrímur Þórissom ýmist samþykkti eða gaf út 48 víxla samtals að fjárhæð 16.800.000 kr. til kaupa á jarðbornum og fékk ákærði 21 af víxl- unum sem hver var að fjárhæð kr. 350.000 hjá meðákærða Sigurði Erni. Víxlar þessir eru tilgreindir í 2.—4. tl. III. kafla ákæru. Ákærði kveðst hafa eignast víxlana í bifreiðaviðskiptum við meðákærða. Hann hafi seit meðákærða bifreiðina um mánaðamótin febrúar-mars 1980 af gerðinni Oldsmobile Tornado. Greiddi meðákærði bifreiðina með framangreindum víxlum auk kr. 1.000.000 með ávísun útgefinni af meðákærða á Alþýðu- bankann. Meðákærði hafði átt bifreiðina um skamman tíma. Ákærði kveður Davíð Ólafsson hafa haft einhverja milligöngu um sölu bifreiðar- innar til meðákærða, en meðákærði seldi ákærða bifreiðina án nokkurs milliliðar og sá um að ganga frá sölunni. 253 Ákærði kveðst hafa notað 6 af víxlum þessum í viðskiptum við Svan Kristjánsson, Klébergi 7, Þorlákshöfn. Lét ákærði Svan hafa víxlana í staðinn fyrir aðra víxla sem Eva Jónsdóttir sambýliskona hans hafði sam- þykkt og Svanur átti. Þá notaði ákærði 7 af víxlunum til endurgreiðslu á vörum, sem hann tók til baka úr versluninni Örinni, Skólabraut 31, Akranesi. Loks kveðst ákærði hafa notað 8 af víxlunum til endurgreiðslu á vörum, sem hann tók til baka úr versluninni Vík, Ólafsvík. Ákærði kveðst ekki vita fyrir víst hvort framangreindir víxlar hafi verið greiddir. Að öðru leyti kveðst ákærði engin afskipti hafa haft af víxlunum sem meðákærði fékk fyrir jarðborinn. Ákærði kveðst neita því að hafa framið fjársvik með notkun framan- greindra víxla er í hans hlut komu, svo sem honum er gefið að sök í ákæru. Vitnið Davíð Ólafsson, sölumaður á Bílasölunni Höfðatúni 10, er farið af landi brott. Vitnið mætti hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og gaf skýrslu í málinu. Vitnið kvaðst kannast við að hafa haft milligöngu með sölu á umræddum borstól, sem Jón Guðmundsson, Álfabrekku við Suðurlands- braut, seldi Sigurði Erni Ingólfssyni. Skömmu eftir áramótin 1979—-1980 bað Jón vitnið um að selja fyrir sig tvær Volkswagen bifreiðar og eins borstólinn. Borstólinn mat hann á 2.5 til 3.5 milljónir króna, allt eftir því hvernig greitt yrði. Jón bað vitnið um að spyrja Sigurð Örn Ingólfsson að því hvort hann myndi vilja kaupa borinn þar sem Sigurður Örn hafði unnið með svipuðum verkfærum. Vitnið spurði Sigurð Örn um þetta og ræddu þeir Jón þetta mál. Síðan fóru þeir saman og skoðuðu borinn, en síðan ræddu þeir verðhugmyndir. Sigurður Örn bað um nokkurra daga frest til að hugsa málið. Viðskipti þessi fóru síðan fram þann 12. janúar. Skipti Sigurður Örn á Oldsmobile bifreið sinni og fékk í staðinn borinn og aðra bifreið. Borinn var talinn að verðmæti kr. 2.600.000 eða kr. 2.700.000, og var þá miðað við það að greiddar væru strax kr. 500.000 í peningum og eftirstöðvar á víxlum til 5—6 mánaða. Vitnið Jón Guðmundsson verktaki, Álfabrekku við Suðurlandsbraut, hefur skýrt frá því, að það hafi keypt borstól af Ingersoll Rand gerð á uppboði hjá fyrirtækinu Verkframa sennilega árið 1979 á kr. 45.000. Vitnið kveðst hafa talið borstólinn margfalt meira virði eða um fimmtíufalt. Vitnið kveður mann að nafni Stefán Þorbergsson hafa boðið sér fyrir bor- inn fimmfalt uppboðsverð, en síðan tífalt eða 500.000. Taldi vitnið það langt undir sannvirði og hafnaði þessu. Vitnið kveðst hafa unnið með svona tæki og þekkja vel notagildi þess. Borstóllinn er sérhæfður til að bora sprengiholur fyrir fastan jarðveg. Það er ekki hægt að nota hann til borunar í lausan jarðveg. Hinsvegar er hægt 254 að nota borinn til að bora eftir heitu vatni, en þó eingöngu í klöpp eða fastan jarðveg. Vitnið kveðst hafa verið tilbúið að ganga að tilboðum í borinn þau ár sem það átti hann, en ekki lagt vinnu í að selja hann. Það hafi komið mörg tilboð en lág og það ekki viljað selja borinn. Vitnið hafði látið menn vita af því að það ætti borinn og vildi selja hann hugsanlega í bifreiðaviðskiptum. Sagði það m.a. Davíð Ólafssyni hjá Bíla- sölunni Höfðatúni 10 frá þessu og hann kynnti þá ákærða Sigurð Örn Ingólfsson með sölu á bornum í huga. Vitnið kveðst hafa selt ákærða Sigurði Erni Ingólfssyni borstólinn eða látið hann ganga upp í viðskipti og var matsverð á honum 3.000.000 krónur. Vitnið man ekki um hvers konar viðskipti var að ræða. Var gengið út frá 500.000 króna útborgun en eftirstöðvar kr. 2.500.000 á víxlum. Síðar kom í ljós, að sögn vitnisins, að víxlarnir voru á erfiðan greiðanda sem þó var vitað að myndi greiða. Vitnið var spurt hvað átt sé við í framburði þess hjá lögreglu um að gengið hafi verði út frá 500.000 kr. útborgun. Vitnið kveðst ekki geta skýrt það nánar þar sem það hafi ekki ráðið orðalagi bókunar hjá rannsóknar- lögreglu. Eftirstöðvar kaupverðs voru greiddar með víxlum að upphæð kr. 2.500.000. Vitnið var nánar spurt um útborgun í bornum. Vitnið kveður sig minna að útborgun í bornum hafi verið kr. 500.000, en það hefði ekki kvittun eða afrit af kvittun fyrir þessu. Það kveðst ekki þora að segja um hver hafi verið skuldari á víxlunum sem það fékk, en víxlarnir fengust greiddir. Vitnið kveðst ekki heldur muna hver hafi borgað víxlana. Þeir hafi ef til vill verið settir í innheimtu. Vitnið var spurt um hvort ákærða hefði verið kunnugt um það við kaupin hvert notagildi borinn hefði. Það kvað hann hafa vitað að um bor var að ræða sem ekki væri hægt að nota í lausum jarðvegi, enda hafði hann unnið með svipuðu tæki uppi við Sigöldu. Vitnið kvað borstólinn vera í góðu lagi að því er Stefán Þorbergsson hefði sagt því, en hins vegar gæti hann hafa skemmst eitthvað vegna notkunarleysis. Á þenslutímabilinu 1971 til 1975 var mjög mikil eftirspurn eftir þessum tækjum, en síðan hafa fjölmargir verktakar orðið gjaldþrota vegna verkefnaskorts og því hafi svona tæki selst á lágu verði. Vitnið Stefán Þorbergsson verktaki, Hólmgarði 19, hefur skýrt frá því, að það hafi boðið í framangreindan borstól á nauðungaruppboði hjá fyrir- tækinu Verkframa haustið 1977 að það minnir. Borstóllinn var sleginn Jóni Guðmundssyni á rétt innan við 50.000 kr. Vitninu var kynntur framburður Jóns Guðmundssonar þess efnis að það hefði boðið honum fimmfalt og síðar tífalt verð fyrr borstólinn eftir uppboðið. Vitnið kvað þetta ekki rétt hjá Jóni. Vitnið telur sig hafa boðið 255 í stólinn 41 eða 42.000 kr. Kveðst það ekki hafa viljað fara hærra þar sem það. þekkti til borstólsins og vildi ekki:kaupa hann fyrir meira. Vitnið telur að borstóllinn hafi verið í sæmilegu lagi þegar hann var seldur á uppboðinu, en hann var orðinn sennilega um það bil.30 ára gamall og því úreltur. Vitnið kveðst ekkert geta sagt um notagildi borsins til að bora eftir heitu vatni, en telji þó, að það ætti að vera hægt, ef um það væri að ræða, að bora ætti með honum í klöpp og heitt vatn fengist á 10 metra dýpi. Vitnið staðfesti það sem það segir í skýrslu þess hjá rannsóknarlögreglu að það hefði ekki þegið borinn að gjöf í september 1980 vegna þess að hann hentaði mjög illa við þau verkefni sem því buðust. Vitnið Hjörleifur Hallgríms verslunarmaður, Barmahlíð 52, framkvæmda- stjóri Bílasölunnar Ás, Höfðatúni 2, hefur skýrt frá því að ákærði Sigurður Örn Ingólfsson hafi komið til þess á bílasöluna sennilega í janúar 1980 og viljað kaupa vörubifreið sem vitnið hafði til sölu. Eigandi bifreiðarinnar var Guðmundur Björgúlfsson, Breiðdalsvík, og var verð hennar 11—12 milljónir króna. Ákærði bað vitnið að kanna hvort Guðmundur Björgúlfsson vildi taka bor sem ákærði átti upp í bifreiðina. Taldi ákærði borinn vera að verðmæti 8.000.000 krónur. Vitnið kveðst hafa látið Guðmund vita um þetta. Hann sagðist vita um borinn og taldi að verðhugmynd ákærða væri fjarri raun- veruleikanum. Sagði hann að borinn mundi vera lítils eða einskis virði og viðskipti þessi kæmu ekki til greina. Verður nú rakin notkun ákærðu á framangreindum víxlum. 1. Með afsali, dagsetu 22. febrúar 1980, seldi Guðjón Jónsson, Hall- geirsey í Austur-Landeyjum, Rangárvallasýlsu, ákærða Sigurði Erni bif- reiðina L-1576, sem er Land Rover diesel jeppi af árgerð 1974. Kaupverð bifreiðarinnar var kr. 4.550.000 og var greitt með 13 víxlum, sem ákærði hafði fengið frá Steingrími Þórissyni við sölu á borstólnum. Gjalddagi á fjórum víxlanna var 28.4. 1980, á tveimur 28.5., á tveimur 28.6., á tveimur 28.7., á einum 28.8., á einum 28.9. 1980 og á einum 28.3. 1981. Í bréfi Landsbanka Íslands dags. 7. ágúst 1980 segir, að víxlarnir hafi verið þar til innheimtu, en hafi verið endurseldir. Vitnið Guðjón Jónsson vélamaður, Hallgeirsey, Austur-Landeyjum, hefur skýrt frá því að það hafi selt Sigurði Erni Ingólfssyni bifreiðina L-1576 hinn 22. febrúar 1980. Kaupverð var greitt með 13 víxlum sem hver var að fjárhæð kr. 350.000 eða samtals kr. 4.550.000. Víxlarnir voru sam- þykktir af Steingrími Þórissyni í nafni Söluskálans í Reykholti og útgefnir af Steingrími. Vitnið kveðst hafa látið víxlana í innheintu. Innheimtuað- gerðir báru engan árangur og var enginn víxlanna greiddur. Vitnið sá afsal fyrir bifreiðinni og staðfesti það. 'Vitnið sá og ljósrit víxla sem það fékk við sölu á bifreiðinni og staðfesti að úm þá sé að ræða. Vitnið 256 kveður sölu bifreiðarinnar hafa farið fram á Bílasölunni Ás við Höfðatún. Hjörleifur Hallgríms annaðist söluna á vegum bílasölunnar. Vitnið kveður Sigurð Örn hafa ritað á alla víxlana sem ábekingur nema tvo er sala bif- reiðarinnar fór fram. Bæði hann og Sigurður Örn fullyrtu við vitnið að víxlarnir væru öruggir og yrðu áreiðanlega borgaðir. Ákærði Sigurður Örn hefur viðurkennt fyrir dómi að hafa notað framan- greinda víxla í bifreiðaviðskiptum við Guðjón Jónsson svo sem lýst er í ákæru. 2. Vitnið Svanur Kristjánsson verslunarmaður, Klébergi 7, Þorláks- höfn, hefur skýrt frá því að það hafi fyrst átt viðskipti við ákærða Edvard Lövdal þann 17.3. 1979 og hafi samningarnir, sem þeir ákærðu gerðu, staðist í meginatriðum. Haustið 1979 kom ákærði í verslunina til vitnisins og bauð því vörur til sölu. Voru þetta leikföng með útvarpi í og handluktir. Vitnið tók lítið magn af þessum vörum, en þær seldust illa. Skömmu síðar kom ákærði til vitnisins og var Þórir Halldórsson þá með honum. Þeir voru á Blazer bifreið, og var bifreiðin full af leikfangadóti. Ákærði vildi selja vitninu dót þetta. Vitnið sagðist ekki vilja kaupa það af honum. Það hefði ekkert við það að gera, enda voru þetta sams konar vörur og það fékk hjá ákærða þetta haust óseldar. Ákærði sagði þá að hann væri í miklum vandræðum með geymslupláss heima hjá sér og spurði vitnið hvort það vildi ekki taka þetta dót fyrir sig og geyma það í bílskúrnum hjá því í óákveðinn tíma. Vitnið féllst á að gera þetta fyrir ákærða og vill kenna þar um ýtni hans. Ákærði bað vitnið um að samþykkja tryggingarvíxla fyrir andvirði var- anna, og féllst vitnið á að gera það. Vitnið minnir að það hafi samþykkt tvo víxla, sem ákærði fór með. Telur það að þeir hafi verið samtals að fjárhæð kr 1.200.000, en man það ekki fyrir víst. Vitnið kveðst telja rétt að það komi fram að ekki var skrifað á víxlana að þeir væru tryggingarvíxlar, en þeir voru með gjalddaga í febrúar og mars 1980. Ákærði lofaði því, þegar vitnið tók við vörunum hjá honum og sam- þykkti víxlana, að þeir yrðu ekki settir í umferð og sagði að það þyrfti engar áhyggjur að hafa af þeim, enda taldi vitnið að það væri að geyma þessar vörur fyrir ákærða, en ekki að kaupa þær af honum. Þegar að gjalddögum víxlanna kom fékk vitnið tilkynningu frá Lands- bankanum um að víxlarnir væru gjaldfallnir. Vitnið greiddi víxlana ekki á réttum gjalddögum. Voru þeir settir í innheimtu hjá Ævari Guðmundssyni hdl., og endaði með því að vitnið greiddi þá. Vitnið veit ekki fyrir hvern Ævar Guðmundsson hdl. innheimti víxlana, en því skildist að sá maður hefði fengið víxlana í bifreiðaviðskiptum. Vitnið kvaðst ítrekað hafa reynt 257 að ná í ákærða áður en það greiddi víxlana en fékk þau svör að hann væri erlendis eða að hann væri á sjúkrahúsi. Nokkru eftir að vitnið greiddi víxlana náði það sambandi við ákærða og spurði hann að því hvernig á því stæði að hann hefði látið þá í umferð. Ákærði sagði vitninu að víxlunum hefði verið hleypt í umferð án hans vitundar meðan að hann var fjarverandi, og hefði þetta valdið honum miklum vandræðum. Ákærði tók vörurnar til baka og lét vitnið hafa í staðinn nokkra víxla. Blandaðist þetta inn í önnur viðskipti ákærða og vitnisins. Þá skýrði vitnið svo frá að áður en ákærði kom með vörurnar til þess hafi hann komist að því að það vildi selja bifreið, Mazda 929, sem það átti. Vitnið var búið að vera með þessa bifreið á bifreiðasölum í Reykjavík án þess að hún seldist og megi vera að ákærði hafi séð hana þar. Ákærði sagðist vilja kaupa bifreiðina af vitninu og sagði því að hann ætlaði að gefa konu sinni hana. Hann sagði jafnframt að bifreiðin, sem kona hans væri á, væri orðin svo léleg að hann yrði að gefa henni aðra bifreið. Ákærði kom síðan við hjá vitninu ásamt Þóri Halldórssyni og skoðuðu þeir bifreiðina. Ákærði spurði vitnið hvað það vildi fá fyrir bifreiðina. Það sagði honum að það léti hana fyrir kr. 3.700.000 gegn staðgreiðslu. Ákærði gerði vitninu tilboð í bifreiðina að fjárhæð kr. 4.300.000 gegn greiðslu í víxlum. Ákærði sagði vitninu að hann hefði ekki peninga til að greiða bifreiðina fyrr en hann fengi greidda vöruvíxla í febrúar og mars. Gæti hann því ekki greitt hana á annan hátt og voru gjalddagar víxlanna miðaðir við það. Ákærði var með víxla með sér samþykkta af Evu Jónsdóttur og tók vitnið það svo, að Eva væri kona hans. Þegar ákærði tók víxlana upp heima hjá vitninu var ekkert skrifað á þá annað en nafn samþykkjanda. Ákærði fyllti út fjóra víxla sem voru samþykktir af Evu Jónsdóttur og setti hann upphæðina kr. 1.075.000 á hvern þeirra eða samtals kr. 4.300.000. Ákærði sagði að vitnið væri betur sett með víxla sem væru samþykktir af Evu heldur en víxla sem hann hefði samþykkt vegna þess, að Eva ætti hús- eign í Reykjavík en hann ekki. Vitnið fór ekki fram á það við ákærða að hann gæfi þessa víxla út. Ákærði og vitnið gengu einnig frá afsali og sölutilkynningu og tók ákærði fram að bifreiðin yrði strax umskráð á nafn Evu. Kvaðst hann ætla að setja bifreiðina í fulla húftryggingu. Ákærði fullvissaði vitnið um það að víxlarnir yrðu greiddir. Fór vitnið með víxlana í Landsbankann í Þorlákshöfn og óskaði eftir því að bankinn keypti þá af sér. Starfsmenn Landsbankans vildu kanna fyrst hvort víxl- arnir væru öruggir, en að lokinni þeirri könnun sögðu þeir vitninu að þeir vildu ekki kaupa þá. 17 258 Þegar vitninu varð ljóst að það gæti ekki selt víxlana hafði það samband við ákærða og skýrði honum frá því. Fannst vitninu ákærði verða undr- andi. Bauðst hann strax til þess að taka víxlana aftur og láta það hafa aðra í staðinn og féllst vitnið á það. Víxlarnir, sem ákærði lét vitnið hafa í staðinn, voru að sögn ákærða þessir „„pottþéttu““ víxlar sem hann hafði fengið upp Í jeppabifreiðina sem hann seldi verktökunum og voru þeir samþykktir af Jóhanni Ósland Jósepssyni og gefnir út af Guðmundi Ársælssyni. Vitnið kveðst muna eftir því, þegar það kom heim til ákærða að Hörpu- götu 12 til þess að skila vörunum og ganga frá málum þeirra, að ákærði sagði því að hann væri búinn að kaupa Síldarverksmiðjuna í Djúpuvík og kvaðst hann ætla að fara að setja á stofn fiskeldi. Vitnið spurði hann ekkert frekar út í þetta vegna þess að því fannst þetta ekki koma við þeirra við- skiptum og ræddu þeir ekkert frekar um þetta. Þegar fór að styttast í að fyrri víxlarnir, sem ákærði greiddi vitninu bifreiðina með og Eva hafði samþykkt, féllu í gjalddaga, kom ákærði að máli við það og bað það um að skipta við sig á víxlum vegna þess að hann væri að fara til Austur-Asíu og yrði þar af leiðandi erlendis þegar víxlarnir féllu í gjalddaga. Sagðist hann ekki vilja að Eva þyrfti að hafa áhyggjur af víxlunum á meðan hann væri í burtu, þar sem hann hefði gefið henni bifreiðina. Víxlarnir, sem ákærði lét vitnið hafa, voru með gjalddögum 10.2., 25.2., 10.3. og 25.3. 1980. Þegar ákærði fékk hjá vitninu tvo seinni víxlana sem samþykktir voru af Evu Jónsdóttur, en þeir víxlar voru með gjalddögum þann 10.3. 1980 og 25.3. 1980, hvor að fjárhæð kr. 1.075.000 eða samtals kr. 2.150.000, hafði hann látið vitnið hafa upphaflega tvo eða þrjá víxla sem samþykktir voru af Heildverslun Ágústs Salomonssonar en útgefnir af Ásgerði Kristjánsdóttur. Vitnið man ekki nákvæmlega hver fjárhæð þessara víxla var samtals, en það man eftir því að ákærði greiddi því drátt- arvexti fyrir þann tíma sem var á milli gjaddaganna á víxlunum sem sam- þykktir voru af Evu og gjalddaga þeirra víxla, sem hann lét það hafa og samþykktir voru af Heildverslun Ágústs Salomonssonar og útgefnir af Ásgerði Kristjánsdóttur. Ákærði greiddi vitninu þetta ekki í peningum, heldur hafði það þannig að fjárhæð víxlanna, sem hann lét það hafa, átti að standa fyrir nafnverði víxlanna sem Eva hafði samþykkt og líka fyrir dráttarvöxtunum. Vitnið fékk fyrsta víxilinn ekki greiddan á gjalddaga og ekki þann næsta heldur, en ákærði hafði samband við það og bað það um að skipta við sig á víxlum. Vitnið féllst á þetta og kom hann austur í Þorlákshöfn til þess með víxlana. Voru þetta fjórir víxlar og minnir vitnið að hver víxill hafi verið að fjárhæð kr. 500.000 eða samtals kr. 2.000.000. Allir víxlarnir 259 voru samþykktir af Söluskálanum í Reykholti og útgefnir af Steingrími Þórissyni. Vitnið lét ákærða hafa tvo af víxlunum, sem samþykktir voru af Evu, í staðinn. Hefur þetta verið þannig, að ekki reyndi á það hvort þeir víxlar fengjust greiddir eða ekki vegna þess, að ákærði kom það snemma til vitnisins til þess að skipta á víxlunum. Vitnið man ekki hvaða gjaldagar voru á víxlunum, en telur að þeir hafi átt að greiðast í febrúar og mars, en þeir voru ekki greiddir á gjalddögum svo að það setti þá í innheimtu hjá Ævari Guðmundssyni hdl. Þegar tveir seinni víxlarnir á Evu voru að falla í gjalddaga hafði ákærði samband við vitnið. Bað hann það um að hafa samband við bankann og sjá til þess að víxlarnir yrðu ekki afsagðir og gerði vitnið það fyrir hann. Ákærði sagði vitninu að hann mundi greiða báða þessa víxla skömmu síðar og væri það honum í hag, að þeir yrðu ekki afsagðir. Víxlarnir voru í bankanum í nokkurn tíma og vitnið aðhafðist ekkert, en hafði annað slagið samband við Evu. Sagði hún því að ákærði væri á sjúkrahúsi. Að lokum náði vitnið sambandi við ákærða og sagði honum að það vildi fá víxlana greidda og einnig að það vildi fá endurgreiddan þann kostnað sem það hefði haft af því að geyma fyrir hann vörurnar, þar sem hann hefði selt víxlana sem það setti til tryggingar þegar það tók vörurnar í geymslu. Ákærði sagði vitninu þá að víxlarnir hefðu verið settir í innheimtu án sinnar vitundar á meðan hann var fjarverandi og væri þetta búið að valda sé miklum vandræðum, en hann væri þó að byrja að sjá fram úr þessu. Ákærði sagði einnig að hann hefði ekki fjármuni lausa eins og á stæði og ekki geta greitt víxlana sem Eva var samþykkjandi á. Hann kvaðst vilja skipta við vitnið á víxlum og taka til baka víxlana sem Eva var samþykkjandi á og láta það hafa í staðinn víxla sem væru alveg „pott- þéttir“. Sagðist ákærði hafa fengið þá fyrir jeppabifreið sem hann hefði selt. Væru samþykkjandi og útgefandi á víxlunum verktakar hér í borginni og hefðu dagsetningar á víxlunum verið miðaðar við greiðslur, sem þeir ættu að fá vegna verks. Einnig kvaðst ákærði vilja láta vitnið hafa víxla á Söluskálann í Reykholti og áttu þeir. víxlar ásamt þessum víxlum frá verktökunum að koma sem greiðsla vegna þess tjóns sem vitnið varð fyrir þegar tryggingarvíxlarnir sem það samþykkti voru innheimtir. Ákærði talaði líka um það að dráttarvextir væru innifaldir í þessari upphæð. Þessir víxlar voru samtals að fjárhæð kr. 5.100.000 og átti þetta að vera heildar- greiðsla til vitnisins vegna allra viðskipta vitnisins við ákærða. Átti þetta að koma á móti tveimur víxlum samþykktum af Evu Jónsdóttur dags. 10.3. 1980 og 25.3. að fjárhæð samtals 2.150.000. Kostnaði þeim sem vitnið hafði af því að geyma vörurnar fyrir ákærða, en það hefur verið um kr. 1.700.000 og er innheimtukostnaður innifalinn í þeirri upphæð nafnverðs tryggingar- 260 víxlanna tveggja. Einnig átti þessi fjárhæð að ná yfir dráttarvexti til vitnisins þar sem greiðslufall hafði orðið á þessum víxlum. Ákærði og vitnið gengu frá þessu heima hjá ákærða. Afhenti vitnið honum vörurnar sem hann hafði sett í geymslu hjá því og þessa tvo vixla sem voru samþykktir af Evu Jónsdóttur, en hann afhenti vitninu eftirtalda víxla sem samþykktir voru af Söluskálanum í Reykholti og útgefnir af Steingrími Þórissyni. Víxill dags. 28.7. 1980 að fjárhæð kr. 350.000 — — 287. 1980 — — — 350.000 — — 28.11.1980 — — — 350.000 — — 28.11.1980 — — — 350.000 — — 28.12.1980 — — — 350.000 — — 28.12.1980 — — — 350.000 Samtals kr. 2.100.000 Ákærði sagði vitninu að hann hefði selt Steingrími Þórissyni loftpressu fyrir þessa fjárhæð og væri þetta greiðslan fyrir hana. Ákærði lét vitnið hafa fjóra víxla á verktakana og voru þrír þeirra samþykktir af Jóhanni Ó. Jósepssyni og útgefnir af Guðmundi Ársælssyni, en einn samþykktur af Guðmundi Ársælssyni og útgefinn af Jóhanni Ó. Jósepssyni. Þessir víxlar eru sem hér segir: 1. Víxill dags. 28.6. 1980, að fjárhæð 1.000.000 samþykktur af Jóhanni Ó. Jósepssyni, útgefandi Guðmundur Ársælsson. 2. Víxill dags. 28.9. 1980, að fjárhæð 500.000 samþykktur af Jóhanni Ó. Jósepssyni, útgefandi Guðmundur Ársælsson. 3. Víxill dags. 28.9. 1980, að fjárhæð 500.000 samþykktur af Jóhanni Ó. Jósepssyni, útgefandi Guðmundur Ársælsson. 4. Víxill dags. 28.7. 1980, að fjárhæð 500.000 samþykktur af Guð- mundi Ársælssyni, útgefandi Jóhann Ó. Jósepsson. Vitnið telur rétt að það komi fram að þegar það var heima hjá ákærða að ganga frá þessu var þar staddur maður að nafni Sigurður Örn Ingólfsson sem það kannast lítillega við. Sigurður Örn hafði lítil afskipti af þessum viðskiptum, en það sem hann lagði til málanna var ákærða Edvard í hag. Þegar vitnið fór að tala um að það vildi ekki meira af víxlum á Steingrím í Reykholti sagði Sigurður Örn að hann vissi ekki betur en Steingrímur greiddi sína víxla. Lét vitnið þetta gott heita og gekk frá þessu. Samkvæmt framansögðu kveður vitnið ákærða hafa svikið sig í við- skiptum. Vitnið hefur skýrt frá því nánar fyrir dómi að það hafi fengið víxla Í viðskiptum við ákærða Edvard Lövdal sem sambýliskona ákærða var 261 samþykkjandi að. Vitnið kveðst hafa skipt á þessum víxlum við ákærða og kveðst hafa fengið í staðinn víxla sem hver var að fjárhæð kr. 350.000 eða samtals kr. 2.100.000. Víxlar þessir voru samþykktir af Steingrími Þórissyni en greiðandi var Söluskálinn í Reykholti. Vitnið sá ljósrit fram- angreindra víxla í dóminum og staðfestir, að um þá sé að ræða. Ákærði fullyrti við vitnið að greiðsla víxlanna væri örugg. Vitnið kveðst ekki hafa fengið neinn framangreindra víxla greiddan þrátt fyrir innheimtutilraunir. Ákærði Edvard var kynntur framangreindur framburður vitnisins Svans Kristjánssonar og kvað hann framburðinn í meginatriðum réttan. Hann kvaðst þó vilja gera athugasemd við það sem kemur fram í framburðinum, þar sem vitnið segir að það hafi tekið vörur í geymslu fyrir ákærða. Þetta sé ekki rétt hjá vitninu, það hafi keypt þessar vörur af honum. Voru víxl- arnir, sem hann lét af hendi, ekki tryggingarvíxlar og ekki um það talað að ákærði geymdi þá. Ákærði lét Úlfar Nathanelsson strax hafa víxlana sem vitnið samþykkti þegar það hafði tekið við vörum hjá ákærða. Ákærði kannast heldur ekki við að hann hafi sagt vitninu að hann hefði fengið víxlana sem hann lét það hafa fyrir jeppabifreið sem hann seldi, og eins telur hann það rangt hjá því að hann hafi sagt að þeir Guðmundur Ársælsson og Jóhann Ósland Jósepsson, sem voru á víxlunum, væru verk- takar. Ákærði kveðst telja að hann hafi sagt vitninu að annar þeirra manna, sem voru á víxlunum, væri húsasmiður. Þá kannast ákærði ekki við það að hafa sagt vitninu að hann hafi selt Steingrími Þórissyni loft- pressu og fengið víxlana fyrir. Þessir víxlar, sem ákærði lét vitnið hafa og Guðmundur Ársælsson og Jóhann Ósland Jósepsson voru á, voru þannig tilkomnir að ákærði skipti við þá Guðmund og Jóhann Ósland á víxlum og fékk víxla hjá þeim sem þeir höfðu samþykkt, en lét þá hafa í staðinn víxla á Steingrím Þór. Víxlarnir á Steingrím Þórisson áttu að greiðast á lengri tíma en víxlar. sem þeir Guðmundur og Jóhann Ósland gáfu út og samþykktu. Ákærði telur að þetta hafi gerst í kringum mánaðamótin maí-júní 1980. Var ástæðan fyrir því sú að þeir Guðmundur og Jóhann sögðu ákærða að þeir gætu notað þessa víxla í bifreiðaviðskiptum og nefndu í því sam- bandi Bílasöluna Ás í Höfðatúni. Víxlarnir, sem ákærði lét þá Guðmund og Jóhann Ósland hafa, voru samtals að fjárhæð kr. 3.150.000 og fékk ákærði víxla hjá þeim sem voru samtals að fjárhæð kr. 3.000.000. Vitnið Eva Jónsdóttir húsmóðir, Hörpugötu 12, kveður ákærða Edvard hafa farið að tala um það í nóvember 1979 að hann ætlaði að gefa því Mazda bifreið. Hann bað vitnið um að samþykkja fjóra víxla. Sagði ákærði að hann ætlaði að nota víxlana til bifreiðakaupanna. Vitnið spurði ákærða 262 að því hvers vegna hann samþykkti víxlana ekki sjálfur og sagði hann þá að hann skrifaði aldrei á víxla. Vitnið telur að víxlarnir hafi verið óútfylltir að örðu leyti en með samþykki þess, en þorir ekki að fullyrða um það. Ákærði keypti framangreinda bifreið af Svani Kristjánssyni í Þorláks- höfn. Vitnið lét skrá bifreiðina á nafn þess, tryggði hana og notaði hana veturinn 1979—-1980. Vitnið sagði ákærða að hann yrði að sjá um að greiða víxlana. Sagðist það ekki vilja að þeir kæmust í vanskil og lofaði ákærði að sjá um það. Vitnið veit ekki um hvernig ákærði greiddi Svani víxlana. Hann kom með víxlana báða til vitnisins og afhenti þá. Vitnið reif síðan víxlana. Vitnið telur að það hafi verið daginn eftir sem Svanur hringdi til þess og fór að spyrja það hvort það vissi um hvernig maður Steingrímur Þóris- son í Reykholti væri. Vitnið sagði að það þekkti Steingrím ekki að neinu öðru en góðu. Vitnið telur að Svanur hafi sagt því í þessu samtali að ákærði hefði látið hann hafa tvo víxla á Steingrím í staðinn fyrir víxlana sem það samþykkti. Vitnið sá ekkert athugavert við það vegna þess að það taldi víst að Steingrímur greiddi víxlana á réttum tíma og eins hafði ákærði tekið að sér að sjá um að greiða Svani bifreiðina. Vitnið veit ekkert um það hvernig ákærði stóð að því að greiða Svani seinni tvo víxlana sem það hafði samþykkt. Í apríl eða maí 1980 tók ákærði bifreiðina og fór á henni til Akureyrar ásamt Sigurði Erni Ingólfssyni og einhverjum fleirum. Áður en ákærði lagði af stað bað hann vitnið um að skrifa undir afsal og sölutilkynningu. Kvaðst hann ætla að selja bifreiðina ef hann fengi gott verð fyrir hana og féllst vitnið á þetta. Ákærði seldi bifreiðina í þessari ferð og veit vitnið um að hann fékk einhverja bifreið óg tvo vixla fyrir hana, en það veit ekki hvert söluverðið var. Vitnið hefur ekkert fengið af þeim peningum, sem fengust fyrir bifreiðina. Vitnið Þórir Rafn Halldórsson sölumaður, Engihjalla 3, Kópavogi, kveðst muna eftir því að hafa farið tvær ferðir með ákærða Edvard Lövdal austur í Þorlákshöfn til að hitta Svan Kristjásson. Í fyrra skiptið fóru þeir ákærði til að þess að selja Svani vörur og var ákærði þá með eitthvert magn af vörum í bifreiðinni. Vitnið man eftir því að Svanur sagði strax og ákærði fór að bjóða honum vörurnar að hann væri með svona vörur til sölu og hefðu þær selst illa. Kvaðst hann ekki vilja meira af vörunum að svo stöddu. Vitnið heyrði að ákærði hélt áfram að nauða í Svani að taka vörurnar af honum. Fannst vintinu eins og Svanur yrði hálf reiður og neitaði hann alveg að kaupa vörurnar. Ákærði sagði þá við Svan að hann gæti geymt þær vörur, sem ekki seldust og sagði Svani jafnframt að hann þyrfti ekki að óttast það að hann þyrfti að bera skaða af því, ef vörurnar seldust ekki. Svanur féllst á að taka vörurnar eftir mikið þras 263 og tók vitnið það þannig að Svanur væri að taka vörurnar í umboðssölu eða jafnvel geymslu vegna þess að hann hafði lýst því yfir að hann gæti ekki selt vörur þær sem hann væri með frá ákærða. Ákærði og vitnið settu vörurnar inn í bifreiðageymslu heima hjá Svani og kvaðst hann ætla að geyma þær þar. Á kærði lét Svan samþykkja víxla fyrir vörunum, en vitnið man ekki hver fjárhæð þeirra var. Vitnið veit ekki um það hvað ákærði gerði við víxlana. Vitnið telur að ákærði hafi hreinlega þvingað þessum vörum inn á Svan vegna þess að það kom mjög skýrt fram hjá Svani að hann vildi ekki kaupa vörurnar af ákærða. Vitnið kveðst hafa farið þessa ferð með ákærða sem ökumaður en ekki sölumaður og skipti sér þar af leiðandi ekkert af þessum viðskiptum. Síðari ferðin, sem vitnið fór með ákærða austur til Þorlákshafnar til Svans, var farin til þess að kaupa bifreið af Svani, en það hafði borið á góma þegar þeir fóru með vörurnar til Svans að hann ætti bifreið sem hann vildi selja. Ákærði og vitnið óku bifreiðinni til reynslu og ákvað ákærði að gera Svani tilboð í hana. Vitnið man að tilboðið sem ákærði gerði Svani í bif- reiðina hljóðaði upp á 4.300.000 krónur og átti kaupverðið að greiðast allt með víxlum.. Þessa víxla hafði Eva Jónsdóttir, sambýliskona ákærða, samþykkt og taldi vitnið að Svanur væri vel tryggður með þá vegna þess að Eva á húseign í Reykjavík. Ákærði var með víxlana með sér, en þeir voru óútfylltir að örðu leyti. Skrifaði ákærði á þá fjárhæðina og var hún kr. 1.075.000 á hverjum víxli. Ákærða Edvard var kynntur framburður Þóris Rafns Halldórssonar. Hann kvaðst vera búinn að skýra satt og rétt frá öllu varðandi þetta mál. Það sé ekki rétt hjá Þóri Rafni að ákærði hafi látið Svan Kristjánsson hafa vörurnar til geymslu og þyrfti Svanur ekki að bera skaða af því, þótt vörurnar seldust ekki. Það kveðst ákærði ekki hafa sagt. Vitnið Úlfar Nathanelsson, Mávanesi 2, Garðabæ, hefur mætt í máli þessu. Vitninu voru sýnd ljósrit af tveim víxlum. Er annar að fjárhæð kr. 94.800, samþykktur af Svani Kristjánssyni og útgefinn af Halldóri Magnús- syni, Álftamýri 14, Reykjavík, með gjalddaga þann 1.2. 1980 og hinn að fjárhæð kr. 534.200, samþykktur af Svani Krisjánssyni og útgefinn af Halldóri Magnússyni með gjalddaga þann 1.2. 1980. Vitnið kvaðst kannast við það að þessir víxlar hafi verið sín eign. Hafi það fengið þá hjá ákærða Edvard Lövdal. Greiddi hann vitninu vörur sem hann hafði fengið út í viðskiptareikning sinn með víxlunum. Vitnið fékk samtals fjóra víxla hjá ákærða sem voru samþykktir af Svani. Vantar ljósrit af tveimur þeirra. Er annar að fjárhæð kr. 107.800 með gjalddaga 15.1. 264 1980, en hinn kr. 458.600 með gjalddaga 15.3. 1980. Vitnið kveðst vera búið að fá alla þessa víxla greidda. Vitnið setti víxlana sjálft í innheimtu og átti þá allan tímann. Það kveðst ekki geta svarað því á hvaða verði ákærði fékk þessar vörur hjá því vegna þess að hann keypti alltaf af því heil vörupartí í einu og það veit ekki úr hvaða partíi þetta-var. Vitnið fékk Halldór Magnúson til þess að skrifa á þessa víxla sem útgefandi. Var það persónulegur greiði við vitnið og gerði hann þetta til þess að spara því vinnu. Vitnið greiddi Halldóri ekkert fyrir þetta. Vitnið Halldór Magnússon húsasmiður, Álftamýri 14, hefur mætt í máli þessu. Vitninu voru sýndir framangreindir víxlar. Vitnið kveðst kannast við að hafa skrifað á víxlana sem útgefandi, en það hefur aldrei verið eigandi þeirra. Vitnið gaf víxlana út fyrir kunningja sinn Úlfar Nathanelsson í greiðaskyni. Vitnið kveðst ekki hafa spurt Úlfar að því hvers vegna hann var að biðja um þetta. Vitnið hefur verið útgefandi á mjög mörgum víxlum fyrir Úlfar, en það hefur alltaf sett það skilyrði að þeir víxlar, sem það hefur gefið út, væru ekki seldir í banka, heldur væru þeir notaði sem inn- heimtuvíxlar þannig að eigandi víxilsins gæti séð um það að ekki yrði gengið að því. Vitnið hafði verið úrskurðað gjaldþrota áður en það skrifaði upp á þessa víxla fyrir Úlfar. Var það úrskurðað gjaldþrota í ágúst 1976 að það telur. Úlfar greiddi vitninu ekkert fyrir að skrifa á víxlana. Eins og áður sagði hefur vitnið skrifað upp á marga víxla fyrir Úlfar og er það visst um að þeir skipta tugum. Vitnið veit ekki í hvaða viðskiptum Úlfar hefur notað víxlana. 3. Vitnið Þórdís Kristjándóttir verslunarstjóri, einn af eigendur versl- unarinnar Örvarinnar á Akranesi, hefur skýrt frá því að ákærði Edvard Lövdal hafi komið í verslunina síðari hluta nóvember árið 1979. Hann hafði meðferðis bæði vörur til þess að selja og eins sýnishorn af vörum. Vitnið féllst á að kaupa af ákærða f.h. verslunarinnar nokkuð af vörum, nær eingöngu leikföng. Var þar um að ræða bifreiðar, vagna, símatæki (eftir- líkingar) og sjónvarpstæki. Vitnið man ekki fyrir víst hvaða aðrar vörur það keypti af ákærða, en segir það koma fram á afritum af þeim kvitt- unum, sem það fékk frá honum. Vitnið lét ákærða hafa víxia, er það keypti vörurnar. Vitnið fékk ekki strax í hendur allar vörurnar sem það keypti og var nokkuð sent síðar. Þá segist vitnið hafa pantað eitthvað af vörum hjá ákærða en þær komu aldrei. Vitnið samþykkti einnig víxla fyrir þeim vörum, en fékk þá aftur hjá Edvard í janúar 1980 er það bað um þá. Voru þetta vörur fyrir um 600 þúsund krónur. Þegar ákærði bauð vitninu vörurnar til kaups sagðist hann strax í upphafi mundu taka til baka þær vörur sem ekki seldust og vitnið fengi þá til baka 265 víxlana sem það hefði samþykkt. Keypti vitnið á þessum forsendum svo mikið magn af leikföngum af ákærða sem raun varð á. Vitnið kveðst meira að segja hafa bent ákærða á þetta og hann haft fullan skilning á því. Verðmæti varanna hafi verið reiknað um kr. 2.4 milljónir og komi það nánar fram á reikningunum. Reyndin varð svo sú að vitnið gat aðeins selt 2 bifreiðar og 2 sjónvörp. Í byrjun febrúar 1980 reyndi vitnið að ná sambandi við ákærða í þeim tilgangi að fá hann til þess að taka aftur það sem óselt var áður en víxlarnir féllu í gjalddaga, eins og um hafði verið samið í upphafi. Reyndi það marg- sinnis að ná símasambandi við ákærða í byrjun febrúar, en hann var aldrei heima og sagður á sjúkrahúsi. Það var einhver kona sem svaraði í símann sem ákærði hafði gefið upp. Vitnið kveðst þá hafa sagt konunni frá því hvernig komið væri. Konan sagðist ekki vera neitt inni í málum ákærða, en lofaði vitninu ítrekað að koma skilaboðum til hans. Konan fullyrti einnig að ákærði mundi örugglega ganga frá þessum málum um leið og hann losnaði af sjúkrahúsinu. Nú gerðist það að vitnið var krafið um greiðslu á víxlum þeim sem það hafði samþykkt vegna varanna og ákærði hafði lofað að taka til baka ef þær seldust ekki og setja þá ekki í umferð fyrr en útséð væri hvernig salan gengi. Víxlarnir lentu í innheimtu hjá lögmönnum vegna þess að vitnið lenti í vandræðum með að greiða þá þar sem það átti alls ekki von á að þurfa að gera það þar sem varan seldist ekki. Vitnið kveðst í yfirheyrslu 1.7. 1980 vera búið að greiða nær alla víxlana upp. Það eigi aðeins eftir að greiða hluta af einum. Þetta hafi verið 6 víxlar. Voru 3 þeirra í innheimtu hjá Ævari Guðmundssyni hdl., og sagði hann vitninu að eigendur þeirra hefðu fengið þá í sambandi við bifreiðaviðskipti. Einn víxillinn var hjá manni að nafni Vilhelm Sverrisson, Tryggvagötu $, Reykjavík, sem ekur bifreið á sendibílastöð. Annar víxillinn var hjá manni að nafni Jón Guðmundsson, en frekari deili veit vitnið ekki á þeim manni, og þriðji víxillinn, sem ekki var hjá lögfræðirigi, var hjá fyrirtækinu Sveinn Egilsson hf. og var það sá sem vitnið hafði enn ekki greitt að fullu. Þegar ákærði kom með vörurnar til vitnisins upp á Akranes var í för með honum maður sem vitnið minnir að heiti Þórir. Segist vitnið þess full- visst að maður þessi hafi heyrt hvað fór á milli vitnisins og ákærða er þau sömdu um, að víxlarnir færu ekki í umferð, heldur fengi vitnið þá aftur í hendur ef vörurnar seldust ekki. Þegar vitnið náði loks sambandi við ákærða í mars 1980 sagði hann því að víxlarnir frá því hefðu farið í umferð án vilja eða vitundar hans. Lofaði hann að kippa þessu öllu í lag. Ekki virtist ákærði gera neitt í þá átt. Talaði 266 vitnið margsinnis við hann í síma og alltaf lofaði hann að gera eitthvað, m.a. að greiða víxlana sjálfur, en aðhafðist ekkert. Þegar ákærði kom í apríl þetta ár upp á Akranes til að sækja vörurnar ítrekaði hann það er hann hafði sagt um víxlana. Sagði hann að víxlarnir hefðu horfið úr skrifborðsskúffu hjá sér meðan hann var fjarverandi, að vitnið minnir á sjúkrahúsi. Með ákærða voru þrír menn og hét einn þeirra Óskar Hansen. Vitnið telur að Óskar hafi heyrt hvað því og ákærða fór á milli og jafnvel einhverjir fleiri af meðreiðarsveinum ákærða. Ákærði tók til baka allar vörurnar sem voru óseldar. Í staðinn lét ákærði vitnið hafa 7 víxla, hvern að fjárhæð kr. 350 þúsund, og voru þeir á Sölu- skálann í Reykholti, pr.pr. Steingrímur Þórisson. Þá lofaði ákærði að taka að sér að greiða víxilinn sem var Í eigu Vilhelms Sverrissonar, en sá víxill var í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Ekki stóð ákærði við það og varð vitnið að greiða þann víxil sem aðra.Ákærði hafði ætlað að greiða víxil þennan vegna þess mikla kostnaðar sem kominn var á víxlana og vitnið hafði þurft að greiða. Ákærði Edvard kveðst hafa verið í söluferðalagi á Akranesi í nóvember árið 1979. Þar seldi hann vörur í verslunina Örina, en forsvarsmaður þeirrar verslunar heitir Þórdís. Vörurnar voru að verðmæti um kr. 2.4 milljónir og samþykkti Þórdís, að ákærða minnir, (6) 7 víxla fyrir þeirri fjárhæð með mismunandi gjalddögum. Ákærði sagði það rétt vera að hann hefði lofaði Þórdísi að hún mætti skila aftur því af vörunum, sem ekki seldist, gegn því að fá af víxlunum til baka. Þetta var þó háð því skilyrði að Þórdís hefði samband við ákærða áður en víxlarnir féllu í gjalddaga. Þórdís hafði samband við hann þegar einn eða tveir víxlanna voru gjaldfallnir en verið geti að hún hafi reynt fyrr að ná sambandi við hann en ekki tekist, þar sem hann sat í fangelsi frá 15. janúar til 29. febrúar 1980. Strax eftir að ákærði gerði viðskiptin við Þórdísi, lét hann Úlfar Nathan- elsson hafa víxlana sem Þórdís samþykkti. Hann kveðst hafa gert þetta með því skilyrði að Þórdís gæti skilað vörunum til baka og fengið víxlana og Úlfar hefði samþykkt það. Þegar tveir víxlanna voru komnir í innheimtu segist ákærði hafa talað við Úlfar og beðið hann að hætta innheimtu á víxlunum en Úlfar talið það ekki vera hægt þar sem hann hefði víxlana ekki lengur. Því reyndist ekki mögulegt fyrir ákærða að láta Þórdísi fá víxlana áftur. Ákærði kveður það hafa verið ákveðið frá upphafi að Úlfar fengi víxlana strax og ákærði hefði fengið þá hjá Þórdísi. Það varð úr að ákærði fór upp á Akranes við fjórða mann til að sækja vörur þær sem Þórdís hafði keypt af honum. Með ákærða í förinni voru þeir Sigurður Örn Ingólfsson, Ástmar sonur hans og Óskar Gunnar 267 Hansen. Ákærði kveðst ekki muna hvort hann kynnti Óskar Gunnar fyrir Þórdísi sem nýjan eiganda að fyrirtækinu Elco. Þar sem ákærði gat ekki látið Þórdísi hafa víxla aftur kveðst hann í staðinn hafa látið hana hafa 7 víxla á Steingrím Þórisson í Reykholti, hvern að fjárhæð kr. 350 þúsund. Víxla þessa segist hann hafa fengið frá Sigurði Érni Ingólfssyni. Það gerðist með þeim hætti að meðan ákærði sat í fangelsi keypti Sigurður Örn fyrir hann bifreið. Sigurður Örn greiddi bifreiðina með víxlum frá ákærða á Steingrím. Þeir víxlar voru hver að fjárhæð kr. 500 þúsund. Þegar ákærði losnaði úr fangelsinu leist honum ekki á bifreiðina svo að hún komst aldrei í reynd. í hans eigu. Sigurður Örn lét ákærða þá hafa 350 þúsund króna víxlana og fékk hina víxlana í staðinn. Enginn skriflegur samningur var gerður um kaup eða sölu bifreiðarinnar. Sigurður Örn sagði ákærða að hann hefði selt Steingrími jarðbor og fengið víxlana í þeim viðskiptum. Ákærði Edvard kveðst ekki kannast við það er Þórdís segir að hann hafi sagt tvívegis að víxlarnir hefðu horfið úr skrifborðsskúffu heima hjá honum og verið komið í umferð án hans vitundar. Hann hefði ekki sagt þetta við Þórdísi. Hann hafi látið Úlfar Nathanelsson hafa víxlana. Ákærði kveðst hafa heyrt að víxlarnir hafi verið notaði í bifreiðaviðskipt- um. Hann kveðst ekki vita hverjir stóðu að þeim. Eins og í fyrri framburði ákærða greinir hafði hann samið um það við Þórdísi að hún mætti skila aftur þeim vörum sem ekki seldust og ætlaði hann þá að láta hana hafa til baka víxlana sem hún samþykkti. Ákærði kveðst hafa verið búinn að tala um það við Úlfar í byjun maí að hann gæti fengið þessa víxla aftur ef þetta kæmi upp á. Hann gerði ráð fyrir að þetta gæti gerst þar sem þetta hafði áður komið fyrir, þegar hann gerði viðskipti við Þórdísi. Þegar ákærði lét Þórdísi hafa víxlana frá Steingrími Þórissyni kveðst hann ekki hafa vitað annað en þeir væru „,góðir'“, en hins vegar vissi hann að greiðslufall hafi orðið á víxlum sem Steingrímur var samþykkjandi og útgefandi á, en ákærði taldi Steingrím vera borgunarmann fyrir þessum víxlum sem hann lét Þórdísi hafa. Vitnið Þórir Rafn Halldórsson kveðst hafa farið með Edvard Lövdal í umrædda söluferð upp á Akranes þegar hann seldi Þórdísi Kristjánsdóttur í versluninni Örinni leikföng. Vitnið var bifreiðastjóri hjá Edvard í ferðinni og skipti sér ekki af því hvernig hann stóð að sölunni á vörunum. Vitnið var ekki viðstatt allan tímann þegar þau Þórdís og Edvard voru að ræða viðskiptin, en það heyrði að Þórdís var að tala um það við Edvard að þetta væri mjög mikið magn af vörum sem hún væri að kaupa af honum. Edvard sagði þá við hana að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur 268 af því, hann mundi taka vörurnar af henni aftur ef þær seldust ekki. Kvaðst hann ætla að sjá um það að hún þyrfti ekki að bera neinn skaða af því. Vitnið telur að það hafi verið vegna þessara ummæla Edvards að Þórdís keypti allt þetta magn af vörum af honum og samþykkti fyrir því víxla sem hún lét Edvard hafa. Vitnið vissi um það að sumt af vörunum, sem Þórdís pantaði hjá Edvard og greiddi honum með víxlum, kom ekki og fór vitnið að fyrirmælum Edvards með vixla í janúar 1980 upp á Akranes og lét Þórdísi hafa þá. Vitnið man ekki hver fjárhæð þessara víxla var samtals. Vitnið var ekki með Edvard þegar hann kom þessum víxlum af sér. Kveðst það ekki vita meira um viðskipti þeirra Edvards og Þórdísar. Ákærði Sigurður Örn Ingólfsson hefur skýrt frá því, að hann hafi ein- hvern tímann vorið 1980 farið með Edvard Lövdal upp á Akranes. Var Edvard að taka til baka vörur úr versluninni Örinni á Akranesi. Auk þeirra voru í þessu ferðalagi Ástmar sonur ákærða og Óskar Gunnar Hansen. Edvard hafði boðið ákærða í ferðalagið þar sem hann taldi, að hann hefði gaman af að fara með . Ákærði bauð síðan Ástmari syni sínum að koma líka. Um erindi Óskars Gunnars Hansen í þessari ferð veit ákærði ekki þar sem Edvard ræddi ekki um það við hann. Edvard tók einhverjar vörur til baka og lét a.m.k. að einhverju leyti víxla fyrir þeim. Ákærði fylgdist ekki sérstaklega með þessu og kveðst eiga erfitt með að lýsa, hvernig þessi viðskipti fóru fram. Ákærði kveður sig minna, að eitthvað hafi komið til tals að Edvard væri að kynna Óskar Hansen sem eiganda að fyrirtækinu Elco, en hann man ekki hver aðdragandinn að því var. Hann veit ekki hvort það var gert í blekkingarskyni, enda voru þessi viðskipti honum óviðkomandi. Ákærði kveðst ekki hafa heyrt Edvard tala um það við verslunareigand- ann að einhverjir víxlar hefðu horfið úr skrifborðsskúffu hjá honum. Vitnið Óskar Gunnar Hansen hefur skýrt frá því að vorið 1980 hafi þeir Sigurður Örn Ingólfsson og Edvard Lövdal ætlað að ráða það í vinnu við laxeldi við nýtt fyrirtæki þeirra Kamb hf. í Djúpuvík. Edvard bað vitnið um að koma með þeim Sigurði Erni upp á Akrkanes til að sækja þangað vörur sem hann ætlaði að taka til baka úr versluninni Örinni. Þegar þeir komu í verslunina kynnti Edvard vitnið sem nýja eigandann að fyrirtækinu Elco sem hann rak, en eigi veit vitnið hver tilgangur hans var með því. Vitnið komst að því síðar að ákærði hafði verið að blekkja eiganda verslunarinnar til að taka víxla á Steingrím Þórisson. Vitnið heldur, að ákærði hafi fengið það með sér í þessa ferð til að vekja traust verslunar- eigandans til að geta komið víxlunum inn á hann, en ákærði hafði borið því við þegar hann fékk vitnið með í ferðina að það væri til að hjálpa 269 þeim að bera vörurnar. Vitninu virðist eftir á að það hafi verið fyrirsláttur, enda beið vitnið tjón af þessum víxlum á Steingrím Þórisson nokkru eftir þetta, en það hafði fengið víxla á hann í bifreiðaviðskiptum við Sigurð Örn Ingólfsson og þeir hafi ekki verið greiddir. Vitnið Úlfar Nathanelsson hefur skýrt frá því, að það hafi fengið víxla hjá Edvard Lövdal á verslunina Örina. Ekki man vitnið hvenær það var en segir að það muni hafa verið mjög fljótlega eftir að Edvard hafði átt viðskipti við verslunina. Ekki man vitnið hve marga víxla það fékk eða fjárhæðir þeirra, en telur líklegt að þeir hafi verið 3—5. Vitnið getur heldur ekki í fljótu bragði gert sér grein fyrir hvað Edvard var að greiða vitninu með víxlunum. Vitnið kveðst hafa sett flesta þessa víxla í innheimtu hjá Ævari Guðmundssyni hdl., en einn eða tvo hafi það látið Jón Ármann Guðmundsson hafa. Vitnið telur. sig hafa lánað Jóni víxlana og hann síðar greitt með öðrum víxlum eða reiðufé. Vitnið er ekki visst um hvort þetta voru einn eða fleiri víxlar. Edvard segir í skýrslu sinni hjá rannsóknarlögreglu 11. júlí 1980, þar sem hann gerir grein fyrir viðskiptum sínum við verslunina Örina, að hann hafi látið vitnið hafa víxla þá sem út úr þeim viðskiptum komu en með þeim fyrirvara að hægt væri að skila versluninni þeim aftur ef vara sú er Edvard lét versluninni í té seldist ekki. Vitnið segist alls ekki kannast við þetta. Þá kannast vitnið alls ekki við að það hafi með nokkrum hætti verið fyrirfram ákveðið að það fengi þá víxla sem út úr viðskiptunum við Örina kæmu strax og þau viðskipti hefðu farið fram, enda hefði vitnið ekki haft neina hugmynd um að Edvard ætlaði að gera viðskipti við Örina, hvað þá hvað kæmi út úr þeim. Ekki kannast vitnið heldur við að Edvard hafi nokkru sinni farið fram á við það að það hætti innheimtuaðgerðum gagnvart versluninni Örinni. Vitnið Vilhelm Sverrisson bifreiðarstjóri, Langholtsvegi 41, kveðst hafa fengið einn víxil samþykktan af Þórdísi Kristjánsdóttur í bifreiðaviðskipt- um. Hefði orðið greiðslufall á þessum víxli, en Þórdís síðan greitt hann upp. Vitnið kveðst telja að það hafi fengið þennan víxil hjá Sigurði Erni Ingólfssyni og víxillinn verið hluti af greiðslu fyrir Chevrolet Vega bifreið sem það hafði selt Sigurði Erni. Fyrir liggur í málinu reikningur frá heildversluninni Elco, dags. 20.11. 1979, yfir vörur til heildverslunarinnar Örvarinnar, Akranesi, samtals að fjárhæð kr. 2.430.000. Á reikninginn er skráð yfirlýsing um að viðskipti þau, sem á honum greinir, hafi gengið til baka 17.4. 1980. Yfirlýsing þessi er undirrituð af Þórdísi og E. Lövdal að því er virðist. Hinn 19. mars 1981 ritaði Stefán Sigurðsson héraðsdómslögmaður, Akranesi, ríkissaksóknara svohljóðandi bréf: „„Í framhaldi af bréfi mínu til Rannsóknarlögreglu ríkisins dags. 2. júlí 1980, 270 í sambandi við meint fjársvikamál Edvards Lövdals, Hörpugötu 12, Reykj- vík, og samkv. ósk yðar, sendi ég yður meðfylgjandi 7 víxla innheimtunúmer 099029—-099035, hvern að upph. kr. 350.000 eða samtals gkr. 2.450.000. Víxlar þessir eru útgefnir af Steingrími Þórissyni, Reykholti 18/4 1980, samþykktir af honum v/Söluskálans Reykholti, til greiðslu í Landsbanka Ís- lands, Akranesi, tveir pr. 28/5 '80, einn 28/6:780, einn 28/7 ?80 og þrír 28/8 ?80, en víxla þessa fékk umbj. m. Örin h.f., Akranesi frá nefndum Edvard Lövdal, í stað víxla, samþ. af umbj. m., sem E. Lövdal hafði lofað að skila umbj. m., en sett þá í umferð á sviksamlegan hátt. Vísast að öðru til rann- sóknar málsins um viðskipti umbj. m. við E. Lövdal. Að fengnum dómum á hendur Steingrími Þórissyni hefi ég tvívegis gert fjár- nám hjá honum til tryggingar hið fyrra 12/8 '80, og var þá bent á bifr. M-1740, en út úr sölu hennar fékk umbj.m. kr. 250.000 hinn 15/9 80. Síðara fjárnámið fór fram 3/11 ?80, og kvaðst gerðarþoli þá ekkert hafa að benda á til fjárnáms, og var það því árangurslaust. Ég sendi yður hjál. ljósrit af endurritum fjárnámsgerðanna. Þá sendi ég yður víxil þann, sem E. Lövdal lofaði Þórdísi Kristjánsdóttur v/Örin h.f. pr. 1. mars ?80, að upph. kr. 405.000, og vísa til fyrrgreinds bréfs míns og rannsóknar málsins varðandi hann. Kröfur mínar v/umbj. m. eru þær, að E. Lövdal verði dæmdur til að greiða umbj. m. samkv. fógetagerðinni og síðast greindan víxil að upph. kr. 405.000 með hæstu lögl. dráttarvöxtum frá 1/3 '80 til greiðsludags. — Þá er sú krafa gerð, að svo fremi að Steingrímur Þórisson, fái sér dæmdar greiðslur frá E. Lövdal, þá gangi þær til að greiða fjárnámsskuldina, enda fái umbj. minn ekki greiðslur frá E. Lövdal á annan hátt. Kostnaður v/fjárnámsins 3/11 '80 nam gkr. 124.400, sem sundurliðast þannig: Greitt fógeta skv. reikningi kr. 26.400, v/móts míns kr. 16.000, bifr.kostn. frá Akranesi til Borgarness og til baka kr. 15.000, dagpeningar kr. 67.000, samt. kr. 124.400, sem gerð er krafa til að E. Lövdal og/eða Steingrímur Þórisson greiði eins og áður greinir. Fylgiskjöl: Ljósrit 8 víxla og “ 2ja fjárnámsgerða.““ Krafa á hendur Steingrími Þórissyni vegna víxla þeirra, er í bréfi Stefáns Sigurðssonar hdl. greinir, hefur verið dæmd í héraði. Frumrit víxlanna fylgja ekki kröfu lögmannsins á hendur Edvard Lövdal og henni því vísað frá sakadómi. 4. Vitnið Vigfús Kristinn Vigfússon, eigandi verslunarinnar Vík í Ólafs- vík, hefur skýrt frá því að Edvard Lövdal hafi komið til þess að það telur í ágúst eða september árið 1979. Var hann að bjóða einhverjar vörur sem vitnið hafði engan áhuga á. Edvard sagði vitninu að hann myndi verða 21 með mjög góðar vörur til sölu skömmu fyrir jólin og bauðst til að koma og sýna því þær. Síðari hluta nóvember kom Edvard til vitnisins og bauð því vörur til kaups. Hann sýndi því leikföng (bíla, síma o.fl.) sem voru með innbyggðum útvörpum. Eins sýndi hann vitninu margar gerðir af skartgripum. Voru þetta nælur, hringar, armbönd o.fl. Vitnið kveðst hafa ætlað að taka örfá leikföng af hverri gerð og eitthvað smávegis af skartgripunum, en Edvard taldi því trú um að þessar vörur myndu renna út fyrir jólin og varð það úr að vitnið tók við 24 leikföngum af hverri gerð og töluverðu magni af skartgripum. Heildarverðið á leikföngunum til vitnisins var um 1.2 millj- ónir og verðið á skartgripunum samtals um það bil sama fjárhæð. Edvard fullyrti við vitnið að ef þessar vörur seldust ekki mundi hann taka þær til baka. Sagðist hann um leið mundu skila aftur víxlum þeim sem vitnið samþykkti fyrir vörunum. Var það að sögn vitnisins algjör forsenda þess, að það tók á annað borð svo mikið af vörunum af ákærða. Vitnið kveðst hafa samþykkt víxla að fjárhæð kr. 2.100.000 til greiðslu á framangreindum varningi og hafi Edvard fengið þá alla. Þegar leið að jólum sá vitnið fram á að vörurnar mundu ekki seljast fyrir jólin og raunin varð sú að ekki seldist neitt af þeim. Reyndi vitnið því strax fyrir jól að ná símasambandi við Edvard. Í síma þann, sem Edvard hafði gefið upp, svaraði einhver kona sem sagði hann vera erlendis. Loks tókst vitninu að ná símasambandi við Edvard rétt fyrir jólin, en ekkert kom út úr því samtali. Edvard sagðist myndi standa við samkomulagið varðandi vörurnar og víxlana, en reyndi að telja vitninu trú um að því myndi takast að selja vörurnar. Vitnið vildi aftur á móti að Edvard tæki aftur vörurnar og skilaði víxlunum þá þegar. Jafnframt benti vitnið honum á það að ekkert heyrðist í útvarpstækjunum sem voru Í leikföngunum. Edvard sagði að það hlyti að vera einhver misskilningur. Þegar Edvard var að sýna vitn- inu þessi leikföng í upphafi sýndi hann því bíl með útvarpstæki og heyrðist í því eitthvert urg. Edvard gaf þá skýringu að þetta væri ekkert að marka því að hann notaði þetta tæki til að sýna og vegna þess hve mikið væri búið að meðhöndla það, væri það orðið eitthvað bilað. Tækin í hinum leikföngunum væru í fullkomnu lagi og tók vitnið það trúanlegt. Strax eftir áramótin hélt vitnið áfram að reyna að: ná sambandi við Edvard og tókst það loks, að það telur seint í janúar árið 1980. Var það áður en nokkur víxlanna var gjaldfallinn. Edvard tók þá svo til orða að hann myndi bjarga þessu og skildi vitnið það svo að hann ætlaði að skila víxlunum og taka aftur vöruna. Næst gerðist það að vitnið fékk tilkynningu um gjaldfallinn víxil, einn af þeim, sem það hafði látið Edvard hafa. Þá hafði það samband við Edvard og hótaði honum lögsókn ef hann tæki ekki vörurnar tilbaka og skilaði víxlunum. Vitnið fékk sömu svör og áður, þessu 272 yrði bjargað. Edvard bar við veikindum og dauðsfalli föður síns. Hefði hann ekki getað sinnt þessu eins og hefði þurft af þeim sökum. Vitnið sendi nú allan varninginn til Reykjavíkur og stílaði á Edvard sem viðtakanda. Varningurinn var sendur með vöruflutningabifreið sem hefur afgreiðslu á Vöruflutningamiðstöðinni í Reykjavík. Ekki mun Edvard hafa vitjað varningsins því að vitnið fékk hann sendan til baka. Enn náði vitnið sambandi við Edvard og féllst hann á að taka vörurnar til baka og bjarga málunum eins og hann orðaði það. Vitnið sendi vörurnar aftur með vöru- flutningabifreið en fór nú einnig sjálft til Reykjavíkur. Vitnið tók vörurnar á Vöruflutningamiðstöðinni og fór með þær heim til Edvards að Hörpu- götu 12. Þar var Edvard fyrir og tók við þeim og þarna var einnig einhver kona. Í staðinn fyrir vörurnar fékk vitnið 8 víxla samþykkta af Söluskálan- um Reykholti, Steingrímur Þórisson (sic), og útgefna af Steingrími Þóris- syni. Hver víxill var að fjárhæð kr. 350 þúsund og var samanlögð fjárhæð þeirra því kr. 2.800.000 eða heldur hærri en samanlögð fjárhæð þeirra víxla sem vitnið hafði látið Edvard hafa. Gerði Edvard þetta af því að vitnið hafði haft töluverðan kostnað af þessum viðskiptum. Vitnið kannaðist við Steingrím síðan það var drengur og vissi ekki annað en hann væri áreiðan- legur. Auk þess taldi það skárri kost að taka þessa víxla en að sitja uppi með óseljanlegar vörur. Þegar vitnið tók við víxlunum taldi það að þeir væru með gjalddaga hver í sínum mánuði, en komst svo að því er heim kom að tveir voru með gjalddaga sama dag. Reyndar eru 4 víxlanna með sama gjalddaga. Gjalddagar víxlanna eru sem hér segir: Tveir 28.9., fjórir 28.10. 1980 og tveir 28.11. 1980. Ákærði fullyrti við vitnið, að víxlarnir væru pottþéttir, eins og hann orðaði það. Vitnið kannaði ekki greiðslugetu Steingríms, áður en það tók við víxlunum, en trúði því er ákærði sagði. Vitnið hefur ekkert fengið greitt af víxlunum og lögfræðingar, er það leitaði til sögðu því, að þýð- ingarlaust væri að reyna innheimtu þeirra. Ákærði Edvard Lövdal hefur skýrt frá því, að hann hafi í nóvember 1979 selt nokkuð af vörum í verslunina Vík í Ólafsvík. Voru það leikföng og skartgripir, en ákærði man ekki fyrir víst um hve mikil verðmæti var að ræða, en telur að kaupmaðurinn hafi greitt 2-3 milljónir króna fyrir vörurnar. Kaupmaðurinn fór þess á leit við ákærða að fá að skila vörunum aftur og fá aðrar í staðinn ef þær seldust ekki. Ákærði kveðst hafa tekið vel í þetta en ekki gefið neitt loforð um það. Það næsta sem gerðist var að kaupmaðurinn hafði samband við ákærða, að ákærði telur í mars mánuði 1980, og vildi þá fá skipt á vörunum og öðrum þar sem hann taldi sig ekki geta selt þær. Ákærði telur þó að kaupmaðurinn hafi verið búinn að selja af vörunum. Ákærði hafi engar vörur til þess að skipta við kaupmanninn á og óskaði kaupmaðurinn þá 273 eftir því að ákærði tæki vörurnar aftur. Ákærði kveðst hafa sagt að hann skyldi athuga það. Kaupmaðurinn kom til Reykjavíkur í apríl-mánuði og var þá með vörurnar meðferðis. Kom hann með þær heim til ákærða. Ákærði vissi að von var á kaupmanninum með vörurnar og hafði rætt það við meðákærða Sigurð Örn Ingólfsson. Meðákærði var því staddur heima hjá ákærða er kaupmaðurinn kom, en ákærði og meðákærði höfðu þá komið sér saman um að meðákærði keypti vörur þessar sem kaupmaðurinn hafði ekki getað selt. Þeir meðákærði og kaupmaðurinn gerðu svo þessi viðskipti sín á milli og segist ákærði hafa fylgst með viðskiptum þeirra. Þeir gerðu það samkomulag að meðákærði tók við vörunum, en lét kaup- manninn í staðinn hafa nokkra víxla frá Steingrími Þórissyni í Reykholti. Samanlögð fjárhæð þeirra var eitthvað hærri en það sem kaupmaðurinn hafði greitt ákærða fyrir vörurnar og kom það til af því að kaupmaðurinn hafði þurft að greiða einhvern kostnað. Auk þess kveðst ákærði hafa afhent kaupmanninum víxil eða víxla fyrir vörunum sem kaupmaðurinn átti að fá frá ákærða en hafði ekki fengið. Þann víxil eða víxla kveðst ákærði hafa geymt heima hjá sér og ekki látið í umferð. Að vísu hafi þeir verið búnir að fara til Úlfars Nathanelssonar, en ákærði fékk þá þaðan aftur án þess að tilraun væri gerð til þess að innheimta þá. Ákærða var bent á að Vigfús Kristinn Vigfússon, kaupmaður í Ólafsvík, segi að samkomulag hafi verið um það að ef vörurnar seldust ekki mundi ákærði taka þær aftur og skila Vigfúsi víxlunum. Ákærði sagði að slíkt hefði aldrei verið umtalað, heldur aðeins það að ef vörurnar seldust ekki þá mundi ákærði athuga með að skipta á þeim og öðrum vörum. Vigfús Kristinn segir að hann hafi náð sambandi við ákærða fyrir jólin 1979 og beðið ákærða að taka aftur vörurnar. Ákærði kveðst ekki minnast þess að svo hafi verið, það hafi ekki verið fyrr en í mars 1980 sem Vigfús Kristinn hafði samband við hann. Hvað varðar útvarpstækin í leikföngunum sagði ákærði að hann hefði reynt að ná á þau samtölum milli báta á miðbylgju en ekki tekist. Ákærði kveðst hafa sagt að hægt væri að hlusta á samtöl báta í þessum tækjum og á útvarpsstöðvar erlendis við góð hlustunarskilyrði, t.d. á kvöldin. Ekki segist ákærði þó vita hvort slíkt sé mögulegt í Ólafsvík, en telja að svo sé þar sem það sé hægt í Reykjavík. Ekki man ákærði hve marga víxla Vigfús samþykkti fyrir vörunum en segir víxlana hafa farið beint til Úlfars Nathanelssonar. Svo sem áður greinir skýrði ákærði Edvard frá því fyrir dómi að Stein- grímur Þórisson hefði ýmist samþykkt eða gefið út 48 víxla, samtals að fjárhæð 16.800.000 kr., til kaupa á jarðbornum svo sem í ákæru greinir og hafi 21 af víxlunum lent hjá ákærða. Víxlar þessir eru tilgreindir í III. kafla ákæru. Ákærði kveðst hafa eignast víxlana í bifreiðaviðskiptum við 18 274 meðákærða Sigurð Örn. Ákærði kveðst engin afskipti hafa haft að öðru leyti af víxlunum sem meðákærði fékk fyrir jarðborinn. Ákærði notaði framangreinda víxla í viðskiptum svo sem lýst er Í 2. til 4. tl. III. kafla ákæru. Ákærða Sigurði Erni var kynntur framburður meðákærða Edvards er að framan greinir. Ákærði Sigurður Örn kvaðst hafa verið staddur heima hjá Edvard Lövdal vorið 1980 þegar Vigfús Kristinn Vigfússon kom þangað með umræddar vörur. Edvard var að taka einhverjar vörur til baka frá Vigfúsi Kristni og lét hann hafa einhverja víxla fyrir vörurnar. Reiknar ákærði með að hann hafi heyrt þá tala um að þetta væru víxlar á Steingrím Þórisson, en hann var ekki sérstaklega að fylgjast með þessum viðskiptum þeirra, enda voru þetta viðskipti sem voru honum óviðkomandi. Ákærði kveðst neita harðlega framburði Edvards um að hann hafi átt þessi viðskipti við Vigfús Kristin. Það var Edvard sjálfur sem stóð í þessum viðskiptum. Eins neitar ákærði því að greitt hafi verið með víxlum frá honum. Þetta voru víxlar sem Edvard var með, en það megi vel vera að hann hafi einhvern tímann átt þessa víxla og notað þá í viðskiptum og þeir síðan endað hjá Edvard. Hins vegar átti hann engan þátt í þessum viðskipt- um, heldur var bara þarna staddur fyrir tilviljun. Svo sem áður greinir kvaðst ákærði hafa notað í viðskiptum 34 af víxl- unum frá Steingrími Þórissyni sem hann fékk við sölu borsins og er nánar lýst í ákæru. Steingrímur fékk 2 af víxlunum aftur. Ákærði notaði víxlana í bifreiðaviðskiptum svo sem lýst er í ákæru. Fékk meðákærði Edvard hluta þeirra í slíkum viðskiptum við ákærða. Vitnið Herdís Hervinsdóttir kveðst annast afgreiðslustörf í versluninni Vík í Ólafsvík. Vitnið segist hafa heyrt Edvard Lövdal segja við eiginmann þess, Vigfús Kristin Vigfússon, er Edvard kom með vörur í verslunina Vík, að það minnir í nóvember 1979, að hann myndi taka til baka vörur sem ekki seldust af þeim vörum sem Vigfús Kristinn fékk frá Edvard. Ekki heyrði vitnið þá Vigfús Kristin og Edvard ræða neitt um víxla og ekki annað en þetta um viðskiptin. Varningur sá, sem Vigfús Kristinn tók við hjá Edvard, var nokkurs konar leikföng og skartgripir. Leikföngin voru eftirlíkingar af fleiri en einni bifreiðategund, gömlum símum, drottningarvagni o.fl. Í þessum leik- föngum voru útvarpstæki sem auðvitað átti að heyrast í. Ekki var rafhlaða í neinu þeirra og ekki hafði Edvard rafhlöðu meðferðis. Vitnið lét kaupa rafhlöðu og setja í eitt leikfanganna að Edvard viðstöddum, en ekkert heyrðist í því. Edvard fullyrti að þetta væru aðeins einhver mistök, tækin væru í fullkomnu lagi og það heyrðist í þeim um allt land. Þessum leik- 275 föngum fylgdu leiðarvísar á ensku sem vitnið segir að hvorugt þeirra Vigfúsar Kristins hafi skilið. Síðar fékk vitnið þessa leiðarvísa þýdda á íslensku og kom þá í ljós að ekki heyrðist í tækjunum nema innan ákveð- innar fjarlægðar frá næstu útvarpsstöð. Það þýddi að vonlaust var að nokkuð gæti heyrst í tækjunum í Ólafsvík eða þar í grennd. Auk leikfanganna tók Vigfús töluvert af skartgripum af Edvard. Vitnið segir að ekta perla hafi átt að vera í hluta af skartgripunum að sögn Edvards, en í ljós hafi komið að þessar perlur voru alls ekki ekta því það kom dæld í þær ef bitið var í þær Í stað þess að brotna. Vitnið kveðst vilja taka fram að það hafi ekki reynt að lesa leiðarvísa með leikföngunum þegar Edvard var að afhenda þau í versluninni. Vitnið og maður þess hafi alfarið treyst því sem Edvard sagði. Vitnið Þórir Rafn Halldórsson kveðst hafa verið með Edvardi Lövdal þegar hann fór umrædda söluferð vestur á Snæfellsnes. Varðandi sölu Edvards Lövdal á vörum í versluninni Vík, Ólafsvík skýrði vitnið frá því að þeir Edvard og Vigfús Kristinn eigandi verslunarinnar hafi virst vera vel kunnugir og fylgdist það ákaflega lítið með viðskiptum þeirra og lítið geta um þau borið. Það eina sem vitnið geti sagt sé að þegar Edvard var að kveðja hafi hann sagt við. Vigfús Kristin að hafa engar áhyggjur, þar sem þær vörur sem ekki seldust skyldi hann taka til baka. Vitnið Úlfar Nathanelsson segist hafa fengið víxla hjá Edvard á versl- unina Vík, að það minnir snemma árs 1980. Ekki man vitnið fyrir víst fjárhæðir eða fjölda víxlanna, en það setti þá alla í innheimtu í Útvegs- bankanum á Seltjarnarnesi. Ekki voru þeir greiddir þangað. Fékk Ævar Guðmundsson hdl, víxlana til innheimtu og telur vitnið, að þeir séu að mestu greiddir nú. Vitnið kveðst ekki geta gert grein fyrir hvað Edvard hafi verið að greiða því með víxlunum. Í skýrslu, sem rannsóknarlögreglan tók af Edvard Lövdal þann 11. júlí 1980 varðandi viðskipti hans við verslunina Vík, sagði Edvard að hann hefði látið vitnið hafa einn eða fleiri víxla sem hann hefði svo aftur fengið hjá vitninu. Vitnið kannast ekki við, að Edvard hafi látið það hafa neina víxla það ár á verslunina Vík sem hann hafi fengið aftur. Hitt sé annað að árið 1979 hafi Edvard látið það hafa að það minnir 2 víxla hvorn að fjárhæð kr. 125 þúsund á verslunina Vík, en tekið þá aftur hjá því. Ekki man vitnið fyrir víst hvenær þetta var. Niðurstöður. Svo sem nú hefur verið rakið fékk ákærði Sigurður Örn Steingrím Þóris- son til að kaupa af sér hinn 5. febrúar 1980 umræddan jarðbor fyrir kr. 16.800.000 og var greiðslan innt af hendi með 48 víxlum sem hver var að fjárhæð kr. 350.000. Víxlar þessir voru útgefnir og ábektir af Steingrími og samþykktir af honum í nafni Söluskálans Reykholti til greiðslu á gjald- 276 dögum 28. hvers mánaðar mánuðina apríl 1980 til mars 1981, fjórir á hverjum gjalddaga. Steingrímur Þórisson hefur haldið því fram að ákærði hafi blekkt sig til að kaupa borinn fyrir margfalt verð umfram raunvirði með röngum upplýsingum um verðgildi hans og notagildi. Ákærði hafi sagt að borinn væri í mjög góðu lagi, en Steingrímur kveðst ekkert vit hafa haft á slíkum tækjum. Það hafi hins vegar komið í ljós að borinn var orðinn ónýtur eða allt að því og viðgerð það dýr að ekki mundi borga sig að fara út í hana. Borinn hafi því verið lítils eða einskis virði. Steingrímur kveðst hafa heyrt að ákærði hafi keypt borinn á 400.000 til 500.000 krónur. Ákærði Sigurður Örn hefur neitað þessu. Kveðst hann hafa verið búinn að kynna sér verðmæti slíkra jarðbora og talið að jarðborinn væri þess virði sem Steingrímur gaf fyrir hann. Hefði Steingrímur getað hagnýtt borinn ef vel hefði verið á haldið. Ákærði kveðst sjálfur ekki hafa kynnt sér nákvæmlega ástand borsins, en maður sem hafði notað hann hafi borið honum góða sögu. Ákærði kveðst ekki hafa lýst ástandi borsins fyrir Steingrími og hvatt hann til að kynna sér ástand borsins. Að sögn Jóns Guðmundssonar var jarðborinn sleginn honum á nauð- ungaruppboði sennilega árið 1979 á kr. 45.000. Vitnið Stefán Þorbergsson verktaki telur, að þetta hafi verið haustið 1977 og telur sig hafa boðið í borinn 41.000 til 42.000 krónur. Kveðst það hafa þekkt til borsins og ekki viljað kaupa hann fyrir meira. Jón Guðmundsson seldi ákærða Sigurði Erni jarðborinn hinn 12. janúar 1980. Ákærði kveður borinn hafa verið keyptan í tengslum við önnur við- skipti og því sé erfitt að segja til um verðið. Bifreið sem ákærði lét á móti, Tornato bifreið af árgerð 1975, hafi verið metin á um 7.000.000 krónur. Borinn gekk upp í hluta af verðinu, en ákærði lét Jón einnig hafa aðra bifreið með bornum og eitthvað af víxlum. Borinn gæti hafa verið metinn á 3.000.000 krónur í viðskiptum þessum. Jón kveður matsverð á bornum hafa verið kr. 3.000.000 í viðskiptum þeirra Sigurðar Arnars. Umræddur bor, sem var í ólagi, var orðinn um 30 ára gamall að því er talið er. Verður að telja að ákærða hafi mátt vera þetta ljóst og að borinn væri lítils virði. Verð það, sem hann var seldur á, kr. 16.800.000, var langt umfram sannvirði og í reynd fjarstæðukennt. Samkvæmt framansögðu þykir sannað að ákærði Sigurður Örn hafi beitt blekkingum við sölu borsins bæði um ástand hans, notagildi og verðgildi og aflað sér þannig víxlanna frá Steingrími Þórissyni með sviksamlegum hætti. Af framangreindum víxlum voru 34 notaðir í viðskiptum svo sem hér á eftir greinir. 277 Ákærði Sigurður Örn notaði 13 víxlanna, samtals að fjárhæð kr. 4.550.000, til bifreiðakaupa af Guðjóni Jónssyni. Guðjón kveður ákærða hafa ritað á alla víxlana sem ábekingur, nema 2, er salan fór fram. Hann kveður innheimtuaðgerðir engan árangur hafa borið og enginn víxlanna verið greiddur. Af framangreindum víxlum höfnuðu 21 hjá ákærða Edvard Lövdal í bifreiðaviðskiptum og öðrum skiptum að sögn ákærðu. Notaði Edvard 6 af víxlunum, samtals að fjárhæð 2.100.000 krónur, til greiðslu víxla samþykktra af Evu J ónsdóttur, sambýliskonu ákærða. Víxla þessa átti Svanur Kristjánsson og hafði fengið í bifreiðaviðskiptum við ákærða. Sjö af víxlunum, samtals að fjárhæð kr. 2.450.000, notaði Edvard til að endurgreiða vörur sem hann tók til baka úr versluninni Örinni, Akra- nesi. Loks notaði Edvard 8 af víxlunum, að fjárhæð samtals kr. 2.800.000, til að endurgreiða vörur sem hann tók til baka ú: versluninni Vík, Ólafsvík. Svanur Kristjánsson kveður engan víxla þeirra, sem hann fékk frá ákærða Edvard, hafa verið greiddan þrátt fyrir innheimtutilraunir. Í bréfi Stefáns Sigurðssonar hdl., Akranesi, segir svo sem að framan greinir að hann hafi að fengnum dómi gert tvívegis fjárnám hjá Steingrími Þórissyni vegna víxlanna sem verslunin Örin var eigandi að. Út úr fyrra fjárnáminu kveður Stefán umbjóðanda sinn hafa fengið kr. 250.000, en síðara fjárnámið verið árangurslaust. Vigfús Kristinn Vigfússon, eigandi verslunarinnar Vík í Ólafsvík, kveðst ekkert hafa fengið greitt af framangreindum víxlum. Af framburði Edvards Lövdal þykir mega ráða, að honum hafi verið ljóst hvernig meðákærði var kominn að víxlunum. Ákærðu voru á þessum tíma mikið saman og höfðu nána samvinnu um ýmis viðskipti svo sem fram er komið í máli þessu. Gengu á milli þeirra víxlar með háum fjárhæðun sem þeir höfðu orðið sér úti um og sjaldnast voru greiddir, að ekki verður séð í öðrum tilgangi en að blekkja með því í viðskiptum. Verður að telja, þrátt fyrir framburð Edvards Lövdals, þegar og er virt önnur háttsemi hans í máli þessu, að sannað sé að hann hafi vitað hvernig meðákærði var kominn að víxlum þeim sem hann fékk og að báðum ákærðu hafi verið ljóst þegar þeir notuðu víxlana að Steingrímur Þórisson var ekki borgunar- maður fyrir víxlunum enda voru verðmæti þau er hann fékk lítils virði svo sem áður greinir. Telst ákærði Sigurður Örn hafa orðið sekur um fjársvik með öflun víxl- anna hjá Steingrími og ákærðu hvor um sig með því að hafa notað þá í viðskiptum til að afla sér verðmæta, ákærði Sigurður Örn víxlana í 1. tl. og ákærði Edvard víxlana í 2.-4. tl., svo sem að framan er rakið. 278 Hafa ákærðu með framangreindu atferli orðið brotlegir gegn 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. IV. Hinn 7. maí 1980 kærði Jón Sveinsson héraðsdómslögmaður, Akranesi f.h. Hauks Ármannssonar, Stillholti 14, þar í bæ, Edvard Lövdal fyrir meint brot á 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Í kærunni segir að þann 25.4 1980 hafi umbjóðandi lögmannsins selt Edvard Lövdal bifreið af gerðinni Toyota Cressida station, árgerð 1978. Umsamið kaupverð var kr. $.900.000 og var greitt með þremur víxlum. Var einn að upphæð kr. 1.500.000 með gjalddaga 5.5. 1980, annar kr. 2.200.000 með gjalddaga 15.6. 1980 og sá þriðji kr. 2.200.000 með gjald- daga 15.7. 1980. Víxlarnir voru allir samþykktir pr. pr. Kambur hf., Óskar G. Hansen p.o. box 5524 Rvk., útgefnir af kaupanda bifreiðarinnar Edvard Lövdal, Kríuhólum 2, Reykjavík, og framseldir af sama og ábektir af Erni Ingólfssyni. Fyrsti víxillinn, sem gjaldféll 5.5. 1980, var afsagður sökum greiðslufalls 7. s.m. Við athugun og samkvæmt upplýsingum hlutafélagaskrár og firmaskrár Reykjavíkur er hlutafélagið Kambur nafnnr. 5440-7378 ekki til í hluta- félagaskrá. Hjá Hagstofu Íslands er Kambur hf. auðkennt „Fasteignir — Árnesh““ án frekari skýringar, auk þess sem nafnið Hilmar H., Garðalandi 13, er við það tengt. Þá kom einnig í ljós við athugun hjá borgarfógetanum í Reykjavík að Edvard Lövdal sé undir gjaldþrotaskiptum hjá embættinu vegna vanskilaskulda. Einnig kom fram, að p.o. box 5524 Rvk., heimilis- fang Kambs hf., er skráð hjá póststofunni í Reykjavík á nafn Edvards Lövdal. Loks liggur fyrir að Örn Ingólfsson (Sigurður Örn Ingólfsson) er búsettur að Mosfelli, Grímsneshreppi, en hann er að sögn lögmannsins honum kunnur vegna vanskilaskulda einkum víxla. Lögmaðurinn kveðst með tilliti til ofangreinds hafa lagt fram beiðni umbjóðanda sins hjá lögreglunni á Akranesi, sama dag og bréfið er dagsett, um að bifreiðin yrði tafarlaust tekin úr vörslu ofangreindra aðila. Hafðist upp á bifreiðinni í Reykjavík og var hún þá tekin í vörslu lögregl- unnar. Samkvæmt afsali, dags. 25.4. 1980, hefur Haukur Ármannsson selt Edvard Lövdal bifreiðina E-93 sem er Toyota Cressida station af árgerð 1978. Kaupverð bifreiðarinnar var kr. 5.900.000 og sagt að fullu greitt með víxlum. Veðbókarvottorð lá ekki frammi við söluna, en seljandi ábyrgist að engar veðskuldir eða önnur eignabönd hvíli á bifreiðinni. Vitundarvottar eru Ástmar Arnarson og Sigrún Sigurðardóttir. Vitnið Haukur Ármannsson, Stillholti 14, Akranesi, hefur skýrt frá því að ákærði Edvard Lövdal hafi komið að máli við sig hinn 25. apríl 1980 279 á Akranesi og viljað kaupa af því bifreið þess E-93. Vitnið var tregt til en lét þó tilleiðast og seldi Edvard bifreiðina sama dag. Með Edvard var Sigurður Örn Ingólfsson og var hann sagður atvinnurekandi. Væri hann á leið til Akureyrar til að sinna verkefni sem hann hefði með höndum. Bifreiðin var seld fyrir kr. 5.900.000, sbr. afsal undirritað af vitninu. Edvard greiddi bifreiðina með þrem víxlum. Var einn að fjárhæð kr. 1.500.000 en hinir að fjárhæð kr. 2.200.000 hvor. Kambur hf. var sam- þykkjandi víxlanna og hafði Óskar G. Hansson áritað þá f.h. fyrirtækisins. Áritun hans var fyrir á víxlunum, en auk þess áritaði Edvard þá sem útgef- andi og Sigurður Örn sem ábekingur um leið og sala bifreiðarinnar fór fram. Edvard fullvissaði vitnið um, að víxlarnir væru öruggir og yrðu borgaðir á gjalddögum. Um það bil tveim til þrem dögum síðar frétti vitnið, að Edvard hefði verið að reyna að selja bifreiðina á Akureyri og fór að gruna að ekki væri allt með felldu þar sem Edvard hafði sagt því að þetta væri einmitt bifreið sem hann hefði verið að leita að og ætlaði að eiga. Næst hafði maður á Selfossi samband við vitnið og sagði því að honum hefði verið boðin bifreið vitnisins til kaups. Hefði Sigurður Örn Ingólfsson, er bauð bifreiðina, viljað selja hana fyrir kr. 4.000.000 gegn staðgreiðslu. Maðurinn vissi að ekkert hafði verið borgað út í bifreiðinni er vitnið seldi hana og fannst þetta grunsamlegt. Vitnið hafði þá samband við rannsókn- arlögregluna og skýrði frá málsatvikum. Rannsóknarlögreglan kyrrsetti bifreiðina og var kaupunum síðan rift með samþykki Edvards Lövdal. Fékk vitnið bifreiðina til saka og skilaði víxlunum. Vitnið kveðst ekki hafa vitað að bú ákærða Edvards hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Vitnið Óskar Gunnar Hansen hefur skýrt frá því, að einhvern tíma fyrri hluta árs 1980 hafi ákærði Sigurður Örn Ingólfsson boðið því vinnu við fyrirtæki hans Kamb hf. sem hafði verið stofnað um Síldarverksmiðjuna í Djúpuvík. Átti vitnið að vinna þar við laxeldi. Vitnið hafði áður unnið við laxeldi og ætlaði Sigurður Örn að nýta þekkingu þess og lofaði því góðum launum. Ákærði kynnti vitnið síðan fyrir ákærða Edvard Lövdal, en þeir sögðust báðir vera eigendur fyrirtækisins. Í apríl eða maí 1980 fór vitnið með ákærðu áleiðis til Akureyrar vegna einhverra viðskipta fyrirtækisins. Um það bil viku áður en farið var í ferðina hafði vitnið útbúið að beiðni ákærðu víxla, samtals að fjárhæð kr. 186.000.000, á eyðublöð sem ákærðu létu það hafa. Báðu þeir vitnið um að vélrita á víxlana upphæðir þeirra. Sögðu þeir vitninu að það gæti fengið ritvél lánaða hjá Bílasölunni Höfðatúni 10. Vitnið talaði við Davíð Ólafs- son sem: vann: á bílasölunni og lánaði hann því ritvél. Vitnið setti einungis fjárhæðir á víxlana, en þær voru frá 50.000 kr. og 280 upp í 2.200.000 kr. Ákærði Sigurður Örn tók víxlana í sínar hendur og sagði Edvard í því sambandi að best væri að gjaldkerinn geymdi víxlana og átti þá við Sigurð Örn. Í framangreindri ferð til Akureyrar var komið við á Akranesi. Fengu ákærðu vitnið til þess að samþykkja nokkra af víxlunum og settu jafnframt við nafn vitnisins stimpilinn „pr. pr. Kambur hf.““. Sögðu ákærðu vitninu að það ætti að vera prókúruhafi fyrirtækisins og þetta ætti að vera „start- fé“. Kváðu þeir vitnið ekkert þurfa að óttast þótt það skrifaði á víxlana, þeir yrðu örugglega borgaðir. Þyrfti vitnið aldrei að verða fyrir neinum skakkaföllum af þessu þar sem einungis væri unnt að ganga að fyrirtækinu en ekki vitninu. Vitnið er ekki visst um hver heildarupphæðin var á víxlum þeim sem það samþykkti f. h. Kambs hf. Vitnið var viðstatt er ákærðu keyptu Toyota Cressida bifreiðina af Hauki Ármanssyni á Akranesi. Vitnið man ekki verðið á bifreiðinni, en hún var að öllu leyti greidd með víxlum, sem það hafði samþykkt f.h. Kambs h/f. Vitnið samþykkti víxla nákvæmlega fyrir þeirri fjárhæð sem notaðir voru til að kaupa bifreiðina af Hauki og ef til vill meira. Til viðbótar samþykkti það víxla á Akureyri án þess að stimpillinn Kambur hf. væri settur á þá. Vitnið kveðst ekkert geta fullyrt um upphæð- ina alls, en um tugi milljóna króna var að ræða. Víxla þessa átti að nota til að kaupa bifreiðar en selja þær síðan aftur og fá greitt í reiðufé sem renna átti til fyrirtækisins. Fyrirtækið átti síðan að greiða víxlana er það væri komið í gang. Sagði Edvard Lövdal að gott væri að hafa þessa víxla ef ákærðu gerðu góð viðskipti og lofaði að stimpillinn yrði settur á þá, ef til notkunar á þeim kæmi. Vitnið veit ekkert hvað varð um víxla þessa, enda lauk þar samskiptum ákærðu og vitnisins. Ákærðu lofuðu vitninu síðar að víxlarnir yrðu eyðilagðir. Ekki varð úr bifreiðakaupum ákærðu á Akureyri. Ákærðu sögðust ætla að skila bifreiðinni sem keypt var á Akranesi. Vitnið kveður sér hafa verið hætt að lítast á blikuna og viljað draga sig út úr samskiptunum við ákærðu. Vitnið sá víxla þá sem notaðir voru til bifreiðakaupa af Hauki Ármanns- syni, samtals að fjárhæð kr. 5.900.000, og staðfesti nafnritun sína á þeim. Vitnið Ástmar Örn Arnarson húsasmiður, Grenilundi 12, Garðabæ, sonur ákærða Sigurðar Árnar, hefur skýrt frá því að faðir þess hafi boðið því í umrædda ferð norður á land sem það fór ásamt honum, Edvard Lövdal og Óskari Gunnari Hansen, en vitnið var á þessum tíma frá vinnu vegna viðbeinsbrots. Vitnið vissi ekki alveg hvert erindið var, en það gat verið viðskiptalegs eðlis. Þeir komu til Akraness seinni hluta dags og gistu þar nóttina eftir. Edvard þekkti eitthvað mann sem rak Sheli bensínstöðina á Akranesi og keypti af honum Toyota Cressida bifreið. Edvard greiddi bifreiðina með 281 víxlum á Kamb hf., en þeir Edvard og Sigurður Örn faðir vitnisins áttu þetta fyrirtæki saman. Vitnið heldur að Óskar Gunnar Hansen hafi skrifað upp á víxlana sem samþykkjandi, Edvard sem útgefandi og faðir þess sem ábekingur. Man vitnið eftir að Edvard bað föður þess um að ábekja víxl- ana. Vitnið veit ekki hvort Óskar Gunnar skrifaði upp á fleiri víxla en þá sem notaðir voru til þessara bifreiðakaupa. Vitnið minnir að Toyota bifreiðin hafi verið greidd með víxlum, samtals að upphæð kr. 6.000.000, eða a.m.k. mjög nærri því. Síðan var farið til Akureyrar og þar seldi Edvard Mazda bifreið sem þeir höfðu komið á frá Reykjavík og Eva Jónsdóttir sambýliskona hans átti. Edvard tók aðra Mazda bifreið upp í og fékk eitthvað borgað á milli. Síðari Mazda bifreiðina seldi hann aftur og tók Toyota bifreið upp í og fékk enn borgað á milli. Edvard reyndi að kaupa fleiri bifreiðar á Akureyri, en ekki varð úr frekari viðskiptum. Ákærði Sigurður Örn Ingólfsson hefur skýrt frá því, að ákærðu hafi verið staddir á Akranesi 25. apríl 1980 á ferð norður í land er Haukur Ármannsson seldi Edvard bifreiðina E-93. Ákærði kveður þá Edvard og Hauk hafa verið kunningja og átt viðskipti saman. Ákærði þekkti hins vegar Hauk ekki. Edvard greiddi fyrir bifreiðina með 3 víxlum samtals að fjárhæð kr. 5.900.000. Edvard var útgefandi á víxlunum, en þeir voru ábektir af báðum ákærðu. Samþykkjandi víxlanna var Óskar Gunnar Hansen f.h. hlutafélagsins Kambs, en það fyrirtæki hafði ákærði keypt nokkru áður. Ákærði kveðst hafa talið allt með felldu með víxlana og öruggt, að þeir yrðu greiddir á gjalddaga. Hafði Edvard og lagt áherslu á þetta við ákærða. Fyrsti víxilinn var þó ekki greiddur þegar að gjalddaga kom vegna þess að hann fannst ekki þar sem hann var skakkt vistaður og féllst Edvard á að rifta kaupunum. Ákærði neitar að hafa framið fjársvik við kaupin á bifreiðinni E-93 svo sem honum er gefið að sök í ákæru. Ákærða var kynntur framangreindur framburður Óskars Gunnars Hansen varðandi Kamb hf. Ákærði kvaðst alls ekki líta svo á að Óskar Gunnar hafi verið ráðinn til vinnu hjá honum við Kamb hf. Það var verið að ræða um hvað hægt væri að gera við Síldarverksmiðjuna á Djúpuvík og kom Edvard Lövdal með þá hugmynd að hafa þar laxeldi. Ákærði kveðst ekkert vit hafa haft á þessu og ekki vita hvort hægt var að vera þar með fiskeldi. Hins vegar megi segja að Edvard hafi verið að byggja loftkastala, en ákærði var opinn fyrir öllu jákvæðu, þ.e. ef hægt væri að hagnýta þessa aðstöðu. Rætt var um það að tilvalið væri að hafa Óskar Gunnar Hansen með ef komið yrði 282 þarna á fiskeldi þar sem hann hefði eitthvað komið nærri laxeldi. Edvard hafði þó orðið er þeir voru að ræða um þetta. Hugmyndin var sú að þeir Edvard ættu báðir Kamb hf. þótt ákærði hefði keypt félagið. Edvard átti að ganga inn í kaupin ef hugmyndir hans stæðust um fiskeldi á staðnum. Það varð úr, er þeir ákærðu og Óskar Gunnar voru að ræða víxlana, að Óskar Gunnar skyldi vélrita fjárhæðir á víxla samtals að upphæð 186 milljónir króna. Hins vegar þorir ákærði ekki að fara með hve mikið hann vélritaði af víxlum. Þeir Edvard báðu Óskar Gunnar um þetta og var haft í huga að gott væri að hafa víxlana til taks ef þetta yrði stórfyrirtæki hjá þeim. Hugmyndin var komin frá Edvard, en ákærða fannst þetta vera áframhald af loftköstulum Edvards. Það geti alveg komið heim og saman að ákærði sjálfur hafi verið með þessa víxla einhvern tíma. Ákærði kveðst ekkert geta sagt um upphæðina, en sér finnist ákaflega ólíklegt að um 186 milljónir króna hafi verið að ræða. Varðandi bókhaldsmanninn sem Óskar Gunnar nefnir í framburði sínum, þá sé um að ræða kunningja hans Geir Egilsson, Hveragerði. Það var hugsað þannig að Geir mundi sjá um færslu bókhalds ef fyrirtækið kæmist á laggirnar. Geir kom einhvern tíma á rabbfund með þeim og var málið skýrt fyrir honum og féllst hann á að þeir mættu leita til hans með bók- haldið ef af þessu yrði. Varðandi framburð Óskars Gunnars, að hann hafi verið gerður að prókúruhafa fyrir Kamb hf. og hafi samþykkt víxla fyrir hönd félagsins samtals að upphæð um kr. 40 milljónir á Akranesi, sagðist ákærði vera sammála því að það hefði komið til tals að Óskar Gunnar tæki þátt í félag- inu ef til kæmi, m.a. sem prókúruhafi. Þetta hafi allt verið laust í reipun- um: Ákærði kannast við að Óskar Gunnar hafi skrifað upp á eitthvað af víxlum fyrir hönd Kambs hf. á Akranesi, en hann geti ekki fullyrt um upp- hæðina. Það átti þó ekki að nota þá víxla fyrr en að Kambur hf. hefði komið á fót laxeldisstöð. Ákærði var spurður hvers vegna Óskar Gunnar Hansen hefði verið að skrifa upp á þessa víxla í þessu ferðalagi þeirra norður ef ekki átti að nota þá strax. Hann kveðst ekkert vita um það. Þetta hafi allt verið í lausu lofti. Sumir víxlarnir voru notaðir til kaupa á bifreiðinni E-93, samtals kr. 5.9 milljónir. Minnir ákærða að Edvard hafi verið útgefandi á víxlum sem Óskar Gunnar samþykkti f.h. Kambs hf. Víxlarnir voru þrír, einn kr. 1.500.000 og tveir kr. 2.200.000. Ákærði var ábekingur á þeim. Raunar var það Edvard sem keypti bifreiðina, en það var greiði við hann að láta hann hafa víxlana og átti hann að greiða þá. Ákærði kvað sér ókunnugt um það að átt hefði að nota umrædda víxla til bifreiðakaupa en síðan að selja bifreiðarnar fyrir reiðufé og fá þannig byrjunarfjármagn fyrir Kamb hf. 283 Ákærði kvaðst ekki muna eftir að hann og Edvard hafi látið Óskar Gunnar samþykkja víxla samtals að fjárhæð kr. 20 milljónir eða meira á Akureyri og að hann hafi látið þau orð falla að betra væri að hafa þessa víxla ef þeir gerðu góð viðskipti. Hann muni ekki til þess að Óskar Gunnar hafi skrifað upp á víxla á Akureyri en þó geti það verið. Ákærði kvað alla víxlana, sem Óskar Gunnar skrifaði upp á, hafa verið eyðilagða, nema víxlana sem notaðir voru til kaupa á bifreiðinni E-93. Honum fannst þetta alveg út í hött að vera að láta Óskar Gunnar skrifa upp á víxlana, en Edvard hafi átt hugmyndina að þessu. Ekkert fór í umferð af víxlunum, nema víxlarnir vegna bifreiðarinnar E-93. Ekki var búið að skipa í stjórn Kambs hf. Þetta var allt á umræðugrund- velli að sögn ákærða. Ákærði Eðvard Lövdal hefur skýrt frá því að Sigurður Örn Ingólfsson hafi verið farinn að athuga um kaup á Kambi hf. þegar hann fór að hafa afskipti af málinu. Hafi þeir Sigurður Örn og Haraldur Guðjónsson, einn af eigendum Kambs hf., verið búnir að koma sér saman um verðið á húsum félagsins, en ekki vélunum. Þegar ákærði heyrði verðið á húsunum sem hann minnir að hafi verið kr. 800.000 féllst hann á kaupin með Sigurði Erni. Sigurður Örn lagði út fyrir kaupverðinu og greiddi ákærði honum síðar sinn hluta eða helminginn. Síðar var farið að tala um vélarnar í síldarverksmiðjunni. Keyptu þeir Sigurður Örn þær líka og samþykkti Sigurður Örn tryggingarvíxil að upphæð kr. 400.000 vegna kaupanna. Undanskilið var þurrkari og pressa. Þeir Sigurður Örn ætluðu síðan að borga tryggingarvíxilinn saman. Víxill- inn var án gjalddaga, en átti að greiðast haustið 1980. Tilgangurinn með þessum kaupum var ekki ákveðinn í upphafi, en það réð úrslitum hvað þetta fekkst á góðu verði. Síðan kom til tals hjá þeim Sigurði Erni að nota þetta í brask með því að útbúa víxla á vegum hluta- félagsins. Sigurður Örn kom síðan með Óskar Gunnar Hansen. Óskar Gunnar átti að vera prókúruhafi fyrir félagið og áttu ákærði og Sigurður Örn báðir hugmyndina að því. Óskar Gunnar Hansen fór síðan að vélrita víxla fyrir þá Sigurð Örn. Vélritaði Óskar Gunnar upphæðir á víxla sennilega að fjárhæð nærri tvö hundruð milljónir. Átti Óskar Gunnar að vélrita ákveðnar upphæðir á víxl- ana og var þá haft í huga, að þeir yrðu gjaldgengir í bifreiðakaupum og almennum viðskiptum. Edvard kvað þó ekki hafa legið þarna að baki nein svik af þeirra hálfu, heldur hafi þetta aðeins verið hugsað sem fjármagns- myndun til að mynda veltu og hafi allir víxlar sem færu í umferð átt að greiðast. Síðan hafi Óskar Gunnar samþykkt víxla, en Edvard kveðst ekki geta fullyrt um upphæðir þeirra. Framburður Óskars Gunnars að um kr. 284 60.000.000 hafi verið að ræða gæti staðist. Af þeim víxlum fóru 3 að fjár- hæð kr. 5.900.000 til bifreiðakaupa eins og að framan greinir, en ekki fleiri. Hins vegar fékk Sigurður Örn víxlana og kveðst ákærði ekki vita hvað hann gerði við þá. Veit hann ekki til þess að Sigurður Örn hafi látið neitt af þeim í umferð. Á Akureyri buðu ákærðu víxla í bifreiðaviðskiptum, en hættu við þau, þar sem þeir sáu að Óskar Gunnar var ekki beint heppilegur í þetta. Hann var að sögn ákærða Óreglusamur og líka í meira lagi kjöftugur. Ekki var búið að tilkynna Óskar Gunnar sem prókúruhafa. Ákærði kveðst mótmæla kærunni frá Jóni Sveinssyni f.h. Hauks Ármannssonar. Ekki sé um að ræða fjársvik af hans hálfu að neinu leyti. Það hafi aldrei annað verið ætlunin en að greiða þessa víxla. Ástæðan fyrir því að fyrsti víxillinn með gjalddaga 5. maí var afsagður var sú að hann var vistaður í Búnaðarbanka Íslands, aðalbanka, en var til innheimtu í Landsbanka Íslands, aðalbanka. Ákærði kveðst því ekki hafa getað greitt víxilinn þar sem hann fannst ekki við eftirgrennslan lögfræðings hans, Arnar Clausen hrl. Ákærði fékk ekki tilkynningu fyrr en 9. maí að hún kom í póstbox hans nr. 5524. Hún var ekki komin að morgni þessa dags. Örn Clausen var með peningana til greiðslu á víxlinum. Var hann búinn að reyna að ná sambandi við Hauk Ármannsson til að fá upplýst, hvar víxillinn væri, en það hafði ekki tekist og Haukur ekki haft samband við hann, þrátt fyrir skilaboð. Ákærði kvað það ósannindi, sem fram kemur í kærunni, að Kambur hf. sé ekki til í hlutafélagaskrá og greinilegt að viðkomandi hafi ekki kynnt sér málið til hlítar. Kambur hf. hafi verið skráður frá því árið 1972 og eignir félagsins margfalt það sem um ræðir í kærunni. Ákærði kvaðst hafa fallist á riftun bifreiðakaupanna gegn því að hann fengi til baka víxla þá sem hann greiddi bifreiðina með. Ákærði kveðst hafa gert ýmislegt fyrir bifreiðina og lagt í töluverðan kostnað, enda hafi hún verið í mikilli óhirðu þegar hann tók við henni. Áskilji hann sér rétt til skaðabóta vegna þess sem hann lagði út vegna bif- reiðarinnar og vegna rangrar vistunar á víxlinum og afsagnar hans. Að endingu kvaðst ákæri vilja benda kærendum á, hvað það geti þýtt að víxill er ekki á greiðslustað á gjalddaga. Ákærða Edvard var kynnt skýrsla sú sem Óskar Gunnar Hansen gaf hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 29. júlí 1980 og varðar m.a. Kamb hf. Ákærði kvað það rétt að Sigurður Örn Ingólfsson hafi ætlað að ráða Óskar Gunnar í einhverja vinnu við síldarverksmiðjuna í Djúpuvík. Ákærði var ekki orðinn eigandi að félaginu en hafði verið boðið það og var að aðstoða Sigurð Örn við þetta. Varðandi þessa víxla, sem Óskar Gunnar segist hafa vélritað á fyrir þá 285 Sigurð Örn Ingólfsson samtals að fjárhæð kr. 186 milljónir, þá skýrir ákærði frá því að hann hafi átt bunka af víxlum sem hann lét Sigurð Örn hafa. Þeir Óskar Gunnar og Sigurður Örn voru mikið að ræða þetta saman í sambandi við síldarverksmiðjuna. Óskar Gunnar fór með þessi víxileyðu- blöð með sér að heiman frá ákærða, en þar hafði ákærði látið Sigurð Örn hafa þau. Ekki veit ákærði hvað Óskar Gunnar hefur átt að vélrita upp- hæðir á marga víxla eða um hve háar fjárhæðir var að ræða. Spyrja verði Sigurð Örn um það hvað hafi átt að gera við þessa víxla. Ákærði kannast ekki við að hafa sagt við Óskar Gunnar að best væri að láta gjaldkerann geyma víxlana og átt þar við Sigurð Örn. Tilgangurinn með ferðinni norður hafi verið að kaupa eina eða tvær bifreiðar og eins hafi þetta verið skemmtiferð. Ákærði fékk víxlana 3 að fjárhæð kr. 5.900.000 frá Sigurði Erni til að greiða bifreiðina í sambandi við uppgjör milli þeirra og var hluti af fjár- hæðinni lán. Sigurður Örn var með Óskar Gunnar á sínum snærum í vinnu eða ákærði vissi ekki betur og var það ástæðan fyrir því, að Óskar Gunnar samþykkti víxlana. Ákærði heyrði Óskar Gunnar nefndan í sambandi við prókúru fyrir Kamb hf. og var verið að þvæla um þetta fram og aftur. Ákærði kannast ekki við að Óskar Gunnar hafi skrifað upp á víxla á Akureyri, enda sá ákærði hann varla þar. Neitaði ákærði þeim framburði Óskars Gunnars að þeir Sigurður Örn hafi verið að biðja hann um að skrifa upp á víxla. Honum hafi ekki komið það til hugar að láta Óskar Gunnar skrifa upp á víxla. Ákærði heldur að ljóst hafi verið, þegar víxlarnir voru útbúnir vegna kaupa bifreiðarinnar E-93, að Kambur hf. gæti greitt þá á gjalddaga ef unað var við þann rekstur, sem Sigurður Örn ætlaði að hafa í síldarverk- smiðjunni í Djúpuvík. Ætlaði hann m.a. að hafa þar laxeldi, en ákærði var ekki mikið inni í því. Ákærða var kynnt skýrsla sú sem Sigurður Örn gaf hjá rannsóknarlög- reglunni um þennan þátt málsins og gerði hann þær athugasemdir við hana að hann hefði ekki átt hugmyndina að laxeldi í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík, enda hafi hann ekkert vit á svoleiðis hlutum. Minnir ákærða að hugmyndin að þessu hafi verið komin áður. Ákærði kveðst ekki hafa verið dómbær á það hvort hægt hafi verið að vera með laxeldi þarna. Hins vegar leist honum vel á þetta sem leikmanni. Í þinghaldi 1. ágúst 1980 kvaðst ákærði ekki kannast við það er Óskar Gunnar Hansen hefur borið að Óskar Gunnar hefði samþykkt víxla f.h. Kambs hf. að fjárhæð rúmlega 60 milljónir króna og afhent þá ákærða og Sigurði Erni. Ákærði kveðst hafa haft ástæðu til að ætla að Óskar Gunnar hefði 286 prókúruumboð fyrir fyrirtækið vegna þess að Sigurður Örn ætlaði að setja hann í starfið. Ákærði sagði ekki Hauki Ármannssyni frá því að hann væri gjaldþrota er hann keypti bifreiðina. Síðar fyrir dómi skýrði ákærði frá því að ákærðu hefðu verið aðaleig- endur Kambs hf. en Óskar Gunnar Hansen prókúruhafi og ritað samþykki á víxlana, þegar bifreiðin R-93 var keypt. Ákærði taldi að eignir hluta- félagsins Kambs hefðu nægt til greiðslu víxlanna. Kvaðst hann mótmæla því er í ákæru greinir, að enginn víxilskuldaranna hefði getað efnt greiðslu- skyldur sínar. Ákærði samþykkti riftun kaupanna 9. maí 1980, enda sagði hann að bifreiðin hefði ekki verið í umsömdu ástandi. Ákærði vildi að það kæmi fram að Haukur Ármannsson hefði rekið fyrirtækið Skaganesti á Akranesi og ákærði átt við hann viðskipti 2 ár á undan. Haukur bauð ákærða bifreiðina fala að fyrra bragði. Vitnið Haraldur Guðjónsson, Svansbúð í Kaldraneshreppi í Strandasýslu, kveðst hafa keypt öll mannvirki, vélar og lagera Síldarverksmiðjunnar á Djúpuvík á opinberu uppboði árið 1970 eða 1971 fyrir 210.000 krónur auk sölukostnaðar. Vitnið seldi nokkru síðar bryggjur og lagerhús og árið 1973 seldi það Kambi hf. verksmiðjuhúsin fyrir kr. 30.000. Vitnið kveður aðdragandann að því að það annaðist sölu á Kambi hf. til Sigurðar Arnar Ingólfssonar hafa verið þann, að Hilmar sonur þess, sem var stjórnarformaður félagsins, hafi hringt til þess árið 1980 og beðið það um að ganga frá sölunni þar sem hann væri upptekinn. Féllst vitnið á þetta. Sigurður Örn hafði áður haft samband við Hilmar og falast eftir því að fá félagið keypt. Eignir félagsins voru eingöngu verksmiðjuhús Síldarverksmiðjunnar á Djúpuvík. Kveðst vitnið álíta að þær hafi verið lítils eða einskis virði og vildu eigendur losna við þær. Vitnið og Hilmar sonur þess voru búnir að tala saman um að það væri nokkuð sama á hvað eignirnar seldust. Það sem vakti fyrir þeim var að losna við kvöðina á eignunum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þeim meir. Gaf Hilmar vitninu alveg frjálsar hendur með verðlagningu. Áður en salan fór fram kallaði vitnið inn öll hlutabréfin sem voru sex að tölu hvert að fjárhæð kr. 5.000. Vitnið hafði síðan samband við Sigurð Örn og sagði honum að það væri tilbúið að ganga frá sölunni og hefði umboð til þess. Sigurður Örn kom síðan til vitnisins og var maður með honum sem vitnið komst síðar að að var Edvard Lövdal. Ræddu þeir um söluna á verksmiðj- unni og hvað hún ætti að kosta. Telur vitnið, að það hafi átt uppástunguna að verðinu sem var kr. 400.000. Var um það samið að Sigurður Örn mætti greiða andvirðið með tryggingarvíxli sem félli í gjalddaga seinni part næsta 287 sumars. Það kom til greina í samningum vitnisins og Sigurðar Arnar að hann mætti gefa út annan víxil ef hann hefði ekki peninga þegar kæmi að gjalddaga. Edvard var áheyrandi að þessum viðræðum, en lagði ekkert til málanna og vissi vitnið ekki til þess að hann væri neitt við þetta riðinn. Nokkrum dögum seinna eða þann 25.3. 1980 komu Sigurður Örn og Edvard heim til vitnisins og var þá formlega gengið frá þessu. Lagði Edvard ekkert til málanna frekar en áður. Vitnið gaf ekki út afsal en afhenti Sigurði Erni öll hlutabréfin í Kambi hf. og einnig fékk hann veðbókarvottorð. Sigurður Örn afhenti vitninu sem greiðslu tryggingarvíxil að fjárhæð kr. 400.000. Víxill þessi hafði ekki verið greiddur er vitnið var yfirheyrt í dómi 24. nóvember 1982 og hafði enginn reki verið gerður að því að innheimta hann. Vitnið átti sjálft allar þær vélar sem voru í húsakynnum Síldarverksmiðj- unnar á Djúpuvík og var Sigurði Erni kunnugt um það. Þegar Sigurður Örn var búinn að fá hlutabréfin í Kambi hf. afhent óskaði hann eftir því við vitnið að það seldi honum vélarnar. Vitnið taldi vélarnar ónýtar og sennilega lítils virði og skýrði Sigurði Erni:frá því. Það sagði honum þó að ein vélin væri ónotuð, en hún væri um 40 ára gömul og hefði staðið óhreyfð allan tímann og síðustu árin í hálfopnu húsnæði. Einnig benti vitnið Sigurði Erni á það að erfitt væri að flytja vélarnar burtu og það myndi ekki borga sig að reyna að selja þær í brotajárn. Sigurður Örn vildi samt sem áður kaupa vélarnar og varð það að samkomulagi á milli hans og vitnisins að hann fengi þær fyrir kr. 300.000. Vitnið gaf Sigurði Erni afsal fyrir vélunum. Voru þetta allar vélarnar í verksmiðjunni, nema þurrkari og pressa með tilheyrandi. Það kom ekki fram, þegar vitnið var að selja Sigurði Erni hlutabréfin og vélarnar, til hvers hann ætlaði að nota þau. Hinn 19.5. 1980 komu þeir Edvard og Sigurður Örn til vitnisins að Svans- búð og gistu þar. Þeir voru á leiðinni til Djúpuvíkur til þess að líta á eign- irnar, en þeir höfðu ekki skoðað þær fyrr. Hinn 8.6. 1980 komu þeir Edvard og Sigurður Örn aftur er þeir voru á leiðinni til Djúpuvíkur. Var þá með þeim maður á vörubifreið. Hann var þó ekki á þeirra vegum eftir því sem vitnið best veit, en var í einhverju samfloti með þeim. Vitnið fór með þeim til Djúpuvíkur og heyrði þá Edvard og Sigurð Örn vera að tala um það við heimamenn að þeir ætluðu að setja upp fiskirækt í verksmiðjuhúsinu og tönkunum. Voru þeir að tala um eitthvert amerískt fyrirtæki sem þátttakanda í þessu fiskiræktaræfin- týri. Vitnið kveður félagið engan stimpil hafa átt og hljóti stimpill með nafni þess að hafa verið búinn til eftir að Sigurður Örn var orðinn eigandi þess. Vitnið Hilmar Haraldsson framkvæmdastjóri, Hæðabyggð 25, Garðabæ, 288 kveður Harald Guðjónsson föður sinn, hafa keypt Síldarverksmiðjuna í Djúpuvík á nauðungaruppboði árið 1969 eða 1970, en verksmiðjan hafði þá ekki verið starfrækt frá því árið 1950. Allar vélar, sem voru í verksmiðj- unni, voru frá því fyrir stríð. Síðan stofnuðu vitnið og bræður þess og mágur félagið Kamb hf. til að reka þessar fasteignir, en þær voru taldar lítils eða einskis virði. Vitnið var stjórnarformaður félagsins meðan þeir áttu það. Allar vélar sem þeir töldu verðmæti í seldu þeir eða gáfu. Meðal annars gáfu þeir Vélskólanum minnstu ljósavélina og veittu þeir skólanum leyfi til að taka alla hluti, sem talið var að hann gæti haft not af. Var þetta árið 1971 að vitnið minnir. Í febrúar 1980 að vitnið telur keypti Sigurður Örn Ingólfsson hlutafélagið og þær vélar sem eftir voru að undanskildum þurrkara og síldarpressu. Þær vélar sem fylgdu í kaupunum voru fjórar mjög stórar ljósavélar, hver örugglega yfir 10 tonn. Þessar vélar eru mjög lítils virði, þar sem þær eru um 40 ára gamlar, úreltar og búnar að standa ónotaðar í um 30 ár. Taldi vitnið ekki hafa svarað kostnaði að nota þær þar sem þær voru þetta gamlar og mjög kostnaðarsamt að flytja þær úr stað. Faðir vitnisins sá um sölu á þessu til Sigurðar Arnar. Sagðist Sigurður Örn hafa í hyggju að koma upp laxeldi og nota þrær og tanka á staðnum í því skyni. Ákærði greiddi fyrir verksmiðjuna og vélarnar samtals kr. 400.000 með tryggingarvíxli sem var með gjalddaga í ágúst sama ár að vitnið minnir. Vitnið veit ekki til að víxill þessi hafi nokkurn tímann verið greiddur. Vitnið heldur örugglega, að Sigurður Örn hafi falast eftir kaupun- um enda stóð ekki til að selja eignirnar. Vitnið kveður eignirnar hafa verið seldar þar sem þær voru einungis kvöð á eigendum, og skipti verðið því ekki máli. Kaupin hafa ekki gengið til baka. Vitninu var sýndur stimpill Kambs hf. á víxlum, sem liggja fyrir í málinu. Vitnið kveður fyrirtækið aldrei hafa átt neinn stimpil og hafi því stimpill ekki fylgt með í sölunni til Sigurðar Arnar Ingólfssonar. Í vottorði Sýslumanns Strandasýslu til rannsóknarlögreglu, dags. 18. júlí 1980, segir á þessa leið um Kamb hf. „Hér með vottast að samkvæmt hlutafélagaskrá Strandasýslu er félagið Kambur hf. skrásett 12/4 1972, samþykktir dags. 9/3 1972. Atvinna: Kaup og rekstur fasteigna og annar skyldur atvinnurekstur, svo og lánastarfsemi. Stofnendur: Hilmar Haraldsson, Goðalandi 13, Reykjavík, Guðjón Haraldsson, Markholti 14, Mosfellssveit, Sigurður Sigurðsson, Markholti 3, Mosfellssveit, Garðar Haraldsson, Lágafelli, Örn Steingrímsson, Lága- felli, Jón Haraldsson, Lágafelli. Stjórn: Hilmar Haraldsson, formaður, Guðjón Haraldsson, meðstjórn- andi, Sigurður Sigurðsson, meðstjórnandi. Framkvæmdastjóri: Hilmar Haraldsson. 289 Heimili og varnarþing: Árneshreppur, Strandasýslu. Firmað rita tveir stjórnendur.““ Í veðbókarvottorði, dags. sama dag og að framan greinir, segir að engar veðskuldir eða önnur eignabönd hvíli á eigninni. Niðurstöður: Svo sem nú hefur verið rakið fóru ákærðu í ferð norður í land vorið 1980 ásamt Óskari Gunnari Hansen og Ástmari Arnarsyni. Að því er fram hefur komið var ferðalag þetta farið í viðskiptatilgangi. Höfðu ákærðu af því tilefni látið útbúa mikið magn af víxlum, svo sem áður er rakið, sem Óskar Gunnar Hansen áritaði sem prókúruhafi hlutafélagsins Kambs, en hlutabréf fyrirtækis þessa hafði ákærði Sigurður Örn keypt nokkru áður gegn víxli að fjárhæð kr. 400.000, sem aldrei var greiddur. Höfðu ákærðu í tilefni af kaupunum látið útbúa stimpil með nafni fyrirtækisins og stimpl- uðu með honum á víxlana við nafn samþykkjanda, en Óskar Gunnar ritaði samþykki á þá f.h. Kambs hf. Eignir framangreinds hlutafélags voru hús Síldarverksmiðjunnar á Djúpuvík, sem voru illa farnar að því er séð verður og lítils virði að sögn seljenda, sbr. og verð það, er Sigurður Örn keypti þau fyrir. Þegar ákærðu og framangreindir menn voru staddir hinn 25. apríl á Akranesi á ferðalaginu keypti ákærði Edvard bifreiðina E-93 af Hauki Ármannssyni. Greiddi hann fyrir bifreiðina kr. 5.900.000 með 3 víxlum, er Óskar Gunnar Hansen hafði verið látinn samþykkja f.h. Kambs hf. Gjalddagar víxlanna voru $. maí, 1S. júní og 15. júlí sama ár. Sigurður Örn kveður víxla þessa hafa verið látna af hendi við Edvard í greiðaskyni. Útgefandi á víxlunum var Edvard Lövdal, en ábekingur Sigurður Örn Ingólfsson. Eins og áður greinir hafði bú Edvards Lövdals verið tekið til gjaldþrotaskipta og eignir Sigurðar Arnar eitthvert lausafé. Skömmu eftir kaupin reyndi Sigurður Örn að sögn Hauks Ármannssonar að selja bifreið- ina manni á Selfossi fyrir 4.000.000 krónur gegn staðgreiðslu. Maðurinn lét Hauk vita af þessu. Kærði Haukur málið og var kaupunum rift að af- staðinni yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu hinn 9. maí s.á. Var þá fyrsti víxillinn, sem Haukur fékk frá ákærðu, fallinn í gjalddaga og hafði verið afsagður. Ákærði Edvard kveðst aldrei hafa ætlað annað en greiða víxlana. Ástæðan fyrir því, að fyrsti víxillinn var afsagður, var sú að hann var vistaður í Búnaðarbanka Íslands, aðalbanka, en hann var til innheimtu í Landsbankanum. Hafi ákærði ekki getað greitt víxilinn þar sem hann fannst ekki við eftirgrennslan lögfræðings hans Arnar Clausen hrl., en til- kynning um víxilinn ekki verið komin í póstbox ákærða að morgni 9. maí. Ákærði Sigurður Örn kveðst hafa talið allt með felldu með víxlana sem 19 290 notaðir voru til að kaupa bifreiðina E-93, og öruggt að þeir yrðu greiddir á gjalddaga. Hefði meðákærði og lagt áherslu á þetta við sig. Samkvæmt framansögðu telur dómurinn sannað að ákærðu hafi staðið saman að viðskiptum með bifreiðina E-93. Hafi þeim verið ljóst, eða mátt vera það, að hvorki Kambur hf. né þeir sjálfir mundu geta efnt greiðslu- skyldur sínar samkvæmt víxlunum ef miðað er við eignir félagsins og efna- hag þeirra sjálfra, enda var kaupunum rift. Þegar litið er til annarrar hátt- semi ákærðu í máli þessu þykir sannað að þeir hafi gerst sekir um fjársvik með framangreindu atferli og með því orðið brotlegir gegn 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Haukur Ármannsson hefur gert skaðabótakröfu á hendur Edvard Lövdal, vegna tjóns þess er hann telur sig hafa orðið fyrir af völdum ákærða í apríl og maí 1980. Sundurliðast krafan þannig: 1.. Daggjald fyrir afnot af bifreiðinni E-93 í 12 daga, 10.800 pr. dag kr. 129.600 2. Kílómetragjald fyrir 1200 km kr. 108 pr. km “ 129.600 3. Innheimtukostnaður og afsögn víxils í banka MN 12.350 4. Símakostnaður og annað óhagræði ed 25.000 5. Ferða- og dagpeningar lögmanns til Rvk. ef 60.000 6. Greiðsla til lögmanns sf 61.655 Samtals kr. 418.205 Ákærði hefur alfarið mótmælt kröfunni. Krafa þessi þykir vanreifuð og eigi nægum gögnum studd. Ber því að vísa henni frá sakadómi. V. og VIII. Við rannsókn á kæru Steingríms Þórissonar, dags. 21. nóvember 1980 á hendur Edvard Lövdal fyrir ætluð fjársvik, var kannaður ferill leikfanga, þ.e. bíla, drottningarvagna, sjónvarpa og síma, allt með innbyggðum útvarpstækjum, sem kæra Steingríms beindist m.a. að. Rakti rannsóknar- lögreglan feril varnings þessa til afgreiðslu Eimskipafélags Íslands á Ísafirði þar sem hann var geymdur, skráður á nafn Ágústs Salómonssonar, Hrannargötu 2 þar í bænum. Svo sem í framburði Þóris Rafns Halldórssonar greinir flutti hann ásamt Einari bróður sínum vörur til geymslu hjá Huldu Lövdal að Digranesvegi 108, Kópavogi. Kvað Þórir Rafn hafa verið um að ræða vörur sem Stein- grímur Þórisson átti að fá. Hulda Lövdal hefur skýrt frá því að Edvard Lövdal sonur hennar og 291 Sigurður Örn Ingólfsson hafi sótt þessar vörur og kannaði rannsóknarlög- reglan, hvort hugsanlegt væri að þær hefðu verið seldar öðrum. Við eftirgrennslan kom í ljós að þann 12.5. 1980 fór vörusending til Ísa- fjarðar með skipi Eimskipafélags Íslands og voru sendendur þeir Edvard og Sigurður Örn, Hörpugötu 12, Reykjavík. Var um að ræða 42 colly af vörum 150 kg að þyngd. Móttakandi var Ágúst Salómonsson, Hrannargötu 2, Ísafirði. Við skýrslutöku þann 5.7. 1980 af Ágústi Sigurði Salómonssyni hjá rannsóknarlögreglu komu fram grunsemdir um að hann hefði verið fenginn með sviksamlegum hætti til að samþykkja víxla upp á töluverðar fjárhæðir vegna kaupa á framangreindum leikföngum. Í október 1979 hafði Bjargey hf., sem Úlfar Nathanelsson rak, flutt til landsins 2520 leikföng með innbyggðum útvarpstækjum og var um að ræða bíla, drottningarvagna, sjónvörp og síma. Edvard Lövdal annaðist dreif- ingu á þessum leikföngum í verslanir víðsvegar um land. Leikföngin reyndust ill-seljanleg að sögn kaupmanna er þau fengu, svo sem áður greinir, og óskuðu sumir þeirra eftir því við Edvard, að hann tæki þau til baka. Einnig kærðu nokkrir þeirra Edvard fyrir ætluð fjársvik vegna viðskipta. Leikföng þau, sem seld voru Á gústi Sigurði Salómonssyni, höfðu m.a. verið tekin til baka úr verslununum (sic) Örinni, Akranesi, Skálanum, Þorlákshöfn, Vík, Ólafsvík og leikfangaversluninni á Hlemmtorgi. Voru eigendum verslananna endurgreidd þau með víxlum á Steingrím Þórisson, Reykholti. Þá Edvard og Sigurð Örn greinir á um hvor þeirra hafi verið eigandi leikfanganna sem seld voru Ágúst Sigurði og hafa vísað hvor á annan í því sambandi. Í skýrslu rannsóknarlögreglu segir, að laugardaginn $. júlí 1980 hafi lög- reglumennirnir Friðrik Hermannsson og Guðmundur Guðmundsson á Ísa- firði farið skv. beiðni rannsóknarlögreglu í vörugeymslu Eimskipafélagsins á Ísafirði og talið vörur þær sem þeir Edvard og Sigurður Örn höfðu sent Ágústi Sigurði Salómonssyni. Var um eftirfarandi vörur að ræða: „„Leikfanga sjónvörp 171 stk. KR bílar Lincon 192 stk. se bílar Rolls 192 stk. 9 drottningarvagnar 187 stk. ág bílabrautir 29 stk. símar 158 stk. Skóklossar 13 pör Stígvél 5 pör.““ Samkvæmt tollskjölum um innflutning þessa varnings til landsins, að 292 undanskildum klossunum og stígvélunum, er heildsöluverðmæti hans 4.000.000 krónur án heildsöluálagningar. Úlfar Nathanelsson, innflytjandi vörunnar, telur heildsöluálagninguna hafa verið um 25% þannig að frá honum hafi verðið verið um 5.000.000 krónur. Í kaupsamningi, dags. 10. maí 1980, handrituðum á víxileyðublað, sem Ágúst Sigurður Salómonsson afhenti rannsóknarlögreglu hinn 5. júlí sama ár, segir að Ágúst Sigurður hafi framangreindan dag keypt af Sigurði Erni Ingólfssyni blönduð leikföng fyrir 7.500.000 krónur. Leikföngin eru sögð greidd með 10 víxlum, sem hver er að fjárhæð 750.000 krónur. Leikföngin eiga að sendast í gámi með Ríkisskip til Ísafjarðar. Sigurður Örn Ingólfsson undirritar samninginn sem seljandi, en Ágúst Sigurður f.h. Heildverslunar Ágústs Salómonssonar sem kaupandi. Kaupsamningurinn er handritaður aftan á víxileyðublað og segir í skýrslu rannsóknarlögreglu að Edvard Lövdal hafi útbúið hann. Af hálfu ákærða Sigurðar Arnar hefur verið lögð fram yfirlýsing frá Ágústi Sigurði Salómonssyni dags. 10.5. 1978, sem er að mestu samhljóða framangreindum kaupsamningi. Í yfirlýsingu þessari segir þó að Heildverslun Ágústs Salómonssonar hafi framangreindan dag keypt leikföng af ákærða en fjárhæðin er sú sama. Vitnið Ágúst Sigurður hefur ekki kannast við að hafa undirritað um- rædda yfirlýsingu. Undirskriftin sé þó sín, en á því kunni það enga skýr- ingu. Vitnið kveðst ekki hafa þekkt ákærða 10.5. 1978. Vitnið kannast heldur ekki við að hafa undirritað yfirlýsinguna (kaupsamninginn) 10.5. 1980, en þó sé undirskriftin sín. Sama dag og að framan greinir eða S. júlí 1980 afhenti Ágúst Sigurður Salómonsson rannsóknarlögreglunni annað afsal (kaupsamning) sem er ódagsett. Segir þar, að Ágúst Sigurður selji hér með og afsali Jóhanni Ó. Jósefssyni, Hraunbæ 80 og Guðmundi Ársælssyni, Mosgerði 19, vörur (leikföng) fyrir 7.500.000 krónur. Upphaflega hefur staðið í afsalinu fjár- hæðin 23.650.000, en yfir hana hefur verið strikað og framangreind fjár- hæð sett í staðinn. Var þetta gert að beiðni Petrínu Georgsdóttur, móður Ágústs Sigurðar, að því er fram hefur komið. Svo sem á eftir verður rakið voru Ásgerði Kristjánsdóttur, unnustu Ágústs Sigurðar, sýndir víxlar samtals að fjárhæð kr. 23.650.000 á flugvellinum á Ísafirði, sem síðan voru rifnir. Ágúst Sigurður hafði samþykkt víxia þessa vegna framangreindra viðskipta en Ásgerður gefið þá út. Ásgerður Kristjánsdóttir undirritar framangreint plagg um söluna til Jóhanns Ó. Jósefssonar og Guðmundar Ársælssonar sem seljandi, en því fylgdi umboð í símskeyti dags. 13. júní s.á. til hennar frá Ágústi Sigurði um að hún hefði fulla heimild til að ganga frá öllum viðskiptum fyrir hans hönd. Jón Ármann Guðmundsson afhenti rannsóknarlögreglunni umboðið 18. júlí, en hann hafði tekið það til geymslu fyrir þá Jóhann Ósland Jósefsson og Guðmund Ársælsson. 293 Fyrir liggja í málinu 5 víxlar, hver að fjárhæð kr. 750.000, sem Ágúst Sigurður Salómonsson hefur samþykkt en Ásgerður Kristjánsdóttir gefið út. Verður nú gerð nánari grein fyrir víxlum þessum. 1. Víxill útgefinn á Selfossi 1. júlí 1980 með gjalddaga 25. sama mánaðar. Við nafn samþykkjanda er stimpillinn „pr.pr. Heildverslun Ágústs Salómonssonar.““ Víxill þessi var til innheimtu í Búnaðarbanka Íslands fyrir Jón Ármann Guðmundsson, Hraunbraut 5, Kópavogi. Svo sem á eftir verður rakið notaði ákærði Sigurður Örn víxilinn, er hann keypti bifreiðina R-55199 af Jóni Ármanni hinn 18.5. 1980. 2. Víxill útgefinn 13. júní 1980 í Reykjavík með gjalddaga 25. ágúst sama ár. Við nafn samþykkjanda er stimpillinn „„pr.pr. Heildverslun Á gústs Salómonssonar.““ Víxill þessi var til innheimtu í Landsbanka Íslands fyrir Kristínu Evu Sigurðardóttur, Tunguvegi 44, Reykjavík. Um notkun víxilins er það komið fram að Sigurður Örn notaði hann er hann keypti bifreiðina R-63962 11.5. 1980 af Davíð Ólafssyni. Davíð lét síðan Óskar Gunnar Hansen hafa víxilinn sem lán, en Óskar Gunnar notaði víxilinn í bifreiða- viðskiptum við Kristínu Evu. 3. Víxill, ódagsettur, en með gjalddaga 25. ágúst 1980. Við nafn sam- þykkjanda er stimpillinn „„pr.pr. Heildverslun Ágústs Salómonar.““ og með öðrum stimpli við nafn greiðanda „Heildverslun Ágústs Salómonssonar, Hrannarstíg 2, Ísafirði.“ Víxil þennan afhenti Jón Ármann Guðmundsson rannsóknarlögreglunni, en hann var eigandi víxilisins. Svo sem á eftir verður rakið notaði ákærði Sigurður Örn víxilinn er hann keypti bifreiðina R-55199 af Jóni Ármanni hinn 18.5. 1980. 4. Víxill, ódagsettur, en með gjalddaga 25. september 1980. Við nafn samþykkjanda er stimpillinn „pr.pr. Heildverslun Á gústs Salómonssonar““ og með öðrum stimpli við nafn greiðanda „Heildverslun Ágústs Salómons- sonar, Hrannarstíg 2, Ísafirði.“ Eigandi víxilsins var Eyþór Eðvarðsson, Digranesvegi 38, Kópavogi, og lét hann rannsóknarlögreglu ljósrit hans í té 21. 7. 1980. Víxilinn notuðu ákærðu sameiginlega til greiðslu á hluta kaupverðs af pylsuskúr, sem þeir keyptu af Eyþóri 2. júní 1980 svo sem á eftir verður rakið. 5. Víxill, ódagsettur, en með gjalddaga 25. nóvember 1980. Við nafn samþykkjanda er stimpillinn „pr.pr. Heildverslun Ágústs Salómonssonar““ og með öðrum stimpli við nafn greiðanda „Heildverslun Ágústs Salómons- sonar, Hrannarstíg 2, Ísafirði.“ Víxill þessi var til innheimtu í Landsbanka Íslands fyrir Kristínu Evu Sigurðardóttur, Tunguvegi 44, Reykjavík. Um notkun víxilisins er það komið fram að Sigurður Örn notaði hann er hann keypti bifreiðina R-53962 11.5. 1980 af Davíð Ólafssyni. Davíð lét síðan Óskar Gunnar Hansen hafa víxilinn sem lán, en Óskar Gunnar notaði víxil- inn í bifreiðaviðskiptum við Kristínu Evu. 294 Samtals eru þessir víxlar að fjárhæð kr. 3.750.000. Um notkun á víxlum að fjárhæð kr. 23.650.000 sem Á gúst Sigurður hafði samþykkt en Ásgerður kona hans gefið út og rifnir voru á flugvellinum er þetta komið fram svo sem á eftir verður nánar rakið: 1. Sigurður Örn notaði 5 víxla auk víxils þess er í 3. lið greinir til kaupa á bifreiðinni R-55199 af Jóni Ármanni Guðmundssyni hinn 18. maí 1980. Jón Ármann keypti síðan Chevrolet Caprice bifreiðina R-63962 af Jóhanni Ósland Jósefssyni 3. júní 1980 og notaði framangreinda víxla í þeim við- skiptum. Bifreið þessa seldi hann Sigurði Erni Ingólfssyni nokkru síðar að hann minnir fyrir 7.000.000 krónur og greiddi Sigurður Örn kaupverðið með víxlum á Jóhann Ósland og Guðmund Ársælsson. 2. Hinn 28. maí 1980 seldi ákærði Sigurður Örn Jóhanni Ósland bifreiðina R-63962 svo sem í VI. kafla í ákæru greinir. Var kaupverðið 1.500.000 krónur. Ákærðu fengu þá Jóhann Ósland og Guðmund Ársæls- son síðan í tengslum við kaupin til að gefa út og samþykkja víxla að fjár- hæð 7.000.000 krónur umfram kaupverð bifreiðarinnar og létu þá fá í stað- inn víxla sömu fjárhæðar, samþykkta af Ágústi Sigurði Salómonssyni og útgefna af Ásgerði Kristjánsdóttur. Eins og á eftir verður rakið höfðu ákærðu stimplað á víxlana með framangreindum hætti „Heildverslun Ágústs Salómonssonar.““ 3. Ákærði Edvard hafði í fórum sínum víxla, samtals að fjárhæð 12.150.000 krónur, sem Ágúst Sigurður Salómonsson hafði samþykkt, en Ásgerður Kristjánsdóttir gefið út, en ákærðu síðan sett á stimpilinn „„Heild- verslun Ágústs Salómonssonar.““ Hinn 14. júní 1980, daginn sem þeir Jóhann Óslands Jósefsson og Guðmundur Ársælsson fóru til Ísafjarðar, lét hann þá hafa víxla þessa í skiptum fyrir víxla sömu fjárhæðar samþykkta og útgefna af þeim Jóhanni Ósland og Guðmundi, sbr. VIII. lið ákæru. Fyrir liggur í málinu að Edvard Lövdal hafði notað 3 af víxlum þessum samtals að fjárhæð kr. 2.250.000 í víxlaskiptum við Svan Kristjánsson, Klé- bergi 7, Þorlákshöfn, en tekið þá til baka í skiptum fyrir aðra víxla. Vitnið Ágúst Sigurður Salómonsson sjómaður, Hrannargötu 2, Ísafirði, hefur skýrt frá því að það hafi í maí 1980 búið að Grettisgötu 83 hér í borg ásamt Ásgerði Kristjánsdóttur unnustu sinni og tengdamóður. Vitnið var á bát frá Grindavík. Þegar það kom af sjónum hinn 9. maí eftir viku útivist sagði unnusta þess því að einhverjir menn hefðu verið að reyna að ná í það. Sagði hún að þeir hefðu gefið upp nöfnin Benedikt Kristjánsson og Örn Ingólfsson. Um kvöldið og nóttina kveðst vitnið hafa verið við drykkju og ekki farið að sofa fyrr en undir morgun, en það hefur verið frekar veikt fyrir áfengi. Þegar það vaknaði var það enn undir áfengisáhrifum. Um hádegisbilið þann 10. maí drakk það eina léttvins- 295 flösku. Skömmu eftir hádegið hringdi Sigurður Örn Ingólfsson til þess og vildi endilega fá að hitta það til að ræða við það um eitthvert umboð. Sigurður Örn skýrði þetta þó ekki nánar. Stuttu síðar kom hann að sækja vitnið og þá var maður með honum sem kynnti sig sem Benedikt Kristjáns- son. Síðan var ekið heim til þessa Benedikts að Hörpugötu 12 hér í borg. Sýndi hann vitninu sýnishorn af leikföngum, sem voru aðallega bílamódel, sjónvörp, drottningavagnar o.fl. með innbyggðum útvarpstækjum. Menn- irnir báðu vitnið um að taka smávegis af vörum með til Ísafjarðar, en þeir virtust hafa kynnt sér að það var að fara þangað sama dag. Vitnið sagðist ekki geta staðið í þessu þar sem það væri að fara á sjóinn og hefði ekki tök á því að selja vörurnar. Þeir sögðu að vitnið gæti tekið þetta í fríum og aflað sér með því aukatekna. Þeir nauðuðu í vitninu að taka sölustarfið að sér. Sögðu þeir, að vitnið gæti grætt um 20 milljónir króna, ef það gæti selt allar vörurnar. Þeir sögðu að verðmæti varanna væri rúmlega 25.000.000 króna. Vitnið mætti ráða því á hvaða verði það seldi þær. Vitnið gæti bara gefið út víxla fyrir þeim og myndu þeir aldrei fara í umferð, heldur fengi það þá senda aftur um leið og vörurnar seldust. Sögðu þeir, að vitnið gæti einnig sent þeim vörurnar aftur hvenær sem væri og fengið víxlana til baka. Þeir töluðu báðir fyrir þessu, en maður sá sem kallaði sig Benedikt virtist þó hafa meira með þetta að gera þótt fram kæmi að Sigurður Örn hefði flutt vörurnar til landsins frá Kína. Mennirnir lögðu mjög hart að vitninu að ganga að þessu, enda gæti það hvenær sem væri hætt við þetta og fengið víxlana svo sem áður greinir. Gegn því loforði gekkst vitnið inn á þetta. Mennirnir voru með víxileyðu- blöð sem vitnið skrifaði undir sem samþykkjandi. Víxlarnir voru samtals að fjárhæð rúmar 25.000.000 krónur. Vitnið er ekki alveg visst hve þeir voru mikið yfir þessa fjárhæð, en það hefur verið nokkur hundruð þúsund krónur. Þó var fjárhæðin ekki yfir kr. 26.000.000 að sögn vitnisins. Upp- hæðir víxlanna voru breytilegar frá kr. 700.000 upp í kr. 1.175.000 og upphæðir þar á milli. Gjalddagar voru settir á víxlana og áttu fjórir víxlar að falla annan hvern mánuð. Mennirnir lofuðu því að víxlarnir færu aldrei í banka eða innheimtu, enda kom skýrt fram, að vitnið myndi ekki geta greitt þá fyrr en vörurnar seldust. Þeir báðu vitnið síðan um að fá unnustu þess Ásgerði Kristjánsdóttur tilað skrifa upp á víxlana sem útgefandi. Mennirnir virtust vita mikið um vitnið þótt það hefði aldrei séð þá áður eða vissi deili á þeim. Sigurður Örn fór síðan með vitninu heim til Ásgerðar. Kom hún út í bifreið til þeirra og skrifaði undir víxlana sem útgefandi. Hún neitaði þó í fyrstu, en lét til leiðast þegar skýrt hafði verið fyrir henni að þetta bæri bara trygging. Ekki var skrifað tryggingarvíxill á víxlana og kveður vitnið það hafa verið af kunnáttuleysi hjá því að fara ekki fram á það. Þegar verið var að ganga frá þessu að Hörpugötu 12 bentu mennirnir 296 vitninu á að það gæti keypt sér heildsöluleyfi, en ekki var þetta rætt frekar. Þegar vitnið var búið að skrifa á víxlana skrifaði Benedikt sérstakt samkomulag aftan á víxileyðublað þar sem fram kemur, að vitnið kaupi leikföng af Erni Ingólfssyni fyrir kr. 7.500.000. Þeir sögðu að betra væri fyrir vitnið að upphæðin væri sögð þetta lægri, en tóku skýrt fram að verð- mætið væri rúmlega kr. 25.000.000 eins og upphæð víxlanna var saman- lagt. Maður sá er nefndist Benedikt skrifaði samkomulagið í tvíriti og fékk vitninu annað en Sigurði Erni Ingólfssyni hitt. Vitnið tók ekki eftir því áður en það skrifaði undir samkomulagið að á því stóð keypti, enda las það samkomulagið ekki vel, og ekki heldur að á því stóð „„f.h. Heildverslunar Ágústs Salómonssonar.“ Kveðst vitnið ekki hafa verið með sjálfu sér sökum þess, að það var það mikið undir áfengisáhrifum. Vitnið og Ásgerður fóru síðan með flugvél til Ísafjarðar þann 11. maí. Þegar þau komu þangað fóru þau að lesa yfir samkomulagið og sáu að eitthvað var bogið við það. Vitnið fór strax á sjóinn, en Ásgerður reyndi að ná í framangreinda menn og náði sambandi við Sigurð Örn þann 13. maí. Sagði hann henni að þetta væri orðið of seint þar sem vörurnar væru farnar. Þau hringdu Í mennina dag eftir dag til að fá þetta dregið til baka. Lofuðu þeir því en stóðu ekki við neitt. Þau voru þá ákveðin að snúa sér með þetta til lögreglunnar og sagði Ásgerður manninum, er kallaði sig Benedikt það. Hann hótaði vitninu þá í staðinn að kæra það fyrir lögreg|- unni í sambandi við sölu þess á harðfiski fyrir mörgum árum sem þó var ekki neitt sakamál, en fiskurinn hafði reynst skemmdur. Furðaði vitnið sig á hvað maðurinn virtist vita mikið um hagi þess. Tveim dögum eftir síðasta símtal Ásgerðar við Benedikt komu þrír menn með einkaflugvél til Ísafjarðar með flestalla víxlana, en vitnið var þá til sjós: Þeir rifu víxlana fyrir framan Ásgerði unnustu þess. Það kom í ljós, að þeir komu einungis með víxla að fjárhæð kr. 23.650.000, þannig að einhverjum víxlanna hefur verið haldið eftir. Vitnið þorir þó ekki að segja nákvæmlega um hve marga víxla vantaði eða hve fjárhæðin var mikil alls þar sem það man ekki hvað mikið víxlarnir voru yfir 25.000.000 króna. Vitnið frétti síðar að þessi maður, sem kallaði sig Benedikt, héti Edvard Lövdal en hefði sagt rangt til nafns. Vitnið kveðst ekki kannast við að stimpill hafi verið notaður á víxla þá sem það afhenti til tryggingar umræddum vörum. Hins vegar sagði Ásgerður því síðar eða eftir að víxlarnir höfðu verið rifnir í hennar viður- vist, að þeir hefðu verið með stimpli, sem á stóð „Heildverslun Ágústs Salómonssonar.““ Þennan stimpil kveðst vitnið ekki kannast við og hafi hann verið búinn til og notaður án vitneskju þess og heimildar frá því. Hljóti mennirnir að hafa látið búa til stimpilinn og notað hann til að gera víxlana seljanlegri. 291, Vitninu voru í síðari yfirheyrslu sýndir 5 víxlar hver að upphæð kr. 750.000 sem fram hafa komið í málinu. Vitnið kvaðst kannast við nafnritun sína sem samþykkjandi á þessum víxlum. Vitninu var bent á að samanlögð upphæð þeirra víxla, sem rifnir voru á flugvellinum á Ísafirði, hafi verið að því er fram hefur komið 23.650.000 krónur. Þeir víxlar, sem nú séu í umferð, séu samtals að upphæð kr. 5.750.000 og því virðist það hafa skrifað upp á fleiri víxla en það hefur skýrt frá eða samtals að upphæð kr. 27.400.000. Vitnið kveðst ekki hafa talið þá víxla, sem það skrifaði upp á, en þeir Edvard og Sigurður Örn hafi gert það í viðurvist þess. Taldi vitnið þá vera rúmlega að fjárhæð kr. 25.000.000, en það höfðu þeir reiknað út að væri verðmæti vörunnar. Þeir hafa því að sögn vitnisins blekkt það til að skrifa upp á fleiri víxla en um hafði verið talað. Vitninu var kynntur framburður Sigurðar Arnar Ingólfssonar um að það hefði verið góður sölumaður og hann því talið, að því tækist að selja leik- föngin. Vitnið kvað það rétt að það hefði verið við sölumennsku. Hafði það verið sölumaður fyrir smjörlíki og harðfisk í Breiðdalsvík einn vetur 1977-1978 og verið umboðsmaður fyrir þær vörur á Austfjörðum. Hins vegar var svo lítið upp úr því að hafa að það hætti því. Aðra sölumennsku kveðst vitnið ekki hafa stundað. Þegar verið var að ganga frá viðskiptunum vegna leikfanganna á Hörpugötu sagði vitnið þeim Edvardi og Sigurði Erni frá þessu. Vitnið kvað það ekki rétt, sem fram kemur í framburði Sigurðar Arnar Ingólfssonar, að talað hafi verið um að kaupa þessi leikföng, það hafi aldrei verið rætt um kaup á þeim heldur einungis umboðssölu. Vitnið neitaði því alfarið að umræddir stimplar hefðu verið keyptir í sam- ráði við það. Það vissi ekkert um stimpilinn á víxlunum fyrr en Ásgerður sagði því frá því eftir að víxlarnir voru rifnir. Sé þetta rétt hjá ákærðu hefðu þeir átt að senda því stimplana. Ákærðu hafi því gert þetta án sam- þykkis þess eða vitneskju. Vitninu var kynntur framburður Edvards Lövdal í málinu sem á eftir verður rakinn og það beðið um að tjá sig um það sem þar kemur fram. Vitnið kvað framburðinn ósannindi frá upphafi til enda. Þeir Edvard og Sigurður Örn hafi báðir verið í þessum viðskiptum en Edvard hafi virst heldur meira haft með þetta að gera. Verðið á vörunum komu þeir sér saman um. Vitnið kveðst ekkert hafa þekkt Edvard Lövdal og telur sig aldrei hafa séð hann fyrr en þessi viðskipti áttu sér stað. Vitnið kvað rétt að það komi fram að þegar Edvard var að ræða um vörurnar ræddi hann ávallt um það eins og þeir ættu þær báðir hann og Sigurður Örn. Edvard reiknaði út verðið á vörunum, en þeir komu sér síðan saman um heildar- upphæðina. 298 Þeir Edvard og Sigurður Örn sögðu vitninu að það þyrfti ekki að skrifa á víxlana sem greiðandi þar sem skrifstofustúlka þeirra myndi sjá um að vélrita það inn á víxlana. Þegar vitnið kom að Hörpugötu 12 var búið að vélrita upphæðirnar á víxlana. Var þá ekki farið að ræða viðskiptin við það. Varðandi framburð þeirra Edvards og Sigurðar Arnar um að vitnið hafi ekki verið ölvað er þessi viðskipti fóru fram, þá kvað vitnið það ekki rétt. Það hefði verið mikið ölvað nóttina áður og lítið sofið, en hins vegar veit það ekki hvort þeir hafi tekið eftir því, annað en að þeir hafi örugglega fundið af því vínlykt. Í dómsyfirheyrslu 14. desember 1983 var vitnið sérstaklega spurt um stimpil þann sem um ræðir í málinu. Sagði vitnið að því hefði verið alls- endis ókunnugt um gerð hans og notkun og hvorugt hefði verið gert með þess heimild. Kveðst það ekkert hafa vitað um hann fyrr en Ásgerður, eiginkona þess, hafi greint því frá því síðar að víxlarnir, sem rifnir voru á flugvellinum, hafi verið með stimpli þar sem stóð Heildverslun Ágústs Salómonssonar. Vitnið Ásgerður Kristjánsdóttir húsmóðir, Hrannargötu 2, Ísafirði, kveðst hafa dvalist síðari hluta aprílmánðar og í byrjun maí 1980 hjá móður sinni að Grettisgötu 83 hér í borg, en unnusti þess Ágúst Sigurður Saló- monsson var til sjós í Grindavík. Á þessu tímabili hringdu tveir menn all-oft að Grettisgötu 83 og voru að spyrja um Ágúst Sigurð. Annar kynnnti sig sem Örn Ingólfsson en hinn Benedikt Kristjánsson. Vitnið vissi ekki um nein tengsl á milli manna þessara. Hinn 10.maí kom ákærði Sigurður Örn Ingólfsson og sótti Ágúst Sigurð til að ræða eitthvað við hann, en vitnið vissi þó ekki hvað það var. Þetta var um eftirmiðdaginn milli kl. 16:00 og 17:00. Tveim tímum síðar kom Ágúst Sigurður aftur og bað vitnið um að skrifa upp á víxla, sem útgefandi. Hann sagði, að þessir víxlar ættu að vera til tryggingar vöru, sem hann ætlaði að selja í umboðssölu. Vitnið vildi ekki í fyrstu gangast inn á þetta, en Ágúst Sigurður skýrði fyrir því, að það væri hægt að láta þessi viðskipti ganga til baka, hvenær sem væri. Sagði hann, að hann væri að taka vörurn- ar í umboðssölu og þyrfti að láta það skrifa upp á víxlana sem tryggingu. Vitnið gekkst þá inn á þetta. Það fór síðan með Ágústi Sigurði út og inn í jeppabifreið með X-númeri, en þar var maður sem sagðist heita Örn Ingólfsson og hafa verið að hringja í Ágúst Sigurð. Þarna í bifreiðinni skrifaði vitnið upp á víxlana, en þeir voru að upphæð rúmlega 25.000.000 krónur og gætu hafa verið rúmlega 30 að tölu eða um það bil. Vitnið ræddi ekkert við Sigurð Örn en skrifaði einungis upp á víxlana. Daginn eftir þetta fóru þau Ágúst Sigurður til Ísafjarðar. Þegar þangað 299 kom fóru þau að ræða þessi mál og lesa yfir plagg, sem Á gúst Sigurður hafði verið látinn undirskrifa. Ágúst Sigurður fór strax á sjóinn, en vitnið ætlaði að sjá um að hafa samband við Sigurð Örn og mann þann sem kallaði sig Benedikt til að fá þetta dregið til baka. Vitnið náði sambandi við Sigurð Örn þann 13. maí og sagði honum að Ágúst ætlaði að hætta við þessi viðskipti eins og þeir hefðu verið búnir að lofa honum að hann gæti gert hvenær sem væri. Sigurður Örn bar því þá við að það væri of seint þar sem gámur með vörunum hefði verið sendur til Ísafjarðar þá um morguninn. Vitnið sagði þá Sigurði Erni að hægt væri að senda gáminn til baka og fá víxlana og bað Sigurður Örn það þá um að snerta ekki gáminn þar sem hann gæti fengið annan kaupanda að þessu á Ísafirði. Hann vildi ekkert meira ræða við vitnið um þetta. Næsta dag hringdi vitnið aftur til að ítreka að þetta gengi tilbaka. Vitnið náði þá sambandi við manninn sem kallaði sig Benedikt og spurði hann að því, hvort þetta stæðist ekki allt hjá þeim að þeir létu viðskiptin ganga til baka og sendu þeim víxlana og játaði hann því. Nokkrum dögum eftir þetta náði Ágúst Sigurður símasambandi við Sigurð Örn. Lofaði hann að koma með víxlana eftir nokkra daga en stóð ekki við það. Vitnið reyndi næstum á hverjum degi eftir þetta að fá víxlana hjá mönunum, en þeir gáfu aldrei nema marklaus loforð. Man vitnið að um hálfum mánuði eftir þetta náði það símasambandi við mann þann sem kallaðist Benedikt og sagðist hann þá vera búinn að fá tvo kaupendur að vörunum. Sagði hann að þeir hétu Óskar Hansen og Davíð Ólafsson. Kvöld eitt hringdi Davíð Ólafsson til vitnisins og fór að spyrja það um vörurnar. Sagðist hann hafa áhuga á að kaupa þær. Davíð sagðist þekkja Sigurð Örn vel, en vitnið man ekki hvað hann sagði varðandi Benedikt. Davíð sagðist ætla að hringja til vitnisins daginn eftir en gerði það ekki. Vitnið gat síðan grafið upp að Davíð vann á Bílasölunni Höfðatúni 10 og hringdi í hann þangað. Hann varð þá hinn versti við og spurði hvar vitnið hefði fengið þetta símanúmer. Sagði Davíð að hann hefði svo mikið að gera að hann gæti ekki rætt þetta. Vitnið náði síðan sambandi við Benedikt og sagði honum að það mundi fara með þetta mál til rannsóknarlögreglunnar. Hann varð mjög reiður og sagðist vita um fjársvik Ágústs Sigurðar unnusta þess sem hann myndi kæra til lögreglunnar á móti. Sagði hann að það væri best fyrir alla að þetta kæmist ekki til rannsóknarlögreglunnar. Sagði hann eitthvað á þá leið að þau skyldu bara ræða þetta eins og menn. Hann myndi fúslega vilja taka vörurnar til baka og skila víxlunum, en fyrst yrði hann að finna aðra kaupendur til að það væri hægt. 300 Nokkrum dögum eftir þetta hringdi Benedikt til vitnisins og virtist því hann vera drukkinn. Spurði hann vitnið að því hvort það væri búið að fara með mál þetta til rannsóknarlögreglunnar. Svaraði vitnið því til að það væri ekki enn búið að því. Benedikt röflaði eitthvað, en síðan kom Sigurður Örn í símann og sagði að Davíð myndi koma daginn eftir með víxlana og tvo menn sem ætluðu að kaupa vörurnar. Þegar vitnið var að tala við Benedikt spurði það hann um fjárhæð víxlanna og sagði hann hana vera kr. 23.600.000. Sagði vitnið honum þá að það vantaði upp á víxlana, en Benedikt sagði að það hefði verið bíll í pakkanum líka (svo) sem greiddur hefði verið með mismuninum. Vitnið skildi þá að Benedikt var að tala um bifreið sem Ágúst Sigurður hafði keypt á E'*asölunni Höfðatúni 10 í Reykjavík um ári áður og er máli þessu óviðkomandi. Davíð Ólafsson var staddur þarna og fékk vitnið að ræða við hann. Spurði hann um hvað væri verið að blanda þessari bifreið í þetta mál. Daginn eftir þetta, eða laugardaginn 14. maí, kom Davíð Ólafsson ásamt tveim öðrum mönnum með einkaflugvél til Ísafjarðar. Mennirnir, sem með honum voru, sögðust vera að kaupa vörurnar. Þeir skoðuðu þær þó aldrei og tóku meira að segja fram að gámurinn gæti þess vegna verið tómur. Þeir vildu þó ekki ganga úr skugga um það, enda vildu þeir láta ganga frá þessu á flugvellinum. Komu þeir með fullbúið afsal sem þeir báðu vitnið um að undirskrifa. Davíð sagði að Sigurður Örn og Benedikt hefðu sent sig til að ganga frá þessu fyrir þá. Væri um vinargreiða að ræða og eins væri hann að leiðbeina þessum tveim ungu mönnum sem væru að kaupa þetta. Davíð sýndi vitninu víxlana sem voru að fjárhæð 23.600,000 krónur en reif þá síðan fyrir framan það og tók sneplana með sér. Vitnið sá að stimpill hafði verið notaður á víxlana og stóð stimplað á þá „Heildverslun Ágústs Salómonssonar, Hrannarstíg 2, Ísafirði.“ Heimilisfang þeirra Ágústs Sigurðar er Hrannargata 2, þannig að það var ekki rétt í stimpl- inum. Þessi stimpill kom vitninu vægast sagt á óvart og spurði það Davíð hverju þetta sætti. Hann sagðist ekkert vita um það. Annar kaupandinn varð mjög reiður þegar vitnið hafði orð á þessu, en vitnið veit ekki hvað hann heitir. Petrína Georgsdóttir móðir Ágústs og Ásgeir Salómonsson bróðir hans voru viðstödd og geta líka borið um þetta. Á afsalinu stóð að verðið væri kr. 23.600.000 en Petrína lét Davíð breyta því í kr. 7.500.000 eins og stóð í því samkomulagi sem Ágúst Sigurður hafði undirritað. Féllst Davíð á þetta. Petrína sagði Davíð að þau mundu láta lögfræðing þeirra skoða þetta plagg. Hann sagði þá að þeir hefðu harðasta lögfræðinginn sem fyrir væri að finna á landinu. Vitnið kveðst alveg öruggt um að upphæð þeirra víxla, sem rifnir voru var kr. 23.650.000. Þau Ágúst Sigurður hafi því skrifað upp á fleiri víxla en talið var, en það hefði ekki lagt saman upphæðirnar. 301 Vitnið kveður það rétt hjá Edvard Lövdal að það hafi haft samband við hann í síma í nokkur skipti og hann sagt að hann hefði ekkert með þess! viðskipti að gera, en hann sleppi hins vegar ýmsu sem fram kom í samtölum þeirra. Vitnið kveðst strax hafa haft samband bæði við Edvard, sem þá kallaði sig Benedikt, og eins Sigurð Örn til að fá þessi viðskipti dregin til baka. Edvard sagði vitninu ávallt að bíða rólegt þar sem þetta væri allt að ganga. Þegar vitnið var orðið óþolinmótt og hótaði að fara með þetta mál til lög- reglunnar sagðist hann ekkert hafa með þessi viðskipti að gera og vísaði á Sigurð Örn. Hann bannaði vitninu m.a. eftir þessa hótun þess að hringja í sig. Vitninu voru sýndir víxlar þeir sem fram hafa komið í málinu, þ.e. fimm víxlar hver að upphæð kr. 750.000, og kannaðist það við nafnritun sína á þeim sem útgefandi. Vitnið kveður Ágúst Sigurð hafa verið búinn að vera við áfengisdrykkju í tvo daga áður en framangreind viðskipti fóru fram. Hann var á fylliríi alla nóttina áður og fór að sofa undir morgun og svaf aðeins í nokkra tíma. Hann hefur því alls ekki verið með sjálfum sér þegar þetta gerðist. Ástæðan fyrir því að vitnið skrifaði upp á víxlana var sú að það trúði því að víxlarnir færu ekki í umferð fyrr en jafnóðum og seldist af vörunum. Þegar vitnið mætti í dómi 4. janúar sl. var það spurt sérstaklega um stimpla þá sem notaðir höfðu verið á umrædda víxla. Kvaðst vitnið ekkert hafa um þá vitað fyrr en það sá víxlana á flugvellinum á Ísafirði og því síður hafa látið útbúa þá eða veitt heimild til þess að það væri gert. Vitnið Petrína Georgsdóttir húsmóðir, Hrannargötu 2, Ísafirði, hefur skýrt frá því að í byrjun maí 1980 hafi maður sem kynnti sig Örn Ingólfsson hringt til þess og spurt það um Ágúst Sigurð son þess. Vitnið kveðst hafa upplýst hann um að Á gúst Sigurður byggi í Reykjavík og gefið honum upp símanúmer hans. Vitnið taldi sig vera að tala við skipstjóra bátsins sem Á gúst Sigurður hafði verið á. Nokkrum dögum seinna, eftir að þau Ágúst Sigurður og Ásgerður komu vestur á Ísafjörð, kom Ágúst Sigurður að máli við vitnið varðandi lögfræð- ingsaðstoð vegna þessara viðskipta sinna, en vitnið kveðst ekkert hafa getað ráðlagt honum í því efni. Síðan ræddu þau Ágúst Sigurður og Ásgerður þetta við vitnið af og til á milli þess sem þau hringdu suður í mann sem kallaðist Benedikt og Örn Ingólfsson. Sögðust þau vera hætt við allt saman og óskuðu eftir víxlunum til baka. Þeim hafði stöðugt verið lofað þessu, en ekki var staðið við það. Að lokum hafi Ásgerður hótað því að kæra mennina til rannsóknarlögreglunnar ef þau fengju ekki víxlana. Fljótlega eftir það hafi þeir hringt og boðað Ásgerði á fund með sér á flugvellinum á Ísafirði ákveðinn dag og á ákveðnum tíma. Ásgerður hafi 302 beðið sig um að koma með sér á fundinn og fóru þangað auk þeirra eigin- maður vitnisins, Salómon Sigurðssson og Ásgeir sonur þess. Á flugvellinum voru þrír menn, Davíð Ólafsson og tveir aðrir. Þau fengu að vera í auðu herbergi í flugstöðvarbyggingunni og ræddu þar við menn- ina, en flugmaðurinn var ekki viðstaddur. Davíð Ólafsson var fyrir mönnunum og var hann með víxlana. Þegar þau sáu víxlana tóku þau eftir að stimplað hafði verið á þá „„Heildverslun Ágústs Salómonssonar, Hrannarstíg 2“. Eins voru tveir menn búnir að ábekja víxlana og sögðust menn þeir sem voru með Davíð hafa gert það. Vitnið vildi fá víxlana, en einn mannanna neitaði að verða við því þar sem þeir væru ábekingar á þeim. Davíð sagði að þau fengju ekki víxlana í hendur fyrr en þau tvö, vitnið og Ásgeir Sigurður sonur þess, hefðu skrifað undir eitthvert skjal sem vitnið telur hafa verið þess efnis að þau seldu mönnunum tveimur þær vörur sem Í gámnum voru og komnar voru á Ísafjörð á nafni Ágústs Salómonssonar. Þetta kveður vitnið þau Ásgeir hafa gert. Mennirnir leyfðu þeim að telja víxlana, en rifu þá síðan í smátt og tóku sneplana með sér að því er vitnið telur, a.m.k. fengu þau þá ekki. Ásgerður spurði mennina hvernig stæði á þessum stimplum á víxlunum, en þeir sögðu að hún hlyti að vita það. Sagði hún að hún hefði skrifað á víxlana á eftir Ágústi Sigurði og hefði þá ekki neitt verið stimplað á þá. Þeir sögðust ekkert vita um þetta. Vitnið Ásgeir Salómonsson, Hrannargötu 2, Ísafirði, kveðst hafa farið með Ásgerði Kristjánsdóttur og foreldrum sínum sumarið 1980 út á flugvöll á Ísafirði til að sækja víxla sem Ásgerður og Ágúst Sigurður bróðir þess höfðu skrifað upp á. Á flugvellinum voru þrír menn sem vitnið ekki þekkti. Þeir höfðu komið með einkaflugvél og hittu þau þá í flugstöðvarbyggingunnni. Einn þeirra virtist hafa sig mest í frammi, en hinir tveir virtust vera kaupendur vörunnar. Þau fengu að skoða víxlana og tóku þá eftir því, að búið var að stimpla á þá „Heildsala Ágústs Salómonssonar, Hrannarstíg 2, Ísafirði““. Einn mannanna setti það skilyrði fyrir því að þau fengju víxlana í hendur eða þeir yrðu eyðilagðir að Petrína móðir þess og að vitnið minnir það sjálft skrifuðu undir eitthvert plagg sem mennirnir voru með. Hvers efnis þetta plagg var kveðst vitnið ekki muna, en segir þau hafa talið sér það óhætt. Vitnið kveðst ekki muna hvort einungis móðir þess eða það sjálft auk hennar skrifaði undir plaggið, en að því loknu voru víxlarnir rifnir. Báru mennirnir því við að kaupendurnir væru búnir að skrifa á víxl- ana sem ábekingar og vildu því ekki afhenda þá. Vitnið Bjarni Garðarsson, verkstjóri hjá vöruafgreiðslu Eimskips á Ísa- firði, kvað umrædda sendingu hafa komið til Ísafjarðar þann 12.5. 1980 með Urriðafossi. Sendendur á fylgiskjölum voru sagðir Edvard og Örn, 303 en heimilisfang var ekki á þeim skjölum, sem vitnið hefur fengið. Móttak- andi vörunnar var sagður Ágúst Salómonsson, Hrannargötu 2, Ísafirði. Um viku eftir að vörusendingin kom hitti vitnið Ágúst Sigurð Salómonsson og sagði honum frá sendingunni. Hann sagði sendinguna ekki vera á sínum vegum, en sagði að maður myndi koma til Ísafjarðar sem tæki sendinguna. Engir hafa komið að skoða vörurnar í sendingunni en nokkrum sinnum hefur verið hringt út af þeim. Voru það menn sem sögðust vera búnir að kaupa vörurnar og vildu láta endursenda þær. Vitnið Jóhann Ósland Jósefsson hefur skýrt frá því að viðskipti þess við ákærðu Edvard Lövdal og Sigurð Örn Ingólfsson hafi hafist á því að það keypti ásamt Guðmundi Ársælssyni Chevrolet Caprice bifreið af Sigurði Erni hinn 28. maí 1980. Salan fór fram á bílasölunni Höfðatúni 10 og hafði Davíð Ólafsson bílasali milligöngu um söluna. Vitnið kveðst hafa þekkt Sigurð Örn en ekki Edvard. Bifreiðin var seld á 7.500.000 krónur og greiddu vitnið og Guðmundur hana að öllu leyti með víxlum. Var Guðmundur samþykkjandi á víxlunum, en vitnið útgefandi. Ákærðu voru báðir viðstaddir er salan fór fram. Sigurður Örn skrifaði undir afsal og sölutilkynningu, enda var hann skráður fyrir bifreiðinni. Við kaupin var það áskilið að vitnið og Guðmundur létu ákærðu auk þess hafa víxla að fjárhæð kr. 7.000.000 sem þeir höfðu samþykkt og gefið út, en fengju í staðinn víxla sömu fjárhæðar á Heildverslun Ágústs Salómonssonar á Ísa- firði. Sagði Davíð þeim að ákærðu hefðu selt Ágúst vörur og fengið tölu- vert magn af víxlum frá honum. Vildu þeir skipta á víxlum þessum til að vera ekki með of mikið af víxlum á sama aðilann. Davíð sagði þeim og að víxlarnir frá Ágústi væru alveg öruggir, enda væru hann og faðir hans húseigendur og rækju viðskipti. Vitnið skýrði frá því í samprófun við Sigurð Örn Ingólfsson að Edvard Lövdal hefði átt hugmyndina að þessum víxlaskiptum og það hefði verið hann sem skipti við þá. Veitti vitnið viðtöku víxlunum frá Edvard. Þeir Guðmundur Ársælsson höfðu enga eign á bak við sig og sagði Edvard, að þessir víxlar á Ágúst Sigurð Salómonsson væru sterkari víxlar en víxlar þeirra Guðmundar þar sem íbúð og vörupartí stæði á bak við þá. Tók vitnið þetta svo að Edvard væri að gera þeim greiða þannig að þeir væru miklu betur settir með víxlana á Ágúst Salómonsson. Vitnið sagði Davíð Ólafssyni bifreiðasala frá því að víxlarnir á Ágúst Sigurð væru ekki í lagi. Davíð ætlaði að tala um þetta við Edvard og heldur vitnið að hann hafi gert það. Vitnið kvað alla sem hafi verið í bílabraski, þ.á m. Sigurð Örn, hafa vitað að það hafi verið í kröggum peningalega og eins að Guðmundur Ársælsson var í peningavandræðum. Foreldrar Guðmundar höfðu greitt víxla fyrir hann sem voru gjaldfallnir, en hann hafði ekki getað greitt. Þeir 304 Edvard og Sigurður Örn áttu báðir að vita um þessi fjárhagsvandræði þeirra Guðmundar, enda var mikið rætt um það á Bílasölunni, Höfðatúni 10, Reykjavík bæði í gríni og alvöru, en Sigurður Örn var mikið á bílasöl- unni eins og vitnið. Víxlarnir, sem vitnið og Guðmundur létu ákærðu hafa, voru því samtals að fjárhæð kr. 14.500.000. Á víxlana frá Ágústi Sigurði Salómonssyni hafði verið stimplað með sitt hvorum stimpli við nafn samþykkjanda og greið- anda. Stóð í stimplunum heildverslun, og sögðu ákærðu að Ágúst Sigurður ræki heildsölu á Ísafirði og hefði keypt vörur af þeim til að dreifa. Vitnið kveður þá Guðmund í reynd hafa verið alveg eignalausa eða svo til svo sem áður greinir og ekki færa um að greiða víxlana sem þeir létu af hendi miðað við gjalddaga þeirra. Þegar vitnið fór að kanna málið reyndust víxlarnir á Ágúst lítils virði. Vitnið staðfesti afsal fyrir Chevrolet Caprice bifreiðinni R-63962 frá Sigurði Erni Ingólfssyni til þess, dags. 28.5. 1980. Vitnið sagði þó að kaup- verð bifreiðarinnar hefði verið kr. 7.500.000 en ekki 4.0 kr. (svo) sem á afsalinu greinir. Vitnið sá og ljósrit af víxlum vegna kaupa á bifreiðinni. Vitnið kveðst hafa selt Jóni Ármanni Guðmundssyni bifreiðina R-63962 með afsali dags. 5.6. 1980. Hafði Jón Ármann komið til þess og sagst vilja kaupa bifreiðina og lét vitnið tilleiðast að selja hana. Jón Ármann greiddi bifreiðina að mestu með víxlum sem samþykktir voru af Heildverslun Ágústs Salómonssonar, Ísafirði, en auk þess með peningum kr. 600.000 og víxlum á aðra menn. Bifreiðin var seld Jóni Ármanni á sama verði og vitnið og Guðmundur höfðu keypt hana, enda þótt fjárhæðin kr. 4000 þús. standi í afsali. Vitnið staðfesti afsalið til Jóns Ármanns með framangreindri athugasemd. Vitnið og Guðmundur keyptu síðan bifreið á bifreiðasölu hér í borginni og notuðu víxlana frá Ágústi Sigurði Salómonssyni til greiðslu á henni. Daginn eftir hafði sölumaður á bifreiðasölunni samband við vitnið og sagði að eitthvað væri athugavert við víxlana frá Ágústi. Kom í ljós að ekki bar saman á víxlunum skrifuðu heimilisfangi Ágústs og því heimilisfangi sem stóð á stimplunum. Stóð gata á öðrum en stígur á hinum. Varð að sam- komulagi að vitnið tæki víxlana til baka og léti í staðinn víxla sem það og Guðmundur voru samþykkjandi og úígefandi á. Vitnið og Guðmundur voru nú með í höndunum víxla samtals að fjárhæð kr. 11.000.000 á Ágúst Sigurð Salómonsson eða heildverslun hans. Höfðu þeir tal af ákærðu og fóru að kvarta við þá yfir víxlum þessum. Fóru ákærðu þá að segja þeim að þeir mundu geta fengið keypta vörusendingu til Ágústs, sem ákærðu hefðu nýverið sent honum til Ísafjarðar. Sögðu ákærðu, að í sendingunni væru leikföng og útvörp að verðmæti 24.000.000 kr., sem væru vel seljanleg og hagnast mætti á. Væri betra að fá þetta 305 en sitja uppi með víxlana. Áður en ákærðu báru fram þessa hugmynd hafði vitnið sagt að það myndi fara með víxlana á Á gúst til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hefur vitnið nánar skýrt svo frá þessu að að Djúpuvíkurviðskiptum loknum hafi Edvard hringt í tiltekinn mann og skýrt honum frá því að viðskiptin við vitnið og Guðmund væru um garð gengin. Kveður það þá Guðmund hafa hlustað á er Edvard talaði í símann. Eftir þetta hafi ákærðu farið á brott en beðið vitnið og Guðmund um að koma eftir eina klukkustund. Þegar þeir komu aftur hafi ákærðu boðið þeim að kaupa vörubirgðir sem voru á Ísafirði að verðmæti um 25.000.000 kr. Áður hafði Davíð Ólafssyni bílasala verið boðið að kaupa þessar vörur til þess að kaupin gengju til baka en hann ekki viljað það. Komu ákærðu með þá hugmynd að vitnið og Guðmundur létu líta út sem þeir væru kaup- endur að vörusendingunni af Ágústi Sigurði Salómnssyni og myndu skila honum þeim víxlum, sem hann hafði greitt sendinguna með. Sögðu ákærðu að það væri miklu betra fyrir vitnið og Guðmund að vera með verðmætar vörur heldur en ónýta víxla. Sögðu þeir að verðmæti vörusendingarinnar væri yfir kr. 25.000.000 og gætu vitnið og Guðmundur fengið þá upphæð með því að selja vörurnar aftur. Þá myndu þeir fá góða víxla til stutts tíma sem þeir gætu fengið greidda í peningum. Ákærðu tóku fram að þeir Guðmundur væru að gera „voða góðan díl“ með þessum viðskiptum. Vitnið kveður þá Guðmund hafa látið tilleiðast að kaupa vörusendinguna af Ágústi. Fóru þeir af því tilefni í einkaflugvél til Ísafjarðar hinn 14. júní 1980, og var Davíð Ólafsson með í ferðinni til að aðstoða þá. Davíð hafði haft samband við Ásgerði Kristjánsdóttur, unnustu Ágústs Salómonssonar, símleiðis og náð samkomulagi við hana um kaup vitnisins og Guðmundar á vörusendingunni. Vitnið kveður þá Guðmund hafa haft víxlana á Ágúst Sigurð Salómonsson að fjárhæð kr. 11.000.000 með til Ísafjarðar. Auk þess höfðu þeir fengið víxla frá Edvard Lövdal á Ágúst Sigurð að fjárhæð kr. 12.150.000, sem þeir gáfu kvittun fyrir og Sigurður Örn veitti viðtöku. Í staðinn létu þeir Edvard fá víxla sem þeir höfðu samþykkt og gefið út, en um fjárhæðina man vitnið ekki. Þá lét Davíð Ólafsson vitnið og Guð- mund hafa víxil á Ágúst Sigurð Salómonsson á leiðinni til Ísafjarðar. Vitnið kveðst ekkert vita um hver átti þennan víxil eða hvert var tilefnið. Vitnið heldur að þeir Guðmundur hafi ritað á víxil sem þeir létu Davíð hafa í staðinn. Vitnið kveðst ekki vita um fjárhæð víxils þessa, en hann hljóti að hafa verið að fjárhæð kr. 500.000 því að víxlarnir á Ágúst Sigurð Salómonsson, sem þeir voru með er til Ísafjarðar kom, hafi verið samtals að fjárhæð kr. 23.560.000. Vitnið sá kvittunina sem það og Guðmundur gáfu 14. júní 1980 um móttöku á víxlum á Ágúst Sigurð Salómonsson frá Edvard Lövdal og kvaðst staðfesta hana. 20 306 Þegar til Ísafjarðar kom hittu vitnið, Guðmundur og Davíð, Ásgerði Kristjánsdóttur og fleira fólk sem var með henni. Varð að samkomulagi að vitnið og Guðmundur keyptu vörusendinguna af Ágústi. Þeir báðu um að fá að sjá vörusendinguna, en á það vildu Ásgerður og fólkið ekki fallast og báru því við að þau hefðu ekki lykla að vörugeymslunni, þar sem sendingin væri. Davíð Ólafsson hafði haft með afsal (skjal nr. 4, bls. 2 í gögnum rannsóknarlögreglu). Samkvæmt afsalinu kaupa vitnið og Guðmundur umrædda vörusendingu af Ágústi Sigurði Salómonssyni. Davíð hafði sett í afsalið, að leikföngin í sendingunni væru seld fyrir kr. 23.650.000, en þegar til kom vildi Ásgerður og fólkið ekki hafa þessa tölu í afsalinu. Var strikað yfir hana og sett Í staðinn kr. 7.500.000 sem sölu- verð. Ásgerður undirritaði afsalið f.h. Ágústs Salómonssonar samkvæmt umboði í símskeyti. Áður en undirritunin fór fram höfðu vitnið og Guðmundur ritað á víxlana sem ábekingar. Vitnið og Guðmundur rituðu og nöfn sín á afsalið. Vitnið kveðst ekki hafa séð umræddan varning eða sýnishorn af honum áður en kaupin fóru:fram. Þá kveðst það ekki hafa náð að leysa til sín vörurnar þar sem flutningsgjald fyrir þær var ógreitt, auk þess sem Edvard var settur í gæsluvarðhald um svipað leyti. Einnig hafi Davíð Ólafsson skýrt sér frá því að e.t.v. væri einhver enn annar aðili eigandi varningsins. Þar sem vitnið og Guðmundur höfðu ábekt víxlana settu þeir það sem skilyrði að þeir yrðu rifnir í augsýn konu Ágústs Sigurðar, enda vildu þeir ekki að víxlarnir færu í umferð með nöfnum þeirra á. Það var fallist á það en þau voru ekkert ánægð með það þar sem greinilegt var, að þau ætluðu í mál út af þessu. Vitnið og Guðmundur voru ákveðnir í því að tryggja það að þessir víxlar færu ekki frekar í umferð með nöfnum þeirra á. Vitnið kveðst hafa spurt Ásgerði að því hvers vegna víxlarnir væru með stimpli sem á væri annað heimilisfang en það sem skrifað hafði verið á þá. Vildi vitnið fá það á hreint hvort einhver svik væru í sambandi við þetta. Hún sagði að hún kannaðist ekkert við þessa stimpla og hefði hvorki hún né Ágúst Sigurður gert þetta, heldur hefði það verið gert síðar. Hún kvartaði líka yfir því, að þetta væru ekki allir víxlarnir, en vitnið sagði henni þá að það hefði ekki fleiri víxla. Í samprófun við Edvard Lövdal kvað vitnið það rétt að þeir Edvard og Sigurður Örn hefðu ekki selt þeim Guðmundi vörurnar, en báðir töluðu þeir um að vitnið og Guðmundur gengju inn í þessi viðskipti. Edvard lagði mjög mikið kapp á að þeir Guðmundur færu vestur til Ísafjarðar til að ganga frá þessu og frestaði m.a. einhverri laxveiði þar til þeir voru farnir vestur. Vitnið og Guðmundur hafa aldrei fengið umræddar vörur, enda komst rannsóknarlögreglan í málið og kyrrsetti þær. Vitnið sagðist vera með einn víxil á Ágúst Salómonsson að fjárhæð kr. 307 750.000. Víxil þennan fékk vitnið hjá Jóni Ármanni Guðmundssyni við uppgjör á viðskiptum, en Jón Ármann hafði fengið víxilinn í viðskiptum hjá öðrum hvorum ákærða. Vitninu var kynntur framburður Edvards Lövdal og eins sýnd kvittun aftan á víxileyðublaði þar sem fram kemur að þeir Guðmundur Ársælsson hafi veitt viðtöku víxlum samþykktum af Ágústi Salómonssyni og útgefnum af Ásgerði Kristjánsdóttur að upphæð kr. 12.150.000. Vitnið kveðst kannast við að hafa skrifað undir þetta plagg. Bað Edvard Lövdal þá Guðmund um það og sagði að þetta plagg væri aðeins pró forma. Þeir Guðmundur skrifuðu upp á víxla samsvarandi þeim víxlum sem þeir fengu hjá Edvard og Sigurði Erni á Ágúst Salómonsson og eru upp á sömu heildarfjárhæð og kvittunin hljóðar á. Vitnið heldur að kvittunin hafi verið gerð fyrst, en síðan hafi þeir útfyllt víxlana. Tók Sigurður Örn við þeim, en vitnið man ekki hvort Edvard var viðstaddur. Þá sá vitnið ljósrit af eftirtöldum víxlum sem Jón Ármann Guðmundsson fékk í bifreiðaviðskiptum við Sigurð Örn Ingólfsson: Sex víxla að fjárhæð kr. 500.000 og fjóra víxla að fjárhæð kr. 1.000.000. Vitnið kvað víxla þessa vera að því er það best gæti séð úr viðskiptunum þegar þeir Guðmundur Ársælsson keyptu Chevrolet Caprice bifreiðina, en þó aðeins möguleiki að þeir séu vegna kaupa þeirra Guðmundar á vöru- sendingunni af Ágústi Salómonssyni. Vitnið sá ljósrit af fjórum víxlum, hverjum að upphæð kr. 500.000, sem Eyþór Eðvarðsson fékk vegna sölu á pylsubar. Vitnið kvað þessa víxla vera annaðhvort af þeim víxlum sem þeir Guðmundur Ársælsson gáfu út og samþykktu vegna vörukaupanna af Ágústi Sigurði Salómonssyni eða þá af þeim víxlum sem þeir létu Edvard Lövdal hafa í skiptum fyrir víxla á Ágúst Sigurð Salómonsson. Vitnið kannast ekki við það, er Eyþór Eðvarðsson segir, að hann hafi látið það hafa einn víxil á þá Guðmund Ársælsson. Þá sá vitnið ljósrit af eftirfarandi víxlum sem Svanur Kristjánsson fékk hjá Edvard Lövdal: Tveir víxlar hvor að fjárhæð kr. 500.000 og tveir víxlar hvor að fjárhæð kr. 1.000.000. Vitnið kvaðst halda örugglega að þarna sé um að ræða víxla sem Edvard Lövdal fékk hjá þeim Guðmundi Ársælssyni í skiptum fyrir víxla á Ágúst Sigurð Salómonsson. Vitninu var kynntur framburður Edvards Lövdal þar sem fram kemur að Edvard segist hafa fengið þessa víxla í skiptum hjá vitninu og Guðmundi Ársælssyni fyrir víxla á Steingrím Þórisson. Vitnið kvað það ekki rétt hjá Edvard að hann hafi fengið þessa víxla í skiptum fyrir víxla á Steingrím Þórisson. Hann hafi fengið þá í skiptum á víxlum á Ágúst Salómonsson. Hins vegar sé það rétt að hann hafi látið 308 þá Guðmund hafa níu víxla að fjárhæð kr. 350.000 á Steingrím Þórisson. Edvard bað vitnið um að koma þessum víxlum í umferð og ætlaði hann að greiða því kr. 200.000 í þóknun fyrir það. Vitnið tók við þessum víxlum til að ekki yrði þras, en þeir vissu báðir að þetta voru víxlar sem ekki yrðu greiddir. Edvard hafði sjálfur reynt að koma þessum víxlum út en það ekki tekist. Hann hafði m.a. reynt að nota þá í viðskiptum við vitnið, en það vildi ekki taka við þeim, enda voru þá komnar margar milljónir króna í víxlum á Steingrím Þórisson í vanskil. Vitnið reyndi aldrei að koma í umferð þessum víxlum á Steingrím Þóris- son og ætlaði að skila þeim aftur til Edvards, en hann lenti í gæsluvarðhaldi um það bil viku eftir þetta. Vitnið bað Jón Ármann Guðmundsson um að geyma víxlana og kvað þá hafa verið í fórum hans. Vitnið kveður Edvard Lövdal hafa sagt þeim Guðmundi varðandi víxlana sem Svanur Kristjánsson fékk hjá Edvard að hann hefði platað þessa víxla inn á Svan og ætlaði hann að plata hann enn meir. Hann hefði ætlað að fara þannig að því að greiða fyrsta víxilinn sem var með gjalddaga 1. júlí og þá myndi Svanur fá traust á víxlunum. Þá ætlaði Edvard að koma fleiri víxlum á þá Guðmund inn á Svan Kristjánsson, en Edvard var með mikið af víxlum á þá Guðmund eins og áður hefur komið fram. Edvard nefndi ekki í hvernig viðskiptum hann ætlaði að plata Svan aftur. Vitnið Guðmundur Ágúst Ársælsson húsasmiður, til heimilis að Suður- hólum 22, Reykjavík, hefur skýrt frá því að viðskipti þess við ákærðu í máli þessu hafi hafist á því að vitnið og Jóhann Ósland Jósefsson keyptu Chevrolet Caprice bifreið af ákærða Sigurði Erni Ingólfssyni hinn 28.maí 1980. Bifreiðin var seld á kr. 7.500.000. Við kaup bifreiðarinnar var það áskilið að þeir létu ákærðu fá víxla að fjárhæð kr. 7.000.000, sem þeir höfðu samþykkt og gefið út, en fengju í staðinn víxla sömu fjárhæðar á Heildverslun Ágústs Salómonssonar, Ísafirði. Sögðu ákærðu, að þetta væri sterkir víxlar og gott að nota þá í bifreiðaviðskiptum. Tóku þeir fram sér- staklega, að um heildsölufyrirtæki væri að ræða svo sem víxlarnir bæru með sér. Víxlarnir, sem vitnið og Jóhann Ósland létu ákærðu fá, voru því samtals kr. 14.500.000. Vitnið og Jóhann Ósland voru eignalausir og ekki borgunarmenn fyrir víxlunum svo sem reyndin varð. Var ákærðu um það kunnugt. Þá kom og í ljós að víxlarnir á Heildverslun Ágústs Salómons- sonar voru einskis virði, enda voru þeir falsaðir að sögn vitnisins. Vitnið kveður þá Jóhann Ósland hafa selt bifreiðina R-63962 Jóni Ármanni Guðmundssyni, Nóatúni 24, með afsali dagsettu 3. júní 1980. Kaupverð bifreiðarinnar er skráð í afsalinu 4.000 þús., en var í reyndinni 7.500.000 kr. Jón Ármann greiddi bifreiðina að mestu með víxlum sem flestir voru á Heildverslun Ágústs Salómonssonar, en auk þess með kr. 600.000 í peningum. 309 Vitnið kveður þá Jóhann Ósland hafa keypt bifreið á bílasölu hér í borg- inni í framhaldi af þessu og notað víxlana frá Heildverslun Ágústs Saló- monssonar til greiðslu á henni. Sölumaður á bílasölunni hafði samband við þá daginn eftir. Sagði hann, að Heildverslun Ágústs Salómonssonar væri ekki til. Varð að samkomulagi að vitnið og Jóhann Ósland tóku víxlana til baka, en létu í staðinn víxla frá þeim sjálfum. Vitnið kveður þá Jóhann Ósland hafa verið með í höndunum víxla sam- tals að fjárhæð kr. 11.000.000 á Heildverslun Ágústs Salómonssonar að þessum viðskiptum loknum. Vitnið kveðst hafa reynt að koma víxlunum út í öðrum bifreiðaviðskiptum, en bílasalinn hafi sagt því að víxlarnir frá Heildverslun Ágústs Salómonssonar væru einskis virði og að þetta væri lögreglumál. Vitnið og Jóhann Ósland fóru nú til ákærðu og kvörtuðu við þá út af þessu. Ákærðu sögðust geta bjargað þessu. Fóru ákærðu að segja vitninu og Jóhanni Ósland frá því að þeir gætu fengið hjá þeim fleiri víxla á Heild- verslun Ágústs Salómonssonar. Gætu þeir notað víxlana til að kaupa vöru- sendingu af Ágústi sem ákærðu hefðu nýverið sent honum til Ísafjarðar. Sögðu ákærðu að í sendingunni væru leikföng,útvörp og fleira, sem væru vel seljanleg og hagnast mætti á þessu. Töldu ákærðu að verðmæti sending- arinnar væri kr. 24.000.000. Vitnið kveður ákærðu hafa bent þeim Jóhanni Ósland á, að betra væri fyrir þá að fá vörusendinguna en að sitja uppi með víxlana sem ef til vill væru einskis virði. Vitnið tók fram í þessu sambandi að það hefði sagt Jóhanni Ósland frá því er bílasalinn sagði að víxlar frá Heildverslun Ágústs Salómonssonar, ættu að sæta lögreglurannsókn. Muni Jóhann Ósland í framhaldi af því hafa rætt við ákærðu, en vitnið var ekki viðstatt, er það gerðist. Vitnið kveður þá Jóhann Ósland hafa látið tilleiðast að kaupa vörusend- inguna af Ágústi Sigurði Salómonssyni. Hafði Davíð Ólafsson milligöngu um þetta. Fór Davíð með vitninu og Jóhanni Ósland til Ísafjarðar 14. júní 1980 til að ganga frá kaupunum á vörusendingunni. Hafði Davíð haft samband símleiðis við Ásgerði Kristjánsdóttur, unnustu Ágústs og náð samkomulagi við hana um kaup vitnisins og Jóhanns Óslands á vörusend- ingunni. Eins og áður greinir áttu vitnið og Jóhann Ósland víxla að fjárhæð kr. 11.000.000. Auk þess fengu þeir víxla að fjárhæð kr. 12.150.000 frá Edvard Lövdal á Heildverslun Ágústs Salómonssonar, sbr. kvittunina frá 14. júní 1980, sem vitnið staðfesti. Í staðinn fyrir víxlana létu vitnið og Jóhann Ósland Edvard hafa víxla sem þeir höfðu samþykkt og gefið út, en fjárhæðina man vitnið ekki fyrir víst. Vitnið kveðst mótmæla þeim framburði Edvards Lövdal að þeir Jóhann Ósland Jósefsson hafi ekki skrifað upp á víxla vegna þeirra víxla sem þeir Edvard og Sigurður Örn létu þá hafa á Ágúst Sigurð Salómonsson vegna 310 vörukaupanna. Þeir Jóhann hafi útfyllt víxla á móti víxlunum á Ágúst Sigurð Salómonsson, og hafi því verið búnir að láta þá Edvard og Sigurð Örn hafa víxla á móti víxlunum sem kvittun þessi hljóðar á. Vitnið kveðst ekki sérstaklega muna eftir víxli á Heildverslun Ágústs Salómonssonar sem Davíð var með á leiðinni til Ísafjarðar. Vitnið man þó eftir einhverjum viðskiptum við Davíð í flugvélinni á leiðinni til Ísa- fjarðar og geti það vel verið rétt að Davíð hafi látið þá hafa einn víxil á Heildverslun Ágústs Salómonssonar, en þeir hafi látið hann fá víxil á þá sjálfa í staðinn. Um fjárhæðina man vitnið ekki en vitnið staðhæfði, að það og Jóhann Ósland hefðu verið með víxla að fjárhæð kr. 23.650.000 á Heildverslun Ágústs, er til Ísafjarðar kom. Vitnið kveður þá hafa hitt Ásgerði Kristjánsdóttur og fleira fólk á flug- vellinum á Ísafirði. Ásgerður var með umboð til að ganga frá sölu á vöru- sendingunni. Vitnið og Jóhann Ósland báðu um að fá að sjá vörurnar áður en kaupin færu fram, en það var ekki hægt. Þrátt fyrir þetta ákváðu vitnið og Jóhann Ósland að kaupa vörusendinguna til þess að leysa málið. Davíð Ólafsson hafði útbúið afsal fyrir vörusendingunni (skjal nr. 4, bls. 2) og hafði það meðferðis til Ísafjarðar. Samkvæmt afsalinu kaupa vitnið og Jóhann Ósland umrædda vörusendingu af Heildverslun Ágústs Salómons- sonar fyrir kr. 7.500.000. Davíð Ólafsson hafði sett í afsalið að leikföng væru seld fyrir kr. 23.650.000, en þegar til kom vildu Ásgerður og fólkið sem með henni var ekki hafa þessa upphæð í afsalinu. Var strikað yfir hana og fjárhæðin kr. 7.500.000 sett í staðinn. Sagði Ásgerður að þetta þyrfti að vera til að sýna tap á viðskiptunum. Ásgerður undirritaði síðan afsalið fyrir hönd Ágústs Salómonssonar samkvæmt umboði svo og vitnið og Jóhann Ósland. Vitnið og Jóhann Ósland höfðu skrifað nöfn sín á víxlana á Heildverslun Ágústs Salómonssonar á leiðinni til Ísafjarðar að ráði Davíðs Ólafssonar. Sagði Davíð þeim að þeir skyldu hafa þennan hátt á, þar sem þeir gætu þá krafist þess að víxlarnir væru rifnir þegar kaupin á vörusendingunni hefðu farið fram. Þeir fóru fram á þetta þegar þeir höfðu undirritað afsalið. Varð Ásgerður við því og reif alla víxlana og henti þeim í rusla- körfu á flugvellinum. Fór enginn þeirra því í umferð. Vitnið kveður Ásgerði og fólk það er með henni var ekki hafa kannast við stimpilinn Heildverslun Ágústs Salómonssonar á víxlunum. Voru þau lengi að velta því fyrir sér hvernig á stimplinum stæði. Eins voru þau í vafa um að skrift Ágústs væri á öllum víxlunum og að eitthvað væri bogið við víxlana eins og þeir væru ekki allir. Vitnið og Jóhann Ósland fengu aldrei umræddar vörur, enda komst rannsóknarlögreglan í málið og kyrrsetti þær. Vitninu voru sýnd ljósrit af eftirtöldum víxlum sem: Jón Ármann 311 Guðmundsson fékk í bifreiðaviðskiptum við Sigurð Örn: Sex víxlar að fjár- hæð kr. 500.000 hver og fjórir víxlar hver að fjárhæð kr. 1.000.000. Vitnið kvaðst telja að þetta séu þeir víxlar, sem þeir Jóhann Ósland skrif- uðu upp á vegna kaupa á Chevrolet Caprice bifreiðinni af Sigurði Erni Ingólfssyni. Tvo víxla hvorn að fjárhæð kr. 500.000 og tvo víxla hvorn að fjárhæð kr. 1.000.000 kvað vitnið vera tengda vörusendingunni. Ákærðu hafi fengið þessa víxla hjá þeim Jóhanni Ósland. Vitninu var kynntur framburður Edvards Lövdal þar sem fram kemur að Edvard segist hafa fengið þessa víxla í skiptum fyrir víxla á Steingrím Þórisson. Vitnið kvað þessa víxla á Steingrím Þórisson vera tilkomna á allt annan hátt og ekki verið um nein víxlaskipti að ræða. Edvard Lövdal lét því Jóhann Ósland hafa 10 víxla hvern að fjárhæð kr. 350.000 á Steingrím eða samtals að fjárhæð kr. 3.500.000 eftir því sem það best man. Þó sé hugsanlegt að þessir víxlar hafi ekki verið nema 9 talsins. Edvard bað Jóhann Ósland um að koma víxlunum í umferð fyrir sig í bifreiðaviðskipt- um. Jóhann Ósland átti að kaupa bifreið fyrir Edvard og nota víxlana sem greiðslu. Ekki var rætt um nein ákveðin kaup, heldur mátti Jóhann kaupa hvaða bifreið sem væri, bara að koma víxlunum út. Ætlaði Edvard: að borga Jóhanni kr. 200.000 ef hann gæti komið víxlunum í umferð. Þeir Jóhann Ósland reyndu aldrei að koma þessum víxlum í umferð, enda vissu þeir að þeir myndu ekki verða greiddir. Vitnið hafði nokkru áður en þetta var fengið víxil í bifreiðaviðskiptum á Steingrím Þórisson og sá víxill var ekki greiddur, þannig að það hefði aldrei farið að taka slíka víxla í skiptum fyrir víxla á þá Jóhann Ósland eins og Edvard segir. Edvard lenti í gæsluvarðhaldinu skömmu eftir þetta. Jóhann Ósland lét síðan Jón Ármann Guðmundsson hafa þessa víxla á Steingrím Þórisson og bað he" um að geyma þá fyrir sig þar sem þeir Jóhann voru að fara erleiiu. Vitninu voru kynntar skýrslur ákærðu í málinu. Kvað það athugasemdir þær sem ákærðu gera við skýrslur þeirra Jóhanns Óslands ekki standast. Vitnið Davíð Ólafsson hefur verið erlendis og ekki náðst fyrir dóm. Vitnið hefur skýrt frá því hjá rannsóknarlögreglu að það fyrsta sem það heyrði um víxla Ágústs Salómonssonar hafi verið það að Sigurður Örn Ingólfsson hringdi til þess einhverju sinni á framangreindum tíma milli kl. 18-20. Bað hann vitnið um að fletta því upp hvort Ágúst Sigurður Saló- monsson eða unnusta hans væru með víxildóma á sér. Sigurður Örn hafði oft haft samband við vitnið og beðið það um slíkar upplýsingar, en í þetta sinn lá honum mikið á að fá að vita þetta strax. Vitnið reyndi að kanna þetta eins og hægt var og beið Sigurður Örn í símanum á meðan. Ef vitnið man rétt voru þrír dómar á Ágúst Sigurð en um litlar upphæðir að ræða. Það næsta sem gerðist var að Sigurður Örn kom á bifreiðasöluna til 312 vitnisins um tveim dögum eftir þetta og var Edvard Lövdal með honum. Hann sagðist vera með nokkra víxla á Ágúst Salómonsson og spurði vitnið hvort einhverjar bifreiðar væru á sölunni hjá því sem hann gæti keypt fyrir þá. Þá stóð þannig á að Jón Ármann Guðmundsson, sem mikið hefur átt viðskipti á bifreiðasölu hjá vitninu, var staddur þarna og keypti Sigurður Örn bifreið af honum fyrir víxla á Ágúst Sigurð Salómonsson að fjárhæð 4.500.000 krónur. Um hálfum mánuði til þrem vikum síðar komu þeir Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmundur Ársælsson, sem vitnið kannaðist við, á bifreiða- söluna til þess og voru með töluvert magn af víxlum á Á gúst Salómonsson. Vitnið sá þó ekki víxlana. Vitnið spurði þá hvað þeir væru með mikla upp- hæð í þessum víxlum þar sem fram hafði komið hjá Sigurði Erni að hann hefði verið með kr. 7.500.000 af slíkum víxlum og væri þegar búinn að nota af þeim kr. 4.500.000 í viðskiptunum við Jón Ármann. Vitnið sagði þeim Jóhanni og Guðmundi að þeir gætu ekki verið með meira en mismun- inn á þessu eða kr. 3.000.000, en þeir sögðu, að upphæðin væri töluvert hærri. Vitnið hafði séð að á þá víxla, sem Sigurður Örn var með, hafði verið stimplað Heildverslun Ágústs Salómonssonar, a.m.k. á all-flesta, en það var þó skrifað á einhverja. Fletti vitnið upp á símanúmeri Ágústs eftir heimilisfanginu sem stóð á víxlunum og reyndi að ná í hann. Vitninu var sagt að Ágúst væri ekki við og ekki hægt að ná í hann í síma. Vitnið spurði konu þá sem svaraði í símann hvort einhver heildsala væri rekin þarna og kom það henni greinilega á óvart. Sagðist hún búa þarna ásamt manninum sínum, sem væri skipstjóri, og þar væri engin heildsala. Vitnið taldi að þessi kona væri móðir Ágústs. Í ljósi þess sem fram hafði komið kallaði vitnið þá Jóhann og Guðmund til sín að það heldur daginn eftir. Áður en þetta var hafði vitnið fengið upplýsingar um það að Ágúst Salómonsson gæti að öllum líkindum ekki greitt þessa víxlá þar sem hann hefði átt í verulegum fjárhagserfiðleikum. Vitnið sagði þeim Jóhanni og Guðmundi þetta og ráðlagði þeim að reyna að fá viðskiptin sem þeir höfðu fengið víxlana úr dregin til baka. Þeir voru búnir að setja eitthvað í umferð af víxlunum og ráðlagði vitnið þeim að hafa upp á þeim, þar sem mjög slæmt myndi verða fyrir þá ef víxlarnir færu í umferð. Vitninu skildist á þeim að þeir hefðu fengið víxlana hjá Sigurði Erni Ingólfssyni og Edvard Lövdal vegna einhverra vélaviðskipta. Sögðust þeir Jóhann og Guðmundur hafa selt þeim einhver tæki. Þennan sama dag að vitnið telur hringdi Edvard Lövdal til þess og spurði það hvort það hefði áhuga á því að kaupa vörubirgðir sem væru leikföng og fleira. Vitnið spurði hvaða verð ætti að vera á vörunum og var svarið að um gott verð yrði að ræða. Einnig talaði Sigurður Örn við vitnið um 313 þetta. Vitnið sagðist vilja kanna hvers konar varningur þetta væri og komu þeir báðir með sýnishorn til þess. Vitninu leist ekkert á varninginn, enda voru útvarpstækin sem. voru í leikföngunum þannig að þau höfðu ákaflega lítið notagildi þar sem ekki var hægt að ná íslenska útvarpinu á þau. Vitnið fór þá að kanna verðgildi varningsins og að mati þess var margt af honum óseljanlegt og verðmætið miðað við heildsöluverð var langt undir því verði sem Ágúst Salómonsson hafði greitt fyrir hann. Vitnið sagði Sigurði Erni og Edvard að þessar vörur væru illseljanlegar og það vildi ekki kaupa þær. Edvard sagði vitninu að það myndi fá alla víxlana á Ágúst Salómonsson sem því var sagt að væru að fjárhæð yfir 20.000.000 krónur ef það keypti vörurnar. Aldrei var þetta nákvæmt frekar en magnið af vörunum, sem þeir sögðu vera 13-15 hundruð stykki. Vörurnar gæti vitnið fengið keyptar á heildsöluverði, sem ekki var þó nefnt hvert væri. Átti vitnið að geta hagnast verulega á þessu með því að selja vörurnar aftur. Vitnið sagði þeim Sigurði Erni og Edvard að það væri búið að kanna þetta hjá unnustu Ágústs og að hún talaði alltaf um riftun en ekki að þau vildu selja vörurnar. Eins sagði vitnið þeim að vörurnar væru lélegar og þeir gætu ekki einu sinnu sagt til um magnið. Vitnið sagðist því ekki hafa áhuga á þessum viðskiptum. Mjög fljótlega eftir þetta, e.t.v. tveim dögum síðar, komu þeir Jóhann og Guðmundur til vitnisins. Sögðust þeir vera komnir með í hendurnar alla víxlana á Ágúst Salómonsson og ætluðu að kaupa vörurnar. Þeir sögðu vitninu að þeir hefðu látið Sigurð Örn og Edvard hafa einhverja víxla, en um væri að ræða mjög litla upphæð. Sögðust þeir hafa náð mjög hag- stæðum samningum við Sigurð Örn og Edvard. Það var ákveðið, að þeir Jóhann og Guðmundur færu vestur til Ísafjarðar og afhentu Ágústi eða unnustu hans víxlana, þ.e. keyptu vörusendinguna fyrir þá, þannig að ekki þyrfti að fara fram riftun. Jóhann og Guðmundur sögðust hafa náð öllum þeim víxlum til baka, sem farið hefðu í umferð, m.a. þeim víxlum, sem Jón Ármann hafði fengið úr viðskiptum sínum við Sigurð Örn. Bæði Sigurður Örn og Edvard höfðu samband við vitnið og báðu það um að fara með Jóhanni og Guðmundi til Ísafjarðar til að ganga frá þessum við- skiptum með þeim. Vitnið tók illa í það, þar sem það sá ekki neinn tilgang í því. Vitnið féllst þó á þetta að lokum og kom tvennt til. Annað var það að kunningi þess, Óskar Gunnar Hansen, hafði skrifað upp á einn af víxlum þessum fyrir Sigurð Örn og það vildi síður að víxillinn færi í umferð og einnig að Jóhann er hálfgerður kunningi þess og það vissi að hann var ekki fær um að ganga frá slíkum viðskiptum. Þeir ætluðu fyrst með áætlunar- flugvél, en komust ekki með henni og tóku einkaflugvél á leigu. Eftir að þetta var ákveðið hafði vitnið símasamband við unnustu Ágústs og tilkynnti 314 komu þeirra. Bað vitnið hana um að hitta þá á flugvellinum, þar sem þeir hefðu takmarkaðan tíma. Hún samþykkti það og var á flugvellinum ásamt fleira fólki þegar þeir komu vestur. Vitnið kynnti fyrir fólkinu afsal sem það hafði útbúið fyrir Jóhann og Guðmund. Petrína Georgsdóttir, móðir Ágústs, hafði orð fyrir fólkinu og höfðu þeir eingöngu samskipti við hana. Petrína sagði að raunar væri Ágúst og unnusta hans ekki að selja þessar vörur heldur að skila þeim. Vitnið sagði henni að það væri að ganga frá þessum viðskiptum fyrir kunningja þess sem þarna væru með því, en ekki væri um að ræða riftun fyrir einhverja menn. Hún féllst þá á þetta. Þegar hún fór að skoða víxlana sem þeir Jóhann og Guðmundur voru með taldi hún, að upphæð þeirra ætti að vera hærri en kr. 23.650.000. Hún héit að víxlarnir ættu að vera um kr. 25.000.000. Vitnið benti henni á að því væri ekki kunnugt um það og ennfremur að verið væri að ganga frá viðskiptum og það sem þeir væru með af víxlum væri greiðslan. Vitnið kveður það algjörlega öruggt að þeir víxlar sem rifnir voru hafi verið að upphæð samtals kr. 23.650.000. Það tvi-eða þrítaldi víxlana auk þess sem það útbjó skrá yfir þá eftir upphæðum þeirra. Eins taldi Ásgerður Kristjánsdóttir þessa víxla margsinnis og fékk ætíð út þessa upphæð. Petrína Georgsdóttir fór fram á, að upphæðinni yrði breytt í afsalinu þar sem Ágúst hefði fengið kvittun upp á kr. 7.500.000 og vildi hún að sú upphæð yrði sett í afsalið. Það kom fram, að Ásgerður unnusta Ágústs kannaðist ekki við stimpil- inn á víxlunum, þ.e. Heildverslun Ágústs Salómonssonar. Sagði hún að stimpill þessi hefði ekki verið á þeim þegar hún skrifaði upp á þá. Vitnið kveðst ekki hafa haft minnstu hugmynd um það og sagt þeim það. Þeir Jóhann Ósland og Guðmundur höfðu ábekt meiri hluta víxlanna í flugvélinni á leiðinni til Ísafjarðar. Þeir höfðu og ábekt eitthvað af víxlun- um áður. Sagði vitnið þeim að þeir skyldu ábekja alla víxlana, þannig að þá væri hægt að fara fram á að þeir yrðu rifnir. Fyrir þessu voru tvær ástæður. Önnur var sú að þeir höfðu ábekt eitthvað af víxlunum og hin að vitnið vissi að einhverjir víxlar frá Ágústi Salómonssyni voru í umferð, þannig að því fannst heppilegasta lausnin að þeir yrðu rifnir. Edvard Lövdal hafði nefnt við vitnið, áður en þeir fóru vestur til Ísa- fjarðar, að heppilegt væri að víxlarnir yrðu rifnir. Nefndi hann það sem ástæðu að þá yrði málið úr sögunni. Hann setti það þó ekki fram sem skilyrði, heldur sagði það vera æskilegt. Það var ekki fyrr en komið var til Ísafjarðar sem talað var um að víxlarn- ir hefðu verið stimplaðir án vitundar Ágústs Salómonssonar. Vitninu var kynntur framburður Jóhanns Ósland Jósefssonar þar sem hann skýrir frá því að það hafi látið hann og Guðmund Ársælsson hafa 315 tvo víxla á Ágúst Salómonsson; hvorn að upphæð kr. 750.000, og að þeir hefðu skrifað upp á víxla á móti. Vitnið kannast við að hafa látið þá Jóhann og Guðmund hafa einn víxil á Ágúst Salómonsson, en sá víxill var að upphæð kr. 750.000. Þeir Jóhann og Guðmundur skrifuðu víxla á móti þessum eina, þannig að vitnið fékk hjá þeim tvo víxla þar sem Jóhann vár útgefandi og Guðmundur samþykkj- andi. Upphæðir víxlanna voru kr. 350.000 og kr. 400.000. Þetta fór fram í flugvélinni á leiðinni vestur til Ísafjarðar. Þennan eina víxil á Ágúst Salómonsson hafði vitnið fengið hjá Sigurði Erni Ingólfssyni. Upphaflega hafði Sigurður Örn látið vitnið hafa fjóra 750.000 króna vixla á Ágúst Salómonsson, tvo af þeim í viðskiptum vegna kaupa hans á Chevrolet Caprice bifreiðinni af því, eins og það hefur áður skýrt frá, og tvo að auki sem hann vildi láta vitnið einnig hafa upp í Caprice viðskiptin, en það vildi ekki taka þá víxla sem greiðslu. Sigurður Örn bað vitnið þá um að geyma þessa tvo víxla ef það gæti notað þá. Annan víxilinn lét það Sigurð Örn hafa aftur, en hinn fengu þeir Jóhann og Guðmundur í skiptum fyrir víxla á vitnið eins og áður greinir. Vitnið hefur síðan verið með víxlana á Jóhann og Guðmund. Sigurður Örn átti að fá þá, en af því hefði ekki orðið. Vitnið veit ekki um þennan eina víxil á Ágúst Salómonsson, sem á vantar. Vitnið Jón Ármann Guðmundsson nemandi, Hraunbraut 5, Kópavogi, hefur skýrt frá því, að það hafi hinn 18. maí 1980 selt Sigurði Erni Ingólfs- syni bifreiðina R-55199 sem er Pontiac af árgerð 1973. Söluverðið var kr. 4.500.000 og greiddi Sigurður Örn það allt með 6 vixlum, samþykktum af Heildverslun Ágústs Salómonssonar, Ísafirði. Útgefandi á víxlunum var einhver kona. Davíð Ólafsson bílasali annaðist framangreinda sölu. Vitnið kveðst hafa spurt Davíð um víxlana og taldi hann greiðandann öruggan. Vitnið kannaði ekki nánar um víxlana og ræddi ekki við samþykkjanda. Vitnið sá ljósrit víxlanna er það mætti í dómi og sagði að um þá væri að ræða. Vitnið setti eitthvað af víxlunum til innheimtu í banka, en innheimta bar ekki árangur og hafa víxlarnir ekki verið greiddir. Vitnið kveðst hafa notað suma af framangreindum víxlum til kaupa á bifreiðinni R-63962 af Jóhanni Ósland Jósepssyni og telur að um megin- hluta víxlanna hafi verið að ræða. Vitnið telur að það hafi afhent Jóhanni Ósland víxlana, en hann hafði ekki gengið eftir að fá þá. Vitnið kom á skrifstofu Rannsóknarlögreglu ríkisins 18.7. 1980 og afhenti afsal þar sem fram kemur að Sigurður Örn og Edvard Lövdal selja Jóhanni Ó. Jósepssyni og Guðmundi Ársælssyni vélar úr síldarverksmiðj- unni í Djúpuvík þann 13.6. 1980. Einnig afhenti vitnið símskeyti dags. 13.6. 1980, þar sem Ágúst Salómonsson gefur Ásgerði Kristjánsdóttur heimild tilað ganga frá öllum viðskiptum fyrir hans hönd. 316 Jón Ármann sagði þá Jóhann Ósland og Guðmund Ágúst hafa beðið sig að geyma þetta fyrir sig þegar hann hitti þá í Danmörku stuttu áður. Vitnið Eyþór Eðvarðsson, Digranesvegi 38, Kópavogi, kveðst hafa selt Sigurði Erni Ingólfssyni pylsubar 2. júní 1980 á kr. 5.250.000 að það heldur. Vitnið hafði keypt pylsubarinn af Davíð Ólafssyni og Inga Oddssyni sama ár og átt hann í nokkra mánuði áður en salan til Sigurðar Arnar fór fram. Vitnið fékk pylsubarinn greiddan frá Sigurði Erni að mestu leyti með víxlum á Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson og voru þeir ýmist samþykkjendur eða útgefendur á víxlunum. Einn víxillinn var á Heildverslun Ágústs Salómonssonar, Ísafirði, að upphæð kr. 750.000. Vitnið kveðst aldrei hafa notað víxil þennan og vera með hann enn í fórum sínum. Vitnið Svanur Kristjánsson verslunarmaður, Þorlákshöfn, kveðst hafa selt Edvard Lövdal bifreiðina X-602. Skrifaði Edvard undir sölutilkynning- una f.h. Evu Jónsdóttur og tók vitnið það svo að hún væri sambýliskona hans. Edvard greiddi vitninu andvirði bifreiðarinnar með fjórum víxlum sem Eva hafði samþykkt og var hver að fjárhæð kr. 1.075.000. Víxlar þessir voru með gjalddögum 10.2., 25.2., 10.3. og 25.3. 1980. Skömmu áður en víxlarnir féllu í gjalddaga hafði Edvard samband við vitnið og bað það um að láta ekki afsegja þá þótt þeir yrðu ekki greiddir á gjalddaga og féllst vitnið á það. Eftir að víxlarnir féllu í gjalddaga hafði vitnið samband við Edvard og sagði honum að hann yrði að fara að greiða þá. Hann kvaðst ekki geta greitt þá með peningum, en bauð vitninu að láta það hafa aðra víxla í staðinn og bauðst einnig til þess að greiða því dráttarvexti þann tíma sem liði milli gjalddaga á víxlunum. Víxlarnir sem Edvard lét vitnið hafa voru samþykktir af Heildverslun Ágústs Salómonssonar og útgefnir af Ásgerði Kristjánsdóttur. Vitnið man ekki hvort þeir voru tveir eða þrír og ekki heldur hver fjárhæð þeirra var samtals, en hún var yfir kr. 2.000.000, enda voru víxlarnir sem Eva hafði samþykkt samtals að fjárhæð kr. 2.150.000 og það hafði verið samið um það milli þeirra Edvards að bæta dráttarvöxtum við. Edvard afhenti síðan vitninu víxlana og fékk víxlana sem Eva hafði samþykkt í staðinn. Þegar vitnið spurði Edvard að því hvers konar heildsölufyrirtæki þetta væri sagði hann því að þetta væri dreifingaraðili á Ísafirði fyrir ýmsar inn- lendar verksmiðjur, þar á meðal annaðist fyrirtækið dreifingu á smjörlíki. Vitnið tók því við þessum víxlum hjá Edvard í góðri trú og taldi þá eins góða og þá víxla sem hann hafði upphaflega látið það hafa og samþykktir voru af Evu Jónsdóttur. Vitnið fór með víxlana í Landsbankann í Þorlákshöfn og spurðist fyrir um hvort bankinn vildi kaupa þá af því. Bankinn vildi ekki kaupa víxlana. 317 Vitnið hafði þá samband við Edvard og sagði honum frá því að það gæti ekki selt víxlana í bankanum og bauðst hann þá strax til þess að skipta aftur við það á víxlum og fór vitnið skömmu síðar að hitta hann. Edvard tók við víxlunum frá Heildverslun Ágústs Salómonssonar og lét vitnið hafa í staðinn víxla, sem hann sagði að væru alveg „pottþéttir““ og voru þeir útgefnir og samþykktir af Jóhanni Ósland Jósepssyni og Guðmundi Ársæls- syni. Vitnið Óskar Gunnar Hansen sjómaður, Höfðavegi 19, Vestmanna- eyjum, kveðst hafa starfað á Bílasölunni Höfðatúni 10 í maí 1980. Um miðjan mánuðinn kom Sigurður Örn Ingólfsson með víxil samþykktan af Ágústi Salómonssyni og bað vitnið að skrifa upp á hann. Edvard Lövdal var með Sigurði Erni umrætt sinn. Vitnið man að kvenmannsnafn var á víxlinum sem útgefandi. Sigurður Örn bað vitnið um að ábekja víxilinn, en upphæð hans man vitnið ekki. Sigurður Örn sagðist þurfa að nota víxil- inn til greiðslu á einhverju og því þurfa að fá ábeking á hann. Vitnið var mjög tregt til að skrifa upp á víxilinn fyrir Sigurð Örn, en hann lagði fast að því að gera það. Lét vitnið undan og skrifaði upp á víxilinn. Sigurður Örn hafði sagt vitninu áður að Ágúst Salómonsson væri með stórfyrirtæki á Ísafirði og öruggur greiðandi og væri engin áhætta fyrir það að skrifa upp á víxilinn. Vitnið kveðst hafa séð að stimplað var á víxilinn Heild- verslun Ágústs Salómonssonar og minnir að það hafi verið á tveim stöðum á honum. Heldur vitnið örugglega, að við nafn greiðanda hafi verið stimplað með nokkuð stórum stimpli, en við samþykkjanda með litlum stimpli. Vitnið kveðst ekki þora að fara með það hvort Ágúst Salómonsson hafi bæði verið búinn að skrifa nafn sitt við samþykkjandi og greiðandi. Sigurður Örn nefndi ekki hvernig hann ætlaði að ráðstafa víxlinum, en það var til greiðslu einhverrar skuldar eftir því sem hann sagði. Að kvöldi dags þess, sem vitnið skrifaði upp á víxilinn fyrir Sigurð Örn, sagði það Davíð Ólafssyni, vinnuveitanda þess, frá því. Davíð spurði vitnið þá að því hvaða víxill þetta hefði verið og sagði það honum það. Davíð sagði vitninu þá að hann teldi að Ágúst Salómonsson væri með einhverja víxlasúpu og ráðlagði hann því vitninu að vera ekki að skrifa upp á víxla fyrir Sigurð Örn og Edvard. Um hálfum mánuði eftir þetta frétti vitnið að Davíð Ólafsson hefði farið til Ísafjarðar út af víxlunum á Ágúst Salómonsson með Jóhanni Jósepssyni og Guðmundi Ársælssyni. Í byrjun júní 1980 kveðst vitnið hafa keypt Pontiac Boniwille bifreið af konu sem heitir Kristín og býr í Æsufelli 6. Davíð Ólafsson lánaði vitninu þrjá víxla til bráðabirgða til að greiða hluta kaupverðsins. Vitnið man ekki fjárhæð víxlanna, en Ágúst Salómons- son var samþykkjandi á tveimur og Jóhann Ósland Jósepsson á einum. 318 Þegar mál þetta kom til sögunnar kom Kristín á bifreiðasöluna til Davíðs og ræddi við hann. Davíð sagði vitninu síðar, að hann myndi sjá um greiðslu víxlanna, en vitnið veit ekki nánar um það. Vitnið hefur aldrei verið krafið um greiðslu á víxlunum. Vitnið Ástmar Örn Arnarson kveður föður sinn, ákærða Sigurð Örn Ingólfsson, hafa um mitt ár 1979 selt Edvard Lövdal Dodge Jeppa af árgerð 1975. Edvard greiddi bifreiðina með víxlum sem ekki fengust allir greiddir og voru þar á meðal víxlar á Ágúst Sigurð Salómonsson sem voru gjald- fallnir en ógreiddir. Þegar Ágúst Sigurður keypti leikföngin fékk faðir vitnisins víxla úr þeim viðskiptum í stað gömlu gjaldföllnu víxlanna frá Edvard. Vitnið heldur, að faðir sinn hafi verið einhvers konar milligöngu- maður með þessi vörukaup þar sem þetta fólk hafði áður átt viðskipti við Edvard og því mátti ekki koma fram að Edvard stæði á bak við þetta. Hins vegar var það alveg á hreinu að það var Edvard sem stóð að þessari sölu á vörusendingunni, enda var faðir vitnisins peningalaus um þetta leyti og gat því ekki hafa verið búinn að kaupa að sögn vitnisins þetta vörudrasl. Faðir vitnisins átti einungis að vera sagður seljandinn á pappírunum til að viðskiptin gætu gengið. Vitnið Elvar Bæringsson, eigandi Borgarbílasölunnar hér í borg, til heimilis að Hjallabraut 6, Hafnarfirði, hefur skýrt frá því að piltur utan af landi hafi komið á bifreiðasöluna til þess sumarið 1980 með víxla á Ágúst Sigurð Salómonsson og viljað kaupa bifreið fyrir þá. Vitnið kveðst hafa vitað hver Ágúst Sigurður var, þar sem það er frá Ísafirði og taldi hann ekki vera borgunarmann fyrir víxlunum. Það hringdi því vestur til Ísa- fjarðar og fékk þær upplýsingar á sýsluskrifstofunni að samþykkjandi víxl- anna Heildverslun Ágústs Salómonssonar væri ekki til. Á sýsluskrifstofunni var vitninu bent á, að best væri að snúa sér með þetta mál til rannsóknar- lögreglunnar og benti það piltinum á það. Vitnið heldur að pilturinn hafi verið með víxla að upphæð samtals kr. 7.500.000 á Ágúst Salómonsson. Einum til tveim dögum áður en pilturinn kom hafði komið stúlka á bif- reiðasöluna sem var með víxla á Heildverslun Ágústs Salómonssonar og heldur vitnið að annar hafi verið að upphæð kr. 1.500.000 en hinn að upphæð kr. 700.000. Eins var stúlkan með víxla á Jóhann Ósland Jóseps- son. Heldur vitnið að hún hafi verið með víxla alls að fjárhæð um kr. 3.000.000 á þessa tvo aðila. Stúlkan sagðist hafa fengið þessa víxla úr bifreiðaviðskiptum eftir smáauglýsingu, en vitnið veit ekki frá hverjum. Það varð ekkert úr þessum viðskiptum stúlkunnar á bifreiðasölunni hjá vitninu, enda benti það henni á að hún skyldi reyna að láta þau viðskipti sem hún hefði fengið víxlana úr, ganga til baka þar sem þetta væru ekki öruggir víxlar. Vitnið Aðalheiður Maack, eigandi Stimplagerðarinnar Hverfisgötu 50, 319 hefur skýrt frá því að búnir hafi verið til hjá fyrirtæki þess tveir stimplar fyrir Heildverslun Ágústs Salómonssonar. Annar stimpillinn er venjulegur fyrirtækjastimpill, en hinn er svokallaður prókúrustimpill sem er minni. Vitnið sá hjá rannsóknarlögreglunni ljósrit af víxli með báðum þessum stimplum. Vitnið kveðst ekki hafa verið við þegar stimplarnir voru pant- aðir, en stúlka sem vann hjá því tók við pöntuninni. Hún sagði vitninu frá því strax morguninn eftir þetta, að tveir menn hefðu lagt inn þessa pöntun. Nokkrum dögum síðar komu tveir menn til að sækja stimplana og var vitnið þá viðstatt. Mennirnir höfðu komið einu sinni áður, en þá voru stimplarnir ekki tilbúnir. Í þetta síðara skipti biðu þeir meðan. verið var að ljúka við að búa stimplana til. Vitnið tók það þannig að menn þessir væru kaupsýslumenn frá Ísafirði og væru m.a. að skemmta sér hér í borg- inni. Reyndu þeir mjög mikið að fá stúlkuna, sem hafði tekið niður pöntun- ina á stimplunum, til að koma með þeim að skemmta sér og kom fram hjá þeim, að þeir hefðu hótelherbergi. Af tali þeirra réð vitnið, að þeir væru að láta búa til stimplana fyrir eigin heildsölu. Vitnið Stefanía Sófusdóttir, Túngötu 18 hér í borg, vann í Stimplagerð- inni að Hverfisgötu 50. Vitnið kveður tvo menn hafa komið þangað, sennilega í maí eða byrjun júní 1980, og pantað tvo stimpla fyrir Heild- verslun Ágústs Salómonssonar á Ísafirði. Vitnið tók ekki á móti þessari pöntun og veit þar af leiðandi ekki hvað þeir sögðu þegar þeir voru að panta stimplana. Þegar það hitti menn þessa í Stimplagerðinni voru þeir að koma til þess að athuga hvort stimplarnir væru ekki tilbúnir. Mennirnir kynntu sig ekki og sögðu ekki hvaðan þeir væru, en þeir voru á leigubifreið sem beið eftir þeim á meðan þeir voru inni í Stimplagerðinni. Ingveldur Rósinkrans sá um að afgreiða mennina í Stimplagerðinni. Vitnið kveðst hafa heyrt mennina vera að spyrja um stimpla á Heildverslun Ágústs Salómonssonar á Ísafirði. Ástæðan fyrir því að vitnið man eftir þessu er sú að því fannst mennirnir vera framhleypnir. Þeir óðu um allt og voru að tala við þær og voru mjög hressir að sögn vitnisins. Sá þeirra sem sá um að panta stimplana og hafði sig að öllu leyti meira í frammi var með áberandi ör á annarri kinninni. Vitnið heyrði mennina ekki segja að þeir væru frá Ísafirði. Vitnið hefur staðfest að það hafi að lokinni skýrslutöku verið látið skoða myndir úr myndasafni rannsóknarlögreglu af afbrotamönnum, ef vera mætti, að það þekkti á myndunum þá menn, sem komu í Stimplagerðina að Hverfisgötu 50 og pöntuðu stimplana fyrir Heildverslun Ágústs Salómonssonar. Vitnið benti á mynd af Edvard Lövdal og sagði, að hún væri af öðrum manna þeirra, sem kom í Stimplagerðina til þess að sækja 320 stimplana, sem voru búnir til fyrir Heildverslun Ágústs Salómonssonar á Ísafirði og hefði hann haft sig meira í frammi. Ákærði Edvard Lövdal hefur skýrt frá því, að hann hafi átt alls um 929 leikföng, sem höfðu bæði verið tekin til baka úr verslunum og voru af óseldum vörubirgðum. Þessar vörur voru bæði geymdar á Hörpugötu 12 hér í borg og að Digranesvegi 108 í Kópavogi. Vörurnar að Digranesvegi 108 voru úr Leikfangaversluninni Hlemmi og verslun Laufeyjar Patreksfirði samtals 240 stk., en vörurnar sem geymdar voru á Hörpugötu 12 voru úr versluninni Örinni, Akranesi, versluninni Vík, Ólafsvík, Skálanum, Þorlákshöfn (Svanur Kristjánsson) og Ásakaffi, Grundárfirði. Ákærði kveðst ekki hafa getað fundið út hvernig ákæruvaldið hafi getað komist að því að vörurnar hafi verið kr. 4.000.000 að innflutningsverð- mæti. Kveðst ákærði ekki geta á það fallist og telur að vörurnar hafi verið meira virði. Hinn 10. maí 1980 keypti Ágúst Sigurður Salómonsson, Ísafirði, vörurnar og stóðu ákærðu saman að sölunni. Átti ákærði meiri hlutann af vörunum, en Sigurður Örn hluta af þeim. Tildrög þessa voru þau að Sigurður Örn var að reyna að hafa upp á Ásgerði Kristjánsdóttur til að innheimta hjá henni víxla. Hafði hann upp á Ásgerði þar sem hún bjó við Grettisgötu. Ákærði kveðst hafa haft orð á því að maður hennar Ágúst Sigurður Salómonsson hefði staðið í verslunarmennsku og stakk upp á því við Sigurð Örn hvort þeir ættu ekki að selja Ágústi Sigurði þessar vörur. Sigurður Örn náði sambandi við Ágúst Sigurð þar sem hann bjó við Grettis- götu og fóru þeir síðan heim til ákærða að Hörpugötu 12 þar sem málin voru rædd og gengið frá viðskiptunum. Þar varð að samkomulagi milli ákærðu að Sigurður Örn væri sagður seljandi varanna. Ágúst Sigurður greiddi vörurnar með víxlum er voru samtals að fjárhæð kr. 27.400.000. Ákærði tók þó fram að þegar kaupin voru gerð hafi verið talað um 25.000.000, en við lögreglurannsókn hafi verið farið að tala um 21.400.000. Sigurður Örn hafði milligöngu um að koma á kaupunum. Ákærði kannast við að hafa sagt við Ágúst Sigurð í síma, að hann héti Benedikt Kristjánsson og var það gert vegna þess að ákærði vildi ekki láta Ágúst Sigurð vita að hann stæði að viðskiptunum. Víxlar þeir, sem ákærði fékk frá Ágústi Sigurði fyrir vörurnar, áttu að greiðast upp á einu ári og voru vextir innifaldir í fjárhæðum þeirra. Í hlut Sigurðar Arnar komu 10 af víxlunum, samtals að fjárhæð kr. 7.500.000. Fékk meðákærði víxla þessa þar sem hann átti hluta af vörunum og eins fyrir milligöngu um kaupin. Ákærði kveður ákærðu hafa látið útbúa stimpla með nafni Heildversl- unar Ágústs Salómonssonar og stimplað með þeim á víxlana svo sem í 321 ákæru greinir. Einnig voru 3 víxlar áritaðir með nafni heildverslunarinnar. Gerðu ákærðu þetta skv. beiðni og með fullu umboði Ágústs Sigurðar Salómonssonar. Ákærði kveðst ekki geta sagt um hvernig Sigurður Örn hagnýtti sér víxl- ana er Í l., 2. og 4. tl. þessa kafla í ákæru greinir. Einn víxil að fjárhæð kr. 750.000 kveðst ákærði hafa notað til kaupa á pylsubarnum af Eyþóri Eðvarðssyni fyrir milligöngu Davíðs Ólafssonar. Ákærði greiddi kaupverð pylsuvagnsins með þessum 750.000 króna víxli og með víxlum á Jóhann Ósland og Guðmund Ársælsson að fjárhæð kr. 4.000.000, sem hann hafði fengið úr víxlaskiptunum við þá. Þær þrjár milljónir sem eftir eru af víxlunum lét hann Svan Kristjánsson, Þorlákshöfn hafa. Ákærði kveður rétt frá greint um víxlana í 3. tl. Víxlana í 5. tl. fengu Jóhann Ósland og Guðmundur Ársælsson hjá ákærða gegn sérstakri kvittun er þeir fóru vestur á Ísafjörð til að kaupa vörurnar af Ágústi Sigurði Salómonssyni. Er ekki rétt sem í ákæru greinir, að ákærði hafi skipt á víxlum við þá Jóhann Ósland og Guðmund. Ákærði kveður meðákærða Sigurð Örn Ingólfsson hafa sent vörurnar til Ísafjarðar með skipi Eimskipafélags Íslands sumarið 1980. Sendendur eru skráðir ákærði sjálfur og Sigurður Örn Ingólfsson, Hörpugötu 12, Reykjavík. Að sögn ákærða var um að ræða leikföng, upphaflega frá Úlfari Nathanelssyni. Vörurnar höfðu verið teknar aftur frá versluninni Örinni, Akranesi, versluninni Vík, Ólafsvík, Skálanum, Þorlákshöfn og Leikfangaversluninni Hlemmtorgi svo sem áður greinir. Það sem tekið var til baka frá Leikfangaversluninni og Örinni seldi ákærði Sigurði Erni, en hinar vörurnar leysti Sigurður Örn út hjá verslununum fyrir víxla frá Steingrími Þórissyni. Ástæðan fyrir því að Sigurður Örn var að leysa þessar vörur út og fá þær til baka var sú að verslunareigendurnir vildu losna við þær og ákærði hafði ekki bolmagn til að taka þær. Höfðu verslunareigend urnir rætt við ákærða um að losna við vörurnar. Ákærði kveður Sigurð Örn hafa vitað að hann átti þessar vörur. Spurði Sigurður Örn ákærða hvort hann vildi selja þær og einnig hvað hann vildi fá fyrir vörurnar og sagði ákærði honum það. Eitthvað var prúttað, en síðan komust þeir að samkomulagi um kr. 3.000.000 fyrir vörurnar og greiddi Sigurður Örn ákærða það í reiðufé. Sigurður Örn ætlaði að nota vörurnar í viðskiptum til að hagnast á þeim að ákærði telur. Sigurður Örn tók þó ekki vörurnar strax, en nokkrum dögum síðar seldi hann þær Ágústi Sigurði Salómonssyni. Ákærði kveður Sigurð Örn hafa séð alfarið um viðskiptin við Ágúst Sigurð bæði varðandi verð og annað, en ákærði var þó viðstaddur þegar þeir gengu frá þessu heima hjá ákærða. Ástæðan fyrir því var sú að sögn 21 322 Sigurðar Arnar, að hann hafði ekki húsnæði. Ákærði þekkti ekki Ágúst Sigurð, en kannaðist við hann í sjón. Ákærði hafði átt viðskipti við Ágúst Sigurð rúmu ári áður, en þá rak hann og unnusta hans Söluturninn Suður- götu 71, Hafnarfirði. Þá hafði ákærði fengið innistæðulausan tékka frá Ágústi Sigurði í viðskiptum sem unnusta hans samþykkti víxla fyrir. Sigurður Örn sýndi Ágústi Sigurði sýnishorn heima hjá ákærða og reiknaði Sigurður Örn út verð varanna sem kom til tals að Ágúst Sigurður ætlaði að taka. Ákærði kveðst hafa verið á hlaupum þarna og ekki fylgst mikið með þessu. Skildist honum að þetta væru kaup Ágústs Sigurðar á vörunum en ekki umboðssala. Ákærði kveðst ekki þora að fara með hvaða verð hafi verið á vörunum en þetta voru einhverjar voða tölur að sögn ákærða. Ágúst Sigurður samþykkti víxla fyrir vörunum en þeir Sigurður Örn virtust vera búnir að semja um þetta áður en þeir komu til ákærða. Komu þeir með víxilblöðin til ákærða vélrituð og útfyllt að öðru leyti en því að eftir var að undirskrifa þau. Ákærði útfyllti kvittun fyrir þessu að beiðni Sigurðar Arnar meðan þeir voru að ganga frá víxlunum. Ákærða var sýnd kvittun dags. 10.5 1980 og varðar þessi viðskipti Ágústs Sigurðar og Sigurðar Arnar. Þetta er kvittunin sem hann útbjó að beiðni þeirra og fyrirlagi. Verð varanna á þessari kvittun er sagt kr. 7.500.000 og sögðu þeir Sigurður Örn og Ágúst Sigurður að það ætti að hafa þetta svona. Ákærði heldur að verðið hafi verið eitthvað hærra og gæti verið eitthvað annað inni í því dæmi að sögn ákærða, a.m.k. ræddu þeir þetta eitthvað vítt og breitt. Síðan fóru þeir Ágúst Sigurður og Sigurður Örn og hafði ákærði ekki nein afskipti af þessu. Þetta gerðist á laugardegi og mánudaginn á eftir hjálpaði ákærði Sigurði Erni við að koma vörunum á bifreið sem flutti þær á vöruafgreiðslu Eimskips. Samkomulag það sem ákærði og Sigurður Örn gerðu um sölu ákærða á vörunum var munnlegt. Ákærði gat ekki merkt að Ágúst Sigurður væri ölvaður og tók fram að hann hefði séð Ágúst Sigurð ölvaðan áður. Ákærði kvað það rétt að hann hefði farið með Sigurði Erni að sækja Ágúst Sigurð á Grettisgötu þennan laugardag. Það kom skýrt fram að sögn ákærða að Ágúst Sigurður var að kaupa vörurnar en hann tók fram að hann hefði verið með umboð fyrir sölu á harðfiski og smjörlíki og sagðist hann hafa öll tilskilin leyfi til að selja vörur. Ætlaði hann að hafa þetta sem aðalstarf. Ákærða var bent á að hann hefði sent sams konar vörur til Neista á Ísafirði haustið 1979 og verið talið að um óseljanlega vöru væri að ræða og farið fram á riftun á þeim viðskiptum. Ákærði kvað Sigurð Örn hafa 323 gefið Ágústi Sigurði greiðslufrest á þessu, en þetta átti að dreifast á rúmt ár. Hann telur að þessar vörur hafi verið seljanlegar. Ákærði veit ekki hvort víxlunum hafi öllum verið skilað aftur. Sigurður Örn bauð honum eitthvað af þeim upp Í viðskipti þeirra á milli. Var hann með eitthvað af víxlunum um tíma en lét Sigurð Örn hafa þá aftur. Ákærði hefur ekki komið neinum af víxlunum í umferð og hefur aldrei heyrt á það minnst að þeir ættu að fara í umferð. Ákærði kvaðst mótmæla því að hann hefði reiknað út verðið á vörunum. Það hefði Sigurður Örn gert. Vel megi vera að upphæðin sé rétt með farin hjá Ágústi Sigurði. Ákærði kannast ekki við að hafa beðið Ágúst Sigurð um að fá unnustu sína til að skrifa undir víxlana, þetta hafi verið mál Sigurðar Arnar og Ágústs Sigurðar en ekki ákærða. Sigurður Örn greiddi kostnað við gerð stimplanna, en ákærði var með honum þegar hann pantaði þá og sótti. Ákærði veit ekki hvar stimplarnir eru niðurkomnir. Þeir voru heima hjá honum, en hann telur að Sigurður Örn hafi tekið þá til að senda Ágústi Sigurði. Ákærða var sýnt ljósrit af víxli að fjárhæð kr. 750.000, samþykktum af Ágústi Salómonssyni og útgefnum af Ásgerði Kristjánsdóttur með gjald- daga 15. júlí 1980, en Jón Ármann Guðmundsson var með þennan víxil til innheimtu í Búnaðarbanka Íslands, aðalbanka. Ákærði kannaðist við að hafa skrifað við nafn greiðanda á víxilinn „„Heildversl. Ágústs Salómonssonar Hrannargötu 2, Ísafirði“. Kvaðst hann hafa skrifað þetta á nokkra víxla, en síðan hafi Ágúst Sigurður viljað fá stimpla svo sem áður greinir og hætti hann þá að skrifa þetta á víxlana, en þeir létu búa til stimpla. Ágúst Sigurður átti síðan að fá stimplana. Á gúst Sigurður bað um þetta og var það af greiðasemi við hann. Ákærða var bent á að Ágúst Sigurður kannist ekkert við þetta og neiti því jafnframt að hafa fengið þessa stimpla. Ásgerður, unnusta Ágústs Sigurðar, hafði samband við ákærða í síma í nokkur skipti eftir þetta og var að tala um að það þyrfti að taka vörurnar aftur. Ákærði sagði henni að hann hefði ekkert með þessi viðskipti að gera og vísaði henni á Sigurð Örn. Ákærði kveður það rétt að hann hafi bannað Ásgerði að hringja heim til sín, en bent henni á að snúa sér til Davíðs Ólafssonar sem myndi hafa milligöngu um þetta. Það sé rétt að hún hafi verið að tala um að kæra þetta til lögreglunnar. Ákærði afhenti við rannsókn málsins víxilsvuntu, en á bakhlið hennar er skrifað samkomulag sem hann gerði við þá Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson um að þeir veiti viðtöku víxlum að upphæð kr. 12.150.000 á Ágúst Salómonsson, Hrannargötu 2, Ísafirði, til endursölu. 324 Andvirði víxlanna eða þeim sjálfum skal skila eigi síðar en 20.6. 1980 samkvæmt samkomulaginu. Ákærði benti á að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur hefðu kvittað fyrir móttöku á víxlum á Ágúst Salómonsson skv. samkomulaginu, en þeir hafa borið að þeir hafi látið þá Sigurð Örn Ingólfsson hafa víxla á móti. Þetta samkomulag sýni að þá víxla hafi þeir ekki enn fengið. Ákærði kveðst muna eftir því að Sigurður Örn Ingólfsson seldi Jóhanni Ósland Jósepssyni bifreiðina R-63962 hinn 28. maí 1980 og að andvirðið var greitt með víxlum. Ákærði kveðst ekki hafa vitað fyrr en viðskipti þessi voru um garð gengin og ekki hafa haft afskipti af þeim. Hann hafi engan þátt átt í víxlaútgáfu þeirra Jóhanns Ósland og Guðmundar er kaup þessi voru gerð. Hann kveðst þó hafa vitað um, að þeir samþykktu og gáfu út víxla að fjárhæð kr. 7.000.000 og að skipt var á þeim víxlum og víxlunum frá Ágústi Sigurði Salómonssyni. Ákærði kveðst ekki geta sagt um hvernig meðákærði Sigurður Örn hagnýtti sér víxla þá sem komu í hans hlut. Í samprófun við Jóhann Ósland skýrði Edvard Lövdal frá því, að Sigurður Örn hefði selt Chevrolet Caprice bifreiðina eins og hann hafi skýrt frá áður. Ákærði hafi ekki skipt á víxlunum að fjárhæð kr. 7.000.000 á Ágúst Salómonsson við þá Jóhann og Guðmund, heldur hafi þetta verið viðskipti sem Sigurður Örn gerði. Hann neitaði því að hafa staðið að þessum víxlaskiptum. Hann þekkti þá Jóhann Ósland og Guðmund ekkert og vissi ekkert um fjármál þeirra. Í yfirheyrslu 3. júlí 1980 var ákærða Edvard Lövdal skýrt frá því, að rannsóknarlögreglan hefði aflað sér upplýsinga um, að í maí það ár hefðu verið sendar vörur til Ísafjarðar með Eimskipafélagi Íslands og að send- endur hefðu verið Edvard og Örn, Hörpugötu 12, Rvík. Ákærði kvað Sigurð Örn Ingólfsson hafa sent þessar vörur. Var um að ræða leikföng frá Úlfari Nathanelssyni. Vörurnar höfðu verið teknar aftur frá versluninni Örinni, Akranesi, versluninni Vík, Ólafsvík, Skálanum Þorlákshöfn og Leikfangaversluninni Hlemmtorgi. Það sem tekið var til baka frá Leikfangaversluninni við Hlemmtorg og versluninni Örinni af vörum þessum seldi ákærði Sigurði Erni Ingólfssyni, en hinar vörurnar leysti Sigurður Örn út hjá verslununum fyrir víxla frá Steingrími Þórissyni. Ástæðan fyrir því að Sigurður Örn var að leysa vörurnar út var sú að kaup- endur vildu losna við þær og ákærði hafði ekki bolmagn til að taka þær. Þeir höfðu rætt við ákærða og sagst vilja losna við vörurnar. Ákærði sagði Sigurði Erni frá því, og vildi hann taka vörurnar. Sigurður Örn greiddi ákærða 3.000.000 krónur fyrir vörurnar í reiðufé. Ákærða Edvard var kynntur framburður Svans Kristjánssonar um að ákærði hefði látið hann hafa víxla á Heildverslun Ágústs Salómonssonar. 325 Ákærði hefur kannast við að hafa boðið Svani Kristjánssyni, Þorláks- höfn, víxlana á Ágúst Salómonsson, en hins vegar afhenti hann honum þá ekki. Svanur skrifaði niður hjá sér upplýsingar um víxlana, þ.e. nöfn á þeim og gjalddaga og ælaði að kanna með þá. Víxlar þessir voru úr víxl- unum sem Ágúst Salómonsson lét vegna vörusendingarinnar sem send var til Ísafjarðar. Hafði ákærði fengið víxlana hjá Sigurði Erni og var að reyna að koma þeim út fyrir hann. Sigurður Örn fékk þessa víxla síðan aftur hjá ákærða. Ákærði kveðst halda örugglega, að hann hafi ekki verið búinn að láta Svan hafa þessa víxla á Ágúst Salómonsson, en getur ekki alveg fullyrt um það. Hann sýndi Svani víxlana og bauð honum þá, en hvort hann hafi farið með þá, þorir ákærði ekki alveg að fara með. Sigurður Örn Ingólfsson hafði spurt ákærða að því hvort ákærði gæti hagnýtt sér þessa víxla og minnir ákærða að ákærði hafi jafnvel gengið eftir því við hann að fá víxlana. Þetta átti að vera sem millifærsla hjá þeim Sigurði Erni, þannig að ef úr þessu hefði orðið, þ.e. að Svanur hefði fengið víxlana, þá fengi Sigurður Örn Ingólfsson aðra víxla hjá ákærða í staðinn. Ákærði kvað víxla þá sem hann lét Svan hafa og voru á Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson hafa verið Í tengslum við víxlaskipti eins og fram komi í skýrslu Svans. Víxla þessa hafði hann fengið hjá Jóhanni Ósland og Guðmundi í skiptum fyrir víxla á Steingrím Þórisson. Þeir Jóhann Ósland og Guðmundur vissu að ákærði átti þessa víxla og vildu fá þá. Þeir töldu sig geta notað víxlana á Steingrím Þórisson í bifreiðavið- skiptum á Bílasölunni Ás. Þessi víxlaskipti fóru fram um mánaðamótin mai/júní. Ákærði hafði fengið víxlana á Steingrím hjá Sigurði Erni Ingólfs- syni. Voru þetta 9 350.000 króna víxlar eða samtals kr. 3.150.000. Ákærði fékk víxla á þá Jóhann og Guðmund fyrir kr. 3.000.000, en þeir víxlar voru til styttri tíma heldur en víxlar Steingríms. Ákærði skýrði frá því nánar fyrir dómi að þeir Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmundur Ársælsson hafi keypt hinn 14. júní 1980 af Ágústi Sigurði Salómonssyni, Ísafirði, vörur þær, er ákærðu höfðu selt honum, sbr. V. kafla ákæru. Kaupverðið er talið kr. 23.650.000 í ákæru. Davíð Ólafsson bifreiðasali hafði milligöngu um viðskipti þessi. Neitar ákærði að ákærðu hafi beitt nokkrum fortölum eða blekkingum í því sambandi. Til að greiða fyrir kaupunum lánaði ákærði þeim Jóhanni Ósland og Guðmundi víxla samtals að fjárhæð kr. 12.150.000, sem hann átti frá því þau Ágúst Sigurður og Ásgerður keyptu vörurnar. Neitar ákærði með öllu að hafa skipt á víxlum þessum við þá Jóhann Ósland og Guðmund og látið þá fá í staðinn víxla sem þeir voru samþykkjendur og útgefendur að, svo sem talið er í ákæru. Vísar ákærði í þessu sambandi til kvittunar þeirra Jóhanns og Guðmundar frá 14. júní 1980 fyrir móttöku víxlanna til endursölu. 326 Ákærði kveðst ekkert geta sagt um víxlana er um getur í 3. tl. VIII. kafla ákæru er eiga að hafa verið rifnir á flugvellinum á Ísafirði, enda hafi hann ekki verið með í ferðinni til Ísafjarðar. Ákærði kveður Svan Kristjánsson hafa fengið hjá sér víxla að fjárhæð kr. 2.250.000 samþykkta og útgefna af þeim Ágústi Salómonssyni og Ásgerði Kristjánsdóttur, sbr. 5. tl. í þessum kafla ákæru. Til að greiða fyrir því að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur gætu keypt vörurnar af Ágústi kveðst ákærði hafa fengið Svan til að afhenda sér víxla þessa og látið hann fá í staðinn víxla samþykkta og útgefna af þeim Jóhanni Ósland og Guðmundi að fjárhæð kr. 3.000.000 og var mismunurinn vextir og dráttar- vextir. Víxla þessa höfðu þeir Jóhann Ósland og Guðmundur látið ákærða fá í sambandi við einhver viðskipti. Ákærði lét síðan þá Jóhann og Guðmund fá framangreinda víxla og koma þeir inn í víxla þá, er í 1. tl. þessa kafla greinir, sem voru samtals að fjárhæð kr. 12.150.000. Ákærði Sigurður Örn Ingólfsson hefur skýrt frá því að Ágúst Sigurður Salómonsson sjómaður, Hrannargötu 2 á Ísafirði, hafi keypt af Edvard Lövdal hinn 10. maí 1980, leikföng þau er í V. kafla ákæru greinir fyrir kr. 27.400.000. Greiðslan var innt af hendi með víxlum með breytilegum fjárhæðum sem Ágúst Sigurður hafði samþykkt, en Ásgerður Kristjáns- dóttir unnusta hans hafði gefið út og ábekt. Edvard sagði ákærða að hann hefði gefið 12-14 milljónir fyrir leikföngin sem ákærði kveðst líta frekar á sem gjafavörur. Ákærði kveður ákærðu hafa í samráði við Ágúst Salómonsson látið útbúa stimpla með áletruninni „pr.pr. Heildversl. Ágústs Salómonssonar““ og „pr.pr. Heildversl. Ágústs Salómonssonar, Hrannarstíg 2,Ísafirði““, en Ágúst hafði í huga að stofna heildverslun. Settu ákærðu fyrrgreinda stimpilinn á víxlana með samþykki Ágústs Sigurðar yfir nafnritun samþykkjanda eða árituðu nafn heildverslunarinnar og við nafn greiðanda síðargreinda stimpilinn. Ákærði kveðst hafa fengið 10 af víxlunum, hvern að fjárhæð kr. 750.000, fyrir að koma á viðskiptunum. Víxlana notuðu ákærðu í viðskipt- um svo sem í V. kafla ákæru greinir. Ákærði kveður viðskiptin við Ágúst Sigurð hafa byrjað þannig að hann hefði fengið nokkra smávíxla hjá Evard Lövdal úr viðskiptum þeirra á milli. Var Ásgerður Kristjánsdóttir, unnusta Ágústs Sigurðar, samþykkj- andi víxlanna. Ákærði ætlaði síðan að hafa upp á Ásgerði og hringdi vestur á Ísafjörð þar sem hann fékk uppgefið símanúmer hennar í Reykjavík. Ákærði skýrði Edvard frá þessu og sagði að Ágúst Sigurður væri góður sölumaður, en Edvard vissi að Ágúst Sigurður hafði einu sinni verið að selja harðfisk. Sagði Edvard að þeir gætu átt viðskipti við Ágúst Sigurð með því að selja honum vörur sem Edvard átti, en það voru leikföng með útvarpstækjum í. Kom Edvard með þá uppástungu, að ákærði hefði milli- 327 göngu um viðskiptin. Sagði hann að það gæti skemmt fyrir viðskiptunum ef Ásgerður vissi af því að hann stæði á bak við þau. Ákærði hringdi síðan í Ágúst Sigurð laugardagsmorguninn 10. maí 1980. Ákærði spurði Ágúst Sigurð að því hvort hann hefði áhuga á því að kaupa leikföng og gjafavörur og var hann til í að athuga málið. Ákærði sótti Ágúst Sigurð í framhaldi af þessu en hann bjó þá annaðhvort á Njálsgötu eða Grettisgötu í Reykja- vík. Minnir ákærða að Edvard hafi komið með honum. Þeir Edvard höfðu hugsað málið þannig að ákærði yrði milligöngumaður. Hann yrði sagður seljandi varanna og fengi þóknun fyrir sem þó var ekki fastákveðin. Þeir fóru síðan með Ágúst Sigurð heim til Edvards að Hörpugötu 12 og sýndu honum sýnishorn af vörunum. Edvard tók fram við Ágúst Sigurð að hluti af vörunum væri geymdur annars staðar. Edvard reiknaði út vörumagn og verð. Miðað var við það verð sem vörurnar voru seldar á út úr búð. Edvard sá algjörlega um verðlagninguna. Ágúst Sigurður var síðan látinn sam- þykkja víxla fyrir vörunum svo sem áður greinir. Víxlarnir áttu að greiðast upp á einu ári og gjalddagar annan hvern mánuð að sögn ákærða. Það var skilyrði fyrir því, að af þessum viðskiptum gæti orðið að Ásgerður unnusta Ágústs Sigurðar væri útgefandi víxlanna. Ákærða var kynnt, að Ágúst Sigurður hefði borið við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu daginn áður að þarna hefði verið um umboðssölu að ræða en ekki kaup, og eins að hann hefði verið ölvaður er þessi viðskipti fóru fram. Ákærði kvað alveg hafa verið tekið skýrt fram að um kaup væri að ræða en ekki umboðssölu og kannaðist ekki við að Ágúst Sigurður hefði verið ölvaður. Ákærði kvaðst sennilega hafa heyrt að Edvard sagði ekki rétt til nafns, en hann veit ekki neina sérstaka ástæðu fyrir því. Ákærði man ekki hvaða nafn Edvard notaði. Ákærði taldi, að þau Ágúst Sigurður og Ásgerður hefðu átt að geta selt vörurnar og greitt víxlana miðað við greiðsluskilmálana. Ákærða var bent á að Edvard Lövdal hefði haustið 1979 selt sams konar vörur til Ísafjarðar til verslunarinnar Neista og hefðu þær verið taldar óseljanlegar þar sem útvarpstækin virki ekki nema í vissri fjarlægð frá næstu útvarpsstöð. Ákærði kveðst ekki hafa haft hugmynd um þetta. Hann hafi aldrei stundað sölumennsku og hafi ekkert vit á vörudreifingu. Þeir Edvard og Ágúst Sigurður hafi rætt það mál sín á milli. Ákærða var sýnt afsal dags. 10.5. 1980, er varðar þessi viðskipti. Hann kvað upphæðina kr. 7.500.000 hafa verið hafða til að „„dekka““ skattinn, en verðmæti vörunnar var talið vera sú upphæð sem Ágúst Sigurður sam- þykkti víxla fyrir. Edvard skrifaði afsalið en hann og Sigurður Ágúst skrif- uðu undir það. Varðandi áritunina „Heildverslun Ágústs Salómonssonar““ á afsalið 328 sagði ákærði að hann myndi ekki nákvæmlega hvernig þetta kom til tals eða hvor þeirra átti hugmyndina að þessu. Hann minnir, að það hafi komið fram, að Ágúst hefði rekið heildverslun undir þessu nafni við sölu á harð- fiski. Þegar Ágúst Sigurður hafði skrifað á víxlana og afsalið fóru hann og ákærði þangað sem þeir höfðu sótt Ágúst Sigurð. Ágúst Sigurður fór inn í húsið og talaði við Ásgerði en þau komu síðan út í bifreiðina til ákærða og hún skrifaði á víxlana sem útgefandi. Ásgerður hringdi til ákærða stuttu eftir þetta og talaði um það að Ágúst Sigurður væri kominn á sjóinn og hefði ekki tök á að selja vörurnar. Spurði hún hvort þetta gæti ekki gengið til baka. Sagðist ákærði kunna bei: við það að Ágúst Sigurður ræddi þessi mál sjálfur við hann og gerði hann það stuttu síðar. Ákærði kveðst hafa spurt Ágúst Sigurð að því hvort hann vildi ekki reyna fyrst að selja vörurnar áður en til riftunar kæmi. Sagði ákærði að hann vildi sjálfur fyrst reyna að selja öðrum vörurnar áður en til þessa kæmi. Síðan gerðist ekkert í málinu í nokkrar vikur eða þar til ákærði fékk kaupendur að vörunum, þá Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársæls- son. Kveðst ákærði hafa látið þá fá alla víxlana, sem Ágúst Sigurður hafði skrifað upp á vegna viðskiptanna og fóru þeir með þá vestur á Ísafjörð sem greiðslu á vörunum. Gáfu þeir út tryggingavíxla eða viðskiptavíxla og fékk ákærði í sinn hlut kr. 7.500.000 frá þeim. Gerir ákærði ráð fyrir því, að Edvard hafi fengið svipað í sinn hlut. Ákærði heldur að þeir Edvard hafi notað eitthvað af víxlum Ágústs Sigurðar í bifreiðaviðskiptum, en þó ekki mikið. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega um, hve mikið þetta var, en það gæti verið um 1.000.000. Sala vörusendingarinnar til Jóhanns Ósland og Guðmundar fór fram milli ákærða sjálfs og þeirra. Þeir ákærði og Edvard létu búa til stimplana, sem notaðir voru á víxlana að beiðni Ágústs Sigurðar. Ákærði kvað það ekki rétt svo sem Ágúst Sigurður heldur fram að stimplarnir hafi verið búnir til án hans vitundar og leyfis. Ágúst Sigurður hafi einmitt sagt að hann gæti notað stimpilinn. Ákærði man ekki, hvar stimpillinn er niðurkominn. Það stóð til að senda Ágústi Sigurði hann, en hann veit ekki, hvort það var geri. Stimpillinn var búinn til og notaður á víxlana til að spara Ágústi Sigurði að skrifa á alla víxlana sem greiðandi. Þetta var rætt og ákveðið og man ákærði að Edvard spurði hann að því hvort hann ætti stimpil og svaraði Ágúst því neitandi. Ákærði og Edvard létu búa stimplana til í Stimplagerðinni á Vatnsstíg og greiddi annar hvor þeirra kostnaðinn við gerð þeirra. Í skýrslu hjá rannsóknarlögreglu 3. júlí 1980 greinir ákærði Sigurður Örn Ingólfsson frá því eftir að honum hafði verið kynnt skýrsla Huldu Lövdal 329 að þeir Edvard Lövdal hafi komið til hennar að Digranesvegi 108 í Kópa- vogi, í apríl eða maí 1980 og sótt vörur. Var þarna um að ræða leikföng með útvarpstækjum í. Rétt áður hafði ákærði keypt af Edvard vörubirgðir fyrir kr. 3.000.000. Þar var um þessar vörur að ræða og eins vörur sem Edvard hafði tekið til baka úr verslunum. Ákærði kveðst ekki vita ná- kvæmlega um vörumagnið, en um töluvert magn var að ræða sem var vel í stóran sendiferðabíl. Þegar þeir Edvard gerðu þessi viðskipti var áætlað hvað magnið væri mikið, en talning fór ekki fram. Ákærði lét flytja vörurnar frá Digranesvegi ásamt vörunum sem Edvard hafði tekið til baka úr verslunum á vöruafgreiðslu Eimskips en þaðan voru þær sendar Ágústi Sigurði Salómonssyni til Ísafjarðar. Vitnið kvað Ágúst Sigurð hafa greitt því fyrir vörunar kr. 7.000.000 með vixlum. Nokkrum dögum eftir að Ágúst Sigurður keypti vörurnar hafði hann samb við ákærða og bað hann um að setja ekki víxlana í umferð alveg stra er. hann vildi fyrst athuga möguleika á því að losna við vörurnar. Í „ogregluskýrslu, dagsetiri 6. júlí 1980, greinir ákærði frá því að eftir að Ágúst Sigurður Salómonsson hafði látið þá Edvard hafa víxlana, hefði Edvard látið ákærða fá af þeim kr. 7.500.000. Var það talið um helmingur- inn af hagnaðinum, enda sagði Edvard, að vörunar hefðu staðið sér í verðmæti (svo) um 12-14 milljónir króna. Ákærði var spurður, hvort það væri tilviljun, að hann hefði fengið í sinn hlut kr. 7.500.000, sem er sama upphæð og er í afsalinu til Ágústs Sigurðar. Hann sagði, að ekki hefði verið búið að ákveða upphæðina sem hann fengi, þegar afsalið var gert. Þeir ákærði og Edvard töluðu bæðir við Jóhann Ósland og Guðmund vegna kaupa þeirra á vörusendingunni og þegar kaupin fóru fram lét ákærði þá hafa sinn hlut þ.e. kr. 7.500.000 en Edvard afganginn. Ákærði fékk víxla upp á sömu upphæð frá þeim Jóhanni Ósland og Guðmundi og notaði þá í bifreiðaviðskiptum, en man ekki nákvæmlega í hvaða bifreiðaviðskiptum. Í yfirheyrslu hjá lögreglu 13. júlí 1980 var ákærða sýnt ljósrit af víxli að fjárhæð kr. 750.000 samþykktum af Ágústi Sigurði Salómonssyni og útgefnum af Ásgerði Kristjánsdóttur, með gjalddaga 25. júlí 1980, en Jón Ármann Guðmundsson var með þennan víxil í innheimtu í Búnaðarbanka Íslands, aðalbanka. Ákærði kvaðst halda, að Edvard Lövdal hefði skrifað „Heildverslun Ágústs Salómonssonar Hrannargötu 2, Ísafirði“ á víxilinn sem greiðandi, en hann hafði skrifað þetta á nokkra víxlana, a.m.k. skrif- aði ákærði þetta ekki og enginn á hans vegum. Ákærða var bent á, að Ásgerður Kristjánsdóttir beri að hún hefði hringt til hans þann 13. maí 1980 til að fá viðskiptunum rift og honum sýnt ljósrit af afsali dags. 18.5. 1980 þar sem fram kemur að Jón Ármann Guðmundsson selur ákærða 330 bifreiðina R-55199. Ákærði var spurður hvort hann hefði ekki látið þessa víxla sem hann lét upp í kaupverð bifreiðarinnar í umferð eftir að ljóst var að þau Ásgerður og Ágúst vildu rifta samkomulaginu. Hann kvaðst ábyggilega ekki hafa vitað um riftun á samkomulaginu, þegar hann átti þessi viðskipti við Jón Ármann. Ákærði kveðst ekki viðurkenna að hafa gerst sekur um fjársvik með framangreindu atferli, svo sem honum er gefið að sök í ákæru, og ekki kannast hann heldur við að hafa framið skjalafals þar sem áritun eða stimplun „Heildverslun Ágústs Salómonssonar““ hafi verið gerð með samþykki Ágústs svo sem áður greinir. Ákærði kvað Edvard Lövdal hafa annast víxlaskiptin við Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson, sbr. 3. og $. tl. í þessum kafla ákæru. Í þinghaldi 4. júlí 1980 skýrði ákærði frá því að Ágúst Sigurður Salómonsson hefði samþykkt víxla upp á rúmlega 20 milljónir til tryggingar vegna vörukaupanna, en varningur þessi hefði verið rúmar 7 milljónir króna að verðmæti. Ekki var skrifað á víxlana að um tryggingarvíxla væri að ræða. Ákærði kveðst ekki geta gefið aðra skýringu á því að upphæð víxlanna var þetta miklu hærri en andvirði vörunnar en þá, að í því hafi verið fólgið aðhald fyrir Ágúst Sigurð að ganga fljótt og vel frá sínum málum. Ákærða var kynntur framburður Ágústs Sigurðar Salómonssonar í mál- inu hjá lögreglu. Hann kvaðst vísa til fyrri skýrslu sinnar. Þá var ákærða kynntur framburður Edvards Lövdal. Ákærði kvaðst mótmæla því, er Edvard heldur fram að ákærði hafi átt eitthvað af vörun- um, sem Ágúst Sigurður átti að fá. Hann kom ekkert nærri þessu að öðru leyti en sem milligöngumaður og fékk í sinn hlut fyrir það kr. 7.500.000. VIII. Ákærði Sigurður Örn hefur skýrt frá því í dómi, að þeir Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmundur Ársælsson hafi hinn 14. júní 1980 keypt leik- föngin, er í V. kafla ákæru greinir, af þeim Ágústi Sigurði Salómonssyni og Ásgerði Kristjánsdóttur á Ísafirði. Var verð leikfanganna kr. 23.650.000. Þeir Jóhann Ósland og Guðmundur greiddu leikföngin með víxlum, sem þeir höfðu gefið út og samþykkt, en þau Ágúst Sigurður og Ásgerður fengu í staðinn víxla þá, sem þau höfðu áður látið af hendi vegna leikfanganna. Ákærði segir, að þetta hafi einhvern veginn verið svona, en nánar um það veit hann ekki, þar sem hann hafði ekki bein afskipti af þessu. Um þátt Edvards Lövdal í þessu veit hann ekki. Hefur ákærði heyrt að víxlarnir frá þeim Ágústi Sigurði og Ásgerði hafi verið eyðilagðir á flugvellinum á Ísafirði. Ákærði kveður rétt tilgreint í 1. tl. VIII. kafla ákæru um notkun ákærða 331 á 16 af víslunum frá þeim Ágústi Sigurði og Ásgerði, samtals að fjárhæð kr. 12.150.000. Ákærði kveður geta verið að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur hafi fengið frá sér 2 víxla frá þeim Ágústi Sigurði og Ásgerði fyrir milligöngu Davíðs Ólafssonar samtals að fjárhæð kr. 1.500.000 og látið sig hafa í stað- inn víxla með sömu fjárhæð, er þeir höfðu samþykkt og gefið út. Ákærði kveðst ekkert geta sagt um það er greinir í 3. tl. VIII. kafla ákæru, en vel geti það verið rétt. Ákærði kveðst ekki hafa haft afskipti af skiptum meðákærða Edvards á 4 víxlum er í niðurlagi VIII. kafla ákæru greinir, en heyrt talað um þau. Í samprófun hjá lögreglu við Jóhann Óslands Jósepsson skýrði ákærði Sigurður Örn frá því að víxlarnir á Agúst Salómonsson, heildverslun, að fjárhæð kr. 7.000.000, sem virtust í tengslum við Caprice bifreiðina, hafi verið frá Edvard Lövdal. Þótt þetta hafi verið samtengt voru það í reynd aðskilin viðskipti. Þegar þeir Jóhann Ósland og Guðmundur voru að ræða viðskiptin vegna Caprice bifreiðarinnar kom Edvard með hugmyndina að þessum víxlaviðskiptum. Ákærði veit ekki ástæðuna fyrir því að Edvard vildi þessi víxlaskipti. Ákærði kveðst hafa verið meðmæltur því að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur keyptu vörurnar af Á gústi Sigurði Salómonssyni. Taldi ákærði þetta vera góðar vörur og leist alls ekki illa á þær. Hann taldi ágætt fyrir þá Jóhann Ósland og Guðmund að fá vörurnar þar sem hann taldi að það gæti verið hagnaður fyrir þá. Ákærða var bent á að sumar af þeim vörum, sem þarna um ræðir, hafi verið teknar til baka úr verslunum þar sem þær seldust ekki. Var honum jafnframt bent á að honum hefði átt að vera þetta vel kunnugt þar sem hann hefði farið með Edvard Lövdal í slíka leiðangra til að taka vörur til baka. Ákærði kvað þetta rétt. Þetta var úr staðbundnum verslunum og honum fannst ekkert ósennilegt að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur myndu geta selt þetta í hringferð um landið. Hann kvaðst hafa notað hluta af Djúpuvíkur víxlunum á móti því, sem hann lét í púkkið (svo) af víxlunum á Ágúst Sigurð Salómonsson. Framangreind vörusending til Ágústs Sigurðar Salómonssonar, er þeir Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmundur Ársælsson síðan keyptu, var aldrei leyst út og var endursend til Reykjavíkur 21.1. 1981. Samkvæmt áritun á fylgibréf fyrir sendingunni veitti Edvard Lövdal henni viðtöku hjá Eimskipafélagi Íslands 8.7. 1983. Niðurstöður: Svo sem nú hefur verið rakið keypti Ágúst Sigurður Salómonsson skv. 332 kaupsamningi, dagsettum 10. maí 1980, leikföng af Sigurði Erni Ingólfssyni og átti kaupverðið að greiðast með 10 víxlum sem hver var að fjárhæð kr. 750.000 eða samtals kr. 7.500.000. Vörumagnið er ekki tilgreint, en Ágústi Sigurði voru sýnd sýnishorn áður en viðskipti fóru fram. Ágúst Sigurður samþykkti víxla vegna leikfangakaupanna, samtals að fjárhæð kr. 27.400.000 og ritaði unnusta hans Ásgerður Kristjánsdóttir á þá á eftir sem útgefandi. Víxlarnir voru með breytilegum upphæðum og gjalddögum. Umrædd leikföng höfðu verið í verslunum án þess að seljast og ákærði Edvard tekið þau til baka. Eins og áður er fram komið er innflutningsverð- mæti leikfanganna talið hafa verið um kr. 4.000.000. Ákærðu voru báðir viðstaddir er viðskipti þessi fóru fram og stóðu saman að sölunni sam- kvæmt framburði Edvards Lövdal sem leyndi nafni sínu og kallaði sig Benedikt Kristjánsson. Kveðst ákærði hafa átt meiri hlutann af vörunum, en Sigurður Örn, sem hafði milligöngu um að koma kaupum á, hluta af þeim. Í hlut Sigurðar Arnar komu 10 víxlar samtals að fjárhæð kr. 7.500.000. Ákærði Sigurður Örn kveðst ekki geta gefið aðra skýringu á því að upphæð víxlanna var þetta hærri en andvirði vörunnar en þá að í því hafi verið fólgið aðhald fyrir Ágúst Sigurð að ganga fljótt og vel frá sínum málum. Áður en ákærðu notuðu víxlana settu þeir á þá stimpla „pr.pr. Heild- verslun Ágústs Salómonssonar.““ Kveðast þeir hafa gert það í samráði við Ágúst Sigurð og haft leyfi hans til þess en hann hefur alfarið neitað því og Ásgerður Kristjánsdóttir kannast ekki við að hann hafi veitt slíkt leyfi. Ágúst Sigurður ber að hann hafi verið ölvaður er umrædd viðskipti fóru fram og töldu hann og Ásgerður að ætlunin væri að Ágúst Sigurður ætti að taka leikföngin í umboðssölu og víxlarnir kæmu ekki til greiðslu fyrr en sala leikfanganna hefði farið fram. Ágúst Sigurður kveður ákærðu hafa sagt að víxlarnir mundu ekki fara í umferð og þau gætu sent þeim vörurnar aftur hvenær sem væri og fengið víxlana til baka. Samkvæmt framansögðu svo og þegar virt er önnur háttsemi ákærðu í máli þessu þykir sannað að þeir hafi með fortölum og blekkingum fengið Ágúst Sigurð til að afhenda sér framangreinda víxla samtals að fjárhæð kr. 27.400.000. Hafi verðmæti leikfanganna, sem Ágúst Sigurður keypti af ákærðu, verið Í engu samræmi við andvirði víxlanna sem hann lét af hendi við ákærðu. Þá hafa ákærðu samkvæmt framansögðu ekki fært sönnur á, að þeir hafi haft heimild til að stimpla eða rita á víxlana „pr.pr. Heildverslun Ágústs Salómonssonar.““ Ákærðu notuðu sér síðan víxlana í viðskiptum svo sem lýst er í ákæru og.að framan hefur verið rakið. Teljast ákærðu með framangreindri háttsemi hafa orðið brotlegir gegn 248. gr. almennra hegningarlaga og 155. gr. sömu laga með notkun hinna fölsuðu víxla er 333 í 1.-5. tl. kafla þessa greinir og við 1. mgr. 155. gr. sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga að því er varðar þann ákærða sem ekki framvísaði víxlunum til notkunar. Ágúst Sigurður Salómonsson sótti aldrei leikfangasendinguna frá ákærðu á afgreiðslu Eimskipafélags Íslands á Ísafirði. Reynt var að fá ákærðu til að láta viðskiptin ganga til baka, en það tókst ekki. Samkvæmt framburði Ásgerðar Kristjánsdóttur var ákærðu í framhaldi af því tilkynnt að atferli þeirra í V. kafla yrði kært til lögreglu. Fengu þá ákærðu þá Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson til að kaupa leikföngin af Á gústi Sigurði Salómonssyni og var Davíð Ólafsson þeim til aðstoðar við kaupin að beiðni ákærðu. Þeir fóru saman til Ísafjarðar 14. júní 1980 og gengu frá kaupun- um á leikföngunum af Ágústi Sigurði. Þeir Jóhann Ósland og Guðmundur voru með í fórum sínum víxla samtals að fjárhæð kr. 23.650.000. Víxlar þessir voru samþykktir af Heildverslun Á gústs Salómonssonar samkvæmt stimpli á þeim og voru hluti af víxlum þeim sem ákærðu höfðu upphaflega fengið hjá ákærðu gegn því að láta þá fá nýja víxla sem þeir samþykktu og gáfu út eða aflað þeirra í viðskiptum sem lýst er í 1.-3. tl. þessa kafla ákæru. Þeir Jóhann Ósland og Guðmundur skoðuðu ekki vörurnar áður en kaupin fóru fram. Þegar skrifað hafði verið undir samninginn voru víxl- arnir rifnir svo sem gert hafði verið ráð fyrir við ákærðu. Samkvæmt framansögðu telst sannað að ákærðu hafi með fortölum og blekkingum fengið þá Jóhann Ósland og Guðmund til að kaupa umrædda vörusendingu á kr. 23.650.000 af Ágústi Sigurði Salómonssyni, en um verð- mæti hennar er fjallað í V. kafla hér að framan. Þeir Jóhann Ósland og Guðmundur notuðu við kaupin víxla er í 1. og 2. tl. greinir, sem þeir fengu frá ákærðu og ákærðu höfðu falsað svo sem rakið hefur verið í V. kafla. Varðar framangreint atferli ákærðu við 248. gr. almennra hegningarlaga og notkun ákærðu á víxlunum í 1. og 2. tl. við 1. mgr. 155. gr. sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga að því er varðar þann ákærða, sem ekki framvísaði víxlunum til notkunar. VI. Samkvæmt afsölum, sem fyrir Hggja í málinu, hefur þetta komið fram um sölu á Chevrolet Carpice bifreiðinni R-63962: Davíð Ólafsson bílasali seldi Sigurði Erni Ingólfssyni bifreiðina hinn 11. maí 1980. Kaupverðs er ekki getið í afsali, en að sögn Davíðs var það tæpar kr. 7.000.000. Var það greitt með víxlum og annarri bifreið. Hluti kaup- verðsins kr. 1.500.000 var greiddur með tveimur víxlum, sem hvor var að fjárhæð kr. 750.000 á Ágúst Salómonsson, Hrannargötu 2, Ísafirði. Hinn 28. maí 1980 seldi Sigurður Örn Jóhanni Ósland Jósepssyni og Guðmundi Ársælssyni bifreiðina. Kaupverðið var kr. 4.0 (svo) samkvæmt 334 afsali, en að sögn kaupenda var það kr. 7.500.000 og var greitt með víxlum á þá. Jafnframt þessu samþykktu þeir Jóhann Ósland og Guðmundur og gáfu út víxla að upphæð kr. 7.000.000 sem þeir létu Edvard Lövdal hafa og fengu á móti víxla sömu upphæðar á Ágúst Salómonsson, Hrannargötu 2, Ísafirði. Hinn 3. júní 1980 seldu þeir Jóhann Ósland og Guðmundur Jóni Ármanni Guðmundssyni bifreiðina. Kaupverð var samkvæmt afsali kr. 4.000.000, en var í reynd kr. 3.600.000 og var greitt með víxlum á Ágúst Salómonsson, Hrannargötu 2, Ísafirði, og kr. 600.000 í peningum. Þann 5. júní 1980 seldi Jón Ármann Guðmundsson Sigurði Erni Ingólfs- syni bifreiðina og var kaupverðið kr. 7.000.000 greitt með víxlum á Jóhann Ósland og Guðmund. Er sennilega um sömu víxla að ræða og þeir Jóhann Ósland og Guðmundur létu Sigurð Örn Ingólfsson hafa vegna kaupa á sömu bifreið þann 28.5. 1980. Vitnið Jóhann Ósland Jósefsson hefur skýrt frá því að viðskipti þess við ákærðu Edvard Lövdal og Sigurð Örn Ingólfsson hafi hafist á því að það ásamt Guðmundi Ársælssyni keypti Chevrolet Caprice bifreiðina R-63962 af Sigurði Erni hinn 28. maí 1980. Salan fór fram á bílasölunni Höfðatúni 10 og hafði Davíð Ólafsson bílasali milligöngu um söluna. Sagði Davíð þeim að ákærðu væru eigendur bifreiðarinnar. Vitnið kveðst hafa þekkt Sigurð Örn en ekki Edvard. Bifreiðin var seld á kr. 7.500.000 og greiddu vitnið og Guðmundur hana að öllu leyti með víxlum. Var Guðmundur sam- þykkjandi á víslunum en vitnið útgefandi. Ákærðu voru báðir viðstaddir er salan fór fram. Sigurður Örn skrifaði undir afsal og sölutilkynningu, enda var hann skráður fyrir bifreiðinni. Við kaupin var það áskilið að vitnið og Guðmundur létu ákærðu auk þess hafa víxla að fjárhæð kr. 7.000.000, sem þeir höfðu samþykkt og gefið út en fengju í staðinn víxla sömu fjárhæðar á Heildverslun Ágústs Salómonssonar á Ísafirði. Sagði Davíð þeim, að ákærðu hefðu selt Ágústi vörur og fengið töluvert magn af víxlum frá honum. Vildu þeir skipta á víxlum þessum til að vera ekki með of mikið að víxlum á sama aðilann. Davíð sagði þeim að víxlarnir frá Ágústi væru alveg öruggir, enda væru hann og faðir hans húseigendur og rækju viðskipti. Gætu víxlarnir bjargað fjárhagsvandræðum þeirra ef þeir reyndust vera í lagi og taldi hann að svo væri. Vitnið og Guðmundur seldu Jóni Ármanni Guðmundssyni framan- greinda bifreið og fengu hana m.a. greidda í víxlum á Ágúst Salómonsson. Vitnið man ekki alveg hver fjárhæð víxlanna var. Þeir fengu einnig greitt í peningum kr. 600.000 og tvo víxla á aðra aðila. Nokkrum dögum síðar buðu vitnið og Guðmundur víxlana á Ágúst Salómonsson í bifreiðaviðskiptum á Borgarbílasölunni. Elvar sölumaður þar sagði þeim að víxlarnir á Ágúst sættu rannsóknarlögreglurannsókn. 335 Sagði hann, að þetta heildsölufyrirtæki væri ekki til á skrá og mætti þar af leiðandi ekki vera með stimpla. Vitnið spurðist fyrir um þetta hjá Davíð Ólafssyni. Kannaði hann málið hjá einhverjum lögfræðingi. Sagði lögfræð- ingurinn það vera í lagi þótt notaðir væru stimplar á óskráð fyrirtæki. Vitnið og Guðmundur fóru til Davíðs Ólafssonar með víxlana og óskuðu eftir því að þeir fengju betri víxla þar sem þeim fannst eitthvað athugavert við stimplana á víxlum Ágústs og grunaði að eitthvað væri bogið við víxl- ana. Það kom líka í ljós að ekki bar saman á víxlunum skráðu heimilisfangi Ágústs og því heimilisfangi, sem stóð á stimplunum. Stóð „„gata““ á öðrum, en „stígur““ á hinum. Vitninu var sýnt ljósrit af eftirtöldum 10 víxlum sem Jón Ármann Guðmundsson fékk í bifreiðaviðskiptum við Sigurð Örn Ingólfsson, en sex víxla þessara eru hver að fjárhæð kr. 500,000, en fjórir hver að fjárhæð kr. 1.000.000. Vitnið kvað víxla þessa að því er það getur best séð vera úr viðskiptunum þegar þeir Guðmundur Ársælsson keyptu Chevrolet Caprice bifreiðina af Jóni Ármanni. Það sé aðeins möguleiki að þessir víxlar séu vegna kaupa þeirra Guðmundar á vörunum af Ágústi Salómonssyni, en það telji þó nær víst að þetta sé vegna Caprice bifreiðarinnar. Vitninu voru og sýnd ljósrit af fjórum víxlum hverjum að upphæð kr. 500.000, sem Eyþór Eðvarðsson fékk vegna sölu á pylsubar. Vitnið kvað víxla þessa vera annaðhvort af þeim víxlum sem þeir Guðmundur Ársæls- son gáfu út og samþykktu vegna vörukaupanna af Ágústi Salómonssyni eða þá af þeim víxlum sem þeir létu Edvard Lövdal hafa í skiptum fyrir víxla á Ágúst Salómonsson. Vitnið kannast ekki við þann framburð Eyþórs Eðvarðssonar að hann hafi látið vitnið hafa einn víxil á þá Guðmund. Víxlarnir, sem vitnið og Guðmundur létu ákærðu hafa, voru því samtals að fjárhæð kr. 14.500.000. Samþykktu þeir og gáfu út víxlana á staðnum. Á víxlana frá Ágústi Salómonssyni hafði verið stimplað með sitt hvorum stimpli við nafn samþykkjanda og greiðanda. Stóð í stimplunum „,heild- verslun““ og sögðu ákærðu, að Ágúst ræki heildsölu á Ísafirði sem hefði keypt vörur af þeim til að dreifa. Vitnið kveður þá Guðmund í reynd hafa verið alveg eignalausa eða svo til og ekki færa um að greiða víxlana sem þeir létu af hendi miðað við gjalddaga þeirra. Þegar vitnið fór að kanna málið reyndust víxlarnir á Ágúst lítils virði. Vitnið staðfesti afsal fyrir Chevrolet Caprice bifreiðinni R-63962 frá Sigurði Erni Ingólfssyni til þess, dags. 28.5. 1980. Vitnið sagði þó, að kaup- verð bifreiðarinnar hefði verið kr. 7.500.000, en ekki 4.0 kr. (svo), sem á afsalinu greinir. Vitnið sá ljósrit af víxlum sem notaðir voru vegna kaupa á bifreiðinni og staðfesti þá. Vitnið Guðmundur Ágúst Ársælsson húsasmiður, til heimilis að Suður- 336 hólum 22, Reykjavík, hefur skýrt frá því, að viðskipti þess við ákærðu í máli þessu hafi hafist á því, að vitnið og Jóhann Ósland Jósepsson keyptu Chevrolet Caprice bifreið af Sigurði Erni Ingólfssyni hinn 28. maí 1980. Davíð Ólafsson bílasali hafði milligöngu um viðskiptin og sá um sölu á bifreiðinni. Bifreiðin var seld á kr. 7.500.000 og greiddu vitnið og Jóhann Ósland hana með víxlum. Var vitnið samþykkjandi á víxlunum en Jóhann Ósland útgefandi. Við kaup bifreiðarinnar var það áskilið að vitnið og Jóhann Ósland létu ákærðu fá víxla að fjárhæð kr. 7.000.000 sem þeir höfðu samþykkt og gefið út en fengju í staðinn víxla sömu fjárhæðar á Heildverslun Ágústs Salómonssonar, Ísafirði. Sögðu ákærðu að þetta væru sterkir víxlar og gott að nota þá í bifreiðaviðskiptum. Tóku þeir fram sér- staklega að um heildsölufyrirtæki væri að ræða svo sem víxlarnir bæru með sér. Víxlarnir, sem vitnið og Jóhann Ósland létu ákærðu fá, voru því samtals að fjárhæð kr. 14.500.000. Vitnið kveður þá Jóhann Ósland hafa verið eignalausa og ekki borgunarmenn fyrir víxlunum svo sem reyndin varð. Var ákærðu um það kunnugt. Þá kom og í ljós að víxlarnir á Heild- verslun Ágústs Salómonssonar voru einskis virði, enda voru þeir falsaðir að sögn vitnisins. Vitnið sá afsal fyrir Chevrolet Caprice bifreiðinni R-63962, dagsett 28. maí 1980, og kvaðst staðfesta það. Í afsalinu stendur að kaupverð bifreiðar- innar sé 4.0 kr. (svo) en vitnið kveður hið raunverulega kaupverð hafa verið kr. 7.500.000, svo sem áður greinir. Jóhann Ósland Jósepsson er skráður kaupandi bifreiðarinnar, en vitnið kveðst hafa verið með honum í kaupun- um og átt bifreiðina að hálfu á móti honum. Vitnið sá víxla vegna kaupa á bifreiðinni og kvaðst staðfesta þá. Vitnið kveður þá Jóhann Ósland hafa selt bifreiðina R-63962 Jóni Ármanni Guðmundssyni, Nóatúni 24, með afsali dagsettu 3. júní 1980. Vitnið kveður þá Jóhann Ósland hafa keypt bifreið á bílasölu hér í borg- inni í framhaldi af þessu og notað víxlana frá Heildverslun Ágústs Saló- monssonar til að greiða hana. Vitnið Davíð Ólafsson, sölumaður á Bílasölunni Höfðatúni 10, hefur skýrt frá því að seinni partinn í maí 1980 hafi þeir Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmundur Ársælsson komið á bílasöluna til þess. Bað Jóhann Ósland vitnið um að útvega sér bifreið sem greiða mætti með víxlum. Vitnið kveðst hafa sagt Jóhanni að þetta gæti reynst erfitt vegna þess að bæði það og aðrir vissu að hann hefði verið í verulegum vanskilum með víxla og fleira. Vitnið telur að Sigurður Örn Ingólfsson hafi verið staddur á bílasölunni hjá því einhvern tímann, þegar Jóhann Ósland var þar að tala um þetta og hafi heyrt til hans. Sigurður Örn kom svo að máli við vitnið og sagði því, að hann væri tilbúinn að selja Jóhanni Chevrolet bifreið, sem hann 337 ætti, ef hann fengi mjög gott verð fyrir hana, þótt Ósland greiddi kaup- verðið að öllu leyti með víxlum. Vitnið telur að Sigurði Erni hafi verið fullkunnugt um það hver greiðslu- geta Jóhanns Ósland var og man það eftir því, að Það tók það fram við Sigurð Örn að víxlarnir, sem Jóhann Ósland gæfi út vegna þessara við- skipta yrðu ekki notaðir á bifreiðasölunni hjá því í öðrum viðskiptum eins og greiðslugetu Jóhanns væri háttað. Sigurður Örn og Jóhann sömdu um kaup á bifreiðinni. Þegar þeir komu á bifreiðasölu vitnisins til þess að ganga frá þessu var Edvard Lövdal með Sigurði Erni, en Guðmundur Ársælsson með Jóhanni. Vitnið telur, að kaupverð bifreiðarinnar hafi verið kr. 7.500.000 til 8.000.000, en það hafði áður metið hana á kr. 5.500.000. Vitnið gekk frá afsali fyrir bifreiðinni. Þeir Guðmundur Ársælsson og Jóhann Ósland gengu frá víxlunum á skrif- stofunni hjá vitninu til greiðslu á kaupverði bifreiðarinnar. Var Guð- mundur samþykkjandi á víxlum sem voru samtals að fjárhæð kr. 3.000.000 - 4.000.000 og Jóhann útgefandi á þeim, en Jóhann síðan samþykkjandi á þeim víxlum sem eftir voru, en Guðmundur útgefandi. Vitnið kveðst hafa fengið tvo víxla hvorn að fjárhæð kr. 750.000 á Ágúst Salómonsson, heildverslun, hjá Sigurði Erni Ingólfssyni sennilega rétt fyrir mánaðamótin mai/júní 1980. Það seldi Sigurði Erni Chevrolet Caprice bifreið og fékk víxlana sem hluta af kaupverði. Vitnið lét Óskar Gunnar Hansen hafa víxlana og var það lán til hans. Vitnið lét Óskar Gunnar einnig hafa víxla á Jóhann Ósland og Guðmund, en það man ekki hvað þeir víxlar voru margir eða upphæðirnar. Vitnið kveðst efa stórlega að það hafi fengið þá víxla hjá Sigurði Erni, enda voru þeir tilkomnir löngu fyrr. Vitnið Ástmar Örn Arnarson, Grenilundi 12, Garðabæ, sonur ákærða Sigurðar Arnar Ingólfssonar, kveðst hafa keypt bifreiðina R-11431, sem er Chevrolet Camaro af Guðmundi Björnssyni og Ragnheiði Karlsdóttur. Kaupverð bifreiðarinnar var kr. 2.500.000 og greiddi vitnið hana með 5 víxlum hverjum að fjárhæð kr. 500.000. Víxla þessa fékk vitnið hjá föður sínum, að hluta sem greiðslu á skuld og að hluta sem lán. Vitnið heldur að faðir þess hafi fengið víxlana hjá Jóhanni Ósland Jósepssyni og Guð- mundi Ársælssyni þegar hann seldi þeim Chevrolet Caprice bifreiðina. Vitnið kveðst ekki hafa ritað nafn sitt sem ábekingur á víxla þá er í skýrsl- unni greinir og ekki verið krafið um greiðslu þeirra. Vitnið Kristján Ólafsson húsasmiður, Möðrufelli 9 hér í borg, hefur skýrt frá því að það hafi hinn 5. júní 1980 selt bifreið þess R-60454, Toyota MI1 af árgerð 1972 Guðmundi Björnssyni, Hverfisgötu 100 hér í borg. Fékk vitnið kaupverðið greitt með þrem víxlum hverjum að upphæð kr. 500.000 eða samtals kr. 1.500.000. Þessi sala fór fram á Bílasölu Eggerts. Bifreiðin var þar til sölu og hafði komið tilboð í hana. 22 338 Guðmundur Björnsson sagði vitninu að þetta væru öruggir víxlar og sagðist hann kannast við menn þá, sem hefðu skrifað upp á þá, þ.e. Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson. Nefndi hann m.a. að Guð- mundur væri trésmiður og hefði góð laun. Fyrsti víxillinn var með gjalddaga 1. ágúst 1980 og varð greiðslufall á honum. Vitnið fór þá að hafa upp á mönnum þessum og náði að kvöldi 10. ágúst sambandi við Guðmund Ársælsson. Vísaði hann vitninu til rann- sóknarlögreglunnar. Kaupandi Toyota bifreiðarinnar, Guðmundur Björnsson, sagðist sjálfur hafa fengið þessa víxla og fleiri á menn þessa Í bifreiðaviðskiptum. Vitnið kveðst ekki hafa fengið framangreinda víxla greidda þrátt fyrir innheimtu- tilraunir. Vitnið Guðmundur Björnsson verkamaður, Hverfisgötu 100 hér í borg, kveðst kannast við að hafa látið Kristján Ólafsson hafa þrjá víxla á Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson. Vitnið kveðst hafa selt Chevro- let Camaro bifreiðina R-11431 fyrir konu sína, og var kaupandi að bifreið- inni Ástmar Arnarson. Greiddi hann kaupverðið kr. 2.500.000 með 5 víslum hverjum að upphæð kr. 500.000 á Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson. Ástmar sagði vitninu að þessir víxlar væru alveg öruggir. Væri annar manna þessara smiður, en hinn eigandi að pylsubar og báðir öruggir greiðendur. Vitnið notaði þrjá af víxlunum í bifreiðavið- skiptum við Kristján Ólafsson. Hina tvo víxlana kveðst vitnið vera með og séu það og kona þess eigendur þeirra. Víxlarnir hafa ekki fengist greiddir þrátt fyrir innheimtuaðgerðir. 2. Vitnið Eyþór Eðvarðsson, Digranesvegi 38, Kópavogi, kveðst hafa selt Sigurði Erni Ingólfssyni pylsubar 2. júní 1980 á kr. 5.250.000 að það heldur. Vitnið hafði keypt pylsubarinn af Davíð Ólafssyni og Inga Oddssyni sama ár og átt hann í nokkra mánuði, áður en salan til Sigurðar Arnar fór fram. Sigurður Örn greiddi pylsubarinn að mestu leyti með víxlum á Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson og voru þeir ýmist samþykkjendur eða útgefendur á víxlunum. Einn víxillinn var á Heild- verslun Ágústs Salómonssonar, Ísafirði, að upphæð kr. 750.000. Aðdragandinn að sölu á pylsubarnum var sá að sögn vitnisins, að Sigurður Örn frétti af því að vitnið vildi selja hann. Gerði hann vitninu tilboð í pylsubarinn gegn greiðslu þessara víxla. Féllst vitnið á það, og var gengið frá sölunni á Bílasölunni Höfðatúni 10. Vitnið og Sigurður Örn ræddu ekkert sérstaklega um þessa víxla, en það taldi, að um góða víxla væri að ræða. Vitnið kveðst hafa notað suma víxlana í viðskiptum. Víxil að fjárhæð kr. 500.000 notaði það til kaupa á bifhjólinu P-1318. Þá notaði það víxil að fjárhæð kr. 500.000 til bifreiðakaupa af Bjartmari Vigni Þorgrímssyni 339 og 2 víxla hvorn að fjárhæð kr. 500.000 í bifreiðaviðskiptum við Heiðveigu Helgadóttur, Breiðvangi, Hafnarfirði, og loks víxil að fjárhæð kr. 500.000 á Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson vegna kaupa á Pontiac bifreiðinni R-34131, en hina víxlana kveðst það eiga ennþá. Vitnið kveðst hafa leyst til sín víxlana sem Heiðveig Helgadóttir fékk og telur að það hafi látið Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmundur Ársælsson fá þá fyrir brot af and- virði þeirra. Vitnið kveðst ekki vita hvort aðrir víxlar, er í framburði þess greinir, hafi verið greiddir. Svo sem áður hefur verið rakið kveðst vitnið hafa tapað á viðskiptunum við Sigurð Örn Ingólfsson. Kveðst það líta svo á að viðskipti Sigurðar Arnar hafi verið gerð í sviksamlegum tilgangi til að hafa fé af fólki, enda voru víxlar þeir, sem hann lét í viðskiptum lítils eða einskis virði. Vitnið kveður sér hafa orðið þetta fyrst ljóst eftir að lögreglan fór að hafa afskipti af málinu. Vitnið lét rannsóknarlögreglunni í té ljósrit af þremur 500.000 kr. víxlum á Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson og ljósrit af einum víxli að fjárhæð kr. 750.000 samþykktum af Ágústi Salómonssyni. Vitnið notaði einnig einn víxil á Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson að fjárhæð kr. 500.000 vegna kaupa á Pontiac bifreiðinni R-34131. Þann víxil hafði það einnig fengið úr viðskiptunum við Sigurð Örn Ingólfsson. Föstudaginn 19.9. 1980 afhenti Eyþór Eðvarðsson Rannsóknarlögreglu ríkisins víxil að upphæð kr. 500.000 samþykktan af Guðmundi Ársælssyni og útgefinn af Jóhanni Ósland Jósepssyni með gjalddaga 10. nóvember 1980. Sagði vitnið að Edvard Lövdal hefði látið það hafa þennan víxil vegna viðskiptanna með pylsubarinn. Samkvæmt því hefur ákærði Edvard Lövdal látið í umferð víxla samtals að upphæð kr. 7.500.000 á Guðmund Ársælsson og Jóhann Ósland Jóseps- son. Vitnið Davíð Ólafsson hefur skýrt frá því varðandi pylsubar þann, sem Eyþór Eðvarðsson seldi Sigurði Erni Ingólfssyni eða Edvard Lövdal, að sala þessi hefði farið fram á bifreiðasölunni hjá vitninu. Vitnið kveður Edvard Lövdal hafa spurt sig um pylsubarinn, en hann hafði heyrt talað um það að Eyþór Eðvarðsson vildi selja hann. Spurði vitnið hvað Eyþór vildi fá fyrir pylsubarinn og um ýmis atriði í sambandi við hann. Edvard vildi kaupa pylsubarinn og gerði ákveðið tilboð í hann, að vitnið minnir kr. 4.750.000. Vitnið kynnti Eyþóri þetta tilboð og gekk hann að því. Hins vegar skrifaði Sigurður Örn upp á afsalið sem kaupandi, en Edvard sagði vitninu að það væri viðskiptaatriði milli hans og Sigurðar Arnar. Edvard kom síðan með víxlana fyrir kaupverðinu til vitnisins og lét það Eyþór hafa þá. 340 Skömmu síðar sagði Edvard vitninu að hann og Jóhann Ósland Jóseps- son væru búnir að bindast fastmælum um að Jóhanni væri heimilt að reka pylsubarinn. Eyþór Eðvarðsson var með lyklana að barnum og sagði Edvard vitninu í umrætt sinn að það mætti afhenda Jóhanni þá. Sigurður Örn kom ekkert nærri þessum viðskiptum annað en hann skrifaði nafn sitt sem kaupandi að pylsubarnum. 3. Vitnið Jón Ármann Guðmundsson nemandi, Hraunbraut 5, Kópa- vogi, kveðst hinn 3. júní 1980 hafa keypt bifreiðina R-63962 af Jóhanni Ósland Jósepssyni sbr. ljósrit af afsali á dskj. nr. 5. Vitnið kveðst ekki geta sagt til um kaupverðið, en vefengir ekki, að það hafi verið kr. 4.000.000, svo sem í afsali greinir. Svo sem áður greinir notaði vitnið að nokkru víxlana frá Heildverslun Ágústs Salómonssonar til að greiða bifreið- ina. Vitnið kveðst hafa selt Sigurði Erni Ingólfssyni framangreinda bifreið R-63962 hinn 5. júní 1980. Söluverð bifreiðarinnar var kr. 7.000.000 og greiddi Sigurður Örn hana með 10 víxlum. Voru J óhann Ósland Jósepsson og Guðmundur Ársælsson samþykkjendur eða útgefendur á víxlunum. Vitnið kveður lítið eða ekkert hafa verið greitt af víxlum þessum og telur sig hafa látið Jóhann Ósland hafa þá aftur án endurgjalds. Ákærði Sigurður Örn Ingólfsson hefur skýrt frá því, að hann hafi hinn 28. maí 1980 selt þeim Jóhanni Ósland Jósepssyni og Guðmundi Ársælssyni Chevrolet Caprice bifreiðina R-63962. Þeir seldu síðan Jóni Ármanni Guðmundssyni bifreiðina og keypti ákærði hana aftur af honum. Þeir Jóhann Ósland og Guðmundur keyptu bifreiðina á kr. 7.500.000 og var kaupverðið greitt með víxlum sem kaupendur voru ýmist samþykkjendur eða útgefendur á. Auk þess kveður ákærði Edvard Lövdal hafa fengið þá Jóhann Ósland og Guðmund til að skipta við sig á víxlum sem voru að fjárhæð kr. 7.000.000. Ákærði kveðst ekki hafa komið nærri þeim við- skiptum, en víxlar þeir, sem Edvard lét af hendi, voru með stimpli eða áritun Heildverslunar Ágústs Salómonssonar, er um getur í V. kafla. Ákærði kveður þá hafa notað víxlana svo sem í VI. kafla 1.-3. tl. greinir. Áður en viðskipti þessi áttu sér stað hafði ákærði átt viðskipti við þá Jóhann Ósland og Guðmund og stóðu þeir við skuldbindingar sínar. Kveðst ákærði því ekki hafa haft ástæðu til að ætla annað en þeir væru borgunar- menn fyrir víxlunum. Ákærða var kynntur framburður Jóns Ármanns Guðmundssonar um að Jón Ármann hafi selt honum Pontiac bifreiðina R-55199 og ákærði greitt kaupverðið kr. 4.500.000 með víxlum á Ágúst Salómonsson, heildverslun. Ákærða var jafnframt sýnt ljósrit af afsali því sem gert var vegna þessara viðskipta, dags. 18.5. 1980. Ákærði kvað sig ráma í þessi viðskipti og kannist hann við nafnritun sína á afsalið. Hann telur að Jón Ármann fari 341 rétt með um þessi viðskipti og að hann hafi greitt honum kaupverðið kr. 4.500.000 með víxlum á Ágúst Salómonsson, heildverslun. Var þar um að ræða víxla sem hann fékk úr viðskiptunum við Ágúst Sigurð Salómonsson þ.e. leikfangakaupum hans. Ákærða var og kynntur framburður Jóns Ármanns Guðmundssonar, þar sem fram kemur að Jón Ármann hafi selt honum Chevrolet Caprice bifreið- ina R-63962. Kaupverðið hafi verið kr. 7.000.000 í víxlum á þá Jóhann Ósland og Guðmund Ársælsson. Ákærði kvaðst kannast við að hafa átt þessi viðskipti við Jón Ármann og telur að hann fari rétt með varðandi þessi viðskipti og að kaupverðið hafi verið kr. 7.000.000. Ákærði skoðaði ljósrit af víxlum þeim sem Jón Ármann segist hafa fengið kaupverðið greitt með og telur að þetta geti vel staðist. Hann heldur að þarna sé um að ræða víxla sem þeir Jóhann Ósland og Guðmundur Ársælsson létu hann hafa upp í kaupverðið vegna kaupa á þessari sömu bifreið þann 28.5. 1980. Hins vegar man ákærði ekki hvenær hann keypti þessa bifreið aftur. Ákærði kveður ástæðuna fyrir því að hann keypti þessa bifreið aftur og það með sömu víxlunum og hann fékk hjá Jóhanni og Guðmundi fyrir bifreiðina hafa verið þá að um góða bifreið var að ræða og hann sá eftir að hafa selt hana. Ákærða var kynntur framburður Davíðs Ólafssonar, þar sem fram kemur að Davíð hafi fengið tvo 750.000 kr. víxla á Ágúst Salómonsson, heildverslun, frá ákærða í bifreiðaviðskiptum. Ákærði kvaðst ekki muna sérstaklega eftir þessu, en hann man eftir því að hann keypti Chevrolet Caprice bifreið af Davíð og vefengir ekki að hann hafi greitt hana með víxlunum á Ágúst Salómonsson. Ákærða var kynntur framburður Ástmars Arnar Arnarsonar, sonar hans, þar sem fram kemur að Ástmar Örn hafi fengið hjá honum víxla samtals að fjárhæð kr. 2.500.000 á Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson. Ákærði kvað þetta koma alveg heim hjá Ástmari Erni, hvernig viðskipti þeirra fóru fram varðandi þessa víxla þótt hann muni ekki alveg eftir því. Hann vefengi ekki að hann hafi látið Ástmar Örn hafa þessa víxla. Víxlana fékk hann annaðhvort í viðskiptunum með Caprice bifreiðina við þá Jóhann Ósland og Guðmund eða þá vegna kaupa þeirra á vörusendingum. Ákærða var kynnt að samanlögð upphæð þeirra víxla, sem hann hafi komið í umferð á Ágúst Sigurð Salómonsson, heildverslun, svo og á Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson, sé kr. 17.900.000. Honum var bent á að kaupverð þeirra Jóhanns og Guðmundar á Caprice bifreiðinni sé sagt kr. 7.500.000 og sé mismunur þá kr. 10.400.000. Ákærði hefur áður borið, að hann hafi fengið kr. 7.500.000 í þóknun fyrir að vera milligöngu- maður með sölu leikfanganna. Honum var bent á að þá séu víxlar að upp- 342 hæð kr. 2.900.000 komnir í umferð frá honum sem hann sé ekki búinn að gera grein fyrir. Ákærði kveðst ekki muna í hverju þetta liggi. Telji hann, að það hljóti að liggja í því, að hann hafi fengið meira en kr. 7.500.000 fyrir Caprice bifreiðina. Ákærða var kynnt að Davíð Ólafsson segist hafa fengið fjóra víxla hjá honum á Ágúst Salómonsson hvern að upphæð kr. 750.000. Tvo þeirra hafi Davíð fengið vegna kaupa ákærða á Caprice bifreiðinni, en tvo víxla hafi Davíð átt að reyna að nota. Ákærði kveðst halda að þetta sé rétt hjá Davíð Ólafssyni, en hann muni þetta ekki alveg. Það geti verið alveg rétt að hann hafi fengið einn af þess- um víxlum aftur hjá Davíð og hafi hann þá vafalaust látið þá Guðmund og Jóhann hafa þann víxil þegar þeir fóru til Ísafjarðar. Ákærði Edvard Lövdal kveðst muna eftir því, að Sigurður Örn Ingólfs- son seldi Jóhanni Ósland Jósepssyni bifreiðina R-63962 hinn 28. maí 1980 og að andvirðið var greitt með víxlum. Ákærði kveðst ekki hafa vitað fy: en viðskipti þessi voru um garð gengin og ekki hafa haft afskipti af þeim. Hann hafi engan þátt átt í víxlaútgáfu þeirra Jóhanns Ósland og Guð- mundar er kaup þessi voru gerð. Hann kveðst þó hafa vitað um að þeir samþykktu og gáfu út víxla að fjárhæð kr. 7.000.000 og að skipt var á þeim víxlum og víxlunum frá Ágústi Sigurði Salómonssyni er um getur í V. kafla ákæru. Ákærði kveðst ekki geta sagt um hvernig meðákærði Sigurður Örn hagnýtti sér víxla þá, er komu í hans hlut sbr. 1. og 3. tl. þessa kafla. Ákærði kveður Sigurð Örn hafa keypt pylsuskúr af Eyþóri Eðvarðssyni og notað 9 af framangreindum víxlum samtals að fjárhæð kr. 4.500.000 til kaupanna. Átti ákærði ekki þátt í kaupum þessum, en hann keypti pylsu- skúrinn af Sigurði Erni haustið 1980. Ákærði kveðst hafa talið, að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur Ársælsson hafi verið borgunarmenn fyrir þeim víxilskuldbindingum sem þeir tókust á hendur, enda virtust þeir hafa mikið umleikis. Ákærði kveðst ekki viðurkenna að hafa gerst sekur um fjársvik svo sem honum er gefið að sök í VI. kafla ákæru og ekki kannast hann heldur við að hafa gerst sekur um skjalafals, sbr. það sem áður greinir. Niðurstöður: Svo sem nú hefur verið rakið seldi ákærði Sigurður Örn hinn 28. maí 1980 Jóhanni Ósland bifreiðina R-63962 fyrir kr. 7.500.000. Samhliða söl- unni gáfu þeir Jóhann Ósland og Guðmundur Ársælsson út og samþykktu víxla samtals að fjárhæð kr. 7.000.000 umfram kaupverð bifreiðarinnar fyrir tilmæli ákærðu og létu í skiptum fyrir víxla sömu fjárhæðar sem 343 samþykktir voru af Ágústi Salómonssyni og útgefnir og ábektir af Ásgerði Kristjánsdóttur, en þá víxla höfðu ákærðu alla falsað fyrir afhendingu þeirra, svo sem áður er rakið. Verður að telja sannað samkvæmt því, sem fram er komið í máli þessu, þrátt fyrir framburði ákærðu, þegar og er virt önnur háttsemi þeirra, að þeir hafi staðið saman að framangreindum víxlaviðskiptum og fengið þá Jóhann Ósland og Guðmund með blekkingum til að gefa út og samþykkja víxla, sem voru samtals að fjárhæð kr. 14.500.000 og láta þá af hendi þótt þeim væri eða mætti vera ljóst að hvorugur þeirra væri borgunarmaður fyrir þeim. Ákærðu notuðu víxlana síðan í viðskiptum og öfluðu sér með þeim verðmæta þar á meðal með þeim hætti sem hér greinir. Ákærði Sigurður Örn lét Ástmar son sinn hafa'5 víxlanna samtals að fjár- hæð kr. 2.500.000 til að kaupa bifreiðina R-11431 þann 31. maí 1980 af Guðmundi Björnssyni og Ragnheiði Karlsdóttur. Ákærðu notuðu sameiginlega 9 víxlanna, samtals að fjárhæð kr. 4.500.000 hinn 2. júní 1980 til greiðslu hluta kaupverðs pylsuskúrs sem þeir keyptu af Eyþóri Eðvarðssyni. Loks notaði ákærði Sigurður Örn 10 víxlanna samtals að fjárhæð kr. 7.000.000 til endurkaupa á bifreiðinni R-63962 hinn 5. júní 1980 af Jóni Ármanni Guðmundssyni. Ekki er fram komið í málinu, að framangreindir víxlar hafi verið greiddir. Með atferli því, sem í þessum kafla ákæru hefur verið rakið og notkun á víxlunum í 1.-3. tl. ákæru, þykja ákærðu hafa orðið brotlegir gegn 248. gr. almennra hegningarlaga. Þá hafa þeir með notkun hinna fölsuðu víxla frá Ágústi Sigurði Salómonssyni samtals að fjárhæð kr. 7.000.000 sem þeir skiptu á fyrir aðra víxla sömu fjárhæðar orðið brotlegir gegn 1. mgr. 155. gr. sömu laga. VII. Samkvæmt afsali, dags. 13.6. 1980, seldu þeir Edvard Lövdal og Sigurð- ur Örn Ingólfsson Jóhanni Ósland Jósepssyni og Guðmundi Ársælssyni allar vélar sem eftir eru í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík ásamt fylgihlutum að undanskildum þurrkara og pressu en vélar þessar höfðu þeir eignast svo sem lýst er í IV. kafla hér að framan. Umsamið kaupverð er sagt að fullu greitt en ekki er þess getið í afsali hvert það sé eða hvernig það hafi verið greitt. Bæði seljendur og kaupendur hafa undirritað afsalið sem skrifað er aftan á víxileyðublað. Vitnið Jóhann Ósland Jósepsson hefur skýrt frá því að um það leyti, sem það og Guðmundur Ársælsson voru að ræða um kaup á vörusend- unni til Ágústs Sigurðar Salómonssonar, hafi Davíð Ólafsson sagt þeim að 344 ákærðu vildu selja þeim vélarnar í Síldarverksmiðjunni á Djúpuvík. Davíð tók þó fram að hann vildi ekki koma nálægt þessu. Af þessu tilefni fóru vitnið og Guðmundur heim til Edvards og ræddu við ákærðu. Sögðu ákærðu þeim að þeir ættu vélar í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík sem þeir vildu selja. Tóku þeir sérstaklega fram að með í kaup- unum væru tvær díselrafstöðvar. Ákærðu sögðu að maður að nafni Jón Ingileifsson vildi kaupa vélarnar, en óvild væri milli hans og Sigurðar Arnar og gæti ekki orðið af kaupunum ef Sigurður Örn kæmi nærri þeim. Báðu ákærðu vitnið og Guðmund um að vera milligöngumenn og kaupa vélarnar en síðan mundu þeir geta selt Jóni Ingileifssyni þær. Sögðu ákærðu í því sambandi að kaupin ættu að geta farið fram á þrem til fjórum dögum. Jón mundi vilja kaupa vélarnar á 50 milljónir króna og greiða þær í peningum. Sögðu ákærðu, að viðskipti þessi mundu leysa öll mál þeirra, en ákærðu vissu að þeir voru skuldum vafðir og eignalausir. Þá sögðu ákærðu vitninu og Guðmundi að það og Guðmundur gætu farið úr landi ef einhver vandræði hlytust af viðskiptunum. Sögðu ákærðu að þeir gætu lifað góðu lífi þar sem hagnaður þeirra af viðskiptunum gæti orðið um 100 þúsund dollarar. Ákærðu sögðu þeim vitninu og Guðmundi að maður sem kallaður væri Snæi (Snæbjörn Magnússon) ætti að hafa milligöngu um viðskiptin við Jón Ingileifsson. Ætti hann að fá Jón til að kaupa vél- arnar og sagði Edvard að búið væri að múta honum. Ætti Snæbjörn að fá 50 af hagnaðinum við sölu vélanna fyrir viðvik sitt. Væri Snæbjörn ráðgjafi Jóns í viðskiptum og honum til aðstoðar og færi Jón eftir því sem hann segði. Virtist þetta allt vera skipulagt hjá þeim Edvard og Sigurði Erni og hafi þeir staðið jafnt í þessum viðskiptum og ráðagerðum. Voru allir víxlarnir, sem þeir Guðmundur skrifuðu upp á, tilbúnir áður en þeir höfðu gengist inn á viðskiptin og þeir Edvard og Sigurður Örn með upphæðir víxlanna skrifaðar á miða. Vitnið ræddi hvorki við Jón né Snæbjörn en Edvard átti algjörlega að hafa milligöngu með það. Ákærðu útbjuggu síðan sögu sem Edvard ætlaði að segja Jóni en hún var þannig að Sigurður Örn hefði svikið sig í við- skiptum og hann vildi ná sér niðri á honum fyrir bragðið. Einnig átti að koma fram í sögunni að vitnið og Guðmundur hefðu platað Sigurð Örn og átti það að ýta undir Jón að ganga að kaupunum. Edvard átti síðan að koma sem reiði maðurinn vegna svika Sigurðar Arnar og vera að ná sér niðri á honum með því að hafa milligöngu um þetta. Af þessu tilefni var útbúið afsal dagsett 13.6. 1980 eða daginn áður en vitnið, Guðmundur og Davíð fóru til Ísafjarðar. Vitnið kveður þá Guð- mund hafa greitt ákærðu vélarnar með víxlum samtals að fjárhæð kr. 130 milljónir. Víxlarnir voru með mismunandi upphæðum og áttu að greiðast 345 upp á einu ári. Var Guðmundur samþykkjandi á víxlunum en vitnið útgef- andi. Áætlun lá fyrir um notkun víxlanna. Var vitninu sýnd víxilsvunta með ýmsum tölum, sem um getur í máli þessu. Kannast vitnið við plagg þetta og kveður það vera áætlunina. Ákærðu sögðu að þeir þyrftu aldrei að borga víxlana. Víxlarnir voru aldrei greiddir, að vitnið best veit, en eitt- hvað af þeim fór í umferð í viðskiptum ákærðu. Fjárhæð víxlanna var höfð umfram andvirði vélanna að ákærðu sögðu til að tryggja, að þeir töpuðu ekki á viðskiptunum og allir yrðu ánægðir. Vitnið kveður þá Guðmund hafa skrifað upp á fleiri víxla en samtals að fjárhæð kr. 130.000.000. Kom í ljós, þegar þeir fóru að leggja upphæðir víxlanna saman, að þeir höfðu skrifað uppá einn víxil of mikið, en sá víxill var upp á rúma eina milljón króna. Í stað þess að rífa víxilinn var Þeim seld ein vélin í viðbót. Þeir Sigurður Örn og Edvard sýndu þeim Guðmundi bók eða mynd þar sem þessi vél sást og gengust þeir inn á þetta. Edvard lenti síðan í gæsluvarðhaldi og varð ekkert úr því að frekar yrði samið við Jón Ingileifsson um kaup á vélunum. Það kom skýrt fram að sögn vitnisins bæði hjá Sigurði Erni og Edvard að þeir væru báðir eigendur að fyrirtækinu í Djúpuvík, enda undirrituðu þeir báðir afsalið sem vitnið og Guðmundur fengu fyrir vélunum. Vitnið sá framangreint afsal og kvaðst staðfesta það. Það staðfesti og nafnritun sína sem útgefandi á 6l víxli er fundust hjá ákærða Edvard Lövdal, samtals að fjárhæð kr. 65.650.000, og voru vegna kaupa á vélunum í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík. Vitnið og Guðmundur fóru til Kaupmannahafnar eftir framangreind viðskipti en komu aftur hingað til lands. Vitnið kvað þá Edvard og Sigurð Örn hafa stórlega svikið þá Guðmund með lygum og blekkingum. Hefðu þeir verið í miklum vandræðum eftir að hafa látið ákærðu hafa víxla að fjárhæð á annað hundrað milljónir sem þeir gátu aldrei borgað. Þeir hefðu verið stórskuldugir fyrir eins og þeir Edvard og Sigurður Örn hefðu vitað. Í samprófun við Edvard Lövdal kvað vitnið hann hafa tekið þátt í þess- um viðskiptum til jafns við Sigurð Örn Ingólfsson. Edvard hefði verið með víxlana í tösku sinni og tekið þá upp. Þeir hefðu verið tilbúnir með öllum upphæðum á. Þá var hann með blað þar sem dagsetningar og upphæðir víxlanna voru á. Hann tók og þátt í umræðum um viðskiptin. Vitnið sá ljósrit af eftirtöldum víxlum sem Helgi Erlendsson fékk í bif- reiðaviðskiptum við Sigurð Örn Ingólfsson: Einn víxill að fjárhæð kr. 350.000 með gjalddaga 25.9. 1980, tveir víxlar að fjárhæð kr. 500.000 með gjalddaga 25.9. 1980 og einn víxill að fjárhæð kr. 1.050.000 með gjalddaga 25.10. 1980. 346 Vitnið kvað framangreinda víxla vera vegna Djúpuvíkurviðskiptanna, þ.e. vegna kaupa þeirra Guðmundar Ársælssonar á vélunum. Vitnið Guðmundur Ágúst Ársælsson hefur skýrt frá því að hinn 13. júní 1980, eða daginn áður en þeir Jóhann Ósland fóru til Ísafjarðar, hafi Davíð Ólafsson sagt þeim að ákærðu Edvard og Sigurður Örn vildu selja vélar sem þeir ættu Í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík. Davíð sagðist þó engin afskipti vilja hafa af þessu. Vitnið og Jóhann Ósland fóru sama dag heim til Edvards Lövdal og ræddu mál þetta við ákærðu. Ákærðu sögðust eiga vélar í Síldarverksmiðjunni á Djúpuvík sem þeir ætluðu að selja og fylgdu með í kaupunum tvær díselrafstöðvar. Þeir sögðu að Jón Ingileifsson, Svínavatni í Grímsnesi, vildi kaupa vélarnar, en þeir ættu að hafa milli- göngu og myndu fá ríflega þóknun fyrir. Töluðu þeir um, að einhver rígur væri á milli Sigurðar Arnar og Jóns og gæti ekki orðið af kaupunum ef Sigurður Örn kæmi nærri þeim. Fóru ákærðu þess á leit að vitnið og Jóhann Ósland keyptu vélarnar en síðan myndi Jón Ingileifsson kaupa þær af þeim eftir nokkra daga. Sögðu þeir að Jón myndi vilja gefa kr. 50.000.000 fyrir vélarnar og greiða Í peningum. Kvaðst Edvard ætla að hafa milligöngu með þetta. Ákærðu sögðu þeim að þeir yrðu hins vegar að kaupa vélarnar af þeim á kr. 130.000.000. Þeir mættu greiða með víxlum sem þeir þyrftu aldrei að borga. Gætu þeir farið úr landi til Brasilíu með hagnaðinn áður en kæmi að greiðslu víxlanna til að komast hjá að greiða þá og dvalist þar í nokkur ár. Gætu þeir lifað góðu lífi, þar sem hagnaður þeirra af viðskiptunum gæti orðið 100.000 dollarar. Sigurður Örn bauðst til að útvega þeim gjaldeyri til ferðarinnar. Var þetta allt ákveðið í smá- atriðum og lýsti Edvard þessu einkum fyrir þeim. Vitnið kveðst ekki vita hvað þeir Edvard og Sigurður Örn ætluðu að gera við víxlana. Ákærðu sögðu vitninu og Jóhanni Ósland að einhver maður, sem kall- aður er Snæi (Snæbjörn) og væri ráðgjafi Jóns í viðskiptum, mundi hafa milligöngu um kaupin. Átti hann að fá í þóknun 5% af andvirði vélanna. Edvard sagði þeim að þegar þeir kæmu til landsins á ný gætu þeir leitað ráða hjá lögfræðingi hans vegna skuldanna. Áður en samningurinn var gerður um kaupin á vélunum í síldarverksmiðjunni kveður vitnið Edvard hafa hringt og rætt við einhvern mann um þau, en eigi er vitnið öruggt um við hvern hann talaði. Ákærðu sýndu vitninu og Jóhanni Ósland myndir af Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík áður en kaupin fóru fram. Vitnið kveður þá Jóhann Ósland hafa keypt vélarnar fyrir kr. 130. 000.000 og voru þær greiddar með víxlum. Var vitnið samþykkjandi á helmingi víxlanna en Jóhann Ósland útgefandi og öfugt á hinum hlutanum. Þá var vitnið útgefandi en Jóhann Ósland samþykkjandi. Vitnið sá afsal fyrir vélunum og kvaðst staðfesta það. Umræddir víxlar voru aldrei greiddir, en eitthvað af þeim fór í umferð í viðskiptum ákærðu. Vitnið 347 kveður það hafa legið ljóst fyrir þegar þeir Jóhann Ósland létu víxlana af hendi að þeir yrðu aldrei greiddir, enda voru vitnið og Jóhann Ósland algjörlega eignalausir. Hafi ákærðu verið þetta ljóst. Vitnið sá 61 víxil er fundust hjá Edvard Lövdal samtals að fjárhæð kr. 65.650.000. Kvað það víxla þessa vera vegna vélakaupanna. Vitnið staðfesti nafnritun sína á víxlunum. Vitnið kveðst hafa skrifað gjalddagana á víxlana að fyrirlagi ákærðu. Vitnið kveður Jón Ármann Guðmundsson hafa sagt þeim Jóhanni Ósland skömmu eftir að framangreind viðskipti voru um garð gengin að Edvard Lövdal hefði verið settur í gæsluvarðhald. Benti hann þeim á að þeir skyldu fara af landi brott. Seldu vitnið og Jóhann Ósland eigur sínar og fóru til Kaupmannahafnar. Voru þeir þar í 12 daga, en voru þá hand- teknir. Vitnið sá ljósrit af víxlunum sem Helgi Erlendsson fékk í bifreiðavið- skirísm vð Sigurð Örn Ingólfsson er að framan greinir. Vitnið kvað þetta vera hluta þeirra víxla sem þeir Jóhann Ósland Jóseps- son skrifuðu upp á vegna kaupa á vélunum í Djúpuvík af þeim Edvard og Sigurði Erni. Vitnið Jón Ingileifsson bóndi, Svínavatni, Grímsnesi, telur að það hafi verið 7. júní 1980 sem það og frændi þess Snæbjörn Magnússon fóru norður á Hólmavík. Ætlaði vitnið að eiga viðskipti við Harald Guðjónsson, Svalsbúð, Kaldbaksvík. Í Djúpuvík hittu þeir Sigurð Örn Ingólfsson sem var nábúi vitnisins og Edvard Lövdal, en vitnið kannaðist einnig við hann. Haraldur Guðjónsson hafði selt þeim Sigurði Erni og Edvard Síldarverk- smiðjuna í Djúpuvík og skoðuðu vitnið og Snæbjörn verksmiðjuna ásamt Haraldi, Sigurði Erni og Edvard. Ekki kom til umræðu að vitnið keypti úr verksmiðjunni. Um viku til hálfum mánuði síðar kom Edvard með hjólhýsi sitt austur að Svínavatni og var kona hans með honum. Hjólhýsið hafði hann geymt á Mosfelli. Edvard fór að segja vitninu frá því að þeir væru búnir að selja verk- smiðjuna í Djúpuvík. Sagði hann að það hefði ábyggilega verið fljótfærni þar sem Alli ríki hefði verið til í að kaupa verksmiðjuna og greiða meira en þeir hefðu fengið í útborgun. Edvard sýndi vitninu bunka af víxlum sem hann sagði vera greiðslu fyrir verksmiðjuna. Vitnið man ekki hvort þetta átti að vera hluti Edvards í þessu eða allt kaupverðið. Edvard sagðist hafa verið í sambandi við Alla ríka sem hefði haft áhuga á að kaupa vél- arnar og hefði hann sennilega greitt í útborgun 20-30 milljónir, en heildar- verð var ekki minnst á. Vitninu voru aldrei boðnar vélarnar til sölu og hafi það aldrei komið til mála að það keypti vélar í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík af þeim Edvard og Sigurði Erni. 348 Vitnið Snæbjörn Magnússon bifreiðarstjóri, Grensásvegi 56, hefur skýrt frá því að það hafi verið starfsmaður hjá Jóni Ingileifssyni, Svínavatni, Grímsnesi. Í júní 1980 fór vitnið með honum norður í Djúpuvík til að eiga viðskipti við Harald Guðjónsson, Kaldbaksvík. Í þessari ferð skoðaði það gömlu Síldarverksmiðjuna í Djúpuvík. Þeir Sigurður Örn Ingólfsson og Edvard Lövdal höfðu keypt verksmiðjuna og voru staddir þarna. Edvard tók vitnið afsíðis er þeir voru að skoða verksmiðjuna og spurði það hvort þarna væri eitthvað sem Jón gæti notað. Vitnið taldi það vera lítið. Sagði Edvard að þetta gæti verið gott tækifæri fyrir vitnið þar sem hann myndi greiða því 1090 af sínum hagnaðarhluta ef það gæti fengið Jón til að kaupa eitthvað. Þetta átti algjörlega að vera þeirra á milli og Jón og Sigurður Örn máttu ekkert um þetta vita. Edvard gerði vitninu grein fyrir því að Jón myndi hafa vitnið með í ráðum um vélakaup, enda hefur það þekkingu á vélum. Edvard nefndi ekki ákveðna upphæð sem hann vildi fá fyrir vél- arnar í verksmiðjunni. Helgina eftir þetta eða stuttu síðar kom Edvard austur að Svínavatni og spurði vitnið að því aftur hvort Jón myndi vilja kaupa eitthvað af vélunum. Vitnið sagði það ekki vera. Að sögn vitnisins kom það skýrt fram hjá þeim Sigurði Erni og Edvard að þeir væru báðir eigendur að verksmiðjunni í Djúpuvík og vélunum. Vitnið sagði að það hefði komið í ljós er það og Jón Ingileifsson skoðuðu vélarnar í síldarverksmiðjunni að ekkert væri nýtilegt af þeim og hefði það ekki rætt þetta mál frekar við Jón. Vitnið Eva Jónsdóttir, sambýliskona Edvards Lövdal, kveðst muna eftir Jóhanni Ósland Jósepssyni og Guðmundi Ársælssyni. Þeir hafi dag einn sennilega í júní 1980 verið staddir heima hjá því að Hörpugötu 12, þegar það kom úr vinnunni um kl. 20:00. Þeir voru í stofunni ásamt Edvard og Sigurði Erni Ingólfssyni og var verið að undirskrifa einhver skjöl. Spurði vitnið um hvaða viðskipti væri verið að ræða og sögðu þeir Sigurður Örn og Edvard að þetta væri vegna „„Hnappagataverksmiðjunnar““, en vitnið taldi að þeir ættu við verksmiðjuna í Djúpuvík sem þeir áttu eða voru í einhverju samfloti með. Vitnið heldur að það fari alveg rétt með að þeir Jóhann og Guðmundur hafi verið að kaupa vélarnar og annað úr verk- smiðjunni af þeim Sigurði Erni og Edvard. Vitnið taldi, að Sigurður Örn og Edvard væru að selja vélarnar í sameiningu, en veit ekki hvað hefur komið í hlut hvors fyrir sig eða hvert söluverðið var. Vitnið man ekki að talað hafi verið um að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur myndu fara til útlanda. Hins vegar heyrði það eitthvað talað um Suður-Ameríku, en man ekki í hvaða sambandi. Vitnið heldur að það fari rétt með það að þeir hafi verið eitthvað að ræða um það að þeir sem færu á hausinn færu til Suður-Ameríku. 349 Þeir Sigurður Örn og Edvard tóku báðir þátt í þessum viðskiptum, en vitnið veit ekki alveg um ganginn á þessu hjá þeim, enda voru þetta ekki viðskipti sem því komu við. Vitnið kveður þau Edvard hafa farið í skemmtiferð austur í Grímsnes um miðjan Júní 1980 og verið í hjólhýsi sem Edvard á og var á Mosfelli. Edvard var með víxla í skjalatösku sinni og hittu þau Jón Ingileifsson á Svínavatni við vegamótin að bænum Sólheimum sem er næsti bær við Svínavatn. Edvard sagði Jóni að þeir Sigurður Örn væru búnir að selja vélarnar í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík og sýndi honum víxlabunkann sem hann var með í töskunni. Vitnið heldur, að Edvard hafi sagt Jóni að þessir víxlar væru sinn hlutur úr þessari vélasölu. Vitnið man eftir því, að þeir Sigurður Örn og Edvard voru einhvern tímann áður að ræða um mann sem þeir kölluðu Alla ríka og heldur að þeir hafi hitt hann á Hótel Sögu, en það veit ekki af hvaða tilefni það var. Eftir að þeir Edvard og Sigurður Örn keyptu Síldarverksmiðjuna í Djúpuvík kom Edvard með hlutabréf sem voru um tíma hjá þeim. Rannsóknarlögreglumenn framkvæmdu leit á heimili Edvards Lövdal, Hörpugötu 12, hinn 18. júlí 1980 að víxlum, sem hann sagðist geyma fyrir meðákærða Sigurð Örn. Undir rúmdýnu í hjónarúmi í svefnherberginu var poki, sem í voru samtals 61 víxill, allir útgefnir af Jóhanni Ósland Jóseps- syni og samþykktir af Guðmundi Ársælssyni. Víxlar þessir, sem voru allir án útgáfudags, eru sem hér segir: 7 víxlar með gjalddaga 25.9. 1980 hver að fjárhæð kr. 350.000 3 — — — 25.9 „1980... — — — — 500.000 4 — — — 25.10.1980 - — — — — 1.050.000 9 — — — 25.10.1980 — — — — 1.500.000 9 —— — — 25.10.1980 — — — — 2.200.000 6 — — — 25.11.1980 — — — — 750.000 8 — — — 25.11.1980 — — — — 1.000.000 1 — — — 25.11.1980 — — — — 700.000 11 — — — 20.12.1980 — — — — 700.000 3 — — — 25.1 „1980. — — — — 1.100.000 Samtals kr. 65.650.000 Við samanburð á tölum þeim, sem voru á miðanum, sem fannst í skjala- tösku Edvards Lövdal og víxlum þeim, sem fundust heima hjá honum, varð niðurstaðan þessi: 350 Miði (skjal 6 í málinu) Edvards Lövdal. 13 víxlar hver að fjárhæð kr. 350 þúsund kr. 4.550.000 Sn Si — 500 — — 2.500.000 23 — 700 — „— 16.100.000 fk. Í — 750 — — 9.750.000 ff A — = — 1000. — — 17.000.000 a — — 1050. — — 8.400.000 a — 1500 — „ — 25.500.000 Dk Sr jr Á — 2200 — „ — 39.600.000 Samt. 114 víxlar Samtals að fjárhæð kr. 123.400.000 11 víxlar dags. 6.1. 1981 Samtals að fjárhæð kr. 6.600.000 kr. 130.000.000 Til samanburðar eru svo sem áður greinir víxlar þeir sem fundust heima hjá Edvard Lövdal. 7 víxlar hver að fjárhæð kr. 350.000 samtals kr. 2.450.000 Ba — 500.000 — — 1.500.000 Í a — 8.400.000 0 — 1750.000 — — 4.500.000 a a — 1000.000 . — — 8.000.000 — 1050.000 — — 4.200.000 9 — mai = — 1500.000 — — 13.500.000 A a a — 2200.000 — — 19.800.000 a — 1100.000 . — — 3.300.000 Samtals kr. 65.650.000 Fjárhæðir bæði í tölustöfum og bókstöfum eru vélritaðar á víxlana nema þrjá, en þar eru þær handskrifaðar. Ákærði Sigurður Örn Ingólfsson hefur skýrt frá því, að þeir Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmundur Ársælsson hafi ætlað að reyna að selja fyrir hann í maí 1980 allar vélar í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík. Kambur h/f var eigandi vélanna, en ákærði hafði keypt fyrirtækið að undanskildum þurrkara og pressu svo sem fram kemur í IV. kafla ákæru og var verðið 500.000 krónur að sögn ákærða. Ákærði kveður vélar þessar vera gamlar og fáir getað notað þær. Þetta eru hins vegar verðmætar vélar og hefðu þeir getað hagnast á þessu. Þetta var hugsað þannig að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur keyptu vélarnar af ákærða, en ekki yrði gengið frá kaupum endanlega fyrr en þeir væru búnir að finna kaupendur að þeim. Þeir gáfu 351 út víxla sem áttu að vera þessu til tryggingar og áttu víxlarnir ekki að fara í umferð fyrr en búið væri að finna kaupendur. Þá átti að ganga frá þessu og reikna út hvernig hagnaður skiptist. Þeir Jóhann Ósland og Guðmundur fengu kvittun fyrir víxlunum og höfðu frjálsar hendur með sölu á vélunum. Ákærði gaf út óformlegt afsal til þeirra Jóhanns Ósland og Guðmundar vegna kaupanna og ritaði Edvard Lövdal auk ákærða á afsalið, en þeir Jóhann Ósland og Guðmundur gáfu út og samþykktu víxla samtals að fjár- hæð kr. 130.000.000. Víxlar þessir urðu eftir hjá Edvard Lövdal og var aldrei ætlunin að þeir yrðu notaðir í viðskiptum. Þeir Jóhann og Guðmundur komu ekki með kaupanda að vélunum og kveðst þá ákærði hafa rifið víxlana sem þeir höfðu látið hann hafa. Gerði ákærði það í bifreið sinni á ESSO planinu við Nesveg. Hann var þá að þvo bifreiðina og fleygði sneplurum af víxlunum í ruslatunnu á planinu. Gerðist þetta hálfum mánuði til þrem vikum áður en mál þetta kom til sögunnar. Um leið fleygði ákærði einnig bréfmiða þeim, sem samkomulag þeirra hafði verið skrifað á. Ákærði var búinn að ræða lauslega við þá Jóhann Ósland og Guðmund að ekkert myndi verða af þessum viðskiptum. Hafði Jóhann Ósland orðað það við ákærða að fyrra bragði að láta viðskiptin ganga til baka þar sem ekkert gengi með söluna. Ákærði kveður Edvard einnig hafa átt að fá hlut af hagnaði ef af þessum viðskiptum hefði orðið. Edvard kom inn í myndina sem aðili að þessu ásamt ákærða, en ekki var ákveðið hvernig hagnaði yrði skipt milli þeirra. Þetta var allt frekar laust í reipunum. Áttu þessir víxlar að ýta á þá Jóhann Ósland og Guðmund að selja vélarnar. Síðar í yfirheyrslu taldi ákærði sig hafa tekið alla víxlana hjá Edvard og eyðilagt þá að undanskildum þeim 4 víxlum, er í þessum kafla ákæru greinir. Við leit hjá Edvard Lövdal fundust þó í fórum hans að hans tilvísan 61 víxill samtals að fjárhæð kr. 65.650.000. Ákærði kveðst hafa notað 4 af framangreindum víxlum, samtals að fjárhæð kr. 2.400.000, til kaupa á bifreið af Helga Erlendssyni. Ákærði taldi sér stætt á að nota víxlana þar sem hann átti að fá víxla frá þeim Jóhanni Ósland og Guðmundi vegna viðskiptanna við Ágúst Sigurð Salómonsson. Telur ákærði öruggt að hann hafi minnst á þetta við Jóhann Ósland a.m.k. Eftir að mál þetta kom til sögunnar kveðst ákærði hafa tekið víxlana til baka frá Helga Erlendssyni og bætt honum með öðrum verð- mætum. Ákærði kveðst ekki kannast við það að þeir Jóhann Ósland og Guð- mundur hafi átt að selja Jóni Ingileifssyni vélar. Hins vegar veit hann að Jón hefur alltaf haft áhuga á að kaupa vélar. Þeir Jóhann Ósland og Guðmundur áttu kost á því að selja hverjum sem var vélarnar. Ákærði 352 kveðst ekki kannast við nein „„bakráð““ gagnvart Jóni Ingileifssyni. Hann kannast heldur ekki við það að hafa heyrt talað um að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur ættu að hverfa af landi brott. Hann neitar að hafa sagt þetta sjálfur. Ákærða var kynntur framburður Helga Erlendssonar þar sem fram kemur að Helgi hafi selt ákærða Ford Grand XL bifreið og hann greitt kaupverðið kr. 2.400.000 í vixlum á Jóhann Ósland og Guðmund. Ákærða var bent á að talið sé að þarna sé um að ræða víxla vegna kaupa á vélum úr Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík. Ákærði kvaðst telja að Helgi Erlendsson fari alveg rétt með það er hann greinir varðandi þessi viðskipti þeirra og að ákærði hafi greitt honum með þessum víxlum. Þannig var að þegar þeir Jóhann og Guðmundur fengu víxlana á Heildverslun Ágústs Salómonssonar frá ákærða vegna kaupa þeirra á vörusendingunni þá fékk ákærði enga víxla hjá þeim í staðinn. Þar af leiðandi notaði hann þessa víxla í þeirra stað. Í þinghaldi 18. júlí 1980 kvaðst ákærði hafa fengið í hendur alla víxlana sem þeir Jóhann Ósland og Guðmundur afhentu honum og Edvard Lövdal vegna kaupa á vélum í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík, en eyðilagt þá svo sem áður greinir. Ákærða var í þessu sambandi bent á framburð sem er á annan veg. Ákærði kvaðst ekki óska eftir að breyta framburði sínum um þetta efni. Ákærði kvað ekki hafa verið litið á þessi lögskipti (svo) sem sölu, heldur hafi víxlarnir átt að ganga upp Í framtíðarviðskipti. Hann hafi eyðilagt víxlana þegar hann heyrði á Jóhanni Ósland að hann hefði ekki áhuga á frekari viðskiptum í bili. Ákærða var bent á að í málinu liggi fyrir samningur undirritaður af honum og Edvard Lövdal annars vegar sem seljendum og Jóhanni Ósland og Guðmundi Ársælssyni hins vegar sem kaupendum þar sem hinir fyrr- nefndu selja og afsala hinum síðarnefndu tilteknum vélum í Síldarverk- smiðjunni í Djúpuvík. Ákærði sagði að samningur þessi hefði ekki átt að hafa annað gildi en það að kaupendum væri heimilt án samþykkis seljenda að ráðstafa vélunum. Edvard Lövdal hefði ekki verið eigandi að vélunum. Hins vegar hafi hann verið aðili að samningi þessum vegna hugsanlegra framtíðarviðskipta. Ákærði skýrði frá því fyrir dómi Í. ágúst 1980 að Kambur h/f ætti ekki aðrar eignir en þær, sem hann keypti af Haraldi Guðjónssyni. Væri hann einn eigandi fyrirtækisins og hann hefði ekki gefið Óskari Gunnari Hansen prókúruumboð fyrir það, en það hefði staðið til ef um rekstur yrði að ræða. Ákærði kvað Óskar Gunnar Hansen sér vitanlega ekki hafa verið fenginn til að samþykkja víxla sem prókúruhafi fyrir Kamb h/f fyrir meira en 60 milljónir króna. Óskar Gunnar Hansen hefði samþykkt víxla f.h. félagsins 353 og taldi hann fjárhæð þeirra vera ríflega andvirði einnar bifreiðar. Það sem umfram var eyðilagði ákærði. Ákærði var samprófaður við vitnið Jóhann Ósland Jósepsson. Bar sú samprófun ekki árangur og hélt hvor þeirra við framburð sinn. Við samprófunina kvaðst ákærði ekki kannast við það að þeir Jóhann og Guðmundur hafi átt að hverfa af landi brott til útlanda. Hann kvaðst ekki þora að fullyrða um upphæð víxlanna sem þeir Jóhann Ósland og Guðmundur samþykktu, en honum finnst ólíklegt að það hafi verið þetta mikið. Víxlana átti bara að nota eftir hendinni eftir því sem þeir seldu vél- arnar í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík. Ákærði kvað ekki hafa verið litið á þetta sem venjuleg kaup, heldur hafi þeir verið að leggja þetta inn í væntanleg viðskipti. Það hafi einungis verið ákveðið að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur gætu selt eins og þeir vildu af vélunum úr verksmiðjunni. Síðar yrði gengið frá þessu eftir samkomulagi þegar kaup væru gerð. Erfitt var að áætla á hvaða verði vélarnar gætu selst. Ákærði telur sig ekki hafa gerst sekan um fjársvik með atferli því sem að framan greinir, svo sem honum er gefið að sök í ákæru. Ákærði Edvard Lövdal hefur skýrt frá því að ákærðu hafi átt húseignir Síldarverksmiðjunnar í Djúpuvík og hafi Kambur h/f verið skráður fyrir þeim. Ákærðu áttu hins vegar persónulega vélarnar í verksmiðjunni. Ákærði kveður þá Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson hafa haft áhuga á að eignast vélarnar í því skyni að selja þær aftur. Keyptu ákærðu vélarnar að undanskildum þurrkara og pressu hinn 13. júní 1980 og gáfu út afsal sama dag. Þeir Jóhann Ósland og Guðmundur gáfu út og samþykktu víxla samtals að fjárhæð kr. 130.000.000 til greiðslu á vél- unum. Ákærði neitar með öllu að ákærðu hafi beitt þá Jóhann Ós!and og Guðmund fortölum og blekkingum til að kaupa vélarnar, heldur haf þeir sóst eftir þeim. Kom Sigurður Örn með Jóhann Ósland og Guðmunc til ákærða og virtist þeim liggja mikið á að gera kaupin. Ákærðu skiptu víxlunum jafnt á milli sín. Upphæðin hækkaði nokkuð vegna kaupa þeirra Jóhanns Ósland og Guðmundar á lýsisdælu við verksmiðjuna. Komu því í hlut ákærða víxlar að fjárhæð kr. 65.650.000. Voru víxlarnir í fórum ákærða á heimili hans og afhenti hann þá rannsóknarlögreglunni. Sigurður Örn notaði 4 af þeim víxlum sem komu í hans hlut, sbr. niðurlag þessa kafla í ákæru, en þeir víxlar voru ákærða með öllu óviðkomandi. Ákærða var kynnt skýrsla Jóns Ingileifssonar. Hann kvað Jón greina rétt frá um ferðalagið til Djúpuvíkur. Jón var að kaupa færiband af Haraldi í ferð þessari. Hins vegar kannast ákærði ekki við það er Jón segir varðandi Alla ríka. Það hafi verið Jón sjálfur sem hafi verið að tala um Alla ríka, en ákærði aldrei sagt að Alli ríki vildi kaupa Síldarverksmiðjuna 23 354 í Djúpuvík. Ákærði kveður þá Jón hafa rætt ýmislegt. Jón hafi farið að tala um Alla ríka og vélar, dótarí og einhverja fljótfærni, en ákærði vissi ekkert hvað hann var að tala um. Ákærði kveður það rétt að hann hafi verið með framangreinda víxla með sér í þessari ferð. Ástæðan fyrir því var sú að hann þorði ekki að geyma þá heima hjá sér. Ákærði man ekki eftir að hafa sýnt Jóni Ingileifssyni víxlana og ekki heldur að hafa sagt honum að þetta væri greiðsla vegna Síldarverksmiðjunnar í Djúpuvík en getur ekki alveg fullyrt það. Ákærða var kynnt skýrsla Snæbjörns Magnússonar. Ákærði kveður það rétt sem Snæbjörn segir varðandi prósentur sem hann hafi átt að fá fyrir að koma á sölu á vélunum í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík. Hann minnir þó að það hafi verið 5% sem Snæbjörn átti að fá en ekki 10%. Ákærði talaði um það við Snæbjörn hvort hann vissi um einhvern, sem vildi kaupa vélarnar í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík en það átti þó ekki að vera á bak við neinn. Hann vissi hins vegar að Jón Ingileifsson myndi ekkert kaupa. Jón var búinn að skoða vélarnar en hafði ekki áhuga á þeim. Ákærði kveður Sigurð Örn hafa eitthvað verið búinn að nefna vélakaup við Jón Ingileifsson, en hann hafi ekki haft áhuga á þeim. Ekki kannast ákærði við að hafa talað um 100.000 dollara. Það sé heldur ekki rétt að hann hafi átt að múta manni. Ákærði kannast ekki við að hafa ráðlagt þeim Jóhanni Ósland og Guðmundi að hverfa af landi brott til útlanda. Í þinghaldi 18. júlí 1980 kvaðst ákærði Edvard ekki vita hvað hefði verið greitt vegna vélanna í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík. Hann kvaðst geyma víxla fyrir Sigurð Örn Ingólfsson að beiðni Sigurðar Arnar en ekki vita um fjárhæð þeirra. Ákærða var bent á að í málinu liggi fyrir blað með rithönd hans þar sem sundurliðaðir eru víxlar að fjárhæð 130 milljónir króna. Hann sagði þetta ekki standa í neinu sambandi við framangreind viðskipti og ekki muna hvers vegna hann skrifaði þessar tölur. Ákærði kvaðst ekki hafa fengið víxla frá þeim Jóhanni Ósland og Guðmundi Ársælssyni og viti ekki til þess að Sigurður Örn hefði heldur fengið neina. Samprófun milli ákærða Edvards og Jóhanns Ósland bar ekki árangur og hélt hvor þeirra fast við framburð sinn. Við samprófunina skýrði ákærði frá því að þeir Jóhann Ósland, Guðmundur og Sigurður Örn hefðu komið heim til sín. Þeir voru að ræða saman, en hvað þeim fór á milli áður en þeir komu veit ákærði ekki. Hann sat við borðið hjá þeim og sorteraði víxla sem Sigurður Örn rétti honum. Hann átti ekki þátt í þessum viðskiptum. Vitnið Helgi Erlendsson skurðgröfumaður, Tjarnarstíg 9, Seltjarnarnesi, hefur skýrt frá því að það hafi í júní 1980 selt Sigurði Erni Ingólfssyni 355 Ford Grand XL bifreið þess G-11634 af árgerð 1970. Söluverð var kr. 2.400.000 og greiddi Sigurður Örn vitninu það með fjórum víxlum. Var Guðmundur Ársælsson samþykkjandi en Jóhann Ósland Jósepsson útgef- andi á víxlunum. Víxlar þessir eru: Einn víxill að fjárhæð kr. 350.000 með gjalddaga 25.9. 1980, tveir víxlar hvor að fjárhæð kr. 500.000 með gjald- daga 25.9.1980 og einn víxill að fjárhæð 1.050.000 með gjalddaga 25.10. 1980. Sigurður Örn nefndi ekki hvernig þessir víxlar hefðu komist í hendur hans, en vitnið taldi að þetta væru tryggir víxlar, m.a. vegna þess að ákærði var góður kunningi þess og fjölskylduvinur. Vitnið notaði tvo víxlanna annan að upphæð kr. 350.000 og hinn að upphæð kr. 500.000 í bifreiða- viðskiptum við Sigurð Georgsson hdl. Vitnið ætlaði að nota fleiri af víxl- unum í bifreiðaviðskiptum á Bílasölunni Höfðatúni 10 fljótlega eftir að það fékk þá, en Davíð Ólafsson, sölumaður bifreiðasölunnar, vildi ekki að vitnið notaði þá í viðskiptum hjá honum. Þá sá vitnið að eitthvað var bogið við víxlana. Hefur það ekki frekar reynt að koma þeim í umferð og eru þeir í vörslu þess. Vitnið kveðst hafa orðið að leysa til sín víxlana sem Sigurður Georgsson hdl. fékk hjá því. Það kveðst ekki hafa fengið víxlana greidda hjá Sigurði Erni. Sigurður Örn lét vitnið að vísu hafa einhverja vél sem greiðslu á víxl- unum, en vitnið taldi ekki svara kostnaði að sækja hana, enda var óljóst hvort hún væri einhvers virði. Sigurður Örn fékk víxlana hjá vitninu rétt áður en hann fór til Kanada haustið 1980. Vitnið Magnús Gunnar Baldvinsson, starfsmaður Bílapartasölunnar, Skemmuvegi 20, Kópavogi, hefur skýrt frá því að miðvikudaginn 2. júlí 1980 hafi það rætt við Sigurð Örn Ingólfsson í síma, en hann hafði hringt til vitnisins og viljað kaupa af því sendiferðabifreið. Sigurður Örn vildi borga vitninu bifreiðina með víxlum á Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmund Ársælsson. Bifreiðin var metin á um kr. 2.000.000 og sagðist Sigurður Örn skyldi borga vitninu töluvert hærri upphæð gegn þessum víxlum. Jóhann Ósland heyrði þegar vitnið var að tala við Sigurð Örn í símann og ráðlagði hann því að fara ekki út í þessi viðskipti. Gaf vitnið Sigurði Erni afsvar um þetta. Daginn eftir símtalið frétti vitnið að Sigurður Örn hefði lent hjá rannsóknarlögreglunni. Niðurstöður: Samkvæmt samningi dags. 13.6. 1980 sem að framan er greint frá seldu ákærðu þeim Jóhanni Ósland Jósepssyni og Guðmundi Ársælssyni allar vélar sem eftir voru í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík að undanskildum þurrkara og pressu. Kaupverðið er sagt að fullu greitt, en samkvæmt því sem fram hefur komið í málinu var það kr. 130.000.000 og var greitt með víxlum sem þeir Jóhann Ósland og Guðmundur Ágúst voru ýmist sam- 356 þykkjendur eða útgefendur á. Ákærðu skiptu víxlunum á milli sín að því er fram hefur komið í málinu og fundust 61 víxill samtals að fjárhæð kr. 65.650.000 hjá ákærða Edvard. Ákærði Sigurður Örn notaði 4 af víxl- unum, sem hann fékk úr viðskiptum þessum samtals að fjárhæð kr. 2.400.000 til að kaupa bifreið af Helga Erlendssyni. Víxlar þessir voru ekki greiddir að öðru leyti en að framan greinir. Hina víxlana kveðst ákærði hafa eyðilagt. Vélar þær í Síldarverksmiðjunni í Djúpuvík, sem þeir Jóhann Ósland og Guðmundur Ágúst keyptu af ákærðu, virðast hafa verið lítils eða einskis virði og verð það sem þeir Jóhann Ósland og Guðmundur greiddu fyrir þær því fjarstæðukennt. Telja verður að ákærðu hafi verið ljóst eða mátt vera það að þeir Jóhann Ósland og Guðmundur voru eignalausir. Beittu ákærðu þá að þeirra sögn fortölum og blekkingum til að fá þá til að gera viðskiptin. Verður að líta svo á samkvæmt framansögðu að ákærðu hafi aflað sér víxlanna með sviksamlegum hætti, þrátt fyrir neitun þeirra. Þá var notkun ákærða Sigurðar Arnar á víxlunum í bifreiðaviðskiptum við Helga Erlends- son sviksamleg, enda hlaut honum að vera ljóst að Jóhann Ósland og Guðmundur voru ekki borgunarmenn fyrir þeim. Með framangreindu atferli hafa ákærðu orðið brotlegir gegn 248. gr. almennra hegningarlaga. Ákvörðun refsinga: Refsing ákærða Edvards Lövdal þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 12 mánaða fangelsi. Rétt þykir að til frá- dráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 21. júní—15. ágúst 1980. Refsing ákærða Sigurðar Arnar Ingólfssonar þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga 12 mánaða fangelsi. Rétt þykir að til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 4. júlí—20. ágúst 1980. Ákærða Edvard ber að dæma til að greiða skipuðum verjanda sínum, Jóni Oddssyni hrl., kr. 60.000 í málsvarnarlaun og ákærða Sigurð Örn til að greiða skipuðum verjanda sínum, Guðmundi Ingva Sigurðssyni, kr. 30.000 í réttargæsluþóknun og kr. 60.000 í málsvarnarlaun, en annan sakar- kostnað eiga ákærðu að greiða óskipt. Dómsorð: Ákærði Edvard Lövdal sæti fangelsi í 12 mánuði. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 21 júní til 15. ágúst 1980. Ákærði Sigurður Örn Ingólfsson sæti fangelsi í 12 mánuði. Til frá- 357 dráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 4. júlí—20. ágúst 1980. Ákærði Edvard greiði skipuðum verjanda sínum, Jóni Oddssyni hrl., kr. 60.000 í málsvarnarlaun og ákærði Sigurður Örn greiði skipuðum verjanda sínum, Guðmundi Ingva Sigurðssyni hrl., kr. 30.000 í réttargæsluþóknun og kr. 60.000 í málsvarnarlaun, en annan sakarkostnað greiði ákærðu óskipt. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 12. febrúar 1986. Nr. 19/1986. Ákæruvaldið gegn Jóhanni Þorgeirssyni og Kaupstofunni Kærumál. Hald á skjölum. Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Jóhannes Árnason, bæjarfógeti í Ólafsvíkurkaupstað, kvað upp hinn kærða úrskurð. Varnaraðilar hafa samkvæmt heimild í 1. tölulið 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru dagsettri 14. janúar 1986, sem barst Hæstarétti 27. janúar 1986. Þeir krefjast þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og sér tildæmdur kærumálskostnaður. Í kærunni, sem rituð er af Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttarlögmanni fyrir hönd kærenda, segir m.a. svo: „,Umb.m. eru eigendur þeirra 7 veðskuldabréfa sem hald var lagt á. Þeir höfðu falið undirrituðum að annast innheimtu veðskulda- bréfanna eftir að þau voru komin í vanskil. Skuldabréfin voru send uppboðsrétti Ólafsvíkur hinn 20. desember 1984 og hafa verið þar síðan þar til þau voru af uppboðsréttinum afhent Rannsóknarlög- reglu ríkisins hinn 10. desember sl. 358 Umbj.m. fengu fyrstu vitneskju um framangreindan úrskurð, svo og afhendingu veðskuldabréfanna í dag. Þeir fengu enga tilkynn- ingu um framkomna kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins um hald veðskuldabréfanna í þágu rannsóknar á viðskiptum Jóhönnu Heiðdal og Kristjönu Guðmundsdóttur, sem umbj.m. komu hvergi nærri. Formleg birting úrskurðarins hefur ekki enn farið fram, enda þótt endurrit hans hafi borist í dag. Umbj.m. telja að Rannsóknarlögregla ríkisins hefði með réttu lagi átt að beina kröfu um hald á veðskuldabréfunum til eigenda þeirra og sakadómur síðan að gefa þeim kost á að gæta hagsmuna sinna.“ Ríkissaksóknari hefur sent Hæstarétti greinargerð og krefst þess að úrskurðurinn verði staðfestur. Héraðsdómarinn, Jóhannes Árna- son sýslumaður, hefur sent athugasemdir sínar. Grundvöllur fyrir kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins til saka- dómarans í Ólafsvík um að leggja hald á veðskuldabréf þau, sem fjallað er um í máli þessu, virðist vera 4. töluliður bréfs ríkissak- sóknara til Rannsóknarlögreglu ríkisins, 3. janúar 1985, en þar segir svo: „„Lagt hald á skuldabréf, sem kærða hefur ekki framselt og fynnast (sic) kynnu.“ Hinn kærði úrskurður var uppkveðinn 18. nóvember 1985. Varnaraðilar, Jóhann Þorgeirsson og Kaupstofan, sem samkvæmt áritunum á 7 af þeim 13 veðskuldabréfum, sem fjallað er um í máli þessu, hafa formlegar heimildir sem eigendur þeirra, höfðu þá enga vitneskju um kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins frá 16. október 1985, né um málsmeðferð eða uppkvaðningu úrskurðarins. Sam- kvæmt greinargerð varnaraðila sem felst í bréfi lögmanns þeirra frá 14. janúar 1986, þar sem úrskurðurinn er kærður, fengu þeir fyrst vitneskju um kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins, málatilbúnað, úrskurð og afhendingu veðskuldabréfanna hinn 14. janúar 1986 en kæran er dagsett sama dag. Er þessu ekki neitað af hálfu ákæru- valds eða héraðsdómara. Hin umdeildu skjöl voru í vörslu héraðsdómarans sem uppboðs- haldara. Voru því þegar af þeirri ástæðu engin rök til launungar svo sem verið getur um sumar ákvarðanir dómara eftir VI. kafla laga nr. 74/1974. 359 Öll meðferð máls þessa án þess að þeir aðilar, sem formlega heimild höfðu til veðskuldabréfa þeirra, sem hald var lagt á sam- kvæmt úrskurðinum, fengju vitneskju þar um eða ættu þess kost að tala máli sínu, er svo andstæð grundvallarreglum um meðferð opinberra mála, að óhjákvæmilegt þykir þegar af þeirri ástæðu að ómerkja ex officio hinn kærða úrskurð og málsmeðferð að svo miklu leyti, sem kært hefur verið. Eftir þessum málsúrslitum ber að dæma ríkissjóð til þess að greiða varnaraðilum kærumálskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 7.000,00 krónur. Dómsorð: Ákvæði hins kærða úrskurðar um hald á 7 skuldabréfum, sem framseld hafa verið Kaupstofunni eða Jóhanni Þorgeirs- syni, skulu ómerk og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar að því leyti. Kærumálskostnaður, 7.000,00 krónur, greiðist úr ríkissjóði til varnaraðila, Jóhanns Þorgeirssonar og Kaupstofunnar. Úrskurður sakadóms Ólafsvíkurkaupstaðar 18. nóvember 1985. Með bréfi dags. 16. október 1985 hefur þess verið krafist, að Rannsókn- arlögreglu ríkisins verði með úrskurði heimilað að leggja hald á 1.) tíu verð- tryggð veðskuldabréf, öll útgefin 4. ágúst 1983, hvert að fjárhæð kr. 50.000,00 með veði í fasteigninni nr. 17 við Vallholt í Ólafsvík, 5. veðrétti, móttekin til þinglýsingar þann 8. ágúst 1983 með lítranúmerum embættis sýslumanns Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og bæjarfógeta í Ólafsvík nr. 1116/1983-1125/1983. Skuldari bréfanna er Kristjana Guðmundsdóttir, nnr. 5903-0582 og kröfuhafi Jóhanna J. Heiðdal, nnr. 5026-5846, og 2.) þrjú verðtryggð veðskuldabréf hvert að fjárhæð kr. 50.000,00, öll útgefin 4. ágúst 1983 með veði í Vallholti 17, Ólafsvík, 6. veðrétti, móttekin til þinglýsingar 8. ágúst 1983 með litranúmerum embættisins 1126/1983, 1130/1983 og 1131/1983. Skuldari bréfanna er Kristjana Guðmundsdóttir, nnr. 5903-0582 og kröfuhafi Jóhanna J. Heiðdal, nnr. 5026-5846, en bréf þessi eru í vörslu embættis sýslumannsins í Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu og bæjarfógetans í Ólafsvík vegna nauðungaruppboðs á umræddri fasteign að Vallholti 17, Ólafsvík. 360 Rannsókn á ætluðu misferli, sem er til meðferðar hjá RLR — málinu nr. 106/1984, er ólokið. Vegna hinna miklu réttarhagsmuna, sem þykja liggja fyrir í máli þessu og í þágu rannsóknar þess, allt samkvæmt framan- rituðu og með vísun til fyrirliggjandi gagna málsins, og þar sem skilyrðum 43. gr. laga nr. 74/1974 um hald þykir einnig vera fullnægt, enda nauðsyn- legt að frumrit veðskuldabréfanna verði lögð fram við rannsóknina, ber að taka til greina kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins um hald og því úrskurðast: Rannsóknarlögreglu ríkisins skal vera heimilt að leggja hald á framangreind 13 verðtryggð veðskuldabréf í þágu rannsóknar málsins. Fimmtudaginn 13. febrúar 1986. Nr. 78/1984. Jóhanna Heiðdal Anna Heiðdal og María Waltersdóttir (Páll A. Pálsson hrl.) gegn Jóhanni Þóri Jónssyni og gagnsök (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Ómerking. Máli vísað frá héraðsdómi. Skuldabréf. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Aðaláfrýjendur hafa skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 30. apríl 1984. Aðallega krefjast þær sýknu af öllum kröfum gagnáfrýj- anda og málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefjast þær að kröfur gagnáfrýjanda verði stórlega lækkaðar og málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti felldur niður. Þá hefur áfrýjandinn, Anna Heiðdal, með stefnu 15. maí 1984 skotið til Hæstaréttar fjárnámsgerð er fram fór í fógetarétti Reykjavíkur 8. mars 1984 á grundvelli hins áfrýjaða héraðsdóms með þeirri kröfu- 361 gerð, að fjárnáminu verði hrundið og henni tildæmdur málskostn- aður fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað héraðsdómnum með stefnu 4. júní 1984 að fengnu áfrýjunarleyfi 30. maí s.á. samkvæmt heimild í 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973 og fjárnámsgerðinni með stefnu 4. júní s.á. Dómkröfur gagnáfrýjanda eru þær, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur með þeirri breytingu, að höfuðstóll kröf- unnar verði 720.000,00 krónur með 5% dráttarvöxtum á mánuði frá 1. júní 1983 til 21. október 1983, með 4,75% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 21. nóvember 1983, með 4% dráttarvöxt- um á mánuði frá þeim degi til 21. desember 1983, með 3,75% drátt- arvöxtum á mánuði frá þeim degi til 21. janúar 1984, með 2,5% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 21. ágúst 1984, með 2,67% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 21. september 1984, með 2,75% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 1. apríl 1985, með 4% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 21. maí 1985, með 3,5%0 dráttavöxtum á mánuði frá þeim degi til 21. sept- ember 1985, en með 3,75% dráttavöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstrétti úr hendi stefndu in solidum miðað við höfuðstól og vexti á uppsagnar- dögum dómanna. Þá er og krafist staðfestingar á hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð fyrir dæmdum fjárhæðum. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð endurrit af dómsrannsókn í saka- dómsmálinu: Ákæruvaldið gegn Jóhanni Þóri Jónssyni, en í því er m.a. fjallað um skuldabréf þau, er mál þetta er sprottið af. Þar er að finna yfirlit, sem gagnáfrýjandi hefur lagt fyrir sakadóminn yfir skuldir aðaláfrýjandans, Jóhönnu Heiðdal, við sig í september 1983. Nemur skuld hennar samkvæmt yfirlitinu 720.103,60 krónum. Ekki hafa komið fram hér í dóminum gögn til stuðnings yfirliti þessu. Verður að skjali þessu vikið síðar. Skuldabréfum þeim sem mál þetta er risið af er rétt lýst í hinum áfrýjaða dómi. Í texta þeirra er ákvæði um að mál út af þeim megi reka samkvæmt XVII. kafla laga nr. 85/1936 og var svo gert í hér- aðsdómi. Í kæru aðaláfrýjanda, Jóhönnu Heiðdal, til Rannsóknarlögreglu ríkisins segir svo: „Bréf þessi gaf ég út í því skyni að fá nefndan Jóhann Þóri, til að annast sölu þeirra, í þeim tilgangi að greiða 362 honum skuldir mínar við hann, sem og skyldi hann afhenda mér skuldaskil þ.e. víxla samþ. af mér o.fl. og afhenda eftirstöðvar sölu- verðs bréfanna til mín.“ Skýringar gagnáfrýjanda hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins hafa verið nokkuð á reiki um rétt hans til bréfanna. Hann hefur borið að hann hafi tekið bréfin til að athuga möguleika á að „„gera þau að peningum““. Öðru sinni kvaðst hann eiga bréfin en féll síðar frá þeirri staðhæfingu og taldi sig þá hafa haldsrétt í þeim. Í kvittun fyrir viðtöku þeirra segist hann hafa móttekið þau „til athugunar““. Þykir því eiga að leggja skýrslu Jóhönnu Heiðdal um þetta efni til grundvallar í málinu. Þá ber og að miða við þá staðhæfingu hennar að við afhendingu hafi bréfin hvorki verið gefin út á nafn né til handhafa. Af gögnum málsins kemur fram að Jóhanna Heiðdal og gagn- áfrýjandi hafa átt saman einhver fjármálaviðskipti, þótt ekki verði af þeim ráðið hvernig þau viðskipti stóðu er gagnáfrýjandi fékk skuldabréfin í hendur. Í upplýsingaskýrslu Rannsóknarlögreglu rík- isins 4. ágúst 1983 er skuld Jóhönnu við gagnáfrýjanda talin 437.999,00 krónur auk vaxta og kostnaðar. Þessu uppgjöri hefur hann mótmælt. Hann hefur lagt fram yfirlit yfir skuldastöðu Jóhönnu við sig í september 1983, sem sýnir skuld að fjárhæð 720.103,60 krónur. Í því uppgjöri eru Jóhönnu m.a. taldir til skuldar tveir 100.000,00 króna víxlar með gjalddaga 25. apríl 1983 að viðbættum dráttarvöxtum af þeim frá gjalddaga til 25. september 1983 50.000,00 krónur. Hinum umdeildu skuldabréfum er haldið utan við þessi uppgjör. Við málflutning fyrir Hæstarétti mótmælti umboðsmaður Jóhönnu Heiðdal þessu uppgjöri gagnáfrýjanda. Þótt fallist yrði á að gagnáfrýjanda hafi verið heimilt að skrá sig eiganda að skuldabréfunum að því marki, sem hann greiddi skuldir Jóhönnu, er eigi sannað að uppgjör yfir þær hafi hann lagt fram fyrr en í sakadómi Reykjavíkur 11. mars 1985. Eigi hefur hann heldur sérgreint þann hluta skuldabréfanna er hann kann að eiga með réttu og verður skuldayfirlit hans frá í september 1983 ekki lagt til grundvallar í því efni. Að öðru leyti var Jóhanna eigandi skuldabréfanna og brast gagnáfrýjanda heimild til að skrá sig sem eiganda þeirra. Því mátti hann ekki ganga að henni um greiðslu þeirra svo sem hann gerði í máli þessu. Ólíklegt þykir að til þess hafi verið ætlast að hin prentuðu ákvæði 363 í skuldabréfaeyðublöðunum um málssókn eftir reglum XVII. kafla laga nr. 85/1936 hafi átt að taka til málssóknar af hendi gagnáfrýj- anda án tillits til þess hvort hann gerði jafnframt fulla grein fyrir þeim fjárkröfum á hendur Jóhönnu sem hann taldi eignarrétt sinn yfir bréfunum helgast af. Ekki eru komin fram af hendi gagnáfrýj- anda nægileg gögn um skuldagreiðslur hans fyrir hana. Skýrslur hans sjálfs um rétt hans til bréfanna eru á reiki, þar á meðal um það hvort hann hafi ráðstafað bréfunum til þriðja aðilja, annað- hvort til eignar eða til tryggingar, þannig að sá aðili sé nú réttur handhafi þeirra. Þegar þetta er virt þykir svo mikið bresta á glöggan málatilbúnað af hendi gagnáfrýjanda að ómerkja beri hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð og vísa málinu ex officio frá bæjarþinginu og fella úr gildi hina áfrýjuðu fjárnámsgerð. Eftir þessum málalokum ber að dæma gagnáfrýjanda til að greiða aðaláfrýjendum málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti er þykir hæfilega ákveðinn 50.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð eru ómerkt og er mál- inu vísað frá héraðsdómi ex officio. Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er úr gildi felld. Gagnáfrýjandi, Jóhann Þórir Jónsson, greiði aðaláfrýjend- um, Jóhönnu Heiðdal, Önnu Heiðdal og Maríu Waltersdóttur, málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, 50.000,00 krónur, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 31. janúar 1984. I. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 23. janúar sl., er höfðað fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur af Jóhanni Þóri Jónssyni, nnr. 4980-0150, Meistaravöll- um $, Reykjavík, gegn Jóhönnu Heiðdal, nnr. 5026-5846, Maríubakka 8, Reykjavík, Önnu Heiðdal, nnr. 0339-0098, Bláskógum 4, Reykjavík og Maríu G. Waltersdóttur, nnr. 6459-6063, Asparfelli 10, Reykjavík, með áskorunarstefnu birtri 26. og 30. nóvember 1983. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmd til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 1.155.066,00 ásamt 50 dráttarvöxtum á mánuði frá 1. júní til 21. október 1983, en með 4,75%0 dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 21. nóvember s.á., en með 4% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi 364 til greiðsludags, svo og til greiðslu alls málskostnaðar samkvæmt lágmarks- gjaldskrá LMFÍ. Dómkröfur stefndu eru þær aðallega að sýknað verði af öllum kröfum stefnanda, en til vara að stefnukröfur verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefjast stefndu málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Máli þessu var vikið til venjulegrar málsmeðferðar undir rekstri málsins. Sáttaumleitan dómara hefur ekki borið árangur. II. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að um sé að ræða skuld samkvæmt 20 skuldabréfum, hverju að fjárhæð kr. 50.000,00, útgefnum í Reykjavík af stefndu Jóhönnu Heiðdal þann 22. apríl 1983 en með sjálfskuldarábyrgð stefndu Önnu Heiðdal og Maríu G. Waltersdóttur og hafi gjalddagi allra bréfanna verið 1. júní 1983. Ekki hafi verið greitt á gjalddaga eða síðar og sé því öll fjárhæð bréfanna í gjalddaga fallin samkvæmt ákvæðum þeirra sjálfra. Málsókn þessi sé því nauðsynleg. Öll hafi bréfin verið vísitölubund- in samkvæmt lánskjaravísitölu með grunnvísitölu 569 en 1. júní 1983 hafi lánskjaravísitalan verið 656 og hafði því hækkað um 87 stig eða 15,29%. Auk þess skyldi fjárhæðin bera 2% ársvexti þ.e. höfuðstóll skuldarinnar hafi verið kr. 1.155.066 þann 1. júní 1983 og hafði því hækkað um kr. 155. 066,00. Stefnandi vísar til laga nr. 97/1978 máli sínu til stuðnings. Af hálfu stefndu, Jóhönnu Heiðdal, er málavöxtum þannig lýst að hún hafi afhent stefnanda skuldabréfin 20 til sölumeðferðar. Bréf þessi hafi eigi verið gefin út á nafn er afhending þeirra átti sér stað og hafi þau því eigi verið í samræmi við 39. gr. laga nr. 13/1979. Svo sem fram komi á dskj. nr. 24 hafi stefnda Jóhanna gefið bréf þessi út í þeim tilgangi m.a. að greiða stefnanda skuldir við hann og skyldi stefnandi afhenda stefndu eftirstöðvar bréfanna. Eftir móttöku bréfanna hafi stefnandi hvorki afhent stefndu þau aftur né heldur gert nokkur fullnaðarskil eða útlistun á ráðstöfun bréfanna. Rannsókn, sem fram hafi farið vegna meintrar ólöglegrar meðferðar og ráðstöfunar stefnanda á greindum skuldabréfum, hafi leitt í ljós að hann hafi ráðstafað strax ólöglega bréfunum til Jóns Hjaltasonar, Melabraut 59, Seltjarnarnesi. Í kjölfar þessarar rannsóknar hafi nú nýverið verið gefin út ákæra á hendur stefnanda m.a. vegna meintra fjárdráttarbrota hans í tengslum við greind skuldabréf. Stefnda Jóhanna byggir aðalkröfu sína um sýknu í málinu á þeim grund- velli að um fölsun sé að ræða samkvæmt c-lið 208. gr. eml. nr. 85/1936. Af hálfu stefndu er fullyrt að er hún hafi afhent stefnanda máls þessa um- getin skuldabréf hafi bréfin ekki borið með sér neinn kröfuhafa, þ.e.a.s. óútfyllt hafi verið sú lína í skjölunum þar sem standi „viðurkenni hér með 365 að skulda ...... ““, Virðist því sem stefnandi hafi einhvern tíma eftir afhend- ingu skuldabréfanna vélritað nafn sitt og heimilisfang í línu þessa. Telur stefnda að með þessu hafi stefnandi breytt efni skuldabréfanna að verulegu leyti svo telja verði að jafnist á við fölsun á innihaldi skjalanna, breytingu er gerð hafi verið án samþykkis, vitundar eða með tilkynningu til skuldara og sjálfskuldarábyrgðarmanna hennar, stefndu Önnu Heiðdal og Maríu G. Waltersdóttur. Telur stefnda Jóhanna og að niðurlagsorð 10. og 17. gr. víxillaga nr. 93/1933 heimili henni að koma fram með varnir í innheimtu- máli þessu. Varakröfu sína byggir stefnda Jóhanna á því að í máli þessu sé stefnandi að krefjast greiðslu á allri skuldinni samkvæmt skuldabréfunum á dskj. nr. 3-22, þ.e. höfuðstól, auk verðbóta, vaxta og dráttarvaxta, eins og það væri hin raunrétta skuld stefndu við stefnanda, þrátt fyrir fulla vitneskju stefnanda um það að stefnda Jóhanna skuldi mun minni fjárhæð til hans en efni bréfanna gefi tilefni til. Stefnandi hafi engin fullnaðarskil gert til stefndu á ráðstöfun þess er hann hafi móttekið þann 24. apríl 1983 og sé því haldið fram af stefndu að hin raunverulega skuld hennar við stefnanda sé mun lægri en stefnukröfur máls þessa. Af hálfu stefndu Önnu Heiðdal og Maríu G. Waltersdóttur er tekið fram varðandi málavexti að í aprílmánuði 1983 hafi stefnda Jóhanna leitað til þeirra og beðið þær um að skrifa uppá skuldabréf þau sem um ræði í máli þessu. Þegar stefndu höfðu ritað nöfn sín á skuldabréfin, dskj. nr. 3-22, sem eru lánskjaravísitölutryggð, hafi verið óútfyllt sú lína sem geri ráð fyrir kröfuhafa bréfanna. Síðar hafi átt sér stað sú breyting á bréfum þessum að inná þau sé ritað nafn stefnanda máls þessa, Jóhanns Þóris Jónssonar. Stefndu Anna og María byggja sýknukröfu sína á því að sú breyting, sem orðið hafi á bréfunum er nafn stefnanda hafi verið ritað inná þau, sé síðari tíma breyting og algerlega án samþykkis stefndu. Umrædd skulda- bréf séu verðtryggð og samkvæmt 39. gr. laga nr. 13/1979 sé óheimilt að slík bréf séu gefin út sem handhafabréf, þ.e. bréfin verði að vera stíluð á ákveðið nafn. Þar sem svo hafi eigi verið séu bréfin því ómerk og skapi engan rétt nema því aðeins að leitað hafi verið eftir samþykki stefndu til breytinga á því. Eftir slíku samþykki hafi eigi verið leitað, hvorki af hálfu Jóhönnu Heiðdal, stefndu í máli þessu, né stefnanda málsins. Á meðan slík breyting á bréfunum hafi ekki verið samþykkt af hálfu stefndu verði ekki talið að til ábyrgðar hafi stofnast á hendur þeim. Varðandi sýknukröfu sína að öðru leyti vísa stefndu Anna og María til greinargerðar meðstefndu Jóhönnu um þar framsettar málsástæður. Varakröfu sína um lækkun stefnukrafna byggja stefndu, Anna og María, á sömu rökum og fram hafa verið sett í því efni af hálfu meðstefndu, Jóhönnu Heiðdal. 366 II. Skuldabréf þau, sem mál þetta er risið af, hafa verið lögð fram í málinu. Samkvæmt ákvæðum bréfanna sjálfra má reka mál út af þeim fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur samkvæmt ákvæðum 17. kafla laga nr. 85/1936. Hefur málið og verið sótt og varið fyrir dóminum á grundvelli þeirrar málsmeð- ferðar. Greind skuldabréf eru 20 talsins, hvert að fjárhæð kr. 50.000,00 eða samtals að nafnverði kr. 1.000.000,00 og eru þau öll útgefin af stefndu, Jóhönnu Heiðdal, hinn 22. apríl 1983. Eru bréf þessi bundin lánskjaravísi- tölu með grunnvísitölu 569. Bréfin eru með sjálfskuldarábyrgð stefndu Önnu Heiðdal og Maríu G. Waltersdóttur. Nafngreindur kröfuhafi bréf- anna er stefnandi Jóhann Þórir Jónsson. Svo sem rakið hefur verið byggja stefndu sýknukröfu sína í málinu á því að stefnandi hafi heimildarlaust skráð nafn sitt sem kröfuhafa skulda- bréfanna og jafngildi það fölsun á innihaldi skjalanna í skilningi 208. gr. eml. Stefnandi hefur mótmælt því að varnir stefndu komist að í málinu. Skuldabréf þessi, sem hafa að geyma ákvæði um verðtryggingu, bar að skrá á nafn samkvæmt ákvæðum 39. gr. laga nr. 13/1979. Með nafnskrán- ingu stefnanda á bréfin var það skilyrði greindra laga uppfyllt í raun. Ekki þykir unnt að fallast á það sjónarmið stefndu að nafnskráning stefnanda að þessu leyti jafngildi fölsun á innihaldi skjalanna, sú málsástæða lýtur að heimildarskorti og verður ekki gegn mótmælum stefnanda komið að sem vörn í máli þessu samkvæmt 208. gr. eml. nr. 85/1936. Varakrafa stefndu um lækkun stefnukrafna er varnarástæða sem ekki verður heldur gegn andmælum stefnanda komið að í málinu samkvæmt ákvæðum 208. gr. eml. Í greindum skuldabréfum eru ákvæði þess efnis, að verði ekki staðið í skilum með greiðslu vaxta og afborgana á réttum gjalddögum, þá sé heimilt að fella alla skuldina í eindaga fyrirvaralaust og án uppsagnar. Fyrsti gjalddagi allra bréfanna var |. júní 1983. Af stefn- anda hálfu er á því byggt, að engin greiðsla hafi farið fram af bréfunum, hvorki á gjalddaga né síðar. Skuldabréfin bera ekki með sér að af þeim hafi verið greitt og því er heldur ekki haldið fram af hálfu stefndu. Kröfu- gerð stefnanda samrýmist ákvæðum bréfanna um verðtryggingu og vexti og þar sem ekki hafa komið fram sérstök mótmæli varðandi kröfugerðina reikningslega ber að leggja hana til grundvallar dómi í málinu. Samkvæmt framansögðu verður niðurstaða málsins sú að taka ber stefnukröfurnar til greina og dæma stefndu til að greiða stefnanda kr. 1.155.066,00 með 5% dráttarvöxtum á mánuði frá |. júní 1983 til 21. október 1983, með 4,75% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 21. nóvember 1983, með 4% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 21. 367 desember 1983, en frá þeim degi ber að reikna 3,25% dráttarvexti á mánuði til 21. janúar 1984, en frá þeim degi reiknast 2,5% dráttarvextir á mánuði til greiðsludags. Þá ber að dæma stefndu til að greiða málskostnað, sem telst hæfilega ákveðinn kr. 60.000,00. Eggert Óskarsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Jóhanna Heiðdal, Anna Heiðdal og María G. Walters- dóttir, greiði stefnanda, Jóhanni Þóri Jónssyni, kr. 1.155,066,00 með SUýÝ dráttarvöxtum á mánuði frá 1. júní 1983 til 21. október 1983, með 4,75% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 21. nóvember 1983, með 4% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 21. desember 1983, með 3,25% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 21. janúar 1984, en með 2,5%0 dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags og kr. 60.000,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 13. febrúar 1986 Nr. 61/1984. Jón Bjarni Þórðarson (Sigurður H. Guðjónsson hdl.) segn Reykjavíkurborg og (Gunnar Eydal hdl.) Grétari Bernódussyni (Eiríkur Tómasson hrl.) Stjórnsýsla. Samningar. Fasteignir. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason og Þór Vilhjálmsson. 368 Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunar- stefnu 5. apríl 1984. Krefst hann þess, að báðum stefndu verði gert að þola ógildingu á kvöldsöluleyfi því, sem gefið var út af stefnda Reykjavíkurborg þann 13. október 1981 til handa stefnda Grétari og báðum stefndu verði gert að þola dóm til viðurkenningar á því, að stefnda Grétari sé óheimilt að reka sælgætis-, ís- eða matvöru- verslun á fasteigninni Arnarbakka 2-6 í Reykjavík, nema með leyfi áfrýjanda. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefndu annaðhvort in solidum eða pro rata. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og jafnframt verði áfrýjanda gert að greiða þeim hvorum um sig máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Samkvæmt málflutningi verður að miða við það að stefndi Grétar hafi mótmælt skilyrði því er áfrýjandi setti er hann samþykkti stækkun hússins Arnarbakka 2. Að svo vöxnu máli verður að telja að nauðsyn hafi borið til þess að áfrýjandi gerði reka að því að afla viðurkenningar stefnda Grétars og annarra eigenda Arnarbakka 2 á því að þeir féllust á umrætt skilyrði áður en lengra var haldið með bygginguna en neytti að öðrum kosti lagaúrræða til að stöðva framkvæmdir. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann. Rétt þykir að hver aðili beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæsta- rétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. mars 1984. Mál þetta, sem var dómtekið 23. febrúar sl., hefur Jón B. Þórðarson, nnr. 5203-5236, Stigahlíð 67, Reykjavík, höfðað fyrir dóminum á bæjar- þingi 17. desember 1981 á hendur borgarstjóranum í Reykjavík f.h. Reykja- víkurborgar og Grétari Bernódussyni, nnr. 2735-5544, Fljótaseli 14, Reykja- vík. Þann 26. ágúst 1966 gaf borgarráð Reykjavíkur stefnanda kost á lóð undir verslunarhús við Arnarbakka undir kjöt- og nýlenduvöruverslun. 369 Þann 9. apríl 1968 gaf borgarráð stefnda Grétari kost á lóð undir rakara- stofu í verslunarmiðstöð við Arnarbakka. Þann 9. maí 1969 leigði borgar- stjóri stefnanda ásamt Mjólkursamsölunni og Sveinabakaríinu h/f lóðina nr. 4-6 við Arnarbakka til að reisa á henni verslunarhús, þ.e. kjöt- og ný- lenduvöruverslun, mjólkurbúð og brauðgerð. Þann 28. janúar 1971 leigði borgarstjóri stefnda Grétari ásamt 4 öðrum aðilum lóðina nr. 2 við Arnar- bakka. Var stefnda leigð lóðin að sínum hluta fyrir rakarastofu. Í báðum samningunum er tekið fram að lóðin Arnarbakki 2-6 sé ein og óskipt. Þann 12. maí 1971 veitti borgarráð stefnanda leyfi til kvöldsölu Segnum söluop í verslun hans að Arnarbakka 4-6, og þann 5. október 1971 heimilaði borgarráð stefnanda kvöldsölu að Arnarbakka 2 til bráðabirgða. Þann 27. nóvember 1973 samþykkti borgarráð að fella úr lóðarsamningi um Arnar- bakka 2 upphafsákvæðin, þar sem fjallað er um skiptingu milli lóðarhafa eftir notkun húsnæðis. Þann 8. október 1975 var opnuð ísbúð í húsnæði stefnda að Arnarbakka 2. Þann 8. júní 1976 veitti borgarráð kvöldsöluleyfi til sölu á mjólkurísvörum í húsnæði stefnda. Þann 25. september 1980 samþykktu eigendur Arnarbakka 4-6 stækkun á verslunarhúsinu að Arnar- bakka 2, en stefnandi þó með þeim fyrirvara, að aldrei yrði gefið leyfi til sælgætis- ís- eða matvöruverslunar í húsinu. Þann 13. október 1980 var veitt byggingarleyfi fyrir stækkuninni. Á árinu 1980 hóf stefndi rekstur verslunar með sælgæti og tóbaksvörur o.fl. í húsnæði sínu að Arnarbakka 2 og þann 13. október 1981 veitti borgarráð stefnda kvöldsöluleyfi. Mun fundargerð borgarráðs um þennan fund hafa verið afgreidd í borgarstjórn athugasemdalaust. Upphaflega var þess aðallega krafist af hálfu hinna stefndu, að málinu yrði vísað frá dómi, en þeirri kröfu var hrundið með úrskurði dómsins 5. Júlí 1982. Endanlegar dómkröfur aðila eru sem hér segir: Stefnandi krefst þess að báðum hinum stefndu verði gert að þola ógild- ingu á kvöldsöluleyfi því sem gefið var út af stefnda Reykjavíkurborg þann 13. október 1981 til handa stefnda Grétari og að báðum stefndu verði gert að þola dóm til viðurkenningar á því, að stefnda Grétari sé óheimilt að reka sælgætis-, ís- eða matvöruverslun á fasteigninni Arnarbakka 2-6 í Reykjavík, nema með leyfi stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi hinna stefndu in solidum eða pro rata eftir ákvörðun dómsins. Af hálfu hinna stefndu er krafist sýknu og málskostnaðar að mati dómsins. Kröfur sínar reisir stefnandi aðallega á því, að um starfsemi eigenda Arnarbakka 2-6 skuli fara eftir því sem segir í lóðarleigusamningunum, en að einhliða breyting á samningunum af hálfu stefnda borgarstjórnar sé ógild, m.a. af þeim sökum að eigendum Arnarbakka 4-6 hafi ekki verið gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna, svo og sökum þess að einn eig- 24 370 enda skv. lóðarleigusamningi hafi verið breytingunni mótfallinn, en að breyting þessi hafi þurft samþykki allra lóðarleiguhafa Arnarbakka 2-6 þar sem þeir hafi átt lóðarréttindin í sérstakri sameign. Ennfremur er byggt á því af hálfu stefnanda, að sá réttur, sem stefnanda var veittur með leigu- samningnum, lúti reglum eignarréttar og að hann verði hvorki beint né óbeint skertur. Þá er því haldið fram að stefndu hafi með veitingu byggingarleyfis og með því að hefja byggingarframkvæmdir án þess að hreyfa mótmælum fallist á skilyrði stefnanda fyrir samþykki við byggingarframkvæmdum varðandi stækkun á Arnarbakka 2. Af hálfu borgarstjórnar er því haldið fram, að lóðin nr. 2, 4 og 6 við Arnarbakka sé eingöngu talin óskipt lóð af skipulagsástæðum, en að stefn- andi hafi hins vegar engin réttindi öðlast yfir lóðinni nr. 2 við Arnarbakka. Í lóðarleigusamningunum eru taldar þær kvaðir sem á lóðinni hvíla. Eru þær um bílastæði, veg, útlit húsa, hæð, aðkomu o.fl., vatnsæð og ræsi. Af hálfu borgarstjórnar er á það bent að í þessari upptalningu séu engin ákvæði um kvaðir eða skilyrði er veiti einstökum aðilum sérstök forréttindi eða takmarki athafnarétt annarra lóðarhafa eða að samningarnir eða breyt- ingar á þeim séu háð samþykki annarra aðila. Sérstaklega er vakin athygli á því að í fyrri samningnum sé ekkert ákvæði sem gefi til kynna hvers efnis samningurinn um Arnarbakka 2 eigi að vera. Þeirri staðhæfingu stefnanda að hann hafi öðlast tiltekin réttindi við gerð síðari samningsins er sérstak- lega mótmælt á þeim grundvelli að hann sé ekki aðili að þeim samningi. Varðandi ákvæði þau, sem felld voru brott úr samningi um Arnarbakka 2, er því haldið fram af hálfu borgarstjórnar að þau hafi verið sett einhliða af borgaryfirvöldum í upphafi við skipulag og úthlutun, en síðan verið felld inn í lóðarsamninginn. Því er haldið fram að borgaryfirvöld hafi með sam- þykki meirihluta lóðarhafa verið heimilt að fella þessi ákvæði niður. Á það er bent að einungis einn lóðarhafi að Arnarbakka 2 hafi lyst sig andvígan breytingunni, en að hann hafi ekki véfengt ákvörðun borgaryfir- valda og sé ekki aðili að máli þessu. Þá er því haldið fram til vara af hálfu borgarstjórnar, að stefnanda hafi verið kunnugt um breytingu á lóðarsamn- ingi um Arnarbakka 2 allt frá árslokum 1973 og að hann geti nú sakir aðgerðarleysis ekki borið fyrir sig að breytingin hafi brotið rétt á honum eða öðrum. Loks er því haldið fram af hálfu borgarstjórnar að stefnanda hafi með lóðarúthlutun og síðar með gerð lóðarsamnings verið veittur réttur til byggingar og reksturs kjöt- og nýlenduvöruverslunar, en að í þessum rétti felist engin skylda fyrir borgaryfirvöld til að veita honum leyfi til kvöldsölu; kvöldsöluleyfi til hans hafi verið sjálfstæð ákvörðun byggð á reglugerð nr. 137/1971; úthlutun lóðarinnar feli því á engan hátt í sér einka- rétt honum til handa til kvöldsölu, en jafnvel þótt talið verði að breyting 371 á lóðarsamningnum hafi verið óheimil, verði ekki séð að sú niðurstaða geti út af fyrir sig leitt til ógildingar á kvöldsöluleyfinu eða að stefnandi eigi yfirleitt nokkra aðild að því máli. Af hálfu stefnda Grétars er lögð megináhersla á að ekki verði annað ráðið af gögnum en að lóðirnar Arnarbakki 2 og Arnarbakki 4-6 séu tvær lóðir í lagalegum skilningi, þótt þær í skipulagslegu tilliti teljist ein og óskipt. Þegar af þeirri ástæðu telur þessi stefndi, að borgaryfirvöldum hafi verið óskylt að leita álits stefnanda þegar gerð var breyting á lóðarsamn- ingnum um Arnarbakka 2. Bent er á að ákvæðinu um skiptingu fyrirhugaðs húsnæðis eftir notkun hafi alls ekki verið fylgt í reynd, m.a. hafi stefnandi sjálfur átt hlut að því að víkja frá þessum ákvæðum og í verki, eða a.m.k. með aðgerðarleysi sínu fallist á að vikið væri frá umræddum samnings- ákvæðum. Verði engu að síður fallist á þá staðhæfingu stefnanda að upp- hafsákvæðin í samningnum um Arnarbakka 5 (sic) standi enn óhögguð er því haldið fram að ráðið verði af lóðarsamningnum að leyfi stefnanda til að reisa verslunarhús hafi aðeins náð til kjöt- og nýlenduvöruverslunar, en ekki verslunar með sælgæti og þess háttar. Þótt stefnanda hafi síðan verið veitt kvöldsöluleyfi hafi hann ekki öðlast neinn einkarétt á verslun með sælgæti o.þ.h., ákvörðun borgarráðs um að veita stefnda kvöldsöluleyfi hafi því á engan hátt brotið gegn rétti stefnanda. Því er haldið fram að engir þeir annmarkar hafi verið á ákvörðun borgaryfirvalda að ógildingu varði. Loks er því haldið fram að ekki sé unnt að veita aðila svo bindandi sé einkarétt á borð við þann sem stefnandi byggir aðalkröfu sína á og að ekkert réttarsamband hafi stofnast milli stefnanda og stefnda; telji stefn- andi sig órétti beittan eigi hann þann einan kost, að krefjast skaðabóta úr hendi borgarsjóðs. Til vara er því haldið fram, að um sé að ræða íviln- andi stjórnarathöfn sem hvorki verði afturkölluð né henni breytt nema sérstakt tilefni gefist til, svo sem það að brotið hafi verið gegn reglum þeim sem um kvöldsöluleyfi gilda, en því sé ekki til að dreifa. Í bréfi stefnanda til borgarráðs 27. ágúst 1969 er staðhæft að frá upphafi hafi verið gengið út frá því að í hans eignarhluta væri aðstaða fyrir fiskbúð og sælgætis- og tóbaksverslun, en að einhverra hluta vegna hafi láðst að geta þess í lóðarsamningnum. Óskar hann í bréfi þessu eftir því að gerður verði viðbótarlóðarsamningur þar sem tilgreint verði að fyrrnefndri starf- semi sé ætluð aðstaða í hans eignarhluta, enda sams konar starfsemi þá ekki leyfð í öðrum byggingum á lóðinni Arnarbakka 2-6. Við þessari beiðni hefur ekki verið orðið. Fram kemur í gögnum málsins að stefnandi á 49,56% í heildareigninni Arnarbakka 2-6, en stefndi 6,5%. Fram kemur í málinu að einungis hefur verið gerð könnun á því hjá aðilum að lóðarsamningi um Arnarbakka 2 hvort þeir gætu fallist á að felld yrðu ákvæði úr lóðarsamningi þeirra. 372 Í bréfi stefnanda til borgarráðs, dags. 18. ágúst 1975, er skýrt frá því, að þann dag hafi verið byrjað á innréttingu ísbúðar í verslunarhúsnæði stefnda Grétars og því mótmælt harðlega að veitt verði leyfi til reksturs á ísbúð eða annars konar starfsemi sem stefnanda hafi verið úthlutað sér- staklega í húsnæði að Arnarbakka 2, 4 og 6. Í svarbréfi borgarlögmanns, dags. 28. ágúst 1975, segir að ekki verði séð, að lóðarsamningur veiti stefn- anda einkarétt til rekstrar ísbúðar gagnvart lóðarhöfum Arnarbakka 2 og lögð áhersla á að öll ákvæði lóðarsamnings um það hvaða starfsemi megi fara fram að Arnarbakka 2 hafi verið felld úr gildi. Upphaflega veitti borgarráð stefnda kvöldsöluleyfi þann 30. desember 1980. Þann 15. janúar 1981 tilkynnti stefnandi stefnda, að hann sætti sig ekki við að rekin yrði kvöldsala að Arnarbakka, þannig að í bága færi við lögverndaðan rétt hans. Þann 5. febrúar 1981 felldi borgarstjórn kvöldsöluleyfi stefnda úr gildi. Í skeyti stefnda Grétars til stefnanda dags. 22. júní 1981 segir að hann hafi dregið til baka samþykki sitt við stækkun Arnarbakka 2 og krafist þess að bygginganefnd afturkallaði byggingarleyfi, en tekið er fram að stefndu telji skilyrði stefnanda ekki eiga við nein rök að styðjast. Þann 15. júlí 1981 lýstu meðeigendur stefnda að Arnarbakka 2 því yfir, að þeir létu afskiptalaust fyrir sitt leyti að rekin væri sælgætis-, ís- og matvöru- verslun í húsnæðinu, og féll þá stefndi frá kröfu sem hann hafði gert um lögbann við byggingarframkvæmdum, en tilkynnti jafnframt stefnanda að hann teldi skilyrði það sem stefnandi hafði sett fyrir stækkun húseignar- innar löglaust. Álit dómsins. Á það þykir verða að fallast með stefndu að í samningi stefnanda og stefnda borgarstjórnar frá 9. maí 1969 felist ekki sérstök heimild fyrir stefn- anda til að reka kvöldsölu með mjólkurís, sælgæti, tóbaksvörur og þess háttar. Síðar veitt kvöldsöluleyfi til stefnanda á Arnarbakka 4-6 og Arnar- bakka 2 þykir ekki fela í sér breytingu á lóðarsamningnum, og stefnandi þykir ekki hafa sýnt fram á, að í samningnum eða leyfisveitingunni felist einkaréttur honum til handa til að reka kvöldsölu á lóðinni nr. 2-6 við Arnarbakka. Þá þykir verða að fallast á það með stefndu að í hvorugum lóðarsamningnum felist kvöð sem stefnandi geti byggt rétt á, um að ekki megi fara fram önnur starfsemi á lóðinni en sú sem nefnd er í þeim ákvæð- um samninganna þar sem kveðið er á um í hvaða skyni lóðin er leigð. Hins vegar þykir verða að fallast á það með stefnanda að gögn málsins beri ekki annað með sér en að lóðin nr. 2-6 við Arnarbakka sé ein og óskipt. Af því leiðir að telja verður að lóðarhafar eigi samaðild að lóðarréttindunum. Hins vegar virðast þau réttindi, sem tengjast byggingum á lóðinni, vera 373 skipt með þeim hætti að stefnandi geti ekki hlutast til um hagnýtingu hús- rýmis á byggingarreit nr. 2 við Arnarbakka á grundvelli reglna um sérstaka sameign. Á hinn bóginn leiðir það af rétti stefnanda sem aðila að lóðarrétt- indum yfir hinni óskiptu lóð, að stækkun bygginga á lóðarreit nr. 2 við Arnarbakka var háð samþykki hans að því leyti sem hún fól í sér skerðingu á lóðinni. Stefnandi gat því neitað að fallast á stækkun hússins nr. 2 við Arnarbakka, og hann gat sett lögmæt skilyrði fyrir samþykki til stækkunar. Svo sem mál þetta er vaxið virðist verða að líta svo á að þeir sem að stækk- uninni stóðu hafi stækkað húsið án þess að skeyta um skilyrði stefnanda, og ósannað verður að telja að stefndi hafi í orði eða verki fallist á skilyrðið. Hann virðist þvert á móti hafa mótmælt því harðlega. Stefnandi neytti ekki réttar til að stöðva framkvæmdir og lét afskiptalaust að húsið væri stækkað. Með þessu þykir hann ekki hafa aflað sér þeirra réttarstöðu að hann geti nú byggt rétt á skilyrði því sem hann setti með þeim hætti sem gert er í máli þessu. Atvinnurekendur verða almennt að sætta sig við samkeppni og hvorki er að finna í reglum íslensks nábýlisréttar né öðrum almennum réttarreglum takmarkanir á rétti til að stofna til atvinnurekstrar í samkeppni við rekstur sem þegar er hafinn í nágrenninu. Þegar af þeim ástæðum, sem hér hafa verið raktar þykir verða að fallast á sýknukröfu stefndu og þykir þá ekki þörf á að taka frekari afstöðu til málsástæðna aðila. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Grétar Bernódusson og borgarstjórinn í Reykjavík f.h. borgarstjórnar Reykjavíkur, skulu vera sýknir af öllum kröfum stefn- anda Jóns Bjarna Þórðarssonar. Málskostnaður fellur niður. 374 Fimmtudaginn 13. febrúar 1986. Nr. 20/1985. Erla Þorsteinsdóttir gegn Elliða N. Guðjónssyni Kærumál. Þinglýsing. Veðsetning. Óskipt sameign. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Sóknaraðili hefur með kæru 8. nóvember 1985, sem barst Hæsta- rétti 27. janúar 1986, kært þá ákvörðun þinglýsingardómarans í Garðakaupstað að þinglýsa þremur yfirlýsingum varnaraðila um flutning veðs af fasteigninni Lyngás 11 í Garðakaupstað á eignar- hluta hans í eigninni Lindarflöt 37 í Garðakaupstað og einu trygg- ingarbréfi þar sem varnaraðili veðsetti eignarhluta sinn í þeirri fast- eign. Sóknaraðili gerir þær dómkröfur að hinar kærðu þinglýsingar- athafnir verði felldar úr gildi og þinglýsingardómara verði gert að afmá þinglýsingu skjalanna nr. 12874-12877/1985 úr þinglýsingar- bók Garðakaupstaðar. Sóknaraðili krefst kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst þess að þinglýsing nefndra skjala verði staðfest og heimiluð. Hann krefst og kærumálskostnaðar úr hendi sóknar- aðila. Mál þetta sætir kæru til Hæstaréttar samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 39/1978. Samkvæmt kærunni varðar málið eftirtalin skjöl: „1. Yfirlýsingu Elliða N. Guðjónssonar dags. 8. okt. 1985 um flutning veðs af Lyngási 11, Garðabæ, á 5. veðrétti í fasteigninni Lindarflöt 37, Garðabæ, til tryggingar skuld við Samvinnubanka Íslands hf., kr. 500.000,00. Yfirlýsingin er móttekin til þinglýsingar 25. okt. 1985, merkt sem skjal nr. 12876 og innfærð 29. okt. 1985 í veðmálabók. 2. Yfirlýsingu Elliða N. Guðjónssonar dags. 8. okt. 1985 um flutning veðs af Lyngási 11, Garðabæ, á 6. veðrétt í fasteigninni Lindarflöt 37, Garðabæ, til tryggingar skuld við Samvinnubanka 375 Íslands hf., kr. 60.000,00. Yfirlýsingin er móttekin til þinglýsingar 25. okt. 1985, merkt sem skjal nr. 12877 og innfærð 29. okt. 1985 í veðmálabók. 3. Yfirlýsingu Elliða N. Guðjónssonar dags. 8. okt. 1985 um flutning veðs af Lyngási 11, Garðabæ, á 7. veðrétt í fasteigninni Lindarflöt 37, Garðabæ, til tryggingar skuld við Samvinnubanka Íslands hf., kr. 150.000,00. Yfirlýsingin er móttekin til þinglýsingar 25. okt. 1985, merkt sem skjal nr. 12875 og innfærð 29. okt. 1985 í veðmálabók. 4. Tryggingarbréf útg. af Elliða N. Guðjónssyni 11. okt. 1985 til tryggingar skuldum við Samvinnubanka Íslands hf., allt að kr. 500.000,00. Bréfið á að hvíla á 8. veðrétti í húseigninni að Lindar- flöt 37 í Garðabæ. Það var móttekið til þinglýsingar 25. okt. 1985, merkt sem skjal nr. 12874 og innfært 29. okt. 1985 í veðmálabók.““ Þinglýsingardómarinn, Einar Ingimundarson bæjarfógeti í Garðakaupstað, hefur samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 39/1978 sent Hæstarétti greinargerð sína um hinar kærðu dómsathafnir. Segir þar m.a. svo: „,... Það hefur verið venja við þetta embætti að taka til þinglýsingar skjöl, sem eigandi ákveðins hluta fasteignar í óskiptri sameign vill þinglýsa á eignarhluta sinn, enda sé í veðskjöl- um skýrt tekið fram hver sá eignarhluti sé er veðsetja skal. Samkvæmt veðbókarvottorði eiga kærandi og kærði 50% hvort af eigninni nr. 37 við Lindarflöt í Garðakaupstað.““ Sóknaraðili rökstyður kröfu sína um að synja beri um þinglýsingu greindra skjala með. því að aðilar málsins eigi fasteignina Lindarflöt 37 í Garðakaupstað í óskiptri sameign og sé hvorugu heimilt að veð- setja eignina án samþykkis hins. Ekki dugi að veðsetja „„eignarhluta sinn““ eins og varnaraðili hafi gert því eignarhlutinn sé ekki sér- greindur. Hafi þinglýsingardómaranum borið að vísa skjölunum frá þinglýsingu sbr. 2. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 39/1978. Einnig sé ljóst að varnaraðila hafi brostið þinglýsta heimild til að ráðstafa eigninni á þann veg sem í skjölunum greinir og hafi ekki átt að færa þau í fasteignabók sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 39/1978. Krafa varnaraðila er byggð á því að hann hafi fulla heimild til að veðsetja eignarhluta sinn í nefndri fasteign sem aðilar málsins eigi í óskiptri sameign. | Í skjölum þeim sem kæra sóknaraðila beinist að er þess getið að 376 varnaraðili veðsetji eignarhlut sinn í fasteigninni nr. 37 við Lindar- flöt til tryggingar skuldbindingum þeim sem þar greinir. Samkvæmt greinargerð þinglýsingardómarans eiga aðilar málsins fasteign þessa að hálfu hvort í óskiptri sameign. Var varnaraðila heimilt að veð- setja eignarhluta sinn í hinni óskiptu sameign, enda veitir veðsetn- ingin veðhafa eigi meiri rétt til eignarinnar en veðsali á. Verður kröfu sóknaraðila því hafnað. Sóknaraðili greiði varnaraðila 5.000,00 krónur í kærumálskostn- að. Dómsorð: Hinar kærðu athafnir þinglýsingardómarans í Garðakaup- stað eiga að vera Óraskaðar, og hafnað er kröfu sóknaraðila, Erlu Þorsteinsdóttur, um að þinglýsing skjalanna nr. 12874- 12877/1985 verði afmáð úr þinglýsingabók Garðakaupstaðar. Sóknaraðili greiði varnaraðila, Elliða N. Guðjónssyni, 5.000,00 krónur í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 13. febrúar 1986. Nr. 6/1985. Bryjólfur Sveinsson og Tryggingamiðstöðin hf. (Valgarð Briem hrl.) gegn Njáli Harðarsyni (Gunnar Sólnes hri.) Bifreiðar. Umferðarlög. Skaðabætur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. 377 Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar með stefnu 16. janúar 1985 að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. Þeir krefjast þess að hinum áfrýjaða dómi verði breytt, aðallega þannig að þeim verði einungis gert að greiða einn fjórða hluta tjónsins eða 7.254,00 krónur og til vara að þeim verði einungis gert að greiða 14.508,00 krónur, en það sé helmingur tjóns, ásamt vöxtum eins og krafist er. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og að honum verði tildæmdur málskostnaður úr hendi áfrýjenda fyrir Hæstarétti. Árekstur sá, sem mál þetta snýst um, varð á breiðum akvegi með varanlegu slitlagi. Heimreið sú, sem ökumaður bifreiðarinnar A 8583, stefndi hér fyrir dómi, hugðist sveigja bifreið sinni inn á, myndar ekki vegamót við aðalbrautina í skilningi umferðarlaga nr. 40/1968. Bann 3. mgr. 47. gr. umferðarlaga við framúrakstri á vegamótum gildir því ekki á því vegarsvæði sem áreksturinn varð á. Ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar ástæður hafi legið til þess að framúrakstur væri óheimill þarna. Verður að telja að ökumanni bifreiðarinnar A 4604 hafi verið heimilt að aka fram fyrir bifreiðina A 8583 að gættri þeirri varúð sem umferðarlög leggja á ökumenn við framúrakstur. Fallast ber á það með héraðsdómara að ósannað sé að bifreiðinni A 4604 hafi verið ekið óhæfilega hratt umrætt sinn. Einnig ber að fallast á það með héraðsdómara, að telja megi sannað að stefndi (ökumaður A 8583) hafi gefið stefnumerki, þó óupplýst sé hvort hann gerði það í tæka tíð. Það skiptir þó ekki höfuðmáli þar sem stefnumerkjagjöf, þó í tæka tíð væri, firrir ökumann ekki ábyrgð fyrir að aka yfir á aðra akrein eða yfir veg utan vegamóta ef annar ökumaður er að nota þann vegarhelming, hvort sem það er vegna þess að hann kemur á móti eða ekur framúr með lögmætum hætti þar sem slíkt er heimilt. Með því að beygja til vinstri án þess að hafa gengið úr skugga um að hann ylli ekki hættu fyrir aðra umferð braut stefndi ákvæði 4. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 46. gr. umferðarlaga og er það aðalorsök árekstrarins. Svo sem í héraðsdómi greinir er ekkert komið fram í málinu um að ökumaður A 4604 hafi gefið merki um fyrirhugaðan framúrakstur áður en til hans kom. Með því hefur hann brotið ákvæði 2. ml. 4. mgr. 47. gr. umferðarlaga og á því einnig nokkra sök á árekstr- inum. Þykir hæfilegt að skipta sök milli málsaðila, sbr. 68. gr. 378 umferðarlaga, þannig að stefndi beri tvo þriðju hluta tjóns þess sem deilt er um í þessu máli, en áfrýjandi Brynjólfur Sveinsson einn þriðja hluta. Ber því að dæma áfrýjendur in soliðum til þess að greiða stefnda 9.672.00 krónur með 42% ársvöxtum frá 2. febrúar 1983 til 30. júní 1983, en með dómvöxtum sbr. lög nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu, bæði í héraði og fyrir Hætarétti. Dómsorð: Áfrýjendur, Brynjólfur Sveinsson og Tryggingamiðstöðin h/f, in solidum greiði Njáli Harðarsyni 9.672,00 krónur með 420 ársvöxtum frá 2. febrúar 1983 til 30. júní 1983, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Guðmundar Jónssonar hæstaréttardómara. Ég tel að stefndi hafi ekki sýnt næga aðgæslu er hann beygði bifreið sinni til vinstri af hægri vegarhelmingi að heimkeyrslunni að bænum Spyrnu og því eigi hann sök á árekstrinum að hluta. Ég er sammála meirihluta dómara um það að ökumanni A 4604 hafi verið heimilt að aka fram úr A 8583 með þeirri varúð sem umferðarlög mæla fyrir um. Samkvæmt skýrslu lögreglumannanna sem komu á vettvang var hálka á veginum sökum ísingar. Ökumanni ÁA 4604 bar því að sýna ýtrustu varkárni er hann hugðist aka fram úr A 8583 sbr. i-lið 3. mgr. 49. gr. umferðarlaga. Það þykir verða að leggja til grundvallar að ökumaður A 4604 hafi ekki gefið merki um að hann hygðist aka fram úr A 8583. Samkvæmt uppdrætti, sem lögreglumennirnir gerðu af vettvangi, voru hemlaför eftir vinstri hjól A 4604 um 24 m. Eftir áreksturinn hefur bifreiðin farið áfram og út af veginum um 20 m. Ég tel að af þesu megi ráða að ökumaður A 4604 hafi ekki sýnt næga aðgæslu 379 er hann hugðist aka fram úr A 8583 og að hann hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Ég tel hæfilegt að líta svo á að ökumenn bifreiðanna eigi jafna sök á árekstrinum og beri áfrýjendum að bæta tjón stefnda að hálfu. Ég er sammála vaxtaákvæði í atkvæði meirihluta dómara svo og málskostnaðarákvæði þess. Dómur aukadómþings Eyjafjarðarsýslu 3. júlí 1984. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 29. júní sl. að loknum munnlegum málflutningi, hefur Árni Pálsson hdl. höfðað f.h. Njáls Harðarsonar, Smárahlíð 4f, Akureyri, með stefnu útgefinni 22. júní 1983, á hendur Brynjólfi Sveinssyni, Árskógi, Eyjafjarðarsýslu, og Tryggingamiðstöðinni h/f, Aðalstræti 6, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmd til að greiða in solidum kr. 29.015,84 með 42% ársvöxtum frá 2. febrúar 1983 til 30. júní 1983, en með dómvöxtum skv. lögum nr. 56, 1979 frá þeim degi til greiðslu- dags svo og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldsskrá LMFÍ. Dómkröfur stefndu eru þær að þeir verði algerlega sýknaðir af öllum kröfum stefnanda. Til vara að sök verði skipt. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar stefndu til handa að mati dómsins. Málavextir. Samkvæmt stefnu kveður stefnandi málavexti vera þá, að miðvikudaginn 2. febrúar 1983 hafi hann ekið bifreið sinni A-8583 norður Hörgárbraut frá Lónsá. Þegar hann hafi nálgast heimreiðina að bænum Spyrnu þá hafi hann gefið stefnuljós til vinstri og fært bifreið sína að miðlínu vegar. Þegar stefnandi var byrjaður að beygja til vinstri hafi hann orðið var við bifreið- iria A-4604 á eftir sér á mikilli ferð. Hafi stefnandi hætt strax við að beygja og snúið stýrinu til baka, en ekki tekist að koma í veg fyrir árekstur. Hægra framhorn bifreiðarinnar A-4604 hafi rekist á vinstra afturbretti bifreiðar stefnanda og við það snúist til vinstri, en aðalhöggið hafi síðan komið á hurðarpóst og vinstri hurð bifreiðar stefnanda. Skráður eigandi A-4604 hafi verið stefndi Brynjólfur, en ökumaður umrætt sinn Jóhanna Skaftadóttir, Árskógi, Eyjafjarðarsýslu. Bifreiðin hafi verið tryggð lögboðinni ábyrgðartryggingu hjá hinu stefnda vátrygp- ingarfélagi, en það hefur hins vegar neitað bótaábyrgð vegna tjónsins. Sé því málssókn þessi óhjákvæmileg. Í greinargerð lýsa stefndu málavöxtum sem svo, auk þess sem að framan er getið, að ökumaður A-4604 hafi séð bifreiðina A-8583 á undan sér á 380 akbrautinni. Hafi þeirri bifreið verið ekið mjög hægt og vel út í hægri vegarhelmingi og þar sem bifreiðin hafi ekki kveikt stefnuljós eða gefið á annan hátt til kynna að stefnubreyting væri í vændum hafi ökumaður A-4604 ákveðið að aka framúr, en þegar hún var komin alveg að A-8583 hafi sú bifreið sveigt til vinstri í veg fyrir A-4604 í átt að afleggjaranum að bænum Spyrnu og þrátt fyrir hemlun hafi eigi tekist að koma í veg fyrir árekstur þar á staðnum. Farþegi í bifreið stefnanda, Oddur Björn Sveinsson, Lokastíg 5, Reykja- vík, gaf skýrslu fyrir lögreglunni á Akureyri hinn 16. febrúar 1983 um máls- atvik. Hann kvaðst hafa verið farþegi í hægra framsæti A-8583 þegar áreksturinn varð. Hafi stefnandi ekið norður veginn á lítilli ferð. Þegar hann hafi nálgast afleggjarann að Spyrnu hafi hann fært sig í átt að mið- línu. Vitnið kvaðst ekki vita nákvæmlega staðsetnigu bílsins áður en stefn- andi byrjaði að beygja, en bíllinn hafi þó verið töluvert frá hægri kanti. Þá kvaðst vitnið þess fullvisst að ökumaður hafi gefið stefnuljós því það hafi heyrt blikkið frá stefnuljósarofanum. Vitnið kvaðst síðan hafi heyrt hávaða þegar bifreiðin á eftir hemlaði og þá varað stefnanda við hættunni, en hann var þá byrjaður að beygja. Stefnandi hafi þá hætt við að beygja og sveigt til baka, en ekki tekist að forðast áreksturinn. Vitnið taldi hraða A-4604 hafa, miðað við áreksturinn og hemlaför á staðnum, eigi verið minni en 80 km á klst. Stefnandi kveðst byggja kröfu sína í málinu á því að bifreiðastjóri A-4604 hafi valdið tjóninu með gálauslegum akstri sínum. Bifreiðastjóri A-4604 hafi ekki hugað að stefnuljósum á bifreið stefnanda og eigi heldur gefið hljóðmerki um þá ætlun sína að aka framúr bifreið stefnanda. Þá liggi fyrir að ökumaðurinn hafi ekið alltof hratt miðað við aðstæður. Varðandi bótaábyrgð og aðild stefndu vísar stefnandi til 68. gr. umferðarlaga, sbr. 1. mgr. 69. gr. sömu laga með því er varðar eiganda bifreiðarinnar A-4604, en til 74. gr. 2. mgr. og 70. gr. 1. og 3. mgr. sömu laga að því er varðar hið stefnda vátryggingarfélag. Málsástæður stefndu eru þær að ökumaður A-8583 eigi einn sök á óhappi þessu, hann hafi ekið eftir fjölförnum þjóðvegi yst á hægri kanti vegarins og beygt skyndilega í veg fyrir A-4604 án þess að gefa stefnumerki. Stefn- anda hafi undir þessum kringumstæðum borið að gæta fyllstu varúðar þar sem hann beygði af þjóðvegi inn á afleggjara að sveitabæ og því ekki líkur á því að aðrir ökumenn vöruðust slíkt, enda framúrakstur þarna heimil. Ekki verður hann heldur var við A-4604 fyrr en rétt í þann mund er árekstur verður. Það hafi því skort mjög á að stefnandi hafi hugað að umferð fyrir aftan sig áður en hann beygði svo sem honum þó bar. Einnig hafi hann ekið bifreið sinni yst til hægri á akbrautinni og hafi það villt ennfrekar fyrir þeim sem á eftir kæmu um þá fyrirætlun hans að beygja inn á afleggj- 381 arann að bænum Spyrnu. Stefndi telur stefnanda með akstursmáta sínum m.a. hafa brotið eftirtaldar greinar umferðarlaga nr. 49, 1968, þ.e. 1. mgr. 37. gr., 4. mgr. 45. gr. og 1. og 2. mgr 46. gr. og byggir stefndi kröfugerð sína m.a. á því. Það er og álit stefndu að nægi framangreind brot stefnanda ekki til þess að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda þá hljóti það að minnsta kosti að leiða til sakarskiptingar og þó þannig að meginsökin lendi á stefnanda, enda fráleitt að halda fram að hann hafi algerlega hreinan skjöld í máli þessu. Stefndu ítreka mótmæli við stefnuljósagjöf stefnanda og þeim fullyrð- ingum að ökumaður A-4604 hafi þarna ekið of hratt, enda hafi hún ekið undir löglegum hámarkshraða sem er 70 km á klst. Loks er því mótmælt að greiðslu bóta hafi alfarið verið neitað af hálfu Tryggingamiðstöðvarinnar h/f eins og fram kemur í stefnu. Til þess hafi aldrei komið, en viðræður um hugsanlega lausn málsins hafi hins vegar strandað á því að stefnandi gat ekki sætt sig við neitt annað en fullar bætur og því var neitað af hálfu Tryggingamiðstöðvarinnar h/f. Við flutning málsins hefur lögmaður stefnanda, Jón Kr. Sólnes hrl., áréttað að meginorsök árekstrarins hafi verið of hraður akstur ökumanns A-4604, sbr. skýrslu stefnanda og vitnisins Odds Björns Sveinssonar á dskj. nr. 3. Lögmaður stefndu, Guðmundur Pétursson hdl., hefur við flutning máls- ins bent á að bifreið stefnanda hafi verið yst á hægri akbrautinni umrætt sinn og eigi sé við stefnda að sakast þótt hann hafi reynt framúrakstur þar sem ekkert gaf til kynna stefnubreytingu A-8583. Þá er því haldið fram að þarna teljist ekki vera vegamót í skilningi umferðarlaganna þar sem umrædd heimreið að bænum Spyrnu teljist ekki ætluð til almennrar um- ferðar í skilningi 1. gr. umferðarlaga, því sé framúrakstur heimill. Auk þess að vera hægra megin hafi stefnandi ekki gefið stefnuljós. Vettvangsupp- dráttur og staðsetning glerbrota á honum gefa vísbendingu um það að stefn- andi hafi verið hægra megin á veginum. Varðandi hemlaför sýni þau ekki meiri hraða en eðlilegt geti talist, bæði þar sem hált var á árekstrarstað og slík hemlaför á nýju malbiki gefa til kynna að ekið hafi verið á 60 km hraða miðað við klst. og það sé þó miðað við bestu aðstæður. Ennfremur bendi tjón á bifreiðum til þess að ökuhraði hafi ekki verið mjög mikill. Þá er á það bent að stefnandi hafi eigi tekið fram í lögregluskýrslu, sem höfð var eftir honum á vettvangi, að hann hefði gefið stefnuljós. Hins vegar staðhæfði ökumaður A-4604 strax á vettvangi að stefnandi hafi ekki gefið stefnuljós. Ekki verður talið að framburður vitnisins sé með öllu mark- tækur þar sem alkunna sé að slík vitni séu vilhöll og meta verði slíkan framburð með hliðsjón af 129. gr. einkamálalaga. Stefnandi hafi einkum með hátterni sínu gerst brotlegur við 45. gr. og 46. gr. umferðarlaga, þ.e. 382 að ökumönnum sé skylt að huga að umferð fyrir aftan sig áður en þeir beygja eða breyta um stefnu. Af gögnum málsins sé hins vegar ljóst að stefnandi hafi eigi sinnt þessari skyldu sinni þar sem fram komi í vitna- skýrslu að vitnið varaði stefnda við A-4604 rétt áður en áreksturinn varð. Lögmaður stefnanda mótmælti staðhæfingu stefndu um að A-8583 hafi verið ekið yst til hægri á akbrautinni umrætt sinn og því að stefnandi hafi ekki gefið stefnubreytingu til kynna. Þá verði ekki talið að afleiðingar slyss- ins gefi fyllilega til kynna að hraði hafi ekki verið mikill þar sem eins mætti telja að hálkan á árekstrarstað hafi dregið úr tjóni. Þá verði ekki talið að glerbrot á vettvangsuppdrætti gefi fyllilega til kynna hvar árekstur hafi orðið. Ekki var tölulegur ágreiningu í máli þessu. Álit dómsins: Stefnandi byggir kröfugerð í máli þessu m.a. á því að ökumaður A-4604 hafi ekið of hratt miðað við aðstæður umrætt sinn og vanrækt að gefa hljóðmerki um þá ætlun sína að aka framúr bifreið stefnanda. Fallast verður á það með stefndu að hvorki hemlaför né tjón á bifreiðum leiði sérstakar líkur að því að A-4604 hafi verið ekið óhæfilega hratt umrætt sinn. Á hinn bóginn hefur ekkert fram komið af hálfu stefndu sem bendi til þess að ökumaður A-8583 hafi gefið merki um fyrirhugaðan framúr- akstur. Þrátt fyrir staðhæfingu stefndu um hið gagnstæða þykir nægilega í ljós leitt að stefnandi hafi gefið stefnumerki umrætt sinn og ekið á miðlínu vegar. Miðað við þær forsendur þykir ökumaður A-4604 umrætt sinn hafa sýnt af sér verulegt gáleysi þótt ekki sé annað fram komið en að framúr- akstur sé almennt heimill á árekstrarstað. Réttilega þykir hins vegar hafa verið bent á af hálfu stefndu, sem styðst við framburð vitnis, að stefnandi hafi eigi gætt nægilega að umferð aftanfrá áður en hann hóf að sveigja til vinstri umrætt sinn og þykir hann í nokkru hafa gerst brotlegur við ákvæði 4. mgr. 45. gr. umferðarlaga. Ökumenn þykja því báðir hafa átt sök á árekstrinum, en ökumaður A-4604 þó sýnu meiri. Það þykir þó ekki mega verða til þess að varakrafa stefndu um skiptingu sakar verði eigi tekin til greina. Þykir hæfa að stefn- andi beri 'á hluta tjónsins sjálfur, en að stefndu verði gert að greiða honum % hluta þess óskipt. Samkvæmt því ber að dæma stefndu in solidum til greiðslu kr. 19.344,00 (29.015,84 x< 724) með 42% ársvöxtum frá 2. febrúar 1983 til 30. júní 1983 (stefnubirtingardags), en með dómvöxtum samkvæmt lögum nr. 56, 1979 frá þeim degi til greiðsludags. Eftir framangreindum úrslitum málsins ber og að dæma stefndu til greiðslu málskostnaðar og þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 14.123,00. Greiði stefndu hvort tveggja innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Dóminn kvað upp Oddur Ólason, fulltrúi sýslumanns. 383 Dómsorð: Stefndu, Brynjólfur Sveinsson og Tryggingamiðstöðin h/f, greiði in solidum stefnanda, Njáli Harðarsyni, kr. 19.344,00 með 42% ársvöxt- um frá 2. febrúar 1983 til 30. júní s.á., en með dómvöxtum skv. lögum nr. 56, 1979 frá þeim degi til greiðsludags, auk kr. 14.123,00 í máls- kostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 13. febrúar 1986. Nr. 31/1986. Ákæruvaldið gegn Ólöfu Ólafsdóttur Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Hinn kærða úrskurð kvað upp Guðjón St. Marteinsson, fulltrúi við sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1972 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 8. þ.m. er barst réttin- um 10. þ.m. og krafist þess að hinn kærði úrskurður yrði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldstíminn yrði styttur. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að úrskurðurinn verði staðfestur. Með skírskotun til raka hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 384 Úrskurður sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 6. febrúar 1986. Málsatvik Undanfarnar vikur hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu meint fíkniefnamisferli Jóhanns Sigfúsar Sigdórssonar og Magnúsar Helga Kristjánssonar. Rannsóknin hefur m.a. leitt í ljós utanlandsferð þeirra Magnúsar og Jóhanns til Amsterdam vikuna 16.-23. janúar sl. Hefur Magnús viðurkennt að hafa keypt ytra 60 grömm af amfetamíni og flutt innvortis hingað til lands en Magnús gekkst undir röntgenmyndatöku við komu til landsins 23. janúar sl. og reyndist þá ekki hafa fólgin fíkniefni innvortis. Hinrik Jón Þórisson hefur borið að þeir Magnús og Jóhann hafi beðið sig um að sækja pakkasendingu í pósthús hér í borg gegn peningagreiðslu. Samkvæmt gögnum málsins hefur Hinrik Jón sótt slíka pakkasendingu sem reyndist vega 6,5 kíló. Hinrik hefur borið að í nefndum pakka hafi verið fólgin fíkniefni. Við yfirheyrslu hér fyrir dómi í gær viðurkenndi Jóhann Sigfús að Ólöf Ólafsdóttir fyrrverandi eiginkona sín hefði hinn 30. janúar afhent sér lykla í miðbæ Reykjavíkur og kvaðst Jóhann hafa látið slá nýja lykla eftir þeim lyklum er Ólöf færði sér. Magnús Helgi bar á sama veg og Jóhann varðandi lyklasláttinn. Við yfirheyrslu hér fyrir dómi í dag kvaðst Ólöf þess fullviss að lyklar þeir er hún færði Jóhanni þann 30. jan. sl. hefðu verið lyklar að Suðurhól- um 20 hér í borg þáverandi heimili Ólafar og Jóhanns. Við yfirheyrslu hér fyrir dómi í gær neitaði Jóhann að svara spurningu varðandi lykla þessa og hvar þeir gengju að. Við dómsyfirheyrslu í dag viðurkenndi Ólöf að hafa vitað um pakkasend- ingu er Jóhann hafði átt von á til landsins eftir komu hingað til lands frá Amsterdam hinn 23. jan. sl. Kvaðst Ólöf í þessu sambandi hafa tekið að sér að fá lánaða póstkassalykla hjá Valgerði Sæmundsdóttur Yrsufelli 3 hér í borg, en Ólöf kvað Jóhann hafa merkt nefndan pakka framangreindri Valgerði. Valgerður hefur við lögregluyfirheyrslu í gærdag viðurkennt að vita um aðgang Ólafar að íbúðarhúsnæði að Akraseli 1 hér í borg. Ólöf hefur viðurkennt að hafa í eitt skipti fengið lánaða lykla að nefndu húsnæði en ekki notað lyklana. Ólöf kvaðst aldrei hafa lánað Jóhanni lykla er gengju að Akraseli 1 og að Jóhann hefði þar ekki aðgang. SI. nótt lagði lögreglan hald á tæplega 500 grömm af amfetamíni að Akraseli 1 en þar bjó síðast Ólafur Pálmason að sögn Ólafar en hún kvað hann hafa flutt af landinu fyrir u.þ.b. þremur vikum. 385 Niðurstöður Ólöf Ólafsdóttir er grunuð um aðild að innflutningi verulegs magns sterkra fíkniefna. Framburður Ólafar varðandi framangreinda lykla er hæpin þar sem lögregla lagði við húsleit hjá Jóhanni og Ólöfu að Seljabraut 40 hald á lykla þá er Jóhann lét slá eftir að Ólöf hafði afhent honum sams- konar lykla. Þessir nýslegnu lyklar gengu að húsinu Akraseli 1. Þar sem hið mikla magn fíkniefna fannst sl. nótt og enginn annar aðili í málinu en Ólöf hafði aðgang að Akraseli 1, þykir ljóst að eftir er að rannsaka ýmsa þætti máls þessa s.s. fingraför að Akraseli 1 og þá á eftir að yfirheyra Ólöfu mun ítarlegar svo og hugsanlega samseka og vitni. Verið er að rannsaka meint brot Ólafar Olafsdóttur á lögum nr. 65, 1974 og rg. nr. 16, 1986 og gæti meint sök Ólafar, ef sönnuð þætti, varðað hana fangelsisrefsingu. Eru því ákvæða 65. gr. stjórnarskrárinnar ekki í vegi fyrir beitingu gæsluvarðhalds í þágu rannsóknar máls þessa sem er á algeru byrjunarstigi rannsóknarlega séð (sic). Með vísan til alls framanritaðs og með vísan til framlagðra skjala og jafnframt með vísan til 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1984 þykir rétt að verða við framkominni kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir Ólöfu Ólafs- dóttur í þágu rannsóknar máls þessa. Þykir gæsluvarðhaldstíminn hæfilega afmarkaður sem allt að 30 dagar frá því kl. 15.55 föstudaginn 7. febr. ár 1986 að telja. Úrskurðarorð: Ólöf Ólafsdóttir, fædd 25.12. 1956, nú til heimilis að Seljabraut 40 hér í borg skal sæta gæsluvarðhaldi allt að 30 daga frá því kl. 15.55 föstudaginn 7. febr. 1985 að telja. 25 386 Mánudaginn 17. febrúar 1986. Nr. 49/1985. Birgir Hannesson (Guðmundur Markússon hrl.) gegn Rörsteypunni h/f (Helgi V. Jónsson hrl.) Aðild. Skuldamál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 14. mars 1985. Hann krefst þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og hann sýknaður af kröfum stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst þess „að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur að öðru leyti en því sem leiðir af vaxtaákvörðunum Seðlabanka Ís- lands, þannig að áfrýjandi greiði stefnda kr. 66.502,39 auk 37% ársvaxta af kr. 16.277,85 frá 27. maí 1981 til 16. júlí 1981, en af kr. 36.791.15 frá þeim degi til 28. október 1981, en af kr. 58.665,39 frá þeim degi til 17. maí 1982, en af kr. 57.665,39 frá þeim degi til 1. júlí 1982, en af kr. 66.502,39 frá þeim degi til 1. nóvember 1982, en 4590 ársvaxta frá þeim degi til 21. september 1983, en 3790 ársvaxta frá þeim degi til 21. október sama ár, en 36% ársvaxta frá þeim degi til 21. nóvember sama ár, en 32% ársvaxta frá þeim degi til 21. desember sama ár, en 25% ársvaxta frá þeim degi til 21. janúar 1984, en 19% ársvaxta frá þeim degi til |. janúar 1985, en 320 ársvaxta frá þeim degi til 1. febrúar 1985, en 39% ársvaxta frá þeim degi til 1. mars 1985, en 48% ársvaxta frá þeim degi til 1. júní 1985, en 420 ársvaxta frá þeim degi til 1. september 1985, en 45% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags.““ Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Meðal þeirra er bréf Gunnars R. Magnússonar, löggilts endurskoðanda, til Jóns Sveinssonar héraðsdómslögmanns sem fór með málið í héraði fyrir 387 áfrýjanda. Bréfið er ritað 13. janúar 1986, en í því segir m.a. svo: „Kemur fram í nefndum bókhaldsgögnum að viðskipti Steinasteyp- unnar hf. við Rörsteypuna hf. áðurgreind ár hafa verið allveruleg. Reikningar Rörsteypunnar hf. eru hins vegar ýmist færðir á Steina- steypuna hf. c/o Birgir Hannesson, Akranesi, eða Birgi Hannesson einan. Eru fleiri reikningar færðir á Birgi einan en Steinasteypuna hf. Móttökukvittanir eru hins vegar nánast undantekningarlaust kvittaðar af starfsmönnum Steinasteypunnar hf. Akranesi. Allir eru reikningar Rörsteypunnar hf. greiddir af Steinasteypunni hf., hvort heldur reikningar eru stílaðir á fyrirtækið eða Birgi Hannesson einan. Tel ég slíkt rétt og eðlilegt, þar sem Birgir Hannesson var sjálfur ekki með neinn rekstur af því tagi sem hér um ræðir, hvorki kaup né endursölu röra og efnis. Loks er rétt að fram komi að reikningar Rörsteypunnar hf. eru án söluskatts. Var enda Steinasteypan með söluskattsnúmer og greiddi söluskatt af þeim vörum sem hér um ræðir. Birgir var hins vegar ekki með neitt slíkt söluskattsnúmer og greiddi ekki söluskatt. Með bréfi þessu læt ég fylgja gögn í frumriti er sýna að Rör- steypan hf. hefur átt viðskipti við Steinasteypuna hf. á Akranesi og stílað reikninga á hana. Gögn þessi eru: Fylgimiði dags. 04.07. 1979 í frumriti. Reikningur dags. 30.04. 1980 í frumriti. Sölunóta dags. 15.04. 1980 í frumriti. Sölunóta dags. 16.05. 1980 í frumriti. 5. Víxill með gjalddaga 07.07. 1981, samþykktur af Steina- steypunni hf. en útgefinn af Rörsteypunni hf. að fjárhæð kr. 10.000,-, í frumriti ásamt áfsagnarnótu og greiðslukvittun ábekings „. RN Tryggingar hf. 6. Aðvörun Rörsteypunnar hf. vegna víxils í afriti dags. 12. 11. 1982. 7. Áskorunarstefna Rörsteypunnar hf. á hendur Steinasteypunni hf. vegna víxils að fjárhæð kr. 10.000,- til greiðslu þann 26.07. 1982, afrit áskorunarstefnu dags. 10.11. 1983.“ Fylgimiði sá, sem greindur er fyrst í bréfinu (4. júlí 1979) var vegna vöruúttektar í júní 1979 og stílaður á Steinasteypuna h/f Birgi Hannesson, Akranesi. Reikningur sá sem næst er greindur (30. apríl 388 1980), er stílaður á Steinasteypuna h/f c/o Birgir Hannesson Akra- nesi. Sölunóta sú, sem greind er við 3. tölulið bréfsins, dagsett 15. apríl 1980, er stíluð á Steinasteypuna, Ægisbraut, Akranesi. Sölu- nótan frá 16. maí 1980 er stíluð á Steinasteypuna, Birgi Hannesson, Akranesi. Skýringar varðandi víxilinn í $. tölulið bréfsins eru í því. Aðvörun sú, sem greind er í 6. tölulið bréfsins, dagsett 12. nóvem- ber 1982, er stíluð á Steinasteypuna h/f, Bjarkargrund 24, 300 Akranesi, en um áskorunarstefnuna frá 10. nóvember 1983 í 7. lið bréfs endurskoðandans eru skýringar í bréfinu. Hinn 13. desember 1984 gaf framkvæmdastjóri stefnda, Einar Þór Vilhjálmsson, skýrslu á bæjarþingi Kópavogs. Þar segir hann m.a., að fyrirtækið Steinasteypan h/f hafi aldrei verið í viðskiptum við Rörsteypuna. Þeir reikningar, sem þegar væru greiddir, hafi allir verið stílaðir á stefnda (áfrýjanda hér fyrir dómi). Hann kvað áfrýj- anda aldrei hafa óskað eftir því að þessu yrði breytt enda hefði það verið gert ef hann hefði óskað þess. Með hinum nýju skjölum, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, má telja sannað að framburður framkvæmdastjórans, sem að framan er greindur, er rangur. Rör- steypan h/f átti viðskipti við Steinasteypuna h/f, stílaði á hana við- skiptaskjöl, gaf út víxil sem Steinasteypan h/f samþykkti vegna við- skipta þeirra og stefndi hlutafélaginu af sömu ástæðum. Hinn óút- gefni og ódagsetti „„tryggingarvíxill““ sem getið er um í héraðsdómi og er samþykktur af áfrýjanda veitir ekki sönnun fyrir því að við- skipti stefnda hafi verið við hann persónulega. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti var því haldið fram að viðskiptin hefðu framan af verið við Steinasteypuna h/f og tryggingarvíxillinn hefði verið persónuleg trygging áfrýjanda fyrir skuldbindingum félagsins. Síðar hefði þetta breyst þannig að áfrýjandi hefði í eigin nafni átt við- skiptin við stefnda og borið persónulega ábyrgð á greiðslu á vörum þeim sem stefndi lét í té. Þó að reikningar þeir, sem varða viðskipti þau sem fjallað er um í þessu máli, séu stílaðir á nafn áfrýjanda, verður að telja sannað viðskiptasamband stefnda við Steinasteypuna h/f á sama tímabili samkvæmt gögnum þeim sem nú hafa verið lögð fram. Verður ekki talið að stefnda hafi tekist að sanna að breyting hafi verið gerð á því viðskiptasambandi, þannig að áfrýjandi hafi komið í stað 389 Steinasteypunnar h/f, þó að sumar sölunótur hafi verið stílaðar á framkvæmdastjórann, áfrýjanda þessa máls. Ber því að sýkna áfrýjanda af öllum kröfum stefnda í máli þessu. Eftir þessum málalokum ber að dæma stefnda til þess að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti og þykir hann hæfilega ákveðinn samtals 40.000,00 krónur. Dómsorð: Áfrýjandi, Birgir Hannesson, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Rörsteypunnar h/f, í málinu. Stefndi greiði áfrýjanda 40.000,00 krónur samtals í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lög- um. Dómur bæjarþings Kópavogs 19. desember 1984. Mál þetta, sem dómtekið var 13. desember sl., er höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu birtri 11. nóvember 1983 af Rörsteypunni h/f, Fífuhvamms- vegi, nnr. 7454-8725 gegn Birgi Hannessyni, Bjarkargrund 24, Akranesi, nnr. 1121-1968 til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 66.502,39, auk 37% árs- vaxta af kr. 16.277,85 frá 27. maí 1981 til 16. júlí 1981 en af kr. 36.791,15 frá þeim degi til 28. október 1981 en af kr. 58.665,39 frá þeim degi til 17. maí 1982 en af kr. 57.665,39 frá þeim degi til 1. júlí 1982 en af kr. 66.502,39 frá þeim degi til 1. nóvember 1982 en 45% ársvextir frá beim degi til 21. september 1983 en 50 mánaðarvextir frá þeim degi til greiðslu- dags og málskostnaðar að skaðlausu. Af hálfu stefnda er krafist sýknu vegna aðildarskorts og að honum verði tildæmdur málskostnaður að mati réttarins. Málavextir. Stefnandi telur hina umstefndu skuld vera tilkomna vegna úttektar stefnda hjá stefnanda á tímabilinu janúar-október 1981 og júlí 1982, nánar þannig: Nóta nr. 1624, dagsett 26. janúar 1981 vegna úttektar á 300 stk. af plöt- um fyrir kr. 3.060,00, nóta nr. 1634 dagsett 29. janúar 1981 vegna úttektar á 480 plötum fyrir kr. 4.896,00, nóta nr. 1695 dagsett 30. mars 1981 vegna úttektar á vikri og rörum kr. 3.267,75, nóta nr. 1920 dagsett 27. maí 1981 vegna úttektar á rörum kr. $.054,10, nóta nr. 2027 dagsett 15. júní 1981 úttekt á gúmmíhringjum kr. 2.592,00, nóta nr. 2021 dagsett 15. júní 1981, 390 úttekt á rörum o.fl. kr. 6.129,70, nóta nr. 2206 dagsett 15. júlí 1981, úttekt á rörum kr. 4.153,00, nóta nr. 2223 dagsett 16. júlí 1981, úttekt á rörum kr. 4.153,00, nóta nr. 2223 dagsett 16. júlí 1981, úttekt á rörum o.fl. kr. 7.638,60, nóta nr. 2594 dagsett 1. september 1981 vegna úttektar á rörum, hné o.fl. kr. 6.648,24, nóta nr. 2950 dagsett 1S. september 1981, úttekt á rörum kr. 5.346,00, nóta nr. 147 dagsett 16. október 1981, úttekt á rörum kr. 7.936,00, nóta nr. 243 dagsett 28. október 1981 úttekt á gúmmíhr. fyrir kr. 1.944,00, nóta nr. 1258 dagsett 1. júlí 1982 rör kr. 8.837,00. Samtals nema reikningar kr. 67.502,39. Þann 17. maí 1982 hafi verið greitt inn á skuldina kr. 1.000,00. Eftirstöðvar kr. 66.502,39 nemi stefnufjárhæð. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að hann hafi ekki sem einstaklingur átt þau viðskipti við stefnanda sem hér að framan eru rakin. Hins vegar hafi þessi viðskipti farið fram við stefnanda og hafi stefndi staðið að þeim fyrir hönd og sem framkvæmdastjóri Steinasteypunnar h/f á Akranesi. Reikningar beri þetta með sér að vissu marki þar sem þeir væru allir án söluskatts en Steinasteypan h/f hafi sérstakt söluskattsnúmer en ekki stefndi persónulega. Þá hefur stefndi haldið fram að stefnanda hafi verið um það kunnugt að hann hafi átt þessi viðskipti fyrir hönd Steinasteypunnar en því hefur verið mótmælt af hálfu stefnanda. Reikningar þeir, sem krafa stefnanda byggist á, eru allir viðurkenndir af hálfu stefnda að öðru leyti en því að þeim væri ranglega beint að stefnda svo sem áður er rakið. Fyrir liggur að ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um framan- greind viðskipti en þau hafi staðið óslitið í nokkur ár. Stefnandi hefur haldið því fram að reikningar hafi ávallt verið á nafn stefnda og hafi hann aldrei hreyft neinum mótmælum við því. Aðrir reikn- ingar en þeir sem stefnt er út af væru þegar greiddir án athugasemda. Af hálfu stefnanda hafi verið talið að stefndi hefði sjálfur söluskattsnúmer. Þá hafi stefndi samþykkt tryggingavíxil persónulega fyrir þessum viðskipt- um en víxill þessi hefur verið lagður fram í máli þessu en stefndi hefur haldið því fram að hann hafi talið sig vera að samþykkja víxilinn fyrir hönd Steinasteypunnar h/f. Niðurstöður. Með vísan til þess sem fram hefur komið um viðskipti þau sem mál þetta snýst um þykir stefndi eigi hafa sýnt fram á það að hann hafi komið fram fyrir hönd Steinasteypunnar h/f hvorki í upphafi viðskiptanna né síðar. Þegar hann átti þess kost að gera athugasemdir við stefnanda hafi reikn- ingum verið ranglega beint að honum persónulega. Verður því eigi unnt að taka sýknukröfu hans til greina. 391 Samkvæmt þessu verða kröfur stefnanda teknar til greina að öðru leyti en því að vextir reiknast 3770 á ári frá 21. september 1983 til 21. október sama ár en 369 á ári frá þeim degi til 21. nóvember sama ár en 32% á ári frá þeim degi til 21. desember sama ár en 25% á ári frá þeim degi til 21. janúar 1984 en 19% á ári frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn kr. 20.000,00. Dóm þennan kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari sem fékk málið til meðferðar þann $S. nóvember sl. Dómsorð: Stefndi, Birgir Hannesson, greiði stefnanda Rörsteypunni h/f kr. 66.502,39 auk 37% ársvaxta af kr. 16.277,85 frá 27. maí 1981 til 16. júlí 1981 en af kr. 36.791,15 frá þeim degi til 28. október 1981 en af kr. 58.665,39 frá þeim degi til 17. maí 1982 en af kr. 57.665,39 frá þeim degi til 1. júlí 1982 en af kr. 66.502,39 frá þeim degi til 1. nóvember 1982 en 49% ársvaxta frá þeim degi til 21. september 1983 en 37% ársvaxta frá þeim degi til 21. október sama ár en 36% ársvaxta frá þeim degi til 21. nóvember sama ár en 32% ársvaxta frá þeim degi til 21. desember sama ár en 25% ársvaxta frá þeim degi til 21. janúar 1984 en 19% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað kr. 20.000,00 allt innan 15 daga frá birtingu dómsins að telja að við- lagðri aðför að lögum. 392 Þriðjudaginn 18. febrúar 1986. Nr. 159/1984. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði f.h. bæjarsjóðs Hafnarfjarðar (Valgeir Kristinsson hrl.) gegn Erlendi Erlendssyni og gagnsök (Guðjón Steingrímsson hrl.) Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þorsteinn Thorarensen, borgarfógeti. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með áfryj- unarstefnu 3. september 1984 að fengu áfryjunarleyfi 20. ágúst 1984 skv. 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Krefst hann aðallega sýknu af kröfum gagnáfrýjanda en til vara að kröfur gagnáfrýjanda verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað máli þessu með stefnu 1. október 1984. Gerir hann þær kröfur aðallega að aðaláfrýjanda verði gert að greiða kr. 3.007.537,00 með dómvöxtum frá 1. mars 1984 til greiðsludags auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, svo og að aðaláfrýjanda verði gert að greiða dómvexti af dæmdum málskostnaði í héraði frá 1. apríl 1984 til greiðsludags. Til vara krefst gagnáfrýjandi þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að aðaláfrýjanda verði gert að greiða málskostnað fyrir Hæsta- rétti auk dómvaxta af dæmdum málskostnaði í héraði eins og í aðal- kröfu. Aðaláfrýjandi hefur stefnt fyrir Hæstarétt til réttargæslu þeim Hermanni Sigurðssyni, Ragnheiði Hermannsdóttur, Lovísu Her- mannsdóttur, Böðvari Hermannssyni, Þórunni Hermannsdóttur, Haraldi Hermannssyni og Herdísi Hermannsdóttur. Á hendur réttargæslustefndu eru engar kröfur gerðar. Af þeirra hálfu hefur ekki verið sótt þing fyrir Hæstarétti. 393 Í forsendum héraðsdóms er eigi tekin rökstudd afstaða til þeirrar kröfu gagnáfrýjanda, að dómvextir verði dæmdir af „„málskostnaði frá því að dómur verður aðfararhæfur.“ Verður því sjálfkrafa að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeð- ferð frá munnlegum málflutningi 27. Janúar 1984 og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Það athugast að við hinn munnlega málflutning í héraði gerði gagnáfrýjandi eftirgreindar dómkröfur: „Að stefnda verði gert að greiða kr. 3.007.537,00 með 47% árs- vöxtum frá 30. mars 1983 til 20. sept. s.á., 36% p.a. frá þ.d. til 15. nóv. s.á., en með dómvöxtum frá þ.d. til greiðsludags.“ Af þessu er ljóst, að vaxtakrafa gagnáfrýjanda er ekki rétt tilgreind í héraðsdómi. Rétt þykir að hvor aðila beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæsta- rétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð frá og með 27. janúar 1984 eiga að vera ómerk, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms að nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar Í. mars 1984. Mál þetta var dómtekið hinn 27. janúar 1984. Aðalsök var höfðuð hinn 1. nóvember 1983 af bæjarsjóði Hafnarfjarðar, nnr. 3503-3521, á hendur Erlendi Erlendssyni, Sólbergi, Hafnarfirði, nnr. 2184-8719, og til réttar- gæslu gegn þeim Hermanni Sigurðssyni, 4055-7905, Þórsbergi, Hafnarfirði, Ragnheiði Hermannsdóttur, 7205-0258, Þórsbergi, Hafnarfirði, Lovísu Hermannsdóttur, 6171-6939, Hólabergi, Hafnarfirði, Böðvari Hermanns- syni, 1495-7423, Klettabergi, Hafnarfirði, Þórunni Hermannsdóttur, 9781- 1458, Brekkubergi, Hafnarfirði, Haraldi Hermannssyni, 3776-4396, Flóka- götu 67, Reykjavík og Herdísi Hermannsdóttur, 4027-3840, Hamrabergi, Hafnarfirði. Í aðalsök lýsir stefnandinn Hafnarfjarðarbær dómkröfum sínum svo: „Aðallega að stefnandi verði sýknaður af úrskurði Matsnefndar eignar- námsbóta skv. |. nr. 11/1973 til að greiða stefnda kr. $31.260, sbr. úrskurð matsnefndar dags. 20. júní 1983 í matsmálinu Hafnarfjarðarbær gegn 394 Erlendi Erlendssyni nánar tiltekið skv. 4. tl.á bls. 12 í matsúrskurði land- bætur kr. 496.260 og skv. 5. tl. bætur fyrir skerta aðstöðu og óþægindi kr. 35.000 samtals kr. $31.260. Til vara gerir stefnandi þær dómkröfur um bætur til stefnda að eignar- námsbætur til stefnda verði lækkaðar verulega. Í aðal- og varakröfu er krafist málskostnaðar að skaðlausu skv. gjaldskrá Lögmannfélags Íslands. Á hendur réttargæslustefndu eru engar kröfur gerðar.“ Gagnsök var höfðuð hinn 15. nóvember 1983 og við flutning málsins gerði gagnstefnandi, aðalstefndi, svofelldar dómkröfur sameiginlegar í gagnsök og aðalsök. Aðallega að gagnstefnda, bæjarsjóði Hafnarfjarðar, verði gert að greiða kr. 3.007.537,00 með 47% ársvöxtum frá 30. mars 1983 til 20. september sama ár, en með 36% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara að úrskurður matsnefndar verði staðfestur. Þá er krafist málskostnaðar fyrir matsnefnd eignarnámsbóta og fyrir bæjarþinginu samkvæmt gjaldskrá LMFÍ hvernig sem málið fer. Krafist er dómvaxta af dæmdum málskostnaði frá því dómur verður aðfararhæfur. Af hálfu gagnstefnda er krafist sýknu af öllum kröfum gagnstefnanda í gagnsök. Af hálfu réttargæslustefnda í aðalsök eru engar sjálfstæðar kröfur gerðar. Dómsorð: Aðalstefnandi, bæjarstjórinn í Hafnarfirði f.h. bæjarsjóðs, greiði gagnstefnanda, Erlendi Erlendssyni, kr. 600.000,- með hæstu lög- leyfðu innlánsvöxtum (dómvöxtum) frá 1. mars 1984 til greiðsludags og kr. 150.000,- í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 395 Miðvikudaginn 19. febrúar 1986. Nr. 38/1986. — Ákæruvaldið gegn Bjarna Magnúsi Aðalsteinssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 12. febrúar 1986, er barst Hæstarétti 17. sama mánaðar. Krefst hann þess að úrskurðurinn verði felldur úr gildi og sér dæmdur kæru- málskostnaður úr ríkissjóði. Ríkissaksóknari krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísun til 5. töluliðar 67. gr. laga nr. 74/1974 og að öðru leyti með skírskotun til raka héraðsdómara í hinum kærða úrskurði þykir mega staðfesta úrskurðinn. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 12. febrúar 1986. Ár 1986, miðvikudaginn 12. febrúar er á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Ágústi Jónssyni fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. RLR hefur gert þá kröfu að gæsluvarðhald kærða, Bjarna Magnúsar Aðalsteinssonar, fædds 19.08. 1949, til heimilis að Skarphéðinsgötu 16, Reykjavík, sem honum var gert að sæta með úrskurði uppkveðnum 14. desember sl. og rann út í dag kl. 17:00, verði framlengt til miðvikudagsins 2. apríl nk. kl. 17:00. Vísað er til 4. og 5. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974. Málavextir. Að kvöldi 12. desember sl. var lögreglan kvödd að heimili kærða, en hann hafði þar veist að Ernu Valborgu Héðinsdóttur, fæddri 05.09. 1960, 396 fyrrverandi sambýliskonu sinni og veitt henni áverka með búrhníf. Kærði var ölvaður er þetta gerðist. Við skoðun á slysadeild kom í ljós að Erna Valborg hafði fengið um 2 cm langan skurð á hnakka og á hvirflinum hafði verið skorinn 5-6 em flipi upp úr hársverðinum. Í greip hægri handar var djúpur 2 cm langur skurður, um Í cm langur skurður á löngutöng vinstri handar, 2 stungusár á vinstri öxl og marblettir og fleiður á báðum upphandleggjum. Stúlkan hafði misst töluvert blóð. Kærði hefur kannast við að hafa lagt til stúlkunnar með hnífi og haft á orði að hann ætlaði að drepa hana. Hann hefur einnig kannast við að hafa oftar lagt á hana hendur og hótað að drepa hana og m.a. hafi hann veitt henni áverka á eyra með hamri. Kærða var hinn 14. desember sl. gert að sæta gæsluvarðhaldi til dagsins í dag og jafnframt að gangast undir geð- heilbrigðisrannsókn. Á árinu 1981 var kærði dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 1.mgr. 194. gr. sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Vegna þessa máls sætti hann geðrannsókn. Í niðurlagi skýrslu Lárusar Helgasonar yfir- læknis um geðheilbrigði kærða á þeim tíma kemur m.a. fram, að hann er haldinn drykkjusýki, geðvillu og djúpstæðri andúð á konum. Niðurstaða geðrannsóknar Hannesar Péturssonar yfirlæknis, dags. 30. janúar sl., er í meginatriðum í samræmi við fyrri geðrannsókn. Kærði hefur ekki hlotið dóm fyrir önnur hegningarlagabrot en að framan segir, en á síðasta ári kærði Erna Valborg kærða fyrir nauðgun. Það mál var sent ríkissaksóknara til ákvörðunar 21. október sl., en stúlkan mun áður hafa dregið kæru sína til baka. Ákvörðun ríkissaksóknara varðandi það mál liggur ekki fyrir. Kærði er grunaður um brot gegn 211. gr. sbr. 20. gr. almennra hegn- ingarlaga eða 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Rannsókn þessa máls er nær lokið og mun það verða sent ríkissaksóknara til ákvörðunar innan skamms. Með hliðsjón af framansögðu og því hve hættuleg árásin var, svo og með vísan til refsiramma 211. og 218. gr. almennra hegningarlaga og enn- fremur með vísan til 4., 5. og 6. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 þykir ekki verða hjá því komist að verða við kröfu RLR og ákveða að kærði skuli sæta áfram gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 2. apríl nk. kl. 17:00. Úrskurðarorð: Kærði, Bjarni Magnús Aðalsteinsson, skal sæta gæsluvarðhaldi áfram allt til miðvikudagsins 2. apríl 1986 kl. 17:00. 397 Föstudaginn 21. febrúar 1986. Nr. 227/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Trausta Aðalsteini Kristjánssyni og Óla Pétri Lúvíkssyni (Gísli G. Ísleifsson hrl.) Þjófnaður. Nytjastuldur. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var áfrýjað til Hæstaréttar með stefnu 4. október 1985 að ósk ákærða Trausta Aðalsteins Kristjánssonar en jafnframt var málinu áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins að því er varðar báða ákærðu til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 10. desember 1985. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur koma eigi til meðferðar fyrir Hæstarétti þar sem þess hefur ekki verið krafist sbr. 147. gr. laga nr. 74/1974. Fram er komið að ákærði Trausti hefur greitt að fullu bætur þær sem héraðsdómur ákvað. Ákæra 7. október 1980: Ákærða er gefið að sök að hann hafi verið undir áhrifum áfengis við akstur bifhjóls. Þessu ákæruatriði mótmælti ákærði við fyrirtöku málsins 11. janúar 1983, en hafði þó áður viðurkennt það fyrir lögreglu samkvæmt skýrslu lögregl- unnar. Eitt vitni, Henrý Bæringsson, hefur komið fyrir dóm og telur hann ákærða hafa verið nokkuð undir áfengisáhrifum. Önnur gögn voru ekki færð fram í málinu um þetta sakarefni, og héraðs- dómari lét undir höfuð leggjast að taka skýrslu af þeim Guðrúnu Haraldsdóttur og Gunnsteini Jónssyni sem hefðu átt að geta borið um þetta efni. Að svo vöxnu máli þykir ákærði eigi verða sakfelldur fyrir ölvun við akstur bifhjólsins. Önnur atriði þessarar ákæru mundu, þótt sönnuð teldust, eigi varða hærri refsingu en sektum. Atvik þau, sem ákæran varðar, gerðust 24. ágúst 1980. Ákæran var gefin út 7. október sama ár. Hinn 11. maí 1981 voru skýrslur 398 teknar í dómi af þremur vitnum án þess þó að ákæra væri lögð fram og málið þingfest, og ákærði kom eigi fyrir dóm. Hinn 11. janúar 1983 hefur málið verið tekið fyrir í þinghaldi í sakadómi Ísafjarðar, og er þar bókað að ákæran hafi verið lögð fram, en eigi ber hún þó áritun um það. Ákærði kom þá fyrir dóm og neitaði sök sem fyrr greinir. Var síðan eigi aðhafst í málinu fyrr en 27. mars 1985, er ákæran var á ný lögð fram í sakadómi Ísafjarðar (merkt dskj. XX) og málið sameinað öðrum málum sem þar voru til meðferðar (ákærur 30. september 1983 og 18. maí, S. júlí, 10. september og 19. nóvember 1984). Samkvæmt þessu liðu um tvö ár og 4 mánuður frá því brot voru framin og þar til málið var tekið fyrir og ákærði kvaddur fyrir dóm. Samkvæmt |. tl. 1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. 5. gr. laga nr. 20/1981 þykir sök þá hafa verið fyrnd, þar sem ekki verður talið að yfirheyrsla þriggja vitna 11. maí 1981 hafi rofið fyrningarfrest sbr. 4. mgr. 82. gr. hegningarlaga sbr. 6. gr. laga nr. 20/1981. Ákæra 30. september 1983: Úrlausn héraðsdómara um sýknu af ákæru fyrir brot gegn 259. gr. almennra hegningarlaga stendur óhögguð, enda hefur ríkissaksóknari við flutning málsins fyrir Hæstarétti krafist staðfestingar dómsins að því leyti. Ölvunarakstur ákærða Trausta Aðalsteins varðar við 2. sbr. 4. mgr. 25. gr. um- ferðarlaga nr. 40/1968, og þar sem hann var sviptur ökuleyfi varðar akstur hans einnig við 27. gr. sbr. 81. gr. sömu laga. Ákæra 18. maí 1984: Ákærðu hafa báðir með innbrotsþjófnaði í verslunina Vöruval brotið gegn 244. gr. almennra hegningarlaga. Með ölvunarakstri sínum hefur ákærði Trausti brotið gegn 2. sbr. 4. mgr. 25. gr. umferðarlaga og þar sem hann var sviptur ökuleyfi hefur hann einnig unnið til refsingar samkvæmt 27. gr. sbr. 81. gr. sömu laga. Þá sýndi hann ógætni í akstri er varðar við 1. mgr. 37. gr. umferðarlaga, en 26. gr. á hér ekki við né heldur 49. gr. þar sem ekki er sannað að hraði bifreiðarinnar hafi verið óhæfilegur. Ákæra 5. júlí 1984: Ákærði Trausti hefur með ölvunarakstri sín- um í tvö skipti unnið til refsingar samkvæmt 2. mgr. 25. gr. um- ferðarlaga, og ennfremur samkvæmt 27. gr. sbr. 81. gr. sömu laga þar sem hann var sviptur ökuleyfi. Ákæra 10. september 1984: Ölvunarakstur ákærða Trausta 399 varðar hann refsingu samkvæmt 2. sbr. 4. mgr. 25. gr. umferðar- laga, og ennfremur samkvæmt 27. gr. sbr. 81. gr. sömu laga þar sem hann var sviptur ökuleyfi. Innbrotsþjófnaður í Vörumarkað Kaupfélags Ísfirðinga varðar við 244. gr. almennra hegningarlaga. Ákæra 19. nóvember 1984: Með því að aka bifreið 14. mars og 16. júlí 1984, þótt sviptur hefði verið ökuleyfi, hefur ákærði Trausti brotið gegn 27. gr. sbr. 81. gr. umferðarlaga. Í síðara skiptið var hann undir áfengisáhrifum og hefur í það sinn einnig brotið gegn 2. sbr. 4. mgr. 25. gr. umferðarlaga. Ákæra 8. mars 1985: Með innbrotsþjófnaði 31. desember 1984 hefur ákærði Trausti brotið gegn 244. gr. almennra hegningarlaga. Með akstri bifreiða 9. og 16. febrúar 1985 hefur hann brotið gegn 2. sbr. 4. mgr. 25. gr. umferðarlaga þar sem hann var undir áfengis- áhrifum, og einnig gegn 27. gr. sbr. 81. gr. sömu laga þar sem hann var sviptur ökuleyfi. Of hraður akstur bifreiðar í síðargreint skipti varðar við 1. mgr. og a-, b- og c-liði 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 50. gr. umferðarlaga og þar sem bifreiðin var óskrásett varðar akstur hennar einnig við |. mgr. 11. gr. umferðarlaga. Refsing ákærða Trausta Aðalsteins verður samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga og 80. gr. umferðarlaga sbr. lög nr. 54/ 1976 og með hliðsjón af 77. gr. hegningarlaga og fyrri brotaferli ákærða ákveðin fangelsi 8 mánuði. Samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga komi gæsluvarðhaldsvist hans í 27 daga refsingu til frádráttar. Ákærði Óli Pétur hefur sem fyrr greinir brotið gegn 244. gr. hegningarlaga, en það athugast að 256. gr. sömu laga verður ekki beitt við refsiákvörðun svo sem héraðsdómur gerir. Þykir með hlið- sjón af því að ákærði hefur eigi fyrr gerst sekur um hegningarlaga- brot rétt að fresta ákvörðun um refsingu hans, og verði refsing ekki dæmd ef ákærði heldur í 2 ár frá uppkvaðningu dóms þessa al- mennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um ökuleyfissviptingu. Við flutning máls þessa fyrir Hæstarétti var af ákæruvaldsins hálfu krafist staðfestingar hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en um ákæru 7. október 1980 og um refsingu. Verður ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað því ekki haggað ákærða í óhag. 400 Þá verða ákærðu dæmdir til að greiða áfrýjunarkostnað, þannig að ákærði Trausti greiði % hluta, en “á hluta greiði ákærðu in solidum, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Trausti Aðalsteinn Kristjánsson, sæti fangelsi 8 mánuði en til frádráttar komi gæsluvarðhaldsvist hans, 27 dagar. Fresta skal ákvörðun um refsingu ákærða Óla Péturs Lúð- víkssonar, og verður refsing ekki dæmd haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga sbr. 4. gr. laga nr. 22/ 1955 í 2 ár frá uppkvaðningu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um ökuleyfissviptingu ákærða Trausta Aðalsteins Kristjánssonar og um sakarkostnað eru staðfest. Af áfrýjunarkostnaði sakarinnar, þar með töldum saksókn- arlaunum í ríkissjóð, 20.000,00 krónum, og málsvarnarlaunum skipaðs verjanda ákærðu, Gísla G. Ísleifssonar hæstaréttar- lögmanns, 20.000,00 krónum, greiði ákærði Trausti Aðalsteinn einn % hluta, en “á hluti greiði ákærðu in solidum. Dómur sakadóms Ísafjarðar 24. júní 1985. Mál þetta, sem dómtekið var 24. júní 1985, er höfðað fyrir sakadómi Ísafjarðar með 6 ákæruskjölum á hendur ákærða Trausta Aðalsteini Kristjánssyni, frá 7. október 1980, 30. september 1983, $. júlí 1984, 10. september 1984, 19. nóvember 1984 og 8. mars 1985 og einu ákæruskjali á hendur Trausta Aðalsteini Kristjánssyni og Óla Pétri Lúðvíkssyni, frá 18. maí 1984. Dómarinn ákvað að sameina mál þessi og dæma í einu lagi í þinghaldi 27.mars 1988. Ákærðu eru báðir sakhæfir. Ákærði Trausti Aðalsteinn Kristjánsson, Engjavegi 21, Ísafirði, er fæddur 1. nóvember 1961 og ákærði Óli Pétur Lúðvíksson, Króki 2, Ísafirði er fæddur 30. september 1963. I. Ákæra frá 7. október 1980. Ákærði Trausti Aðalsteinn Kristjánsson er ákærður „,..... fyrir að aka, aðfaranótt sunnudagsins 24. ágúst 1980, undir áhrifum áfengis, sviptur 401 ökuréttindum og hjálmlaus, bifhjólinu Í-508 frá Breiðadalsheiði ljóslausu til Ísafjarðar þar sem akstrinum lauk við Hlíðarveg 34. Telst þetta varða við 2. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr., 1. mgr. 53. gr., 4. mgr. 59. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976 og lög nr. 30, 1977. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til ökuleyfissvipt- ingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málsatvik. Aðfaranótt sunnudagsins 24. ágúst 1980 var ákærði farþegi í bifreið sinni. Ökumaður var Jón Ebbi Halldórsson en aðrir farþegar voru Henrý Bæringsson og Brynjar Konráðsson. Bifreiðinni var ekið norður Skutuls- fjarðarbraut á Ísafirði en hún stöðvuð við vegamótin upp á Breiðadalsheiði þegar áðurnefndir aðilar hittu þau Gunnstein Jónsson og Guðrúnu Haralds- dóttur á bifhjólinu Í-508 sem Gunnsteinn ók. Það varð úr að ákærði tók við akstri bifhjólsins en Gunnsteinn Jónsson fór yfir í bifreiðina. Ákærði ók bifhjólinu áfram út á Ísafjörð en á Seljalandsvegi mætir lögreglubifreið ákærða á bifhjólinu. Lögreglubifeiðinni var snúið við og ekið í norður á eftir ákærða en ekki tókst að hafa uppi á honum. För ákærða lauk síðan við Hlíðarveg 34, Ísafirði. Þar fór ákærði inn skömmu síðar, ásamt Guðrúnu Haraldsdóttur, Gunnsteini Jónssyni, Henrý Bæringssyni og Brynjari Konráðssyni og dvaldi ákærði þar í nokkurn tíma. Þegar lögregla tók skýrslu af ákærða að kvöldi sunnudagsins 24. ágúst 1980 sagðist hann hafa verið búinn að drekka nokkra vínsnafsa, meðan hann var farþegi í bifreið sinni, áður en hann hóf akstur bifhjólsins og fundið til áfengisáhrifa við akstur þess. Fyrr um daginn, þegar lögregla tók skýrslu af ákærða, kvaðst hann hafa neytt áfengis eftir að akstri bif- hjólsins lauk, að Hlíðarvegi 34. Það hafi verið áfengi sem Gunnsteinn Jóns- son átti og veitti honum. Ákærða var birt ákæran fyrir dómi 11. janúar 1983. Hann kvað hana rétta í öllum atriðum utan það að hann neitaði því að hafa verið undir áhrifum áfengis við akstur bifhjólsins umrætt sinn. Einnig kvað hann það rangt borið hjá vitnunum, sem fram komi í skjölum málsins, að hann hafi neytt áfengis áður en hann hóf akstur bifhjólsins. Ákærði kom fyrir dóm 16. febrúar 1985 og ítrekaði þá framburð sinn fyrir dómi 11. janúar 1983 varðandi það að hann hafi ekki verið undir áhrifum áfengis við akstur bifhjólsins umrætt sinn. Henry Bæringsson gaf skýrslu hjá lögreglu 24. ágúst 1980. Þá greindi hann frá því að þegar hann kom inn í bifreið ákærða, sem ákærði var farþegi í, hafi ákærði verið undir áhrifum áfengis. Henrý kvaðst hafa haft meðferðis áfengisflösku sem var tæplega hálf af blöndu af sterku áfengi, 26 402 léttu víni og gosdrykk, og hafi allir farþegar bifreiðarinnar drukkið úr flöskunni og klárað úr henni. Þegar ákærði fór út úr bifreiðinni og hóf akstur bifhjólsins kvaðst Henrý hafa talið að ákærði hefði verið nokkuð undir áhrifum áfengis. Henrý Bæringsson kom fyrir dóm 11. maí 1981 og staðfesti þá fyrri vitnaskýrslu sína en vildi þó taka það fram að sjálfur hefði hann verið ölvaður er umræddur atburður átti sér stað. Guðrún Haraldsdóttir var farþegi á bifhjólinu er ákærði ók því umrætt sinn. Hún gaf skýrslu hjá lögreglu 24. ágúst 1980. Henni sagðist svo frá í skýrslu lögreglu: „„Ég fór með Trausta á bifhjólinu, þar sem mig langaði til þess. Ég hugsaði ekki út í það þá hvort Trausti væri undir áhrifum áfengis eða ekki, en nú er mér ljóst að svo muni hafa verið.“ Einnig sagði Guðrún að eftir að komið var að Hlíðarvegi 34 hafi ekkert vín verið haft um hönd. Gunnsteinn Jónsson, sá er áður ók bifhjólinu og heimilaði ákærða síðar að aka því, gaf skýrslu hjá lögreglu 24. ágúst 1980. Hann kvaðst ekki hafa verið viss um það hvort ákærði var undir áhrifum áfengis, er hann hóf akstur bifhjólsins, og ekkert verið að hugsa út í það. Jón Ebbi Halldórsson, sá er ók ákærða í bifreið hans, gaf skýrslu fyrir dómi 11. maí 1981. Hann kvað sér hafa verið það ljóst að farþegar í bifreið- inni hafi neytt áfengis en ekki kvaðst hann geta sagt til um áfengisneyslu ákærða, né heldur hvort ákærði var undir áhrifum áfengis er hann ók bif- hjólinu. Ekki var ákærða tekið blóð til ákvörðunar alkóhóls í því. Í frumskýrslu lögreglu, ódagsettri, segir að ákærði hafi verið hjálmiaus er hann ók bifhjólinu umrætt sinn. Það viðurkenndi ákærði er hann gaf skýrslu hjá lögreglu 24. ágúst 1980. Ekki gerði ákærði athugasemd við þennan lið ákæru er honum var birt ákæran fyrir dómi 11. janúar 1983. Er ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 24. ágúst 1980 bar hann að bifhjólið hafi verið ljóslaust er hann ók því. Hann er og ákærður fyrir að hafa ekið bifhjólinu Í-508 ljóslausu og gerði hann ekki athugasemd við þann þátt ákærunnar er honum var birt ákæran fyrir dómi 11. janúar 1983. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann sviptur ökuleyfi í 12 mánuði frá 6. mars 1980 með dómsátt frá sama degi. Ákærði var því sviptur öku- leyfi er hann ók bifhjólinu Í-508 24. ágúst 1980. Niðurstaða. Verjandi ákærða telur ósannað að hann hafi ekið bifhjólinu Í-508 undir áhrifum áfengis 24. ágúst 1980 og vísar því til stuðnings í framburð Guðrúnar Haraldsdóttur, Gunnsteins Jónssonar, Henrýs Bæringssonar og 403 frumskýrslu lögreglu, ódagsettrar, þar sem ekki er getið um áfengisáhrif ákærða. Ákærði bar hjá lögreglu 24. ágúst 1980 að hafa verið undir áhrifum áfengis er hann ók bifhjólinu Í-508 þann sama dag eftir Skutulsfjarðarbraut út á Ísafjörð. Þennan framburð dró ákærði til baka fyrir dómi 11. janúar 1983 og ítrekaði neitun sína fyrir dómi 27. mars 1985. Framburðir þeirra vitna, sem hafa verið yfirheyrð hjá lögreglu og/eða fyrir dómi, gefa ekki ótvíræða vísbendingu eða sönnun um sekt ákærða varðandi þetta ákæruatriði. Með hliðsjón af þessum atriðum og 108. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála þykir ekki vera komin fram nægileg sönnun um sekt ákærða og ber því að sýkna hann af því að hafa ekið bifhjólinu Í-508 undir áhrifum áfengis aðfaranótt 24. ágúst 1980, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 40/1968. Ákærði skýrði sjálfur frá því hjá lögreglu 24. ágúst 1980 að bifhjólið Í-508 hafi verið ljóslaust er hann ók því þann sama dag. Þessa háttsemi er ákærði ákærður fyrir í ákæruskjali og kvað hann ákæruna rétta um þetta atriði þegar honum var birt ákæran fyrir dómi. Er því komin fram full sönnun fyrir því að ákærði ók bifhjólinu Í-508 ljóslausu 24. ágúst 1980. Varðar sú háttsemi við 1. mgr. 53. gr. laga nr. 40/1968. Þá er sannað með framburði ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði ók bifhjólinu Í-508 sviptur ökuréttindum og hjálmlaus 24. ágúst 1980. Varðar sú háttsemi við 1. mgr. 27. gr. og 4. mgr. 59. gr. laga nr. 40/1968, sbr. lög nr. 30/1977. Ákærði hefur því unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. laga nr. 40/1968, sbr. lög nr. 54/1976. Vitnin Guðrún Haraldsdóttir og Gunnsteinn Jónsson hafa ekki verið kvödd fyrir dóm til að staðfesta skýrslur sínar, er þau gáfu hjá lögreglu 24. ágúst 1980. Né heldur hefur vitnið Brynjar Konráðsson gefið skýrslu í máli þessu. Á það er hins vegar að líta að nú eru liðin nær 5 ár síðan umrætt atvik átti sér stað og að varhugavert er að byggja sönnun um sekt sökunauts á svo gömlum vitnaframburði og þykir því ekki vera ástæða til þess að kveðja vitnin nú fyrir dóm. II. Ákæra frá 30. september 1983. Ákærði,Trausti Aðalsteinn Kristjánsson, er ákærður fyrir „.... að aka, aðfaranótt sunnudagsins 23. janúar 1983, í heimildarleysi bifreiðinni Í-4715, undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt, á Austur- vegi á Ísafirði þar sem lögreglan hafði afskipti af akstri hans. Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 20, 1956 og 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr. og Í. mgr. 27. 404 gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968 sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar réttar til að öðlast ökuleyfi samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málsatvik. Aðfaranótt sunnudagsins 23. janúar 1983 voru lögregluþjónarnir Einar Karl Kristjánsson og Einar Halldórsson á eftirlitsferð í lögreglubifreið á Ísafirði þegar þeir sáu að bifreiðinni Í-4715 var ekið aftur á bak á Austur- vegi. Lögregluþjónarnir höfðu afskipti af ökumanni bifreiðarinnar, ákærða Trausta Aðalsteini, þar sem þeim var kunnugt um að hann var sviptur öku- réttindum. Ákærði var fluttur yfir í lögreglubifreiðina og kom þá í ljós að hann var undir áhrifum áfengis. Var því farið með hann á lögreglustöð- ina á Ísafirði þar sem varðstjóri tók skýrslu af ákærða og læknir tók honum blóð til ákvörðunar alkóhóls í því. Samkvæmt niðurstöðu ákvörðunar á alkóhóli í blóði ákærða reyndist það hafa að geyma 2,53%, alkólhóls. Er varðstjóri yfirheyrði ákærða neitaði hann í fyrstu að hafa hreyft bif- reiðina Í-4715. Síðan kvaðst hann hafa verið að „færa bílinn ...'““ á stæði við Uppsali og hefði hann ekið bifreiðinni u.þ.b. 10 metra. Ákærði viður- kenndi að hafa neytt áfengis áður en hann ók bifreiðinni Í-4715. Lögreglan á Ísafirði tók skýrslu af ákærða 10. maí 1983 vegna þessa atviks. Hann kvaðst hafa verið á dansleik í Uppsölum við Austurveg áður en hann ók bifreiðinni Í-4715. Ákærði kvaðst hafa sest undir stýri bifreiðar- innar vegna þess að hann hefði lánað eiganda bifreiðarinnar, Helga Helga- syni, miða sinn að dansleiknum. Ákærði kvaðst hafa ekið bifreiðinni aftur á bak um eina bíllengd vegna þess að bifreið hefði þurft að komast út af bifreiðastæði Kaupfélags Ísfirðinga sem er gegnt Uppsölum. Ákærði viðurkenndi að hafa neytt áfengis áður en hann ók bifreiðinni Í-4715 og fundið til áfengisáhrifa. Eigandi bifreiðarinnar Í-4715, Helgi Helgason, gaf skýrslu hjá lögreglu 30. ágúst 1983. Hann skýrði frá því að lyklar bifreiðarinnar hefðu gleymst í kveikjulás hennar. Einnig greindi Helgi Helgason frá því að hann hefði ekki lánað ákærða bifreiðina heldur hefði hann tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Ákærða var birt ákæran fyrir dómi 25. febrúar 1985. Þá viðurkenndi hann að hafa ekið bifreiðinni Í-4715 undir áhrifum áfengis aðfaranótt sunnudagsins 23. janúar 1983 á Austurvegi, Ísafirði. Ákærði kvaðst hafa ekið bifreiðinni Í-4715 í heimildarleysi en sagðist ekki hafa haft ásetning til að taka bifreiðina ófrjálsri hendi heldur hafi hann einungis verið að færa hana til. 405 Ákærði skýrði einnig frá því að unnusta Helga Helgasonar hefði verið í bifreiðinni umrætt sinn. Unnusta Helga Helgasonar, Jóna Jónsdóttir, var kvödd fyrir dóm 9. apríl 1985 og kvaðst hún þess þá fullviss að hún hefði aldrei sest upp í bifreiðina Í-4715. Lögregluþjónninn Einar Karl Kristjánsson gaf skýrslu fyrir dómi 9. apríl 1985. Vitnið skýrði frá því að bifreiðin Í-4715 hafi verið kyrrstæð þegar afskipti voru höfð af ökumanni hennar, ákærða Trausta Aðalsteini. Áður telur vitnið að ákærði hafi ekið bifreiðinni Í-4715 2-4 metra aftur á bak. Vitnið taldi sig muna að bifreið hafi verið að koma út af bifreiðastæði við Kaupfélag Ísfirðinga og því hafi bifreiðinni Í-4715 verið ekið aftur á bak. Eftir að ákærði hafði stöðvað akstur bifreiðarinnar Í-4715 taldi vitnið hann ekki hafa sýnt neina tilburði til að halda atkstrinum áfram. Lögregluþjónninn Einar Halldórsson gaf skýrslu fyrir dómi 11. apríl 1985. Vitnið skýrði frá því að þegar það hafði afskipti af ákærða, sunnu- daginn 23. janúar 1983, hafi það verið vegna þess að það sá ákærða vera að hreyfa bifreiðina Í-4715 á Austurvegi við Kaupfélag Ísfirðinga og kvaðst hafa vitað að ákærði hafði ekki ökuleyfi. Vitnið kvað bifreiðina Í-4715 hafa verið kyrrstæða þegar höfð voru afskipti af ökumanni hennar, og hafi bifreiðin ekki verið stöðvuð vegna bendinga eða fyrirmæla lögreglunnar. Vitnið kvað ákærða hafa fært bifreiðina til sem nemur einni bíllengd en ekki kvaðst það vita hvers vegna ákærði færði bifreiðina til. Eftir að ákærði stöðvaði bifreiðina kvað vitnið hann ekki hafa sýnt neina tilburði til að halda akstrinum áfram. Niðurstaða. Ákærði hefur haldið því fram, hjá lögreglu og fyrir dómi að tilgangur sinn með akstri bifreiðarinnar Í-4715 umrætt sinn hafi verið sá að hleypa bifreið út af bifreiðastæði Kaupfélags Ísfirðinga. Þessi framburður ákærða fær beinlínis stoð í framburði vitnisins Einars Karls Kristjánssonar. Framburur vitnisins Einars Halldórssonar er að öðru leyti til styrktar framburði ákærða og Í samræmi við framburð vitnisins Einars Karls Kristjánssonar. Með hliðsjón af framburði ákærða og vitnanna Einars Karls og Einars Halldórssonar verður að telja ósannað að ákærði hafi haft ásetning til óheim- illar notkunar bifreiðarinnar Í-4715 svo varði við 1. mgr. 259. gr. laga nr. 19/1940. Ber því að sýkna ákærða af kröfu ákæruvaldsins um refsingu sam- kvæmt þeirri grein. Með framburði ákærða og öðrum gögnum málsins er sannað að hann ók bifreiðinni Í-4715 undir áhrifum áfengis á Austurvegi aðfaranótt sunnudags- ins 23. janúar 1983. Varðar sú háttsemi við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr. laga nr. 40/1968. 406 Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann sviptur ökuleyfi ævilangt frá 11. júlí 1981 með dómi frá 15. október 1981. Hann hefur því einnig brotið gegn 1. mgr. 27. gr. laga nr. 40/1968. Fyrir áðurnefnd brot hefur ákærði unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. laga nr. 40/1968, sbr. lög nr. $4/1976. III. Ákæra frá 18. maí 1984. Ákærðu, Trausti Aðalsteinn Kristjánsson og Óli Pétur Lúðvíksson, eru báðir ákærðir ,,..... fyrir þjófnað með því að hafa, sunnudaginn 22. janúar 1984, brotist inn í verslunina Vöruval á Ísafirði og stolið þar 10 pylsupökk- um og tóbaki og sælgæti sem fyllti 2 innkaupapoka. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.“ Í sömu ákæru er ákærði Trausti Aðalsteinn Kristjánsson einn ákærður „„...c fyrir að aka, laugardaginn 25. febrúar 1984 undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt bifreiðinni Í-4231 frá Strandgötu Sa í Hnífsdal inn á Ísafjörð, aka bifreiðinni hratt og ógætilega þrátt fyrir að hann hefði ekki vald á bifreiðinni sökum ölvunar, aka á ljósastaur á Mána- götu á Ísafirði, aka síðan aftur til Hnífsdals, aka þar á ljósastaur við Kaup- félagshúsið, aka á skreiðarhjall við Strandgötu en akstri hans lauk við Strandgötu Sa. Telst þetta varða við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr., Í. mgr. 26. gr., 1. mgr. 27. gr., 1. mgr. 37. gr. og 1. og 2. mgr. 49. gr. sbr. 80. gr. umferðar- laga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og ákærði Trausti Aðalsteinn til sviptingar ökuleyfis samkvæmt 81. gr. umferðarlaga.“ Fyrri liður ákæru: Málsatvik. Með framburði ákærðu, Trausta Aðalsteins Kristjánssonar og Óla Péturs Lúðvíkssonar, framburði vitna og öðrum gögnum málsins er eftirfarandi upplýst: Aðfarnótt sunnudagsins 22. janúar 1984 fóru ákærðu akandi í bifreið, sem Sveinbjörg Sveinsdóttir ók, að versluninni Vöruvali á Skeiði, Ísafirði. Ákærðu fóru úr bifreiðinni við vesturgafl hússins og brutu þar tréplötu úr glugga til að komast inn í verslunina. Meðan ákærðu voru inni í versluninni beið Sveinbjörg í bifreiðinni fyrir utan og var henni kunnugt um það í hvaða tilgangi ákærðu fóru inn í verslunina. Þegar ákærðu komu inn í verslunina fóru þeir fyrst um neðri hæð hennar og tóku þar ýmsar vörur, svo sem Í ákæru greinir og ákærðu hafa viður- kennt að sé rétt tilgreint. 407 Ákærðu fóru síðan upp á efri hæð verslunarinnar og tóku þar úr skrif- borðsskúffu tvö ávísanahefti. Að þessu loknu yfirgáfu ákærðu verslunina og héldu út í verbúðina í Heimabæ í Hnífsdal í bifreiðinni sem Sveinbjörg Sveinsdóttir ók. Þar varð mest af þýfinu uppurið utan nokkuð af tóbakinu. Af ávísana- heftunum tveimur er það að segja að ákærði Trausti Aðalsteinn útfyllti eitt eyðublaðanna og var það síðar framselt af öðrum í verslun. Hins vegar er ekki ákært fyrir töku og notkun á ávísanaheftunum og verður því ekki frekar fjallað um þann þátt málsins. Með bréfi ríkissaksóknara frá 10. maí 1984 var ekki krafist frekari að- gerða gagnvart Sveinbjörgu Sveinsdóttur. Lögð var fram bótakrafa í málinu frá versluninni Vöruvali vegna inn- brotsins og hafa ákærðu í sameiningu greitt hana að fullu. Niðurstaða. Með framangreindri háttsemi hafa ákærðu, Trausti Aðalsteinn Kristjáns- son og Óli Pétur Lúðvíksson, brotið gegn 244. gr. laga nr. 19/1940 og unn- ið sér til refsingar samkvæmt þeirri grein. Síðari liður ákæru: Málsatvik. Samkvæmt framburði ákærða, hjá lögreglu og fyrir dómi, framburði vitna og öðrum gögnum málsins eru atvik þess sem hér segir: Að kvöldi föstudagsins 21. febrúar 1984 hóf ákærði, Trausti Aðalsteinn Kristjánsson, neyslu áfengis. Ákærði var við drykkju með félögum sínum aðfaranótt laugardagsins og fram á laugardagsmorgun. Þegar kom fram undir hádegi var farið að ganga á áfengisbirgðir félaganna. Ákærði, sem þá var undir áhrifum áfengis, fór þá ásamt öðrum á bifreiðinni Í-4231 frá Strandgötu Sa, Hnífsdal, inn á Ísafjörð að sækja meira áfengi. Ákærði kom m.a. við í söluturni á Mánagötu á Ísafirði þar sem félagi hans verslaði. Á meðan var ákærði að aka bifreiðinni á ljósastaur í götunni. Eftir að ákærði hafði lokið erindum sínum á Ísafirði hélt hann ásamt félög- um sínum aftur út í Hnífsdal að Strandgötu Sa. Á leiðinni var aksturslag ákærða með þeim hætti að hann ók á ljósastaur við útibú Kaupfélags Ís- firðinga í Hnífsdal og á skreiðarhjall við Strandgötu. Þegar ákærða var birt ákæran fyrir dómi kvað hann hana rétta í öllum atriðum. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa ekið með þeim hætti sem lýst var sökum ölvunar heldur vegna þess að bifreiðin hefði átt að fara í niður- rif. Akstur ákærða varð til þess að haft var samband við lögregluna og hand- tók hún ákærða að Strandgötu Sa, Hnífsdal. Farið var með hann á lög- 408 reglustöðina á Ísafirði þar sem læknir tók honum blóð til ákvörðunar alkóhóls í því, og rannsókn málsins hófst með yfirheyrslum yfir ákærða og vitnum. Samkvæmt vottorði um niðurstöðu rannsóknar á alkóhóli í blóði ákærða reyndist það hafa að geyma 2,37 %o. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann sviptur ökuleyfi ævilangt frá 11. júlí 1981 með dómi frá 15. október 1981. Niðurstaða. Með framburði ákærða, hjá lögreglu og fyrir dómi, og öðrum gögnum málsins er sannað að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og hér var lýst. Ákærði hefur því brotið gegn 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 26. gr., 1. mgr. 27. gr., 1. mgr. 37. gr. og 1. og 2. mgr. 49. gr. laga nr. 40/1968 og unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 54/1976. IV. Ákæra frá 5. júlí 1984. Ákærði Trausti Aðalsteinn Kristjánsson er ákærður fyrir „.... að aka bifreiðum undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum á Ísafirði í sept- ember 1983 svo sem rakið er: 1. Sunnudaginn 11. september stjórnað bifreiðinni Í-4125, sem dregin var af bifreiðinni Í-181 frá Hlíðarvegi 18 en lögreglan hafði afskipti af akstri ákærða við hafnarvogina. 2; Sunnudaginn 25. september ekið bifreiðinni Í 4713 frá Hlíðarvegi 44 að Heimabæ 4 í Hnífsdal. Telst þetta varða við 2. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. $4, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar til sviptingar réttar til að öðlast ökuleyfi samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Fyrri líður ákæru: Málsatvik. Lögreglumaður á eftirlitsferð kl. 11:00 sunnudaginn 11. september 1983 veitti athygli bifreiðinni Í-4125 þegar hún var dregin af bifreiðinni Í-181 eftir Hafnarstræti á Ísafirði. Bifreiðunum var veitt eftirför og þær stöðv- aðar við hafnarvogina á Ísafirði. Þar sem lögreglunni þótti greinilegt að 409 ökumaður bifreiðarinnar Í-4125, ákærði, væri undir áhrifum áfengis var hann færður á lögreglustöðina á Ísafirði til töku skýrslu og blóðsýnis. Ákærði viðurkenndi hjá lögreglu og hafa stjórnað bifreiðinni Í-4125 undir áhrifum áfengis þegar hún var dregin af bifreiðinni Í-181 að hafnar- voginni. Ákærði kvaðst hafa byrjað að neyta áfengis á miðvikudeginum fyrir umræddan atburð og neytt áfengis kvöldið og nóttina áður en hann stjórnaði bifreiðinni Í-4125 og sofið í u.þ.b. tvær klukkustundir eftir að hann hætti að neyta áfengis. Fyrir dómi staðfesti ákærði framburð sinn hjá lögreglu. Ekki verður byggt á blóðsýni í máli þessu þar sem mistök urðu við frá- gang þess hjá lögreglu og liggur það bví ekki fyrir. Með dómi frá 15. október 1981 var ákærði sviptur ökuleyfi ævilangt frá 11. júlí 1981 að telja. Niðurstaða. Með hliðsjón af undanfarandi áfengisneyslu ákærða, lýsingu lögreglu á ölvunarástandi ákærða við handtöku og framburði ákærða sjálfs, hjá lög- reglu og fyrir dómi, er sannað að hann stjórnaði bifreiðinni Í 4125, ökurétt- indalaus, undir áhrifum áfengis sunnudaginn 11. september 1983. Með þessari háttsemi hefur ákærði brotið gegn 2. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. laga nr. 40/1968 og unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 54/1976. Síðari liður ákæru: Málsatvik. Laugardaginn 24. september 1983 kl. 21:00 hóf ákærði að neyta áfengis. Hann neytti áfengis þá um kvöldið og nóttina á dansleik og í heimahúsi. Ákærði kveðst hafa neytt um einnar flösku af sterku víni frá kl. 21:00 til kl. 05:00 aðfaranótt sunnudagsins. Þá kveðst ákærði hafa farið að sofa og sofið til um kl. 10:00. Þegar ákærði vaknaði fór hann að Hlíðarvegi 18 og ók þaðan bifreiðinni Í-4713 að Heimabæ 4, Hnífsdal. Þar tók Hulda Jónsdóttir við akstri bifreiðarinnar og ók henni þar til lögreglan hafði afskipti af akstrinum kl. 14:00 á sunnudeginum. Meðan ákærði var farþegi í bifreiðinni kveðst hann hafa drukkið um einn fjórða úr flösku af sterku víni. Ákærða var tekið blóð til ákvörðunar alkóhóls, kl. 15:00 og reyndist það hafa að geyma 1,71%, alkóhóls. Í skýrslu, sem varðstjóri tók af ákærða strax eftir handtökuna, kvaðst ákærði ekki hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn. Ákærði hélt við þennan framburð þegar lögreglan tók aftur skýrslu af honum 27. september 410 1983 en sagðist hins vegar hafa fundið að hann var vansvefta þegar hann ók bifreiðinni. Hulda Jónsdóttir kvað áfengislykt hafa verið af ákærða þegar hann kom til hennar og hann hefði borið merki ölvunar, þreytulegur og slapplegur. Er ákærða var birt ákæran fyrir dómi 25. febrúar 1985 viðurkenndi hann að hafa ekið bifreiðinni Í-4713 undir áhrifum áfengis 25. september 1983. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann sviptur ökuleyfi ævilangt frá 11. júlí 1981 með dómi frá 15. október 1981. Niðurstaða. Verjandi ákærða telur ósannað að ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis er hann ók bifreiðinni Í-4713 sunnudaginn 25. september 1983. Með hliðsjón af því áfengismagni, sem ákærði neytti áður en hann lagðist til svefns aðfaranótt sunnudagsins 25. september 1983, þeim tíma sem hann svaf, áður en hann ók bifreiðinni Í 4713, og með vísun í framburð ákærða fyrir dómi 25. febrúar 1985 verður að telja sannað að ákærði hafi ekki sökum undanfarandi áfengisneyslu getað stjórnað bifreiðinni Í-4713 örugg- lega er hann ók henni 25. september 1983 frá Hlíðarvegi 18, Ísafirði að Heimabæ 4, Hnifsdal. Með þessari háttsemi hefur ákærði því brotið gegn 2. mgr. 25. gr. og 1.mgr. 27. gr. laga nr. 40/1968 og unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. laga nr. 40/1968, sbr. lög nr. 54/1976. Það athugist að í ákæru hefur húsnúmer misritast. Þar sem stendur „Hlíðarvegi 44““ á að vera „Hlíðarvegi 18““. Kemur þetta ekki að sök, sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74/1974. V. Ákæra frá 10. september 1984. Ákærði Trausti Aðalsteinn Kristjánsson er ákærður: I. „Fyrir að aka, aðfaranótt laugardagsins $. mars 1983, undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt, bifreiðinni R-72030 frá Ísa- fjarðarflugvelli við Ísafjörð áleiðis að Mánagötu 2, Ísafirði, þar til lögregl- an stöðvaði akstur hans á Skutulsfjarðarbraut. Telst þetta varða við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr., sbr. 0. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. II. Fyrir að hafa sömu nótt brotist inn í Vörumarkað Kaupfélags Ísfirð- inga á Skeiði, Ísafirði, í félagi með Grétari Helgasyni, fæddum $. október 1959, og Hjálmari Guðmundssyni, fæddum 2. desember 1965, og stolið þar gólföskubakka, 6 pökkum af vindlingum, tveimur vindlingakveikjur- um, einum stauk með tyggigúmmí og öðrum með sælgæti, tveimur ölflösk- um og tveimur súkkulaðistykkjum. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. oo 411 Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu skaða- bóta og alls sakarkostnaðar.““ Fyrri liður ákæru: Málsatvik. Samkvæmt framburði ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi, framburði vitna og öðrum gögnum málsins eru atvik þess sem hér segir: Eftir dansleik aðfaranótt laugardagsins 5. mars 1983 var ákærða, ásamt Grétari Helgasyni og Hjálmari Guðmundssyni, ekið inn á Ísafjarðarflugvöll frá Ísafirði. Þar var bifreiðin R-72030, sem ákærði hafði tekið að sér að gera við fyrir eiganda hennar. Frá flugvellinum ók ákærði bifreiðinni R-72030 áleiðis út á Ísafjörð. Farþegar í bifreiðinni voru þeir Hjálmar og Grétar. Á leið sinni til Ísafjarðar braust ákærði ásamt Hjálmari og Grétari inn í Vörumarkað Kaupfélags Ísfirðinga á Skeiði eins og frá greinir í síðari lið ákæru. Síðan var það að lögreglan hafði afskipti af akstri ákærða kl. 5:50 að morgni laugardagsins 5. mars á Skutulsfjarðarbraut. Sökum gruns um ölvun við akstur og réttindaleysi var farið með ákærða á lögreglustöðina á Ísafirði þar sem varðstjóri tók skýrslu af honum og læknir tók ákærða blóð til ákvörðunar alkóhóls í því. Ákærði viðurkenndi að hafa neytt um hálfrar flösku af sterku áfengi áður en hann hóf aksturinn og fundið til áfengisáhrifa. Samkvæmt vottorði um niðurstöðu alkóhólsrannsóknar hafði blóð ákærða að geyma 1,92%, alkóhóls. Með dómi frá 15. október 1981 var ákærði sviptur ökuleyfi ævilangt frá 11. júlí 1981 að telja. Niðurstaða. Með framburði ákærða og öðrum gögnum málsins er sannað að hann hefur gerst sekur um háttsemi þá er í ákæru greinir. Varðar sú háttsemi við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr. laga nr. 40/1968 og hefur ákærði unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 54/1976. Síðari liður ákæru: Málsatvik. Samkvæmt framburði ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi og framburði þeirra Hjálmars Guðmundssonar og Grétars Helgasonar hjá lögreglu eru atvik málsins sem hér segir: Á leið sinni frá Ísafjarðarflugvelli, aðfaranótt laugardagsins $. mars 1983, til Ísafjarðar braust ákærði ásamt Hjálmari Guðmundssyni og Grétari Helgasyni inn í Vörumarkað Kaupfélags Ísfirð- inga á Skeiði. Þeir félagar fóru inn um glugga á suðurhlið hússins með því að taka hlera frá glugganum. Inni í versluninni tóku þeir ákærði, 412 Hjálmar og Grétar ýmsar vörur, svo sem Í ákæru greinir og höfðu á brott með sér. Síðan fóru þeir út úr versluninni og héldu áfram för sinni til Ísa- fjarðar á bifreiðinni R-72030 sem ákærði ók eins og frá er greint í fyrri lið ákæru. Lögð var fram skaðabótakrafa frá Kaupfélagi Ísfirðinga vegna þjófnaðar á vörum og skemmda á munum í versluninni að fjárhæð kr. 13.945,26. Ákærði, Hjálmar og Grétar hafa fallist á suma liði skaðabótakröfunnar en mótmælt öðrum. Þeir töldu magn þeirra vara sem saknað var vera of- talið og töldu rétta fjárhæð vera kr. 5.730,00 sem þeir hafa fallist á að greiða. Í ákæru er upptalning á stolnum vörum í samræmi við framburð aðila. Verður ákærði því einungis dæmdur til að greiða þá fjárnæð sem hann hefur fallist á að greiða, kr. 5.730,00. Niðurstaða. Með framburði ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi er sannað að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Ákærði hefur því brotið gegn 244. gr. laga nr. 19/1940 og unnið sér til refsingar samkvæmt sömu grein. Ákærða ber að greiða Kaupfélagi Ísfirðinga kr. 5.730,- í skaðabætur. Með bréfi ríkissaksóknara frá 10. september 1984 var samþykkt að þætti Hjálmars Guðmundssonar og Grétars Helgasonar í framangreindu broti væri lokið með dómsátt. VI. Ákæra frá 19. nóvember 1984. Ákærði Trausti Aðalsteinn Kristjánsson er ákærður: 1. „Fyrir að aka, sviptur ökuleyfi ævilangt, bifreiðinni Í-4566 um götur Reykjavíkur miðvikudaginn 14. mars 1984. Telst þetta varða við 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. $4, 1976. 2. Fyrir að aka, laugardaginn 16. júlí 1984, undir áhrifum áfengis og sviptur Ökuleyfi ævilangt, bifreiðinni Y-12007 á bifreiðastæði við félagsheimilið í Hnífsdal. Telst þetta varða við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr., og 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar réttar 413 til að öðlast ökuleyfi ævilangt samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Fyrri liður ákæru: Málsatvik. Samkvæmt framburði ákærða og öðrum gögnum málsins eru atvik þess sem hér segir: Miðvikudaginn 14. mars 1984 laust eftir kl. 15:00 er lögreglu- menn í lögreglunni í Reykjavík voru á eftirlitsferð eftir Laugavegi sáu þeir hvar bifreiðinni Í-4566 var lagt fyrir utan Stjörnubíó. Annar lögreglumann- anna þekkti ökumann bifreiðarinnar, ákærða Trausta Aðalstein, og vissi að hann var sviptur ökuréttindum. Ákærði var þá handtekinn og farið með hann á lögreglustöðina á Hverfisgötu 113 þar sem varðstjóri tók skýrslu af ákærða. Hann viðurkenndi að hafa ekið bifreiðinni Í-4566 um götur Reykjavíkur sviptur ökuréttindum ævilangt. Ákærði viðurkenndi einnig brot sitt fyrir dómi 25. febrúar 1985. Með dómi frá 15. október 1981 var ákærði sviptur ökuleyfi ævilangt frá 11. júlí 1981 að telja. Niðurstaða. Samkvæmt framansögðu er sannað að ákærði ók bifreiðinni Í-4566 sviptur ökuleyfi ævilangt um götur Reykjavíkur miðvikudaginn 14. mars 1984. Ákærði hefur því brotið gegn 1. mgr. 27. gr. laga nr. 40/1968 og unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 54/1976. Síðari liður ákæru: Málsatvik. Samkvæmt framburði ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi og vitna eru atvik málsins þessi: Ákærði var farþegi í bifreiðinni Y-12007 aðfaranótt laugardagsins 16. júní 1984 þegar handfang sjálfskiptingar bifreiðinnar bilaði. Ökumaður bifreiðarinnar stöðvaði hana á bifreiðastæði við Félags- heimilið í Hnífsdal og tók ákærði að sér að gera við bilunina. Settist hann því undir stýri bifreiðarinnar og lauk verki sínu. Til að vera fullviss um árangur gangsetti hann bifreiðina og ók henni nokkra metra aftur á bak og áfram. Síðan tók ökumaðurinn aftur við stjórn bifreiðarinnar og ók áleiðis inn á Ísafjörð. Lögreglan á Ísafirði stöðvaði aksturinn á Hnífsdalsvegi því spurnir höfðu borist af akstri ákærða. Ákærði viðurkenndi síðan hjá lögreglu að hafa ekið bifreiðinni eins og áður segir. Læknir tók ákærða blóð til ákvörðunar alkóhóls í því og samkvæmt niðurstöðu rannsóknar hafði það að geyma 2,23%, alkóhóls. 414 Með dómi frá 15. október 1981 var ákærði sviptur ökuleyfi ævilangt frá 11. júlí 1981 að telja. Niðurstaða. Samkvæmt framansögðu er sannað að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem í síðari lið ákæru greinir. Hann hefur því brotið gegn 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. laga nr. 40/1968 og unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 54/1976. VII. Ákæra frá 8. mars 1985. Ákærði Trausti Aðalsteinn Kristjánsson er ákærður: 1; „Fyrir þjófnað með því að hafa, aðfaranótt mánudagsins 31. desember 1984, brotist inn í trésmíðaverkstæði Daníels Kristjánssonar við Árnagötu á Ísafirði í félagi við Fjölni Má Baldursson, fæddan 2.9. 1961, og stolið þar 12.000 krónum. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. 2 Fyrir að aka laugardaginn 9. febrúar 1985 bifreiðinni Í-1903 undir áhrif- um áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt um götur á Ísafirði uns hann festi bifreiðina í snjó við Góuholt 13 þar sem lögreglumenn höfðu afskipti af honum. Telst þetta varða við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. 8. Fyrir að aka um miðnætti laugardagsins 16. febrúar 1985 bifreiðinni R-22399, sem var án skráningarmerkja, undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt frá svonefndri Bæjarbrekku á Ísafirði af mikilli óvarkárni austur Hafnarstræti með alit að 90 kílómetra hraða á kiukku- stund þrátt fyrir myrkur og rigningu og nokkra umferð gangandi vegfar- enda í Hafnarstræti en akstri hans lauk við afgreiðslu Djúpbátsins þar í götunni þar sem lögreglumenn höfðu afskipti af honum. Telst þetta varða við 2. mgr. 4. gr., 1. mgr. 11. gr., 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr., 1. mgr. og 3. mgr. stafliði a, b og c49. gr. og 1. mgr. 50. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til ökuleyfissvipt- 415 ingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar og skaðabóta, verði þeirra krafist.“ Fyrsti liður ákæru: Málsatvik. Ákærði hefur viðurkennt hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa brotist inn í trésmíðaverkstæði Daníels Kristjánssonar, Árnagötu á Ísafirði, aðfaranótt mánudagsins 31. desember 1984 í félagi við Fjölni Má Baldursson. Inn- brotið frömdu þeir ákærði og Fjölnir Már Baldursson með þeim hætti að losa spjald úr glugga, þar sem rúða hafði brotnað, og fara þar inn á tré- smíðaverkstæðið. Inni á verkstæðinu leituðu þeir að peningum og fundu þá í skrifborðsskúffu á skrifstofu verkstæðisins. Peningunum, kr. 12.000,00 skiptu ákærði og Fjölnir Már Baldursson á milli sín og eyddu þeim síðan. Niðurstaða. Sannað er með framburði ákærða, sem er í samræmi við gögn málsins, að hann hefur með háttsemi sinni brotið gegn 244. gr. laga nr. 19/1940 og unnið sér til refsingar samkvæmt sömu grein. Með ákæru frá 8. mars 1985 var Fjölnir Már Baldursson ákærður fyrir þátt sinn í ofangreindu broti, og var dæmt í málinu í sakadómi Ísafjarðar 29. mars 1985. Lá þá fyrir skaðabótakrafa frá trésmíðaverkstæði Daníels Kristjánssonar og var á því byggt að Trausti Aðalsteinn og Fjölnir Már hefðu stolið 12.000 kr. og Fjölnir Már dæmdur til að greiða 6.000 kr., þar sem ákært var í tvennu lagi. Verður því ákærði Trausti Aðalsteinn Kristjánsson nú dæmdur til að greiða kr. 6.000,00 í skaðabætur til tré- smíðaverkstæðis Daníels Kristjánssonar. Annar liður ákæru: Málsatvik. Laugardaginn 9. febrúar 1985 varð lögreglan í Ísafirði vör við ferðir ákærða á bifreiðinni Í-1903. Þar sem vitað var að ákærði er sviptur ökuleyfi ævilangt var honum veitt eftirför. Ákærði varð var við lögregluna á gatna- mótum Fjarðarstrætis og Sólgötu. Ekki sinnti hann merkjum um að stöðva bifreiðina sem hann ók, heldur ók hann áfram inn í Holtahverfi. Allan tímann var honum veitt eftirför en akstri ákærða lauk er hann festi bifreið- ina Í snjóskafli við Góuholt 13. Ákærði var þá fluttur á lögreglustöðina á Ísafirði þar sem varðstjóri tók af honum skýrslu og læknir tók ákærða blóð til alkóhólákvörðunar. Hjá lögreglu viðurkenndi ákærði akstur bifreiðarinnar Í-1903 undir áhrif- 416 um áfengis. Hann kvaðst hafa neytt einnar flösku af sterku áfengi áður en hann hóf akstur bifreiðarinnar Í-1903. Fyrir dómi hefur ákærði staðfest framburð sinn hjá lögreglu. Samkvæmt vottorði um niðurstöðu alkóhólsrannsóknar á blóði ákærða reyndist það hafa að geyma 1,80%, alkóhóls. Niðurstaða. Með framburði ákærða, sem er í samræmi við gögn málsins, er sannað að ákærði hefur gerst sekur um háttsemi er varðar við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. laga nr. 40/1968 og því unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. sömu laga, sbr. lög nr. $4/1976. Þriðji.liður ákæru: Málsatvik. Laust eftir miðnætti laugardaginn 16. febrúar 1985 voru lögregluþjónar í eftirlitsferð á lögreglubifreið á Ísafirði þegar þeir mættu bifreiðinni R-22399 sem var ekið austur Hafnarstræti á miklum hraða. Lögreglubif- reiðinni var snúið við og ekið á eftir bifreiðinni R-22399 og hún stöðvuð á hafnarkantinum við afgreiðslu Djúpbátsins. Í bifreiðinni voru handteknir þeir ákærði, Þórður Guðjón Hilmarsson og Haraldur Óli Ólafsson og farið með þá á lögreglustöðina á Ísafirði. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni viðurkenndi ákærði að hafa ekið bifreið- inni R-22399 áður en lögreglan stöðvaði akstur hans á hafnarkantinum. Hann kvaðst hafa ekið bifreiðinni frá Bæjarbrekku, efst í Hafnarstræti, og beina leið niður á höfn. Áður en ákærði hóf aksturinn kvaðst hann hafa neytt einnar flösku af sterku víni frá kl. 20:00 fyrr um kvöldið. Læknir tók ákærða blóð strax eftir handtökuna og samkvæmt vottorði um niðurstöðu alkóhólákvörðunar í blóði ákærða hafði það að geyma 2,38%0. Lögregluþjónarnir, sem stöðvuðu akstur ákærða, gerðu það vegna þess hve hratt bifreiðinni R-22399 var ekið. Við yfirheyrslu hjá lögreglu kvaðst ákærði ekki muna hve hratt hann ók en kvaðst telja að hann hefði ekið á 60-70 km hraða niður Hafnarstræti. Vitnið Haraldur Óli Ólafsson kvaðst telja við yfirheyrslu hjá lögreglu að ákærði hefði ekið bifreiðinni R-22399 á 80-90 km hraða og sér hefði fundist ákærði aka mjög glannalega. Vitnið Þórður Guðjón Hilmarsson lýsti akstri ákærða svo hjá lögreglu: „Ekki veit ég hversu hratt Trausti ók, en akstur hans var all rosalegur.“ Þegar ákærði ók bifreiðinni R-22399 umrætt sinn var myrkur, skyggni slæmt og gengið hafði á með rigningarskúrum. Einnig var þónokkuð um gangandi vegfarendur í Hafnarstræti er ákærði ók bifreiðinni. 417 Ákærði ók bifreiðinni R-22399 án skráningarmmerkja umrætt sinn. Bifreiðaeftirlitsmaður skoðaði bifreiðina og vegna vanbúnaðar var bifreiðin tekin úr umferð. Ákærði var eigandi bifreiðarinnar R-22399 en ekki hafði bifreiðin verið skráð á hans nafn. Samkvæmt sakavottorði er ákærði sviptur ökuleyfi ævilangt frá 7. júlí 1981 að telja. Fyrir dómi staðfesti ákærði atvikalýsingu ákæru nema að hann kvaðst ekki hafa ekið á allt að 90 km hraða eins og í ákæru segi. Niðurstaða. Verjandi ákærða telur ósannað að ákærði hafi brotið gegn 1. mgr. 50. gr. laga nr. 40/1968. Ákærði bar hjá lögreglu að hann hefði ekið bifreiðinni R-22399 á 60-70 km hraða. Þennan framburð staðfesti ákærði fyrir rétti en neitaði hins vegar að hafa ekið á allt að 90 km hraða. Vitni hafa lýst akstri ákærða sem glannafengnum. Ekki verður talið sannað að ákærði hafi ekið á allt að 90 km hraða umrætt sinn en hins vegar er sannað með framburði ákærða sjálfs og með hliðsjón af framburði vitna að hann hafi brotið gegn 1. mgr. og 3. mgr. stafliðum a, b og c 49. gr. og 1. mgr. 50. gr. laga nr. 40/1968 með því að aka á 60-70 km hraða austur Hafnarstræti 16. febrúar 1985. Þá er sannað með framburði ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, að hann hefur brotið gegn 2. mgr. 4. gr., 1. mgr. 11. gr., 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr. laga nr. 40/1968 og unnið sér til refs- ingar samkvæmt 80. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 54/1976. Ákvörðun refsingar ákærða Trausta Aðalsteins Kristjánssonar: Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði sætt eftirtöldum refsingum: 1980 6/3 á Ísafirði. Sátt: 120.000 kr. sekt f. brot g. 2. sbr. 4. mgr. 25. gr. umfl. og 1. mgr. 24. gr. áfl. Sviptur ökuleyfi 12 mán. frá 6/3 1980. 1981 2/3 á Ísafirði. Sátt: 900 kr. sekt f. brot g. 244. gr., sbr. 1. mgr. 256. gr. hgl. 1981 15/10 á Ísafirði. Dómur: 4.500 kr. sekt f. brot g. 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. umfl. og 1. mgr. 24. gr. áfl. Sviptur ökuleyfi ævi- langt frá 11/7 1981. 1982 24/2 á Ísafirði. Sátt: 4.000 kr. sekt f. brot g. 27. gr. umfl. 1982 3/11 á Ísafirði. Sátt: 6.000 kr. sekt f. brot g. 1. mgr. 27. gr. og 4. mgr. 48. gr. umfl. 1984 15/1 á Ísafirði. Sátt: 1.000 kr. sekt f. brot gegn 248. gr. hgl. 27 418 Þau þrettán brot, sem ákærði hefur nú gerst sekur um, eru framin á árunum 1983 og 1984, nema eitt brot á árinu 1981 og tvö á árinu 1985. Við ákvörðun refsingar ber að virða ákærða til málsbóta að hann bætti fyrir tjón vegna innbrots í verslunina Vöruval 22. janúar 1984, sbr. 9. tl. 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1940. Refsing ákærða, Trausta Aðalsteins Kristjánssonar, þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði. Til frádráttar refsingu ákærða kemur sá tími er hann sætti gæsluvarð- haldi frá 16. febrúar 1985 til 15. mars 1985. Þá ber, samkvæmt 81. gr. laga nr. 40/1968, að árétta að ævilöng öku- leyfissvipting ákærða haldist vegna brota er frá greinir í ákærum frá 30. september 1983, 18. maí 1984 síðari lið, 5. júlí 1984, 19. nóvember 1984 síðari lið og 8. mars 1985 öðrum og þriðja lið. Það athugist að fyrir brot það, sem frá greinir í ákæru frá 10. september 1984, fyrri lið, er ekki krafist sviptingar réttar til að öðlast ökuleyfi samkvæmt 81. gr. laga nr. 40/1968. Dæma ber ákærða, Trausta Aðalstein Kristjánsson til að greiða Kaup- félagi Ísfirðinga skaðabætur kr. 5.730,00 og trésmíðaverkstæði Daníels Kristjánssonar skaðabætur kr. 6.000,00. Þá ber að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar þ.m.t. réttargæslu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gísla Ísleifssonar hrl., kr. 30.000,00 en samkvæmt 2. mgr. 141. gr. laga nr. 74/1974 er rétt að ákveða að þar af greiðist kr. 7.000,00 úr ríkissjóði. Ákvörðun refsingar ákærða Óla Péturs Lúðvíkssonar: Samkvæmt sakavottorði var ákærði sviptur ökuleyfi og gekkst undir greiðslu sektar með dómsátt 31. október 1984 vegna brots á 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr. laga nr. 40/1968. Ákærði, Óli Pétur Lúðvíksson, hefur gerst sekur um brot gegn 244. gr. laga nr. 19/1940. Hins vegar er á það að líta að ákærði hefur ekki áður gerst sekur um auðgunarbrot, brot hans er lítið og hann hefur af sjálfsdáðum bætt að fullu fyrir brot sitt. Þykir refsing ákærða, Óla Péturs Lúðvíkssonar, hæfilega ákveðin sekt kr. 3.000,00 með vísan til 8. ti. í. mgr. 74. gr. og Í. mgr. 256. gr. laga nr. 9/1940. Dóm þennan kvað upp Ólafur K. Ólafsson, fulltrúi bæjarfógetans á Ísa- firði. Dómsorð: Ákærði, Trausti Aðalsteinn Kristjánsson, sæti fangelsi í 5 mánuði. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldstími ákærða frá 16. febrúar 1985 til 15. mars 1985. 419 Ákærði, Óli Pétur Lúðvíksson, greiði sekt kr. 3.000,00 til ríkissjóðs innan 4 vikna frá birtingu dómsins en ella komi varðhald í 3 daga. Ævilöng ökuleyfissvipting ákærða Trausta Aðalsteins Kristjáns- sonar skal haldast. Ákærði, Trausti Aðalsteinn Kristjánsson, greiði skaðabætur kr. 5.730 til Kaupfélags Ísfirðinga og kr. 6.000,00 til trésmíðaverkstæðis Daníels Kristjánssonar. Ákærði, Trausti Aðalsteinn Kristjánsson, greiði sakarkostnað, þ.m.t. réttargæslu- og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Gísla Ísleifssonar hrl., kr. 30.000,00 en þar af greiðast kr. 7.000,00 úr ríkis- sjóði. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 21. febrúar 1986. Nr. 228/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Hilmari Þóri Ólafssyni (Örn Clausen hrl.) Tilraun til manndráps. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Máli þessu var með stefnu 10. október 1985 áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins samkvæmt |. tl. 1. mgr. 175. gr. nr. 74/1974 og er krafist þyngingar á refsingu ákærða. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 5. desember 1985. Með vísan til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Sam- kvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 komi gæslu- varðhaldsvist ákærða frá 19. apríl 1985 til frádráttar refsingu hans, en frá þeim degi hefur ákærði sætt gæsluvarðhaldi óslitið. 420 Dæma ber ákærða til að greiða áfrýjunarkostnað sakarinnar, svo sem í dómsorði segir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, en gæsluvarðhald ákærða, Hilmars Þóris Ólafssonar, óslitið frá 19. apríl 1985 komi refsingu hans til frádráttar. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 20.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hæstaréttar- lögmanns, 20.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 19. september 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 19. september er á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem haldið er í Borgartúni 7 af Pétri Guðgeirssyni sakadómara, kveð- inn upp dómur í sakadómsmálinu nr. $12/1985: Ákæruvaldið gegn Hilmari Þóri Ólafssyni, sem dómtekið var 13. þ.m. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 10. júlí 1985, á hendur ákærða, Hilmari Þóri Ólafssyni sjómanni, til lögheimilis að Mið- garði 6 á Egilsstöðum, fæddum 17. apríl 1966 í Neskaupstað, „fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás, með því að hafa, laust eftir miðnætti, laugardagsins 13. apríl 1985,án nokkurs tilefnis, veist að Kolbeini Jóni Blandon Einarssyni, Hringbraut 94, Reykjavík, þar sem þeir voru staddir fyrir utan skemmtistaðinn Traffic að Laugavegi 116, Reykja- vík, og stungið af afli hníf í kvið Kolbeins Jóns svo að af hlaust lífshættu- legt stungusár. Kolbeinn Jón var þegar fluttur á Slysadeild Borgarspítalans, meðvitundarlaus og með miklar innvortis blæðingar, þar sem læknum tókst að bjarga lífi hans með skurðaðgerð til að hefta frekari blæðingar m.a. frá sjálfri ósæðinni, sem skorist hafði í sundur, og með miklum blóðgjöf- um. Framanlýst atferli ákærða telst aðallega varða við 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, en til vara við 2. mgr. 218. gr. sömu laga, sbr. 11. gr. laga nr. 20, 1981. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaðabóta, verði þeirra krafist, og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ I. Málavextir eru þeir að um kl. 00:37 aðfaranótt föstudagsins 13. apríl 421 sl. var haft samband við lögregluna í Reykjavík og tilkynnt um að maður hefði verið stunginn með hniífi og væri hann við Austurbæjarbíó. Lögreglu- þjónarnir Karl Hjartarson, Stefán Líndal Gíslason og Úlfar Konráð Jóns- son óku að Austurbæjarbíói í lögreglubifreið og komu þar að í þann mund sem sjúkrabifreið var að fara þaðan. Þar voru fyrir piltarnir Ragnar Marel Georgsson, Tómasarhaga 49, Reykjavík og Nils Helgi Nilsson, Vesturgötu 262, Reykjavík. Þeir kváðu félaga þeirra, Kolbein Jón Einarsson Blandon hafa verið stunginn með hnífi í kviðinn við skemmtistaðinn Traffic, Lauga- vegi 116. Eftir ábendingu piltanna var ákærði handtekinn skömmu síðar við fyrrnefndan skemmtistað og færður í fangageymslu. Við leit á honum fannst hnífur, sem hald var lagt á. Kolbeinn Jón Einarsson Blandon var í skyndi fluttur á Borgarspítalann þar sem gerð var á honum skurðaðgerð. Í vottorði Jóhannesar Kr. Gunn- arssonar skurðlæknis um áverkana á Kolbeini Jóni segir m.a.: ,„,„Þann 13. apríl 1985 laust eftir miðnætti var komið með téðan sjúkl. á Slysadeild Borgarspítalans. Við komu var maður þessi mjög illa haldinn, sýnilega útblæddur og var ekki hægt að finna púlsa né fannst nokkur mæl- anlegur blóðþrýstingur. Kolbeinn var því í verulegri lífshættu við komu. ' Hann var með stungusár á kvið, sem úr blæddi, vi. megin við nafla. Skurð- sárið var ca. 1 cm á lengd og sýnilega eftir eggvopn. Eftir vökvagjöf í æð og síðar blóð kom blóðþrýstingur nokkuð upp og var hann þá tekinn til aðgerðar þegar í stað. Í ljós kom, að allmikið ferskt blóð var í kviðarholi og einnig bak við lífhimnu aftur við hrygg, þar sem var gríðarlega mikið blóð. Nokkrar æðar, sem næra þarm, voru sundur- skornar og einnig kom í ljós að gat var á sjálfri ósæðinni. Við þetta var gert. Eftir aðgerð heilsaðist sjúkl. vel og var ekki að finna að heilastarfsemi hefði skaddast þrátt fyrir þessa blóðrásartruflun. Hins vegar var sjúklingur andlega verulega beygður fyrstu dagana og bar mikið á hræðslu. Ekki verður séð að áverki þessi komi til með að valda sjúkl. neinum varanlegum skaða líkamlega en hins vegar er óvisst um hvort þetta muni setja sálræn spor hjá þessum unga manni.“ Ákærði hefur skýrt frá því að hann hafi, að afloknum róðri, komið frá Grindavík til Reykjavíkur síðdegis föstudaginn 12. apríl sl. Hann hóf þá áfengisdrykkju. Um kl. 18 fór hann í heimsókn til kunningja síns, Einars Sverris Sandoz á Víðimel 39. Í för með honum var þá skipsfélagi hans. Hélt ákærði áfram drykkju þar. Telur hann, að þar hafi verið drukknar tæpar tvær Kláravínsflöskur. Þegar húsráðandinn þurfti að bregða sér frá notaði ákærði tækifærið og tók traustataki fjaðurhníf sem lá þar á borði og ákærði hafði ágirnd á og hafði áður falað til kaups. Ekki hafði hann þá í huga að beita hnífnum gegn neinum. Þegar Einar Sverrir kom aftur héldu þeir félagar á veitingastofuna Hauk 422 í horni þar á Melunum. Neytti ákærði þar meira áfengis Í rúman klukku- tíma. Að því loknu héldu þeir félagar með strætisvagni á Hlemm og kveðst ákærði hafa verið orðinn talsvert drukkinn þegar þangað kom. Hann varð þar viðskila við félaga sína og varð reikað einum sér yfir að skemmtistaðn- um Traffic sem er þar skammt frá. Ákærði hitti þar fyrir utan tvo eða þrjá pilta sem hann ekki þekkti. Eftir einhverjar orðahnippingar við einn þeirra tók ákærði hnífinn úr vasa sín- um, opnaði hann og stakk piltinn viðstöðulaust í kviðinn. Ákærði man næst eftir sér í höndum lögreglu. Ákærði kveðst ekki hafa, þegar hann stakk piltinn, gert sér grein fyrir því hversu hættulegar afleiðingar atlaga hans gæti haft, enda þótt hann geri sér annars ljóst að hnífur geti verið hættulegt vopn. Fyrir honum hafi ekki vakað að svipta piltinn lífi, en hann getur enga skýringu gefið á verk- inu. Vitnið Kolbeinn Jón Einarsson hefur skýrt frá því, að föstudagskvöldið 12. apríl hafi það verið statt í miðbænum í Reykjavík með kunningjum sínum, Níels Hafsteinssyni og Ragnari Marel Georgssyni. Þaðan héldu þeir að Hlemmi þar sem Nils Helgi Nilsson, kunningi þeirra, slóst í hópinn. Vitnið hafði þá aðeins drukkið einn bjór. Héldu þeir félagar að skemmti- staðnum Traffic. Þar vék sér að þeim piltur og fór að munnhöggvast við Nils Helga. Pilturinn vék sér næst að vitninu og sagðist vera sjómaður. Milli þeirra fóru nokkur orð um sjómennsku. Vitnið snéri sér síðan að kunningjum sínum og sagði að þeir skyldu gæta sín á piltinum, því hann væri sjómaður. Vitnið man næst, að það sá leðurklæddan handlegg leggja til sín og það fann fyrir hnífsstungu. Vitnið gekk út á Snorrabraut, kallaði á félaga sína og bað þá ná í sjúkrabíl. Vitnið megnaði að ganga spölkorn upp þá götu og vissi síðan ekki af sér fyrr en á spítala mörgum dögum síðar. Vitnið telur að ákærði hafi verið greinilega ölvaður. Vitnið kveðst ekki vera orðinn fullgóður ennþá. Einkum sæki að því taugaspenna og hræðsla við margmenni. Það kveðst finna fyrir verkjum í baki á móts við stungustaðinn. Vitnið Níels Hafsteinsson hefur skýrt frá því, að það hafi þetta föstu- dagskvöld hitt Kolbein Jón Einarsson Blandon og Ragnar Marel Georgsson í Miðbænum. Vitnið hafði drukkið eina áfengisblöndu þegar þeir félagarnir héldu að skemmtistaðnum Traffic. Vitnið fann ekki til áfengisáhrifa. Við Traffic hittu þeir Nils Helga Nilsson. Um kl. kortér fyrir eitt vatt sér að þeim ókunnur piltur, sem var drukkinn og urðu orðahnippingar með honum og Nils Helga. Sýndist vitninu hann vera að sækjast eftir átökum. Pilturinn snéri sér næst að Kolbeini Jóni. Vitnið heyrði piltinn segja Kolbeini Jóni að hann væri sjómaður. Kolbeinn Jón hafi þá snúið sér að 423 þeim félögum og sagt að þeir skyldu gæta sína á piltinum um leið og hann benti á piltinn. Vitnið sá næst að Kolbeinn Jón tók um magann á sér og heyrði sagt: „Hann sparkaði í magann á mér.“ Kolbeinn Jón hafi gengið vestur Laugaveginn og haldið um magann. Hann hafi sagt þeim félögunum að hann hefði verið stunginn og bað þá hringja á sjúkrabíl. Þeir Nils Helgi hlupu að Austurbæjarbíói til þess að hringja á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar. Vitnið Ragnar Marel Georgsson hefur greint frá því, að hann hafi ásamt þeim Kolbeini Jóni, Níels og Nils Helga komið að skemmtistaðnum Traffic um miðnætti. Þeir Kolbeinn Jón og Níels hafi verið búnir að neyta lítils- háttar af áfengi en voru þó ekki ölvaðir. Við innganginn hafi verið þvaga af ungu fólki. Þar hafi gefið sig að þeim piltur. Á milli hans og Kolbeins fóru einhver orð um sjómennsku. Kolbeinn Jón sagði að hann hefði verið til sjós og pilturinn sagðist vera sjómaður og bretti upp ermarnar á peysu sem hann var í. Kolbeinn setti þá höndina fyrir brjóst piltinum, snéri sér að þeim félögum og sagði þeim að gæta sín á piltinum, þar sem hann væri sjómaður. Pilturinn hafi þá þrifið í Kolbein Jón, snúið honum að sér og rekið hægri hönd í kvið honum. Virtist vitninu pilturinn slá hann í magann og sá vitnið hann beygja sig í keng og ganga svo á brott. Pilturinn þreif því næst í hálsmál vitnisins og hótaði að stinga vitnið líka. Vitnið hljóp á eftir Kolbeini Jóni, sem gekk upp Snorrabraut, og studdi hann en þeir Níels og Nils Helgi höfðu hlaupið að Austurbæjarbíói til þess að hringja á sjúkrabíl, sem kom skjótt. Vitnið Nils Helgi Nilsson hefur skýrt frá því að það hafi hitt þá Kolbein Jón, Níels og Ragnar Marel fyrir utan skemmtistaðinn Traffic. Þar hafi komið til þeirra piltur, sem hafi strax farið að munnhöggvast við vitnið. Þar næst hafi pilturinn snúið sér að Kolbeini Jóni og þeir hafi talað eitthvað saman. Vitnið fylgdist ekki með samræðum þeirra en heyrði þó að þær snérust um fraktskip og sjómennsku. Næst tók vitnið eftir því, að Kolbeinn Jón setti höndina fyrir brjóst piltinum og sagði við þá félaga að þeir skyldu gæta sín á honum, hann væri sjómaður. Pilturinn hafi þá þrifið í Kolbein Jón, snúið honum að sér og eins og slegið hann í magann. Kolbeinn Jón beygði sig í keng og greip um magann. Vitnið sá þá ákærða loka hníf, sem hann hélt á. Vitnið kveðst hafa hrópað upp að pilturinn hefði stungið Kolbein Jón. Vitnið hljóp á eftir Kolbeini Jóni sem var kominn út á hornið við Snorrabraut. Skjögraði hann síðan með þeim spölkorn upp Snorra- braut. Vitnið hljóp að Austurbæjarbíói og fékk að hringja á sjúkrabíl, sem kom eftir um $ mínútur. Vitnið Einar Sverrir Sandoz hefur skýrt frá því, að ákærði hafi komið í heimsókn til sín á Víðimel 39 síðdegis föstudaginn 12. apríl sl. ásamt öðr- um pilti. Ákærði og pilturinn settust að drykkju heima hjá vitninu og 424 drukku ósleitilega. Telur vitnið að þeir hafi drukkið nærri tvær flöskur af sterku áfengi. Vitnið fór í sjúkravitjun um kvöldmatarleytið. Þegar vitnið kom aftur hóf það að neyta áfengis með gestunum. Um kvöldið fóru þeir allir á veitingastaðinn Hauk í horni sem er þar skammt frá og drukku þar allmargar kollur af sterku öli. Um k. 11:30 héldu þeir niður í miðbæ og varð vitnið þar vart við að ákærði hafði í fórum sínum fjaðurhníf vitnis- ins sem vitnið hafði keypt í Frakklandi í fyrrasumar. Úr miðbænum var haldið á Hlemm og þaðan upp í spilasal sem er á hæðinni fyrir ofan skemmtistaðinn Traffic. Sá vitnið ákærða neyta áfengis þar inni en veit ekki hve mikils. Það segir ákærða hafa verið orðinn mjög drukkinn þegar þeir fóru út úr spilasalnum. Eftir að út var komið man vitnið eftir að það sá ákærða híma undir húsvegg og hengja höfuðið. Vitnið varð síðan vart við eitthvert uppnám og man að lögreglumenn handtóku ákærða, en vissi þá ekki af hverju. Vitnið hefur borið kennsl á hnífinn sem fannst í fórum ákærða. Vitnið Karl Hjartarson lögregluþjónn kom fyrir dóm og staðfesti skýrslu sína. Vitnið kvað ákærða hafa verið mjög ölvaðan og mótþróafullan þegar hann var handtekinn. Hann hafi þó verið ferðafær. Vitnið Stefán Líndal Gíslason lögregluþjónn hefur greint frá því að ákærði hafi verið bæði ölvaður og æstur þegar hann var handtekinn. Vitnið Úlfar Konráð Jónsson lögregluþjónn sá ákærða fyrst eftir að búið var að handtaka hann. Vitnið hefur skýrt frá því að ákærði hafi verið áberandi ölvaður. Ákærða var tekið blóð til alkóhólrannsóknar á slysadeild Borgarspítalans kl. 01:45 þessa nótt. Samkvæmt vottorði rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfjafræði reyndist blóðsýnið innihalda 2,50%0 af alkóhóli. Þvagsýni var einnig tekið úr ákærða kl. 01:50 í sama skyni og samkvæmt vottorði rannsóknarstofunnar reyndist það innihalda 3,3%0 alkóhóls. Rannsóknarlögregla ríkisins lagði hald á fatnað Kolbeins Jóns til rann- sóknar og framkvæmdi Bjarni Jóhann Bogason, rannsóknarlögreglumaður, hana. Hefur rannsóknarlögreglumaðurinn ritað skýrslur um rannsókn á fatnaðinum og staðfest þær hér fyrir dómi. Í skýrslu, dagsettri 13. apríl sl., segir: Rannsóknarlögreglumaðurinn rannsakaði einnig fjaðurhnífinn, sem fannst í fórum ákærða þegar hann var handtekinn. Í skýrslu hans, sem hann hefur staðfest hér í dóminum, segir: „Lýsing á fjaðurhnífnum: Hér er um að ræða vasa fjaðurhníf, hníf sem er brotinn saman, þ.e. blað hans fer að hálfu leyti inn í skeftið um öxul á enda skeftis og blaðs. Hífurinn vegur 62 grömm. Blað hans er merkt „B““ og undir því „ROSTFREI““. 425 Lengd samanbrotinn 10 cm. Lengd opinn 17,7 cm. Lengd blaðs 7,7 cm. Blaðið er með egg annars vegar 6,3 cm frá oddi í átt að skefti. Blaðið bítur vel. Á skefti er hnappur. Þegar ýtt er á hnappinn skýst blaðið úr hlið skeftisins fram og læsist fast. Öryggi er við hlið hnappsins en það er bilað. Hnífurinn er brotinn saman með því að hreyfa annan hluta hjaltanna á hnífnum og losnar þá læsingin og hægt er að brjóta hnífinn saman. Blóðprófun gerð á blaði hnífsins en það er hreint. Blóðprófun jákvæð. Blóðprófunaraðferð sú sem notuð var er LEUCO— MALACHITE GREEN blóðprófunaraðferð, viðurkennd blóðprófunar- aðferð. Hnífurinn var ljósmyndaður og fylgja ljósmyndir máli þessu.““ Kolbeinn Jón skýrði frá því hér í dóminum að hann fyndi enn til verkja í baki sem hann taldi stafa frá hnifsstungunni. Að tilhlutan dómsins gekkst hann undir læknisrannsókn vegna þessa. Í vottorði Jóhannesar M. Gunnarssonar skurðlæknis um skoðun á piltin- um segir: „Kolbeinn kom til skoðunar þann $.9. 85. Kvartaði um bakverki sem komið hafa nú seinnipart sumars. Við skoðun var ekkert ath.vert að finna og verður að teljast með ólíkindum að þessi óþægindi séu afleiðingar slyss- ins. Sár eru öll vel gróin og sjúklingur hefur enginn óþægindi né einkenni frá kviðarholslíffærum. Sjúklingur upplýsir sjálfur að atburður þessi liggi nokkuð á huga hans og samkv. upplýsingum móður virðist hann veigra sér við að fara út nema því aðeins að ferðast í bíl. Sjúkl. er boðin aðstoð hjá sálfræðingi eða geð- lækni en aftekur sjúklingur það með öllu. Ég treysti mér ekki til að meta hversu alvarleg eða djúpstæð áhrif slys þetta hefur haft á sjúkl. og enn síður hvort þetta setji varanleg spor í sálarlíf hans. Til þess þarf sérfróðan mann.“ II. Sannað er með játningu ákærða og vætti þeirra Kolbeins Jóns Einarsson- ' ar Blandons, Ragnars Marels Georgssonar, Níelsar Hafsteinssonar og Nils Helga Nilssonar að ákærði veittist að tilefnislausu að Kolbeini Jóni og stakk hann með hnífi í kviðinn. Ákærði tók hnífinn úr vasa sínum, opnaði hann og rak hann viðstöðulaust og af afli á hol Kolbeini Jóni. Ákærði braut síðan saman hnífinn og setti í vasa sinn. Samkvæmt vottorði Jóhannesar M. Gunnarssonar skurðlæknis skar hnífurinn í sundur nokkrar æðar í kviðar- holinu og gerði gat á sjálfa ósæðina. Hlutust af gríðarlegar innvortis blæð- 426 ingar, svo miklar að pilturinn var útblæddur þegar hann komst undir lækn- ishendur og í verulegri lífshættu. Atvikum er því rétt lýst í ákæru. Ákærði hefur sagt að ekki hafi vakað fyrir sér að svipta Kolbein Jón lífi en hann hefur ekki getað gefið neina skýringu á því hvað fyrir honum hafi vakað með verknaðinum og hann hefur sagt að þegar hann stakk pilt- inn hafi hann ekki gert sér grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingar atlagan gæti haft þótt hann segist annars gera sér grein fyrir því hve hættulegt vopn hnífur geti verið. Enda þótt ekki verði litið svo á að fyrir ákærða hafi beinlínis vakað að svipta Kolbein Jón lífinu, hlaut honum að vera ljóst að langlíklegast var að pilturinn biði bana af atlögunni þótt svo giftusamlega tækist til að lífi hans var bjargað á síðustu stundu. Ákærða ber því að refsa samkvæmt 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. al- mennra hegningarlaga. Ill. Ákærði gekkst undir geðrannsókn hjá Hannesi Péturssyni yfirlækni. Í ályktun yfirlæknisins segir: „Að mínu áliti er Hilmar Þórir Ólafsson ekki haldinn formlegri geðveiki né heldur greindarskorti, þvert á móti telst hann vel greindur. Hins vegar tel ég að Hilmar sýni merki um skapgerðargalla auk misnotkunar á áfengi og lyfjum. Persónuleikatruflanir hans hafa m.a. lýst sér í atferlisvandkvæð- um allt frá unglingsárum. Svo sem fram kemur hér að framan hefur lög- reglan ítrekað haft afskipti af Hilmari fyrir smávægileg afbrot, en auk þess er ljóst að skóla- og atvinnusókn hans hefur verið óregluleg. Skapgerðar- bresta Hilmars virðist helst verða vart undir áhrifum áfengis. Minnisskerð- ing sú sem Hilmar lýsir að því er varðar aðdraganda að því atviki sem hann sætir kæru fyrir er í samræmi við minnistruflanir sem koma í kjölfar mikillar áfengisneyslu á skömmum tíma. Af öðrum gögnum málsins virðist mega ráða að Hilmar og piltur sá sem varð fyrir hnífslaginu hafi átt einhver orðaskipti um sjómennsku. Þó líklegt megi teljast að dómgreind og sjálfs- stjórn Hilmars hafi verið sljóvguð vegna ölvunar þegar atburðurinn átti sér stað, þá tel ég að raunveruleikamat og dómgreind Hilmars Þóris Ólafs- sonar sé annars óskert og hann teljist því sakhæfur.““ IV. Samkvæmt sakavottorði gekkst ákærði undir sektarrefsingu í sakadómi Suður-Múlasýslu, 8. júní 1982, fyrir brot gegn 21. gr. áfengislaga og 15. mars 1983 var ákæru frestað skilorðsbundið á hendur honum fyrir þjófnað. Refsingu ákærða ber að ákveða, annars vegar með hliðsjón af alvarleika brotsins, því að hending ein réði, að Kolbeinn Jón lét ekki líf sitt og að 427 árás ákærða var algerlega tilefnislaus, en hins vegar með hliðsjón af ungum aldri ákærða og því að hann gekkst greiðlega við broti sínu og hefur verið samvinnufús við rannsókn og meðferð málsins. Telst hún hæfilega ákveðin 6 ára fangelsi. Gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 19. apríl sl. skal koma til frádráttar fangelsisrefsingunni. Dæma ber ákærða til þess að greiða allan kostnað af málinu, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 15.000 og réttargæslu- og málsvarnar- laun til skipaðs verjanda, Arnar Clausen hrl., kr. 25.000. Dómsoöorð: Ákærði, Hilmar Þórir Ólafsson, sæti fangelsi í 6 ár. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 19. apríl 1985. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 15.000, og réttargæslu- og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hrl., kr. 25.000. Þriðjudaginn 25. febrúar 1986. Nr. 194/1983. Jónas Jónsson (Arnmundur Backman hrl.) gegn Steypustöðinni h.f. (Þórður S. Gunnarsson hrl.) Samningar. Lausafjárkaup. Galli. Vextir. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 11. október 1983. Hann krefst þess að sér verði aðeins dæmt að greiða stefnda 7.258,82 krónur með 47% ársvöxtum frá 1. júní 1983 til 20. september s.á., með 39% ársvöxtum frá þeim degi til 21. óktó- 428 ber s.á., með 36%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., með 320 ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember s.á., með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984 en með 19% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar úr hendi stefnda, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétti byggir áfrýjandi ekki á því, að stefndi hafi afgreitt til hans þjálniefnið „,Flot 78“ í stað efnisins „„melments““ sem um hafi verið beðið. Þá heldur stefndi því ekki fram að áfrýj- andi hafi fyrirgert þeim rétti til skaðabóta, sem hann kynni að vera talinn hafa átt, vegna of síðbúinnar kvörtunar. Fyrir dómi skýrði Jón Ólafsson skrifstofustjóri stefnda svo frá að hann hefði vísað áfrýjanda á Halldór Jónsson verkfræðing er áfrýjandi ræddi við hann um steypu í útveggi húss síns og um þjálni- efni til íblöndunar í steypuna. Í skriflegri aðiljaskýrslu hefur áfrýj- andi sjálfur greint frá því, að Jón hefði látið þess getið við sig, að Halldór „hefði manna mest vit á steypu og gott væri að fá álit hans á þessu.“ Ekki verður séð að áfrýjandi hafi farið eftir þessari ábendingu og leitað nánari upplýsinga hjá Halldóri um blöndun steypunnar með þjálniefni áður en frá pöntun var gengið. Sam- kvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann bæði um kröfu stefnda hér fyrir dómi í aðalsök í héraði og um gagnkröfur áfrýjanda. Í vætti sínu sagðist Jóhannesi Óla Garðarssyni svo frá, að steypu- kaupendur hefðu haft frest til að greiða kaupverð steypunnar til loka næsta mánaðar eftir úttekt. Þessum framburði hefur hvorugur aðilja mótmælt sérstaklega. Verða stefnda því með vísan til 2. mgr. 38. gr. laga nr. 39/1922 aðeins dæmdir vextir af hinu ógreidda kaupverði frá 1. nóvember 1980. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda t stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti og ákveðst hann 15.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því að dæmdir vextir reiknast frá 1. nóvember 1980. 429 Áfrýjandi, Jónas Jónsson, greiði stefnda, Steypustöðinni h.f., 15.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. júlí 1983. Mál þetta, sem dómtekið var 27. júní sl., höfðaði Steypustöðin h.f., nnr. 8514-1058, Sævarhöfða 4, Reykjavík gegn Jónasi Jónssyni, nnr. 5259-7226, Malarási 7, Reykjavík fyrir bæjarþinginu með stefnu birtri 29. apríl 1982. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til þess að greiða skuld að fjárhæð kr. 21.699,93 með 46% ársvöxtum frá 1. október 1980 til 1. mars 1981, með 42% ársvöxtum frá þeim tíma til 1. júní s.á., með 31% ársvöxtum frá þeim tíma til þingfestingardags en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og til að greiða málskostnað samkvæmt gjaldskrá LMFÍ og með hliðsjón af málskostnaðarreikningi stefnda. Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda gegn greiðslu á kr. 7.258,82 með 47% ársvöxtum frá 1. júní 1983 til greiðsludags og að stefnandi verði dæmdur til að greiða málskostnað sam- kvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi að fjárhæð kr. 46.702,32, en stefndi gerir gagnkröfu í málinu er síðar verður nánar lýst. Málavextir, málsástæður og lagarök. Hinn 22. september 1980 keypti stefndi 44,5 m? af steinsteypu hjá stefn- anda fyrir gkr. 1.907.493,00, 350 ltr. af þjálniefninu Flot:78 fyrir gkr. 262.500,00 og nam því kaupverðið samtals gkr. 2.169.993,00. Síefnandi krefur stefnda í máli þessu um greiðslu kaupverðsins. Stefndi telur sér ekki skylt að greiða þessa skuld að fullu af tveimur ástæðum. Í fyrst lagi hafi hin selda vara verið gölluð sem valdið hafi sér tjóni sem stefnanda sé skylt að bæta og í öðru lagi hafi stefnandi lofað samkvæmt samningi að gefa 169 afslátt af kaupverði án tillits til þess hvar og hvenær það væri greitt. Stefndi telur að hann eigi gagnkröfu á hendur stefnanda sem nemi kr. 7.258,82 lægri fjárhæð en krafa stefnanda miðað við upphæð krafnanna 1. júní sl. Hinn 1. júní sl. gáfu skýrslu fyrir dóminum framkvæmdastjórar stefn- anda, verkfræðingarnir Sveinn Valfells og Halldór Jónsson, stefndi Jónas Jónsson skrifstofumaður, Jörundur Guðlaugsson múrarameistari hjá stefnda, Baldur Jónsson húsasmíðameistari, smiður stefnda, Ottó Gíslason, verkstjóri hjá stefnanda, Jón Ólafsson, gjaldkeri hjá stefnanda og Jóhannes Óli Garðarsson framkvæmdastjóri. Hinn 27. júní sl. gáfu skýrslu fyrir dóminum matsmennirnir Jón Birgir Jónsson verkfræðingur og Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur. 430 Á árinu 1980 var stefndi með í smíðum einbýlishús að Malarási 7 hér í borg. Allmargir húsbyggjendur á sömu slóðum bundust óformlegum sam- tökum og sömdu við stefnanda um kaup á steinsteypu og var forsvarsmaður þeirra Jóhannes Óli Garðarsson framkvæmdastjóri. Samningur þessi var munnlegur. Framkvæmdastjórar stefnanda sem báðir áttu hlut að samningsgerðinni halda því fram að samið hafi verið um að húsbyggjendur fengju afslátt af kaupverði steinsteypunnar, en mismunandi eftir því hvernig greiðslum væri hagað og hefði þar verið um fjóra kosti að velja. Í fyrsta lagi; greiddi kaupandi steinsteypuna innan 10 daga frá afhendingu fengi hann 26% af- slátt af kaupverði. Í öðru lagi; greiddi kaupandi steinsteypuna innan 30 daga fengi hann 20% afslátt. Í þriðja lagi; greiddi kaupandi helming út og helming með víxli til 75 daga fengi hann 16% afslátt og í fjórða lagi greiddi kaupandi 30% út og eftirstöðvar þegar hann fengi fyrsta hluta húsnæðismálastjórnarláns fengi hann sama afslátt. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að stefndi hafi fyrirgert öllum rétti sínum til afsláttar af kaupverði þar sem hann hafi ekki greitt kaupverð steinsteypunnar með einhverjum þeim hætti sem um var samið og aldrei boðið fram greiðslu. Stefndi heldur því hins vegar fram að stefnandi hafi gefið húsbyggjend- um 16% magnafslátt af kaupverði steinsteypunnar án tillits til hvernig greiðslum væri háttað, 10% viðbótarafslátt væri greitt innan 10 daga frá afhendingu, 4% viðbótarafslátt væri greitt innan 30 daga frá afhendingu. Þá hefðu húsbyggjendur átt þess kost að greiða helming kaupverðs út og helming með víxli til 75 daga eða 30% út og eftirstöðvar þegar þeir fengju fyrsta hluta húsnæðismálastjórnarláns. Sannað sé með framburði Jóhann- esar Óla Garðarssonar framkvæmdastjóra að samningurinn hafi verið þessa efnis. Í sömu átt bendi það að stefnandi hafi greitt steypu sem hann hafi tekið út 23. júlí 1980 með víxli hinn 27. ágúst en sá víxill hafi ekki verið með gjalddaga fyrr en 20. desember s.á. Verði þetta ekki talið sannað beri þess að gæta að hér sé um neytenda- kaup að ræða og eigi stefnandi að sanna að samningurinn hafi verið annars efnis en stefndi haldi fram og honum hafi ekki tekist sú sönnun. Stefndi eigi samkvæmt samningnum enn rétt á því að fá 160 magnafslátt af kaup- verði steypunnar. Greiðslusynjun stefnda hafi verið réttmæt vegna galla á steypunni en hann hafi alltaf verið reiðubúinn til þess að greiða þann mun sem kynni að vera á verði steypunnar og kostnaði vegna viðgerðar á göllun- um. Jóhannes Óli Garðarsson framkvæmdastjóri, forsvarsmaður húsbyggj- enda gagnvart stefnanda, kannaðist við þá greiðslumöguleika sem aðilar málsins lýstu. Hann kvað hafa verið samið um 16% magnafslátt af kaup- 431 verði steinsteypunnar og taldi að þann afslátt hefðu menn átt að fá svo lengi sem þeir greiddu samkvæmt samkomulaginu eða semdu um greiðslu við stefnandann á annan veg. Ekki hefði verið rætt um í samningunum hvað við tæki ef ekki yrði samið um greiðslur. Hins vegar hefðu dráttar- vextir verið reiknaðir af kaupverði að liðnum úttektarmánuði og næsta mánuði á eftir og kvaðst Jóhannes sjálfur hafa litið svo á að skuldirnar væru komnar í vanskil að þessum tíma liðnum. Að grunnfleti er hús stefnanda um 130 m? hæð og kjallari sem er þó aðeins minni þar sem hann er inndreginn. Lágt ris er á húsinu. Húsið átti ekki að múrhúða að utan heldur pokapússa. Slegið var upp fyrir göflum hússins að utan með standandi borðaklæðningu heflaðri og innan á hana voru settir lóðréttir listar á öll samskeyti borðanna og á þriðja hvert borð var settur listi á miðju en listar þessi áttu að móta grunnar raufar í steypu- flötinn til útlitsprýði. Fyrir hliðarveggjum var slegið upp að utanverðu með krossviði. Allt innra byrði mótanna var úr láréttri borðaklæðningu. Út- veggir hússins eru 18 cm á þykkt. Hvarvetna á veggjum hússins upp undir þakskeggi eru lágir gluggar ca 30 cm á hæð og á milli þeirra eru súlurnar ýmist 15 eða 20 cm á breidd en fram úr súlunum ganga jafnbreiðir bitar er ná nokkuð út fyrir veggflöt- inn. Mót fyrir bitunum voru lokuð allan hringinn þannig að þau voru sem útskot úr súlunum á milli glugganna. Alla útveggi átti að járna með ein- faldri járnagrind með 20 cm möskvastærð. Augljóst er að flókið og vandasamt hefur verið að slá upp fyrir húsinu. Þá er og augljóst að með sama hætti hefur verið erfitt að leggja steypuna í mótin einkum fyrir neðan glugga en þangað var steypunni dælt ýmist í gegnum súlurnar á milli glugganna eða um vasa fyrir neðan þá. Múrara- meistari stefnda, Jörundur Guðlaugsson sem annaðist niðurlögn steyp- unnar, kvaðst ekki hafa lent í erfiðari niðurlögn steypu sérstaklega að því leyti að lengi vel hefði ekki verið hægt að sjá hvað verið væri að gera og er ástæðan sú að ekki var hægt að sjá niður í mótin fyrir neðan glugga. Stefndi hefur lýst því að mikil vinna hafi verið lögð í uppsláttinn og járnabindingu þar sem ekki hafi átt að múrhúða húsið að utan heldur poka- pússa. Hann hafi haft samband við Jón Ólafsson, gjaldkera hjá stefnanda, og tjáð honum að hann þyrfti á að halda verulega góðri steypu svo að hin mikla vinna og kostnaður nýttist. Stefndi kvaðst hafa lagt áherslu á gæði steypunnar og tjáð honum að þótt hún kostaði meira en steypa af styrkleikanum S-200 þá skipti það ekki máli. Stefndi kveðst hafa spurt Jón út í þjálniefnið „„melment““ en á þessum tíma hafi mikið verið til umræðu steypan í húsi Tannlæknadeildar Háskóla Íslands sem blönduð hafi verið „„melmenti““. Jón hafi tjáð sér að stefnandi hefði selt steypu í þetta hús og hefði melmenti verið blandað í hana á staðnum. Þeir Jón hefðu haldið 432 áfram umræðum sínum og síðar hefðu tekið þátt í þeim tveir aðrir starfs- menn stefnanda. Þá hefði komið fram að stefnandi væri byrjaður að selja þjálniefni, Flot 78, og hefðu þeir sagt að það efni ætti að hafa sömu eigin- leika og „„melment““ en ekki hefðu þeir viljað mæla með því þar sem engin reynsla væri komin á það. Jón Ólafsson kvaðst hljóta að hafa bent stefnda á það í samtalinu við hann að „„melment““ væri ekki að fá hjá stefnanda því að það efni hefði hann ekki haft til sölu. Þeir hefðu hins vegar rætt vítt og breitt um þjálni- efni. Hann kvaðst hafa vísað stefnda á Halldór Jónsson verkfræðing í þessu sambandi. Stefndi kvaðst síðan hafa rætt við múrarameistara sinn og hefðu þeir orðið sammála um að panta steypu með „,„melmenti““. Þegar að því kom að steypa veggi hússins hefðu þeir pantað steypu hjá Ottó Gíslasyni, verk- stjóra hjá stefnanda, reyndar sitt í hvoru lagi. Ottó hafi tjáð sér að engin vandkvæði væru á því að fá „„melment““ og ekkert rætt um að það efni þyrfti að panta annars staðar. Hann hefði ekki minnst á Flot 78 fremur en það væri ekki til. Jörundur Guðlaugsson múrarameistari sagði að hann hefði rætt við Ottó um „„melment““ þegar hann pantaði steypuna og hefði engin fyrirstaða verið á því að fá efni í steypuna en þó væri það ef til vill ekki alveg ljóst hvort um „„melment““ hefði verið að ræða. Sjálfur hefði hann ekki rætt um annað og ekkert hefði hann verið búinn að heyra um efnið Flot 78 á þessum tíma. Ottó Gíslason sagðist sjá í bókum sínum að í steypuna hefði verið pantað efnið Flot 78 og steypa af styrkleikanum S-200. Jörundur kvaðst hafa beðið um steypu af þeim styrkleika sem getið væri um á teikningum af húsinu en það er S-200. Stefndi kvaðst ekkert hafa minnst á styrkleikaflokk steypunnar þegar hann pantaði hana en hann hefði ætlast til að stefnandi afgreiddi steypu af þeim styrkleika sem nauðsynlegur væri til þess að þjálniefnið skilaði sem bestum árangri. Stefndi fékk afgreidda steypu af styrkleikaflokknum S-200 með þjálni- efninu Flot 78. Í upphafi málsóknar var því haldið fram af hálfu stefnda að það væri galli á steypunni að hún hefði verið blönduð þjálniefninu Fiot 78 en ekki „melment““, en síðar var fallið frá þessari málsástæðu. Þegar slegið var frá veggjum segir stefndi að eftirfarandi hafi komið í ljós: „Greinilegt var að steypan hefði aðskilist víða, bæði voru göt á veggjun- um og sums staðar var hrein möl án nokkurs bindiefnis, sem plokka mátti niður með berum höndum. Á einum stað hreinlega hrundi steypan, þegar mótin voru tekin af.“ 433 Þessi lýsing stefnda á fyrst og fremst við um gafla hússins, sem nú er búið að hrauna. Ekki hefur verið gengið frá hliðum hússins og líta þær því eins út og þegar slegið var frá þeim. Steypan þar er með góðri áferð, þó eru lítils háttar hreiður á stöku stað. Á einum stað mun þó gat hafa verið í gegnum vegginn. Jörundur Guðlaugsson, múrarameistari stefnda, annaðist niðurlögn steypunnar. Með honum unnu þrír starfsmenn hans, smiður stefnda svo og stefndi. Jörundur sagði að starfsmenn sínir hefðu unnið töluvert við niðurlögn steypu. Jörundur kvaðst hafa stjórnað dælurörinu á dælubilnum og tveir menn hefðu verið með „víbratorinn““. Reynt hafi verið að leggja steypuna í jöfn lög hringinn í mótunum. Erfitt hefði þó verið að sjá hvort hvert lag hefði verið jafnt á hæð allan hringinn. Steypuna fyrir neðan glugga hafi orðið að „víbra“ blindandi. Bílstjórinn á steypubílnum bland- aði þjálniefninu í á staðnum og kvaðst Jörundur engar fyrirskipanir hafa gefið um það hvorki magn þess né annað. Ekki hafi staðið á steypunni, hún hafi borist að jafnt og þétt allan tímann sem steypt var. Ekki hafi orðið neinar tafir við niðurlögn steypunnar. Vinnupallar hafi verið með- fram útveggjum að innanverðu trúlega 4-5 borðabreiddir. Vel geti verið að Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri stefnanda, hafi gert athugasemdir við vinnupallana, en hann kom á staðinn meðan verið var að steypa, en Jörundur kvaðst þó ekki muna það. Jörundur kvað vinnuaðstöðuna hafa verið venjulega miðað við það sem tíðkaðist. Jörundur kvaðst einu sinni áður hafa lagt niður steypu sem blönduð hefði verið þjálniefni. Það hefði verið í innisundlaug og hefði steypan verið hrærð í hrærivél á staðnum. Þetta verk hefði hann unnið fyrir verkfræðing hér í borg og hefði hann fengið upplýsingar um það hvernig efni þetta virkaði og vitað að ekki mætti of langur tími líða frá því að þjálniefninu væri blandað í steypuna þar til hún væri lögð í mót því að áhrif þjálniefnis- ins dofnuðu. Hann hefði og vitað að hús Tannlæknadeildar Háskólans hefði verið steypt úr steypu blandaðri þjálniefni. Ekki kom fram að Jörundur hefði leitað til verkfræðinga stefnda um upplýsingar. Eins og fram hefur komið var steypunni dælt í mót hússins að Malarási 7. Dælubíllinn var pantaður hjá fyrirtækinu Steypi hf. Stefnandi á 40% hlutafjár í því fyrirtæki, Sveinn Valfells er stjórnarformaður fyrirtækisins og á u.þ.b. 190 hlutafjár, Jón Ólafsson skrifstofustjóri stefnanda og gjald- keri á 20% hlutafjár. Aðrir hluthafar eru Svavar Höskuldsson og Vignir Benediktsson, en þeir koma ekki við sögu í þessu máli. Svavar, Vignir og Jón eiga ekki hlutafé í stefnanda. Pöntun á dælubílnum mun hafa verið gerð í samræmi við þá venju að stefnandi útvegar dælubíl sé þess óskað og kveðst Jörundur múrarameistari hafa gert það. Dælubíllinn var með röri sem ekki var á hindrun til þess 28 434 að draga úr fallhraða steypunnar áður en hún féll í mótin en slíkur útbún- aður mun ekki hafa verið tíðkanlegur fyrr en eftir þann tíma að hæð húss- ins að Malarási 7 var steypt. Með bréfi dagsettu 16. maí 1983 tilkynnti stefndi Steypi hf. um málsókn þessa og segir svo Í niðurlagi bréfsins: „Niðurstaða málsins kann því að varða Steypi hf. nokkru og er því eðli- legt að félagið fái tilkynningu um málið þó frá stefnda sé þannig að Steypir hf. geti með stoð í 50. gr. Í. nr. 85/1936 gætt mögulegra hagsmuna sinna í málinu.“ Steypir hf. hefur engar ráðstafanir gert varðandi málsókn þessa. Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri stefnanda, sagði að vitað hefði verið frá því að stefnandi tók að selja þjálniefni í steypu fyrir 3-4 árum síðan að minni hætta væri á aðskilnaði eftir því sem meira sement væri notað en svo væri einnig um alla steypu. Stefnandi hafi ekki auglýst fyrr en á afinu 1982 að ekki væri æskilegt að gera veikari steypu en S-250 léttfljótandi með flotefnum. Ástæða þess að þetta hefði verið auglýst sé sú að forráðamenn stefnanda hafi orðið varir við að múrarameistarar hafi notað Flot 78 í steypu S-200. Hins vegar geti stefnandi ekkert við það ráðið hann afhendi einungis það sem pantað sé á byggingarstaðinn. Stefnandi gefi engar ráðleggingar varðandi steypu nema sérstaklega sé beðið um þær og telji sig enga leiðbeiningarskyldu hafa. Sveinn kvaðst ekki minnast þess að kvartanir hefðu borist stefnanda vegna steypunnar sem fór að Malarási 7. Hann kvaðst hafa skoðað húsið að Malarási 7 eftir að það hefði verið steypt upp. Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri stefnanda, taldi að stefnandi hefði byrjað að selja Flot 78 á árinu 1979 en efnið hafi fyrst orðið eftirspurt á árinu 1980. Stefnandi hefði aldrei verið beðinn um ráðgjöf varðandi steypuna að Malarási 7. Steypumót þyrftu að vera mjög þétt þegar þjálni- efni væri notað Í steypuna, annars væri hætta á að fíni hluti steypunnar læki út um mótin. Halldór kvaðst hafa komið að Malarási 7 þegar verið var að steypa út- veggina. Hann hefði gert athugasemd við það hve vinnupallar hefðu verið lélegir og hann hefði ekki undrast þótt eitthvað yrði að eins og aðstaðan að leggja niður steypuna hefði verið. Halldór kvaðst hafa skoðað steypuna eftir að slegið var frá veggjunum. Í bréfi til bæjarþings Reykjavíkur dags. 19. júlí 1982 bað stefndi um að dómkvaddir yrðu tveir hæfir og óvilhallir matsmenn til þess að láta í té skriflegt og rökstutt álit á álitaefnum sem nánar eru tilgreind í matsbeiðn- inni og rakin verða á eftir. 435 Hinn 27. júlí voru verkfræðingarnir Ríkharður Kristjánsson og Jón Birgir Jónsson dómkvaddir til að framkvæma hið umbeðna mat. Matsgerð þeirra er dagsett 25. apríl 1983. Við: rannsóknir Rannsóknastofnunar Byggingariðnaðarins, sem fram fóru að beiðni matsmanna, kom í ljós að sementsmagn í steypunni mældist 211-250 kg/m?, fínefnamagn undir 0,30 mm mældist 394 kg/m? og sam- kvæmt umreikningi matsmanna var fínefnamagn undir 0,25 mm 353 kg/m?. Loftmagn steypunnar var einnig ákvarðað og reyndist það 1,9% sem matsmenn segja mjög lágt en æskilegt loftmagn sé a.m.k. 4,5 - 5,5%. Þá segir í matsgerðinni að algeng viðmiðunargildi f. flotsteypu sé 300 kg/m? af sementi og 400-450 kg/m? af fínefnum undir 0,25 mm. Í framhaldi af þessum upplýsingum segir í matsgerðinni: „Ljóst er að bæði fínefnamagn og sementsinnihald steypunnar í Malarási T liggur fyrir neðan þau mörk sem æskileg eru talin fyrir steypu sem gera á fljótandi. Kornadreifing fylliefna er góð miðað við venjulega steypu en í grófara lagi fyrir flotsteypu. Örsmáar loftbólur í steypunni geta hjálpað mjög fínefnasnauðri steypu. Í þessu tilfelli er loftmagnið mjög lítið en ekki ólíklegt að loftið hafi minnkað við íblöndun þjálniefnisins og síðan enn meir við dælinguna.'“ Þá segir eftirfarandi um steypu sem dæla á: „,„Það sem einkum er mikilvægt er að innri samloðun steypunnar sé góð auk ýmissa þátta sem geta auðveldað dælingu. Ef hætta er á aðskilnaði, eykst sú hætta en við íblöndun þjálniefnanna, þá eykst þessi hætta ennþá meir við dælingu. Einkum á þetta við ef steypan fellur óhindruð í beinu dælurörinu þannig að steypustraumurinn rofnar. Í frjálsu falli er veruleg hætta á að grófari malarkornin skilji sig frá. Dreifing stærðar á fylliefnum fellur vel innan þeirra marka sem æskileg eru talin fyrir steypu til dælingar. Fínefnainnihaldið er þó í lægra lagi. Æskilegt sementsmagn er talið vera u.þ.b. 1/7 af fylliefnamagni og væri þá u.þ.b. 300 kg/m? en var 211-250 kg/m' í athugun Rb. Engu að síður er vitað að steypu með slíku sementsmagni hefur verið dælt, en þá þarf að viðhafa varúð og láta steypustrauminn ekki rofna eða falla frjálsan. Tilraunir og reynsla sýna að flotsteypa er vel dælanleg, en illa útfærð dæl- ing eykur á þær hættur sem fljótandi steypa með mjög lágu sementsmagni felur í sér. Þetta á einkum við ef steypan fellur frítt niður há rör og straum- urinn rofnar. Samantekið. Steypu með þeirri samsetningu, sem mældist í athugun Rb ætti að vera hægt að dæla. Hún er þó erfið, krefst mikillar aðgætni og hætta er á aðskilnaði.““ Lýsing á steypunni í Malarási 7, þegar matsmenn skoðuðu hana fer hér á eftir: 436 „„Þegar matsmenn skoðuðu húsið var búið að hraunhúða veggi annarrar hæðar. Þar með var búið að hylja mikinn hluta þeirra flata sem taldir voru skemmdir í matsbeiðni og fyrri skýrslu Rb (fylgiskjöl A). Matsmönnum er ekki mögulegt að taka afstöðu til steypunnar undir hraunhúðuninni. Á hinn bóginn er enn sýnileg steypa aðgengileg. Þannig eru stórir veggfletir aðgengilegir í bílskúr og súlur og bitar sjást einnig. Steypan er misjöfn. Víða eru stórir fletir í lagi en greinilegur aðskilnaður sést t.d. í súlubotnum svo og á stórum flötum í bílskúrsveggjum. Malarhlutinn er þar greinilega skilinn frá. Vettvangsskoðunin sýndi eftirfarandi: Greinilegur aðskilnaður hefur komið fram í steypunni á köflum en á milli er hún í lagi.“ Hér á eftir fara spurningar þær sem settar eru fram í matsbeiðni og svör matsmanna við þeim: Orsakir galla. Sp. 1.1 Hvort gallarnir á veggjum hússins séu lélegum gæðum steyp- unnar að kenna, eða hvort aðrar ástæður séu til þess? Sv. Matsmenn telja orsök hrönglmyndunarinnar vera aðskilnað sem stafi af of lágu sementsmagni og fínefnainnihaldi steypunnar. Slíkri steypu er mjög hætt við aðskilnaði ef hún er gerð fljótandi. Þessi hætta eykst verulega ef steypan er látin falla frítt niður um há lóðrétt dælurör og steypustraumurinn rofnar og verður ekki samfelldur. Sp. 1.2 Hvort dæla megi steypu með þjálniefninu „flot 78“ og með styrkleika S-200? Sv. Matsmenn telja, að styrkurinn einn sér skipti litlu máli um það hvort dæla megi steypunni eða ekki og ekki sé beint samband milli styrks og dælingarhæfni. Það sem skipti höfuðmáli sé: sementsmagn, góð korna- dreifing, fínefnainnihald. Á hinn bóginn er það svo að hærri styrkleiki krefst gjarnan aukins sementsmagns sem aftur bætir dæluhæfni og dregur úr aðskilnaðarhættu. Flot 78 (Fliessmittel 78) er viðurkennt sérvirkt þjálniefni og ekkert því til fyrirstöðu að dæla steypu sem gerð hefur verið fljótandi með því, svo fremi sem aðrir eiginleikar steypunnar hafi verið í lagi gagnvart dælingu fljótandi steypu. Sp. 1.3 Hvort fínefnamagnið í steypunni sé nægjanlega mikið og hvort það geti verið orsök gallans, ef það er of lítið? Sv. Matsmenn telja fínefnainnihald steypunnar óæskilega lágt og að það ásamt lágu sementsmagni skapi hættu á aðskilnaði sem aukist stórlega við að láta steypuna falla fría lóðrétt niður há dælurör. Sp. 1.4 Hvort nauðsynlegt hafi verið að hafa styrkleikann S-250, og ef svo er, þá hver áhrif það hefur haft að styrkleikaflokkurinn var aðeins S-200? Sv. Matsmenn telja í sjálfu sér ekki nauðsyn að fljótandi dælusteypa 437 hafi styrkleikann S-250. Rökstuðningur svo og útskýring á því af hverju aukinn styrkur í sömu steypu bætir yfirleittt dæluhæfni er að finna í svari við spurningu 1.2. Sp. 1.5 Hvort aðskilnaðurinn í steypunni sé alfarið rangri niðurlögn að kenna? Sv. Matsmenn telja að frumorsök aðskilnaðarins sé of lítil innri sam- loðun steypunnar vegna lágs sementsmagns og fínefnamagns steypunnar. Við niðurlögnina var síðan beitt tækni sem steypa af þessu tagi ekki þoldi, þ.e. henni dælt og látin falla frítt gegnum há lóðrétt dælurör. Sp. 1.6 Almennt um það hverjar séu orsakir gallanna í veggjum hússins, og hvort steypan hafi staðist þær kröfur, sem gera má til hennar? Sv. Svar matsmanna við þessari spurningu hefur þegar komið fram, skal hér enn tekið saman. Matsmenn telja þá galla sem þeir sáu (sjá kafla 5) stafa af of lítilli innri samloðun steypunnar vegna lágs sementsmagns og fínefnainnihalds steypunnar. Ef slík steypa er gerð fljótandi er hætta á aðskilnaði. Hvort sá aðskilnaður kemur fram eða ekki ræðst síðan af mótagerð, járngrind, hæð móta; aðferð við niðurlögn o.fl. Einkum kallar það á aðskilnað ef steypan er látin falla frjáls, verulega hæð. Samantekið: Samsetning steypunnar er ekki hentug fyrir fljótandi steypu. Ef steypa með slíka veikleika er látin falla þannig í mót að steypustraum- urinn geti rofnað t.d. dælt gegnum há lóðrétt rör er hætta á að malarhlut- inn skilji sig frá þó steypan geti verið Í lagi ef straumurinn er samfelldur. Merki sáust um of litla titrun. Titrun getur þó síst af öllu unnið móti aðskilnaði og er því ekki höfuðskaðvaldur hér. Viðgerð: Sp. 2.1 Hvort mögulegt sé að gera við veggina í aðalhæð hússins, þannig að telja megi þá gallalausa eftir viðgerðina? Sv. Matsmenn telja nær ómögulegt að gera við steypu þannig að enginn áferðarmunur sjáist. Ef steypan er hins vegar máluð er hægt að gera við þannig að gallalaust megi teljast. Slíka viðgerð þarf þó að vanda sérstaklega vel. Sp. 2.2 Hvað kosti að gera við veggina í aðalhæð hússins, og þ.m.t. hver sé að dómi matsmanna hæfilegur kostnaður við þær viðgerðir, sem þegar hafi farið fram? Sv. Matsmönnum er ómögulegt að meta viðgerðarkostnað við meintar skemmdir þar sem búið var að hylja veggina með sprautaðri múrhúðun Þegar matsmenn skoðuðu húsið. Meintar skemmdir voru ekki mældar upp né heldur voru teknar myndir af húsinu í þeirri mynd sem deilt er um. Þessari spurningu verður því ekki svarað án þess að matsmenn fái sannlegar 438 magntölur (eða samþykktar af báðum) sem sýni magn nauðsynlegra við- gerða. Sp. 2.3 Ef svarið við spurningunni í 2.1 er neikvætt, þá er óskað álits á því hve verðrýrnun hússins sé mikil vegna þess að ekki er hægt að gera fullkomlega við veggina. Sv. Matsmenn telja að engin verðrýrnun þurfi að koma fram á húsinu svo fremi sem viðgerðirnar hafi verið unnar nógu vel. Matsmenn vilja þó benda á að ekki nægi að sprauta múr utan á aðskilnaðarhröngl til að við- gerðin geti talist fullnægjandi. ““ Samantekt. Matsmenn telja að hröngl það sem sýnilegt er í súlu aðal- hæðar hússins við Malarás 7 svo og í veggjum bílskúrs hússins að innan stafi af aðskilnaði í steypunni. Orsök aðskilnaðarins sé samtvinnun nokkurra þátta. Samsetning steyp- unnar er ekki hentug fyrir fljótandi steypu. Lágt sementsmagn og fínefna- innihald valdi rýrri innri samloðun steypunnar sem skapar aðskilnaðar- hættu. Steypan var síðan lögð í mót með dælu og dælt í gegnum bein lóð- rétt rör. Nái steypustraumurinn að rofna á leiðinni niður kastast malarhlut- inn oft frá steypunni og hrönglið kemur fram sem einskorna möl. Mats- mönnum var ekki mögulegt að meta viðgerðarkostnað á meintum göllum sem þegar hafa verið huldir þar sem engar magntölur lágu fyrir, Þá er að lokum skoðun matsmanna að engin verðrýrnun þurfi að koma fram svo fremi sem viðgerðirnar hafi verið unnar á fyrsta flokks máta. Af hálfu stefnda er því haldið fram að hann hafi kvartað við stefnanda um meinta galla innan viku frá því að steypt var. Lýsingu stefnda á göllum í steypunni sem fram komi í aðilaskýrslu hans hafi ekki verið hnekkt og á henni verði að byggja. Hið sama gildi um lýs- ingu múrarameistarans Jörundar Guðlaugssonar á göllunum. Í málinu hefur verið lögð fram lýsing múrarameistarans á göllunum ásamt reikningi fyrir þær viðgerðir sem fram hafa farið. Skjal þetta er dag- sett 1. nóvember 1982 og er svohljóðandi: „Áður en viðgerð hófst á útveggjum Malaráss 7, mátti víða sjá hreiður vegna aðskilnaðar í steypunni, aðallega á súlum og veggjum með raufum. Víða þurfti að brjóta og fjarlægja laust efni og fylla að nýju og voru þessir staðir helstir: Mest á stöfnum hússins, þá aðallega suðurgafi frá svalahurð að suð-austur horni en þar voru bæði göt á veggjum og laust efni innfyrir járnabindingu, eitt gatið var 10 em frá vasa og var þó víbrað á venjulegan hátt í vasann og hann fullur. Suð-vestur hornið hrundi hreinlega af og stóðu járnin ber eftir. Svo til allar raufar þurftu lagfæringar við og var mest vinna við það. Einnig voru göt á austur og vestur hliðum sem eru sléttar. Kostnaður við unnar lagfæringar er: 439 96 klst. á 85/60 kr. 8.217,60 7 sk. sement á 60/70 Sk 424,90 10 tn sandur á 26/82 268,20 10 pk perla á 16/00 160,00 kr. 9.070,70 Sandur og perla er áætlað. Vinnustundir naumlega reiknaðar. Ótiltekið íblendiefni, s.s. léttblendi, síkalatex ofl. Enginn kostnaður verið reiknaður fyrir vélar og rafmagn né akstur á sandi og perlu.“ Hinn 18. maí sl. gerði múrarameistarinn áætlun um kostnað vegna við- gerða sem taldar eru nauðsynlegar á húsinu að Malarási 7 og er hún svo- hljóðandi: „„Kostnaðaráætlun á viðgerðum og endanlegum frágangi múrverks utan- húss á efri hæð Malarás 7, Reykjavík, til viðbótar því sem áður hefur verið gert. Verkpallar: Vinna ca. 32 klst. 160,00 kr. 5.120,00 Efni, timbur o.fl. ekki meðtalið Múrvinna: Vinna ca. 70 klst. 170,00 — 11.900,00 Efni: sement, sandur, loftblendi, íblöndunar- efni o.fl. — 4.000,00 Hrærivél og akstur — 1.000,00 Samtals kr. 22.020,00% Hinn 1. júní sl. lagði stefndi fram útreikning á gagnkröfum sínum í mál- inu. og:er hann svohljóðandi: „„Útreikningur á gagnkröfum Jónasar Jónssonar á hendur Steypustöðinni hf. vegna kostnaðar við viðgerð á steypu Í aðalhæð hússins nr. 7 við Malar- ás í Reykjavík. Höfuðstóll Vextir Upphaflegt verð steypunnar kr. 21.699,93 umsamin afsláttur 169 — 3.471,98 kr. 18.227,95 440 Vextir til 1.11.82 kr. 15.133,87 Viðgerðarkostnaður vegna viðgerða sem unnar voru fyrir 1.11.82 — 9.070,70 kr. 6.063,00 Vextir til 1.6.83 — 4.988,83 Samtölur kr. 18.227,95 kr. 11.051,83 Samtals kr. 29.278,83 Kostnaður við þær viðgerðir sem eftir eru samkvæmt áætlun Jörundar Guðlaugs- sonar dags. 18.5.83 — 22.020,00 kr. 7.258,82“ Af hálfu stefnanda er því mótmælt að gagnkröfur stefnda komist að í málinu og jafnframt að þær megi nota til skuldajafnaðar. Þá mótmælir stefnandi kröfum stefnda sem órökstuddum. Af hálfu stefnanda er á því byggt að stefndi hafi pantað hjá stefnanda steypu af styrkleikaflokknum S-200 eins og ráð sé fyrir gert á verkfræði- teikningu af húsi hans og þá steypu hafi hann fengið afhenta gallalausa en ekkert komi fram í gögnum málsins að henni hafi verið áfátt. Stefndi hafi og pantað þjálniefnið Flot 78 sem hann hafi fengið. Steypan hafi verið afhent á réttum stað þ.e.a.s. upp í dælubílinn sem notaður hafi verið til að dæla henni í steypumótin. Stefndi hafi sjálfur tekið þá ákvörðun að dæla steypunni í mótin og óskað eftir því að stefnandi pantaði dælubíl sem hann hafi gert. Steypir hf., sem lagt hafi til dælubílinn, sé ekki dótturfyrirtæki stefnanda heldur sé um að ræða tvö sjálfstæð fyrirtæki, óskylda aðila. Stefnandi beri því enga ábyrgð á dælingu steypunnar og því ekki á göllum á henni sem rekja megi til dælingarinnar. Gallarnir stafi fyrst og fremst af misheppnaðri niðurlagningu steypunnar og mótauppsláttar sem stefnandi beri enga ábyrgð á. Við afhendingu steypunnar hafi stefndi fengið í hendur seðil sem á standi að tilkynna verði um galla í steypu innan 30 daga frá afhendingu hennar en það hafi stefndi ekki gert og af þeim sökum sé hugsanlegur bótarréttur hans fallinn niður. Stefnda beri því að greiða verð steypunnar eins og krafist sé. Stefndi heldur því fram að stefnandi beri ábyrgð á þeim göllum sem séu á útveggjum húss síns og beri að bæta sér tjón vegna þeirra. Stefnandi hafi haft vitneskju um að nauðsynlegt væri að steypa sú sem blanda ætti þjálniefni væri sementsrík til þess að ekki mynduðust í henni 441 skil og hreiður. Honum hafi borið skylda til að upplýsa stefnda um þetta en þeirri skyldu hafi hann ekki sinnt. Skyldan hafi verið ríkari fyrir þá sök að þjálniefni hafi verið ný á markaðinum og stefnandi hafi vitað að byggingamenn hafi litla þekkingu haft á notkun þeirra. Steypan hafi því ekki verið venjuleg góð söluvara og hún hafi ekki haft það notagildi sem stefndi hafi mátt búast við. Ekki sé fullnægjandi undir þessum kringum- stæðum að steypan standist brotþolsprófun. Þeir gallar á veggjum hússins sem rekja megi til þess að steypan hafi ekki verið nægilega sementsrík séu á ábyrgð stefnanda. Stefnandi hafi séð um að útvega dælubíl hjá dótturfyrirtæki sínu Steypi hf. Mjög náið samband sé á milli stefnanda og Steypis hf. og líta verði svo á að dælubílar Steypis hf. séu ekki á vegum kaupanda steypu nema sérstaklega sé um það samið. Í þessu sambandi skipti ekki máli þótt stefndi hafi greitt Steypi hf. fyrir dælinguna. Stefnandi hafi því ekki skv. 11. gr. sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 39/1922 afhent steypuna fyrr en hún kom út úr röri dælubílsins og afhendingarstaðurinn sé steypumótin, en stefnandi hafi ekki samið sig undan áðurnefndri 11. gr. Þeir gallar sem rekja megi til dælingar steypunnar séu því á ábyrgð stefn- anda. Aðeins niðurlögn steypunnar sé á ábyrgð stefnda. Af framangreindum ástæðum beri stefnanda skv. 2. mgr. 43. gr. laga nr. 39/1922 að bæta stefnda tjón hans en krafa stefnda sé um skaðabætur en ekki afslátt af kaupverði. Niðurstaða dómsins. Við munnlegan flutning máls þessa mótmælti stefnandi því að gagn- kröfur stefnda kæmust að í málinu og að þeim mætti skuldajafna við kröfur stefnanda. Stefnandi rökstuddi ekki þessi mótmæli og er dóminum því ókunnugt um á hverju þau eru byggð. Þegar af þeirri ástæðu verða þau ekki tekin til greina en að auki verður ekki annað séð en stefnda sé heimilt samkvæmt 49. gr. laga nr. 85/1936 að hafa uppi gagnkröfuna sem kom þegar fram í greinargerð hans. Stefnandi heldur því fram að stefndi hafi glatað bótarétti vegna þess að hann hafi ekki kvartað um galla á steypunni innan 30 daga frá því að hún var afhent svo sem honum hafi borið að gera samkvæmt ákvæði í móttöku- kvittun fyrir steypunni. Þessi frestur er settur einhliða af stefnanda án þess að stefndi hafi sam- þykkt hann og án þess að fresturinn sé hluti af samningi aðila málsins um kaup á steypunni. Þegar litið er til þess hvernig fresturinn er til kominn verður að telja að stefnanda beri að sanna að kvörtun hafi ekki komið fram á meðan hann stóð en stefnandi hefur enga tilburði haft í þá átt en einungis sett fram fullyrðingar þar að lútandi sem stefndi hefur mótmælt. 442 Þykir stefnandi því engan rétt geta byggt á því að kvörtun hafi komið of seint fram og er þá ekki tekin afstaða til þess hvort frestur sem til er kominn á framangreindan hátt hefur eitthvert gildi í sjálfu sér. Í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna kemur fram sú skoðun þeirra að frumorsök þess að skil og hreiður mynduðust í veggjum húss stefnda sé of lítil innri samloðun steypunnar vegna lágs sements- og fínefnamagns hennar. Þá hafi það aukið hættuna á aðskilnaði að steypan varð gerð fljót- andi. Þá taka matsmennirnir fram að það ráðist af mótagerð, járngrind, hæð móta, aðferð við niðurlögn, en steypa af þessu tagi hafi ekki þolað dælingu, og fleiri atriðum hvort aðskilnaður komi fram eða ekki. Enn- fremur geta matsmenn þess að aukinn styrkleiki steypunnar, þ.e. þótt hann hefði verið S-250, sé engin trygging fyrir því að aðskilnaður komi ekki fram. Á þessar niðurstöður matsmanna verður að fallast. Samkvæmt þessum niðurstöðum þykir mega líta svo á að orsakir þess að skil og hreiður mynduðust í veggjum hússins séu þríþættar. Í fyrsta lagi lágt sements- og fínefnamagn steypunnar og blöndun hennar með þjálniefni. Í öðru lagi að steypunni var dælt í mótin. Í þriðja lagi niðurlögn hennar að öðru leyti, gerð móta, járnbending og skyld atriði. Útilokað er að gefa þessum þremur þáttum ákveðið vægi innbyrðis. Ljóst er og viðurkennt að á síðasta þættinum ber stefndi alfarið ábyrgð. Telja verður að stefnandi hafi afhent steypuna þá er hún var flutt úr steypubílnum yfir í dælubílinn, en múrarameistari stefnda óskaði eftir því við stefnanda að hann pantaði dælubíl til að dæla steypunni, hvað hann gerði. Stefndi mun hafa greitt Steypi hf. beint fyrir dælinguna. Steypir hf. er ekki dótturfélag stefnanda samkvæmt 2. gr. laga nr. 32/1978. Múrara- meistari stefnda vissi eða mátti vita að hátt óhindrað fall steypu eykur hættu á aðskilnaði hennar, hvort sem steypa er blönduð þjálniefnum eða ekki. Með framangreind atriði í huga verður ekki talið að stefnandi beri ábyrgð á þeirri auknu hættu á aðskilnaði sem leiddi af dælingu steypunnar, eða þeim aðskilnaði sem af henni kann að hafa leitt. Múrarmeistari stefnda kveðst hafa pantað hjá stefnanda steypu í styrk- leikaflokknum S-200 ásamt þjálniefni og rannsóknir hafa leitt í ljós að steypan sem stefndi fékk svaraði þeim styrkleikaflokki. Ljóst er að betri viðskiptahættir hefðu verið hjá stefnanda að benda stefnda á að hætta á aðskilnaði ykist við að blanda þjálniefni í steypuná en úr þeirri hættu mætti draga með því að auka fínefnamagn hennar, en stefndi ræddi við einhverja starfsmenn stefnanda um íblöndun þjálniefna 443 þó ekki tæknimenntaða. Tæpast verður þó talið að stefnanda hafi borið bein skylda til þess enda mun hann ekki á þessum tíma né síðar hafa veitt ráðgjöf um steypu nema þess væri sérstaklega óskað. Hér verður að hafa í huga þá ábyrgð sem múrarameistari ber samkvæmt IV. kafla byggingar- reglugerðar nr. 292/1979 gr. 4.2. svo og það atriði að aukið fínefnamagn og styrkleikaflokkurinn S-250 útilokaði engan veginn að aðskilnaður í steypunni kæmi fram. Samkvæmt þessu verður ekki talið að stefnandi beri skaðabótaábyrgð á þeirri auknu hættu á aðskilnaði sem leiddi af því að notuð var steypa S-200 en ekki S-250 eða þaðan af sterkari, eða þeim aðskilnaði sem af þessu kann að hafa leitt. Stefnanda ber því að sýkna af gagnkröfu stefnda um greiðslu skaða- bóta. Samkvæmt framangreindri niðurstöðu verður að líta svo á að skuld stefnda við stefnanda sé í vanskilum. Samning húsbyggjenda í Selási við stefnanda sem að framan er rakinn verður að skilja svo, og er þá m.a. hafður í huga framburður Jóhannesar Óla Garðarssonar, að steypukaup- endur hafi ekki átt rétt á afslætti af því steypuverði sem afslátturinn var miðaður við nema þeir greiddu samkvæmt því samkomulagi sem upphaf- lega var gert eða semdu annars sérstaklega um greiðslufyrirkomulag og afslátt. Krafa stefnda um að hann fái afslátt af kaupverði steypunnar verður því ekki tekin til greina. Niðurstaða málsins er því sú að stefnda beri að greiða stefnanda kröfur hans. Málskostnaður sem stefndi greiði stefnanda þykir hæfilega ákveðinn kr. 10.500,00. Dóm þennan kváðu upp Friðgeir Björnsson borgardómari, formaður dómsins, og meðdómendurnir Flosi Ólafsson múrarameistari og Gunnar Torfason verkfræðingur. Dómsorð: Stefndi, Jónas Jónsson, greiði stefnanda, Steypustöðinni hf. kr. 21.699,93 með 46% ársvöxtum frá 1. október 1980 til 1. mars 1981, með 420 ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní s.á., með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 4. maí 1982, með 39% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember s.á., með 47% ársvöxtum frá þeim degi til dómsuppsögu- dags og með hæstu lögleyfðu innlánsvöxtum eins og þeir verða á hverj- um tíma frá þeim degi til greiðsludags og kr. 10.500,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 444 Miðvikudaginn 26. febrúar 1986. Nr. 248/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) segn Magnúsi Sigurðssyni (Örn Clausen hrl.) Ávana- og fíkniefni. Eignarupptaka. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 9. október 1985 að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 17. þ.m. Sannað er að ákærði flutti hinn 7. júlí 1984 60 g af amfetamín- dufti frá Amsterdam til Íslands. Með vísan til málavaxtalýsingar í héraðsdómi er eigi ljóst hvort ákærði keypti efnið sjálfur eða annar maður, svo sem hann hefur haldið fram. Augljóst þykir að efnið hafi verið flutt inn í því skyni að það yrði selt, hvort sem ákærði hugðist gera það sjálfur eða afhenda það öðrum til sölu. Hefur ákærði þannig unnið til refsingar samkvæmt ákvæðum þeim sem í héraðsdómi greinir að því viðbættu að reglugerð nr. 16/1986 kemur nú í stað reglugerðar nr. 390/1974 og auglýsingar nr. 293/ 1978. Svo sem í héraðsdómi segir ber að ákveða ákærða fangelsi í einu lagi fyrir brot það sem hann er nú ákærður fyrir og brot það sem skilorðsdómur frá 4. janúar 1984 fjallar um, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er refsingin með hliðsjón af 77. gr. hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi 8 mánuði, en til frádráttar komi gæsluvarðhaldsvist ákærða, sem stóð yfir í 9 daga en eigi 10 svo sem í héraðsdómi greinir (þ.e. frá kl. 11 hinn 8. júlí til kl. 11 hinn 17. júlí 1984). Þá ber að staðfesta ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakar- kostnað og dæma ákærða til þess að greiða áfrýjunarkostnað sakar- innar, svo sem greinir Í dómsorði. 445 Dómsorð: Ákærði, Magnús Sigurðsson, sæti fangelsi 8 mánuði. Til frá- dráttar komi gæsluvarðhaldsvist hans, 9 dagar. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað eru stað- fest. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hæstaréttarlög- manns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 5. september 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 5. september var háð dómþing sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum að Hverfisgötu 115, Reykjavík, af Guðjóni St. Mar- teinssyni ftr. við undirritaða votta og þá kveðinn upp dómur í sakadóms- máli nr. 309/1985: Ákæruvaldið gegn Magnúsi Sigurðssyni. Málið er höfðað á hendur Magnúsi Sigurðssyni fæddum 25. apríl 1957, fyrir eftirfarandi meint brot á fíkniefnalöggjöfinni: „að hafa í júlí 1984 keypt 60 gr. af amfetamíndufti í Amsterdam og flutt það hingað til lands 7. s.m. í því skyni að selja það hér á landi, en ákærði var handtekinn við komu til Keflavíkurflugvallar og hald lagt á efnið.“ Ofangreind meint háttsemi er í ákæruskjali talin varða við 2. gr., sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og með- ferð ávana- og fíkniefna nr. 390, 1974, sbr. auglýsingu nr. 293, 1978. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á 60 g af amfetamindufti sam- kvæmt 5. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 390, 1974. Ákærði hefur sætt eftirfarandi kærum og refsingum: 1976 9/S í Vestm. Sátt: 6.000 kr. sekt f.brot g. 257. gr. hgl. 1977 í Vestm. Uppvís að broti á 1. mgr. 155. gr. hgl. ákæru frestað skb. í 2 ár frá 6/9 '77. 1978 21/4 í Vestm. Dómur: 40.000 kr. sekt f. brot g. 2. sbr. 3. mgr. 25. gr. umfl. og 1. mgr. 24. gr. áfl. Sviptur ökuleyfi í 3 mán. frá 16/5 ?78. 1981 10/6 í Reykjav. Dómur: 4.500 kr. sekt f. brot g. 2.:sbr. 3. mgr. 25. gr. umfl. og 24. gr. áfl. Sviptur ökuleyfi ævilangt frá 11/4 1981. 446 1984 4/1 í Reykjav. Dómur: 30 daga fangelsi skb. 2 ár f. brot g. 250. gr. hgl. 1984 9/5 í Reykjav. Veitt ökuleyfi á ný. Vörn var munnlega flutt í dag og gerði verjandi þær dómkröfur að ákærði hlyti þá vægustu refsingu er lög leyfðu og að dæmd yrðu hæfileg máls- varnarlaun að mati dómsins. Málsatvik. Ákærði var handtekinn við komu hingað til lands frá Amsterdam 7. júlí 1984 og fundust þá í fórum ákærða alls 60 grömm af amfetamíni er ákærði hafði falið innan klæða og einnig að hluta innvortis. Ákærði var yfirheyrður hér fyrir dómi 7. júlí 1984 og lýsti ákærði þá kaupum á 60 grömmum af amfetamíni í Amsterdam daginn áður þann 6. júlí 1984. Ákærði kvaðst hafa greitt 1800-1900 hollensk gyllini fyrir efnið. Ákærði kvaðst hafa ákveðið að flytja efnið hingað til lands og selja það hér á landi. Eftir ofangreinda dómsyfirheyrslu var ákærði margsinnis yfirheyrður hjá lögreglu er ákærði sætti gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Ákærði bar við þær yfirheyrslur efnislega á sama veg og að ofan var rakið. Ákærði staðfesti síðan framburði sína hjá lögreglu hér fyrir dómi 17. júlí 1984. Ákærði var síðan yfirheyrður hér fyrir dómi 14. febrúar 1985 og kvað ákærði þá sína fyrri framburði undir frumrannsókn málsins ekki vera rétta. Ákærði kvaðst ekki hafa verið eigandi efnisins og heldur ekki hafa fest kaup á efninu í Amsterdam. Ákærði kvað Halldór Lárus Pétursson hafa verið eiganda efnisins. Ákærði kvað nefndan Halldór Lárus hafa átt hug- myndina að utanför til fíkniefnakaupa og hafi ákærði fallist á að flytja fíkniefnin hingað til lands gegn peningagreiðslu. Er ákærði var spurður um sinn breytta framburð var bókað eftir ákærða: „Aðspurður um sína fyrri framburði þar sem ákærði kvaðst hafa staðið einn að nefndum innflutningi fíkniefna svo sem ákært er út af, kveður ákærði Halldór Lárus hafa sagt sér að ákærði væri jafn illa staddur ef upp kæmist hvort sem ákærði greindi frá hlut Halldórs Lárusar eða ekki. Þá kvað ákærði Halldór Lárus hafa nefnt að ákærði fengi sekt fyrir inn- flutninginn og yrði sektin greidd fyrir ákærða og því eins gott að nafngreina ekki Halldór Lárus og kvað ákærði Halldór Lárus hafa haft í hótunum við sig.“ Halldór Lárus Pétursson var yfirheyrður hjá lögreglu 13. júlí 1984 og bar þá af sér að hafa hitt nokkurn Íslending í utanför er hann fór í til Amsterdam á sama tíma og ákærði dvaldi þar í borg. Halldór Lárus og ákærði voru samprófaðir hér fyrir dómi 21. mars sl. 447 og bar Halldór Lárus þá af sér að þekkja ákærða og ekki átt með honum nokkur samskipti. Vitnið Anton Pálsson hefur borið hér fyrir dómi 19. febrúar, að hafa oft séð Halldór Lárus hitta ákærða á vinnustað þess síðarnefnda. Vitnið Sigurrós Rut Karlsdóttir kvaðst hafa vitað um sameiginlega utan- för ákærða og Halldórs Lárusar Péturssonar. Niðurstöður. Undir frumrannsókn málsins bar ákærði í fjölmörg skipti hjá lögreglu og hér fyrir dómi efnislega á sama veg. Framburðir tveggja vitna á þá leið að ákærði og Halldór Lárus Pétursson þekkist þykja ekki skipta máli og Halldór Lárus Pétursson hefur borið af sér öll samskipti við ákærða. Ekki þykir mark takandi á hinum breytta framburði ákærða sem er í algeru ósamræmi við hans fyrri framburði og í ósamræmi við gögn málsins. Með vísan til ofanritaðs þykir dóminum sannað að ákærði hafi gerst sekur um að hafa í júlí 1984 keypt 60 grömm af amfetamíndufti í Amster- dam. Ákærði flutti efnið hingað til lands 7. júlí 1984 í því skyni að selja efnið hér á landi, en ákærði var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins og hald lagt á efnið. Ákærði hefur því samkvæmt ofanrituðu unnið til refsingar. Brot ákærða varða við 2. gr., sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. lög nr. 75, 1982, sbr. nú lög nr. 13, 1985 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 390, 1974, sbr. auglýsingu nr. 293, 1978. Ákærða verður nú gerð refsing eftir lögum nr. 13, 1985, þó þannig að ekki verður beitt þyngri refsingu en heimil var fyrir gildistöku laganna sbr. meginreglu 2. gr. almennra hegningarlaga. Svo sem rakið var að framan var ákærði þann 4. janúar 1984 dæmdur í 30 daga fangelsi skilorðsbundið í 2 ár fyrir brot gegn 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Ákærði hefur með broti því er hér er ákært út af rofið skilorð er honum var gert í framangreindum dómi. Ákærða verður hér gerð refsing í einu lagi fyrir bæði málin sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfi- lega ákveðin sem fangelsi í sex mánuði. Til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu og með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga komi 10 dagar er ákærði sætti gæsluvarðhaldi í þágu rann- sóknar máls þessa. Fallist er á kröfu ákæruvaldsins um upptöku á 60 grömmum af amfeta- 448 míndufti er lagt var hald á. Vísast til heimildar 5. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 varðandi upptökuna. Með vísan til 141. gr. laga nr. 74, 1974 er ákærða gert að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun kr. 12.000,00 til skipaðs verj- anda, Arnar Clausen hrl. Dómsorð: Ákærði, Magnús Sigurðsson, fæddur 25. apríl 1957, nú til heimilis að Blesugróf 19 hér í borg, skal sæta fangelsi í 6 mánuði. Til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu komi 10 dagar er ákærði sætti gæsluvarðhaldi undir rannsókn málsins. Upptæk til ríkissjóðs skulu 60 grömm af amfetamíndufti er hald var lagt á við rannsókn málsins. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun kr. 12.000,00 til skipaðs verjanda, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns. Miðvikudaginn 26. febrúar 1986. Nr. 259/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Kristínu Gísladóttur (Hallgrímur B. Geirsson hrl.) Ávana- og fíkniefni. Eignarupptaka. Skilorð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 22. október 1985 að ósk ákærðu. Af hálfu ákæruvalds er krafist stað- festingar á dóminum. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 17. f.m. Staðfesta ber sakarmat hins áfrýjaða dóms og færslu brots til refsiákvæða með þeirri viðbót að 5. gr. laga nr. 65/1974 var breytt með lögum nr. 13/1985 og reglugerð nr. 16/1986 kemur í stað reglu- 449 gerðar nr. 390/1974 og auglýsingar nr. 293/1978. Refsing verður þó eigi dæmd þyngri en eldri ákvæði leyfa, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærðu, sem var 21 árs er hún framdi brotið og hefur eigi fyrr verið kærð fyrir lagabrot, þykir hæfilega ákveðin fangelsi 8 mánuði, og verði fullnustu á 5 mánuðum af refsingu frestað skil- orfðsbundið til tveggja ára. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um frádrátt gæsluvarðhalds, upptöku og sakarkostnað. Þá ber að dæma ákærðu til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærða, Kristín Gísladóttir, sæti fangelsi 8 mánuði. Fulln- ustu á 5 mánuðum af'refsingunni skal frestað, og falli sá hluti niður ef ákærða heldur í 2 ár frá uppkvaðningu dóms þessa almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Gæsluvarðhald ákærðu í 7 daga komi refsingu til frádráttar. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað eru stað- fest. Ákærða greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og málsvarnar- laun verjanda síns, Hallgríms Geirssonar hæstaréttarlögmanns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 18. mars 1985. Ár 1985, mánudaginn 18. mars var á dómþingi sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum að Hverfisgötu 115, Reykjavík, af Guðjóni St. Marteins- syni ftr. kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 303/1985: Á kæruvaldið gegn Kristínu Gísladóttur. Málið er höfðað á hendur Kristínu Gísladóttur, fæddri 2. maí 1963, með ákæruskjali dagsettu 14. desember 1984, fyrir eftirfarandi meint brot á fíkniefnalöggjöfinni: „að hafa 28. ágúst 1984 flutt hingað til lands frá Amsterdam um i00 g af amfetamíndufti, sem ákærða hafði falið í líkama sínum. Ákærða 29 450 var handtekin við komu til Keflavíkurflugvallar og hald lagt á efnið daginn eftir er það kom úr líkama hennar.“ Meint háttsemi ákærðu er í ákæruskjali talin varða við 2. gr., sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og með- ferð ávana- og fíkniefna nr. 390, 1974, sbr. auglýsingu nr. 293, 1978. Þess er krafist af ákæruvalds hálfu að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á um 100 g af amfetamíndufti samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 390, 1974. Ákærða hefur náð sakhæfisaldri og hefur ekki sætt kærum eða refsing- um svo kunnugt sé. Málsatvik. Ákærða var handtekin þann 28. ágúst 1984 við komu hingað til lands frá Amsterdam. Í för með ákærðu var Sigríður Brynja Pétursdóttir. Grunur lék á að utanför ákærðu stæði í sambandi við útvegun fíkniefna. Ekki fundust fíkniefni á ákærðu við venjulega líkamsleit. Ákærðu var gert með dómsúrskurði uppkveðnum 29. ágúst 1984 að gangast undir viðeigandi læknisskoðun í því skyni að ganga úr skugga um hvort ákærða hefði fíkniefni fólgin innvortis. Við röntgenmyndatöku á Borgarspítala sama dag kom í ljós að aðskota- hlutir voru í líkama ákærðu. Sama dag gengu niður af ákærðu fimm aðskotahlutir er ákærða hafði falið í líkama sínum og reyndust hlutirnir hafa að geyma alls 100,2 g af amfetamíni. Ákærða var yfirheyrð hjá lögreglu 31. ágúst s.á. og kvaðst ákærða hafa haldið til Amsterdam fimmtudaginn 23. s.m. og með í förinni hafi verið Sigríður Brynja Pétursdóttir, vinkona ákærðu. Ákærða kvaðst hafa haft meðferðis í förina 900 vesturþýsk mörk. Ákærða kvaðst hafa skemmt sér með samferðakonu sinni fimmtudag 23. og föstudag 24. ágúst. Ákærða kvað samferðakonu sína hafa veikst á laugardeginum 25. ágúst og kvaðst ákærða þá hafa haldið ein út eftir há- degi á laugardeginum. Ákærða kvaðst þá hafa hitt mann á bar í Rauða hverfinu svonefnda í Amsterdam. Ákærða kvaðst halda að maðurinn héti René. Ákærða kvað hafa komið á daginn, að áðurnefndur René hafði mikinn áhuga á að gefa ákærðu amfetamín. Ákærða kvað síðan svo hafa um samist að ákærða hitti áðurnefndan mann á sama bar að kvöldi sama 451 dags (laugardags). Ákærða kvaðst síðan hafa hitt títtnefndan René á sama barnum um kvöldið og kvaðst ákærða hafa verið ein á ferð. Þar kvaðst ákærða hafa þegið að gjöf fimm pakka er séu þeir sömu og ákærða faldi í líkama sínum og flutti hingað til lands. Ákærða kvaðst hafa geymt efnið í férðatösku sinni á hótelinu en ákærða kvaðst hafa gengið frá efninu í líkama sinn á hótelinu áður en haldið var út á flugvöll til heimfarar á þriðjudeginum 28. ágúst. Ákærða kvaðst hafa komið fyrir fíkniefnunum í líkama sínum fyrir hádegi brottfarardaginn og kvað ákærða samferðakonu sína, Sigríður Brynju, ekki hafa vitað um með- ferð ákærðu með fíkniefnunum. Ákærða bar við nefnda lögregluyfirheyrslu 31. ágúst 1984, að hún hafi ekki hugleitt hvað gert skyldi við fíkniefnin hér á landi. Ákærða var yfirheyrð hér fyrir dómi 5. september 1984 og staðfesti þá framburði sína gefna hjá lögreglu og sem raktir voru að hluta hér að framan. Ákærða var yfirheyrð hér fyrir dómi 25. janúar 1985 og staðfesti þá sína fyrri framburði og bar efnislega á sama veg. Niðurstöður. Dómurinn telur sannað með framburðum ákærðu, sem vel eru studdir af öðrum gögnum málsins, að ákærða hafi gerst sek um háttsemi þá er í ákæruskjali greinir. Ákærða flutti 100,2 g af amfetamíni hingað til lands frá Amsterdam 28. ágúst 1984. Efnið hafði ákærða falið í líkama sínum. Brot ákærðu varðar við 2. gr., sbr. $. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. lög nr. 75, 1982 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 390, 1974, sbr. auglýsingu nr. 293, 1978. Ákærða hefur því samkvæmt ofanrituðu unnið til refsingar. Ákærða hefur ekki svo kunnugt sé sætt kærum eða refsingum fyrr. Verjandi ákærðu telur ákærðu hafa leiðst út í að fremja brot sitt vegna þess að hún hafi verið öðrum háð, sbr. 5. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Verjandinn kvaðst þar eiga við sambýlismann ákærðu, Halldór Lárus Pétursson, sem kunnur sé af áralangri meðferð ávana- og fíkniefna. Ákærða hefur við yfirheyrslur alfarið borið því í mót að nokkur hafi vitað um brot sitt og hafi hún staðið ein að því. Ákærða flutti hingað til lands sterk og hættuleg fíkniefni sbr. niðurstöðu Rannsóknarstofu í lyfjafræði dags. 25.10. 1984. Ákærða flutti fíkniefnin til landsins falin innvortis í líkama sínum. Þykir innflutningsaðferðin bera vott um styrkan og einbeittan brotavilja ákærðu sbr. 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. 452 Brot ákærðu þykir þess eðlis að ekki komi til álita að fresta ákvörðun refsingar eða skilorðsbinda svo sem verjandi hefur gert kröfu til. Að ofanrituðu virtu og að virtum gögnum málsins þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin sem fangelsi í tíu mánuði. Til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu komi. 7 dagar er ákærða sætti gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar máls þessa sbr. 76. gr. almennra hegn- ingarlaga. Upptæk til eyðingar skulu 100,2 grömm af amfetamíni er lagt var hald á undir rannsókn málsins. Efnið er nú merkt efnaskrá nr. 1234 í vörslum dómsins. Vegna upptökunnar vísast til 5. mgr. $. gr. laga nr. 65, 1974. Ákærða greiði allan sakarkostnað sbr. 141. gr. laga nr. 74, 1974, þar með talin málsvarnarlaun kr. 10.000,00 til skipaðs verjanda, Sigurðar Georgssonar hdl. og kr. 5.000,00 vegna réttargæslu sama lögmanns. Dómsorð: Kristín Gísladóttir, fædd 2. maí 1963, nú til heimilis að Meistara- völlum 17 hér í borg, skal sæta fangelsi í tíu mánuði. Til frádráttar dæmdri refsingu komi sjö dagar er ákærða sætti gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar máls þessa. Upptæk til eyðingar skulu 100,2 grömm af amfetamíni merkt efna- skrá nr. 1234 í vörslum dómsins. Ákærða greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnar- laun kr. 10.000,00 til skipaðs verjanda, Sigurðar Georgssonar hdl. og kr. 5.000,00 vegna réttargæslu sama lögmanns. 453 Miðvikudaginn 26. febrúar 1986. Nr. 268/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Bóasi Dagbjarti Bergsteinssyni (Páll A. Pálsson hrl.) Ávana- og fíkniefni. Eignarupptaka. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 22. október 1985 að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 17. f.m. Staðfesta ber sakarmat hins áfrýjaða dóms og færslu brota til refslákvæða að því viðbættu að S. gr. laga nr. 65/1974 var breytt með lögum nr. 13/1985 og reglugerð nr. 16/1986 kemur í stað reglu- gerðar nr. 390/1974 og auglýsingar nr. 293/1978. Refsing verður þó eigi dæmd þyngri en eldri ákvæði leyfðu sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af 77. gr. hegningarlaga og af brotaferli ákærða, sem hefur áður sex sinnum sætt refsingu fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf, verður refsing hans ákveðin fangelsi 18 mánuði. Ákærði sætti tvívegis gæsluvarðhaldi í sambandi við rannsókn máls þessa, 29. apríl til 13. maí 1983 og 2. til 4. apríl 1984, og þykir samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga rétt að gæsluvarðhalds- vistin, alls 16 dagar, komi refsingu til frádráttar. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Bóas Dagbjartur Bergsteinsson, sæti fangelsi 18 mánuði. Til frádráttar komi gæsluvarðhaldsvist hans, 16 dagar. 454 Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað eru stað- fest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og máls- varnarlaun verjanda síns, Páls A. Pálssonar hæstaréttarlög- manns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 28. maí 1985. Ár 1985, þriðjudaginn 28. maí var á dómþingi sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum sem háð var að Hverfisgötu 115, Rvk., af Guðjóni St. Marteinssyni ftr. við undirritaða votta kveðinn upp dómur í sakadómsmál- inu nr. 313/1985: Ákæruvaldið gegn Bóasi Dagbjarti Bergsteinssyni. Málið er höfðað á hendur Bóasi Dagbjarti Bergsteinssyni, fæddum 23. mars 1959 í Reykjavík fyrir eftirfarandi meint brot á lögum um ávana- og fíkniefni: I. „Fimmtudaginn 28. apríl 1983 selt Hauki Þórólfssyni um 3 g af hassi fyrir kr. 1000 að þáverandi heimili sínu að Framnesvegi 18 í Reykjavík. Skömmu síðar sama dag haft í vörslum sínum á greindum stað 126,5 g af hassi og 0,8 g af amfetamíndufti, sem lögreglan fann við húsleit í jakkavasa ákærða og falið innan klæða á honum. Il. Í lok mars 1984 keypt 126 g af amfetamíndufti í Amsterdam og flutt það hingað til lands Í. apríl. Ákærði flutti efnið falið í líkama sínum, en hann var handtekinn við komu til Keflavíkurflugvallar og hinn 3. apríl var lagt hald á efnið, er það kom úr líkama hans.““ Ofangreind meint brot ákærða eru í ákæruskjali talin varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982, og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 390, 1974, sbr. auglýsingu nr. 293, 1978, að því er varðar meðferð ákærða á amfetamíni. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum, 126,5 g af amfetamíndufti og 126,5 g af hassi, samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974, og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 390, 1974. Ákærði hefur sætt eftirfarandi kærum og refsingum: 455 1976 13/9 í Reykjavík. Ávana- og fíkn. Sátt: 14.000 kr. sekt f. brot á 2., sbr. 5., sbr. 6. gr. 1. nr. 65, 1974 og 2., sbr. 10. gr. regj. nr. 390, 1974. 1978 30/3 í Reykjavík. Ávana- og fíkn. Sátt: 95.000 kr. sekt f. brot á 2., sbr. 5., sbr. 6. gr. 1. nr. 65, 1974 og 2., sbr. 10. gr. rg. nr. 390, 1974, sbr. og að hluta 77. gr. hgl. 1979 30/1 í Reykjavík. Sátt: 20.000 kr. sekt f. brot g. 2. gr., sbr. 5. gr., sbr. 6. gr. 1. nr. 65, 1974, sbr. 10. gr. rg. nr. 390, i974, sbr. og 71. gr. hgl. 1979 14/3 í Reykjavík. Sátt: 80.000 kr. sekt f. brot g. 25. gr. umfi. Sviptur ökuleyfi í 12 mán. frá 30/1 1979. 1979 í Reykjavík. Uppvís að broti g. 1. mgr. 155. gr. hgl. Ákæru frestað skb. í 2 ár frá 5/11 1979. 1980 29/5 í Reykjavík. Ávana- og fíkn. Sátt: 50.000 kr. sekt f. brot á 2., sbr. 5. og 6. gr. 1. nr. 65, 1974 og 2., sbr. 10. gr. rg. nr. 390, 1979, sbr. og 71. gr. hgl. 1980 23/6 í Reykjavík. Ávana- og fíkn. Sátt: 1.000.000 kr. sekt f. brot á 2., sbr. 5. og 6. gr. 1. nr. 65, 1974 og 2., sbr. 10. gr. rg. nr. 390, 1974 og 2., sbr. 10. gr. rgj. nr. 390, 1974, sbr. 77. gr. hgl. og 71. gr. s.l. 1982 21/9 í Reykjavík. Sátt: 4.300 kr. sekt f. brot g. 2. sbr. 5. og 6. gr. I. nr. 65, 1974, og 2. sbr. 10. gr. rg. 390, 1974, sbr. 1. nr. 75, 1982 og að hl. 5. gr., 77. og 78. gr. hgl. 1984 14/5 í Reykjavík. Sátt: 1.600 kr. sekt f. brot g. 50. gr. umfi. 1984 17/7 í Reykjavík. Sátt: 2.000 kr. sekt f. brot g. 50. gr. umfi. Málsatvik. Ákæruliður 1. Ákærði hefur við yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómi borið af sér sakir varðandi það, að hafa selt Hauki Þórólfssyni hassefni 28. apríl 1983. Ákærði var yfirheyrður hér fyrir dómi 7. apríl 1985 og bar þá af sér meintar sakir í fyrsta málslið ákæruliðar 1. Ákærði var samprófaður með Hauki Þórólfssyni hjá lögreglu 1. júlí 1983 og bar ákærði þá af sér sakir varðandi meinta hasssölu til Hauks 28. mars 1983 en Haukur hafði borið á þá leið við lögregluyfirheyrslur 28. mars 1983. Gerð var húsleit á heimili ákærða 28.4. 1983 að Framnesvegi 18 hér í borg. Við húsleitina var lagt hald á 0,8 grömm af amfetamíni sem fannst 456 í jakkavasa á jakka er var eign ákærða. Þá lagði lögreglan og hald á 126,5 grömm af hassi er ákærði hafði falið innan klæða. Við yfirheyrslu hjá lögreglu 28.4. 1983 kvaðst ákærði hafa fundið hassið í íbúð sinni og hafa falið efnið innan klæða er ákærði kvaðst hafa orðið var við komu lögreglu á heimili sitt. Ákærði kvaðst ekki hafa átt hassið. Ákærði kvaðst enga skýringu geta gefið á efnum er fundust í jakka ákærða þann 28. apríl 1983. Við yfirheyrslu hér fyrir dómi 7. apríl 1985 kannaðist ákærði við að hafa haft 126,5 grömm af hassi innan klæða er gerð var húsleit á heimili hans 28. apríl 1983. Ákærði kvaðst ekki hafa átt efnið. Þá kvaðst ákærði við sömu dómsyfirheyrslu enga vitneskju hafa haft um fíkniefni er fundust í jakkavasa ákærða við framangreinda húsleit. Ákærðuliður II. Ákærði var handtekinn á Keflavíkurflugvelli 2. apríl 1984 við komu hingað til lands frá London. Grunur lék á að ákærði hefði fólgin fíkniefni innvortis. Ákærði gekkst undir læknisrannsókn 2. apríl 1984 vegna ofangreindra grunsemda og staðfesti sú skoðun að aðskotahlutur var fólgin innvortis í ákærða. Þann 3. apríl gengu niður af ákærða 126 grömm af amfetamíni. Við yfirheyrslu hjá lögreglu 3. apríl kvaðst ákærði hafa flutt til Reykja- víkur frá Höfn í Hornafirði í byrjun árs 1984. Ákærði kvaðst hafa selt búslóð sína á Höfn fyrir kr. 70.000. Ákærði kvaðst síðan hafa notað allt tiltækt fé til utanfarar þeirrar er ákærði hélt í í lok mars 1984, en ákærði kvaðst þá hafa haldið til Kaupmannahafnar og þaðan til Amsterdam þar sem ákærði kvaðst hafa fest kaup á 120 grömmum af amfetamíni á 18 hollensk gyllini hvert gramm. Ákærði kvaðst hafa keypt efnið af sér ókunnum aðila. Ákærði kvaðst síðan fyrir brottför hingað til lands hafa komið efninu fyrir í líkama sínum. Ákærði var yfirheyrður hér fyrir dómi 4. apríl 1984 og staðfesti þá fram- burð þann er rakinn var hér að framan. Ákærði kvaðst Þannig hafa keypt um 120 grömm af amfetamíni í Amsterdam og flutt efnið hingað til lands og ætlað efnið til endursölu hér á landi. Ákærði var enn yfirheyrður hér fyrir dómi 7. apríl sl. og hafði ákærði þá engar athugasemdir fram að færa varðandi þennan ákærulið, en vísaði til sinna fyrri framburða er raktir voru hér að framan. Niðurstöður. Ákærðuliður 1. Gegn eindreginni neitun ákærða er ekki nægilega sannað að hann hafi 457 selt Hauki Þórólfssyni um 3 g af hassi fyrir kr. 1.000,00 þann 28. apríl 1983 á þáverandi heimili sínu að Framnesvegi 18 hér í borg. Ber því að sýkna ákærða af meintum sökum í fyrri málslið I. liðar ákæru. Með framburðum ákærða, sem studdir eru af öðrum gögnum máls þessa, telst sannað að ákærði hafi þann 28. apríl 1983 haft í vörslum sínum á heimili sínu að Framnesvegi 18 hér í borg 126,5 grömm af hassi og 0,8 grömm af amfetamíni. Efnin lagði lögreglan hald á, ofangreindan dag við húsleit að Framnesvegi 18 og hafði ákærði falið hassið innan klæða en amfetamínið fannst í jakkavasa ákærða. Ákæruliður 11. Sannað er með framburðum ákærða, sem vel eru studdir af öðrum gögn- um máls þessa, að ákærði hafi í lok mars 1984 keypt 126 grömm af amfetamíndufti í Amsterdam og flutt það hingað til lands 1. apríl 1984. Ákærði flutti efnið falið í líkama sínum, en hann var handtekinn við komu til Keflavíkurflugvallar og hinn 3. apríl var lagt hald á efnið er það kom úr líkama hans. Ákærði hefur samkvæmt ofanrituðu unnið til refsingar. Brot ákærða varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982, og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 390, 1974, sbr. auglýsingu nr. 293, 1978, að því er varðar meðferð ákærða á amfetamíni. Ákærði gekkst undir dómsátt 14. maí 1984 og aftur 17. júlí 1984 í bæði skiptin fyrir brot á 50. gr. umferðalaga. Refsing ákærða er hér ákvörðuð með hliðsjón af 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Með vísan til alls ofanritaðs þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin sem fangelsi í 13 mánuði. Til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu og með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga komi 2 dagar er ákærði sætti gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar máls þessa. Ákærði hugðist selja amfetamínið hér á landi með hagnaði og er honum gert með vísan til 2. mgr. 49. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 101, 1976, sbr. 50. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982, að greiða kr. 20.000,00 í sekt til ríkissjóðs. Verði sektin eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, komi fangelsi í 20 daga í sektar stað. Upptæk til ríkissjóðs og með vísan til 5. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 skulu 126 grömm af amfetamíndufti merkt efnaskrá nr. 1148, nú í vörslum 458 dómsins og einnig skulu upptæk til ríkissjóð 0,8 grömm af amfetamíni og 126,5 grömm af hassi, hvort tveggja merkt efnaskrá nr. 958 í vörslum dómsins. Ákærða er gert með vísan til 141. gr. laga nr. 74, 1974 að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin kr. 10.000,00 í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, Páls A. Pálssonar hrl. Dómsorð: Ákærði, Bóas Dagbjartur Bergsteinsson, fæddur 23. mars 1959, skal sæta fangelsi í 13 mánuði. Til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu komi 2 dagar er ákærði sætti gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar máls þessa. Ákærði greiði kr. 20.000,00 í sekt til ríkissjóðs. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, komi fangelsi í 20 daga í sektar stað. Upptæk til ríkissjóðs skulu 126 grömm af amfetamíni merkt efna- skrá nr. 1148 í vörslum dómsins og 126,5 grömm af hassi og 0,8 grömm af amfetamíni, hvort tveggja merkt efnaskrá nr. 958 í vörslum dómsins. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar af kr. 10.000,00 í málsvarnar- laun til skipaðs verjanda, Páls.A. Pálssonar hæstaréttarlögmanns. Miðvikudaginn 26. febrúar 1986. Nr. 269/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Sigurði Þórðarsyni (Páll A. Pálsson hrl.) Ávana- og fíkniefni. Eignarupptaka. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. 459 Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 13. nóvember 1985 að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Frá kröfu um þyngingu hefur ríkissaksóknari fallið við flutning málsins fyrir Hæstarétti. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 17. f.m. Staðfesta ber sakarmat héraðsdóms og færslu til refslákvæða með þeirri viðbót að reglugerð nr. 16/1986 er nú komin í stað reglu- gerðar nr. 390/1974. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 10 mánaða fangelsi. Staðfesta ber ákvæði hins áfrýjaða dóms um frádrátt gæsluvarð- halds frá refsingu, upptöku og sakarkostnað. Ákærða ber að dæma til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Þórðarson, sæti fangelsi 10 mánuði. Til frádráttar komi gæsluvarðhaldsvist hans, 17 dagar. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað eru stað- fest. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Páls A. Pálssonar hæstaréttarlög- manns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 12. september 1988. Ár 1985, fimmtudaginn 12. september var á dómþingi sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum, sem haldið var að Hverfisgötu 115, Reykjavík, af Guðjóni St. Marteinssyni ftr., kveðinn upp dómur í sakadómsmáli nr. 339/1985: Ákæruvaldið gegn Sigurði Þórðarsyni. Málið var höfðað á hendur Sigurði Þórðarsyni, fæddum 29. okt. 1948, fyrir eftirfarandi meint fíkniefnabrot: „„að hafa 24. maí 1983 flutt hingað til lands frá Kaupmannahöfn rúm 130 g af amfetamíndufti, sem ákær i flutti að hluta í klæðum sínum og að hluta falið í líkama sínum. Ákærði var handtekinn við komu til Kefla- víkurflugvallar og hald lagt á efnið.““ Ofangreind meint háttsemi er í ákæruskjali talin varða við 2. gr., sbr. 460 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982, og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 390, 1974, sbr. auglýsingu nr. 293, 1978. Þess er krafist af ákæruvaldinu að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á um 130 g af amfetamíndufti samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 390, 1974. Málið var dómtekið 9. september sl. og flutti verjandi ákærða munnlega vörn í málinu sama dag og gerði þær dómkröfur að ákærði hlyti vægustu refsingu er lög leyfa og að dæmd verði hæfileg málsvarnarlaun. Ákærði gekkst undir dómsátt vegna fíkniefnabrots 30. apríl 1983. Sakar- ferill ákærða samkvæmt sakavottorði dags. 1. nóvember 1984 þykir ekki skipta máli hér. Málsatvik: Ákærði var handtekinn við komu hingað til lands frá Kaupmannahöfn 24. maí 1983. Við leit á ákærða fundust rúmlega 130 grömm af amfetamíni sem ákærði hafði að hluta falið í jakkavasa en að verulegum hluta í líkama sínum. Ákærði var yfirheyrður hér fyrir dómi 25. maí 1983 og bar þá að ókunnur aðili hafi hringt til sín á hótel í Kaupmannahöfn og kvaðst ákærði skömmu síðar hafa hitt mann þennan á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Ákærði kvað mann þennan hafa afhent sér þrjá pakka er innihéldu amfeta- mín og kvaðst ákærði hafa tekið að sér flutning efnisins hingað til lands fyrir kr. 10.000,00. Ákærði var yfirheyrður hjá lögreglu í maí 1983 og bar þá m.a. á þá leið að Hjörtur Hjartarson og Einar Ólafur Hannesson hafi átt fíkniefni þau er ákærði flutti hingað til lands. Hjörtur og Einar Ólafur hafa borið af sér öll fíkniefnasamskipti við ákærða m.a. í samprófunum með ákærða. Ákærði var yfirheyrður hér fyrir dómi 27. ágúst 1985 og kvaðst ákærði engar athugasemdir hafa fram að færa varðandi efni ákæruskjals og kvaðst ákærði þannig hafa flutt hingað til lands rúmlega 130 grömm af amfetamíni svo sem ákært er út af. Ákærði vísaði að öðru leyti til sinna fyrri framburða varðandi eigendur fíkniefnanna sem ákærði kvað vera þá Einar Ólaf Hannesson og Hjört Hjartarson. Niðurstöður. Í máli þessu er ákært fyrir að hafa flutt um 130 grömm af amfetamíni hingað til lands. Eins og ákæra er úr garði gerð þykir ekki skipta máli hér hver hafi verið raunverulegur eigandi ofangreindra fíkniefna. 461 Með framburði ákærða, sem rækilega er studdur af gögnum málsins, þykir dóminum sannað að ákærði hafi gerst sekur um háttsemi þá er ákært er út af. Ákærði flutti 130,8 grömm af amfetamíni hingað til lands hinn 24. maí 1983. Ákærði flutti efnið að hluta í klæðum sínum og að hluta falið í líkama sínum. Ákærði var handtekinn við komu til Keflavíkurflugvallar og hald lagt á efnið. Ákærði hefur því samkvæmt ofanrituðu unnið til refsingar. Brot ákærða varða við 2. gr., sbr. S. gr. laga um ávana- og fíkninefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982, sbr. nú lög nr. 13, 1985 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 390, 1974, sbr. auglýsingu nr. 293, 1978. Ákærða verður í máli þessu gerð refsing eftir lögum nr. 13, 1985, þó þannig að ekki verður beitt þyngri refsingu en heimilt var fyrir gildistöku laganna sbr. meginreglu 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin sem fangelsi í 13 mánuði. Til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu og með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga komi 17 dagar er ákærði sætti gæsluvarðhaldi í þágu rann- sóknar máls þessa. Upptæk til ríkissjóðs skulu 130,8 grömm af amfetamíni merkt efnaskrá nr. 978 og 985 nú í vörslum dómsins. Vegna upptökunnar vísast til 5. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin kr. 12.000,00 í máls- varnarlaun til skipaðs verjanda, Páls A. Pálssonar hæstaréttarlögmanns. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Þórðarson, fæddur 29. október 1948, skal sæta fangelsi í 13 mánuði. Til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu komi 17 dagar er ákærði sætti gæsluvarðhaldi vegna máls þessa. Upptæk til ríkissjóðs skulu 130,8 grömm af amfetamíni merkt efna- skrár nr. 978 og 985 nú í vörslum dómsins. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, Páls A. Pálssonar hæstaréttarlögmanns kr. 12.000,00. 462 Fimmtudaginn 27. febrúar 1986. Nr. 204/1985. Aðalgeir Sigurgeirsson (Stefán Pálsson hrl.) gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs (Gunnlaugur Claessen hrl.) Stjórnarskrá. Skattar. Endurgreiðsla. Réttarfar. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjörns- son, Magnús Thoroddsen, Sigurgeir Jónsson og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar að fengnu áfrýjunar- leyfi 5. september 1983 samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973 með stefnu 23. september s.m. Hinn 3. október s.á. féll þingsókn niður af hans hálfu. Áfrýjaði hann síðan að nýju með stefnu 31. sama mánaðar með tilvísun til heimildar í 36. gr. laga nr. 75/1973. Áfrýjandi krefst greiðslu úr hendi stefnda að fjárhæð 128.642,00 krónur auk dómvaxta af 86.314,00 krónum frá 18. maí 1982 til greiðsludags og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann að málskostnaður fyrir Hæstarétti verði felldur niður. Samkvæmt því sem fram kom í málflutningi hefur áfrýjandi óslit- ið greitt þungaskatt af bifreiðum sínum sem „kílómetragjald““ síðan fyrst var farið að innheimta hann í því formi að settum reglugerðum nr. 74/1970 og 94/1970 og auglýsingu nr. 100/1970, en öll voru þessi stjórnvaldsfyrirmæli talin sett með heimild í vegalögum nr. 23/1970. Krafa áfrýjanda um endurgreiðslu hins umdeilda „kilómetra- gjalds“ tekur til tímabilsins 3. febrúar 1978 til 10. október 1981. Skattur þessi var krafinn samkvæmt gjaldstigum í reglugerðum um innheimtu bifreiðagjalda o.fl. nr. 1/1978, nr. 430/1978, nr. 241/ 1979, nr. 511/1979, nr. 636/1980 og nr. 267/1981. Ákvæði reglu- gerðanna um gjaldstiga „„kílómetragjaldsins'' eru af stefnda talin hafa stoð í 7. gr. laga nr. 79/1974 um fjáröflun til vegagerðar, sbr. 463 lög nr. 78/1977, 3. gr. Í lagagrein þessari er ráðherra veitt heimild til að ákveða með reglugerð, að ökumæla skuli setja í bifreiðar, sem nota annað eldsneyti en bensín og greiða skuli sérstakt gjald fyrir hvern ekinn kílómetra samkvæmt mælum þessum í stað árlegs þungaskatts. Ekki er að finna í lögunum ákvæði er takmarki heimild ráðherra til ákvörðunar á gjaldstigunum eða breytinga á þeim. Fallast ber á það með áfrýjanda að jafn-víðtækt framsal lög- gjafans á skattlagningarvaldi og hér ræðir um brjóti í bága við 40. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands nr. 33 frá 17. júní 1944 og skatttakan því eigi gild að lögum. Á hitt er svo að líta að ekki verður talið að af þessu leiði að áfrýjanda hafi verið með öllu óskylt að greiða þungaskatt í nokkru formi af bifreiðum sínum. Því er ómótmælt haldið fram að hann hafi jafnan á þeim tíma sem hér skiptir máli greitt þungaskatt af bifreiðunum sem „kílómetragjald““ athugasemdalaust og án fyrir- vara um endurgreiðslu. Með þessu þykir áfrýjandi hafa glatað rétti til að endurheimta það. Ekki þykir það eiga að valda áfrýjanda réttarspjöllum eins og hér hagar til þótt skýring hans á þeim réttarákvæðum, er hér að framan getur, kæmu fyrst fram við munnlegan flutning málsins í héraði, enda fjallaði héraðsdómari um þau í dómi sínum. Samkvæmt framanrituðu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Halldórs Þorbjörnssonar og Sigurgeirs Jónssonar. Áfrýjandi lagði mál þetta þannig fyrir í héraði að hann krafðist endurgreiðslu mismunar á því kílómetragjaldi sem hann hafði greitt vegna tímabilsins frá 3. febrúar 1978 til 10. október 1981 og þeirri fjárhæð sem hann taldi sig hafa þurft að greiða ef gjaldið hefi verið 464 miðað við hámarksheimildir samkvæmt hækkun byggingarvísitölu úr 126 stigum í þá byggingarvísitölu sem í gildi var á hverjum tíma er reglugerðir um innheimtu bifreiðagjalda o.fl. voru settar. Studdi áfrýjandi kröfur sínar með því að óheimilt hefði verið að hækka gjald það sem um ræðir í 7. gr. laga nr. 79/1974, sbr. 3. gr. laga nr. 78/1977 nema innan þeirra takmarka sem greinir í S. gr. sömu laga um hækkun á bensíngjaldi og árgjaldi þungaskatts. Fallast ber á það með héraðsdómi, að takmörkun sú sem fram kemur í 5. gr. laga nr. 79/1974 sbr. 2. gr. laga nr. 78/1977 á hækk- un gjalda umfram hækkun á vísitölu byggingarkostnaðar taki einvörðungu til bensínskatts og árlegs þungaskatts, en eigi til kíló- metragjalds þess sem um ræðir í 7. gr. sömu laga. Reglugerðir þær, sem það gjald hefur verið heimt eftir, hafi því haft stoð í lögum. Af hálfu áfrýjanda hefur því verið haldið fram fyrir Hæstarétti að ef takmörkunin skv. $. gr. tæki ekki til álagningar gjalds skv. 7. gr., hefði löggjafinn með því afsalað sér svo víðtæku valdi að óheimilt væri samkvæmt 40. grein stjórnarskrárinnar. Í héraði var þessi röksemd eigi höfð uppi fyrr en við munnlegan málflutning og þykir hún því eigi í þessu máli verða tekin til greina gegn mótælum stefnda, sbr. 4. mgr. 110. gr. laga nr. 85/1936 sbr. lög nr. 28/1981. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið erum við sammála dóms- orði í atkvæði hæstaréttardómaranna Magnúsar Þ. Torfasonar, Guðmundar Skaftasonar og Þórs Vilhjálmssonar. Sératkvæði Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara. Ég er sammála því sem fram kemur í atkvæði hæstaréttardómar- anna, Magnúsar Þ. Torfasonar, Guðmundar Skaftasonar og Þórs Vilhjálmssonar að öðru leyti en því, er varðar endurheimturétt áfrýjanda á hinum oftekna þungaskatti, er honum var gert að greiða. Skattheimta þessi var ólögmæt. Það er grundvallarregla í lögfræðinni, að menn haldi ekki ólögmætum ávinningi. Ef ríkis- sjóður héldi þessum ólöglega skatti, bryti það í bága við þessa grundvallarreglu. Hvað því viðvíkur, að aðaláfrýjandi hafi fyrirgert endurheimtu- rétti sínum sakir tómlætis, vil ég taka fram eftirfarandi: Skattþegnar almennt líta svo á, að þeir skattar, sem þeim er gert að greiða, séu 465 löglega á lagðir. Í þessu efni gildir hið fornkveðna „„Konungurinn gerir ekki rangt“. Því er það svo, að skattborgarar eru seinþreyttir til vandræða í þessum efnum og greiða almennt skatta sína fyrir- varalaust í þeirri trú, að þeir séu löglega á lagðir. Og vitanlega er það svo í flestum tilvikum. Þegar hið gagnstæða gerist, er það skylda dómstólanna að sjá til þess, að skattþegn nái rétti sínum gagnvart ríkisvaldinu. Mér er fyllilega ljóst, að sá réttur getur glat- ast, t.d. fyrir fyrningu sbr. 5. tölulið 3. gr. laga nr. 14, 20. október 1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Hins vegar tel ég að fara eigi afar varlega í því efni að telja endur- heimtukröfur af þessu tagi niður fallnar fyrir tómlæti, sem reyndar verður ekki með vissu séð, að stefndi hafi borið fyrir sig í héraði. Í skattheimtumálum ríkisins á hendur skattþegni, endist það hinum síðarnefnda ekki til sýknu, að bera fyrir sig tómlæti ríkisins til innheimtunnar. Í slíkum málum gilda aðeins hinar beinhörðu fyrningarreglur, enda þótt fyrningarfrestur sé þar lengri en alennt gerist, þ.e. 6 ár, sbr. 97. gr. laga um tekju- og eignarskatt nr. 75/ 1981, í stað fjögurra ára, samkvæmt 5. tölulið 3. gr. laga nr. 14/ 1905. Þar að auki á sá skattþegn, er undandrátt fremur, yfir höfði sér þau viðurlög, skv. 107. gr. laga nr. 75/1981, að verða gert að greiða allt að tífalda þá fjárhæð, sem undan er dregin. Það er því ljóst, að aðstöðumunur ríkissjóðs og skattþegns á sviði skattaréttar er gífurlegur. Þetta skapar tvöfalt siðgæði, er grefur undan virðingu manna fyrir lögunum og teflir réttaröryggi í hættu. Þessa aðstöðumunar hefur framkvæmdarvaldið leitast við að afla sér með atbeina löggjafans. En lagasetningu á sviði skattaréttar eru takmörk sett samkvæmt 40. gr. Stjórnarskrárinnar. Þegar þau mörk eru virt að vettugi, er það hlutverk dómstóla að vernda skattþegn- ana, svo sem lög frekast heimila. Í þessu máli hefir því verið slegið föstu, að skattheimta þessi brjóti í bága við 40. gr. Stjórnarskrár- innar. Lögverndin er því hafin yfir allan vafa. Þeirri lögvernd er ekki fullnægt með orðum einum, heldur verður endurgreiðsla á hinum ólöglega skatti einnig að koma til, að svo miklu leyti sem hennar hefir verið krafist. Þegar allt framanritað er virt, tel ég ekki rétt að hafna endur- greiðslukröfu áfrýjanda í máli þessu vegna tómlætis. Samkvæmt þessu ber að dæma stefnda til að endurgreiða hina 30 466 umstefndu fjárhæð auk vaxta, eins og krafist er, svo og til að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 50.000,00 krónur. Sératkvæði Guðmundar Jónssonar hæstaréttardómara. Ég er sammála því sem fram kemur í atkvæði hæstaréttardómar- anna Magnúsar Þ. Torfasonar, Guðmundar Skaftasonar og Þórs Vilhjálmssonar, að framsal löggjafans til ráðherra á valdi til að ákveða með reglugerð gjald það sem fjallað er um í málinu brjóti í bága við ákvæði 40. gr. stjórnarsrkárinnar. Lagagrundvöll skorti því til heimtu gjalds þess sem hér er fjallað um. Því tel ég að taka beri endurgreiðslukröfu áfrýjanda til greina auk vaxta og dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. mars 1983. Mál þetta, sem var dómtekið 28. febrúar sl., hefur Aðalgeir Sigurgeirsson forstjóri, Skólagerði 2, Húsavík, nnr. 0028-7849, höfðað fyrir dóminum gegn Ragnari Arnalds fjármálaráðherra, nnr. 7155-2020, f.h. ríkissjóðs, nnr. 2343-0126, á bæjarþingi 18. maí 1982 til endurgreiðslu ofgoldins þungaskatts af bifreiðum auk vaxta, samtals að fjárhæð kr. 128.642,00 auk dómvaxta af kr. 86.314,00 sem nemur hinum meinta ofgoldna skatti frá 4. maí 1982 til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu. Af stefnda hálfu er krafist sýknu og málskostnaðar að mati dómsins. Til vara er krafist lækkunar á stefnukröfum og að málskostnaður verði felldur niður. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að skv. 5. og 7. gr. laga nr. 79/1974 um fjáröflun til vegagerðar, sbr. lög nr. 18/1975 og 2. og 3. gr. laga nr. 78/1977 um breyting á lögum nr. 79/1974 og 78/1975 um breyting á þeim lögum, sé óheimilt að hækka sérstakt kílómetragjald skv. ökumæli umfram hækkun vísitölu byggingarkostnaðar. Stefnandi hefur annast vöruflutninga milli Húsavíkur og Reykjavíkur með vöruflutningabílum og hefur greitt þungaskatt af þeim samkvæmt öku- mælum. Hann telur að sér hafi verið gert að greiða umfram lagaheimild á tímabilinu 25. júlí 1978 til 30. nóvember 1981. Af stefnda hálfu er því haldið fram að sú takmörkun hækkunarheimild- ar, sem felst í 5. gr. laga nr. 79/1974, sbr. 1. gr. laga nr. 78/1975 og 2. gr. laga nr. 78/1977, nái einungis til bensíngjalds og árlegs þungaskatts en ekki til sérstaks gjalds samkvæmt ökumæli skv. 7. gr. laga nr. 79/1974, 467 sbr. 3. gr. laga nr. 78/1977. Með orðunum „kemur gjald þetta í stað árlegs þungaskatts““ telur umboðsmaður stefnda að einungis sé verið að segja að þeir, sem greiði kílómetragjald þungaskatts, skuli ekki greiða árgjald. Í lögum nr. 79/1974 er kveðið á um greiðslu sérstaks innflutningsgjalds, bensíngjalds af bensíni, gímmígjalds og þungaskatts af bifreiðum, festi- og tengivögnum. Í 1. gr. laganna er kveðið á um fjárhæð bensíngjalds. Í 1. mgr. S. gr. er kveðið á um fjárhæð árlegs þungaskatts. Í 4. mgr. 5. gr. segir: Bensíngjald skv. 1. gr. og árgjald þungaskatts skv. þessari grein skulu vera grunntaxtar. Ráðherra er heimilt að hækka gjöld þessi allt að því að þau hækki í réttu hlutfalli við þá hækkun sem kann að verða á vísitölu byggingarkostnaðar, sbr. lög nr. 93, 31. desember 1975... Í 7. gr. laganna með áorðnum breytingum segir: Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að ökumælar skuli settir á kostnað eigenda í bifreiðar sem nota annan orkugjafa en bensín, svo og festi- og tengivagna, og að greiða skuli fyrir slíkar bifreiðar og festi- og tengivagna sérstakt gjald fyrir hvern ekinn kílómetra samkvæmt ökumæli. Kemur gjald þetta í stað árlegs þungaskatts samkvæmt $. gr. þegar bifreiðar eiga í hlut ..... Samkvæmt reglugerð um innheimtu bifreiðagjalda o.fl. nr. 429/1976 var árlegur þungaskattur af bifreiðum að leyfðri heildarþyngd 23,0 - 23,9 tonn 8,33 gkr. fyrir hvern ekinn km, en bifreiðar stefnanda hafa verið í þessum stærðarflokki. Með reglugerð nr. 1/1978 hækkaði gjald þetta að loknu fyrsta álestrartímabili þess árs (janúar til mars, sbr. 2. mgr. 7. gr. reglu- gerðar 283/1975, sbr. 2. mgr. 3. gr. reglugerðar 429/1976), 15,21 gkr. og að loknu fyrsta álestrartímabili 1979 í 24,70 gkr. skv. reglugerð nr. 430/ 1978. Með reglugerð 241/1979 hækkaði gjaldið í 37,50 gkr. frá 10. júní 1979 og að loknu fyrsta álestrartímabili 1980 í 57,80 gkr. skv. reglugerð nr. 511/1979. Samkvæmt reglugerð 636/1980 varð gjaldið 0,91 kr. per ekinn km að loknu fyrsta álestrartímabili 1981, og við gildistöku reglu- gerðar 267/1981, sem tók gildi 10. júní þ.á., var gjaldið 0,99 kr. per ekinn km. Frá þessum gjöldum var síðan heimilaður sérstakur afsláttur sem stefn- andi naut skv. heimild í 4. mgr. 7. gr. laga nr. 79/1974, sbr. 3. gr. laga nr. 78/1977. Á árinu 1981 var afsláttur þessi skv. reglugerð 636/1980 109 af kílómetragjaldi sem til féll umfram 25000 km og að 45000 km og 20%0 af kílómetragjaldi umfram 45000 km. Við túlkun hinna umdeildu lagaákvæða þykja ekki efni til annars en að beita einfaldri textaskýringu eftir orðanna hljóðan, og þegar hin nefndu lagaákvæði eru skýrð saman þykir verða að fallast á það með stefnda að takmörkun á heimild ráðherra til hækkunar á gjöldum umfram hækkun á vísitölu byggingarkostnaðar lúti einvörðungu að bensingjaldi og árlegum þungaskatti en að þessi takmörkun nái ekki til sérstaks gjalds fyrir hvern 468 ekinn kílómetra skv. ökumæli. Reglugerðir þær, sem stefnandi hefur greitt þungaskatt eftir skv. framansögðu, virðast því eiga næga stoð í lögum, og er þá skorið úr þeim réttarágreiningi sem lagður var fyrir dóminn í upphafi, en meðal röksemda, sem fram komu af hálfu stefnanda við munnlegan flutning málsins, er sú að í skattlagningu ráðherra felist brot á jafnræðis- reglu skattaréttarins, þar sem engin haldbær rök séu til hækkana umfram hækkun byggingarvísitölu. Af hálfu stefnda hefur því verið haldið fram að frá gildistöku laga nr. 78/1977 og til loka þess tímabils, sem krafa stefn- anda miðast við, hafi kílómetragjald þungaskatts einungis verið hækkað tvisvar sinnum umfram hækkun byggingarvísitölu, þegar gjaldið var hækkað með reglugerð nr. 1/1978 í gkr. 15,21 hafi hluti hækkunarinnar verið til að gæta samræmis milli þungaskatts skv. ökumæli annars vegar og bensíngjalds og árlegs þungaskatts hins vegar, en grunngjald þessara álaga hafi verið hækkað verulega með nefndum lögum, að öðru leyti hafi hækkunin ekki farið fram úr almennum verðlagsbreytingum eins og þær koma fram í vísitölu byggingarkostnaðar. Sú hækkun, sem gerð var með reglugerð 271/1979, átti sér stað vegna þess að söluskattur af gasolíu var felldur niður vegna mikilla rekstrarörðugleika útgerðarinnar á þeim tíma, en hækkun þungaskattsins var einungis gerð til að vega upp á móti niður- fellingu söluskattsins. Þá hafa af hálfu stefnda verið lögð fram gögn sem gefa til kynna að skattlagning þyngri vörubíla hafi um alllangan tíma verið það lág, og þ.á m. á þeim tíma sem hér um ræðir, að um óbeina niður- greiðslu flutninga á landi hafi verið að ræða, auk þess sem kílómetragjaldið sé verulega of lágt ef miða eigi við að eigendur stórra vörubíla taki þátt í vegagerðarkostnaði í eðlilegu hlutfalli við slit sem þeir valda á vegakerf- inu. Samkvæmt þessum upplýsingum verður ekki talið, að stefnandi hafi sýnt fram á að með skattlagningu á hann hafi verið brotið gegn meginreg|- um skattaréttarins um jafnræði skattþegna og efnahagslegan mælikvarða. Við munnlegan flutning málsins var því hreyft af hálfu stefnanda til vara ef ekki yrði litið svo á að nefnd viðmiðunarmörk fælust í lögunum, þá hefði löggjafinn afsalað sér svo víðtæku valdi að það bryti í bága við 40. gr. stjórnarskrár, grundvöllur álagningarinnar væri þannig brostinn og gjöldin endurkræf að fullu, ekki var þó gerð krafa til annars en að endur- greidd yrði sú fjárhæð sem stefnandi hefur greitt umfram hækkanir á bygg- ingarvísitölu. Af stefnda hálfu var þessari röksemd mótmælt sem of seint fram kominni málsástæðu. Sú röksemd, sem hér er fram komir, varðar beitingu lagareglu og fellur undir e-lið 88. gr. laga nr. 85/1936, eins og henni hefur verið breytt með lögum nr. 28/1981, en ekki undir d. lið sömu greinar þar sem fjallað er um málsástæður. Samkvæmt nefndu ákvæði ber að koma fram með laga- rök þegar í stefnu, en eigi er girt fyrir, að dómari taki slík rök til úrlausnar 469 í dómi, þótt þau komi ekki fram fyrr en síðar í málinu, sbr. 4. mgr. 110. gr. laga nr. 85/1936. Hins vegar er á það að líta að það álitaefni, sem hér er vakið máls á, er mjög flókið og vandleyst og varðar valdmörk æðstu handhafa valds í landinu, heimild löggjafans til framsals valds til stjórnvalda og vald dóm- stóla til endurskoðunar á mati löggjafans um þetta efni. Ágreiningur þessi hefur ekki verið reifaður fyrir dóminum nema sem vararðksemd við munnlegan flutning, en úrlausn um það hvort um ólög- mætt valdframsal löggjafans hafi verið að ræða kann að hafa fordæmis- gildi varðandi skuldaskil milli skattþegna og hins opinbera í þeim mæli að engin tök eru á að gera sér grein fyrir hversu víðtækar afleiðingar dómur um þetta efni gæti haft. Við þessi réttarfarsskilyrði þykja ekki efni til að taka á þessu álitaefni, nema að því marki sem nauðsynlegt er til að leyst verði úr fyrirliggjandi réttarágreiningi í málinu. Þótt heimild ráðherra til að ákveða grunnfjárhæðir Þungaskatts séu engar beinar skorður settar í heimildarlögunum, fer því fjarri að augljóst sé að reglugerðarákvæði þau sem skattlagningin byggist á og heimildarlögin séu ógildar skattheimildir, og enn síður er sjálfgefið að þetta atvik eigi að leiða til þess að stefnanda verði heimiluð endurgreiðsla þeirra gjalda sem hann hefur greitt á umliðnum árum. Heimildin til handa ráðherra til að ákveða þungaskatt af bifreiðum skv. ökumæli kemur fyrst fyrir í 4. gr. laga nr. 7/1968, en heimild þessi var ekki nýtt fyrr en með reglugerð nr. 74/1970 og gjaldskrá nr. 100/1970 sem tók gildi 1. júlí 1970 á grundvelli laga nr. 23/1970 þar sem heimildin var ítrekuð óbreytt. Frá þessum tíma hefur ráðherra haft heimild til þess að endurskoða fjárhæð þessa gjalds og neytt þeirrar heimildar eins og að framan greinir. Lagaheimildin hefur verið ítrekuð nokkrum sinnum á þessu tímabili án þess að löggjafinn hafi séð ástæðu til að þrengja heimildir ráð- herra. Ekki hefur annað komið fram en að stefnandi hafi jafnan greitt án fyrirvara. Með bréfi 17. desember 1980 fór félag stefnanda, Landvari, Landsfélag vörubifreiðaeigenda á flutningaleiðum þess á leit við ráðherra að þungaskattur á bifreiðar félagsmanna yrði ekki hækkaður að sinni, enda virtist hækkun frá desember 1978 vera kappnóg. Það er fyrst í bréfi félags- ins, dags. 18. febrúar 1982, sem fram kemur, að félagsmenn dragi í efa að skatturinn fái staðist lagalega, og það er ekki fyrr en við munnlegan flutning þessa máls sem fram kemur af hálfu stefnanda að gjaldið kunni að fara í bága við 40. gr. stjórnarskrár. Þegar maður greiðir skuld án fyrirvara í rangri ímyndun um að honum sé það skylt að lögum hefur verið greint milli þess hvort um er að ræða misskilning eða vanþekkingu á einfaldri og ótvíræðri lagareglu eða vand- skýrðri og óljósri reglu, þannig að í fyrra tilvikinu hefur fremur verið talið, 470 að endurheimta ofgreidds fjár væri heimil en í hinu síðarnefnda. Hins vegar er endurheimta almennt talin útilokuð, hafi verið greitt án fyrirvara á grundvelli eðlilegrar túlkunar á réttarreglum, einkum ef aðilar hafa um langt skeið engar efasemdir haft um að sú skýring sem lögð hefur verið til grundvallar sé rétt, en jafnvel þótt einhver vafi hafi verið látinn í ljós, hefur þó ekki verið talið að það atvik ætti að leiða til þess að endurheimta hins greidda fjár væri kræf. Þessar reglur má rekja til fjármunaréttar, en gildi þeirra hefur í megin- atriðum verið viðurkennt, einnig varðandi viðskipti skattþegna og hins opinbera, sbr. dóma Hæstaréttar í XKVII. bindi, bls. 161, og XXXVII. bindi, bls. 951 og 1144, sjá og HRÐ. í XVI. bindi, bls. 400, og XX. bindi, bls. 33. Samkvæmt þessu og því sem að framan er rakið virðist það koma í einn stað niður varðandi það sakarefni sem hér er til úrlausnar hvort talið verður að skattheimild sú, sem stefnandi hefur greitt eftir, á næga stoð í 40. gr. stjórnarskrár eða ekki, og þykja þá ekki efni til að taka afstöðu til þessa lögskýringaratriðis frekar en orðið er. Samkvæmt þessum niðurstöðum þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að hann eigi rétt til þeirrar endurgreiðslu þungaskatts sem hann gerir kröfu um í málinu, og þykir því bera að sýkna stefnda af öllum kröfum hans í málinu. Samkvæmt þessari niðurstöðu þykir bera að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 10.000,00. Það athugast að greinargerð stefnanda er ekki í samræmi við fyrirmæli 105. gr. laga nr. 85/1936, sbr. lög nr. 28/1981. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Aðalgeirs Sigurgeirssonar. Stefnandi greiði stefnda kr. 10.000,00 í málskostnað. 471 Föstudaginn 28. febrúar 1986. Nr. 169/1985, 170/1985 og 252/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) segn Rögnvaldi Ómari Berg Gunnarssyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) Þjófnaður. Ólögmæt meðferð á fundnu fé. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Ákæra. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjað er þremur dómum sakadóms Reykjavíkur, uppkveðnum 13. júní 1985, 20. júní 1985 og 11. september 1985. Refsing sú, sem ákærða var gerð með dóminum 13. júní 1985 (hæstaréttarmál nr. 169/1985), er hegningarauki við áður dæmda refsingu. Brot þau, sem um er fjallað í dómunum 20. júní 1985 (hæstaréttarmál nr. 170/1985) og 11. september 1985 (hæstaréttarmál nr. 252/1985), eru framin áður en dómurinn 13. júní 1985 var kveðinn upp svo og flest hver áður en upp voru kveðnir þeir dómar sakadóms Reykja- víkur sem síðast nefndur dómur er hegningarauki við. Með dómun- um 13. júní og 11. september 1985 var ákærði dæmdur til refsingar ásamt öðrum, en báðum þeim málum er einungis áfrýjað að því er til ákærða tekur. Samkvæmt þessu hafa öll málin þrjú verið flutt saman fyrir Hæstarétti þannig að refsing ákærða geti orðið ákveðin í einu lagi vegna allra brotanna. Öllum málunum er áfrýjað að ósk ákærða. Jafnframt er þeim áfrýjað af hálfu ákæruvalds refsingu til þyngingar en að öðru leyti er krafist staðfestingar dómanna, þó með eftirtöldum frávikum: 1. Ákærði verði sakfelldur eftir þeim lagaákvæðum sem greind eru í 11. kafla 2. tölul. í ákæruskjali 18. apríl 1985 og um er fjallað í I. kafla dóms þessa. 472 2. Ákærði verði sakfelldur samkvæmt Il. ákærulið í ákæru- skjali 4. júní 1985 og um er fjallað í Il. kafla dóms þessa. 3. Ákærði verði sakfelldur samkvæmt þeim lagaákvæðum sem greind eru í 11. kafla 6. tölul. í ákæruskjali 22. ágúst 1985 og um er fjallað í I1I. kafla þessa dóms. Ágrip málanna bárust Hæstarétti 10. október 1985 og 17. janúar 1986. Aðiljar hafa ekki óskað þess að skaðabótakröfur þær sem dæmdar voru að efni til í héraði verði teknar til meðferðar fyrir Hæstarétti. Koma þær því ekki til álita, sbr. 1. mgr. 147. gr. laga nr. 74/1974. Í 1 hér á eftir verður fjallað um þau ákæruefni sem dæmd voru með dómi sakadóms Reykjavíkur 13. júní 1985, í Il um ákæruatriði sem um er fjallað í dóminum 20. júní 1985 og í Ill um ákæruatriði sem dæmd voru í dóminum 11. september 1985. Þann dóm hefur kveðið upp Pétur Guðgeirsson sakadómari. I. Dómur sakadóms Reykjavíkur 13. júní 1985: Við flutning málsins var af ákæruvalds hálfu leiðrétt misritun í ákæruskjali á númeri tékka þess sem þar er talinn vera númer 2165548 en á að vera 2165584. Samkvæmt 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74/1974 stendur þessi villa í ákæruskjali ekki í vegi fyrir því að ákærða verði dæmt áfall vegna tékka þessa, en verjandi hans hefur fengið færi á að tjá sig um framangreinda leiðréttingu á sakargiftum. Samkvæmt vottorði Rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði reyndist magn alkóhóls í blóðsýni, sem tekið var úr ákærða kl. 0557 hinn 31. mars 1984, vera 1,04%0. Bifreiðaakstur ákærða án öku- réttinda, sem honum er gefinn að sök í ll. kafla ákæru, 2. tölulið, varðar því við 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr.,og 1. mgr. 27. gr. sbr. 81. gr. laga nr. 40/1968. Með þessari breytingu ber með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti að fallast á niðurstöðu hans um sakfellingu ákærða og heimfærslu brota hans til refsi- ákvæða, þó að því athuguðu að atferli ákærða, sem greint er í 11. kafla 5. tölul. ákæru, á einnig undir 2. mgr. 49. greinar umferðar- laga. 473 II. Dómur sakadóms Reykjavíkur 20. júní 1985: Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta ákvæði hans um sakfellingu ákærða og heimfærslu brota hans til refslákvæða, en þau eru hin sömu og í ákæruskjali greinir. III. Dómur sakadóms Reykjavíkur 11. september 1985. Í II. kafla 6. tölul. ákæru er ákærða gefið að sök að hafa selt tékka nr. 31334 í Landsbanka Íslands sem sagður er vera „við Lækjargötu““ en það er mishermi. Ranghermi þetta, sem leiðrétt var við flutning málsins fyrir Hæstarétti, stendur því ekki í vegi að ákærði verði sakfelldur fyrir brot þetta sem að öðru leyti er rétt lýst í ákæru. Í Il. kafla 5. tölul. ákæruskjals er ekkert refsiákvæði greint sem ákærði teljist hafa brotið með því að slá eign sinni á seðlaveski Christians Emils Þorkelssonar, eða heiti þess brots, svo sem skylt var eftir 3. tl. 115. gr. laga nr. 74/1974, sbr. 19. gr. laga nr. 107/ 1976. En þar sem verknaðarlýsing er ótvíræð og augljóst að þann verknað beri að heimfæra undir 246 gr. almennra hegningarlaga þykir með lögjöfnun frá 3. mgr. 118. greinar laga nr. 74/1974 mega gera ákærða refsingu fyrir brotið samkvæmt nefndri 246. grein svo sem héraðsdómari hefur gert, enda hefur verjandi ákærða fengið að tjá sig um þetta atriði. Ákærði falsaði nafnritanir útgefanda og framseljanda á þá sex tékka sem greinir í 6. tölul. II. kafla ákæruskjals og notaði þá í lögskiptum svo sem lýst er í ákærunni. Við það notaði ákærði öku- skírteini Christians Emils Þorkelssonar til að sanna á sér deili. Hefur hann með þessu brotið gegn 157. gr. almennra hegningarlaga auk 1. mgr. 155. greinar sömu laga. Að öðru leyti en að framan greinir ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm um sakfellingu ákærða og heimfærslu brota hans til refsi- ákvæða. IV. Viðurlög. Brot ákærða, sem ákæra 18. apríl 1985 tekur til, að undanskildu broti sem greinir í 5. tl. Il.kafla ákæru, eru öll framin áður en ákærði sætti refsidómum 27. nóvember 1984 og 26. febrúar 1985. Sama á við um brot ákærða samkvæmt 1. kafla og 1.-4. tölul. II. 474 kafla í ákæru 22. ágúst 1985. Brot samkvæmt 5. og 7. tölul. II. kafla þeirrar ákæru framdi ákærði áður en dómurinn 26. febrúar 1985 var kveðinn upp en brot samkvæmt 6. tölul. II. kafla á upp- sögudegi þess dóms. Verður honum því nú dæmdur hegningarauki. Áður en brot þau voru framin, sem hér er dæmt um, hefur ákærði fimm sinnum verið dæmdur fyrir auðgunarbrot. Refsingu ákærða ber að ákveða með tilliti til 72. gr., 77. gr., 78. gr. og 255. gr. sbr. 71. gr. almennra hegningarlaga. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar þeirri refs- ingu komi með fullri dagatölu sá tími er ákærði sætti gæsluvarð- haldi 1. til 12. september 1985. Samkvæmt 81. grein umferðarlaga ber að ákveða að ákærði eigi að vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Ákvæði hinna áfrýjuðu dóma um sakarkostnað verður staðfest. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, alls 24.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, alls 24.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Rögnvaldur Ómar Berg Gunnarsson, sæti fangelsi 18 mánuði, en gæsluvarðhaldsvist ákærða 1.-12. september 1985 skal koma til frádráttar refsingu með fullri dagatölu. Ákærði á að vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Ákvæði hinna áfrýjuðu dóma um sakarkostnað eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað, þar með talin sak- sóknarlaun í ríkissjóð, 24.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæsta- réttarlögmanns, 24.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 13. júní 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 13. júní er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem haldið er að Borgartúni 7 af Ingibjörgu Benediktsdóttur, settum saka- dómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 333-334/1985: Ákæru- valdið gegn H og Rögnvaldi Ómari Berg Gunnarssyni, sem tekið var til dóms þann 23. f.m. 475 Mál þetta er höfðað með ákæru dagsettri 18. apríl sl. á hendur ákærðu H og Rögnvaldi Ómari Berg Gunnarssyni, nú refsifanga, Keldulandi 7, fæddum í Reykjavík 16. júní 1957, báðum til heimilis í Reykjavík, „fyrir eftirgreind brot gegn almennum hegningarlögum: I. „ Ákærðu er báðum gefið að sök að hafa aðfaranótt föstudagsins 9. mars 1984 stolið myndbandstæki af gerðinni SHARP um borð í m.b. Gauki GK í Grindavíkurhöfn í félagi við Halldór Lárus Pétursson, fæddan 06.03. 1958. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Il. Ákærða Rögnvaldi Ómari er einum gefið að sök: 1. Fjársvik með því að hafa í ágúst 1983 notað í viðskiptum í Reykjavík eftirgreinda 4 tékka, samtals að fjárhæð kr. 33.500, sem hann gaf út til handhafa á tékkareikning sinn nr. 69510 við Búnaðarbanka Íslands án þess að innistæða væri: fyrir tékkanum á reikningnum: 1) Tékki nr. 2163497, að fjárhæð kr. 2.500, dagsettur 11. ágúst. Ákærði afhenti Sólveigu Berndsen tékkann. 2) Tékki nr. 2165548 að fjárhæð kr. 1.000, dagsettur 11. ágúst. Seldur í Söluturninum Sólvallagötu 27. 3) Tékki nr. 2165594, að fjárhæð kr. 15.000, reikningsnúmer ritað 100123, dagsettur 25. ágúst. Seldur í aðalbanka Landsbanka Íslands. 4) Tékkinr.2165592, að fjárhæð kr. 15.000, dapsettur 25. ágúst. Seldur í Alþýðubankanum við Laugaveg. Telst þetta varða við 248. gr.hegningarlaganna. 2. Að hafa aðfaranótt laugardagsins 31. mars 1984 ekið bifreiðinni G-18886 undir áhrifum áfengis og sviptur Ökuréttindum ævilangt frá veitingahúsinu Hollywood við Ármúla í Reykjavík að Nauthólsvík, en þar hafði lögreglan afskipti af honum nokkru síðar. Telst þetta varða við 2. mgr. sbr. 3. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög. nr. 54, 1976. 3, Aðfaranótt föstudagsins 8. júní 1984 farið um borð í fiskiskipið Óskar Halldórsson RE-157 sem lá við Suðurgarðinn í Hafnarfirði og stolið þar sjónvarpstæki af gerðinni NORDMENDE. Telst þetta varða við 244. gr. hegningarlaganna. 476 4. Aðfaranótt föstudagsins 31. ágúst 1984 ekið bifreiðinni R-46603 undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt frá Jórufelli 2 uns lög- reglumenn höfðu afskipti af akstri hans á Elliðavogi skammt norðan Holta- vegar. Telst þetta varða við 2. sbr. 4. mgr. 25. gr. og Í. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga. 5. Fimmtudaginn 28. febrúar 1985 ekið bifreiðinni Y-7715 sviptur ökurétt- indum ævilangt um götur í Reykjavík og ekið án nægilegrar aðgæslu vestur Skúlagötu með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á bifreiðinni R-52161 við mót Skúlagötu og Barónsstígs. Telst þetta varða við 1. mgr. 27. gr., 5. mgr. 45. gr. og 2. mgr. 49. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar og ákærði Rögnvaldur Ómar jafnframt til sviptingar ökuréttinda samkvæmt 81. gr. umferðarlaga.““ Málavextir eru þessir: I. Aðfaranótt föstudagsins 9. mars 1984 var stolið myndbandstæki af gerð- inni Sharp 7300 úr mótorbátnum Gauk GK, þar sem hann lá við festar við höfnina í Grindavík. Ákærðu hafa báðir viðurkennt að hafa verið þarna að verki og borið að þeir hafi farið um borð, en á meðan hafi Halldór Lárus Pétursson beðið í bifreið við bátinn. Hafi Halldór Lárus keypt tækið af ákærða H fyrir kr. 10.000. Halldór Lárus hefur hins vegar mótmælt þessu, og hefur tækið ekki komist til skila. Framangreint brot ákærðu varðar við 244. gr. alm. hegningarlaga. Engin bótakrafa hefur verið lögð fram vegna þessa þjófnaðar. II. 1. Ákærði Rögnvaldur Ómar Berg gaf út þá 4 tékka á tékkareikning sinn nr. 69510 við Búnaðarbanka Íslands, sem að allri gerð er rétt lýst í þessum kafla ákæru, samtals að fjárhæð kr. 33.500, þrátt fyrir að hann vissi að ekki var til næg innistæða á reikningnum við útgáfu þeirra. Seldi hann tékka nr. 2165584 að fjárhæð kr. 1.000 í staðgreiðsluviðskiptum í Söluturninum, Sólvallagötu 27. Tékka nr. 2163497, að fjárhæð kr. 2.500, sem framseldur er af Sólveigu Berndsen en síðar af Reynisbúð og Mjólkur- samsölunni, kannaðist ákærði við að hafa gefið út og afhent Sólveigu. Við 477 rannsókn málsins hjá RLR var hins vegar ekki gerður reki að því að yfir- heyra Sólveigu, svo sem rétt hefði verið. Tékka nr. 2165594 að fjárhæð kr. 15.000 seldi ákærði í Landsbanka Íslands. Tékka nr. 2165592 framseldi ákærði með eigin nafni í Alþýðubankanum. Fékk hann greiddar kr. 11.000 af andvirði tékkans, en kr. 4.000 lagði hann inn á sparisjóðsbók nr. 524262 á nafni sonar hans. Framangreindum reikningi ákærða var lokað þann 22. ágúst 1983. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst sannað að hann hafi svikið út með framangreindum hætti samtals kr. 29.500 og varðar sú háttsemi við 248. gr. alm. hegningarlaga. Ákærði hefur þegar greitt framkomnar kröfur vegna tékkanna í lið 1 og 2, samtals kr. 3.500, svo og kr. 1.500 af andvirði tékkans í lið 3 og kr. 1.073 af þeim 11.000 kr. sem krafist er vegna tékkans í lið 4. Hann hefur samþykkt að greiða Landsbanka Íslands eftirstöðvar framkominnar kröfu, þ.e. kr. 13.500 ásamt dómvöxtum frá 25. ágúst 1983 til greiðsludags, svo og Alþýðubankanum eftirstöðvar að fjárhæð kr. 9.927 ásamt dóm- vöxtum frá sama degi til greiðsludags. 2. Ákærði hefur játað að hann hafi ekið bifreiðinni G-18886 undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum aðfaranótt laugardagsins 31. mars 1984 frá skemmtistaðnum Hollywood í Ármúla hér í borg í Nauthólsvík, en þar hafði lögreglan afskipti af honum um kl. 05.00. Var hann í fram- haldi af akstrinum færður fyrir varðstjóra og þaðan á slysadeild Borgar- spítalans þar sem honum var tekið blóð til alkóhólrannsóknar kl. 05.57. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar mældist 1,04%, alkóhóls í blóð- inu. Þykir ofangreind háttsemi ákærða sönnuð og varðar hún við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga. 3. Aðfaranótt föstudagsins 8. júní 1984 fór ákærði Rögnvaldur Ómar Berg um borð í bátinn Óskar Halldórsson RE 157, sem lá við bryggju við Suðurgarð í höfninni í Hafnarfirði, og stal úr matsal bátsins sjónvarpstæki af gerðinni Nordmende. Komst hann inn í matsalinn með því að sprengja og spenna þar upp hurð. Ákærði seldi Halldóri Lárusi Péturssyni tækið fyrir kr. 25.000. Hafði hann fengið kr. 4.000-5.000 af umsömdu verði er hann var handtekinn. Tækið komst til skila. Með játningu ákærða og öðrum málsgögnum er framangreind háttsemi ákærða sönnuð, og varðar hún við 244. gr. alm. hegningarlaga. 4. Ákærði hefur játað að hann hafi ekið bifreiðinni R-46603 undir áfengisáhrifum og sviptur ökuréttindum aðfaranótt föstudagsins 31. ágúst sl. frá Jórufelli 2 hér í borg um ýmsar götur borgarinnar uns lögreglumenn höfðu afskipti af akstrinum á Elliðavogi skammt frá Holtavegi um kl. 00.40. Að lokinni yfirheyrslu hjá varðstjóra var hann færður til töku blóð- 478 sýnis til alkóhólrannsóknar á slysadeild Borgarspítalans þar sem honum var tekið sýnið kl. 01.30. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar mældist 2,73%0 alkóhóls í blóði hans. Telst framangreind háttsemi ákærða sönnuð, og varðar hún við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga. 5. Þá hefur ákærði ennfremur játað að hann hafi ekið. bifreiðinni Y-7715 sviptur ökuleyfi frá Mjólkursamsölunni við Laugaveg hér í borg áleiðis niður í miðborg, en akstrinum lauk á Skúlagötu við Barónsstíg þar sem hann ók bifreiðinni án nægilegrar aðgæslu með þeim afleiðingum að hún lenti aftan á bifreiðinni R-52161. Þykir þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 27. gr. og'S. mgr. 45. gr. umferðarlaga. HL. Samkvæmt sakavottorði ákærða Rögnvalds Ómars Berg hefur hann frá árinu 1974 1{ sinnum gengist undir dómsátt, þar af 6 sinnum fyrir ölvun á almannafæri, einu sinni fyrir fíkniefnabrot, tvívegis fyrir réttindaleysi við akstur, einu sinni fyrir ölvun við akstur og einu sinni vegna brots gegn sjómanna- og áfengislögum. Þá hefur hann þrívegis verið dæmdur vegna ölvunar við akstur. Auk þeirra dóma hefur hann sætt eftirtöldum refsing- um: 1975 30/9 Sakfelldur fyrir þjófnað. Ákvörðun um refsingu frestað skb. í 2.ár 1975 20/11 Sakfelldur fyrir þjófnað. Ákvörðun um refsingu frestað skb. fs2;Áár. 1977 28/3 6 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og ölvun við akstur. Sviptur ökuleyfi ævilangt. 1977 18/4 Sakfelldur fyrir þjófnað. Refsing ekki dæmd. 1977 15/11 Sekt fyrir ölvun við akstur og ýmis umfl. brot. 1978 6/10 2 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. 1983 12/10 60 daga varðhald fyrir ölvun og réttindaleysi við akstur svo og of hraðan akstur. Sviptur ökuleyfi ævilangt. 1984 27/11 2 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. 1985 26/2 4 mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Hegningarauki. Brot ákærða H er framið áður en dómurinn yfir honum frá 4. mars sl. var upp kveðinn. Ber því nú skv. 78. gr. alm. hegningarlaga að ákveða 479 honum hegningarauka, sem með hliðsjón af sakarferli ákærða og 77. gr. alm. hegningarlaga þykir hæfilega ákveðinn 3 mánaða fangelsi. Brot ákærða Rögnvalds Ómars Berg eru öll, að undanskildu brotinu í 5. lið 11. kafla, framin áður en dómarnir frá 27. nóvember og 26. febrúar sl. voru upp kveðnir. Ber því nú að ákveða honum hegningarauka skv. 78. gr. alm. hegningarlaga, sem með hliðsjón af sakarferli hans og 77. gr. alm. hgl. þykir hæfilega ákveðinn 6 mánaða fangelsi. Í ákæruskjali er þess krafist að ákærði Rögnvaldur Ómar Berg verði dæmdur til sviptingar ökuréttinda skv. 81. gr. umfl. Með dóminum frá 12. október 1983 var hann sviptur ökuleyfi ævilangt frá 17. nóvember 1981. Samkvæmt því er ákærði sviptur ökuleyfi ævilangt, og verður sú svipting því ekki frekar áréttuð í dómi þessu. Skaðabótakröfur: Skaðabótakröfum, sem fram hafa komið í málinu, hefur verið. lýst hér að framan og verður ákærði Rögnvaldur Ómar Berg dæmdur til greiðslu þeirra sem hér segir: Landsbanka Íslands kr. 13.500 og Alþýðubankanum hf. kr. 9.927. Jafnframt greiði hann ofangreindum aðilum dómvexti af þessum fjárhæðum frá 25. ágúst 1983 til greiðsludags. Þá er ákærði H dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum, dr. jur. Gunnlaugi Þórðarsyni hrl., kr. 6.000 í málsvarnarlaun. Annan sakarkostn- að greiði ákærðu in solidum. Dómsorð: Ákærði H sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákærði Rögnvaldur Ómar Berg Gunnarsson sæti fangelsi í 6 mán- uði. Ákærði Rögnvaldur Ómar Berg greiði Landsbanka Íslands kr. 13.500 og Alþýðubankanum hf. kr. 9.927. Jafnframt greiði hann dóm- vexti af framangreindum fjárhæðum frá 25. ágúst 1983 til greiðslu- dags. Ákærði H greiði skipuðum verjanda sínum, dr. jur. Gunnlaugi Þórðarsyni hrl., í málsvarnarlaun kr. 6.000. Annan sakarkostnað greiði ákærðu in solidum. Dómur sakadóms Reykjavíkur 11. september 1985. Ár 1985, miðvikudaginn 11. september, er á dómbþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð er að Syðri-Tungu í Staðarsveit Í Snæfellsnessýslu, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 502-503/1985: Ákæruvaldið gegn E og Rögnvaldi Ómari Berg Gunnarssyni, sem tekið er til dóms sama dag. 480 Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara á hendur E og Rögn- valdi Ómari Berg Gunnarssyni, Keldulandi 7 í Reykjavík, fæddum 16. júní 1957 í Reykjavík, „fyrir eftirgreind brot gegn umferðarlögum og almennum hegningarlögum: I. Ákærðu er báðum gefið að sök skjalafals með því að hafa, laugar- daginn 25. ágúst 1984, við kaup ákærða Rögnvalds Ómars á bifreiðinni R-46603 af Bílaskiptum hf., afhent Helga Eyjólfssyni vegna Bílaskipta hf. 11 víxla sem greiðslu fyrir bifreiðina, hvern að fjárhæð kr. 10.909, sam- þykkta til greiðslu af ákærða Rögnvaldi Ómari, 8 víxla á mánaðarlegum gjalddögum frá 24. september 1984 til 24. apríl 1985 og 3 víxla á gjald- dögum 29.maí, 29. júní og 29. júlí 1985, eftir að hafa falsað á alla víxlana útgefandanafnið Sigrún Jónsdóttir, Keldulandi 7 og ábekingsnafnið Höskuldur Magnússon.... Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Il. Ákærða Rögnvaldi Ómari er gefið að sök: 1. Að hafa í júníbyrjun 1984 brotist inn í íbúðarhúsið að Langagerði 12 í Reykjavík og stolið þar peningakassa sem hafði að geyma hálsfesti og armband úr gulli, 3 tékkhefti, 2 frá Iðnaðarbanka Íslands og eitt frá Sam- vinnubankanum á Sauðárkróki, að minnsta kosti 400 íslenskum krónum og smáupphæð í erlendum gjaldeyri auk fjölda skjala.... Telst þetta varða við 244. gr. hegningarlaganna. 2 Tékkafals með því að hafa í júlí 1984 notað í viðskiptum í Reykjavík, nema annað sé tekið fram, eftirgreinda 7 tékka samtals að fjárhæð kr. 41.900 sem hann falsaði á eyðublöð úr tékkhefti frá Samvinnubankanum á Sauðárkróki sem hann komst yfir í framangreindu innbroti, en tékkana gaf hann alla út til handhafa og valdi reikningsnúmer af handahófi: 1. Nr. 73521, dagsettur 23.07. 1984, að fjárhæð kr. 3.500, með útgef- andanafninu J.H. Guðmundsson. Akærði framvísaði tékkanum í söluskyni í verslun Guðmundar Hermannssonar, Lækjargötu 2. 2. Nr. 73517, dagsettur 20.07. 1984, að fjárhæð kr. 6.400, með útgef- andanafninu Geir Waage. Seldur á einni af bensínafgreiðslum Skeljungs hf. 3. Nr. 73516, dagsettur 20.07 1984, að fjárhæð kr. 6.500, með útgef- andanafninu Geir Waage. Sama notkun. 4. Nr. 73518, dagsettur 20.07. 1984, að fjárhæð kr. 6.300, með útgef- andanafninu Geir Waage. Seldur í versluninni Leðurveski, Skólavörðustíg 17. 5. Nr. 73514, dagsettur 20.07. 1984, að fjárhæð kr. 8.000, með útgef- 481 andanafninu Geir H. Guðmundsson. Seldur í verslun Hagkaupa, Skeifunni 18. 6. Nr. 73515, dagsöttur 20.07. 1984, að fjárhæð kr. 5.000, með útgef- andanafninu Geir Waage og framseljandanafninu J.H. Guðmundsson. Seldur í versluninni Drífu, Hlíðarvegi 53 í Kópavogi. 7. Nr. 73519, dagsettur 20.07. 1984, að fjárhæð kr. 6.200, með útgef- andanafninu Geir Waage og framseljandanafninu J.H. Guðmundsson. Seldur í einni af bensínafgreiðslum Olíuverslunar Íslands hf. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. hegningarlaganna. 3. Tékkamisferli framið í Reykjavík í júlí og ágúst 1984 svo sem rakið verður: 1. Í júlíbyrjun afhent Stefáni Stephensen Tyrfingssyni, bifreiðarstjóra, sem greiðslu fyrir leiguakstur, 1.500 króna tékka, sem hann gaf út til hand- hafa með útgefandanafnrituninni Guðmundur (föðurnafn ólæsilegt) á eyðublað nr. 96485 úr tékkhefti frá Iðnaðarbanka Íslands við Lækjargötu í Reykjavík, sem hann hafði komist yfir, en reikningsnúmer valdi hann af handahófi... 2. Hinn 18. júlí selt í versluninni Úr og klukkur, Austurveri, 7.700 króna tékka, sem hann gaf út með ólæsilegri útgefandanafnritun til hand- hafa á eyðublað nr. 305374 frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis en reikningsnúmerið 2391 valdi hann af handahófi... 3. Hinn 1. ágúst afhent Kristínu Gísladóttur, Meistaravöllum 17, Reykjavík, sem greiðslu á skuld, 3.500 króna tékka, sem hann gaf út í eigin nafni til handhafa á eyðublað nr. 305375 frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, sem hann hafði komist yfir,án þess að ákærði ætti nokkra inni- stæðu í bankanum... 4. Hinn 21. ágúst selt í verslun Hagkaupa, Skeifunni 15, 1.000 króna tékka, sem hann gaf út til handhafa á eyðublað nr. 181641 frá Sparisjóði Vestur-Húnavatnssýslu, sem ákærði hafði stolið, eftir að hafa falsað á tékkann útgefandanafnið Jóhannes Magnússon. Telst háttsemi ákærða í liðum | og 4 varða við 1. mgr. 155. gr. hegn- ingarlaganna, í lið 2 við 248. gr. sömu laga og í lið 3 við 73. gr. tékkalaga nr. 93, 1933 sbr. lög nr. 35, 1977. 4. Laugardaginn 25. ágúst 1984 ekið bifreiðinni R-46603 um götur í Reykja- vík sviptur ökuleyfi ævilangt... Telst þetta varða við 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968 sbr. lög nr. 54, 1976. 31 482 5. Mánudaginn 25. febrúar 1985 slegið eign sinni á seðlaveski Christians Emils Þorkelssonar, Hraunbæ 186, Reykjavík, sem hann fann á salerni í JL-húsinu við Hringbraut í Reykjavík, en í veskinu var auk skilríkja tékk- hefti frá Réttarholtsútibúi Iðnaðarbanka Íslands í Reykjavík. 6. Daginn eftir falsað og selt í bönkum í Reykjavík eftirgreinda 6 tékka, samtals að fjárhæð kr. 58.000, sem hann gaf út til handhafa á reikning nr. 2353, með útgefandanafninu Helgi Brandsson, á eyðublöð úr tékkheft- inu sem hann komst yfir samkvæmt síðasta ákærulið, og hafa jafnframt við sölu tékkanna framvísað ökuskírteini ofangreinds Christians Emils og falsað framsalsáritun á tékkana með nafni hans: Tékki nr. 31332, að fjárhæð kr. 8.000, seldur í aðalbanka Búnaðarbanka Íslands. Tékki nr. 31333, að fjárhæð kr. 10.000, seldur í útibúi Verslunarbank- ans, Arnarbakka 2. Tékki nr. 31334, að fjárhæð kr. 10.000, seldur í Landsbanka Íslands við Lækjargötu. . Tékki nr. 31335, að fjárhæð kr. 10.000, seldur í Breiðholtsútibúi Lands- banka Íslands. Tékki nr. 31337, að fjárhæð kr. 10.000, seldur í útibúi Inaðarbanka Ís- lands í Breiðholti. Tékki nr. 31338, að fjárhæð kr. 10.000, seldur í Langholtsútibúi Lands- banka Íslands. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. og 157. gr. hegningarlaganna. 7; Miðvikudaginn 22. febrúar 1985 slegið eign sinni á myndbandstæki, sem hann hafði tekið á leigu fyrr um daginn hjá myndbandaleigunni Nýbýlavegi 48, Kópavogi, og selt tækið Hafliða Ólafssyni, Álfatröð 1, Kópavogi. Telst þetta varða við 247. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu skaða- naðar í“ bóta og alls sakarkostnaðar. Málavextir. I. Ákærðu hafa játað að hafa laugardaginn 25. ágúst 1984, falsað nöfn á þá 11 víxla sem í ákæru greinir, ákærða E nafn útgefanda, Sigrúnar Jóns- dóttur, og ákærði Rögnvaldur Ómar Berg nafn ábekings, Höskulds Magn- ússonar, og ákærði Rögnvaldur Ómar Berg hefur kannast við að hafa síðan 483 afhent víxlana á bílasölunni Bílaskiptum hf., Skipasundi 83 hér í borg, og keypt fyrir þá bifreiðina R-46603. Verknaður ákærða Rögnvalds Ómars Berg þykir varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga en eins og atvikum er háttað þykir ákærðu E ekki verða gefin sök á brotinu sem aðalmanni og ber að heimfæra verknað hennar undir 1. mgr. 15S. gr. sbr. 22. gr. sömu laga. II. Ákærði Rögnvaldur Ómar Berg. 1. Ákærði hefur játað að hafa í júníbyrjun 1984 brotist inn í íbúðar- húsið nr. 12 við Langagerði hér í borg og stolið þar þeim verðmætum sem í ákæru greinir. Með þessu athæfi hefur ákærði unnið sér til refsingar samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga. 2. Ákærði hefur játað að hafa notað í viðskiptum í Reykjavík í Júlí 1984 tékka sem hann hafði falsað og lýst er í 2. tl. II. kafla ákærunnar með þeim hætti sem þar er lýst. Með þessu atferli hefur ákærði bakað sér refsingu samkvæmt 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. 3. Ákærði hefur játað að hafa gefið út og notað í viðskiptum í Júlí og ágúst 1984 í Reykjavík tékka þá sem lýst er í 3. tl. II. kafla ákærunnar með þeim hætti sem þar greinir. Tékka nr. | og 4 (eyðublöð nr. 96485 og nr. 181641) gaf ákærði út með fölsuðum nöfnum, tékka nr. 2 (eyðublað nr. 305374) með ólæsilegri nafnritun og tékka nr. 3 (eyðublað nr. 305375) með eigin nafni. Notkun ákærða á tékkum nr. 1 og 4 varðar refsingu samkvæmt 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga, notkun tékka nr. 2 þykir varða við 248. gr. sömu laga og notkun ákærða á tékka nr. 3 þykir varða við 73. gr. tékka- laganna nr. 93, 1933, sbr. lög nr. 35, 1977. Í málinu hefur ekki verið borin fram krafa um opinbera ákæru fyrir út- gáfu ákærða á tékka nr. 3, eins og áskilið er í 2. mgr. 73. gr. tékkalaganna. Ber því að vísa þessum ákærulið frá dómi. 4. Ákærði hefur kannast við að hafa, föstudaginn 31. ágúst 1984, ekið bifreiðinni R-46603 um götur í Reykjavík, sviptur ökuréttindum ævilangt, en ekki laugardaginn 25. ágúst eins og segir í ákærunni. Með dómi sakadóms Reykjavíkur 13. júní sl. var ákærða refsað fyrir brot þetta og ber því að vísa þessum ákærulið frá dómi. 5. Ákærði hefur játað að hafa, mánudaginn 25. febrúar 1985 slegið eign sinni á seðlaveski, sem hann fann á salerni í JL-húsinu við Hringbraut. í Reykjavík. 484 Þetta athæfi ákærða varðar hann refsingu samkvæmt 246. gr. almennra hegingarlaga. 6. Ákærði hefur játað að hafa í febrúar 1985 falsað og selt í bönkum í Reykjavík þá sex tékka sem lýst er í 6. tl. Il. kafla ákærunnar, og eins og nánar er rakið þar. Við framvísun tékkanna notaði ákærði skilríki annars manns. Í ákærunni er atferlið talið varða við 1. mgr. 155. gr. og 157. gr. al- mennra hegningarlaga, en eins og atvikum er háttað þykir það einungis eiga undir 1. mgr. 155. gr. hegningarlaganna sem tæmir sök gagnvart 157. gr. laganna. 7. Ákærði hefur játað að hafa slegið eign sinni á myndsegulbandstæki sem hann tók á leigu í myndbandaleigu á Nýbýlavegi 48 í Kópavogi og að hafa selt tækið 22. febrúar 1985, nafngreindum manni. Ákærði hefur með þessu unnið til refsingar samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga. Í málinu eru gerðar kröfur um fébætur á hendur ákærða Rögnvaldi Ómari, sem hér segir: Refsingar: Samkvæmt sakavottorði ákærða Rögnvalds Ómars Berg hefur hann sætt refsingum, sem hér segir: ÍSjá bls. 478.) Brot ákærða samkvæmt ákæruliðum Í og II, 1-4 eru framin fyrir upp- kvaðningu dómsins frá 27. nóvember 1984 en brotin samkvæmt ákærulið- um 11, 5 og 7 fyrir uppkvaðningu dómsins frá 26. febrúar sl. og brotin í ákærulið 11, 6 sama dag og dómurinn var kveðinn upp. Refsingu ákærða verður, í ljósi þessa og með hliðsjón af sakferli hans, að ákveða með tilliti til 71. gr., 72. gr., 78. og 255. gr. almennra hegningarlaga og þykir hún hæfilega ákvörðuð fangelsi í 10 mánuði. Til frádráttar refsingunni skal koma gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 1. til 12. september 1984. Skaðabætur: Sakarkostnaður: Dæma ber ákærðu E og Rögnvald Ómar Berg til þess að greiða allan sakarkostnað, ákærða Rögnvald Ómar að 4/5 hlutum og ákærðu E að 1/5 hluta. Dómsorð: Ákærða E sæti fangelsi í 4 mánuði en fullnustu refsingarinnar skal 485 fresta og fellur hún niður að liðnum 3 árum frá dómsuppkvaðningu, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Rögnvaldur Ómar Berg Gunnarsson sæti fangelsi í 10 mán- uði. Ákærði Rögnvaldur Ómar Berg greiði skaðabætur sem hér segir: Ákærðu greiði allan sakarkostnað, ákærði Rögnvaldur Ómar að 4/5 hlutum og ákærða E að 1/5 hluta. Dómur sakadóms Reykjavíkur 20. júní 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 20. júní er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem haldið er að Borgartúni 7 af Ingibjörgu Benediktsdóttur settum saka- dómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 350/1985: Ákæruvaldið gegn Rögnvaldi Ómari Berg Gunnarssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 4. júní sl., á hendur ákærða Rögnvaldi Ómari Berg Gunnarssyni, nú refsifanga, til lögheimilis að Keldulandi 7, Reykjavík, fæddum þar í borg þann 16. júní 1957, „fyrir eftirgreind brot: I. Fyrir skjalafals með því að hafa í mars 1985, er hann tók á leigu hjá Bílaleigunni Geysi, Borgartúni 24, Reykjavík, bifreiðina R-73484 sagst vera Christian Þorkelsson, og undirritað leigusamning um bifreiðina með því nafni. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga. Il. Fyrir að aka laugardaginn 16. mars 1985 nefndri bifreið undir áhrif- um áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt um götur í Reykjavík og svo óvarlega austur Miklubraut við Stakkahlíð að bifreiðin rakst aftan á bif- reiðina A-2878 sem þar var kyrrstæð við gangbrautarljós og fyrir að aka þaðan brott af vettvangi án þess að gera viðeigandi ráðstafanir vegna árekstursins að Yrsufelli 13-15. Telst þetta varða við 2. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr., 1. mgr. 37. gr., 2. mgr. 41. gr., 5. mgr. 45. gr. 1., 2. og 3. mgr., stafliði a og j, 49. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til ökuleyfissvipting- ar eða sviptingar réttar til að öðlast ökuleyfi samkvæmt 81. gr. umferðar- laga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ 486 Málavextir eru þessir: Þann 12. mars sl. gerði ákærði leigusamning við bílaleiguna Geysi hér í borg um leigu á bifreiðinni R-73484. Undirritaði ákærði leigusamninginn með nafninu Christian E. Þorkelsson, en ákærði var sviptur ökuréttindum. Næstu daga ók hann bifreiðinni um borgina. Um kl. 15.05 laugardaginn 16. mars barst lögreglunni í Reykjavík til- kynning þess efnis að ofangreindri bifreið hefði verið ekið með miklum hraða austur Miklubraut að gatnamótum Miklubrautar og Stakkahlíðar. Við gangbrautarljósin þar var kyrrstæð bifreið, A-2878 þar sem rautt ljós logaði á götuvitanum. Ökumaður R-73484, ákærði í máli þessu, ók þá bif- reiðinni aftan á A-2878 þar sem hann gat ekki stöðvað í tæka tíð vegna hraðans, og kastaðist A-2878 við það nokkra metra áfram. Ákærði ók þá viðstöðulaust af vettvangi án þess að stöðva og sem leið lá að Yrsufelli 13-15. Fundu lögreglumenn bifreiðina þar skömmu fyrir kl. 20.00 um kvöldið og var hún mikið skemmd að framanverðu. Ákærði hefur borið að hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis- og lyfja við aksturinn. Hann kvaðst hafa neytt áfengis daginn fyrir áreksturinn og þann sama dag hafi hann neytt auk áfengis ca 10 taflna af lyfinu diazepam. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við annað það, sem fram er komið í málinu, er framangreind háttsemi hans sönnuð. Varðar skjalafals ákærða við 1. mgr. 155. gr. alm. hegningarlaga, en ofangreindur akstur hans við tilgreind ákvæði í II. kafla ákæruskjals, auk þess varðar sú hátt- semi hans að aka undir áhrifum lyfja við 2. mgr. 24. gr. umferðarlaga, en þar sem hann er ekki ákærður fyrir þá háttsemi verður honum ekki gerð refsing fyrir hana. Samkvæmt sakavottorði ákærða Rögnvalds Ómars Berg hefur hann frá árinu 1974 11 sinnum gengist undir dómsátt, þar af 6 sinnum fyrir ölvun á almannafæri, einu sinni fyrir fíkniefnabrot, tvívegis fyrir réttindaleysi við akstur, einu sinni fyrir ölvun við akstur og einu sinni vegna brots gegn sjómanna-og áfengislögum. Þá hefur hann þrívegis verið dæmdur vegna ölvunar við akstur. Auk þeirra dóma hefur hann sætt eftirtöldum refsing- um: 1975 30/9 Sakfelldur fyrir þjófnað. Ákvörðun um refsingu frestað skb. í 2 ár. 1975 20/11 Sakfelldur fyrir þjófnað. Ákvörðun um refsingu frestað skb. í 2 ár. 1977 28/3 6 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og ölvun við akstur. Sviptur ökuleyfi ævilangt. 1977 18/4 Sakfelldur fyrir þjófnað. Refsing ekki dæmd. 487 1977 15/11 Sekt fyrir ölvun við akstur og ýmis umfl. brot. 1978. 6/10 2 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. 1983 12/10 60 daga varðhald fyrir ölvun og réttindaleysi við akstur svo og of hraðan akstur. Sviptur ökuleyfi ævilangt. 1984 17/11 2 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. 1985 26/2 4 mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Hegningarauki. Auk þess var ákærði dæmdur þann 13. þ.m. í 6 mánaða fangelsi fyrir fjár- svik, þjófnað, ölvun og réttindaleysi við akstur. Brot þau, sem fjallað er um í dómi þessum, eru framin áður en síðastgreind- ur refsidómur yfir ákærða var upp kveðinn, og ber því nú að ákveða honum hegningarauka skv. 78. gr. alm. hegningarlaga og þykir refsing hans hæfilega ákveðin með hliðsjón af 77. gr. sömu laga 2 mánaða fangelsi. Ökuleyfissvipt- ing ákærða verður ekki áréttuð hér. Í málinu liggur frammi skaðabótakrafa Bílaleigunnar Geysis samtals að fjárhæð kr. 89.779. Ákærði hefur mótmælt henni. Þar sem krafan er með öllu órökstudd er henni vísað frá dómi. Ákærði er dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Dómsorð: Ákærði, Rögnvaldur Ómar Berg Gunnarsson, sæti fangelsi í 2 mán- uði. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Föstudaginn 28. febrúar 1986. Nr. 68/1986. Ákæruvaldið gegn Arnóri Vikari Arnórssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. Máli vísað frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. 488 Hinn 25. þ.m. barst Hæstarétti bréf sakadóms Reykjavíkur, dag- sett 24. þ.m., er fylgdi endurrit úrskurðar uppkveðins 20. þ.m. en með honum var varnaraðila, Arnóri Vikari Arnórssyni, gert að sæta gæsluvarðhaldi til 12. mars nk. Gögn málsins bera það með sér að úrskurðurinn var kveðinn upp kl. 11.50 hinn 20. þ.m. að varnar- aðila viðstöddum, og að næsta dag kl. 11.05 tilkynnti Örn Clausen hæstaréttarlögmaður, réttargæslumaður varnaraðila, dómaranum það munnlega í símtali að hann kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Frá réttargæslumanninum hefur eigi borist greinargerð, en hins vegar bréf varnaraðila sjálfs sem skilja má á þá leið að hann krefjist þess að úrskurðurinn verði felldur úr gildi. Af hálfu ríkissaksóknara er krafist staðfestingar úrskurðarins. Samkvæmt 2. mgr. 174. gr. laga nr. 74/1974 skal kærandi lýsa kæru sinni innan sólarhrings frá birtingu ákvörðunar bréflega eða með bókun í þingbók. Munnleg tilkynning réttargæslumanns varn- araðila til dómara var þannig ekki fullnægjandi. Ber því að vísa máli þessu ex officio frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 20. febrúar 1986. Ár 1986, fimmtudaginn 20. febrúar er á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Júlíusi B. Georgssyni fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi: Rannsóknarlögregla ríkisins hefur krafist þess, að kærða, Arnóri Vikari Arnórssyni, fæddum 6. febrúar 1961, til heimilis að Flyðrugranda 14, Reykjavík, verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðviku- dagsins 19. mars nk. kl. 17:00. Kærði hefur mótmælt kröfunni. Í greinargerð Rannsóknarlögreglu ríkisins kemur fram að þar sé nú unnið að rannsókn ætlaðra fjársvika, skjalafals- og annarra auðgunarbrota af hálfu kærða og bróður hans, Sumarliða Óskars. Kærðu hafi á undanförn- um 2-3 árum átt eða rekið fasteignasölu, verðbréfamarkað og húsaleigu- miðlun auk þess sem þeir hafi með ýmsum hætti haft milligöngu um við- skipti af ýmsu tagi milli manna. Í viðskiptum sínum hafi þeir með blekkingum fengið kunningja sína og starfsmenn, sem hafi verið með öllu eignalausir og ógjaldfærir til þess að 489 gera samninga og taka á sig skuldbindingar, til að afla þeim bræðrum fjár- hagsávinnings. Við yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur kærði skýrt svo frá að hann hafi átt fasteignaviðskipti með þeim hætti að hann hafi fengið kunningja sinn, Guðmund Þröst Björgvinsson til þess að gera kaupsamn- inga um fasteignir sem kaupandi, en síðar hafi hann, þ.e. kærði, keypt fasteignirnar og selt aftur með umtalsverðum hagnaði. Við kaupsamninga Guðmundar þessa hafi ekki verið staðið, þrátt fyrir loforð við Guðmund, sem sé með öllu ógjaldfær og eignalaus og þar með ófær um að efna þær skyldur sem kaupsamningarnir lögðu honum á herðar. Fyrir dómi hefur kærði gefið þá skýringu á þessum viðskiptamáta varðandi aðra fasteignina að með þessu hafi hann verið að komast hjá því að telja kaupin fram til skatts og þannig komast hjá því að telja fram söluhagnað. Hins vegar hefur kærði skýrt frá því í dóminum að það hafi ekki verið með vitund hans og vilja, að því var haldið leyndu fyrir þeim manni, sem seldi Guðmundi Þresti Björgvinssyni íbúð sína, að kærði væri hinn raunverulegi kaupandi, en ekki Guðmundur. Í fyrradag gerði Rannsóknarlögregla ríkisins húsleit á heimilum og vinnu- stöðum kærða og Sumarliða bróður hans að undangengnum dómsúrskurði. Við húsleit fundust margvísleg gögn um fjármálaviðskipti kærða og Sumar- liða bróður hans við aðra, svo og gögn varðandi viðskipti annarra manna, sem þeir bræður hafa haft milligöngu um. Ósamræmis gætir í framburðum kærða og Sumarliða um þau viðskipti er þeir hafa átt við aðra eða haft milligöngu um. Eins og gögn málsins bera með sér og komið hefur fram í yfirheyrslum yfir kærða hefur hann ásamt Sumarliða bróður sínum stundað ýmiss konar fjármálaviðskipti og staðið að þeim með þeim hætti, að ætla má að varði við ákvæði XVII. og XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Rannsókn þessara atriða er enn skammt á veg komin. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið og að athuguðum rann- sóknargögnum málsins um rannsóknarstöðu þess þykja ástæður 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 vera fyrir hendi og því rétt að taka kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins til greina og ákveða, að kærði skuli sæta gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 12. mars 1986 kl. 17:00. Brot þau, sem kærði er sakaður um, geta varðað hann fangelsisrefs- ingu og eru því ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar úrskurði þessum ekki til fyrirstöðu. Úrskurðarorð: Kærði, Arnór Vikar Arnórsson, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 12. mars nk. kl. 17:00. 490 Föstudaginn 28. febrúar 1986. Nr. 69/1986. Ákæruvaldið gegn Sumarliða Óskari Arnórssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. Máli vísað frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Hinn 25. þ.m. barst Hæstarétti bréf sakadóms Reykjavíkur dag- sett 24. þ.m., er fylgdi endurrit úrskurðar uppkveðins 20. þ.m. en með honum var varnaraðila, Sumarliða Óskari Arnórssyni, gert að sæta gæsluvarðhaldi til 12. mars nk. Gögn málsins bera það með sér að úrskurðurinn var kveðinn upp kl. 12.05 hinn 20. þ.m. að varnaraðila viðstöddum, og að næsta dag kl. 11.50 tilkynnti Harald- ur Blöndal hæstaréttarlögmaður, réttargæslumaður varnaraðila, dómaranum það munnlega í símtali að hann kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Hæstarétti hefur síðan borist greinargerð lögmannsins, en í henni krefst hann þess að úrskurðurinn verði úr gildi felldur en til vara að gæsluvarðhaldsvist verði stytt. Þá krefst hann þess „að málatilbúnaður af hálfu Ransóknarlögreglu ríkisins verði vitt- ur, svo og dráttur á að skjöl málsins yrðu afgreidd frá sakadómi.““ Loks krefst hann málsvarnarlauna úr ríkissjóði. Þá hefur borist greinargerð ríkissaksóknara og krefst hann stað- festingar úrskurðarins. Samkvæmt 2. mgr. 174. gr. laga nr. 74/1974 skal kærandi lýsa kæru sinni innan sólarhrings frá birtingu ákvörðunar bréflega eða með bókun í þingbók. Munnleg tilkynning réttargæslumanns varn- araðila til dómara var þannig ekki fullnægjandi. Ber því að vísa máli þessu ex officio frá Hæstarétti. Í þessu máli verður ekki tekin afstaða til þess hvort málatilbúnaði af hálfu Rannsóknarlögreglu ríkisins hafi verið áfátt, en enginn óhæfilegur dráttur hefur orðið á því af hálfu sakadóms að mál þetta, sem er allmikið að vöxtum, yrði afgreitt til Hæstaréttar. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. 491 Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 20. febrúar 1986. Ár 1986, fimmtudaginn 20. febrúar er á dómþingi sakadóms Reykjavík- ur, sem háð er í Borgartúni 7 af Júlíusi B. Georgssyni fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi: Rannsóknarlögregla ríkisins gerði í gær þá kröfu, að Sumarliða Óskari Arnórssyni, Skeljagranda 4, Reykjavík, f. 26. nóvember 1952, verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 19. mars nk. kl. 17:00. Kærði hefur mótmælt kröfunni. Dómarinn tók sér allt að 24. klukkustunda frest til þess að úrskurða um kröfuna, sbr. 65. gr. stjórnarskrárinnar og 66. gr. laga nr. 74, 1974. Í greinargerð Rannsóknarlögreglu ríksins kemur fram, að þar sé nú unnið að rannsókn ætlaðra fjársvika, skjalafals- og annarra auðgunarbrota kærða og bróður hans, Arnórs Vikars. Þeir hafi undanfarin 2-3 ár átt eða rekið fasteignasölu, verðbréfamarkað og húsaleigumiðlun auk þess að hafa með ýmsum hætti haft milligöngu um viðskipti af ýmsu tagi milli manna. Í við- skiptum sínum hafi þeir með blekkingum fengið kunningja sína og starfs- menn, sem hafi verið með öllu eignalausir og ógjaldfærir, til þess að gera samninga og taka á sig skuldbindingar til að afla þeim bræðrum fjárhags- ávinnings. Við skýrslugjöf hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem kærði hefur stað- fest sem rétta í dóminum, hefur kærði skýrt frá því, að hann hafi í tveimur tilvikum ásamt Arnóri bróður sínum átt fasteignaviðskipti með þeim hætti, að hann hafi fengið fyrrum starfsmann sinn, Guðmund Þröst Björgvinsson, til þess að gera kaupsamninga um fasteignir sem kaupandi, en síðar hafi kærði keypt fasteignirnar og selt aftur með umtalsverðum hagnaði, en við kaupsamninga Guðmundar Þrastar hafi hann ekki staðið þrátt fyrir loforð við Guðmund, sem sé með öllu ógjaldfær og eignalaus og þar með allsendis ófær um að efna þær skyldur, sem á honum hvíldu samkvæmt kaupsamn- ingunum. Kærði hefur einnig við yfirheyrslu hjá RLR sem og í dóminum lýst því, að hann hafi ásamt Arnóri bróður sínum um nokkurt skeið haft milligöngu um sölu ávísana, víxla og skuldabréfa sem seld hafi verið langt undir nafn- verði. Hafi honum með þessum viðskiptum tekist að grynnka á skuldum sínum svo milljónum skipti. Í fyrradag gerði Rannsóknarlögregla ríkisins húsleit á heimilum Og vinnu- stöðum kærða og Arnórs bróður hans að undangengnum dómsúrskurði. 492 Við þessa leit fundust margvísleg gögn um fjármálaviðskipti kærða við aðra svo og gögn varðandi viðskipti annarra manna, sem þeir bræður hafa haft milligöngu um. Eins og gögn málsins bera með sér og komið hefur fram í yfirheyrslum yfir kærða hefur hann ásamt Arnóri bróður sínum stundað ýmiss konar fjármálaviðskipti og staðið að þeim með þeim hætti, að ætla má að varði við ákvæði XVII. og XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Rannsókn á þessum atriðum er enn skammt á veg komin. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið og að athuguðum rann- sóknargögnum málsins um rannsóknarstöðu þess þykja ástæður 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 vera fyrir hendi og því rétt að taka kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins til greina og ákveða að kærði skuli sæta gæslu- varðhaldi, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 12. mars nk. kl. 17:00. Brot þau er kærði er sakaður um geta varðað hann fangelsisrefsingu og eru því ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar úrskurði þessum eigi til fyrir- stöðu. Úrskurðarorð: Kærði, Sumarliði Óskar Arnórsson, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 12. mars nk. kl. 17:00. Föstudaginn 28. febrúar 1986. Nr. 104/1985. Verslunarmannafélag Suðurnesja og Sigurður Gunnarsson (Þórður S. Gunnarsson hrl.) gegn Bústoð hf. og gagnsök (Jónas A. Aðalsteinsson hrl.) Lögbann. Réttarfar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Stefán Már Stefánsson, prófessor. 493 Sveinn Sigurkarlsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, kvað upp hinn áfrýjaða úrskurð. Aðaláfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 29. apríl 1985. Dómkröfur þeirra eru, að hinn áfrýjaði úrskurður frá 19. apríl 1985 verði úr gildi felldur og fógeta gert að leggja lögbann við frekari byggingarframkvæmdum gagnáfrýjanda á lóðinni nr. 2-4 við Tjarnargötu í Keflavík gegn þeirri tryggingu, er fógeti meti gilda. Ennfremur krefjast aðaláfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 17. maí 1985. Dómkröfur hans eru þær, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur að öðru leyti en því, að honum verði dæmdur málskostn- aður í héraði. Þá krefst gagnáfrýjandi og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málið var tilbúið til flutnings í Hæstarétti í nóvember sl. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt, m.a. kæra aðal- áfrýjenda til félagsmálaráðherra, dags. 3. júní 1985, greinargerðir gagnáfrýjanda við téðri kæru, dags. 13. júní og 3. júlí 1985, úr- skurður félagsmálaráðherra frá 9. ágúst 1985, svo og ýmsar ljós- myndir af byggingu gagnáfrýjanda, og húsi aðaláfrýjenda, þær síð- ustu teknar 17. febrúar 1986. Hinn áfrýjaði úrskurður er að heita má án forsendna. Því er óhjákvæmilegt að rekja helstu málavexti, en þeir eru þessir: Hinn 29. desember 1982 veitti byggingarnefnd Keflavíkur gagn- áfrýjanda leyfi til að byggja þriggja hæða skrifstofu- og verslunar- hús með kjallara á lóðinni nr. 2-4 við Tjarnargötu í Keflavík, en hún telst vera 722 m? að stærð. Samkvæmt teikningum skyldi byggt í lóðarmörkum, áfast við tvílyft steinhús aðaláfrýjenda á lóðinni nr. 28 við Hafnargötu. Hin fyrirhugaða bygging skyldi verða um það bil 7.600 m?, en það jafngilti nýtingarhlutfalli lóðar um það bil 3,20 en 2,76 ef kjallari var ekki talinn með. Á þessum tíma hafði deiliskipulag ekki verið samþykkt fyrir þennan bæjarhluta Kefla- víkur. Hins vegar hafði verið gerð tillaga að deiliskipulagi á vegum skipulagsstjórnar ríkisins, dags. 28. desember 1978. Samkvæmt þeirri tillögu var gert ráð fyrir, að reist yrði sérstætt hús á lóð gagn- áfrýjanda, um það bil 300 m? að gólffleti. Hinn 10. apríl 1984 hóf gagnáfrýjandi að grafa grunn fyrir bygg- ingunni og var því verki lokið 28. s.m. 494 Hinn 25. júní 1984 ritaði lögmaður aðaláfrýjenda byggingarnefnd Keflavíkur bréf, þar sem hann mótmælti hinni fyrirhuguðu bygg- ingu, þar eð hún bryti m.a. gegn almennum reglum nábýlis- og grenndarréttar. Reynt var að koma á sáttum með aðiljum fyrir milligöngu bygg- ingarnefndar Keflavíkur, en það tókst eigi. Með bréfi, dags. 21. september 1984, kærðu aðaláfrýjendur til félagsmálaráðherra og kröfðust þess, að byggingarleyfi gagnáfrýj- anda yrði felt úr gildi. Með úrskurði, uppkveðnum 22. október 1984, að fenginni um- sögn skipulagsstjórnar ríkisins, dags. 11. s.m., felldi félagsmálaráð- herra byggingarleyfi gagnáfrýjanda úr gildi að svo stöddu. Í rúr- skurði þessum segir m.a. SVO: „Samkvæmt 2. mgr. 13. gr. skipulagsreglugerðar nr. 217/1976 má nýtingarhlutfall ekki vera meira en 0,3 nema annað sé sérstak- lega ákveðið í aðalskipulagi eða deiliskipulagi. Í aðalskipulagi Keflavíkur, Njarðvíkur og Keflavíkurflugvallar, sem staðfest var í félagsmálaráðuneytinu 20. desember 1983, er ekki kveðið sérstaklega á um nýtingarhlutfall þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 13. gr. skipulagsreglugerðar. Deiliskipulag hefur ekki verið gert af viðkomandi reit og meðan svo er liggur ekki annað fyrir en 0,3 sé það nýtingarhlutfall sem megi leyfa á lóðinni nr. 2-4 við Tjarnargötu í Keflavík. Samkvæmt framansögðu verður ekki komist hjá því að fella byggingarleyfið úr gildi að svo stöddu. Jafnframt er lagt fyrir skipulagsstjórn sbr. 3. mgr. 1. gr. skipu- lagslaga nr. 19/1964 að eiga frumkvæði að gerð deiliskipulags fyrir miðbæ Keflavíkur í samráði við bæjarstjórn Keflavíkur sbr. ákvæði 2. mgr. 2. gr. sömu laga.“ Í nóvember 1984 var á vegum skipulagsstjórnar ríkisins gerð ný tillaga að deiliskipulagi af miðbæ Keflavíkur. Tillaga þessi var sam- þykkt af bæjarstjórn Keflavíkur 27. s.m. og af skipulagsstjórn ríkis- ins daginn eftir. Samkvæmt deiliskipulagi þessu er gert ráð fyrir, að bygging á lóðum gagnáfrýjanda tengist húsi aðaláfrýjenda. Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni sagði m.a.: „Í tillög- unni er gert ráð fyrir 2-3ja hæða byggð. Sérílagi er miðað við þéttari 495 byggð við Hafnargötu og í næsta nágrenni enda má segja, að sú gata sé í dag aðalverslunarsvæðið í Keflavík.“ Gagnáfrýjandi lét breyta nokkuð teikningum að hinni fyrirhug- uðu byggingu og sendi byggingarnefnd nýja umsókn um byggingar- leyfi. Hinn 6. desember 1984 sendi byggingarfulltrúi aðaláfrýjend- um umsóknina til umsagnar, sbr. byggingarreglugerð nr. 292/1979 grein 3.1.1., svo sem þeirri grein var breytt 12. janúar 1983. Með bréfi lögmanns aðaláfrýjenda til byggingarfulltrúa, dags. 8. febrúar 1985, er mótmælt byggingarleyfisumsókn gagnáfrýjanda þar eð hin nýja teikning að hinni fyrirhuguðu byggingu sé „ekki frábrugðin hinni fyrri teikningu svo neinu nemi þó suðausturhorn hússins sé fært inn um tvo metra á ca. 6,5 metra kafla.““ Hinn 6. mars 1985 samþykkti byggingarnefnd Keflavíkur að leyfa byggingu hússins „„með þeirri breytingu, að austurstafn verði dreg- inn inn frá lóðarmörkum um 60-80 cm ofan fyrstu hæðar, aftan stigahúss, í því skyni einu að ekki verði hróflað við þakskeggi Hafnargötu 28.“ Hinn 3. apríl 1985 samþykkti byggingarnefnd Keflavíkur að leyfa gagnáfrýjanda byggingu hússins eftir teikningu er breytt hafði verið samkvæmt framansögðu. Bæjarstjórn veitti samþykki sitt 16. s.m., og næsta dag var formlegt byggingarleyfi gefið út. Hinn 18. apríl 1985 beiddust aðaláfrýjendur þess, að lagt yrði lög- bann við frekari byggingarframkvæmdum gagnáfrýjanda á lóðinni nr. 2-4 við Tjarnargötu, Keflavík, svo sem fyrr er getið. Lögmaður gagnáfrýjanda mótmælti því, að hið umbeðna lögbann yrði lagt á, og taldi lögbannskröfuna óljósa, vanreifaða og víðtæka. Þá óskaði lögmaður gagnáfrýjanda þess, að forsendur fylgdu úr- skurði, ef lögbann næði fram að ganga. Báðir aðiljar kröfðust máls- kostnaðar. Með úrskurði fógetaréttar Keflavíkur 19. apríl 1985 var synjað að leggja á hið umbeðna lögbann með þeim röksemdum að ekki þætti „„ástæða til þess að ætla að rétti gerðarbeiðanda sé með ólög- mætum hætti raskað svo með nefndum byggingarframkvæmdum, að efni þyki til þess að. verða við kröfu hans um lögbann.““ Aðaláfrýjendur skutu þessum úrskurði til Hæstaréttar 29. apríl 1985, svo sem getið er í upphafi þessa dóms. Jafnframt kærðu þeir, 496 hinn 3. júní s.á., til félagsmálaráðherra ákvarðanir byggingarnefnd- ar og bæjarstjórnar Keflavíkur frá 3. og 16. apríl 1985 um að leyfa gagnáfrýjanda byggingu á margnefndri lóð og kröfðust þess, að byggingarleyfið yrði úr gildi fellt. Með úrskurði, uppkveðnum 9. ágúst 1985, hafnaði félagsmála- ráðherra kröfu þessari. Málsástæður aðaláfrýjenda fyrir lögbannskröfunni eru: þær, að byggingarframkvæmdir gagnáfrýjanda raski stórlega og á ólögmæt- an hátt lögvörðum hagsmunum þeirra, enda séu framkvæmdirnar og hin fyrirhugaða bygging mun meir íþyngjandi en þeir hafi mátt gera ráð fyrir, er þeir festu kaup á fasteigninni Hafnargötu 28, Keflavík. Nýbyggingin ónýti að mestu svalir á efri hæð húss þeirra, dragi stórlega úr birtu og byrgi fyrir útsýni. Þá sé tenging húsanna líkleg til að valda umtalsverðri hættu á leka inn í hús þeirra. Gagnáfrýjandi hefur andmælt málsástæðum aðaláfrýjenda og lögbannskröfu þeirra, enda hafi byggingin orðið fokheld 27. nóv- ember 1985, búið sé að innrétta 1. og 2. hæð hússins og taka þær í notkun. Aðeins sé eftir að innrétta 3. hæð og ljúka frágangi húss- ins að utan. Þá var af hálfu gagnáfrýjanda einnig á það bent að samanlögð brunatryggingarfjárhæð nýbyggingar hans næmi 46.340.000,00 krónum, en brunabótamat húss aðaláfrýjenda næði ekki 7.000.000,00 króna. Gífurlegur munur væri því á þeim hags- munum sem hér væru í húfi. Fógetafulltrúinn, sem kvað upp hinn áfrýjaða úrskurð, hefur ekki í forsendum úrskurðarins greint efnisrök fyrir niðurstöðu sinni eða gætt annars þess sem greint er í 1. mgr. 193. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 41. gr. laga nr. 28/1981, sbr. 223. gr. fyrrgreindra laga. Svo sem gagnáfrýjandi hagaði kröfugerð sinni um að forsendur yrðu látnar fylgja úrskurðinum þykir þó ekki óhjákvæmilegt að ómerkja úrskurðinn af þessari ástæðu. Samkvæmt því, sem að framan hefur verið rakið, er byggingu gagnáfrýjanda nú næstum því lokið. Er því, eins og nú er komið, eigi unnt að taka lögbannskröfu aðaláfrýjenda til greina. Verður því að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð að niðurstöðu til. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af áfrýjun málsins. 497 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Málskostn- aður fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður fógetaréttar Keflavíkur 19. apríl 1985. Með hliðsjón af öllum gögnum málsins þykir ekki ástæða til þess að ætla að rétti gerðarbeiðanda sé með ólögmætum hætti raskað svo með nefndum byggingarframkvæmdum að efni þyki til þess að verða við kröfu hans um lögbann. Úrskurðarorð: Kröfu eigenda fasteignarinnar Hafnargötu 28 í Keflavík um lögbann við frekari byggingarframkvæmdum Bústoðar hf. í Keflavík á lóðinni nr. 2-4 við Tjarnargötu í Keflavík er synjað. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 3. mars 1986. Nr. 7/1986. Blóm og Ávextir hf. gegn Blómavali sf. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Blóm og Ávextir hf., er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 32 498 Mánudaginn 3. mars 1986. Nr. 8/1986. Blóm og Ávextir hf. gegn Blómavali sf. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Blóm og Ávextir hf., er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 7.mars 1986. Nr. 123/1984. Magnús Klemenzson gegn Rangárvallahreppi Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Magnús Klemenzson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 499 Þriðjudaginn 11. mars 1986. Nr. 226/1985, 241/1985 og 253/1985: Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Hallbirni Einari Guðjónssyni (Gunnlaugur Þórðarson hrl.) Skjalafals. Þjófnaður. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Ítrekun. Dómur Hæstaréttar. Mál þessi dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Sigurgeir Jónsson. Málin voru flutt sameiginlega fyrir Hæstarétti hinn 3. mars 1986 þannig að refsing ákærða gæti orðið ákveðin í einu lagi vegna allra brotanna. Jafnframt var því lýst yfir af hálfu ákæruvalds og ákærða, að skaðabótaákvæði dóms í málinu nr. 226/1985 væru ekki til endurskoðunar. Héraðsdómum var öllum skotið til Hæstaréttar að ósk ákærða, en jafnframt krafðist ákæruvaldið þess að refsing ákærða yrði þyngd. Ágrip málanna bárust Hæstarétti 5. desember og 18. desember 1985. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt nýtt sakavottorð, en samkvæmt því hefur ákærði hlotið 7 mánaða fangelsi með dómi sakadóms Reykjavíkur 23. janúar 1986 (hegningarauki) en þeim dómi er ekki áfrýjað. I. Dómur sakadóms Reykjavíkur frá 27. ágúst 1985. Hæstaréttar- mál nr. 226/1985. Áfrýjað með stefnu 4. október 1985. Brotum ákærða er rétt lýst í héraðsdómi. Ber að staðfesta sakar- mat héraðsdómara og heimfærslu til refslákvæða. 500 II. Dómur sakadóms Reykjavíkur frá 24. september 1985. Hæsta- réttarmál nr. 241/1985. Áfrýjað með stefnu 17. október 1985 að því er ákærða einan varðar. Í ákæru er ákærði borinn þeim sökum að hafa ásamt meðákærðu G „brotist inn í verslunina Fatafólk, Laugavegi 53 í Reykjavík í félagi við X... og Y... og stolið þar útvarpi, segulbandi og magnara, gler- augum og talsverðu magni af tískufatnaði ...““, en í dómi er hann sak- felldur fyrir að „„hafa farið inn í ofangreinda verslun og stolið hljóm- flutningstækjum.““ Verður að líta svo á að með dóminum sé ákærði sýknaður af ákæru um innbrot í félagi með stúlkum þessum og þjófn- aði á öðrum þeim verðmætum sem tilgreind eru í ákæru en hljóm- flutningstækjunum, þ.e. útvarpi, segulbandi og magnara. Var því lýst yfir við flutning málsins að af ákæruvaldsins hálfu væri unað við þessa niðurstöðu héraðsdómara. Með þessari athugasemd er staðfest sakarmat héraðsdómara og heimfærsla til refsiákvæðis. Il. Dómur sakadóms Reykjavíkur frá 15. október 1985. Hæstaréttar- mál nr. 253/1985. Áfrýjað með stefnu 30. október 1985. Brotum ákærða er rétt lýst í héraðsdómi og ber að staðfesta sakarmat héraðsdómara um þau. Með þeim hefur ákærði unnið til refsingar samkvæmt 2. mgr., sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, svo og til sviptingar réttar til þess að öðlast ökuréttindi ævilangt frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, sbr. 81. gr. sömu laga. IV. Svo sem í héraðsdómum greinir var ákærði hinn 4. mars 1985 dæmdur í sakadómi Reykjavíkur í 3 mánaða fangelsi fyrir skjala- fals, þjófnað og fjársvik, og hinn 13. júní sama ár í sama sakadómi dæmdur í 3 mánaða fangelsi sem hegningarauka við fyrrgreindan dóm, fyrir þjófnað. Brot þau, sem ákærði er ákærður fyrir í málum þeim sem hér eru dæmd, eru framin hinn 31. október 1984, 14. nóvember 1984 501 og 2. mars 1985. Ber að ákveða ákærða refsingu fyrir þau í einu lagi samkvæmt 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og með hliðsjón af ákvæðum 78. gr. sömu laga sem hegningarauka við fangelsisdómana frá 4. mars og 13. júní 1985. Með hliðsjón af 72. gr. og 255. gr., sbr. 71. gr. almennra hegn- ingarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 8 mánaða fangelsi. Staðfesta ber ákvæði héraðsdómanna um sakarkostnað að því er ákærða varðar. Dæma ber ákærða til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað, þar með talin sakasóknarlaun í ríkissjóð, 20.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, 20.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Hallbjörn Einar Guðjónsson, sæti fangelsi 8 mán- uði. Ákvæði héraðsdóms um að ákærði skuli ævilangt vera svipt- ur rétti til þess að öðlast ökuréttindi og ákvæði héraðsdómanna um sakarkostnað eiga að vera Óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað, þar með talin sak- sóknarlaun í ríkissjóð, 20.000,00 krónur, og málsvarnaralaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Gunnlaugs Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns, 20.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 27. ágúst 1985. Ár 1985, þriðjudaginn 27. ágúst, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 476/1985: Ákæruvaldið gegn Hallbirni Einari Guðjónssyni, sem tekið er til dóms samdægurs. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara dag- settu 11. júní sl. á hendur ákærða, Hallbirni Einari Guðjónssyni, Klepps- vegi 66 í Reykjavík, fæddum 19. nóvember 1956 þar í borg. Í ákærunni segir að málið sé höfðað á hendur ákærða, „fyrir að hafa, miðvikudaginn 31. október 1984, stolið tékkhefti frá Útvegsbanka Íslands á Siglufirði, greiðslukorti og skjölum úr jakkavasa í skrifstofuherbergi í Hafnarhvoli við Tryggvagötu í Reykjavík og að hafa, sama dag, falsað og 502 notað í lögskiptum tvo tékka úr heftinu með nafni Sigurðar Finnssonar, eins og rakið er: Nr. 0185803, kr. 10.000, reikn. nr. 5814, stílaðan á „Hafnarfjörður Pósthús““ greiðsla fyrir símapóstávísun í póststofunni, Laugavegi 120, Reykjavík. Nr. 0185805, kr. 3.000, reikn. nr. 2859, stílaðan á handhafa, greiðsla fyrir veitingar í veitingastofunni Ölveri, Glæsibæ við Alfheima í Reykjavík. Ennfremur fyrir að hafa þennan dag útfyllt símapóstávísun, að fjárhæð kr. 10.000, þá sem nefnd er hér að ofan og falsað á hana nafn Sigurðar Finnssonar sem sendanda. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. og 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu skaða- bóta og alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þessir samkvæmt eigin framburði ákærða Hallbjörns Einars Guðjónssonar og öðru því sem fram er komið í máli þessu: Miðvikudaginn 31. október sl. um hádegisbilið kom ákærði inn á skrif- stofur á 3. hæð í Hafnarhvoli við Tryggvagötu í Reykjavík, en þar hafði Sigurður Finnsson, Hafnartúni 4 á Siglufirði, dveljandi að Hjallavegi 27 í Reykjavík, hengt jakka sinn á stólbak um morguninn. Ákærði kveðst hafa stolið úr jakkanum tékkhefti á reikning við Útvegsbanka Íslands:-á Siglu- firði með töluverðu af eyðublöðum, greiðslukorti og einhverjum skjölum. Uppgötvaði Sigurður hvarf hlutanna um klukkan 12.30. Eftir að ákærði hafði komist yfir tékkheftið falsaði hann og notaði í við- skiptum þá tvo tékka sem um ræðir í ákæru málsins og þar er um alla gerð og notkun rétt lýst. Áður en Póststofan að Laugavegi 120 símsendi símapóstávísunina sem fyrri tékkinn var greiddur með, sömu fjárhæðar og hann, var haft samband við bankann, og kom þá í ljós að tékkinn var úr stolnu tékkhefti og fals- aður. Varð því eigi af sendingunni og ekkert tjón af þessari fölsun ákærða, en ákærði ætlaði að senda ávísunina á pósthúsið í Hafnarfirði á sitt eigið nafn og svíkja þannig út fé. Þegar ákærði notaði síðari tékkann fékk hann einhvern mismun á and- virði veitinganna og fjárhæð tékkans til baka í peningum. Áður en ákærði notaði þennan tékka fékk hann einhvern nærstaddan til þess að framselja fyrir sig tékkann þar sem hann hafði ekki persónuskilríki með því nafni er hann notaði sem útgefanda á tékkanum. Ákærði ritaði í póststofunni að Laugavegi 120, jafnframt áðurgreindum tékka sem þar var notaður, símapóstávísun þá er hann notaði tékkann til að greiða með og falsaði þá á hana sem nafn sendanda nafnið Sigurður Finnsson. 503 Framangreind háttsemi ákærða er sönnuð með játningum hans sjálfs, sem eru í samræmi við annað, sem fram er komið í málinu. Eru hinar þrjár falsanir ákærða brot á 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga, en þjófnaðurinn brot á 244. gr. sömu laga. Eigandi jakkans fékk tékkheftið til baka án eyðublaðanna tveggja sem ákærði notaði og greiðslukortið. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann sætt kærum og refsingum, svo og reynslulausnum, sem hér segir: ÍSakavottorð tilgreinir 17 refsidóma er gengið hafa á árabilinu 1973-1985, hinir síðustu 4. mars 1985 (3 mánaða fangelsi fyrir skjalafals, þjófnað og svik) og 13. júní 1985 (3 mánaða fangelsi fyrir þjófnað.)) Refsing ákærða verður ákveðin með hliðsjón af 77. gr. og 78. gr. al- mennra hegningarlaga og sakaferli ákærða. Þykir hún hæfilega ákveðin fangelsi 3 mánuði. Veitingahúsið Ölver, Glæsibæ, Álfheimum 74 í Reykjavík, hefur gert kröfu til þess, að ákærði verði dæmdur til endurgreiðslu tékkans, sem þar var notaður, ásamt dómvöxtum frá 31. október sl. til greiðsludags. Hefur ákærði samþykkt þessa kröfu sem er réttmæt og verður tekin til greina og ákærði dæmdur til þess að greiða hana. Loks ber að dæma ákærða samkvæmt 1. mgr. 141. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála til þess að greiða allan sakarkostnað. Dómsorð: Ákærði, Hallbjörn Einar Guðjónsson, sæti fangelsi 3 mánuði. Ákærði greiði Veitingahúsinu Ölveri, Glæsibæ, Álfheimum 74 í Reykjavík, 3.000 krónur í bætur ásamt dómvöxtum frá 31. október 1984 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómur sakadóms Reykjavíkur 24. september 1985. Ár 1985, þriðjudaginn 24. september, er á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem haldið er í Borgartúni 7 af Pétri Guðgeirssyni sakadómara, kveð- inn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 518-519/1985: Ákæruvaldið gegn G og Hallbirni Einari Guðjónssyni. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 6. þessa mánaðar, á hendur G ... og Hallbirni Einari Guðjónssyni, Kleppsvegi 66, fæddum 19. nóvember 1956 í Reykjavík, báðum til heimilis í Reykjavík, 504 „fyrir þjófnað með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 14. nóvember 1984 brotist inn í verslunina Fatafólk, Laugavegi 53, Reykjavík, í félagi við X og Y og stolið þar útvarpi, segulbandi og magnara, gleraugum og talsverðu magni af tískufatnaði svo sem: 2 mussum, blússu, 5 pörum af sokkum, 6 peysum, 4 vestum, 3 beltum, 6 hanskapörum, jakka, tvennum eyrnalokkum, jakka, 2 gallapilsum, leður- pilsi og þrennum buxum. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu sakar- kostnaðar.““ I. Málavextir. Ákærða G hefur játað að hafa í félagi við tvær stúlkur, þær X og Y, sem báðar eru fæddar árið 1967, brotist inn í verslunina Fatafólk, Lauga- vegi 53 í Reykjavík og stolið þar tískufatnaði, sem greint er í ákæru máls- ins. Ákærða hefur með þessu atferli unnið til refsingar samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Hallbjörn hefur játað að hafa farið inn í ofangreinda verslun og stolið hljómflutningstækjum. Ákærði hefur með þessu athæfi sínu unnið til refsingar samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga. II. Viðurlög. Samkvæmt sakavottorði ákærðu G hefur hún tvisvar sinnum gengist undir dómsátt á þessu ári fyrir ölvun við akstur. Refsing hennar þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði en fullnustu refsingarinnar skal fresta og fellur hún niður að liðnum 3 árum frá dóms- uppkvaðningu, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningar- laga. Samkvæmt sakavottorði og dómsendurritum, sem liggja frammi í mál- inu, hefur ákærði til þessa verið dæmdur átján sinnum fyrir þjófnaði, nytjatökur, fjársvik, skjalafals og ölvunarakstur. Frá því að hann framdi brot það, sem nú er ákært út af, hefur hann hlotið þrjá fangelsisdóma fyrir þjófnaði, fjársvik og skjalafals, þar sem hann hefur verið dæmdur samtals í 9 mánaða fangelsi. Refsingu ákærða ber að ákvarða samkvæmt 72., 78. og 255. gr. almennra hegningarlaga og telst hún hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði. Þá ber að dæma ákærðu til þess að greiða allan sakarkostnað málsins in solidum. 505 Dómsorð: Ákærða G sæti fangelsi í 3 mánuði. Fullnustu refsingar hennar skal þó fresta og fellur refsingin niður að liðnum 3 árum frá dómsupp- kvaðningu, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningar- laga. Ákærði, Hallbjörn Einar Guðjónsson, sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákærðu greiði in solidum allan sakarkostnað málsins. Dómur sakadóms Reykjavíkur 15. október 1985. Ár 1985, þriðjudaginn 15. október er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem haldið er í Borgartúni 7 af Pétri Guðgeirssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. $58/1985: Ákæruvaldið gegn Hallbirni Einari Guðjónssyni, en málið var dómtekið sama dag. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 7. október 1985, á hendur Hallbirni Einari Guðjónssyni, nú refsifanga á Litla-Hrauni, til lögheimilis að Kleppsvegi 66 í Reykjavík, fæddum 19. nóvember 1956 í Reykjavík, „fyrir að aka, laugardagskvöldið 2. mars 1985, undir áhrifum áfengis og sviptur ævilangt rétti tii að öðlast ökuleyfi, bifreiðinni R-23154 um götur í Seljahverfi í Reykjavík, en lögreglumenn stöðvuðu akstur hans á mótum Seljaskóga og Seljabrautar. Telst þetta varða við 2. mgr. sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968 sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar réttar til að öðlast ökuleyfi samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir. Ákærði hefur játað að hafa ekið bifreiðinni R-23154 um götur í Reykja- vík, þar til lögreglan stöðvaði akstur hans á Seljaskógum við Seljabraut, og að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn. Ákærði var sviptur rétti ævilangt til þess að öðlast ökuréttindi með dómi sakadóms Reykjavíkur hinn 27. desember 1983. Samkvæmt vottorði Rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði mældist alkóhól nema 1,92%, í blóðsýni því sem tekið var úr ákærða. Ákærði hefur með þessu unnið sér til refsingar samkvæmt 2. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga. Viðurlög. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann sætt refsingum, sem hér segir: 506 ÍSjá bls. 503.) Að auki var ákærði dæmdur til 3 mánaða fangelsisvistar 24. fyrra mán- aðar í sakadómi Reykjavíkur fyrir þjófnað og var sá dómur hegningarauki. Refsingu ákærða ber að ákveða samkvæmt 71., 72. og 78. gr. almennra hegningarlaga og telst hún hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Þá ber samkvæmt 81. gr. umferðarlaga að svipta ákærða ævilangt rétti til þess að öðlast ökuréttindi. Ákærða ber og að dæma til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsorð: Ákærði, Hallbjörn Einar Guðjónsson, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði er ævilangt sviptur rétti til þess að öðlast ökuréttindi frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað í málinu. Þriðjudaginn 11. mars 1986. Nr. 88/1986. Ákæruvaldið gegn Sumarliða Óskari Arnórssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Með kæru 4. þ.m., er barst Hæstarétti 6. þ.m., hefur varnaraðili kært til Hæstaréttar úrskurð sakadóms Reykjavíkur uppkveðinn 4. þ.m. en með honum synjaði dómurinn kröfu varnaraðila um að hann yrði leystur úr gæsluvarðhaldi er hann sætir samkvæmt úr- skurði dómsins 20. f.m. Krefst varnaraðili þess að úrskurðurinn verði felldur úr gildi og varnaraðili leystur úr gæsluvarðhaldi. Í greinargerð réttargæslumanns varnaraðila, Haralds Blöndals hæsta- réttarlögmanns, er þess einnig krafist að málatilbúnaður af hálfu 507 Rannsóknarlögreglu ríkisins verði víttur, svo og sú málsmeðferð fulltrúa yfirsakadómara að synja honum um aðgang að skjölum málsins í þinghaldi 3. mars. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að úrskurðurinn verði stað- festur. Svo sem fyrr greinir var varnaraðili úrskurðaður 20. febrúar til þess að sæta gæsluvarðhaldi til 12. mars, og var kæru til Hæsta- réttar á þeim úrskurði vísað frá Hæstarétti með dómi 28. febrúar. Hinn 3. þ.m. gerði réttargæslumaður varnaraðila þá kröfu fyrir sakadómi að varnaraðili yrði látinn laus. Skv. 66. gr. laga nr. 74/1974 var dómara þá heimilt að taka ákvörðun um að varnaraðili yrði látinn laus og þykir hann hafa mátt taka afstöðu til kröfu réttargæslumannsins með úrskurði. Verður hinn kærði úrskurður því tekinn til efnismeðferðar. Með skírskotun til raka hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Ekki eru efni til að taka til greina kröfur réttargæslumanns varnaraðila um vítur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 4. mars 1986. Ár 1986, þriðjudaginn 4. mars, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Júlíusi B. Georgssyni fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi: Með bréfi dagsettu 1. þ.m. fór Haraldur Blöndal hrl. þess á leit að skjól- stæðingur hans, Sumarliði Óskar Arnórsson, Skeljagranda 4, Reykjavík, yrði þegar í stað látinn laus úr gæsluvarðhaldi því er honum var gert að sæta skv. úrskurði þessa dóms uppkveðnum 19. febrúar sl. Samkvæmt þeim úrskurði var kærða gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudags- ins 12. mars 1986 kl. 17:00. Úrskurður þessi var kærður til Hæstaréttar, en kærumálinu var vísað frá Hæstarétti ex officio hinn 28. f.m. Kröfu þá sem hér er til úrlausnar byggir lögmaðurinn á heimild í 66. gr. laga nr. 74/1974, en ástæður kröfunnar kveður hann þessar: 1. „ Rannsókn máls þess, er skjólstæðingur hans er borinn sökum í, hefur miðað vel áfram svo að nú er engin ástæða til að halda skjólstæðingi hans í varðhaldi. 508 2. Ekkert bendir til þess að skjólstæðingur hans hyggist eða hafi reynt að torvelda rannsókn málsins. Hann hefur þvert á móti lagt sig fram um að upplýsa þau atriði í rannsókninni sem beinist að honum. 3. Nákvæm frásögn af rannsókn máls þessa hafi birst í Helgarpóstinum hinn 27. f.m. og því sé engin rannsóknarleynd yfir málinu, en þeir sem hugsanlega hafi átt að hafa samband við til að hagræða framburðum eða skjóta undan sönnunargögnum viti nú nákvæmlega um hvað málið snýst og geti hagað sér samkvæmt því. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur lagt fram greinargerð vegna þessarar kröfu Haralds Blöndals hrl. Þar segir að af hálfu Rannsóknarlögreglu ríkis- ins séu ekki talin efni til að verða við fyrrnefndri kröfu lögmannsins. Því sé þess krafist að dómurinn hafni henni. Svo sem rannsóknargögn málsins beri með sér sé rannsóknin orðin umfangsmeiri en var við uppkvaðningu gæsluvarðhaldsúrskurðarins og beinist einnig að fleiri kæruatriðum en þá var. Lagaskilyrði gæsluvarðhalds séu því enn fyllilega fyrir hendi, sbr. 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74/1974. Þegar rannsóknargögn málsins eru virt er ljóst að þótt rannsókn málsins miði vel áfram, þá er umfang hennar slíkt að ekki verður séð að þær ástæð- ur séu fyrir hendi er réttlæti að kærði verði látinn laus úr gæsluvarðhaldi nú þegar. Ber því að hafna kröfu Haralds Blöndals hrl. þar að lútandi. Úrskurðarorð: Kröfu Haralds Blöndals hrl. um að Sumarliði Óskar Arnórsson skuli þegar í stað látinn laus úr gæsluvarðhaldi er hafnað. Þriðjudaginn 11. mars 1986. Nr. 89/1986. Ákæruvaldið gegn Arnóri Víkari Arnórssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. 509 Með kæru 4. þ.m., er barst Hæstarétti 6. þ.m., hefur varnaraðili kært til Hæstaréttar úrskurð sakadóms Reykjavíkur uppkveðinn 4. þ.m. en með honum synjaði sákadómurinn kröfu varnaraðila um að hann yrði leystur úr gæsluvarðhaldi er hann sætir samkvæmt úrskurði dómsins 20. f.m. Krefst varnaraðili þess að úrskurðurinn verði felldur úr gildi og varnaraðili leystur úr gæsluvarðhaldi. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að úrskurðurinn verði staðfestur. Svo sem fyrr greinir var varnaraðili úrskurðaður 20. febrúar til þess að sæta gæsluvarðhaldi til 12. mars, og var kæru til Hæsta- réttar á þeim úrskurði vísað frá Hæstarétti með dómi 28. febrúar. Hinn 3. þ.m. gerði réttargæslumaður varnaraðila þá kröfu fyrir sakadómi að varnaraðili yrði látinn laus. Samkvæmt 66. gr. laga nr. 74/1974 var dómara þá heimilt að taka ákvörðun um að varnar- aðili yrði látinn laus og þykir hann hafa mátt taka afstöðu til kröfu réttargæslumannsins með úrskurði. Verður hinn kærði úrskurður því tekinn til efnismeðferðar. Með skírskotun til raka hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 4. mars 1986. Ár 1986, þriðjudaginn 4. mars, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Júlíusi B. Georgssyni fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. Með bréfi dagsettu 1. þ.m. fór Örn Clausen hrl. þess á leit að skjólstæð- ingur hans, Arnór Vikar Arnórsson, Flyðrugranda 14, Reykjavík, yrði þegar í stað látinn laus úr gæsluvarðhaldi því er honum var gert að sæta skv. úrskurði þessa dóms uppkveðnum 19. febrúar sl. Samkvæmt þeim úrskurði var kærða gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 12. mars 1986 kl. 17:00. Úrskurður þessi var kærður til Hæstaréttar, en kæru- málinu var vísað frá ex officio hinn 28. f.m. Kröfu þá, sem hér er til úrlausnar, byggir lögmaðurinn á heimild í 66. gr. laga nr. 74/1974, en ástæður kröfunnar kveður hann þessar. I. Rannsókn máls þess, sem skjólstæðingur hans er borinn sökum í, hefur miðað vel fram svo að nú er engin ástæða til að halda skjólstæðingi hans lengur í varðhaldi. 510 2. Ekkert bendir til þess að skjólstæðingur hans hyggist eða hafi reynt að torvelda rannsókn málsins. Þvert á móti hafi hann lagt sig fram um að upplýsa þau atriði í rannsókninni, sem beinist að honum. 3. Nákvæm frásögn af rannsókn málsins hafi birst í Helgarpóstinum hinn 27. f.m. og því sé engin rannsóknarleynd yfir málinu. Því séu niður- fallnar forsendur upphaflegs gæsluvarðhalds, sem byggt var á 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74/1974, enda viti hugsanlegir vitorðsmenn nú nákvæmlega um hvað rannsóknin snýst. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur lagt fram greinargerð vegna þessarar kröfu Arnar Clausen hrl. Þar segir að af hálfu Rannsóknarlögreglu ríkisins séu ekki talin efni til að verða við fyrrnefndri kröfu lögmannsins og því sé þess krafist að dómarinn hafni henni. Svo sem rannsóknargögn málsins beri með sér sé rannsóknin orðin umfangsmeiri en var við uppkvaðningu gæsluvarðhaldsúrskurðarins og beinist einnig að fleiri kæruatriðum en þá var. Lagaskilyrði gæsluvarðhalds séu því enn fyllilega fyrir hendi, sbr. 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74/1974. Þegar rannsóknargögn málsins eru virt er ljóst að þótt rannsókn málsins miði vel áfram, þá er umfang hennar slíkt að ekki verður séð að þær ástæð- ur séu fyrir hendi, er réttlæti að kærði verði látinn laus úr gæsluvarðhaldi nú þegar. Ber því að hafna kröfu Arnar Clausen þar að lútandi. Úrskurðarorð: Kröfu Arnar Clausen hrl. um að Arnór Vikar Arnórsson skuli þegar í stað látinn laus úr gæsluvarðhaldi er hafnað. Þriðjudaginn 11. mars 1986 Nr. 90/1986. Ákæruvaldið gegn Kristjáni Haukssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. 511 Varnaraðili hefur með heimild í 3. mgr. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 4. þ.m. er barst Hæstarétti 7. þ.m. Hann gerir þær kröfur að úrskurðurinn verði felldur úr gildi eða að gæsluvarðhaldsvistin verði stytt. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Af hálfu ákæruvalds er þess kraf- ist að úrskurðurinn verði staðfestur. Með skírskotun til raka hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 4. mars 1986. Ár 1986, þriðjudaginn 4. mars er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Hirti O. Aðalsteinssyni fulltrúa, kveðinn upp úr- skurður þessi. RLR hefur gert þá kröfu að Kristjáni Haukssyni, Sóleyjargötu 19, fæddum 14. janúar 1963 verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 16. apríl 1986 kl. 17:00 vegna gruns um þjófnað, skjalafals og fjársvik. Kærði hefur mótmælt kröfu RLR. Kærði hefur við yfirheyrslur hjá RLR og fyrir dómi viðurkennt að hafa þann 31. janúar sl. stolið seðlaveski með tékkhefti á Hressingarskálanum og falsað og selt tékka úr því. 10 tékkar að fjárhæð kr. 30.940,00 hafa borist banka, en talið er að 20 eyðublöð hafi verið eftir í heftinu er því var stolið. Kærði hefur viðurkennt að hafa stolið tékkaeyðublaði á heimili Elísa- betar Kristjánsdóttur og falsað og selt tékka að fjárhæð kr. 5.000,00. Þá hefur kærði viðurkennt að hafa aðfaranótt 13. febrúar sl. ekið þeim Má Kjartanssyni og Sigmundi Heiðari Árnasyni í innbrot við Langatanga í Mosfellssveit. Kærði hefur viðurkennt að hafa stolið tékkhefti í húsi við Barónsstíg og falsað og selt tékka úr heftinu. RLR hafa borist 4 tékkar úr heftinu samtals að fjárhæð kr. 18.500,00, en ekki er ljóst hve mörg eyðublöð voru í heftinu. Að lokum hefur kærði viðurkennt að hafa þann 25. febrúar sl. stofnað tékkareikning við Útvegsbanka Íslands og gefið út tékka 40-50 þúsund krónum umfram innistæðu. RLR hafa borist 8 tékkar úr heftinu samtals 512 að fjárhæð kr. 51.000,00, en kærði mun hafa notað þau 25 eyðublöð, sem hann fékk í hendur. Vegna rannsóknar ýmissa mála, sem nú eru á lokastigi, sat kærði í gæslu- varðhaldi frá 11. ágúst 1985 til 11. september sama ár. Þá var þann 22. ágúst sl. gefin út ákæra á hendur kærða fyrir brot gegn 248. gr. almennra hegingarlaga og er ákæran til meðferðar í sakadómi Reykjavíkur. Kærði er atvinnulaus síbrotamaður. Er því ljóst að veruleg hætta er á að hann haldi áfram brotum ef hann er látinn ganga laus. Með hliðsjón af framansögðu og með vísan til Í. og 5. tl. 1.mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 þykir rétt að taka kröfu RLR til greina og skal kærði sæta gæsluvarð- haldi allt til miðvikudagsins 16. apríl 1986 kl. 17:00. Gæsluvarðhaldið fer eigi í bága við 65. gr. stjórnarskrárinnar. Úrskurðarorð: Kærði, Kristján Hauksson, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til mið- vikudagsins 16. apríl 1986 kl. 17:00. Miðvikudaginn 12. mars 1986. Nr. 152/1985. Ragnar Halldór Hall skiptaráðandi í Reykjavík f.h. þrotabús Cosmos á Íslandi hf. gegn Cosmos hf. Hafning máls. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Þór Vilhjálmsson. Eftir áfrýjun málsins hefur bú áfrýjandans, Cosmos á Íslandi hf., verið tekið til gjaldþrotaskipta 20. desember 1985. Hefur þrotabúið tekið við málinu samkvæmt 58. gr. laga nr. 75/1973, sbr. 3. mgr. 53. gr. laga nr. 85/1936. 513 Er málið kom fyrir dóm 3. febrúar sl. var þess krafist af hálfu áfrýjanda að það yrði hafið. Af hálfu stefnda var krafist málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Samkvæmt þessu ber að fella mál þetta niður. Rétt þykir að áfrýj- andi greiði stefnda 2.500,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Mál þetta er fellt niður. Áfrýjandi, Ragnar Halldór Hall skiptaráðandi í Reykjavík f.h.þrotabús Cosmos á Íslandi hf., greiði stefnda, Cosmos hf., 2.500,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 12. mars 1986. Nr. 1/1986. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Tryggva Bjarna Kristjánssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Reynslulausn. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 13. nóvember 1985 að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 17. janúar 1986. Sannað er með framburði ákærða og öðrum gögnum að hann ók bifreið svo sem í ákæru greinir. Þar sem hann hafði áður verið sviptur ævilangt rétti til ökuleyfis hefur hann þannig brotið gegn 33 514 21. gr. sbr. 81. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Miðað við alkóhól sem mældist í blóði hans, 0,60%0, hefur hann með akstri sínum einnig brotið gegn 2. sbr. 3. mgr. 25. gr. umferðarlaga. Ber að refsa honum samkvæmt 80. gr. umferðarlaga sbr. lög nr. $4/1976. Nýtt sakavottorð ákærða hefur verið lagt fyrir Hæstarétt og sýnir það að á árinu 1985 sættist ákærði þrisvar á sektargreiðslur fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalögum, 11. mars, 9. maí og 2. nóvem- ber. Brot ákærða, sem nú er dæmt um, voru framin 9. mars 1985. Ber því að ákveða refsingu með hliðsjón af 78. grein almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, svo og 71. gr. sömu laga. Ákærða, sem hefur alls 11 sinnum áður sætt refsidómum, var 24. nóvember 1984 veitt reynslulausn af eftirstöðvum refsingar, 140 daga fangelsi. Með brotum sínum, sem mál þetta er risið af, rauf hann skilorð reynslulausnarinnar, og átti héraðsdómari því skv. 1. mgr. 42. gr. hegningarlaga sbr. 3. gr. laga nr. 16/1976 að ákveða refsingu með hliðsjón af hinni óloknu refsivist, þannig að hún yrði metin sem skilorðsdómur, en það hefur hann eigi gert. Fyrir Hæsta- rétt hefur verið lagt bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem sýnir að ákærði hefur 25. f.m. verið látinn hefja afplánun þeirrar refsingar sem reynslulausn var veitt af. Virðist það hafa verið gert samkvæmt heimild í 2. mgr. 42. gr. almennra hegningarlaga sbr. lög nr. 16/1976. Þrátt fyrir þetta þykir eftir sem áður eiga að tiltaka refsingu ákærða samkvæmt sjónarmiðum 1. mgr. greinarinnar, þannig að refsing sú sem dæmd verður taki bæði til brota þeirra sem ákærði er nú sakfelldur fyrir og eftirstöðva refsingar sem veitt var reynslulausn af 24. nóvember 1984. Þykir refsing ákærða sam- kvæmt því sem nú hefur verið rakið hæfilega ákveðin fangelsi 6 mánuði, enda verði afplánunin síðan 25. f.m. talin til refsiúttektar. Brot ákærða gegn 25. gr. umferðarlaga varðar sviptingu ökuleyfis eða réttar til að öðlast það. Ber að árétta þá sviptingu réttar til öku- leyfis sem ákærða hefur verið dæmd áður. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Tryggvi Bjarni Kristjánsson, sæti fangelsi 6 mánuði og telst hann hafa hafið afplánun refsingar 25. febrúar 1986. 515 Ákvæði héraðsdóms um sviptingu réttar til ökuleyfis og um sakarkostnað eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 10.000,00 krónur, og málsvarnar- laun verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlög- manns, 10.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 29. ágúst 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 29. ágúst, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Jóni A. Ólafssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 489/1985: Á kæruvaldið gegn Tryggva Bjarna Kristjánssyni, sem tekið var til dóms samdægurs. Málið var höfðað með ákæru, dagsettri 30. maí sl., „á hendur Tryggva Bjarna Kristjánssyni, Nönnugötu 10, Reykjavík, fæddum 7. október 1959 í Ytri-Njarðvík, fyrir að aka, laugardaginn 9. mars 1985, undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum ævilangt, bifreiðinni Y-12799 frá Um- ferðarmiðstöðinni við Hringbraut í Reykjavík áleiðis til Hafnarfjarðar þar til lögreglan stöðvaði akstur hans á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi. Telst þetta varða við 2. mgr. sbr. 3. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til Ökuleyfissvipt- ingar eða til sviptingar réttar til að öðlast ökuleyfi samkvæmt 81. gr. um- ferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Í skýrslu lögreglunnar í Kópavogi segir að kl. 03.20 9.3. 1985 hafi lög- reglumenn verið staddir á Hafnarfjarðarvegi, skammt sunnan við fyrir- tækið Nesti að kanna ástand ökumanna. Bifreiðinni Y-12799 hefði verið ekið í suðurátt. Lögreglumaður hefði gefið stöðvunarmerki sem ökumaður- inn sinnti ekki. Bifreiðin hefði eftir stutta eftirför verið stöðvuð. Þá kom í ljós að „talsverðan áfengisþef““ lagði frá vitum ökumannsins ákærða í málinu. Ákærði hefði verið færður til yfirheyrslu og í blóðtöku. Í sýninu reyndist magn alkóhóls vera 0,60% samkvæmt vottorði Rannsóknastofu í lyfjafærði. Í skýrslu Guðm. Óskarssonar um yfirheyrsluna á lögreglustöðinni í Kópa- vogi segir að fram hafi komið hjá ákærða að hann hefði verið að koma frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík, er hann var stöðvaður, og verið á leiðinni til Hafnarfjarðar. Ákærði hefði neitað áfengisneyslu, sagðist aðeins hafa drukkið bjór (lageröl). Í athugasemdum varðstjórans segir að tals- verður áfengisþefur hafi verið af ákærða og öndunarsýni sýnt 3. stig. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni í Reykjavík 9. maí sl. skýrði ákærði svo 516 frá, að hann hefði verið á leið á bifreiðinni Y-12799 frá Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík til Hafnarfjarðar, er hann hefði verið stöðvaður. Ákærði hefði aðeins drukkið 4-5 flöskur af lageröli á tímabilinu kl. 01.30 til 03.15 í Umferðarmiðstöðinni. Ákærði hefði ekki fundið til áfengisáhrifa við akst- urinn. Ákærði kvaðst aldrei hafa öðlast ökuréttindi og vefengdi ekki niður- stöðu alkóhólrannsóknar á blóðsýni því sem honum var tekið umrætt sinn. Eftir að ákæra málsins var birt í dóminum kannaðist ákærði við að hafa hinn 9. mars sl. ekið bifreiðinni R-12799 (sic) frá Umferðarmiðstöðinni áleiðis til Hafnarfjarðar uns lögreglan stöðvaði aksturinn í Kópavogi. Ákærði taldi að hann hefði ekki fundið til „beinna áfengisáhrifa við akst- urinn.“ Ákærði hefði verið með gleðskap heima hjá sér að kveldi fimmtu- dagsins 7. mars sl. og hefði hann staðið fram á næsta morgun og „reyndar fram að hádegi.“ Ákærði hefði drukkið mikið áfengi allan þann tíma og orðið mikið ölvaður. Ákærði hefði lagt sig um hádegisbilið og sofið til kl. g-9 um kvöldið og vaknað mikið „„timbraður““. Því drakk hann nokkrar ölflöskur áður en hann hóf aksturinn. Ákærði kvaðst hafa „hresst við það en ekki orðið ölvaður.“ Ákærði gerði ekki athugasemdir við gögn málsins. Með framburði ákærða um áfengisneyslu o.fl., alkóhólgreiningu á blóð- sýni og öðrum gögnum málsins er sannað, að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Þar með hefur hann brotið gegn 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr. og Í. mgr. 27. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og unnið til refsingar samkvæmt 80. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 54/1976. Ákærði hefur sætt kærum og refsingum sem hér greinir: 1976 10/8 Keflavík: Dómur: Í árs fangelsi fyrir brot gegn Í. mgr. 155. gr., 244. gr. og Í. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga og 2. mgr. 25. gr. og Í. mgr. 27. gr. umferðarlaga, sbr. 81. gr. sömu laga. Sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi í 16 mánuði frá 10/8 1976. 1977 6/5 Keflavík: Dómur: 2 mánaða fangelsi fyrir brot á 244. gr. hegn- ingarlaga og 2., sbr. 5. gr., sbr. einnig 6. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 390, 1974. (Hegningar- auki). 1977 8/6 Keflavík: Dómur: 2 mánaða fangelsi (= 20 daga gæsluvarð- hald) fyrir brot á 244. gr. hegningarlaga. 1979 14/12 Reykjavík: Sátt, 430.000 kr. sekt fyrir brot á 2., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga nr. 65, 1974 og 2., sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 390, 1974 og 77. gr. hegningarlaga. 1979 17/12 Keflavík: Dómur: 120.000 kr. sekt fyrir brot gegn 2. sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga. Sviptur ökuleyfi í 1 ár frá 17.12. 1979. 1980 1980 1980 1980 1980 1981 1981 1981 1982 1982 1983 1983 1983 1983 6/11 6/11 18/7 26/11 30/10 3/4 28/10 17/11 11/5 517 Reykjavík: Dómur: 4 mánaða fangelsi (hegningarauki) fyrir brot á 1. mgr. 155. gr., 244. gr. og 1. mgr. 259. gr. hegningar- laga, 25. og 27. gr., sbr. 81. gr. umferðarlaga og 24. gr. áfeng- islaga. Skal vera ævilangt sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi. Reykjavík: Dómur: Sakfelldur fyrir brot á 244. gr. hegningar- laga. Ekki dæmd refsing. Reykjavík: Ávana- og fíkn.: Sátt, 150.000 kr. sekt fyrir brot á 2. sbr. 5. gr. og 6. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 390, 1974. Reykjavík: Ávana- og fíkn.: Sátt, 750.000 kr. sekt fyrir brot á 2. sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. sbr. 10. gr. reglu- gerðar nr. 390, 1974, sbr. 71. gr. hegningarlaga, v.s. 14/12 1979. Keflavík: Dómur: 12 mánaða fangelsi fyrir brot á 1. mgr. 155. gr. og 244. gr. hegningarlaga. Reykjavík: Ávana- og fíkn.: Sátt, 3.800 kr. sekt fyrir brot á 2., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65, 1974 og 2., sbr. 10. gr. reglu- gerðar nr. 390/1974. Reykjavík: Dómur: 8 mánaða fangelsi. Hegningarauki, fyrir brot á 155. gr., 231. gr., 244. gr., 246. gr. hegningarlaga og 27. gr. umferðarlaga. Reykjavík: Sátt, 1.000 kr. sekt fyrir brot á 25. gr. umferðar- laga. (Hegningarauki). Dómur: 4 mánaða fangelsi fyrir brot á 248. gr. og 158. gr. hegningarlaga. 27/7 Reykjavík: Dómur: 4 mánaða fangelsi fyrir brot á 155., 244. 12/3 4/7 28/4 16/8 gr. hegningarlaga og 27. gr. umferðarlaga. Hegningarauki. Reykjavík: Reynslulausn í 2 ár á eftirstöðvum refsingar 320 dögum. Reykjavík: Dómur: 12 mánaða fangelsi fyrir brot á 2., sbr. 4. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. umferðarlaga og Í. mgr. 155. gr. hegningarlaga. Sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi ævi- langt frá dómsbirtingu. Reykjavík: Ávana- og fíkn.: Sátt, 1.500 kr. sekt fyrir brot á 2., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982 og 2., sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 390, 1974. Reykjavík: Ávana- og fíkn.: Sátt, 8.400 kr. sekt fyrir brot á 2. sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65, 1974 og reglugerð nr. 390, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980 og 9. gr. laga nr. 75, 1982, sbr. 77. gr. hegningarlaga. 518 1983 16/11 Reykjavík: Dómur Hæstaréttar varðandi dóm uppkveðinn 4.7. 1983: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. 1984 8/3 Reykjavík: Sátt, 12.000 kr. sekt fyrir brot á 27. gr. umferðar- laga. 1984 7/8 Reykjavík: Ávana- og fíkn.: Dómur: 60 daga fengelsi fyrir brot á 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglu- gerðar nr. 390, 1974. 1984 24/11 Reykjavík: Reynslulausn í 2 ár á eftirstöðvum refsingar 140 dögum. Refsing ákærða telst með vísan til 71. gr. og 77. gr. almennra hegningar- laga hæfilega ákveðin varðhald í 40 daga. Jafnframt er ákærði sviptur sam- kvæmt 81. gr. umferðarlaga rétti til að öðlast ökuleyfi ævilangt. Loks greiði ákærði sakarkostnaðinn. Dómsorð: Ákærði, Tryggvi Bjarni Kristjánsson, sæti varðhaldi í 40 daga. Ákærði er sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi ævilangt. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Fimmtudaginn 13. mars 1986. Nr. 180/1983. Margrét Georgsdóttir (Haraldur Blöndal hrl.) gegn Skúla Hansen (Svala Thorlacius hrl.) Fasteignakaup. Vísitölutryggð veðskuldabréf. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. 519 Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 22. september 1983 að fengnu áfrýjunarleyfi 29. ágúst s.á. Gerir hún þær kröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða 33.434,40 krónur með 4,5% dráttarvöxtum á mánuði eða fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 15. september 1981 til greiðsludags. Einnig krefst áfrýjandi málskostn- aðar í héraði og Hæstarétti, en til vara að málskostnaður falli niður. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi fyrir Hæstarétti, Skúli Hansen, var aðalstefnandi í héraði en áfrýjandi, Margrét Georgsdóttir, gagnstefnandi. Hér fyrir dómi hafa aðilar ekki gert mun aðalsakar og gagnsakar. Áfrýjandi sund- urliðar kröfu sína vegna uppgjörs eftir kaup hennar á íbúð stefnda í Hólmgarði 50 í Reykjavík á árinu 1981 þannig: Frádráttur vegna lána, sbr. héraðsdóm .... kr. 10.246,00 1. 2. Skaðabætur vegna hreingerningar ......... — 1.200,00 3. Skaðabætur vegna búsáhalda o.fl. ........ — 5.000,00 4. Skaðabætur vegna salernisskálar .......... — 31.000,00 5. Hækkun lána vegna vísitöluákvæða ....... — 30.988,40 Kr. 78.434,40 6. Til frádráttar: Greiðsla skv. samningi ..... — 55.000,00 Kr. 23.454,40 Aðilar deila ekki um 1. og 6. lið. Fallast ber á niðurstöðu héraðs- dóms um 2., 3. og 4. lið. Um $. lið er þessa að geta: Í kaupsamningi aðila um íbúð í Hólmgarði 50, 24. janúar 1981 segir, að kaupverðið sé 379.000 krónur og að kaupandi (áfrýjandi) taki að sér að greiða veðskuldir að fjárhæð 94.000 krónur. Fyrir Hæstarétt hafa lögmenn aðila lagt yfirlit um þau lán, sem áfrýjandi átti að yfirtaka. Þar er upphæð lánanna gerð upp miðað við 1. mars 1981 á tvennan hátt. Skv. annarri niðurstöðunni voru lánin þá „„óframreiknuð““ alls 93.352,71 krónur, en skv. hinni voru þau „„framreiknuð““ 125.987,40 krónur. Mismunurinn er 32.634,69 krónur, og er ekki ágreiningur um, að 5. liður í kröfum áfrýjanda sé fundinn með sama hætti, þó að nokkru skeiki af ástæðum, sem ekki eru taldar skipta neinu um úrslit máls þessa. Ýmis gögn, veð- bókarvottorð og kvittanir, hafa verið lögð fram um lán þau, sem 520 hér um ræðir, en hins vegar ekki veðskuldabréfin sjálf. Ljóst er, að deila aðila er um, hvort þeirra skuli greiða hækkanir vegna verð- tryggingar lánanna fram til 1. mars 1981. Í kaupsamningnum eru engin ákvæði, sem gefa ótvírætt til kynna, að samið hafi verið um annað og hærra heildarsöluverð en 379.000 krónur. Hækkun áhvíl- andi skulda, sem áfrýjandi tók að sér að greiða, var ekki reiknuð út við gerð kaupsamningsins, en hins vegar var tilgreint heildarverð og fjárhæð þeirra veðskulda, sem áfrýjandi tók að sér. Með hlið- sjón af dómi Hæstaréttar 15. nóvember 1983 í máli nr. 201/1981 þykir verða að leggja til grundvallar, að heildarsöluverð hafi numið 379.000 krónum og yfirteknar veðskuldir miðað við 1. mars 1981 94.000 krónur, sem ekki sé heimilt að hækka vegna verðbreytinga fram til þess tíma. Hefur áfrýjandi greitt umfram skyldu fjárhæð, sem nemur a.m.k. $. lið í kröfum hennar í þessu máli. Verður því að dæma stefnda til að greið. þennan kröfulið enda verður ekki talið, að úrslit málsins velti á því, að áfrýjandi hafi vanrækt að setja fram sín sjónarmið um uppgjör veðskulda við kaupsamnings- gerð eða í apríl 1981. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 55.000 — (10.246,00 30.988,40) = 13.765,60 krónur. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda vexti af þessari fjárhæð. Eins og kröfugerð stefnda er háttað verða þeir sem í dómsorði segir. Rétt er að málskostnaður falli niður í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Margrét Georgsdóttir, greiði stefnda Skúla Han- sen, 13.765,60 krónur með ársvöxtum sem hér segir: 34% frá 15. nóvember 1981 til 1. nóvember 1982, 4200 frá beim degi til 21. september 1983, 35% frá þeim degi til 21. október 1983, 320 frá þeim degi til 21. nóvember 1983, 27% frá þeim degi til21. desember 1983, 21,5% frá þeim degi til 21. janúar 1984, 1509 frá þeim degi til 11. ágúst 1984, 17% frá þeim degi til 1. janúar 1985, 24% frá þeim degi til 11. maí 1985, 22% frá 521 þeim degi til 1. mars 1986 og 12% frá þeim degi til greiðslu- dags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Bjarna K. Bjarnasonar og Magnúsar Þ. Torfasonar. Fyrir Hæstarétti hefur verið upplýst að ógjaldfallnar eftirstöðvar veðskulda, sem áfrýjandi tók að sér að greiða með kaupsamningn- um við stefnda, hafi numið alls 93.352,71 krónum hinn 1. mars 1981 miðað við höfuðstól eins og hann var tiltekinn í veðskuldabréf- unum sjálfum. Einnig er komið fram að eftirstöðvar þessar hefðu talist nema 125.987,40 krónum, ef þær væru hækkaðar eftir hækkun vísitölu frá útgáfudögum skuldabréfanna til áðurgreinds dags. Af umsömdu kaupverði skuldbatt áfrýjandi sig til að greiða 285.000,00 krónur í peningum. Umrædd veðskuldabréf eða eftirrit þeirra hafa ekki verið lögð fram í málinu. Er ekki leitt í ljós að hverju marki þau hafi haft að geyma ákvæði um að hækka ætti höfuðstól skuldabréfanna eftir því sem vísitala hækkaði eða hvort vísitölu- hækkun hafi átt að koma á einstakar greiðslur af þeim þegar að því kæmi að þær féllu í gjalddaga. Samkvæmt þessu er ekki sýnt fram á að eftirstöðvar þeirra veðskulda, er áfrýjandi tók að sér að greiða, hafi á kaupsamningsdegi verið hærri en stefndi tilgreindi og í kaupsamn- ingi sagði. Að þessu athuguðu svo og því að áfrýjandi vissi að greiðslur af veðskuldum væru tengdar vísitölu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms, sem ekki er gagnáfrýjað, teljum við að staðfesta beri hann, þó þannig að frá 21. september 1983 verði dráttarvextir af dæmdri fjarhæð sömu ársvextir og ákveðnir eru í IV. kafla 2) b-lið í auglýsingu Seðlabanka Íslands, dags. 16. september 1983, og síðari auglýsingum bankans um vexti við innlánsstofnanir, þó aldrei hærri en 42% ársvextir svo sem dæmt er í héraðsdómi. Eftir þessu teljum við rétt að áfrýjandi greiði stefnda 20.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. 522 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. febrúar 1983. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum málflutningi 20. janúar sl., er höfðað hér fyrir þinginu með stefnu birtri 27. maí 1982 af Skúla Hansen mat- reiðslumanni, nnr. 8173-9536, Laufásvegi 65 Reykjavík, gegn Margréti Georgsdóttur lækni, nnr. 6356-6357, Villa Viola, Ramslösa Bruuns Park, Helsingborg, Svíþjóð. Dómkröfur stefnanda í aðalsök eru að stefndi greiði skuld að fjárhæð kr. 55.000,00 með 4,570 dráttarvöxtum á mánuði eða fyrir byrjaðan mánuð af kr. 5.000,00 frá 15. september 1981 til 15. nóvember s.á., en af kr. 55.000,00 frá þeim degi til 21. apríl 1982, en með 4% frá þeim degi til |. nóvember s.á., en 504 frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar samkvæmt lágmarks- gjaldskrá LMFÍ. Í aðalsök krefst stefndi sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi að mati bæjarþingsins. Stefndi Margét höfðaði gagnsök á hendur aðalstefnanda með gagnstefnu útgefinni og birtri 19. nóvember 1982. Dómkröfur gagnstefnanda eru þær að gagnstefndi greiði kr. 50.656,90 með 4,5% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá 15. september 1981 til greiðsludags og málskostnað skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Gagn- stefnandi krefst þess að gagnkröfur verði teknar til greina til skuldajafnaðar í aðalsök, en sjálfstæðs dóms um þá fjárhæð sem umfram er. Gagnstefndi krefst aðallega sýknu af kröfum gagnstefnanda, en ti/ vara að gagnstefnanda verði aðeins heimilaður skuldajöfnuður með kr. 7.043,19 gegn kröfu stefnanda í aðalsök. Þá krefst hann í öllum tilvikum málskostnaðar úr hendi gagnstefnanda. Ítarlegar sáttaumleitanir dómara báru ekki árangur. Málsatvik eru þau að aðalstefnandi Skúli seldi aðalstefndu Margréti íbúð sína að Hólmgarði 50 hér í borg með samningi undirrituðum af Skúla 16. janúar 1981 í Reykjavík, en 24. janúar s.á. af Margréti í Helsingjaborg á Svíþjóð. Samningurinn var gerður á vegum fasteignasölunnar Hús og Eignir hér í borg sem rekin er af Lúðvík Gizurarsyni hrl. Margrét keypti eignina á kr. 379.000,00 og skyldi kaupverðið greitt þannig: Við undirritun ...........00 00. 0 tn kr. 20.000,00 Hinn 15. apríl 1981 ......0.0000 2000 ner — 60.000,00 Hinn 15. júní 1981 ......000000000 000 nr nn — 80.000,00 Hinn 15. september 1981 00.00.2000... 000... — 75.000,00 Hinn 15. nóvember 1981 ........200000 0000. — 50.000,00 Kaupandi tók að sér að greiða áhvílandi veðskuldir að fjárhæð kr. 94.000,00 og skyldi íbúðin vera laus til afnota hinn 1. október 1981, en yfirtökudagur áhvílandi veðskulda var ákveðinn 1. mars 1981. Afsal skyldi 523 gefið út sem fyrst. Fyrstu greiðsluna greiddi Margrét hinn 3. febrúar 1981 kr. 20.000,00 í peningum og afhenti þá þrjá víxla fyrir greiðslunum 15. apríl, 15. júní og 15. september. Margrét fékk afsal fyrir íbúðinni hinn 28. apríl 1981 úr hendi Skúla og var það einnig samið á fasteignasölu Lúðvíks Gizurarsonar hrl. Í því segir að kaupandi hafi greitt kaupverðið að fullu en að seljandi eigi eftir að aflétta áhvílandi veðskuldum á 2., 3. og 7. veð- rétti samtals að fjárhæð kr. 122.000,00. Samdægurs undirrituðu aðiljar þó „skvittun““ þar sem fram kemur að þótt skrifað hafi verið undir afsal og það þinglesið, hafi viðskiptin ekki verið gerð upp að fullu. Deilan í máli þessu snýst um uppgjör aðilja vegna kaupsamnings þessa. Stefnandi í aðalsök styður kröfur sínar þeim rökum að enn skuldi stefndi kr. 55.000,00 samkvæmt kaupsamningnum. Stefndi hafi samþykkt víxil fyrir þessari fjárhæð þegar afsalið var gefið út, og skyldi víxillinn geymdur í fasteignasölu Lúðvíks Gizurarsonar hrl. þar til fullnaðaruppgjör hefði farið fram á samningnum. Stefnandi hafi efnt skyldur sínar og aflétt öllum veðskuldum sem hann hafi átt að aflétta. Hann hafi viljað fá víxilinn afhentan hjá fasteignasala og fá uppgjör gert, en fasteignasalinn hafi neitað að afhenda víxilinn, og stefnda Margrét hafi komið í veg fyrir að fullnaðar- uppgjör gæti farið fram. Stefnda Margrét hafi ekki framvísað kvittunum fyrir afborgunum af lánunum svo að unnt væri að ganga frá uppgjörinu og sjá hver hlutur stefnanda ætti að vera í því, fyrr en nú undir rekstri málsins. Stefnda hafi borið ýmsu við. Stundum hafi hún sagt að hún hefði átt að hafa fimm mánaða frest upp á að hlaupa til þess að greiða síðustu greiðsluna frá þeim tíma er seljandi aflýsti síðustu áhvílandi veðskuldinni. En því sé til að svara að seljandi hafi ekki getað aflétt þessari veðskuld fyrr en 6. janúar 1982 vegna þess að stefnda hafi ekki greitt þær kr. 5.000,00 sem hún hafi átt að greiða í september 1981. Stundum hafi stefnda borið því við að lyklasett hafi vantað að íbúðinni, stundum að stefnandi hafi skilið eftir drasl í geymslu. Síðar hafi stefnda borið því við að fram- reikna hafi átt áhvílandi veðskuldir við samingsgerð, og einnig að stefnandi hafi tekið á sig ábyrgð á hlutum sem stefnda hafi komið fyrir í geymslu í húsinu, og einnig að stefnandi hafi ekki afhent íbúðina á réttum tíma. Þannig hafi stefnda borið ýmsu við á ýmsum tímum. Framreikning veð- skulda hafi aldrei verið samið um eða rætt um, en þessu eins og öðru hafi stefnandi andmælt sem ósönnuðu, óviðkomandi málinu og fráleitu. Stefnda Margrét styður sýknukröfu sína þeim rökum að hún skuldi stefn- anda ekki það sem hann krefji um í máli þessu. Í fyrsta lagi hafi áhvílandi veðskuldir, kr. 94.000,00 átt að framreikna til janúar 1981, og hafi þær þannig numið kr. 124.988,40 samtals. Stefnda hafi aðeins tekið að sér að greiða kr. 94.000,00 og hafi stefnandi því átt að taka á sig mismuninn, kr. 30.988,40, og hafi átt að draga hann frá verði íbúðarinnar við uppgjör. Hún 524 hafi gert ráð fyrir slíkum framreikningi í tilboði sínu sem hún hafi gert sím- leiðis frá Svíþjóð til fasteignasölunnar. Lúðvík Gizurarson hrl. hafi gengið frá kaupsamningnum og hafi stefnda treyst honum og gert ráð fyrir að hann hafi sagt seljanda frá tilboðinu þegar hún las samninginn yfir og undirritaði hann í Svíþjóð. Lúðvík hafi verið umboðsmaður seljandans, stefnanda í máli þessu, og komið fram sem slíkur og leggi stefnda á það ríka áherslu. Hún hafi í bréfi til Lúðvíks, dags. 26. janúar 1981, sendu þegar samningurinn hafi verið undir- ritaður og sendur til Íslands, sagt að Lúðvík þyrfti að framreikna lánin og ganga frá skilum á þeim greiðslum, sbr. dskj. nr. 41. Þannig hafi tilboð hennar miðast við framreikning veðskulda og hafi slíkt farist fyrir í samningn- um, verði stefnandi að bera það þar sem mistök hafi þá orðið hjá umboðs- manni hans, fasteignasalanum. Stefnda tekur og fram að hún hafi orðið fyrir margvíslegu tjóni vegna vanefnda stefnanda á samningnum. Hann hafi ekki létt af veðlánum sem hann hafi lofað að létta af eigninni fyrir Í. júní 1981 sem hafi leitt til þess að hún hafi ekki getað fengið lán og orðið að selja íbúðina aftur í janúar 1982, og hafi þetta valdið henni tjóni. Stefnandi hafi heldur ekki afhent íbúðina á réttum tíma og það hafi valdið henni tjóni. Stefnandi hafi tekist á hendur að varðveita fyrir stefndu ýmsa húsmuni, sem vegna van- geymslu hafi ýmist glatast eða skemmst. Þess vegna hafi hún höfðað gagnsök í málinu, og renni sýknukröfur kennar saman við kröfur hennar í gagnsök sem gerðar séu til skuldajafnaðar kröfum stefnanda. Kröfur sínar í gagnsök styður gagnstefnandi Margrét þeim rökum að í fyrsta lagi hafi hún orðið að greiða skuldir fyrir gagnstefnda sem hvílt hafi á íbúðinni og hann hafi ekki gert upp, samtals að fjárhæð kr. 13.456,90, og sundurliðast þannig. 1. Húsnæðisstjórnarlán hjá Veðdeild Landsbanka Íslands, gjalddagi 1. maí 1981 .......0..02. 000. nennt. kr. 5.364,90 Dráttarvextir til 2. október 1981 ...........0.0.00.... — 1.220,50 2. Lífeyrissjóður matreiðslumanna, gjalddagi 1. apríl 1981 — 4.475,00 Dráttarvextir til 7. janúar 1982 ...........00.0..... — 1.611,00 Gjalddagi 20. apríl 1981 .........0.... 000. 000. — 177,00 Dráttarvextir til 7. janúar 1982 ...............0.... Sri 56,20 3. Fasteignaskattur, gjalddagi 15. janúar og 15. febrúar TOR samtals a 5 sa gs viði mj pg a a egg ra 552,30 kr. 13.456,90 Þessi liður gagnkröfu byggist á þeirri venju í fasteignaviðskiptum að selj- andi fasteignar greiði vexti af áhvílandi lánum sem séu yfirtekin fram að yfir- 525 tökudegi, og hluta fasteignagjalds, enda hafi um þetta verið samið í fasteigna- viðskiptum aðilja. Annar liður gagnkröfu sé um greiðslu útlagðs hreingerningarkostnaðar, kr. 1.200,00. Íbúðin hafi verið svo illa farin og óhrein þegar seljandi hafi átt að skila henni af sér 1. október 1981 að gagnstefnandi hafi orðið að láta hreinsa íbúðina á kostnað gagnstefnda. Þriðji liður gagnkröfu sé um greiðslu á kr. 36.000,00, skaðabótum vegna skemmda á búslóð sem gagnstefndi hafi tekið í sínar vörslur fyrir gagnstefn- anda og lofað að koma í geymslu en svikist um, og hafi skemmdir orðið á salernisskál og tveir kassar með eldhúsáhöldum og garðáhöldum hafi týnst. Gagnstefndi beri ábyrgð á tjóni þessu samkvæmt Jónsbókarákvæðum um ábyrgð vörslumanns, enda hafi vörslur hans verið vítaverðar. Gagnstefndi Skúli styður sýknukröfu sína í gagnsök þeim rökum að gagn- stefnandi hafi ekki sýnt fram á hvaða fjárhæðir gagnstefndi eigi að greiða vegna uppgjörs á áhvílandi veðskuldum. Uppsetning gagnstefnanda á upp- gjöri sé rangt að öllu leyti. Einnig sé upplýst að gagnstefndi hafi látið hreinsa íbúðina vel og eigi ekki að bera viðbótarhreingerningarkostnað gagnstefn- anda. Einnig mótmælir gagnstefndi því alfarið að hann hafi valdið gagnstefn- anda tjóni vegna vangeymslu búslóðar. Hann hafi ekki tekið að sér geymslu á þessum hlutum. Hið sanna sé, að gagnstefnandi hafi farið þess á leit við gagnstefnda hinn 28. apríl 1981, að fá að geyma búslóð í geymslu að Hólm- garði 50. Þá hafi gagnstefndi tjáð henni að geymslan sem íbúðinni fylgdi væri full, en að herbergi sem tilheyrði sameigninni væri laust og hún mætti sjálfsagt geyma dótið þar. Gagnstefnandi hafi sjálf valið þann kost á staðnum, og hafi þetta verið alfarið á hennar ábyrgð, og hafi gagnstefndi aldrei lofað að flytja dótið í aðra lokaða geymslu. Gagnstefndi hafi ekki búið þarna á þessum tíma og gagnstefnandi hafi vitað það, og hann hafi því ekki getað verið vörslu- maður hlutanna. Hann hafi tekið sérstaklega fram við gagnstefnanda að hann tæki ekki ábyrgð á þessum hlutum. Fjárhæð tjóns gagnstefnanda sé einnig mótmælt til öryggis sem algerlega ósönnuðu, óraunhæfu og ósennilegu. Varakröfu sína í gagnsök styður gagnstefndi með því að gagnstefnanda sé og hafi verið heimilt áð skuldajafna þeim fjárhæðum sem honum hafi borið að greiða sem hluta sinn í afborgunum og skuldum íbúðarinnar miðað við yfirtökudag gagnstefnanda 1. mars 1981. Honum beri samkvæmt venju að greiða 10/12 hluta skatta og skyldna fram að yfirtökudegi kaup- anda, og samkvæmt þeim kvittunum, sem gagnstefnandi loks hafi nú lagt fram, sé í ljós leitt að vextir og varasjóðstillag húsnæðismálastjórnarláns hjá Veðdeild Landsbanka Íslands hafi verið samtals kr. 2.594,55 og telji gagnstefndi sig eiga að greiða af því 10/12 hluta, eða kr. 2.162,20. Af vöxtum af láni frá Lífeyrissjóði matreiðslumanna kr. 4.889,00 telji gagn- stefndi sig eiga að greiða kr. 4.475,00, og einnig kr. 177,00 af láninu með 526 gjalddaga 20. apríl. Þá viðurkenni hann hlutdeild sína í fasteignagjöldum kr. 552,30, og nemi þessar fjárhæðir samtals kr. 7.366,50. Frá dragist þá kr. 323,21, þar sem eftirstöðvar áhvílandi veðskulda hafi samkvæmt fram- lögðum gögnum gagnstefnanda numið kr. 93.676,69, en ekki kr. 94.000,00, eins og reiknað hafi verið með í kaupsamningi. Þannig telji gagnstefndi heimilt að skuldajafna með kr. 7.043,19 og að þannig hefði uppgjör aðilja verið ef gagnstefnandi hefði komið með kvittanir sínar svo unnt hefði verið að gera slíkt uppgjör eins og venja sé í fasteignaviðskiptum. Niðurstaða. 1. Um sýknukröfu stefndu í aðalsök. Hinn 28. apríl 1981 gengu aðiljar að nokkru frá fasteignaviðskiptum sínum, en engin fullnægjandi skýring er fram komin í málinu hvers vegna ekki var gengið frá uppgjöri aðilja um leið og afsal var gefið út eins og venja er. Þennan dag lýsti stefnandi því yfir að hann myndi losa ákveðnar veðskuldir af hinni seldu íbúð fyrir 1. júní 1981, og stefnda undirritaði að hún ætti eftir að greiða kr. 55.000,00 af kaupverði. Hvorugt stóð við þessi orð sín. Ef stefnda hefði talið sig hafa samið um framreikning á áhvílandi veðskuldum sem hún hafi tekið á sig í kaupsamningi, og þær hafi því ekki verið að fjárhæð kr. 94.000,00, eins og í samningi-stóð, heldur kr. 124.988,40, hefði hún getað farið fram á það á þessum tíma. Ekki er í ljós leitt að stefnda hafi farið fram á slíkt. Ef hún vildi semja þannig við gerð kaupsamningsins í janúar 1981 hefði henni verið í lófa lagið að geta þess á kaupsamningi er hún undirritaði hann. Það gerði hún ekki. Stefnda getur ekki eftir á haldið því fram að venja hafi byrjað í janúar 1981 að framreikna slíkar veðskuldir, þar sem venja myndast á nokkrum tíma og þekkist af sjálfri sér, ekki af upphafi sínu. Stefnda hefur því ekki sýnt fram á að hún hafi samið um slíkan framreikning veðskulda og verður krafa hennar um sýknu að þessu leyti ekki tekin til greina, enda verður ekki fallist á að Lúðvík Gizurarson hrl. hafi komið fram sem umboðsmaður stefnanda gagnvart stefndu í þessum samningi. Upplýst er að stefnandi hafi ekki staðið við loforð sitt um að aflétta veðum af íbúðinni fyrir 1. júní 1981, og er skýring hans á því í málinu ekki haldbær. Hinsvegar hefur stefnda ekki sýnt fram á tjón sitt af þessum sökum og verður krafa hennar því ekki tekin til greina. Stefnda hefur heldur ekki sýnt fram á tjón vegna þess að stefnandi hafi ekki afhent íbúðina hinn 1. október 1981, og verður krafa hennar að því leyti ekki tekin til greina. 2. Um gagnsök. Viðurkennt er af stefnda í gagnsök að hann eigi að greiða sinn hlut í 527 afborgun lána, en hann afneitar vísitöluálagi sem fallið hafi á afborganir, svo og dráttarvöxtum. Fallast ber á með stefnanda í gagnsök að vísitöluálag hafi verið fallið á fyrir yfirtökudag hennar, hinn 1. mars 1981, og beri því stefnda að greiða sinn hluta af því. Dráttarvexti ber stefnda hinsvegar ekki að greiða þar sem stefnanda bar að standa skil á greiðslum á réttum gjald- dögum eftir 1. mars 1981, og hefur engin skýring verið gefin hvers vegna gagnstefndi gerði það ekki. Krafa stefnanda í þessum lið í gagnsök lækkar því um kr. 2.887,70, og kr. 323,21 eins og stefndi hefur bent á, og verður tekin til greina með kr. 10,246,00. Upplýst er að gagnstefndi hafi látið hreinsa íbúðina áður en gagnstefn- andi tók við henni. Gegn andmælum gagnstefnda hefur gagnstefnandi ekki sýnt fram á að endurhreinsun hafi þá verið svo nauðsynleg að gagnstefndi eigi að bera kostnað af, og verður krafa gagnstefnanda um greiðslu á kr. 1.200,00 því ekki tekin til greina. Gagnstefnandi fékk ýmsa hluti setta í geymslu að Hólmgarði 50 hinn 29. apríl 1981. Líta verður svo á, að gagnstefndi hafi við þetta tækifæri verið að aðstoða gagnstefnanda við að koma hlutum þessum í geymslu í húsi, þar sem hvorugt aðilja bjó, og að gagnstefnandi hefði þurft að gera gagnstefnda ljóst, ef ætlast var til að gagnstefndi ætti að bera ábyrgð á geymslu hlutanna. Þegar þetta er virt verður að telja að gegn andmælum gagnstefnda hafi gagnstefnandi ekki sannað, að gagnstefndi hafi tekið á sig ábyrgð á þessum hlutum. Verður gagnstefndi því ekki talinn ábyrgur fyrir skaða þeim, sem gagnstefnandi kveðst hafa orðið fyrir vegna van- geymslu hlutanna, og ber að sýkna gagnstefnda af þessum kröfulið. Niðurstaða verður því sú, að kröfu stefnanda í aðalsök beri að lækka um kr. 10.246,00, sem koma áttu kröfunni til frádráttar við uppgjör aðilja, og dæma stefndu í aðalsök til að greiða stefnanda kr. 44.754,00 með vöxtum. frá 15. nóvember 1981. Dráttarvextir dæmast ekki, þar sem laga- heimild skortir. Ekki er unnt að dæma dómvexti, þar sem þeirra var ekki krafist, .sbr. lög nr. 56/1979. Vextir ákveðast því almennir ársvextir. Að öðru leyti ber að sýkna gagnstefnda af kröfum í gagnsök. Eftir þessum málalokum ber að dæma stefndu Margréti til að greiða stefnanda Skúla málskostnað, sem ákveðst kr. 12.000,00. Málskostnaður í gagnsök fellur niður. Garðar Gíslason borgardómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Í aðalsök greiði stefnda, Margrét Georgsdóttir, stefnanda, Skúla Hansen, kr. 44.754,00 með 34%0 ársvöxtum frá 15. nóvember 1981 til 1. nóvember 1982, en með 42% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- 528 dags, og kr. 12.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Að öðru leyti skal gagnstefndi vera sýkn af kröfum gagnstefnanda og málskostnaður í gagnsök fellur niður. Fimmtudaginn 13.mars 1986. Nr. 116/1984. Byggingarfélagið Ós hf. (Tómas Gunnarsson hrl.) gegn Hagsmunafélagi Lóðareigenda á byggingarreit Í við Nesbala á Seltjarnarnesi og gagnsök (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) Fasteignakaup. Túlkun samnings. Aðild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Aðaláfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 5. júní 1984. Hann krefst sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda í mál- inu, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði felld úr gildi og að gagn- áfrýjanda verði gert að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 19. júní 1984 samkvæmt heimild í 36. grein laga nr. 75/1973. Hann krefst þess að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 126.698,00 krónur með 429 ársvöxtum frá 1. janúar 1983 til stefnubirtingardags 29. júní 1983, með 47% ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, með 39% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október 1983, með 3690 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember 1983, með 32% ársvöxt- 529 um frá þeim degi til 21. desember 1983, með 2590 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, með 19% ársvöxtum frá þeim degi til 13. ágúst 1984, með 24% ársvöxtum frá þeim degi til 27. ágúst 1984, með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 18. september 1984, með 25,5% ársvöxtum frá þeim degi til 11. október 1984, með 26% ársvöxtum frá þeim degi til 25. október 1984, með 27,5% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1985, með 34% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1985, með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 11. maí 1985, með 35%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. ágúst 1985, með 3600 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember 1985, með 39% árs- vöxtum frá þeim degi til 28. febrúar 1986 og síðan með hæstu dóm- vöxtum eins og þeir eru hverju sinni, til greiðsludags. Þá krefst gagnáfrýjandi og að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði staðfest svo og að sér verði dæmdur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. Málið liggur þó fyrir Hæstarétti í sama horfi og fyrir héraðsdómi í því er máli skiptir. Gagnáfrýjandi er félag með sérstakri stjórn kjörinni samkvæmt félagslögum er hann hefur sett sér. Hann hefur fengið framseldar skaðabótakröfur á hendur aðaláfrýjanda, þær sem málssókn þessi er reist á, vegna allra húsanna tólf á byggingarreit I við Nesbala, ýmist frá upphaflegum viðsemjendum aðaláfrýjanda eða réttartök- um þeirra. Stendur það ekki málsaðild félagsins í vegi þótt það sé ekki skráð í firmaskrá og hafi ekki sérstakt nafnnúmer í fyrirtækja- skrá Hagstofu Íslands. Samkvæmt kröfu gagnáfrýjanda var gert fjárnám eftir héraðs- dómi í eign aðaláfrýjanda hinn 11. maí 1984. Gagnáfrýjandi gerði þá ekki fyrirvara um áfrýjun af sinni hálfu. Hefur hann því fyrirgert áfrýjunarrétti til heimtu hærri fjárhæðar en héraðsdómur dæmdi. Í aðiljaskýrslu sinni fyrir bæjarþingi bar Ólafur Björnsson fram- kvæmdastjóri aðaláfrýjanda ekki ótvírætt brigður á að aðaláfrýj- anda hefði borið að greiða kostnað af niðurfalli. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Þá ber og að staðfesta hina áfrýjuðu fjárnámsgerð með því að ekki eru á henni annmarkar sem standi því í vegi. 34 530 Eftir þessum úrslitum ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti er ákveðst 27.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er staðfest. Aðaláfrýjandi, Byggingarfélagið Ós hf., greiði gagnáfrýj- anda, Hagsmunafélagi lóðareigenda á byggingarreit Í við Nes- bala á Seltjarnarnesi, 27.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. mars 1984. Mál þetta, sem tekið var til dóms 1. þ.m., er höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu birtri 29. júní 1983. Stefnandi málsins er Hagsmunafélag lóðareigenda á byggingarreit | við Nesbala á Seltjarnarnesi. Stefndi er Byggingarfélagið Ós hf., Seljugerði 8, Reykjavík, nnr. 6905- 3327. Stefnandi gerir þær dómkröfur að stefndi verði dæmdur til þess að greiða sér skaðabætur að fjárhæð kr. 126.698,00, með 42% ársvöxtum frá 1. janúar 1983 til 29. júní 1983, og með hæstu dómvöxtum skv. lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt gjald- skrá Lögmannafélags Íslands. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda eftir mati réttarins. | Sáttaumleitanir dómsins hafa ekki borið árangur. | Mál þetta dæma Bjarni Kristinn Bjarnason borgardómari ásamt með- | dómendunum Hákoni Ólafssyni og Pálma R. Pálmasyni byggingaverk- fræðingum. I. | Stefndi, Byggingarfélagið Ós hf., er byggingafyrirtæki sem annast hús- byggingar og aðra byggingastarfsemi svo og annan skyldan atvinnurekstur. Stefndi keypti á sínum tíma byggingarreit 1 við Nesbala á Seltjarnarnesi. Í maí 1980 lét stefndi teikna 10 raðhús á byggingarreitnum og 2 einbýlishús. Á tímabilinu 12. júní 1980 til og með 20. júní 1980 seldi stefndi öll húsin 12 á byggingarreitnum. Kaupin gengu til baka í einu tilviki og var eitt hús- anna því selt aftur. Á fundi bygginarnefndar Seltjarnarness 6. ágúst 1980 531 voru teikningar af húsunum, sem stefndi hafði látið gera, og skipulag bygg- ingarreitsins samþykkt. Fasteignasala Vagns E. Jónssonar annaðist sölu á húsunum fyrir stefnda, og mun Atli Vagnsson hafa samið alla kaupsamn- ingana. Þegar sala á eignunum fór fram á áðurgreindum dögum í júní 1980, munu byggingaframkvæmdir hafa verið mjög stutt á veg komnar. Húsin skyldu afhendast uppsteypt með járni á þaki, gleri í gluggum og með úti- hurð og bílskúrshurð. Óumdeilt er, að í öllum kaupsamningunum hafi auk þess verið svofellt ákvæði: „„C. Frágangur lóðar: Lóð verður sléttuð, en að öðru leyti ófrágengin, en í götu verður fyllt í rétta hæð.“ Aðalágreiningur málsins er hvernig beri að skilja það ákvæði kaupsamn- inganna þar sem segir: „,.... Í götu verður fyllt í rétta hæð.“ Húsin voru yfirleitt afhent kaupendum á fyrrihluta árs 1981. Húseigendur á umræddum byggingarreit urðu fljótlega mjög óánægðir með það hvernig stefndi gekk frá heimreiðum á byggingarreitnum og kvört- uðu þeir bæði við fasteignasöluna, sem annaðist sölu húsanna, og við Ólaf Björnsson, framkvæmdastjóra stefnda. Hinn 24. ágúst 1981 komu húseig- endur saman á fund og fól fundurinn þremur húseigendum að koma fram gagnvart stefnda varðandi ágreiningsefni allra húseigenda vegna fram- kvæmda og framkvæmdaleysis af hálfu stefnda á byggingasvæðinu. Þessir þrír nefndarmenn rituðu stefnda bréf dags. 24. ágúst 1981. Í bréfinu segir m.a.: „„Er það skoðun allra viðkomandi aðila, að töluvert vanti á, að af hálfu félagsins hafi allar skyldur skv. kaupsamningum verið uppfylltar. Við leggjum alla áherslu á, að reynt verði að leysa þessi mál með fullu sam- komulagi.““ Stefndi gaf út afsöl fyrir öllum 12 húsunum þannig: Tvö afsöl í septem- ber 1981, þrjú afsöl í október 1981, tvö afsöl í desember 1981, tvö afsöl í janúar 1982, eitt í febrúar 1982, eitt í mars 1982 og eitt í apríl 1982. Í öllum afsölunum er svofellt ákvæði: „, Vilji kaupandi gera athugasemd við sýnilegt ástand eignarinnar eftir að afhending hefur farið fram, skal hann gera það bréflega við seljanda fyrir 1. febrúar 1982, en seljandi annars teljast laus ábyrgðar.“ Á grundvelli ofangreinds ákvæðis í afsölum rituðu húseigendur stefnda bréf 27. janúar 1982 þar sem því var haldið fram, að stefndi hefði vanefnt kaupsamningana að því er varðar frágang á götustæðum á byggingarreitn- um. Í bréfinu segir m.a.: „Við lítum svo á, að ákvæði í samningum þeim, sem hér um ræðir, þar sem segir, að „í götu skuli fyllt í rétta hæð“ verði að skýra þannig, að félagið eigi að ganga frá umræddum götum á þann hátt, að þær séu nánast tilbúnar til lagningar bundins slitlags.““ 532 Hinn 20. maí 1982 stofnuðu húseigendur félag. Í 1. gr. samþykkta félags- ins segir svo: „Nafn félagsins er: HAGSMUNAFÉLAG LÓÐAREIGENDA Á BYGG- INGARREIT I VIÐ NESBALA Á SELTJARNARNESI. Tilgangur félags- ins er að koma fram f. h. eigenda húseigna nr. 60 til og með nr. 82 (þ.e. nr. á jöfnum tölum) við Nesbala að því er varðar sameiginlegar fram- kvæmdir, en byggingarsvæðið, sem hús þessi standa á, telst vera ein lóð og er á skipulagsuppdrætti merkt,,reitur 1.“ við Nesbala.“ II. Lögmaður stefnanda ritaði í nafni stefnanda hinn 14. júní 1982 mats- beiðni. Í beiðninni var óskað dómkvaðningar tveggja matsmanna til þess að meta: „a) Hvað þarf að gera til að gera heimreiðarnar þannig úr garði, að þær verði í réttri hæð, fylltar með jarðefni, sem hægt sé að nota sem undir- lag undir varanlegt slitlag? b) Matsmenn meti til fjár,hvað kosta muni að framkvæma þær aðgerð- ir á heimreiðunum, sem þeir telja nauðsynlegar vera skv. lið a) hér að framan og sé þá tekið mið af verðlagi dagsins í dag, þegar mat er fram- kvæmt.“ Dómkvaðning fór fram 28. júní 1982 og matsmenn skiluðu matsgerð, sem er dags. 15. ágúst 1982. Í matsgerðinni segir m.a.: „„Grafið var í heimreið húsanna nr. 68-82 á fjórum stöðum og tekin þrjú jarðvegssýni úr malarefni því sem reyndist vera ofantil í prufuholunum. Neðan þessa malarefnis tók alls staðar við mold, sem engin ástæða var til að taka sýni úr, þar sem ekki fer milli mála að um frostnæmt efni er að ræða. Malarefnið reyndist vera þynnst um 35 cm en þykkast tæplega 100 em. Jarðvegssýnin voru send R.B. til athugunar og liggur niðurstaða þaðan fyrir í meðfylgjandi skýrslu nr. H82-579, dags. 5.7. 1982. Samkvæmt nefndri niðurstöðu R.B. eru tvö sýnanna örugglega ekki frostnæm, en það þriðja þyrfti að prófast með s.k. hydrometerprófi til að vita með fullri vissu um frostnæmi þess. Matsmenn telja, að ef efni þetta yrði nýtt til fyllingar að uppúrtekt lok- inni, myndi það blandast þannig að frostnæmi efnisins yrði varla umtals- vert við slíka endurnotkun, og telst það því nothæft samkvæmt þeim venjum er tíðkast um jarðfyllingar. Að tillögu matsmanna fór fram hæðarmæling á stígunum og er niður- staða hennar sýnd á teikningu Hönnunar h/f dags. 12. júlí 1982. Matsmenn 533 hafa fært athuganir sínar á þykkt fyllinga inn á sama uppdrátt og notað hann sem grundvöll útreikninga á jarðvegsmagni. Verða nú spurningum matsbeiðenda gerð skil.: 1. spurning: 1.1. Heimreiðin að húsunum 60-66 er í eðlilegri hæð fyrir áframhald- andi undirbúning að malbikun. Frávik hennar um allt að “% metra frá legu samkvæmt skipulagi er ekki gagnrýnisatriði af hálfu bæjaryfirvalda, enda liggur stígurinn alfarið innan lóðamarka húseigenda. Byggingafulltrúi, Einar Norðfjörð, hefur staðfest þetta við matsmenn. Sýni voru ekki tekin úr þessari heimreið, enda lögðu matsbeiðendur enga áherslu á, að þess þyrfti. Álykta matsmenn, að efnið í þeirri heimreið teljist ekki aðfinnslu- vert. Ef húseigendur telja legu þessa ekki viðunandi, er hægt að bæta úr því á auðveldan hátt, sbr. lið b) hér á eftir. 2. spurning: a. Nauðsynlegar aðgerðir. 2.a.1. Óski menn að leiðrétta legu stígsins, þyrfti að grafa út ca. 10 m? efnis og endurnýja með góðu malarefni. 2.a.2. Nauðsynlegt er að grafa út úr stígnum í 70-80 cm dýpt undir endanlegt yfirborð. Miðað við að taka sæmilega ríflega (6 metra breidd) yrði upptekið magn um 600 m?. Af því má reikna með, að nothæft sé í þetta verk (eða annað eftir aðstæðum) um 240 m', þ.e. upptekið malarefni úr stígnum. Endurfylling með ófrostnæmu efni til viðbótar yrði 140 m?. Er þá reiknað með venjulegri götufyllingu. Ofan á hana kæmi þá jöfn- unarlag 5-8 cm þykkt og síðan malbik 4-5 cm þykkt, venju samkvæmt. b. Kostnaðarmat. 2.b.1. Leiðrétting á legu stígsins að húsunum nr. 60-66 áætlast kosta, uppúrtekt og endurfylling 10 m? á 250 kr/m? 2.500.- 2.b.2. Uppúrtekt og endurfylling áætlast kosta: Uppúrtekt nothæfrar malar 240 m? á 50 kr/m? 12.000.- Uppúrtekt ónothæfs efnis 360 m? á 50 kr/m? 18.000.- Endurfylling með nothæfu efni úr stíg 240 m? á 60 kr/m? 14.000.- Endurfylling með aðfluttu efni 140 m? á 150 kr/m? 21.000.- Áætlað er, að af þessum upphæðum séu 25% vinnulaun og 75% akstur og vélavinna.““ Ekki vildi stefndi greiða samkvæmt matinu, og fengu húseigendur þá verktakafyrirtækið Loftorku sf. til þess að malbika göturnar tvær á bygg- ingarreitnum. Að loknu verki afhenti Loftorka sf. eftirfarandi skilagrein um sundurliðun á verkinu: 534 „„1. Uppúrtekt og brottakstur: 655 m? á 45,00 kr. 29.475,00 2. — Grúsarfylling: 527 m? á 140.00 — 73.780,00 3. Jöfnunarlag og malbik, efni og vinna: 827 m? á 150.00 x 1331/1140 — 144.834,00 4. — Vinna við niðurföll o.fl.: Efni og vinna samkv. meðf. nótum — 23.443,00 5. — Hlutur húseigenda í jarðvinnu v. hitaveitu skv. samkomulagi húseigenda og bæjarstjóra Seltjarnarness — 16.162,00 Kr. 287.694,00'% 111. Stefnandi reisir kröfur sínar í málinu á því að stefndi hafi sem seljandi bakað sér bótaábyrgð með vanefndum sínum á kaupsamningum við kaup- endur húsanna nr. 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76, 78, 80 og 82 við Nesbala á Seltjarnarnesi með því að efna ekki c-lið kaupsamninganna. Kaupendur hafi mátt treysta því að ákvæðið „í götu verður fyllt í rétta hæð““ bæri að skýra á þann veg að seljandi, stefndi í málinu, hafi skuld- bundið sig til að leggja viðurkennt frostþolið fyllingarefni í heimreiðarnar á byggingarreitnum þannig að unnt væri að leggja varanlegt slitlag ofan á undirlagið. Í því sambandi beri að hafa í huga að stefndi og fasteigna- salan, sem gekk frá kaupsamningunum, hafi ráðið efni kaupsamninganna og skýra beri því þetta ákvæði kaupendum í hag, enda verði þeir að teljast lakar settir í þessum viðskiptum eins og málavöxtum öllum var háttað. Stefnandi skírskotar til 42. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup máli sínu til stuðnings. Af hálfu stefnanda er því og haldið fram að ekkert sé við aðild stefnanda að athuga. Umrædd lóð sé sameiginleg og hafi eigendum hennar því bæði verið rétt og skylt að stofna sérstakt félag um þessa hags- muni sína, en auk þess hafi stefnandi fengið framseldar allar kröfur hús- eigenda á hendur stefnda varðandi vanefndir stefnda á umræddu ákvæði c-liðar kaupsamninganna. Er því þannig haldið fram af hálfu stefnanda að hafna beri öllum kröfum og málsástæðum stefnda en taka kröfur stefn- anda til greina að öllu leyti, en stefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig: 1. Uppúrtekt og brottakstur kr. 29.475,00 2 Grúsarfylling — 173.780,00 3. Vinna við niðurföll — 23.433,00 Kr. 126.688,00 535 Stefnandi bendir á að matsmenn hafi fyrst og fremst verið fengnir til þess að skoða heimreiðarnar og segja til um ástand þeirra og í leiðinni að meta hvað kosta myndi að lagfæra þær ef það mætti verða til þess að stefndi gengi frekar til samninga strax, er vitneskja fengist um kostnað við lagfæringu í krónum talið. Tjón stefnanda hafi hins vegar numið hærri fjárhæð. heldur en niðurstaða matsmanna segi til um. Hljóti stefndi að vera dæmdur til þess að greiða bætur fyrir raunverulegt tjón stefnanda, sem í þessu tilviki sé unnt að færa sönnur á með hinum framlögðu reikningum Loftorku sf., en það sé auðvitað mun. áreiðanlegra sönnunargagn í þessu tilliti en matsgerð matsmanna og því skylt að leggja reikninga fyrirtækisins til grundvallar um skaðabótafjárhæðina. Í þessu sambandi er af hálfu stefnanda á það bent að fyrirsvarsmenn Loftorku sf. hafi ekki talið það svara kostnaði að nota sem endurfyllingu hluta af efninu sem í götustæðinu var þar sem slíkt hefði aðeins aukið á kostnaðinn við verkið. IV. Kröfu sína um sýknu byggir stefndi á því í fyrsta lagi, að hann hafi ekki átt viðskipti við stefnanda. Stefnandi hafi auk þess ekki verið stofnað sem félag fyrr en á árinu 1982 eða löngu eftir að lokið var byggingu húsanna, sem tengjast málinu. Beri því að sýkna stefnda þegar af þeirri ástæðu að stefnanda skorti aðild að málinu sbr. ákvæði 45. gr. og 46. gr. laga nr. 85/1936. Í öðru lagi er sýknukrafan á því byggð að samningar um húsin, sem málið tekur til, hafi verið á þann veg, að stefndi sé ekki skyldugur að greiða kostnað, sem krafist er í málinu. Í þriðja lagi er sýknukrafan byggð á því í greinargerð, að eigendur hús- anna hafi tekið athugasemdalaust við afsali og firrt sig rétti til athuga- semda, þar sem athugasemdir hafi ekki verið bornar fram við stefnda innan 6 mánaða frá afhendingu eignanna, sbr. ákvæði í samningi á dskj. nr. 4. Þetta eigi við athugasemdir um sýnilegt ástand eignanna. Sé og í þessu sam- bandi vísað til 52., 53. og 54. gr. lausafjárkaupalaga nr. 39/1922. Í fjórða lagi er sýknukrafan byggð á því að kröfur stefnanda í málinu séu ekki byggðar á niðurstöðu dómkvaddra matsmanna. Þær séu raunar allt aðrar. Viðskipti, sem stefnandi hafi átt við aðra aðila, séu stefnda óvið- komandi og geti ekki verið grundvöllur að kröfugerð á hendur stefnda. Af hálfu stefnda er skilningi á umræddu ákvæði c-liðar kaupsamning- anna mótmælt. Við hinn munnlega málflutning var því haldið fram að lík- legt væri að Ólafur Björnsson, framkvæmdastjóri stefnda, hafi sett hið umdeilda ákvæði í c-lið kaupsamninganna, enda þótt lögfræðingur fast- eignasölunnar hafi formlega samið kaupsamninginn. Tilgangurinn hafi verið að samkvæmt þessu ákvæði skyldi stefndi fylla í rétta hæð í götu 536 með þeim efnum, sem til voru á byggingarstað, en bæta síðan við öðrum efnum sem tiltæk væru á byggingarstaðnum. Þetta ákvæði hafi þannig verið í samræmi við kröfur sem uppfylla hafi þurft til að unnt væri að leggja rafmagn, síma og hitaveitu í húsin, en ekki hafi staðið til að full- nægja öðrum kröfum. Þar sem húsin voru seld mjög skammt á veg komin í byggingu hafi ekki verið við því að búast að gengið yrði frá endanlegum götum eða lóðum húsanna, enda ekki vitað, hvar götur ættu að liggja endanlega. Það sé því rangt og mótmælt af hálfu stefnda, að stefndi hafi nokkru sinni lofað að sett yrði varanlegt fyllingarefni þar sem stefnandi telji nú að götur eigi að vera. Í greinargerð er af hálfu stefnda á það bent að samkvæmt húseigenda- fundi 25. apríl 1981 hafi verið leitað til Auðar Sveinsdóttur landslags- arkitekts og hún beðin um að hanna lóðir, götur, leiksvæði, götulýsingar o.fl. á umræddum byggingarreit. Þetta ásamt samningsákvæðum í sölu- samningum um húsin sé því til staðfestingar að við gerð samninga um húsin hafi ekki verið vitað hvar götur ættu endanlega að vera. Útilokað sé því að stefndi hafi skuldbundið sig til að leggja varanlegt fyllingarefni í götur sem ekki var vitað hvar yrðu. Þetta sé einnig stutt umræðum sem átt hafi sér stað við ýmsa kaupendur húsanna. Þegar þetta hafi borist í tal við samningsgerð er því haldið fram að stefndi hafi lýst framangreindri skoðun sinni ótvírætt. Þá er því haldið fram að stefndi hafi ekki skuldbundið sig til að ganga frá niðurföllum í götu, enda ekki auðvelt þegar ekki var vitað hvar þær yrðu. Af hálfu stefnda er á það lögð áhersla að margnefnt ákvæði í c-lið kaup- samninganna hafi einungis verið gert til þess að tryggja það að vottorð um að húsin væru fokheld fengjust útgefin hjá byggingafulltrúa, en til þess að svo mætti verða, hafi þurft að fylla í götu í rétta hæð. Það hafi því nánast verið slys ef túlka eigi nú þetta umdeilda ákvæði á þann veg að stefndi hafi tekið að sér að leggja varanlegt fyllingarefni í götuna í rétta hæð. Þá er því haldið fram af stefnda að matsgerðin geti ekki nýst sem grund- völlur í málinu þar sem í matsgerðinni sé gert ráð fyrir fyllingarefni, ekki aðeins í götuna sjálfa heldur og í gangstétt og 50 sm hvoru megin. Ljóst sé að ekkeri eftirlit hafi verið haft með því að magntölur þær sem Loftorka sf. hefur gefið upp séu réttar. Sé því heldur ekki unnt að leggja reikninga Loftorku sf. til grundvallar í málinu. Í því sambandi beri að hafa í huga að starfsmenn Loftorku sf. hafi vikið frá ábendingum matsmanna um það að hluti af efninu í götustæðinu væri nothæfur sem fyllingarefni. Sam- kvæmt öllu framansögðu beri því að taka sýknukröfu stefnda til greina. 537 V. Álit dómsins. Fyrirsvarsmenn stefnanda Hjalti P. Þorvarðarson, Ragnar Hall og Sigurjón H. Sindrason, sem jafnframt eru húseigendur á byggingarreitnum, hafa gefið skýrslu hér fyrir dómi svo og Ólafur S. Björnsson, framkvæmda- stjóri stefnda. Einnig hafa gefið skýrslu fyrir dóminum Einar Norðfjörð byggingafulltrúi, Björn Árnason matsmaður í málinu, Atli Vagnsson fast- eignasali, Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt og Sævar Jónsson, fram- kvæmdastjóri Loftorku sf., svo og fyrrverandi húseigendur Eyjólfur Frið- geirsson og Ásmundur Guðmundsson og auk þess núverandi húseigendur Birgir Þórarinsson, Páll Árni Jónsson, Sigurður Jónas Þorbergsson, Ragnar Birgisson og Einara Sigurbjörg Einarsdóttir. Stefndi byggði alls tólf íbúðarhús á byggingarreit | við Nesbala á Sel- tjarnarnesi. Í yfirlýsingu dagsettri í janúar 1984 hafa átta húseigendur, sem keyptu af stefnda, framselt stefnanda „þann rétt til bóta úr hendi“ stefnda, „„sem við teljum okkur eiga vegna vanefnda hans í sambandi við frágang á heimaksturbotnlöngum að húseignum okkar.“ Fjórir aðrir kaupendur, sem keyptu íbúðarhús af stefnda, hafa framselt bótarétt sinn til núverandi eigenda þessara fjögurra húsa, en þeir síðastgreindu hafa aftur framselt bótarétt sinn til stefnanda. Stefnandi hefur þannig fengið framseldan bóta- rétt á hendur stefnda vegna allra húsanna tólf. Þegar þetta er virt, sam- þykktir stefnanda og gögn málsins að öðru leyti, þá verður sú varnarástæða stefnda, að stefnandi sé ekki réttur aðili máls, ekki tekin til greina. Samkvæmt framlögðum uppdráttum eru öll húsin á byggingarreitnum teiknuð með bílskúr einum eða tveimur. Eina aðkoman að bílskúrnum er um heimreiðar sem glögglega eru sýndar á teikningum. Það er álit dómsins að skýra beri ákvæði c-liðs kaupsamninganna, þar sem segir „,.... en Í götu verður fyllt í rétta hæð““, þannig að kaupendur hafi mátt treysta því að stefndi skilaði heimreiðunum með hæfu efni í götu- stæði í rétta hæð undir varanlegt slitlag, en stefndi hefur ekki sannað að hann hafi við gerð kaupsamninganna gert sérstakan fyrirvara varðandi þetta ákvæði samninganna. Svo sem fyrr er frá greint var skipulag byggingarreitsins samþykkt á fundi byggingarnefndar Seltjarnarness 6. ágúst 1980 samkvæmt tillögu stefnda. Á framlagðri teikningu er lega heimreiðanna skýrt mörkuð. Ekkert er fram komið í málinu sem bendir til þess, að húseigendur hafi sótt um breytingu á legu heimreiðanna. Sú varnarástæða stefnda, að óvissa hafi verið um staðsetningu heimreiðanna á verktíma stefnda, er því órökstudd og verður ekki tekin til greina. Líta verður svo á að gangstéttir tilheyri götustæðum, þar sem gerðar eru sambærilegar kröfur varðandi undirbyggingu gatna og gangstétta. 538 Það er álit hinna sérfróðu meðdómsmanna að fallast beri á með mats- mönnum að nauðsynlegt hafi verið við undirbyggingu götunnar að fylla lítillega út fyrir afmarkað götustæði eða allt að 0,5 m hvoru megin. Telja verður að kvartanir af hálfu húseigenda við stefnda hafi verið nægar. Matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna hefur ekki verið hnekkt. Verður hún því lögð til grundvallar í málinu, en kostnaður samkvæmt henni nemur samtals kr. 67.900,00 og verður sú fjárhæð tekin til greina. Skýra ber málflutning af hálfu stefnda svo að stefndi hafi viðurkennt skyldu sína til að greiða kostnað af einu niðurfalli sem stefnda hafi láðst að setja í götuna. Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja í málinu, þykir hæfilegt að meta kostnað við þennan verkhluta á samtals kr. 12.000,00. Samkvæmt þessu verður niðurstaða málsins sú, að stefndi er dæmdur til að greiða stefnanda kr. 79.900,00 (67.900,00 12.000,00). Þá ber stefnda að greiða stefnanda vexti eins og Í dómsorði greinir svo og máls- kostnað, sem ákveðst kr. 45.000,00. Dómsorð: Stefndi, Byggingarfélagið Ós hf., greiði stefnanda, Hagsmunafélagi lóðareigenda á byggingarreit Í við Nesbala á Seltjarnarnesi, kr. 79.900,00 með 4200 ársvöxtum frá 1. janúar 1983 til 29. júní 1983 og með dómvöxtum samkvæmt lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags og kr. 45.000,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 13. mars 1986. Nr. 5/1986. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Hlyni Guðmundssyni (Gísli Baldur Garðarsson hrl.) Manndráp af gáleysi. Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. 539 Héraðsdómi var að ósk ákærða skotið til Hæstaréttar með áfrýj- unarstefnu 13. desember 1985, og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 30. janúar sl. Fallast ber á þá niðurstöðu héraðsdóms að ákærði hafi ekið bif- reiðinni of hratt og ógætilega miðað við aðstæður. Hefur hann með því brotið gegn 1. mgr. sbr. b- og i-liði 3. mgr. 49. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, en ákvæði þessi tæma sök að þessu leyti, þannig að 26. gr. umferðarlaga verður eigi beitt jafnframt. Þar sem mannsbani hlaust af ógætni ákærða verður einnig að refsa honum fyrir mann- dráp af gáleysi samkvæmt 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða, sem var einungis 17 ára er slysið varð og hafði aldrei fyrr verið kærður fyrir lagabrot, þykir hæfilega ákveðin í héraðsdómi. Ennfremur ber að staðfesta ákvæði dómsins um rétt- indasviptingu og sakarkostnað. Ákærði verður dæmdur til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Hlynur Guðmundsson, greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, „og málsvarnarlaun verjanda sins, Gísla Baldurs Garðarssonar hæstaréttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Grindavíkur 29. október 1985. Ár 1985, þriðjudaginn 29. október, er í sakadómi Grindavíkur, sem haldinn er í skrifstofu dómsins, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, af Guðmundi Kristjánssyni fulltrúa, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 665/1985: Ákæruvaldið gegn Hlyni Guðmundssyni. Mál þetta, sem þingfest var 30. júlí sl. og dómtekið 10. þ.m., hefur ríkis- saksóknari höfðað fyrir dóminum með ákæru, dags. S. júní sl., á hendur „„Hlyni Guðmundssyni, Vesturbraut 15, Grindavík, fæddum 26. ágúst 1967 í Reykjavík, fyrir að aka aðfaranótt laugardagsins 16. febrúar 1985 bifreið- inni Ö-6302 norður Grindavíkurveg við Gíghæð í Gullbringusýslu svo óvar- lega og of hratt miðað við aðstæður, en myrkur var, snjókoma, stormur og hálka á veginum, að bifreiðin fór út af veginum og valt nokkra hringi. 540 Við það kastaðist farþeginn Hafdís Halldórsdóttir, fædd 17. september 1968, út úr bifreiðinni og hlaut svo mikla höfuðáverka auk brota á þriðja og fjórða rifi hægra megin að hún lést stuttu síðar. Telst þetta varða við 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, 1. mgr. 26. gr., Í. mgr. og 3. mgr., stafliði b og i, 49. gr., sbr. 80. gr. um- ferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til ökuleyfissvipt- ingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Laugardaginn 16. febrúar sl., kl. 1.50 um nóttina, var lögreglunni hér í umdæmi tilkynnt um umferðarslys á Grindavíkurvegi. Fóru lögreglumenn strax á staðinn og er þeir komu í brekku á norðurhlíð Gíghæðar sáu þeir bifreiðina Ö-6302 utan vegar. Var hún illa farin og hafði sýnilega farið nokkrar veltur og stöðvast á hjólunum um 9 metra fyrir utan h. vegarbrún. Hafði bifreiðin verið á leið norður Grindavíkurveg. Um 3 metra norðan við bifreiðina lá stúlka, Hafdís Halldórsdóttir, f. 17.9. 1968, til heimilis að Tjarnargötu 33, Keflavík. Var hún meðvitundar- laus og úrskurðuð látin er komið var með hana á sjúkrahúsið í Keflavík. Var lík hennar krufið og reyndist banamein hennar vera miklir áverkar á höfuðkúpu og heila, rifbeinsbrot og dreifðir blæðingarflekkir í lungum. Munu áverkar þessi fljótlega hafa valdið andláti stúlkunnar. Ákærði ók bifreiðinni Ö-6302 í umrætt sinn. Í rannsóknarskýrslu kvaðst hann hafa verið heima hjá sér ásamt Herdísi Andrésdóttur, Hafdísi heitinni og fleira fólki, þegar stýrimaður báts þess, sem hann var á, hringdi og sagði honum að mæta til skips. Lagði ákærði af stað til Keflavíkur á nefndri bifreið og kom Herdís og Hafdís með honum. Sat sú fyrrnefnda í aftursæti en Hafdís í framsæti. Aðstæður til aksturs hafi verið slæmar, fljúgandi hálka og slabb á veginum en ekkert rok. Sagðist ákærði hafa ekið á u.þ.b. 70 km/klst. hraða og búinn að hafa ágætt vald á bifreiðinni er hann kom yfir hæðina skammt sunnan við slys- staðinn. Fór afturendi bifreiðarinnar þá að renna til en með því að hægja aðeins á ferðinni náði ákærði að rétta hana af, en augnabliki síðar hóf hún að renna til aftur, fór á hlið út af veginum og valt um leið og hjólin komu í mölina. Ekkert þeirra var í öryggisbelti og kastaðist ákærði út úr bifreiðinni í fyrstu veltunni og lá u.þ.b. 5-i0 meira frá henni er hún stöðv- aðist. Ekki vissi hann hversu margar veltur bifreiðin fór. Gekk hann að bifreiðinni og svaraði Herdís kalli hans þar sem hún lá í aftursæti. Fljótlega sá hann Hafdísi meðvitundarlausa og gerði sér grein fyrir því að hún var mikið slösuð. Hljóp hann upp á veg og nokkrum mínútum síðar kom lög- reglubifreið suður Grindavíkurveg og nam staðar. Í þessari skýrslu ákærða kom fram að hann hafði tvívegis ekið bifreiðinni til Keflavíkur og til baka um daginn og kvöldið þ. 15.2. og einnig um götur 541 Keflavíkur og Grindavíkur. Hafði hann hætt akstrinum u.þ.b. hálftíma áður en framanlýst ferð hófst. Framburður ákærða fyrir dómi var á þá leið að hann hefði ekið bifreið- inni á um 70 km/klst. hraða þar til skömmu áður en slysið varð. Þá hafi bifreiðin runnið til sakir hálku, en hennar hafði hann ekki orðið var fyrr í ferðinni. Náði hann valdi á bifreiðinni og hafði minnkað hraðann niður í 50-60 km/klst. er hún hóf á ný að renna til á veginum. Hafnaði hún síðan utan vegar, svo sem áður er frá greint. Ákærði kvað ekki hafa verið hvasst í umrætt sinn, gola eða þar um bil. Hann kvaðst hafa ekið bifreið- inni Ö-6302 talsvert frá því hann tók bílpróf í desembermánuði sl. og verið orðinn vanur henni. Hafi hún verið búin nýlegum negldum hjólbörðum á öllum hjólum. Þá sagði hann að ekkert hefði snjóað frá því hann lagði af stað frá Grindavík og þar til slysið varð. Áðurnefnd Herdís Andrésdóttir, f. 27.1. 1968, segir í vitnisburði sínum að hún hafi ekkert verið að fylgjast með akstrinum, þar sem hún hafi lagt sig Í aftursætið vegna syfju. Ekki sofnaði hún, en vissi ekki fyrr en bifreiðin byrjaði að renna til og fór út af veginum í sömu andrá og valt. Ekki vissi hún hvort hún missti meðvitund, en það næsta, sem hún mundi, var kall ákærða. Í framburði Herdísar kom og fram að hún hefði verið á „rúntinum““ í Keflavík og síðan farið til Grindavíkur með ákærða fyrr sama kvöld og hafi hann þá hvorki ekið hratt né óvarlega. Hún hafði oft verið farþegi í bifreið hans og hafi hann ávallt ekið varlega og teldi hún hann öruggan bílstjóra. Þess skal getið hér að ákærði og Herdís hlutu einungis smávægileg meiðsl. Lögreglumennirnir Eiður Eiðsson og Hörður Sigurðsson komu fyrstir á slysstaðinn. Sá fyrrnefndi segir í vitnisburði sínum að þeir hafi verið í eftir- litsferð og ekið suður Grindavíkurveg. Snjóföl var á veginum og fremur hált, en ekki nein fljúgandi hálka. Gekk á með hryðjum og var strekkings- vindur í þeim og snjókoma. Komu þeir þar að er fólk stóð á veginum og gaf þeim merki um að stöðva. Voru það piltur og stúlka í miklum hugaræs- ingi. Hafi pilturinn sagt að hann hefði misst stjórn á bifreið sinni og hún hafnað utan vegar. Hafi þeir lögreglumennirnir síðan gert viðeigandi ráðstafanir vegna slyss- ins. Eyjólfur Guðlaugsson lögreglumaður í Grindavík, sem fór á slysstaðinn, segir í vitnisburði sínum að vegurinn hafi verið blautur og háll, snjókrap hafi verið á honum og aðstæður því frekar slæmar til aksturs. Ekki hafi verið mjög hvasst. Byrjað hafi að snjóa eftir að þeir lögreglumennirnir komu á slysstað, en snjókoma hafi verið af og til fyrr um kvöldið. Eftir 542 vegsummerkjum að dæma virtist bifreiðinni Ö-6302 hafa verið ekið beint út af veginum en snúist Í kantinum og sennilega oltið tvær veltur. Sigurður Hauksson Bergmann lögreglumaður í Grindavík kvaðst hafa ekið lögreglubifreiðinni á vettvang eftir að tilkynnt hafði verið um slysið. Hafi akstursskilyrði verið léleg, mikið krap á veginum og gengið á með éljum. Rok hafi verið, en ekki mundi hann úr hvaða átt vindurinn stóð. Hann kvað að einmitt á slysstaðnum virðist myndast sviptivindar í austan og vestan átt. Ekki mundi hann hvort Grindavíkurvegur hafi almennt verið háll í umrætt sinn, en á slysstaðnum hafi verið hálkublettur. Sé vegurinn beinn þarna og halli niður af Gíghæð. Af förum á veginum mátti ráða að ákærði hafi átt í erfiðleikum með stjórn bifreiðarinnar. Í gögnum málsins kemur fram að bifreiðin Ö-6302 hafi verið búin negld- um hjólbörðum á öllum hjólum. Við skoðun eftir slysið voru hemlar eðli- legir við ástig og stýrisbúnaður virkur. Báðir hjólbarðarnir v. megin voru loftlausir. Á ljósmyndum, teknum á vettvangi um nóttina, sést að þá var snjókoma. Í vottorði Veðurstofu Íslands um veður á Reykjanesvita á miðnætti um- rædda nótt segir að vindátt og veðurhæð hafi verið SSA 3, mest veðurhæð milli veðurathugana 7 vindstig, snjó- eða slydduél á síðustu klukkustund og hiti 1.2?. Á sama tíma hafi á Keflavíkurflugvelli verið SSV 4, mest 5 vindstig milli athugana, snjóél og hiti 1.1*. Kl. 3 um nóttina hafi þar verið S 3, mest 4 vindstig milli athugana, snjó- eða slydduél á síðustu klukku- stund og hiti — 0.4?. Verjandi ákærða gerir þær dómkröfur að ákærði verði sýknaður af ákærunni en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar, sem lög leyfa. Hafi ákærði hagað akstri sínum fullkomlega í samræmi við aðstæður og verði því slysið ekki rakið til óvarlegs aksturs hans, heldur sé hér um óhappatilvik að ræða. Sé ekki með neinu móti gáleysi ákærða um að kenna. Í framburði ákærða fyrir rannsóknarlögreglu kom fram að aksturs- aðstæður hafi verið slæmar, fljúgandi hálka og slabb á veginum. Fyrir dómi sagði ákærði hins vegar, að hann hafi ekki orðið var hálku fyrr en rétt áður en slysið varð. Hvað sem þessu misræmi líður er ljóst með fram- burði ákærða sjálfs og framburðum lögreglumannanna Eiðs, Eyjólfs og Sigurðar að vegurinn hefur verið háli á siysstaðnum. Ákærði átti að gera sér grein fyrir að akstursaðstæður gætu verið viðsjárverðar með tilliti til rysjótts veðurlags umrædda nótt, en engu að síður ók hann á um 70 km/ klst. hraða er bifreiðin byrjaði að rása til á veginum og þrátt fyrir að hann drægi úr hraða hennar og næði að rétta hana við hóf hún aftur að renna til með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt og nefnd Hafdís beið bana. Þykir þarna vera um að kenna óvarkárni og of hröðum akstri ákærða miðað við aðstæður, sem meta verður honum til gáleysis. 543 Af því, sem hér hefur verið rakið, er sannað að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi er greinir í ákæru, að öðru leyti en því að ósannað er að snjókoma og stormur hafi verið einmitt þá er slysið varð, og er hún brot gegn lagaákvæðum þeim sem þar eru nefnd. Ákærði hefur samkv. sakavottorði ekki sætt neinni refsingu. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 15.000,00 kr. sekt í ríkissjóð er greiðist innan 4 vikna frá dómsbirtingu en ella sæti hann 15 daga varðhaldi í hennar stað. Ákærði þykir ennfremur hafa unnið til ökuleyfissviptingar samkv. 81. gr. umfl. og telst hún hæfilega ákveðin 6 mánuðir frá dómsbirtingu. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gísla B. Garðarssonar hdl., kr. 8.000,00. Dómsorð: Ákærði, Hlynur Guðmundsson, greiði 15.000,00 króna sekt í ríkis- sjóð innan 4 vikna frá dómsbirtingunni en sæti ella 15 daga varðhaldi í hennar stað. Ákærði er sviptur ökuleyfi í 6 mánuði frá dómsbirtingu. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gísla B. Garðarssonar hdl., kr. 8.000,00. Fimmtudaginn 13. mars 1986. Nr. 137/1984. Sigþór Guðmundsson (Tómas Gunnarsson hrl.) gegn Dagbjarti Jónssyni (Árni Guðjónsson hrl.) Lausafjárkaup. Gallar. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. Júlí 1984 að fengnu áfrýjunarleyfi 10. s.m. Hann krefst sýknu af 544 kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Þá krefst hann þess, að ómerkt verði fjárnám 24. nóvember 1983 í máli nr. A 3229/1983 fyrir fógetarétti Reykjavíkur. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og hinnar áfrýjuðu fjár- námsgerðar svo og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Með tilvísun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Með því að engir annmarkar eru á hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð ber og að staðfesta hana. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda 18.000,00 krónur í málskostn- að fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og fjárnámsgerð eru staðfest. Áfrýjandi, Sigþór Guðmundsson, greiði stefnda, Dagbjarti Jónssyni, 18.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 10. október 1983. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 20. september sl., hefur Dagbjartur M. Jónsson verslunarmaður, áður til heimilis að Fífuseli 34, Reykjavík, nú að Kríuhólum 6, Reykjavík, nnr. 1516-9338, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu birtri 1. febrúar sl. á hendur Sigþóri Guðmunds- syni bifreiðasala, áður til heimilis að Fljótaseli 6, Reykjavík, nú að Fjarðar- ási 24, Reykjavík, nnr. 8098-3948. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði gert að greiða honum kr. 15.340,20 með 45% ársvöxtum frá 16.12. 1982 til stefnubirt- ingardags, en dómvöxtum (hæstu innlánsvöxtum 'skv. |. nr. 56/1979) frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt taxta LMFÍ og beri málskostnaður 5% dráttarvexti á mánuði frá lokum aðfararfrests til greiðsludags, sbr. 3. tl. 5..gr. taxta LMFÍ dags. 1.12. 1982. Af hálfu stefnda er þess krafist, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu og honum verði dæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnanda eftir mati réttarins. I. Málavextir og málsástæður. Stefnandi kveðst hinn 29.11. 1982 hafa keypt bifreiðina R-41271, Citroön GS Pallas, árgerð 1978, af stefnda. Kaupverð hafi verið kr. 90.000,00, sem 545 greitt hafi verið að fullu við undirritun afsals með kr. 20.000,00 í peningum, bifreið sinni Volga GAZ, árgerð 1970 metinni á kr. 10.000,00, og víxlum er greiðast skyldu mánaðarlega í 10 mánuði hver að fjárhæð kr. 6.000,00. Bifreiðin hafi verið keypt á Bílasölunni Skeifunni og hafi stefndi verið þar sölumaður og jafnframt eigandi bifreiðarinnar. Stefnandi kveðst hafa skoðað bifreiðina á Bílasölunni og reynsluekið henni og ekkert fundið athugavert. Kveður hann stefnda hafa sagt að bifreiðin væri í góðu lagi og kveður hann sig hafa greitt fyrir hana hátt verð í trausti þess. Við skoðun bifreiðarinnar kveður hann kunningja sinn, Kjartan Einarsson að nafni, hafa verið með sér. Sama dag og kaupin voru gerð var stefnanda bent á það af Arnbirni Jónssyni, sölumanni á Bifreiðasölunni Bílakaup, en þar hafi stefndi keypt bifreiðina, að komið hefðu fram grunsemdir um að vél bifreiðarinnar væri ekki í lagi, e.t.v. vegna bilaðs knastáss. Af þessum ástæðum og skv. ráðleggingum þessa manns, kveðst stefnandi hafa farið næsta dag á Citron verkstæðið við Súðarvog og látið skoða bifreiðina og fengið þar það álit, að knastás væri ónýtur. Stefnandi kveðst strax hafa haft samband við stefnda og krafist riftunar kaupanna, en stefndi hafi ekki talið sér fært að verða við þeirri kröfu, þar eð hann hefði þegar eytt and- virði bifreiðarinnar. Hann hafi hins vegar boðið stefnanda að láta gera við bifreiðina þegar í stað á sinn kostnað og jafnframt að kosta bílaleigubifreið fyrir hann á meðan á viðgerðinni stæði. Stefnandi kveðst í fyrstu hafa haldið fast við kröfu sína um riftun og leitað í því skyni aðstoðar lögmanns FÍB. Er það hafi ekki tekist hafi hann látið gera við bifreiðina gegn loforði stefnda um að greiða viðgerðarkostnaðinn, en hann kveðst ekki hafa þorað að taka boði stefnda um bílaleigubifreið sér að kostnaðarlausu meðan á viðgerðinni stæði. Stefnandi heldur því fram að þegar hann hafi krafist riftunar kaupanna hafi komið fram að stefnda var kunnugt um að knastás bifreiðarinnar var í ólagi og að stefndi hafði vegna þessa haft samband við fyrri eiganda bifreiðarinnar, Svein R. Sveinsson, og bifreiðasöluna er annaðist sölu bifreiðinnar til stefnda. Einnig hafi hann látið bifvélavirkja athuga bif- reiðina. Stefnandi kveður stefnda hafa kynnt sér hvað viðgerð á vél bifreiðarinnar myndi kosta, og einnig muni hann hafa leitað eftir því að nefndur Sveinn tæki þátt í viðgerðarkostnaðinum. Af hálfu stefnanda hafi honum þó verið tilkynnt fyrir viðgerðina að tilraunir hans til að fá aðra aðila til að bera hluta viðgerðarkostnaðarins væru alfarið hans mál, enda væri ekkert samn- ingssamband milli stefnanda og þessara aðila. Stefnandi heldur því fram að stefndi hafi ítrekað lofað að greiða viðgerðarkostnað bifreiðarinnar. Þann 8. desember 1982 kveðst stefnandi hafa farið með bifreiðina á verk- stæðið hjá Glóbusi hf., eftir að lögmaður FÍB hafði enn fengið staðfest 35 546 hjá stefnda að hann myndi greiða viðgerðarkostnaðinn. Þann 16. desember 1982 var viðgerð lokið og hafði þá verið gert við báða knastása bifreiðar- innar og hún vélarstillt í framhaldi af því, en í ljós hafi komið við viðgerð- ina að báðir knastásarnir voru ónýtir. Heildar viðgerðarkostnaður hafi numið kr. 19.582,75, sem var uphafleg krafa stefnanda. Stefndi hafi ekki fengist til að greiða viðgerðarkostnaðinn, þrátt fyrir gefin loforð. Við flutn- ing málsins lækkaði stefnandi kröfu sína niður í kr. 15.340,20 eða um þá liði viðgerðarreikningsins sem ekki voru nauðsynlegir til að bæta úr hinum meinta galla á bifreiðinni. Kröfur sínar byggir stefnandi aðallega á því að stefndi, sem sé bílasali að atvinnu, hafi lofað að viðgerð bifreiðarinnar skyldi verða honum að kostnaðarlausu og að stefndi hafi með loforði sínu viðurkennt bótaskyldu sína. Stefndi, sem hafi kynnt sér viðgerðarkostnaðinn áður en viðgerðin fór fram, hljóti að bera halla af því að hafa eigi kynnt sér það nákvæmlega hversu mikill hann yrði. Til vara byggir stefnandi kröfur sínar á því að bifreiðin hafi þurft við- gerðar á knastásum þegar kaupin voru gerð, og hafi stefndi vitað af þessu en leynt stefnanda því þótt hann hafi mátt vita að það hlaut að vera ákvörð- unarástæða við kaupin, að bifreiðin væri eigi svo illa farin, að mikillar viðgerðar væri þörf. Kveðst stefnandi hafa vitað að stefndi var bílasali og treyst því að upplýsingar hans væru trúverðugar. Til þrautavara krefst stefnandi afsláttar er samsvari viðgerðarkostnaði, ef ekki verði talið sannað, að stefndi hafi verið grandvís um gallann, er kaupin áttu sér stað. Þessi málsástæða stefnanda var fyrst höfð uppi í greinargerð hans. III. Málavaxtalýsing stefnda: Stefndi lýsir málavöxtum þannig að hann hafi keypt umrædda bifreið haustið 1982 af Guðbrandi Benediktssyni sem þá skömmu áður hafi keypt hana af Sveini R. Sveinssyni. Kveðst hann strax hafa orðið var við óeðlilegt hljóð eða tikk í vélinni. Hafi hann farið með bifreiðina á Citron verkstæð- ið í Skeifunni og hafi starfsmaður þar, sem hlustaði á ganghljóð vélarinnar, talið að það gæti stafað af biluðum knastás. Vegna þessa kveðst stefndi hafa haft samband við áðurnefnda fyrri eigendur bifreiðarinnar. Hafi sér- staklega verið rætt um það, hvort verið gæti, að knastás eða knastásar bif- reiðarinnar væru að gefa sig, en Sveinn R. Sveinsson hefði talið það mjög ólíklegt, þar sem hann hefði nokkru áður látið gera við þess háttar bilun í bifreiðinni. Þá kveðst stefndi hafa fengið Theódór Friðgeirsson bifvélavirkja til að kanna hvort um knastásabilun væri að ræða og hafi niðurstaða hans verið 547 sú, að bilaður mundi vera gormur við ventil og stafaði hljóðið eða tikkið í vélinni af því. Hann kveðst þá ekki hafa haft frekari áhyggjur af þessu hljóði, sem hann þó taldi auðheyrilegt aukahljóð hverjum sem bæri nokkurt skyn á biílvélar. Stefndi kveður stefnanda hafa komið á bifreiðasölu þá er hann vinnur á og fengið áhuga á bifreið sinni sem ekki hafa verið til sérstakrar sölumeð- ferðar. Hafi stefnandi rætt um kaupin og síðan farið og náð í félaga sinn, sem stefnandi hafi sagt að væri sérfræðingur í Citroén bifreiðum. Hafi stefnandi og maður þessi reynsluekið bifreiðinni og skoðað hana eins ræki- lega og best gerist á bifreiðasölu, m.a. hafi þeir verið nokkra stund að athuga vél bifreiðarinnar og haft vélarhlíf hennar opna. Síðan hafi verið gengið frá kaupunum og sé í afsali tekið fram, að bifreiðin sé seld „í sínu núverandi ástandi, sem kaupandi hefur þegar kynnt sér og sætt sig við að öllu leyti.“ Undir þetta hafi stefnandi skrifað og félagi hans vottað. Stefndi telur rangt, að hann hafi verið spurður um ástand bifreiðarinnar og gefið yfirlýsingar um að hún væri í góðu lagi. Hann kveðst hins vegar hafa þagað yfir nefndu aukahljóði, enda talið bilunina smávægilega og að hljóð þetta ætti ekki að dyljast neinum þeim er skoðaði bifreiðina, allra síst sérfræðingi í Citroén bifreiðum. Stefndi kveður það rétt að stefnandi hafi einum eða tveimur dögum eftir kaupin kvartað við sig vegna bilunar í knastás bifreiðarinnar og viljað rifta kaupunum, en stefndi kveðst ekki hafa getað orðið við því þar eð kaupverð- inu hafði verið eytt. Stefndi kveðst hafa viljað draga úr óánægju stefnanda, og þar sem fram hefði komið í samtölum hans við Svein R. Sveinsson að mögulegt væri að bilun á knastási fengist bætt að einhverju marki frá verksmiðjunum, þá hefði hann lagt til að franskir sérfræðingar frá Citroén verksmiðjunum, sem hér voru staddir á vegum verkstæðis umboðsins, Glóbusar hf., yrðu fengnir til að skoða bifreiðina og ef niðurstaða þeirra yrði sú, að um bilun í knastás væri að ræða, þá myndi hann, stefndi, vinna að því að stefnandi fengi þann meinta bótarétt er Sveinn R. Sveinsson kynni að hafa átt. Nefndur Sveinn hefði talið að möguleikar sínir til bóta væru mun meiri ef frönsku sérfræðingarnir staðreyndu knastásbilun. Hafi stefnanda verið gerð grein fyrir því að tilraunir stefnda til að afla stefnanda bóta væru við þetta miðaðar. Stefnandi hafi hins vegar ekki haft samband við hina frönsku sérfræðinga, en sett bifreiðina til viðgerðar á verkstæði Glóbusar hf., eftir að þeir voru farnir eða 8. desember 1982 og þá án nokkurs sam- ráðs við stefnda. Stefndi kveðst síðan hafa verið beðinn um að greiða við- gerðarreikning að fjárhæð rúmar kr. 19.000,00, sem hann hafi neitað, en þó reynt án skyldu að leysa málið með því að bjóðast til að greiða hluta reikningsins hjá lögmanni FÍB, en því hafi verið hafnað. 548 Stefndi mótmælir því að hafa nokkru sinni lofað að viðgerð sú, er fram fór á bifreiðinni hjá Glóbusi hf. 8.-16. desember 1982, skyldi verða stefnanda að kostnaðarlausu. Hann telur ekki hafa verið staðreynt að knastásar bif- reiðarinnar hafi verið bilaðir, enda stangist það á við kannanir hans sjálfs á nauðsyn viðgerðar á bifreiðinni. Telur hann að nauðsynlegt hefði verið að dómkveðja matsmenn til að skera úr um þetta, enda um gamla og mikið ekna bifreið að ræða og slík bifreið geti verið í misjöfnu ástandi eins og kaupanda ætti að hafa verið ljóst. Stefndi mótmælir því að hann hafi leynt einhverju um ástand bifreiðarinnar við söluna og bendir á að hljóð eða tikk í vél hafi ekki leynt sér og gefið hafi verið upp að sérfróður maður skoðaði bifreiðina. Mótmælir hann því að hafa verið spurður um ástand bifreiðarinnar og að hafa lýst því yfir að hún væri í góðu ásigkomulagi. Þá hefur stefndi sérstaklega mótmælt kröfu um vexti og málskostnað. Upphafstíma vaxta og vaxtahlutfall telur hann vera umfram venju, þar sem reikningur sé dags. 16. desember 1982 og þá færður í viðskiptamannareikn- ing. Þá kveðst hann engan reikning hafa fengið sendan áður en mál var sent lögmanni, og ekkert kröfubréf hafi borist honum áður en stefna var birt og því sé málskostnaði mótmælt. IV. Niðurstaða dómsins. Skal nú fyrst tekið til athugunar hvort bifreiðin R-41271 hafi við lögskipti aðila haft meinta galla, þ.e. hvort knastásar hennar hafi verið bilaðir. Við- skipti aðila fóru fram þann 29. nóvember 1982. Kom strax upp grunur um bilun í vél bifreiðarinnar og var hún látin á verkstæði 8. desember 1982, þar sem staðreynt var af hálfu verkstæðisins, sem er verkstæði umbóðs Citroén bifreiða á Íslandi, Glóbusar hf., að um bilun í knastásum væri að ræða og var skipt um báða knastása bifreiðarinnar. Einnig er upplýst, að bilunar hafði orðið vart, áður en kaupin voru gerð og að komið höfðu fram grunsemdir um að um bilun á knastás eða knastásum væri að ræða. Samkvæmt lýsingu vitnisins Egils Arnar Jóhannssonar, verkstæðisfor- manns hjá Globusi hf., þar sem viðgerðin fór fram, var annar knastás bif- reiðarinnar ónýtur þegar hún kom á verkstæðið en sá á hinum og taldi hann skemmdir þá fljótar að koma fram. Kvað vitnið bilunina hafa verið þá að festing fyrir rokkerarmaás hafi verið sprungin og við það hafi ásinn snúist þannig að hann náði ekki lengur að smyrja út á rokkerarma og knast- ás þannig að olía komst ekki lengur sína leið eftir smurrásum rokkerarma- ássins út á rokkerarma og knastás og hefði það leitt til áðurnefndra skemmda. Að mati vitnisins var viðgerð nauðsynleg á báðum knastásum, þar sem stutt var í að skipta þyrfti um þann skárri og hagkvæmt var að gera það 549 þar sem búið var að rífa ofan af vélinni. Það er álit dómsins að með ofan- greindum vitnisburði sem og með framburðum aðila og annarra vitna, sem gefnir hafa verið hér fyrir dóminum og hjá RLR um ástand og sögu bifreið- arinnar, og með tilliti til þess hversu stuttur tími líður á milli kaupanna og viðgerðarinnar, sé sannað, að bifreiðin R-41271 hafi haft þann ágalla er viðskipti aðila máls þessa áttu sér stað, að báðir knastásar í vél hennar hafi verið illa farnir og að eðlilegt hafi verið að skipta um þá báða. Aðalkrafa stefnanda byggist á því, að stefndi hafi lofað að greiða kostn- að við viðgerð bifreiðarinnar sem og bílaleigubifreið fyrir stefnanda meðan á viðgerðinni stæði og að þetta loforð, sem gefið hafi verið sér og lögmanni sínum, hafi verið bindandi fyrir hann. Hefur stefnandi máli sínu til sönn- unar lagt fram skýrslu, sem tekin var af lögmanni FÍB og umboðsmanni hans við rekstur máls þessa af RLR. Lögmaðurinn kveður þar stefnda hafa í samtölum við sig boðið að kosta viðgerð bifreiðarinnar og bílaleigubíl meðan á viðgerðinni stæði. Stefnandi hefði viljað rifta kaupunum, en fallist á að láta gera við bifreiðina á kostnað stefnda en hafnað boði um bílaleigu- bíl. Viðgerðarkostnaður hafi síðan orðið hærri en stefndi hafi búist við og hann þá neitað að greiða hann, en þó komið til sín nokkrum dögum síðar og viljað greiða hluta hans, sem stefnandi hafi hafnað. Stefndi hefur fyrir dómi viðurkennt að hafa boðist til þess, er stefnandi fór fram á riftun kaupanna, að greiða bílaleigubifreið og viðgerðarkostnaðinn svo framar- lega sem staðið væri að athugun á bilun og viðgerð á tiltekinn hátt, þ.e. að gerðar yrðu nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja varðveislu hugsanlegs bótaréttar á hendur Citroön-verksmiðjunum. Átti að gera það með því að láta franska sérfræðinga frá móðurverksmiðjunum, sem staddir voru hér á landi, skoða bifreiðina. Fullyrðir stefndi að stefnandi hafi hafnað þessu boði og sé hann því ekki bundinn af því, enda hafi hann ekki endurnýjað það og stefnandi hafi ekki gætt þessara skilyrða við viðgerð bifreiðarinnar. Stefnandi hefur neitað því að minnst hafi verið á að bifreiðin færi á ákveðið verkstæði eða að sérstök skilyrði væru sett. Hann kveður rétt að í fyrstu hafi hann aðeins viljað rifta kaupunum, en síðar hafi náðst samkomulag og hafi bifreiðin verið sett í viðgerð með vitund stefnda og gegn loforði hans um að greiða viðgerðarkostnaðinn. Samkvæmt því sem rakið hefur verið verður ekki talið sannað gegn mótmælum stefnda að hann hafi gefið stefnanda óskilyrt loforð um greiðslu viðgerðarkostnaðar, sem sé bindandi fyrir hann. Skal þá tekið til athugunar hvort stefndi sé bótaskyldur vegna þess galla er bifreiðin var haldin er hann seldi hana stefnanda máls þessa. Vitnið Reynir Þorgrímsson kveður stefnda hafa keypt bifreiðina R-41271 þann 28. okt. 1982 fyrir milligöngu bílasölunnar Bílakaup, sem hann sé eigandi að. Hafi stefndi skoðað bílinn og reynsluekið honum. Kveður vitnið 550 hann gagnkunnugan þessari bílategund. Næsta dag kveður vitnið stefnda hafa komið á bílasöluna og viljað rifta kaupunum á þeim forsendum að knastás í vél bifreiðarinnar væri ónýtur. Hefði hann sagst vera búinn að fara með bifreiðina á verkstæði og hafa fengið staðfestingu á þessu þar. Hafi stefndi oftar farið fram á riftun þessara kaupa en vitnið kveðst alltaf hafa sagt honum að það yrði að bíða þar til seljandi bifreiðarinnar kæmi heim frá útlöndum. Næst kveðst vitnið hafa vitað það til þessa bíls að stefn- andi kom með hann á bílasölu þess til að sýna hann kunningja sínum, Arnbirni Jónssyni, sem þar vinnur. Hafi Arnbjörn áttað sig á hvaða bíll þetta var og hafi þeir sagt stefnanda frá þeirri kvörtun stefnda að knastás væri ónýtur í bílnum. Hafi stefnandi orðið mjög undrandi á þessu og fullyrt að stefndi hefði talið bifreiðina í góðu lagi. Stefndi kveður rangt að hann hafi krafist riftunar heldur hafi hann látið vita af því að um hugsanlega knastásabilun í bílnum væri að ræða og rætt síðar við vitnið til að fá umboð vegna umskráningar. Kveðst hann ekki hafa tekið eftir neinum ágalla við skoðun bifreiðarinnar, en fljótlega eftir kaupin hafi hann tekið eftir tikkhljóði í vélinni sem viðgerðarmaður á Citroén verkstæðinu í Súðarvogi hafi talið geta stafað af biluðum knastás. Hefði hann þá haft samband við tvo síðustu eigendur bifreiðarinnar til að kanna hvort þetta gæti verið. Sveinn R. Sveinsson, sem átt hefði bifreiðina á undan þeim er seldi stefnda, hefði talið mjög ólíklegt að um bilun í knast- ás væri að ræða þar eð hann hefði nýlega látið skipta um báða knastása bifreiðarinnar. Næst kveðst stefndi hafa fengið Theódór Friðgeirsson bif- vélavirkja til að kanna hvort um knastásabilun væri að ræða. Að lokinni skoðun hafi Theódór Friðgeirsson sagt, að hann sæi ekkert á knastásunum og talið að bilaður mundi vera gormur við ventil í vélinni. Stefndi neitar því að stefnandi hafi spurt um ástand bifreiðarinnar og telur hann hafa haft sérfræðing í Citroén bifreiðum með sér. Stefndi viðurkennir hins vegar að hafa þagað yfir aukahljóði í vél bifreiðarinnar og kveðst ekki hafa bent sérstaklega á bilunina við söluna. Kveður hann hljóðið ekki hafa átt að leynast fyrir neinum og bilunina taldi hann vera smávægilega, þ.e. bilaður ventilgormur. Samkvæmt framburði Theódórs Friðgeirssonar, sem hann gaf hjá RLR 01.06. 1983, eit hann á rauðan Citroén Pallas bíl fyrir stefnda en tímann U1.U0. 19 ö leit hann á rauðan KAUOEI Stviliid vil Lillidilil á árinu 1982 og var mikið bankhljóð í vél bílsins, sem stefndi hafi ekki virst vita af hverju stafaði en óskað eftir að hann lagfærði það, ef ekki þyrfti að kosta miklu til. Kvaðst hann hafa stillt ventla vélarinnar en hljóðið ekki breyst við það og hafi hann þá haft samband við stefnda og tjáð honum að hann teldi að brotinn væri ventilgormur, en ekki yrði gert við það nema taka ofan af vélinni, en stefndi hafi ekki óskað eftir viðgerð eða nánari athugun á þessu. Kvað hann stefnda ekki hafa óskað eftir að 551 athugað væri hvort um knastásabilun væri að ræða og hafi hann ekkert spurt um hvort knastásar væru í lagi. Kvað vitnið að þurft hefði að rífa ofan af vél bifreiðarinnar til að ganga úr skugga um það. Stefndi hefur fullyrt að hann hafi látið kanna það sérstaklega hvort um knastásabilun væri að ræða. Sú fullyrðing hans er ósönnuð og stangast á við framburð Theódórs Friðgeirssonar. Ljóst er að með skoðun Theódórs Friðgeirssonar var ekki gengið úr skugga um það af hvaða orsökum aukahljóð í vél bif- reiðarinnar stafaði. Stefndi heldur því fram að hann hafi talið bilunina smávægilega og auka- hljóð í vél bifreiðarinnar auðheyrt og því ekki talið ástæðu til að benda á það. Einnig hefur hann borið fyrir sig að sérfræðingur í Citroén bifreið- um hafi verið með stefnanda. Stefnandi hefur mótmælt því að félagi hans hafi verið kynntur sem slíkur og er þessi fullyrðing stefnda ósönnuð. Komið hefur fram í málinu að Kjartan Einarsson, sem kom með stefnanda að skoða bifreiðina, er sjómaður að atvinnu, starfar nánar tiltekið sem vél- stjóri með undanþágu á báti frá Keflavík. Stefndi vissi að e-r bilun var í vél bifreiðarinnar. Hann hafði fengið álit tveggja viðgerðarmanna. Taldi annar að um bilun í knastás eða ásum gæti verið að ræða en hinn að slitinn væri ventilgormur. Dómurinn telur að upplýst sé samkvæmt ofanrituðu að stefndi hafi haft grunsemdir um að bilaður væri knastás eða ásar í bifreið- inni. Það verður ekki talið að kaupandi við venjulega skoðun á bílasölu ætti að hafa áttað sig á þeim galla sem var á bifreiðinni. Stefndi, sem hefur bifreiðasölu að atvinnu, mátti vita að það myndi hafa áhrif á afstöðu kaupandans til kaupanna og til verðlagningar bifreiðarinnar ef hann vissi að grunur léki á að um bilun í vél bifreiðarinnar væri að ræða sem og hvers eðlis hún væri. Þar sem stefnda mátti vera þetta allt ljóst bar honum að upplýsa stefnanda um vélarbilunina og um það hverjar grunsemdir hefðu komið fram um eðli hennar, jafnvel þótt hann sjálfur teldi bilunina smávægilega eða annars eðlis. Stefndi hefur því ekki að mati dómsins gætt upplýsingaskyldu sinnar og þar sem stefnandi verður ekki talinn hafa átt að sjá gallann við venjulega skoðun, telst stefndur bótaskyldur skv. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Telst framlagður viðgerðar- reikningur dags. 16. desember 1982 fullnægjandi sönnunargagn fyrir tjóni stefnanda og bótagrundvöllur rétt ákvarðaður með þeim breytingum sem fram koma í endanlegri kröfugerð stefnanda. Dæmist stefndi því til að greiða stefnanda bætur kr. 15.340,20. Stefndi hefur sérstaklega mótmælt kröfum um vexti og málskostnað. Telja verður að með samtölum aðila og munnlegum kröfum hafi stefndi fengið nægar aðvaranir og fullnægjandi vitneskju um málið og þykir því ekki ástæða til að lækka málskostnað. Viðgerð lauk þann 16. desember 1982 og skal stefndi greiða 42% ársvexti frá þeim degi til 1. febrúar 1983, 47% ársvexti frá þeim degi til 21. septem- 552 ber 1983, en 39%0 ársvexti frá þeim degi til dómsuppsögudags, 10. október 1983 og hæstu lögleyfðu innlánsvexti, eins og þeir eru á hverjum tíma, frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður ákveðst kr. 9.500,00. Kröfu stefnanda um dráttarvexti á málskostnað er hafnað. Dóminn kváðu upp Hjördís Hákonardóttir borgardómari, Finnbogi Eyjólfsson bifvélavirkjameistari og Haraldur Þórðarson bifreiðasmíða- meistari. Dómsorð: Stefndi, Sigþór Guðmundsson, Fjarðarási 24, Reykjavík, nnr. 8098- 3948, greiði stefnanda, Dagbjarti M. Jónssyni, Kríuhólum 6, Reykja- vík, nnr. 1516-9338, kr. 15.340,20 með 42% ársvöxtum frá 16. des. 1982 til 1. febrúar 1983, 47% ársvöxtum frá þeim degi til 21. septem- ber 1983, með 39% ársvöxtum frá þeim degi til 10. október 1983 og með hæstu lögleyfðu innlánsvöxtum, eins og þeir verða á hverjum tíma frá þeim degi til greiðsludags og kr. 9.500,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 13. mars 1986. Nr. 92/1986. Ákæruvaldið gegn Sparisjóði Kópavogs Kærumál. Hald á skjölum. Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Logi Egilsson, fulltrúi bæjarfógetans í Ólafsvík, kvað upp hinn kærða úrskurð. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í |. tl. 172. gr. laga nr. 74./1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 14. febrúar sl. er barst Hæstarétti 10. þ.m. Hann krefst þess að úr- skurðurinn verði felldur úr gildi og veðskuldabréf þau, sem hann 553 fjallar um, verði afhent uppboðsrétti á ný. Þá krefst hann kæru- málskostnaðar. Í kærunni, sem rituð er af Gesti Jónssyni hæstaréttarlögmanni fyrir hönd varnaraðila, segir að varnaraðili hafi haft veðskuldabréf- in að handveði og réttur þess er setti þau að veði hafi byggst á formlega réttri framsalsröð. Varnaraðili sé grandlaus um þau atriði sem rannsókn refsimálsins beinist að. Eigendur bréfanna standa ekki að kæru þessari. Gögn málsins bera það með sér að krafa Rannsóknarlögreglu ríkisins er dagsett 9. desember 1985 og lögð fram á dómbþingi saka- dóms Ólafsvíkur næsta dag. Var krafan tekin samdægurs til úr- skurðar án þess að varnaraðila væri tilkynnt um hana og gefinn kostur á að tjá sig um hana. Úrskurðurinn var svo kveðinn upp tveimur dögum síðar. Varnaraðili fékk ekki vitneskju um úrskurð- inn fyrr en 14. febrúar er Gunnar Jónsson lögfræðingur, fulltrúi Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns, tók við birtingu úrskurðarins fyrir hönd varnaraðila. Kæra var afhent í skrifstofu sakadóms Reykjavíkur næsta dag. Meðferð máls þessa og uppkvaðning úrskurðar án þess að varnar- aðili, sem virðist hafa formlega heimild til veðskuldabréfa þeirra sem hald var lagt á, fengi vitneskju um kröfu rannsóknarlögreglu og ætti þess kost að tala máli sínu er svo andstæð grundvallarregl- um um meðferð opinberra mála að óhjákvæmilegt þykir þegar af þeirri ástæðu að ómerkja ex officio hinn kærða úrskurð og vísa málinu heim til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Þess er að geta að hin umdeildu veðskuldabréf voru í vörsl- um héraðsdómara sem uppboðshaldara og var því engin ástæða til launungar gagnvart varnaraðila, svo sem stundum kann að vera er beitt er úrræðum VI. kafla laga nr. 74/1974. Eftir þessum úrslitum ber að ákveða varnaraðila kærumálskostn- að, 7.000,00 krónur, er greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er ómerktur og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Kærumálskostnaður, 7.000,00 krónur, greiðist úr ríkissjóði til varnaraðila, Sparisjóðs Kópavogs. 554 Úrskurður sakadóms Ólafsvíkur 12. desember 1985. Með kröfu RLR ásamt greinargerð dags. 9. desember 1985 hefur þess verið krafist að Rannsóknarlögreglu ríkisins verði með úrskurði heimilað að leggja hald á 7 verðtryggð veðskuldabréf, öll útgefin 4. ágúst 1983, hvert að fjárhæð kr. 50.000.- að höfuðstól með veði í fasteigninni nr. 17 við Vallholt í Ólafsvík, 4. og 5. veðrétti, móttekin til þinglýsingar þann 8. ágúst 1983 með litranúmerum embættis sýslumanns Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu og bæjarfógetans í Ólafsvík nr. 1127/1983 til 1129/1983 og 1132/1983 til 1135/1983. Skuldari bréfanna er Kristjana Guðmundsdóttir, nnr. 5903-0582 og kröfuhafi Jóhanna J. Heiðdal, nnr. 5026—5846. Bréf þessi eru í vörslu embættis sýslumannsins í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og bæjarfóget- ans í Ólafsvík vegna nauðungaruppboðs á umræddri fasteign að Vallholti 17, Ólafsvík. Bréfin voru send embættinu af Gunnari Jónssyni lögfr. f.h. Sparisjóðs Kópavogs. Rannsókn vegna RLR-málsins nr. 106/1984 er enn ólokið. Vegna hinna miklu réttarhagsmuna, sem þykja liggja fyrir í máli þessu og í þágu rann- sóknar þess, allt samkvæmt ofanrituðu og með vísan til fyrirliggjandi gagna málsins, og þar sem skilyrðum 43. gr. laga nr. 74/1974 um hald þykir vera fullnægt og þar sem nauðsynlegt er að frumrit veðskuldabréfanna verði lögð fram við rannsóknina, ber að taka til greina kröfu Rannsóknar- lögreglu ríkisins um hald og því úrskurðast: Rannsóknarlögreglu ríkisins skal vera heimilt að leggja hald á framangreind 7 verðtryggð veðskuldabréf merkt ltr. 1127/1983 til 1129/1983 og 1132/1983 til 1135/1983 í þágu rannsóknar málsins. 555 Föstudaginn 14. mars 1986. Nr. 258/1985. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Jósef Sumarliðasyni (Páll A. Pálsson hrl.) Ómerking. Heimvísun. Meðdómendur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 6. nóvember 1985 af hálfu ákæruvalds til þyngingar, en ákærði vildi una dóminum. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 30. desember 1985. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti hefur verið gerð sú krafa af hálfu ákæruvalds að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Verjandi ákærða hefur mótmælt því að sú krafa nái fram að ganga. Lagt hefur verið fyrir Hæstarétt fæðingarvottorð Karls Strand fyrrverandi yfirlæknis er sýnir að hann er fæddur 24. október 1911. Var því samkvæmt 4. tl. 9. gr. laga nr. 74/1974 óheimilt að kveðja hann til meðdómarastarfa í máli þessu hinn 31. júlí 1984. Af þeirri ástæðu verður að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Það athugast ennfremur að ekki bar nauðsyn til þess að kveðja til tmeðdómendur í máli þessu. Ákveða ber að áfrýjunarkostnaður sakarinnar skuli greiddur úr ríkissjóði, svo sem nánar greinir Í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Áfýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 8.000,00 krónur. 556 Dómur sakadóms Reykjavíkur 9. október 1985. Ár 1985, miðvikudaginn 9. október, var á dómþingi sakadóms, sem háð var að Borgartúni 7 í Reykjavík af Ármanni Kristinssyni sakadómara, dr. med. Karli Strand fv. yfirlækni og Sigurjóni Sigurðssyni lögreglustjóra, kveðinn upp dómur í máli nr. 552/1985: Ákæruvaldið gegn Jósef Sumar- liðasyni, sem tekið var til dóms hinn 12. fyrri mánaðar. Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 15. desember 1983, gegn ákærðum, Jósef Sumarliðasyni verkamanni, Norðurbrún 34 í Reykjavík, fæddum 10. maí 1949 í Keflavík. i, Fyrir að hafa, er ákærði var gestur í íbúð ... við Hraunbæ í Reykjavík, aðfaranótt laugardagsins 4. júní 1983, reynt að hafa samfarir við stúlkuna Xx, fædda ... 1965, sem svaf ölvunarsvefni. Telst þetta varða við 195. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. 11. Fyrir að hafa, er ákærði var gestur í íbúð ... við Þórufell í Reykjavík, aðfaranótt laugardagsins 9. júlí 1983, reynt að hafa samræði við stúlku- barnið Y, fædda ... 1973, sem ákærði hafði gefið sterkt deyfilyf, að bróður stúlkunnar ..., fæddum ... 1971, ásjáandi. Telst athæfi ákærða gagnvart stúlkunni varða við 1. mgr. 200. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga en gagnvart drengnum við 209. gr. sömu. laga og við.45. gr. laga um vernd barna og ungmenna nr. 53, 1966. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Dómsorð: Ákærður, Jósef Sumarliðason, sæti fangelsi 18 mánuði, en fresta skal fullustu 15 mánaða refsingarinnar og hún falla niður að liðnum 5 árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi ákærður almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, skv. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 30. júlí til 14. september 1983 skal koma til frádráttar refsingunni með fullri dagatölu. Ákærður greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknar- laun í ríkissjóð kr. 10.000, en málið flutti af hálfu ákæruvalds Egill Stephensen, fulltrúi ríkissaksóknara og málsvarnar- og réttargæslulaun Páls Arnórs Pálssonar, hæstaréttarlögmanns skipaðs verjanda síns kr. 25.000. Dómi ber að fullnægja með aðför að lögum. 557 Föstudaginn 14. mars 1986. Nr. 78/1986. Einar Sigurðsson segn Hermanni Björgvinssyni Kærumál. Frestur. Máli vísað frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Sóknarðaðili hefur skotið til Hæstaréttar með kæru 3. þ.m., er barst Hæstarétti næsta dag, úrskurði bæjarþings Kópavogs 3. mars. Kæra er studd við j-lið 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973. Sóknaraðili höfðaði mál fyrir bæjarþingi Kópavogs gegn varnar- aðila með áskorunarstefnu 3. janúar sl. til greiðslu skuldar sam- kvæmt tékka útgefnum af varnaraðila að fjárhæð 1.183.180,00 krónur ásamt vöxtum. Í þinghaldi 3. þ.m., er mál þetta var fyrir tekið, óskaði lögmaður varnaraðila eftir fresti „til að leggja fram gögn sem komi til með að upplýsa að stefnandi eigi ekki þá kröfu á hendur stefnda sem stefnt er fyrir.““ Þá er bókað í þinghaldi þessu: „„Lögmaður stefnda mótmælir því að veittur verði frestur.““ Er hér væntanlega um ritvillu að ræða og hefur það verið lögmaður sóknaraðila (stefnanda) sem mótmælt hefur frestbeiðninni. Dómar- inn tók atriði þetta þegar til úrskurðar og kvað upp úrskurð sem er án forsendna, en úrskurðarorð er á þessa leið: „Máli þessu er frestað til frekari gagnaöflunar.“ Þá er einnig bókað að lögmaður varnaraðila hafi óskað eftir fjögurra vikna fresti til þess að leggja fram gögn varðandi rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og að dómarinn fallist á það. Var málinu síðan frestað til |. apríl. Lögmaður sóknaraðila lýsti yfir því þegar í sama þinghaldi að hann kærði úrskurðinn. Hann gerði þó eigi grein fyrir því hvaða kröfur hann gerði, og hann hefur ekki sent Hæstarétti kröfur né greinargerð. Er kæra hans eigi svo úr garði gerð sem skylt er sam- kvæmt 23. gr. laga nr. 75/1973, og ber því ex officio að vísa málinu frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. 558 Mánudaginn 17. mars 1986. Nr. 33/1984. Ragnar Karlsson (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) gegn Valgerði Kristjánsdóttur og Sveini Guðmundssyni f.h. dánarbús Kristjáns Helga Sveinssonar og Hagtryggingu hf. (Ingólfur Hjartarson hdl.) Skaðabætur. Bifreiðar. Eigin áhætta. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. febrúar 1984. Dómkröfur hans eru þær, að stefndu verði dæmd óskipt til að greiða 1.126.400,00 krónur með 34% ársvöxtum frá 20. ágúst 1981 til 1. nóvember 1982, 42% ársvöxtum frá þeim degi til stefnu- birtingardags 31. maí 1983, 47% ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, 39% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október 1983, 3600 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember 1983, 329 ársvöxt- um frá þeim degi til 21. desember 1983, 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 19%0 ársvöxtum frá þeim degi til 13. ágúst 1984, 24%0 ársvöxtum frá þeim degi til 27. ágúst 1984, 25% ársvöxt- um frá þeim degi til 18. september 1984, 25,5% ársvöxtum frá þeim degi til 11. október 1984, 26% ársvöxtum frá þeim degi til 25. október 1984, 27,5% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1985, 34% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1985, 37% ársvöxtum frá þeim degi til 11. maí 1985, 35% ársvöxtum frá þeim degi til 21. ágúst 1985, 36%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember 1985, 39% ársvöxtum frá þeim degi til dómsuppsögudags og síðan með hæstu dómvöxtum frá þeim degi, eins og þeir eru hverju sinni, til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómkröfur stefndu eru þær, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- 559 festur og áfrýjandi dæmdur til að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi, mældist alkóhól- magn í blóði Kristjáns Helga Sveinssonar, ökumanns bifreiðarinnar R-70450, 1,65%s og hafði „verið lækkandi'“ samkvæmt vottorði Jóhannesar F. Skaftasonar, deildarstjóra alkóhóldeildar Rann- sóknastofu í lyfjafræði, dags. 24. nóvember 1983. Telja verður víst, að athugull maður og allsgáður hlyti að hafa tekið eftir ytri áfengisáhrifum á manni, er hafði svo mikið alkóhól í blóði sínu. Með þessum áherslurökstuðningi en að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms, þykir rétt að staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Bjarna K. Bjarnasonar og Magnúsar Þ. Torfasonar. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. Áfrýjandi hefur hækkað kröfur sínar frá því er greinir í héraðs- dómi án þess að skilyrðum 45. greinar laga nr. 75/1973 sé fullnægt. Samkvæmt málflutningi hrukku eignir dánarbús Kristjáns Helga Sveinssonar aðeins fyrir útfararkostnaði. Er skiptum á dánarbúinu talið hafa verið lokið eftir fyrirmælum 10. greinar skiptalaga nr. 3/1978. Verður að skilja málflutninginn þannig að stefndu Val- gerður og Sveinn andmæli því ekki sem erfingjar Kristjáns Helga að þau eigi að svara til þeirrar fébótakröfu sem áfrýjandi kunni að teljast hafa átt í dánarbú Kristjáns Helga vegna sakar hans í ökuslysinu. Áfrýjandi tók sér far í bifreið Kristjáns Helga ásamt fleira fólki eftir að áfrýjandi hitti hann fyrir utan veitingastaðinn Óðal. Áfrýj- andi vissi að Kristján Helgi hafði verið á veitingastaðnum eins og hann sjálfur. Þeir höfðu þó ekki hist þar eða verið saman að áfeng- 560 isneyslu um kvöldið. Vínandamagn í blóði Kristjáns Helga reyndist það mikið við krufningu að ekki er ólíklegt að hann hafi borið merki um áfengisneyslu er áfrýjandi hitti hann. Sérfræðilegra álits- gerða hefur þó ekki verið aflað í málinu um það hvort telja megi þetta fullvíst. Verður ekki fyllyrt að áfrýjandi hafi hlotið að gera sér ljóst hvernig ástatt var um Kristján Helga þannig að hann hafi fyrirgert bótarétti, sem hann ella hefði átt, með því að taka sér sjálf- viljugur far í bifreið hans. Óvéfengt er að ökuslysið hafi hlotist af gálausum akstri öku- manns. Bera stefndu því fébótaábyrgð gagnvart áfrýjanda vegna meiðsla hans. Þar sem meiri hluti dómenda hefur komist að þeirri niðurstöðu að sýkna beri stefndu af kröfum áfrýjanda í málinu er ekki þörf á að við fjöllum um bótakröfuna tölulega eða um upphæð málskostnaðar sem við teljum að dæma beri þá til að greiða áfrýj- anda. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 27. janúar 1984. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 20. desember sl., er höfðað hér fyrir þinginu með stefnu birtri 31. maí 1983 af Ragnari Karlssyni, nnr. 7173-4552, Bogahlíð 16, Reykjavík, gegn Val- gerði Kristjánsdóttur, nnr. 9122-2000, Kleppsvegi 74, Reykjavík, og Sveini Guðmundssyni, nnr. 8743-4060, Víðimel 54, Reykjavík, fyrir hönd dánar- bús Kristjáns Helga Sveinssonar, nnr. 5886-8310, síðast til heimilis að Kleppsvegi 74, og Hagtryggingu hf., nnr. 3225-1138, Suðurlandsbraut 10, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu greiði in solidum skaðabætur samtals að fjárhæð kr. 829.976,- með 34% ársvöxtum frá 20. ágúst 1981 til 1. nóvember 1982, 42% ársvöxtum frá þeim degi til 31. maí 1983, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar samkvæmt lágmarksgjaldkskrá LMFÍ með hæstu lögleyfðu dráttarvöxtum frá dómsuppsögu. Dómkröfur stefndu eru um sýknu af kröfum stefnanda og málskostnað úr hans hendi en til vara um stórlega lækkun á stefnukröfum og niðurfell- ingu málskostnaðar. Sáttaumleitanir dómsins báru ekki árangur. Mál þetta hefur stefnandi höfðað til greiðslu bóta vegna meiðsla er hann hlaut þegar bifreið, sem hann var farþegi í, fór út af veginum, skall á ljósa- staur og fór veltur og hafnaði á hvolfi. Ökumaðurinn, Kristján Helgi Sveinsson, lést og farþegarnir, þrír að tölu, slösuðust allir. Slysið varð um 561 kl. 01.50 aðfaranótt fimmtudagsins 20. ágúst 1981 á gamla Laufásveginum, skammt austan við Bifreiðastöð Íslands. Stefndu, Valgerður og Sveinn, foreldrar Kristjáns heitins, fengu heimild til einkaskipta á dánarbúi hans hinn 3. september 1981. Stefndi Hagtrygging hf. var ábyrgðartryggjandi bifreiðarinnar. Stefnandi byggir kröfur sínar á hendur stefndu á því að ökumaður bifreiðarinnar, sem jafnframt hafi verið eigandi hennar, hafi valdið slysinu með ógætilegum akstri sínum. Hann hafi ekið alltof hratt og það sé orsök slyssins sem hann beri því ábyrgð á. Nánari aðdragandi hafi verið sá að stefnandi hafi farið í veitingahúsið Óðal við Austurvöll og dvalist þar. Er hann hafi yfirgefið staðinn að dansleiknum loknum um kl. | um nóttina hafi hann hitt tvo pilta, Kristján heitinn og félaga hans Guðmund Ásgeirs- son. Kristján hafi boðist til að aka honum heim og einnig tveimur stúlkum sem þarna hafi slegist í hópinn, þeim Borghildi Magnúsdóttur og Stefaníu Þórarinsdóttur. Stefnandi hafi ekki þekkt neitt þeirra, en hann hafi verið ölvaður eftir dvöl sína á staðnum. Þau hafi farið yfir að bifreiðastæðum við Dómkirkjuna þar sem bifreið Kristjáns Helga var, Mercury Comet, tveggja (sic) dyra. Stefnandi hafi sest í aftursæti og Borghildur við hlið hans en Stefanía á milli ökumanns og kunningja hans Guðmundar í fram- sæti. Ekið hafi verið sem leið lá austur Hverfisgötu að Hótel Heklu (sem þá hét) við Rauðarárstíg þar sem Stefanía hafi yfirgefið bifreiðina. Þaðan hafi verið ekið áfram að gamla Laufásveginum og eftir honum í vesturátt til þess að fara að Umferðarmiðstöðinni og versla. Ökumaður hafi ekið bifreiðinni mjög hratt og við beygjuna á veginum skammt austan við Umferðarmiðstöðina hafi ökumaður misst vald á bifreiðinni, hún hafi farið út af veginum, skollið á ljósastaur, farið a.m.k. tvær veltur og hafnað á hvolfi. Klukkan 01.58 hafi lögreglunni borist tilkynning um bílveltu þessa og hafi lögreglumenn komið fljótlega á staðinn. Samkvæmt skýrslu þeirra hafi farþegar í aftursæti, þ.e. stefnandi og Borghildur, fljótlega náðst út úr henni og þegar fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið sem komin var á staðinn. Ökumaðurinn og farþeginn í framsæti hafi legið fastklemmdir undir bifreiðinni, ökumaðurinn meðvitundarlaus. Farþegahúsið að mestu gengið saman, en með hjálp kranabifreiðar hafi tekist að ná hinum slösuðu út og voru allir þegar fluttir á slysadeild. Ökumaðurinn, Kristján Helgi, var látinn þegar þangað kom. Stefnandi höfuðkúpubrotnaði og úlnliðs- brotnaði og hefur frá því er slysið varð orðið mjög var svima og ógleði og ekkert getað unnið umfram venjulega dagvinnu. Ólafur Jónsson læknir hefur metið tímabundna örorku stefnanda 100% í fjóra og hálfan mánuð, 50% í fjóra mánuði og varanlega örorku 20%. Stefnandi telur að ökumaður beri ábyrgð á tjóni sínu þar sem hann hafi valdið slysinu með gáleysislegum akstri með því að aka alltof hratt. Öku- 36 562 maðurinn hafi gerst brotlegur við 1. mgr. 26. gr., 1. mgr. 37., 1. og 2. mgr. og b- og d-liði 3. mgr. 49. gr. og Í. mgr. 50. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Fébótaábyrgð stefndu byggist á 1. og 3. mgr. 69. gr. og 2. mgr. 74. gr., sbr. 70. gr. sömu laga og 264. gr. laga nr. 19/1940. Stefnandi mótmælir því alfarið að hann hafi tekið á sig áhættu með því að þiggja far í bifreiðinni þar sem ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis við askturinn og að hann missi rétt sinn til bóta við það. Við krufn- ingu á líki Kristjáns heitins hinn 21. ágúst 1981 hafi verið tekið blóð- og þvagsýni, og hafi verið gerðar á þeim mælingar á alkóhólinnihaldi í rann- sóknarstofu í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Magn áfengis í blóði hafi mælst 1,65%, og í þvagi 2,37%0. Stefnandi bendi á, að mælingar á reducerandi efnum í látnum manni gefi ekki nákvæmar upplýsingar um magn þeirra í blóði hans áður en hann lést. Hitt sé þó meira um vert að alls ekki hafi verið unnt að sjá það á Kristjáni heitnum að hann væri undir áhrifum áfengis og það hafa allir borið sem í bifreiðinni voru. Vitnið Stefanía, sem aðeins lítillega hafi verið undir áhrifum áfengis, hafi marg- spurt hann hvort hann hafi verið búinn að smakka vín en hann hafi svarað því neitandi. Vitni þetta hafi hér fyrir dómi fullyrt að hún hafi ekki séð á honum að hann væri undir áhrifum og hún hafi talið sig alveg vissa um að hann væri ekki undir áhrifum. Fordæmi Hæstaréttar í dómum um áhættutöku, eins og stefndu beri fyrir sig í máli þessu, bendi til þess að reglur um áhættutöku og missi bóta vegna hennar séu á þá leið að farþeginn hafi haft vitneskju um hættuna. Þegar hann hins vegar gat ekki vitað um áhættuna þá hafi bótaábyrgð verið viðurkennd. Í máli þessu sé um það að ræða að stefnandi hafi ekki þekkt ökumanninn né neinn annan í bifreið- inni, hann hafi ekki séð áfengisáhrif á ökumanninum og enginn hafi séð slíkt og ökumaðurinn hafi svarað neitandi slíku aðspurður. Vitund hans sjálfs hafi ekki verið skýr vegna hans eigin ölvunarástands, en það skipti ekki höfuðmáli þar sem enginn, sem vitni hafi borið, hafi gert sér grein eða mátt gera sér grein fyrir því að ökumaðurinn hafi neytt áfengis. Engin ástæða sé heldur til að telja stefnanda „„meðvaldan““ skv. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga og lækka bætur til hans á þeim forsendum. Stefndu styðja sýknukröfu sína þeim rökum að stefnandi hafi mátt gera ráð fyrir því að ökumaður bifreiðarinnar væri alls óhæfur til að aka henni, en hann hafi, þrátt fyrir að þetta hafi verið berlega komið í ljós með akst- urslagi ökumannsins er bifreiðin stöðvaði við Hótel Heklu, setið áfram af frjálsum vilja í bifreiðinni og það gert á eigin áhættu og því fyrirgert rétti sínum til bóta. Vísa stefndu til 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og dóma Hæstaréttar 1969 bls. 180 og 1979 bls. 1080 og 1982 bls. 1941 og 1990. Upplýst sé í málinu að orsakir slyssins hafi verið alltof hraður og gálaus 563 akstur ökumannsins, en í ljós hafi komið að hann hafi haft 1,65%, alkó- hólmagn í blóði. Samkvæmt 25. gr. umferðarlaga hafi ökumaðurinn verið óhæfur til að stjórna bifreið sinni vegna áfengisneyslu, en mörkin séu við 1,20%0. Fyrir dómi hafi verið staðfest að ekki sé ástæða til að ætla annað en þetta áfengismagn, sem mælst hafi í sýnum, sem tekin voru við krufn- ingu, sýni hið sama magn og var í blóði ökumannsins við andlátið, og hafi efasemdir stefnanda um þetta áfengismagn því ekki við rök að styðjast. Maður með 1,65%, í blóði sé töluvert ölvaður, enda hafi stúlkurnar í bifreiðinni margspurt ökumanninn hvort hann væri undir áhrifum, en hann hafi svarað þeim fullyrðingum um að hann drykki ekki yfirleitt, væri „„frelsaður““ og þvíumlíkt, sem vitað hafi verið að ekki væri alvarlega meint. Borghildur Magnúsdóttir, sem verið hafi farþegi í aftursæti við hlið stefnanda, hafi ekki komið fyrir dóm hér í bæjarþinginu, en við lögregluna hafi hún sagt þegar eftir slysið að bifreiðinni hafi verið ekið á ofsahraða vestur Laufásveginn og hana hafi grunað að ökumaður væri undir áhrifum áfengis við aksturinn þar sem hann hafi ekið mjög hratt og ógætilega. Hún hafi þó ekki merkt neina áfengislykt af honum og hann hafi svarað neitandi spurningum hennar um þetta. Hún hafi tekið fram að hún hafi sjálf verið ölvuð, og það hafi aðrir farþegar einnig borið. Vitnið Stefanía hafi borið hjá lögreglu hinn 8. september 1981 að hún hafi hvorki getað merkt áfengisáhrif á Kristjáni Helga né Guðmundi, en hins vegar hafi stefnandi, Ragnar, verið undir áhrifum. Vitnið Guðmundur hafi borið hjá lögreglu hinn 26. ágúst 1981 að Kristj- án Helgi hafi komið til hans um kl. 21 um kvöldið og þeir hafi farið að drekka erlendan bjór saman en farið síðan um kl. 23.30 á veitingahúsið Óðal í bifreið Kristjáns. Þeir hafi orðið viðskila í veitingahúsinu, og hann viti ekki hvort Kristján hafi eitthvað drukkið þarna eða ekki. Hann hafi ekki merkt nein áfengisáhrif á Kristjáni er þeir hafi farið að bifreiðinni að lokinni dvölinni í Óðali. Hér fyrir dómi hefur vitni þetta borið að það hafi sjálft verið undir áhrifum áfengis og sagt að það hafi verið „töluvert ölvaður““, og það hafi stefnandi verið einnig. Stefnandi hafi sagt hjá lögreglunni hinn 26. ágúst 1981 að þegar hann hitti fólkið að loknum dansleiknum í Óðali hafi hann verið „lítillega undir áhrifum““ en hafi ekki getað merkt vín á Kristjáni eða Guðmundi, en stúlk- urnar tvær hafi verið eitthvað undir áhrifum. Hér fyrir dómi hafi hann borið að hann hafi verið „drukkinn“ og að hann hafi engar grunsemdir haft um að ökumaðurinn væri undir áhrifum, en hann hafi ekki hugsað út í það sjálfur. Stefndu benda á að framburðir þessir leiði í ljós að stefnandi hafi farið sjálfviljugur upp í bifreiðina hjá ökumanni sem hann hafi ekkert þekkt en hafi hitt ölvaður í vínveitingahúsi. Rætt hafi verið um að fara í „partí“ 564 og bifreiðinni hafi verið ekið mjög hratt og gáleysislega. Farþegarnir hafi allir verið undir áhrifum áfengis og verið allir ódómbærir á áfengisáhrif hver hjá öðrum. Allt bendi þetta til þess að stefnandi, eins og aðrir far- þegar, hafi vitað eða mátt vita að ökumaðurinn væri undir áhrifum áfengis, sem hann hafi sannarlega verið með 1,65%, alkóhóls í blóði. Jafnvel þótt svo væri litið á að stefnandi hafi ekki mátt vita slíkt þegar í upphafi akst- ursins, þá hafi aksturslagið á leiðinni að Hótel Heklu átt að sýna þetta. Eftir að stefnandi hafi setið áfram í bifreiðinni þótt hann hafi getað yfir- gefið hana hafi hann samþykkt áhættuna og þar með firrt sig bótarétti. Stefndu benda á að samkvæmt kenningum danska fræðimannsins Preben Lyngsö í riti hans Færdselsansvar, bls. 66, skipti áfengismagnið í blóði ökumannsins höfuðmáli, þegar tilvikið sé þannig, að farþeginn hefur sjálf- ur ekki verið vitni að undanfarandi áfengisneyslu ökumannsins eða haft yfirleitt vitneskju um hana. Þetta tengist þeirri almennu vitneskju, að meiri háttar áfengisáhrif komi fram á persónunni, lykt, gangi, tali og hátterni almennt. Varakröfu sína um lækkun á bótum til stefnanda styðja stefndu með vísan til 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga. Þá sé á því byggt að komist dómur- inn að þeirri niðurstöðu að stefnandi hafi ekki vitað eða mátt vita um ölvun ökumanns bifreiðarinnar þá sé hann meðvaldur að tjóni sínu þar sem hann hafi ekki yfirgefið bifreiðina þrátt fyrir hinn gáleysislega akstursmáta ökumanns hennar. Auk þessa andmæli stefndu fjárhæð bótakröfunnar, bæði tjónsútreikningi og vaxtagrundvelli hans, útreikningi varðandi töpuð lífeyrissjóðsréttindi, miskasjónarmiða sé gætt í Örorkumati, og einnig að ekki sé tekið tillit til hagræðis skattfrelsis bóta og eingreiðslu þeirra. Niðurstaða: Telja verður upplýst í máli þessu með framburði vitnisins Jóhannesar Finns Skaftasonar, lektors og deildarstjóra alkóhóldeildar Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfjafræði, að breytingar á áfengismagni frá andláti Kristjáns Helga Sveinssonar, ökumanns bifreiðarinnar, til mælinga á sýnum, hafi verið svo óverulegar að mælingarnar á alkóhólinnihaldi blóð- og þvagsýnanna segi hversu mikið alkóhól hafi verið í blóði Kristjáns heit- ins og þvagi þegar hann lést eftir slysið aðfaranóti 20. ágúst 1981. Magn alkóhóls í blóði Kristjáns var því 1,65%, og var hann alls óhæfur til að stjórna bifreiðinni sökum áfengisneyslu, skv. 4. mgr. 25. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Farþegar þeir sem með honum í bifreiðinni voru, þ.e. félagi hans Guð- mundur Ásgeirsson í framsæti, Borghildur Magnúsdóttir og stefnandi í aftursæti, sem öll slösuðust meira og minna, hafa borið að þau sjálf hafi verið undir áhrifum áfengis en ekki séð neitt á ökumanninum. Þó hafði 565 Guðmundur drukkið með honum erlendan bjór frá kl. 21 til 23.30 um kvöldið og farið með honum á vínveitingahúsið á eftir. Þar hittu þeir stefn- anda, sem var ölvaður eftir dvöl sína í þessu vínveitingahúsi, og stúlkurnar tvær sem einnig höfðu þar neytt áfengis svo að á þeim sá. Fljótlega í upphafi hinnar örlagaríku ökuferðar hóf ökumaðurinn svo hraðan akstur upp Hverfisgötu að stúlkurnar hótuðu að yfirgefa bifreiðina ef hann hægði ekki ferðina. Þá kveðst Borghildi hafa grunað að ökumaður væri undir áhrifum áfengis þótt hann neitaði því aðspurður. Hin stúlkan sem þá var í bifreiðinni, Stefanía Þórarinsdóttir, hefur borið að við þetta hafi gripið hana slík hræðsla að hún hafi ákveðið að halda ekki áfram í bifreiðinni og yfirgefa hana við Hótel Heklu. Hún hefur borið að hún hafi verið mjög ákveðin í því að yfirgefa bifreiðina þarna, og ekki látið undan beiðni vinkonu sinnar Borghildar að halda áfram með þeim. Ökumaður bifreiðarinnar, Kristján Helgi Sveinsson, var fæddur 18. febrúar 1958, og var því 23 ára þegar hann lést. Svo ungur maður hlýtur að sýna þess ytri merki að hann hafi neytt svo mikils áfengis að hann hafi í blóði 1,65%, alkóhol. Stefnandi vissi að ökumaðurinn hafði dvalist í vínveitingahúsinu, en þáði þó boð hans um að verða farþegi í bifreið hans þegar úr veitingahúsinu kom þótt hann þekkti hann ekkert og hefði aldrei hitt hann áður. Upplýst er að ökumaðurinn hafi ekið mjög hratt og ógætilega upp Hverfisgötu og ekki dregið úr fyrr en stúlkurnar hótuðu að yfirgefa bifreið- ina ef hann breytti ekki háttalagi sínu. Ekkert er í ljós leitt að stefnanda hafi fundist aksturslag ökumannsins aðfinnsluvert og að honum hafi þótt ástæða að yfirgefa bifreiðina. Þegar virt er lýsing stefnanda sjálfs á því hve ölvaður hann sjálfur var og lýsing vitnanna á því sama, verður að telja að vegna ölvunar hafi stefnandi haft svo skerta dómgreind og verið svo kærulaus að hann gerði sér ekki grein fyrir ástandi ökumannsins og hættu þeirri sem þarna var á ferðum sem hann hefði mátt sjá hefði hann verið betur fyrirkallaður. Ölvunarástand stefnanda dregur ekki úr ábyrgð hans á eigin gerðum. Af þessum sökum verður að telja, að stefnandi hafi setið áfram í bifreiðinni af fúsum vilja og gert það á eigin ábyrgð, eftir að ljóst mátti vera af aðstæðum öllum að ökumaðurinn hefði neytt svo mikils áfengis að hann væri óhæfur til að stjórna bifreiðinni. Þar með fyrirgerði stefnandi rétti sínum til bóta og getur ekki krafið stefndu um bætur. Ber því að taka sýknukröfu stefndu til greina, en rétt þykir að málskostnaður falli niður. Garðar Gíslason borgardómari kvað upp dóminn. Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans og sérstaks umfangs málsins. 566 Dómsorð: Stefndu, Valgerður Kristjánsdóttir og Sveinn Guðmundsson f.h. dánarbús Kristjáns Helga Sveinssonar og Hagtrygging h.f., skulu vera sýkn af kröfum stefnanda, Ragnars Karlssonar, í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Þriðjudaginn 18. mars 1986. Nr. 96/1986. Ákæruvaldið gegn Sumarliða Óskari Arnórssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 13. þ.m. er barst Hæstarétti næsta dag. Hann krefst þess aðallega að úr- skurðurinn verði ómerktur, til vara að synjað verði um framleng- ingu gæsluvarðhalds, en til þrautavara að gæsluvarðhaldstími verði styttur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að úrskurðurinn verði staðfestur. Kröfu sína um ómerkingu reisir varnaraðili á því, 1) að úrskurð- urinn hafi verið kveðinn upp eftir að gæsluvarðhaldstími hafi verið runninn út, 2) að málsmeðferð fyrir sakadómi hafi verið haldin ann- mörkum, þar sem réttargæslumanninum hafi verið synjað um aðgang að nýjum skjölum, 3) úrskurðurinn sé reistur á nýjum gögn- um sem eigi hafi verið borin undir varnaraðila og 4) að dómari hafi átt að kanna sjálfstætt með yfirheyrslum og skýrslutökum, m.a. hjá lögreglumönnum og varnaraðila, hvernig rannsókn miðaði áfram. Dómaranum bárust gögn málsins kl. 13:00 hinn 12. þ.m. Beiðni um framlengingu á gæsluvarðhaldi varnaraðila, er renna skyldi út 567 kl. 17:00 sama dag, var lögð fram á dómbþingi kl. 15:40. Telja verður eins og hér stóð á að dómara hafi verið heimilt að taka sér frest til að taka afstöðu til beiðninnar, þar sem gögn málsins eru umfangsmikil, enda lagði hann rökstuddan úrskurð á málið innan þess frests sem mælt er fyrir um í 66. gr. laga nr. 74/1974. Sam- kvæmt þessu og þar sem eigi verður fallist á að neinir þeir ágallar hafi verið á verki héraðsdómara er valdi ómerkingu úrskurðarins, verður ómerkingarkröfunni hafnað. Samkvæmt gögnum þeim, sem fylgja beiðninni um gæsluvarð- hald, má fallast á það að ennþá hafi verið nauðsyn á að koma í veg fyrir að ákærði gæti spillt sönnunargögnum, enda er um viða- mikla og flókna rannsókn að ræða. Ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 13. mars 1986. Ár 1986, fimmtudaginn 13. mars, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Hirti O. Aðalsteinssyni fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. Málavextir eru þeir, að þann 20. febrúar sl. var kærði Sumarliði Óskar Arnórsson framkvæmdastjóri, fæddur 26. nóvember 1952, til heimilis að Skeljagranda 4 hér í borg, úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi til mið- vikudagsins 12. mars 1986 kl. 17:00, vegna rannsóknar RLR á ætluðum auðgunarbrotum kærða og bróður hans Arnórs. Vikars í tengslum við starf- rækslu þeirra á fasteignasölu, verðbréfamarkaði, húsaleigumiðlun og myndbandaleigu. Voru þeir bræður grunaðir um að hafa með blekkingum fengið fjölda fólks til að gangast undir fjárskuldbindingar eða ábyrgðir sem þeir hafi síðan notað í viðskiptum. Ofangreindur úrskurður var kærður til Hæstaréttar, en með dómi Hæstaréttar þann 28. febrúar sl. var málinu vísað frá Hæstarétti. Þann 3. mars sl. gerði réttargæslumaður kærða þá kröfu að kærði yrði látinn laus úr gæsluvarðhaldi, en með úrskurði uppkveðnum þann 4. mars sl. hafnaði sakadómur Reykjavíkur þeirri kröfu. Var þeim úrskurði skotið til Hæstaréttar Íslands, sem með dómi uppkveðnum þann 11. mars sl. stað- festi úrskurð sakadóms. 568 Í gær gerði RLR þá kröfu að framangreint gæsluvarðhald verði fram- lengt til miðvikudagsins 26. mars nk. kl. 17:00. Dómarinn fékk gögn máls- ins til athugunar kl. 13:00 sama dag. Kl. 16:05 var kærði færður í dóminn og honum kynnt krafa RLR. Kl. 16:58 ákvað dómarinn með vísan til 66. gr. laga nr. 74, 1974 og með tilliti til umfangs málsins að taka sér sólar- hrings frest til ákvörðunar um hvort gæsluvarðhaldið skyldi framlengt eða kærði látinn laus. Kærði hefur mótmælt kröfu RLR og hefur talið kæruefnið eingöngu varða eðlileg viðskipti af hans hálfu, að undanskilinni íbúðinni að Klappar- stíg 13. Taldi kærði sig engin hegningarlagabrot hafa framið. Ljóst er af gögnum málsins að rannsókn sakarefnisins er vel á veg komin, en þó eigi lokið að fullu. Þá ber að lita til þess að þann 11. mars sl. gaf Guðjón Sverrir Agnarsson skýrslu hjá RLR og taldi sig hafa fengið okurlán hjá kærða og hafi honum verið hótað líkamlegu ofbeldi ef kröfurnar greiddust ekki. Með hliðsjón af framansögðu og með vísan til 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 þykir eigi verða hjá því komist að framlengja gæsluvarðhald kærða og skal hann sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 19. mars nk. kl. 17:00. Úrskurðarorð: Kærði, Sumarliði Óskar Arnórsson, sæti áfram gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 19. mars 1986 kl. 17:00. Miðvikudaginn 19. mars 1986. Nr. 231/1984. Guðmundur G. Halldórsson (Páll Arnór Pálsson hrl.) gegn Þorvaldi Skaftasyni (Helgi V. Jónsson hrl.) Skuldamál. Umsýslusala. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Skaftason. 569 Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 21. nóvember 1984. Hann krefst þess aðallega að hann verði sýkn- aður af öllum kröfum stefnda og að sér verði dæmdur málskostnað- ur úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann lækkunar á kröfum stefnda og að málskostnaður verði látinn falla niður. Stefndi krefst staðfestingar á héraðsdómi, þó svo að vextir frá uppsögu hans verði tilteknir 25,5% ársvextir til 10. október 1984, 260, frá 11. október til 25. október, 27,5% frá þeim degi til 1. janúar 1985, 34% frá þeim degi til.21. janúar, 37% frá þeim degi til 11. maí, 35% frá þeim degi til 21. ágúst, 36%0 frá þeim degi til 1. desember 1985, 39%0 frá þeim degi til 1. mars 1986, 20% frá þeim degi til 6. mars en síðan hæstu innlánsvextir til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Ósannað er að áfrýjandi hafi keypt hrognin á föstu verði af stefnda. Verður því við það að miða að hann hafi tekið þau í um- sýslusölu. Honum bar því að láta stefnda í té skilagrein um heildar- söluverð og sölukostnað vörunnar ásamt umboðslaunum til sín, en slíkt uppgjör liggur ekki fyrir í málinu. Þá er ósannað að samningar aðila hafi staðið til þess að stefndi bæri halla af kostnaði og verð- lækkun á síðari hrognasölu áfrýjanda. Með vísan til þessa og for- sendna héraðsdóms að öðru leyti er fallist á að skuld áfrýjanda við stefnda vegna þessara hrognaviðskipta nemi 35.639,95 krónum og hefur þá verið tekið tillit til greiðslu áfrýjanda á skuld stefnda vegna kaupa á tunnum, 10.691,00 krónu. Eftir atvikum þykir rétt að ofangreindri fjárhæð, 35.639,95 krón- um, komi til frádráttar andvirði þeirra 50 neta sem um ræðir í hér- aðsdómi, 5.900,00 krónur, en stefndi hefur samþykkt fjárhæðina sem slíka. Upplýst er í málinu að stefndi veitti netum þessum við- töku, en ósannað er að hann hafi endursent þau áfrýjanda. Samkvæmt framanrituðu ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 29.739,95 krónur með vöxtum eins og greinir Í dómsorði héraðsdóms. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 32.000,00 krónur samtals í héraði og fyrir Hæstarétti. 570 Dómsorð: Áfrýjandi, Guðmundur G. Halldórsson, greiði stefnda, Þorvaldi Skaftasyni, 29.739,95 krónur með vöxtum svo sem í dómsorði hins áfrýjaða dóms segir. Áfrýjandi greiði stefnda 32.000,00 krónur samtals í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. september 1984. I. Mál þetta, sem dómtekið var 19. september sl., hefur Þorvaldur Skafta- son, Hólabraut 12, Höfðahreppi, Skagaströnd, nnr. 9819-2719, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu birtri 26. október 1983 á hendur Guðmundi G. Halldórssyni, nnr. 3070-7354, Kvíslarhóli, Tjörneshreppi, Þingeyjarsýslu, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 36.920,00 með 37% árs- vöxtum frá 8. mars 1982 til 1. nóvember s.á., en með 45% ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, en með 37%. ársvöxtum frá þeim degi til 27. október s.á., en með dómvöxtum skv. 1. nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags, og málskostnaðar að skaðlausu skv. gjaldskrá LMFÍ. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. Við munnlegan málflutning kom fram sú varakrafa af hálfu stefnda að andvirði 50 neta, sem stefndi sendi stefnanda, samtals að verðmæti kr. 5.900,00, verði látið koma til frádráttar falli dómur á þá leið að stefndi verði talinn greiðsluskyldur. Kröfu þessari var andmælt sem of seint fram kominni, en fjárhæðin sam- þykkt rétt sem slík. Sættir hafa verið reyndar árangurslaust. II. Málavexti kveður stefnandi vera þá, að sumarið 1981 hafi hann falið stefnda að selja í umsýslusölu 71 tunnu af grásleppuhrognum á því lág- marksverði sem þá var í gildi, þ.e. 330,00 USS$ pr. tunnu. Ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um viðskiptin, en stefnandi hafi gengið út frá þeirri venju sem ríki í viðskiptum sem þessum, að stefndi tæki 3% sölu- þóknun auk útlagðs kostnaðar við flutninginn og tryggingu á honum. Tunnunum hafi verið skipað út í ágúst 1981 og fyrsta greiðsla til stefn- anda, kr. 65.000,00, hafi verið 13. janúar 1982 og síðan eftirstöðvarnar 571 þann 8. mars s.á., kr. 87.609,00, en þá hafi stefnandi jafnframt verið skuld- færður fyrir tómum plasttunnum og salti að fjárhæð kr. 10.691,00. Þannig að samtals hafi hann fengið greitt fyrir tunnurnar kr. 163.300,00. Á við- skiptayfirliti, sem stefnanda hafi borist frá stefnda með síðustu greiðslunni, komi einungis fram að greiðslan sé kr. 2.330,00 pr. tunnu en ekkert yfirlit yfir hve mikil þóknun sé tekin né hverju útlagður kostnaður nemi. Stefnandi vilji ekki una þessum uppgjörsmáta. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að stefnda hafi verið falið að selja í umsýslusölu fyrir sig 71 tunnu af grásleppuhrognum á þágildandi lág- marksverði sem hafi verið 330,00 US$ tunnan, og beri honum að standa skil á því að frádregnum 3% umboðslaunum, eins og venja sé, og útlögðum kostnaði skv. framlögðum reikningum. Þar sem stefndi hafi ekki fengist til að afhenda neitt uppgjör um umsýslu- sölu sína verði stefnandi að miða við sölu á grásleppuhrognum um svipað leyti hjá öðrum útflytjendum, sem almennt hafi skilað skilaverði sem var milli kr. 2.800,00 og 2.850,00 pr. tunnu. Í stefnukröfunni sé gert ráð fyrir skilaverði að fjárhæð kr. 2.820,00, þ.e. því skilaverði sem hann hafi fengið frá öðrum útflytjanda varðandi tunnur sem hann flutti út í sama mánuði og tunnur þær sem stefndi flutti út fyrir hann. Kröfufjárhæðin sé því mismunur á skilaverði á 71 tunnu á kr. 2.820,00 og því skilaverði sem stefndi innti af hendi, kr. 2.300,00 pr. tunnu. Stefndi styður sýknukröfu sína eftirfarandi rökum: Sumarið 1981 hafi stefnandi haft samband við stefnda, sem reki heildsölu á Húsavík, og beðið hann um að taka við söltuðum grásleppuhrognum. Stefnandi hafi kveðið sig eiga í erfiðleikum með að selja hrognin og Steinavör hf. hefði svikið sig. Stefndi hafi tjáð honum að mjög erfiðlega hefði gengið að selja grá- sleppuhrogn og ástand í sölumálum væri mjög slæmt og ákveðið lágmarks- verð eigi tryggt. Hafi stefndi ekki lofað neinni ákveðinni upphæð fyrir grá- sleppuhrognin vegna óvissunnar. Fyrst hafi stefnandi beðið hann að taka 50 tunnur, en þær hafi verið 71, þegar til kom. Stefndi hafi haft mikið fyrir hrognum frá stefnanda, m.a. hafi hann orð- ið að senda vélskip sérstaklega til Skagastrandar að sækja hrognin, en stefnda hafi tekist að selja þau seint og síðar meir ásamt öðrum hrognum og þá á mismunandi verði. Flutningskostnaður hafi verið ærinn, svo og kostnaður við margar ferðir vegna sölu- og samningstilrauna. Stefndi hafi tekið fram við stefnanda í upphafi að hann fengi aldrei 330 USS$ fyrir tunn- una, og hafi stefnandi gert sér fyllilega grein fyrir því. Reyndar viðurkenni stefnandi þetta í bréfi, á dskj. nr. 3, þar sem hann segir: "Ég geri mér fullljóst, að ég fæ aldrei 330 $ fyrir tunnuna en 221 $ sætti ég mig aldrei við.““ Þessi 221 $ sé tilbúningur af stefnanda hálfu, en eins og sjáist á dskj. nr. 7 þá hafi stefndi greitt kr. 2.300,00 pr. tunnu og talið eðlilegt verð 572 miðað við eðli máls, ástand í sölumálum, alla fyrirhöfn og kostnað vegna sölunnar. Stefnanda hafi þótt þetta of lítið verð og eftir samtal milli aðilja símleiðis hafi orðið að samkomulagi, að stefnandi fengi 50 net til viðbótar þessu og þar með væri málið úr sögunni. Síðar, eftir þetta samkomulag, virðist aðrir menn fara að hræra í stefnanda og jafnvel skrifa fyrir hann bréf, sbr. dskj. nr. 3, og séu allar kröfur stefnanda til viðbótar út í hött og tilefnislausar. Málsástæður og lagarök stefnda séu í höfuðatriðum þau að stefndi hafi tekið að sér sölu á grásleppuhrognum fyrir stefnanda án áskilnaðar um lág- marksverð af hálfu stefnanda. Þeir hafi síðan náð samkomulagi um greiðsl- ur fyrir allan farminn kr. 2.300,00 pr. tunnu og 50 net til viðbótar, og sé stefnandi skuldbundinn til þess að standa við það samkomulag, sbr. reglu samningsréttarins: Pacta sunt servanda. Ill. Stefnandi og stefndi hafa báðir gefið skýrslu fyrir dómi, svo og vitnið Guðmundur Lýðsson. Stefndi skýrði svo frá m.a., að hann hefði haft til sölu 3500-4000 tunnur af grásleppuhrognum frá ýmsum framleiðendum á sama tíma og hann seldi tunnur stefnanda og hefðu tunnur stefnanda farið með fyrsta farmi, sem var u.þ.b. 1000 tunnur, og hefði söluverð á tunnu numið US$ 330,00 sem var ákveðið lágmarksverð á þeim tíma. Hefði hann haft hrognin í heildsölu. Hins vegar hefði síðan orðið verðhrun á grásleppuhrognum og hefðu eftir- stöðvar hrognanna selst á mun lægra verði. Af framburði stefnda verður ráðið að hann hafi ekki haldið aðgreindum kostnaði vegna framleiðslu stefnanda og annarra framleiðenda og að hann hafi jafnað niður kostnaði og verðrýrnum, sem varð á síðari sendingum, á alla framleiðsluna. Ekki gat stefndi upplýst hver sá kostnaður var sem hann hafði haft af útflutn- ingnum eða sú þóknun sem hann reiknaði sér, né heldur á hvern hátt hann reiknaði út verð til hvers einstaks framleiðenda. Það kom fram að ekki var samið við framleiðanda fyrirfram um ákveðið verð, heldur voru við- skiptin gerð upp við framleiðanda þegar greiðsla hafði borist erlendis frá og stefndi hafði reiknað sér kostnað og þóknun. Þá hélt stefndi því fram að hann hefði sent stefnanda 50 net sem uppbót en hann hefði ekki litið á þau sem greiðslu þar sem hann hefði talið sig vera búinn að greiða stefnanda allt sem hann átti hjá honum. Hann vissi ekki betur en netin væru enn hjá stefnanda. Stefnandi skýrði svo frá m.a. að hann hefði aldrei samþykkt að taka við umræddum netum, og hefði hann sent þau til baka. Vitnið Guðmundur Lýðsson skýrði svo frá, að venja væri, að seljendur grásleppuhrogna tækju u.þ.b. 12-17% af söluverði í þóknun og kostnað. 573 IV. Með hliðsjón af gögnum málsins svo og framburði aðilja fyrir dómi virð- ist stefndi hafa haft hrognin í umsýslusölu fyrir stefnanda. Honum bar því að halda sundurgreindum kostnaði af framleiðslu stefnanda frá kostnaði af annarri vöru, og jafnframt var honum óheimilt að jafna kostnaðinum af öllum hrognunum sem og verðhruni á síðari sendingum niður á vöru stefnanda. Upplýst er að stefndi fékk US$ 330 fyrir hverja tunnu af hrognum stefn- anda. Ómótmælt er að venjuleg þóknun til umsýslusala í grásleppuhrogna- viðskiptum sé 3%. Þá er stefnda. heimilt að reikna sér útlagðan kostnað samkvæmt framlögðum gögnum, sem nemur kr. 10.691,00 sbr. dskj. nr. 7. Samkvæmt dskj. nr. 14 reiknar stefnandi stefnda samtals 12,38% af söluverði hrognanna í söluþóknun og kostnað, en sú prósentutala er í sam- ræmi við framburð vitnisins Guðmundar Lýðssonar. Útreikningum á dskj. nr. 14 var mótmælt sem röngum við munnlegan málflutning af hálfu stefnda. Stefndi hefur þó ekki sýnt fram á annan og réttari útreikning. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hagfræðideild Seðlabanka Íslands var fyrst skráð gengi US$ á árinu 1982 þann 14. janúar og var kaupgengi þann dag kr. 9.413,00. Kaupgengi 8. mars s.á. var hins vegar kr. 9.831,00 eða ívið lægra en fram kemur á dskj. nr. 14, en stefnandi mun þar nota gengi skráð 10. mars 1982. Sé miðað við gengi eins og það var skráð þann 8. mars s.á. og frádráttur stefnda 12,38% eins og greinir á dskj. nr. 14 verður skuld stefnda við stefnanda kr. 35.639,95. Þar sem viðurkennd þóknun til stefnda ásamt sannanlega útlögðum kostnaði nemur minna en 12,38% af söluverði hrognanna og stefndi hefur ekki sýnt fram á að hann eigi rétt á hærri kostn- aði eða þóknun verður krafa stefnanda tekin til greina með kr. 35.639,95. Ekki verður litið svo á, að krafa um frádrátt vegna 50 neta, sem stefndi sendi stefnanda sé of seint fram komin, þar sem ráða má af málatilbúnaði í greinargerð stefnda að hann telji net þessi til greiðslu. Hins vegar lýsti stefndi því yfir fyrir dómi að netin hefðu ekki verið ætluð sem greiðsla til stefnanda af sinni hálfu, enda hefði hann talið sig vera búinn að greiða allt sem hann skuldaði honum, heldur hefðu þau verið hugsuð sem uppbót. Þá hefur stefnandi mótmælt því að hafa samþykkt að taka netin sem greiðslu. Af þessum sökum verður andvirði netanna ekki látið koma til frá- dráttar kröfum stefnanda. Vaxtakröfu hefur ekki verið andmælt sérstaklega og dæmast því vextir eins og krafist er í stefnu til 21. október 1983, en frá þeim degi dæmast 3670 ársvextir til 27. s.m. en síðan dómvextir eins og greinir í dómsorði. Eftir úrslitum þessa máls ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn kr. 15.400,00. Sigríður Ólafsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan. 574 Dómsorð: Stefndi, Guðmundur G. Halldórsson, greiði stefnanda, Þorvaldi Skaftasyni, kr. 35.639,95 með 37% ársvöxtum frá 8. mars 1982 til 1. nóvember s.á., en með 45% ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, en með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október s.á, en með 36% ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., en með 3200 ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember s.á., en með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, en með 19% ársvöxtum frá þeim degi til 25. september s.á., en síðan með hæstu innlánsvöxtum eins og þeir verða ákveðnir á hverjum tíma frá þeim degi til greiðsludags og kr. 15.400,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 575 Föstudaginn 21. mars 1986. Nr. 15/1983. Baldur h/f (Hrafnkell Ásgeirsson hrl.) gegn Jónatan Sveinssyni og Sveinbirni Sveinssyni báðum persónulega og f.h. Sigurðar s.Í. (Skúli Pálsson hrl.) og Siglingamálastöfnun ríkisins (Gunnlaugur Claessen hrl.) og Jónatan Sveinsson og Sveinbjörn Sveinsson báðir persónulega og f.h. Sigurðar s.Í. gegn Baldri h/f Skipakaup. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guð- mundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Sigurgeir Jónsson. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunar- stefnu 20. janúar 1983. Kröfur hans eru aðallega þær, að gagnáfrýj- endur og stefndi verði dæmdir til að greiða honum 612.866,76 krón- ur með 35%0 ársvöxtum af 189.518,87 krónum frá 1. mars 1981 til 1. júní s.á., með 34% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. nóvember s.á., með 34% ársvöxtum af 961.878,76 krónum frá þeim degi til 31. desember s.á., en með dómvöxtum af 612.866,76 krónum frá 1. janúar 1982 til greiðsludags. Til vara krefst aðaláfrýjandi lægri fjárhæðar að mati Hæstaréttar. Þá krefst hann málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur, Jónatan Sveinsson og Sveinbjörn Sveinsson báð- ir persónulega og f.h. Sigurðar s.f., hafa áfrýjað málinu með gagn- 576 áfrýjunarstefnu 14. febrúar 1983 samkvæmt heimild í 3. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Þeir krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. Af hálfu stefnda Siglingamálastofnunar ríkisins er þess krafist að- allega, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur að því er hann varð- ar, og að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Til vara er krafist sýknu að svo stöddu og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti en til þrautavara að málskostnaður verði felldur niður. Samkvæmt kaupsamningi átti seljandi að tréskafa og mála skipið að utan. Seljandi annaðist ekki trésköfunina. Í kaupsamningnum segir: '' Verði ekki hægt vegna tíðarfars að tréskafa og mála skipið fyrir afhendingardag þess skal seljandi greiða kaupanda áætlaðan kostnað vegna þessa, ..'" Af hálfu kaupanda hefur verið gerð áætl- un um kostnað við verk þetta og er áætlaður kostnaður 10.000,00 krónur. Þessari áætlun hefur seljandi ekki hnekkt. Verður þessi kröfuliður kaupanda því tekinn til greina að fullu. Seljandi hefur ekki sannað, að hann hafi afhent kaupanda lönd- unarmál, sem skipinu átti að fylgja. Kaupandi hefur gert seljanda reikning fyrir löndunarmálinu að fjárhæð 6.200,00 krónur. Af hálfu seljanda hefur fjárhæð þessa kröfuliðs ekki verið andmælt sérstaklega. Verður þessi kröfuliður kaupanda því tekinn til greina. Af hálfu seljanda er viðurkennt, að hann eigi að greiða reikninga samtals að fjárhæð 5.370,50 krónur svo sem í héraðsdómi greinir. Ofangreindar fjárhæðir nema samtals 21.570,50 krónum. Frá þeirri upphæð ber að draga 4.721,76 krónur svo sem í héraðsdómi greinir. Mismunurinn nemur 16.848,74 krónum. Gegn andmælum af hálfu seljanda hefur kaupandi ekki sannað, að hann eigi rétt á greiðslu hærri fjárhæðar úr hendi seljanda vegna kaupanna á skipinu. Verða gagnáfrýjendur því dæmdir til að greiða aðaláfrýjanda síðastgreinda fjárhæð með vöxtum eins og í dóms- orði greinir, en vaxtakröfu er ekki mótmælt. Staðfesta ber héraðsdóm að því er varðar stefnda Siglingamála- stofnun ríkisins. Rétt þykir að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. 577 Dómsorð: Stefndi, Siglingamálastofnun ríkisins, á að vera sýkn af kröf- um aðaláfrýjanda, Baldurs h/f, í máli þessu. Gagnáfrýjendur, Jónatan Sveinsson og Sveinbjörn Sveins- son, greiði persónulega og f.h. gagnáfrýjandans Sigurðar s.f., aðaláfrýjanda, Baldri h/f, 16.848,74 krónur með 35% árs- vöxtum frá 1. mars 1981 til 1. júní 1981, með 34% ársvöxtum frá þeim degi til31. desember s.á. og með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 3. nóvember 1982. Mál þetta, sem dómtekið var 15. október sl., höfðaði Baldur hf., Hrann- argötu 4-4a, Keflavík, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 15. desember 1981, gegn Jónatan Sveinssyni, Deildarási 16, Reykjavík og Sveinbirni Sveinssyni, Sjávarflöt 1, Stykkishólmi, báðum persónulega og fyrir hönd sameignarfélagsins Sigurðar sf., Stykkishólmi og Hjálmari Bárðarsyni, siglingamálastjóra, fyrir hönd Siglingamálastofnunar ríkisins, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmdir til þess að greiða stefnanda kr. 612.866,76 með 35% ársvöxtum af kr. 189.518,87 frá 1. mars 1981 til 1. júní 1981, en með 34% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. nóvember, en með 34% ársvöxtum af kr. 961.878,76 frá þeim degi til 31. desember 1981, en með dómvöxtum frá 1. janúar 1982 af kr. 612.866,76 til greiðsludags svo og málskostnað skv. gjaldskrá LMFÍ, þar með talinn matskostnað kr. 10.852,00. Til vara er gerð krafa um aðra lægri fjárhæð að mati dómsins með sömu vöxtum og krafist er af aðalkröfu svo og matskostnað og málskostnað skv. gjaldskrá LMFÍ. Dómkröfur stefndu, Sigurðar sf., Sveinbjörns Sveinssonar og Jónatans Sveinssonar, eru aðallega krafa um sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða þeim ríflegan málskostnað. Til vara er þess krafist að stefndu verði einungis dæmdir til þess að greiða stefnanda kr. 5.370,50 og stefnandi verði dæmdur til þess að greiða þeim málskostn- að. Þessir stefndu gera þá gagnkröfu að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða stefndu kr. 4.721,76 ásamt vöxtum eins og krafist er í stefnu, þó frá 30. des. 1980, og málskostnað. Gagnkrafan er höfð uppi til skulda- jafnaðar og sjálfstæðs dóms. 37 578 Stefnandi viðurkennir greiðsluskyldu sína á kr. 269,28 af gagnkröfunni, en krefst sýknu af henni að öðru leyti. Stefndi, siglingamálastjóri f.h. Siglingamálastofnunar ríkisins, krefst sýknu af kröfum stefnanda og að honum verði tildæmdur málskostnaður að mati réttarins. Til vara er gerð krafa um sýknu að svo stöddu og máls- kostnað að mati réttarins. Til þrautavara er gerð krafa um lækkun á kröf- um stefnanda og að málskostnaður verði felldur niður. Sáttatilraunir dómsins hafa reynst árangurslausar. Málavextir: Með kaupsamningi, dags. 5. september 1980, keypti stefnandi vélskipið Sigurð Sveinsson SH-36, nú Mars KE-197, af stefnda Sigurði sf. Í kaup- samningnum er m.a. ákvæði um að í kaupunum skuli fylgja auk venjulegs fylgifjár, uppstillingar á dekki og í lést og allur veiðarfæraútbúnaður er skipið á og tilheyrir því, ennfremur að skipið skuli afhent í Stykkishólms- höfn 15. desember 1980 og skuli það afhent með nýju haffærisskirteini, tréskafið og málað að utan. Tekið er fram að verði ekki hægt að tréskafa og mála skipið fyrir afhendingardag skuli seljandi greiða kaupanda áætlað- an kostnað vegna þessa. Söluverð skipsins var g.kr. 120.000,000. G.kr. 74.000.000 af söluverðinu skyldi stefnandi greiða með skuldabréfi til 8 ára með 20% ársvöxtum. Skipið var afhent í Stykkishólmshöfn 19. desember 1980. Ekki hafði þá verið gefið út nýtt hafffærisskírteini fyrir skipið, sem var með gilt haffæris- skírteini til 24. maí 1981. Hinn 16. desember 1980 ritaði Bragi Húnfjörð, skipaskoðunarmaður í Stykkishólmi, eftirfarandi í eftirlitsbók skipsins: „„Bolskoðun hefur farið fram samkv. lögum þar um. Slit fannst á milli hlerajárna stjórnbm. að aftan um 15% af efnisþ. Bolur að öðru leyti í góðu standi. Farið var yfir hempingu bols og á þilfari. Skipið hreinsað og málað og sinkað. Nýr öxull frá 15/3 '80. Slökkvitæki skoðist um áramót. Bolur, búnaður og vél í lagi.“ Á dskj. 4 er afsal til stefnanda, dags. í des. 1980. Í afsali þessu segir m.a., að kaupandi hafi kynnt sér ástand skipsins og fylgifé þess og sætt sig við það að öllu leyti. Kaupandi hafi tekið við skipinu í samningsbundnu- ástandi í höfn í Stykkishólmi. Í eftirlitsbók skipsins er svohljóðandi bókun, dags. 1. febrúar 1981, undirrituð Guðm. Hj. Bjarnáson: „Skipið skoðað í Keflavíkurhöfn. Við skoðun komu eftirtalin atriði fram. Gera við handrið á hvalbak. Gera við slit í bómubolta. Bóma bogin. Brotin slífa á reykröri á eldavél. Brotin bönd S.B. megin í hvalbak. Sam- kvæmt teikningu E. Þorfinnssonar, dagséttri 17.3. '71, vantar stoðir undir langdregara í hvalbak. Vantar handrið við stiga í káetu. Gera við sogrör 579 að sjó og austurdælu við aðalvél. Fjarlægja hosur af austurlögnum undir gólfi. Fjarlægja hosu á eldsneytisslögn undir gólfi. Varahluti sem vantar fyrir vélar. Ventla á varadexel. Ræsiloka (sic) fyrir aðalvél. Bolta og rær fyrir strokklok. Varahringi á stimpil. Strokkfóðringu. Sveifarlegu. Rammalegu. Eldsneytisdælu. 4 stk. eldsneytisrör. Þétti fyrir aðalvél. Ljósa- vél. - 2 stk. útblástursloka. Í stk. sogloka ásamt gormum. Eldsneytisloka. Sveifarlegu. Stimpilbolta og legur. Eldsneytisdælu. Eldsneytis- og smurolíu- síu. Þétti.?? Á dskj. 46 er ódagsett plagg undirritað af Ólafi Björnssyni forstjóra stefnanda. Í plaggi þessu eru taldir ýmsir gallar sem bréfritari telur vera á skipinu, sem stefnandi keypti af stefnda Sigurði sf. Í lok plaggs þessa kemur m.a. fram, að stefnandi krefjist greiðslu á að samningurinn frá S. september 1980 verði uppfylltur að öllu svo sem að greitt verði fyrir að „„tréskafa'? bátinn, gera hann kláran til netaveiða svo sem umtalað var og greiðslu vegna leyndra galla sem verið hafa að koma í ljós fram að þessu og vart sé að vænta loka á fyrr en tími gefist til að taka bátinn í slipp að lokinni humarvertíð. Þá er gerð krafa um bætur fyrir allt það óhagræði sem stefnandi hafi haft af vanefndum í sambandi við kaup á bátnum og beint tjón skv. mati. Jafnframt er því hafnað með öllu að stefnanda beri að greiða goggbretti á bátinn með tilvísan til reglugerðar. Með bréfi, dags. 26. febrúar 1981, dskj. 47, svaraði stefndi Jónatan Sveinsson f.h. stefnda Sigurðar sf. kröfum stefnanda á dskj. 46. Í bréfi stefnda er öllum fjárkröfum stefnanda mótmælt. Tekið er fram í bréfi þessu að áhöld kunni að vera um það hvort skipið hafi verið „tréskafið??, en stefndu hafi látið skafa bol skipsins ofan í sjólínu inn í tré og lakkmála síðan bolinn tvívegis, en á móti þessu komi að kaupendur hafi látið vinna á sinn reikning nokkur sérverk við skipið, smíði goggbrettis, rif á rúnnjárn- um af síðum o.fl. og hafi þessi reikningur hljóðað upp á um g.kr. 600.000, en þennan reikning hafi stefndu greitt. Með bréfi dags. 21. apríl 1981 gerði stefndi Sigurður sf. stefnanda sáttaboð sem hljóðaði upp á greiðslu á kr. 14.573,47. Á dskj. 52 er skýrsla skipaskoðunarmannsins Magnúsar Guðmundssonar vegna skoðunar á bátnum Mars 20. maí 1981. Í skýrslu þessari segir svo: „„Öldustokkur „brotinn“, endurnýja ca 4 %% m á móts við afturhorn á hvalbak st.b.m. Átta bogastoðir í hvalbak st.b.m. brotnar um suðu. Öldu- stokkur ca 4 m á móts við stýrishús þarf endurnýjunar mest vegna slits.?? Á dskj. 53 er vottorð Egils Þorfinnssonar, dags. 3. júní 1981. Í vottorði þessu kemur fram, að vottorðsgefandi hafi skoðað m/b Mars KE-197 og komið hafi í ljós að öldustokkur stb. ca 5 m langur undir hvalbakshorni sé brotinn og klofinn. Öldustokkur stb. ca 4-5 m langur á móts við aftari horn á stýrishúsi, brotinn og klofinn. Brot þessi séu ekki ný. Hampþétting 580 með stuttum sé víða ónýt og þurfi að taka neðsta borð í skjólborðsklæðn- ingu frá til að hampþétta með stuttum á báðum hliðum. Á dskj. 54 er vottorð dags. 4. júní 1981, undirritað af áhöfn stefnanda, sem tók við skipinu í Stykkishólmshöfn, 19. desember 1980. Í vottorði þessu segir að um það hafi verið fullt samkomulag við fulltrúa fyrri eig- enda, Sveinbjörn Sveinsson, að eftir að báturinn væri kominn til Keflavíkur skyldi kaupa og gera það sem á vantaði að fullnaðarskoðun gæti farið fram á bátnum, eins og kaupsamningur kveði á um. Með bréfi, dags. 30. júlí 1981, krafði lögmaður stefnanda stefnda, Sigurð sf., um greiðslu á kr. 115.918,87 auk innheimtulauna og vaxta. Tekið er fram, að þarna sé einungis gerð krafa um þá hluti sem stefnandi hafi þegar orðið að greiða vegna þess að hann telji hinum selda bát hafa verið áfátt við afhendingu. Fleiri hlutir kunni að koma fram er skipið verði tekið upp í slipp að humarvertíð lokinni í haustbyrjun og er gerður fyrirvari um hækkun kröfu stefnanda vegna þessa. Á dskj. nr. 56 er skýrsla skoðunarmannsins Guðmundar Hj. Bjarna- sonar, dags. 20. ágúst 1981. Í skýrslu þessari eru eftirfarandi athugasemdir: Tæringarrönd í öxli framan við þétti að aftan. Mikið slit í skiftiklossum í skrúfu verður það lagað. Aftari stefnislega lítur vel út. Rýmd 0.8 mm. Slit og rispur í legu á skrúfuháls. Öll þétti endurnýjuð í skrúfuhaus og öxli.““ Á dskj. 58 er skýrsla skoðunarmannsins, Magnúsar Guðmundssonar, dags. 1. september 1981. Í skýrslu þessari segir svo: „„Við skoðun hefur komið í ljós, að af völdum ákomu (brota) verður að endurnýja öldustokk undir hvalbak st.b.m. og bogastoðir eru brotnar um suðu sömu megin en hluti af hvalbaknum st.b.m. (bogastykkið sem hvílir á öldust.) verður að fjarlægja meðan á viðgerð stendur. Einnig verður að endurnýja bjargsýju- planka á móts við ofantaldar skemmdir. Aftan við miðskip st.b.m. verður að losa upp öldustokk til nánari athugunar á skjólborðsstoðum, þar sem erfitt er að ákvarða, hvort um er að ræða brot eða los á 4-5 stoðum. Aftan til á þessum stað er öldustokkur ónýtur vegna slits og áverka. Bjargsýju- plankar sinn hvoru megin afturstefnis eru ónýtir vegna fúa og annarra skemmda. Hampþéttingu með skjólborðsstoðum er mjög ábótavant og er því gerð krafa um að leysa frá neðsta borð í klæðningu á skjólborðsstoð- um, svo að vel verði komist að hampþéttingu með skjólborðsstaðnum allan hring skipsins.?" Með bréfi, dags. 4. sept. 1981, dskj. 59, óskaði lögmaður stefnanda eftir dómkvaðningu matsmanna til þess að skoða og meta eftirtalda hluti í vél- bátnum Mars KE-197, sem þá lá í slippnum í Keflavík. Síðan segir svo í matsbeiðni: 581 „„a) Meintum fúa í efstu plönkum (bjargsýjuplönkum) sinn hvoru megin afturstefnis á bátnum. b) Við skoðun skipaeftirlitsmanns hefur komið í ljós að af völdum ákomu (brota) verður að endurnýja öldustokk st.b.m. og bogastoðir eru brotnar um suðu sömu megin, en hluti af hvalbaknum st.b.m. (boga- stykkið sem hvílir á öldustokk) verður að fjarlægja meðan á viðgerð stendur. Einnig verður að endurnýja bjargsýjuplanka á móts við ofan- taldar skemmdir. Aftan til við miðskip st.b.m. verður að losa öldu- stokk til nánari athugunar á skjólborðsstoðum (stuttum) þar sem erfitt kynni annars að ákveða hvort um brot er að ræða eða los á stoðum (stuttum). Þá er aftan til á þessum stað öldustokkur ónýtur vegna slits og áverka. Nauðsynlegt er að fá dómkvadda matsmenn til að meta hluti þessa undir staflið þessum, þar sem hugsanlegt er að hér sé um að ræða tjón er tryggingarfélag bæti, þó enn sem komið er finnst engin skýrsla þar um. c) Óskað er og mats og skoðunar á eftirfarandi er jafnframt kom fram hjá skipaskoðunarmanni: Hampþéttingu með skjólborðsstoðum er mjög ábótavant og er því gerð krafa um að leysa frá neðstu klæðningu á skjólborðsstoðum svo að vel verði komist að hampþéttingu með skjólborðsstoðum allan hring skipsins.“ Á dskj. 61 er matsgjörð hinna dómkvöddu matsmanna, dags. 26. eða 29. sept. 1981. Í matsgjörðinni kemur fram, að matsfundur hafi verið hald- inn 19. sept. 1981 um borð í Mars KE-197 þar sem báturinn stóð í slipp í Dráttarbraut Keflavíkur. Í matsgjörð þessari er hvorki lýst ástandi hins metna né hvað þurfi að gera við bátinn, en svohljóðandi setning „„Tjónið metum við þannig:'' Síðan er upptalning á efni, vinnulaunum og vélavinnu og þannig er tjón a) metið á kr. 87.082,70, b) kr. 212.062,38, c) kr. 18.243,28, málning, efni og vinna kr. 28.175,00, upptaka, færsla og slipp- gjald kr. 33.532,00 eða samtals kr. 379.095,36. Síðan segir svo í matsgjörð þessari: „, Skemmdir þær sem eru nefndar í a, b, og c lið teljum við vera vegna bryggjuhnoða og ákomu við bryggju og af öðru hnjaski svo og venjulegu sliti sem á sér stað, svo sem vegna veiðarfæra. Þá teljum við að allar skemmdir og ákomur séu eldri en frá í desember 1980. Matsgerðinni fylgir plagg, sem kallast „Sérmat fyrir Baldur hf. c/o Ólafur Björnsson." Á plaggi þessu er kostnaðaráætlun vegna viðgerðar á stjórnborðssíðu vegna slits á byrðingi og hljóðar áætlunin upp á kr. 163.662,82. Jafnframt er tekið fram, að matsmennirnir telji skemmdir á 582 stjórnborðssíðu vera af völdum toghlera plógs eða annarrra veiðarfæra sem komnar séu á undanförnum árum. Matsmennirnir telja, að skemmdir þess- ar séu eldri en frá í desember 1980. Málsástæður og lagarök stefnanda. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að höfuðforsenda þess að kaup komust á og að við hinu selda skipi var tekið hafi verið að hið selda skip skyldi afhent með nýju haffærisskírteini. Hafi stefnandi talið að það hversu mjög svo strangar kröfur séu gerðar af Siglingamálastofnun ríkisins til þess að skip teljist haffært, væri nægileg trygging til þess að skipið væri í samn- ingsbundnu ástandi. Að vísu hafi ekki fylgt skipinu við afhendingu nýtt haffærisskírteini eins og um var samið, en fram komi í eftirlitsbók skipsins á dskj. 5, bls. 27 og 28, lýsing á ástandi skipsins, lýsing, sem stefnandi eða starfsmenn hafi tekið gilda á þeim tíma. Hins vegar hafi verið ljóst þegar við afhendingu, að hinu selda skipi hafi verið í ýmsu áfátt, þó hvergi nándar nærri því sem síðar reyndist, sbr. yfirlýsingu á dskj. 54 og 46. Kröfur sínar gagnvart stefnda Sigurði sf. reisir stefnandi m.a. á 2. mgr. 42. gr. laga nr. 39/1922. Kröfur sínar gagnvart Siglingamálastofnun ríkisins reisir stefnandi á því að telja verði í besta falli að starfsmaður eða starfsmenn stofnunarinnar hafi bakað stofnuninni solidaríska ábyrgð með stefnda Sig- urði sf. með því að rita í eftirlitsbók skipsins 16. des. 1980, „„Bolur, búnaður og vél í lagi“, sem og með útgáfu haffærisskírteinis 8. maí 1981. Beri stofnunin ábyrgð á því tjóni er stefnandi hafi orðið fyrir vegna þess að hann treysti og mátti treysta hinni opinberu yfirlýsingu sem fram kemur á dskj. 5 sem og skír- teininu á dskj. 50. Þessar yfirlýsingar séu gefnar út þrátt fyrir a.m.k. tvær skýrslur frá því í janúar og febrúar 1981, dskj. 14 og 15 bendi til hins gagn- stæða. Hinu selda skipi hafi bæði er kaup gerðust, sem og fram að afhendingu, verið svo mjög áfátt að stefnandi eigi rétt til bóta á því tjóni er hann hafi orðið fyrir vegna kaupa þessara. Starfsmenn stefnda Siglingamálastofnunar ríkisins hafi með stórfelldri vanrækslu í opinberu starfi bakað stofnuninni ábyrgð með stefnda Sigurði sf. Upphafleg krafa stefnanda var um greiðslu á kr. 1.032.857,05. Undir rekstri málsins hefur stefnandi breytt og lækkað kröfur sínar. Endaniega dómkröfu sundurliðar stefnandi þannig: A. Varahlutir, sem eigi voru til staðar skv. lista Guðm. Hjartar Bjarnasonar, dags. 2. febr. 1981, hvað varð- ar vélbúnað skipsins ....ccc0..00.v0 enni. kr. 73.600,00 B. Greitt af Baldri hf. ýmsir hlutir skv. lista á tímbilinu 31. des. 1980 fram til 18. febr. 1981 til þess að koma skipinu í siglingarhæft ástand ................. kr. 115.918,87 583 C. Kostnaður við viðgerð á skipinu sbr. matsgerð dags. 29. sept. 1981, upphaflega var gerð krafa undir þess- um lið um greiðslu á kr. 379.095,36, en liður þessi hefur verið hækkaður Í .......020000 0... kr. 463.610,00 D. Skemmdir á stjórnborðssíðu v/slits á byrðingi sbr. mat dags. 29. sept. 1981, upphaflega var gerð krafa um greiðslu á kr. 163.662,80, en liður þessi hefur verið hækkaður Í 0. kr. 218.169,89 E. Varastimpill í vél, er reyndist með öllu ónýtur er til átti að taka, sbr. bréf dags. 7. okt. 1981 ...... kr. 10.000,00 F. Fallið hefur verið frá kröfu skv. þessu lið í stefnu G. Kauptrygging þriggja manna í þrjá mánuði meðan á viðgerðum: stendur loci. kr. 80.580,00 kr. 961.878,76 Frá dregst greiðsla frá Bátatryggingu Breiðafjarðar kr. 292.012,00 og greiðsla úr Aldurslagasjóði ................. kr. 57.000,00 kr. 612.866,76 Málsástæður og lagarök stefnda Sigurðar sf. Sýknukrafa þessa stefnda er á því byggð að hið selda skip hafi í engu verið haldið þeim göllum, sem stefnandi vilji vera láta og afhending þess í því ástandi, sem það var þegar hún fór fram, hafi verið rétt uppfylling samnings aðilanna sbr. kaupsamning á dskj. 3 og afsali á dskj. 4. Þannig eigi stefnandi engar kröfur á hendur stefnda Sigurði sf. utan þær sem viður- kenndar eru og þá með skuldajöfnun við kröfu þessa stefnda. Hinum einstöku kröfuliðum í dómkröfu stefnanda er af hálfu stefnda Sigurðar sf. mótmælt með eftirfarandi: Liður A Kröfuliður þessi, varahlutir fyrir kr. 73.600,00, sé byggður á skoðunar- skýrslu Siglingamálastofnunar ríkisins, dags. 2. febr. 1981. Vakin er athygli á því, að skýrsla þessi er gerð mánuði eftir að stefnandi tók við skipinu nýskoðuðu, sbr. dskj. 6-10. Hafi hinir umdeildu varahlutir ekki verið. til staðar við þessa seinni skoðun verði að telja að stefnandi og eða hans menn hafi komið þeim fyrir kattarnef. Allir lögskipaðir varahlutir hafi verið til staðar við vélina. Liður B Af þessum lið er stefndi Sigurður sf. fús til að greiða kr. 5.370,50, annað ekki. Liður C Vakin er athygli á því að skoðun vegna matsgerðar hafi fyrst farið fram 584 19. september 1981 eða fullum 9 mánuðum eftir að stefnandi tók við skip- inu. Því er mótmælt, að skemmdir þessar stafi frá meðferð stefnda Sigurðar sf. eða þeirra sem hann keypti skipið af. Brotskemmdir þessar hafi allar orðið eftir að stefnandi fékk skipið í hendur. Í því sambandi er bent á að í óveðri, sem gekk yfir 13. eða 14. febrúar, hafi skipið legið við stein- bryggju í Keflavík með stjórnborðssíðu að bryggju og hafi lamist mikið. Vegna þessa liðar er vakin athygli á aðkomu á matsfund, en allt sem skoða átti og meta á skipinu hafi þá verið fjarlægt og ekki fengist sýnt þrátt fyrir áskoranir. Einu sýnilegu ummerki þess sem skoða átti og meta hafi verið tvö styttubrot og brot á skammdekki á stjórnborðssíðu skipsins. Þrátt fyrir kröfu sé ekkert bókað um þessa óvenjulegu aðkomu á matsstað og sé öll matsgerðin eftir því. Við munnlegan málflutning var þess krafist að fjárhæðir greiðslna frá Bátatryggingu Breiðafjarðar kr. 292.012,00 og úr Aldurslagasjóði kr. 57.000,00 verði látnar koma til frádráttar kröfum skv. þessum lið. Liður D Hér sé um að ræða slit á byrðingi á stjórnborðssíðu undir afturgálga. Að þessu sé vikið í skoðunargerð á dskj. 10, sbr. áritun í eftirlitsbók skips- ins, dskj. 5, þar sem þetta slit sé mælt 15% af byrðingsþykkt og því innan marka þess sem viðeigandi þyki. Þegar stefndi Sigurður sf. tók við skipinu í Hafnarfirði í maí 1979 hafi þetta slit verið sýnilegt, en ekki sætt sérstakri aðfinnslu skoðunarmanna. Til að verja þennan hluta síðunnar hafi stefndu látið járna síðuna sérstaklega vel, sbr. reikning á dskj. 69. Þegar stefnandi tók við skipinu hafi hann látið rífa öll járn af stjónrborðssíðu skipsins, sbr. reikning á dskj. 67. Liður E Varastimpill hafi verið afhentur í sama kassa og stefndi Sigurður sf. fékk hann í, ónotaður og hafi hann ónýst, hafi það gerst hjá stefnanda. Liður G Þessum lið er mótmælt í fyrsta lagi vegna þess, að stefndi Sigurður sf. verði ekki talinn bera ábyrgð á neinu því sem var til viðgerðar í þessum bát í Keflavík umræddan tíma og svo vegna þess, að liður þessi sé ekki byggður á neinum gögnum. Málsástæður stefnda, Siglingamálastofnunar ríkisins. Af hálfu Siglingamálastofnunar ríkisins er því haldið fram að samnings- skyldur aðila að kaupsamningi um bátinn með tilliti til ástands hins selda séu óviðkomandi Siglingamálastofnun ríkisins. Það hafi ekki verið hlutverk Siglingamálastofnunar ríkisins að kora fram f.h. kaupanda, stefnanda þessa máls, sem eftirlitsaðili með því að seljandi hefði rækt skyldur sínar samkvæmt kaupsamningi. Siglingamálstofnun ríkisins framkvæmi skipa- 585 skoðun, m.a. áður en haffærisskírteini er gefið út. Skipaskoðun og eftirlits- störf stofnunarinnar yfirleitt miði að því að öryggisatriðum sé fullnægt til að tryggja öryggi í siglingum. Slíka skoðun sé heimilt að framkvæma hvenær sem er, jafnvel oft á ári hverju og krefjast úrbóta á því sem ábóta- vant kann að þykja. Siglingamálastofnun ríkisins hafi gefið út nýtt haffærisskírteini fyrir skip- ið hinn 8. maí 1981. Þetta skirteini hafi verið gefið út á grundvelli skoðunar sem farið hafði fram hinn 18. desember 1980. Skírteinið skyldi gilda í eitt ár frá þeirri skoðun, þ.e. til 18. desember 1981. Ekkert liggi fyrir um það að starfsmönnum Siglingamálastofnunar hafi í nokkru yfirsést við þá skoð- un á bátnum sem framkvæmd var í desember 1980. Enda þótt dómurinn komist að andstæðri niðurstöðu beri engu að síður að sýkna Siglingamála- stofnun ríkisins. Í því sambandi er sérstaklega vísað til dóms Hæstaréttar í XXIX. bindi dómasafns á bls. 134. Samkvæmt þeim dómi sé ljóst, að jafnvel þótt komist yrði að þeirri niðurstöðu að starfsmönnum Siglingamála- stofnunar hafi í einhverju yfirsést við skoðun á bátnum geti það ekki leitt til bótaskyldu ríkissjóðs. Þannig liggi fyrir skýrt fordæmi um það að skýrsl- um skoðunarmanna um skoðun skips og meðmælum þeirra með því að skip fái haffærisskírteini eða haldi því sé ekki ætlað að vera sönnunargögn til ákvörðunar í lögskiptum manna. Samkvæmt þessu hafi stefnandi því orðið á annan hátt að tryggja sér sönnun fyrir því að seljandi hefði fullnægt samningsskyldum sínum. Fari hins vegar svo.að dómurinn fallist ekki á að framangreindar ástæður skuli leiða til sýknu Siglingamálastofnunar ríkisins er því haldið fram að hvernig sem á málið er litið geti ábyrgð stofnunarinnar undir engum kring- umstæðum náð lengra en til vara. Stefnda, Sigurði sf., hafi eðlilega borið að standa við samningsskyldur sínar. Verði stefnandi fyrst að sannreyna að hann sé ekki fær um það áður en til greiðsluskyldu Siglingamálastofnun- ar ríkisins geti komið. Solidarisk ábyrgð Siglingamálastofnunar ríkisins og ríkissjóðs með meðstefnda Sigurði sf. komi því ekki til álita. Gefi úrlausnir dómstóla í sambærilegum málum ótvíræða vísbendingu í þá átt. Leiði þetta til að sýkna beri Siglingamálastofnun ríkisins a.m.k. að svo stöddu. Verði heldur ekki á þetta fallist er þrautavarakrafa sú, að kröfur stefn- anda verði verulega lækkaðar. Í því sambandi er vísað til greinargerðar stefnda Sigurðar sf. þar sem sýnt sé fram á, hversu langsóttir flestir kröfu- liðir stefnanda séu. Niðurstaða Vegna máls þessa hafa verið yfirheyrðir hér fyrir dómi Ólafur Björnsson, forstjóri stefnanda, Páll Ágúst Jónsson skipstjóri, Eyjólfur Geirsson vél- stjóri og hluthafi í stefnanda, Júlíus Gunnarsson vélstjóri. Þessir þrír síðast 586 töldu voru í áhöfn skipsins sem sótti þá til Stykkishólms fyrir stefnanda. Ennfremur þeir Egill Þorfinnsson, starfsmaður Vélbátatryggingar Reykja- ness, Jónas Haraldsson lögfræðingur, Vigfús Sigurðsson framkvæmda- stjóri, matsmennirnir Halldór Pálsson skipasmíðameistari, Kristinn Gunn- laugsson skipasmíðameistari, stefndu Jónatan Sveinsson og Sveinbjörn Sveinsson, svo og Bæring Guðnason og Rögnvaldur Lárusson, verkstjórar hjá Skipasmíðastöðinni Skipavík hf., Viðar Björnsson skipstjóri og Guð- mundur Árni Gunnarsson vélstjóri. Þessir tveir síðast töldu voru í áhöfn skipsins áður en það var selt stefnanda. Skipasmíðastöðinni Skipavík hf. í Stykkishólmi var í desember 1980 falið að framkvæma það sem þurfti að gera við skipið fyrir afhendingu. Verk- stjóri við timburvinnu í skipinu bar að byrjað hafi verið á að fara yfir hampþéttingu. Skipið hafi ekki verið tréskafið, fjarlægð hafi verið laus málning og skipið málað. Skjólborð hafi verið látin upp og netagrind látin innan á lunninguna. Gert hafi verið við styttur á skjólborði. Goggbretti hafi verið látin í skipið. Báturinn hafi verið sérstaklega vel varinn, ekkert óeðlilegt slit hafi verið í bátnum. Hlífðarjárn hafi verið fjarlægð að ósk kaupanda. Verkstjórinn fullyrti að engin af þeim skemmdum, sem tilgreind- ar eru í skýrslum, hafi verið til staðar í desember 1980. Viðhald á skipinu hafi verið gott. Verkstjóri við vélavinnu í skipinu bar að hann myndi ekki eftir neinum annmörkum, sem komið hafi í ljós og ekki hafi verið bætt úr. Þrátt fyrir að hinir ýmsu skipaskoðunarmenn hafi komist að mismunandi niðurstöðum varðandi ástand skipsins, þá er ekki þar með sagt, að einhver eða einhverjar af þessum niðurstöðum hafi verið rangar, þar sem hinar ýmsu skoðanir voru framkvæmdar á mismunandi tímum. Skipið hafði við afhendingu gilt haffærisskírteini til 24. maí 1981. Áliti skipaskoðunar- mannsins í Stykkishólmi á ástandi skipsins við skoðun 16. des. 1980 hefur ekki verið hnekkt. Á grundvelli þeirrar skoðunar mátti gefa út nýtt haf- færisskírteini í des. 1980. Það var ekki gert, en 8. maí 1981 var á grundvelli skoðunarinnar frá 16. desember 1980 gefið út nýtt haffærisskírteini með gildi til 18. des. 1981. Skipið hefur því á tíma þeim sem hér skiptir máli alltaf haft gilt haffærisskírteini. Hvorki hefur verið sýnt fram á að útgáfa haffærisskírteina fyrir skipið né hinar ýmsu skoðunargerðir skipaskoðunar- manna hafi valdið stefnanda tjóni og ber því að sýkna stefnda Siglinga- málastofnun ríkisins af kröfum stefnanda í máli þessu, enda eru skýrslur um skoðun skipa, sem hinir opinberu skoðunarmenn gefa samkvæmt lög- um nr. 52/1970 og meðmæli þeirra með því að skip fái haffærisskirteini, ekki ætluð til þess að vera einhlít sönnunargögn til ákvörðunar í fjármuna- legum viðskiptum um skip. Áður en skipið var afhent í Stykkishólmi 19. des. 1980 dvaldi áhöfn frá stefnanda, þar á meðal einn hluthafi, í nokkra daga og fylgdist með því 587 sem unnið var við skipið. Að því er virðist var það framkvæmt við skipið sem hin nýja áhöfn óskaði eftir að gert væri. Hinni nýju áhöfn var leiðbeint um sérstaka meðhöndlun á vél skipsins, en eftir þeim leiðbeiningum var ekki farið. Við afhendingu fylgdu skipinu rammar og pallar til uppstillingar á dekki, en eftir var að setja þá upp. Skipstjórinn í hinni nýju áhöfn taldi að til þess að hægt væri að fá nýtt haffærisskírteini vantaði leguvír, tóg, kompásréttingu og lestarvottorð. Áður en skipið var afhent gat áhöfn stefnanda kynnt sér ástand skipsins þar sem það var í skipasmíðastöðinni svo og ástand fylgifjár og magn vara- hluta þegar þeir voru látnir um borð í skipið. Við þá skoðun hefði áhöfn- inni átt að verða ljóst ef eitthvað vantaði á eða væri athugavert við fylgifé skipsins og varahluti. Þessari skoðunarskyldu virðist ekki hafa verið sinnt, að minnsta kosti var tekið við skipinu án athugasemda hvað þetta varðar og verða kröfur stefnanda vegna varahluta og fylgifjár því ekki teknar til greina sbr. 47. gr. laga nr. 39/1922, nema kröfur vegna kostnaðar við slökkvitæki, línubyssu, kompásréttingu og sleftóg, samtals kr. 5.370,50, það er kröfur þær sem stefndi Sigurður sf. hefur viðurkennt, enda verður vottorðið á dskj. 54 gegn andmælum stefnda Sigurðar sf. ekki túlkað rýmra en framburður skipstjóra stefnanda gefur tilefni til. Þegar það er virt, sem fram kemur í vottorði skipaskoðunarmannsins í Stykkishólmi 16. des. 1980, að bolur, búnaður og vél sé í lagi, og fram- burðir verkstjóranna í Skipasmíðastöðinni Skipavík hf. um gott ástand skipsins, svo og framburður skipstjórans í áhöfn stefnanda um ástand skipsins við afhendingu, þykja fullyrðingar stefnanda, að skipið hafi við afhendingu verið haldið þeim göllum sem hann byggir kröfugerð sína á, vera ósannaðar. Verða kröfur stefnanda vegna galla og skemmda á skipinu því ekki teknar til greina og þegar af þeirri ástæðu verður krafa vegna kauptryggingar ekki heldur tekin til greina. Varðandi kröfur stefnanda vegna varastimpils vísast til þess sem hér að framan var rakið varðandi kröfur vegna varahluta og fylgifjár. Gagnkrafa stefnda Sigurðar sf. er byggð á reikningi á dskj. 67, stíluðum á Mars KE-197, dags. 30. des. 1980, að fjárhæð kr. 4.721,76. Reikningur þessi er fyrir goggbretti, kastara í mastri og kostnað við að rífa bakjárn. Ósamræmi er í fjárhæð reiknings þessa og fylgiskjala reikningsins, þannig að reikningurinn er lægri en fylgiskjölin og virðist ósamræmið stafa af því að reikningurinn hafi verið lækkaður um fjárhæð, sem nemur söluskatti af efni. Samkvæmt kaupsamningi skyldi fylgja skipinu allur veiðarfæraút- búnaður sem skipið á og tilheyrir því. Eins og málið liggur fyrir er Ósannað að seljendur hafi tekið að sér að útvega sérstakan veiðarfæraútbúnað og verður seljendum skipsins því ekki gert að bera kostnað við gerð nýs gogg- brettis á skipið. Samkvæmt skoðunarskýrslu á dskj. 9, varðandi skoðun 588 9. ágúst og 11. desember 1980, voru ljós skipsins í lagi og verður seljendum því ekki gert að bera kostnað vegna kastara í mastri. Stefnandi hefur viður- kennt kr. 269,28 af gagnkröfunni, það er kostnað við að rífa bakjárn. Gagnkrafan verður því tekin til greina að öllu leyti. Niðurstaða málsins verður því sú að stefndu, Jónatan Sveinsson og Sveinbjörn Sveinsson, greiði persónulega og f.h. Sigurðar sf. stefnanda kr. 648,74, það er kr. 5.370,50 að frádregnum kr. 4.721,76, með vöxtum eins og krafist var. Eftir atvikum þykir rétt að stefndi Siglingamálastofnun ríkisins beri sinn kostnað af málinu, en stefnandi greiði stefnda Jónatan Sveinssyni og Svein- birni Sveinssyni f.h. Sigurðar sf. kr. 25.000,00 upp í málskostnað. Dóminn kváðu upp Auður Þorbergsdóttir borgardómari, Guðmundur Hjaltason skipstjóri og Ragnar Bjarnason vélstjóri. Dómsorð: Stefndi, Siglingamálstofnun ríkisins, skal vera sýkn af kröfum stefn- anda, Baldurs hf., í máli þessu. Málskostnaður að því er varðar þennan stefnda fellur niður. Stefndu, Jónatan Sveinsson og Sveinbjörn Sveinsson, greiði per- sónulega og f.h. Sigurðar sf. stefnanda, Baldri hf., kr. 648,74. Stefnandi greiði stefndu, Jónatan Sveinssyni og Sveinbirni Sveins- syni f.h. Sigurðar sf., 35% ársvexti af kr. 4.721,76 frá 30. desember 1980 til 1. mars 1981. Frá 1. mars 1981 greiði stefndu Jónatan Sveins- son og Sveinbjörn Sveinsson persónulega og f.h. Sigurðar sf. stefn- anda 35% ársvexti af kr. 648,74 til 1. júní 1981, en 34% ársvexti af sömu fjárhæð til 17. desember 1981, en dómvexti skv. lögum nr. 56/1979 af sömu fjárhæð frá 17. desember 1981 til greiðsludags. Stefnandi greiði stefndu, Jónatan Sveinssyni og Sveinbirni Sveins- syni f.h. Sigurðar sf., kr. 25.000,00 í málskostnað. 589 Föstudaginn 21. mars 1986. Nr. 166/1984. Norgear A/S (Örn Clausen hrl.) gegn Þorsteini Júlíussyni og gagnsök (Brynjólfur Kjartansson hrl.) Málflutningslaun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Aðaláfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 12. september 1984. Dómkröfur hans eru þessar: Aðalkrafa: Að honum verði dæmd sýkna af kröfum gagnáfrýjanda. 1. varakrafa: Að hann verði aðeins dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda 6.318,10 íslenskar krónur með vöxtum eftir því sem segir í dómsorði hins áfrýjaða dóms. 2. varakrafa: Að gagnáfrýjanda verði aðeins dæmdar 14.781,00 króna ásamt vöxtum eftir því sem segir í 1. varakröfu. Í öllum framangreindum tilvikum krefst aðaláfrýjandi málskostn- aðar úr hendi gagnáfrýjanda bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. 3. varakrafa: Að málskostnaður verði látinn niður falla í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 8. október 1984 með heimild í 3. mgr. 20. greinar laga nr. 75/1973. Hann krefst 590 þess aðallega að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum í íslenskum gjaldmiðli jafnvirði 12.928,00 norskra króna, eftir gengi á uppsögudegi dóms í málinu, ásamt 10% ársvöxtum frá 1. júní 1983 til greiðsludags. Til vara krefst hann að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða 49.100,00 íslenskar krónur með 42% ársvöxt- urn frá 1. júní 1983 til 21. september s.á., 35% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október s.á., 32%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóv- ember s.á., 27% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember s.á., 21,5% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 15% ársvöxtum frá þeim degi til 9. apríl 1984 en með dómvöxtum samkvæmt lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags. Í báðum tilvikum krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn. Í máli þessu krefur gagnáfrýjandi aðaláfrýjanda um greiðslu eftir- stöðva kröfu er hann telur sig hafa eignast á aðaláfrýjanda vegna lögsóknar er hann hóf að tilmælum aðaláfrýjanda á hendur Heklu hf. hér í borg með stefnu birtri 11. júní 1981 til heimtu viðskipta- skuldar. Fjárkrafa aðaláfrýjanda, sú sem gagnáfrýjanda var falið að inn- heimta með lögsókn, var í stefnu talin nema 218.600,00 norskum krónum, en það var þá jafnvirði 267.085,00 íslenskra króna. Daginn eftir birtingu stefnunnar, eða hinn 12. júní 1981, greiddi Hekla hf. gagnáfrýjanda 195.152,00 íslenskar krónur upp í stefnu- kröfuna. Við þingfestingu málsins lagði gagnáfrýjandi ekki fram önnur skjöl en stefnu. Voru gögn þau, sem málatilbúnaður hans var reistur á, eigi lögð fram í dómi fyrr en fram kom greinargerð af hans hendi. Er hún dagsett 10. febrúar 1982. Virðist Hekla hf. þá hafa fengið frest, einn eða fleiri, til að leggja fram greinargerð af sinni hálfu. Er hún talin hafa verið dagsett 29. apríl 1982. Veturinn 1982-1983 greiddi Hekla hf. til aðaláfrýjanda 30.000,00 norskar krónur svo sem nánar er greint í héraðsdómi. Var eftir það fallið frá að halda málinu áfram. Sendi gagnáfrýjandi aðaláfrýj- anda því næst málskostnaðarreikning þann dags. 30. maí 1983, sem greindur er í hinum áfrýjaða dómi. Gagnáfrýjandi er hæstaréttarlögmaður og rekur lögmannsskrif- 591 stofu hér í borg. Málssókn sú er hann hóf að beiðni aðaláfrýjanda var rekin fyrir íslenskum dómstóli. Leiða réttarreglur ekki til þess að krafa hans um endurgjald fyrir framangreint lögmannsstarf hafi stofnast í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Breytir þar engu þótt höfuðstóll stefnukröfunnar væri tiltekinn í norskum krónum. Í dómsmáli því er gagnáfrýjandi rak fyrir aðaláfrýjanda fór ekki fram nein gagnaöflun af hálfu gagnáfrýjanda eftir að hann lagði fram greinargerð sína og engar skýrslutökur á dómþingum eða munnlegur málflutningur. Verður því ekki talið að ákvæði b-liðs 1. töluliðs 5. greinar í lágmarksgjaldskrá Lögmannafélags Íslands eigi við um endurgjald fyrir málflutningsstarf gagnáfrýjanda. Beri þess í stað við ákvörðun þess að hafa hliðsjón af a-lið nefndrar greinar. Er þá jafnframt rétt að hafa í huga að Hekla hf. greiddi fyrir þingfestingu málsins áðurgreindar 195.152,00 íslenskar krónur upp í stefnukröfuna og að gagnáfrýjandi tók þá þegar af því fé 19.069,40 krónur upp í málflutningslaun og kostnað sinn. Hins vegar þykir einnig rétt að líta til þess að eftir þetta urðu breytingar á gengi norskrar krónu gagnvart íslenskri þannig að eftirstöðvar kröfunnar hækkuðu í íslenskum krónum talið. Þegar þetta er virt svo og það sem fram er komið um útlagðan kostnað gagnáfrýjanda — sem þó verður ekki séð með vissu hver var í íslenskum krónum talið — þykir eftir atvikum rétt að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda 7.000,00 krónur ásamt þeim vöxtum sem héraðs- dómari dæmdi og aðaláfrýjandi hefur fallist á. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Norgear A/S, greiði gagnáfrýjanda, Þor- steini Júlíussyni, 7.000,00 krónur með vöxtum eins og í héraðs- dómi greinir. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 27. júní 1984. Mál þetta, sem dómtekið vár þann 25. júní sl., hefur Þorsteinn Júlíusson, nnr. 9747-5393, Garðastræti 6, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með 592 stefnu birtri 9. febrúar sl. á hendur norska fyrirtækinu Norgear A/S, Gnæsveien 11, Tindsle 3200 Sandefjord, Norge. Fyrir bæjarþinginu gerir stefnandi eftirfarandi kröfur: Aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða í íslenskum gjaldmiðli andvirði norskra króna 12.928.- eins og það er á degi dómsuppkvaðningar. Til vara að stefndi verði dæmdur til að greiða ísl. kr. 49.100.-. Þá er krafist vaxta af tildæmdri fjárhæð, sem hér greinir: 42% ársvaxta frá 1.6. 1983 til 21.9. 1983, 35%0 ársvaxta frá þeim degi til 21.10. s.á., 32% ársvaxta frá þeim degi til 21.11. s.á., 27% ársvaxta frá þeim degi til 21.12. s.á., 21,5% ársvaxta frá þeim degi til 21.1. 1984 og 15% ársvaxta frá þeim degi til 9.4. 1984, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Gerð er krafa um málskostnað að mati réttarins og/eða skv. framlögðum máls- kostnaðarreikningi. Sótt er þing af hálfu stefnda og eftirfarandi dómkröfur gerðar: Aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu og stefnandi dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu í sam- ræmi við reikning stefnanda á dómskj. nr. 19. Til vara að stefndi verði sýknaður af kröfum stefnanda gegn greiðslu á íslenskum krónum 6.318,10 auk vaxta, svo sem af almennum skuldakröf- um frá þeim tíma, sem krafist er í stefnu, eða frá 1. júní 1983 til greiðslu- dags, þó svo, að reiknaðir verði dómvextir frá þingfestingardegi 12. apríl 1984 til greiðsludags. Samkvæmt varakröfunni krefst stefndi einnig máls- kostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda skv. lágmarksgjaldskrá Lög- mannafélags Íslands svo sem í munnlega fluttum málum. Til þrautavara er krafist sýknu af kröfum stefnanda gegn greiðslu á ísl. kr. 14.781,- auk vaxta svo sem lýst er í fyrstu varakröfu hér að ofan, en jafnframt er krafist málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda eftir mati dómsins, en að öðrum kosti að málskostnaður verði felldur niður. Sátt hefur verið reynd fyrir dóminum án árangurs. Stefnandi byggir kröfu sína í málinu á úrskurði gjaldskrárnefndar Lög- mannafélags Íslands á þóknun fyrir meðferð hans á sjó- og verslunardóms- málinu Norgear A/S gegn Heklu hf. Hann segir þó stefnukröfuna ívið lægri en sá úrskurður gerir ráð fyrir. Í erindi lögmannsins til gjaldskrárnefndar LMFÍ, dags. 21. júlí 1983, sem fram kemur á dómskjali nr. 9, lýsir hann málavöxtum svo: „Í mars 1981 tók ég að mér mál fyrir norskt fyrirtæki Norgear A/S gegn Heklu hf. hér í borg. Var málinu stefnt til þingfestingar í sjó- og verslunardómi Reykjavíkur hinn 19. júní 1981 og nam stefnufjárhæð norskar kr. 218.600,- auk vaxta og málskostnaðar. Í bréfi dags. 12.6. 1981 til hins norska lögmanns, Torsteins Skaara, sem 593 bað mig fyrir málið, skýrði ég honum umbeðinn frá því, að ég teldi máls- kostnað í málinu myndi nema u.þ.b. 30-35 þúsund ísl. krónum og hafði þá að sjálfsögðu hliðsjón af gjaldskrá LMFÍ. Þar sem stefnukrafan er í norskum krónum, þá reiknaði ég stefnukröfuna til íslensks gjaldmiðils á þessum tíma, en gengi norsku krónunnar var þá um 1,2218, þannig að norskar krónur 218.600,00 voru ísl. krónur 267.085,00. Á þessum tíma var gjaldskráin fyrir munnlega flutt mál þannig, að lág- marksgjald var kr. 1.957,00 síðan 15% af fjárhæð allt að kr. 158.713,00 og svo 7% af næstu 317.419,00, þannig að málskostnaðurinn nam, miðað við þessar forsendur, kr. 33.350,00 500,00 sem ég áætlaði í þingfestingar- og stefnubirtingarkostnað, eða samtals kr. 33.850,00. Sú fjárhæð gerir á þessum tíma yfirreiknað í norskar kr. 27.705,00 og er það sú fjárhæð sem ég tel rétt að reikna útfrá þegar málskostnaður í málinu er ákvarðaður. Eftir að stefna í málinu hafði verið birt Heklu hf., sendi stefndi mér bréf, dags. 12. júlí 1981, og með bréfinu ávísun að fjárhæð ísl. kr. 195.152,00, sem greiðslu upp í stefnukröfuna. Þetta bréf var lagt fram í málinu sem dómskj. nr. 16 og kemur þar fram, að Hekla telur sig hafa að fullu greitt skuld sína við stefnanda, þar sem fyrirtækið eigi gagnkröfu á hendur stefnanda sem nemi mismuninum. Ég yfirfærði síðan og sendi hinum norska lögmanni norskar kr. 141.984,44 og greiddi fyrir það í Landsbanka Íslands ísl. kr. 176.082,60 en hélt eftir af greiðslunni ísl. kr. 19.069,40 sem greiðslu upp í mína mál- flutningsþóknun. Síðan leið tíminn, málið var áfram fyrir bæjarþingi. Gekk nokkuð seint að fá stefnda til að skila greinargerð og endaði með því að Hörður Einars- son hrl., sem hafði verið lögmaður stefnda, tjáði mér að hann væri hættur með málið og Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. tekinn við því. Þegar bar var komið sögu tjáði hinn norski lögmaður mér í bréfi að umbjóðandi hans væri orðinn mjög óþolinmóður vegna þess hve málið gengi seint. En í framhaldi af því lagði Jón Steinar fram greinargerð af hálfu stefnda. Meðan á málarekstrinum stóð átti ég ótal símtöl við norska lögmanninn auk bréfaskipta, og eins og fram kemur í bréfinu voru Norðmennirnir mjög harðir á því að gefa ekkert eftir af kröfum sínum og vildu halda málinu til streitu, þrátt fyrir ráðleggingar bæði norska lögmannsins og mínar. En þar kom að Norðmenn vildu fella málið niður, enda höfðu þeir þá í milli- tíðinni fengið greitt frá Heklu norskar kr. 30.000,00 í tengslum við einhver önnur viðskipti og sættu sig við að fella eftirstöðvar kröfunnar niður, vegna gagnkröfu Heklu hf. Var ég jafnframt beðinn um að senda reikning minn vegna málskostnaðar. Reikninginn sendi ég og er hann að finna í meðfylgjandi bréfum, byggð- an á þeim forsendum er ég hef lýst hér að framan, en fékk bréf frá norska 38 594 lögmanninum þar sem hann telur reikninginn of háan. Ég hef áður lýst því, að ég tel rétt, við ákvörðun málskostnaðar, að miða við hagsmuni stefnanda í málinu, sem eru norskar kr. 218.600,00. Eins og áður er sagt fékk ég hinn 12. júní 1981, greiddar upp í málskostnað ísl. kr. 19.096,40 sem gerði á þeim tíma norskar kr. 16.607,63. Á þessum tíma hefði heildar- málskostnaður í málinu numið norskum kr. 27.705,03, þannig að eftir- stöðvar málskostnaðar eru að mínu mati norskar kr. 12.097,70 enda er það í samræmi við þær upplýsingar sem ég gaf hinum norska lögmanni þann 12. júní 1981 og engin athugasemd var gerð við þá.“ Á fundi í gjaldskrárnefnd Lögmannafélags Íslands þann 21. júlí 1983 ályktar nefndin að þóknun stefnanda fyrir meðferð málsins eigi að nema ísl. kr. 106.000,00 skv. lágmarksgjaldskrá LMFÍ, miðað við gengi norskrar krónu 30. maí 1983, auk útlagðs kostnaðar. Reikningur stefnanda kemur fram á dómskj. nr. 6 og dags. 30. maí 1983, það er áður en stefnandi sendi erindið til gjaldskrárnefndar LMFÍ, enda er til reikningsins vitnað í erindi hans sbr. ofanritað. Reikningurinn er sundurliðaður þannig: Þóknun fyrir lögfræðistörf Nkr. 27.705,- Útlagt: Sími Nkr. 160,- Þýðing á norsku á skýringum Heklu Nkr. 670,- Nkr. 830,- Innborgun 1.7. 1981 0 Nkr. 15.607,- Eftirstöðvar nema þannig Nkr. 12.928,- sem er stefnufjárhæðin í málinu. Þá hefur stefnandi lagt fram bréfaskipti sín og lögmanns stefnda, bréfa- skipti þessi eru á dómskj. 10 - 18. Þá hefur stefnandi lagt fram málskostnaðarreikning vegna máls þessa, niðurstaða hans nemur ísl. kr. 18.382,-. Reikningur þessi er á dómskjali nr. 19. Af hálfu stefnda er því haldið fram að áður en stefnandi tók að sér mál fyrir stefnda gegn Heklu hf. hafi norski lögmaðurinn staðið í bréfaskriftum við Heklu hf. og þó fyrst og fremst lögmann Heklu hf., Hörð Einarsson hrl. Öll gögn varðandi málið hafi stefnandi síðan fengið send frá norska lögmanninum. Það sem stefnandi hafi gert og það eftir mikla eftirgangssemi norska lög- mannsins hafi verið að gefa út stefnu og þingfesta málið og leggja fram greinargerð ásamt þeim gögnum sem að hann hafði fengið frá norska lög- manninum. Eftir að stefna hefði verið birt þann 11. júní 1981, eða daginn eftir þann 12. júní 1981, hafi stefnandi fengið senda greiðslu inn á kröfuna 595 eða ísl. kr. 195.152,00 sbr. dómskjal nr. 9. Þetta hafi verið sú fjárhæð sem Hekla hf. hafi talið sig skulda stefnda máls þessa að frádregnum af- slætti vegna gagnkröfu er Hekla hf. taldi sig eiga í málinu. Af þessari fjárhæð hafi stefnandi strax tekið til sín ísl. kr. 19.069,40 sem greiðslu upp í málflutningsþóknun en sent afganginn ísl. kr. 176.082,60 eða jafngildi nkr. 141.984,44 til Noregs. Sú greiðsla hafi borist norska lögmann- inum í byrjun júlí 1981. Eftir þingfestingu málsins hafi stefnandi ekki gert annað en að fresta því meðan beðið væri eftir greinargerð Heklu hf. Að vísu hafi staðið til að halda einn sáttafund í málinu en af honum hafi ekki orðið þar sem lögmaður Heklu hf. hafi ekki mætt. Seint og um síðir hafi lögmaður Heklu hf. skilað greinargerð og hafi málið síðan verið niður fellt án þess að frekari gagnaöflun af hálfu stefn- anda færi fram og án þess að yfirheyrslur eða málflutningur færi fram. Þá sé þess að geta að stefndi hafi í millitíðinni fengið greiddar beint frá Heklu hf. nkr. 30.000,00 í sambandi við önnur viðskipti aðilanna án þess að stefnandi máls þessa kæmi þar nærri sbr. það sem hann segi sjálfur á dómskj. nr. 9. Í upphafi hafi stefnandi verið beðinn að segja til um hvort og hversu mikið hann vildi fá upp í væntanlegan kostnað. Í símtali hafi hann farið fram á ísl. kr. 15.000,00. Af því hafi þó ekki orðið að hann fengi þessa fjárhæð senda frá Noregi enda hafi það orðið örstuttu síðar að innborgun á kröfuna barst frá Heklu hf.en af henni hafi stefnandi tekið upp í þóknun rúmlega 19.000,00 ísl. krónur eins og að framan greinir. Af dómskjali nr. 9 verði það ráðið að í upphafi eða í bréfi dags. 12. júní 1981 hafi stefnandi skýrt hinum norska lögmanni stefnda frá því að hann áætlaði að málskostnaður gæti orðið á bilinu 30-35 þúsund íslenskar krónur. Á dómskjali 9 komi það jafnframt fram að stefnandi hafi þá miðað við kröfuna sem var nkr. 218.600,00 eða jafngildi 267.085,- ísl. króna. Síðan hafi stefnandi reiknað út málskostnaðinn, sbr. dómskj. nr. 9, eftir 5. gr. 1. tl. b. í gjaldskrá LMFÍ, svo sem í munnlega fluttu máli og hafi hann reynst vera að mati stefnanda sjálfs ísl. kr. 33.850,00 eða ekki fjarri þeirri áætlun sem hann hafði sett fram við norska lögmanninn. Þegar þetta sé haft í huga að strax eftir stefnubirtingu og meira að segja eftir að málið var þingfest hafi stefnanda borist í hendur sú eina greiðsla sem fékkst fyrir hans atbeina í málinu og af henni hafi hann tekið sér rúm- lega ísl. kr. 19.000,00 upp í þóknun sína og sé alveg óhætt að líta svo á að stefnandi hafi þarna verið að taka sér þá greiðslu sem hann hafi talið hæfilega fyrir störf sín. Hafa verði í huga að ef miðað sé við þá greiðslu sem Hekla hf. þarna 596 innti af hendi ísl. kr. 195.152,- og ef reiknaður væri af þeirri fjárhæð fullur málskostnaður svo sem hann var þá skv. gjaldskrá LMFÍ, í skriflega fluttu máli, komi út grunngjald kr. 1.798,00 auk 1000 eða 19.515,00 auk útlagðs kostnaðar u.þ.b. kr. 500,00 eða samtals ísl. kr. 21.313,00. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda að hann geti ekki sætt sig við að reiknað sé skv. því ákvæði í gjaldskrá sem nái yfir mál þar sem munn- legur aðalflutningur með tilheyrandi gagnaöflun hafi farið fram. Þá sé rétt að benda á að í málinu sé fjallað um allháa fjárhæð miðað við stærð mála almennt. Megi því segja að stefnandi sé, miðað við þá vinnu, sem hann hafi lagt fram, fullsæmdur af þeirri þóknun sem hann fékk greidda strax í upphafi málsins. Þá er því mótmælt að íslenskur lögmaður geti krafist málskostnaðar í máli, sem rekið er fyrir íslenskum dómstóli, í erlendri mynt. Sýknukröfu sína byggir stefndi þannig á því að stefnandi hafi strax þann 12. júní 1981 fengið greiddar rúmar 19.000,00 ísl. kr. sem hafi verið því sem næst skv. lágmarkstaxta LMFÍ fyrir skriflega flutt mál. Þegar af þess- um ástæðum eigi að sýkna stefnda í máli þessu. Af hálfu stefnda er jafnframt mótmælt áliti gjaldskrárnefndar Lög- mannafélags Íslands þar sem stefndi hafi hvorki vitað hvernig eða hvenær málið yrði lagt fyrir nefndina og því síður hafi hann fengið tækifæri til að gæta réttar síns hjá gjaldskrárnefndinni. Þá líti gjaldskrárnefndin algjör- lega framhjá þeirri staðreynd að sú eina greiðsla, sem stefndi fékk fyrir atbeina stefnanda, var innt af hendi í íslenskum krónum 12. júní 1981 og þá þegar hafi stefnandi tekið til sín rúmlega ísl. kr. 19.000,00. Þegar svo gjaldskrárnefndin 21. júlí 1983, eða rúmlega tveimur árum síðar, eigi að segja stefnanda að hans beiðni, hvað honum beri í þóknun fyrir málið, miði hún við upphaflega fjárhæð kröfunnar í norskum krónum það er 218.600,00 en að gengi norskrar krónu 30. maí 1983. Þá ákveði nefndin málflutningsþóknun svo sem í munnlega fluttu máli alveg án tillits til þess að málið hafi aldrei verið munnlega flutt og engin gagnaðflun farið fram af hálfu stefnanda eftir þingfestingu. Fallist dómurinn ekki á sýknukröfuna gerir stefndi varakröfu um sýknu gegn greiðslu á ísl. kr. 6.318,10 auk vaxta og málskostnaðar. Þessa upphæð finnur hann þannig, að hann miðar við þær ísi. kr. 33.850,- sem hann segir stefnanda hafa talið fullan málskostnað í munnlega fluttu máli sbr. dóm- skjal nr. 9 þegar málið var þingfest, og sú eina greiðsla, sem stefndi fékk, var innt af hendi, og dregur frá henni 25% eða ísl. kr. 8.462,50 eða ísl. kr. 33.850,00 mínus ísl. kr. 8.462,50, það er ísl. kr. 25.385,50 mínus inn- borgun 12.6. 1981 ísl. kr. 19.069,40 eða ísl. kr. 6.318,10. Þennan 25% frá- drátt kveðst hann gera með hliðsjón af fordæmum úr úrskurðum stjórnar Lögmannafélags Íslands í nákvæmlega samskonar málum, þ.e. mál niður- 597 fellt án málflutnings og frekari gagnaöflunar en þeirrar að taka við greinar- gerð gagnaðila. Stjórn LMFÍ hafi þá beitt ákvæðinu í gjaldskrá 5. gr. 1. tl. b og lækkað síðan heildarfjárhæðina um 25%. Fallist dómurinn ekki á sýknu á grundvelli aðal- eða varakröfu stefnda gerir hann þrautavarakröfu um sýknu gegn greiðslu á ísl. kr. 14.781,00 auk vaxta svo sem lýst er í varakröfu. Ofangreinda fjárhæð finnur stefndi þannig að hann miðar við málskosta- að þann er stefnandi hafi sett fram á dómskjali nr. 9 og dregur frá honum innborgunina, sem stefnandi fékk strax í upphafi eða sem hér segir: ísl. kr. 33.870,00 mínus innborgun 12.9. 1981 ísl. kr. 19.069,40 eða ísl. kr. 14.781,00. Hér beitir hann ekki niðurskurði svo sem í varakröfunni. Þá heldur hann því fram að þó aðeins sé fallist á þrautavarakröfuna skorti svo verulega á að stefnandi hafi sett fram réttmæta kröfu í málinu að dæma eigi hann til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu og megi þar hafa hliðsjón af málskostnaðarreikningi stefnanda á dómskjali 19 í málinu. Fyrir dóm hafa komið stefnandi og Stefán Pálsson hrl. sem sæti á í Gjaldskrárnefnd Lögmannafélags Íslands. Álit dómsins. Hér er um það deilt hvaða þóknun stefnanda beri vegna flutnings hans á málinu Norgear A/S gegn Heklu hf. en það höfðaði hann f.h. stefnda með stefnu birtri 11. júní 1981. Af hálfu Heklu hf. var í því máli skilað greinargerð. Að þessu athuguðu þykir stefnandi réttilega hafa reiknað þóknun sína í samræmi við 5. gr. 1. mgr. b. liðar gjaldskrár Lögmanna- félags Íslands, en ekki eru brigður á það bornar að hún gildi í skiptum aðila. Stefnufjárhæðin nam nkr. 218.600,00. Samkvæmt 5. gr. 1. mgr. b. liðar er það sú fjárhæð sem reikna skal með þegar málskostnaðarreikningur er gerður. Rétt er hér síðan að draga frá þannig fundnum málskostnaði inngreiðslur í nkr. Mál það, sem þóknunar er krafist fyrir, var niður fellt að ósk stefnda eftir að hann hafði fengið greitt að hluta. Stefnandi þurfti hvorki að vera við yfirheyrslur né að sækja mál munnlega. Þykir því við hæfi að draga í nokkru frá þóknun hans skv. 5. gr. 1. mgr. 6. liðar gjaldskrár Lögmanna- félags Íslands. Þegar ofangreind sjónarmið eru höfð í huga þykja eftirstöðvar þóknunar til handa stefnanda hæfilega ákveðnar ísl. kr. 20.000,00. Rétt þykir að vextir reiknist í samræmi við kröfugerð stefnanda af dæmdri fjárhæð. Eftir þessari niðurstöðu þykir rétt að stefndi greiði stefnanda málskostn- að sem hæfilega er ákveðinn kr. 12.000,00. Hrafn Bragason borgardómari kvað upp dóm þennan. 598 Dómsorð: Stefndi, Norgear A/S greiði stefnanda, Þorsteini Júlíussyni hrl., ísl. kr. 20.000,00 með 42% ársvöxtum frá 1.6. 1983 til 21.9. 1983, 35% ársvöxtum frá þeim degi til 21.10. s.á., 32% ársvöxtum frá þeim degi til 21.11. s.á., 27% ársvöxtum frá þeim degi til 21.12. s.á., 21,5% ársvöxtum frá þeim degi til 21.1. 1984 og 15% ársvöxtum frá þeim degi til 9.4. 1984, en með dómvöxtum skv. lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags, (nú 19% ársvextir) og kr. 12.000,00 í málskostnað — allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 21. mars 1986. Nr. 9/1986 Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Kristni Jónssyni (Gunnlaugur Þórðarson hrl.) Fjársvík. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Sigurgeir Jónsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 10. janúar 1986 að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 30. janúar 1986. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti var lýst yfir því, af hálfu ákæruvalds og ákærða, að skaðabótaákvæði héraðsdóms væru ekki til endurskoðunar. Koma þau því ekki til álita, sbr. 1. mgr. 147. gr. laga nr. 74/1974. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur ný gögn, m.a. bréf skipta- ráðanda í Reykjavík, Ragnars Halldórs Hall, dags. 6. mars 1986, 599 þar sem fram kemur, að bú ákærða var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Skiptaréttar Reykjavíkur 18. maí 1983. Skiptameðferð á búinu lauk 20. september 1983, með vísan til 120. gr. laga nr. 6/1978, án þess að nokkuð fengist greitt upp í lýstar kröfur. Bú ákærða var aftur tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði sama réttar 22. mars 1985. Skiptameðferð lauk 16. september 1985 með sama hætti og í hið fyrra sinnið. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir rétt að staðfesta hann að því er varðar refsingu ákærða og greiðslu hans á sakarkostnaði. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda sins, 12.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Kristinn Jónsson, sæti fangelsi 6 mánuði. Fullnustu 3 mánaða af refsingunni ska! þó fresta og fellur refsing niður að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa, enda haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvæði hins áfrýjaða dóms að því er varðar sakarkostnað ákærða eiga að vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað þar með talin saksókn- arlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Gunnlaugs Þórðarsonar, hæstaréttarlög- manns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 19. desember 1985. Ár 1985, fimmtudaginn 19. desember, er á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð er í Borgartúni 7, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 726-728/1985: Ákæruvaldið gegn Kristni Jónssyni, J og B. Dómþing í málinu, sem dómtekið var, er í dag háð af Pétri Guðgeirssyni sakadómara. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 22. ágúst 1985, á hendur Kristni Jónssyni verkamanni, Bústaðavegi 99 í Reykjavík, fæddum 25. mars 1958 í Reykjavík, J og B, ,, fyrir eftirgreind fjársvika- brot: 600 Í. Öllum kærðu er gefið að sök að hafa þann 29. júní 1984 staðið í samein- ingu að kaupum á myndbandstæki af Sharpgerð hjá Hljómbæ hf., Hverfis- götu 103, Reykjavík, með afborgunarkjörum gagngert í því skyni að selja tækið jafnhraðan og hagnýta sér endursöluverð þess. Kaupverð tækisins var kr. 38.902,00 sem greitt var með þeim hætti, að J lagði til kr. 10.000,00 sem notaðar voru til greiðslu útborgunar í tækinu, en fyrir eftirstöðvar að viðbættum lántökuskostnaði samtals kr. 30.821,- gaf ákærði B út skulda- bréf til sex mánaða sem allir ákærðu vissu að B hafði hvorki getu né vilja til að greiða. Ákærði J sá svo um sölu á tækinu fyrir kr. 27.000,00 sem ákærðu skiptu með sér. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 1. Ákærða Kristni Jónssyni er einum gefið að sök að hafa orðið uppvís að eftirgreindum fjársvikum og tilraun til fjársvíka: 1. Í febrúarmánuði 1984 náð með sviksamlegum hætti vörum samtals að sölu- verði kr. 47.490,50 hjá birgðastöð Olíufélagsins hf. á Gelgjutanga í Reykja- vík með því að telja starfsmönnum þar ranglega í trú um, að hann hefði heimild yfirmanna söludeildar Olíufélagsins hf. til að stofna til reiknings- viðskipta. Ákærði seldi síðan vörurnar og hagnýtti sér andvirði þeirra án þess að hirða um að greiða viðskiptaskuldina. 2. Þann 8. mars 1983 náð með sviksamlegum hætti eignarhaldi á bifreið- inni M-2788, Chevrolet Malibu árgerð 1972, með því að láta af hendi við seljanda bifreiðarinnar, Sigurbjart Þorvaldsson, Víðivangi 3, Hafnarfirði, sem fullt endurgjald fyrir bifreiðina, þrjá víxla, hvern að fjárhæð kr. 15.000,00 með gjalddögum 8. apríl, 8. maí og 8. júní 1983, samþykkta af ákærða sjálfum og útgefna af Sturlu Steindóri Steinssyni, Jörfabakka 28, Reykjavík, sem ákærði vissi að var með öllu eigna- og gjaldþolslaus. Ákærði seldi svo bifreiðina nokkru síðar fyrir kr. 45.000,00 og hagnýtti sér andvirði hennar án þess að hirða um að greiða víxlana. 3. Loks er ákærða gefið að sök að hafa gert tilraun til að hafa af Önnu Björk Sigurðardóttur, Lokastig 4, Reykjavík, með sviksamlegum hætti and- virði bifreiðarinnar, Lada 1600 árgerð 1978, með því að hafa þann 31. október 1984 látið af hendi við Önnu Björk víxla, fjóra að fjárhæð kr. 10.000,00 og einn að fjárhæð kr. 5.000,00, á mánaðarlegum gjalddögum frá 14. nóvember 1984 fram til 14. apríl 1985, til greiðslu á kaupverði bif- reiðarinnar, alla samþykkta af ákærða og útgefna af Ragnari Eiríkssyni Grýtubakka 30, Reykjavík, sem ákærði vissi að var með öllu eigna- og gjaldþolslaus. Fyrir tilstilli Rannsóknarlögreglu ríkisins tókst að ná bifreið- 601 inni úr höndum ákærða og upphefja kaupin áður en ákærða hafði gefist tóm til að endurselja bifreiðina og hagnýta sér söluverðið. Telst þetta varða við 248. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Ill. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar.““ Málavextir: I Ákærði B hefur skýrt frá því að meðákærði Kristinn hafi komið að máli við sig á Hlemmtorgi í Reykjavík 29. júní 1984 og beðið sig að kaupa mynd- bandstæki í versluninni Hljómbæ. Ákærði kveðst hafa fallist á þetta og hafi Kristinn afhent honum tékka sem Kristinn hafi sagt vera greiðslu fyrir hest frá meðákærða J. Ekkert hafi verið rætt um að J ætti hlut að kaupun- um á tækinu. Ákærði hefur greint frá því að Kristinn hafi verið í bifreið og ekið sér að Hljómbæ þar sem ákærði fór inn og gekk frá kaupunum. Greiddi ákærði inn á tækið 10.00,00 krónur með tékkanum og gaf út skuldabréf fyrir eftirstöðvunum, kr. 30.821,00. Ákærði fór út með tækið og afhenti það Kristni. Ákærði kveðst ekki hafa ætlað að standa skil á skuldinni vegna tækis- kaupanna, enda hafi hann aðeins gert þetta í greiðaskyni fyrir Kristin og auk þess verið í Óreglu á þessum tíma og búinn að vera atvinnulaus frá því í febrúar eða mars. Ákærði kveðst ekkert hafa fengið fyrir þátt sinn í þessum viðskiptum. Ákærði Kristinn hefur greint frá því, að hann og báðir meðákærðu hafi staðið að því að svikja út myndbandstækið úr versluninni Hljómbæ. Hafi meðákærði J afhent sér tékka fyrir útborgun í tækinu. Kveðst ákærði síðan hafa ekið með B að versluninni, þar sem B fór inn og gekk frá kaupunum. Framburður ákærða hefur í ýmsum greinum verið óstöðugur. Í þremur skýrslum hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, 28. september 1984, kemur fram að þeir B hafi farið á fund J á vinnustað hans þar sem þeir réðu ráðum sínum um svikin og þar hafi J afhent B tékkann. Í skýrslu 1. október 1984 breytir hann framburði sínum og segist sjálfur hafa tekið við tékkanum af J og skilja verður skýrsluna þannig, að B hafi ekki verið viðstaddur. Í fyrstu skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni greindi ákærði frá því, að hann hafi afhent B 10 eða 15.000,- krónur sem hann fékk frá J fyrir tækið en haldið eftir 5.000,00 krónum, sem hann hafi litið á sem lán frá B. Í skýrslu 1. október 1984 segist ákærði hafa tekið við 20.000,00 krónum frá J. Hann hafi lánað vitninu Gunnari Jóni Hilmarssyni 9.000,00 krónur, sjálfur fengið að láni 5.000,00 krónur og afhent B 6.000,00 krónur. Í skýrslu daginn eftir 602 segir ákærði að hann hafi ekki afhent B neina peninga, en B hafi drukkið áfengi með ákærða og þannig notið lítilsháttar af ágóðanum. Hér fyrir dómi hefur ákærði hins vegar skýrt frá því, að þeir B hafi eytt þessum 20.000,00 krónum í drykkjusukk. Ákærði J hefur borið, að hann hafi ekki átt neinn þátt í því að mynd- bandstækið var keypt í Hljómbæ og kveðst ekki hafa vitað að tækið væri þaðan. Hann hafi álitið að tækið væri smyglað eða að Kristinn hafi fengið það í hesta- eða bílakaupum. Hann hafi greitt Kristni 20.000,00 krónur fyrir tækið og selt það aftur fyrir 28.000,00 krónur. Tékki sá sem notaður var í útborgun fyrir tækið segir ákærði að hafi verið greiðsla sín til ákærða Kristins fyrir hest sem ákærði keypti af honum. Vitnið Einar Gunnar Óskarsson hefur skýrt frá því, að fyrir um tveimur árum hafi ákærði Krist- inn selt meðákærða J 5 vetra hest, sem vitnið hafði í vörslu sinni. Telja verður sannað með framburði þeirra ákærðu B og Kristins, og sak- argögnum málsins, að þeir hafi í félagi staðið að því að svíkja myndsegul- bandstæki út úr versluninni Hljómbæ með þeim hætti, sem lýst er í |. kafla ákærunnar. Hafa ákærðu með þessu unnið sér til refsingar samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga. Nokkrar líkur eru fyrir því að ákærði J hafi verið í félagi með þeim um brotið. Ber því til stuðnings að nefna framburð meðákærða Kristins, sem þó er að ýmsu leyti ótrúverðugur, og einnig tékkann, sem ákærði gaf út og notaður var til þess að greiða með hluta af kaupverði tækisins. Á hinn bóginn er á það að líta, að ákærði hefur staðfastlega neitað að hafa verið viðriðinn svikin og þykir því varhugavert að fella á hann sök í málinu. Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða af ákæru í máli þessu. II. 1. Með játningu ákærða Kristins er sannað að hann sveik út vörur úr Olíufélaginu hf. í Reykjavík með þeim hætti sem í ákæru málsins greinir og fénýtti sér vörurnar. Hefur ákærði með þessu unnið sér til refsingar samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga. 2. Með játningu ákærða Kristins er sannað að hann sveik út bifreiðina M:2788 með því að láta fyrir hana þrjá 15.000,00 króna víxla, sem útgefnir voru af Sturlu Steindóri Steinssyni en ákærða var þá kunnugt að Sturla Steindór var með öllu ógjaldfær. Hefur ákærði með þessu unnið fullframið brot samkvæmt 248. gr. lag- anna. 3. Með játningu ákærða er sannað að ákærða tókst með svikum að ná undir sig bifreiðinni Y-7218 með því að láta fyrir hana sex víxla, ekki fimm eins og segir í ákæru, samtals að fjárhæð 55.000,00 krónur, sem Ragnar 603 Örn Eiríksson hafði gefið út, en ákærða var ljóst að Ragnar Örn var ógjald- fær Óreglu- og afbrotamaður. Í ákærunni er þessi verknaður talinn varða við 248. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga en dómurinn lítur svo á að enda þótt kaupunum hafi verið rift og seljandinn ekki beðið tjón af þeim beri að sakfella ákærða fyrir fullframið brot samkvæmt 248. gr. laganna. Í málinu er bótakrafa Sveinsínu Bjargar Jónsdóttur að fjárhæð 45.000,00 krónur sem ákærði hefur samþykkt að greiða. Viðurlög: Samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærði Kristinn sætt refsingum sem hér segir: 1977 12/12 í Reykjavík. Sátt: 30.000 kr. sekt f. brot g. 25. gr. umfl. Svipt- ur ökuleyfi í 4 mán. frá 9/11 1977. 1981 15/9 í Reykjavík. Dómur: 4.500 kr. sekt f. brot g. 25. gr. umfi. og 24. gr. áfl. Sviptur ökuleyfi ævilangt frá 31/6 1981. 1981 29/10 í Reykjavík. Sátt: 1.200 kr. sekt f. brot g. 11.,14.,27. og 50. gr. umfi. 1981 14/12 í Reykjavík. Sátt: 4.500 kr. sekt f. brot g. 27. gr. umfi. 1982 16/3 í Reykjavík. Sátt: 4.500 kr. sekt f. brot g. 27. gr. umfi. 1982 3/12 í Reykjavík. Dómur: 7.500 kr. sekt f. brot á 27. gr. umfl. 1984 7/6 í Reykjavík. Dómur 20.000 kr. sekt f. brot á 1. mgr. 27. gr. umfl. Þykir refsing ákærða vera hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Fulln- ustu 3 mánaða af refsingunni skal þó fresta og fellur sá hluti hennar niður að liðnum 3 árum frá dómsuppkvaðningu, enda haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Dæma ber ákærða Kristin til þess að greiða Sveinsínu Björgu Jónsdóttur 45.000,00 krónur. Sakarkostnaður greiðist sem hér segir: Úr ríkissjóði greiðist málsvarnarlaun verjanda ákærða J, Ragnari Aðal- steinssyni hæstaréttarlögmanni, krónur 12.000,00. Ákærði B greiði skipuðum verjanda sínum, Sigurði Georgssyni héraðs- dómslögmanni, málsvarnarlaun, kr. 12.000,00. Annan sakarkostnað í málinu greiði ríkissjóður að 1/12, ákærðu B og Kristinn in solidum að 2/12 og ákærði Kristinn einn að 9/12 hlutum. Dómsorð: Ákærði J skal vera sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. 604 Ákærði Kristinn Jónsson sæti fangelsi í 6 mánuði. Fullnustu 3 mán- aða af refsingunni skal þó fresta og fellur refsingin niður að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa, enda haldi ákærði almennt skil- orð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði B sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákærði Kristinn greiði Sveinsínu Björgu Jónsdóttur krónur 45.000,00 í skaðabætur. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða J, Ragnars Aðalsteins- sonar hæstaréttarlögmanns, krónur 12.000,- greiðist úr ríkissjóði. Ákærði B greiði í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Sigurðar Georgssonar héraðsdómslögmanns, krónur 12.000,00. Annan sakarkostnað greiði ríkissjóður að 1/12, ákærðu Kristinn og B að 2/12 hluta og ákærði Kristinn 9/12 hlutum. 605 Föstudaginn 21. mars 1986. Nr. 52/1984. Iðnaðarráðherra vegna Rafmagnsveitna ríkisins og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs (Gunnlaugur Claessen hrl.) gegn Guðríði Gyðu Halldórsdóttur og Árna Pálssyni vegna ólögráða sonar, Sigurðar Más Grétarssonar, og vegna þeirra sjálfra og Gunnari M. Guðmundssyni hæstaréttarlögmanni (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) og Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Árni Pálsson vegna ólögráða sonar, Sigurðar Más Grétarssonar, og vegna sjálfra sín (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) gegn iðnaðarráðherra vegna Rafmagnsveitna ríksins og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs (Gunnlaugur Claessen hrl.) Skaðabótamál. Sönnun. Sýkna. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Skaftason og Magnús Thorodd- sen og Arnljótur Björnsson prófessor. Aðaláfrýjendur hafa skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 19. mars 1984. Þeir gera þessar dómkröfur: Aðalkrafa: Að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum gagnáfrýj- enda og að þeim verði dæmdur málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi gagnáfrýjenda Guðríðar Gyðu Halldórs- dóttur og Árna Pálssoríar vegna eigin aðildar þeirra að málinu en 606 málskostnaður verði látinn falla niður vegna málsaðildar Sigurðar Más Grétarssonar. Ennfremur að lækkuð verði gjafsóknarlaun þau er héraðsdómur dæmdi skipuðum talsmanni gagnáfrýjanda Sigurð- ar Más Grétarssonar í héraði, Gunnari M. Guðmundssyni hæsta- réttarlögmanni. 1. varakrafa: Að aðaláfrýjendur verði sýknaðir að svo stöddu af öllum kröfum gagnáfrýjenda og þeim dæmdur málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eins og krafist er í aðalkröfu. 2. varakrafa: Að kröfur gagnáfrýjenda verði lækkaðar og málskostnaður verði látinn falla niður. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu með stefnu 26. mars 1984. Þeir krefjast þess að aðaláfrýjendur verði dæmdir til að greiða þeim 1.750.000,00 krónur með 34% ársvöxtum frá 8. júní 1981 til 1. nóvember 1982, með 429 ársvöxtum frá þeim degi til 17. mars 1983 en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast þeir staðfestingar hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknar- laun og loks að aðaláfrýjendur verði dæmdir til að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð ný áætlun um tjón Sigurðar Más Grétarssonar vegna örorku gerð af Jóni E. Þorlákssyni trygginga- fræðingi 5. febrúar 1986. Ennfremur endurrit úr dagbók lögreg|- unnar á Húsavík um þjófnað á sprengiefni og hvellhettum úr húsi Léttsteypunnar hf. aðfaranótt 30. ágúst eða 1. september 1979 og um fund á sprengiefni og hvellhettum nálægt Grímsstöðum í Mý- vatnssveit 14. september 1979 svo og skýrsla Daníels Guðjónssonar lögregluvarðstjóra, dags. 15. febrúar 1986, um hið síðarnefnda. Þá hefur og verið lagt fyrir Hæstarétt svar Ingólfs Árnasonar raf- veitustjóra, dags. 10. febrúar 1986, við fyrirspurn ríkislögmanns um framkvæmdir Rafmagnsveitna ríkisins eða verktaka á vegum þeirra í Mývatnssveit á árunum 1976-1981, úttekt þessara vinnuflokka á sprengiefni og losun unni: „Árin 1976 til 1979 voru umtalsverðar framkvæmdir á okkar vegum í Mývatnssveit eins og eftirfarandi upptalning sýnir. Unnið var við innanbæjarkerfið í Reykjahlíð sem hér segir: Árið 1976 var byggt spennistöðvarhús við Hlíðarveg, lagður var 250 m langur há- spennustrengur, 700 m langur lágspennustrengur, lagðar 6 heim- heirra á afoanocefni Seoir m a. svo í ckúrcl perra á GigangSCIDi. SC8Ir íi.a. SVO I SKYFSA 607 taugar og reistir 7 götuljósastaurar. Árið 1977 voru reistir 12 götu- ljósastaurar og lagðar 8 jarðstrengsheimtaugar. Árin '78 til?81 voru lagðar fjórar til átta heimtaugar ár hvert. Mestu framkvæmdir okkar á þessum slóðum var (sic) árið 1979 en þá var lögð línan frá Kröfluvirkjun að Kísiliðju og við það verk þurfti að nota sprengiefni í töluverðum mæli. Árið 1980 var línan Helguvogur — Skútustaðir þrífösuð. Við þetta verk þurfti ekkert sprengiefni að nota. Útvegun sprengiefnis er og var þannig háttuð, að fengið var sprengiefni af birgðum Rarik í Reykjavík. Eftir að sprengiefnið kom til Akureyrar var því komið í geymslu í sprengiefnageymslu Vega- gerðarinnar og Akureyrarbæjar. Starfsmaður Vegagerðarinnar sá um lyklavörslu og afgreiðslu þess. Eftir að komið var heim til Akur- eyrar að loknu verki var afgangi, ef einhver var, komið aftur fyrir í geymslunni. Á vinnustað eða í nágrenni hans var reynt að finna öruggan stað fyrir sprengiefnakisturnar sem voru tvær járnslegnar trékistur, önnur geymdi hvellhettur, en hin sprengiefni. Í Mývatns- sveit voru kisturnar geymdar í húsi Léttsteypunnar sem óneitanlega er heppilegur staður. Húsið stendur afskekkt og er ekki í alfaraleið. Eins og fyrr segir var notað sprengiefni við byggingu á línunni Krafla — Kísiliðja eða árið 1979 en ekkert ' 80 og ?81. Allar hvell- hettur, sem notaðar voru, voru no O með rauðum og grænum þræði. Hverrar gerðar var hvellhettan sem slysinu olli? Ég tel úti- lokað að línumenn, sem vanir eru að umgangast hvellhettur og sprengiefni, kasti því eins og hverju öðru rusli á sorphauga. Árið 1980 var fenginn maður úr Mývatnssveit til að hreinsa rusl og sá í gróðurskemmdir við Byggðalínu (Austurlínu). Mér hefur verið tjáð að rusli úr þessari hreinsun hafi verið kastað á þessa hauga. Skömmu áður en slysið varð, er upplýst að menn úr sveitinni hafa sprengt bílflök og fleira á haugunum.““ Ekki er ágreiningur um, að Sigurður Már Grétarsson fann dínamíthvellhettu á sorphaugum skammt fyrir sunnan Kísiliðjuna hf. nokkru áður en hann varð fyrir slysi því, er mál þetta reis af. Ekki er heldur um það deilt, að Rafmagnsveitur ríkisins notuðu hvellhettur af sömu gerð og þá, sem slysinu olli, í einhverjum mæli í Mývatnssveit og nágrenni. Að kvöldi slysdags fundust á sorphaug- unum sprengivírar, sem voru eins á lit og vírarnir í hvellhettunni, 608 sem sprakk í höndum Sigurðar. Eftir útliti að dæma gætu þeir því hafa verið frá Rafmagnsveitum ríkisins. Hins vegar er komið fram að ýmsir fleiri aðiljar notuðu á næstu árum á undan sprengiefni við verkframkvæmdir í Myvatnssveit og næsta nágrenni. Einn þeirra notaði hvellhettu til að sprengja bílflak á sorphaugunum. Í yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins kvaðst hann þó hafa notað hvellhettu af annarri gerð en þeirri, sem slysið hlaust af. Að öðru leyti nýtur við takmarkaðra gagna um notkun sprengi- efnis, meðferð þess og varðveislu í Mývatnssveit og nágrenni á þeim tíma sem hér skiptir máli. Ljóst er þó af málsgögnum að fleiri en Rafmagnsveitur ríkisins höfðu með höndum allmikið magn sprengi- efnis. Á bæjarþingi var kveðinn upp úrskurður um frekari öflun gagna, en ekki tókst að afla þeirra. Var héraðsdómur kveðinn upp að svo búnu. Hvorki er sannað, að margnefnd hvellhetta hafi verið í eigu Rafmagnsveitna ríkisins né að hún hafi borist á sorphaugana fyrir tilverknað manna, sem þær bera ábyrgð á. Í málinu er að vísu leitt í ljós, að nokkur misbrestur varð á því hjá starfsmönnum Raf- magnsveitna ríksins að gætt væri góðrar reglu um meðferð sprengi- efnis. Ekki hafa þó verið leiddar að því nægar líkur, að gáleysi starfsmanna Rafmagnsveitnanna sé orsök þess að hvellhetta barst á sorphaugana. Samkvæmt því verður að sýkna aðaláfrýjendur af kröfum gagnáfrýjenda í málinu. Rétt er að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað eiga að vera óröskuð, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns gagnáfrýjandans Sigurðar Más Grétarssonar sem ekki þykja úr hófi svo að rétt sé að breyta ákvörðun héraðsdóms. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, iðnaðarráðherra vegna Rafmagnsveitna ríkisins og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, eiga að vera sýknir af kröfum gagnáfrýjenda, Guðríðar Gyðu Halldórsdóttur og Árna Páslssonar vegna Sigurðar Más Grétarssonar og sín sjálfra. 609 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað, þar með talin gjafsóknarlaun skipaðs talsmanns Sigurðar Más Grétars- sonar, eiga að vera óröskuð. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Bjarna K. Bjarnasonar og Magnúsar Thoroddsen. Við erum ósammála meirihluta Hæstaréttar um það að sýkna aðaláfrýjendur af skaðabótakröfum gagnáfrýjenda, þar eð við teljum að staðfesta eigi þá úrlausn hins áfrýjaða dóms að leggja óskoraða skaðabótaskyldu á aðaláfrýjendur vegna slyss þess, er Sigurður Már Grétarsson varð fyrir hinn 8. júní 1981. Í því efni vitnum við í meginatriðum til rökstuðnings hins áfrýjaða dóms. Til frekari áréttingar bendum við á eftirfarandi: Í skýrslu Þrastar Brynjólfssonar, lögregluvarðstjóra á Húsavík, dags. 8. júní 1981, segir m.a. að hann hafi, sama kvöldið og slysið varð, farið ásamt öðrum lögreglumanni og Þorsteini Arthúrssyni, sem er vélvirki hjá Kísiliðjunni h/f, á öskuhaugana sunnan við byggingu Léttsteypunnar í Mývatnssveit. Þar hafi þeir fundið, innan um alls kyns úrgang, sem þeim virtist koma frá raflínulögnum, sprengivíra, „er allir voru með sömu litum og vírarnir í hvellhett- unni, sem slysinu olli, þ.e. grænir og rauðir.“ Síðar í skýrslu þessari getur Þröstur varðstjóri þess, að Þorsteinn Arthúrsson hefði „farið á haugana fyrr um daginn við annan mann og þeir þá fundið mikið af sprengivírum á þessum sama stað.““ Þorsteinn Arthúrsson skýrði Hannesi Thorarensen rannsóknar- lögreglumanni svo frá hinn 8. júlí 1981, að hann hefði rætt við Sigurð Má Grétarsson strax eftir slysið. Hafi Sigurður Már verið með fulla meðvitund allan tímann og getað lýst vandlega staðhátt- um, þar sem hann hafi fundið hvellhettuna „á ruslahaugum austan við Jarðbakshóla og sunnan við Léttsteypuna h/f.““ Fór Þorsteinn á stað þennan ásamt nefndum rannsóknarlögreglumanni og Árna Pálssyni, stjúpa Sigurðar Más. Tók rannsóknarlögreglumaðurinn ljósmyndir af vettvangi. Þá bar Þorsteinn, að á ruslahaugunum, þar sem Sigurður Már hafi sagst hafa fundið hvellhettuna, hafi verið 39 610 ýmiss konar rusl og afgangar, er Þorsteinn taldi að starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins (RARIK) hefðu sett þarna. Meðal þess hafi verið „tréstaurabútar, vírbútar af fleiri en einum gildleika og loft- línueinangrarinn.““ Því taldi Þorsteinn langlíklegast, að hvellhettan, sem Sigurður Már fann þarna, hafið komið frá RARIK. Árni Pálsson, stjúpi Sigurðar Más, bar efnislega á sama veg hjá rannsóknarlögreglunni og Þorsteinn. Í bréfi Ingólfs Árnasonar, yfirmanns Rafmagnsveitna ríkisins á Akureyri, til ríkislögmanns, dags. 10. febrúar 1986, segir m.a. að allar hvellhettur, sem notaðar hafi verið á vegum RARIK í Mývatns- sveit, hafi verið „no O með rauðum og grænum þræði.“ Enn- fremur segir Ingólfur svo í téðu bréfi: „Árið 1980 var fenginn maður úr Mývatnssveit til að hreinsa rusl og sá í gróðurskemmdir við Byggðalínu (Austurlínu). Mér hefur verið tjáð að rusli úr þess- ari hreinsun hafi verið kastað á þessa hauga.“ Þegar allt framanritað er virt og skoðaðar eru ljósmyndir af vett- vangi, svo og það, að telja verður að hvellhettan hafi fundist innan um drasl á haugunum, sem helst verður rakið til RARIK verður að telja, eins og sönnunaraðstöðu er háttað í þessu máli, að nægi- lega sterkar líkur séu fram komnar fyrir því, að hvellhetta sú, er slysinu olli, stafi frá Rafmagnsveitum ríkisins vegna gáleysis starfs- manna á þeirra vegum um geymslu hvellhettu þessarar. Því teljum við, svo sem í upphafi er getið, að staðfesta beri ákvæði héraðsdóms um óskoraða skaðabótaskyldu aðaláfrýjenda á tjóni því, er dreng- urinn, Sigurður Már Grétarsson, beið við framangreinda spreng- ingu. En þar sem meirihluti dómenda hefur komist að þeirri niður- stöðu að sýkna beri aðaláfrýjendur í málinu, er ekki þörf á að við fjöllum um bótakröfur tölulega. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknar- kostnað Ei, dæma A til að greiða gagnáfrýjendum málskostnað fyrir Hæstarétt Dómur bæjarþings Reykjavíkur 21. desember 1983. Mál þetta, sem dómtekið var þann 24. nóvember sl., hefur Guðríður Gyða Halldórsdóttir,nnr. 3195-4525, Lynghrauni 8, Mývatnssveit, S-Þing- eyjarsýslu og Árni Pálsson, nnr. 0531-4577, sama stað, höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu birtri 15. mars 1983 v/ólögráða sonar síns Sigurðar Más Grétarssonar, f. 22. desember 1968 og til heimilis hjá þeim, á hendur 6ll iðnaðarráðherra v/Rafmagnsveitna ríkisins og fjármálaráðherra v/ríkis- sjóðs, svo og v/ sjálfra sín gegn sömu aðilum. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmdir til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 1.750.000,00 með 34% ársvöxtum frá 8. júní 1981 til 1. nóvember 1982, 4200 ársvöxtum frá þeim degi til 17. mars 1983, en dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, svo og málskostnað að skað- lausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en með bréfi dómsmálaráðherra, dags. 1. mars 1983 var stefnendum veitt gjafsókn í málinu. Af hálfu stefndu er sótt þing og þær dómkröfur gerðar aðallega að stefndu verði sýknaðir af kröfum stefnenda og þeim dæmdur málskostnað- ur úr hendi stefnenda að mati réttarins. Til vara er þess krafist að stefnufjárhæðin verði verulega lækkuð og bótaábyrgð skipt og málskostnaður þá látinn niður falla. Til þrautavara að stefnufjárhæðin verði lækkuð til mikilla muna. Málavextir eru þeir að 8. júní 1981 stórslasaðist Sigurður Már Grétars- son, er hvellhetta sprakk í höndum hans á heimili stefnenda. Drengurinn var þá 12 ára gamall. Hafði hann fundið hvellhettuna ásamt fleiri hlutum við sorphauga í nágrenni Reykjahlíðarþorps við Mývatn. Rannsóknarlögregla ríkisins framkvæmdi rannsókn á tildrögum slyssins. Beindist rannsóknin fyrst og fremst að því að leiða í ljós hvaðan umrædd hvellhetta hefði komið og hver væri valdur að því að slíkur hlutur lægi svo að segja á almannafæri. Stefnendur reisa kröfur sínar í málinu á því að leitt sé í ljós að hvellhett- an, sem slysinu olli, hafi fundist á sorphaugum í nágrenni íbúðarbyggðar við Mývatn, þar sem ekkert hafi hindrað mannaferð og börn væru iðulega í leit að hlutum. Þá sé leitt í ljós að umrædd hvellhetta sé frá Rafmagnsveit- um ríkisins komin. Hafi hvellhettan verið látin þar sem hún fannst af starfs- mönnum Rafmagnsveitna ríkisins, og hafi þeir ekki verið grandalausir um að sprengiefni væri meðal þess sem þeir köstuðu á haugana. Verði ekki talið nægilega sannað að starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins hafi vísvitandi komið sprengiefni fyrir á nefndum sorphaugum, reisa stefn- endur kröfur sínar á því að leitt sé í ljós að starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins hafi stórkostlega vangeymt sprengiefni er þeir höfðu undir höndum við störf í Mývatnssveit og til þess megi rekja tilvist umræddrar hvellhettu á fundarstaðnum. Hafi sprengiefnið þá borist á fundarstaðinn vegna kæru- leysis starfsmanna Rafmagnsveitna ríksins eða vegna þjófnaðar er rekja megi til vangeymslu þeirra. Stefnendur halda því fram að hvort sem um var að ræða beinan til- verknað starfsmanna Rafmagnsveitna ríkisins, meðvitaðan eða ómeðvit- aðan, eða óbeinan atbeina þeirra með vangeymslu sprengiefnis, komi það 612 í einn stað niður um bótaábyrgð. Í hvoru tilviki sem var hafi verið um að ræða stórkostleg mistök og vítavert gáleysi í meðferð og geymslu afar hættulegs efnis sem öllum, er hlut áttu að, hlaut að vera ljóst að hæglega gæti leitt til slysa. Á þessum mistökum og gáleysi starfsmanna sinna við skyldustörf þeirra á vegum og í þágu Rafmagnsveitna ríkisins hljóti stofn- unin að bera fulla fébótaábyrgð. Stefnendur leggja m.a. áherslu á eftirfarandi atriði, sem þeir telja koma fram í skýrslum og vitnaframburðum í lögreglurannsókninni, sem áður hefur verið vikið að: 1. Sigurður Már Grétarsson hafi gert sér glögga grein fyrir fundarstað hvellhettunnar. Rétt eftir slysið hafi hann lýst þeim stað fyrir tveimur vitnum. 2. Bæði þessi vitni hafi samdægurs farið á tilgreindan fundarstað. Þar hafi annað þeirra tekið til varðveislu víraflækjur o.fl. Þessa hluti hafi það afhent Hannesi Thorarensen rannsóknarlögregluþjóni. 3. Hannes hafi sýnt þessa hluti Ragnari Valdimarssyni, verkstjóra Rafmagnsveitna ríkisins, sem hafi sagt þá alla frá Rarik komna, en gert þó fyrirvara um tilgreinda víra. 4. Hvellhettan, sem slysinu olli, hafi fundist innan um hluti sem viður- kennt sé af trúnaðarmanni Rafmagnsveitna ríkisins að frá þeim séu komnir. 5. Verkstjóri Rafmagnsveitna ríkisins viðurkenni að farið hafi verið með að hans boði „rusl“ á öskuhaugana þar sem hvellhettan fannst. 6. Rafmagnsveitur ríkisins hafi staðið fyrir miklum framkvæmdum í Mývatnssveit í mörg ár. Við þær framkvæmdir hafi sprengiefni verið notað. 7. Viðurkennt hafi verið af verkstjóra Rafmagnsveitna ríkisins að geymsla sprengiefnis hafi verið næsta gálausleg og að sprengiefni hafi verið stolið frá Rarik. 8. Hús Léttsteypunnar, sem verið hafi geymslustaður Rafmagnsveitna ríkisins á sprengiefni, sé í næsta nágrenni sorphauganna. Að minnsta kosti eitthvað af því sprengiefni, sem stolið hafi verið frá Rarik úr þessu húsi, hafi síðar fundist á víðavangi. 9. Geymsla sprengiefnis af hálfu Rarik hafi gróflega brotið í bága við opinber fyrirmæli þar um. 10. Þótt tilgreindir séu aðrir aðilar en Rarik er staðið hafi fyrir notkun sprengiefnis í Mývatnssveit, þá séu þeir svo fjarlægir í rannsókninni og komi svo óljóst við sögu að næsta langsótt sé að stefna þeim til bótaábyrgð- ar í þessu máli, enda komi ekkert fram í rannsókninni er bendi til gálaus- legrar meðferðar eða geymslu þeirra á sprengiefni í Mývatnssveit. Það sé á hinn bóginn Rafmagnsveitur ríkisins sem séu í sviðsljósinu. Öll bönd berist að þeim sem aðila að bótaábyrgðinni gagnvart stefnendum. 613 Að lokum leggja stefnendur áherslu á að einatt hljóti að vera erfitt að færa fram í máli, þar sem slys hafi orsakast af hættulegum hlut sem lagður hafi verið á glámbekk, algjörlega tvímælalausar sönnur fyrir tengslum hlutarins við einn tiltekinn aðila. Sú staðreynd hljóti að koma stefnendum til góða í sakarmati í þessu máli eins og allt sé í pottinn búið. Stefnendur halda því fram að bótaábyrgð stefnda sé óskoruð. Engin rök séu til þess að sakast við drenginn Sigurð Má um slysið. Þess sé engin von að svo ungur drengur geti varast hættueiginleika slíks hlutar sem hann finni, enda fundarstaðurinn í engum tengslum við hættusvæði vegna sprenginga. Auk þess hafi drengurinn sýnt alveg sérstaka aðgát og fyrir- hyggju er hann fór rakleitt af fundarstaðnum og sýndi hvellhettuna tveim fullorðnum mönnum. Þeir hafi aftur á móti ekki áttað sig á hættueiginleik- um hvellhettunnar, þar sem þeir töldu að um væri að ræða sérstakan hlut er þeir þekktu frá vinnustað sínum í Kísiliðjunni, sbr. skýrslur þeirra Árna Pálssonar og Friðgeirs Sigtryggssonar. Stefndu byggja sýknukröfu sína á því að ósannað sé að hvellhettan, sem slysinu olli, hafi stafað frá Rafmagnsveitum ríkisins. Ta verði að stefn- endur verði að sanna að svo hafi verið á meðan skyns. "'.gur og rökstudd- ur vafi leiki á um uppruna hvellhettunnar. Varðandi sönnunarskortinn árétta stefndu að upplýst sé að margir aðrir en Rarik hafi haft sprengiefni undir höndum í Mývatnssveit fyrir slysið. Þeir rekja því til staðfestingar: Stefnandi, Árni Pálsson, og vitnin Friðgeir Sigtyggsson og Þorsteinn Arthúrsson hafi sagst vita um tvo aðila sem fengist hafi við sprengingar í Mývatssveit. Séu það starfsmenn Rafmagnsveitnanna og Pétur Yngvason. Vitnið Pétur Yngvason greini frá því í framburði sínum að hann hafi einu sinni farið með sprengiefni á umrædda ruslahauga og hafi notað það til þess að sprengja bílflak. Hafi hvellhettan, sem vitnið notaði, verið af annarri gerð en sú sem mál þetta snýst um. Þegar vitnið hafi verið spurt um gálauslega meðferð sprengiefnis í sveitinni, hafi það greint frá því að maður að nafni Gauti, sem verið hafi aðalsprengimaður hjá Miðfelli þegar bygging Kröfluvirkjunar stóð yfir, hafi sprengt fyrir plönum hjá Kísiliðj- unni. Hann hafi líklega verið sjálfstæður verktaki við það verk og lagt sjálfur til sprengiefni. Kveðst vitnið síðan hafa heyrt því fleygt að stolið hefði verið einhverju af þessu sprengiefni. Það hafi verið geymt í ólæstum skúr og einhverjir strákar, sem unnu í pökkun hjá Kísiliðjunni, hafi stolið einhverju magni af hvellhettum og dínamiíti og síðan sprengt það á áður greindum ruslahaugum suður af Léttsteypunni. Þá segi ennfremur í skýrslu vitnisins: „„Aðspurður skýrir mætti frá því að þegar frægt mál hér í sveit kom upp, hið svokallaða Miðkvíslarmál, þá hafi sprengiefni, sem notað var til að sprengja stífluna í Miðkvísl, verið sótt í hraunhelli sem var óbyrgður og Laxárvirkjun geymdi sprengiefni í. óld Ljóst sé því að mjög mikið hafi verið notað af sprengiefni hér um slóðir á umliðnum árum og jafnframt hafi mikið kæruleysi verið haft í frammi við notkun og geymslu sprengiefna hjá Rarik, Kröflu, Laxárvirkjun og Gauta eða Kísiliðjunni.““ Vitnið Birkir Fanndal Haraldsson hafi sagt sprengiefni hafa verið notað við Kröflu til að skjóta göt á rörfóðringar og hafi það verið keypt af Kröfluvirkjun og notað af starfsmönnum Orkustofnunar. Vitnið Benedikt E. Gunnarsson, sölumaður hjá Ólafi Gíslasyni á Co. hf., tilgreini fjóra aðila sem keypt hafi sprengiefni hjá fyrirtækinu og komið geti til greina í þessu sambandi. Þeir séu Norðurverk hf., Tungulax hf., Skútustaðahreppur c/o Pétur Yngvason og Landbúnaðarráðuneytið c/o Haukur Jörundsson. Þá sé loks rétt að benda á framburð vitnisins Ragnars Valdimarssonar, verkstjóra línuflokks Rafmagnsveitnanna. Ragnar hafi sagst afdráttarlaust neita því að hann eða hans menn hafi farið með hvellhettu á þennan rusla- haug. Hann hafi aldrei lagt neitt frá sér á þennan haug og ekki gefið fyrir- mæli um slíkt. Þá er mótmælt þeirri túlkun á skýrslu vitnisins sem kemur fram í málflutningi stefnenda, þar sem segi að verkstjórinn muni eftir því að hafa í eitt skipti gefið fyrirmæli um að fara með rusl á þessa ruslahauga, en í lögreglurannsókn segi orðrétt: „1 bæði þessi skipti hafi verið farið með ruslið, sem áður er lýst, á afgirta ruslahauga, en ekki haugana, sem eru sunnan við afgirtu haugana.““ Varakröfu sína og þrautavarakröfu byggja stefndu á því að verði stefndi talinn bera einhverja ábyrgð á tjóni stefnanda verði við ákvörðun bóta að taka tillit til eingreiðsluhagræðis og skattfrelsis bótanna, en eðlilegt sé að hvort tveggja leiði til lækkunar. Þá beri að skipta bótum vegna eigin sakar tjónþola, Sigurðar Más Grétarssonar. Tjónþoli sé fæddur 22. september 1968 og hafi hann því verið vel á 13. ári er slysið varð 8. júní 1981. Börn á þessum aldri eigi að hafa nægan þroska til að fikta ekki við torkennilega hluti sem þau finni, allra síst raftæki. Af framburði Sigurðar megi merkja að það hafi hvarflað að honum að hlutur þessi hefði einhverja hættueigin- leika, þar sem hann hafi velt því fyrir sér að ná í fötu með vatni og láta hlutinn ofan í áður en hann tengdi við rafhlöðuna. Sigurður Már hafi hins vegar ekki gert nokkrar varúðarráðstalanir og hafi raunar áður verið búinn að slíta vírana í sundur svo til alveg upp við hvellhettuna og hafi hann haldið á hlutnum í hendi sér þegar hann tengdi. Þetta verði að teljast ákaf- lega óvarlega að farið með hlut sem ekki sé vitað hver sé. Vitnið Högni Jónsson segi Sigurð Má hafa sagt sér að þetta væri hlutur sem gæti hitnað mikið við það að vera tengdur við rafhlöðu. Sú staðreynd að hluturinn fannst á öskuhaugum hljóti einnig að hafa áhrif á matið á eigin sök eða „accept af risico““. 615 Þá mótmæla stefndu sérstaklega bótakröfu stefnenda á grundvelli eigin sakar Árna Pálssonar, föður tjónþola, en eigin sök eigi að firra hann bóta- rétti. Það hljóti að teljast meiri háttar gáleysi af fullorðnum manni með rafvirkjamenntun að láta 12 ára gamalt barn halda ókunnum hlut átölu- laust án þess að ganga fyllilega úr skugga um hver hluturinn sé. Fyrir dóm hafa komið Hannes Gunnar Thorarensen rannsóknarlögreglu- maður, Ragnar Valdimarsson, verkstjóri hjá Rafmagnsveitum ríksins og Benedikt Einar Gunnarsson, sölustjóri hjá Ólafi Gíslasyni á Co. hf. Þá var málið endurupptekið eftir aðalflutning 13. september sl. og gerð tilraun til að fá Rannsóknarlögreglu ríkisins til að ljúka rannsókn á aðdrag- anda slyssins. Tilraun þessi bar ekki árangur þar sem aðstoðarrannsóknar- lögreglustjóri taldi tilgangslaust að halda rannsókn áfram. Með tilvísun til þess var gagnaöflun lokið og málið flutt á ný. Álit dómsins: Sigurður Már Grétarsson slasast 8. júní 1981. Hann hafði fundið tíma- hvellhettu þá, sem slysinu olli, á öskuhaugum, skammt sunnan við hús Létt- steypunnar í nágrenni Reykjahlíðarþorps við Mývatn, um miðjan maí 1981. Samkvæmt framburði Benedikts Einars Gunnarssonar, sölustjóra hjá Ólafi Gíslasyni ér Co. hf., gefur framleiðandi upp að tímahvellhettur virki sem slíkar í 3 ár en komist ekki raki að þeim eru þær virkar áfram. Ólafur Gíslason á Co. hf. er eina fyrirtækið sem hefur leyfi til innflutnings á sprengiefni til landsins. Fram er komið að Rafmagnsveitur ríkisins eru einn þeirra aðila sem notað hafa tímahvellhettur á þessu svæði næstu ár fyrir tjónsatburðinn. Samkvæmt bréfi Samúels Ásgeirssonar, línudeild Raf- magnsveitnanna, dags. 12.11. 1981, var línuflokkur Gísla S. Hermannsson- ar á svæðinu árabilið 1976-1978 og línuflokkur Gísla Pálssonar 1978. Aðrar framkvæmdir við háspennulínubyggingar hafi verið unnar á vegum svæðis- skrifstofu Rafmagnsveitnanna á Akureyri. Samkvæmt framburði Hannesar Gunnars Thorarensen rannsóknarlögreglumanns hafði hann samband við Ingólf Árnason, yfirmann Rafmagnsveitnanna á Akureyri, til að fá yfirlit yfir verk unnin á vegum svæðisskrifstofunnar við Mývatn. Svar hafi ekki fengist. Ragnar Valdimarsson, sem er verkstjóri undir stjórn Ingólfs, hefur þó gefið rannsóknarlögreglunni skýrslu og komið fyrir dóm. Samkvæmt framburði hans var hann með vinnuflokk sinn á svæðinu haustið 1979 og haustið 1980. Hann segir þar hafa verið fleiri flokka á vegum Rafmagns- veitnanna. Samkvæmt framburði Ragnars notaði vinnuflokkur hans tíma- hvellhettur með rauðum og grænum þráðum eins og þá sem olli tjóninu. Slíkir vírar fundust einnig á öskuhaugunum í námunda við stað þann sem Sigurður Grétar fann tímahvellhettuna. Þar í nánd hafði einnig verið hent rusli sem komið er frá Rafmagnsveitum ríkisins. 616 Í lögregluskýrslu frá 1. september 1979, sem liggur frammi í málinu, kemur fram að sumarið 1979 er stolið miklu af sprengiefni, þar á meðal hvellhettum, úr kistum sem Ragnar, verkstjóri Rafmagnsveitnanna, hafði fengið geymdar í ólæstu húsi Léttsteypunnar. Sprengiefni þetta finnst nokkru síðar. Samkvæmt framburði Hannesar Gunnars Thorarensen rannsóknarlögreglumanns telur hann að enginn hafi vitað hvort allt kom til skila þar sem enginn hafi vitað hversu miklu var stolið. Verkstjórinn, Ragnar Valdimarsson, telur aftur á móti að allt sprengiefnið hafi komið í leitirnar því í raun hafi hann fengið meira magn til baka heldur en hann saknaði. Þá kemur fram í skýrslu sem Rögnvaldur Egill Sigurðsson, gufu- veitustjóri Kröfluvirkjunar, gefur fyrir rannsóknarlögreglu 9. júlí 1981, að hann hefur geymt fyrir Rafmagnsveiturnar sprengiefni í læstri geymslu í Kröfluvirkjun. Sprengiefni þetta hafi verið í poka. Hann hafi litið í pokann og komist að raun um að bæði voru hvellhettur og dínamít í sama pokan- um. Á ljósmyndum, myndröð eitt, sem fylgja skýrslu Rannsóknarlögreglu ríkisins, kemur fram að Hannes Gunnar Thorarensen rannsóknarlögreglu- maður finnur rauða og græna víra frá tímahvellhettum við linustæði Rafmagnsveitnanna norðvestur af Kísiliðjunni v/Mývatn. Í framburði Ragnars Valdimarssonar kemur fram að það komi fyrir að ekki vinnist tími til að hreinsa allt rusl við línustæðið. Fram kom hjá Ragnari að ekki er farið yfir sprengivíra og annað sem þeim er orðið ónýtt og athugað hvort þar leynast hvellhettur. Þá sagði Ragnar að sprengiefni, sem verið væri með á vinnustað, væri venjulega geymt í bifreiðum. Af því sem hér hefur verið rakið kemur fram að meðferð og umhirðu starfsmanna stefnda, Rafmagnsveitna ríkisins, á sprengiefni var stórkost- lega ábótavant á þeim tíma er hér skiptir máli á vinnusvæði stefnda við Mývatn og í hreinu ósamræmi við ákvæði 3. mgr. 26. gr. og 27. gr. laga nr. 46/1977 um skotvopn, sprengiefni og skotelda. Alveg í grennd við vinnusvæðið finnur stefnandi tímahvellhettu þá sem honum varð að tjóni. Þegar þessa er gætt þykir fram komið að tímahvellhettan, sem tjóninu olli, gat vel verið komin úr birgðum Rafmagnsveitna ríkisins. Á skortir að Rafmagnsveitur ríkisins hafi gefið nægilegt yfirlit um notkun sína og verk- taka sinna á sprengiefni á þessu svæði en samkvæmt framburði Hannesar Gunnars Thorarensen rannsókiarlögreglumanns var eftir því leitað. Af lögreglurannsókn er ljóst að Rafmagnsveitur ríkisins eru langumfangsmesti notandi sprengiefnis á svæðinu á þeim tíma sem hér skiptir máli. Sam- kvæmt áliti Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem fram kemur í bréfi vararann- sóknarlögreglustjóra frá 31. október sl., verður ekki upplýst hvaðan tíma- hvellhettan er komin. Þegar sönnunaraðstaðan hér er virt þykir rétt að stefndi beri ábyrgð á tjóni stefnanda, þar sem þannig er í ljós leitt að hann er langstærsti notandi 617 sprengiefnis á svæðinu á þeim tíma sem hér skiptir máli og fram er komið að starfsmenn hans fóru mjög gálauslega með sprengiefni á svæðinu og í algjörri andstöðu við áðurgreind lagaákvæði sem gilda um meðferð slíkra hættulegra efna. Af því sem fram er komið um atvik málsins er ljóst að stefnandi villtist á tímahvellhettunni og hitaleiðara, sem ekki hefur nokkra viðlíka hættu- eiginleika. Af því og aldri hans leiðir að telja verður að hann hafi ekki mátt gera sér grein fyrir því að hætta gat falist í því að tengja þann hlut, sem hann var með, við rafhlöðu. Hann verður þannig ekki talinn eiga að bera hluta tjóns síns sjálfur. Skiptir þar ekki máli hvort stjúpi hans hafi átt að kanna nánar hvað drengurinn var með áður en hann leyfði honum að halda hlutnum. Telja verður að Árni Pálsson, stjúpi stefnanda, sem er rafvirki að mennt, hefði átt að kanna betur hlut þann sem drengurinn var með áður en hann leyfði honum að halda honum. Af þessu leiðir að foreldrum drengsins verða ekki dæmdar bætur vegna sérstaks tjóns þeirra sem af slysi drengsins hlaust. Stefnendur sundurliða kröfu sína vegna Sigurðar Más Grétarssonar svo: i.-Örorfkubætur „itsestssssaslen sine sa kr. 1.500.000.- 2. Bætur vegna þjáninga, lýta og röskunar á stöðu og ÖBÍ kr. 200.000.- Kr. 1.700.000.- Stefnendur rökstyðja kröfu sína samkvæmt lið | á því að vinstri hönd Sigurðar Más hafi stórskaddast. Hann hafi misst litla fingur, baugfingur og löngutöng, svo og hluta af miðhandarbeinum þeirra fingra. Auk þess hafi skaddast þumalfingur og lófi þeirrar handar. Varanleg örorka af völdum slyssins sé 50% samkvæmt örorkumati Björns Önundarsonar, tryggingayfirlæknis, sem framkvæmt var 2. september 1981. Þá hafa stefnendur lagt fram öÖrorkutjónsútreikninga Jóns Erlings Þorlákssonar, cand. act. dags. 3. febrúar 1983, sem byggðir eru á örorku- mati tryggingayfirlæknis. Þar segir: Örorkumati tryggingayfirlæknis hefur ekki verið mótmælt og þykir mega til þess líta við ákvörðun bóta. Þegar örorkumat læknisins, örorkutjónsút- reikningur tryggingafræðingsins og annað það sem venja er að hafa í huga við ákvörðun bótafjárhæðar hefur verið haft til hliðsjónar þykja örorku- bætur til Sigurðar Más hæfilega ákveðnar kr. 750.000,00. Þegar hafðir eru 618 í huga þeir miklu áverkar, sem Sigurður Már hlaut af völdum slyssins og sú mikla röskun sem varð á stöðu og högum hans, þykja miskabætur til hans hæfilega áætlaðar kr. 100.000,00. Vaxtakrafa stefnanda hefur ekki sætt andmælum. Rétt þykir að taka hana til greina þó með þeirri breytingu að venjulegir sparsjóðsvextir, eins og þeir eru á hverjum tíma, eru dæmdir frá slysdegi til uppkvaðningardags dóms þessa en dómvextir á sama hátt frá þeim degi til greiðsludags. Samkvæmt niðurstöðu málsins er rétt að stefndu greiði stefnanda, Sigurði Má, málskostnað sem þykir réttilega ákveðinn kr. 94.400,00 sem rennur í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður hans greiðist úr ríkissjóði þ.m.t. Íaun talsmanns hans, Gunnars M. Guðmundssonar hri., kr. 90.000,00. Hrafn Bragason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdóm- endunum Hauki Pálmasyni og Jóni Guðmundssyni verkfræðingum. Dómsorð: Stefndu, iðnaðarráðherra f.h. Rafmagnsveitna ríksins og fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs, greiði stefnendum, Guðríði Gyðu Halldórs- dóttur og Árna Pálssyni, vegna ólögráða sonar þeirra Sigurðar Más Grétarssonar, kr. 850.000,00 með 34% ársvöxtum frá 8. júní 1981 til 1. nóvember 1982, 42% ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, 35% ársvöxtum frá þeim degi til 21. otkóber 1983, 32% ársvöxt- um frá þeim degi til 21. nóvember 1983, 27%0 ársvöxtum frá þeim degi til uppsögudags dóms þessa, en með hæstu innlánsvöxtum (dómvöxt- um skv. lögum nr. 56/1979, sem nú eru 25% ársvextir) frá þeim degi til greiðsludags og kr. 94.400,00 í málskostnað sem rennur í ríkissjóð — allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, Sigurðar Más Grétarssonar, greið- ist úr ríkissjóði þar með talin laun talsmanns hans, Gunnars M. Guðmundssonar hrl., kr. 90.000,00. Stefndu, iðnaðarráðherra f.h. Rafmagnsveitna ríkisins og fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs, skulu sýknir af kröfum stefnenda, Guðríðar Gyðu Halldórsdóttur og Árna Pálssonar, vegna þeirra sjálfra. 619 Mánudaginn 24. mars 1986. Nr. 34/1984. — Húsnæðismálastjórn vegna Byggingarsjóðs ríkisins (Jón Þorsteinsson hrl.) gegn Gunnari H. Baldurssyni og gagnsök (Othar Örn Petersen hrl.) Skyldusparnaður. Verðbætur. Sératkvæði í héraði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 17. febrú- ar 1984 að fengnu áfrýjunarleyfi 14. febrúar 1984. Krefst hann sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 12. mars 1984 sam- kvæmt heimild í 3. mgr. 20. greinar laga nr. 75/1973. Hann krefst þess, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 641,16 krónur auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en gagnáfrýjandi, sem hafði gjafsókn í héraði, fékk gjafsókn fyrir Hæstarétti með bréfi dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins 17. febrúar 1986. Í héraðsdómsstefnu er mál þetta sagt höfðað á hendur Húsnæðis- málastjórn. Af kröfum þeim sem gerðar eru í málinu, málsreifun umboðsmanna aðilja og yfirlýsingum þeirra fyrir Hæstarétti er þó ljóst að í raun réttri er málsókninni beint að Byggingarsjóði ríkisins og hafi Húsnæðismálsastjórn verið stefnt vegna þess að hún fer með málefni sjóðsins að lögum. Verður samkvæmt þessu litið svo á að Byggingarsjóður sé hinn eiginlegi málsaðili. Í málflutningi aðilja og hinum áfrýjaða dómi eru lög nr. 19/1965 um Húsnæðismálastofnun ríkisins talin hafa öðlast gildi 10. maí 1965, en þann dag voru þau gefin út. Þau voru birt í Stjórnartíðind- um 12. júní 1965. Samkvæmt 19. gr. laganna skyldu þau öðlast gildi þegar í stað. Tóku þau því gildi við birtingu, sbr. 1. gr. og 7. gr. laga nr. 64/1943. Er því kröfugerð í málinu ekki reist á réttum forsendum að þessu leyti. 620 Svo sem gagnáfýjandi hefur lagt mál sitt fyrir dómstóla reisir hann kröfu sína á þeim grundvelli að við útreikning vaxta og verð- bóta á skyldusparnaðarfé hafi ekki verið fylgt þeim lögum sem almenni löggjafinn hafi sett um skyldusparnað þann sem málið fjall- ar um. Hafi hin ranga framkvæmd laganna jafnframt falið í sér sérstaka skattlagningu ungs fólks sem hafi verið brot á stjórnarskrá. Því er ekki haldið fram að löggjöf sú, sem hér er um að ræða, hafi í sjálfu sér verið andstæð ákvæðum stjórnarskrár. Þarf þá aðeins að huga að því hvort farið hafi verið að ákvæðum laganna við ávöxtun og greiðslu verðbóta á skyldusparnaðarfé gagnáfrýj- anda. Í lögum nr. 42/1957 var ekki sérstaklega tilgreindur ákveðinn vaxtafótur sem reikna ætti eftir vexti af skyldusparnaðarfé. Var gert ráð fyrir því í 3. mgr. 10. greinar laganna að við útborgun fengi innistæðueigandi sparifé sitt endurgreitt að viðbættum þeim vöxtum sem geiddir væru af víxitölubundnum verðbréfum á innlánstíman- um. Þetta verður að skilja svo, að vextir af reikningsinnstæðu hafi átt að laga sig að vöxtum sem á hverjum tíma voru ákveðnir af nýjum vísitölubundnum verðbréfum, þ.e. bankavaxtabréfum eftir 4. grein laganna. Þeir vextir virðast í framkvæmd hafa fylgt vöxtum af útlánum Húsnæðismálastjórnar. Eftir E-lið 6. greinar laganna voru vextir af þeim lánum ákveðnir 5 /%% ársvextir. Í F-lið greinar- innar var Húsnæðismálastjórn þó heimilað að breyta vöxtum þess- um að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar. Þetta var gert á árinu 1964 og vextir af nýjum útlánum lækkaðir í 4% ársvexti. Er ómót- mælt að vextir af nýjum vísitölubundnun verðbréfum (bankavaxta- bréfum) hafi verið lækkaðir til samræmis. Í kjölfar þessa voru síðan vextir af skyldusparnaðarfé einnig lækkaðir í 4% ársvexti frá 1. jan- úar 1965 að telja. Verður sú vaxtabreyting ekki metin ólögleg þar sem hún studdist við löglega teknar ákvarðanir um lækkun vaxta af útlánum, og bar með af bankavaxtabréfum. samkvæmt beim dl Uidllull, VB Pál lL0 dl VallhdVdAlduiLtulli, SdIllKVÆMI ÞEIM lagaheimildum sem að framan eru greindar. Ræður í því sambandi ekki úrslitum þó að lækkun vaxta af útlánum Húsnæðismálastjórn- ar í 40 ársvexti væri ekki beinlínis lögmælt fyrr en með C.lið 7. greinar laga nr. 19/1965. Samkvæmt framansögðu verður ekki talið að innstæða gagn- áfrýjanda hafi verið vanreiknuð vegna of lágt reiknaðra vaxta fyrir 621 tímabilið 1. janúar til 10. maí 1965 svo sem hann heldur fram og héraðsdómur hefur fallist á. Vaxtamunur sá sem hér er um að tefla nemur alls 33,00 gkr. en 52,80 gkr. þegar á þá fjárhæð hafa verið reiknaðar verðbætur með þeirri aðferð sem héraðsdómur beitir. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti þykir mega fallast á að rétt hafi verið sú aðferð sem héraðsdómur beitir við útreikning á innstæðu gagnáfrýjanda er skyldusparnaði hans lauk 18. september 1972. Átti innstæðan því þá að nema með vöxtum 82.087,75 gkr. (82.140,55 - 52,80 gkr.). Þann dag fékk gagnáfrýjandi greiddar 75.139,80 gkr. Við leiðréttingu á verðbóta- reikningi 20. nóvember 1974 voru honum ennfremur greiddar sem viðbót á verðbætur 4.508,00 gkr. Ennfremur fékk hann greiddar sem vexti sama dag 1.218,00 gkr. Ennþá voru ógoldnar 1.221,95 gkr. eða 12,22 nýkr. (82.087,75 - 75.139,80 - 4.508,00 - 1.218,00 gkr.). Ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda þá fjárhæð, en dráttarvextir verða ekki dæmdir af henni þar sem vara- krafa er ekki gerð um það. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Gjafsóknar- kostnaður gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns hans 55.000,00 krónur. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Húsnæðismálastjórn vegna Byggingarsjóðs ríkisins, greiði gagnáfrýjanda, Gunnari H. Baldurssyni, 12,22 krónur. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknar- kostnað er staðfest. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns hans, Othars Arnar Petersen hæstaréttarlögmanns, 55.000,00 krónur. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 622 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. maí 1983. I. Mál þetta, sem tekið var til dóms 4. maí sl., hefur Gunnar H. Baldursson teiknari, nnr. 3340-0322, Miðvangi 4, Hafnarfirði, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu birtri 22. desember 1981 á hendur Húsnæðismála- stjórn, nnr. 4451-7698, Laugavegi 77, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 641,16 með verðbótum og 4% ársvöxtum frá 15. nóvember 1976 til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en stefnanda var veitt gjafsókn í málinu með bréfi dóms- málaráðuneytisins dags. 25. janúar 1982. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins, en til vara að stefnufjárhæðin verði lækkuð verulega og málskostnaður verði þá látinn niður falla. Sættir hafa verið reyndar árangurslaust. 11. Mál þetta var þingfest 7. janúar 1982. Af hálfu stefnda var skilað greinar- gerð 29. apríl sama ár, og var málinu síðan úthlutað til Guðmundar Jóns- sonar, þáverandi borgardómara. Meðdómsmenn í málinu voru Guðjón Hansen tryggingafræðingur og Guðmundur Skaftason hrl., löggiltur endur- skoðandi. Munnlegur málflutningur fór fram 30. júní 1982, en þann 9. 1982 voru Guðmundur Jónsson og Guðmundur Skaftason settir hæsta- réttardómarar og fékk undirritaður dómari mál þetta þá til meðferðar. Í stað Guðmundar Skaftasonar kom Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoð- andi, sem meðdómsmaður í mál þetta. Ill. Málavextir eru þessir: Með lögum nr. 42/1957 um Húsnæðismálastofnun, Byggingarsjóð ríkis- ins o.fl. var mælt fyrir um stofnun Húsnæðismálastofnunar ríkisins er Hús- næðismálastjórn veitti forstöðu, og skyldi hún heyra undir félagsmálaráðu- neytið. Var stofnuninni ætlað að hafa á hendi stjórn Byggingarsjóðs ríkis- ins og yfirumsjón með lánsfjáröflun og lánsveitingum til íbúðabygginga. Í lögunum var einnig mælt fyrir um stofnun Byggingarsjóðs ríkisins og veð- lán til íbúðabygginga. Til að stofna veðlánakerfi, sem starfaði undir stjórn Húsnæðismálastjórnar og Veðdeildar Landsbanka Íslands, var veðdeildinni veitt heimild til að gefa út bankavaxtabréf að fjárhæð allt að gkr. 623 100.000.000,00 árlega næstu 10 árin. Skyldu bréfin vera í tveimur flokkum, A flokki, með föstum vöxtum og afborgunum, en hinn hlutinn, B flokkur, allt að gkr. 50.000.000,00 á ári, skyldi vera með vísitölukjörum þannig að greiðslur afborgana og vaxta væru bundnar við vísitölu framfærslukostnað- ar. Samkvæmt 6. gr. laganna skyldu lán til íbúðabygginga vera í tvennu lagi, A lán, sem skyldi vera jafngreiðslulán með 7% ársvöxtum til allt að 25 ára, og B lán, með 5,5% ársvöxtum og jöfnum afborgunum til allt að 15 ára, en að öðru leyti með hliðstæðum kjörum og víxitölubundnu verð- bréfin. Með ákvæðum 10. gr. laganna var sú skylda lögð á alla einstaklinga á aldrinum 16-25 ára, samanber þó undanþáguákvæði 11. gr., að leggja til hliðar 670 af launum sínum greiddum í peningum eða sambærilegum atvinnutekjum í því skyni að mynda sér sjóð til íbúðabygginga eða bústofn- unar í sveit. Skyldi fé, sem þannig safnaðist, ávaxtað í innlánsdeild Bygg- ingarsjóðs ríkisins fyrir þá sem búsettir voru í kaupstöðum eða kauptúnum, en í veðdeild Búnaðarbanka Íslands fyrir þá sem búsettir voru í sveitum. Skyldi fé það, sem skylt var að spara á þennan hátt, undanþegið tekjuskatti og tekjuútsvari og fé sem þannig var lagt til hliðar skatt- og útsvarsfrjálst sem eign og ekki framtalsskylt. Einnig voru vextir af slíku fé undanþegnir framtalsskyldu til tekju- og eignaskatts og skatt- og útsvarsfrjálsir. Þegar sá, sem safnað hafði fé í sjóðinn, næði 26 ára aldri eða gengi í hjónaband og stofnaði heimili, skyldi hann eiga þess kost að fá sparifé sitt endurgreitt „að viðbættum þeim vöxtum og uppbót vegna vísitöluhækkunar sem greidd er af vísitölubundnum verðbréfum á innlánstímanum““. Þeir, sem safnað höfðu fé í sjóðinn, skyldu að öðru jöfnu sitja fyrir um lán til íbúða- bygginga frá Húsnæðismálastjórn er máttu vera allt að 25% hærri en almennt gerðist, þó ekki hærri en 2/3 hlutar af matsverði íbúðar. Var for- gangsréttur þessi bundinn því skilyrði að sparifjársöfnun þeirra, sem stóðu að íbúðarbyggingunni, næmi samanlagt a.m.k. gkr. 25.000,00. Í reglugerð nr. 184/1957, sem sett var á grundvelli laga nr. 42/1957 og 36/1952, var nánar mælt fyrir um framkvæmd skyldusparnaðarins, en ekki eru þar ákvæði um útreikning vaxta eða verðbóta við endurgreiðslu skylduspari- fjár. Með lögum nr. 45/1958 var sú breyting gerð á kjörum bankavaxtabréfa í B flokki að þau skyldu vera með vísitölukjörum, þannig að eingöngu greiðslur afborgana yrðu bundnar vísitölu framfærslukostnaðar. Sam- kvæmt greinargerð með lögunum stafaði þessi breyting af því að talið var ómögulegt að framkvæma vísitölubundnar vaxtagreiðslur af slíkum bréf- um. Jafnframt var í þessum lögum kveðið á um það að skyldusparnaður skyldi hefjast við næstu mánaðamót eftir að hlutaðeigandi yrði 16 ára og ljúka við næstu mánaðamót eftir að hann yrði 26 ára. Í bréfi, sem bankastjórar Landsbanka Íslands rituðu félagsmálaráðuneyt- 624 inu 10. apríl 1958, lögðu þeir til að við framkvæmd 3. kafla laga nr. 42/1957, 10. gr. og 13. gr. reglugerðar frá 27. nóvember 1957, yrði vísitölu- uppbót og vextir af sparifé reiknuð og greidd þannig: „„Framfærsluvísitala októbermánaðar reiknist sem grunnvísitala af innstæðum reikningseiganda pr. 1. október ár hvert. Sú vísitöluhækkun, sem verður á hverju ári, reiknist eftir á af þeirri innistæðu sem reikningseigandi á 1. október árið áður. Dæmi: Innistæða 1. október 1958 kr. 5.000,00, vísitala 191 stig. Innistæða 1. október 1959 kr. 10.000,00, vísitala 200 stig. Fær þá reikningseigandi 10 vísitölustig eða 4,71% af kr. 5.000,00 1. októ- ber 1959 sem er vísitöluhækkun frá 1. október 1958 til 1. okbóber 1959. Næsta ár, þ.e. 1. október 1960, fær reikningseigandi síðan vísitöluhækk- un af 10.000,00 krónum o.s.frv. Vísitalan leggist ekki við höfuðstól fyrr en innstæðan greiðist reiknings- eiganda. Af innstæðum, sem greiddar eru út á milli gjalddaga, reiknast ekki vísitöluuppbætur fyrir þann tíma sem er liðinn frá 1. október þar á undan. Vextir reiknast ekki af vísitöluuppbótinni. 5 !%% vextir leggjast við höfuðstól án vísitöluuppbótar við hver áramót.“ Með bréfi Húsnæðismálastjórnar til félagsmálaráðuneytisins, dags. 12. maí 1958, var tilkynnt að stjórnin hefði samþykkt tillögurnar. Með bréfi, dags. 13. maí 1958 tilkynnti félagsmálaráðnuneytið Landsbanka Íslands að það hefði fallist á tillögurnar. Með lögum nr. 18/1964 var ákvæðum |. nr. 42/1957 breytt á þann veg að skyldusparnaður skyldi nú nema 15% af launum greiddum í peningum eða sambærilegum atvinnutekjum og forgangsréttur skyldusparenda til hærri lána var nú bundinn við að sparifjársöfnun næmi gkr. 50.000,00. Með lögum nr. 19/1965 um Húsnæðismálastofnun ríkisins voru lög nr. 42/1957 með áorðnum breytingum felld úr gildi. Samkvæmt ákvæðum laga þessara skyldi verkefni stofnunarinnar vera að beita sér fyrir umbótum í byggingarmálum, hafa á hendi stjórn Byggingarsjóðs ríkisins og yfirumsjón með lánsfjáröflun og lánveitingum til íbúðabygginga í landinu. Samkvæmt 5. gr. skyldi sem fyrr starfrækja veðlánakerfi undir stjórn Húsnæðismála- stjórnar og Veðdeildar Landsbanka Íslands, og skyldu lánveitingar innan þess vera í samræmi við hinar almennu útlánareglur Húsnæðismálastjórnar. Í þessu skyni var Veðdeild Landsbanka Íslands veitt heimild til að gefa út skuldabréf (bankavaxtabréf), sem máttu nema allt að gkr. 400.000.000,00 árlega. Skyldu vaxtabréf þessi vera með föstum vöxtum og afborgunum, en með vísitölukjörum þannig að greiðslur afborgana og vaxta væru bundnar kaupgreiðsluvísitölu, sbr. lög nr. 62/1964. Samkvæmt c.lið 7. gr. skyldu lán, sem Húsnæðismálastjórn veitti, vera afborgunarlaus fyrsta árið, 625 en greiðast síðan á 25 árum með 4% ársvöxtum og jöfnum ársgreiðslum vaxta og afborgana (annuitetslán). Hver ársgreiðsla, afborgun og vextir og kostnaður skyldi hækkuð eða lækkuð, eftir því sem við ætti, samkvæmt kaupgreiðsluvísitölu, sbr. lög nr. 63/1964. Í 10. gr. laganna er kveðið á um skyldusparnað, og eru ákvæði hennar óbreytt frá ákvæðum 10. gr. laga nr. 42/1957, sbr. lög nr. 18/1964, að öðru leyti en því að skyldusparendum var nú áskilinn fortakslaus réttur til 2590 hærri lána umfram aðra, þó eigi yfir %4 hluta af matsverði viðkomandi íbúðar og að því tilskildu, að spari- fjársöfnun þeirra sem stóðu að byggingu hlutaðeigandi íbúðar næmi sam- anlagt a.m.k. gkr. 100.000,00. Með lögum nr. 21/1968 var gerð breyting á ákvæðum $. gr. laga nr. 19/1965 að því er varðaði verðbætur skuldabréfa (bankavaxtabréfa) þeirra sem heimilað var að gefa út til öflunar fjár til Byggingarsjóðs ríkisins. Skuldabréfin skyldu sem fyrr vera með föstum vaxtafæti og endurrgreiðast með jöfnum ársgreiðslum vaxta og afborgana (annuitet). Samkvæmt 6. mgr. hinna nýju ákvæða skyldi á ársgreiðslu lána, er Byggingarsjóður tók skv. 2. mgr. greinarinnar, greiða hlutfallslega viðbót sem svaraði helmingi þeirrar hækkunar er hverju sinni hefði orðið á kaupvísitölu, sbr. 5. mgr. greinarinnar, frá útgáfudegi skuldabréfs til 1. febrúar næsta fyrir hverja ársgreiðslu. Um vísitölu þá, sem beitt skyldi, var svofellt ákvæði í 5. mgr. hinna nýju ákvæða: „Hagstofa Íslands skal reikna vísitölu er sýni breytingar á dagvinnutíma- kaupi fyrir almenna verkamannavinnu í Reykjavík samkvæmt nánari ákvörðun hennar. Grunntími þessarar vísitölu skal vera 1. febrúar 1968, og skal hún framvegis reiknuð fjórum sinnum á ári miðað við fyrsta dag mánaðanna febrúar, maí, ágúst og nóvember. Gildistími hverrar vísitölu í sambandi við útgáfu skuldabréfa samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar og c-liðs 7. gr. eru 3 mánuðir og reiknast frá fyrsta degi þess mánaðar, er vísitalan er við miðuð.““ Með 4. gr. laga nr. 21/1968 var gerð hliðstæð breyting á ákvæði c-liðar 7. gr. laga nr. 19/1965 um kjör lána sem Húsnæðismálastjórn veitti, þannig að á vexti af þeim fyrsta árið og af ársgreiðslum af þeim síðar skyldi skuld- ari greiða hlutfallslega viðbót er svaraði helmingi þeirrar hækkunar er hverju sinni hefði orðið á kaupvísitölu, sbr. 5. mgr. 5. gr. frá lántökutíma og til 1. febrúar næst fyrir hverja ársgreiðslu. Með 5. gr. laga nr. 21/1968 var og breytt ákvæði fyrsta málsliðar 3. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1965 um endurgreiðslu skyldusparifjár og var hið nýja ákvæði svohljóðandi: „Þegar sá, sem sparað hefur fé og lagt í sjóð samkvæmt 1. mgr., hefur náð 26 ára aldri — eða stofnað til hjúskapar, verði það fyrr — skal hann eiga þess kost að fá endurgreitt sparifé sitt samkvæmt 1. mgr. með 4% 40 626 vöxtum frá þeim tíma, er það var innlagt, og með viðbót samkvæmt kaup- vísitölu (sbr. 5. mgr. S. gr.).“ Í stað laga nr. 19/1965 voru sett lög nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofn- un ríkisins. Sem fyrr laut Byggingarsjóði ríkisins stjórn Húsnæðismála- stjórnar. Voru ákvæði 5. gr. c-liðar 8. gr. hinna nýju laga óbreytt frá ákvæðum 5. gr. og c-liðar 7. gr. hinna eldri laga. Með lögum nr. 72/1972 var svohljóðandi ákvæði bætt við c-lið 8. gr.: „„Meðaltalsársvextir allt lánstímabilið skulu þó, að meðtalinni þóknun Veð- deildar, aldrei vera hærri en 7 34“. Viðbót sú, sem fellur til á afborganir samkvæmt þessum staflið, telst vextir.“ Í 11. gr. laga nr. 30/1972 var kveðið á um skyldusparnað og voru ákvæði 1. mgr. óbreytt frá ákvæði 10. gr. laga nr. 19/1965, en ákvæði 3. mgr. voru svohljóðandi: „Þegar sá, sem sparað hefur fé og lagt í sjóð samkvæmt 1. mgr., hefur náð 26 ára aldri - eða stofnað til hjúskapar, verði það fyrr, kaupir eða byggir íbúð til eigin þarfa, sbr. e-lið 12. gr. - skal hann eiga þess kost að fá endurgreitt sparifé sitt samkvæmt 1. mgr. með 4% vöxtum frá þeim tíma, er það var innlagt, og með viðbót samkvæmt kaupvísitölu, sbr. 5. mgr. 5. gr. Ennfremur skulu þeir sitja fyrir um lán til íbúðabygginga frá Húsnæðismálastjórn, og mega þau lán vera allt að 25% hærri en almennt gerist þá, þó eigi yfir % hluta af matsverði viðkomandi íbúðar. Þessi for- gangsréttur til lána er þó bundinn því skilyrði að sparifjársöfnun þeirra, sem að byggingu hlutaðeigandi íbúðar standa, nemi samanlagt a.m.k. 150.000,00 kr.“ Samkvæmt ákvæðum 2. og 4. mgr. ii. gr. var fé það, sem skylt var að spara samkvæmt þessu undanþegið tekjuskatti og tekjuútsvari sem fyrr og fé það, sem var lagt til hliðar, skatt- og útsvarsfrjálst og ekki framtals- skylt, svo og vextir af því. Nú eru í gildi um Húsnæðisstofnun ríkisins lög nr. $1 frá 9. júní 1980. Í 72 gr. laganna er kveðið á um vexti og verðbætur á sparifé, en þar segir svo: „Þegar sá, sem sparað hefur fé og lagt í sjóð samkvæmt 1. mgr. 71. gr., hefur náð 26 ára aldri — eða stofnað til hjúskapar verði það fyrr, kaupir eða byggir íbúð til eigin þarfa, skal hann eiga þess kost að fá endur- greitt sparifé sitt samkvæmt 1. mgr. með sömu vöxtum og gilda á hverjum tíma fyrir lán skv. 1. tl. 11. gr. að viðbættum verðbótum samkvæmt láns- kjaravísitölu Seðlabanka Íslands samkvæmt 39. gr. laga nr. 13 frá 10. apríl 1979. Innlagður skyldusparnaður á hverjum tíma fái grunngildi lánskjaravísi- tölu þess mánaðar. Þegar skyldusparnaðurinn er tekinn út sé sömuleiðis miðað við gildandi lánskjaravísitölu í þeim mánuði. Vextir af innstæðu 627 skulu leggjast við höfuðstól við hver áramót og verðtryggjast á sama hátt og höfuðstóllinn.““ Stefnandi, sem er fæddur 4. október 1947, lagði í fyrsta skipti inn á spari- merkjareikning sinn nr. 31403 hjá innlánsdeild Byggingarsjóðs ríkisins hinn 12. júní 1964 til að fullnægja ákvæðum laga um skyldusparnað. Samkvæmt ljósriti af spjaldi stefnanda hjá sjóðnum hefur hann lagt inn, tekið út og vextir verið reiknaðir honum sem hér segir: „Dags. úttekið innlagt innstæða 12. júní 1964 1.850,00 1.850,00 8. ágúst 1964 1.845,00 3.695,00 19. okt. 1964 915,00 4.610,00 31. des. 1964 108,30 4.718,30 31. des. 1965 188,32 4.907,02 31. des. 1966 196,28 S.103,30 4. jan. 1967 1.500,00 6.603,30 31 des. 1967 264,29 6.867,59 6. sept. 1968 4.261,00 11.128,59 13. nóv. 1968 2.785,00 13.913,59 31. des. 1968 346.64 14.260,23 8. ágúst 1969 4.950,00 19.210,23 17. sept. 1969 2.165,00 21.375,23 13. okt. 1969 2.202,00 23.517:,23 31. des. 1969 (sic) 697,57 24.274,80 17. des. 1969 (sic) 9.317,00 14.957,80 17. júlí 1970 1.993,00 16.950,80 20. ágúst 1970 1.894,00 18.884,80 1. sept. 1970 A 2.178,00 21.022,80 18. sept. 1970 (sic) 1.233,20 18. sept. 1970 (sic) S.504,70 18. sept. 1970 (sic) 75.139,80“ Þá liggur fyrir svofellt yfirlit Veðdeildar Landsbanka Íslands yfir spari- merkjareikning stefnanda eftir 1. september 1970. „Næriáf korti ti 2 sas ai a kr. 21.022,80 23;. tóvember: 1970 iiml., 0. kr. 2.564,00 Mextir AMOTO, tt 230 ia að A a a kr. 686,20 28.. des. Í971 innlagt sökka visits a 5 Ba a kr. 15.804,00 Veðtti Oli a a a kr. 970,90 18:1:ágúst 1972: iilagt í a kr. 12.012,00 6. september 1972 innlagt .......000.00 02... = kr. 15.342,00 Iiistæð þá kr. 68.401,90 628 Útborgað 18. september 1972 Innstæða kr. 68.401,90 Dagvextir kr. 1.233,20 Vísitölu- bætur kr. 5.504,70 Alls útborgað kr. 75.139,80% Einnig liggur fyrir yfirlit Veðdeildar Útvegsbanka Íslands yfir vísitölu- bætur reiknaðar af reikningi stefnanda svohljóðandi: sola öktðber 1968 arm ss in aa na a 5 kr. 317,40 1. október 1966 .........0.0.0 ss kr. 192,97 Í.. febrúar 1967 um. sismusmssmn siss æsa kr. 275,77 1. fébiúar 1968 ...... 0 kr. 210,64 lf TIOÐ 2 4 an a nr á EB AÐ EB kr. 343,40 1. febrúar 1970 ...........20 000 kr. 1.036,70 1. febrúar 1971 ............000 000 kr. 1.899,60 1. febrúar 1972 ..........0.000 00 kr. 1,228,20 A Samtals kr. $.504,70“ Hinn 18. september 1972 fékk stefnandi endurgreitt það sem lagt hafði verið inn á sparimerkjareikning hans nr. 31403 ásamt vöxtum og verðbótum samkvæmt framangreindum útreikningum, samtals gkr. 75.139,80. Stefn- andi telur grundvöll útreiknings verðbóta rangan og hefur höfðað mál þetta til heimtu á mismun fjárhæðar þeirrar sem hann fékk greidda og fjárhæðar þeirrar sem hann telur rétta samkvæmt útreikningi sínum. IV. Krafa stefnanda er byggð á því að ákvæði um skyldusparnað hafi ekki verið framkvæmd á löglegan hátt. Hafi það valdið því að hann hafi ekki fengið greidda rétta fjárhæð af skyldusparnaðarreikningi sínum. Jafnframt er krafa stefnanda byggð á því að skyldusparnaðarreikningi hans nr. 31403 verði ekki lokað fyrr en hann hafi að fullu fengið greidda fjárhæð skyldu- a Ás Áar sína með vAvti Á Á sparnaðar síns með vöxtum og verðbótum frá 18. september 1972. Því er í fyrsta lagi haldið fram að vextir hafi verið ranglega reiknaðir 40 frá 1. janúar til 10. maí 1965, en þeir hafi átt að vera $,5% fram til gildistöku laga nr. 19/1965, þann 10. maí 1965. Þá er því haldið fram að verðbætur hafi aðeins verið reiknaðar einu sinni á ári og þá af fjárhæð í upphafi vísitölutímabils. Gerð er krafa um að verðbætur verði reiknaðar í hvert sinn sem vísitala var fundin og jafnframt að miðað verði við upphæð í lok vísitölutímabils. Lög um skyldusparnað 629 veiti enga vísbendingu um að reikna hafi átt verðbætur með þeim hætti sem gert var, heldur sé þvert á móti tekið fram í lögunum frá 1968 að kaupvísitala skuli reiknuð fjórum sinnum á ári en ekki hafi verið nein ástæða til slíks ef ekki hafi átt að fara eftir því við útreikning verðbóta. Þá hafi verðbætur verið lagðar á sérstakan reikning sem hvorki bar vexti né verðbætur. Þessi framkvæmd eigi sér enga stoð í lögum og sé algjörlega andstæð viðurkenndum og rökréttum vísitöluútreikningum. Gerð er krafa um að verðbætur leggist við höfuðstól. Þá er því haldið fram að ekki hafi verið um að ræða lokauppgjör er stefnandi fékk endurgreitt sparifé sitt 18. september 1972. Vegna grandleys- is hans verði að líta á þá endurgreiðslu sem úttekt af reikningnum, en máls- sókn þessi stefni hins vegar að réttu uppgjöri. Af hálfu stefnanda er því mótmælt að skattfrelsi skyldusparifjár hafi þýðingu við úrlausn máls þessa, því það fé, sem menn almennt spari, sé skattfrjálst. Þá er því haldið fram að ívilnanir, sem skyldusparendur skyldu hljóta hjá Byggingarsjóði ríkisins samkvæmt lögunum, hafi enga þýðingu fyrir úrslit þessa máls, þar sem fram hafi komið að ívilnanir þessar hafi engar verið. Kröfugerð stefnanda er studd þeim rökum að lagaákvæði þau, sem fram- kvæmd skyldusparnaðar hafi verið byggð á frá upphafi, hafi ekki verið eins glögg og æskilegt sé. Hafi þá bankastjórar Landsbanka Íslands verið fengnir til að skera úr um óvissuatriði, en fjármunir unga fólksins hafi verið ávaxtaðir í þeim banka og hafi þeir því haft hagsmuna að gæta. Auk þess hafi þær upplýsingar, sem aflað var um þessi mál fyrstu áratugina, verið frá aðilum sem vart geti talist óvilhallir. Fram komi við setningu laga þeirra sem gilt hafi um skyldusparnað að full verðtrygging skyldi koma á þann hlut vinnulauna sem launafólki var skylt að leggja til hlíðar hverju sinni. Framkvæmdavaldið hafi ekki séð til þess að framkvæmd laganna væri með þeim hætti sem gert hafi verið ráð fyrir í upphafi. Þess beri að gæta að skyldusparnaður, vaxtareikningur og verðbótareikn- ingur séu flókin mál sem allur almenningur eigi bágt með að skilja án sér- stakrar útlistunar. Það unga fólk sem skylt hafi verið að spara, allt niður í 16 ára aldur, hafi því ekki getað gert sér grein fyrir þeim útreikningsað- ferðum sem giltu hverju sinni. Þetta fólk hafi hins vegar orðið að treysta því að stofnanir þær, sem áttu að sjá um ástund sparnaðarins, sæju svo um að fullkomin ávöxtun ætti sér stað. Samkvæmt framansögðu sé jafnframt ljóst að þetta fólk verði ekki sakað um tómlæti þar sem ekki hafi verið hægt að ætlast til þess að það gerði sér grein fyrir því að sérfræðistofnanir beittu reglunum á ólögmætan hátt. Telja verði að réttarvenja um lagaframkvæmdina hafi ekki myndast. Það 630 geti ekki talist íslenskur réttur að réttarvenja skapist, hafi opinber stofnun tekið mikið fé á ólögmætan hátt í langan tíma. Afstaða almennings, sem sé einn grundvöllur réttarvenju, komi hvergi fram í máli þessu. Stefnandi sættir sig við að lög þau, sem í gildi voru á hverjum tíma, eigi við um skyldusparnað hans. Það sé hins vegar grundvallaratriði að stefnandi telji að lagaframkvæmdin hafi ekki verið samkvæmt lögunum. Beiting laganna hafi verið með þeim hætti sem verði að telja brot á stjórn- arskránni þar sem um raunverulega skattlagningu lítils hóps manna hafi verið að ræða innan ákveðinna aldursmarka. Tölulega byggir stefnandi kröfugerð sína á tölvuútreikningum, sem dr. Pétur H. Blöndal tryggingastærðfræðingur hefur látið gera. Af hálfu stefnanda kemur fram að mál það, sem hér er til úrlausnar, hafi verið valið sem prófmál í samráði við stefnda til að fá skorið úr atrið- um þeim sem kröfugerð stefnanda beinist að. Því megi ætla að allir skyldu- sparendur frá upphafi skyldusparnaðar fái leiðréttingu sinna mála ef fallist verði á kröfugerð stefnanda. Beri að taka tillit til þessa við ákvörðun mál- flutningsþóknunar lögmanns stefnanda, en stefnandi hafi fengið gjafsókn- arleyfi við rekstur málsins. Sýknukröfu sína byggir stefndi á því aðallega að hann hafi í alla staði farið að lögum við ávöxtun og verðbætur skyldusparifjár stefnanda. Til stuðnings þeirri málsástæðu sinni bendir stefndi á eftirfarandi: Vextir af skyldusparnaði hafi verið $,5% til 1. janúar 1965, er þeir lækkuðu í 490. Vaxtalækkun þessi hafi verið ákveðin á fundi Húsnæðismálastjórnar þann 10. júlí 1964, það er vaxtakjör á þeim lánum, sem vaxtakjör skyldusparnað- ar skyldu vera bundin við. Hafi ákvörðun þessi komið þá þegar til fram- kvæmda að því er ný útlán varðaði. Vextir af skyldusparnaði hafi hins vegar ekki verið lækkaðir fyrr en Í. janúar 1965. Við lækkun þessa hafi í alla staði verið farið löglega að. Húsnæðismálastjórn hafi haft heimild samkvæmt f-lið 6. gr. laga nr. 42/1957 til þess að ákveða vexti að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar. Hér hafi ríkisstjórnin gert samkomulag við verkalýðshreyfinguna í landinu um betri lánskjör á húsnæðismálastjórnar- lánum. Lög nr. 19/1965, sem tekið hafi gildi 10. maí 1965, breyti í engu um gildi ákvörðunar Húsnæðismálastjórnar 10. júlí 1964, heldur verði að telja að lögin staðfesti áður tekna löglega ákvörðun. Fyrrgreind heimild Húsnæðismálastjórnar hafi verið felld brott með lögum nr. 19/1965. Ætlast hafi verið til þess að skyldusparnaðurinn yki ráðstöfunarfé Byggingarsjóðs. Þetta komi fram í lögunum frá 1957 og greinargerð með þeim. Það sé meg- instefna í vaxtamálum í landinu að innlánsvextir séu nokkru lægri en útláns- vextir og þyki eðlilegt. Samkvæmt 11. gr. laga nr. 13/1975 um lánskjör fjárfestingarlánasjóða endurláni fjárfestingarlánasjóðir það fé, sem þeir fái til ráðstöfunar, með 631 sambærilegum kjörum og þeir sæti sjálfir. Þar segi ennfremur að ríkis- stjórnin skuli að fengnum tillögum Seðlabanka Íslands og Framkvæmda- stofnunar ríkisins setja meginreglur um lánskjör allra opinberra fjárfest- ingarlánasjóða í samræmi við 1. mgr. Stjórn sjóða þeirra, sem hlut eigi að máli, skuli síðan gera tillögur um lánskjör innan ramma meginreglnanna skv. 3. mgr. Að fengnum þeim tillögum skuli ríkisstjórnin taka endanlega ákvörðun um lánskjör fjárfestingarlánasjóða og komi sú ákvörðun í stað lagaákvæða og reglna þeirra sem gildi um þetta efni. Með þessum lögum sé staðið að ákvörðunum á lánskjörum sjóða sem sambærilegir séu Byggingarsjóði ríkisins, á svipaðan hátt og gert hafi verið árið 1964. Það verði því ekki séð að nauðsyn sé að ákveða lánskjör með lögum, en vextir og uppbætur af sparifé skyldu vera hinar sömu sem greiddar hafi verið af vísitölubundnum verðbréfum á innlánstímanum. Þá megi bæta því við, að almennir vextir í þjóðfélaginu séu ákveðnir af Seðlabanka Íslands. Samkvæmt framansögðu sé þeirri málsástæðu stefnanda mótmælt að vextir af sparifé hans hafi verið vanreiknaðir. Í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 42/1957 segi að þegar sá, sem safnað hafi fé í sjóð skv. 1. mgr., hafi náð 26 ára aldri eða gangi í hjónaband og stofni heimili, skuli hann eiga þess kost að fá sparifé sitt endurgreitt að viðbættum þeim vöxtum og uppbót vegna vísitöluhækkunar sem greidd sé af vísitölu- bundnum verðbréfum á lánstímanum. Ekki sé nánar fjallað um það með hvaða hætti vísitöluútreikningur skyldi gerður. Hafi þá verið leitað til aðal- banka landsins, hvernig útreikningurinn skyldi framkvæmdur. Reglur um þetta hafi svo verið gefnar út í apríl 1958 og síðan samþykktar af Húsnæð- ismálastjórn og staðfestar af félagsmálaráðuneyti. Eftir reglum þessum hafi síðan verið farið og á þeim hafi engar grundvallarbreytingar verið gerðar. Vaxtafótur hafi breyst og árið 1965 hafi verið farið að miða við kaupgjalds- vísitölu í stað framfærsluvísitölu áður. Reglunum hafi verið breytt í megin- atriðum þar til nýjar reglur um ávöxtun skyldusparnaðar tóku gildi þann 1. júlí 1980. Hafi framfærsluvísitala verið reiknuð sem grunnvísitala af innistæðu og miðað við 1. otóber ár hvert. Vísitöluhækkunin hafi verið reiknuð eftir á á þá innistæðu, sem inni var þann 1. október næst á undan og aðeins er innistæða hafði staðið inni í 1 ár. Á innistæður, sem greiddar voru út milli reikningsdaga, hafi ekki verið reiknaðar vísitölubætur. Í áðurgreindu samkomulagi ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna árið 1964 hafi verið óskað eftir því að horfið yrði frá miðun við fram- færsluvísitölu, en frekar miðað við kaupgreiðsluvísitölu. Ákvæði um þessa vísitölu hafi verið í lögum nr. 63/1964 um verðtryggingu launa. Með lögum nr. 19/1965 hafi verið ákveðið að miða framvegis við kaupgreiðsluvísitölu. 632 Lögin hafi tekið gildi 10. maí 1965 og þann 26. sama mánaðar hafi verið farið að lána úr Byggingarsjóði ríkisins með miðun við kaupgreiðsluvísitölu síðar kaupvísitölu, og árið 1974 hafi verið farið að miða við byggingarvísi- tölu. Allan tímann hafi verið farið eftir reglunum frá því í apríl 1958. Stefnandi byggi kröfugerð sína meðal annars á því að reikna eigi vísitölu- bætur af fjárhæð sem inni standi í lok hvers vísitölutímabils, og að það skuli gert í hvert sinn sem vísitala sé fundin. Þessari málsástæðu stefnanda sé mótmælt. Slík reikningsaðferð hefði leitt til ósanngjarnrar niðurstöðu. Megi hugsa sér það dæmi, að vísitala hækkaði úr 100 í 200 stig á einu vísitölutímabili, t.d. 1. febrúar til 1. febrúar næsta árs. Með aðferð þeirri, sem stefnandi geri kröfu um að beitt verði, myndu 100 krónur sem lagðar séu inn 30. janúar síðara árið vera orðnar kr. 200 þann |. febrúar sama ár, og sama fjárhæð, sem lögð hefði verið inn t.d. 2. febrúar árið á undan og staðið inni í næstum heilt ár, yrði líka orðin kr. 200. Slík niðurstaða sé fráleit, það sé aðeins sú fjárhæð, sem staðið hafi inni allt tímabilið, sem rýrnað hafi í hlutfalli við vísitöluhækkun. Þrátt fyrir að vísitölur hafi verið reiknaðar út oftar en einu sinni á ári hafi vísitöluútreikningur á bankavaxtabréfum eftir sem áður verið fram- kvæmdur einu sinni á ári. Verði að telja það rétt þrátt fyrir að til viðmið- unar hafi verið notuð vísitala sem reiknuð var oftar. Svo hafi verið gert við vísitöluútreikning á bankavaxtabréfin, og í samræmi við það hafi vísi- töluuppbót af skyldusparnaði einnig verið reiknuð einu sinni á ári. Hafi hér verið miðað við bankavaxtabréf sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 42/1957. Á þessum bréfum hafi verið reiknuð vísitala einu sinni á ári miðað við 1. október ár hvert, (en gjalddagi hafi verið 1. nóvember). Hafi réttmæti þeirrar framkvæmdar ekki verið véfengt. Í samræmi við þetta hafi vísitala af skyldusparifé verið reiknuð einu sinni á ári miðað við 1. október ár hvert. Vísitala sú, sem útreikningur bankavaxtabréfa og skyldusparifjár var miðaður við, hafi verið framfærsluvísitala, og hafi sjálf vísitalan á þessum tíma verið reiknuð út 12 sinnum á ári. Með lögum nr. 19/1965 hafi orðið breyting á þeim vísitöluákvæðum, sem máli skipti hér. Samkvæmt 3. mgr. 9. gr. þeirra laga skyldi vísitöluútreikn- ingur á skyldusparnaðarfé enn sem fyrr miðaður við útreikning verðhækk- ana af vísitölubundnum verðbréfum á innlánstímanum. Þessi verðbréf (bankavaxtabréf) skyldi skv. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1965 nú verðbæta samkvæmt kaupgreiðsluvísitölu í stað framfærsluvísitölu. Um þá vísitölu hafi á þessum tíma gilt lög nr. 63/1964. Framfærsluvísitala hafi verið reiknuð út 12 sinnum á ári, en kaup- greiðsluvísitala hafi verið reiknuð út 4 sinnum á ári. Ákvæðin um kaupvísitölu (sic Í grg.) séu svo tekin að mestu óbreytt inn 633 í 5. mgr. 5. gr. húsnæðismálastofnunarlaga með lögum nr. 21/1968. Í 10. gr. 3. mgr., sem fjalli um endurgreiðslu skyldusparnaðar, sé vitnað til 5. mgr. 5. gr. um vísitölubætur. Við útreikning sjálfrar vísitölunnar séu ekki gerðar hér breytingar frá eldri lögum að því er fjölda útreikningsdaga varði. Í 6. mgr. 5. gr. sé Það beinlínis tekið fram að vísitölubætur komi á ársgreiðslur bankavaxtabréf- anna, það er að beinlínis sé tekið fram um bankavaxtarbréfin að þeirri að- ferð, sem gilt hafi frá upphafi að reikna vísitölubætur á afborganir af þeim einu sinni á ári, skyldi haldið óbreyttri. Við túlkun laganna hafi þetta meg- inþýðingu. Af lögskýringargögnum verði sú ályktun alls ekki dregin að með þessum lögum hafi verið ætlunin að rjúfa þau tengsl sem frá upphafi hafi verið milli verðbótareiknings á bankavaxtabréfunum og skyldusparnaðin- um. Ákvæði núgildandi laga nr. 30/1970 séu hliðstæð tilvitnuðum ákvæð- um laga nr. 21/1968 að þessu leyti. Af hálfu stefnanda sé þess krafist að vísitala leggist við höfuðstól og þar af leiðandi að verðbætur verði reiknaðar á verðbætur. Þessum skilningi sé algjörlega mótmælt. Hvergi verði séð að slík aðferð eigi við rök að styðj- ast. Reglur þær, sem stefndi fór eftir við ávöxtun sparifjár, hafi verið notaðar í nærri tvo áratugi þegar fyrst sé hreyft mótmælum við. Verði því að telja að myndast hafi viðurkennd venja um þessa aðferð, og að ennfremur verði að líta til tómlætis. Tugir þúsunda ungmenna hafi fengið sparifé sitt endurgreitt, og verði að telja að það geti ekki hafa farið framhjá öllum ef vextir og vísitölubætur hafi verið ranglega reiknaðir. Megi í þessu sambandi benda á að skyldu- sparifjáreigendur hafi alltaf getað gengið í Veðdeild Landsbanda Íslands og fengið að sjá reikningsyfirlit sitt. Ennfremur að árið 1972 í janúarmán- uði hafi Veðdeildin byrjað að senda öllum skyldusparifjáreigendum reikn- ingsyfirlit. Þá sé á það bent að frá því að skyldusparnaður var fyrst leiddur í lög hér á landi árið 1957 hafi Alþingi margfjallað um lög sem innihaldi ákvæði um skyldusparnað. Fullkunnugt hafi verið um þær reglur sem gilt höfðu í framkvæmd um útreikning vísitölubóta skyldusparnaðarfjár í hvert sinn sem um ákvæði þessi var fjallað á Alþingi. Þrátt fyrir það sé hvergi í lögum þessum kveðið nánar á um hversu útreikning verðbóta skuli hagað og sjáist hvergi, hvorki af lögum né lögskýringargögnum, að breyta hafi átt ríkjandi útreikningsaðferðum í það horf sem krafist sé af stefnanda í máli þessu. Rétt sé að benda á að á þessum árum hafi verðtrygging fjármuna í banka- kerfinu verið í þróun, sú þróun hafi haldið áfram til þessa dags og sé ekki lokið. Verði að telja mjög hæpið að grípa inn í þróun sem átti sér stað mörgum 634 árum síðar. Á þessum árum hafi engum samræmdum aðferðum við vísitölu- útreikning verið til að dreifa. Þá verði og að líta til þess hver tilgangurinn með skyldusparnaði hafi verið Í raun og veru. Í 5. gr. laga nr. 42/1957 segi, að til útlána komi sparnaðarfé skv. 9. og 10. gr. Hér sé augljóst að ætlast sé til þess að skyldusparnaður auki ráðstöfunarfé Byggingarsjóðs ríkisins. Það sé ekki hægt að líta fram hjá því í þessu sambandi að til þess að slíkt gæti gerst hafi Byggingarsjóður ríkisins orðið að ávaxta sparifé með a.m.k. ekki lakari kjörum en hann hafði sjálfur á sínum útlánum. Í þessu sambandi sé bent á að inn í lögin nr. 18/1964 hafi verið teknar breytingar sem gerðar hafi verið að beiðni bankastjórnar Búnaðarbanka Íslands „þar sem skyldusparnaðurinn er vísitölutryggður og Veðdeild B.Í. lánar aðeins til jarðakaupa getur Veð- deildin ekki ávaxtað þetta fé og hefur það sýnt sig að Veðdeildin tapar á þessu fé þar sem hún endurlánar það með tiltölulega lágum vöxtum en vísitölutryggir það eigi að síður.“ Þá bendir stefndi á það að þrátt fyrir að vaxtakjör og reikningsaðferðir við vísitölubætur höfðu verið bundnar nákvæmlega í lögum hefði það ekki breytt neinu um það hvort fé hefði verið sparað og lagt inn á skyldusparn- aðarreikninga. Þar sem um þvingaðan skyldusparnað hafi verið að ræða hafi vaxtakjör ekki getað verið forsenda þess fyrir einhvern einstakling að hann legði fé til hliðar. Í stefnu geri stefnandi að umtalsefni að einn þáttur í hinum þvingaða sparnaði hafi verið sá að þeir sem lögin náðu til skyldu hljóta vissar ívilnan- ir hjá Byggingarstjóði ríkisins. Fram hafi komið að ívilnanir þessar hafi engar verið. Er lögin um skyldusparnað voru sett árið 1957 hafi ástandið í byggingar- lánakerfi okkar verið þannig að ekki fengu allir lán strax sem um það sóttu. Þá hafi gilt um forgangsröðina „undarlegar reglur““, svo sem frægt sé úr stjórnmálasögunni frá þessum tíma. Upp úr 1960 hafi hins vegar verið svo komið að allir, sem lánshæfa umsókn áttu, hafi fengið lán ef tiltekin „„objektiv““ skilyrði hafi verið uppfyllt, þ.e. að umsókn bærist fyrir réttan tíma og að hús væri fokhelt fyrir réttan tíma. Þörfin á forgangsrétti skyldu- sparifjáreigenda hafi því fljótlega verið úr sögunni. Hvað varði þá ívilnun til þeirra, sem safnað höfðu fé í sjóð, að lán til þeirra mættu vera hærri en almennt gerðist, þá sé þess að geta að hér hafi aðeins verið um heimildarákvæði að ræða og hafi heimildin aldrei verið notuð. Varakröfu sína styður stefndi eftirfarandi rökum. Stefnandi hafi tekið skyldusparifé sitt út úr sparimerkjabók sinni nr. 31403 þann 18. september 1972. Ástæða sé til að vekja athygli á því að 635 stefnufjárhæðin sé miðuð við 15. nóvember 1976 samkvæmt útreikningsað- ferðum dr. Péturs Blöndal, en ekki 18. september 1972. Sé því sérstaklega mótmælt að þó útreikningsaðferðir dr. Péturs yrðu teknar til greina til 18. september 1982 að þær hinar sömu reikningsaðferðir verði notaðar eftir þann tíma. Mótmæli þessi kveðst stefndi byggja á því að hann telji að þann 18. sept- ember 1972 hafi stefnandi lokið skyldusparnði sínum. Það þýði að hafi stefnandi átt eitthvert fé inni eftir að hann tók út skyldusparnað sinn, þá beri honum aðeins almennir innlánsvextir. Sé sérstaklega mótmælt vaxta- fæti þeim sem stefnandi gerir kröfu um að verði notaður eftir 15. nóvember 1976 eða 4%0, þar sem vextir af verðtryggðum lánum miðuðum við láns- kjaravísitölu séu nú 2,5%. Þá telur stefndi að frá þeirri fjárhæð, sem vanreiknuð kunni að verða talin, beri að draga fjárhæð samsvarandi þeim vísitölubótum sem reiknaðar hafi verið ofan á vexti af höfuðstól stefnanda. Varðandi þessa kröfu beri sérstaklega að hafa í huga að fallist dómurinn ekki á aðalkröfu stefnda og hafni þar með að núverandi útreikningsaðferð sé lögleg eða venjuhelguð, sé því haldið fram að skylda til að reikna vísitölu ofan á vexti sé heldur ekki fyrir hendi. Í lögunum sé ekkert sem gefi til kynna að skylt sé að reikna vísitölubætur ofan á vexti, en þrátt fyrir það hafi verið ákveðið þeg- ar í upphafi að haga framkvæmd þannig til augljóss og stórkostlegs hag- ræðis við skyldusparendur. V. Í málinu er fram komin svohljóðandi umsögn Veðdeildar Landsbanka Íslands: „Leitað hefur verið til Veðdeildar Landsbanka Íslands um eftirfarandi upplýsingar varðandi ákveðna þætti í framkvæmd skyldusparnaðar vegna bæjarþingsmálsins Gunnar H. Baldursson gegn fjármálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs. 1. Hvernig vextir og vísitölubætur hafi verið reiknaðar af innstæðufé. 2. Hvernig vextir og vísitölubætur hafi verið reiknaðir af verðbréfum á vegum Byggingarsjóðs ríkisins. 3. Hvort eigendum innstæðufjár hafi verið kynntar reglur við útreikn- ing vaxta og vísitöluuppbótar og hver heimildargögn innstæðueigendur hafi um innstæðu sína á hverjum tíma. 1. Skyldusparnaður ungmenna var fyrst leiddur í lög með lögum nr. 42 frá 1957. Samkv. 10. gr. laganna skyldi við endurgreiðslu skyldusparifjár 636 greiða sömu vexti og sömu vísitöluuppbót og greidd væri af vísitölubundn- um verðbréfum á innlánstímanum. Þar sem ekki var nánar tilgreint í lögunum hvernig háttað skyldi fram- kvæmd vísitölutryggingar skyldusparifjár var talið eðlilegt og í samræmi við ákvæði 5. gr. laganna að leita til Seðlabanka Íslands og ráðuneytis varðandi framkvæmdina. Með bréfi dags. 10. apríl 1958 lagði Seðlabankinn fram við félagsmála- ráðuneytið ákveðnar tillögur um útreikning vísitöluuppbótar og vaxta. Þessar tillögur voru síðan samþykktar í ráðuneytinu eftir að Húsnæðismála- stjórn hafði samþykkt þær fyrir sitt leyti. Í tillögum Seðlabankans var lagt til að framfærsluvísitala októbermán- aðar yrði reiknuð sem grunnvísitala af innstæðum reikningseigenda pr. 1. okt. ár hvert. Sú vísitöluhækkun, sem yrði á hverju ári, skyldi reiknast eftir á af þeirri innstæðu sem reikningseigandi átti 1. okt. árið áður. Vísi- talan lagðist ekki við höfuðstól fyrr en innstæðan væri greidd reiknings- eiganda. Af innstæðum sem geiddar væru út á milli gjalddaga reiknuðust ekki vísitölubætur fyrir þann tíma sem liðinn væri frá 1. okt. þar á undan. Vextir skyldu ekki reiknast af vísitöluuppbótinni en 5/4% ársvextir leggjast við höfuðstólinn við hver áramót. Hefur ofangreindum reglum um útreikning vísitöluuppbótar og vaxta verið fylgt frá upphafi með þeim breytingum að 1965 var farið að miða við svonefnda kaupgreiðsluvísitölu og 1968 kaupvísitölu og viðmiðunar- dagur 1. febrúar. Jafnframt lækkuðu vextir í 4%0 1964 í samræmi við breytt lánakjör á útlánum Byggingarsjóðs á grundvelli samkomulags ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar um launa- og kjaramál. Við gildistöku laga nr. 21/1968 var sú breyting gerð á framkvæmd ofan- greinds útreiknings að farið var að greiða sparifjáreigendum hálft vísitölu- álag í samræmi við vísitöluálag á verðtryggð útlán Byggingarsjóðs. Síðar var talið að skýra bæri ákvæði laga nr. 21/1968 svo að sparifjáreigendum bæri vísitöluálag að fullu og lagði félagsmálaráðuneytið með bréfi dags 12. ágúst 1974, fyrir Húsnæðismálastjórn að sjá til þess að leiðrétting yrði gerð og voru greiðslur vegna þessa mismunar sendar út í lok árs 1974. Það skal einnig tekið fram að með bréfi dags. 9. jan. 1973 fór Húsnæðis- málastofnunin þess á leit við félagsmálaráðuneytið að það úrskurðaði hvernig túlka bæri ákvæði 3. mgr. 11. gr. . nr. 30/1970 og hvaða áhrif 2. og 4. gr. 1. nr. 72/1972 hefði á útreikning vísitölubóta. Svar ráðuneytisins barst með bréfi dags. 29. janúar 1973 og segir þar að ráðuneytið telji að lög nr. 72/1972 raski ekki ákvæðum 3. mgr. 11. gr. |. nr. 30/1970 og bæri því framvegis að reikna og greiða vísitölubætur af skyldusparnaðarfé með sama hætti og tíðkast hefur til þessa. 637 2; Samkv. lögum nr. 42/1957 var Veðdeild Landsbankans heimilað að gefa út bankavaxtabréf með vísitölukjörum, þannig að greiðslur afborgana og vaxta væru bundnar vísitölu framfærslukostnaðar. Sams konar ákvæði voru áður í lögum nr. 55/1955 um Húsnæðismálastjórn, veðlán til íbúða- bygginga og útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Engin nánari fyrirmæli voru í lögunum um útreikning vísitöluálagsins. Í reynd hefur vaxtahæð banka- vaxtabréfanna fylgt útlánsvöxtum Byggingarsjóðs á vísitölutryggðum út- lánum, þ.e. vextir voru 5/%% þar til 1964 að þeir lækkuðu í 49 sbr. áður nefnt samkomulag ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar. Á sama hátt hefur við útreikninga vaxta og vísitöluláns verið farið eftir sömu reglum og lagðar hafa verið til grundvallar útreikningi vaxta Og vísi- töluuppbótar á vísitölutryggð útlán Húsnæðismálastjórnar. Hafa vísitölutryggð bankavaxtabréf, sem útgefin eru á árunum 195S- 1964, verið dregin út með jöfnum afborgunum á 15 árum. Við útborgun hefur grunnupphæð bréfanna verið greidd eigendum að viðbættri fullri vísitöluhækkun skv. grunnvísitölu bréfsins frá þeim tíma sem viðkomandi flokkur var opnaður til 1. okt. næstan á undan gjalddaga bréfanna sem er Í. mars ár hvert. Þau bankavaxtabréf, sem síðan hafa verið útgefin, endurgreiðast á 25 árum, og er vísitöluálag reiknað á afborgun og vexti (annuitetsgreiðslur). Er þá miðað við grunnvísitölu bréfsins og vísitölu 1. febr. eða 1. apríl, næstan á undan gjalddaga sem er |. sept. ár hvert. Þetta gildir þó ekki um þá flokka bankavaxtabréfa sem falla undir ákvæði laga nr. 71 frá 1981, um meðaltalsársvexti, þ.e.a.s., öll vísitölu- uppbót ásamt vöxtum skuli ekki hærri en 7,5% allan lánstímann. Þetta á við um bréf útg. frá 23. júlí 1964 til 4. júlí 1974. Á það skal sérstaklega bent að bankavaxtabréf, sem útg. eru eftir 5. júlí 1974 til 27. júní 1975 var reiknað sem svarar 3/10 þeirrar hækkunar, sem hefur orðið á gildandi vísitölu byggingarkostnaðar frá útgáfudegi og til gjalddaga, og er þessi hækkun reiknuð á vexti og afborgun (annuitets- greiðslu), en frá 28. júní 1975, var þetta hlutfall hækkað í 4/10 af hækkun byggingarvísitölu og hefur það verið allt til þessa dags. Þá hefur Byggingarsjóður ríkisins gefið út og selt verðbréf til hinna ýmsu Lífeyrissjóða og hafa lánakjör verið þessi: Vextir S og 4%. Lánstími 10 og | ár. Jafnar greiðslur (annuitetsgreiðslur). Greitt með fyllri hækkun byggingarvísitölu. (Sjá nánar um þetta í ljósriti af bréfi Veðdeildar 1. ágúst 1975). 638 Greiðslur vaxta af bankavaxtabréfunum voru í upphafi bundnar vísitölu á sama hátt og afborganir, en vísitölubindingin var afnumin með |. nr. 45/1958 og hélst það til gildistöku laga nr. 19/1965 er aftur var farið að greiða vísitöluuppbót af vaxtagreiðslunni. Voru þá teknar upp annuitets- greiðslur og vísitöluálagið reiknað á það. Við gildistöku laga nr. 21/1968 var samkvæmt lögunum farið að greiða vísitöluuppbót sem svaraði einungis helmingi þeirrar hækkunar er hverju sinni hafði orðið á viðmiðunarvísitölunni. Rétt er einnig að benda á ákvæði laga nr. 72 frá 1972 um að meðaltals- ársvextir, þ.m.t. öll vísitöluuppbót, skuli ekki vera hærri en 7/4%. 3. Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um sparimerki nr. 2/1971 skal sparifé samkv. ákvæðum laga um skyldusparnað lagt til hliðar á þann hátt að kaupgreiðandi skal afhenda launþega, sem ekki er undanþeginn skyldu- sparnaði, sérstök sparimerki hvert skipti sem útborgun vinnulauna fer fram. Þeir aðilar, sem nota skýrsluvélar við launaafgreiðslu, hafa getað síðan 1985 sótt um leyfi til félagsmálaráðuneytisins um undanþágu frá sparimerkjakaupum, enda fái launþeginn við hverja launaafgreiðslu ritaðar upplýsingar frá launagreiðanda um hve há skyldusparnaðarupphæðin var sem lögð var til hliðar af laununum og hvað upphæðin sé samtals orðin það sem af er árinu. Framkvæmd skyldusparnaðarins er falin póststjórninni samkv. 3. gr. reglugerðarinnar um skyldusparnað. Gefur póststjórnin út sparimerki og sparimerkjabækur, þar sem m.a. er prentaður úrdráttur úr reglugerð um skyldusparnað. Póststofur og póst- afgreiðslur afhenda sparimerkjabækur og selja sparimerki. Sömu aðilar taka við sparimerkjablöðum og koma áleiðis til Húsnæðisstofnunar ríkis- ins. Þeir launagreiðendur, sem hafa undanþágu frá afhendingu sparimerkja, greiða andvirði sparifjár beint til Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Samkvæmt ofangreindu eru þessir þættir ekki í höndum Veðdeildar Landsbanka Íslands, en aftur á móti eru fjármunir þeir sem þannig sparast í vörslu veðdeildarinnar. Hefur veðdeildin frá því að byrjað var að tölvuvinna færslur á reikn- ingum skyldusparnaðar, árið 1971, sent út um hver áramót til innstæðu- eigenda yfirlit yfir allar hreyfingar á reikningnum, innstæðu án vísitölu um áramót og vísitöluinnstæður í árslok. Við uppgjör á skyldusparnaði hefur einnig jafnan komið skýrt fram hver sé inneign aðila með vöxtum sl. áramót, dagvextir og vísitöluálag.““ 639 VI. Líta verður svo á að tilgangur ákvæðanna um skyldusparnað í lögum nr. 42/1957 um Húsnæðismálastofnun o.fl. og síðari ákvæði laga um það efni hafi verði sá að afla aukins fjár til veðlánakerfis til stuðnings smíði íbúðarhúsa almennt, en jafnframt að stuðla að sparnaði ungmenna og ungs fólks og gefa þeim, sem þannig næðu að spara ákveðna lágmarksfjárhæð, kost á hærri lánum úr veðlánakerfinu en öðrum að öðru jöfnu, en síðar umfram aðra, sbr. lög nr. 18/1964. Því er ekki haldið fram af hálfu stefnanda að ákvæði laga um skyldu- sparnað brjóti sem slík í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar. Hins vegar er því haldið fram að sú framkvæmd þeirra, sem beitt hefur verið, leiði raunverulega til skattlagningar lítils hóps landsmanna innan ákveðinna ald- ursmarka, en slík álagning brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar. Verður tekin afstaða til þessarar málsástæðu er tekin hefur verið afstaða til þerra atriða sem stefnandi telur að misbrestur hafi orðið á við fram- kvæmd lagaákvæða um skyldusparnað. Fyrstu ákvæði laga um skyldusparnað gáfu ekki nákvæm fyrirmæli um útreikning uppbótar af skyldusparnaði í sambandi við endurgreiðslu inn- lagðra fjárhæða. Ekki er í reglugerð með lögunum kveðið nánar á um þetta. Tillaga bankastjóra Landsbanka Íslands um framkvæmd þessa þáttar skyldusparnaðarins var samþykkt af Húsnæðismálastjórn og félagsmála- ráðuneytinu, en ekki er þar um að ræða reglugerð. Því er haldið fram af hálfu stefnda að vegna langvarandi framkvæmdar, sem ekki hafi sætt andmælum, hafi reglur þessar orðið að venjuhelguðum réttarreglum. Við mat á þessu þykir verða að líta til þess að verulegur hluti þess aldursskeiðs, þegar mönnum er skylt að sæta skyldusparnaði, er utan fjárræðisaldurs. Var stefnandi þannig 16 ára er hann hóf skyldusparnað sinn. Er og á það að líta að ekki hefur komið fram að reglur þær, sem farið var eftir, hafi verið birtar almenningi. Framkvæmd á reglum þessum við þessar aðstæður þykir ekki skapa venjuhelgaða réttarreglu. Verður á grundvelli almennra lögskýringarsjónarmiða tekin afstað til gildis reglna þessara. Við skýringu á upphaflegum ákvæðum laga um skyldusparnað þykir verða að hafa í huga aðstæður sem voru fyrir hendi er lögin voru sett. Verðbólga var þá ekki eins mikil og síðar varð. Reiknitækni hefur breyst mikið á þessum tíma og var þá meiri ástæða til að einfalda útreikninga. Fordæmi um vísitölutryggingu fjárskuldbindinga voru af skornum skammti. Virðist löggjafinn ekki hafa gert sér glögga grein fyrir því hvernig ákvörðun uppbótarinnar yrði hagað í smærri atriðum. Í upphaflegu ákvæð- unum um skyldusparnað og síðari ákvæðum er gert ráð fyrir tengslum milli vaxtakjara og verðuppbótar skyldusparnaðar annars vegar og vaxtakjara 640 og verðbótakjara af bankavaxtabréfum á vegum veðlánakerfisins hins veg- ar. Var aðeins notuð ein vísitala á ári við bankavaxtabréfin. Má ætla að með verðtryggingarákvæðunum um skyldusparnað hafi verið hugsað til þeirra sem ættu innistæðu í lengri tíma. Er það í samræmi við þann höfuð- tilgang laganna að afla fjár til langs tíma og svo þann tilgang að stuðla að því að ungmenni myndi sér sjóð til að geta síðar eignast íbúðarhúsnæði. Með lögum nr. 42/1957 voru ákvæðin um verðbætur við endurgreiðslu skyldusparifjár miðuð við vísitölu framfærslukostnaðar samkvæmt 3. mgr. 10. gr. sbr. 2. mgr. 4. gr. er sú vísitala var raunverulega reiknuð til annarra nota. Gefa lögin ekki fyrirmæli um hvernig vísitölunni skyldi beitt og leiðir ekki af sjálfu sér að grundvöllur verðbóta breyttist jafnoft á ári og vísitalan. Með lögum nr. 19/1965 var kveðið á um að af bankavaxtabréfunum skyldu greiðast 4% ársvextir og að vísitölukjör skyldu byggð á kaup- greiðsluvísitölu samkvæmt lögum nr. 63/1864. Tóku lög þessi gildi frá 10. maí 1965. Verður að telja að frá þeim tíma hafi borið að reikna 49 ársvexti af skyldusparifé, en ekki verður talið fram komið að ætlunin hafi verið að breyta því ákvæði að grundvöllur verðbótaútreiknings breyttist einu sinni á ári. Verður ekki fallist á það að Húsnæðismálastjórn hafi getað lækkað vexti af skyldusparifé á grundvelli ákvæðis F-liðar 6. gr. laga nr. 42/1957. Þótt í lögum nr. 21/1968 sé í fyrsta skipti mælt fyrir um útreikning sér- stakrar vísitölu til notkunar við verðbótaútreikning samkvæmt lögunum og vísitala þessi reiknuð fjórum sinnum á ári, verður ekki talið fram komið, að tilgangurinn hafi verið sá að breyta kjörum um skyldusparnað. Verður því ekki á það fallist, að borið hafi að reikna verðbætur á skyldusparifé fjórum sinnum á ári frá gildistöku nefndra laga. Líta verður svo á að er stefnandi tók út allt það fé sem talið var að hann ætti á reikningi sínum hjá Veðdeild Landsbanka Íslands 18. september 1972 hafi hann ætlað að ljúka skyldusparnaði sínum, en ágreiningslaust er, að hann átti rétt til þess. Þykir hann ekki eiga kröfu til þess að reglur um skyldusparnað gildi eftir það um fjárhæð þá sem kann að vera van- greidd af skyldusparifé hans samkvæmt niðurstöðu dóms í málinu, en í þess stað eigi hann kröfu um vexti af fjárhæðinni frá þeim tíma. Í áðurnefndum ákvæðum laga um skyldusparnað er geri ráð fyrir að við útborgun fjárins sé greidd viðbót samkvæmt vísitölu. Ekki verður ráðið af lagaákvæðum þessum að reikna skuli slíka viðbót fyrr en til útborgunar kemur, og verður því ekki á það fallist að verklagsregla um árlegan útreikn- ing verðbóta geti haft áhrif á fjárhæð hennar, svo sem verið hefur í fram- kvæmd. Samkvæmt orðanna hljóðan þykir verða að skýra verðbótaákvæð- in þannig að á fjárhæð, sem staðið hefur inni tiltekinn árafjölda, skuli reiknuð verðbót í hlutfalli vð vísitöluhækkun frá upphafsvísitölu til loka- 641 vísitölu tímabilsins. Við gildistöku nýrrar vísitölu einu sinni á ári hafi því hverju sinni borið að taka innistæðuaukningu undanfarandi árs, þ.e. inn- borganir og vexti, og reikna verðbót á þá fjárhæð til reikningsloka. Þegar virt er það sem að framan er rakið um vexti og verðbætur af skyldusparifé og tekið tillit til þess að fé það, sem skylt er að spara, er undanþegið álagningu tekjuskatts og útsvars, þykir ekki nægur grundvöllur til að líta svo á, að framkvæmd lagaákvæða um skyldusparnað með þeim hætti, sem hér hefur verið ákveðinn, sé skattheimta er brjóti í bága við stjórnarskrána. Í málinu er fram komið svofellt yfirlit Veðdeildar Landsbanka Íslands yfir vísitölur sem beitt hefur verið við verðbótaútreikning skyldusparifjár: „„Framfærslu vísitala 1. okt. 1958 217 stig Eldri grundvöllur 1959 100 Á Nýr grundvöllur. Umreiknað í eldri grundvöll hefði vísitalan orðið 203. Er því engin vísitöluhækkun reiknuð þetta árið. 1960 102 þ eða 200 hækkun frá fyrra ári. 1961 114 a < 11,76% “ SE ið 1962 125 * 9,65% í“ ES ee 1963 144 A te 15,20%0,,. ** á rr gl 1964 163 sa 0 13,19% “ Sr 1965 177 s“ “ 8,5900 a Kaupgreiðslu vísitala. Kaupgreiðsluvísitala, sem reiknuð er í febrúar en tekur gildi gagnvart launum 1. mars, er notuð til útreiknings vísitölu á sparifé pr. /. febr. 1966 178 stig eða 4,09% hækkun frá gildandi vísitölu 1. okt. 1965, sem var 171 stig 1967 188 stig eða 5,62%0 1968 194 stig eða 3,19% Skv. 5. málsgr. 1. gr. laga nr. 21/1968 skal reikna vísitölu að hálfu miðað við breytingar á dagvinnutímakaupi almennrar verkamannavinnu í Reykja- vík. Grunntala 1. febr. 1968 var 100. (Kaupvísitala) 1969 110 stig gerir hækkun að hálfu $% frá fyrra ári 1970 126 stig gerir hækkun að hálfu 7,27% frá fyrra ári 1971 158 stig gerir hækkun að hálfu 12,7% frá fyrra ári 41 642 1972 174 stig gerir hækkun að hálfu 5,06% frá fyrra ári 1973 195 stig gerir hækkun að hálfu 6,03% frá fyrra ári 1974 264 stig gerir hækkun að hálfu 17,69% frá fyrra ári 1975 376 stig gerir hækkun að fullu 42,42% frá fyrra ári 1976 491 stig gerir hækkun að fullu 30,59% frá fyrra ári 1977 662 stig gerir hækkun að fullu 34,84% frá fyrra ári“ Ef ofangreindar þrenns konar vísitölur eru tengdar saman í eina vísitölu með grunntölu 100 í febrúar 1968, verður vísitala 81,17 í október 1964, 88,14 í október 1965, 91,75 í febrúar 1966 og 96,91 í febrúar 1967. Samkvæmt framanrituðu verður verðbót reiknuð á innstæðu stefnanda til 1. febrúar 1972 sem hér segir, (allar fjárhæðir eru tilgreindar í gkr.): Á kr.3.695,00 miðað við hækkun vísitölu frá okt. 1964 1.023,30 S ER a “ $S 1965 214,08 s Ss “ “ febr. 1966 1.697,29 é Ss 1967 265,34 A ir Ss 1968 7.393,74 Ss Ss Á, “ $S C(1969 í 698,71 Si S fs 8 1970 9,316,39 “ S Ss SS 1971 Verður þá útreikningur á innlögðu skyldusparifé stefnanda með vöxtum og verðbótum sem hér segir: Dags. Vísi- Innstæða Aukning Verðmæti tala Óleiðr. Leiðr. Samtals á tímab. 18/9 '72 vegna kr. vaxta kr. kr. kr. kr. 1/10'64 81,17 3.695,00 3.695,00 3.695,00 7.920,78 1/10765 88,14 4.718,30 4.718,30 1.023,30 2.020,13 1/2 “66 91,75 4.907,02 25,36 4.932,38 214,08 405,99 1/2 “67 96,91 6.603,30 26,37 6.629,67 i.697,29 3.047,45 1/2 “68 100 6.867,59 27,42 6.895,01 265,34 461,69 1/2 69 110 14.260,23 28,52 14.288,75 7.393,74 ( 11.695,55 1/2 “70 126 14.957,80 29,66 14.987,46 698,71 964,89 1/2 “71 158 24.273,00 30,85 24.303,85 9.316,39 10.259,82 1/2 #72 174 41.047,90 32,08 41.079,98 16.776,13 16.776,13 18/9 “72 (174) 69.635,10 33,00 69.668,10 28.588,12 — 28.588.12 69.668,10 — 82.140,55 643 Samkvæmt útreikningi þessum nam inneign stefnanda hjá Veðdeild Landsbanka Íslands hinn 18. september 1972 gkr. 82.140,55, en samkvæmt því sem áður er rakið verður litið svo á að þann dag hafi lokið skyldusparn- aði hans og eigi hann ekki kröfu til verðbóta af þeim hluta þessarar fjár- hæðar sem hann hefir ekki enn fengið greiddan. Hinn 18. september 1972 fékk stefnandi greiddar gkr. 75.139,80 og hinn 20. nóvember 1974 fékk hann greiddar gkr. 5.726,00, en sú greiðsla var leiðrétting á því að við verðbótaútreikninginn hafi verið notuð hálf vísitala hluta tímabilsins. Standa þá eftir gamlar krónur 1.274,75 eða kr. 12,75 sem stefnda verður samkvæmt framansögðu gert að greiða stefnanda. Í dómkröfu stefnanda er krafist 4%0 ársvaxta frá 15. nóvember 1976, en þá er byggt á því að viðurkennd verði sjónarmið hans og útreikningar þeir sem hann byggir á. Með hliðsjón af eðli málsins þykir mega dæma vexti frá 18. september 1972 í samræmi við dómvenju. Samkvæmt þessu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 12,75 með 7% ársvöxtum af kr. 70,01 frá 18. september 1972 til 16. maí 1973, með 97 ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 15. júlí 1974, með 13% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 20. nóvember sama árs, með 13% ársvöxtum af kr. 12,75 frá þeim degi til 21. nóvember 1977, með 16% ársvöxtum frá þeim degi til 21. febrúar 1978, með 19% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1979, með 22% ársvöxtum frá þeim degi til 1. september sama árs, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember sama árs, með 31%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, með 359% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1981, með 34% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1982, en með 42% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Eftir öllum atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Stefnandi hefur fengið gjafsóknarleyfi í málinu. Ber því að greiða kostn- að stefnanda við rekstur málsins úr ríkissjóði, þar með talin málflutnings- laun skipaðs talsmanns hans, Othars Arnar Petersen hrl. Mál þetta er viða- mikið og verða málflutningslaun skipaðs talsmanns gjafsóknarhafa ákveðin kr. 17.000,00. Sigríður Ólafsdóttir, settur borgardómari, kvað upp dóm þennan, ásamt meðdómandanum Guðjóni Hansen tryggingafræðingi. Dómsorð: Stefndi, Húsnæðismálastjórn, greiði stefnanda Gunnari H. Baldurssyni, kr. 12,75 með 7% ársvöxtum af kr. 70,01 frá 18. sept- ember 1972 til 16. maí 1973, með 90 ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 15. júlí 1974, með 13% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 20. nóvember sama árs, með 13% ársvöxtum af 12,75 644 frá þeim degi til 21. nóvember 1977, með 16% ársvöxtum frá þeim degi til 21. febrúar 1978, með 19% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1979, með 2200 ársvöxtum frá þeim degi til 1. september sama árs, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember sama árs, með 3190 ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1981, með 34% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1982 og með 4200 ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Kostnaður stefnanda við rekstur málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns hans, Othars Arnar Petersen hrl., kr. 17.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði meðdómandans Ólafs Nilssonar, löggilts endurskoðanda. Ég er sammála atkvæði meiri hluta dómenda að öðru leyti en því er varðar vexti af hinni dæmdu kröfu frá birtingu stefnu til greiðsludags. Samkvæmt dómvenju hafa vextir yfirleitt verið reiknaðir í samræmi við vaxtakjör á sparisjóðsreikningum á hverjum tíma. Í allmörg undanfarin ár hafa vextir þessir ekki nægt til að viðhalda verðgildi peningalegra inn- stæðna eða krafna. Með lögum nr. 56/1979 um dómvexti er að því stefnt að með vaxta- ákvörðunum í dómi sé reynt að viðhalda verðgildi fjármagns. Þar er ákveð- ið að dómari skuli í dómi ákveða eftir kröfu aðila, að dæmdir vextir fyrir tímabilið frá birtingardegi stefnu til greiðsludags skuli vera jafnháir hæstu innlánsvöxtum við innlánsstofnanir eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt lögum á hverjum tíma, þannig að sem fyllst tillit sé tekið til varðveislu á verðgildi fjármagns. Seðlabanki Íslands hefur lögum samkvæmt ákveðið og auglýst vaxtakjör í landinu á þeim tíma sem hér um ræðir. Í tilkynningum bankans eru vextir almennt samsettir af tveimur þáttum, þ.e. grunnvöxtum og verðbótaþætti. Það innlánsform, sem gefið hefur hæstu ávöxtun frá birtingu stefnu í máli þessu, sbr. tilkynningar Seðlabankans um vexti af innlánum, eru verð- tryggðir sparireikningar, sem miðast við lánskjaravísitölu auk 1% vaxta. Hér getur ekki skipt máli hvort endurgjald til innstæðueigenda er nefnt vextir, verðbótaþáttur vaxta eða verðbætur. Með vísun til framanritaðs og hinna ótvíræðu fyrirmæla í lögum nr. 56/1979, tel ég að reikna beri vexti og verðbætur frá birtingu stefnu hinn 22. desember 1981 til greiðsludags eftir þeim innlánskjörum, sem besta 645 ávöxtun gefa, en til uppkvaðningar þessa dóms hafa bestu innlánskjörin verið á verðtryggðum sparireikningum með 1% vöxtum. Dómsorð: Stefndi, Húsnæðismálastjórn, greiði stefnanda, Gunnari H. Bald- urssyni, kr. 12,75 með 7% ársvöxtum af kr. 70,01 frá 18. september 1972 til 16. maí 1973, með 9% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 15. júlí 1974, með 13% ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 20. nóvember sama árs, með 13% ársvöxtum af 12,75 frá þeim degi til 21. nóvember 1977, með 16% ársvöxtum frá þeim degi til 21. febrúar 1978, með 19% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1979, með 22% ársvöxtum frá þeim degi til 1. september sama árs, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember sama árs, með 31% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1980, með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1981, með 34% ársvöxtum frá þeim degi til 22. desember s.á. með lánskjaravísitölu og 19 ársvöxtum frá þeim degi til 21. maí 1983, en með þeim innlánskjörum, sem besta ávöxtun gefa á hverjum tíma frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Kostnaður stefnanda við rekstur málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns hans, Othars Arnar Petersen hrl., kr. 17.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 646 Fimmtudaginn 24. mars 1986. Nr. 240/1985. Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn Svavari Dalmann Hjaltasyni (Páll A. Pálsson hrl.) Skírlífisbrot. Líkamsárás. Ákæra. Áfengislög. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Héraðsdómi var af hálfu ákæruvalds áfrýjað til Hæstaréttar með stefnu 4. október 1985 til þyngingar, en ákærði hafði ekki óskað áfrýjunar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 30. desember 1985. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti var því lýst yfir af hálfu ákærða að ekki væri Óskað endurskoðunar á ákvæði héraðsdóms um skaðabætur. I. Ákæra 24. maí 1984. Svo sem í héraðsdómi greinir hefur ákærði viðurkennt að hafa haft samfarir við stúlkuna K hinn 22. nóvember 1983 og 31. janúar 1984, sbr. 1. og 4. lið í ákæru 24. maí 1984, en framburður hans varðandi 2. og 3. lið sömu ákæru er nokkuð á reiki. Í sakadóms- yfirheyrslu hinn 6. júlí 1984 kvaðst ákærði hafa „hitt stúlkuna oftar á þessu tímabili og þá átt við hana einhverja ástarleiki, en man ekki hvort um fullkomin mök var að ræða.“ Í sakadómsyfirheyrslu 11. janúar 1985 segir ákærði um ákæruliði 2-3 í þessari ákæru „að ekki hafi verið um að ræða samfarir heldur aðeins gælur og kossa.“ Fyrir rannsóknarlögreglu hafði ákærði áður haft þau orð um hvað gerst hefði í þau skipti sem fjallað er um í 2. og 3. ákærulið, að hann rengi það ekki „ef K segist þrisvar hafa farið með mér í Hjarðarhagann og haft mök þar við mig“, og ennfremur: „Hún hlýtur að segja rétt frá, ég trúi ekki öðru. Ég man hins vegar ekki eftir nema þessu fyrsta skipti í nóvember. Ég hlýt að hafa verið orðinn svona ruglaður af áfengis- og lyfjanotkun, að ég muni þetta ekki. 647 Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið og að öðru leyti með skírskotun.til þess sem í héraðsdómi segir um þessa ákæru, þykir ekki varhugavert að telja sannað að ákærði hafi gerst sekur um alla þá verknaði sem fjallað er um í þessari ákæru. Með því hefur hann gerst sekur um háttsemi sem varðar refsingu samkvæmt 1. mgr. 200. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Il. Ákæra 30. október 1984. Með skírskotun til þess sem segir um þessa ákæru í héraðsdómi má staðfesta sakarmat héraðsdóms og heimfærslu til lagaákvæða að viðbættu refsiákvæði 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969. Ill. Ákæra 21. janúar 1985. Með skírskotun til þess sem í héraðsdómi greinir um þessa ákæru má staðfesta sakarmat héraðsdóms. Í ákæru er brot ákærða talið varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Brot það sem hér er sakfellt fyrir er þess eðlis að 1. mgr. 218. gr. almennra hegningar- laga ætti við um það. Þar sem ákæruvald hefur einungis krafist refsingar samkvæmt 217. gr. sömu laga og málið hefur ekki verið reifað í samræmi við 218. gr. verður refsing dæmd innan marka 217. gr. almennra hegningarlaga. IV. Í ákærum þeim sem um er dæmt var krafa gerð um refsingu með tíðkanlegum hætti. Í bókun í þinghaldi, er málið var flutt í héraði, segir svo um málflutning sækjanda: „Reifaði hann atvik málsins og krafðist þess að ákærði yrði dæmdur til hæfilegrar refsingar, allt að 6 mánaða fangelsis ...““ Takmörkun á valdsviði dómstóla til þess að ákveða refsingu fyrir brot sem ákært er út af á sér ekki stoð í lögum nr. 74/1974 né öðrum lögum og er andstæð grundvallarreglum um skiptingu valds milli handhafa ákæruvalds og dómstóla. Skiptir nefnd yfirlýsing sækjanda því ekki máli við ákvörðun refsingar. Það athugast að þar sem í héraðsdómi eru reifaðar skýrslur annarra en ákærða er þess ekki getið að um er að ræða skýrslur fyrir lögreglu eingöngu og að þessir skýrslugjafar voru ekki kvaddir fyrir dóm. 648 V. Ákærði gekkst hinn 29. júní 1984 með dómsátt undir 4.000,00 króna sektargreiðslu fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og hinn 30. janúar 1985 gerði hann dómsátt um 4.500,00 króna sekt fyrir samskonar brot. Brot þau, sem hér er dæmt fyrir, eru öll framin fyrir 29. júní 1984. Ber því samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga að dæma ákærða hegningarauka við ofangreindar refsingar. Með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi 9 mánuði. Draga ber gæsluvarð- haldsvist ákærða 8 daga (frá 1.-9. febrúar 1984) frá refsingu hans samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Dæma ber ákærða til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, svo sem nánar greinir Í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Svavar Dalmann Hjaltason, sæti fangelsi 9 mánuði. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhaldsvist hans í 8 daga. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Páls A. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 3. júlí 1985. Ár 1985, miðvikudaginn 3. júlí var á dómþingi sakadóms, sem háð var að Borgartúni 7 í Reykjavík af Ármanni Kristinssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í máli nr. 499/1985: Ákæruvaldið gegn Svavari Dalmann Hjaltasyni, sem tekið var til dóms 14. júní 1985. Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 24. maí 1984, gegn ákærðum, „Svavari Dalmanni Hjaltasyni, Hjarðarhaga 42 í Reykja- vík, fæddum 4. janúar 1960 á Sauðárkróki, fyrir að hafa í fjögur skipti haft holdlegt samræði við stúlkuna K ... fædda ... 1971 á tveimur stöðum í Reykjavík. I) Þriðjudaginn 22. nóvember 1983 á ofangreindu heimili ákærða. 649 2) Eitt sinn á tímabilinu 22. nóvember 1983 fram í janúar 1984 á sama stað. 3) Aftur á sama tímabili á sama stað. 4) Þriðjudaginn 31. janúar 1984 í auðu og yfirgefnu húsræskni nr. 18a við Þverholt. Þetta athæfi ákærða telst varða við 1. mgr. 200. gr. almennra hegningar- laga nr. 19, 1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Einnig er málið höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 30. október 1984, gegn ákærðum, „Svavari Dalmanni Hjaltasyni, Hjarðarhaga 42 í Reykjavík fæddum 4. janúar 1960 á Sauðárkróki, fyrir að hafa, föstudag- inn 16. mars 1984, gefið stúlkunni G, fæddri ... 1970, áfengi að drekka í biðskýli strætisvagna Reykjavíkur á Hlemmtorgi þar í borginni. Telst þetta varða við 3. mgr. 16. gr., sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 82, 1969, sbr. lög nr. 52, 1978. é Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Loks er málið höfðað gegn ákærðum með ákæru ríkissaksóknara, dag- settri 23. janúar 1985, „fyrir líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt 19. nóvember 1983 við Austurstræti Í8 í Reykjavík ráðist á Sigmund Grétar Sigundsson, fæddan 30. september 1965 og veitt honum högg í andlitið með höfðinu með þeim afleiðingum að $ tennur í Sigmundi Grétari brotn- uðu svo sem greinir í vottorði tannlæknis, dagsettu 22. nóvember 1983: „I. Brotið var úr tveimur tönnum í efri góm á þremur stöðum, þ.e., báðum miðframtönnum. Il. Hægri hliðarframtönn í neðri góm brotið af vinstra horn. Hægri framtönn í neðri góm úrdregin (hafði brotnað). Vinstri framtönn í neðri góm brotið af hægra horn, einnig var búið að fjarlægja tannkviku úr rótar- gangi, þ.e., það þarf að rótfylla tönnina.“ Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20, 1981. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu skaða- bóta og alls sakarkostnaðar.““ Samkvæmt sakavottorði ákærðs hefur hann sætt kærum og refsingum, svo sem hér segir: ÍSakavottorð tilgreinir frestun ákæru fyrir þjófnað (1976), einn dóm fyrir umferðar- og áfengislagabrot (1980) og tíu sektir, ákveðnar með dómsátt, þar af eina fyrir líkamsárás (1977).) 650 Málsatvik eru þessi: I Þriðjudaginn 31. janúar 1984, laust eftir klukkan 20:00, kom á lögreglu- stöðina við Hverfisgötu maður að nafni X og skýrði lögreglu frá því, að hann hefði grun um að ákærður væri að tæla K dóttur sína til ólifnaðar, en hún væri fædd ... 1971. Lögreglan handtók ákærðan um tveim tímum síðar og var hann sýnilega ölvaður og undir áhrifum lyfja. Að tilvísan hans fannst K áberandi ölvuð í opnu húsræksni við Þverholt 18A hér í borg, og var hún flutt á kvensjúkdómadeild Landsspítalans. Vitnið K skýrði meðal annars þannig frá við yfirheyrslu hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins hinn 3. febrúar 1984: „„Mætta kveðst hafa kynnst Svavari í nóvember á sl. ári og frá þeim tíma haft með honum samfarir í ein fimm skipti. Nánar þar um kveðst mætta hafa fyrst haft samfarir með Svavari þann 22. nóvember 1983 á heimili hans við Hjarðarhaga. Ástæðuna fyrir því að hún muni það svo upp á dag, kveður mætta vera þá að móðir hennar hafi þá farið erlendis (sic) en faðir mættu verið heima. Mætta kveðst hafa verið næturlangt heima hjá Svavari þarna í fyrsta sinn sem þau hafi haft samfarir, en Svavar verið ölvaður og búinn að taka inn eitthvað af lyfjum. Aðspurð kveðst mætta nokkru áður hafa átt samfarir við strák sem sé tveimur árum eldri en hún, og hafi það verið í fyrsta skipti sem hún hafi haft kynmök. Aðspurð kveðst mætta hafa sagt Svavari hvað hún væri gömul, og Svavar þá haft á orði að hann vildi að hún væri eldri. Aðspurð kveðst mætta hafa farið samtals þrjú skipti heim með Svavari á Hjarðarhaga þar sem þau hafi svo haft kynmök og þá í öll skiptin með fullum vilja mættu. Síðast hafi þau svo haft samfarir í auðu húsi sl. þriðjudag þar sem lögreglan hafi fundið mættu. Aðspurð kveðst mætta hafa verið allsgáð í öll skiptin utan þess síðasta sem þau hafi haft kynmök, en þá hafi hún örlítið verið undir áhrifum áfengis. Síðar sama skiptið hafi hún svo fengið fjórar töflur af diazepam hjá Svavari, sem hún hafi tekið inn ofan í áfengið. Nánar spurð um ferðir mættu si. þriðjudag, þá kveðst hún hafa hitt Svavar á Hlemmtorgi um kl. 10:00 til 10:30 og þá farið með honum niður í bæ. Síðan hafi þau farið í auða húsið þar sem lögreglan hafi fundið hana, og þar haft kynmök, en mætta þá lítillega verið búin að drekka áfengi sem hún hafi fengið hjá Svavari. Áður hafi verið með þeim maður að nafni Einar sem mætta viti engin deili á, en hann orðið viðskila við þau. Eftir að hafa dvalið í auða húsinu í einn til tvo tíma og haft þar kynmök, þá hafi þau farið aftur niður í bæ og síðan í eitthvað (sic) hús sem mætta 651 viti ekki hvar er. Þaðan verið vísað út að því er mætta telji en hún þá verið orðin talsvert ölvuð. Þá farið aftur í áðurnefnt hús og mætta sofnað þar en Svavar vakið mættu og sagt henni að hann væri að fara til að hitta einhvern og halda áfram drykkju. Aðspurð kveðst mætta ekki gera sér grein fyrir því hvort hún hafi haft kynmök við Svavar í seinna skiptið sem þau hafi komið í auða húsið og getur þess að hafa verið orðin mikið ölvuð.“ Við yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins dagana 1. og 6. febrúar 1984 skýrði ákærður meðal annars þannig frá atvikum máls þessa: „Ég kynntist K á Hlemmi en þar er hún mikið og ég hef stundum setið þar og drukkið. Ég fór með hana heim til pabba og mömmu fyrir rúmum þrem mánuðum síðan, að Hjarðarhaga 42, en þau voru sofandi og vissu ekki af því. Reyndi ég að hafa mök við hana þar. Það gekk ekki vegna þess að ég var svo drukkinn. Hún var ekki hrein mey, ég fann það, og svo sagði hún mér að hún væri það ekki. Sagðist hún hafa verið með strák áður. Mér brá mikið þegar ég vissi hvað hún var gömul. Annars hélt ég að hún væri 13 ára. Hún hefur aldrei sagt mér hvað hún væri gömul en við höfum aldrei rætt aldurinn á henni og ég hef engan spurt um hann. Ég bara hélt að hún væri 13 ára. Hún sagði mér að hún væri hrifin af mér þegar ég fór með hana inn á Hjarðarhaga. Eg er ekkert meiriháttar hrifinn af henni en kann vel við hana og hún er góð stelpa. Ég hef ekki oft gefið K vín. Í gær var ég bara með kryppling og gaf henni nokkra sopa. Ég gaf henni líka eina diazepami en hún þrábað mig. Ég fór frá henni í gærkvöldi um kl. 19:00 en þá var hún orðin svo drukkin. Fór ég niður á Hlemm og sagði henni að vera kyrri og reyna að jafna sig. Þetta var í kofa við Þverholt sem ekki er búið í. Ég hafði sofið þar nóttina áður og hún var hjá mér um daginn og hafði ég þá samfarir við hana. Ég veit ekki hvað klukkan var þá en það var seinnipart dagsins í gær. Ég pæli mjög lítið í það hvað klukkan er yfirleitt. Ég passaði mig á því að fá ekki úr honum í hana og lét sæðið útfyrir. Það hefur lent í teppi sem við lágum ofan á.... Ég veit ekki til þess að foreldrar hennar hafi kvartað yfir þessu sambandi okkar en þau hafa ekki gert það við mig. Ég hef aldrei talað við foreldra hennar. Ég hef ekki hugsað mér að halda þessu sambandi áfram, ég held bara að það borgi sig ekki. Ég held þó að það sé allt í lagi að vera vinur hennar.... Ég hef átt við vandamál að stríða og eflaust hef ég ekki þroska sjálfur miðað við minn aldur. Ég hef aldrei tekið á mínum málum sjálfur eða haft stjórn á mínu lífi. Það hefur alltaf allt verið gert fyrir mig. Ég er yngstur 652 af mínum systkinum. Mamma hefur alltaf gert allt fyrir mig og ég tel að ég hafi ekki þroskast eðlilega mikið þess vegna. Ég fór að Bera mér grein fyrir þessum hlutum þegar ég fór í meðferð vegna drykkjusýki. Það hefur alltaf verið tekið fram fyrir hendurnar á mér. Nú hef ég hugsað mér að reyna að taka á mínum málum sjálfur en ekki láta aðra ýta mér. Ég vill ekki gera öðrum illt. Ástæðan fyrir því að ég fór að hafa mök við K er eintómt rugl og ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Það getur verið rétt hjá henni að við höfum haft mök saman í fyrsta skipti þann 22. nóvember sl. Ég man eftir því, þó svo ég muni ekki dagsetn- inguna eins vel og hún. Mjög líklega, þegar við vorum á leið heim að Hjarðarhaga þann 22. nóvember sl., þá sagði hún mér að hún væri 12 ára. Ég var drukkinn þá og ruglaður og stóð ég samt í þeirri meiningu að hún væri 13. Þegar ég reyni að hugsa skýrt inni í klefanum mínum þá rifjast upp fyrir mér þetta atvik þegar við vorum að fara að Hjarðarhaga og hún sagði mér þetta. Ég svaraði henni því að þetta væri í fyrsta skipti sem ég væri með svona ungri stelpu. Ég sagði heilmargt við sjálfan mig. Mér fannst hún alltof ung. Ef K segist þrisvar hafa farið með mér á Hjarðarhagann og haft mök þar við mig, þá rengi ég það ekki. Hún hlýtur að segja rétt frá, ég trúi ekki öðru. Ég man hins vegar ekki eftir nema þessu fyrsta skipti í nóv- ember. Ég hlýt að hafa verið orðinn svona ruglaður af áfengis- og lyfja- notkun, að ég muni þetta ekki. K drekkur svipað og þessir krakkar gera þarna á Hlemmi. Hún þiggur yfirleitt áfengi ef því er rétt að henni. Eg hef oft gefið henni áfengi eða rétt henni sopa og sopa, eins og vinir gera. Eg heid alls ekki að hún sé neitt komin í töflur. Líklega gaf ég henni eina diazepami töflu þann 31. janúar. Þó getur verið að það hafi verið einhver annar sem ég gaf töfluna. Það var einhver sem lá í mér og þrábað um diazepami. Ég rengi alls ekki framburð K. Misræmið liggur fyrst og fremst í því að við lítum misjöfnum augum á kynmök, henni finnst meira hafa skeð á milli okkar en mér. Hennar minni er mikið betra en mitt og ég treysti henni til að segja satt og ég veit að hún myndi ekki ljúga vísvitandi upp á mig...“ Ákærður hefur fyrir dómi skýlaust játað að hann hafi þriðjudaginn 22. nóvember 1983 og þriðjudaginn 31. janúar haft fullkomin holdleg mök við stúlkuna K svo sem lýst hefur verið hér að framan. Hann sagðist hafa hitt stúlkuna oftar á þessu tímabili og þá átt við hana einhverja ástarleiki, en kvaðst ekki muna hvort um fullkomin mök hafi verið að ræða. Ákærður kvað K hafa sagt sér að hún væri 12 ára gömul, hann þá verið fullur og ekkert verið að „„pæla““ í því frekar. 653 Ákærður staðhæfði að stúlkan hefði sjálfviljug haft við hann samfar- irnar og hann ekki beitt hana nokkru valdi. Lagt hefur verið fram í málinu vottorð Gests Pálssonar læknis, dagsett 8. mars 1984, og segir í því meðal annars: „Við skoðun sást dálítið mar í hársverði hæ. megin, einstaka punkt- blæðingar í húð vi. megin á hálsi á u.þ.b. 2x2 cm svæði og mörg gömul grunn ör á handarbökum beggja handa. Kvensjúkdómalæknir, sem skoðaði stúlkuna nokkru eftir komu, segir stúlkuna fremur slæpta, greinilega áfengislykt úr vitum, en stúlkan hafi þó gefið greinargóð svör. Skoðunin leiddi ekki í ljós nein áverkamerki, og var ekkert sérstakt óeðlilegt að finna við skoðun á kynfærum. Tekið var sýni sem skoðað var strax Í smásjá og sáust ekki spermi. Þannig varð við þessa skoðum hvorki sannað né afsannað að stúlkan hefði haft samfarir þetta kvöld...“ Ákærður sat í gæsluvarðhaldi vegna máls þessa frá 1.—15. febrúar 1984. Með eigin játningu ákærðs, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst sannað að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem varðar refsingu samkvæmt 1. mgr. 200. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. II. Föstudaginn 16. mars 1984, klukkan um 14:00, handtók lögreglan ákærðan á Hlemmtorgi, hér í borg. Í för með honum var ung stúlka G, fædd 1970. Að mati lögreglu var hún greinilega ölvuð og kvað hún ákærð- an hafa veitt sér vín að drekka. Vitnið G kvaðst greint sinn hafa hitt ákærðan á Hlemmtorgi, en þau væru kunnug, og hefði ákærður gefið vitninu nokkra sopa af rauðleitu áfengi sem það vissi ekki nánari deili á. Ákærður hefur skýlaust játað að hann hafi greint sinn veitt nefndri stúlku áfengi, og taldi hann stúlkuna vera um það bil 14 ára að aldri. Með eigin játningu ákærðs, sem er Í samræmi við önnur gögn málsins, telst sannað að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem varðar refsingu samkvæmt 3. mgr. 16. gr. áfengislaga nr. 82, 1969, sbr. lög nr. 52, 1978. Ill. Aðfaranótt laugardagsins 19. nóvember 1983 klukkan um 02:45 handtók lögreglan ákærða í Austurstræti að ósk Sigmundar Grétars Sigmundssonar sem kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás af hans hendi. Í lögregluskýrslu er atvikum málsins nánar lýst þannig: „Kærandi sagðist hafa gengið á milli vinar síns sem var í rifrildi við annan pilt, Árna og Gísla, en hann sagði Gísla hafa ætlað að „berja“ Árna 654 en af því hafi ekki orðið. Skömmu síðar hafi þeim lent saman aftur og hafði hann þá gengið á milli aftur en þá hafði Svavar komið og slegið sig í andlitið án nokkurs fyrirvara og hélt hann því fram að Svavar hefði tekið feil á sér og Gísla. Kærði sagðist hafa ætlað að aðstoða vin sinn en sökum bráðræðis síns hafði hann veist að röngum manni og var mikið leiður yfir framferði sínu og sagðist ætla að bæta Sigmundi allt það tjón er hann hafði gert honum.“ Samkvæmt lögregluskýrslu var Sigmundur Grétar alblóðugur í andliti, blóð á fötum hans og framtennur í neðri gómi lausar, en roði var á hnúum hægri handar ákærðs. Vitnið Sigmundur Grétar Sigmundsson nemandi, Spóahólum 12, Reykja- vík, kvaðst greint sinn hafa verið við pylsubarinn í Austurstræti ásamt manni að nafni Gísla Hafsteini Gunnlaugssyni og þeir verið að snæða pylsur. Hafi þá komið að þeim kunningi ákærðs og slegið pylsubút úr hendi Gísla Hafsteins sem ætlað hefði að berja hann, en vitnið gengið á milli, þeim hefði síðan lent saman aftur, vitnið enn gengið á milli og ráðlagt Gísla Hafsteini að fara, en ákærður þá veist að vitninu og „stangað'““ það í andlitið með þeim afleiðingum að tennur þess brotnuðu. Vitnið Gísli Hafsteinn Gunnlaugsson nemi, Bláskógum 11, Reykjavík, staðfesti að þeir Sigmundur Grétar hefðu verið að kaupa sér pylsur í Pylsu- vagninum. Hefði þá borið að strák sem farið hefði að rífast við vitnið að tilefnislausu, þeir vitnið og Sigmundur Grétar gengið frá um stund, en komið að aftur og strákurinn þá haldið rifrildinu áfram. Maður nokkur kom þarna að og sló vitnið en Sigmundur Grétar gekk á milli þeirra, en lenti í einhverju þófi við mann þennan sem „stangaði“ Sigmund Grétar í andlitið. Vitnið taldi að aðilar allir hafi verið undir áhrifum áfengis. Vitnið Árni Haukur Tómasson nemandi, Markarflöt 30, Garðabæ, kvaðst hafa séð Gísla Hafstein taka í lítinn strák sem þarna var og vitnið komið honum til hjálpar, enda hafi hann verið farinn að grenja. Eftir að átökum þeirra vitnisins og Gísla Hafsteins lauk hafi ákærður komið til þeirra Sigmundar Grétars þar sem þeir stóðu á tali og „,skallað““ Sigmund Grétar beint í andlitið, þannig að hann vankaðist, féll í götuna og úr munni hans blæddi. Ákærður taldi að Sigmundur Grétar Sigmundsson hefði greint sinn verið að „derra sig“ við yngri krakka og ákærður þá gengið til hans og sagt honum að hætta þessu. Þeir hefðu báðir verið við skál „og til í allt“, en lyktir orðið þær að ákærður „stangaði““ Sigmund Grétar í andlitið. Fyrir dómi játaði ákærður ákæru rétta og kvaðst hafa veitt Sigmundi Grétari högg í andlitið, svo sem þar væri rakið. Lagt hefur verið fram í málinu svofellt vottorð Jóns Birgis Baldurssonar tannlæknis, dagsett 22. nóvember 1983: 655 „Hinn 21. nóvember 1983 kom hér á stofuna til skoðunar Sigmundur G. Sigmundsson f. 30.9.65, Spóahólum 12 R. Athugun leiddi í ljós: 1. Brotið var út tveimur tönnum Í efri góm á þremur stöðum, þ.e., báðum miðframtönnum. II. Hægri hliðarframtönn í neðri góm brotið af vinstra horn. Hægri framtönn í neðri góm úrdregin (hafði brotnað). Vinstri fram- tönn í neðri góm brotið af hægra horn, einnig var búið að fjarlægja tann- kviku úr rótargangi, þ.e., það þarf að rótfylla tönnina. Áætlaður kostnaður: I. 3. plastfyllingar deyfing ca. kr. 1.500. Il. Rótfylling * Rtg. ca. kr. 1.000. Il. Smíða þarf brú til að bæta upp skarð við brot á hægri framtönn í neðri góm ca. kr. 22.500. III. Áfallinn kostnaður við skoðun, myndatöku og bráðab.tönn kr. 1.520 samtals ca. kr. 26.520.“ Sigmundur Grétar Sigmundsson hefur krafist þess að ákærður verði dæmdur til að greiða sér fyrrnefnda fjárhæð auk 10.000 króna miskabóta, eða samtals krónur 36.520 auk vaxta frá 23. febrúar 1984 til greiðsludags. Ákærður hefur samþykkt kröfuna og verður dæmdur til að greiða hana. Með eigin játningu ákærðs, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst sannað að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem varðar refsingu samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20, 1981. Refsing ákærðs, Svavars Dalmann Hjaltasonar, verður með hliðsjón af atvikum öllum talin hæfilega ákveðin fangelsi 6 mánuðir. Þar sem ákærður hefur ekki áður verið dæmdur sekur um nokkurt hegn- ingarlagabrot þykir eftir atvikum mega ákveða, að fullnustu refsingar hans skuli fresta og hún niður falla að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærður almennt skilorð 57. gr. almennra hegningar- laga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Komi refsing ákærðs hins vegar til farmkvæmda, skal frá henni draga gæsluvarðhaldsvist hans frá 1.—9. febrúar 1984 með fullri dagatölu. Dæma ber ákærðan til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin 15.000 króna saksóknarlaun í ríkissjóð og málsvarnarlaun Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs verjanda síns, krónur 15.000. Dómsorð: Ákærður, Svavar Dalmann Hjaltason, sæti fangelsi 6 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar hans og hún niður falla að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi ákærður almennt ákvæði 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga 656 nr. 22, 1955. Komi refsing til framkvæmda skal frá henni draga gæslu- varðhaldsvist ákærðs frá 1.-9. febrúar 1984 með fullri dagatölu. Ákærður greiði Sigmundi Grétari Sigmundssyni, Spóahólum 12, Reykjavík, krónur 36.520 með dómvöxtum frá 23. febrúar 1984 til greiðsludags. Ákærður greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, krónur 15.000, og málsvarnarlaun Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs verjanda síns, krónur 15.000. Dómi ber að fullnægja með aðför að lögum.