HÆSTARÉTTARDÓMAR 1987 Efnisskrá til bráðabirgða 1. hefti AÐ a 00.40.0654 A gg gn A 658, ÁÐVERÐ si a 00 ki kinn. að gg Á 260, Aðilaskipti að kröfu .....00....00.......0... AIS. 0 BN 0 0 sæ os a rn nn a Áfrýjun, áfrýjunarstefna ..................0..0 384, 388, Áhættutaka ..........)...0 000. Í EIR á a gr 1093 í 1 0 0 0 0 nn ng FÖ Alm. hegningarlög, 257. Btx.< nn nn Rykhektat, þólkmim a.0 1 em í 0 205 #58 bt á a 0 vn ÁRNA 200 0 3 00 0 in 5 Hng dk nn tl Á Avana- og fíkniefni ........................ 317, Barnalðg. 0 a ia la 384, Bifreiðar: a) €INkaÁl 67, b) opinber mál ...........000. 0. 52, 317, 450, 453, BJÖÐGUNAFRNIN. á 500000 amen 000 á non po. KE 2 lk lgna 2 Bráðabirgðaðkuleyfissvipting 2... li Brot í opinberu starfi ..................... 129, SSAÐL 2 nn BO Li nn a 384, BÓMArAR iii 200. a.0 kk jóla rtnaaðu 45 11, Dómaraverk, fébótaábyrgð ....................0..0... Dómkröfur 0 0 200 li a Bómsátt. úr! gildi félld. „.......0....0.g gang 053 MN MN Bla HÍÐNANÁMSbÆ 0000 Hi BITAR nn mr a at -. 317, 325, ENDA TÉIÐSLA: og 2000. etin pomna0.0 tn a nnnnnvnna la sila ll Endúfipptaka,. í 10.00.3004 a nn emnra arena sar0ns ið aid BL Miíðafesta. 10.01.0001 nr ÖL Fasteignakaup ..........000%.20 000... 42, TT, 310, 534, Fjárdráttur .............0000 00... 93, Fjárnám. „0. tt, 508, Fjarskiptalög .............00.... 0000. 748, HJÓFBNIR a á 0 eina steðga am 61, 373 Framhaldsrannsókn .........0.00 0000 en rann nnnreettrn ert Framsal kröfu .......000.0. 0000 nennt Frávísun: a) frá héraðsdómi ........000000... 0... 61, 220, 462, 650, b) frá Hæstarétti .... 31, 202, 226, 228, 513, 518, 546, 575, 647, c) frávísunardómur úr gildi felldur ........00000..0.... 36, Frestur ....c0ccn isss 10, 31, 33, 202, 226, Gallar ......ccc.eerse sr 42, ", 241, Geðheilbrigðisrannsókn, geðrannsókn .........0.0..0....0 0. 6, Gjafsókn ....0c.000e0eennr renn. AÐ BSE RA 0 na 67, Gjafvörn .....0.2000 nn Gjaldþrotaskipti .......00000. 0. ner nn nr nn... 210, 547, 664, Greiðsluðráttur ..........000000 0000 enn Greiðslustöðvun ..........2.00. 000 n ner Gæsluvarðhald ............- 202. 6, 203, 205, 208, 229, 345, 495, Hafning Máls ......2000000 0. nennt nennt 544, HeIMVÍSUN ....cccc. s.s 14, 36, Hjón, hjónaskilnaður ...........00..0. 0. nnennn aðrir. 552, tikislaið 0 0 a a nn 2, Iðnaðarlög .....000.0000 0000 nt nn tran 'Kaupsamningur ......0.00%00 enn near nett 253, 260, Kröfugerð ....0...000.0000 000 nennt Kæruheimild ........000000 00. en nennt. 546, Kærumál: 1) Áfrýjun, verkanir .........000%%0 0. nn er nett 2) ÁKÆfA „0020. s0ee sens 3) Bráðabirgðaðkuleyfissvipting .......0.000.0. 0... ....... 4) Búskipti ......00000ee.e 0 nn nr err rrr rr 5) BÖNN ..ccccessee eens rr rss 6) Dómsátt úr gildi felld ...........0.0.000 000... tn... 7) Endurupptaka, synjun .....0.00000.00n0 never ter 8) Fógetagerð, bein .........0000%. 0. nr nennt inner 9) Frávísun: a) frá héraðsdómi ........0000000 0. nn nn agn. b) frá Hæstarétti ........000000000 0... 31, 202, 546, c) frávísunardómur úr gildi felldur ................ 36, 10) Frestur ......20000000n eens 31, 11) Geðheilbrigðisrannsókn, geðrannsókn .......0000.0... 6, 12) Gjaldþrotaskipti ........0.0000eenen ever en nr err. 13) Greiðslustöðvun .........00000nee nennt. 14) Gæsluvarðhald .......... 6, 203, 205, 208, 229, 345, 495, 15) Hafning máls ........00.0.0 000 en stara nn 16) HeIMVÍSUN ........00. 000 nr rr 17) Hjón, hjónaskilnaður ..........000.00 000. v ern n. 00... 18) Húsleit ........0000000 0 nan nr rr 2, 19) Kæruheimild ........0.0.00....... a nn mi BR RS 546, 20) Meðalganga ..........0000. 00 rn rn snnns rr tn 21) Réttargæsluþóknun .......2.000e0nnrrn nn ernir 22) Sératkvæði ........0000000 00 nn nn nnr rr 384, 23) Skjöl, synjun framlagningar .......0.000 000... nn. Bls. 1C 134 664 580 228 718 229 633 473 693 534 655 559 166 723 674 338 220 647 384 653 724 384 59 578 650 647 580 202 229 ödt 19 44 655 544 724 647 580 448 647 Bis. 24) Sönnunargögn, öflun ..........20..00.00. 0. ven 34 25) VaArMAFÞINÐ 0 650 Lausafjárkaup .........0000.000 s.n 401, 503 Leigusamningur .....00000000sesn rr 437, 497 Líkamsárás, líkamsáverkar .........0.000200. 000... 410, 530 Lóðarleigusamningur ..........0000000 000. 437, 497 EOð nr (9193, A9 Ek snar vas fina EÐ EB 661 Böðbann ss á aö 5 át 5 a GR 0 EÐ ÞIÐ BAÐ SR 8 BR RN 617, 626 MANNdrÁÐ., „i.5.0 óði 5 a BR A si a 700 MEO 0 0. IÐA A PYRO EÐ Aðra daði la 587 Næðalpániga. 2120. 0 5 á LT BA A gn 580 MÓÐ Line ei0nn0 nia A diana iðnn gn namgnun er 473 Miski ...........22.02200 eee nseenn rr 617, 626 Nauðgun ..........00%.0 0. renn enn 266 Ómaksbætur ...........200.0.... ess 228, 507, 559 Ómerking ......0..0..000 0000 14, 220, 734, 766 Opinbert starf, brotÍ ..........000.000.n 0. 129, 274 Réttargæsluþóknun ............... 2 A EÐ FG RA BR KÚRA Bú a. 448 RE 23 8 ai 6 á ti SR EB 5 0 SR EG BR EÐ 8 5 BR BR EEK NR nn a 210, 338 Ríkisstarfsmenn a ss 6 28 á 6 5 á BA A 0 á br 129, 274 SANNAR 2. % 000 a iði FR á RS nn 000. á Ína á nein a 497, 552 Sératkvæði 17, 26, 52, 93, 129, 210, 220, 253, 310, 356, 362, 373, 384, 388, 394, 430, 437, 497, 560, 587, 643, 647, 674, 683, 693, 729, 734 Sjómenn .......000eesss ss 404 Skaðabótamál, skaðabætur 42, 61, 67, 77, 241, 266, 274, 330, 352, 373, 410, 508, 534, 587, 617, 626 SEIIÐIÐ sms tis á úði í 3 808 GI E.R 5 BE EÐ ER A á NS RIÐ BSN ES RE NRK 700 Skírlifisbrot .............0..e. eðr 266 Skjalafals 22 214 á 2 ii BA SR a ÍS SR EÐ ER SR a 4 0. a 122, 274 Skjöl, synjun framlagningar ...........0.2.002.0.00n rn 58 Skal. 3 8 að 8 5 a á áð Bon Á emi ii á ti á tini 430, 513 Skuldaröðð .........000...0.0. 0. 664, 693 Skyldusparnaður .........0000...0.0.ð0n 0 362 Stefnubirting ............00.2.000 00 nes ð nr 734 Stjórnarskrá ..........00.0.0. eeen 683 Stjórnsýsla á sa 5 úði #0 í sua á 6 á 5 A GA RS 473 BÖÐNUN siga á ft 3 að 8 HR BLÐR á EÐ BR # IE SU BE BÚÐ #8 241, 260, 410, 437 Sönnunargögn, öflum xx assa at 5 á 50 3 g08 3 38 5 ai á Bi BE 8 a a beð ie 34 Tékkalög ........0000... rns 93 Tóbaksauglýsingar ..........02.00.00. 0... -... 394 Túlkun ......00000 000... a nr í ii 1 #0 á ti # A SORG ER 5 253 Umferðarlög ............... 52, 67, 317, 450, 453, 738 Uppboð ...........00.0 00 .s tenn 388 Uppsögn ..........0...000 00 nn sn 129 Útburðargerð .............20.0.0 0000. sn 658 Útgáfusamningur ........0..0..00 000. 560 Útgerðarmaður, ábyrgð ..........00000..ns sr 587 Útivist, útivistardómar ...... 1, 2, 92, 266, 401, 507, 640, 641, 642, 643 Útvarpslög .........0...0. 748, 757 650 Varnarþing .........2...0. 0000 ee sess Bis. Veðskuld cs sn Rr 260 Veðskuldabréf ............00... 00. 319 Verðtrygging .........0..20. 0000 ne nn nenna 11, 310, 362 VEFERSUÐ. 2 20... sn 635 VÖK a a un a nr 362, 373, 404, 430, 490 Vinnusamningar ......0.0000. 0. nn nn 330, 404, 729 Vinnuslys ....0.0.0.000..0ðnr enn 587 VIKNA ar 005 a 00 á a a ræ 6 en FB 348 Vöruflutningar ........0000000 eeen 245 Þjófnaður in 0 nn nn aan Ha al 526, 743 Þóknun,arkitelktar 10.0.00000 1000 nn seeenar ora aan ar an aan nr 232 Örorka 22... 587 Hæstaréttardómar. Útgefandi: Hæstiréttur. LXVHI. árgangur. 1. hefti. 1987 Miðvikudaginn 7. janúar 1987. Nr. 199/1986. Jón Sigurðsson Sigurður Jónsson Arnaldur Sigurðsson og Jóhann Jóelsson gegn Oddgeiri Magnúsi Þorsteinssyni Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Jón Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Arnaldur Sigurðsson og Jóhann Jóelsson, er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 7. janúar 1987. Nr. 324/1986. Einar Karl Hallvarðsson gegn Grétari Sigurðssyni Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Áfrýjandi, Einar Karl Hallvarðsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 2 Miðvikudaginn 7. janúar 1987. Nr. 325/1986. Ásgeir Valdimarsson gegn Teiti Jónassyni Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar Áfrýjandi, Ásgeir Valdimarsson, er eigi sækir dómbþing í máli þessu, greiði 720,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Föstudaginn 9. janúar 1987. Nr. 340/1986. Ákæruvaldið gegn Ingimundi Jónssyni eiganda Vídeóspólunnar Kærumál. Húsleit. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Varnaraðili hefur með heimild í 1. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið málinu til Hæstaréttar með kæru í símskeyti 22. desember 1986 sem barst Hæstarétti næsta dag. Er það svohljóðandi: „ Hér með kæri ég úrskurð yðar dagsettan 22.12. 1986 kl. 18:51 til Hæsta- réttar og krefst gagna þegar í stað.“ Verður að skilja þetta svo að varnaraðili hafi kært úrskurðinn í því skyni að hann verði felldur úr gildi. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist, að úrskurðurinn verði stað- festur. 3 Með hinum kærða úrskurði var heimiluð leit í húsakynnum Vídeóspólunnar, Holtsgötu 1 í Reykjavík. Úrskurðinn hefur kært Ingimundur Jónsson c/o Vídeóspólan. Verður að ætla, svo sem málið liggur fyrir Hæstarétti, að hann sé eigandi fyrirtækisins. Í fyrirmælum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sem getið er í hinum kærða úrskurði, kemur fram að tilefni þeirra hafi verið ábendingar frá Kvikmyndaeftirliti ríkisins. Varnaraðili hefur ekki lagt fram greinargerð til rökstuðnings kröfum sínum. Samkvæmt lögregluskýrslu, sem lögð hefur verið fram í málinu, fór fram með heimild í hinum kærða úrskurði leit í húsakynnum Vídeóspólunnar og var lagt hald á 967 myndbönd. Í skýrslunni segir, að fundist hafi þó nokkuð margar spólur, sem ekki voru merktar af kvikmyndaeftirlitinu og mikið af spólum, sem ekki voru merktar íslenskum umboðsaðilum. Verður að ætla, að eigi hafi verið tök á að kanna myndböndin strax á vettvangi. Lögreglurann- sóknin beinist sérstaklega að því að upplýsa hvort varnaraðili hafi brotið ákvæði laga nr. 33/1983 um bann við ofbeldiskvikmyndum og ákvæði höfundalaga nr. 73/1972, sbr. lög nr. 18/1984. Samkvæmt 43. gr. laga nr. 74/1974 skal leggja hald á muni, sem ætla má að hafi sönnunargildi í opinberu máli eða ætla má að gerðir verði upptækir. Með vísan til framanritaðs og forsendna hins kærða úrskurðar að öðru leyti ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 22. desember 1986. Ár 1986, mánudaginn 22. desember er á dómþingi sakadóms Reykjavík: ur, sem háð er í Borgartúni 7 af Hirti O. Aðalsteinssyni fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur gert þá kröfu, að heimiluð verði með úrskurði húsleit í myndbandaleigunni Vídeóspólan, Holtsgötu | hér í borg, en nú stendur yfir eftirlitsátak með ofbeldiskvikmyndum, sbr. 1. 33/1983, klámmyndum, tilvist verslunarleyfa, bókhaldi og skattskilum svo og ætluðum brotum gegn höfundalögum, sbr. |. 78, 1984. Er þetta átak gert 4 í samræmi við fyrirmæli dóms- og kirkjumálaráðuneytis frá 9. desember 1986. Með vísan til 48. gr. laga nr. 74, 1974, sbr. $1. gr. sömu laga ber að taka kröfu lögreglustjórans í Reykjavík til greina. Úrskurðarorð: Lögreglustjóranum í Reykjavík er heimilt að framkvæma húsleit í Vídeóspólunni, Holtsgötu 1, Reykjavík og leggja þar hald á gögn, er ætla má að, tengist ætluðum brotum fyrirsvarsmanna myndbandaleig- unnar á framangreindum lagaákvæðum. Heimilt er að leita í læstum hirslum. Föstudaginn 9. janúar 1987. Nr. 341/1986. Ákæruvaldið gegn Elíasi Kristjánssyni vegna Nýju vídeóleigunnar s/f Kærumál. Húsleit. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Varnaraðili hefur með heimild í 1. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið málinu til Hæstaréttar með kæru 23. desember 1986, sem barst Hæstarétti sama dag. Hann krefst þess, að hinn kærði úr- skurður verði felldur úr gildi. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist, að úrskurðurinn verði stað- festur. Með hinum kærða úrskurði var heimiluð leit í húsakynnum Nýju vídeóleigunnar, Grensásvegi 5 í Reykjavík. Urskurðinn hefur kært Elías Kristjánsson vegna Nýju vídeóleigunnar s/f. Verður að ætla, eins og málið liggur fyrir Hæstarétti, að úrskurðurinn hafi verið kærður af þar til bærum aðilja. 5 Í fyrirmælum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sem getið er í hinum kærða úrskurði, kemur fram að tilefni þeirra hafi verið ábendingar frá Kvikmyndaeftirliti ríkisins. Varnaraðili hefur ekki lagt fram greinargerð til rökstuðnings kröfum sínum. Samkvæmt lögregluskýrslu, sem lögð hefur verið fram í málinu, fór fram samkvæmt hinum kærða úrskurði leit í húsakynnum Nýju vídeóleigunnar s/f og var lagt hald á 554 myndbönd. Í skýrslu lög- reglunnar segir svo: „Hald var lagt á þau myndbönd sem eru á bannlista Kvikmyndaeftirlits ríkisins yfir ofbeldismyndir, klám- myndir, myndir sem ekki báru með sér að hafa verið skoðaðar af kvikmyndaeftirlitinu og myndir sem grunur lék á að væri brot gegn höfundaréttinum“ Lögreglurannsóknin beinist sérstaklega að því að upplýsa hvort varnaraðili hafi brotið ákvæði laga nr. 33/1983 um bann við ofbeldiskvikmyndum og ákvæði höfundalaga nr. 73/1972, sbr. lög nr. 78/1984. Samkvæmt 43. gr. laga nr. 74/1974 skal leggja hald á muni, sem ætla má að hafi sönnunargildi í opinberu máli eða ætla má að gerðir verði upptækir. Með vísan til framanritaðs og forsendna hins kærða úrskurðar að öðru leyti ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 22. desember 1986. Ár 1986, mánudaginn 22. desember er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Hirti O. Aðalsteinssyni fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. Lögreglustjórinn í Reykjavíkur hefur gert þá kröfu, að heimiluð verði með úrskurði húsleit í húsakynnum Nýju vídeóleigunnar, Grensásvegi $ hér í borg, en nú stendur yfir eftirlitsátak með ofbeldiskvikmyndum, sbr. |. 33/1983, klámmyndum, tilvist verslunarleyfa, bókhaldi og skattskilum svo og ætluðum brotum gegn höfundalögum, sbr. |. 78/1984. Er þetta átak gert í samræmi við fyrirmæli dóms- og kirkjumálaráðuneytis frá 9. desember 1986. Með vísan til 48. gr. laga nr. 74, 1974, sbr. $1. gr. sömu laga ber að taka kröfu lögreglustjórans í Reykjavík til greina. 6 Úrskurðarorð: Lögreglustjóranum í Reykjavík er heimilt að framkvæma húsleit í Nýju vídcóleigunni, Grensásvegi 5, Reykjavík, og leggja þar hald á gögn, er ætla má að tengist ætluðum brotum fyrirsvarsmanna Nýju vídcóleigunnar á framangreindum lagaákvæðum. Heimilt er að leita í læstum hirslum. Laugardaginn 10. janúar 1987. Nr. 342/1986. Ákæruvaldið gegn Valgeiri Vésteini Jósafatssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Geðrannsókn. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru skráðri í sakadómsbók 23. desember 1986. Verður að ætla að hann hafi kært úrskurðinn í því skyni að hann verði felldur úr gildi en frá varnaraðila hafa ekki borist kröfur eða greinargerð. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að úrskurðurinn verði stað- festur. Á dómþingi í sakadómi Keflavíkur 23. desember 1986 lýsti varnar- aðili sig samþykkan því að gangast undir geðrannsókn. Rétt var vegna rannsóknar málsins að varnaraðili sætti gæslu- varðhaldi, sbr. 1. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. 7 Úrskurður sakadóms Keflavíkur 23. desember 1986. Ár 1986, þriðjudaginn 23. desember, er á dómþingi sakadóms Kefla- víkur, sem háð er í lögreglustöðinni við Hringbraut í Keflavík af Símoni Ólasyni fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. Rannsóknarlögreglan í Keflavík hefur með bréfi dags. 22. desember 1986 gert þá kröfu að kærði, Valgeir Vésteinn Jósafatsson suðumaður, A-götu Keflavík, f. 16. nóvember 1956 í Reykjavík verði úrskurðaður í allt að 14 daga gæsluvarðhald. Einnig hefur rannsóknarlögreglan krafist þess að nefndur Valgeir sæti geðrannsókn og rannsókn á hugsanlegum kynsjúkdómum. Að morgni sunnudagsins 21. desember 1986 kl. 10:09 var óskað eftir lögregluaðstoð A-götu Keflavík. Lögreglumenn fóru á staðinn og hittu þar fyrir Y, A-götu Keflavík. Nefndur Y kvaðst hafa ásamt sambýliskonu sinni X farið á dansleik í gærkveldi en hann hafi orðið að yfirgefa dansleikinn vegna veikinda. Hafi hann farið heim til sín og sofnað enda hafi hann verið ofurölvi. Um kl. 10:00 hafi hann síðan vaknað við það að barið var á dyrnar á íbúðinni og hafi þá X staðið þar fyrir framan illa á sig komin andlega. Hann kvað X hafa sagt að kærði Valgeir hafi nauðgað sér og þá hafi hann hringt í lögreglu og óskað aðstoðar. Lögreglumenn hittu X þar sem hún sat í eldhúsinu í íbúð þeirra og var hún sýnilega illa á sig komin andlega að sögn lögreglumanna. Hún kvaðst hafa farið með Y á dansleik kvöldið áður og hafi þau orðið viðskila. Hún hafi svo komið heim til sín um kl. 08:00 um morguninn og hafi íbúðin þá verið læst og hún ekki haft lykil. Hún hafi bankað til að reyna að vekja sambýlismann sinn en það hafi ekki tekist. Þá hafi kærði, Valgeir er býr í risíbúðinni, komið niður og boðið henni upp til sín svo hún gæti reynt að hringja niður í sambýlismann sinn og vekja hann. Hún hafi þegið það og farið með honum upp. Valgeir hafi boðið henni upp á kaffi sem hún þáði og hringt en árangurslaust. Að svo búnu hafi Valgeir hent henni upp í rúmið hjá sér og byrjað að hneppa frá henni skyrtunni. Hún hafi streist á móti en Valgeir þá slegið til hennar og hótað henni limlestingum og lífláti ef hún reyndi að streitast á móti. Hún hafi þó engu að síður gert það en Valgeir hafi haldið höndunum á henni og að lokum náð fram vilja sínum. Valgeir hafi síðan meinað henni útgöngu úr íbúðinni en hún hafi náð að komast út um kl. 10:00 og hafi hún þá getað vakið sambýlismann sinn. X var síðan flutt á sjúkrahúsið í Keflavík þar sem Jón Hallgrímsson læknir tók við henni til frekari rannsóknar. Lögreglumenn fóru að A-götu og handtóku þar kærða, Valgeir. Að sögn lögreglumanna var Valgeir mjög æstur og í annarlegu ástandi og hafi hann streist á móti handtöku, þannig að setja þurfti hann í handjárn. 8 Ekki er að sjá á gögnum málsins að nein merki um átök hafi fundist í íbúðinni. Samkvæmt skýrslu læknis leiddi skoðun hans á kæranda ekki í ljós neina sjáanlega ytri áverka, nema eymsli kringum endaþarm. Í skýrslu læknis segir að kærði hafi oft þreifað með fingri upp í endaþarm kæranda. Í skýrslu læknisins segir ennfremur að X hafi verið mjög miður sín og grátið lengst af á meðan skoðun hafi farið fram. Í skýrslu sem tekin var af kæranda, X, A-götu Keflavík hinn 21.12. 1986 kl. 15:50 lýsir kærandi atburðarás á sama veg og hún hafði gert er lögreglumenn hittu hana fyrr um daginn. Hún kvaðst hafa setið á stól sem var við rúm Valgeirs. Hún kvaðst hafa þegið kaffi hjá Valgeiri en þegar hún hafi staðið upp af stóln- um og ætlað að fara niður hafi hann þrifið í hana og sett hana upp í rúm. Hann hafi byrjað að hneppa frá henni blússu sem hún var í og hafi hann m.a. sagt að hann vissi að mætta væri hrifin af honum og að hann væri jafnframt hrifinn af henni. Hún kveðst hafa ætlað að streitast á móti manninum er þarna var komið en hann hafi þá tekið báðar hendur hennar og sett aftur fyrir höfuð hennar. Hún kveðst hafa hrópað en kærði þá sagt að hún mætti hrópa eins og hana lysti, hann væri búinn að einangra her- bergið þannig að ekkert myndi heyrast. Kærandi sagði að Valgeir hefði ekki viljað hleypa henni niður þrátt fyrir þetta og hafi meinað henni að fara. Henni hafi skilist á honum að þessi nauðgun ætti að vera einhvers- konar refsing vegna þeirra kvartana sem hún og sambýlismaður hennar Y ásamt Z, sem býr í kjallaraíbúðinni, hafi borið fram vegna ónæðis af hálfu Valgeirs. Hún sagði að Valgeir hefði drukkið áfengi meðan hún dvaldi hjá honum og hafi hann gefið í skyn að hann hafi reykt einhverja sígarettu sem innihéldi eitthvað annað en tóbak. Hún sagði að Valgeir hefði ógnað sér með því að taka um háls hennar og hótað henni kyrkingu, er hann var að koma fram vilja sínum Og einnig að hann myndi skera hana í búta og annað eftir því. Hún kvaðst hafa orðið lömuð af ótta og ekki haft nein tök á að slást við hann og hafi hann ætíð meinað henni brottför með valdi er hún reyndi að komast frá honum. Kærði var yfirheyrður af rannsóknarlögreglu þennan sama dag. Hann viðurkenndi að hafa haft samfarir við nefnda X í íbúð sinni að A-götu. Hann neitaði að hafa nauðgað stúlkunni og að hafa beitt hana einhvers konar ofbeldi. Samfarirnar hafi verið með fullum vilja hennar. Hann sagði að samfarirnar hefðu ekki síður verið að frumkvæði X. Hann mótmælti einnig því að hafa varnað henni brottfarar úr íbúðinni; ennfremur að hafa hótað henni beitingu ofbeldis. Enn hefur ekki verið framkvæmd samprófun á framburði kæranda og kærða og einnig á eftir að taka skýrslur af hugsanlegum vitnum, þar á meðal íbúum í kjallaraíbúð og sambýlismanni kæranda. 9 Hinn 24. september 1986 gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur kærða fyrir meint nauðgunarbrot framið 12.4. 1986. Er mál þetta nú til meðferðar hér hjá embættinu. Þar sem kæruefnið er mjög alvarlegs eðlis þykir rétt með vísan til 1. tl. og 4. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74/1974 að kærði sæti gæsluvarðhaldi meðan frekari rannsókn fer fram í málinu til þriðjudagsins 6. janúar 1986 (sic) kl. 14:00, en brotið sem kærði er grunaður um getur varðað hann fangelsis- refsingu skv. 194. gr. alm. hgl. nr. 19/ 1940 og er 65. gr. stjórnarskrárinnar því eigi til fyrirstöðu gæsluvarðhaldi. Með hliðsjón af eðli brots þessa og einnig með tilliti til sakarferils kærða þykir rétt að kærði sæti geðrannsókn á meðan á gæsluvarðhaldi stendur sbr. d. lið 2. tl. 75. gr. laga nr. 74/1974. Ekki þykja vera efni til að taka þá kröfu rannsóknarlögreglu til greina að kærði sæti sérstakri rannsókn með tilliti til kynsjúkdóma. Úrskurðarorð: Valgeir Vésteinn Jósafatsson, A-götu Keflavík sæti gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 6. janúar 1987 kl. 14:00. Kærða er skylt að gangast undir geðrannsókn á þeim tíma. 10 Mánudaginn 12. janúar 1987. Nr. 153/1986. — Ákæruvaldið (Rragi Steinarsson vararikissaksóknari) Jóhanni Þóri Jónssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Kröliu skipaðs verjanda um frest og framhaldsrannsókn hafnað. Úrskurður Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Verjandi ákærða hefur nú í dag, er mál þelta skyldi flytja, gert kröfu um að því verði frestað og að ramhaldsrannsókn fari fram um eftirtalin atriði, sem öll varða Í. kafla ákæru 30. nóvember 1983: 1. Rannsakað verði hvort uppgjör hafi verið lagt fram af hálfu ákærða fyrr en 11. mars 1985) 2. Aflað verði sagna um kröfur ákærða á hendur Jóhannu Heiðdal, sem taldar eru í yfirliti hans um kröfurnar 11. mars 191 þar á meðal gagna í vörslum verjandans sjálfs og frumrita skulda- skjala í vörslum Rannsóknarlögreslu ríkisins 3. Rannsakað verði hvort Jóhanna Heiðdal eða aðrir hafi orðið fyrir ljóni vegna háttsemi ákærða. 4. Rannsakað verði hve miklu tjóni ákærði hafi orðið fyrir vegna Þeirra samskipta hans og Jóhönnu Heiðdal sem er tilefni ákæru- arriðsins Rannsakað verði hversu háar kröfur ákærði hafi átt á hendur Jóhönnu Heiðdal 24. april 1983 svo að dæmt verði urn hvort hún átti að fá eitthvað til baka af verðmæti bréfanna tuttugu. 6. Rannsakað verði hvorl Jóhanna Heiðdal hafi á sama tíma og hér er um fjallað ástundað það að hafa fé út úr öðrum mönnum með sama hætti og ákærði hefur lýst 7. Rannsakað verði hvort Jóhanna Heiðdal hafi greitt eða telji sig hafa greitt ákærða það fé sem hún fékk að láni hjá honum eða fyrir hans tilstilli og hann varð að greiða. 10 Mánudaginn 12. janúar 1987. Nr. 153/1986. | Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkis segn Jóhanni Þóri Jónssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) aksóknari) Kröfu skipaðs verjanda um frest og framhaldstannsókn hafnað. Úrskurður Hæstaréttar. Mál þeita dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddscn, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur oa Þór Vilhjálmsson. Verjandi ákærða helur nú í dag, er mál þetta skyldi flytja, gert kröfu um að því verði frestað og að framhaldsrannsókn fari Fram um eftirtalin atriði, sem öll varða 1. kafa ákæru 30. nóvember 1983: nsson, Halldór Þorbjörnsson, 1. Rannsakað verði hvort uppgjör hafi verið lagt fram af hálfu ákærða fyrr on 11. mars 1985, Aflað verði gagna um kröfur ákærða á hendur Jóhannu Heiðdal, sem taldar eru í yfirliti hans um kröfurnar 11. mars 1985, þar á meðal gagna í vörslum verjandans sjálfs og frumrita skulda- skjala í vörslum Rannsóknarlögreglu ríkisin 3. Rannsakað verði hvort Jóhanna Heiðdal eða aðrir hafi orðið fytir tjóni vegna háttsemi ákærða. Rannsakað verði hve miklu tjóni ákærði hafi orðið fyrir vegna Þeirra samskipta hans og Jóhönnu Heiðdal sem er tilefni ákecru- arriðsins. 5. Rannsakað verði hversu háar kröfur ákærði hafi átt á hendur Jóhönnu Heiðdal 24. april 1983 svo að dæmi verði um hvort hún átti að fá eitthvað lil baka af verðmæti bréfanna tuttugu. 6. Rannsakað verði hvort Jóhanna Heiðdal hafi á sama tíma og hér er um fjallað ástundað það að hafa fé út úr öðrum mönnum með sama hætti og ákærði hefur líst akað verði hvori Jóhanna Heiðdal hafi greitt eða telji sie hafa art ákærða það fé sem hún fékk að láni hjá honum eða rir hans tilstilli og hana varð að preiða. 10 Mánudaginn 12. janúar 1987. Nr. 153/1986. — Ákæruvaldið (Bragi Sleinarsson vararíkissaksóknari) segn Jóhanni Þóri Jónssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl) Kröfu skipaðs verjanda um frest og Framhaldsrannsókn hafnað. Úrskurður Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Verjandi ákærða hefur nú í dag, er mál þetta skyldi flytja, gert kröfu um að því verði frestað og að framhaldsrannsókn fari fram um eftirtalin atriði, sem öll varða. kala ákæru 30. nóvembur 1983: Rannsakað verði hvort uppgjör hafi verið lagt frum af hálfu ákærða fyrr en JL. mars að verði gagna um krölur ákærða á hendur Jóhannu Heiðdal, sem taldar eru í yfirliti hans um kröfurnar 11. mars 1985, þar á meðal gagna Í vörslum verjandans sjálfs og frumrit skulda- skjala í vörslum Rannsóknarlösreglu ríkisins. 3. Rannsakað verði hvort Jóhanna Heiðdal eða aðrir hafi orðið fyrir tjóni vegna háttsemi ákærða. 4. Rannsakað verði hve miklu tjóni ákærði hafi orðið fyrir vegna Þeirra samskipta hans og Jóhönnu Heiðdal sem er tilefni ákæru atriðsins. 5. Rannsakað verði hversu háar krölur ákærði hafi átt á hendur Jóhönnu Heiðdal 24. april 1983 svo að dæmt verði um hvori hún átti að fá eitthvað til baka af verðmæti bréfanna tuttugu. 6. Rannsakað verði hvort Jóhanna Heiðdal hafi á sama tima og hér er um fjallað ástundað það að hafa fé út úr öðrum mönnum með sama hætti og ákærði hefur lýst 7. Rannsakað verði hvort Jóhanna Heiðdal hafi greitt eða telji sig hafa greitt ákærða það fé sem hún fékk að láni hjá honum eða fyrir hans tilstilli og hann varð að greiða, 11 Af hálfu ákæruvalds er því mótmælt að krafa þessi nái fram að ganga. Mál þetta hefur þegar verið ítarlega rannsakað, þar á meðal fjár- málaviðskipti ákærða og Jóhönnu Heiðdal. Hefur ákærði sjálfur lagt fram greinargerð um skuldastöðu Jóhönnu við sig eins og hann telur hana hafa verið í september 1983. Verður ekki á það fallist með verjanda ákærða að nauðsyn sé á framhaldsrannsókn í málinu enda ber að hafa það í huga, að ákæruvaldið hefur samkvæmt 108. gr. laga nr. 74/1974 sönnunarbyrði um sekt sökunauts og atvik, sem telja má honum til óhags. Samkvæmt þessu er kröfu verjanda um frest og framhaldsrannsókn hrundið. Ályktarorð: Krafa verjanda ákærða um frest og framhaldsrannsókn er ekki tekin til greina. Mánudaginn 12. janúar 1987. Nr. 153/1986. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Jóhanni Þóri Jónssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Kröfu skipaðs verjanda um að dómarar víki sæti hafnað. Úrskurður Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Verjandi ákærða hefur hér fyrir dómi borið fram þá kröfu „að þeir dómendur Hæstaréttar, sem kváðu upp dóm hinn 13. febrúar 1986 í málinu nr. 78/1984: Jóhanna Heiðdal o.fl. gegn Jóhanni Þóri Jónssyni og gagnsök, víki sæti í máli þessu:“ 12 Af hálfu ákæruvalds er þessari kröfu mótmælt. Mál það er verjandi vísar til var höfðað í héraði af ákærða gegn Jóhönnu Heiðdal o.fl. til greiðslu á skuldabréfum þeim sem ákærði er nú saksóttur fyrir að hafa ráðstafað í heimildarleysi (ákæra 30. nóvember 1983, 1. kafli). Var krafa ákærða tekin til greina í héraðs- dómi, en í Hæstarétti var héraðsdómur ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi ex officio sakir brests á glöggum málatilbúnaði af hálfu ákærða. Meðal dómara í því máli voru þrír af þeim dómurum sem nú sitja í dómi. Eigi verður fallist á að nein hætta sé á að dómarar fái eigi litið óhlutdrægt á málavöxtu þótt þeir hafi tekið þátt í að dæma í framangreindu einkamáli, og verður kröfu verjandans því eigi sinnt. Ályktarorð: Framangreindri kröfu er hafnað. Miðvikudaginn 14. janúar 1987. Nr. 339/1986. Þrotabú Vörðufells hf. gegn Ásgeiri Sigurðssyni Kærumál. Beiðni um greiðslustöðvun synjað. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 17. desember 1986 samkvæmt heimild í 1. mgr. 10. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Barst kæran Hæstarétti 23. s.m. Krefst sóknaraðili þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kæru- málskostnaðar að mati Hæstaréttar. Frá varnaraðila hafa hvorki borist kröfur né greinargerð, 13 Varnaraðili óskaði eftir heimild til greiðslustöðvunar með vísan til 7. gr.laga nr. 6/1978 með beiðni 10. desember 1986. Var hinn kærði úrskurður kveðinn upp 11. s.m. Hann kveður tildrög beiðn- innar vera mikinn fjárhagsvanda sinn um þessar mundir. Yfirvof- andi sé uppboð á húseign hans, Brekkutanga 18 Mosfellssveit, ann- að og síðasta uppboð. Nauðsyn beri til að afstýra uppboðinu svo honum gefist ráðrúm til að koma nýrri skipan á fjármálin m.a. með sölu á lausafé sem hann á. Í framangreindri beiðni taldi hann skuld- ir sínar nema 2.650.000,00 krónum. Við skýrslutöku af varnaraðila fyrir skiptaréttinum upplýsti hann um skuldir, þessum til viðbótar, að fjárhæð ca 332.549,00 krónur, þannig að samkvæmt frásögn hans eru heildarskuldir tæpar 3.000.000,00 króna. Eignir sínar met- ur varnaraðili á samtals 7.690.000,00 krónur, þar af er húseignin nr. 18 við Brekkutanga í Mosfellssveit metin á brunabótaverði 5.610.000,00 krónur. Hús þetta segir hann vera 280 m* að flatarmáli á 3 hæðum. Aðrar framtaldar eignir eru 3 bifreiðar, skurðgrafa og jarðýta auk 300.000,00 króna inneignar hjá Mosfellshreppi vegna verktöku. Varnaraðili hefur ekki stutt framantalda eigna- og skuldaliði neinum gögnum. Sóknaraðili kveðst hafa með uppboðsbeiðni 8.nóvember 1985 og uppboðsbeiðni í janúar 1986 krafist nauðungaruppboðs á Brekku- tanga 18. Ákveðið hafi verið að annað og síðasta uppboð skyldi fara fram 10. febrúar 1986. Þá hafi því að beiðni varnaraðila verið frestað til 28. apríl s.á. og aftur til 22. ágúst s.á. og enn til Íl. desember sl. Hafi varnaraðila þó með tilkynningu 29. ágúst 1986 verið gert kunnugt að frekari frestur yrði ekki veittur. Telur sóknar- aðili að miðað við öll atvik málsins sé augljóst að varnaraðili sé að verða sér úti um greiðslustöðvun til að fresta uppboðinu og ekki til annars, en sú ástæða ein nægi ekki til að heimila greiðslustöðvun. Þá telur sóknaraðili einnig að eins og eignum og skuldum varnar- aðila sé háttað séu ekki fyrir hendi efnislegar forsendur til að veita heimild til greiðslustöðvunar. Þegar litið er til aðdraganda og atvika málsins og þess sérstaklega, að varnaraðili þykir ekki hafa sýnt fram á að hann eigi Í verulegum fjárhagsörðugleikum í merkingu 7. gr. laga nr. 6/1978 þykja ekki skilyrði til að heimila greiðslustöðvun. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. 14 Það er athugavert að í beiðni varnaraðila um greiðslustöðvun gætir ónákvæmni í framtali skulda og auk þess er beiðnin ekki studd neinum gögnum sem þó hefði verið eðlilegt eins og málið er vaxið. Eftir þessum úrslitum verður varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðila 7.500,00 krónur í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur. Varnaraðili, Ásgeir Sigurðsson, greiði sóknaraðila, þrotabúi Vörðufells hf. 7.500,00 krónur í kærumálskostnað að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður skiptaréttar Kjósarsýslu 11. desember 1986. Ásgeir Sigurðsson, nnr. 0676-3448, Brekkutanga 18, Mosfellssveit, hefur heimild til greiðslustöðvunar í allt að 2 mánuði frá uppkvaðn- ingu úrskurðar þessa, samkvæmt heimild í II. kafla gjaldþrotalaga nr. 6 frá 1978 og með þeim réttindum og skyldum sem Þar greinir. Miðvikudaginn 14. janúar 1987. Nr. 107/1986. Guðmundur Árnason (Arnmundur Backman hrl.) gegn Tálkna hf. (Skarphéðinn Þórisson hrl.) Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. 15 Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 21. mars 1986. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 86.523,12 krónur með 19% ársvöxtum frá 7. apríl 1984 til stefnubirtingardags 19. nóvember 1984, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann að staðfest verði með dómi að hann eigi sjóveðrétt í b/v Sölva Bjarnasyni BA 65 fyrir dæmdum fjárhæðum. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Til vara krefst hann að hann verði einungis dæmdur til að greiða áfrýjanda 64.892,00 krónur með sömu vöxtum og greinir í kröfugerð áfrýj- anda. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi, sem verið hafði 2. stýrimaður á b/v Sölva Bjarnasyni BA 65, krefur í máli þessu stefnda um vangoldna kauptryggingu í 4 mánuði frá því að skipinu var lagt hinn 4. nóvember 1983 uns því var haldið til veiða á ný 3. mars 1984. Höfðaði áfrýjandi málið fyrir aukadómbþingi Barðastrandarsýslu með stefnu birtri 19. nóvember 1984 og þingfestri 7. desember 1984. Var málið tekið fyrir nokkrum sinnum á aukadómþinginu uns fram kom greinargerð af hálfu stefnda 6.júní 1985. Var í því þinghaldi ákveðinn munnlegur málflutningur. Að svo búnu var málinu frestað um óákveðinn tíma. Samkvæmt endurriti því úr þingbók, sem er að finna í dómsgerð- um, var hinn 19. nóvember 1985 tekið fyrir á aukadómþinginu aukadómþingsmálið nr. 61/1984: Guðlaugur Þórðarson gegn Tálkna hf. Er eftirfarandi skráð í þingbók: „Dómarinn tekur fram að hér fyrir dómi eru rekin 9 önnur mál, aukadómþingsmálin nr. 62-70/1984, sem sprottin eru af sömu rót og þetta mál. Hefur því verið ákveðið að sameina málsmeðferð þeirra og þessa máls, þannig að vitna- og aðilaskýrslur og flutningur fari fram fyrir öll þessi mál í einu.“ Eitt þeirra mála, sem vísað er til í bókun þessari, er mál það sem hér er um fjallað. Á eftir framangreindri bókun er ritað í þingbók um framlagningu nokkurra skjala í áðurgreindu máli nr. 61/1984, svo og um sáttaumleitun dómara og þess ennfremur getið að ekki hafi verið gerð krafa um frávísun málsins. Komu því næst fyrir dóm til skýrslugjafar Bjarni Andrésson stjórnarmaður stefnda, stefnandi málsins, Guðlaugur Hákon Þórðarson, tveir aðrir skipverjar af b/v Sölva Bjarnasyni, þeir Smári Jónsson og Sigurbjörn Halldórsson, 16 svo og skipstjórinn, Sigurður Hlíðar Brynjólfsson. Að svo búnu lýstu aðiljar gagnaöflun lokið og var málinu frestað til næsta dags. Hinn 20. nóvember var margnefnt mál nr. 61/1984 tekið fyrir að nýju og nú til munnlegs málflutnings. Er þá skráð í Þþingbók: „Fer nú fram munnlegur málflutningur og nær hann einnig til mál- anna nr. 62-70/1984 sbr. fyrri bókun.“ Að loknum hinum munn- lega málflutningi var málið dómtekið en jafnframt skráð í Þingbók: „„Einnig eru dómtekin aukadómþingsmálin nr. 62-70/1984. Mál það, sem hér er um fjallað, er sjálfstætt dómsmál sem ekki var löglega sameinað aukadómþingsmálinu nr. 61/1984 eða öðrum dómsmálum sem samtímis því voru rekin fyrir aukadómþinginu um hliðstæð sakarefni. Engar skýrslur voru teknar af aðiljum eða vitnum í málinu, og skýrslur þær sem teknar voru í málinu nr. 61/ 1984, svo sem áður er greint, voru eigi heldur lagðar fram í máli þessu, þó að á þeim sé byggt í hinum áfrýjaða dómi. Var málið aldrei tekið sjálfstætt fyrir á dómþingi, eftir að því var frestað á dómbþinginu 6. júní 1985, uns hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp. Hefur það því hvorki verið munnlega flutt né dómtekið. Verður vegna þessa að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsuppsögu að nýju. Eftir atvikum er rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsuppsögu að nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur aukadómþings Barðastrandarsýslu 14. janúar 1986. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi þann 20. nóvember 1985, hefur höfðað Guðmundur Árnason, nnr. 3041-7198, Smáratúni 16, Keflavík með stefnu birtri 19. nóvember 1984, á hendur Tálkna hf., nnr. 8858-7723, Tálknafirði, til greiðslu launaskuldar. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði dæmt skylt að greiða honum kr. 86.523,12 með 19% ársvöxtum frá 7.4. 1983 til stefnu- birtingardags, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ. Loks gerir stefnandi kröfu 17 um, að tildæmdar fjárhæðir njóti sjóveðréttar í Sölva Bjarnasyni BA-6$. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Til vara krefst hann þess að honum verði aðeins dæmt að greiða stefnanda kr. 43.136,00. Þá krefst stefndi að sér verði dæmdur málskostn- aður í báðum tilvikum. Dóm þennan kvað upp fulltrúi sýslumanns, Tryggvi Bjarnason, en dóms- uppkvaðning hefur dregist sökum anna við önnur embættisverk. Dómsorð: Stefndi, Tálkni hf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Guðmundar Árnasonar. Málskostnaður fellur niður. Fimmtudaginn 15. janúar 1987. Nr. 37/1986. Ágúst Ágústsson Sigtryggur Þrastarson og Þorbjörn Datzko (Jón G. Briem hdl.) gegn Ásgeiri B. Ólafssyni Grétari Haraldssyni Jóni Kr. Jónssyni og Ólafi B. Ólafssyni (Grétar Haraldsson hrl.) Björgunarlaun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. 18 Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. febrúar 1986 að fengnu áfrýjunarleyfi 17. janúar s.á., samkvæmt heimild í 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Dómkröfur áfrýjenda eru þær að stefndu verði dæmdir in solidum persónulega og vegna Sandness s/f til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 1.875.000,00 auk 19%0 ársvaxta frá S. janúar 1984 til 28. nóvember 1984 en dómvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Þess er krafist að í dómi verði ákveðið að vexti megi leggja við höfuðstól á 12 mánaða fresti, fyrst 18. janúar 1986, og reikna síðan vexti á þannig upphækkaðan höfuðstól. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefndu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Þess er krafist að málskostnaður beri hæstu lögleyfðu dráttarvexti frá dómsuppsögu til greiðsludags. Þá er þess krafist að viðurkenndur verði sjóveð- réttur í m/b Reyni GK 177 til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Dómkröfur stefndu eru þær aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjendum gert að greiða stefndu málskostnað. Til vara er þess krafist að kröfur áfrýjenda verði lækkaðar verulega og í því tilfelli er því sérstaklega mótmælt að vextir verði lagðir við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Kröfu um vexti á málskostnað er sérstaklega mótmælt. Eigi verður talið, að áfrýjendur hafi í björgunaraðgerðum sínum í umrætt sinn gengið lengra heldur en starfskylda þeirra sem skip- verja á m/b Reyni GK 177 bauð þeim. Með þessari athugasemd, en að öðru leyti með skírskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms, þykir mega staðfesta hann að öðru leyti en því, að rétt þykir að málskostnaður í héraði falli niður. Hver málsaðili á að bera sinn málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því að málskostnaður í héraði á að falla niður. Hver aðili á að bera sinn málskostnað fyrir Hæstarétti. Sératkvæði Guðmundar Jónssonar hæstaréttardómara. Þótt ráðningu áfrýjenda til starfa á m/b Reyni hafi ekki verið slitið er umræddur atburður gerðist þá höfðu þeir verið afskráðir 19 og gengu ekki til ákveðinna starfa við skipið. Þeir tóku ekki föst laun en fengu greidd laun fyrir störf sín í þágu útgerðarinnar sem tímavinnu. Fram er komið að vél skipsins var ekki í gangi er þetta gerðist. Ég tel aðgerðir áfrýjenda til að koma m/b Reyni úr neyð þeirri, sem skipið var statt í, björgun í skilningi 199. gr. siglingalaga nr. 66/1963 er í gildi voru á þessum tíma. Ég tel stöðu áfrýjenda gagn- vart skipinu og útgerð þess ekki hafa verið slíka að þeir séu útilok- aðir frá að krefjast björgunarlauna. Er því ekki ótvírætt haldið fram að áfrýjendur hafi firrt sig rétti til björgunarlauna samkvæmt 2. mgr. 200. gr: greindra laga. Ég tel því að taka beri kröfu þeirra um greiðslu björgunarlauna til greina. Björgunin tókst fullkomlega en skemmdir urðu á skipinu og nam viðgerðarkostnaður 1.430.765,57 krónum. Þeir sem að björguninni unnu um borð í skipinu sýndu verklagni og atorku og lögðu sig í hættu. Auk áfrýjenda vann skipstjóri skips- ins að björguninni um borð í því. Þeir notuðu vindu skipsins er vél þess hafði verið ræst. Einnig nutu þeir aðstoðar úr landi. Skipið, sem rekið hafði að stórgrýttum sjóvarnargarði, var í yfirvofandi hættu. Björgunarstarfið mun hafa staðið frá því kl. 6 um morgun- inn og fram undir hádegi. Fram er komið að vátryggingarverðmæti skipsins nam 10.000.000,00 króna. Ég tel björgunarlaun, sem áfrýjendum ber fyrir björgunarstarf sitt, hæfilega ákveðin 120.000,00 krónur samtals sem stefndu ættu að greiða in solidum. Þar sem meirihluti dómara hefir komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta beri hinn áfrýjaða dóm og sýkna stefndu af kröfum áfrýjenda tel ég ekki þörf á að taka afstöðu til annarra þátta kröfugerðar þeirra. Dómur aukadómþings Gullbringusýslu 18. apríl 1985. I. Aðilar og kröfur þeirra. Mál þetta, sem var dómtekið hinn 21. mars sl., er höfðað með stefnu birtri 28. nóvember, 5. desember og 14. desember 1984 og S. janúar 1985. Stefnendur eru Ágúst Ágústsson, nnr. 0126-0674, Faxtabraut 25E Kefla- vík, Jón Bjarnar Sigvaldason, nnr. 5185-9065, nú til heimilis Faxabraut 27, Keflavík, Sigtryggur Hjalti Þrastarson, nnr. 7750-5016, nú til heimilis Brekastíg 4, Vestmannaeyjum og Þorbjörn Datzko, nnr. 9466-2478, Hátúni 20 12, Keflavík. Stefnendur eru í stefnu allir sagðir vera sjómenn, en starfsheiti Ágústs er nú vélstjóri, starfsheiti Jóns Bjarnars skipstjóri, Sigtryggs Hjalta verslunarmaður og Þorbjörns matsveinn. Stefndu eru Ásgeir B. Ólafsson, nnr. 0674-4907, framkvæmdastjóri, Hjarðarhaga 48, Reykjavík, Grétar Haraldsson, nnr. 2741-3978, lögmaður, Hegranesi 34, Garðabæ, Jón Kr. Jónsson, nnr. $155-4965, verkstjóri, Tjarnargötu 9, Sandgerði og Ólafur B. Ólafsson, nnr. 6779-3919, fram- kvæmdastjóri, Heiðarbrún 13, Keflavík, persónulega og vegna Sandness sf., nnr. 7479-4602, Sandgerði. Dómkröfur stefnenda eru þær að stefndu verði in solidum dæmdir til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 2.500.000 auk 19% ársvaxta frá $S. janúar 1984 til fyrsta birtingardags stefnu en dómvaxta frá þeim degi til greiðslu- dags og verði í dómnum ákveðið, að vexti megi leggja við höfuðstólinn á 12 mánaða fresti, fyrst S. janúar 1985, og vextir síðan reiknaðir á þannig upphækkaðan höfuðstól. Málskostnaðar er krafist að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands og beri dæmdur málskostnaður hæstu lögleyfðu dráttarvexti frá uppsögu dóms til greiðsludags, nú 19% ársvexti. Þá er þess krafist að viðurkenndur verði sjóveðréttur í m/b Reyni GK-177 til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Dómkröfur stefndu eru þær að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnenda og að þeim verði gert að greiða stefndu málskostnað að mati réttarins með hliðsjón af gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. II. Málavextir. Aðfaranótt 5. janúar 1984 gekk mikið veður yfir suðvesturhorn landsins. Vindátt var suðvestlæg og stórsjór. Veðurhæð samkvæmt vottorði Veður- stofu Íslands 7-9 vindstig á athugunartímum, kl. 03-12, og mest veðurhæð milli athugana 8-11 vindstig. Í Sandgerðishöfn voru meðal margra annarra skipa m/b Sjávarborg GK-60, 452 rúmlestir, m/b Víðir Il GK-275, 125 rúmlestir, og m/b Reynir GK-177, 104 rúmlestir. Skipin voru bundin við bryggju sem gengur fram úr hafnargarði sem liggur sem næst í vestur í miðri höfninni. Sjávarborg GK var fremst við bryggjuna en Víðir II GK með Reyni GK utan á innar við hana, þ.e. nær landi, og sneru skipin stefni að landi. Í óveðrinu slitnuðu Víðir Il GK og Reynir GK frá bryggjunni og rak þá samanbundna að stórgrýttum varnargarði. Lenti Reynir GK í grjótinu, en Víðir Il GK varð utar. Síðan losnaði Sjávarborg GK einnig og rak að hinum skipunum. Víðir Il GK var vélarvana vegna breytinga og viðgerða og aðalvél Sjávarborgar GK var óvirk vegna bilunar. Í sjóferða- bók m/b Reynis GK-177 skráði skipstjórinn, Jón Bjarnar Sigvaldason, eftirfarandi um atvik máls þessa: „Hringt var heim kl. 06:00 og sagt að 21 báturinn (sic) væri að reka upp í fjöru ásamt Víði II, sem Reynir var bund- inn utan á. Fór ég strax ásamt 2. vélstjóra, stýrimanni og kokki á staðinn og vorum við þá reknir upp í garðinn sunnan við syðri bryggjuna og Víðir Il utan á okkur. Komumst við um borð og var vél gangsett og reynt að ná bátunum frá grjótgarðinum. Það reyndist ekki unnt, en hægt var að keyra bátinn upp í vikið við veginn út á bryggjuna. Skömmu síðar rak Sjávarborgina utan á bátana en síðan upp í garðinn fyrir aftan þá. Hægt var að koma togvírum upp á polla á bryggjunni og auðnaðist okkur að komast að bryggjunni með Víði Il í togi. Báturinn barðist mjög við grjótið og garðinn. Skemmdir eru Ókannaðar enn kl. 11:00. Víðir II var mannlaus og vélarvana.““ Stefnendur áttu allir heimili eða dvalarstað í Keflavík, þegar umstefnt atvik varð, og fóru allir saman á vettvang. Sjóferðapróf var haldið 11. janúar 1984. Í sjóferðabók er skráð við 20. des. 1983: „,Þorskveiðibann. Jólafrí.“ Við 27. des.: „„Kallaðir suður í Sandgerði vegna enda. Ekkert var að hjá okkur, en endar Víðis Il þar sem við lágum utan á lagfærðir og settur þá upp endi T.S.G. 4t.“ Við 28. des.: „Vinna v. troll T4S 10t..““ Við 29. des.: „„Do og lagaðir endar.““ Við 3. janúar 1984: „Mætt til skips, lagaðir endar og vinna á netaverkstæði JS 10 t..““ Við 4. janúar: „Vinna á netaverk- stæði JS 10t..“ Í málinu hefur verið lagt fram svohljóðandi vottorð lögskráningarstjór- ans í Miðneshreppi um skráningartímabil stefnenda á m/b Reyni GK-177 árin 1983 og 1984: „Jón Sigvaldason, skipstjóri. 1983: 3/1 - 20/S, 14/6 - 28/7 og 23/8 - 20/12. 1984: 16/1 - 31/5 og 14/7 - 10/10. Ágúst Ágústsson, vélstjóri. 1983: 3/1 - 23/6, 4/7 - 28/7 og 23/8 - 20/12. 1984: 16/1 - 31/5 og 27/7 - 3/9. Sigtryggur Þrastarson, stýrimaður. 1983: 3/1- 2/7 og 3/9 - 20/12. 1984: 16/1 - 28/3. Þorbjörn Datzko,matsveinn. 1983: 25/5 - 28/7 og 23/8 - 20/12. 1984: 16/1 - 22/6 og 8/8 - 10/10.““ Þá hefur verið lagt fram vottorð Veðurstofu Íslands um veðurlýsingu og veðurspá sem lesin var í útvarp 4. janúar 1984 kl. 11:15 og aðfaranótt 5. janúar kl. 1:00. Þar er greint frá 940 mb. lægð, sem nálgist landið úr vestri, og varað við stormi m.a. á suðvesturmiðum og Faxaflóamiðum. Spáð var 22 allhvassri suðvestanátt með storméljum um vestanvert landið þá um nótt- ina. Við aðalflutning máls þessa gáfu skýrslur stefnendur og stefndi Ólafur B. Ólafsson. Vætti báru Ásmundur Björnsson, bifreiðarstjóri hjá Miðnesi hf., Vallargötu 7, Sandgerði og Þórhallur Gíslason, hafnarvörður í Sand- gerði, Vallargötu 24, Sandgerði. Stefnendur báru að ráðningu þeirra hefði ekki verið slitið fyrir uppsögn af þeirra hálfu eða útgerðar Reynis GK á þeim tíma sem hér um ræðir. Allir nema Sigtryggur Þrastarson eru enn í skipshöfn Reynis GK og gegna sömu störfum sem fyrr að því undanskildu að Ágúst Ágústsson er nú 1. vélstjóri. Þeir lýstu þeirri skoðun að án atbeina þeirra hefði Reynir GK skemmst mjög mikið eða eyðilagst alveg. Stefnandinn Jón Bjarnar Sigvaldason kvað það hafa orðið til bjargar að unnt var að sigla Reyni GK upp í vikið (við veginn út á bryggjuna) þar sem Sjávarborg GK hefði rekið að Víði Il GK og Reyni GK rétt á eftir og upp í garðinn fyrir aftan skipin. Hann kvað ekki mundu hafa tekist að koma skipunum að bryggju án þess að nota til þess togvír og spil Reynis GK, samverkandi með vélarafli skipsins. Hann kvað Reyni GK hafa skemmst lítið. Hann kvaðst hafa verið skipstjóri á Reyni GK, þegar umrætt atvik varð, og aðrir stefnendur hefðu verið ráðnir af sér til áframhaldandi veru á vertíð sem óvíst var hvenær hæfist. Hann kvaðst hafa lagt skipinu, þaðan sem það slitnaði í umrætt sinn, samkvæmt ákvörðun hafnarvarðar og taldi það hafa legið forsvaranlega og verið vel bundið. Á tímabilinu frá því afskráð var af skipinu, 20. desember 1984, þar til lögskráð var á það að nýju, 16. janúar 1985, kvaðst hann hafa litið eftir skipinu svo sem hann hefði talið sér skylt og að auki hafi verið unnið við veiðarfæri skipsins og hefði hann fengið fyrir það greitt sem svarar tryggingarkaupi. Vélstjóra kvað hann hafa farið daglega um borð til að fylgjast með vél og miðstöð. Vegna veðurútlits kvaðst hann hafa gert ráðstafanir til að verða vakinn kl. 7 að morgni umrædds dags. Stefnandinn Sigtryggur Þrastarson kvaðst á tímabilinu 20. desember - 16. janúar hafa af og til unnið á tímakaupi á netaverkstæði við að búa til veiðarfæri fyrir Reyni GK. Einnig hefði hann fylgst með festingum skipsins og m.a. verið kvaddur af skipstjóra þeirra erinda á 3. jóladag. Kvaðst hann hafa fengið um kr. 14.000 greiddar fyrir tímabilið. Stefnandinn Þorbjörn Datzko skýrði svo frá, að á tímabilinu 20. desem- ber - 16. janúar hefði hann unnið Í tímavinnu á netaverkstæði á vegum stefndu. Hann taldi að sér hefði ekki verið skylt að fara Reyni Gk til bjargar, en er hann hefði verið til þess kvaddur hefði hann reynt að ná saman mönnunum sem höfðu verið á skipinu, og saman hefði þeim tekist að bjarga skipinu. 23 Stefnandinn Ágúst Ágústsson kvaðst hafa verið ráðinn (2. vélstjóri) á m/b Reyni GK á umræddu tímabili, 20. desember 1983 - 16. janúar 1984. Hann hafi unnið eins mikið og hann vildi sjálfur við vélbúnað og fengið greitt fyrir tímavinnu samkvæmt tímaskýrslu, sem hann skilaði sjálfur. Einnig hafi hann fylgst með festingum skipsins og taldi þær hafa verið góðar, enda togarafestingar. Hann kvað hafa gengið ágætlega að komast um borð í Reyni GK við grjótgarðinn; stefnendur hafi aðeins þurft að sæta lagi. Stefndi Ólafur B.:Ólafsson, framkvæmdastjóri Sandness sf., kvaðst hafa komið á vettvang kl. um 9:00 umræddan dag, og hefðu björgunarsveitar- menn og starfsmenn Miðness hf. þá unnið að því að koma vír frá Reyni GK fram garðinn, upp bryggjuna. Aðkoman hafi verið ljót. Sjávarborg GK hafi rekið upp að sunnanverðu en hinum megin við Reyni GK og Víði II GK verið bátar sem rekið hafði upp í fjöru og vörubifreið sem holskefla hafði hrifið með sér af hafnargarðinum. Hann greindi frá því að skipstjóri réði yfirleitt skipshöfn án þess að gerður væri skriflegur ráðningarsamning- ur. Lögskráð væri á úthöld en afskráð að þeim loknum, enda væri siglinga- tími staðfestur með lögskráningu og áhöfn væri tryggð vegna siglingar meðan skráning væri í gildi. Meðan ekki kæmi til uppsagnar væru sjómenn á samningi við útgerð og ráðnir á viðkomandi skip og lögskráðir að nýju þegar aftur væri haldið til veiða. Mennirnir fengju fulla kauptryggingu ef útgerðin byði þeim ekki vinnu í veiðihléunum. Að öðrum kosti fengju þeir tímakaup fyrir þá vinnu sem þeir inntu af hendi, og þannig hafi verið háttað um stefnendur máls þessa í umræddu hléi, frá 20. desember 1983 til 16. janúar 1984. Ásmundur Björnsson skýrði svo frá, að hann hefði, aðfaranótt S. janúar 1984, hringt að beiðni skipstjóra eins þeirra skipa, sem voru í Sandgerðis- höfn, til stefnandans Þorbjörns og beðið hann að hringja til skipstjóra og vélstjóra Reynis GK. Hann kvaðst hafa farið á suðurgarðinn og Víðir II GK og Reynir GK hafi þá verið að slitna frá. Þegar stefnendur hafi komið, eftir /% - | klst., hafi skipin verið komin upp í grjótgarðinn. Þórhallur Gíslason kvað sjógang hafa í umrætt sinn verið „„æðislegan““ og foráttubrim, þótt veðurhæð væri ekki tiltakanleg, og ófært um suður- bryggjuna í 2 klukkustundir um flóðið (kl. 6:30). Hann kvað sprengjugrjóti vera hlaðið utan á garðinn, sem skipin rak á og liggur þvert á bryggjuna, og Reynir GK hafi verið í slíkri hættu þar, að stefnendur hafi verið á síðustu stundu að ná honum. Hann sagði að þennan morgun hefði mátt búast við öllu illu þar sem stórstraumur var og djúp lægð mjög nærri land- inu, en Reynir GK og Víðir GK hefðu örugglega bjargast hefðu menn verið þar um borð. Þegar á daginn leið hafi veður batnað verulega. 24 III. A. Málsástæður stefnenda og lagarök. Stefnendur reisa kröfur sínar á því að þeir hafi bjargað m/b Reyni GK- 177 í skilningi siglingalaga nr. 66, 1963. Skipið hafi verið í bráðri hættu þar sem það barðist mannlaust utan Í grjótgarðinum. Veðurhæð var mjög mikil og hásjávað. Þar við bættist að m/b Víðir II GK-275 lá utan á skipinu og Sjávarborg GK lagðist svo utan á Víði Il GK. Stefnendur telja fullvíst að skipið hefði laskast mjög mikið og reyndar örugglega sokkið við grjót- garðinn ef þeim hefði ekki tekist að sigla því í var og síðan að bryggju. Stefnendur hafi áður verið starfsmenn hins stefnda útgerðarfélags á m/b Reyni GK-177. Þeir hafi hins vegar verið afskráðir af skipinu 20. desember 1983 og skráðir á það aftur 16. janúar 1984. Á þessum tíma hafi þeir verið kauplausir nema ef vera kynni einhver tímavinna sem greitt hafi verið sér- staklega fyrir. Stefnendur reisa því kröfur sínar á því að afstaða þeirra gagnvart hinni stefndu útgerð og hinu bjargaða skipi hafi verið hin sama og gagnvart óviðkomandi aðila. Stefnendur telja að við ákvörðun björgunarlauna beri m.a. að hafa eftir- farandi atriði í huga: a) Björgunin tókst mjög vel. b) Stefnendur þurftu að beita mikilli verklagni og fyrirhöfn við björgunina. c) M/b Reynir GK-177 var í yfirvofandi bráðri hættu, er stefnendur hófu björgunaraðgerðir. d) Stefnendur lögðu sig í verulega hættu við björgunina. e) Vátryggingarverð hins bjargaða skips $. janúar 1984 var kr. 10.000.000. Stefnendur vísa til 199. gr. og 200. gr. siglingalaga um björgunina og 3. tl. 216. gr. sömu laga um sjóveðrétt. B. Málsástæður stefndu og lagarök. Sýknukrafa stefndu byggist á því að stefnendur hafi allir verið ráðnir skipverjar á m/b Reyni GK-177 þegar atburður sá varð sem þeir krefjast björgunarlauna fyrir. Telja stefndu að ekki komi til greina að skipverjar geti krafist björgunarlauna fyrir að sinna vinnuskyldum sínum. Frekar megi álasa áhöfninni og einkum skipstjóranum fyrir að hafa ekki verið búin að koma skipinu í öruggt lægi þegar atburðurinn varð og þannig hefði hún getað komið í veg fyrir allt tjón á skipinu. Einnig verði að teljast vafasamt að Reynir GK hafi verið bundinn á öruggan og tryggan hátt, en það hafi skipstjórinn átt að sjá um. Um sýknukröfuna er vísað til skyldu skipstjóra 25 samkvæmt siglingalögum nr. 66, 1963, einkum 42. gr., svo og skyldur allra áhafnarmeðlima samkvæmt sjómannalögum nr. 67, 1963. Stefndu vísa til þeirrar venju að skipverjar á skipum slíkum sem Reyni GK séu skráðir þegar skip er á veiðum en afskráðir milli úthalda og fái þá greitt kaup samkvæmt eigin tímaskýrslum. Engum stefnenda hafi verið sagt upp, enda hafi þeir allir hafið róðra og verið skráðir á skipið, þegar það hóf veiðar 16. janúar 1984. Stefndu krefjast þess, fari svo að björgunarlaun verði dæmd, að krafa stefnanda verði stórlega lækkuð og tillit til þess tekið, að skipið hafi skemmst mikið í umrætt sinn þannig að verðmæti þess eftir björgun hafi ekki numið tryggingarfjárhæðinni, enda viðgerðarkostnaður um kr. 1.000.000. IV. Niðurstöður. Dómurinn lítur svo á að aðgerðir þær, sem nauðsynlegar voru til að koma m/b Reyni úr neyð þeirri er skipið var statt í í umrætt sinn, teljist björgun í skilningi 199. gr. siglingalaga nr. 66, 1963. Samkvæmt framburðum stefnenda og stefnda, Ólafs B. Ólafssonar, hafði ráðningu stefnenda sem skipverja á m/b Reyni GK-177 ekki verið slitið með uppsögn og afskráning þeirra hinn 20. desember 1983 leiddi ekki til þess að ráðningu lyki, sbr. 2. mgr. 18. gr. sjómannalaga nr. 67, 1963, sbr. 1. gr. laga nr. 49, 1980. Sú málsástæða stefnenda að afstaða þeirra gagnvart stefndu og skipi þeirra hafi verið hin sama og gagnvart óviðkom- andi aðila styðst því ekki við staðreyndir málsins eða lög. Þrátt fyrir orðalag 199. gr. siglingalaga þykja stefnendur ekki eiga rétt til björgunarlauna, sbr. 41. gr. sjómannalaga svo og 51. gr. sömu laga og 42. gr. siglingalaga, en óumdeilt er að þeir hafi fengið greitt fyrir störf í þágu útgerðar m/b Reynis GK-177 umrætt tímabil, er þeir voru ekki lög- skráðir. Samkvæmt framangreindu verður niðurstaða máls þessa sú að sýkna ber stefndu af öllum kröfum stefnenda í máli þessu. Dæma ber stefnendur til að greiða stefndum óskipt málskostnað, kr. 40.000. Dóm þennan kvað upp Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari, ásamt meðdómendunum Ingólfi Falssyni, fyrrum skipstjóra, og Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögfræðingi. Dómsorð: Stefndu, Ásgeir B. Ólafsson, Grétar Haraldsson, Jón Kr. Jónsson og Ólafur B. Ólafsson, persónulega og vegna Sandness sf., eru sýknað- 26 ir af öllum kröfum stefnenda, Ágústs Ágústssonar, Jóns Bjarnars Sigvaldasonar, Sigtryggs Þrastarsonar og Þorbjarnar Datzko. Stefnendur greiði óskipt stefndum málskostnað kr. 40.000. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Föstudaginn 16. janúar 1987. Nr. 186/1986. Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Júlíusi Petersen Guðjónssyni (Sveinn Snorrason hrl.) Sýknað af ákæru fyrir brot gegn 16. gr. áfengislaga. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Ríkissaksóknari skaut héraðsdómi til Hæstaréttar til sakfellingar samkvæmt ákæru með áfrýjunarstefnu 6. maí 1986. Með skírskotun til raka hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera Óraskaður. Áffrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Júlíusar Peter- sen Guðjónssonar, Sveins Snorrasonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. 27 Sératkvæði Magnúsar Þ.Torfasonar hæstaréttardómara. Svo sem segir í hinum áfrýjaða dómi er ákærði umboðsmaður fyrir kirsuberjavín það sem í málinu greinir. Hann hefur því fjár- hagslega hagsmuni af sölu áfengisins. Telja verður að afhending ákærða á kynningarbæklingum um kirsuberjavínið til veitingahúss- ins Þórscafé ásamt nokkru magni af áfengi þessu, til þess að áfengið yrði veitt gestum veitingahússins án endurgjalds í kynningarskyni og bæklingunum jafnframt dreift meðal þeirra, hafi falið í sér hvatningu til gesta um að kaupa og neyta umræddrar áfengisteg- undar. Samkvæmt því verður að telja að með háttsemi sinni hafi ákærði auglýst áfengistegund þá sem hann hafði umboð fyrir. Skiptir í því sambandi ekki máli hvort ákærði áleit að gestir þeir, sem áfengið yrði kynnt með fyrrgreindum hætti, væru allir boðs- gestir eða ekki. Atferli ákærða varðar við 4. mgr. 16. gr. áfengislaga nr. 82/1969 svo og 16. gr. reglugerðar nr. 335/1983, um sölu og veitingar áfengis, en í reglugerðarákvæði þessu segir að með auglýsingu sé m.a. átt við hvers kyns tilkynningu eða birtingu til almennings og hverja þá aðferð aðra sem felur í sér hvatningu til kaupa eða neyslu áfengis. Refsingu ákærða samkvæmt 33. gr. áfengislaga tel ég að ætti að ákveða 25.000,00 króna sekt í ríkissjóð en í stað sektar komi 10 daga varðhald verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms. Þá tel ég að dæma beri ákærða til að greiða allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og laun skipaðs talsmanns hans fyrir Hæstarétti, Sveins Snorrasonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 7. mars 1986. Ár 1986, föstudaginn 7. mars, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Ingibjörgu Benediktsdóttur sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 146/1986: Ákæruvaldið gegn Júlíusi Petersen Guðjónssyni, sem tekið var til dóms þann 10. f.m. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 20. nóvem- ber sl., á hendur ákærða, „Júlíusi Petersen Guðjónssyni stórkaupmanni, Kvistalandi 19, Reykjavík, fæddum 6. janúar 1934 í Reykjavík, fyrir 28 áfengislagabrot með því að hafa sem umboðsmaður danskra vínframleið- enda staðið að auglýsingu á dönskum kirsuberjavínum „,Kirsberry, Danish Kirsberry““ á samkomu í veitingahúsinu Þórscafé í Reykjavík þann 27. janúar 1985 með því að láta þar af hendi til dreifingar myndskreyttan bækl- ing fyrir greinda víntegund og marskyns blöndur úr því áfengi og ennfremur látið af hendi til kynningar á áfenginu nokkurt magn af áfenginu, sem veitt var samkomugestum án endurgjalds. Telst ákærði með framanlýstum hætti hafa brotið gegn banni við áfengis- auglýsingum samkvæmt 4. mgr. 16. gr. áfengislaga nr. 82, 1969 og 16. gr. reglugerðar nr. 335, 1983 um sölu og veitingar áfengis. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar samkvæmt 33. gr. áfengislaga, sbr. lög nr. 52, 1978 og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir eru þessir: Sunnudaginn 17. febrúar 1985 fóru 2 eftirlitsmenn með vínveitingahúsum í Reykjavík í veitingahúsið Þorscafé, Brautarholti 20 hér í borg, vegna kæru sem þeim hafði borist frá áfengisvarnarnefnd Reykjavíkur með bréfi dags. 28. janúar 1985. Höfðu eftirlitsmennirnir tal af Kristni Guðmundssyni veitingastjóra, sem kvað að hinn 27. janúar þar á undan hefði farið fram vínkynning í húsinu fyrir boðsgesti og gesti sem höfðu keypt sig inn og hefði kynningin farið fram á neðri hæð hússins á tímabilinu frá kl. 19:00 - 20:00. Hefði kynningin verið á vegum Þórscafé og fyrirtækisins Júlíus P. Guðjónsson. Hefði bæklingum verið dreift á borð og gestir fengið að bragða á víni því, sem kynnt var, en það hefði verið kirsuberjavín. Kvað veitingastjórinn ennfremur að hið auglýsta vín hefði verið til sölu í húsinu. Hefði tilgangur hússins með kynningunni verið sá að fá ókeypis áfengi fyrir gesti til að bragða, en tilgangur fyrirtækisins að fá auglýsingu. Ákærði var yfirheyrður hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík þann 1. júlí sl. Ákærði kvaðst vera umboðsmaður fyrir danskt kirsuberja- vín sem framleitt er af fyrirtæki sem heitir „Better brands““. Kvað ákærði að leitað hafi verið til hans af veitingahúsinu Þórscafé og spurst fyrir um það hvort ákærði vildi kynna vín þann 27. janúar 1985, en það kvöld var ferðakynning í veitingahúsinu. Ákærði kvaðst hafa orðið við þessari beiðni og lagt til kirsuberjavín sem gestum var boðið upp á ókeypis. Einnig lagði ákærði til bæklinga sem fylgja málinu, til dreifingar meðal gesta sem hafi verið boðsgestir. Ákærði kvaðst að öðru leyti ekki geta sagt til um hvernig kynningin fór fram þar sem hann hafi ekki verið viðstaddur hana. Ákærði kom fyrir dóm þann 20. desember sl. Var framburður hans á sama veg og fyrir lögreglu að öðru leyti en því að hann kvaðst engin fyrir- mæli hafa gefið um hvernig dreifa skyldi umræddum bæklingum. Taldi hann að ekki hefði verið um það samkomulag milli hans og veitingastjórans 29 að bæklingnum yrði dreift á borð veitingahúsgesta, en samkomulag hefði verið um það að veita boðsgestum ofangreinda víntegund ókeypis. Vitnið Kristinn Guðmundsson veitingastjóri, Engjaseli 17, Reykjavík, var yfirheyrt hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík þann 12. júní sl. og var vitnið þá yfirheyrt sem sakborningur. Vitnið skýrði svo frá að sunnudagskvöldið 27. janúar 1985 hafi verið ferðakynning í Þórscafé. Hafi kynningin farið fram á neðri hæð hússins frá kl. 19:00 til kl. 20:00. Hafi bæði verið í húsinu boðsgestir og gestir, sem keyptu sig inn í húsið. Hafi verið boðið upp á ókeypis drykki, og hafi verið um að ræða vínið Kirsberry. Hafi vínið verið lagt til af umboðsmanni þess, ákærða í máli þessu. Jafnframt kvað vitnið að bæklingum um vínið hafi verið dreift á öll borð gesta. Vitnið kom fyrir dóm út af máli þessu sama dag og ákærði. Bar vitnið á sama veg og að framan greinir. Vitnið minnti að það hefði farið þess á leit við ákærða að hann léti því í té áfengi til kynningar á umræddri ferðakynningu. Vitnið minnti að það hafi rætt um það við ákærða að vínið yrði eingöngu fyrir boðsgesti. Vitnið kvað ákærða hafa látið veitingahúsinu í té bæklinga þá, sem dreift var á borð veitingahúsgesta. Það mundi ekki hvort ákærði bað um að bæklingunum yrði dreift. Með bréfi ríkissaksóknara, dagsettu 1. ágúst 1985 var samþykkt að máli þessu yrði lokið með dómsátt, enda féllust ákærði og nefndur Kristinn Guðmundsson á að greiða hæfilegar sektir fyrir brot á 16. gr. reglugerðar nr. 335/1983 og 16. gr. áfengislaganna. Var máli Kristins lokið með dóm- sátt, en ákærði hafnaði því boði, þar sem hann taldi að ekki hefði verið um auglýsingu á nefndri áfengistegund að ræða umrætt sinn. Niðurstöður: Í 4. mgr. 16. gr. áfengislaga nr. 82/1969 segir svo: „„Áfengisauglýsingar eru bannaðar.““ Í 16. gr. reglugerðar nr. 335/1983 um sölu og veitingar áfengis, sem sett er samkvæmt heimild í áfengislögum nr. 82/1969, segir m.a. að með auglýs- ingu sé átt við hvers kyns tilkynningu eða birtingu til almennings og hverja þá aðferð aðra sem felur í sér hvatningu til kaupa eða neyslu áfengis. Í áfengislögunum er ekki að finna skýrgreiningu á hugtakinu áfengisaug- lýsing. Í lögunum er heldur ekki vikið að því að hugtakið skuli nánar skil- greint í reglugerð. Í 5. mgr. 16. gr. framangreindrar reglugerðar (sic) segir aðeins að nánari ákvæði skuli setja í reglugerð. Með hliðsjón af þessu og því að með banni á áfengisauglýsingum er ákvæðum 72. gr. stjórnarskrár- innar um prentfrelsi settar skorður, verður að túlka hugtakið „„auglýsing““ í reglugerðinni þröngt, enda á hin rúma skýring hugtaksins ekki stoð í áfengislögum sbr. hæstaréttardóm frá 5. desember sl. í málinu nr. 73/1985. 30 Háttsemi ákærða var til þess fallin að hvetja gesti veitingahússins til kaupa og neyslu á áfengistegund þeirri sem hann var umboðsmaður fyrir, enda hlaut það að vaka fyrir ákærða sem hafði af því fjárhagslega hags- muni. Ef litið er til framburðar ákærða og vitnisins Kristins Guðmundsson- ar þykir hins vegar ekki í ljós leitt að ákærði hafi vitað eða mátt vita að öðrum gestum veitingahússins en boðsgestum yrði veitt áfengið og látinn bæklingurinn í té. Slíkur afmarkaður hópur getur að mati dómsins ekki talist almenningur, sbr. framangreint reglugerðarákvæði, en þar er fyrirvari gerður um tilkynningu eða birtingu til almennings. Sá fyrirvari hlýtur einnig að taka til annarra þeirra aðferða sem fallið geta undir hugtakið auglýsing, sé litið til hinnar þröngu lögskýringar á hugtakinu. Í ljósi þess sem að framan getur lítur dómurinn svo á að ekki hafi verið um áfengisauglýsingu af hálfu ákærða að ræða í merkingu áfengislaga, og ber því að sýkna hann af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu og sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verj- anda, Gissurar V. Kristjánssonar hdl., sem þykja hæfilega ákveðin 10.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Júlíus Petersen Guðjónsson, skal vera sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Gissurar V. Kristjánssonar hdl. 31 Föstudaginn 16. janúar 1987. Nr. 15/1987. Ákæruvaldið gegn Elspu Sigríði Salberg Elísdóttur Kærumál. Frestur. Máli vísað frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Varnaraðili hefur með skírskotun til 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/ 1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 13. janúar 1987 sem barst Hæstarétti 14. s.m. Krefst varnaraðili þess aðallega að úrskurðurinn verði felldur úr gildi en til vara að gæslu- varðhaldstími verði styttur. Þá krefst hann og kærumálskostnaðar. Af hálfu ríkissaksóknara er krafist staðfestingar úrskurðarins. Hinn kærði úrskurður var kveðinn upp í sakadómi Akureyrar hinn 11. janúar 1987 kl. 19:35 að viðstöddum varnaraðilja og réttar- gæslumanni hans. Kærufrestur samkvæmt upphafsákvæði 2. máls- greinar 174. greinar laga nr. 74/1974 var því liðinn er kærunni var lýst. Verður kærumálinu því vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður sakadóms Akureyrar 11. janúar 1987. Ár 1987, sunnudaginn 11. janúar er á dómþingi sakadóms Akureyrar, sem háð er í lögreglustöðinni við Þórunnarstræti af Ólafi Ólafssyni dómarafulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi: Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur krafist þess, að Elspa Sigríður Salberg Elísdóttir, fædd 6. ágúst 1946 á Akureyri, til heimilis að Móasíðu 4 f, Akureyri, verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot gegn XXIII. kafla sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Málavextir eru þeir, að aðfaranótt laugardagsins 10. þ.m. kl. 05:40 var tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri að kærða Elspa Sigríður hefði þá skömmu áður farið frá heimili sínu með hníf í hendi og haft á orði að 32 hún hygðist svipta fyrrverandi eiginmann sinn, Hrafn Óskarsson, lífi. Fylgdi tilkynningunni, að kærða hefði farið á bifreiðinni A-8326. Lögreglan fann bifreiðina A-8326, Dodge Valient, fljótlega við fjölbýlishúsið Smára- hlíð 7. Við athugun sáu lögreglumenn, er á vettvang fóru, að búið var að brjóta rúðu í svalahurð í íbúð á jarðhæð. Þar inni á stofugólfi lágu kærða og Hrafn Óskarsson í hörðum átöku. Var kærða með búrhníf í hægri hendi. Hún var undir áhrifum áfengis. Kærða var mjög æst er hún var handtekin og hafði í hótunum um að svipta Hrafn lífi síðar. Við skýrslutöku hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri í gær, svo og fyrir dómi, játaði kærða að hafa farið frá heimili sínu og að íbúð í fjölbýlishús- inu Smárahlíð 7 b, brotist þar í gegnum rúðu og síðan ráðist að fyrrverandi eiginmanni, Hrafni Óskarssyni, með búrhniíf. Rannsókn máls þessa er á frumstigi. Eftir er að yfirheyra vitni og afla sýnilegra sönnunargagna. Með hliðsjón af framansögðu og með vísan til 1., 4. og 6. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 ber að taka kröfu rannsóknarlögreglu til greina og skal kærða sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 10. febrúar 1987, klukkan 17:00. Brot það, sem kærða er grunuð um, gæti varðað hana fangelsisrefsingu skv. ákv. XXIII. kafla sbr. 20. gr. alm. hgl. og er því ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar ekki til fyrirstöðu. Þá ber með vísan til 2. tl. d-liðar 75. gr. laga nr. 74, 1974, að ákveða að kærða skuli á gæsluvarðhaldstímanum gangast undir geðheilbrigðisrann- sókn. Úrskurðarorð: Kærða, Elspa Sigríður Salberg Elísdóttir, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 10. febrúar 1987, klukkan 17:00. Kærða skal á gæsluvarðhaldstímanum gangast undir geðheilbrigðis- rannsókn. 33 Föstudaginn 16. janúar 1987. Nr. 205/1986. Axel Ström Oskarsson gegn Malbikunarstöð Reykjavíkur Frestur. Úrskurður Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jonsson og Halldór Þorbjörnsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. júlí 1986, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. Áfrýjað er fjárnámsgerð, er fram fór í fógetarétti Kjósarsýslu 4. október 1985. Málið var þingfest í Hæstarétti 4. október 1986 og þá frestað í þrjá mánuði til 7. janúar 1987. Krafðist áfrýjandi þá frekari frests til framlagn- ingar ágrips í málinu, aðallega til aprílmánaðar, en til vara styttri frests. Stefndi mótmælti frekari fresti og krafðist þess, að málið yrði fellt niður, svo og ómakslauna úr hendi áfrýjanda. Áfrýjandi kveðst hafa beðist dómsgerða í málinu með bréfi 18. júlí 1986, en eigi fengið þær í hendur enn, þrátt fyrir ítrekaðar óskir í desember sl. Þegar þetta er haft í huga, svo og ákvæði 41. gr. laga nr. 75/1973, þykir rétt að veita áfrýjanda frest til 2. febrúar 1987. Krafa stefnda um ómakslaun er ekki tekin til greina. Ályktarorð: Málinu er frestað til 2. febrúar 1987. Krafa stefnda um ómakslaun er ekki tekin til greina. 34 Fimmtudaginn 22. janúar 1987. Nr. 1/1987. M gegn K og Barða Þórhallssyni bæjarfógeta. Kærumál. Öflun sönnunargagna. Úrskurður úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Sóknaraðili hefur skotið málinu til Hæstaréttar með kæru 18. desember 1986, en hann fékk vitneskju um hinn kærða úrskurð 16. s.m. og barst kæran Hæstarétti 5. janúar 1987. Hann krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi „„og dómara beri að láta gera umbeðna blóðrannsókn.“ Þá krefst hann kærumálskostn- aðar. Frá varnaraðilum hafa hvorki borist kröfur né greinargerð, en varnaraðila K var samkvæmt gögnum, sem bárust Hæstarétti 20. þ.m., tilkynnt um kæruna 20. desember sl. Með bréfi 26. maí 1986 fór lögmaður sóknaraðila þess á leit við bæjarfógetann á Ólafsfirði, að hann hlutaðist til um að gerð yrði blóðrannsókn á varnaraðila K og syni hennar D, sem fæddur er „.., til þess að fá úr því skorið hvort sóknaraðili geti verið faðir hans. Sóknaraðili hafði á sínum tíma undirritað faðernisviðurkenn- ingu um að hann væri faðir drengsins og bæjarfógetinn á Akureyri kvað upp meðlagsúrskurð á hendur sóknaraðila hinn 19. júlí 1971. Skilja verður framangreint bréf lögmanns sóknaraðila sem beiðni um öflun sönnunargagna, sem rennt geti stoðum undir kröfugerð sóknaraðila í dómsmáli, sem hann kunni síðar að höfða gegn K til ógildingar á faðernisviðurkenningu hans. Mál höfðað í framangreindu skyni mundi eiga að reka sem einka- mál. Ef úrskurða þurfti um beiðni sóknaraðila bar að gera það á bæjarþingi en ekki í sakadómi. Um málskot á synjunarúrskurði hefði þá farið eftir þeim réttarreglum sem gilda í einkamálum. Nú tók héraðsdómari beiðni sóknaraðila fyrir Í sakadómi og kvað upp úrskurð sinn í þeim dómi. Af því þykir þó ekki fortakslaust eiga 35 að leiða, að úrskurðinn hafi ekki mátt bera undir Hæstarétt nema kæru væri lýst innan þess frests sem til er tekinn í upphafsákvæði 2. mgr. 174. gr. laga nr. 74/1974. Verður að telja að eins og hér stóð á hafi sóknaraðili, allt um þennan annmarka á málsmeðferð- inni, mátt kæra úrskurðinn til Hæstaréttar á þeim fresti sem settur er í 22. gr. laga nr. 75/1973, sbr. f-lið 1. tl. 21. gr. þeirra laga. Þar sem héraðsdómari kvað úrskurðinn upp í sakadómi og gerði eigi heldur, svo að séð verði, varnaraðila K aðvart um beiðnina, áður en úrskurðurinn var kveðinn upp, þykir ekki verða komist hjá því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Kemur þá ekki til álita, hvort lög hafi annars staðið til þess að taka hefði átt til greina þá beiðni sóknaraðila, sem lögð var fyrir héraðsdómara. Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður sakadóms Ólafsfjarðar 5. nóvember 1986. Með bréfi dags. 26. maí 1986 fer Jón Kr. Sólnes hrl. þess á leit að gerð verði blóðrannsókn á K og syni hennar D til að fá úr því skorið hvort umbjóðandi hans M geti verið faðir drengsins D. Málavextir: Þann 19. júlí 1971 kvað bæjarfógetinn á Akureyri upp meðlagsúrskurð á hendur sóknaraðila eftir að hann hafði skrifað undir faðernisviðurkenn- ingu um að hann væri faðir drengsins D. Nú telur sóknaraðili að varnaraðili hafi haft mök við aðra karlmenn á getnaðartíma barnsins og að auki hafi hann ekki haft mök við varnaraðila á líklegasta getnaðartíma barnsins. Niðurstaða: Sóknaraðili telur sig hafa með svikum verið látinn undirrita faðernis- viðurkenningu. Ljóst er að skv. 2. mgr. 58. gr. barnalaga nr. 9, 1981 er III. og IV. kafla þeirra einungis ætlað að taka til þeirra barna, sem fædd eru eftir gildistöku laganna en lögin tóku gildi 1. janúar 1982. Í 3. kafla laganna er í 10. gr. fjallað um það ef faðernisviðurkenning er fengin með svikum. Drengurinn, sem hér um ræðir, er orðinn 15 ára gamall og því tæplega 11 ára er lögin tóku gildi. 36 Samkvæmt því og með vísun til 13. gr. barnalaganna og 5. mgr. 58. gr. s.1. ber að hafna beiðni um blóðrannsókn á varnaraðila og syni hennar. Úrskurðarorð: Hafnað er beiðni um blóðrannsókn á varnaraðila og syni hennar í máli þessu. Fimmtudaginn 22. janúar 1987. Nr. O7/1987. Ákæruvaldið gegn Ágúst Þór Sigurðssyni Atla Þór Jóhannessyni Einari Sturlusyni Matthildi Kristensdóttur og Bergmanni Gunnarssyni Kærumál. Ákæra. Frávísunardómur úr gildi felldur. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Ríkissaksóknari hefur skotið hinum kærða frávísunardómi til Hæstaréttar með kæru 8. janúar 1987 með heimild í 3. tl. 171. gr. laga nr. 74/1974, en þann dag virðist hann fyrst hafa fengið vitneskju um uppsögu dómsins. Barst kæran Hæstarétti 9. janúar 1987. Af hálfu ríkissaksóknara er þess krafist að hinn kærði frávís- unardómur verði felldur úr gildi og héraðsdómara dæmt skylt að kveða upp efnisdóm í málinu samkvæmt ákæruskjali útgefnu á hendur ákærðu 8. ágúst 1986. Héraðsdómari hefur tilkynnt ákærðu um kæruna en frá þeim hafa hvorki borist kröfur né greinargerð. Ekkert hinna ákærðu heldur uppi vörnum í málinu. Þeim var öllum birt ákæran í sakadómi og yfirheyrð þar um málsatvik. Af 37 skýrslum þeirra verður ráðið, að ákærðu Ágúst Þór Sigurðssyni, Atla Þór Jóhannessyni og Einari Sturlusyni, sem ákærðir eru fyrir brot á 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, duldist ekki að þeim væri gefið að sök að hafa átt hlut að því að stela mjólkur- vörum frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og selja ákærðu Matthildi Kristensdóttur og Bergmanni Gunnarssyni. Sá þáttur í verknaðarlýsingu í ákæru að fyrrgreindir þrír ákærðu hafi selt vörurnar „í verslunum meðákærðu““, þykir ekki geta valdið mis- skilningi, enda er um þetta í ákæru vísað til ákæruliða A-C þar sem nánar segir um sölu varanna til ákærðu Matthildar og Berg- manns. Verknaðarlýsingu í ákæru að því er tekur til ákærðu Matthildar og Bergmanns er að vísu áfátt. Af skýrslum þeirra fyrir sakadóm- inum þykir þó mega ráða að þeim hafi verið alveg ljóst að þau væru ákærð fyrir að taka við mjólkurvörum af öðrum ákærðu sem þeir hefðu aflað með auðgunarbroti. Þegar framangreint er virt, og haft í huga að brot það sem refsing er lögð við í 263. gr. almennra hegningarlaga hefur ekki sérstakt heiti að lögum, þykja þeir annmarkar sem eru á ákærunni um verknaðarlýsingu og tilgreiningu brota ekki slíkir að alveg næg ástæða sé til að vísa ákærunni frá sakadóminum. Ber því að fella hinn kærða frávísunardóm úr gildi og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu dóms. Dómsorð: Hinn kærði frávísunardómur er úr gildi felldur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppsögu efnis- dóms. Dómur sakadóms Reykjavíkur 22. desember 1986. Ár 1986, mánudaginn 22. desember var á dómþingi sakadóms Reykjavík- ur, sem háð var í Borgartúni 7 af Arngrími Ísberg sakadómara, kveðinn upp frávísunardómur þessi í málinu nr. 683-687/1986: Ákæruvaldið gegn Á gústi Þór Sigurðssyni, Atla þór Jóhannessyni, Einari Sturlusyni, Matthildi Kristensdóttur og Bergmanni Gunnarssyni, er dómtekið var þann 18. desember sl. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara dagsettu 8. ágúst sl. 38 gegn „1. Ágústi Þór Sigurðssyni, laganema, Blönduhlíð 10, Reykjavík, fæddum þar í borg 25. júlí 1963, 1. Atla Þór Jóhannessyni, nemanda, Teigagerði 11, Reykjavík, fæddum þar í borg 30. nóvember 1965, 3. Einari Sturlusyni, bifreiðarstjóra, Langholtsvegi 87, Reykjavík, fæddum þar í borg 22. september 1964, 4. Matthildi Kristensdóttur, kaupmanni, Fljótaseli 36, Reykjavík, fæddri 4. ágúst 1953 í Hafnarfirði og 5. Bergmanni Gunnarssyni, kaupmanni, Akurgerði við Nesveg, Seltjarnarnesi, fæddum 18. janúar 1932 að Morastöðum, Kjósarhreppi, Kjósarsýslu. Gegn ákærðu, Ágústi Þór, Atla Þór og Einari er málið höfðað fyrir að hafa, þeir tveir fyrrnefndu á tímabilinu júlí og ágúst 1985 en ákærði Einar á tímabilinu ágúst og september 1985 og frá nóvember 1985 og fram í janúar 1986, í starfi hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík við dreifingu á mjólk og mjólkurvörum til verslana í Reykjavík og nágrannabæjum, orðið sér, með aðstoð samstarfsmanna á vinnustað, úti um mjólkurvörur, um- fram þær vörur, sem þeir áttu að keyra út til verslana hverju sinni, og að hafa selt þær vörur í verslunum meðákærðu, eins og rakið verður í ákæruliðum A-C, fyrir því sem næst helming af skráðu söluverði varanna. Söluandvirði fénýttu ákærðu sjálfum sér til handa, en í stöku tilfellum skiptu þeir og skiluðu, einkum ákærði Einar, samstarfsmönnum sínum í mjólkurstöð hluta söluandvirðisins. A. Gegn ákærðu Ágústi Þór, Atla Þór og Matthildi. Ákærðu Ágústi Þór og Atla Þór er gefið að sök að hafa í júlí og ágúst, er þeir störfuðu saman á útkeyrslubifreið frá Mjólkursamsölunni, selt með- ákærðu Matthildi, sem ásamt eiginmanni sínum á og rekur Söluturninn, Melabraut 57, Seltjarnarnesi, mjólk er þeir höfðu komist yfir með framan- greindum hætti fyrst í 5 afhendingum í fyrri hluta júlí 1985 fyrir samtals kr. 4.000, sem þeir fengu greitt Í peningum, en síðan í 12 afhendingum, og þá oftast einn vagn af mjólk, 180 lítra hverju sinni, til og með 9. ágúst 1985, fyrir samtals kr. 32.400, sem ákærðu fengu greitt með jafnmörgum tékkum. Söluandvirðinu skiptu ákærðu að jöfnu og fénýttu í eigin þarfir. Gegn ákærða Atla Þór og Matthildi er málið höfðað fyrir sams konar viðskipti með 180 lítra af mjólk þann 13. ágúst 1985. Söluandvirðið, kr. 3.600, var greitt ákærða Atla Þór með tékka. B. Gegn ákærðu Atla Þór, Einari og Matthildi. Ákærðu Atla Þór, Einari og Matthildi er gefið að sök að hafa í beinu framhaldi átt saman sams konar viðskipti í þremur afhendingum í ágúst 1985, einn vagn af mjólk hverju sinni, alls 540 lítrar, fyrir samtals krónur 10.800, sem ákærðu Atli Þór og Einar fengu greitt með jafnmörgum tékk- um og skiptu að jöfnu og fénýttu í eigin þarfir. 39 Gegn ákærðu Einari og Matthildi er málið höfðað fyrir framhald sams konar viðskipta; 4 afhendingar á tímabilinu 30 ágúst til 27. september 1985 á einum vagni af mjólk hverju sinni fyrir samtals kr. 14.400, og síðan 15 afhendingar á tímabilinu 4. nóvember 1985, til 17. janúar 1986, oftast einn vagn af mjólk hverju sinni, en í þremur tilvikum nokkurt magn af rjóma og skyri, og söluverð fyrir varninginn í heild var kr. 72.884, sem ákærða Matthildur greiddi ákærða Einari í 15 tékkum og hann fénýtti í eigin þarfir. C.. Gegn ákærðu Atla Þór, Einari og Bergmanni. Ákærðu Atla Þór og Einari er gefið að sök að hafa í ágúst 1985, er þeir störfuðu saman á útkeyrslubifreið frá Mjólkursamsölunni, selt með- ákærða Bergmanni, sem ásamt eiginkonu sinni á og rekur verslunina Vega- mót, Vegamótum við Nesveg, Seltjarnarnesi, mjólkurvörur, sem þeir höfðu komist yfir með framangreindum hætti, fyrir samtals kr. 42.687, sem með- ákærði Bergmann greiddi ákærðu með tveimur tékkum, öðrum útgefnum 16. ágúst 1985, kr. 21.579, en hinum útgefnum 23. sama mánaðar, kr. 21.099. Söluandvirðinu skiptu ákærðu að jöfnu og fénýttu í eigin þarfir. Brot ákærðu Ágústs Þórs, Atla Þórs og Einars, sem að framan er lýst, teljast varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, en brot annarra meðákærðu teljast varða við 263. gr. sömu laga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ Málavextir: Þann 25. janúar sl. kærði Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. til Rann- sóknarlögreglu ríkisins yfir þjófnaði á framleiðsluvörum Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík. Við rannsókn málsins viðurkenndi nokkur fjöldi þá- verandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins að hafa um nokkurra mánaða skeið tekið að ófrjálsu vörur frá því og selt kaupmönnum í Reykja- vík og nágrannabæjum fyrir hálfvirði eða % af heildsöluverði. Þau sem ákærð eru í þessu máli eru aðeins hluti af þeim sem við sögu koma en þáttur þeirra var tekinn út úr málinu í heild og þau ákærð sérstaklega. Verður nú framburður hvers um sig rakinn með tilliti til þess sem hann er ákærður fyrir. Ákærði, Ágúst Þór Sigurðsson, kvaðst hafa byrjað vinnu hjá Mjólkur- samsölunni í júní 1985 og í júlí sama ár farið að vinna með meðákærða Atla Þór. Hann komst að því, að meðákærði seldi meðákærðu Matthildi stolnar mjólkurvörur og fór hann sjálfur að taka þátt í þessum viðskiptum. Hann kvað þá félaga sjálfa hafa stolið þessum vörum af afgreiðslulager Mjólkursamsölunnar og því ekki notið til þess aðstoðar samstarfsmanna eins og í ákæru segir. Hann stundaði þessi viðskipti allt þar til hann hætti 40 störfum í ágúst. Ákærði viðurkenndi sem réttar tölur þær, sem tilgreindar eru í ákæru varðandi afhendingar, vörumagn og greiðslur til sín. Ákærði, Atli Þór Jóhannesson, hóf störf hjá Mjólkursamsölunni um mánaðamótin maí-júní 1985. Vann hann fyrst með manni að nafni Guðmundur. Saman hófu þeir að selja meðákærðu Matthildi mjólkurvör- ur, sem þeir stálu af afgreiðslulager fyrirtækisins. Þegar Guðmundur hætti fór ákærði að vinna með meðákærða Ágústi Þór. Sagði ákærði honum frá þessum viðskiptum og fór meðákærði að taka þátt í þeim. Þegar svo meðákærði Ágúst Þór hætti störfum fór ákærði að vinna með meðákærða Einari, sem svo að segja strax fór að taka þátt í þessu. Þeir sammæltust svo fljótlega um að bjóða meðákærða Bergmanni vörur, sem þeir öfluðu á sama hátt. Kvaðst ákærði hafa stundað þessa iðju allt þar til hann hætti störfum hjá fyrirtækinu. Ákærði hefur viðurkennt að í ákæru sé rétt greint frá afhendingum, vörumagni og greiðslum til sín. Ákærði, Einar Sturluson, hóf störf hjá Mjólkursamsölunni í júní-júlí 1985. Í ágúst byrjaði hann að vinna með meðákærða Atla Þór, sem sagði honum frá áðurgreindum viðskiptum við meðákærðu Matthildi. Ákærði fór þá að taka þátt í þeim og saman stofnuðu þeir til viðskipta við með- ákærða Bergmann með stolnar mjólkurvörur. Í fyrstu kvað hann þá sjálfa hafa stolið vörunum en síðar notið til þess aðstoðar samstarfsmanna, er störfuðu á lager fyrirtækisins og fengu í staðinn hlut í greiðslum frá með- ákærðu Matthildi og Bergmanni. Eftir að meðákærði Atli Þór hætti störf- um hélt ákærði áfram viðskiptum sinum við meðákærðu Matthildi en síðar fór maður að nafni Gunnar Gunnarsson að taka þátt í þeim. Hans er að engu getið í ákærunni. Eftir það skiptust greiðslur milli þeirra tveggja og eins manns á lager. Ákærði hefur viðurkennt að í ákæru séu rétt tilgreindar afhendingar, vörur og greiðslur hvað hann varðar á því tímabili er þar um ræðir. Ákærða Matthildur Kristensdóttir hefur fyrir rannsóknarlögreglu og dómi viðurkennt að hafa keypt mjólkurvörur af meðákærðu og greitt fyrir þær eins og rakið er í ákæru. Hún kvaðst í fyrstu hafa verið grandalaus um þessi viðskipti en brátt komist að hinu sanna. Engu að síður hélt hún áfram að kaupa af meðákærðu eftir að henni varð fullljóst að þeir væru að selja henni stolnar vörur. Ákærði, Bergmann Gunnarsson, hefur fyrir rannsóknarlögreglu og dómi viðurkennt að hafa keypt mjólkurvörur af meðákærðu Atla Þór og Einari og greitt fyrir þær svo sem greinir í ákæru. Hann kvað sér hafa verið full- ljóst frá upphafi að um stolnar vörur var að ræða. Öll hin ákærðu báru fyrir dómi að Mjókursamsalan hefði gert skaða- bótakröfur á hendur þeim og myndu þau greiða bæturnar þegar eftir þeim yrði gengið. 41 Niðurstöður: Skv. 3. tl. 2. mgr. 115. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála skal í ákæru greina „hvert það brot, sem sök er gefin á, stað og stund eftir föngum, er það er talið framið, það heiti, sem það hefur í lögum, og aðra skilgreiningu, og loks það eða þau lagaákvæði, sem það er talið varða við.““ Mikið skortir á, að ákæran í máli þessu fullnægi þessum skil- yrðum. 1) Heiti brotanna, sem ákærðu er gefið að sök að hafa framið, eru ekki nefnd. 2) Varðandi ákærðu Ágúst Þór, Atla Þór og Einar er notað orðasambandið „,að verða sér úti um““ en brot þeirra er talið varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 3) Þá skortir á að verknaðarlýsing sé eins glögg og vera þyrfti, til dæmis er því í engu lýst hvernig hinir ákærðu „með aðstoð samstarfsmanna á vinnustað“ ... „urðu sér úti um mjólkur- vörur““. 4) Ákærðu eru síðan sagðir hafa selt vörurnar „í verslunum með- ákærðu““. Síðar í ákærunni er sagt að þeir hafi selt þær meðákærðu Matt- hildi og Bergmanni. Enga frekari verknaðarlýsingu er að finna á ætluðu broti ákærðu Matthildar og Bergmanns og ekki er ætluðu broti þeirra gefið heiti. Að framansögðu má ljóst vera að ákæran í málinu uppfyllir engan veginn skilyrði 3. tl. 2. mgr. 115. gr. laga nr. 74, 1974. Atriði þau, sem nefnd voru hér að framan, eru ekki aukaatriði þannig að ekki verður úr vankönt- um þessum bætt skv. heimild í 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74, 1974. Ber því að vísa ákærunni frá sakadómi og leggja allan sakarkostnað á ríkissjóð. Dómsorð: Ákæru í málinu er vísað frá sakadómi. Málskostnaður greiðist úr ríkissjóði. 42 Fimmtudaginn 22. janúar 1987. Nr. 27/1986. Byggingafélagið Ármannsfell h/f (Brynjólfur Kjartansson hrl.) gegn eigendum húseignarinnar Espigerði 2, Reykjavík, þeim Braga Norðdahl Sigurði Sigurðssyni Leifi Þorbjarnarsyni Jakob Jónssyni Þóru Einarsdóttur Maríu Pétursdóttur Jóni Karlssyni Sigríði Eggertsdóttur Guðríði Þorsteinsdóttur Stefáni R. Kristinssyni Rudolf Nielsen Ingileif Káradóttur Sigurði Matthíassyni Sigríði Theodórsdóttur Gunnari Guðmundssyni Kára Jónassyni Huldu Kristjánsdóttur Ólafi Guðjónssyni Ingólfi Theodórssyni Guðmundi A. Björnssyni Halldóri Eyjólfssyni Dagbjörtu Þórðardóttur Sigrúnu Aspelund Ríkarði Mássyni Fasteign. Gallar. Skaðabætur. Tómasi A. Tómassyni Perlu Kolka Óskari Jónssyni Arndísi Jónsdóttur Helgu Karlsdóttur Örnólfi Hall Sólveigu Búadóttur Guðfinnu Guðnadóttur Magnúsi Sigurðssyni Pétri Esrasyni Ástu Á gústsdóttur Nönnu Á gústsdóttur Ásmundi Guðbjörnssyni Þórarni Sigþórssyni Ásbirni Einarssyni Íslenskum Aðalverktökum s/f Sigrúnu C. Barker Skúla B. Barker Sigurði Sigurðssyni Teiti Guðmundssyni Geir Hallgeirssyni og Hjördísi Jónsdóttur (Ólafur Gústafsson hrl.) Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason og Halldór Þor- björnsson og Stefán Már Stefánsson prófessor. 43 Eftir uppsögu héraðsdóms hefur orðið sú breyting á varnaraðild málsins, að eigendaskipti hafa orðið á sex íbúðum að Espigerði 2. Hafa hinir nýju eigendur tekið við málsaðildinni í stað fyrri eigenda skv. 53. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 14: gr. laga nr. 28/1981 og 58. gr. laga nr. 75/1973 sem hér greinir: 1. Sigurður Sigurðsson, nnr. 7899-1267, Espigerði 2, Reykjavík, sem þinglýstur eigandi íbúðar á 2. hæð C í stað Guðmundar Jónas- sonar og Kolbrúnar Carlsen. 2. Tómas A. Tómasson, nnr. 8904-8729, Espigerði 2, Reykja- vík, (búsettur í Brussel, Belgíu), þinglýstur eigandi íbúðar á 4. hæð E í stað Þóru Margrétar Guðleifsdóttur. 3. Arndís Jónsdóttir, nnr. 0472-4291, Espigerði 2, Reykjavík og Helga Karlsdóttir, nnr. 3919-4902, s.st. sem þinglýstir eigendur íbúðar á 6. hæð F í stað Árna Magnússonar. 4. Guðfinna Guðnadóttir, nnr. 2876-1449, Espigerði 2, Reykja- vík (búsett í Luxemburg), sem þinglýstur eigandi íbúðar á 6. hæð H í stað Margrétar Guðmundsdóttur og Garðars B. Einarssonar. 5. Sigrún C. Barker, nnr. 7689-6550, Espigerði 2, Reykjavík og Skúli B. Barker, nnnr. 8168-8761, s.st., sem þinglýstir eigendur íbúðar á 8. hæð E í stað Sigurðar Sigurðssonar og Sesselju K. Sigurðardóttur. 6. Teitur Guðmundsson, nnr. 8861-2310, Espigerði 2, Reykja- vík, sem þinglýstur eigandi íbúðar á 8. hæð F í stað Ólafar 1. Klemensdóttur. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. janúar 1986. Dómkröfur hans eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefndu og þeir dæmdir til að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. Svo sem getið er í hinum áfrýjaða dómi, er hann byggður á mats- gerð tveggja dómkvaddra matsmanna, sérfróðra um byggingar. Í matsgerðinni, sem dagsett er 21. mars 1985, segir m.a. svo: „Frágangur á svölum er sem hér segir: Efst er bárujárn og göngu- grindur, þá tjörupappi, næst 25 mm borðaklæðning á lektum úr 50 x 100 mm. Í grindum er frauðplasteinangrun 2 x 40 mm. Raka- varnarlag vantar og útloftun einnig. Tekin var upp bárujárnsplata 44 á svölum yfir íbúð 8B. Í ljós kom að timburverk var blautt og meira og minna fúið. Frauðplasteinangrun var einnig blaut, sem og steypta platan. Frágangi á rennum og niðurföllum var ábótavant, t.d. hallandi rennum víða frá niðurföllum. Á svölum yfir íbúð 8A hefir bárujárnið verið tekið burt og settur pappi á timburklæðn- inguna. Hann er lagður í heitt asfalt og nær um 15 sm upp á vegpi umhverfis svalirnar. Utloftun er um fjórar 50 mm túður, sem er með öllu ófullnægjandi. Ekki hefir úrbót þessi heppnast sem skyldi. Leki í undirliggjandi íbúð hefir að vísu minnkað, en ekki horfið með öllu.“ Síðar segja matsmenn þetta: „„Svalirnar leka í fyrsta lagi vegna þess, að ómögulegt er að þétta samskeyti á svo til láréttu bárujárni, þannig að þau verði þétt til langframa. Í öðru lagi vegna þess, að þegar snjóbráð er á svölum kemst vatn inn með naglahausum og einnig trúlega undir bárujárnið við rennur. Í þriðja lagi er þéttingu bárujárns við steinveggi þá, er afmarka hverjar svalir fyrir sig, á alla vegu mjög ábótavant. Veggir þessir eru sums staðar sprungnir. Ef vatn kemst inn í sprungur þessar þá á það greiða leið undir bárujárnið. Þannig gæti komið fram leki í undirliggjandi íbúðum, jafnvel þótt bárujárnið læki ekki. Trúlega er síðast nefnda orsökin nokkuð háð því úr hvaða átt rignir. Við þetta bætist svo nær algjör vöntun á útloftun á loftrýminu yfir einangruninni og vöntun á rakavarnarlagi. Gufuþrýstingur er yfir- leitt hærri í upphituðu innilofti en utanhúss. Þess vegna streymir vatnsgufa úr íbúðunum upp Í gegnum steyptu svalaplöturnar. Gufa þessi kemst ekki burt vegna vöntunar á útloftunarbúnaði. Hún þétt- ist því á köldum pappanum eða bárujárninu og sest fyrir sem bleyta.““ Matsmenn eru þeirrar skoðunar, að umræddur frágangur hafi verið vonlaus frá upphafi og óhjákvæmilegt að verulegur leki kæmi fram í undirliggjandi íbúðum. Telja þeir vonlaust að lappa upp á núverandi frágang. Fjarlægja verði búnað þann, sem lýst var að framan, og einangra og þétta svalirnar að nýju. Matsmenn meta og sundurliða kostnað vegna úrbóta sem hér segir: 45 „Viðgerðir á svölum Að fjarlægja núverandi búnað á svölum Múrílögn, efni og vinna Sprunguþéttingar á veggjum Smíði á niðurföllum og stútum og tengingar á þeim, efni og vinna Pappalögn, efni Si vinna Hífing og akstur á efni Lagfæringar á göngugrindum Viðgerðir á þaki. Blikkskúffur á gafla Þéttingar við reykháfa Lagfæring á kili Að skipta um þakrennur. Efni Vinna, akstur o.fl. Viðgerðir á íbúðum. Íbúð BA Íbúð 8B Íbúð 8G Íbúð 8H Alls kr. kr. kr. 45.000,00 85.000,00 25.000,00 40.000,00 126.000,00 146.000,00 18.000,00 18.000,00 — 503.000,00 36.000,00 23.000,00 —5.000,00 -- 64.000,00 49.000,00 -46.000,00 - 95.000,00 23.000,00 23.000,00 36.000,00 36.000,00 — 118.000,00 180.000,00%% Með þeirri viðbót við forsendur hins áfrýjaða dóms, er hér hefir verið gerð, en að öðru leyti með skírskotun til forsendna hans, þykir rétt að staðfesta héraðsdóminn með þeirri breytingu, er leiðir af breyttri varnaraðild málsins, svo sem fyrr er rakið. 46 Eftir þessum málsúrslitum verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefndu óskipt málskostnað fyrir Hæstarétti, er ákveðst 100.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að öðru leyti en því, er leiðir af breyttri varnaraðild málsins samkvæmt framan- sögðu. Áfrýjandi, Byggingafélagið Ármannsfell h/f, greiði stefndu, eigendum húseignarinnar Espigerði 2, Reykjavík, beim Braga Norðdahl, Sigurði Sigurðssyni, Leifi Þorbjarnarsyni, Jakobi Jónssyni, Þóru Einarsdóttur, Maríu Pétursdóttur, Jóni Karls- syni, Sigríði Eggertsdóttir, Guðríði Þorsteinsdóttur, Stefáni R. Kristinssyni, Rudolf Nielsen, Ingileif Káradóttur, Sigurði Matthíassyni, Sigríði Theodórsdóttur, Gunnari Guðmundssyni, Kára Jónassyni, Huldu Kristjánsdóttur, Ólafi Guðjónssyni, Ingólfi Theodórssyni, Guðmundi A. Björnssyni, Halldóri Eyjólfssyni, Dagbjörtu Þórðardóttur, Sigrúnu Aspelund, Ríkarði Mássyni, Tómasi Á. Tómassyni, Perlu Kolka, Óskari Jónssyni, Arndísi Jónsdóttur, Helgu Karlsdóttur, Örnólfi Hall, Sólveigu Búadóttur, Guðfinnu Guðnadóttur, Magnúsi Sigurðs- syni, Pétri Esrasyni, Ástu Ágústsdóttur, Nönnu Ágústsdóttur, Ásmundi Guðbjörnssyni, Þórarni Sigþórssyni, Ásbirni Einars- syni, Íslenskum Aðalverktökum s/f, Sigrúnu C. Barker, Skúla B. Barker, Sigurði Sigurðssyni, Teiti Guðmundssyni, Geir Hallgeirssyni og Hjördísi Jónsdóttur óskipt 100.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 31. október 1985. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknúm munnlegum málflutningi 26. september sl., er höfðað hér fyrir þinginu með stefnu birtri 11. desem- ber 1984 af eigendum húseignarinnar Espigerði 2, Reykjavík, gegn Bygg- 47 ingafélaginu Ármannsfelli hf., nnr. 0444-5325, Funahöfða 19, Reykjavík. Sóknaraðilar eru þessir: Bragi Norðdahl,nnr. 1409-1440, Þinghólsbraut 66, Kópavogi, Guð- mundur Jónasson, nnr. 3082-9638 og Kolbrún Carlsen, nnr. 5656-4241, Espigerði 2, Reykjavík, Leifur Þorbjarnarson, nnr. 6070-9017, Espigerði 2, Reykjavík, Jakob Jónsson, nnr. 4853-5097, s.st., Þóra Einarsdóttir, nnr. 9372-9538, s.st., María Pétursdóttir, nnr. 6448-2173, s.st., Jón Karlsson, nnr. 5159-1356, s.st., Sigríður Eggertsdóttir, nnr. 7607-0768, s.st., Guð- ríður Þorsteinsdóttir, nnr. 3212-6855, s.st., Stefán Reynir Kristinsson, nnr. 8353-4966, s.st., Rudolf Nielsen, nnr. 7408-2335, s.st., Ingileif Káradóttir, nnr. 4673-2103, s.st., Sigurður Matthíasson, nnr. 7887-7677, s.st., Sigríður Theodórsdóttir, nnr. 7670-8428, s.st., Gunnar Guðmundsson, nnr. 3354- 5851, s.st., Kári Jónasson, nnr. 5463-4889, s.st., Hulda Kristjánsdóttir, nnr. 4431-6714, s.st., Ólafur Guðjónsson, nnr. 6757-6993, s.st., Ingólfur Theodórsson, nnr. 4737-7870, Höfðavegi 16, Vestmannaeyjum, Guð- mundur A. Björnsson, nnr. 3050-0644, Espigerði 2, Reykjavík, Halldór Eyjólfsson, nnr. 3575-0096, s.st., Dagbjört Þórðardóttir, nnr. 1530-3557, s.st., Sigrún Aspelund, nnr. 7688-5338, Hafnarbraut 2, Hólmavík, Ríkarður Másson, nnr. 7343-0135, s.st., Þóra Margrét Guðleifsdóttir, nnr. 9376-5303, Espigerði 2, Reykjavík, Perla Kolka, nnr. 7058-5276, s.st., Óskar Jónsson, nnr. 6932-2980, Brún, Laugarvatni, Laugardalshreppi, Árnessýslu, Árni Magnússon, nnr. 0528-5488, Espigerði 2, Reykjavík, Örnólfur Hall, nnr. 9929-3470, s.st., Sólveig Búadóttir, nnr. 8294-1908, s.st., Margrét Guðmundsdóttir, nnr. 6359-2374, s.st., Garðar B. Einarsson, nnr. 2513-0871, s.st., Magnús Sigurðsson, nnr. 6281-9278, Skipholti 64, Reykjavík, Pétur Esrason, nnr. 7087-9166, s.st., Ásta Ágústsdóttir, nnr. 0751-6703, s.st., Nanna Ágústsdóttir, nnr. 6595-0448, s.st., Ásmundur Guðbjörnsson, nnr. 0736-0770, s.st., Þórarinn Sigþórsson, nnr. 9420-9307, s.st., Ásbjörn Einarsson, nnr. 0627-2789, s.st., Íslenskir aðalverktakar sf., nnr. 4832-3642, Höfðabakka 9, Reykjavík, Sigurður Sigurðsson, nnr. 7899- 4355 og Sesselja Kristín Sigurðardóttir, nnr. 7507-7416, Espigerði 2, Reykjavík, Sigurður Sigurðsson, nnr. 7899-1526, s.st., Ólöf Inga Klemens- dóttir, nnr. 6876-4777, s.st., Geir Hallgeirsson, nnr. 2539-1845, s.st., og Hjördís Jónsdóttir, nnr. 4197-8139, s.st. Endanlegar dómkröfur stefnenda eru, að stefndi verði dæmdur til að greiða: 1. Stefnendum sameiginlega að óskiptu skaðabætur að fjárhæð kr. 662.000,00 með dómvöxtum skv. 1. gr. 1. nr. 56/1979 frá 11. des. 1984 til greiðsludags. 48 2. Þórarni Sigþórssyni, eiganda íbúðar 8A, skaðabætur að fjárhæð kr. 23.000,00 með vöxtum eins og greinir í lið 1. 3. Ásmundi Guðbjörnssyni, eiganda íbúðar 8B, skaðabætur að fjárhæð kr. 23.000,00 með vöxtum eins og greinir í lið 1. 4. Geir Hallgeirssyni og Hjördísi Jónsdóttur, eigendum íbúðar 8G, skaðabætur að fjárhæð kr. 36.000,00 með vöxtum eins og greinir í lið 1. 5. Íslenskum aðalverktökum, eiganda íbúðar 8H, skaðabætur að fjár- hæð kr. 36.000,00 með vöxtum eins og greinir Í lið 1. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar úr hendi stefnda skv. gjaldskrá LMFÍ, þ.m.t. matskostnaðar sbr. málskostnaðarreikning, samtals að fjár- hæð kr. 183.458,00. Dómkröfur stefnda eru um sýknu af öllum kröfum stefnenda og máls- kostnaðar úr þeirra hendi, en til vara stórlegrar lækkunar dómkrafna. Stefnendur segja málavexti þá að stefndi, sem sé byggingafélag er hafi atvinnu af að byggja og selja íbúðarhúsnæði, hafi byggt fjölbýlishúsið Espi- gerði 2 á árunum 1973-1976 og selt einstakar íbúðir í húsinu, sem séu alls 38 að tölu. Eftir að flutt hafi verið inn í íbúðir á efstu hæðum hússins, 8. og 9. hæðum, hafi komið fram leki frá þaki hússins, m.a. frá inndregn- um svalagólfum sem séu hluti þaksins. Íbúðareigendur á efstu hæðunum hafi orðið fyrir barðinu á leka þessum, en það hafi einkum verið í fjórum íbúðum, sem merktar séu SA, 8B, 8G og 8H, og hafi eigendur þessir haft samband við framkvæmdastjóra stefnda, Ármann Örn Ármannsson, sem sjálfur hafi búið í íbúð þarna merktri 8C. Framkvæmdastjórinn hafi lofað úrbótum. Einn stefnenda, Þórarinn Sigþórsson, hafi keypt íbúð merkta SA með kaupsamningi 21. nóvember 1975. Í kaupsamningnum hafi stefndi skuldbundið sig til að gera við leka sem komið hafði fram í lofti íbúðarinn- ar frá þaki hússins. Stefndi hafi gert einhverjar ráðstafanir til þess að gera við þennan leka, en þær hafi reynst ófullnægjandi. Lekinn hafi haldið áfram og ávallt hafi verið kvartað við framkvæmdastjóra stefnda sem hafi jafnan lofað úrbótum. Hinn 4. janúar 1979 hafi mikill leki komið í asahláku, þegar vatn hafi safnast saman á svölum við að niðurföll voru stífluð vegna frosta, og hafi lekinn mest komið í íbúðum 8Á og 8B. Hinn 5. janúar 1979 hafi stefndi skuldbundið sig gagnvart eiganda íbúðar 8A á fundi þeirra til þess að annast viðgerð sem kæmi í veg fyrir lekann. Viðgerðartilraunir stefnda hafi hins vegar enn ekki borið árangur. Enn komi fram leki á efstu hæð hússins frá þaki þess og svalagólfum sem séu hluti þaksins. Hafi lekinn leitt til tjóns, einkum á málningu og múrhúð, í 4 íbúðum á efstu hæðum hússins, merktum SA, 8B, 8G og 8H. Eigendur íbúða í húsinu hafi krafið stefndu um að bæta úr galla þessum á eigninni og afleitt tjón, en stefndu hafi synjað. 49 Stefnendur byggi kröfur sínar á því að orsakir lekans séu byggingargallar sem stefndi beri ábyrgð á sem byggjandi og seljandi húseignarinnar. Stefn- endur hafi sýnt fram á með mati dómkvaddra matsmanna að um byggingar- galla sé að ræða, þar sem útfærsla og frágangur stefnda á svalagólfum hafi verið vonlaus frá upphafi og óhjákvæmilegt að verulegur leki kæmi fram í undirliggjandi íbúðum. Vonlaust sé að lappa upp á núverandi frágang og verði því að fjarlægja búnað þann sem þarna sé og einangra og þétta svalirnar að nýju. Auk þessa þurfi að setja blikkhettur yfir stafna á þaki og nýjar þéttihlífar umhverfis reykháfa og lagfæra kjöl þaksins, svo og fjarlægja núverandi aðalrennur og rennubönd og setja nýjar aðalrennur. Dómkröfur stefnenda nemi viðgerðarkostnaði að mati matsmanna. Stefn- endur benda á að upplýst sé í málinu að stefndi hafi ekki farið eftir tillögum arkitekta við frágang svalagólfa, en þessi frágangur væri jafnmikill bygg- ingargalli þótt arktektar hefðu lagt þetta til. Forsvarsmaður stefnda, Ármann Örn Ármannsson, hafi viðurkennt gallann í samningum sínum við Þórarin Sigþórsson, eiganda SA, og í framhaldi af því hefðu stefndu átt að láta lagfæra svalirnar, en það hafi verið vanrækt. Stefnendur byggi bæði á beinu loforði stefnda um að bæta úr þessum missmíðum og koma í veg fyrir lekann, svo og á almennum skaðabótareglum. Einnig megi beita ákvæði 2. mgr. 42. gr. kaupalaga nr. 39/1922 með lögjöfnun, og álit stefn- enda sé að gera eigi strangari kröfur til þeirra sem hafa atvinnu af því að byggja og selja íbúðir eins og stefndi hafi í máli þessu. Stefnendur benda á að ekkert sé við viðhald hússins að athuga og þeir hafi kvartað strax og lekans varð vart, þannig að ekki sé um tómlæti að ræða. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að stefnendur hafi ekki sýnt fram á að leki sá sem komið hafi í húsinu stafi frá byggingargöllum sem stefndi beri ábyrgð á. Húsið hafi verið byggt á árunum 1973-1976 samkvæmt þeim ströngustu kröfum sem gerðar hafi verið á þeim tíma og síðan hafi enn verið bætt um betur og kostnaðarsamar viðgerðir hafi verið gerðar á árinu 1979. Húsið hafi því verið í fullkomnu lagi frá hendi stefnda. Gengið hafi verið frá þaki og svölum samkvæmt sérteikningum arkitekts hússins sem stefndi hafi nú ekki getað fengið til framlagningar í máli þessu. Eins og upplýst sé og óumdeilt í máli þessu hafi leki komið í ljós í lofti íbúðar SA þegar íbúðin hafi verið í smíðum, og hafi um það verið sérákvæði í kaupsamningi er sú íbúð hafi verið seld hinn 21. nóvember 1975. Stefndi hafi skuldbundið sig til þess að gera við þennan leka, og hafi gert, og hafi síðan ekki lekið fyrr en asahlákan hafi komið 1979. Þá hafi verið gert við eftir tillögum Leifs Blumenstein byggingafræðings, sem íbúðareigandinn hafi sjálfur tilnefnt, og viðgerð hafi farið fram og verið lokið árið 1980. Þetta hafi verið einangrað fyrirbæri, og hafi stefndi í einu og öllu staðið við skuldbindingar sínar. 50 Stefndi haldi (sic) því fram að kvartanir stefnenda séu of seint fram komnar. Kröfur stefnenda, hafi þær einhvern tímann verið til, séu niður fallnar vegna tómlætis, þar sem engir aðrir en eigandi íbúðar 8A hafi kvartað um leka í húsinu fyrr en nú og húsfélagið hafi aldrei haft samband við stefnda út af þessu. Auk þess andmæli stefndi alfarið mati hinna dómkvöddu matsmanna og bendi á að flest sem þar sé talið upp teljist til viðhalds hússins. Stefndi bendi á að hallinn á bárujárninu sé nægilegur til þess að samskeyti séu svo þétt sem þau þurfi að vera. Snjóbráð komist inn með naglahausum á öllum þökum, hvar sem þau eru. Sprungur í veggjum séu alvanalegt fyrir- bæri í húsum á Íslandi og viðgerð á slíku heyri til viðhalds. Um byggingar- galla af hálfu stefnda sé því ekki að ræða. Niðurstaða. Stefnendur byggja kröfur sínar á hendur stefnda alfarið á mati hinna dómkvöddu matsmanna, bæði hvað varðar orsakir lekans og kostnað á við- gerðum. Í matsgerð lýsa matsmenn þeirri skoðun sinni að umræddur frá- gangur á svölum hússins og þaki hafi verið vonlaus frá upphafi og óhjá- kvæmilegt að verulegur leki kæmi fram í undirliggjandi íbúðum. Einnig að þéttingum á þaki hafi verið ábótavant, bæði á þakköntum og við reyk- háfa, og að frágangur á aðalþakrennum hafi ekki verið sem skyldi. Dómurinn fellst á þetta mat hinna dómkvöddu matsmanna, að öðru leyti en hvað varðar aðalþakrennur og frágang á þeim, þar sem ekki verður talið sýnt að fram kominn leki hafi stafað frá þeim. Stefndi ber því við að kröfur stefnenda, hafi þær nokkru sinni verið til, séu fallnar niður vegna tómlætis, þar sem enginn annar en eigandi íbúðar SA hafi kvartað um leka. Upplýst er þó, að stefnda hafi verið fullkunnugt að einnig lak í íbúð 8B sem er við hliðina á. Vitnið Gunnar Ingi Gunnarsson læknir, sem bjó í íbúð 8H frá 1979 til 1984, hefur borið að lekið hafi í íbúðinni við sérstök veðurskilyrði og hafi vitnið sagt forsvarsmanni stefnda, Ármanni Erni Ármannssyni, sem bjó á sömu hæð þar til árið 1982, frá lekanum. Þegar þetta er virt verður að telja að lekinn á efstu hæðum húss- ins hafi verið alþekkt fyrirbæri, bæði hjá stefnendum og stefnda, og að kvartað hafi verið yfir honum svo tímanlega að ekki sé um tómlæti stefn- enda að ræða. Fallast ber því á með stefnendum að stefnda beri að bæta þeim tjón það sem þeir hafi orðið fyrir vegna byggingargalla, sem stefndi beri ábyrgð á. Hinir dómkvöddu matsmenn hafa metið til peningaverðs þær viðgerðir, sem gera þarf að mati dómsins og hefur stefndi ekki borið fram rökstudd andmæli við þeim tölulega. Verða kröfur stefnendanna því teknar til greina 51 að öðru leyti en um viðgerðir á aðalþakrennu kr. 95.000,00. Vextir reiknast frá dagsetningu matsgerðar 21. mars 1985. Eftir þessum málalokum verður stefnda einnig gert að greiða stefnendum málskostnað sem ákveðst kr. 150.000,00, þar með talinn matskostnaður. Garðar Gíslason borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdóms- mönnunum Guðmundi Kr. Kristinssyni arkitekt og Kristni R. Sigurjónssyni húsasmíðameistara. Dómsorð: Stefndi, Ármannsfell hf., greiði stefnendum, Braga Norðdahl, Guðmundi Jónassyni, Kolbrúnu Carlsen, Leifi Þorbjarnarsyni, Jakobi Jónssyni, Þóru Einarsdóttur, Maríu Pétursdóttur, Jóni Karlssyni, Sigríði Eggertsdóttur, Guðríði Þorsteinsdóttur, Stefáni Reyni Kristins- syni, Rudolf Nielsen, Ingileif Káradóttur, Sigurði Matthíassyni, Sigríði Theodórsdóttur, Gunnari Guðmundssyni, Kára Jónassyni, Huldu Kristjánsdóttur, Ólafi Guðjónssyni, Ingólfi Theodórssyni, Guðmundi A. Björnssyni, Halldóri Eyjólfssyni, Dagbjörtu Þórðardóttur, Sigrúnu Aspelund, Ríkarði Mássyni, Þóru Margréti Guðleifsdóttur, Perlu Kolka, Óskari Jónssyni, Árna Magnússyni, Örnólfi Hall, Sólveigu Búadóttur, Margréti Guðmundsdóttur, Garðari B. Einarssyni, Magnúsi Sigurðssyni, Pétri Esrasyni, Ágústu Ágústsdóttur, Nönnu Ágústsdóttur, Ásmundi Guðbjörnssyni, Þórarni Sigþórssyni, Ásbirni Einarssyni, Íslenskum aðalverktökum sf., Sigurði Sigurðssyni, Sesselju Kristínu Sigurðardóttur, Sigurði Sigurðssyni, Ólöfu Ingu Klemensdótt- ur, Geir Hallgeirssyni og Hjördísi Jónsdóttur, sameiginlega að óskiptu kr. 567.000,00 með dómvöxtum frá 21. mars 1985 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda Þórarni Sigþórssyni kr. 23.000,00 með dómvöxtum frá 21. mars 1985 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda Ásmundi Guðbjörnssyni kr. 23.000,00 með dómvöxtum frá 21. mars 1985 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnendum Geir Hallgeirssyni og Hjördísi Jónsdóttur sameiginlega kr. 36.000,00 með dómvöxtum frá 21. mars 1985 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda Íslenskum aðalverktökum sf. kr. 36.000,00 með dómvöxtum frá 21. mars 1985 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnendum sameiginlega málskostnað, þar með talinn matskostnað, kr. 150.000,00. 52 Föstudaginn 23. janúar 1987. Nr. 283/1986. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Hjálmari Reyni Styrkárssyni (Þorsteinn Júlíusson hrl.) Bifreiðar. Sýknað af ákæru fyrir brot gegn umferðarlögum. Sér- atkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Héraðsdómi var að ósk ákærða skotið til Hæstaréttar með áfrýj- unarstefnu 13. október 1986 og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar refsingu og sviptingar ökuréttinda, en frá þeirri kröfu var fallið við munnlegan flutning málsins. Svo sem lýst er í héraðsdómi ók ákærði norður Háaleitisbraut og hafði stöðvað bifreið sína á gatnamótum Háaleitisbrautar og Safamýrar. Sú fullyrðing hans, að hann hafi ekki séð til ferða Sveins Loga Guðmannssonar á bifhjólinu á leið hans suður vestari akbraut Háaleitisbrautar er ekki í ósamræmi við það sem fram er komið í málinu að öðru leyti. Málsgögnin skera ekki úr um það, að ákærða hafi hlotið að vera ljóst er hann ók af stað á gatnamót- unum að umferð gangandi vegfarenda yrði á leið bifreiðarinnar um gagnbrautina yfir Safamýri. Þykir samkvæmt þessu eigi í ljós leitt að hann hafi sýnt vítaverðan skort á aðgæslu við aksturinn. Ber því að sýkna ákærða af kröfum ákæruvaldsins. Ákveða ber að sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Hjálmar Reynir Styrkársson, á að vera sýkn af kröfum ákæruvalds í máli þessu. Sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs 33 verjanda ákærða, Þorsteins Júlíussonar hæstaréttarlögmanns, samtals 21.000,00 krónur. Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara. Ætla verður, eftir því hvar vitnið Helga Hjaltested segir sig og Elvar Jóhann Ingason hafa verið stödd á gagnbrautinni yfir Safa- mýri, skýrslum ákærða sjálfs og vitna þessara um árekstur bifhjóls- ins og bifreiðarinnar svo og öðru sem fram er komið í málinu, að ákærði hefði átt að sjá til ferða bifhjólsins áður en hann ók af stað yfir vestari akbraut Háaleitisbrautar til vinstri inn í Safamýri. Grænt ljós logaði gegnt gangandi vegfarendum sem voru á leið suður Háaleitisbraut. Mátti ákærði vænta að þeir kynnu að ganga rakleitt út á gangbrautina yfir Safamýri. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms tel ég að staðfesta beri hann og dæma ákærða til að greiða allan áfrýjun- arkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkisjóð 12.000,00 krónur og laun skipaðs verjanda síns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 25. júlí 1986. Ár 1986, föstudaginn 25. júlí, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 439/1986: Ákæruvaldið gegn Hjálmari Reyni Styrkárssyni, sem tekið var til dóms 17. júlí sl. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara dag- settu 29. maí sl. á hendur ákærða Hjálmari Reyni Styrkárssyni, Safamýri 79 í Reykjavík, fæddum 23. maí 1930 í Dalasýslu. Í ákærunni segir, að málið sé höfðað á hendur ákærða, „„fyrir að aka, mánudaginn 3. júní 1985, bifreiðinni R-7738 án nægjanlegrar aðgæslu norður Háaleitisbraut í Reykjavík til vinstri áleiðis vestur Safamýri með þeim afleiðingum að bifreiðin varð fyrir bifhjólinu R-1239 sem ekið var suður Háaleitisbraut. Við áreksturinn hlaut ökumaður bifhjólsins, Sveinn Logi Guðmannsson, fæddur 28. október 1968, kastlínulos á hægri sköfl- ungi uppi við hnéð með miklu misgengi og brot á hægri dálki. Telst þetta varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, 1. mgr. 37. gr., 3. mgr. 46. gr., 3. mgr. stafliði a og c, 49. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til ökuleyfissvipting- ar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.““ 54 Málavextir eru þessir: Mánudaginn 3. júní 1985 klukkan 17:45 var lögreglunni í Reykjavík til- kynnt um umferðarslys á mótum gatnanna Háaleitisbrautar, Safamýrar og Fellsmúla, en þar hafði orðið árekstur með fólksbifreiðinni R-7738 sem ekið var norður Háaleitisbraut og beygt til vinstri áleiðis inn á Safamýri, og létta bifhjólinu R-1239 sem ekið hafði verið suður Háaleitisbraut. Tveir lögreglumenn fóru á vettvang, og er þeir komu þangað lá bifhjólið á vestari akbraut Háaleitisbrautar rétt við umferðareyjuna, sem aðskilur akbrautirnar, en ökumaður bifhjólsins hafði verið borinn yfir á suðvestur- horn gatnamótanna. Þar lá hann er sjúkrabifreið kom á vettvang, en hún flutti hann á slysadeild Borgarspítalans. Ökumaður bifreiðarinnar R-7738 var ákærði Hjálmar Reynir Styrkárs- son, sem skýrði svo frá á vettvangi að hann hefði ekið norður Háaleitis- braut með fyrirhugaða akstursstefnu í beygju til vinstri inn á Safamýri. Kvaðst hann hafa stöðvað mót rauðu umferðarljósi við gatnamótin. Þegar grænt ljós kviknaði fyrir akstursstefnu ákærða ók hann af stað í vinstri beygju. Eftir að hafa ekið inn á mið gatnamótin stöðvaði ákærði á ný vegna umferðar sem kom á móti. Þegar bifreiðar, sem voru á leið til suðurs, voru komnar framhjá ók ákærði á ný af stað, enda sá hann ekki til neinnar umferðar á leið til suðurs. Eftir að hafa ekið mjög stuttan spöl kvaðst ákærði hafa séð til gangandi vegfarenda sem voru á leið suður yfir Safamýri á gangbraut við gatnamótin. Kvaðst hann hafa stöðvað fyrir þeim við gatnamótin, en Í sömu mund hefði komið talsvert högg. á bifreiðina. Um leið varð ákærði var við bifhjólið og ökumann þess sem voru að detta í götuna við umferðareyjuna. Kvaðst ákærði ekki vita hvaða leið R-1239 hefði verið ekið, en hann hefði ekki séð til ferða þess fyrir óhappið. Bifhjólið var talsvert dældað og speglar brotnir, en hægra afturhöggvara- horn bifreiðarinnar var lítillega dældað og ákoma á hægra afturhorni. Í vottorði Rögnvalds Þorleifssonar læknis á slysadeild Borgarspítalans dagsettu 15. desember sl. segir svo um meiðsli ökumanns bifhjólsins, en hann var Sveinn Logi Guðmannsson, Huldulandi 3 í Reykjavík, fæddur 28. október 1968. „„Þann 3.6. 1985 kl. 18:00, var fluttur á Slysadeildina piltur, er kvaðst vera fyrrgreindur Sveinn. Hann skýrði svo frá, að hann hefði verið á ferð á vélhjóli skömmu áður, er bifreið var ekið á hann. Kvaðst hann hafa verið á heimleið úr vinnu. Sveinn kvartaði um mikla verki í hægra fæti. Skoðun við komuna á Slysadeildina leiddi eftirfarandi í ljós: Sveinn virtist illa haldinn af verkjum og var miður sín og skjálfandi. Missmíði voru á hægra ganglim. Ekki fannst blóðrás í hægra fæti. Röntgenmyndir, sem teknar voru strax af hægra hné og fótlegg, sýndu að kastlínulos hafði orðið á sköflungi uppi við hnéð og var mikið misgengi 55 í þessu broti. Þá var og brot á dálkinum. Sýnilegt þótti að sköflungsendinn neðan við kastlínulosið, sem færður var mikið aftur á við, hefði lokað aðalslagæðinni niður Í gagnlim. Sjúklingurinn var síðan tafarlaust færður á skurðstofu og kastlínulosið fært í skorður eftir því sem hægt var og fékkst í heild góð staða í því. Við þetta opnaðist æðin til fótarins og blóðrás var eftir það eðlileg. Auk fyrrgreinds kastlínuloss, voru þrjár alldjúpar skrámur á fætinum, þ.e. tvær framanvert á fótleggnum og hin þriðja framan á hnénu. Hver skráma um sig var u.þ.b. 4 x Í cm á stærð. Gipsumbúðir voru hafðar á <“ ganglimnum ... Ákærði skýrði rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík frá á sama veg og áður er haft eftir honum á vettvangi. Ákærða var með heimild í bréfi ríkissaksóknara dagsettu 24. febrúar sl. boðið í dóminum 11. mars sl. að ljúka máli þessu með dómsátt, enda féllist hann á að greiða hæfilega sekt auk sakarkostnaðar og sætti auk þess svipt- ingu ökuleyfis um hæfilegan tíma. Þessu hafnaði ákærði. Kvaðst hann ekki hafa séð til ferða bifhjólsins, er hann beygði niður Safamýri, og teldi sig hafa verið í fullum rétti og á engan hátt hafa haft aðstæður til þess að afstýra slysi. Kvaðst ákærði af, þessum ástæðum hafna boðinu um að ljúka málinu með dómsátt. Ákærði tók fram að fólkið hefði gengið út á gangbrautina og hann ekki átt annan kost en að stöðva og hefði hann verið búinn að því er hjólið skall á bifreiðinni. Taldi ákærði því að það hefði ekki verið komið upp af beygjunni, sem er á Háaleitisbraut, er hann beygði niður í Safamýrina og hefði hann ekki haft aðstæður til þess að sjá til ferða þess. Verður nú rakinn framburður vitna. Vitnið Sveinn Logi Guðmannsson, Huldulandi 3 í Reykjavík, kveðst umrætt sinn hafa ekið bifhjóli sínu R-1239 suður Háaleitisbraut að mótum Safamyýrar eftir hægri vegarhelmingi á 40-50 km. hraða. Það sá bifreiðina R-7738 aka um Háaleitisbraut úr suðri áleiðis inn í Safamýri og stöðva þar við gangbraut. Vitnið man ekki hvar það var statt þegar það sá bifreiðina fyrst. Vitnið sveigði hjólinu til vinstri til að sleppa fyrir aftan bifreiðina, en náði ekki þeirri fyrirætlan og lenti með hægri fótinn á afturhorni bifreiðar- innar. Vitnið man að enginn bill var fyrir framan það né önnur umferð á götunni. Vitnið kveðst hafa verið 1-2 mánuði að jafna sig á meiðslum sínum. Það telur sig nú vera orðið jafngott. Vitnið Elvar Jóhann Ingason, Brekkugerði 20 í Reykjavík, kveðst umrætt 56 sinn hafa gengið suður vestari gagnstétt Háaleitisbrautar og ætlaði áfram yfir Safamýri á gangbraut, en grænt ljós lifði fyrir gangandi umferð yfir Safamýri. Þegar vitnið var að ganga yfir götuna stöðvaði bifreið við gangbrautina. Rétt í sömu andrá skall vélhjól aftan til á bifreiðinni. Vitnið hafði ekki tekið eftir hjólinu fyrr og getur ekki borið um hraða þess. Vitnið getur ekki borið um hvort bifreiðin var að fullu stöðvuð er hjólið skall á henni, en allt gerðist þetta á örskammri stundu. Vitnið kveðst ekki hafa séð bifreiðina þegar það gekk út á gangbrautina og getur því ekki borið um hraða hennar áður en hún stöðvaði. Vitnið Helga Hjaltested, Brekkugerði 20 í Reykjavík, kveðst umrætt sinn hafa gengið suður vestari gangstétt Háaleitisbrautar og ætlaði áfram yfir gangbraut sem liggur yfir Safamýri, en grænt ljós lifði fyrir gangandi veg- farendur. Vitnið Elvar var rétt á undan vitninu, sem sjálft hafði stigið eitt eða tvö skref út á gangbrautina, þegar það sá bifreið koma því á vinstri hönd. Bifreiðin stöðvaði við gangbrautina og rétt í sömu andrá skall vélhjól aftan til á henni, en ekki hafði vitnið tekið eftir því áður og getur því ekki borið um hraða þess. Vitninu fannst ekki mikill hraði á bifreiðinni þegar hún var að stöðva, en það sá hana augnabliki áður en áreksturinn átti sér stað. Vitnið segir að annað vélhjól hafi stuttu áður farið sömu leið og það sem lenti í slysinu og hafi því verið ekið nokkuð hratt. Vitnið Guðmundur Magnús Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður, Bláskógum 8 í Reykjavík, gerði skýrslu lögreglunnar um fyrstu afskipti hennar af málinu og hefur staðfest hana við meðferð málsins. Starfsbróðir vitnisins Guðmundur Magnúsar, Stefán Örn Guðjónsson lögreglumaður, gerði uppdrátt af vettvangi. Þetta vitni kom ekki fyrir dóminn þar sem það var fjarverandi vegna sumarleyfis þegar málið var til meðferðar. Vitnið Guðmundur Magnús athugaði vettvangsuppdráttinn við meðferð málsins og sér ekki betur en að hann sé réttur. Vitnið þorir þó ekki að fullyrða um afstöðu bifreiðarinnar til gagnbrautarinnar með hlið- sjón af þeim framburði ákærða, að hún hafi verið nær gangbrautinni en uppdrátturinn sýnir. Við meðferð málsins bætti ákærði því við fyrri framburð að hann hefði verið búinn að vera stöðvaður smástund þegar hjólið lenti á bifreiðinni. Þá kveðst ákærði ekki telja sig hafa framið neitt refsivert með akstri þeim, sem málið fjallar um og afleiðingum hans. Niðurstöður. Með eigin framburði ákærða, sem er í samræmi við annað sem fram er komið í málinu, er sannað að ákærði ók bifreiðinni R-7738 umrætt sinn 57 norður Háaleitisbraut í Reykjavík til vinstri áleiðis vestur Safamýri með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir. Er sannað að ákærði ók í veg fyrir bifhjólið sem átti umferðarréttinn gagnvart ákærða. Kveðst ákærði ekki hafa séð hjólið áður en slysið gerðist, en hann hafi orðið að stöðva vegna gangandi vegfarenda á gangbrautinni. Þegar ákærði ók inn á gatnamótin áleiðis inn í Safamýri, var hann að taka vinstri beygju sem hann mátti ekki taka fyrr en nálæg ökutæki, sem á móti kæmu, væru farin framhjá, en ákærði kveðst ekki hafa séð bifhjólið áður en hann beygði. Telja verður að ákærða hafi borið að ganga úr skugga um það áður en hann beygði til vinstri og lokaði hluta akbrautar Háaleitis- brautar í suður að hann gæti haldið beygjunni áfram óhindrað þar til hann væri kominn af gatnamótunum. Enda þótt ákærði hefði ekki séð neina umferð koma úr norðri eftir Háaleitisbraut gat honum ekki dulist, ef hann hefði sýnt fyllstu aðgát, að gangandi vegfarendur nálguðust gangbrautina og kynnu að ganga inn á hana og tefja för hans yfir hana, svo að hann lokaði umferð um vestari akbraut Háaleitisbrautar sem er fjölfarin gata. Bar því ákærða að bíða þar til einsýnt væri að hann kæmist inn á Safamýr- ina hindrunarlaust. Þetta gerði ákærði ekki og verður því að telja sannað að ákærði hafi ekki sýnt nægjanlega aðgæslu með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir, og er háttsemi ákærða rétt færð til refsiákvæða í ákærunni. Sakaferill ákærða. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann sætt kærum og refsingum, sem hér segir: 1959, 11.3. í Reykjavík. Sátt: 150 kr. sekt fyrir brot á 47. gr. umferðar- laga. 1960, 25.4. í Reykjavík. Sátt: 100 kr. sekt fyrir ólöglega bifreiðastöðu. 1965, 9.2. í Reykjavík. Sátt: 400 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. 1966, 2.6. í Reykjavík. Sátt: 10.000 kr. sekt fyrir brot á 159. m. 79/60 17. gr. Refsing. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 6.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem greiðist innan 4 vikna frá birtingu dómsins að telja, en ella sæti ákærði í hennar stað varðhaldi í 5 daga. Ökuleyfissvipting. Í ákæru er þess krafist að ákærði verði dæmdur til ökuleyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaga, en samkvæmt þeirri grein skal svipta mann rétti til að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann hefur orðið sekur um 58 mjög vítaverðan akstur eða ef telja verður, með hliðsjón af eðli brotsins eða annars framferðis hans sem ökumanns, varhugavert vegna öryggis um- ferðarinnar að hann hafi ökuleyfi. Dómurinn lítur svo á að alls ekki hafi verið um mjög vítaverðan akstur að ræða hjá ákærða umrætt sinn, enda þótt hann hafi ekki gætt nægrar aðgæslu og sé sakfelldur fyrir það. Þá þykir eðli brotsins eða framferði ákærða sem ökumanns ekki með þeim hætti að varhugavert sé vegna öryggis umferðarinnar að hann hafi ökuleyfi, en ákærði hefur ekki svo að vitað sé gerst sekur um brot á umferðarlögum í meira en 20 ár. Þykja því alls engin skilyrði fyrir hendi til þess að svipta ákærða ökuleyfi í máli þessu og er hann sýknaður af þeirri kröfu ákæruvaldsins. Sakarkostnaður. Loks ber að dæma ákærða samkvæmt |. mgr. 141. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Þorsteins Júlíussonar hæsta- réttarlögmanns, 6.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Hjálmar Reynir Styrkársson, greiði 6.000 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá birtingu dómsins að telja, en sæti ella varð- haldi í 5 daga í stað sektarinnar. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Þorsteins Júlíussonar hæstaréttarlögmanns, 6.000 krónur. 59 Þriðjudaginn 27. janúar 1987. Nr. 2/1987. Ákæruvaldið gegn Hauki Steinari Baldurssyni Kærumál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðrún Erlendsdóttir og Halldór Þorbjörnsson. Ríkissaksóknari hefur með heimild í 6. mgr. 112. gr. laga nr. 74/1974 skotið málinu til Hæstaréttar með kæru 8. janúar 1987 sem barst Hæstarétti sama dag. Krefst hann þess að hin kærða dómsátt verði felld úr gildi. Samkvæmt bréfi sakadóms Kópavogs, dags. 23. janúar 1987, sem barst Hæstarétti 26. s.m., var varnaraðilja gert kunnugt um framan- greinda kröfu ríkissaksóknara 21. janúar. Gerir hann engar kröfur eða athugasemdir við kæruna. Með hinni kærðu dómsátt samþykkti varnarðili í sakadómi Kópa- vogs 18. desember 1986 að greiða 12.000,00 króna sekt fyrir brot á 2. mgr., sbr. 4. mgr., 25. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengislaga og vera sviptur ökuleyfi í Í ár frá sáttardegi. Samkvæmt sakavottorði varnaraðilja hefur hann 4 sinnum áður sætt refsingu fyrir brot á 2. mgr., sbr. 4. mgr., 25. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, síðast með dómi sakadóms Árnessýslu 7. febrúar 1983. Hann var sviptur ökuleyfi ævilangt með dómi sakadóms Árnessýslu 12. desember 1977 en veitt það á ný í Reykjavík 22. júlí 1985. Samkvæmt framansögðu var varnaraðili sóttur um ítrekað brot gegn 25. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 í máli því sem lyktaði í héraði með hinni kærðu dómsátt. Var því óheimilt að lögum að ljúka mál- inu með þeim hætti, sbr. 2. tl. 1. mgr. 112. gr. laga nr. 74/1974, 3. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og 71. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940. Ber því að fella dómsáttina úr gildi sam- kvæmt 6. mgr. 112. gr. laga nr. 74/1974. Dómsorð: Hin kærða dómsátt er úr gildi felld. 60 Dómsátt sakadóms Kópavogs 18. desember 1986. Ár 1986, fimmtudaginn 18. desember var sakadómur Kópavogs settur í skrifstofu bæjarfógeta og haldinn af Þorgerði Erlendsdóttur fulltrúa. Fyrir var tekið: Kærumál nr. 1446/86. Rannsókn varðandi ætlað áfengis- og umferðarlagabrot. Dómari leggur fram: Nr. 1 lögregluskýrslu, nr. 2 blóðtökuvottorð, nr. 3 niðurstöðu alkóhólrannsóknar, nr. 4 sakavottorð, nr. 5 yfirlit um sakar- kostnað. Skjölin fylgja. Fyrir dómi er mættur kærði Haukur Steinar Baldursson, atvinnulaus. Heimili: Engihjalla 1, Kópavogi. Fæðingardagur: 13. maí 1956. Gætt er ákvæða 2. mgr. 77. gr. laga nr. 74, 1974. Kærði játar, að efni kærunnar sé rétt og kannast við ofangreint brot sitt frá 2. ágúst 1986. Hann samþykkir að greiða kr. 12.000,00 í sekt til ríkissjóðs til að sleppa við málsókn út af brotinu, sem varðar við 2. mgr., sbr. 3.-4. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga, sbr. lög nr. 54/1976 og 1. mgr. 24. gr., sbr. 1. mgr. 33. gr. áfengislaga, sbr. lög nr. 52/1978. Sektin greiðist fyrir 18. maí 1987 en ella sæti kærði í hennar stað varð- haldi í 10 daga. Málskostnaður kr. 1.819,00 greiðist fyrir sama tíma. Kærði samþykkir sviptingu ökuleyfis í 1 ár frá deginum í dag að telja, sem ákveðin er með vísun til 81. gr. umferðarlaga og 1. mgr. 24. gr. áfengis- laga. Kærði afhendir ökuskírteini sitt. Framangreint brot hefur ítrekunarverkun á síðara brot, sbr. 71. gr. laga nr. 19, 1940. Dómarinn lét málsókn falla niður. 61 Föstudaginn 30. janúar 1987. Nr. 308/1986. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Guðmundi Bjarnasyni (Jón Gunnar Zoéga hrl.) Fjársvik. Skaðabótakröfu vísað frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 13. október 1986 að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann að undanskildu ákvæði dóms um skaðabætur. Af hálfu ákæruvalds er eigi krafist endurskoðunar á bótaákvæði héraðsdóms en af hálfu ákærða er bótakröfu Hinriks Erlingssonar mótmælt sem of hárri. Krafan er að verulegu leyti reist á atriðum sem eru utan ákæru- efnis í máli þessu, og er ekki sérgreind krafa um bætur fyrir tjón af háttsemi þeirri sem ákærði er borinn, sbr. 145. gr. laga nr. 74/1974 sbr. 29. gr. laga nr. 107/1976. Þá kemur fram að ákærði afhenti Hinrik myndbandstæki og skilaði aftur bifreiðinni R-59016, og kemur til álita hvort verðmæti þeirra eigi að koma til frádráttar í skuldaskiptum þeirra í heild eða til frádráttar þeim hluta kröf- unnar sem rakinn verði til ákæruefnisins. Samkvæmt þessu þykir eigi verða dæmt um kröfu Hinriks í þessu máli og ber að vísa henni frá héraðsdómi. Ákærði verður dæmdur til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem greint er í dómsorði. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða, Guðmundar Bjarnasonar, og um sakarkostnað eiga að vera óröskuð. Kröfu Hinriks Erlingssonar er vísað frá héraðsdómi. 62 Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnar- laun verjanda síns, Jóns Gunnars Zoéga hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 8. ágúst 1986. Ár 1986, föstudaginn 8. ágúst er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem haldið er í Borgartúnu 7 af Pétri Guðgeirssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 398/1986: Ákæruvaldið gegn Guðmundi Bjarnasyni, sem dómtekið var sama dag. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 6. maí 1986 á hendur Guðmundi Bjarnasyni framkvæmdastjóra, Þórufelli 18, Reykja- vík, fæddum 29. nóvember 1952 þar í borg, „fyrir fjársvik, með því að hafa við sölu bifreiðarinnar R-72725, BMW 316 árgerð 1978, til Hinriks Erlingssonar, Kambaseli 39, Reykjavík, þann 7. (sic) júlí 1985, talið kaup- andanum ranglega trú um, að veð sem hvíldi á bifreiðinni samkvæmt að- farargjörð, dagsettri 27. mars 1985, að fjárhæð kr. 38.548,00, væri að fullu uppgert og aflétt, og með þeirri blekkingu fengið kaupandann til að inna af hendi kaupverð bifreiðarinnar kr. 190.000,00 að fullu. Kaupandinn varð síðar að greiða veðkröfuna til að koma í veg fyrir það, að bifreiðin væri seld á nauðungaruppboði. Framanlýst atferli ákærða telst varða við 248. gr. almennra hegningar- laga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaða- bóta, verði þeirra krafist, og alls sakarkostnaðar.““ Málavextir. Laugardaginn 6. júlí 1985 seldi ákærði Hinriki Erlingssyni, Kambaseli 39 hér í borg bifreiðina R-72725. Kaupverðið greiddi Hinrik með annarri bifreið, sem metin var á 100.000 krónur, og 80.000 krónum í peningum og víxli pr. 6. ágúst 1985 að fjárhæð 10.000 krónur. Í afsali ákærða fyrir bif- reiðinni segir m.a. „„Á bifreiðinni hvíla engar veðskuldir né önnur eigna- bönd samkvæmt veðbókarvottorði, sem liggur frammi við afsal.“ Samkvæmt veðbókarvottorði var gert fjárnám í bifreiðinni 27. mars 1985 fyrir 38.548 króna skuld við Kristin Guðnason hf. Vitnið Hinrik Erlingsson hefur skýrt frá því, að honum hafi verið kunnugt um fjárnámsveðið í bifreiðinni áður en af kaupunum varð og hafi hann forvitnast um skuldina hjá Árna Einarssyni lögmanni, sem hefði látið gera fjárnámið. Árni hafi sagt vitninu að hann væri með tékka frá ákærða 63 fyrir skuldinni. Þetta hafi líklega verið fimmtudaginn 4. júlí. Árni hafi ráð- lagt vitninu að bíða með að kaupa bifreiðina. Vitnið kveðst svo hafa farið heim til ákærða laugardaginn 6. júlí, eins og um hefði talast með þeim ákærða og hefðu þeir gengið þar frá kaupun- um og vitnið tekið við bifreiðinni. Vitnið kveðst áður hafa spurt ákærða að því hvort nokkurt veð hvíldi á bifreiðinni og hefði ákærði fullvissað sig um að svo væri ekki. Skildi vitnið ákærða þannig að hann væri búinn að greiða veðskuldina og spurði ákærða ekkert nánar út í það, enda taldi vitnið að úr því að lögmaðurinn væri með tékka frá ákærða mætti treysta því að veðskuldin yrði greidd. Vitnið kveðst svo hafa fengið að vita í vikunni á eftir að tékkinn hefði reynst innistæðulaus, enda hefði reikningnum verið lokað fyrir löngu. Myndi Árni Einarsson, lögmaður láta taka bifreiðina af vitninu ef skuldin yrði ekki greidd í síðasta lagi 10. næsta mánaðar. Vitnið kveðst strax hafa haft samband við ákærða og oft síðan, og hefði hann ætíð lofað að greiða skuldina svo að skuldin félli ekki á vitnið, en ákærði ekki staðið við það. Vitnið kveðst hafa krafið ákærða um tryggingu ef svo færi að vitnið yrði að greiða veðskuldina. Hefði ákærði þá afhent sér vídeótæki. Í desember- mánuði hefði bifreiðin verið tekin úr umráðum vitnisins og sett á uppboð en þá hefði verið greitt inn á skuldina fyrir vitnið sem var erlendis. Vitnið kveðst þá hafa fengið bifreiðina í hendur. Vitnið segir að ákærði hafi lofað að láta umskrá bifreiðina en látið það undir höfuð leggjast þangað til 5. desember þetta ár. Hefðu þá verið komin fleiri fjárnámsveð á bifreiðina vegna skulda ákærða. Kveðst vitnið hafa neyðst til þess að selja bifreiðina fyrir þessum skuldum og hefði söluand- virðið ekki hrokkið til þess að greiða þær. Ákærði skýrði svo frá hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins að hann hefði við sölu bifreiðar sinnar til Hinriks Erlingssonar fyrrgreindan laugardag skýrt honum frá því að á bifreiðinni hvíldi fjárnámsskuld og að hann myndi af- létta veðbandinu þegar næsta mánudag. Vegna fjárskorts hafi það þó farist fyrir. Hér fyrir dómi hvarf ákærði frá fyrri framburði sínum í málinu og kvaðst ekki hafa vitað af fjárnáminu í bifreiðinni þegar hann seldi Hinriki hana. Ákærði sagði þó, þegar hann var minntur á framburð sinn hjá lögreglu, að verið gæti að sú frásögn væri rétt. Vegna þess hve langt væri um liðið gæti hann ekkert fullyrt um það. Þá sagði ákærði að vegna kæruleysis síns hefði hann ekki hirt um að breyta hinu prentaða ákvæði afsalsins um að ekki hvíldu veðbönd á bifreiðinni. Eftir samprófun við vitnið Hinrik og þegar vakin var sérstök athygli ákærða á kvittun fyrir greiðslu skuldarinnar, dagsettri 27. júní 1985, varð framburður hans afdráttarlaus í þá veru að hann hefði ekki vitað um fjár- 64 námið í bifreiðinni og beiðni um uppboð á henni þegar hann seldi hana Hinriki Erlingssyni, heldur hafi hann álitið að fjárnámið hefði verið gert í íbúð hans og að bjóða ætti íbúðina upp. Bæjarfógetinn í Kópavogi ritaði ákærða bréf daginn eftir fjárnámið og tilkynnti honum um það og brýndi jafnframt fyrir honum að honum væri óheimilt að ráðstafa bifreiðinni svo að í bága færi við fjárnámið. Bréf þetta var sent ákærða í ábyrgðarpósti og vitjaði hann þess sjálfur á pósthúsið 2. apríl 1985. Ákærði hefur samt staðfastlega neitað því hér í réttinum að hafa vitað um fjárnámið. Vitnið Árni Einarsson héraðsdómslögmaður hefur skýrt frá því að fjár- nám hafi verið gert í bifreið ákærða að kröfu hans og síðan hafi verið krafist uppboðs á bifreiðinni. Vegna þess hafi bifreiðin verið tekin með fógetavaldi úr vörslum ákærða. Daginn sem uppboðið átti að fara fram, það er 27. júní 1985, hafi ákærði komið til vitnisins og greitt uppboðsskuld- ina með innistæðulausum tékka á lokaðan reikning. Meðal gagna málsins er veðbókarvottorð um bifreiðina dagsett 9. janúar 1986 og hvíldi þá fjárnámið enn á bifreiðinni. Hinrik Erlingsson hefur gert svofellda bótakröfu á hendur ákærða. „„Er þess krafist að ákærði Guðmundur greiði kr. 203.182,00 með 3,75%0 drv. á mán. af kr. 39.425,00 frá 12.12. 1985 til 10.2. 1986, en af kr. 157.648,00 frá þ.d. til 1.3. 1986, en með 2,75%0 drv. á mán. frá þ.d. til 1.4. 1986, en með 2,25%0 drv. á mán. frá þ.d. til 29.4. 1986, en af kr. 183.182,00 frá þ.d. til 27.5. 1986, en af kr. 203.182,00 frá þ.d. til greiðsludags; allt að frádreginni innborgun hinn 15.7. 1985 kr. 13.000,00 og kr. 11.255,00 hinn 13.2. 1986. Vísað er til meðfylgjandi sundurliðunar á fjártjóni mínu, en vegna þess skal eftirfarandi tekið fram: Er bifreiðin R-59016 var tekin til baka var hún í mjög slæmu ástandi, og eru lagðar fram kvittanir viðgerðaraðila þar að lútandi. Bifreiðin var síðan seld á kr. 70.000,00 og eru frá þeirri fjárhæð greiddar kr. 4.000,00 í sölulaun. Varðandi liðinn „Bætur fyrir óþægindi““ o.fl. skal á það bent að semja þurfti við lögmenn, leysa bifreiðina frá Vöku hf., annast greiðslur o.fl. Slíkt hafði í för með sér mikla vinnu og óþægindi sem krafist er hæfilegra bóta fyrir. 1. Áhvílandi veðskuldir: a) Lögmenn Suðurlandsbraut Árni Einarsson hdl. dags. 12/12 '85kr. 37.125,00 Vaka, vörslusvipt. kostn. kr. 2.300,00 b) Lögmenn Ármúla 10/2 '86 kr. 118.223,00 c) Lögmenn Suðurlandsbr. 65 Árni Einarsson hdl. dags. 29/4 '86 25.534,00 2. Bætur f. óþægindi, vinnutap o.fl. kostnaður vegna áhvílandi veðskulda, ferðir til lögmanna o.fl. kr. 20.000,00 kr. 203.182,00 3. Til frádráttar. 15/7 ?85 vídeótæki kr. 13.000,00 13/2 '86 bifr. Volvo R-59016 tekin til baka, kr. > 70.000,00 ásamt bílsegulbandi kr. 7.000,00 90.000,00 Endursölulaun = kr. 4.000,00 Eftirfarandi viðgerða var þörf vegna notkunar kærða á bifr. þar til henni var skilað - Bifreiðastilling Smiðjuvegi 40 = kr. 45.448,00 - Veltir hf. = kr. 16.297,40 kr. 24.255,00 kr. 178.927,00' Niðurstaða. Telja verður sannað, þrátt fyrir neitun ákærða, með framburði vitnanna Hinriks Erlingssonar og Árna Einarssonar og gögnum málsins að ákærði hafi við sölu bifreiðarinnar R-72725 ranglega talið Hinriki Erlingssyni trú um að fjárnámsveð, sem honum hlaut að vera kunnugt um að hvíldi á bif- reiðinni, að fjárhæð kr. 38.548,00, væri uppgert og aflétt, og þannig fengið Hinrik til þess að greiða bifreiðarverðið að fullu. Hefur ákærði með þessu brotið gegn 248. gr. almennra hegningarlaga. Dómarinn lítur svo á að ákærði hafi við kaupin haft af Hinriki 38.548 krónur og að ekki sé unnt í opinbera málinu að dæma honum bætur á grundvelli annarra málsástæðna. Verður að líta svo á að fjárhæð þessi felist í 1. tl. yfirlitsins með bótakröfunni. Ennfremur verður að skilja kröfuna þannig, að krafist sé dráttarvaxta frá 12. desember 1985 til greiðsludags. Ber því að dæma ákærða til þess að greiða Hinriki Erlingssyni 38.548 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 12. desember 1985 til greiðsludags. Að öðru leyti er bótakröfunni vísað frá dómi. Á 66 Viðurlög. Ákærði er eins og áður segir fæddur 29. nóvember 1952. Árið 1968 var frestað ákæru á hendur honum fyrir þjófnað og nytjatöku og árið 1972 var hann dæmdur í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Enn- fremur hefur hann tvisvar gengist undir sektargreiðslu með dómsáttum fyrir umferðarlagabrot, þ.e. 1973 og 1974. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði. Fresta ber þó fullnustu 2 mánaða af refsingunni og fellur sá hluti hennar niður að liðnum 3 árum frá dómsuppkvaðningu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Við refsiákvörðunina er höfð hliðsjón af því að ákærði hefur ekki bætt tjón af broti sínu. Dæma ber ákærða til þess að greiða Hinriki Erlingssyni 38.548 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 12. desember 1985 til greiðsludags, eins og Seðla- banki auglýsir þá á hverjum tíma. Þá ber að dæma ákærða til þess að greiða allan kostnað af málinu. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Bjarnason, sæti fangelsi í 3 mánuði. Fullnustu 2 mánaða af refsingunni skal þó fresta og fellur sá hluti hennar niður að liðnum 3 árum frá dómsuppkvaðningu haldi ákærði almennt skil- orð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði Hinriki Erlingssyni 38.548 krónur ásamt dráttarvöxt- um samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands, frá 12. desember 1985 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað. 67 Föstudaginn 30. janúar 1987. Nr. 173/1985. Sigurbjörg Björnsdóttir vegna sjálfrar sín og f.h. ófjárráða dóttur sinnar Írisar Jónsdóttur (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) gegn John A. Woods og Hagtryggingu h/f (Ingólfur Hjartarson hdl.) Bifreiðar. Skaðabótamál. Áhættutaka. Gjafsókn. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörns- son og Sigurður Líndal prófessor. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunar- stefnu 17. júlí 1985. Af þeirra hálfu eru gerðar eftirgreindar dóm- kröfur: „A. Að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða skaða- bætur sem hér segir: Til áfrýjandans Sigurbjargar: Aðallega að fjár- hæð kr. 1.161.131,00, til vara að fjárhæð kr. 1.154.238,00 og til þrautavara að fjárhæð kr. 978.587,00. Til áfrýjandans Írisar: Aðal- lega að fjárhæð kr. 489.916,00, til vara að fjárhæð kr. 487.571,00 og til þrautavara að fjárhæð kr. 425.181,00. B. Að tildæmdar bótafjárhæðir beri vexti sem hér segir: Aðal- lega 37% ársvexti frá 10. janúar 1982 til 31. október 1982, en 45% ársvexti frá þeim degi til 20. september 1983, en 37% ársvexti frá þeim degi til 20. október 1983, en 36% ársvexti frá þeim degi til 20. nóvember 1983, en 32%0 ársvexti frá þeim degi til 20. desember 1983, en 25% ársvexti frá þeim degi til 20. janúar 1984, en 19% ársvexti frá þeim degi til 11. september 1984, en dómvexti frá þeim degi til greiðsludags. Til vara 34% ársvexti frá 10. janúar 1982 til 31. október 1982, en 42%0 ársvexti frá þeim degi til 20. september 1983, en 35% ársvexti frá þeim degi til 20. október 1983, en 32% ársvexti frá þeim degi til 20. nóvember 1983, en 27% ársvexti frá þeim degi til 20. desember 1983, en 21,5% ársvexti frá þeim degi 68 til 20. janúar 1984, en 15% ársvexti frá þeim degi til 11. ágúst 1984, en 17% ársvexti frá þeim degi til 11. september 1984, en dómvexti frá þeim degi til greiðsludags. C. Að tekið verði fram í dómsorði að tildæmdir vextir skuli bætast við þann höfuðstól bótanna, sem vextirnir reiknast af sem hér segir: Aðallega í fyrsta sinn 31. desember 1982 og síðan á 12 mánaða fresti. 1. varakrafa: Í fyrsta sinn 10. janúar 1983 og síðan á 12 mánaða fresti. 2. varakrafa: Að tildæmdir vextir fyrir tímabilið 11. september 1984 til 31. desember 1984 skuli bætast við höfuðstólinn þann dag og síðan skuli áfallandi vextir bætast við höfuðstólinn á 12 mánaða fresti. 3. varakrafa: Að tildæmdir vextir fyrir tímabilið 11. september 1984 til 13. september 1985 skuli bætast við höfuðstólinn þann dag og síðan skuli áfallandi vextir bætast við höfuðstólinn á 12 mánaða fresti. 4. varakrafa: Að tildæmdir vextir fyrir tímabilið 1. febrúar 1985 til 1. febrúar 1986 skuli bætast við höfuðstólinn þann dag og síðan skuli áfallandi vextir bætast við höfuðstólinn á 12 mánaða fresti. D. Að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða áfrýjendum málskostnað skv. gjaldskrá LMFÍ fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Tildæmdur málskostnaður beri vexti sem hér segir: 1. Málskostnaður í héraði beri 19%0 ársvexti aðallega frá 19. apríl 1985 til greiðsludags en til vara frá sama tíma og krafist er um málskostnaðinn í Hæstarétti hér á eftir. 2. Málskostnaður í Hæstarétti beri 27% ársvexti aðallega frá 26. janúar 1987 til greiðsludags en til vara frá þeim degi er dómur Hæstaréttar verður aðfararhæfur og til greiðsludags. 3. Tekið verði fram í dómsorði um vextina á málskostnaðinn að þeir skuli leggjast við þann höfuðstól sem vextirnir reiknast af á 12 mánaða fresti, aðallega í fyrsta sinn Í. janúar næstan á eftir upphafstíma vaxtanna, en til vara í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafstímann. Dómkröfur stefndu eru þær aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjendum verði gert að greiða þeim málskostn- 69 að fyrir Hæstarétti. Til vara krefjast stefndu þess, að kröfur áfrýj- enda verði lækkaðar verulega og einungis verði dæmdir einfaldir almennir sparisjóðsvextir á bótafjárhæð til Sigurbjargar frá slysdegi til greiðsludags en til Írisar frá 9. september 1982. Málskostnaður verði þá látinn niður falla. Með bréfi dagsettu 22. febrúar 1985 var af hálfu stefndu leitað álits Rannsóknastofu í lyfjafræði við Háskóla Íslands um ætlaða ölvun Michaels S. Woods. Í svarbréfi forstöðumanns rannsóknastofunnar, dr. Þorkels Jóhannessonar prófessors, dagsettu 28. febrúar 1985, segir svo: „„Blóðgjafir, sem hlutaðeigandi maður fékk þegar á bilinu kl. 1:50-2:45 að því best verður séð, ásamt verulegum blóðmissi 1-1 4 klukkustund þar á undan, gætu truflað svo mjög ákvarðanir á alkóhóli í blóði til lækkunar, að þeim niðurstöðutölum megi lítt eða ekki treysta til þess að meta, hver þéttni alkóhóls kunni að hafa verið í blóðinu, þegar maðurinn varð fyrir slysinu. Niðurstöðutölur ákvörðunar alkóhóls í þvagi taka hins vegar af allan vafa um það, að maðurinn hafi drukkið áfengi skömmu fyrir slysið, og benda jafnframt eindregið til þess, að hann hafi verið ölvaður, þegar slysið bar að höndum.“ Með ofangreindu vottorði forstöðumannsins, skýrslu stefnandans Sigurbjargar og vætti Guðbjargar Ástu Jónsdóttur, Örvars Kristjánssonar og Ómars Kristjánssonar, telst sannað, að Michael S. Woods var ölvaður, þegar hann ók af stað frá Kirkjuvegi 34 í Keflavík í nefnt sinn með farþegana Jón Óla Jónsson og Hjálmar Hjálmarsson. Alkóhól í blóði Hjálmars Hjálmarssonar mældist 0,85%o og í þvagi 0,77%0. Alkóhól í blóði Jóns Óla mældist 1,80%0 og í þvagi 2,30%0. Var hann því sjálfur ófær um að aka bifreið- inni. Þegar bifreiðinni var ekið frá Kirkjuvegi 34, sat Hjálmar í aftur- sæti hennar. Er lögreglumenn komu á vettvang eftir slysið lá Michael tólf metrum vestan við bifreiðina en Jón Óli níu metrum austan við hana. Hjálmar var hins vegar „í krjúpandi stellingu í aftursæti bifreiðarinnar““. Bifreiðin var tvennra dyra. Atvik málsins benda þannig eindregið til þess, að Hjálmar hafi setið í aftursæti bifreiðarinnar, þegar slysið varð. Ber að líta svo á að með þátttöku sinni í nefndri ökuferð hafi 70 Jón Óli tekið á sig áhættu, sem veldur því, að áfrýjendur geti hvorki krafist bóta úr hendi eiganda bifreiðarinar, stefnda John A. Woods, né stefnda Hagtryggingar h/f samkvæmt 4. mgr. 70. gr., sbr. 2. mgr. 74. gr. laga nr. 40/1968. Verður hinn áfrýjaði dómur því stað- festur. Eftir atvikum þykir mega láta málskostnað fyrir Hæstarétti falla niður. Áfrýjendur fengu gjafsókn fyrir Hæstarétti með bréfi dómsmála- ráðuneytis 20. janúar 1986. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjenda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns þeirra fyrir Hæstarétti 90.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjenda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns þeirra, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns, 90.000,00 krónur. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. maí 1985. 1. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 19. apríl sl., er höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur af Sigurbjörgu Björnsdóttur, nnr. 7769-9090, Kirkjuvegi 34, Keflavík persónulega og vegna ófjárráða dóttur sinnar, Írisar Jónsdóttur, fæddrar 9. september 1982, sama stað, gegn John A. Woods, nnr. 5201- 5367, Fitjabraut 6, Njarðvík og Hagtryggingu hf., Suðurlandsbraut 10, Reykjavík, með stefnu birtri 11. september 1984. Dómkröfur stefnenda eru þær að stefndu verði dæmdir in solidum til greiðslu skaðabóta sem hér segir: Til stefnandans, Sigurbjargar, kr. 1.300.000,00 með 37% ársvöxtum frá 10. janúar 1982 til 31. október 1982, en með 45% ársvöxtum frá þeim degi til 20. sept. 1983 en með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 20. okt. 1983, en með 36% ársvöxtum frá þeim degi til 20. nóv. 1983, en með 32% árs- vöxtum frá þeim degi til 20. des. 1983, en með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 20. jan. 1984, en með 19% ársvöxtum frá þeim degi til 13. sept. 1984, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Um vextina verði tekið fram í dómsorði að þeir skuli leggjast við þann höfuðstól, sem vextir 71 reiknast af á 12 mánaða fresti, aðallega í fyrst sinn 1. janúar 1983, en til vara í fyrsta sinn 10. janúar 1983. Til stefnandans Írisar kr. 600.000,00 með sömu vöxtum og greinir í kröfu stefnandans Sigurbjargar. Þá er krafist málskostnaðar in solidum úr hendi stefndu skv. gjaldskrá LMFÍ eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Beri málskostnaðarfjárhæðin 19% ársvexti aðallega frá dómtökudegi til greiðsludags, en til vara frá þeim degi er dómur verður aðfararhæfur til greiðsludags. Um vextina og máls- kostnaðinn verði tekið fram í dómsorði að þeir skuli bætast við þann höfuðstól sem vextir reiknast af á 12 mánaða fresti, aðallega í fyrsta sinn 1. janúar næstan á eftir upphafstíma vaxtanna en til vara í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafstímann. Stefnendur hafa fengið gjafsókn í máli þessu samkvæmt bréfi dómsmála- ráðherra dags. 13. september 1984. Dómkröfur stefndu eru þær að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnenda og þeim tildæmdur málskostnaður úr þeirra hendi skv. gjaldskrá LMFÍ. Til vara er þess krafist að kröfur stefnenda verði stórlega lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Sáttaumleitanir fyrir dómi hafa ekki borið árangur. Il. Málsatvik eru þau að aðfaranótt sunnudagsins 10. janúar 1982 varð miög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut á Strandarheiði. Þar hafði bifreið- in JO-1011, sem var á leið til Reykjavíkur, ekið út af og farið nokkrar veltur utan vegar. Ekki voru sjónarvottar að slysinu. Í bifreiðinni voru 3 menn, Michael S. Woods, sonur stefnda Johns, Hjálmar Hjálmarsson, Kirkjuvegi 34, Keflavík og Jón Óli Jónsson, Kirkjuvegi 28, Keflavík. Er að var komið á slysstað lágu þeir Michael S. Wood og Jón Óli Jónsson utan við bifreiðina, en inni í bifreiðinni í aftursæti hennar var Hjálmar Hjálmarsson. Þeir Hjálmar og Jón Óli biðu bana í slysinu, en Michael slas- aðist alvarlega. Rannsókn á tildrögum slyssins hefur leitt í ljós að fyrr um kvöldið höfðu þeir Michael og Jón Óli drukkið saman áfengan bjór í umtalsverðum mæli að Kirkjuvegi 34, Keflavík og Hjálmar einnig að einhverju leyti að því er virðist. Um kl. 00:30 fóru þremenningarnir frá Kirkjuvegi 34, Keflavík á bifreiðinni JO-1011 sem var eign föður Michaels, stefnda John Woods. Upplýst er að þá var Michael ökumaður bifreiðarinnar en Jón Óli sat í framsæti hennar og Hjálmar aftur í. Ekið var að heimili Michaels, Fitja- hrauni 6, Njarðvík, þar sem hann hafði mjög stutta viðdvöl. Þaðan var ekið áleiðis til Reykjavíkur, en um þá ökuferð, aðdraganda og orsakir útaf- akstursins er ekkert vitað. Ummerki á vettvangi þóttu þó benda til að bif- 72 reiðinni hefði verið ekið greitt. Myrkur var og akbraut hál er slysið varð. Lögreglan kom á vettvang um kl. 1:05, eftir að tilkynnt hafði verið um akstur bifreiðarinnar JO-1011 frá Kirkjuvegi 34, Keflavík. Þeir Hjálmar Hjálmarsson og Jón Óli Jónsson voru fluttir á sjúkrahúsið í Keflavík þar sem þeir voru úrskurðaðir látnir. Michael Woods var fluttur á Slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík til læknismeðferðar. Þar var honum tekið blóð og þvagsýni til alkóhólákvörðunar kl. 02:45. Mældist magn alkóhóls í blóði hans 0,0%., en 1,84%, í þvagi. Magn alkóhóls í blóði Hjálmars mældist 0,85%, og í þvagi 0,77%, en hjá Jóni Óla í blóði 1,80%, og í þvagi 2,30%0. Ríkissaksóknari höfðaði opinbert mál á hendur Michael Woods fyrir sakadómi Njarðvíkur vegna umferðarslyss þessa. Var Michael gefið að sök að hafa ekið bifreiðinni JO-1011 undir áhrifum áfengis, óvarlega og of hratt í hálku og myrkri með þeim afleiðingum að hann hafi misst stjórn á bifreiðinni á Reykjanesbraut, sem hafi farið út af brautinni, oltið og tveir farþegar hans, þeir Hjálmar Hjálmarsson og Jón Óli Jónsson beðið bana. Dómur gekk í málinu þann 7. mars 1983 og var ákærði sýknaður af refsi- kröfunum. Þótti bæði ósannað að hann hefði verið undir áhrifum áfengis þegar slysið varð, auk þess sem ekki þótti unnt að slá því föstu að hann hafi verið ökumaður bifreiðarinnar JO-1011 er slysið varð. Stefnandinn, Sigurbjörg Björnsdóttir, var sambýliskona Jóns Óla Jóns- sonar. Ól hún honum dóttur, stefnandann Írisi, eftir andlát hans eða þann 9. september 1982. Í máli þessu krefja þær mæðgur skráðan eiganda bif- reiðarinnar, stefnda John A. Woods, og ábyrgðartryggjanda hennar, Hag- tryggingu hf., um bætur fyrir missi framfæranda og bætur fyrir röskun á stöðu og högum. III. Stefnendur byggja kröfu sína á hendur stefnda John A. Woods á 69. gr. 1. mgr. umferðarlaga nr. 40/1968, en ákvæðið hafi verið skýrt svo að eigandi bifreiðar beri ríkari ábyrgð á skaðaverkum ökumanns heldur en leiði af almennum skaðabótareglum, þó um sé að ræða tjón sem hvorki falli undir 67. né 68. gr. umferðarlaga. Kröfu sína á hendur stefnda Hag- tryggingu hf. byggja stefnendur á 70. gr. 3. mgr. umferðarlaga. Sé málið höfðað beint á hendur félaginu með heimild í 74. gr., 2. mgr. sömu laga. Að öðru leyti vísist til 264. gr., 2. mgr. |. nr. 19/1940 um !agarök fyrir kröfu stefnanda.. Málsástæður og lagarök stefnenda eru þessi: I. Um bótaábyrgð stefndu. Í dómi sakadóms Njarðvíkur frá 7. mars 1983 var talið ósannað að Michael Sigurður Woods hefði verið undir áhrifum áfengis þegar slysið 73 varð. Þá hafi ekki þótt unnt að slá föstu að Michael hafi ekið bifreiðinni er hún fór út af veginum. Hafi dómarinn komist að þessari niðurstöðu vegna þess að honum þótti hugsanlegt að Hjálmar Hjálmarsson hefði ekið. Hafa verði í huga við athugun á þessum niðurstöðum sakadómsins að þar hafi verið um að ræða úrlausn um sönnunaratriði sem hafi verið grundvöll- ur undir refsikröfu á hendur ákærða. Sé ekki gefið að sams konar sönn- unarmat eigi við í þessu máli. Af hálfu stefnenda sé talið að leggja verði eftirtalin atriði til grundvallar um atvik: 1. Ósannað sé að Michael S. Woods hafi verið undir áfengisáhrifum þegar slysið varð. 2. Ósannað sé að Hjálmar Hjálmarsson hafi verið undir áfengisáhrif- um. A.m.k. verði að miða við að þau hafi þá verið svo smávægileg, að ekki hafi mátt greina þau á honum. 3. Annaðhvort Michael S. Woods eða Hjálmar Hjálmarsson hafi ekið bifreiðinni umrætt sinn. Sé langlíklegast að það hafi verið Michael. Alla vega liggi fyrir að Jón Óli Jónsson hafi ekki ekið bifreiðinni. 4. Atvikin að slysinu sjálfu liggi ekki fyrir, enda sé enginn til frásagnar um atburðinn. Fyrir liggi þó að akbrautin hafi verið bein og breið á þeim stað sem slysið varð og yfirborð hennar hált. Af aðstæðum verði ennfremur dregin sú ályktun að bifreiðinni hafi verið ekið mjög greitt. Séu yfirgnæf- andi líkur til að slysið megi því rekja til gáleysislegs aksturs ökumanns miðað við aðstæður. Skuli þá auk framangreindra atriða haft í huga, að slysið hafi orðið um nótt í vetrarveðri í svartasta skammdeginu. Lagagrundvöllurinn undir kröfum stefnenda sé því sá, að ökumaður bifreiðarinnar (hvort sem það hafi verið Michael S. Woods eða Hjálmar Hjálmarsson) eigi sök á slysinu. Svo sem 69. gr., 1. mgr. umferðarlaga nr. 40/1968 hafi verið skýrð af dómstólum leiði þetta til bótaábyrgðar stefnda Johns A. Woods. Stefndi Hagtrygging hf. beri síðan ábyrgð skv. 70. gr., 3. mgr. sömu laga, enda nái ábyrgðartryggingin skv. ákvæðinu bæði til fébótaábyrgðar ökumanns bifreiðarinnar vegna sakar hans og fé- bótaábyrgðar eiganda vegna 69. gr., 1. mgr. laganna. Krafist sé aðfarar- dóms á hendur félaginu með heimild í 74. gr., 2. mgr. umferðarlaga. II. Um kröfufjárhæð. Um málskostnað. Þess er krafist að við ákvörðun málskostnaðar til stefnenda verði miðað við að samanlögð fjárupphæð höfuðstóls og vaxta myndi þann höfuðstól sem kostnaðurinn sé reiknaður af. Þá sé þess krafist að tekið verði fullt 14 tillit til alls útlagðs kostnaðar (sjá dskj. nr. 26 og 27) að viðbættum vöxtum eða verðbótum frá þeim dögum, er kostnaðurinn var greiddur. Loks er krafist vaxta af málskostnaði. Beri sú krafa auðvitað dráttarvexti rétt eins og hver önnur peningakrafa milli aðila. Eigi krafa um þessa vexti vitaskuld hvergi heima nema í því máli, sem dæmi málskostnaðinn sjálfan. Sýknukrafa stefndu er byggð á eftirfarandi rökum: Krafa stefnenda sé reist á hinum hlutlægu bótareglum umferðarlaga, enda ekkert komið fram varðandi slysið um ástand bifreiðarinnar sem hægt sé að leggja bifreiðar- eigandanum huglægt til sakar. Skv. 2. mgr. 67. gr. umferðarlaga gildi hin hlutlæga ábyrgðarregla ekki gagnvart farþega sem ekki sé fluttur gegn gjaldi. Breyti þar engu þótt um sök hjá ökumanni kunni að vera að ræða, a.m.k. ef hann sé annar en eigandi og aki ekki beint á hans vegum. Í þessu máli sé óljóst hver hafi verið ökumaður og tryggingarfélagið eða eigandi geti þar af leiðandi ekki beitt almennum reglum um endurkröfu á hendur ökumanni. Túlka beri 1. mgr. 67. gr. umferðarlaga þröngt og í samræmi við hljóðan hennar, sbr. dóm Hæstaréttar frá 28. maí 1982, þar sem hafnað var rýmkandi lögskýringu. Ljóst sé í máli þessu að ef Jón Óli hafi ekki ekið bifreiðinni, þá hafi hann verið farþegi án þess að nokkuð (sic) gjald kæmi til fyrir aksturinn og beri því þegar af ofangreindri ástæðu að sýkna stefndu í máli þessu, en önnur atriði komi þar einnig til. Telja verði að mjög svo gáleysislegur akstur bifreiðarinnar JO-1011 hafi valdið slysinu. Afleiðingar slyssins og vettvangsrannsókn bendi til að bif- reiðinni hafi verið ekið á ofsahraða er óhappið varð. Líkur séu til þess, að ökumaður hafi verið Michael S. Woods sem fjöldamörg vitni hafi séð neyta áfengis fyrir brottförina og hafi merkt það veruleg áfengisáhrif á honum að reynt hafi verið að hindra að hann æki bifeiðinni, og síðar hafi ölvunarakstur hans verið tilkynntur til lögreglunnar í Keflavík. Dómur sakadóms Njarðvíkur frá 7. mars 1983, þess efnis að ósannað þyki að Michael hafi verið undir áhrifum áfengis þegar slysið varð, raski ekki rétt- mæti þessa dómstóls til að meta sjálfstætt þetta sönnunaratriði. Fram komi í framlögðu dskj. nr. 11 að Michael hafi verið með verulega öndunarörðug- leika er komið var á slysstað og hafi slím og blóð verið sogað úr hálsi og nefi og honum jafnframt gefið súrefni á leið frá slysstað í sjúkrabifreiðinni. Framburður vitna samkvæmt framlögðum lögregluskýrslum og sakadóms- rannsókn sé það glöggur og ótvíræður varðandi ölvun Michaels er hin örlagaríka ferð hófst, að fullljóst sé að hann hafi verið allsóhæfur að stjórna bifreiðinni. Ástand hans við slösunina geti skýrt að engan áfengis- þef lagði frá vitum hans og súrefnisgjöf, blóðmissir og blóðgjöf á Borgar- spítala geti skýrt niðurstöðu blóðrannsóknarinnar, en blóðsýni hafi fyrst verið tekið um þrem klukkustundum eftir slysið. Jafnframt megi benda á rugling með nöfn á blóðsýnum og flutning blóðsýnis milli umdæma, sbr. 15 dskj. nr. 28, en þetta séu atriði sem einnig geti skýrt hina furðulegu niður- stöðu blóðrannsóknarinnar. Samkvæmt framburðum vitna í áður tilvitnuðum gögnum sé ljóst að Hjálmar Hjálmarsson hafi einnig neytt einhvers áfengis fyrir ökuferðina, og trúlega einnig meðan á henni stóð ef tekið sé mið af niðurstöðum rann- sóknar á áfengismagni í blóði hans og þvagi. Þar sem Jón Óli hafi setið að drykkju með ofangreindum ungmennum hafi honum mátt vera fullljóst að þeir hafi verið óhæfir að aka bifreiðinni. Hafi hann einnig verið viðstaddur þegar reynt var að stöðva akstur Michaels, og jafnframt mátti honum vera fullkunnugt um að Hjálmar hafði verið sviptur ökuleyfi vegna ölvunaraksturs og hafði því ekki heimild til að aka bifreiðinni. Hér var um skemmtiferð ungmennanna að ræða. Ætlunin hafi verið að fara í veitingahús í Reykjavík og virðist sem ekið hafi verið mjög greitt, enda skammt til lokunar veitingahússins. Ljóst sé að Michael hafi ekið bifreiðinni er farið var frá Kirkjuvegi 34. Aftur á móti sé ekki upplýst hver hafi ekið bifreiðinni er óhappið varð. Allir er í bifreiðinni voru virðast hafa verið nokkuð ölvaðir og óhæfir að stjórna henni. Hugsast geti að Jón Oli hafi jafnvel stjórnað bifreiðinni sjálfur. Ökuferð þessi hafi algjörlega verið á eigin ábyrgð þeirra sem í bifreiðinni sátu. Miðað við ölvunarástand, tilgang ferðarinnar og akstursmáta sé eðli- legt að líta svo á að ferðin hafi algjörlega verið á eigin áhættu ungmenn- anna og eigi þeir að bera halla af óvissunni hver hafi verið ökumaður bif- reiðarinnar. Samkvæmt ofangreindu telji stefndu að Jón Óli hafi fyrirgert öllum rétti sínum til bóta og geti stefnendur því ekki krafið stefnda um bætur vegna atburðar þessa. Varakrafa stefndu er byggð á eftirfarandi rökum: Ef ekki verði fallist á að sýkna stefndu á grundvelli ofangreindra raka, sé þess krafist að bætur séu lækkaðar verulega skv. 3. mgr. 67. gr. umferðarlaga, þar sem a.m.k. megi telja að um mikla „„óforsjálni““ hafi verið að ræða hjá Jóni Óla að fara í títtnefnda ökuferð sbr. dóm Hæstaréttar frá 18. april 1978 í málinu nr. 147/1976. Við. munnlegan flutning málsins féllu stefndu frá þeim málsástæðum sínum um sýknu sem varða það að stefnandinn Sigurbjörg og Jón Óli heitinn hafi ekki verið í sambúð er slysið varð sem og það að óvíst væri að Jón Óli hafi verið faðir barns hennar, stefnandans Írisar. Bótafjárhæðum stefnenda er mótmælt sem alltof háum. IV. Svo sem fram er komið er málatilbúnaður stefnenda m.a. á því byggður að slysið hafi orðið vegna gáleysislegs aksturs ökumanns bifreiðarinnar 16 JO-1011 tiltekið sinn, sem annaðhvort hafi verið Michael S. Woods eða Hjálmar Hjálmarsson heitinn. Í greindu refsimáli á hendur Michael S. Woods þótti ekki unnt að slá því föstu, að hann hefði verið ökumaður bifreiðarinnar JO-1011 við útaf- aksturinn umrætt sinn þar sem til tals hefði komið að Hjálmar heitinn æki og að ökumannsskipti hefðu t.d. getað átt sér stað við heimili Michaels í Njarðvík. Í þessu máli hafa engin ný gögn verið lögð fram sem skýra fremur en fyrr hver hafi verið ökumaður bifreiðarinnar er slysið varð og verður því um það álitaefni að byggja á sömu gögnum og fyrir sakadómi Njarðvíkur lágu. Þótt líklegt megi telja að Michael S. Woods hafi verið ökumaður bifreið- arinnar við slysið verður ekki talið fullvíst að svo hafi verið, svo sem gögn liggja fyrir í máli þessu. Er og jafnvel fyrir hendi sá möguleiki að Jón Óli Jónsson heitinn hafi sjálfur ekið. Sé litið til þessa, svo og með tilliti til þeirrar áhættu sem Jón Óli heitinn tók á sig með því að fara í ökuferð þessa, við þær aðstæður sem voru og fyrr er lýst, verður að telja að enginn grundvöllur sé fyrir bótakröfum stefnenda í máli þessu. Samkvæmt framansögðu verður niðurstaða málsins sú að sýkna ber stefndu af öllum kröfum stefnenda í máli þessu, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Allur gjafsóknarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns stefnenda, Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hæstaréttarlögmanns, sem ákveðast kr. 50.000,00. Krafa stefnenda um vexti á málskostnað, sem ekki verður að séð að eigi sér lagastoð, verður ekki tekin til greina. Eggert Óskarsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, John A. Woods og Hagtrygging h/f, skulu vera sýkn af kröfum stefnenda, Sigurbjargar Björnsdóttur persónulega og f.h. dóttur sinnar Írisar Jónsdóttur, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns stefnenda, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 50.000,00. 71 Föstudaginn 30. janúar 1987. Nr. 202/1985. Níels Sigurður Olgeirsson (Hilmar Ingimundarson hrl.) gegn Erni Andréssyni (Helgi V. Jónsson hrl.) Fasteignakaup. Gallar. Skaðabætur. Verðtrygging. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörns- son og Sigurður Líndal prófessor. Hinn áfrýjaða dóm kváðu upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðs- dómari í Kópavogi og samdómendurnir Ólafur Pálsson bygginga- meistari og Gunnar Þorsteinsson byggingatæknifræðingur. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. ágúst 1985 að fengnu áfrýjunarleyfi 27. s.m. samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Áfrýjandi gerir þær dómkröfur í aðalsök í héraði, að hann verði sýknaður af kröfum stefnda, en til vara að kröfur stefnda verði lækkaðar. Í gagnsök í héraði gerir áfrýjandi þessar dómkröfur: 1. Að stefndi verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjár- hæð 163.400,00 krónur ásamt 32% ársvöxtum af 98.910,00 krónum frá 23. nóvember 1983 til 21. desember s.á., með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, með 19% ársvöxtum frá þeim degi til 14. september 1984, af 163.400,00 krónum frá þeim degi til 17. desember 1984, en síðan með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er gerð sú krafa, að framangreindir vextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti, þó þannig að vextir leggist fyrst við höfuðstól hinn 1. febrúar 1986 fyrir tímabilið 1. febrúar 1985 til 1. febrúar 1986 og síðan áfallna vexti fyrir hvert 12 mánaða tímabil og myndi þannig nýjan höfuðstól, er beri sömu vexti og að framan greinir. 2. Að stefnda verði gert að greiða 26.227,00 krónur vegna mats- kostnaðar með 19% ársvöxtum frá 14. september 1984 til 17. 18 desember 1984, en síðan með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er gerð sú krafa, að framangreindir vextir leggist við höfuðstól kröfunnar á 12 mánaða fresti, þó þannig, að vextir leggist fyrst við höfuðstól hinn 1. febrúar 1986 fyrir tímabilið 1. febrúar 1985 til 1. febrúar 1986 og síðan áfallna vexti fyrir hvert 12 mánaða tímabil og myndi þannig nýjan höfuð- stól, er beri sömu vexti og að framan greinir. Áfrýjandi krefst málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Þá krefst áfrýjandi að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði felld úr gildi. Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur og fjárnámsgerð verði staðfest. Hann krefst málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málavextir eru þeir að stefndi tók að sér að reisa hús fyrir áfrýj- anda að Brekkutúni 12 í Kópavogi. Ágreiningur reis út af smíði hússins og varð samkomulag um að matsmenn tilnefndir af Meist- arafélagi húsasmiða mætu atriði sem áfrýjandi taldi áfátt. Er mats- gerð þeirra dagsett 23. nóvember 1983 og var niðurstöðufjárhæð hennar 78.660,00 krónur. Áfrýjandi taldi matsmennnina ekki hafa fjallað um öll þau atriði sem óskað var eftir að metin yrðu auk þess sem þeir hefðu ekki treyst sé til að ljúka mati um öll atriðin. Þá taldi hann eignina haldna frekari göllum. Hann fékk síðan dóm- kvadda matsmenn til að meta atriði þessi. Er matsgerð hinna dóm- kvöddu matsmanna frá 14. september 1984 og er niðurstöðufjárhæð hennar 64.490,00 krónur. Stefndi taldi á vanta 276.734,00 krónur að áfrýjandi hefði að fullu greitt umsamið kaupverð og höfðaði mál það á hendur honum sem er aðalsök í héraði. Áfrýjandi höfðaði svo gagnsök til heimtu framangreindra matsfjárhæða auk nokkurs annars kostnaðar. Um aðalsök í héraði. Kröfur sínar sundurliðaði stefndi nánar svo: „„1. Greiðsla samkv. 8. tl. pr. 10.7. ?83 kr. 80.000,00 Verðbætur = (2076-1), 80.000,00 “83.626,00 kr. 163.626,00 1015 2. Greiðsla samkv. 9. tl. pr. 21.11. *83, Húsnæðis- 79 málalán: Áætlað kr. 180.000,00 í samningi. Afhendingardagur (húss) 1.9. ?82 var 17.8. 1982. kr. 180.000,00 lánað: 1/9/82 - 2/12/82 = 92 dagar kr. 180.000,00 1/9/82 - 1/11/82 = 62 dagar m. 32% ársv. 1/11/82 - 2/12/82 = 31 dagar m. 38% ársv. “ 5.809,00 kr. 195.435,00 - Innb. 2/12/1982 “ 67.183,00 kr. 128.252,00 A 9.626,00 2/12/82 - 10/5/83 159 dagar með 38% ársv. ““ 21.230,00 kr. 149.482.00 - Innb. 10/5/1983 í 66.740,00 10/5/83 - 21/11/1983 kr. 82.742,00 10/5/83 - 21/9/83 = 134 d. með 38% ársv. “ 11.543,00 21/9/83 - 21/10/83 = 30. d. með 33% ársv. “ 2.244,00 21/10/83 - 21/11/83 = 30. d. með 30,5% ársv. S 2.074,00 — ““ 98.603,00 3. Greiðsla v/stækkunar bíl- skúrs skv. samkomul. pr. 23/11/82 kr. - 9.300,00 Verðbætur pr. 10/7/1983 = (2076-1) 9.300 “0 5.205,00 . ““ C14.505,00 1331 Samtals kr. 276.734,00“ Syknukröfu sína byggir áfrýjandi á því að sér sé óskylt að greiða verðbætur af greiðslu samkvæmt 8. tl. kaupsamningsins og verð- 80 bætur vegna stækkunar bílskúrs. Einnig telur hann sér óskylt að greiða vexti af fjárhæð 9. tl. samningsins þar sem hin selda eign hafi ekki verið afhent í umsömdu ástandi á réttum tíma. Þá telur áfrýjandi sig hafa ofgreitt stefnda 117.676,50 krónur með því að greiða verðbætur af fjárhæðum tl. 5-7 í kaupsamningnum, og eigi sú fjárhæð að koma til frádráttar þeim liðum kröfugerðar stefnda sem viðurkenndir séu. Komi þá í ljós að hann hafi ofgreitt stefnda 8.400,50 krónur. Um 1. Í aðilaskýrslu sinni skýrði áfrýjandi svo frá að við undir- skrift kaupsamningsins hefði ákvæðinu um verðbætur verið breytt frá því sem var í samþykktu kauptilboði hans. Hefði verið bætt inn í samninginn ákvæði um byggingavísitölu þá sem þá var í gildi. Í aðilaskýrslu sinni kvaðst stefndi hafa viljað láta það koma fram í kaupsamningnum að upphaf útreiknings verðbóta skyldi miða við byggingavísitöluna 1015 stig. Fram er komið að áfrýjandi gerði sér grein fyrir framangreindri breytingu er hann undirritaði samninginn. Hann greiddi verðbætur samkvæmt skilningi stefnda af greiðslum sem féllu í gjalddaga 10. febrúar, 10. mars og 10. maí 1983. Þykir hann því vera bundinn af skilningi stefnda á þessu ákvæði kaupsamningsins. Ber honum því að greiða umkrafðar verðbætur samkvæmt þessum lið en ekki er ágreiningur um grunnfjárhæðina. Verður þessi kröfuliður því tekinn til greina óbreyttur með 163.626,00 krónum. Um 2. Samkvæmt samningi aðilanna skyldi stefndi taka við fjár- hæð láns er áfrýjandi tók hjá Veðdeild Landsbanka Íslands, 180.000,00 krónum, sem greiðslu á hluta kaupverðsins. Skyldi áfrýj- andi greiða víxilvexti af fjárhæðinni frá og með „afhendingardegi hússins““ miðað við umsaminn endanlegan frágang. Í kaupsamningi eru nánari ákvæði um frágang „húss og bílskúrs“. Miða verður við að áfrýjandi hafi fengið umráð sjálfs hússins á umsömdum tíma. Ágreiningur reis um frágang á hinni seldu eign. Ágreiningslaust er að áfrýjandi innti af hendi tvær greiðslur upp í áðurnefnda fjárhæð svo sem fram kemur í sundurliðun stefnda. Þykir mega taka þennan lið til greina með 56.155,00 krónum svo sem gert er í héraðsdómi. Um. 3. Ekki er fram komið að ráð hafi verið fyrir því gert að framkvæmdir við bílskúrinn tækju svo langan tíma sem raun varð Sl á. Þykir áfrýjandi því ekki eiga að greiða verðbætur samkvæmt þessum lið. Verður kröfuliður þessi því tekinn til greina með 9.300,00 krónum. Samkvæmt þessu verður fjárhæð sú sem áfrýjanda var gert að greiða í aðalsök í héraði lækkuð um $5.205,00 krónur í 229.081,00 krónu. Um gagnsök í héraði. Áfrýjandi samþykkti að bílskúrinn yrði stækkaður og að hann greiddi kostnað við það svo sem áður er fram komið. Þykir hann því sjálfur verða að bera kostnað af stærri hurð fyrir bílskúrinn en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi. Með þessari athugasemd þykir mega staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um gagnsök þar sem stefndi var dæmdur til að greiða 124.060,00 krónur. Samkvæmt þessu ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 105.021,00 krónu með vöxtum eins og í dómsorði segir. Staðfesta ber málskostnaðarákvæði héraðsdóms, þar á meðal um greiðslu vaxta af málskostnaði enda hefur málinu ekki verið gagn- áfrýjað. Kröfu sína um að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði felld úr gildi byggir áfrýjandi á því að fjárnámið hafi í raun farið fram á embættisskrifstofu fógeta en það sé andstætt ákvæði 34. gr. laga nr. 19/1887 svo sem skýra beri það. Fjárnámsgerðin hófst að heimili áfrýjanda sbr. 2. mgr. 33. Yr. laga nr. 19/1887. Ekki þykja þeir annmarkar vera á fjárnámsgerð- inni er varði ógildingu hennar. Verður hún því staðfest til tryggingar dæmdum fjárhæðum. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda 35.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Níels Sigurður Olgeirsson, greiði stefnda, Erni Andréssyni, 105.021,00 krónu með 45% ársvöxtum af 172.926,00 krónum frá 10. júlí 1983 til 21. september s.á., 3790 ársvöxtum frá þeim degi til 21. október s.á., 36% ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., 32% ársvöxtum af 6 229.081,00 krónu frá þeim degi til 23. nóvember s.á. og af 150.421,00 krónu frá þeim degi til 21. desember s.á., 25% árs- vöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 19% ársvöxtum frá þeim, degi til 26. janúar s.á. og með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til 14. september 1984 og með hæstu innlánsvöxtum af 105.021,00 krónu frá þeim degi til greiðsludags. Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er staðfest til tryggingar framan- greindum fjárhæðum. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað eiga að vera óröskuð. Áfrýjandi greiði stefnda 35.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Kópavogs 15. apríl 1985. Mál þetta, sem dómtekið var 8. mars 1985 að loknum munnlegum mál- flutningi, er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu þingfestri 26. janúar 1984 af Erni Andréssyni, Brekkutúni 14, Kópavogi, nnr. 9907-2539 gegn Níelsi Sigurði Olgeirssyni, Brekkutúni 12, Kópavogi, nnr. 6622-6263, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 276.734,00 með 45% ársvöxtum af kr. 178.131,00 frá 10. júlí 1983 til 21. september s.á., með 37% ársvöðfum frá þeim degi til 21. október s.á., með 3600 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., með 32% ársvöxtum af kr. 276.734,00 frá þeim degi til21. desember s.á., með 2590 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, með 19% ársvöxtum frá þeim degi til stefnubirtingardags, en með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ, með hæstu lögleyfðu dráttarvöxtum, sem Seðlabanki Íslands ákveður á hverjum tíma af skuldum utan innlánsstofnana frá dóms- uppsögu til greiðsludags, eða að skaðlausu að mati hins virðulega réttar. Kröfur aðalstefnda eru þær að hann verði aðallega að svo stöddu alfarið sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en til vara að kröfur stefnanda verði verulega lækkaðar. Jafnframt er í báðum tilvikum krafist málskostnaðar úr hendi stefnda skv. gjaldskrá LMFÍ að skaðlausu. Með gagnstefnu sem þingfest var á bæjarþingi þann 17. desember sl. eru gerðar þær dómkröfur: 1. Að gagnstefndi verði dæmdur til að greiða gagnstefnanda í skaða- bætur kr. 163.400,00 ásamt 32% ársvöxtum af kr. 98.910,00 frá 23. nóvem- ber 1983 til 21. desember s.á., með 259 ársvöxtum frá þeim degi til 21. 83 janúar 1984, með 19% ársvöxtum frá þeim degi til 14. september 1984, af kr. 163.400,00 frá þeim degi til stefnubirtingardags, en síðan með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er gerð sú krafa, að framangreindir vextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti og myndi þannig nýjan höfuðstól, er beri sömu vexti og að framan greinir. 2. Að gagnstefnda verði gert að greiða gagnstefnanda kr. 26.227,- vegna matskostnaðar með 19% ársvöxtum frá 14. september 1984 til stefnu- birtingardags, en síðan með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags. Jafnframt er gerð sú krafa, að framangreindir vextir leggist við höfuðstól kröfunnar á 12 mánaða fresti og myndi þannig nýjan höfuðstól, er beri sömu vexti og að framan greinir. 3. Að gagnstefnda verði gert að greiða gagnstefnanda málskostnað að skaðlausu skv. gjaldskrá LMFÍ með hæstu lögleyfðu dráttarvöxtum, sem Seðlabanki Íslands ákveður hverju sinni af skuldum utan innlánsstofnana frá dómsuppsögu til greiðsludags. Í gagnsök eru dómkröfur gagnstefnda þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnstefnanda, og að honum verði tildæmdur málskostnaður úr hans hendi í gagnsök, á sama hátt og krafist er í aðalsök. Málsástæður: Með kaupsamningi aðila, sem dagsettur er 16. júní 1982, tók aðalstefndi (sic) máls þessa að sér að byggja parhús að Brekkutúni 12, Kópavogi ásamt bílskúr. Í kaupsamningi er tekið fram að húsið væri byggt samkvæmt teikn- ingum frá Teiknistofunni sf. og samþykktar (sic) af byggingaryfirvöldum Kópavogs. Einnig er kveðið á um frágang húss og bílskúrs. Afhendingar- tími samkvæmt kaupsamningi var |. september 1982 eða fyrr ef verkinu væri lokið fyrir þann tíma. Kaupverð kr. 1.100.000,00 skyldi greitt á ákveðnum gjalddögum þannig: „„1. Við undirritun kaupsamnings ............... kr. 230.000,00 2. Hinn 10. september 1982 .................. #“ 140.000,00 3. Hinn 10.:nóvember 1982 „ið. siss. Er 120.000,00 4. Hinn 10. desember 1982 ................... et 110.000,00 5. Hinn 10. febrúar 1983 ..................... # 80.000,00 6. Hinn 10. mars 1983 ....................... “ 80.000,00 FT. Hiti TO::Maí 1983. „iii Á 80.000,00 8. Hinn10. Júlí PO8S:20 sa a nr ið 80.000,00 9. Seljandi yfirtekur lán frá Veðd. Landsb. Ísl. “ 180.000,00 Samtals kr. 1.100.000,00 84 Kaupandi greiðir vexti af láni frá Veðdeild Landsbanka Íslands frá og með afhendingardegi hússins að telja, vextir af láninu eru víxilvextir á hverjum tíma. Vextir miðast við endanlegan frágang sem að framan er greint. Verðbætur komi á allar greiðslur sem eftir eru frá 1. janúar 1983 til 10. júlí 1983 og miðast við byggingavísitölu á hverjum tíma. Bygginga- vísitalan er í dag 1015 stig.“ Kröfur aðalstefnanda eru byggðar á því að aðalstefndi hafi eigi greitt samkv. 8. og 9. lið samningsaðila, né umsamdar greiðslur vegna stækkunar bílskúrs. Stefnukröfur sundurliðast þannig: 1. Greiðsla samkv. 8. tl. pr. TOLDTR8: Bær kr. 80.000,00 Verðbætur samkv. samningi “ 83.626,00 kr.. 163.626,00 2. Greiðsla eftirst. samkv. 9. tl. pr. 21.11.83 .......... kr. 98.603,00 3. Greiðsla v/stækkunar bíl- skúrs pr. 23.11.82 ........ kr. 9.300,00 Verðbætur pr. 10.07.83 ... “ 5S.205,00 14.505,00 Samtals: kr. 276.734,00 Krafa aðalstefnda um sýknu er á því byggð að aðalstefnandi eigi ekki rétt til verðbóta eins og hann hefur krafist, að aðalstefnandi skuldi umbj.m. bætur vegna galla og ólokins frágangs, aðalstefnandi eigi engan rétt á víxil- vöxtum vegna veðdeildarláns, að stefnandi skuldi umbj.m. orlof og kostnað vegna 3ja fasa rafmagnstöflu. Kröfu aðalstefnanda um verðbætur er alfarið mótmælt. Í fyrsta lagi beri að miða verðbætur við vísitöluna 1. janúar 1983. Í öðru lagi væri ljóst, að aðalstefnandi eigi engar verðbætur vegna byggingu (sic) bílskúrsins sökum afhendingardráttar. Verð bílskúrsins af heildarverði skv. kaupsamn- ingi teljist vera kr. 131.820,00 og væri þá stækkun hans ekki innifalin. Af maígreiðslu hafi hluti bílskúrsins verið kr. 51.820,00 og þar af væru verð- bætur kr. 38.750,00. Aðalstefnandi geti ekki með afhendingardrætti verð- tryggt inneignir sínar hjá aðalstefnda á hans kostnað. Aðalstefnandi verði sjálfur að bera áhættuna af afhendingardrætti og verður að gjalda þess að standa ekki við gerða samninga. Aðalstefndi hafi ætíð verið reiðubúinn að standa við greiðslur og hafi haft til þess greiðslugetu. Í þriðja lagi hafi aldrei verið samið um greiðslu vegna stækkunar bílskúrsins, hvorki um kostnaðaraukann né verðbætur. Með samkomulagi málsaðila dags. 12. október 1983 var þess farið á leit 85 við Meistarasamband byggingamanna að það skipaði tvo hæfa og óvilhalla menn til að segja til um hvað kosta muni að bæta úr ákveðnum atriðum varðandi fasteignina Brékkutún 12 og er matsgerð þeirra Jósefs Halldórs- sonar og Stefáns Guðlaugssonar dags. 23. nóvember 1983 svohljóðandi: „Að ósk formanns Meistarafélags húsasmiða, höfum við undirritaðir matsmenn M.h. skoðað húseignina Brekkutún 12, Kópavogi en fyrir lá bréf undiritað af núverandi eiganda hússins, Níels S. Olgeirssyni og byggjanda þess, Erni Andréssyni, þar sem óskað er eftir mati á meintum ágöllum á nokkrum atriðum við byggingu þessa húss, og tilgreint er með meðfylgjandi bréfi frá teiknistofu dags. 24. maí 1983. Varðandi 1. og 2. lið, vantar á að fullnaðar frágangi sé lokið. Um 3. - 4. og 5. lið, er álit okkar að rífa þurfi vatnsklæðningu af, lag- færa og þétta vatnsbretti, athuga með þéttingu undir fótstykki og þar sem timbureiningar koma að steini. Listar og vindpappi þurfa að koma utan á trétex klæðningu til að örugg þétting fáist, síðan klæðist að nýju með vatnsklæðningu. Reikna verður með að klæðning sú sem fyrir er eyðileggist að mestu við að rífa hana af og verði því að endurnýja hana. Þakjárn á bílskúr er smávegis dældað, og skipta þarf þar um plötu. Frá- gangur á þakjárni við þakglugga, á húsinu, er rangur, og lekur þar um. Nauðsynlegt er því að gera þar á lagfæringu. Kostnaður við þessar lagfæringar, — efni og vinnulaun —, teljum við að sé rétt metin á kr. 78.660,00. Kvörtun kom frá húseiganda um að jarðfylling að húsi sé ekki svo sem vera ætti. Lóð er grófjöfnuð, en við suðausturhorn hússins hefur verið grafið niður með jarðveggjum þess, til skoðunar á þessu. Þar sést að fylling virðist vera nokkuð fíngerð og leirblandin. Nauðsynlegt er að veggjum liggi ólífrænn Jarðvegur. Við teljum okkur ekki geta dæmt um hvort skipta þurfi um jarð- veg, né um kostnað við það, til þess þurfi að grafa meira frá húsinu.“ Gagnstefnandi fór fram á það með beiðni dags. 5. apríl 1984 að dóm- kvaddir verði matsmenn til að skoða og meta eftirfarandi atriði að Brekku- túni 12: „1. Rifur á þakjárni og járnið beyglað og rispað á íbúðarhúsinu. Galli á, skorsteini. Drenlögn og galli á jarðfyllingu. Í kjallara koma steypustyrktarjárn í gegn. Veggir í risi eru lægri en skv. teikningu. Vantar járnvinkil í fótstykki á bílskúr. Dyraop í bílskúr er stærra en gert var ráð fyrir skv. teikningu er 3,40 m x 2,50 m í stað 2,70 m x 2,25 m. . 86 8. Negling (hefting) á viðarklæðningu mjög ljót víðast hvar. Ófagmannlegt. Þess er beiðst, að matsmenn segi til um hvernig úr framangreindum atriðum megi bæta og hversu mikið það muni kosta. Ef úrbótum verður ekki unnt að koma við, þá eru matsmenn beðnir að meta matsbeiðanda afslátt af kaupverði vegna þess.“ Þann 10. apríl s.á. voru á bæjarþinginu kvaddir til matsins þeir Sigurður R. Halldórsson byggingatæknifræðingur og Ólafur Bjarnason múrara- meistari. Matsgerð þeirra er dags. 14. september sl. og er álit þeirra svohljóðandi: „Liður 1. Rétt er, að þakjárn er beyglað við neglingar og rispað, járnið er nokkuð þunnt, gefur eftir í hábáru við neglingu, og er að okkar mati nokkur merki um óþarfa beyglur og rispur. Plata sem rifin er niður undir lágbáru þarf að endurnýjast. Teljum við þó að illmögulegt sé að setja svona þakjárn á hús þannig að engin rispa né beygla sjáist. Liður 2. Galla á skorsteini þarf að lagfæra. Galla þennan hefði átt að lagfæra áður en byrjað var að innrétta húsið og hefði þá kostnaður við það orðið hverfandi, en þar sem nú er búið að, svo til, fullgera innréttingu er ekki um annað að ræða en að brjóta með handverkfærum það mesta af bung- unni og síðan múrhúða fletina og afrétta. Liður 3. Setja að nýju grófa sjávarmöl að og yfir jarðvatnslagnir og fylla að húsi með grófu efni sem yfirborðsvatn kemst í gegnum. Teljum við líklegt að það efni sem notað var áður til fyllingar upp við húsið hafi ekki verið nægjanlega opið. Liður 4. Sýnileg steypustyrktarjárn neðan á loftplötu kjallara við stiga stafa af því að járngrindinni hefur ekki verið lyft þegar steypa var lögð niður. Þetta atriði teljum við ekki skerða styrkleika hússins að neinu ráði þar sem spennuvídd er aðeins um 2 metrar og þykkt plötu er ríkuleg, auk þess hverfa þessi járn þegar loft er pússað. Liður 5. Eins og áður segir í lið 5 mældum við hæð frá steyptu gólfi að skurðfleti þaks (þ.e. efri brún sperru) 137 cm við innri brún steypts veggs í risi. Á byggingarnefndarteikningu bls. 02 í mælikvarða 1:100 sýnist okkur ekki nægilega ljóst hvar á að mæla 150 cm, en þó er viðtekin regla og sjálfsögð að miða við ytri brún. 87 Á burðarþolsteikningu V.S.T. er sýnd sniðmynd af þessum húshluta og er þar greinilega gefið mál 150 cm frá steyptu gólfi að efri brún á sperru mælt við ytri brún veggs. Í framhaldi af því hafði ég samband við annan arkitekt hússins, Pál Gunnlaugsson um túlkun þessa atriðis. Lét Páll mig hafa sett með fullkomnum vinnuteikningum hönnuða í mælikvarða 1:10, 1:50, 1:20, 1:5 og 1:2. Kemur þar glögglega fram á blaði nr. 08 í mæli- kvarða 1:50 að miðað er við ytri brún veggs og gefið mál 150 cm í stað 137 em sem við mældum á staðnum. Þessi mismunur er meiri en leyfilegur er samkvæmt IST 50 staðli. Segir arkitekt að matsþola Erni Andréssyni hafi, sem öðrum húsbyggjendum, verið afhent þetta sett teikninga. Við síðari athugun kom í ljós að hæð frá gólfplötu, í mæni á þaki er 510 cm sem er 50 cm hærra en teikning segir til um. Samkvæmt þessum mælingum höfum við reiknað út að rúmmál þakhæðar breytist aðeins um sem næst 1/4 m? til stækkunar. Aftur á móti er hæð út við súðina nálægt 13 cm lægri en gert er ráð fyrir á teikningu, en nálægt 75 cm innar á gólfinu er lofthæð orðin sú sama undir súðinni og teikning arkitekts gerir ráð fyrir og fer hækkandi þar fyrir innan. Teljum við að nýtingarmöguleikar hæðar- innar verði svo til hinir sömu og gert var ráð fyrir. Aftur á móti er þakskegg hússins af þessum völdum neðar en teikning segir til um, gerir það að verkum að kverk milli þakflatar og innri brúnar gluggaveggs í stofu verður neðar en lofthæð er í stofunni og þarf því að gera ráðstafanir til að það fari vel saman. Liður 6. Járnvinkil sem vantar við bílskúrshurð er auðveldast að setja, festa niður og steypa að honum þegar hurð er sett fyrir bílgeymslu. Liður 7. Hurðarop í bílgeymslu er stærra en gert er ráð fyrir á teikningu. Hafa matsmenn haft samband við embætti byggingafulltrúa í Kópavogi sem segir að stækkun þessi sé gerð með vitund þess, þó svo að breytt teikning arkitekts liggi ekki fyrir, en breytt teikning af burðarvirki frá V.S.T. hafi borist embættinu. Teljum við að stækkun þessi á innkeyrslu bílgeymnslunn- ar auki lítillega kostnað á hurð, en kostnaður sá er aðeins brot af því hve bílgeymslan er þá meira virði vegna notkunarmöguleika. Liður 8. Rétt er sem segir að negling (hefting) er ófagmannlega unnin. Það verður að viðurkennast að hefting þessi með galvanhúðuðum lykkjum er viðtekin á utanhússklæðningu sem þessa, hafa t.d. allflest fyrirtæki sem framleiða einingarhús eingöngu notað heftingu. Á nokkrum stöðum eru mjög áberandi gallar sem hægt er að lagfæra. 88 Kostnaður vegna úrbóta. Liður 1: Viðgerð á þakplötu og lagfæring á neglingu kr. 4.700,00 Liður 2: Viðgerð á skorsteini Á 6.000,00 Liður 3- Grafa frá húsi og setja drenmöl og fylla að C'15.400,00 Liður 4: fs 0 Liður 5: Kostnaður vegna hæðar á risi og afleiðing þess “ 24.000,00 Liður 6: Frágangur á járnvinkli við bílgeymslu sg 3.790,00 Liður 7: Verðmismunur á bílgeymsluhurð “ 6.600,00 Liður 8: Lagfæring á heftingu viðarklæðningar Es 4.000,00 Samtals kr. 64.490,00“ Af hálfu gagnstefnanda hefur verið lögð fram kostnaðaráætlun frá verk- fræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen hf. en þar kemur m.a. fram að áætl- aður kostnaður fyllingarefnis er kr. 20.250,-. Einnig hefur verið lagður fram af hans hálfu reikningur Hlaðbæjar hf. kvittaður þann 4. júlí 1984 að fjárhæð kr. 34.483,-, sem er samkvæmt með- fylgjandi verklýsingu vegna ónothæfs efnis sem grafið var og ekið frá Brekkutúni 12, en drenmöl, sandi og grúsarfyllingu ekið að í staðinn. Gagnstefndi hefur lagt fram yfirlýsingar Einars Sigurðssonar, úttektar- manns. Sú fyrri er dags. 18. nóvember 1983 svohljóðandi: „Miðvikudaginn 16. nóvember 1983 var ég kallaður að Brekkutúni 12 til að skoða jarðvatnslögn, sem grafið hafði verið niður á, við suðausturhorn hússins. Þar kom í ljós að drenmöl yfir lögninni var vandfundin. Lögnin var opin á rúmlega Í m kafla. Fylling að húsi var mold blönduð stórum steinum. Einar Guðmundsson pípulagningameistari mætti við þessa skoðun og taldi að lögnin hefði verið tekin út af bænum, en engin úttekt er færð til bókar hjá byggingafulltrúa, sem segir að þessi lögn hafi verið hulin án úttektar. Í framhaldi af þessu er óskað eftir því að öll jarðvatnslögnin verði grafin upp og athuguð og úttekt fari fram. Í framhaldi verði drenmöl sett yfir og fyllt að húsinu með drenerandi efni, en ekki mold.“ Hin síðari er dags. 19. desember s.á. og €r eftirfarandi: 89 „Þriðjudaginn 13. desember 1983 var undirritaður boðaður að Brekku- túni 12 af Einari Guðmundssyni til að vera viðstaddur uppgröft við suð- vestur horn hússins. Í ljós kom, að við ca 1,5 m kom í ljós verulegt magn af drenmöl. Ekki þótti ástæða til að fara dýpra, af ótta við að skemma lögnina. Í ljósi þessa tjáði byggingafulltrúi mér að ekki yrði gerð sérstök krafa til úttektar á „drenlögninni““.““ Aðalstefnandi hefur lagt fram útreikning vegna breikkunar bílskúrs en samkvæmt honum er beinn „„verktakakostnaður““ kr. 7.760,00 en heildar- kostnaður reiknaður kr. 9.300,00. Aðalstefnandi byggir kröfur sínar á því að aðalstefndi hafi skuldbundið sig samkvæmt kaupsamningi og samkvæmt síðara samkomulagi málsaðila varðandi stækkun bílskúrs til að greiða fjárhæðir þær sem tilgreindar eru í aðalstefnu. Gagnstefnandi byggir kröfur sínar á því að gagnstefndi hafi ekki afhent eignina Brekkutún 12 í umsömdu ástandi og beri honum því að greiða gagnstefnanda bætur vegna þessa. Niðurstöður: Aðalkröfur. Kröfur aðalstefnanda eru m.a. byggðar á því að afhending hússins hafi farið fram þann |. september 1982. Hins vegar hefur aðalstefndi haldið því fram að afhending bílskúrs hafi ekki farið fram fyrr en 22. júlí 1983 og er því ómótmælt af hálfu aðalstefnanda. Þykir því rétt að krafa aðal- stefnanda um vaxtagreiðslur verði lækkuð þannig að vextir af láni frá Veðdeild Landsbanka Íslands reiknast að frádregnu bílskúrsverði kr. 131.820,00 þannig: af kr. 48.180,00 frá 1. september 1982 til 2. desember 1982 en af kr. 50.308,80, frá 22. júlí 1983 til 21. nóvember s.á. en að öðru leyti eins og segir í 2. tl. á dskj. nr. 24 og verður því tildæmd krafa sam- kvæmt þessum tölulið kr. 56.155,00. Kröfur aðalstefnanda samkvæmt 1. tl. dskj. nr. 24 eru byggðar á kaup- samningi aðila þ.m.t. verðbætur á allar greiðslur eftir 1. janúar 1983 og er þá miðað við byggingavísitölu sem í gildi var er aðilar gengu frá um- ræddum kaupsamningi þann 16. júní 1982. Þá verður að ganga út frá því að fyrir liggi samkomulag aðila varðandi greiðslur vegna stækkunar bíl- skúrs og ber því aðalstefnda að greiða kr. 9.300,00 samkvæmt útreikningi á dskj. nr. 10 auk verðbóta eða samtals kr. 14.505,-. Þykja kröfur þessar nægjanlega rökstuddar að öðru leyti en því sem hér að framan greinir og verða því teknar til greina eins og síðar segir. Gagnkröfur aðalstefnda. Fallast ber á þá kröfu aðalstefnda að aðalstefnanda beri að greiða honum 90 bætur vegna ófullnægjandi klæðningar og fyrir viðgerð á þakjárni kr. 18.660,00. Einnig þykir rétt að aðalstefnandi greiði aðalstefnda bætur fyrir viðgerð á skorsteini, vegna úrbóta við jarðveg að húsinu og vegna lagfæringar hæðarmismunar og þykja bætur þessar hæfilega ákveðnar kr. 45.400,00 með vísan til matsgerðar dskj. nr. 40. Aðalstefndi þykir ekki eiga rétt á frekari bótum vegna úrbóta á drenlögn enda liggja ekki fyrir teikningar eða önnur fullnægjandi gögn varðandi þessar ákveðnu úrbætur. Viðgerð á þakjárni og lagfæring á neglingu sbr. sama dskj. liður 1 hefur Þegar verið tekin til greina í mati Meistarafélags húsasmiða. Varðandi lið 6 í sama dskj. þykir frágangur á vinkli við bílgeymslu ekki falla undir tilskilinn frágang er aðalstefnanda bar að inna af hendi þar sem hann skyldi samkvæmt samningi málsaðila afhenda gólf í bílgeymslu ópússað. Varðandi lið 8 hafa bætur þegar verið tildæmdar skv. mati Meist- arafélags húsasmiða. Ekki þykir ástæða til að dæma aðalstefnda bætur vegna bílskúrshurðar þar sem aukinn kostnaður er aðeins brot af því hve bílgeymslan er þá meira virði vegna notkunarmöguleika skv. niðurstöðu dskj. nr. 40. Dæmdar kröfur. Tildæmdar kröfur aðalstefnanda verða því samkvæmt því sem áður segir samtals að fjárhæð kr. 234.286,00 og gagnkröfur aðalstefnda að fjárhæð kr. 124.060,00. Samkvæmt þessu ber aðalstefnda Níelsi Sigurði Olgeirssyni að greiða aðalstefnanda Erni Andréssyni kr. 110.226,00 með 45% ársvöxtum af kr. 178.131,00 frá 10. júlí 1983 til 21. september s.á. en með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október s.á. en með 36% ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á. en með 32% ársvöxtum af kr. 234.286,00 frá þeim degi til 23. nóvember s.á. en af kr. 155.626.00 frá þeim degi til 21. desember s.á. en með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984 en með 199 ársvöxtum frá þeim degi til 26. janúar s.á. en með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til 14. september 1984 og með hæstu innlánsvöxtum af kr. 110.226,00 frá þeim degi til greiðsludags. Rétt þykir að aðalstefnandi greiði aðalstefnda kr. 26.227,- í málskostnað vegna matskostnaðar með hæstu lögleyfðu vanskilavöxtum, sem Seðla- banki Íslands ákveður á hverjum tíma frá dómsuppsögn til greiðsludags, en að öðru leyti þykir rétt að málskostnaður falli niður. Dómsuppkvaðning hefur dregist vegna veikinda dómsformanns. Dómsorð: Aðalstefndi, Níels Sigurður Olgeirsson, greiði aðalstefnanda, Erni 91 Andréssyni, kr. 110.226,00 með 45% ársvöxtum af kr. 178.131,- frá 10. júlí 1983 til 21. september s.á. en með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október s.á. en með 36%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á. en með 200 ársvöxtum af kr. 234.286.- frá þeim degi til 23. nóvember s.á. en af kr. 155.626,00 frá þeim degi til 21. desem- ber s.á. en með 250 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984 en með 19%0 ársvöxtum frá þeim degi til 26. janúar s.á en með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til 14. september 1984 og með hæstu inn- lánsvöxtum af kr. 110.226,00 frá þeim degi til greiðsludags. Aðalstefnandi, Örn Andrésson, greiði aðalstefnda Níelsi Sigurði Olgeirssyni, kr. 26.227,00 í málskostnað með hæstu lögleyfðu vanskilavöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður á hverjum tíma frá dómsuppsögn til greiðsludags. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetaréttar Kópavogs 24. júlí 1985. Ár 1985, miðvikudaginn 24. júlí var fógetaréttur Kópavogs settur að Brekkutúni 12, Kópavogi og haldinn þar af fulltrúa bæjarfógeta Sveinbirni Sveinbjörnssyni með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið málið: Örn Andrésson gegn Níelsi Sigurði Olgeirssyni. Fógeti leggur fram nr. 1, gerðarbeiðni, nr. 2 dóm bæjarþings Kópavogs, dags. 15.04. svohljóðandi: Fyrir gerðarbeiðanda mætir Kjartan Reynir Ólafsson hrl. og krefst fjár- náms fyrir kr. 110.226,- með 45% ársvöxtum af kr. 178.131,- frá 10.07. til 21.09. 83, en með 37% ársvöxtum frá þesm degi til 21.10. '83, en með 360 ársvöxtum frá þeim degi til 21.11. '83, en með 32% ársvöxtum af kr. 234.286,- frá þeim degi til 23.11. '83, en af kr. 155.626,- frá þeim degi til 21.12. ?83, en með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21.01. *84, en með 199 ársvöxtum frá þeim degi til 26.01. '84, en með hæstu innlánsvöxtum frá þeim degi til 14.09. '84 og með hæstu innlánsvöxtum af kr. 110.226,- frá þeim degi til greiðsludags. Kr. 940,- í dómsútskrift og birtingarkostnað, kr. 12,- í ljósritunarkostn- að, kr. 950,- vegna gerðarbeiðni, kostnaði (sic) við gerðina og eftirfarandi uppboð/innheimtuaðgerðir, allt á ábyrgð gerðarbeiðanda, en á kostnað gerðarþola, allt að frádregnum kr. 26.227,- með hæstu lögleyfðu vanskila- vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður á hverjum tíma frá 15.04. ?85 til greiðsludags. Gerðarþoli býr hér en er ekki viðstaddur og ákvað fógeti að flytja réttinn á skrifstofu sína að Auðbrekku 10, Kópavogi. Þar mætti f.h. gerðarþola að tilhlutan fógeta Kristín Árnadóttir og kvaðst hún áminnt um sannsögli ekki geta greitt fyrir gerðarþola. 9 Sks. kröfu umboðsmanns gerðarbanda lýsi tila yfir fjárnámi Í eign serðarþola, fasteigninni Brekkutúni 12, Kópa Fallið var frá virðingu. Fógeli gætti léiðbiningarskyldu sinnar, skýrði þýðingu gerðarinnar og kvaðst myndi skýra gerðarþola frá fjárnáminu m. b. bréfi. Upplesið, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. Mánudaginn 2. febrúar 1987. Nr. 132/1986. Jórunn rr Hrólfsdóttir Dan Pálmasyri og Ingibjörgu Bjarnadóttur Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Átrýjandi, Jórunn J. Hrólfsdóttir, er eigi sækir dómþing í máli Þessu, greiði 800,00 króna úlivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vil fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 92 kröf umboðsmann aðals éti járni í in serðarbola,fasteigninni Brekkutúni 12, Kópa Fallið var frá virðingu. Fógeti gætti leiðbeininsarskyldu sinnar, skýrði þðinga sðuinnar og kvaðst myndi ka serðarþola frá fjrnáinu áb. pri; játað rétt bókað. Gerðinni lokið. Mánudaginn 2. febrúar 1987 Nr. 132/1986. Jórunn J. Hrólfsdó Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður, Áfrýjandi, Jórunn J. Hrólfsdóttir, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 800,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 92 Skv. kröfu umboðsmanna serðarbiðanda lýs fógeti fjásnámi ein sorðarþola, fasteigninni Brekkutúni 12, Kópavogi Fallið var frá virðingu. Fógeti gætti leiðbeningarskyldu sinnar skýrði þýðinu óðinn kvaðst myndi skýra gerðarþola frá fjárn áb. opt, játað rétt bókað. Gerðinni lokið. Mánudaginn 2. febrúar 1987. Nr. 132/1986. Jórunn J. Hrólfsdóttir segn Daníel Pálmasyni Ingibjörgu Bjarnadóttur og Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jórunn J. Hrólfsdóttir, or eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 800.00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hún vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju 93 Mánudaginn 2. febrúar 1987. Nr. 310/1986. Geir Viðar Vilhjálmsson gegn Friðrik G. Friðrikssyni Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Geir Viðar Vilhjálmsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 800,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 2. febrúar 1987. Nr. 153/1986. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Jóhanni Þóri Jónssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Fjársvik. Fjárdráttur. Brot gegn tékkalögum. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Máli þessu var skotið til Hæstaréttar að ósk ákærða með áfrýj- unarstefnu 7. apríl 1986. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd. Ákæra 15. júlí 1983. I. Ákærði lét hinn 8. apríl 1983 nota tvo innistæðulausa tékka Hildar Waltersdóttur til þess að greiða tvær gíróávísanir svo sem 94 lýst er í héraðsdómi. Úrlausn þessa ákæruatriðis veltur á því hvort sannað þyki að ákærða hafi verið kunnugt um innistæðuleysið, en því neitar ákærði. Jóhanna Heiðdal, sem afhent hafði ákærða tékkana, segir að ákærða hafi frá upphafi verið ljóst að innistæða var eigi fyrir tékkunum og að þá átti aldrei að sýna í banka. Ákærði lét eigi sýna tékkana í greiðslubankanum né lagði þá inn á banka- reikning sinn svo sem eðlilegast hefði verið ef hann taldi innistæðu vera fyrir þeim. Þess í stað viðhafði hann óvenjulega aðferð til þess að koma þeim í peninga. Þegar svo litið er í heild til skuldaskipta ákærða og Jóhönnu Heiðdal, en þeim er lýst í öðrum þætti málsins (ákæra 30. nóvember 1983, 1. kafli) þykir sannað að ákærða hafi eigi dulist að innistæðu skorti fyrir tékkunum. Með því að nota þá með þeim hætti sem lýst hefur verið beitti hann viðtakendur tékk- anna blekkingum til þess að afla sér fjár. Ber því að refsa honum samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 svo sem krafist er í ákæru. Fram kemur í málinu að Póst- og símamála- stofnun höfðaði einkamál gegn ákærða og greiddi ákærði dóm- kröfuna, 200.000,00 krónur, ásamt vöxtum og kostnaði hinn 20. maí 1983. II.A. og B.1-2. Staðfesta ber þá niðurstöðu héraðsdóms að ákærði hafi með því að nota þá þrjá tékka sem hér um ræðir og reyndust án innistæðu við sýningu Í greiðslubönkum unnið til refs- ingar samkvæmt 1. mgr. 73. gr. laga um tékka nr. 94/1933 sbr. 1. gr. laga nr. 35/1977, en ákvæði þessu má beita með heimild í 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74/1974 í stað ákvæða þeirra sem í ákæru greinir, enda hefur málið verið flutt með tilliti til þess. Ákæra 30. nóvember 1983. I. Jóhanna Heiðdal afhenti ákærða 24. apríl 1983 20 skulda- bréf, að fjárhæð samtals 1.000.000,00 krónur. Jafnframt kvittaði hún fyrir greiðslu frá ákærða að fjárhæð 200.000,00 krónur. Ákærði tók við bréfunum í því skyni að kom þeim í peninga. Hann virðist þá hafa átt verulegar fjárhæðir hjá Jóhönnu, og var gert ráð fyrir að þær yrðu greiddar af því fé sem fyrir skuldabréfin kæmi. Var ákærða þannig frjálst að ráðstafa og nota í eigin þarfir bréf sem svöruðu til áðurnefndra 200 þúsund króna greiðslu, og til þeirra krafna sem ákærði átti að öðru leyti á Jóhönnu. Ákærði 95 ráðstafaði skuldabréfunum öllum til Jóns Hjaltasonar að því er telja verður til greiðslu á skuldum sínum við Jón. Þetta mátti ákærði því aðeins gera að hann gerði upp við Jóhönnu það af verði skulda- bréfanna sem var umfram kröfur hans á Jóhönnu, en það gerði hann ekki. Verður því að telja að hann hafi dregið sér fé að því marki. Skuldastaða Jóhönnu við ákærða á umræddum tíma er að vísu ekki fyllilega ljós, og þykir rétt að leggja til grundvallar skýrslu ákærða sjálfs um það efni eins og héraðsdómari hefur gert. Ber þannig að staðfesta úrlausn hans um þetta ákæruatriði. Il. Ákærði greiddi hluta af kaupverði bifreiðar, er hann keypti af Eyþóri Guðmundssyni, með innistæðulausum tékka að fjárhæð 215.000,00 krónur, útgefnum á reikning nr. 1347 í Breiðholtsútibúi Landsbankans. Ákærði gerði Eyþóri grein fyrir því að innistæða væri ekki fyrir tékkanum. Hins vegar gat hann þess ekki að nefnd- um reikningi hans hafði verið lokað. Eyþór hefur skýrt svo frá að svo hafi verið um talað að tékkinn yrði ekki sýndur í banka en að hann hefði samband við ákærða er að skráðum útgáfudegi kæmi. Eins og hér hagar til þykir því ekki verða talið sannað að ákærði hafi gerst sekur um fjársvik í viðskiptum þessum. Þá er þess að gæta að Eyþór afturkallaði kröfu sína um málsókn á hendur ákærða, og kemur því eigi til álita að refsa honum fyrir brot gegn 73. gr. tékkalaga, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Verður ákærði þannig sýknaður af kröfum ákæruvalds að því er þennan lið varðar. III. Staðfesta ber úrlausn héraðsdóms um þennan ákærulið. Viðurlög. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin í héraðsdómi. Þá ber að staðfesta ákvæði héraðsdóms um frádrátt gæsluvarðhaldsvistar í 3 daga og um sakarkostnað. Dæma ber ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Ákærði, Jóhann Þórir Jónsson, greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000,00 96 krónur, og málsvarnarlaun verjanda síns, Ragnars Aðalsteins- sonar hæstaréttarlögmanns, 35.000,00 krónur. Sératkvæði Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara. Ég er sammála dómsatkvæði meirihlutans nema um eftirgreind atriði: Ákæra 15. júlí 1983. I. Ég er sammála afgreiðslu héraðsdómara á þessum ákærulið og tel að staðfesta eigi úrlausn hans með skírskotun til forsendna. Ákæra 30. nóvember 1983. I. Svo sem í atkvæði meirihlutans segir, afhenti Jóhanna Heiðdal ákærða hinn 24. apríl 1983 20 skuldabréf að nafnverði samtals 1.000.000,00 krónur. Bréf þessi voru ekki tryggð með fast- eignaveði, en voru með sjálfskuldarábyrgð tveggja kvenna. Ekkert mat liggur fyrir á raunvirði skuldabréfanna á þessum tíma og telja verður afar ósennilegt að unnt hefði verið að fá fyrir þau í pen- ingum 80% af nafnvirði. Bréfin lentu og í vanskilum við fyrstu afborgun, enda þótt ákærði hefði hvatt Jóhönnu til þess að greiða af þeim þá afborgun til þess að gera þau útgengilegri. Ákærði hafði heimild til að ráðstafa bréf- unum. Skipti ákærða og Jóns Hjaltasonar eru um margt óglögg og lítill vegur að henda reiður á framburði þeirra þar um. Jón skilaði ákærða bréfunum aftur eftir að árangurslaust hafði verið reynt að innheimta þau. Verður því ekki séð að ákærði hafi með framan- greindri ráðstöfun sinni á bréfunum auðgast á kostnað Jóhönnu Heiðdal. Þykir mér því varhugavert að sakfella ákærða fyrir með- ferð og ráðstöfun á skuldabréfum þessum samkvæmt 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 108. gr. laga nr. 74/1974. Ber því að sýkna ákærða af þessum lið ákærunnar. Samkvæmt því sem nú hefir verið rakið vil ég eingöngu sakfella ákærða fyrir brot á 1. mgr. 73. gr. laga nr. 94/1933 um tékka, sbr. lög nr. 35/1977. (Ákæra 15. júlí 1983, II. A og B, og ákæra 30. nóvember 1983 III.) Refsingu ákærða tel ég hæfilega ákveðna 25.000,00 króna sekt 9 í ríkissjóð, og komi 10 daga varðhald í stað sektar sé hún eigi greidd innan þriggja vikna frá uppsögu dóms þessa. Ég er sammála málskostnaðarákvörðun meirihlutans. Dómur sakadóms Reykjavíkur 13. mars 1986. Ár 1986, fimmtudaginn 13. mars, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er að Borgartúni 7 af Haraldi Henryssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 161/1986: Ákæruvaldið gegn Jóhanni Þóri Jónssyni, sem tekið var til dóms 6. f.m. Mál þetta höfðar ríkissaksóknari með tveimur ákærum, dagsettum 15. júlí og 30. nóvember 1983, á hendur ákærða, Jóhanni Þóri Jónssyni rit- stjóra, Meistaravöllum 5, Reykjavík, fæddum 21. október 1941 í Reykja- vík. Í ákærunni frá 15. júlí 1983 eru ákærða gefin að sök eftirtalin brot: „1. Fjársvik. Ákærða er gefið að sök að hafa svikið út úr Póst- og símamálastofnun- inni kr. 200.000,00, með því að hafa þann 8. apríl 1983 sent starfsmann sinn, Helga Þórarinsson, á tvær póststöðvar í Reykjavík, símstöðina við Austurvöll og Póstgíróstofuna „ Ármúla 6, með tvo tékka, hvorn að fjár- hæð kr. 100.000,00, sem ákærði hafði undir höndum frá Jóhönnu Heiðdal, Meistaravöllum 5, Reykjavík, og hafði fulla vitneskju um að voru inni- stæðulausir, útgefna 25. mars 1982 af Hildi Waltersdóttur, nnr. 4111-2778, á ávísanareikning nr. 71137 við Verslunarbanka Íslands hf., og látið starfs- manninn senda sér fjárhæð tékkanna með D-gíróseðli í nafni „ Tímaritsins Skák““ (sic), sem er einkafirma ákærða. Ákærði sótti síðan samdægurs gírðávísanirnar á greindar póststöðvar og fékk þær greiddar í afgreiðslu Seðlabankans við Hafnarstræti. Framanlýst atferli ákærða telst varða við 248. gr. almennra hegningar- laga nr. 19, 1940. II. Tékkasvik. Þá er ákærða gefið að sök að hafa gefið út og notað í viðskiptum eftir- greinda tékka á tékkareikning sína eða einkafirma sinna án þess að næg innistæða væri fyrir hendi á viðkomandi reikningum: A. Tékkareikningur nr. 1179 við Útvegsbanka Íslands, aðalbankann, á nafni ákærða sjálfs. 1. (sic) Tékki nr. 1545992, að fjárhæð kr. 42.900,00, útgefinn til Jóns Oddssonar hrl. og notaður til greiðslu á dómskuld. 98 B. Hlaupareikningur nr. 1877 við Alþýðubankann hf., Suðurlandsbraut 30, Reykjavík, í nafni einkafirma ákærða, Skákpreniís. 1. Tékki nr. 0036731 að fjárhæð kr. 175.000,00, útgefinn 25. maí 1983 til Gjaldheimtunnar í Reykjavík, þar sem ákærði greiddi kr. 173.745,00 upp í opinber gjöld sín og fékk til baka í peningum kr. 1.255,00. 2. Tékki nr. 0036180 að fjárhæð kr. 220.000,00, útgefinn 25. maí 1983 til Gjaldheimtunnar í Reykjavík, þar sem tékkinn var notaður af Þýsk- íslenska verslunarfélaginu hf., Reykjavík, til greiðslu á opinberum gjöldum, en ákærði hafði þá nokkru áður afhent greindu firma tékkann til greiðslu á skuld. Framanlýst atferli ákærða, sem rakið er í II. kafla hér að framan, telst varða við 248. gr. sbr. 261. gr. almennra hegningarlaga.“ Í ákærunni frá 30. nóvember 1983 eru ákæruatriði þessi: „1. Fjárdráttur. Þann 24. apríl 1983 tekið við frá Jóhönnu Heiðdal, þá til heimilis að Meistaravöllum 5, Reykjavík, 20 skuldabréfum hverju að fjárhæð kr. 50.000,00, öllum útgefnum 22. apríl 1983 af Jóhönnu Heiðdal með sjálf- skuldarábyrgð þeirra Önnu Heiðdal, Bláskógum 4, Reykjavík, og Maríu Waltersdóttur, Asparfelli 10, Reykjavík, í því skyni að annast sölu á þeim og nota söluandvirði þeirra í þágu Jóhönnu, þar á meðal til greiðslu á fjár- skuldbindingum til ákærða sjálfs, en í stað þess ráðstafað skuldabréfunum heimildarlaust til Jóns Hjaltasonar, Melabraut 59, Seltjarnarnesi, til greiðslu á persónulegum skuldum við hann. Telst þetta varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. II. Fjársvik. Þann 12. ágúst 1983 fest kaup á bifreiðinni Y-9841, Toyota Tersel árgerð 1983, í nafni einkafirma síns, Tímaritsins Skákar, Dugguvogi 23, Reykja- vík, af Sigurði Eyþórssyni, Selbrekku 12, Kópavogi, og þá gefið út til greiðslu á hluta kaupverðsins tékka að fjárhæð kr. 215.000,00 á hlaupa- reikning annars einkafirma síns, Tímaritsins Bridge, nr. 1347 við Lands- banka Íslands, Breiðholtsútibú, Reykjavík, dagsettan Í5. september 1983, stílaðan á Eyþór Guðmundsson, föður seljandans, með fullri vitneskju um að innistæða var ekki næg á reikningnum auk þess sem reikningnum hafði verið lokað þann 3. maí 1983 vegna útgáfu innistæðulausra tékka. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga en til vara við |. mgr. 73. gr. laga nr. 94, 1933 um tékka, sbr. lög nr. 35, 1977. 99 III. Tékkasvik. Þann 24. maí 1983 gefið út á hlaupareikning einkafirma síns, Skákprents, nr. 1877 við Alþýðubankann hf., Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, tvo tékka nr. 0036729 og 0036730, að fjárhæð kr. 100.000,00 og kr. 74,587,00, dagsetta 27. maí og 3. júní 1983, og notað þá til greiðslu á dómskuldum við Jón Oddsson hrl., Garðastræti 2, Reykjavík, en innistæða reyndist ekki næg þegar tékkarnir voru sýndir í greiðslubankanum þann 30. maí 1983, enda hafði reikningnum verið lokað þann 27. maí 1983. Telst þetta varða við 1. mgr. 73. gr. laga nr. 94, 1933 um tékka, sbr. lög nr. 35, 1977.“ Í báðum ákærum eru gerðar kröfur um að ákærði verið dæmdur til refs- ingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar. Málavextir eru þessir: A. Ákæra, dags. IS. júlí 1983. I. Með bréfi, dags. 26. apríl 1983, óskaði Árni Guðjónsson hrl. fyrir hönd Póst- og símamálastofnunar eftir því við Rannsóknarlögreglu ríkisins að rannsökuð yrði meðferð á 2 tékkum, útgefnum 25. mars 1982 af Hildi Waltersdóttur á ávísanareikning nr. 71137 við Verslunarbanka Íslands hf. Tékkar þessir eru hvor um sig að fjárhæð kr. 100.000. Helgi Þórarinsson, til heimilis að Tunguvegi 88, Reykjavík, kom með annan tékkann á Póst- gíróstofuna, Ármúla 6, hér í borg 8. apríl sl. og óskaði að greiða með honum inn á svokallaðan D gíróseðil og skyldi greiðslan sendast tímaritinu Skák, sem er einkafirma ákærða í máli þessu. Í ljós kom að tékkinn var innistæðulaus. Sama dag kom fyrrnefndur Helgi á starfstöð Póst- og símstöðvarinnar við Austurvöll og greiddi þar inn á gíróreikning með sama hætti sömu fjárhæð með hinum tékkanum. Þessi tékki reyndist einnig innistæðulaus. Báðir ofangreindir tékkar voru útgefnir til Jóhönnu Heiðdal, sem fram- seldi þá eyðuframsali til Helga Þórarinssonar. Jóhanna er móðir Hildar Waltersdóttur og umræddur Helgi er bróðir ákærða. Í bréfi hæstaréttarlögmannsins var þess óskað að rannsókn fari fram á því hvort um fjársvik hafi verið að ræða í sambandi við meðferð þessara tékka og hver sé aðild einstakra manna að málinu, svo sem vitneskja ákærða um innistæðuleysi tékkanna. Ákærði var fyrst yfirheyrður vegna þessa máls 3. maí 1983 hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Voru svör hans í fyrstu yfirheyrslu mjög óljós og kvaðst hann lítið hafa um það að segja. Hann sagði þó að Jóhanna Heiðdal hefði lagt fram umræddar ávísanir sem tryggingu fyrir greiðslu á víxlum. Þegar þeir hafi ekki verið greiddir hafi verið gengið að ávísununum í þeirri trú að þær væru í lagi. Í næstu yfirheyrslu hinn 4. maí 1983 sagði ákærði að umræddar kr. 100 200.000, sem hann fékk fyrir umrædda tékka hafi farið til þess að borga víxla, sem þegar hefðu verið borgaðir fyrir Jóhönnu Heiðdal. Henni hafi verið gert það ljóst, að ef víxlarnir yrðu ekki borgaðir yrðu tékkarnir gerðir gildandi. Ákærði skýrði frá tildrögum þess að hann fór að aðstoða Jóhönnu Heiðdal í vandræðum hennar. Eftir þrábeiðni hennar hafi hann ákveðið að reyna að hjálpa henni og opnast hafi möguleiki á að í stað þess að borga skuldir, sem hann átti sjálfur að borga í peningum, hafi hann getað notað ávísanir frá Jóhönnu sem voru eitthvað fram Í tímann. Þetta hafi byrjað síðari hluta desember 1982 og lánið hafi átt að standa fram í janúar 1983, en þegar að gjalddaga kom var Jóhönnu ókleift að standa við skuldbindingar sínar. Hann hafði, þegar hér var komið, tekið við einhverjum vöruvíxlum af henni, sem hann gat selt og afhent henni andvirði þeirra. Hann féllst á að framlengja víxlum frá mánuði til mánaðar og jafnframt tók hann við ávísunum sem viðbótartryggingu og hafi hún fullyrt að ef víxlarnir greiddust ekki þá mætti ganga að ávísununum. Ávísanirnar voru þó ekki jafn margar og víxlarnir og ekki sömu upphæðir heldur lægri að heildarupphæð, en ættu að gilda sem trygging fyrir þeim vixlum sem úrskeiðis færu. Þegar fram að gjalddögum kom voru einhverjir víxlar þegar fallnir í vanskil, en Jóhanna taldi eða fullyrti að hinn 10. apríl mættu allar þessar ávísanir fara til þess að mæta öllum kostnaði. Þegar síðan 2 ávísanir að fjárhæð kr. 50.000 hvor, dagsettar 10. apríl, voru settar í banka og engar athugasemdir gerðar og þar sem ákærði hafi verið margbúinn að tala við hana um hversu alvarlegum vandræðum hún væri búin að valda honum með því að hafa víxla í vanskilum, og hann reyndar þegar orðið að leysa út einhverja af þeim, þá yrði hann að leysa út ávísanirnar og færa ábyrgð- ina yfir á útgefendur þeirra. Fullvissaði hún hann ætíð um að ávísanirnar væru Í lagi. Jóhanna Lucinde Vilhjálmsdóttir Heiðdal, Vogatungu 20, Kópavogi, fædd 26. ágúst 1936, kom til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 2. maí 1983. Skýrði hún svo frá, að það hafi líklega verið síðari hluta janúar 1983 sem hún hafi verið í peningavandræðum vegna heildverslunar sinnar og hafi sér verið bent á að ákærði væri líklegur til að geta aðstoðað í slíkum málum. Hún ræddi við hann og tók hann henni vel og nokkru síðar útveg- aði hann henni 180.000 kr. lán í einn mánuð. Á móti láninu og tiltryggingar því lét hún ákærða hafa tvær ávísanir, hvora að fjárhæð kr. 100.000 og tvo víxla upp á sömu fjárhæðir. Mismunurinn, kr. 20.000, voru vextir fyrir lánsféð. Lánið fékk hún þann 25. janúar og víxlarnir og ávísanirnar voru með gjalddaga 25. febrúar 1983. Dóttir hennar, María Waltersdóttir, gaf ávísanirnar út á hlaupareikning hjá Búnaðarbankanum, en víxlarnir voru samþykktir til greiðslu af Jóhönnu og útgefnir af Árna Björgvinssyni. 101 Ákærði talaði um það að hægt yrði að framlengja þessu og ávísanirnar áttu aðeins að vera til tryggingar. Þegar kom að gjalddaga víxlanna 25. febrúar kom ákærði til hennar með víxlana og ávísanirnar og framlengdi hún þessu með nýjum víxlum og tveimur ávísunum upp að sömu fjárhæð, þ.e. hvorri að fjárhæð kr. 100.000. Er hér um að ræða þær ávísanir, sem ákæran fjallar um. Víxlarnir og ávísanirnar voru dags. 25. mars 1983 og talað var um að unnt yrði að framlengja þessu aftur. Fyrir framlenginguna í einn mánuð greiddi hún ákærða kr. 20.000, en mundi ekki hvort það var með reiðufé eða ávísun. Hinn 25. mars framlengdi hún síðan enn og útbúnir voru nýir víxlar og ávísanir upp á sömu fjárhæð. Þær ávísanir voru á Útvegsbankann í Kópa- vogi og jafnframt voru vextir greiddir með ávísun á sama reikning, að fjár- hæð kr. 20.000. Hún fékk eldri ávísanirnar ekki til baka og hélt hún að ákærði hefði borið því við, að hann væri ekki með þær undir höndum og ætti eftir að fá þær hjá þeim sem veitti lánið. Síðan gleymdi hún þessum ávísunum. Hinn 12. apríl 1983 hafði Hildur Waltersdóttir, dóttir Jóhönnu, samband við hana og sagði henni frá því, að komnar væru í banka tvær ávísanir, hvor að upphæð kr. 100.000. Við athugun Jóhönnu kom í ljós að hér var um að ræða þær tvær ávísanir sem hún hafði gleymt að fá aftur hjá ákærða og voru uppgerðar. Hún talaði við ákærða um þetta og sagðist hann ekki vita, hver hafi verið með þessar ávísanir undir höndum og hafði engar skýringar á þessu. Hann sagði að hún væri búin að fara illa með sig, þar sem í febrúar hafi hann tekið hjá henni vöruvíxla er hann seldi í Búnaðar- bankanum í Vík í Mýrdal, samtals um kr. 100.000, en þeir víxlar voru komnir í vanskil. Einnig hafi hann fengið hjá henni sams konar víxil að upphæð kr. 100.000 sem hann seldi hjá Þýsk-íslenska verslunarfélaginu, en sá víxill var líka kominn í vanskil. Við yfirheyrslu 4. maí 1983 var Jóhanna spurð, hver hefði verið gjalddagi víxlanna sem voru útbúnir hinn 25. mars 1983, hver hafi verið útgefandi ávísananna á Útvegsbankann í Kópavogi sem voru útbúnar með þessum víxlum og hver hafi verið fjárhæð þeirra og ávísananúmer. Hún svaraði því til að gjalddaginn á víxlunum hafi verið 25. apríl og hún tilgreindi umræddar ávísanir, en þær voru báðar útgefnar af Árna Björgvinssyni á reikning nr. 2003 við Útvegsbankann í Kópavogi. Þá sagði hún að það hafi alltaf verið um það talað milli sín og ákærða að umræddar ávísanir, sem lagðar voru fram með víxlum og voru stílaðar á sömu fjárhæð og þeir, væru innistæðulausar, og hafi þær aðeins verið lagðar fram sem trygging, enda alltaf talað um að framlengja víxlana mánaðarlega þar til hún gæti greitt þá að fullu. Hún neitaði því og alfarið að hún hafi fullyrt það við 102 ákærða að hinn 10. apríl mættu allar ávísanir, sem hún hefði afhent honum, fara í banka. Hann hafi vitað að einu ávísanirnar, sem máttu fara í bankann, hafi verið þær sem hún greiddi honum vexti með. Aðrar ávísanir, sem hún afhenti honum, átti hann að geyma eins og þau hefðu samið um. Hafi ekki verið talað um að þessar aðstæður breyttust neitt hinn 10. apríl. Hún játaði að hún hefði átt að fá fyrirgreiðslu í krignum 10. apríl og hafi hún þá fengið lán hjá Útvegsbankanum, að fjárhæð kr. 300.000, en hún fullyrti hins vegar að ákærði hafi ekki vitað af því að hún var að fá þetta lán. Ætlaði hún að nota þá peninga í annað og komi það þessu máli ekki við. Ákærði sagði við yfirheyrslu 4. maí að rétt væri að umræddir 2 tékkar, útgefnir af Hildi Waltersdóttur, hafi verið til tryggingar víxlum sem fram- lengdir voru með nýjum víxlum og nýjum ávísunum, útgefnum af Árna Björgvinssyni 25. mars. Hins vegar hafi hann haldið tékkum Hildar áfram þar sem þeir hafi verið til tryggingar meiru heldur en þeim víxlum sem verið var að framlengja. Þetta hafi hann gert vegna þess að víxlar næstum því upp á þessa upphæð voru komnir í vanskil og suma hafi hann verið búinn að leysa til sín sjálfur. Hafi verið samkomulag um það milli þeirra að hann héldi Verslunarbankatékkunum og hafi þau rætt um þetta sérstaklega. Ákærði var í yfirheyrslu þessari spurður hvers vegna umræddar ávísanir, þ.e. ávísanir þær sem Hildur Waltersdóttir gaf út, hafi ekki verið lagðar inn á gíróreikninginn eða inn á bankareikning. Hann svaraði því til, að þegar þarna var komið sögu hafi hann verið búinn að segja Jóhönnu að hann lægi undir þrýstingi vegna vanskila hennar sem hún hafi verið ábyrg fyrir og ávísanirnar stóðu fyrir. Sá sem hefði ávísanirnar undir höndum hafi krafist greiðslu á víxlum. Hann hafi jafnframt sagt Jóhönnu að hann hefði einnig orðið að leysa til sín víxla og yrði að leysa til sín fleiri. Við það réði hann ekki. Til þess að ekki væri jafn augljóst að hann hefði leyst ávísanirnar út sjálfur hafi hann fengið þá hugmynd að í stað þess að leggja þetta inn í bankareikning sinn þá léti hann senda sér þetta í giró. Það hefði verið gert á þeirri forsendu að til væri fyrir ávísuninni. Hann var spurður að því hvort ekki hefði verið jafngott að láta leggja ávísanirnar inn á ávísanareikning hans, þar sem það þyrfti ekki endilega að koma fram á þeim að hann léti leggja þær inn. Hann svaraði því til að það gæti vel verið, en þetta hafi verið hugdetta sem hann fékk og hafi verið gert í þeirri góðu trú að innistæða myndi vera fyrir ávísununum og þá skipti ekki máli hvernig þær væru leystar út. Hann var spurður að því, hvort hann hafi ekki séð ástæðu til þess að kanna hvort innistæða væri fyrir ávísununum áður en hann legði þær inn, enda um verulega fjárhæð að ræða og hann vissi að Jóhanna var komin í mikil vanskil. Hann svaraði því til að í fyrsta lagi hefði hún fullvissað sig um að ávísanirnar væru í lagi. Í öðru lagi höfðu 103 2 ávísanir verið látnar fara, sem Árni Björgvinsson hafði gefið út, og þar af leiðandi taldi hann að þar sem Jóhanna var ekki útgefandi ávísananna að sama gilti um þær. Síðar kom í ljós við rannsókn málsins að umræddar ávísanir, útgefnar af Árna Björgvinssyni, voru ekki leystar út fyrr en eftir að umræddar Verslunarbankaávísanir voru leystar út, þ.e. 11. og 13. apríl. Ákærði viðurkenndi við yfirheyrslu 11. maí 1983, að það hafi verið algerlega að sinni fyrirsögn hvernig Helgi Þórarinsson stóð að því að selja umræddar ávísanir í Póstgfróstofunni og símstöðinni í Reykjavík. Hér fyrir dómi hefur ákærði og lýst því yfir að atvikum í sambandi við mál þetta sé réttilega lýst í ákæru að öðru leyti en því að hann mótmælir því að sér hafi verið kunnugt um innistæðuleysi umræddra tveggja tékka. Aðspurður sagði hann og fyrir dómi að þetta hafi verið eina tilvikið sem hann myndi eftir, þar sem hann hafi notað þessa aðferð við að leysa út tékka, þ.e. að leggja fjárhæðina inn með D gíróseðlum. Hann tók og fram að hann hafi fljótlega gert andvirði þessara tveggja tékka upp við Póst- og símamálastofnun. Jóhanna Heiðdal hafi hins vegar ekki gert þessi mál upp við sig og uppgjör milli þeirra væri óútkljáð og sé mál út af því fyrir Hæstarétti. Jóhanna Heiðdal kom hér fyrir dóm 11. mars 1985 og var spurð um mál þetta. Var frásögn hennar á sama veg og áður hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Fullyrti hún að umræddir tékkar hafi eingöngu verið afhentir ákærða sem trygging vegna víxla, en þeim víxlum hafi verið búið að fram- lengja og ákærða verið afhentir nýir tékkar til tryggingar nýju víxlunum. Hafi hún líklega gleymt að ganga eftir því við ákærða að fá afhenta tékk- ana. Hún sagði að það hafi alltaf verið ljóst, bæði sér og ákærða, að ekki var til innistæða fyrir þessum tékkum, og hafi þeir eingöngu átt að vera til tryggingar. Hún sagði að vera mætti að hún hafi átt von á bankafyrir- greiðslu í kringum 10. apríl, en það hafi engu breytt um það að umræddum tékkum hafi aldrei átt að framvísa. Við samprófun mótmælti ákærði framburði vitnisins og hélt fast við það að hann hafi haldið umræddum tékkum sem tryggingu vegna annarra víxil- skulda vitnisins sem í ljós hafi komið að voru í vanskilum. Hafi verið samkomulag milli þeirra um það að hann héldi tékkunum í þessu skyni. Vitnið mótmælti því hins vegar að þessum tékkum hafi átt að blanda saman við aðrar víxilskuldir en þær, sem hún hafði áður greint frá. Ákærði staðfesti að umræddir tékkar hafi í upphafi verið afhentir sér sem trygging vegna víxla með gjalddaga 25. mars 1983. Við framlengingu þeirra víxla hafi þeim hins vegar verið haldið áfram sem tryggingu fyrir öðrum skuldum. Hafi hann alltaf gengið út frá því að tékkarnir yrðu í lagi ef á þá reyndi. Hafi Jóhanna gefið sér fullt tilefni til að halda að 104 tékkarnir yrðu í lagi, m.a. með frásögn hennar um að hún ætti von á fyrir- greiðslu um þetta leyti. Niðurstaða: Fram hefur komið, að ákærði tók að sér að greiða fyrir málum Jóhönnu Heiðdal í fjárhagsvandræðum hennar og hafði m.a. milligöngu um að koma víxlum frá henni í verð. Nokkuð erfitt er að henda reiður á því sem þeim hefur farið á milli í þessum efnum og stendur þar fullyrðing gegn fullyrðingu. Ljóst sýnist þó, að ýmsar víxilskuldir Jóhönnu hafi verið komnar í einhver vanskil. Atvik öll að sölu ákærða á þeim tveimur ávísunum, sem hér er ákært út af, eru mjög óvenjuleg og að mörgu leyti tortryggileg. Hins vegar þykir ekki unnt, gegn eindreginni neitun ákærða og í ljósi ofangreindra viðskipta þeirra Jóhönnu, að telja fram komna fullnægjandi sönnun þess í málinu að ákærða hafi verið ljóst að umræddir tékkar væru innistæðulausir. Verður hann því sýknaður af þessum lið ákærunnar. ILLA. Með bréfi, dags. 22. desember 1982, kærði Jón Oddsson hæsta- réttarlögmaður til Rannsóknarlögreglu ríkisins útgáfu ákærða á tékka á reikn. 1179 við Útvegsbanka Íslands í Reykjavík, að fjárhæð kr. 42.900, en tékkinn er dagsettur 22. október 1982. Samkvæmt stimpli á bakhlið tékkans reyndist hann innistæðulaus er honum var framvísað 27. október 1982 og reikningi lokað 26. október 1982. Ákærði sagði við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu 3. maí 1983 að hann kannaðist við útgáfu tékka þessa og hafi hann notað hann til greiðslu á málskostnaði og dráttarvöxtum hjá Jóni Oddssyni hrl. Ákærði sagði fyrst að við útgáfu tékkans hinn 22. október 1982 hafi verið næg innistæða fyrir honum á reikningi en benti á að tékkanum hafi ekki verið framvísað í banka fyrr en 27. s.m. og þá ekki reynst innistæða fyrir honum. Síðar í yfirheyrslunni skýrði hann þó frá því að hann myndi ekki fyrir víst hvort til hafi verið inni fyrir tékkanum hinn 22. október. Hann sagðist hafa farið úr landi hinn 23. október og hafi hann verið búinn að leggja inn víxla og skuldabréf í Útvegsbankanum með loforði um að þessi bréf yrðu keypt af bankanum á meðan á utanlandsförinni stóð. Taldi hann að þarna hafi verið um að ræða verðbréf, samtals að fjárhæð u.þ.b. kr. 500.000,*og hafi þessi fjárhæð átt að fara inn á reikning hans nr. 1179. Hins vegar hafi á þessum tíma verið tekin ákvörðun um vaxtahækkun og hafi verið lokað fyrir öll kaup á verðbréfum meðan á því stóð og því hafi þetta ekki verið keypt. Hann hafi verið búinn að inna af hendi ýmsar greiðslur með tékkum í trausti þess að framangreint yrði keypt af bankanum. Rannsóknarlögregla ríkisins aflaði ljósrits af reikningsyfirliti ákærða hjá Útvegsbanka Íslands og liggur það frammi í málinu, dags. 29. október 1982, og kemur fram á því að hinn 15. október 1982 er ákærði í skuld 105 á reikningnum, sem nam kr. 52.659,10 og er ekki um færslur að ræða eftir það. Hér fyrir dómi sagði ákærði að umræddur tékki til Jóns Oddssonar hafi verið gefinn út með þeim fyrirvara að innistæða væri ekki fyrir hendi við útgáfu og hafi þetta verið tekið fram við Jón. Hafi ákærði átt von á fyrir- greiðslu frá Útvegsbankanum í sambandi við verðbréf sem hann átti þar. Sú fyrirgreiðsla hafi brugðist, m.a. vegna vaxtabreytingar og brottfarar eins bankastjóra í frí, en hann hafði lofað ákærða umræddri fyrirgreiðslu. Að öðru leyti staðfesti ákærði fyrri skýrslu sína um þetta mál. Jón Oddsson hrl., Sólvallagötu 29 hér í borg, hefur sagt fyrir dómi að umræddur tékki hafi verið notaður til greiðslu á dómskuld og hafi ekki verið hafður neinn fyrirvari á um innistæðuleysi. Mundi hann ekki sérstak- lega eftir að ákærði hafi rætt um væntanlega fyrirgreiðslu í Útvegsbank- anum, en vefengir ekki að svo kunni að hafa verið. Vissi vitnið að ákærði átti í fjárhagserfiðleikum um þetta leyti. Niðurstaða: Sannað er í málinu með framburði ákærða og öðrum gögnum að hann gaf út umræddan tékka, að fjárhæð kr. 42.900, á reikning sinn nr. 1179 við Útvegsbanka Íslands, en innistæða var þá ekki fyrir hendi. Hvað sem líður útskýringum ákærða, sem hér hafa verið raktar, verður að telja ákærða brotlegan um atferli það sem lýst er í ákærunni, en hins vegar telst það varða við 1. mgr. 73. gr. laga um tékka nr. 94/1933, sbr. lög nr. 35/1977, en ekki við 248. gr. sbr. 261. gr. alm. hgl., svo sem talið er í ákærunni. Verður fyrrgreinda ákvæðinu beitt hér, enda er'efnisleg lýsing brotsins rétt í ákærunni. Il.B. Með bréfi, dags. 6. júní 1983, óskaði Gjaldheimtan í Reykjavík eftir því við Rannsóknarlögreglu ríkisins að fram færi opinber rannsókn á ætluðu tékkamisferli ákærða. Er skýrt frá því, að hinn 25. maí 1983 hafi ákærði greitt með tveimur ávísunum, útgefnum á hlaupareikning nr. 1877 í Alþýðubankanum hf. í afgreiðslu Gjaldheimtunnar í Reykjavík. Skyldi önnur greiðslan, kr. 175.000, ganga upp Í opinber gjöld ákærða, en hin, kr. 220.000, upp í opinber gjöld Þýsk-íslenska verslunarfélagsins, Tungu- háisi 17. Við sýningu tékkanna í greiðslubanka 26. og 27. maí hafi síðan ekki reynst næg innistæða á bankareikningi útgefanda. Sigurlína Helgadóttir, yfirgjaldkeri hjá Gjaldheimtunni, skýrði svo frá við yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 11. júní 1983, að ákærði hefði komið hinn 25. maí 1983 í Gjaldheimtuna og greitt fyrir sjálfan sig vangreidd opinber gjöld, samtals kr. 173.745. Greiddi hann með ávísun, að fjárhæð 175.000, og fékk því til baka í peningum kr. 1.255. Ávísunina skrifaði ákærði fyrir framan gjaldkera. Umrædd skuld var komin í uppboð, en með þessari greiðslu var uppboðskrafan felld niður. 106 Daginn eftir var komið með ávísun að fjárhæð kr. 220.000, útgefna á sama reikning ákærða og greitt inn á opinber gjöld Þýsk-íslenska verslunar- félagsins, ásamt kr. 30.000 í peningum. Það var ekki ákærði sem kom með þessa ávísun, en gjaldkeri, sem tók á móti greiðslunni, þekkir ákærða í sjón. Tékkarnir fóru síðan með uppgjöri dagsins, fyrri tékkin 26. maí, en hinn seinni 27. maí inn á reikning Gjaldheimtunnar hjá Landsbanka Íslands. Hinn 2. júní var hringt í yfirgjaldkerann frá Landsbanka Íslands og henni tilkynnt um innistæðuleysi þessara ávísana. Var Gjaldheimtunni gefinn frestur til kl. 16 þann dag til að leysa þær út. Yfirgjaldkerinn hringdi þá til ákærða og skýrði honum frá þessu. Ákærði sagði að næg innistæða ætti að vera fyrir 175.000 kr. ávísuninni, en hina ávísunina sagðist hann ekkert kannast við. Hann lofaði að kanna þetta hjá Landsbankanum og bjarga þessu við. Yfirgjaldkerinn vissi hins vegar ekki til að ákærði hefði haft samband við Landsbankann, eins og hann lofaði, þannig að Gjald- heimtan varð að leysa ávísanirnar til sín. Innistæða var til fyrir hluta ávísunarinnar, sem ákærði hafði greitt með inn á eigin gjöld, þannig að Gjaldheimtan varð að greiða Landsbankanum kr. 87.371 vegna hennar, en hina ávísunina að fullu. Ákærði kom til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna máls þessa 16. júní 1983. Voru honum sýndir framangreindir tékkar og kannað- ist hann við að hafa gefið þá út. Tékka að fjárhæð kr. 175.000 hafi hann notað til greiðslu inn á opinber gjöld sín hjá Gjaldheimtunni. Sagðist hann hafa talið að innistæða væri fyrir þeim tékka er hann greiddi með honum í Gjaldheimtunni hinn 25. maí. Hins vegar hafi tvennt farið úrskeiðis. Annars vegar hafi innlegg sem átti að koma inn á reikninginn 13. maí ekki farið inn á reikninginn fyrr en 16. maí. Þessu til viðbótar hafi innleggið frá 16. maí verið lagt inn með röngum innleggsseðli, þ.e. að í stað innleggs- miða á umrætt útibú hafi verið lagt inn með innleggsmiða á aðalbanka. Af hálfu bankans hafi ekki verið gerð tilraun til þess að láta hann vita um þetta. Hann kvaðst því hafa verið í góðri trú þegar hann gaf út þennan tékka, kr.175.000 til Gjaldheimtunnar, en hann hafi gefið tékkann út fyrir hádegi þann 25.maí og í hádeginu þann dag hafi hann lagt inn á reikninginn kr. 210.000 og það hafi fyrst og fremst átt að fara upp í umrædda tékka. Varðandi hinn tékkann, kr. 220.000, sagði ákærði að hann væri úr fyrra tékkhefti og hafi hann gefið hann út mjög fljótlega eftir að hann stofnaði umræddan reikning hinn 6. maí. Líklega hafi hann gefið tékkann út 9. maí. Hann hafi greitt með tékka þessum skuldir hjá Þýsk-íslenska verslunar- félaginu hinn 10. maí og dagsett tékkann fram í tímann, þ.e. 25. maí, en hann hafi vonast til þess að innistæða myndi þá verða til fyrir tékkanum. Það hafi verið Ómar Kristjánsson, forstjóri Þýsk-íslenska verslunarfélags- 107 ins, sem tók við tékkanum og bað Ómar ákærða um að stíla hann á Gjald- heimtuna í Reykjavík, en fyrirtækið ætlaði að nota tékkann til greiðslu opinberra gjalda þar þann 25. maí. Ákærði kvaðst hafa verið búinn að fá vilyrði fyrir kr. 350.000 láni hjá einkaaðila sem hann vildi ekki blanda í málið og þeim Ómari samist um að umræddur tékki yrði ekki lagður inn til Gjaldheimtunnar fyrr en 27. maí eða þá rétt fyrir kl. 16 hinn 26. maí. Hann hafi átt að fá þessar kr. 350.000 föstudaginn 27. maí og verið á leið- inni út heiman að frá sér þegar útibússtjóri Alþýðubankans, Suðurlands- braut 30, hafi hringt og heimtað að hann kæmi viðstöðulaust í bankann til viðræðna við sig vegna innistæðulausra tékka, sem komnir væru á reikn- ing hans. Hann sagðist hafa sagt útibússtjóranum að hann væri á leiðinni að sækja peningalán, þannig að hann gæti gert upp reikninginn. Hann kvaðst hafa beðið um að fá að koma í bankann aðeins seinna um daginn, en það hafi ekki verið tekið í mál. Viðræður við útibússtjórann hafi síðan staðið yfir í einn til einn og hálfan klukkutíma, sem hafi orðið til þess að hann hafi misst af þessum manni, er ætlaði að lána honum peninga, en morguninn eftir hafi þessi maður farið utan og væri enn ókominn til landsins. Þetta olli því að hann gat ekki bjargað umræddum tékkum. Þá sagði ákærði að hann hefði þriðjudaginn 17. maí lagt inn með gíró- seðli kr. 65.000, sem hafi átt að fara inn á hlaupareikning hans hjá Alþýðu- bankanum, en þessi greiðsla hafi ekki skilað sér. Hann hafi ekki fundið hjá sér gíróseðilinn til að fá þetta leiðrétt. Hann kvaðst ekki muna í hvaða banka hann lagði þetta inn, en það gæti verið í Búnaðarbankanum, vissi þó ekki í hvaða útibúi, en þó sé það ekki víst þar sem hann hafi farið í marga banka. Hann sagðist hafa leitað að gíróseðlinum en ekki fundið hann. Guðrún Helga Jónsdóttir, bankastjóri Alþýðubankans, Suðurlandsbraut 30, til heimilis að Digranesvegi 40, Kópavogi, hefur skýrt svo frá, að ákærði hafi stofnað hlaupareikning 1877 hjá Alþýðubankanum, Suðurlandsbraut 30, hinn 6. maí 1983, en það var á föstudegi. Strax í næstu viku fóru að koma inn vanskilatékkar, sem ákærði hafði gefið út á reikninginn. Reyndi hún strax að ná sambandi við hann, en það gekk erfiðlega þrátt fyrir að hún léti liggja fyrir honum skilaboð. Reyndi hún í marga daga að ná í hann með margítrekuðum skilaboðum hjá Skákprenti, en það tókst þó ekki fyrr en að hún náði símasambandi við hann þar um kl. 18, fimmtudaginn 26. maí. Boðaði hún ákærða til sín strax morguninn eftir, þann 27. maí, en þá var hún búin að fá í hendur tékka að fjárhæð kr. 175.000, sem fór til Gjaldheimtunnar. Lofaði ákærði að koma fyrir hádegi en gerði það hins vegar ekki. Hún reyndi enn ítrekað að hafa samband við hann, bæði hjá Skákprenti og eins heima hjá honum, og náði honum loks þar rétt um kl. 13. Bað hún hann að koma strax til viðtals við sig, enda hafi hann verið 108 búinn að svíkjast um að mæta þá um morguninn. Hann sagðist eiga að mæta á fund kl. 13 og bað um að fá að mæta seinna. Hún sagði honum að þetta myndi ekki taka nema örstutta stund, enda hafi erindið einungis verið að ná af honum heftinu. Ákærði hafi síðan verið kominn eftir u.þ.b. 10-15 mínútur. Hið eina sem hún bað ákærða um var að sýna henni tékk- heftið, sem hann gerði, og hún gataði það síðan ónýtt. Hennar erindi við ákærða var þá raunar lokið, en ekkert fararsnið var á ákærða og sat hann í u.þ.b. í einn og hálfan tíma og sagði henni sögur um það hve allir færu illa með hann. Ákærði sagði aldrei við hana að hann væri að fá peningalán en sagði hins vegar að lagt hefði verið inn á reikninginn kr. 65.000 með gíróseðli sem sæti einhvers staðar fastur, þannig að með því hefði nánast átt að vera til innistæða fyrir kr. 175.000 tékkanum, sem kom til Gjald- heimtunnar. Í fyrstu sagði hann að hann hefði sjálfur lagt þetta inn með C-gíróseðli, en þegar hún fór að spyrja hann um kvittun og margskýrði fyrir honum að ef hún fengi seðilinn þá gæti hún leyst þetta mál á innan við hálftíma þá sagðist hann ekki vera með seðilinn, þar sem það hefði verið annar sem lagði þetta inn. Ákærði sagðist þurfa að nálgast seðilinn hjá þessum aðila og ætlaði að koma fyrir kl. 16 þenna dag með hann. Það gerði hann hins vegar ekki. Guðrún kvað það ekki rétt hjá ákærða að lagðar hefðu verið inn kr. 45.000 með röngu innleggsblaði hjá Alþýðubankanum þ. 13. maí og að það væri ástæðan fyrir hinum innistæðulausu tékkum hans. Þetta innlegg sem hann tali um hafi verið kr. 48.000 og ekki lagt inn fyrr en 16. maí og þá hafi það farið inn á svokallaðan skekkjureikning sem strax var leið- réttur daginn eftir. Það er tekið tillit til svona skekkja, þannig að þetta breytti engu um það hvort myndi verða til innistæða fyrir tékkanum að fjárhæð kr. 175.000 eða ekki. Þá kom fram hjá Guðrúnu að ákærði hefði gefið út fleiri tékka inni- stæðulausa, sem komu í banka eftir að reikningnum var lokað, m.a. kom í bankann þann 1. júní tékki að fjárhæð kr. 350.000, framseldur af Heimil- istækjum og fleirum, sem engin innistæða var fyrir. Einu peningarnir, sem ákærði nefndi að hann ætti upp í þess innistæðu- lausu tékka, var það sem hann sagðist hafa lagt inn með C-gíróseðlin- um, kr. 65.000. Hér fyrir dómi hinn 26. febrúar 1985 skýrði ákærði svo frá að hann hefði staðið í þeirri trú, er hann gaf út umrædda tékka sem notaðir voru sem greiðsla hjá Gjaldheimtunni, að a.m.k. hafi verið næg innistæða fyrir fyrri tékkanum því að hann hafði sama dag lagt inn á reikninginn kr. 210.000. Að því er varðar síðari tékkann muni hann ekki nákvæmlega hvernig á útgáfu hans stóð, en hann hafi talið að þetta væri í lagi. Þá hafi hann umræddan dag, þ.e. 25. maí 1983, átt von á láni frá einstaklingi sem hann 109 vildi ekki nafngreina að svo stöddu. Átti hann að hitta hann upp úr hádeg- inu umræddan dag og ganga frá þessu. Hann hafi hins vegar verið kallaður á fund Guðrúnar Jónsdóttur hjá Alþýðubankanum út af tékkareikningi þessum og hafi hún haldið sér svo lengi á þeim fundi að hann hafi misst af því að hitta umræddan mann og þar af leiðandi ekki fengið lánið. Ákærði var spurður um tékka sem lá frammi í málinu til Heimilistækja hf., kr. 350.000, dagsettur 1. júní 1983. Sagði hann að umræddur tékki hafi verið gefinn út með dagsetningu fram í tímann út á von um fyrir- greiðslu. Ákærði og Guðrún Helga Jónsdóttir, útibússtjóri Alþýðubankans á Suðurlandsbraut, voru samprófuð um þetta mál. Hélt ákærði fast við þann framburð að vitnið hefði tafið fyrir sér, þannig að hann hafi ekki komist til að hitta mann þann sem hann vildi ekki nafngreina en ætlaði að veita honum lán. Sagði ákærði að vitnið hafi ekki látið sig vita aðalerindið, sem var að fá tékkheftið hjá honum, fyrr en eftir að þau hafi verið búin að ræða lengi saman. Vitnið mótmælti þessu og hélt fast við framburð sinn. Vitnið sagði og að innlegg með C-gíróseðli, að fjárhæð kr. 65.000 hafi aldrei komið inn á umræddan reikning. Ákærði sagði að hann hafi ekki getað upplýst það mál og virtist sem þetta fé væri sér glatað. Niðurstaða: Ákærði hefur viðurkennt útgáfu umræddra tékka, sem voru notaðir til greiðslu í Gjaldheimtunni í Reykjavík svo sem lýst hefur verið, samtals að fjárhæð kr. 395.000. Ekki reyndist næg innistæða fyrir tékkum þessum. Ákærði hefur haft uppi ýmsar skýringar vegna innistæðuleysis tékkanna, svo sem rakið hefur verið. Þrátt fyrir þær verður að telja ákærða hafa gerst brotlegan um atferli það, sem lýst er í þessum lið ákærunnar og í samræmi við það, sem rakið var undir lið B hér að framan, þykir það varða við 1. mgr. 73. gr. laga nr. 94, 1933, sbr. lög 35, 1977. B. Ákæra, dags. 30. nóvember 1983. I. Með bréfi til ríkissaksóknara, dagsettu 29. júní 1983, kærði Jóhanna Heiðdal, Maríubakka 8, Reykjavík, ákærða fyrir ólöglega meðferð og ráð- stöfun á 20 veðskuldabréfum með lánskjaravísitölu sem hún hafði gefið út. Sjálfskuldarábyrgðarmenn á bréfunum voru Anna Heiðdal, Bláskógum 4, og María Guðrún Waltersdóttir, Asparfelli 10, báðar í Reykjavík. Bréf þessi voru upphaflega hvert að fjárhæð kr. 50.000 eða samtals kr. 1.000.000 og skyldu greiðast með 24 mánaðarlegum greiðslum, í fyrsta sinn hinn |. júní 1983 og áfram þar til þau væru að fullu greidd. Kærandi kvaðst hafa afhent ákærða bréf þessi hinn 24. apríl 1983 og fylgdi bréfinu ljósrit kvittunar hans fyrir móttöku þeirra. Hún kvaðst hafa gefið bréf þessi út í því skyni að fá ákærða til að annast sölu þeirra í þeim tilgangi að greiða honum skuldir sínar við hann, en einnig skyldi hann 110 afhenda henni skuldaskil, þ.e. víxla, samþykkta af henni og fleirum og afhenda eftirstöðvar söluverðs bréfanna til hennar. Hún kvaðst ekkert uppgjör hafa fengið frá ákærða vegna þessara bréfa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess. Henni hefði hins vegar borist innheimtubréf frá Útvegs- banka Íslands um fyrstu greiðslur af ofangreindum bréfum og fylgdu innheimtuseðlar bréfi hennar og því óskaði hún eftir að það yrði rannsakað, hvert væri söluandvirði þessara bréfa og hvert andvirði þeirra hafi verið ráðstafað. Einnig hver hafi verið kaupandi bréfanna og núverandi eigandi. Eins og fyrr segir fylgdi bréfi Jóhönnu ljósrit af kvittun ákærða fyrir því að hafa tekið við þessum bréfum, en jafnframt er kvittun Jóhönnu fyrir því að hafa móttekið sem greiðslu vegna bréfanna kr. 200.000 og því séu eftirstöðvar 18 bréfa að fjárhæð kr. 800.000. Í kvittun ákærða segir að hann hafi móttekið bréfin „til athugunar““. Kvittunin er dagsett 24. apríl 1983. Ákærði kom til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins hinn 15. júlí 1983 vegna máls þessa. Hann var í upphafi spurður hvort hann kannaðist við að hafa móttekið umrædd 20 veðskuldabréf og viðurkenndi hann það. Kvaðst hann hafa tekið við þeim heima hjá sér og hafi það verið Jóhanna Heiðdal, sem afhenti honum þau. Tók hann við bréfunum til að athuga möguleika á að gera þau að peningum eða að þau gætu mætt á einhvern hátt ógreiddum, gjaldföllnum víxlum, sem þegar voru í hans höndum og 2 víxlum að upphæð kr. 100.000, hvorum með gjalddaga 25. mars 1983. Að því er varðar fyrrgreinda ógreidda víxla kvaðst hann vilja vísa til skýrslna sinna, sem hann hefði áður gefið í máli sem hér hefur verið rakið fyrr. Hann var spurður um það hvar umrædd skuldabréf væru nú og kvað hann þau liggja til innheimtu í Útvegsbanka Íslands, aðalbanka, undir sinni ráðstöfun. Aðspurður kvaðst hann hafa sett bréfin til innheimtu í bankann. Hann var spurður hvort hann hefði sjálfur farið með skuldabréfin til með- ferðar hjá Útvegsbankanum og svaraði hann því til að hann hefði beðið annan mann um að gera það fyrir sig og vildi hann ekki nafngreina hann. Hann var spurður hver væri skráður eigandi skuldabréfanna hjá bankanum og svaraði hann því til að hann byggist við að það væri Óðal eða Jón Hjaltason, en það væri samkvæmt sinni beiðni. Nánar aðspurður sagði hann að hann hefði orðið að leysa til sín fyrrgreinda víxla hægt og bítandi. Hann varð að leggja bréfin í innheimtu til að sjá hvort þau yrðu borguð eins og um var samið. Hafi hann verið búinn að skýra það sjónarmið fyrir Jóhönnu að eigandi víxlanna treysti sér ekki til að afhenda þá fyrr en skuldabréfin væru farin að borgast og því vildi hann að skuldabréfin yrðu í bankanum á annars manns nafni. Hann var spurður hvort hann hefði móttekið peninga, víxla, önnur fjárverðmæti eða aðrar fjárhagslegar íviln- anir vegna handhafnar sinnar á nefndum skuldabréfum og svaraði hann 111 því neitandi. Hann var og spurður hvort hann hefði afhent Jóhönnu Heiðdal einhverja peningavíxla eða önnur fjárverðmæti í staðinn fyrir skuldabréfin. Svaraði hann því til, að han hefði afhent henni tvo 100.000 króna víxla, sem voru með gjalddaga 25.04. 1983. Ákærði var beðinn að útskýra hve háa fjárhæð hann telji sig hafa greitt samtals af gjaldföllnum víxlum Jóhönnu Heiðdal. Treysti hann sér ekki til að svara þessu, en kvaðst hafa um það gögn. Hann skýrði svo frá að frá því hafi verið gengið milli hans og Jóhönnu, að bréfin mættu fara með 20% afföllum. Sagði hann að miðað við þá tölu hefði hann nú í sínum fórum víxla og kvittanir fyrir greiðslu hans á rúmlega þeirri fjárhæð sem skuldabréfin stóðu fyrir, þ.e. greiðslum sem hann hefði innt af hendi fyrir Jóhönnu Heiðdal. Ákærði kvaðst við móttöku bréfanna hafa haft ákveðnar hugmyndir um að hægt væri að nota þessi bréf í einhverjum skiptum til að afla fjár og kveðst hann hafa útskýrt fyrir Jóhönnu að uppgjör vegna víxlanna og bréfanna gæti ekki farið fram fyrr en hún hefði borgað einu sinni af bréf- unum. Þá sagði ákærði að bréfin hefðu verið lögð inn til innheimtu á nafni annars manns vegna þess að þegar þau voru lögð í innheimtu þá hafi hann ekki verið búinn að leysa öll þessi mál til sín. Ákærði taldi að hann hefði afhent eða falið Jóni Hjaltasyni að koma bréfunum til innheimtu einum eða tveimur dögum eftir að hann tók við bréfunum. Við aðra yfirheyrslu sama dag var ákærði spurður, hver væri hinn raunverulegi eigandi skuldabréfanna. Kveðst hann telja að hann ætti bréfin og líti hann þannig á að hann sé búinn að greiða skuldir Jóhönnu Heiðdal sem nemi um kr. 800.000 og standist þau afföll af bréfunum sem hún hafi boðið, þá sé hann búinn að eignast bréfin. Jón Hjaltason, Melabraut 59, Seltjarnarnesi, kom til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins hinn 15. júlí vegna máls þessa. Kannaðist hann við að hafa í sinni vörslu umrædd veðskuldabréf. Skýrði hann svo frá, að ákærði skuldaði honum verulegar fjárhæðir sem hann hefði lánað honum í fjárhagslegum örðugleikum hans vegna Olympíuskákmótsins í Sviss. Áður en ákærði kom með þessi skuldabréf var Jón að ýta við honum með greiðslur og þá kom ákærði til hans með bréfin. Mundi hann ekki nákvæm- lega hver orðaskipti þeirra voru um“ þau, en alla vega hafi það verið þannig að ákærði taldi sig hafa allan umráðarétt yfir þeim hvort sem hann sagði beint að hann væri eigandi eða ekki. Kvaðst Jón hafa tekið við þessum bréfum sem „greiðslu“ frá Jóhanni Þóri eða alla vega sem tryggingu fyrir greiðslu á skuld hans, því hann hefði síðar orðið eigandi bréfanna ef ákærði greiddi honum ekki. Nokkrum dögum eftir að hann tók við skuldabréf- unum setti Jón þau í venjulega innheimtu hjá Útvegsbankanum. 112 Hinn 18. júlí 1983 kom Jón Hjaltason til yfirheyrslu á ný hjá RLR. Var hann þá spurður, hver væri eigandi umræddra bréfa. Svaraði hann því ekki be:nt en kvaðst líta svo á að svar sitt hefði komið fram í fyrri skýrslu sinni. hann var þá spurður hvort um það hefði verið samið þegar hann tók við skuldabréfunum að þau yrðu ákærða laus til ráðstöfunar ef hann óskaði eftir að fá þau, öll eða að hluta. Jón svaraði því til að hann hafi ekki metið móttöku sína á bréfunum þannig að þau hafi eingöngu verið til geymslu hjá sér. Hafi ekki verið sér- staklega um það samið að ákærði gæti fengið þau til baka án þess að greiða skuldina eða leggja fram aðra tryggingu sem Jón tæki gilda. Hann baðst undan að svara því hver skuld ákærða við hann hefði verið. Samprófun fór fram milli ákærða og Jóns Hjaltasonar hjá RLR 19. júlí 1983. Voru fyrri framburðir Jóns lesnir upp fyrir honum og staðfesti hann þá. Borinn var undir Jón kafli í framburði ákærða 17. júlí 1983 um að þeir hafi rætt um það við afhendingu skuldabréfanna að ef ákærða tækist ekki að útvega þá fjárhæð, sem hann ætti að greiða Jóhönnu, myndi Jón afhenda ákærða þann hluta bréfanna sem næmi þeirri fjárhæð er Jóhanna ætti að fá hjá ákærða. Jón sagði um þennan framburð, að ekki hafi verið samið um þetta sér- staklega. Einhver orðaskipti hafi farið fram þegar bréfin voru afhent, „en þau hafi þá farið inn um annað og út um hitt, enda lá mér þetta í léttu rúmi, þar sem hann gat fengið bréfin öll eða hluta þeirra til baka mín vegna.““ Þá sagði hann að mat sitt væri að í viðskiptalegu tilliti hefði hann ekki þurft að afhenda ákærða skuldabréfin til baka nema gegn samsvarandi tryggingu eða greiðslu. Fram kom og hjá Jóni, að nafn hans var ekki skráð á skuldabréfin sem handhafi. Jón Hjaltason kom hér fyrir dóm 14. janúar sl. og kannaðist þar við að hafa tekið við margumræddum skuldabréfum frá ákærða. Hafi afhend- ing bréfanna farið fram í tengslum við skuld ákærða við hann og leit vitnið svo á að bréfin væru í sinni handhöfn, þó í eigu ákærða væru, en hins vegar væri sér ekki skylt að afhenda ákærða þau aftur nema einhver önnur trygging kæmi til. Um þetta hafi verið einhver skoðanamunur, en það sem þeim fór á milli um þetta var munnlegt. Jón staðfesti og skýrslur sínar um þetta mál hjá RLR. Hann kvaðst hafa afhent ákærða bréf þessi síðar án þess að fá greiðslu eða tryggingu og taldi hann sér ekki stætt á að neita að afhenda þau. Hinn 16. júlí 1983 var ákærði að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi til 25. s.m. í sakadómi Reykjavíkur. Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu 17. júlí viðurkenndi ákærði að hafa afhent þau 20 skuldabréf, sem hér um ræðir, Jóni Hjaltasyni til 113 greiðslu á persónulegri skuld ákærða við Jón. Sagði ákærði að hann hefði svo sjálfur ætlað að útvega þá fjárhæð, sem Jóhanna hefði átt að fá af andvirði skuldabréfanna að frádregnum afföllum og þeim fjárkröfum sem hann átti á hendur Jóhönnu eftir öðrum leiðum. Þá kveðst hann hafa rætt um það við Jón Hjaltason fyrir eða um leið og afhending skuldabréfanna fór fram að ef honum tækist ekki að útvega þá fjárhæð sem hann ætti að greiða Jóhönnu myndi Jón afhenda ákærða til baka hluta skuldabréf- anna, sem næmi þeirri fjárhæð, sem ákærði ætti að greiða Jóhönnu. Ákærði var beðinn að gera grein fyrir þeim fjárkröfum sem hann hafi haft á Jóhönnu Heiðdal. Í fyrsta lagi kvað hann Jóhönnu þegar hafa fengið kr. 200.000 vegna bréfanna, þ.e. um leið og hann tók við skuldabréfunum og afhenti henni 2 víxla, hvorn að fjárhæð kr. 100.000. Í öðru lagi taldi hann sig eiga kröfu á hana vegna ávísana er hann leysti út hjá Pósti og síma, en sú krafa var að fjárhæð kr. 249.450. Í þriðja lagi víxil með gjald- daga 19. febrúar að fjárhæð kr. 50.000. Í fjórða lagi kvaðst hann hafa gert upp fyrir hennar hönd við Búnaðarbankann í Vík í Mýrdal. Hafi það verið tekið út af bók, sem var á hans nafni eða nafni tímaritsins Skákar í bankanum til að greiða hluta af þessari skuld. Hann gat ekki skýrt frá því, hversu mikið væri búið að greiða þannig. Í fimmta lagi hafi hann í tilraunum sínum við að koma bréfunum í verð haft samband við Þorleif Guðmundsson og spurt hann hvort hann vildi taka bréfin, en hann er með verðbréfasölu. Hann vildi það alls ekki, en á hinn bóginn hafi hann sagt að ef ákærða tækist að gera þau að peningum þá væri hann með kr. 100.000 víxilkröfu á Jóhönnu gjaldfallna sem hann bauð ákærða að leysa til sín og bað hann um að taka, svo að hún fengist borguð. Þetta kvaðst hann þó ekki hafa gert. Ákærði kvaðst hafa afhent Jóni Hjaltasyni bréfin vegna persónulegra skulda sinna við hann án þess að Jóhanna Heiðdal hafi nokkuð vitað um þá ráðstöfun, en hins vegar hafi hann sagt við hana að hann kynni að þurfa að nota bréfin á ýmsan hátt, borga skuldir eins og áður til að koma bréf- unum í peninga. Þá sagði ákærði að það hafi verið alveg ljóst að það var miklum vandkvæðum bundið að selja skuldabréf Jóhönnu. Þess vegna talaði hann um það við hana að skuldabréfin yrðu öll sett í innheimtu þar sem hann taldi að auðveldara yrði að koma þeim í umferð er búið væri að borga af þeim einu sinni. Ákærða var bent á að í skýrslu 15. júlí hjá rannsóknarlögreglu hafi hann talið sig vera búinn að greiða skuldir Jóhönnu Heiðdal fyrir um kr. 800.000. Var hann spurður hvort hann héldi enn við þá fjárhæð. Hann svaraði því til að sú fullyrðing hafi sjálfsagt verið á misskilningi byggð af sinni hálfu. Hann kvaðst viðurkenna að hluta þeirra skulda, sem hann hefði bent á í þessu sambandi, hafi hún þegar verið búin að greiða. Átti hann þá við tvo víxla, hvorn að fjárhæð kr. 8 114 100.000, sem voru með gjalddögum 25.03. 1983. Jóhanna hafi greitt víxlana með öðrum víxlum, sem voru á gjalddaga 25.04. 1983 og það voru víxlar er hún greiddi með hluta skuldabréfanna. Ákærða var bent á það í yfirheyrslu þessari að hann hefði lýst því yfir í skýrslu sinni hjá RLR 15. júlí, að hann teldi sig eiga þau skuldabréf sem hann móttók hjá Jóhönnu Heiðdal. Hann kvað þetta misskilning. Það sem hann átti við hafi ekki verið að hann ætti bréfin, heldur hefði haldsrétt á þeim. Hann var beðinn að útskýra nánar þann haldsrétt sem hann taldi sig hafa á skuldabréfunum. Svaraði hann því til að í fyrsta lagi ætti hann við það að uppgjör við Jóhönnu hafi ekki farið fram. Í öðru lagi að hann hafi afhent Jóni Hjaltasyni bréfin til kaups vegna skulda sinna með því fororði sem hefur verið ítrekað, að bréfin yrðu laus til ráðstöfunar sinnar ef á þyrfi að halda. Það sem þeim fór á milli um þetta var munnlegt. Hann kvaðst hafa talið sig hafa haft heimild til að afhenda skuldabréfin til Jóns, þó svo honum hafi ekki tekist að útvega og afhenda Jóhönnu Heiðdal þá peninga sem henni bar. Þegar ákærði kom hér fyrir dóm 11. mars 1985 var lesinn framburður hans sem hér hefur verið rakinn frá 17. júlí 1983 hjá rannsóknarlögreglu. Sagði hann þá að Jóni hafi verið afhent bréfin sem væntanleg greiðsla upp í skuld ákærða við hann. Fyrir dómi 26. febrúar 1985 sagði ákærði að það væri rétt að hann hafi tekið við umræddum 20 skuldabréfum af Jóhönnu Heiðdal og hafi tilgang- urinn með útgáfu bréfanna verið sá fyrst og fremst að leysa skuldamál Jóhönnu gagnvart ákærða en auk þess hafi komið til álita að hún fengi peninga til viðbótar út úr sölu bréfanna. Ekki hafi legið fyrir hver afföll kynnu að vera af bréfunum. Ekki hafi þá heldur legið ljóst fyrir hvernig staða Jóhönnu gagnvart ákærða var. Ákærði sagði að það hafi verið skýrt tekið fram við Jóhönnu að hún yrði að greiða fyrstu afborgun af bréfunum til þess að þau yrðu trúverðugir pappírar til sölu. Ákærði kvaðst hafa afhent Jóni Hjaltasyni þessi bréf í þeirri von að hann gæti fengið greitt af þeim upp Í skuldir ákærða við hann. Jón hafi við móttöku bréfanna haft þann fyrirvara að hann vildi sjá hvað af þeim yrði borgað. Ákærði var spurður að því hver hafi verið skuld Jóhönnu Heiðdal við hann þegar skuldabréfin voru afhent honum. Hann kvaðst ekki geta gert sér grein fyrir því nú, en hann muni leggja fyrir dóm skriflega greinargerð um það atriði. Var honum kynnt upplýsingaskýrsla Rannsóknarlögreglu ríkisins um þetta atriði, en samkvæmt henni nam skuld Jóhönnu við hann fyrir utan vexti og kostnað kr. 437.999. Vefengdi hann þann útreikning. Ákærði var spurður um ástæður þess að hann fór að veita Jóhönnu Heiðdal fjárhagslega hjálp á sama tíma og hann var sjálfur í erfiðleikum 115 með eigin skuldbindingar. Hann kvað ástæðuna hafa verið þá að hún hafi borið sig mjög illa, en þau bjuggu í sama sambýlishúsi. Hafi hann ekki haft frið fyrir henni þar sem hún virtist halda að hann hefði mikla mögu- leika á þessu sviði. Hann hafi upphaflega hjálpað henni í sambandi við víxla er hann gat afhent manni upp Í skuld ákærða við hann. Jóhanna hafi síðan ekki getað greitt á gjalddaga og teymdi hann æ lengra. Hafi hún m.a. á gjalddaga umrædds víxils talað um að hún ætti vörur á hafnar- bakka, sem hún gæti ekki leyst út en væri búin að fá kaupanda að. Lánaði ákærði henni fé til að leysa vörurnar út þar sem hann hafði laust fé í ársbyrjun vegna innkominna áskriftargjalda að tímaritinu Skák. Jóhanna Lucinde Vilhjálmsdóttir Heiðdal skýrði svo frá hér fyrir dómi 11. mars 1985 að ákærði hafi tjáð sér að hann hefði sterkan aðila til að kaupa umrædd 20 veðskuldabréf og hefði hann ráðlagt sér að hafa þennan hátt á til að leysa þá fjárhagserfiðleika, sem hún var í. Átti hún að fá nokkurt fé út úr bréfunum, auk þess sem gerðar voru upp þær skuldir sem ákærði hafði haft milligöngu um að urðu til. Hún kvaðst ekki muna hve miklar skuldir hennar við ákærða voru á þessum tíma en taldi að hér hafi einungis verið um að ræða víxla með gjalddaga 25.04. 1983, kr. 200.000, sem hún fékk afhenta við útgáfu bréfanna. Auk þess hafi verið u.þ.b. 100.000 kr. víxlar í banka í Vík í Mýrdal og 100-150.000 kr. skuld við Þýsk- íslenska verslunarfélagið. Hún kannaðist ekki við að um það hafi verið rætt milli þeirra ákærða, að heppilegt væri að bréfin yrðu sett í innheimtu og vitnið greiddi fyrstu greiðslu af þeim áður en hún fengi neitt fyrir þau til þess að þau yrðu seljanleg. Við samprófun mótmælti ákærði því að hann hafi lofað að selja bréfin, heldur hafi hér einungis verið um tilraun að ræða. Einnig hafi verið samkomulag um að Jóhanna greiddi einu sinni af öllum bréfunum, enda hafi hún þá verið búin að fá greiddar 200.000 kr. upp í þau. Vitnið fullyrti hins vegar að aldrei hefði verið um þetta rætt milli þeirra. Hafi það ekki hvarflað að sér að bréfin kæmu til innheimtu án þess að hún væri búin að fá skilagrein vegna ráðstöfunar þeirra. Við yfirheyrslu hjá RLR hinn 16. júlí 1983 sagði Jóhanna, að ákærði hefði talið að hann gæti selt bréfin með 20% afföllum og fengið þannig kr. 800.000 fyrir þau. Gerði hún ekki athugasemd við sölu bréfanna með þeim afföllum. Hinn 11. mars 1985 lagði ákærði fram yfirlit yfir stöðu skulda Jóhönnu Heiðdal við sig í september 1983. Námu niðurstöðutölur þess kr. 120.103,60, en skv. samlagningu dómsins á sundurliðunum yfirlitsins á niðurstöðutalan að vera kr. 712.909,01. Nafnverð þessara skulda nemur kr. 517.862. Dráttarvextir miðaðir við september 1983 og áfallinn kostnaður nema hins vegar kr. 141.307,35 og er óverulegur hluti fjárhæðarinnar fall- 114 110 inn á við afhendingu skuldabréfanna. Samkvæmt samlagningu dómsins á sundurliðunum yfirlitsins námu skuldir Jóhönnu við ákærða í september 1985 því kr. 659.169,35 með vöxtum og kostnaði. Ákærði reiknar síðan innheimtuþóknun lögmanns á kröfurnar og eru þær taldar nema kr. 53.739,66 og samkvæmt því er skuldin kr. 712.909,01 eins og fyrr segir. Ákærði heldur því fram í þessu yfirliti að verðgildi bréfanna hafi senni- lega verið u.þ.b. kr. 720.000 eða nálægt þeirri fjárhæð, sem Jóhanna skuldaði sér í september 1983. Þess skal getið að lokum, að ákærði fékk umrædd skuldabréf í sínar hendur frá Jóni Hjaltasyni og skráði sig sem eiganda þeirra. Höfðaði hann mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur á hendur Jóhönnu Heiðdal og sjálf- skuldarábyrgðarmönnum til greiðslu á bréfunum. Voru kröfur hans teknar til greina í dómi bæjarþingsins 31. janúar 1984, en með dómi Hæstaréttar 13. febrúar sl. var sá dómur ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi ex officio, þar sem mjög þótti bresta á glöggan málatilbúnað af hendi ákærða. Niðurstaða: Framburður ákærða um mál þetta hefur verið nokkuð reikull og stundum ótrúverðugur. Af framburðum hans og Jóhönnu Heiðdal þykir þó mega ráða með vissu að tilgangur með afhendingu margumræddra skuldabréfa til ákærða hafi verið sá að hann annaðist sölu á þeim eða kæmi þeim í verð til að gera upp lán, sem voru fallin á Jóhönnu og ákærði hafði milligöngu um að hún fékk. Einnig hafi verið ráð fyrir því gert, að hún fengi nokkurt fé sjálf við sölu bréfanna. Ljóst er og af framburðum beggja, ákærða og Jóhönnu, að um það var rætt milli þeirra að afföll af bréfunum yrðu ekki meira en 20% og verður að telja að ráðstöfunarheimild ákærða á bréfunum hafi verið við það bundin. Er því ekki unnt í þessu sambandi að byggja á þeirri fullyrðingu hans í yfirliti því, sem hann lagði fram í dómi 11. mars 1985, að söluverð bréfanna væri kr. 720.000. Við upphaf rannsóknar málsins hélt ákærði því fram, að hann ætti útistandandi skuldir hjá Jóhönnu, sem næmu fyllilega söluvandvirði bréfanna og miðaði hann þá við að söluandvirðið væri kr. 800.000. Hann lagði þó lengi vel ekki fram gögn til stuðnings þessari fullyrðingu og viður- kenndi reyndar síðar að hafa fullyrt of mikið varðandi skuldir hennar við sig. Eins og fyrr er rakið lagði hann svo fram við meðferð málsins hér fyrir dómi yfirlit yfir stöðu skulda Jóhönnu við sig í september 1983, en eins og fyrr er fram komið tók hann við bréfunum 24. apríl 1983. Skv. yfirlitinu hefur skuld Jóhönnu við ákærða við afhendingu bréfanna numið að nafnvirði kr. 517.862, en séu dráttarvextir og kostnaður á þeim tíma áætlaðir með, nemur skuldin nálægt kr. 550.000. Eru hér taldir með þeir 117 tveir víxlar, samtals að fjárhæð kr. 200.000, sem Jóhanna fékk við afhend- ingu bréfanna, eins og gert er Í yfirliti ákærða. Enda þótt Jóhanna Heiðdal hafi mótmælt því að hafa skuldað ákærða svo mikið, sem hann hefur fullyrt, þykja ekki vera efni til að leggja annað til grundvallar í þessum efnum en framangreint yfirlit hans, þótt ófullkomið sé og ekki nema að hluta til stutt gögnum. Hins vegar ber að miða við stöðuna milli þeirra eins og hún var við afhendingu bréfanna, en ekki í september 1983, svo sem gert er í yfirliti ákærða. Ákærði afhenti Jóni Hjaltasyni skuldabréfin og Jón setti þau í inn- heimtu. Í framburðum beggja er slegið nokkuð úr og í varðandi þessa ráð- stöfun, eðli hennar og tildrög. Þegar allt er virt verður þó að telja sannað, að ákærði hafi afhent Jóni skuldabréfin sem lið í uppgjöri á skuldum sínum við hann, enda þótt ekki sé unnt að fullyrða hvort þau voru afhent sem trygging eða til eignar. Hann gerði hins vegar enga skilagrein til Jóhönnu um ráðstöfun bréfanna, enda þótt ljóst væri að hún skuldaði ákærða ekki nema hluta af söluverðmæti þeirra og hafi átt að fá a.m.k. kr. 250.000 af því miðað við yfirlit ákærða og þau afföll, sem þau höfðu rætt um. Það er niðurstaða dómsins, með tilvísan til ofanritaðs, að með þessari ráðstöfun bréfanna til Jóns Hjaltasonar, þ.e. umfram þann hluta þeirra sem ákærði gat með réttu talið að væri til greiðslu á skuldum Jóhönnu við sig skv. framansögðu, hafi hann gerst sekur um fjárdrátt skv. 1. mgr. 247. gr. alm. hgl. nr. 19, 1940. Il. Hinn 26. ágúst 1983 kom í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar Eyþór Guðmundsson, Selbrekku 12, Kópavogi, og skýrði frá því að í vikunni 8.-12. ágúst þá hafi hann auglýst til sölu bifreið sonar síns í Dagblaðinu- Vísi. Bifreið þessi hafi verið af gerðinni Toyota-Tercel, árgerð 1983. Sama kvöld hafi ákærði hringt til sín, en hann er kunningi Eyþórs, og falaðist eftir bifreiðinni. Sagði Eyþór honum að verð bifreiðarinnar ætti að vera kr. 295.000. Eftir samtalið fór Eyþór með bifreiðina heim til ákærða þar sem hann skoðaði hana ásamt eiginkonu sinni. Nokkrum dögum síðar var ákveðið að ákærði keypti bifreiðina fyrir uppsett verð, kr. 295.000. Hittust þeir síðan 12. ágúst í starfsstöð tímaritsins Skákar þar sem ákærði vinnur. Var þar gengið frá kaupum hans á bifreiðinni með afsali og sölutilkynn- ingu, sem ákærði vélritaði sjálfur, en kaupandi var skráður tímaritið Skák. Ákærði greiddi Eyþóri þarna umsamið kaupverð, kr. 295.000, þannig að Eyþór tók á móti ávísun á eyðublaði frá Útvegsbankanum að fjárhæð kr. 80.000, en einnig tók hann á móti annarri ávísun á eyðublaði frá Breið- holtsútibúi Landsbanka Íslands sem stíluð var á reikning 1347 við útibúið, en útgefandi þeirrar ávísunar var ákærði f.h. tímaritsins Bridge. Var ávísunin að fjárhæð kr. 215.000 og tilgreindur útgáfudagur hennar var 15. 118 110 september 1983. Var það gert með samþykki Eyþórs því að ákærði sagði honum að ekki væri til innistæða á reikningnum, en þegar kæmi að útgáfu- degi þá skyldi Eyþór hafa samband við sig og allt yrði þá í lagi. Þessu treysti Eyþór og tók við ávísuninni í góðri trú, auk þess sem hann þekkti ákærða og treysti honum þess vegna. Eyþór kvaðst síðan hafa komist að því í samtali við útibússtjóra í Breiðholtsútibúi Landsbankans að þeim reikningi, er Jóhann Þórir stílaði ávísunina á, hafi verið lokað vegna misnotkunar í maímánuði. Af þeirri ástæðu kvaðst hann kæra ákærða fyrir svik við kaup bifreiðarinnar. Krafðist hann þess að hann skilaði bifreiðinni þegar í stað og kaupunum yrði rift og myndi hann þá endurgreiða honum þá fjárhæð, sem hann hefði þegar greitt sér, þ.e. kr. 80.000. Ákærði kom til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni 28. ágúst 1983 vegna máls þessa og kannaðist hann við að hafa þann 12. ágúst keypt bifreiðina Y-9841 af Eyþóri Guðmundssyni fyrir hönd Sigurðar Eyþórs- sonar fyrir kr. 295.000. Hann kveðst hafa greitt bifreiðina með tveimur ávísunum sem hann gaf sjálfur út. Önnur ávísunin hafi verið á eyðublaði frá Útvegsbankanum að fjárhæð kr. 80.000. Hin ávísunin hafi verið á eyðublaði frá Breiðholtsútibúi Landsbanka Íslands, stíluð á reikning nr. 1347, en skráður eigandi hans sé tímaritið Bridge. Þessa ávísun hafi hann gefið út með eigin nafni og hafi hún verið að fjárhæð kr. 215.000. Hann viðurkenndi að þegar hann gaf út þessa ávísun og stílaði hana á reikning nr. 1347 við bankann, hafi honum verið fullljóst að þeim reikningi var löngu lokað. Hann skýrði svo frá um aðdraganda þessa, að þegar hann ætlaði að greiða seljanda bifreiðarinnar umsamið verð hafi komið í ljós að hann átti ekki nema eitt eyðublað í ávísanahefti því sem hann ætlaði að nota og var frá Útvegsbankanum. Sagði hann seljandanum hvernig staðan var og jafnframt frá því að ákærði hefði annað ávísanahefti þ.e. hefti frá Breiðholtsútibúinu. Kvaðst hann hafa útskýrt það fyrir seljanda bifreiðarinnar að hann mætti ekki framvísa ávísuninni í banka og fullt samkomulag orðið þeirra í milli að seljandinn geymdi ávísunina framundir tilgreindan útgáfudag hennar, en þá hefðu þeir samband á ný og myndi ákærði þá afhenda honum aðra ávísun sem hann mætti framvísa í banka. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa skýrt seljanda bifreiðarinnar frá því að ávísunin frá Breiðholtsútibúi Landsbankans væri stíluð á lokaðan reikning. Kvaðst hann ekki geta útskýrt nú ástæðu þess að hann skýrði seljandanum ekki frá þessu. Hann tók fram að það hafi alls ekki verið ætlan sín að svíkja seljanda bifreiðarinnar um greiðslu hennar né að blekkja hann á nokkurn hátt. Framangreindur Eyþór Guðmundsson kom hér fyrir dóm 11. mars 1985. Sagði hann að ákærði hefði gefið út tékka þennan fram í tímann. Jafnframt 119 sagði ákærði að ekki væri í svipinn innistæða til fyrir tékkunum, en vitnið skyldi hafa samband við sig þegar kæmi að útgáfudegi og yrði málið þá í lagi. Hafi verið um það talað að vitnið framvísaði ekki tékkanum nema í samráði við ákærða. Vitnið upplýsti að kæra þess væri til komin m.a. af því að vitnið hitti útibússjóra í viðkomandi banka í klúbbi, sem þeir eru félagar í, og sagði vitnið honum frá tékkanum. Útibússtjórinn upplýsti vitnið um það næsta dag að reikningnum hefði verið lokað. Útibússtjórinn gerði meira úr þessu en vitnið ætlaðist til en þetta leiddi til þess að vitnið hafði sambandi við RLR sem hvatti hann til að leggja fram kæru. Vitnið hafði þá árangurslaust reynt að ná í ákærða. Hér fyrir dómi ítrekaði ákærði frásögn sína hjá RLR, sem áður er rakið, varðandi þetta mál. Hann tók fram að hann hafi að ósk seljanda bifreiðar- innar látið kaupin ganga til baka og hafi hann greitt kostnað, sem seljandi hafi orðið fyrir. Niðurstaða: Ákærði hefur viðurkennt að hafa gefið út umræddan tékka, að fjárhæð kr. 215.000 á reikning við útibú Landsbanka Íslands í Breiðholti sem hann vissi að fyrir löngu var búið að loka. Leyndi hann móttakanda tékkans því. Þegar hins vegar er virtur framburður ákærða um aðdraganda að útgáfu tekkans sem og um fyrirvara gagnvart móttakanda, sem Eyþór Guðmundsson hefur staðfest, þykir varlegra að sýkna ákærða af ákæru um brot á 248. gr. alm. hgl. nr. 19, 1940. Hins vegar þykir notkun tékkans varða við 73. gr. laga nr. 94, 1933, sbr. lög 35, 1977. III. Með bréfi, dagsettu 14. júlí 1983, kærði Jón Oddsson hrl. ákærða vegna útgáfu tveggja ávísana að fjárhæð samtals kr. 174.587, dags. 27. maí og 3. júní 1983, á reikning Skákprents nr. 1877 við Alþýðubankann hf., Suðurlandsbraut 20, Reykjavík. Ákærði kom til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 15. júlí 1983 vegna máls þessa. Kannaðist hann við að hafa gefið út umrædda tvo tékka og kvaðst hann hafa notað þá báða til að greiða innheimtuskuldir hjá Jóni Oddssyni hrl. en þannig hafi verið komið með skuldirnar að bjóða átti upp íbúð ákærða í húsinu nr. 5 við Meistaravelli vegna þeirra. Tékkarnir voru afhentir Jóni Oddssyni nokkru áður en útgáfudagur segir til um. Sagðist ákærði hafa skýrt Jóni frá því um leið eða áður en hann afhenti tékkana að ekki væri öruggt að innistæða yrði á tilgreindum reikningi ef tékkunum yrði framvísað í banka á þeim dögum sem þeir eru útgefnir. Það hafi verið ástæða þess að Jón Oddsson skráði á kvittunina að tékkarnir væru teknir sem trygging fyrir greiðslu. Þá sagði ákærði að ekki hafi átt að framvísa tékkunum í banka. Um það hafi verð samkomulag við Jón Oddsson og megi sjá það á kvittuninni, sem ákærði sagðist reiðubúinn að leggja fram 120 síðar. Kvað ákærði samkomulagið við Jón hafa falist í því að Jón hefði tékkana og svo myndi ákærði leggja til hans vöruvíxla sem innborganir þar til skuldin yrði að fullu greidd og þá fengi ákærði tékkana til baka. Fram kom hjá ákærða að innistæða hefði ekki verið á reikningnum þegar hann gaf framangreinda tékka út og það hafi honum verið ljóst. Hann hafi verið fjárvana þegar á samningum við Jón stóð og því hafi hann fallist á að gefa tékkana út að beiðni Jóns og síðan ætlað að greiða skuldina fyrir dagsetta útgáfudaga tékkanna. Frammi liggja í málinu tvær kvittanir sem Jón Oddsson hefur gefið ákærða vegna umræddra tékka og segir á þeim báðum að ákærði hafi afhent lögmanninum ávísun til tryggingar greiðslu dómskulda. Hér fyrir dómi hefur ákærði sagt að umræddir tékkar hafi verið afhentir Jóni Oddssyni hæstaréttarlögmanni sem trygging á greiðslu dómskuldar eins og komi fram á kvittunum Jóns til sín. Skuldirnar hafi síðan átt að greiðast með vöruvíxlum og hafi eigandi krafnanna, Þorleifur Guðmunds- son verðbréfasali, verið búinn að fallast á að taka við þeim sem greiðslu. Mótmælir ákærði því að um það hafi verið rætt að innistæða yrði til fyrir tékkunum á þeim dögum, sem voru skráðir á útgáfudegi þeirra. Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður hefur sagt hér fyrir dómi að ekki hafi verið um annað rætt en að umræddum tékkum yrði framvísað í banka á útgáfudögum. Hann var spurður um skýringu á orðalagi á kvittununum sem hann gaf ákærða við móttöku tékkanna og kvað hann það venju sína að rita þannig á kvittanir þegar hann tæki við ávísunum sem greiðslu og um fullnaðarkvittanir geti ekki verið að ræða fyrr en reynt hafi á hvort innistæða væri fyrir hendi. Kannaðist hann ekki við að um það hafi verið rætt að umræddir tékkar væru einungis trygging uns skuldirnar yrðu greiddar með vöruvíxlum. Þorleifur Guðmundsson framkvæmdastjóri, Grenimel 4 hér í borg, kom hér fyrir dóm og mundi eftir því að ákærði hefði afhent honum og Jóni Oddsyni lista yfir vöruvíxla, sem áttu að koma til greiðslu á skuldum ákærða við hann. Voru þessir víxlar innheimtir annaðhvort af Jóni eða Þorleifi og teknir upp Í skuld ákærða. Þorleifur var spurður sérstaklega hvort hann teldi að hann hafi verið búinn að fallast á að taka vöruvíxla upp í þá skuld sem Jón Oddsson var að innheimta og um er rætt hér. Hann svaraði því á þann veg að hann hefði aldrei talið ástæðu til að kæra ákærða vegna útgáfu umræddra tékka, ef hann hefði verið spurður, þar sem yfir- leitt hafi samist á milli þeirra um slík mál. Hins vegar hljóti viðkomandi lögfræðingur að meta fyrir sitt leyti útgáfu slíkra tékka. Þorleifur kvaðst oft hafa rætt við Jón Oddsson um vöruvíxla frá ákærða, sem annar hvor þeirra sá um að innheimta eins og áður segir. Niðurstaða: 121 Ákærði hefur viðurkennt að hafa gefið út umrædda tvo tékka á reikning við Alþýðubankann hf., enda þótt hann hafi vitað að innistæða væri ekki fyrir hendi. Enda þótt ekki séu efni til að vefengja þá skýringu hans að tékkarnir hafi átt að vera trygging fyrir greiðslu er sú notkun þeirra ekki í samræmi við tékkalög og hefur hann með atferli sínu brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 73. gr. laga um tékka nr. 94, 1933 sbr. lög nr. 35, 1977. Ákvörðun refsingar. Ákærði hefur tvívegis, þ.e. á árunum 1966 og 1967, hlotið sektir fyrir brot á 261. gr. alm. hgl. Að öðru leyti hefur hann ekki sætt refsingum fyrir brot á almennum hegningarlögum fyrr, en þrívegis hlotið sektir fyrir brot á umferðarlögum. Engar bótakröfur liggja frammi í máli þessu. Refsing ákærða verður ákveðin með hliðsjón af 77. gr. alm. hgl. nr. 19, 1940. Þykir hún hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði. Þegar litið er til þess, að ákærði mun hafa gengið frá öllum málum varðandi tékka þá, sem hann er hér sakfelldur fyrir útgáfu á, þykir mega skilorðsbinda hluta refs- ingarinnar, þ.e. tvo mánuði, og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. alm. hgl. sbr. 4. gr. Í. nr. 22/1955. Þá skal draga frá fangelsisvist ákærða með fullri daga-tölu gæsluvarðhald, er hann sætti 16.-19. júlí 1983. Dæma ber ákærða til að greiða kostnað af máli þessu, þ.á m. máls- varnarlaun til skipaðs verjanda síns, Ragnars Aðalsteinssonar hrl., sem þykja hæfilega ákveðin kr. 35.000,00. Meðferð máls þessa hefur dregist, aðallega vegna þess að dómarinn var í launalausu leyfi frá 1. mars 1984 til 31. desember 1985 og ekki reyndust tök á að fela öðrum málið. Dómsorð: Ákærði, Jóhann Þórir Jónsson, sæti fangelsi í 4 mánuði. Fresta skal fullnustu á 2 mánuðum af refsingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 sbr. 4. gr.;1.; nr.'22,-.1958, Til frádráttar fangelsisvist ákærða komi gæsluvarðhaldstími hans 16.-19. júlí 1983 með fullri dagatölu. Ákærði greiði allan málskostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ragnars Aðalsteinssonar hrl., kr. 35.000. 199 14 Mánudaginn 2. febrúar 1987. Nr. 220/1986. Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Klemens Adrianssyni (Benedikt Blöndal hrl.) Skjalafals. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Héraðsdómi var með áfrýjunarstefnu 13. desember 1985 skotið til Hæstaréttar að ósk ákærða og að því er hann einan varðar, en meðákærði í héraði vildi hlíta dóminum. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 19. nóvember 1986. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Samkvæmt sakavottorði ákærða, dagsettu 7. f.m., var ákærði dæmdur fyrir umferðarlagabrot í 12 þúsund króna sekt hinn 23. maí 1985, eða áður en hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp, en dómur þessi kom eigi fram á sakavottorði því sem fram var lagt í héraði. Þá hefur hann eftir að hinn áfrýjaði dómur gekk, eða 25. apríl 1986, verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir skjalafals, og er þar um að ræða hegningarauka við refsingu samkvæmt hinum áfrýjaða dómi. Samkvæmt gögnum frá Norðurlandadeild Interpol var ákærði dæmdur tvívegis til refsingar í Færeyjum 1977, hinn 28. janúar fyrir skjalafals, ofbeldisverk, nytjastuld, spellvirki o.fl. í 6 mánaða fangelsi, en af þeim voru 3 mánuðir skilorðsbundnir, og 18. maí fyrir innbrotsþjófnað o.fl. í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Það athugast að í ákæru og Í sakavottorði því sem fram var lagt í héraði er ákærði ranglega talinn fæddur 9. janúar 1961, en Hann er fæddur 9. janúar 1956 í Kollafjarðarsókn í Færeyjum. Staðfesta ber þá niðurstöðu héraðsdóms að ákærði hafi framið öll brot þau sem honum eru gefin að sök. Varða þau öll við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þar sem refsing 123 ákærða þykir hæfilega ákveðin í héraðsdómi ber að staðfesta dóm- inn að því er ákærða varðar. Ákærði verður dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður að því er ákærða, Klemens Adriansson, varðar. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Benedikts Blöndals hæstaréttarlög- manns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Kópavogs 26. ágúst 1985. Mál þetta, sem dómtekið var sama dag, er höfðað af ákæruvaldsins hálfu með ákæru dagsettri 1. febrúar 1985 „,á hendur Klemens Adríanssyni, áður Klæmint Hansen, Háengi 8, Selfossi, fæddum í Færeyjum 9. janúar 1961 (sic) og X, fæddum í Reykjavík 9. ágúst 1954 fyrir eftirgreind fölsunarbrot: I. Ákærðu er báðum gefið að sök: Í; Að hafa í október 1983 staðið saman að fölsun á tveim 25.000,00 króna víxlum með gjalddögum 30, október og 30. nóvember 1984, samþykktum til greiðslu af ákærða Klemens, sem falsaði útgefanda- og framseljanda- nafnið Hákon Debess, Hraunbæ 102 A, Reykjavík, á víxlana en ákærði X afhenti víxlana síðan Óla Jóhanni Daníelssyni, Sogavegi 123, Reykjavík, í skiptum fyrir gjaldfallinn víxil. Í október 1983 notað í viðskiptum sex víxla samtals að fjárhæð kr. 50.000,00 sem ákærði Klemens afhenti ákærða X vegna bifreiðaviðskipta þeirra og ákærði Klemens samþykkti sjálfur til greiðslu á mánaðarlegum gjalddögum frá 15. nóvember sama ár til 15. apríl 1984 en falsaði á alla víxlana nafn sambýliskonu sinnar, Magneu Einarsdóttur, Hraunbæ 102 A, Reykjavík, sem útgefanda og framseljanda. Ákærði X notaði síðan víxlana, sem hver var að fjárhæð kr. 8.000,00 nema víxill í gjalddaga 15. apríl 1984, sem var að fjárhæð kr. 10.000,00, til kaupa á bifreiðinni R- 8767, Mazda árgerð 1974, af Snjólfi Fanndal, Mýrarseli 7, Reykjavík, eftir að hafa ábakið (sic) þá þrátt fyrir fulla vitneskju um fölsunina. 124 Ð Ákærða Klemens er einum gefið að sök að hafa, í septembermánuði 1983, framvísað til þinglýsingar í skrifstofu borgarfógetaembættisins í Reykjavík veðskuldabréfi að fjárhæð kr. 870.000,00, útgefnu af ákærða sjálfum, og veðleyfi, dagsettu 13. september 1983, eftir að hafa falsað nafn framangreindrar Magneu Einarsdóttur á veðleyfið, þar sem Magnea er sögð veita honum heimild til að veðsetja íbúð sína á 2. hæð hússins nr. 102 A við Hraunbæ með 2. veðrétti til tryggingar veðskuldabréfi með lánskjara- vísitölu að fjárhæð kr. 870.000,00. Akærði fékk bréfinu þinglýst og komst yfir andvirði þess. Telst þetta atferli ákærðu varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til tefsingar og til greiðslu skaðabóta og alls sakarkostnaðar.““ Málavextir: Samkvæmt framburðum ákærðu og vitna svo og öðrum gögnum málsins eru málavextir svo sem nú verður frá greint: I. Í skýrslu þeirri, er Óli Jóhann Daníelsson, nú talinn búsettur í Danmörku en áður til heimilis að Sogavegi 123, Reykjavík, hefur gefið hjá lögreglu, kemur fram að hann hafi selt ákærða X bifreið og greiddi ákærði X fyrir hana m.a. með tveim víxlum. Annar þeirra að fjárhæð kr. 55.000,00, sam- þykktur af ákærða X var með gjalddaga í apríl 1983. Víxillinn var ekki greiddur á gjalddaga. Í skýrslu Óla kemur fram að í október sama ár hafi ákærði X boðið honum víxla er skyldu vera greiðsla á hinum gjaldfallna víxli. Tveir þessara víxla hafi verið samþykktir af Pálma Gunnarssyni og útgefnir af Elfu Björk Ásmundsdóttur og sá þriðji samþykktur af Elfu en útgefinn af Pálma. Síðar hafi ákærði X sagt að víxlar þessir myndu ekki greiðast. Ákærði X hafi því afhent honum 2 „víxla““ hvorn að fjárhæð kr. 25.000,00 með sjalddög- um 30. október 1984 og 30. nóvember sama ár, samþykktir af Klemens Hansen og útgefandi tilgreindur Hákon Debess, Hraunbæ 102 A en „víxla“ þessa hafi ákærði X afhent sem greiðslu á þeim gjaldfallna víxli að fjár- hæð kr. 55.000,00 sem hér að framan er nefndur. Dómarinn hefur reynt að láta boða Óla Jóhann fyrir dóminn og bar það eigi árangur þar sem hann er nú talinn búsettur í Danmörku. Ekki er vitað um dvalarstað hans þar. Ljósrit af „víxlum““ þessum hafa verið lögð fram á dskj. nr. 5, skjal nr. 4 bls. 38 og 40. Eigi er þar tilgreindur útgáfudagur en á ljósritum 125 þessum koma fram þau atriði sem tilgreind eru hér að framan og er það í samræmi við lýsingu „víxlanna““ í ákæru lið I 1. Ákærði X hefur skýrt svo frá að hann hafi tekið við „víxlum““ þessum af meðákærða Klemens vegna íbúðakaupa. Hann hafi treyst því að Klemens myndi greiða „víxlana““ og því kæmi það ekki að sök þótt útgáfa Hákonar væri fölsuð á þá. Ákærði X hefur játað það fyrir dómi að hafa fylgst með því þegar með- ákærði Klemens falsaði nafn Hákonar á nefnda „víxla“ og að hann hafi síðar afhent þá Óla Jóhanni Daníelssyni í skiptum fyrir gjaldfallinn víxil. Ákærði Klemens hefur skýrt svo frá að hann hafi falsað nafn Hákonar Debess á „víxla“ þá sem hér að framan eru tilgreindir. Hann hafi ritað nafn Hákonar sem útgefanda að meðákærða X viðstöddum. Í beinu fram- haldi af fölsuninni hafi hann afhent X „víxlana““. X hafi sagt að það skipti ekki máli hvor þeirra Klemens eða Hákon ritaði nafn Hákonar á víxlana. II. Þann 19. júní 1984 barst Rannsóknarlögreglu ríkisins bréf Brynjólfs Kjartanssonar hrl. dags. 23. maí 1984 svohljóðandi: „Hér með leyfi ég mér f.h. umbj. míns Snjólfs Fanndal nnr. 8204-1788, Myýrarseli 7, Reykjavík, að kæra til yðar fölsun á nafni Magneu Einars- dóttur, nnr. 6219-2356 á hjálagða 6 víxla að fjárhæð kr. 8.000,00, 8.000,00, 8.000,00, 8.000,00, 8.000,00 og 10.000,00, samþykktum af Klemens Hansen, nnr. 5638-2577, áður til heimilis að Hraunbæ 102 A, Reykjavík, til greiðslu 15.11., 15.12. 1983, 15.1, 15.2, 15.3 og 15.4. 1984 í Landsbanka Íslands, Reykjavík. Víxlar þessir eru sagðir útgefnir og ábektir af Magneu Einarsdóttur, áður að Hraunbæ 102 A, en nú að Rauðalæk 6, Reykjavík. Þá eru víxlarnir ábektir af X ... Skv. hjálagðri yfirlýsingu Magneu Einarsdóttur, dags. 10. maí 1984 er nafnritun hennar á víxlana fölsuð. Umbjóðandi minn fékk vixla þessa sem greiðslu fyrir bifreiðina R-8767, sem hann seldi X 15. október 1983, eins og fram kemur í hjálögðu afsali.““ Ákærði Klemens hefur skýrt svo frá að hann hafi falsað nafn Magneu Einarsdóttur á þá víxla sem hér að ofan er lýst í ákæru og í kæru Snjólfs Fanndal en víxlarnir hafa verið lagðir fram í málinu. Ákærði Klemens segist hafa keypt bifreið af meðákærða X fyrir víxla þessa og hafi X verið við- staddur þegar fölsunin fór fram. Ákærði X hefur skýrt svo frá að hann hafi fylgst með því þegar með- ákærði Klemens falsaði nafn Magneu á umrædda víxla. Hann hafi tekið við þessum víxlum sem greiðslu fyrir bifreið er hann seldi meðákærða Klemens. Hann hafi síðan keypt bifreiðina R-8767 af Snjólfi Fanndal og 126 greitt fyrir hana með fyrrgreindum víxlum. Einnig staðfesti ákærði X að hafa ritað nafn sitt sem ábekingur á víxla þessa. Vitnið Snjólfur Fanndal, Mýrarseli 7, Reykjavík hefur skýrt svo frá að ákærði X hafi keypt af honum bifreiðina R-8767 Mazda, árgerð 1974, og hafi X greitt andvirði bifreiðarinnar með víxlum þeim sem lýst hefur verið og hafi hann sagt að þetta væru öruggir víxlar. Vitnið kvaðst engin viðskipti hafa átt við greiðanda víxlanna, ákærða Klemens, og viti ekki annað um hann en það sem ákærði X hafi sagt að hann ætti eignir í Hraunbæ og í Keflavík. Afrit afsals bifreiðarinnar R-8767 hefur verið lagt fram og er það dagsett 15. október 1983. Vitnið Magnea Einarsdóttir, Rauðalæk 10, Reykjavík, áður til heimilis að Hraunbæ 102 A þar í borg, hefur skýrt svo frá að hún hafi ekki ritað nafn sitt á víxla þá sem hér um ræðir hvorki sem útgefandi né framseljandi. Hún hafi fyrst séð víxla þessa á skrifstofu Brynjólfs Kjartanssonar hrl. og hafi nafn hennnar þá þegar verið ritað á víxlana. Dóminum hefur borist bótakrafa Brynjólfs Kjartanssonar hrl., dags. 6. maí 1985, svohljóðandi: „„Hér með leyfi ég mér f.h. umbjóðanda míns, Snjólfs Fanndal, nnr. 8204-1788, að gera eftirfarandi bótakröfu á hendur X. Að X greiði umbjóðanda mínum kr. 50.000,00 auk 2,5% dráttarvaxta af kr. 8.000,00 frá 15.11. 1983 til 15.12. 1983, en af kr. 16.000,00 frá þeim degi til 15.01. 1984, en af kr. 24.000,00 frá þeim degi til 15.02. 1984, en af kr. 32.000,00 frá þeim degi til 15.03. 1984, en af kr. 40.000,00 frá þeim degi til 15.04. 1984, en af kr. 50.000,00 frá þeim degi til 15.09. 1984, en með 2,75% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð frá þeim degi til 15.02. 1985, en 3,75% frá þeim degi til 15.03. 1985, en með 4% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð frá þeim degi til greiðsludags.““ Ákærði X hefur samþykkt bótakröfu þessa. ll. Þann 14. maí 1984 kom Einar Davíðsson, Rauðalæk 6, Reykjavík til Rannsóknarlögreglu ríkisins til þess að leggja fram kæru f.h. dóttur sinnar Magneu Einarsdóttur fyrir fölsun á veðleyfi. Á veðbókarvottorði íbúðar Magneu að Hraunbæ 102 A í Reykjavík komi fram veðsetning til Kristjáns L. Péturssonar að fjárhæð kr. 870.000,00 en skuld þessa taldi kærandi eiganda íbúðarinnar, Magneu, með öllu óviðkomandi og væri ekki fyrir hendi heimild hennar til veðsetningar þessarar. Magnea Einarsdóttir hefur skýrt svo frá að Kristján Pétursson hafi hringt til sín í lok apríl eða byrjun maí árið 1984 og spurt hana að því hvort hún hafi gefið ákærða Klemens leyfi til að veðsetja íbúð hennar. Hún hafi 127 strax sagt Kristjáni að það hafi hún ekki gert en Kristján hafi þá sagt að hann héldi að íbúðin væri veðsett. Hún hafi þá farið ásamt föður sínum til borgarfógeta og þar hafi þau fengið veðbókarvottorð fyrir íbúðinni. Þar komi fram að íbúðin væri veðsett Kristjáni Karli Péturssyni. Er vitnið kom fyrir dóminn staðfesti það að hafa ekki ritað undir veðleyfi til ákærða Klemensar vegna veðsetningar samkvæmt veðskuldabréfi að fjárhæð kr. 870.000,00 með lánskjaravísitölu en „„veðleyfi““ þetta hefur verið lagt fram í málinu. Ákærði Klemens hefur skýrt svo frá að hann hafi falsað undirritun Magneu Einarsdóttur á veðleyfi það sem tilgreint er í ákæruskjali lið 2. Hann hafi síðan farið með veðleyfið og viðeigandi skuldabréf til þinglýsing- ar og var skjölum þessum þinglýst eins og þau bera með sér. Hann hafi síðan keypt loftpressu og hluta í beltavagni af Kristjáni Péturssyni fyrir veðskuldabréfið. Tækin hafi hann haft í einhvern tíma en síðan hafi hann afhent Kristjáni þau aftur. Vitnið Kristján Karl Pétursson, Melási 7, Garðabæ hefur skýrt svo frá að þeir Klemens hafi keypt saman beltavagn. Ákærði Klemens hafi unnið með þetta tæki svo og loftpressu sem vitnið lagði til í rekstur þennan. Fljót- lega eða í júní 1983 hafi komið í ljós að Klemens vildi reka fyrirtækið einn og féllst vitnið á að selja honum hlut sinn í fyrirtækinu. Í september s.á. var gengið frá kaupunum þannig að ákærði Klemens greiddi fyrir loftpress- una og hluta í beltavagninum með veðskuldabréfi því sem tilgreint er í ákæru og lagt hefur verið fram í málinu. Síðar hafi komið í ljós að undirrit- un á viðeigandi veðleyfi var fölsuð og hafi ákærði Klemens þá sagt vitninu að nýir eigendur yfirtækju skuldina þannig að upphaflega skuldin sam- kvæmt skuldabréfinu félli niður; þannig væri skuldin nú þegar greidd að fullu. Niðurstöður: Ákærðu hafa báðir játað háttsemi þá sem þeim er að sök gefin í ákæru- skjali og styðjast játningar þeirra að öll leyti við önnur gögn málsins. Brot ákærðu þykja réttilega heimfærð til refsilagaákvæðis í ákæru að öðru leyti en því að brot ákærða Klemensar sem lýst er í I. hluta ákæru lið 1 og 2 þykja varða við 1. mgr. 155. gr. sbr. 22. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 enda er fram komið að hann notaði eigi sjálfur skjölin til að blekkja með þeim í lögskiptum heldur falsaði hann nöfnin eins og segir í ákæru og gerðist þannig hlutdeildarmaður í brotum ákærða X. Ákærði Klemens er sakhæfur og hefur ekki sætt refsingum áður svo kunnugt sé. Refsing ákærða Klemensar þykir hæfilega ákveðin fangelsi í #0 mánuði 1Z5 eftir þeim refsilagaákvæðum sem sakfellt er fyrir svo og með vísan til 77. gr. sömu laga. Rétt þykir með vísan til málsatvika, ungs aldurs hans svo og þess að hann hefur eigi áður svo kunngt sé verið sekur fundinn um refsivert brot, að fresta fullnustu refsingarinnar að hluta sbr. $7. gr. a almennra hegning- arlaga sbr. lög nr. 101/1976, 9. gr. þannig að 3 mánuðir verði óskilorðs- bundnir en 7 mánuðir skilorðsbundnir og fellur sá hluti refsingarinnar niður að liðnum 3 árum frá birtingu dómsins að telja haldi ákærði almennt skil- orð 57. gr. almennra hegningarlaga sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Loks ber að dæma báða ákærðu in solidum til greiðslu alls sakarkostnað- ar sbr. 2. mgr. 142. gr.laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974. Dóm þennan kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. Dómsorð: Ákærði Klemens Adríansson sæti fangelsi í 3 mánuði óskilorðs- bundið svo og 7 mánaða fangelsi en fresta skal fullnustu þeirrar refs- ingar og fellur hún niður að liðnum 3 árum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði Klemens almennt skilorð 57. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr.laga nr. 22/1955. Ákærði X sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærði X greiði Snjólfi Fanndal kr. 50.000,- ásamt 2,5% dráttar- vöxtum af kr. 8.000,- frá 15.11. 1983 til 15.12. 1983, en af kr. 16.000,- frá þeim degi til 15.01. 1984, en af kr. 24.000,- frá þeim degi til 15.02. 1984, en af kr. 32.000,- frá þeim degi til 15.03. 1984, en af kr. 40.000,- frá þeim degi til 15.04. 1984, en af kr. 50.000,- frá þeim degi til 15.09. 1984, en með 2,75% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð frá þeim degi til 15.02. 1985, en 3,75% frá þeim degi til 15.03. 1985, en með 4% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð frá þeim degi til 1. júní 1985 en með 3,5% vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Ákærðu greiði in solidum allan sakarkostnað í máli þessu. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 129 Þriðjudaginn 3. febrúar 1987. Nr. 227/1986. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Kristjáni Torfasyni (Benedikt Blöndal hrl.) Ríkisstarfsmenn. Brot í opinberu starfi. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörns- son og Jónatan Þórmundsson prófessor. Héraðsdómi var með stefnu 8. ágúst 1986 áfrýjað til Hæstaréttar að ósk ákærða og að því er hann einan varðar en meðákærði í héraði vildi hlíta héraðsdómi. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyngingar. I. Ákærði er í ákæru saksóttur fyrir brot í opinberu starfi sem talið er varða við 139. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, auk þess sem sakaratriði í I. kafla A og C eru einnig talin varða við 158. gr. sbr. 138. gr. sömu laga. Er atferli ákærða í inngangskafla ákæru gagngert lýst sem broti gegn 139. gr., sbr. orðalag ákærunnar: „misnotað embættis- og starfsaðstöðu sína við bæjarfógeta- embættið ýmist sjálfum sér eða öðrum til ávinnings og fyrirgreiðslu og þá jafnframt með gerðum sínum hallað rétti hins opinbera ...““ Hins vegar er háttsemi ákærða eigi lýst sem brotum gegn 247. gr. né 249. gr. hegningarlaga. Þegar af þeirri ástæðu kemur eigi til mála að beita þeim ákvæðum, svo sem gert er í héraðsdómi, heldur verður málið dæmt á þeim grundvelli sem lagður er í ákærunni. II. I. kafli ákæru. Sannað er að greiðslur þær sem um ræðir í A-C liðum þessa kafla voru inntar af hendi og síðar endurgreiddar í sjóð bæjarfógeta- embættisins eins og í ákæru greinir. Greiðsla sú sem um ræðir í 9 130 u 13 lið C.1. og fram fór í ágúst 1980 nam þó 500.000,00 krónum en ekki 350.000,00 krónum, sem mishermt er í ákæru, og 7.600,00 króna greiðsla 28. janúar 1982 var endurgreidd 26. febrúar s.á. en ekki 28. febrúar. Allar þessar greiðslur voru inntar af höndum sem endurgreiðslur á ofgreiddum þinggjöldum. Ákærði hefur borið það fyrir sig að hann hafi sem innheimtu- maður ríkissjóðs heimild til að líta til þess ef hann telji greiðslugetu skattgreiðanda ofboðið eða ef vænta megi lækkunar á álagningu, og geti hann þá samþykkt frestun á greiðslum eða jafnvel endur- greitt gjöld sem búið hafi verið að innheimta. Á þau sjónarmið þykir mega fallast. Hins vegar verður eigi séð að þau réttlæti endur- greiðslur sem ákærði innti af höndum til tveggja starfsmanna sinna (C.1-2) enda var hér fremur um að ræða eins konar lánveitingu en eðlilega umlíðun í sambandi við innheimtu þinggjalda. Þá verður eigi fallist á að ákærði hafi haft heimild til þess að inna af höndum þær greiðslur til sjálfs sín sem um ræðir í A-lið og líta verður á sem lán úr sjóði til hans sjálfs. Þegar þau atriði I. kafla ákæru, sem nú hefur verið lýst, eru virt í heild, þykir ákærði með þeim hafa gerst brotlegur við 139. gr. almennra hegningarlaga. Greiðslur voru færðar út af þinggjaldareikningum ákærða og starfsmanna hans. Þótt ákærði hafi samkvæmt því sem að ofan greinir eigi haft heimild til að inna þær af höndum verður ekki talið að um hafi verið að ræða ranga tilgreiningu í bókhaldi, gerða í blekkingarskyni, er þær voru færðar með ofangreindum hætti. Ber að sýkna ákærða af ákæru um brot gegn 158. gr. sbr. 138. gr. hegn- ingarlaga. II. kafli ákæru. Hér er um að ræða 11 tékka sem tekið var við sem greiðslu á opinberum gjöldum og vitað var um við afhendingu að eigi var innistæða fyrir í greiðslubankanum. Ákæruefnið er eigi það að tekið var við tékkunum sem greiðslu, heldur að þeir hafi verið geymdir í sjóði um óhæfilega langan tíma og látið hjá líða að fram- vísa þeim í banka svo viðhaldið væri tékkarétti. Um tékka Finnboga Ólafssonar (1. lið) er það að segja að í mál- inu kemur fram að ákærði hafi haft vitneskju um að álagning á Finnboga mundi verða lækkuð og að um það hafi verið talað að 131 tékkinn yrði aldrei sýndur í banka. Hafi álagning í raun verið lækkuð og þegar það hafði verið ákveðið hafi Finnbogi greitt gjöld sín að fullu og fyrri tékkinn jafnframt verið eyðilagður. Þykir ákærða hafa verið vítalaust eins og hér stóð á þótt hann sýndi tékk- ann eigi í banka né hæfist handa um innheimtuaðgerðir. Tveir tékkanna (sbr. 3. og 6. lið) fengust greiddir í banka 6. maí 1983, en hinir voru Í sjóði bæjarfógetaembættisins er endurskoðun fór fram hinn 18. sama mánaðar. Ákærða var kunnugt um að innistæða var eigi fyrir tékkunum í greiðslubankanum og að þeir mundu því ekki fást greiddir þótt þeir yrðu sýndir. Þótt telja verði að dregist hafi úr hömlu að ákærði gengi eftir því að tékkarnir yrðu greiddir og að hann hefði átt að hefja innheimtuaðgerðir þegar í ljós kom að tékkaskuldararnir stóðu eigi við loforð sín um að innistæða yrði fyrir tékkunum á tilskildum dögum, þykir þó eigi verða talið að hann hafi með drætti þessum unnið til refsingar samkvæmt 139. gr. hegningarlaga. Í ákæru sýnast það vera sérstök ákæruefni að ákærði hafi aftur- kallað bankainnlegg hinn 18. maí 1983. Í málflutningi fyrir Hæsta- rétti var ákæruefnið að þessu leyti skýrt svo að það tæki nú einungis til tékka þeirra sem um ræðir í 1. og 2. lið kaflans. Þegar af þeim ástæðum sem greindar eru í héraðsdómi kemur eigi til álita að refsa ákærða samkvæmt 139. gr. hegningarlaga að þessu leyti. Samkvæmt þessu verður ákærði sýknaður af sakarefnum sam- kvæmt II. kafla ákæru. III. kafli ákæru. Hér kemur einungis til greina að refsa ákærða fyrir vöruafhend- ingar þær án lögboðinnar tollmeðferðar sem um ræðir í 1., 2. og 3. lið A-hluta, þar sem því var lýst yfir við flutning málsins fyrir Hæstarétti að fallist væri á sýknuákvæði héraðsdóms um 4. og 5. lið þessa hluta. Ber að staðfesta þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi heimilað í nefndum þremur tilvikum afhendingu vörusendinganna án lögboðinnar tollmeðferðar. Þykir hann með því hafa brotið gegn 139. gr. almennra hegningarlaga. Hafa ber í huga að aðflutningsgjöld voru síðar greidd að fullu ásamt dráttarvöxtum. 129 1) 11. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af 77. gr. almennra hegning- arlaga hæfilega ákveðin 80.000,00 króna sekt til ríkissjóðs og vara- refsing sektar 25 daga varðhald. Þá ber að staðfesta ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað að því er ákærða varðar og dæma hann til greiðslu áfrýjunarkostnaðar svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Kristján Torfason, greiði 80.000,00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 25 daga varðhald í stað sektar ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest að því er ákærða varðar. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 100.000,00 krónur, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Benedikts Blöndals hæstaréttar- lögmanns, 100.000,00 krónur. Sératkvæði Jónatans Þórmundssonar prófessors. Ég er sammála atkvæði meirihluta dómenda um einstök ákæru- atriði í Í og Il, að frátalinni ákæru fyrir rangfærslu skjala sam- kvæmt 158. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (II, Í. kafli ákæru). Þykir ákærði, svo sem talið er í héraðsdómi, einnig hafa gerst brotlegur við 1. mgr. 158. gr. hegningarlaga, að því leyti sem greiðslur þessar voru ranglega færðar í bókhaldi embættisins sem endurgreidd ofgreidd þinggjöld (liðir A og C í 1. kafla ákæru). Gat ákærða ekki dulist, að slíkar færslur væru til þess fallnar að blekkja þá, er endurskoðuðu bókhald embættisins. Ekki þykir eiga að vísa til 138. gr. hegningarlaga í þessu tilviki. Með hliðsjón af þeim ríku ábyrgðarkröfum, sem gera mátti til ákærða sem sérstaks trúnaðarmanns ríkisins og almennings, telst refsing ákærða hæfilega ákveðin varðhald í 3 mánuði. En sam- kvæmt 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, þykir rétt með hliðsjón af atvikum málsins að fresta 133 fullnustu refsingar, þannig að hún falli niður eftir 2 ár frá upp- kvaðningu dóms þessa, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. hegningarlaga. Er þá m.a. tekið tillit til þess, að óverulegt tjón hlaust af brotum ákærða. Ég er sammála meirihluta dómenda um greiðslu sakarkostnaðar í héraði og fvrir Hæstarétti. Sératkvæði Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara. Ég er sammála dómsatkvæði meirihlutans nema um eftirgreind atriði: III. kafli ákæru. Ákærði afhenti vörur án lögboðinnar tollmeðferðar svo sem rakið er í 1., 2. og 3. lið A-hluta í III. kafla ákæru. Þetta gerði ákærði, sem innheimtumaður ríkissjóðstekna í Vestmannaeyjum í greiðaskyni við ákveðinn skattþegn sinn, er átti í vandræðum, svo sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi. Með þessum afgreiðslumáta tók ákærði á sig persónulega ábyrgð á því að ríkissjóður yrði ekki fyrir tjóni. Viðtakandi vörunnar greiddi hins vegar aðflutningsgjöld sjálfur síðar auk dráttarvaxta. Hann hafði því ekki ávinning af þessu, heldur hagræði, eins og á stóð. Ákærði sjálfur hafði heldur engan ávinning af þessu. Og þar sem ekki verður séð, að ríkissjóður hafi orðið fyrir tjóni, tel ég ekki rétt að refsa ákærða fyrir brot á 139. gr. almennra hegningarlaga vegna þess atferlis, sem honum er gefið að sök í framangreindum ákæruliðum. Við mat á refsinæmi þessa verknaðar ákærða, sem ekki hafði hlotið áminningu, tel ég að hafa eigi í huga, að innheimtumaður ríkissjóðstekna verður að hafa nokkurt svigrúm við innheimtuna áður en hann vinnur sér til refsingar auk þeirrar fjárhagslegu ábyrgðar, sem hann bakar sér. Þá verður heldur ekki litið fram hjá því, að dómsmálaráðherra, stjórnsýslulegur yfirboðari ákærða, hafði talið rétt að þessi mál hans yrðu afgreidd eftir stjórnsýslulegum leiðum. Ég vil því sýkna ákærða af þessum ákæruliðum. Samkvæmt framansögðu tel ég refsingu ákærða hæfilega ákveðna 30.000,00 króna sekt í ríkissjóð og komi 10 daga varðhald í stað sektar sé hún eigi greidd innan 4 vikna frá uppsögu dóms þessa. 134 Samkvæmt 2. mgr. 141. gr. laga nr. 74/1974 tel ég rétt, að ákveða, að sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður verði að einum þriðja hluta greiddur af ákærða, en að tveim þriðju hlutum úr ríkissjóði. Dómur sakadóms Vestmannaeyja 7. júní 1986. Ár 1986, laugardaginn 7. júní, var á dómþingi sakadóms Vestmannaeyja- kaupastaðar, sem háð var í Borgartúni 7 í Reykjavík af umboðsdómurun- um Gunnlaugi Briem yfirsakadómara sem dómsformanni, Ásgeiri Péturs- syni bæjarfógeta og Haraldi Henryssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 95-96/1986: Ákæruvaldið gegn Kristjáni Torfasyni og X, sem tekið var til dóms 2. þ.m. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 30. ágúst 1985 „fyrir sakadómi Vestmannaeyja á hendur Kristjáni Torfasyni bæjar- fógeta, Sólhlíð 17, Vestmannaeyjum, fæddum 4. nóvember 1939 í Reykja- vík, og X..., báðum fyrir brot í opinberu starfi, ákærða Kristjáni fyrir brot í embættisstörfum sem bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, en ákærða X fyrir brot í starfi sem aðalbókari og um stundarsakir sem gjaldkeri við sama embætti. Báðurr. ákærðu er gefið að sök að hafa með gerðum sínum, sem lýst er í 1.-III. kafla ákæru, hvor um sig og báðir saman, misnotað embættis- og starfsaðstöðu sína við bæjarfógetaembættið, ýmist sjálfum sér eða öðrum til ávinnings og fyrirgreiðslu og þá jafnframt með gerðum sínum hallað rétti hins opinbera og rýrt að sama skapi hlut þess í sjóðum embættisins frá því sem annars hefði verið. I. kafli. Málið er höfðað gegn báðum ákærðu fyrir lánveitingar til sjálfra sín og annarra úr sjóðum embættisins, annars vegar lánveitingar sem ákærðu allar rangfærðu eða létu rangfæra á kvittunum fyrir móttöku þeirra greiðslna á þinggjaldakortum og í bókhaldi embættisins sem um væri að ræða endur- greidd ofgreidd þinggjöld viðkomandi þinggjaldaárs hjá þeim er lánið mót- tók, þrátt fyrir að um slíka ofgreiðslu hefði í engu þeirra tilvika verið um að ræða, hins vegar lán sem ákærðu veittu sjálfum sér og ákærði X einnig öðrum gegn innistæðulausum tékkum sem ákærðu létu síðan geyma í sjóði embættisins án þess að tékkunum væri framvísað við banka til skuldfærslu á viðkomandi tékkareikningum. A. Lánveitingar ákærða Kristjáns til sjálfs sín, sem færðar voru út af þinggjaldakortum: 135 1980: 12. nóvember gkr. 300.000 19. nóvember “ 300.000 alls gkr. 600.000 Samkvæmt þinggjaldakorti var ofangreind fjárhæð endurgreidd 10. desember 1980. 1981: 27. júlí kr. 5.000 24. september Ss 2.000 kr. 7.000 Samkvæmt þinggjaldakorti var ofangreind fjárhæð endurgreidd 23. desember 1981. 1982: 3. ágúst kr. 30.000 Samkvæmt þinggjaldakorti var ofangreind fjárhæð, ásamt eftirstöðvum þinggjaldaskuldar ákærða, skuldfærð á viðskiptareikning ákærða hjá embættinu 6. desember 1982. B. Lántaka ákærða Kristjáns með notkun innistæðulauss tékka: Sem innborgun á skuld sína á viðskiptareikningi við embættið lét ákærði, þann 31. desember 1982, færa greiðslu kr. 65.000. Þá greiðslu greiddi ákærði þann dag með tékka nr. 895188 á hlaupareikning sinn nr. 2020 við Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum, sem þá var án fullnægjandi inni- stæðu og var geymdur í embættissjóði og ekki framvísað við banka til skuldfærslu á reikning ákærða fyrr en 31. janúar 1983. C. Lánveitingar ákærða Kristjáns til annarra, sem færðar voru út af þing- gjaldakortum: I. Lánveitingar til Kolbrúnar Kristinsdóttur, gjaldkera við bæjar- fógetaembættið: 1980: 4. ágúst gkr. 201.000 29. ágúst “ 201.000 10. september fr 200.000 alls gkr. 602.000 126 130 Samkvæmt þinggjaldakorti Kolbrúnar var lánið endurgreitt 5. febrúar 1981 með kr. 6.020. 1980: (Lán greiðslufærð út af þing- gjaldakorti Sigurðar Greips- sonar, eiginmanns Kolbrúnar). Í ágúst (án dagsetningar) gkr. 350.000. Samkvæmt þinggjaldakorti Sigurðar var lánið endurgreitt þannig: Í ágúst (án dagsetningar) gkr. 350.000 Í júní 1981 með kr. 1.500 1981: 11. desember kr. 8.000 Samkvæmt þinggjaldakorti Kolbrúnar var lánið endurgreitt 31. desember 1981. 1982: 12. maí kr. 5.000 14. júní Ss 15.500 1. nóvember “ 12.000 alls kr. 32.500 Samkvæmt þinggjaldakorti Kolbrúnar voru lán þessi endurgreidd þannig: 19. maí kr. 5.000 15. júní a 15.500 27. desember st 10.000 7. febrúar 1983 Er 1.695 4. mars 1983 Ss 305 alls kr. 32.500 1982: (Greiðslufært af þinggjalda- korti Sigurðar Greipssonar) 28. janúar kr. 7.600 Samkvæmt þinggjaldakorti Sigurðar var ofangreind fjárhæð endurgreidd 28. febrúar 1982. 2. Lánveitingar til Ragnhildar Mikaelsdóttur, spjaldskrárritara og síðar gjaldkera við bæjarfógetaembættið: 137 1981: 14. september kr. 2.000 2. nóvember A 2.000 alls kr. 4.000 Samkvæmt þinggjaldakorti Ragnhildar voru lán þessi endurgreidd þannig: 2. október 1981 kr. 2.000 31. desember 1981 # 2.000 alls kr. 4.000 D. Lánveitingar ákærða X til sjálfs sín, sem færðar voru út af þinggjalda- kortum: E. Lántökur ákærða X með notkun innistæðulausra tékka og önnur lán úr sjóði: F. Lánveitingar ákærða X til annarra: Il. kafli. Gegn ákærðu er málið höfðað fyrir að geyma í sjóði embættisins um óhæfilega langan tíma eftirgreinda 11 tékka sem allir voru með samþykki ákærða Kristjáns teknir í sjóð til greiðslu á opinberum gjöldum enda þótt vitað væri að tékkarnir væru allir innistæðulausir við viðtöku þeirra, og láta síðan hjá líða um margra mánaða skeið að framvísa tékkunum við banka svo viðhaldið væri tékkarétti samkvæmt |. mgr. 29. gr. laga um tékka nr. 94, 1933, og þá að bakfæra þá tékka í bókhaldi embættisins, sem við framvísun reyndust innistæðulausir. Ennfremur, sbr. 1., 2., 4., 6. og 7.-8. tölul. þessa kafla, að afturkalla samdægurs frá Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum, bankainnlegg með tékkum, samtals kr. 2.168.238, sem ríkisendurskoðun útbjó til innleggs á hlaupareikning bæjarfógetaæmbættisins nr. 2 í Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum, við sjóðtalningu þann 18. maí 1983, án þess að tékkarnir væru bankastimplaðir eða bæru það með sér að þeim hefði þann dag verið framvísað við banka, svo og fyrir síðari meðferð þessa greiðsluinnleggs eins og rakið verður. 138 Tékkarnir eru þessir: 1. Tékki nr. 876120, kr. 144.173, útgefinn 31. desember 1982 af Finnboga Ólafssyni á hlaupareiknig Nets hf. nr. 1015 við Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum, notaður sama dag til greiðslu eftirstöðva þing- gjaldaskuldar Nets hf. Tékkinn var geymdur í sjóði við sjóðtalningu ríkisendurskoðunar þann 18. maí 1983, án þess að tékkanum hefði verið framvísað við banka. Tékk- inn var Í innleggi, sem ríkisendurskoðun útbjó til bankainnleggs við sjóð- talningu þann dag en ákærðu afturkölluðu sem áður er lýst. Þann 27. maí 1983 var tékkinn innleystur af útgefanda, sem fékk tékkann afhentan hjá ákærða Kristjáni. 2. Tékki nr. 896887, kr. 77.112, útgefinn 31. desember 1982 af Jóni Inga Guðjónssyni, með útgáfudagsetningu 20. janúar 1982 (sic) á hlaupa- reikning útgefanda nr. 4612 við Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum, notaður sama dag til greiðslu eftirstöðva þinggjaldaskuldar útgefanda. Um geymslu og meðferð þessa tékka, sjá IH. kafla, 1. tölul. 2. málslið. Tékkinn var bakfærður sem innistæðulaus í bókhaldi embættisins þann 26. maí 1983. 3.-4. Tékkar nr. 69619 og 69620, kr. 40.000, og kr. 42.962, útgefnir 30. desember 1982 af Erlendi Péturssyni, báðir án útgáfudagsetninga, á hlaupareikning útgefanda nr. 251 við Sparisjóð Vestmannaeyja, báðir notaðir við útgáfu til greiðslu á eftirstöðvum þinggjaldaskuldar útgefanda. Fyrri tékkinn, kr. 40.000, var geymdur í sjóði allt til 6. maí 1983, en þá framvísað í banka og hann tekjufærður embættinu. Um meðferð og geymslu síðari tékkans, sjá II. kafla 1. tölul. 2. málslið. Þeim tékka, kr. 42.962, var framvísað við banka að nýju 26. maí 1983 í innleggi frá embættinu. 5. Tékki nr. 875124, kr. 67.171,útgefinn 31. desember 1982 af Öldu Alfreðsdóttur f.h. Trésmiðjunnar, Vestmannaeyjum, á hlaupareikning þess firma nr. 151 við Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum, notaður sama dag til greiðsluskila á innheimtum þinggjöldum starfsmanna Trésmiðj- unnar. Tékkinn var geymdur í sjóði allt til 17. maí 1983, er embættisathugun ríkisendurskoðunar hjá bæjarfógetacmbættinu var byrjuð, en þann dag bókfærði ákærði X tékkann úr sjóði og skuldfærði jafnframt í bókhaldi embættisins Knattspyrnufélagið Tý fyrir sömu fjárhæð og nam tékkafjár- hæðinni. 6. Tékki nr. 876784, kr. 30.165, útgefinn 31. desember 1982 af Ólafi Runólfssyni á hlaupareikning útgefanda nr. 2958 við Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum, notaður sama dag til greiðslu eftirstöðva þinggjaldakuld- 139 ar útgefanda. Tilgreind útgáfudagsetning á tékkanum var 25. febrúar 1983 en þeirri dagsetningu var síðar breytt í 15. apríl. Um geymslu og meðferð þessa tékka, sjá Il. kafla, 1. tölul. 2. málslið. Tékkanum var framvísað við banka að nýju 26. maí 1983 í innleggi frá embættinu. 7.-8. Tékkar nr. 879796 og 879797, kr. 138.159 og kr. 57.654, útgefnir 30. desember 1982 af Guðjóni Pálssyni á hlaupareikning Ufsabergs hf. nr. 292 við Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum, báðir notaðir við útgáfu, sá fyrri til greiðslu eftirstöðva þinggjaldaskuldar Ufsabergs hf., sá síðari til greiðslu eftirstöðva þinggjaldaskuldar Guðjóns Pálssonar. Um geymslu og meðferð beggja þessara tékka, sjá Il. kafla, 1. tölul. 2. málslið. Þann 26. maí 1983 fjarlægði ákærði X báða tékkana úr bankainnleggi því er ríkisendurskoðun hafði útbúið og færði í blekkingarskyni í bókhaldi embættisins andvirði þeirra, samtals kr. 195.813, ásamt eigin skuldum sínum við embættissjóð, samtals kr. 450.813, úr sjóði sem útborgun á þing- gjaldakorti Ufsabergs hf. Eigin skuldir ákærða X við embættissjóð, sem hér getur, voru tékki, kr. 240.000, sbr. 1. kafla E, 1. tölul., og önnur lán ákærða X úr sjóði, kr. 15.000, sbr. I. kafla E, 2. tölul., alls kr. 255.000. Samkvæmt þinggjaldakorti Ufsabergs hf. var fjárhæð þessi endurgreidd embættinu að hluta 27. september 1983, kr. 240.000, og eftirstöðvar skuld- færslufjárhæðar, kr. 210.813, voru endurgreiddar 30. desember 1983. 9. Tékki, kr. 120.178, útgefinn 30. desember 1983 af Pálma Lórentssyni á hlaupareikning Gestgjafans nr. 311 við Sparisjóð Vestmannaeyja, notaður sama dag til greiðslu gjaldfallins söluskatts og rúllugjalds Gestgjafans tíma- bilið september til nóvember 1982. Tékkinn var geymdur í sjóði allt til 18. maí er sjóðtalning ríkisendurskoð- unar fór fram, en þann dag lét ákærði X útgefanda tékkans endurnýja tékk- ann með nýjum tékka sömu fjárhæðar, dagsettum þann dag. Hinn endur- nýjaði tékki var á sparisjóðsreikning útgefanda nr. 1888 við Sparisjóð Vest- mannaeyja og var í bankainnleggi, sem ríkisendurskoðun útbjó. við sjóð- talninguna þann dag en ákærðu síðar afturkölluðu sem áður er lýst. Tékk- inn var fjarlægður úr fyrrgreindu bankainnleggi og innleystur af útgefanda hjá bæjarfógetaembættinu einhvern tíma eftir 26. maí 1983. 10.-11. Með tveimur tékkum þeim fyrri dagsettum 28. janúar 1983, kr. 75.882, þeim síðari dagsettum |. mars 1983, kr. 90.378, greiddi Pálmi Lórentsson á útgáfudögum tékkanna til bæjarfógetaembættisins gjaldfall- inn söluskatt Gestgjafans, með þeim fyrri söluskatt desember 1982 en með þeim síðari söluskatt janúar 1983. Um geymslu og meðferð beggja þessara tékka, sjá II. kafla, 9. tölul. 140 2. málslið. Hinn endurnýjaði tékki, sem útgefinn var 18. maí 1983, var að fjárhæð kr. 166.260, sem nam samanlagðri fjárhæð beggja tékkanna. Þeim tékka var framvísað við banka með innleggi 27. maí 1983 frá embættinu. III. kafli Gegn ákærðu hvorum um sig eins og rakið verður er málið höfðað fyrir að hafa heimildarlaust, ákærði Kristján í embættisnafni en ákærði X í nafni bæjarfógetaembættisins í Vestmannaeyjum, án lögboðinnar tollmeðferðar og greiðslu aðflutningsgjalda eða móttöku fjártryggingar samkvæmt reglum um bráðabirgðatollafgreiðslu nr. 23, 29. janúar 1982 heimilað eftir- taldar afhendingar til viðtakanda á ótollafgreiddum varningi frá toll- geymslusvæði Eimskipafélags Íslands hf. í Vestmannaeyjum. A. Ákærði Kristján: 1. Þann 6. desember 1982 látið meðákærða X heimila afhendingu til Pálma Lórentssonar á loftjöfnunartæki, sem kom til landsins 20. október 1982 með ms. Dettifossi. Aðflutningsgjöld samkvæmt aðflutningsskýrslu, dagsettri 6. desember 1982, voru enn ógreidd við athugun ríkisendurskoðunar 17. maí 1983 á tollafgreiðsluháttum hjá embættinu. Aðflutningsgjöldin voru greidd embættinu 24. október 1983. 2. Sama dag látið meðákærða X heimila afhendingu til sama aðila á ventli og blásara, sem kom til landsins 20. september 1982 með ms. Eyrar- fossi. Aðflutningsgjöld samkvæmt aðflutningsskýrslu, dagsettri 8. desember 1982, voru enn ógreidd við áðurgreinda athugun ríkisendurskoðunar 17. maí 1983. Þau voru greidd embættinu 7. október 1983. 3. Þann 9. desember 1982 heimilað afhendingu til sama aðila á loft- hreinsibúnaði, sem kom til landsins 5. október 1982 með ms. Eyrarfossi. Aðflutningsskýrsla hafði enn eigi verið lögð inn hjá bæjarfógetaembætt- inu er framangreind athugun ríkisendurskoðunar fór fram 17. maí 1983. Aðflutningsgjöld voru greidd embættinu 30. september 1983. 4. Þann 10. desember 1982 látið meðákærða X heimila afhendingu til sama aðila á borð- og húsbúnaði, sem kom til landsins 8. desember 1982 með ms. Mánafossi. Aðflutningsskýrsla hafði enn eigi verið lögð inn hjá bæjarfógetaembætt- inu er framangreind athugun ríkisendurskoðunar fór fram 17. maí 1983. Aðflutningsgjöld voru greidd. embættinu 7. október 1983. 5. Þann 17. desember 1982 heimilað afhendingu til sama aðila á upp- þvottavél, sem kom til landsins 14. desember 1982 með ms. Dettifossi. 141 Aðflutningsskýrsla hafði enn eigi verið lögð inn hjá bæjarfógetaembætt- inu er framangreind athugun ríkisendurskoðunar fór fram 17. maí 1983. Aðflutningsgjöld voru greidd embættinu 30. september 1983. B. Ákærði X: IV. kafli. Refsiákvæði og dómkröfur. Framangreind brot ákærðu, sem lýst er í 1.-IIl. kafla ákæru, teljast varða við 139. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Brot ákærða Kristjáns, sem lýst er í I. kafla, liðum A og C, 1. og 2. tölul. og brot ákærða X, sem lýst er í 1. kafla, lið D, og II. kafla, S. tölul., 2. málslið, og 7.-8. tölul., 3. málslið, teljast einnig varða við 1. mgr. 158. gr., sbr. 138. gr. sömu laga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í þinghaldi 15. maí sl., er upphaflega átti að flytja málið, kvað sækjandi dómkröfur vera sem hér segir: „„Að ákærðu verði báðir sakfelldir samkvæmt ákæru og dæmdir til refs- ingar samkvæmt þeim lagaákvæðum, er í ákæru greinir, þó með þeim breytingum, að allar fjártökur ákærða X, sem lýst er í I. kafla ákæru, liðum D. E. og F. og II. kafla, 7.-8. tölulið, 3., sbr. 4. málslið, teljist varða við 1., sbr. 2. mgr. 247. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga í stað 139. gr. auk 1. mgr. 158. gr., sbr. 138. gr. sömu laga, eins og í ákæru er lýst. Ákærðu verði ennfremur dæmdir til greiðslu sakarkostnaðar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs.“ Benedikt Blöndal hrl., verjandi ákærða Kristjáns Torfasonar, hefur krafist þess að ákærði verði sýknaður af öllum ákæruatriðum og sakar- kostnaður lagður á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun til verjanda. „Sveinn Snorrason hrl. verjandi ákærða X. hefur krafist þess að ákærði verði sýknaður af ákæru um brot á XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og að yfirsjónir ákærða verði virtar til viðurlaga samkvæmt 139. gr. almennra hegningarlaga sbr. 3. mgr. (sic) 74. gr. sömu laga til sektargreiðslu eða skilorðsbundinnar refsivistar samkvæmt 57. gr. og til vara samkvæmt 57. gr. a. sömu laga. Ríkissaksóknari leitaði umsagnar dóms-og kirkjumálaráðuneytisins með bréfi, dagsettu 7. nóvember 1984 um mál þetta skv. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála. Í svarbréfi ráðuneytisins, sem dagsett er 23. janúar 1985, segir m.a. á þessa leið: 142 „Rannsókn embættis rannsóknarlögreglustjóra ríkisins er tvíþætt. Að hluta til beinist hún að embættisfærslu bæjarfógeta, Kristjáns Torfasonar, og telur þetta ráðuneyti að þar sé um að ræða umfjöllun um málefni stjórn- sýslulegs eðlis, svo sem fram kemur í bréfi ráðuneytisins til fjármálaráðu- neytis, dags. 11. desember sl., sem hér með fylgir í ljósriti. Telur ráðuneytið rétt að haldið verði áfram umfjöllun dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðu- neytis um það efni, sbr. einnig í því sambandi bréf fjármálaráðuneytis, dags. 31. desember sl., en fjármálaráðuneytið fjallar svo sem kunnugt er efnislega um fjárheimtumálefni embætta sýslumanna og bæjarfógeta, en þau lúta stjórnsýslulegri yfirstjórn dómsmálaráðuneytis. Um þau atriði rannsóknarinnar sem beinast að ráðstöfunum aðalbókara embættisins X, með fjármálaefni þess án heimildar bæjarfógetans sjálfum sér eða öðrum aðilum til fjármunalegs ávinnings, telur ráðuneytið eðlilegt að komi til aðgerða af ákæruvalds hálfu.“ Dóms- og kirkjumálaráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu í tilefni af bréfi ríkissaksóknara málið til umsagnar og athugunar með bréfi, dagsettu 11. desember 1984 og segir þar m.a: „Þetta ráðuneyti vill á þessu stigi umfjöllunar rannsóknarinnar einvörð- ungu lýsa þeirri skoðun sinni að þau atriði rannsóknarinnar sem beinast að embættisfærslu bæjarfógeta, Kristjáns Torfasonar, fjalli um málefni stjórnsýslulegs eðlis, og séu eðli máls samkvæmt umfjöllunarefni dóms- málaráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Telur þetta ráðuneyti að stjórnun þeirra ráðuneyta á meðferð málefna embætta sýslumanna og bæjarfógeta mundi geta raskast verulega ef trúnaðarbrestur yrði milli embættismann- anna og ráðuneytanna. Sýnast ekki vera vandkvæði á að við verði komið aðhaldsaðgerðum, sem rannsóknin gefur efni til, með stjórnsýsluráðstöfun- um sem þetta ráðuneyti er reiðubúið að standa að með fjármálaráðuneyt- inu.““ Svarbréf fjármálaráðuneytisins er dagsett 31. janúar 1984 og er þar eftir- farandi tekið fram m.a.: „Ráðuneytið tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi ríkis- endurskoðunarinnar og er sammála dómsmálaráðuneytinu um nauðsyn aðhaldsaðgerða til að tryggja að embættisfærsla fari eigi úrskeiðis fram- vegis svo sem nú virðist raun á skv. greinargerðum ríkisendurskoðunarinnar og rannsóknarlögreglunnar. Fjármálaráðuneytið telur það viðfangsefni dómsmálaráðuneytisins að fjalla um hugsanlegan refsiþátt máls þess er hér um ræðir. Hins vegar telur fjármálaráðuneytið nauðsynlegt að við alla málsmeðferð verði þess gætt að ríkissjóður verði með öllu skaðlaus vegna hugsanlegra brota starfsmanna embættisins í starfi.“ 143 Málavextir eru þessir: Hinn 20. maí 1983 ritaði ríkisendurskoðandi dómsmálaráðuneytinu svo- hljóðandi bréf: ,„,„Dagana 17.-19. þ.m. var framkvæmd embættisathugun hjá embætti bæjarfógetans í Vestmannaeyjum. Rétt þykir að skýra ráðuneytinu nú þegar frá niðurstöðum tveggja þátta þessarar athugunar sem nánar eru skýrðir í sérstökum skýrslum með bréfi þessu. Við athugun á tollafgreiðsluháttum hjá embættinu kom í ljós að í því efni var ýmsu ábótavant, bæði hjá embættinu sjálfu og hjá sumum þeim fyrirtækjum, sem sjá um vörslu og afgreiðslu ótollafgreiddra vara. Sérstak- lega er það athugavert að starfsmenn embættisins heimili afhendingar ótollafgreiddra vara. Í sumum tilvikum var um að ræða fyrirtæki þar sem viðkomandi starfsmaður embættisins hafði hagsmuna að gæta. Við talningu á sjóði embættisins kom fram að allmikið af ávísunum hafði legið lengi í sjóði án þess að þeim væri framvísað í banka. Meðal þeirra var ávísun að fjárhæð kr. 240.000,00 útgefin af aðalbókara embættisins X, þann 21. mars 1983. Að áliti ríkisendurskoðunarinnar er hér um óviðunandi ástand að ræða og Óskast málið tekið til meðferðar hjá ráðuneytinu.“ Dómsmálaráðuneytið framsendi bréfið til ríkissaksóknara með bréfi dag- settu 18. júlí s.á. og segir þar á þessa leið: „„Hér með framsendist til frekari meðferðar bréf ríkisendurskoðunar, dags. 20. maí sl., ásamt fylgiskjölum, varðandi óheimila meðferð aðalbók- ara embættisins á tilgreindum málefnum við embættið.“ Ríkissaksóknari framsendi rannsóknarlögreglustjóra bréf þetta með bréfi dags. 29. s.m. Felur hann rannsóknarlögreglu rannsókn málsins á grund- velli skýrslna ríkisendurskoðunar og fylgiskjala. Fram hefur komið í framburði ákærða Kristjáns Torfasonar að hann var skipaður bæjarfógeti í Vestmannaeyjum 13. desember 1973 frá og með 15. s.m. Meðákærði X kom til starfa við embættið árið 1972. Meðákærði var fyrst fulltrúi en síðan aðalbókari og jafnframt skrifstofustjóri. Hann sá um bókhald og hafði umsjón með bankareikningum ásamt ýmsum tilfallandi störfum. Gjaldkeri embættisins var undir stjórn ákærða Kristjáns, en tók við fyrirmælum frá ákærða X ef því var að skipta. Gjaldkeri hafði fyrst og fremst vörslu á sjóði. Gerði gjaldkeri upp sjóðinn daglega og lagði inn á banka að jafnaði daginn eftir. Þetta var almenn regla, en í undantekn- ingartilfellum fór annar hvor ákærðu með innlegg í bankann ef þeir áttu ferð þangað á þeim tíma sem bankainnlegg áttu að fara. Ásta Traustadóttir skrifstofustúlka sá um afgreiðslu tollskjala, en Angantýr Elíasson var lög- skráningarstjóri og gegndi tollvarðarstarfi að hluta. 144 Ákærði X kveðst hafa verið ráðinn fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vest- mannaeyjum 26. apríl 1972. Síðar var því starfsheiti breytt í aðalbókari, en starfssviðið var áfram hið sama. Starf ákærða var fólgið í daglegum rekstri embættisins eða því sem til fellur á skrifstofu, og hann var nokkurs konar skrifstofustjóri. Ákærði sá um bókhald embættisins. Hann hafði ekki mannaforræði sem slíkt, en gjaldkerinn var óbeint undir stjórn hans. Í fjarveru bæjarfógeta hafði ákærði stjórn á skrifstofuhaldi. Gjaldkeri hafði fyrst og fremst aðgang að sjóði embættisins sem var í vörslu hans og hann einn hafði lykil að peningakassa. Sjóður embættisins var gerður upp eftir hvern dag á þar til gerð eyðu- blöð. Yfirleitt var alltaf lagt inn daglega þ.e. frá deginum áður, þegar búið var að stemma sjóðinn af. Var það aðalreglan að fara að morgni og leggja inn. Ekki var farið með innlegg ef lítil upphæð hafði komið inn. Gjaldkeri sá um að leggja inn og gera sjóðinn upp. Ef gjaldkeri var veikur eða fjarver- andi þá greip ákærði inn í. Lagt var inn á hlaupareikning nr. 2 hjá Útvegs- bankanum í Vestmannnaeyjum, og var það eini veltufjárreikningurinn, sem embættið var með. I. kafli. Föstudaginn 16. september 1983 voru Guðmundur Guðjónsson rann- sóknarlögreglumaður og Ingi K. Magnússon, starfsmaður ríkisendurskoð- unar, að leita greiðslugagna á bæjarfógetaskrifstofunni í Vestmannaeyjum á móti innistæðulausum tékkum sem geymdir höfðu verið í sjóði embættis- ins sem peningar. X, aðalbókari bæjarfógetaembættisins, hafði í skýrslu hjá rannsóknar- lögreglu þann 31.8. 1983, skýrt frá því að hann hefði fært innistæðulausan tékka að fjárhæð kr. 240.000,00, útgefinn á eigin reikning, ásamt tveim tékkum útgefnum af Guðjóni Pálssyni, sem útborgun á þinggjöldum Ufsa- bergs hf. Hér var um að ræða tékka sem voru í sjóði við sjóðtalningu ríkis- endurskoðunar þann 18.5. 1983. X lagði tékkana og afrit af þinggjalda- kvittun (tölvuútskrift) fram hjá rannsóknarlögreglu daginn eftir. Við athugun á þessum gögnum og skýrslutöku af X í framhaldi af því kom fram að X hafði þann 26.5. 1983 tekið sér lán úr sjóði embættisins með því að færa það sem útborgun á þinggjöldum Ufsabergs hf. samhliða út- borgunarfærslu tékkafjárhæðanna. Þegar Ingi K. Magnússon ætlaði að fara að leiðrétta þessar færslur fann hann í fylgiskjalamöppu gögn um útborgun ofgreiddra þinggjalda til nokkurra manna. Gat þetta ekki staðist þar sem inneign þinggjalda var ekki fyrir hendi. Hér var aðallega um að ræða starfsmenn bæjarfógetacmbættis- ins og aðila tengda því, en einnig fleiri. Vöknuðu þá grunsemdir Inga um 145 að um væri að ræða lántökur úr sjóði embættisins sem færðar væru á Þennan hátt. Var um eftirfarandi greiðslur að ræða, en hér verður einungis þeirra getið sem ákært er fyrir. A. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar voru greiðslur til ákærða Kristjáns Torfasonar, sem færðar voru sem endurgreiðsla á ofgreiddum- þinggjöldum út af þinggjaldakortum 1980, 1981 og 1982, sem hér segir: Árið 1980. Álögð þinggjöild til greiðslu þann 1/7 1980 námu gkr. 2.378.506 og var mánaðargreiðsla gkr. 475.700. Af þinggjaldakorti má ráða að þessar mánaðargreiðslur hafi verið innheimtar af ríkisféhirði og skilað reglulega yfirliti um þær til embættisins. Þann 12. nóvember 1980 gaf Kolbrún Kristinsdóttir kvittun f.h. Kristjáns fyrir endurgreiðslu á ofgreiddu þinggjaldi 1980 gkr. 300.000. Fyrir þá endurgreiðslu skuldaði Kristján gkr. 475.700, þ.e. síðustu mánaðargreiðsl- una, og hækkaði skuld hans því í gkr. 77S.700. Þann 19. nóvember gaf Kristján kvittun fyrir að hafa móttekið endur- greiðslu á ofgreiddu þinggjaldi 1980, gkr. 300.000. Fyrir þá endurgreiðslu skuldaði Kristján gkr. 775.700, sbr. hér að framan, og hækkaði skuld hans því í gkr. 1.075.700. Þann 1. desember var færð á þinggjaldakort síðasta mánaðargreiðslan gkr. 475.700 og þá stóð eftir sem skuld gkr. 600.000, sem greidd var hinn 10. desember 1983, skv. þinggjaldakortinu. Árið 1981. Álögð þinggjöld til greiðslu þann 8. júlí 1981 námu kr. 51.875. Hér virðist einnig um að ræða að ríkisféhirðir dragi af launum Kristjáns en greiðslur voru mun óreglulegri en árið áður. Mánaðargreiðsla átti að vera kr. 10.015 skv. þinggjaldakorti, en greiðslur urðu sem hér greinir: 4. ágúst kr. 11.049, 13. ágúst kr. 776, 4. sept. kr. 9.577, 5. okt. kr. 9.615, 4. nóv. kr. 9.615, og 3. des. kr. 11.253. Alls kr. 51.87S. Þann 27. júlí kvittaði Kristján fyrir endurgreiddu ofgreiddu þinggjaldi (ár ekki tilgreint), kr. 5.000. Fyrir þá greiðslu skuldaði hann kr. 51.875 og hækkaði skuld hans því í kr. 56.87S. Þann 24. september 1981 kvittaði Kristján fyrir endurgreiddu ofgreiddu þinggjaldi 1981, kr. 2.000. Fyrir þá greiðslu skuldaði hann kr. 35.483 og hækkaði því skuld hans í kr. 37.483. Þann 27. desember greiddi Kristján kr. 7.000 inn á þinggjöld, þannig að hann var skuldlaus skv. þinggjaldakorti. 10 = N Árið 1982. Álögð þinggjöld til greiðslu þann 6. júlí 1982 námu kr. 44.835. Ekki er hægt að ráða af þinggjaldkorti hvort ríkisféhirðir hélt eftir af launum Kristjáns til greiðslu þinggjalda. Skv. þinggjaldkorti áttu mánaðargreiðslur að nema kr. 8.967, en urðu sem hér greinir: 11. ágúst kr. 8.967, 9. sept., barnabætur kr. 2.716, 3. nóv., barnabætur, kr. 1.357, 6. des., viðskiptafært, kr. 52.828, 7. des. kr. 1.357 og 31. des. kr. 7.610. Alls kr. 74.835. Hér var um að ræða kr. 30.000 hærri fjárhæð en álögð þinggjöld námu. Ástæðan var sú að þann 3. ágúst 1982 kvittaði Kristján fyrir endurgreiddu ofgreiddu þinggjaldi 1982 kr. 30.000. Fyrir þá greiðslu nam skuld hans kr. 44.835 og hækkaði því í kr. 74.835 sem endurgreiddar voru með ofan- greindum hætti. Ákærða Kristjáni var hér fyrir dómi kynnt skýrsla ríkisendurskoðunar varðandi endurgreidd ofgreidd þinggjöld hans, kvittanir þar að lútandi og ljósrit af þinggjaldakortum. Á einni kvittuninni hefur Kolbrún Kristins- dóttir kvittað fyrir móttöku á endurgreiddu ofgreiddu þinggjaldi f.h. ákærða, en ákærði hefur ritað sjálfur á aðrar kvittanir. Ákærði kveðst kannast við að hafa fengið greiddar fjárhæðir þær er á kvittununum greinir, þ.e. árið 1980, 12. nóvember gkr. 300.000 og 19. nóvember sama ár gkr. 300.000 eða samtals gkr. 600.000. Ákærði endurgreiddi fé þetta að því er virðist 10. desember s.á. Ákærði kveður greiðslum hans hafa lokið með tveim innborgunum, þ.e. 1. og 10. desember ásamt öðrum innborgun- um gjalda. Vakin var athygli ákærða á því að samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar hafi hann skuldað hinn 12. nóvember 1980 gkr. 475.700, þannig að skuld hans hafi hækkað í gkr. 775.700. Við þetta bætist greiðslan til ákærða 19. nóvember, en þá hækkaði skuld hans í gkr. 1.075.700. Ákærði kveðst telja að lýsing í skýrslu ríkisendurskoðunar á þessu sé rétt. Hann vilji leggja áherslu á að tekjur bæjarfógeta séu samsettar af föstum launum, sem komi mánaðarlega til greiðslu frá launadeild fjármálaráðuneytis, og ýmsum aukatekjum sem komi óreglulega til greiðslu. Álögð þinggjöld séu því í engu samræmi við fastar launatekjur og jafn frádráttur til greiðslu þinggjalda af föstum launum sé í engu samræmi við greiðsluþol á hverjum tíma. Þá kannast ákærði við að hafa fengið greiddar árið 1981, 27. júlí kr. 5.000 og 24. september kr. 2.000 eða samtals kr. 7.000, og árið 1982, 3. ágúst kr. 30.000. Ákærði kveðst ekki viðurkenna að 7.000 króna greiðsla hinn 23. desember árið 1981 sé endurgreiðsla á greiðslunum sem hann fékk fyrr á árinu, eða kr. 7.000, og ekki heldur að 30.000 króna greiðslan árið 1982 hafi sérstaklega verið skuldfærð hjá embættinu 6. desember 1982. Hér sé um greiðslur inn á skattaviðskiptareikning ákærða að ræða. 147 Í skýrslu hjá rannsóknarlögreglu sagði ákærði að 30.000 krónurnar hefðu ekki verið sérstaklega endurgreiddar, heldur hefði skattgreiðslum verið lokið í desembermánuði. Ákærði sagði, að á þessum árum hefðu aldrei verið reiknaðir dráttar- vextir af þinggjöldum sem greidd voru á árinu þótt ekki væri staðið í fullum skilum með mánaðarlegar greiðslur. Ákærði kvaðst líta svo á að þarna hafi ekki verið um að ræða endur- greiðslu á ofgreiddum þinggjöldum, heldur frestun á greiðslum og benti jafnframt á að honum hefði verið í lófa lagið að afturkalla þinggjaldakröfu á sig til launadeildar fjármálaráðuneytisins. Ákærði kveðst samkvæmt framansögðu mótmæla að um lántökur af sinni hálfu hafi verið að ræða, svo sem honum er gefið að sök í ákæru. Því mótmæli hann þeirri verknaðarlýsingu í ákæru þar sem sagt er að til- teknar fjárhæðir hafi verið endurgreiddar sérstaklega. B. Svo sem að framan greinir hafði ákærði Kristján fengið greiddar úr sjóði bæjarfógetaembættisins 3. ágúst 1982 kr. 30.000 og kvittað fyrir sem endurgreiddu ofgreiddu þinggjaldi árið 1982. Hækkuðu þinggjöld hans samkvæmt þinggjaldakorti um þessa fjárhæð. Samkvæmt viðskiptareikn- ingi ákærða viðskiptafærði hann þann. 6. desember 1982 þinggjöld sín kr. 52.828. Fyrir þá færslu nam inneign á viðskiptareikningi hans kr. 915,35, þannig að skuld hans nam kr. $1.912,65. Skuld þessi var gerð upp á við- skiptareikningnum 31. desember 1982, ásamt öðrum viðskiptaskuldum samtals kr. 65.000 og greiddi ákærði hana með ávísun, útgefinni sama dag, stílaðri á bæjarfógetann í Vestmannaeyjum. Var gefin út kvittun fyrir innborguninni frá embættinu. Ávísuninni var samkvæmt áritun framvísað í Útvegsbanka Íslands 31. janúar 1983. og lögð inn á hlaupareikning bæjar- fógetaembættisins nr. 2. Samkvæmt yfirliti yfir hlaupareikning Kristjáns Torfasonar nr. 2020 við Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum var innistæða ekki næg fyrir framangreindri ávísun á reikningnum 31. desember 1982, er hún var gefin út. Innistæða var hins vegar fyrir hendi 4. janúar 1983, en síðan ekki fyrr en 28. sama mánaðar. Ákærða Kristjáni var bent á ofangreind atriði við yfirheyrslu hjá rann- sóknarlögreglu. Hann kvað mega í sjálfu sér orða þetta þannig að hann hafi með 65.000 króna ávísuninni verið að greiða kr. 30.000 greiðslu frá 03.08. 1982 og þinggjöld sín. Ákærði var spurður um hvort ekki hafi verið um rangfærslu á bókhaldi embættisins að ræða varðandi þessi lán sem færð voru sem endurgreidd ofgreidd þinggjöld og svaraði hann því þannig að inneign hefði ekki verið á kortunum á þeim tíma. Fyrir dómi var ákærða kynnt kvittun fyrir innborgun 31. desember 1982, 14 1frð að fjárhæð kr. 65.000 til bæjarfógetaembættisins og ljósrit tékka að fjár- hæð kr. 65.000 sem hann gaf út sama dag til embættisins. Vakin var jafn- framt athygli ákærða á viðskiptareikningi hans, en samkvæmt gögnum málsins og stimpli á tékkanum var tékkinn tekjufærður á viðskiptareikningi ákærða 31. desember 1982. Tékkanum var hins vegar ekki framvísað í banka fyrr en 31. janúar 1983. Ákærði skýrði frá því í þessu sambandi að hann hefði lagt áherslu á það að vera skuldlaus á viðskiptareikningi sínum við embættið um hver áramót. Hann hefði gefið tékkann út eftir lokun banka 31. desember 1982. Hinn 4. janúar 1983 hafi verið til innistæða fyrir tékkanum á tékkareikningi hans, svo sem reikningsyfirlit beri með sér. Ákærði kveðst hafa átt inni á ýmsum viðskiptareikningum við embættið, vegna uppboða kr. 96.833 og ógreidda innheimtuþókun vegna sóknargjalda kr. 31.636, og voru þeir fjár- munir í vörslu ríkissjóðs. Samtals nemur þetta kr. 128.469. Vegna anna við embættið, sem einkum eru á síðari hluta árs, hafði dregist að færa þessar fjárhæðir yfir á viðskiptareikning hans, þannig að þetta fé var í sjóði embættisins allan þann tíma sem ávísunin var látin bíða. Framangreindar fjárhæðir voru færðar inn á viðskiptareikning ákærða, að hann minnir 12. janúar 1983, en þær voru allar komnar í embættissjóð fyrir 31. desember 1983 eða fyrr, nema kr. 8.365 sem voru bókfærðar í janúar 1983. Í lok janúar eða 28. janúar 1983 kveðst ákærði hafa tekið út af viðskiptareikn- ingi sínum kr. 90.000 og jafnframt gefið fyrirmæli um að 65.000 króna ávísunin færi í banka. Ákærði sagðist mótmæla því orðalagi í ákæru að um lántöku af sinni hálfu hafi verið að ræða. C. 1. Samkvæmt kvittunum, sem fyrir liggja í málinu frá bæjarfógeta- embættinu í Vestmannaeyjum, fengu Kolbrún Kristinsdóttir, gjaldkeri við embættið, eiginmaður hennar Sigurður Greipsson og Ragnhildur Mikaels- dóttir eftirfarandi greiðslur úr sjóði þess sem kvittað var fyrir sem endur- greiddum ofgreiddum þinggjöldum svo sem hér á eftir verður rakið. Voru greiðslur þessar færðar inn á þinggjaldakort þeirra. Þann $. ágúst 1980 gaf Kolbrún kvittun fyrir móttöku á endurgreiddu ofgreiddu þinggjaldi að fjárhæð gkr. 201.000. Dagsetning greiðslunnar á þinggjaldakorti er 4. ágúst. Fyrir greiðslu þessa var skuld Kolbrúnar á þinggjaldakorti gkr. 1.007.194 og hækkaði skuldin því í gkr. 1.208.194. Þá er ódagsett kvittun sem Kolbrún gaf 1980 fyrir endurgreiðslu á of- greiddu þinggjaldi gkr. 201.000. Dagsetning greiðslunnar á þinggjaldakorti er 29. ágúst 1980. Fyrir greiðsluna var skuld Kolbrúnar á þinggjaldakorti kr. 1.006.720 og hækkaði skuldin því í kr. 1.207.720. Þann 10. september 1980 gaf Kolbrún kvittun fyrir endurgreiddu of- greiddu þinggjaldi kr. 200.000. Fyrir greiðslu þessa var skuld hennar skv. 149 þinggjaldakorti kr. 1.006.290 og hækkaði skuldin því í kr. 1.206.290. Samtals nema þessar fjárhæðir gkr. 602.000.Samkvæmt þinggjaldakorti Kolbrúnar voru þessar greiðslur til hennar endurgreiddar $S. febrúar 1981 með kr. 6.020. Þá gaf Kolbrún ódagsetta kvittun fyrir endurgreiðslu á ofgreiddu þing- gjaldi Sigurðar Greipssonar, eiginmanns síns, gkr. 500.000. (Í ákæru sagt gkr. 350.000). Greiðsla þessi var færð á þinggjaldakort í ágúst 1980 en án dagsetningar að séð verður. Fyrir greiðslu þessa var skuld Sigurðar á þing- gjaldakorti kr. 1.023.056 og hækkaði hún því í kr. 1.523.056. Samkvæmt þinggjaldakorti Sigurðar var greiðsla þessi endurgreidd í ágúst 1980 án dagsetningar með kr. 350.000 og í janúar 1981 með kr. 1.500. (Í ákæru sagt í júní s.á.). Þann 11. desember 1981 kvittaði Kolbrún fyrir endurgreiddu ofgreiddu Þinggjaldi 1981 kr. 8.000. Samkvæmt þinggjaldakorti Kolbrúnar verður ekki séð að um þinggjaldaskuld hjá henni hafi verið að ræða, en þetta var fært sem skuld á kortið. Kolbrún endurgreiddi lán þetta skv. þinggjalda- korti 31. desember 1981. Þann 12. maí 1982 gaf Kolbrún kvittun fyrir endurgreiddu ofgreiddu þinggjaldi 1982 kr. 5.000. Þá er ódagsett kvittun frá henni fyrir kr. 15.500, en fjárhæðin færð á þinggjaldakorti 14. júní og þann 1. nóvember kvittaði hún fyrir kr. 12.000. Samtals nema þessar fjárhæðir kr. 32.500. Samkvæmt þinggjaldkorti Kolbrúnar verður ekki séð að um ofgreidd þinggjöld hjá henni hafi verið að ræða og var þetta fært sem skuld. Samkvæmt þinggjaldkorti Kolbrúnar var þetta endurgreitt þannig: 19. maí 1982 kr. $.000, 15. júní kr. 15.500, 27. desember kr. 10.000, 7. febrúar 1983 kr. 1.695 og 4. mars 1983 kr. 305 eða samtals kr. 32.500. Þá gaf Kolbrún hinn 28. janúar 1982 kvittun fyrir endurgreiddu of- greiddu þinggjaldi Sigurðar Greipssonar, eiginmanns síns, kr. 7.600. Eigi verður séð að um ofgreitt þinggjald hafi verið að ræða hjá Sigurði og var þetta fært sem skuld. Þetta var endurgreitt 26. janúar (í ákæru sagt 28. janúar) samkvæmt kvittun og þinggjaldkorti með kr. 7.600. 2. Þann 14. september 1981 gaf Ragnhildur Mikaelsdóttir kvittun fyrir móttöku á endurgreiddu ofgreiddu þinggjaldi kr. 2.000 og 2. nóvember sama ár aðra kvittun að fjárhæð kr. 2.000 eða samtals kr. 4.000. Fyrir fyrri greiðsluna var skuld Ragnhildar á þinggjaldakorti kr. 3.942 og hækkaði því í kr. 5.942 og fyrir þá síðari kr. 2.628 og hækkaði skuldin því í kr. 4.628. Samkvæmt þinggjaldakorti Ragnhildar greiddi hún þetta með kr. 2.000 2. október 1981 og með kr. 2.000 31. desember 1981 eða samtals kr. 4.000. Ákærða Kristjáni var kynnt hér fyrir dómi skýrsla ríkisendurskoðunar varðandi þennan ákærulið svo og kvittanir þeirra Kolbrúnar Kristinsdóttur 150 og Ragnhildar Mikaelsdóttur fyrir endurgreiddum ofgreiddum þinggjöld- um. Einnig voru ákærða kynnt þinggjaldakort Kolbrúnar, Sigurðar Greips- sonar og Ragnhildar. Ákærði kveðst mótmæla því algjörlega að um lánveitingar hafi verið að ræða til þeirra Kolbrúnar, Sigurðar og Ragnhildar. Ákærði tók fram að hann hefði sem innheimtumaður ríkissjóðs bæði skyldur við ríkissjóð og gjaldendur, þannig að ef gjaldendur telja greiðslugetu sinni ofboðið og hann fallist á það sjónarmið, þá hafi hann fullt vald til þess að veita einstökum gjaldendum frest, hvort heldur er með því móti að gjaldendur fái endurgreitt það sem þegar er búið að taka af þeim umfram getu eða fallist er á að ekki sé tekið af launum viðkomandi hjá vinnuveitanda í einhvern tíma. Slíka samninga geri hann einn og þurfi ekki að bera þá undir neinn. Ákærði leggur á það áherslu að launadeild fjármálaráðuneytisins teljist ekki til innheimtumanna ríkisjóðs og það að launadeildin hafi dregið af launum viðkomandi gjaldanda og greitt til embættisins breyti engu um þá samninga sem ákærði hafi sem innheimtumaður ríkissjóðs geri við við- komandi gjaldanda. Ákærði kveður það rétt vera að um peningagreiðslur úr sjóði hafi verið að ræða til þeirra Kolbrúnar, Sigurðar og Ragnhildar, en gerðar í því skyni að fresta greiðslu á þinggjöldum sem búið var að taka af launum þeirra. Ákærða voru kynntir framburðir Kolbrúnar Kristinsdóttur, Sigurðar Greipssonar og Ragnhildar Mikaelsdóttur og kveðst hann vísa til þess, sem að ofan greinir. Í síðari yfirheyrslu í dómi voru ákærða Kristjáni sýnd þinggjaldakort Kolbrúnar Kristinsdóttur og Sigurðar Greipssonar. Vakin var jafnframt athygli ákærða á því að engar greiðsluhreyfingar séu á þinggjaldkortunum nema greiðslur til Kolbrúnar Kristinsdóttur og Sigurðar Greipssonar. Var ákærði beðinn að gefa skýringu á þessu. Ákærði kvaðst ekki minnast þess að hafa verið beðinn nema einu sinni í upphafi um að fá endurgreidda skatta. Ekki minnist ákærði þess heldur að skattakort Sigurðar Greipssonar hafi verið til umræðu. Ákærða var kynntur aftur framburður Kolbrúnar Kristinsdóttur fyrir dómi. Hann kveðst telja framburðinn að mestu leyti réttan þótt hann fallist ekki á skýringu Kolbrúnar á greiðslunum, þ.e. að um lán hafi verið að ræða. Ákærði kveðst ekki minnast þess, eins og áður greinir, að talað hafi verið við hann nema einu sinni. Í skýrslu hjá rannsóknarlögreglu 21.9. 1984 sagði ákærði að ályktun ríkisendurskoðunar, svo sem hér á eftir verður rakið, um bókhaldsfölsun sé að sínu áliti hreinn misskilningur og röng. Greiðslur út af þinggjaldakort- um hafi verið færðar samkvæmt stöðluðum kvittunum. Einu kvittanir sem 151 notaðar hafi verið við hverskyns útborganir út af þinggjaldareikningi hafi borið þennan texta „endurgreitt ofgreitt þingjald““. Endurgreiðslan geti verið í fyrsta lagi vegna þess að skattþegn hafi greitt meira en honum bar samkvæmt álagningu eða meira en greiðslugeta hans þoldi að mati sínu sem innheimtumanns. Þannig hafi í raun þinggjald verið ofgreitt og greiðsluþoli skattþegns þannig ofboðið. Hann veki athygli á því að í flestum tilvikum séu málin afgreidd þannig að annaðhvort skattþegn, vinnuveitandi hans eða einhver kunnugur skattþegni hafi gert honum grein fyrir erfiðri greiðslustöðu og þá verið fallið frá innheimtu um stundarsakir og vinnuveit- anda skýrt frá því að það yrði látið átölulaust að gjöld yrðu ekki innheimt af skattþegn um einhver ákveðinn tíma. Þegar um var að ræða ríkisstarfsmenn einkanlega, hafi það verið svo þungt í vöfum að senda skriflegar breytingar til launadeildar hverju sinni, enda oft ekki verið komið fyrr en svo seint með beiðni um að ekki yrði haldið eftir af launum, að ekki hafi verið unnt að koma slíku að inn í tölvukerfi skýrsluvéla. Auk þess kallaði það á nýja tilkynningu síðar. Ákærði kveðst telja að í öllum þessum tilvikum hafi verið um það að ræða að gjaldþoli viðkomandi starfsmanns hafi verið ofboðið og hann metið það svo að ástæða væri til þess að leyfa viðkomandi starfsmanni að færa til greiðslu þinggjalda innan ársins, hvaða skilning sem viðkomandi starfsmaður hafi lagt í það. Hann vilji taka það fram að bæði í þessum tilvikum og þeim tilvikum sem áður er á minnst þar sem fallist hafi verið á að ekki yrði haldið eftir af launum starfsmanna annarra fyrirtækja, þá hafi ávallt verið um það að ræða að þar hafi verið starfsmenn sem yfirleitt höfðu staðið mjög vel í skilum með gjöld til ríkissjóðs. Ákærði X kveður það hafa viðgengist, áður en hann hóf störf við bæjar- fógetaembættið í Vestmannaeyjum, að greiða sem útborgun á þinggjöldum úr sjóði embættisins ef sérstakar aðstæður voru fyrir hendi, aðallega í sambandi við veikindi. Bæjarfógeti hafi tekið ákvörðun um slíkar útborg- anir, en ákærði heldur að þetta hafi verið mjög fátítt. Ákærði kveður sér hafa verið kunnugt um sakarefnið í liðum A-C í ákæru á sínum tíma, en hann hafi engin afskipti haft af þessum greiðslum. Vitnið Kolbrún Kristinsdóttir, Þverbrekku 2, Kópvogi, kveðst hafa hafið störf hjá bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum um mánaðamótin febrúar-mars 1977. Það starfaði við þinggjöldin í um eitt ár, en þá tók það við starfi gjaldkera og var Í því starfi þar til að það hætti störfum hjá embættinu 1. september 1982. Kristján Torfason bæjarfógeti gerði nokkrum sinnum á ári talningu í sjóðkassanum og bar saman við kassauppgjörsblöðin. Vitninu voru hér í dómi kynnt ljósrit af þinggjaldaspjöldum hennar og 149 14 Sigurðar Greipssonar manns hennar og ljósrit af útborgunarkvittunum. Vitnið kveðst staðfesta kvittanirnar og ekki hreyfa athugasemdum við þing- gjaldaspjöldunum. Vitnið hefur skýrt frá því að þegar það hafði starfað sem gjaldkeri um tíma hafi komið fyrir að X og Kristján Torfason bæjarfógeti létu greiða sér út peninga úr sjóði með því að láta færa það sem útborgun á þinggjöld- um. Þeir borguðu þetta síðan eftir einhvern tíma og þá var það fært sem innborgun á þinggjöld. Kristján borgaði þetta fljótlega, en lengri tími leið hjá X. Vitnið kveðst auðvitað hafa gert sér grein fyrir að þeir voru að taka sér lán úr sjóðnum á þennan hátt. Það gerði ekki athugasemd við þetta, enda voru þetta yfirmenn þess. Vitnið var eitthvað að nefna þetta við X þar sem því fannst hann grófur í þessu. Vitnið var búið að horfa upp á lántökur þessar um nokkurn tíma. Árið 1980 stóð illa á hjá vitninu fjárhagslega. Það spurði Kristján Torfa- son þá að því hvort það mætti fá peninga lánaða á þennan hátt, þ.e. með því að færa það sem útborgun á þinggjöld. Um nokkur skipti var að ræða. Það bað Kristján um leyfi fyrir þessu í hvert sinn og sagði honum þá jafn- framt frá því hvenær það mundi endurgreiða lánið. Það er hugsanlegt að í einhverju tilviki hafi X gefið því leyfi fyrir þessu, en það heldur þó að það hafi verið Kristján sem gaf því alltaf leyfið. Ef það kom fyrir að það gat ekki endurgreitt þetta á umsömdum tíma fór það til Kristjáns og lét hann vita af því. Vitnið kannast við að hafa fengið lánað með framangreindum hætti árið 1980 samtals gkr. 602.000, svo sem á kvittunum greinir, árið 1981 kr. 8.000 og árið 1982 kr. 32.500. Vitnið kveðst hafa endurgreitt lánin að því er virðist 5.2. 1981. Þá kveðst vitnið einnig hafa fengið lán er færð voru á þinggjaldakort eiginmanns þess, Sigurðar Greipssonar, árið 1980 gkr. 500.000 og árið 1982 kr. 7.600. Vitnið minnir að X hafi átt hugmyndina að þessu. Vitnið kveðst hafa talið að þetta væri og gert með leyfi Kristjáns Torfasonar. Þessi lán voru endurgreidd, en hvenær man vitnið ekki. Vitninu var kynnt það sem fram er komið um endurgreiðslu lánanna og að framan er rakið. Kveðst það ekkert hafa við það að athuga. Vitninu var sýnt ljósrit af kvittun dagsettri 12.11. 1980, þar sem fram kemur að það hafi veitt viðtöku f.h. Kristján Torfasonar gkr. 300.000. Vitnið telur að Kristján hafi verið í Reykjavík og beðið það um að leggja peninga þess inn á ávísanareikning hans. Vitninu var sýnt ljósrit af kvittun dagsettri 5.4. 1982 þar sem það kvittar fyrir móttöku á endurgreiddu of- greiddu þinggjaldi X. Vitnið kveðst staðfesta nafnritun sína á framan- greindri kvittun, en Ragnhildur Mikaelsdóttir hafi skrifað kvittunina. Vitnið greiddi aldrei vexti af greiðslunum sem það fékk. 153 Vitnið kveðst muna eftir því að Ragnhildur Mikaelsdóttir fékk lán með framangreindum hætti, en man ekki til þess að aðrir við bæjarfógeta- embættið en að framan er rakið hafi fengið slík lán. Vitnið kveður sér sýnast fjárhæðir lánanna vera þannig að þau hafi verið notuð til framfærslu fyrir mann þess sem var við nám erlendis. Vitnið Sigurður Greipsson gerlafræðingur kveður konu sína Kolbrúnu Kristinsdóttur hafa sagt sér að bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum hefði gefið henni leyfi til að fá peningalán með einhverjum millifærslum. Vitnið sá aldrei nein gögn um þetta. Vitnið kveður þau hafa vantað peninga og bæjarfógetinn gefið fullt leyfi að sögn Kolbrúnar til þess að fá þetta lánað hjá embættinu. Kolbrún sagði vitninu frá þessu og hún fékk þar með samþykki þess til að taka þetta út í nafni þess. Þau endurgreiddu öll lánin, en peningana notuðu þau yfirleitt til að bjarga sér fyrir horn í stuttan tíma. Vitnið vissi um þessar tvær úttektir í nafni þess á þeim tíma sem þær áttu sér stað. Vitnið Ragnhildur Mikaelsdóttir, Austurvegi 4, Vestmannaeyjum, kveðst hafa hafið störf hjá embætti bæjarfógetans í Vestmannaeyjum Í júlí 1978, fyrst sem vélritunarstúlka í einn og hálfan mánuð, en eftir það starfaði það við þinggjöldin þar til eftir miðjan september 1982 að það tók við starfi gjaldkera. Frá því um miðjan nóvember 1982 og til áramóta var vitnið frá vinnu vegna veikinda. Heldur það að X hafi séð um gjaldkerastarfið í veikindaforföllum þess. Vitnið tók við starfsfyrirmælum frá bæjarfógeta sjálfum, en varðandi ýmsar færslur átti það að leita til X. Það kveðst hafa orðið þess vart að Kristján Torfason, X og Kolbrún Kristinsdóttir fengu greiðslur úr sjóði embættisins og kvittuðu fyrir sem endurgreiddum ofgreiddum þinggjöld- um. Vitnið kveðst hafa rætt við Kristján Torfason og fengið hann til að fallast á slíkt lán eða greiðslu til þess. Voru þessi lán hvort að fjárhæð kr. 2.000 eða samtals kr. 4.000 og notaði vitnið þær til afborgunar af láni. Vitnið kveður mega segja að það hafi litið á þetta sem lán, en það hafi rætt um fyrirframgreiðslu á kaupi við Kristján. Vitnið kveðst ekki hafa tiltæka skýringu á því, hvers vegna sá háttur var hafður á að það kvittaði fyrir þessu sem endurgreiddum ofgreiddum þinggjöldum þar sem það átti ekki slík gjöld inni, en þessi háttur hafi verið hafður á þegar Kristján, X og Kolbrún fengu greiðslur úr sjóðnum. Vitnið endurgreiddi framangreinda fjárhæð síðar á árinu með peningum. Vitnið kveður X hafa komið til þess í nokkuð mörg skipti meðan það starfaði við þinggjöldin og beðið það um að færa sem útborgun á þinggjöld hans ákveðnar upphæðir. Siðan hafi þetta gegnið til gjaldkera til útborgun- ar, en vitnið gerði sér grein fyrir því að hann var að taka sér peningalán. Vitnið veit ekki hvort X fékk leyfi bæjarfógeta fyrir þessu. 154 Einnig færði vitnið inn á þinggjaldakort Kolbrúnar Kristinsdóttur útborganir á sama hátt. Kolbrún sagði vitninu að hún hafi fengið leyfi Kristjáns til þess að gera þetta. Eins voru einhverjir lögregluþjónar sem fengu svona útborganir, en vitnið man ekki hverjir það voru. Þeir töluðu alltaf fyrst við Kristján, a.m.k. í þeim tilvikum sem það afgreiddi þá. Vitnið hætti störfum hjá bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum um miðjan ágúst 1983. Ríkisendurskoðun hefur reiknað út vexti af lánum þeim sem ákærðu og aðrir starfsmenn bæjarfógetaembættisins tóku úr sjóði embættisins og færð voru í bókhaldi sem endurgreidd ofgreidd þinggjöld. Varð niðurstaða vaxtaútreikningsins þessi á lánum til ákærðu Kristjáns og X, Kolbrúnar Kristinsdóttur, Sigurðar Greipssonar og Ragnhildur Mikaelsdóttur, ef miðað er við almenna sparisjóðsvexti: Af láni Kristjáns Torfasonar árin 1980-1982 kr. 4.725, af láni til Kolbrúnar Kristinsdóttur árin 1980-1982 kr. 1.866, af láni til Sigurðar Greipssonar árin 1980 og 1982 kr..478, af láni til Ragnhildar Mikaelsdóttur árið 1981 kr. 143 og af láni X árið 1978-1983 kr. 19.498. Sé hins vegar miðað við almenna útlánsvexti, víxilvexti, varð niðurstaðan á útreikningi ríkisendurskoðunar þessi: Af lánum ákærða Kristjáns, sem rakin eru í A. lið kr. 4.640, af láni í B. lið kr. 2.058 og af lánum til Kolbrúnar Kristinsdóttur kr. 1.743, Sigurðar Greipssonar kr. 466 og Ragn- hildar Mikaelsdóttur kr. 133, sem rakin eru í C. lið samtals kr. 2.343. Nema vextir alls af lánum í A-C lið kr. 9.040 samkvæmt framansögðu. Af lánum ákærða X er í D. lið greinir voru vextir kr. 17.863, af lánum hans skv. E. lið kr. $2.263 og af láni skv. F. lið kr. 3.958 eða samtals kr. 74.084 af lánum skv. D-F lið. Ákærða Kristjáni var í dómi kynnt skýrsla ríkisendurskoðunar sem varðar vaxtaútreikning á lánum til starfsmanna bæjarfógetaembættisins og annarra sem færð voru í bókhaldi sem endurgreidd ofgreidd Þinggjöld. Ákærði kveðst ekkert hafa við hana að athuga reikningslega út af fyrir sig og hafa ekki aðstöðu til að sannreyna útreikninginn. Hins vegar vilji hann ítreka það, sem fyrr hefur komið fram hjá honum, að á þeim árum sem hér er um að ræða hafi ekki verið venja að vaxtareikna þinggjöld sem greiddust innan álagningaársins. Ákærða X var kynntur vaxtaútreikningur ríkisendurskoðunar vegna ofangreindra lántaka. Ákærði kvaðst ekki hafa kynnt sér útreikningana og ekkert geta um þá sagt, það sé misræmi á niðurstöðum í útreikningi vaxta. 155 II. kafli. Miðvikudaginn 18. maí framkvæmdi ríkisendurskoðun sjóðtalningu hjá bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum og voru niðurstöður hennar þessar: Talinn sjóður: Seðlar 59.740,00 Mynt 872,80 60.612,80 Ávísanir skv. meðfylgjandi lista 2.384.714,35 Miði í kassa: Ólafur Jónsson 17.05.83 12.000,00 Kvittun fyrir greiðslu þinggjalda, Bjarni Sveinsson, nnr. 1234-6077, 31.12.82 60.993,00 Kr. 2.518.320,15 Sjóður samkvæmt bókhaldi: Aðalsjóðbók 1.904.837,84 — 6.983.189,12 Manntalsgjaldasjóðbók 6.367.719,00 Aukatekjubók 281.567,00 Tollabók 945.913,00 9.500.036,84 6.983.189,12 Mismunur 2.516.847,72 Kr. 9.500.036,84 9.500.036,84 Sjóður samkvæmt bókhaldi 2.516.847,72 Viðskiptamannareikningar: Sjóðsmunur ( 16.728,79) Sjóðsmunur v/breytinga á mynt 1981 75,04 2.500.193,97 Sjóður samkvæmt talningu kr. 2.518.320,15 Mismunur (yfir) kr. 18.126,18 Margar þeirra ávísana sem voru Í sjóðnum voru með gömlum dagsetn- ingum, dagsettar fram í tímann eða jafnvel ódagsettar. Ríkisendurskoðun lét útbúa innlegg í banka með ávísunum eftir sjóðtalninguna á hlaupareikn- ing embættisins nr. 2 við Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum. Var inn- leggið á tveimur innleggsseðlum. Bað ríkisendurskoðun gjaldkera við i56 embættið um að fara með innleggið í banka. Ákærði X sagðist eiga erindi í bankann og fór með innleggið þangað. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisendurskoðun eiga bæjarfógeta- og sýslumannsembættin að skila til ríkisbókhalds mánaðarlegri skýrslu svo- kölluðu „ráðstöfunaryfirliti““ fyrir sjöunda hvers mánaðar og varðar næsta mánuð á undan. Þar kemur meðal annars fram hvernig staða sjóðsins og bankareikninga er um hver mánaðamót svo og greiðslur til ríkisféhirðis. Þegar ríkisendurskoðun fékk reikningsyfirlit hlaupareiknings bæjar- fógetaembættisins við Útvegsbankann kom í ljós, að annað innleggið, samtals að fjárhæð kr. 2.168.238, hafði ekki verið bókað inn á reikninginn fyrr en þann 26. maí. Tveir af tékkum þeim er voru í sjóði við framangreinda sjóðtalningu hafa áður verið raktir í I. kafla, þ.e. tékki útgefinn af X hinn 21.03. 1983 að fjárhæð kr. 240.000 og tékki útgefinn af Herði Óskarssyni hinn 10.04. 1983 að fjárhæð kr. 50.000. Hinir tékkarnir, sem geymdir höfðu verið í sjóði og mál þetta er höfðað út af á hendur ákærðu í þessum kafla, eru sem hér segir: 1. Tékki nr. 876120 að fjárhæð kr. 144.173, útgefinn 31.12. 1983 af Finnboga Ólafssyni á hlaupareikning Nets hf. nr. 1015 við Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum. Í skýrslu ríkisendurskoðunar segir að samkvæmt upplýsingum bæjar- fógeta eigi dagsetningin að vera 31.12. 1982. Samkvæmt þinggjaldakorti var tékkinn notaður til greiðslu á eftirstöðvum þinggjalda Nets hf. Tékkinn var látinn í innlegg í Útvegsbankanum, sem ríkisendurskoðun útbjó sama dag og sjóðtalningin fór fram. Hann er ekki skráður á yfirlit yfir hlaupareikning Nets hf. og er ekki fyrir hendi í máli þessu. 2. Tékki nr. 896887, að fjárhæð kr. 77.112 með útgáfudagsetningunni 20.01. 1982 (á að vera 1983), útgefinn af Jóni Inga Guðjónssyni á hlaupa- reikning útgefanda nr. 4612 við Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum. Samkvæmt þinggjaldakortum var tékkinn notaður til greiðslu á eftir- stöðvum á þinggjöldum útgefanda 31.12. 1982. Tékkinn var látinn í innlegg í Útvegsbankanum, sem ríkisendurskoðun útbjó. Stimpill er ekki á tékkanum um að hann hafi verið sýndur í banka. Tékkinn er ekki heldur skráður á yfirlit yfir hlaupareikning Jóns Inga Guðjónssonar. Tékkinn hafði verið bakfærður hjá embættinu þann 26. maí 1983 sem innistæðulaus og andvirðið tekið út af hlaupareikningi embættis- ins við Útvegsbankann. 3-4. Tékkar nr. 69619 og 69620, að fjárhæð kr. 40.000 og kr. 42.962, báðir útgefnir af Erlendi Péturssyni á hlaupareikning nr. 251 við Sparisjóð Vestmannaeyja. Á öðrum tékkanum er útgáfudagsetningin 3 og síðan ártalið 1982, en á hinum einungis ártalið 1982. 157 Samkvæmt þinggjaldakorti voru tékkarnir notaðir til greiðslu á eftir- stöðvum þinggjalda útgefanda 30. desember 1982. Fyrri tékkanum að fjárhæð kr. 40.000 var framvísað í banka skv. stimpli 6. maí 1983 og tekjufærður bæjarfógetaembættinu. Síðari tékkinn að fjár- hæð kr. 42.962 var látinn í fyrrgreint innlegg ríkisendurskoðunar. Tékkinn fór þó ekki til greiðslubanka, en var framvísað skv. stimpli í Útvegsbankan- um 26. maí 1983 í innleggi frá bæjarfógetaembættinu. 5. Tékkinr. 875124, að fjárhæð kr. 67.171, útgefinn 31. desember 1982 til bæjarfógetans í Vestmannaeyjum af Öldu Alfreðsdóttur f.h. Trésmiðj- unnar, Vestmannaeyjum á hlaupareikning fyrirtækisins nr. 151 við Útvegs- banka Íslands, Vestmannaeyjum. Neðst á tékkann er skráð Knattspyrnu- félagið Týr. Á 12 skilagreinum, er nema samtals tékkafjárhæðinni kr. 67.171 segir, að Trésmiðjan hafi greitt þinggjöld starfsfólks sins og stimpill bæjarfógetaembættisins um greiðslu hinn 31.12. 1982. Í stimplinum er áritun eða stafir sem eru Ólæsilegir. Tékkinn var bókfærður, skv. bókhaldi embættisins, úr sjóði þann 17. maí 1983 og Knattspyrnufélagið Týr skuld- fært fyrir sömu upphæð og nam tékkafjárhæðinni. 6. Tékki nr. 876784 að fjárhæð kr. 30.165 til bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum, útgefinn af Ólafi Runólfssyni á hlaupareikning útgefanda nr. 2958 við Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum. Að því er virðist er útgáfudagsetning á tékkanum 25.01. 1983, en ofan í það hefur verið skrifað og dagsetningunni breytt í 15. apríl sama ár. Samkvæmt þinggjaldakorti var tékkinn notaður til greiðslu á þinggjalda- skuld útgefanda 31. desember 1982. Tékkinn átti samkvæmt stimpli bæjar- fógetaembættisins að leggjast inn á hlaupareikning nr. 2 við Útvegsbanka Íslands og er dagsetningin 6/5 1983 skráð í stimpilinn. Tékkanum var fram- vísað þann dag í bankanum skv. stimpli. 7-8. Tékkar nr. 879796 og 879797 að fjárhæð kr. 138.159 og kr. 57.654, útgefnir til bæjarfógetans í Vestmannaeyjum af Guðjóni Pálssyni á hlaupa- reikning Ufsabergs hf. nr. 292 við Útvegsbanka Íslands, Vestmannaeyjum. Samkvæmt þinggjaldakortum var fyrrgreindi tékkinn notaður 30. desember 1982 til greiðslu eftirstöðva þinggjaldaskuldar Ufsabergs hf., en sá síðari sama dag til greiðslu eftirstöðva þinggjaldaskuldar Guðjóns Páls- sonar. Á yfirliti yfir hlaupareikning Ufsabergs hf., sem fyrir liggur í málinu, kemur fram að innistæða var ekki fyrir tékkanum á reikningnum á tímabil- inu frá 29.04. - 19.05. 1983. Um afdrif tékka þessara hefur komið fram að þeir voru í fyrrgreindu innleggi ríkisendurskoðunar. X fjarlægði þá úr innlegginu 26. maí 1983 og færði í bókhaldi embættisins andvirði þeirra, samtals kr. 195.813, sem útborgun úr sjóði á þinggjaldakorti Ufsabergs hf. ásamt eigin skuldum kr. 158 240.000, kr. 12.000 og kr. 3.000 eða alls kr. 255.000, sbr. greiðslukvittun embættisins, dags. 26.05. 1983 sem er samtals að fjárhæð kr. 450.813. Vísast um þetta til 1. kafla E | og 2 hér að framan að því er varðar ofan- greindar 255.000 krónur. Samkvæmt þinggjaldakorti Ufsabergs hf. var framangreind fjárhæð endurgreidd bæjarfógetaembættinu þannig: Hinn 27. september 1983 kr. 240.000 og eftirstöðvar kr. 210.813 30. desember 1983. 9. Tékki að fjárhæð kr. 120.178, útgefinn af Pálma Lórentssyni að hans sögn 30.12. 1982 á hlaupareikning Gestgjafans nr. 311 við Sparisjóð Vestmannaeyja, var notaður til greiðslu á gjaldföllnum söluskatti og rúllu- gjaldi Gestgjafans. Samkvæmt kvittunum, sem fyrir liggja, var um að ræða fjárhæðirnar kr. 39.980, kr. 29.723, kr. 17.684, kr. 21.300 og kr. 11.491 eða samtals kr. 120.178 og fór greiðsla fram skv. stimpli á þeim 30. desem- ber 1982. Tékki þessi er ekki fyrir hendi. Pálmi Lórentsson kveðst hafa gefið út nýjan tékka hinn 18. maí að beiðni ákærða X með sömu fjárhæð. Sá tékki er heldur ekki fyrir hendi, en var útgefinn á ávísanareikning Pálma Lórentssonar nr. 1888 við Sparisjóð Vestmannaeyja, dagsettur að því er segir í skýrslu ríkisendurskoðunar 18.03. eða 18.05. 1983, og var í banka- innleggi sem ríkisendurskoðun útbjó við sjóðtalninguna 18. maí 1983. Tékki þessi var aldrei lagður inn í bankann að því er fram hefur komið og á eftir verður rakið en var sendur aftur til bæjarfógetaembættisins þar sem Pálmi innleysti hann eftir 26. maí 1983. 10-11. Tékki að fjárhæð kr. 75.882, útgefinn af Pálma Lórentssyni að hans sögn 28. janúar 1983, og tékki að fjárhæð kr. 90.378, útgefinn af Pálma 25. febrúar eða 1. mars 1983. Með fyrrgreinda tékkanum greiddi Pálmi gjaldfallinn söluskatt til bæjarfógetacmbættisins fyrir desember 1982, en með þeim síðari söluskatt fyrir janúar 1983. Kvittun fyrir fyrri greiðslunni er stimpluð 28. janúar 1983. Kvittun fyrir síðari greiðslunni er dagsett 1. mars 1983 og hefur ákærði X ritað í stimpilinn að því er best verður séð. Tékkar þessir eru ekki fyrir hendi. Pálmi Lórentsson kveðst hafa gefið út nýjan tékka hinn 18. maí að beiðni ákærða X með samanlögðum upphæðum tékkanna að fjárhæð kr. 166.260. Er sá tékki útgefinn til bæjarfógetans í Vestmannaeyjum á ávísanareikning nr. 1888 við Sparisjóð Vestmannaeyja. Tékki þessi var í sjóði við sjóðtaln- ingu ríkisendurskoðunar 18. maí og var í bankainnleggi sem ríkisendur- samkvæmt stimpli fyrr en 27. maí 1983, er hann barst frá bæjarfógeta- embættinu. Ákærði Kristján Torfason hefur skýrt frá því að meðákærði X hafi verið aðstoðarmaður sinn við innheimtu, einkum kringum áramót þegar átak var gert. Ákærði kveðst hafa haft það fyrir reglu að reyna að ná inn sem mestu 159 af gjöldum ríkissjóðs og það jafnvel þótt um væri að ræða tékka sem viðkomandi hafi óskað eftir að færu ekki strax í banka. Af þessu leiddi að sjóður embættisins var oft mjög hár .um áramót, enda var skrifstofa þess opin til móttöku gjalda lengur en bankinn. Þannig væri ekki unnt að koma í bankann öllum tékkum sem kæmu inn fyrir áramót. Tékkar þeir sem liggi hjá embættinu um áramót fari síðan flestir í bankann fyrstu dagana í janúar, en stundum vilji verða svolítill misbrestur á því og úr því kunni að teygjast að þeir fari allir í banka. Ákærði sagði að þegar bókfært er á þinggjaldakort sé sjálfkrafa gefin út kvittun sem ýmist er afhent eða geymd. Þá kveður ákærði rétt að leggja áherslu á það að jafnan sé heimilt að bakfæra slíka kvittun ef innistæða er Ónóg á tékkareikningi eða það stenst ekki að tékkinn sé gjaldgengur. Hann telji því ekkert athugavert við að gefa út slíka greiðslukvittun fyrir ávísun sem móttekin er af embættinu, enda væri gert ráð fyrir að hún greiddist innan mjög skamms tíma. Hann telji að slíkt sé tíðkað hjá flestum ef ekki öllum innheimtuembættum landsins að einhverju leyti. Ákærða var kynnt framangreind skýrsla ríkisendurskoðunar um sjóð- talningu hjá bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum hinn 18. maí 1983. Vakin var athygli hans á því að leggja hefði átt inn í Útvegsbankann í Vestmannaeyjum tékka samtals að fjárhæð kr. 2.186.238 er sjóðtalningin fór fram, en það farist fyrir. Ákærði hefur skýrt frá því að hann hafi komið til Vestmannaeyja síð- degis hinn 18. maí 1983 eftir að bæjarfógetaskrifstofunum hafði verið lokað. Um kvöldmatarleytið hringdi Vilhjálmur Bjarnason bankastjóri til ákærða og sagði honum frá bankainnlegginu. Sagði hann að í því væru tékkar á lokaða reikninga og vildi hann ekki taka við þeim. Samkvæmt ákvörðun Vilhjálms var innleggið stöðvað, en ekki að beiðni ákærða. Ákærði kveðst ekki hafa vitað hvaða tékkar voru í innlegginu, nema þeir tékkar sem Vilhjálmur tilgreindi að væru þar. Minnist ákærði þess ekki að Vilhjálmur hafi talað um aðra tékka en þá sem voru útgefnir af Hrað- frystistöð Vestmannaeyja hf. Síðan vissi ákærði að Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar, var í einhverjum samningum við bankann um að leysa sín mál. Í framhaldi af því var ákveðið að inn- leggið yrði fært í bankanum, þar sem það hafði verið útbúið, án þess að ákærði væri viðstaddur og í því verið tvær ávísanir sem ákærði hefði látið viðskiptafæra ef hann hefði verið viðstaddur þegar ríkisendurskoðun útbjó innleggið, þ.e. tékkar er í |. og 2. tl. í II. kafla ákæru greinir. Ákærði sendi síðan meðákærða til að leysa út tékka þessa með peningum en láta innleggið fara að öðru leyti óbreytt. Ákærði kveðst ekki kunna skýringu á því hvers vegna tékkarnir voru ekki stimplaðir í bankanum um framvísun. Ákærði kveður tékkana í 1. og 2. tl. hafa verið sótta í bankann, en hann 140 10U hafi ekki vitað annað um hina tékkana en þeir hefðu verið lagðir inn. Hann hvorki samþykkti né gaf fyrirmæli um að aðrir tékkar en að framan greinir væru teknir út úr innlegginu. Við skýrslutöku hjá rannsóknarlögreglu 05.09. 1983 var ákærða bent á að eftir sjóðtalningu ríkisendurskoðunar þann 18. maí 1983 hefðu þeir tékkar, sem fram koma í skýrslu ríkisendurskoðunar, verið lagðir inn á hlaupareikning bæjarfógetaembættisins Í Útvegsbankanum. Hins vegar hefðu sumir þeirra komið til baka og nokkrir þeirra verið látnir aftur í sjóðinn en þrír verið bakfærðir á þann hátt að heildarupphæð þeirra hefði verið færð sem útborgun á þinggjöldum Ufsabergs hf. Ákærði skýrði svo frá af þessu tilefni að væntanlega hefðu komið til baka tékkar óáritaðir af bankanum og þeir væntanlega verið borgaðir úr sjóði. Þegar þetta hefði verið bakfært hefði Vilhjálmur Bjarnason trúlega tjáð sér að hann vildi ekki sjá þessa tékka. Ákærði kveður sér ekki hafa hugkvæmst þann 18. maí 1983 að greina ríkisendurskoðunarmönnum frá því, meðan þeir voru enn að störfum í embættinu, að bankinn tæki ekki við innlegginu sem sent hafði verið, enda hefði hann haldið að þetta gæti gengið daginn eftir. Ákærði hefur skýrt frá eftirfarandi varðandi tékka þá, er í ákæru greinir. 1. Tékkinr. 876120 að fjárhæð kr. 144.173 fylgir ekki málsskjölum og virðist sem útgefandi hafi fengið hann til baka. Ákærða var kynnt þing- gjaldakort Nets hf. og hlaupareikningur fyrirtækisins. Ákærði skýrði frá því að Finnbogi Ólafsson hefði talað við sig skömmu fyrir áramótin 1982- 1983. Sagðist Finnbogi mundi fá skattalækkun. Fékk ákærði það staðfest hjá skattstjóra að Finnbogi myndi fá skattalækkun og átti það að gerast um áramótin. Varð að samkomulagi milli ákærða og Finnboga að ákærði tæki við tékka til greiðslu þinggjaldanna og átti hann að geymast í sjóði þar til skattalækkunin kæmi. Ekki var minnst á að tékkinn væri innistæðu- laus, að því er ákærða minnir, en samkomulag var um að tékkinn færi ekki í banka. Í skýrslu hjá rannsóknarlögreglu segir ákærði hins vegar að fyrirsvars- maður Nets hf. hafi gert grein fyrir því að innistæða væri ekki fyrir tékka- fjárhæðinni. Hafi verið ákveðið að þegar skattalækkunin lægi fyrir, sem átti að vera strax eftir áramótin, greiddi fyrirsvarsmaðurinn áfallin gjöld og fengi tékkann til baka. Ákærði gaf síðan út kvittun til Finnboga um greiðslu þinggjaldanna. Það dróst að skattalækkunin kæmi, þrátt fyrir eftirrekstur ákærða, og var tékkinn í sjóði 18. maí þegar talning ríkisendurskoðunar fór fram. Þegar skattalækkunin kom 26. maí 1983 var tékkinn rifinn og tékki að fjár- hæð kr. 69.241 gefinn út, en það er mismunurinn á skattalækkuninni og skuldinni frá áramótum. 161 2. Tékki nr. 896887 að fjárhæð kr. 77.112. Ákærða var kynntur tékki þessi og ljósrit af þinggjaldakorti Jóns Inga Guðjónssonar. Ákærði kveður Jón Inga hafa talað við sig um áramótin 1982-1983 og farið fram á að fá að greiða þinggjaldskuld sína með tékka að fjárhæð kr. 77.112. Ákærði telur að Jón Ingi hafi sagt honum að tékkinn þyldi ekki að fara í banka. Ákærði kveðst hafa veitt tékkanum viðtöku og kvittun verið gefin út sem afhent var Jóni Inga þá eða síðar. Tékkinn er dagsettur 20. janúar 1983, en á hann er skráð ártalið 1982. Hann var hins vegar afhentur 31. desember 1982. Jón Ingi kom aftur til ákærða í kringum 20. janúar og sagði honum að tékkinn væri ekki góður. Tékkinn var því ekki settur í banka en reynt að innheimta hann og greiddi Jon Ingi einhverjar smágreiðslur inn á viðskiptamannareikning. Tékkinn var í sjóði við sjóðtalningu 18. maí 1983 og var sendur í Útvegsbankann. Tékkinn kom síðan aftur til embættisins og var bakfærður í bókhaldi þess 26. maí 1983. Fór hann inn á viðskipta- mannareikning embættisins fyrir innistæðulausar ávísanir. Jón Ingi greiddi tékkann einhvern tíma á árinu 1983, en hvenær veit ákærði ekki. Ákærði taldi að dráttarvextir hefðu verið reiknaðir og færðir á viðskiptareikning Jóns Inga. 3-4. Tékkar nr. 69619 og 69620 að fjárhæð kr. 40.000 og kr. 42.962, útgefnir af Erlendi Péturssyni. Ákærði hefur skýrt svo frá varðandi tékka þessa, sem honum voru sýndir, að greiðandi hefði samið um skamman frest til að greiða tékkana, en ákærði man ekki hvort minnst var á hvort að innistæða væri til fyrir þeim. Þegar ákærði fékk tékkana var gefin út kvittun, en ákærði man ekki hvort Erlendur fékk hana í hendur þá eða síðar. Ákærði segir að kvittun sé alltaf gefin út þegar greiðsla er færð inn á þinggjaldakort. Erlendur fór fram á lengri frest til að greiða tékkana og er það skýringin á því hvers vegna þeim var ekki framvísað í banka. Fyrri tékkinn er með bankastimpli 6. maí 1983, en síðari tékkinn var í innlegginu sem sent var Útvegsbankanum 18. maí. Sá tékki var bókaður 26. maí, þegar stöðvun á bankainnlegginu var aflétt. Sé það ekki rétt að honum hafi verið framvísað 26. maí eins og í ákæru greinir. 5. Tékki nr. 875124 að fjárhæð kr. 67.171, útgefinn af Öldu Alfreðs- dóttur f.h. Trésmiðjunnar, Vestmannaeyjum. Ákærða var sýndur tékki þessi. Hann kvaðst ekki muna eftir því þegar tékkanum var veitt viðtaka hjá embættinu til greiðslu þinggjalda. Hann man ekki hvort hann eða með- ákærði veittu tékkanum viðtöku, en eins hljóti að hafa staðið á um hann og aðra tékka í máli þessu. Tékkinn var í sjóði þegar talning ríkisendur- skoðunar fór fram. Reynt var að innheimta tékkann að sögn ákærða, en hvenær það var man hann ekki. Tékkinn var bókfærður úr sjóði og skuld- færður í bókhaldi embættisins sem húsaleigugreiðsla til knattspyrnufélags- ins Týs. 11 162 6. Tékki nr. 876784 að fjárhæð kr. 30.165, útgefinn af Ólafi Runólfs- syni. Ákærða var kynntur tékki þessi og skjöl er hann varða. Ákærði hyggur að Ólafur hafi rætt við sig um að greiða þinggjöld með tékkanum og heimilaði ákærði það. Tékkinn er dagsettur 25. febrúar 1982 (á að vera 1983), en síðar var þessari dagsetningu breytt í 15. apríl s.á. Ákærði kveðst ekki kannast við breytingu þá sem hefur verið gerð á dagsetningunni. Ákærði kveður sama gilda um þennan tékka og aðra tékka, að innheimtu- tilraunir hafi farið fram en þær ekki gengið. Vísaði ákærði til fyrirmæla sinna til meðákærða í lok apríl svo sem áður er rakið. Ákærði kveðst ekki kunna skýringu á því hvers vegna tékkinn var geymdur fram í maí, en þá var honum framvísað í banka. 7-8. Tékkar nr. 879796 og 879797 að fjárhæð kr. 138.159 og kr. 57.654, útgefnir af Guðjóni Pálssyni. Ákærða voru kynntir tékkar þessir og þau skjöl sem þeim fylgja. Ákærði kveðst ekki kannast við að hafa rætt við Guðjón Pálsson þegar Guðjón gaf út tékkana og notaði þá til greiðslu þing- gjalda eins og í ákæru greinir. Sé ekki um annan að ræða í því sambandi en meðákærða. Ákærði kveðst muna eftir því að gengið var eftir því að fá tékkana greidda, en hvenær það var man hann ekki. Hann segir með- ákærða hafa haft almennt leyfi frá sér til að veita tékkunum móttöku. Ákærði tók fram að honum hafi ekki verið kunnugt um það, fyrr en við rannsókn þessa máls, að tékkarnir hefðu verið teknir úr innlegginu í Útvegsbankanum né heldur þau atriði sem greinir í þessum töluliðum ákæru. 9. Tékki að fjárhæð kr. 120.178, útgefinn af Pálma Lórentssyni. Tékki þessi fylgir ekki skjölum málsins. Ákærði segir í skýrslu hjá rannsóknar- lögreglu 6. desember 1983 að hann minnist þess ekki að Pálmi Lórentsson hafi talað við sig 30. desember 1982. Ákærði kveðst ekki muna eftir tékka þessum og vísaði til heimildar, sem meðákærði hafði frá honum, hafi hann tekið við tékkanum. Í lögregluskýrslu sagði ákærði að almennt séð hefði meðákærði haft umboð sitt til svona afgreiðslu. Hann hefði haft fullan trúnað sinn til að beita þeim ráðum, sem þurfti við innheimtustörf. Ákærði kveðst ekki muna eftir tilraunum til að innheimta tékkann en það hafi verið reynt við alla tékkana. Tékkinn var í sjóði þegar talning ríkisendurskoðunar fór fram. Ákærði kveðst ekkert vita um endurnýjun tékkans 18. maí og ekki heldur að hann hefði verið fjarlægður úr bankainn- legginu. Tékkinn var innleystur hjá bæjarfógetacmbættinu einhvern tíma eftir 26. maí, en um það vissi ákærði ekki. 10-11. Tékkar að fjárhæð kr. 75.882 og kr. 90.378, útgefnir af Pálma Lórentssyni. Ákærði kveðst ekkert geta sagt um hvort hann eða meðákærði hafi veitt tékkum þessum viðtöku og vísaði til framburðar síns í 9. tl. Inn- 163 heimta á tékkunum var reynd á sama hátt og áður greinir á meðan þeir voru Í sjóði embættisins, en þeir voru þar er talning ríkisendurskoðunar fór fram. Ákærði kveður endurnýjun tékkanna hafa farið fram án sinnar vitundar. Nýi tékkinn, sem var gefinn út vegna þeirra, var að fjárhæð kr. 166.260. Ákærði tók fram að það væri sín aðferð við innheimtu ríkissjóðsgjalda að ná sem bestum árangri án þess að vera í styrjöld við skattborgarana. Hann telji sig hafa sterkari stöðu gagnvart gjaldendunum með því að vera kominn með tékka í hendurnar, þar sem hann hafi orðið var við að þeir séu sýnu hræddari við að komast í ónáð hjá bankakerfinu heldur en embættinu og með þessu hafi hann náð nokkurs konar steinbítstaki á þeim. Hann vilji líka benda á að fái hann ekki greiðslu á gjöldunum með þessum hætti geti það leitt til þess að grípa þurfi til lögtaks og síðan uppboðsað- gerða, en sú leið geti tekið marga mánuði. Þess vegna telji hann að með þessari aðferð nái hann tekjum ríkissjóðs fyrr inn en ella. Hann vilji taka það fram að bæði ríkisbókara og ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins hafi verið kunnugt um þessa aðferð hans og hann hafi ekki sætt ámæli fyrir hana. Í skýrslu hjá rannsóknarlögreglu 6. desember 1983 var ákærði inntur nánar eftir þessu og jafnframt kynntir framburðir Höskulds Jónssonar ráðuneytisstjóra og Grétars Áss Sigurðssonar ríkisbókara sem hér á eftir verða raktir. Ákærði kvaðst hafa lesið þessa framburði og þeir komi í sjálfu sér ekki á óvart, þetta sé hlutur sem þessir aðilar eiga erfitt með að viðurkenna opinberlega. Hann vilji samt sem áður halda fast við framburð sinn varðandi Grétar Áss Sigurðsson að þetta hafi þeir rætt. Grétar Áss hafi vitað af þessu og rætt við sig einhvern tíma snemma árs 1983 að það hefði verið mikið í sjóði og ákærði sagt honum hvers vegna það hefði verið. Það hafi hist svo á að hann hafi átt samtal við Höskuld Jónsson sama dag og sagt honum af þessu samtali þeirra Grétars, þannig að hann telji ekki ástæðu til að breyta framburði sínum neitt um þetta. Þá sagði ákærði í niðurlagi skýrslu sinnar 05.09. 1983 hjá rannsóknar- lögreglu að hann vilji bæta við það sem hann sagði áður varðandi þessa innheimtuaðferð að færi svo að innheimta ætti þessi gjöld með lögtaks- og uppboðsaðgerðum hjá þessum stóru aðilum þá sé ríkissjóður oft í erfiðri aðstöðu. Ef ríkissjóður ætli að ná inn fé sínu verði hann annaðhvort að kaupa eignina eða í undantekningar tilvikum einhver að bjóða yfir kröfu ríkissjóðs. Ef ríkissjóður lendi í því að kaupa eignina til að ná inn kröfu sinni yrði um mjög erfitt fjárhagslegt dæmi að ræða, þar sem leysa þyrfti inn þau veð sem hvíldu á eigninni á undan lögtakinu, en slíkt geti oft skipt miklum fjárhæðum, jafnvel milljónum króna. 164 LO Í skýrslu hjá rannsóknarlögreglu hinn 6. desember 1983 sagði ákærði að hann telji að það sé hans mál sem embættismanns, hvernig hann hagi inn- heimtu embættisins á opinberum gjöldum. Hins vegar sé hann háður því að hljóta ákúrur af hálfu fjármálaráðuneytisins ef hann verði talinn fara út fyrir umboð sitt. Þá sagði ákærði að ef einstakir gjaldendur hefðu komið að máli við sig og talið sig geta gert upp þinggjaldaskuld með þeim hætti að tékki færi ekki fyrr en eftir áramót kunni hann í einstaka tilvikum að hafa boðið þeim að leysa málið á þann hátt. Hann haldi þó að í flestum tilvikum eða öllum hafi þeir haft spurnir af því að öðrum hafi tekist að komast að samn- ingum við hann um slíkt. Hann telji að þetta hafi stuðlað að því að inn- heimtan skilaði sér fyrr í ríkissjóð en ella. Hann sé ekki sammála ríkis- endurskoðun um þetta atriði. Tékki sé greiðsla ef maður tekur hann sem greiðslu. Ákærða var kynnt skýrsla ríkisendurskoðunar varðandi dráttarvaxtaút- reikning á þinggjöldum sem greidd voru í heild með innistæðulausum tékk- um hjá bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum tímabilið 30.12. 1982 til 18.05. 1983. Niðurstaða þessara útreikninga er sú að dráttarvextir í þessu tilviki hafa átt að nema kr. 648.448, sem er upphæð sem kunni að breytast til hækkunar. Ákærði kvaðst sjá þessa skýrslu ríkisendurskoðunar, sem sé yfirgrips- mikil og hann hafi ekki séð áður. Ákærði kveðst ekki vera í neinni aðstöðu til að tjá sig um þetta reikningslega. Þetta sé ugglaust allt saman rétt hjá þeim og rétt uppfært. Hins vegar sé það venjan að ríkisendurskoðun geri um það athugasemd til viðkomandi embættis með fyrirmælum um leiðrétt- ingu hafi hún eitthvað við embættisfærslu að athuga. Ákærða var kynnt skýrsla ríkisendurskoðunar um útreikning viðurlaga og vaxta á söluskatt sem greiddur var með innistæðulausum ávísunum hjá bæjarfógetacmbættinu í Vestmannaeyjum tímabilið 30.12. 1982 til 18.05. 1983. Niðurstaða þeirrar skýrslu er að reiknuð viðurlög og dráttarvextir nemi kr. 128.485. Ákærði kveður það sama eiga við þessar skýrslur um útreikninga og viðurlög um dráttarvexti og söluskatt og í fyrri skýrslunni. Ríkisendurskoðun reiknaði sérstaklega út dráttarvexti vegna þinggjalda, söluskatts o.fl. af fjárhæðum tékka þeirra sem ákært er út af í þessum kafla ákæru. Var notuð sama dráttarvaxtaprósenta og aðferð sem beitt er í tekjubókhaldskerfi ríkisins. Vegna tékkans í 1. tl. að fjárhæð kr 144.173 var miðað við fjárhæðina kr. 69.241 vegna skattalækkunar. Nam heildar- fjárhæðin kr. 212.745 skv. skýrslu um þetta er fylgdi bréfi dags. 28.02. 1986. 165 Ákærða var kynntur þessi dráttarvaxtaútreikningur ríkisendurskoðunar og kvaðst hann ekki gera tölulegar athugasemdir við hann. Ríkisendurskoðun endurreiknaði innheimtuþóknun bæjarfógetans í Vestmannaeyjum, er dregnar höfðu verið frá greiðslur sem inntar voru af hendi með innistæðulausum tékkum í lok desember 1982 vegna gjalda árið 1982. Reiknuð þóknun fyrir árið 1982 var kr. 102.300, en endurreiknuð kr. 69.280 og er mismunur kr. 33.020. Ákærða voru kynntir þessir útreikningar ríkisendurskoðunar. Kvaðst hann hafa séð þá og hafi út af fyrir sig ekkert við þá að athuga miðað við þær forsendur, sem lagðar séu til grundvallar. Ákærði X hefur skýrt frá því í dómi varðandi meðferð tékka við bæjar- fógetaembættið í Vestmannaeyjum að það hafi komið fyrir að tékkar hafi verið látnir liggja í sjóði. Stundum var um að ræða tékka sem höfðu verið endursendir sem innistæðulausir og kom þá fyrir að þeir voru látnir aftur í sjóðinn ef álitið var að innlegg í banka kæmi eftir nokkra daga. Þá voru tékkar og bakfærðir og færðir inn á reikning sem embættið var með fyrir innistæðulausa tékka. Þeir tékkar, sem fóru inn á þennan reikning, bak- færðust sjálfkrafa og fóru í öllum tilvikum til innheimtu hjá lögfræðingi. Ákærði og meðákærði Kristján ræddu oftast um það hvaða tékkar ættu að fara inn á bakfærslureikninginn. Meðákærði tók einn ákvörðun um það hvaða tékkar voru bakfærðir og hverjir ekki. Þegar tékki var gefinn út á lokaðan reikning tók ákærði ákvörðun um hann, en allir slíkir tékkar fóru inn á bakfærslureikninginn. Hlaupareikningur nr. 2 við Útvegsbankann í Vestmannaeyjum var aðal- lega í höndum gjaldkera, en í undantekningartilvikum gáfu þeir meðákærði út tékka á reikninginn. Þeir notuðu reikninginn ekki að öllu jöfnu og með- ákærði ákaflega sjaldan, nema í veikindaforföllum eða fríum. Ákærði kveður meðákærða eiga að gera grein fyrir þeim tékkum sem voru í sjóði þegar sjóðtalning ríkisendurskoðunar fór fram. Það hafi verið hann sem lét umrædda tékka liggja í sjóðnum. Meðákærði hafði hringt í a.m.k. suma útgefendur tékkanna. Ákærði gerir ráð fyrir að þetta hafi verið tékkar vegna greiðslu söluskatts eða þinggjalda og þeir verið inni- stæðulausir. Þá kom fyrir að fólk fékk að skrifa tékka fram í tímann. Ákærði heldur að í þeim tilvikum hafi viðkomandi ekki fengið kvittunina í hendur,heldur hafi meðákærði geymt hana hjá sér. Þetta var þó fært sem greitt hjá embættinu þann dag sem greitt var með tékkanum, þótt hann væri stílaður fram í tímann. Í flestum tilvikum var viðkomandi tékki þó dagsettur þann dag sem greitt var, en hann var síðan geymdur í sjóði. Ef tékki var geymdur var oftast skrifað á miða hvenær hann mætti fara í banka. Það kom fyrir að hann gaf leyfi fyrir þessu, en í þeim tilvikum 166 sé bara um nokkra daga að ræða. Ef um lengri tíma var að ræða var fengið leyfi hjá meðákærða. Ákærði kveður tékkana, sem voru Í innlegginu í Útvegsbankann 18. maí 1983, vera tilkomna fyrir áramótin 1982-1983, en þá voru margir innistæðu- lausir tékkar frá ýmsum mönnum geymdir í sjóði. Megi ráða af sjóðsyfirlit- um hve mikið hafi þá legið í sjóði af innistæðulausum tékkum. Ákærði kveður koma í ljós eftir athugun á sjóðsyfirliti, aðalsjóðbók og viðskipta- mannafylgiskjölum, að í árslok 1982 hafi verið í sjóði kr. 14.332.146,60, sem sagt sé að hafi verið í peningum. Inni í þeirri tölu séu innistæðulausir tékkar að fjárhæð tæplega kr. 10.000.000. Hér sé um að ræða tékka sem notaðir hafi verið til greiðslu í desember, að ákærði heldur tvo síðustu dagana í þeim mánuði. Þetta séu eingöngu tékkar vegna þinggjalda sem geyma hafi átt í mislangan tíma, þar sem ekki var til innistæða fyrir þeim. Útgefendur tékkanna fengu leyfi hjá embættinu til að fá þá geymda. Gjald- kerinn gat ekki gefið leyfi fyrir geymslu slíkra tékka og ákærði er alveg viss um að það hafi hann ekki gert. Það eru meðákærði og ákærði sem gefa leyfi fyrir geymslutékkunum, þó aðallega meðákærði og hann varðandi alla stærri tékkana. Að sögn ákærða var svona fyrirkomulag eingöngu viðhaft um áramót. Ákærði kveðst hafa gefið leyfi fyrir geymslu tékka með minni fjárhæðum með vitund meðákærða og hafi hann ekki gert athugasemdir við það. Menn komu annaðhvort til ákærða eða með- ákærða og spurðu um leyfi til að fá að greiða með slíkum tékkum sem mættu fara í banka eftir svo og svo langan tíma. Þeir hafi reynt að aðstoða menn þegar svona stóð á, en þó aðeins þá sem þeir töldu að mundu standa við það sem þeir lofuðu um greiðslu tékkanna. Ef þeir féllust á þetta settu þeir miða á viðkomandi tékka og skrifuðu á hann hvenær tékkinn ætti að fara í banka. Viðkomandi maður fór oftast sjálfur með tékkann til gjald- kera þannig merktan frá þeim eða ákærði hafði a.m.k. þennan hátt á. Hins vegar var stundum annar háttur á þessu hjá meðákærða, því að hann beið með að ganga frá þessu þangað til búið var að loka. Þá fór hann fyrst til þess starfsmanns, sem sá um þinggjöldin, og lét hann útbúa þinggjalda- kvittun sem hann síðan lét gjaldkerann hafa með tékkanum. Í sumum tilvikum geymdi meðákærði sjálfur þinggjaldakvittun inni hjá sér þangað til búið var að innleysa tékkann, en þá fékk viðkomandi kvittunina. Þetta var þó ekki algilt. Ákærði telur að meðákærði hafi haft þetta þannig með þá menn sem hann var ekki Öruggur um að borguðu. Stundum voru menn ekki sjálfir öruggir á því hvenær tékkinn gæti farið, þ.e.a.s. hvort hann gæti farið á þeim tíma sem talað var um. Ákærði heldur að allir tékkarnir hafi átt að fara inn í janúar 1983. Síðan gerðist það að illa aflaðist í Vest- mannaeyjum, en allt byggist þar á fiskveiðum, þannig að greiðsla sumra tékkanna dróst lengur en ætlað var. Flestir tékkarnir fóru á umsömdum 167 tíma, en þó voru nokkrir enn í sjóði þegar sjóðtalning ríkisendurskoðunar fór fram. Ákærði kveður Vilhjálm Bjarnason, bankastjóra Útvegsbankans, hafa vitað af því að hjá embættinu voru geymdir þannig tékkar. Í sumum tilvikum talaði ákærði eða meðákærði við Vilhjálm áður en tékkarnir voru lagðir inn í bankann og spurðist fyrir um innistæðu þegar þá grunaði að hún væri ekki enn fyrir hendi. Ákærði kveðst hafa farið með bankainnlegg með tékkum að fjárhæð kr. 2.168.238, sem ríkisendurskoðun hafði útbúið til innlagningar á hlaupa- reikning bæjarfógetaembættisins við Útvegsbankann þann 18. maí 1983. Ekki man ákærði hver veitti innlegginu móttöku. Kvittun fyrir innborgun liggur fyrir í skjölum málsins. Ákærði minnist þess ekki að hafa haft frekari afskipti af innlegginu og kannast ekki við að hafa átt neinn þátt í afturköllun þess. Minnist hann þess ekki að meðákærði hafi rætt það mál við sig. Ákærði kveður innleggið hafa borist aftur til embættisins, en hvenær það var man hann ekki. Hjá rannsóknarlögreglu hafði ákærði skýrt frá því að hann hefði afhent innleggið óhreyft til Tómasar Pálssonar frekar en Grétu Guðjónsdóttur, en þau eru gjaldkerar í Útvegsbankanum. Ákærði kveðst hafa hringt í Vilhjálm Bjarnason bankastjóra eftir að hann kom upp á bæjarfógetaskrif- stofu aftur og sagt honum frá því að ríkisendurskoðun hefði gert talningu hjá embættinu og þetta innlegg væri komið úr talningunni. Bað ákærði Vilhjálm í símtalinu að sitja á innlegginu þar sem innistæða væri ekki fyrir hendi fyrir tékkunum í því. Vilhjálmur sagðist ætla að athuga málið og ræddi þetta eitthvað við meðákærða. Eitthvað af tékkunum gekk í gegn, en afganginn leysti ákærði út aftur. Í samráði við meðákærða fór ákærði til Vilhjálms Bjarnasonar og sótti þá tékka sem ekki voru í lagi. Hann greiddi þá út með öðrum tékkum og peningum, sem safnast höfðu í sjóðinn eftir athugun ríkisendurskoðunar. Ákærði getur ekkert svarað fyrir það hver stakk upp á þessu, það gæti alveg eins hafa verið hann eins og með- ákærði. Það var a.m.k. samkomulag þeirra meðákærða að hafa þennan hátt á. Ákærði heldur að hann hafi sótt tékkana til Vilhjálms 26. maí. Þeir tékkar, sem hann sótti, voru ekki bókaðir hjá Útvegsbankanum, en það var ekki að beiðni ákærða. Ákærði fór síðan með tékkana aftur í sjóð embættisins. Meðákærði vissi af þessu, enda var ekki um neitt annað að ræða því að tékkarnir voru leystir út með fé eða öðrum tékkum úr sjóðn- um. Ákærði kveðst ekki geta sagt um hvaða tékkar það voru sem hann sótti í Útvegsbankann, en hann er öruggur um eftirfarandi tékka: Tékki útgefinn af Finnboga Ólafssyni að fjárhæð kr. 144.173, tékki útgefinn af Jóni Inga Guðjónssyni að fjárhæð kr. 77.112, 2 tékkar útgefnir 168 af Guðjóni Pálssyni að fjárhæð kr. 138.159 og kr. $7.654 og tékki útgefinn af honum sjálfum að fjárhæð kr. 240.000. Þá greindi ákærði frá því í skýrslu sinni að meðákærði hefði verið búinn að krefja Jón Inga Guðjónsson um greiðslu. Jón Ingi hafði greitt kr. 7.500 inn á tékkann sem meðákærði geymdi hjá sér. Í bókhaldi embættisins þann 26. maí koma þessar kr. 7.500 fram sem innborgun á tékkann. Ákærða var kynnt þessi skýrsla hans hjá rannsóknarlögreglu og bent á ósamræmi það sem er á milli hennar og framburðar hans fyrir dómi. Ákærði kveður langt um liðið og skýrslan hjá rannsóknarlögreglu sé tekin 31. ágúst 1983 þegar þetta var í fersku minni. Sé þar rétt greint frá máls- atvikum. Ákærði tók fram að þegar hann hringdi í Vilhjálm Bjarnason hefði hann beðið hann að geyma innleggið þar til síðar um daginn er meðákærði kæmi til Vestmannaeyja. Ákærði hefur skýrt frá tékkum þeim, sem ákært er fyrir, á eftirfarandi hátt: I. Tékki að fjárhæð kr. 144.173, útgefinn af Finnboga Ólafssyni, var notaður til greiðslu á þinggjöldum Nets hf. Ákærði kveðst ekki kannast við að Finnbogi hafi rætt við sig um tékka þennan, en ákærði hefur skýrt frá móttöku tékkans og geymslu í megin- atriðum á sama hátt og meðákærði. 2. Tékki að fjárhæð kr. 77.112, útgefinn af Jóni Inga Guðjónssyni. Ákærði kveðst ekkert vita um þennan tékka og ekki hafa samþykkt mót- töku hans. Tékkinn var í sjóði uns talning ríkisendurskoðunar fór fram. Ákærði tók fram að hann hefði litið svo á að báða framangreinda tékka hefði átt að geyma í sjóði samkvæmt fyrirmælum bæjarfógeta. 3-4. Tékkar að fjárhæð kr. 40.000 og kr. 42.962, útgefnir af Erlendi Péturssyni. Ákærði kveður það rétt að Erlendur Pétursson hafi rætt við sig um mót- töku á 40.000 kr. tékkanum sem var Í sjóði til 6. maí 1983. Erlendur sagði ákærða að tékkinn væri innistæðulaus og átti hann að geymast til 10. janúar 1983. Um hinn tékkann að fjárhæð kr. 42.962 kveðst ákærði ekki geta sagt af eða á. Hann kannast ekki við að Erlendur hafi rætt við sig er hann afhenti tékkann. Í frámburði hjá rannsóknarlögreglu hafði ákærði sagt að það gæti stemmt.að hann hefði veitt Erlendi heimild fyrir báðum tékkunum og gerði hann ekki athugasemdir við framburð Erlends. 5. Tékki að fjárhæð kr. 67.171, útgefinn af Öldu Alfreðsdóttur f.h. Trésmiðjunnar í Vestmannaeyjum. Ákærði kveðst ekki muna eftir þessum tékka og ekki muna eftir að hafa veitt honum móttöku. 169 Hjá rannsóknarlögreglu hafði ákærði sagt að hann haldi að geyma hefði átt tékkann stuttan tíma. Hafði oft verið krafið um greiðslu tékkans en hún dregist. Tékkinn var í sjóði 17. maí 1983, en þann dag bókfærði ákærði tékkann úr sjóði og viðskiptafærði hann jafnframt í bókhaldi embættisins hjá Knattspyrnufélaginu Tý fyrir sömu fjárhæð og nam tékkafjárhæðinni á móti húsaleigugreiðslum frá embættinu. 6. Tékki að fjárhæð kr. 30.165, útgefinn af Ólafi Runólfssyni. Ákærði kveðst ekki minnast þess að Ólafur Runólfsson hafi talað við sig er tékkanum var veitt viðtaka hjá bæjarfógetaembættinu til greiðslu á þinggjöldum. Ákærði kveðst ekki muna eftir þessum tékka í sjóði. Útgáfu- dagsetningunni á tékkanum hefur verið breytt svo sem hann ber með sér, en ákærði kveðst ekki muna til að hann hafi gert það. Tékka þessum var framvísað í banka 6. maí 1983 samkvæmt stimpli á honum. 7-8. Tékkar að fjárhæð kr. 138.159 og kr. 57.654, útgefnir af Guðjóni Pálssyni á hlaupareikning Ufsabergs hf. Ákærði kveðst hafa veitt báðum þessum tékkum viðtöku til greiðslu á þinggjöldum. Þeir voru innistæðulausir og bað Guðjón ákærða um að geyma þá. Ákærði kveðst áður hafa leitað eftir samþykki meðákærða og hafi hann gefið leyfi fyrir tékkunum. Guðjón fékk kvittun fyrir greiðslu þinggjaldanna er hann afhenti tékkana. Tékkarnir voru geymdir í sjóði þar til talning ríkisendurskoðunar fór fram. Ákærði kveður það rétt sem í 2., 3. og 4. mgr. þessa liðar ákæru greinir. Þegar tékkarnir komu aftur frá Útvegsbankanum þann 26. maí 1983 eyddi ákærði þeim út (svo) með því að færa samanlagða upphæð þeirra og eigin skuld, sem hækkandi skuld Ufsabergs hf. á þinggjöldum. Ákærði kveðst hafa gert þetta upp á sitt eindæmi án samráðs við Guðjón Pálsson. Ákærði ræddi þetta heldur ekki við meðákærða og telur að hann hafi ekki vitað um þetta. 9. Tékki að fjárhæð kr. 120.178, útgefinn af Pálma Lórentssyni 30. desember 1982. Ákærði kveðst ekki muna eftir tékka þessum. Hann hafi ekki gefið leyfi fyrir tékkanum. Tékkinn var í sjóði til 17. maí 1983 að því er fram hefur komið í málinu. Ákærði kveðst ekkert muna um afdrif tékkans eftir það. Hjá rannsóknarlögreglu hafði ákærði skýrt frá því að tékkinn hefði verið til greiðslu á tollum ef hann myndi rétt. Það hafi átt að vera innistæða fyrir honum. Þessi tékki var endurnýjaður með nýjum tékka 17. maí 1983, en dagsettur þann 18. s.m. Ákærði veit ekki skýringuna á því hvers vegna hann var dagsettur einn dag fram í tímann. Það hafi ekki verið gert í sam- ráði við sig. Í annarri skýrslu segir ákærði að verið geti að hann hafi veitt Pálma Lórentssyni heimild fyrir tékkanum, en hann muni þó ekki eftir því. Loks 170 vísast um tékka þennan til framburðar ákærða um tékkana er greinir í 10.-11. tl. hér á eftir. Ákærði kvaðst vísa til skýrslu sinnar hjá rannsóknar- lögreglu og telja hana rétta, þótt hann muni ekki um þetta nú. Ákærða var kynntur framburður Pálma Lórentssonar um framan- greindan tékka. Kveðst ákærði ekki gera athugasemdir við framburðinn og telja hann réttan. 10-11. Tékkar að fjárhæð kr. 75.882 og kr. 90.378, útgefnir af Pálma Lórentssyni. Tékkar þessir voru notaðir til greiðslu á söluskatti. Ákærði hafði skýrt frá því hjá rannsóknarlögreglu að hann hefði fengið Pálma Lórentsson til að skipta á tékka að fjárhæð kr. 166.261 og tveim eldri tékk- um að fjárhæð kr. 75.882 og kr. 90.378 þann 18. maí 1983 þegar ríkis- endurskoðun var að gera athugun sína hjá bæjarfógetaembættinu. Ákærða þykir ekki ótrúlegt að hann hafi verið að forða þessum tveim tékkum úr sjóðnum. Þar sem þeir voru það gamlir. Ákærði kveðst ekki muna eftir að hafa gefið leyfi fyrir þessum tveim tékkum. Að öðru leyti geri hann ekki athugasemd við framburð Pálma Lórentssonar. Hann fékk Pálma til að skipta á tékkunum, en þá voru starfsmenn ríkisendurskoðunar komnir í tollathugunina. Tékkunum var skipt 17. maí, en ekki 18. maí, þótt tékkarnir séu dagsettir þann dag. Loks segir ákærði í öðrum framburði hjá rannsóknarlögreglu að það sama gildi um þennan tékka þ.e. tékkann að fjárhæð kr. 166.261 og tékk- ann hér næst á undan. Hann hafi gefið leyfi fyrir tékkanum yfir nótt. Ákærði kveður málsatvikum í þessum tölulið ákæru rétt lýst. Ákærðu voru samprófaðir um það er á milli ber í framburðum þeirra um innleggið í Útvegsbankann. Hélt hvor þeirra fast við framburð sinn og vildi í engu breyta honum. Vitnið Ragnhildur Mikaelsdóttir gjaldkeri kveðst hafa borið ábyrgð á því að sjóður bæjarfógetaembættisins stemmdi, en á þeim innistæðulausu tékk- um sem voru í sjóði kveðst það ekki bera ábyrgð. Það taki aldrei við þeim tékkum, sem eigi að geymast í sjóði, nema eftir fyrirmælum frá Kristjáni Torfasyni bæjarfógeta eða X aðalbókara. Í þeim tilvikum sem X hafi beðið það um að geyma tékka í sjóði kveðst vitnið telja að hann hafi komið með þá til þess eftir fyrirmælum frá Kristjáni Torfasyni. Það hafi litið svo á að hann hefði ekki leyfi til að gera þetta á sitt eindæmi. Vitnið man ekki eftir því að þessi háttur væri hafður á fyrst eftir að það byrjaði sem gjald- keri, en þegar það kom til vinnu þann 30. desember 1982 eftir veikindafrí var komið mikið uppsafn af slíkum tékkum sem var haldið til hliðar í sjóðnum og talið við uppgjör sem peningar. Dagana 30. og 31. desember 1982 var verið að ganga frá þinggjöldum fyrir áramótin. Komu þá ákærðu með þá menn sem voru að greiða og 171 sögðu við vitnið að tékka frá þeim ætti að geyma. Leituðu menn eingöngu til ákærðu með slíka fyrirgreiðslu. Þegar tékkar voru til greiðslu á þing- gjöldum útbjó stúlka sú, sem vann við þinggjöldin, kvittanir fyrir greiðslu þinggjaldanna, en vitnið áritaði síðan kvittanirnar og afhenti þær. Væri hins vegar um söluskatt að ræða gaf vitnið sjálft kvittun. Kvittanirnar voru greiðslustimplaðar þann dag sem greiðslan fór fram, enda þótt ætti að geyma tékkann. Vitnið kveðst hafa sett miða á tékkana með áritun um, hvenær þeir mættu fara í banka ef það var þá vitað. Þeir ákærðu höfðu hönd í bagga með þessu. Í sumum tilvikum voru tékkar gefnir út fram í tímann og áttu að fara á útgáfudegi. Í einstaka tilviki voru tékkarnir ódagsettir. Þarna var aðallega um að ræða tékka frá fyrirtækjum. Fyrstu dagana eftir áramótin kom eitthvað af slíkum tékkum og síðan af og til eftir það en í litlum mæli og til styttri tíma. Það var alveg tekið fyrir þetta eftir að ríkisendurskoðun gerði talninguna þann 18. maí 1983. Um veru- legar upphæðir var að ræða um áramótin, en síðan fóru tékkarnir smátt og smátt í banka. Vitnið kveður ákærðu hafa fylgst með tékkunum sem geymdir voru Í sjóði og komið annað slagið til að láta það vita hvaða tékkar mættu fara í banka. Tékkunum fór síðan fækkandi, en sumir af þeim tékk- um, sem voru Í sjóði við talningu ríkisendurskoðunar þann 18. maí 1983, vöru „„geymsluávísanir““ sem eftir voru frá árinu 1982. Vitnið kveðst hafa lagt í banka hvern virkan dag og þá var um að ræða uppgjör frá því deginum á undan. Í sjóði hafði vitnið í skiptimynt um kr. 30.000, en mismuninn að frádregnum „geymsluávísunum““ lagði það inn. Vitnið var spurt í dómi um tékka þá er í þessum kafla ákæru greinir og voru Í sjóði er talning ríkisendurskoðunar fór fram þann 18. maí 1983. 1. Vitnið kveður Kristján Torfason hafa gefið leyfi fyrir því að tékki frá Finnboga Ólafssyni, að fjárhæð kr. 144.173, væri geymdur í sjóði, en tékkinn var notaður til að greiða þinggjöld þann 31.12. 1982. Það var óvíst hvenær tékkinn mátti fara í banka. 2. Vitnið minnir að það hafi verið Kristján Torfason, sem gaf leyfi fyrir geymslu á tékka frá Jóni Inga Guðjónssyni að fjárhæð kr. 77.112. Tékkinn átti að vera með ártalinu 1983 en ekki 1982. Það var óvíst hvenær þessi tékki mátti fara í banka. 3-4. Vitnið kveðst ekki muna eftir tékka frá Erlendi Péturssyni að fjár- hæð kr. 40.000, er það var yfirheyrt í dómi. Vitnið kveðst telja að tékkinn frá Erlendi að fjárhæð kr. 42.962 hafi komið um áramótin 1982-1983 vegna greiðslu á þinggjöldum. Vitnið þorir ekki að segja til um hvor ákærðu gaf leyfi fyrir tékka þessum. Það var ekki ákveðið með geymslutímann. 5-6. Vitnið kveðst ekki muna eftir tékka sem útgefinn var af Öldu 1709 1/4 Alfreðsdóttur f.h. Trésmiðjunnar í Vestmannaeyjum að fjárhæð kr. 67.171 og ekki heldur eftir tékka frá Ólafi Runólfssyni að fjárhæð kr. 30.165, er það var yfirheyrt í dómi. 7-8. Vitnið kveðst telja að tékki að fjárhæð kr. 138.159 hafi verið notaður til greiðslu á þinggjöldum starfsmanna Ufsabergs hf. Tékkinn kom fyrsta daginn eftir veikindafrí vitnisins. Vitnið man ekki hvor ákærðu það var sem gaf leyfi fyrir geymslu tékkans. Það var óvíst hvenær tékkinn mátti fara í banka. Vitnið heldur að sama eigi við um tékka að fjárhæð kr. 57.654 frá Guðjóni Pálssyni og framangreindan tékka. Í síðari framburði fyrir dómi sagði vitnið að slá megi því föstu að X hafi beðið það um að geyma tékka er Guðjón Pálsson gaf út á hlaupareikn- ing Ufsabergs hf. 9. Vitnið kveðst helst álíta að tékki Pálma Lórentssonar hafi verið til greiðslu á tollum. Þessi tékki hefur verið stílaður eitthvað fram í tímann að sögn vitnisins. Vitnið man ekki hvor ákærðu það var sem gaf leyfi fyrir geymslu tékkans. Vitnið kveður það sama eigi við um tékkann frá Pálma Lórentssyni að fjárhæð kr. 166.261 og tékkann er greinir í 9. tl. Það hafi skoðað ljósrit af tékkanum og kannist við að hafa skrifað dagsetninguna 21.5. 83 aftan á hann þann dag. Tékkinn fór með innlegginu þann 18. maí 1983, en það var annar hvor ákærðu sem kom aftur með tékkann nokkrum dögum síðar og bað vitnið um að setja hann í sjóðinn. Vitnið kveður þá ákærðu hafa blandað sér svo mikið í daglegan rekstur embættisins að það þori ekki að segja til um það hvor þeirra hafi komið með tékkann aftur. Vitnið hefur skýrt frá því að sendill hafi yfirleitt farið með innlegg í bankann frá bæjarfógetaembættinu. Hinn 18. maí 1983 bað starfsmaður ríkisendurskoðunar vitnið um að fara með innlegg í banka, en í því voru m.a. þeir tékkar sem geymdir höfðu verið í sjóði. Vitnið kveðst hafa beðið ákærða X um að leysa sig af á meðan, en þá hafi hann boðist til að fara sjálfur með innleggið og gert það. Vitnið kveður einhverja tékka hafa komið aftur og eru sérstaklega minnisstæðir tékkar frá Pálma Lórentssyni. Vitnið, Finnbogi Ólafsson netamaður, Heiðavegi 62, Vestmannaeyjum, kveðst hafa gefið út tékka nr. 876120, að fjárhæð kr. 144.173,00 fyrir hönd Nets hf., en það er einn af eigendum fyrirtækisins. Vitnið kveðst hafa gefið tékkann út sem tryggingartékka fyrir því, að Net hf. greiddi skilvíslega opinber gjöld til bæjarfógetans í Vestmannaeyjum. Opinber gjöld höfðu verið áætluð á Net hf. og var álagningin kærð. Var því ekki vitað hver upphæðin yrði þegar tékkinn var gefinn út hinn 03.12. 1982. Þetta var gert í samráði við ákærða Kristján Torfason og tók hann við tékkanum á skrif- stofu sinni. Tékkinn átti ekkert að sýnast að sögn vitnisins og því kannaði 173 það ekkert sérstaklega um innistæðu á reikningnum, en hann er nr. 1015 við Útvegsbankann í Vestmannaeyjum. Ákærði Kristján hafði símasamband við vitnið hinn 26. eða 27. maí 1983 og sagði að opinberu gjöldin hefðu endanlega verið ákveðin. Vitnið fór samdægurs og sótti tryggingartékkann. Greiddi það kr. 69.241,00 með tékka á sama reikning dagsettum 27. maí. Tryggingartékkinn var rifinn. Ákærði afhenti sjálfur vitninu tékkann á skrifstofu sinni. Vitnið minnist þess ekki að hafa skrifað útgáfudagsetninguna. Vitninu var bent á að útgáfudagur hafi verið 31.12. 1982. Vitnið hafði meðferðis tékkheftið sem umræddur tékki var í og kvaðst sjá að fallið hefði niður tölustafurinn 1 á eftir tölustafnum 3. Því muni rétt vera að útgáfudagur tékkans hafi verið 31.12. 1982. Vitnið Jón Ingi Guðjónsson kaupmaður, Helgafellsbraut 31, Vestmanna- eyjum, kvaðst hafa gefið út tékka nr. 876120, að fjárhæð kr. 77.112, og notað hann sem greiðslu í lok desember 1982 á þinggjöldum sem það hafði verið krafið um hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum. Vitnið getur ekki fullyrt hvaða dag það var sem það fór með tékkann til bæjarfógeta. Svo sem tékkinn ber með sér er hann dagsettur 20.01. 1982, en þessi dagsetning er ekki rétt að sögn vitnisins. Vitnið kveðst óvart hafa skrifað ártalið 1982, en það hafi átt að vera 1983. Þegar vitnið gaf tékkann út var ekki næg innistæða á reikningi þess fyrir honum. Vitnið skýrði ákærða Kristjáni frá þessu og óskaði eftir því við hann að hann geymdi tékkann. Upphaflega var talað um að tékkinn yrði geymdur til 20.01. 1983, en þá taldi vitnið að það yrði búið að fá peninga þannig að hægt væri að innleysa tékkann. Ákærði féllst á að gera þetta fyrir vitnið. Þegar kom að 20. janúar 1983 höfðu fjármál vitnisins ekkert lagast og fór það þá til ákærða og skýrði honum frá því að það ætti ekki peninga inni á reikningi þess fyrir tékkan- um. Vitnið kveðst hafa átt að fá lán úr Byggðasjóði fljótlega eftir áramótin 1982-1983, en það hafi brugðist, og sagði vitnið ákærða frá því. Ákærði bauð vitninu að reyna að greiða eitthvað inn á þetta, en hann vildi ekki ganga hart að því. Greiðslugeta vitnisins lagaðist ekkert þó að liði fram á árið og voru þinggjöld þess að mestu ógreidd. Vitnið kveðst þó hafa verið búið að greiða tvisvar eða þrisvar inn á þetta einhverjar smáupphæðir í hvert sinn, en man ekki hvað það var mikið samtals. Vitnið man ekki hvort það fékk kvittun þegar það lét ákærða hafa tékk- ann. Hinn 30.08. 1983 fóru rannsóknarlögreglumenn á skrifstofu bæjarfóget- ans í Vestmannaeyjum. Í för með þeim var ákærði X. Tilefni fararinnar var að fá ljósrit af tékkum sem ákærði hafði skýrt rannsóknarlögreglu- 1/4 mönnunum frá að bæjarfógetaembættið hefði fengið endursenda frá Útvegsbankanum vegna þess að þeir hefðu reynst innistæðulausir. Ákærði sýndi lögreglumönnunum fyrst reikning sem bæjarfógetaæmbætt- ið heldur yfir þá tékka sem því berast aftur innistæðulausir frá innlausnar- banka, í þessu tilviki Útvegsbanka Íslands, og var þá andvirði tékkanna tekið út af hlaupareikningi bæjarfógetaembættisins nr. 2 við Útvegsbank- ann. Þegar rannsóknarlögreglumennirnir athuguðu þennan reikning sáu þeir að þar höfðu verið færðir inn tveir af þeim tékkum sem voru í sjóði hjá bæjarfógeta þegar starfsmenn ríkisendurskoðunar gerðu þar talningu að morgni 18.5. 1983. Annar þessarar tékka var framangreindur tékki frá Jóni Inga Guðjónssyni. Tékkinn var með framsalsstimpli bæjarfógetans í Vestmannaeyjum. Ekki var hægt að sjá á tékkanum að hann hefði nokkurn tíma borist bankanum, þar sem hann hafði ekki verið stimplaður þar hvorki með gjaldkerastimpli né stimpli, þar sem kemur fram að tékkinn hafi verið innistæðulaus þegar hann var sýndur í bankanum. Að sögn X fylgdi ekkert skjal með tékkanum, þegar hann var endursendur til bæjarfógetaembættis- ins. Vitnið Erlendur Gísli Pétursson húsasmiður, Illugagötu 19, Vestmanna- eyjum, kveðst hafa notað tékka að fjárhæð kr. 40.000 og kr. 42.962, út- gefna til bæjarfógetans í Vestmannaeyjum til greiðslu á eftirstöðvum þing- gjalda þann 30. desember 1982. Vitnið kveðst hafa rætt við ákærða X um geymslu á tékkunum, en ekki við ákærða Kristján. Fyrrgreindi tékkinn átti að fara í banka 10. janúar, en innistæða var þá ekki fyrir honum og lét vitnið X vita af því. Vitnið ræddi oftar en einu sinni við X og bað um lengri frest. Tékkinn fór í banka 6. maí 1983 og man vitnið ekki eftir að haft væri samband við sig áður. Síðargreindi tékkinn er með bankastimpli, dagsettum 26. maí 1983, og virðist gilda sama um hann og hinn tékkann um greiðslufrest. Vitnið fékk strax kvittun fyrir greiðslu þinggjaldanna samtals kr. 82.962. Vitnið kveður mikið hafa verið gert að því að krefja um greiðslu á þinggjöldum fyrir áramótin 1982-1983 m.a með auglýsingum. Vitnið kveðst hafa beðið um að fá að greiða þetta með framangreindum hætti til að fá ekki á sig dráttarvexti. Vitnið Alda Ólöf Alfreðsdóttir verkakona, Vesturvegi 20, Vestmannaeyj- um, kveðst hafa unnið hjá Trésmiðju Vestmannaeyja árið 1982 við bók- hald. Vitnið minnir að ákærði X hafi hringt til þess á gamlársdag og verið að krefja um greiðslu þinggjalda sem fyrirtækið skuldaði. Vitnið minnir að ákærði hafi sagt að greiða mætti þinggjöldin með tékka þótt innistæða væri ekki til fyrir honum. Vitnið fór síðan á bæjarfógetaskrifstofuna og greiddi þinggjöldin með tékka að fjárhæð kr. 67.171, dags. 31.12. 1982. Vitnið heldur að innistæða hafi ekki verið fyrir tékkanum. Vitnið man ekki hvort ákærði nefndi ákveðinn dag sem innistæða þyrfti að vera fyrir hendi. 175 Vitnið kveðst ekkert vita hvenær eða hvernig greiðsla tékkans fór fram, Valgeir Jónasson, eigandi Trésmiðjunnar, hafi séð um það. Vitnið kveðst ekki muna hvort það fékk kvittun er það lét tékkann af hendi, en telur það líklegt. Vitnið Valgeir Jónasson húsasmíðameistari, Bröttugötu 16, Vestmanna- eyjum, eigandi Trésmiðju Vestmannaeyja, kveður Öldu Alfreðsdóttur, er starfaði hjá því, hafa greitt þinggjöld starfsmanna fyrirtækisins hinn 31.12. 1982 með tékka að fjárhæð kr. 67.171. Það hafi ekki verið að sinni beiðni að tékkinn væri geymdur. Vitnið vissi ekki til þess að innistæða væri til fyrir tékkanum og vissi ekki hvenær það gæti borgað hann. Alda hafi borgað þetta án vitneskju vitnisins. Bæjarfógetaembættið hafi verið marg- búið að krefja það um greiðslu á þinggjöldunum. Vitnið var búið að biðjast vægðar og reyna að semja, en það hafi staðið illa á hjá fyrirtækinu. Vitnið kveðst alls ekki hafa ætlast til að farið yrði út í þennan tékkaleik, heldur að gjöldum starfsmanna yrði komið yfir á það, þannig að það fengi dráttarvextina en ekki starfsmennirnir. Starfsmenn bæjarfógetaembættisins hafi örugglega vitað um slæma fjárhagsgetu vitnisins. Síðan var dálítið um- liðið og þá sagði ákærði Kristján við vitnið að það yrði að borga þetta, en það fóru engin orð um það meira. Liðnir voru einhverjir mánuðir er vitnið sagði ákærða Kristjáni að það væri ekki búið að sjá hvernig það ætlaði að leysa þetta. Síðan var verið að ýta á vitnið að borga. Það kveðst þá hafa séð möguleika á að gera þetta upp, þar sem Knattspyrnufélagið Týr skuldaði því leigu á steypumótum og eins hafði félagið keypt af vitninu vinnuskúr. Skuldin var kr. 70.000. Vitnið samdi þá við félagið að þeir gerðu þetta upp við bæjarfógetaembættið, þannig að skuld þess við embættið kæmi á móti. Vitnið samdi ekki sjálft við embættið um þetta. Þetta var um miðjan maí 1983 sem gengið var frá þessu á þennan hátt. Vitnið kveðst ekkert vita um dráttarvaxtagreiðslu, en skuldin hafi verið uppgerð að það haldi. Vitnið kveðst hafa beðið um að fá tékkann til baka, en það ekki tekist. Vitnið Ólafur Runólfsson framkvæmdastjóri, Fjólugötu 11, Vestmanna- eyjum, kveðst hafa gefið út tékka að fjárhæð kr. 30.165 fyrir áramótin 1982-1983 til greiðslu á þinggjöldum hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyj- um. Þegar vitnið gaf tékkann út átti það ekki næga innistæðu á reikningi þess fyrir tékkafjárhæðinni og samdi því við ákærða Kristján um að hann geymdi tékkann fyrir það fram yfir áramótin. Vitnið man ekki til þess að talað hafi verið um neinn sérstakan dag í þessu sambandi. Með þessu móti kveðst vitnið hafa losnað við að greiða dráttarvexti, en bæjarfógeti hafi lagt ríka áherslu á það að þessi gjöld yrðu greidd fyrir áramót. Vitnið kveðst sjá á tékkanum að dagsetningunni, sem það skrifaði á hann, hafi verið breytt og kunni það ekki skýringu á því. Vitnið kveðst 176 ekki heldur vita hvers vegna tékkinn var ekki innleystur í banka fyrr en 6. maí 1983. Það hafi ekki óskað eftir því að hann yrði geymdur svo lengi, heldur rétt fram yfir áramótin eins og áður hafi komið fram. Vitnið man ekki betur en það hafi fengið kvittun um leið og það greiddi með tékkanum þann 31.12. 1982. Vitnið Guðjón Pálsson skipstjóri, Hraunslóð 2, Vestmannaeyjum, er mágur ákærða X. Vitnið kveðst hafa skoðað báða tékkana að fjárhæð kr. 138.159 og kr. 57.654 og staðfest að það hafi gefið þá út þann 30.12. 1982. Annar tékkinn að fjárhæð kr. 138.159 var til greiðslu á þinggjöldum Ufsa- bergs hf. hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum, en hinn sem greiðsla á þinggjöldum vitnisins. Vitnið kveðst hafa talað við ákærða X um að fá tékkana geymda, en það átti aldrei að vera nema 4-5 daga, en þá átti vitnið von á peningum. Það brást og síðan brást vertíðin þannig að ekki var hægt að gera þetta upp. Vitnið er framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Ufsabergs hf. Ákærði á ekkert í félaginu, en frá gamalli tíð hefur hann verið prókúruhafi. Ákærði hætti sem prókúruhafi að vitnið heldur árið 1977, en þessu hafði ekki verið breytt í hlutafélagaskrá. Vitnið ræddi ekki um mál þetta við ákærða Kristján. Það heldur að það hafi verið einhvern tíma í janúar sem ákærði X hringdi í það og spurði hvort tékkarnir mættu fara, en þá hafi ekki verið innistæða fyrir þeim. Vitnið mundi ekki til þess að hafa heyrt meira af þessu fyrr en síðar. Tékk- arnir voru Í sjóði við talningu ríkisendurskoðunar hjá embættinu 18. maí 1983. Vitnið kveðst ekki vita skýringu á því, en vel megi vera að það hafi beðið X um að geyma þá. Vitnið hafði ekki hugmynd um það að búið væri að bakfæra tékkana hjá bæjarfógetaembættinu sem útborgun á þing- gjöldum fyrr en því var kynnt það við yfirheyrsluna. Það hafði heldur ekki hugmynd um tékka X að fjárhæð kr. 240.000, sem færður var sem útborg- un hjá Ufsabergi hf. og veit ekkert um þessa útborgun. Dráttarvextir voru greiddir vegna tékkanna síðar. Vitnið Pálmi Lórentsson framkvæmdastjóri, Áshamri 10, Vestmannaeyj- um, hefur skýrt frá því að það hafi verið í erfiðri greiðslustöðu í desember 1982 vegna framkvæmda við skemmtistaðinn Skansinn sem það opnaði 10. desember og ógreiddur söluskattur hafði safnast upp. Vitnið kveðst hafa greitt söluskatt og rúllugjald með tékka dagsettum 30. desember 1982 að fjárhæð kr. 120.178. Innistæða var ekki fyrir tékkanum og fékk vitnið leyfi, annaðhvort hjá Kristjáni Torfasyni eða X, að hann fengi að bíða fram yfir áramótin. Það fékk örugglega kvittun fyrir því að það hefði greitt gjöldin 30. desember. Vitnið heldur að það hafi beðið um að fá tékkann geymdan til um 5. janúar 1983. Þá var ekki hægt að láta hann fara í banka, þar sem ekki var innistæða fyrir honum, og fékk það að geyma hann 177 áfram. Ákærðu hafa yfirleitt í sameiningu gefið því leyfi til geymslu tékka. Hefur það snúið sér til þeirra til skiptis ef það hefur þurft á greiðslufresti að halda. Vitnið kveðst ekki þora að fara með það hvort það gekk frá þessu við ákærðu Kristján eða X, en það álíti að þetta hafi verið með vitund beggja. Ákærði Kristján var alltaf að ganga á vitnið að greiða tékkana, sem geymdir voru Í sjóði, og gera þessi mál upp. Byrjaði hann örugglega fljótlega eftir áramótin að krefja vitnið um greiðslu þeirra. Vitnið byggði svar sitt á loforðum sem það hafði frá öðrum en brugðust. Þann 18. maí 1983 hafði X samband við vitnið og sagði því að nú yrðu tékkar frá því að fara í banka eða komast í lag alveg í hvelli. Vitnið er ekki öruggt um það hvers vegna svona mikið lá á. Vitnið leysti tékkann út með öðrum tékka, dagsettum þennan dag, en innistæða var ekki fyrir honum heldur. X tók við tékkanum á bæjarfógetaskrifstofunni og lét vitnið hafa hinn. Vitnið heldur að það hafi og rifið þann tékka er það leysti hann til sín hjá bæjarfógetaembættinu fljótlega eftir 26. maí. Vitnið kveðst hafa gefið út tékkann að fjárhæð kr. 166.261 þann 18. maí 1983 til að leysa út tvo tékka, sem það hafði gefið út og notað til greiðslu á söluskatti. Annar tékkinn var útgefinn 25. janúar 1983 og var til greiðslu á söluskatti fyrir desember 1982 að fjárhæð kr. 7S.882 og hinn hefur verið útgefinn 25. febrúar 1983 og var til greiðslu á söluskatti fyrir janúar 1983 kr. 90.378 eða samtals kr. 166.260. Vitnið heldur að það hafi fengið leyfi hjá ákærða X til geymslu tékkanna og að þeir hafi ekki verið dagsettir fram Í tímann. Vitnið man ekki gjörla hvað tékkarnir áttu að vera lengi í sjóði, en það hefur ekki verið nema nokkra daga. Sjálfsagt hafi verið stílað upp á helgarsölu, en það hafi brugðist og vitnið verið að grenja í þeim með að fá tékkana geymda lengur. Vitnið leysti síðan tékkana út hjá X þann 18. maí 1983 með tékka að fjárhæð kr. 166.260 á sama hátt og Í sama skipti og tékkann að fjárhæð kr. 120.178, sem frá greinir í 9. tl. Vitnið kveðst sjálfsagt ekki hafa átt fyrir tékkanum þann 18. maí. Það er ekki frá því, að það hafi hringt í Vilhjálm Bjarnason, bankastjóra Útvegsbankans, og beðið hann um að liggja eitthvað á tékkanum. Vitnið kveðst hafa litið svo á að tékkinn færi inn þann 18. maí, af því að X sagði að það yrði að ganga frá þessu strax, en það vissi til þess að bæjarfógeta- embættið var með hlaupareikning í Útvegsbankanum. Vitnið veit ekki hvernig stendur á því að tékkinn er stimplaður hjá Útvegsbankanum 27. maí og veit ekki hvar hann hefur legið þessa daga. Samkvæmt kvittunum og söluskattskorti hefur Pálmi Lórentsson greitt þann 28. janúar kr. 75.882 og þann 1. mars kr. 90.389 eða samtals kr. 166.260 hjá bæjarfógetaembættinu. Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur borið vitni vegna máls þessa. Borin voru undir vitnið þau ummæli ákærða 12 178 Kristjáns að vitninu hafi verið kunnugt um að það hafi viðgengist hjá bæ- jarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum að þinggjöld væru í sumum tilvik- um greidd um áramót með innistæðulausum tékkum sem síðan væru inn- leystir eftir mislangan tíma. Sjóðtalning hjá bæjarfógetaembættinu í Vest- mannaeyjum var borin undir vitnið og það spurt hvort því finnist ekki óeð- lilega að málum staðið miðað við að kr. 14.254.454,46 hafi verið í sjóði um áramót. Vitnið kveðst ekki geta tjáð sig um þetta, það séu margar ástæður fyrir því að sjóðreikningur sé þetta hár um áramót. Vitnið gerir ráð fyrir að sú athugun sem á eftir fylgdi hafi m.a. verið gerð vegna hárrar sjóðstöðu, en þar með sé ekki felldur áfellisdómur vegna sjóðstöðunnar. Vitnið hefur skýrt frá því að það hafi fengið um 10. dag hvers mánaðar yfirlit frá ríkisbókhaldi sem sé byggt á skilagreinum embættanna. Lögð hafi verið áhersla á það að gera stöðuna gagnvart Seðlabankanum sem besta. Gerðar hafi verið athugasemdir, ef talið var að of mikið væri í sjóði. Um áramót eigi að leggja innheimtufé í banka áður en skrifstofu embættisins er lokað þann 31. desember. Bankar hafi veitt viðtöku innleggi frá inn- heimtumönnunum til kl. 13:00 eða klukkutíma lengur en embættin hafa opið. Í flestum tilvikum eigi að vera hægt að gera upp fyrir áramótin og flestir geri það. Ekki hafi verið litið á greiðslu með innistæðulausum tékkum fyrir áramót sem greiðslu fyrr enn innistæða væri fyrir hendi og kvittun ætti ekki að gefa fyrr. Vitnið kveðst aldrei hafa samþykkt eða ráðlagt í viðtölum þess við fógeta að taka við innistæðulausum tékkum. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum og fleiri innheimtumenn ríkissjóðstekna hafi nefnt það að þeir hafi tekið við innistæðulausum tékkum hjá gjaldendum, en af hálfu ráðuneytisins hafi ekki verið litið svo á, að um greiðslu væri að ræða, heldur „tæki“ sem þeir notuðu við innheimtuna eða eins konar yfirlýsingu um að gjöldin verði greidd. Tékki yrði hinsvegar ekki greiðsla fyrr en hann væri innleystur og kvittun væri þá gefin út. Vakin var athygli vitnisins á bréfi fjármálaráðuneytisins frá 31. desember 1984 er það hefur undirritað. Vitnið kveðst staðfesta bréfið. Vitnið var spurt um það, er í bréfinu greinir, að þess verði gætt við meðferð máls þessa að ríkissjóður verði með öllu skaðlaus vegna hugsan- legra brota starfsmanna bæjarfógetaembættisins í Vestmannaeyjum í starfi. Vitnið kveður vera átt við hugsanlegt vaxtatap ríkissjóðs. Grétar Áss Sigurðsson, fyrrverandi ríkisbókari, Brúnastekk 11 hér í borg, hefur borið vitni í málinu. Borin hafa verið undir vitnið ummæli ákærða Kristjáns um að vitninu hafi verið um það kunnugt að það hafi viðgengist hjá bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum um áramót að þinggjöld væru í sumum tilvikum greidd með innistæðulausum tékkum sem síðan 179 væru innleystir eftir mislangan tíma. Vitnið man ekki til þess að ákærði Kristján hafi nefnt það við sig að bæjarfógetaembættið í Vestmannaeyjum tæki við innistæðulausum tékkum í árslok. Það sé ekki heimilt að taka við innistæðulausum tékka sem greiðslu í sjóð. Það geti þá ekki fallið undir sjóðreikninginn í bókhaldinu. Peningar í sjóði eigi alltaf að koma heim og saman við sjóðreikning og dagsetningar í bókhaldinu eiga að vera réttar. Vitnið kveður það alveg ljóst að það hafi aldrei samþykkt þessa aðferð. Það sé ekki ríkisbókhalds að gera athugasemd um hvort mikið eða lítið sé í sjóði heldur hvort rétt sé bókað. Vitnið kveðst ekki geta rakið einstök atriði Í samtölum þeirra ákærða Kristjáns, en þeir hafi rætt einstaka sinnum saman um tölvumál embættis hans og bókhaldsmál almennt. Vitnið treystir sér ekki til þess að fullyrða að ákærði fari með rangt mál. Þetta sé ekki atriði þar sem því beri að grípa í taumana. Þetta geti hafa komið til tals í lauslegum umræðum um eitthvað annað. Það sé alveg ljóst að vitnið hafi aldrei samþykkt að innistæðulausir tékkar væru teknir sem greiðsla, enda hafi það aldrei verið borið undir það til samþykktar. Vitnið myndi eftir því ef það hefði verið í verkahring þess að gefa slíkt samþykki. Hafi þetta borið á góma í viðræðum þeirra Kristjáns, hafi það ekki verið til að leita samþykkis vitnisins á því að hann beitti þessari innheimtuaðferð. Vitnið kveður ríkisbókhald fjalla einungis um bókun á fylgiskjölum og gögnum sem snerta fjármál ríkisins, en það hafi ekkert með greiðslutilhög- un að gera. Hlutverk ríkisbókhaldsins sé að færa til bókar það sem hefur gerst í fjármálum. Litið sé á sjóð sem mynt, seðla og fullgilda tékka. Það eigi ekki að færa tékka, sem vitað er að ekki sé innistæða fyrir, sem sjóð. Tékkum eigi að vera hægt að framvísa í banka hvenær sem er. Sum embættin hafi haft opið lengur á gamlársdag en bankar, en þá sé gert ráð fyrir að lagt sé inn fyrsta virkan dag í janúar. Það séu skýr fyrirmæli ráðu- neytisins að lagt sé í banka þann 31. desember, þannig að sem minnst sé í sjóði yfir áramótin. Það sé fjármálaráuneytisins að segja til um þetta. Ríkisbókhaldið taki ekki ákvörðun um greiðslufrest. Vakin var athygli vitnisins á sjóðstöðu bæjarfógetaembættisins í Vest- mannaeyjum í árslok 1982, en þá voru í sjóði kr. 14.254.454,46. Vitnið kveður hafa verið tekið við uppgjörinu frá bæjarfógetaembættinu umrætt sinn án þess að athugasemdir væru gerðar formlega við það af hálfu ríkis- bókhalds. Vitnið Vilhjálmur Bjarnason, bankastjóri Útvegsbankans í Vestmanna- eyjum, hefur skýrt frá því að Tómas Pálsson, gjaldkeri við bankann, hafi komið til þess 18. maí 1983 með innlegg sem þá um daginn hafði borist frá bæjarfógetaembættinu þar í bæ. Ástæðan fyrir komu Tómasar var sú að í innlegginu hafði hann séð tvo tékka sem gefnir höfðu verið út á lokað- an reikning. Þarna var um að ræða hlaupareikning Hraðfrystistöðvar Vest- 180 mannaeyja nr. 6. Vitninu var sýnt ljósrit af tveimur innleggsnótum sem báðar voru stimplaðar af gjaldkera 18.05. 1983. Innleggið er á hlaupareikn- ing nr. 2 sem er Í eigu bæjarfógetaembættisins. Annað innleggið saman- stendur af peningum kr. 20.000 og tékkum kr. 216.476,35 eða samtals kr. 236.476,35. Hitt innleggið samanstendur eingöngu af tékkum samtals að fjárhæð kr. 2.168.238. Vitnið minist þess ekki að fyrrnefnda innleggið hafi borið fyrir sín augu og var það bókað samdægurs með eðlilegum hætti. Það voru tékkarnir í stærra innlegginu sem Tómas beindi athygli vitnisins að. Vitnið vissi að ákærði Kristján Torfason var ekki staddur í bænum en var væntanlegur. Hann kom þetta sama kvöld og hafði vitnið þá þegar símasamband við hann. Vakti það athygli hans á þessum tveimur tékkum og jafnframt að hlaupareikningur nr. 6 væri lokaður. Allt innleggið geymdi vitnið í eldtraustum skáp á skrifstofu sinni. Vitninu var kunnugt um að bæjarfógetinn ýtti á framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvarinnar með að greiða tékkana. Vitnið hafði einnig samband við framkvæmdastjórann. Hinn 24. maí barst fé inn á hlaupareikning nr. 6, sem samsvaraði fjárhæð stærri tékkans eða kr. 603.087. Að morgni þess 26. maí hafði vitnið símasamband við ákærða Kristján og sagði að komið væri inn fyrir öðrum tékkanum og kynnti honum að það mundi bakfæra hinn. Vitnið sagði ákærða að sækja bakfærða tékkann eða láta sækja hann. Í framhaldi af þessu samtali þeirra kom annar hvor ákærðu í skrifstofu vitnisins í Útvegsbankanum. Afhenti vitnið þá bakfærða tékkann og allan tékkabunkann eða samtals kr. 2.168.238. Ástæðan fyrir því að það afhenti tékkana var sú að það ætlaði að spara sér sporin til gjaldkera. Frumrit af innleggsnótu, sem barst til vitnisins 18.05. 1983, fylgdi innlegginu. Vitnið minnist þess ekki að sá ákærðu sem kom á skrifstofuna hafi óskað sérstak- lega eftir að gera vitninu þennan greiða. Þetta gerðist síðari hluta dags. 26.05. 1983. Vitnið kveðst vafalaust hafa skoðað alla tékkana sem voru í innlegginu, en minnist ekki neinna sérstakra, nema þeirra er það hefur þegar nefnt. Vitninu var bent á að í tékkabunkanum hefðu verið tékkar með útgáfu- dagsetningum sem sýndu að sýningartími var löngu liðinn. Vitnið kveðst ekki hafa veitt því sérstaka athygli. Vitnið hafði ekki samband við útgefend- ur tékkanna, nema fyrrnefndan framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvarinn- ar. Tékkinn, sem var bakfærður, var að fjárhæð kr. 266.228, útgefinn 10.05. 1983. Þessi tékki hlaut engin einkenni frá bankanum á bakhlið. Hinn 02.06. 1983 millifærði vitnið af viðbótarlánareikningi Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja inn á hlaupareikning nr. 2, sem er í eigu bæjar- fógetaembættisins, andvirði bakfærða tékkans þannig að bæjarfógeta- 181 embættið varð ekki fyrir tjóni. Jafnframt óskaði vitnið eftir því við ákærða Kristján að frumrit tékkans yrði látið af hendi, en vitninu er ókunnugt um hvort það var gert. Vitninu var kunnugt um að tolleftirlitið var að störfum í Vestmannaeyj- um 17.05. 1983 og að ríkisendurskoðun var að skoða fjárreiður bæjar- fógetaembættisins. Þótti því líklegt að tékkabunkinn margnefndi væri vegna sjóðsuppgjörs hjá embættinu. Vitnið kveðst hafa verið statt í Reykjavík mánudaginn 29. ágúst 1983 er því var tilkynnt að Rannsóknarlögregla ríkisins hefði beðið um ákveðin sögn frá Útvegsbankanum í Vestmannaeyjum. Vitnið fór til Vestmannaeyja daginn eftir og kynnti sér hvernig málin stóðu. Rannsóknarlögreglan hafði beðið um ljósrit af ákveðnum tékkum sem átt höfðu að vera í margnefndu innleggi, en tékkarnir ekki fundist í bankanum. Ákærði Kristján var ekki staddur í Vestmannaeyjum, en vitnið hafði reynt að ná símasambandi við hann í Reykjaík að kvöldi 29. ágúst, en það ekki tekist. Vitnið bað um skilaboð um að hann hringdi í það. Ákærði hringdi til vitnisins að kvöldi 30. ágúst og sagði vitnið honum að ekki væru gögn fyrir hendi í bankanum sem rannsóknarlögregla teldi að ættu að vera þar. Ákærði sagði vitninu þá að tveir af tékkunum hefðu verið færðir á viðskiptareikning hjá embætti hans. Væri um að ræða tékka útgefinn af Net hf. og tékka útgefinn af Jóni Inga Guðjónssyni. Gaf hann enga skýringu á með hvaða hætti tékkarnir hefðu borist embættinu. Hann kvaðst ekkert vita um tvo tékka útgefna af Guðjóni Pálssyni f.h. Ufsabergs hf. Ef tékkar þeir, sem rannsóknarlögregla hafi beðið um og ekki finnast í bankanum, hafi borist bankanum, þá hljóti sá ákærðu sem tók við tékka- bunkanum að hafa misnotað aðstöðu, þegar vitnið lét hann hafa tékka- bunkann og tekið úr bunkanum þá tékka sem vantar og sett aðra í staðinn og reiðufé þannig að fjárhæð í innleggi var sú sama. Afstemming á innlegg- inu beri með sér að umræddir fjórir tékkar hafi ekki borist gjaldkera. Í síðari skýrslu sagði vitnið að það geti hvorki játað því né neitað að ákærði X hafi hringt til þess og sagt að innlegg frá bæjarfógetaembættinu, sem barst bankanum 18.05. 1983, hafi verið vegna talningar ríkisendur- skoðunar á sjóði embættisins. Vitnið kveður sér hafa verið kunnugt um að miklar greiðslur bárust til bæjarfógetaembættisins í Vestmannaeyjum síðustu dagana í desember 1982. Í janúarmánuði 1983 hringdi ákærði Kristján til þess í nokkur skipti og spurðist fyrir um, hvort næg innistæða væri á ákveðnum hlaupareikningum fyrir tékkum er hann nefndi. Undan- tekningarlaust gaf vitnið honum upp þær upplýsingar er hann óskaði eftir. Ákærði X hringdi og í vitnið í nokkur skipti sömu erinda og fékk sömu afgreiðslu hjá því. 182 Vitnið minnist þess ekki að ákærði X hafi hringt til þess hinn 18. maí 1983 og beðið það um að sitja á innleggi frá embættinu. Þetta símtal hafi þó getað átt sér stað þótt vitnið muni það ekki. Vitnið hefur fyrir dómi tekið fram að þar sem talað er um í skýrslu þess hjá rannsóknarlögreglu að annar hvor ákærðu hafi misnotað aðstöðu sína, þá sé það ekki sitt orðalag heldur lögreglumanns þess er yfirheyrði það. Vitnið var spurt um misræmi það sem er á milli gjaldkerastimplunar á innleggsnótu og bókunar innleggs á viðkomandi bankareikning. Vitnið kvaðst ekki geta svarað þessu betur en það hafi þegar gert í bréfi til ríkis- endurskoðunar hinn 23. júní 1983, þar sem skýrt er frá afskiptum þess af innlegginu á sama veg og áður er rakið. Þá var vitnið og spurt hvers vegna tékkarnir hefðu ekki fengið banka- stimplun. Vitnið gat ekki svarað þessu öðruvísi en svo að þarna hefðu orðið einhver mistök. Samprófun fór fram milli vitnisins og ákærða X. Ákærði staðfesti að hann hefði farið til vitnisins og sótt til þess tékka úr innleggi frá 18.05. 1983. Vitnið kvað ákærða hafa fengið allan tékkabunkann og farið með hann út af skrifstofu þess. Náðist ekki samræmi um þetta. Ákærði kvaðst hafa látið vitnið vita að innleggið væri vegna talningar á sjóði bæjarfógetaembættisins sem fram fór á vegum ríkisendurskoðunar. Vitnið kvaðst ekki minnast þess en það megi vera. Vitnið Tómas Njáll Pálsson, féhirðir í Útvegsbanka Íslands í Vestmanna- eyjum, Foldarhrauni 41 þar í bæ, kveðst minnast þess að hafa verið við störf í gjaldkerastúku nr. 1, þegar starfsmaður frá bæjarfógetaembættinu kom með innlegg 18.05. 1983. Vitnið tók við innlegginu og stimplaði á kvittun fyrir innborgun sem fylgdi og var útfyllt hjá bæjarfógetaembætt- inu. Vitnið man ekki hvaða starfsmaður embættisins kom með innleggið. Það man ekki hvort það var allt í tékkum eða hluti þess í reiðufé og ekki heldur hvort innleggið var í einu lagi eða hvort því hafði verið skipt. Vitninu var sýnt ljósrit af tveimur innleggskvittunum sem bera stimpil Bjarkar Elíasdóttur féhirðis, með dagsetningunni 18.05. 1983. Vitnið kveðst hafa notað stimpil Bjarkar í þessu tilviki. Ástæðan fyrir því var sú, að Björk starfaði í stúku 1 á þessum tíma, en hún mun sennilega hafa skotist frá og vitnið sinnt störfum hennar á meðan. Vitnið kveðst hafa farið að leggja saman innleggið og þá séð tékka sem gefinn hafði verið út á lokaðan reikning, en með því á vitnið við reikning sem óheimilt er að nota. Þarna var um að ræða hlaupareikning Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja nr. 6. Strax og vitnið sá tékkann kveðst það hafa hætt við að stemma af við innleggsnótuna og farið með allt innleggið til Vilhjálms Bjarnasonar bankastjóra sem tók við því. Eftir það hafði vitnið ekkert af innlegginu að segja og vissi ekki hvernig það var bókfært. Vitnið 183 kveður venjuna vera þá hjá féhirðum bankans að stimpla ekki tékka fyrr en búið var að stemma innlegg við innleggsnótu og séu því allar líkur á því að tékkarnir hafi farið óstimplaðir frá því til bankastjórans. Hlaupa- reikningsdeildin sjái um að stimpla innistæðulausa tékka og eins þá tékka, sem gefnir eru út á lokaðan reikning. III. kafli. Í bréfi ríkisendurskoðunar til dómsmálaráðuneytisins, dags. 20.05. 1983, um embættisathugun hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum segir svo m.a.: „, Við athugun á tollafgreiðsluháttum hjá embættinu kom í ljós að í því efni var ýmsu ábótavant, bæði hjá embættinu sjálfu og hjá sumum þeim fyrir- tækjum sem sjá um vörslu og afgreiðslu ótollafgreiddra vara. Sérstaklega er það athugavert að starfsmenn embættisins heimili afhendingar ótollaf- greiddra vara. Í sumum tilvikum var um að ræða fyrirtæki þar sem viðkom- andi starfsmaður embættisins hafði hagsmuna að gæta.“ Með bréfi þessu fylgdi skýrsla ríkisendurskoðunar, dagsett sama dag. Segir þar að tveir starfsmenn ríkisendurskoðunar hafi framkvæmt framangreinda athugun þann 17.-19. s.m. og liggi eftirfarandi staðreyndir fyrir: „Í umdæminu eru þrír aðilar sem annast geymslu á ótollafgreiddum vörum, Flugleiðir hf., Gunnar Ólafsson ét Co., sem er umboðsaðili fyrir Eimskip og Skipaafgreiðsla Friðriks Óskarssonar, sem annast afgreiðslu á vörum Hafskips hf. og skipadeildar SÍS. Hjá Flugleiðum hf. voru aðeins fjórar vörusendingar af tuttugu sem þar áttu að vera til staðar eða sextán vörusendingar afhentar án heimildar embættisins. Hjá Skipaafgreiðslu Friðriks Óskarssonar voru þrettán vörusendingar afhentar án heimildar embættisins, þar af ein afgreidd með skilyrðislausri ábyrgð Útvegsbanka Íslands. Hjá Gunnari Ólafssyni £ Co. virðast afgreiðsluhættir í góðu lagi og vörur ekki afhentar nema fyrir liggi heimild embættisins til afhendingar, þó kom fram eitt tilvik þar sem afgreiðsla sendingar var byggð á skilyrðis- lausri ábyrgð Útvegsbanka Íslands eingöngu en reyndist við athugun vera ótollafgreidd. Athugun þessi, sem einungis beinist að vörusendingum sem ótollaf- greiddar voru fyrir 17. þ.m., leiddi í ljós að þau vinnubrögð hafa í sumum tilvikum verið viðhöfð hjá embættinu að stimpla afhendingarheimild í farmbréf án undanfarandi tollafgreiðslu og er ástimplunin því ýmist með eða án undirritunar. Samtals komu fram átta slíkar heimildir sem vörur höfðu verið afgreidd- ar gegn hjá Gunnari Ólafssyni á. Co. til eftirtalinna aðila: þan oo þ. Pálmi Lórentsson/Gestgjafinn S afgreiðslur Ufsaberg h.f./Daníel Traustason 2 afgreiðslur Skipaviðgerðir h.f. 1 afgreiðsla““. Verður nú greint frá vörusendingum þeim sem mál þetta er höfðað út af samkvæmt farmbréfum og öðrum gögnum, en ljósrit farmbréfanna voru fengin hjá Gunnari Ólafssyni á Co. í Vestmannaeyjum. A. 1. Innflytjandi er Pálmi Lórentsson og innflutta varan er loftjöfnunar- tæki. Varan var afhent 06.12. 1982. Farmbréfið er stimplað með afhending- arheimild bæjarfógetans í Vestmannaeyjum með árituninni X. Jafnframt er það stimplað með afgreiðsluheimild Útvegsbankans. Samkvæmt upplýsingum Jónasar Hallgrímssonar, starfsmanns hjá ríkis- endurskoðun, var aðflutningsskýrslan og óútfyllt ávísun gefin út af Pálma Lórentssyni á reikning nr. 311 hjá Sparisjóði Vestmannaeyja, dagsett 29.11. 1982, sett þann 17. maí 1983, í hádeginu, í skúffu hjá starfsstúlku bæjar- fógetaembættisins í Vestmannaeyjum sem annaðist tollafgreiðslur við embættið. Þá um morguninn hafði ríkisendurskoðun hafið rannsókn hjá embættinu. Ávísun þessi tilheyrði einnig næstu afgreiðslu á vörusending- unni hér á eftir. Aðflutningsskýrsla er dagsett 06.12. 1982, með undirritun Mary Sigurjónsdóttur. Fob verð vörunnar var kr. 60.197, tollverð kr. 78.178 og gjöld alls kr. 54.644. Aðflutningsgjöld voru greidd embættinu 24. október 1983 ásamt dráttarvöxtum að fjárhæð kr. 27.068. 2. Innflytjandi er Pálmi Lórentsson/Gestgjafinn og innflutta varan er ventill og blásari. Varan var afhent 06.12. 1982. Farmbréfið er stimplað með afhendingarheimild bæjarfógetaembættisins í Vestmannaeyjum og árituninni X. Jafnframt er það stimplað með afgreiðsluheimild Útvegsbank- ans. Að sögn Jónasar Hallgrímssonar, starfsmanns ríkisendurskoðunar, var aðflutningsskýrslan, sem er dagsett 08.12. 1982, sett í skúffu starfsmanns bæjarfógetaembættisins í hádeginu þann 17. maí 1983 á sama hátt og í 1. tl. greinir. Fob verð vörunnar var kr. 12.867, tollverð kr. 15.132, gjöld alls kr. 10.257. Aðflutningsgjöld voru greidd embættinu 7. október 1983 ásamt dráttarvöxtum kr. $.129. 3. Innflytjandi er Pálmi Lórentsson og innflutta varan er lofthreinis- búnaður. Varan var afhent að því er best verður séð 09.12. 1982. Farmbréf- ið er stimplað með afhendingarheimild bæjarfógetans í Vestmannaeyjum og stimpli tollgæslunnar í Vestmannaeyjum. Áritun við afhendingarheimild eru stafirnir A.E., en áritun við stimpil tollgæslunnar er A.E. og K. Torfa- son. Jafnframt er farmbréfið stimplað með afgreiðsluheimild Útvegsbank- ans. Á farmbréfinu er kvittun fyrir móttöku vörunnar og nafnritunin Mary. 185 Fob verð vörunnar var kr. 13.872, tollverð kr. 15.870 og gjöld alls kr. 31.916. Aðflutningsgjöld voru greidd bæjarfógetaembættinu 30. september 1983 ásamt dráttarvöxtum kr. 15.958. 4. Innflytjandi er Pálmi Lórentsson/Gestgjafinn og innflutta varan er borð- og húsbúnaður. Varan var afhent 10.12. 1982. Farmbréfið er stimpl- að með afhendingarheimild bæjarfógetans í Vestmannaeyjum, árituninni X. Jafnframt er farmbréfið stimplað með afgreiðsluheimild Útvegsbank- ans. Fob verð vörunnar var kr. 55.053, tollverð kr. 64.053 og gjöld alls kr. 130.193. Aðflutningsgjöld voru greidd bæjarfógetaembættinu 7. október 1983 ásamt dráttarvöxtum kr. 65.097. 5. Innflytjandi er Pálmi Lórentsson/Gestgjafinn og innflutta varan er uppþvottavél. Hún var afhent 17.12. 1982. Farmbréfið er stimplað með afhendingarheimild bæjarfógetans í Vestmannaeyjum, en án áritunar. Jafn- framt er farmbréfið stimplað með afgreiðsluheimild Útvegsbankans. Fob verð vörunnar var kr. 49.932, tollverð kr. 55.186 og gjöld alls kr. 69.271. Aðflutningsgjöld voru greidd bæjarfógetaembættinu 30. september 1983 ásamt dráttarvöxtum kr. 34.636. Ákærði Kristján Torfason mætti til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu 5. september 1983 vegna framangreindrar skýrslu ríkisendurskoðunar. Ákærða voru þá sýnd gögn er varða stimplun afhendingarheimildar á farm- bréf án undanfarandi tollafgreiðslu. Ákærði kvað sér ekki hafa verið kunnugt um þetta í þessu formi. Hann hafi verið fjarverandi 17. maí 1983 og komið með Herjólfi síðdegis hinn 18. maí. Hann hafi ekki séð þessa skýrslu. Hann hafi aðeins heyrt um hana rætt og að vantað hafi vörur á afgreiðsluna og að fram hafi komið að veitt hafi verið afhendingarheimild fyrir vörum án þess að þær hefðu áður verið tollafgreiddar. Ákærði kvað sér vera ljóst að hann hefði heimilað eina afgreiðslu, þ.e. á vörusendingu þeirri er í 3. tl. A í ákæru greinir. Hann minnist þess ekki að hafa heimilað afhendingu á fleiri vörusendingum. Kvað hann rétt að bæta því við að ákærði X, starfsmaður sinn, hefði haft fullan trúnað sinn og sér væri ljóst að hann hefði heimilað einhverjar slíkar sendingar, en hvenær það var eða hvenær hann skýrði ákærða frá því, treysti hann sér ekki til að segja til um. Hann hyggi þó frekar að það hafi verið eftir á, en hann haldi örugglega að þegar ákærði X heimilaði þetta hafi hann ekki i86 borið það undir sig. Heldur ákærði að hann hafi sagt sér frá því eftir á. Ákærði kveður Angantý Elíasson venjulega hafa tekið við tollskjölum og gefið þeim innfærslunúmer. Hann hafi farið yfir tollflokkamerkingu og vöruskoðað, ef ástæða þótti til. Síðan fóru skjölin til Ástu Traustadóttur sem annaðist tollútreikninga, en að því búnu til gjaldkera. Gjaldkeri stimpl- aði yfirleitt afhendingarnúmer á skjölin þegar afgreiðsla fór fram eða trygg- ing hafði verið sett fyrir greiðslu. Ákærði hefur skýrt frá heimildum bæjarfógetaembættisins til afhending- ar á vörusendingum þeim sem í ákæru greinir svo sem hér á eftir verður rakið, en honum voru kynnt farmskirteini, aðflutningsskýrslur og önnur gögn varðandi þær. A. 1. Loftjöfnunartæki til Pálma Lórentssonar, er kom til landsins 20. október 1982. Ákærði kveðst hafa verið upptekinn á skrifstofu sinni þegar X kom til hans og spurði hvort óhætt væri að afhenda þessa sendingu. Pálmi Lórents- son var á þessum tíma að opna veitingastað og var kominn með vinnuflokk úr Reykjavík til að setja loftjöfnunartækið upp, en hafði ekki handbæra peninga til þess að leysa það út. Þar sem lofað var að þetta yrði greitt innan örfárra daga kveðst ákærði hafa fallist á þetta enda þótt ekki væri farið eftir bókstafsreglu um bráðabirgðatollafgreiðslu þar sem í staðinn kom að með þessu felldi ákærði á sig sjálfskuldarábyrgð, enda var fjárhæð kröfunnar innan þeirra marka, sem eignastaða ákærða leyfði. 2. Ventill og blásari til Pálma Lórentssonar, er komu til landsins 20. september 1982. Ákærði kveður það sama eiga við um þessa vörusendingu og vörusend- inguna er greinir í 1. tl., hann hafi heimilað hana. Hafi tollskjöl og beiðni um vöruafhendingu komið samtímis. 3. Lofthreinsibúnaður til Pálma Lórentssonar, sem kom til landsins 5. október 1982. Þegar athugun ríkisendurskoðunar var gerð 17. maí 1983 hafði aðflutningsskýrsla eigi verið lögð inn hjá bæjarfógetaembættinu. Ákærði hefur kannast við að hafa heimilað afhendingu þess. Ákærði tók fram að hann hafi ritað á farmskírteini til að leggja áherslu á það að það væri hann sjálfur sem bæri ábyrgð á afhendingunni. Hann kveðst ekki hafa ritað afhendingarheimild á farmskírteini varðandi sendingar í 1. og 2. tl. þar sem hann hafi verið upptekinn í réttarhaldi þegar afhendingin fór fram. Ákærði hefur nánar skýrt frá þessu á þann veg að sig minni að þetta hafi verið á föstudegi. Mary Sigurjónsdóttir, eiginkona Pálma Lórentsson- ar, hafi komið á skrifstofuna með fullt af pappírum í höndunum og beðið um að fá þessa sendingu afgreidda þar sem fyrirhugað væri að opna veit- 187 ingastaðinn Skansinn daginn eftir. Hún reyndist ekki hafa skjöl sem komu heim við þessa sendingu. Bað hún um að heimila afhendingu sendingarinn- ar, þar sem eiginmaður hennar væri staddur í Reykjavík og skjölin, sem hún væri með, væru þau einu sem hún hefði fundið. Þau væru með marga sérfræðinga frá blikksmiðju í Reykjavík í vinnu til þess að koma loftræsti- kerfi hússins fyrir og þetta væru hlutir sem nauðsynlega vantaði til að ljúka uppsetningu kerfisins. Ákærði féllst á að leyfa henni að fá sendinguna gegn loforði um að maður hennar kæmi strax eftir helgina og gengi frá þessu. Kveðst ákærði hafa í framhaldi af þessari afgreiðslu beðið meðákærða um að reka á eftir því að þetta yrði afgreitt. Var ákærði búinn að sjá það síðar að þetta hafði dregist og hann búinn að ítreka það. 4. Borð- og húsbúnaður til Pálma Lórentssonar, er kom til landsins 8. desember 1982. Aðflutningsskýrsla hafði eigi verið afhent bæjarfógeta- embættinu er athugun ríkisendurskoðunar fór fram þann 17. maí 1983. Ákærði kveðst ekki minnast þess að hafa heimilað afhendingu á vörusend- ingu þessari, en X hafi ef til vill í ljósi fyrri afhendinga talið sig hafa heimild til þess að leyfa þessa afhendingu. Ákærða var kynntur framburður X um þetta er hér á eftir verður rakinn. Ákærði kveðst telja að það sé misminni hjá X að ákærði hafi veitt afhend- ingarheimild fyrir vörusendingu þessari. Þá var ákærða kynntur framburður Pálma Lórentssonar varðandi framangreinda sendingu. Ákærði kveðst halda fast við framangreindan framburð sinn. 5. Uppþvottavél til Pálma Lórentssonar er kom til landsins 14. desem- ber 1982. Aðflutningsskýrsla hafði eigi verið lögð inn hjá bæjarfógeta- embættinu, er framangreind athugun ríkisendurskoðunar fór fram 17. maí 1983. Ákærði kveðst ekki minnast þess að hafa gefið heimild til að afhenda þessa vörusendingu,en hann telji að meðákærði hafi skýrt sér frá afhend- ingunni eftir á. Vakin var athygli ákærða á að einungis sé stimpill á vörureikningi um afhendingarheimild, en eigi að því er séð verði áritun í stimplinum. Ákærða voru kynntir framburðir meðákærða og Pálma Lórentssonar hjá lögreglu varðandi þennan lið. Kvaðst hann halda fast við framburð sinn. Samprófun milli ákærða og meðákærða bar heldur ekki árangur. Ákærði kvað heimild til afhendingar vörusendinga þeirra, er í B lið ákæru greinir, aldrei hafa verið borna undir sig hvorki er þær fóru fram né síðar. Rétt þykir til viðbótar við það er að framan greinir að rekja nokkuð framburð ákærða hjá rannsóknarlögreglu varðandi heimild til afhendingar vörusendinganna til Pálma Lórentssonar. i88 Ákærði var í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu 5. september 1983 sýnd skýrsla meðákærða. Kvaðst ákærði sjá að meðákærði telji að ákærði hafi heimilað allar þessar sendingar til Pálma, en eins og hann hafi sagt minnist hann þess ekki að hafa heimilað þetta og finnist það ákaflega ótrúlegt vegna þess að hefði hann gefið slíkar heimildir sjálfur hefði hann ekki viljað blanda starfsfólki embættisins í það og viljað sjálfur skrifa upp á afhend- ingarheimild sbr. tilvikið í 3. tl. A í ákæru. Sér sé ekki ljóst hvers vegna Angantýr skrifi líka undir þá heimild. Ákærði kveðst telja að í krafti embættis síns hafi hann haft heimild til að gera slíka hluti, en beri að sjálfsögðu fjárhagslega ábyrgð gagnvart ríkis- sjóði á afhendingunum. Þegar ákærða var sýnd skýrsla Pálma Lórentssonar hjá rannsóknarlög- reglu þann 31.08. 1983 sagði ákærði að hafi hann heimilað þessar sending- ar, þá hafi hann falið meðákærða að ganga frá pappírsvinnu í sambandi við þetta. Það sé rétt að Pálmi hafi talað um að fá aðstoð við pappírana og hann vísaði honum á meðákærða. Ákærði X hefur skýrt frá því, að Jón Sigurðsson og Ásta Traustadóttir hafi aðallega séð um tollafgreiðslu hjá embætti bæjarfógetans í Vestmanna- eyjum. Hins vegar geti það verið fleiri, t.d. vitnið sjálft. Vitnið kveður þannig hafa verið staðið að tollafgreiðslunum að komið var með aðflutningsskýrslu útfyllta á bæjarfógetaskrifstofuna ásamt fylgi- skjölum. Fór Ásta yfir skjölin og kannaði hvort þau væru rétt færð. Síðan færði hún þau inn í bækur og sendi aðflutningskýrsluna til gjaldkera þar sem gjöldin eru greidd. Gjaldkerinn stimplaði síðan afhendingarheimild á farmbréfið þegar greitt var. Vitnið kveður aðflutningsskýrslur í sumum til- vikum hafa verið lagðar inn til að tapa ekki réttinum ef ekki var búið að borga vörurnar í banka. Skýrslurnar liggja þá hjá embættinu, en afhend- ingarheimild fæst ekki nema búið sé að greiða vörurnar í banka og aðflutn- ingsgjöldin. Hægt er að greiða aðflutningsgjöldin með skuldaviðurkenn- ingu og á það einkum við um þær vörur sem eru endurgreiðsluhæfar, svo sem vegna útgerðar og fiskvinnslu. Það er tekin sem fullgild ábyrgð séu skjöl stimpluð af bankanum með fullri ábyrgð. Með þessu losna menn við að leggja út fé, en bankinn tekur einhverja þóknun. Ákærði kveðst halda að Pálmi Lórentsson hafi fyrst leitað til meðákærða Kristjáns Torfasonar til að fá afhendingarheimild á vörusendingunum. Meðákærði kom síðan með þetta til ákærða og bað hann að ganga frá þessu. Ákærði kveðst hafa stimplað og áritað heimild um afhendingu á vöru- sendingunum til Pálma Lórentssonar, er greinir í 1.-4. tl. A í ákæru að beiðni meðákærða, en ekki haft önnur afskipti af vörusendingum þessum. 189 Um sendinguna, er í 5. tl. greinir, sé það að segja að hann muni ekki til að hafa heimilað hana. Ákærða voru kynntir framburðir meðákærða og Pálma Lórentsonar. Kvaðst hann ekkert hafa fram að færa um þá og vísaði að öðru leyti til skýrslu sinnar. Ákærði kveður ávísun nr. 0068944, dagsetta 29.11. 1982, hafa komið með aðflutningsskýrslunni og verið geymda ásamt henni á fógetaskrifstof- unni. Ákærði hefti ávísunina við skýrsluna. Skýrslan var geymd hjá Ástu Traustadóttur, en ávísunin var á öðrum stað eða í skúffu hjá gjaldkera. Ákærði kveðst hafa hinn 17. maí 1983 heft ávísunina við skýrsluna, þ.e. látið ávísunina í skúffuna hjá Ástu. Honum fannst skemmtilegra að hafa þetta þarna við. Rétt fyrir áramótin 1982 - 1983 kveðst ákærði hafa farið að ýta á eftir Pálma með að skila inn skýrslum og greiða toll af vörunum, en ákærði vildi fá þetta greitt fyrir áramót. Gerði ákærði þetta að beiðni meðákærða, en Pálmi kom ekki til ákærða til að ganga frá þessu. Ákærði kveðst ekki hafa gefið Pálma leyfi til að taka vörusendingarnar út án greiðslu aðflutningsgjaldanna áður. Ákærði gekk einungis frá afhend- ingarheimild á nokkrum sendinganna í samráði við meðákærða. B. Vitnið Ásta Traustadóttir, skrifstofumaður hjá bæjarfógetanum í Vest- mannaeyjum, Höfðavegi 65, Vestmannaeyjum, kveður aðalstarf sitt hafa verið við tollafgreiðslur. Vitnið kveðst ekki hafa tekið við fyrirmælum frá neinum öðrum en bæjarfógetanum varðandi starf sitt. Sér vitanlega hafi ákærði X ekkert komið þar við sögu. Vitnið hefði engar fjárreiður með höndum, þær eru alfarið í höndum gjaldkera. Vitnið kveðst hafa haft þann hátt á við tollafgreiðslu að viðkomandi inn- flytjandi kæmi til þess með útfyllta tollskýrslu ásamt reikningum og farm- bréfi. Venjan er sú að reikningurinn var stimplaður í banka en þó þarf það ekki að vera í öllum tilvikum og þá geymir vitnið skjölin þar til slík stimplun berst. Þá gefur vitnið skýrslunni númer og kemur frumriti og afriti af farmbréfi til gjaldkera. Vitnið skráir ekki annað á tollskýrsluna en afgreiðslunúmerið efst í hornið til hægri. Það sem ótollafgreitt er skráir það á eftirstöðvalista. Þegar vitnið er við á skrifstofunni hefur enginn annar heimild til að sinna tollafgreiðslu eða svo hefur það talið. Vitnið hefur aldrei afgreitt tollskjöl með öðrum hætti en nú hefur verið lýst. Í örfáum 190 tilvikum er „deponerað““ vegna vörusendingar. Hefur bæjarfógetinn þá gefið vitninu heimild til afgreiðslu. Vitnið hefur skýrt frá tollgreiðslum þeim er í þessum kafla ákæru greinir, svo sem hér á eftir verður rakið. Vörusendingar til Pálma Lórentssonar: 1. Loftjöfnunartæki: Vitnið minnir, að skýrslur varðandi sendingu þessa hafi verið komnar 17.05. 1983 í skúffu þá, er það geymdi tollskjölin í eða þann dag er toll- endurskoðunin fór fram í Vestmannaeyjum. Tékki nr. 068944, við Spari- sjóð Vestmannaeyja, útgefinn af Pálma Lórentssyni hinn 29.11. 1982 fylgdi þá skýrslunum. Vitnið telur sig þekkja skrift ákærða X á miða, sem festur var við tékkann sem á stóð: v/tolla. 2. Ventill og blásari: Skýrslur varðandi sendingu þessa bárust vitninu með sama hætti og skýrslur þær er greint er frá hér að framan í |. tl. 3. Lofthreinsibúnaður: Vitnið kveður það sama að segja um sendingu þessa og borð- og hús- búnaðinn hér á eftir að skýrsla vegna hennar hafi ekki borist því í hendur og aðflutningsgjöld verið ógreidd. Í afhendingarstimplinum eru upphafs- stafir Angantýs Elíassonar. Vitnið telur sig þekkja skrift ákærða Kristjáns Torfasonar við tollgæslustimplana. Ákærði hljóti því að hafa heimilað afhendingu á vörusendingunni. Vitnið var í Reykjavík 09.12. 1982. 4. Borð- og húsbúnaður: Vitnið kveður skýrslu vegna þessa varnings aldrei hafa borist embættinu til tollafgreiðslu að það best veit. Vitnið kveðst sjá að ákærði X hefur skrifað nafn sitt í afhendingarstimpil embættisins. Vitnið veit ekki til þess að ákærði X hafi haft neinna hagsmuna að gæta varðandi Gestgjafann. 5. Uppþvottavél: Vitninu hafa aldrei borist skýrslur varðandi uppþvottavél þessa. Starfs- maður tollgæslunnar muni hafa handskrifað tollskýrslu til að finna út að- flutningsgjöldin. Vitnið kveðst ekki geta sagt nánar en að framan greinir hver hafi heimil- að afhendingu á vörusendingunum til Pálma Lórentssonar af hálfu bæjar- fógetaembættisins. Það man ekki hver heimilaði hverja sendingu, en ekki er um aðra að ræða en ákærðu. 191 Mary Sigurjónsdóttir, Áshamri 10, Vestmannaeyjum, hefur borið vitni í dómi. Voru vitninu kynnt tollskjöl varðandi vörusendingar til Pálma Lórentssonar á árinu 1982 er greinir í þessum kafla, lið A. 1-S. 1.Vitnið hefur skýrt frá því að það hafi ritað nafn sitt á aðflutnings- skýrslu, dagsetta 06.12. 1982, varðandi innflutning á loftjöfnunartæki til eiginmanns þess, Pálma Lórentssonar. Vitnið kveðst annaðhvort sjálft eða Pálmi hafa fengið afhendingarheimild fyrir loftjöfnunartækinu hjá bæjar- fógetaembættinu. Vitnið kveður yfirleitt hafa verið leitað til ákærða Kristjáns með slíkar heimildir en ella til ákærða X þegar ákærði Kristján var ekki við. Vitnið man ekki hver veitti afhendingarheimildina í þetta skipti. 2. Vitnið kveðst hafa farið með skjöl varðandi innflutning til Pálma Lórentssonar á ventli og blásara til ákærða Kristjáns og hann hafi skoðað þau með vitninu. Kristján veitti vitninu heimild til afhendingar á ventlinum og blásaranum og beið það á meðan afgreiðsluheimildin var stimpluð á skjölin. 3. Lofthreinsibúnaður kom til Pálma Lórentssonar $S. október 1982 og kveðst vitnið hafa fengið hann afhentan 09.12. 1982 eða tveim dögum áður en þau opnuðu veitingastaðinn Skansinn. Þau vantaði lofthreinsibúnaðinn til að geta opnað. Hafi ákærði Kristján heimilað afhendinguna. Fengu þau bankaábyrgð fyrir búnaðinum. Þau voru í vandræðum og urðu að opna til að fá inn peninga. Það varð að bjarga þessu, en Pálmi var í Reykjavík og kom það í hlut vitnisins. Fjórir menn voru komnir til að setja upp búnaðinn, og það þurfti að leysa hann út. Vitnið var ekki með peninga til að greiða tollinn og gat því ekki leyst lofthreinsibúnaðinn út. Það fór því til ákærða Kristjáns, sem hafði úrslitavaldið í þessu, og bað um fyrir- greiðslu til að fá afhendingarheimild fyrir lofthreinsibúnaðinum án þess að borga fyrst toll. Ákærði Kristján gaf þeim þessa heimild. Þeim ákærða fór ekkert á milli um það hvenær þau ættu að greiða tollana. Vitnið lét ákærða hafa farmbréfsafritið, sem stimplað var með afhend- ingarheimild, en það beið eftir þessu. Vitnið veit ekki hvort það var með önnur skjöl en farmbréfið. Það varð síðan einhver vitleysa, sem það man ekki hver var, svo að það varð að fara aftur til ákærða Kristjáns og fá bréfið stimplað aftur. 4. Vitnið kveðst ekki muna eftir því að það hafi farið á bæjarfógeta- skrifstofuna og leitað eftir heimild til afhendingar á borð- og húsbúnaði. Það viti ekki hver heimilaði afhendinguna. Vitnið kveðst aldrei hafa leitað til X eftir heimild til afhendingar á vörusendingum. 192 5. Vitnið kveðst ekkert vita hver heimilaði afhendingu hjá bæjarfógeta- embættinu á uppþvottavél, sem kom til Pálma Lórentssonar 14. desember 1982 með m/s Dettifossi. Það hafi engin afskipti haft af afhendingunni. Vitnið, Pálmi Lórentsson framkvæmdastjóri, Áshamri 10, Vestmanna- eyjum, hefur skýrt frá afgreiðslu á vörusendingunum til þess sem í A lið þessa kafla ákæru greinir, svo sem hér á eftir verður rakið. 1. Vitnið kveður Mary Sigurjónsdóttur, konu þess, hafa séð um að fá loftjöfnunartækið afgreitt og veit ekki hver hefur gefið heimild fyrir því við bæjarfógetaembættið. Vitnið ætlaði sér alltaf að gera aðra tollskýrslu vegna innflutningsins þannig að tækið yrði flutt inn á nafni Blikkvers, sem er iðnaðarfyrirtæki, en þá hefði hugsanlega verið hægt að komast hjá að greiða toll. Vitnið gaf út óútfylltu ávísunina er að framan greinir. 2. Vitnið kveður sama um afhendinguna á ventlinum og blásaranum að segja og afhendinguna á loftjöfnunartækinu. Kona þess hafi séð um þetta og það viti ekki hver hafi gefið henni heimild hjá bæjarfógetaembætt- inu til að fá þetta afhent. 3. Vitnið kveðst ekki hafa verið í Vestmannaeyjum, þegar lofthreinsi- tækið var leyst út þann 9. desember 1982. Tækið hafi í raun og veru átt að vera tollfrjálst ef rétt hefði verið staðið að þessu og það hefði verið flutt inn á nafni Blikkvers sem annaðist uppsetningu á því. Vitnið kveðst hafa trassað að koma því í verk að aðflutningsskýrslurnar væru sendar frá Blikkveri fyrir afhendingu. Vitnið getur ekki sagt um hver hafi veitt heimild fyrir afhendingunni hjá bæjarfógeta. Vitnið kveðst hafa afhent ávísun, útgefna og dagsetta með reiknings- númeri 311 til bæjarfógetaskrifstofunnar sem tryggingu, en ávísunin var óútfyllt að öðru leyti. Vitnið þorir þó ekki að fullyrða, hvort þessi ávísun hafi verið trygging á þessu eða öðru. Vitnið man ekki, hver tók við ávísun- inni. 4. Vitnið hefur skýrt frá því að borð- og húsbúnaðurinn hafi komið í vörugeymslu í Vestmannaeyjum þann 10. desember 1982 eða sama dag og það opnaði veitingastaðinn Skansinn. Vitninu lá heldur betur á að fá þetta leyst út til að geta opnað staðinn. Skjölin voru ekki komin í banka. Vitnið fékk ábyrgð hjá Útvegsbankanum fyrir þessu og afhendingarheimild hjá bæjarfógetaembættinu. Vitnið man ekki hvor ákærðu gaf því leyfi til að fá þetta leyst út, en það hafi allavega verið gert með 100% samþykki ákærða Kristjáns. Vitnið átti að fá frest til að greiða tollana þar til reikning- arnir kæmu eða heldur að það hafi verið gert ráð fyrir því. 5. Vitnið kveður sama eiga við uppþvottavélina og að framan greinir, skjölin hafi ekki verið komin í banka og það fengið frest á greiðslu toll- anna, þangað til þau kæmu. Vitnið fékk frestinn hjá bæjarfógetaembætt- inu, þ.e. ákærðu Kristjáni og X. Vitnið man ekki hvort rætt var um ákveð- 193 inn greiðslufrest á aðflutningsgjöldum af vörusendingunum, en gert var ráð fyrir að þau yrðu greidd innan mjög skamms tíma eða þegar skjölin væru komin. Vitnið Gísli Geir Guðlaugsson, framkvæmdastjóri hjá Gunnari Ólafssyni ér Co., til heimilis að Birkihlíð 23, Vestmannaeyjum, kveður Georg Þór Kristjánsson, starfsmann hjá fyrirtækinu, hafa séð um afhendingu á vörum úr tollvörugeymslu Eimskips hf. í Vestmannaeyjum. Vitnið kveður innflytjanda eiga að koma með frumrit af farmbréfi stimplað með afhendingarheimild bæjarfógetans í Vestmannaeyjum til að fá vöruna afhenta. Farmbréfið þarf ekki að vera bankastimplað, þar sem bæjarfógeti gefur ekki út afhendingarheimild nema búið sé að borga vöruna í banka. Í sumum tilvikum eru þó vörurnar afhentar þótt ekki liggi fyrir nema afrit af farmbréfi, þar sem ekki er hægt að stöðva afgreiðslu á vörum, ef frumrit farmbréfs hefur týnst, enda er í þeim tilvikum stimpluð afhendingarheimild á afritið hjá bæjarfógeta. Reglan er sú að kvittað er fyrir móttöku á vöru og afhendingardagur skrifaður á farmbréfið. Afgreiðslumaðurinn tekur við farmbréfunum við afhendingu. Vitnið hefur skýrt frá afhendingu á vörusendingum þeim er í ákæru greinir svo sem hér á eftir verður rakið. Vitnið kveðst hafa afhent sjálft loftjöfnunartækið til Pálma Lórentsson- ar. Vélsmiðir úr Reykjavík voru komnir til að setja loftjöfnunartækið upp og sóttu þeir það ásamt konu Pálma þann 06.12. 1982. Starfsmaður hjá henni kvittaði fyrir tækinu. Vitnið kveður það sama að segja um afhending blásarans og loftjöfn- unartækisins, sem í 1. tl. greinir. Vitnið kveður konu Pálma Lórentssonar hafa sótt lofthreinsitækið þann 09.12. 1982. Einhverra hluta vegna hafi farmbréfið verið tvístimplað, en vitnið veit ekki hvers vegna það var gert. Vitnið kveður svo virðast sem Pálmi Lórentsson hafi sjálfur tekið borð- búnaðinn út þann 10.12. 1982, en vitnið veit ekki hver tók á móti upp- þvottavélinni. Vitnið kveður Jón Guðlaug Ólafsson hafa sótt net Ufsabergs hf., er í 1. tl. B greinir, svo sem kvittun á farmbréfi ber með sér. Í þessu tilviki hafi verið látið nægja að taka við afriti af farmbréfi. Vitnið kveður mann að nafni Sigfús Sveinsson hafa móttekið netin í 2. tl. B úr vörugeymslu félagsins. Vitnið kveður Kristján Eggertsson, eiganda Skipaviðgerða hf., hafa mót- tekið ljósastaurana. Þeir hafi trúlega verið afhentir fljótlega eftir 10. mars 1983. Þessu hafi verið hraðað, þegar borgað hafði verið í banka. 13 104 AF Í þessu tilviki hafi varan verið afhent út á afrit vörureiknings stimpluðu með afgreiðsluheimild bæjarfógetans í Vestmannaeyjum. Ekki hafði átt að afhenda hana þar sem afgreiðslan vilji fá farmbréfið stimplað með afhend- ingarheimild en ekki vörureikninginn. Afgreiðslumaður sagði vitninu að hann hefði afhent vöruna út á vörureikninginn, þar sem þetta kom heim samkvæmt skjölum sem voru stimpluð hjá bæjarfógetaembættinu. Vitnið gerði strax athugasemd við þetta þegar skjölin komu í hendur þess eftir afhendingu vörunnar. Vakin var athylgi vitnisins á því að ekki hefur verið kvittað í öllum tilvik- um við afhendingarheimild bæjarfógetaembættisins. Vitnið kveður það þó vera reglu og sé oftast gert. Í sumum tilvikum geti staðið þannig á að það gleymist, en gjaldkeri bæjarfógeta eigi að setja stafi sína við stimpilinn. Ef stimpill frá fógeta var á skjölunum var það tekið gott og gilt þótt ekki væri kvittað við. Vitnið skýrir frá því að á umræddum tíma og þar á undan hafi vörusend- ingar verið afgreiddar eftir farmbréfum með stimpli bæjarfógetans, en eftir að þetta mál kom til sögunnar hafi verið gerðar strangari kröfur í þessu efni og þess krafist, að tollafgreiðslunúmer væri skrifað á farmbréfið. Ríkisaksóknari fór þess á leit við ríkisendurskoðun í bréfi dags. 28. maí 1984, að tekið væri saman og tilgreint svo skipulega sem framast er kostur þau atriði í embættisfærslu bæjarfógetaembættisins í Vestmannaeyjum sem fyrirliggjandi rannsókn þyki leiða í ljós að séu með öðrum hætti en áskilja verði í embættisrekstri eða af hálfu starfsmanna slíkra embætta. Ríkisendurskoðun varð við þessu og eru niðurstöður hennar þessar sam- kvæmt bréfi dags. 20. ágúst sama ár: „„l. Embættið hefur gefið út kvittanir fyrir greiðslu ýmissa opinberra gjalda og fært þær í bókhaldi sem fullgildar innborganir, þrátt fyrir að vitað var að tékkar þeir, sem greitt var með, voru innistæðulausir og því ekki fullgildir gjaldmiðlar. Þetta er, að áliti ríkisendurskoðunar, brot á embættisfærslu. Þetta leiddi til þess að bókhaldið var rangfært, hvað varðar innheimtu ríkissjóðstekna, skuldastöðu einstakra gjaldenda og sjóðsstöðu. 2. Bæjarfógetum eða starfsmönnum embættanna er algerlega óheimilt að lána sér eða öðrum fé úr sjóði embættanna. Það að færa slíkar lántökur í bókhaldi, sem „endurgreitt ofgreitt þinggjald““ inn á þinggjaldakort við- komandi, þrátt fyrir að slík innistæða væri ekki fyrir hendi er, að áliti ríkis- endurskoðunar, bókhaldsfölsun ....... 3. Í tölulið 2 eru um að ræða bókfærðar lántökur. Í viðbót við þær 195 eru eftirfarandi óbókfærðar lántökur þar sem X hefur dregið sér fé úr sjóði embættisins um nokkurt skeið: a. Ávísun X, kr. 240.000, sem lá í sjóði við talningu ríkisendurskoðunar 18. maí 1983 ..... b. Ávísun Harðar Óskarssonar, kr. 50.000, sem lá í sjóði við talningu ríkisendurskoðunar 18.maí 1983........ c. Miði X, kr. 12.000, auk kr. 3.000 sem hann virðist fá síðar, sem lá í sjóði við talningu ríkisendurskoðunar 18. maí 1983....... 4. Tollstjórar landsins hafa ekki sjálfdæmi um að heimila afhendingu á tollvörum án undanfarandi tollafgreiðslu eða með einum né öðrum hætti að veita innflytjendum greiðslufrest á aðflutningsgjöldum. Beri brýna nauðsyn til að tollafgreiða vöru, en fullnægjandi gögn þar til skortir, geta tollstjórar heimilað afhendingu með bráðabirgðatollafgreiðslu, sbr. reglur fjármálaráðuneytisins þar um, sem hér fylgja með í myndriti. Það er því álit ríkisendurskoðunar að bæjarfógeti og þeir starfsmenn embættisins, sem afhent hafa ótollafgreiddar vörur án þess að framan- greindum skilyrðum hafi verið fullnægt, hafi brotið þessar reglur....; 5. Um önnur atriði, sem að áliti ríkisendurskoðunar eru sakarefni, vísast í yfirlit B. Það er skoðun ríkisendurskoðunar að framangreind tilvik séu ekki með þeim hætti sem áskilja verður í embættisrekstri eða af hálfu starfsmanna slíkra embætta.“ Í yfirliti B segir m.a. að eftirfarandi atriði sé að áliti ríkisendurskoðunar sakarefni: „sC- Að þann 31. desember 1982 greiddi Kristján Torfason inn á við- skiptareikning sinn við embættið kr. 65.000. Var þetta greitt með ávísun sem síðan ekki reyndist innistæða fyrir og var ávísunin geymd í sjóði embættisins til 31. janúar 1983. Með þessari ávísun var hann að greiða lán, kr. 30.000, sem fært hafði verið á þinggjaldakort hans og álögð þinggjöld sem millifærð voru útaf þinggjaldakorti og inná viðskiptareikning í desem- ber 1982.““...... Ingi Kristinn Magnússon, viðskiptafræðingur hjá ríkisendurskoðun, hefur borið vitni í máli þessu. Kom þar fram m.a. það er hér á eftir verður rakið. Vitnið kveður hafa verið um óvenju mikla sjóðseign að ræða hjá bæjar- fógetaembættinu í Vestmannaeyjum um áramótin 1982-1983 miðað við reynslu fyrri ára. Árið 1980 var sjóðstaðan kr. 2.613.000, árið 1981 kr. 5.932.000, árið 1982 kr. 14.254.000 og 1983 kr. 1.880.000, samkvæmt upplýsingum úr ríkisreikningi. Hafi verið um áberandi meiri sjóðseign að ræða hjá embætt- 196 inu miðað við önnur embætti í árslok 1982. Sé litið á ríkisreikning komi í ljós að hjá því embætti sem var með næst hæsta sjóðstöðu, sem var Akur- eyri, voru kr. 5.622.000 í sjóði. Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi bar einnig vitni fyrir dómi. Vitnið kveður hina venjulegu endurskoðun ríkisendurskoðunar á embættis- færslu til þess tíma sem mál þetta kom upp hafa verið í grófum dráttum þannig, að rekstrarkostnaður embætta sé endurskoðaður strax og tilheyr- andi gögn hafa borist til ríkisendurskoðunar. Endurskoðun á innheimtu ríkissjóðstekna er með þrennum hætti, en skipulagsgjöld, erfðafjárskattur og útflutningsgjöld eru endurskoðuð sérstaklega. Aðflutningsgjöld eru og endurskoðuð sérstaklega jafnóðum mánaðarlega. Þinggjöld og söluskattur eru endurskoðuð öðru hverju á þann hátt að reynt er að fylgjast með inn- heimtunni, en endanleg endurskoðun á þinggjöldum og söluskatti fer fram við sérstakar svokallaðar embættisathuganir. Athuganir eru gerðar á við- skiptareikningi embættismannanna sjálfra og reikningum annarra starfs- manna embættisins. Það er ekki algengt að aðrir starfsmenn en embættis- mennirnir hafi viðskiptareikning við embætti, en stundum þurfa starfsmenn embættisins að fá fyrirfram útlagðan kostnað vegna ferðalaga og þess háttar og þá er ætlast til að það sé viðskiptafært. Slíkt er ekki skoðað sem lán til starfsmanns, þetta er fært starfsmanni til skuldar á viðskiptareikningi til þess að geta haft reiðu á hlutunum, og telur vitnið þetta eðlilega bók- færslu. Bókhaldið gefi rétta mynd af stöðu ríkissjóðs, þar sem þarna er um vörslufé að ræða sem viðkomandi aðili ber ábyrgð á. Vitnið kveður sér ekki vera kunnugt um að til séu nokkrar reglur um það hve stór skuld ríkissjóðs við embættismenn eða skuld embættismanna við ríkissjóð megi vera á viðskiptareikningi. Slíkar fjárhæðir fari eftir eðli máls hverju sinni. Vitnið kveður að bókhaldslega séð hefði átt að færa þær greiðslur, sem greindar eru í 2. tl. bréfs þess frá 20. ágúst 1984, á viðskiptareikning við- komandi starfsmanns. Niðurstöður: I. kafli. A-C. Með framburði ákærða Kristjáns Torfasonar, framburðum vitna og öðrum gögnum málsins telst sannað að ákærði hafi fengið greiddar samtals kr. 43.000 úr sjóði bæjarfógetaembættisins Í Vestmannaeyjum á árunum 1980-1982 sem hann kvittaði fyrir sem endurgreiddum ofgreiddum þing- gjöldum og lét færa þannig á þinggjaldakort sitt. Þá er sannað að ákærði greiddi inn á skuld sína á viðskiptareikningi við 197 embættið þann 31.12. 1982 með tékka að fjárhæð kr. 65.000 sem var án nægilegrar innistæðu og ákærði lét geyma í sjóði til 31. janúar 1983 er hann lét framvísa tékkanum í banka til skuldfærslu. Loks er sannað að ákærði heimilaði Kolbrúnu Kristinsdóttur bæði vegna sjálfrar sín og eiginmanns síns, Sigurðar Greipssonar, og Ragnhildi Mikaelsdóttur, skrifstofustúlkum við embættið, að fá á árunum 1980-1982 greiðslur úr sjóði embættisins sem endurgreidd ofgreidd þinggjöld að fjár- hæð samtals kr. 63.120. Framangreindar fjárhæðir nema alls kr. 171.120. Það athugast þó, að í tékkafjárhæðinni, kr. 65.000, er innifalin greiðsla að fjárhæð kr. 30.000 sem ákærði fékk sem endurgreitt ofgreitt þinggjald. Vextir voru ekki greiddir af fé þessu og það var án trygginga, en endurgreiðsla fór fram svo sem að framan er rakið að því er best verður ráðið af þinggjaldakortum og reikningsyfirliti hlaupareiknings að því er tékkann varðar. Ákærði hefur haldið því fram að ekki hafi verið um lánveitingar úr sjóði bæjarfógetaembættisins að ræða, en það hafa þær Kolbrún og Ragnhildur staðhæft að því er varðar greiðslurnar til þeirra og Sigurðar Greipssonar og að lánin hafi verið veitt með samþykki ákærða. Ákærði kveðst með þessu hafa verið að fresta greiðslum á opinberum gjöldum hjá sjálfum sér og hið sama sé um þau Kolbrúnu, Sigurð og Ranghildi að segja. Hann telji sig stöðu sinni samkvæmt hafa fullt vald til slíks ef hann telji greiðslu- getu skattgreiðanda ofboðið. Á þetta verður ekki fallist. Ákærði tilkynnti ekki um breytingar á þinggjaldagreiðslunum til launadeildar fjármálaráðu- neytisins og þær fóru ekki fram með þeim hætti sem venja er til. Af þing- gjaldakortunum verður heldur ekki ráðið að um slíkt geti hafa verið að ræða, þar sem ekkert kemur fram um skattalækkun hjá viðkomandi og kortin bera með sér í einhverjum tilvikum, að engin skuld var á þeim. Að því er varðar tékkann að fjárhæð kr. 65.000, sem var án nægilegrar innistæðu og ákærði geymdi í sjóði til 31. janúar 1983, telur dómurinn það ekki geta skipt máli eins og meðferð hans var háttað þótt ákærði hafi átt fé inni hjá ríkissjóði svo sem hann heldur fram. Lítur dómurinn svo á að ákærði hafi hagnýtt í eigin þágu og annarra framangreindar fjárhæðir úr sjóði embættisins. Með háttsemi þessari telst ákærði hafa orðið brotlegur gegn 1. mgr. 247. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og með rangri færslu í bókhaldi embættisins við 158. gr. sömu laga að því er varðar liði A og C. Telur dómurinn heimfærslu brotsins undir 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga heimila, þótt brotið sé talið í ákæru varða við 139. gr. sömu laga, þar sem það getur samrýmst verknaðarlýsingu í ákæru og var reifað í málflutningi á grundvelli þess, að það gæti varðað við nefnda lagagrein. II. kafli. Með framburðum ákærðu í máli þessu, framburðum vitna og öðrum gögnum málsins er sannað að ákærði Kristján Torfason hafi ýmist sjálfur veitt móttöku til greiðslu opinberra gjalda þeim 11 tékkum er í þessum kafla ákæru greinir eða veitt samþykki sitt til móttöku þeirra, þótt hann vissi eða mætti vera ljóst að næg innistæða var ekki fyrir hendi í banka til greiðslu þeirra. Lét ákærði geyma tékkana í sjóði bæjarfógetaembættisins mánuðum saman svo sem að framan hefur verið rakið og lýst er í ákæru án þess að framvísa þeim í banka svo að viðhaldið væri tékkarétti sam- kvæmt 1. mgr. 29. gr. laga um tékka nr. 94, 1933 og bakfæra þá tékka í bókhaldi embættisins, sem reyndust án nægrar innistæðu. Ekki innheimti ákærði heldur dráttarvexti af tékkunum eða reyndi það. Voru þetta þó starfsskyldur ákærða sem innheimtumanns ríkissjóðs. Þykir hann með þessu hafa misnotað aðstöðu sína tékkaskuldurum til ávinnings og með því hallað rétti ríkissjóðs. Ennfremur leiddi þessi háttsemi ákærða til þess að innheimtulaun hans urðu hærri en ella, svo sem að framan getur. Ákæran í máli þessu þykir ekki verða skilin svo að hún beinist að ákærða Kristjáni að því er varðar bókun X á tékkanum í 5. tl. í bókhaldi embættis- ins sem húsaleigugreiðsla til knattspyrnufélagsins Týs frá embættinu. Sama er að segja um það er ákærði X fjarlægði báða tékkana, er í 7. og 8. tl. greinir, úr bankainnlegginu og færði í bókhald embættisins andvirði þeirra ásamt eigin skuldum við embættissjóð kr. 255.000 eða samtals kr. 450.813 úr sjóði sem útborgun á þinggjaldakorti Ufsabergs hf. og endurnýjaði tékk- ana í 9., 10. og 11. tl., enda styðja gögn málsins það að ákærði Kristján eigi ekki sök á þessu. Með framburðum ákærðu og vitna er leitt í ljós að ákærði X átti ekki þátt í móttöku tékkanna er í 1., 2. og 6. tl. þessa kafla ákæru greinir, heldur meðákærði. Hins vegar liggur fyrir með framburðum ákærðu, vitna og öðrum gögn- um málsins, að ákærði hafi veitt móttöku tékkunum í 3., 4., 5., 7. og 8. tl., þótt hann vissi eða mætti vera ljóst að þeir væru án nægrar innistæðu, en fyrir liggur að hann hafði almenna heimild til þess frá meðákærða. Einnig eru nokkrar líkur á að svo sé einnig um tékkana í 9., 10. og 11. tl. Ákærði var starfsmaður meðákærða sem bar ábyrgð á móttöku og geymslu tékkanna og verður ekki séð samkvæmt því að ákærði hafi haft þau afskipti af geymslu þeirra, að hann hafi með því gerst brotlegur og ber því að sýkna hann af ákærunni í máli þessu að því leyti. Um tékkana í 5. og 7.-11. tl. er þó sameiginlegt að ákærði hafði ýmis afskipti af síðari meðferð þeirra svo sem að framan er rakið. Þykir hann 199 með því hafa misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður tékkaskuld- urum til ávinnings og með því hallað rétti ríkissjóðs. Við þetta bætist að með játningu ákærða X er sannað að hann hafi rang- lega bókfært tékkann, er greinir Í 5. tl., úr sjóði bæjarfógetaembættisins og viðskiptafært hann hjá knattspyrnufélaginu Tý fyrir sömu fjárhæð og nam tékkafjárhæðinni á móti húsaleigugreiðslu frá embættinu, en eigi verður séð að tékkinn tengist knattspyrnufélaginu. Einnig er sannað með játningu ákærða að hann hafi ranglega fært and- virði tékkanna í 7. og 8. tl., sem hann hafði tekið úr innleggi ríkisendur- skoðunar, í bókhaldi embættisins ásamt eigin skuldum við sjóðinn sem að framan greinir samtals kr. 450.813 sem útborgun á þinggjaldakorti Ufsa- bergs hf. Háttsemi ákærðu, sem lýst er hér að framan, þykir varða við 139. gr. almennra hegningarlaga og háttsemi ákærða X í $. tl. 2. ml. og 7.-8. tl. 3. ml. einnig við 1. mgr. 158. gr. sömu laga, en tilvitnun í 138. gr. laganna þykir ekki eiga við. Sækjandi málsins gerði við flutning þess þá kröfu um breytingu á heimfærslu, að brot ákærða X í 7.-8. tl. 2. ml. sbr. 3. ml. þessa kafla verði heimfærð undir 1. mgr. sbr. 2. mgr. 247. gr. sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga. Dómurinn lítur svo á að ákærði hafi þegar verið sakfelldur í I. kafla E, fyrir að hafa dregið sér kr. 255.000. Atferli hans, er í 7.-8. tl. greinir að því er varðar þessa fjárhæð hafi verið til að leyna því broti og geti ekki talist sérstakt fjárdráttarbrot. Hins vegar þykir þessi færsla úr sjóði embættisins að því er varðar kr. 195.813 sem útborgun á þinggjaldakorti Ufsabergs hf. varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegn- ingarlaga. Svo sem í ákæru greinir er ákærðu gefið að sök, sbr. 1., 2., 4., 6. og 1.-8. tl. þessa kafla, að afturkalla samdægurs innlegg í Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum hinn 18. maí 1983 að aflokinni sjóðtalningu hjá bæjar- fógetanum í Vestmannaeyjum, en Í innlegginu voru tékkar samtals að fjár- hæð kr. 2.168.238 sem ríkisendurskoðun hafði séð um að útbúa og lagt fyrir starfsfólk að leggja inn í banka. Innleggsnótan er með stimpli bankans 18. maí, én tékkarnir voru ekki stimplaðir í bankanum um framvísun. Ákærði X fór hinn 18. maí í Útvegsbankann með bankainnleggið. Hann kveðst ekki minnast þess að hafa átt þátt í afturköllun þess eða haft frekari afskipti af því. Hann hefur þó í öðrum framburði kannast við að hafa hringt í Vilhjálm Bjarnason bankastjóra eftir að hann kom í bæjarfógeta- skrifstofuna aftur og sagt honum frá talningu ríkisendurskoðunar hjá embættinu og að innleggið væri tilkomið vegna talningarinnar. Kveðst ákærði hafa beðið Vilhjálm að sitja á innlegginu, þar sem innistæða væri ekki fyrir hendi fyrir tékkunum í því. Hafi Vilhjálmur sagst ætla að athuga málið og hann rætt þetta eitthvað meira við Vilhjálm. 200 a Ákærði Kristján hefur kannast við að hafa átt símtal við Vilhjálm Bjarnason að kvöldi 18. maí 1983 eftir að hann kom til Vestmannaeyja. Hafi Vilhjálmur sagt honum frá innlegginu og að í því hefðu verið tékkar á lokaða reikninga sem hann vildi ekki taka við. Samkvæmt ákvörðun Vilhjálms hafi innleggið verið stöðvað, en ekki að beiðni ákærða. Vitnið Vilhjálmur Bjarnason hefur kannast við að hafa átt símtal við ákærða Kristján að kvöldi 18. maí og vakið athygli hans á 2 tékkum í inn- legginu sem gefnir hefðu verið út á lokaðan reikning. Vitnið kveðst hvorki geta játað því né neitað að X hafi hringt til þess 17. maí vegna innleggsins. Samkvæmt framansögðu verður ekki séð að aðrir en ákærðu og Vilhjálmur Bjarnason hafi getað staðið að afturköllun margnefnds banka- innleggs hinn 18. maí. Gegn neitun ákærðu svo og þegar virtur er framburður Vilhjálms Bjarna- sonar er ekki nægilega sannað að ákærðu hafi afturkallað innleggið hjá Útvegsbanka Íslands 18. maí 1983, sem ríkisendurskoðun hafði útbúið í framhaldi af sjóðtalningunni, svo sem þeim er gefið að sök í ákæru, en með því hefðu þeir sem opinberir starfsmenn hallað rétti ríkissjóðs og orðið brotlegir gegn 139. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Ber því að sýkna ákærðu af ákærunni að þessu leyti. III. kafli. Gegn neitun ákærða Kristjáns Torfasonar þykir ekki sannað að hann hafi heimilað af hálfu bæjarfógetaembættisins í Vestmannaeyjum afhendinguna á uppþvottavél til Pálma Lórentssonar, er greinir í 5. tl. Á í þessum kafla ákæru, en uppþvottavélin var afhent 17. desember 1982 án lögboðinnar tollmeðferðar og greiðslu aðflutningsgjalda eða móttöku fjártryggingar samkvæmt reglum um bráðabirgða tollafgreiðslu nr. 23, 29. janúar 1982. Ekki er heldur alveg nægilega sannað með framburðum meðákærða X og Pálma Lórentssonar gegn neitun ákærða Kristjáns, að hann hafi falið meðákærða að heimila afhendingu til Pálma á borðbúnaði, er greinir í 4. tl. A, enda þótt verulegar líkur séu á því, en eins var háttað um vörusend- ingu þessa og framangreinda vörusendingu, að aðflutningsgjöld voru ógreidd. Hins vegar er sannað með játningu ákærða Kristjáns og öðrum gögnum málsins, að hann hafi heimilað afhendingu af hálfu bæjarfógetaembættisins á vörusendingum til Pálma Lórentssonar, er í 1.-3. tl. A greinir, án lögboð- innar tollmeðferðar og greiðslu aðflutningsgjalda eða bráðabirgða tollaf- greiðslu. Um verðmæti vörusendinganna vísast til þess, er að framan greinir. Með játningu ákærða X og öðrum gögnum málsins er sannað að hann hafi heimilað afhendingu af hálfu bæjarfógetaembættisins á vörusending- um til Ufsabergs hf. og Skipaviðgerða hf., er í 1.-3. tl. B greinir, án lögboð- 201 innar tollmeðferðar og greiðslu aðflutningsgjalda eða bráðabirgða toll- afgreiðslu og vísast um verðmæti þeirra til þess er að framan er rakið. Með þessari háttsemi hafa ákærðu misnotað aðstöðu sína í þágu framan- greindra innflytjenda og brotið reglur um tollmeðferð. Með því sviptu þeir ríkissjóð haldsrétti sem var til tryggingar greiðslu aðflutningsgjalda og mátti þeim vera ljóst að það gat valdið ríkissjóði fjártjóni. Hafa ákærðu með þessu orðið brotlegir gegn 249. gr. sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Telur dómurinn mega heimfæra brotið undir 249. gr. almennra hegningarlaga skv. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála, þótt það sé talið í ákæru varða við 139. gr. almennra hegn- ingarlaga þar sem það getur samrýmst verknaðarlýsingu í ákæru og var reifað í málflutningi á grundvelli þess, að það gæti varðað við nefnda laga- grein. Ákvörðun refsinga og sakarkostnaðar. Hvorugur ákærðu hefur áður sætt kæru eða refsingu. Á það ber að líta að ákærði X lét af störfum sínum hjá bæjarfógeta- embættinu í Vestmannaeyjum eftir að mál þetta kom til sögunnar. Í munnlegum flutningi málsins var m.a. á það lögð áhersla af hálfu verj- enda að við eldgosið í Vestmannaeyjum 1973 hefðu atvinnuvegir og efna- hagslíf þar að miklu leyti hrunið. Sú upplausn, sem þessu hafi fylgt, hafi leitt til mikils vanda, m.a. fyrir bæjarfógetaembættið sem hafi þurft að flytjast um hríð til Reykjavíkur. Hafi þetta ekki síst komið niður á inn- heimtunni. Úr þessum vanda hafi teygst allt fram á síðustu ár og við endur- uppbyggingu embættisins hafi ríkisvaldið ekki veitt þá aðstoð sem því bar og því hafi orðið að móta sérstakar starfsreglur eftir staðháttum. Loks kemur það til álita við ákvörðun refsinga, að ákærði Kristján var forstöðumaður bæjarfógetaembættisins en ákærði X starfsmaður hans. Svo sem áður er rakið hafa brot ákærðu m.a. verið talin varða við 1. mgr. 247. og 249. gr. sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga, en ekki við 139. gr. sömu laga eins og talið er í ákæru. Við ákvörðun refsinga er tekið mið af refslákvæðum síðastnefndu lagagreinarinnar. Refsing ákærðu beggja þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga, fangelsi í S mánuði. Með tilvísun til 57. gr. a, almennra hegningarlaga þykir mega skilorðsbinda 3 mánuði af refsingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Dæma ber ákærða Kristján til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda sína, Benedikts Blöndal hrl., kr. 100.000, og ákærða X til að greiða skipuð- um verjanda sínum, Sveini Snorrasyni hrl., málsvarnarlaun, kr. 100.000. 202 Annan sakarkostnað ber að dæma ákærðu til að greiða óskipt, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 100.000, en af hálfu ákæruvaldsins annaðist Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari sókn málsins. Dómarar máls þessa voru skipaður til að fara með það sem umboðs- dómarar með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins dags. 27. september 1985, eftir að hinn reglulegi héraðsdómari hafði færst undan meðferð þess vegna embættisanna. Dómsorð: Ákærðu, Kristján Torfason og X, sæti hvor um sig fangelsi í $ mánuði. Fresta skal fullnustu á 3 mánuðum af refsingunni og sá hluti hennar niður falla að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Ákærði Kristján Torfason greiði skipuðum verjanda sínum, Benedikt Blöndal hrl., kr. 100.000 í málsvarnarlaun og ákærði X greiði skipuðum verjanda sínum, Sveini Snorrasyni hrl., kr. 100.000 í máls- varnarlaun. Annan sakarkostnað greiði ákærðu óskipt, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 100.000. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Miðvikudaginn 4. febrúar 1987. Nr. 27/1987. Sigurður Páll Kristjánsson gegn Ingólfi Guðnasyni Kærumál. Frestur. Máli vísað frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Gunnar Aðalsteinsson fulltrúi kvað upp hinn kærða úrskurð 9. desember 1986. Synjaði hann með úrskurðinum ex officio beiðni 203 sóknaraðilja í þinghaldi sama dag um framhaldsfrest til 3. febrúar 1987 í máli er sóknaraðili höfðaði á hendur varnaraðilja með stefnu þingfestri á bæjarþingi Hafnarfjarðar 2. september 1980 til heimtu skaðabóta fyrir líkamstjón. Í bæjarþingsmáli þessu hafði sóknar- aðili ekki enn lagt fram greinargerð sína samkvæmt 105. gr. laga nr. 85/1936, er hann beiddist framhaldsfrestsins, og aðeins þrjú skjöl auk stefnunnar. Sóknaraðili skaut úrskurðinum til Hæstaréttar með kæru 22. desember 1986. Barst hún Hæstarétti 26. janúar 1987. Krefst sóknaraðili þess að hinn kærði úrskurður, sem í kærunni er nefndur frávísunardómur, verði felldur úr gildi og málinu frestað til 3. febrúar 1987. Frá varnaraðilja hafa ekki borist kröfur eða greinargerð. Úrskurður héraðsdómara um að frestur verði ekki veittur í máli sætir ekki kæru til Hæstaréttar samkvæmt |. tl. 21. greinar laga nr. 75/1973. Ber því að vísa máli þessu frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Miðvikudaginn 4. febrúar 1987. Nr. 35/1987. Ákæruvaldið gegn Ólafi Gunnarssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Guðjón St. Marteinsson fulltrúi hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. S0A St Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. greinar laga nr. 74/ 1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 27. janúar 1987 sem barst Hæstarétti 28. sama mánaðar. Krefst hann þess að úrskurðurinn verði úr gildi felldur. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að úrskurðurinn verði stað- festur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Kæra úrskurðar þessa var að ófyrirsynju. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 27. janúar 1987. Málsatvik: SI. sunnudag var Ólafur Gunnarsson f. 20.4. 1955 handtekinn á Kefla- víkurflugvelli við komu til landsins frá Kaupmannahöfn. Við leit á Ólafi fundust tæplega 500 grömm af hassi. Við yfirheyrslur hjá lögreglu og hér fyrir dómi viðurkenndi Ólafur að hafa keypt hassið í Kaupmannahöfn og flutt til landsins. Ólafur bar fyrir dómi í gærdag um tvær utanferðir sínar á síðasta ári og kvað þær ferðir ekki hafa tengst fíkniefnum á nokkurn hátt. Eiginkona Ólafs, Stella Stefánsdóttir, hefur borið við lögregluyfirheyrsl- ur um margar utanferðir Ólafs á síðasta ári í því skyni að sækja fíkniefni. Stella greindi frá háum peningaupphæðum er Ólafur notaði til fíkniefna- kaupa ytra. Þá hefur Stella borið um fíkniefnameðhöndlun Ólafs hér á landi í dreifingarskyni í samvinnu við t.d. Tryggva Gunnarsson. Stella bar um utanför Ólafs á nafni Jóns Hannesar Stefánssonar og hefur Jón Hannes borið að Ólafur hafi tvívegis á síðasta ári ferðast á sínu nafni til útlanda og þá fundust við húsleit hjá Ólafi greiðslukvittanir á erlendan gjaldeyri á nafni Hannesar Stefánssonar. Ólafur kvaðst hafa fest kaup á gjaldeyri fyrir kr. 100.000,- fyrir sína síðustu utanför. Við húsleit á heimili Ólafs sl. sunnudag fundust að sögn lögreglu gögn er ótvírætt benda til fjármálatengsla Ólafs við aðra aðila máls þessa. Niðurstöður: Verið er að rannsaka meint brot Ólafs Gunnarssonar á lögum nr. 65, 1974 og rg. 16, 1986. Gætu meintar sakir, ef sannaðar þættu, varðað Ólaf 205 fangelsisrefsingu og eru því ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar ekki í vegi fyrir beitingu gæsluvarðhalds í þágu rannsóknar máls þessa. Mál þetta snýst um meintan stórfelldan innflutning Ólafs Gunnarssonar á fíkniefnum til landsins og er rannsókn málsins á algerðu frumstigi og ekki á þessu stigi tímabært að samprófa Ólaf við aðra aðila máls þessa. Eftir er að rannsaka mun ítarlegar fjármálahlið máls þessa og yfirheyra Ólaf og hugsanleg vitni og/eða samseka. Með vísan til alls ofanritaðs og með vísan til framlagðra skjala og með vísan til 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 þykir rétt að verða við fram kominni kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir Ólafi Gunnarssyni. Þykir gæsluvarðhaldstíminn hæfilega afmarkaður allt til kl. 16:00 miðviku- daginn 25. febrúar 1987. Úrskurðarorð: Ólafur Gunnarsson, fæddur 20.4. 1955, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 25. febrúar nk. kl. 16:00. Miðvikudaginn 4. febrúar 1987. Nr. 36/1987. Ákæruvaldið gegn Gunnari Gunnarssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. greinar laga nr. 74/ 1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 28. janúar 1987 sem barst Hæstarétti 29. sama mánaðar. Krefst sóknar- aðili þess aðallega að úrskurðurinn verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldstími verði styttur. Hann krefst og málsvarnar- launa til réttargæslumanns síns. aNnL 200 Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að úrskurðurinn verði stað- festur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Málskostnaður verður ekki dæmdur. Kæra úrskurðar þessa var að ófyrirsynju. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 27. janúar 1987. Ár 1987, þriðjudaginn 27. janúar var háð dómþing sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum í húsakynnum dómsins af Guðmundi Benediktssyni ftr. við undirritaða votta og uppkveðinn úrskurður þessi. Málsatvik: Rannsóknarlögreglumönnum, sem vinna að fíkniefnamálum í Reykjavík, bárust margsinnis upplýsingar um það á sl. ári að bræðurnir Gunnar, Ólafur og Tryggvi Gunnarssynir stæðu í dreifingu fíkniefna. SI. sunnudag var nefndur Ólafur f. 20.4. 1955 handtekinn við komu til landsins á Keflavíkurflugvelli frá Kaupmannahöfn. Við tollleit fannst á honum um á kg af ætluðu hassi, sem Ólafur kvaðst hafa keypt af óþekkt- um aðila í Kaupmannahöfn og að hann stæði einn að þessum kaupum og innflutningi. Hann sagðist hafa farið þrjár ferðir erlendis á sl. ári, en ekki keypt fíkniefni í þeim ferðum. Ólafur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í allt að 30 daga vegna ætlaðra brota á fíkniefnalöggjöf undanfarna mánuði. Í framhaldi af handtöku Ólafs voru bræður hans, Tryggvi og Gunnar, handteknir á heimili þeirra að Skeiðarvogi 97 og húsleit gerð í vistarverum þeirra. Í herbergi Gunnars fannst 0,1 g af ætluðu amfetamíni falið í háls- bindi og rör notað við amfetamínneyslu. Þá fundust ýmis gögn er sýndu fjármálatengls þeirra bræðra. Í yfirheyrslum hjá lögreglu á sunnudag og í gær neitaði Gunnar fíkni- efnaafskiptum og kvaðst telja kunningja sinn Þorgeir Jón Sigurðsson eig- anda hálsbindisins sem amfetamínið fannst í. Á sl. ári kvaðst hann hafa farið tvívegis til útlanda og í bæði skiptin með togaranum Viðey í svo- nefnda sölutúra og hafi það verið einu utanlandsferðirnar árið 1986. Í yfirheyrslu fyrir dómi í gær neitaði umræddur Gunnar alfarið að hafa staðið í fíkniefnabrotum undanfarið og eins þótt honum væri bent á að 207 framburður lægi fyrir í málinu þess efnis að hann hafi flutt inn fíkniefni á sl. ári. Aðspurður um utanferðir í framhaldi af því kvaðst hann hafa farið eina ferð í september að hann minni með Ólafi bróður sínum. Hafi þeir farið til Danmerkur og Svíþjóðar og neitaði því að hafa keypt fíkniefni í þeirri ferð eða á nokkurn hátt komið nálægt slíkum efnum. Gunnari var sýnt ljósrit af ávísun að fjárhæð kr. 82.000,- og útgefin af honum 13.11. 1986, sbr. dskj. 15 og spurður um viðskipti að baki þeirri ávísun. Kvaðst hann hafa leyst út gjaldeyri fyrir þessa ávísun því hann hafi verið búinn að kaupa flugfarmiða og ætlað til útlanda en hætt við þar sem hann hafi fengið skiprúm og látið ógilda farseðilinn. Sérstaklega aðspurður um hver hafi sótt um þennan gjaldeyri kvaðst hann sjálfur hafa gert það. Benti dómari honum þá á að gögn lægju fyrir í málinu, sem sýndu að annar en hann hafi verið þar að verki. Taldi hann sig þá ekki vita hver hafi sótt um þennan gjaldeyri, en bætti við að hann hafi farið með Þorgeiri Jóni í banka að leysa út þennan gjaldeyri og vék síðan á eintal við réttargæslumann sinn með leyfi dómara. Í framhaldsyfirheyrslu taldi Gunnar sig ekki geta gert grein fyrir viðskipt- um að baki umræddri ávísun því þau væru honum óljós á þessu stigi. Stella Stefánsdóttir, f. 26.4. 1956, eiginkona nefnds Ólafs var yfirheyrð hjá lögreglu sl. sunnudagskvöld, sbr. dskj. nr. 7 og viðurkenndi þá að sér væri kunnugt um að Ólafur hafi á sl. ári farið nokkrar ferðir til Danmerkur til fíkniefnakaupa, en ekki vita efnismagn í hverri ferð. Hafi bræður Ólafs, Gunnar og Tryggvi, verið í félagi með honum og sá síðarnefndi séð um að dreifa efnunum að mestu. Þá skýrði hún frá utanferð sem hún segir Ólaf og Gunnar hafa farið sl. september og hafi Ólafur farið með kr. 200.000,- með sér til efniskaupa og einnig taldi hún Gunnar hafa lagt fram fé. Kvaðst hún hafa séð hass eftir heimkomu þeirra sem Tryggvi hafi síðan tekið við til dreifingar. Tryggvi bar af sér allar sakir um fíkniefnabrot í yfirheyrslum hjá lögreglu og hér fyrir dómi og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til allt að 10. febrúar nk. Niðurstaða: Verið er að rannsaka ætluð stórfelld brot gegn lögum um ávana- og fíkni- efni nr. 65, 1974 og reglugerð nr. 16, 1986 og koma margir aðilar við sögu. Rannsókn málsins er þegar mjög umfangsmikil og þykir með vísan til ofan- ritaðs og framlagðra gagna rétt að verða við kröfu lögreglu og gera Gunnari Gunnarssyni f. 18.11. 1956 í þágu rannsóknar málsins, sem er á frumstigi, að sæta gæsluvarðhaldi í allt að 30 daga frá kl. 17:26 mánudaginn 26. janúar 1987 að telja, sbr. |. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974. 208 LUÖ Úrskurðarorð: Gunnar Gunnarsson, fæddur 18.11. 1956, skal sæta gæsluvarðhaldi í allt að 30 daga frá kl. 17:26 mánudaginn 26. janúar 1987 að telja. Miðvikudaginn 4. febrúar 1987. Nr. 37/1987. Ákæruvaldið gegn Jóni Sigurðssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. greinar laga nr. 74/ 1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 28. janúar 1987. Kæran barst Hæstarétti 29. sama mánaðar. Krefst sóknaraðili þess aðallega að úrskurðurinn verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldstími verði styttur. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að úrskurðurinn verði stað- festur. Svo sem segir í hinum kærða úrskurði fer nú fram rannsókn á ætluðum brotum nokkurra aðilja á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, lög nr. 75/1982 og lög nr. 13/ 1985, sbr. og reglugerð nr. 16/1986. Leikur rökstuddur grunur á að varnaraðili sé við brot þessi riðinn. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Kæra úrskurðar þessa var að ófyrirsynju. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. 209 Úrskurður sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 27. janúar 1987. Ár 1987, þriðjudaginn 27. janúar var háð dómþing sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum í húsakynnum dómsins af Guðmundi Benediktssyni ftr. og uppkveðinn úrskurður þessi við undirritaða votta. Málsatvik: Undanfarna mánuði hafa lögreglu margsinnis borist upplýsingar um að Ólafur, Gunnar og Tryggvi Gunnarssynir standi í dreifingu fíkniefna. SI. sunnudag var nefndur Ólafur f. 20.4. 1955 handtekinn við komu flug- leiðis til Keflavíkurflugvallar frá Kaupmannahöfn og fundust við leit á honum tæplega 500 g af ætluðu hassi. Um miðjan sl. mánuð var Jón Sigurðsson, f. 3.5. 1964 (áður Þorgeir Jón Sigurðsson), handtekinn við komu frá Kaupmannahöfn og fundust þá á honum við tollleit á Keflavíkurflugvelli rúmlega 800 g af hassi, falin innan klæða. Jón bar við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa staðið einn að þessum fíkni- efnainnflutningi. Rannsóknir lögreglu hafa leitt í ljós að Jón notaði falskt nafn, sem skráð var á flugfarseðilinn og að samferða honum út og heim aftur úr greindri ferð var Ólafur Gunnarsson, sem einnig gaf upp falskt nafn. Fylgja með gögnum málsins ljósrit af flugfarseðlum sem þeir notuðu að sögn lögreglu sbr. dskj. nr. 19. Eins er nú komið í ljós að Jón tók út 13.nóvember sl. 2 x 15.000,- danskar krónur í ferðagjaldeyri og greiddi hann með tveimur tékkum, er hvor var að fjárhæð kr. 82.000,-- og var annar útgefinn af Gunnari Gunnarssyni, en hinn af Ólafi Gunnarssyni, en báðir voru tékkarnir fram- seldir af umræddum Jóni. Jón var handtekinn sl. sunnudagskvöld. Bar hann á sama veg og fyrr hjá lögreglu og í gærkvöld hér fyrir dómi að hann hafi staðið einn að greindum fíkniefnainnflutningi í síðasta mánuði. Ólaf Gunnarsson kvaðst hann þekkja og sérstaklega aðspurður kvað hann Ólaf ekki hafa tekið þátt í þessum innflutningi með honum. Aðspurður um greindar gjaldeyrisúttektir í sl. nóvember kvaðst hann hafa tekið hann út í greiðaskyni fyrir Ólaf. Eiginkona Ólafs Gunnarssonar, Stella Stefánsdóttir, f. 26.4. 1956, var yfirheyrð sl. sunnudagskvöld og bar þá að Ólafur hafi farið nokkrar ferðir á sl. ári til fíkniefnakaupa. Kemur m.a. fram í hennar framburði að Jón Sigurðsson hafi farið með honum eina slíka ferð í desember sl. og að hlut- verk hans hafi verið að bera fíkniefni fyrir Ólaf inn í landið. 14 to þa > Niðurstaða: Verið er að rannsaka umfangsmikið ætlað brot nokkurra aðila gegn lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. brl. og rg. 16, 1986 sbr. framangreint og framlögð gögn og tengist Jón Sigurðsson f. 3.5. 1964 þessum ætluðu brotum og tekur beinan þátt í þeim. Rannsókn þessi er umfangsmikil eins og áður segir því margir koma við sögu og tími brotanna spannar nokkuð langan tíma að ætlað sé, en rann- sókn er á frumstigi. Rétt þykir því að verða við kröfu lögreglu og gera Jóni Sigurðssyni f. 3.5. 1964 að sæta gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar máls þessa, sbr. 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 og þykir gæsluvarðhaldstíminn hæfilega afmarkaður allt til 10. febrúar nk. kl. 20:49. Úrskurðarorð: Jón Sigurðsson, fæddur 3.5. 1964, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til 10. febrúar nk. kl. 20:49. | Fimmtudaginn $. febrúar 1987. | Nr. 13/1986. Skeifan h/f (Sveinn Snorrason hrl.) gegn Skiptaráðandanum í Reykjavík f.h. þrotabús Árna Björgvinssonar og gagnsök (Sigurður Helgi Guðjónsson hrl.) Gjaldþrotaskipti. Riftun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörns- son og Stefán Már Stefánsson prófessor. 211 Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. janúar 1986. Hann krefst sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 6. mars 1986. Hann krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms með þeirri breytingu að vextir verði 3,5%0 á mánuði frá 31. maí 1985 til 1. mars 1986, 2,75%0 frá þeim degi til 1. apríl s.á., en 2,25% frá þeim degi til greiðslu- dags. Gagnáfrýjandi krefst málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Í málflutningi af hálfu aðaláfrýjanda er við það miðað að upp- gjör á húsaleiguskuld þrotamanns við hann hafi farið fram 10. febrúar 1984 og að þá hafi einnig farið fram greiðsla sú sem krafist er að rift verði. Samkvæmt því og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann með þeim breytingum á vaxta- ákvæði hans sem í dómsorði greinir. Með vísan til dóms Hæstaréttar frá 23. desember 1986 í málinu nr. 252/1984, sbr. einnig auglýsingu Seðlabanka Íslands dags. 18. janúar 1985, þykir mega ákveða að heimilt skuli að leggja vexti er falla á eftir 10. febrúar 1985 við höfuðstól dómkröfunnar einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili, í fyrsta sinn 10. febrúar 1986. Aðaláfrýjandi verður dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda 75.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Skeifan h/f, greiði gagnáfrýjanda, skipta- ráðandanum í Reykjavík f.h. þrotabús Árna Björgvinssonar, 464.759,59 krónur með 19% ársvöxtum frá 10. febrúar 1984 til 1. janúar 1985, 30,8% ársvöxtum frá þeim degi til 1. febrúar s.á., 3900 ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars s.á., 48% árs- vöxtum frá þeim degi til 1. júní s.á., 42% ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1986, 33%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. apríl s.á. og 27%0 ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Heimilt er að leggja áfallna vexti eftir 10. febrúar 1985 við höfuðstól dómkröfunnar einu sinni á hverju 12 mánaða tíma- bili, í fyrsta sinn 10. febrúar 1986. 212 Málskostnaðarákvæði héraðsdóms á að vera Óraskað. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda 75.000,00 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Bjarna K. Bjarnasonar hæstaréttardómara. Gagnáfrýjandi hefur til stuðnings kröfum sínum lagt fram „Uppgjör við Árna Björgvinsson“ dagsett 10. febrúar 1984. Upp- gjör þetta er óundirritað, en ekki er um það deilt að það sé frá aðaláfrýjanda komið. Jafnframt þessu uppgjöri hefur gagnáfrýj- andi lagt fram tvær kvittanir frá aðaláfrýjanda. Önnur kvittunin er dagsett 24. janúar 1984 að fjárhæð 154.388,40 krónur og þar segir svo: „Árni Björgvinsson, Smiðjuvegi 6, Kópavogi, hefur í dag greitt húsaleigu fyrir janúarmánuð 1984, með þeim fyrirvara að móttekin skuldabréf verði greidd að fullu.““ Hin kvittunin er dagsett 5. febrúar 1984 að fjárhæð 154.388,40 krónur. Í texta hennar segir: „Árni Björgvinsson, Smiðjuvegur 6, Kópavogi, hefir í dag greitt húsaleigu fyrir febrúarmánuð 1984, með þeim fyrirvara að móttekin víxill og skuldabréf verði greidd að fullu.“ Uppgjör er í eðli sínu yfirlit yfir viðskipti aðilanna. Það styðst við skjöl um einstaka þætti uppgjörsins. Fjárhæðir ofangreindra kvittana eru tilgreindar sérstaklega í uppgjörinu án þess að greiðslu- dagar séu þar nefndir. Gagnáfrýjandi lagði sjálfur fram þessar kvitt- anir án athugasemda. Þegar gætt er sönnunarreglna sem hér eiga við þá þykir verða að líta svo á þrátt fyrir málflutning af hálfu aðal- áfrýjanda, að gagnáfrýjandi hafi ekki sannað, að greiðslur sam- kvæmt nefndum tveim kvittunum hafi verið inntar af hendi innan sex mánaða frests 54. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Sýkna ber því aðaláfrýjanda af 308.776,80 krónum (154.388,40 t 154.388,40). Ber því að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda 155.982,79 krónur (464.759,59 - 308.776,80) ásamt vöxtum eins og meiri hluti dómenda hefur ákveðið, en rétt er að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstrétti falli niður. 213 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. janúar 1986. Mál þetta, sem dómtekið var þann 8. janúar sl., hefur Viðar Már Matthíasson hdl., nnr. 9184-3838, Borgartúni 24, Reykjavík, f.h. Þrotabús Árna Björgvinssonar, nnr. 0505-9860, sem er til gjaldþrotameðferðar hjá skiptaráðandanum í Reykjavík, höfðað með stefnu framlagðri í dóm 27. júní 1985 á hendur Skeifunni hf., nnr. 8164-5604, með skráða starfstöð að Smiðjuvegi 6, Kópavogi, en með varnarþingi í Reykjavík. Í málinu gerir stefnandi svofelldar dómkröfur: „sl. Að rift verði með dómi greiðslu á þeim hluta skuldar Árna Björgvinssonar, nnr. 0505-9860, við Skeifuna hf., sem fram fór með afhendingu kaupsamninga/skuldabréfa og víxils, samtals að fjárhæð kr. 484.295,13 þann 10.02. 1984. 2. Að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda kr. 484.295,13 með 19% ársvöxtum frá 10.02. 1984 til31.12. 1984, en með 32% ársvöxtum frá 01.01. 1985 til 31.01. 1985, en með 39% ársvöxtum frá 01.02. 1985 til 28.02. 1985, en með 4% vöxtum á mánuði frá 01.03. 1985 til 31.05. 1985, en með 3,5% vöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags. 3. Þá er þess krafist að heimilt verði að leggja vexti við höfuðstól einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili, í fyrsta sinn þann 10.02. 1985, en síðan árlega þann sama dag. 4. Loks er krafist málskostnaðar samkv. gjaldskrá LMFÍ, en máls- kostnaðarreikningur verður lagður fram af hálfu stefnanda við aðalflutning málsins ef til hans kemur.“ Af hálfu stefnda, Skeifunnar hf., er sótt þing og þær kröfur gerðar að fyrirtækið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda og verði dæmdur máls- kostnaður að mati dómsins. Stefnandi gerir svofellda grein fyrir máli sínu: „Árni Björgvinsson, nnr. 0505-9860, gerði í júní 1983 samning við stefnda. Samningur þessi var hvort tveggja í senn, kaupsamningur um vöru- lager Skeifunnar hf. fyrir kr. 2.000.000,00 og leigusamningur um 1372 fm húsnæði hlutafélagsins að Smiðjuvegi 6, Kópavogi, sem Árni hugðist nota til reksturs húsgagnaverslunar undir nafninu Húsgagnaverslunin Skeifan. Leigugreiðslur á mánuði námu kr. 137.200,00 fyrir júní, en leigufjárhæðin skyldi hækka í samræmi við vísitölu húsnæðiskostnaðar fyrir atvinnuhús- næði og var grunnvísitalan miðuð við júní 1983. Árni Björgvinsson hóf síðan rekstur verslunar með húsgögn í nefndu húsnæði undir nafninu Hús- gagnaverslunin Skeifan. Rak hann verslunina sem einkafirma sitt. Verslun- arreksturinn gekk frá upphafi mjög illa og lenti Árni í alvarlegum vanskil- D14 lt um þegar á árinu 1983. Meðal annars lenti Árni í vanskilum vegna víxla sem hann samþykkti og afhenti stefnda sem tryggingu fyrir leigugreiðslu á árinu 1983. Þá lenti Árni í umtalsverðum vanskilum vegna greiðslu á kaupverði fyrir vörulagerinn, en hann hafði gefið út nokkur skuldabréf til tryggingar greiðslu á lagernum. Árni Björgvinsson greiddi ekki húsaleigu fyrir janúar 1984 á réttum tíma, né heldur fyrir febrúar 1984, en leigu- greiðslan skyldi innt af hendi mánaðarlega fyrirfram samkvæmt fyrirmæl- um í leigusamningi. Af hálfu fyrirsvarsmanns stefnda, Magnúsar Jóhanns- sonar, var mjög knúið á um það að Árni greiddi skuldir sínar við stefnda. Árni hefur upplýst við skýrslugjöf fyrir skiptarétti Reykjavíkur að fyrir- svarsmanni stefnda, Magnúsi Jóhannssyni, hafi verið kunnugt um það í ársbyrjum 1984 að hann, Árni, væri kominn í greiðsluþrot og hann væri ófær um að greiða skuldir sínar. Til marks um það má benda á að skulda- bréf þau sem Árni Björgvinsson setti til tryggingar á greiðslu vörulagers, en skuldabréf þessi voru tryggð með veði í ýmsum fasteignum, m.a. að hluta til í fasteign Oddnýjar Ingimarsdóttur að Langholtsvegi 80, Reykja- vík, gjaldféllu að verulegu leyti þegar á haustmánuðum 1983. Hóf stefndi með aðstoð lögfræðings innheimtu á hinum gjaldföllnu skuldabréfum og var gengið að þeim veðtryggingum sem settar höfðu verið. Einn veðsalinn a.m.k., Oddný Ingimarsdóttir, hafði þurft að greiða skuldina og var hinu upphaflega veðskuldabréfi aflýst af fasteign hennar í framhaldi af því. Í febrúar 1984 sá Árni Björgvinsson fyrir að hlaupareikningi hans vegna Húsgagnaverslunarinnar Skeifunnar nr. 3070 við Sparisjóð Kópavogs, Austurbæjarútibú, yrði lokað fljótlega, enda hafði Árni gefið út umtalsvert magn af innistæðulausum tékkum. Árni tók þá út kaupsamninga/skulda- bréf, sem hann átti í Sparisjóði Kópavogs og voru þar til innheimtu, en skjöl þessi hafði Árni fengið vegna vörusölu úr Húsgagnaversluninni Skeifan. Árni afhenti Magnúsi Jóhannssyni fyrir hönd Skeifunnar hf. kaup- samninga/skuldabréf þessi 23 að tölu og víxil. Fór uppgjör vegna þessa fram þann 10.02. 1984, og var það svohljóðandi: , Debet: Kredit: An: Innl. víxill pr. 15.11.1983, B.I. 171.141,09 do. << C 10.11.1983, Sp.Kóp. 34.810,10 do. ee ce 20.01.1984, í 39.693,50 Húsaleiga f. janúar 1984 154.388,40 do. “ febrúar “ 154.388,40 Innborgun á víxli pr.15.12.1983,B.Í. 39.532,74 Pro: Andvirði víxils og skuldabréfa 484.295,13 2 x 100.000,00 ávísanir 200.000,00 593.954,23 684.295,13 Mismunur 90.340,90 215 Mismunurinn kr. 90.340,90 gekk til greiðslu á húsaleigu fyrir mars- mánuð. Vegna mikilla vanskila Árna Björgvinssonar afsalaði hann sér fyrst hluta verslunarrekstrarins, en síðan öllum rekstrinum og vörulager til Jóns Einars Jakobssonar hdl. Nefndur Jón Einar hafði í samráði við Árna ráðgast um það við stefnda að hann gerðist aðili að húsleigusamningi Árna við stefnda. Með vitund stefnda var samkomulag um þetta gert milli Árna og Jóns Einars þann 02.03. 1984, en það kom þó ekki til framkvæmda fyrr en síðar og þá í annarri mynd. Verður ekki séð að Skeifan hf. hafi samþykkt nein aðilaskipti að upphaflegum leigusamningi við Árna fyrr en þann 10. júlí 1984. Með bréfi Útvegsbanka Íslands mótteknu af skiptaráðandanum í Reykja- vík þann 08.08. 1984 var óskað gjaldþrotaskipta á búi Árna Björgvinsson- ar. Úrskurður um skiptin var uppkveðinn þann 11.12. 1984, en þrotamaður fyrst yfirheyrður þann 01.02. 1985. Í búinu fundust í upphafi engar eignir, en lýstar kröfur voru að fjárhæð liðlega kr. 5.000.000,00. Höfðuð hafa verið tvö riftunarmál vegna ráðstaf- ana þrotamanns á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag, og er þetta mál hið þriðja. Verða ekki höfðuð fleiri mál. Kjarni málsástæðna stefnanda er því sá að greiðsla á skuldum þeim sem að ofan greinir og voru inntar af hendi með kaupsamningum/ skuldabréf- um og víxli úr verslunarrekstri Árna Björgvinssonar verði að teljast hafa farið fram með óvenjulegum greiðslueyri, enda verður engan veginn sagt að greiðslan hafi verið venjuleg eftir atvikum, þar sem fjárhagur Árna var mjög bágur og mikill fjöldi kröfuhafa freistaði þess að fá fullnustu á kröf- um sínum. Jafnframt er byggt sjálfstætt á því að fyrirsvarsmenn stefnda hafi vitað um greiðsluerfiðleika Árna Björgvinssonar og verið ljóst að skuldir hans voru slíkar að móttaka á greiðslu skuldarinnar hafi verið ótilhlýðileg mis- munun stefnda í vil á kostnað annarra kröfuhafa, enda naut stefndi sér- stakrar aðstöðu til að þrýsta á um greiðslu þar eð hann var leigusali Árna. Stefnukrafan er í fyrsta lagi krafa um riftun á greiðslu skuldarinnar og jafnframt krafa um endurgreiðslu á fjárhæð, sem jafngildir þeim hluta skuldarinnar við stefnda sem greidd var með hinum óvenjulega greiðslueyri, þ.e. kaupsamningum/skuldabréfum og víxli. Sundurliðun stefnukröfu: Ekki er ástæða til að sundurliða stefnukröfuna sérstaklega að öðru leyti en því sem þegar hefur verið gert. Sá hluti skuldarinnar, sem greiddur var með óvenjulegum greiðslueyri, var kr. 484.295,13 og sundurliðast sú fjár- hæð þannig: to þa N Kaupandi/skuldari skv. sk. br.: Fjárhæð María Welding kr. 11.062,80 Ragnheiður Aðalsteinsdóttir í 38.596,60 Edda Scheving Rf 9.298,00 Sigurjón Rútsson fg 21.350,00 Ásta Haraldsdóttir í C(,13.270,20 Ólafur Sveinsson “ C'16.024,40 Þóra Kristinsdóttir A 8.077,10 Guðný Einarsdóttir fa 35.818,50 Magnús Finnsson í .42.097,90 Lúðvík 13.862,90 Erla Gústafsdóttir A 8.547,05 Jónína Jakobsdóttir í 5.411,40 Ólafur Þorláksson “16.535,54 Bryndís Eðvarðsdóttir A 9.357,60 Sigfús Sigurðsson ið 2.780,14 Þröstur Steinþórsson A 4.028,30 Guðbjörg Guðmundsdóttir A 3.506,90 B. Sveinbjörnsson 29.123,60 Axel Blómsterberg # 9.670,40 Ögmundur Kristgeirsson “C10.218,40 Egill Gestsson A 66.694,00 Pétur Eyfelds # 34.780,00 Þórarinn Valgeirsson 34.215,00 Frjáls fjölmiðlun Víxill “ 40.468,40 Samtals kr. 484.295,13 Ofangreind fjárhæð er sú fjárhæð sem krafið er um endurgreiðslu á.“ Stefnandi styður stefnukröfur sínar við eftirtalin lagarök: „Krafan um riftun styðst við 54. gr.laga nr. 6/1978. Jafnframt er byggt sjálfstætt um riftunarkröfu á 61. gr. sömu laga. Endurgreiðslukrafan styðst við 62. gr. laga 6/1978 og við 63. gr. sömu laga, ef riftun er byggð á 61. gr. laganna. Vaxtakrafan byggir á 5. gr. laga 58/1960, svo og auglýsingum Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um vaxtafót. Krafan um að vextir skuli leggjast við höfuðstól á 12 mánaða fresti byggir á auglýsingum Seðlabanka Íslands, svo og á almennum reglum um útreikning vaxta. Málskostnaðar- krafan byggir á 1. mgr. 177. gr. laga 85/1936, sbr. og 184. gr. sömu laga ef til framlagningar málskostnaðarreiknings kemur.““ Af hálfu stefnda er því haldið fram að við kaup- og leigusamninga aðila á árinu 1983 hafi Árni Björgvinsson staðhæft að hann hefði nægilegt fjár- 217 magn til rekstrarins því auk þess að eiga svo til skuldlausa húseign að Reynihvammi 5 í Kópavogi, sem ætla megi að væri um 5 milljóna virði, þá ætti hann verðbréf að nettóverðmæti milli tveggja og þriggja milljóna króna. Þessu til sönnunar hafi hann sýnt veðbókarvottorð fyrir Reyni- hvamm 5, er sýnt hafi veðsetningar upphaflega að fjárhæð kr. 26.900,00, samkvæmt veðbréfum útgefnum á tímabilinu 1963 til 1976. Árni hafi stað- hæft að meiri hluti þessara skulda væri að fullu efndur. Þá hafi Útvegs- bankinn í Kópavogi staðfest að Árni hefði verið þar í viðskiptum um all- langt skeið og í hvívetna staðið við skuldbindingar sínar. Þá er því haldið fram af hálfu stefnda að í febrúarmánuði 1984, þá er þær greiðslur fóru fram sem hér er krafist riftunar á, hafi fyrirsvarsmanni stefnda Magnúsi Jóhannssyni verið alls ókunnugt um nokkrar aðrar skuldir Árna Björgvinssonar en við Skeifuna hf. Á þeim tíma hafi honum verið um það kunnugt að enginn kröfuhafi hafði leitað fullnustu í fasteign Árna að Reynihvammi 5. Árni hafi hins vegar skýrt Magnúsi svo frá að vegna hjúskaparmála sinna hefði eiginkona sin neitað að samþykkja veðsetningu húseignarinnar til tryggingar bankaviðskiptum sínum, og hafi það leitt til takmörkunar á skuldabréfakvóta hans hjá viðskiptabönkum. Magnús mætti þó treysta því að gjaldþol hans væri óskert þar sem vörubirgðir fyrir- tækisins næmu um þrem milljónum króna og jafnvel þótt þau hjón slitu hjúskap, sem horfur væru á, þá væri eignarhluti hans í húsinu um þrjár milljónir króna. Árna hafi verið kunnugt um að Skeifan hf. hafði, meðan hún rak hús- gagnaverslunina að Smiðjuvegi 6, haft viðskipti við Búnaðarbankann og hafði átt þar skuldabréfakvóta. Hafi hann falast eftir því, að þessi kvóti yrði nú nýttur þar sem hans eigin kvóti væri takmarkaður tímabundið meðan fjármál þeirra hjóna væru óleyst. Magnús Jóhannsson hafi fallist á þessa greiðslutilhögun, enda hafi hann haft fulla ástæðu til að ætla að eingöngu væri um tímabundna greiðsluerfiðleika Árna að ræða vegna hjú- skaparmála hans. Af hálfu stefnda eru síðan færð fram eftirfarandi málsástæður og laga- rök: „A. Eins og að framan hefur verið lýst var greiðsla húsaleiguskuldar Árna Björgvinssonar til stefndu hinn 10.2. 1984 á engan hátt í óvenjulegum greiðslueyri þegar atvik eru öll virt, greiðslan var ekki innt af höndum fyrr en eðlilegt mátti teljast og hún réð engu um gjaldfærni Árna Björgvinssonar á þeim tíma. Skilyrði 54. gr. gjaldþrotalaga eru því ekki til riftunar. B. Staðhæfingu á bls. 2 í stefnu um að Árni hafi upplýst „við skýrslu- gjöf fyrir skiptarétti Reykjavíkur, að fyrirsvarsmanni stefnda, Magnúsi Jóhannssyni, hafi verið kunnugt um það í ársbyrjun 1984 að hann, Árni, væri kominn í greiðsluþrot og að hann væri ófær um að greiða skuldir 218 sínar'?, er mótmælt sem rangri. Það sem skráð er eftir Árna í þessu efni er síðast í bókun á dskj. 17: „„aðspurður kveður mætti, að Magnús hafi mátt gera sér ljóst, að verslunin stóð höllum fæti.“ Í sjálfu sér er allmikill munur á þessu tvennu, en rétt er þó að víkja nokkru nánar að bókuninni og skoðun Árna þá á því hvert hann telur hafa verið mat Magnúsar 15 mánuðum áður á stöðu verslunarinnar. Eins og áður segir var Magnúsi Jóhannssyni ókunnugt um aðrar skuldir Árna en við stefndu. Magnús hafði ástæðu til að ætla að Árni ætti þá milli 2 og 3 milljónir í verðbréfum. Hann vissi að mat Árna sjálfs eða starfsmanna hans á vörubirgðum verslunarinnar á þessum tíma var á fjórðu milljón króna og að búshelmingur Árna í fasteign, bifreið og innbúi var að hans mati á 4 milljón króna þótt til skilnaðar kæmi. Viðurkenning þessi kemur að mestu fram í fyrrgreindri skýrslugjöf Árna fyrir skiptarétti Reykjavíkur dskj. nr. 17. Árni segir það ekki hafa verið fyrr en í júní 1984 að hann hafi gert sér grein fyrir fjárhagsstöðu sinni. Hvernig mátti Magnús Jóhannsson þá gera sér fjárhagsstöðuna ljósa 4 mánuðum áður. Það liggja fyrir óyggjandi sannanir þess, að Magnús Jóhannsson hafði fulla ástæðu til þess að ætla að Árni ætti eignir langt umfram skuldir, er hann veitti leigugreiðslunni viðtöku. Skilyrði 61. og 62. gr. gjaldþrotalaga til riftunar og endurkröfu eru ekki fyrir hendi.“ Magnús Jóhannsson, framkvæmdastjóri stefnda, hefur komið fyrir dóm. Árni Björgvinsson hefur gefið skýrslu fyrir skiptaráðanda þann 1. febrúar 1985 og liggur sú skýrsla frammi í málinu. Álit dómsins: Stefnandi byggir málatilbúnað sinn aðallega á 1. mgr. 54. gr. gjaldþrota- laga nr. 6/1978 en þar segir: „Krefjast má riftunar á greiðslu skuldar á síðustu 6 mánuðum fyrir frest- dag, ef greitt var með óvenjulegum greiðslueyri, fyrr en eðlilegt var eða greidd var fjárhæð, sem úrslitum réð um gjaldfærni þrotamanns, nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum.““ Uppgjör stefnda og Árna Björgvinssonar, það sem hér um ræðir, fór fram 10. febrúar 1984. Gjaldþrotaskipta á búi Árna Björgvinssonar er kraf- ist 8. ágúst 1984 og telst það frestsdagur, sbr. 4. mgr. 1. gr. gþl. nr. 6/1978. Uppgjörið fer þannig fram innan 6 mánaða frests 1. mgr. 54. gr. gþl., enda hefur því ekki verið mótmælt. Samkvæmt ákvæði 54. gr. gþl. er það eitt nægjanlegt skilyrði til riftunar að greitt hafi verið með óvenjulegum greiðslueyri. Kröfur á aðra, eins og þær sem hér um ræðir, eru ekki venjulegur greiðslueyrir í viðskiptum manna almennt. Samkvæmt framburði Magnúsar Jóhannssonar, fyrirsvars- 219 manns stefnda, hafði Árni Björgvinsson ekki greitt honum, fyrr en í upp- gjöri þeirra þann 10. febrúar, í slíkum greiðslueyri og ósannað er að þessi greiðslumáti sé venjulegur Í þeim viðskiptum sem stefndi átti við Árna Björgvinsson eða að einhverjar sérstakar aðstæður hafi gert hann eðlilegan. Árni Björgvinsson átti á þessum tíma ekki reiðufé til greiðslu skuldarinnar. Þegar af ofangreindum ástæðum er stefnanda rétt að rifta umræddum ráð- stöfunum Árna Björgvinssonar. Samkvæmt 1. mgr. 62. gr. gþl. ber því að taka kröfu stefnanda til greina þó með þeirri breytingu að lækka ber kröfuna um skuldabréf útgefið af Ólafi Þorlákssyni, kr. 16.535,54 og um kr. 3.000,00 sem eru eftirstöðvar af skuldabréfi útgefnu af Axel Blomster- berg en skuldabréf þessi hafa enn ekki greiðst. Vaxtakröfu stefnanda er ekki mótmælt og er hún tekin til greina á þann hátt sem greinir í dómsorði. Rétt þykir með tilliti til málavaxta að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Hrafn Bragason borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Skeifan hf., greiði stefnanda, þ.b. Árna Björgvinssonar, kr. 464.759,59 með 19% ársvöxtum frá 10.02. 1984 til 31.12. 1984, með 32% ársvöxtum frá 01.01. 1985 til 31.01. 1985, með 3900 ársvöxtum frá 01.02. 1985 til 28.02. 1985, með 4% vöxtum á mánuði frá 01.03. 1985 til 31.05. 1985, með 3,5% vöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags. Heimilt er að leggja vexti við höfuðstól einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili, talið frá 10.02. 1985, þannig í fyrsta sinn er 12 mánuðir eru liðnir frá þeim degi. Hvor aðila skal bera sinn kostnað af máli þessu. 22 Mánudaginn 9. febrúar 1987. Nr. 74/1986. Jón Vídalín Jónsson (Ingvar Björnsson hdl.) gegn Hlíðarhreppi, Norður-Múlasýslu og gagnsök (Eiríkur Tómasson hrl.) Kröfugerð. Ómerking. Frávísun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar með stefnu 9. maí 1985 að fengnu áfrýjunarleyfi 12. apríl s.á. (mál nr. 112/1985). Útivistardómur gekk 3. febrúar 1986, en aðaláfrýjandi áfrýjaði að nýju 27. febrúar 1986. Dómkröfur hans eru þessar: Aðalkrafa: Gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða aðaláfrýj- anda kr. 404.047,75 auk hækkunar lánskjaravísitölu 251 til 323, kr. 115.902,14 auk 800 ársvaxta af kr. $19.949,89 frá 25.7. 1981 til 30.3. 1982, kr. 28.308,38, þ.e. alls kr. 548.258,27 að frádregnum kr. 150.000,00 sem gagnáfrýjandi greiddi aðaláfrýjanda hinn 30.3. 1982, en kr. 398.258,27 auk hækkunar lánskjaravísitölu 323 til 537, kr. 263.861,52, auk 800 ársvaxta af kr. 662.119,79 frá 30.3. 1982 til 21.4. 1982, en 7% ársvaxta af kr. 662.119,79 frá 21.4. 1982 til 30.3. 1983, þ.e. kr. 46.734,62, en kr. 708.854,41 auk hækkunar lánskjaravísitölu $37 til 854 , kr. 418.448,51, auk 7% ársvaxta af kr. 1.127.302,92 frá 30.3. 1983 til 30.3. 1984, kr. 78.911,20, en kr. 1.206.214,12 auk hækkunar lánskjaravísitölu 854 til þeirrar láns- kjaravísitölu, er gildir á greiðsludegi, auk 7% ársvaxta af uppreikn- uðum höfuðstól miðað við gildandi lánskjaravísitölu hinn 30.3. ár hvert og leggist þá vextir við þannig uppreiknaðan höfuðstól árlega og myndi nýjan vaxtaberandi höfuðstól frá þeim degi til greiðslu- dags og málskostnað að skaðlausu, þó eigi lægri en skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Varakrafa: Til vara krefst aðaláfrýjandi þess að gagnáfrýjandi 221 verði dæmdur til að greiða kr. 404.047,75 auk hækkunar á láns- kjaravísitölu 251 til 323 auk 8% ársvaxta frá 25.7. 1981 til 30.3. 1982, en þá að frádregnum kr. 150.000,00, sem gagnáfrýjandi greiddi þá aðaláfrýjanda, auk hækkunar lánskjaravísitölu 323 til greiðsludags auk 8% ársvaxta frá 30.3. 1982 til 21.4. 1982, en 7% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags og leggist vextir við uppreikn- aðan höfuðstól miðað við gildandi lánskjaravísitölu hinn 30.3. ár hvert og myndi þá nýjan vaxtaberandi höfuðstól svo og málskostn- að. Þrautavarakrafa: Til þrautavara krefst aðaláfrýjandi þess að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða aðra og lægri fjárhæð að mati dómsins með 4,5%0 dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 25.7. 1981 til 20.4. 1982, en 4% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 21.4. 1982 til 31.10. 1982, en 5% dráttar- vöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 1.11. 1982 til 20.10. 1983, en 4,75% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 21.10. 1983 til 20.11. 1983, en 4% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 21.11. 1983 til20.12. 1983, en 3,25% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 21.12. 1983 til 20.1. 1984, en 2,5% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 21.1. 1984 til greiðsludags og að dráttarvextir leggist við höfuðstól hinn 25.7. ár hvert, í fyrsta sinn 25.7. 1982, og myndi þannig nýjan vaxtaberandi höfuðstól, svo og málskostnað allt að frádregnum kr. 150.000,00 sem gagnáfrýjandi greiddi aðaláfrýjanda hinn 30.3. 1982. Þrautaþrautavarakrafa: Fallist dómurinn ekki á dráttarvaxtakröf- una í þrautavarakröfunni er krafist 37% ársvaxta af tildæmdri fjár- hæð frá 25.7. 1981 til 31.10. 1982, en 45% ársvaxta frá 1.11. 1982 til3.8. 1983, en dómvaxta frá þeim degi til greiðsludags og að vextir leggist við höfuðstól hinn 25.7. ár hvert, í fyrsta sinn hinn 25.7. 1982, og myndi þannig nýjan vaxtaberandi höfuðstól, en að öðru leyti eru gerðar sömu dómkröfur og í þrautavarakröfunni. Frá þessum kröfum ber síðan, og er það hluti kröfugerðarinnar, að. draga 259.717,00 krónur sem gagnáfrýjandi greiddi aðaláfrýj- anda 6. júlí 1984. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 6. júní 1985. Kröfur hans eru þessar: 222 a Aðallega, að hreppurinn verði sýknaður af öllum kröfum aðal- áfrýjanda. Til vara, að héraðsdómur verði staðfestur um annað en máls- kostnað. Til þrautavara, að fjárhæðir verði lækkaðar. Í öllum tilvikum krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar fyrir báðum dómum. Gagnáfrýjandi er eigandi jarðarinnar Bakkagerðis. Aðaláfrýjandi var þar ábúandi 1977-1981, og er í þessu máli deilt um uppgjör á skuld gagnáfrýjanda við aðaláfrýjanda sem stofnaðist vegna um- bóta hins síðarnefnda á jörðinni meðan hann bjó þar. Aðilar eru sammála um, að höfuðstóll skuldarinnar sé 585.912,00 krónur og þeir eru einnig sammála um, að frá beri að draga 154.701,25 krónur og 27.163,00 krónur. Þá eru þeir sammála um, að gagnáfrýjandi hafi greitt 150.000,00 krónur 30. mars 1982, 259.717,00 krónur 6. júlí 1984 og 209.870,00 krónur 28. nóvember 1984 og að gagnáfrýjandi hafi einnig afhent tvö skuldabréf að upphæð 200.000,00 krónur og 133.142,00 krónur, sem gagnáfrýj- andi gaf út 6. júlí 1984. Ágreiningsefni aðila eru þessi: 1. Upphafstími vaxta. 2. Heimild aðaláfrýjanda til að gjaldfella alla skuldina vegna vanskila eins og hann gerði með bréfi 1. mars 1982. 3. Skylda gagnáfrýjanda til að greiða vexti og verðbætur á þann helming skuldarinnar, sem eftir ábúðarlögum skyldi greiða í þrennu lagi á 9 mánuðum. 4. Skylda gagnáfrýjanda til að greiða dráttarvexti og þá hverja. 5. Skylda gagnáfrýjanda til að greiða vaxtavexti. Kröfur aðaláfrýjanda í máli þessu hafa breyst meðan það hefur verið til dómstólameðferðar. Hér fyrir dómi hefur gagnáfrýjandi krafist sýknu, en aðaláfrýjandi hefur engu að síður haldið fram kröfum, sem ekki taka með glöggum hætti tillit til þess, að 28. nóvember 1984 greiddi gagnáfrýjandi 209.870,00 krónur til aðal- áfrýjanda. Gagnáfrýjandi afhenti einnig tvö skuldabréf sem fyrr getur, en óvíst er um afhendingardag. Virðist gagnáfrýjandi hafa talið að í nóvember 1984 hafi verið gert endanlega upp við aðal- áfrýjanda. Við þetta bætist, að kröfugerð aðaláfrýjanda er flókin 223 og í henni er gert ráð fyrir, að dómsorð kveði á um höfuðstól auk margra afborgana og margþættra verðbóta og vaxta. Að því er ætla verður af málflutningi er einnig viðurkennt af aðaláfrýjanda að taka beri tillit til afhendingar skuldabréfanna, sem fyrr eru nefnd. Stefna í málinu fullnægði ekki ákvæðum 88. gr. 1. mgr. c liðar laga nr. 85/1936 sbr. 22. gr. laga nr. 28/1981 og málsreifun ekki 114. gr. laga nr. 85/1936. Vegna hinna ófullnægjandi stefnu og vegna vanreifunar verður ekki hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu frá héraðsdómi skv. 116. gr. laga nr. 85/1936. Eftir öllum atvikum þykir rétt að hvor aðili málsins beri sinn kostnað af því fyrir báðum dómum. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Ómerkur og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara. Ég hefði talið rétt, áður en máli þessu yrði vísað frá héraðsdómi ex officio, að kveðinn hefði verið upp úrskurður, skv. 120. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 58. gr. laga nr. 75/1973, þar sem aðiljum væri gefinn kostur á að afla nýrra útreikninga byggða á tilteknum for- sendum. Sú skoðun nýtur ekki fylgis meirihluta dómara. Af þeim sökum greiði ég atkvæði með ómerkingu hins áfrýjaða dóms, frávísun málsins frá héraðsdómi og niðurfellingu málskostn- aðar. Dómur aukadómþings Norður-Múlasýslu 13. júlí 1984. Mál þetta, sem endanlega var dómtekið þann 13. júlí sl., hefur Jón Vídalín Jónsson, nnr. 5155-6224, bóndi, Strönd, Vallahreppi, Suður-Múla- sýslu höfðað fyrir aukadómþingi Norður-Múlasýslu með stefnu birtri 14. júlí 1983 á hendur Sveini Guðmundssyni, nnr. 8743-4168, oddvita, Sellandi, 204 LL“ Hlíðarhreppi, Norður-Múlasýslu, f.h. sveitarsjóðs Hlíðarhrepps Norður- Múlasýslu. Oddvitaskipti hafa nú orðið í Hlíðarhreppi og hefur Björn Sigurðsson, Surtsstöðum, tekið við fyrirsvari sveitarsjóðs. Endanlegar dómkröfur stefnanda koma fram á dskj. nr. 36 og eru þessar: Aðalkrafa: Krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér kr. 404.047,75 auk hækkunar lánskjaravísitölu 251 til 323, kr. 115.902,14, auk 80 ársvaxta af kr. 519.949,89 frá 25.7. 1981 til 30.3. 1982, kr. 28.308,38, þ.e. alls kr. 548.258,27, að frádregnum kr. 150.000,00 sem stefndi greiddi stefnanda hinn 30.3. 1982, en kr. 398.258,27 auk hækkunar lánskjaravísi- tölu 323 til 537, kr. 263.861,52, auk 8% ársvaxta af kr. 662.119,79 frá 30.3. 1982 til 21.4. 1982, en 7% ársvaxta af kr. 662.119,79 frá 21.4. 1982 til 30.3. 1983, þ.e. kr. 46.734,62, en kr. 708.854,41 auk hækkunar láns- kjaravísitölu 537 til 854, kr. 418.448,51, auk 7% ársvaxta af kr. 1.127.302.92 frá 30.3. 1983 til 30.3. 1984, kr. 78.911,20, en kr. 1.206.214,12 auk hækkunar lánskjaravísitölu 854 til þeirrar lánskjaravísitölu, er gildir á greiðsludegi, auk 7% ársvaxta af uppreiknuðum höfuðstól miðað við gildandi lánskjaravísitölu hinn 30.3. ár hvert og leggist þá vextir við þannig uppreiknaðan höfuðstól árlega og myndi nýja vaxtaberandi höfuðstól frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað að skaðlausu, þó eigi lægri en skv. gjaldskrá LMFI. Varakrafa: Til vara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér kr. 404.047,75 auk hækkunar á lánskjaravísitölu 251 til 323 auk 89 árs- vaxta frá 25.7. 1981 til 30.3. 1982, en þá að frádregnum kr. 150.000,00, sem stefndi greiddi þá stefnanda, auk hækkunar lánskjaravísitölu 323 til greiðsludags auk 8% ársvaxta frá 30.3. 1982 til 21.4. 1982, en 7% áravaxta frá þeim degi til greiðsludags og leggist vextir við uppreiknaðan höfuðstól miðað við gildandi lánskjaravísitölu hinn 30.3. ár hvert og myndi þá nýjan vaxtaberandi höfuðstól og málskostnað að skaðlausu, þó eigi lægri en skv. gjaldskrá LMFÍ. Þrautavarakrafa: Til þrautavara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér aðra og lægri fjárhæð að mati dómsins með 4,5%0 dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 25.7. 1981 til 20.4. 1982, en 4% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 21.4. 1982 til 31.10. 1982, en 5% dráttar- vöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 1.11. 1982 til 20.10. 1983, en 4,75% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 21.10. 1983 til 20.11. 1983, en 490 dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 21.11. 1983 225 til 20.12. 1983, en 3,25% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 21.12. 1983 til 20.1. 1984, en 2,5% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 21.1. 1984 til greiðsludags og að dráttarvextir leggist við höfuð- stól hinn 25.7. ár hvert, í fyrsta sinn 25.7. 1982, og myndi þannig nýjan vaxtaberandi höfuðstól, og málskostnað að skaðlausu, þó eigi lægri en skv. gjaldskrá LMFÍ, allt að frádregnum kr. 150.000,00 sem stefndi greiddi stefnanda hinn 30.3. 1982. Þrautaþrautavarakrafa: Fallist dómurinn ekki á dráttarvaxtakröfuna í þrautavarakröfunni er krafist 37% ársvaxta af tildæmdri fjárhæð frá 25.7. 1981 til 31.10. 1982, en 45% ársvaxta frá 1.11. 1982 til 3.8. 1983, en dómvaxta frá þeim degi til greiðsludags og að vextir leggist við höfuðstól hinn 25.7. ár hvert, í fyrsta sinn hinn 25.7. 1982, og myndi þannig nýjan vaxtaberandi höfuðstól, en að öðru leyti eru gerðar sömu dómkröfur og í þrautavarakröfunni.““ Upphaflega gerði stefndi kröfu til að málinu yrði vísað frá dómi. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði dags. 20. febrúar sl. Stefndi gerir nú þær kröfur að hann verði sýknaður af öllum dómkröfum stefnanda, en til vara að dómkröfur stefnanda verði verulega lækkaðar. Jafnframt krefst hann málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands úr hendi stefnanda. Dómsorð: Stefndi, Hlíðarhreppur, skal að svo stöddu vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Jóns V. Jónssonar, í máli þessu. Hvor aðila skal bera sinn kostnað af málinu. 240 Mánudaginn 9. febrúar 1987. Nr. 181/1986. Sigurður Gíslason gegn Einari Ingimundarsyni uppboðshaldara í Kjósarsýslu Húsnæðisstofnun ríkisins vegna Byggingarsjóðs ríkisins Jóni Ingvari Pálssyni og Þorkeli Jóhanni Pálssyni persónulega og f.h. sameignar- félags þeirra Pálsson st. (áður Hosbyhús sf.) Lífeyrissjóði Sóknar Landsbanka Íslands Samvinnutryggingum GT Mosfellshreppi Búnaðarbanka Íslands Stálhúsgagnagerð Steinars hf. Útvegsbanka Íslands Erni Höskuldssyni Steypustöðinni hí. Heklu hf. og Stáliðjunni hf. Synjað um frest. Máli vísað frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. júní 1986. Áfrýjað er nauðungaruppboði er fram fór í uppboðsrétti Kjósarsýslu hinn 14. maí 1986 á þinglýstri fasteign áfrýjanda að Leirutanga 4, Mosfellshreppi. Málið var þingfest í Hæstarétti |. október 1986 og þá frestað í fjóra mánuði til 2. febrúar 1987. Krafð- ist áfrýjandi þá frekari frests til framlagningar ágrips í málinu til aprílmánaðar. Stefndu, Pálsson s/f og Örn Höskuldsson, mótmæltu frekari 221 fresti til ágripsgerðar, þar eð áfrýjandi hefði þegar haft nægan frest í því skyni. Mál þetta var upphaflega þingfest í uppboðsrétti Kjósarsýslu 5. ágúst 1983 samkvæmt uppboðsbeiðni Arnar Höskuldssonar hdl., dags. 15. júní 1983. Síðan var málinu margfrestað að beiðni upp- boðsþola (áfrýjanda), en hinn 21. nóvember 1984 fór fram annað og síðasta uppboð á eigninni. Hinn 30. s.m. áfrýjaði uppboðsþoli uppboðinu til Hæstaréttar til þingfestingar 7. janúar 1985. Í október s.á. varð útivist af hálfu áfrýjanda og málið því fellt niður. Þar sem hæstbjóðandi á uppboðinu 21. nóvember 1984 stóð ekki við boð sitt var ákveðið að uppboð skyldi fram fara að nýju og það ráðgert 17. desember 1985. Hinn 16. desember 1985 var áfrýj- anda veitt heimild til greiðslustöðvunar í þrjá mánuði eða til 16. mars 1986. Að þeim fresti liðnum var uppboð ákveðið 21. mars 1986. Þann dag var uppboðinu enn frestað, að kröfu áfrýjanda, til 16. apríl s.á., og þá enn til 21. og síðan 22. s.m., en með úrskurði uppkveðnum í uppboðsrétti Kjósarsýslu 28. s.m. var synjað um frekari frest. Uppboðið fór síðan fram 14. maí 1986, og var því áfrýjað til Hæstaréttar með stefnu 6. júní s.á., svo sem að framan getur. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið hafði áfrýjandi haft um það bil 10 mánuði til þess að láta útbúa ágrip dómsgerða, er fyrri áfrýjun hans (hæstaréttarmálið nr. 236/1984) var felld niður vegna útivistar, en næstum 8 mánuði í þessu hæstaréttarmáli. Áfrýjandi hefur því þegar haft ærinn frest til ágripsgerðar og er greinilegt að hann er vísvitandi að draga málið á langinn. Ber því að synja frestbeiðni áfrýjanda og vísa málinu frá Hæsta- rétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. 228 Mánudaginn 9. febrúar 1987. Nr. 205/1986. Axel Ström Óskarsson gegn Malbikunarstöð Reykjavíkurborgar. Synjað um frest. Máli vísað frá Hæstarétti. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Skaftason og Halldór Þorbjörnsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. júlí 1986, að fengnu áfrýjunarleyfi sama dag. Áfrýjað er fjárnámsgerð, er fram fór í fógetarétti Kjósarsýslu 4. október 1985. Málið var þingfest í Hæstarétti í október 1986 og þá frestað í þrjá mánuði til 7. janúar 1987. Krafðist áfrýjandi þá frekari frests til framlagn- ingar ágrips í málinu, aðallega til aprílmánaðar, en til vara styttri frests. Stefndi mótmælti frekari fresti og krafðist þess, að málið yrði fellt niður, svo og ómakslauna úr hendi áfrýjanda. Með úrskurði Hæstaréttar, uppkveðnum 16. janúar 1987, var áfrýjanda veittur frestur til 2. febrúar s.á. Er málið kom þá fyrir krafðist áfrýjandi enn frests til aprílmánaðar. Stefndi krafðist þess að synjað yrði um hinn umbeðna frest og málið fellt niður. Hvor aðilja krefst ómakslauna úr hendi hins. Áfrýjandi kveðst óska eftir þessum fresti til að fram geti farið aðilja- og vitnaleiðslur í máli þessu. Af hálfu stefnda er því haldið fram að hér sé einungis um fyrir- slátt að ræða af hálfu áfrýjanda í þeim tilgangi einum að tefja málið. Hin áfrýjaða fjárnámsgerð fór fram 4. október 1985, svo sem að ofan getur. Það er fyrst með bréfi 19. janúar 1987 til héraðsdómara í Hafnar- firði að lögmaður áfrýjanda, Kjartan Reynir Ólafsson hæstaréttar- lögmaður, óskar eftir aðilja- og vitnaleiðslum í málinu. Verður að fallast á það með stefnda að áfrýjandi hafi þegar haft ærinn frest til að búa út mál sitt og er greinilegt að hann er vísvit- andi að draga mál þetta á langinn. 229 Ber því að synja frestbeiðni áfrýjanda og vísa málinu frá Hæsta- rétti. Áfrýjandi greiði stefndu 7.500,00 krónur í ómakslaun. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjandi, Axel Ström Óskarsson, greiði stefnda, Malbik- unarstöð Reykjavíkurborgar, 7.500,00 krónur í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 10. febrúar 1987. Nr. 46/1987. Ákæruvaldið gegn Gísla Wendel Birgissyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Geðheilbrigðisrannsókn. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Varnaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/ 1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 4. febrúar 1987, en hún barst Hæstarétti 6. febrúar 1987. Hann krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldstími verði styttur. Hann krefst og kærumáls- kostnaðar úr ríkissjóði. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að úrskurðurinn verði stað- festur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Kæra máls þessa var að ófyrirsynju. 230 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður sakadóms Akureyrar 4. febrúar 1987. Ár 1987, miðvikudaginn 4. febrúar er á dómþingi sakadóms Akureyrar sem háð er í lögreglustöðinni við Þórunnarstræti af Ólafi Ólafssyni dómarafulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. Málavextir. Um kl. 22:20, föstudaginn 31. janúar sl. barst lögreglunni á Akureyri tilkynning um íkveikju að fasteigninni Skipagötu 7. Við nánari athugun kom í ljós að gerð hafði verið tilraun til að kveikja í ruslapokum í kyndi- klefa á neðstu hæð. Í þágu rannsóknar málsins var kærði, Gísli Wendel Birgisson iðnverkamaður, til heimilis að Tjarnarlundi 12, Akureyri, boðað- ur til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu mánudaginn 2. febrúar sl. Viðurkenndi kærði þá að hafa lagt eld í ruslapoka en farið síðan af vett- vangi. Við frekari yfirheyrslu yfir kærða hefur hann viðurkennt að hafa kveikt elda á eftirtöldum stöðum á Akureyri á árunum 1986 - 1987. 1. 21. mars 1986, kl. 23:43. Að hafa lagt eld að ýmsum munum í geymslu í fjölbýlishúsinu Hjalla- lundi 17. Skemmdir urðu talsvert miklar í geymslunni, reyk lagði um allt fjölbýlishúsið. Í fjölbýlishúsinu, sem er allt steinsteypt, eru þrir stigagangar. Tíu íbúðir eru í hverjum stigagangi. 2. 8. maí 1986, kl. 00:15. Kærði hefur viðurkennt að hafa verið valdur að bruna í viðbyggingu timburhúss að Geislagötu 10. 3. 29. ágúst 1986, kl. 03:40. Að hafa lagt eld í hluti í bifreiðageymslu að Eyrarvegi 18. Bifreiðageymsl- an, sem €r úr timbri, stendur skammt frá íbúðarhúsi. Miklar skemmdir urðu á geymslunni. 4. 29. ágúst 1986, kl. 03:55. Að hafa lagt eld í sæti bifreiðarinnar A-1216, á bifreiðastæði skammt austan við íbúðarhúsið nr. 3 við Fjólugötu. 5. 3. október 1986, kl. 21:05. Að hafa lagt eld í allstóra skúrbyggingu vestan við verslunina Huld, Hafnarstræti 97. Skúrbyggingin gjöreyðilagðist. Kærði hefur ennfremur viðurkennt að hafa lagt eld að papparusli í 231 geymslu að Hafnarstræti 88 þann 17. janúar sl. svo og í papparusl við veit- ingastaðinn Cafe Torg við Ráðhústorg. Þá er kærði grunaður um að hafa lagt eld að sorpgeymslu að Tjarnar- lundi 10 þann 16. apríl og að rusli í mannlausu húsi við Norðurgötu 4 þann 6. maí 1986. Ákærði hefur neitað sakargiftum. Rannsókn þessa máls er á frumstigi. Með hliðsjón af framansögðu og með vísan til 1. tl. og 5. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála þykir nauðsynlegt að úrskurða kærða í gæsluvarðhald allt til 2. mars 1987, kl. 13:00. Brot þau, sem kærði er sakaður um, gegn 164. gr. og 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, gætu varðað hann fangelsisrefsingu og er því ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar gæsluvarðhaldinu ekki til fyrirstöðu. Kærði er fæddur 16. júlí 1966 á Akureyri. Samkvæmt 'sakavottorði kærða var hann þann 5. október 1984 dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir brot gegn 1. mgr. 200. gr. sbr. 202. gr. og 1. mgr. 203. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19, 1940 og 45. gr. laga nr. 53, 1966 um vernd barna og ungmenna. Þá er til meðferðar hjá sakadómi Akureyrar ákæra, útg. 22. desember sl. á hendur kærða vegna meintra brota gegn 1. mgr. 259. gr. hegningarlaga og 25. gr. umferðarlaga. Með vísun til 2. tl. d-liðar 7$. gr. laga nr. 74, 1974 ber að ákveða að kærði skuli á gæsluvarðhaldstímanum gangast undir geðheilbrigðisrann- sókn. Úrskurðarorð: Kærði, Gísli Wendel Birgisson, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 2. mars 1987, klukkan 13:00. Kærði skal á gæsluvarðhaldstímanum gangast undir geðheilbrigðis- rannsókn. 232 Þriðjudaginn 10. febrúar 1987. Nr. 88/1985. Teiknistofan Garðastræti 17 s/f (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) gegn Krabbameinsfélagi Íslands (Helgi V. Jónsson hrl.) Arkitektar. Þóknun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. apríl 1985 að fengnu áfrýjunarleyfi 18. mars 1985 samkvæmt heimild í 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Dómkröfur áfrýjanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 694.590,00 krónur með $% dráttarvöxtum á mánuði frá 3. mars 1983 til 20. október 1983, 4,75% dráttarvöxtum á mán- uði frá þeim degi til 20. desember 1983, en 2,5% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags. Til vara gerir áfrýjandi þá vaxtakröfu að auk mánaðarlegra dráttarvaxta frá 3. mars 1983 til þingfestingardags 13. mars 1984 verði frá þeim degi dæmdir dóm- vextir til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum málalokum verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda 120.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Teiknistofan Garðastræti 17 s/f, greiði stefnda, Krabbameinsfélagi Íslands, 120.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 233 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 27. nóvember 1984. I. Mál þetta, sem dómtekið var 2. nóvember sl., er höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur af Teiknistofunni Garðastræti 17 sf., Reykjavík gegn Krabba- meinsfélagi Íslands, Suðurgötu 22, Reykjavík, með stefnu birtri 8. mars 1984. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér (sic) kr. 694.590,00 með 5%o dráttarvöxtum á mánuði frá 3. mars 1983 til 20. október 1983, en með 4,75% dráttarvöxtum á mánuði frá 21. október 1983 til 20. nóvember 1983, en með 4% dráttarvöxtum á mánuði frá 21. nóvember 1983 til 20. desember 1983, en með 2,5%0 dráttarvöxtum á mán- uði frá 21. desember 1983 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar alls úr hendi stefnda þar með talin málflutningslaun samkvæmt lágmarksgjald- skrá LMFÍ og beri málskostnaðarfjárhæðin sparisjóðsvexti, nú 15% p.a. frá dómsuppsögudegi til greiðsludags. Verði ekki fallist á að dæma dráttar- vexti eins og að framan er krafist, þá er krafist annarra og lægri vaxta frá sömu upphafsdögum og dómvaxta, sbr. l. nr. 56/1979, frá þingfesting- ardegi málsins til greiðsludags. Í öllum tilvikum er þess krafist að vöxtum verði bætt við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu og stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostn- að skv. lágmarksgjaldskrá LMFÍ. Sáttaumleitanir fyrir dómi hafa ekki borið árangur. I. Málsatvikum og málsástæðum er þannig lýst af hálfu stefnanda að á miðju ári 1980 hafi stefndi leitað til stefnanda og falið honum að kanna möguleika á að stækka hús félagsins við Suðurgötu 22 og 24 í Reykjavík með viðbyggingu. Stefnandi hafi gert tillögur að breytingum á því húsi og hafi tillögurnar verið lagðar fyrir stefnda. Samþykkt hafi verið að leggja tillögurnar fyrir bygginganefnd Reykjavíkur í formi fyrirspurnar. Vorið 1981 hafi þótt ljóst að borgaryfirvöld gátu ekki samþykkt að greindu húsi væri raskað með breytingum og viðbyggingum. Hafi stefndi þá falið stefnanda að sækja um lóð fyrir stefnda við Hvassa- leiti í Reykjavík og hinn 3. júlí 1981 hafi borgarráð Reykjavíkur samþykkt úthlutun til stefnda á lóð við þá götu. Þá hafi stefndi falið stefnanda að hanna hús fyrir starfsemi félagsins (leitarstöð) á lóðinni við Hvassaleiti og gerðist þetta um miðjan júlímánuð 1981. Stefnandi hófst handa um fram- kvæmd starfans og Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti tillögur að skipulagi lóðarinnar á árinu 1981. Í framhaldi af því hafði verið stofnað til byggingarnefndar á vegum stefnda og hafi hún aðallega komið fram fyrir 234 hönd stefnda gagnvart stefnanda. Á fundi í byggingarnefnd stefnda hinn 23. mars 1982 hafi stefndi óskað eftir því að stefnandi gengi frá hönnunar- samningi vegna starfans og hafi drög að slíkum samningi verið gerð og rædd hinn 24. mars 1982 og samningurinn í lokagerð afhentur fram- kvæmdastjóra stefnda hinn 25. mars 1982. Frumdrög 1 að byggingunni, leitarstöðinni, hafi verið lögð fram hinn 13. maí 1982 á fundi í byggingarnefnd stefnda og hafi síðan verið unnið að frekari hönnun næstu vikurnar bæði í samráði við fulltrúa byggingar- nefndar stefnda og starfsmenn stefnda. Hafi athyglin á þeim tíma einkum beinst að frumurannsóknarstöð og leitarstöð á 2. hæð hússins. Um miðjan júlí hafi stefnandi lagt fyrir stefnda ný frumdrög í mælikvarðanum 1 á móti 200 og hafi verið samþykkt að leggja þau fyrir bygginganefnd Reykjavíkur- borgar sem fyrirspurn. Í ágúst 1982 hafi einkum verið unnið að ytra formi hússins að beiðni stefnda og gerðar nánari tillögur að grunnmynd jarðhæð- ar. Þá hafi verið lagðar fyrir bygginganefnd Reykjavíkurborgar teikningar í mælikvarðanum | á móti 100 ásamt brunatæknilegri hönnun. Teikning- arnar hafi verið samþykktar af bygginganefnd Reykjavíkurborgar með fyrirvara um samþykki slökkviliðsstjóra Reykjavíkur hinn 28. október 1982. Jafnframt hafi bygginganefnd Reykjavíkur heimilað að byrjað væri á framkvæmdum við húsið. Vegna mannaskipta í starfsliði hjá stefnda hafi komið fram óskir um breytt fyrirkomulag í leitarstöð og hafi verið hannaðir nokkrir valkostir og þeir lagðir fram í byrjun desember 1982, en þá hafi að auki verið lagðir fram ýmsir valkostir um útlit hússins o.fl. Í desember 1982 hafi stefnandi orðið þess var að stefndi hugðist kaupa fokhelt húsnæði við Reykjanes- braut í Reykjavík fyrir starfsemi sína og milli jóla og nýárs 1982 hafi for- maður byggingarnefndar stefnda haft samband við forsvarsmenn stefnanda og taldi að þeir ættu ekki að hafna öðrum verkum, sem þeim kynnu að bjóðast. Hinn 4. janúar 1983 hafi stefnandi ritað steinda bréf um sjónarmið sín og Óskað eftir fundi með stjórn stefnda, en hinn 2. febrúar 1983 hafi formaður byggingarnefndar stefnda beðið stefnanda að senda fullnaðar- uppgjör samkvæmt verksamningi og hafi stefnandi gengið frá slíkum loka- reikningi og sent stjórn stefnda hinn 3. febrúar 1983. Samkvæmt gjaldskrá Arkitektafélags Íslands hafi heildarþóknun stefn- anda vegna starfa síns numið kr. 1.137.958,40, en að auki hafði stefnandi unnið afmörkuð verkefni á tímagjaldi og nam krafa vegna þess kr. 111.972,00 og heildarkrafan því kr. 1.249.930,40. Stefndi hafði greitt á tímabilinu apríl 1982 til janúar 1983 samtals kr. 450.000,00 sem jafngilti með framreikningi miðað við verðlag í febrúar 1983 kr. 555.340,00 og hafi því eftirstöðvar reikningsins numið á verðlagi í febrúar 1983 kr. 694.590,00. Hafi nú verið haldnir fundir og fram farið viðræður með þátttöku lög- 235 manna af beggja hálfu um uppgjör á eftirstöðvar reikningsins og hafi stefndi óskað eftir því að fá að greiða lægri fjárhæð. Viðræður þessar hafi dregist fram í marslok 1983 og hafi reikningurinn því verið endurnýjaður hinn 8. apríl 1983 miðað við verðlag þess mánaðar samkvæmt bygginga- kostnaðarvísitölu en að öðrum forsendum óbreyttum og hafi eftirstöðvarn- ar numið þá kr. 829.752,00. Ekki sé byggt á þeim reikningi hér. Lögmenn aðila hafi síðast reynt að ná samkomulagi í maí 1983 en án árangurs. Stefndi hafi m.a. beðið um 33,3% afslátt. Hafi málið síðan dregist vegna fráfalls lögmanns stefnanda þar til nýr lögmaður hafi tekið við málinu í september 1983. Hafi viðræður farið fram síðan og sé afstaða stefnda sú að hann eigi rétt á afslætti á reikningnum en ekki hafi borist greinargerð frá stefnda um rök fyrir þeirri beiðni, né sé ljóst hvern afslátt stefndi vilji fá. Geti dómurinn ekki fallist á að stefnandi eigi rétt á hæstu dráttarvöxtum af kröfum sínum, þá sé krafist annarra og lægri vaxta frá sömu upphafs- dögum og Í dómkröfum greinir, en jafnframt krafist dómvaxta frá þingfest- ingardegi málsins til greiðsludags. Stefndi hafi fengið í hendur nákvæmlega sundurliðaða reikninga, sem sýni reikningsfjárhæðir. Stefnandi byggir kröfur sínar í máli þessu á hendur stefnda á verksamn- ingi sem gerður var árið 1982 og á gjaldskrá Arkitektafélags Íslands. Stefn- andi hafi að vísu ekki í höndum eintak verksamningsins undirritað af stefnda, en hinn skriflegi samningur sem stefnandi afhenti stefnda hafi verið samþykktur hjá stefnda þótt láðst hafi að afhenda stefnanda skriflega staðfestingu þess. Í samstarfi aðila hafi samningur þessi í hvívetna verið lagður til grundvallar. T.d. hafi greiðslur stefnda til stefnanda verið inntar af hendi samkvæmt ákvæðum samningsins. Samningur þessi byggist síðan að öllu leyti á gjaldskrá Arkitektafélags Íslands og hafi ekki verið samið um nein frávik frá henni. Telji dómurinn að greindur verksamningur verði ekki lagður til grundvallar, þá beri að leggja til grundvallar í máli þessu gjaldskrá Arkitektafélags Íslands og leiði það til sömu niðurstöðu. Eigi breyti það á neinn hátt rétti stefnanda til fullra efnda úr hendi stefnda að stefndi hafi ákveðið að hætta við að byggja hús það sem stefnandi hannaði og kaupa í staðinn hús í byggingu. Stefnandi hafni þeim hugsanlegu rökum stefnda að stefnanda hafi sparast tími með því að hafa ekki þurft að fylgja til loka uppbyggingu hins hannaða húss og veki athygli á því að hvorki greindur samningur né gjaldskrá Arkitektafélags Íslands né góðar venjur á sviði slíkra samskipta eða aðrar réttarheimildir veiti stefnda rétt til afslátt- ar eða til að vanefna slíkan samning sem þennan. Byggingaraðili, sem fengið hefur lóð undir mannvirki og ákveðið að bjóða bygginguna út, semur við arkitekt um alla hönnun til enda verksins. Annað væri frávik. Stefnandi telur fyrrgreindan verksamning hafa verið bindandi tilboð af sinni hálfu, sem samþykkt hafi verið af stefnda og skorar á stefnda að 206 4J0 leggja fram öll gögn og fundargerðir stjórnar stefnda og byggingarnefndar stefnda eða annarra aðila innan hins stefnda félags, sem um málið hafi fjallað, þar sem getið sé um samskipti við stefnanda á tímabilinu 1980 til 1983. Verði ekki orðið við þeirri áskorun sé því haldið fram að líta beri svo á samkv. ákvæðum 145. gr. 1. um meðferð einkamála í héraði að stefndi viðurkenni lýsingu stefnanda á málsatvikum, þ. á m. að bindandi verksamningur um allt verkið hafi komist á. Stefnandi veki athygli á að í framkvæmd hafi verið farið eftir hinum skriflega samningi frá stefnanda, þ. á m. um greiðslur til stefnanda, dags. 14.12. 1982. Þetta sanni að samn- ingurinn hafi verið samþykktur og eftir honum farið. Teljist stefnandi ekki hafa sannað að samningur þessi hafi komist á um allt verkið með aðilum, þá haldi stefnandi því fram að leggja beri gjaldskrá Arkitektafélags Íslands til grundvallar samskiptum aðila og beri stefndi fyrir sig, að henni eigi ekki að beita í samskiptum aðila, þá hafi stefndi sönnunarbyrðina að ekki eigi að greiða fyrir allt verkið. Þá vísi stefnandi til almennra reglna um stofnun og slit samninga og viðurlög við vanefndum samskipta arkitekta annars vegar og verkkaupa hins vegar um hvað telja beri bindandi efni samnings þeirra á milli. Í greinargerð sinni rökstyður stefnandi kröfur sínar nánar og ítrektar að hann hafi gert bindandi verksamning við stefnda um framkvæmd tiltekins verks gegn tiltekinni greiðslu. Verk þetta hafi náð til allrar hönnunar í ný- byggingu, þ.e. unmdirbúnings frumdraga, forteikninga, aðalteikninga, byggingarteikningar, innréttingateikninga, verklýsingar og áætlunar og lokaúttektar. Ennfremur til starfa á tímagjaldi. Þessum samningi hafi verið einhliða rift af stefnda án þess að fram fyrir þeirri riftun væru færð nokkur lagarök eða því haldið fram að stefnandi bæri ábyrgð á einhliða aðgerðum stefnda að þessu leyti. Stefnandi hafi í hvívetna verið reiðubúinn að efna samninginn og hafi stefndi ætíð viðurkennt að stefnandi hafi viljað og getað efnt hann að öllu leyti. Fram til þessa hafi engar röksemdir um lækkun reikningsfjárhæðar komið fram af hálfu stefnda og sjónarmið hans því stefnanda ókunn. Stefndi hafi ætíð greitt í samræmi við greiðsluákvæði samningsins og viðurkennt hann í raun. Af hálfu stefnda er m.a. tekið fram varðandi málavexti að í framhaldi af úthlutun borgaryfirvalda á lóð til stefnda hafi stjórn stefnda falið stefn- anda að annast hönnun hinnar nýju byggingar og hafi sú ráðning átt sér stað eins og venja sé til um slíkar ráðningar og ekki verið gert ráð fyrir öðrum ráðningarkjörum en venja sé til um, en stefndi hafi þó farið fram á að stefnandi legði fram sína túlkun á gjaldskrá Arkitektafélags Íslands varðandi verkið, þar sem reynsla sýni að túlkun arkitekta á gjaldskrá sé nokkuð á reiki, m.a. geti flokkaskipting eftir vandastuðlum verið álitamál. Í mars 1982 hafi stefnandi lagt fram drög að verksamningi þar sem fram 237 komi tíma- og greiðsluáætlun varðandi hönnun, flokkun hússins eftir vandastuðli og áætlun um aukaverk, þ.e. vinnu samkvæmt tímataxta. Að öðru leyti komi þar ekkert fram umfram það sem lesa megi í gjaldskrá A.Í. Ekki hafi verið gengið frá þessum samningi við stefnanda og hafi málið aldrei komið fyrir stjórn stefnda eða byggingarnefnd hans sem skipuð hafi verið eftir ráðningu stefnanda, enda hafi verið litið svo á af hálfu stefnda að stefnanda bæri þóknun samkvæmt gjaldskrá A.Í. eins og venja sé. Séu samningsdrög stefnanda í raun öll í samræmi við framangreinda gjaldskrá og njóti stefndi engra sérkjara sbr. flokkun stefnanda á húsi stefnda á dskj. 20 bls. 9. Á það skuli ennfremur bent að ekki hafi verið farið eftir samningsdrög- unum af hálfu stefnanda að því er varði tímaáætlun. Samkvæmt drögunum skyldi byggingarnefndarteikningu lokið hinn 31. júlí 1982 en samþykki bygginganefndar Reykjavíkur hafi aldrei fengist og verið frestað á fundi nefndarinnar 28. október 1982. Skuli tekið fram að uppdrættir þessir höfðu heldur ekki hlotið samþykki byggingarnefndar stefnda sbr. dskj. nr. 7, enda höfðu þær verið lagðar til bygginganefndar Reykjavíkurborgar í tilefni fjár- söfnunar stefnda, sem lauk í október 1982. Í nóvember 1982 hafi tekið að fæðast hugmyndir hjá stefnda vegna ótta um mikinn byggingarkostnað hins fyrirhugaða húss um hvort mögulegt yrði að kaupa t.d. fokhelt hús í stað þess að byggja frá grunni. Eftir að umræður um hugsanleg kaup á Reykja- nesbraut 8 hófust hafi stefnanda hinn 17. desember 1982 verið falið að fresta hönnun um óákveðinn tíma og í janúar 1983 óskuðu þeir Gunnlaugur B . Geirsson og Vilhjálmur Þorláksson, sem sæti eiga í byggingarnefnd stefnda, eftir því að stefnandi skilaði fullnaðaruppgjöri sem hann hefði lofað að gera tveim dögum síðar. Það hafi ekki verið gert fyrr en 3. febrúar 1983 og hafi útreikningur á heildarþóknun verið miðaður við að verkið samkvæmt verksamningsdrögunum hefði allt verið unnið og hafi allar tölur verið framreiknaðar miðað við byggingavísitölu. Forráðamenn stefnanda hafi mætt á fundi með stjórnarmönnum stefnda hinn 3. mars 1983. Á þeim fundi hafi þeir lýst því yfir að vinnuframlag þeirra þá samsvaraði gerð aðal- teikninga (byggingarnefndarteikningu) samkvæmt gjaldskrá A.Í. þ.e. 35% af heildarþóknun af viðbættri ca. 100 klukkustunda vinnu samkvæmt tíma- taxta, eða helmingi þeirrar tímavinnu er áætluð hafi verið í samningsdrög- unum. Eftir að fundur forráðamanna stefnanda og stefnda fór fram hinn 4. febrúar 1983 hafi frekari viðræður farið fram en sættir hafi ekki tekist. Leiðrétt skuli það sem fram komi í stefnu þar sem segi að viðræður hafi farið fram með þátttöku lögmanna af beggja hálfu og stefndi hafi farið fram á 33,3% afslátt. Þetta sé ekki rétt. Hafi lögmaður aldrei mætt af hálfu stefnda á fundum aðila og stefndi hafi talið sig hafa greitt allt sem 238 honum beri. Hins vegar komi fram í dskj. nr. 11 að lögmaður stefnanda hafi boðið fram umræddan afslátt, en því boði hafi verið hafnað. Mótmælt sé þeirri málsástæðu stefnanda að stefndi hafi með verksamn- ingi skuldbundið sig til greiðslu heildarverksins hvort sem það sé unnið eða ekki. Sama gildi um þær málsástæður stefnanda að samningurinn hafi verið samþykktur og eftir honum verið farið í hvívetna. Samningurinn hafi aldrei verið samþykktur af byggingarnefnd stefnda eða stjórn stefnda og hafi því aldrei verið undirritaður, hvorki hjá stefnanda né stefnda. Að því er varði tímaáætlanir hafi ekki verið eftir honum farið og að því er varði greiðslur verði ekki séð að samningurinn hafi sérstaklega verið lagður til grundvallar, heldur hafi greiðslur farið fram í samræmi við reikninga stefnanda, sem voru ósundurliðaðar greiðslur. Stefndi fallist hins vegar á að byggt hafi verið á gjaldskrá Arkitektafélags Íslands og sé sammála stefnanda að ekki hafi verið samið um frávik frá henni sbr. áritun á samninginn um það á bls. 3 neðst en málsástæða þessi leiði til þeirrar niðurstöðu að stefndi hafi ofgreitt og vísist í því sambandi til liðar II 6 í gjaldskrá A.Í. Samkvæmt því bæri siefnda að greiða stefnanda sbr. dskj. nr. 10 35% af kr. 1.137.958,40 eða kr. 398.285,44 auk 100 klukkustunda x 399,90 eða kr. 39.990,00 samtals kr. 438.285,44 á verðlagi í febrúar 1983, en hafi greitt miðað við sams konar verðútreikning kr. 555.340,00 eða kr. 117.064,56 of mikið. Sé því ljóst að málsókn stefnanda sé tilefnislaus með öllu. Útreikn- ingur á dskj. nr. 10 sé ekki studdur nægilegum gögnum og því véfengdur á þessu stigi, á sama hátt sé véfengdur réttur stefnanda til að miða við verðlag í febrúar 1983. Samkvæmt drögum stefnanda að samningi sé gert ráð fyrir því í V 2 að ágreiningi (sic) um þóknun skuli fara til úrskurðar stjórnar A.Í. ef báðir aðilar samþykki þá málsmeðferð. Stefnandi hafi ekki óskað eftir slíkri með- ferð er sýni að ekki sé farið eftir samningsdrögunum. Jafnvel þó að talið yrði að stefnda bæri að bæta stefnanda tjón er hann kunni að verða fyrir vegna þess að verkið hafi verið stöðvað, hafi stefnandi ekki sannað að hann hafi orðið fyrir tjóni. En stefndi hafi hvatt hann í desember 1982 til að hafna ekki verkefnum. Sé skorað á stefnanda að leggja fram ársreikninga sína fyrir árið 1982 og 1983 og upplýsingar um unnin verkefni á tímabilinu frá janúar til apríl 1983. Stefnanda beri að sanna að um annað hafi verið samið en venja sé til um arkitektastörf, þar sem miðað sé við gjaldksrá ALÍ. Slíkir samningar væru í hæsta máta óvenjulegir og skuli bent á að engir slíkir samningar eða kröfur hafi komið fram við fyrra verkefni stefnanda fyrir stefnda enda sé alvanalegt að hætt sé við verk sem þessi. Sérstaklega sé mótmælt dráttarvaxtakröfu stefnanda og kröfu um vexti af málskostnaði og að vöxtum sé bætt við á 12 mánaða fresti. 239 Fyrir dóm hafa komið og gefið skýrslu aðilarnir Kristinn Ragnarsson og Örn Sigurðsson arkitektar, af hálfu byggingarnefndar stefnda Gunnlaugur Geirsson læknir, Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræðingur og Vilhjálmur Þorláksson verkfræðingur, framkvæmdastjóri nefndarinnar, úr framkvæmdanefnd stefnda Gunnlaugur Snædal læknir og Hjörtur Hjartar- son forstjóri, svo og Halldóra Thoroddsen, framkvæmdastjóri stefnda. 111. Svo sem fram er komið er í máli þessu deilt um þóknun til handa stefn- anda, Teiknistofunni Garðastræti 17 sf., Reykjavík, fyrir störf að hönnun húsbyggingar fyrir stefnda, Krabbameinsfélag Íslands, nánar tiltekið leitar- stöð sem fyrirhugað var að reist yrði við Hvassaleiti í Reykjavík. Vann stefnandi að þessu verki frá miðju ári 1981 og fram í desember 1982. Kröfur sínar í málinu byggir stefnandi á framlögðum drögum að verk- samningi og gjaldskrá Arkitektafélags Íslands. Af stefnda hálfu er hins vegar á því byggt, að stefnandi hafi þegar fengið að fullu greitt fyrir þá vinnu sem innt var af hendi fram til þess tíma er ákveðið var að hætta við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir og hönnun verksins þar með. Aðilar málsins eru sammála um það að leggja beri til grundvallar gjald- skrá Arkitektafélags Íslands varðandi ágreiningsefnið og ekki hafi verið samið um nein frávik frá henni. Samkvæmt lið II 4 í gjaldskrá Arkitekta- félags Íslands er ráð fyrir því gert að aðilar geri með sér samning um fram- kvæmd verks og gjalddaga þóknunar. Ljóst þykir að verksamningurinn á dskj. nr. 4 samrýmist gjaldskrá Arkitektafélagsins að þessu leyti og gengur raunar ekki á neinn hátt lengra en ákvæði gjaldskrárinnar gefa tilefni til. Svo sem fram er komið var sá verksamningur settur fram af stefnanda hálfu í mars 1982, en ekki var gengið frá þeim samningi milli aðila með formleg- um hætti. Samningurinn var ekki undirritaður af aðilum og að því er virðist ekki afgreiddur efnislega hvorki hjá byggingarnefnd né framkvæmdarnefnd stefnda. Samkvæmt framansögðu og eins og gögn liggja að öðru leyti fyrir í máli þessu verður ekki talið, gegn andmælum stefnda, að með greindum samn- ingsdrögum hafi stofnast milli aðila bindandi verksamningur um allt verkið eins og stefnandi heldur fram, en skýra ber samningsstöðu aðila með hlið- sjón af ákvæðum gjaldskrár Arkitektafélags Íslands sem er meðal fram- lagðra gagna í máli þessu. Í gjaldskrá Arkitektafélags Íslands er kveðið á um verkstöðvun í lið 11 6 og segir þar svo m.a.: „Stöðvist verk eða komi ekki til framkvæmda, ber arkitekt greiðsla fyrir þann hluta verksins sem hann hefur unnið.““ Orðalag ákvæðis þessa verður ekki túlkað örðuvísi en svo að arkitekt beri 240 þóknun í samræmi við unnin störf og mun sá skilningur ótvírætt verða lagður í ákvæði þetta í reynd, sem og er í samræmi við venju að sögn hins sérfróða meðdómanda. Í því tilviki, sem hér um ræðir, var ekki samið sér- staklega um aðra tilhögun og ber því stefnanda greiðsla í samræmi við þá vinnu sem innt var af hendi. Fyrir liggur í máli þessu að aðalteikningar húsbyggingarinnar voru teknar til umfjöllunar á fundi í bygginganefnd Reykjavíkur hinn 28. október 1982. Umsókninni var frestað og vísað til umsagnar slökkviliðsstjóra, en jafn- framt var heimilað að framkvæmdir hæfust. Við yfirheyrslur í máli þessu hefur komið fram að aðalteikningar hússins voru lagðar fyrir bygginga- nefnd Reykjavíkur á þessum tíma, þar sem fyrir dyrum stóð landssöfnun á vegum stefnda vegna húsbyggingarinnar. Hins vegar liggur fyrir að aðal- teikningar voru þá ekki komnar í það horf að byggingarnefnd stefnda gæti sætt sig við þær, og vann stefnandi að því áfram í nóvember og fram eftir desember 1982 að koma til móts við sjónarmið byggingarnefndar stefnda. Af gögnum málsins verður ekki séð að vinnuframlag stefnanda í verki þessu sé teljandi umfram það sem eðlilegt getur talist við gerð aðalteikninga af húsi í VI. vandaflokki samkvæmt gjaldskrá Arkitektafélags Íslands. Sam- kvæmt lið IV 4 í greindri gjaldskrá ber að greiða 35% af heildarþóknun samkvæmt byggingartaxta fyrir gerð aðalteikninga. Í lokauppgjöri á dskj. nr. 10, sem stefnandi byggir kröfugerð sína á, kemur fram að heildarþókn- un samkvæmt byggingartaxta, framreiknuð til verðlags í febrúar 1983, nemur kr. 1.137.958,40. Einnig kemur þar fram, að greiðslur til stefnanda fyrir verkið, framreiknaðar til sama tíma, nema kr. 555.340,00 eða 48,89 af heildarþóknun samkvæmt byggingartaxta. Samkvæmt framansögðu er því ljóst, að stefnandi hefur að fullu fengið greitt fyrir þá vinnu sem innt var af hendi vegna verksins. Ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Dóm þennan kváðu upp Eggert Óskarsson borgardómari og meðdóms- mennirnir Bárður Daníelsson arkitekt og verkfræðingur og Atli Hauksson löggiltur endurskoðandi. Dómsorð: Stefndi, Krabbameinsfélag Íslands, skal vera sýkn af kröfum stefn- anda, Teiknistofunnar Garðastræti 17, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 241 Þriðjudaginn 10. febrúar 1987. Nr. 195/1986. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. (Gunnar M. Guðmundsson hrl.) gegn Stefáni Gunnarssyni (Jón Þorsteinsson hrl.) Skaðabótamál. Galli á verki. Sönnun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Bjarni K. Bjarnason og Guðrún Erlendsdóttir. Freyr Ófeigsson, héraðsdómari á Akureyri, og meðdómendurnir Stefán Stefánsson, vélaverkfræðingur, og Valgeir Torfason, bifvéla- virkjameistari, kváðu upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. júní 1986 og gerir þær dómkröfur, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnda auk þess sem hann krefst málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Stefndi byggir kröfur sínar á því, að mistök hafi orðið hjá starfs- mönnum áfrýjanda, þegar skipt var um olíusíu í bifreið stefnda 18. júní 1982. Gömul pakkning hafi orðið eftir sem leiddi til þess, að vélin bræddi úr sér. Ágreiningslaust er að ljósmyndir þær, sem lagðar eru fram í mál- inu, eru af smurningsolíusíu þeirri, sem tekin var úr bifreið stefnda, er hún bilaði í lok ágúst 1982. Þykir verða að leggja til grundvallar það álit héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, að sían hafi ekki verið sett síðar í bifreiðina en þann 18. júní 1982 og að skemmdir þær, sem fram komu í vélinni, megi rekja til mistaka við ísetningu hennar. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað, sem ákveðst 75.000,00 krónur samtals í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. 049 lt Áfrýjandi, Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf., greiði stefnda, Stefáni Gunnarssyni, 75.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Akureyrar 26. mars 1986. Mál þetta, sem dómtekið var þ. 19. febrúar sl., hefur Stefán Gunnarsson, nnr. 8343-9521, Austurgötu 9, Hofsósi, höfðað hér fyrir dómi með stefnu, útgefinni 21. júní 1984, á hendur Jóni Ellert Guðjónssyni, nnr. 5143-4537 framkvæmdastjóra, Hraungerði 7, Akureyri, fyrir hönd tilfreiðaverksiaiði. isins Þórshamars hf., Akureyri. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði dæmt til greiðslu bóta að fjárhæð kr. 269.602,14 ásamt 45%0 ársvöxtum frá 01.11. 1982 til 21.09. 1983, en 37% ársvöxtum frá þeim degi til 21.10. 1983, en 36% ársvöxtum frá þeim degi til 21.11. 1983, en 32% ársvöxtum frá þeim degi til 21.12. 1983, en 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21.01. 1984, en 19% ársvöxtum frá þeim degi til þingfestingardags þ. 28. júní 1984, en vöxtum skv. lögum nr. 56, 1979 frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda í málinu og málskostnað- ar úr hans hendi að mati dómara. Stefnandi kveður málavexti vera þá að þann 18. júní 1982 hafi verið farið með bifreið hans, K-462, á bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. til að skipta um smurolíu og smurolíusíu. Hafi bifreiðin síðan verið í eðlilegri notkun allt til 18. júní (sic) 1982, en þá hafi olíuverk hennar bilað. Hafi verið gert við það, en þ. 13. ágúst 1982 hafi olíuverkið bilað aftur. Að þeirri viðgerð lokinni hafi bifreiðinni verið ekið allt til 21. ágúst 1982, en þá hafi olíu- verkið bilað enn á ný. Hafi nú bifreiðin aftur verið færð til viðgerðar og þá komið í ljós að mistök hafi átt sér stað við olíuskipti þ. 18. júní 1982, þannig að pakkning af eldri síu hafi ekki verið fjarlægð og orsakað það að olíusían vann ekki rétt, sem hafi leitt til þessara ítrekuðu bilana á vélinni, og hafi svo verið komið að lokum að taka hafi þurft vélina úr og gera hana upp, þ.e. renna sveifarás og ýmislegt fleira sem tilheyrir upptekt vélar. En fram að þeim tíma hafi ekki verið snert við olíusíu. Kostnaður við allar þessar viðgerðir hafi numið kr. 116.344,54. Vegna þessa hafi stefndi þurft að greiða ferða- og dvalarkostnað fyrir starfsmenn sína kr. 6.797,60. Þá hafi hann þurft að greiða kr. 2.460,00 fyrir drátt á bifreiðinni K-462 úr Ásbyrgi til Húsavíkur, er bilun varð þ. 13. ágúst 1982. Stefnandi hafi orðið fyrir afnotamissi í 60 daga vegna bilana þessara og krafist sé kr. 2.400,00 á dag, eða kr. 144.000,00 samtals og sé þannig stefnufjárhæðin kr. 269.602,14. 243 Byggir stefnandi kröfur sínar á því að þegar skipt hafi verið um olíu og olíusíu á bifreiðaverkstæðinu Þórshamri hf. hafi orðið mistök hjá starfs- mönnum við skipti á smurolíusíu. Gömul pakkning hafi orðið eftir og truflað rétta virkni olíusíunnar sem leitt hafi til þess að vélin bræddi úr sér. Ekkert óeðlilegt hafi verið við notkun bifreiðarinnar K-462 frá því að skipt var um olíu þ. 18. júní 1982 og þar til vélin bræddi úr sér. Rekja megi bilunina til framangreindra mistaka starfsmanna stefnda við skipti smurolíusíunnar. Skv. íslenskum rétti verði að telja að stefndi beri hlutlæga bótaábyrgð á tjóni þessu í samræmi við regluna um ábyrgð atvinnurekenda á skaðaverkum starfsmanna sinna. Skilyrði þeirrar bótareglu verða að teljast uppfyllt. Sýknukröfu sína reisir stefnda á því að ósannað sé með öllu að tjón stefnanda eigi nokkrar rætur að rekja til þeirrar þjónustu sem látin var í té á verkstæði stefnda þ. 18. júní 1982. Fram komi að sú olíusía sem um sé rætt hafi aldrei verið á boðstólum hjá stefnda og hún hafi ekki verið fáanleg á Akureyri. Bifreiðarstjóri K-462 hafi ekki haft slíka olíusíu meðferðis og slík olíusía hafi ekki verið sett í bifreiðina af starfsmönnum stefnda. Þrír mánuðir hafi liðið frá því að skipt var um olíusíu í K-462 þ. 18. júní 1982 þar til viðgerð fór fram, og í ljós kom að um gallaða pakkningu var að ræða í olíusíu. Á þeim tíma hafi bifreiðinni verið ekið a.m.k. á tíunda þúsund kílómetra. Margt geti að sjálfsögðu farið úrskeiðis og bilað í bílvél á svo löngum tíma og í svo löngum akstri. Afar ólíklegt sé að ekki hafi verið skipt um olíusíu allan þann tíma miðað við mikla notkun bifreiðarinnar. Margir menn hafi ekið bifreiðinni á umræddu tíma- bili og þótt enginn þeirra vilji eftir á kannast við að hafa átt hlut að því að skipta um olíusíu eða pakkningu verði lítið á slíkum yfirlýsingum byggt. Hér sé um starfsmenn stefnanda að ræða sem fyrst og fremst séu að bera af sér ábyrgð á tjóni hans. Þá hafi olíuverk bifreiðarinnar verið síbilandi sumarið 1982. Bifreiðin hafi verið í mikilli notkun. Þrátt fyrir það virðist gangskör ekki hafa verið að því gerð að kanna orsakir þessara bilana. Það hafi ekki verið gert fyrr en í óefni var komið. Ljóst hljóti að vera að þessi vanræksla hafi aukið til muna skemmdir á bílvélinni. Þetta sýni einnig mikið kæruleysi um meðferð bifreiðarinnar. Um það eitt virðist hafa verið hugsað við ítrekaðar viðgerðir á olíukerfi bifreiðarinnar að hún yrði ökufær á nýjan leik en alveg látið liggja á milli hluta hvað þessum ítrekuðu bilunum olli og hvað þyrfti að gera til varanlegra úrbóta, hvað þá að í þær væri ráðist. Ætla megi að hafi viðhlítandi athugun á olíukerfi bifreiðar- innar farið strax fram og tilefni gafst til, hafi orsakir bilananna þegar komið í ljós og auðvelt hefði verið að komast fyrir þær kostnaðarlítið. Fyrir dóm hafa komið allir þeir menn sem vitað er til að hafi ekið um- ræddri bifreið eða haft önnur afskipti eða umsjón með henni á þeim tíma 244 sem leið frá framangreindum olíuskiptum á verkstæði stefnda og þar til bilunin kom í ljós. Hafa allir þessir menn borið að hvorki hafi farið fram skipti á olíu né olíusíu á þessu tímabili. Lögð hefur verið fram í málinu mynd af olíusíunni eins og hún leit út þegar hún var tekin úr bifreiðinni og er það álit hinna sérfróðu meðdómsmanna að um sé að ræða gamla og slitna síu sem útilokað sé að verið hafi skemmri tíma í notkun en haldið er fram af stefnanda. Með hliðsjón af þessu þykir nægjanlega sannað að umrædd olíusía hafi eigi síðar verið sett í bifreiðina en þ. 18. júní 1982 á verkstæði stefnda. Þá er það skoðun hinna sérfróðu meðdómsmanna að ekki hafi verið óeðlilegt af hálfu stefnanda að láta ekki skipta um síu á því tímabili sem síðar leið. Verður því við það miðað að þær skemmdir sem fram komu á vélinni, þ.e. úrbræðsla hennar, verði rakin til þess að sían virkaði ekki að fullu vegna pakkningar þeirrar er fyrir var og stíflaði hana að hluta. Er það því niðurstaða dómsins að stefndi beri ábyrgð á þeim skemmdum sem af hlutust. Stefndi hefur mótmælt kröfu stefnanda sem ósannaðri og allt of hárri. Hinir sérfróðu meðdómsmenn hafa rækilega skoðað þá reikninga sem frammi liggja í málinu og krafa stefnanda er byggð á, ennfremur kynnt sér aldur þeirrar bifreiðar sem hér um ræðir og önnur þau atriði er máli skipta. Er það niðurstaða dómsins, eftir að hafa tekið tillit til þess hluta reikn- inganna sem varðar aðrar viðgerðir á bifreiðinni en mál þetta snýst um, svo og að nýtt kemur í stað gamals, að bætur til handa stefnanda úr hendi stefnda séu hæfilega ákveðnar krónur 180.000,00 og eru þar innifaldar bætur vegna afnotamissisins. Ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda þá fjárhæð á vöxtum eins og krafist er. Eftir þessum úrslitum þykir eiga að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn kr. 45.000,00. Dómsorð: Stefndi, Þórshamar hf., greiði stefnanda, Stefáni Gunnarssyni, kr. 180.000,00 ásamt 45%0 ársvöxtum frá 1. nóv. 1982 til 21. sept. 1983, 37% ársvöxtum frá þ.d. til 21. okt. s.á., 360 ársvöxtum frá þ.d. til 21. nóv. s.á., 32%0 ársvöxtum frá þ.d. til 21. des. s.á., 2590 ársvöxtum frá þ.d. til 21. jan. 1984, 19% ársvöxtum frá þ.d. til 28. júní s.á. en dómvöxtum, sbr. lög nr. 56, 1979, frá þ.d. til greiðsludags og kr. 45.000,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 245 Fimmtudaginn 12. febrúar 1987. Nr. 44/1985. Skipafélagið Víkur hf. (Guðmundur Jónsson hdl.) gegn Ólafi Gíslasyni á. Co. hf. (Vilhjálmur Vilhjálmsson hdl.) Vöruflutningar. Aukabiðdagagjald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Guðrún Erlendsdótt- ir og Halldór Þorbjörnsson. Aðaláfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 11. mars 1985. Hann krefst þess að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 34.162,32 bandaríkjadali með 12% ársvöxtum frá 1. febrúar 1982 til 11. apríl 1986, með 119 ársvöxtum frá þeim degi til 1. október 1986 en með 10% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 18. mars 1985. Hann krefst staðfestingar á sýknuákvæði hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétti heldur áfrýjandi því ekki fram að alsírsk lög hafi staðið því í vegi að hald (lien) væri lagt á farm m/s Hvalvíkur. Það hafi hins vegar verið óframkvæmanlegt í raun. Að síðast greindu þykir aðaláfrýjandi þó ekki hafa leitt nægar sönnur. Í 12. gr. hinna prentuðu skilmála í farmskírteinum þeim, svo- nefndum Conlinebill, sem voru gefin út um farminn í m/s Hvalvík, er svofellt ákvæði: „„The Carrier shall have a lien for any amount due under this contract and costs of recovering same and shall be entitled to sell the goods privately or by auction to cover any claims.“ Í svonefndum viðbótarákvæðum (additional clauses) í hinum prentuðu skilmálum farmskírteinanna eru ennfremur ákvæði um rétt farmflytjanda til greiðslu aukabiðdagagjalds. Segir í niður- lagi þeirra innan sviga: „This Clause shall only apply if the Demurrage Box on Page 2 is filled in.““ Í þann reit var þó ekkert skráð. Ekki geyma farmskírteinin heldur sérstaka tilvísun til 8. 246 greinar í 11. hluta farmsamningsins. Telur aðaláfrýjandi sér því ekki hafa verið unnt að beita haldsrétti (lien) í farminum. Aðaláfrýjandi, eða þeir sem hans vegna gáfu út farmskírteinin, þykja ekki hafa haft næga ástæðu til að ætla að gagnáfrýjandi hygðist falla frá þeim fyrirvara sem hann hafði gert í 8. grein II. hluta farmsamningsins um að hann skyldi aðeins bera ábyrgð á greiðslu aukabiðdagagjalds í affermingarhöfn að því marki sem ekki reyndist unnt að innheimta það hjá viðtakanda með því að beita haldsrétti (lien) í farminum. Við útgáfu farmskírteinanna var enginn sérstakur fyrirvari gerður af hálfu aðaláfrýjanda um auka- biðdagagjaldið og greiðslu þess. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann, en fyrir Hæsta- rétti er ekki tölulegur ágreiningur um hið umdeilda aukabiðdaga- gjald eða um vaxtakröfuna. Eftir þessum úrslitum ber að dæma aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti og ákveðst hann samtals 280.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Skipafélagið Víkur hf., greiði gagnáfryjanda, Ólafi Gíslasyni £z Co. hf., 280.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. desember 1984. Mál þetta, sem dómtekið var 11. desember sl., höfðaði Skipafélagið Víkur hf., nnr. 9256-9926, Hjarðarhaga 17, Reykjavík gegn Ólafi Gíslasyni á Co. hf., nnr. 6755-9762, Sundaborg 3, Reykjavík með þingfestingu máls- ins 24. maí 1984. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða honum aukabiðdagagjald að fjárhæð 34.162,32 bandarískir dollarar með 120 ársvöxtum frá 1. febrúar til greiðsludags auk málskostnaðar að skað- lausu samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og dæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati dómsins. Sættir hafa verið reyndar en án árangurs. 247 Málavextir, málsástæður og lagarök. Hinn 3. nóvember 1981 gerðu aðilar málsins með sér farmsamning (Gencon) þar sem kveðið er á um að stefnandi skuli flytja fyrir stefnda 3000 tonn af sekkjuðu fiskimjöli frá nokkrum höfnum hér á landi til Annaba og Alsírborgar í Alsír, 1500 tonn á hvorn stað, með skipinu m/s Hvalvík sem stefnandi gerir út. Um uppskipunartíma er kveðið svo á að skipið skuli losa 275 tonn á dag svo fremi veður leyfi, helgidagar og frídagar eru undanskildir, nema unnið sé á þeim dögum. Var því gert ráð fyrir því að farmurinn allur yrði losaður á 10,9091 degi eða 10 dögum 21 klukkustund og 50 mínútum. Aukabiðdagagjald var ákveðið 4.250,00 bandaríkjadalir á dag. Stæðu aukabiðdagar á hluta af sólarhring skyldi greitt sama hlutfall af framan- greindri fjárhæð fyrir þann tíma. Tekið er fram að einn krani sé í skipinu og lyftigeta hans 10 tonn. Í 11. hluta farmsamningsins segir svo í 7. gr. um aukabiðdaga: „„Demurrage at the rate stated in Box 18 per day or pro rata for any part of a day to be allowed Merchants altogether at ports of loading and discharging.““ Úr prentuðum texta þessarar greinar er m.a. fellt orðið „,pay-' able day by day“. Í 8. gr. 11. hluta farmsamningsins þ.e. Lien Clause segir svo: „Owners shall have lien on the cargo for freight, dead-freight, demurrage. Charterers shall remain responsible for dead-freight and demurrage incurred at port of loading. Charterers shall also remain re- sponsible for freight and demurrage incurred at port of discharge, but only to such extent as the Owners have been unable to obtain payment thereof by exercising the lien on the cargo.““ Umboðsmaður stefnda í Kaupmannahöfn fyrirtækið Christian Friis ác Co. annaðist sölu mjölsins til kaupanda, fyrirtækisins O.N.A.B. í Alsír, sem einnig var móttakandi allrar vörunnar. Fyrirtæki þetta mun vera í eigu ríkisins. Tvö farmskírteini voru gefin út fyrir vörunni, 13. og 18. nóvember 1981, en í þeim er Christian Friis á Co. seljandi (shipper) hennar. Farmskírteinin eru svokölluð „,conlinebill““. Í þeim er viðbótarákvæði um skyldu vörukaupanda til þess að greiða aukabiðdagagjald, en í því segir að það eigi aðeins við sé ákveðinn reitur í farmskírteininu fylltur út sem ekki var gert á farmskírteinunum tveimur. Í farmskirteinunum er ekki vitnað til farmsamningsins. Skipið kom til Annaba kl. 14:00 hinn 28. nóvember og tilkynnti komu sína þegar í stað. Uppskipun hófst kl. 16:00 sama dag og lauk kl. 18:35 hinn 12. desember. Samkvæmt útreikningum stefnanda hafði uppskipunin þá tekið allan þann tíma sem gert var ráð fyrir í farmsamningi að öll upp- 248 skipunin tæki og einni klukkustund og 45 mínútum betur, og skipið því komið á aukabiðdaga áður en uppskipun í Annaba lauk. Stefnandi kveðst hafa dregið frá þann tíma í Annaba er uppskipun hafi tafist vegna veðurs og kranabilana. Samkvæmt dagbók skipsins tefst uppskipun um 20 klst. og 40 mín. vegna veðurs og kranabilana en þær voru 2 talsins. Skipið siglir síðan til Alsírborgar og tilkynnir komu sína þangað kl. 1:50 hinn 15. desember að sögn stefnanda. Uppskipun hófst kl. 13:15 þann dag og lauk kl. 22:45 23. sama mánaðar og segir stefnandi aukabiðdagana þá hafa orðið alls 8 sólarhringa og 55 mínútur en í Alsir hafi tafir vegna kranabilana verið dregnar frá en ekki tafir vegna veðurs. Samkvæmt dagbók skipsins bilaði kraninn 2 sinnum í Alsir og tafðist uppskipun um 10 klst. og 10 mín. af þeim sökum. Skipverjar þeir sem gáfu skýrslu fyrir dóminum, þ.e. fyrsti stýrimaður, fyrsti vélstjóri og bátsmaður, töldu helstu ástæður þess að uppskipun tók langan tíma vera slæleg vinnubrögð þeirra sem tóku á móti farminum svo og að bílar þeir sem hefðu verið notaðir til þess að flytja mjölið frá skips- hlið hefðu verið litlir og erfitt að koma mjölinu fyrir á þeim. Vélstjórinn kvað bilanir á krananum ekki hafa verið meiri en verið hefði og tafir vegna viðgerða á honum hefðu ekki tafið uppskipun að ráði. Stýrimaðurinn sagði að aukabiðdagar hefðu sér vitanlega ekki neitt komið til umræðu á milli skipstjórnarmanna og engar ráðstafanir verið gerðar til þess að tryggja greiðslu þeirra hjá móttakanda. Skipstjórinn var ekki leiddur fyrir dóminn en hann mun hafa verið erlendis. Það eitt virðist hafa gerst varðandi aukabiðdaga á meðan losun skipsins stóð að stefndi fékk skeyti frá Christian Friis á. Co. sem hann hafði fengið frá móttakanda vörunnar. Stefndi kveðst hafa framsent skeytið stefnanda og Þorvaldi Jónssyni skipamiðlara sem milligöngu hafði haft um flutning- ana. Skeytið er svohljóðandi: „we rcvd flwg tlx from onab reading in rough translation: re: discharge at annaba of my hvalvik 500 t we must make our most emphatic reservations, rate of discharge low due to the fact that the vessel is not equipped for discharge of 275 tons pr day. this vessel, which is a container vessel, has only one crane and its capacity does not exceed 100 t/day contrary to fjallfoss which was equipped with 3 cranes. consequently, the foreseen rate of discharge does not apply to this vessel.““ Stefnandi mun fyrst hafa krafið stefnda um greiðslu aukabiðdagagjalds- ins 22. janúar 1982. Stefndi heldur því fram að 401 poka af mjöli hafi vantað upp á farminn þegar honum var skipað upp og hafi verðmæti þeirra numið 11.428,50 bandaríkjadollurum. Stefndi gerði í bréfi til stefnanda dags. 18. febrúar 249 1982 kröfu um að hann greiddi sér þessa fjárhæð, sem móttakandi farmsins mun hafa krafið hann um. Af hálfu stefnanda er því lýst að hann hafi staðið í þeirri meiningu að hann hafi samið sig undan þeirri skyldu að láta leggja sjóveð á farminn til tryggingar greiðslu aukabiðdagagjalds með því að strika út orðið „,pay- able day by day““ úr farmsamningnum, en það hafi verið misskilningur og ekki sé byggt á þessu sem málsástæðu. Stefnandi segir óumdeilt að á milli aðila hafi verið gerður farmsamningur sem gildi um lögskipti þeirra og sömuleiðis að skipið hafi komist á aukabið- daga. Krafa stefnanda sé um greiðslu aukabiðdagagjalds samkvæmt farm- samningnum en ekki krafa um greiðslu skaðabóta. Því sé ekki haldið fram að ómöguleiki hafi verið samkvæmt löggjöf í Alsír að leggja sjóveð á farminn til tryggingar greiðslu aukabiðdagagjalds eins og kveðið sé á um í 8. gr. II. hluta farmsamningsins. Hins vegar hafi það í fyrsta lagi verið ómögulegt þar sem kröfur um sjóveð séu ekki teknar til greina í Alsír eins og mörg dæmi erlendis frá sanni og stefnandi hafi sýnt fram á með gögnum. Í öðru lagi komi ekkert fram um það í farmskírteini að móttakanda farmsins sé skylt að greiða aukabiðdagagjald þar sem farmskírteinið sé ekki fyllt út með þeim hætti að þessi skylda sé lögð á móttakanda farmsins. Hann hafi haft „clean bill of lading““ og því getað neitað greiðslu aukabið- dagagjaldsins og því að sjóveð yrði lagt á. Þessar tvær ástæður leiði til þess að stefnandi hefði ekki getað fengið lagt sjóveð á farminn í Alsir. Hin síðari málsástæða stefnanda kom fyrst fram við munnlegan flutning málsins, en henni var ekki mótmælt sem of seint fram kominni. Stefnda beri því skylda til þess að greiða aukabiðdagagjaldið samkvæmt 8. gr. farmsamningsins. Stefnda hafi verið tjáð af Christian Friis og Co., sem sé umboðsmaður hans í Kaupmannahöfn, að skipið væri að komast á aukabiðdaga þegar uppskipun stóð yfir, en stefndi hafi engin viðbrögð sýnt við þeirri vitneskju. Ástæða aukabiðdaganna hafi verið slæleg vinnubrögð þeirra sem á móti farminum tóku og ófullnægjandi bílakostur. Krani skipsins hafi afkastað því auðveldlega sem ráð var fyrir gert í farmsamningnum og tafir, sem orðið hafi vegna bilana á honum, hafi verið dregnar frá aukabiðdagatíman- um. Stefnanda verði því á engan hátt kennt um aukabiðdagana. Hafnaryfirvöldum í Alsirborg hafi verið tilkynnt um komu skipsins þangað kl. 1:50 þann 15. desember og hafi þeim verið tilkynnt það með símskeyti. Það sé misskilningur sem fram komi á dskj. nr. 7 að tilkynning um komu skipsins hafi fyrst verið gefin kl. 15:00 þann dag. Stefnandi kveðst einnig byggja kröfu sína á hendur stefnda á almennum on LJ reglum samningsréttar um loforð og samninga svo og reglum siglingalaga nr. 66/1963, t.d. 90. gr. sbr. 77. gr. Af hálfu stefnda er því haldið fram að í sýknukröfu hans felist einnig krafa um sýknu að hluta. Stefndi heldur því fram að þar sem stefnandi virðist telja að farmsendandi og farmmóttakandi séu solidarískt ábyrgir fyrir greiðslu kröfu hans. (sic) Í því tilviki hefði stefnandi átt að. stefna þeim báðum, en þar sem það hafi ekki verið gert eigi að vísa málinu frá ex officio. Komi til þess að stefndi verði dæmdur til að greiða kröfu stefnanda að öllu eða hluta eigi að draga frá henni kröfu farmmóttakanda um greiðslu úr hendi stefnanda vegna vöntunar á farmi. Þessi krafa sé byggð á vottorði fyrirtækisins Supervise Algerie sem séð hafi um eftirlit með magni og sýna- töku farmsins. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn sem hnekki réttmæti þessarar kröfu. Um farmskírteini fyrir vörunni beri þess að gæta að þau séu fyrst og fremst viðurkenning sem skipstjóri gefi út fyrir því að hann hafi tekið við vörunni og beri skylda til þess að skila henni í hendur móttakanda. Ekki skipti máli þótt farmskírteinin séu útbúin af farmsendanda. Stefnda hafi verið í lófa lagið að taka fram í farmskírteini um skyldu móttakanda vör- unnar til að greiða aukabiðdagagjald en það hafi hann ekki gert og verði að bera hallann af því. Móttakanda hafi verið kunnugt um þessa skyldu sína. Hann hafi reynt að firra sig ábyrgð á greiðslu aukabiðdagagjaldsins með því að senda Christian Friis og Co. skeyti þar sem hann kvarti undan lítilli afkastagetu skipsins við löndun. Þetta skeyti hafi verið sent stefnanda en hann ekki sinnt því í neinu og gefið þar með í raun til kynna að hann ætlaði ekki að krefjast aukabiðdagagjalds. Farmskírteinin breyti ekki ákvæðum farmsamningsins og stefnandi hefði ekki átt að gangast undir ákvæði 8. gr. II. hluta hans ef hann ætlaði ekki að hlíta þeim, sem honum beri tvímælalaus skylda til. Ef aukabiðdagar voru byrjaðir að líða áður en uppskipun í Annaba lauk eins og stefnandi haldi fram hafi skipstjóra verið í lófa lagið að gera mót- takanda vörunnar í Alsírborg viðvart um það og neita að hefja þar uppskip- un fyrr en trygging hefði verið sett fyrir greiðslu aukabiðdagagjalds. Þetta hafi skipstjórinn ekki gert og hann hafi hvorki gert útgerð skipsins né stefnda aðvart um það hvernig komið hafi verið. Skipstjórinn eða útgerð skipsins hafi enga tilraun gert til þess að fá lagt sjóveð á farminn til trygg- ingar greiðslu aukabiðdagagjalds og stefnandi virðist hvorki fyrr né síðar hafa gert kröfu til farmmóttakandans að hann greiddi aukabiðdagagjaldið. Þegar krafa hafi verið gerð á hendur stefnanda um greiðslu vegna vöntunar á farmi hafi hann ekki minnst á greiðslu aukabiðdagagjalds. 251 Stefnandi hafi ekki gert kröfu um greiðslu aukabiðdagagjaldsins fyrr en 22. janúar 1982 og ekkert hafi verið minnst á hana við greiðslu farmgjalds- ins. Því er haldið fram af hálfu stefnda að skipstjórinn hafi ekki látið vita um komu skipsins til Alsírborgar. Þá sé ekki öruggt að allar tafir sem stafað hafi frá skipinu séu dregnar frá í útreikningi aukabiðdaganna. Ljóst sé að krani skipsins hafi verið í slæmu ásigkomulagi og bilanir á honum tíðar á meðan uppskipun stóð svo sem viðurkennt hafi verið af þeim skipverjum sem skýrslu hafi gefið fyrir dómi. Stefndi heldur því fram að um skipti aðila eigi við 93. gr. sbr. 94. gr. og 98. gr. laga nr. 66/1963 svo og 229. gr. sömu laga. Stefndi mótmælir vaxtakröfu stefnanda sem of hárri. Forsendur og niðurstaða. Það er óumdeilt í máli þessu að samkvæmt 8. gr. í II. hluta farmsamn- ingsins sem aðilar þess gerðu sin á milli 3. nóvember 1981 er farmsendandi ábyrgur fyrir greiðslu aukabiðdagagjalds sem á fellur í uppskipunarhöfnum en einungis að því leyti sem farmflytjanda hefur ekki verið unnt að fá það greitt með því að fá sjóveð lagt á farminn. Stefnandi heldur því fram að sér hafi verið ómögulegt að fá sjóveð lagt á farminn í Alsirborg. Það sé ekki vegna þess að lög í Alsír kveði ekki svo á um heldur af þeim ástæðum að dómstólar þar hafni ætíð kröfum af þessu tagi, eins og dæmi erlendis frá sanni. Þá heldur stefnandi því einnig fram staðhæfingu sinni til stuðnings að móttakandi farmsins hefði ekki þurft að sætta sig við sjóveð þar sem við- bótarákvæði í farmskírteini um skyldu móttakanda vörunnar til greiðslu aukabiðdagagjalds hafi ekki verið virkt og ekki sé í farmskírteininu vitnað til ákvæða farmsamningsins. Því er ekki haldið fram af stefnanda að stefnda beri að greiða aukabið- dagagjaldið samkvæmt almennum skaðabótareglum. Dagbók skipsins verður að leggja til grundvallar við útreikning aukabið- daga, en önnur haldbetri gögn sem styðjast mætti við hafa ekki verið lögð fram í þessu máli. Þeir aukabiðdagar sem stefnandi grundvallar kröfu sína á eru ekki fleiri en rétt má telja samkvæmt dagbók skipsins. Af dagbókinni verður ekki betur séð en aukabiðdagar hafi verið byrjaðir að líða þegar uppskipun í Annaba lauk hinn 12. desember. Telja Verður að ástæða þess að ekki hafði verið skipað upp nema helmingi farmsins á þeim tíma sem ætlaður var til þess að skipa honum öllum upp hafi verið aðstæður sem móttakandi farmsins bar ábyrgð á, enda hafa tafir vegna kranabilana verið dregnar frá aukabiðdögunum og telja verður að krani skipsins hafi annað uppskipun sem svaraði 275 tonnum á dag. 252 Skipstjórinn vissi því eða mátti vita að öll löndun í Alsíirborg færi fram á aukabiðdögum en hún hófst 15. desember. Upplýst er að stefndi fékk framsent skeyti frá umboðsmanni sínum í Danmörku Christian Friis og Co. sem honum hafði borist frá móttakanda vörunnar, þar sem hann telur hæga uppskipun stafa af lítilli afkastgetu krana skipsins og virðist vera að firra sig afleiðingum þess. Skeyti þetta framsendi stefndi Þorvaldi Jónssyni skipamiðlara og stefnanda. Enginn þessara aðila virðist hafa gripið til neinna ráðstafana vegna skeytisins. Það er ekki upplýst að skipstjórinn hafi látið stefnda eða stefnanda vita um stöðu mála þegar sýnt var að aukabiðdagar voru byrjaðir að líða og með þeim hætti gefið stefnda kost á að grípa til ráðstafana sem hann kunni að eiga færi á. Ekki er heldur upplýst í málinu að stefnandi hafi nokkru sinni beint kröfu um greiðslu aukabiðdagagjalds til farmmóttakanda. Upplýst er í málinu að skipstjórinn eða stefnandi reyndu ekki að tryggja greiðslu aukabiðdagagjaldsins með því að fá sjóveð lagt á farminn svo sem kveðið er á um í 8. gr. II. hluta farmsamningsins sem skilyrði þess að greiðsluskylda farmsamningshafa verði virk. Þetta aðgerðaleysi af hálfu stefnanda sem að framan er lýst þykir verða að leiða til þess að hann geti ekki krafið stefnda um greiðslu aukabiðdagagjalds og eins og atvikum málsins er háttað þykir það að ekki var tekið fram í farmskírteini um skyldu móttakanda farms að greiða aukabiðdagagjald eða vísað til farmsamnings- ins um það atriði ekki hagga þeirri niðurstöðu. Því ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Dóm þennan kváðu upp Friðgeir Björnsson borgardómari og meðdóm- endurnir Guðmundur Hjaltason skipstjóri og Þorvaldur Ingibergsson stýri- maður. Dómsorð: Stefndi, Ólafur Gíslason ér Co. hf., skal vera sýkn af kröfum stefn- anda, Skipafélagsins Víka hf. Málskostnaður fellur niður. 253 Föstudaginn 20. febrúar 1987. Nr. 186/1985. Ljónið st. (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) segn Kaupfélagi Ísfirðinga (Jón Finnson hrl.) Kaupsamningur. Túlkun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 19. ágúst 1985, að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 2. mgr. 20. greinar laga nr. 75/1973 hinn 24. júlí 1985. Hann krefst sýknu af öllum kröf- um stefnda í málinu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi hans. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi reisir tilkall sitt til mjólkurkæliklefa og frystiklefa þeirra sem honum var dæmdur eignarréttur að með hinum áfrýjaða dómi á kaupsamningi aðilja 2. október 1982 um vörubirgðir og tæki í verslunarhúsum áfrýjanda. Í 3. gr. kaupsamningsins segir að með honum kaupi stefndi af áfrýjanda „Vélar og tæki, sem eru til staðar í vöruhúsinu á Skeiði og við Aðalstræti ásamt sendibifreið. Nánar tiltekið öll tæki, innréttingar og áhöld í báðum verslunum, nema rafmagnslyftara (eign Sandfells h/f) og gamlan peningaskáp. Tæki þessi og vélar, innréttingar og áhöld hafa verið skráð og verðlögð af Heiðari Sigurðssyni og fylgir sú skrá hér með, þó ekki sé gengið að verðhugmyndum. Innréttingar, vélar og áhöld í versluninni í Aðalstræti eru ekki á nefndri skrá.“ Síðar í samningnum segir: „Aðilar eru sammála um að kaupfélag- ið greiði Ljóninu s/f kr. 1.700.000; fyrir öll áhöld, vélar, innréttingar og tæki í báðum verslunum ásamt nýlegri sendibifreið, samkvæmt grein 3 hér að framan“ Framangreindra klefa var að vísu getið á skrá þeirri er Heiðar Sigurðs- son gerði og til er vísað í kaupsamningi aðilja samkvæmt framan- sögðu. Þeir voru hinsvegar ekki sérstaklega verðlagðir á skránni svo 254 sem áskilið er í nefndri 3. grein og gert var um aðra sem þar eru taldir. Þykir samkvæmt þessu bresta sönnur fyrir því að stefndi hafi orðið eigandi klefanna með greindum samningi svo sem hann heldur fram. Ber því að sýkna áfrýjanda af kröfum hans í málinu. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, og ákveðst hann samtals 75.000,00 krónur. Dómsorð: Áfrýjandi, Ljónið sf., á að vera sýkn af kröfum stefnda, Kaupfélags Ísfirðinga, í málinu. Stefndi greiði áfrýjanda 75.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Guðmundar Skaftasonar hæstaréttardómara. Ég tel það að fullu upplýst í málinu að áfrýjandi hafi 2. október 1982 selt stefnda muni þá sem um er deilt, mjólkurkælinn og frystiklefann. Raunar er ekki ágreiningur um þetta atriði. Þarf því aðeins að skera úr því hvort það hafi gerst með samningnum um sölu lausafjárins eða sölu hússins. Þeim samningi var síðar rift eins og fram kemur í héraðs- dómi. Í 3. gr. hans segir: „Húsinu fylgir allt, sem fylgja ber og naglfast er, samkvæmt eðlilegri notkun þess“ Mjólkurkælirinn og frystiklefinn eru til ákveðinna nota Í atvinnurekstri, sérstakri grein smásöluversl- unar, en slík tæki fylgja ekki verslunarhúsnæði almennt. Samkvæmt þessu og með hliðsjón af 2. tl. 6. gr. reglugerðar nr. 406/1978 um fast- eignaskráningu og fasteignamat tel ég muni þessa ekki vera fylgifé með húsinu. Þar sem ekki var svo um samið samkvæmt framanrituðu, tel ég þá falla undir 3. gr. samningsins um sölu lausafjárins. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna héraðsdóms tel ég að hann skuli vera óraskaður. SJ krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Ísafjarðar 26. október 1984. Ár 1984 föstudaginn 26. október var í bæjarþingi Ísafjarðar, sem haldið var að Aðalstræti 12, Bolungarvík, af Halldóri Kristinssyni, setudómara, 255 kveðinn upp dómur í málinu nr. 199/1983, Kaupfélag Ísfifðinga gegn Ljón- inu sf. Mál þetta, sem þingfest var 15. desember 1983 og dómtekið að loknum munnlegum málflutningi 24. september 1984, er höfðað af Kaupfélagi Ísfirðinga, nnr. 5579-3441, Ísafirði, gegn Ljóninu sf., nnr. 6148-1117, Aðal- stræti 27, Ísafirði, til viðurkenningar á eignarrétti stefnanda á tilgreindum lausafjármunum sem stefnandi heldur fram að hann hafi keypt af stefnda með kaupsamningi 2. okt. 1982 og til greiðslu málskostnaðar. Dómkröfur stefnanda eru þær að honum verði dæmdur eignarréttur samkvæmt framangreindum kaupsamningi að eftirtöldum munum: I. Mjólkurkæli 4x8 m ásamt vél. 2. Frystiklefa 3x6 m ásamt vél. 3. Tveimur vélum frá djúpfrystum. 4. Hitakerfi frá frystivélum. Þá krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða stefnanda máls- kostnað að skaðlausu samkvæmt taxta Lögmannafélags Íslands. Stefndi gerir þær dómkröfur að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu úr hendi stefnanda. Haustið 1982 fóru fram samningaviðræður milli málsaðila þess efnis að stefnandi keypti af stefnda verslunarhúsnæði ásamt ýmsu lausafé tilheyrandi verslunarrekstri svo sem vörubirgðum og ýmiss konar áhöldum. Samninga- menn voru Hafþór Helgason kaupfélagsstjóri fyrir stefnanda og Heiðar Sigurðsson framkvæmdastjóri fyrir stefnda. Hinn 2. október 1982 voru undirritaðir tveir samningar af þessu tilefni. Skömmu síðar, hinn 26. októ- ber, féll Hafþór Helgason frá af slysförum. Annar þessara samninga fjallar um að stefnandi kaupi af stefnda meðal annars eftirfarandi, svo sem því er lýst í 3. tl.: „Vélar og tæki sem eru til staðar í vöruhúsinu á Skeiði og við Aðalstræti ásamt sendibifreið. Nánar tiltekið öll tæki, innréttingar og áhöld í báðum verslunum, nema rafmagns- lyftara (eign Sandfells h/f) og gamlan peningaskáp. Tæki þessi og vélar, innréttingar og áhöld hafa verið skráð og verðlögð af Heiðari Sigurðssyni og fylgir sú skrá hér með, þó ekki sé gengið að verðhugmyndum. Innrétt- ingar, vélar og áhöld á versluninni í Aðalstræti eru ekki á nefndri skrá“ Skrá sú sem hér var getið um liggur fyrir í handriti Heiðars Sigurðssonar. Þar kemur fram upptalning muna á hinum ýmsu stöðum í verslunarhúsinu á Skeiði ásamt verðhugmyndum hans. Sá hluti skrárinnar sem beinlínis varðar þetta mál eins og það liggur fyrir er á blöðum merktum 10 og 11. Þar eru allir hlutirnir verðlagðir nema „1 frystir stór 6x3“ og „1 kælir stór 256 4x8 m“. Þá eru á blaði nr. 11 taldir upp 2 djúpfrystar 8 m á 200.000 hvor. Hvert blað fyrir sig utan eitt hefur verið lagt saman og niðurstöðutala skrifuð á það. Þegar þetta eina blað hefur einnig verið lagt saman og þeirri tölu bætt við niðurstöðutölur hinna blaðanna kemur út talan 1.832.570. Hins vegar gætir ónákvæmni í samlagningu á tveimur blöðum. Um verð segir í samningnum: „Aðilar eru sammála um, að Kaupfélagið greiði Ljóninu s/f kr. 1.700.000,00 fyrir öll áhöld, vélar, innréttingar ög tæki í báðum verslununum ásamt nýlegri sendibifreið, samkvæmt grein 3 hér að framan“ Heiðar Sigurðsson gerði í aðilaskýrslu sinni fyrir dóminum grein dyrir aðdraganda þess hvernig verð þetta var ákveðið. Í fyrstu hafi þeir Hafþór komið sér saman um að tilkveðja tvo matsmenn sinn frá hvorum aðila. Eftir á að hyggja hafi þeim þótt þetta of þungt í vöfum og orðið ásáttir um að Heiðar gengi um húsnæðið á Skeiði og skrifaði munina niður. Þegar hann hafði lokið því verki segist hann hafa fengið bakþanka varðandi þá hluti sem um er deilt og lent höfðu á listanum þess efnis að hann myndi vera að selja þá tvisvar, þ.e. bæði sem lausafé og fylgihluti fasteignarinnar. Þetta segist hann hafa byggt á því að brunatrygging hússins hafi tekið til þeirra. Heiðar segist hafa lagt fram lista sinn er þeir Hafþór komu saman til að ganga frá verðinu og lagt til að þeir byggðu á honum. Hafþór hafi á móti gert tillögu um að slá 20% af verði listans. Heiðar segir Hafþór hafa komið með handrit sitt að kaupsamningi og hafi hann fyrst fært kr. 1.466.056,00 (þ.e. 20%, af kr. 1.832.570,00) á handritið. Síðan hafi hann strikað yfir þá tölu og að lokum skrifað á handritið 1.700.000,00 og strikað undir það verð sem endanlegt svo sem sjá megi á dskj. nr. 14. Heiðar segir að farist hafi fyrir að hreinrita listann svo sem ætlunin hafi verið. Þess vegna séu umdeildir hlutir á listanum sem hann gerði sjálfur. Í gögnum málsins lýsir stefndi þeirri skoðun sinni á verðákvörðuninni að heildarverðmæti þess sem 3. tl. samningsins tekur til hafi verið kr. 2.130.000,00. Afsláttur hafi numið kr. 430.000,00 og verðið því orðið kr. 1.700.000,00. Hinn samningurinn sem gerður var 2. október 1982 nefnist í fyrirsögn „Yfirlýsing um væntanlegan kaupsamning“ Þar segir meðal annars að aðilar hafi „ákveðið að gera með sér svofelldan kaupsamning, sem tekur gildi 1. febrúar 1983. 1. Kaupfélag Ísfirðinga lofar að kaupa og Ljónið s/f að selja húseignina Skeiði, sem nefnd hefur verið Vörumarkaðurinn Skeiði. 3. Húsinu fylgir allt, sem fylgja ber og naglfast er, samkvæmt eðlilegri notkun þess. 257 Þessum samningi var riftað af stefnda með bréfi dags. 22. mars 1983 og féllst stefnandi á riftunina í bréfi lögmanns síns dags. 6. apríl 1983. Stefn- andi hefur gert grein fyrir því í gögnum málsins að riftunin hafi verið endir- inn á deilum um brunavarnamálefni hússins vegna krafna brunamálayfir- valda þar að lútandi. Þeir annmarkar, sem brunamálayfirvöld töldu vera á húsinu að þessu leyti, hafi þó ekki orðið stefnanda ljósir fyrr en eftir lát Hafþórs og hafi það því komið í hlut eftirmanna hans að fjalla um þau málefni. Stefnandi tók við húsinu, að undanskilinni húsgagnaverslun á efri hæð, við undirritun samninganna hinn 2. október 1982. Eftir að samningi þeirra um kaup hússins var riftað var stefnanda í fógetarétti Ísafjarðar hinn 22. apríl 1983 gert að rýma húsið. Aðilar gerðu síðan samning um leigu stefn- anda á húsinu í maí og júní 1983. Í lok leigutímans tók stefnandi að rýma húsið. Kom þá í ljós sá ágreining- ur sem er til umfjöllunar í þessu máli. Stefndi krafðist þess þá fyrir fógeta- rétti Ísafjarðar að lagt yrði lögbann við því að þeir hlutir sem getið er í dómkröfum stefnanda yrðu fjarlægðir. Áður en það mál var til lykta leitt hafði stefnandi tekið í sínar vörslur vél með mjólkurkæli, sbr. 1. tl. í kröfu- gerð hans, og tvær vélar frá djúpfrystum, sbr. 3. tl. Úrskurður fógetaréttar- ins tók því ekki til þeirra hluta og eru þeir enn í fórum stefnanda. Synjað var um lögbannið þar sem ekki þóttu vera yfirvofandi þær athafnir sem myndu raska með ólögmætum hætti rétti gerðarbeiðanda þ.e. stefnda í þessu máli. Stefnandi krafðist þess þessu næst fyrir fógetarétti Ísafjarðar að honum yrði með beinni innsetningargerð veitt umráð og vörslur þeirra muna sem lögbannsmálið tók endanlega til. Fógetarétturinn synjaði kröfu stefnanda þar sem ekki hefði verið skorið úr um eignarrétt að hinum umdeildu munum og úrlausn um slíkt bæri undir almenna dómstóla. Verulegur ágreiningur væri með aðilum um eignarréttinn og ekki væru fyrir hendi svo skýr og ótvíræð gögn um eignarheimildir stefnanda að fært þætti að taka innsetningarkröfu hans til greina. Gunnar Jónsson, umboðsmaður Brunabótafélags Íslands, kom fyrir dóm- inn sem vitni og gerði grein fyrir því að frystiklefi og kæliklefi (mjólkur- kælir) þeir sem hér um ræðir séu brunatryggðir skyldutryggingu með húsinu og innifaldir í virðingarverði þess. Þetta sé í samræmi við þær reglur sem farið sé eftir og byggjast á venju og þeim virðingargögnum sem Brunabóta- félagið láti honum í té. Virðingarverðið hafi verið kr. 6.252.000,00 fyrir tímabilið 15. okt. 1981 til sama dags árið 1982 en þá hafi það hækkað í kr. 10.316.000,00. Ennfremur upplýsti vitnið að í frjálsri tryggingu hjá Brunabótafélagi Íslands hefðu hins vegar m.a. verið tveir djúpfrystar að matsverði kr. 17 258 408.000,00 tímabilið 15. okt. 1981 til 15. okt. 1982 og hitakerfi að matsverði kr. 117.000,00 á sama tímabili. Ástæðu þess að hitakerfið sé ekki talið með í virðingarverði fasteignarinnar sagði vitnið vera þá að það hefði verið sett upp eftir að upphafleg virðing fór fram og litið hefði verið á uppsetningu þess sem tilraunastarfsemi í vissum skilningi. Stefndi hefur í gögnum málsins gert grein fyrir þeirri skoðun sinni að það leiði til ósanngjarnar niðurstöðu að líta svo á að þeir munir sem stefnandi krefst eignarréttar yfir verði taldir hafa verið innifaldir í því lausafé sem 3. tl. lausafjárkaupasamningsins tekur til. Telur hann verðmæti þessara hluta þ.e. frystiklefa, kæliklefa, fjögurra frystivéla og hitakerfis vera samtals kr. 760.000,00. Séð í því ljósi yrði stór hluti lausafjármunanna ókeypis. Það liggi í augum uppi að til þess hafi hvorugur aðilinn ætlast. Af hálfu stefnanda hefur þessum skilningi stefnda verið mótmælt. Kæliklefi og frystiklefi séu í mesta lagi 300.000 króna virði. Frystivélar séu innifaldar í verði frystanna og ýmsir lausafjármunanna of hátt metnir hjá stefnda. Málsástæður stefnanda og lagarök eru þessi: 1. Hin tilvitnuðu ákvæði í kaupsamningi 2. október 1982 um vörulager, vélar, tæki, áhöld og innréttingar taki af allan vafa um það, að þessir hlutir séu innfaldir í verðinu 1.700.000,00 krónur. 2. Hlutir þessir séu meðal þeirra hluta sem taldir eru upp í skrá, eignalista, yfir áhöld og tæki í Vörumarkaðinum á Skeiði en samkvæmt kaupsamningn- um sé skráin fygliskjal með honum að því er varðar þá hluti í vörumarkaðinum sem seldir voru að öðru leyti en tekur til verðs. 3. Umræddir hlutir séu hvergi nefndir á nafn í yfirlýsingu um væntanlegan kaupsamning um húsið enda séu þeir ekki fylgifé með fasteign í lagalegum skilningi. 4. Ágreiningslaust er að 2 stórir djúpfrystar fylgdu með í kaupunum á lausafjármununum. Hins vegar geri stefndi kröfu til 2 véla sem séu nauð- synlegur þáttur í rekstri djúpfrystanna. S. Þótt hitakerfið sé ekki sérstaklega nefnt á eignalistanum beri að hafa í huga að það sé sameiginlegur kondens fyrir öll kælitæki í húsinu: Mjólkur- kæli, frystiklefa og djúpfrysta og sé því í eðlilegum og nauðsynlegum tengsl- um við umrædd tæki sem ekki tengist fasteigninni sem slíkri. Stefndi heldur því fram í greinargerð sinni að málið snúist einfaldlega um það hvort tæki þau sem stefnandi krefst eignarréttar yfir hafi á sínum tíma verið seldar eignir samkvæmt kaupsamningi á dskj. nr. 3 eða seldar eignir samkvæmt yfirlýsingu um væntanlegan kaupsamning sbr. dskj. nr. 5. Fyrrnefndi samningurinn hafi verið um lausafé en hinn síðarnefndi um sölu hússins ásamt öllu sem eigninni fylgir og fylgja ber og naglfast er, 259 skv. eðlilegri notkun þess. Stefndi leggur sérstaka áherslu á síðastgreindu orðin: „skv. eðlilegri notkun þess“. Þá bendir stefndi í rökstuðningi sínum á það sem áður er fram komið að á skrá Heiðars Sigurðssonar á dskj. nr. 10 eru tæki þau sem um er deilt ekki verðlögð og segir það vera vegna þess að stefndi hafi talið eðlilegra að tæki þessi fylgdu fasteigninni, sérstaklega þegar tekið sé tllit til þess að þau séu metin til brunabótaverðs með húsinu. Dómarinn fór með talsmönnum aðila í verslunarhúsnæðið á Skeiði og sýndu þeir honum mjólkurkæli, frystiklefa, hitakerfi og vélabúnað. Fræddu þeir dómarann um það hvernig mjólkurkælirinn og frystiklefinn, sem gerðir eru úr aðfengnum einingum, eru felldir inn í húsnæðið. Þá sá dómarinn einnig hvernig kæli- og frystivélum er komið fyrir í litlu herbergi og hiti frá þeim notaður til upphitunar í húsinu að hluta gegnum umdeilt hitakerfi. Dómarinn lítur svo á að mjólkurkælir og frystiklefi séu ekki fylgifé fast- eignarinnar á Skeiði í lagalegum skilningi. Búnaður þessi er sambærilegur öðrum tækjakosti sem að vísu má teljast nauðsynlegur í matvöruverslunum svo sein frystikistum, hillum o.s.frv. en telst þó ekki fylgifé viðkomandi fasteigna. Heiðar Sigurðsson, framkvæmdastjóri stefnda, hafði tekið að sér að gera grein fyrir því lausafé sem samningurinn um það skyldi taka til. Hann skrifaði þetta tvennt á lista þann sem hann gerði yfir lausaféð og gerður var að fylgiskjali með samningnum. Af hálfu stefnda hafa verið færðar líkur að því að Heiðari hafi snúist hugur og talið rétt að telja munina með í sölu fasteignarinnar. Honum láðist þó að ganga svo frá gögnunum við samningsgerðina að sú skoðun hans kæmi skýrt fram í þeim. Það liggur heldur ekki fyrir að það hafi verið skilningur viðsemjanda hans, Hafþórs Helgasonar, við samningsgerðina að frystiklefi og mjólkurkælir hafi átt að teljast til fasteignarinnar. Samkvæmt þessu ber að líta svo á að mjólkurkælir og frystiklefi hafi fylgt með í sölu lausafjármuna hinn 2. október 1982 en þeim samningi hefur ekki verið riftað. Í málflutningi stefnanda og kröfugerð hefur komið fram að frysti- og kælitæki, vélar í tengslum við þau og hitakerfið séu ein heild sem hann hafi keypt af stefnda sem lausafé samkvæmt samningi þeirra um það. Á þetta verður ekki fallist. Sá varanlegi búnaður sem notaður er til að hita upp húsnæði er fylgifé viðkomandi fasteignar. Svo er um það hitakerfi sem hér um ræðir. Þess er ekki getið í lausafjárkaupasamningnum. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda að því er það varðar. Stefnandi keypti vélabúnað þann sem kröfugerð hans tekur til með því tvíþætta hlutverki sem felst annars vegar í því að knýja frysti- og kælitæki og hins vegar að hita upp húsnæðið að hluta. Samingarnir tóku því báðir til hans og miðuðust við aðstæður við gerð samninganna. Við riftun samn- ingsins um húsið verður það án þeirra eiginleika sem það hafði við samn- 200 ingsgerð og talið verður til fylgifjár þess þegar vélarnar hafa verið numdar brott. Samkvæmt því eru ekki forsendur fyrir því að veita stefnanda viður- kenningardóm gagnvart stefnda fyrir eignarrétti að fjórum frysti- og kæli- vélum með þeim hætti sem hann hefur krafist. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Krafa stefnanda, Kaupfélags Ísfirðinga, á hendur stefnda, Ljóninu sf., um viðurkenningu á eignarrétti að mjólkurkæli 4x8 m og frystiklefa 3x6 m er tekin til greina. Krafa stefnanda á hendur stefnda um viðurkenningu á eignarrétti að hitakerfi svo og fjórum frysti- og kælivélum er ekki tekin til greina. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 23. febrúar 1987. Nr. 16/1986. Bergur Garðarsson og Arnþór Þórsson (Skarphéðinn Þórisson hrl.) gegn Sverri S. Ólasyni (Jón Kr. Sólnes hrl.) Kaupsamingur. Ábyrgð á veðskuld. Sönnun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. janú- ar 1986 að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973 14. janúar s.á. Þeir krefjast sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Í máli þessu er deilt um það við hvaða tíma skuli miða lán við 261 Fiskveiðasjóð Íslands, sem stefndi tók að sér að greiða með kaup- samningi aðila dagsettum 14. janúar 1983. Í málflutningi fyrir Hæstarétti kom fram, að ekki er ágreiningur milli aðila um fjárhæð eða vexti. Áfrýjendur halda því fram, að samningur um kaup á m/b Sif ÍS 90 hafi komist á í desember 1982, þótt ekki hafi verið formlega frá honum gengið fyrr en 14. janúar 1983. Í desember 1982 hafi eftirstöðvar lána við Fiskveiðasjóð Íslands verið 1.346.000,00 krónur, eins og fram kemur í 6. lið kaupsamningsins. Áfrýjendur halda því einnig fram, að stefndi hafi aflað upplýsinga um eftirstöðvar lán- anna. Telja verður ósannað, að samningur milli aðila um sölu bátsins hafi komist á í desember 1982 svo og að upplýsingar um eftirstöðvar lánanna hafi komið frá stefnda. Samkvæmt beinu ákvæði í kaup- samningnum frá 14. janúar 1983 ábyrgðust áfrýjendur, að ekki hvíldu á bátnum aðrar veðkröfur en í samningnum greindi. Sam- kvæmt framansögðu ber því að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur til að greiða stefnda málskostnað sem ákveðst 80.000,00 krónur samtals í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjendur, Bergur Garðarsson og Arnþór Þórsson, greiði stefnda, Sverri S. Ólasyni, 80.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Siglufjarðar 18. júlí 1985. I. Mál þetta, sem dómtekið var 30. maí sl., hefur Sverrir Sævar Ólason, nnr. 8791-3279, Hafnartúni 8, Siglufirði, höfðað fyrir dóminum með stefnu birtri laugardaginn 16. febrúar 1985 á hendur Bergi Garðarssyni, nnr. 1055-6228, Sæbóli 7, Grundarfirði og Arnþóri Þórssyni, nnr. 0577-7038, Norðurgötu 11, Siglufirði. 'Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmdir til að greiða in solidum kr. 227.202,99 með 42%0 ársvöxtum frá 14. janúar 1983 til 21. sept- 262 ember s.á., með 35% ársv frá þeim degi til 21. október s.á., með 32% ársvöxt- um frá þeim degi til 21. nóvember s.á., með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember s.á., með 21,5%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, með 15% ársvöxtum frá þeim degi til 13. ágúst s.á., með 17% ársvöxtum frá þeim degi til 6. mars 1985 en dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt framlögðum reikningi eða mati dómsins. Af hálfu stefndu er þess krafist að þeir verði sýknaðir af öllum kröf- um stefnanda og þeim dæmdur málskostnaður úr hendi þeirra samkvæmt gjaldskrá LMFÍ og til vara að stefnukröfur verði stórlega lækkaðar og máls- kostnaður felldur niður. II. Í stefnu eru málavextir tilgreindir á eftirfarandi hátt: Með kaupsamningi dags. 14. janúar 1983 keypti stefnandi m/b Sif ÍS-90 af stefndu, umsamið kaupverð, kr. 2.450.000,00, greiddi stefnandi með pening- um, yfirtók áhvílandi lán og með útgáfu veðskuldabréfa. Samkvæmt kaupsamningi miðaðist „staða“ yfirtekinna lána við dagsetn- ingu hans. Samkvæmt 6. lið kaupsamningsins tók stefnandi að sér að greiða lán til Fiskveiðasjóðs Íslands „nú að eftirstöðvum kr. 1.346.000,00“ eins og segir í kaupsamningnum. Þegar stefnandi seldi bátinn aftur í september 1983 vöknuðu með honum grunsemdir um að eftirstöðvar lána frá Fiskveiðasjóði Íslands hafi ekki verið réttar þegar hann keypti bátinn í janúar 1983. Enda kom í ljós að lánin reyndust vera kr. 1.573.202,99 þegar kaupsamningurinn var gerður 14. janúar. Mismuninn, kr. 227.202,99, hafa stefndu ekki fengist til að greiða þrátt fyrir innheimtutilraunir. Er því málsókn óhjákvæmileg til heimtu skuldarinnar. Til stuðnings kröfugerð sinni vísar stefnandi til almennra reglna um gagn- kvæma samninga. Í greinagerð segja stefndu málavexti þá að seinni hluta ársins 1982 hafi hafist viðræður milli stefnanda og stefndu um kaup hins fyrrnefnda á m/b Sif ÍS-90. Samningaviðræður hafi staðið yfir í nokkurn tíma en um miðjan desember hafi kaupin verið afráðin, kaupverðið ákveðið, greiðslukjör og afhending bátsins. Þá þegar hafi Axel Axelsson, sá er síðar útbjó kaupsamning aðila, kannað stöðu lána þar á meðal áhvílandi lán frá Fiskveiðasjóði Íslands og var sú tala sem hann skýrði kaupendum og seljendum frá viðmiðunartala við kaupin. Kaupsamningur hafi hins vegar ekki verið gerður og undirritaður fyrr en 14. janúar 1983, en í millitíðinni höfðu átt sér stað gengisbreytingar sem bæði hækkuðu matið á hinum selda bát sem og lánum Fiskveiðasjóðs í ís- lenskum krónum. Kaupverðið hafi verið ákveðið samkvæmt matsverði bátsins á þeim tíma sem kaupin voru ákveðin, það er um miðjan desember. Axel Axelsson hafi þá 263 tekið saman yfirlit yfir stöðu skulda við sjóði og banka, sem voru áhvílandi á bátnum en kaupandi hafi yfirtekið skuldir og greitt mismun þeirra og mats- verðs bátsins með víxlum og skuldabréfi. Sýknukröfu sína styðja stefndu þeim rökum að fjárhæð skuldar við Fisk- veiðasjóð Íslands samkvæmt kaupsamningi aðila hafi verið rétt tilgreind þá kaupin voru gerð um miðjan desember 1982. Þá benda þeir á að gengið var út frá matsverði bátsins við verðákvörðun við sölu en það verð hefði hækkað samsvarandi eða ef til vill meira frá þeim tíma að kaupin voru gerð og kaup- samningur var undirritaður. Af þeim sökum komi krafa stefnanda ekki til greina. III. Eftir stefnanda, Sverri Sævari Ólasyni, er bókað fyrir dómi. „Stefnandi segir að viðræður um kaupin hafi hafist um áramótin 1982-1983. Til grundvallar kaupverðinu var mat Samábyrgðar Íslands en eigendur fá matsverð frá Samáb. Ísl. á tveggja til þriggja mánaða fresti. Ekki kveðst mætti vita hvaða dagsetning hafi verið á framangreindu mati. Mætti kveðst hafa haft samband við Ólaf Stefánsson hjá Fiskveiðasjóði fyrir undirskrift samnings, en hann hafi ekki viljað né mátt gefa honum upp stöðuna þá en gaf þó tölu af eldri útskrift. Mætti kveðst ekki hafa beðið Axel Axelsson að gera viðkomandi kaup- samning. Hann hafi þó verið samþykkur því að Axel gengi frá samningnum. Mætti kvaðst ætla að honum hafi orðið ljóst að eftirstöðvar lánsins væru aðrar en í kaupsamningi greinir við undirskrift í maí 1983, er hann seldi bátinn aftur. Mætti kveðst hafa gert tilboð í annan bát sem Fiskveiðasjóður átti 8.. des. 1982, en af þeim kaupum hafi ekki orðið. Mætti kveðst hafa keypt marga báta áður en hann keypti Sif ÍS-90 en ; þann 5. des. 1982 hafi hann byrjað að leita að nýjum bát, sem lauk þannig að hann keypti Sif ÍS-90““ IV. Stefndi Bergur Garðarsson hefur gefið skriflega aðilaskýrslu fyrir dómi. Fyrir dómi skýrði stefndi Arnþór Þórsson frá því að hann hefði ekki átt neinn þátt í gerð kaupsamnings um bátinn, heldur hafi hann gefið félaga sínum Bergi Garðarssyni fullt og ótakmarkað umboð til þess fyrir sína hönd að sjá um sölu bátsins. Fyrir dóminn kom vitnið Axel Axelsson og greindi frá eftirfarandi: 264 V. Vitnið segir að aðilar málsins hafi komið til sín og beðið sig að ganga frá samningnum og hafi Sverrir verið með allar tölur skrifaðar og hafi hann sagt að þær væru allar pottþéttar og að ekki þyrfti að kanna þær nánar, en vitnið hafi þó kannað stöðu lánsins hjá Fiskveiðasjóði í síma og hafi hann fengið upp tölu sem einhver krónumunur var á og tölu Sverris. Vitnið segir að það hafi aðeins vélritað samninginn eftir fyrirsögn seljanda og kaupanda. Vitnið segir að það hafi ráðlagt seljendum að draga sölu á bátnum fram yfir áramót, en vitnið minnist þess ekki að Sverrir hafi verið að kaupa bátinn fyrir áramót. Vitnið segist hafa haft það á tilfinningunni að hefði það legið fyrir við gerð kaupsamnings að lán Fiskveiðasjóðs næmi hærri fjárhæð en í samningi greinir hefði heildarverð bátsins verið hækkað sem því næmi, samanber það að kaup- in hafi nánast verið yfirtaka á skuldum þannig að seljendur slyppu skaðlaust frá sölunni. Vitnið segir að þrátt fyrir söluna á bátnum hafi seljendur þurft að endur- greiða kaupanda greiðslur skv. staflið 2 til 5 í kaupsamningi vegna hertra öryggiskrafna vegna fiskiskipa og ýmsar aðrar lausaskuldir hafi þeir einnig þurft að greiða vegna útgerðarinnar óháð sölunni á bátnum. VI. Álit dómarans. Í máli þessu er deilt um það hvenær kaupsamningur um kaupin á mótor- bátnum Sif ÍS-90 komst á og í framhaldi af því við hvaða tíma eftirstöðvar láns Fiskveiðasjóðs Íslands, sbr. lið nr. 6 í kaupsamningi skyldu miðast. Stefndu hefur hvorki með framlögðum gögnum né vætti vitna tekist að sýna frammá að raunveruleg sala bátsins hafi átt sér stað um miðjan desember 1982, verður því að leggja kaupsamninginn frá 14. janúar 1983 til grundvallar úr- lausn þessa máls og verður við það miðað að kaupin hafi farið fram þann dag. Í 6. tölulið kaupsamningsins segir: „Kaupandi tekur að sér skuld við Fisk- veiðasjóð Íslands, nú að eftirstöðvum kr. 1.346.000,00:“ Sé litið til dómskj. nr. 4 og dómskj. nr. 9, 10 og 11 kemur ljós að eftirstöðvar lánanna fyrir greiðslu, en þau eru þrjú, eru nákvæmlega þær sömu, þ.e. lán nr. 5605 kr. 1.024.458,35 án vaxta og dráttarvaxta, lán nr. 5606 sem er vísitölu- tryggt grunnvísitala 192 stig vísitala 14. janúar 1983 1482 stig, eftirstöðvar án vísitölu kr. 47.520,00 x 1482 -- 192 = kr. 367.795,00 og lán nr. V 91, sem er bundið RFÍ (Reikningseiningum Fiskveiðasjóðs Íslands), en ein RFÍ Jafngildir einni einingu SRD (Sérstök dráttarréttindi sem Seðlabanki Íslands skráir dag hvern á gengisskráningartöflu sinni) sem 14. janúar 1983 var skráð á kr. 20, 33790, eftirstöðvar RFÍ 4.783,00 x kr. 20, 33790 = kr. 97.276,18 án vaxta og dráttarvaxta. 265 Vextir eru eftirfarandi skv. dómskj. nr. 4: af láni nr. 5605 eru vextir kr. 51.790,84 en dráttarvextir kr. 17.331,47, af láni nr. 5606 eru vextir kr. 842,16 en dráttarvextir kr. 891,45, verðuppbætur á vexti eru kr. 11.647,69 (afborgun x vísitala = upphaflegri) kr. 15.840; x 1482 = 192 = kr. 122.265,00 kr. 106.425,00 = kr. 11.647,69 sem eru verðuppbætur á vexti þannig verður upp- greiðslan kr. 1.573.202,99. Mismunur raunverulegrar uppgreiðslu kr. 1.573.202,99 og eftirstöðva skv. kaupsamningi kr. 1.346.000,00 er því kr. 227.202,99 sem er því stefnukrafa máls þessa, en það breytir engu hér um hver aflaði þeirra upplýsinga um eftir- stöðvar lánanna sem lagðar voru til grundvallar við uppgjör milli stefnanda og stefndu er kaupin fóru fram, heldur að eftirstöðvarnar voru rangar. Hvað varðar þá fullyrðingu stefndu að verð bátsins hefði verið hækkað sem svarar þessum mismun hefði hann legið fyrir við samningsgerð hefur ekkert komið fram í málinu sem sannar gegn mótmælum stefnanda að svo hefði verið sbr. dómskj. nr. 8. Með vísan til þess sem að framan er rakið þykja stefndu eiga að greiða stefnanda kr. 227.202,99 með 4200 ársvöxtum frá 14. janúar 1983 til 21. september s.á., með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október s.á., 3290 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., 27% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember s.á., 21,5%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 15% ársvöxtum frá þeim degi til 13. ágúst s.á., 17% ársvöxtum frá þeim degi til 6. mars 1985, en vöxtum skv. lögum nr. 56/1979 (dómvöxtum) frá þeim degi til greiðsludags, og kr. 47.006,00 (sic). Málskostnaður ákvarðast kr. 47.006,00. Erlingur Óskarsson bæjarfógeti kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Bergur Garðarsson, Sæbóli 7, Grundarfirði, og Arnþór Þórsson, Norðurgötu 11, Siglufirði, greiði stefnanda Sverri Sævari Ólasyni, Hafnartúni 8, Siglufirði, in solidum kr. 227.202,99 með 42% ársvöxtum frá 14. janúar 1983 til 21. september s.á., með 35%. árs- vöxtum frá þeim degi til 21. október s.á., 32% ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., 27% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desem- ber s.á., 21,5%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 15% árs- vöxtum frá þeim degi til 13. ágúst s.á., 17% ársvöxtum frá þeim degi til 6. mars 1985, en vöxtum skv. lögum nr. 56/1979 (dómvöxtum) frá þeim degi til greiðsludags og kr. 47.006,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 266 Miðvikudaginn 25. febrúar 1987. Nr. 84/1986. Páll Jóhannsson gegn Borás Gummifabrik A/B Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Páll Jóhannsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 800,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Miðvikudaginn 25. febrúar 1987. Nr. 335/1986. Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Jóhanni Kristni Þór Jónssyni (Hilmar Ingimundarsyni hrl.) Nauðgun. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson og prófessorarnir Arnljótur Björnsson og Gaukur Jörundsson. Máli þessu var með stefnu 15. desember 1986 áfrýjað til Hæsta- réttar að ósk ákærða. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyngingar. Ákærði er ekki saksóttur fyrir brot gegn 124. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940 og verður því eigi dæmd refsing samkvæmt því ákvæði. Með þessari athugasemd og með skírskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti ber að staðfesta ákvæði 267 hans um refsingu og sakarkostnað. Ákærði hefur sætt sæsluvarð- haldi síðan héraðsdómur gekk 1. desember 1986 og ber að láta alla gæsluvarðhaldsvist hans koma refsingu til frádráttar. Verjandi ákærða hefur aðallega krafist frávísunar á skaðabóta- kröfu þeirri er dæmd var í héraðsdómi, en til vara lækkunar. Ríkis- saksóknari krafðist staðfestingar á úrlausn héraðsdóms um kröfuna. Eigi eru efni til að vísa skaðabótakröfunni frá dómi. Þykir mega staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um hana. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar eins og greinir Í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður, en gæsluvarð- haldsvist er ákærði hefur sætt óslitið frá uppsögu héraðsdóms 1. desember 1986 skal einnig dragast frá refsingu hans. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð 25.000,00 krónur og málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæsta- réttarlögmanns, 25.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 1. desember 1986. Ár 1986, mánudaginn |. desember er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem haldið er í Borgartúni 7 af Pétri Guðgeirssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 621/1986: Ákæruvaldið gegn Jóhanni Kristni Þór Jónssyni, sem dómtekið var sama dag. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettui 5. nóvember 1986 á hendur Jóhanni Kristni Þór Jónssyni bifreiðarstjóra, Rekagranda 8 í Reykjavík, fæddum 11. september 1952 þar í borg, „fyrir nauðgun, með því að hafa laust eftir hádegi mánudaginn 6. október 1986 ráðist á X, Reykjavík, fædda ... 1932, er hún var stödd við leiði foreldra sinna í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík, tekið hana kverkataki, haldið fyrir vit hennar og þröngvað henni þar til holdlegs samræðis með hrotta- fengnu ofbeldi. Þykir ákærði með fyrrgreindu atferli hafa gerst sekur um stórfellt brot samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu skaðabóta og til greiðslu alls sakarkostnaðar““ 268 Málavextir. Mánudaginn 6. október sl. var kært til lögreglu yfir því, að konu hefði verið nauðgað í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu um kl. 12:30 þann dag. Kærandinn, X, fædd ... 1932, hefur skýrt frá því að hún hafi farið að leiði foreldra sinna þar í garðinum til þess að setja niður blómlauka. Stuttu eftir að hún hafi verið komin að leiðinu og verið að bogra yfir því hafi einhver komið aftan að henni og tekið fyrir andlit hennar og snúið hana niður og lagt á bakið á leiðið. Maðurinn hafi lyft upp pilsi hennar og dregið niður um hana að hnjám sokkabuxur, nærbuxur og magabelti. Hún kveðst fyrst hafa hljóðað á hjálp og brotist um en hætt því fljótlega. Maðurinn hafi lagst ofan á hana og reynt að hafa við hana samræði en honum hafi ekki risið hold. Hún kveðst ekki hafa orðið vör við að limur hans kæmist inn í sköp hennar eða að honum yrði sáðfall. Meðan maðurinn hafi legið ofan á henni hafi hann haldið klút fyrir andliti hennar og hafi hún því ekki getað séð hann. Eftir einhverja stund hafi maðurinn staðið upp og horfið á brott í skyndi. Vitnið kveður manninn hafa verið grannvaxinn og klæddan í ljósbláar galla- buxur og í hvítum reimuðum strigaskóm. Hann hafi virst sterkur en af vitum hans og úr klútnum hafi lagt súran áfengisþef og tóbaksþef. Hér fyrir dómi kvaðst vitnið lítið muna eftir því hvað maðurinn gerði við hana þar sem hann lá ofan á henni en sagði að henni fyndist eins og að hann hefði verið að fitla við sjálfan sig þar sem hann lá ofan á henni. Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir skoðaði X þennan sama dag. Í vott- orði hans, sem er ranglega dagsett 7. maí 1986, um skoðun á konunni segir m.a. þetta: „Skoðun: X er róleg og yfirveguð og gefur góða sögu. Hún er með greinileg ummerki á andliti eftir ytri áverka. Bæði er hún með roða og byrjandi mar undir báðum augnlokum, ca. 2 cm breitt, blásvart ljótt mar á nefbroddi, meira vinstra megin og 1 cm löng rispa á vinstri nasvæng. Þá er rispa/sprunga í hægra munnviki. Hún er með laufblað í hárinu á hnakka, og kvartar um eymsl í hálsi, en ekki sjást áverkar þar. Gyn. skoðun: Það er mold á rasskinnum og við endaþarmsop. Talsverður roði og afrifa á börmum, einkum þeim vinstri, og ekki eftir neitt nema ytri áverka, og kæmi vel saman við samfarir með valdi. Í leggöngum er óverulegur roði, ekki áverki, en ríkulegt slím. Tekið er sýni til sæðisfrumuleitar. Smásjárskoðun: Í þremur sýnum er mjög mikið af sprelllifandi sæðisfrum- um og hreyfanleiki það mikill að um glænýtt sæði er að ræða. Niðurstaða: X ... kemur í skoðun að beiðni Rannsóknarlögreglu ríkisins í fylgd Dóru Hlín Ingólfsdóttur rannsóknarlögreglukonu vegna meintrar nauðgunar. Var ráðist aftan að henni í gamla kirkjugarðinum og hún flett klæðum og reynd mök. Haldið föstu taki með klút um vit henni. Áverkar eru slíkir á andliti að 269 kemur vel saman við lýsingu, mar undir báðum augnlokum, á nefi og í munn- viki. Einnig roði og afrifur við leggangaop, og við smásjárskoðun af vökva (útferð) úr leggöngum finnst ríkulegt magn lifandi ferskra sæðisfruma, sem styrkja það að um fullkomnar samfarir með sáðláti hafi verið að ræða. Styrkir það enn sögu sjúklings að um nauðgun hafi verið að ræða“ Við rannsókn á fatnaði X kom í ljós að mold var á buxnastrengnum, fram- anverðum og innan í buxunum og í svo kölluðu „dagbindi“ reyndist vera sæði. Þá voru sokkabuxur rifnar í klofi og tveir óhreinindablettir á teygjubuxunum eða magabelti. Leiði foreldra X er, samkvæmt vettvangsdrætti, u.þ.b. 30 metra fyrir ofan Suðurgötu og u.þ.b. 110 metra frá Kirkjugarðsstíg. Við vettvangsrannsókn fundust gleraugu X, lítil skófla og poki undan blómlaukum á leiðinu. Þá sáust þar tvenn fótspor, líkust því að einhver hefði spyrnt við fótum og út frá öðrum fótsporunum var bælt svæði. Á upphækkuðum reit fyrir ofan legstein G, sem er næst við leiði ... hjóna, fannst merkistika með steypuhnullungi. Rannsóknarlögregla ríkisins hafði gætur á mannaferðum um kirkjugarðinn næsta dag og kl. 11:00 sást þar á ferli maður í ljósbláum gallabuxum og ljósum íþróttaskóm. Eftir u.þ.b. 10 mínútna dvöl í garðinum gekk maðurinn að kyrr- stæðri sendiferðabifreið á Ljósvallagötu og ætlaði að stíga inn í hana. Var hann þá handtekinn. Reyndist það vera ákærði í máli þessu. Ákærði var strax færður til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni. Í fyrstu yfirheyrslum neitaði ákærði sök og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald 8. október sl. Sama dag var af hálfu rannsóknarlögreglunnar gerð frekari leit á vett- vangi og var þá tekin til rannsóknar fyrrgreind merkistika. Á stikunni fannst hluti af fingrafari og samkvæmt áliti tæknideildar rannsóknarlögreglunnar er það af vísifingri vinstri handar ákærða. Í skýrslu Bjarna Bogasonar rannsóknarlögreglumanns er stikunni lýst svo: „Hér er um að ræða málmvinkil með'spjaldi viðfestu á öðrum enda en steypu- klump á hinum endanum. Virðist vinkillinn og spjaldið vera úr ryðfríu stáli. Vinkillinn mælist upp úr steypunni 17 cm og eru hliðar vinkilsins 1,5 cm. Spjaldið á enda vinkilsins mælist 6,5 cm x 3,5 cm og er með upphleyptu letri. Áletrun á spjaldinu er 0 421. Merkistikan með steypu vegur 1,740 kg. Heildar- hæð er 32 cm. Steypuklumpurinn mælist 10 x 15 cm að ofan og er óreglulegur að lögum. Hæð klumpsins er 12 cm.“ Upplýst er að merki þetta er ar leiði V sem er um 10 m suður af leiði .. í beina línu. Lögreglumennirnir Bjarni Bogason og Jónas Jón Hallsson hafa skýrt frá því, að farið eftir stikuna á leiði V hafi borið það með sér að hún hafi nýlega verið rifin upp. Við rannsókn á fatnaði ákærða fundust sæðisblettir í blússu, bol, buxum og nærbuxum. Skór ákærða voru moldugir. San al Meðal gagna málsins eru uppdrættir og ljósmyndir af vettvangi og merki- stikunni og ennfremur af sviðsetningu atburðanna í kirkjugarðinum, sbr. það sem segir hér á eftir. Ákærði hefur játað að hafa ráðist á konuna í kirkjugarðinum og nauðgað henni. Ákærði hefur skýrt frá því að hann hafi lagt bifreið sinni á Suðurgötu um hádegisleytið mánudaginn 6. október sl. Hann hafi verið eftir sig eftir áfengis- drykkju um helgina og ákveðið að ganga sér til hressingar í gamla kirkjugarð- inum eins og hann eigi vanda til. Ákærði segist hafa farið inn um aðalhliðið við Suðurgötu og gengið nokkrar mínútur um garðinn. Hann hafi fljótlega komið auga á konu sem var að hlúa að leiði þarna í garðinum. Hún hafi verið með skóflu og blómlauka, sem hún hafi líklega verið að setja niður. Konan virtist ekki hafa orðið hans vör og ákvað ákærði þá að komast nær henni. Þegar konan bograði yfir leiðið sá ákærði upp undir pils hennar. Hann segir að þá hafi komið yfir sig einhvers konar tryllingur og óviðráðanleg hvöt til þess að komast yfir konuna og læddist ákærði þá að henni. Þegar ákærði var kom- inn fast að konunni tók hann með vinstri handlegg yfir höfuð konunnar þannig að haka hennar var í olnbogabót ákærða, en með hægri handlegg tók hann um bringu konunnar. Ákærði kveðst hafa lagt konuna niður á leiðið. Konan hafi ekki sýnt mótþróa en rekið upp eitt óp. Ákærði kveðst hafa flett upp pilsum konunnar og tekið niður um hana buxurnar niður að hnjám, og var þá konan nakin að neðan. Ákærði gyrti (sic) niður um sig og telur hann að sér hafi risið hold til hálfs. Ákærði segir að hann hafi fyrst reynt að hafa samfarir við konuna og hafi limur hans farið lítillega inn í konuna, inn fyrir barmana. Ákærði hafi þá séð að samræðið gæti ekki heppnast fyllilega með þessu móti og því brugðið á það ráð að fróa sér þar sem hann lá ofan á konunni. Þegar ákærða varð sáðfall kveðst hann hafa haldið um lim sinn og þrýst honum inn fyrir skapabarma konunnar og hafi sæðið þannig fallið til hennar. Ákærði kveðst ekki hafa viðhaft samræðishreyfingar við konuna. Þegar ákærði hafði lokið sér af stóð hann upp og hljóp í burtu og hysjaði upp um sig á hlaupunum. Aðspurður um merkistiku þá sem greinir í gögnum málsins segir ákærði það af og frá að hann hafi tekið hana af leiðinu þar sem hún var og þaðan af síður að hann hafi ætlað að beita henni á konuna. Ákærði kveður hugs- anlegt að hann hafi óafvitandi snert stikuna þar sem hún lá á leiði G, Þegar hann var að læðast að konunni. Hinn 17. október sl. voru með atbeina ákærða settir á svið í kirkjugarðin- um atburðirnir 6. október. Var ákærði látinn sýna gönguleið sína um garð- inn og árásina á konuna. Gekk ákærði þá fyrst fram hjá leiði V í áttina að leiði ... en sneri þá við, sagðist hafa villst og gekk aðra leið þangað. 271 Ákærði kveðst oft hafa séð merkistikur af þessu tagi í garðinum og stundum dottið um þær þegar hann hafi verið að hlaupa í honum. Telja verður sannað með vætti X, játningu ákærða og öðru því sem fram er komið og rakið hefur verið að ákærði hafi ráðist á konuna og þröngvað henni til holdlegs samræðis eins og lýst er í ákæru. Ennfremur verður að telja sannað með fingrafararannsókn og vettvangsathugun og því sem rakið er um sviðsetninguna í kirkjugarðinum að ákærði hafi gripið upp merkistik- una á leið V og að hann hafi haldið á henni að leiði ... hjóna og G. Eins og þarna háttar til er óhætt að slá því föstu að ákærði hafi verið búinn að sjá konuna þegar hann tók upp stikuna. Þegar allt þetta er virt og það að ákærði kveðst hafa fyllst tryllingi við að sjá konuna verður að telja afar líklegt að með honum hafi búið einhver ásetningur um að beita stikunni gegn konunni, en gegn eindreginni neitun ákærða er varhugavert að telja það sannað. Ákærði er saksóttur fyrir fullframið brot gegn |. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Í vörn fyrir ákærða hefur verjandi hans haldið því fram að verknaður ákærða sé ekki fullframið nauðgunarbrot en til álita komi að telja hann vera tilraun til nauðgunar eða þá önnur kynferðismök en sam- ræði, sbr. 220. (sic) gr. hegningarlaganna. Ákærði hefur skýrt frá því, að honum hafi risið hold til hálfs. Hann þrýsti lim sínum inn fyrir skapabarma konunnar. Hann fróaði sér síðan þar sem hann lá ofan á konunni, þrýsti límnum inn fyrir skapabarma hennar og lét sæðið falla inn í fæðingarveginn. Verknað þennan verður í heild sinni að meta sem fullframið brot í skiln- ingi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Svala Thorlacius hæstaréttarlögmaður hefur gert 250.000 króna fébóta- kröfu á hendur ákærða fyrir hönd X. Verður að skilja kröfuna svo að krafist sé miskabóta. Miðað við meingerð ákærða við konuna verður að telja kröf- unni í hóf stillt og ber, samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga að dæma ákærða til þess að greiða X 250.000 krónur. Viðurlög. Ákærði hefur sætt refsingum sem hér segir: 19. janúar 1971 var hann sektaður í Reykjavík fyrir ölvunarakstur og sviptur ökuréttindum í 6 mánuði. 11. apríl 1975 var hann dæmdur í 12 daga varðhald á Sauðárkróki fyrir ölvunarakstur og sviptur ökuréttindum ævilangt. 23. júní var ákærði dæmdur í sekt í Árnessýslu fyrir líkamsárás. Ákærði gekkst undir geðrannsókn vegna máls þessa. Í skýrslu Sigurgísla Skúlasonar sálfræðings, sem lagði fyrir hann sálfræðipróf, segir að ákærða sé gefin góð meðalgreind miðað við frammistöðu hans í greindarprófum 212 Wechslers og Ravens. Þá lagði sálfræðingurinn tvö persónuleikapróf fyrir ákærða, svo nefnt MMPI-próf og svo nefnt 16-PF próf. Um niðurstöðu hins fyrrnefnda segir sálfræðingurinn í skýrslu sinni: „Ein- ungis tveir af hinum tíu kvörðum MMPI prófsins reyndust hækkaðir yfir normalmörkin. Hér er um að ræða þunglyndis-kvarðann og geðvillu-kvarð- ann (psychopathiu). Mest var hækkunin á geðvillu-kvarðanum, sem bendir til persónuleikatruflunar. Rannsóknir (1.2) á MMPI prófinu hafa leitt í ljós, að þessi niðurstaða Jóhanns (hækkun á geðlægðar- og geðvillukvarða) sé dæmi- gerð fyrir lyfja- og áfengismisnotendur. Rannsóknir (3) á afbrotamönnum benda einnig til þess að þessi niðurstaða sé algengasta MMPI úrlausnin meðal síbrotamanna. Niðurstöðurnar benda því til alvarlegra skapbresta, persónu- leikatruflunar og þunglyndis. Flest bendir til þess, að kvíðinn og sektarkennd- in (geðlægðin) séu viðbrögð við utanaðkomandi álagi, þ.e.a.s. þunglyndið er afleiðing handtökunnar. Sektarkenndin er einnig ýkt og sjaldnast einlæg. Hér er því um langstætt cycliskt aðlögunarmynstur að ræða, þar sem slæmri sjálfs- stjórn fylgir ýkt sektarkennd, eða með öðrum orðum, í kjölfar spennulosandi hegðunar (útrás) kemur sektarkennd. Þennan vítahring er oftast erfitt að rjúfa. Þetta bendir til þess, að um leið og Jóhann er frjáls aftur, þá muni allt leita í sama farið aftur.“ Þá segir ennfremur um niðurstöður síðara prófsins: „Úrlausn Jóhanns bendir til þess að hann sé tilfinningalega óstöðugur og komist auðveldlega úr jafnvægi. Hann verður því oft leiksoppur geðhrifa. Hann hefur lítinn siðferðisstyrk (veikt yfirsjálf), þ.e.a.s. sinnir lítt skyldum og reglum. Sjálfsagi er lítill. Þegar Jóhann tók þetta persónuleikapróf, þá var hann dálítið kvíð- inn, spenntur og áhyggjufullur og með sjálfsásakanir:“ Hannes Pétursson yfirlæknir gerði geðheilbrigðisrannsókn á ákærða og segir yfirlæknirinn eftirfarandi í ályktun sinni um geðheilsu hans: „Ljóst er að Jóhann Kristinn Þór Jónsson er ekki haldinn formlegri geðveiki, meiriháttar taugaveiklun eða greindarskorti. Hins vegar tel ég að Jóhann sýni merki um persónuleikatruflanir og skapgerðargalla, sem ma. komi fram í erfiðleikum í tjáskiptum við annað fólk, lélegri hvatastjórn og mis- notkun áfengis ..... Að því er varðar að aðdraganda og hugsanlegar orsakir fyrir atviki því sem Jóhann sætir nú kæru fyrir, þá verður það ef til vill best skoðað í ljósi framangreindra skapgerðarbresta samfara áfengismis- notkun og lyfjaneyslu umræddan dag. Auk þess er ljóst að þau hjónin ..... hafa átt við langvarandi erfiðleika að stríða, bæði fjárhagsvandamál vegna íbúðarkaupa og einnig Í einkalífi sínu. Að lokum tel ég að raunveruleikamat og dómgreind Jóhanns Kristins Þórs Jónssonar sé innan eðlilegra marka og hann teljist því sakhæfur“ Refsingu ákærða verður að ákveða með hliðsjón af því að ákærði réðist að alókunnugri konu á almannafæri um bjartan dag og því að verknaðurinn 273 var framinn í kirkjugarði þar sem konan var að hlúa að leiði. Verknaður ákærða var við þessar aðstæður dæmafá misgerð við konuna og hefur ákærða hlotið að vera það ljóst. Þá er á það að líta að verknaður hans er röskun á grafarhelgi samkvæmt 124. gr. almennra hegningarlaga. Enda þótt ekki sé sérstaklega ákært fyrir það, þykir verða að virða ákærða það til þyngingar allt að einu. Þykir refsingin hæfilega ákveðin fangelsi í 3 ár en rétt er að draga frá refsingunni gæsluvarðhaldsvist ákærða, sem hann hefur sætt frá kl. 16:35 miðvikudaginn 8. október sl. Þá ber samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga að dæma ákærða til þess að greiða X 25.000 (sic) krónur í miskabætur. Loks ber að dæma ákærða til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000 krónur, og málsvarnarlaun skipuðum verjanda sínum, Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttarlögmanni, 35.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Jóhann Kristinn Þór Jónsson, sæti fangelsi í 3 ár. Frá refs- ingu hans dragist gæsluvarðhaldsvist frá kl. 16:35 miðvikudaginn 8. október 1986. Ákærði greiði X 250.000 krónur í fébætur. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000 krónur, og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, Hilmars Ingimundarsonar, hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur. 214 Fimmtudaginn 26. febrúar 1987. Nr. 98/1986. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Sigurði Kristjáni Guðmundi Sigurðssyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) Skjalafals. Brot í opinberu starfi. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjörns- son og Magnús Þ Torfason. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 20. febrúar 1986 að ósk ákærða. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 16. desember 1986. Af hálfu ákæruvalds er dóminum áfrýjað refsingu til þyngingar, en því er lýst yfir að unað sé við sýnuákvæði dómsins að því er varðar burðargjaldsnótur nr. 9, 31, 35, 46 og 134 frá 1981 og akstursnótur nr. 16, 25, 28, 37, 40, 43, 47, 48, 51, 54 og 62 frá 1981 og nr. 15 frá 1982. Verður þeim ákvæðum því ekki haggað. Eins og málið liggur fyrir Hæstarétti snýst það því um notkun á 299 fölsuðum skjölum, í fyrsta lagi 231 kvittun frá pósthúsum, útgefnum á árunum 1976-1982, í öðru lagi 63 ökugjaldskvittunum frá árunum 1981 og 1982 og loks fimm reikningum frá ritfangaversl- unum á árinu 1982. Mörg skjala þessara bera það ljóslega með sér að breytt hefur verið tölum í þeim, svo sem með því að bæta tölu- stöfum framan við eða inn í tölur, breyta tölustöfum o.fl. Eru við- bætur þessar oft gerðar með annars konar bleki eða öðruvísi penna, stafagerð önnur o.fl. Skjölin hafa öll verið athuguð sérfræðilega, ýmist af Ragnari Vigni aðstoðaryfirlögregluþjóni, forstöðumanni tæknideildar Rannsóknarlögreglu ríkisins, eða Maríu Bergmann skriftarfræðingi, en sum hafa þau bæði rannsakað. Þá hafa skýrslur verið teknar af útgefendum að mestum hluta burðargjaldanótnanna, en þó ekki allra, en sumar bera það ekki með sér hver ritað hafi þær. Við rannsókn málsins var og aflað nokkurra upplýsinga frá útgefendum sumra ökugjaldsnótnanna. Þegar virt eru í heild gögn þau sem fyrir liggja í málinu þykir 275 eigi varhugavert að telja sannað að umræddum skjölum hafi öllum verið breytt með þeim hætti sem í ákæru greinir, nema hvað upp- hafleg fjárhæð burðargjaldsnótu nr. 2/1976 hefur verið 180,00 krónur og burðargjaldsnótu nr. 21/1977 300,00 krónur. Ákærði notaði öll umrædd skjöl í reikningsskilum sínum við ríkis- sjóð. Þótt eigi sé sannað svo óyggjandi sé að ákærði hafi falsað skjölin sjálfur með eigin hendi þykir eigi efamál að skjölin hafi hann notað vitandi vits til þess að blekkja með þeim í lögskiptum. Sam- kvæmt þessu ber að refsa ákærða fyrir brot gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði notaði skjölin til þess að afla sér fjárvinnings, en 155. gr. hegningarlaga tæmir sök, þannig að ákærði verður ekki jafnframt dæmdur fyrir brot gegn 247. gr. sömu laga. Ákærði var opinber starfsmaður og framdi brot sín með verkum sem telja verður misnotkun á stöðu hans og ber því að dæma honum refsingu með hliðsjón af refsihækkunarákvæði 138. gr. almennra hegningarlaga. Við mat refsingar ber ennfremur að líta til 77. gr. sömu laga, en um mjög mikinn fjölda brota var að ræða. Hins vegar var fjárvinningur hans af hverju broti fyrir sig smávægilegur, en heildarávinningurinn nam 39.558,25 nýkrónum eins og í héraðsdómi greinir. Að þessu öllu athuguðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 6 mánaða fangelsi. Af hálfu ákærða hefur ekki verið hreyft athugasemdum við aðild ríkissjóðs að bótakröfu, né fjárhæð hennar eða vöxtum. Þykir mega staðfesta bótaákvæði héraðsdóms með þeim breytingum að vextir frá 1. janúar 1980 til 1, janúar 1981 reiknist af 2.307,65 krónum en eigi 2.304,65 krónum og frá 1. janúar 1983 til greiðsludags af 39.558,25 krónum en eigi 39.588,25 svo sem mishermt er í dómsorði héraðsdóms. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Í þinghaldi 29. nóvember 1985 tók héraðsdómari skýrslur af 19 vitnum. Virðast vitni þessi lítt eða ekki hafa verið spurð sjálfstætt, heldur er yfirleitt látið nægja að bóka að þau staðfesti „framburð sinn fyrir lögreglu“ Af vitnum þessum höfðu þó engar skýrslur verið teknar fyrir lögreglu, heldur liggur einungis fyrir skýrsla rann- 276 sóknarlögreglumanns, þar sem hann greinir frá viðtölum við vitni þessi. Voru þessir yfirheyrsluhættir því andstæðir 1. og 2. mgr. 102. gr. laga nr. 74/1974. Þá er aðfinnsluvert að héraðsdómari hefur við samn- ingu dóms fellt inn í hann margar af skýrslum ákærða og vitna fyrir dómi, og einnig fyrir rannsóknarlögreglu, í heilu lagi, nær orðréttar og án nokkurrar úrvinnslu. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Kristján Guðmundur Sigurðsson, sæti fangelsi 6 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur til ríkissjóðs er staðfest, þó svo að frá 1. janúar 1980 til 1. janúar 1981 reiknist vextir af 2.307,65 krónum og frá 1. janúar 1983 til greiðsludags af 39.558,25 krónum. Ákvæði héraðsóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 50.000,00 krónur, og málsvarnarlaun verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlög- manns, 50.000,00 krónur. Dómur sakadóms Kópavogs 22. janúar 1986. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi hinn 3. janúar 1986, er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dags. 29. júlí 1983 fyrir sakadómi Kópavogs á hendur Sigurði Kristjáni Guðmundi Sigurðssyni, Löngubrekku 23, Kópavogi, fæddum 11. janúar 1934 á Ísafirði, fyrir fjár- drátt og skjalafals, með því að hafa í starfi sínu sem fræðslustjóri í Vest- fjarðaumdæmi á árunum 1976 til 1982, en í því starfi fólust meðal annars allar fjárreiður og gerð reikningsskila fyrir Fræðsluskrifstofu Vestfjarða- umdæmis, dregið sér af rekstrarfé fræðsluskrifstofunnar samtals á fyrr- greindu tímabili kr. 41.358,25 og jafnframt breytt til hækkunar fjárhæðum kvittana og reikninga yfir rekstrargjöld fræðsluskrifstofunnar í sama mæli og fjárdrættinum nam frá ári til árs og síðan lagt greiðslugögnin þannig breytt til grundvallar reikningsskilum hvers árs fyrir sig, svo sem hér verður nánar rakið. reikninssgögnum: A. Kvittan kv Dagsetning kvittunar 17.12.76 18.12.76 Samtals kr 27 ið sér samtals gkr. 4.100,00 sem rekja má til breytinga á ellirgreindum ir fyrir burðargjöldum október - desember 1976, Bókuð | Upphafleg — Mismunur upphæð upphæð | fjárdreginn kr ek kr 4.055 1085 3000 1180 80 1.100 5235 1135 4100 Átið 1977. Dregið sér samtals akr. 39.950,00 seim rekja má til breytinga á eflirgreind um reikningsgögnum: A. Kvittanir fyrir burðargjöldum 1977. -Bl kn 18. 1. 20. 2. setning ókuð Upphafleg Mismunur kvittunar upphæð upphæð — fjárdreinn str # a 20.07.77 4035 1035 3000 29.11.77 6190 so 6100 03.08.77 1190 190 1,000 05.10.77 4510 s10 4000 1209: 4145 ís 4000 18.05.77 4500 450 4050 1904.77 4595 595 4000 1502.77 4290 290 4000 1901.77 4085 1085 3000 0606.77 2595 s 2000 25.05.77 1460 1.000 220677 3000 200 19.08.77 1295 1,000 Samtals kr. 48.800 5940 a0350 Árið 1978 Dregið sér samtals gkr, 108.135,00 sem rekja má til breytinga á ellir- areindum reikningsgögnum. Árið 1976, Dregið sér samtals ækr. 4.100,00 sem rekja má til breytinga á eftirgreindum reikningsgðgnum: A. Kvitlanir fyrir hurðargjöldum október Dagsetning Bókuð kv kvittmar upphæð str 1 17.1276 4055 2. 181276 1180 Samtals kr 5235 Árið 1977. Dregið sér samtals gkr. 39.950,00 sem rekja má til breytinga á eftirgrein um reikningsgögnum: A. Kvittanir fyrir burðargjöldum 1977, Dagsetning Bókuð kv. kvitfunur upphæð ekr. 2 4.035 3. 6190 10. 1190 12 4310 n. 4148 14 4500 15 4595 16. 4290 18. 4085 19. 0606. 2595 20. 25.05,77 1,460 2. 22.06.77 3.000 2. 197 1295 Samtals kr 45.890 Árið 1978. Dregið sér samtals kr. 108.135,00 sem rekja má Gl breytinga á eftir ereindum reikningsgösnurmn: upphæð kr. Upphafleg upphæð desember 1976. yphafleg 1055 #0 1135 kr. 1035 5940 Mismunur fjárdreginn ek. Mismunur fjárdreginn 27 Árið 1976, Dregið sér samtals gkr. 4.100,00 sem rekja má lil breytinga á eftirgreindum reikningsgögnum; Nr. Dagsetning hv kvíttnar Samtals kr. Dreg úm reikninysgögnum: A. Kvittanir fyrir burðargjöldum 1977. Nr Dagsetning kv Kviumar 2 20.0777 3. 2917 10.03.0877 2. 05.10.77 13. 120977 14. 180577 15.19.0477 16. 150277 18. 1907 19.06.0677 20. 250577 2. 220677 n. 190877 Árið 1978. Dregið sér samtals gkr. 108.135,00 sem rekja sreindum reikningsgt Kvittanir fyrir burðargjöldum október - Bóku upphæð upphæð skr, 1055 ið sér samtals gkr. 39.950,00 sem rekja má til breytinga á Upphafleg upphæð ekr, 1035 desember 19 nphafleg 76 Mismunur djárdreginn sk Mismunur fjórdreginn 3.000 2.000 1.000 2800 1000 39.950 má úl breytinga á eftir. 278 A. Kvittanir fyrir burðargjöldum 1978. Nr. kv. 18. 21; 22; 23, 24. 2, 26. 2 29. 30. 32. 33. 34. 38. 36. 355 39. 40. 43. Dagsetning kvittunar 03.11.78 21.11.78 28.11.78 09.10.78 08.11.78 19.01.78 04.10.78 22.06.78 14.11.78 23.02.78 22.03.78 24.10.78 08.02.78 20.09.78 10.11.78 12.04.78 17.04.78 21.11.78 27.09.78 15.03.78 31.07.78 31.03.78 Samtals kr. Bókuð Upphafleg Mismunur upphæð upphæð fjárdreginn gkr. gkr. gkr. 2.400 240 2.160 7.600 760 6.840 1.400 140 1.260 7.000 70 6.930 1.400 140 1.260 1.900 90 1.810 6.700 70 6.630 6.140 140 6.000 7.930 1.930 6.000 1.360 360 1.000 8.720 720 8.000 4.140 140 4.000 1.850 850 1.000 1.400 140 1.260 1.410 410 1.000 12.040 2.040 10.000 13.170 3.170 10.000 6.140 140 6.000 1.405 740 6.665 6.400 400 6.000 4.800 480 4.320 12.700 2.700 10.000 124.005 15.870 108.135 Árið 1979. Dregið sér samtals gkr. 78.780,00 sem rekja má til breytinga á eftirgreindum reikningsgögnum: A. Kvittanir fyrir burðargjöldum 1979. Nr. kv. 15. 16. 19. Dagsetning kvittunar 29.01.79 07.03.79 13.03.79 19.03.79 Bókuð upphæð gkr. 6.400 3.130 3.900 6.900 Upphafleg upphæð gkr. 640 130 390 690 Mismunur fjárdreginn gkr. 5.760 3.000 3.510 6.210 279 23. 27.03.79 900 90 810 34. 07.05.79 1.380 380 1.000 45. 02.07.79 4.690 690 4.000 50. 26.07.79 3.110 110 3.000 51. 27.07.79 4.110 110 4.000 61. 24.09.79 9.150 150 9.000 70. 08.10.79 2.300 230 2.070 73. 16.10.79 4.140 140 4.000 80. 02.11.79 1.400 140 1.260 81. 02.11.79 7.500 750 6.750 82. 06.11.79 1.440 440 1.000 84. (14.11.79 1.100 110 990 87. (23.11.79 5.800 580 5.220 88. 26.11.79 6.600 660 5.940 93. 10.12.79 6.860 860 6.000 98. 17.12.79 4.140 140 4.000 100. 20.12.79 1.400 140 1.260 Samtals kr. 86.350 7.570 78.780 Árið 1980. Dregið sér samtals gkr. 684.450; sem rekja má til breytinga á eftir- greindum reikningsgögnum: A. Kvittanir fyrir burðargjöldum 1980. Nr. Dagsetning Bókuð Upphafleg Mismunur kv. kvittunar upphæð upphæð fjárdreginn gkr. gkr. gkr. . 09.01.80 6.500 500 6.000 8. C18.01.80 41.280 1.280 40.000 10. 22.01.80 12.180 2.180 10.000 11. 22.01.80 10.640 640 10.000 12. #23.01.80 9.450 450 9.000 15. C30.01.80 14.680 4.680 10.000 16. 05.02.80 33.900 3.900 30.000 19. 08.02.80 12.490 2.490 10.000 20. 11.02.80 6.860 860 6.000 21. 12.02.80 12.310 2.310 10.000 22. 12.02.80 6.230 230 6.000 23. 26.02.80 1.200 120 1.080 24. 29.02.80 6.150 150 6.000 Nr. kv. 25. 29. 30. 33. 3ð. 41. 43. 44. 45. 46. 41. 48. 50. Sl. 54. 56. 39. 63. 70. 71. 73. Í 78. 19. 83. 84. 86. 87. 89. 90. 91. 92. 93. 94. 95. 96. 98. 105. Dagsetning kvittunar 18.03.80 15.04.80 17.04.80 25.04.80 30.04.80 19.05.80 26.05.80 27.05.80 28.05.80 29.05.80 03.06.80 04.06.80 13.06.80 19.06.80 01.07.80 21.07.80 07.08.80 26.08.80 29.09.80 02.10.80 01.10.80 14.10.80 28.10.80 29.10.80 12.11.80 13.11.80 19.11.80 24.11.80 26.11.80 27.11.80 27.12.80 28.11.80 01.12.80 02.12.80 04.12.80 05.12.80 09.12.80 31.12.80 Samtals kr. 280 Bókuð Upphafleg Mismunur upphæð upphæð fjárdreginn nýkr. nýkr. nýkr. 24.050 4.050 20.000 12.680 2.680 10.000 7.100 100 7.000 6.240 240 6.000 4.720 720 4.000 8.170 170 8.000 31.000 310 30.690 6.140 140 6.000 22.750 2.750. 20.000 42.400 2.400 40.000 4.280 280 4.000 12.800 280 12.520 31.360 1.360 30.000 4.770 1.770 3.000 42.800 280 42.500 6.870 870 6.000 1.500 150 1350 14.500 4.500 10.000 3.640 640 3.000 6.190 190 6.000 10.150 150 10.000 6.400 640 S.760 16.620 620 16.000 12.660 2.660 10.000 52.500 500 52.000 12.130 2.130 10.000 9.600 960 8.640 10.690 690 10.000 12.330 2.330 10.000 10.690 690 10.000 4.440 1.400 3.000 6.210 210 6.000 51.700 1.700 50.000 6.530 530 6.000 32.020 2.020 30.000 12.100 210 11.890 4.590 690 4.000 7.690 690 7.000 746.980 62.530 684.450 281 Árið 1981. Dregið sér samtals kr. 22.581,10, sem rekja má til breytinga á eftirgreindum reikningsgögnum: A. Kvittanir fyrir burðargjöldum 1981. Nr. Dagsetning Bókuð Upphafleg Mismunur kv. kvittunar upphæð upphæð fjárdreginn nýkr. nýkr. nýkr. 1. 23.01.81 43,20 3,20 40,00 2. 20.01.81 614,40 14,40 600,00 3. 29.01.81 13,20 3,20 10,00 4. C30.01.81 113,20 3,20 110,00 5. (13.04.81 70,70 7,70 63,00 7. C13.04.81 1.180,00 1,80 1.178,20 8. 28.04.81 73,60 3,60 70,00 9. 30.04.81 118,30 18,30 100,00 ll. 19.06.81 124,60 24,60 100,00 12. (18.06.81 118,20 8,20 110,00 13. 15.05.81 65,40 5,40 60,00 14. 05.06.81 124,60 24,60 100,00 17. 25.05.81 65,40 5,40 60,00 18. 20.05.81 17,70 7,70 10,00 20. 25.06.81 63,80 3,80 60,00 21. 22.05.81 123,40 23,40 100,00 22. (17.08.81 112,60 12,60 100,00 23. 29.06.81 13,80 3,80 10,00 24. 09.07.81 61,90 6,90 55,00 27. 06.07.81 110,10 10,10 100,00 28. 29.07.81 614,50 14,50 600,00 29. 02.07.81 13,80 3,80 10,00 30. 13.08.81 60,30 6,30 54,00 31. 07.08.81 120,00 12,00 108,00 35. 28.09.81 12,10 2,10 10,00 36. 28.09.81 56,30 6,30 50,00 31. > 01.10.81 66,90 6,90 60,00 38. 28.09.81 122,20 22,20 100,00 40. 15.10.81 46,90 6,90 40,00 42. 23.10.81 49,00 9,00 40,00 43. 21.10.81 16,90 6,90 10,00 44. 20.10.81 62,10 2,10 60,00 45. 16.10.81 113,20 13,20 100,00 282 Nr. Dagsetning Bókuð Upphafleg Mismunur kv. kvittunar upphæð upphæð fjárdreginn nýkr. nýkr. nýkr. 46. 14.10.81 19,00 9,00 10,00 47. > 05.10.81 64,20 4,20 60,00 48. 29.07.81 98,20 8,20 90,00 49. 22.07.81 112,00 12,00 100,00 50. 09.11.81 234,60 34,60 200,00 51. 03.11.81 115,30 15,30 100,00 52. 04.11.81 320,10 20,10 300,00 53. 03.11.81 120,70 20,70 100,00 54. (19.11.81 110,50 10,50 100,00 55. (11.11.81 139,00 39,00 100,00 56. 12.11.81 113,20 13,20 100,00 57. 23111.81 424,90 24,90 400,00 63. 21.12.81 19,80 9,80 10,00 64. 28.07.81 55,70 5S,70 50,00 65. 28.10.81 121,60 21,60 100,00 66. 30.11.81 127,60 27,60 100,00 68. 17.02.81 428,30 28,30 400,00 69. 17.02.81 611,80 11,80 600,00 70. 06.02.81 411,80 11,80 400,00 71. O14.12.81 1.106,70 106,70 1.000,00 76. 25.03.81 111,80 1,80 110,00 77. 19.03.81 105,40 5,40 100,00 78. 17.03.81 1.600,10 100,10 1.500,00 81. C31.05.81 65,40 5,40 60,00 82. 06.02.81 130,60 3,60 127,00 84. 13.01.81 120,70 20,70 100,00 86. 19.01.81 117,70 7,70 110,00 87. 19.02.81 47,20 7,20 40,00 89. 25.02.81 119,50 9,50 110,00 91. 06.02.81 61,80 1,80 60,00 93. (13.02.81 47,70 7,70 40,00 96. 31.03.81 360,00 3,60 356,40 97. 26.02.81 117,20 7,20 110,00 98. 25.02.81 112,60 12,60 100,00 99. 27.02.81 13,60 3,60 10,00 101. 03.03.81 416,70 16,70 400,00 104. 09.01.81 63,20 3,20 60,00 105. 12.01.81 128,80 28,80 100,00 kv. 106. 107. 114. 115. 116. 118. 119. 128. 130. 131. 133. 134. 135. 136. 137. 138. 139. 283 B. Akstursnótur 1981. Nr. nótu Lo fó ii ft Da Dagsetning Bókuð Upphafleg Mismunur kvittunar upphæð upphæð fjárdreginn nýkr. nýkr. nýkr. 21.12.81 119,00 19,00 100,00 19.01.81 189,20 89,20 100,00 29.04.81 115,10 15,10 100,00 21.04.81 110,80 10,80 100,00 18.05.81 525,20 25,20 500,00 19.06.81 119,60 19,60 100,00 26.05.81 120,30 20,30 100,00 09.10.81 120,10 20,10 100,00 02.12.81 62,30 2,30 60,00 01.12.81 121,30 21,30 100,00 08.12.81 1.655,00 165,50 1.489,50 23.12.81 411,20 41,20 370,00 20.07.81 618,20 8,20 610,00 05.05.81 113,60 3,60 110,00 09.04.81 140,50 40,50 100,00 15.01.81 143,20 3,20 140,00 14.01.81 13,40 3,40 10,00 Samtals kr. 17.775,30 1.494,20 16.281,10 Dagsetning Bókuð Upphafleg Mismunur nótu upphæð upphæð fjárdreginn nýkr. nýkr. nýkr. 10.01.81 165,00 65,00 100,00 12.01.81 168,00 68,00 100,00 16.05.81 148,00 48,00 100,00 29.05.81 135,00 35,00 100,00 06.04.81 163,00 63,00 100,00 29.04.81 140,00 40,00 100,00 28.04.81 139,00 39,00 100,00 07.04.81 145,00 45,00 100,00 08.04.81 135,00 35,00 100,00 07.04.81 152,00 52,00 100,00 10.04.81 134,00 34,00 100,00 26.03.81 152,00 52,00 100,00 04.03.81 178,00 78,00 100,00 04.03.81 137,00 37,00 100,00 kv. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22; 23. 24. 23. 26. 2 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 97; 38. 39. 40. 41. 42. 43. 44. 45. 46. 47. 48. 49. 50. Sl, 52. Dagsetning kvittunar 30.03.81 21.03.81 ódags. 14.12.81 15.12.81 11.12.81 21.11.81 15.11.81 08.11.81 08.11.81 21.10.81 30.07.81 05.10.81 21.10.81 30.10.81 13.09.81 12.09.81 17.09.81 19.09.81 217.08.81 24.08.81 10.08.81 10.08.81 24.08.81 28.08.81 10.06.81 30.03.81 24.03.81 20.02.81 20.02.81 20.02.81 12.02.81 11.01.81 11.02.81 07.02.81 07.02.81 01.02.81 30.01.81 284 Bókuð upphæð nýkr. 172,00 131,00 151,00 159,00 154,00 144,00 158,00 151,00 150,00 140,00 145,00 141,00 160,00 133,00 140,00 136,00 169,00 139,00 133,00 168,00 151,00 130,00 174,00 150,00 133,00 162,00 130,00 138,00 160,00 140,00 132,00 153,00 182,00 145,00 150,00 135,00 124,00 160,00 Upphafleg upphæð nýkr. 72,00 31,00 51,00 59,00 54,00 44,00 58,00 51,00 50,00 40,00 45,00 41,00 60,00 33,00 40,00 36,00 69,00 39,00 33,00 68,00 51,00 30,00 14,00 50,00 33,00 62,00 30,00 38,00 60,00 40,00 32,00 53,00 82,00 45,00 50,00 35,00 24,00 60,00 Mismunur fjárdreginn nýkr. 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 100,00 285 Nr. Dagsetning Bókuð Upphafleg Mismunur kv. kvittunar upphæð upphæð Jjárdreginn nýkr. nýkr. nýkr. 53. 30.01.81 163,00 63,00 100,00 54. 28.01.81 132,00 32,00 100,00 55. (15.01.81 132,00 32,00 100,00 56. 28.01.81 147,00 47,00 100,00 57. 06.01.81 157,00 57,00 100,00 58. 07.01.81 123,00 23,00 100,00 59. 07.01.81 131,00 31,00 100,00 60. 08.01.81 184,00 84,00 100,00 6l. > 08.01.81 139,00 39,00 100,00 62. 10.01.81 120,00 20,00 100,00 63. 14.01.81 151,00 51,00 100,00 Samtals kr. 9.293,00 2.993,00 6.300,00 Árið 1982. Dregið sér samtals kr. 9.623,00 sem rekja má til breytinga á eftirgreindum reikningsgögnum: A. Kvittanir fyrir burðargjöldum janúar - ágúst 1982. Nr. Dagsetning Bókuð Upphafleg Mismunur kv. kvittunar upphæð upphæð Jjárdreginn nýkr. nýkr. nýkr. 2. 29.01.82 417,30 17,30 400,00 4. 05.01.82 614,40 14,40 600,00 6. 26.01.82 49,20 9,20 40,00 7. 29.01.82 166,70 66,70 100,00 8. (14.01.82 123,00 23,00 100,00 9. 13.01.82 112,10 12,10 100,00 10. 18.01.82 129,40 29,40 100,00 12. 25.01.82 154,00 54,00 100,00 14. 09.02.82 114,60 4,60 110,00 15. O12.02.82 42,10 2,10 40,00 17. 18.02.82 41,60 4,60 37,00 18. 03.02.82 119,00 19,00 100,00 20. 22.02.82 67,50 7,50 60,00 21. 09.02.82 47,50 7,50 40,00 25. 23.03.82 68,20 8,20 60,00 kv. 21. 29. 30. 31. 32. 34. 35. 31. 38. 39. 40. 41. 42. 44. 45. 41. 48. 49. 50. 53. 53. 56. 67. 69. Nr. nótu sn on 10. ll. 286 LOV Dagsetning Bókuð Upphafleg Mismunur kvittunar upphæð upphæð Íjárdreginn nýkr. nýkr. nýkr. 15.03.82 152,20 52,20 100,00 08.03.82 121,50 2,50 119,00 09.03.82 131,20 13,20 118,00 31.03.82 121,40 21,40 100,00 05.03.82 116,40 16,40 100,00 02.03.82 140,00 10,00 130,00 03.03.82 20,70 6,70 14,00 23.04.82 48,20 8,20 40,00 15.04.82 71,50 7,50 64,00 26.04.82 113,20 13,20 100,00 27.04.82 165,00 65,00 100,00 23.04.82 181,20 8,20 173,00 20.04.82 112,50 12,50 100,00 05.04.82 115,70 15,70 100,00 01.04.82 123,90 23,90 100,00 02.04.82 110,70 80,70 30,00 03.05.82 81,20 8,20 73,00 05.05.82 112,50 2,50 110,00 07.05.82 127,10 27,10 100,00 21.05.82 410,00 10,00 400,00 27.05.82 68,20 8,20 60,00 02.06.82 618,50 18,50 600,00 24.06.82 160,00 6,00 154,00 30.06.82 61,00 6,00 55,00 Samtals kr. 5.750,40 723,40 5.027,00 B. Aksturnótur janúar - maí 1982. Dagsetning Bókuð Upphafleg Mismunur nótu upphæð upphæð fjárdreginn nýkr. nýkr. nýkr. 25.01.82 147,00 47,00 100,00 25.01.82 151,00 51,00 100,00 06.01.82 155,00 55,00 100,00 16.04.82 180,00 80,00 100,00 ódags. 178,00 78,00 100,00 18.04.82 155,00 55,00 100,00 17.04.82 150,00 50,00 100,00 287 Nr. Dagsetning Bókuð Upphafleg Mismunur kv. kvittunar upphæð upphæð Íjárdreginn nýkr. nýkr. nýkr. 12. 06.05.82 160,00 60,00 100,00 13. 22.05.82 135,00 35,00 100,00 14. (19.05.82 150,00 50,00 100,00 15. 23.05.82 170,00 70,00 100,00 16. 26.06.82 170,00 70,00 100,00 Samtals kr. 1.901,00 701,00 1.200,00 C. Ýmsir reikningar janúar - ágúst 1982. Nr. Dagsetning Bókuð Upphafleg Mismunur reikn. reikn. upphæð upphæð fjárdreginn nýkr. nýkr. nýkr. 2. 22.01.82 463,00 63,00 400,00 7. 22.02.82 165,40 65,40 100,00 8. C19.04.82 1.551,05 155,05 1.396,00 9. 15.06.82 535,30 35,20 500,00 11. C 13.08.82 1.530,70 530,70 1.000,00 Samtals kr. 4.245,45 849,45 3.396,00 Framanlýst háttsemi ákærða telst varða við Í. mgr. 155. gr. og 1. mgr. 247. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaða- bóta og alls sakarkostnaðar“ Á kærði er kominn yfir lögaldur sakamanna og hefur sætt kærum og refs- ingum sem hér segir: 1978 16/2 í Kópavogi: Sátt, 50.000 gkr. sekt fyrir brot í umferðar- og áfengislögum. Sviptur ökuleyfi í 1 ár. Við munnlegan flutning málsins lýsti saksóknari yfir því að misræmi milli ákæru og niðurstöðu rannsókna tæknideildar Rannsóknarlögreglu ríkisins, en skv. henni var kvittun nr. 2 frá 1976 breytt úr kr. 180 en ekki kr. 80 eins og Í ákæru greinir og árið 1977 hafi kvittun nr. 21 verið breytt úr kr. 300 í stað 200 eins og í ákæru greinir, beri að skýra ákærða í hag og lækka fjárdregna fjárhæð sem því nemur. Saksóknari sagði augljósa ritvillu vera í ákæru varðandi burðargjalds 288 kvittun nr. 91 frá 1980. Upphæð eigi að vera kr. 1.440 í stað 1.400 eins og fram kemur í mismuninum. Af hálfu ríkissjóðs hefur menntamálaráðuneytið í samráði við fjármála- ráðuneytið gert kröfu þess efnis að ákærði verði dæmdur til að greiða skaða- bætur í ríkissjóð er nemi þeirri fjárhæð er sannast að hann hafi dregið sér með ólögmætum hætti, allt að kr. 41.358,25 að viðbættum almennum sparisjóðs- vöxtum til dómsuppsögudags skv. sundurliðun í kröfugerð dags. 26. júní 1985 og dómvöxtum frá dómsuppsögudegi til greiðsludags. Verjandi ákærða hefur krafist þess aðallega, að hann verði sýknaður af öll- um kröfum ríkisvaldsins og allur kostnaður sakarinnar verði felldur á ríkis- sjóð. Til vara að ákærði hljóti þá vægustu refsingu sem lög frekast leyfa og dómur verði skilorðsbundinn. Bótakrafan verði lækkuð verulega. Þá krefst hann málsvarnarlauna að mati dómsins. Málsatvik: Hinn 9. júlí 1982 ritaði ríkisendurskoðun ríkissaksóknara svohljóðandi bréf: „Við endurskoðun á reikningshaldi Fræðsluskrifstofu Vestfjarðaumdæmis fyrir árið 1981 vöktu nokkur fylgiskjöl athygli fyrir það, að svo virtist að bætt hefði verið á þau tölustöfum, þannig að útgreiðsla hækkaði verulega. Þegar þetta kom í ljós voru fyrirliggjandi fylgiskjöl vegna yfirstandandi árs skoðuð og kom það sama í ljós á nokkrum þeirra. Aðallega er hér um að ræða staðgreiðslunótur fyrir póstburðargjöldum og leigubílaakstri. Til þess að fá sérfræðiálit á þessu bað ríkisendurskoðun fr. Maríu Bergmann rithandarsérfræðing að skoða umrædd fylgiskjöl. Þar sem það er álit ríkisendurskoðunar, stutt af álitsgerð fr. Maríu Berg- mann, að um verulegar breytingar á fylgiskjölum umræddrar stofnunar sé að ræða, þá er þess hér með óskað að þér, hr. ríkissaksóknari, takið mál þetta til þóknanlegrar meðferðar. Sendast yður í því sambandi álitsgerð fr. Maríu Berg- mann og fylgiskjöl þau er hún fékk til skoðunar. Að áliti ríkisendurskoðunar þarf hér ekki að vera um tæmandi úrtak fylgi- skjala að ræða vegna þessa tímabils, þ.e. árið 1981 og fyrstu 4 mánuði þessa árs, né heldur hafa fylgiskjöl fyrri ára verið athuguð, með þetta sérstaklega í huga. Þess skal getið, að fræðslustjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Sigurður K.G. Sigurðsson, hefur á hendi allar fjárreiður fyrir fræðsluskrifstofuna og til síðustu áramóta færði hann sjálfur bókhaldið. Bókhald þessa árs er hins vegar fært í ríkisbókhaldinu eftir fylgiskjölum, sem fræðslustjórinn sendir“ Sama dag fól ríkissaksóknari Rannsóknarlögreglu ríkisins rannsókn máls- ins. Ákærði Sigurður K.G. Sigurðsson var settur í stöðu fræðslustjóra í Vest- 289 fjarðaumdæmi frá 1. október 1976 en skipaður ári síðar. Ákærði gegndi stöð- unni þar til honum var veitt lausn um stundarsakir vegna máls þessa 14. júlí 1983. Fyrstu 2 árin var ákærði eini starfsmaður fræðsluskrifstofunnar, en þá hóf Halldóra Hermanns Magnúsdóttir fulltrúi störf þar. Eins og fram kemur í bréfi ríkisendurskoðunar hafði ákærði með höndum allar fjárreiður fræðslu- stofunnar og færði bókhald hennar allt til ársloka 1981, er ríkisbókhaldið tók við. Við yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins hinn 31. ágúst 1982 skýrði ákærði svo frá, að honum komi þetta ákaflega spánskt fyrir sjónir og kveðst alfarið neita því að hann hafi breytt umræddum nótum í hagnaðarskyni. Hins vegar hafi það oft komið fyrir að nótum hafi verið breytt eftir að þær fyrst voru skrifaðar. Þannig hafi mætti t.d. verið að kaupa frímerki og eftir að nóta hafi verið skrifuð, hafi henni verið breytt, vegna þess að mætti hafi ákveðið að senda einnig bréf og póstburðargjaldi bréfanna þá verið bætt inn á nótuna með því að breyta einungis tölum. Þessar breytingar hafi ýmist verið fram- kvæmdar af mætta á pósthúsinu og þá með penna mætta, eða af starfs- manni pósthússins. Það hafi einnig gerst að mætti hafi ekið í leigubílum og eftir að leigubílstjór- inn var búinn að skrifa nótuna, þá hafi mætti ákveðið að aka lengur með leigu- bílnum og því viðbótarakstursgjaldi hafi þá verið bætt á nótuna með því að breyta upphæð nótunnar. Þetta gæti einnig hafa gerst á öðrum nótum, t.d. nótum yfir keypt ritföng, þar sem mætti hafi keypt meiri ritföng eftir að nóta hafi verið skrifuð. Mætta er bent á það álit rithandarsérfræðingsins, að allmörgum nótum hafi verið breytt. T.d. hafi verið breytt 18 nótum af 47 nótum yfir burðargjöld 1982. Einnig á nótur yfir burðargjöld 1981, þar hafi virst breytingar á 62 nótum af 139. Mætti segir að honum finnist þetta nokkuð margar breytingar, en kveðst ekki þora að segja neitt um það, hvort þessum fjölda nótna gæti hafa verið breytt á pósthúsinu. Mætti er spurður um fyrirkomulagið við greiðslu á þessum nótum. Mætti kveðst hafa verið fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis frá 1. október 1976. Mætti hafi ekki haft undir höndum sérstakan bankareikning fyrir embættið, heldur hafi mætti verið með sjóð og fengið til hans mánaðarlegar greiðslur frá ríkissjóði. Upphæð þessara mánaðarlegu greiðslna hafi að nokkru leyti farið eftir fjárhagsáætlun og fjárlögum en nokkurt tillit hafi verið tekið til kostnaðar við rekstur embættisins. Endanlegt uppgjör hafi síðan farið fram eftir hver áramót. Þá hafi mætti fengið uppgefið hver hafi verið peninganotkun embættis hans árið á undan og mætti sent fylgiskjöl yfir greiðslur í samræmi við það til ríkisbókhalds. Mætti hafi þannig sjálfur lagt út fyrir flestum þessum nótum, úr framan- 19 500 290 greindum sjóði embættis hans. Þannig hafi mætti sjálfur tekið flesta burð- argjaldsnóturnar og allar hinar nóturnar, sem um ræðir í máli þessu. Mætti sé með fulltrúa á skrifstofu sinni, Halldóru Magnúsdóttir, og stundum hafi komið fyrir að hún hafi farið með bréf í póst eða keypt frímerki. Mætti kveðst sannfærður um að Halldóra hafi ekki breytt einu eða neinu á þessum nótum. Mætti hafi síðan geymt nóturnar á skrifstofu sinni á Ísafirði eða í íbúð sinni í Kópavogi, þar til nóturnar voru sendar til ríkisbókhalds. Eftir endurskoðun ríkisendurskoðunar hafi mætti síðan fengið gögnin til baka. Mætti kveðst til- búinn að afhenda rannsóknarlögreglu öll þau gögn varðandi þetta bókhald sem mætti hafi undir höndum, þ.e. gögnin séu á skrifstofunni á Ísafirði. Sú breyting hafi orðið á fyrirkomulagi á þessu ári að mætti hafi skilað nótum mánaðarlega til ríkisbókhalds. Þannig sé mætti búinn að skila fyrir yfirstandandi ár, fyrir mánuðina janúar til maí, og muni á næstunni skila nótum fyrir júní og júlí 1982. Mætti er spurður um það hvernig bókhaldi embættisins hafi verið háttað. Mætti segir að frá sl. áramótum hafi hann fært sjóðbók, en fram til þess tíma hafi ekki verið um eiginlegt bókhald að ræða, heldur hafi mætti gert yfirlit yfir útgjöld eftir hvert ár. Þar hafi verið um að ræða samantekt á útgjöldum hvers árs fyrir sig. Mætti bendir á það, að útgjöld embættis hans hafi ekki verið mikil, og því hafi mætti ekki séð ástæðu til að halda venjulegt bókhald. Mætti hafi því til sl. áramóta ekki haldið neinar bækur yfir útgjöld embættisins, en samantektin eftir hver áramót hafi verið gerð eftir nótunum, útlögðum kostn- aði, samantekt yfir dagpeninga og svo framvegis. Upplýsingar um peninga- notkun embættisins hafi mætti getað fengið frá ríkisbókhaldi og borið það saman við fylgiskjölin, sem mætti hafði“ Ákærði var aftur yfirheyrður hjá Rannsóknarlögreglu ríksins hinn 24. janúar 1983. Upphaf þeirrar skýrslu hljóðar svo: „Mætta er í upphafi bent á það, að niðurstöður rannsókna í máli hans bendi eindregið til þess að skýringar mætta á breytingum á kvittunum standist alls ekki. Mætti kveðst ekki hafa frekari skýringar á þessu en hann kom með í fyrri yfirheyrslu, að þarna sé um viðbótarkaup að ræða. Mætti bætir við að spurn- ingin sé hver hafi breytt þessum nótum og til hvers. Mætti kveðst ekki muna eftir að hafa breytt þessum nótum sjálfur. Lesin er fyrir mætta hluti fram- burðar hans frá 31. ágúst sl. þar sem segir: „Þessar breytingar hafi ýmist verið framkvæmdar af mætta á pósthúsinu og þá með penna mætta eða af starfs- manni pósthússins“ Mætti segir að þarna sé um misskilning að ræða, mætti muni ekki eftir að hafa nokkurn tíma sjálfur breytt nótum. Mætti bætir við: „Undirrituðum hefur ekki verið kunnugt að hann hefði ótölulegan fjölda af breyttum nótum í bókhaldi fræðsluskrifstofunnar sem breytinganna vegna virðast vera gerðar í auðgunar- eða fölsunarskyni og af 291 þeim ástæðum hefur bókhaldi fræðsluskrifstofunnar verið framvísað til réttra yfirvalda hverju sinni. Að athuguðu máli hefur hins vegar komið í ljós að nótur og bókhaldsgögn hafa meðal annars ekki verið dagsett eða þá með leiðréttum dagsetningum. Þetta kannaði undirritaður sérstaklega eftir viðtal við Svein Arason, fulltrúa í ríkisendurskoðun, þegar hann eða embættið hafði bent mér á það í bréfi vegna athugasemda um bókhald fræðsluskrifstofunnar. Að öðru leyti er undirrituðum til frekari áherslu ókunnugt um breytingar á nótum og skjölum“ Aðspurður kveðst mætti muna eftir tilvikum, þar sem starfsfólk á pósthúsi og einnig leigubílstjóri hafi breytt nótu eftir að hún hafi verið skrifuð, ef að gerð hafi verið viðbótarkaup. Aðspurður um það hvort viðkomandi póst- afgreiðslumaður eða leigubílstjóri hafi þá skrifað ofan í fyrri tölu á kvittun, kveðst mætti ekki hafa hugsað svo mikið um þessar kvittanir eða skoðað þær, að mætti geti ekki svarað þessari spurningu. Mætta er bent á framburði 5 póstmanna á pósthúsinu á Ísafirði, sem muna ekki eftir að nótu hafi nokkru sinni verið breytt eftir að hún hafi verið skrifuð og fullyrða að aldrei sé skrifað ofan í stafi á nótunum, þar sem miklu fljótlegra sé að skrifa nýja nótu. Jafnframt er mætta bent á niðurstöður rannsóknar tæknideildar RLR, sem sýnir að nánast alltaf eru breytingar á nótum gerðar með annars konar penna eða bleki en nótan var fyrst skrifuð með og einnig að farið er ofan í stafi sem fyrir voru á nótunni. Mætti kveðst ekkert hafa um þetta að segja. Mætta er bent á það að þarna stangist á, það sem mætti hefur sagt og framburður póstmannanna. Mætti kveðst ekkert frekar hafa um þetta að segja. Mætta er tjáð að rannsóknir sýni að kvittunum sé breytt þannig að upp- hæðirnar verði margfalt hærri en þær voru upphaflega á nótunum. Þannig hefði mætti átt að vera að greiða burðargjald fyrir tugi eða hundruð bréfa til viðbótar ef skýring mætta um viðbótarkaup sé rétt. Mætti segir að oft sé hann að senda bréf og eftir að kvittun fyrir burðar- gjöldum hafi verið skrifuð, þá muni mætti eftir að hann þurfi að kaupa frímerki, sem geti verið fyrir tugi bréfa. Embætti mætta þurfi að senda ansi mikið af bréfum. Mætta er bent á framburði póstafgreiðslumanna á pósthúsinu á Ísafirði, sem segja að mætti komi lítið sem ekkert með póst fyrir fræðsluskrifstofuna á pósthúsið. Einnig er mætta bent á framburð Halldóru, fulltrúa mætta, sem kveðst ekki vita hvaða póst mætti sé að fara með á pósthúsið, þar sem hún sé með aðalpóstinn. Mætti telur það vera rétt hjá Halldóru, að hún fari með aðalpóstinn, en Halldóru eigi að vera kunnugt um það sem mætti er að gera, að hann fari með ýmsar sendingar. Mætti segir að hitt sé ekki rétt hjá póstafgreiðslu- fólkinu, að mætti komi þar lítið sem ekkert“ 292 Ákærði var enn yfirheyrður hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins hinn 26. janúar 1983. Skýrslan hljóðar svo: „Mætta er í upphafi sýndur framburður Jóns Kr. Bjarnasonar frá deginum áður, og mætti er spurður hvað hann vilji um hann segja. Svar: Ég hef afskap- lega lítið um þetta að segja, ég hef verslað við Jón það er alveg rétt. Þær nótur (sic), sem tilheyra mér persónulega eða minni konu og mínum börnum, hef ég ógjarnan framvísað. Hafi það gerst þá er það eins og hvert annað slys. Mætta er bent á það að í framburði Jóns komi fram að upphæðum á nótum hafi verið breytt eftir að þær fóru í hendur mætta og mætti spurður hvort hann ætli ekki að segja neitt um það atriði. Svar: Um þessar breyting- ar veit ég ekkert um, nema það sem ég veit að hann hefur sagt mér það oftar en einu sinni þau ár sem hann hefur keyrt mig sem eru orðin nokkuð mörg ár. Hann hefur tjáð mér að hann geymdi bókhald yfir þennan akstur. Hins vegar hef ég aldrei séð það bókhald og hvort að það sé 100% rétt fært eða útfært, treysti ég mér ekki til að segja neitt um. Mætta.er bent á það að Jón hafi sagt að hann færi nótur eftir bókhald- inu. Mætti segir að hann hafi ekki hugsað um það hvernig Jón færi bókhald sitt en eins og mætti hafi áður sagt hafi hann alltaf reynt að taka út persónu- legar nótur. Stundum hafi liðið 2 - 3 mánuðir þar til mætti hafi gert upp við Jón. Mætti segir: Ég held að ég hafi ekki meira um þessa skýrslu Jóns að segja, þetta er hans bókhald, ég ber ekki ábyrgð á því. Mætta er bent á að Jón Kr. Bjarnason leigubifreiðastjóri rökstyðji mjög rækilega að akstursnótunum hafi verið breytt eftir að þær komu í hendur mætta, m.a. hafi Jón getað sýnt það í bókhaldi sínu. Mætta er bent á að hann hljóti því að geta sagt til um hver hafi breytt nótunum. Svar: Ég hef ekkert meira um þetta að segja. Ég kannast ekki við það. Minn kraftur hefur farið í það að passa þessar nótur en ekki í það að breyta þeim. Enda sé ég ekki ástæðuna fyrir því að vera að krunka í þessar nótur og breyta þeim upp á 100; kr. eða eitthvað svoleiðis. Þar að auki, eins og ég sagði áðan, hef ég ekkert sérstaklega skoðað þessar nótur. Ég hef súmmerað einu sinni á ári í sambandi við uppgjör en ekki skoðað sérstak- lega eina eða aðra nótu. Mætta er bent á það að einkennandi sér fyrir breyttar nótur að einnig sé búið að breyta dagsetningum. Mætti kveðst ekkert svar hafa við því og sjái ekki tilganginn í því að breyta dagsetningum. Mætti er spurður að því hvort ekki sé verið að breyta dagsetningum til að þær passi við uppgefna ferðadaga. Svar: Ég kannast ekki við það. Mætti er þá spurður hvort ríkisendurskoðun hafi gert við mætta athuga- 293 semd um það að dagsetningar akstursnótna passi ekki við uppgefna ferða- daga mætta. Svar: Já það er rétt að þeir gerðu það og ég svaraði því með bréfi. Mætti kveðst ekki muna hvenær þetta var, en það geti verið að þetta hafi verið athugasemdir við reikningana 1980. Mætti kveðst ekki muna hvort síðan hafi verið gerðar athugasemdir við dagsetningar akstursreikn- inga. Mætti kveðst vilja gera þá athugasemd við framburð Jóns Kr. Bjarnason- ar, að mætti hafi ýmist greitt honum með ávísun eða peningum. Aðspurður um það hvaða reikningar þetta hafi verið, segir mætti að þarna hafi verið um 2 eða 3 reikninga að ræða. Hlaupareikningur eða ávísanareikningur við Sparisjóð í Súðavík, reikningur nr. 9. Hlaupareikningur við Landsbankann á Ísafirði, reikningur nr. 969. Sennilega hafi aðeins verið um þessa tvo reikn- inga að ræða og þetta séu persónulegir reikningar á nafni mætta. Aðspurður segir mætti að ríkisendurskoðun hafi gert athugasemd vegna fjölda reikninga fyrir leigubílaakstur, samhliða því að gerð er athugasemd um fjölda ferða mætta til Reykjavíkur. Mætta er sýndur bunki af leigubílareikningum ársins 1981 og spurður hvort þetta geti talist eðlilegur fjöldi og hvort ekki sé líklegt að einhverjir persónulegir reikningar geti hafa slæðst þarna með. Svar: Það er ekki loku fyrir það skotið og það get ég ekki svarið fyrir. Það er ekki mitt að dæma um það hvort þetta sé eðlilegur fjöldi. Fjöldi í þessu sambandi fer eftir þeim verkefnum sem ég er að gera hverju sinni. Mætta er bent á að rannsókn tæknideildar RLR svo og rithandarsérfræð- ings hafi leitt í ljós að breytingar, sem gerðar eru á póstburðarkvittunum, séu í langflestum tilvikum gerðar með öðruvísi penna og bleki heldur en það sem áður hafði verið skrifað. Mætti er spurður hvort það sé ekki vægast sagt Ólíklegt að póstafgreiðslufólkið fari ávallt að skipta um penna ef það bæti inn á nótur og fari síðan að skrifa ofan í þá stafi sem það var áður búið að skrifa, sem tekur það lengri tíma heldur en að skrifa nýja nótu. Svar: Um þetta get ég ekkert sagt. Ég get haft skoðun á þessu en það eru bara vangaveltur. Mætta er bent á að ef póstafgreiðslufólkið hafi verið að bæta inn á nót- urnar tölustöfum, þá þurfi það ekki að vera að skrifa ofan í þá stafi sem fyrir voru, sem virðist vera gert í þeim tilgangi að leyna breytingunni, það er að segja, til að ekki sjáist að tölustaf hafi verið bætt inn á nótuna. Mætti er spurður um þetta. Svar: Það er sama, ég hef ekkert um þetta að segja. Eins og ég hef sagt áður, hef ég stungið nótum í vasann án þess að skoða þær og síðan safnað þeim saman vegna uppgjörs. Ég get ekki tjáð mig um þetta. Eina sem ég hef um þetta að segja er eiginlega að þetta verði bara að sannast fyrir dóm- stóli að ég hafi staðið í þessu að breyta nótum. Ég get ekki fullyrt eitt eða 294 neitt í þessum efnum. Ég hef tekið þessar nótur án þess að gera mér grein fyrir því að ég væri ekki með pottþéttar nótur. Ég er einnig viss um að margt annað megi finna að þessum nótum. Mætta er bent á að af póstburðarnótum ársins 1981 og fyrri hluta árs 1982 hafi komið í ljós að um %4 hlutar nótnanna hafi verið breytt. Mætta er jafnframt bent á það að þær póstburðarnótur, sem hann hafi ekki verið búinn að afhenda ríkisbókhaldi í ágústlok sl. og sem RLR fékk í hendur hjá honum, rúmlega 30 nótur, séu nær allar óbreyttar. Mætti er spurður, ef staðhæfing hans sé rétt um að nótunum hafi verið breytt af póstaf- greiðslufólkinu, hvers vegna þessar síðarnefndu nótur séu þá óbreyttar. Svar: Þessu get ég ekki svarað. Ég get ekki svarað því vegna þess að þarna er um fullyrðingu að ræða um að breytingar hafi átt sér stað, og ég hef ekki séð þessar breytingar og get ekki tjáð mig um þær. Mætta er bent á að sömu sögu sé að segja varðandi leigubílanótur. Mætti er spurður hvort skýringin sé ekki sú, að nótunum sé ekki breytt af þeim, sem upphaflega skrifaði þær. Svar: Ég get ekki tjáð mig um það. Mætta er bent á að þær nótur, sem hann var ekki búinn að afhenda ríkisbókhaldi, séu upp á áberandi lægri upphæðir heldur en breyttar nótur. Mætti er spurður skýringar á þessu. Svar: Skýringin hlýtur að vera minna keypt minna notað. Ég hef enga aðra skýringu. Mætta er bent á að það mörgum nótum sé breytt, að ef það sé rétt hjá honum að póstafgreiðslufólkið breyti nótunum, þá hljóti hann að geta bent á einhverja ákveðna aðila, sem það hafa gert. Svar: Nei ég treysti mér ekki til þess, venjulega stendur á nótum hver hafi skrifað þær og það hljóta að vera þeir aðilar. Hins vegar er þarna einnig afleysingafólk og fólk þarf að fara í kaffi og þá hlaupa aðrir í skarðið og nota þá kannski hvers annars stimpil. Mér dettur Þetta í hug, en það má ekki taka þetta sem neina fullyrðingu frá minni hendi. Mætta er bent á það, að sárafáar kvittanir fyrir burðargjöldum árin 1981 og 1982 séu í heilum krónum. Hins vegar hafi rannsókn tæknideildar RLR og rithandarsérfræðings leitt í ljós að langflestar breytingarnar á kvittunum eru í heilum krónum og meirihluti breytinganna í heilum tugum króna. Mætti er spurður hvernig að geti verið að það sem hann fyrst kaupir sé nær alltaf upp á krónur og aura, en það sem mætti síðan kaupir til viðbótar sé yfirleitt í heilum tugum eða hundruðum króna. Svar: Ég hef nú enga skýringu á því. Ég verð að viðurkenna að ég kann ekkert á þessi frímerki. Ég bið bara um ákveðið magn af frímerkjum, þá á ég við frímerki fyrir ákveðna upphæð. Hvort ég hef fengið einhverjar krónur eða aura til baka, það þori ég ekkert að fara með. Mætta er bent á að hann hafi borið að hann sjái ekki tilganginn í því að vera að breyta nótum upp á nokkur hundruð króna. Mætta er jafnframt 295 bent á að fram hafi komið að hann fái fyrir uppgjör uppgefið hjá ríkisbók- haldi hvað fræðsluskrifstofan sé búin að fá mikla peninga. Mætti er spurður hvað hann geri ef reikningar hans passi ekki við þá upphæð sem hann hafi fengið uppgefna, til dæmis ef reikninga vanti. Svar: Ef að sá möguleiki er fyrir hendi að það vanti reikninga, þá er það mitt tap. Hafi ég það ekki bókað í mínum fórum að ég hafi gert þetta eða hitt, ég hef bókað í mínum fórum um ferðalög, en auðvitað hef ég bæði notað póst og síma í þessum ferðalögum og eins leigubíla. Ég held að þetta eigi nú bara við eitt ár, ætli það hafi ekki verið 1977 eða 1978, sem ég hafi ekki átt tekjuafgang, þannig að ríkissjóður hafi ekki skuldað mér en ég ekki ríkissjóði. Ég hef aldrei fengið athugasemdir frá einum eða neinum í sambandi við uppgefinn sjóð um áramót. Eins og ég sagði í ágúst hefur þetta verið ein barátta frá upphafi vegna þeirra litlu peninga, sem að fræðsluskrifstofan hefur fengið, enda hefur þetta ekki verið eins og segir í reglugerð að þetta eigi að vera. Ég held að það sé reglugerðin um störf fræðslustjóra, eða skólakostnaðarreglugerð.“ Lögregluskýrslurnar staðfesti ákærði fyrir dómi 27. júní 1985. Ákærði kom fyrir dóm 27. febrúar 1985. Hann var fyrst spurður um starfshætti við fræðslustjóraembættið. Hann skýrði svo frá að í reglugerð um fjárhagslegan grundvöll fræðsluskrifstofunnar (reglugerð nr. 182/1976 um störf fræðslustjóra) segi meðal annars að sveitarfélögin eigi að bera kostnað að sínum hluta og ríkið að sínum hluta. Þessi regla hafi til fjölda ára verið margbrotin, bæði af ríkinu og sveitarfélögunum. Fræðslustjórun- um hafi nánast verið kastað út á akurinn án þess að hafa nokkuð í höndun- um. Þetta hafi meðal annars orðið tii þess, eins og hægt sé að færa sönnur á, að þeir fræðslustjórarnir hafi þurft að halda embættunum uppi. Þeir hafi þurft að leggja út kostnað, peninga úr eigin vasa fyrir fræðsluskrifstof- urnar. Hann hafi eitt árið átt umtalsverða fjárhæð inni hjá fræðsluskrif- stofunni. Ríkissjóður hafi borgað sinn hluta treglega til að byrja með, en sveitarfélögin ekkert til fleiri ára. Þetta hafi ekki verið komið í viðunandi horf fyrr en undir lokin árið 1982, sennilega 1981. Þetta hafi orðið til þess meðal annars að hann opnaði ekki bankareikning, eins og reglugerðin gerði ráð fyrir. Hann hafi eiginlega í engu hagað sér öðru vísi en aðrir fræðslu- stjórar, þeir hafi þurft að gera þetta meira og minna á eigin ábyrgð. Enn- fremur skýrði ákærði svo frá að um eiginlegt bókhald hafi ekki verið að ræða nema einu sinni á ári, þá hafi verið gerð skil eftir árið því þetta hafi í sjálfu sér ekkkert bókhald verið. Þetta hafi verið einfaldar nótur sem flokkuðust niður í þá málaflokka, sem voru mjög fáir. Þetta hafi ekki verið umfangsmikill rekstur, en rekstur samt. Ákærði skýrði svo frá að hann hafi fengið nokkur áminningsbréf (sic) frá ríkisbókhaldi og enn þá fleiri frá ríkisendurskoðun um að sér bæri að færa sjóðsbók og sér bæri að gera 296 hitt og þetta í sambandi við reksturinn. Hann hafi reynt að sinna þessu eftir megni, en væri hins vegar ósammála mörgum þessum athugasemdum. Hann kvaðst hafa haft bókhaldið á sínum vegum á skrifstofunni, en stundum hafi hann geymt fylgiskjölin á heimili sínu í Kópavogi. Bókhaldsskilin hafi farið þannig fram öll árin nema kannsi síðasta árið, að hann hafi afhent skjölin til menntamálaráðuneytisins. Þar hafi verið farið yfir þau, síðan hafi þau verið afhent ríkisbókhaldi og þaðan gengið boðleið til ríkisendurskoðunar. Ákærði var spurður um hvernig það kæmi heim og saman við þá fullyrðingu hans að hann hefði rekið fræðsluskrifstofuna meira og minna fyrir eigið fé, að skv. reikningsuppgjöri fyrir árið 1976 var innistæða ríkissjóðs gkr. 870.591,00. Í árslok 1977 var innistæðan gkr. 5.121,00, 1979 gkr. 1.121.486,00 og 1980 gkr. 3.922.200,00. Hins vegar virðist innistæða ákærða hjá ríkissjóði í árslok 1978 vera gkr. 1.861.542,00. Akærði kvað þetta ósköp einfalt mál. Þegar að hann segðist hafa rekið þetta meira og minna fyrstu árin fyrir eigið fé, þá þýddi það ekki að þegar að upp væri staðið og upp væri gert, að hann hafi ekki fengið sína peninga. Hann hafi fengið þá. Þegar hann talaði um þessa fullyrðingu hefði hann heilt ár í huga. Ákærði kveðst ekki hafa haldið bréfabók fyrir færðsluskrifstofuna þar sem skráð væru innkomin og útfarin bréf. Hann hafi talið nóg að stimpla móttöku- dag á innkomin bréf. Þó hafi sér verið kunnugt um að færsla slíkrar bókar væri bæði nauðsynleg og mjög gagnleg úr starfi sínu í ráðuneytinu á sínum tíma. Aðspurður kveðst ákærði ekki hafa haldið rekstrar- og efnahagsbókhald fyrir fræðsluskrifstofuna sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 182/1976. Bókhaldinu hafi verið háttað þannig að hann hafi tekið saman árið. Það hafi ekki verið færð venjuleg sjóðbók mánðarlega, eins og hefði verið æskilegt, eða daglega, eða vikulega, þetta hafi verið gert á ársgrundvelli. Árið hafi verið tekið saman að hann minnti í febrúar og jafnvel alveg fram í apríl árið eftir og þá skilað með fylgiskjölum rekstrar- og efnahagsreikningi ásamt eignarlista. Þetta hafi alls ekki verið eins og reglugerðin gerir ráð fyrir. Ákærði kvað reikninga fræðsluskrifstofunnar hafa verið endurskoðaða árlega sbr. 11. gr. reglugerðar- innar. Einnig hafi verið farið tölulega yfir skjölin hjá menntamálaráðuneyt- ingu áður en þeim var skilað til ríkisbókhalds. Hinn kjörni endurskoðandi sveitarfélaganna Kristján Jónasson hafi endurskoðað bókhaldið ásamt Sveini Arasyni hjá ríkisendurskoðun öll árin, að hann taldi. Aðspurður um hvort ákærði hefði haldið fjármunum færðsluskrifstofunnar aðskildum frá sínu eigin fé, svaraði hann að hann teldi sig hafa gert það. Aðspurður um hvernig hann hefði gert það, kvaðst hann lengi vel hafa neitað að hafa bankareikning. Venjan hafi verið sú að það hafi safnast talsvert mikil inneign hjá sér á hendur ríkissjóði og þetta hafi hann gert upp þegjandi og hljóðalaust. Það hefði kannski verið betra núna að hafa staðfest bókhald um 297 það. En hann hafi litið á þetta ársuppgjör sem endanlega niðurstöðu um móttekna peninga og endanleg útgjöld hverju sinni. Aðspurður um hvort skilja mætti þetta sem svo að hann hafi ekki haldið fé fræðsluskrifstofunnar aðskildu frá sínu fé, kvaðst ákærði ekki geta svarað því öðruvísi en að þegar framlög ríkissjóðs komu, þá hafi hann auðvitað endurgreitt sjálfum sér það fé, sem hann hafði lagt út fyrir fræðsluskrifstofuna. Enn aðspurður um hvort ákærði hefði haldið fjármunum fræðsluskrifstofunnar aðskildum frá eigin fé t.d. á sér reikningum, kvaðst ákærði ekki hafa gert það með sérreikningum, hann hafi engan bankareikning haft yfir fé fræðsluskrifstofunnar þennan tíma. Aðspurður kveðst ákærði sjálfur hafa endanlega gengið frá skjölunum til menntamálaráðuneytisins við ársuppgjör. Hann hafi sjálfur annast árs- uppgjörið. Knútur Þorsteinsson, fulltrúi í greiðsludeild menntamálaráðu- neytisins, sem handskrifað hefur reikninga fyrir árin 1976, 1977, 1978 og 1979, hafi fengið vélritaðan lista frá sér, samantektarlista, og gert slíkt upp- kast fyrir sjálfan sig. Hann hafi ekkert tekið saman, en farið yfir þetta með tilliti til þess hvort flokkunin væri rétt hjá sér, eða einhverjar nótur þyrftu frekari skýringa við. Einnig taldi hann að Knútur hefði gert þetta fyrir aðrar fræðsluskrifstofur. Aðspurður um hvernig háttað hefði verið póstlagningu bréfa fræðslu- skrifstofunnar og innkaupum á frímerkjum kvað ákærði að eftir að skrif- stofustúlka hóf störf hjá sér 1978 hafi hún oftar en hann farið með póst, en það hafi líka komið fyrir að hann hafi gert það sjálfur. Bæði hefði verið farið með póst í slumpum og frímerki keypt í slumpum. Bréfin hafi ýmist verið frímerkt á skrifstofunni eða á pósthúsinu. Aðspurður taldi ákærði þau skjöl sem liggja frammi í málinu vera þau sömu og hann lagði til grundvallar reikningsskilum. Hann tók fram að hann tæki enga afstöðu til þess hvernig skjölin væru útlítandi þegar hann tók þau saman, þau hefðu bara verið summuð í venjulega reiknivél og lögð fram sem bókhaldsgögn frá hans hendi og hann hefði ekki sett nein rann- sóknargleraugu á skjöl, sem að hann hefði haldið að tilheyrðu raunverulega embættinu. Og þau hefðu verið þannig lögð fram í menntamálaráðuneytinu á sínum tíma og síðan í ríkisbókhaldi sem raunveruleg útgjöld. Aðspðurður kvað ákærði að auk sín og skrifstofustúlkunnar hefðu sér- kennari og sálfræðingur, sem störfuðu þarna á tímabili haft aðgang að skrifstofunni. Einnig hefði eiginkona sín fyrrverandi haft aðgang að skrif- stofunni. En hann kvaðst ekki eiga von á að þetta fólk hafi verið að bæta eða betrumbæta þessar kvittanir. Fyrir dómi 3. janúar 1986 skýrði ákærði svo frá að einungis hann eða eiginkona sín fyrrverandi hefðu haft aðgang að nótunum, allt það tæplega sex ára tímabil sem til útgjaldanna er stofnað. En aðrir hafi haft aðgang að þeim hluta tímabilsins hverju sinni. 298 Ákærði kom fyrir dóm 27. júní 1985. Aðspurður um hvort hagnaður sá sem myndast hefði við það að nótur voru notaðar við reikningsskil breyttar til hækkunar hefði ekki runnið í hans vasa, kvað ákærði það liggja í augum uppi ef gefin væri sú forsenda að nóturnar væru breyttar. Í hans huga hefði svo ekki verið. Hann hefði tekið nóturnar góðar og gildar. Hinn 6. maí 1985 kom fyrir dóminn sem vitni Halldóra Magnúsdóttir, full- trúi fræðslustjóra Vestfjarðaumdæmis. Hún skýrði svo frá að hún hefði starfað við fræðslustjóraembættið frá því í október 1978. Hún hafi séð um póstlagningu á mestum hluta póstsendinga fræðslustjóraembættisins. Aðallega hafi póstur verið sendur skólum í fræðsluumdæminu og reikningshöldurum, sem voru oddvitar í viðkomandi hreppum. Skólarnir hefðu verið 28 talsins. Póstsendingar hefðu einkum verið vegna tilkynninga um breytingar á reikningum og útsendingar á eyðublöðum til skóla. Slíkar sendingar hafi verið mismargar t.d. eftir tíðni launabreytinga, en eyðublöð hafi verið send tvisvar á ári. Mætta skýrði svo frá að í lok vinnu- dags færi hún með allan póst sem væri tilbúinn til sendingar. Yfirleitt hafi hún sjálf greitt fyrir bréfin og tekið nótu, sem síðan hafi verið greidd af Sigurði fræðslustjóra næst þegar hún hitti hann. Hún hefði aðeins keypt frímerki á þann póst sem hún sendi hverju sinni. Upphæð nótna á árinu 1982 hafi verið frá kr. 3; og upp Í kr. 70 - 80. Í undantekningartilfellum fari þær upp í kr. 100 - 200. Hún kveðst ekki muna eftir að hafa nokkurn tíma greitt nótu að upphæð fleiri hundruð króna. Mætta sagðist ekki hafa greitt annað fyrir skrifstofuna en póstburðargjöld. Leigubifreiðar kvaðst hún ekki nota í starfi sínu. Mætta kvaðst ekki vita hvort ákærði geymdi greiddar nótur á fræðsluskrif- stofunni eða á heimili sínu í Kópavogi, en hún hafi ekki haft aðgang að nót- unum eftir að ákærði tók við þeim. Mætta skýrði svo frá að Ingibjörg Harðardóttir sérkennari hafi haft lykil að fræðsluskrifstofunni, þar sem hún hafi haft aðgang að síma skrifstofunnar, en að öðru leyti hafi hún unnið í sér herbergi, því sama og Ása Guðmunds- dóttir sálfræðingur hafði til afnota síðar. Mætta kvað Ásu ekki hafa haft neinn aðgang að fræðsluskrifstofunni. Mætta kvað fyrrverandi eiginkonu ákærða Margréti Árnadóttur hafa haft lykil að fræðsluskrifstofunni. Hún hafi unnið á skrifstofunni við uppgjör og fleira fyrir bensínafgreiðslu, sem hún rak á Ísafirði. Við þetta hafi hún unnið bæði þegar aðrir voru að störfum á skrifstofunni og þegar aðrir voru ekki viðstaddir, t.d. í hádeginu. Mætta kvaðst telja að Margrét hafi komið á skrif- stofuna í þessum erindagjörðum nokkrum sinnum í viku, aðallega þegar ákærði var ekki á Ísafirði. Mætta kvað aðspurð að aðrir hafi ekki haft aðgang að skrifstofunni, en einu sinni að sumarlagi hafi hún komið að syni ákærða á skrifstofunni er hún kom úr hádegismat. Hann hafi verið þar að hringja. 299 Hinn 29. mars 1985 kom fyrir dóminn sem vitni Ása Guðmundsdóttir, sál- fræðingur. Mætta kvaðst hafa starfað sem sálfræðingur hjá fræðsluskrifstofu Vest- fjarðaumdæmis frá 1. september 1980 til 31. ágúst 1982. Mætta kvað starfs- aðstöðu sína hafa verið á fræðsluskrifstofunni að Hafnarstræti 6, Ísafirði. Mætta kvaðst ekki hafa haft aðgang að fræðsluskrifstofunni sjálfri nema þegar fræðslustjóri Sigurður K. G. Sigurðsson eða Halldóra, fulltrúi voru þar að störfum, heldur aðeins að því herbergi sem mætta hafði skrifstofu- aðstöðu í. Mætta kvaðst engan aðgang hafa haft að bókhaldi embættisins. Hún hefði ekki átt önnur erindi á skrifstofuna en til að ljósrita eða tala við fræðslustjórann. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Margrét Árnadóttir, fyrrverandi eiginkona ákærða. Gætt var ákvæða 89. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1979. Hún skýrði svo frá að hún hefði ekkert komið nálægt bókhaldsgögnum fræðslustjóraembættisins á Vestfjörðum, eða nokkuð við þau átt. Póstafgreiðslumenn hafa komið fyrir dóminn og borið um breytingar á nótum sem þeir hafa gefið út. Ekki er ástæða til að rekja þær skýrslur, en niðurstöðurnar eru teknar saman í yfirliti hér síðar. En hér verða raktir framburðir póstafgreiðslumanna um póstviðskipti fræðsluskrifstofu Vest- fjarðarumdæmis og starfshætti á pósthúsinu. Hinn 6. maí 1985 kom fyrir dóminn sem vitni Hermanía K. Haraldsdóttir, bréfberi. Hún kvaðst hafa starfað sem póstafgreiðslumaður á pósthúsinu á Ísafirði frá því í október 1979, þar til á síðasta ári. Aðspurð segir mætta að hún sé með ákveðinn stimpil á pósthúsinu, með nafni hennar og yfirleitt komi ekki fyrir að aðrir á pósthúsinu noti þennan stimpil, þó geti það í einstaka tilfellum átt sér stað, t.d. í kaffitímum og þess háttar. Mætta er spurð um það hvort starfsfólk fræðsluskrifstofu Vestfjarða- umdæmis versli mikið við pósthúsið. Mætta segir að Sigurður komi nokkuð oft á pósthúsið, en hann sé yfirleitt í erindum konu sinnar eða eigin erinda- gerðum en ekki að senda bréf fyrir fræðsluskrifstofuna, en þá póstlagt fá bréf. Hins vegar komi Halldóra oft með bréf á pósthúsið og yfirleitt fá bréf í einu og fái alltaf kvittanir fyrir. Mætta telur að yfirleitt séu þá nót- urnar að upphæð 10 - 20 kr. á árinu 1982. Aðspurð um breytingar á nótum, sem búið er að skrifa, segir mætta að þegar maður sé búinn að fá kvittun og ákveði síðan að kaupa eitthvað meira eða senda fleiri bréf, þá sé yfirleitt skrifuð ný kvittun fyrir viðbótarupp- hæðinni eða allri upphæðinni, en yfirleitt ekki breytt tölum á nótu, sem þegar er búið að skrifa. Þó sé það ekki útilokað að slík breyting sé gerð, 300 t.d. með því að bæta tölustafnum 1 framan við þá upphæð, sem þegar hefur verið skrifuð á nótuna. Mætta minnist þess að rætt hafi verið um það á pósthúsinu hvers vegna ákærði keypti ekki arkir af frímerkjum, eins og tíðkaðist hjá fyrirtækjum og kæmi með frímerkt bréf í póst í stað þess að greiða fyrir fá bréfi í einu og fá nótu. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Berta Guðmundsdóttir, póstfulltrúi. Mætta kvaðst hafa starfað á pósthúsinu á Ísafirði frá 1. janúar 1976. Aðspurð kvað mætta að nótunum væri ekki breytt á pósthúsinu með því að skrifa ofan í tölur, heldur væru skrifaðar nýjar nótur ef þörf væri á, eða strikað yfir tölur og nýjar skrifaðar. Mætta kvað póst frá fræðslustjóra- embættinu ekki hafa verið mikinn, fáein bréf á dag. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Elísabet Hálfdánardóttir, húsmóðir. Mætta kvaðst hafa starfað á pósthúsinu á Ísafirði frá því í september 1978 og þar til 1. júní 1979. Mætta kvað ákærða hafa komið nánast daglega á póst- húsið, ýmist til að símsenda peninga eða póstleggja bréf. Mætta kvaðst telja að ekki hefðu verið póstlögð mörg bréf daglega frá fræðsluskrifstofunni. Aðspurð kvað mætta að ef breytingar þurfti að gera á nótum væri annaðhvort skrifuð ný nóta eða röng tala yfirstrikuð og leiðrétt fyrir ofan eða neðan, en tölum aldrei breytt með því að skrifa ofan í þær. Sama dag kom fyrir dóm sem vitni Sigríður Svavarsdóttir, næturvörður hjá Pósti og Síma. Mætta kvaðst hafa starfað ósamfellt hjá Pósti og Síma frá 1978. Mætta kvað aðspurð að ákærði hefði komið nánast daglega á pósthúsið, en ekki alltaf með póst til sendingar. Mætta kvaðst ekki viss um hversu miklar póstsendingar fræðsluskrifstofunnar voru. Aðspurð kvaðst mætta ekki muna eftir að rætt hefði verið á pósthúsinu um tilhögun póstsendinga fræðslustjóra- embættisins. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Kristmann Kristmannsson, stöðvar- stjóri Pósts og Síma á Ísafirði. Mætti kvaðst hafa verið póstfulltrúi frá því í nóvember 1975 þar til hann varð stöðvarstjóri 1. febrúar 1982. Mætti er spurður um notkunina á stimplunum með nafni hvers afgreiðslu- manns. Mætti segir að þessi stimplar séu útbúnir nokkru eftir að fólk hefji störf og hafi hver maður sinn stimpil, sem hann geymi í læstum skáp, þegar stimpillinn er ekki í notkun. Hins vegar komi það fyrir þegar starfsmaður fari í kaffitíma og annar hlaupi í skarðið, að sá síðarnefndi noti stimpil þess fyrr- nefnda. Þá er mætti spurður um það hvernig séu skrifaðar kvittanir þegar maður hefur fengið kvittun fyrir greiðslu en ákveður síðan að kaupa eitthvað meira. Mætti segir að í þessum tilfellum sé annaðhvort skrifuð önnur viðbótarkvittun 301 eða að skrifuð sé kvittun fyrir heildarupphæðinni og fyrstu kvittuninni fleygt. Mætti segir að það sé að vísu ekki alveg útilokað ef viðbótarviðskiptin séu nákvæmlega 100; kr. að þá sé bætt tölunni einn framan við upphæðina á fyrstu kvittuninni, en segir að þetta muni heyra til algerra undantekninga, enda sé langfljótlegast fyrir afgreiðslumann að skrifa nýja kvittun. Mætti er spurður um viðskipti starfsfólks fræðsluskrifstofunnar við póst- húsið. Mætti segir að hér áður hafi Sigurður oft komið á pósthúsið með bréf fyrir fræðsluskrifstofuna. Eftir að Halldóra fór að vinna á fræðslu- skrifstofunni virðist það hins vegar vera aðallega hún sem komi með bréfin frá fræðsluskrifstofunni. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Hulda Kristmannsdóttir, banka- starfsmaður. Hún kvaðst hafa starfað á pósthúsinu á Ísafirði sumrin 1981 - 1983. Aðspurð um það hvort einhvern tíma sé breytt kvittun, sem Þegar hafi verið skrifuð, segir mætta að hún minnist ekki að það hafi komið fyrir. Ef að maður kaupi eða greiði eitthvað meira. eftir að kvittun hafi verið skrifuð, sé skrifuð viðbótarkvittun fyrir viðbótarupphæðinni. Aðspurð kveðst mætta kannast við starfsfólk Fræðsluskrifstofu Vest- fjarðaumdæmis. Mætta segir að þau hafi bæði komið á pósthúsið með bréf, en telur að Halldóra hafi oftar komið með bréf frá fræðsluskrifstof- unni en Sigurður. Yfirleitt hafi þau komið með fá bréf í einu og kvittanirnar hafi því verið fyrir lágum upphæðum. Aðspurð kveðst mætta ekki minnast þess að hafa nokkurn tíma séð mann breyta kvittun, sem hann hafði móttekið á pósthúsinu. Hinn 28. maí 1985 kom fyrir dóminn sem vitni Valgerður Jakobsdóttir, póstafgreiðslumaður. Mætta er spurð um þau tilfelli, sem menn greiði eitthvað til viðbótar eftir að kvittun hefur verið skrifuð. Mætta kveðst muna eftir slíkum tilfellum. Þá sé yfirleitt annaðhvort að fyrri kvittunin sé rifin og skrifuð ný fyrir heildarupphæðinni eða að skrifuð sé viðbótarkvittun fyrir viðbótarupp- hæðinni. Mætta kveðst ekki muna eftir að hún hafi breytt Þegar skrifaðri kvittun, t.d. með því að bæta tölustafnum | framan við Þegar skrifaða upphæð. Mætta bendir einnig á, að oft komist slík viðbót ekki fyrir á þegar skrifaðri kvittun, þannig að vel fari á kvittuninni. Aðspurð kveðst mætta ekki muna eftir að hafa nokkurn tíma séð mann breyta kvittun, sem hann hafi tekið við hjá mættu. Hins vegar hafi hún séð menn skrifa eitthvað til minnis ofar á kvittanir. Mætta kveðst kannast við starfsfólk Fræðsluskrifstofunnar á Ísafirði, bæði Sigurð og Halldóru. Mætta segir að þau hafi komið bæði með bréf frá fræðsluskrifstofunni á pósthúsið en Sigurður mikið minna. Spurð um það hvort mikið sé sent af bréfum í einu frá fræðsluskrifstof- 302 unni, segir mætta að yfirleitt séu ekki mörg í einu, t.d. 4 - 5 bréf, en stundum séu þá sum þeirra þyngri en venjuleg bréf. Hins vegar komi stundum fyrir að komið sé með bunka í einu, það sé þá yfirleitt Halldóra og það sé oft um prentað mál að ræða. Þá nefnir mætta að oft séu hraðbréf og ábyrgðarbréf með í bréfasendingunum og þá verði auðvitað burðargjaldið hærra. Hinn 31. maí 1985 kom fyrir dóminn sem vitni Snorri Grímsson, banka- maður. Mætti kveðst hafa hafið störf hjá póstafgreiðslunni á Ísafirði 1. september 1980 og þar starfað til 1. júní 1982. Aðspurður kveðst mætti þekkja Sigurð Sigurðsson, fræðslustjóra, þannig að þeir séu málkunnugir. Mætti kveðst hafa í nóvember 1980 fengið kvittanastimpil með nafni sínu árituðu í, en áður kveðst mætti hafa ritað nafn sitt í venjulegan dagsetning- arstimpil. Mætti kveður það hafa verið viðtekna venju að hver starfsmaður á póstafgreiðslunni notaðist við sinn eigin stimpil, sem síðan hafi verið lokaður niður í læstum kassa milli þess sem hlutaðeigandi aðili hafi ekki verið við störf. Mætti kveður þó eitt og eitt tilfelli hafa getað verið, að sá sem leyst hafi af í mat og kaffi hafi getáð notað stimpilinn hjá viðkomandi, en gerð hafi verið grein fyrir því hverju sinni. Aðspurður kvaðst mætti ekki hafa neinar skýringar á breytingunum sem gerðar hefðu verið á nótum, sem hann hefði gefið út. Mætti kvað ólíklegt að þessar nótur væru fyrir heilum örkum af frímerkjum, því hann hefði þá skrifað frímerkjafjöldann sinnum upphæðina á nótuna. Líklegt væri því að þessar nótur væru fyrir einstökum eða fáum frímerkjum. Mætti bar að ef hann hefði þurft að breyta nótum hefði hann skrifað nýjar en ekki breytt tölum. Mætti kvað það hafa vakið athygli starfsfólks á pósthúsinu hversu háar fjár- hæðir ákærði sendi oft í póstávísunum oftast til Kópavogs og ef til vill Reykja- víkur. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Björg Hauksdóttir, húsmóðir. Mætta kveðst kannast við starfsfólk fræðsluskrifstofunnar, þau Halldóru og Sigurð. Sigurður hafi komið nokkuð oft á pósthúsið til að senda eigin málefni, en hins vegar sjaldan með bréf eða til frímerkjakaupa fyrir fræðslu- skrifstofuna. Halldóra hafi hins vegar komið oft með bréf og fengið þá alltaf kvittun en sjaldan keypt frímerki. Þarna sé um að ræða bréf frá fræðsluskrif- stofunni og Halldóra hefði komið með mest af þeim bréfum sem send eru. Mætta kveðst hafa unnið á pósthúsinu á Ísafirði af og til sl. 7 ár. Mætta hafi þó ekkert unnið árið 1979 og eitthvað sumarið 1980. Spurð um viðbótarkvitt- anir ef maður hefur greitt eitthvað á pósthúsinu og fengið kvittun og ákveður síðan að kaupa meira. Mætta segir að hún muni ekki eftir að hafa nokkurn tíma breytt eða bætt á kvittun, sem hún hafi verið búin að skrifa, heldur gefi 303 hún frekar aðra kvittun. Mættu minnir t.d. að Sigurður hafi einhvern tíma fengið tvær kvittanir. Spurð um stimpilinn, sem merktur er með nafni mættu, segir hún að það geti komið fyrir að einhver grípi stimipil hennar þegar hún sé í kaffitíma, en annars noti menn alls ekki stimpla hvers annars. Mætta kvaðst ekki hafa skýringar á breytingum á nótum sem hún hefði gefið út en þær hafi ekki verið gerðar á pósthúsinu. Mætta kvað fjárhæðir nótnanna vera langt umfram það sem eðlilegt er miðað við þau viðskipti sem fræðsluskrifstofan hafði við pósthúsið. Reglulegur póstur hafi verið lítill. Vitnið Vilborg Gunnarsdóttir, póstafgreiðslumaður skýrði svo frá fyrir dómi að ef breyta þyrfti upphæð á nótu, gæfi hún út nýja nótu. Vitnið Rannveig Jónsdóttir, póstafgreiðslumaður skýrði svo frá fyrir dómi að hún breytti ekki nótum sem hún hefði skrifað, heldur skrifi hún nýja ef breytinga er þörf. Leigubifreiðarstjórar hafa komið fyrir dóm og borið um breytingar á nótum, sem þeir hafa gefið út. Ekki er ástæða til að rekja þær skýrslur, en niðurstöðurnar eru teknar saman í yfirliti hér síðar. En hér verða raktir framburðir bílstjóranna um viðskipti þeirra við ákærða og aðferðir þeirra við útgáfu á kvittunum. Hinn 29. mars 1985 kom fyrir dóminn sem vitni Jón Kristján Bjarnason, bifreiðarstjóri. Hann skýrði svo frá að hann þekkti ákærða enda sé mætti Ísfirðingur þeir séu þó ekki nánir kunningjar en málkunnugir og mætti hafi ekið Sigurði nokkrum sinnum og einnig hafi Sigurður hringt til mætta að vestan og mætti hafi flutt bréf að beiðni Sigurðar úr Arnarhvoli og út á flugvöll. Þá hafi mætti oft flutt Sigurð úr Arnarhvoli og á Álfhólsveg og ekið honum um bæinn, milli verslana o.fl. Sigurður hafi alltaf fengið nótu og yfirleitt alltaf greitt með ávísun. Mætti er spurður hvort hann breyti einhverntíma nótum, sem hann er búinn að skrifa, með því að skrifa ofan í tölur. Mætti kveðst ekki muna eftir að hafa gert það, mætti kveðst vilja hafa sínar nótur sem snyrtilegastar og hann rífi þá frekar nótuna og skrifi nýja nótu. Mætti sé yfirleitt búinn að fylla út nótur sínar að hluta fyrirfram, það er að mætti hafi skrifað staðgreitt, ártalið og bilnúmerið og neðst undirskrift mætta fullu nafni. Þegar mætti fái síðan greitt fyrir ekinn túr, bæti hann inn á nótuna dagsetn- ingunni, hvað er ekið og upphæðinni. Mætti kvað ákærða oft hafa greitt aksturinn eftir á. Yfir slík viðskipti héldi hann bókhald. Yfirlit úr því hefur mætti lagt fram í málinu. Þá tekur mætti fram að hann hafi alloft ekið fyrrverandi eiginkonu Sigurðar, Margréti Tómasdóttur (sic), út á flugvöll, utan af flugvelli og 304 einnig um og hún hafi alltaf beðið um nótu. Nótur í fórum RLR, sem ekki komi fram á listum mætta, geti því verið nótur fyrir akstur með Margréti. Þá hafi mætti einnig ekið með börn þeirra hjóna, í eitt eða tvö skipti og þá einnig gefið nótu fyrir akstrinum. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Óli Ómar Ólafsson, bifreiðarstjóri. Hann skýrði svo frá að ef hann þurfi að breyta upphæð á nótu, skrifi hann alltaf nýja nótu, og mætti muni ekki eftir undantekningum frá því. Hins vegar gæti það komið fyrir að mætti hafi breytt dagsetningu með því að skrifa ofan í fyrri dagsetningu, en mætti geri lítið af því að ruglast á dagsetningum. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Guðlaugur S. Helgason, bifreiðar- stjóri. Hann skýrði svo frá að ef hann þurfi að breyta dagsetningu á nótu, þannig að af verði mikið krot, skrifi hann heldur nýja. Ennfremur sagðist hann setja sérstaka skýringu á nótuna, ef hann þyrfti að breyta upphæð. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Jón Hákonarson, bifreiðarstjóri. Hann skýrði svo frá að nótu, sem hann gaf út 7. febrúar 1981, hefði verið breytt úr kr. 35; í kr. 135; enda væri það óvanalega hátt akstursgjald, miðað við venjulegan snatttúr um bæinn. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Oddur Vilhelm Guðmundsson, bifreiðarstjóri. Mætta er sýnd nóta, dags. 17.09.1981, að upphæð kr. 139; Mætti telur að hann hafi skrifað allt á þessari nótu, annað en tölustafinn | í upphæðinni. Mætti kannast alls ekki við þann staf og man ekki til þess að hann hafi nokkurn tíma skrifað þennan tölustaf á þennan hátt, þ.e. að hafa hann tvö- faldan. Til samanburðar bendir mætti á sömu tölustafi í dagsetningunni. Þá segir mætti að þessi tölustafur sé of framarlega á punktalínunni til að mætti geti hafa skrifað hann. Einnig bendir mætti á það að þetta sé ansi langur túr, þar sem startgjaldið á þessum tíma muni hafa verið um eða rúmlega 20; kr. Því hafi þessi nóta verið hækkuð um 100; eftir að mætti skrifaði hana og lét frá sér. Mætti er spurður um möguleikann á því að þarna sé um viðbótarakstur að ræða. Mætti segir að ef til komi viðbótarakstur eftir að hann hafi skrifað nótuna, þá skrifi hann alltaf nýja nótu, enda hafi fyrri nótunni trúlega verið fleygt, þegar ákveðið var að aka áfram. Þá bendir mætti á það að þessi viðbót, sé líklega nálægt klukkustundarakstri, sem er allt annað en skrepp á milli húsa og slíkur akstur sé ekki neitt sem menn gleymi þangað til búið er að skrifa nótu. Hinn 29. nóvember kom fyrir dóminn sem vitni Daníel Halldórsson bif- reiðarstjóri. Hann skýrði svo frá að hann teldi nótu frá 21. október 1981 að fjárhæð kr. 305 145,00 óbreytta, en fjárhæðina óeðlilega háa, þar sem startgjald hafi verið aðeins kr. 22,00 að hann teldi. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Kristján Jökull Pétursson, bifreið- arstjóri. Hann skýrði svo frá að hann teldi nótu frá 21. mars 1981, að fjárhæð kr. 131; vera óbreytta. Aðspurður kvað hann startgjald í dag vera kr. 115; og meðaltúr að degi kr. 150,00 til 170,00. Á kvöldin bættust 35% ofan á. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Gunnar Bergmann Þorbergsson, bifreiðarstjóri. Hann kvaðst hafa ekið ákærða nokkrum sinnum, m.a. einu sinni til Hafnarfjarðar, sennilega að degi til, en annars hefði hann ekið ákærða bæði að degi til og kvöldi til. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Erlendur Jónsson, bifreiðarstjóri. Hann skýrði svo frá að hann teldi nótu frá 1. febrúar 1981, að fjárhæð kr. 145,00 vera óbreytta, en hún væri fremur há, sama fjárhæð og stystu túrar kostuðu í dag. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Gísli Snorrason, bifreiðarstjóri. Hann skýrði svo frá að hann væri óviss um hvort nótu frá 20. febrúar 1981 að fjárhæð kr. 140,00 hefði verið breytt, en hann teldi kr. 40,00 senni- legri fjárhæð fyrir túr á þessum tíma en kr. 140,00. Sama dag kom fyrir dóminn sem vitni Hallgrímur Heiðar Steingrímsson, bifreiðarstjóri. Hann skýrði svo frá að hann væri óviss um hvort nóta frá 4. mars 1981, að fjárhæð kr. 178,00 hefði verið breytt, en teldi upphæðina fremur háa. Hinn 13. desember 1985 kom fyrir dóminn sem vitni Geir Sigurðsson, bifreiðarstjóri. Hann skýrði svo frá að nóta frá 21. október 1981 að fjárhæð kr. 133,00 væri óbreytt og hann teldi fjárhæðina ekki óeðlilega háa. Ríkisendurskoðun gerði athugun á fylgiskjölum fræðsluskrifstofunnar og sendi það Rannsóknarlögreglu ríkisins með svohljóðandi bréfi, dags. 7. október 1982, undirrituðu af G. Magnússyni og Sveini Arasyni. „Ríkisendurskoðunin hefur lokið athugun á fylgiskjölum fræðsluskrif- stofu Vestfjarðaumdæmis fyrir tímabilið október 1976 til ágúst 1982 með tilliti til meintra breytinga á upphæðum reikninga og kvittana. Hjálagt fylgir yfirlit yfir breytingar hvers árs ásamt heildaryfirliti. Samkvæmt heildaryfirliti nema meintar breytingar alls kr. 41.358,25. Tekið skal fram að víða gætir óvissu um hvort breytingar hafi átt sér stað og/eða hversu miklar þær eru“ Hinn 29. mars 1985 kom fyrir dóminn sem vitni Sveinn Arason, deildar- stjóri í ríkisendurskoðun. Hann skýrði svo frá að í fyrstu hafi verið farið yfir bókhald og fylgiskjöl 20 306 fræðsluskrifstofu Vestfjarðaumdæmis á sama hátt og annarra fræðsluskrif- stofa. Mætti segir að ákærði hafi í gegnum árin afhent ríkisendurskoðun fylgi- skjölin, sem mætti hafi yfirfarið. Fylgiskjölin hafi verið flokkuð niður eftir því hvað verið var að kaupa svo sem burðargjöld sér og svo framvegis. Fylgiskjöl- unum hafi fylgt ársyfirlit. Hver bunki hafi verið lagður saman af ákærða með strimli og samanlögð niðurstöðutala færð inn á ársyfirlitið. Mætti segist hafa stemmt fylgiskjölin saman við reikningsstrimlana og uppgjörið. Mætti segist hafa verið í júní 1982 að skoða gögn fræðsluskrifstofunnar fyrir árið 1981 og gert venjulegan samanburð. Þá hafi mætti hnotið um einn eða tvo reikninga sem skrifað hafi verið ofan í upphæðir á. Þetta hafi leitt til þess að mætti hafi farið að skoða betur fylgiskjölin. Mætti hafi á þessum tíma ekki haft nema gögn ársins 1981, en haft aðgang að fyrstu mánuðum ársins 1982 hjá ríkis- bókhaldi. Mætti segist síðan hafa fengið gögn ársins 1982 hjá ríkisbókhaldinu. Við frekari athugun mætta hafi hann séð fleiri tilvik þar sem reikningar virðist hafa verið hækkaðir upp með því að breyta upphæð þeirra, en mætti segir að sér hafi virst sem reikningunum hafi ávallt verið breytt til hækkunar. Mætti segir að í framhaldi af þessu hafi Maríu Bergmann, skriftarsérfræð- ingi, verið afhentir reikningar til skoðunar, en álit hennar hafi komið fljótlega og var á þann veg að reikningum hafi verið breytt til hækkunar. Þá hafi ákærði verið látinn afhenda ríkisendurskoðun eldri bókhaldsgögn, þ.e. frá upphafi sem var frá árinu 1976. Mætti segir að ákærði hafi ekki gert sjóðbók fyrr en á árinu 1982, en það ár hafi sá háttur verið hafður á að mánaðarleg skil þurfi að gera til ríkisbók- halds með sjóðbók og fylgiskjölum. Mætti segist hafa verið einn við ofangreinda endurskoðun á bókhaldi og fylgiskjölum fræðsluskrifstofu Vestfjarðaumdæmis. Hinn 29. mars 1985 kom fyrir dóminn sem vitni Knútur Þorsteinsson, fyrr- verandi fulltrúi í menntamálaráðuneytinu. Aðspurður kveðst mætti hafa fært ársreikninga fyrir fræðslustjóraembætt- ið á Vestfjörðum á árunum 1976, 1977, 1978 og 1979, eða þar til ríkisbókhald tók við bókhaldinu. Aðspurður kvaðst mætti hafa haft undir höndum bókhaldsgögn þar á meðal nótur fyrir leigubifreiðarakstur, póstkostnað og ritfangakaup. Gögnin hafi verið geymd á skrifstofu mætta í möppum þeim sem þau komi í frá fræðslustjóraembættinu til ráðuneytisins. Mætti kvaðst hafa lesið saman reikningsstrimla sem fylgdu nótum og nót- urnar. Mætti kvaðst ekki hafa átt neitt við nóturnar og þær hefðu farið frá sér óbreyttar frá því sem þær voru er þær bárust honum. Mætti kvað nóturnar hafa borist beint úr pósti til sín og verið bókaðar óbreyttar. Í álitsgerð Maríu Bergmann, rithandarsérfræðings, sem er dagsett 5. júlí 307 1982 segir m.a.: „Samkvæmt beiðni ríkisendurskoðanda hef ég rannsakað eftirtalda reikninga, nótur og kvittanir: Kvittanir fyrir burðargjöldum 1981 nr.: 1-94 og 96-140. Akstursnótur 1981 nr.: 1-63. Kvittanir fyrir burðargjöldum 1982 nr.: 1-25 og 27-47. Akstursnótur 1982 nr. 1-11. Ýmsa reikninga 1982 nr. 1-8. A Að lokinni rannsókn á ofantöldum pappírum er álit mitt svohljóðandi: „Augljóst er að á fjölmörgum ofannefndra pappíra hafa verið gerðar breyt- ingar á tölum. Ýmist hefur upphæðum verið breytt með því að bæta tölu- stöfum framan við upphaflega ritaða tölu eða að bætt hefur verið við tölu- stöfum á milli talna. Einnig hefur verið ritað ofan í tölur. Við þessar breytingar hafa upphæðir hækkað. Sjá meðfylgjandi skrár 1-5. Á meðfylgjandi skrám hef ég eingöngu talið upp þær breytingar sem aug- ljósastar eru. Á öðrum stöðum er um að ræða ofaníritun þar sem vafasamt er að fullyrða um hvaða tölum hefur verið breytt eða að líkur eru fyrir því að bætt hafi verið við tölum. (Sjá viðauka við skrá á akstursnótum 1981). Nokkrir pappíranna eru án breytinga“ Rannsókn á verulegum hluta þeirra kvittana sem ákært er fyrir fölsun á fór fram hjá tæknideild Rannsóknarlögreglu ríkisins. Rannsóknina annaðist Ragnar Vignir, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meginniðurstaða þeirrar rannsóknar er sú að nótum hafi verið breytt til hækkunar eins og í ákæru greinir. Efnislegar niðurstöður yfirheyrslna yfir útgefendum þeirra skjala, sem í ákæru greinir og ætlað er að ákærði hafi breytt tölulega til hækkunar, eru eftirfarandi: Um er að ræða 316 skjöl alls, þ.e. einritaðar kvittanir, sem skipast í 236 burðargjaldskvittanir, 75 kvittanir fyrir akstur með leigubílum og 5 staðgreiðslukvittanir fyrir ýmsar rekstrarvörur. Útgefendur 203 burðargjaldskvittananna hafa verið yfirheyrðir fyrir dómi. Í framburði sínum hafa þeir fullyrt að 172 kvittunum hafi verið breytt til hækkunar og ber saman við niðurstöðu tæknirannsóknar Rannsóknar- lögreglu ríkisins á nótunum. Varðandi 29 nótur eru þeir óvissir um hvort breytingar hafi verið gerðar, þótt í flestum tilfellum telji þeir að skrifað hafi verið ofan í tölur. Útgefendur 2 kvittana telja þær tölulega óbreyttar. Útgefendur 36 akstursnótna hafa verið yfirheyrðir fyrir dómi. Þeir hafa borið að 16 nótum hafi verið breytt til hækkunar, að þeir geti ekkert fullyrt um 14 nótur, en fullyrða að 10 nótur séu óbreyttar tölulega frá þeirra hendi. Útgefandi 1 staðgreiðslunótu vegna vörukaupa hefur verið yfirheyrður fyrir dómi. Hann gat ekkert fullyrt um hvort nótunni hefði verið breytt. 308 Niðurstaða: Játning ákærða liggur hvorki fyrir um fjárdrátt úr sjóði fræðslustjóra- embættisins á Vestfjörðum né fölsun á kvittunum til að leyna honum. En í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu hinn 31. ágúst 1982 kvað ákærði oft hafa komið fyrir að burðargjaldsnótum hefði verið breytt, þegar hann hafi ákveðið að kaupa fleiri frímerki eftir að nóta hefði verið skrifuð. Þessar breytingar hafi verið gerðar ýmist af póstafgreiðslumönnum eða honum sjálfum og þá með hans penna. Nótum fyrir akstur með leigubílum hafi verið breytt á sama hátt, ef ákærði hafi ákveðið að aka lengra eftir að nóta hafi verið skrifuð. Sama gæti hafa átt sér stað t.d. við kaup á ritföngum. Þessar breytingar hafi þó ekki verið í hagnaðarskyni. Sú skýring ákærða, að útgefendur hafi breytt nótum, fær ekki staðist þegar virtur er nánast samhljóða framburður útgefendanna um að slíkar breytingar geri þeir ekki. Í yfirheyrslum síðar hefur ákærði neitað að hafa nokkurn tíma breytt nótu, en þegar víst er að ákærði reyndi í þessari fyrstu yfirheyrslu að gefa sennilega skýringu á breytingunum, sem fær að vísu ekki staðist að öllu leyti, verður að telja að hann hafi viðurkennt að hafa bæði vitað af breytingum á nótunum og að hann hafi að einhverju leyti gert þær sjálfur. Þá hefur framburður ákærða, nema í þessari fyrstu yfirheyrslu, einkennst af undanbrögðum frá að svara efnislega spurningum. Telja verður nægilega útilokað að aðrir en ákærði hafi falsað kvittanirnar, þegar tekið er tillit til þess að hann hafði þær í sínum vörslum, allt þar til árs- uppgjör var gert, að aðrir höfðu ekki aðgang að þeim allan tímann en hann og eiginkona hans fyrrverandi, viðurkenningar ákærða á að hann hafi breytt nótum þegar um viðbótarútgjöld hafi verið að ræða og að telja verður útilokað annað en að ákærði hafi haft vitneskju um breytingar á nótunum, þegar hann tók saman ársuppgjör. Bæði eru breytingarnar oft mjög augljósar og hækkun á fjárhæðum mikil og fyrir liggur fyrrgreind viðurkenning ákærða á að hann hafi breytt nótum. Á kærði hélt ekki bókhald fyrir fræðslustjóraembættið eins og honum bar. Hann hélt ekki aðskildum fjárhag embættisins og sínum eigin, heldur bland- aði fjármununum saman. Fyrir ársuppgjör fékk hann peninganotkun embættisins uppgefna hjá ríkisbókhaldi. Við mat á sönnun þess að kvittanir þær, sem ákært er fyrir fölsun á, hafi verið breytt þykja niðurstöður rannsókna tæknideildar Rannsóknarlögreglu ríkisins og Maríu Bergmann, rithandarsérfræðings verða lagðar til grund- vallar. Þeim ber í öllum meginatriðum saman við framburð þeirra útgefenda kvittananna, sem yfirheyrðir hafa verið. En í þeim tilfellum, sem engin sér- fræðirannsókn hefur farið fram, verður að telja fölsun ósannaða. Í þeim til- fellum, sem útgefendur fullyrða að fjárhæð kvittunar sé óbreytt frá þeirra hendi, verður ekki talin fengin lögfull sönnun fyrir fölsun, þrátt fyrir aðra 309 niðurstöðu sérfræðirannsóknar. Því telst sannað að kvittanir hafi verið falsaðar eins og í ákæru greinir með eftirtöldum undantekningum: Varðandi burðargjaldskvittun nr. 2 frá 1976 verður lögð til grundvallar niðurstaða Rannsóknarlögreglu ríkisins um að henni hafi verið breytt úr gkr. 180, í stað gkr. 80. Á sama hátt telst sannað að burðargjaldskvittun nr. 21 frá 1977 hafi verið breytt úr gkr. 300; í stað gkr. 200; Gegn framburði útgefanda telst ósannað að burðargjaldsnótur nr. 9 og 134 frá 1981 og akstursnótur nr. 16, 25, 28, 37, 40, 43, 47, 48, S1 og 54 hafi verið falsaðar. Þar sem ekki hefur farið fram sérfræðirannsókn á burðargjaldsnótum nr. 31, 35 og 46 frá 1981, akstur- snótum nr. 62 frá 1981 og nr. 15 frá 1982 telst ósannað að þær hafi verið falsaðar. Ber því að sýkna ákærða af þessum liðum ákærunnar. Þegar sakargögn öll eru virt og metin, verður að telja nægilega sannað, að ákærði hafi á árunum 1976 til 1982 dregið sér samtals kr. 39.558,25 úr sjóði Fræðsluskrifstofu Vestfjarðaumdæmis og leynt fjárdrættinum með því að falsa kvittanir yfir rekstrargjöld og leggja þær þannig breyttar til grundvallar reikningsskilum ár hvert. Með þessu hefur ákærði gerst brotlegur gegn 1. mgr. 155. gr. og 1. mgr. 247. gr. sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo sem í ákæru greinir. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á brot það, sem hér um ræðir, en við ákvörðun refsingar ber að líta til þess, að ákærði gegndi opinberu starfi og hefur ekki að neinu leyti greitt tjón af broti sínu. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í S mánuði. Menntamálaráðuneytið hefur í samráði við fjármálaráðuneytið eins og fyrr greinir gert bótakröfu fyrir hönd ríkissjóðs þess efnis að ákærða verði gert að greiða hina fjárdregnu upphæð, auk vaxta. Þykir mega taka kröfuna til greina að því marki sem fjárdrátturinn er sannaður en vextir skulu þó aðeins reiknaðir á fjárdregna fjárhæð hvert ár frá lokum þess. Ber því að dæma ákærða til að greiða menntamálaráðu- neytinu f.h. ríkissjóðs kr. 39.558,25, með vöxtum eins og í dómsorði greinir. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 50.000,00 og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 65.000,00. Dóm þennan kvað upp Guðgeir Eyjólfsson, fulltrúi bæjarfógeta í Kópa- vogi, sem fékk mál þetta til meðferðar hinn 15. febrúar 1985. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Kristján Guðmundur Sigurðsson, sæti fangelsi í 5 mánuði. Ákærði greiði menntamálaráðuneytinu f.h. ríkissjóðs kr. 39.558,25 auk 13% ársvaxta af kr. 40, frá 1. janúar 1977 til 21. nóvember 1977, 16% ársvexti frá þeim degi til 1. janúar 1978, af kr. 438,50 frá þeim 310 degi til 21. febrúar 1978, 19% ársvexti frá þeim degi til 1. janúar 1979, af kr. 1.519,85 frá þeim degi til 1. júní 1979, 22% ársvexti frá þeim degi til 1. september 1979, 319 ársvexti frá þeim degi til 1. janúar 1980, af kr. 2.304,65 frá þeim degi til 1. júní 1980, 35% ársvexti frá þeim degi til 1. janúar 1981, af kr. 9.152,15 frá þeim degi til 1. júní 1981, 34% ársvexti frá þeim degi til 1. janúar 1982, af kr. 30.035,25 frá þeim degi til 1. nóvember 1982, 4200 ársvexti frá þeim degi til 1. janúar 1983 af kr. 39.588,25 frá þeim degi til 21. september 1983, 35% ársvexti frá þeim degi til 21. október 1983, 320 ársvexti frá þeim degi til 21. nóvember 1983, 27% ársvexti frá þeim degi til 21. desember 1983, 21,5% ársvexti frá þeim degi til21. janúar 1984, 15% ársvexti frá þeim degi til 11. ágúst 1984, 17% árs- vexti frá þeim degi til 1. janúar 1985, 24% ársvexti frá þeim degi til 11. maí 1985 og 22% ársvexti frá þeim degi til uppsögu dóms þessa og dóm- vexti frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 50.000,00 og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, kr. 65.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Fimmtudaginn 26. febrúar 1987. Nr. 198/1986. Helgi Reynir Björgvinsson og Hanna Níelsdóttir (Baldur Guðlaugsson hrl.) gegn Gylfa Sigurgeirssyni (Jón Oddsson hrl.) Fasteignakaup. Verðtrygging. Vísitölutryggð veðskuldabrét. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. 31 Áfrýjendur skutu málinu upphaflega til Hæstaréttar með stefnu 12. desember 1985 að fengnu áfrýjunarleyfi 10. s.m. samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Með dómi 24. júní 1986 var máli þessu vísað frá Hæstarétti. Áfrýjendur áfrýjuðu að nýju til Hæstaréttar með stefnu 27. s.m. samkvæmt heimild í 36. gr. laga nr. 75/1973. Þeir krefjast sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst saðfestingar héraðsdóms og að áfrýjendur verði dæmdir in solidum til greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Veðskuldabréf þau, er skuldirnar byggjast á eða eftirrit þeirra, hafa ekki verið lögð fram í málinu. En málsaðiljar hafa lýst yfir því, að ekki sé ágreiningur um tölulegan útreikning dómkröfunnar eða um vaxtakröfuna. Með kaupsamningnum 6. maí 1980 tók stefndi að sér að greiða áhvílandi veðskuldir á 1. veðrétti hinnar seldu eignar við Veðdeild Landsbanka Íslands að eftirstöðvum 22.260,79 krónur. Er þar miðað við fjárhæð veðskuldabréfanna án álags vegna verðbótaákvæða þeirra. Í málinu er vottorð Landsbanka Íslands þess efnis, að í maí 1980 hafi eftirstöðvar þeirra að meðtöldum verðbótum numið 44.642,34 krónum. Mismunurinn er fjárhæð dómkröfunnar 22.381,55 krónur. Ekki er sannað að stefndi hafi, er kaupin gerðust, tekið að sér greiðslu hærri fjárhæðar en í samningnum greinir. Upp- lýst er í málinu að greiðslu verðbótafjárhæðarinnar bar á góma við útgáfu afsalsins. Þrátt fyrir framangreint er ekki getið í afsalinu fjárhæða veðskuldanna eða þess að stefndi hafi tekist á hendur greiðslu verðbótaálagsins. Var það þó nauðsynlegt, eins og á stóð, ef breyta átti efnislega ákvæðum kaupsamningsins, að sú breyting kæmi fram skýrum orðum Í afsali. Þá verður ekki af málflutningi aðilja ráðið hvaða ástæða gat til þess legið, að stefndi tæki á sig auknar skuldbindingar með afsalinu að þessu leyti. Þótt ekki sé sannað að stefndi hafi gert sérstakan fyrirvara við ákvæði afsalsins um yfirtöku veðskuldanna þykir það eftir öllum málavöxtum ekki eiga að leiða til þess að hann glati kröfunni. Með vísan til framangreindrar athugasemdar og forsendna héraðs- dóms að öðru leyti á hann að vera Óraskaður. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði. 312 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjendur, Helgi Reynir Björgvinsson og Hanna Níelsdóttir, greiði stefnda, Gylfa Sigurgeirssyni, in solidum 20.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara. Í kaupsamningi aðilja var svofellt ákvæði: „Kaupandi tekur að sér að greiða eftirtaldar áhvílandi veðskuldir: a) á 1. veðr. til Veðdeildar Landsb. Ísl. skv. 3 veðbréfum út- gefnum 23.8. '76, 3.3. 77 og 1.9. "77 nú að eftirstöðvum (vísitölutr.) kr. 2.226.079;% Ákvæði þetta er eðlilegt að skilja svo að hin tilgreinda fjárhæð sé grunnupphæð sem greiða eigi með vísitöluálagi. Veðskuldabréf þau, sem um er að ræða eða eftirrit þeirra, liggja ekki frammi í málinu. Verður því ekki séð hvort þau hafi haft að geyma ákvæði um að vísitöluhækkun ætti að koma á höfuðstól skuldarinnar eða einstakar afborganir þegar þær féllu í gjalddaga. Stefndi greiddi afborganir af skuldabréfunum að því er ætla verður fyrstu daga maímánaðar 1981. Honum varð þá ljóst af greiðslukvittunum að eftirstöðvar lánanna voru aðrar og hærri en sú fjárhæð sem í kaup- samningi greindi ef vísitöluálag var reiknað á þær og ráðgaðist strax við endurskoðanda sinn að eigin sögn. Eigi að síður tók stefndi við afsali fyrir hinni seldu íbúð úr hendi áfrýjenda hinn 16. júlí 1981 án þess að gera nokkurn fyrirvara um kröfugerð á hendur þeim vegna rangrar tilgreiningar á fjárhæð veð- skulda í kaupsamningi. Var þó í afsalinu tekið fram að áfrýjandi hefði tekið að sér lán „á 1. veðrétti til Veðd. L.Í. skv. 3 veðbr.útg. 23/8 1976, 3/3 og 1/9 1977 (vísit. tr)“ Samtímis undirritaði hann og uppgjör um skiptingu fasteignagjalda og vaxta vegna hinnar seldu íbúðar, einnig án fyrirvara. Þegar framangreint er virt, og þess ennfremur gætt að stefndi hófst ekki handa um kröfugerð á hendur áfrýjendum svo að séð verði fyrr en í byrjun febrúar 1982, tel ég að sýkna beri áfrýjendur 313 af kröfum hans í málinu og dæma hann til að greiða þeim samtals 40.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Kópavogs 2. júlí 1985. Mál þetta, sem dómtekið var 26. f.m. að loknum munnlegum málflutn- ingi, er höfðað hér fyrir bæjarþinginu af Gylfa Sigurgeirssyni skrifstofu- manni, nnr. 2649-1568, Álfhólsvegi 149 í Kópavogi á hendur hjónunum Helga Reyni Björgvinssyni leirkerasmið, nnr. 3954-6396, og Hönnu Niíels- dóttur skrifstofumanni, nnr. 3707-8298, Hólabergi 80 í Reykjavík. Stefnandi gerir þær dómkröfur að báðum stefndu verði gert in solidum að greiða honum skuld að fjárhæð kr. 29.907,66 með 4600 ársvöxtum frá 1. október 1980 til 1. mars 1981, en 39% ársvöxtum frá þeim degi til stefnu- birtingardags, en hæstu lögleyfðu dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, svo og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu, skv. gjaldskrá LMFÍ, að mati dómsins. Til vara, að stefndu verði gert in solidum að greiða stefnanda kr. 22.381,55 með 4690 ársvöxtum frá 1. október 1980 til 1. mars 1981, en 3900 ársvöxtum frá þeim degi til stefnubirtingardags, en hæstu lögleyfðu dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, svo og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu skv. gjaldskrá LMFÍ, að mati dómsins. Af hálfu stefndu er krafist sýknu af stefnukröfum og málskostnaðar að mati dómsins. Samkvæmt fyrirliggjandi skjölum og gögnum eru helstu málsatvik þau, að á grundvelli kauptilboðs stefnanda í maíbyrjun 1980 seldu stefndu honum 2ja herbergja íbúð sína á 1. hæð hússins nr. 149 við Álfhólsveg í Kópavogi fyrir gkr. 27.000.000; Voru kaupin gerð fyrir milligöngu Fast- eignasölu Kópavogs og var kaupsamningur undirritaður á skrifstofu hennar hinn 6. maí 1980. Í samningnum segir svo um kaupverðið og greiðslu þess: „Kaupverð er umsamið kr. 27.000.000,00 —Tuttugu og sjö milljónir 00/100— og greiðist það svo sem hér segir: 1. Við undirritun kaupsamnings þessa kr. 3.000.000,00 2. Hinn 15.07. 1980 kr. #7.000.000,00 3. Hinn 15.10. 1980 kr. # 2.000.000,00 4. Hinn 01.12. 1980 kr. 1.000.000,00 5. Hinn 1$.02. 1981 kr. 4.000.000,00 6. Hinn 15.03. 1981 kr. 2.700.000,00 7. Hinn 15.07. 1981 kr. 2.000.000,00 8. Við úthlutun G-láns, þó eigi síðar en 01.03. 1981 kr. 3.073.921,00 314 9. Kaupandi tekur að sér að greiða eftirtaldar áhvílandi veðskuldir a) á 1. veðr. til Veðdeildar Landsb. Ísl. skv. 3 veðbréfum, útg. 23.8. '76, 3.3. 77 og 1.9. '77 nú að €ftirstöðvum (vísitölutr.) kr. 2.226.079,00 Samtals kr. 27.000.000,00% Stefnandi tók við íbúðinni á umsömdum tíma hinn 1. október 1980. Afsal var gefið út hinn 16. júlí 1981 og þá jafnframt gerðar upp greiðslur vaxta- og fasteignagjalda. Stefnandi hafði nokkru áður greitt af áhvílandi lánum í Veð- deild Landsbanka Íslands og þá veitt því eftirtekt, að skráðar eftirstöðvar veðdeildarlánanna með vísitölu voru u.þ.b. kr. 61.000,00 þótt í kaupsamningi væru þær tilgreindar 22.260,79 nýkrónur. Stefnandi hafði greiðslukvittanirnar meðferðis við afsalsgerðina og kveðst hafa borið fram mótmæli út af þessu, en ekki gert sér grein fyrir réttarstöðu sinni og því viljað leita sér álits og ráð- legginga sérfróðra manna. Því er andmælt af hálfu stefndu að stefnandi hafi nokkur mótmæli borið fram við afsalsgerðina, heldur þvert á móti virst sætta sig fyllilega við yfirtöku veðdeildarlánanna með vísitöluálaginu. Í yfirheyrslum voru aðilar á einu máli um það að ekki hefði neitt verið um það fjallað milli þeirra við kaupin, hvernig farið væri um eftirstöðvar veð- deildarlánsins þ.e. hvort tilgreind fjárhæð væri með eða án vísitöluálags. Stefnandi kveðst hafa gert sitt tilboð með það í huga að kaupa íbúðina á gkr. 27.000.000; en hún hefði verið boðin til sölu á gkr. 30.000.000,00 í auglýsingum. Hann hefði treyst því sem fasteignasalinn Guðmundur Þórðarson hefði upplýst sig um eftirstöðvar áhvílandi veðskulda, að þær væru gkr. 2.226.079; Annars hefði hann verið að kaupa íbúðina á nær 30 milljónir en ekki 27. Guðmundur Þórðarson héraðsdómslögmaður, sem var annar eigenda Fasteignasölu Kópavogs á umræddum tíma og annaðist söluna, hefur borið vitni í málinu. Guðmundur segir að á þessum tíma hafi það ekki tíðkast í fasteignaviðskiptum að tilgreina eftirstöðvar veðdeildarlána með upp- reiknuðu vísitöluálagi heldur hefði grunnupphæðin verið látin nægja. Það hefði verið verklagsregla hjá sér að útskýra þetta fyrir öllum hugsanlegum kaupendum og á þann hátt að kaupanda bæri að taka við þessum veð- skuldum með áföllnu vísitöluálagi. Aðspurður kveðst Guðmundur ekki muna það, hvort hann hafi sérstaklega útskýrt þetta fyrir stefnanda, enda langt um liðið. Félagi sinn, Guðmundur Jónsson lögfræðingur, hafi gengið frá kaupsamningi, en hann muni eftir því að hafa gengið frá afsalinu. Þá hafi legið fyrir kvittanir í fórum stefnanda vegna greiðslu af veðdeildarlán- unum og þar komið fram hverjar eftirstöðvarnar voru með vísitöluálaginu. 315 Hafi eigi annað virst en að stefnandi sætti sig við það. Því hafi það komið sér á óvart er stefnandi höfðaði mál þetta. Stefnandi rökstyður aðaldómkröfu sína með því, að í kaupsamningi hafi verið settar rangar upplýsingar um eftirstöðvar þeirra veðskulda sem hann skyldi taka við. Þær hafi í raun numið samtals kr. $2.168,45 hinn 1. október 1981, er uppgjör vaxta hafi farið fram, en ekki kr. 22.260,79 svo sem reiknað hafi verið með í kaupsamningi. Þar af leiðandi hafi hann ofgreitt til selj- anda kr. 29.907,66. Hann hafi verið í góðri trú um að upplýsingar um stöðu áhvilandi lána væru réttar, enda forsenda af sinni hálfu fyrir kaupunum að kaupverðið væri gkr. 27.000.000,00, en ekki önnur og mun hærri upp- hæð. Hann kveðst hafa borið fram mótmæli við afsalsgerðina vegna upplýs- inga um stöðu veðdeildarlánanna, en þar sem hann hafi ekki verið viss um rétt sinn hafi hann ekki borið fram ákveðnar kröfur. Því sé fjarri lagi að hann hafi sýnt af sér tómlæti. Varakrafa stefnanda er byggð á því að eftirstöðvar veðdeildarlánanna hafi numið kr. 44.645,34 í maí 1980, er kaupsamingur hafi verið gerður. Samkvæmt því hafi hann ofgreitt kr. 22.381,55, verði miðað við það tíma- mark. Stefndu rökstyðja sýknukröfu sína með því að á þeim tíma er kaupsamn- ingurinn hafi verið gerður hafi það ekki tíðkast í fasteignaviðskiptum að uppreikna yfirteknar veðskuldir með áföllnum verðbótum, heldur hafi kaupendur yfirleitt yfirtekið slíkar veðskuldir á grunnverði. Það hefði hins vegar komið skýrt fram í viðræðum stefnanda og fasteignasalans Guð- mundar Þórðarsonar að uppgefnar eftirstöðvar væru án áfallinnar vísitölu og að stefnanda sem kaupanda bæri að standa straum af vísitöluálaginu að auki. Við útgáfu afsals hafi það ótvírætt legið fyrir hvernig farið var um eftir- stöðvar greindra veðskulda. Stefnandi hafi þá í engu hreyft athugasemdum eða mótmælum út af þessu atriði. Það sé því ljóst að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti og í öllu falli firrt sig öllum hugsanlegum rétti til endur- greiðslna með aðgerðarleysi, þar sem hann hafi fyrst gert kröfur sínar tæpum tveimur árum eftir gerð kaupsamningsins. Þá er á það bent, að stefnandi hafi sjálfur eigi greitt nema brot af þeirri fjárhæð sem hann krefjist endurgreiðslu á. Stefndu mótmæla vaxtakröfu stefnanda sem of hárri. Forsendur og niðurstaða. Eins og að framan greinir segir stefnandi það hafa verið meginforsendu sína fyrir kaupunum að kaupverðið væri í raun gkr. 27.000.000,00. Því er ómótmælt, sem hann segir, að íbúðin hafi verið auglýst á gkr. 30.000.000,00. 316 Stefndu bera bæði að umsamið kaupverð hafi verið eðlilegt og sanngjarnt með tilliti til þess hvernig það greiddist. Stefndu hafa ekki fært fram sönnur fyrir því að það hafi verið viðtekin við- skiptavenja í fasteignakaupum vorið 1982 að kaupendur bæru einir áfallið vísi- töluálag veðdeildarlána þótt einungis höfuðstóll án vísitöluálags væri tilgreindur í kaupsamningi. Eigi heldur að fasteignasalinn hafi útskýrt þetta atriði á ofan- greindán veg fyrir stefnanda við kaupin. Verður því við það að miða, að umsamið kaupverð hafi verið gkr. 27.000.000,00 og ekkert af neinu tagi þar fram yfir, enda gefur orðalag í kaupsamningi enga stoð ályktun um annað. Þar sem höfuðstóll eftirstöðva veðdeildarlánanna var tilgreindur í kaup- samningi án vísitöluálags leiddi það til þess að stefnandi greiddi til stefndu of mikið sem nam áföllnu vísitöluálagi á kaupdegi, en eftir atvikum hér þykir eðlilegt við það að miða að stefnandi sem kaupandi stæði straum af vísitölu- tryggingunni frá þeim tíma. Við útgáfu afsals í júlí 1981 var stefnanda ljóst að áfallið vísitöluálag var þá orðið u.þ.b. kr. 40.000,00. Er ósannað, sem stefnandi heldur fram, að hann hafi borið fram kröfur eða gert athugasemdir út af þessu atriði. Þótt þessu sé á þennan veg farið og stefnandi hafi tekið við og undirritað afsal, verður eigi talið eins og mál þetta er vaxið að hann hafi við útgáfu afsalsins beint eða óbeint samþykkt viðtöku veðdeildarlánanna með öllu vísitöluálaginu. Þá þykir eigi heldur rétt að telja að stefnandi hafi firrt sig rétti til endurkröfu vegna aðgerðarleysis svo sem öllum atvikum er háttað. Samkvæmt því sem nú er rakið þykir stefnandi eiga rétt til endurgreiðslu upphæðar sem nemur áföllnu vísitöluálagi á kaupdegi, þ.e. kr. 22.381,55 með 37% ársvöxtum frá 1. júlí 1981 til stefnubirtingardags 5. mars 1982, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Er því aðalkröfu stefn- anda hafnað, en varakrafa hans tekin til greina að öðru leyti en tekur til vaxta og stefndu dæmd til greiðslu ofangreindrar fjárhæðar. Rétt þykir með tilvísun til 178. gr. laga nr. 85, 1936, að málskostnaður falli niður. Ólafur Stefán Sigurðsson dómari samkvæmt umboðsskrá kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Helgi Björgvinsson og Hanna Níelsdóttir, greiði stefnanda, Gylfa Sigurgeirssyni, in solidum kr. 22.381,55 með 37% ársvöxtum frá 1. júlí 1981 til 5. mars 1982, en með dómvöxtum sbr. 1. gr. laga nr. 56, 1979 frá þeim degi til greiðsludags — allt innan 15 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður falli niður. 317 Mánudaginn 2. mars 1987. Nr. 41/1987. Friðrik Jörgensen gegn Árna Vilhjálmssyni og Helga V. Jónssyni hrl. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Friðrik Jörgensen, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 800,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 2. mars 1987. Nr. 216/1986. Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Gunnlaugi Jóhanni Friðgeirssyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) Ávana- og fíkniefni. Eignarupptaka. Bifreiðar. Brot gegn umferðar- lögum. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Héraðsdómi var með áfrýjunarstefnu 12. júní 1986 skotið til Hæstaréttar samkvæmt 1. mgr. 1. tl. 175. gr. laga nr. 74/1974 og er dóminum af hálfu ákæruvalds áfrýjað til þyngingar. Sannað er að ákærði framdi brot þau sem hann er saksóttur fyrir, en brot það sem lýst er í III. ákærulið framdi hann að kvöldi 318 fimmtudagsins 23. maí 1983 en ekki föstudagsins 24. maí, svo sem mishermt er í ákæru. Brot þau sem um ræðir í ákæruliðum | og ll varða við þau ákvæði sem í ákæru greinir, þó svo að ákvæði 2. gr. sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 16/1986 koma nú í stað samsvarandi ákvæða í reglugerð nr. 390/1974. Brot það sem í III. lið greinir varðar við 27. gr. sbr. 81. gr. og 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 sbr. lög nr. 54/1976. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af 77. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1940 og af fyrra brotaferli ákærða hæfilega ákveðin fangelsi 2 ár og 6 mánuði en frá refsingu dragist 9 daga gæsluvarðhald ákærða. Í ákæru er krafa gerð um sviptingu ökuleyfis, en ákærði er eigi sakaður um brot sem varði slíkri sviptingu, auk þess sem ákærði hefur áður verið sviptur ökuleyfi ævilangt. Upptaka verður í þessu máli einungis dæmd að því marki sem krafist er í ákæru, þ.e. á 1018 skömmtum af lýsergíði. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Þá ber að dæma kærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar sakarinnar svo sem greint er í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Gunnlaugur Jóhann Friðgeirsson, sæti fangelsi 2 ár og 6 mánuði. Gæsluvarðhald ákærða í 9 daga komi refsingu til frádráttar. Upptækir skulu vera 1018 skammtar af lýsergíði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 20.000,00 krónur, og málsvarnar- laun verjanda ákærða, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæsta- réttarlögmanns, 20.000,00 krónur. Dómur sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 14. apríl 1986. Ár 1986, mánudaginn 14. apríl, var á dómþingi sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum, sem haldið var í húsakynnum dómsins af Guðmundi Benediktssyni ftr. kveðinn upp dómur í sakadómsmáli nr. 404/1986: Ákæruvaldið gegn Gunnlaugi Jóhanni Friðgeirssyni. 319 Málið, sem dómtekið var 4. apríl sl., er höfðað af hálfu ríkissaksóknara með ákæru útgefinni 30. desember 1985 á hendur Gunnlaugi Jóhanni Frið- geirssyni, fæddum 20. nóvember 1956, fyrir eftirgreind brot gegn löggjöf um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum: al; Um mánaðamót mars/apríl 1985 keypt 1600 skammta af LSD (pappír- smiða með lýsergíði) í Amsterdam og sent efnið hingað til lands í bréfapósti í því skyni að selja það. Ráðstafað óvissum hluta efnisins hér á landi og haft hluta þess í vörslum sínum svo sem hér greinir: 2 skammta sem fundust á ákærða við handtöku 17. apríl 1985 við Barónsstíg í Reykjavík, 760 skammta sem fundust við húsleit aðfaranótt 18. apríl 1985 að þáverandi heimili ákærða að Hverfisgötu 73, Reykjavík, og 156 skammta sem ákærði vísaði lögreglu á að Dunhaga 17 í Reykjavík þann 31. júlí 1985“ Í ákæruskjali er þessi háttsemi ákærða talin varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 64, 1974. „Í. Á tímabilinu frá febrúar fram í maí 1985 selt Jóni Steinari Jónssyni og Lindu Guðrúnu Lorange, Laugarásvegi 13, Reykjavík, samtals um 10 g af amfetamíni“ Í ákæruskjali er þessi háttsemi ákærða talin varða við 2. gr., sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982, sbr. lög nr. 13, 1985 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 390, 1974, sbr. auglýsingu nr. 293, 1978. „ll. Föstudagskvöldið 24. maí 1985 ekið bifreiðinni R-43941 um götur í Reykjavík sviptur ökuréttindum ævilangt, en lögreglan hafði afskipti af ákærða við Laugarásveg.“ Í ákæruskjali er þessi háttsemi talin varða við 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refs- ingar, til ökuleyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaganna, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á 1018 skömtum af LSD samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 390, 1974. Verjandi gerir þær dómkröfur að ákærði hljóti sem vægustu refsingu og að gæsluvarðhaldsvist hans undir rannsókn málsins komi til frádráttar væntanlegri fangelsisrefsingu. Þá krefst hann málsvarnarlauna sér til handa að mati réttarins. 320 Ákærði, sem er sakhæfur, hefur sætt eftirtöldum refsingum. 1972 28/6 í Kópavogi. Sátt: 400 kr. sekt fyrir brot g. 38. gr. umfi. 1972 24/11 í Kópavogi. Sátt: 2000 kr. sekt fyrir brot g. 48., 18., 38. og 49. gr. umfi. 1973 6/12 í Kópavogi. Sátt: 1500 kr. sekt fyrir brot á 1. og 2. mgr. 11. gr. og 1. mgr., sbr. 8. mgr. 27. gr. umfl. 1975 í Reykjavík. Uppvís að broti g. 244. gr. hgl. Ákæru frestað skil- orðsbundið í 2 ár frá 1.8. 1973. 1977 1/8 í Kópavogi. Sátt: 25.000 kr. sekt f. brot g. 2. sbr. 3. mgr. 25. gr. umfl. og 1. mgr. 24. gr. áfl. Sviptur ökuleyfi í 4 mán. frá 1.8. 1977. 1978 27/2 í Kópavogi. Sátt: 18.500 kr. sekt fyrir brot á 27. og 38. gr. umfi. 1978 12/9 í Keflavík. Dómur: Sakfelldur fyrir brot á 244. gr. hgl. Ákvörð- un um refsingu frestað skb. í 2 ár. 1980 19/6 í Reykjavík. Dómur: Sakfelldur f. brot g. 155. gr. hgl. Ákvörð- un um refsingu frestað skb. í 2 ár. 1981 21/4 í Kópavogi. Dómur: Sýknaður af ákæru f. brot g. 25. gr. umfl. og 24. gr. áfl. 1982 8/9 í Kópavogi. Sátt: 200 kr. sekt f. brot g. 4. og 5. gr, 2.mgr. 26., 49. og 50. gr. umfl. 1983 14/3 í Reykjavík. Ávana- og fíkn. Dómur: 70 daga varðhald og 7.000 kr. sekt f. brot g. 2. gr., sbr. $. og 6. gr. l. nr. 65, 1974, sbr. 1. nr. 60, 1980, sbr. nú 9. gr. l. nr. 75, 1982 og 2. sbr. 10. gr. rg. nr. 390, 1974. 1983 4/8 í Kópavogi. Dómur: 9.000 kr. sekt f. brot g. 2. sbr. 3. mgr. 25. gr. umfl. Sviptur ökuleyfi ævilangt frá 10/9 1982. 1985 13/9 í Reykjavík. Sátt: 12.000 kr. sekt f. brot g. 27. gr. umfl. 1985 18/10 í Reykjavík. Sátt: 6.000 kr. sekt f. brot g. 27. gr. umfi. 1985 12/11 í Reykjavík. Sátt: 9.000 kr. sekt f. brot g. 27. gr. umfi. (hegn- ingarauki). Málsatvik: Rannsóknarlögreglumenn í fíkniefnamálum í Reykjavík handtóku ákærða 17.4. 1985 vegna gruns um að hann stæði í fíkniefnaafbrotum, en áður höfðu þeir fylgst með ferðum hans. Við leit á ákærða fundust tveir ætlaðir skammtar af ofskynjunarefninu LSD (lýsergíð), sem hann kvaðst vera eig- heimili ákærða að Hverfisgötu 73, Reykjavík, sem hann heimilaði og var viðstaddur, benti hann á mikið magn af sama efni geymt í kæliskáp í íbúðinni. Reyndust skammtarnir vera 760 talsins, sem lagt var hald á auk hinna tveggja sem fundust á ákærða við handtöku. Einnig lagði lögreglan hald á tvær pípur notaðar til hassreykinga. 31 Í yfirheyrslu kvaðst ákærði hafa farið til Amsterdam í Hollandi í mars- mánuði 1985 ásamt Friðgeiri Bjarna Skarphéðinssyni, fæddum 24.7. 1960, og keypt þar 800 skammta af LSD af sér ókunnum manni í veitingahúsi þar í borg á 2 gyllini hvern skammt. Ekki kvað hann nefndan Friðgeir Bjarna hafa vitað um þessi fíkniefnakaup sín og hafi hann yfirleitt verið undir áhrifum áfengis dvalartíma þeirra í Amsterdam, að sögn ákærða. Ákærði kvaðst eftir kaupin hafa komið fíkniefnunum fyrir í tveimur umslögum, 400 skömmtum í hvort, og póstlagt ytra en stílað á tilbúin nöfn í ákveðnum fjölbýlishúsum hér á landi og sótt þau síðan í þessi fjölbýlishús eftir komu til landsins. Kvaðst hann hafa gefið vinum og kunningjum þá 38 skammta af efninu, sem upp á nefnda 800 skammta vantar, sjálfur neytt hálfan skammt (sic) og ætlað að selja afgang á kr. 500 hvern skammt. Hann gekk laus eftir yfirheyrsluna. Friðgeir Bjarni var ekki yfirheyrður. Sýni af þessu ætlaða LSD (lýsergíði) var sent Rannsóknastofu í lyfjafræði við Háskóla Íslands og segir í niðurstöðu sem barst 19.7. 1985 að „með tiltækum rannsóknaraðferðum mátti staðfesta að lýsergíð væri í sýninu og magn þess væri 5,1 míkróg/mg:“ Ákærði og Friðgeir Bjarni voru handteknir og á þeim leitað við komuna til landsins úr þessari ferð 29.3. 1985 og fundust þá ekki fíkniefni á þeim og þeim sleppt lausum, þar sem grunur um innflutning á fíkniefnum var ekki fyrir hendi eftir leitina. Ákærði var handtekinn á ný 23.5. 1985 með 0,9 g af ætluðu amfetamíni í sínum fórum, sem lagt var hald á. Sagðist hann þennan dag hafa keypt 4 g af amfetamíni af sér ókunnum manni og endurselt Lindu Guðrúnu Lorange, fæddri 31.1. 1965, og Jóni Steinari Jónssyni, fæddum 14.10. 1963, 3 g af því. Þau báru hvort í sínu lagi hjá lögreglu 19.6. 1985 að hafa samtals af ákærða tímabilið febrúar-maí það ár keypt 10 g af amfetamíni. Ákærði taldi hjá lögreglu 6.8. 1985 að þau Linda Guðrún og Jón Steinar hefðu greint rétt frá efnismagni og sölutímabili. Amfetamínið, sem lagt var hald á, gaf veika en jákvæða svörun sem amfetamín í prófun hjá lögreglu. Ákærði viðurkenndi að hafa verið að aka bifreið sinni R-43941 um Reykjavíkurborg skömmu fyrir handtöku og staðfesti það Þórarinn Sæ- mundsson, fæddur 9.11. 1951, sem var farþegi í bifreiðinni. Hann kvaðst aftur ekki hafa vitað að ákærði geymdi í fórum sínum fíkniefni eða hann hafi verið að selja slík efni. Ákærði var sviptur ökuréttindum ævilangt frá 10.9. 1982 og hafði ekki öðlast ökuleyfi aftur er hann var handtekinn. Hann ók því bifreiðinni án réttinda til slíks í umrætt sinn. Enn á ný var ákærði handtekinn og var það 28.7. 1985, vegna gruns um frekari fíkniefnabrot. Í yfirheyrslu viðurkenndi hann þá að hafa samtals 21 322 keypt í framangreindri Amsterdamferð 1600 skammta af LSD fyrir 4000 gyllini og að samferðamaður hans, Friðgeir Bjarni Skarphéðinsson, hafi keypt sama magn af efninu og sent á sama hátt til landsins. Sagði hann sinn fyrri framburð hafa verið sannleikanum samkvæmt svo langt sem hann náði og að hann hafi auk nefndra tveggja póstsendinga sent tvö umslög til viðbótar á sama hátt, sem höfðu að geyma 400 skammta af LSD hvort, en að eitt umslagið hafi glatast og hann því fengið samtals 1200 skammta í hendur af efninu. Hann vísaði lögreglu á 256 skammta falið (sic) í kjallara á heimili foreldra hans að Dunhaga 17, Reykjavík, sem var afgangur efnisins að hans sögn. Af þessum 1200 skömmtum hefur lögreglan þá lagt hald á 1018, en það sem á vantar kvaðst ákærði hafa selt og gefið. Aðspurður kvað ákærði mann að nafni Helgi Pétursson, fæddur 13.7. 1957, hafa lánað sér kr. 90.000,00 gegn því að fá aftur kr. 300.000,00 fljótlega eftir heimkomu. Hafi honum að sögn ákærða verið ljóst í hvaða tilgangi lánið var tekið. Nefndur Helgi neitaði í fyrstu að hafa lánað ákærða peninga. Í yfirheyrslu seinna sama dag kvað hann það vera rétt að hann hafi lánað ákærða kr. 90.000,00, en ekki sagðist hann hafa vitað um tilgang ákærða með lántökunni. Hann breytti aftur framburði sínum daginn eftir og kvaðst þá hafa afhent ákærða kr. 63.000,00 sem greiðslu fyrir 4 ólöglega innflutt myndbandstæki sem hann kvað ákærða hafa lofað að selja sér en hann ekki fengið. Í samprófun við ákærða hélt Helgi fast við þennan framburð og lauk samprófun án þess að samræmi næðist í fram- burði þeirra. Húsleit var framkvæmd að Baldursgötu 10, Reykjavík þann 26.7. 1985, þáverandi heimili Friðgeirs Bjarna Skarphéðinssonar að áðurfengnum húsleitarúrskurði uppkveðnum hér í dómi, sem (sic) bjó þar ásamt sambýliskonu sinni Margréti Ernu Hallgrímsson, fæddri 13.10. 1953. Fundust í íbúðinni 1129 skammtar af LSD og ýmsir munir tengdir fíkniefnum sem lagt var hald á. Friðgeir Bjarni, sem handtekinn var skömmu áður en húsleit fór fram, ber í yfirheyrslu að hafa farið ásamt ákærða til Amsterdam vorið 1985 og þeir þar keypt 1600 skammta af LSD hvor og hann póstsent sinn hluta í fjórum umslög- um stíluð á tilbúin nöfn í fjölbýlishúsum og eftir komuna til landsins hafi hann síðan sótt þessi umslög í fjölbylishúsin, en að eitt umslagið hafi glatastog hann því fengið í hendur 1200 skammta af efninu. Á sama hátt kvað hann ákærða hafa komið efnum þeim sem hann keypti inn í landið. Kvaðst Friðgeir Bjarni hafa greitt fyrir efnið sem hann keypti um kr. 40.000,00. Ákærði og Friðgeir Bjarni sættu gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn stóð og var ákærði hnepptur í gæsluvarðhald 29.7. 1985 en gekk laus 7.8. 1985. Niðurstaða. Sannað þykir með framburðum ákærða, Friðgeirs Bjarna Skarphéðins- sonar og haldlögðum fíkniefnum sem og öðrum gögnum málsins, að ákærði 323 hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæruskjali greinir, þ.e. að hafa um mánaðamót mars/apríl 1985 keypt 1600 skammta af LSD (pappírsmiða með lýsergíði) í Amsterdam og sent efnið hingað til lands í bréfapósti í því skyni að selja það. Ráðstafað óvissum hluta efnisins hér á landi og haft hluta þess í vörslum sínum svo sem hér greinir: 2 skammta, sem fundust á ákærða við handtöku 17. apríl 1985 við Barónsstíg í Reykjavík, 760 skammta, sem fundust við húsleit aðfaranótt 18. apríl 1985 að þáverandi heimili ákærða að Hverfis- götu 73, Reykjavík, og 256 skammta, sem ákærði vísaði lögreglu á að Dunhaga 17 Reykjavík, þann 31. júlí 1985. Þessi háttsemi telst varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 64, 1974, sem í ákæru greinir, sökum grófleika brotsins. Þá telst sannað með framburði ákærða, Jóns Steinars Jónssonar og Lindu Guðrúnar Lorange, að ákærði hafi á tímabilinu frá febrúar fram í maí 1985 selt Jóni Steinari Jónssyni og Lindu Guðrúnu Lorange samtals um 10 g af amfetamíni. Þessi háttsemi er í ákæruskjali réttilega talin varða við 2. gr., sbr. $. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982, sbr. lög nr. 13, 1985 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 390, 1974, sbr. nú reglugerð nr. 16, 1986, sbr. auglýsingu nr. 293, 1978. Þá telst sannað með framburðum ákærða og Þórarins Sæmundssonar, að ákærði hafi ekið bifreið sinni R-43941 fimmtudagskvöldið 23. maí 1985 um götur Reykjavíkur sviptur ökuréttindum ævilangt. Þessi háttsemi varðar við 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. og 81. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Ákærði hefur samkvæmt ofansögðu unnið til refsingar. Refsing er tiltekin í einu lagi fyrir ofangreind brot og sem hegningarauki vegna þriggja dómsátta á árinu 1985, 13/9, 18/10 og 12/11 að sektarupp- hæðum kr. 12.000, 6.000 og 9.000, allra vegna brota á 27. gr. umferðarlga, sbr. 71. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Við refsiákvörðun er litið til alls ofangreinds og sérstaklega til þess að ákærði sendi til landsins mikið magn eða eins og fram hefur komið 1600 skammta af hinu stórhættulega ofskynjunarefni LDS, í því skyni aðallega að selja það, sbr. 1. tl. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Einnig er höfð hliðsjón af 6. tl. og niðurlagi greinarinnar. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 5 ár. Þá er ákærði jafnframt dæmdur í 25.000,00 króna sekt sem rennur í ríkis- sjóð, sbr. 49. og 50. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 101, 1974, sbr. 1. gr. laga nr. 75, 1982, en í sektar stað komi 25 daga fangelsi verði hún eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Rétt þykir með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga að til frádráttar 324 dæmdri fangelsisrefsingu komi sá tími er ákærði sætti gæsluvarðhaldi í máli þessu eða 9 dagar. Þá er ákærði sviptur ævilangt rétti til að öðlast ökuréttindi, sbr. 81. gr. laga nr. 40, 1968. Ákærði er dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar af kr. 25.000,00 til skipaðs verjanda Kristins Einarssonar hrl. og kr. 25.000,00 í saksóknarlaun er renna Í ríkissjóð, sbr. 1. mgr. 141. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74, 1974. Til upptöku dæmast 1018 skammtar af LSD, sbr. 5. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 390, 1974, nú reglugerð nr. 16, 1986. Einnig dæmast til upptöku með stoð í 5. og 6. mgr. 5. gr. s.1. og 2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar 9,9 g af amfetamíni og 2 pípur notaðar til hassreykinga í eigu ákærða, sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Dómsorð: Ákærði, Gunnlaugur Jóhann Friðgeirsson, fæddur 20. nóvember 1956, sæti fangelsi í S ár og greiði kr. 25.000,00 í sekt til ríkissjóðs. Refsi- vist til frádráttar komi 9 daga gæsluvarðhaldsvist hans, en í sektar stað komi 25 daga fangelsi verði hún eigi greidd innan 30 daga frá birtingu dóms þessa. Þá er ákærði sviptur rétti ævilangt til að öðlast ökuréttindi. Upptækt dæmist, 1018 skammtar af LSD, 0,9 g af amfetamíni og 2 hassreykjarpípur, sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar af kr. 25.000,00 til skipaðs verj- anda Kristins Einarssonar hrl. og kr. 25.000,00 í saksóknarlaun, sem renna Í ríkissjóð. 325 Mánudaginn 2. mars 1987. Nr. 226/1986. Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Friðgeiri Bjarna Skarphéðinssyni (Örn Clausen hrl.) Ávana- og fíkniefni. Eignarupptaka. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Héraðsdómi var með áfrýjunarstefnu 15. apríl 1986 skotið til Hæstaréttar að ósk ákærða og skv. 1. mgr. |. tl. 175. gr. laga nr. 74/1974. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyngingar. Svo sem í héraðsdómi greinir er sannað að ákærði framdi brot þau sem hann er saksóttur fyrir og varða þau við þau ákvæði sem í ákæru greinir, þó svo að ákvæði 2. gr. sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 16/1986 koma nú í stað samsvarandi ákvæða í reglugerð nr. 390/ 1974. Refsing ákærða, sem tvisvar hefur undirgengist sektargreiðslu fyrir fíkniefnabrot, í síðara skiptið 8. ágúst 1985, þykir með hliðsjón af 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 hæfilega ákveðin fangelsi 2 ár og 6 mánuði en frá refsingu dragist 12 daga gæsluvarðhald ákærða. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað. Ákærði verður dæmdur til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem greint er Í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Friðgeir Bjarni Skarphéðinsson, sæti fangelsi 2 ár og 6 mánuði. Gæsluvarðhald ákærða í 12 daga komi refsingu hans til frádráttar. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað skulu vera óröskuð. 326 Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin sak- sóknarlaun í ríkissjóð 20.000,00 krónur, og málsvarnarlaun verjanda ákærða, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, 20.000,00 krónur. Dómur sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum 5. mars 1986. Ár 1986, miðvikudaginn 5. mars, var á dómþingi sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum kveðinn upp dómur í sakadómsmáli nr. 405/1986: Ákæru- valdið gegn Friðgeiri Bjarna Skarphéðinssyni, af Guðjóni St. Marteinssyni ftr. við undirritaða votta. Málið er höfðað á hendur Friðgeiri Bjarna Skarphéðinssyni sjómanni, fæddum 24. júlí 1960 í Reykjavík, með ákæru dags. 30. des. 1985, fyrir eftirfarandi meint brot á fíkniefnalöggjöfinni: isl: Í september 1984 keypt amfetamín í Amsterdam og sent um 73 g efnisins hingað til lands með pósti. Fengið um 24 g í sínar hendur í Reykjavík og ráðstafað því með óljósum hætti, en 22. og 26. september 1984 fundust samtals 48,9 g efnisins við tollskoðun á bréfapósti í Reykjavík“ Meint brot ákærða í ákærulið | er í ákæruskjali talið varða við 2. gr. sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982, sbr. nú lög nr. 13, 1985 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 390, 1974, sbr. auglýsingu nr. 293, 1978. al Um mánaðamót mars/apríl 1985 keypt 1600 skammta af LSD (pappírs- miða með lýsergíði) í Amsterdam og sent efnið hingað til lands í bréfapósti í því skyni að selja það. Haft 1129 skammta í vörslum sínum á þáverandi heimili sínu að Baldursgötu 10 í Reykjavík, er lögreglan gerði þar húsleit 26. júlí 1985.“ Meint brot ákærða í ákærulið Il er í ákæruskjali talið varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 64, 1974. Þess er krafist af ákæruvaldinu að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á 1129 skömmtum af LSD og 48,9 g af amfetamíni samkvæmt $. mgr. S. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 390, 1974. Ákærði hefur sætt eftirfarandi kærum og refsingum sbr. sakavottorð dags. 4.3. 1986: 327 ÍSakavottorð tilgreinir tvær sektir fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalög- gjöf, 15. apríl 1981 600 kr. sekt og 8. ágúst 1985 7500 kr. sekt.) Málsatvik: Ákæruliður 1. Ákærði bar um ofangreinda meinta háttsemi við lögregluyfirheyrslu 6. ágúst 1985. Ákærði kvaðst hafa keypt 95 til 100 grömm af amfetamíni í Amsterdam haustið áður. Ákærði kvaðst hafa sent hluta efnisins hingað til lands í þremur pakkasendingum og voru pakkarnir merktir tveimur nafngreindum konum málinu óviðkomandi. Þriðji pakkinn var sendur á nafngreint fyrir- tæki í Kópavogi. Ákærði kvaðst ekki hafa fengið neitt af framangreindum pökkum í hendur heldur kvaðst ákærði hafa fengið í hendur 24 grömm af amfetamíni er ákærði kvaðst hafa sent hingað til lands í þremur sendi- bréfum. Ákærði kvaðst hafa noteð efnið sjálfur að hluta og gefið og selt hluta. Ákærði bar á sama veg og rakið var að framan við lögregluyfirheyrslu 8. ágúst 1985. Ákærði var yfirheyrður hér fyrir dómi 19. febrúar sl. Ákærði kvaðst hafa fest kaup á amfetamíni í Amsterdam í september 1981 og kvaðst ákærði hafa sent hingað til lands 73 grömm af amfetamíni bæði með bögglapósti og í sendibréfum. Af framangreindu amfetamíni kvaðst ákærði hafa fengið í sínar hendur um 20 grömm af efninu og hafi það farið til eigin neyslu ákærða. Ákærði kannaðist við ljósmyndir af þremur bögglasendingum er innihéldu amfetamín og lagt var hald á í september 1984. Ákærði kvaðst þannig hafa sent amfetamín til landsins falið í vatnslita- kassa og í gúmmípúða. Ákæruliður I. Ákærði bar hjá lögreglu 28. júlí 1985 að hafa haldið til Amsterdam í mars 1985 ásamt Gunnlaugi Jóhanni Friðgeirssyni. Ákærði kvaðst hafa keypt 1600 skammta af LSD á bar í Amsterdam og kvað ákærði samferða- mann sinn Gunnlaug hafa keypt annað eins. Ákærði kvaðst hafa sent LSD efnið hingað til lands í fjórum sendibréfum og hafi 400 skammtar verið í hverju bréfanna. Ákærði kvaðst hafa fengið Þrjú bréfanna í sínar hendur og þannig 1200 skammta af LSD, en eitt bréf- anna með 400 LSD skömmtum kvað ákærði hafa glatast og ekki komið fram. 328 Ákærði kvaðst fyrst hafa grafið LSD efnið í jörðu þar sem ákærði kvaðst hafa haldið að lögregla hefði lagt hald á eitt sendibréfanna. Síðan kvaðst ákærði hafa grafið efnið úr jörðu þar sem það var falið í kirkjugarðinum við Suðurgötu og kvaðst ákærði hafa flutt efnið á þáverandi heimili sitt að Garðastræti 19 og síðar að Baldursgötu 10 hér í borg, en þar lagði lögregla hald á 1129 skammta af LSD hinn 26. júlí 1985. Ákærði var yfirheyrður hér fyrir dómi 19. febrúar sl. og lýsti ákærði þá á sama veg og rakið var hér að framan kaupum sínum á 1600 skömmtum af LSD (pappasýru) í Amsterdam í lok marsmánaðar 1985 og sendingarmáta efnanna hingað til lands í fjórum sendibréfum. Ákærði kvaðst hafa fengið í hendur 1200 skammta og hafi verið fyrirhugað að selja hluta efnisins. Niðurstöður: Ákæruliður 1. Sannað er með framburðum ákærða, sem rækilega eru studdir af öðrum gögnum máls þessa, að ákærði hafi í september 1984 keypt amfetamín í Amsterdam og sent 73 grömm af efninu hingað til lands með pósti. Ákærði fékk 20 grömm efnisins í sínar hendur í Reykjavík og ráðstafaði með óljósum hætti, en 22. og 26. september 1984 fundust samtals 48,9 grömm efnisins við tollskoðun á bögglapósti í Reykjavík. Ákæruliður 11. Sannað er með framburðum ákærða, sem rækilega eru studdir af öðrum gögnum máls þessa, að ákærði hafi um mánaðamót mars/apríl 1985 keypt 1600 skammta af LSD (pappírsmiða með lýsergiði, svokölluð pappasýra) í Amsterdam. Ákærði sendi efnið hingað til lands í bréfapósti í því skyni að selja það. Ákærði hafði í vörslum sínum 1129 skammta af efninu er lögregla gerði húsleit á heimili ákærða hinn 26. júlí 1985. Ákærði hefur því samkvæmt ofanrituðu unnið til refsingar. Brot ákærða í I. lið ákæru þykir nú eftir breytingar, sem urðu með reglugerð nr. 16, 1986, varða við 3. gr., sbr. $. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75, 1982, sbr.nú lög nr. 13, 1985 og 3. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 16, 1986, sbr. auglýsingu nr. 84, 1986. Brot ákærða í Il. lið ákæru snýst um innflutning á miklu magni af ofskynj- unarlyfinu LSD í söluskyni. Ofskynjunarlyfið LSD er í hópi þeirra fíkniefna er hafa hvað mesta hættueiginleika. Ekki þykja vera til staðar dómar er for- dæmisgildi hafa varðandi ákvörðun refsingar í máli þessu. Vakin er athygli á ömurlegum afleiðingum er kunna að hljótast af neyslu þessa efnis og er dóm- inum kunnugt um tilvik þar sem neysla efnisins hefur haft varanleg áhrif á heilsu neytenda. Innflutningur jafn mikils magns svo hættulegs efnis í dreifingarskyni og hér 329 er ákært út af þykir vera til þess fallinn að hafa í för með sér almannahættu og er 173. gr. a. almennra hegningarlaga skipað í XVIII. kafla almennra hegningarlaga þar sem eru brot er hafa í för með sér almannahættu. Með vísan til alls ofanritaðs þykir brot ákærða í Il. lið ákæru varða við 173. gr. a, almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 64, 1974 og verður ákærða gerð refsing eftir 173. gr. a. almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 64, 1974, en brot ákærða í þessum ákærulið varðar við verknaðarlýsingu 2. gr., sbr. 6. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 16, 1986. Eftir að ákærði framdi brot sín tóku gildi lög nr. 13, 1985, reglugerð nr. 16, 1986 og auglýsing nr. 84, 1986 og var málið reifað með það í huga sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74, 1974. Í máli þessu verður beitt hinum nýju ákvæðum, þó þannig að ekki verður beitt þyngri viðurlögum en heimil voru á þeim tíma er ákærði framdi brot sín, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Á kærða verður gerð refsing með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 vegna dómsáttar frá 8. ágúst 1985. Þá verður og við refsiákvörðun höfð hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Svo sem rakið var þykja ekki fyrir hendi dómar er fordæmisgildi hafa við ákvörðun refsingar í máli þessu. Dómurinn vekur athygli á því að við refsimat í máli þessu er tekið sérstakt tillit til hinna gríðarlega miklu hættueiginleika sem neysla ofskynjunarefnisins LSD hefur í för með sér og dóminum eru kunnir og sem dómurinn telur að almennt séu þekktir. Með vísan til alls ofanritaðs þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin sem fangelsi í 5 ár. Til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu og með vísan til 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, komi 12 dagar er ákærði sætti gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar máls þessa. Ákærði framdi brot sín með viðskiptasjónarmið í huga sbr. 2. mgr. 49. gr. almennra hegninga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 101, 1976. Ákærði greiði kr. 50.000,00 í sekt til ríkissjóðs, sbr. 50. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 75, 1982. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, komi fangelsi í 50 daga í sektar stað. Fallist er á kröfu ákæruvaldsins varðandi upptöku á fíkniefnum. Með vísan til 5. mgr. $. gr. laga nr. 65, 1974 skulu upptæk til eyðingar 1129 skammtar af LSD, nú merkt efnaskrá nr. 1425 í vörslum dómsins, og 48,9 grömm af amfetamíni, nú merkt efnaskrár nr. 1247, 1252 og 1257 í vörslum dómsins. Ákærði greiði allan sakarkostnað þar af kr. 20.000,00 í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns og kr. 20.000,00 í saksóknarlaun í ríkissjóð. 330 Dómsorð: Ákærði, Friðgeir Bjarni Skarphéðinsson, fæddur 24.7. 1960, skal sæta fangelsi í 5 ár. Til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu komi 12 dagar er ákærði sætti gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar máls þessa. Ákærði greiði kr. 50.000,00 í sekt til ríkissjóðs og komi fangelsi í 50 daga í sektar stað verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birt- ingu dóms þessa að telja. Upptæk til eyðingar skulu 1129 skammtar af LSD, nú merkt efnaskrá nr. 1425 í vörslum dómsins, og 48,9 grömm af amfetamíni, nú merkt efna- skrár nr. 1247, 1252 og 1257 í vörslum dómsins. Á kærði greiði allan sakarkostnað þar af kr. 20.000,00 - málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns og kr. 20.000,00 í saksóknarlaun er renni í ríkissjóð. Þriðjudaginn 3. mars 1987. Nr. 24/1986. Hagvirki h.f. (Othar Örn Petersen hrl.) gegn Hans Jörgen Einarssyni (Arnmundur Backman hrl.) Vinnusamningar. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. janúar 1986 að fengnu áfrýjunarleyfi 16. s.m. samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Hann krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að hann verði einungis dæmdur til að greiða 331 stefnda 6.808,42 krónur með ársvöxtum þannig: 42% frá 18. júní 1983 til 21. september s.á., 35% frá þeim degi til 20. október s.á., 32% frá þeim degi til 21. nóvember s.á., 27% frá þeim degi til 5. desember s.á., 3200 frá þeim degi til 21. s.m., 25% frá þeim degi til 21. janúar 1984, 19% frá þeim degi til 1. janúar 1985, 32% frá þeim degi til 1. febrúar s.á., 39% frá þeim degi „og áfram hæstu innlánsvöxtum, dómvöxtum, eins og þeir verða á hverjum tíma til greiðsludags en málskostnaður verði felldur niður“ Til þrautavara krefst áfrýjandi þess að honum verði einungis gert að greiða stefnda 30.270,60 krónur með ársvöxtum og málskostnað eins og greinir Í varakröfu. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Svo sem rakið er í héraðsdómi lagði áfrýjandi fyrir stefnda til undirskriftar skömmu eftir að hann hóf vinnu á Sultartanga samn- ingsform, sem bar yfirskriftina „Ráðningarsamningur um störf við virkjunarframkvæmdir á Tungnársvæði á vegum Hagvirkis h.f.“ Eyðublaði þessu var skilað útfylltu og undirrituðu til áfrýjanda. Miða verður við að með frumkvæði sínu um þessa samningsgerð hafi m.a. vakað fyrir áfrýjanda að uppfylla gr. 12.1.1. í kjarasamn- ingi við virkjunarframkvæmdir á Þjórsár-lungnaársvæðinu, en ákvæðis þessa er getið í héraðsdómi. Þegar til þessa er litið og gætt samnings þess sem áfrýjandi hafði gert við Smið h.f. þykir stefndi hafa mátt ætla að hann ætti að vinna við smíði botnrásanna á vegum áfrýjanda uns því verki væri lokið, þó eigi lengur en til 19. júní 1983, og að hann mætti halda sér að áfrýjanda um ráðningu sína og starfskjör þann tíma. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti sem ákveðst 27.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera Óraskaður. Áfrýjandi, Hagvirki h.f., greiði stefnda, Hans Jörgen Einars- syni, 27.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. 332 Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 11. september 1988. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 1S. f.m., hefur Hans Jörgen Einarsson húsasmiður, nnr. 3739-7741, Suðurengi 32, Selfossi, höfðað fyrir dóminum með stefnu birtri 5. desember 1983, gegn Jóhanni G. Bergþórssyni, nnr. 4958-7449, stjórnarformanni, fyrir hönd Hagvirkis h.f., nnr. 3525-1308, Skútahrauni 2, Hafnarfirði. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til greiðslu launaskulda að upphæð kr. 62.901,30 með 42% ársvöxtum frá 18. júní 1983 til 21. september s.á, með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., með 27% ársvöxtum frá þeim degi til stefnubirtingardags, en með dómvöxtum samkvæmt lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðslu- dags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ og að kveðið verði á um það í dómsorði að málskostnaður beri dráttarvexti eins og þeir eru á hverjum tíma frá dómsuppsögudegi. Af hálfu stefnda er þess krafist aðallega að stefndi verði sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu og honum tildæmdur málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá LMFÍ, en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og málskostnaður látinn falla niður. Málavextir eru þeir að stefndi og fyrirtækið Smiður h.f. á Selfossi gerðu hinn 29. mars 1982 með sér verksamning. Samkomulag gerðu félögin 22. janúar 1983 um breytingu á verksamningnum. Með samkomulaginu yfirtók stefndi byggingu botnrásar við Sultartangavirkjun á Tungnaársvæði. Í 2. gr. samkomulagsins segir: „Hagvirki h.f. hafi aðgang að eftirtöldum starfsmönnum Smiðs h.f. frá byrjun febrúarmánaðar til 19. júní 1983 og fari þeir á launaskrá hjá Hag- virki h.f., sem ekki greiðir Smið h.f. neitt vegna vinnu þeirra. Hagvirki h.f. skal tilkynna með minnst viku fyrirvara hvenær mannanna er þörf eða störfum lokið og í lok verksins skal Smiður h.f. tilkynna Hagvirki h.f. með minnst 2ja vikna fyrirvara hvenær mannanna er Óskað aftur til Smiðs h.f. Laun starfsmanna séu í samræmi við Tungnaársamning, og bónusgreiðsl- ur verði í takt við fyrri bónussamning Smiðs hf. og jafnframt í samræmi við nýgerðan kjaras: nning““ Um var að ræða li starfsmenn Smiðs h.f., þ. á m. stefnda og Lárus Stefánsson sem getið verður nánar síðar. Þá kemur fram, að stefndi leigi verkstjóra til verksins frá Smið h.f. Var þar um að ræða Guðna Lýðsson trésmið sem er eigandi að Smið h.f. og skyldi Smiður h.f. fá greitt fyrir störf hans sem útselda vinnu. Tekið er sér- staklega fram að honum beri að hlýða fyrirmælum frá yfirstjórnendum stefnda. 333 Framangreint samkomulag kveður stefnandi hvorki hafa verið sýnt sér né efni þess almennt kynnt sér áður en hann hóf störf hjá stefnda. Kristján Jónsson, forstjóri Smiðs h.f., hafi hins vegar tilkynnt um samkomulagið við stefnda að lána starfsmenn Smiðs h.f. í umrætt verk. Stefndandi kveður Kristjan hafa sagt að vinnu á Sultartanga ætti að vera lokið fyrir 20. júní sama ár en þeir myndu örugglega vinna þar til 18. eða 19. júní. Í byrjun febrúar hafi þeir starfsmennirnir farið inn á Sultartanga. Sennilega viku eða 10 dögum seinna hafi Guðni Lýðsson, starfsmaður á vegum stefnda, komið til sín á vinnustað. Þá hafi verið fyllt út í framlagt eyðublað fyrir ráðningar- samning og hann undirritað samninginn. Ráðningarsamninginn hafi hann hins vegar ekki fengið til baka dagsettan og undirritaðan af stefnda. Yfirskrift umrædds prentaðs eyðublaðs er: „Ráðningarsamingur um störf við virkjunarframkvæmdir á Tungnár- svæði á vegum Hagvirkis h.f“ Á eyðublaðinu er reitur fyrir: „Áætluð lok starfstíma“ Þar kemur fram dagsetningin 18/6 1983. Auk stefnanda og Guðna Lýðssonar munu 6 starfsmenn Smiðs h.f. hafa komið til starfa hjá stefnda á Sultartanga. Stefnandi kveður þá alla nema sig hafa starfað þar til 18. júní 1983. Lagt hefur verið fram plagg, undirritað af þessum 6 starfsmönnum, dags. 2. mars 1984 en þar segir: „Við undirritaðir staðfestum hér með að við undirrituðum ráðningar- samningana við Hagvirki h.f. þegar við hófum störf hjá fyrirtækinu við virkjunarframkvæmdir í jJanúarmánuði 1983.“ Stefnandi kveður stefnda hafa sagt sér fyrirvaralaust upp störfum. Hinn 9. apríl að morgni hafi verkstjórinn, Guðni Lýðsson, tilkynnt að starfstíma hans væri lokið og hann ætti að fara af svæðinu með bíl kl. 16:00 þennan tiltekna dag. Hann kveðst ekki hafa fengið neinar skýringar á brottrekstrin- um. Hann kveðst ekki á nokkurn hátt hafa brotið af sér í starfi þann tíma sem hann starfaði hjá Hagvirki h.f. á Sultartanga. Vinnan í verkinu hafi verið í hámarki á þessum tíma. Full þörf hafi verið á vinnu hans og aðrir menn verið ráðnir í verkið eftir þetta. Stefnandi kveður alla á þessum vinnu- stað vinna þá yfirvinnu sem sé í boði. Eftir að stefnandi lét af störfum hjá stefnda löngu fyrir áætluð starfslok hóf hann störf hjá Smið h.f. Kveðst hann því hafa misst af verulegum tekjum. Guðni Lýðsson hefur skýrt svo frá fyrir dóminum, að Smiður h.f. hafi verið undirverktaki hjá stefnda við Sultartanga og átt að byrja vinnu við botnloka þar á miðju ári 1982, en það ekki getað orðið fyrr en eftir áramót, þar sem stefndi hafi ekki lokið frágreftri. Þætti botnlokanna í verksamn- ingnum hafi því verið kippt út og starfsmenn Smiðs h.f. farið á launaskrá 334 hjá stefnda. Hann sjálfur hafi hins vegar verið leigður út frá Smið h.f. til stefnda sem verkstjóri. Hann hafi verið verkstjóri beint yfir stefnanda, en yfirboðari sinn á staðnum Aðalsteinn Hallgrímsson, sem er framkvæmda- stjóri framkvæmdadeildar Hagvirkis h.f. Hann kveður sér hafa verið gert af forsvarsmönnum stefnda að fylla út eyðublað fyrir ráðningarsamning varðandi alla starfsmennina frá Smið h.f. og koma með það til baka undirritað af þeim. Á þessa gerð kveðst hann hafa litið sem ráðningarsamning við þessa starfsmenn. Er stefnandi fór af svæðinu kveður Guðni hafa atvikast þannig, að hann hafi verið kallaður á skrifstofuna. Þar hafi Aðalsteinn talað um að verkið gengi illa og hann væri ekki alls kostar ánægður með starfsmennina frá Smið h.f. Einn starfsmann hafi hann viljað færa til en stefnanda vildi hann burt af svæðinu. Þetta hafi verið tveim-þrem dögum fyrir heimferðardag, sem ýmist voru á föstudögum eða laugardögum. Sennilega hafi þetta verið á þriðjudegi, en Aðalsteinn heimtaði að hann segði stefnanda ekki frá þessu fyrr en á heim- ferðardegi. Hann kveðst hafa verið skyldugur að framfylgja fyrirskipunum forsvarsmanna stefnda, eins og fram hefur komið í greindu samkomulagi stefnda og Smiðs h.f. Þessi fyrirmæli kveður hann á engan hátt hafa verið á vegum Smiðs h.f., enda kveðst hann hafa litið á stefnanda sem starfsmann stefnda. Hann mótmælti því alfarið að stefnandi hefði reynst lélegur eða ónothæfur starfskraftur og kannaðist ekki við að hann hefði nokkru sinni verið aðvaraður af hálfu stefnda. Þá mótmælti Guðni því að Aðalsteinn hafi viku áður en stefnandi yfirgaf svæðið gefið fyrirmæli um það. Guðni segir að stefnandi hafi með þeim fyrirmælum, sem Aðalsteinn gaf, verið rekinn úr vinnu hjá stefnda. Hann kveður alla aðra starfsmenn Smiðs h.f., sem fóru til starfa hjá stefnda, hafa starfað út tímabilið til 19. júní og jafnvel lengur. Aðalsteinn Hallgrímsson sagði í sinni skýrslu fyrir dóminum að með út- fyllingu eyðublaðsins fyrir ráðningarsamning hafi verið ætlunin að afla nauðsynlegra upplýsinga fyrir bókhald fyrirtækisins. Telur hann ekki hafa verið ætlast til neinna undirskrifta starfsmanna. Stefndi hafi eigi ætlað sér að gera skriflega ráðningarsamninga við þessa starfsmenn, þar sem þeir hafi verið starfsmenn Smiðs h.f. Þó menn þessir hafi farið á launaskrá hjá stefnda hafi þeir ekki verið starfsmenn stefnda nema óbeint. Varðandi uppsögn stefnanda segir hann Guðna Lýðsson ekki hafa sem verkstjóra tilkynnt stefnanda það, heldur hafi hann gert það sem eigandi að Smið h.f. Ástæða uppsagnar stefn- anda hafi verið slæleg vinnubrögð hans. Hins vegar hafi stefndi aldrei sagt honum upp störfum af þeirri ástæðu, að hann hafi ekki verið starfsmaður stefnda. Hann hafi verið ráðinn til vinnu á Sultartanga af Smið h.f. og verið starfsmaður þess fyrirtækis. Þó segir hann að stefndi hefði orðið að bera það fjárhagslega, hefði komið til veikinda eða vinnuslyss hjá stefnda. Stefnandi hafi í störfum sínum átt undir verkstjórn stefnda og stefndi að sjálfsögðu verið 335 launagreiðandinn. Hann kvaðst ekki vita hvort stefnandi hefði verið áminntur vegna slælegra vinnubragða. Fram kom hjá Aðalsteini að umrætt eyðublað fyrir ráðningarsamning væri m.a. til þess að nota eins og krafist sé í kjara- samningi á dskj. nr. 17, gr. 12.1.1., en þar segir: „Við ráðningu skulu starfsmenn og fulltrúi fyrirtækis undirrita ráðningarsamning sem samningsaðilar hafa komið sér saman um. Í ráðningarsamningnum séu tiltekin atriði sem varða réttindi og skyldur starfsmanna. Yfirtrúnaðarmaður skal fá afrit af öllum ráðningarsamningum““ Guðmundur Kristján Jónsson, trésmiður og framkvæmdastjóri Smiðs h.f., sagði fyrir dóminum að stefnandi hafi við umrætt verk á Sultartanga verið starfsmaður stefnda. Gerður hafi verið ráðningarsamningur milli aðila málsins. Hann kveður stefnanda hafa reynst sér góður starfsmaður. Hann kveður starfsmenn sína hafa viljað fara í þessa vinnu tímabundið fram á vorið. Þeir hafi átt að starfa hjá stefnda til 19. júní þetta ár eins og framannefnt samkomulag greini. Ekki hafi komið fram að þeir hafi orðið að hlíta því að verða sendir tilbaka með einhverjum fresti. Stefndi hafi ekki verið til viðræðu um að taka þessa starfsmenn sem starfsmenn Smiðs h.f. og borga fyrir þá eins og um útselda vinnu væri að ræða. Þeir hafi viljað fá þá á launaskrá sína. Stefnandi byggir kröfur sínar í málinu á því að milli aðila hafi verið tíma- bundinn vinnusamningur vegna ákveðins verkefnis. Vinnusamninginn hafi stefndi rofið með ólögmætum hætti og beri því að greiða stefnanda svo- nefnd staðgengilslaun til þess tíma er starfslok voru áætluð, þ.e. 18. júní 1983, en viðurkennir þó til frádráttar þau laun sem hann aflaði hjá Smið h.f. þann tíma. Stefndi hafi bakað stefnanda tjón með ólögmætum hætti og beri að bæta það eftir almennum reglum skaðabótaréttarins. Heldur stefnandi því fram að hann hafi með samanburði við laun vinnufélaga síns, Lárusar Stefánssonar, sýnt fram á tjón sitt með gildum rökum, enda hefði hann komið til með að bera þær fjárgreiðslur úr býtum fyrir vinnuframlag sitt, hefði ekki komið til hinnar ólögmætu uppsagnar stefnda. Málatilbúnað sinn telur stefnandi þannig úr garði gerðan að stefndi verði að sanna að stefnandi hefði komið til með að vinna fyrir lægri launum en Lárus Stefáns- son. Telur stefnandi óyggjandi að þeir hefðu komið til með að vinna sömu störf áfram. Megin sýknuástæða stefnda er að hann sé ekki réttur aðili að málinu, þar sem hann hafi aldrei ráðið stefnanda til vinnu hjá sér. Telji stefnandi sig eitthvað vanhaldinn vegna starfs síns beri honum að snúa sér með það til vinnuveitanda síns, Smiðs h.f., enda hafi stefndi staðið fullkomlega við umrætt samkomulag við það félag. Verði hins vegar litið svo á að stefnandi hafi ráðist til starfa hjá stefnda á grundvelli einhliða yfirlýsingar stefnanda sjálfs, þar sem hann hafi einn undirritað eyðublað ráðningarsamnings, komi til athugunar hvernig krafa 336 stefnanda er samansett af mörgum þáttum, þ.e. dagvinnu, eftirvinnu, nætur- vinnu, bónus, álagi, ferðalaunum, öðrum launum og orlofi. Er því sérstaklega mótmælt að greiða beri stefnanda eftir- og næturvinnutíma, bónus, álag og önnur laun, þar sem ekki sé fram komin lögfull sönnun, er staðreyni að stefn- andi hefði fengið þessa óvissuþætti greidda greint tímabil, þ.e. hvort hann hefði unnið eins mikið og t.d. Lárus Stefánsson, sem stefnandi tekur mið af í kröfugerð sinni. Eins og fram komi í gögnum málsins hafi nefndur Lárus fengið í laun eftir 1. júní 1983 kr. 106,81 á klukkustund í dagvinnu, sem geri kr. 8.544,00 fyrir hálfan mánuð. Samsvarandi laun stefnanda hafi numið kr. 7.705,00. Mismunur dagvinnulauna umrætt tímabil sé þannig kr. 4.195,00. Komi til þess að á varakröfu reyni er þess krafist af hálfu stefnda að kröfur stefnanda verði lækkaðar með hliðsjón af framansögðu. Álit dómsins. Samkvæmt gögnum málsins leikur ekki nokkur vafi á því að stefnandi var starfsmaður stefnda við umrætt verk á Sultartanga frá byrjun febrúar 1983 þar til 9. apríl sama ár. Krafa stefnda um sýknu vegna aðildarskorts á sér því enga stoð í raunveruleikanum. Telja verður efni vinnusamnings málsaðila m.a. það að stefndi hafi verið ráðinn til starfa við afmarkaðan áfanga (verkþátt). Starfstími hans var áætl- aður frá byrjun febrúar fram til 19. júní 1983. Verður að líta svo á að hér hafi verið um tímabundinn ráðningarsamning að ræða. Stefnandi mátti þá treysta því, að halda vinnu sinni hjá stefnda þann tíma, a.m.k. meðan lok verkþáttar- ins bæri ekki fyrr að og hann ekki unnið til réttmætrar fyrirvaralausrar upp- sagnar. Taka ber fram að stefndi hefur eigi, þrátt fyrir áskorun stefnanda, lagt fram frumrit ráðningarsamnings síns við stefnanda eða aðra sem ráðnir voru frá Smið h.f. Aðalsteinn Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá stefnda og einn aðaleig- andi félagsins, gaf Guðna Lýðssyni, verkstjóra stefnda, þau fyrirmæli að stefnandi skyldi hætta störfum og yfirgefa svæðið þann 9. apríl 1983. Eigi er upplýst að Aðalsteinn hafi orðað það svo að stefndi væri rekinn, en vafalaust var hér um að ræða fyrirvaralaus rof stefnda á vinnusamningi sínum við stefn- anda. Í málflutningi stefnda er eigi á því byggt að stefnandi hafi vanrækt samningsskyldur þannig að hann yrði að þola brottrekstur bótalaust. Er niðurstaða dómsins sú, að uppsögn stefnda hafi verið ólögmæt með öllu og því beri stefnda að bæta það tjón, sem stefnandi hlaut af. Þeim útreikningi, sem stefnandi leggur til grundvallar dómkröfum sínum, er eigi mótmælt sem slíkum af hálfu stefnda. Af hans hálfu er því hins vegar mótmælt að greiða beri stefnanda eftir- og næturvinnutíma, bónus, álag og önnur laun, þar sem ekki sé fram komin lögfull sönnun er staðreyni að stefn- andi hefði fengið þessa óvissulaunaþætti greidda greint tímabil. Hins vegar 337 hefur ekki af hálfu stefnda verið bent á neitt það atriði sem gefi minnstu vísbendingu til þess að stefnandi hefði komið til með að vinna styttri tíma eða minna í þágu stefnda en vinnufélagi hans Lárus Stefánsson þann tíma, sem eftir lifði af ráðningarsamningi stefnanda. Að þessu athuguðu og þar sem stefndi hefur eigi, þrátt fyrir alla möguleika til þess, sýnt fram á að laun stefnanda hafi þann tíma, sem hann og Lárus Stefánsson báðir störfuðu hjá stefnda, verið að marki minni en nefnds Lárusar, þykir eftir atvikum bera að taka dómkröfur stefnanda til greina að öllu leyti og skulu þær bera vexti eins og í dómsorði greinir. Dæma ber stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 25.000,00 krónur. Hlöðver Kjartansson, aðalfulltrúi bæjarfógeta, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Hagvirki h.f., greiði stefnanda, Hans Jörgen Einarssyni, kr. 62.901,30 með 429% ársvöxtum frá 18.6. 1983 til 21.9. sama ár, með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 20.10. sama ár,með 3200 ársvöxtum frá þeim degi til 21.11. sama ár, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til S.12. sama ár, með 32% ársvöxtum frá þeim degi til 21.12. sama ár, með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21.1. 1984, með 199 ársvöxt- um frá þeim degi til 1.1. 1985, með 32% ársvöxtum frá þeim degi til 1.2. sama ár, með 39% ársvöxtum frá þeim degi og áfram hæstu inn- lánsvöxtum, dómvöxtum, eins og þeir verða á hverjum tíma til greiðslu- dags og kr. 25.000,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 22 338 Þriðjudaginn 3. mars 1987. Nr. 255/1985. Kristjana Guðmundsdóttir (Arnmundur Backman hrl.) gegn Jóhönnu Heiðdal (Páll A. Pálsson hrl.) Kaupsamningur. Riftun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Hinn áfrýjaða dóm kváðu upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdóm- ari og meðdómsmennirnir Guðmundur Árnason forstjóri og Þórar- inn Klemensson framkvæmdastjóri. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. nóvem- ber 1985. Í greinargerð sinni frá 29. apríl 1986 krafðist áfrýjandi þess, að kröfur hennar í héraði yrðu teknar til greina og stefnda dæmd til að greiða henni málsskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Við munnlegan flutning málsins gerði áfrýjandi hins vegar þá kröfu, að stefndu verði dæmt skylt að þola riftun á kaupsamningi hennar og áfrýjanda frá 29. júlí 1983 um heildverslun stefndu ásamt vöru- lager, tækjum og umboðum. Þá var krafist málskostnaðar fyrir báðum dómum. Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð 20 ný skjöl, lögregluskýrslur, inn- heimtubréf, þýðingar enskra bréfa o.fl. Af gögnum málsins og málflutningi aðila má ráða, að áfrýjandi og félagar hennar seldu hluta af þeim vörum, sem stefnda afhenti. Mun áfrýjandi því ekki geta skilað öllum þeim vörum, sem hún fékk frá stefndu, en ekki er fram komið hve mikill hluti það er af hinu selda. Þá er fram komið, að stefnda hefur selt veðskuldabréfin, sem hún fékk frá áfrýjanda. Þessi atriði standa því ekki í vegi, að viður- kenningardómur gangi um heimild áfrýjanda til riftunar, ef skilyrði hennar verða talin vera til staðar að öðru leyti. 339 Með samningi þeim, sem aðilar gerðu 29. júlí 1983 og tekinn er upp í héraðsdóm, seldi stefnda heildverslun sína. Fram er komið í málinu, að hún skuldaði fé erlendis og hafði að mestu hætt versl- unarrekstrinum vegna þess að vörur fengust ekki afgreiddar meðan skuldirnar voru ógreiddar. Þessu leyndi hún áfrýjanda. Þá segir í samningnum, að tiltekin umboð séu framseld til áfrýjanda. Fram er komið, að stefnda hafði ekki heimild til þessa og gaf hún þó Í samningnum tryggingu fyrir því, að svo væri. Þá skuldbatt stefnda sig Í samningnum til að afla skriflegs einkasöluleyfis frá Max Factor (Mary Quant) fyrir 1. desember 1983. Þetta umboð virðist hafa verið veigamesti þáttur verslunarrekstrarins, en ekki tókst stefndu að efna skuldbindinguna um framsal þess. Þessar vanefndir stefndu voru svo verulegar, að áfrýjanda var 29. júní 1984 heimilt að rifta kaupin eftir 42. gr. 1. mgr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Ekki stendur 52. gr. sömu laga þessu í vegi, þar sem $3. gr. þykir eiga við um skipti aðila. Samkvæmt þessum málsúrslitum verður stefnda dæmd til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem þykir hæfilega ákveðinn samtals 150.000,00 krónur. Dómsorð: Viðurkennt er að áfrýjanda, Kristjönu Guðmundsdóttur, hafi 29. júní 1984 verið heimilt að rifta kaup þau, sem hún gerði við stefndu, Jóhönnu Heiðdal, 29. júlí 1983. Stefnda greiði áfrýjanda samtals 150.000,00 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Kópavogs 7. október 1985. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi þann 17. september sl., er höfðað af Kristjönu Guðmundsdóttur, Ásbúð 52, Garðabæ, nnr. 5903-0582, með stefnu útgefinni 3. október 1984 á hendur Jóhönnu Heiðdal, Vogatungu 20, Kópavogi, nnr. 5026-5846, til riftunar á kaupsamningi milli aðila, dags. hinn 29. júlí 1983, um kaup stefnanda á heildverslun stefndu ásamt vörulager, tækjum og umboðum. Með riftun- arkröfu sinni krefur stefnandi stefndu um afhendingu 70 skuldabréfa hvers 340 um sig að fjárhæð kr. 50.000,00, samtals að fjárhæð kr. 3,5 milljónir, útgefin hinn 4. ágúst 1983, sem er kaupverð alls hins selda, allt gegn afhendingu þeirra verðmæta, er stefnandi tók úr hendi stefndu vegna kaupanna. Sé stefndu hins vegar ómögulegt að afhenda umrædd skuldabréf, er gerð til þess varakrafa, að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda sambærilega fjárhæð eða kr. 3,5 milljónir með sömu vaxta- 08 vísitölukjörum og skuldabréfin hafa að geyma. Hér er um að ræða kr. Í milljón á 20% ársvöxtum frá 1.ágúst 1983 að telja, og kr. 2,5 milljónir með lánskjaravísitölu miðað við 4. ágúst 1983 (grunn- vísitala 727) auk hæstu lögleyfðu vaxta af verðtryggðum lánum samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma frá Í. ágúst 1983, auk máls- kostnaðar að skaðlausu. Í stefnu er auk þess krafist skaðabóta að fjárhæð kr. 300.000,00 en við munnlegan flutning málsins var fallið frá þeirri kröfu. Af hálfu stefndu er krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostn- aðar úr hendi stefnanda. Málsástæður og lagarök. Samkvæmt því sem fram hefur komið í málinu kveða málsaðilar málavexti vera þá að stefnandi hafi keypt af stefndu heildverslun Jóhönnu Heiðdal ásamt vörulager, tækjum og umboðum með kaupsamningi dags. 29. júlí 1983 svohljóðandi: „Mr. Reynir Sigurdsson Umfang s.f. Idnbud 4 Gardabae Island Dear Mr. Sigurdsson, I have heard from Ms. Billy Morley and Mr. Peter Sharp about the distributorship for Iceland and Billy Morley told me that you had gone ahead and placed orders for different products. As per Billy Morley's dis- cussion with me had asked you to contact me and give me a full updating of your plans for Mary Quant on Iceland. Billy Morley and 1 discussed this matter thoroughly when | was in London September 28-29. Í hope you are aware of our holding your orders until this information is submitted. 1 would also like to know if you will take care of Johanna Heiddal's unsettled and unpaid matters. She owes Max Factor 10.436,29 and obviously these invoices cover products which have taken over from her stock. I hope you will come back to me in this matter by return and after that 341 we will have a change to approve you as our Mary Quant distributor on Iceland. Yours sincerely, Max Factor AB UIf Ljunggren General Manager Sweden and Scandinavia cc. Billy Morley/MF Bournemouth“ Í máli þessu hefur komið fram að í nóvember hafi aðilar máls þessa haldið fund og þá verið farið fram á riftun af hálfu stefnanda við stefndu. Stefnandi heldur því fram að ekki hafi orðið af því þar sem stefnda hafi þá sérstaklega lofað því að umboð fyrir Mary Quant lægi fyrir þann 1. desember 1983 svo sem kaupsamningur kveður á um. Þá höfðu engar vörur fengist afgreiddar að utan og fyrirtækið orðið á þeim tíma „næstum óstarf- hæft vegna vöruskorts“ eins og segir Í greinargerð stefnanda. Lögmaður stefnanda ritaði stefndu bréf dags. 21. desember 1983 og fer með því fram á að hún geri grein fyrir því innan viku frá dagsetningu bréfs- ins hvað líði þeirri skuldbindingu að hún afhenti skriflega yfirlýsingu um rétt hennar til að selja stefnanda þau umboð sem fylgdu með í kaupunum. Með bréfi stefnanda dags. 9. janúar 1984 til Rannsóknarlögreglu ríkisins er stefnda kærð fyrir auðgunarbrot og er jafnframt óskað opinberrar rann- sóknar á viðskiptum hennar við stefnanda. Eigi hefur þótt ástæða til að fresta úrlausn máls þessa þar til séð verður fyrir enda þeirrar rannsóknar. Umfangi hf. barst í janúar 1984 bréf Scandinavian Cosmetics AB, sem er umboðsmaður fyrir Max Factor, Mary Quant o.fl. svohljóðandi: „Mr. Reynir Sigurdsson Umfang SF. Idnbud 4 Gardabae ISLAND 1984-01-13 Dear Mr. Sienrdsson, I am referring to my telephonecall to you yesterday, where we now deeply discussed the disbributorship of Mary Quant through your comany (sic) on Iceland. Firstly Í have to, once again in writing, apologize for the delay in this matter, but this is completely due the very sensible matter with the earlier Mary Quant distributor on Iceland, Johanna Heiddal. As you know 342 we are claiming that Johanna Heiddal still ows (sic) Max Factor 10.436,29, and this is the reason why we have been holding yours (sic) orders, in respect that you have taken over her company. In this matter l am also referring to my letter to you from October 14 1983. As you know Johanna Heiddal is claiming that she has no unsettled invoces (sic) with us and now she is claiming that this unsettled matter has been paid to Peter Sharp in London. We have asked Peter Sharp for clarification and also twice asked Johanna Heiddal for copies from her bank, showing that she really has payed (sic) the actual amount, directly to Peter Sharp. As per our telephone conversation, Í can also confirm to you in writing, that Johanna Heiddal has no authority from our side to automatically transfer the distributorship of Mary Quant to someone else, if and when she is selling her company. We were in fact not even informed that she was going to sell her enterprise, until we asked for payment of invoices, which were overdue. As per our discussion Í am sending you our list prices, valid as of September 25 1983 and you know yourself how the calculation rate will be, as per the information you already have from the Johanna Heiddal company. I would also like to clarify that the payment terms are with Letter of Credit, which has to be issued to may (sic) above company, not to Peter Sharp in London. We are still having your order in Bournemouth in hold and you will, within two weeks, come back to me, with a plan, regarding number of stores where you will sell Mary Quant and also give me a tentative value of your purchases, during calender year 1984. We have talked about the minimum initial order should be in the range of 8.000; and I can confirm that this can be arranged from our side. Lam also waiting for your reconfirmed order so that changes from the order on hold in Bournemouth can be done, as this order also continues Christmas items for 1983. Separately Í am also giving your (sic) information concerning the recon- struction of Max Factor in Sweden/Scandinavia. Yours sincerely, SCANDINAVIAN COSMETICS AB UIf Ljunggren UL/GW 385 84“ Af hálfu stefnanda hefur komið fram að starfsemi Umfangs hf. hafi alveg lagst niður um mánaðamótin maí/júní 1984. Með bréfi dags. 29. júní 1984 tilkynnti stefnandi stefndu að hann hefði 343 ákveðið að rifta kaupunum. Stefnandi væri tilbúinn að skila fyrirtækinu aftur og gerði þá kröfu að stefnda tæki aftur við því og endurgreiddi kaup- verð þess með því að skila skuldabréfum þeim sem gefin voru út vegna kaupanna. Með bréfi lögmanns stefndu til stefnanda dags. 20. september 1984 er riftun mótmælt þar sem skilyrði riftunar væru ekki fyrir hendi en riftunar- kröfu stefnanda var síðan fylgt eftir með málsókn og var málið þingfest á bæjarþingi Kópavogs þann 11. október 1984. Stefnandi telur að stefnda hafi vanefnt samning þennan að verulegu leyti. Hún hafi í samningnum skuldbundið sig til að afla skriflegs einkasöluleyfis frá Max Factor fyrir 1. desember 1983 en þetta hafi hún enn ekki staðið við með þeim afleiðingum að heildsalan væri nánast óstarfhæf. Mary Quant hafi verið þýðingarmesta atriðið í kaupunum og alger forsenda fyrir gerð kaupsamningsins. Stefnda hafi vitað eða mátt vita þegar kaupsamningur var gerður að hún skuldaði umboðsaðila Mary Quant, Max Factor, stóra fjárhæð og að henni hafi verið óheimilt að selja umboðið öðrum en ekki hafi hún skýrt stefnanda frá þessu þegar kaupin fóru fram. Stefnda hafi því beitt svikum við gerð kaupsamningsins. Við kaupin hafi stefnda lýst vörulager en eins og fram hefur komið voru aðstæður til skoðunar erfiðar. Ennfremur hafi hún útskýrt hvernig nýta mætti lagerinn og hve mikið af honum væri unnt að koma strax í verð en það hafi ekki verið í samræmi við það sem síðar kom í ljós. Stefnandi byggir riftunarkröfu sína á 42. sbr. 43. gr. laga nr. 39/1922, sbr. 45. gr., 52. gr., 55., 56., 57. og 58. gr. sömu laga. Af hálfu stefndu er því haldið fram að nokkru eftir að stefnandi hafi keypt umrætt heildsölufyrirtæki hafi komið fram óánægja hennar og fjöl- skyldu hennar vegna kaupanna. Þeim hafi m.a. fundist kaupverðið of hátt. Stefnda hafi boðist til þess á þeim tíma að taka fyrirtækið aftur ef stefnandi gæti skilað því aftur í sama ástandi. Á sama tíma hefði stefnandi farið mjög óráðvandlega að í sambandi við sölu varnings m.a. með því að setja Mary Quant snyrtivörur á útsölumarkað þar sem þær hafi verið seldar á hálfvirði. Slíkt nægi til þess að eyðileggja viðurkennt merki á viðkvæmum markaði. Þetta og ýmislegt annað, sem stefnandi og aðrir sem rekið hafa heildsölu- fyrirtækið (nú Umfang hf.) hafi gert, hafi beinlínis leitt til þess að fyrir- tækið hafi drabbast niður. Riftunarkrafa stefnanda væri byggð á því að stefnda hafi ekki haft heimild til að selja Mary Quant umboðið. Inn í það fléttist deila um það hvort stefnda skuldi hinu erlenda fyrirtæki Max Factor, Mary Quant 10.436,29 eða ekki. Stefnda heldur því fram að hún hafi þegar greitt fyrir allar vörur sem hún hafi fengið frá nefndu fyrirtæki og hafi hún greitt beint til aðalumboðsmanns fyrirtækisins í London, Peter Sharp. 344 Í London hafi náðst samkomulag um það að stefnandi eða Umfang hf. hefði umboðið áfram og gæti selt Mary Quant snyrtivörur þrátt fyrir deilu um uppgjör við stefndu. Það að fyrirtækið Umfang hf. gat ekki flutt inn eða flutti ekki inn snyrtivörur frá Mary Quant væri allsendis óvíst að rekja mætti til skuldar stefndu. Eins megi vera að Umfang hf. hafi ekki getað uppfyllt ýmis skilyrði sem hinn erlendi aðili óskaði eftir í sambandi við sölu vöru til landsins, svo sem um lágmarkspöntun. Stefnda heldur því fram að skilyrði til riftunar væru ekki fyrir hendi, í fyrsta lagi vegna þess að stefnandi, eða sá aðili sem hann síðar framseldi umboðið til, fékk umboðið og væri því ekki um vanefnd að ræða. Breyti engu Í þessu sambandi þótt svæðisumboðsmaður telji að stefnda hafi ekki mátt selja umboðið. Öllum fullyrðingum stefnanda um að vanefndir stefndu hafi leitt til þess að fyrirtækið Umfang hf. hafi veslast upp mótmælir stefnda sem órökstuddum og ósönnuðum. Í öðru lagi væri riftun óframkvæmanleg vegna þess að ekki væri hægt að skila hinu selda aftur. Stefnandi hafi framselt heildsölufyrirtækið með umboðum til Umfangs hf. Þar að auki hafi stefnandi eða Umfang hf. selt frá sér ýmsar eignir heildsölunnar svo sem Gilgrist 8 Soames umboðið til Verslunarfélagsins Festi hf. Allur Mary Quant lager hafi verið settur á útsölu eins.og áður segir og vörumerkið nánast eyðilagt. Í því sambandi er vísað til 57. gr. laga nr. 39/1922. Í þriðja lagi væri krafa um riftun alltof seint fram komin og er vísað m.a. til 2. mgr. 22. gr. laga nr. 39/1922 varðandi það. Niðurstöður. Stefnandi hefur falið Umfangi hf. rekstur heildverslunar þeirrar sem hún keypti af stefndu með kaupsamningi dags. 29. júlí 1983. Fyrirtækið Umfang hf. hóf rekstur samkvæmt þessu skömmu eftir að kaupsamningur þessi var gerður þar til reksturinn lagðist niður u.þ.b. ári síðar. Á þessu tímabili voru gerðar ýmsar ráðstafanir er tilheyra rekstri fyrirtækis svo sem sala á vörum o.þ.h. en aldrei á tímabilinu fengust vörur afgreiddar frá hinum erlenda umboðsaðila. Í september og nóvember s.á. nefndi stefnandi við stefndu að hún vildi láta kaupin ganga til baka en því var ekki fylgt eftir. Stefnandi tilkynnti var því fylgt eftir með málsókn en stefna var útgefin þann 3. október 1984 og málið þingfest þann 11. sama mánaðar. Þegar þetta er allt virt verður að telja drátt þann, sem stefnandi lét verða á því að bera fyrir sig riftun, leiða til þess að stefnandi hefur misst rétt sinn til að rifta kaupunum sbr. 2. mgr. 52. gr. laga um lausafjárkaup nr. 345 39/1922, en eins og mál þetta liggur fyrir þykja ósannaðar þær fullyrðingar stefnanda að stefnda hafi beitt svikum er kaupin fóru fram. Verður því að sýkna stefndu af riftunarkröfu þeirri sem höfð er uppi í málinu en rétt þykir með vísan til þess sem fram hefur komið að fella máls- kostnað niður. Dómsorð: Stefnda, Jóhanna Heiðdal, skal vera sýkn af kröfum stefnanda Kristjönu Guðmundsdóttur í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Miðvikudaginn 4. mars 1987. Nr. 77/1987. Ákæruvaldið gegn Magnúsi Sveinssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Varnaraðili skaut hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 25. febrúar sl. er barst Hæstarétti næsta dag. Krefst hann þess að ákvæði úrskurðarins um gæsluvarðhald verði fellt úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Jafnframt var úrskurðurinn kærður af hálfu ákæruvalds með bréfi til Hæstaréttar 27. febrúar er barst rétt- inum sama dag, og er krafa gerð um að gæsluvarðhald verði ákveðið til 25. þ.m. en úrskurðurinn verði staðfestur að öðru leyti. Þar sem héraðsdómari sendi ríkissaksóknara málið með bréfi 26. febrúar er málið af hálfu ákæruvalds kært innan frests samkvæmt 2. mgr. 174. gr. laga nr. 74/1974. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. 346 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 25. febrúar 1987. Ár 1987, miðvikudaginn 25. febrúar, er á dómþingi sakadóms Reykjavík- ur, sem háð er í Borgartúni 7 af Ágústi Jónssyni aðalfulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. RLR hefur krafist þess að kærða, Magnúsi Sveinssyni, fæddum 12.12. 1949, Skálagerði 6, Reykjavík, verði með vísan til 1., 5. og 6. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 25. mars 1987 kl. 17:00 vegna gruns um brot gegn 4. mgr. 220. gr. og 233. gr. alm. hegningarlaga. Jafnframt er þess krafist, að kærða verði gert að sæta geðheilbrigðisrannsókn á gæsluvarðhaldstímanum og er í því sambandi vísað til d-liðar 2. tl. 2. mgr. 75. gr. laga nr. 74, 1974. Kærði hefur mótmælt kröfum RLR. Málavextir: Um kl. 8 í gærmorgun var lögreglan kvöad að heimili kærða vegna með- ferðar hans með skotvopn. Hafði hann skotið 3 riffilskotum inni í íbúðinni, en eiginkona hans og sonur höfðu flúið út. Lögreglumenn sem komu á vettvang handtóku kærða og lögðu hald á tvo riffla sem hann var með, cal. 22 og cal. 243, og ennfremur eina haglabyssu sem var í íbúðinni. Á millivegg á milli eldhúss og stofu í íbúðinni voru tvö för eftir riffilkúlur og blómapottur við vegginn hafi splundrast. Ennfremur hafði verið skotið á eldhúsklukku. Kærði hafði leyfi fyrir haglabyssunni og stærri rifflinum. Eiginkona kærða, Annie Kjærnested Steingrímsdóttir, hefur skýrt svo frá að kærði hafi verið að heiman frá sl. sunnudagskvöldi þar til hann kom drukkinn heim í gærmorgun. Hann hafi verið mjög æstur yfir því að hún hafði sótt bifreið þeirra til föður hans, en bifreiðina ætlaði hún að nota til þess að fara með 12 ára son þeirra. til tannlæknis. Hann hafi heimtað lyklana að bifreiðinni, en hún hafi ekki sinnt því. Hann hafi þá sótt riffil, sem hann geymdi í skáp í íbúðinni, sett í hann eitt skot og skotið á vegg- klukku. Áður hafi hann þó gefið í skyn að hann ætlaði að fyrirvara sér. Annie kvað kærða þessu næsta hafa sótt stærri riffilinn og hleypt úr honum einu skoti. Hann hafi síðan stungið hlaupinu upp Í sig, en þá kvöast Annie hafa hlaupið út með son þeirra, en í sama mund hafi hún heyrt skothvell. Annie kvað kærða hafa neytt mikils áfengis að undanförnu og sífellt orðið æstari í skapi og kveðst hún sífellt verða hræddari við hann. Við yfirheyrslur hjá RLR og í dómi hefur kærði kannast við að hafa hleypt af þremur riffilskotum heima hjá sér í gærmorgun að undangengnu 347 rifrildi þeirra hjóna. Hann kvaðst hafa komið drukkinn heim um kl. 7 í gærmorgun og hafi þau Annie strax farið að rífast út af áfengisdrykkju þeirra beggja, en einnig hafi hann átalið hana fyrir að fara sínar eigin leiðir án samráðs við sig og m.a. sótt bifreið þeirra hjóna, sem faðir hans var með. Hann kvaðst hafa sótt riffil og látið að því liggja að hann ætlaði að fyrirfara sér án þess að honum væri alvara með það, en síðan hleypt af þremur skotum úr tveimur rifflum. Hann kvaðst ekki hafa beint rifflunum að konu sinni eða syni, en tilgangur hans hafi verið sá að hræða konu sína. Hann kvaðst hafa verið illa sofinn, auk þess sem hann var drukkinn, og því ekki gert sér grein fyrri gerðum sínum. Samt sem áður kvaðst hann hafa verið með það í huga með tilliti til endurkasts kúlnanna að milliveggir í íbúðinni voru hlaðnir úr vikursteini og múrhúðaðir. Kærði kannast við að eiga við áfengisvandamál að etja og kveðst neyta áfengis í einn til tvo daga Í hverri viku. Hann hafi hafið áfengisdrykkju sl. sunnudag og haldið henni áfram þar til í gærmorgun. Annie bar að kærði hafi áður hleypt af skoti í íbúð þeirra og ennfremur að hann hafi á árinu 1984 beitt hana líkamlegu ofbeldi. Kvaðst hún telja hann eiga við geðræn vandamál að stríða auk áfengisvandamálsins. Kærði neitaði að hafa fyrr en Í gær hleypt af skotvopni á heimili sínu, en hann kannast við að hafa reynt að rassskella eiginkonu sína á árinu 1984, en að öðru leyti hafi hann ekki beitt hana ofbeldi. Kærði er grunaður um brot sem geti varðað hann fangelsisrefsingu samkvæmt 4. mgr. 220. gr. og 233. gr. alm. hegningarlaga og ákvæðum III. kafla laga nr. 46, 1977, en rannsókn málsins er enn skammt á veg komin. Sýnist m.a. þurfa að leiða í ljós samskipti kærða og eiginkonu hans síðustu daga, svo og annan aðdraganda þeirra atburða, sem urðu í gær- morgun, þ.á m. geðrænt ástand kærða. Þykir því rétt, samkvæmt kröfu RLR og með vísan til 1. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 að ákveða að kærði skuli sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 11. mars 1987 kl. 17:00. Þá þykir og rétt samkvæmt d-lið 2. tl. 2. mgr. 75. gr. laga nr. 74, 1974 að ákveða að kærði skuli gangast undir geðheilbrigðis- rannsókn á gæsluvarðhaldstímanum. Úrskurðarorð: Kærði, Magnús Sveinsson, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðviku- - dagsins 11. mars 1987 kl. 17:00. Kærði skal sæta geðheilbrigðisrannsókn á gæsluvarðhaldstímanum. 348 Föstudaginn 6. mars 1987. Nr. 112/1986. Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. (Gunnlaugur Þórðarson hrl.) gegn Oy Credit Ab (Hákon Árnason hrl.) Víxilmál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðrún Erlendsdóttir og Halldór Þorbjörnsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 24. mars 1986. Hann krefst þess að hann verði sýknaður af kröfu stefnda og að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Útgefandi víxilisins framseldi víxilinn til stefnda eftir að afsagnar- frestur var liðinn. Samkvæmt 20. gr. víxillaga nr. 93/1933 hafði framsalið því einungis áhrif sem framsal almennrar kröfu, þ.e. framsalshafi öðlaðist einungis þann rétt sem framseljandi hafði. Það hafði hins vegar engin áhrif á víxilskyldu samþykkjanda víxilsins, áfrýjanda í máli þessu, þótt framsalið færi fram eftir lok afsagnar- frests. Samkvæmt þessu og með skírskotun til forsendna hins áfrýj- aða dóms að öðru leyti ber að staðfesta hann, en vaxtakröfu stefnda hefur eigi verið mótmælt. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandi dæmdur til þess að greiða stefnda 50.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf., greiði stefnda, Oy Credit Ab, 50.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 349 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 17. febrúar 1986. Mál þetta, sem dómtekið var þann 3. febrúar sl., hefur Guðmundur Jónsson hdl., Borgartúni 33, Reykjavík, höfðað fyrir hönd Oy Credit a/b., Limanalankatu 2, Helsinki, Finnlandi, fyrir dóminum með áskorunarstefnu birtri þann 27. ágúst 1985, á hendur Gísla Guðmundssyni nnr. 2669-7468, Hvassleiti 93, Reykjavík, varastjórnarformanni Bifreiða og landbúnaðarvéla h/f, nnr. 1108-5628, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, fyrir hönd félagsins til greiðslu víxilskuldar að fjárhæð USD 7.000,00 með 12% ársvöxtum að telja frá 30.09. 1983 til greiðsludags og til greiðslu málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá LMFÍ, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð USD 1.678,00 sem greitt hafi verið inn á skuldina þann 17.04. 1980. Sættir voru reyndar en án árangurs. Í stefnu kveður stefnandi skuld þessa vera samkvæmt víxli að fjárhæð USD 7.000,00 sem útgefinn sé af finnska firmanu Suomen Tuulilasimyynti Oy í Espoo, Finnlandi, með útgáfudegi þann 07.09. 1983, en samþykktum af Kristjáni Valtýssyni f.h. stefnda. Víxilinn hafi átt að greiða 30.09. 1983. Útgefandi hafi framselt stefnanda máls þessa víxilinn. Stefnandi kveður framangreindan víxil bera það með sér að hann hafi verið samþykktur af stefnda til firmans Tuulilasimyynti Raimo Rapeli Oy, en hann sé síðan útgefinn og framseldur af stefnanda af firmanu Suomen Tuulilasimyynti. Skýringin á þessu sé sú að hér sé um að ræða sama lög- aðila. Nafnbreyting firmans hafi verið tilkynnt firmaskrá Helsinki þann 22.09. 1983, samanber dómskjal nr. 3. Nefnd innborgunarfjárhæð hafi verið færð inn á víxilinn. Stefnandi kveður stefnda ekki hafa greitt skuldina að fullu þrátt fyrir áskoranir, og hafi því verið óhjákvæmilegt að höfða mál þetta til aðfara- hæfs dóms fyrir eftirstöðvum skuldarinnar. Stefndi hefur látið sækja þing og tekið til varna í málinu. Krefst stefndi sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði dæmt að greiða honum málskostnað. Sýknukröfu sína styður stefndi eftirfarandi rökum: 1.0. Með tilvísun til dómskjals nr. 3 hafi nafni Tuulilasimyynti Raimo Rapeli Oy verið breytt hinn 22.09. 1983 í Suomen Tuulilasimyynti Oy. Fyrr- greindur víxill hafi verið samþykktur til greiðslu Tuulilasimyynti Raimo Rapeli Oy. Með vísan til dómskjals nr. 7 hafi víxillinn ekki verið gefinn út hinn 18.12. 1984 og útgefandi hafi ekki verið sá sami og hann hafi verið samþykktur til í skilningi víxillaga. Dómskjal nr. 2 sé því ekki víxill í skiln- ingi 1. gr. laga nr. 93/1933, samanber og hrd. XXXI, bls. 252 og t.d. hrd. XXXIX, bls. 277. Þá kveður hann réttaráhrif víxils miðast við það hvernig form hans sé 350 á gjalddaga og vísar til 2. mgr. 40. gr. laga nr. 93/1933 í því sambandi. Einnig megi sjá með gagnályktun frá 21. gr. sömu laga að skjalið verði að hafa verið lögformlegur víxill á gjalddaga. 2.0. Hið stefnda fyrirtæki sé gróið og virt skilafirma og skuldlaust við stefnanda málsins og þá sem stefnandi fékk dómskjal nr. 2 frá. Svo sem fram komi á dómskjali nr. 8 hafi Tuulilasimyynti Raimo Rapelli Oy (nú Suomen Tuulilasimyynti Oy) verið hluti af firmasamsteypunni Nordlamex. Í dómskjali nr. 9 sé viðurkenning á inneign stefnda hjá Suomen Tuulilasimyynti Oy og þar bjóðist Suomen Tuulilasimyynti Oy til að greiða inneign stefnda með tékka að fjárhæð USD 2.661,00 og inneignarnótu hjá móðurfyrirtækinu Nordlamex. Þetta boð hafi að vísu verið skilyrt, en það skilyrði bindi ekki stefnda. Stefndi hafi hins vegar ekki viljað sætta sig við þetta skilyrði m.a. vegna þess að stefndi hafi ekki haft hug á frekari viðskiptum við greind firmu, þar sem verð frá þeim hafi ekki lengur verið samkeppnishæft. Hann kveður ofangreindar varnarástæður komast að gagnvart núverandi handhafa víxilsins þar sem víxillinn hafi verið framseldur eftir eindaga og verði að meta það sem framsal almennrar kröfu, samanber 20. gr. laga nr. 93/1933. Stefnandi hefur mótmælt því að málsástæða stefnda undir liðnum 2.0. hér að ofan komist að í málinu þar sem hún snúist um lögskiptin að baki víxlinum. Stefnandi kveðst viðurkenna að útgefandi víxilsins hafi ekki ritað nafn sitt á hann fyrr en eftir 18.12. 1984, en telur það engu máli skipta um úrlausn þessa máls. Þegar krafa á grundvelli víxilsins hafi fyrst verið höfð uppi, hafi víxillinn fullnægt formkröfum víxillaga og það hafi stefnandi máls þessa notfært sér. Útgefandi víxilsins hafi notfært sér umboð frá greiðanda víxilsins til að gefa hann út síðar ef á kröfuna reyndi að víxilrétti. 10. gr. víxillaga takmarki ekki rétt til að fylla í eyður á víxli svo hann fullnægi formskilyrðum víxillaga. Hæstaréttardómur XX, bls. 172 renni stoðum undir það að í ritun samþykkis á víxileyðublað felist heimild fyrir móttakanda víxil- eyðublaðsins til að rita nafn útgefanda á það og neyta víxilréttar á hendur samþykkjanda, en af dóminum megi einnig sjá að hægt sé að misfara með þessa heimild. Stefnandi telur framsal víxilsins hafa verið fullgilt víxilframsal þótt það hafi verið ritað eftir gjalddaga og 20. gr. 1. mgr. i.f. víxillaga eigi aðeins við það tilvik þegar afsögn víxils sé skilyrði þess að víxilkröfu verði komið fram gegn framseljanda. Álit réttarins: Stefnandi hefur lagt fram lögformlegan víxil sem hann hefur fengið í hendur með framsali frá útgefanda víxilsins. Stefnandi hefur mótmælt því að varnarástæður stefnda samkvæmt lið 2.0. 351 hér að framan komist að í málinu, sem sé rekið sem víxilmál. Gegn mótmælum stefnanda og þar sem málsástæður stefnda snerta lögskiptin sem að baki víxil- inum lágu verður ekki talið að þær komist að í málinu. Stefnandi hefur gert grein fyrir því hvernig standi á ósamræmi því sem er á víxlinum milli raunverulegs útgefanda hans og nafns þess fyrirtækis sem víxillinn sé gefinn út til. Þar sem aðeins var um að ræða breytingu á nafni fyrirtækisins og raunverulega er um sömu lögpersónu að ræða hefur þessi nafnbreyting engin áhrif á málsókn þessa. Í máli þessu er um það að ræða að stefndi ritaði samþykki sitt á víxileyðu- blað og fyllti það út að öðru leyti en því að undirskrift útgefanda vantaði. Telja verður að í ritun samþykkisins hafi falist heimild til handa Tuulilasimyynti Raimo Rapeli Oy, sem síðar varð Suomen Tuulilasimyynti Oy, til að rita nafn útgefanda og neyta síðan víxilréttar á hendur Bifreiðum og landbúnaðarvélum sem samþykkjanda. Þessa heimild notfærði hið finnska fyrirtæki sér. Með ritun útgefanda á víxileyðublaðið var orðinn til lögformlegur víxill. Stefnandi öðlaðist síðan rétt samkvæmt víxlinum á hendur stefnda með framsali frá útgefanda. Þó víxillinn hafi verið framseldur eftir gjalddaga hefur það framsal fullt gildi að víxilrétti samanber meginreglu 20. gr.laga 93/1933. Víxill er formskjal og þegar mál þetta var höfðað uppfyllti umstefndur víxill öll formskilyrði víxillaga. Það þykir því ekki skipta máli um gildi víxilsins að hann hafi ekki verið undirritaður af útgefanda á gjalddaga. Þykir því verða að taka kröfur stefnanda til greina að öðru leyti en því að frá 17.04. 1984 að telja reiknast 12% ársvextir af USD 5.322,00 til greiðsludags. Málskostnaður ákveðst kr. 45.000,00. Sigurður T. Magnússon, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf., greiði stefnanda, Oy Credit a/b, USD $.322,00 með 12% ársvöxtum af USD 7.000,00 frá 30.09. 1983 til 17.04. 1984, en með sömu vöxtum af USD $.322,00 frá þeim degi til greiðsludags og kr. 45.000,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 352 Föstudaginn 6. mars 1987. Nr. 29/1986. Gústaf R. Oddsson og Brunabótafélag Íslands (Gunnar Sólnes hrl.) gegn Lúðvík Jóhannssyni (Stefán Pálsson hrl.) Bifreiðar. Skaðabótamál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 10. febrúar 1986 að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973 23. janúar 1986. Þeir krefjast þess að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnda og að stefndi verði dæmdur til þess að greiða þeim málskostnað í hérað og fyrir Hæstarétti. Til vara er þess krafist að áfrýjendur verði einungis dæmdir til þess að greiða “á hluta af tjóni stefnda, og verði málskostnaður þá felldur niður í héraði en tildæmdur í Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Uppdráttur af vettvangi sýnir það að ökumaður K-2348 hefur tekið of krappa beygju til vinstri inn á Gránufélagsgötu og að áreksturinn varð á syðri helmingi Gránufélagsgötu, þ.e.á hægri vegarhelmingi miðað við akstursstefnu A-1009. Ökumanni þeirrar bifreiðar, áfrýjanda Gústafi, bar að vísu að víkja fyrir umferð sem kom frá hægri, en á það verður að líta að hann var eigi kominn að gatnamótunum er áreksturinn varð. Ökumaður K-2348 tók beygjuna andstætt reglum 3. mgr. 46. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 og átti hann því meginsök á árekstrinum. Af uppdrætti má ráða að A-1009 hafi runnið í hemlum um 7 metra og þykir ökumaður hennar þannig eigi hafa ekið nógu gætilega miðað við aðstæður, en hálka var á götunni og dimmt af nóttu. Verður hann því að bera nokkurn hluta tjónsins. Samkvæmt 68. gr.umferðarlaga þykir rétt að skipta tjóni þannig að stefndi beri sjálfur % hluta þess, en áfrýj- 353 endur '4 hluta. Verða þeir því dæmdir til þess að greiða stefnda 30.938,33 krónur, en dómkröfu stefnda hefur eigi verið mótmælt tölulega. Stefndi hefur krafist dómvaxta af kröfu sinni frá 1. maí 1985. Enda þótt körfunni hafi eigi verið mótmælt þykir krafan ekki verða tekin til greina að því er varðar upphafstíma, en samkvæmt |. gr. laga nr. 56/1979 verða dómvextir eigi dæmdir nema fyrir tímabilið frá birtingardegi stefnu til greiðsludags. Héraðsstefna í máli þessu var birt 5. júní 1985 og verður upphafstími vaxta miðaður við þann dag. Rétt þykir að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Áfrýjendur, Gústaf R. Oddsson og Brunabótafélag Íslands, greiði stefnda, Lúðvík Jóhannssyni, in solidum 30.938,33 krónur ásamt dómvöxtum frá $S. júní 1985 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Akureyrar 15. október 1985. Mál þetta, sem dómtekið var í gær, hefur Lúðvík Jóhannsson, nnr. 6187-7444, sjómaður, Furulundi 6i, Akureyri, höfðað hér fyrir dómi með stefnu útgefinni 5. júní sl., á hendur Gústaf R. Oddssyni, bifreiðastjóra, nnr. 3475-4536, Espilundi 9, Akureyri, og Brunabótafélagi Íslands, nnr. 1486-8968, Laugavegi 103, Reykjavík. Krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða honum kr. 92.815,00 ásamt hæstu dómvöxtum samkvæmt lögum nr. 56, 1979, af kr. 82.947,00 frá 01.05. 1985 til 01.06. s.á., en af allri fjárhæðinni kr. 92.815,00 frá þ.d. til greiðsludags svo og málskostnað að skaðlausu samkvæmt framlögðum reikningi. Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnanda og að þeim verði tildæmdur málskostnaður úr hans hendi að mati dómsins. Til vara krefjast stefndu þess, að þeir verði aðeins dæmdir til að greiða stefnanda '4 hluta tjóns hans og málskostnaður verði felldur niður. Stefnandi kveður málsatvik þau að aðfaranótt mánudagsins 18. mars 1985 hafi bifreið hans K-2348, einkabifreið af BMW gerð, verið ekið norður Geislagötu á Akureyri. Myrkur hafi verið en gatan vel upplýst, mikil hálka hafi verið og hafi bifreiðinni því verið ekið mjög hægt. Er bifreiðin hafi 23 354 verið komin að gatnamótum Gránufélagsgötu hafi hún beygt þar vestur, en í sömu andrá hafi borið að bifreið stefnda, A-1009, sem komið hafi vestan þá götu og runnið stjórnlaust í hálkunni inn í hlið K-2348. Almennur umferðar- réttur gildir á horni Geislagötu og Gránufélagsgötu og beri því umferð, sem kemur vestan Gránufélagsgötu, að víkja fyrir þeirri umferð sem kemur sunnan Geislagötu. Þess sé og að gæta að Geislagata að Gránufélagsgötu sé einstefnu- akstursgata í norður. Ökumaður bifreiðar stefnanda, Bríet Birgisdóttir, telji að bifreið stefnda A-1009 hafi verið á allmiklum hraða, enda hafi skemmdir orðið þær að bifreiðin K-2348 hafi skemmst mikið á vinstri hurð og hlið og á bifreið stefnda hafi framendi skemmst talsvert. Eftir áreksturinn hafi öku- maður K-2348 fært bifreiðina nokkra metra áfram, en ökumaður A-1009 hafi fært bifreið sína lítillega afturábak. Skráður eigandi A-1009, Gústaf R. Odds- son, stefndi í máli þessu, hafi jafnframt verið ökumaður bifreiðarinnar í umrætt sinn. Bifreiðin sé tryggð lögboðinni skyldutryggingu hjá hinu stefnda vátryggingarfélagi. Kostnaður við viðgerð á bifreiðinni K-2348 sé samkvæmt tveimur reikningum kr. 82.947,00 dagsettum 22.04. 1985 og kr. 9.868,00 dagsettum 20.05. 1985, eða samtals kr. 92.815,00. Er leitað hafi verið eftir bótum vegna tjónsins hafi stefndi Gústaf vísað á hið meðstefnda vátryggingarfélag, sem hafi synjað með öllu fyrir bótaábyrgð. Sé málsókn óhjákvæmileg til heimtu bóta vegna tjónsins. Kveðst stefnandi reisa kröfur sínar í málinu á því að bifreiðarstjóri A-1009 hafi valdið tjóninu með gálauslegum akstri er hann hafi ekið alltof hratt miðað við aðstæður í myrkri og hálku með fyrrgreindum afleiðingum. Bifreið stefn- anda hafi verið ekið eftir vinstri vegarhelmingi einstefnuakstursgötu þar sem taka átti beygju til vinstri. Ökumaður bifreiðar stefnanda hafi sýnt ýtrustu varkárni og ekið mjög hægt, en hafi ekki fengið forðast það að stefndi æki á hana. Skírskotar stefnandi um bótaábyrgð og aðild stefndu til 68. gr. umferð- arlaga sbr. 1. mgr. 69. gr. sömu laga að því er varðar eiganda A-1009, en til 74. gr. 2. mgr. og 70. gr. 1. og 3. mgr. sömu laga að því er varðar vátryggingar- félagið. Stefndu byggja sýknukröfu sína á því að stefnandi eigi sjálfur alla sök á umdeildum árekstri, sbr. 3. mgr. 46. gr. umferðarlaga, en þar segir að þegar beygt sé til vinstri skuli ökutæki, þegar það er komið yfir gatnamót, vera hægra megin á akbraut þeirri, sem ekið er inn á. Stefnandi eigi umferðarrétt á gatnamótunum. Hins vegar hafi sá umferðarréttur ekki tekið gildi á þeim stað og þeirri stundu sem áreksturinn varð. Stefnandi hafi ekið inn á Gránu- félagsgötuna í svo krappri vinstri beygju, að biðskylda hafi ekki orðið virk þegar árekstur varð. Ökumanni A-1009 hafi lögum samkvæmt verið heimilt að aka a.m.k. tveimur metrum framar áður en honum bar skylda til að nema staðar. Hann hafi verið á sínum rétta vegarhelmingi og af þeim sökum sé eðlilegt að leggja alla sök á ökumann bifreiðarinnar K-2348. 355 Varakröfu sína reisa stefndu á því að ef dómur skyldi komast að þeirri niðurstöðu að stefndi Gústaf R. Oddsson ætti einhverja sök á árekstrinum, þá sé sök ökumanns bifreiðarinnar K-2348 meiri og verði hann að bera tjón sitt að mestu leyti sjálfur, sbr. sakarskiptingarreglu 68. gr. umferðarlaga. Í málinu eru lagðar fram lögregluskýrslur varðandi umræddan árekstur svo og uppdráttur af vettvangi. Þá hefur ökumaður K-2348, Bríet Birgisdóttir, borið vitni hér fyrir dóminum. Af gögnum málsins er ljóst að ökumaður A-1009, stefndi Gústaf R. Odds- son, sýndi ekki þá aðgæslu við aksturinn er nauðsynleg var miðað við aðstæður og hafði ekki vald á að stöðva bifreið sína áður en komið var að gatnamótum Geislagötu. Þykir hann því eiga sök á árekstri þessum og ber samkvæmt því að leggja bótaábyrgð á stefndu. Stefndu byggja kröfu sína um sakarskiptingu á því, að ökumaður K-2348 hafi tekið of krappa beygju inn á Gránufélagsgötu. Af gögnum málsins verður eigi ráðið að svo hafi verið. Þá er eigi fram komið að akstursmáti ökumanns K-2348 hafi að öðru leyti verið óeðlilegur er hann ók inn á umrædd gatnamót, þannig að umræddur árekstur verði rakinn til óaðgæslu hans. Verður því eigi fallist á að skipta sök í máli þessu og ber að dæma stefndu til að greiða stefn- anda tjón hans óskipt. Kröfur stefnanda, þar á meðal vaxtakrafa hans, hafa eigi sætt tölulegum andmælum af hálfu stefndu og verða þær teknar til greina að fullu. Þá hefur stefnandi lagt fram í málinu málskostnaðarreikning að fjár- hæð kr. 30.679,00. Hefur reikningur þessi eigi sætt andmælum af hálfu stefndu og ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda málskostnað í samræmi við hann, þ.e. kr. 30.679,00. Dómsorð: Stefndu, Gústaf R. Oddsson og Brunabótafélag Íslands hf., greiði stefnanda, Lúðvík Jóhannssyni, in solidum kr. 92. 815, 00 ásamt dóm- vöxtum samkvæmt lögum nr. $6/1979 af kr. 82. 947, 00 frá 1. maí 1985 til 1. júní s.á., en af kr. 92.815,00 frá þ.d. til greiðsludags og kr. 30.679,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. 356 Mánudaginn 9. mars 1987. Nr. 240/1986. Kristján J. Jónsson gegn Tryggva Agnarssyni Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Kristján J. Jónsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 800,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Áfrýjandi greiði stefnda 5.000,00 krónur í ómaksbætur. Þriðjudaginn 10. mars 1987. Nr. 273/1986. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Einari Sverrissyni (Eiríkur Tómasson hrl.) Brot gegn 257. gr. alm. hegningarlaga. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Héraðsdómi var áfrýjað til Hæstaréttar 1. október 1986 að ósk ákærða. Ákæruvald áfrýjaði málinu jafnframt til staðfestingar á sakfellingu ákærða og til ákvörðunar á refsingu. 357 Er málið var flutt munnlega fyrir Hæstarétti krafðist skipaður verjandi ákærða þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til dómsálagningar að nýju. Til vara krafðist hann að ákærði yrði sýknaður af kröfum ákæruvalds. Ómerkingarkrafan er í fyrsta lagi reist á því að rannsókn málsins hafi ekki verið svo rækileg að á það hafi mátt leggja efnisdóm. Ekki verður þó á þetta fallist, og verður héraðsdómurinn ekki ómerktur af þessari ástæðu. Er í því sambandi þess að geta, að er skrifleg vörn var lögð fram af hálfu ákærða í sakadómi 17. apríl 1986 var málinu frestað og aftur 14. maí 1986, að því er virðist til að fram- haldsrannsókn gæti farið fram. Hinn 23. maí 1986 var því þó lýst yfir af hans hálfu að hann mundi ekki leggja fram frekari gögn í málinu. Það var síðan dómtekið en endurupptekið 19. júní 1986 og skýrsla tekin af ákærða og einu vitni en að því búnu var málið dóm- tekið að nýju og hinn áfrýjaði dómur kveðinn upp 1. júlí 1986. Þá eru af ákærða hálfu færð fram þau rök fyrir ómerkingarkröf- unni að héraðsdómarinn, sem dæmdi hinn áfrýjaða dóm, hafi ekki mátt skipa dómarasæti í málinu. Er um þetta skírskotað til þess að héraðsdómarinn gegni eigi aðeins héraðsdómarastarfi í umdæmi sínu heldur sé hann jafnframt lögreglustjóri í því umdæmi. Brjóti sú skipan gegn 2. grein og 6l. grein stjórnarskrár lýðveldisins, nr. 33 frá 1944, svo og 6. grein Evrópusamnings um verndun mannrétt- inda og mannfrelsis, sbr. auglýsingu nr. 11 frá 9. febrúar 1954, og eigi að valda ómerkingu hins áfrýjaða dóms. Ákvæði 2. greinar stjórnarskrár lýðveldisins og sambærileg ákvæði 2. greinar stjórnarskrár konungsríkisins Íslands, nr. 9 frá 18. maí 1920, og Í. greinar stjórnarskrár um hin sérstaklegu málefni Íslands frá 5. janúar 1874, hafa ekki verið talin standa í vegi þeirri skipan, sem lög mæla fyrir um, að sýslumenn og bæjarfógetar, sem hafa á hendi lögreglustjórn, fari jafnframt með dómsvald í héraði þó að undantekningar séu frá því gerðar, sbr. 29. gr. laga nr. 85/ 1936, um meðferð einkamála í héraði, og 4. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála, sbr. ennfremur lög nr. 74/1972 en áður lög nr. 65/1943 og lög nr. 98/1961. Er og beinlínis ráð fyrir því gert í 61. grein stjórnarskrárinnar frá 1944, sbr. áður 57. grein stjórnar- skrárinnar frá 1920 og 44. grein stjórnarskrárinnar frá 1874, að dómendur geti haft umboðsstörf á hendi. Ávæðum 6. greinar 358 Evrópusamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. aug- lýsingu nr. 11 frá 9. febrúar 1954 hefur ekki verið veitt lagagildi hér á landi. Breyta þau ekki þeirri lögbundnu skipan sem að framan var greind. Þar sem hinn áfrýjaði dómur var samkvæmt þessu kveðinn upp af héraðsdómara, sem til þess var bær að íslenskum lögum, verður hann ekki ómerktur af þeirri ástæðu sem hér er um fjallað þótt í málinu hafi verið lagðar fram skýrslur sem lögreglumaður í umdæmi héraðsdómara hafði tekið. Með játningu ákærða, sem styðst við önnur gögn málsins, er sannað að hann tók upp girðingu þá sem um ræðir í málinu. Girðing þessi var gerð 1954. Lagði Hvammshreppur til efni til hennar en bændur vinnu. Taldist hún eign Mýrdalshrepps eftir sameiningu Hvammshrepps og Dyrhólahrepps. Eigendur þriggja af fimm svonefndum „Dalajörðum““ heimiluðu fyrir sitt leyti hinn 11. mars 1984 að girðing þessi fengi að standa á óskiptu landi jarðanna þótt hún væri ekki landamerkja- girðing. Samkomulag það sem ákærði gerði við hreppsnefnd Mýrdals- hrepps hinn 12. júlí 1984, og getið er í hinum áfrýjaða dómi, réttlæti ekki að ákærði tæki girðinguna upp svo sem hann gerði hinn 14. og 15. júlí 1985. Varðar verknaður hans við þau refsiákvæði, sem í hinum áfrýjaða dómi greinir, en fallast ber á þá úrlausn héraðsdómara að dæma megi ákærða áfall fyrir þann verknað þótt ártal sé ekki rétt greint í ákæruskjali, sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74/1974. Rétt þykir að staðfesta þá niðurstöðu héraðsdóms að fresta skuli ákvörðun um refsingu ákærða og að refsing verði ekki dæmd ef hann heldur almennt skilorð 57. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, í tvö ár frá uppkvaðningu dóms þessa. Þá verður ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað einnig staðfest. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og laun skipaðs verjanda síns, 15.000,00 krónur. Dómsorð: Ákvörðun um refsingu ákærða, Einars Sverrissonar, er frestað og verður refsing ekki dæmd ef ákærði heldur almennt skilorð almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, í tvö ár frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. 359 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað á að vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og laun skipaðs verjanda síns, Eiríks Tómassonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Sératkvæði Guðmundar Skaftasonar hæstaréttardómara. Ég er sammála atkvæði meirihluta dómara um að krafa um ómerkingu hins áfrýjaða dóms verði ekki tekin til greina. Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi krafðist ákærði þess í bréfi til hreppsnefndar Hvammshrepps 23. september 1983, að „hreppa- girðingin“ yrði tekin niður og fjarlægð fyrir 15. janúar 1984. Hinn 12. júlí s.á. gera ákærði og sveitarstjóri Mýrdalshrepps vegna hrepps- nefndarinnar samkomulag um að girðingin fengi að standa í eitt ár frá dagsetningu samkomulagsins. Af gögnum málsins verður eigi annað séð en samkomulag þetta hafi skuldbundið hreppsnefndina gagnvart ákærða til að fjarlægja girðinguna á hinum umsamda fresti. Ekki er leitt í ljós að ákærði hafi unnið aðrar skemmdir á efni girðingarinnar en við mátti búast að af því hlytist að taka hana niður. Samkvæmt framanrituðu tel ég að ákærði verði ekki sakfelldur eftir því refsiákvæði er í ákæru greinir. Ber því að sýkna hann af öllum kröfum ákæruvalds og leggja kostnað sakarinnar í héraði og fyrir Hæstarétti á ríkissjóð, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans í héraði, Gauks Jörundssonar prófessors, 10.000,00 krónur og skipaðs verjanda hans fyrir Hæstarétti, Eiríks Tómassonar hæsta- réttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Vestur-Skaftafellssýslu 1. júlí 1986. Ár 1986, þriðjudaginn 1. júlí, var í sakadómi Vestur-Skaftafellssýslu kveðinn upp af Einari Oddssyni sýslumanni dómur í málinu nr. 89/1985: Ákæruvaldið gegn Einari Sverrissyni. Mál þetta er höfðað með ákæru, dags. 21. febrúar 1986, gegn Einari Sverrissyni bónda, Kaldrananesi Mýrdalshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu, fæddum þar 1. apríl 1914, fyrir eignaspjöll með því að hafa dagana 14. 360 og 15. júlí 1984, rifið niður og fjarlægt, svonefnda „hreppagirðingu“, sem var eign og í umráðum Mýrdalshrepps. Girðingin var um 2000 metrar að lengd og stóð í óskiptu landi jarðanna, Breiðahlíðar, Fjósa, Kaldrananess, Neðra-Dals og Stóra-Dals, þ. á m. að hluta í óskiptu heimalandi jarðanna, Breiðuhlíðar, Fjósa og Stóra-Dals. Brot ákærða telst varða við 1. sbr. 4. mgr. 257. gr. almennra hegningalaga nr. 19/1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu skaðabóta og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði hefur krafist sýknu af refsikröfu málsins og að kostnaður málsins verði greiddur úr ríkissjóði. Þá krefst ákærði aðallega frávísunar á skaðabóta- kröfunni, en sýknu til vara. Málsatvik og aðdragandi. Árið 1954 var hreppagirðingin, sem mál þetta er risið út af, reist til þess að varna ágangi búfjár úr Dyrhólahreppi í Hvammshrepp. Girðingin var reist af Hvammshreppi, sem lagði til efnið, og bændur í þeim hreppi lögðu til vinnuna í girðinguna. Síðar voru Dyrhólahrepppur og Hvammshrepppur sameinaðir í einn hrepp sem nefnist Mýrdalshreppur. Dyrhólahreppur var næsti hreppur vestan Hvammshrepps. Girðingin var reist í landi jarðanna Kaldrananess, Stóra-Dals, Breiðuhlíðar, Fjósa og Neðra- Dals í Hvammshreppi. Því er haldið fram af forráðamönnum Mýrdalshrepps að girðingin hafi verið reist með leyfi ábúenda allra þeirra jarða, sem áttu landið sem girðingin stóð á, nema Breiðuhlíðar sem þá var farin í eyði. Dalajarðir eiga nokkurt land vestan girðingarinnar. Er fram liðu stundir urðu sumir eigendanna, sérstaklega ákærði í máli þessu, óánægðir með að fá ekki að nytja það land. Þann 11. mars 1984 samþykktu eigendur jarðanna Fjósa, Stóra-Dals og Breiðuhlíðar, að hreppagirðingin fái að standa áfram í Óskiptu landi jarða þeirra, þeim að kostnaðarlausu, enda sé hún á engan hátt landamerkjagirðing. Eins og að framan greinir, var ákærði óánægður með hreppagirðinguna. Þann 23. september 1983 krefst ákærði þess í bréfi til hreppsnefndar Hvammshrepps að hreppagirðingin verði tekin upp og fjarlægð fyrir 15. janúar 1984. Þann 12. júlí 1984 gera sveitarstjóri Myýrdalshrepps og ákærði samkomulag um að girðingin fái að standa í eitt ár frá dagsetningu samkomulags. Þetta ár leið, en að liðnum samningstímanum kveðst ákærði hafa tekið girðinguna upp dagana 14. og 15. júlí 1988. Þetta kveðst hann hafa gert til að endurheimta land Dalajarða og að girð- ingunni yrði komið í rétt mörk. 361 Ákærði hefur lýst því yfir að hann hafi ekki ætlað að vinna nein spjöll á eignum annarra. Hann kveðst hafa gengið frá staurunum í smáhrúgum og rúllað upp vírnetinu eins vel og hægt hafi verið og gengið frá því svo að það trosnaði ekki upp. Ákærði kveðst svo hafa hringt í sveitarstjóra Mýrdalshrepps að morgni 16. júní 1985 og tilkynnt honum að hann væri búinn að taka upp girðinguna. Hreppsnefnd Mýrdalshrepps endurreisti girðinguna nokkru eftir að hún var tekin upp og eru kostnaðarnóturnar á dskj. nr. IV, vegna þess verks. Ákærði mótmælti því að girðingin yrði endurreist. Af hálfu ákærða er því haldið fram að hreppagirðingin hafi ekki átt sér stoð í girðingarlögum nr. 10/1965 og hafi beinlínis verið hafnað sem samgirðingu. Ákærði hafi krafist þess með hæfilegum fyrirvara að girðingin yrði fjarlægð og að hreppsnefnd Mýrdalshrepps hafi fallist á það. Því er einnig mótmælt að ákærði hafi unnið spjöll á efnislegum verðmætum eða eign manna. Miðað við samkomulagið á dskj. nr. 10 og annan aðdraganda málsins hafi verknaður hans verið eðlilegur. Af hálfu ákærða er krafist sýknu af refsikröfunni og að málskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Þá er og krafist frávísunar á skaðabótakröfunni en sýknu til vara. Eyjólfur Sigurjónsson hreppsnefndarmaður í Eysiri-Pétursey hefur skýrt frá því fyrir dómi að við sameiningu Hvammshrepps og Dyrhólahrepps hafi verið lögð mikil áhersla á það, að hreppagirðingin yrði áfram. Það voru menn úr báðum hreppum sem það vildu, þó einkum úr Hvammshreppi. Þá var samþykkt í hreppsnefndum beggja hreppanna að girðingin fengi að standa áfram óhreyfð. Hann sagði að það væru 2 fjallskiladeildir í Mýrdals- hreppi og skilji hreppagirðingin á milli þeirra og sé til mikils hagræðis í smölunum. Niðurstaða. Ákærði er kominn yfir lögaldur sakamanna og hefur ekki sætt refsingu né ákæru áður svo vitað sé. Hann hefur viðurkennt að hafa rifið upp hreppagirðinguna, sem telja verður að hafi verið eign Hvammshrepps. Hreppagirðingin var reist til varnar ágangi búfjár og var til mikils hagræðis í smölunum. Ákærði heldur því fram að girðingin hafi ekki verið í réttum mörkum. Ekkert hefur komið fram í málinu sem bendir til að svo hafi verið. Það gat hinsvegar ekki réttlætt atferli ákærða. Ekki verður hér greint á milli girðingarinnar sjálfrar og þess tilgangs sem hún þjónaði. Verður því að telja að með þeim verknaði sínum að rífa niður hreppa- girðinguna hafi ákærði gerst sekur við 1. sbr. 4. mgr. 257. gr. almennra hegningalaga nr. 19/1940. 362 Ákærði framdi brotið ári síðar en í ákæru greinir, en það hefur ekki áhrif á úrslit málsins sbr. 118. gr. laga nr. 74/1974. Ekki hafa verið leidd rök að því að tjón Mýrdalshrepps nemi skaðabóta- kröfunni í málinu, né heldur að rétt hafi verið að reisa girðinguna aftur á sama stað án frekara samkomulags eða heimildar, en Mýrdalshreppur hafði. (sic) Verður því að vísa skaðabótakröfunni frá sem órökstuddri. Rétt þykir að fresta skuli ákvörðun refsingar í 2 ár samkvæmt 57. gr. almennra hegningalaga nr. 19/1940. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakakostnaðar, þ. á m. máls- varnarlauna kr. 10.000,00 til skipaðs verjanda síns, dr. juris Gauks Jörunds- sonar. Dómsorð: Ákvörðun refsingar í máli þessu er frestað í 2 ár frá 1. júlí 1986. Frestun ákvörðunar refsingar í máli þessu er bundin því skilyrði að ákærði Einar Sverrisson, Kaldrananesi, gerist ekki sekur um nýtt brot á skilorðstímanum. Skaðabótakröfunni í málinu er vísað frá dómi. Ákærði Einar Sverrisson greiði allan kostnað málsins, þ. á m. máls- varnarlaun kr. 10.000,00 til skipaðs verjanda síns, dr. juris Gauks Jörundssonar. Miðvikudaginn 11. mars 1987. Nr. 23/1986. Fálkinn h/f (Helgi V. Jónsson hrl.) gegn fjármálaráðherra vegna ríkissjóðs (Sigurmar K. Albertsson hdl.) Skyldusparnaður. Verðbætur. Vextir. Sératkvæði. p Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Guðrún Erlends- 363 dóttir, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálms- son. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 29. janúar 1986. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða 490.881,00 krónu með vöxtum og vaxtavöxtum þannig: 15% árs- vöxtum frá 1. febrúar 1984 til 10. maí s.á. en síðan með dómvöxtum til greiðsludags og vöxtum verði bætt við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara er þess krafist að málskostnaður verði felldur niður. Ágreiningur aðilja málsins snýst um það hvort áfallnir ógreiddir dráttarvextir af opinberum gjöldum áfrýjanda 1. febrúar 1979 eigi að valda því að hann fari á mis við verðbætur á skyldusparnað vegna verðlagshækkana á árinu 1979. Skilja ber málflutning þeirra svo að fjárhæð dráttarvaxtaskuldarinnar hafi numið 12.718,00 nýkrónum. Svo sem fram kemur í héraðsdómi var sá skilmáli fyrir greiðslu verðbóta settur í 6. gr. laga nr. 3/1978 að „sé skyldusparnaður ekki greiddur að fullu fyrir 1. febrúar 1979 reiknast verðbætur þó aðeins frá 1. janúar næsta ár á eftir fullnaðarskilum;“ og í 3. mgr. $. gr. laganna segir að skyldusparnaður teljist að fullu greiddur þegar „fullnaðarskil hafa verið gerð á öllum þinggjöldum gjaldanda til ríkissjóðs samkvæmt þinggjaldabók ásamt þar greindum skyldu- sparnaði“ Við hina almennu álagningu 1978 námu opinber gjöld áfrýjanda 849.457,90 nýkrónum, þar á meðal aðstöðugjald 116.845,00 nýkrónur og kirkjugarðsgjald 2.687,43 nýkrónur. Sam- kvæmt skýrum orðum laganna skipta hér aðeins máli þinggjöld „til ríkissjóðs“ Ekki er deilt um að áfrýjandi hafi 15. janúar 1979 lokið við að greiða alla álagninguna 849.457,90 nýkrónur. Hafði hann þá greitt Gjaldheimtunni mun hærri fjárhæð en nam þinggjöldum til ríkissjóðs og skyldusparnaði. Samningar innheimtuaðilja Gjald- heimtunnar um skiptingu þessa fjár sín á milli þykja ekki binda áfrýjanda í þessu sambandi. Að vísu mælti áfrýjandi ekki fyrir um það til lúkningar hvaða sköttum greiðslur hans skyldu ganga, en sú vangæsla hans þykir ekki eiga að valda því að hann glati kröfu sinni til verðbótanna. 364 Samkvæmt framanrituðu ber að taka kröfu áfrýjanda til greina. Fallast ber á kröfu áfrýjanda um vaxtafót og ekki er ágreiningur um upphafstíma vaxta. Einnig ber að fallast á það, að í kröfu um dómvexti samkvæmt lögum nr. 56/1979 felist krafa um vaxtavexti, ella verða þeir ekki „jafn- háir hæstu innlánsvöxtum við innlánsstofnanir eins og og þeir eru ákveðnir samkvæmt lögum á hverjum tíma, þannig að sem fyllst tillit sé tekið til varðveislu á verðgildi fjármagns“ eins og kveðið er á í lögunum. Leggja skal áfallna dómvexti við höfuðstól á 12 mánaða fresti talið frá 10. maí 1984. Lagarök standa hins vegar ekki til þess að leggja vexti þá sem á féllu fram að þeim tíma við höfuðstól eins og krafa er gerð um í málinu. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað sem þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn 150.000,00 krónur. Dómsorð: Stefndi, fjármálaráðherra vegna ríkissjóðs, greiði áfrýjanda, Fálkanum h/f, 490.881,00 krónu með 1590 ársvöxtum frá 1. febrúar 1984 til 10. maí s.á. en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Leggja skal áfallna dómvexti við höfuðstól skuldar- innar við vaxtareikning á 12 mánaða fresti talið frá 10. maí 1984. Stefndi greiði áfrýjanda 150.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Guðmundar Jónssonar Halldórs Þorbjörnssonar og Magnúsar Þ. Torfasonar. I Við almenna álagningu árið 1978 voru lögð á áfrýjanda opinber gjöld að fjárhæð samtals 84.945.790,00 gkr., að meðtöldum skyldu- sparnaði samkvæmt lögum nr. 3/1978. Gjöld þessi voru að miklum hluta þinggjöld til ríkissjóðs en að hluta önnur opinber gjöld, svo sem aðstöðugjald til borgarsjóðs o.fl. 365 Í Reykjavík fer Gjaldheimtan með sameiginlega innheimtu opin- berra gjalda. Galt áfrýjandi áðurgreind gjöld sín til hennar með samtals 8 greiðslum, hinni fyrstu 15. febrúar 1978 en hinni síðustu 15. janúar 1979. Greiðslur þessar innti áfrýjandi af hendi upp í opinber gjöld sín — fyrirfram áætluð eða álögð eftir því hvenær greitt var — án tilgreiningar á því að þær væru ætlaðar til lúkningar tiltekinna gjalda. Þarf ekki í þessu máli að gefa því gaum hverja þýðingu slík tilgreining hefði haft fyrir málsúrslit ef til hennar hefði komið. Ágreiningslaust er að á þessum tíma voru greiðslur til Gjaldheimt- unnar látnar ganga upp í höfuðstól álagðra gjalda á undan áföllnum dráttarvöxtum af gjöldunum. Taldist áfrýjandi með greiðslunni 15. janúar 1979 vera búinn að gera skil á höfuðstól hinna álögðu gjalda, 84.945.790,00 gkr. Þar sem hann hafði hins vegar ekki innt allar greiðslurnar af hendi á réttum gjalddögum voru honum hinn 13. janúar 1979 færðar til skuldar á gjaldareikningi sínum 1.318.820,00 gkr. í dráttarvexti. Vegna skattbreytinga lækkaði sú skuld þó í 1.271.821,00 gkr. Eru aðiljar sammála um að sú hafi verið skuld áfrýjanda hinn |. febrúar 1979. II. Um skyldusparnaðarfé það sem innheimt var samkvæmt lögum nr. 3/1978, og áfrýjanda var gert að greiða, eru þau ákvæði í S. mgr. 5. greinar laga þessara að það skuli vera bundið vaxtalaust á reikningi greiðanda til 1. febrúar 1984, en með verðtryggingu. Um hana segir í 6. grein laganna að þann 30. janúar 1984 greiði ríkis- sjóður verðbætur á höfuðstól í hlutfalli við þá hækkun sem kunni að verða á vísitölu framfærslukostnaðar frá 1. janúar 1979 til 1. janúar 1984. Sé skyldusparnaður ekki greiddur að fullu fyrir 1. febrúar 1979 reiknast verðbæturnar þó aðeins frá 1. janúar næsta ár á eftir fullnaðarskilum. Um það hvenær skyldusparnaður teljist greiddur að fullu segir í 2. ml. 3. mgr. 5. greinar að það sé þegar fullnaðarskil hafi verið gerð á öllum þinggjöldum til ríkissjóðs samkvæmt þinggjaldabók ásamt þar greindum skyldusparnaði. Er ágreiningsefni aðilja það, hvort áfrýjandi hafi fullnægt umræddu skilyrði um fullnaðarskil fyrir 1. febrúar 1979 og eigi því rétt til verðbóta af skyldusparnaðarfé sínu frá 1. janúar 1979, eða hvort áðurgreind dráttarvaxtaskuld standi því í vegi. 366 Ill. Af þeim opinberu gjöldum, sem áfrýjanda var gert að greiða árið 1978, þurfti hann aðeins að hafa gert fullnaðarskil á þinggjöldum til ríkissjóðs ásamt skyldusparnaði fyrir 1. febrúar 1979 til að verð- bætur á skyldusparnað hans yrðu reiknaðar frá |. janúar 1979 svo sem nú var sagt. Telja verður að Gjaldheimtunni, sem fór með inn- heimtu allra gjaldanna, hafi verið rétt að láta einstakar greiðslur, sem áfrýjandi innti af hendi upp Í gjöld sín án nánari tilgreiningar, ganga upp í þinggjöldin til ríkissjóðs og önnur álögð gjöld að réttri tiltölu. Standa lög ekki til þess að Gjaldheimtan ákvæði á sitt ein- dæmi að greiðslur þessar gengju að einhverju eða öllu leyti upp í einstök ákveðin gjöld áfrýjanda öðrum fremur, þannig að sá aðili, er þau gjöld átti að taka, fengi fullnaðarskil á undan hinum. Er og hér að athuga að þinggjöld áfrýjanda féllu í gjalddaga smátt og smátt á mörgum gjalddögum. Verður ekki heldur fallist á að sá háttur, sem á var hafður, hafi leitt til ólögmætrar mismununar á áfrýjanda og skattgreiðendum í þeim umdæmum þar sem gjaldandi greiðir gjöld sín beint til innheimtumanns ríkissjóðs eða til sveitar- sjóðs eftir því sem hann ákveður hverju sinni. Dráttarvaxtaskuld sú, sem um er að ræða í málinu, stafar af því að greiðslur áfrýjanda á opinberum gjöldum hans drógust fram yfir lögmæltan eindaga. Ekki liggur fyrir skýr reikningsleg greinargerð um útreikning dráttarvaxtaskuldarinnar. Ágreiningslaust er þó, að hluti hennar er vegna greiðsludráttar á þinggjöldum, ef lagt er til grundvallar, svo sem hér er gert, að rétt hafi verið farið að, er greiðslur frá áfrýjanda voru látnar ganga upp í opinber gjöld hans að réttri tiltölu. Til að áfrýjandi teldist hafa gert fullnaðarskil á þinggjöldum sínum varð hann að hafa greitt eigi aðeins gjöldin sjálf, eftir því sem álagning sagði til um, heldur og þá dráttarvexti sem á þau höfðu fallið samkvæmt beinum lagaákvæðum. Nú átti áfrýjandi ógoldna nokkra fjárhæð vegna áfallinna dráttarvaxta af umræddum gjöldum hinn 1. febrúar 1979. Telst hann því ekki hafa verið búinn að gera fullnaðarskil á gjöldum þessum á þeim degi svo sem áskilið er í 6. grein laga nr. 3/1978. Þykir það, hvenær dráttarvextirnir voru skuld- færðir á gjaldareikning áfrýjanda hjá Gjaldheimtunni eða vitneskja áfrýjanda um gjaldfærsluna, ekki út af fyrir sig ráða úrslitum í því 367 efni, og þó svo væri er á það að líta að áfrýjandi hefur ekki orðið við áskorun stefnda um að leggja fram kvittun Gjaldheimtunnar fyrir greiðslunni 15. janúar 1979 sem stefndi heldur fram að hafi sýnt ógreidda skuld áfrýjanda. Samkvæmt þessu teljum við að staðfesta beri hinn áfrýjaða dóm og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Koma þá vaxtakröfur áfrýjanda ekki til úrlausnar, en þó er rétt að taka fram að við teljum vaxtavaxtakröfu hans ekki hafa næga stoð í lögum nr. 56/1979. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 6. desember 1985. Mál þetta, sem dómtekið var 21. nóvember sl., er höfðað með stefnu sem þingfest var 10. maí 1984 af Fálkanum hf., nnr. 2284-3044, Suðurlandsbraut 8, Reykjavík, gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 490.881,00 ásamt 15% ársvöxtum frá 1. febrúar 1984 til þingfest- ingardags og dómvaxta sbr. Í. nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags, þannig að vöxtum verði bætt við höfuðstól á 12 mánaða fresti og máls- kostnaðar skv. lágmarksgjaldskrá LMFÍ. Af hálfu stefnda er aðallega krafist sýknu af kröfum stefnanda og að honum verði til dæmdur málskostnaður að mati réttarins. Til vara krefst stefndi þess að kröfur stefnanda verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Málavextir, málsástæður og lagarök stefnanda. Málavöxtum er þannig lýst af stefnanda, að með IV. kafla laga frá 17. febr. 1978 hafi félögum verið gert að leggja til hliðar til varðveislu í ríkis- sjóði fjárhæð sem hafi numið 10% af skattgjaldstekjum skattársins 1977 að viðbættum þeim varasjóðstillögum sem heimiluð hafi verið til frádráttar við ákvörðun skattgjaldsteknanna. Hafi útreikningur skyldusparnaðarins farið fram við álagningu opinberra gjalda árið 1978 og hafi hann numið nýkr. 136.310,00. Skyldusparnaðurinn skyldi greiðast til ríkissjóðs jafnhliða þinggjöldum, skv. 3. mgr. $. gr. laganna. Þinggjöld stefnanda árið 1978 hafi numið nýkr. $93.615,47, en auk þessa hafi verið lagt á stefnanda við almenna álagningu opinberra gjalda aðstöðugjald að fjárhæð nýkr. 116.845,00 og kirkjugarðsgjald nýkr. 2.687,43. Heildarálagning við almenna álagningu 1978 hafi þannig numið nýkr. 849.457,90. Stefnandi kveðst hafa greitt heildarfjárhæð þessa til Gjaldheimtunnar í Reykjavík þannig: Hinn 15.02. 1978 ........000000 unun nn. Nýkr. 60.038,00 Hinn 15.03. 1978 .......2000.0000.nnnnn nn = 60.038,00 Hinn 17.04. 1978 .....002.00000 nn En 60.038,00 Hinn 16.05. 1978 .......0000000.nnnnn EÐ 60.038,00 Hinn 15.06. 1978 ........00000 00 nnnnn nn — 60.038,00 Hinn 15.09. 1978 .......2000000 nn nn nn — 219.707,40 Hinn 16.10. 1978 .......200000 00 nn — 109.853,50 Hinn 15.01. 1979 .....0000000000 00... — 219.707,00 Nyýkr. 849.457,90 Samkvæmt 6. gr.laga nr. 3/1978 skyldi ríkissjóður greiða hinn 30. janúar 1984 verðbætur á höfuðstól skyldusparnaðarins í hlutfalli við hækkun vísi- tölu framfærslukostnaðar frá 1. janúar 1979 til 1. janúar 1984, en stefnandi telur vísitölu framfærslukostnaðar hafa hækkað úr 1234 stigum í 12544 á þeim tíma. Skv. því hefðu verðbætur ásamt höfuðstól skyldusparnaðarins numið kr. 136.310,00 x 12544/1234 eða kr. 1.385.634,00, en stefndi hafi aðeins greitt kr. 894.753,00, en sú tala fáist með því að miða við framfærslu- vísitölu 1. janúar 1980. Þessa greiðslu byggir stefndi á 2. ml. 6. gr. |. 3/1978, þar sem segi að sé skyldusparnaður ekki að fullu greiddur fyrir 1. febrúar 1979 þá reiknist verðbætur aðeins frá |. janúar næsta ár á eftir fullnaðar- skilum. Vísitala 1. janúar 1980 hafi verið 1911. Kveður hann stefnda byggja niðurstöðu sína á því að stefnandi hafi skuldað dráttarvexti nýkr. 13.188,20 af þinggjöldum og öðrum gjöldum álögðum við venjulega álagningu 1978 þar með talið skyldusparnaði og hafi skilyrðum 2. ml. 6. gr. því ekki verið fullnægt þannig að verðbætur reiknuðust frá 1. janúar 1979. Kveður hann umboðsmann stefnanda hafa kært útreikning fjármálaráðuneytisins með bréfi dags. 31. janúar 1984 en stefndi hafi hafnað sjónarmiðum stefnanda með bfefi dags. 8. mars 1984. Stefnandi hafi þá höfðað mál þetta, þar sem hann hafi ekki sætt sig við túlkun stefnda, sem hafi haft í för með sér kr. 490.881,00 lægri verðbætur honum til handa. Stefnandi telur sig hafa fullnægt skilyrðum |. 3/1978 með því að ljúka greiðslu álagðra þinggjalda 1978 og álagðs skyldusparnaðar fyrir |. febrúar 1979. Samkvæmt upplýsingum Gjaldheimtunnar í Reykjavík hafi dráttarvextir verið handreiknaðir á árinu 1978 og hafi allar greiðslur fyrst gengið upp í höfuðstól. Telur stefnandi að dráttarvextir reiknaðir um áramót hafi ekki verið taldir sem skuld við ákvörðun um hvort aðilar fullnægðu skilyrðum til að fá verðbætur frá 1. janúar 1979 og ætti það sama að gilda um þá aðila sem greiddu í janúar 1979, þar sem lögin miða við 1. febrúar 1979. Þó að fallist yrði á þá skoðun stefnda að vextir reiknaðir um áramót ættu að teljast með sem skuld, sé ósannað að tilkynning um þá hafi borist 369 stefnanda fyrir 1. febrúar 1979 og geti þeir því ekki talist gjaldfallnir. Jafnvel þó fallist yrði á að dráttarvextir reiknaðir um áramót ættu að teljast sem skuld á þinggjöldum og skyldusparnaði pr. |. febrúar 1979 sé ljóst að stefnandi hafi að fullu greitt fjárhæð sem nemi álögðum þinggjöld- um og skyldusparnaði ásamt reiknuðum dráttarvöxtum af þeim, ef greiðslur sem Gjaldheimtan taki sem greiðslu upp í aðstöðugjald og kirkjugarðsgjald séu frátaldar, en Gjaldheimtunni hljóti að bera skylda til að láta greiðslur fyrst renna upp í þær skuldir sem séu skuldara hagkvæmastar skv. megin- reglum kröfuréttarins, enda sé skuldara refsað fyrir vanskil með dráttar- vöxtum. Stefnandi bendir á að þar sem innheimta gjalda til ríkissjóðs og sveitarfélaga sé ekki sameiginleg eins og í Reykjavík hafi vanskil á gjöldum til sveitarsjóðs ekki áhrif á útreikning verðbóta eins og hér hafi átt sér stað. Sé því ekki af hálfu ríkissjóðs unnt að mismuna skyldusparnaðargreið- endum á þennan hátt. Þá beri skv. meginreglum laga að túlka allan vafa á lögum nr. 3/1978 greiðendum í hag, þar sem lögin leggi íþyngjandi skyldur á. Málavextir, málsástæður og lagarök stefnda: Stefndi kveðst ekki fallast á þau sjónarmið sem fram koma í rökstuðningi stefnanda. Með lögum nr. 68/1962 hafi fyrst verið lögleidd heimild til sam- eiginlegrar innheimtu á gjöldum til ríkissjóðs og sveitarsjóða og annarra opinberra aðila. Lög þessi séu enn í gildi, en hafi sætt nokkrum breytingum. Einnig sé fjallað um sameiginlega innheimtu ríkissjóðs og sveitarsjóða á opinberum gjöldum í 109. gr. 1. 75/1981 um tekju- og eingaskatt. Stefndi telur ljóst að megintilgangur laga þessara sé sá að innheimta öll opinber gjöld, hverju nafni sem nefnast, í einu lagi sbr. t.d. 1. gr. hinna fyrrnefndu laga. Kröfuhafinn verði einn, í Reykjavík Gjaldheimtan í Reykjavík og gjöldin beri að líta á sem eina skuld. Það að innheimta bréf í einu lagi sé og ítrekað tekið fram í reglugerðunum nr. 95/1962 með síðari breytingum og verði þetta ekki skilið á annan veg. Hænn bendir enn á það, þessari túlkun til stuðnings, að hvor aðili, ríkissjóður og sveitarsjóður, fái tiltekinn hluta hverrar einstakrar innborgunar frá gjaldanda. Þetta þýði aftur að eftir innborganir standi hlutfallslega jafnmikið eftir af álögðum gjöldum ríkis- sjóðs og sveitarsjóðs. Þetta sé mikilvægt enda algjör forsenda þess að sameiginleg innheimta hafi verið tekin upp. Stefndi vísar einnig til samnings, dags. 26. maí 1962, sem gerður var milli ríkissjóðs og borgarsjóðs Reykja- víkur og sjúkrasamlags Reykjavíkur. Stefndi telur að framangreind atriði leiði augljóslega til þess að sjónarmið stefnanda fái ekki staðist. Eftir eina innborgun eða fleiri verði ekki litið svo á að t.d. þinggjöld séu greidd upp að fullu en sveitarsjóðsgjöld standi eftir Ógreidd. Kröfuhafinn sé einn og skuldin sé ein. Þar sem fullnaðarskil hafi ekki verið gerð á kröfunni fyrir 24 370 1. febrúar 1979, sbr. 5. og 6. gr. 1. 3/1978 sé og sýnt að krafa stefnanda eigi ekki rétt á sér. Jafnvel þótt ekki verði fallist á ofangreind sjónarmið telur stefndi að sýkna beri af eftirgreindum ástæðum. Hann kveðst ekki geta fallist á þau rök stefn- anda að það sé skilyrðislaus meginregla kröfuréttarins að kröfuhafa sé skylt hverju sinni að láta innborgun af hálfu skuldara renna upp í þá kröfu, ef fleiri eru en ein, sem skuldara sé þungbærust. Hann kveðst fallast á að skuldari geti ákveðið við greiðslu upp í hvaða skuld af fleirum innborgun hans skuli ganga. Af hálfu Fálkans hf. hafi hins vegar engin yfirlýsing verið gefin, þegar inn- borganir áttu sér stað á árinu 1978 um að óskað væri eftir að innborganirnar gengju upp Í teiltekin gjöld. Það sé regla kröfuréttar að nýti skuldari sér ekki þennan rétt til tilgreiningar á þeim tíma þegar greitt er, ráði kröfuhafi upp í hvaða skuld innborgun gengur. Telur stefnandi þetta vera meginreglu og að það þurfi alveg sérstakar aðstæður til þess að þrengja þetta val kröfuhafa. Engar slíkar aðstæður hafi verið fyrir hendi á þeim tíma er við greiðslu var tekið er þrengt geti heimildir kröfuhafa að þessu leyti. Í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli Gjaldheimtunnar í Reykjavík, samninga og venjur hafi innborganir runnið upp í öll álögð gjöld hlutfallslega. Stefndi telur að leggja verði til grundvallar að tilkynning á dskj.nr. 5. dags. 19. jan. 1979 hafi borist stefnanda fyrir 1. febrúar s.á. Hljóti líkur að benda til þess að tæplega hálfur mánuður hafi dugað og vel það til þess að koma tilkynningunni í hendur gjaldanda. Stefndi telur þó að þetta atriði skipti engu fyrir úrslit málsins. Hér ber að hafa í huga að skattskrá sé lögð fram á hverju ári. Öll álagning sé tilkynnt opinberlega með framlagningu skattskrár, svo og með sérstakri tilkynningu til gjaldanda um álagningu á hann og um einstaka gjalddaga skuldarinnar fram til næstu áramóta. Bréf á dskj. nr. $ sé aðeins tilkynning um gjalddaga á fyrirframgreiðslu árið 1979, svo og um stöðu van- skila vegna gjalda fyrra árs. Opinberar reglur gildi um það hvernig dráttar- vextir séu reiknaðir. Falli dráttarvextir á, burtséð frá því hvort slíkt sé tilkynnt gjaldanda jafnóðum og þeir falla á eða ekki. Telur stefndi að sjónarmið um hið gagnstæða, sem komi fram í stefnu, verði að teljast heldur nýstárleg. Það sé gjaldanda að fylgjast með, hvenær dráttarvextir falli á skuld. Tilkynning um einstaka gjalddaga skuldar sé send honum við álagningu og sé því handhægt að fylgjast með hvort dráttarvextir falli á eða ekki. Bendir stefndi á í þessu sambandi að skv. Gjaldheimtuspjöldum á dskj. nr. 4 megi sjá að engar greiðslur hafi átt sér stað á gjalddögum hinn 1. nóv. og Í. des. 1978. Stefnanda hafi því verið fullljóst að óhjákvæmilega féllu dráttarvextir á skuld hans. Í janúar 1979 (15. jan.) sé einungis greidd fjárhæð, sem samsvari upphaflegri álagningu en án dráttarvaxta. Á þeim tíma sé stefnandi einnig í vanskilum með álögð gjöld, vegna viðbótarálagningar skv. 1. 96/1968, en sú álagning hafi átt sér stað haustið 1978. Af þessum ástæðum hafi því farið fjarri að stefnandi 371 uppfyllti skilyrði 5. og 6. gr. |. 3/1978 til þess að geta talist hafa gert fullnaðar- skil hinn 1. febrúar 1979 og þannig fengið verðbætur greiddar á skyldusparnað sinn árið 1979. Hann hafi ekki hirt um að greiða vanskilin fyrr en 15. mars 1979, eða 1% mánuði of seint, svo sem fram komi á gjaldheimtuspjöldum. Auk þess hafi stefnandi, skv. upplýsingum gjaldheimtunnar, fengið í hendur kvittun sem ætti að geyma upplýsingar um eftirstöðvar ársins 1978, þar með talda dráttarvexti, við innborgun hinn 15. janúar 1979. Skorar stefndi á stefn- anda að leggja fram umrædda kvittun. Niðurstaða. Í 3. mgr. 5. gr. 1. 3/1978 um ráðstafanir í efnahagsmálum segir að skyldu- sparnaður teljist að fullu greiddur, þegar „fullnaðarskil hafa verið gerð á öllum þinggjöldum gjaldandans til ríkissjóðs!“ Í 6. gr. s.l. segir „sé skyldu- sparnaður ekki greiddur að fullu fyrir 1. febrúar 1979 reiknast verðbætur þó aðeins frá 1. janúar næsta ár á eftir fullnaðarskilum“ Er um það deilt í máli þessu hvort stefnanda hafi verið skylt að greiða dráttarvexti auk höfuðstóls fyrir 1. febrúar 1979 til þess að hann teldist hafa gert fullnaðar- skil á öllum þinggjöldum ársins 1978. Dómurinn telur að túlka beri tilvitnuð ákvæði þannig að gjaldandinn hafi ekki gert fullnaðarskil skyldusparnaðar fyrr en áfallnir dráttarvextir væru greiddir. Þykir þessi túlkun leiða af eðli málsins og af því að lögskylt er að taka dráttarvexti af þinggjöldum séu þau eigi greidd innan tiltekins tíma eftir gjalddaga, sbr. 1. mgr. 46. gr. 1. 68/1971 um tekjuskatt og eignaskatt, sbr. 8. gr. 1. 60/1973 og rgl. 445/1977. Ber þá að athuga hvort stefnanda hafi mátt vera það ljóst að dráttarvextir væru ógreiddir. Hinn 1. febrúar 1979 átti stefnandi ógreidda dráttarvexti vegna þinggjalda árs 1978, þar eð hann hafði ekki staðið í skilum á gjald- dögum 1. nóv. og 1. des. 1978. Upplýst er að hann hafði greitt höfuðstól að fullu hinn 1S. janúar 1979 og að viðbótarálagning skv. |. 96/1978 og breytingar á álagningu fyrri ára samt. nýkr. 126.259,00 voru taldar óvið- komandi ákvörðun um það hvort fullnaðarskil hafi verið gerð. Á þessum tíma voru dráttarvextir reiknaðir út og færðir eftir áramót. Samkvæmt upplýsingu Gjaldheimtunnar í Reykjavík voru dráttarvextir að fjárhæð ný- kr. 13.188,00 færðir á innheimtuspjald stefnanda hinn 13. janúar 1979. Hinn 15. s.m. greiddi stefnandi fjárhæð sem hann taldi fullnægjandi til að ljúka skyldum sínum skv. 1. 3/1978. Samkvæmt gjaldheimtuspjaldi stefnanda 1978 var saldo fyrir þá greiðslu nýkr. 358.085,29, sbr. dskj. nr. 4. Stefndi hefur skorað á stefnanda í greinargerð að leggja fram kvittun frá 15. september (sic) 1978. Á þeirri kvittun eiga að hafa verið tilgreindar eftir- stöðvar skuldar gjaldanda. Samkvæmt gjaldheimtuspjaldi stefnanda ættu eftirstöðvar á greindri kvittun að hafa verið skráðar 13.837.829,00 með svörtu letri eða nýkr. 138.378,29. Stefnandi hefur ekki orðið við þessari 372 áskorun og telst því ósannað að kvittunin hafi ekki lýst þeim eftirstöðvum sem að ofan greinir. Þá mátti stefnandi vita að dráttarvextir væru áfallnir, þar eð hann greiddi ekki tvær greiðslur á gjalddaga. Á kvittunum Gjaldheimtunnar í Reykjavík frá þessum tíma var svohljóðandi texti prentaður: „„Dráttarvextir eru reiknaðir af gjaldföllnum skuldum í samræmi við ákvæði 10. og 18. gr. 1. nr. 11/1975 kvittun er gefin með fyrirvara um ófærða dráttarvexti“, sbr. dskj. nr. 11. Það er því niðurstaða dómsins að stefnanda hafi mátt vera ljós greiðslu- skylda sín og beri einn ábyrgð á því að henni var ekki fullnægt fyrir 1. febrúar 1979. Skal þá loks athugað hvort fallist verði á þau rök stefnanda að honum sé mismunað á ólögmætan hátt með því að hann greiði aðstöðugjald og kirkju- garðsgjald sem hluta af fullnaðarskilum þinggjalda árs 1978. Upplýst er að í þeim umdæmum þar sem tekjur ríkissjóðs og tekjur sveitarsjóðs voru inn- heimtar sitt í hvoru lagi, hafi þessi tilteknu gjöld ekki haft áhrif á greiðslustöðu gjaldanda vegna ákvörðunar verðbótaþáttar á skyldusparnað. Með 1. 68/1962 um heimild til sameiginlegrar innheimtu, sbr. rgl. 94/1962 með breytingu nr. 100/1965, var heimilað að innheimta í einu lagi á sérstökum gjaldkheimtuseðli Þinggjöld, er innheimt hafa verið samkvæmt skattreikningi, útsvör, aðstöðu- gjald, sjúkrasamlagsgjöld, iðnlánasjóðsgjald og launaskatt. Ekki verður séð að kirkjugarðsgjald sé meðtalið. Þau gjöld er lög og reglugerðir þannig heimila að séu innheimt í einu lagi teljast mynda sameiginlegan höfuðstól og skiptist hver innborgun gjaldanda hlutfallslega á milli gjaldflokka. Telja verður að gjaldandi, sem býr í umdæmi þar sem gjaldheimta er sameiginleg, verði að hlíta bæði kostum og göllum þessa fyrirkomulags og geti ekki ákveðið að greiða aðeins tiltekna gjaldþætti. Þar sem greiðslur ganga hlutfallslega jafnt upp Í þau gjöld er þannig eru innheimt í einu lagi eru fullnaðarskil þinggjalda því ekki gerð fyrr en jafnhliða fullnaðarskilum álagðra sveitarsjóðsgjalda. Með þeirri athugasemd að ekki hafi verið heimilt að reikna kirkjusjóðsgjald (sic) með í fullnaðarskilum dæmist stefndi vera sýkn af öllum kröfum stefn- anda í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda kr. 40.000,00 í málskostnað. Dóminn kvað upp Hjördís Hákonardóttir borgardómari. Dómsorð: Stefndi, fjármálráðherra, f.h. ríkissjóðs, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Fálkans hf. í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda kr. 40.000,00 í málskostnað. 373 Miðvikudaginn 11. mars 1987. Nr. 138/1986. Örn Jónsson (Örn Höskuldsson hdl.) gegn Dælubílum sf. og gagnsök (Jóhann Þórðarson hdl.) Skaðabótamál. Endurgreiðsla. Vextir. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Guðrún Erlendsdóttir, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 18. apríl 1986 að fengnu áfrýjunarleyfi 21. mars s.á. Krefst hann sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Til vara krefst hann verulegrar lækkunar á kröfum gagnáfrýj- anda. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 23. apríl 1986. Krefst hann þess að aðaláfrýjandi greiði sér 987.083,89 krónur með 32% ársvöxtum frá 24. nóvember 1983 til 21. desember s.á., 250 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 19% ársvöxtum frá þeim degi til birtingardags stefnu 16. nóvember 1984, en síðan með hæstu innlánsvöxtum við innlánsstofnanir eins og þeir eru á hverjum tíma til greiðsludags. Þá er þess krafist að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða vexti af dæmdum vöxtum sem leggjast skulu við höfuðstól um hver áramót, í fyrsta sinn um áramótin 1984-1985, þar til greitt er. Þá krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar fyrir báðum dómum. Með tilvísun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta þá niður- stöðu hans, að hvor aðili beri að hálfu ábyrgð á tjóni Egils Stefáns- sonar. — Egill kaus á sínum tíma að stefna gagnáfrýjanda til greiðslu slysabóta, og greiddi gagnáfrýjandi honum 987.083,89 krónur að meðtöldum vöxtum og málskostnaði. Full efni voru til þess að taka til varna í máli því sem Egill höfðaði, og verður ekki talið að málatilbúnaður gagnáfrýjanda í því hafi verið til þess fallinn 374 að auka kostnað aðaláfrýjanda, þegar til þess máls kom, sem nú er dæmt. Verður aðaláfrýjanda því gert að greiða gagnáfrýjanda helming málskostnaðarins í hinu fyrra máli. Samkvæmt þessu verður aðaláfrýjanda gert að greiða gagnáfrýj- anda 493.541,95 krónur. Gagnáfrýjandi greiddi Agli Stefánssyni 24. nóvember 1983 skuld eftir dómi í máli þeirra. Verða honum dæmdir vextir frá þeim degi, enda deila málsaðilar ekki um upphafsdag vaxtatímans. Um vextina gilda reglur um dráttarvexti í auglýsingum Seðlabanka Íslands, sem birtust 21. nóvember 1983, 21. desember s.á. og 21. janúar 1984, sbr. lið IV. 2.b í auglýsingum þessum, svo og lög um dómvexti nr. 56/1979. Verður vaxtakrafa gagnáfrýjanda því tekin til greina að því er vaxtafót varðar fram að birtingardegi stefnu, en eftir það verða þeir tilgreindir sem dómvextir. Rétt er og að taka til greina kröfu gagnáfrýjanda um vaxtavexti af dómvöxtum, en ekki er lagaheimild til að dæma vaxta- vexti að öðru leyti. Halldór Þorbjörnsson hæstaréttardómari tekur fram að hann greiði atkvæði með því er að ofan segir um vaxtavexti með tilliti til fordæmis- reglu sem mótuð hafi verið með dómi í hæstaréttarmálinu nr. 23/1986, uppkveðnum í dag. Eftir þessum úrslitum verður aðaláfrýjanda gert að greiða gagn- áfrýjanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 150.000,00 krónur samtals í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Örn Jónsson, greiði gagnáfrýjanda Dælubílum sf., 493.541,95 krónur með 32% ársvöxtum frá 24. nóvember 1983 til 21. desember s.á., 25%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 19% ársvöxtum frá þeim degi til 16. nóvember 1984 en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Dómvextir skulu lagðir við höfuðstól um hver áramót, í fyrsta sinn 31. desember 1984. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda samtals 150.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 375 Sératkvæði Guðmundar Jónssonar hæstaréttardómara. Í máli því sem Egill Stefánsson höfðaði á hendur gagnáfrýjanda til heimtu skaðabóta vegna slyss þess sem hann varð fyrir hinn 20. nóvember 1979 stefndi hann ekki aðaláfrýjanda, Erni Jónssyni, til réttargæslu og ekki tilkynnti gagnáfrýjandi aðaláfrýjanda þá málsókn skv. 52. gr. laga nr. 85/1936. Ég tel fébótaábyrgð sem þar var lögð á gagnáfrýjanda byggða á sjálfstæðri ábyrgð hans sem vinnuveitanda á tjóni Egils Stefánssonar vegna skorts á viðhlítandi verkstjórn á vinnustað sem Egill var sendur til að vinna á. Ég tel aðaláfrýjanda óbundinn af niðurstöðu dóms í því máli. Í máli því sem hér er til úrlausnar krefur gagnáfrýjandi aðaláfrýj- anda um fjárhæðir þær sem honum var gert að greiða Agli Stefánssyni auk vaxta af þeim svo og málskostnað. Ég er sammála niðurstöðu héraðsdóms um skiptingu ábyrgðar á tjóni Egils Stefánssonar milli aðila og tel, með vísan til þess sem að framan er rakið, að aðaláfrýjandi verði ekki dæmdur til að greiða málskostnað í hinu fyrra máli. Samkvæmt þessu tel ég að staðfesta beri niðurstöðu hins áfrýjaða dóms, þó þannig að vaxtavextir verði reiknaðir af dómvöxtum svo sem í dómsatkvæði meirihluta dómara segir með tilliti til fordæmisreglu sem mótuð hefur verið með dómi í hæstaréttarmálinu nr. 23/1986 uppkveðnum í dag. Þá tel ég að dæma beri aðaláfrýjanda til að greiða gagnáfrýjanda 85.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. nóvember 1985. I. Mál þetta, sem tekið var til dóms 14. f.m., hefur fyrirtækið Dælubílar sf., Hléskógum 1, Reykjavík, nnr. 1644-9075, höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu birtri 16. nóvember 1984 á hendur Erni Jónssyni húsasmíðameistara, Grjótaseli 1, Reykjavík, nnr. 9918-5759, til endur- greiðslu á kr. 987.083,89 með 3200 ársvöxtum frá 24. nóvember 1983 til 21. desember sama ár, með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, með 199 ársvöxtum frá þeim degi til stefnubirtingardags 16. nóvember 1984 og „síðan með hæstu innlánsvöxtum við innlánsstofnanir eins og þeir eru ákveðnir skv. lögum á hverjum tíma til greiðsludags og málskostnað skv. gjaldskrá LMFÍ. Þá er og þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða 376 vexti af dæmdum vöxtum, sem leggjast skulu við höfuðstól um hver áramót í fyrsta sinn áramótin 1984/1985 þar til greitt verður. Vaxtafótur skal vera sá sami og að framan greinir“ Stefndi krefst aðallega sýknu, til vara að honum verði aðeins gert að greiða hluta af hinni umstefndu fjárhæð og til þrautavara að kröfufjárhæð stefnanda verði lækkuð verulega. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Sáttaumleitanir af hálfu dómsins hafa ekki borið árangur. Bjarni Kristinn Bjarnason borgardómari dæmir mál þetta ásamt meðdóm- endunum Gunnari Torfasyni byggingaverkfræðingi og Sæbirni Kristjánssyni tæknifræðingi. II. Þriðjudaginn 20. nóvember 1979 varð vinnuslys við einbýlishúsið nr. 1 við Grjótasel í Reykjavík. Starfsmaður stefnanda Egill Stefánsson, Fannarfelli 10, Reykjavík, vann nefndan dag við dælingu á steinsteypu í steypumót nefnds húss. Til verksins var notuð sérstök bifreið, R-64440, sem var eign stefnanda. Bifreiðin var útbúin með gálga og dælu. Frá dælunni lá slanga um gálgann, sem var áfastur bifreiðinni. Rann steypan um slönguna í mótin. Stjórnandi bifreiðarinnar og yfirmaður Egils var Guðmundur Benediktsson, einn af eigendum stefnanda. Egill og Guðmundur unnu við tæki dælubifreiðarinnar. Var Guðmundur við bifreiðina og stjórnaði dælunni. Egill var hins vegar uppi á vinnupalli, sem gerður var úr borðum (1“ x 6“), sem negld voru ofan á þak- sperrurnar, innan við útveggjamótin. Lágu borðin samhliða útveggja- mótunum. Egill hafði í höndum sérstakt tæki (stjórnborð) til þess að stjórna hreyfingum gálgans og til þess að gefa stjórnanda dælunnar merki um það hvenær hefja skyldi dælingu steinsteypunnar og hvenær stöðva hana. Við slönguendann var eigandi hússins, stefndi í máli þessu, en hann er húsasmíða- meistari. Beindi hann slönguendanum þangað sem steypan átti að renna í mótin. Egill hefur haldið því fram að um kl. 17 umræddan dag hafi myndast stífla í slöngunni. Stefndi hafi þá reynt að losa um stífluna og er það tókst hafi komið slinkur á hana. Stefndi hafi þá misst tökin á slöngunni og hafi hún slegist í Egil með þeim afleiðingum að hann kastaðist út fyrir steypumótin og féll til jarðar 3,S-4 metra. Við læknisrannsókn kom í ljós að Egill hafði hálsbrotnað og var lamaður frá hálsi og niður í tær. Samkvæmt örorkumati Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis, dagsettu 18. júlí 1980, var Egill talinn 100% öryrki frá slysdegi. Egill höfðaði dómsmál á hendur stefnanda, Dælubílum sf., og til réttar- gæslu gegn Almennum Tryggingum hf. Dómur var kveðinn upp í málinu á bæjarþingi Reykjavíkur hinn 2. mars 1982. Í þessu dómsmáli sundurliðaði Egill Stefánsson kröfu sína þannig: 1. Örorkubætur ........0.000.0 00 kr. 1.000.000,00 Mi Miskabætiri A a — 80.000,00 3. Bætur fyrir röskun á stöðu og högum, fyrir heimilis- röskun og sérstaka umönnun og útgjöld í því sam- Bið Á 5 sy röð A BRT Gl Fi — 150.000,00 4. Bætur vegna kostnaðar við eignarhald og rekstur bifreiðar og vegna útgjalda, sem gagngert tengjast því að stefnandi verður bundinn við hjólastól alla ÞE a Rr aa pn — 50.000,00 5, FALAMÓM 0. 000 00 á a — 1.500,00 6. Örorkuútreikningur .........0..000 000... — 1.100,00 Dómur var kveðinn upp í málinu á bæjarþingi Reykjavíkur 2. mars 1982 af settum borgardómara og tveimur sérfróðum meðdómendum. Í Ill.kafla dómsins segir svo: „Í gögnum málsins kemur fram, að aðstæður á vinnustað voru þær, að stefnandi stóð uppi á vinnupalli sem myndaður var úr þremur borðum, og var hvert borð 1“ x 6“. Vinnupallurinn var uppi á 2. hæð eða þaki hússins og var aðeins halli á þakinu. Engin handrið voru á vinnupallinum. Verður því að telja, að öryggisbúnaði á vinnustað hafi verið verulega ábótavant, og hefur ekki verið gætt ákvæða í reglugerð nr. 204 frá 1972 um öryggis- ráðstafanir við byggingavinnu, 8. gr. c, 1. og 2. mgr., 9. gr., 12. gr. 6. og 7.mgr., 13. gr., 14. gr. og 17. gr. 1. mgr. Það má telja yfirgnæfandi líkur á því að afleiðingar slyssins hefðu orðið mun minni en raun varð á, ef þessara reglna hefði verið gætt, og ber stefndi Dælubílar sf., sem vinnuveit- andi stefnanda, ábyrgð á því gagnvart honum. Þá ber að líta á það hvort stefnandi kunni sjálfur að bera einhverja ábyrgð á tjóni sínu. Stefndi heldur því m.a. fram, að stefnandi hafi staðið óþarflega nærri slöngunni og þannig tekið á sig áhættu umfram nauðsyn. Þegar slysið varð var veður slæmt, hvasst og úrkoma. Farið var að skyggja og eina vinnu- ljósið kom frá götustaur rétt við bygginguna. Það er álit dómsins að ekkert það hafi komið fram í málinu, sem bendi til þess, að stefnandi hafi staðið nær slöngunni en tilefni gaf til miðað við framangreindar aðstæður. Verður því ekki fallist á þessa málsástæðu stefnda. Þá er ósannað, að stefnandi hefði getað komið í veg fyrir slysið með því að gefa merki um að dælingu skyldi hætt. Við mat á ábyrgð stefnanda ber og að hafa í huga, að stefnandi var lítt vanur í starfi, en hann hafði aðeins unnið hjá stefnda í u.þ.b. 1% mánuð, þegar slysið varð. Þegar framangreind atriði eru virt, þykir ósannað, að stefnandi hafi tekið á sig óþarfa áhættu, sem hann beri ábyrgð á. Það er því niðurstaða dómsins, að stefndi Dælulbílar sf. beri óskipta ábyrgð á tjóni stefnanda. 378 Verður nú fjallað um bótafjárhæðina: Um lið 1. Þegar tjón skv. þessum lið er metið þykir rétt að leggja til grund- vallar örorkutjónsútreikning Jóns E. Þorlákssonar, tryggingingafræðings, dags. 27. janúar 1982, kr. 561.400,00, þegar frá hafa verið dregnar örorku- bætur frá Tryggingastofnun ríkisins og tekjutrygging. Frá þessari fjárhæð dragast ennfremur bætur úr samningsbundinni slysatryggingu kr. 158.462,80 og greidd laun eftir slysið kr. 10.101,10. Með hliðsjón af þeirri málsástæðu stefndu, að lækka beri kröfu stefnanda skv. þessum lið vegna skattfrelsis bótanna og eingreiðsluhagræðis, svo og vegna greiðslu barnalífeyris, þykir þessi liður hæfilega ákveðinn kr. 260.000,00. Um lið 2, 3 og 4. Rétt þykir að taka þessa liði saman, þar sem þeir fela allir í sér kröfu um miskabætur. Þessum liðum hefur stefndi öllum mótmælt sem of háum. Þegar virt eru meiðsli stefnanda og sjúkrasaga, sem og varanleg áhrif slyssins á heimilishagi stefnanda og fjölskyldu hans, þykja bætur samkvæmt þessum liðum hæfilega ákveðnar kr. 200.000,00. Um lið 5. Þessum lið hefur ekki verið andmælt tölulega og verður hann því tekinn til greina að fullu. Um lið 6. Þessum lið hefur ekki verið andmælt tölulega og verður hann því tekinn til greina að fullu, en kostnaður þessi telst til málskostnaðar. Samtals er óbætt tjón stefnanda skv. framansögðu kr. 461.500,00. Vaxta- kröfu stefnanda hefur ekki verið andmælt sérstaklega og dæmast því vextir eins og krafist er af dæmdri fjárhæð. Eftir úrslitum þessa máls ber að dæma stefnda til að greiða málskostnað, sem þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn kr. $1.100,00:“ Stefnandi, Dælubílar sf., vildi ekki una dómi þessum og skaut málinu til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar, sem var uppkveðinn 13. október 1983, segir m.a. svo: „ Atvikum að slysi því, er stefndi varð fyrir 20. nóvember 1979, er lýst í héraðsdómi. Þar er og lýst umbúnaði á vinnustað. Þykir með skírskotun til forsendna héraðsdóms mega staðfesta, að áfrýjandi sem vinnuveitandi stefnda beri gagnvart honum ábyrgð á afleiðingum slyssins. Þá ber og að fallast á það með héraðsdómi, að ekkert það sé fram komið í málinu, er bendi til, að stefndi eigi að einhverju leyti sök á tjóni sínu. Ber samkvæmt þessu að leggja bóta- ábyrgðina óskipt á áfrýjanda. Í héraðsdómi eru rakin þau gögn, sem fram hafa verið lögð í málinu um örorku stefnda ásamt áætlunum tryggingafræðings um tjón hans af völdum örorkunnar. Samkvæmt örorkumati Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis, sem eigi hefur verið véfengt, er Örorka stefnda af völdum slyssins 100% varanleg örorka. Stefndi er 100% öryrki vegna slyssins 20. nóvember 1979. Eru ekki efni 379 til að lækka fébætur þær, sem héraðsdómur ákvað, en af hálfu stefnda hefur málinu ekki verið gagnáfrýjað. Verður héraðsdómur því staðfestur, en til frádráttar koma þær greiðslur, sem Almennar Tryggingar hf. greiddu eftir uppsögu dómsins í samræmi við kröfur stefnda fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Dælubílar sf., greiði stefnda, Agli Stefánssyni, 361.500,00 krónur með 31% ársvöxtum frá 20. nóvember 1979 til 31. maí 1980, 35% ársvöxtum frá 1. júní 1980 til 2. júní 1981, 39% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1982, 47% ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, en með 39% ársvöxtum frá þeim degi til uppsögu þessa dóms og síðan til greiðsludags með hæstu innlánsvöxtum eins og þeir verða á hverjum tíma. Áfrýjandi greiði 56.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti, Stefnandi, Dælubílar sf., greiddi Agli Stefánssyni dómskuldina hinn 24. nóvember 1983, og var hún sundurliðuð þannig: Höfuðið si sið 9 a á 361.500,00 Veni 2, grð 58 ga Brin ei a 560.535,89 Málskostnáður dai sk RA 65.000,00 Dómseéndurrit 4 as rósin iss a 0 BA 48,00 987.083.89 111. Stefnandi styður kröfur sínar á hendur stefnda fyrst og fremst þeim rökum, að öryggisráðstöfunum á vinnustaðnum hafi verið verulega ábóta- vant. Á þeim mistökum beri stefndi ábyrgð, bæði sem eigandi og bygginga- meistari hússins. Auk þess viðurkenni stefndi að hann hafi rætt við múrara- meistara hússins áður en steypuvinnan hófst og hafi orðið að samkomulagi með þeim að stefndi skyldi sjá um niðurlagningu steypunnar. Stefndi beri því einnig ábyrgð á allri framkvæmd við niðurlagningu steypunnar. Stefnandi leggur áherslu á að engin handrið hafi verið á vinnupallinum. Á því beri stefndi ábyrgð. Hann hafi einnig borið ábyrgð á lýsingu og öðrum vinnuaðstæðum. Þáttur stefnanda hafi aðeins verið að koma með um- ræddan dælubíl á staðinn og dæla steypu í mótin, en stefndi hafi sjálfur pantað steypuna. Stefnandi telur ósannað að tréborðin í vinnupallinum hafi verið fleiri en 3. Það skipti þó ekki neinu höfuðmáli, hvort þau voru $S eða 6, þar sem hinn slasaði féll út af vinnupallinum. Ef handrið hefði hins vegar verið á 380 vinnupallinum þá hefði ekkert slys orðið. Stefnandi andmælir því, að erfitt hafi verið að koma fyrir handriði á vinnupallinn. Hefur stefnandi bent á ýmsar leiðir í því efni. Stefnandi telur að í áðurgreindum héraðsdómi og dómi Hæstaréttar komi skýrlega fram að hinn slasaði, Egill Stefánsson, hafi ekki átt sök á slysinu. Þá beri á það að líta að stefndi hafi kallað á Egil sér til aðstoðar þegar slangan stíflaðist og þar með sett hann í hættu, en Egill hafi áður verið á öruggum stað. Stefnandi telur því að ekki eigi að skipta sök í máli þessu. Þá mótmælir stefnandi lækkunarástæðum stefnda. Til rökstuðning máli sínu vitnar stefnandi einkum til V. kafla laga nr. 54 frá 16. maí 1978, VI. kafla reglugerðar nr. 292 frá 16. maí 1979 einkum 4.2., 4.4.1., 4.5., og 4.7. Þá skír- skotar stefnandi til 5. gr., 13. gr. og 14. gr. laga nr. 23 frá 1. febrúar 1952 er í gildi voru, er slysið varð, og reglugerðar nr. 204 frá 20. júlí 1972 einkum 8. gr. C, 9. gr., 12. gr. 6.7. mgr. og síðan 13. gr., 14. gr. og 17. gr. IV. Af hálfu stefnda er á það bent, að milli stefnda „og tjónþolans, Egils Stefánssonar, var ekkert réttarsamband. Tjónþoli var í vinnusambandi við stefnanda og af þeim sökum bar stefnandi ábyrgð gagnvart starfsmanni sínum. Stefnandi var sjálfstæður framkvæmdaaðili í þjónustu stefnda og af þeim sökum ber stefndi eigi ábyrgð á tjóni sem hlýst vegna atvika er varða einungis hinn sjálfstæða framkvæmdaaðila. Eins og dskj. nr. 10 ber með sér var öryggisumbúnaður við húsbygginguna að Grjótaseli | á allan hátt full- nægjandi af hálfu stefnda. En svo sem það dómskjal ber með sér er eigi unnt að setja upp handrið við þær aðstæður er voru fyrir hendi er slysið varð, þar sem notkun slíkra handriða má telja næstum óframkvæmanlega, þegar steypt er Í veggi, eins og segir Í dómskjalinu. Þegar af þessari ástæðu var eigi unnt að fullnægja hinum tilgreindu ákvæðum reglugerðar nr. 204/1972, þar sem eigi hefði verið unnt að framkvæma hið tiltekna verk við þær aðstæður. Af þeim sökum hefur aldrei tíðkast við húsbyggingar að setja upp handrið við þessar aðstæður og fullnægja með því umræddu ákvæði reglugerðar nr. 204/1972. Sú venja hefur því myndast í starfsgrein þessari að framkvæma dælingu í steypumót við þær aðstæður er fyrir hendi voru á slysstað. Þegar af þessari ástæðu var öryggisumbúnaður við húsbygginguna að Grjótaseli 1 með öllu forsvaranlegur. Framangreint er í samræmi við álit Guðmundar Benedikt- sonar, en hann lýsti því yfir að aðstæður á vinnustað hefðu verið með öllu venjulegar. M.ö.o. hann sá ekki ástæðu til að krefjast frekari öryggisráðstafana til handa sér eða starfsmannai sínum við framkvæmd verksins. Í þessu sam- bandi ber að athuga að hann og hinn slasaði voru u.þ.b. 2 klukkutíma á bygg- ingarstaðnum aðgerðarlausir áður en dæling hófst, og verður að telja það nægilegan tíma til þess að kynna sér aðstæður. — Þá ber einnig að athuga í 381 þessu sambandi að eftir að slysið var orðið, gerði Guðmundur Benediktsson engar athugasemdir við öryggisútbúnaðinn, áður en hann tók til við það, sem hinn slasaði hafði áður framkvæmt. Hafi verið um að ræða ónógan örygpgis- útbúnað á slysstað, svo sem stefnandi vill halda fram, þá er ljóst að Guð- mundur Benediktsson gerði sig sekan um vítavert athafnaleysi með því að fara ekki fram á aukinn öryggisútbúnað við húsbygginguna áður en hann sendi starfsmann sinn til vinnu“ Því er haldið fram af hálfu stefnda að slysið eigi fyrst og fremst orsakir sínar að rekja til skorts á leiðbeiningar- og eftirlitsskyldu af hálfu Guð- mundar Benediktssonar. En hann hafi haft með höndum verkstjórn yfir hinum slasaða á slysstaðnum. Svo sem sjáist af gögnum málsins leiðbeindi hann eigi hinum slasaða um réttar aðferðir við stjórnun gálgans og slöng- unnar, né hafði nægilegt eftirlit með framkvæmd þess verks, en röng með- ferð hins slasaða á gálganum verði að telja eina aðalorsök slyssins. Í því sambandi beri að hafa í huga að Guðmundur Benediktsson viðhafði önnur vinnubrögð við stýringu slöngunnar þegar hann tók við verki hins slasaða. Stefndi heldur því fram að það sem fyrst og fremst hafi valdið slysinu hafi verið slinkurinn sem kom á slönguna er stíflan brast. En það að slangan skyldi stíflast verði fyrst og fremst rakið til mistaka starfsmanna stefnanda við meðferð og stjórn dælingarinnar svo og ófullnægjandi tækjabúnaðar. Við framkvæmd og stjórn dælingar, sem hér var um að ræða, verði að viðhafa sérstaka aðgát, þar sem smávægilegustu mistök geti orsakað veru- lega hættu fyrir nærstadda. Stefndi heldur því fram að jafnvel þótt sá öryggisbúnaður, sem krafist er í reglugerð nr. 204/1972, hefði verið fyrir hendi hefði slysið eigi verið umflúið þar sem aðeins sé krafist handriðs eins metra á hæð. Slíkt handrið hefði eigi verið nein fyrirstaða vegna þess ógnarkrafts sem leystist úr læðingi er stíflan í slöngunni brast. Samkvæmt framansögðu telur stefndi að sýkna beri hann af öllum kröfum stefnanda. Verði sýknukrafa hans ekki tekin til greina krefst hann þess að aðeins hluti sakar verði á hann lagður. Verði niðurstaða dómsins sú að hann beri fulla ábyrgð á slysinu krefst stefndi þess að bótafjárhæð verði lækkuð verulega á grundvelli lögjöfnunar frá 25. gr. laga nr. 20/1954 og 73. gr. laga nr. 40/1968, svo og 49. gr. laga nr. 66/1963, 2. mgr. S1. gr. laga nr. 67/1963 og 136. gr. laga nr. 34/1964. En í greindum lagaákvæðum sé að finna heimildir til lækkunar bótafjár- hæða í ýmsum tilfellum, m.a. á grundvelli sakarstigs og efnahags. Stefndi kveðst vera fyrirvinna 5 manna fjölskyldu og efnahagur hans sé eigi slíkur að hann geti staðið undir bótakröfu sem þessari án þess að bíða verulega röskun af. 382 Stefndi heldur því fram að hann hafi ekki átt kost á að vátryggja sig gegn slíku tjóni, sem hér var um að ræða. Það hafi stefnandi getað gert, en ábyrgðartrygging hans hafi reynst vera allt of lág. Þá telur stefndi að stefnandi hafi notið skattaívilnana með því að greiða skaðabæturnar og beri að taka tillit til þess. Stefndi hefur sérstaklega mótmælt því, að honum sé skylt að greiða kr. 65.000,00, sem stefnandi var dæmdur til að greiða í Hæstarétti. Þá mótmælir stefndi vaxtakröfu stefnanda sem of hárri. v. Hinir sérfróðu meðdómsmenn taka fram að flestar steypur í húsbyggingum á höfuðborgarsvæðinu flokkist nú annars vegar undir svokallaðar dælusteypur og hins vegar undir svonefndar kranasteypur. Á þeim tíma, sem slysið varð, hafi mjög fáir dælubílar verið í notkun, varla fleiri en einn til þrír. Á þessum tíma hafi slönguendar alfarið verið úr gúmmiíefni. Á slöngunum hafi því stundum myndast brot við vissar aðstæður. Hafi það þá stundum leitt til þess að slangan stíflaðist, en slíkar stíflur hafi verið til mikilla óþæginda og stundum getað verið hættulegar. Til þess að ráða bót á þessu og auka öryggi við dælusteypur hafi íslenskir dælubílaeigendur nú útbúið slöngur sinna bíla með s-löguðum milli- stykkjum úr stáli (oft á tveimur stöðum á slöngunni). Hafi þetta í fyrsta lagi minnkað fallhraða steypunnar í lóðréttu falli og dregið úr aðskilnaði hennar og í öðru lagi útilokað að brot gætu myndast á fremsta hluta slöngunnar. Samkvæmt gögnum málsins virðist ljóst, að gálginn á dælubílnum hafi verið fullreistur miðað við stöðu bílsins við húsið, þegar steypunni var dælt í mótin í nefnt sinn. Lausi endi slöngunnar var hins vegar svo neðarlega, þegar dæling hófst að hann lagðist niður á mótin með þeim afleiðingum, að stífla myndaðist í fremsta hluta slöngunnar. Verkstjóra stefnanda á staðnum bar að sjá til þess að staðsetning dælubif- reiðarinnar og afstaða gálga og slöngu væri á hverjum tíma með þeim hætti að steypan gæti runnið með eðlilegum hætti úr slöngunni í mótin. Þetta vanrækti hann með þeim afleiðingum að Egill Stefánsson, sem stjórnaði hreyfingum gálgans, gat ekki haft fulla stjórn á afstöðu slönguendans til mótanna. En verk- stjórinn hefði getað bætt úr þessu með því að færa bifreiðina úr stað. Með hlið- sjón af því að hér var um að ræða tiltölulega nýja steyputækni bar verkstjór- anum eins og á stóð að gæta sérstakrar varúðar við framkvæmd verksins. Þegar stíflan myndaðist Í slöngunni kallaði stefndi á Egil sér til aðstoðar. Egill, sem aðeins hafði starfað skamman tíma hjá stefnanda, virðist ekki hafa gert sér grein fyrir þeirri hættu sem hann setti sig í þegar hann ætlaði að taka á slöngunni með stefnda, en það að slöngunni hallaði frá honum kann að hafa villt honum sýn. Telja verður að stefnandi beri ábyrgð á framangreindum mistökum verkstjóra 383 síns og að stefnandi hafi ekki sannað að verkstjórinn hafi brýnt nægjanlega fyrir Agli og stefnda hversu stífla í slöngunni gæti verið hættuleg. Í áðurgreindum dómi í máli Egils Stefánssonar og stefnanda er því lýst á hvern hátt öryggisbúnaði á vinnustaðnum að því er varðar vinnupalla var ábótavant. Þeim dómi hefur ekki verið hnekkt og verður hann að því er varðar aðstæður á vinnustaðnum lagður til grundvallar. Á þeim mistökum ber stefndi ábyrgð gagnvart stefnanda eins og hér stendur á, en stefndi var húsasmíðameistari hússins og hafði tekið að sér að taka við steypunni f.h. múrarameistara hússins. Þegar það er virt sem nú hefur verið rakið og önnur þau atriði sem hér skipta máli þykir rétt að skipta sök á milli aðila málsins þann veg að hvor aðili beri að hálfu ábyrgð á tjóni því sem Egill Stefánsson varð fyrir. Kröfufjárhæðin, kr. 987.083,89, hefur ekki sætt sérstökum andmælum af hálfu stefnda að öðru leyti en því, að stefndi telur sér óskylt að greiða stefnanda málskostnað kr. 65.000,00, sem stefnandi var dæmdur til að greiða fyrir Hæstarétti. Er á það fallist með stefnda. Samkvæmt ofanskráðu ber stefnda að greiða stefnanda helminginn af kr. 922.083,89 (987.083,89 = 65.000,00), eða alls kr. 461.041,94, enda verður að líta svo á að stefndi hafi ekki sannað að þær lækkunarástæður, sem hann hefur að öðru leyti haft uppi í málinu, eigi við rök að styðjast. Þá er ekki á það fallist með stefnda að stefnandi hafi verið svo sjálfstæður framkvæmdaaðili í þjónustu stefnda að stefndi sé undanþeginn ábyrgð á tjóninu af þeim ástæðum. Vaxtakrafa stefnanda verður tekin til greina eins og í dómsorði greinir. Eftir þessum úrslitum ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 60.000,00. Dómsorð: Stefndi, Örn Jónsson, greiði stefnanda, Dælubílum sf., kr. 461.041,94 með 270 ársvöxtum frá 24. nóvember 1983 til 21. desember s.á., með 21,5% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, með 159 ársvöxtum frá þeim degi til 11. ágúst s.á., með 17% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1985, með 24%0 ársvöxtum frá þeim degi til 11. maí 1985 og með 2200 ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 60.000,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 384 Föstudaginn 13. mars 1987. Nr. 67/1987. Gylfi Haraldsson (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) gegn Höllu Arnljótsdóttur (Gylfi Thorlacius hrl.) Kærumál. Börn. Bein fógetagerð. Verkanir áfrýjunar. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Skaftason, Guðrún Erlendsdóttir, Halldór Þorbjörns- son og Magnús Þ Torfason. Sóknaraðili hefur skotið málinu til Hæstaréttar með kæru 16. febrúar 1987 samkvæmt heimild í 3. tl. 21. gr. laga nr. 75/1973. Barst kæran Hæstarétti hinn 18. febrúar 1987. Málið var flutt munnlega fyrir Hæstarétti samkvæmt heimild í 2. mgr. 31. greinar laga nr. 15/1973. Sóknaraðili krefst þess, að innsetning samkvæmt úrskurði fógeta- réttar Reykjavíkur, uppkveðnum 10. desember 1986 í máli aðiljanna verði framkvæmd nú þegar og varnaraðili dæmdur til að greiða málskostnað, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðilja. Aðiljar kærumáls þessa stofnuðu til óvígðrar sambúðar árið 1977. Þau slitu samvistum 22. júlí 1985. Meðan á sambúð stóð eignuðust þau börnin Þröst Frey, f. 22. maí 1979, og Guðbjörtu, f. 19. desember 1982. Með úrskurði dóms- og kirkjumálaráðuneytis 20. desember 1985, sem kveðinn var upp til bráðabirgða, sbr. 2. mgr. 38. gr. barnalaga nr. 9/1981, var sóknaraðilja veitt forsjá telpunnar en varnaraðilja forsjá drengsins. Samkomulag var um það, að foreldrarnir nytu gagnkvæms umgengnisréttar við börnin eftir nánara samkomulagi. Úrskurður þessi var kveðinn upp eftir að fengin hafði verið, að því er í honum segir, skýrsla varnaraðilja, dags. 26. júlí 1985, bréf sóknaraðilja, skrifað í júlí - ágúst 1985, skýrsla Ásgeirs Karlssonar geðlæknis á geðdeild Borgarspítalans, dags. 16. ágúst 1985, skýrsla 385 sóknaraðilja, dags. 28. ágúst 1985, umsögn barnaverndarnefndar Biskupstungnahrepps, dags. 16. september 1985, greinargerð lög- manns sóknaraðilja, dags. 14. október 1985, bréf sóknaraðilja, dags. 25. september 1985, bréf lögmanns varnaraðilja, dags. 31. október 1985, bréf varnaraðilja, dags. 24. október 1985, vottorð Ásgeirs Karlssonar geðlæknis, dags. 7. nóvember 1985, bréf lögmanns varnaraðilja, dags. 25. nóvember 1985 og skýrsla starfsmanna Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, dags. 19. desember 1985. Með úrskurði 7. nóvember 1986 ákvað dóms- og kirkjumálaráðu- neytið að sóknaraðili skyldi hafa forsjá beggja barnanna og fram- færa þau einn. Lágu þá fyrir, auk framantalinna gagna, nýjar grein- argerðir aðiljanna svo og umsögn Barnaverndarnefndar Reykja- víkur, dags. 12. mars 1986, og umsögn Barnaverndarráðs Íslands, dags. 16. október 1986. Var síðastgreind umsögn gefin að undan- genginni könnun ráðsins á högum aðiljanna beggja og viðræðum við börnin og ýmsa aðra aðilja. Hefur umsögn þessi verið lögð fyrir Hæstarétt. Var niðurstaða barnaverndarráðs sú að mælt var með að sóknaraðili færi með forsjá. beggja barnanna. Í umræddum úrskurði ráðuneytisins var með skírskotun til 2. mgr. 40. greinar barnalaga nr. 9/1981 kveðið á um að börnin hefðu rétt til að vera hjá varnaraðilja aðra hverja helgi frá kl. 17 á föstudögum til kl. 20 á sunnudögum, en að öðru leyti átti að fara um umgengni eftir nánara samkomulagi við varnaraðilja. Bæði börnin eru nú hjá varnaraðilja; drengurinn vegna þess að varnaraðili hefur ekki léð máls á að sóknaraðili fengi hann til sín eftir að áðurnefndur úrskurður dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 7. nóvember 1986 var kveðinn upp, en telpan vegna þess að varnar- aðili varnaði því að sóknaraðili fengishana til sín aftur eftir að varnaraðili fékk hana í helgarheimsók 3. - 5. október 1986. Úrskurð- aði fógeti að kröfu sóknaraðilja hinn 10. desember 1986, að sóknar- aðili skyldi settur inn í umráð beggja barnanna með beinni fógeta- gerð. Ekkert er komið fram sem veitir tilefni til að ætla að aðstæður aðilja eða barnanna hafi breyst í neinum atriðum sem máli skipta eftir að dóms- og kirkjumálaráðuneytið kvað upp óhaggaðan fulln- aðarúrskurð sinn um forsjá barnanna 7. nóvember 1986, að undan- gengnum þeim rækilegu könnunum sem frá var greint. Þegar þetta 25 386 er virt og ennfremur sérstaklega litið til þess hver atvik eru að því að varnaraðili heldur telpunni Guðbjörtu hjá sér, og í því sambandi gætt dóms Hæstaréttar 5. nóvember 1985, þykja atvik ekki slík, þótt um börn sé að tefla, að hér beri að víkja frá þeirri réttarreglu sem við á um beinar fógetagerðir, að áfrýjun úrskurðar um að gerð skuli fram fara, fresti ekki framkvæmd gerðarinnar. Hefur sú réttarregla stoð í grunnrökum ákvæðis þess sem lögfest er í 3. mgr. 44. gr. laga nr. 19/1887 varðandi aðfarargerðir, að áfrýjun úrskurðar, um að gerð eigi fram að fara, fresti ekki framkvæmd á honum. Eftir þessu ber að taka til greina kröfur sóknaraðilja í málinu en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður í héraði svo og kærumálskostn- aður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur og er synjað kröfu varnaraðilja, Höllu Arnljótsdóttur,um að frestað verði fram- kvæmd á úrskurði fógetaréttar Reykjavíkur 10. desember 1986 um að sóknaraðilja, Gylfa Haraldssyni, verði með beinni fógeta- gerð fengin umráð barnanna Þrastar Freys, f. 22. maí 1979, og Guðbjartar, f. 19. desember 1982. Málskostnaðarákvæði hins kærða úrskurðar er staðfest. Kærumálskostnaður fellur niður. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Guðmundar Skaftasonar og Guðrúnar Erlendsdóttur. Þótt sú meginregla gildi um beinar fógetagerðir, að áfrýjun úrskurðar um að gerð skuli fram fara fresti ekki framkvæmd hans, þá ber að hafa í huga, að hér er um sérstakar aðstæður að ræða, sem að okkar mati réttlæta undantekingu frá þessari reglu. Samkvæmt meginreglum barnalöggjafar eiga þarfir og hagsmunir barna að skipa öndvegi í lagaúrlausnum um börn. Í máli því, sem hér er til úrlausnar, hefur drengurinn alltaf verið með móður sinni, að undanskildum tíma er hún var á sjúkrahúsi fyrri hluta árs 1985, en þá dvöldust bæði börnin hjá föðursystur sinni í Stykkishólmi. Telpan virðist hafa dvalist hjá föður sínum eftir 387 að samvistum málsaðila var slitið í júlí 1985, en bæði börnin hafa dvalist hjá móður sinni í Reykjavík frá því í byrjun október 1986 og drengurinn sækir skóla þar. Fullnusta úrskurðar fógetaréttar Reykjavíkur frá 10. desember 1986, áður en dómur Hæstaréttar hefur gengið um hinn áfrýjaða úrskurð, gæti raskað högum barn- anna, og teljum við varhugavert að þau verði afhent á þessu stigi málsins. Við teljum ákvæði 44. gr.laga nr. 19/1887 ekki binda dóm- stóla um þetta efni, né heldur teljum við að málsatvik í dómi Hæstaréttar uppkveðnum $. nóvember 1985 (hrd. LVI, bls. 1168) séu sambærileg við atvik í máli þessu, einkum þó er varðar drenginn, Þröst Frey. Samkvæmt þessu teljum við að staðfesta beri hinn kærða úrskurð. Við teljum einnig rétt, að kærumálskostnaður falli niður. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 10. febrúar 1987. Í máli þessu var þann 10. desember 1986 kveðinn upp úrskurður á þá leið að gerðarbeiðandi Gylfi Haraldsson, til heimilis að Launrétt 2 í Laugar- ási, skyldi settur inn í umráð tveggja barna hans og gerðarþola Höllu Arn- ljótsdóttur, Hraunbæ 156, þeirra Þrastar Freys, f. 22. maí 1979 og Guð- bjartar, f. 19. desember 1982. Er gerðin var síðan tekin fyrir þann 26. janúar sl., sýndi lögmaður gerðar- þola áfrýjunarstefnu, merkta nr. 329/1986 í fógetaréttinum. Þar er fyrst- greindum úrskurði áfrýjað. Krafðist lögmaður gerðarþola þess að framkvæmd innsetningar yrði frestað uns áfrýjun er til lykta leidd. Greinargerðir hafa komið fram vegna þessa atriðis, og er ágreiningur aðila tekinn til úrskurðar þann 6. þ. mán. Gerðarbeiðandi krefst þess að synjað verði frestkröfu gerðarþola. Aðilar hafi fengið forsjá hvort síns barns skv. bráðabirgðaforsjárúrskurði, upp- kveðnum af dómsmálaráðuneytinu þann 20. desember 1985, þar sem kveðið sé á um umgengnisrétt foreldra. En gerðarþoli hafi síðar neitað að láta börnin frá sér. Hafi nú gengið lokaúrskurður ráðuneytisins um forsjána þann 7. nóv. 1986 að undangenginni rækilegri athugun og gagnaöflun, þ. á m. barna- verndaryfirvalda og geðlækna, svo og hafi aðilar gert ýtarlega grein fyrir sínum málstað. Úrskurður dómsmálaráðuneytisins hafi verið á þá leið að forsjá beggja barna skyldi vera hjá gerðarbeiðanda. Því er haldið fram að ekki standi lög til að áfrýjun fresti framkvæmd úrskurðar fógeta, sbr. lög nr. 19/1887, 44. gr. Greinargerð lögmanns gerðarþola er mikið tl samhljóða þeirri or áður kom fram í innsetningarmálinu, Lögð er áhersla á að börnunum hafi ekki liðið vel hjá gerðarbeiðanda, og hafi ekki mátt við svo búið standa. En þeim vegni nú, ágællega hjá gerðarþola sem hafi góð skilyrði til að veita þeirn gott uppeldi Það sé gefinn hlutur að mjög óhoppilegt sé að taka þau frá henni, enda sé líka ljóst að h í lála þau frá sér af frjálsum vilja. Þeirri skoðun er andmæli að áfrýjun úrskurðar seli ekki frestað framkvæmd fógetagerðar Varhugaveri er að úrskurði fógeta, sem mælir fyrir um að börnin verði afhont gerðarbeiðanda með boinni fsetagerð, verði veiti fullnusta áður cn, áfrýjun er leidd il lykta, enda getur sú fullnusta raskað högum barnanna og, er hún í beinni andstæðu við meginreglur barnalöggjafar og barnaverndar- laga. Ákvæði 44. gr. laga nr. 19/1887 binda dómstóla ekki um þetta efni. Skal fögetagerð eisi fara fram á þessu stigi málsins. Málskostnaður á að falla niður í þessu deilumál. Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Taka ber framm að sérstök ástæða þótti tl, þrátt fyrir ákvæði 2. sbr. 3. tl. 190, gr. laga nr, 85/1936, að láta forsendur Íylgja úrskurðarorði, og þá litið til þess hverni stkarefni ér háttað. Því úrskurðast Frestbeiðni gerðarþola er tekin til greina. Málskostnaður fellur niður Fisstudaginn 13.mars 1987. Nr. 232/1985. — Bjarni Kristmundsson (Hilmar Ingimundarson hrl) eeen Jóni Ísberg sýslumanni (Guðmundur Pétursson hrl) Uppboð. Aðild. Áfrýjun. Sóratkvæði, Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðrún Erlendsdóttir og Þór Vilhjálmsson. 388 Greinargerð lögmanns gerðarþola er mikið dll samhljóða þeirri er áður kom fram í innsetningar málinu. Lögð or áhersla á að börnunum hafi ekki liðið vel hjá gerðarbeiðunda, og hafi ekki mátt við svo búið standa. En þeim vegni nú ágætlega hjá gerðarþola sem hafi góð skilyrði til að veita þeim gott uppeldi. finn hlutur að mjög óheppilegt sé að taka þau frá henni, enda sé líka ljóst að hún muni ekki láta þau frá sér af frjálsum vilja, Þeirri skoðun er andmælt að áfrýjun úrskurðar aeti ekki frestað framkvæmd fógeragerðar. Varhugavert or að úrskurði lógeia, sem mælir fyrir um að börnin verði arbeiðanda með beinni fógetagerð, verði veiti fullnusta áður en átrýjun or leidd til lykta, enda gotur sú fullnusta raskað högum barnanna og, er hún í beinni andstæðu við meginreglur barnalöggjafar og barnaverndar. laga. Ákvæði 44, gr. laga mr. 19/1887 binda dómstóla ekki um þetta efni. Skal fögetagerð eigi fara framm á þessu si Málskostnaður á að falla niður í þessu deilumál. Þorsteinn Thorarensen borgarlúseli kvað upp úrskurð þennun. Taka ber fram að sérstök ástæða þótti til, þrátt Íyrir ákvæði 2. sbr. 3, d. 190. gr. laga ar. 85/1936, að láta fursendur fylgja úrskurðarorði, og þá litið til þess hverni sakarefni er háttað. Því úrskurðast tbeiðni gerðarþola er tekin til gi Málskostaaður fellur niður. Föstudaginn 13.mars 1987. Nr. 232/1985. Bjarni Kristmundsson (Hilmar Ingimundarson hrl) seen Jóni Ísberg sýslumanni (Guðmundur Pétursson hrl.) Uppboð. Aðild. Áfrýjun. Sóratkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þeta dæma bæslaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðrún Erlendsdóttir og Þór Vilhjálmsson 388 Greinargerð lögmanns serðarþola er mikið tl samhljóða þeirri er áður kom fram í innsetningarmálinu. Lögð er áhersla á að börnunum hafi ekki liðið vel hjá gorðurbeiðanda, og hafi ekki mátt við svo búið standa. En þeim vegni nú ágætlega bjá gerðarþola sem hafi góð skilyrði il að veita þeim gott uppeldi Það sé gefinn hlutur að mjög óheppilegt sé að taka þau frá henni, enda sé líka lióst að hún muni ekki láta þau frá sér af frjálsum vilja. Þeirri skoðun er andmæli að álrýjun úrskurðar geti ekki frestað framkvæmd fógetagerðar. Varhugaseri er að úrskurði fógeta, sem mælir Íyrir um að börnin verði athent gerðarbeiðanda með beinni fósetagerð, verði veitt fullnusta áður en áfrýjun er leidd til lykta, enda getur sú fullnusta raskað hógum barnanna og er bn í beinni andstæðu við meginreslur barnalöggjafar og barnaverndar- laga. Ákvæði 44. ar laga nr. 19/1887 binda dómstóla ekki um þetta efni, Skal tógetaverð eigi Tara Fram á þessu stigi málsins, Málskostnaður á að falla niður í þessu deilumáli. Þorsteinn "Thorarensen borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan, Taka ber fram að sérstök ástæða þótti ll, þrátt fyrir ákvæði 2. sbr. 3, tl, 190. r. laga nr. 85/1936, að láta forsendur fylgja úrskurðarorði, oe þá litið til þess hvernig sakarofni er háttað. Því úrskurðast Frestbeiðni gerðarþola er tekin il greina. Mlskostnaður fellur niður. Föstudaginn 13.mars 1987. Nr. 232/1985. Bjarni Kristmundsson (Hilmar Ingimundarson hrl) Jóni Ísberg sýsluma (Guðmundur Pétursson hrl.) Uppboð. Aðild kvæði Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæslaréttardómararnir Ma Guðrún Erlendsdóttir og Þór Vilhjálmsson. mús Þ. Torfason, 389 Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 28. október 1985, að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. $7/1949 hinn 8. október 1985. Krefst hann þess að hið áfrýjaða uppboð „verði ómerkt og fellt úr gildi“ Hann krefst og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst þess að hin áfrýjaða uppboðsgerð verði staðfest og áfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað fyrir Hæstarétti. Hið áfrýjaða uppboð fór fram til sölu á stóðhestum, sem menn á vegum Hrossaræktarfélags Þorkelshólshrepps handsömuðu á afrétt hreppsins og færðu til hreppstjóra dagana 4. og 5. júlí 1985, sbr. 1. mgr. 31. greinar búfjárræktarlaga nr. 31/1973, er bannar að láta stóðhesta ganga lausa í heimahögum eða á afrétti. Fjóra þessara hesta átti áfrýjandi. Hafnaði hann áskorun hreppstjóra um að hann leysti hestana til sín með því að greiða áfallinn kostnað. Fór þá fram uppboð til sölu á hestunum. Var það haldið af sýslumanninum í Húnavatnssýslu sem stefnt er fyrir Hæstarétt sem varnaraðila. Svo sem uppboðsgerðin ber með sér mótmælti áfrýjandi því á söluþinginu 8. júlí 1985 að uppboð færi fram. Er skráð í uppboðs- bók að uppboðshaldari taki þau mótmæli ekki til greina. Þessari ákvörðun uppboðshaldara hefur áfrýjandi ekki skotið til Hæstarétt- ar en krefst þess hér fyrir dómi að uppboð það er fram fór verði fellt úr gildi. Vísar hann því til stuðnings til þess að ekki hafi verið með opinberri auglýsingu skorað á eigendur hestanna að gefa sig fram áður en uppboðið var haldið og að ýmsir annmarkar hafi verið á uppboðsskilmálum og uppboðsauglýsingu. Á uppboðinu voru hestar áfrýjanda slegnir Kristjáni Stefáns- syni héraðsdómslögmanni sem hæstbjóðanda. Hann mætti á upp- boðinu með áfrýjanda sem lögmaður hans. Samkvæmt því og eftir málflutningi hér fyrir dómi sem þó hefur verið nokkuð á reiki, þykir mega við það miða að Kristján hafi boðið í hestana sem umboðs- maður áfrýjanda en ekki vegna sjálfs sín. Hefur Kristjáni enda eigi verið stefnt fyrir Hæstarétt svo sem rétt hefði verið að gera ef hann var sjálfur uppboðskaupandi. Samkvæmt þessu var áfrýjandi í senn uppboðskaupandi, sem greiða átti uppboðsandvirðið, og uppboðs- þoli, sem fær í sinn hlut sama uppboðsandvirði að frádregnum 390 kostnaði við uppboðið og við að handsama hina lausgangandi stóð- hesta. Fyrir Hæstarétti hefur og komið fram, að áfrýjandi greiddi uppboðsandvirðið og tók hestana í sínar hendur er uppboðshaldari hafði slegið þá Kristjáni Stefánssyni á uppboðinu. Áfrýjun upp- boðsins af hálfu áfrýjanda að löngu liðnum almennum áfrýjunarfresti til þess að fá það fellt úr gildi samrýmist ekki framangreindum athöfnum hans eins og hér stendur á. Ber því að vísa máli þessu frá Hæstarétti og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 25.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfýjandi, Bjarni Kristmundsson, greiði stefnda, Jóni Ísberg sýslumanni, 25.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara. Af skjölum máls þessa og málflutningi er fram komið, að á vegum Hrossaræktarfélags Þorkelshólshrepps fóru nokkrir menn tvær ferðir inn á afrétt hreppsins í júlí 1985 og sóttu þangað 5 stóðhesta. Var þetta gert með hliðsjón af 31. gr. búfjárræktarlaga nr. 31/1973. Voru fjórir hestar færðir til hreppsstjóra 4. júlí og hinn síðasti degi síðar. Eigandi þeirra hesta, sem hreppsstjórinn tók við 4. júlí, var áfrýjandi máls þessa, en annar maður átti fimmta hestinn. Hreppstjórinn bauð áfrýj- anda að leysa til sín hestana fjóra gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Áfrýjandi leysti ekki til sín hestana eftir þessu boði. Hreppsstjóri sneri sér til sýslumanns þegar hinn 4. júlí. Sendi sýslumaður Ríkisútvarpinu auglýsingu þann dag til birtingar í hádegisútvarpi 5. og 6. júlí, tvisvar hvorn dag. Auglýsingin var þannig: „Tilkynning frá sýslumanni Húna- vatnssýslu um uppboð á stóðhestum. Á mánudag 8. júlí kl. 10 verða fjórir stóðhestar seldir á uppboði við Víðidalstungurétt. Greiðsla við hamarshögg. — Sýslumaður Húnavatnssýslu.“ Hinn 4. júlí samdi sýslumaður einnig svohljóðandi uppboðsskilmála: „Skilmálar við sölu stóðhesta, taldir eign Bjarna Kristmundssonar og Torfa Sigur- jónssonar á uppboði 8. júlí 1985. 391 1. gr. — Greiðsla fari fram við hamarshögg, og greiðir kaupandi 39 innheimtulaun, en annar uppboðskostnaður er kaupanda óviðkom- andi. Minnsti munur boða skal vera kr. 100. 2. gr. — Hlutur €r seldur í því ástandi sem hann er í, er hamar fellur. 3. gr. — Eigi er ábyrgð tekin á vanheimild eða leyndum göllum. og verður kaupi því aðeins rift eða afsláttur af kaupverði vegna slíkra annmarka getur því aðeins komið til mála, að krafa þar um sé gerð til uppboðshaldara innan eins sólarhrings frá lokum uppboðsins. 4. gr. — Kaupandi ber áhættu á seldum hluti frá hamarshöggi. 5. gr. — Kaupanda er rétt að taka seldan hlut í vörslur sínar, er honum hefur verið sleginn hann. Verður hann þá eigandi hlutarins og tekur af honum, ókominn, áfallinn og óheimtan arð, ef um slíkt er að ræða. 6. gr. — Hæstbjóðandi á engan rétt á því, að honum sé sleginn hluturinn. Hann er hins vegar bundinn við boð sitt í allt að því viku og sama gildir um næsthæstbjóðanda. Ef tveir gera jafnhá boð, er það á valdi uppboðshaldara að ákveða, hvort boðið skuli samþykkt“ Uppboðið fór fram 8. júlí. Hér fyrir dómi kom fram, að Kristján Stefánsson hdl. keypti hesta áfrýjanda í umboði hans. Greiddi áfrýj- andi hestana og uppboðskostnaðinn og tók hestana í sína vörslu og hefur þá enn. Kröfu sína styður áfrýjandi ýmsum rökum, sem stefndi mótmælir. Verða rök áfrýjanda talin hér: 1) Áfrýjandi telur að skylt hafi verið að gefa eiganda hestanna, þ.e. áfrýjanda sjálfum, 7 daga frest til að segja til sín. Vitnar áfrýj- andi um þetta til 40. gr. fjallskilareglugerðar fyrir Vestur-Húna- vatnssýslu nr. 392/1975. Ekki verður uppboðið fellt úr gildi af þess- um sökum, enda var ekki vafi um, hver eigandinn væri, og honum var kunnugt um það fyrir uppboðið, að hestar hans höfðu verið reknir til byggða. 2) Áfrýjandi telur að ekki hafi verið gætt ákvæða 38. gr. sbr. 22. gr. laga nr. $7/1949 um nauðungaruppboð, þar sem hann hafi ekki fengið tilkynningu um uppboðið með þeim hætti sem vera átti. Sem fyrr greinir er óumdeilt, að fyrir uppboðið gafst áfrýjanda kostur á að leysa til sín hestana. Verður að telja, að honum hafi þá jafnframt verið tilkynnt um uppboðið. 3) Áfrýjandi telur, að uppboðsskilmálarnir hafi verið ólöglegir, 392 þar sem í þeim hafi ekki verið getið um innlausnarrétt eiganda skv. 40. gr. 2.mgr. fjallskilareglugerðarinnar frá 1975 og 31. gr. 2. mgr. búfjár- ræktarlaganna. Uppboðsskilmálarnir gátu engu breytt um þennan rétt og getur af þeirri ástæðu ekki til þess komið, að þessi röksemd áfrýj- anda leiði til ógildingar uppboðsins. Það sama er af þeirri ástæðu, að áfrýjandi keypti hestana sjálfur. 4) Áfrýjandi telur að auglýsing sú, sem lesin var í útvarp, hafi um fjölda hesta og eiginleika þeirra verið svo ónákvæm, að hún hafi ekki verið í samræmi við 40. gr. laga nr. 57/1949. Í auglýsingunni var sagt frá uppboði á stóðhestum. Það var síðan haldið við rétt, þar sem hestarnir voru. Var auglýsingin af þeim sökum nægilega nákvæm. s) Áfrýjandi bendir á að í auglýsingunni var aðeins getið um 4 hesta, en 5 voru seldir. Eins og á stóð gat það ekki valdið neinum manni réttarspjöllum, að seldir voru 5 hestar. Leiðir þetta atriði því ekki til ógildis hinnar umdeildu uppboðsgerðar. 6) Loks styður áfrýjandi kröfu sína hér fyrir dómi með því, að tilkynningar og fyrirvarar varðandi uppboðið hafi ekki fullnægt ákvæðum 40. gr: laga nr. $7/1949. Í lagagrein þessari er uppboðs- haldara heimilað að haga auglýsingu og uppboðsfresti eftir ástæðum, og fór sýslumaður Húnavatnssýslu ekki út fyrir heimildir sínar við undirbúning hins umdeilda uppboðs. Samkvæmt því, sem nú var rakið, verður krafa áfrýjanda ekki tekin til greina á grundvelli rökstuðnings hans. Vafi er um áfrýjunarheimild og aðild fyrir Hæstarétti í máli þessu. Áfrýjandi var bæði uppboðsþoli og uppboðskaupandi og hefur hestana nú í eigin vörslum. Engu að síður verður að telja, að honum sé heimilt að áfrýja, þar sem hann þykir hafa lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfu sína fyrir Hæstarétti, enda var hann krafinn um uppboðskostnað, sem nam 12.232 krónum. Áfrýjandi hefur stefnt sýslumanni Húnavatnssýslu, uppboðshaldaranum. Var þetta heimilt þar sem krafist er ógildingar á uppboðsgerðinni, og var eins og á stendur ekki skylt að stefna öðrum. Þar sem kröfu áfrýjanda er hafnað ber að mínu áliti að dæma hann til að greiða stefnda 20.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Ég tel skv. framansögðu að dómsorð ætti að vera á þessa leið: Hin áfrýjaða uppboðsgerð á að vera óröskuð. Áfrýjandi, Bjarni Kristmundsson, greiði stefnda, Jóni Ísberg 393 sýslumanni, 20.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að við- lagðri aðför að lögum. Uppboðsgerð uppboðsþings Húnavatnssýslu 8. júlí 1985. Ár 1985, mánudaginn 8. júlí, var uppboðsþing Húnavatnssýslu sett í Víði- dalstungurétt og haldið af sýslumanni Jóni Ísberg við undirritaða votta. Fyrir var tekið: Að bjóða upp stóðhesta, sem teknir voru lausir í afrétt. Uppboðshaldari leggur fram sem: nr. 1. Auglýsingu senda ríkisútvarpinu í gegnum ritsímann. nr. 2. Uppboðsskilmála. Mættur er uppboðsþoli og lögmaður hans Kristján Stefánsson og mót- mælir uppboðinu á þeirri forsendu að uppboðið sé ekki réttilega auglýst skv. uppboðslögum og einnig vísar hann til 40. gr. fjallskilareglugerðar fyrir Vestur-Húnavatnssýslu. Mótmælin ekki tekin til greina. Uppboðið fer fram. Lagður fram kostnaðarreikningur að upphæð kr. 29.554,00 v/stóðhesta- töku, auglýsingarkostnaður kr. 7.671,00. Fyrst var boðinn upp jarpur, fullorðinn hestur, eign Bjarna Kristmunds- sonar, Melrakkadal. Sleginn Kristjáni Stefánssyni á kr. 6.500,00. Lögmaður uppboðsþola mótmælir nauðungaruppboðsskilmálum á þeirri forsendu að hér sé um frjálst uppboð að ræða. Næst er boðinn upp rauður fullorðinn hestur, sagður úr Skagafirði, eign Bjarna Kristmundssonar, Melrakkadal. Sleginn Kristjáni Stefánssyni á kr. 6.500,00. Næst er boðinn upp rauður, stjörnóttur 4 vetra hestur, eign Bjarna Kristmundssonar, Melrakkadal. Sleginn Kristjáni Stefánssyni á kr. 8.000,00. Næst er boðinn upp fifilbleikur 6-7 vetra hestur, úr Skagafirði, eign Bjarna Kristmundssonar, Melrakkadal. Sleginn Kristjáni Stefánssyni á kr. 9.000,00. Næst er boðinn upp rauðblesóttur ómarkaður hestur, eign Torfa Sigur- jónssonar, Stórhól. Sleginn Magnúsi Lárussyni á kr. 9.000; Leiðbeiningarskyldu er gætt að því er varðar Torfa Sigurjónsson. Lögmaður Bjarna Kristmundssonar tilkynnir að hann muni áfrýja upp- boðinu til ómerkingar. 394 Mánudaginn 16. mars 1987. Nr. 300/1986. Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Ólafi Valtý Haukssyni (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) Tóbaksauglýsingar. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Guðrún Erlendsdóttir og Halldór Þorbjörnsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 29. október 1986 að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Í 1. mgr. 7. gr. laga nr. 74/1984 er bann lagt við auglýsingum á tóbaki, og í 3. mgr. sömu greinar segir að með auglýsingum í lögum þessum sé m.a. átt við hvers konar tilkynningar til almennings o.fl. Blaðagrein sú sem mál þetta er risið af er ekki auglýsing í venjulegum skilningi þess orðs, og eigi verður heldur talið að hin rýmkaða merking orðsins samkvæmt nefndri 3. mgr. nái til hennar. Samkvæmt því verður ákærði sýknaður af kröfum ákæruvalds í máli þessu og sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður lagður á ríkissjóð, svo sem nánar greinir Í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Ólafur Valtýr Hauksson, skal vera sýkn af kröfum ákæruvalds í máli þessu. Sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns, 25.000,00 krónur samtals fyrir báðum dómum. 395 Sératkvæði hæstaréttardómaranna Guðmundar Jónssonar og Magnúsar bÞ. Torfasonar. Við teljum að sú kynning á tilteknum tegundum vindlinga og útsöluverði þeirra, er fólst í blaðagrein þeirri sem ákæra tekur til, hafi verið með þeim hætti að hún verði að teljast auglýsing í hinni rúmu merkingu orðins í 3. mgr. 7. greinar laga nr. 74/1984. Beri því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm og dæma ákærða til að greiða áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- sjóð, 15.000,00 krónur, og laun skipaðs verjanda síns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 17. október 1986. Ár 1986, föstudaginn 17. október, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Ágústi Jónssyni aðalfulltrúa, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 539/1986: Ákæruvaldið gegn Ólafi Valtý Haukssyni, sem tekið var til dóms 9. október sl. Mál þetta höfðaði ríkissaksóknari með ákæruskjali, dagsettu 6. maí 1986, gegn ákærða, Ólafi Valtý Haukssyni ritstjóra, Kaplaskjólsvegi 91, Reykja- vík, fæddum 4. maí 1953 í Reykjavík, „fyrir að hafa sem ritstjóri og ábyrðarmaður (sic) tímaritsins Samúels birt á blaðsíðum 4 og 5 í desem- berhefti tímaritsins 1985 í myndum og texta með yfirskriftinni „þýskar gæðasígarettur á markaðinn“ umfjöllun um þýska vindlinga af tegundinni HB og KIM, sem telja verður auglýsingu á tóbaksvörum og með þeim hætti brotið gegn banni á slíkum auglýsingum, sbr. 7. gr. laga nr. 74, 1984 um tóbaksvarnir. Þess er krafist, að ákærði verðir dæmdur til refsingar samkvæmt 1. mgr. 19. gr. fyrrgreindra laga og til greiðslu alls sakarkostnaðar:“ Málavextir eru sem hér segir samkvæmt framburði ákærða og öðrum gögnum málsins: Með bréfi Hollustuverndar ríkisins til ríkissaksóknara, dags. 14. janúar sl., var kærð birting efnis á bls. 4 og 5 í 99. hefti tímaritsins Samúels, sem talin var varða við 7. gr. laga um tóbaksvarnir nr. 74, 1984. Fyrrgreint hefti tímaritsins er 11. tbl. 16. árgangs og kom út í Reykjavík í desember 1985. Á 4. bls. þess er fyrirsögnin „Þýskar gæðasígarettur á markaðinn“. Fyrirsögnin er með stóru letri og orðið „sígarettur“ með rauðu letri, en fyrirsögnin að öðru leyti svartletruð. Undir fyrirsögninni er feit- letrað með smærra letri: „Nýju tegundirnir heita HB og KIM, vinsælar í 396 heimalandinu, og nú loksins komnar til Íslands. Ou það sem meira er um vert, bæra óða ðflkknan biði sóð huggun í verðbólgufárinu““ Noð: á blaðsiðunni er þriggja dálka grein með feitletraðri millifyrirsögn: „HB og KIM“. Greinin. þóðand „Sífoll eykst úrvalið af sígarettum og innflytj- endur keppast um að bjóða lægsta verðið. Þetta eru dágóðar fréttir fyrir þú senn reykja. Nýjasti valkosturinn á sígarellumarkaðnum kemur frá Þýskalandi, Áður hafa þýskar sígarettur ekki verið Hutlar inn hingað til lands svo nokkru nemi, e Kim Þýsku sígarottutegundirnar heita HB ou Kim. Þóli þær séu nýjar á mark- uðnum hér, þá hefur önnur þeirra, HR, verið til í Þýskalandi í meira en 25 ár. Kim er hins vegar ný tegund og að ýmsu leyti nýstárleg. HB erskammstöfun á boti framleiðandans, Haus von Bergmann. HB hofur verið ein vinsælasta sígareitutegundin í Þýskalandi frá upphafi og er ein mest selda gerðin þar í landi Íslendingar sem hafa dvalið í Þýskalandi, tl dæmis við nám, segjast flestir hafa haldið sig við HIB eftir að hafa prófað þær sigarettugerðir sem á boð- stólum eru í Þýskalandi. Það eitt segir eitthvað um ástæður fyrir vinsæld- Kim kom fyrst á markaðinn fyrir nokkrum mánuðum. Þær eru í léttari flokknum og vekja athygli vogna þess að þær eru langar og mjóar. Sigarettu- Pakkinn tekur minna pláss en ella þótt tóbaksinnihaldið sé ekkert minna en í öðrum sígarettum. Kim eru nú meðal söluhæstu tegundanna í sinum flokki í Evrópu!“ Á bis. 5 er önnur grein með fyrirsögninni „Sigaretturnar sveiflast á mili serðflokkanna““ Greinin er Í tveimur dálkum innan fingerðs ramma neðun til á blaðsíðunni og með feitletraðri millifyrisögn: „Verðið skiptir mális Greinin svohljóðandi: „Bardaginn um besta verðið á sígarettum heldur áfram. Þær tegundir sem áður voru ódýrastar víkja nú fyrir öðrum. Óneitanlega ruglar Þetta kaupendur. Því þykir Samúel rétt að benda á stöðuna um þessar mundir. ju tegundirnar, HB og Kim eru í lægsta verðflokknum. Pakkinn af þeim kostar 71,70 kr. Nokkru ódýrari eru svo Lucky Sirike á 70,#0 kr. Lucky sígaretturnar oru amerískar. Stanton eru síðan á lægsla verðinu, pakkinn, En hvað er orðið um þær togundir sen áður voru ódýrastar? Þar má nefna Gold Coast, sem núna kosta 72,20 kr. og Royale, sem eitt sinn voru ödýrastar 0 voru í raun brautryðjendur í verðsamkeppninni. Þær kosta núna 75,40 kr 760 kr. meira en ódýrasta texundin. Verðið skiptir máli. En er gæðamunur á ódýrari og dýrari ekki vera samkvæmi uppl irike 67,80 kr. sigarottutegundunum? Svo virðist gum sem Samúel hefur fengið í sjoppum. Verðið 396 landinu, og nú loksins komnar til Íslands. Og það sem meira er um vert, Þr eru í ódýrasta verðilokknum (sic), góð huggun í verðbólgufárinu“ Neðst á blaðsíðunni er þriggja dálka svein með feitletraðri millifyrirsögn: „HB og KIM“ Greinin er svohljóðandi; „Silelll eykst úrvalið af sígarettum og innflytj- endur keppast um að bjóða lægsta verðið. Þetta eru dágóðar fréttir fyrir þá, sem reyki nein Nýjasti valkosturinn á sígarettumarkaðnum kemur frá Þýskalandi. Áður hafa þýskar sígarettur okki verið Inuttar inn hingað til lands svo nokkru nemi. og Kim sígarettuiegundirnar heitu HR og Kim. Þótt þær séu nýjar á mé aðnum hér, þá hefur önnur þeirra, HB, verið til í Þýskalandi í meira en 25 ár. Kim er hins vegar ný tegund og að ýmsu leyti nýstárles, HR er skammsiðfun á heiti framleiðandans, Haus von Bergmann. HB hefur verið ein vinsælasta sígarettutcgundin í Þýskalandi frá upphafi og er in mest selda gerðin þar í landi. Íslendingar sem hafa dvalið í Þýskalandi, til dæmis við nám, segjast Flestir hafa haldið sip við HB eftir að hafa prófað þær sígarettugerðir sem á boð- Þýskalandi. Það vill segir eitthvað um ástæður fyrir vinsæld- Kim kom fyrst á markaðinn fyrir nokkrum mánuðum. Þær eru í léttari flokknum og vekja athygli vegna þess að þær eru langar og mjóar, Sigareltu pakkinn tekur minna pláss en ella þótt tóaksinnihaldið sé ekkert minna en föðrum ieettum. Kim eu nú meðal söluhæstu tegundanna í sínum Flokki í Evrí Á bis 5 er önnur grein með fyrirsögninni „Slgaretturnar sveiflast Á mill verðrlokkanna“ Greinin er í tveimur dálkum innan fíngerðs ramma neðan úl á blaðsiðunni og með feitletraðri millifyrirsöar er svohljóðandi: „Bardaginn um besta verðið á sígarettum heldur áfram, Þær tegundir sem áður voru ódýrastar víkja nú fyrir öðrum. Óneitanlega ruglar þetta kaupendur. Því þykir Samúel rétt að benda á stöðuna um þessar mundir. Nýju tegundirnar, HB og Kim eru í legsta verðflokknum, Pakkinn af þeim kostar 71,70 kr. Nokkru ódýrari eru svo Lucky Strike á 70,80 kr. Lucky Strike sígaretturnar eru amerískar. Stanton eru siðan á lægsta verðinu, á 67,80 kr pakkinn. En hvað er orðið um þer tegundir sem áður voru ódýrastar? Þar má nefna Gold Coast, sem núna kosta 72:20 kr. og Royale, sem eitt sinn voru ódýrastar oa voru í raun brauiryðjendur í verðsamkeppninni. Þær kosta núna 75.40 kr. eða 7,60 kr. meiru en ódýrasta tegundin. Verðið skiptir máli. En er gæðamunur á ódýrari og dýrari sarettutegundunum? Svo virðist ekki vera samkvæmt upplýsingum sem Samúcl hefur fengið i sjoppum. Verðið 396 heimalandinu, og nú loksins komnar til lands. Og það sem meira er um vert, þær eru í ódýrasta verðflokknum (sið), sóð huggun í verðbólgu ðrinu“ Neðst á blaðsiðunni er þriggja dálka grein með fetletraðri millifyrirsögn: „118 og IM“ Greinin er svohljóðandi: „Sífellt eykst úrvalið af sígarettum og innflytj endur keppast um að bjóða lægsta verðið. Þetta eru dágóður fréttir fyrir þá sem reykja Nýjasti valkosturinn á sígarettumarkaðnum kemur frá Þýskalandi, Áður hafa þýskar sígarettur ekki verið fluttar inn hingað til lands svo nokkru nerni e Kim Þýsku sigarettutcgundirnar heita HIB og Kim. Þótt þær séu nýjar á mark aðnum hér, þá hefur önnur þeirra, HR, verið il í Þýskalandi í meira en 25 ár. Kim er hins vegar ný legund og að ýmsu leyti nýstárleg, Hi er skammstöfun á het framleiðandans, Haus von Bergmann. HB hefur verið in vinsælasta sísarettutegundin í Þýskalandi frá upphafi og or ein mest selda gerðin þar í landi. Íslendingar sem hafa dvalið í Þýskalandi, il dæmis við nám, segjast flestir hafa haldið sig við HB eftir að hafa prófað þær sígarettugerðir sem á boð. stólum eru í Þýskalandi. Það eitt segir eitthvað um ástæður fyrir vinsæld. Kim kom fyrst á markaðinn fyrir nokkrum mánuðum. Þær eru í léttari flokknum og vekja athygli vegna þess að þær eru langar og mjóar. Sigareti pakkinn tekur minna pláss en ella þótt tóbaksinnihaldið sé ekkert minna en í öðrum márum Kim eru nú meðal söluhæstu tegundanna Í sínum flokki í Evr 5 er önnur grein með fyrisögninni „Sígartturnar sveiflast á serðflokkannat“ Greinin er Í veimur dálkum innan fingerðs ramma neðan úl á blaðsiðunni og með feitletraðri millifyrirsögn: „Verðið skiptir máli: Greinin er svohljóðandi: „Bardaginn um besta verðið á sígarettum heldur áfram. Þa tegundir sem áður voru ódýrastar víkja nú fyrir öðrum. Óneitanlega ruglar Þetta kaupendur. Því þykir Samúsl réttað benda á stöðuna um þessar mundir ju tegundirnar, HIÐ og Kim eru í lægsta verðflokknum. Pakkinn af þeim kostar 71,70 kr. Nokkru ódýrari eru svo Lucky Strike á 70.80 kr. Lucky Strike sesttuar eru amerískar, Slanlon eru síðan á lægsta verðinu, á 67,80 kr. in hvað er orðið um þær cegundir sa Gold Coast, sema mins kosta or voru í raun brautryðjendur Í Terðuarikepainn Þær kosta núna 75,40 kr. eða 7,60 kr. meira en ódýrasta tegundin, Verðið skiptir máli er sæðamunur á ódýrari og dýrari sígarettutegundunum? Svo virðist ekki vera samkvæmt upplýsingum sem Samúel hefur fengið í sjoppum. Verðið. áður voru áfýrasar? Þarmá nefna 397 á sígarettum flöktir, þær sem voru ódýrar í gær eru dýrar í dag og svo öfugt. Afgreiðslufólk í sjoppum segir einnig að svo virðist að íslenskir neytendur séu tilbúnir til að prófa allt nýtt í þessum efnum. Og ef tegundin er á lága verðinu, þá gengur allt miklu betur. Enda hefur það til dæmis sýnt sig að HB og Kim seljast mjög vel. Svo má ekki gleyma sparnaðinum. Dýrustu sígaretturnar kosta núna 85,10 kr. pakkinn. Sá sem reykir þær, pakka á dag allt árið, borgar 6.314 krónum meira en sá sem reykir ódýrust gerðina. Það munar um minna“ Greinunum tveimur fylgja tvær litljósmyndir, um 12 x 11 cm og 1$,5 x 12 cm að stærð, þar sem sjást samtals 10 pakkar af sígarettum af 7 mis- munandi gerðum, m.a. HB og Kim. Greinarnar tvær ásamt fyrirsögnum og ljósmyndum ná yfir alla 4. bls. og helming 5. bls. Útgefandi tímaritsins Samúels er Sam-útgáfan, Háaleitisbraut 1, Reykja- vík, en ritstjóri og ábyrgðarmaður í desember 1985 var ákærði í máli þessu. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu hinn 12. febrúar sl. og fyrir dómi við meðferð málsins. Samkvæmt framburði hans ritaði hann báðar umræddar greinar að eigin frumkvæði sem ritstjóri tímaritsins. Tilganginn kvað hann hafa verið þann að fræða lesendur um nýjungar á markaði hér og upplýsa þá um verð á sígarettum, sem sé mjög breytilegt. Umboðsmenn þeirra síga- rettutegunda, sem greinarnar fjalla um og sem myndirnar sýna, hafi engan þátt átt í þessari birtingu og engin greiðsla hafi komið fyrir hana. Ákærði kveðst ekki líta á þessa umfjöllun sem auglýsingu, heldur sé um að ræða greinar um nýjungar á löglegum markaði hér á landi, birtar í þjón- ustuskyni við lesendur á svipaðan hátt og fjallað hefur verið um annan varning í tímaritinu, t.d. bifreiðar. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að ákærði hafi birt umræddar greinar og ljósmyndir í tímaritinu að eigin frumkvæði og án atbeina nokkurra sem hag hafa af sígarettusölu. Niðurstöður: Ákærði hreyfði þeirri athugasemd að ákæran, eins og hún er orðuð, taki ekki til greinarinnar á bls. 5. Vörn af hans hálfu er hins vegar miðuð við það, að ákært sé fyrir birtingu ljósmyndanna og textans á bls. 4 og $. Líta verður svo á, að fyrirsögnin „Þýskar gæðasígarettur á markaðinn“, sem vísað er til í ákæru, sé aðalfyrirsögn og að öll umfjöllunin um sígarett- urnar á bls. 4 og 5, þar með taldar báðar ljósmyndirnar, eigi undir aðal- fyrirsögnina. Verður því fjallað um sakarefnið á þeim grundvelli. Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds- ins í máli þessu. Er krafan á því byggð að efni það, sem ákært er fyrir, geti ekki talist vera auglýsing í skilningi 7. gr. laga nr. 74, 1984. Verði ekki á það fallist telur ákærði, svo sem nánar verður vikið að síðar, að ákvæði 398 7. gr. standist ekki, þar sem að með því sé brotið gegn jafnréttisreglu, sem talin sé hafa gildi sem stjórnarskrárbundin lagaregla á Íslandi. Sem ritstjóri og ábyrgðarmaður tímaritsins Samúels ber ákærði ábyrgð samkvæmt 15. gr. laga um prentrétt nr. 57, 1956 á efni blaðsins sem ákært er fyrir. Hann hefur haldið því fram að umrætt efni í tímaritinu varði ekki á nokkurn hátt við lög, og í því sambandi bent á að löglegt sé að reykja og selja tóbak. Tilraunir til að stöðva skrif, eins og hér er ákært fyrir, brjóti í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar, sem tryggi prentfrelsi, og sérstaklega telur ákærði upphaf 3. mgr. 7. gr. laga nr. 74, 1984 brjóta í bága við 72. gr. stjórnarskrár- innar, þ.e. orðin: „Með auglýsingum er í lögum þessum m.a. átt við hvers konar tilkynningar til almennings..“ Í máli þessu reynir ekki á það hvort löglegt sé eða ekki að reykja og selja tóbak. Er athugasemd ákærða þar að lútandi málinu því óviðkomandi. Í 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33, 1944 er kveðið á um rétt manna til að láta í ljós hugsanir sínar á prenti og um bann við ritskoðun og öðrum tálmunum fyrir prentfrelsi. 72. gr. hefur verið skilin svo að óheimilt sé að beita ritskoðun eða að hindra á annan hátt fyrirfram að menn birti hugsanir sínar á prenti. Jafnframt er kveðið á um að menn verði að ábyrgjast fyrir dómi þær hugsanir sínar sem þeir láta út á prenti, og er því ekki átt við tálmanir hverrar tegundar sem er. Er því talið heimilt innan þröngra marka, að banna með almennum lögum að birta tiltekið efni á prenti. Með 2. mgr. 7. gr. laga nr. 63, 1969 uín verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, sbr. lög nr. 59, 1971, voru bannaðar allar auglýsingar á tóbaki í blöðum, útvarpi, sjónvarpi, kvikmyndahúsum og utandyra. Bann þetta varð ekki jafn víðtækt og löggjafinn taldi æskilegt og var því talin þörf á að taka af öll tvímæli í þessu efni. Voru í því skyni sett lög um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum nr. 27, 1977, en jafnframt var þá felld úr gildi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 63, 1969. Með lögum nr. 27, 1977 voru hvers kyns auglýsingar á tóbaki og tóbaksvörum bannaðar hér á landi. Annað meginmarkmið laga um tóbaksvarnir nr. 74, 1984, sem leystu af hólmi lög nr. 27, 1977, er að draga úr tóbaksneyslu og þar með því heilsu- tjóni sem hún veldur. Í greinargerð með frumvarpi til þessara laga var talin þörf á að halda í hið fortakslausa auglýsingabann sem sett var með lögum nr. 27, 1977, til þess að ná þessu markmiði. Er því í 7. gr. laganna kveðið reykfærum, með þeirri einu undantekningu sem greinir í 2. málslið 1. mgr. 7. gr. og varðar erlend rit. Jafnframt er í 3. mgr. 7. gr. skilgreint hvað átt sé við með auglýsingum í þessum sambandi. Fyrir löggjafanum vakti að taka af öll tvímæli og gera undantekninguna svo þrönga sem mögulegt væri. Auglýsingabann tóbaksvarnarlaganna á sér nokkra forsögu, eins og fram 399 er komið. Má af henni vera ljóst, að með 7. gr. laga nr. 74, 1984 ætlaði löggjafinn að leggja blátt bann við öllum tóbaksauglýsingum, beinum og óbeinum, eins og 7. gr. ber glögglega með sér,þó með ofangreindri undan- tekingu sem af menningarlegum ástæðum var talin óhjákvæmileg. Til þess að taka af öll tvímæli í þessum efnum skilgreindi löggjafinn hugtakið „aug- lýsing“ í lögunum, svo sem fyrr segir. Hugtakið hefur þar víðtækari merk- ingu en Í viðskiptalífinu, og tekur samkvæmt tilgangi laganna m.a. til opiberra birtinga hvers kyns tilkynninga, sem ætla má að örvi tóbakssölu. Skilgreining löggjafans á þessu hugtaki takmarkast á engan hátt af því hvaða merking er almennt lögð í hugtakið „auglýsing“ í viðskiptalífinu. Tiltekin umfjöllun um tóbak og tóbaksvörur kann því að teljast auglýsing í merkingu 7. gr. tóbaksvarnarlaganna, enda þótt hún yrði í heimi viðskipt- anna kölluð t.d. fréttatilkynning eða ritstjórnarefni. Svo sem nú hefur verið rakið er tilgangur auglýsingabannsins sá að sporna við útbreiðslu tóbaksnotkunar og draga á þann hátt úr líkum á sjúk- dómum og ótímabærum dauðsföllum sem kynni að mega rekja til hennar. Fortakslaust bann við prentun og útgáfu auglýsinga eða annarrar nánar skilgreindrar umfjöllunar um tilteknar vörutegundir í þessu skyni verður samkvæmt framansögðu ekki talið stríða gegn ákvæðum 72. gr. stjórnar- skrárinnar. Af hálfu ákærða var tilgangurinn með birtingu efnisins, sem ákært er fyrir, sagður vera sá að kynna fyrir lesendum tímaritsins sígarettur sem voru nýjar á markaði hér, leiðbeina þeim um val á sígarettum og upplýsa þá um verð á sígarettum. Ákærði hefur jafnað birtingu þessa efnis við umfjöll- un tímaritsins um aðrar nýjungar á markaði hér á landi, en einmitt vegna ákvæða 7. gr. tóbaksvarnarlaganna er óraunhæft að jafna þessu saman. Í textanum á bls. 4, sem að framan er rakinn, eru ekki einungis kynntar hinar nýju sígarettutegundir, heldur er með umfjölluninni gefið í skyn að þær séu eftirsóknarverðar. Framsetning efnisins stríðir því beinlínis gegn yfirlýstum tilgangi löggjafans með tóbaksauglýsingabanninu. Í lögum nr. 59, 1971 og 27, 1977 var sérstök heimild fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins til að auglýsa verð á tóbaksvörum. Með lögum nr. 74, 1984 var þessi heimild felld niður. Ekki mun þó hafa verið ætlun lög- gjafans að girða þannig fyrir að birtar yrðu venjulegar fréttir um breytingar á tóbaksverði. Í textanum á bls. 5, sem ákært er fyrir, er undir yfirskriftinni „Sígaretturnar sveiflast á milli verðflokkanna“ greint frá verði ýmissa sígarettutegunda og það borið saman. Þar er þó jafnframt undirstrikað, að sá verðsamanburður sé hagstæður fyrir þær sígarettutegundir sem verið er að kynna í tímaritinu. Af hálfu ákærða er því haldið fram að með undantekningunni frá tóbaks- auglýsingabanninu, sbr. 2. málslið 1. mgr. 7. gr., sé þeim mönnum, sem 400 keppa um hylli blaðalesenda á Íslandi, mismunað og hlutur erlendra manna í þessu efni gerður betri. Þessi mismunun stríði gegn ólögfestri stjórnskipunar- reglu um að menn skuli njóta jafnréttis fyrir lögum og leiði til þess að auglýs- ingabann laganna hafi ekkert lagagildi. Ekki verður fallist á þetta með ákærða. Undantekningin frá auglýsinga- banninu er við það bundin að rit séu gefin út erlendis af erlendum aðilum á erlendum tungumálum, og að megintilgangur þeirra sé ekki að auglýsa tóbaksvörur. Dómurinn lítur svo á að heimilt sé að takmarka auglýsinga- bannið með þeim hætti sem gert er í lögunum. Framsetning efnisins sem ákært er fyrir, bæði textans og ljósmyndanna, þykir samkvæmt öllu framansögðu vera með þeim hætti að telja verður það auglýsingu í merkingu 7. gr. laga nr. 74, 1984, sem varðar ákærða refsingu samkvæmt 1. mgr. 19. gr. sömu laga. Samkvæmt sakavottorði ákærða frá 25. apríl sl. hefur hann ekki sætt kærum eða refsingum sem hér skipta máli. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin sekt að fjárhæð kr. 12.000, sem renni til ríkissjóðs. Verði sektin eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa skal ákærði sæta í hennar stað varðhaldi í 7 daga. Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., sem þykja hæfilega ákveðin kr. 12.000. Dómsorð: Ákærði, Ólafur Valtýr Hauksson, greiði 12.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi í 7 daga. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., kr. 12.000. 401 Þriðjudaginn 17. mars 1987. Nr. 136/1987. Sigurður Guðmundsson (Arnmundur Backman hrl.) gegn Sigvarði Haraldssyni (Gylfi Thorlacius hrl.) Lausafjárkaup. Útivist áfrýjanda í héraði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. apríl 1986. Hann krefst sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Við þingfestingu málsins í héraði féll niður þingsókn af hálfu áfrýjanda. Kveður hann það hafa verið vegna mistaka. Við mál- flutning fyrir Hæstarétti taldi hann að áhvílandi þungaskattur á bif- reiðinni hefði verið gerður upp í söluverði hennar og vísaði um það til afsals sem lagt var fram í héraði. Þá mótmælti hann því að hafa tekist á hendur ábyrgð á að bæta ramma um annað framljós bifreið- arinnar, ef hann yrði ekki bættur með vátryggingarfé. Stefndi krefst þess að málið verði dæmt svo sem það lá fyrir héraðsdómara. Vísar hann um það til 45. gr. laga nr. 7$/1973. Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á gild forföll og þykir því ekki fullnægt skilyrðum 45. gr. laga nr. 75/1973 og koma því kröfur hans og málsástæður eigi til álita í Hæstarétti. Ekki þykja fullnægjandi gögn hafa legið fyrir héraðsdómara til að dæma áfrýjanda til greiðslu bóta vegna áðurnefnds ljósaramma. Ber því að sýkna hann af þessum kröfulið. Í afsali fyrir bifreiðinni segir, að á henni hvíli engar veðskuldir. Jafnframt er tekið fram, að „dieselskattur“ hafi verið gerður upp milli aðilja. Þungaskattur- inn hvíldi á bifreiðinni sem lögveð samkvæmt 10. gr. laga nr. 79/ 1974 um fjáröflun til vegagerðar. Með því að ekki var skýrlega frá uppgjöri skattsins gengið er kaupin gerðust, þykir áfrýjandi eiga að 26 402 bera hallann af þessum vafa í málinu. Stefndi hefur viðurkennt að hafa tekið að sér greiðslu á 15.000,00 krónum af þungaskattsskuldinni, 39.104,00 krónum sem stefnt var fyrir, og þykir því bera að dæma áfrýjanda til að greiða 24.104,00 krónur með vöxtum og málskostnaði í héraði og fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Áfrýjandi, Sigurður Guðmundsson, greiði stefnda, Sigvarði Haraldssyni, 24.104,00 krónur með 22% ársvöxtum frá 6. sept- ember 1985 til 2. janúar 1986, en dómvöxtum samkvæmt lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags ásamt 30.000,00 krón- um í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, allt að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. janúar 1986. Mál þetta, sem dómtekið var þann 9. janúar sl., er höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu birtri 2. janúar 1986 af Sigvarði Haraldssyni, nnr. 8096-9929, Borgarsandi 4, Hellu gegn Sigurði Guðmundssyni, Tunguseli 5, Reykjavík, nnr. 7860-5057, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 31.104,00, með 22% ársvöxtum af kr. 7.000,00 frá 1. ágúst 1985 til 1. september 1985, en með 220 ársvöxtum af kr. 31.106,00 frá þeim degi til stefnubirtingardags, en þá með dómvöxtum til greiðsludags. Til vara er gerð dómkrafa um að stefndi verði dæmdur til að greiða aðra lægri upphæð með sömu vöxtum og um getur í aðalkröfu. Málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ er krafist í báðum kröfuliðum. Hina umstefndu skuld kveður stefnandi vera tilkomna með þeim hætti að stefnandi hafi keypt bifreiðina R-1470 af gerðinni Toyota Crown, árgerð 1981 af stefnda þann $. júlí 1985. Bifreiðin sé með dísilmotor og hafi verið um það samið milli aðila að stefnandi tæki að sér greiðslu á þungaskatti (dísilskatti) að upphæð kr. 15.000,00. Hins vegar hafi komið í ljós að eftir- stöðvar þungaskattsins hafi verið miklu hærri eða kr. 39.106,00. Stefnandi kveðst hvað eftir annað hafa haft samband símleiðis við stefnda og beðið hann að standa við sinn hluta af samningnum og greiða umræddan mismun, kr. 24.106,00, en stefndi hafi þverskallast við þessum tilmælum og hafi látið sig engu skipta ofangreint samkomulag. Stefnandi kveður stefnda enn ekki hafa fengist til að greiða umræddan þungaskatt sem hafi hvílt á bifreiðinni áður en kaupin áttu sér stað þrátt fyrir innheimtubréf lögmanns stefnanda og sé því málsókn þessi nauðsynleg. Stefnandi kveður kröfu um kr. 7.000,00 403 vera vegna ramma utan um vinstra framljós á sömu bifreið. Stefndi hafi tekið ábyrgð á því eins og fram komi í afsali að það tjón sem væri framan á bifreiðinni yrði greitt, ef ekki af tryggingafélagi þá af honum sjálfum persónulega. Þegar til hafi átt að taka hafi tryggingafélagið, Samvinnu- tryggingar, neitað að greiða umræddan framljósaramma, þar sem trygginga- félagið hafi talið nefndan ramma ekki tilheyra því tjóni sem var framan á bifreiðinni (sic). Stefnandi kveður stefnda ekki heldur hafa orðið við tilmælum sínum um að greiða umræddan hlut og sé honum því nauðsynlegt að fá dóm fyrir þessari kröfu einnig. Varðandi lagarök vísar stefnandi til meginreglna samningaréttarins og grunnreglna kröfuréttarins. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing og er honum þó löglega stefnt. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir fram- lögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem þau eru í samræmi við dóm- kröfur stefnanda, verða kröfur hans teknar til greina að öðru leyti en því að krafa um dómvexti er ekki tekin til greina sbr. 2. málsgrein |. gr. laga nr. 56/1979. Málskostnaður ákveðst kr. 7.600,00. Dóminn kvað upp Hervör Þorvaldsdóttir, fulltrúi yfirborgardómara. Dómsorð: Stefndi, Sigurður Guðmundsson, greiði stefnanda, Sigvarði Haralds- syni, kr. 31.104,00 ásamt 22% ársvöxtum af kr. 7.000,00 frá 1. ágúst 1985 til 1. september 1985, en með 22% ársvöxtum af kr. 31.106,00 frá þeim degi til 2. janúar 1986, en með 36% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. 404 Fimmtudaginn 19. mars 1987. Nr. 48/1986. Ísbjörninn hi. (Skarphéðinn Þórisson hel) Vinnusamningar. Sjómenn. Upphalstími vaxta. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, uðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrgjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18, febrúar 1986. Hlann krelst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Fallast ber á það með héraðsdómara, að áfrýjanda hefði verið heimik að víkja stefnda úr skiprómi samkvæmi 32, gr. sjómanna aga nr. 67/1973. Telja verður ósannað, að stefndi eða hans hafi fengið tilkynningu um frávikningu úr starfi verður talið, að áfrýjandi hafi hall næga ástæðu til að lita svo á, að ráðningarsamningurinn félli úr gildi án hans aðgerða eftir samtal skrifstofustjóra hans og eiginkonu stefnda, en samtals þessa er getið í héraðsdómi. Vottorð það, sem áfrýjandi aflaði sér um heilsufar stefnda 16. janúar 1985 þar sem fram kemur, að stefndi geti hafið fyrri stórf fljótlega, bendir og til þess, að áfrýjandi hafi talið að stefndi væri enn Í starfi hjá honum. Samkvæmt þvi og að öðru leyti með vísan til forsendna hóraðsdóms ber að taka til greina þá kröfu stefnda að áfrýjandi verði dæmdur til þess að griða honum 210.815,25 krónur, en höfuðstól kröfunnar hefur eigi verið mótmælt tölule Árýjandi mótmælir vaxtakröfu stelnda sem of hárri. Með bréfi 20. mars 1985 krefur stefndi áfrýjanda um kauptrygeingu í 3 mánuði frá 4, febrúar 1985, 97.337,00 krónur. Mál þetta var þingfest á bæjarþingi Reykjavikur 30. apríl 1985. Þá var enn ekki ljóst.hver aftahlutur staðgengils stefnda yrði og var endanleg dómkrafa, Nt. 48/1986, (Skárhóðin Þórisson hrl.) Einari Ingvarssyni (Þorsteinn Júlíusson hrl) Vinnusamningar. Sjómenn. Upphafstími varla. Dómur Hæstaréttar, Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helli Þorbjörnsson, Guðmundur Skallason og Guðrún Erlendsdót Áfrýjandi skaut máli þessu ll Hæstaréttar með stefnu 18. febrúar 1986. Hann krefst sýknu al kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétt Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti talast ber á það með héraðsdómara, að áfrýjanda hefði verið heimilt að víkja stefnda úr skiprúmi samkvæmt 32. gr. sjómanna- laga nr. 67/1973. Telja verður ósannað, að stefndi eða eiginkona hans hafi fengið tilkynningu um frávikningu úr starfi, og ekki verður talið, að áfrýjandi hafi haft næga ástæðu til að líta svo á, að ráðningarsamningurinn félli úr gildi án hans aðgerða eftir samtal skrifstofustjóra hans og eiginkonu stefnda, en samlals þessa er getið í héraðsdómi. Vottorð það, sem áfrýjandi aflaði sér um heilsufar stefnda 16. janúar 1985 þar sem fram kemur, að stefndi geti hafið fyrri störf Mjóllega, bendir og til þess, að áfrýjandi hafi alið að stefndi væri enn í starfi hjá honum. Samkvæmt því og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms ber að taka til greina þá kröfu sefnda að álrýjandi verði dæmdur úl þess að greiða honum 210.815,25 krónur, en höfuðstól kröfunnar hefur eigi verið mótmælt töluleg Áfrýjandi mótmælir vaxtakröfu stefnda sem of hárri. Með bréfi 20. mars 1985 krefur stefndi áfrýjanda um kauptryggingu í 3 mánuði frá 4. lobrúar 1985, 97.337,00 krónur. Mál þetta var þingfesi á bæjarþingi Reykjavíkur 30. april 1985. Þá var enn ekki ljóst,hver aflahlutur staðgengils steinda yrði os var endanleg dómkrafa, Fimmtudaginn mars 1987. Nr. 48/1986. Ísbjörninn hf. (Skarpi nn Þórisson hrl) (Þorsteinn Júlíusson hrl) Vinnusamningar. Sjómenn, Upphafstimi vaxta. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Á frýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. febrúar 1986. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda og máfskosinaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskastnaðar fyrir Hæstarétti Fallast ber á það með héraðsdómara, að áfrýjanda hefði verið heimili að vikja stefnda úr skiprúmi samkvæmt 32, gr. sjómanna laga nr. 67/1973. Telja verður ósannað, að stefndi eða cipinkona hans hafi fengið tilkynningu um frávíkningu úr starfi, og ekki verður talið. að áfrýjandi hafi haft næga ástæðu il að líta svo á, að ráðningarsamningurinn félli úr eildi án hans aðgerða eftir samtal skrifstofustjóra hans og eiginkonu stefnda, en samtals þessa er getið í héraðsdómi. Vottorð það, sem áfrýjandi aflaði sér um heilsufar stefnda 16. janúar 1985 þar sem fram kemur, að stefndi geti hafið fyrri slörf fljótlega. bendir og til þess, að áfréjandi hafi talið að stefndi væri enn í starfi hjá honum. Samkvæmt því og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms ber að taka til greina þá kröfu stefnda að áfrýjandi verði dæmdur til þess að greiða honum 210.815,25 krónur, en höfuðstól kröfunnar helur eigi verið mólmælt tölulega, Árýjandi mótmælir vaxtakröfu stefnda sen of hárri, Með bri 20. mars 1985 krefur stefndi áfrýjanda um kaupiryggingu í 3 mánuði frá 4. febrúar 1985, 97.337,00 krónur. Mál þetta var þingfest á bæjarþingi Reykjavíkur 30. apríl 1985. Þá óst aflahlutur staðgengils stefnda yrði og var endanleg dómkrafa, 405 219.815,25 krónur, ekki sett fram fyrr en í þinghaldi 4. desember 1985. Stefndi þykir ekki eiga rétt á vöxtum frá 5. febrúar 1985 svo sem hann krefst, heldur þykir rétt að dæma vexti af 97.337,00 krón- um frá 20. mars 1985 og af 210.815,25 krónum frá 4. desember 1985. Verða vextir af kröfunni tilteknir sem árlegir dráttarvextir svo sem þeir eru á hverjum tíma ákveðnir í auglýsingum Seðlabanka Íslands frá framangreindum dögum til greiðsludags. Rétt þykir að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað sem ákveðst samtals 90.000,00 krónur í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Ísbjörninn hf., greiði stefnda, Einari Ingvarssyni, 210.815,25 krónur ásamt ársvöxtum sem hér segir: Af 97.337,00 krónum 48% frá 20. mars 1985 til 1. júní s.á., 42% frá þeim degi til 1. september s.á. og 45% frá þeim degi til 4. desember s.á., og af 210.815,25 krónum 4500 frá 4. desember 1985 til 1. mars 1986, 33% frá þeim degi til 1. apríl s.á., 27%0 frá þeim degi til 1. mars 1987 og 3000 frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefnda 90.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 30. desember 1985. Mál þetta, sem var dómtekið 4. desember 1985, er höfðað fyrir bæjar- þinginu með stefnu útgefinni 3. apríl 1985 og þingfestri 30. s.m. af Einari Ingvarssyni, nnr. 1814-6959, Skeljagranda 9, Reykjavík á hendur Ísbirninum hf., nnr. 4824-6001, Norðurgranda, Reykjavík, til heimtu uppsagnarlauna vegna ólögmætrar uppsagnar hinn 4. febrúar 1985. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þessar. 1. Að stefnda verði gert að greiða stefnanda staðgengilslaun 2. vélstjóra á B/v Ásgeiri RE-60 fyrir tímabilið 4. febrúar 1985 til 4. maí 1985, samtals kr. 210.815,25, ásamt 3,75% dráttarvöxtum á mánuði frá 5. febrúar 1985 til 28. febrúar 1985, með 4%0 dráttarvöxtum á mánuði frá 1. mars 1985 til 31. maí 1985 með 3,5% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 31. ágúst 1985 og með 3,75% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðslu- dags. 406 Lögmaður stefnanda breytti dómkröfum sínum við málflutning með sam- þykki lögmanns stefnda og með tilvísun til fyrri áskilnaðar um heimtu afla- hlutar. Endanleg dómkrafa er reist á dskj. nr. 12 og sundurliðast þannig. SM - 11/2 25.999,00 2. ferð 12/2 - 21/2 17.976,00 3. 5/3 - 14/3 26.543,00 4. 15/3 - 24/3 39.592,00 Sa 25/3 - 2/3 22.529,00 Í 3/4 - 15/4 44.541,00 = 16/4 - 25/4 27.926,00 8. 26/4 - 9/5 22.362,00 9. 221.468,00 kr. Kaup (staðgengilslaun) 2. vélstj. á B/v Ásgeiri RE 60 tímabilið 4/2 - 4/5 785 kr. 210.815,25“ 2. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér málskostnað samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Kröfur stefnda eru þessar: 1. Að stefndi verði sýknaður af öllum dómkröfum stefnanda. 2. Að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað skv. gjaldskrá LMFÍ. Málavextir. Af hálfu stefnanda er málavöxtum þannig lýst að hann hafi á tímabilinu 1. janúar 1984 til 9. október s.á. verið 2. vélstjóri á Ásgeiri RE-60, en það skip sé í eigu stefnda. Þá kveðst stefnandi hafa veikst og verið frá vinnu allt til 4. febrúar 1985. Kveðst hann hafa notið veikindalauna hjá stefnda frá því er hann veiktist og allt til 9. des. 1984 í samræmi við rétt sinn skv. kjarasamningi. Er hann hafi snúið aftur til vinnu sinnar eftir að hafa verið útskrifaður vinnufær af lækni sínum hafi honum verið tjáð að búið væri að ráð annan mann í stöðu hans og væri því ekki þörf fyrir hann lengur í starfið. Stefnandi kveðst vegna þessa hafa farið fram á að stefndi greiddi sér 3ja mánaða uppsagnarlaun, en því hafi verið hafnað. Hafi honum því verið nauðsynlegt að höfða mál þetta til heimtu launanna. Af hálfu stefnda er málavöxtum þannig lýst að öðru leyti að hinn 9. október hafi stefnandi farið í hjartaþræðingu m.a. Nokkru seinna hafi eiginkona hans hringt í stefnda og sagt honum, að stefnandi ætti að fara í uppskurð vegna krabbameins í ristli, og síðan í hjartaaðgerð til London. 407 Hafi verið áætlað að þetta þýddi a.m.k. um 6 mánaða óvinnufærni. Af lýsingu eiginkonu stefnanda að ráða á sjúkdómum, er hrjáðu stefnanda, hafi stefndi talið fullvíst að stefnandi færi ekki til sjós meir, a.m.k. ekki í náinni framtíð og hafi verið ráðinn annar vélstjóri í hans stað. Stefnanda hafi verið greidd veikindalaun í tvo mánuði eins og hann hafi átt rétt til, eða til 9. desember 1984, skv. 32. gr. sjómannalaga nr. 67/1963, sbr. 18. gr. s.l. Í byrjun febrúar 1985 hafi stefnandi komið að máli við stefnda og viljað fá starf sitt aftur, en hjartaaðgerð sú sem hann hafi átt að fara í í London hafði verið frestað. Stefnandi hafði þá aldrei haft samband við stefnda frá því í október 1984 og var honum tjáð að ekki gæti orðið um endurráðningu að ræða, þar sem ráðinn hefði verið vélstjóri í hans stað þegar hann var afskráður úr skiprúminu. Málsástæður og lagarök. Stefnandi rökstyður kröfur sínar þannig að samkvæmt 2.mgr. 13. gr. sjómannalaga nr. 67/1963, sbr. 35. gr. kjarasamnings Vélstjórafélags Íslands og Vélstjórafélags Vestmannaeyja annars vegar og Landssambands íslenskra útvegsmanna hins vegar sé uppsagnarfrestur vélstjóra 3 mánuðir. Engin uppsögn ráðningarsamnings stefnanda hafi farið fram fyrr en hinn 4. febrúar 1985, en þá hafi stefnanda verið tilkynnt að ekki væri þörf fyrir hann þegar hann kom til starfa að nýju eftir veikindi. Ofangreind ákvæði eigi hér við og sé því stefnda skylt að greiða stefnanda staðgengilslaun fyrir uppsagnartímann, þ.e. 4.2. 1985 til 4.5. 1985. Ekki sé ljóst enn hver afla- hlutur staðgengils stefnanda verði og sé því látið nægja að gera kröfu til kauptryggingar fyrir þetta tímabil, en það séu þau lágmarkslaun sem stefn- andi hefði notið ef hann hefði gegnt starfi sínu í þennan tíma. Stefnandi telur að ákvæði 32. gr. sjómannalaga nr. 67/1963 um rétt skip- stjóra til að víkja skipverja úr skiprúmi vegna veikinda eigi ekki við í þessu tilviki þar sem slík uppsögn hafi ekki farið fram. Kröfu sína um málskostnað kveðst stefnandi byggja á þeirri staðreynd að tilvist máls þessa sé alfarið orðin vegna vanefnda stefnda á skyldum sínum samkvæmt lögum og kjarasamningi. Af hálfu stefnanda var ennfremur á það bent við málflutning að hann hefði orðið mun fyrr frískari en áætlað var af skrifstofu stefnda sem taldi að hann kæmi ekki aftur til vinnu. Á dskj. nr. 10 komi hins vegar fram það álit læknis að leikmenn geti alls ekki gert sér grein fyrir gangi sjúkdóma af því tagi sem hrjáðu stefnanda. Stefndi hafi haft rangt fyrir sér í mati sínu og það án þess að athuga málið nánar. Þá er því haldið fram að það sé skilyrði að uppsögn/frávikning fari fram skriflega. Verði ekki fallist á það, sé a.m.k. nauðsynlegt að uppsögn fari fram. Það sé stefnda að sanna 408 að því skilyrði hafi verið fullnægt. Er stefnandi kom á skrifstofu stefnda 4. febrúar hafi honum ekki verið tjáð að honum hefði verið vikið frá skv. 32. gr. sjómannalaga heldur aðeins „að ekki væri þörf fyrir hann lengur“. Ljóst sé að engin uppsögn hafi farið fram fyrr en þann dag. Hann eigi því rétt á 3 mán. uppsagnarfresti frá þeim degi. Ennfremur að 32. gr. sé aðeins heimildar- ákvæði og ef eigi að beita því þurfi þá a.m.k. að tilkynna það. Einnig var því haldið fram af hálfu stefnanda að afskráning úr skiprúmi slíti ekki ráðningu, sbr. 2. mgr. 18. gr. sjóml., sbr. 1. 63/1961 um lögskráningu sjómanna. Varðandi þessi atriði var á það bent af hálfu stefnanda að fyrir 1. 67/1963 hafi laga- ákvæði ekki verið skýr um merkingu hugtaksins „afskráning“. Nú sé hins vegar ljóst að ráðningu ljúki ekki með afskráningu. Málsástæður og lagarök stefnda fyrir kröfu sinni um sýknu eru þessar: Kveðst hann alfarið byggja kröfur sínar á 32. gr. sjómannalaga nr. 67/1963, en samkvæmt þeirri grein geti skipstjóri (útgerðarmaður) vikið skipverja úr skiprúmi verði skipverjinn lengur en um stundarsakir ófær til vinnu vegna veikinda eða slyss eins og í þessu tilviki. Með afskráningu stefnanda úr skiprúmi í október 1984 hafi lokið ráðn- ingartíma stefnanda hjá stefnda. Stefndi hafi á sínum tíma greitt stefnanda þau laun, sem hann hafi átt rétt til skv. 32. gr. sjómannalaga, en sú grein vitni til 18. gr. s.l., en skv. þeirri grein hafi stefnandi átt rétt til launa í tvo mánuði, sem hann og hafi fengið. Hafi stefnandi þá ekki átt neinn frekari rétt á hendur stefnda, enda komi berlega fram í 32. gr. sjómannalaga að þar sé rætt um brottvikningu úr starfi „avskjed“, en hvergi minnst á heimild til þess að krefjast uppsagnar „opsigelse“, eftir að löngum veikindum lýkur. Í málflutningi taldi talsmaður stefnda að ráðningu stefnanda hefði lokið 9. október er hann var kallaður til hjartarannsóknar. Þegar eiginkona hans hafi síðan haft samband við útgerðina nokkru síðar og tjáð að hann myndi ekki koma aftur til vinnu „að svo stöddu“ þar sem gera þyrfti á honum hjartaaðgerð og einnig aðgerð vegna krabbameins hafi stefndi talið að hann kæmi ekki til sjós meira, a.m.k. ekki næstu 6 mánuði. Síðan hafi komið í ljós að stefnandi þurfti ekki í hjartaaðgerð, þetta hafi stefndi ekki getað vitað. Verði að telja þennan tíma fullnægja skilyrði 32. gr. sjómannalaga „lengri en um stundarsakir“ Hugtakið „ófyrirsjáanlegan tíma“ í eldri lögum hafi verið túlkað sem a.m.k. 3 mánuðir. „Um stundarsakir“ hljóti að vera styttra tímabil en um,,ófyrirsjáanlegan tíma“. Það sé sérstakur vinnustaður að vera til sjós, skipum verði að halda mönnuðum. Mótmælt er að það verði að tilkynna viðkomandi aðila um frávikningu skv. 32. gr. sjómannalaga. Í raun tali menn ekki um þessa hluti heldur þróist málin. Í þessu tilviki hafi verið ljóst að stefnandi yrði mjög lengi frá vinnu. Óheimilt sé að ráða menn í einn og einn túr á meðan beðið sé eftir öðrum 409 Óákveðið, sem og að henda staðgengli í land þegar hinn komi aftur. Ekkert sé því til fyrirstöðu að ráða vélstjóra tímabundið, sbr. 12. gr. sjóml. Niðurstaða Stefnandi hvarf frá vinnu vegna veikinda með samþykki útgerðarinnar er hann var kallaður til rannsóknar. Því hefur ekki verið haldið fram af stefnda að stefnanda hafi þá verið tilkynnt að honum væri vikið úr starfi. Stuttu seinna varð stefnanda ljóst að hann yrði lengur frá störfum en upp- haflega var áætlað þar sem aðgerðar var talin þörf og annar alvarlegur sjúkdómur kom í ljós við skoðun. Tilkynnti eiginkona hans það útgerðinni. Ekki er því haldið fram að henni hafi þá verið tilkynnt að stefnanda væri þar með vikið úr starfi vegna veikindanna, og ósannað er að henni hafi mátt vera ljóst að svo væri. Stefnandi fékk greidd tveggja mánaða veikinda- laun án athugasemda. Hann sneri aftur til vinnu er hann var orðinn vinnu- fær á ný og hafði hann þá verið frá vinnu í fjóra mánuði. Þá fyrst var honum sagt að ekki væri þörf þjónustu hans lengur. Er nú á því byggt að honum hafi verið vikið úr starfi vegna veikinda. Skriflegur ráðningar- samningur hafði ekki verið gerður við stefnanda um ráðningarkjör hans svo sem lögskylt er skv. 11. gr. sjómannalaga. Samkvæmt 2. mgr. 18. gr. sjómannalaga hefur afskráning ekki áhrif á lok ráðningar. Samkvæmt dskj. nr. 13 var stefnandi afskráður í lok sérhverrar veiðiferðar eða sex sinnum á tímabilinu frá 28. júní til 9. október. Því hefur ekki verið haldið fram að ráðningu hafi verið slitið í hvert sinn. Við afskráningu 9. október virðist ekki hafa verið fyrirséð að stefnandi yrði í burtu í lengri tíma, en þá fór hann úr skiprúmi vegna læknisrannsóknar með samþykki stefnda að því er virðist. Telja verður að heimilt hefði verið að beita ákvæði 32. gr. sjómannalaga í tilviki því er hér er um deilt. Hins vegar þykir verða að koma tilkynningu um frávikningu til launþegans. Það þykir upplýst með framburði aðila og vitna að ekki hafi verið reynt að koma slíkri tilkynningu á framfæri af hálfu stefnda, hvorki við stefnanda sjálfan né eiginkonu hans. Þykir verða að líta svo á, samkvæmt því sem hér hefur verið rakið, að 32. gr. sjómannalaga eigi því ekki við um þessi lögskipti aðila og að stefnandi hafi hinn 4. febrúar 1985 mátt vænta þess að hann væri enn í þjónustu stefnda. Hann þykir því hafa átt rétt á 3ja mánaða uppsagnarfresti ef stefndi gat ekki nýtt starfs- krafta hans. Stefndi hefur ekki borið fyrir sig aðra málsástæðu en 32. gr. sjómannalaga. Kröfur stefnanda eru því teknar til greina að fullu. Málskostnaður ákveðst kr. 46.000,00. Dóminn kvað upp Hjördís Hákonardóttir borgardómari. 410 Dómsorð: Stefndi, Ísbjörninn hf., greiði stefnanda, Einari Ingvarssyni, kr. 210.815,25 auk 3,75%0 dráttarvaxta á mánuði frá 5. febrúar 1985 til 1. mars s.á., 4%0 dráttarvaxta á mánuði frá þeim degi til 1. júní s.á., 3,5% dráttarvaxta á mánuði frá þeim degi til 1. september s.á., og 3,75% dráttarvaxta á mánuði frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður ákveðst kr. 46.000,00. Fimmtudaginn 19. mars 1987. Nr. 242/1985. Júlíus Skúlason (Örn Clausen hrl.) gegn Sigmundi Birgi Pálssyni (Arnmundur Backman hrl.) Skaðabætur utan samninga. Líkamsáverkar. Sönnun. Sýkna. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson og Sigurður Líndal prófessor. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. nóvem- ber 1985. Hann krefst aðallega sýknu af kröfum stefnda og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að fjárhæð héraðs- dóms verði lækkuð, vextir miðaðir við vexti af óbundnum spari- sjóðsinnstæðum og að málskostnaður verði látinn niður falla. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms, þó þannig að vextir verði 4270 ársvextir frá 16. janúar 1983 til 21. september s.á., 35% frá þeim degi til 13. október s.á., en frá þeim degi til greiðslu- dags verði dæmdir dómvextir samkvæmt Í. gr. laga nr. 56/1979. Stefndi krefst og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Ekki er fram komin nægileg sönnun fyrir því að áfrýjandi hafi 411 valdið meiðslum þeim sem stefndi hlaut á umræddum dansleik í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki aðfaranótt sunnudagsins 16. janúar 1983. Ekki er heldur í ljós leitt að áfrýjandi hafi verið upp- hafsmaður átaka þeirra sem lýst er í héraðsdómi eða þátttakandi í þeim þannig að það leiði til skaðabótaskyldu. Verður áfrýjandi því sýknaður af kröfum stefnda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður bæði í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Júlíus Skúlason, skal vera sýkn af kröfum stefnda, Sigmundar Birgis Pálssonar, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Guðmundar Jónssonar og Magnúsar Þ. Torfasonar. Nægilega er leitt í ljós að stefndi varð fyrir meiðslum sínum við ryskingar þær sem urðu á dansleiknum í Félagsheimilinu Bifröst. Enda þótt ekki sé allt fulljóst um upphaf ryskinga þessara eða ótví- rætt sannað að áfrýjandi hafi sjálfur beinlínis valdið áverka stefnda þykir hann þó hafa átt slíkan hlut að ryskingunum að dæma beri hann til að greiða stefnda fébætur vegna meiðsla hans svo og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Þar sem meiri hluti dómenda hefur komist að þeirri niðurstöðu að sýkna beri áfrýjanda er ekki ástæða til að fjalla um bótafjárhæð sérstaklega. Dómur bæjarþings Sauðárkróks 14. október 1985. Ár 1985, mánudaginn 14. október var í bæjarþingi Sauðárkróks, sem háð var að Hafnarstræti 107, Akureyri, af Sigurði Eiríkssyni, dómara samkvæmt umboðsskrá, kveðinn upp dómur í bæjarþingsmálinu nr. 73/1983. Sig- mundur B. Pálsson gegn Júlíusi Skúlasyni. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 26. september sl., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, útgefinni 23. september 1983 og þingfestri 13. október 1983. Stefnandi er Sigmundur Birgir Pálsson, nafnnúmer 7575-7905, Smáragrund 13, Sauðárkróki. Stefndi 412 er Júlíus Skúlason, nafnnúmer 5416-2138, Raftahlíð 60 A, Sauðárkróki. Dómkröfur stefnanda á hendur stefnda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnda (sic) skaðabætur að fjárhæð 800.000,00 krónur með 420 ársvöxtum frá 16. janúar 1983 til þingfestingardags, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, samkvæmt heimild í 1. gr. laga nr. 56/1979 um dómvexti. Þá krefst stefnandi þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað samkvæmt gjaldskrá LMFI. Af hálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar aðallega að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu skv. gjaldskrá LMFÍ. Til vara gerir stefndi þá kröfu að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og málskostn- aður felldur niður. Við munnlegan flutning málsins hefur stefnandi lækkað kröfu sína og sundurliðað hana þannig: I. Fjárhagslegt tjón 561.100,00 2; Miski 150.000,00 3. Útlagður kostnaður við örorkuútreikning og örorkumat 8.397,00 Samtals 119.497,00 Sættir hafa verið reyndar árangurslaust. Málavextir eru þeir, að hinn 15. janúar 1983 var haldinn almennur dans- leikur á vegum hjónaklúbbs Sauðárkróks í félagsheimilinu Bifröst, Sauðár- króki. Dansleik þennan sóttu m.a. þau hjón, stefnandi og eiginkona, Guðlaug Gísladóttir, fædd 28. október 1937, og stefndi og eiginkona hans, Sigríður Ósk Jónsdóttir, fædd 17. mars 1954. Þá sótti dansleikinn Rögnvaldur Hartmann Árnason, fæddur 2. nóvember 1950, til heimilis að Dalatúni 14, Sauðárkróki. Dyravörður á dansleiknum var Tómas Dagur Helgason, fæddur 26. október 1961, til heimilis að Smáragrund 2, Sauðárkróki. Í Félagsheimilinu Bifröst hagar þannig til að þar eru tveir salir, þ.e. hliðar- salur og danssalur. Í greint sinn voru borð við báðar hliðar danssalarins. Hljómsveitin var staðsett fyrir enda danssalarins. Vinstra megin í salnum frá inngöngudyrum séð, við þriðja borð frá hljómsveitinni, sat Rögnvaldur Hartmann Árnason. Stefndi Júlíus og eiginkona hans voru á næsta borði við, nær hljómsveitinni. Þá mun það hafa atvikast að eiginkona stefnda, Sigríður Jónsdóttir, hafðist við um stund við borð Rögnvalds Hartmanns. Rögnvaldur hefur sagt að hann hafi talið óæskilegt að kona þessi sæti við borðið og hafi komið til orðahnippinga milli þeirra, sem enduðu þannig, að eiginkona stefnda, Sigríður, skvetti úr glasi á Rögnvald, en hann hafi svarað með því að skvetta svipuðum legi á konu stefnda, Sigríði. 413 Um þetta leyti, þ.e. klukkan ca 02.57-02.58 var dyravörðurinn, Tómas Dagur Helgason, staddur á sviðinu hjá hljómsveitinni þegar þangað hafi komið kona stefnda, Sigríður, en hún hafi þá verið blaut um hárið, aðallega þó hártoppurinn að framan, en einnig hafi verið lítils háttar bleyta framan í henni. Kona stefnda skýrði Tómasi Degi frá því að einhver maður hefði skvett á hana úr glasi og óskaði eftir því að Tómas Dagur kæmi með henni ofan í sal til að hann gæti séð manninn. Að sögn Tómasar Dags var kona stefnda mjög reið, en hún óskaði þó ekki eftir því að maðurinn yrði fjar- lægður úr húsinu. Tómasi Degi virtist Sigríður kona stefnda mjög ölvuð og er þau gengu niður í salinn var hún völt á fótunum. Síðan segir í skýrslu Tómasar Dags: „Konan gekk síðan á undan mér og settist hún á stól við upphækkunina sunnan megin við borð það er stefndi Júlíus ásamt fleira fólki höfðu setið við. Eftir að eiginkona stefnda Júlíusar var sest benti hún á Rögnvald er sat norðan megin að framanverðu við næsta borð sunnan við. Kona Rögnvalds sat við upphækkunina sunnan megin við borð þeirra. Það er rétt að það komi fram að kona Júlíusar sat þvert á stól sínum þannig að bak hennar vissi að upphækkuninni, vinstri handleggnum studdi hún á borðið, en þeim hægri á stólbakið. á stól þeim er hún sat á. Kona Rögn- valds sat nær rétt á sínum stól, en með undið upp á bolinn þannig að hún var hálfskökk fyrir. Eftir að kona Júlíusar hafði sest á stól sinn er fyrr greinir, þá benti hún á Rögnvald“ Eftir að konan hafði bent á Rögnvald þá spurði Tómas hana hvort þetta væri maðurinn og játti hún því. Þegar Tómas Dagur kom að borði Rögnvalds, þá spurði Rögnvaldur Tómas að því hvort kona stefnda hefði kvartað undan honum. Síðan lýsir Tómas Dagur atvikum svo: „Er ég fór að ræða við Rögnvald studdi ég hægri hendi minni á bak stólsins er hann sat á en vinstri hendinni studdi ég á mjöðm mína, en ég sneri mér þannig að ég hafði yfirsýn yfir borð Rögnvalds og næsta borð norðan við er kona Júlíusar settist og sat við. Rögnvaldur sagði mér að kona þessi hefði sest við borðið hjá sér og er hann hefði beðið hana að fara hefði hún tekið það illa upp og skvett á sig. Hann kvaðst hafa skvett á hana til baka. Ræddi ég nú við Rögnvald og bað hann að vera rólegan og ekki æsa sig neitt né stofna til illinda. Í þessu kom Júlíus og settist hann við borðið hjá konu sinni. Hann settist á stól sunnan megin við borðið þannig að þeir Rögnvaldur sneru bökum saman. Ég sá að kona Júlusar var með handapat er hún talaði við hann og m.a. tók hún annarri hendi í hártopp sinn og togaði hann fram. Ekki heyrði ég orðaskil en hins vegar taldi ég mig sjá á látbragði konunnar að hún var að útlista fyrir manni sínum hvað skeð hafði og í lokin benti hún honum á Rögnvald. Ég var í sömu stellingum og fyrr getur en ræddi við Rögnvald um daginn og veginn meðan á útlistingum konunnar stóð við Júlíus, en ég hafði þau hjón í sigtinu. Ég sá er Júlíus stóð upp af stól sínum og fannst mér hann 414 þá ekkert vera æstur en ég fylgdi honum eftir með augunum. Síðan hvarf Júlíus úr sjónmáli mínu. Augnabliki síðar sá ég eða varð var við hvar krepptur hnefi og handleggur kom undir handarkrika minn eða meðfram hægri síðu minni. Fannst mér högg þetta ætlað Rögnvaldi en hæfði hann ekki. Mér tókst að ná taki á handleggnum og sneri mér við um leið. Júlíus var eigandi hand- leggsins. Ég spurði hann hvað um væri að vera, eða eitthvað í þá áttina. Júlíus svaraði því til: „að hann sætti sig ekki við svona lagað að farið væri svona með konuna sína“ Er ég hafði snúið mér við eftir að hafa tekið um handlegg Júlíusar kippti hann handleggnum lausum. Er Júlíus hafði svarað mér því sem fram er komið tók hann á mér með vinstri hendinni og sveiflaði mér frá þannig að ég hafnaði út á dansgólfinu. Ég fór afturábak en fann að ég hafði stuðning af þeim er voru að dansa og missti ég ekki fótanna. Ég fór síðan að borðunum aftur, leiðin var svo til greið en þvaga fólks til beggja handa. Júlíus var nú framan til við borð sitt og sneri baki að mér. Mér finnst og tel rétt munað hjá mér að framan við Júlíus stæði maður er ég sá ekki hver var því Júlíus bar á milli okkar. Ekki veit ég hvort maður þessi hélt í hægri hönd Júlíusar eða hvort Júlíus hélt með hægri hendi sinni í manninn en alla- vega var hægri hönd hans ekki á lausu því ég sá að átök voru þarna um hægri hönd Júlíusar að mér virtist, en hverjir áttust þarna við man ég ekki hafi ég séð það, en það dreg ég í efa. Júlíus tók ég háls- eða haustaki og færði hann í gólfið og skullum við nokkuð harkalega í það. Ég man og varð var við að þá slitnaði af mér úrið og fann ég það síðar undir næstfremsta borðinu að vestan- verðu í salnum. Úrið slitnaði einnig af Júlíusi og það mun hafa hafnað út í sal og einnig missti hann veski sitt. Ég komst ofan á Júlíus þar sem við vorum þarna á gólfinu. Rétt í þessu kom Jón Hallur þarna að og fórum við með Júlíus niður er við höfuð reist hann upp úr gólfinu“ Stefnandi málsins hefur lýst atvikum svo: „Ég tel að klukkan hafi verið um þrjú, a.m.k. var að líða að lokum dansleiksins. Við hjónin höfðum verið að dansa og hlé varð á milli laga. Við staðnæmdumst á dansgólfinu vestan- verðu á móts við borð þeirra Júlíusar og Rögnvalds. Ég var nokkuð mitt á milli borðanna og aðeins fram af þeim. Ég sneri baki í upphækkunina og horfði fram í salinn og svona í kringum mig. Ég man að Rögnvaldur sat á stól að norðanverðu og framantil við sitt borð, Tommi (Tómas Dagur) var framantil við borðsendann og eins og húkti og var að ræða við Rögn- vald, kona Rögnvalds sat hinum megin við borðið. Við næsta borð norðan við sat Sigga kona Júlíusar. Hún sat sunnan við borðið og inn við upp- hækkunina. Siggu þekki ég ekkert en veit vel hver hún er og þekki hana frá öðrum. Þar sem ég stóð þarna og átti mér einskis ills von vatt sér að mér Júlíus maður Siggu. Mér finnst eins og Júlíus hafi stokkið upp frá borði þeirra hjóna og framfyrir mig. Hann tók í bringu mína og keyrði 415 mig á milli borða þeirra Rögnvalds og hans. Í fallinu aftur á bak man ég að ég sá reiddan hnefa Júlíusar í þann mund er ég fékk högg á vinstra augað. Í sömu mund og ég fékk höggið á augað man ég að ég náði taki á stólbaki eða borðrönd þannig að ég féll ekki í gólfið. Ekkert get ég sagt til um hversu langt ég féll við inn á milli borðanna. Júlíus hafði engin orða- skipti við mig. Mér finnst að Júlíus hafi verið að dansa rétt áður en atburð- ur þessi skeði, þá minnir mig að ég sæi hann út á gólfinu. Ég minnist þess ekki að hafa séð hann setjast við borð sitt og hafi hann sest þar þá hefur það verið örstutt stund, en hins vegar finnst mér að hann hafi sprottið eins og píla upp frá borði sínu er hann veittist að mér“ Eftir þetta kveðst stefnandi lítið muna eftir því sem gerðist, hann hafi þá gripið fyrir augað og fann að það var ekki blóð sem úr því lak. Hann fór síðan aftur að borði þeirra hjóna. Eftir að hann settist tók að blæða úr auganu, hann dofnaði upp og fór á sjúkrahúsið. Morguninn eftir var hann fluttur til Akureyrar í sjúkraflugvél, þar sem hann gekkst undir skurð- aðgerð hjá Ragnari Sigurðssyni augnlækni. Skýrsla sú, sem hér að framan er rakin, var gefin hjá lögreglunni á Sauðárkróki 15. febrúar 1983. Afleiðing af höggi þessu var sú að stefnandi missti alveg vinstra augað. Hinn 16. apríl 1983 gaf stefnandi aðra skýrslu fyrir lögreglu. Þar skýrði hann svo frá: „Ég var mjög lítið undir áhrifum áfengis er atvik þetta átti sér stað, fann nánast ekkert á mér. Ég var að dansa við eiginkonu mína og í lok lagsins vorum við framan við borð nr. 2 og 3. Við borð nr. 3 sat Rögnvaldur Árnason við borðhornið og framan við borðið, hálfboginn, var Tómas Helgason, húsvörður Bifrastar. Var Tórnas að tala við Rögnvald. Ég sneri baki að borði nr. 2 og man eftir að Júlíus Skúlason kom gangandi, mér séð frá vinstri, í átt til mín. Ekki veitti ég honum mikla athygli. Eigin- kona Júlíusar, Sigríður Jónsdóttir, sat við borð nr. 2, og sennilega hefur Júlíus ætlað til hennar. Þá virtust einhver átök hefjast aftan við mig og fannst mér að nefndur Júlíus hafi komið framan að mér með reiddan hægri hnefa til höggs og fékk ég mikið högg á vinstra auga. Finnst mér að Júlíus hafi þá rétt áður lagt vinstri hönd sína á bringu mína eins og hann hafi ætlað sér að ýta mér frá. Við högg Júlíusar lenti ég á milli borða nr. 2 og 3. Ég féll ekki í gólfið, heldur lenti ég á stólum þar eða borðbrúnum. Eftir þetta veit ég ekki hvað skeði. Aldrei missti ég þó meðvitund og man í aðalatriðum eftir för minni á sjúkrahúsið. Ég held að ég geti fullyrt að það var hnefi Júlíusar en ekki olnbogi sem ég fékk í andlitið. Ekki man ég, eða tók eftir hvar Tómas var er ég fékk höggið og minnir mig að Rögn- valdur hafi enn setið við borðshorn borðs nr. 3. Ég álít að högg Júlíusar hafi ekki verið ætlað mér, heldur öðrum sem ég geri mér ekki grein fyrir hver er, þar sem ég sá ekki Júlíus í neinum átökum. Finnst mér að Júlíus hafi af einhverjum orsökum misst stjórn á sér þarna eitt augnablik. Ekki 416 hafði ég rætt við Júlíus áður en þetta skeði, eða hann ávarpað mig, enda þekki ég manninn nánast ekkert. Ég geri mér enga grein fyrir ölvunarástandi Júlíusar þarna þar sem ég veitti honum enga sérstaka athygli fyrr en hann kom framan að mér, en sú atburðarás gerðist mjög hratt. Ég var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri að morgni þess 16. jan. sl. í sjúkraflugvél frá Flugfélagi Norðurlands. Þann sama dag, um kl. 11:00 framkvæmdi Ragnar Sigurðsson augnlæknir aðgerð á mér. Tæpan mánuð dvaldi ég á sjúkrahúsinu og síðan hef ég þurft að fara þrisvar til Ragnars í skoðun. Sjónina missti ég alveg á vinstra auga. Í gær, er ég var hjá Ragnari til skoðunar, tjáði hann mér að vottorð frá honum væri rétt Ókomið til bæjarfógetaembættisins á Sauðárkróki. Ekkert hef ég enn getað unnið og óvíst hvenær ég verð vinnufær. Að svo komnu máli geri ég ekki refsi- né bótakröfu á hendur Júlíusi, en hins vegar áskil ég mér allan rétt í því sambandi: Stefnandi gaf skýrslu í sakadómi 17. apríl 1984 og 28. júní 1985. Þar skýrði stefnandi efnislega eins frá og hér að framan er rakið og staðfesti skýrslur sínar. Stefndi Júlíus gaf skýrslu fyrir lögreglu 26. janúar 1983 og 13. janúar sama ár. Í fyrri skýrslu hans skýrir hann svo frá: „„Það er rétt að við hjónin fórum á dansleik í Bifröst á laugardagskvöldið 15. janúar sl. Við sátum við borð að vestanverðu í salnum annað borð norðanfrá. Við borðið voru einnig tvenn önnur hjón. Við næsta borð sunnan við okkur sat Rögnvaldur Árnason og hans kona ásamt Þórði Hansen og hans konu. Ég tel mig ekki hafa verið mikið ölvaðan svona vel rakur (sic) eða rétt um það bil. Ég gæti trúað að klukkan hafi verið um hálf þrjú er ég var að dansa við konu Jóns Alla er kona mín kom til mín og sagði mér að Rögnvaldur hefði skvett úr vinglasi framan í sig, en hún var rennblaut um hárið og að framanverðu. Kona mín hélt sína leið og náði í annan húsvörðinn Tómas að nafni. Ég lauk við dansinn og gekk síðan að borðinu til Rögnvalds og var að byrja að ræða við hann er Tómas ásamt konu minni kom einnig að borðinu. Tómas fór að stjaka mér frá og ætlaði ég þá að taka í öxl Rögnvalds svo ég yrði fastari fyrir því ég ætlaði að útkljá málið sjálfur. Rögnvaldur sat í stól sínum og ég minnist þess ekki að hann stæði upp úr honum. Ég vil meina að í þessum svifum hafi verið tekið utan um mig aftanfrá og mér svipt í hring og við það missti ég tak mitt á öxl Rögnvalds. Jakkinn fór yfir höfuð mér og ég lenti á fjórum fótum á gólfinu og var slæmur í hnján- um daginn eftir.“ Síðan lýsir stefndi því að Jón Hallur, nágranni hans, hafi komið þarna að og hjálpað honum að ná saman þeim munum sem stefndi missti í sveifl- unni. Síðan hafi hann farið með Jóni Halli niður í anddyrið þar sem hann hafi rætt við Kristján Hansen þar til kona stefnda kom. Þá lýsti stefndi 417 því, að þegar hann gekk að borði Rögnvalds í greint sinn hafi verið hlé á milli laga, en ekki syrpuskipti. Þá minnti stefnda að stefnandi ásamt konu sinni stæði þá á gólfinu út frá endaborðunum. Ekki minntist stefndi þess að hafa lagt hönd á stefnanda, enda hefði stefnandi ekkert gert á hlut stefnda. Stefndi bar í skýrslu þessari að hann hefði ekki frétt af meiðslum stefnanda fyrr en eftir miðjan næsta mánudags.(sic) Seinni skýrsla stefnda fyrir lögreglu er að miklu leyti samhljóða efnislega og fyrri skýrsla hans. Þó segir hann: „Ég fór að tala við Rögnvald og bað hann að biðja konu mína afsökunar á þessu, en hann neitaði því og sagði að kona mín ætti sök á þessu og taldi sig því ekki þurfa að biðjast afsökun- ar. Tómas dyravörður ætlaði þá að ganga á milli okkar, en ég greip í vinstri öxl Rögnvalds þar sem hann sat á stól við borðshornið og sneri sér að mér. Síðan skyndilega var gripið utan um mig og mér svipt í hálfhring út á gólf. Lenti ég á fjórum fótum, með jakkann yfir höfuðið. Úrfesti mín slitnaði og veski, sem ég var með í jakkavasa, hentist út á gólf. Ekki er mér kunnugt um hver tók utan um mig. Er ég gekk að umræddu borði Rögnvalds, man ég eftir að hafa séð Sigmund Pálsson og konu hans, þar sem þau voru að dansa skammt frá borði Rögnvalds. Mánudaginn á eftir frétti ég síðan að Sigmundur hefði slasast þarna á dansleiknum, sennilega í þessum framan- greindum átökum. Sigmundur blandaði sér ekkert í þetta milli okkar Rögn- valds að ég best veit, og var því þessu alveg óviðkomandi. Sé það rétt að Sigmundur hafi slasast þarna er þessi átök áttu sér stað álít ég að höggið sem hann fékk í andlitið, sem mér er sagt að ég sé valdur að, hafi komið er mér var sveiflað fram á dansgólfið. Ég ætlaði mér aldrei að berja hann eða nokkurn annan og þetta er því algjört óviljaverk, sé það rétt að höggið sé af mínum völdum. Ég varð ekki var við að ég rækist í neinn er mér var sveiflað fram á gólfið. Eins og áður kom fram veit ég ekki hver greip utan um mig, en ég álít að það hafi ekki verið Tómas Helgason, því mér finnst að hann hafi gripið í jakka minn pg þess vegna hafi jakkinn farið yfir höfuðið á mér í sveiflunni. Ekki varð ég heldur var við að einhver gripi í hægri hönd mína, eða einhvers annars staðar í mig í sveiflunni““ Þá telur stefndi í þessari skýrslu fráleitt að hann hafi komið framan að stefnanda með reiddan hnefa til höggs eða að hann hafi lagt vinstri hendi á bringu stefnanda, þá skömmu áður. Þá minntist stefnandi þess ekki að hafa sest á stól hjá konu sinni áður en hann sneri sér að Rögnvaldi og hann kvaðst ekki hafa tekið á Rögnvaldi fyrr en þeir hefðu átt orðaskipti. Þá mundi stefndi ekki eftir neinum stimpingum við hægri hönd sína eins og fram kemur í framburði Tómasar Dags Helgasonar. Þá sagði stefndi að það væri ekki rétt að hann hefði tekið „háls- eða haustak“ á Rögnvaldi, áður en Tómas hafi gengið á milli. Stefndi kom fyrir sakadóm 16. apríl 1984 og 28. júní 1985, en þar varð engin efnisleg breyting á framburði hans. 2 418 Vitnið Guðlaug Gísladóttir, fædd 28. október 1937, til heimilis að Smára- grund 13, Sauðárkróki, eiginkona stefnanda, gaf skýrslu fyrir lögreglu 24. janúar 1983 og fyrir dómi 16. apríl 1984 og 28. júní 1985. Þetta vitni hefur lýst atvikum svo: „Undir lok dansleiksins vorum við hjónin að dansa, en á milli dansa stóðum við vestan til í salnum og má segja að Sigmundur stæði mitt á milli og framan til við tvö borð, en ég stóð framan (sic) á gólfinu. Norðan við syðra borðið sat Rögnvaldur Árnason en á móti honum við borðið sat kona er ég tel að sé eiginkona hans. Tómas húsvörður finnst mér að stæði framan til við Rögnvald og væri að tala við hann. Við norðara borðið að sunnanverðu inn við upphækkunina sat kona Júlíusar og var ég að horfa á hana, en mér sýndist hár hennar blautt. Svo kom Júlíus og stóð við fremra horn borðsins andspænis konu sinni er ég tók eftir honum. Þá virtist mér Júlíus vera rólegur. Mér virtist konan horfa á Júlíus og síðan eiga við hann orðastað en orðaskil heyrði ég ekki. Júlíus rauk nú upp og greip í föt Sigmundar framan á bringunni og lagði hann þarna á milli borð- anna. Þá leit ég undan. Er ég leit aftur upp er Tómas húsvörður kominn með Júlíus. Finnst mér sem Tómas hafi tekið á Júlíusi aftanfrá undir hendur hans og lét Tómas sig falla aftur á bak í gólfið með Júlíus. Síðan komu þarna fleiri að. Er ég leit upp sem fyrr getur stóð Sigmundur á gólfinu norðan og framantil við borð það er Júlíus hafði staðið við skömmu áður. Ég sá að vökvi rann úr vinstra auga hans, læknirinn sagði mér síðar að þetta hefði verið augnvökvinn. Sigmundur fór nú yfir gólfið að borði okkar og settist þar. Er Sigmundur var sestur við borðið tók að blæða úr auga hans. Guðjón Finnbogason borðfélagi okkar fór nú fram í eldhús og sótti þangað klút er lagður var við augað. Ekkert var stansað við borðið nema stund þá er tók fyrir Guðjón að sækja klútinn fram í eldhúsið. Síðan leiddi Guðjón Sigmund út í bifreið þeirra hjóna og ók Jóhanna kona hans síðan með Sigmund á Sjúkrahúsið. Á leiðinni upp á Sjúkrahúsið kvartaði Sigmundur um sáran verk í auganu og einnig um ógleði og þoldi hann ekki að ég héldi klútnum við augað. Er á sjúkrahúsið kom tók á móti honum hjúkrunarkona og sjúkraliði og ræstur var út vakthafandi læknir, Friðrik J. Friðriksson. Meðan beðið var komu læknisins var Sigmundur lagður upp á bekk því það virtist ætla að líða yfir hann. Er Friðrik læknir hafði litið á meiðsli Sigmundar ætlaði hann að senda hann strax til Akureyrar, en af einhverjum ástæðum, sennilegast ókyrrð í loftinu, kom sjúkraflugvélin ekki fyrr en um kl. 08:30 á sunnudagsmorguninn“ Síðan lýsir vitnið því, að stefnandi hafi verið lagður inn á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri þar sem Ragnar Sigurðsson augnlæknir tók á móti honum og framkvæmdi skurðaðgerð á auganu. Um kl. 13:00 þennan dag hafi Ragnar Sigurðsson augnlæknir haft samband við vitnið og skýrt frá því að aðgerð væri lokið á stefnanda, hann hafi sagt að augað hafi sprungið 419 „frá 11 og niður að 4“ og ekki væri reiknað með sjón á auganu framar þar sem sjóntaugin hefði skaddast við höggið. Fyrir dómi hefur þetta vitni ekki breytt framburði sínum efnislega. Þetta vitni sagði fyrir dómi að það hafi ekki séð það beint að stefndi veitti stefn- anda högg á vinstra auga. Vitnið Sigríður Ósk Jónsdóttir, fædd 17. mars 1954, til heimilis að Rafta- hlíð 60A, Sauðárkróki, eiginkona stefnda, gaf skýrslu fyrir lögreglu 26. janúar 1983 og fyrir sakadómi 17. apríl 1984. Í skýrslum þessum lýsir hún viðskiptum sínum við Rögnvald Hartmann Árnason og að hún hafi í því sambandi beðið dyravörð að fjarlægja Rögnvald úr húsinu. Síðar lýsir vitnið atvikum svo: „Eflaust hef ég litið eitthvað annað því næst sá ég þvöguna í gólfinu og gerði ráð fyrir að Júlíus væri einn þeirra því ég sá hann ekki við borðið. Leit ég nú undan því mér fannst allt svo leiðinlegt. Ekki sá ég hver aftan við Júlíus hafði staðið. Síðan stóðu allir upp aftur og sá ég Jón Hall labba með honum og hélt ég að Júlíus væri að fara út. Stundu síðar fór ég niður úr danssalnum og er niður kom var Júlíus á tali við Kidda Hansen“ Þá kvaðst þetta vitni ekki hafa séð stefnanda eða eiginkonu hans á dansleiknum. Vitnið kvaðst ekki hafa frétt af meiðslum stefnanda fyrr en á mánudeginum eftir. Vitnið Ingibjörg Sigurðardóttir, fædd 19. febrúar 1951, til heimilis að Dalatúni 14, Sauðárkróki, gaf skýrslu hjá lögreglu 26. janúar 1983 og fyrir sakadómi 17. apríl 1984 og 28. júní 1985, en hún er eiginkona Rögnvalds Hartmanns Árnasonar. Þetta vitni lýsir viðskiptum þeirra eiginkonu stefnda og Rögnvalds Hartmanns og því hverjir voru staddir við borð það, þar sem þau sátu í greint sinn. Síðan lýsir hún því að kona stefnda hafi farið frá borði þeirra Rögnvalds og að Rögnvaldur hafi haft stólaskipti. Síðan segir vitnið orðrétt: „Nú kom konan hin margumrædda og settist á sama stað og hún hafði setið, en rétt í þann mund og hún er sest kom Tómas húsvörður og átti tal við Rögnvald og spurði hann á þá leið hvort ekki væri allt í lagi. Tómas rabbaði eitthvað við Rögnvald og Stebbi fór frá borðinu að mig minnir. Kom nú maður konunnar en hann mun heita Júlíus, annars þekki ég fólkið ekkert, maðurinn settist við hlið konu sinnar og segir konan honum þá að þessi mannandskoti hafi skvett á sig. Konan var hálf tuskuleg og vældi þessu framan í hann. Maðurinn sneri sér nú við í stólnum og tók hendi sinni fram fyrir háls Rögnvalds og reigði hann afturábak þar sem hann sat á stólnum. Er þetta skeður stóð Tómas við hlið Rögnvalds. Tel ég að Tómas hafi tekið á eða í handlegg mannsins frekar en að Rögnvaldur gerði það sjálfur en takið losnaði. Maðurinn stóð nú upp og ég stóð einnig upp þar sem ég átti von á að Rögnvaldur færi að róta sér. Sem betur fór þá sat Rögnvaldur kyrr á stólnum. Sá ég nú að þvagan lenti í gólfinu og veit ég ekki hver lenti ofan á hverjum. Eg hugsaði bara um að forða mér 420 og fór niður“ Eftir þetta fór þetta vitni niður í anddyri hússins og stundu síðar, eftir að það kom niður, sá vitnið stefnanda koma niður þá með klút fyrir öðru auganu. Þá hefur þetta vitni sagt að það hafi séð þau hjón, stefnanda og eiginkonu hans, fyrir framan borð vitnisins og Rögnvalds rétt áður en átökin urðu. Fyrir sakadómi hefur þetta vitni sagt að það hafi ekki séð stefnda veita stefnanda högg. Vitnið Finnur Þór Friðriksson, fæddur 7. júní 1951, til heimilis að Hóla- vegi 19, Sauðárkróki, gaf skýrslu hjá lögreglu 28. janúar 1983 og fyrir saka- dómi 16. apríl 1984 og 28. júní 1985. Þetta vitni hefur lýst viðskiptum Tómasar og Júlíusar og að það hafi séð stefnanda á meðan átök þeirra Tómasar og stefnda stóðu yfir. Vitnið segist þó ekki hafa skynjað það sjálft, hvernig stefnandi fékk áverka þann sem í málinu greinir, en vitnið hafi frétt það þarna um kvöldið að stefnandi hefði fengið áverkann. Vitnið sagði að stefnandi hefði sagt því það sjálfur hvernig hann hefði fengið áverkann, en ekki hver hefði slegið. Þá taldi þetta vitni að útilokað væri að stefnandi hefði fengið áverkann í átökum þeirra stefnda og Tómasar.. Vitnið Jón Hallur Ingólfsson, fæddur 10. nóvember 1957, til heimilis að Raftahlíð 60, Sauðárkróki gaf skýrslu fyrir lögreglu 29. janúar 1983 og fyrir sakadómi 16. apríl 1984 og 28. júní 1985. Þetta vitni hefur sagt orðrétt: „Varðandi upphaf átakanna segir vitnið að þegar dansinum lauk hafi hann fylgst með Júlíusi er hann gekk að borði sínu og settist við endann á því og fór að tala við Rögnvald og lagði jafnframt höndina á öxl hans. Sneri vitnið sér frá og augnabliki síðar sá hann Tómas húsvörð koma inn í salinn á nokkurri ferð og hélt vitnið þá að átök væru að hefjast annars staðar í salnum en ekki við borð þeirra Rögnvalds og Júlíusar. Næst verður hann var við hávaða og snýr sér við og sá þá hvar Tómas hafði tekið Júlíus tökum aftan frá og lyfti honum frá gólfi og féllu þeir saman í gólfið. Um það bil sem þeir eru að falla í gólfið sá vitnið hönd koma inn í myndina vinstra megin við þá, rétt áður en þeir falla í gólfið við hliðina á vitninu. Vitnið gerir sér ekki grein fyrir hver var eigandi handarinnar. Vitnið segist ekki hafa veitt Sigmundi athygli þegar átökin áttu sér stað. Þá hefur þetta vitni lýst því að það hafi fyrst frétt af slysförum Sigmundar um miðjan dag daginn eftir. Vitnið Lára Gréta Haraldsdóttir, fædd 15. október 1957, til heimilis að Raftahlíð 39, Sauðárkróki, hefur lýst atburðum svo: „Ég álít að klukkan hafi verið um þrjú. Við Maggi (Magnús Sigfússon) vorum að dansa og vorum skáhallt framan til við borð Rögnvalds. Rögnvaldur sat við fremra horn borðsins að norðanverðu, en við næsta borð norðan við sat-Sigga (Sigríður Jónsdóttir) við upphækkunina og sunnan við borðið. Sigga sneri baki í upphækkunina og horfði fram Í salinn. Ég tók eftir að hár hennar var eins og kleprað og var blautt að mér fannst. Ég sá að þeir Tommi og 421 Júlíus áttust við. Mér fannst Tommi hafa yfirhöndina og væri að leggja Júlíus í gólfið. Mér sýndist Júlíus koma niður á rassinn eða bakið og Tommi vippa sér "yfir hann, en sleppti þó ekki taki því er hann hafði. Tommi hoppaði yfir hann um leið og þeir skullu, en þó man ég ekki eftir því að Tommi félli í gólfið. Að þessu afstöðnu minnir mig að ég sæi Sigmund er þá sneri baki að mér, en ekki man ég hver afstaða hans var. Er við vorum farin aftur að dansa varð ég vör við að Þröstur bróðir minn fór niður, var hann náfölur í framan og fannst mér það einkennilegt. Stundu síðar sá ég hvar Sigmundur fór niður. Nokkuð á eftir honum var kona hans. Heyrði ég er hún sagði við konu er við hana talaði: „Það sló hann einhver maður í augað“ en ekki vissi ég um hvað var rætt. Er ég hitti Þröst á eftir fór hann að segja okkur hvers vegna hann hefði farið niður, en hann kvaðst hafa séð er Sigmundur tók hönd sína frá auga sér og eins og slím hefði fylgt hendinni eftir og sér fundist þetta svo viðbjóðslegt að hann gekk niður““ Vitnið Magnús Sigfússon, fæddur 23. mars 1956, til heimilis að Raftahlíð 39, Sauðárkróki, gaf skýrslu hjá lögreglu 29. janúar 1983 og fyrir sakadómi 17. apríl 1984 og 28.júní 1985. Þetta vitni hefur lýst viðskiptum þeirra Sigríðar, stefnda, Rögnvalds og Tómasar og að til átaka hafi komið á milli Tómasar og stefnda og er lýsing þessa vitnis Í svipuðum dúr og annarra vitna málsins. Þetta vitni sá ekki með hvaða hætti stefnandi varð fyrir meiðslum í greint sinn. Þá taldi þetta vitni sérstaklega aðspurt, afar ólíklegt að stefndi hafi þrifið í bringu stefnanda og keyrt hann á milli borða, án þess að vitnið hefði tekið eftir því. Vitnið Haraldur Snæbjörn Friðriksson, fæddur 18. maí 1946, til heimilis að Brennihlíð 6, Sauðárkróki, hefur lýst atvikum svo: „Það var undir lok dansleiksins og klukkan gæti hafa verið rúmlega þrjú. Ég var að dansa og var nær miðju dansgólfsins og gæti hafa verið fram af fjórða borði norðan frá að vestanverðu. Heyrði ég þá hávaða og leit við. Sá ég í bak Júlíusar, en á hann bar ég kennsl. Júlíus stóð við norðara borðshorn Rögnvalds, en Rögnvaldur var hálfrisinn upp úr stól sínum er var norðanmegin við borðið. Sinn maðurinn var við hvora hlið Júlíusar, en ekki geri ég mér nú grein fyrir hverjir þeir voru. Mér finnst eins og þeir hafi verið að reyna til að fá Júlíus á brott, en hann bað þá að sleppa sér og sneri sér við í hálfhring í sömu andrá. Júlíus sneri sér réttsælis og rétti út olnbogana um leið og hann sneri sér. Er Júlíus staðnæmdist sneri hann andlitinu að mér og handleggirnir út frá honum en krepptir um olnbogana. Í þessari sveiflu Júlíusar finnst mér ég hafa séð Sigmund falla í gólfið, en Sigmund sá ég ekki verða fyrir höggi og skildi ég ekki í þessari andrá hvers vegna hann féll við, en daginn eftir frétti ég af meiðslum Sigmundar. Er Júlíus var búinn að snúa sér sem fyrr getur, sá ég að Tómas Helgason húsvörður hélt um 422 hægri handlegg hans og reyndi að leiða hann fram gólfið og er þeir eru komnir tvö til þrjú skref frá borðinu falla þeir á gólfið ásamt fleirum. Jón Hallur kom þá til skjalanna og róaðist Júlíus eftir það og gekk út með Jóni Halli án mót- þróa. Ég tel að Tómas hafi lent á bakinu er þeir félagar lentu í gólfinu, en Júlíus á fjórum fótum yfir hann, en fleiri blönduðust í þetta og reyndu að halda honum niðri“ Þá hefur þetta vitni talið hugsanlegt að Tómas hafi haldið utan um Júlíus, þegar hann sneri sér eins og fyrr greinir. Þá hefur þetta vitni sagt að það hafi fyrst séð stefnda og Rögnvald þegar stefndi stóð við borð Rögn- valds og hafði hátt. Þá hefur vitnið sagt að það hafi ekki orðið vart við að stefnandi yrði fyrir höggi og frétti ekki af meiðslum hans fyrr en daginn eftir. Þetta vitni gaf skýrslu hjá lögreglu 1. febrúar 1983 og fyrir sakadómi 16. apríl 1984 og 28. júní 1985. Vitnið Ragna Sigurðardóttir, fædd 14. nóvember 1960, til heimilis að Raftahlíð 51, Sauðárkróki gaf skýrslu fyrir lögreglu 3. febrúar 1983 og fyrir sakadómi 28. júní 1985. Þetta vitni hefur lýst atvikum svo: „Ég tel að það hafi verið undir lok dansleiksins er ég var að dansa að ég varð vör við Ingibjörgu systur mína er hún gekk fram salinn og niður. Fannst mér svipur hennar þesslegur að eitthvað væri að. Ég sá að þvaga manna var á gólfinu framan til á móts við borð þeirra Rögnvalds.Ég sá að maður lá á gólfinu og hélt að það væri Rögnvaldur. Ég gekk nú nær, til að sjá betur. Ég sá að Rögnvaldur sat á stól sínum við borðið, en maður sá (sic) er í gólfinu lá þekki ég sem Sigmund. Tommi hélt Júlíusi eða hafði á honum tak er þetta skeði. Stundu síðar sá ég er Sigmundur gekk niður úr salnum, þá hafði eða hélt hann klút fyrir augað og sýndist mér sem blætt hefði úr því“ Vitnið Þröstur Georg Haraldsson, fæddur 11. maí 1959, til heimilis að Háuhlíð 7, Sauðárkróki, gaf skýrslu hjá lögreglu 3. febrúar 1983 og fyrir sakadómi 16. apríl 1984 og 28. júní 1985. Þetta vitni hefur skýrt svo frá: „Ég er á að atburður þessi eigi sér stað á bilinu fimm mínútur fyrir þrjú til fimm mínútur yfir þrjú. Ég var að dansa fram af mínu borði og var sem næst framundan borði eitt og tvö. Ég sá að átök og ryskingar voru við borð tvö og þrjú. Ég sá að Júlíus var þarna en hann er auðþekktur. Hægra megin við Júlíus og aftan til og til hliðar var Sigmundur. Ég sá að Sigmundur tók um hægri hönd Júlíusar, en um leið slær Júlíus aftur fyrir sig með olnboganum og lenti högg þetta í andliti Sigmundar, er greip strax hendi sinni fyrir augað. Er þetta skeði má segja að þeir hafi báðir nokkurn veginn snúið bökum við mér. Sigmundur var kominn aðeins nær mér og stóð framan af borði tvö er hann tók hönd sína frá auganu og er hann gerði það fylgdi henni nokkurs konar slím og loddi það við hönd hans. Mér virtist slímið glært. Mér bauð við sjón þessari og settist við borð mitt og síðar fór ég niður þar sem mér varð óglatt af því er ég hafði orðið vitni að. Er ég kom niður var Júlíus þar niðri og var verið að róa hann 423 niður. Er atburður þessi skeði þá var kona Sigmundar aftan til og til hliðar við hann og stóð hún við hlið hans er hann tók höndina frá auganu. Ég gæti trúað að lag það, er verið var að spila í umrætt skipti, hafi tæplega verið hálfnað er ég varð vitni að fyrrgreindu atviki. Ég álít að ég hafi ekki litið af Sigmundi frá því ég veitti þessu athygli þar til eftir að hann tók hönd sína frá auganu og það er fráleitt að hann hafi dottið í gólfið:“ Þetta vitni telur sig ekki hafa séð Tómas húsvörð í átökum þeim, sem það lýsti og það taldi sig hafa séð Rögnvald við borð sitt áður en átökin hófust. Vitnið Rögnvaldur Hartmann Árnason, fæddur 2. nóvember 1950, til heimilis að Dalatúni 14, Sauðárkróki, gaf skýrslu fyrir lögreglu 6. febrúar 1983 og fyrir sakadómi 17. apríl 1984 og 28. júní 1985. Þetta vitni hefur lýst atvikum svo: „Það er rétt, að ég var á umræddum dansleik. Eitt sinn, er ég kom og settist niður við borð mitt, voru þar fyrir tvær konur og ræddu saman. A.m.k. önnur konan drakk úr glösum, er á borði mínu voru. Ég bað konu þessa að fara frá borðinu, því hún væri þar óæskileg. Konu þessa þekki ég ekkert og vissi engin deili á henni. Kona þessi sat sem fastast og ansaði mér engu þó ég margbæði hana að fara frá borðinu. Kom þar að hún skvetti framan í mig úr glasi er hún tók á borðinu. Ég var snöggur til og skvetti framan í konuna svipuðum mjöð og hún sendi mér. Konan stóð nú upp frá borðinu og veit ég ekkert um afdrif hennar eftir það. Stundu síðar kom Tómas húsvörður og spurði mig hvort ekki væri allt í lagi. Mig minnir að Tommi stæði rétt hjá mér er ég var tekinn aftan frá og hendi brugðið fram fyrir háls mér. Ekki gerði ég mér ljóst hver þarna var að verki. Ekki geri ég mér grein fyrir hvernig tak þetta losnaði, vafalaust hef ég gert tilraun til að aftra því, að ég yrði tekinn þarna og má vera að fleiri hafi komið þar við sögu. Næst var tekið í fötin framan á bringu minni og var það Júlíus er það gerði og fannst mér sem hann hefði tekið fyrra takið einnig og að hann hefði staðið upp í millitíðinni. Er Júlíus hafði tekið framan í bringu mína man ég að Tommi réðst að honum og datt síðan annar hvor þeirra eða báðir í gólfið, allavega datt Júlíus, ég held að ég muni það rétt. Júlíus sá ég ekki eftir þetta. Um klukkuna veit ég ekkert. Ég tel að ég hafi ekkert hreyft mig af stól mínum meðan á þessu stóð og ég sneri baki til norðurs!“ Þá hefur þetta vitni sagt að það hafi ekkert orðið vart við Sigmund er ryskingarnar urðu og ekki vissi vitnið af meiðslum Sigmundar fyrr en daginn eftir. Þá hefur þetta vitni sagt að þeir stefndi hafi eitthvað ræðst við áður en Tómas kom að borðinu og að stefndi hafi lagt hönd á öxl hans. Þá hefur þetta vitni sagt að því hafi fundist að stefndi hafi verið reiður við sig. Vitnið Erla Sigríður Halldórsdóttir, fædd 23. desember 1955, til heimilis að Víðigrund 28, Sauðárkróki, gaf skýrslu fyrir lögreglu 22. febrúar 1983, 424 og fyrir sakadómi 17. apríl 1984 og 28. júní 1985. Þetta vitni hefur lýst því, að það hafi dansað við stefnda á seinni hluta dansleiksins. Þegar dansinum lauk, fór vitnið að borði sínu í norðanverðum salnum, en stefndi hélt að sínu borði. Vitnið telur að það hafi rétt verið sest við borð sitt, þegar stefnandi kom yfir dansgólfið og hélt hann fyrir augað, þ.e. vinstra augað. Vitnið segir að Guð- laug, kona stefnanda, hafi komið á eftir honum og vitnið segist hafa spurt hana hvað hafi komið fyrir og hún hafi svarað því til að hann hafi verið sleg- inn. Þá taldi þetta vitni sig muna að kona stefnda hafi komið út á gólfið og rætt við stefnda á meðan þau voru að dansa, en ekki vissi vitnið um hvað þau ræddu. Í málinu liggur frammi ljósrit úr heilsufarsbók stefnanda frá sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, undirritað af Friðrik Friðrikssyni lækni 18. apríl 1983. Þar segir: „1983, 16/1. Það er komið með þennan mann upp á sjúkrahúsið. Hann hafði verið á hjónaballi niðri í Bifröst og lent í einhverjum ryskingum og fengið annaðhvort olnboga eða hnefa í augað. Það er ekki vitað um það. Það blæðir úr auganu. Maðurinn hefur mikla ógleði og nokkurn verk í þessu. Við skoðun sjást ekki áverkar á ytri umbúnaði augans, en þegar augnlokinu er lyft, kemur bulbus í ljós. Það virðist vera að Camera auterior sé full af blóði. Þá er einnig blóð í Conjunctival sekknum. Maðurinn segist geta greint birtu með auganu, en alls ekki séð neitt. Það er reynt að opna augað betur og teygja augnlokið frá, en maður sér ekki neina rupturu á conjunctiva. Augljóst þykir að bulbus oculi hefur fengið compression og það er grunur um rupturu á bulbus, þar sem líka er sagt að það hafi komið vatn úr auganu. Því er ákveðið að hafa samband við augnlækni á Akureyri og verður niðurstaðan sú að hann er fluttur norður með morgninum á F.S.A. til augnlæknis. Maðurinn fær supp. Dolviran og Phenergan og líður allvel. FJH/hrg 1983, 16/1. Útskrifast. Haft hefur verið samband við augnlækni á Akureyri og fer Sigmundur kl. 8 með flugvél norður“ Vitnið Friðrik J. Friðriksson héraðslæknir, fæddur 17. febrúar 1923, til heimilis að Smáragrund 4, Sauðárkróki, gaf skýrslu fyrir sakadómi 17. apríl 1984. Vitnið kannaðist við að hafa verið vakthafandi læknir nóttina, sem slysið varð og hafa verið kallað á sjúkrahúsið eftir að slysið varð. Vitnið skýrði svo frá að það hefði bókað í heilsufarsskrá sjúkrahússins eftir þeim sem komu með hinn slasaða eða slasaða sjálfum að hann hafi orðið fyrir höggi af hnefa eða olnboga. Ekkert hafi komið fram, hver væri valdur að slysinu. Í málinu liggur frammi áverkavottorð Ragnars Sigurðssonar, augnlæknis á Akureyri, dags. 6. apríl 1983, svohljóðandi: „Varðandi Sigmund Pálsson, Smáragrund 13, Sauðárkróki, f. 28/11 ?32, 425 nnr. 7575-7905. Þessi fimmtugi karlmaður var innlagður bráðainnlagningu á augndeild Fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri þann 16/1 1983 kl: 10 að morgni. En að sögn sjúklings var hann staddur á dansleik á Sauðárkróki aðfaranótt sunnudagsins og varð fyrir því að honum var rekið þungt högg á vi. auga. Varð hann strax var við að vökvi lak úr auganu og hann missti sjón á því. Héraðslæknir skoðaði sjúkl. strax þá um nóttina og grunaði að augað hefði brostið og sendi hann því til Akureyrar. Við fyrstu skoðun var augljóst að augað var brostið, sjúklingur var því færður á skurðstofu og áverkinn athugaður nánar, kom þá í ljós að augnveggurinn var sprunginn frá því um kl. 11 upp yfir kl. 12 og niður til kl. 03:30 eða þar um bil og lá intraocular vefur þar úti. Augað var samfallið að sjálfsögðu og fullt af blóði. Það var gerð aðgerð og rifan saumuð saman. Lá Sigmundur síðan á augndeildinni frá 16/1 til 10/2. Þegar blóðið úr auganu frásogaðist smásaman kom í ljós að lithimnan hafði rifnað frá rót sinni 360? og var ekki að sjá nein merki um hana inni í auganu né merki um augasteininn og vafalaust hafa þessir vefir báðir kýlst út úr auganu við höggið. Við brott- för af sjúkrahúsinu var engin sjón á þessu auga, það var vafasöm ljósskynj- un með þvi. Það ætti að vera óhætt að fullyrða að það mun ekki verða nothæf sjón á þessu auga í framtíðinni:“ Niðurstaða: Með hliðsjón af vitnaframburðum þeim, sem hér að framan hafa verið raktir, verður lagt til grundvallar að aðdragandi þess að stefnandi hlaut meiðsli sín í greint sinn hafi verið sá að þegar Rögnvaldur Hartmann Árnason hafi komið að borði sínu seint á dansleiknum hafi kona stefnda verið þar fyrir og verið að drekka úr glösum sem á borði þessu voru. Rögnvaldur Hartmann hafi amast við þessu og óskað eftir því að Sigríður Jónsdóttir færi frá borðinu en hún hafi þráast við og endað með því að skvetta úr glasi framan í Rögnvald Hartmann, sem að bragði hafi svarað með því að skvetta á Sigríði Jónsdóttur úr öðru glasi. Hafi Sigríður Jóns- dóttir þá fyrst gengið út á dansgólfið til eiginmanns síns, stefnda í málinu og sagt honum hvað gerst hefði, en hann hafi þá verið að dansa við Erlu Sigríði Halldórsdóttur. Þegar Sigríður Jónsdóttir hafði rætt við stefnda, eiginmann sinn, hafi hún farið til Tómasar Dags Helgasonar, dyravarðar, þar sem hann stóð á sviðinu hjá hljómsveitinni og hafi klukkan þá verið rétt að vera 03:00. Að loknum dansinum við Erlu Sigríði Halldórsdóttur hafi stefndi gengið að borði Rögnvalds Hartmanns Árnasonar í því skyni að jafna við hann sakir og fá hann til að biðja konu stefnda afsökunar. Þessu hafi Rögnvaldur neitað. Stefndi hafi þá ætlað að fylgja málinu eftir og tekið í öxl Rögnvalds eða jafnvel tekið á honum. Þá hafi Tómas Dagur Helgason komið að, eða verið þarna staddur. Til stimpinga hafi komið 426 þannig að stefndi bæði tók á Rögnvaldi og hafi varpað Tómasi dyraverði frá lengra út á dansgólfið. Tómas hafi ekki fallið við, heldur ráðist aftur til atlögu að stefnda og tekið tak undir hendur hans að aftan og sveiflað honum þá út á gólf en þar hafi stefnandi málsins verið staddur um þetta leyti og fengið áverka þann, sem í málinu greinir, í þeim stimpingum sem hér að framan er lýst. Af gögnum málsins er ekki alveg ljóst hvernig stefnandi hlaut áverkann, þ.e. hvort hann kom áður en stefndi var kominn að Rögnvaldi eða þegar Tómas sveiflaði stefnda út á gólfið. Allt að einu verður talið að stefndi hafi verið upphafsmaður að stimpingum þessum og þess vegna beri hann alla ábyrgð á tjóni því sem stefnandi varð fyrir, en meta verður það stefnda til sakar, a.m.k. af gáleysi, að hann skyldi efna til ryskinga þeirra sem í máli þessu greinir. Niðurstaðan er því sú að ekki þykir óvarlegt að telja sannað að stefndi sé valdur að tjóni því, sem stefnandi varð fyrir á vinstra auga í greint sinn, enda renna framburðir Þrastar Georgs Haraldssonar og Haralds Snæbjörns Friðrikssonar stoðum undir þessa niðurstöðu, en af framburði stefnda er ljóst að til þeirra átaka, sem hér að framan er lýst, kom á þeim stað og tíma sem haldið er fram og nánast útilokað er að stefnandi hafi getað fengið áverkann með öðru móti. Þeim athöfnum og tjóni, sem hér að framan er lýst, ber stefndi skaðabótaábyrgð á. Um tjón stefnanda. Í málinu liggur frammi örorkumat framkvæmt af Birni Önundarsyni lækni. Í ályktun örorkumatsins segir: „Það er um að ræða tæplega $1 árs gamlan mann, sem hinn 16. janúar 1983 skaddaðist svo á vi. auga sínu, að hann missti sjón á auganu. Áverka þennan hlaut slasaði við þungt högg, er honum var greitt. Slasaði var þegar eftir slys þetta fluttur í F.S.A., þar sem gert var að meiðslum slasaða og þar sem hann vistaðist frá slysdegi 16.01.83 til hins 10.02.83. Alveg óvinnufær vegna nefnds slyss er slasaði talinn hafa verið í um þrjá mánuði. Eftir það er um ofurlitla varanlega örorku að ræða. Svo sem að ofan greinir sprakk vi. auga slasaða við hið þunga högg sem honum var greitt á augað. Intraocular vefur lá úti og augað var samfallið. Augað var saumað saman, en engin nothæf sjón er á auganu, aðeins vafasöm ljósskynjun. Ekki telur augnlæknir að framar verði nýtanleg sjón á auganu. Þó að ekki sé nú lengra um liðið frá því áðurnefnt slys (árás) átti sér stað, þykir ekki ástæða til að draga öllu lengur að meta tímabundna og varanlega örorku slasaða, þar sem ekki verður séð að um frekari bata á afleiðingum þessa slyss verði hér eftir að ræða. Tímabundin og varanleg örorka þykir hæfilega metin, sem hér segir: Frá slysdegi talið í þrjá mánuði 100%. Eftir það varanlega 20%. 427 Hinn 28. júní 1983 gerði Jón Erlingur Þorláksson, tryggingafræðingur, útreikninga á örorkutjóni stefnanda en vegna verðlagsþróunar í landinu eru þessir útreikningar orðnir úreltir. Hinn 17. október 1984 reiknaði trygginga- fræðingurinn út örorkutjón stefnanda að nýju. Þar segir svo: „Sigmundur Pálsson varð fyrir slysi 16. janúar 1983 og missti sjón á vinstra auga. Hann er fæddur 28. nóvember 1932 og hefur því verið 50 ára á slysdegi. Björn Önundarson, læknir, hefur í örorkumati dags. 20. júní 1983 metið örorku af völdum slyssins þannig: Frá slysdegi í 3 mánuði 100%. Eftir það varanlega 20%. Samkvæmt ljósritum af skattframtölum Sigmundar voru vinnutekjur hans næstu 3 árin fyrir slysið þessar: Árið 1980 g.kr. 7.240.873 Árið 1981 nýkr. 114.674 Árið 1982 nýkr. 190.881 Tekjurnar eru allar frá fyrirtækinu Hlynur hf., en það mun vera bygg- ingafélag. Sigmundur er húsgagnasmiður. Þegar tekjur Sigmundar hafa verið umreiknaðar vegna kaupbreytinga koma út árstekjur kr. 313.600 miðað við kaupgjald eins og það er nú. Á framangreindum forsendum um tekjur og miðað við að tekjutap af völdum slyssins sé á hverjum tíma sami hundraðshluti tekna og örorka er metin fæst eftirfarandi áætlun um tekjur og tekjutap. Áætlaðar tekjur Tekjutap 1. árið eftir slysið 272.500 103.600 2. árið eftir slysið 309.900 62.000 Síðan árlega 313.600 62.700 Höfuðstólsandvirði vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku kr. 58.300 Vegna varanlegrar örorku kr. 502.800 Samtals kr. 561.100 Við útreikning höfuðstólsandvirðis eru fram að útreikningsdegi 17. októ- ber 1984 notaðir vextir (einfaldir) af almennum sparisjóðsbókum (42% frá slysdegi til 20/9 1983, 35% frá 21/9 til 20/11 1983, 27% frá 21/11 til 20/12 1983, 21,5% frá 21/12 1983 til 20/1 1984, 15% frá 21/1 til 12/8 1984 og 428 17% frá 13/8 1984). Eftir útreikningsdag eru notaðir 6% vextir og vaxtavextir. Dánarlíkur eru samkvæmt reynslu áranna 1976-1980 og líkur fyrir missi starfs- orku í lifanda lífi eftir sænskri reynslu. Ekki er tekið tillit til skatta“ Eins og áður greinir sundurliðaði stefnandi tjón sitt við munnlegan flutning málsins og sætti kröfugerðin ekki mótmælum tölulega af hálfu stefnanda (sic). Tjónið sundurliðast þannig: I. Fjárhagslegt tjón skv. dskj. nr. 13 kr. 561.100 Miski kr. 150.000 3. Útlagður kostnaður við örorkureikning og örorkumat kr. 8.397 Samtals kr. 729.497 Verður nú fjallað um bótafjárhæðina: Um lið 1. Þegar tjón, samkvæmt þessum lið er metið, þykir rétt að leggja til grundvallar örorkutjónsútreikning Jóns Erlings Þorlákssonar trygginga- fræðings dags. 17. október 1984 kr. 561.100,00. Með hliðsjón af þeirri máls- ástæðu stefnda að lækka beri kröfu stefnanda vegna eingreiðsluhagræðis og skattfrelsis þykir þessi liður hæfilega ákveðinn kr. 450.000; Um lið 2. Þegar virt er sjúkrasaga stefnanda og meiðsli þykja bætur samkvæmt þessum lið hæfilega ákveðnar kr. 150.000,00. Um lið3. Þessi liður hefur ekki sætt tölulegum mótmælum og verða bætur samkvæmt lið þessum því ákveðnar kr. 8.397,00. Samtals er óbætt tjón stefnanda skv. framansögðu kr. 600.000,00. Vaxta- kröfu stefnanda hefur ekki verið andmælt sérstaklega, og dæmast því vextir, eins og krafist er, af dæmdri fjárhæð. Eftir úrslitum þessa máls ber að dæma stefnda til að greiða málskostnað, sem þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn kr. 125.000,00 og er þá tekið tillit til útlagðs kostnaðar við örorkureikning og örorkumat og ferðakostnaðar. Dómsorð: Stefndi, Júlíus Skúlason, greiði stefnanda, Sigmundi Birgi Pálssyni, kr. 600.000 með 42% ársvöxtum frá 16. janúar 1983 til 13. október 1983, en með 40% ársvöxtum frá 13. október 1983 til 21. október s.á., en með 379 ársvöxtum frá 21. október 1983 til 21. nóvember s.á., en með 33% árs- vöxtum frá 21. nóvember 1983 til 21. desember s.á., en með 27% árs- vöxtum frá 21. desember 1983 til 21. janúar 1984, en með 21% ársvöxtum frá 21. janúar 1984 til 13. ágúst s.á., en með 24% ársvöxtum frá 13. ágúst 1984 til 27. ágúst s.á., en með 25% ársvöxtum frá 27. ágúst 1984 til 18. september s.á., en með 15,5% ársvöxtum frá 18. september 1984 til 11. október s.á., en með 2600 ársvöxtum frá 11. október 1984 til 25. október 429 s.á., en með 27,5% ársvöxtum frá 25. október 1984 til 1. janúar 1985, en með 34% ársvöxtum frá 1. janúar 1985 til 21. janúar s.á., en með 37% ársvöxtum frá 21. janúar 1985 til 14. október 1985, en síðan með hæstu innlánsvöxtum banka, eins og þeir verða ákveðnir á hverjum tíma, frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda kr. 125.000 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 430 Föstudaginn 20. mars 1987. Nr. 95/1985. — Eðvarð Árnason (Þórólfur Kr. Beck hrl.) gegn Jóhannesi Reynissyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Skuldamál. Framsal kröfu. Vextir. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson og Gaukur Jörundsson prófessor. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 22. apríl 1985. Dómkröfur hans eru þær aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, til vara að héraðsdómur verði ómerktur og til þrauta- vara krefst hann sýknu af kröfum stefnda. Þá krefst áfrýjandi máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Fram er komið að segulbandsupptaka sem hafði að geyma skýrsl- ur aðila og framburð vitna hafði glatast er útbúa skyldi dómsgerðir í málinu. Var háð vitnamál dagana 6. og 19. mars 1986 þar sem aðilar og vitni komu fyrir dómarann að nýju. Hafa dómsgerðir vitnamálsins verið lagðar fyrir Hæstarétt. Fyrir Hæstarétt hefur áfrýjandi lagt fram ný gögn, beiðni Ólafs Axelssonar hæstaréttarlögmanns fyrir hönd h/f Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar 20. janúar 1984 um að bú Sigurjóns E. Einars- sonar Hávallagötu 46 hér í borg verði tekið til gjaldþrotaskipta, ásamt endurriti af árangurslausri fjárnámsgerð hjá Sigurjóni 12. desember 1983, úrskurð skiptaréttar Reykjavíkur 3. apríl 1984 um töku bús Sigurjóns E. Einarssonar til gjaldþrotaskipta svo og kvaðningu til Sigurjóns til þinghalds í skiptarétti Reykjavíkur 21. maí 1984. Frávísunarkröfu sína byggir áfrýjandi á því að efni málsins full- nægi ekki skilyrðum laga nr. 97/1978 um að það mætti höfða sem áskorunarmál. Skuld sú sem áfrýjandi sé krafinn um hafi ekki verið 431 fallin í gjalddaga. Auk þess hafi málið verið vanreifað af hendi stefnda, einkum um vexti og upphafstíma þeirra. Því hafi héraðs- dómara borið að vísa málinu frá dómi eða sýkna áfrýjanda að svo stöddu. Kröfu sína um að héraðsdómur verði ómerktur reisir áfrýjandi á því að hann hafi ekki fengið nægar leiðbeiningar héraðsdómara sbr. 114. gr. laga nr. 85/1936. Þannig hafi hann lagt fram dómkröfur sínar án þess að hafa fengið leiðbeiningar héraðsdómara er borið hafi að leiðbeina honum um að bera fram frávísunarkröfu. Þá hafi skort leiðbeiningar um efnisleg mótmæli og mótmæli gegn vaxta- kröfu. Einnig hafi dómara borið að leiðbeina honum um varnir byggðar á aðildarskorti. Þá sé fram komið að með úrskurði skipta- réttar Reykjavíkur hafi bú Sigurjóns E. Einarssonar verið tekið til gjaldþrotaskipta. Framsal Sigurjóns á kröfunni til stefnda hafi því farið fram eftir frestdag sbr. ákvæði 1. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978 og allt bendi til að framsalið hafi farið fram eftir að gjaldþrota- úrskurðurinn var kveðinn upp. Hafi héraðsdómara því borið að fresta málinu ex officio og kanna afstöðu þrotabúsins til þess. Er því einnig haldið fram að héraðsdómari hafi ekki lagt dóm á þá málsástæðu áfrýjanda sem byggð var á aðildarskorti. Stefndi hefur mótmælt kröfum áfrýjanda um frávísun og ómerk- ingu. Héraðsdómari vék málinu til almennrar meðferðar er varnir komu fram af hendi áfrýjanda sbr. 9. gr. laga nr. 97/1978. Þegar af þeirri ástæðu verður málinu ekki vísað frá héraðsdómi vegna þess að ekki hafi mátt höfða það sem áskorunarmál. Þá verður málinu ekki vísað frá héraðsdómi sökum þess að það sé vanreifað. Samkvæmt þessu er frávísunarkröfu áfrýjanda hrundið. Áfrýjandi sótti þing við þingfestingu málsins 11. október 1984 og var þá skráð í þingbók: „Dómarinn gætti leiðbeiningarskyldu sinnar, þ.á m. brýndi hann fyrir mætta hverju það varðaði ef þing- sókn félli niður af hans hálfu“ Áfrýjandi fékk frest til að rita greinargerð til 1. nóvember og síðan framhaldsfrest í sama skyni til 8. nóvember og var í bæði skiptin fært til þingbókar að dómarinn hefði gætt leiðbeiningarskyldu sinnar. Í greinargerð, sem áfrýjandi lagði fram í síðara þinghaldinu, komu fram kröfur hans og máls- ástæður. Er ekki fram komið að leiðbeiningum dómarafulltrúa 432 þeirra og héraðsdómara sem með málið fóru hafi verið áfátt um formhlið eða efni máls sbr. 114. gr. laga nr. 85/1936. Héraðsdómari hafnaði máls- ástæðu áfrýjanda, sem byggð var á aðildarskorti, á þeim grundvelli að hún væri of seint fram komin gegn mótmælum stefnda. Samkvæmt þessu verður Ómerkingarkrafa áfrýjanda ekki tekin til greina. Sýknukröfu sína byggir áfrýjandi á því að með skuldajafnaðarkröfu þeirri, sem hann hafði uppi í héraði, sé krafa stefnda fallin niður. Þá er sýknukrafan einnig byggð á því að stefndi sé ekki réttur aðili málsins heldur beri þrotabúi Sigurjóns E. Einarssonar sakaraðild. Ágreiningsefni máls þessa á rætur sínar að rekja til þess að rift var kaupum Sigurjóns E. Einarssonar á húseign áfrýjanda. Hefur áfrýj- andi haldið því fram að umrædda fjárhæð skyldi hann greiða án vaxta er hann væri búinn að koma fjárhag sínum í lag eftir að fjárhags- örðugleikar hans vegna riftfnarinnar væru um garð gengnir, en sýni- legt hafi verið að þeir mundu standa í nokkurn tíma. Heldur áfrýjandi því fram að krafan sé enn ekki í gjalddaga fallin. Hefur hann einnig mótmælt kröfu stefnda um vanskilavexti svo og um viðskeytingu vaxta við höfuðstól. Stefndi kveður í raun hafa verið gengið út frá því að áfrýjandi greiddi umrædda fjárhæð þegar hinn $. ágúst 1982. Áfrýjandi hafi ekki haft fé handbært og það þá orðið að munnlegu samkomulagi þeirra að hann greiddi fjárhæðina þegar hann seldi húsið á ný. Ósannað er að framsal Sigurjóns E. Einarssonar til stefnda á kröfunni á hendur áfrýjanda hafi verið málamyndagerningur. Samkvæmt því og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti ber að staðfesta niðurstöðu hans um skyldu áfrýjanda til að greiða stefnda höfuðstól dómkröfu hans. Fins og atvikum málsins er háttað þykir mega líta svo á að áfrýj- anda hafi borið að greiða umrædda fjárhæð er hann seldi húseign- ina nr. 23 við Hegranes á ný, en það var hinn 13. október 1982 samkvæmt makaskiptasamningi áfrýjanda og Jóhönnu Benedikts- dóttur. Fyrir héraðsdómi krafðist stefndi dómvaxta frá 1. október 1984 en þann dag var héraðsdómstefna birt áfrýjanda. Verður héraðs- dómur staðfestur, þó þannig að upphafstími vaxta verður 13. októ- ber 1982 og einungis dæmda dómvexti má leggja við höfuðstól á 12 mánaða fresti í fyrsta sinn 24. janúar 1986. 433 Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms á að vera Óraskað. Áfrýjandi greiði stefnda 25.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Eðvarð Árnason, greiði stefnda, Jóhannesi Reynissyni, 50.000,00 krónur með 37% ársvöxtum frá 13. október 1982 til 1. nóvember 1982, 45%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, 37% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október 1983, 3690 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvem- ber 1983, 32% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember 1983, 2500 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 19% ársvöxt- um frá þeim degi til 1. janúar 1985, 25,5% ársvöxtum frá þeim degi til 7. janúar 1985, 32% ársvöxtum frá þeim degi til 24. janúar 1985 og dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Dómvextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 24. janúar 1986. Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms á að vera óraskað. Áfýjandi greiði stefnda 25.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara. Ég er sammála atkvæði meirihlutans að öðru leyti en því, að ég tel að upphafstími vaxta eigi að vera 5. ágúst 1982, svo sem í héraðs- dómi er ákvarðað. Þá tel ég að vaxtavexti beri að reikna frá stefnu- birtingardegi í héraði, hinn 1. október 1984, sbr. 1. gr. laga um dómvexti nr. 56/1979, þannig að vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. október 1985. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. janúar 1985. Mál þetta, sem var dómtekið í dag, hefur Jóhannes Reynisson 5092-4181, Vesturbergi 78 Reykjavík, höfðað fyrir dóminum með áskorunarstefnu birtri 28 434 1. október 1984 á hendur Eðvarði Árnasyni 1690-1946, Nönnugötu 10 Reykja- vík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 50.000,00 með 379% ársvöxtum frá 5. ágúst 1982 til 1. nóvember 1982, með 45% ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október 1983, með 360 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember 1983, með 32% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember 1983, með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, með 19% ársvöxtum frá þeim degi til 1. október 1984, en síðan með dómvöxtum til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist að vextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti og myndi þannig nýjan höfuðstól er beri sömu vexti og að framan greinir. Loks er krafist málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Af stefnda hálfu er krafist sýknu og málskostnaðar. Stefnandi byggir kröfur sínar á svohljóðandi yfirlýsingu, dags. S. ágúst 1982. Við undirritaðir, Eðvarð Árnason nefndur seljandi, og Sigurjón Einarsson nefndur kaupandi á einbýlishúsinu nr. 23 við Hegranes í Garðakaupstað, höfum orðið ásáttir um riftun á kaupsamningi dags. 15.6. 1982 vegna Hegra- ness 23, Garðakaupst. Seljandi greiðir kaupanda kr. 50.000,00 til baka, þær framkvæmdir sem kaupandi hefur nú þegar framkvæmt á húsinu verða eign seljanda eftir þennan dag. Húsið rýmist þegar seljandi óskar. Stefnandi kveðst hafa fengið kröfu Sigurjóns Einarssonar samkvæmt yfir- lýsingunni framselda 24. mars 1984. Samkvæmt greinargerð stefnda byggir hann á skuldajöfnuði. Hann kveður kaupunum hafa verið rift vegna vanefnda kaupanda og segir þær hafa leitt til keðjuverkandi vanskila og kostnaðar af sinni hálfu, m.a. hafi hann orðið að greiða sölulaun vegna kaupanna, kr. 12.000,00. Þá bendir stefndi á að kaup- andinn hafi ekki greitt húsaleigu, sem stefndi telur hæfilega ákveðna kr. 18.000,00 fyrir mánuðina júní, júlí og ágúst 1982. Loks telur stefndi riftunina hafa leitt til óhagkvæmari sölu síðar meir vegna tímaskorts. Aðilar hafa gefið aðilaskýrslur og leitt vitni. Við munnlegan málflutning byggði stefndi, auk ofangreindra ástæðna, aðallega á aðildarskorti. Hann kvaðst telja að framsalið til stefnanda væri málamyndaframsal sem gert hefði verið eftir 3. apríl 1984, en þá hefði Sigurjón verið úrskurðaður gjaldþrota. Af hálfu stefnanda var því mótmælt að þessi málsástæða kæmist að, og sérstak- lega var þeirri staðhæfingu mótmælt sem ósannaðri að Sigurjón hefði verið úrskurðaður gjaldþrota. Sigurjón hafi komið fyrir dóminn sem vitni fyrr í þinghaldinu en ekki verið spurður um þessi atriði. Á stefnda var að skilja að honum hefði lengi verið kunnugt um þessi atvik, en ekki kvaðst hann vita hvort gerð hefði verið riftunarkrafa skv. gjaldþrotaskiptalögum. Á það verður að fallast með stefnanda að málsástæða þessi sé of seint fram komin. Stefndi þykir ekki hafa sýnt fram á að framsalið hafi verið 435 gert til málamynda eða síðar en í yfirlýsingunni greinir, og engin gögn hafa komið fram um að því hafi verið riftað eða að það sé riftanlegt. Samkvæmt þessu verður þessi málsástæða ekki tekin til greina. Sigurjón greiddi kr. 100.000,00 skömmu eftir undirskrift kaupsamnings, en efndi að öðru leyti ekki greiðsluákvæði samningsins. Hann fékk íbúðina afhenta og virðist hafa búið í henni frá því um miðjan júní og fram í ágúst eða september. Á þessum tíma gróðursetti hann trjaplöntur, lagði þökur á hluta lóðar, lagði teppi á stofugó!f og skála og málaði íbúðina að innan að hluta. Vitnið Þorlákur Einarsson sölumaður, sem samdi texta skuldaviðurkenn- ingarinnar og aðstoðaði aðila kaupsamningsins við samningsgerð og riftun, segir að rætt hafi verið ítarlega um öll atriði skuldaskilanna, m.a. um afnot og endurbætur. Hann sagði að ef sig minnti rétt hefði húsaleiga verið reikn- uð inn í þær kr. 50.000,00 sem stefndi hélt eftir. Hann var spurður um hvort afstaða hefði verið tekin til endurbóta Sigurjóns á eigninni. Hann kvað liggja ljóst fyrir að ætlun aðila hafi verið að ganga endanlega frá skiptum sínum varðandi húsakaupin með skuldayfirlýsingunni og greiðslu skv. henni. Stefndi hafði greitt sölulaun 15. júní 1982 með ávísun, en hún hafði ekki verið innleyst þegar samningnum var riftað. Stefndi kveðst hafa álitið að sölulaun yrðu endurgreidd þegar hann samdi við Sigurjon um að kaupin gengju til baka. Fyrir öðrum kostnaði hefur engin grein verið gerð. Samkvæmt því sem rakið hefur verið og öðrum atvikum þykir verða að álíta að ætlun aðila kaupsamningsins hafi verið að samkomulag þeirra 5. ágúst 1982 fæli í sér endalegt uppgjör þeirra vegna húsakaupanna og rift- unar á þeim, þ.á m. vegna afnota Sigurjóns af húsnæðinu og endurbóta hans á eigninni. Þótt stefnandi hafi ranglega álitið að sér bæri endurgreiðsla sölulauna þykir hann ekki eiga kröfu á hendur Sigurjóni af þeim sökum, enda er ekkert komið fram sem bendir til að Sigurjón hafi vakið ranga hugmynd hjá honum um þetta atriði. s Þegar samningurinn var gerður var óvíst hvernig til tækist um sölu á eigninni, en ekkert hefur komið fram um fyrirvara af hálfu stefnda varðandi tjón vegna lakari sölu eða vegna mismunar á verðmæti og söluverði. Þá þykir stefndi skv. almennum reglum samningaréttar ekki eiga rétt á bótum vegna eigin vanefnda. Samkvæmt þessu bvkir bera að fallast á það með stefnanda að hann eigi rétt á greiðslu í samræmi við ákvæði skuldarviðurkenningarinnar aut. vaxta og málskostnaðar. Í greinargerð sinni hagaði stefndi kröfugerð sinni þannig að hann krafðist til skuldajafnaðar nákvæmlega hins sama og stefnandi krefur í stefnu þ.á m. vanskilavaxta með sama upphafstíma og vaxtafæti. Að gefnu tilefni í framlögðu skjali innti dómarinn sérstaklega eftir því í þinghaldi 15. janúar 436 atm hafs va á undra aðalmeðferð, hvort ágreiningur væri um vexti, og var því þá lýst yfir a a aðila hálfu að sva væri ckki. Við aðal- meðferð kom þó fram af hálfu ota að tlun aða beð verið að Ki yrðu reiddi vextir af skuldinni. Vitnið Sigurjón staðfesti þennan skilning en sagði að æilast hefði verið til að greitt yrði fljótlega og helst strax. Þegar greiðslu- kvaðst hann hafa lið svo á að hann ætti rét á vanskilavöxtum. Þegar þess er gætt að slefndi greiddi ekki á umsömdum ur, þ nú eiga réit á vanskilavöxtum frá þeim degi sem greindur or í skukdayfirlýsing. unni eins og nátsir greinir Í dmsorði Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn kr. 25.000,00. Steinerinur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan, Dómsorð Stefndi, Eðvarð Árnason, ereiði stefnanda, Jóhannesi Reynisyni, kr 50.000,00 með 786 irsvöxtum frá 5. ágúst 1982 í}. nóvomber 1982, með 45 ársvöxtum frá þeim degi il 21 september 1983, með 37 ársvöxtum frá þeim degi tl 21. október 1983, með 3600 ársvöstum frá þeim dogi ál 2. nóvember 1983, með 329 ársvöxtum frá þeim dogi il 21, desember 1983, með 256 ársvöxturn frá þeim degi tl 21. andar 1984, með 199 ársvöstum frá þeim 1. janúar 1985, með 25,50% ársvöstum frá im dei 7. janúar 1985, með 320 árslöstun rá þeim degi il 24 Janúar 1985, en með dómöxtum frá þeim degi til greiðsludugs og kr. 25.0040,00 í málskostnað. Vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fest, Í fyrsla sina 5. ágúst 1983, og myndi þannig nýjan höfuðstól og beri vexti eins og að Framan 436 sl., sem hall var il undirbúnings aðalmeðfor vexti, og var því þá sl yfir af beggja aðila hálfu ið ekki. Við aðal- meðferð kom þó fram af hálfu stefnda að ætlun aðila hefði verið að ekki yrðu ort áureiningur væri um #36 sl., sem haft var til undirbúninss aðalmeðlerð, hvort ágreiningur væri um (i, ou var því þá lýst yfir af beggja aðila hálfu að svo væri ekki, Við aðal meðferð kon þó fram af hálfu stefnda að ætlun aðila hefði verið að ekki yrðu reiddir vextir af skuldinni, að las hefði verið til að sett yrði jótlega og es tran. Þegar griðslu dráttur var orðinn verulegur kvaðst hann hafa litið svo á að hann ætti rétt á vanskilavöxtum, Þegar þess er gætt að stefndi greiddi ekki á umsömdum gur, þykir núi eisa ré á vanskilavöxtum frá þeinn degi sem ureindur er Í skuldayfirlýsing unni eins vu nánar grelnir í dómsorði. Málskostmaður þykir hæfilega ákveðinn kr. 25.000,00. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan, Dómsorð Stefndi, Eðvarð Árnason, greiði stefnanda, Jóbannesi Reynissyni, kr. 50.000,00 með 3794 ársvöxtum frá 5. ágúst 1982 til 1, nóvember 1982, með „Stj ársvöxtum frá þeim degi til 2 september 1983, með 37y ársvöxtum frá þeim degi tl 21. október 1983, með 364 ársvöxtum frá þeim degi il 21, nóvember 1983, með 327 ársvöxtum frá þeim degi tl 21, desomber 1983, með 25 ársvöxtum frá þeim dogi til 21. janúar 1984, með 1976 ársvöxtum frá þeim deg janúar 1985, með 25,5%h ársvöxtum frá þe degi til. janúar 1985, með 32%4 ársvöxtum Frá þeim degi til 24. húar 1985, en með dómvöntum frá þeim degi til sreiðsludays og ke. 28,000.00 í náskosimað Vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 5. ágúst 1983, og myndi þannis nýjan höfuðstól og beri vexti eins og að framan afskuldinni sagði að ætlast hefði verið il að rölt yrði ljólega og hest strax. Þegar greiðslu dráttur var orðinn verulogur kvaðst hann hafa litið svo á að bann æti rétt á vanskilasönlum. Þegar þess er gætt að stefndi wreiddi ekki á umsömdur areiðslutima or að geiðsludráttur hefur orðið verulegur, þykir skuldareigandi nú eiga rétt á vanskilavöxtum frá þeinn degi sem greindur er Í skuldayfirlýsina- únni eins og nánar srelnir Í dómsorði. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn kr. 25.000,00. Steingrímur Gautur Kristjánsson borsardómari kvað unn dóm þennan Dómsorð Stefndi, Eðvarð Árnason, ureiði stefnanda, Jóhannesi Reynissyni, kr. 50,000,00 með 37 ársvöxtum frá 5, ágúst 1982 úl |, nóvember 1982, með, 4St ársvöstum frá þeim degi til 21. september 1983, með 3794 ársvöxtum frá þeim degi til 21, oklóber 1983, með 36 ársvöxtum frá þeim degi il 21. nóvembor 1983, með 32 ársvöxtum frá þeim degi il 21. desember 1983, með 25" ársvöxtum frá þeim dexi tl 2. janúar 1984, með 1994 ársvöxtum Frá þeim degi til 1. jantar 1985, með 25,57% ársvöstum frá þeim degi til 7, janúar 1985, með 3271 ársvöxtum frá þeim degi til 24. janúar 1985, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr 25,000,00 í málskostnað. Vestir leggist við höfuðstól á 12 múnaða fresti, í fyrsta sinn $. ágúst 1983 og myndi þannig nýjan höfuðstól og beri vexti cins og að framan, greinir. 437 Mánudaginn 23. mars 1987. Nr. 35/1986. Langeyri h.l. (Sveinn Snorrason hrl.) gegn Hafnarfjarðarkaupstað (Valgeir Kristinsson hrl.) Leigusamningur. Erfðafesta. Sönnur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Guðrún Erlendsdóttir og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 12. febrúar 1986. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda í málinu og málskostnaðar úr hans hendi, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Til vara krefst hann að áfrýjandi verði dæmdur til þess, að viðlögðum 5.000,00 króna dagsektum, „að fjarlægja aðra birgðaskemmu sína ásamt sjávarafurðum og öðru lausafé þar í og umhverfis norðvestan við Herjólfsgötu og næst henni (við gamla Garðaveg) í Hafnarfirði. Skemma þessi stendur að hluta á götunni“ Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Samkvæmt því sem skráð er í bæjarþingsbók var mál þetta dóm- tekið á bæjarþingi Hafnarfjarðar 4. febrúar 1986. Dómur var kveð- inn upp 6. s.m. Hinn 4. mars 1986 leiðrétti héraðsdómur, gegn andmælum áfrýjanda, atvikalýsingu í dómsforsendum með skír- skotun til.heimildar í 2. mgr. 195. greinar laga nr. 85/1936 þannig að í 2. mgr. IV. kafla dómsins var breytt dagsetningunni /6. maí 1956 í 16. maí 1955 og felld niður orðin: eða um 2'% mánuði eftir að seinni lóðarleigusamningurinn var gerður og honum þinglýst, samdægurs hinn 2. febrúar 1956. Verður að fallast á það með áfrýj- anda að breyting þessi hafi gengið lengra en heimilað er í framan- greindu ákvæði laga um meðferð einkamála í héraði. Hún var þó eigi að síður efnislega rétt. Brestur sönnur fyrir því sem segir í 438 í upphafi IV. kafla hins áfrýjaða dóms að Óskar Jónsson hafi verið stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Fisks h.f. á þeim tíma er stefndi gerði fyrrnefndan lóðarleigusamning 2. febrúar 1956. II. Með erfðafestubréfi dags. 23. og 26. apríl 1920 leigði stefndi Höfrungi h.f. á erfðafestu lóð „til fiskverkunar og byggingar mann- virkja þar að lútandi“ Er lóðinni lýst þannig í erfðafestubréfinu: „Að austanverðu takmarkast hin útmælda lóð af nýlögðum vegi frá Garða- vegi niður á Langeyrarmalir, 164 metrar; og svo af áður útmældri lóð til fyrrnefndrar fiskverkunarstöðvar, 94 metrar; að vestan af óút- mældu landi bæjarins, 300 metrar; að norðan af Garðavegi, 60 metr.; og að sunnan, meðfram Hafnarfirði, 24 metrar. — Er lóðin þannig als að flatarmáli 10144 — tíu þúsund eitt hundrað fjörutíu og fjórir — fermetrar“ Þá sagði og í erfðafestubréfinu að leiguaðili hefði rétt til að selja og veðsetja afnotarétt sinn til lóðarinnar en vildi hann selja erfðafesturétt sinn að öllu eða nokkru leyti hefði bæjarstjórn for- kaupsrétt. Eftir að nokkrum sinnum höfðu orðið aðilaskipti að lóðarréttind- um þessum komust þau í eigu útgerðarfélagsins Fisks h.f. árið 1949. Hinn 9. júní 1952 sótti Óskar Jónsson um leyfi bæjarráðs til að mega reisa birgðaskemmu, 32 x11 m að flatarmáli, á lóðinni. Óskar átti sæti í bæjarráði og var á þessum tíma einnig stjórnarmaður og fram- kvæmdastjóri með prókúruumboði hjá Fiski h.f. Verður eftir mál- flutningnum að ætla að umsóknin hafi verið vegna hlutafélagsins. Í umsókninni sagði að bygging skemmunnar væri ætluð sem bráða- birgðaráðstöfun, og skuldbatt umsækjandi sig til að verða á brott með skemmuna þegar bærinn þyrfti á lóðinni að halda. Samþykkti bæjar- ráð á fundi sínum næsta dag að mæla með því við bæjarstjórn að orðið yrði við umsókninni með nýnefndu skilyrði. Í fundargerð bæjarráðs Hafnarfjarðar hinn 25. apríl 1955 er skráð að tekið hafi verið fyrir erindi Fisks h.f., dags. 19. s.m., um leyfi til að félagið mætti framselja Mölum s.f. ca. 3000 m? af áðurnefndu erfða- festulandi sínu svo og umsókn Mala s.f., einnig dags. 19. apríl 1955, urn „leigusamning til 10—15 ára fyrir lóð birgðaskemmur hafa verið byggðar á.“ (sic). Báðum þessum erindum var vísað til bæjarverkfræð- ingsins til athugunar. 439 Erindin voru tekin fyrir að nýju á fundi bæjarráðs 16. maí 1955. Var samþykkt að mæla með því við bæjarstjórn að orðið yrði við því að Fiskur h.f. „megi framselja ca. 3000 fermetra af erfðafestulóð þeirri er fyrirtækið hafi á leigu hjá bænum;“ svo og að leggja til að orðið yrði við því erindi Mala s.f. „að tvær birgðaskemmur, sem eru norðvestast á lóð Fisks h.f. fái að standa næstu 15 árin“ Á fundi bæjarráðs 30. janúar 1956 var loks samþykkt að leggja til við bæjarstjórn, samkvæmt tillögu bæjarverkfræðings, „að lóð Malir s.f. verði stækkuð um 449 fermetra. Lóðin er leigð til 15 ára“ Í fram- haldi af þeirri samþykkt gerði Hafnarfjarðarbær skriflegan lóðar- leigusamning við Malir s.f. 2. febrúar 1956 um leigu á lóð „til erfða- festu“ frá 1. júní 1955 að telja. Er lóðinni og leigutímanum lýst svo í 1. gr. samningsins: „Lóðin er að flatarmáli 4693 fermetrar og er lögun hennar eins og hér greinir, sbr. meðfylgjandi uppdrátt: Að sunnan, meðfram lóð Fisks h.f. ............. 42,0 metrar - vestan, meðfram ómældu landi .............. 128,4 = - norð-austan, meðfram Garðavegi ............ 87,2 — - austan, meðfram vegi, brotin lína ........ 48,0414,0 — Lóðin er fimmhyrningur í lögun. Hluti lóðarinnar, 449 fermetrar er úr landi bæjarins, 4244 fer- metrar eru úr landi því, er bæjarstjórn veitti fiskveiðahlutafélaginu Höfrungi með samningi útgefnum 23/4 1920. Lóðin er leigð til 15 ára. Lóðin er veitt með þeim skilyrðum, að Hafnarfjarðarbær geti tekið að þessum 15 árum liðnum land þetta allt eða hluta af því, hvenær sem er án nokkurs endurgjalds á landi eða mannvirkjum, ef hann þarf á því að halda. Bæjarstjórn er heimilt að breyta lóðargjaldinu á 5 ára fresti!“ Þegar hér var komið sögu virðist Óskar Jónsson hafa verið geng- inn úr stjórn Fisks h.f. og ekki lengur hafa haft prókúruumboð fyrir félagið svo sem talið er í héraðsdómi. Á uppdrætti þeim sem fylgdi áðurgreindum lóðarleigusamningi eru sýndar tvær skemmur eða önnur hús á spildunni sem hann tekur til, önnur þeirra að öllu en hin að hluta á því landi sem erfðafestu- bréfið frá 1920 tók til, og hin síðarnefnda einnig að hluta á þeirri 449 m? spildu er lóðarleigusamningurinn segir vera „úr landi bæjarins“ #40 Með ódagsettn afsali en þinalýstu 28. maí 1956 seldu Malir s.f. osti hef. Fsknrlnummuslðiskæmifisnri áð Langur þr með taldar skemmurnar tvær og „4693 fermetra leigulöð sem eignirnar standa át* Þykir einsýnt að þar hafi verið um að ræða þá lóðarspildu sem greind er í leigusamningnum 2. febrúar 1956. Hinn 12. nóvember 1958 gerðu síðan Fiskur h.f. og Malir sf, með sér samning þann, sem nánar er frá greint í héraðsdómi, um leigu Fisks tf. il Mala s.f. til20 ára á 3000 m' af erlðafestulandi hluta félagsins, því er upphaflega hefði verið veitt Höfrungi h.f. Er sýnt að þar var um að ræða hluta af þeirri spildu af erfðafestulandinu sem lóðarleigu- samningur Hafnarljarðarbæjar og Mala s.f. frá 2. febrúar 1956 og samningur Mala s.f. og Krosseyrar h.l. 28. ma 1956 tók til . Var það sá hluti sem birgðaskemmurnar tvær stóðu á, Fru ákvæði leigusamn- ings bisks h/f. og Mala s.f. nánar rakin í hinum áfrýjaða dómi Hinn 21. nóvember 1958 afsalaði Krosseyri h.f. síðan skemmum þeim, sem um er fjallað í málinu, til Ólafs Óskarssonar sildarkaup> manns og með sama samningi framseldu Malir s.f. sem leiguhafi samkvæmt samningi sínum við Fisk h.f. 12. nóvember 1958 leigurétt sinn til 3000 m“ spildu sem skemmurnar standa á. Er sá samningur áritaður um að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi hafnað forkaups rétti Með afsali 9. ágúst 1969 afsalaði síðan Fiskur h.f. áfrýjanda máls þessa frystihúsi sínu á Langeyrarmölum ásamt öðrum nánar til- greindum eignum, þar á meðal öllum lóðum arréttindum innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar. Hinn 1982 afsalaði loks Ólafur Óskarsson til áfrýjanda þeim sinum er hann hafði öðlast fyrir afsal frá Krosseyri h.f. 21. nóvember 1/ ni Í oriðafestubréfi Hafnar ljarðarkaupstaðar til Höfrungs h.f. var kaupstaðnum áskilinn lorkaupsréttur ef erfðafestuhafi vildi selja erfðafesturétt sinn að nokkru eða öllu leyti. Bréf Pisks h.f. til bæjar ráðs 19. april 1955 liggur ekki fyrir í málinu. Fundargerðir bæjarráðs veita ekki óyggjandi sönnun fyrir því að með því bréfi hafi Fiskur hf. afsalað aftur til bæjarins rétti sínum til hluta þess lands sem erfðafestusamningvrinn tók til. Þykir mega lila svo á að hlutafélagið #0 Með ódagsouu afsali en þinglýstu 28. maí 1956 seldu Malir s.f Krosseyri h.f. fiskverkunarstöð sína ofanvert við Langeyrarmalir, þar með taldar skemmurnar tvær og „4693 fermeira leigulóð seim eignirnar standa át“ Þykir einsýnt að þar hafi verið um að ræða þá Jóðarspildu sem greind er Í leigusamningnum 2. fébrúar 1956. Hinn 12. nóvember 1958 gerðu síðan Fiskur h.f. og Malir sf. með sér samning þann, sem nánar er frá greint í héraðsdómi, um leigu Fisks h.f. til Mala s.. til20 ára á 3000 tm“ af erfðafestulandi hlutafélagsins, því er upphaflega hefði verið veitt Höfrungi h.f. Er sýnt að þar var um að ræða hluta af þeirri spildu af erfðafestulandinu sem lóðarleigu- samningur Hafnarfjarðarbæjar og Mala s.f. frá 2. febrúar 1956 og samningur Mala s.f. og Krosseyrar h.f, 28. maí 1956 tók til . Var það sá hluti sem birgðaskemmurnar tvær stóðu á. Eru ákvæði leigusamn- ings Fisks h.f. og Mala sf, nánar rakin í hinum áfrýjaða dómi, Hinn 21. nóvember 1958 afsalaði Krosseyri h.f. síðan skemmum, þeim, sam um er fjallað í málinu il Ólafs Óskarssonar síldarkaup- manns og með sama samningi framseldu Malir s.f, sem leiguhafi samkvæm samningi sínum við Fisk h.f. 12. nóvember 1958 leipurétt sinn til 3000 m? spildu sem skemmmurnar standa á. Er sá samningur að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi hafnað forkaups- áriaður rétt Með afsali 9. ágúst 1969 afsalaði síðan Piskur h.f. áfrýjanda máls þessa Frystihúsi sínu á Langeyrarmölum ásamt öðrum nánar til- Ercindum eignum, þar á meðal öllum lóðum og lóðarréltindum innan lössagnarumdæmis Hafnarfjarðar. Hinn 5. júlí 1982 afsalaði loks Ólafur Óskarsson til áfrýjanda þeim réttindum er hann hafði öðlast yrir afsal frá Krosseyri h.f. 21. nóvember 1958. 1 Í erfðafestubréfi Hafnarfjarðarkaupstaðar til Höfrunas h.f. var kaupstaðnum áskilinn forkaupsróttur ef erfðafestuhali vildi selja erfðafesturéir sinn að nokkru eða öllu leyti. Bréf Fisks h.f. til bæjar- ráðs 19. april 1955 liggur ekki fyrir í málinu. Fundargerðir bæjarráðs veita ekki óvagjandi sönnun fyrir því að með því bréfi hafi Fiskur h.f. afsalað aftur til bæjarins rétti sínum til hluta þess lands sem erfðafestusamningurinn tók til. Þykir mega líta svo á að hlutafélagið “ Með ódagsettu afsali en þinglýstu 28, maí 1956 seldu Malir 5.í Krosseyri h.f. fiskverkunarstöð sína ofanvert við Langeyrarmalir, þar með taldar skommurnar tvær og „4693 lermetra leigulóð sem eignirnar standa áð“ Þykir einsýnt að þar hali verið um að ræða þá lóðarspildu sem greind er Í leigusamninanum 2. febrúar 1956. Hinn 12. nóvomber 1958 gerðu síðan Fiskur h.f. og Malir 5.f. með sér samning þann, sem nánar er Frá greint í héraðsdómi, um leigu Fisks hef. il Mala sf. til20 ára á 3000 mé af erfðafestulandi blutafélagsins, því er upphaflega hefði verið veitt Hölrungi h.f. Er sýnt að þar var um að ræða hluta af þeirri spildu af erfðafestulandinu sem lóðarleigu. samningur Hafnarfjarðarbæjar og Mala s.f. frá 2, febrúar 1956 og samningur Mala s.l. og Krosseyrar h.f. 28. maí 1956 tók til . Var það sá hluti sem birgðaskemmurnar tvær stóðu á. Eru ákvæði leigusarnn- ins Fisks h.f. og Mala s.. nánar rakin í hinum áfrýjaða dómi. Hinn 21. nóvember 1958 afsalaði Krosseyri h.f. síðan skemmum þeim, sem um er ljallað í málinu, til Ólafs Óskarssonar sildarkaup- manns og með sama samningi framseldu Malir s.f. sen leiguhafi samkcomt samningi sínum við Fisk h.f. 12. nóvember 1958 leigurétt sinn tl 3000 m? spildu sem skemmurnar slanda á. Er sá samningur um að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi hafnað forkaups- árit éti Með alsali ð. ágúst 1969 afsalaði síðan Fiskur h.f. áfrýjanda máls þessa frystihúsi sínu á Langeyrarmölum ásamt öðrum nánar steindum eignum, þar á meðal öllum lóðum og lóðarrétindum innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar. Hinn 5. júlí 1982 afsalaði loks Ólafur Óskanson il áfrýjanda þeim réttindum er hann hafði öðlast fyrir afsal frá Krosseyri h.f. 21. nóvember 1958. nn Í erfðafestubréfi Hafnarfjarðarkaupstaðar til Höfrungs h.f. var kaupstaðnum áskilinn forkaupsréttur ef erfðafestuhafi vildi selja erfðalesturétt sinn að nokkru eða öllu leyti. Bréf Fisks h.f, til bæjar- ráðs 19. apríl 1955 liggur ekki fyrir í málinu. Fundargerðir bæjarráðs veita ekki óyggjandi sönnun fyrir því að með því bréfi hafi Fiskur h.f. afsalað aftur til bæjarins rétti sínum til hluta þess lands sem crfðafestusamningurinn tök til, Þykir mega líta svo á að hlutafélagið 441 hafi einungis verið að bjóða bænum að neyta réttinda sinna samkvæmt forkaupsréttarákvæði erfðafestusamningsins. Hafnarfjarðarbær lýsti ekki afdráttarlaust yfir að hann mundi neyta forkaupsréttar að því landi sem Fiskur h.f. hugðist ráðstafa til Mala s.f. en gerði sérstakan lóðarleigusamning við Malir s.f. 2. febrúar 1956, eins og áður var sagt. Var hann um leigu á 449 m? úr landi bæjarins en jafnframt um 4244 m' af erfðafestulandi Fisks h.f. Skriflegra samninga Fisks h.f. og Mala s.f. um það land nýtur ekki við í málinu annarra en þess leigusamnings sem dagsettur er nokkrum árum síðar eða 12. nóvember 1958. Sá samningur átti eftir orðum sínum ekki að gilda nema til 1. júlí 1978. Brestur sönnun fyrir því að Fiskur h.f. hafi með endanlegum samningi ráðstafað rétti sínum til erfðafestulandsins til Mala s.f. að frekara marki en í samningi þessum segir. Styrkir áðurgreind áritun á þann samning, um að bæjarstjórn hafni forkaupsrétti, þá niðurstöðu. Gátu Malir s.f. þá ekki með viðtöku sinni á hinum skriflega leigusamningi úr hendi Hafnarfjarðarbæjar samþykkt, svo að bindandi væri fyrir Fisk h.f., að þrengdur væri réttur hlutafélagsins samkvæmt erfða- festubréfinu. Önnur skemma áfrýjanda, sú er málið tekur til, stendur að öllu leyti á margnefndu erfðafestulandi. Leyfi bæjarráðs 9. júní 1952 fyrir þeirri skemmu var bundið því skilyrði að eigandi yrði á brott með hana bænum að kostnaðarlausu þegar bærinn þyrfti á lóðinni að halda. Ekki er komið fram að stefndi hafi lýst sig reiðubúinn til að leysa til sín erfðafestulandið sem skemman stendur á. Þykir því ekki sannað að umræddu skilyrði sé fullnægt. Verður aðalkrafa stefnda því ekki tekin til greina. Hin skemman er að hluta til reist á þeim 449 m? lands sem bæjar- ráð samþykkti 30. janúar 1956 að leigja Mölum s.f. til viðbótar við það land sem Malir s.f. höfðu samið um við Fisk h.f. Í þeirri sam- þykkt sagði að lóðin væri leigð til 15 ára. Í samningnum 2. febrúar 1956, sem gerður var í framhaldi af þessari samþykkt, var kaup- staðnum og áskilinn réttur til að taka landið til sín aftur að 15 árum liðnum, án endurgjalds fyrir land eða mannvirki, ef hann þyrfti á því að halda. Þegar þetta er virt og þar sem hinn tiltekni tími er liðinn þykir eiga að taka varakröfu stefnda til greina og dæma áfrýj- anda til að fjarlægja skemmu þessa að viðlögðum 5.000,00 króna 442 dagsektum til stefnda innan 4 mánaða frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum og atvikum öllum er rétt að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Áfrýjanda, Langeyri h.f., ber innan fjögurra mánaða frá birt- ingu dóms þessa að viðlögðum 5.000,00 króna dagsektum til stefnda, Hafnarfjarðarkaupstaðar, að fjarlægja birgðaskemmu þá er að hluta stendur á 449 m' lóðarspildu norðvestan við Herjólfsgötu og næst henni (við gamla Garðaveg) í Hafnarfirði og leigð var úr landi stefnda með leigusamningi við Malir s.f. 2. febrúar 1956, svo og sjávarafurðir og annað lausafé í skemmunni og á lóðarspildunni. Að öðru leyti á áfrýjandi að vera sýkn af kröfum stefnda í málinu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Guðmundar Skaftasonar og Þórs Vilhjálmssonar. Að okkar áliti er rétt að staðfesta hinn áfrýjaða dóm með tilvísun til forsendna hans og dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 50.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 6. febrúar 1986. I. Mál þetta, sem dómtekið var hinn $. febrúar 1986, hefir bæjarstjórinn í Hafnarfirði f.h. Hafnarfjarðarbæjar, nnr. 3503-3521, Strandgötu 6, Hafnarfirði, höfðað fyrir bæjarþingi Hafnarfjarðar gegn Björgvin Ólafs- syni framkvæmdastjóra, f.h. útgerðarfélagsins Langeyrar h.f., nnr. 5979- 0501, við Herjólfsgötu í Hafnarfirði, með stefnu birtri 12. apríl 1985. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefndi verði dæmdur að við- lögðum dagsektum, kr. 5.000,00 á dag, til að fjarlægja 2 birgðaskemmur sínar, ásamt sjávarafurðum og öðru lausafé þar í og umhverfis, af lóð Hafnarfjarðarbæjar norðvestan við Herjólfsgötu (við gamla Garðaveg) í Hafnarfirði. Til vara að stefndi verði dæmdur að viðlögðum dagsektum, 443 kr. 5.000,00 á dag, til að fjarlægja aðra birgðaskemmu sína, ásamt sjávar- afurðum og öðru lausafé þar í og umhverfis, norðvestan við Herjólfsgötu, og næst henni (við gamla Garðaveg) í Hafnarfirði. Skemma þessi stendur að hluta í götustæði Herjólfsgötu. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar að mati dómsins. II. Skemmur þær, sem mál þetta snýst um, voru byggðar einhverntíma á árunum 1952 - 1955. Lóðarhafi var þá Fiskur h.f. samkvæmt erfðafestu- samningi er Hafnarfjarðarbær gaf út 1920. Maður var nefndur Óskar Jónsson. Hann var á þessum árum prókúruhafi og stjórnarmaður í Fiski h.f., aðaleigandi Mala s.f. og sat í bæjarstjórn og bæjarráði Hafnarfjarðar. Hinn 9. júní 1952 ritar hann bæjarráði svofellt bréf: „Ég leyfi mér hér með að óska þess að háttvirt bæjarráð vildi fallast á að mér yrði leyft að setja upp birgðaskemmu á lóð Fiskur h.f. á Langeyrar- mölum vestur á lóðarmörkum. Stærð skemmunnar er 32 x 11 mtr. Er skemman ætluð fyrir harðfiskgeymslu og er hrein bráðabirgðaráð- stöfun og býðst ég til að verða burt með hana þegar bærinn þarf lóðina til sinna þarfa. Virðingarfyllst, Óskar Jónsson“ Hinn 10. júní sama ár gerði bæjarráð svofellda samþykkt: „Sambþ. leggja til við bæjarstjórn að heimila Óskari Jónssyni að setja upp birgðakemmu á lóð Fisks h/f,á Langeyrarmölum vestur á lóðarmörkum. Stærð skemmunnar 32 x 11 metr. að flatarmáli. Eigandi skemmunnar verði á brott með hana bænum að kostnaðarlausu, þegar bærinn þarf á lóðinni að halda.“ Lögmenn aðila hafa lýst því að þeir hafi ekkert fundið um formlegt bygg- ingarleyfi fyrir síðari skemmunni. Á fundi bæjarráðs hinn 25.4. 1955 var bókað: „15. Malir sf. sækir með bréfi dags. 19/4 s.l. um leigusamning til 10 - 15 ára fyrir lóð sem birgðaskemmur hafa verið byggðar á. Samþ. að vísa erindi þessu til bæjarverkfræðings til athugunar. 16. Fiskur h.f. óskar eftir með bréfi dags. 10/4. s.l. að mega framselja Malir s.f. ca. 3000 fermetra af erfðafestulóð þeirra. Samþ. að vísa erindi þessu til bæjarverkfræðings til athugunar“ Á fundi bæjarráðs hinn 16.5. 1955 voru svo þessi erindi afgreidd: 16. Fiskur hf. Tekið fyrir að nýju erindi Fisks h.f. dags. 19/4 s.l. um að fyrir- tækið megi framselja ca. 3000 fermetra af erfðafestulóð þeirri, er fyrirtækið hefur á leigu hjá bænum til Malir sf. 444 Samþ. að leggja til við bæjarstjórn að orðið sé við erindi þessu. 17. Malir sf. Tekið fyrir að nýju erindi Malir sf. dags. 19/4 s.l. þar sem sótt er um, að tvær birgðaskemmur sem eru norðvestast á lóð Fisks h.f. fái að standa næstu 1S árin. Samþ. að leggja til við bæjarstjórn að orðið sé við erindi þessu“ Loks er á fundi bæjarráðs hinn 30. janúar 1956 gerð svofelld samþykkt: „Samþ. að leggja til við bæjarstjórn samkv. tillögu bæjarverkfræðings að lóð Malir s/f, verði stækkuð um 449 fermetra. Lóðin er leigð til 15 ára. Lóðar- leiga ákveðin kr. 0,14 kr. pr. fermeter:“ Hefur ekki annað komið fram en að ofangreindar tillögur bæjarráðs hafi verið samþykktar í bæjarstjórn. Í greinargerð stefnanda segir: „Um birgðaskemmurnar sérstaklega er það að segja, að veitt var tímabundin heimild fyrir þeim með samþykki bæjarstjórnar á árinu 1955. Máttu þær standa til 15 ára, þ.e. til 1970, en þá bar eiganda að fjarlægja þær á sinn kostnað. Í dag standa enn umræddar birgðaskemmur á lóð Hafnarfjarðarbæjar í trássi við óskir bæjaryfirvalda um að þær verði fjarlægðar og þrátt fyrir að hvorki sé til að dreifa gildum lóðarleigusamningi né heimild fyrir þeim mann- virkjum. Bæjaryfirvöld hafa sýnt þolinmæði og langlundargeð en nú er það á þrotum. Skipulag gerir ráð fyrir því að aðkomuleið að bænum liggi um svæði þetta og það verði nýtt sem opið svæði til útivistar“ 111. Svo sem að framan greinir byggir stefnandi kröfur sínar á því að fyrir skemmunum hafi aðeins verið veitt tímabundin heimild. En þar sem hann hefur í málsókn þessari byggt á því sem höfuðröksemd að ekki sé til að dreifa gildum lóðarleigusamningi stefnda til handa, þykir rétt að rekja nánar þá málsástæðu. Lóð sú, er skemmur þær sem mál þetta snýst um standa á, er úr landi Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn hefir gefið út tvo lóðarleigusamninga um sama landið, þann fyrri árið 1920 en þann síðari árið 1956. Sá eldri er ótímabundinn erfðafestusamningur og á honum vill stefndi Langeyri h.f. byggja. Sá yngri er tímabundinn og á honum vill stefnandi bær- inn byggja. Hann var útgefinn 2. febrúar 1956 og með honum var lóðin leigð til 15 ára, þ.e. til 2. febrúar 1971. Í honum er svofellt ákvæði: „Lóðin er veitt með þeim skilyrðum að Hafnarfjarðarbær geti tekið að liðnum þessum 15 árum land þetta allt eða hluta af því hvenær sem er án nokkurs endurgjalds á landi eða mannvirkjum, ef hann þarf á því að halda“ Ár 1956, þegar síðari samningurinn var gerður, var Fiskur h.f. eigandi erfðafesturéttarins samkvæmt gamla samningnum. Yngri samningurinn er 445 gefinn út til Mala s.f. Hann tekur aðeins til hluta af því landi sem leigt hafði verið með gamla samningnum. Samningi þessum var þinglýst athugasemdalaust. IV. Óskar Jónsson var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Fisks h.f., aðal- eigandi Mala s.f. og í bæjarstjórn og bæjarráði Hafnarfjarðar þegar yngri samningurinn var gefinn út. Þá höfðu þrætuskemmurnar verið reistar, á árunum 1952 - 1955, að því er virðist af Mölum s.f. Hinn 16. maí 1955 tilkynnir ný stjórn Fisks h.f. að niður falli prókúruumboð Óskars Jónssonar fyrir félagið. Malir s.f. höfðu, í krafti hins nýja lóðarleigusamnings, þinglýst, hinn 6. mars 1956, veði á „fiskgeymsluhús vort við Garðaveg í Hafnarfirði ásamt 4693 fermetra leigulóð ..“ og selt með afsali þinglýstu 28. maí 1956 Krosseyri h.f. „allar fasteignir vorar í Hafnarfirði, sem allar eru við Garðaveg þ.e. fiskverk- unarstöð vora ofanvert við Langeyrarmalir, nánar til tekið ein amerísk skemma máluð græn að utan, ein ensk skemma úr alúminíum, hús byggt á milli skemmanna, dæluhús, með öllu múr- og naglföstu og öllu sem eignunum fylgir og fylgja ber, þar á meðal 4693 fermetra leigulóð, sem eignirnar standa Á Líður nú á þriðja ár. Þá ber svo til hinn 12. nóvember 1958 að Fiskur h.f. sem leigusali og Malir h.f. sem leigutaki gera með sér leigusamning þar sem „leigusali lofar og skuldbindur sig til að framleigja til leigutaka, með sam- þykki bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, lóðarspildu að stærð 3000 —þrjúþús- und— fermetrar af lóð þeirri, sem samkvæmt lóðarsamningi, dags. 23/4 1920, var upphaflega úthlutað til Höfrungs h/f, af bæjarstjórn Hafnarfjarðar, en Fiskur h/f nú er lóðarleiguhafi að. Nánar tiltekið er hin framleigða spilda, lóðin undir og umhverfis fisk- skemmur Mala s/f við veginn, sem liggur frá Langeyrarmölum upp að Garða- vegi, Hafnarfirði, og er hin framleigða spilda og hluti af afmarkaðri spildu að stærð 4693 fermetrar, sem er nánar tilgreind á meðfylgjandi, viðfestum staðar- uppdrætti. Þeir 1693 fermetrar af greindri spildu, sem samkvæmt framanrituðu koma því ekki til með að tilheyra í framleigu þessari, er landið vestast í spildunni, afmarkað með punktalínu á meðfylgjandi uppdrætti til aðgreiningar, en ekki nákvæmlega útmælt.... Leigutíminn varðandi nefnda framleigu skal vera 20 —tuttugu— ár, og skal leigan talin hefjast 1. júlí árið 1958, og því vara til 1. júlí árið 1978 Hinn 21. nóvember undirrita Krosseyri h.f. og Malir s.f. afsal til Ólafs Óskarssonar þar sem segir: „Stjórn Krosseyri h/f, Hafnarfirði, gerir með bréfi þessu kunnugt, að tveim samliggjandi skemmum með sambyggingu 446 á milli, er standa að vestanverðu við veginn frá Langeyrarmölum upp að Garðavegi, merkt „„Fiskgeymsluhús við Garðaveg“ í veðmálabókum, er hér með afsalað til hr. síldarkaupmanns Ólafs Óskarssonar, Engihlíð 7, Reykja- vík. Malir s/f, Hafnarfirði, sem samkvæmt lóðarleigusamningi við Fisk h/f, dags. 18. nóv. 1958, er leiguhafi að 3000 ferm. spildu undir og umhverfis ofan- nefndar skemmur, framselja og hér með til nefnds Ólafs Óskarssonar leigurétt sinn samkvæmt nefndum lóðarleigusamningi með öllum rétti og skyldum, sem nefndur samningur kveður á um. Önnur lóðarréttindi en þau, sem nefndur samningur nær yfir, fylgja því ekki í afsali þessu“ Skjalið er áritað um að á fundi sínum hinn 11.11. 1958 hafi bæjarstjórn samþykkt að hafna forkaupsrétti. Því var þinglýst athugasemdalaust. Loks gerist það hinn 9. ágúst 1969 að Fiskur h.f. afsalar Langeyri h.f. öllum lóðarréttindum sínum innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar, en hinn 5. júlí sama ár hafði Ólafur Óskarsson afsalað Langeyri h.f. „réttindum og skyldum (er) ég öðlaðist með þingl. afsali fyrir eign þessari frá stjórn Kross- eyrar h.f. dags. 21. nóv. 1958“ V. Syknukrafa stefnda er einkum studd eftirgreindum röksemdum: Að því er varðar þá röksemd stefnanda að fyrir skemmunum hafi aðeins verið veitt tímabundin heimild, með byggingarleyfi fyrir þeirri fyrri 1952, og samþykkt bæjarstjórnar er tók til þeirra beggja hinn 16. maí 1955, þá bendir stefndi á að í samþykkt bæjarráðs um byggingarleyfi hinn 9. júní 1952 segir: „Eigandi skemmunnar verði á brott með hana bænum að kostnaðarlausu þegar bærinn þarf á lóðinni að halda.“ Kvöðin um niðurrif og brottflutning hafi í öllum tilvikum verið bundin því skilyrði að bærinn þyrfti á landinu að halda, því skilyrði sé ekki enn fullnægt. Þótt vegur um lóðina sé sýndur á uppdrætti um aðalskipulag sem gildir til ársins 2000, þá sé sú vegarlagning ekki á næsta leiti, þvert á móti sé upplýst að á fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar- bæjar sé ekki ætlað fé til þessarar framkvæmdar. Einnig liggi fyrir að stefn- andi hafi ekki hafist handa um eignarnám á aðliggjandi löndum, það sýni að stefnandi hafi hreint ekki ætlað sér að leggja þennan veg neitt á næstunni. Að því er varðar þá röksemd stefnanda að Fiskur h.f. hafi gefið upp erfða- festusamning sinn um lóðina og hinn tímabundi og nú útrunni lóðarleigu- samningur Mala s.f. frá 2. febrúar 1956 sé hinn gildandi samningur, þá mót- mælir stefndi henni alfarið. Bærinn hafi með síðari samningnum í heimildar- leysi leigt lóð sem Fiskur h.f. hafði á erfðafestu. Samningur sá sé markleysa, að öðru leyti en því er tekur til viðbótarlandsins 449 m? er með honum var leigt Mölum s.f. Leigusamningur Fisks h.f. við Malir s.f. frá 12. nóvember 1958, þar sem Fiskur h.f. sem erfðafestuhafi hafi leigt Mölum s.f. afnotarétt af hluta lóðarinnar tímabundið, staðfesti þennan skilning. 447 Álit réttarins. Eins og að framan er rakið fékk Óskar Jónsson leyfi stefnanda til að reisa aðra af skemmum þeim sem um ræðir í málinu á árinu 1952, með þeim skil- mála að hann yrði á brott með hana stefnanda að kostnaðarlausu þegar hann þyrfti lóðina til sinna þarfa. Síðan varð að samkomulagi milli stefnanda og Mala s.f. að umþrættar skemmur fengju að standa til 1. júní 1970 með þeim skilyrðum að stefnandi gæti hvenær sem er eftir þann tíma, án nokkurs endurgjalds á landi eða mann- virkjum, tekið landið allt eða hluta af því, ef hann þyrfti á því að halda, sbr. samning dags. 2. febrúar 1956, en áður hafði í samræmi við beiðni Mala s.f. verið samþykkt í bæjarstjórn að skemmurnar fengju að standa næstu 15 árin, sbr. fundargerð bæjarráðs 16. maí 1955. Stefndi hefur tekið við réttindum og skyldum Óskars Jónssonar og Mala s.f. varðandi nefnd mannvirki og ber samkvæmt því að uppfylla skyldur þær sem þessir aðilar hafa undirgengist gagnvart stefnanda. Það þykir í þessu sambandi ekki skipta máli, að stefndi hefur einnig öðlast fyrir framsal meintan rétt Fisks h.f., til lóðar þeirrar sem skemmurnar standa á. Hafin hefur verið lagning vegar sem á að liggja yfir það land sem skemm- urnar standa á, og verður því ekki dregið í efa að stefnandi þurfi nú að láta fjarlægja hin umdeildu mannvirki, enda 15 ára samningstími nú löngu liðinn. Ber því að fallast á aðalkröfu stefnanda í máli þessu, þó þannig að full- nægjufrestur þykir hæfilega ákveðinn 4 mánuðir. Málskostnaður fellur niður. Már Pétursson héraðsdómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómend- unum Steingrími Gaut Kristjánssyni borgardómara og Finnboga H. Alexand- erssyni héraðsdómara. Dómsorð: Stefndu Langeyri h.f. ber, innan fjögurra mánaða frá birtingu dóms þessa að viðlögðum dagsektum kr. 5.000,- á dag, að fjarlægja 2 birgða- skemmur sínar, ásamt sjávarafurðum og öðru lausafé þar í og umhverfis, af lóð norðvestan við Herjólfsgötu (við gamla Garðaveg) í Hafnarfirði. Málskostnaður fellur niður. 448 Mánudagur 23. mars 1987. Nr. 84/1987. Ákæruvaldið gegn Henrik Aas Kærumál. Ákvörðun um réttargæsluþókun felld úr gildi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Ríkissaksóknari hefur með kæru 4. þ.m., er barst Hæstarétti 6. þ.m., skotið máli þessu til Hæstaréttar með skírskotun til 4. tl. 171. gr. laga nr. 74/1974 og gert þær dómkröfur að „ákvörðun sakadóms Reykjavíkur frá 27. f.m. um þóknun til handa Leó E. Löve hdl. verði hrundið og lagt verði fyrir dómarann að kveða á um þetta með úrskurði, ella verði ákvæði úrskurðarins frá 6. desember sl. um þóknun lögmannsins látin óbreytt standa.“ Leó E. Löve héraðsdómslögmaður hefur sent Hæstarétti greinar- gerð. Krefst hann þess „að ákvörðun sakadóms Reykjavíkur verði hækkuð en til vara látin óbreytt standa: Héraðsdómarinn hefur sent Hæstarétti athugasemdir sínar. Hinn 3. desember 1986 var í sakadómi Reykjavíkur tekin fyrir krafa Rannsóknarlögreglu ríkisins um að varnaraðili, Henrik Aas, bandarískur ríkisborgari, yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna grunar um fjársvik og í tilefni af því að krafa mundi koma fram um framsal á honum til Svíþjóðar. Í þinghaldinu var Leó E. Löve skipaður réttargæslumaður varnaraðila. Dómarinn, Halla Bach- mann Ólafsdóttir fulltrúi, kvað samdægurs upp úrskurð um gæslu- varðhald varnaraðila til 12. desember. Hinn 5. sama mánaðar var fyrir tekið í sakadómi mál til úrlausnar á því hvort skilyrði væri til þess að varnaraðili yrði framseldur til Svíþjóðar. Kvað dómarinn upp úrskurð í málinu næsta dag um að skilyrði væru til framsals. Í úrskurðinum var réttargæslumanninum ákveðin þóknun að fjárhæð 25.000,00 krónur. Varnaraðili kærði úrskurð þennan til Hæstaréttar, en eftir að fallið hafði verið frá framsalskröfu afturkallaði hann kæruna, sbr. bréf réttargæslu- mannsins til Hæstaréttar 17. desember 1986. Varnaraðila virðist hafa verið haldið áfram í gæsluvarðhaldi, en 449 er því lauk 12. desember var í sakadómi Reykjavíkur lagt bann við því að varnaraðili færi úr landi skv. 72. gr. laga nr. 74/1974. Bann þetta var svo fellt úr gildi á dómþingi 19. desember. Réttargæslumaðurinn sendi sakadómi Reykjavíkur „vinnuskýrslu“ vegna málsins fyrir tímabilið frá 3. til 18. desember. Skýrslan er dagsett 23. desember 1986. Á skjal þetta ritaði dómari sá er kveðið hafði upp úrskurðina um gæsluvarðhald og ur framsalsskilyrðin á þessa leið: „Ákvörðun dómara: Samkvæmt 3. mgr. 86. gr. l. nr. 74/1974. Þóknun ákveðst kr. 75.000,- Reykjavík, 27.01.87. Undir- skrift dómara Halla Bachmann Ólafsdóttir“ Skjalið hefur síðan verið sent dómsmálaráðuneytinu. Í athugasemdum þeim sem dómarinn sendi Hæstarétti kemur fram að ákvörðun þéssa beri að skilja svo að um sé að ræða þóknun fyrir málið í heild, þ.e. að þær 25.000,00 krónur sem ákveðnar voru í þóknun með úrskurðinum 6. desember séu innifaldar í fjárhæð- inni. Ákvörðun um þóknun verjanda má kæra til Hæstaréttar sam- kvæmt 5. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974. Í kæru ríkissaksóknara segir að honum hafi borist vitneskja um ákvörðunina í bréfi dómsmála- ráðuneytisins 4. mars, þ.e. sama dag og kæran var send. Verður því að miða við að kæra hafi verið borin fram innan tilskilins frests samkvæmt 2. mgr. 174. gr. laga nr. 74/1974. Héraðsdómari ákvað í úrskurði sínum 6. desember þóknun réttar- gæslumannsins fyrir þau störf sem hann hafði þá innt af höndum. Hann var áfram réttargæslumaður varnaraðila meðan hann sætti gæsluvarðhaldi og meðan óútkljáð var framsalsmál hans, en því lauk sem fyrr segir með afturköllun á kæru til Hæstaréttar. Átti réttargæslumaðurinn rétt á þóknun fyrir störf sín eftir 6. desember auk þóknunar þeirrar sem honum hafði áður verið ákveðin. Í hinni kærðu ákvörðun kemur eigi fram hvort um er að ræða slíka þóknun eða þóknun fyrir störf réttargæslumannsins í heild. Þá fór héraðs- dómari eigi eftir reglum 2. mgr. 87. gr. laga nr. 74/1974 um ákvörð- un þóknunar verjanda ef mál lýkst ekki með dómi. Verður því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi. Dómsorð: Hin kærða ákvörðun er felld úr gildi. 29 450 Miðvikudaginn 25. mars 1987. Nr. 8/1987. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) segn Þórði Bachmann (Othar Örn Petersen hrl.) Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Héraðsdómi var með stefnu $. september 1986 áfrýjað til Hæsta- réttar að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þynging- ar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 6. f.m. Svo sem í héraðsdómi greinir er sannað að ákærði ók bifreið 23. janúar og 8. febrúar 1986, þótt hann hefði verið sviptur ökuleyfi. Ber að refsa ákærða samkvæmt 1. mgr. 27. gr. sbr. 81. gr. og 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 sbr. lög nr. $4/1976. Er refsingin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga og af fyrri brotum ákærða hæfilega ákveðin í héraðsdómi. Ber þannig að staðfesta dóminn. Ákærði verður dæmdur til greiðslu áfrýjunarkostnaðar sakarinn- ar, þar með talinna saksóknarlauna, en verjandi ákærða, Othar Örn Petersen hæstaréttarlögmaður, hefur afsalað sér málsvarnarlaunum. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Garðakaupstaðar 10. júní 1986. Árið 1986, þriðjudaginn 10. júní er á dómþingi sakadóms Garðakaup- staðar, sem háð er í skrifstofu dómsins að Strandgötu 31, Hafnarfirði af Júlíusi Magnússyni, upp kveðinn dómur í sakadómsmálinu nr. G-195 og G-208/1986: Ákæruvaldið gegn Þórði Bachmann. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með tveim ákæruskjölum 451 ríkissaksóknara, dags. 18. febrúar 1986 og 6. maí 1986, á hendur Þórði Bachmann, Blikanesi 31, Garðakaupstað, fæddum $. júlí 1965 í Reykjavík, fyrir að aka fimmtudaginn 23. janúar 1986, sviptur ökuréttindum ævilangt, bifreiðinni G-298 frá heimili sínu áleiðis til Reykjavíkur, þar til lögreglan stöðvaði akstur hans á Hafnarfjarðarvegi. Telst þetta varða við 1. mgr. 27. gr. sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. $4, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Og fyrir að aka, laugardaginn 8. febrúar 1986, sviptur ökuréttindum ævi- langt, bifreiðinni G-298 frá heimili sínu áleiðis til Reykjavíkur, þar til lög- reglan stöðvaði akstur hans á Hafnarfjarðarvegi á Arnarnesi. Telst þetta varða við 1. mgr. 27. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði er sakhæfur og hann hefur samkvæmt sakavottorði sætt eftir- töldum kærum og refsingum: 1983 8/11 í Garðakaupstað: Sátt: 3.000 kr. sekt f. brot g. 2. sbr. 3. mgr. 25. gr. og 46. gr. umfl. Sviptur ökuleyfi 1 mán. frá 2.11. 1983. 1984 20/6 í Garðakaupstað: Sátt: 600 kr. sekt f. brot g. $1. gr. umfi. 1984 12/12 st Dómur: 12.000 kr. sekt f. brot g. 2., sbr. 3. mgr. 25. gr. umfl. Sviptur ökuleyfi ævilangt frá 1.6. 1984. 1985 7/1 í Garðakaupstað: Sátt: 3.500 kr. sekt f. brot g. 27. gr. umfl. 1985 9/5 s “0 8.000 kr. sekt f. brot g. 27. gr. umfl. Málavextir: 1. Fimmtudaginn 23. janúar 1986 kl. 09:02 veitti lögreglan í Hafnarfirði athygli bifreiðinni G-298, þar sem henni var ekið suður Hafnarfjarðarveg. Þar sem lögreglan hafði grun um að ökumaður bifreiðarinnar, er var ákærði í máli þessu, væri sviptur ökuleyfi, var bifreiðinni veitt eftirför og haft tal af ákærða sem var einn í bifreiðinni, þar sem hún stöðvaði við bensínstöð Olís við Hafnarfjarðarveg. Ákærði viðurkenndi að hann væri sviptur öku- leyfi ævilangt með dómi frá 1. júní 1984 að telja. Ákærður var færður á lögreglustöð Hafnarfjarðar, þar sem rannsóknarlögreglumaður tók af honum skýrslu. Þar játaði ákærði brot sitt. Hann kvaðst hafa verið að aka frá heimili sínu áleiðis til Reykjavíkur þar sem að hann kvaðst vinna. Hann kvað föður sinn eiga bifreiðina. 2. Laugardaginn 8. febrúar 1986 kl. 09:15 voru lögreglumenn við lög- gæslustörf er þeir sáu bifreiðinni G-298 ekið austur Bæjarbraut í Garða- 452 kaupstað. Þar sem lögreglumenn höfðu grun um að ökumaður er reyndist vera ákærði í máli þessu (sic), var bifreiðinni veitt eftirför og akstur hans stöðvaður á Hafnarfjarðarvegi norðan í Arnarnesi og hafði lögreglan þar tal af ákærða. Ákærði játaði að vera sviptur ökuleyfi ævilangt. Hann kvaðst vera á leið til vinnu í Reykjavík. Ákærði var færður á lögreglustöð þar sem rannsóknar- lögreglumaður tók af honum skýrslu. Eftir skýrslutöku var hann frjáls ferða sinna. Í skýrslu sinni fyrir rannsóknarlögreglu játaði ákærði brot sitt og kvaðst hann hafa verið að aka bifreiðinni G-298 og hafa komið heiman að frá sér með viðkomu í Búðunum í Garðabæ. Hann kvaðst hafa verið á leið til Reykjavíkur í vinnu. Ákærði hefur hér fyrir dómi í dag játað ofangreind brot sín og staðfest nafnritanir sínar undir skýrslur þær er hann gaf hjá rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði. Með játningu ákærða, skýrslum lögreglunnar og öðrum gögnum málsins þykir fullsannað að hann hafi framið brot þau sem honum eru að sök gefin í ákæruskjölum. Þar sem ákærði er í máli þessu ákærður fyrir hið 3. og hið 4. brot sitt gegn ákvæðum 27. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968 þykir við ákvörðun refsingar í máli þessu eigi verða komist hjá því að gera honum varðhaldsrefsingu og þykir refsingin sem ákveðst samkvæmt 80. gr. laga nr. 40, 1968 sbr. lög nr. 54, 1976, vera hæfilega ákveðin varðhald í 30 daga. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsorð: Ákærði, Þórður Bachmann, sæti varðhaldi í 30 daga. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 453 Miðvikudaginn 25. mars 1987. Nr. 30/1987. Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Róbert Árna Hreiðarssyni (Jón Oddsson hrl.) Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Héraðsdómi var með stefnu 18. nóvember 1986 áfrýjað til Hæsta- réttar að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyng- ingar. Ákærði og Áslaug Margrét Blöndal voru tvö í bifreið ákærða er umferðaróhapp það varð sem lýst er í héraðsdómi. Halda þau því fram að Áslaug hafi stýrt bifreiðinni en eftir áreksturinn hafi þau skipt um sæti, þó án þess að fara út úr bifreiðinni. Ummerki í bif- reiðinni benda mjög eindregið til þess að sá er henni stýrði hafi orðið fyrir áverkum. Ákærði skarst á höfði við áreksturinn en Áslaug hlaut eigi meiðsli svo að séð verði af gögnum málsins. Frásögn þeirra um að þau hafi skipt um sæti er afar ósennileg. Vitnið Gunnar Karl Guðjónsson kveðst hafa séð áreksturinn og stöðvað bifreið sína og þá séð konu sitja í farþegasæti bifreiðar ákærða, og er hann kom að bifreiðinni hafi ákærði komið út úr henni stýrismegin. Kveður Gunnar Karl öruggt að ákærði hafi verið ökumaður. Þuríður Halla Árnadóttir læknir, er gerði að meiðslum ákærða, kveður ákærða hafa spurt að fyrra bragði hvort taka ætti honum blóð, og er hún hafi spurt ákærða hvort hann hefði ekið bifreiðinni hafi hann sagt að hann þyrfti ekki að svara því. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið og með hliðsjón af öðrum gögnum málsins, sem lýst er í héraðsdómi, þykir sannað að það hafi verið ákærði sem stýrði bifreiðinni. Engar líkur hafa verið leiddar að því að mistök hafi orðið við töku, meðferð eða rannsókn á blóðsýni úr ákærða, en það sýndi 1,17%, alkóhól í blóðinu. Hefur ákærði því með akstri bifreiðar 454 gerst brotlegur við 2. sbr. 3. mgr. 25. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Þótt mikil hálka væri var bifreið ákærða eigi búin snjókeðjum né öðrum viðurkenndum búnaði, og varðar það við g-lið 1. mgr. S. gr. umferðarlaga. Þá þykir ljóst af aðstæðum að ákærði hafi eigi ekið með nægilegri aðgát er hann tók beygju í hálku á gatnamótum og varðar það við c-, d- og i-lið 3. mgr. 49. gr. umferðarlaga. Refsing ákærða þykir samkvæmt 80. gr. umferðarlaga sbr. lög-nr. 54/1976 og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga og fyrra brotaferli ákærða hæfilega ákveðin varðhald 25 daga. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um ökuleyfissviptingu. Ákærði verður dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar í héraði, þar á meðal málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Guðmundar Óla Guðmundssonar héraðsdómslögmanns, en héraðsdómara hefur láðst að dæma honum málsvarnarlaun. Þá ber að dæma ákærða til þess að greiða áfrýjunarkostnað sakarinnar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Róbert Árni Hreiðarsson, sæti varðhaldi 25 daga. Ákvæði héraðsdóms um ökuleyfissviptingu er staðfest. Ákærði greiði sakarkostnað í héraði, þar á meðal málsvarnar- laun verjanda síns, Guðmundar Óla Guðmundssonar héraðs- dómslögmanns, 10.000,00 krónur. Þá greiði hann áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 20.000,00 krónur, og málsvarnarlaun verjanda síns, Jóns Odds- sonar hæstaréttarlögmanns, 20.000,00 krónur. Dómur sakadóms Kópavogs 25. júlí 1986. Mál þetta, sem dómtekið var 4. júlí sl., er höfðað af ákæruvaldsins hálfu með ákæru dagsettri 14. mars sl. „á hendur Róbert Árna Hreiðarssyni héraðsdómslögmanni, Furugrund 42, Kópavogi, fæddum 16. maí 1946 í Reykjavík, fyrir að aka, að kvöldi fimmtudagsins 3. nóvember 1983, undir áhrifum áfengis bifreiðinni R-32680, sem búin var sumarhjólbörðum, frá Eiðistorgi 7, Seltjarnarnesi, áleiðis að Tómasarhaga 53, Reykjavík, og svo óvarlega austur Eiðsgranda inn á Hringbraut í Reykjavík, en myrkur var, snjókoma og hálka, að bifreiðin rakst á ljósastaur sem stóð á umferðareyju milli akbrauta Hringbrautar. 455 Telst þetta varða við 4. gr. 1. mgr. staflið g, S. gr., 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr, 1. mgr. 37. gr..1. mgr. 3. mgr., stafliði a, b, c og i, 49. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til ökuleyfissvipting- ar samkvæmt $1. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málavextir. Samkvæmt lögregluskýrslum, framburði ákærða og vitna, svo og öðrum gögnum málsins, eru málavextir þeir að aðfaranótt föstudagsins 4. nóvem- ber 1983 tilkynnti Sæmundur Pálsson lögregluvarðstjóri á Seltjarnarnesi um umferðarslys til lögreglunnar í Reykjavík. Bifreiðinni R-32680 hafði verið ekið á ljósastaur sem er á umferðareyju milli akbrauta Hringbrautar við gatnamót Hringbrautar og Eiðsgranda. Myrkur var, snjókoma og hálka er umrætt atvik átti sér stað, en bifreiðin var útbúin sumardekkjum. Þegar Sæmundur Pálsson kom á vettvang var bifreiðin mannlaus, en við athugun lögreglunnar í Reykjavík kom í ljós að slys hafði orðið á fólki, líklega öku- manni, þar sem blóðblettir voru í snjónum við vinstri framhurð R-32680 og einnig inni í bifreiðinni ökumannsmegin. Skömmu síðar hringdi Gunnar Karl Guðjónsson í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og skýrði frá því að hann hefði orðið vitni að slysinu og jafnframt ekið með ökumann R-32680 og farþega á slysadeild Borgarspítalans. Á leið lögreglu á slysadeild var upplýst að hinn slasaði væri karlmaður og verið væri að gera að meiðslum hans, en stúlka, sem með honum hafi verið, hefði farið frá slysadeild og hefði hún eftir því sem best væri vitað ekki slasast. Hinn slasaði reyndist vera Róbert Árni Hreiðarsson héraðsdómslögmað- ur, ákærði í máli þessu, og hafði hann fengið skurð á höfuðið ofan á hvirfli og var Þuríður Árnadóttir læknir að gera að meiðslum hans er lögreglan kom á slysadeildina. Eftir að því lauk hafði lögreglan tal af ákærða og kvaðst hann ekki hafa ekið bifreiðinni, heldur hafi stúlkan sem var með honum verið ökumaður. Kvað ákærði hana heita Áslaugu og gat gefið upp nokkurn veginn hvar hún átti heima. Þar sem greinilegur áfengisþefur fannst af ákærða var ákveðið að láta taka blóðsýni úr honum og fram- kvæmdi áðurnefndur læknir það verk. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa neytt áfengis. Eftir að ákærði hafði verið útskrifaður af slysadeild var hann færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu 113 fyrir Magnús Gunnar Magnús- son aðalvarðstjóra, þar sem hann neitaði sem fyrr að hafa ekið bifreiðinni er slysið varð. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa kveikjulykla R-32680 meðferðis og kvað Áslaugu vera með þá. Ákærði neitaði að láta í té önd- unarsýni og taldi ekki þörf á því, þar sem hann hefði ekki neytt áfengis. Að boði aðalvarðstjóra var ákærði færður í fangaklefa, en við leit í vösum hans fundust áðurnefndir kveikjuláslyklar. Ákærði var tvívegis tekinn til 456 skýrslutöku af lögreglu meðan hann var í haldi og neitaði í bæði skiptin að tjá sig um málið en ítrekaði að hann hefði ekki ekið bifreiðinni. Ekki hafðist þarna um nóttina upp á áðurnefndri stúlku og var það ekki fyrr en 7. nóv- ember 1983 að hún kom fyrst fyrir lögreglu og gaf skýrslu, en ákærður var þá laus úr haldi. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna blóðsyýnis þess, sem tekið var úr ákærða á slysadeild, mældist magn alkóhóls í blóði 1,17%0. Ákærði kom fyrir dóminn og skýrði sjálfstætt frá málavöxtum þannig: Ákærði mótmælti ákærunni sem rangri. Ekki væri um það að ræða að hann hafi ekið bifreiðinni R-32680 umrætt kvöld. Vinkona hans hafi komið heim til ákærða um kvöldmatarleytið þetta kvöld og sátu þau saman og röbbuðu og horfðu á sjónvarp. Ekki drukku þau áfengi þá um kvöldið. Síðar um kvöldið fór vinkona ákærða á bifreiðinni R-32680 heim til sín og kom síðan aftur. Um miðnætti ætluðu þau að fara saman heim til vinkonu ákærða og ók hún bifreiðinni en í beygju við Jl-húsið lét bifreiðin ekki að stjórn. Bifreiðin hafi verið á sumardekkjum og í mjög slæmu ástandi að öðru leyti þótt hún hafi verið í ökuhæfu ástandi. Ákærði sagðist því hafa hugsað mest um það að koma bifreiðinni í burtu og því hafi hann sagt strax við stúlkuna Áslaugu, að þau skyldu skipta um sæti. Það hafi þau gert og settist ákærði í ökumannssætið. Áslaug hafi þá sagt „má ég sjá á þér höfuðið“, Þá fyrst hafi hann gert sér grein fyrir því að hann hafði fengið skurð á höfuðið. Mikið hafi blætt úr sárinu og kom því ekki til að hann æki bifreiðinni á brott þótt það hafi verið ætlun hans þegar hann skipti um sæti við ökumanninn. Áslaug hafði tekið lyklana úr svissnum áður en hún skipti um sæti við ákærða og hafi hún verið með lyklana allan tímann eftir það. Ákærði hefur haldið því fram að þeir lyklar, sem lögreglan tók af honum, hafi ekki verið lyklar að bifreiðinni heldur að póstkassa. Það hafi því ekki komið til að ákærði æki bifreiðinni heldur kom þarna að fólk sem ók þeim á slysavarðstofu. Ákærði fullyrti að hann hafi ekki sagt við lækni að hann hefði verið ökumaður þegar hann fékk áverkann á höfuðið heldur hafi hann sagt að hann hefði lent í árekstri. Hann hafi ekkert verið spurður að því hver hafi verið ökumaður heldur hljóti læknirinn eða starfsfólk slysavarðstofunnar að hafa ályktað að svo væri vegna einhvers sem lögreglan hafi sagt við það. Ákærði sagðist ekki hafa bragðað neitt áfengi þetta kvöld og hann muni ekki eftir því að hafa drukkið áfengi fyrr um daginn. Ákærði getur ekki sagt til um það hvenær hann drakk áfengi síðast fyrir þennan umrædda meinta akstur. Honum var kynnt niðurstaða alkóhólrannsóknar á dskj. nr. 4. Ákærði sagðist ekki geta gefið neina skýringu á þessari niðurstöðu. Vitnið Áslaug Margrét Gunnarsdóttir Blöndal fulltrúi, Ingólfsstræti 4 í Reykjavík, hefur komið fyrir dóminn og skýrt svo frá að hún hafi ekið bifreiðinni R-32680 frá Eiðistorgi 7 á Seltjarnarnesi að kvöldi fimmtudags- 457 ins 3. nóvember 1983. Hún kvaðst hafa ekið sem leið lá eftir Eiðsgranda en í beygju við Hringbraut hafi hún misst stjórn á bifreiðinni vegna hálku og hafnaði bifreiðin því á ljósastaur. Hún hafi tekið lyklana úr bifreiðinni og skipt um sæti við ákærða Róbert Árna, en hann hafi áður setið í far- Þegasæti við hlið hennar. Ákærði hafi ætlað að aka bifreiðinni og þess vegna hafi þau skipt um sæti. Það hafi hins vegar ekki komið til þess bæði vegna þess að lyklarnir voru ekki í kveikjulásnum og vegna þess að í ljós kom að ákærði var slasaður. Ákærði hafi slasast er hann hallaði sér yfir hana um það leyti sem bifreiðin hafnaði á staurnum. Eftir að þau skiptu um sæti og í ljós hafði komið að ákærði var slasaður hafi þau bæði farið út úr bifreiðinni. Vitnið sá þá bifreið koma akandi eftir Ánanausti og var hún staðsett fyrir miðjum Eiðsgranda þegar vitnið sá hana fyrst. Bifreiðin hafi stöðvast þegar henni hafði verið ekið yfir gatnamótin og út úr henni kom maður sem gekk til þeirra og ók þeim síðar á slysavarðstofu. Í þinghaldi þann 24. september sl. fór fram sannprófun (sic) þeirra Áslaugar og ökumannsins er hún nefndi í fyrra þinghaldi. Skýrði Áslaug þá svo frá að það væri rangt að hún hafi séð hann aka yfir gatnamótin hún hafi fyrst séð hann er hann kom gangandi í áttina til þeirra ákærða. Ákærði krafðist þess í þinghaldi þann 24. mars sl. að vitnið Áslaug Gunnarsdóttir yrði látin staðfesta framburð sinn með eiði eða drengskapar- heiti og var þeirri kröfu synjað með úrskurði uppkveðnum sama dag. Vitnið Gunnar Karl Guðjónsson rafmagnstæknifræðingur, Brekkutanga 9 í Mosfellssveit, kom fyrir dóminn og skýrði svo frá að það hafi ekið áleiðis að gatnamótum Eiðsgranda og Hringbrautar úr norðurátt umrætt kvöld. Vitnið kvaðst hafa horft á þegar bifreiðinni R-32680 var ekið inn á þau gatnamót og þegar bifreiðin lenti á ljósastaur. Vitnið sagðist ekki hafa séð hvort fólkið, sem var í þeirri bifreið, skipti um sæti. Vitnið sagði að það hafi ekið yfir gatnamótin og stöðvað bifreið sína þar. Vitnið mundi ekki hvort það sá ákærða liggja fram á stýri bifreiðarinnar. Hins vegar mundi vitnið eftir að hafa séð stúlkuna sitja farþegamegin í framsæti bifreiðar- innar um það leyti sem vitnið hafði stöðvað sína bifreið. Þegar vitnið hafði stöðvað bifreið sína hugsaði það um stund hvort það ætti að skipta sér af þessu en eftir að vitnið hafi sett blikkljós á bifreið sína gekk það í átt að bifreiðinni R-32680 og var ákærði þá fyrir utan bifreiðina vinstra megin. Vitnið tók fram að það hafi ekki verið í nokkrum vafa um það hvort þeirra hafði ekið bifreiðinni. Vitnið sagðist hafa gengið út frá því sem vísu að ákærði hafði ekið bifreiðinni. Vitnið sagðist ekki koma auga á nein skynsamleg rök fyrir því að einhver annar en ákærði hafi ekið bifreiðinni „Þegar hún lenti á ljósastaurnum. Hafi hann ekki ekið bifreiðinni þá væri um hreina skynvillu að ræð: á vitninu. Vitnið sagðist ekki hafa séð nein einkenni ölvunar á ákærða og ekki mundi vitnið eftir því að hafa spurt 458 fólkið sem hann ók á slysavarðstofuna hvort þeirra hefði ekið bifreið- inni. Vitnið Þórir Sigurður Hersveinsson lögreglumaður hefur skýrt svo frá að hann hafi verið kallaður á vettvang umrædda nótt og gerði vitnið vettvangs- uppdrátt. Vitnið kvaðst hafa séð blóð fyrir utan bifreiðina ökumannsmegin og einnig í bifreiðinni án þess að geta tilgreint nánar hvar í bifreiðinni það var. Vitnið Hákon Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður ljósmyndaði bif- reiðina R-32680 og rannsakaði eftir að hún hafði verið færð af slysstað. Hann skýrði svo frá fyrir dómi að öll ummerki í bifreiðinni hafi gefið til kynna að þau hefðu komið frá þeim er sat í ökumannssæti bifreiðinnar. Högg hafði komið á spegil og skyggni og það var greinilega frá vinstri. Einnig hafi verið blóð á skyggnisfestingu svo og kám og ennfremur hafi verið kám á spegli vinstra megin. Blóð hafi verið á sætisáklæði í ökumannssæti og á silsum. Engar aðrar ákomur hafi verið á bifreiðinni eða í henni en þær sem nú hefur verið getið um eða þær sem koma fram á ljósmyndum. Lögreglustjórinn í Reykjavík fór þess á leit með bréfi dagsettu 16. desember 1983 að sakadómur Seltjarnarness kvæði upp úrskurð þess efnis að ákærði skyldi láta í té sýnishorn af höfuðhári sínu í þágu rannsóknar málsins. Var beiðninni hafnað með úrskurði uppkveðnum 23. mars 1984. Vitnið Börkur J. Skúlason lögreglumaður ræddi við ákærða á slysadeild en mundi atvik ekki vel er hann kom fyrir dóminn þar sem langt var um liðið frá því að atburðurinn átti sér stað. Vitnið mundi þó eftir að hafa séð áfengisáhrif á ákærða eða aðallega fundið af honum áfengislykt. Dómaranum hefur ekki tekist að kalla fyrir dóminn Magnús G. Magnússon aðalvarðstjóra en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík hefur hann verið frá störfum vegna veikinda. Í skýrslu varðstjórans kemur fram að lítilsháttar áfengisþefur hafi verið af andardrætti ákærða, andlit hans þrútið, fatnaður velktur, framkoma kurteis, augu vot og dauf, jafnvægi stöðugt og málfar skýrt. Vitnið Þuríður Halla Árnadóttir læknir, Hvassaleiti 30, í Reykjavík hefur skýrt svo frá að hún hafi veitt ákærða aðhlynningu þegar hann kom á slysa- varðstofu 3. nóvember 1983. Vitnið kvaðst ekki geta fullyrt hvort ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis. Vitnið kvaðst muna að ákærði var rauðeygður sem bent gæti til þess að hann hafi verið eitthvað undir áhrifum áfengis en ekki merkti vitnið önnur einkenni á ákærða um áfengisáhrif og ekki mundi vitnið eftir að hafa fundið áfengislykt af ákærða. Hvorki höfuðhögg né blóðmissir ættu að valda þessum einkennum á augum, hins vegar gæti svefnleysi eða aðrar ástæður legið fyrir þessu útliti á augum ákærða. Vitnið segist muna eftir að ákærði hafi verið erfiður í öllum tilsvörum og hafi þau ekki rætt mikið saman. Vitnið segist hafa spurt hann 459 hvað hafi komið fyrir hann og hafi hann svarað að hann hefði verið í bifreið sem lenti á staur. Skurður á höfði ákærða hafi verið ofan til en vitnið mundi ekki hvort hann var hægra eða vinstra megin og ekki mundi vitnið stefnu skurðarins. Ákærði hafi fengið staðdeyfingu og hafi hún engin áhrif á alkóhólmagn í blóði sjúklings. Engin lyf hafi hann fengið á slysavarðstofunni. Lagt hefur verið fram vottorð Rögnvalds Þorleifssonar læknis dagsett 27. desember 1983 svohljóðandi: „Sj.: Róbert Á. Hreiðarsson, f. 16.05.46, 735S-1772, Eiðistorgi 7, Seltjarnarnesi. Neðanritað er byggt á bókunum í sjúkraskrá Róberts á göngudeild Slysa- deildar Borgarspítalans í Fossvogi. Þ, 3/11 1983, kl. 00:05, kom á Slysadeildina maður, er kvaðst vera fyrr- greindur Róbert. Skýrði hann svo frá, að hann hefði skammri stundu áður ekið bifreið sinni á ljósastaur. Við það taldi hann sig hafa rekið höfuðið í skrúfu, sem hélt sólskyggni fyrir framrúðu bifreiðarinnar, svo að hann hlaut af sár í hárssvörð. Ekki er annarra kvartana getið. Skoðun við komuna á Slysadeildina leiddi eftirfarandi í ljós: Um það bil 10 cm langur, bogalaga skurður var á hvirfli sjúklings og náði hann niður að beinhimnu. Skurðurinn var hreinsaður upp og síðan saumaður saman með nokkrum saumum í djúp lög og all mörgum saumum í húðina. Honum var ávísað fúkalyf í ígerðarfyrirbyggjandi skyni. Að meðferð lok- inni fór Róbert af Slysadeildinni. Áformað var, að hann kæmi þangað fjór- um dögum síðar en hann kom daginn eftir til skoðunar og leit skurðurinn þá vel út. Óttast hafði verið, að blóð myndi safnast undir húðina á hvirflin- um en svo varð ekki. Ekki sáust heldur ígerðareinkenni. Næst kom Róbert á Slysadeildina þ. 11/11. Sárið var þá á eðlil. leið að gróa og var annar hver saumur úr því fjarlægður. Síðast kom Róbert til eftirlits þ. 17/11. Sárið var þá eðlil. gróið og síðustu saumarnir voru fjarlægðir. Frekara eftirlit þótti ekki nauðsynlegt á Slysa- deildinni og mun hann ekki hafa komið þangað aftur eftir þ. 17/11 vegna fyrrgreinds áverka“ Þá hafa verið lögð fram gögn frá lögreglustjóranum í Reykjavík varðandi blóðsýni það er tekið var úr ákærða. Í þeim gögnum kemur fram að blóð- sýni það, er tekið var úr ákærða aðfaranótt 4. nóvember 1983, flutti lög- reglan til Rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði sama dag ásamt öðrum blóðsýnum og var það merkt nr. 823. 460 Dómarinn hefur sent fyrirspurn til Rannsóknaslofunnar varðandi meðferð á blóðsýni og er svar honnar dagsett 7. maí sl. svohljóðandi: „Rannsóknastofu lyfjafræði hefur borist bréf yðar, dags, 29. april '86, þar sem óskað er upplýsinga um hvort rétt hafi verið staðið að alkóhólrannsókn, á blóðsýni som tekið var úr Róbert Árna Hreiðarssyni, blóðsýni merkt 823 frá, Lögreglunni í Reykjavík, og hvort cinhver atriði kunni að hafa haft áhrif á mælingar á alkóhólmagni í blóði hans. Blóðsýni nr. 823 var rannsakað 7. nóvember 1983 úsamt 37 öðrum sýnum Rannsóknarnimer sýnsins var 26795, og gáfu 3 sálískeðar meli niðurstöðurnar },17%. , 1194 og 1,17%, meðaltal Ek naga nanna járn (il að ætla annað en að ströngustu kröfur hefðu verið uppfylltar við meðferð ist ennfremur, að lyljaejafir hafa ekki áhrif á magn etanóls í blóði með þeirri að erð (gasereinins á stilu), sem notuð cr Í Rannsóknastofu í lyfjafræði. Eh. Rannsóknastofu í lyfja ræði Geirþrúður Sighvatsdóttir, Deildarstjóri alkóhóldeildar“ Ar hálfu ákvorða hefur verið lögð Íram skriflex vörn þar sem gerðar ru þær dómkröfur „að ákærði verði sýknaður og málskostnaður lagður á ríkissjóð svo og ríflvg málsvarnarlaun!“ Sýknukrafa ákærða er byggð á því að hann hafi hvorki ekið bifreiðinni R-32680 eins og segir í ákærunni né verið undir áheilum áfengis. Ákærði hafi staðfastlega neitað því uð hafa ekið bifreiðinni og einnig að hafa verið undir áhrifum áfengis. Ekkert vitnanna Áslaugar Blöndal, Gunnars Karls Guðjóns- sonar og Þuríðar Árnadóttur hafi merkt álengisáhrif á ákærða. Niðurstöðum alkóhólrannsóknar er mótmælt sem röngum, Niðurstöður. lelja verður sannað í máli þessu með efiirfarandi rökstuðningi að ákærði hafi ekið bifreiðinni R-32680 að kvöldi Einum ludaysins 3, nóvember 1983 eins og segir í ákærunni Ákærði fór út úr bifreiðinni Ökumannsmegin eftir að bifreiðin raks: á ljósa staurinn eins og hann hefur sjálfur skýrt frá svo og vitnin Gunnar Karl Guðjónsson og Áslaug Gunnarsdóttir. Ummerki á bifreiðinni sem sáust við rannsókn Jögreslunnar á henni benda eindregið til þess að ákærði hafi verið) 460 Dómarinn hefur sent fyrirspurn tl Rannsóknastofunnar varðandi meðferð á blóðsýni og er svar hennar dagsett 7. maí sl. svohljóðandi. „Rannsóknustofu lyfjafræði hefur borist bré yðar, dug. 29. april 86, þar sein Gskað er upplýsinga um hvort rétt hafi verið staðið að alkóhólrannsókn á blóðsýni sem tekið va úir Róbert Árna Hreiðarssyni, blóðsýni merki 823 fri Lögreglunni í Reykjavík, og bvori einhver atriði kunni að hafa haft áhrif á mælingar á alkóhólmnagni í blöði hans, Blóðsýni nr.823 var rannsakað 7. nóvember 1983 Ásamt 37 öðrum sýnum. Sanóknamúner snúin var 2693, og gilu 3 sjlslæðar meins niðurstöðurnar 1174, 174 og 117, meðaltal Ekta kom fr ið athugun agnun Hannðlnstfunnar ör af en ti að ætla annað en að ströngustu kröfur hefðu verið uppfylla við meðferð Það upptísist ennfromur, að lstjagjafir hafa ckki áhrif á magn sans í blóði með þeiri aðferð (gaserciing Á súlu), sem nonuð er í Rannsóknastofu í ytjafræði Eh. Rannsóknastofu í lyfjafræði Geirþrúður Sighvatsdóttir, Deildarstjóri alkóhóldsildar' Dómarinn hefur sent fyrirspurn til Rannsóknastofunnar varðandi meðforð á blóðsýni og er svar hennar dagsell 7. mai sl, svohljóðandi „Rannsóknastofu í lyfjafræði hefur borist bréf yðar, dags, 29. april'86, þar sem óskað or upplýsinga um hvort réll hafi verið staðið að rannsókn á blóðsýni som tekið var úr Róbert Árna Hreiðarssyni, blóðsýni merki 823 frá Lögreglunni í Reykjavík, og hvort einhver atriði kunni að hafa hafi áhrif á æli Blóðsýni nr. 823 var rannsakað 7. nóvember 1983 ásamt 37 öðrur Kannsóknarnúmer sólini var 25793, og gáfu 5 sjálfseæðar mælingar niðurstöðurnar 17 meðaltal 117 Ekkert kom fram við athugun á gögnum annsðkðfli er gaf tilefni tilað æla annað en að ströngustu kröfur hefðu verið uppfylltar við meðferð Það upplýsist ennfremur, að lyfjagjafir hala ekki áhrif á magn etanóls í blóði með þeirri aðforð (gassreining á súlu), sem notuð or í Rannsóknastölu i lyfjafræði Eh. Rannsóknastofu í lyfjafræði Geirþrúður Sighvatsdóttir, Deildarstjóri alkóhóldeildar:“ Af hálfu ákærða skrifleg vörn þar dómkröfur „að ákærði verði sýknaður og málskostnaður lagður á ikstjóð svo og rilleg málsvarnarlaun“ Sýknukrala ákærða er bysð á því að hann hafi hvorki ekið bifreiðinni R32680 eins og segir Í ákærunni né verið undir áhrifum áfengis. Ákzorði hafi staðasdega nöiluð þí að afa eið biriðinni og einnig að hafa verið undi Afhlfu ákærða hefur verið Þar sen gerðar eru þær dómkröfur „að ákærði verði sýknaður og málskostnaður lagður á ríkissjóð svo or rífleg málsvarnarlaun: Siknukrafa ákærða er bynað á því að hann hali hvorki ekið bifreiðinni R:32680 cins og segi íkserunni né verið undir áhrifum áfengis. Ákærði hafi staðfastlega neitað því að haf ekið ieiðinni og inni að hafa verið undir ákirifum áfengis. Ekkerl vilnanna Áslaugar Blöndal. G sonar og Þuríðar Árnadóttur hafi merkt engri á ákarða Niðurslöðum alkóhólrannsóknar er mólmll sem röngum. Niðurstöður. (Telja verður sannað í máli þessu með eftirfarandi rökstuðningi að ákærði hafi ekið bifreiðinni R-32680 að kvöldi finmiudagsins 3. nóvember 1983 eins or segir í ákaærunni Á kærði fór út úr bifreiðinni ökumannsmegin eftir að bifteiðin rakst á ljósa- staurinn eins og hann hefur sjálfur skýrt frá svo og vitnin Gunnar Karl Guðjónsson og Áslaug Gunnarsdóttir. Ummerki á bifreiðinni sem sáust við ni benda eindregið tl þess að ákærði hafi verið, rannsókn lögreglunnar á hei keri á Áslaugar Blöndal, sonar og Þuríðar Árnadóttur hafi merkt áfengisáhril á ákærða, Niðurstöðum úlkóhólrannsóknar er mótmælt sem röngum. Niðurstöður. Telja verður sannað í máli þessu með eftirfarandi rökstuðningi að ákærði hafi ekið bifreiðinni R-32680 að kvöldi fimmtudasins 3. nóvember 1983 eins oa segir í ákærunni Á kærði fór út úr bifreiðinni ökumannsmegin efti að bifreiðin rakst á ljósa- staurinn eins og bann hefur sjálfur skýrt frá svo og vilnin Gunnar Karl Guðjónsson og Áslaug Gunnarsdóttir. Ummerki á bifreiðinni sem sáust við) rannsókn lögreglunnar á henni benda eindregið til þess að ákærði hafi verið, 461 ökumaður bifreiðarinnar er hann slasaðist. Vitnið Gunnar Karl Guðjónsson hefur borið að hafa séð stúlkuna, sem var með ákærða í bifreiðinni, sitja farþegamegin í framsæti bifreiðarinnar skömmu eftir áreksturinn. Engin ummerki í bifreiðinni gáfu til kynna við rannsókn að ákærði og stúlkan hafi skipt um sæti eftir að bifreiðin lenti á ljósastaurnum en upplýst er m.a. með framburði ákærða sjálfs að úr sári á höfði ákærða, sem hann hlaut við árekst- urinn, blæddi mikið. Ákærði hefur neitað því að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar um- ræddur akstur átti sér stað. Telja verður sannað með niðurstöðum alkóhól- rannsókna á blóðsýni sem tekið var úr ákærða, með yfirlýsingu deildarstjóra alkóhóldeildar Rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði, lýsingu vitnisins Barkar Skúlasonar lögreglumanns á ástandi ákærða umrædda nótt svo og með vísan til lýsingar varðstjórans Magnúsar G. Magnússonar á útliti og öðrum einkennum um áfengisáhrif á ákærða að ákærði hafi ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis. Að öðru leyti þykir lýsing á háttsemi ákærða í ákæruskjali í samræmi við það sem fram hefur komið í málinu og þykir hún réttilega heimfærð til refsilagaákvæða. Ákærði er sakhæfur og hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir: 1964 28/4 í Reykjavík. Sátt, 150 kr. sekt fyrir umferðarlagabrot. 1975 7/11 í Reykjavík. Dómur: 10 daga varðhald fyrir brot á 25. og 27. gr. umfl. og 24. gr. áfl. Sviptur ökul. í Í ár frá 12/4 1975. 1979 30/11 í Reykjavík. Dómur: 180.000 kr. sekt fyrir brot á 25. gr. umfi. og 24. gr. áfl. Sviptur ökul. ævilangt frá 24/8 1979. 1980 19/3 í Reykjavík. Sátt, 80.000 kr. sekt fyrir brot á 27. gr. umfl. 1980 24/6 í Reykjavík. Sátt, 150.000 kr. sekt f. brot g. 27. gr. umfl. 1980 28/10 í Reykjavík. Dómur: 100.000 kr. sekt f. brot g. 1. mgr. 27. gr. umfl. (hegn. auki) 1982 11/S í Reykjavík. Dómur: 12.000 kr. sekt f. brot g. 27. gr. umfl. 1982 3/9 í Reykjavík. Veitt ökuleyfi á ný. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin eftir þeim refsilagaák væðum, sem ákært er eftir, sekt í ríkissjóð að fjárhæð kr. 18.000,00 og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 6 vikna frá birtingu dómsins að telja. Þá ber svo sem krafist er í ákæru og með vísan til þess refsilagaákvæðis: sem þar er vitnað til að svipta ákærða ökuréttindum frá birtingu dómsins að telja og verður sviptingin til æviloka þar sem brot ákærða er ítrekað. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar með vísan til 141. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974. Dóm þennan kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. 462 Dómsorð: Ákærði, Róbert Arni Hreiðarsson, greiði sekt í ríkissjóð að fjárhæð kr. 18.000,00 og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 6 vikna frá birtingu dómsins að telja. Ákærði er sviptur ökuréttindum ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Föstudaginn 27. mars 1987. Nr. 60/1986. Guðmundur R. Bjarnleifsson (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) gegn borgarstjóranum í Reykjavík f.h. Reykjavíkurborgar (Magnús Óskarsson hrl.) Dómkröfur. Ómerking. Máli vísað frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson og Magnús Þ Torfason og prófessorarnir Arn- ljótur Björnsson og Sigurður Líndal. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. febrúar 1986 að fengnu áfrýjunarleyfi 19. s.m. samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Hann gerir þær dómkröfur „að viðurkennt verði með dómi að honum sé einungis skylt að greiða gatnagerðargjald af lóðinni Vesturbrún 3, Reykjavík, á grundvelli gjaldskrár þeirrar, sem stefndi hefur samþykkt og talin var í gildi 20. júlí 1982 og að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið óheimilt að ákvarða annað og hærra gatnagerðargjald fyrir sömu lóð og krefja áfrýjanda um greiðslu þess!“ Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. 463 Við lóðarúthlutunina til áfrýjanda var honum gert að greiða þriðjung áætlaðs gatnagerðargjalds innan mánaðar frá dagsetningu úthlutunarbréfs. Samtímis átti hann að samþykkja víxla til greiðslu eftirstöðvanna í tvennu lagi, 20. nóvember 1982 og 20. febrúar 1983. Í málflutningi er komið fram að greiðslur þessar innti áfrýjandi af hendi á tilskildum tíma og án fyrirvara. Í málinu leitar áfrýjandi dómsviðurkenningar á því að sér sé einungis skylt að greiða gatnagerðargjald af lóðinni „á grundvelli gjaldskrár“ stefnda. Hann hefur hins vegar ekki markað það nánar í dómkröfum sínum hvernig hefði átt að ákveða það gjald eftir gjaldskránni eða krafist endurgreiðslu ákveðinnar fjárhæðar sem oftekin hafi verið. Dómkröfurnar, þótt teknar væru til greina, nægðu því ekki til að ráða til lykta ágreiningi aðilanna vegna hins umkrafða gatnagerðargjalds. Þykir af þessum ástæðum eiga að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð og vísa málinu sjálf- krafa frá héraðsdómi. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, 18.000.00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð eiga að vera ómerk. Máli þessu er vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi. Áfrýjandi, Guðmundur R. Bjarnleifsson, greiði stefnda, borgarstjóranum í Reykjavík f.h. Reykjavíkurborgar, 18.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. maí 1985. I. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 26. apríl sl., er höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur af Guðmundi R. Bjarnleifssyni, nnr. 3049-1270, Blöndubakka 12, Reykjavík gegn borgarstjóranum í Reykjavík f.h. Reykjavíkurborgar með stefnu útgefinni og birtri 4. september 1984. Dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennt verði með dómi að honum sé einungis skylt að greiða gatnagerðargjald af lóðinni Vesturbrún 3, Reykja- vík á grundvelli gjaldskrár þeirrar sem stefndi hefur samþykkt og í gildi var 20. júlí 1982 og að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið 464 óheimilt að ákvarða einhliða annað og hærra gatnagerðargjald fyrir sömu lóð og krefja stefnanda um greiðslu þess. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér allan málskostað þ.m.t. málflutningslaun að mati dómsins. Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af öllum dómkröfum stefnanda og tildæmdur hæfilegur málskostnaður að mati réttarins. Sáttaumleitanir fyrir dómi hafa ekki borið árangur. II. Málavextir eru þeir að í maímánuði 1982 auglýsti Reykjavíkurborgm.a. eftir umsókum um byggingarrétt á einbylishúsalóðum í Laugarási. Tekið var fram í auglýsingunni að upplýsingar um lóðirnar, svo og skipulags- og úthlutunar- skilmálar, yrðu veittar á skrifstofu borgarverkfræðings. Stefnandi, Guð- mundur R. Bjarnleifsson, var meðal umsækjenda um lóðir þessar. Tillaga lóðanefndar Reykjavíkurborgar um úthlutun byggingarréttar fyrir einbýlishús í Laugarási var lögð fyrir borgarráð og tekin þar til afgreiðslu 20. júlí 1982. Borgarráð samþykkti á þeim fundi tillögur lóðanefndar um úthlutun lóðanna, m.a. til stefnanda, sem úthlutað var lóðinni nr. 3 við Vesturbrún. Með bréfi borgarstjórans í Reykjavík dags. 21. júlí 1982 var stefnanda tilkynnt um það að borgarráð hefði samþykkt að gefa honum kost á bygp- ingarrétti fyrir einbýlishús að Vesturbrún 3, Reykjavík. Jafnframt var tekið fram í bréfi þessu, að gatnagerðargjald hafi verið ákveðið kr. 274,87 pr. m? og áætlist kr. 142.932,00 og sé það jafnframt lágmarksgjald. Handhafar lóðanna nr. 3, 5 og 7 við Vesturbrún í Reykjavík, þ.á m. stefn- andi, rituðu borgarráði sameiginlega bréf, sem er Ódagsett en móttekið 17. febrúar 1983. Í bréfinu er þess farið á leit við borgarráð að það endurskoði gjaldtöku af fyrrgreindum lóðum þar sem þær falli ekki undir þá skilgreiningu að vera einbýlishúsalóðir. Í svarbréfi borgarstjórans í Reykjavík, sem dags. er 2. mars 1983, kemur fram að vegna sérstöðu þessa svæðis hafi það verið ákvörðun borgarráðs að gatnagerðargjald allra húsa þar miðaðist við einbýlishús eins og úthlutunar- bréf beri með sér. Með bréfi Jóns E. Ragnarssonar hrl. vegna lóðarhafa að Vesturbrún 3, 5 og 7 til borgarráðs Reykjavíkur, dags. 30. mars 1983, er þess farið á leit við borgarráð að það endurskoði afstöðu sína í málinu. Með bréfi borgarstjórans í Reykjavík, dags. 8. apríl 1983, var kröfu um -lækkun gatnagerðargjalds hafnað. Með bréfi Jóns E. Ragnarssonar hrl., dags. 15. apríl 1983, til borgarstjór- ans í Reykjvík er þess farið á leit að borgarráð úrskurði um málið sbr. 1.2.13. gr. úthlutunarskilmála. Í svarbréfi borgarstjórans í Reykjavík, dags. 11. maí 1983, kemur fram 465 að í umfjöllun sinni um málið hafi borgarráð vísað til fyrra bréfs borgar- stjóra frá 8. apríl 1983 varðandi gatnagerðargjald af umræddum lóðum og ítrekar þá afstöðu sem þar komi fram af hálfu Reykjavíkurborgar. Með bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hrl. vegna lóðarhafa að Vesturbrún 3, 5 og 7 til borgarstjóra, dags 17. nóvember 1983, er þess enn farið á leit að endurskoðuð verði afstaða borgaryfirvalda til gjaldtöku gatnagerðar- gjaldanna. Beiðni þessi var ítrekuð með öðru bréfi, dags. 21. desember 1983. Í svarbréfi borgarstjóra, dags. 2. janúar 1984, eru ítrekuð þau sjónarmið Reykjavíkurborgar sem sett voru fram í fyrri bréfum varðandi mál þetta. Þar sem synjað hafi verið um endurskoðun á gjaldtöku og lækkun gatnagerðargjalda til samræmis við gjaldskrá borgarstjórnar var mál þetta höfðað og var það þingfest fyrir bæjarþingi Reykjavíkur 4. október 1984. Ill. Málsástæður stefnanda eru þær að lóð sú, sem honum var úthlutað þann 20. júlí 1982, hafi ekki reynst vera lóð undir einbýlishús heldur keðjuhús eða raðhús, því samkvæmt skipulagi og öllum teikningum séu húsin á lóðunum Vesturbrún 3, 5 og 7 samtengd, enda uppfylli lóðirnar ekki skilyrði þess að vera einbýlishúsalóðir, eins og þau komi fram í t.d. 19. gr. reglu- gerðar um gerð skipulagsáætlana nr. 217/1966, vegna smæðar sinnar. Við nánari athugun stefnanda á ofangreindu gatnagerðargjaldi hafi komið í ljós að um sé að ræða gatnagerðargjald fyrir einbýlishúsalóð, þótt óumdeilt sé að samkvæmt skipulagi sé um lóð fyrir keðjuhús eða raðhús að ræða að Vesturbrún 3. Stefnandi hafi ítrekað reynt að fá leiðréttingu á þessari gjald- töku, en án árangurs. Dómkröfur stefnanda séu á því byggðar að stefnda hafi verið óheimilt gagnvart sér að ákveða annað og hærra gatnagerðargjald en það sem gjald- skrá sú, sem stefndi hafi sett og samþykkt hafi verið í borgarstjórn, segi til um. Í gjaldskrá þessari séu gatnagerðargjöld ákvörðuð á grundvelli mis- munandi hundraðshlutfalls af byggingakostnaði pr. rúmmetra, eins og sá byggingakostnaður sé hverju sinni, samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands á hinu svonefnda vísitöluhúsi. Í ofangreindri gjaldskrá sé hundraðshlutinn 14 fyrir einbýlishús, en 9 fyrir keðju- og rað- og tvíbýlishús. Hvergi sé í þessari gjaldskrá heimild til frávika til hækkunar á gatnagerðargjöldum eða til að miða gatnagerðargjaldið við aðrar húsagerðir en í gjaldskrá greini. Þá sé ennfremur á því byggt að samningssamband það, sem stofnast hafi milli stefnanda og stefnda um gatnagerðargjöld varðandi lóðina að Vestur- brún 3, hafi einungis falið í sér að farið væri eftir áðurnefndri gjaldskrá. Stefnandi hafði enga ástæðu, er hann fékk úthlutunarbréfið í hendur, til að ætla að þar tilgreind gjaldtaka væri ekki í samræmi við gildandi gjald- skrá. Í skilmálum þeim er gildi um þetta svæði sé hvergi að finna ákvæði 30 466 um fjárhæð eða gjaldstofn gatnagerðargjalda. Hafi stefnandi mátt treysta því að fjárhæð gatnagerðargjaldsins, sem fyrst birtist í áðurnefndu úthlutunar- bréfi, væri í samræmi við þær reglur og þá gjaldskrá sem stefndi hafi sett sér. Borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki samþykkt sérstaka gjaldskrá fyrir gatnagerðar- og holræsagjöld í Laugaráshverfinu og telji því stefnandi að samþykkt borgarráðs á sínum tíma um annað og hærra gatnagerðargjald en segi í ofangreindri gjaldskrá sé ólögmætt, enda hafði borgarráð ekki vald til að ákvarða gatnagerðargjöld með þessum hætti. Verði niðurstaðan sú að ekki sé skylt að leggja ótvíræð ákvæði gjaldskrár- innar til grundvallar og að ákvæði hennar sé óbindandi fyrir stefnda, þá sé til vara á því byggt að umrædd gjaldtaka sé ósanngjörn og of há, þar sem það sé andstætt eðli málsins að leggja á og innheimta gatnagerðargjald eins og um lóð fyrir einbýlishús sé að ræða þegar um sé að ræða lóð sem ekki uppfylli skilyrði laga til að vera einbýlishúsalóð vegna smæðar sinnar og einungis leyfi byggingu keðjuhúss. Ennfremur sé á því byggt að ofangreind gjaldtaka sé andstæð þeirri megin- reglu í íslenskum rétti að allir eigi að sitja við sama borð við skattlagningu og gjaldtöku samkvæmt sérstökum gjaldskrám og að skýringar stefnda á því hvers vegna þetta umrædda gatnagerðargjald hafi verið ákveðið hafi enga þýð- ingu þar sem stefnandi hafi ekki getað á neinn hátt haft nein áhrif á hvernig umrætt byggingarsvæði væri skipulagt, auk þess sem ofangreind gjaldskrá fjalli um „þátttöku lóðarhafa í kostnaði við holræsa- og gatnagerð“ Stefnandi (sic) hafi nýlega samþykkt reglugerð nr. 206/1984 um gatna- gerðargjöld, byggða á lögum nr. $1/1974 um gatnagerðargjöld. Hvergi sé heimild í reglugerð þessari til hækkunar á gatnagerðargjöldum með svipuðum hætti og að framan er lýst. Varðandi lagarök vísar stefnandi til almennra reglna samningaréttar, kröfu- réttar og stjórnarfarsréttar máli sínu til stuðnings. Ennfremur sé byggt á meginatriðum laga $1/1974 um gatnagerðargjöld. Kröfu sína um sýknu styður stefndi þessum rökum aðallega: Milli aðila máls þessa sé enginn ágreiningur um rétt Reykjavíkurborgar til að krefja stefnanda um gatnagerðagjald vegna lóðar þeirrar er hann hafi fengið úthlutað og skyldu hans til að greiða slíkt gjald. Ágreiningur aðila sé um það eitt hvort gjaldskrá, sem Reykjavíkurborg hafi sett einhliða um gatnagerðagjöld, hafi verið bindandi fyrir báða aðila eða hvort borginni hafi verið heimilt að víkja frá gjaldskránni með sérstakri ákvörðun við úthlutun lóða í hverfi því er stefnandi fékk lóð í. Í kröfu stefnanda felist það m.ö.o. að honum verði með dómi ákveðið tiltekið gatnagerðargjald, lægra en það er hann greiddi. Frá ársbyrjun 1959 og til ársins 1984 hafi Reykjavíkurborg innheimt gatnagerðargjöld af lóðum þeim er hún hafi úthlutað og ævinlega með sama 467 hætti. Lóðaúthlutun til einstakra aðila hafi verið bundin þeim skilyrðum, ásamt öðrum skilyrðum og kvöðum sem slíkri úthlutun fylgja, að greitt væri tiltekið gatnagerðargjald. Við ákvörðun þessa gjalds í hverju einstöku tilfelli hafi frá upphafi verið stuðst við nokkrar grundvallarreglur um gjaldtökuna sem settar hafi verið fram í gjaldskrá um þátttöku lóðarhafa í „kostnaði við holræsa- og gatnagerð“ eins og það hafi verið kallað. Gjaldskrá þessi hafi ævinlega verð ákveðin einhliða af Reykjavíkurborg, þ.e. borgarráði og borgarstjórn, og ekki verið borin undir aðra aðila, s.s. ráðherra, til staðfest- ingar. Af því leiði að Reykjavíkurborg hafi talið að sömu aðilar, þ.e. borgarráð og borgarstjórn, gætu tekið einhliða ákvörðun um hærra eða lægra gatnagerðargjald en gjaldskrá á hverjum tíma hafi kveðið á um og hafi það iðulega verið gert og aldrei leitt til ágreinings fyrr en nú. Um 15 árum eftir að Reykjavíkurborg hóf töku gatnagerðargjalda með framangreindum hætti voru sett lög á Alþingi um gatnagerðargjöld, þ.e. lög nr. 51/1974. Þrátt fyrir tilkomu þessara laga hafi engin breyting orðið á þeirri ákvarðanatöku um gatnagerðargjöld hjá Reykjavíkurborg sem hér að framan hafi verið lýst. Hafi verið talið óyggjandi að lögum þessum hafi ekki verið ætlað að leggja bann við þeim aðferðum sem tíðkast höfðu við töku gatnagerðargjalds, a.m.k. ekki hjá Reykjavíkurborg, enda hafi lögin virst greina á milli slíks gjalds og þeirrar skattheimtu sem þau hafi heimilað, sbr. það sem í greinargerð með frumvarpi að lögunum segi: „Gjald eins og t.d. það sem krafið er í Reykjavík er ekki skattur, heldur samningsbundin greiðsla í sambandi við úthlutun leigulóða:“ Ennfremur segir í greinar- gerðinni að frumvarpið sé flutt til að „auðvelda sveitafélögunum að leysa þetta verkefni“ Verði að telja að þar hafi frekar verið átt við önnur sveitar- félög en Reykjavíkurborg sem frá upphafi hafði leyst þetta verkefni á auðveldan hátt. Eftir að lög þessi hafi tekið gildi hafi ekki verið talinn vafi á því, að um tvær leiðir mætti velja til töku gatnagerðargjalds. Í fyrsta lagi væri sú leið opin sem áður að setja einhliða reglur eða gjald- skrá til viðmiðunar um gatnagerðargjald sem síðan væri beitt með eða án frávika ef ástæða þætti til. Gjaldið væri áfram eins og það var kallað í greinargerð með lagafrumvarpinu um gatnagerðargjöld, „samningsbundin greiðsla í sambandi við úthlutun leigulóða:“ Í öðru lagi væri svo heimilt að taka gatnagerðargjald með þeim hætti að setja um það reglugerð í samræmi við lögin, og fá hana staðfesta af ráðherra, og væri slík reglugerð að því loknu bindandi fyrir báða aðila þ.e. sveitarstjórn og lóðarhafa. Þar sem stefnandi viðurkenni, eins og fyrr segi, skyldu sína til að greiða gatnagerðargjald, þótt ekki hafi verið til reglugerð staðfest af ráðherra um slík gjöld, þurfi ekki í máli þessu að skera úr um það hvort gjaldtakan hafi í sjálfu sér verið heimil. Hér sé einungis um það deilt hvort sú tiltekna 468 fjárhæð, sem stefnandi greiddi, hafi verið ákveðin með þeim hætti að bindandi sé fyrir hann eða hvort hann geti knúið fram aðra niðurstöðu með dómi á grundvelli óstaðfestrar gjaldskrár. Verði nú nánar að þessu aðalatriði málsins vikið. Ljóst sé að gatnagerðargjald stefnanda hafi verið samningsbundin greiðsla. Krafa stefnanda um lægra gjald en hann greiddi geti einungis verið á því reist að hann hafi með einhverjum hætti, er stefndi beri ábyrgð á, verið látinn greiða hærra gatnagerðargjald en hann hafi samþykkt að greiða er hann fékk lóð sinni úthlutað. Sé því nauðsynlegt að rekja nákvæmlega hvernig þessi úthlutun hafi farið fram. Úthlutunin fór fram með þeim hætti sem í áratugi hafi tíðkast hjá Reykjavíkurborg. Í ákveðnu hverfi borgar- innar, í þessu tilfelli Laugarásnum, hafi verið auglýstar lóðir til umsóknar. Í auglýsingunni hafi verið getið um tiltekna skilmála og tekið fram að þeir lægju frammi til athugunar fyrir lóðaumsækjendur, þannig að jafnvel áður en um lóð var sótt mátti öllum ljóst vera hvað í boð var. Hvorki var í aug- lýsingu né í skilmálunum minnst á gjaldskrá um gatnagerðargjöld. Með þessa vitneskju hafi stefnandi sótt um lóð og er hann hafi svo fengið eina af þessum eftirsóttu lóðum hafi honum verið tilkynnt það með bréfi sem lagt sé fram sem dskj. nr. 7 í málinu. Í bréfi þessu sé með svo afgerandi hætti kveðið á um gatnagerðargjald og öll önnur atriði er úthlutunina varði að með engu hugsanlegu móti hafi getað verið um vafa að ræða. Einn mánuð hafði stefnandi til að vega og meta þessa skilmála og alveg sérstak- lega hafi í bréfinu verið brýnt fyrir honum að fyrsta greiðsla gatnagerðar- gjalds, að þessum mánuði loknum, væri viðurkenning á því að fallist væri á alla skilmálana. Þá sé athyglisvert að í upphafi úthlutunarbréfsins sé talað um byggingarrétt fyrir einbýlishús og hafi eitthvað skort á að stefnandi hefði tilefni til að kynna sér gjaldtöku fyrir það hús, sem hann ætlaði að byggja, hafi þar verið ærin ástæða til að ganga rækilega úr skugga um það hvort gjald þetta væri að fjárhæð til rétt ákveðið. Um þetta hafi stefnandi engar athugasemdir gert og hafi greitt gatnagerðargjald það sem kveðið hafi verið á um að greiða skyldi í upphafi og hafi lagt tryggingar fyrir eftirstöðv- um án allra athugasemda eða fyrirvara. Hafi í því falist viðurkenning á þeim skilmálum sem settir höfðu verið og stefnanda hafi gagngert verið bent á að kynna sér og hafi það gilt jafnt um gatnagerðargjald sem önnur skilyrði, eins og húsagerð, teikningar og hvaðeina sem í þessum skilmálum hafi falist. Á hálfu stefnda sé á því byggt að framangreind aðferð við úthlutun lóðar, ákvörðun gatnagerðargjalds og samþykki stefnanda við því og öðrum skil- málum sé fullkomlega lögmæt og bindandi fyrir báða aðila. Þar sem hvorugur aðila haldi því fram í máli þessu að reglugerð sett af ráðherra hafi verið forsenda fyrir töku gatnagerðargjalds sé óhjákvæmilegt að byggja á því sem talið verði að aðilar hafi samið um sín á milli. Í því sambandi 469 sé rétt að undirstrika að enginn sé skyldugur til að þiggja lóð og byggja hús, nema hann sé sáttur við og vilji hlíta þeim skilmálum sem í einu og öllu séu skýrir og ljósir og fyrirfram ákveðnir. Þá sé þess að geta, sem mjög sé mikilvægt, að með málsókn sinni lýsi stefnandi því yfir að hann telji sig geta ráðstafað þessu sakarefni, þ.e. fjár- hæð gatnagerðargjaldsins, fyrir dómi. Af því leiði að hann sé einnig bund- inn af þeim ákvörðunum um þetta efni sem hann hafi tekið utan réttar, svo framarlega sem þeim verði ekki hnekkt af sérstökum ástæðum, svo sem vegna almennra reglna samningsréttar. Sé því haldið fram að engar slíkar ástæður séu fyrir hendi. Stefnandi hafi gengið í einu og öllu frá málum sínum varðandi byggingarlóð þá er hann hafi fengið úthlutað, þannig að bindandi sé. Megi þar m.a. nefna að hann viðurkenni rétt borgarráðs til að skera úr ágreiningi aðila. Þá hafi verið samþykkt breyting á deiliskipulagi til hagsbóta fyrir stefnanda o.fl. lóðareigendur. Loks sé þess að geta að stefnanda hafi verið gefinn kostur á annarri lóð, þ.e. einbýlislóð, en hann hafi hafnað því boði. Sé því ljóst að af hálfu stefnda, Reykjavíkurborgar, hafi ekkert á það skort að staðið væri við allt það gagnvart stefnanda sem hann frekast gat átt von á. Stefnandi hafi haldið því fram að með ákvörðun borgarinnar um greiðslu gatnagerðargjalds fyrir lóð hans hafi á honum verið brotinn sú jafnræðis- regla sem almennt sé skylt að fara eftir. Því fari víðs fjarri, að þessi máls- ástæða stefnanda fái staðist. Stefnandi segir sjálfur, þ.e. í dskj. nr. 8 efst á bls. 2, að hann og tveir aðrir sem lóð fengu á sama stað vilji greiða eins og allir Reykvíkingar hafa þurft að borga fyrir sambærilegar lóðir og húsa- gerð. Hvað sem líði nafngiftunum raðhús og einbýlishús sé enginn vafi á því að með úthlutun lóðar í Laugarásnun til stefnanda hafi honum verið veitt lóð á þeim stað sem eftirsóttastur var í borginni á þeim tíma. Hafi falist í þeirri ákvörðun einni sér ráðstöfun verulegra verðmæta stefnanda í hag. Við bætist að skipulag lóðar þessarar hafi verið með þeim hætti að á margan hátt var líkara einbýlishúsalóð en venjulegri raðhúsalóð. Sé þar átt við stærð lóðar og heimilaða húsbyggingu, mjög lauslega tengingu húsanna gagnstætt því sem venja sé um raðhús, sérstaka skolplögn fyrir hvert hús, húsbreidd meðfram götu o.s.frv. Af óvenjulegum fjölda umsækj- enda um lóðir þessar megi ennfremur marka að hér hafi verið um sérstakar forréttindalóðir að tefla og mætti frekar telja að jafnræðisreglan hefði verið brotin ef stefnanda hefði einungis verið gert að greiða gatnagerðargjald eins og fyrir venjulegt raðhús, t.d. í Breiðholti eða Selási. Þá sé því haldið fram að ákvörðun gatnagerðargjalds fyrir lóð stefnanda fari hvergi í bága við lög nr. 51/1974 og sé í raun í fullu samræmi við megin- reglur þeirra laga. Lóðir þessar hafi um margt verið sérstakar og við frágang þeirra hafi Reykjvíkurborg þurft að leggja í mikinn og óvenjulegan kostnað 470 og sé það í fullu samræmi við lögin um gatnagerðargjald að taka mið af slíkum kostnaði, lóðarstæð o.fl. Samkvæmt öllu því sem hér að framan hafi verið rakið og eins og mál þetta sé lagt fyrir af hálfu stefnanda, komi ekki til álita að unnt sé með dómi að breyta fjárhæð þess gatnagerðargjalds sem hann hafi greitt á sínum tíma athugasemdalaust. Hljóti það að leiða til þess að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Af aðila hálfu var þess ekki óskað að fram færu skýrslutökur fyrir dómi í málinu. IV. Svo sem fram er komið lúta kröfur stefnanda í máli þessu að því að viður- kennt verði með dómi að við ákvörðun gatnagerðargjalds vegna lóðarinnar að Vesturbrún 3, Reykjavík, sem stefnanda var úthlutað, hafi stefnda borið að fara eftir þeim reglum um gjaldtöku, sem fram komi í gjaldskrá borgarstjórnar Reykjavíkur um þátttöku lóðarhafa í kostnaði við holræsa- og gatnagerð. Í gjaldskrá þessari, sem lögð hefur verið fram sem dskj. nr. 5 í málinu, segir svo m.a. Í 2. gr.: „Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingar- kostnaðar pr. rúmmetra, eins og hann er hverju sinni á vísitöluhúsinu skv. útreikningi Hagstofu Íslands, að frádregnum kostnaði við gatnagerð pr. rúmmetra svo sem hér segir: Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu ....................... 14% Raðhús, tvíbýlishús, keðjuhús 2... ess sn 90 ÞJÖLBYNSKS 252 an a ast #00 a 0 2 2 BE a aa 4% ÍÓNAÐAÚS 4 a nað Alltað 5% Vefslunai="óg skrifstöfuhús .. . „0 a að á a a a eð a ba 5% ANNO HÚSÆÐL. 1030, 3 ör tl in, striki á sur A il tar á Bli Á 3 að a 5% Stefnandi byggir á því, að lóð sú er honum var úthlutað falli ekki undir þá skilgreiningu að vera einbýlishúsalóð og hafi því verið óheimilt gagnvart sér að ákveða gatnagerðargjaldið með þeim hætti sem gert var. Af gögnum málsins virðist ljóst að við ákvörðun gatnagerðargjalds af hálfu stefnda vegna lóðar stefnanda hafi verið stuðst við greinda gjaldskrá og þar miðað við gjaldstofn fyrir einbýlishús en ekki keðjuhús eða raðhús. Sam- kvæmt því ber að líta svo á að úrlausnarefni máls þessa sé nánast það, hvort það frávik innan ramma gjaldskrárinnar hafi verið heimilt eða ekki og ber að skoða dómkröfur stefnanda í því ljósi. Framangreind gjaldskrá, sem gatnagerðargjöld til borgarsjóðs Reykjavíkur voru grundvölluð á, var samþykkt í borgarstjórn 15. janúar 1981 og með breytingu 18. febrúar 1982. Gjaldskrá þessi hafði ekki verið staðfest af ráð- herra samkvæmt lögum um gatnagerðargjöld nr. 51/1974 er greind lóðaút- 471 hlutun fór fram, en ekki er byggt á því í málinu að sú staðfesting væri forsenda fyrir töku gatnagerðargjalds. Með aðilum er ekki ágreiningur um það hvort heimilt hafi verið að beita gjaldskrá þessari við ákvörðun gatnagerðargjalds- ins, heldur hvort gjaldið sé réttilega á lagt. Í almennum ákvæðum skilmála fyrir íbúðarbyggð í Laugarási, dskj. nr. 3, kemur fram í grein 1.2.1. að úthlutað verði byggingarrétti fyrir einbýlishús á tveimur svæðum við Austurbrún og Vesturbrún, samtals 30 íbúðir. Þá er tekið fram í skipulagsskilmálum þessum, grein 1.2.2., að flest húsanna á báðum svæðum séu samtengd, tvö til fjögur saman. Á hverri lóð standi eitt íbúðarhús, bílskúr, einkastæði og garðhús tengt íbúðarhúsi. Upphaflega var ráð fyrir því gert að bílskúrar tilheyrandi lóðum 3 og 5 við Vesturbrún væru sambyggðir á sérlóð, en að óskum lóðarhafa var því fyrir- komulagi breytt, sbr. dskj. nr. 22, og bílskúrar látnir mynda samtengingu milli lóðanna 3, 5 og 7 við Vesturbrún. Svo sem rakið hefur verið var gatnagerðargjald vegna lóðar stefnanda ákveðið kr. 247,87 pr. rúmmetra og áætlað kr. 142.932, miðað við einbyýlis- húsataxta samkvæmt fyrrnefndri gjaldskrá. Var sú gjaldtaka samþykkt í borgarráði 20. júlí 1982 samkvæmt tillögu lóðarnefndar Reykjavíkurborgar þar um. Í umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dsk. nr. 9, vegna álagningar gatnagerðargjalda í Laugarási segir svo m.a.: „Skv. skipulagsskilmálum sem samþykktir voru af borgarstjórn nær skipu- lagið til 30 lóða, 300-450 m? að stærð og eru 16 lóðir við Vesturbrún en 14 við Austurbrún. Þegar til ákvörðunar kom hvaða gjaldstofn gatnagerðargjalda skyldi gilda á þessu svæði var litið til heildarsvæðisins, þ.e. samsetningar byggðarinnar. Þrjú hús eru stakstæð, þ.e. standa ein á afmarkaðri lóð, en önnur tengjast með léttri byggingu eða anddyri. Byggingarmagn sérstæðra húsa er þó hið sama og margra annarra og lóðir stakstæðra húsa eru í ákveðn- um tilvikum minni en sambyggðra. Við gatnahönnun hefur verið gert ráð fyrir sérstakri skolpheimæð að hverju húsi en slíkt tíðkast ekki þegar um raðhús er að ræða. Við hönnun raðhúsagatna er yfirleitt ein skolpheimæð sem allir byggjendur raðhúsalengju síðan tengja við. Þá má og geta þess að lóðir sam- byggðra hús eru í sumum tilvikum álíka langar meðfram götu og lóðir sér- stæðra húsa og kostnaður borgarsjóðs af gatnagerð því ekki meiri af lóðum sérstæðra húsa. Sambyggð hús tengjast af léttri byggingu, anddyri en ekki göflum eins og almennt er þegar um raðhús er að ræða“ Ekki liggur fyrir að lögbundin sé skilgreining húsagerðanna, einbýlishús, keðjuhús eða raðhús. Ákvæði 19. gr. reglugerðar um gerð skipulagsáætlana nr. 217/1966, sem fjallar um stærðir lóða eftir húsagerðum og sem stefnandi byggir á, þykir ekki vera afgerandi í þessu efni. Hvort íbúðarhús er stakstætt eða öðru tengt að einhverju leyti kann að skipta máli við mat á sérstöðu þess, en önnur atriði kunna einnig að skipta máli í því sambandi. 472 Þegar litið er til þeirra skipulagsskilmála, sem fyrir lágu varðandi úthlutun greindra lóða og þeirra atriða sem til álita komu við ákvörðun gatnagerðar- gjaldsins samkvæmt framansögðu, verður ekki talið að stefndi hafi með þeirri gjaldtöku sinni farið út fyrir þau mörk sem heimil voru samkvæmt fyrrnefndri gjaldskrá. Þá verður ekki annað séð en ákvörðun um fjárhæð gatnagerðargjalds- ins hafi verið tekin með lögformlegum hætti af þar til bæru stjórnvaldi, sbr. 3. mgr. 32. gr. og 36. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 58/1961, sbr. og 2. mgr. 25. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 140/1964, er í gildi var á þessum tíma. Verður því ekki talið að ákvörðun gatna- gerðargjaldsins með þessum hætti hafi verið óheimil. Fram er komið að Reykjavíkurborg hefur um árabil m.a. bundið lóðaúthlutun því skilyrði að greitt væri tiltekið gatnagerðargjald sem ákveðið hefur verið ein- hliða af hálfu borgarinnar. Var sá háttur á hafður í því tilfelli sem hér um ræðir. Í skilmálunum vegna úthlutunar lóða í Laugarási kemur fram í grein 1.2.6. að úthlutun falli sjálfkrafa úr gildi ef gatnagerðargjald og önnur tilskilin gjöld væru ekki greidd innan tilskilins frests. Í úthlutunarbréfinu til stefnanda, dags. 21. júlí 1982, var kveðið á um upphæð gatnagerðargjaldsins sem stefnanda bar að ganga frá innan mánaðar frá dagsetningu úthlutunarbréfsins. Þá var tekið fram í bréfi þessu að greiðsla áætlaðs gatnagerðargjalds væri um leið viður- kenning lóðarhafa á því að hann hafi kynnt sér ítarlega alla skilmála sem varða lóðina og ennfremur að hann hafi samþykkt að hlíta þeim, sbr. og grein 1.2.10. í greindum skilmálum. Ekki liggur annað fyrir en stefnandi hafi greitt gatnagerðargjaldið í sam- ræmi við þá gjalddaga sem ákveðnir voru af Reykjavíkurborg og þar með undirgengist fjárhæð gjaldsins og þá skilmála aðra er greinda lóðaúthlutun varðaði. Komst þannig á samningssamband milli aðila varðandi lóðina að Vesturbrún 3, Reykjavík. Hefur og öll framganga og umleitun stefnanda gagn- vart stefnda utan réttar vegna máls þessa verið í fullu samræmi við það samn- ingssamband aðila. Sé til alls þess litið er að framan greinir, þykja engan veginn efni til að fallast á málsástæður og dómkröfur stefnanda í máli þessu og ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Eggert Ólafsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsuppsaga hefur dregist vegna embættisanna dómarans. Dómsorð: Stefndi, borgarstjórinn í Reykjavík f.h. Reykjavíkurborgar, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Guðmundar R. Bjarnleifssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 473 Mánudaginn 30. mars 1987. Nr. 95/1986. Ingólfur Arnarson (Þórólfur Kr. Beck hrl.) gegn Kolbrúnu Ingimarsdóttur sín vegna og f.h. ófjárráða barna sinna Ingimars Arnar Ingólfs Rúnars og Guðrúnar Ingélfsbarna Hrönn Ingólfsdóttur (Þorsteinn Júlíusson hrl.) og dómsmálaráðherra og fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs (Gunnlaugur Claessen hrl.) Stjórnsýsla. Barnalög. Meðlag. Gjafvörn. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Bjarni K. Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson og Þór Vilhjálmsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 14. mars 1986. Hann krefst þess, „að stefndu þoli að felldur verði úr gildi með dómi úrskurður dómsmálaráðuneytisins dags. 19. júní 1984“ og að stefndu verði in solidum dæmd til að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að áfrýj- andi verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. Aðrir stefndu krefjast staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað fyrir Hæsta- rétti eins og málið væri ekki gjafvarnarmál, en þeir fengu gjafvörn fyrir Hæstarétti með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins dag- settu 9. febrúar 1987. Stefnda Hrönn Ingólfsdóttir varð fjárráða eftir uppsögu héraðs- dóms og hefur því sjálf tekið við forræði málsins hér fyrir dómi. Í VII. kafla laga nr. 39/1921 um stofnun og slit hjúskapar var 474 fjallað um lögskilnað. Í 2. mgr. 79. gr. sagði svo: „Nú hafa hjón gert samning um framfærslu barna sinna, og getur þá einnig stjórnarráðið breytt þeim samningi, ef hagur foreldranna hefir breytzt, eða ef ætla má að breyting verði börnunum til bóta.“ Lög nr. 39/1921 voru felld úr gildi með lögum nr. 60/1972 um stofn- un og slit hjúskapar. Í hinum nýju lögum er hins vegar ekki að finna neitt ákvæði samsvarandi ákvæði 2. mgr. 79. gr. laga nr. 39/ 1921. Dómsmálaráðuneytið gaf hinn 18. apríl 1978 út leyfisbréf til lög- skilnaðar milli áfrýjanda og stefndu Kolbrúnar Ingimarsdóttur með þeim skilmálum, sem hjónin höfðu gert samning um 4. apríl 1978. Í barnalögum nr. 9/1981 segir í 22. gr.: „Staðfestur samningur um framfærslueyri, sbr. 21. gr., er því ekki til fyrirstöðu, að valdsmaður skipi máli annan veg en samningur kveður á um, enda telji hann að aðstæður hafi breyst verulega eða samningur gangi í berhögg við þarfir barns“ Með bréfi til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 9. apríl 1984 óskaði Kolbrún Ingimarsdóttir þess, að það úrskurðaði, að áfrýjandi greiddi þrefalt meðlag með börnum þeirra. Með úrskurði 19. júní 1984 mælti ráðuneytið svo fyrir með tilvísun til 22. gr. barnalaga, að áfrýjandi skyldi greiða konunni tvöfalt meðal- meðlag með börnunum fjórum, uns þau næðu fullum 18 ára aldri. Er það þessi úrskurður, sem mál þetta snýst um. Hér fyrir dómi byggir áfrýjandi kröfur sínar eins og í héraði á því í fyrsta lagi, að eftir 1. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 hafi dóms- og kirkjumálaráðuneytinu verið óheimilt að byggja á ákvæðum IV. kafla barnalaga og kveða upp úrskurðinn 19. Júní 1984, þar sem ráð- neytið hafi með því beitt dómsvaldi. Hvað sem líður heimild dómstóla til að fjalla um gildi hins umdeilda úrskurðar eða endurskoða niður- stöðu hans, verður ekki talið, að það sé andstætt stjórnarskránni að fela stjórnvöldum að taka ákvarðanir þær sem mælt er fyrir um í IV. kafla barnalaga. Verður krafa áfrýjanda því ekki tekin til greina á þessum grundvelli. Þá byggir áfrýjandi á því, að úrskurður eftir 22. gr. barnalaga verði ekki upp kveðinn nema sýnt sé fram á, að aðstæður hafi breyst verulega. Fallast ber á það með héraðsdómi, að úrskurður sé heimill eftir lokaákvæði 22. gr., þ.e. vegna þarfa barns án tillits til breyttra 475 aðstæðna. Verður krafa áfrýjanda því ekki tekin til greina á þessum grundvelli. Áfrýjandi rökstyður kröfur sínar einnig með því, að gallar hafi verið á undirbúningi hins umdeilda úrskurðar og á formi hans. Eru rök áfrýjanda nánar rakin í héraðsdómi. Fallast ber á það sem þar segir um röksemdirnar og verður krafa áfrýjanda ekki tekin til greina á grundvelli þeirra. Ennfremur heldur áfrýjandi því fram, að ráðuneytið hafi brostið vald til að kveða upp hinn umdeilda úrskurð, þar sem valdsmaður sé nefndur í 22. gr. barnalaga, en það orð verði ekki notað um ráðu- neytið. Þó að fallast megi á það með áfrýjanda, að orðið valds- maður, sem oft er notað í barnalögunum, taki ekki í mæltu máli yfir ráðuneytið, og þótt í 3. mgr. 16. gr. laganna sé gerður munur á ráðuneytinu og valdsmanni, verður að fallast á það með héraðs- dómara, að í 22. gr. merki hið umdeilda orð m.a. ráðuneytið. Byggist það á venju um framkvæmd sifjaréttarmála og því, hvert er hlutverk ráðuneytisins Í afgreiðslu mála á þessu sviði. Áfrýjandi heldur því fram að taka beri tillit til þess, að börnum þeirra Kolbrúnar Ingimarsdóttur var, þegar hjónaskilnaður varð, afhentur þriðjungur fasteignarinnar Þrastaness 22 sem fyrirfram greiddur arfur. — Í 23. gr. 1. mgr. barnalaga er ráðagerð um, að greidd sé „fúlga til þess að fullnægja framfærsluskyldu“. Ekki verður séð að 1978 hafi eignarhlutinn, er til barnanna gekk, verið tengdur framfærslúskyldu foreldranna og því síður áfrýjanda sér- staklega. Hlýtur afhendingin þó með öðru að koma til athugunar þegar metið er hvort samningurinn frá 1978 gangi í „berhögg við þarfir barns“ skv. 22. gr. barnalaganna. Gögn þau um fjárhag áfrýjanda, sem lögð hafa verið fyrir dóm- stólana, sýna að það gengur í berhögg við þarfir barna hans og stefndu Kolbrúnar að binda framfærslueyri frá honum við meðal- meðlag. Eru ekki efni til að taka til greina dómkröfur áfrýjanda. Verður héraðsdómur staðfestur. Rétt er að málskostnaður falli niður fyrir Hæstarétti. Allur gjafvarnarkostnaður stefndu Kolbrúnar, Hrannar, Ingimars Arnar, Ingólfs Rúnars og Guðrúnar greiðist úr ríkissjóði, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs talsmanns þeirra, sem þykja hæfilega ákveðin 80.000,00 krónur. 476 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafvarnarkostnaður stefndu Kolbrúnar Ingimarsdóttur persónulega og fyrir hönd Ingimars Arnar Ingólfssonar, Ingólfs Rúnars Ingólfssonar og Guðrúnar Ingólfsdóttur og gjafvarnar- kostnaður Hrannar Ingólfsdóttur greiðist úr ríkissjóði, þar á meðal laun skipaðs talsmanns þeirra, Þorsteins Júlíussonar hæstaréttarlögmanns, 80.000,00 krónur. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. desember 1985. I. Mál þetta, sem dómtekið var 6. desember sl., hefur Ingólfur Arnarson tannlæknir, nnr. 4175-8672, Hamraborg 4, Kópavogi, höfðað fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur með stefnu birtri 17. desember 1984 á hendur dómsmála- ráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Kolbrúnu Ingimarsdóttur nnr. 5661-9437, Þrastanesi 22, Garðabæ, persónulega og f.h. ófjárráða barna sinna Hrannar f. 21. apríl 1968, Ingimars Arnar f. 19. október 1969, Ingólfs Rúnars f. 28. október 1970 og Guðrúnar f. 31. október 1974, allra Ingólfs barna Arnarsonar. Dómkröfur stefnanda eru þær að felldur verði úr gildi með dómi úrskurður dómsmálaráðuneytisins dags. 19. júní 1984 svohljóðandi: „Kolbrún Ingimarsdóttir, Þrastanesi 22, Garðakaupstað, hefur farið þess á leit með bréfi, dags. 9. apríl sl., að fyrrverandi eiginmanni hennar Ingólfi Arnarsyni, Hamraborg 4, Kópavogi, verði gert að greiða henni þrefalt meðalmeðlag með börnum þeirra, Hrönn f. 21. apríl 1968, Ingimar Erni, f. 19. október 1969, Ingólfi Rúnari f. 28. október 1970 og Guðrúnu f. 31. október 1974, á þeirri forsendu að tekjumunur sé verulegur. Einnig vísar konan til 14. gr. barnalaga nr. 9/1981, til stuðnings kröfu sinni. Maðurinn gerði grein fyrir afstöðu sinni til erindis konunnar með bréfi, dags. 11. maí sl., þar sem hann hafnar breytingum á skilnaðarsamkomulagi aðila, dags. 4. apríl 1978. Jafnframt vísar hann máli sínu til stuðnings í 20. sbr. 24. gr. barnalaga nr. 9/1981. Ingólfur Arnarson og Kolbrún Ingimarsdóttir fengu leyfisbréf til lög- skilnaðar, útgefið hinn 18. apríl 1978 í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Til grundvallar skipan forsjár barna þeirra og tilhögun meðlagsgreiðslna með þeim lá skilnaðarsamkomulag, dags. 4. apríl 1978. Samkvæmt sam- 477 komulaginu átti maðurinn að greiða konunni tvöfalt meðalmeðlag með hverju barni í 12 mánuði frá 1. apríl 1978, en einfalt meðlag með hverju barni eftir það. Að athuguðu máli og með vísan til 22. gr. barnalaga nr. 9/1981 er hér með ákveðið að maðurinn greiði konunni tvöfalt meðalmeðlag með börn- unum Hrönn, Ingimar Erni, Ingólfi Rúnari og Guðrúnu, hverju um sig uns þau ná fullum 18 ára aldri. Meðlagið greiðist fyrirfram 1. hvers mánaðar en áfallið meðlag þegar í stað. Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 19. júní 1984“ Ennfremur er þess krafist að stefndu verði in solidum dæmd til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt gjaldskrá LMFÍ og aukatekjulögum, en fjármálaráðherra sé stefnt í málinu f.h. ríkissjóðs vegna kröfu um máls- kostnað. Stefndu dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs krefjast aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans að mati réttarins, en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. Þá er þess krafist að eftirfarandi ummæli stefnanda á bls. 10 í stefnu verði ómerkt: að „látið hafi verið undan undirróðri pólitísks þrýstihóps“ og bls. 7 „er slíkur úrskurður ráðuneytisins til hennar (sic) mestu hneisu“. Stefnda Kolbrún krefst fyrir sína hönd og barna sinna sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans skv. gjaldskrá LMFÍ, eins og málið væri ekki gjafvarnarmál, en stefnda fékk gjafvarnarleyfi með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins dags. 11. apríl 1985. Stefnandi krefst sýknu af kröfu um ómerkingu framangreindra ummæla. Sættir hafa verið reyndar árangurslaust. II. Stefnandi kveður málsatvik vera þau að stefnandi og stefnda Kolbrún hafi gengið í hjúskap í september 1967. Hafi þau eignast börnin Hrönn, Ingimar Örn, Ingólf Rúnar og Guðrúnu. Þau hafi aflað verulegra eigna í hjúskap þessum, svo sem fram komi á dskj. nr. 3, og skattskýrslum. Aðaleignir hafi verið glæsilegt einbýlishús í Arnarnesi, Range-Rover bifreið o.s.frv. Á árinu 1978 hafi hjúskap aðilja verið slitið. Mjög verulegur ágreiningur hafi orðið með aðiljum um skiptingu eigna og skulda, með hvaða hætti hagir barna þeirra skyldu tryggðir og með hvaða móti aðiljar leystu af hendi fram- færsluskyldu sína gagnvart börnunum. Blandist inn í þessi mál sá misskilningur konunnar að aflahæfni mannsins vegna tannlæknismenntunar hans skyldi koma til skipta í búinu sem eign þess. Viðhorf mannsins hafi í upphafi verið þau að skipta bæri eignum til helminga, en konan muni hafa krafist nærfellt allra eigna búsins. Að 478 samningsgerð þessari hafi staðið af hálfu mannsins Þórólfur Kristján Beck en af hálfu konunnar Jónas Aðalsteinsson hrl., og hafi kröfur aðilja og staða mála verið ítarlega ræddar þeirra á milli og ennfremur milli aðilja sjálfra. Forsendur fyrir gerð skilnaðarsamnings aðilja hafi því verið einkar ljósar, ekki síst með hvaða hætti framfærsla barnanna skyldi leyst og þau atriði raunar ein meginforsendan fyrir samningsgerðinni allri. Efni skilnaðarsamnings aðilja, sem undirritaður var Í apríl 1978, hafi í meginatriðum verið á þá lund að nærfellt allar eignir búsins skyldu ganga til konunnar til tryggingar framfærslu barnanna og hennar. Sérstaklega hafi verið um samið að tvöfalt meðlag skyldi greitt með börnunum í skamman tíma og félli síðar niður, en að öðru leyti hafi framfærsla þeirra verið miðuð við efnahag foreldra og að fullu tryggð af hálfu mannsins með eignaskiptingunni sjálfri og ráðstöfun eigna til konunnar. Til fullnaðartryggingar að þessu leyti hafi 4 hluti fasteignarinnar að Þrastanesi 22 verið gerður að eign barnanna. Þarna hafi og öðrum þræði verið um að ræða dánarráðstafanir á miklum verðmætum. Ingólfur Arnarson hafi árið 1979 gengið að eiga Halldóru Þorvaldsdóttur og átt með henni soninn Örn Haukstein, f. 17. janúar 1980. Hjúskap þeirra hjúskaparslita liggi fyrir á dskj. nr. 13. Ljóst sé af samningi þessum að fjár- hagur stefnanda hafi alls ekki breyst til hins betra, heldur þvert á móti, einkum þegar tekið sé tillit til þess að hann sé nú maður kominn á miðjan aldur og óvíst um að heilsa og starfsþrek endist. Kolbrún Ingimarsdóttir hafi frá skilnaði þeirra hjóna búið að Þrastanesi 22 með börnum þeirra hjóna. Eftir skilnaðinn hafi hún gengið í hjúskap með Magnúsi Sigurðssyni en þeim hjúskap hafi lokið með skilnaði. Eigi virðist hafa verið hirt um að afla samnings vegna þeirra hjúskaparslita af hálfu dóms- málaráðuneytis. Kolbrún og seinni maður hennar hafi búið að Þrastanesi 22. Ekki hafi Kolbrún greitt börnum sínum leigu fyrir þann þriðjung hússins sem sé í þeirra eign. Ekki sé vitað til að fjárhagur Kolbrúnar hafi versnað frá því að þau Ingólfur skildu. Hún muni nýverið hafa keypt sér nýja bifreið. Hún muni að undanförnu hafa verið í heilsdagsstarfi, en úrskurður ráðuneytisins muni m.a. vera á því byggður að henni væri slíkt ókleift að eigin sögn. Frá því að þau Kolbrún skildu hafi Ingólfur lagt verulega með börnum sínum umfram umsamdar meðlagsgreiðslur. Hafi yfirleitt verið þannig að þessu staðið að hann hafi lagt til leikföng, fatnað og ýmsa dýrari hluti og búsmuni samkvæmt óskum og ábendingum Kolbrúnar. Hafi þarna verið um að ræða mjög veruleg fjárframlög, t.d. dýr reiðhjól, hljómflutningstæki, tölvur, ferðapeninga o.s.frv. Vísist um framlög þessi til dskj. nr. 9. Framlög þessi séu samkvæmt þeirri meginreglu sem lagareglur um framfærslu geri ráð 479 fyrir í frjálsu formi án afskipta hins opinbera. Til þeirra verði að taka fyllsta tillit við ákvarðanatöku samkvæmt barnalögum. Málsástæður og lagarök stefnanda séu þessi: Með 20. gr. barnalaga nr. 9/1981 sé valdsmanni fengið í hendur af löggjaf- anum vald til að breyta meðlagsúrskurði, komi fram um það rökstudd beiðni, enda sé sýnt fram á að hagir foreldra eða barns hafi breyst. Samkvæmt 24. gr. s.1. gildi reglur IV. kafla laganna einnig um ákvarðanir um framfærslueyri með börnum við skilnað. Hafi ráðuneytið litið svo á að með þessu móti sé því fengið dómsvald til að kollvarpa samningum um mjög stórvægileg fjárhagsatriði, þ.e. samn- ingum um eignaskipti og með hvaða hætti hjón sjái börnum sínum farborða og leysi af hendi framfærsluskyldur sínar gagnvart börnum sínum við hjú- skaparslit. Stefnandi líti svo á að dómsmálaráðuneytinu beri samkvæmt lögum að vísa slíkum ágreiningsefnum um meðlög frá afgreiðslu í ráðuneyti og til afgreiðslu dómstóla, þar sem ljóst sé að við eignaskipti hafi verið tekið fullnaðartillit til framfærsluþarfar og framfærsluskyldu með stór- vægilegu framlagi eigna í þessu augnamiði. Slík mál séu í innsta eðli sínu dæmigerð dómsmál sem framkvæmdavaldshafa beri ekki að afgreiða. Sé það skynsamlegastur og nærtækastur skilningur á lagaákvæðum þessum, að undirskilið hafi verið af hálfu löggjafarvaldsins að slík dæmigerð dóms- mál sættu eigi efnisafgreiðslu hjá valdsmanni eða í dómsmálaráðuneytinu heldur gengju til dómstóla eðlis síns vegna. Sé enn brýnni ástæða til slíkrar málsmeðferðar í tilvikum, þar sem lagagrundvöllur hafi gerbreyst frá því að skilnaður fór fram. Verði hins vegar eigi fallist á þennan skilning sé vörn á því reist að lög- gjafinn hafi með setningu 20., 22. og 24. gr. barnalaga nr. 9/1981 brotið í bága við þrískiptingu valdsins með því að fá handhafa framkvæmdavalds í hendur úrlausn um málefni, sem sé í eðli sínu óumdeilanlegt dómsmál. Sé málsvörn á því reist að nefnt lagaákvæði fái eigi samræmst löggjafarhug- taki því sem 2. gr. stjórnarskrárinnar byggi á og að ákvæðið sé reist á ómál- efnalegu löggjafarmati og því að engu hafandi sem réttarheimild. Alkunna sé að málsmeðferð fyrir dómstólum sé mun vandaðri og tryggari en hjá stjórnvöldum. Sé ljóst að með því að fela framkvæmdavaldshöfum fullnaðarúrlausn um slíkan réttarágreining sé réttaröryggi þegnanna alls ekki nægilega tryggt, svo sem á daginn hafi komið í þessu máli. Sé t.d. enn ekki vitað með vissu hvort ráðuneytið hafi orðið við óskum annars aðiljans um öflun tiltekinna grundvallargagna varðandi málið eða eigi. Ljóst megi vera að hér sé um svo alvarlega atlögu að ræða að þrískiptingu valdsins og grundvelli lýðræðislegrar stjórnskipunar að dómstólar geti eigi vikið sér undan þeirri skyldu sinni að ógilda slíka löggjöf og beina lög- gjafanum inn á réttar brautir á ný með slíkri ógildingu. 480 Stefnandi byggi í þriðja lagi á því að ógilda beri úrskurð ráðuneytisins, þar sem virtar hafi verið að vettugi grundvallarreglur stjórnarfarsréttar um máls- meðferð hjá stjórnvöldum og að stjórnvaldsákvörðuninni sé stórlega ábóta- vant að formi til. Sé mjög ljóst að misbrestir þessir hafi haft mjög óheilla- vænleg áhrif á tök stjórnvaldsins á viðfangsefni sínu og loks á sjálfa niður- stöðuna. Skuli í þessu sambandi eftirtalin atriði nefnd: a. Aðiljum hafi eigi verið gefinn kostur á að gæta réttar síns með nægilega tryggum hætti. Svonefnd andmælaregla, sbr. dóm Hæstaréttar frá 11. nóv- ember 1980 í málinu nr. 66/1978: Félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og hreppsnefnd Fellahrepps, f.h. hreppsins gegn Halldóri Vilhjálms- syni, hafi verið þverbrotin við meðferð málsins. b. Leynd hafi hvílt yfir því hvaða gögn hafi legið frammi er úrskurður var kveðinn upp. Ætli stefnandi að gögn hafi verið lögð fram af hálfu gagnaðila í málinu án þess að stefnanda hafi verið kynnt þau og gefinn kostur á að tjá sig um þau gögn. c. Úrskurðurinn sé með öllu órökstuddur. Engrar viðleitni gæti í úrskurð- inum til að upplýsa á hvaða staðreyndum sé byggt og að hvaða leyti hagir foreldris séu taldir hafa breyst og þaðan af síður með hvaða hætti sönnur hafi verið færðar að meintum breytingum af hálfu sóknaraðila. Eigi sé heldur getið um hvort byggt sé á að samningur gangi í berhögg við þarfir barna sbr. 24. gr. d. Samkvæmt lögum nr. 9/1981 hafi mál þetta eigi sætt umfjöllun réttra stjórnvalda. Samkvæmt lögunum skuli valdsmaður, (bæjarfógeti, sýslu- maður) úrskurða í málum þessum á frumstigi. Samkvæmt lögum sé þessi úrskurður (niðurlagsákvæði 16. gr.) kæranlegur til dómsmálaráðuneytisins. Hér sé um að ræða lögboðna kæruleið frá lægra stjórnvaldi til æðra stjórn- valds, sem ekki hafi verið farin. Sé ljóst að með þessari kæruleið frá lægra stjórnvaldi til æðra stjórnvalds sé ætlunin að tryggja hlutaðeigendum réttar- öryggi. Dómsmálaráðuneytinu hafi borið að vísa þessu máli frá sér til valds- manns. e. Formskilyrða þeirra er í 16. gr. barnalaga greini hafi eigi verið gætt. Í fjórða lagi byggi stefnandi á því að fyrirliggjandi stjórnvaldsúrskurður sé að niðurstöðu til svo óljós, að hann beri að ógilda sem stjórnvalds- ákvörðun. Sé úrskurðurinn tæpast framkvæmanlegur og með öllu óljóst hve mikið eigi að greiða og frá hvaða tíma. Samkvæmt 20. og 22. gr. barnalaga sé réttarstaðan í máli þessu sú að það sé sóknaraðilja (konunnar) að sýna fram á að hagir foreldra eða barns hafi breyst og að upplýsa hverjir þeir hafi verið og í hverju breytingin sé fólgin. Þessari lögbundnu réttar- og sönnunarstöðu eigi ekki að vera unnt að breyta með því að kveða upp rangan og nánast óundirbúinn stjórnvalds- úrskurð. Sönnunarskyldan verði ekki flutt með þessu móti frá konu til 481 manns. Með skírskotun til þessa skuli sérstaklega áréttað að í reynd eigi sönnunarbyrðin eða afsönnunarbyrðin í máli þessu alls ekki að hvíla á stefn- anda um að hagir foreldra hafi ekki breyst eða stjórnvaldsúrskurður sé efnislega rangur, heldur sé það þvert á móti varnaraðilja konunnar, eða ráðuneytisins að sýna fram á fyrir dóminum að svo sé, eins og ákvæði IV. kafla barnalaga bjóði. Helstu efnisannmarkar stjórnvaldsúrlausnar þeirrar, sem til umfjöllunar sé í máli þessu, séu þessir hinir helstu: a. Úrskurðurinn sé alls ekki reistur á þeim lögbundnu forsendum, sem hann beri að grundvalla á. Í úrskurðinum komi fram, að meginforsenda hans sé sú, að „Tekjumunur sé verulegur“. Ekki að hagir foreldra hafi breyst verulega, sem sé hið lögbundna skilyrði fyrir slíkri ákvörðun sbr. 20. gr. barnalaga nr. 9/1984. Ljóst sé að tekjumunur hafi alla tíð verið mjög verulegur og hafi skiln- aðarsamningur þeirra hjóna og ákvæði hans um framfærslu einmitt verið á því reistur. Forsendur fyrir samningsgerðinni hafi að þessu leyti alls ekki breyst og hagir foreldranna og barna raunar ekki heldur. b. Ljóst sé að hagir stefnanda hafi versnað til muna frá því samningur um hjúskaparslit var gerður. Stefnandi eigi nú fleiri börn og hafi auknar framfærsluskyldur að því leyti, bæði umsamdar og eins í formi frjálsra framlaga. Tekjur stefnanda hafi lækkað hlutfallslega frá því sem áður var. Ekki hafi verið haft fyrir því að afla haldbærra upplýsinga um fjárhag konunnar. c. Ekki hafi verið tekið neitt tillit til mjög verulegra frjálsra framlaga föður til framfærslu barnanna. d. Með hinum tvöföldu meðlögum halli ráðuneytið stórlega á yngsta barn stefnanda, Örn Haukstein. Með fyrra skilnaðarsamningi hafi erfða- réttur Arnar Hauksteins eftir föður sinn verið skertur mjög verulega gagn- vart öðrum systkinum. Sé í hæsta máta annarlegt að hið háa dómsmála- ráðuneyti auki nú enn á mismunun þessa bæði gagnvart erfðum og einnig hvað framfærslu varði. e. Tvöfallt meðalmeðlag með fjórum börnum nemi nú hátt í mánaðar- laun löglærðs fulltrúa hjá ríkinu. Ekki leiki nokkur vafi á að breytingu á meðlagsgreiðslu í slíku tilviki beri samkvæmt fyrirliggjandi lagatexta að ákveða í hlutfalli við þá breytingu og bata, sem orðið hafi á högum beggja aðilja. Miðað við þær upplýsingar, sem fyrir liggi í málinu um breytingar á högum aðilja megi ætla að hámarkshugmyndir þær um hækkun, er ráðu- neytismenn hefðu getað fengið, hefðu numið í allra hæsta lagi ca. 4-5% af umsömdum greiðslum, en lækkun hefði þó verið nær lagi miðað við hinar upphaflegu tekjuforsendur. Úrlausnin sé að þessu leyti til einnig í algerri andstöðu við þær lögbundnu forsendur sem miða beri við. 31 482 Ummæli þau sem krafist sé ómerkingar á séu almenns eðlis og ekki hafi verið færð rök að því að þau séu ósæmileg. Stefnda Kolbrún lýsir málavöxtum á þann veg að hún hafi fyrir hjúskap sinn með stefnanda á árinu 1967 komið sér upp talsverðum eignum, aðallega með aðstoð foreldra sinna. Hafi hún átt íbúð í blokk að Hraunbæ 6 og lóð að Haukanesi 51, Garðabæ. Stefnandi hafi á þessum tíma verið nemi í Háskóla Íslands og hjá honum hafi átt sér stað lítil eignamyndun. Fljótlega eftir að hann lauk námi og kvæntist stefndu hafi hann komið sér upp tann- læknastofu, og hafi þá eignir þessar að hluta runnið. til þeirrar fjár- mögnunar sem þar hafi verið nauðsynleg. Við hjúskaparslit stefnanda og stefndu hafi verið gerður skilnaðarsamn- ingur, þar sem eignaskipting var á þá leið að í hlut stefndu komu húseign búsins og önnur bifreiðin, en í hlut stefnanda komu tannlæknastofan, bankainnstæður og yngri og jafnframt stærri bifreiðin. Skuldum hafi aðilj- ar skipt á milli sín. Í samningnum hafi verið kveðið á um að 4 hluti húseignarinnar skyldi greiðast fjórum börnum hjónanna sem fyrirfram greiddur arfur. Það muni hafa komið í hlut stefndu að greiða fasteignagjöld og viðhaldskostnað vegna hluta barnanna í eigninni. Í samningnum hafi verið kveðið á um að stefn- andi greiddi tvöfalt meðalmeðlag með börnunum í eitt ár en einfalt meðlag eftir það. Því sé mótmælt, sem stefnandi haldi fram, að stærsti hluti eign- anna hafi gengið til stefndu til framfærslu hennar og barnanna. Þá sé áréttað mikilvægi þess að halda eignaskiptingu skilnaðarsamningsins aðgreindri frá þeim ákvæðum samningsins, sem lúti að framfærslu barn- anna. Forsendur við samningsgerðina varðandi síðasttalda atriðið muni hafa verið þær að tryggja ætti framfærslu barnanna með hinu tvöfalda meðlagi í eitt ár eftir skilnað. Önnur ákvæði samningsins, sem að börnunum lúti, séu síðan ákvæðin um greiðslu hins fyrirfram greidda arfs. Eftir skilnaðinn hafi stefnda búið áfram að Þrastanesi 22 með börnunum fjórum sem lutu forsjá hennar. Í desember 1979 hafi hún gifst Magnúsi Sigurðssyni en þeim hjúskap hafi lokið með skilnaði í mars 1980. Með stefndu og Magnúsi hafi verið gerður kaupmáli og við skilnað þeirra hafi komið þær eignir í hlut hvors um sig sem þau höfðu lagt til búsins. Stefnda hafi ekki unnið utan heimilis meðan hún var í hjúskap með stefn- anda og eftir skilnaðinn hafi henni verið örðugt um vik að afla tekna með eigin vinnu. Börnin hafi þarfnast umönnunar og þær tekjur, sem stefnda hefði hugsanlega getað aflað, hefðu ekki hrokkið til að greiða fyrir barna- gæslu. Á árinu 1979 hafi stefnda reynt vinnu utan heimilis og hafi hún þá starfað hjá Ferðamiðstöðinni hf. Börnin hafi þá verið í gæslu hjá móður stefndu sem búi skammt frá henni. Þetta fyrirkomulag hafi ekki gengið upp enda móðir stefndu að mestu bundin við hjólastól vegna veikinda. 483 Börnin séu öll í skóla og afli því ekki tekna sjálf nema að takmörkuðu leyti á sumrin. Þær tekjur, sem heimili stefndu hafi haft, séu því eingöngu mæðralaun og meðlagsgreiðslur stefnanda og hafi í reynd ekki dugað til framfærslu heimilisins. Stefnda hafi í raun notið mikils fjárhagsstuðnings frá foreldrum sínum. Árið 1983 hafi hún þurft að taka skammtímalán í bönkum. Á árinu 1984 hafi hún farið fram á úrskurð dómsmálaráðuneytisins um að stefnandi greiddi þrefalt meðalmeðlag með börnunum. Þessi krafa stefndu hafi verið tekin til greina að hluta með úrskurði ráðuneytisins um tvöfalt meðlag þann 19. júní 1984. Stefnandi hafi ekki sinnt greiðsluskyldu samkvæmt úrskurð- inum. Eftir að úrskurður dómsmálaráðuneytisins gekk hafi stefnda hafið störf sem læknaritari á Landsspítalanum. Það sé rangt sem haldið sé fram af hálfu stefnanda, að stefnda hafi keypt sér nýja bifreið. Stefnda hafi á síðastliðnu ári selt Wartburg bifreið árgerð 1982 á kr. 85.000,00 og keypt notaða bifreið Fiat Panda, árgerð 1983, á kr. 138.000,00, en foreldrar stefndu hafi lagt til mismuninn. Sýknukröfu sína byggir stefnda á því að úrskurður meðstefnda sé ekki haldinn neinum annmörkum sem leiða eigi til ógildingar hans. Engir form- legir eða efnislegir gallar séu á úrskurðinum. Mótmælt sé öllum fullyrðingum stefnanda þess efnis, að dómsmálaráðu- neytið hafi ekki verið til þess bært að kveða upp úrskurðinn. Ákvæði 1. nr. 9/1981 mæli ótvírætt fyrir um úrskurðarvald ráðuneytisins og verði ekki séð að þau ákvæði brjóti í bága við stjórnarskrá. Einnig sé mótmælt þeim yfirlýsingum stefnanda um að óeðlilegum að- ferðum hafi verið beitt við málsmeðferð í ráðuneytinu, svo og fullyrðingum stefnanda um formgalla á úrskurðinum. Af hálfu stefnanda sé því haldið fram að efnisleg tök meðstefnda, dóms- málaráðuneytisins, séu í mótsögn við ákvæði barnalaga. Þessu sé eindregið mótmælt. Þau ákvæði laganna, sem hér eigi við, séu 20. og 22. gr. Skv. 22. gr. geti valdsmaður, í þessu tilviki dómsmálaráðuneytið, úrskurðað á annan veg en samningur kveði á um, gangi samningurinn í berhögg við þarfir barnsins. Ljóst sé að með samningi stefndu og stefnanda við skilnað þeirra hafi framfærsla barnanna ekki verið tryggð á þann hátt sem lög stóðu til. Varðandi þann hluta samningsins, sem fjallaði um að börnin fengju fyrir- fram greiddan arf, þá sé hér að sjálfsögðu um erfðagerning að ræða en ekki framfærslugerning. Af samningnum verði ekkert ráðið um meðlagsgreiðslur í öðru formi en greint hafi verið frá hér að framan. Í 14. gr. barnalaga segi beinlínis að framfærslu barna skuli haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum 484 barna. Í þessu felist að tekjuháir foreldrar skuli leggja hærri fjárhæðir til framfærslu en tekjulágir foreldrar. Skattframtöl aðilja sýni að stefnandi hafi haft margfaldar tekjur á við stefndu. Á þessum staðreyndum og lagarökum hljóti úrskurðurinn að vera grundvallaður. Mótmælt sé að meðlagsgreiðslur stefnanda með barni af síðara hjóna- bandi hafi þýðingu í þessu máli. Af hálfu stefndu dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs er því haldið fram að óþarft sé að stefna fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs eingöngu vegna kröfu stefnanda um málskostnað, og beri að taka tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar. Sýknukröfu sína byggja þessir stefndu á því að á úrskurði þeim, er stefn- andi krefst ógildingar á, séu engir þeir annmarkar að formi eða efni er leitt geti til ógildingar hans. Þeirri málsástæðu stefnanda að dómsmálaráðuneytið hafi brostið vald til að taka málið til umfjöllunar, þar sem í samningi á dskj. nr. 3 hafi verið blandað saman ákvörðun um meðlag og eignaskipti og beri í þeim tilvikum að leggja málefnið undir úrlausn dómstóla, sé alfarið vísað á bug. Samkvæmt |. nr. 9/1981 beri valdsmanni að úrskurða endanlega um meðlagsfjárhæð sbr. 17. gr. (sic), og skv. 22. sbr. 24. gr. hafi hann heimild til að ákveða aðra tilhögun meðlagsgreiðslu en um sé samið, telji hann að aðstæður hafi breyst verulega eða samingur gangi í berhögg við þarfir barns. Alveg sé því ljóst að dómstóla bresti lögsögu til að ákveða meðlagsfjár- hæð, þótt þeir séu bærir til að fjalla um hver áhrif það hafi á efni samnings- ins að öðru leyti að tilhögun meðlagsgreiðslna sé breytt. Það væri því með öllu út í hött og andstætt lögum ef stjórnvöld synjuðu að taka til umfjöllunar og úrlausnar beiðni um breytingu á áður gerðum samningi um framfærslu- eyri með börnum skv. heimild í 22. gr. barnalaga, ef því væri borið við að eignaskipti hafi blandast inn í ákvörðun meðlagsgreiðslna eða fram kæmi í samhengi að svo hafi verið gert. Stefnandi staðhæfi að eignaskipti hafi blandast inn í ákvörðun meðlags í skilnaðarsamningi hans og stefndu Kolbrúnar. Í samningnum séu skil- merkilega aðgreind eignaskipti milli hjónanna og greiðsla framfærslueyris með börnunum. Staðhæfingar um að fyrirframgreiðslu arfs til barnanna af hálfu þeirra beggja eigi að skoða sem meðlagsgreiðslu af hans hendi sé fráleit og án lagastoðar. Að öðru leyti sé ekki til að dreifa í samningnum afhendingu eigna til barnanna. Þá haldi stefnandi því fram að ráðuneytinu hafi verið óheimilt að taka málið til meðferðar á þeim grundvelli að það hefði fyrst átt að koma til umfjöllunar á lægra stjórnstigi og sú úrlausn væri síðan kæranleg til dóms- málaráðuneytisins. Í barnalögum sé hugtakið „valdsmaður“ hvergi skilgreint né kveðið á um, 485 hver fjalla skuli um beiðni skv. 22. gr. barnalaga um breytingu á umsömdum framfærslueyri. Í samræmi við áratugalanga venju hafi ráðuneytið fjallað um málið, þar sem um hafi verið að ræða framfærslueyri sem ákveðinn hafi verið í tilefni lögskilnaðar og ekkert í barnalögunum renni stoð undir að löggjafinn hafi ætlað að skipa málum að þessu leyti á nýjan veg. Stefn- andi búi við þann misskilning að óheimilt sé skv. 22. gr. barnalaga að breyta meðlagsákvörðun, nema því aðeins að aðstæður hafi breyst. Samkvæmt þeirri grein geti valdsmaður jafnframt kveðið á um framfærslueyri á annan veg en staðfestur samingur standi til, telji hann að samningur gangi í berhögg við þarfir barns. Ljóst sé að samningurinn hafi ákveðið lægri meðlagsfjárhæð en valds- maður hefði úrskurðað stefnanda til að greiða, þegar menntun hans og staða sé virt, hefði málið komið til úrskurðar að þessu leyti hjá stjórnvöldum við lögskilnað. Sé litið til tekna stefnanda síðustu tvö árin og reyndar allar götur frá skilnaði og félagslegra aðstæðna hans, sé alveg ljóst að hann uppfylli ekki framfærsluskyldur sínar að lögum gagnvart börnum sínum, eins og þau eigi rétt til, með greiðslu á einföldu meðlagi, þó slíkt kynni að vera fullnægjandi framfærsluefnd hjá tekjulágum almennum verkamanni. Samningurinn gangi því augljóslega í berhögg við þarfir barnanna. Tæki- færisgjafir stefnanda breyti engu um þennan annmarka á samningum. Staðhæfingum stefnanda um formgalla á úrskurðinum sé harðlega mót- mælt sem röngum, órökstuddum og vanreifuðum. Stefnandi hafi fengið tækifæri til og hafi tjáð sig um beiðni meðstefndu Kolbrúnar. Engum gögn- um hafi verið leynt fyrir honum. Eftirtalin gögn hafi verið til staðar í ráðu- neytinu og liggi þau öll frammi í máli þessu, bls. 2 grg.: leyfisbréf til lög- skilnaðar (dskj. nr. 5), endurrit úr hjónaskilnaðarbók Garðakaupstaðar (dskj. nr. 15 og 16), sáttavottorð (dskj. nr. 17), skilnaðarkjarasamningur (dskj. nr. 3). Bréf meðstefndu Kolbrúnar ásamt útreikningum (dskj. nr. 6). Vottorð Tryggingastofnunar ríkisins (dskj. nr. 18), skattframtöl meðstefndu Kolbrúnar 1983 og 1984 (dskj. nr. 19 og nr. 20). Bréf dómsmálaráðuneytisins til stefnanda dags. 12/4 1984 og 8/5 1984 (dskj. nr. 7 og nr. 21). Bréf stefn- anda dags. 11/5 1984 (dskj. nr. 8) ásamt fylgiskjölum (öllum á dskj. nr. 9): skattframtöl 1979-1984, kvittanir f. meðlagsgreiðslum jan. - mars 1979, kvittanir f. skipulagsgjaldi og kvittanir f. hljómflutningstækjum. Úrskurð- urinn sé auðskiljanlegur og rökstuddur á þann hátt sem venja standi til um slíka úrskurði. Að lögum séu ekki gerðar frekari kröfur. Stefnandi byggi ennfremur á því að regla barnalaganna samrýmist ekki „lagahugtaki“ stjórnarskrárinnar og sé andstæð þrískiptingu valdsins og beri að ógilda lagasetninguna. Nánari útlistun af hálfu stefnanda á því hvaða skilning hann leggi í „lagahugtak“ skorti, en með engu móti fáist séð að þessi rök hans hafi neina stoð og séu reyndar fráleit. Misskilnings 486 gæti hjá stefnanda að dómstólar ógildi lagasetningu sem andstæð sé stjórn- arskrá. Til þess hafi þeir ekki lögsögu, þó þeim séu gagnvart slíkri löggjöf tiltæk úrræði sem leiði til svipaðrar niðurstöðu, þar sem dómstólar virði þau að vettugi sem réttarheimild. Sú staðhæfing stefnanda um að dómsmálaráðuneytið hafi hallað á yngsta son stefnanda, Örn Haukstein, bæði að því er taki til arfs og meðlags, sæti furðu. Stefnanda megi vera um það kunnugt að enginn sé bær til að ákveða eða greiða því barni fyrirfram arf eftir hann nema hann sjálfur. Sé á það barn hallað í því tilliti, þá sé það vegna þess að stefnandi halli á það sjálfur. Um meðlag sé það að segja að ráðuneytið úrskurði ekki breytingar á ákvörðuðu meðlagi ex officio, en beiðni um breytingu á þeirri ákvörðun hafi ekki komið fram frá þar til bærum aðilja. Sé stefnanda í raun umhugað um að ekki sé hallað á þetta barn hans í þessu tilliti, fáist ekki annað séð en hann geti vandræðalaust kippt því í liðinn með samkomulagi við forráðamenn þess barns. Krafa um ómerking ummæla, sem fram komi í stefnu, byggist á því að ummæli þessi séu ósönn og ósæmileg. HI. Stefnandi flokkar málsástæður sínar í fjóra meginþætti, og verður hér fjallað um hvern þátt fyrir sig, eins og þeir koma fyrir í stefnu. I) Stefnandi heldur því fram að með 20. gr. barnalaga nr. 9/1980, sbr. 24. gr. s.1., telji dómsmálaráðuneytið sig hafa fengið dómsvald til að kollvarpa samningum um stórvægileg fjárhagsatriði aðilja. Skilningur stefnanda er hins vegar sá að dómsmálaráðuneytinu beri samkvæmt lögum að vísa slíkum ágreiningsefnum um meðlög til afgreiðslu dómstóla, enda hafi við eignaskipti aðilja verið tekið fullnaðartillit til framfærsluþarfar og framfærsluskyldu. Fyrir liggur að aðiljar gerðu með sér skilnaðarsamning við lögskilnað, þar sem m.a. var kveðið á um framfærslu barna þeirra, sbr. dskj. nr. 3, og kom því ekki til þess að kveðinn væri upp meðlagsúrskurður á því stigi. 20. gr. barna- laga, sem stefnandi vísar til, á því ekki við í þessu tilviki, heldur 22. gr. sbr. 24. gr. s.1., sem fjallar um heimild til að breyta staðfestum samningi um fram- færslueyri, og er vísað til þeirrar greinar í úrskurði dómsmálaráðuneytisins sem hér er deilt um. Skilyrði 22. gr. til þess að breyta megi slíkum samningi eru þau að valdsmaður telji að aðstæður hafi breyst verulega eða samningur gangi í berhögg við þarfir barns. Valdsmaður hefur því ótvíræða lagastoð til þess að endurskoða og breyta umsömdum framfærslueyri. Ákvæði um að málinu skuli háttað á annan veg, ef talið sé að við eignaskipti hafi verið full- nægt að einhverju leyti eða öllu framfærsluskyldu, er ekki að finna í lögum. Verður því ekki fallist á þennan skilning stefnanda. 487 2) Stefnandi telur að 20., 22. og 24. gr. barnalaga brjóti í bága við 2. gr. stjónarskrárinnar um þrískiptinu ríkisvaldsins. Barnalög nr. 9/1981 eru sett á stjórnskipulegan hátt. Sambærileg ákvæði við 20., 22. og 24. gr.laganna var að finna að meginstefnu til í eldri lögum. Stefn- andi hefur ekki fært að því haldbær rök á hvern hátt lagaákvæði þessi brjóta í bága við ofangreint stjórnarskrárákvæði og er því ekki fallist á þennan skilning stefnanda. 3) Stefnandi heldur því fram að virtar hafi verið að vettugi grundvallar- reglur stjórnarfarsréttar um málsmeðferð sem hann telur nánar upp í staf- liðum a-e) hér að framan. a-b) Stefnandi heldur því fram að aðiljum hafi eigi verið gefinn kostur á að gæta réttar síns með nægilega tryggum hætti og að leynd hafi hvílt yfir gögnum. Við yfirheyrslur fyrir dómi þann 6. desember sl. skýrði stefnandi svo frá, að hann hefði fengið bréf frá ráðuneytinu, þar sem hann hefði verið boðaður í ráðuneytið og gert að hafa meðferðis skattskýrslur. Hafi krafa stefndu Kol- brúnar um hækkun meðlags komið fram í bréfinu. Þá kom fram að stefnanda var kynnt greinargerð konunnar, dskj. nr. 6, og honum var jafnframt gefinn kostur á að leggja fram greinargerð, sem hann og gerði, sbr. dskj. nr. 8, og er honum þar gefinn kostur á að tjá sig um kröfur konunnar og gera grein fyrir félagslegum og fjárhagslegum högum sínum. Ennfremur kveðst hann hafa rætt við fulltrúa í ráðuneytinu. Í greinargerð stefnda dómsmálaráðherra eru talin upp þau gögn sem til staðar voru í ráðuneytinu er úrskurður var upp kveðinn, og hefur það ekki verið véfengt af hálfu stefnanda undir rekstri málsins. Af framansögðu þykir sýnt að stefnanda var gefinn kostur á að gæta réttar síns og kynna sér gögn sem frammi lágu. c) Í barnalögum nr. 9/1981 er ekki kveðið sérstaklega á um að úrskurðir um breytingu á framfærslueyri skuli vera rökstuddir. Hins vegar verður að gera þær kröfur, þegar svo mikilvægum málum er ráðstafað, að aðiljum megi vera ljóst af úrskurðinum á hverju hann byggir. Í umdeildum úrskurði er gerð stutt grein fyrir kröfu konunnar og á hverju hún byggir, svo og andmælum manns- ins og vísað tillaga. Þá er gerð stutt grein fyrir tilhögun meðlagsgreiðslna skv. skilnaðarsamningi. Í niðurstöðu segir síðan: „Að athuguðu máli og með vísan til 22. gr. barnalaga nr. 9/1981 er hér með ákveðið ...í“. Telja verður að stefnanda megi vera nægilega ljóst á hverju úrskurðurinn er byggður, enda hefur komið fram að honum voru ljós þau gögn sem stuðst var við svo og kröfugerð konunar. Þykir úrskurðurinn, eins og hann liggur fyrir, nægilega rökstuddur. Hins vegar ber málatilbúnaður stefnanda það með sér að misskilnings gæti hjá honum varðandi lagaákvæði það sem heimilar breytingu á samingi um skilnaðarkjör. Stefnandi vísar í 20. gr. 488 barnalaga eins og áður greinir, en í úrskurðinum er skýrt tekið fram að stuðst sé við 22. gr. laganna, þar sem m.a. kveðið er á um að nægilegt sé að samningur teljist ganga í berhögg við þarfir barna. Er ljóst að úr- skurðurinn byggir á því atriði. d) Samkvæmt 24. gr. barnalaga lýtur ákvörðun á framfærslueyri með börnum við skilnað foreldra ákvæðum IV. kafla laganna eftir því sem við getur átt. Stefnandi byggir á því að samkvæmt 3. mgr. 16. gr. laganna hafi málið eigi sætt umfjöllun réttra stjórnvalda. Grein þessi hljóðar svo: „Aðiljar þeir, er greinir í 23. gr. 2. mgr., geta skotið úrskurði valdsmanns um meðlag til dómsmálaráðuneytisins innan 3 mánaða frá því að úrskurður gekk. Úrskurður ráðuneytisins er fullnaðarúrskurður um fjárhæð meðlags“ Ekki verður fallist á það, að 2. mgr. 23. gr. eigi við um aðilja þessa máls, þar sem sérstakt ákvæði er um breytingu á framfærslusamningi í 22. gr. laganna, sbr. það sem áður segir. Er því ekki fallist á þessa málsástæðu stefn- anda. e) Fallast má á það með stefnanda að formskilyrða |. mgr. 16. gr. |. nr. 9/1981 hafi ekki verið nægilega gætt í úrskurðinum, og er það ámælisvert. Hins vegar þykja ekki efni til að ógilda úrskurðinn af þeim sökum, þar sem líta verður svo á að aðiljar séu í honum nægilega tilgreindir þannig að ekki verði um villst við hverja sé átt. 4) Varðandi gildistöku úrskurðarins segir svo í niðurstöðu hans: „Að athuguðu máli og með vísan til 22. gr. barnalaga nr. 9/1981, er hér með ákveðið ...“. Síðan segir: „Meðlagið greiðist fyrirfram 1. hvers mánaðar en áfallið meðlag þegar í stað“ Samkvæmt orðanna hljóðan er kveðið svo á í úrskurðinum að meðlagið ákveðist frá uppkvaðningardegi hans 19. júní 1984. Úrskurðurinn er því ekki óljós að niðurstöðu til. Í stafliðum a-e), sem stefnandi fellir undir fjórða þátt málsástæðna sinna, rekur hann ýmsa efnisannmarka sem hann telur vera á úrskurðinum og valdi því að hann beri að ógilda. Samkvæmt staflið a) virðist stefnandi byggja á því, að ekki sé unnt að breyta samkomulagi um meðlagsgreiðslur, nema sýnt sé fram á að hagir foreldra eða barna hafi breyst, sbr. það sem segir um meðlagsúrskurð í 20. gr. barnalaga. Áður hefur verið fjallað um þetta atriði og er vísað til þess. Eins og fram kemur undir málsástæðu 3 hér að framan, þykir upplýst að stefnandi fékk tækifæri til að koma að öllum gögnum og skýra mál sitt, áður en úrskurður var upp kveðinn, og að farið var að lögum við upp- kvaðningu hans. Vangaveltur stefnanda um frjáls framlög hans til barnanna, skertan erfðarétt yngsta barns stefnanda af síðara hjónabandi, svo og saman- burður við tekjur löglærðs fulltrúa hjá ríkinu eru ekki til þess fallnar að ógilda beri úrskurðinn. 489 Með vísan til framanritaðs ber að sýkna stefndu af öllum kröfum stefn- anda í máli þessu. Eftirfarandi ummæli stefnanda bls. 10 í stefnu: „látið hafi verið undan undirróðri pólitísks þrýstihóps“ eru ósönnuð og þykja ósæmileg og ber að ómerkja þau. Eftirfarandi ummæli bls. 7 í stefnu: „Er slíkur úrskurður ráðuneytinu til hinnar mestu hneisu“, eru óviðeigandi og málinu í sjálfu sér óviðkomandi, en ekki þykja efni til að ómerkja þau. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Gjafvarnarkostnaður stefndu Kolbrúnar, kr. 60.000,00, greiðist úr ríkis- sjóði og rennur til skipaðs talsmanns hennar, Helga V. Jónssonar hrl. Sigríður Ólafsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Kolbrún Ingimarsdóttir, persónulega og fyrir hönd ófjár- ráða barna sinna, Hrannar, Ingimars Arnar, Ingólfs Rúnars og Guðrúnar og dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, skulu vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Ingólfs Arnarsonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafvarnarkostnaður stefndu Kolbrúnar Ingimarsdóttur, kr. 60.000,00 greiðist úr ríkissjóði og rennur til skipaðs talsmanns hennar Helga V. Jónssonar hrl. 490 Mánudaginn 30. mars 1987. Nr. 166/1986. Sigurður Brynjólfsson og Kristín Stefánsdóttir (Valgeir Kristinsson hrl.) gegn Guðrúnu Siguróladóttur (Brynjólfur Kjartansson hrl.) Upphafstími vaxta. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. maí 1986. Þeir krefjast þess, að stefndu verði gert að greiða þeim 36.426,09 krónur með ársvöxtum svo sem hér segir: 46% frá 15. janúar 1981 til 28. febrúar s.á., 42%0 frá þeim degi til 30. maí s.á., 37% frá þeim degi til 31. október 1982, 4590 frá þeim degi til 20. september 1983, 37% frá þeim degi til 20. október s.á., 3600 frá þeim degi til 20. nóvember s.á., 32%0 frá þeim degi til 20. desember s.á., 25% frá þeim degi til 20. janúar 1984, 19% frá þeim degi til 1. september s.á., 2590 frá þeim degi til 1. febrúar 1985, 369 frá þeim degi til 1. mars s.á., 32%0 frá þeim degi til stefnubirtingardags, 20. júní 1985, og með dómvöxtum eins og þeir eru á hverjum tíma frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast þeir þess, að vextir bætist við höfuðstól á 12 mánaða fresti við útreikning vaxta. Til vara krefjast áfrýjendur staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti bæði í aðal- og varakröfu. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Eins og mál þetta liggur fyrir Hæstarétti þá er ágreiningsefnið hér eingöngu upphafstími vaxta, en áfrýjendur krefjast vaxta frá afhendingardegi íbúðarinnar 15. janúar 1981. Fallast ber á það með héraðsdómi, að ósannað sé að áfrýjendur hafi gert ákveðna kröfu um greiðslu fyrr en með bréfi lögmanns þeirra 19. apríl 1985. Ber að staðfesta héraðsdóminn með vísan til 491 forsendna hans, en vegna vaxtaákvæða dómsins er tekið fram, að málinu er ekki gagnáfrýjað og stefnda krefst staðfestingar dómsins. Eftir þessum úrslitum verða áfrýjendur dæmdir til að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti og ákveðst hann 20.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Áfrýjendur, Sigurður Brynjólfsson og Kristín Stefánsdóttir, greiði stefndu, Guðrúnu Siguróladóttur, 20.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. mars 1986. Mál þetta, sem dómtekið var þann 21. mars sl., hafa Sigurður Brynjólfs- son, nnr. 7846-5581, og Kristín Stefánsdóttir, nnr. $784-5791, bæði að Smárahlíð 2 D, Akureyri, höfðað með stefnu birtri 20. júní 1985 á hendur Guðrúnu Siguróladóttur, Vesturbergi 48, Reykjavík, nnr. 3300-5113. Dómkröfur stefnenda eru þær, að stefndu verði gert að greiða þeim „kr. 36.426,09 með 4600 ársvöxtum frá 15.1. 1981 til 28.2. s.á., með 42% árs- vöxtum frá þeim degi til 30.5. 1981, með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 31.10. 1982, með 45%0 ársvöxtum frá þeim degi til 20.9. 1983, með 37% ársvöxtum frá þeim degi til 20.10. s.á., með 36% ársvöxtum frá þeim degi til 20.11. s.á., með 3290 ársvöxtum frá þeim degi til 20.12. s.á., með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 20.1. 1984, með 19% ársvöxtum frá þeim degi til 1.9. s.á., með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 1.2. 1985, með 36% árs- vöxtum frá þeim degi til 1.3. s.á., með 32% ársvöxtum frá þeim degi til stefnubirtingardags og með dómvöxtum eins og þeir eru á hverjum tíma frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu skv. gjald- skrá LMFÍ. Vextir bætist við höfuðstól á 12 mánaða fresti við útreikning vaxta“ Af hálfu stefndu er sótt þing og þær dómkröfur gerðar, að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefnenda og dæmdur málskostnaður úr þeirra höndum in solidum að mati dómsins. Sátt hefur verið reynd án árangurs. Tildrög máls þessa eru þau að með samningi, dags. 21. janúar 1981, seldi stefnda stefnendum þriggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsinu nr. 2D við Smárahlíð á Akureyri. Íbúðin er á annarri hæð og var seld tilbúin undir tréverk með tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum. Kaupsamn- 492 ingurinn var byggður á kauptilboði, dags. 19. janúar 1981, og var afhending miðuð við 15. janúar 1981. Í kaupsamningi er eftirfarandi ákvæði um kaupverðið: „Umsamið kaupverð alls hins selda eru kr. 210.000,00 — tvö hundruð og tíu þúsund krónur 00/100 — sem kaupandi skuldbindur sig til að greiða þannig: 1. Greiðir við undirskrift kaupsamnings ............... kr. 20.000,00 2. Greiðir hinn 15. febrúar 1981 .......0000.0.0000... kr. 60.000,00 3. Greiðir hinn 15. maí 1981 ........00000 000... kr. 20.000,00 4. Greiðir hinn 15. september 1981 ..............0.... kr. 20.000,00 5. Greiðir hinn 15. desember 1981 .........00..00.0.0.0.. kr. 10.000,00 6. Greiðir hinn 15. apríl 1982 .......00.%0 00. vn... kr. 22.000,00 7. Greiðir hinn 15. júní 1982 .......0000.0 0000... kr. 22.253,36 8. Kaupandi tekur að sér að greiða skuld við Veðdeild Landsbanka Ísl. skv. veðbr. dags. 23/6'78, 11/1278 og 28/6'79, upphaflega að fjárhæð kr. 36.000,00 en nú að eftir- STÖÓVUM .......c kr. 3S.746,64 Lánið er vísitölutryggt Samtals kr. 210.000,00 Stefnendur halda því fram að löngu eftir gerð kaupsamningsins hafi þeir komist að því að yfirtekin skuld við Veðdeild Landsbanka Íslands nam kr. 72.172,73 en ekki kr. 35.746,64, eins og samningar sögðu til um. Þetta séu kr. 36.426,09 hærra en um var samið og vilja þeir að stefnda greiði sér þá upphæð. Halda þau því fram að þau hafi verið leynd því hver var raunveruleg staða þessara verðtryggðu lána á kaupsamningsdegi. Segjast þau ekki hafa upp- götvað þetta fyrr en þau töldu fram til skatts á árinu 1983. Hafi þeim þá fundist veðdeildarlánin há og hafi farið að athuga málið og komist að því sanna í viðtölum við starfsfólk veðdeildarinnar. Af hálfu stefnenda eru kröfur þeirra byggðar á meginreglum samningalaga og kröfuréttar. Með kaupsamningi hafi stefnendur tekið að sér að greiða verð- tryggt lán að fjárhæð kr. 35.746.64, auk hækkana á vísitölu eftir yfirtöku lánsins. Vísitöluálag sem stafi af hækkunum á verðlagi fyrir gerð kaupsamn- ings hafi þau hins vegar ekki tekið að sér að greiða samkvæmt réttum skilningi á kaupsamningi. Telja verði að stefnda hafi átt að upplýsa stefnendur um raunverulega stöðu lána mað áföllnum verðbótum. Þetta hafi verið vanrækt og því beri stefndu að greiða þeim stefnufjárhæðina. Af hálfu stefndu er eftirfarandi grein gerð fyrir málsástæðum: „Sýknukröfur stefndu eru byggðar á því aðallega að stefnendur hafi tekið á sig áfallnar verðbætur á skuldinni við Veðdeild Landsbanka Íslands, enda er þess getið í kaupsamningi aðila að skuldin sé vísitölutryggð. Stefnendum var því þetta alla tíð ljóst, enda greiddu þeir afborganir, vexti og vísitölu 1981, 1982 493 og 1983 og hreyfðu ekki athugasemdum fyrr en með innheimtubréfi á dskj. nr. 7 hinn 19.4. 1985. Skuldaskilum og uppgjöri milli aðila lauk með útgáfu afsals á dskj. nr. 5 hinn 4.1. 1982 en við það uppgjör hreyfðu stefnendur engum mótmælum. Til vara er því haldið fram að hafi krafa stofnast þá sé hún niður fallin vegna tómlætis og fyrningar, en fyrningarfrestur hafi byrjað að líða við afhendingu íbúðarinnar og sé hann 4 ár, en í síðasta lagi 1.5. 1981 við fyrsta gjalddaga sem kaupendur áttu að greiða af láninu. Hvað varðar tómlæti er vísað til þess sem sagt er um aðalmálsástæðu:“ Þá mótmælir stefndi upphafstíma vaxtakröfu stefnenda. Fyrir dóm hafa komið stefnandi Sigurður Brynjólfsson, stefnda, Guðrún Siguróladóttir, eiginmaður stefndu, Jóhann Halldórsson, lögmennirnir Jón Kr. Sólnes og Gunnar Sólnes. Fram kom að stefnda var flutt til Reykjavíkur þegar salan átti sér stað og að maður hennar kom íbúðinni í sölu símleiðis til lögmannanna Gunnars og Jóns Kr. Sólnes. Hvorki stefnda né eiginmaður hennar vita hvaða skjöl lágu frammi við söluna og halda því fram að lögmennirnir hafi séð um að útvega þau, þ.á m. varðandi veðdeildarlán það sem hér er til umræðu. Segir eigin- maður stefndu að lánið hafi á þessum tíma verið í vanskilum hjá þeim og hafi Gunnar Sólnes séð um innheimtu þess hjá þeim hjónum fyrir Landsbankann. Þau hafi enga kvittun fengið þessa vegna fyrr en eftir söluna þegar þau gerðu upp við Gunnar Sólnes. Sú kvittun hafi aðeins verið frá lögmanninum. Þau hafi aldrei séð um að greiða af láninu. Sigurður Brynjólfsson kvaðst hafa gengið eftir því við samningsgerðina í hverju þetta lán stæði nákvæmlega og hver kjör væru á því. Hafi honum þá verið gefin upp sú tala sem í samningnum stendur og því bætt við að það væri vísitölutryggt. Hann kvaðst hafa greitt fyrstu greiðslu af láninu í maí 1981, þ.e. að segja þann hluta afborgunar og vaxta sem stefnendum tilheyrðu. Hann kveðst hafa greitt þennan hluta í Landsbankanum á Akureyri, en ekki fengið kvittun, þar sem gefin var upp staða lánsins eftir greiðslu, enda hafi þetta verið fyrir afsal og lánið á nafni seljanda. Hann hafi aðeins farið í bankann og sagst ætla að greiða sína mánuði af gjaldfallinni upphæð og hafi það verið auðsótt. Fyrstu tilkynningu um lánið fái hann senda í maí 1982. Þar hafi staðið í hverju lánið stóð og í hverju það mundi standa eftir greiðslu. Honum hafi fundist þetta hátt en ekki áttað sig á því að þetta væri of hátt miðað við kaupsamning. Á þessu hafi hann fyrst áttað sig í sambandið við framtal 1983 vegna tekna ársins 1982. Gunnar og Jón Kr. Sólnes segjast ekki vita betur en kaupendum hafi verið gerð grein fyrir því við gerð kaupsamnings hver var staða lána með uppreiknuðum verðbótum. Þeir segja að ekki hafi verið venja að reikna upp vísitölutryggð lán á þessum tíma. Þeir muna ekki hvort kvittanir fyrir veðdeildarlánum lágu frammi við samningsgerð. 494 Lögmenn aðila eru sammála um að það sé fyrst vegna greiðslna 1981 að veðdeildin fari að gefa út kvittanir sem þá, sem frammi liggur á dómskj. 13 og sýnir uppreiknaðar eftirstöðvar láns. Ljósrit þetta fékk lögmaður stefnanda hjá Veðdeild Landsbankans. Sundurliðaðar greiðslutilkynningar segja lög- mennirnir að hafi ekki verið gefnar út fyrr en síðar. Álit dómsins: Aðilar deila um hver eigi að greiða hækkanir vegna verðtryggingar á lánum við Veðdeild Landsbanka Íslands fram að kaupsamningsdegi 21. janúar 1981. Þeir eru um það sammála, enda liggur frammi um það vottorð veðdeildar- innar, að lánið hafi þá numið að uppreiknuðum eftirstöðvum kr. 72.172,73. Í kaupsamningi aðila um íbúðina að Smárahlíð 2D, Akureyri, segir að kaup- verðið sé kr. 210.000,00 og að kaupandi taki að sér að greiða skuld við Veðdeild Landsbanka Íslands, skv. verðbréfum dags. 23. júní 1978, 11. desember 1978 og 28. júní 1979, upphaflega að fjárhæð kr. 36.000,00 en nú að eftirstöðvum kr. 35.746,64. Lánið sé vísitölutryggt. Munur uppreiknaðra lána á kaupdegi og uppgefinnar stöðu lána nemur þannig samtals kr. 36.426,09 og er það stefnu- fjárhæðin. Í kaupsamningi er þannig tilgreint heildarverð eignarinnar og fjárhæð þeirra veðskuldabréfa við Landsbanka Íslands sem stefnendur tóku að sér. Orðalag kaupsamningsins gefur þannig ekki til kynna að fjárhæð bréfanna sé hærri og að kaupverðið sé hærra. Stefnendur máttu því gera ráð fyrir að það væri ein- vörðungu sú vísitöluhækkun sem á bréfin gat fallið frá dagsetningu kaupsamn- ings, sem þeir voru að taka að sér, með því að sagt er Í samningnum að lánið sé vísitölutryggt, sbr. 4. gr. Í. nr. 47/1938. Gegn fullyrðingum þeirra er það ósannað að það hafi legið fyrir við gerð kaupsamnings, hvert var þá uppreiknað verðgildi bréfanna. Af þessu leiðir að rétt þykir að taka kröfu stefnenda til greina, enda verður ekki talið að úrslit málsins velti á því að þau hafi vanrækt að hafa uppi sjónarmið sín um uppgjör veðskulda nógu tímanlega. Dráttur varð á því að stefnendur hefðu uppi kröfu sína á hendur stefndu. Ósannað er að skýr krafa hafi borist stefndu frá stefnendum fyrr en með bréfi lögmanns þeirra frá 19. apríl 1985. Vaxtakröfu er að öðru leyti ekki sérstaklega mótmælt. Þykir með tilvísun til þessa mega dæma stefnendum vexti eins og í kröfu þeirra greinir frá þessum tíma. Samkvæmt þessari niðurstöðu þykir rétt að stefnda greiði stefnendum máls- kostnað sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 21.000,00. Hrafn Bragason borgardomari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnda, Guðrún Siguróladóttir, greiði stefnendum, Sigurði Brynjólfs- syni og Kristínu Stefánsdóttur, kr. 36.426,00 með 32% ársvöxtum frá 19. 495 apríl 1985 til stefnubirtingardags 20. júní 1985, en með dómvöxtum skv. l. nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags og kr., 21.000,00 í máls- kostnað. Heimilt er að bæta vöxtum við höfuðstól á 12 mánaða fresti við útreikning vaxta. Mánudaginn 30. mars 1987. Nr. 109/1987. Ákæruvaldið gegn Halldóri Lárusi Péturssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 26. þ.m. er barst Hæstarétti sama dag. Hann krefst þess að úrskurðurinn verði felldur úr gildi eða gæsluvarðhaldsvist stytt. Greinargerð hefur ekki borist af hálfu ákæruvalds. Með skírskotun til raka hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Mál þetta er ófyrirsynju kært til Hæstaréttar. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 25. mars 1987. Ár 1987, miðvikudaginn 25. mars er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Höllu Bachmann Ólafsdóttur fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. RLR hefur krafist þess að framlengt verði með úrskurði gæsluvarðhald það er Halldóri Lárusi Péturssyni var gert að sæta með úrskurði sakadóms 496 Reykjavíkur uppkveðnum 18. mars sl., en rennur út Í dag kl. 17:00, til fimmtu- dagsins 18. júní nk. kl. 17:00, vegna gruns um brot kærða gegn 254 gr. laga nr. 19, 1940. Málavextir: RLR hefur undanfarið unnið að rannsókn á þjófnuðum sem framdir hafa verið í Reykjavík þar sem miklum verðmætum hefur verið stolið. Verulegur hluti þýfis hefur fundist, en grunur leikur á að hluti þess sem ekki hefur komið í leitirnar hafi verið komið í verð. Rökstuddur grunur er fyrir því að Halldór Lárus Pétursson, kærði í máli þessu, hafi fengið skartgripi úr innbrotum þessum í viðskiptum sínum við þá sem að þeim stóðu. Kærði hefur hins vegar alfarið neitað að svo sé og verulegt ósamræmi er í framburði hans og annarra í málinu. Brot það sem kærði er grunaður um getur varðað fangelsisrefsingu sam- kvæmt 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Brotaferill kærða er samfelldur frá 1973 varðandi hegningarlagabrot og brot á ávana- og fíkniefnalögum frá 1981. Samkvæmt sakavottorði kærða hefur hann níu sinnum verið uppvís að hegningarlagabrotum og verið dæmdur í fangelsi í samtals 3 ár og 235 daga fyrir brot á hegningarlögum og ávana- og fíkniefnalögum. Kærði hefur áfrýjað til Hæstaréttar Íslands tveimur dómum sakadóms Reykjavíkur. Fyrri dómurinn var dæmdur 18.12. 1986 og hlaut kærði 3 mán- aða fangelsi. Síðari dómurinn var dæmdur 2. febrúar 1987 og var kærði þá einnig dæmdur í 3 mánaða fangelsi, en báðir dómarnir voru vegna hegningar- lagabrota. Samkvæmt upplýsingum ríkissaksóknara verða mál kærða tekin fyrir í Hæstarétti í lok apríl. Í sakadómi Reykjavíkur er ódæmd ákæra á hendur kærða, þar sem hann er ákærður fyrir brot gegn 254 gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þá er til meðferðar hjá embætti ríkissaksóknara kærumál á hendur honum vegna fíkniefnamáls. Svo sem rakið hefur verið er kærði síbrotamaður og hefur verið í afbrotum frá unga aldri. Veruleg hætta er á að kærði haldi áfram afbrotum meðan málum hans er ólokið. Þegar allt framanritað er virt þykir rétt að taka kröfu RLR til greina með vísan til 5. tl. 67. gr. laga nr. 74, 1974, og ákveða að kærði sæti gæsluvarðhaldi áfram en þó eigi lengur en til mánudagsins 18. maí nk. kl. 17:00. Úrskurðarorð: Kærði, Halldór Lárus Pétursson, sæti gæsluvarðhaldi til mánudagsins 18. maí 1987 kr. 17:00. 497 Þriðjudaginn 31. mars 1987. Nr. 165/1986. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði f.h. bæjarsjóðs Hafnarfjarðar (Valgeir Kristinsson hrl.) gegn Erlendi Erlendssyni og gagnsök og til réttargæslu Hermanni Sigurðssyni Ragnheiði Hermannsdóttur Lovísu Hermannsdóttur Böðvari Hermannssyni Þórunni Hermannsdóttur Haraldi Hermannssyni og Herdísi Hermannsdóttur (Guðjón Steingrímsson hrl.) Lóðarleigusamningur. Eignarnámsbætur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Þ. Torfason, Þór Vilhjálmsson og Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. maí 1986. Dómkröfur hans eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda og dæmdur málskostnaður úr hans hendi bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 8. júlí 1986. Hann gerir þær dómkröfur, aðallega, að aðaláfrýjanda verði gert að greiða 3.007.537,00 krónur með dómvöxtum frá 10. apríl 1986 til greiðsludags svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þá krefst hann þess, að aðaláfrýjanda verði gert að greiða dómvexti af dæmdum málskostnaði í héraði frá 10. apríl 1986 til greiðsludags. Til vara krefst gagnáfrýjandi þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og aðaláfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Í lóðarleigusamningnum frá 4. ágúst 1933 segir m.a.: „Lóðin er 32 498 leigð til 50 ára..“ Þetta ákvæði ber að skýra í samhengi við eftirfarandi ákvæði samningsins: „Að þessum 50 árum liðnum, skal fara fram nýtt mat á lóðarleigunni:“ Þegar þetta er haft í huga, verður að leggja þann skilning í samninginn að hann sé ótímabundinn en 50 ára tímabilið taki einungis til leigugjaldsins. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með skírskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir þessum málalokum verður aðaláfrýjandi dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, er ákveðst 170.000,00 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Aðaláfrýjandi, Bæjarstjórinn í Hafnarfirði f.h. Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar greiði gagnáfrýjanda, Erlendi Erlendssyni 170.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara. Gagnáfrýjandi reisir kröfu sína um eignarnámsbætur fyrir land- spildu þá sem málið fjallar um á leigusamningi, dags. 4. ágúst 1933, milli Jóhannesar J. Reykdals á Setbergi sem leigusala og S.R. Kamp- manns lyfsala í Hafnarfirði sem leigutaka. Leiguréttindin fékk gagn- áfrýjandi framseld með afsalsbréfum, dags. 5. mars 1966, 2. júlí 1966 og 3. febrúar 1971, en áður höfðu orðið aðiljaskipti að þeim nokkrum sinnum. Í afsalsbréfunum 5. mars 1966 og 3. febrúar 1971 til gagn- áfrýjanda er vísað til samningsins frá 4. ágúst 1933 og gagnáfrýjandi sagður hafa kynnt sér hann. Í hinum umrædda samningi segir svo um leigutíma: „Lóðin er leigð til 50 ára, þannig að leiguliði hefur rétt til að selja og veðsetja afnotarétt sinn til lóðarinnar ásamt húsum og mann- virkjum á henni, en vilji hann selja lóðarréttindi sín að nokkru eða öllu leyti, hefur eigandi jarðarinnar Setbergs forkaupsrétt. Að þessum 50 árum liðnum skal fara fram nýtt mat á lóðarleigunni““ Með upphafsorðum málsgreinar þessarar er fullum stöfum kveðið 499 á um að leigutíminn sé 50 ár. Í niðurlagi málsgreinarinnar, þar sem segir að nýtt mat á lóðarleigunni skuli fara fram að 50 árum liðnum, felst þó ráðagerð um lengri leigutíma. Allt um það er ekki unnt að líta svo á að með því ákvæði einu sér, eða í tengslum við önnur ákvæði samningsins, hafi hið afdráttarlausa ákvæði um 50 ára leigutíma verið gert marklaust og að líta beri á samninginn sem ótímabundinn og óuppsegjanlegan. Þykir samræmis vegna verða að skýra ákvæðið svo að því sé ætlað að mæla fyrir um ákvörðun á leigugjaldi, ef til fram- lengingar á samningnum komi að loknum hinum umsamda leigutíma. Eftir þessu tel ég að gagnáfrýjanda verði ekki dæmdar fébætur fyrir landmissi nema vegna þeirra mánaða sem eftir voru af umsömdum leigutíma er aðaláfrýjandi hóf framkvæmdir á landinu, að því er virðist snemma árs 1983. En þar sem málið er ekki lagt fyrir dómstóla á þeim grundvelli er ekki ástæða til að ég fjalli um þær bætur í sér- atkvæði þessu. Eftir atvikum tel ég rétt að málskostnaður í héraði og fyrir Hæsta- rétti falli niður. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 1. mars 1984. Mál þetta var dómtekið hinn 27. janúar 1984. Aðalsök var höfðuð hinn 1. nóvembr 1983 af bæjarsjóði Hafnarfjarðar, nnr. 3503-3521, á hendur Erlendi Erlendssyni, Sólbergi, Hafnarfirði, nnr. 2184-8719, og til réttargæslu gegn þeim Hermanni Sigurðssyni, 4055-7905, Þórsbergi, Hafnarfirði, Ragnheiði Hermannsdóttur, 7205-0258, Þórsbergi, Hafnarfirði, Lovísu Hermanns- dóttur, 6171-6939, Hólabergi, Hafnarfirði, Böðvari Hermannssyni, 1495-7428, Klettabergi, Hafnarfirði, Þórunni Hermannsdóttur, 9781-1458, Brekkubergi, Hafnarfirði, Haraldi Hermannssyni, 3776-4396, Flókagötu 67, Reykjavík og Herdísi Hermannsdóttur, 4027-3840, Hamrabergi, Hafnarfirði. I. Í aðalsök lýsir stefnandinn Hafnarfjarðarbær dómkröfum sínum svo: „Aðallega að stefnandi verði sýknaður af úrskurði Matsnefndar eignar- námsbóta skv. |. nr. 11/1973 til að greiða stefnda kr. 531.260, sbr. úrskurð matsnefndar dags. 20. júní 1983 í matsmálinu Hafnarfjarðarbær gegn Erlendi Erlendssyni, nánar tiltekið skv. 4. tl. á bls. 12 í matsúrskurði land- bætur kr. 496.260 og skv. 5. tl. bætur fyrir skerta aðstöðu og óþægindi kr. 35.000 samtals kr. $31.260. Til vara gerir stefnandi þær dómkröfur að eignarnámsbætur til stefnda verði lækkaðar verulega. 500 Í aðal- og varakröfu er krafist málskostnaðar að skaðlausu skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Á hendur réttargæslustefndu eru engar kröfur gerðar“ Gagnsök var höfðuð hinn 15. nóvember 1983 og við flutning málsins gerði gagnstefnandi, aðalstefndi, svofelldar dómkröfur sameiginlegar í gagnsök og aðalsök. Aðallega að gagnstefnda, bæjarsjóði Hafnarfjarðar. verði gert að greiða kr. 3.007.537,00 með 47% ársvöxtum frá 30. mars 1983 til 20. september sama ár, en með 36% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara að úrskurður matsnefndar verði staðfestur. Þá er krafist málskostnaðar fyrir matsnefnd eignarnámsbóta og fyrir bæjarþinginu samkvæmt gjaldskrá LMFÍ hvernig sem málið fer. Krafist er dómvaxta af dæmdum málskostnaði frá því dómur verður aðfararhæfur. Af hálfu gagnstefnda er krafist sýknu af öllum kröfum gagnstefnanda í gagnsök. Af hálfu réttargæslustefndu í aðalsök eru engar sjálfstæðar kröfur gerðar. II. Hafnarfjarðarbær keypti árið 1980 allstórt landsvæði úr landi hinnar gömlu bújarðar Setbergs, sem kom til afhendingar og greiðslu árið 1983. Á umræddu landsvæði er 8560 fermetra spilda er eigandi Setbergs leigði árið 1933. Leigu- taki reisti fljótlega á spildunni sumarhús og síðar íbúðarhús og fleiri mann- virki og hlaut fasteignin nafnið Sólberg. Landeigandinn, leigusalinn að leigu- lóðarréttindum Sólbergs, gat umrædds leigusamnings frá 1933 að engu í samningum um sölu landsins til Hafnarfjarðarbæjar 1980 og hefur það verið skýrt svo að hann og viðsemjandi hans, bærinn, hafi túlkað leigusamninginn frá 4. ágúst 1933 svo, að hann væri til 50 ára og yrði því útrunninn 1983, eða um það leyti sem Hafnarfjarðarbær skyldi fá landið afhent. Það er höfuð- málsástæða aðalstefnanda, Hafnarfjarðarbæjar, í máli þessu að svo sé. Þó fór Hafnarfjarðarbær þá leið er í ljós kom að eigendur Sólbergs, leigutakar samkvæmt lóðarleigusamningnum frá 4. ágúst 1933, töldu samninginn ótíma- bundinn þannig að það væri aðeins fjárhæð leigunnar sem taka ætti til endurmats að 50 árum liðnum, að Hafnarfjarðarbær neytti heimildar eignar- námsheimildar 28. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 og beiddist þess hinn 8. mars 1983 við matsnefnd eignarnámsbóta að metnar yrðu eignarnámsbætur fyrir umræddd leiguréttindi leigutaka til handa með vísan til 4. gr. laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms. Skipulagsuppdráttur af landsvæðinu hafði verið staðfestur af ráðherra hinn 31. janúar 1983. Eignarnámið tók til hinnar upphaflegu lóðar Sólbergs að undanskildum 844,5 fermetrum undir og umhverfis íbúðarhús að Sólbergi. Tók eignarnámið 501 þannig til 7715,5 fermetra lands. Matsnefnd eignarnámsbóta kvað upp úr- skurð sinn hinn 20. júní 1983 og ákvarðaði eignarnámsþola, gagnstefnanda í máli þessu, bætur sem hér segir: 1. Bætur fyrir ræktun lands ..............0 0000... kr. 4.500,00 2. Bætur fyrir trjágróður ................0.. 00... — 5.400,00 3. Bætur fyrir hesthús ..........00... 000... — 98.568,00 Á a a Ba ign þa afa á — 496.260,00 5. Bætur fyrir skerta aðstöðu og óþægindi .......... =. 3S5.000,00 Samtals kr. 639.728,00 miðað við staðgreiðslu og kr. 8.000,00 í málskostnað. Bætur skv. lið 1-3 eru greiddar. Það eru bætur skv. lið 5 og 6 (sic) sem aðalstefnandi krefst nú aðallega að honum sé dæmt óskylt að greiða, en til vara lækkunar á. Gagnstefnandi krefst hins vegar stórfelldrar hækkunar bótafjárhæða og sundurliðar kröfu sína þannig: 1. Landsbætur, kr. 325,00 pr. ferm. fyrir 7.715.0 ferm. (í stað rúml. kr. 64 pr. ferm.) .................. kr. 2.507.537,00 2. Bætur fyrir skerta aðstöðu og óþægindi ........ — 200.000,00 3. Bætur fyrir verðrýrnun íbúðarhúss að Sólbergi .. — 300.000,00 Alls — kr. 3.007.537,00 111. Í samningi þeirra Jóhannesar Reykdal, eiganda Setbergs, og SR. Kamp- mann, lyfsala í Hafnarfirði, dags. 4. ágúst 1933, sem innfærður var í afsals- og veðmálabækur Kjósarsýslu 21. október 1939, litra D2-40, segir svo um leiguskilmála: „Lóðin er leigð til að byggja á henni hús og mannvirki svo og til ræktunar og yfir höfuð til hverra verklegra og vanalegra afnota. Lóðin er leigð til 50 ára, þannig að leiguliði hefur rétt til að selja og veðsetja afnotarétt sinn til lóðarinnar ásamt húsum og mannvirkjum á henni, en vilji hann selja lóðarréttindi sín að nokkru eða öllu leyti hefur eigandi jarðarinnar Setbergs forkaupsrétt. Að þessum 50 árum liðnum, skal fram fara nýtt mat á lóðarleigunni. Í leigu eftir lóðina greiði leiguliði ár hvert fyrir 1. október til eiganda Set- bergs kr. 130,00 eitt hundrað og þrjátíu krónur. Fyrsti gjalddagi sé 1. október 1933. Hús og önnur mannvirki á lóðinni eru að veði fyrir lóðargjaldinu, og sé það eigi greitt á réttum gjalddaga má því til lúkningar gera fjárnám í húsum öllum og mannvirkjum á henni án dóms og laga, samkv. 15. gr. 502 laga 16. desbr. 1885 um lögtak og fjárnám án undanfarins dóms eða sátta. Flyti (sic) leiguliði öll hús af lóðinni eða felli þau niður á einhvern hátt og greiði eigi lóðargjaldið gengur samningur þessi úr gildi og fellur lóðin þá aftur til eiganda án uppsagnar. Leiguliði greiði alla skatta og gjöld til hins opinbera er lögð kunna að verða á lóð þessa sem gjaldstofn.“ Rökstuðningur aðalstefnanda, Hafnarfjarðarbæjar, fyrir þeirri kröfu að honum verði dæmt óskylt að greiða bætur fyrir leiguréttindi er einvörðungu sá að lóðin hafi samkvæmt skýrum ákvæðum samningsins verið leigð til 50 ára. Leigusamningurinn sé þannig tímabundinn og hafi runnið út 4. ágúst 1983. Leigusali hafi tilkynnt leigutaka um það með góðum fyrirvara, þ.e. með bréfi dags. 20. desember 1982, sem frammi liggur í málinu, að samningurinn yrði ekki endurnýjaður og í bréfinu sé tekið fram að á bréfið beri jafnframt að líta sem uppsögn á samningnum. Bætur vegna ræktunar, trjágróðurs og hesthúss séu að fullu greiddar. Liðurinn „bætur fyrir skerta aðstöðu og óþæg- indi kr. 35.000“ eigi engan rétt á sér enda sé það augljóst að öll aðstaða eiganda íbúðarhúss að Sólbergi batni við að skipulögð byggð með götum, götulýsingu, snjómokstri og hverskonar þjónustu svo sem verslunum og skóla, rísi í kring og telur aðalstefnandi það margsinnis hafa sýnt sig, bæði hér í Hafnarfirði og annarsstaðar þar sem sem líkt háttar til, að verð fateigna hækki þegar þær lendi inn í nýjum bæjarhverfum. Þannig telur aðalstefnandi að gagnstefnandi hafi fengið bætt allt tjón sitt vegna eignarnámsins og meira til og eigi hann því engan rétt til frekari bóta. Af hálfu gagnstefnanda er á því byggt að lóðarleigusamningurinn frá 4. ágúst 1933 sé erfðafestusamningur. Honum hafi verið ætlað að gilda um ókomna framtíð en heimilt sé að endurskoða leiguna á 50 ára fresti. Í samn- ingnum segi beinlínis að „að þessum 50 árum liðnum skal fara fram nýtt mat á lóðarleigunni“ Ef samningnum hefði verið ætlað að falla úr gildi að liðnum 50 árum hefði verið óþarft að setja í hann ákvæði um nýtt mat á lóðarleigunni. Þessu til frekari styrktar bendir gagnastefnandi á að í samningnum segir að leigutaki hafi „rétt til að selja og veðsetja afnotarétt sinn til lóðarinnar ásamt húsum og mannvirkjum á henni“ en eiganda jarðarinnar sé aðeins heimilaður forkaupsréttur. Leigutaka sé samkvæmt samningnum heimilt að selja lóðar- réttindi sín í pörtum, þ.e. skipta spildunni í fleiri lóðir, sbr. orðalag: „vilji hann selja lóðarréttindi sín að nokkru eða öllu leyti:“ Réttur leigusala, ef ekki er staðið í skilum með greiðslu leigu, sé lögtaksréttur. Loks greiði leigutaki „alla skatta og gjöld til hins opinbera, sem lögð kunna að verða á lóð þessa sem gjaldstofn“ Samningurinn hafi þannig að geyma þau ákvæði sem tíðkanleg séu í erfðafestusamningum og þessi ákvæði taki af tvímæli um að samningur- inn sé ótímabundinn. 503 Úrlausn matsnefndar eignarnámsbóta um framangreint ágreiningsefni var svofelld í forsendum úrskurðar nefndarinnar frá 20. júní 1983: „Augljóst er samkvæmt framansögðu að ekki er tvímælalaust tekið fram hvernig fara skuli um leiguréttindin að liðnum 50 árum sem tilgreind eru í leigusamningnum. Aðeins er tekið fram, að „nýtt mat á lóðarleigunni“ skuli fara fram að 50 árum liðnum. Virðist þannig gert ráð fyrir framlengingu á þessum leigusamningi, enda leyft að byggja á lóðinni hús og mannvirki auk ræktunar og yfirhöfuð „hverra verklegra og vandlegra afnota“, (innskot: í hinu þinglýsta samningseintaki stendur vanalegra), sem um er að ræða, án þess að tilgreint sé hvað verða eigi um þessi mannvirki að 50 árum liðnum. Að svo vöxnu máli telur Matsnefndin rétt að meta land þetta sem erfða- festuland““ IV. Spilda sú, Sólberg, sem mál þetta snýst um var á landi jarðarinnar Setbergs. Eftir 1933 var Setbergi skipt þannig að til varð býlið Þórsberg. Þórsberg fékk í sinn hlut m.a. það land þar sem Sólbergslóðin er. Það voru þannig eigendur Þórsbergs sem seldu Hafnarfjarðarbæ hinn 4. júlí 1980 með því samnings- ákvæði að landið kæmi til afhendingar og greiðslu í áföngum eftir því sem „bærinn vill taka (land) hverju sinni til framkvæmda: Í samningnum frá 1980 er lóðarleigusamningsins frá 1933 að engu getið. Í viðbótarsamningi þeim, afsali, er gerður var 17. ágúst 1983, er fyrsti hluti umrædds lands kom til afhendingar og greiðslu, er hinsvegar að finna svofellt ákvæði: „Á hluta hins afsalaða lands er þinglýst leigusamningi á milli Jóhannesar Reykdals og S.R.Kampmann, sem skv. leigusamningi fellur niður 4. ágúst 1983. Afsalsgjafar telja að leigusamningur þessi falli úr gildi 4. ágúst 1983. Samkomulag er um að Hafnarfjarðarbær óski eignarnáms (innskot: Það lá þegar fyrir) á réttindum þeim sem Erlendur Erlendsson, handhafi leigusamn- ingsins, kunni að hafa skv. leigusamningnum. Kaupandi áskilur sér rétt að komi til kostnaðar eða skaðabóta vegna eignarnámsins verði greiðslur dregnar frá uppgjöri á milli samningsaðila eða endurgreitt af afsalsgjöfum:“ Hér er komin skýringin á því hvers vegna eigendum Þórsbergs, Hermanni Sigurðssyni og börnum hans, er stefnt til réttargæslu en réttargæslustefndu létu mæta við þingfestingu en hafa síðan ekki sótt þing. V. Varðandi bótafjárhæðir þá heldur gagnstefnandi því fram að erfðafestu- land hafi svipað gangverð og eignarland, enda sé árleg lóðarleiga til bæjar- 504 ins mjög lág eða 3 aurar á fermetra. Gangverð á byggingarlóðum hvort heldur er á eignarlóðum eða leigulóðum telur gagnstefnandi, án þess þó að færa fram nein haldbær gögn því til staðfestu, nú vera eigi lægra en kr. 325,00 á fermetra og ber það saman við þær kr. 64,32 pr. m? sem hann fær út úr er hann deilir fermetrafjölda hinnar umdeildu spildu í fjárhæð þá er matsnefnd eignarnáms- bóta ákvarðaði landbætur. Þá bendir gagnstefnandi á að Hafnarfjarðarbær, sem undanfarið hefur verið að úthluta lóðum í Setbergslandi í námunda við hina umdeildu spildu, lætur lóðarhafa greiða svokallað upptökugjald, nú, þ.e. frá janúar 1984, kr. 224,40 á fermetra, auk þess sem lóðarhafar greiða áður- nefnda 3 aura á fermetra í árlega lóðarleigu. Aðalstefnandi telur að jafnvel þótt talið yrði að um erfðafestuland sé að tefla, þá hafi matsnefnd eignarnámsbóta metið landbætur alltof hátt. Bendir hann á að við eignarnám er fram fór á landi í Hvammahverfi hér í bæ árið 1978 hafi bætur fyrir erfðafesturétt verið af matsnefnd eignarnámsbóta metnar sem 12,5%0 bótafjárhæðar fyrir eignaland, þ.e. á sama tíma og fermetri í eignar- landi var bættur með gkr. 1.600,00, hafi fermetri í leigulóðum verið bættur með gkr. 200,00. Varðandi söluverð lands þess er selt var úr landi Setbergs og Þórsbergs (Þórs- berg er hluti úr landi jarðarinnar Setberg), undir byggð í hinu nýja Setbergs- hverfi, sem hin umdeilda spilda er hluti af, reifuðu aðilar útreikninga í mál- flutningi: Afsal fyrir landi er selt var með kaupsamningnum frá 1980 var gefið út 17. ágúst 1983. Heildarflatarmál þess lands er þá var afsalað var 112,254 m?, verð kr. 9.759.490 eða kr. 95,44 á m?. Byggingarvísitala þá 2076 stig, nú 2298 stig, hækkun 10.69%0. Núvirði á m? því kr. 105,64. m?. Mijög stór hluti hins afsalaða lands eða 30.698 m? voru opin svæði. Séu þau ekki tekin með, heldur aðeins byggingarsvæði sem var 71.556 m? talið seljan- legt verðmæti, þá var fermetraverðið í byggingarsvæði kr. 136,40, núvirði kr. 150,54. Byggingarvísitala í júní 1983, þegar matsnefnd eignarnámsbóta kvað upp úrskurð sinn, var 1774 stig, hækkun þar til nú 29,54%. Hinar metnu landbætur voru kr. 64,32 pr. m?, núvirði kr. 83,32 pr. m?. Eftir því hefur nefndin metið réttindi gagnstefnanda yfir landinu sem 55,35% af þeirri fjárhæð sem réttar- gæslustefndi tók við úr hendi bæjarins sem greiðslu fyrir sama land sem kvaðalaust eignarland. Sú fjarhæð hefur, ef opin svæði eru í samræmi við málflutning lögmanna ekki talin verðmæti, verið á núvirði 8560 m? (öll Set- bergslóðin var talin með við kaup bæjarins, líka þeir 844,5 m? sem aðalstefn- andi enn heldur) x kr. 150,54 samtals kr. 1.161.491,30. Ef miðað er við að bærinn hefði gert upp við gagnstefnanda í samræmi við niðurstöðu mats- nefndar eignarnámsbóta, þ.e. landbætur kr. 496.260, nú 642.855,20 annað fjárhagstjón kr. 35.000, nú 45.339 matskostnaður kr. 8.000, nú 10.336 = 505 kr. 539.260, nú 707.557 og endurkrafið réttargæslustefnda um þá fjárhæð skv. samningnum frá 17. ágúst 1983 hefði sú fjárhæð, er réttargæslustefndi hélt eftir, orðið miðað við ofangreindar forsendur, landverð kr. 1.161.491 = landbætur kr. 642.855 = 518.636 = aðrar bætur kr. 45.339 = málskostnaður kr. 10.366 = nettófjárhæð til réttargæslustefnda kr. 453.934,00. Sé hugað að verðbreytingum frá 1933 þá var vísitala vöru og þjónustu 189 stig árið 1933 en 648302 stig árið 1983, gkr. 130,00 verða nýkr. 4.459,22. Vísi- tala Dagsbrúnarkaups hækkaði úr 389 stigum árið 1933 í 1601429 stig nú gkr. 130 verða nýkr. 5351,81. Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði úr 255 stigum í 296 stig frá 1933 til 1939 og síðan úr 100 stigum 1939 í 442,145 stig frá 1. janúar 1984, gkr. 130 verða nýkr. 6.672,05 ársleiga. Samkvæmt gildandi skipulagi frá 31. janúar 1983 eru nokkrar byggingar- lóðir á hinni umdeildu spildu auk gatna. Þótt hinu gagnstæða sé haldið fram af hálfu aðalstefnanda þá má leggja til grundvallar að bæjaryfirvöldum hefði ekki orðið stætt á öðru en heimila byggingar á umræddum skipulögðum lóðum á spildunni þótt eignarnám á leigurétti gagnstefnanda hefði ekki farið fram. Umboðsmenn aðila hafa ekki upplýst hversu mikill hluti af hinni umdeildu landspildu nýtist sem seljanlegar byggingarlóðir samkvæmt skipulaginu frá 31. janúar 1983. Ef miðað er við 66,7% og þá tekið mið af 30. gr. skipulags- laga, yrðu það 7715,5 x 0,67 = $169,05 m' og heildarfjárhæð upptökugjalds af spildunni 5169,05 >< 224,40 = kr. 1.159.934,48. Það liggur fyrir að byggingarlóðir á hinni umdeildu spildu eru góðar og líklegar til þess að vera mun eftirsóttari en lökustu lóðir sem menn þó borga framangreint upptökugjald fyrir auk árlegs lóðarleigugjalds. Ennfremur er það upplýst að utanbæjarmönnum er ógjarnan úthlutað lóðum í Hafnarfirði, 5 ára búseta mun vera úthlutunarskilyrði, þó frávíkjanlegt. Hugsanlegur viðsemjendahópur gagnstefnanda um umræddar lóðir hefði því orðið mun stærri en Hafnarfjarðarbæjar um sömu lóðir. Af þessu leiðir að nokkrar líkur eru á að gagnstefnandi hefði getað fengið meira fyrir lóðirnar en bærinn en á hinn bóginn haft kostnað og fyrirhöfn af því að koma þeim í verð. Álit réttarins: Lóðarleigusamninginn frá 4. ágúst 1933 verður að skýra svo að hann sé ótímabundinn. Aðalstefnandi getur því ekki fengið kröfum sínum fram- gengt á þeim grundvelli að samningstíminn hafi verið útrunninn hinn 4. ágúst 1983. Ekki verður á það sjónarmið gagnstefnanda fallist, að jafna megi rétti leigutaka samkvæmt umræddum samningi til fulls eignarréttar, þannig að við ákvörðun eignarnámsbóta eigi að taka mið af gangverði eignarlands. Þvert á móti sýnir samningurinn ljóslega að réttur leigutaka til landsins er 506 mun veikari en fullur eignarréttur. Varanleiki samningsins er m.a. háður því að leiga sé greidd. Fjárhagslegt verðmæti samningsins fyrir leigutaka, þegar tilendurmats á leigu kemur, veltur m.a. á því hvort og þá hve mikill mismunur verður annars vegar á því leigugjaldi er honum verður með mati gert að greiða og hinsvegar þeim arði er hann getur haft af landinu. Nýtt mat á leigugjaldi samkvæmt samningnum fór ekki fram að liðnum 50 árum samningstímans hinn 4. ágúst 1983. Hinsvegar gat landeigandi krafist endurskoðunar hvenær sem var, og verður að líta svo á að við endurskoðun leigugjalds hefði meðal annars átt að líta til breyttra nýtingarkosta og breyt- inga á verðmæti landsins. Þegar dómurinn lítur til þess, í fyrsta lagi hvert telja megi hæfilega áætlað gagnverð (sic) umræddrar landspildu hefði hún verið seld sem eignarland við þær aðstæður sem nú eru, í öðru lagi hvert leigugjald ætla má að matsmenn hefðu gert leigutaka að greiða, í þriðja lagi hvern arð líklegt er að leigutaki hefði getað haft af spildunni á eigin hendi eða með því að framselja rétt sinn samkvæmt samningnum með sem hagstæðustum hætti og í fjórða lagi til þeirra óvissuþátta sem telja má að rýri verðmæti réttinda hans, þá verður það niðurstaða dómsins, þegar einnig er litið til annarrar ætlaðrar fjárhagslegrar röskunar af eignarnámi þessu, að bætur til gagnstefnanda séu á núgildandi verðlagi ákvarðaðar kr. 600.000,00. Málskostnaður, sem hér þykir við eiga að tildæma í einu lagi fyrir mats- nefnd eignarnámsbóta og bæjarþingi, ákveðst kr. 150.000,00. Már Pétursson héraðsdómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómend- unum dr. Gauki Jörundssyni prófessor og Pétri Stefánssyni verkfræðingi. Dómsorð: Aðalstefnandi, bæjarstjórinn í Hafnarfirði f.h. bæjarsjóðs, greiði gagnstefnanda, Erlendi Erlendssyni, kr. 600.000,00 með hæstu lögleyfðu innlánsvöxtum (dómvöxtum) frá 1. mars 1984 til greiðsludags og kr. 150.000,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 507 Miðvikudaginn |. apríl 1987. Nr. 97/1986. Stefán G. Stefánsson Þóroddur Stefánsson og Þ. Stefánsson á: Co. gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík Alþýðubankanum h/f o.fl. Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Stefán G. Stefánsson, Þóroddur Stefánsson og Þ. Stefánsson ár Co., er eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði 800,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði þeir stefndu, Gjaldheimtunni í Reykjavík og Alþýðu- bankanum h/f, sem sótt hafa dómþing í málinu og krafist ómaks- bóta, 12.500,00 krónur, hvorum um sig, í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn |. apríl 1987. Nr. 248/1986. Andri hí. gegn Sambandi íslenskra samvinnufélaga Útivistardómur. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Andri hf., er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 800,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Einnig greiði hann stefnda, Sambandi íslenskra samvinnufélaga, sem sótt hefur dómþing í málinu og krafist ómaksbóta, 12.500,00 krónur, í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 508 Miðvikudaginn 1.apríl 1987. Nr. 221/1986. Rúnar Guðmundsson (Valgeir Kristinsson hrl.) gegn Elínborgu Bárðardóttur (Hilmar Ingimundarson hrl.) Lausafjárkaup. Skaðabætur. Fjárnám. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjandi skaut héraðsdómi til Hæstaréttar með stefnu 23. júlí 1986 og fjárnámsgerð með stefnu 24. september s.á. Hann krefst sýknu af öllum kröfum stefndu ásamt því að hin áfrýjaða fjárnáms- gerð verði felld úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og fjárnáms- gerðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Héraðsdóminn, sem kveðinn er upp með sérfróðum meðdómend- um og eigi hefur verið gagnáfrýjað, ber að staðfesta með skírskotun til forsendna hans, þó þannig að vexti skal reikna frá 20. júní 1985. Þá ber og að staðfesta hina áfrýjuðu fjárnámsgerð enda er því eigi haldið fram að á henni hafi verið neinir sérstakir annmarkar. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefndu 25.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og hin áfrýjaða fjárnámsgerð eiga að vera óröskuð, þó svo að vextir af dæmdri kröfu, 40.000,00 krónum, reiknist frá 20. júní 1985. Áfrýjandi, Rúnar Guðmundsson, greiði stefndu, Elínborgu Bárðardóttur, 25.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 509 Dómur aukadómþings Gullbringusýslu 23. apríl 1986. I. Mál þetta, sem var dómtekið 2. þ.m., hefur Elínborg Bárðardóttir, nnr. 1992-4920, Álftahólum 4, Reykjavík, höfðað á hendur Rúnari Guðmunds- syni, nnr. 7415-8161, Bala, Miðneshreppi. Dómkrafa stefnanda er aðallega að stefnda verði gert að hlíta riftun á kaupum stefnanda á bifreiðinni Ö-3137, Mazda árgerð 1980, þannig að stefnda verði gert að taka við bifreiðinni gegn því að greiða stefnanda kr. 150.000,00 með 3,5%0 dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 20. júní 1985 til 1. september s.á., en með 3,75% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá þeim degi til greiðsludags, ásamt málskostnaði sam- kvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Til vara gerir stefnandi þá kröfu, að stefnda verði gert að greiða kr. 70.000,00 með 3,5% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 20. júní 1985 til 1. september s.á., en með 3,75% dráttarvöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá þeim degi til greiðsludags, ásamt málskostnaði samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði dæmdur málskostnaður samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands úr hendi stefnanda. Il. Með afsali, dagsettu 20. júní 1985, seldi stefndi og afsalaði stefnanda bifreiðinni Ö-8137, Mazda 323, árgerð 1980. Söluverð var kr. 150.000,00, sem stefnandi staðgreiddi með ávísun að fjárhæð kr. 120.000,00 og með því að afhenda stefnda aðra bifreið sem í kaupunum var metin á kr. 30.000,00. Uppgefið verð á afsali, kr. 100.000,00, var sett að beiðni stefnda. Hinn 20. ágúst 1985 lagði stefnandi fram kæru á hendur stefnda hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna framangreindra viðskipta þar sem í ljós hefði komið að bifreiðinni hefði verið ekið rúmlega 113.000 km í stað rúmlega 13.000 km eins og stefndi hefði upplýst. Hjá rannsóknarlögreglu gáfu skýrslur auk aðila, sem einnig gáfu skýrslur hér fyrir dómi: Magnús Hauks- son, fyrrum eiginmaður stefnanda, Hrafnhildur Sumarliðadóttir, sambyýlis- kona stefnda, Theódór Georgsson, fyrrverandi eigandi umræddrar bifreiðar, Hermann Georgsson bifreiðaeftirlitsmaður, Sigurgestur Guðjónsson, tjóna- skoðunarmaður hjá Brunabótafélagi Íslands og Guðjón Einarsson bifreiða- viðgerðamaður. Með bréfi lögmanns stefnanda, dags. 16. september 1985, var stefnda tilkynnt riftun kaupanna vegna vöntunar áskilinna kosta þar sem hann hefði leynt því að bifreiðin væri ekin um 113.000 km með því að segja hana einungis ekna 13.000 km. 510 Theodór Georgsson kvaðst hafa keypt bifreiðina nýja í maí 1980 og átt hana og ekið yfir 100.000 km þar til hún lenti í árekstri 21. apríl 1985. Þá hafi Bruna- bótafélag Íslands tekið við bifreiðinni og greitt hana út þar sem hún hafi verið dæmd ónýt. Að auki hafi bifreiðin verið að „komast í allskonar viðhald“ er óhappið varð og almennt ástand þannig að telja mætti útilokað að maður, sem hefði tekið hana til að gera upp, hefði látið sér detta í hug að ekki væri búið að aka henni meira en það sem stóð á mælinum. Stefndi er bifreiðaviðgerðamaður og hefur lengi starfað sem slíkur, þó án iðnréttinda. Hann rak sjálfstæða starfsemi á þeim tíma sem hér um ræðir. Hann skýrði svo frá, að hann hefði greitt kr. 50.000,00 fyrir bifreiðina. Auk nokkurs varahluta- og efniskostnaðar hefðu um 60-70 stundir farið til þess verks að gera bifreiðina upp og var þar einkum um að ræða réttingavinnu og sprautun. Hann kvað söluverðið hafa ráðist af upplýsingum sem hann aflaði sér hjá bifreiðaumboði og bifreiðasölum, og áður hefði honum borist tilboð um kaup bifreiðarinnar fyrir kr. 160.000,00. Hann kvaðst ekki hafa velt fyrir sér hvað bifreiðinni hefði raunverulega verið ekið mikið. Stefnandi hafi skoðað bifreiðina tvívegis áður en kaupin voru gerð og í síðara skiptið ásamt Magnúsi Haukssyni. Er hún hafi spurt um aksturslengd hefði hann bent á kílómetramæli bifreiðarinnar og sagt að hann vissi ekki frekar um það hve mikið henni hefði verið ekið. Stefnandi kvaðst hafa þekkt stefnda og Hrafnhildi sambýliskonu hans lengi og vitað að stefndi gerði upp „tjónabíla“. Sjálf kvaðst hún hafa mjög lítið vit á bifreiðum, en Hrafnhildur hefði bent henni á umrædda bifreið og sagt hana vera góða og aðeins ekna 13.000 km. Við reynsluakstur hefði hún fundið að vélartengsl voru biluð og að ólag var á ljósabúnaði. Hún kvaðst hafa treyst fullkomlega stefnda og Hrafnhildi, sem hafi ítrekað fullyrt, saman og sitt í hvoru lagi, að bifreiðin væri mjög lítið ekin og svarað neitandi spurningu um það hvort hugsast gæti að henni hefði verið ekið meira en mælir sýndi. Hún kvaðst hafa kvartað við stefnda nokkrum dögum eftir kaupin, aðallega vegna þess að í ljós kom, að bifreiðinni hafði verið ekið 113.000 km. Hún kvaðst ekki hafa viljað þiggja boð hans um að gera við rafkerfi og vélartengsl. Magnús Hauksson skýrði svo frá að hann hefði verið viðstaddur er gengið var frá kaupum bifreiðarinnar. Hann kvaðst ítrekað hafa spurt stefnda hvort ekki væri búið að aka bifreiðinni meira en mælir sýndi og hafi stefndi stöðugt fullyrt að svo væri ekki. Hrafnhildur Sumarliðadóttir hafi einnig fullyrt að ekki væri búið að aka bifreiðinni nema rúmlega 13.000 km. Hann kvaðst sjálfur ekki hafa mikið vit á bifreiðum. Umrædd bifreið hafi ekki reynst gang- fær nema í nokkra daga en þá verið lagt og ekki verið í ökufæru ástandi síðan. Hrafnhildur Sumarliðadóttir bar því í gegn að hún hefði á einhvern hátt fullyrt við stefnanda eða Magnús Hauksson hve mikið bifreiðinni hefði verið ekið, enda ekki vitað annað en það sem stóð á kílómetramæli. 511 Hermann Georgsson kvaðst hafa skoðað bifreiðina að beiðni stefnanda nokkrum dögum eftir að hún keypti hana. Hann kvað aðra hlið og báða enda greinilega hafa verið viðgerð, en mjög illa. Hann kvaðst telja útilokað annað en að stefndi hefði gert sér grein fyrir því að búið væri að aka bifreiðinni mun meira en 13.000 km. Hann áætlaði söluverð (við skýrslugjöf 21.9. 1985) kr. 80.000,00. Guðjón Einarsson kvaðst hafa verið fenginn til að skoða umrædda bifreið í júní 1985. Hann kvaðst telja að ekki hefði getað farið fram hjá neinum, sem eitthvað þekkti til bifreiða, að búið væri að aka bifreiðinni miklu meira en á mælinum stóð. Það hefði ma. sést á sliti á sætum, teppum og hjólbörðum. Hann áætlaði söluverð kr. 80.000,00 - kr. 90.000,00 miðað við helmings útborgun. Dómendur hafa skoðað bifreiðina sem um ræðir í máli þessu. Ill. Stefnandi reisir aðalkröfu sína á því að stefndi hafi beitt hana sviksamlegri launung með því að fullvissa hana um að bifreiðinni hefði aðeins verið ekið 13.000 km þótt honum hlyti að hafa verið ljóst sem reyndum bifreiðavið- gerðarmanni að bifreiðinni hefði verið ekið meira en 100.000 km. Auk þess hafi stefndi blekkt stefnanda til að treysta því að bifreiðin væri í lagi að öðru leyti, þ.e. að vélartengsl og rafkerfi væri í eðlilegu lagi. Telur stefnandi að þetta hvort tveggja leiði til þess samkvæmt 42. gr. laga nr. 39, 1922 að hún eigi rétt til þess að rifta kaupin. Varakröfu sína byggir stefnandi á því, telji dómurinn riftun eigi tæka, að verðmæti bifreiðarinnar hafi verið metið af kunnáttu- mönnum kr. 80.000,00 og því eigi hún rétt til afsláttar að fjárhæð kr. 70.000,00. Um lagarök fyrir kröfum sínum vísar stefnandi til laga um lausa- fjárkaup nr. 39, 1922 og samningalaga nr. 7, 1936. Af hálfu stefnda er málsástæðum og lagarökum stefnanda mótmælt og sérstaklega að stefndi hafi beitt blekkingum eða sviksamlegri launung við kaupin. Stefndi hafi aðeins sagt að hann vissi ekki annað en það sem kíló- metramælir sýni, og hafi stefnanda mátt vera ljóst að bifreiðinni hefði allt eins verið ekið 113.000 km. Stefnandi hafi haft rúman tíma til að kynna sér ástand bifreiðarinnar áður en hún keypti hana og henni hafi verið fullkunnungt að bifreiðin hafi lent í árekstri og stefndi gert við hana áður en hún var seld. IV. Það er álit dómsins að ekki hafi verið sannað að atvik málsins séu með þeim hætti að fallast beri á kröfu stefnanda um riftun samkvæmt 1. mgr. 42. gr.laga nr. 39, 1922 eða ákvæðum laga nr. 7, 1936, sem af stefnanda hálfu er vitnað til án nánari skilgreiningar. Ber því að sýkna stefnda af aðalkröfu stefnanda. 512 Stefnandi komst að því við skoðun áður en frá kaupum var gengið að vélartengsl og rafkerfi bifreiðarinnar, sem um ræðir í málinu, voru í ólagi. Stefnda mátti vera ljóst að ekki gat verið rétt að bifreiðinni hefði aðeins verið ekið um 13.000 km heldur hlaut þar að muna a.m.k. 100.000 km. Stefn- andi hafði réttmæta ástæðu til að treysta því að stefndi, vegna kunnings- skapar og starfsreynslu hans að bifreiðaviðgerðum, mundi ekki draga dul á hvað rétt væri um þetta þýðingarmikla atriði. Vegna þessa þykir rétt að stefndi bæti stefnanda fé sem að álitum og með hliðsjón af verði bifreið- arinnar, sem um samdist með aðilum þykir hæfilega ákvarðað kr. 40.000,00. Niðurstaða máls þessa verður samkvæmt framangreindu sú, að dæma ber stefnda til að greiða stefnanda kr. 40.000,00, ásamt 24% ársvöxtum frá 1. mars 1985 til 1. maí s.á., en 22%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1986, en 12% ársvöxtum frá þeim degi til 1. apríl s.á., en 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Dæma ber stefnda til greiðslu málskostnaðar, kr. 20.000,00. Dóm þennan kváðu upp Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari og meðdómendurnir Sigurður Helgason og Valgarður Zóphóníasson bifvéla- virkjameistarar. Dómsorð: Stefndi, Rúnar Guðmundsson, greiði stefnanda, Elínborgu Bárðar- dóttur, kr. 40.000,00, ásamt 240 ársvöxtum frá 1. mars 1985 til 1. maí s.á., en 2270 ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1986, en 1270 ársvöxtum frá þeim degi til 1. apríl s.á., en 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags og kr. 20.000,00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetaréttar Gullbringusýslu 3. september 1986. „Ár 1986, miðvikudaginn 3. sept. var fógetaréttur Gullbringusýslu settur að Bala Miðneshreppi og haldinn af Ásgeiri Eiríkssyni fulltrúa. Fyrir er tekið fógetaréttarmálið nr. A 624/1986: Elinborg Bárðardóttir gegn Rúnari Guðmundssyni nnr. 7415-8161. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Ásgeir Þór Árnason ftr., Kristján Stefánsson hdl. og leggur fram nr. Í gerðarbeiðni, nr. 2 dóm aukadómþings Gullbringu- sýslu dags. 23.4. 1986 og krefst fjárnáms fyrir kr. 40.000 auk 24% ársvaxta frá 1.3. 1985 eins og greinir í dskj.nr. 2 til 1.5. s.á., en 22% ársvaxta frá þ.d. til 1.3. 1986, en 12% frá þ.e. til 1.4. s.á., en 8% ársv. frá þ.d. til greiðslu- dags. Kr. 1.250 í endurrits- og birtingarkostnað, kr. 20.000 í málskostnað, auk kostnaðar við gerð þessa og eftirfarandi uppboð, allt á ábyrgð gerðar- beiðanda. 513 Gerðarþoli er ekki mættur en fyrir hann mætir Sigríður Sigvaldsdóttir (sic) að tilhlutan fógeta og gætir fógeti leiðbeiningarskyldu gagnvart mætta. Fógeti skorar á mætta að greiða umkrafða skuld, hún kveðst ekki greiða. Samkvæmt kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda gerir fógeti fjárnám í bif- reiðinni Ö-4126, Chevrolet Malibu árg.. 1979 eign gerðarþola. Fógeti skýrir þýðingu gerðarinnar. Fógeti mun taka að sér að tilkynna gerðarþola um gerðina og að ekki megi ráðstafa hinu fjárnumda á nokkurn hátt í bága við gjörð þessa, að viðlagðri refsiábyrgð að lögum. Þannig fram farið. Miðvikudaginn 1. apríl 1987. Nr. 133/1986. Guðmundur Víðir Vilhjálmsson (Þórólfur Kr. Beck hrl.) gegn Mjólkursamsölunni í Reykjavík (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) og Erlingi Steingrímssyni (enginn) Máli að hluta vísað frá Hæstarétti. Skuldamál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 16. apríl 1986. Krefst hann sýknu af öllum kröfum stefnda Mjólkur- samsölunnar og að hún verði dæmd til þess að greiða honum máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann gerir engar kröfur á hendur stefnda Erlingi, og ber því að vísa málinu frá Hæstarétti að því er hann varðar. Af hálfu stefnda Mjólkursamsölunnar var í greinargerð til Hæsta- réttar gerð krafa um að hinn áfrýjaði dómur yrði staðfestur gagnvart áfrýjanda og áfrýjandi dæmdur til greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti hefur 33 514 kröfunni verið breytt á þann veg, að þess er krafist, að áfrýjandi og stefndi Erlingur Steingrímsson verði dæmdir in solidum til þess að greiða Mjólkursamsölunni í Reykjavík 103.145,29 krónur með 490 dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði af 17.802,21 krónum frá 1. apríl 1985 til 1. maí 1985, af 42.161,68 krónum frá þeim degi til 1. júní 1985, með 3,5%0 af 69.686,22 krónum frá þeim degi til 1. júlí 1985, og með 3,5% dráttarvöxtum af 103.145,29 krónum frá þeim degi til 1. september 1985, með 3,75% dráttarvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1986, með 2,75% dráttarvöxtum frá þeim degi til 1. apríl 1986, með 2,25%0 dráttarvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1987, með 2,5% dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, 1.233,00 krónur vegna eldri dráttarvaxtaskulda og 35.000,00 krónur í málskostnað í héraði og málskostnað í Hæstarétti. Stefndi Erlingur Steingrímsson hefur eigi sótt þing fyrir Hæsta- rétti. Kröfur stefnda Mjólkursamsölunnar á hendur stefnda Erlingi Steingrímssyni ber að vísa frá Hæstarétti þar sem Mjólkursamsalan áfrýjaði málinu eigi gagnvart Erlingi. Af hálfu áfrýjanda var því haldið fram í málflutningi fyrir Hæsta- rétti að vísa beri málinu frá dómi af sjálfsdáðum þar sem eigi hafi mátt höfða það sem áskorunarmál. Mál þetta er höfðað til heimtu peningaskuldar vegna lausafjár- kaupa sem stefnda Mjólkursamsalan hafði efnt af sinni hálfu. Er það því réttilega höfðað sem áskorunarmál. Eigi eru heldur að öðru leyti nein efni til þess að ómerkja héraðsdóm og vísa málinu frá. Áfrýjandi og stefndi Erlingur keyptu Finnsbúð í sameiningu með samningi 18. maí 1984. Fór vöruúttektin fram í nafni Finnsbúðar. Áfrýjandi telur að rekstur verslunarinnar hafi verið í höndum Kaup- túns h/f. Hvað sem því líður verður ekki séð að nokkru sinni hafi komist á neitt viðskiptasamband milli Mjólkursamsölunnar og Kaup- túns h/f né að Mjólkursamsölunni hafi verið kunnugt um tilvist hlutafélags þessa. Samkvæmt þessu og með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann að því er áfrýjanda varðar, þó þannig að vextir frá uppkvaðningu héraðsdóms verði í samræmi við auglýsta dráttarvexti frá þeim tíma, svo sem nánar greinir í dóms- orði. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til þess að greiða 515 stefnda Mjólkursamstölunni 35.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti að því er varðar stefnda Erling Steingrímsson. Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að því er áfrýjanda, Guðmund Víði Vilhjálmsson, varðar, þó svo að vextir af dæmdri kröfu, 103.145,29 krónum, verði frá 17. janúar 1986 sem hér segir: 42% ársvextir til 1. mars 1986, 33% ársvextir frá þeim degi til 1. apríl 1986, 27% ársvextir frá þeim degi til 1. mars 1987 og 30% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefnda Mjólkursamsölunni 35.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 17. janúar 1986. 1. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 9. þ.m., höfðaði Mjólkursamsalan í Reykjavík, nnr. 6585-6522, Laugavegi 162, Reykjavík, með stefnu birtri 26. og 27. ágúst sl., gegn Erlingi Steingrímssyni, nnr. 2208-7592, stýrimanni, Stekkjarhvammi 29, Hafnarfirði og Guðmundi Vilhjálmssyni, nnr. 3116-7434, flugvirkja, Asparlundi 8, Garðabæ, persónu- lega og fyrir hönd fyrirtækis þeirra Finnsbúðar sf., nnr. 2332-2293, Berg- staðastræti 48, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmdir til þess að greiða stefnanda kr. 103.145,29 með 4% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði af kr. 17.802,21 frá 1. apríl 1985 til 1. maí 1985, með 4% dráttar- vöxtum af kr. 42.161,68 frá þeim degi til 1. júní 1985, með 3,5% dráttar- vöxtum af kr. 69.686,22 frá þeim degi til 1. júlí 1985, af kr. 103.145,29 frá 1. júlí 1985 til greiðsludags, kr. 1.233,00 vegna eldri dráttarvaxtaskulda auk málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ. Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda og að þeim verði til- dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda. Leitað hefur verið um sáttir í málinu án árangurs. 516 II. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að stefnandi reki verslun hér í borg amleiðsluvörur sínar sem séu m.a., brauð- og mjólkurvörur og ávaxta- lin umstefnda skuld sé vegna úttektar á slíkum vörum hjá stefnanda bilið febrúar 1985 til maí 1985 sem hér segir: ma fr Of gur, dags. febrúar 1985, .................. kr. 17.802,21 a — mars 1985 .........00000.00.. — 24.359,47 a a EÐ 1989 í a a sandi a — 19.340,33 — — maí ORÐ geni 6 á anna sy a att 8 á — „8.790,41 Floridanareikn., — maí 1085 ng ai gagns útum — 845,93 Mjólkurreikningur — 1.-8.4. 1985 .............0.... — 3.605,81 Sn a 04, TO8S 1 a 4 að a a — 4.578,40 = et TR sú a a au Da var a — 1.697,19 — = 15,3 1985 sir =. 9.325,54 Að auki er krafist greiðslu á eldri dráttarvaxtaskuldum sbr. brauðreikningur (sic), dags. febrúar 1985, kr. 614,00 og brauðreikningur (sic), dags. mars 1985, kr. 619,00. Jafnframt er krafist greiðslna á kr. 12.800,00 vegna bakfærðra fyrirframgreiðslna, sbr. reikningur dags. 16.-23.5. 1985.“ Við munnlegan málflutning var því haldið fram af hálfu stefnanda að stofnast hafi til úttektarsambands á milli stefnanda og stefndu sem staðið hafi frá því í maí 1984 og þar til í maí 1985. Stefnandi hafi staðið við sinn hluta samningsins en ekki stefndu þar sem stefnandi hafi ekki fengið greidda reikn- inga þá sem málið er af risið. Fullyrðingum af hálfu stefndu um aðildarskort var sérstaklega mótmælt. Ekkert liggi fyrir um það, að stefndu hafi selt Finnsbúð til Kauptúns hf. Aldrei hafi stofnast til úttektarsambands á milli stefnanda og Kauptúns hf. Hvorki hafi stefndu tilkynnt til firmaskrár um kaup sín á Finnsbúð né að Finnsbúð hafi hætt störfum. lll. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að hinn 18. maí 1984 hafi stefndu keypt verslunarrekstur verslunarinnar Finnsbúðar, Bergstaðastræti 48, Reykjavík. Hinn 1. júní 1984 hafi stefndu ásamt fleirum stofnað hlutafélagið Kauptún hf. sem hafi yfirtekið verslunarrekstur þar sem áður var verslunin Finnsbúð og hafi hlutafélagið rekið verslun í því húsnæði í eigin nafni þar til 12. maí 1985 er verslunarreksturinn hafi verið seldur. Stefndu hafi aldrei persónulega komið nálægt verslunarrekstri í þessu hús- næði né undir nafninu Finnsbúðar sf. Svo virðist sem stefnandi hafi kosið að stíla reikninga á Finnsbúð sennilega af vana en ekki á Kauptún hf. Sýknukrafa stefndu er rökstudd með því að þeir hafi aldrei persónulega ðl7 tekið við vörunum enda sé málið persónulega þeim með öllu óviðkomandi. Við munnlegan málflutning var því haldið fram af hálfu stefnda Erlings að hann hafi aldrei komið nálægt rekstri Finnsbúðar. Hér hafi réttum aðilum ekki verið stefnt, en því sé ekki mótmælt að varan hafi borist Kauptúni hf. Við munnlegan málflutning var því haldið fram af hálfu stefnda Guð- mundar að hann hafi hvorki rekið Finnsbúð né Finnsbúð st. IV. Álit dómarans. Við aðalflutning málsins komu fyrir dóm til yfirheyrslu þau Ingibjörg Hauksdóttir, starfsmaður stefnanda og stefndi Guðmundur Vilhjálmsson. Í framlögðum kaupsamningi kemur fram að stefndu keyptu 18. maí 1984 matvöruverslunina Finnsbúð, Bergstaðastræti 48, Reykjavík, af þeim Sigurði Guðbjörnssyni og Páli Jónssyni á kr. 1.000.000,00. Ekkert í kaupsamningi þessum gefur til kynna að verið sé að selja sameignarfélag. Ekki var tilkynnt til firmaskrár Reykjavíkur um sölu þessa fyrr en eftir höfðun máls bessa eða 18. september 1985, að þeir Sigurður og Páll tilkynntu um söluna og tóku þar fram að þeir hefðu selt firmað Finnsbúð sf. Hinn 26. nóvember 1985 tilkynnti stefndi Guðmundur til firmaskrárinnar að hann hefði ekki staðið að rekstri Finnsbúðar sf. Hinn 1. júní 1984 stofnuðu stefndu hlutafélagið Kauptún. Skráður til- gangur félagsins var hvers konar verslunar- og veitingastarfsemi, svo og rekstur fasteigna og lánastarfsemi. Hlutafé var kr. 50.000,00. Fullyrðingar af hálfu stefndu um að Kauptún hf. hafi yfirtekið verslunarrekstur þar sem áður var verslunin Finnbúð eru ósannaðar. Ekki hefur verið sýnt fram á að nafn Kauptúns hf. hafi verið notað í sambandi við verslunarrekstur að Bergstaða- stræti 48. Ekkert liggur fyrir um að Kauptún hf. hafi keypt verslunina Finns- búð af stefndu. Hér er og á kaupverð verslunarinnar kr. 1.000.000,00 og hlutafé Kauptúns hf., kr. 50.000,00 að líta. Eftir að stefndu keyptu Finnsbúð var haldið áfram verslunarrekstri að Bergstaðastræti 48 og um þann rekstur sáu stefndu. Vegna þessa rekstrar afhenti stefnandi vörur að Bergstaðastræti 48 og til margra mánaða voru reikningar frá stefnanda vegna þessara viðskipta, sem stílaðir voru á Finnsbúð, greiddir án athugasemda. Þar sem ekki hefur verið sýnt fram á aðild stefndu að Finnsbúð sf., þá verða stefndu ekki dæmdir fyrir hönd þess fyrirtækis, en með vísan til þess sem rakið hefur verið hér að framan verða kröfur stefnanda á hendur stefndu persónulega teknar til greina, og verða stefndu því dæmdir til þess að greiða stefnanda in solidum dómkröfu stefnanda, sem er í samræmi við framlagaða reikninga, með vöxtum eins og krafist er. Málskostnaður ákveðst kr. 35.000,00. 518 Auður Þorbergsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Erlingur Steingrímsson og Guðmundur Vilhjálmsson, greiði in solidum stefnanda, Mjólkursamsölunni í Reykjavík, kr. 103.145,29 með 4%0 dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði af kr. 17.802,21 frá 1. apríl 1985 til 1. maí 1985, af kr. 42.161,68 frá þeim degi til 1. júní 1985, með 3,5%0 dráttarvöxtum af kr. 69.686,22 frá þeim degi til 1. júlí 1985 og með 3,5% dráttarvöxtum af kr. 103.145,29 frá þeim degi til greiðsludags, kr. 1.233,00 vegna eldri dráttarvaxtaskulda og kr. 35.000,00 í málskostnað. Miðvikudaginn 1. apríl 1987 Nr. 73/1986. Guðmundur Víðir Vilhjálmsson (Þórólfur Kr. Beck hrl.) gegn Osta- og smjörsölunni s/f (Ólafur Axelsson hrl.) og Erlingi Steingrímssyni Áskorunarmál. Máli að hluta vísað frá Hæstarétti. Fjárnám. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjandi hefur að fengnum áfrýjunarleyfum 3. febrúar 1986 skotið til Hæstaréttar með stefnu 27. s.m. áritun á áskorunarstefnu 20. maí 1985 og fjárnámsgerð sem fram fór í fógetarétti Garða- kaupstaðar 14. júní 1985. Hann krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi en til vara að hann verði sýknaður af kröfum stefnda Osta- og smjörsölunnar s/f. Þá krefst hann þess að fjár- námsgerðin verði felld úr gildi. Loks krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda Osta- og smjörsölunnar s/f. Á hendur stefnda Erlingi Steingrímssyni gerir hann engar kröfur, og ber að vísa málinu frá Hæstarétti að því er hann varðar. 519 Með áskorunarstefnu 28. mars 1985 höfðaði stefndi Osta- og smjörsalan s/f mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur á hendur áfrýjanda og stefnda Erlingi og sótti þá persónulega og fyrir hönd Finnsbúðar, nnr. 5579-4995, til greiðslu in solidum á skuld að fjárhæð 91.286,80 krónur ásamt 19% ársvöxtum af 45.974,70 krónum frá 1. september 1984 til 1. október s.á., en af 91.286,80 krónum frá þeim degi til 1. janúar 1985, með 32% ársvöxtum frá þeim degi til 1. febrúar s.á. og 39% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krafðist hann málskostnaðar. Málið var þingfest 9. maí og það tekið til áritunar, þar sem þing var eigi sótt af hálfu stefndu. Málinu var síðan lokið 20. maí með því að dómarinn, Georg Lárusson fulltrúi, áritaði stefnuna á þessa leið: „Stefnukröfur máls þessa og kr. 13.600,00 í málskostnað eru aðfararhæfar að liðnum 7 sólarhringum frá dagsetningu áritunar þessarar:“ Að kröfu stefnda Osta- og smjörsölunnar s/f var 14. júní 1986 gert fjárnám samkvæmt dómsígildi þessu í húseigninni Asparlundi 8 í Garðakaupstað. Stefndi Osta- og smjörsalan s/f krefst staðfestingar á stefnu- árituninni og á hinni áfrýjuðu fjárnámsgerð, svo og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Stefndi Erlingur Steingrímsson hefur eigi sótt þing fyrir Hæsta- rétti. Áfrýjandi styður frávísunarkröfu sína þeim rökum að eigi hafi mátt reka mál þetta sem áskorunarmál. Mál þetta var höfðað til heimtu peningaskuidar er stafaði af lausafjárkaupum sem stefnda Osta- og smjörsalan s/f hafði efnt af sinni hálfu. Er það því réttilega höfðað sem áskorunarmál. Eru heldur eigi að öðru leyti efni til að ómerkja áritunina og vísa máli þessu frá héraðsdómi. Áfrýjandi sótti ekki þing í héraði og var honum þó löglega stefnt. Útivist sína skýrir hann þannig að meðstefndi Erlingur hafi tekið að sér að annast varnir fyrir héraðsdómi, en sem fyrr greinir sótti hann heldur ekki þing. Þykir þannig ekki hafa verið afsakanlegt að áfrýjandi hafði ekki uppi málsástæður sínar og kröfur í héraði og verður þeim því eigi komið að fyrir Hæstarétti skv. 45. gr. laga nr. 520 75/1983, sbr. einnig 98. gr. laga nr. 85/1936. Verður málið dæmt í því horfi er það lá fyrir héraðsdómara. Í málinu í héraði lágu fyrir reikningar frá Osta- og smjörsölunni s/f til Finnsbúðar fyrir vöruúttektum og eru þeir í samræmi við stefnukröfu. Einnig var lagður fram samningur er sýnir að áfrýjandi og stefndi Erlingur keyptu Finnsbúð í félagi 18. maí 1984. Ber að staðfesta hina áfrýjuðu dómsáritun að því er áfrýjanda varðar. Ennfremur ber að staðfesta hina áfrýjuðu fjárnámsgerð, enda er því eigi haldið fram að á henni hafi verið neinir sérstakir annmarkar. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til þess að greiða stefnda Osta- og smjörsölunni s/f 32.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti að því er varðar stefnda Erling Steingrímsson. Hin áfrýjaða stefnuáritun á að vera Óóröskuð að því er áfrýj- anda, Guðmund Víði Vilhjálmsson, varðar, svo og hin áfrýjaða fjárnámsgerð. Áfrýjandi greiði stefnda, Osta- og smjörsölunni s/f, 32.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Fjárnámsgerð fógetaréttar Garðakaupstaðar 14. júní 1985. Ár 1985 föstudaginn 14.6. er fógetaréttur Garðakaupstaðar settur að Asparlundi 8 og haldinn með undirrituðum vottum af Rúnari S. Gíslasyni ftr. Fyrir er tekið fógetamálið 1274/1985 Osta- og smjörsalan sf. gegn Guðmundi Vilhjálmssyni. Fógeti leggur fram nr. 1. gerðarbeiðni og nr. 2 aðfararhæfa áskorunar- stefnu. Fyrir gerðarbeiðanda mætir Ólafur Axelsson hrl. og krefst fjárnáms fyrir kr. 91.286,50 með 1990 ársvöxtum af kr. 45.974,70 frá 1.9.1984 til 1.10.1984, en af kr. 91.286,80 frá þ.d. til 1.1.1985, með 32% ársv. frá þ.d. til 1.2.1985 og með 3900 ársv. frá þ.d. til greiðsludags, kr. 950; f/ritun gerðarbeiðni, kr. 13.600; í málskostnað skv. gjaldskrá LMFÍ, kostnað við gerðina og eftir- farandi uppboð allt á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli, sem býr hér, er ekki viðstaddur. Fyrir hann mætir Guð- mundur Sigurjónsson að tilhlutan fógeta. 921 Mætti kveðst aðspurður ekki greiða kröfu gerðarbeiðanda. Fógeti áminnir mætta um sannsögli og skorar á hann að benda á eignir til fjár- náms. Að kröfu umboðsmanns gerðarbeiðanda og ábendingu mætta lýsir fógeti yfir fjárnámi í eign gerðarþola, fasteignina Asparlundur nr. 8, Garðakaup- stað. Fallið er frá virðingu. Fógeti gætir leiðbeiningarskyldu sinnar gagnvart mætta, sem er ólög- lærður og brýnir m.a. fyrir honum að tilkynna gerðarþola fjárnámið og að ekki megi ráðstafa hinu fjárnumda á nokkurn þann hátt, er fari í bága við gerð þessa, að viðlagðri ábyrgð að lögum. Upplesið, staðfest. Gerðinni lokið. Fimmtudaginn 2. apríl 1987. Nr. 334/1986. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Birni Einarssyni (Guðmundur Markússon hrl.) Sýyknað af ákæru um fjárdrátt. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftaon og Guðrún Erlendsdóttir. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 5. desember 1986 til sakfellingar samkvæmt ákæru og refsiákvörðunar. Telja verður að launagreiðanda, ákærða, hafi verið. óskylt að halda eftir við útborgun launa starfsmannanna, Ragnars Einarsson- ar og Finns Guðsteinssonar, fé til greiðslu opinberra gjalda þeirra meðan ekki lá fyrir krafa þar til bærs aðila, í þessu tilviki Gjald- heimtunnar í Reykjavík. Í málinu er ekki sýnt fram á að svo hafi verið. Í héraðsdómi er réttilega greint, að Ragnar Einarsson tók sjálfur þá ákvörðun að útbúa kvittanir fyrir frádrætti af launum sínum upp 2 í opinber gjöld án þess að hafa um það samráð við ákærða. Ragnar kveðst hafa vitað „að fyrirtækið stóð illa fjárhagslega og af þeim sökum kveðst vitnið hafa ritað framangreindar kvittanir til að fá uppí laun sín. Þetta kveðst vitni hafa gert án þess að hafa samráð við aðra í fyrirtækinu..“ Hann lýsir starfi sínu hjá fyrirtæki ákærða svo, að hann hafi séð um „skrifstofuna“, en þó ekki haft með launa- útreikning og gjaldkerastörf að gera á þeim tíma er kvittanirnar voru ritaðar. Þegar á þetta er litið ásamt því að ekki er leitt í ljós, að fyrir hafi legið krafa frá Gjaldheimtunni um frádrátt af launum hans, þykja eigi efni til að líta svo á að með ritun kvittananna hafi hann bundið fyrirtæki ákærða gagnvart Gjaldheimtunni og leyst sig þar með undan greiðsluskyldu til hennar. Hafi kvittanir hans skuld- bundið firma ákærða til greiðslu á opinberum gjöldum hans er aðeins um að ræða samning einkaréttarlegs eðlis, þess efnis, að fyrirtækið hafi tekið að sér greiðslu á opinberum gjöldum hans. Vanefndir fyrirtækisins á þeim samningi varða ekki við 1. mgr. 247. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt því er í málsskjölum greinir fór Finnur Guðsteinsson fram á það, að fyrirtæki ákærða drægi 24.000,00 krónur af launum hans til greiðslu opinberra gjalda. Starfsfólk ákærða féllst á þessi tilmæli án þess að krafa frá Gjaldheimtu lægi fyrir um frádrátt af laununum. Samkomulag þetta um launafrádráttinn ber að skýra svo, að það hafi eigi bundið Gjaldheimtuna. Þótt samkomulagið skuld- bindi hins vegar ákærða gagnvart Finni til að efna skuldbindingar hans við Gjaldheimtuna verður ekki séð af gögnum málsins að ákærði hafi bakað sér refsiábyrgð samkvæmt 1. mgr. 247. gr. alm. hgl. með því að vanefna það. Með vísun til framanritaðs ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm að niðurstöðu til, þar með talin ákvæði hans um sakarkostnað í héraði. Um áfrýjunarkostnað fer eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Guðmundar Markússonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. 523 Dómur sakadóms Reykjavíkur 30. júní 1986. Ár 1986, mánudaginn 30. júní, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 437/1986: Ákæruvaldið gegn Birni Einarssyni, sem tekið var til dóms 5. þessa mánaðar. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara dag- settu 20. nóvember sl. á hendur ákærða Birni Einarssyni, Háuhlíð 20 í Reykjavík, fæddum 26. ágúst 1946 í Reykjavík. Í ákærunni segir að málið sé höfðað á hendur ákærða „fyrir að hafa sem einkaeigandi firmans Benson-Innréttingar, Borgartúni 27, Reykjavík, eigi staðið Gjaldheimtunni í Reykjavík skil á greiðslum eftirgreindra starfs- manna firmans, sem haldið var eftir af launum þeirra upp í opinber gjöld á tímabilinu 15. ágúst 1984 til 15. febrúar 1985: 1. Ragnars Einarssonar nnr. 7161-1531, Vesturbergi 191, Reykjavík, dregið af launum hans 15/8-15/12 1984 samtals kr. 45.062,00. 2. Finns Guðsteinssonar nnr. 2335-3598, Óðinsgötu 4, Reykjavík, dregið af launum hans þann 5/2 1985 kr. 25.000,00. Telst þetta varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu skaða- bóta og alls sakarkostnaðar.“ Málavextir eru þessir: Ákærði Björn Einarsson var einkaeigandi firmans Benson-Innréttingar, Borgartúni 27 í Reykjavík, en það var tekið til gjaldþrotaskipta vorið 1985. Með bréfum Gjaldheimtunnar í Reykjavík, dagsettum 14. mars og 5. júlí fyrra árs til Rannsóknarlögreglu ríkisins var kært yfir því að fyrirtækið hefði haldið eftir af launum þeirra tveggja manna sem Í ákæru greinir, þeim fjárhæðum sem þar eru einnig tilgreindar, upp Í opinber gjöld þeirra. Fyrir liggja í málinu fimm kvittanir dagsettar 15. hvers mánaðar frá ágúst til desember 1984, hin fyrsta að fjárhæð 7.994, næsta fjárhæð 7.992 og þrjár síðustu, hver að fjárhæð 9.692 krónur, allar þess efnis, að Ragnar Einarsson, sem er bróðir ákærða, hafi greitt Benson vegna Gjaldheimtunnar framangreindar fjárhæðir. Eru vanskil þessara greiðslna kærð með síðar- greinda bréfinu frá Gjaldheimtunni. Með fyrrgreinda bréfinu barst rannsóknarlögreglunni ljósrit af launaseðli frá Benson-Innréttingum þar sem fram kemur að dregið hafi verið af launum Finns Guðsteinssonar 25.000 krónur til Gjaldheimtunnar hinn 15. febrúar f.á., en fjárhæðinni hafi ekki verið skilað. Ákærði vefengir ekki að einkafyrirtæki hans, Benson-Innréttingar, hafi 524 dregið af launum Ragnars Einarssonar samtals 45.062 kr. og af launum Finns Guðsteinssonar 25.000 krónur, hvort tveggja upp í opinber gjöld þeirra. Ákærði segir að það hafi verið starfsmenn hans við skrifstofustörf sem tóku ákvörðun um að draga framangreindar fjárhæðir af launum starfs- mannanna. Sjálfur gaf ákærði ekki fyrirmæli um þennan frádrátt og um frádráttinn af launum Ragnars vissi ákærði ekki fyrr en hjá bústjóra þeim sem hefur með gjaldþrot fyrirtækisins að gera. Ákærði kveðst hafa vitað um frádráttinn af launum Finns þegar hringt var í hann frá Gjaldheimtunni einhvern tíma stuttu áður en hann var boðaður til rannsóknarlögreglunnar vegna þess máls. Ákærði segir að þegar hann fékk vitneskjuna um frádrátt- inn af launum Finns hafi fyrirtækið ekki verið komið undir gjaldþrotaskipti. Ákærða voru sýnd ljósrit tveggja bréfa Gjaldheimtunnar til Benson-Inn- réttinga, dags. 6. mars og 26. júní f.á., þar sem vakin er athygli á vanskilun- um. Hann kannast við að hafa fengið þau um það leyti sem þau eru rituð, en vegna fjárhagsörðugleika og gjaldþrotsins gat ákærði ekki staðið skil á greiðslunum. Ákærði kveðst ekki hafa gefið fyrirmæli um það að halda eftir af launum starfsmannanna upp í opinber gjöld og skila fénu ekki í þeim tilgangi að halda fyrirtækinu gangandi fjárhagslega. Ákærði segir að almennt hafi ekki verið haldið eftir af launum starfs- manna til greiðslu opinberra gjalda, heldur hafi starfsmennirnir greitt hver um sig til Gjaldheimtunnar. Vitnið Ragnar Einarsson viðskiptafræðingur, Vesturbergi 191 í Reykjavík, bróðir ákærða, óskaði ekki eftir að nýta undanþágurétt sinn frá vitnisburði. Vitnið kveðst hafa starfað hjá fyrirtæki bróður síns og sjálft hafa undir- ritað áðurgreindar fimm kvittanir um greiðslu vegna Gjaldheimtunnar til vitnisins frá fyrirtækinu. Vitnið vissi að fyrirtækið stóð illa fjárhagslega og af þeim sökum kveðst vitnið hafa ritað framangreindar kvittanir til að fá upp í laun sín. Þetta kveðst vitnið hafa gert án þess að hafa samráð við aðra í fyrirtækinu, en síðar þegar vitnið hafði ritað allar kvittanirnar kunni það að hafa sagt gjaldkeranum frá tilvist þeirra. Vitnið vill þó ekki fullyrða þetta og ekki man vitnið hvort það sagði ákærða frá kvittununum og heldur frekar að svo hafi ekki verið. Vitnið kveðst hafa unnið á skrifstofu fyrirtækisins við alls konar skrif- stofustörf og sá um skrifstofuna. Vitnið hafði þó ekki með launaútreikninga og gjaldkerastörf að gera á þeim tíma er kvittanirnar eru ritaðar. Vitnið Anna Sigríður Snæbjörnsdóttir, Melshúsum í Bessastaðahreppi, kveðst hafa starfað hjá Benson-Innréttingum frá því í ágúst eða september 1984 og fram á árið 1985. Var vitnið gjaldkeri. Vitnið kveðst ekki hafa séð þær kvittanir sem fjalla um frádrátt á launum 525 Ragnars Einarssonar fyrr en í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni í októ- ber sl. og vissi því ekki að dregið hafði verið af launum hans upp í opinber gjöld. Vitnið kveðst hafa fengið fyrirspurn um það hjá Sigríði Elíasdóttur, sem vann hjá fyrirtækinu, hvort það væri í lagi að draga af launum Finns Guð- steinssonar upp í opinber gjöld. Vitnið svaraði því játandi og jafnframt að þá yrði að skila peningunum til Cjaldheimtunnar. Vitnið segir að það hafi verið það sjálft, ákærði og fleiri starfsmenn fyrir- tækisins, sem tóku ákvarðanir um það hvernig því fé væri ráðstafað sem var til ráðstöfunar hjá fyrirtækinu hvert sinn. Vitnið man ekki hver tók ákvörðun um að slá því á frest að skila fjárhæðinni sem dregin var af launum Finns Guðsteinssonar. Það hafi komið af sjálfu sér þar sem fé var ekki fyrir hendi. Vitnið hefur ekki vissu fyrir því að ákærða hafi verið kunnugt um að áðurgreindar 25.000 krónur voru í vanskilum til Gjaldheimtunnar. Vitnið segir að það hafi verið óvanalegt að dregið var af launum starfsfólks upp í opinber gjöld. Niðurstöður: Gegn neitun ákærða er ósannað að hann hafi verið hafður með í ráðum eða látinn vita af starfsmönnum sínum um áðurgreindan frádrátt af launum þeirra Ragnars og Finns upp í opinber gjöld þeirra eða að hann væri í van- skilum. Þykir því skorta af hans hálfu huglæg skilyrði til þess að draga sér fé. Er leitt í ljós að fyrirtæki ákærða átti við fjárhagsörðugleika að etja og varð gjaldþrota stuttu eftir að dregið var af launum Finns Guðsteinssonar. Þá þykir sannað að það hafi verið bróðir ákærða sem sjálfur tók þá ákvörðun að útbúa kvittanir fyrir frádrætti af launum sínum upp í opinber gjöld án þess að hafa um það nokkurt samráð við ákærða, en þetta gerði hann þar sem ekkert fé var til þess að greiða honum laun frá fyrirtækinu. Að öllu framansögðu virtu þykir bera að sýkna ákærða af því að hafa með refsiverðum hætti átt sök á því að greiðslunum var ekki skilað. Er ákærði því sýknaður af broti á 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga. Í máli þessu er ákært til greiðslu skaðabóta. Samkvæmt kærubréfum Gjaldheimtunnar „óskaði hún eftir aðstoð“ rannsóknarlögreglunnar við innheimtu skuldar fyrirtækis ákærða. Verður eigi litið á þetta sem bótakröfu í málinu, en eigi yrði dæmt um bætur í máli þessu þar sem ákærði er sýkn- aður af lögbroti, sbr. 146. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála. Þar sem ákærði er sýknaður ber að dæma samkvæmt 1. mgr. 140. gr. laga nr. 74, 1974 að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Andra Árnasonar héraðs- dómslögmanns, 15.000 krónur. 526 Dómsorð: Ákærði, Björn Einarsson, er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda ákærða, Andra Árnasonar héraðsdómslög- manns, 15.000 krónur. Þriðjudaginn 7. apríl 1987. Nr. 18/1987. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Sigurpáli Eiríki Garðarssyni (Páll Arnór Pálsson hrl.) Þjófnaður. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 5. desember 1986 að ósk ákærða og að því er hann einan varðar, en meðákærði í héraði vildi hlíta héraðsdómi. Af hálfu ákæruvalds er málinu áfrýjað til þyngingar. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagður dómur sakadóms Reykjavíkur 2. febrúar sl. en með honum var ákærði dæmdur í 4 mánaða fangelsi (hegningarauka) fyrir þjófnað. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði verður dæmdur til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Sigurpáll Eiríkur Garðarsson, greiði áfrýjunar- 527 kostnað sakarinnar þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 10. nóvember 1986. Ár 1986, mánudaginn 10. nóvember, er á dómþingi sakadóms Reykja- víkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 582-583/1986: Ákæruvaldið gegn A og Sigurpáli Eiríki Garðarssyni, sem tekið var til dóms 6. þ.m. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara dag- settu 29. september sl. á hendur ákærðu, A og Sigurpáli Eiríki Garðarssyni, áður að Lindargötu 63, nú að Vesturgötu 33A, fæddum á Akureyri 26. nóv- ember 1934, báðum til heimilis í Reykjavík. Í ákærunni segir að málið sé höfðað á hendur ákærðu „fyrir eftirgreind brot framin í Reykjavík sunnudaginn 4. maí 1986: I. Ákærðu er báðum gefið að sök að hafa brotist inn í kjallara hússins nr. 14 við Þingholtsstræti og stolið þar myndbandstæki. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Il. Ákærða A er einum gefið að sök að hafa ekið bifreiðinni R-46723 um götur borgarinnar undir áhrifum áfengis. Telst þetta varða við 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968,sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og ákærði A jafnframt til ökuleyfissviptingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaganna:“ Málavextir eru þessir samkvæmt framburði ákærðu og öðru því sem fram er komið í málinu: I Um klukkan 11 að morgni sunnudagsins 4. maí sl. ók ákærði A ákærða Sigurpáli Eiríki Garðarssyni í Reykjavík í bifreiðinni R 46723 frá Lindargötu 63 að húsinu nr. 14 við Þingholtsstræti, þar sem ákærði Sigurpáll Eiríkur fór inn um opnanlegan glugga að þvottahúsi á bakhlið hússins með því að taka hann af lömunum, en glugginn hafði verið festur aftur með nagla að sögn ákærða Sigurpáls Eiríks. Ákærði Sigurpáll Eiríkur skar á leiðslur að myndbandstæki í kjallara hússins og losaði það þannig. Hann tók síðan tækið, sló eign sinni á það og hafði á brott með sér út í bifreiðina, sem stóð fyrir utan húsið, en í henni beið ákærði A sem ók síðan ákærða Sigurpáli Eiríki að Lindargötu 63 þar sem hann átti heima, og þar faldi ákærði Sigurpáll Eiríkur tækið 328 á milli gólfborða í baðherbergi í íbúð sinni, en sambýliskona hans vísaði síðar um daginn lögreglu á tækið, sem komst til skila, og er ekki gerð bóta- krafa vegna þjófnaðarins á tækinu. Ákærði A kveðst ekki hafa vitað fyrirfram að ákærði Sigurpáll Eiríkur ætlaði að brjótast inn og taldi að hann ætlaði að komast yfir brennivín í húsinu. A var fyrst ljóst er ákærði Sigurpáll Eiríkur kom til baka að hann hefði verið að stela í húsinu. A kveðst ekki hafa séð er ákærði Sigurpáll Eiríkur fór inn í húsið þar sem það hefði verið á bakhlið þess. A kveðst ekkert hafa gert í málinu þótt hann vissi að ákærði Sigurpáll Eiríkur hefði verið að stela og ók honum til baka með tækið. A kveðst hafa grunað að ákærði Sigurpáll Eiríkur færi í Þingholtsstrætið til að stela brennivíni, en grunaði ekki að hann ætlaði að stela myndbandstæki. Réð A framangreint af ummælum ákærða Sigurpáls Eiríks áður en lagt var af stað. Ákærði Sigurpáll Eiríkur kveðst hafa átt uppástunguna að því að fara í Þingholtsstrætið og fékk Á til að aka sér þangað. Minnist ákærði Sigurpáll Eiríkur þess ekki að hafa haft orð á því við A að hann ætlaði að fara í innbrot, en hann kveðst hafa verið dauðadrukkinn umræddan morgun. Telur ákærði Sigurpáll Eiríkur að hann hafi ekki sagt A hvað hann væri að gera með því að fara að húsinu og ekki hafi hann sagt honum, er hann kom með tækið út í bifreiðina, að hann hefði brotist inn og stolið því. Í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu hafði ákærði Sigurpáll Eiríkur haldið því fram að A hefði átt uppástunguna að því að fara að Þingholtsstræti 14. ll. Niðurstöður. Með eigin framburði ákærðu sjálfra, sem eru í samræmi við annað sem fram er komið í málinu, þar á meðal niðurstöðu blóðrannsóknar, er sannað að ákærðu hafi gerst sekir um það sem þeim er gefið að sök í ákæru málsins og þar er rétt fært til refsilákvæða. Sakaferill ákærðu. Samkvæmt sakavottorðum ákærðu hafa þeir sætt kærum og refsingum sem hér segir: Ákærði A: Ákærði Sigurpáll Eiríkur: Ákærði Sigurpáll Eiríkur hefur frá árinu 1954 til ársins 1985 hlotið 33 refsidóma, þar af 31 vegna þjófnaðar og í mörgum þeirra tilvika að auki 529 vegna annarra auðgunarbrota, en tvívegis var hann dæmdur einvörðungu vegna annarra brota, annars vegar vegna nytjastuldar en hins vegar vegna skjalafals. Með framangreindum dómum hefur ákærði samtals verið dæmdur í 13 ára og 6 mánaða fangelsi, þar af í fyrsta sinn í $ mánaða fangelsi skilorðs- bundið. Hefur brotaferill ákærða verið næstum samfelldur. Á síðustu rúmum 6 árum hefur ákærði hlotið sex refsidóma, samtals 12 mánaða fangelsi, þar af síðast þann 23. júlí 1985. Þá hefur ákærði margoft gengist með dómsátt undir að greiða sáttir fyrir ölvunarbrot. Ákærði hlaut reynslulausn 20. nóvember 1985 í 2 ár á eftirstöðvum refs- ingar, 110 dögum. Hann var látinn hefja afplánun þessara eftirstöðva 5 maí sl. Refsingar. Refsing ákærða Sigurpáls Eiríks verður ákveðin með hliðsjón af 72. gr. og 255. gr. almennra hegningarlaga, en ákærði er vanaafbrotamaður. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Sakarkostnaður. Loks ber að dæma ákærðu samkvæmt 142. gr. laga nr. 74, 1974 um með- ferð opinberra mála til þess að greiða allan sakarkostnað. Skal ákærði Sigurpáll Eiríkur greiða skipuðum verjanda sínum, Páli A. Pálssyni hæsta- réttarlögmanni, 6.000 krónur í málsvarnarlaun, en annan sakarkostnað greiði ákærðu óskipt. Dómsorð: Ákærði A sæti fangelsi í 2 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar- innar og niður skal hún falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegn- ingarlaga. Þá skal A greiða 18.000 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja, en sæta ella fangelsi í 10 daga í stað sektarinnar. Ákærði Sigurpáll Eiríkur Garðarsson sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærði A er sviptur ökuleyfi ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Ákærði Sigurpáll Eiríkur greiði skipuðum verjanda sínum, Páli A. Pálssyni hæstaréttarlögmanni, 6.000 krónur í málsvarnarlaun, en annan sakarkostnað greiði ákærðu óskipt. 34 530 Miðvikudaginn 8. apríl 1987. Nr. 47/1987. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Stefáni Júlíusi Arthúrssyni (Örn Clausen hrl.) Líkamsárás. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Skaftason. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 26. janúar 1987 að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Með játningu ákærða er sannað að hann framdi brot það sem hann er ákærður fyrir og varðar við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Það athugast að vitni þau sem um ræðir í héraðsdómi komu ekki fyrir dóm, en þar sem ský- laus játning ákærða kom fram við þingfestingu málsins, og hún var í samræmi við gögn málsins, mátti þá taka málið til dóms án þess að færa fram önnur sönnunargögn, sbr. 122. gr. laga nr. 74/1974 sbr. 24. gr. laga nr. 107/1976. Ákærði sættist 6. janúar 1986 á greiðslu 14.000,00 króna sektar fyrir brot gegn umferðarlögum. Ber því samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga að ákveða refsingu hans sem hegningarauka sem þykir hæfilega ákveðinn 20.000,00 króna sekt og vararefsing sektar 10 daga varðhald. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Stefán Júlíus Arthúrsson, greiði 20.000,00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 10 daga varðhald í stað sektar ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin 531 saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 2. janúar 1987. Ár 1987, föstudaginn 2. janúar er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er að Hverfisgötu 113, Reykjavík, af Helga 1. Jónssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 1/1987: Ákæruvaldið gegn Stefáni Júlíusi Arthúrssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 7. maí 1986, á hendur ákærða, Stefáni Júlíusi Arthúrssyni, „fyrir líkamsárás með því að veitast skyndilega að Kristjáni Skagfjörð Hákonarsyni, Yrsufelli 5, Reykjavík, á Kárastíg í Reykjavík að kvöldi fimmtudagsins 26. september 1985 og slá hann hnefahögg í andlitið. Hlaut Kristján um 3 sm langan skurð í gegnum neðri vör. Telst þetta varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 sbr. 10. gr. laga nr. 20, 1981. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, og til greiðslu alls sakarkostnaðar:“ Málavextir eru þessir: Fimmtudaginn 26. september 1985 kl. 20:33 var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt að tveir menn væru að slást á horni Njálsgötu og Frakkastígs. Er lögreglumenn komu á vettvang urðu þeir ekki varir við mennina, en hittu þar fyrir konu sem sagði að maður sinn hefði farið á eftir öðrum manni inn Njálsgötu en sá maður hefði ráðist á mann sinn. Lögreglumennirnir hittu skömmu síðar mann, sem kvaðst heita Kristján Skagfjörð Hákonar- son, á Skólavörðustíg. Kvaðst hann hafa verið á leið inn í bifreið sína ásamt eiginkonu sinni og hefði bifreiðin staðið á Kárastíg. Hefði maður þá komið þar að og ráðist á sig. Hefði árásarmaðurinn sagst heita Stefán Arthúrsson og jafnframt sagt að þeir þekktust. Hefði maður þessi verið mjög æstur og sagt að hann væri nýkominn út af Kleppsspítala. Greinilegt sár var á neðri vör Kristjáns. Skömmu síðar sáu lögreglumenn ákærða í Pósthús- stræti, þar sem hann var að ónáða vegfarendur. Tók ákærði til að slást við lögreglumennina er þeir höfðu afskipti af honum, og varð að setja hann í handjárn. Vitnið Kristján Skagfjörð Hákonarson, Yrsufelli 5, Reykjavík, skýrði svo frá að það hafi verið að koma út af myndbandaleigu við Kárastíg umrætt sinn ásamt eiginkonu sinni. Hafi vitnið verið við hægri hurð bifreiðar sinnar 532 og verið að setja barn sitt inn í hana og heyrt í einhverjum í námunda við sig en ekki skipt sér af því. Vissi vitnið ekki fyrr en það fékk nokkuð þungt högg á bakið. Kvaðst vitnið hafa snúið sér við en þá verið slegið á „kjaftinn“, Kvaðst Kristján hafa slegið til árásarmannsins og náð að sparka í hann og hafi maðurinn þá lagt á flótta. Vitnið gat þess að maðurinn hafi virst kannast við sig með nafni en það kvaðst engin deili vita á honum. Vitnið María Jórunn Þráinsdóttir, Yrsufelli 5, Reykjavík kvaðst greint sinn hafa verið statt á milli bifreiðar vitnisins og myndbandaleigu á Kárastíg er kallað var á vitnið og eiginmann þess, Kristján Skagfjörð Hákonarson. Sá vitnið þá að þar var drukkinn maður á ferð. Skiptu þau Kristján sér ekkert af manninum og héldu áfram leiðar sinnar að bifreiðinni. Fór vitnið þeim megin að bifreiðinni, sem ökumaður er, og setti myndbandstæki, sem þau voru með, inn í bifreiðina, en Kristján fór að koma barninu fyrir í aftursæti. Sá þá vitnið að maður sá, sem kallað hafði til þeirra, barði Kristján í bakið, algerlega að tilefnislausu. Snerist Kristján til varnar og sá vitnið að þeir voru í einhverjum handalögmálum. Varð vitninu mikið um þetta og fór út úr bifreiðinni. Sá þá vitnið að árásarmaðurinn sló Kristján með krepptum hnefa í vörina. Fór vitnið aftur að myndbandaleigunni og hringdi í löp- regluna, sem kom fljótt. Samkvæmt vottorði Rögnvalds Þorleifssonar, læknis á slysadeild Borgar- spítalans, dagsettu 27. október 1985, kom fyrrgreindur Kristján Skagfjörð Hákonarson á slysadeildina þann 29. (sic) september 1985 kl. 21:10 og skýrði frá því að hann hefði verið sleginn í andlitið fyrir skammri stundu. Segir síðan í vottorðinu að skoðun hafi leitt í ljós að um það bil 3 sm skurður var Í gegnum neðri vörina, stutt frá vinstra munnviki. Náði skurðurinn gegnum slímhúð vararinnar og nokkuð niður á húðina, þannig að hring- vöðvi munnsins var að einhverju leyti rofinn. Var vöðvinn saumaður saman og síðan húð og varaslímhúðin. Ákærði var yfirheyrður hjá lögreglunni í Reykjavík hinn 27. september 1985. Kvaðst ákærði ekki muna mikið eftir þessu atviki en vildi ekki þræta fyrir að hafa lent í átökum við umræddan Kristján. Mundi ákærði eftir að Kristján var að elta hann og að hann var með blóðugan munn. Ákærði kvaðst hafa þekkt Kristján í nokkuð mörg ár. Hafi Kristján verið að „kássast upp á kvenmann“ fyrir mörgum árum, sem ákærði kvaðst hafa verið með. Kvaðst ákærði ætíð síðan hafa ætlað að launa honum það og hafi hann trúlega verið að ganga frá þeim málum þarna daginn áður. Þann 8. apríl sl. var ákærða boðið að ljúka máli þessu með dómsátt gegn greiðslu sektar samkvæmt bréfi ríkissaksóknara frá 24. mars sl., en því boði hafnaði ákærði. Ákærði kom fyrir dóm í dag og játaði skýlaust að hafa slegið fyrrgreind- an Kristján Skagfjörð Hákonarson hnefahögg í andlitið umrætt sinn svo 533 sem lýst er í ákæruskjali. Samkvæmt framansögðu verður að telja fyllilega sannað með eigin játningu ákærða og framburði vitnanna Kristjáns Skag- fjörð Hákonarsonar og Maríu Jórunnar Þráinsdóttur, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, þar á meðal læknisvottorð, að ákærði hafi gerst sekur um háttsemi þá sem honum er gefin að sök í ákæruskjali. Varðar háttsemin við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20, 1981. Samkvæmt sakavottorði ákærða var ákæru á hendur honum frestað skil- orðsbundið 2 ár frá 22. september 1980 vegna brota gegn |. mgr. 259. gr. og 244. gr. almennra hegningarlaga og hinn 22. janúar 1983 sættist ákærði á greiðslu 6.000 króna sektar fyrir brot gegn 244. gr. og 256. gr. almennra hegningarlaga. Auk þessa hefur ákærði 4 sinnum sæst á sektargreiðslu vegna brota á áfengislögum og umferðarlögum. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 217. gr. almennra hegn- ingarlaga, sbr. 10. gr. laga nr. 20, 1981. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 10.000 krónur í sekt, sem gjaldist í ríkissjóð innan 4 vikna frá uppkvaðningu dóms þessa, en afplánist ella með 10 daga varðhaldi. Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar samkvæmt 1. mgr. 141. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála. Dómarinn getur þess að hann tók við máli þessu hinn 1. desember sl. Dómsorð: Ákærði, Stefán Júlíus Arthúrsson, greiði 10.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dóms þessa en sæti ella varðhaldi 10 daga. Ákærði greiði allan sakarkostnað. 534 Föstudaginn 10. apríl 1987. Nr. 36/1986. Arnar H. Gestsson (Hilmar Ingimundarson hrl.) gegn Á. Einarsson éc Funk hf. (Gísli Baldur Garðarsson hrl.) Fasteignakaup. Greiðsludráttur. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson og Sigurður Líndal prófessor. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 13. febrúar 1986. Hann krefst aðallega sýknu að svo stöddu af kröfum stefnda, en til vara verulegrar lækkunar krafnanna. Þá krefst hann máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Varakröfu sína skýrir áfrýjandi þannig, að hann verði dæmdur til að greiða stefnda: „kr. 430.449,00 með 20% ársvöxtum af kr. 1.367.073,00 frá 1. júlí 1984 til 15. mars 1985, af kr. 1.467.073,00 frá þeim degi til 1. júlí 1985, af kr. 1.486.694,00 frá þeim degi til 19. janúar 1986, af kr. 1.250.694,00 frá þeim degi til 1. apríl 1986, með 15,5% ársvöxtum frá þeim degi til 20. ágúst 1986, af kr. 430.449,00 frá þeim degi til 1. desember 1986, með 16,4% ársvöxtum frá þeim degi til 1. febrúar 1987, með 17,6%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1987 og með 20% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, þó eigi hærri vexti en hæstir eru af fasteignalánum hverju sinni að hámarki 20% ársvextir““ Jafnframt gefi áfrýjandi út „og afhendi stefnda veðskuldabréf að fjárhæð kr. 820.245,00, er beri 15,5%0 ársvexti frá 20. ágúst 1986 til 1. desember 1986, með 16,4% ársvöxtum frá þeim degi til Í. febrúar 1987, með 17,6%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1987 og með 2090 ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, þó eigi hærri vexti en hæstir eru af fasteignalánum hverju einni, að hámarki 20% ársvextir. Veðskuld þessi greiðist með 3 árlegum afborgunum, í fyrsta skipti 20. ágúst 1987 og sé tryggð með veði í fasteigninni Laugavegur 73, Reykjavík, gegn því að stefndi gefi út afsal ... fyrir þeirri eign“ 535 Stefndi gerir svofelldar kröfur: „Aðalkrafa: Að héraðsdómur verði staðfestur og áfrýjandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti. Varakrafa: Að ákvæði héraðdóms verði staðfest að öðru leyti en því, að vextir verði ákvarðaðir miðað við að skuldabréfið sé gjald- fellt 20. ágúst 1985. Bæri fjárhæð skuldabréfsins, þ.e. kr. 1.367.073 þannig 20% ársvexti til gjalddaga 20. ágúst 1985 en síðan þá van- skilavexti sem Í dómsorði héraðsdóms eru ákveðnir. Ennfremur verði áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæsta- rétti. 2. varakrafa: Að áfrýjandi verði dæmdur til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 682.413 með 4%0 vöxtum á mánuði af kr. 735.585 frá 15. mars 1985 til 20. mars 1985 og af kr. 435.583 frá þ.d. til 25. mars 1985, af kr. 135.583 frá þ.d. til 1. júní 1985, með 3,5% vöxtum á mánuði frá þ.d. til 1. september 1985, með 3,75%0 vöxtum á mánuði frá þ.d. til 1. mars 1986, með 2,75%0 vöxtum á mánuði frá þ.d. til 1. apríl 1986, með 2,25%0 vöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags, með 20% ársvöxtum af kr. 1.367.073 frá 1. maí 1984 til 20. ágúst 1985 og af kr. 1.093.658 frá þeim degi til 20. ágúst 1986, með 3,5%0 vöxtum á mánuði af kr. 630.372 frá 20. ágúst 1985 til 1. september 1985 og 3,75%0 vöxtum á mánuði frá þ.d. til 1. mars 1986 og 2,75% vöxtum á mánuði frá þ.d. til 1. apríl 1986 og 2,25% vöxtum á mánuði frá þeim degi til 20. ágúst 1986 og með 2,25% vöxtum á mánuði af kr. 1.122.518 frá þ.d. til greiðsludags og útgáfu og afhendingar veðskuldabréfs að fjárhæð kr. 820.243 er beri 2090 ársvexti frá 20. ágúst 1986 og greiðist með 3 árlegum afborgunum í fyrsta sinn 20. ágúst 1987 og sé tryggt með veði í fasteigninni Laugavegur 73, Reykjavík, gegn því að stefndi gefi út afsal til áfrýj- anda fyrir þeirri eign. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi áfrýj- anda fyrir héraðsdómi og Hæstarétti að mati Hæstaréttar. Gerð er krafa um vaxtavexti, þ.e. að vextir þeir, sem krafist er greiðslu á, verði lagðir við höfuðstól kröfu á 12 mánaða fresti og vextir reiknaðir af þannig uppreiknuðum höfuðstól hverju sinni“ Eins og fram kemur í héraðsdómi átti áfrýjandi eftir samningi aðila 6. apríl 1984 að greiða stefnda 1.000.000,00 króna 15. mars 1985. Hann greiddi 300.000,-3 krónur þennan dag, jafnháa fjárhæð 20. s.m. og enn jafnháa fjárhæð 25. s.m. Ágreiningslaust er, að 536 100.000,00 krónur séu enn ógreiddar. Samkvæmt þessu ber áfrýjanda að greiða stefnda þá upphæð. Stefndi hafði tekið við framangreind- um greiðslum án þess að gera fyrirvara um dráttarvexti. Þess vegna þykir ekki eiga að dæma áfrýjanda til að greiða dráttarvexti nema af þeim 100.000,00 krónum, sem ógreiddar eru frá eindaga 15. mars 1985. Eftir kaupsamningi aðila frá 6. apríl 1984 skyldi áfrýjandi gefa út 4 veðskuldabréf samtals að fjárhæð 1.367.073,00 krónur sem tryggð skyldu með 8. veðrétti í fasteigninni Laugavegi 73. Þau áttu að vera til 5 ára og gjalddagi 20. ágúst ár hvert, í fyrsta skipti 1985. Ekki var tekið fram í samningnum, hvenær bréfin ætti að gefa út og afhenda en ætla verður, að það hafi átt að vera í síðasta lagi 15. mars 1985, þ.e. sama dag og greiða átti síðasta hluta útborgunar og gefa út afsal. Um vexti af skuldabréfunum segir, að þeir skuli vera „hæstu vextir en þó aldrei hærri en 20%.“ Vexti átti að reikna frá „afhendingardegi 6.4.1984“. Árleg afborgun af öllum bréfunum fjórum hefði eftir þessu átt að nema 273.414,60 krónum. Gjalddagar áttu eins og áður sagði að vera 20. ágúst 1985, 1986, 1987, 1988 og 1989. Ekki varð af því, að stefndi gæfi út afsal 15. mars 1985, enda afhenti áfrýjandi þá ekki veðskuldabréfin og greiddi ekki, eins og fyrr segir, lokahluta útborgunar. Á tveimur fundum í júní sama ár náðist ekki samkomulag með aðilum, enda taldi áfrýjandi sig eiga kröfu á stefnda vegna jarðrasks á lóðamörkum Laugavegar 73 og 75 eins og lýst er í héraðsdómi. Með bréfi 11. júní 1985 fór lögmaður áfrýjanda þess á leit, að stefndi gæfi út veðleyfi allt að 2.000.000,00 króna, en lýsti því jafnframt yfir, að áfrýjandi væri reiðubúinn til að gefa út „eftirstöðvaskuldabréf að fjárhæð ca. 1.300.000,00 enda þótt útgáfa afsáls dragist um sinn“. Í bréfinu kom ennfremur fram, að áfrýjandi taldi sig enn eiga kröfu vegna rasks á lóðamörkum, og var það ítrekað við málflutning hér fyrir dómi. Fallast verður á það með héraðsdómara, að áfrýjandi eigi ekki kröfu á hendur stefnda vegna jarðrasks þess, sem um getur hér að ofan. Þá ber einnig að fallast á að uppgjör vegna lóðargjalda og yfirtekinna skulda miðist við 1. maí 1984, en ágreiningalaust er að það leiði til þess, að áfrýjandi eigi að borga stefnda 52.213,00 krónur. Ennfremur ber að fallast á það með héraðsdómara, að áfrýj- 537 andi geti ekki, eins og á stendur, byggt á því að stefndi hafi synjað um útgáfu veðleyfis. Loks verður einnig á það fallist með héraðs- dómara, að bréf lögmanns áfrýjanda 11. júní 1985 hafi verið ófull- nægjandi greiðslutilboð. Hinn 21. júní 1985 stefndi Á. Einarsson á. Funk hf. áfrýjanda fyrir bæjarþing Reykjavíkur. Fyrsti umsamdi gjalddagi þeirra skuldabréfa, sem áfrýjandi átti að gefa út, var þá ekki enn kominn. Sem fyrr segir höfðu skuldabréfin ekki heldur verið afhent stefnda. Stefndi krafðist ekki riftunar á kaupsamningi sínum við áfrýjanda vegna vanskila hans en gerði með málsókn þessari kröfu um greiðslu í reiðufé á öllum þeim hluta kaupverðs sem áfrýjanda bar að inna af hendi með veðskuldabréfum. Fyrsti umsaminn gjalddagi veð- skuldabréfanna var ókominn þegar stefndi hóf málssóknina. Undir rekstri málsins bauð áfrýjandi fram greiðslu fyrstu afborgunar og vaxta með símskeyti 4. september 1986. Þó að sú greiðsla væri boðin fram á skrifstofu lögmanns hans og nokkuð væri komið fram yfir hinn fyrsta gjalddaga, 20. ágúst, verður krafa stefnda, sú sem hér er rætt um, ekki tekin til greina. Hins vegar verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda þær fjárhæðir, sem vera áttu afborg- anir 20. ágúst 1985 og 1986, þ.e. 2x273.414,60 = 546.829,20 krónur. Einnig til að gefa út skuldabréf fyrir eftirstöðvunum miðað við 20. ágúst 1986, sem eftir samningnum 1984 skyldi vera 1.367.073,00 — 2x273.414,60 = 820.243,80 krónur. Um vexti af þeim upphæðum, sem að ofan getur og dæma ber áfrýjanda til að greiða, og af hinum 4 veðskuldabréfum, er honum ber að gefa út, fer sem hér segir. Áfrýjanda ber að greiða stefnda 20% ársvexti af 1.367.073,00 krónum frá 1. maí 1984 til 20. ágúst 1985. Þann dag skyldu eftir samningi aðila falla í gjalddaga af veðskuldabréfum 273.414,60 krónur. Frá 20. ágúst 1985 til 20. ágúst 1986 verða vextir þá þannig: Dómvextir af 273.414,60 krónum, en 20%0 ársvextir af 1.367.073,00 — 273.414,60 = 1.093.658,40 krónum til 1. apríl 1986, og 15,5% ársvextir frá þeim degi til 20. ágúst s.á. Þann dag skyldu eftir samn- ingi aðila falla í gjalddaga af veðskuldabréfunum aðrar 273.414,60 krónur. Átti þá staðan að vera sú, að gjaldfallnar væru alls 546.829,20 krónur, en eftirstöðvar bréfanna að vera sem fyrr greinir 820.243,80 krónur. Verður áfrýjandi því dæmdur til að greiða dóm- vexti af fyrrgreindu fjárhæðinni frá 20. ágúst 1986 til greiðsludags. 538 Af 820.243,80 krónum verður hann ekki sérstaklega dæmdur til að greiða vexti, enda verði vextir af upphæðinni tilgreindir í veðskulda- bréfum þeim, sem honum er skylt að gefa út. Þar skal sagt svo sem í samningi greinir, að vextir séu hæstu vextir þó ekki yfir 20% á ári. Samkvæmt því, sem nú var rakið, verður áfrýjanda dæmt skylt að gefa út og afhenda stefnda 4 veðskuldabréf, alls að fjárhæð 820.243,80 krónur, sem beri hæstu vexti, þó ekki hærri en 20% á ári, frá 20. ágúst 1986 og greiðist með 3 jöfnum árlegum afborgunum 20. ágúst 1987, 1988, og 1989. Veðskuldin skal tryggð með 8. veðrétti í Laugavegi 73. Samkvæmt ofanskráðu verður áfrýjanda dæmt skylt að greiða stefnda: 100.000,00 krónur með 48% ársvöxtum frá 15. mars 1985 til 1. júní s.á., 4200 ársvöxtum frá þeim degi til 21. sama mánaðar og með dómvöxtum, svo sem stefndi krafðist í héraði, frá þeim degi til greiðsludags. 56.312,00 krónur með 48% ársvöxtum frá 1. maí 1985 til 1. júní s.á., 4200 ársvöxtum frá þeim degi til 21. s.m. og með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. 2070 ársvexti af 1.367.073,00 krónum frá 1. maí 1984 til 20. ágúst 1985. 2070 ársvexti af 1.093.658,40 krónum frá 20. ágúst 1985 til1. apríl 1986 og 15,5%0 ársvöxtum frá þeim degi til 20. ágúst 1986. 273.414,60 krónur með dómvöxtum frá 20. ágúst 1985 til greiðsludags. 273.414,60 krónur með dómvöxtum frá 20. ágúst 1986 til greiðsludags. Vaxtavaxtakrafa stefnda er ekki reifuð með þeim hætti að unnt sé að taka hana til greina. Gegn þeim greiðslum og þeirri afhendingu veðskuldabréfa, sem nú hefur verð um fjallað, ber stefnda að gefa út til áfrýjanda afsal fyrir Laugavegi 73. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti samtals 200.000,00 krónur. Dómsorð: Gegn því að stefndi, Á. Einarsson ár Funk hf., afhendi áfrýj- anda, Arnari H. Gestssyni, afsal fyrir fasteigninni Laugavegi 73 í Reykjavík, skal áfrýjandi greiða stefnda fé og afhenda honum veðskuldabréf þannig: Áfrýjandi greiði stefnda 703.141,20 krónur með 48% árs- 539 vöxtum af 100.000,00 krónum frá 15. mars 1985 til 1. maí s.á., sömu vöxtum af 156.312,00 krónum frá þeim degi til 1. júní s.á., 4200 ársvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 21. s.m., dómvöxtum af þeirri fjárhæð frá þeim degi 20. ágúst s.á., af 429.726,60 krónum frá þeim degi til 20. ágúst 1986 og af 703.141,20 krónum frá þeim degi til greiðsludags, svo og 20% ársvexti af 1.367.073,00 krónum frá 1. maí 1984 til 20. ágúst 1985, 2000 ársvexti af 1.093.658,40 krónum frá 20. ágúst 1985 til 1. apríl 1986, og 15,570 ársvöxtum af sömu upphæð frá þeim degi til 20. ágúst 1986. Þá greiði áfrýjandi stefnda 200.000,00 krónur í málskostnað samtals í héraði og fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi gefi út til stefnda 4 veðskuldabréf að fjárhæð samtals 820.243,80 krónur svo sem nánar segir hér að framan. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 17. janúar 1986. Mál þetta, sem var dómtekið í dag, hefur Á. Einarsson ér Funk h/f (0000- 0647), Laugavegi 85 Reykjavík, höfðað fyrir dóminum á hendur Arnari H. Gestssyni (0449-3230) kaupmanni, Hraunbæ 144 Reykjavík, til greiðslu eftirstöðva kaupverðs fasteignar ásamt vöxtum og kostnaði með stefnu birtri 21. júní 1985. Dómkröfur stefnanda eru aðallega: að stefndi verði dæmdur til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 1.502.656,00 ásamt 4% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 735.583,00 frá 15/3/85 til 20/3/85 og af kr. 435,583,00 frá þ.d. til 25/3/85 og af kr. 135.583,00 frá þ.d. til 1/6/85 og 3,5% drv. á mán. frá þ.d. til greiðsludags og 2070 ársvöxtum af kr. 1.367.073,00 frá 6/4/84 til birtingardags stefnu þessarar og dómvöxtum frá þ.d. til greiðsludags gegn því að stefnandi gefi út afsal fyrir fasteigninni að Laugavegi 73, Reykjavík. Til vara: að stefndi verði dæmdur til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 778.990,00 ásamt 40 dráttarvöxtum á mánuði eða brot úr mánuði af kr. 756.213,00 frá 15/3/85 til 20/3/85 og af kr. 456.213,00 frá þeim degi til 25/3/85 og af kr. 156.213,00 frá þ.d. til 1/6/85 og 3,5%0 drv. á mán. frá þ.d. til 20/8/85 og kr. 778.990,00 frá þ.d. til 1/9/85 og 3,75% frá þ.d. til greiðsludags og útgáfu og afhendingar veðskuldabréfs af fjárhæð kr. 1.093.658,00 er beri 2000 ársvexti frá 20/8/85 og greiðist með 4 árlegum afborgunum í fyrsta sinn 20/8/86 og sé tryggt með veði í fasteigninni 540 Laugavegur 73, Reykjavík, gegn því að stefnandi gefi út afsal til stefnda fyrir þeirri eign. Gerð er krafa um vaxtavexti, þ.e. vextir í dómkröfum verði lagðir við höfuðstól kröfu árlega og vextir reiknaðir af þannig uppreiknuðum höfuð- stól hverju sinni. Loks er gerð krafa um greiðslu alls málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ. Sérstaklega var þess krafist til vara af hálfu stefnanda við munnlegan mál- flutning að dómvextir yrðu dæmdir af öllum kröfum frá birtingardegi stefnu til greiðsludags. Af stefnda hálfu er aðallega krafist sýknu að svo stöddu en til vara veru- legrar lækkunar á stefnukröfum. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda. Við munnlegan málflutning var gerð sú grein fyrir afstöðu stefnda að hann viðurkenndi skyldu til greiðslu kr. 119.621,00 og byði afhendingu skulda- bréfs að fjárhæð kr. 1.367.073,00 gegn afsali, en gerði gagnkröfu til skulda- jafnaðar að fjárhæð kr. 236.000,00 með dómvöxtum frá 17. janúar 1986 til greiðsludags þannig að mismunur peningakrafna gengi til greiðslu upp í kröfu skv. skuldabréfinu. Af hálfu stefnanda var breytingu á kröfugerð mótmælt sem of seint fram kominni. Stefnandi seldi stefnda fasteignina nr. 73 við Laugaveg í Reykjavík með kaupsamningi dags. 6. apríl 1984 á kr. 6.000.000,00. Kaupverðið skyldi greitt þannig: Með yfirtöku veðskulda ...................0... kr. 632.927,00 með fjórum jöfnum greiðslum frá 28. júlí 1984 til 15. tats 1980. sams mins nz 5 ala a — 4.000.000,00 með útgáfu skuldabréfs 15. mars 1985 ............ — 1.367.073,00 Ms Samtals kr. 6.000.000,00 Stefnandi (sic) greiddi fyrstu þrjár afborganirnar, en einungis kr. 300.000,00 15. mars 1985 og síðan kr. 300.000,00 20. mars og kr. 300.000,00 25. mars. Ekki varð af uppgjöri og afhendingu afsals og veðskuldabréfs sem fara átti fram 25. mars 1985. Stefnandi hefur ekki veitt stefnda veðleyfi að fjárhæð kr. 2.000.000,00, sem heitið var í kaupsamningi. Í aðalkröfu stefnanda er gert ráð fyrir gjaldfellingu veðskuldarinnar. Bæði í aðalkröfu og varakröfu er miðað við að stefndi skuldi stefnanda eftirstöðvar útborgunar, kr. 100.000,00 og mismun skv. uppgjöri, kr. 56.213,00. Þegar kaupin voru gerð hafði steinveggur á mörkum hinnar seldu lóðar og lóðar Landsbankans að Laugavegi 77 hrunið. Gangstétt við lóðamörkin landsbankamegin hafði aflagast við að hrundi undan henni. Varð sam- komulag milli stefnda og Landsbankans þann 22. nóvember 1984 um að 541 stefndi annaðist lagfæringar á lóðamörkunum gegn því að Landsbankinn greiddi stefnda kr. 150.000,00. Landsbankinn greiddi hluta þessarar fjár- hæðar, en af hálfu bankans hefur komið fram að hann telur stefnda ekki hafa staðið að fullu við sinn hluta samkomulagsins þannig að bankinn hafi orðið að ljúka verkinu á eigin kostnað og útgjöld hans samtals numið hærri fjárhæð en samningsfjárhæðinni. Stefndi telur sig hafa varið kr. 600.000,00 til kr. 700.000,00 til endur- byggingar lóðamarkanna og frágangs. Telur hann að stefnanda beri að bera þann hluta kostnaðarins sem falli á Landsbankann. Þar sem bankinn hafi ekki staðið við samkomulagið við stefnda telur stefndi að hann eigi rétt á greiðslu úr hendi stefnanda í formi skuldajafnaðar, enda hafi stefnandi viðurkennt að stefndi eigi að fá þernan kostnað bættan. Stefndi heldur því fram að þótt ástand hinnar seldu lóðar hafi legið í augum uppi við kaupin, þá hafi ekki legið fyrir að óbættur skaði á nágrannalóðum fylgdi. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að Landsbankinn hafi gert upp kostnað vegna skaða á sinni lóð að fullu og að ekki sé um neinar kröfur að ræða af hálfu bankans á hendur málsaðilum. Stefnandi vísar því á bug að hann hafi lofað bankanum bótum og bendir á að þótt slíkt loforð hefði verið gefið væri það stefnda óviðkomandi. Hin selda eign skyldi afhent kaupanda við undirskrift kaupsamnings. Stefndi kveður stefnanda hafa fengið leyfi til afnota af kjallara í nokkra daga eftir kaupin. Hann telur sig ekki hafa fengið full afnot eignarinnar fyrr en í lok júní 1984 og þá eftir nokkra eftirgangsmuni. Af þessum sökum telur hann að uppgjör beri að endurskoða, en arður og lögskil hafi átt að miðast við afhendingu. Vegna dráttarins telur hann að uppgjörsdagur eigi að flytjast fram til 1. júlí 1984 svo og upphafsdagur samningsvaxta af skuldabréfi. Þá heldur stefndi því fram að synjun stefnanda um veitingu veðleyfis heimili sér að draga greiðslur án viðurlaga, og eru mótmæli gegn vaxtakröfum m.a. byggð á þessu sjónarmiði. Stefndi telur aðalkröfu stefnanda svo vanreifaða að varða eigi frávísun ex officio. Auk þess er því hafnað að stefndi hafi vanefnt samningsskyldur sínar með þeim hætti að varða eigi gjaldfellingu skuldabréfs. Stefnandi heldur því fram að stefndi hafi samþykkt uppgjörið, en stefndi telur uppgjörsgögnin röng. Eftir að stefndi fékk umráð eignarinnar hóf hann framkvæmdir á lóðinni næst lóðamörkunum sem m.a. fólu í sér mikla lækkun lóðarinnar og bygg- ingu mikils stoðveggjar á mörkunum. Vegna þessara framkvæmda varð ekki hjá því komist að raska mjög jarðvegi landsbankamegin, m.a. til að koma fyrir uppslætti fyrir stoðvegginn, án tillits til fyrri röskunar vegna fram- kvæmda stefnanda. Samkvæmt venjulegum reglum um grennd hefði stefndi átt að færa allt í samt lag á nágrannalóðinni að framkvæmdum loknum 542 á eigin kostnað. Þetta mátti stefnda vera ljóst þegar hann skoðaði eignina fyrir kaupin. Stefnda tókst að ná samningum við bankann um að hann greiddi kostnað við framkvæmdir þessar. Fjárhæðin sem bankinn lofaði að greiða er mjög nærri þeirri fjárhæð sem matsmenn hafa talið að fram- kvæmdir á lóð Landsbankans mundu hafa kostað á svipuðum tíma. Þegar þess er gætt að stefndi hefur samið við Landsbanka Íslands um að bankinn beri kostnað vegna lagfæringa á lóðamörkunum og fyrir liggur yfirlýsing bankans um að hann hafi með greiðslum til verkaðila að tilvísun stefnda og með eigin framkvæmdum fullnægt samningsskyldum sínum við stefnda þykir verða að telja ósannað að stefndi hafi orðið fyrir nokkrum útgjöldum vegna framkvæmda á lóð Landsbankans sem hann geti notað til skuldajafnaðar við kröfu stefnanda. Gegn andmælum stefnanda verður ekki talið sannað að afhending hluta eignarinnar hafi dregist lengur en fram í maímánuð og ekki verður talið sannað að stefndi hafi orðið fyrir tjóni vegna afhendingardráttar. Stefndi fékk umráð meginhluta eignarinnar 6. apríl 1984. Samkvæmt kaupsamningi skyldi eignin afhent þann dag og uppgjör og upphafstími vaxta af þeim hluta kaupverðs, sem gjaldfrestur var veittur á, skyldi einnig miðast við þann dag. Hins vegar er gert ráð fyrir því í uppgjöri því sem stefnandi byggir á og Í texta fyrirhugaðs skuldabréfs að uppgjör og upphafstími vaxta miðist við 1. maí 1984. Virðist þetta hafa verið ákveðið með hliðsjón af þeim drætti sem varð á afhendingu hluta eignarinnar. Samkvæmt ofangreindu þykja ekki efni til að fallast á kröfur stefnda að því leyti sem þær miðast við að uppgjörsdagur og upphafstími vaxta færist til 1. júlí 1984. Gegn andmælum stefnanda verður að telja ósannað að stefndi hafi krafið um veðleyfi fyrr en eftir að hann var farinn að halda að sér höndum um efndir. Þegar þess er gætt að stefndi bauðst einungis til að afhenda skuldabréf að fjárhæð kr. „ca. 1.300.000“ gegn veitingu veðleyfis þann 11. júní 1985 og þar sem hann hafði hvorki greitt samkvæmt uppgjöri né gert full skil á útborgun, verður ekki talið að hann hafi átt rétt á veðleyfi fyrr en hann hefði gert skil af sinni hendi. Umboðsmaður stefnda sendi umboðsmanni stefnanda símskeyti þann 4. september 1985 þar sem hann skýrir frá því að peningar til greiðslu afborg- ana og vaxta af skuldabréfi séu í vörslum sínum og skorar á umboðsmann stefnanda að vitja þeirra og árita skuldabréfið. Á þessum tíma hafði mál þetta þegar verið höfðað og lýst yfir gjaldfellingu bréfsins vegna vanefnda á skyldu til afhendingar þess, og þegar þess er gætt hver afstaða stefnda var til skuldaskila aðila og að skeytið virðist ekki hafa borist umboðsmanni stefnanda fyrr en að morgni 16. dags. frá gjalddaga og að greiðslustaður 543 var hjá stefnda þykir það ekki verða lagt stefnanda til lasts þótt hann sinnti ekki áskorun þessari. Þegar gætt er hinna miklu vanskila stefnda þykir bera að fallast á það með stefnanda að hann eigi rétt á að gjaldfella skuld þá sem skuldabréfið átti að tryggja, enda er ágreiningslaust að ákvæði um gjaldfellingu vegna vanefnda átti að vera í bréfinu. Þykir þannig bera að fallast á aðalkröfu stefnanda með þeim breytingum og fyllingu sem síðar greinir. Við munnlegan málflutning var sérstaklega mótmælt kröfu um mánaðar- vexti og því haldið fram að dómkrafan bæri aðeins vexti jafnháa almennum sparisjóðsvöxtum og að dómvexti bæri ekki að dæma nema að því marki sem þeirra væri krafist. Stefnandi krafðist þá til vara dómvaxta eins og að ofan greinir. Með auglýsingu dags. 18. janúar 1985 og birtri 31. sama mánaðar ákvað Seðlabanki Íslands, samkvæmt heimild í 5. gr. laga nr. 58/1960, að van- skilavextir í lánsviðskiptum og skuldaskiptum utan innlánsstofnana, þar sem formlegir lánasamningar eða viðskiptaskilmálar væru ekki fyrir hendi, mættu vera þeir sömu og af kröfum innlánsstofnana og kröfum sem stofn- ast í hliðstæðum og sambærilegum lánaviðskiptum utan innlánsstofnana. Þessi regla hefur verið óbreytt síðan, sbr. einkum augl. 21.2., 21.5. og 16.8. 1985. Samkvæmt þessu þykir mega beita ofangreindum vaxtareglum í skuldaskiptum aðila þessa máls. Vaxtakröfur stefnanda eru í samræmi við ofangreindar reglur að því er vaxtafót varðar. Stefndi hefur ekki mótmælt sérstaklega kröfu um vaxtavexti, og þykir bera að fallast á vaxtakröfur stefnanda með þeim skilningi að vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, en upphafstími vaxta, sem miðaður er við 6. apríl 1984 í kröfugerð stefnanda, þykir samkvæmt framkomnum gögnum eiga að vera |. maí 1984. Málskostnaður ákveðst kr. 200.000,00. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Arnar H. Gestsson, greiði stefnanda, Á Einarsson ér Funk hf., kr. 1.502.656,00 með 4% vöxtum á mánuði af kr. 735.583,00 frá 15. mars 1985 til 20. mars 1985, af kr. 435.583,00 frá þeim degi til 25. mars 1985, af kr. 135.583,00 frá þeim degi til 1. júní 1985, með 3,5%0 vöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags, með 20% árs- vöxtum af kr. 1.367.073,00 frá 1. maí 1984 til 21. júní 1985, með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 21. júlí 1985, með 36% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember 1985, með 39% ársvöxtum frá þeim degi til 17. janúar 1986, en með hæstu innlánsvöxtum eins og þeir verða ákveðnir á hverjum tíma frá þeim degi til greiðsludags og kr. 200.000,00 í máls- s44 kostnað gegn afhendingu afsals fyrir fasteigninni Laugavegi 73 Roykja, vik. Mánudaginn 13. apríl 1987. Nr. 110/1987. Anna Guðmundsdóttir Ólöf Erna Guðmundsdóttir Guðmundur Guðmundsson og Bára Guðmundsdóttir Kærumál. Staðfestur dómur um að mál skuli hafið. Dómur Hæstaréttar. Mál þeita dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skallason og Guðrún Erlendsdóttir. Sóknaraðilar hafa skotið máli þessu með heimild í b-lið 1. tölutið. ar 1, málsgreinar 21. greinar laga nr. 75/1973 til Hæstaréttar með kæru 11. mars 1987, er barst Hæstarétti 30. s.m. Krefjast þeir þess að hinum kærða dómi verði hrundið og lagi fyrir héraðsdómara að taka málið fyrir á ný Í greinargerð lögmanns sóknaraðila er krafa þeirra rökstudd með því að um lögmæt forföll hali verið að ræða, er þing var ekki sótt af þeirra hálfu 26. febrúar 1987. Lögmaðurinn segir að einn sóknar- aðila hafi látið hann vita skörnmu fyrir fyrirtöku málsins þann dag að hann gæli ekki sótt þing. Lözmaðurinn kvaðsl þá hafa reyni að ná sambandi við héraðsdómarann að morgni 26. febrúar en án árangurs. Hann hafi svo tilkynnt dómaranum um forföll sin strax og við varð komið og sent skriflega beiðni hinn 3. mars um að málið yrði endurupptekið skv. 3. mgr 936. Í beiðni þessari bar lögmaðurinn það fyrir sig að hann hefði þurít að sækja fund í þrotabúi, og er staðfest með vottorði skiptastjóra að lög- maðurinn sótti þennan fund. Héraðsdómarinn hefur sent Hæstarétti athugasemdir sínar, Greinargerð hefur ekki borist af hálfu varnaraðila. 544 kostnað gegn afhendingu afsals fyrir faste minni Laugavegi 73 Reyki vík Ne. 110/1987. Guðmundur Guðmundsson og Bára Guðmundsdót segn Láru Einarsdóttur og Tryggva Guðmundssyni Kærumál, Staðfestur dómur um að mál skuli hafið. Dómur Mæstaréttar. Mál þetta dæma hæstarétlardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir Sóknaraðilar hafa skotið máli þessu með heimild í b-lið 1. tölulið- ar 1. málsgreinar 21. greinar laga nr, 75/1973 til Hæstaréttar með kæru 11, mars 1987, er barst Hæstarélti 30. s.m. Krefjast þeir þess að hinum kærða dómi verði hrundið og last fyrir héraðsdómara að taka málið fyrir á ný Í greinargerð lögmanns sóknaraðila er krala þeirra rökstudd með því að um lögmæt forföll hafi verið að ræða, er þing var ekki sótt af þeirra hálfu 26. febrúar 1987. Lögmaðurinn segir að einn sóknar- aðila hafi látið hann vita skömmu fyrir fyrirtöku málsins þann a að hann gæti ekki sótt þing. Lögmaðurinn kvaðst þá halta reynt að ná sambandi við hóraðsdómarann að morgni 26. febrúar en án árangurs. Hann hali svo tilkynnt dómaranum um forföll sín strax og við varð komið og sent skriflega beiðni hinn 3. mars um að málið yrði endurupptekið skv. 3. mar. 118. gr. laga nr. 85/1936. Í beiðni þessari bar lögmaðurinn það fyrir sía að hann hefði þurft að sækja fund í þrotabúi, og er staðlest með voltorði skiptastjóra að lög maðurinn sótti þennan fund. Hóraðsdómarinn hefur sent Hæstarétti athugasemdir sinar. Greinargerð hefur ekki borist af hálfu varnaraðila, kostnað gegn afhendingu afsals fyrir fasieigninni Laugavegi 73 Reykja vík. Mánudaginn 13. april 1987. Nr. 110/1987. Anna Guðmundsdóttir Ólöf Erna Guðmundsdóttir Guðmundur Guðmundsson og Bára Guðmundsdóttir gegn áru Finarsdóttur og Tryggva Guðmundssyni Kærumál. Staðfestur dómur um að mál skuli hafið. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. knaraðilar hafa skorið máli þessu með heimild í b-lið 1. rölulið- ar 1. málsgninar 21. areinar laga nr. 75/1973 til Hæstaréttar með kæru 11. mars 1987, cr barst Hæstarétti 30. s,m. Krefjast þeir þ að hinum kærða dómi verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið fyrir á ný Í sreinargerð lögmanns sóknaraðila er krafa þeirra rökstudd með því að um lgmeæl forföll hafi verið að ræða, er þing var ekki sótt af þeirra hálfu 26. febrúar 1987. Lögmaðurinn segir að einn sóknar aðila hafi látið hann vita skömmu fyrir fyrirtöku málsins þann dag að hann gæti ekki sótt þing. lögmaðurinn kvaðst þá hafa reynt að ná sambandi við héraðsdómarann að morgni 26. febrúar en án árangurs, Hann hafi svo tilkynnt dómaranum um forföll sín strax or við varð komið og sent skriflega beiðni hinn 3. mars um að málið yrði endurupptekið skv. 3. mgr. 118. pr. laga nr. 85/1936. Í beiðni Þessari bar lögmaðurinn það fyrir sig að hann hefði þurfi að sækja fund í þrotabúi, og er staðfest með vottorði skiptastjóra að lös- maðurinn sótti þennan fund. Héraðsdómarinn hefur sent Hæstarétti athugasemdir sínar. Greinargerð hefur ekki borist af hálfu varnaraðila. 545 Í áðurnefndu bréfi lögmanns sóknaraðila til héraðsdómara 3. mars 1987 segir m.a. að sóknaraðilar hafi tilkynnt honum að þeir gætu ekki sótt þing eins og við fyrri fyrirtökur málsins og hann sagt þeim að hann mundi sjá um að láta mæta fyrir sig. Af bréfinu verður ekki séð að lögmaðurinn hafi gert neinar ráðstafanir til þess, og sjálfur var hann á fundi með skiptastjóra í þrotabúi sem áður greinir. Kemur ekki fram af gögnum málsins að um lögmæt forföll hafi verið að ræða, er útivist varð af hálfu sóknaraðila 26. febrúar. Verður hinn kærði dómur því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði dómur er staðfestur. Dómur bæjarþings Ísafjarðar 5. mars 1987. Mál þetta, sem dómtekið var fimmtudaginn 26. febrúar sl., hafa Ólöf Erna Guðmundsdóttir, nnr. 6867-7092, Hraunprýði 1, Ísafirði, Bára Guð- mundsdóttir, nnr. 0956-3938, Bláskógum 2, Hveragerði, Anna Guðmunds- dóttir, nnr. 0333-3469, Urðarvegi 37, Ísafirði og Guðmundur Guðmundsson, nnr. 3066-5511, Hafraholti 2, Ísafirði, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu birtri fyrir Tryggva Guðmundssyni á hendur stefndu Láru Einarsdóttur á heimili hennar að Fjarðarstræti 55, Ísafirði og fyrir stefndum Trvggva Guðmundssyni á heimili hans að Króki 4, Ísafirði. Stefnandi mætti eigi við fyrirtekt í málinu hinn 26. febrúar og krafðist umboðsmaður stefndu málskostnaðar kr. 100.000,00. Málið var tekið til dóms sama dag. Niðurstaða. Mál þetta er hafið. Með hliðsjón af atvikum málsins og með vísan til 1. mgr. 180. gr. laga nr. 85/1936 þykir rétt að stefnendur greiði in solidum kr. 10.000,00 í málskostnað. Dóminn kvað upp Lárus Bjarnason, aðalfulltrúi bæjarfógetans á Ísafirði. Dómsorð: Málið er hafið. Stefnendur, Ólöf Erna Guðmundsdóttir, Bára Guðmundsdóttir, Anna Guðmundsdóttir og Guðmundur Guðmundsson, greiði in solid- um stefndu, Láru Einarsdóttur og Tryggva Guðmundssyni kr. 10.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 35 546 Mánudagur 13. apríl 1987. Nr. 114/1987. —Ákæruvaldið gegn Þorgeiri Þorgeirssyni Kærumál. Kæruheimild. Máli vísað frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Máli þessu var skotið til Hæstaréttar með kæru Tómasar Gunn- arssonar hæstaréttarlögmanns, er hann sendi sakadómi Reykjavíkur 24. mars 1987 og barst Hæstarétti 30. s.m. Er þess krafist að tiltekin ummæli í dómi sakadóms Reykjavíkur uppkveðnum 16. júní 1986 í málinu: Ákæruvaldið gegn Þorgeiri Þorgeirssyni verði ómerkt. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að máli þessu verði vísað frá Hæstarétti. Í umræddum dómi var verjandi ákærða, Tómas Gunnarsson hæstaréttarlögmaður, víttur fyrir móðgandi ummæli um ríkissak- sóknara og héraðsdómarann og fyrir aðrar tilefnislausar málsýfing- ar. Dómi þessum var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 30. september 1986 og bíður málið flutnings. Lagaheimild brestur til þess að kæra sérstaklega til Hæstaréttar réttarfarsvítur í héraðsdómi, enda er eigi skírskotað til neinnar kæruheimildar í kærunni. Ber þegar af þeirri ástæðu að vísa máli þessu frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. 547 Mánudaginn 13. apríl 1987. Nr. 117/1987. Ólafur Hrólfsson gegn skiptaráðandunum í Reykjavík f.h. þrotabús E. Thorsteinssonar h/f Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Synjað um endurupptöku á meðferð kröfu. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 30. f.m. er barst Hæstarétti 2. þ.m. Krefst hann þess að hinum kærða úr- skurði verði hrundið og lagt verði fyrir skiptaráðanda að endurupp- taka meðferð kröfu sóknaraðila í þb. E. Thorsteinssonar h/f, þar sem sóknaraðila hafi ekki borist tilkynning skiptaráðandans um afstöðu hans til kröfu sóknaraðila og um skiptafund. Tilkynning til sóknaraðila var send með þeim hætti sem mælt er fyrir í 3. mgr. 108. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Samkvæmt því og með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 12. mars 1987. Í; Í máli þessu, sem tekið var til úrskurðar þann 23. febrúar 1987, gerir sóknaraðili þess, Ólafur Hrólfsson, nafnnr. 6765-1464, þær kröfur að meðferð kröfu hans í þrotabú E. Thorsteinsson hf., nafnnr. 6292-2303, verði endurupptekin og honum gefinn kostur á að skýra kröfu sína og rökstyðja og mótmælir þannig afstöðu skiptaráðanda um að krafa hans komist ekki að við skiptameðferð þrotabúsins, þar sem hún var ekki studd gögnum á sínum tíma og að afstaða skiptaráðanda í kröfuskrá varðandi hana sé endanleg. Af hálfu varnaraðila, þrotabús E. Thorsteinssonar hf. hefur ekki verið haldið uppi vörnum í máli þessu. 548 II. Bú E. Thorsteinsson hf., nafnnr. 1645-2076, Reykjavík, var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði uppkveðnum þann 6. desember 1985. Inn- köllun var gefin út og lauk kröfulýsingarfresti þann 20. febrúar 1986. Þann 20. febrúar 1986 barst skiptaráðanda kröfulýsing sóknaraðila máls þessa og hljóðar hún þannig orðrétt. „Greinargerð vegna uppgjörs Ólafs Hrólfssonar 6765-1464 við útgáfu- fyrirtækið E. Thorsteinsson (sic) h.f. Síðast til heimilis að Ármúla 19, Reykjavík. Samkvæmt samningi milli aðila annaðist (sic) ég undirritaður sölu auglýs- inga í Ferðablaðið LAND. Greiðsla skyldi vera 15% af seldum auglýsingum. Ef um aðra vinnu yrði að ræða skyldi greiðsla fyrir hana vera í samræmi við meðaltekjur meðan á auglýsingasölu stæði. Sala hófst 10. marz og lauk 10. júní er ég fór á vegum fyrirtækisins til Rotterdam til þess að vera við prentun blaðsins. Eftir dvölina í Hollandi sem stóð í 3 vikur var ég við ýmis störf hjá fyrirtækinu, svo sem könnun á möguleika þess að gefa út 2 önnur tímarit og annað sem til féll, þar til ég lauk störfum hjá fyrirtækinu 10. október 1985. Eftir því sem ég kemst næst var sala mín v, LANDS (sic) um kr. 2.800.000; og tekjur þar af leiðandi um 420.000; en uppgjör hef ég ekki fengið. Greiðslur voru ekki í neinu föstu formi heldur fóru þær eftir því hvort til var peningur hjá fyrirtækinu og einnig eftir fjárþörf minni. Einnig er eitthvað af reikningum á mig frá hinum ýmsu fyrirtækjum, ýmist greiddir eða (sic) ógreiddir. Ekki hefur enn verið samið um skiftingu (sic) kostnaðar á milli mín og fyrirtækisins. Krafa mín er því sú að fyrir liggi uppgjör þannig að tölur sjáist og að ég geti (sic) farið yfir þá reikninga sem skrifaðir eru á mig. Vegna annara (sic) starfa en sölustarfa geri ég kröfu um 16x35.000,- þ.e. 560.000,- og er það í samræmi við tekjur mína (sic) á sölutímabilinu. Krafan er því 560.000,- 420.000,- = 980.000,- að frádregnum greiðslum og þeim reikningum sem mér ber að greiða og fyrirtækið hefur lagt út fyrir. Einnig geri ég kröfu um eðlilegan vaxtaútreikning á þessum kröfum og kostnað vegna lögfræðiaðstoðar. Reykjavík 19. febrúar 1986 Ólafur |. Hrólfsson (sign.)“ Framangreindri kröfulýsingu fylgdi ljósrit samnings sóknaraðila við E. Thorsteinsson hf. varðandi sölulaun, og er hann dagsettur 11. mars 1985, hann hljóðar þannig orðrétt: „Undirritaðir gera með sér svofelldan samning. 549 Ólafur Hrólfsson, Skipasundi 6, Reykjavík tekur að sér að selja auglýs- ingar fyrir E. Thorsteinsson, Laugaveg 22, Reykjavík gegn 15% sölulaunum. Sölulaun greiðist að afloknu hverju verkefni en þó komi greiðslur fyrr eftir nánara samkomulagi aðila. Um er að ræða sölu auglýsinga í ferðablaðið LAND, Götukort, Íslandskort og annað sem til fellur hjá fyrirtækinu. Verði um önnur störf að ræða á milli ofangreindra verkefna komi til greiðslur í samræmi við tekjur af auglýsingasölu. Kostnaður við söluferðir greiðist að hluta af fyrirtækinu á móti verktaka eftir nánara samkomulagi aðila. Samkomulag staðfesta aðilar með undirskrift sinni“ Framan á kröfulýsingu sóknaraðila er handskrifað: „Nánari útreikningur verður sendur yður mánudaginn 24/2 ?86. Ólafur“ Gögn þau sem þar er vísað til bárust aldrei. Í kröfuskrá, sem skiptaráðandi gerði yfir lýstar kröfur í þrotabúið, var Þeirri afstöðu lýst að kröfum sóknaraðila væri hafnað að svo stöddu vegna vanreifunar. Var honum send kröfuskráin í ábyrgðar- og hraðpósti þann 11. mars 1986. Í henni kom fram hvenær fundur yrði haldinn til umfjöllunar um kröfuskrána, ennfremur að ef engin andmæli kæmu fram við afstöðu skiptaráðanda í kröfuskránni, í síðasta lagi á þeim fundi, myndi hún með vísan til 110. gr. laga nr. 6/1978 teljast endanlega samþykkt. Kom einnig fram í kröfuskránni að þessi háttur væri hafður á varðandi tilkynningu til kröfuhafa í samræmi við ákvæði 3. tl. 108. gr. laga nr. 6/1978. Tilkynning þessi var send á Skipasund 6, Reykjavík, en heimilisfang aðilans var ekki tilgreint í kröfulýsingu hans, heldur kom einungis fram á viðfestum samn- ingi hans við E. Thorsteinsson hf. Sóknaraðili sótti ekki bréf Þetta og var það því endursent skiptaráðanda nokkrum dögum síðar. Skiptaráðandi ákvað þá að senda Valgeir Kristinssyni hrl. bréfið í ábyrgðar- og hraðpósti, og var það sent þann 17. mars 1986. Ástæða þess að honum var sent bréfið var sú að hann hafði haft samband við skiptaráðanda símleiðis þann dag sem kröfulýsingarfrestur rann út og fengið sérstakt leyfi frá skiptaráðanda til að sóknaraðili fengi að koma með kröfuna eftir að skrifstofutíma embættisins lauk. Á skiptafundi í þrotabúinu, sem haldinn var þann 19. mars 1986 til um- fjöllunar um kröfuskrána, mætti enginn kröfuhafa og var kröfuskráin, sem legið hafði frammi lögmæltan tíma, endanlega samþykkt á þeim fundi með vísan til 110. gr. laga nr. 6/1978. Nokkru síðar hafði sóknaraðili samband við skiptaráðanda og kvaðst hafa frétt af afstöðu skiptaráðanda of seint. Honum var þá tjáð að krafa hans kæmist ekki að við skiptameðferðina og jafnframt leiðbeint um að ef hann vildi halda kröfu sinni til streitu skyldi hann leita aðstoðar lögfræð- ings. 550 Með bréfi dagsettu 17. nóvember 1986 barst skiptaráðanda bréf Páls A. Pálssonar hrl. þar sem hann mótmælir málsmeðferð skiptaráðanda á kröfu sóknaraðila og krefst þess að meðferð kröfu sóknaraðila verði endurupp- tekin og honum gefinn kostur á að skýra kröfu sína og rökstyðja. Með bréfi skiptaráðanda til Páls Arnórs Pálssonar hrl. dagsettu 10. desember 1986 var því alfarið vísað á bug að meðferð kröfu sóknaraðila hafi verið óréttmæt á nokkurn hátt. Með bréfi Páls Arnórs Pálssonar hrl. dagsettu þann 27. janúar 1987 gerir hann þá kröfu að boðað verði til þinghalds þar sem sóknaraðili fái tækifæri til að gera grein fyrir kröfu sinni í búið, og verði því synjað, krefjist hann rökstudds úrskurðar þar um. Með bréfi skiptaráðanda dagsettu þann 2. febrúar 1987 til Páls A. Páls- sonar hrl. hafnaði skiptaráðandi því að haldið yrði sérstakt þinghald til að sóknaraðili gæti gert grein fyrir kröfu sinni og jafnframt tekið fram að yrði hann ekki sáttur við þá niðurstöðu gæti hann krafist þess að það yrði úrskurðað sérstaklega. Var málefni þetta síðan borið upp á skiptafundi sem haldinn var í þrotabúinu þann 16. febrúar 1987 og létu aðrir kröfuhafar ágreining þennan ekki til sín taka. Var síðan ákveðinn rekstur þessa sérstaka skiptaréttarmáls og var það þingfest þann 23. febrúar 1987. Il. Í greinargerð sóknaraðila er því haldið fram að sóknaraðili hafi enga tilkynningu fengið um skiptafund fyrr en eftir að skiptafundur var haldinn þann 19. mars 1986. Hafi hann þá fengið þær upplýsingar frá Valgeiri Kristinssyni hrl. að hann hafi fengið bréf frá skiptarétti, þar sem boðað var til fundarins. Hafi Valgeir fengið bréfið eftir að fundurinn átti að vera og að hann hafi ekkert vitað meira um þetta mál, enda hafi hann ekkert með það að gera. Hafi sóknaraðili þá haft samband við skiptaráðanda sem hafi tjáð honum að hann hefði enga möguleika til að koma að sjónarmiðum sínum þar sem skiptafundurinn væri afstaðinn og engin mótmæli hefði komið fram á honum gegn afstöðu skiptaráðanda. Hafi sóknaraðili því látið málið kyrrt liggja þar til hann heyrði af starfsmönnum Félagsmálaráðu- neytisins, að þetta gæti ekki verið rétt málsmeðferð. Sóknaraðili telur að ljóst sé að skiptaráðandi hafi alls ekki gætt þess að réttur hans væri tryggður og að ekki hafi verið farið eftir 3. tl. 108. gr.laga nr. 6/1978 varðandi tilkynningu á höfnun kröfu. Þar sé skýrt tekið fram að tilkynna skuli þeim sem kröfu lýsir með ábyrgðarbréfi eða á annan jafn- tryggilegan hátt með hæfilegum fyrirvara um höfnun kröfu og geta þess hvenær skiptafundur verði haldinn ti! að taka afstöðu til kröfunnar. Þetta hafi ekki verið gert. Hvorki hafi verið hæfilegur fyrirvari settur, né hafi bréfið verið sent til sóknaraðila sjálfs eins og lagagreinin bjóði. Hljóti því 5S1 að vera skýlaus réttur sóknaraðila að fá málið endurupptekið hvað varði kröfu hans og fá möguleika til þess að gera grein fyrir kröfunni. Leita þurfi skýringa framkvæmdastjóra hins gjaldþrota félags, en hann hafi gefið skýrslu í skiptarétti áður en kröfu sóknaraðila var lýst í þrotabúið. IV. Sem fyrr greinir er ekki haldið uppi vörnum í máli þessu af hálfu varnar- aðila og ber því samkvæmt 118. gr. laga nr. 85/1936 að fella úrskurð á málskröfur sóknaraðila samkvæmt framlögðum skjölum og skilríkjum. Ágreiningur í þessu máli er um það hvort tilkynning skiptaráðanda til sóknaraðila máls þessa hafi verið tilhlýðileg eða ekki. 3. tl. 108. gr. laga nr. 6/1978 hljóðar svo: „Ef sá sem með búið fer, telur að ekki skuli viðurkenna kröfu að fullu, eins og henni er lýst, skal hann tilkynna það þeim sem kröfunni lýsti, með ábyrgðarbréfi eða á annan jafntryggilegan hátt með hæfilegum fyrirvara og geta þess hvenær skiptafundur verður haldinn til að taka afstöðu til kröfunnar““ Með ábyrgðarbréfi, sem sent var til sóknaraðila þann 11. mars 1986, var honum send kröfuskrá og kom þar fram hver afstaða skiptaráðanda var til kröfunnar auk þess sem tilkynnt var um það hvenær fundur yrði haldinn til umfjöllunar um kröfuskrána. Í sjálfri kröfulýsingu sóknaraðila var ekkert getið um heimilisfang hans. Í samningi viðfestum kröfulýsingunni kom fram heimilisfangið Skipasund 6, Reykjavík. Ennfremur hafði skiptaráðandi upplýsingar um að heimilis- fang hans væri Skipasund 6, Reykjavík, vegna þess að hjá embætti skipta- ráðanda lá beiðni um að bú sóknaraðila máls þessa yrði tekið til gjaldþrota- skipta. Barst sú beiðni til skiptaráðanda þann 26. september 1985. Var kveðinn upp úrskurður um gjaldþrotaskipti á búi hans þann 20. maí 1986. Í tilefni af því máli var sóknaraðila stefnt og hann boðaður bréflega, hvort- tveggja að Skipasundi 6, Reykjavík. Bæði skiptastefnan og bréfið komust sannanlega til sóknaraðila á því heimilisfangi. Auk þessa var sóknaraðili skráður með lögheimili þar í íbúaskrá 1. desember 1985, sem gefin var út af Hagstofu Íslands í apríl 1986. Sóknaraðili máls þessa hafði sjálfur bókhaldsgögn hins gjaldþrota félags undir höndum og afhenti skiptaráðanda það sjálfur vorið 1986. Hann átti því að vera ágætlega í stakk búinn til að rökstyðja kröfu sína og styðja hana gögnum. Honum var það kunnugt þegar hann lagði kröfulýsingu sína fram að hún var ekki nægjanlega reifuð, sbr. áritun hans sjálfs um að gögn kæmu síðar. 552 Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er því alfarið vísað á bug að ekki hafi verið fullnægt skilyrðum 3. tl. 108. gr. laga nr. 6/1978 varðandi tilkynningu til kröfuhafa. Var tilkynning skiptaráðanda í fullu samræmi við það sem áðurnefnd lagagrein býður og var fyrirvarinn hæfilegur. Er niður- staða máls þessa því sú að kröfu sóknaraðila er hafnað. Gréta Baldursdóttir fulltrúi yfirborgarfógeta kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðila um að meðferð kröfu hans í þrotabú E. Thor- steinsson hf. verði endurupptekin og honum gefinn kostur á að skýra hana og rökstyðja er hafnað. Mánudaginn 13. apríl 1987. Nr. 58/1986. Herbert Ólason (Gunnar Sólnes hrl.) gegn Kolbrúnu Baldvinsdóttur (Páll Arnór Pálsson hrl.) Hjónaskilnaður. Samningar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson og Gaukur Jörundsson prófessor. Freyr Ófeigsson héraðsdómari kvað upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. febrúar 1986. Hann krefst sýknu af kröfum stefndu og þess að felld verði niður kyrrsetning, sem fram fór 8. desember 1984 í tilgreindum eignum hans. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms, þó þannig, að vextir verði 39% ársvextir frá 1. febrúar 1985 til 1. mars s.á., 4800 ársvextir frá þeim degi til 1. júní s.á., 42% ársvextir frá þeim degi til 1. september 1985, 4500 ársvextir frá þeim degi til 1. mars 1986, 339 553 ársvextir frá þeim degi til 1. apríl 1986 og 27% ársvextir frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnda málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti. Héraðsdómi er ekki áfrýjað að því er tekur til Málflutningsskrif- stofu Gunnars Sólness sf. Fallast ber á þá niðurstöðu héraðsdóms, að fé því, sem um er deilt í málinu, hafi verið varið til greiðslu skulda, sem áfrýjanda var samkvæmt skilnaðarskilmálum aðila skylt gagnvart stefndu að annast greiðslu á. Ber því að staðfesta héraðsdóminn að því er varðar greiðslu á 254.477,84 krónum, enda hefur ekki verið gerð fullnægj- andi grein fyrir því, að hve miklu leyti 5. liður í kröfum stefndu fyrir héraðsdómi varðar störf sem unnin voru fyrir hana sérstaklega. Vextir vera dæmdir svo sem Í dómsorði segir. Í greinargerð sinni fyrir Hæstarétti, dags. 1. desember 1986, krafðist stefnda staðfestingar hins áfrýjaða dóms, þar á meðal á vaxtaákvæði hans. Eru því ekki efni til að leyfa hækkun vaxtakröf- unnar vegna vaxtabreytinga eftir uppsögu héraðsdóms til þess tíma. Staðfesta ber niðurstöðu héraðsdóms um kyrrsetningu. Dæma ber áfrýjanda til að greiða stefndu málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 150.000,00 krónur samtals í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Herbert Ólason, greiði stefndu, Kolbrúnu Bald- vinsdóttur, 254.477,84 krónur með ársvöxtum sem hér segir: 37% af 72.204,64 krónum frá 12. október 1983 til 20. s.m., 3690 af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. nóvember s.á., 36% af 73.481,64 frá þeim degi til 20. s.m., 32% af sömu fjárhæð frá þeim degi til 20. desmber s.á., 25% af sömu fjárhæð frá þeim degi til 22. s.m., 25% af 118.481,64 krónum frá þeim degi til 20. janúar 1984, 19% af sömu fjárhæð frá þeim degi til S. febrúar s.á., 19%0 af 184.704,94 krónum frá þeim degi til 14. mars s.á., 19%0 af 189.833,74 krónum frá þeim degi til 25. s.m. og af 254.477,84 krónum frá þeim degi til 31. desember s.á., 30,8%0 af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. febrúar 1985, 37,5% af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. mars s.á., 33% af sömu 554 fjárhæð frá þeim degi til 1. apríl s.á., 27%0 af sömu fjárhæð frá þeim degi til dómsuppsögudags 25. nóvember s.á., 37,50% af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. mars 1986, 33% af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. apríl s.á. og 2790 af sömu fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um staðfestingu kyrrsetningar á að vera óraskað. Áfrýjandi greiði stefndu 150.000,00 krónur samtals í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Akureyrar 25. nóvember 1985. Mál þetta, sem dómtekið var 5. nóvember sl., hefur Kolbrún Baldvins- dóttir, nnr. 5655-5538, ritari, til heimilis að Keilugrund 8, Reykjavík, höfðað hér fyrir dómi með stefnu útgefinni 14. desember 1984 á hendur Herbert Ólasyni verslunarmanni nnr. 4009-0487, Skarðshlíð 30, Akureyri, og þeim Gunnari Sólnes, nnr. 3388-5881, hæstaréttarlögmanni, Aðalstræti 82, Akureyri, og Jóni Kr. Sólnes, nnr. 5188-3039, héraðsdómslögmanni, Aðals- træti 72, Akureyri, persónulega og f.h. Málflutningsskrifstofu Gunnars Sólnes sf. nnr. 6302-9718, Strandgötu 1, Akureyri. Við munnlegan málflutning féll stefnandi frá kröfum á Gunnar Sólnes og Jón Kr. Sólnes persónulega, en hélt við kröfu sína á hendur þeim f.h. Málflutningsskrifstofu Gunnars Sólnes sf. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða kr. 254.477,84 ásamt 37% vöxtum á ári af kr. 72.204,64 frá 12. október 1983 til 20. s.m., en 36% ársvöxtum frá þ.d. til 1. nóvember s.á. og af kr. 73.481,64 frá þ.d. til 20. s.m., 32% ársvöxtum frá þ.d. til 20. desember s.á., 25%0 ársvöxtum frá þ.d. til 22. s.m., en af kr. 118.481,64 frá þ.d. til 20. janúar 1984, 19% ársvöxtum frá þ.d. til S. febrúar sá., en af kr. 184.704,94 frá þ.d. til 14. mars s.á., en af kr. 189.833,74 frá þd. til 25. s.m., en af kr. 254.477,84 frá þ.d. til 31. desember s.á., 3200 ársvöxtum frá þ.d. til 31. janúar 1985 og 37,5%0 ársvöxtum frá þ.d. til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að staðfest verði kyrrsetning á eignum stefnda, Herberts Ólasonar, sem fram fór 7. desember 1984. Að lokum krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir til að greiða honum málskostnað að skaðlausu samkvæmt reikningi og að tildæmdur málskostnaður beri hæstu lögleyfðu dráttarvexti samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands frá dómsuppkvaðningu til greiðsludags. 555 Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnanda og að þeim verði tildæmdur málskostnaður úr hennar hendi samkvæmt mati dómsins. Þá er einnig gerð sú dómkrafa að löghald það, sem gert var í eignum stefnda Herberts Ólasonar hinn 7. desember 1984, verði fellt úr gildi. Stefnandi kveður málavexti vera þá að þau stefndi Herbert Ólason hafi verið í hjúskap, sem lokið hafi með útgáfu skilnaðarleyfis S. september 1983. Þau hafi þó áður gert með sér skilnaðarsamkomulag sem hafi verið fært til bókar þann 25. ágúst 1983 hjá bæjarfógetanum á Akureyri. Hafi samkomulagið m.a. kveðið svo á að stefnandi skyldi fá í sinn hlut út úr búinu eftirstöðvar útborgunar vegna sölu á húseigninni nr. 16. við Kotár- gerði á Akureyri, er áhvílandi veðskuldir hefðu verið greiddar. Kveður stefnandi útborgunina hafa numið kr. 1.750.000,00 og að allar greiðslur hafi verið inntar af hendi af hálfu kaupanda fasteignarinnar hjá stefnda, Mál- flutningsskrifstofu Gunnars Sólnes sf. Lögmenn þar hafi farið með fjár- reiður búsins í þágu stefnda Herberts Ólasonar. Kveðst stefnandi hafa fengið í sinn hlut kr. 141.254,61 af útborgunarfénu og verið tjáð að það væri endanlegt uppgjör. Kveður stefnandi skilnaðarsamkomulagið hafa verið vanefnt af hálfu stefnda Herberts Ólasonar því stefndi, Málflutningsskrif- stofa Gunnars Sólnes sf., hafi í þágu stefnda Herberts Ólasonar nýtt útborgunarféð til að greiða aðrar skuldir búsins en áhvílandi veðskuldir á fasteigninni nr. 16 við Kotárgerði á Akureyri. Nánar tiltekið kveður stefn- andi hafa verið um að ræða eftirtaldar greiðslur: 1. Greitt 12.10. 1983 v/Brunabótafélags Íslands kr. 72.204,64 . Greitt 02.11. 1983 v/uppboðskostnaðar á 1.277,00 3. Greitt 23.12. 1983 v/Samvinnubankans Svalbarðseyri “ 45.000,00 4. Greitt 06.02. 1984 v/sama st 66.223,30 5. Greitt 13.12. 1984 v/þóknunar til Málflutningsskrifst. fs 54.000,00 6. Greiddur kostnaður v/mism. seldra víxla og greiðslna is 15.772,90 Samtals nemi greiðslur þessar kr. 254.777,84 eða stefnufjárhæðinni. Byggir stefnandi kröfu sína á hendur stefnda Herbert á því að komist hafi á bindandi samkomulag milli þeirra við skilnaðinn þess efnis að af söluand- virði fasteignarinnar Kotárgerði 16, Akureyri, skyldi stefnandi fá þann hluta útborgunarinnar sem eftir stæði er áhvílandi veðskuldir hefðu verið greiddar, auk þess helming veðskuldabréfs fyrir eftirstöðvum söluverðsins, en þann hluta söluandvirðisins hafi hún fengið. Aðrar skuldir bús þeirra hjóna hafi stefndi Herbert Ólason tekið að sér að greiða, þar á meðal þær 556 skuldir sem að framan eru taldar og greiddar voru af Málflutningsskrifstofu Gunnars Sólnes sf. Beri stefnda Herbert því að greiða stefnanda þá fjárhæð. Stefnda Málflutningsskrifstofa Gunnars Sólnes sf. hafi tekið að sér fyrir þau hjón í sameiningu að sjá um uppgjör á skuldum þeirra í samræmi við skilnaðarsamkomulagið. Hafi stefnda Málflutningskrifstofa Gunnars Sólnes sf. þannig tekið að sér að gæta hagsmuna stefnanda í því sambandi. Stefnda Málflutningsskrifstofa Gunnars Sólnes sf. hafi brugðist þessum skyldum sínum með því að nota fé, sem stefnanda bar, til að greiða skuldir stefnda Herberts. Hafi Málflutningsskrifstofa Gunnars Sólnes sf. þannig orðið ábyrg fyrir greiðslu þessari til stefnanda. Þótt litið væri þannig á að ekki hafi berum orðum komist á samningur milli stefnanda og stefnda Málflutn- ingsskrifstofu Gunnars Sólnes sf. um að einungis skyldi greiða áhvílandi veðskuldir á Kotárgerði 16 með söluandvirði eignarinnar þá sé stefnda allt að einu ábyrg þar sem Gunnar Sólnes lögmaður hafi verið viðstaddur er stefnandi og stefndi Herbert Ólason gerðu skilnaðarsamkomulagið og hafi honum verið fullkunnugt um efni þess og því borið að taka fullt tillit til þess við uppgjörið, en það hafi hann ekki gert. Sé krafa stefnanda á hendur stefndu Málflutningsskrifstofu Gunnars Sólnes sf. byggð á framangreindu. Stefndu kveða hjúskapareign stefnanda og stefnda Herberts, Króksstaði í Öngulsstaðahreppi, hafa verið í uppboðsrétti til sölu á nauðungaruppboði til lúkningar áhvílandi veðskuldum og fjárnámum. Tilboð í eignina hafi borist frá Stefáni Bjarnasyni og hafi uppboðsbeiðendur samþykkt að eignin yrði seld frjálsri sölu, en að þeir fengju jafnframt veð í húseigninni nr. 16 við Kotárgerði á Akureyri og sú eign yrði jafnframt þegar Í stað sett í sölu. Samkvæmt þessu hafi allar kröfur verið fluttar af Króksstöðum yfir á Kotárgerði 16 að undanskildum veðkröfum sem kaupandi tók að sér og tvö skuldabréf (sic), annað í eigu Brunabótafélags Íslands og hitt í eigu Sam- vinnubanka Íslands, útibúsins á Svalbarðseyri. Ástæðan fyrir því að þessi skuldabréf hafi ekki verið flutt hafi verið sú að bæði þessi skuldabréf hafi verið gjaldfallin og í vanskilum. Húseignin Kotárgerði 16, Akureyri hafi síðan verið seld hinn 8. júlí 1983 og Gunnari Sólnes hrl. falið að ganga frá uppgjöri og greiðslum til þeirra aðila sem höfðu beiðst uppboðs á Króksstöðum. Telja stefndu að engar vanefndir hafi átt sér stað gagnvart stefnanda og allar þær greiðslur, sem inntar hafi verið af hendi af hálfu Málflutningsskrifstofu Gunnars Sólnes sf., hafi verið í þágu stefnanda og stefnda Herberts og hafi átt fullan rétt á sér. Greiðsla samkvæmt |. lið v/ Brunabótafélags Íslands hinn 12. október 1983 hafi verið til lúkningar veðskuldabréfi tryggðu með veði í Króksstöðum, sem ekki hafi verið flutt yfir á Kotárgerði 16. Liður nr. 2 sé greiðsla á uppboðskostnaði vegna tveggja skuldabréfa sem tryggð hafi verið með veði í Króksstöðum og í eigu Bruna- bótafélags Íslands og Samvinnubanka Íslands, Svalbarðseyri. Um greiðslu- 557 liði nr. 3 og 4 vegna Samvinnubankans, Svalbarðseyri, sé sama að segja og um greiðslulið 1. Greiðsluliður 5 sé þóknun til Málflutningsskrifstofu Gunnars Sólnes sf. Sé um að ræða þóknun fyrir að taka við öllum greiðslum og annast uppgjör á áhvílandi kröfum. Ekki hafi staðið til að framkvæma þetta verk án greiðslu og skilnaðarsamkomulag stefnanda og stefnda Herberts hafi engu þar um breytt. Greiðsluliður 6 sé kostnaður vegna mismunar seldra víxla og greiðslna, kr. 15.772,90. Sé hér um að ræða for- vexti og kostnað af tveimur víxlum sem hafi verið seldir, en kaupendur að Kotárgerði 16 höfðu samþykkt víxlana fyrir öllum greiðslum samkvæmt útborgun. Talið hafi verið ráðlegra að selja framangreinda víxla til þess að nota andvirði þeirra til greiðslu á kröfum sem voru með fullum dráttar- vöxtum. Mismunur víxilvaxta og dráttarvaxta hafi því komið stefnanda til góða í þessu tilviki. Í málinu hefur verið lagt fram endurrit úr hjónaskilnaðarbók fyrir embætti bæjarfógetans á Akureyri og Dalvík og sýslumannsins í Eyjafjarð- arsýslu varðandi fyrirtöku á hjónaskilnaðarmáli stefnanda og stefnda Herberts Ólasonar hinn 25. ágúst 1983. Að því er varðar skiptingu bús þeirra er eftirfarandi bókað: „Konan fái í sinn hlut eftirstöðvar útborgunar v/sölu á húseigninni Kotárgerði 16, Akureyri, er áhvílandi veðskuldir hafa verið greiddar, en veðskuldabréf tryggt með veði í eigninni að fjárhæð kr. 484.000; skiptist að jöfnu milli þeirra. Maðurinn fái í sinn hlut hesthús að Granaskjóli 3, Akureyri, svo og fjögur tryppi, en í hlut konu komi gæð- ingurinn Cesar. Innbúi hefur þegar verið skipt. Maðurinn tekur að sér greiðslu allra annarra skulda búsins, þar með talin álögð opinber gjöld beggja áranna 1982 og 1983. Það er álit dómsins að samkvæmt bókun þessari hafi maðurinn, þ.e. stefndi Herbert Ólason, tekið að sér einn greiðslu þeirra krafna og skulda er fasteignin Kotárgerði 16 stóð eigi að veði fyrir. Ágreiningslaust er að greiðslur þær, er mál þetta varðar, fóru til greiðslu skulda er ekki voru tryggðar með veði í framangreindri eign. Verður stefndi Herbert því dæmdur til að endurgreiða stefnanda fjárhæð þá ásamt vöxtum sem krafist er í máli þessu. Fram er komið í málinu að greiða þurfi af fé búsins ýmsar aðrar skuldir en þær veðskuldir er hvíldu á Kotárgerði 16 þá er framangreint samkomulag var gert, þar á meðal skuldir þær er stefnda Málflutningsskrifstofa Gunnars Sólnes sf. innti af hendi. Ekki er annað fram komið en að stefnandi og stefndi Herbert Ólason hafi bæði borið ábyrgð á greiðslu skulda þessara gagnvart skuldareigendum. Verður því ekki á það fallist að stefnda Mál- flutningsskrifstofa Gunnars Sólnes sf. hafi með því að inna framangreindar greiðslur af hendi orðið ábyrg fyrir endurgreiðslu þeirra til stefnanda, enda ósannað að samningur hafi komist á milli stefnanda og stefnda Málflutn 558 ingsskrifstofu Gunnars Sólnes sf. um að greiðslur skulda búsins skyldu einskorðaðar við framangreint skilnaðarsamkomulag. Verður stefnda Mál- flutningsskrifstofa Gunnars Sólnes sf. því sýknuð í máli þessu. Þá ber að staðfesta löghald það er fram fór 8. desember 1984 í eignar- hlutdeild stefnda Herberts Ólasonar í hesthúsi að Granaskjóli 3, Akureyri, og bifreið af gerðinni BMW A-3080, árgerð 1980, eða andvirði hennar hafi hún verið seld, svo og húsgrunni að Stapasíðu 16 eða 18. Að lokum ber að dæma stefnda Herbert til að greiða stefnanda málskostnað. Stefnandi hefur lagt fram í málinu málskostnaðarreikning að fjárhæð kr. 140.278,00. Reikningur þessi hefur eigi sætt tölulegum andmælum af hálfu stefndu og verður því við hann miðað við ákvörðun málskostnaðar. Eigi þykja efni til að taka til greina kröfu stefnanda um dráttarvexti á þá fjárhæð. Að því er varðar stefndu Málflutningsskrifstofu Gunnars Sólnes sf. þykir rétt að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefndi, Herbert Ólason, greiði stefnanda, Kolbrúnu Baldvinsdóttur, kr. 254.477,84 ásamt 37% ársvöxtum af kr. 72.204,64 frá 12. október 1983 til 20. s.m., en 3690 ársvöxtum frá þ.d. til 1. nóvember s.á.og af kr. 73.481,64 frá þ.d. til 20. s.m., en 32% ársvöxtum frá þd. til 20. des. s.á., en 25% ársvöxtum frá þ.d. til 22. s.m. og af kr. 118.481,64 frá þ.d. til 20.jan. 1984, 19% ársvöxtum frá þ.d. til 5. febrúar s.á. og af kr. 184.704,94 frá þ.d. til 14. mars s.á. og af kr. 189.833,74 frá þ.d. til 25. s.m. og af kr. 254.477,84 frá þ.d. til 31. des. s.á., en 32% árs- vöxtum frá þ.d. til 31. jan. 1985, en 37,5% ársvöxtum frá þ.d. til greiðsludags og kr. 140.278,00 í málskostnað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Stefnda, Málflutningskrifstofa Gunnars Sólnes sf., á að vera sýkn af kröfum stefnanda. Framangreint löghald er staðfest. 559 Þriðjudaginn 14. apríl 1987. Nr. 80/1986. Þórmundur Hjálmtýsson gegn Byggingum og ráðgjöf Mál fellt niður. Ómaksbætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Skaftason. Af hálfu áfrýjanda, Þórmundar Hjálmtýssonar, var sótt dómþing 1. apríl 1987 og óskað eftir því að mál þetta yrði fellt niur. Af hálfu stefnda, Bygginga og ráðgjafar hf., var krafist ómaks- bóta. Af hálfu áfrýjanda var þeirri kröfu andmælt. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Þórmundur Hjálmtýsson, greiði stefnda, Byggingum og ráðgjöf hf., 15.000,00 krónur í ómaksbætur að viðlagðri aðför að lögum. 560 Þriðjudaginn 14. apríl 1987. Nr. 174/1985. Sigríður Hallgrímsdóttir Kjartan R. Gíslason og Teitur Benediktsson (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) gegn Ísafoldarprentsmiðju hf. og gagnsök (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Útgáfusamningur. Skaðabætur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson og prófessor Arnljótur Björnsson. Aðaláfrýjendur hafa skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 17. júlí 1985. Þeir gera þær dómkröfur að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða þeim 4.831.200,00 krónur með 19% ársvöxtum frá 1. apríl 1984 til 1. janúar 1985, með 32% ársvöxtum frá þeim degi til 1. febrúar 1985, með 39% ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1985, með 48% ársvöxtum frá þeim degi til 28. mars 1985 en með dóm- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Verði tekið fram um vextina að vextir, sem fallið hafa og falla á kröfuna eftir í. febrúar 1985, skuli bætast við þann höfuðstól sem vextir reiknast af á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. febrúar 1986. Jafnframt þessu krefjast þeir sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda í málinu. Þá krefjast aðal- stefnendur og þess að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða þeim óskiptan málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Beri máls- kostnaðarfjárhæðin 30% ársvexti, aðallega frá dómtökudegi í Hæstarétti en til vara frá þeim degi er dómur verður aðfararhæfur. Um vextina á málskostnaðinn verði tekið fram, að þeir skuli bætast við þann málskostnaðarhöfuðstól, sem vextir reiknast af, á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafstímann. Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu með stefnu 12. mars 1986, að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 2. mgr. 20. greinar laga nr. 715/1973 hinn 7. mars 1986. Dómkröfur hans eru þær að hann verði Sól sýknaður af öllum kröfum aðaláfrýjenda og þeir verði dæmdir til að greiða honum óskipt 7.429.725,00 krónur með dómvöxtum samkvæmt lögum nr. 56/1979 frá 4. október 1984 til greiðsludags. Verði vöxtum bætt við höfðstól á 12 mánaða fresti talið frá upp- hafsdegi vaxta. Gagnáfrýjandi krefst og málskostnaðar óskipt úr hendi aðaláfrýjenda, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. I. Árið 1959 talaðist svo til með Ingvari G. Brynjólfssyni mennta- skólakennara og gagnáfrýjanda að Ingvar semdi íslensk-þýska orða- bók sem gagnáfryýjandi gæfi út. Var gert ráð fyrir að orðabókin yrði 20 arkir og kæmi út árið 1964. Skriflegur samningur var ekki gerður. Ingvar hóf samningu orðabókarinnar þegar á árinu 1959 og vann einn að verkinu. Árið 1965 réð hann aðaláfrýjandann Teit til að vinna að bókinni með sér og aðaláfrýjandann Kjartan nokkru síðar. Höfðu þá breyst upphaflegar áætlanir um stærð orðabókarinnar, fyrst á árinu 1962 í 50 arkir og aftur árið 1964 í 80 arkir. Þegar frá árinu 1959 hóf gagnáfrýjandi að greiða Ingvari nokkra þóknun upp í væntanleg höfundarlaun hans, sem og aðaláfrýjendunum Teiti og Kjartani eftir að þeir hófu að vinna að orðabókinni. Hélst svo óslitið að undanskildu einu ári til ársins 1980 að því meðtöldu. Allir unnu semjendur orðabókarinnar að verkinu sem aukastarfi í sumarleyfum og tómstundum samhliða kennslustörfum. Haustið 1970 sótti Ingvar til menntamálaráðuneytis um ársleyfi á launum til að fullbúa orðabókina til prentunar. Sagði í umsókninni að fyrstu gerð handrits að bókinni væri þá allt að því lokið og önnur gerð (lokagerð) hafin. Jafnframt tók hann fram að endurskoðun alls verksins, lagfæringar og samræmingarvinna, fullnaðarfrágangur og endurvélritun verulegs hluta væri óhemjuvinna. Áætlaði Ingvar að handrit orðabókarinnar yrði fullbúið til prentunar fyrir árslok 1972 og bókin kæmi út 1973 ef honum yrði veitt umbeðið orlof og orðið yrði við sams konar umsókn frá aðaláfrýjandanum Teiti. Að öðrum kosti sagðist hann ekki treysta sér til að gera bindandi áætlun um útgáfuár. Umbeðið orlof var veitt, en aðeins í hálft ár. Með bréfi til gagnáfrýjanda 30. mars 1973 beiddist Ingvar þess m.a. að bókstafurinn A,Á í orðabókinni yrði fullsettur og afþrykkt- ur í 10 eintökum í allra síðasta lagi fyrir 15. júní. Sagði í bréfinu 36 562 að þetta væri nauðsynlegt til að knýja fram greiðslu á öðrum vett- vangi. Ennfremur að bókstafirnir A,Á/B væru setningarhæfir svo og nokkrir fleiri tilgreindir bókstafir, en meira væri í aðsigi. Kemur fram af bréfi, er Ingvar ritaði gagnáfrýjanda 30. júní 1975, að hann hafi orðið við því að setja stafina A,Á. Er þó í því bréfi að því fundið að prófarkirnar hafi ekki verið afhentar í nægilega mörgum eintökum. Einnig lýsti Ingvar þar yfir vilja sínum til að verkið yrði sett í áföngum, en tjáði sig ekki þó geta sagt til um hvenær endur- samningu handrits yrði lokið. Af minnisgreinum Ingvars vegna fundar orðabókarmanna 23. ágúst 1975 kemur fram að auk þess sem stafurinn A hefði verið settur fyrir 2 árum séu bókstafirnir B og D og E að hálfu það sem hann nefnir „druckreif“. Er þó í minnisgreinunum getið tafar af sérstökum orsökum er muni ekki haldast lengi úr þessu. Þá er þar og getið allmargra bókstafa sem endurunnir hafi verið, auk þeirra sem fyrr voru nefndir. Gerð handrits virðast aðaláfrýjendur telja hafa verið lokið 22. ágúst 1978, en vélritun 12. mars 1979. Vísa þeir til áritunar aðal- áfrýjandans Kjartans á blaðsíðu í handriti af bókstafnum Z þessu til sönnunar. Hinn 28. janúar 1979 andaðist Ingvar G. Brynjólfsson og situr eiginkona hans, aðaláfrýjandinn Sigríður Hallgrímsdóttir, í óskiptu búi eftir hann. Hefur aðaláfrýjandinn Kjartan verið formælandi orðabókarmanna eftir andlát Ingvars. Um áramótin 1981-1982 urðu eigendaskipti að meiri hluta hlutabréfa í Ísafoldarprentsmiðju hf. og var nýr stjórnarformaður, Leó E. Löve lögfræðingur, kosinn á aðalfundi félagsins í september 1982. Í marsmánuði 1982 var efnt til hádegisverðarfundar með hinum nýja aðalhluthafa og aðaláfrýjandanum Kjartani og nokkrum fleirum, meðal annars starfsmanna frá Ísafoldarprentsmiðju hf. Virðist fundur þessi hafa verið haldinn að frumkvæði starfsmanns vestur-þýska sendiráðsins. Var á fundinum rætt um orðabókarút- gáfuna, þar á meðal, að því er ætla má, um yfirlestur og samræm- ingu handritsins, fyrirætlun aðaláfrýjandans Kjartans um að fá leyfi frá störfum þegar hafist yrði handa um prentun, vilja gagnáfrýjanda til að gefa bókina út og fyrirætlanir hans um að festa kaup á tölvu- búnaði sem notaður yrði. 563 Enn ræddust fyrirsvarsmaður gagnáfrýjanda og aðaláfrýjandi Kjartan við í síma síðsumars 1982 vegna annarra samskipta sinna. Bárust þá tölvukaupin aftur í tal, en ekki hafði þá enn verið full- ráðið hvaða búnaður yrði keyptur. Í desember 1982 átti aðaláfrýj- andinn Kjartan ásamt lögmanni sínum fund með gagnáfrýjanda og tjáði honum þá ákvörðun aðaláfrýjenda um að snúa sér annað með orðabókarútgáfuna. Voru samningsslitin staðfest bréflega 15. mars 1983. Hafa aðaláfrýjendur samið við annan útgefanda um útgáfu bókarinnar. Il. Dómkröfur aðilja og rökstuðningur fyrir þeim er hinn sami og í hinum áfrýjaða dómi. Ekki er ágreiningur um að þegar á árinu 1959 hafi Ingvar G. Brynjólfsson tekið að sér með munnlegu samkomulagi við gagn- áfrýjanda að vinna að samningu hinnar fyrirhuguðu orðabókar, en gagnáfrýjandi að sínu leyti gengist undir að gefa hana út. Að því samkomulagi urðu aðaláfrýjendurnir Kjartan og Teitur síðar einnig aðiljar. Í samkomulagi þessu var ekki kveðið sérstaklega á um ýmis einstök atriði sem máli skiptu, þar á meðal um útgáfutíma. Verður að líta svo á að til þess hafi verið ætlast að hann færi eftir aðstæðum og þá einkum því hvernig höfundi miðaði við verkið. Þá verður að ætla að gengið hafi verið út frá því að gagnáfrýjandi hæfist handa um útgáfuna innan sanngjarns og eðlilegs tíma frá því að hann hafði fengið í hendur handrit slíkt að hann gæti tekið til við setningu og prentun og annan frágang bókarinnar þannig að það verk mætti vinna án óeðlilegra tafa. Aðaláfrýjendur halda því fram að slit þeirra á samningnum við gagnáfrýjanda í desember 1982 réttlætist af því að óhæfilegur drátt- ur hafi orðið á því af hans hendi allt frá árinu 1975 að hann hæfist handa um setningu og annað til að hrinda útgáfunni í framkvæmd. Enda þótt gögn málsins bendi til vilja aðaláfrýjenda á þessum tíma til að gagnáfrýjandi hæfist handa um setningu einstakra hluta orða- bókarinnar verður þó ekki ótvírætt af þeim ráðið að þeir hafi gert gagnáfrýjanda skýrt og afdráttarlaust grein fyrir því að handrit þeirra væri svo langt komið að þeir gætu afhent það til útgáfu í hlutum, sem mætti vinna án tafa er máli skiptu, uns lokið yrði. En 564 jafnvel þó svo hefði verið er á það að líta að hvorki á fundinum í mars 1982 né í samtalinu síðsumars það ár hreyfði Kjartan því að aðaláfrýjendur teldu sig lausa mála af samningum sínum vegna dráttar gagnáfrýjanda á því að hefja útgáfustarfið. Var þó til þessa sérstök ástæða, ef þetta var viðhorf hans og annarra aðaláfrýjenda, þar sem fram kom af hálfu hins nýja fyrirsvarsmanns gagnáfrýjanda að hann hafði hug á eigi aðeins að hrinda útgáfunni í framkvæmd heldur einnig afla til þess nýs setningarbúnaðar. Verður því að telja að skilyrði hafi brostið til að aðaláfrýjendur mættu slíta samn- ingnum við gagnáfrýjanda vegna dráttar á útgáfu orðabókarinnar af þeim ástæðum sem þeir gerðu. Á því er ekki byggt í málinu að gagnáfrýjandi hafi verið í vanskilum með greiðslu umsaminnar þóknunar en hennar vitjuðu þeir allt fram á árið 1980. Samkvæmt framansögðu ber að fallast á það með gagnáfrýjanda að aðaláfrýjendur hafi bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart honum með samningsrofum sínum. Verður tjón gagnáfrýjanda áætlað að álitum 1.500.000,00 krónur. Verða aðaláfrýjendur dæmdir til að greiða honum þá fjárhæð óskipt ásamt dómvöxtum frá 4. október 1984. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 56/1979, sbr. dóma Hæstaréttar 11. mars 1987, verður fallist á kröfu gagnáfrýjanda um að honum sé heimilt að bæta áföllnum dómvöxtum árlega við höfuðstól hinnar dæmdu fjárhæðar á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 4. október 1985. Af þeim ástæðum sem greindar hafa verið verða fjárkröfur aðal- áfrýjenda á hendur gagnáfrýjanda eigi til greina teknar. Eftir þessum úrslitum er rétt að dæma aðaláfrýjendur til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað sem ákveðst 400.000,00 krónur samtals í héraði og fyrir Hæstaréttti. Það athugast að skýrslur aðilja og vitna fyrir dómi voru hljóð- ritaðar eftir þeim en að nokkru eftir endursögn. Verður ekki séð af dómsgerðum að þeim hafi verið veittur kostur á að hlýða á hljóð- ritanir þessar, sbr. 134. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 3. gr. laga nr. 14/1976. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Ísafoldarprentsmiðja hf., á að vera sýkn af kröfum aðaláfrýjanda, Sigríðar Hallgrímsdóttur, Kjartans Gíslasonar og Teits Benediktssonar, í málinu. 565 Aðaláfrýjendur greiði gagnáfrýjanda óskipt 1.500.000,00 krónur með dómvöxtum frá 4. október 1984 til greiðsludags, og leggist þeir við höfuðstól hinar dæmdu fjárhæðar á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 4. október 1985. Aðaláfrýjendur greiði gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 400.000,00 krónur. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara. Ingvar heitinn Brynjólfsson, eiginmaður aðaláfrýjandans Sigríðar Hallgrímsdóttur, hóf vinnu við íslensk-þýska orðabók á vegum gagnáfrýjanda, Ísafoldarprentsmiðju hf. árið 1959. Vann hann síðan að þessu verkefni í 20 ár allt til æviloka og lengstum þess tíma með aðaláfrýjendunum Kjartani R. Gíslasyni og Teiti Benediktssyni. Ekki var gerður skriflegur útgáfusamningur og heimildir eru rýrar um hina munnlegu samninga um útgáfuna og samskipti höfunda við útgefanda. Þó hafa verið lögð fram í málinu nokkur skjöl, sem flest stafa frá Ingvari Brynjólfssyni, og aðila- og vitnaskýrslur voru gefnar fyrir héraðsdómi. Af bréfi, sem Ingvar ritaði gagnáfrýjanda 30. júní 1975, verður ráðið að hann vildi afhenda handritið smám saman og að það yrði sett í áföngum, svo og að prófarkalestur gæti þokast áfram jafnhliða fullvinnslu handrits. Tók Ingvar fram, að hann gæti ekki sagt, hvenær „endursamningu“ handrits lyki, en kvað höfundana vilja „losna við verkið“ sem fyrst. Þó taldi hann sig geta sagt, að hægt yrði að setja bókina út að stafnum S, „er prentsmiðjan getur snúið sér að þessu með einhverjum hléum væntanlega“. Fram hefur verið lagt minnisblað Ingvars dagsett 21. ágúst 1978. Þar segir, að prentsmiðjan muni geta byrjað setningu innan 2-3 vikna, en líklegt sé, að verkið taki 2 ár. Þá segir, að búið sé að setja stafinn A og að tilbúnir séu stafirnir B, D og hálfur stafurinn E. Búið sé að endurvinna F, G, tvo þriðja af H, 1, J, K, LM, N, O, P hluta R og hluta S. Lagt hefur verið fram minnisblað frá aðaláfrýjanda Kjartani R. Gíslasyni, þar sm fram kemur, að 22. ágúst 1978 hafi hann lokið 566 síðasta staf bókarinnar og að vélritun handrits hafi lokið 12. mars 1979. Kjartan gaf aðilaskýrslu á dómþingi 22. maí 1985. Þar sagði hann m.a., að hann hefði ritað minnisblað um leið og lokið var þeim verkum, sem þar er lýst, og ítrekaði, að handritið hefði verið tilbúið í ágúst 1978 en þó hafi verið eftir að vélrita nokkra stafi. Lagt hefur verið fram bréf, sem gagnáfrýjandi ritaði sendiráði þýska sambandslýðveldisins í Reykjavík 16. júní 1978. Segir þar, að fyrirhugað sé að gefa út vandaða íslensk-þýska orðabók á vegum prentsmiðjunnar og verði handritið fullbúið þetta sumar. Megi segja, að „ráðist sé í þetta mikla verk af vilja en litlum mætti“. Meðal þeirra, sem gáfu vitnaskýrslur á bæjarþingi, voru Pétur Ólafsson, sem var framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju hf. 1955-1968, Kristinn Gestsson, sem mun hafa gegnt þeim starfa 1970-1975 og Lúðvík Jónsson, sem tók við af Kristni og sýnist hafa verið framkvæmdastjóri til áramóta 1981-1982 eða þar um bil. Allir tóku þessir menn fram, að ekki hefði verið til þess ætlast, að höfundarnir skiluðu prentsmiðjunni fullbúnu handriti, áður en hafist væri handa um að setja bókina. Gagnáfrýjandi ritaði aðaláfrýjandanum Kjartani bréf 13. nóvem- ber 1980, þar sem segir m.a. „Með tilvísun í samtöl okkar undanfarið skal eftirfarandi tekið fram: 1. Heita má, að bókin sé fullsamin eða a.m.k. svo langt komin, að ekki ætti að valda töfum í vinnslu. Áætlað er að hún verði 120 arkir eða um 1920 bls. 2. Ljóst er, að hér á landi er enginn einn aðili, sem hefur fjár- hagslegt bolmagn til þess að standa að útgáfunni án utan- aðkomandi stuðnings. 3. Í samtölum okkar hefur komið fram sú hugmynd, að hluti verksins yrði unninn hjá Ísafoldarprentsmiðju, en annar hluti hjá erlendum aðila, sem yrði þá meðútgefandi. Á undanförnum árum hefur Ísafold greitt höfundum verksins litla upphæð árlega. Samtals nema þessar greiðslur kr. 1.288.000,- Þar að auki hefur verið lögð nokkur vinna í setningu stafanna A-Á. Einnig munu höfundar hafa fengið einhverja opinbera aðstoð, sem okkur er þó ekki kunnugt um. Í sambandi við lið 3) hér að ofan er eftirfarandi hugmynd sett 567 fram sem einn möguleiki í samstarfi við erlendan aðila: Ísafold annist alla setningu bókarinnar og geri hana hreina fyrir prentun. Erlendur aðili taki þá við, prenti bókina og bindi ..“. Önnur gögn í málinu staðfesta það, sem í bréfi þessu segir, að gagnáfrýjandi hafi á árunum 1959-1980 greitt höfundum orðabók- arinnar samtals gamlar krónur 1.288.000,00. Var eitthvað greitt öll árin nema 1969. Ekki var neitt greitt eftir 1980. Um eða eftir áramótin 1981-1982 urðu eigendaskipti að meirihluta hlutabréfa í Ísafoldarprentsmiðju hf. og nýr stjórnandi tók við rekstri fyrirtækisins, Leó E. Löve. Hann átti fund með aðaláfrýjanda Kjartani R. Gíslasyni í mars 1982 og sátu nokkrir fleiri menn þann fund, þó enginn úr hópi aðaláfrýjenda nema Kjartan. Á því má byggja í málinu, að á fundinum hafi Leó skýrt frá því, að í undir- búningi væru kaup á nýjum tölvubúnaði, sem ætlaður væri til að setja orðabókina, en ekki væri búið að velja þennan búnað. Enn ræddust þeir Leó og Kjartan við í síma síðsumars 1982 og barst þá í tal, að ákvörðun um þennan búnað yrði tekin fljótlega. Hafa verið lögð fram skjöl í málinu, sem sýna, að pöntun hafi verið gerð í október. Í desember var að frumkvæði Kjartans haldinn fundur, þar sem hann kom ásamt lögmanni sínum til viðtals við Leó E. Löve. Af því sem fram er komið um þennan fund verður ráðið, að Kjartan og lögmaður hans hafi tjáð Leó, að til stæði að rifta samningi orðabókarhöfundanna við gagnáfrýjanda, en Leó hafi mótmælt riftun og skýrt frá pöntuninni á nýjum búnaði. Þetta var síðan ítrekað við ýmis tækifæri snemma árs 1983. Lögmaður aðaláfrýj- enda ritaði gagnáfrýjanda riftunarbréf 16. mars 1983 og byggði á verulegri vanefnd prentsmiðjunnar. Ekki þarf í máli þessu að taka afstöðu til þess, hvort höfundar hinnar íslensk-þýsku orðabókar hafi boðið fullnægjandi handrit til setningar á árinu 1975 eða fyrr. Af því, sem rakið hefur verið, er ljóst, að fullnægjandi handrit var tilbúið 1978, og hefur ekki þýð- ingu fyrir niðurstöðu málsins, hvort höfundarnir hafi sýnt fram á, að þeir hefðu getað helgað tíma sinn þeim störfum, sem vinna þurfti samhliða setningu. Gagnáfrýjandi hófst ekki handa við prentsmiðju- vinnuna og bókin kom ekki út. Stóð svo allt fram á árið 1982, að gagnáfrýjandi aðhafðist ekkert, sem honum var skylt eftir útgáfu- samningi aðila og 35. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Tel ég ljóst, að 568 höfundunum var um áramótin 1981-1982 heimilt að rifta útgáfu- samningnum án þess að endurgreiða það fé, sem Ísafoldarprent- smiðja hf. hafði greitt þeim, sbr. 36. gr. höfundalaga. Til álita kemur þessu næst, hvort eitthvað það hafi gerst í sam- skiptum aðila á árinu 1982, sem leiði til þess, að riftunin 16. mars 1983 hafi verið ólögmæt. Þess er fyrst að geta, að því er ekki haldið fram enda ekkert fram komið um, að aðaláfrýjendur hafi 1982 gefið loforð sem útilokað hafi riftun í mars 1983. Er þess sérstaklega að geta, að ekki var af hálfu Ísafoldarprentsmiðju hf. óskað eftir því á þessu ári, að gerður yrði skriflegur útgáfusamningur. Það var aftur á móti gert 1983, en aðaláfrýjendur féllust ekki á þá samingsgerð. Ljóst er, að nýr framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar tjáði fulltrúa höfunda í mars og ágúst 1982, að kaup á nýjum prentbúnaði væri í undirbúningi með sérstöku tilliti til orðabókarinnar. Þessum frásögnum fylgdu ekki af hálfu gagnáfrýjanda neins konar athafnir sem settu aðaláfrýjendur í þá stöðu, að þeir hlytu að taka afstöðu til, hvort þeir vildu veita viðtöku greiðslu frá útgefanda eða öðru, sem fæli í sér efndir á útgáfusamningnum af hendi hans. Ekki þarf að taka afstöðu til þess, hvort það hefði verið efnd, sem setti aðaláfrýjendur í slíka stöðu, ef þeim hefði verið tilkynnt, á réttum tíma, að prentsmiðjan hefði fest kaup á nýjum vélbúnaði til að setja orðabókina. Slík til- kynning var gefin á fundi þeim, sem haldinn var í desember 1982 að frumkvæði talsmanns aðaláfrýjenda. Þar gaf hann og lögmaður hans yfirlýsingu, sem meta verður á þann veg, að þeir hafi áskilið sér riftunarrétt. Kom því tilkynning framkvæmdastjóra prentsmiðj- unnnar of seint fram til að geta haft áhrif á þann rétt aðaláfrýjenda. Samskipti aðila eftir þennan fund og allt fram til 16. mars 1983 breyta í engu réttarstöðunni. Var riftunin því lögmæt að mínu áliti. Ég lít svo á, að 36. gr. 2. mgr. höfundalaga gildi um samskipti aðila. Ber því að sýkna aðaláfrýjendur af kröfum gagnáfrýjanda. Ekki eru efni til að taka skaðabótakröfu aðaláfrýjenda til greina, enda ekkert tjón sannað. Ég tel eftir atvikum rétt að málskostnaður falli niður í báðum dómum. 569 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 3. júlí 1985. Mál þetta, sem var dómtekið í dag, hefur Ísafoldarprentsmiðja hf., Þing- holtsstræti 5 Reykjavík, höfðað fyrir dóminum á bæjarþingi 4. október 1984 gegn Sigríði Hallgrímsdóttur, Lönguhlíð $S G Akureyri, nnr. 7624-7447, dr. Kjartani R. Gíslasyni dósent, Byrgi v/Rjúpnahæð Elliðavatnshverfi Reykjavík, nnr. 5602-1809, og "Teiti Benediktssyni menntaskólakennara, Bogahlíð 24 Reykjavík, nnr. 8859-6722, til greiðslu skaðabóta vegna riftunar á útgáfusamningi. Gagnsökina höfðuðu aðalstefndu á bæjarþingi 28. mars 1985 til greiðslu skaðabóta vegna vanefnda á útgáfusamningi. Um haustið 1959 varð að samkomulagi milli aðalstefnanda og Ingvars G. Brynjólfssonar heitins menntaskólakennara, eiginmanns stefndu Sigríð- ar, um að hann semdi handrit að um 20 arka íslensk-þýskri orðabók fyrir aðalstefnanda, og var ráðgert að handritið yrði fullgert seint á árinu 1964. Ingvar heitinn hóf þegar störf að samningu orðabókarinnar á árinu 1959 en á árinu 1962 var ákveðið að stækka bókina í 50 arkir og 1964 var ákveðið að hún yrði 80 arkir. Á því ári hófu gagnstefnendurnir Kjartan og Teitur störf að orðabókinni með Ingvari heitnum. Aðalstefnandi greiddi höfund- unum þóknun með áfangagreiðslum frá 1959 til 1980. Samkvæmt yfirlýsingu aðalstefnanda dags. 21. desember 1970 og bréfi Ingvars G. Brynjólfssonar til menntamálaráðuneytisins dags. 26. september 1970 var gert ráð fyrir að orðabókin gæti komið út árinu 1973, en 30. mars 1973 ritaði Ingvar heitinn Ísafoldarprentsmiðju hf. bréf þar sem hann óskar þess meðal annars að bókstafurinn A, Á verði fullsettur og afþrykktur í 10 eintökum í allra síðasta lagi fyrir 15. júní 1973 að því viðlögðu að við- ræðugrundvöllur verði talinn brostinn og viðræður teknar upp við önnur bókaforlög um útgáfuréttinn. Í framhaldi af þessu voru settir 123 dálkar með orðum sem byrja á A og Á og þrjú eintök prófarka afhent. Þann 28. janúar 1979 andaðist Ingvar Brynjólfsson, en eiginkona hans stefnda Sigríður fékk leyfi til setu í óskiptu búi 27. apríl 1979. Samkvæmt bréfi aðalstefnanda til stefnda Kjartans 13. nóvember 1980 virðist gert ráð fyrir því að orðabókin verði 120 arkir. Í marsmánuði 1982 fóru fram við- ræður milli forsvarsmanna aðalstefnanda og stefnda Kjartans. Á fundinum virðist hafa komið fram að handrit gagnstefnenda væri tilbúið að öðru leyti en því að eftir væri að samræma það og lesa yfir, en að aðalstefnandi hefði í hyggju að festa kaup á tölvubúnaði sem yrði notaður til að setja verkið og yrði búnaðurinn valinn á næsta sumri. Þá virðist hafa verið talað um að gagnstefnandinn Kjartan fengi leyfi frá aðalstarfi sínu meðan setning stæði yfir og mun hafa verið rætt um skólaárið 1982-1983 í því sambandi. Á fundi aðila í desember 1982 kom fram af hálfu gagnstefnenda að þeir 570 hefðu í hyggju að rifta samningnum við aðalstefnanda, og þann 15. mars 1983 rituðu þeir aðalstefnanda riftunarbréf. Með bréfi 30. september 1983 var riftuninni mótmælt af hálfu aðalstefnanda og lýst skaðabótaábyrgð á hendur gagnstefnendum. Gagnstefnendur hafa samið við annan útgefanda um útgáfu bókarinnar. Aðalstefnandi gerir þær dómkröfur í aðalstök að stefndu verði dæmdir að óskiptu til að greiða félaginu kr. 7.429.725,00 með dómvöxtum skv. lögum nr. 56/1979 frá 4. október 1984 til greiðsludags og að vöxtum verði bætt við höfuðstól á 12 mánaða fresti talið frá upphafsdegi vaxta. Þá er krafist málskostnaðar alls úr hendi stefndu að óskiptu samkvæmt gjaldskrá LMFÍ eða að mati dómsins. Dómkröfur stefnanda sundurliðast þannig: a) Misstur hagnaður af útgáfu .................. kr. 5.000.000,00 b) Misstur hagnaður af prentun o.þ.h. .......... — 522.873,00 c) Setningarkostnaður ...........00000. 000... — 129.000,00 d) Greitt stefndu 1959-80 á verðlagi 1984 ........ — 958.358,00 e) 20 einfaldir vextir á ári í greiðslu til stefndu . — 319.494,00 f) Tap á kaupum á tölvubúnaði vegna orðabókar — 500.000,00 Aðalstefnandi reisir kröfur sínar á því að gagnstefnendum hafi borið skylda til að afhenda honum fullbúið handritið til prentunar en að það hafi þeir aldrei gert; þannig hafi aðalstefnandi ekki dregið það á neinn hátt að gefa handritið út í samráði við handhafa höfundarréttar; aðalstefnandi hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna riftunarinnar sem sé heimildarlaus og gagnstefnendur því bótaskyldir. Málið er höfðað til heimtu bóta vegna þessa tjóns, sem hann hefur sundurliðað eins og að framan greinir. Sérstaklega er byggt á því af hálfu aðalstefnanda að orðabókarhandritið sé eign hans samkvæmt samningi aðila. Af hálfu gagnstefnenda er þess krafist í aðalsök að þeir verði sýknaðir og þeim tildæmdur málskostnaður úr hendi aðalstefnanda skv. gjaldskrá LMFÍ kr. 484.215,00. Því er haldið fram af hálfu gagnstefnenda að báðir aðilar málsins hafi jafnan haft þann sameiginlega skilning að handritið yrði aðeins afhent aðalstefnanda eftir því sem vinnslu hjá honum fleytti fram; setningavinnu hafi því átt að hefja jafnskjótt og handritsgerð var komið svo langt að fyrirsjánalega yrðu ekki verulegar tafir á setningarvinnu vegna vinnu við handrit; aðalstefnanda hafi verið skylt að eiga frumkvæðið og hefja störf að útgáfunni strax og handritsgerð var svo langt komið að fyrir- sjáanlega yrðu ekki verulegar truflanir í prentsmiðjunni nema þá vegna vinnu við prófarkalestur og samræmingu, sbr. 35. gr. laga nr. 73/1972; samkvæmt þessu hafi aðalstefnanda verið skylt að hefjast handa um útgáf- una eigi síðar en á árinu 1975. Þar sem aðalstefnandi hafi vanefnt þessa 571 skyldu sína verulega hafi gagnstefnendur átt rétt á að rifta samningnum. Af þessu sökum verði gagnstefnendur ekki bótaskyldir vegna vanefnda né heldur skyldir til endurgreiðslu höfundalauna, og er um það atriði sérstak- lega byggt á lögjöfnun frá 2. mgr. 36 gr. höfundalaga nr. 73/1972. Af hálfu gagnstefnenda er því sérstaklega andmælt að yfirlýsing Ingvars heitins Brynjólfssonar um eignarrétt aðalstefnanda að handriti í bréfi 12. ágúst 1965 hafi nokkra þýðingu fyrir úrlausn málsins. Af hálfu aðalstefnanda er því sérstaklega haldið fram að vegna eðlis samningsins hafi gagnstefnendur ekki getað rift samningnum fyrirvaralaust án þess að gefa aðalstefnanda færi á að fullnægja skyldum sínum. Af hálfu gagnstefnenda er því haldið fram að þessa málsástæðu skorti alla lagastoð. Gagnstefnendur mótmæla bótakröfum aðalstefnanda sérstaklega til vara sem of háum og ósönnuðum. Kröfu aðalstefnanda vegna setningarkostn- aðar og greiddra höfundalauna er sérstaklega mótmælt að því leyti sem hún miðast við verðlag á árinu 1984. Öllum kröfum er mótmælt á grundvelli skuldajafnaðar við bótakröfu gagnstefnenda. Kröfum um vexti á greiðslu til höfunda frá aðalstefnanda er sérstaklega mótmælt. Varðandi kaup á vélbúnaði er því haldið fram að ósannað sé að útgáfa orðabókarinnar hafi ráðið nokkru um þessi kaup og ennfremur að ósannað sé að búnaðurinn nýtist ekki til annarra verka. Loks er því mótmælt að gagnstefnendum hafi verið gert ljóst að aðalstefnandi teldi kaup þessa búnaðar gerð vegna samnings aðilanna og að hann nýttist ekki til annars. Í gagnsök krefjast gagnstefnendur þess að gagnstefndi Ísafoldarprent- smiðja hf. verði dæmd til að greiða gagnstefnendum skaðabætur aðallega að fjárhæð kr. 6.330.643,00 með 50 ársvöxtum frá 1. apríl 1984 til 23. maií, en dómvexti frá þeim degi til greiðsludags. Verði tekið fram um vextina, að þeir skuli leggjast við þann höfuðstól, sem vextir reiknast af á 12 mánaða fresti, aðallega í fyrsta sinn 1. janúar 1985, en til vara í fyrsta sinn 1. apríl 1985. Til vara er krafist skaðabóta að fjárhæð kr. 4.831.200,00 með 19% árs- vöxtum frá 1. apríl 1984 til 1. janúar 1985, en með 32% ársvöxtum frá þeim degi til 1. febrúar 1985, en með 39% ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1985, en með 48% ársvöxtum frá þeim degi til 28. mars 1985, en dóm- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Verði tekið fram um vextina að þeir skuli leggjast við þann höfuðstól, sem vextir reiknast af á 12 mánaða fresti, aðallega í fyrsta sinn 1. janúar 1985, en til vara í fyrsta sinn 1. apríl 1985. Í gagnsök er krafist málskostnaðar úr hendi gagnstefnda skv. gjaldskrá LMFÍ að fjárhæð kr. 399.926,00. Beri málskostnaðarfjárhæðin 48% árs- vexti aðallega frá dómtökudegi, en til vara þeim degi er dómur verður að- fararhæfur. Um vextina á málskostnaðinn verði tekið fram að þeir skuli bætast við þann málskostnaðarhöfuðstól sem vextir reiknast af á 12 mánaða 572 fresti, aðallega í fyrsta sinn 1. janúar næstan á eftir upphafstímanum, en til vara í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafstímann. Í gagnstefnu er krafa gagnstefnenda sundurliðuð þannig: Töpuð höfundarlaun .........000.000 000... kr. 3.931.200,00 Kostnaður vegna úreldingar handrits ............. — 900.000,00 Samtals kr. 4.831.200,00 Við munnlegan málflutning var krafan hækkuð um álag samkvæmt lánskjaravísitölu, þannig: HÖRÓSÓLL 0. ri a kr. 4.831.200,00 Vísitöluálag (1119/854-1) 4.831.200,00 .............. — 1.499.142,00 Kr. 6.330.342,00 Bæði aðal- og varakrafa eru á því reistar að fyrir liggi nægjanleg sönnun þess að tjón gagnstefnenda hafi í marsmánuði 1984, þegar riftun var form- lega staðfest, að minnsta kosti numið gagnstefnufjárhæðinni kr. 4.831. 200,00, en krafan um greiðslu þessara tjónbóta teljist hafa gjaldfallið eigi síðar en Í. apríl 1984. Krafa um verðbætur er sérstaklega byggð á því að án þeirra muni gagn- stefnendur ekki geta fengið tjón sitt bætt að fullu, en það sé meginregla að fullar bætur skuli koma fyrir tjón sem skylt sé að bæta. Krafa um vaxta- vexti er byggð á því, að því er dómvexti varðar, að þeir geti ekki orðið „jafn- háir hæstu innlánsvöxtum við innlánsstofnanir“ eins og fyrir er mælt í 1. gr. laga nr. 56/1979, með öðrum hætti. Af hálfu aðalstefnanda er þess krafist í gagnsök að félagið verði sýknað af öllum kröfum gagnstefnenda og því tildæmdur málskostnaður í gagnsök samkvæmt gjaldskrá LMFÍ eða að mati dómsins. Í gagnsök er haldið fram sömu málsástæðum af hálfu aðalstefnanda og í aðalsök, en því sérstaklega haldið fram að ekki hafi komið til þess af hálfu höfunda að þeir tilkynntu að handrit væri það langt á veg komið að unnt væri að hefjast handa við útgáfu þess, hins vegar hafi aðalstefnandi marglýst því yfir við höfunda að hann væri reiðubúinn til að hefjast handa um útgáfuna þegar handrit lægi fyrir. Sérstaklega er því haldið fram að engin venja sé fyrir því á sviði orðabókaútgáfu að hefjast handa um útgáfu áður en handrit er fullbúið til prentunar. Ennfremur er hafnað kröfum gagnstefnenda um verðbætur svo og vaxtakröfum öðrum en kröfum um vexti jafnháa almennum spari- sjóðsvöxtum frá stefnubirtingardegi. Loks er sérstaklega mótmælt kröfu um vexti á málskostnað vegna skorts á lagaheimild. Þá er því haldið fram að gagnstefnendur hafi ekki sýnt fram á tjón vegna þess að handrit sé úrelt. Þessum bótalið er mótmælt sem röngum, órökstuddum og vanreifuðum. Við munnlegan flutning málsins var af hálfu gagnstefnenda mótmælt sem 313 of seint fram kominni þeirri málsástæðu að það hafi verið skilyrði riftunar að aðalstefnanda væri áður gefinn kostur á að efna samninginn með sér- stakri tilkynningu. Umboðsmaður aðalstefnanda hefur lagt fram málskostnaðarreikning að fjárhæð kr. 884.141,00. Málskostnaðarreikningur gagnstefnenda er með sömu fjárhæð. Álit dómsins. Þegar aðalstefnanda barst riftunarbréf gagnstefnenda var liðið á 24. ár frá því að Ingvar heitinn Brynjólfsson hóf störf að orðabókargerðinni fyrir aðalstefnanda. Viðskipti aðila höfðu haldist óslitið frá upphafi, og aðal- stefnandi hafði greitt höfundunum fyrir störf þeirra jafnóðum og verkinu miðaði lengst af þessu tímabili, og ekki verður séð að stöðvun greiðslna til höfundanna á árinu 1980 hafi átt rót að rekja til atvika sem metin verða aðalstefnanda til vanefnda. Gagnstefnendum hlaut að vera kunnugt um að aðalstefnandi var að auka við vélakost prentsmiðju sinnar, meðal annars til að auðvelda setningu orðabókarinnar og flýta fyrir útgáfu hennar. Við það þykir mega miða að handrit gagnstefnenda hafi ekki verið full- búið til setningar og að verki þeirra hafi ekki verið lengra komið en svo að a.m.k. hafi verið eftir að samræma handritið og lesa það yfir. Þá þykja gagnstefnendur ekki hafa sýnt fram á að þeir hafi verið tilbúnir til að helga sig, svo sem þörf var á, þeim störfum sem nauðsynlegt var að þeir inntu af hendi samhliða setningu bókarinnar. Það verður þannig að álítast að gagnstefnendur hafi ekki átt rétt á að rifta samningnum án fyrirvara, jafnvel þótt miðað sé við skilning þeirra á því hvenær aðalstefnanda hafi verið skylt að hefjast handa. Þá hefði mátt vænta þess að gagnstefnendur afhentu aðal- stefnanda handritið eða veittu honum aðgang að því í því horfi að hefjast mætti handa við setningu, prentun og útgáfu bókarinnar og að gagnstefn- endur lýstu sig með ótvíræðum hætti reiðubúna til að hefjast handa við sinn þátt verksins sem höfundar hlutu að inna af hendi samhliða setningu þess. Loks hefði mátt ætlast til að gagnstefnendur hefðu veitt aðalstefnanda hæfilegan frest til að efna samninginn áður en til riftunar kæmi. Þar sem gagnstefnendur hafa ekki sýnt fram á að þeir hafi af sinni hendi fullnægt nauðsynlegum skilyrðum til þess að þeim væri heimil riftun, þykir verða að fallast á það með aðalstefnanda að riftunin hafi verið ólögmæt. Verður því að telja að með því að slíta samstarfinu við aðalstefnanda og fela öðrum að gefa bókina út hafi gagnstefnendur orðið skyldir til greiðslu bóta fyrir það tjón sem samningsrofin hafa bakað aðalstefnanda. Miðað við fyrirliggjandi gögn er mjög örðugt að ákvarða tjón aðalstefn- anda, og einkum þykir óvíst hversu mikils hagnaðar var að vænta af sölu bókarinnar, en á það þykir mega fallast með aðalstefnanda að tjón hans 574 felist í útlögðum kostnaði sem ekki muni skila sér vegna riftunarinnar, þar á meðal þóknun til höfunda, svo og missi hagnaðar. Aðalstefnandi þykir hafa gert nægilega sennilegt að tiltekinn hluti þess búnaðar, sem keyptur var til prentsmiðjunnar, hafi verið miðaður við setningu orðabókarinnar og verði ekki nægilega nýttur til annars eða komið í verð án taps. Eins og hér stendur á þykir mega áætla tjón aðalstefnanda að álitum og í einu lagi kr. 1.300.000,00 auk dómvaxta og málskostnaðar eins og að neðan greinir. Samkvæmt framansögðu þykja gagnstefnendur ekki hafa sýnt fram á að þeir hafi orðið fyrir missi höfundalauna sem rekja megi til aðalstefnanda með þeim hætti að bótakrafa hans eigi að skerðast af þeim sökum. Auk þess hefur ekki verið gerð grein fyrir kröfu gagnstefnenda vegna úreldingar handrits með þeim hætti að fært sé að sinna kröfu þeirra um skuldajöfnuð hennar vegna. Samkvæmt |. gr. laga nr. 56/1979 skulu dómvextir vera jafnháir hæstu innlánsvöxtum við innlánsstofnanir, og þykir því ekki verða hjá því komist að fallast á að rétt sé að þeir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Eðli- legast þykir að túlka 1. gr. laga nr. $6/1979 þannig að vexti beri að leggja við höfuðstól um áramót en eins og kröfugerð aðila er háttað þykir eftir atvikum mega fallast á að vextir leggist við höfuðstól að 12 mánuðum liðn- um frá upphafsdegi vaxta og síðan á 12 mánaða fresti. Samkvæmt ofangreindum niðurstöðum þykir bera að dæma gagnstefn- endur til að greiða aðalstefnanda málskostnað í aðalsök og gagnsök, og þykir hann hæfilega ákveðinn kr. 350.000,00. Dóm þennan kváðu upp Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari, Sigurður Líndal prófessor og Ingvar Hjálmarsson prentari. Dómsorð: Aðalstefnandi Ísafoldarprentsmiðja hf. skal vera sýkn af öllum kröfum gagnstefnenda. Gagnstefnendur, Sigríður Hallgrímsdóttir, Kjartan R. Gíslason og Teitur Benediktsson, greiði aðalstefnanda kr. 1.300.000,00 með 25,500 ársvöxtum frá 4. október 1984 til 11. sama mánðar, með 26% árs- vöxtum frá þeim degi til 12. saman mánaðar, með 2800 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember 1984, með 29% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1985, með 36% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1985, með 36% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1985, með 37% árs- vöxtum frá þeim degi til 11. maí 1985, með 35% ársvöxtum frá þeim degi til 3. júlí 1985, en með hæstu innlánsvöxtum eins og þeir verða á hverjum tíma frá þeim degi til greiðsludags. 575 Vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, talið frá 4. október 1984. Gagnstefnendur greiði aðalstefnanda kr. 350.000,00 í málskostnað. Þriðjudaginn 14. apríl 1987. Nr. 305/1986. Hálfdán Ingi Jensen og Anna Lára Ármannsdóttir (Guðjón Styrkársson hrl.) gegn Hjördísi Þórarinsdóttur (Gunnar Sæmundsson hrl.) Áfrýjunarstefna. Máli vísað frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnum 19. febrúar 1986, að fengnum áfrýjunarleyfum sama dag samkvæmt heimild í 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Útivist varð í málunum í nóvember 1986 og var þeim áfrýjað að nýju með stefnum 18. nóvember 1986 með heimild í 36. gr. laga nr. 75/1973 og þau sam- einuð Í eitt mál. Í áfrýjunarstefnum lýsa áfrýjendur kröfum sínum svo, að þeir muni fyrir Hæstarétti „gera þær dómkröfur, að hinum áfrýjaða dómi og fjárnámi verði með eða án ómerkingar eða heimvísunar, með eða án nýrra gagna, raka, málsástæðna og krafna hrundið og breytt á þá leið, að allar kröfur sem áfrýjandi hefði komið að í hér- aði verði teknar til greina og honum verði jafnframt dæmdur máls- kostnaður fyrir Hæstarétti úr hendi stefndu“ Í greinargerð áfrýjenda fyrir Hæstarétti 25. nóvember 1986 er sú eina krafa gerð „að máli þessu verði vísað frá dómi til löglegrar meðferðar í héraði og að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði úr gildi felld, ennfremur er krafist málskostnaðar að mati Hæstaréttar“ Í ódagsettri greinargerð áfrýjenda, sem barst Hæstarétti eftir miðjan 576 mars sl., er þess aftur á móti krafist aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi, að hin áfrýj- aða fjárnámsgerð verði felld úr gildi, þar eð aðfararheimild hafi ekki verið fyrir hendi og að löghaldsgerð, sem fram fór 15. júlí 1985 á Patreksfirði í eignum Bjarna Gunnars Ívarssonar, verði ógilt. Þá er þar til vara krafist sýknu af öllum kröfum stefndu og til þrautavara að vextir verði ákveðnir „frá 15/7/85, 22%0 p.a. til 1/3/86, frá þ.d. 120 til 1/4/86, en frá þ.d. 9% og til 21/1/87, frá þ.d. 10% til 21/2/87 og frá þ.d. 11% til greiðsludags“ Í öllum tilfellum krefjast áfrýjendur málskostnaðar. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Með hinum tilvitnuðu orðum úr áfrýjunarstefnu er ekki nægilega greint í hvaða skyni áfrýjað sé og hverjar séu dómkröfur áfrýjenda. Áfrýjunarstefnan fullnægir því ekki fyrirmælum 3. tl. 2. mgr. 34. gr. laga nr. 75/1973. Þá hefur greinargerð ekki verið hagað í sam- ræmi við 44. gr. sömu laga. Verður því ekki hjá því komist að vísa máli þessu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjendur til að greiða stefndu 20.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjendur, Hálfdán Ingi Jensen og Anna Lára Ármanns- dóttir, greiði stefndu, Hjördísi Þórarinsdóttur, 20.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Keflavíkur 26. september 1985. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu birtri 18. júlí sl. á hendur Hálfdáni Inga Jensen, nnr. 3539-5377, og Önnu Láru Ármannsáóttur, nnr. 0310-8082, báðum til lögheimilis að Tjarnargötu 4, Njarðvík, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 34.535,90 með 3,50%0 drv. af kr. 30.620,90 fyrir hvern mánuð og brot úr mánuði frá 15.7. 85 til greiðsludags og málskostnaður að skaðlausu samkvæmt lágmarks gjaldskrá LMFI. Þá er krafist staðfestingar á kyrrsetningu sem fram fór á Nordmende 571 V-100 myndsegulbandstæki og Grundig Super Color litsjónvarpstæki 26“ úr búslóð stefndu sem fram fór í fógetarétti Barðastrandarsýslu þann 15. júlí 1985 til tryggingar kröfunni. Hina umstefndu skuld kveður stefnandi vera vegna vanefnda á leigusamn- ingi. Þau hafi með munnlegum leigusamningi leigt íbúð stefnanda að Aðal- stræti 43 á Patreksfirði til 6 mánaða frá 15.12. 1984. Umsamin mánaðarleiga fyrir húsnæðið hafi verið kr. 6.000 sem greiðast skyldu mánaðarlega. Stefnandi kveður veruleg vanskil hafa orðið á leigugreiðslum og stefndu hafi ekki staðið við gefið loforð um að rýma húsnæðið þ. 15. júní '85. Það hafi þau gert fyrst þann 12. júlí sl., er umboðsmaður stefnanda var fjar- verandi frá Patreksfirði og þá beðið óviðkomandi aðila fyrir lykla að íbúð- inni. Stefndi kveður stefndu engin skil hafa gert á vangreiddri húsaleigu við brottför sína og í ljós hafi komið að auk húsaleiguskuldarinnar skuldi þau kr. 9.620,90 fyrir orkunotkun sem hún verði að standa Orkubúi Vest- fjarða skil á til að koma í veg fyrir að lokað verði fyrir orku til íbúðarinnar. Stefndi hafi því látið kyrrsetja myndsegulbandstæki og sjónvarpstæki úr búslóð stefndu og beri henni því nauðsyn til að höfða mál þetta til staðfest- ingar kyrrsetningunni. Þá áskilur stefnandi sér rétt til bóta vegna slæmrar umgengni, en hún hafi látið dómkveðja matsmenn til að meta það en matið liggi ekki fyrir. Þá annaðhvort í framhaldsstefnu í máli þessu eða í sérstöku máli. Stefndu hafa hvorki sótt né látið sækja þing, og er þeim þó löglega stefnt. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir framlögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem þau eru í samræmi við dómkröfur stefn- anda, verða þær teknar til greina að öllu leyti. Vegna málskostnaðar er tekið tillit til kostnaðar vegna löghaldsgerðar sem fram fór 15.7. ?85 í fógetarétti í Barðastrandarsýslu. Málskostnaður ákveðst kr. 13.700; Dóminn kvað upp Þorsteinn Pétursson ftr. Dómsorð: Stefndu, Hálfdán Ingi Jenssen og Anna Lára Ármannsdóttir, greiði in solidum stefnanda, Hjördísi Þórarinsdóttur, kr. 34.535,90 með 3,5% dráttarvöxtum af kr. 30.620,90 fyrir hvern mánuð og brot úr mánuði frá 15.7. 1985 til greiðsludags og kr. 13.700,- í málskostnað — allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Stað- fest er löghaldsgerð er fram fór í fógetarétti Barðastrandarsýslu þ. 15. júlí ?85 til tryggingar kröfunni í Nordmende V-myndsegulbandstæki og Grundig Super Color litsjónvarpstæki 26“ úr búslóð stefndu. 37 578 Þriðjudaginn 14. apríl 1987. Nr. 108/1987. Anna Sigríður Guðmundsdóttir og Sveinn Ívarsson gegn Hafliða Guðjónssyni Björgu Árnadóttur og Rolant Dahl Christiansen Kærumál. Synjun á framlagningu skjala felld úr gildi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Sóknaraðilar hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 1S. mars 1987 er barst Hæstarétti 26. s.m. Krefjast þeir þess að hnekkt verði synjun bæjarþings Reykjavíkur á því að tiltekið skjal verði lagt fram. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili Hafliði Guðjónsson höfðaði mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur á hendur varnaraðilum Björgu Árnadóttur og Rolant Dahl Christiansen með stefnu 23. desember 1986 til greiðslu á 3.445.000,00 krónum ásamt vöxtum og til staðfestingar á löghaldi sem fram fór 16. desember 1986 og var málið þingfest 8. janúar sl. Sóknaraðilar stefndu öllum aðilum máls þessa til þess að þeim yrði dæmt skylt að hlíta meðalgöngu sóknaraðila í málinu, að synjað yrði um staðfestingu á áðurnefndu löghaldi og að málsaðil- um yrði gert að greiða sóknaraðilum málskostnað. Lagði lögmaður sóknaraðila stefnuna fram við þingfestingu áðurnefnds bæjarþings- máls. Stefnandi og stefndu í bæjarþingsmálinu, þ.e. varnaraðilar í þessu hæstaréttarmáli, kröfðust þess að meðalgöngusökinni yrði vísað frá. Um þá kröfu fór fram munnlegur málflutningur á bæjarþinginu 5. f.m. Í upphafi málflutningsins krafðist lögmaður sóknaraðila að fá að leggja fram ljósrit af bréfi Sigurðar G. Guðjónssonar héraðs- dómslögmanns til Sigurðar Sveinssonar borgarfógeta 19. desember 1986. Lögmaður stefnanda, varnaraðila Hafliða Guðjónssonar, mót- mælti framlagningu skjalsins og synjaði dómarinn þá að skjalið yrði lagt fram á þessu stigi málsins. Hélt munnlegur málflutningur síðan áfram. 579 Í greinargerð lögmanns sóknaraðila eru ítrekaðar kröfur þeirra sem uppi voru hafðar í kærunni, en því bætt við þær, „að þá um leið verði ómerkt þinghaldið frá þeim tíma er synjunin fór fram“ Telja verður að kæra máls þessa til Hæstaréttar sé heimil sam- kvæmt f-lið 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973. Eigi var loku skotið fyrir að umrætt skjal gæti skipt máli við úrlausn frávísunarkröfunnar. Í gögnum málsins kemur fram, að dómari innti umboðsmenn aðila ekki eftir því hvort lokið væri gagnasöfnun um frávísunarkröfuna og ekki verður séð að umboðs- maður sóknaraðila hafi lýst yfir að svo væri. Þykir því rétt að fella synjun dómara á viðtöku skjalsins úr gildi. Ekki þykja efni til að fallast á ómerkingarkröfu sóknaraðila. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Synjun héraðsdómara á því að leggja fram framangreint skjal er felld úr gildi. 580 Þriðjudaginn 14. apríl 1987. Nr. 121/1987. Anna Sigríður Guðmundsdóttir Sveinn Ívarsson gegn Hafliða Guðjónssyni Björgu Árnadóttur og Rolant Dahl Christiansen Kærumál. Meðalganga. Frávísunardómur felldur úr gildi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Sóknaraðilar hafa með kæru 26. f.m., er barst Hæstarétti 3. þ.m., skotið hinum kærða frávísunardómi til Hæstaréttar og gert þær kröfur að dómurinn verði felldur úr gildi og þeim heimiluð meðal- ganga í máli því sem höfðað hefur verið fyrir bæjarþingi Reykja- víkur af Hafliða Guðjónssyni á hendur Björgu Árnadóttur og Rolant Dahl Christiansen. Einnig krefjast þeir kærumálskostn- aðar. Kæra máls þessa til Hæstaréttar er heimil samkvæmt b- og i-liðum 1. mgr. 21. greinar laga nr. 75/1973. Fallast ber á þá úrlausn héraðsdómara að gallar á birtingu meðal- göngustefnu leiði eigi til frávísunar málsins. Eigi þykja þeir gallar heldur vera á málatilbúnaði meðalgöngu- stefnenda að vísa eigi sökinni frá af þeim ástæðum. Og þar sem úrslit máls þess, sem krafist er meðalgöngu í, gætu skipt sóknaraðila máli að lögum ber að fella hinn kærða frávísunardóm úr gildi. Máls- kostnaður verður eigi dæmdur á þessu stigi málsins. Dómsorð: Hinn kærði frávísunardómur er felldur úr gildi og er sóknar- aðilum, Önnu Sigríði Guðmundsdóttur og Sveini Árnasyni, heimil meðalganga í bæjarþingsmálinu: Hafliði Guðjónsson gegn Björgu Árnadóttur og Rolant Dahl Christiansen, 581 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. mars 1987. Mál þetta, sem tekið var til dóms eða úrskurðar 5. mars sl. um frávísun meðalgöngusakar, höfðaði Hafliði Guðjónsson, nnr. 7859-1625, Laugavegi 18, Reykjavík, gegn Björgu Árnadóttur, nnr. 1257-5513, Uppsölum, Fremri- Torfustaðaheppi, Vestur-Húnavatnssýslu og Rolant Dahl Christiansen, nnr. 7363-3338, Fljótaseli 26, Reykjavík, með þingfestingu málsins 8. janúar 1987. Dómkröfum stefnanda er þannig lýst í stefnu: „Að stefndu verði, in solidum, dæmd til að greiða kr. 3.445.000,00 með 2,75% dráttarvöxtum á mánuði frá 11. mars 1986, með 2,25% dráttarvöxt- um á mánuði frá 1. apríl 1986 til greiðsludags, að staðfest verði löghald í fjárkröfum stefndu á hendur Sveini Ívarssyni og Önnu Sigríði Guðmunds- dóttur, báðum til heimilis að Álfhólsvegi T9A, Kópavogi, samkv. dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 187/1983: Anna Sigríður Guðmundsdóttir og Sveinn Ívarsson gegn Björgu Árnadóttur og Rolant Dahl Christiansen og Hafliða Guðjónssyni og gagnsakir, en löghaldsgerðin, sem fram fór til tryggingar dómkröfum máls þessa, hófst 15. þessa mánaðar og lauk hinn 16. sama mánaðar, að stefndu verði, in solidum, dæmd til að greiða kr. 40.790,00 með 2,25% mánaðarlegum dráttarvöxtum frá 16. desember 1986 til greiðsludags vegna útlagðs kostn- aðar við löghaldsgerðina, að stefndu verði, in solidum, dæmd til að greiða stefnanda málskostnað samkv. gjaldskrá LMFÍ, sbr. málskostnaðarreikning er lagður verður fram við þingfestingu máls þessa:“ Dómkröfur stefndu eru þær að þeim verði aðeins dæmt að greiða aðal- stefnanda, Hafliða Guðjónssyni, kr. 1.100.000,00 með vöxtum og vaxta- vöxtum sem hér segir: 34% ársvöxtum af kr. 200.000,00 frá 10.7. 1982 til 10.8. s.á. og af kr. 380.000,00 frá þeim degi til 1.11. s.á., 42% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1.12. s.á. og af kr. 1.100.000,00 frá þeim degi til 20.9. 1983, 35% ársvöxtum frá þeim degi til 20.10. s.á., 32% árs- vöxtum frá þeim degi til 20.11. s.á., 2790 ársvöxtum frá þeim degi til 20.12. s.á., 21,5%0 ársvöxtum frá þeim degi til 20.1. 1984, 15% ársvöxtum frá þeim degi til 11.8. s.á., 17% ársvöxtum frá þeim degi til 1.1. 1985, 24% ársvöxtum frá þeim degi til 11.5. s.á., 22% ársvöxtum frá þeim degi til 1.3. 1986, 13% ársvöxtum frá þeim degi til 1.4. s.á. og 9%0 ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vextir leggist við höfuðstól í fyrsta sinn 31.12. 1982 og síðan 582 á 12 mánaða fresti. Málskostnaður verði skv. mati hins virðulega réttar og löghald verði staðfest til tryggingar fjárhæðum þessum. Við þingfestingu þessa, sem fram fór 8. janúar sl. eins og fyrr greinir, mætti Jón Bjarnason hrl. og lagði fram svohljóðandi stefnu: „STEFNA. Jón Bjarnason, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík GJÖRIR KUNNUGT. Að hann fyrir þau Önnu Sigríði Guðmundsdóttur og Svein Ívarsson, bæði til heimilis að Álfhólsvegi 79A, Kópavogi, lýsir því yfir að þau krefjist þess að gerast meðalgöngumenn í bæjarþingsmálinu nr. 9/1987: Hafliði Guðjónsson gegn Björgu Árnadóttur og Rolant Dahl Christiansen, sem þingfest er nú hér á bæjarþinginu. Kröfur meðalgöngaðila eru þær að aðilum máls þessa verði gert að hlíta meðalgöngu þeirra Sigríðar Önnu Guðmundsdóttur og Sveins Ívarssonar, að synjað verði um staðfestingu á löghaldi er lagt var hinn 16. desember 1986 á „fjárkröfur gerðarþolanna“ (stefndu í máli þessu, Bjargar Árna- dóttur og Rolants Dahl Christiansen) „á hendur Sveini Ívarssyni og Önnu Sigríði Guðmundsdóttur“, samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 31. maí 1985 og að aðilum verði gert að greiða meðalgöngaðilum hæfilegan málskostnað að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi. Málavextir eru þeir að stefndu gerðu kaupsamning við meðalgönguaðila um hluta fasteignarinnar nr. 25 við Nóatún hér í borg. Stefndu stóðu ekki við kaupsamning þennan en gerðu „kaupsamning“ við stefnanda um þennan sama eignarhluta og „afsöluðu“ stefnanda síðan eignarhlutanum. Meðalgönguaðilar höfðuðu mál á hendur stefndu og kröfðust efnda á kaupsamningi sínum og lyktaði þeim málaferlum með framangreindum dómi Hæstaréttar, þar sem kaupsamningurinn var metinn gildur. Hinn 18. desember fóru meðalgönguaðilar fram á að afsal færi fram samkvæmt dóminum og greiddu jafnframt andvirðið, svo sem tilskilið var í dómsorð- inu. Samtímis óskuðu meðalgönguaðilar að löghald yrði lagt á hina greiddu fjármuni og var löghaldið lagt á sama dag. Þá kom í ljós að stefnandi hafði hinn 16. desember 1986 látið leggja löghald á „fjárkröfur“ stefndu á hendur meðalgönguaðilum. Meðalgönguaðilar telja að verði löghald þetta staðfest, geti það raskað rétti þeim er þeir telja sig eiga á hendur stefndu. Sé þeim því nauðsynleg meðalganga í máli þessu til þess að tryggja rétt sinn er þeir telja fremri rétti stefnanda. Mun síðar gerð nánari grein fyrir mótmælum og kröfum meðalgöngu- aðila er færi hefir gefist til þess að kynna sér framlögð gögn máls þessa. 583 Er því samkvæmt framanrituðu stefnt þeim Hafliða Guðjónssyni, til heimilis að Nóatúni 25, og Rolant Dahl Christiansen, til heimilis að Fljóta- seli 26, báðum hér í borg, og Björgu Árnadóttur, til heimilis að Uppsölum, Fremri-Torfustaðahreppi, V-Húnavatssýslu, stefnt til bæjarþings Reykja- víkur, er háð verður í dómsal borgardómaraembættisins, Túngötu 14, Reykjavík, fimmtudaginn 8. janúar 1987, kl. 10 árdegis, um leið og aðalsök máls þessa verður þar þingfest, til þess þar og þá að sjá stefnu þessa í dóm- inn lagða, hafa uppi varnir eða andmæli og sæta dómi samkvæmt kröfum meðalgönguaðila. Ekki er talinn þörf á að ákveða sérstakan stefnufrest, þar eð aðilar og/eða lögmenn þeirra verða viðstaddir þinghald í málinu. Reykjavík 8. janúar 1987. Jón Bjarnason“ sign. Á stefnu þessa er eftirfarandi ritað: „Mér nægilega birt f.h. stefndu Rólants og Bjargar. Fallið frá stefnufresti. Reykjavík, 8.1. 1987. Gunnar Sæmundsson sign. f. Sigurð G. Guðjónsson Jóhann Steinason“ sign. Í þinghaldinu, þegar málið var þingfest, er bókað að af hálfu stefnanda sæki þing Jóhann Steinason hrl. vegna Sigurðar G. Guðjónssonar hdl. Af hálfu stefndu sæki þing Högni Jónsson hdl. vegna Gunnars Sæmundssonar hdl. Þá er og bókað að mættur sé Jón Bjarnason hrl. og leggi fram meðal- göngustefnu. Að lokum er bókað að umboðsmaður stefnanda fái frest til frekari málatilbúnaðar til 15.1. '87. Í þinghaldi í málinu 15. janúar sl. er bókað að af hálfu stefnanda sæki þing Jóhann Steinason hrl. og leggi hann fram greinargerð í meðalgöngusök og löghaldakt. Af hálfu stefndu sæki þing Bergur Bjarnason hrl. Af hálfu meðalgöngustefnenda Önnu og Sveins sæki þing Jón Bjarnason hrl. og fái hann frest til frekari málatilbúnaðar með samþykki umboðsmanns stefn- anda til 21.1. '87. Í þinghaldi í málinu 22. janúar sl. eru mættir hinir sömu og í þinghaldinu 15. janúar. Þá er eftirfarandi bókað: „Sátt var reynd árangurslaust. Ákveðinn var munnlegur málflutningur. Umboðsmenn aðila fengu sameiginlegan frest til öflunar gagna um óákveð- inn tíma um framkomna frávísunarkröfu. Málið fer nú til yfirborgardómara til úthlutunar“ sa Eins og framangreind bókun ber með sér kröfðust aðilar málsins trávís- unar á meðalgögnusök Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur og Sveins Ívarsson- ar, Stefndu í greinargerð sinni en stefnandi í sérstakri pinargerð er varðar meðalgöngusökina eina. Í fyrsta þinghaldi eftir að málinu var úthlutað dómara tl meðferðar, on bað var haldið 25. far sl, var ákveðið að tminlegur igur um ftávísunarkröfu aðila málsins færi framm 5. mai Málaininguínn fór tam þann dag eki 8 Jóhann Stinason fv. hafði sefið skýrslu fyrir dóminum Bókun á framburði Jóhanns er svolljóðandi „Mæta er sýnt dskj, nr. 7 (þe, stefna meðalgöngustefnenda). Hann kana ið að hafa áritað sefnuna á þí dómskjl um nægilega bringu bennr f.h. Sigurðar G. Guðjónssonar hál. Vitnið kvaðsi ekki hafa almennt umboð frá Sigurði G. Guðjónssyni hdl. tl þess að skrila upp á stefnur eins og það er kallað og ekki heldur haft sérstakt umboð frá Sigurði il þessarar uppáskriltar Vínið kvað Jón Bjarnason hrl. hafa mælst tl þess við sig að hann skril- aði upp á stefnuna fyrir Sigurð þesar þeir hafi báðir verið staddir í bæjar þingi Reykjavíkur. Virnið kvaðst hafa talið vist að þessi beiðni væri sett fram mað samþykki Sigurðar og í trausti þess að sva væri hefði bann skrifað upp á stefnuna, Vitnið kvaðsl efast um að hann hafi spurt Jón Bjarnason hrl. að því hvort samþykki Sigurðar legi fyrir“ Eins og fyrr segir gerir stefnandi þá kröfu í þessum þætti málsins að kröfu Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur og Sveins Ívarssonar um meðalgönnu í máli þessu verði vísað frá dómi. Ennfremur gerir stefnandi þá kröfu að Anna Sigríður og Sveinn verði dæmd íúl þess að greiða málskostnað samkvæmt gjaldskrá LMÍ að mati réttarins. Slefnandi byggir frávísunarkröfu sína í fyrsta lagi á því að hvorki honum sjálfum né umboðsmanni hans hafi verið birt meðalsöngustefnan þremur sólarhringum fyrir þá fyriröku málsins er krefjasl átti meðalgðnsunnar, Sbr 5. er 08 100. gi sbr.) mgr. 90 ér ag nr. #5/1980 Í öðru lagi kveður stefnandi málatilbúnað meðalgöngustefnenda vera þannig úr garði gerðan að seta ætli frávísun án kröfu, þannig fullnægi stefnan ekki á nokkurn hátt þeim kröfum som gerðar séu tl stefnu í cinka- máli samkvæmi 88. ar. laga nr. #5/1936. Í þriðja lagi kveður stefnandi að meðalgöngusökinni eigi að vísa frá dón þar sem ljóst sé að úrslit málsins skipti meðalgöngustefnendur ekki máli að lögum. Meðalgöngustefnendur geti ekki gert neinar sjálfstæðar dómkrófur sér til handa, enda snúist aðalsökin eingöngu um uppgjör vegna riftunar á kaupsamningi um fastelen og staðfestingu löghalds sem stefnandi hali s84 Eins og framangreind bókun ber með sér kröfðust aðilar málsins frávís. snar á meðalgögnusök Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur og Sveins Ívarsson fndu í greinargerð sinni en stefnandi Í sérstakri greinargerð er varðar heðdlgnngaskína enn. Í Íyrsta þingbaldi eftir að málinu var úthlutað dómara til meðferðar, en það var haldið 25. febrúar sl, var ákveðið að munnlegur flutningur um frávisunarkröfu aðila málsins færi fram 5. mars Málflutmingurinn fór fram þann dag, eftir að Jóbann Steinason hrl. hafði selið skýrslu fyrir dóminum Bókun á framburði Jóhanns er svohljóðandi Mætta er sýnt dskj. nr. 7 (þ stefna meðalgöngustefnenda). Hann kannast við að hafa áritað stefnuna á því dómskjali um nægilega birtingu hennar £.h. Sigurðar G. Guðjónssonar hdl. Vitnið kvaðst ekki hafa almennt umboð frá Sigurði G. Guðjónssyni hál. tl þess að skrifa upp á stefnur eins og það er kallað og ekki heldur haft sérstaki umboð frá Sigurði il þessarar uppáskriftar Vínið kvað Jón Bjarnason hrl. hafa mælst til þess við sig að hann skrif- úði upp á slelnuna fyrir Sigurð þegar þeir hafi báðir verið staddir í bæjar. þingi Reykjavíkur. Vinið kvaðst hafa talið visl að þessi beiðni væri sett fram með samþvkki Siaurðar og í trausti þess að svo væri hefði hann skrifað upp á stefnuna. Vilnið kvaðst efast um að hann hafi spurt Jón Bjarnason, kr, að því hvort samþykki Sisurðar lægi lyrir“ Eins og fyrr segir gerir stefnandi þá krölu í þessum þætti málsins að kröfu Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur og Sveins Ívarssonar um meðalgónsu í máli þessu verði vísað frá dómi. Ennfremur gerir stefnandi þú kröfu að Anna Sigríður og Sveinn verði dæmd til þess að greiðu málskostnað samkvæmt gjaldskrá LMFÍ að mali réttarins Stefnandi byggir frávisunarkröfu sína í fyrsta lagi á því að hvorki honum sjálfum né umboðsmanni hans hafi verið birt meðalsöngustefnan þremur slrringum fyir Þá yiröku máklns er keli át metlgöngunar t, 5. a 08 0, ga dr. 1 gt 9. 0 gt #5 öðru ll kveður efnandi nað meðaleónguselnenda vera unni úr garði gerðan að sæta æti frdvísun án kröfu. þanni flinapi stefnan ekki á nokkurn hátt þeim kröfum sem serðar séu tl stefnu í einka- máli samkvæmt 88. ar. laga nr. 85/1936, Í þriðja lagi kveður stelnandi að meðalgöngusðkinni eigi að vísa frá dón þar sem ljóst sé að úrslit málsins skipti meðalgöngustefnendur ekki máli að lögum. Meðalgöngustefnendur geti ekki gert neinar sjálfstæðar dómkrófur sér til handa, enda snúist aðalsökin eingöngu um uppgjör vegna riltunar á kaupsamningi um fusteign og staðfestingu löghalds sem stefnandi hafi 584 Eins og framangreind bókun ber með sér kröfðust aðilar málsins fráv unar á meðalgögnusök Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur og Sveins Ívarsson- ar, Stefndu Í greinargerð sinni en stefnandi Í sérstakri greinargerð er varðar meðalsöngusökina Í fyrsta þinghaldi eftir að málinu var útblutað dómara til meðferðar, en bað var haldið 25. febrúar a, var ákveðið að munnlegur tnngar um frávisunarkröfu aðila málsins færi fram . Málhatningurnn ór fm þann dag ei að Jóhann Sleimason hr, hafði efið skýrsla fyrir dóminum. Bókun á framburði Jóhanns er svohljóðandi; Mæta er sýnt dski, nr. 7 (þe. stefna meðalgöngustefnenda). Hann kannast við að hafa árilað stefnuna á því dómskjali um nægilega birtingu hennar £h. Sigurðar G. Guðjónssonar hdl. Vitnið kvaðst ekki hafa almennt mboð frá Sigurði G. Guðjónssyni hdl, l þess að skrifa upp á stefnur eins og það er kallað og ekki heldur haft sérstakt umboð frá Sigurði il þessarar uppáskriftur. Vini hvað Jón Bjarmason hr bafs melt il þs ið is að han skrif aði upp á stefnuna fyrir Sigurð þegar þeir hafi báðir verið staddir í bij. þingi Rerkjíkur. Vinið kvaðst hafa lið vist að þesi biðu væri ei fram með samþykki Sigurðar og í trausti þess að svo væri hefði hann skrifað upp á stefnuna. Vitnið kvaðst efast um að hann hafi spurt Jón Bjarnason hrl. að því hvort samþykki Sigurðar lægi fyrir“ Eins og Íyrr segir fnandi þá kröfu í þessum þætti málsins að kröfu Önnu Sigríðar Guðmundsdóllur og Sveins Ívarssonar um meðalgöngu í máli þessu verði vísað frá dómi. Ennfromur gerir stefnandi þá kröfu að Anna Sigríður og Sveinn verði dæmd til þess að sreiða málskostnað samkvæmt gjaldskrá LMFÍ að mati réttarins. Stefnandi byggir frávisunarkröfu sína í fyrsta lagi á því að hvorki honum sjálfum né umboðsmanni hans hafi verið bir! meðalgöngustefnan þremur sólarhringum fyrir þá fyriróku málsins er krefjast átti meðalgöngunnar, 51. er. og 100. gr. sbr. 1. mpr. 99. ar. laga ne. 85/19: Í öðru lagi kveður stefnandi málatilbónað meðalgöngustefnenda vera Þannig úr garði gerðan að sæta ætti frávísun án kröfu, þannig stefnun ekki á nokkurn háu þeim kröfum sem gerðar stu í stefnu í einka máli samkvæmt 88. gr. laga nr. 85/1936. Í þriðja lagi kveður stefnandi að meðalgöngusökinni eigi að vísa lrá dómi þar sem ljóst sé að úrslit málsins skipti meðalgöngustefnendur ekki máli að lögum Meðlgngselsendur sei tk art níar dálfisðar ónkafur sr til handa, enda snúist aðalsökin eingöngu um uppgjör vegna riftunar á kaupsamningi um fasteign og staðfestingu lögbalds sem stefnandi hafi 585 fengið lagt á eigur stefndu. Fráleitt sé að meðalgöngustefnendur geti átt rétt á meðalgöngu á þeim forsendum einum að þeir hafi einnig fengið lagt löghald á eigur stefndu og kunni að eiga einhverjar kröfur á hendur þeim, sbr. 50. gr. laga nr. 85/1936. Stefndu gera þá kröfu í þessum þætti málsins að meðalgöngusök Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur og Sveins Ívarssonar verði vísað frá dómi og þau dæmd til að greiða stefndu málskostnað að mati dómsins. Kröfu sína um frávísun byggja stefndu á því að meðalgöngustefnendur eigi ekki lögvarðra hagsmuna að gæta í málinu. Stefndu hafi tekið til varna í málinu með þeim hætti að hugsanlegur réttur meðalgöngustefnenda, sem látið hafi leggja löghald á sama andlag og stefnandi en á eftir honum, sé eins vel tryggður og mögulegt sé. Löghald stefnanda sé byggt á kröfu sem hann eigi á hendur stefndu, en hann geri of háa kröfu. Löghald meðalgöngustefnenda hafi hins vegar byggst á skaðabótakröfu sem þau telji sig eiga á hendur stefndu, en sú skaðabótakrafa eigi ekki við nein rök að styðjast. Meðalganga myndi einungis verða til þess að draga mál þetta á langinn. Af hálfu meðalgöngustefnenda voru þær dómkröfur gerðar að meðal- ganga þeirra yrði heimiluð og aðilum málsins yrði gert skylt að hlíta henni og að greiða meðalgöngustefnendum málskostnað í þessum þætti málsins. Kröfugerð meðalgöngustefnenda verður að skilja svo að þeir krefjist þess að synjað verði um frávísun meðalgöngusakar og að aðilar málsins verði dæmdir til að greiða þeim málskostnað. Af hálfu meðalgöngustefnenda er á það bent að sótt hafi verið þing af hálfu stefnanda þessa máls þegar meðalgöngustefnan hafi verið lögð fram. Þegar svo standi á verði máli ekki vísað frá dómi enda þótt fram komi krafa um það, en um þetta séu skýr ákvæði í lögum um meðferð einkamála í héraði. Því hafi ekki þurft að birta stefnu í meðalgöngusökinni og ekki að ákveða neinn stefnufrest. Þess vegna skipti ekki máli þótt Jóhann Steina- son hrl. hafi áritað meðalgöngustefnuna án umboðs frá stefnanda. Í meðalgöngustefnunni komi allt fram sem þurfi að koma fram í stefnu. Stefnandi geri kröfu til þess að fá greitt það fé allt sem meðalgöngustefn- endur hafi greitt stefndu. Meðalgöngustefnendur vilji hafa hönd í bagga með því hvað um þetta fé verði. Þau séu með háar kröfur á stefndu og stefndu eigi ekki aðrar eignir en greiðsluna frá meðalgöngustefnendum. Þeim sé því nauðsynlegt að gæta hagsmuna sinna í þessu máli. Niðurstaða dómsins. Óumdeilt er að Jóhann Steinason hrl. sótti þing fyrir lögmann stefnanda í bæjarþingi Reykjavíkur hinn 8. janúar sl. os annaðist þingfestingu þessa máls. 586 Upplýst verður að telja að Jóhann hafi ekki haft umboð frá lögmanni stefnanda til þess að árita meðalgöngustefnu með þeim hætti sem hann geri og að framan er lýst. Af hálfu stefndu var og sótt þing. Jón Bjarnason hrl. var viðstaddur þingfestingu málsins og lagði þá fram stefnu í meðalgöngusök f.h. meðalgöngustefnendur (sic). Umboðsmaður stefnanda mótmælti ekki framlagningu meðalgöngustefn- unnar. Samkvæmt framanskráðu og með vísan til 97. gr. laga nr. 85/1936 verður ekki fallist á þá kröfu stefnanda að meðalgöngusökinni verði vísað frá dómi vegna þess að stefna í meðalgöngusök hafi hvorki verið birt stefnanda né umboðsmanni hans með lögboðnum fresti til þingsóknar. Stefna í meðalgöngusök fullnægir ekki ákvæðum 88. gr. laga nr. 85/1936 í eftirtöldum atriðum. Ekki er getið um stöðu og nafnnúmer aðila, sbr. a lið 88. gr. Ekki er minnst á lagarök eða gögn sem stefnendur í meðalgöngusök hyggjast hafa til sönnunar, sbr. e og f liði 88. gr. Þá er lýsing málsástæðna og annarra atvika sem þörf er að greina ákaf- lega rýr og fullnægir ekki þeim kröfum sem gera verður skv. 88. gr. eml. til slíkrar lýsingar. Krafa um frávísun meðalgöngusakar kom fram í greinargerð stefndu í máli þessu og í greinargerð stefnanda máls þessa í meðalgöngusökinni, en greinargerðir þessar voru lagðar fram í málinu í næsta þinghaldi á eftir þingfestingu þess, 15. janúar sl. Stefnendur í meðalgöngusök lögðu ekki fram greinargerð og ekki heldur nein gögn kröfum sínum til stuðnings við þingfestingu meðalgöngusakar og ekki síðar þótt þeir hafi tvívegis fengið sérstaklega frest til gagnaölfunar eftir að kröfur um frávísun meðalgöngusakar komu fram. Einu tilburðirnir sem stefnendur í meðalgöngusök hafa haft uppi til gagnaöflunar er að gera kröfu til þess, eftir að hafinn var munnlegur mál- flutningur um frávísun meðalgöngusakar, að fá að leggja fram bréf lög- manns stefnanda til borgarfógeta í Reykjavík dags. 19. desember 1986. Þessari framlagningu var mótmælt af hálfu lögmanns stefnanda og synjað af dómara. Eins og að framan er rakið þykja meðalgöngustefnendur ekki hafa í málatilbúnaði sínum fullnægt öllum ákvæðum 88. gr. laga nr. 85/1936 og ekki verður heldur talið að þeir hafi fullnægt ákvæðum 105. gr. sömu laga. Dómarinn hefur að vísu ekki bent meðalgöngustefnendum á það sem telja verður áfátt sbr. ákvæði 116. gr. laga nr. 85/1936, en það atriði kom ekki til skoðunar fyrr en eftir að aðilar máls þessa höfðu gert kröfu um frávísun meðalgöngusakarinnar. 587 Eins og málið liggur fyrir dóminum og samkvæmt því sem að framan er rakið um málatilbúnað meðalgöngustefnenda þykir rétt að taka til greina kröfu aðila máls þessa um vísun meðalgöngusakar Önnu Sigríðar Guð- mundsdóttur og Sveins Ívarssonar frá dóminum. Anna Sigríður Guðmundsdóttir og Sveinn Ívarsson greiði stefnanda, Hafliða Guðjónssyni kr. 8.800,00 í málskostnað og stefndu Björgu Árna- dóttur og Rolant Dahl Christiansen kr. 4.400,00 hvoru í málskostnað. Friðgeir Björnsson borgardómari kvað upp þennan dóm. Dómsorð: Vísað er frá dómi meðalgöngusök Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur og Sveins Ívarssonar í máli þessu. Anna Sigríður Guðmundsdóttir og Sveinn Ívarsson greiði stefnanda Hafliða Guðjónssyni kr. 8.800,00 í málskostnað og stefndu Björgu Árnadóttur og Rolant Dahl Christiansen kr. 4.400,00 hvoru í máls- kostnað. Þriðjudaginn 14. apríl 1987. Nr. 85/1986. Ólafur Kristján Guðmundsson (Sigurður Helgi Guðjónsson hrl.) gegn Grími h/ og Samábyrgð Íslands á fiskiskipum til réttargæslu (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) Vinnuslys. Skaðabætur utan samninga. Ábyrgð útgerðarmanns. Örorka. Mat. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson og prófessor Sigurður Líndal. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. mars 588 1986. Dómkröfur hans eru þær, að stefndi, Grímur h/f, verði dæmdur til að greiða honum 1.425.650,00 krónur með 34% ársvöxt- um frá 3. september 1982 til 1. nóvember s.á., 4200 ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, 35% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október s.á., 3200 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., 270 ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember s.á., 21,5% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, með 15% ársvöxtum frá þeim degi til 26. júní s.á., en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og verði vextir lagðir við höfuðstól á 12 mánaða fresti í fyrsta sinn 3. september 1983. Þá er og krafist málskostnaðar úr hendi stefnda, Gríms h/f, þar með talin málflutningslaun í héraði, eins og málið væri þar eigi gjafsókrarmál, og fyrir Hæstarétti. Dómkröfur stefnda, Gríms h/f, eru þær, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða honum máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi gerir engar kröfur á hendur réttargæslustefnda og hann gerir engar kröfur á hendur áfrýjanda. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagður nýr útreikningur á örorkutjóni áfrýjanda, dagsettur 3. mars 1987, gerður af Jóni Erlingi Þorláks- syni tryggingafræðingi, skattframtal áfrýjanda árið 1986 og vottorð bæjarfógetans á Ísafirði um lögskráningu áfrýjanda. I. Í máli þessu reisir áfrýjandi skaðabótakröfu sína hvorki á því að slysið verði rakið til bilunar á togvindu bátsins Bryndísar, ÍS-705, né til óforsvaranlegra vinnuaðstæðna um borð. Rök áfrýjanda fyrir bótaskyldu stefnda, Gríms h/f, eru í fyrsta lagi þau, að leiðbeiningum og verkstjórn skipstjórans á bátnum hafi verið áfátt; í öðru lagi að hann hafi sýnt stórkostlegt gáleysi við hífingu toghleranna með því að setja togvinduna aftur í gang eftir að hún hafi verið stöðvuð án þess að gera áfrýjanda áður viðvart. Um fyrri röksemd áfrýjanda, að leiðbeiningum og verkstjórn skipstjóra hafi verið áfátt, er þetta leitt í ljós: Áfrýjandi hafði talsverða sjómannsreynslu. Í þinghaldi 18. desember 1984 greindi hann frá því að hann hefði stundað sjó- mennsku í 15 mánuði, en m/b Bryndís hefði verið fyrsti bátur með skutdrætti sem hann hefði verið skipverji á. Samkvæmt vottorði 589 bæjarfógetans á Ísafirði var áfrýjandi skráður á skipshafnarskrá m/b Bryndísar þannig: 23. júní - 24. júlí 1982; 29. júlí - 16. ágúst 1982 og 1. - 6. september 1982. Við sjópróf 6. september 1982 sagði skipstjórinn, Finnbogi Jónas- son, að hann hefði verið í brúnni þegar slysið varð en ekki séð greinilega hvernig það bar að. Við framhaldssjópróf 22. desember 1982 kvaðst skipstjórinn hafa getað fylgst með áfrýjanda við störf hans frá þeim stað sem hann stjórnaði togvindunni, hann hafi „getað fylgst vel með Ólafi við starf hans við toggálgann“ Slysið hafi orðið „áður en hífingu var lokið og hafi Ólafur átt að vera í biðstöðu meðan á hiífingu stóð: Skipstjóri tók einnig fram „að hann hafi ekki séð greinilega hvernig atburðurinn skeði, vegna þess að Ólafur hafi snúið hliðinni að mætta (skipstjóranum) og átt að vera í biðstöðu og hafi athygli mætta því ekki beinst sérstaklega að Ólafi meðan á hífingunni stóð“ Í þinghaldi 18. desember 1984 taldi skipstjóri „ekki hafa verið þörf neinna sérstakra fyrirmæla þegar ljóst var að hlerarnir hafi komið snúnir upp. Menn hafi átt að vita hvað gera skyldi“ Og síðan bætti hann því við „að við eðlilegar aðstæður hefði stefnandi Ólafur átt að bíða miðað við það hvernig hífingu var komið, þ.e. hlerarnir voru ekki komnir nægilega mikið upp úr sjó“ Aðspurður kvað skipstjóri „að hífing hleranna hafi kallað á athygli sína alla“ Um síðari röksemd áfrýjanda að skipstjórinn hafi að hífingu lok- inni skyndilega og án viðvörunnar sett togvinduna í gang aftur og það valdið slysinu, er þetta leitt í ljós: Í sjóprófum hjá bæjarfógeta á Ísafirði 6. og 15. september 1982 kom fyrir dóm auk skipstjóra og áfrýjanda bróðir hins síðarnefnda, Jón Guðmann Guðmundsson vélstjóri. Enginn þessara manna minntist á það atriði sem hér um ræðir. Í skýrslu áfrýjanda, sem hann gaf að eigin ósk hjá lögreglu á Ísa- firði 18. október 1982, lýsti hann aðdraganda slyssins á þann veg að Finnbogi skipstjóri hefði lokið hífingu og stöðvað vinduna; vegna undiröldu hefðu vírarnir sem liggja í hlerana tvisvar sinnum dregist nokkuð út af spilinu; skipstjórinn hefði híft hlerana alveg upp í blökkina, en þeir viljað síga niður. Skipstjórinn hefði nú stöðvað vinduna og áfrýjandi ætlað að setja gilsinn í bakborðshlerann, en runnið til, borið fyrir sig vinstri hönd í fallinu og hún lent á segul- 590 nagla og splæsi. Um leið og hann hefði dottið hefði skipstjórinn sett vinduna af stað, vinstri hönd festst við segulnaglann og splæsið og dregist upp í gegnum blökkina með þeim afleiðingum að hann slasaðist. Við framhaldssjópróf það, sem fram fór hjá bæjarfógeta á Ísafirði 22. desember 1982, bar bróðir áfrýjanda, Jón Guðmann Guðmundsson, á þann veg, að skipstjórinn hafi „hífað aftur í vírana í þann mund, er Ólafur greip í vírinn“, Í sama þinghaldi bar skip- stjórinn, að hífingu hafi ekki verið lokið, þegar slysið varð, og vírarnir því á hreyfingu. Þetta áréttaði skipstjórinn í bæjarþingi Ísafjarðar 18. desember 1984, en bætti þessu við: „Mætti kveður utanaðkomandi aðstæður geta valdið hreyfingu á stjórnborðsvírum við hífingu og einnig það að hann hélt í við bakborðshlera og gaf eftir. Mætti segir að vegna þess hvernig staðið var að hífingu stjórn- borðshlera geti stjórnborðsvírarnir hafa runnið út“ Þess er enn fremur að geta að Sigurjón Hallgrímsson fulltrúi sigl- ingamálastofnunar ríkisins á Ísafirði segir í bréfi til stofnunarinnar 27. nóvember 1982: „Möguleikar eru yfirleitt góðir til að fylgjast með mönnum við vinnu á dekki mb. Bryndísar, nema ef maður stendur í skoti, sem myndast aftast stb. megin við skutrennu þá sést ekki vel hvað maður sá aðhefst, vegna þess að niðurgangur í rækju- móttöku skyggir á manninn frá brúnni séð. Miðað við byggingu skipsins, þ.e. staðsetningu áðurnefnds niður- gangs, tel ég að möguleikar stjórnanda spils í brú m/b Byndísar geti varla verið betri!“ Il. Af framburði skipstjórans er ljóst að hann hefur getað fylgst með áfrýjanda við starf hans. Það kemur heim og saman við ummæli Jóns Guðmanns Guðmundssonar, bróður áfrýjanda við sjópróf 22. desember 1982 og framangreint bréf Sigurjóns Hallgrímssonar. Skipstjórinn hefur á hinn bóginn tekið fram að athygli sín hafi ekki beinst sérstaklega að áfrýjanda. Eins og skipstjórinn lýsir hífingunni og vindunni má ætla að stjórnborðshlerinn, sem áfrýjandi átti að krækja gilsinum í, hafi ekki haldist stöðugur þótt hann væri kominn upp í gálga. Áfrýjandi hafði starfað tæplega tvo mánuði um borð í m/b 591 Bryndísi og að eigin sögn ekki fyrr verið á báti með skutdrætti. Hann hefur því ekki verið alls kostar vanur aðstæðum eins og voru um borð í m/b Bryndísi, þrátt fyrir talsverða sjómannsreynslu. Skipstjórinn hefur borið það að áfrýjandi hafi ekki fengið sérstök fyrirmæli um framkvæmd verksins og er svo að sjá sem hann hafi átt að meta það sjálfur, hvenær óhætt væri að krækja í hlerann. Þá kröfu mátti gera til skipstjórans að hann fylgdist með vinnu- brögðum áfrýjanda, ekki síst við þær sérstöku aðstæður að togvírar höfðu snúist saman þannig að báðir hlerarnir komu upp stjórn- borðsmegin. Samkvæmt þessu verður að telja að við þær aðstæður sem voru hafi á skort að skipstjórinn fylgdist nægilega með starfi áfrýjanda og gæfi honum fyrirmæli um hvenær óhætt væri að krækja gilsin- um í hlerann. Slysið má þannig rekja til ófullnægjandi verkstjórnar sem meta ber skipstjóra til gáleysis. Fyrir því er útgerð skipsins ábyrg samkvæmt 8. gr. siglingalaga nr. 66/1963, sem var í gildi á slysdegi, sbr. nú 171. gr. siglingalaga nr. 34/198S5. Það var á hinn bóginn óvarlegt af áfrýjanda að reyna að krækja gilsinum í hlerann án þess að fullvissa sig um það áður að hlerinn héldist stöðugur við gálgann og þá eftir atvikum að bíða fyrirmæla skipstjórans. Þykir hann því einnig eiga sök á tjóni sínu. Þykir hæfilegt að hann beri sjálfur helming tjónsins en stefndi bæti honum það að hálfu. Il. Eftir slysið var áfrýjandi fluttur í sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem gert var að meiðslum hans. Björn Önundarson læknir hefur metið örorku áfrýjanda af völdum slyssins. Í matinu 30. apríl 1983 er gerð grein fyrir gögnum þeim sem læknirinn byggir á, en fram kemur að áfrýjandi kom ekki til hans til viðtals og skoðunar. Í örorkumatinu segir meðal annars: „Fyrir liggur vottorð Einars Hjaltasonar yfirlæknis Ísafirði, dags. 23.02.83 þar sem gefin er sjúkdómsgreiningin: „Amputatio traumatica dig II, 111, V man. sin. Fract. metacarp. V. manu sin“ Þá liggur fyrir annað vottorð sama læknis dags. 28.10.82 og fer það hér á eftir orðrétt: 592 „Ofangreindur maður kom hingað á sjúkrahúsið þann 3/9 ?82 kl. 18:30 eftir slys á sjó. Hann skýrir svo frá slysinu: Verið var að draga inn trollið þegar hann festist með vi. hendi í vír og fór hendin í gegnum blökkina. Fékk strax mikla verki. Telur að slysið hafi orðið um kl. 15:00. Þar sem að greinilegt var að um alvarlegt handarslys var að ræða var farið með hann strax í land. Við komu hingað á sjúkrahúsið var sj. með töluvert mikla verki í vi. hendi, en bar sig samt mjög vel. Við skoðun á vi. hendi kemur eftirfarandi í ljós: Hendin er öll mjög bólgin. Miklir áverkar á fingrum sem eru eftirfarandi: I. fingur: Bólginn yfir grunnlið, engin sár. Il. fingur: Höggvinn af um Dip-lið. Fremsta kjúkan hangir í flexorsininni sem er mjög teygð. Húðin farin af miðphalanx og réttisinin slitin. HI. fingur: Höggvinn af um Pip-lið. Fremsta og miðkjúka hanga á teygðri flexorsin. Engin tilfinning í afhöggna hluta fingursins. IV. fingur: Húðin tætt lófamegin. Ekki að sjá áverka á rétti- eða beygisinum. Erfitt að meta tilfinningu. V. fingur: Tættur fremst, nöglin farin af. Ca. 1 cm af beini fremstu kjúku er bert. Tekin er röntgenmynd af vi. hendi og sýnir hún að af vísifingri er fremsti phalanx frárifinn. Á löngutöng eru 2 fremstu phalanx frárifnir. Auk þessa sést brot á V. miðhandarbeini og eru brotend- arnir færðir frá hvor öðrum. Meðferð: Skömmu eftir komu hingað á sjúkrahúsið var ákveðið að gera aðgerð. Var hún gerð á eftirfarandi hátt: I. fingur: Ekkert þurfti að gera. II. fingur: Taka þurfti mið- og fremstu kjúku. Auk þess var caput tekið af nærkjúkunni og húðin saumuð yfir. HI. fingur: Samskonar aðgerð og á 1l. fingri. IV. fingur: Tætt húð saumuð saman. 593 v. fingur: Tekin ca. 1 cm. framan af fremstu kjúku og húðin dregin yfir og saumuð saman. Vegna brots á metacarpus V þar sem brotendar eru langt frá hvor öðrum var gerð aðgerð og sett lítill vír í beinið til að halda beinendunum rétt saman. Sj. dvaldi hér á sjúkrahúsinu fram að 15/9. Í byrjun þurfti hann töluvert mikið af verkjalyfjum vegna verkja og hann fékk einnig sýklalyf til að koma í veg fyrir sýkingu í hendinni. Skipt var á sárun- um reglulega og virtust þau hafast vel við og ekki kom nein ígerð. Saumar voru teknir á 10. degi og voru þá sárin á Il. III. og V. gróin. Sárin á IV. fingri voru ekki alveg gróin og þurfti að hafa umbúðir á þeim dálítið lengur. Vegna brotsins á metacarpus V var ekki hægt að hefja hreyfiæfingar fyrr en að vírpinninn sem sat í beininu var tekinn, en það var gert 3ur vikum eftir aðgerð. Eins og áður segir hófust hreyfiæfingar fyrir vi. hendi hér á sjúkrahúsinu 3ur vikum eftir aðgerð og hefur sj. komið hingað alla virka daga síðan. Hendin var til að byrja með mjög bólgin og stirð en smám saman hefur bólgan horfið. Nokkuð vel hefur gengið að fá hreyfingu í stúfana á 11. og II1. fingri en erfiðlega hefur gengið með IV. og V. fingur. Rétt er að það komi fram að sj. sleit beygisin á IV. fingri á ungl- ingsárum. Var fyrir ári síðan í aðgerð hjá Árna Björnssyni, þar sem reynt var að gera við fingurinn. Ekki tókst aðgerðin sem skyldi og var meiningin að sj. kæmi aftur til Árna Björnssonar nú í haust og stóð þá jafnvel til að gera nýja aðgerð. Ólafur er hér enn í æfingum. Mun halda áfram í æfingum þar til hann fer til Árna Björnssonar í skoðun í byrjun nóvember. Við skoðun þann 26/10 var hreyfigeta í fingrum eins og skráð er á meðfylgjandi blaði. Kraftur í hendinni er mikið minnkaður miðað við heilbrigðu hendina þó nær Ólafur gripi á milli þumalfing- urs og baugfingurs og nær rétt með þumalfingri á toppinn á litla- fingri. Því miður höfum við engan kraftmæli hér, þannig að við getum ekki mælt styrk í hendinni. Vegna þessa alvarlega handaráverka verður Ólafur að breyta sínum framtíðaráformum, en hann hafði hugsað sér að leggja fyrir sig sjómennsku. Hver starfshæfni hans verður verður ekki metin nú og verður vart gert fyrr en að hálfu ári liðnu“ 38 594 Þá liggur fyrir vottorð Árna Björnssonar, lýtaskurðlæknis við Landsspítalann í Reykjavík, dags. 27.01.83, svohljóðandi: „Ólafur Kristján Guðmundsson, fæddur 05-02-62 til heimilis að Heiðarvegi 7 á Ísafirði, hefur tvívegis vistast á lýtalækningadeild Landsspítalans. Hið fyrra sinni frá 29-01-81 til 02-02-81. Hið síðara sinni frá 14-12-82 til 16-12-82. Í fyrra sinnið var hann lagður inn vegna afleiðinga af áverka á vi. hendi í barnæsku en þær voru að hann mun þá hafa skorið í sundur beygisinar að fingrinum og ekki getað beygt hann upp frá því. Að ósk sjúkl. var gerð aðgerð á fingrinum til að reyna hvort hægt væri að fá hreyfingu í hann þó líkur á árangri væru fyrirfram taldar litlar sökum þess hve langt var liðið frá frumáverkanum. Gerður var sinaflutningur í baugfingur vi. handar og gekk aðgerðin eðlil. en við skoðun hinn 10-11-81 var ljóst að árangur af aðgerðinni hafði ekki verið annar heldur en sá að hann gat aðeins beygt fingurinn í mið og fremsta köggli en langt var frá því að um viðunandi hreyf- ingu væri að ræða. Hinn 03-09-82 varð hann fyrir slysi úti á sjó að sögn þannig, að hann festist með vinstri hendi í vír og hún fór í gegnum blökk. Fékk hann við þetta mikinn áverka á hendina, sem er þannig lýst af lækni sem tók við honum á sjúkrahúsinu á Ísafirði... Slasaði dvaldi á sjúkrahúsinu á Ísafirði til 11.09. og í framhaldi af vistinni fékk hann hreyfingameðferð á hendina, sem var stirð og bólgin og var erfitt að fá hreyfingu í þá fingur sem eftir voru. Sjúkl. var síðan lagður inn á lýtalækningadeild Landspítalans að nýju hinn 14.12.82 og var þar gerð stytting á IV. og V. fingri vinstri handar sökum þess að þeir voru það bognir að þeir reyndust eingöngu vera til baga fyrir sjúkl. Sjúkl. útskrifaðist ninn 16-12-82 og var þá ekki hægt að meta árangur af aðgerðinni. Ljóst er þó að um verulega bæklun er að ræða og verður. Ekki er ólíklegt að bæklun sú sem sjúkl. hafði fyrir á baugfingri handarinnar hafi átt einhvern þátt í því að hann festist í togvirnum þó erfitt sé að fullyrða um slíkt. Þá er ekki heldur tímabært að meta endanlega örorku slasaða“ Enn liggur fyrir vottorð Einars Hjaltasonar yfirlæknis Ísafirði, dags. 18.04.83, og fer það hér á eftir orðrétt: „Það er rétt að læknismeðferð á ofangreindum manni er að mestu lokið. Hins vegar má ætla að styrkur hinnar slösuðu handar muni 595 eitthvað aukast á næstu mánuðum. Einnig má ætla að hreyfing fingra verði eitthvað betri, þó að ekki muni hreyfingin aukast margar gráður frá því sem nú er. Á næstu mánuðum mun Ólafur einnig venjast að nota sína hendi og læra að beita henni. Að öðru leyti hef ég ekki mikið við fyrra vottorð og vottorð Árna Björnssonar að bæta. Vona að þið getið metið endanlega örorku ofangreinds með hjálp þeirra gagna sem þið hafið fengið“ Slasaði kom ekki til viðtals og skoðunar hjá undirrituðum og er því einungis stuðst við þau gögn, sem fyrir liggja í máli þessu, þ.e. tilkynningu um slys og vottorð læknanna Einars Hjaltasonar, yfir- læknis við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og Árna Björnssonar, lýtaskurðlæknis Reykjavík. Ályktun. Það er um að ræða rúmlega 21 árs gamlan sjómann, sem hinn 03.09.82 slasaðist mikið á vi. hendi sinni, er hann lenti með hendina í togrúllu þar sem hann var að störfum um borð í vélskipinu Bryn- dísi ÍS 705. Slasaði var þegar eftir slys þetta fluttur í F.S.Í., þar sem gert var að meiðslum slasaða og þar sem hann var vistaður um sinn. Eftir það var slasaði í æfingameðferð við F.S.Í., og enn síðar var hann til meðferðar hjá Árna Björnssyni lýtaskurðlækni Reykjavík. Alveg óvinnufær telst slasaði hafa verið frá slysdegi 03.09.82 til hins 23.02.83 og fær hann greidda slysadagpeninga frá slysatrygg- ingadeild Tryggingastofnunar ríkisins fyrir þetta tímabil. Eftir það var starfsgeta verulega skert í þrjá mánuði og varanlega er hér um nokkra örorku að ræða. Í nefndu slysi varð slasaði fyrir því, að missa tvær kjúkur af vísi- fingri vi. handar, tvær kjúkur af löngutöng og u.þ.b. eina kjúku af IV. og V. fingri handarinnar. Þumalfingur er óskaddaður. Hreyfingar eru nú sæmilegar í grunnliðum I. til V. fingurs en þó hvergi nærri fullkomnar. Nokkurt grip er á millum þumalfingurs og stúfanna á vísifingri og löngutöng vi. handar, en mun lakara er gripið á millum stúfsins á baugfingri og þumalfingurs og nálega ekkert á millum stúfsins á litlafingri og þumalfingurs vi. handar. Kuldi og dofi sækja á fingurstúfana og þeir virðast vera allaumir, ef slasaði rekur þá í eitthvað, einkum stúfurinn á litlafingri vi. 596 handar. Kraftar eru greinilega minnkaðir í vi. hendi, en kunna að verða eitthvað meiri er frá líður. Þó er hér um að ræða það mikla sköddun á hendinni, að hún verður aldrei til mikilla átaka. Gamalt meiðsli var í baugfingri vi. handar, og virðist þar um einhverja skyntruflun að ræða. Ekki kemur fram annað en að stúfar líti vel út, og verður að ganga út frá því að svo sé. Skynpróf kemur ekki fram í hendinni, en trúlega er hér um eðlilegt skyn að ræða a.ö.l. en því er að ofan greinir. Hugsanlegt er að öll kurl séu enn ekki komin til grafar vegna þess slyss, sem hér er nú til örorkumats. Kann því síðar að verða nauð- synlegt að endurmeta Örorku slasaða í ljósi nýrra einkenna. Slasaði er aðeins rúmlega tvítugur að aldri og hugðist hann leggja stund á sjómennsku. Hér sýnist nú um það að ræða, að ekki geti orðið að því nema um farmennsku sé að ræða og alls ekki verður slasaði fær um að vinna erfiðisvinnu til sjós, að því að best verður séð nú. Þó ekki sé nú lengra frá liðið að áðurnefnt slys átti sér stað þykir nú eðlilegt að meta þá tímabundnu og varanlegu örorku, sem slasaði telst hafa hlotið af völdum þessa slyss og þykir örorkan hæfilega metin sem hér segir: Frá slysdegi talið í sex mánuði 100% eftir það í þrjá mánuði 50% varanlega 250 (tuttugu og fimm 0)“ IV. Jón Erlingur Þorláksson tryggingafræðingur hefur S sinnum reiknað verðmæti tapaðra vinnutekna áfrýjanda af völdum slyssins. Eru álitsgerðir hans dagsettar 17. maí 1983, 21. júní 1984 og 23. nóvember sama ár, 14. nóvember 1985 og 3. mars 1987. Í öllum aðalatriðum er sá munur einn á álitsgerðunum, að byggt er hverju sinni á nýjum upplýsingum um laun og meðaltekjur í þjóðfélaginu. Þá eru í tveimur fyrstu álitsgerðunum sýndir nokkrir valkostir um höfuðstólsandvirði vinnutekjutaps og þá reiknað út frá mismunandi vöxtum. Í fyrstu álitsgerðinni var niðurstaða tryggingafræðingsins sú, að vegna varanlegrar örorku væri tapið frá 480.700,00 krónum miðað við 1390 ársvexti til 1.109.100,00 króna miðað við 5% vexti. Í síðustu álitsgerðinni, sem dagsett er 3. mars 1987, segir: 597 Samkvæmt ljósritum af skattframtölum Ólafs voru tekjur hans næstu árin fyrir slysið sem hér segir í nýkrónum: Launa- Hreinar tekjur tekjur af landbúnaði Alls Árið 1979 15.709 15.709 “ 1980 25.152 25.152 < 1981 67.155 - 67:155 Yfirlitið ber með sér, að Ólafur var bóndi til 1980, en hóf að stunda launavinnu árið 1981. Laun árið 1981 virðast vera að nokkru leyti fyrir sjómennsku og Ólafur var á sjó þegar slysið skeði árið 1982. Ég áætla tekjur framvegis þannig: Frá og með 26. aldursári miða ég við áætlaðar meðaltekjur sjómanna samkvæmt úrtaksathugunum Þjóðhagsstofnunar. Á 25. aldursári geng ég út frá 90% framan- greindra tekna, 80% á 24. aldursári, 700) á 23. ári og 60% á 22. og 21. ári. Á framangreindum forsendum um tekjur og miðað við, að tekju- tap vegna slyssins sé á hverjum tíma sami hundraðshluti tekna og örorka er metin, fæst eftirfarandi áætlun: Áætlaðar Tekju- tekjur tap 1. árið eftir slysið 214.400 138.800 2. 275.600 68.900 3, í “ 383.300 95.800 4. “ 596.400 149.100 S.K “ 782.100 195.500 Síðan árlega 825.900 206.500 Höfuðstólsverðmæti vinnutekjutaps reiknast mér nema á slysdegi: Vegna tímabundinnar örorku kr. 110. 800, - - varanlegrar - kr. 1.755.400,- Samtals kr. 1.866.200,- 598 Ef miðað er ið föst laun í fikvinni með 10 efúrvinnustundum sári og meðaltekjur kvæntra verkamanna, iðnað- armanna og sjómanna frá 26. aldursári verður höfuðstólsverðmaæli sem næst 1.433,000.- kr Höfuðslólsandvirði slysalauna og slysabáta, sbr. bréf yðar dags. 20. júni 1984, reiknast mér nema á slysdegi: Slysalaun frá vinnuveitanda kr. 53.000 Bætur frá Samábyreð Íslands #0 079.500 Bætur frá Tryggingastofnun ríkisins “ | 99.500 kr. 232.000 Við útreikning höfuðstólsverðmætis eru fram að útreikningsdegi 3. mars 1987 notaðir vextir (einfaldir) af almennum spersjöðsbókum Landsbanka Íslands Gt frá slysdegi til 31/10 782, 1 2 til 20/9 '83, 3570 frá 21/9 til 20/10 83, 320 frá 2010 út 20/11 #83, 278) frá 21 til 20/12 783, 21,56% frá 21/12 783 til 20/1 "84, 15t% frá 2171 til 12/8 784, 1796 frá 13/8 til 31/12 784, 240 frá 1/1 til 10/5 "85, 2200 frá 11/S 785 til 28/2 '86, 1200 frá 1/3 til 31/3 #86, 9th frá 1/4 786 til 20/1 787, 1070 frá 21/1 til 20/2 '87 og 1lU frá 21/2 787). Eftir útteikningsdag eru notaðir 670 vextir vaxta- vextir. Dánarlíkur fata eftir reynslu áranna 1976 til 1980 o fyrir missi starfsorku í Kfanda Ji eftir sænskri reynslu. Kkier tekið tillit til skatta“ Byggir áfrýjandi kröfur sínar fyrir Hæstarétti á þessum síðasta útreikningi og sundurliðar þær þannig: „1, Örorkutjón skv. útreikn- kssonar, Tjón v. tímabundinnar örorku kr. 110.800,00 Tjón v. varanlegrar örorku“ 1.755.400.00 Fjárhagsleg jón m/v slysdag kr. 1.866.200,00 Til frádráttar greiðslur til áíjanda m/v verðmæti á slysdei Sisslaun frá stefnda kr. 53.000,00 sog Ef miðað er við föst laun í fiskvinnu með 10 eflirvinnustundum á viku á 22. aldursári og meðaltekjur kvæntra verkamanna, iðnað armanna og sjómanna frá 26. aldursári verður höfuðstólsverðmæti sem næst 1.433,000,- kr. Höfuðstólsandvirði slýsalauna og slysabóta, sbr. bréf yðar dags. 20. júní 1984, reiknast mér nema á slysdegi Slysalaun frá vinnuveitanda kr. 53.000 Bætur frá Samábyrað Íslands #0.79% Bætur frá Tryggingastofnun ríkisins *“ 99.500 kr. 232.000 Við útreikning höfuðstólsverðmætis eru fram að útreikningsdegi 3. mars 1987 notaðir vextir (einfaldir) af almennum sparisjóðsbókum Landsbanka Íslands (347 frá slysðegi til 31/10 "82, 4200 frá 1/IN "82 til 20/9 783, 358 frá 21/9 til 20/10 '83, 3271 frá 21/10 til 20/11 #83, 2706 frá 2111 til 20/12 783, 21,5%0 frá 21/12 783 til 20/1 "84, 1St frá 21/1 til 12/8 784, 1790 Drá 13/8 til 31/12 '84, 2470 frá 1/1 {il 10/5 785, 2200 frá 11/5 785 til 28/2 '86, 1290 frá 1/3 úl 31/3 "86, Sa frá 1/4 786 til 20/1 787, 109 frá 21/1 til 20/2 "87 og 11 frá 21/2 87). Eftir útreikningsdag eru notaðir 67% vextir og vaxta- vextir, Dánarlíkur fara eftir reynslu áranna 1976 til 1980 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi eftir sænskri reynslu, Ekki er tekið dili il skatta“ Byggir áfrýjandi kröfur sínar fyrir Hæstarétti á þessum síðasta útreikningi og sundurliðar þær þannig „1. Örorkutjón skv. útreikn- ingi Jóns E. Þorlákssonar, dags. 3. mars 1987. Tjón v. tímabundinnar örorku kr. 110.800,00 Tjón v. varanlegrar örorku — “ 1.75400,00 Fjárhagslegt tjón m/v slysdag kr. 1.866.200,00 Til frádráuar greiðslur til áfrýjanda m/v verðmæti á slysdegi Slysalaun frá stefnda kr. 53,000,00 598 Ef miðað er við föst laun í fiskvinnu með 10 eftirvinnustundum á viku á 22. aldursári og meðaltekjur kvæntra verkamanna, iðnað- ármanna og sjómanna frá 26. aldursári verður höfuðstólsverðmæti sem næst 1.433.000,- ki Höluðstólsandvirði slysalauna og slysabóta, sbr. bréf yðar dags. 20. júní 1984, reiknast mér nema á slysdegi: Slysalaun frá vinnuveitanda kr. 53.000 Bætur frá Samábyrgð Íslands * 79.500 Bætur frá Tryggingastofnun ríkisins “ 99.500, kr. 232.000 Við útreikning höfuðstólsverðmætis eru fram að útreikningsdegi 3. mars 1987 notaðir vextir (einfaldir) af almennum sparisjóðsbókum Landsbanka Íslands (34' frá slysdegi til 31/10 782, 4200 frá VIN "82 til.20/9 '83, 3504 frá 21/9 til 20/10 "83, 329 frá 21/10 til 20/11 #83, 2704 frá 21/11 til 20/12 783, 21,$0 frá 21/12 783 úl 20/1 '84, 1St frá 21/1 úl 12/8 ?84, 1794 frá 13/8 til 31/12 '84, 2470 frá 1/1 {il 10/5 '85, 2200 frá 11/5 ?8S til 28/2 786, 1270 frá 1/3 til 31/3 "86, 97 frá 1/4 "86 til 20/1 787, 1090 frá 21/1 til 20/2 "87 og 11% frá 21/2 787). Eftir útreikningsdag eru notaðir 674 vextir og vaxta- vextir. Dánarlíkur fara eftir reynslu áranna 1976 til 1980 og líkur fyrir missi starfsorku í lifanda lífi eftir sænskri reynslu. Ekki or tekið tili til skatta!“ Byggir áfrýjandi kröfur sínar fyrir Hæstarélti á þessum síðasta útreikningi og sundurliðar þær þannig: „1. Örorkurjón skv. útreikn- ingi Jóns E. Þorlákssonar, dags. 3. mars 1987 Tjón v. tímabundinnar örorku kr. 110.800,00 Tjón v. varanlegrar örorku — * 1.755.400,00. Fjárhagslegt tjón m/v slysdag kr. 1.866.200,00 Til frádráttar greiðslur til áfrýjanda m/v verðmæti á slysde Slysalaun frá stefnda kr. 53.000,00 599 slysatr.bætur frá réttargæslu- stefnda A 79.500,00 Bætur frá Tryggst. rík. s 99.500,00 Samtals kr. 232.000,00 kr. 232.000,00 Óbætt fjárhagslegt tjón kr. 1.634.200,00 Frádráttur v. skattfrelsisbóta og eingreiðsluhagræðis: (Reiknað 2500) kr. 408.550,00 kr. 1.225.650,00 2. Miskabætur kr. 200.000,00 Samtals kr. 1.425.650,00“ v. Í mati Björns Önundarsonar læknis er gerð grein fyrir gögnum þeim sem það er byggt á. Hann kom einnig fyrir héraðsdóm og gaf skýringar á niðurstöðu matsins. Kom þar m.a. fram að sköddun sú sem áfrýjandi hafði á vinstri hendi fyrir slysið væri ekki tekin inn í matið. Í vottorðum Einars Hjaltasonar er lýsing á meiðslum áfrýj- anda og aðgerð þeirri sem gerð var í sjúkrahúsinu á Ísafirði svo og líðan hans eftir þá aðgerð. Þá er í vottorði Árna Björnssonar læknis gerð grein fyrir áverka þeim sem áfrýjandi hafði á vinstri hendi frá barnæsku svo og aðgerð þeirri sem gerð var á hendinni í desember 1982. Þykir eins og hér stendur á mega leggja örorkumat Björns Önundarsonar til grundvallar við úrlausn máls þessa. Þegar litið er til álitsgerða Jóns Erlings Þorlákssonar trygginga- fræðings, greiðslna þeirra sem áfrýjandi hefur fengið frá Trygginga- stofnun ríkisins og hagræðis af skattfrelsi bóta sem þessara og ein- greiðslu þykir fjártjón áfrýjanda hæfilega metið 1.230.000,00 krónur. Að framan er lýst áverka þeim sem áfrýjandi hlaut við slysið, aðgerðum þeim sem hann gekkst undir og varanlegum lýtum og óþægindum. Þykir miski hans hæfilega metinn 150.000,00 krónur. Samkvæmt þessu verða bætur þær sem stefnda verður gert að greiða áfrýjanda þessar: Vegna fjártjóns helmingur af 1.230.000,00 krónum eða 615.000,00 krónur að frádregnum greiðslum frá stefnda og réttargæslustefnda, 600 132.500,00 krónur, eða 482.500,00 krónur. Miskabætur verða helm- ingur af 150.000,00 krónum eða 75.000,00 krónur. Verður stefndi því dæmdur til að greiða áfrýjanda $57.500,00 krónur með vöxtum eins og Í dómsorði segir. Eftir þessum úrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða máls- kostnað í héraði, samtals 72.900,00 krónur, er renni í ríkissjóð. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað á að vera Óraskað. Þá ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, 115.000,00 krónur. Dómsorð: Stefndi, Grímur h/f, greiði áfrýjanda, Ólafi Kristjáni Guðmundssyni, 557.500,00 krónur með 34% ársvöxtum frá 3. september 1982 til 1. nóvember s.á., 42% ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, 35% ársvöxtum frá þeim degi til 21. október s.á., 3200 ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., 2700 ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember s.á., 21,50% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, 15% ársvöxtum frá þeim degi til 26. júní s.á. og með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Dómvextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 26. júní 1985. Stefndi greiði áfrýjanda 72.900,00 krónur í málskostnað í héraði er renni í ríkissjóð. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað á að vera óraskað. Stefndi greiði áfrýjanda 115.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Magnúsar Thoroddsen og Magnúsar Þ. Torfasonar. Í skýrslum þeim, er bæjarfógetinn á Ísafirði tók af áfrýjanda og bróður hans Jóni Guðmanni Guðmundssyni svo og Finnboga Jóns- 601 syni skipstjóra 6. og 15. september 1982, töldu þeir allir að slysið hefði atvikast með þeim hætti að áfrýjandi hefði hrasað þegar hann ætlaði að krækja gilskróknum í stjórnborðshlerann og við það gripið í togvírinn. Enginn þeirra minntist þá á að hífingu hefði verið lokið er þetta gerðist eða að skipstjórinn hefði sett togvinduna af stað aftur án þess að aðvara áfrýjanda. Var það fyrst í skýrslu fyrir lögreglu 18. október 1982 að áfrýjandi lýsti atvikum á þennan hátt og hinn 22. desember 1982 við framhaldssjópróf að Jón Guðmann greindi frá því að „skipstjórinn hafi hífað aftur í vírana í þann mund er Ólafur greip í vírinn““ Skipstjórinn hefur hins vegar haldið fast við það, bæði við framhaldssjóprófið og í dómsskýrslu sinni í máli þessu, að hífingu hafi ekki verið lokið er slysið gerðist og áfrýjandi hafi átt að vera í biðstöðu. Þegar þetta er virt þykir ekki vera komin fram sönnun fyrir því að slysið hafi orðið með öðrum hætti en þeim að áfrýjandi hafi hrasað og gripið um vírinn er hann ætlaði að krækja í hlerann áður en hífingu var að fullu lokið. Áfrýjandi hafði öðlast þá reynslu í starfi um borð á m/b Bryndísi að honum mátti vera ljóst að hann stóð með þessu óvarlega að verki. Verður það ekki virt skipstjóran- um til sakar, eins og hér stóð á, að hann hafi ekki fylgst nægilega með áfrýjanda í umrætt sinn eða brýnt sérstaklega fyrir honum að krækja ekki í hlerann fyrr en hífingunni væri lokið. Verður sam- kvæmt þessu að líta svo á að slysið hafi hlotist fyrir Ónóga aðgæslu áfrýjanda sjálfs samfara óhappatilviljun sem stefndi beri ekki ábyrgð á. Verður því að sýkna hann af kröfum áfrýjanda í málinu en eftir atvikum er rétt að málskostnaður í héraði og fyrir Hæsta- rétti falli niður. Við föllumst á atkvæði meiri hluta dómenda um gjafsóknarkostn- að í héraði. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 9. desember 1985. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 19. nóvember sl., hefur Ólafur Kristján Guðmundsson, nnr. 6758-4538, Hlíðarvegi 7, Ísafirði, höfðað fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur með stefnu birtri 25. júní 1984 á hendur Grími hf., nnr. 2753-2144, Ísafirði, og Samábyrgð Íslands á fiskiskipum til réttargæslu. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda Grími hf. verði gert að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð kr. 1.434.875,00 með 34% árs- 602 vöxtum af kr. 1.434.875,00 frá 3. september 1982 til 1. nóvember s.á., en með 420 ársvöxtum frá þeim degi til 21. september 1983, en með 359 ársvöxtum frá þeim degi til 21. október s.á., en með 32% ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember s.á., en með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 21. desember s.á., en með 21,5%0 ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 1984, en með 15% ársvöxtum frá þeim degi til þingfestingardags 26. júní 1984, en með dómvöxtum af kr. 1.434.875,00 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að kveðið verði á um það í dómsorði að dæmdir vextir skuli leggjast við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 3. septem- ber 1983 og síðan árlega á sama degi til að markmiði laga nr. 56/1979 um hæstu innlánsvexti af dómskuldum verði náð. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda skv. gjaldskrá LMFÍ eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál, en stefnandi fékk leyfi til gjafsóknar með bréfi dómsmálaráðuneytisins dags. 22. mars 1984. Af hálfu stefnda Gríms hf. eru gerðar þær dómkröfur að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu og að honum verði tildæmdur málskostnaður að skaðlausu úr hendi stefnanda. Til vara krefst stefndi þess að skaðabætur til stefnanda verði lækkaðar verulega vegna eigin sakar stefnanda. Af hálfu réttargæslustefnda eru engar kröfur gerðar í málinu, enda engar kröfur gerðar á hendur réttargæslustefnda, en tekið er fram að réttargæslu- stefndi styðji kröfur og málflutning af hálfu stefnda Gríms hf. Sættir hafa verið reyndar árangurslaust. II. Stefnandi kveður málavexti og málsástæður sínar vera þessar: Stefnandi, sem sé fæddur 5. febrúar 1962, hafi verið skipverji á m.b. Bryndísi ÍS-705, 29 lesta stálbát með skutdrætti í eigu stefnda. Stefnandi hafi hafið sjómennsku þann 16. júní 1981, en hafi verið skamman tíma um borð í m.b. Bryndísi er hann slasaðist. Slysið hafi orðið með þeim hætti að föstudaginn 3. september 1982 hafi stefnandi ásamt öðrum verið á veið- um á Bryndísi ÍS-705, þar sem skipið var statt 6 mílur út af Rit. Stefnandi hafi staðið stjórnborðsmegin aftan til við gálga meðan verið var að hífa inn trollið. Finnbogi Jónasson skipstjóri hafi verið í brúnni og stjórnað þaðan hífingu trollsins. Guðmann Guðmundsson hafi staðið bakborðs- megin gegnt stefnanda. Toghlerarnir hafi verið flæktir saman þegar þeir komu upp. Finnbogi hafi verið búinn að ljúka hífingu og hafði stöðvað spilið. Hlutverk stefnanda hafi verið að koma gilsinum á bakborðshlerann, þannig að greiða mætti sundur hlerana. Nokkur undiralda hafi verið sem hafi haft í för með sér að hlerarnir og trollið höfðu tvisvar dregist nokkuð af spilinu, þ.e.a.s. vírarnir sem liggja í hlerana. Finnbogi hafi híft hlerana 603 aftur alveg upp í blökkina, en þeir hafi viljað síga niður. Þegar Finnbogi hafði stöðvað spilið og stefnandi hugðist setja gilsinn á bakborðshlerann hafi hann runnið til. Um leið og hann datt hafi hann borið fyrir sig vinstri höndina sem lenti á segulnagla og splæsi þar við. Um leið og stefnandi féll hafi Finnbogi sett spilið af stað, þannig að vírarnir hafi dregist upp í blökkina á gálganum. Vinstri hönd stefnanda hafi fest við segulnaglann og splæsið og dregist upp Í gegnum blökkina. Segulnaglinn sé annars vegar festur í toghlerann en hins vegar splæstur við togvírinn. Höndin hafi kramist þarna í blökkinni, en hún hafi ekki lent undir vírnum. Einnig hafi snúist mikið upp á höndina er hún fór þarna í gegn. Eftir að höndin festist hafi Finnbogi orðið að bakka spilinu, þannig að höndin losnaði. Stefnandi hafi þá farið fram á lestarlúguna. Þar hafi komið Þráinn Artúrsson honum til hjálpar, en hann hafi verið að koma út á dekkið. Þráinn hafi gripið um úlnlið stefnanda og reynt að stöðva blæðing- una, en stefnandi hafi áður tekið af sér vettlinginn, en við það kom í ljós að vísifingur og baugfingur voru lausir frá hendinni, en héngu aðeins á taugum. Litli fingur og baugfingur hafi kramist mikið við slysið og hafi komið nokkuð mikil sár á þá báða. Á litla fingri hafi fremsti liðurinn kramist það mikið, að orðið hafi að fjarlægja fremstu kjúkuna. Slysið hafi átt sér stað um kl. 15:30, en stefnandi hafi verið kominn á sjúkrahúsið á Ísafirði um kl. 19:00. Þar hafi stefnandi dvalið til 14. septem- ber. Við myndatöku hafi komið í ljós að bein í handarbaki hafði brotnað. Teinn hafi verið settur frá hnúa í gegnum beinið og upp í úlnlið. Þá hafi stefnandi einnig hlotið nokkra minni háttar áverka á höndina. Stefnandi telur, að atvik að slysinu hafi verið þannig að stefndi beri fulla ábyrgð á tjóni stefnanda. Þannig telji stefnandi að skipstjórinn hafi sýnt mjög alvarlegt aðgæsluleysi er hann hífði í vírinn stjórnborðsmegin þrátt fyrir það að hann hafi vitað að stefnandi þyrfti að vinna við vírinn, enda verkið unnið undir stjórn skipstjóra. Sérstaka aðgæslu hafi þurft að sýna við verk það sem skipstjórinn hafði falið stefnanda, og hafi skipstjóra borið að aðvara stefnanda áður en hann hífði í vírinn, einkum þar sem skipstjóri hafi haft litla möguleika á að fylgjast með athöfnum stefnanda vegna þess að niðurgangur Í stýrisvélarhús hafi skyggt á þann stað stjórnborðsmegin sem stefnandi var á. Skipstjóra hafi ennfremur borið að sýna sérstaka aðgæslu við verk þetta þar sem stefnandi hafði verið fremur lítið til sjós, var ungur að aldri og hafði aðeins verið skamman tíma um borð í Bryndísi og því óvanur hreyfingum bátsins, en undiralda hafi verið er slysið varð. Hafi skipstjóri viðurkennt að hafa ekki verið að fylgjast sérstaklega með stefnanda er slysið varð. Slysið verði því alfarið rakið til stórkostlegs gáleysis skipstjórans. Stefnandi hafi hlotið veruleg örkuml vegna slyssins. Hann hafi misst 604 framan af fjórum fingrum og brotnað á handarbeinum. Að áliti trygginga- yfirlæknis sé hann talinn hafa orðið fyrir eftirfarandi örorku vegna slyssins: Frá slysdegi í 6 mánuði 100% eftir það í 3 mánuði 50% varanleg örorka 25%. Stefnandi hafi verið 20 ára er hann hlaut hin alvarlegu örkuml. Hann sé ókvæntur. Lýti þau sem af slysinu leiði séu veruleg, svo og þjáningar og annar miski. Stefnandi hafi verið ákveðinn í að leggja fyrir sig sjó- mennsku, en verði að líkindum að leggja þeim áformum fyrir róða vegna slyssins. Tryggingafræðingur hafi reiknað út fjárhagslegt tjón stefnanda vegna slyssins og byggist stefnukrafan á þeim útreikningi, svo og miskabótakröfu og kröfu vegna útlagðs kostnaðar. Stefnukrafan sé þó hærri en ofangreind atriði leiði beinlínis til, og sé það gagngert gert til að unnt sé að koma inn nýjum tjónsútreikningi ef það leiddi til hækkunar krafna. Stefnukrafan sé krafa um skaðabætur fyrir fjárhagslegt og ófjárhagslegt tjón auk útlagðs kostnaðar. Um fjárhagslegt tjón sé byggt á útreikningi Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingafræðings. Í útreikningi hans séu dregnar frá þegar greiddar fjárhæðir. Stefnukrafan byggi á því, að stefnanda væri mögulegt að ávaxta bótaféð um 69% á ári, en það sé samræmi við fordæmi Hæstaréttar. Beri stefndi ábyrgð á þessu samkvæmt reglunni um húsbóndaábyrgð. Sú aðferð að telja fjárhagsleg tjón miðast við læknisfræðilega örorku byggist á venju og eðli máls. Krafa um miskabætur styðjist við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Málskostnaðarkrafa byggist á 1. mgr. 177. gr. |. nr. 85/1936 og 184. gr. s.1. Veitt hafi verið gjafsóknarleyfi í málinu skv. XI kafla |. nr. 85/1936 með því skilyrði að málskostnaðar sé krafist með venjulegum hætti svo sem gert sé. Málið sé rekið fyrir bæjarþingi Reykjavíkur á grundvelli 1.mgr. 81. gr. Lnr. 85/1936. Sundurliðun á kröfum stefnanda er svofelld: Tjón vegna tímabundinnar örorku kr. 110.800,00 Tjón vegna varanlegrar örorku kr. 1.188.100,00 Samtals kr. 1.298.900,00 Hér að ofan sé miðað við meðal- tekjur kvæntra sjómanna skv. 605 úrtaksathugun Þjóðhagsstofnunar. Frá dragist greiðslur til stefn- anda vegna slyssins, en þær fjárhæðir hafi verið færðar til raunverulegs verðmætis á slysdegi. Frá vinnuveitanda-slysalaun kr. 53.900,00 Frá Samábyrgð Íslands á fisk- skipum —bætur— kr. 79.500,00 Frá Tryggingastofnun ríkisins —bætur— kr. 99.500,00 = kr. 232.000,00 Óbætt ófjárhagslegt tjón kr. 1.066.900,00 Hækkun vegna mögulegrar hækkunar á tjónsútreikningi kr. 167.975,00 Miskabætur (þjáningar, lýti, sársauki og röskun á stöðu og högum) kr. 200.000,00 Samtals: kr. 1.434.875,00 Stefnandi byggir kröfur sínar um skaðabætur úr hendi stefnda á 8. gr. siglingalaga nr. 66/1963, enda telji stefnandi að sú háttsemi skipstjóra í starfi, sem áður sé lýst og talin orsök slyssins, sé brýnt brot á almennu skaðabótareglunni, en í tilviki því, sem hér um ræði, beri að beita ströngu sakarmati. Stefndi styður kröfur sínar eftirfarandi atriðum: Mótmælt sé þeim sjón- armiðum stefnanda að byggja skaðabótakröfuna á 8. gr. siglingalaga nr. 66/1963 og að telja skipstjórann Finnboga Jónasson eiga sök á slysinu. Ekki sé fullkomin vissa um atvik að slysinu. Þó sé ljóst að stefnandi hafi gripið með vinstri hendi um vírinn, þegar verið var að hífa hann inn, með þeim afleiðingum að höndin klemmdist í blökkinni. Gögn málsins bendi til þess, að stefnandi hafi ætlað að húkka gilsinum í annan toghlerann en hrasað um leið. Hafi hann gripið um vírinn með hendinni til að taka af sér fallið. Svo virðist sem þetta hafi gerst áður en hífingu var lokið. Stefn- andi haldi því þó fram að þetta hafi gerst þegar skipstjórinn hífði í vírinn eftir að hann hafði sigið niður aftur vegna þess að bremsur á spilinu hafi ekki haldið nægilega vel við. Ekki vérði talið í málinu að skipstjóri hafi sýnt aðgæsluleysi við verk- stjórn og hífingu spilsins. Hann hafi stjórnað spilinu úr brúnni og hafi haft þaðan næga yfirsýn yfir dekkið þar sem unnið var. Niðurgangur í stýrisvél- arhús hafi e.t.v. að einhverju leyti skyggt á stað þann þar sem stefnandi stóð þegar slysið varð, en hins vegar hafi verið nægilegt rými fyrir stefnanda 606 hinum megin við niðurganginn, þar sem hann hefði átt að standa meðan á hífingu stóð, enda hefði hann þá hæglega getað fylgst með hvenær hífingu lauk. Staðreyndin sé sú að engum verði um slysið kennt öðrum en stefnanda sjálfum. Toghlerarnir hafi komið flæktir saman úr sjó eins og alltaf gerist öðru hverju á togveiðum. Athafnir skipstjórans hafi miðað að því að hífa í stjórnborðshlerann og slaka bakborðshleranum jafnóðum. Þetta hafi þurft að gera stig af stigi og hafi athygli skipstjórans við hífinguna auðvitað verið öll við vírana og hlerana. Það sé algjört grundvallaratriði að skipverjar komi ekki nálægt vírunum við hífinguna og hafi stefnandi vitað það mætavel. Hann hafi átt að bíða þar til hífingu var að fullu lokið og setja þá gilsinn á stjórnborðshlerann. Svo sé að sjá sem hann hafi ekki gert þetta, heldur haft uppi tilburði til þessa of snemma. Hvernig sem á málið sé litið sé illskiljanlegt hvers vegna stefnandi hafi ekki kippt strax að sér hendinni eftir að hún kom á vírinn. Eina skýringin, sem stefndi hafi á þessu, sé sú að þar hafi átt hlut að máli galli á hendi stefnanda frá því er hann lenti í slysi á unglingsárum. Muni þá hafa slitnað taugar í hendinni, og hafi skipstjórinn reyndar veitt því athygli, að svo virtist sem höndin væri „sambandslitil“, þ.e. að öll viðbrögð handarinnar við ytri áhrifum væru mjög sein. Hvað sem öllu þessu líði sé ljóst að stefnandi hafi sýnt af sér mikið gáleysi með því að reyna að eiga við hlerana í þeirri stöðu sem þeir voru. Hann hafi ekki átt að koma nærri, nema stjórnborðshleri væri kominn alveg upp í blökk. Í þessu sambandi gildi raunar einu hvort hlerinn hafi verið á leið upp við upphafshífingu eða hafi sigið niður aftur. Dómkröfur stefnanda séu byggðar á „læknisfræðilegu“ örorkumati Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis á dskj. nr. 11. Mat þetta hafi læknirinn gert án þess að hafa nokkurn tíma séð eða rætt við stefnanda. Virðist sönnunar- gildi þess því lítið. Þá sé véfengt að mat þetta sé réttur mælikvarði á raunverulega tekjuskerðingu stefnanda í framtíðinni. Telji stefndi að þrátt fyrir meiðsli sín muni stefnandi verða fær um að vinna fulla vinnu við margháttuð störf til sjós og lands. Ekki séu gerðar athugasemdir við örorkutjónsútreikninginn sjálfan, en eftirtöldum atriðum varðandi stefnufjárhæð sé mótmælt: 1. Mótmælt sé kröfulið um hækkun vegna mögulegrar hækkunar á tjónsút- reikningi. 2. Draga beri frá útreiknuðu örorkutjóni vegna skattfrelsisbóta og ein- greiðsluhagræðis, svo sem dómvenja sé um. Af hálfu stefnda sé talið að þessi frádráttur eigi að nema a.m.k. 35%, enda sé ljóst að stefnandi hafi dágóðar tekjur og því líklegt að hagræðið af skattfrelsi bótanna sé mikið. 3. Miskabótafjárhæð sé mótmælt sem of hárri. Sé krafist mun hærri miskabóta en dómafordæmi séu um. 607 4. Verði niðurstaða dómsins sú að stefndi eigi að greiða hluta af tjóni stefnanda, en hann sjálfur að bera hluta, þá sé þess krafist að launagreiðslur frá stefnda eftir slys og bætur úr slysatryggingu hjá réttargæslustefnda komi til frádráttar kröfu stefnanda á hendur stefnda eftir að búið sé að draga frá vegna eigin sakar stefnanda sbr. dómafordæmi. Ill. Í skýrslu stefnanda á dskj. nr. 16 heldur hann því fram að vinstri hönd hans hafi fest í segulnagla og splæsi, en í skýrslu hans á dskj. nr. 47 er hann spurður nánar út í þetta atriði og kveðst hann þá ekki minnast þess að höndin hafi fest í neinu. Engu að síður dregst höndin upp með togvírnum gegnum blökkina. Má því telja líklegt, að atvik hafi verið þau, að stefnandi hafi gripið um togvírinn eða segulnaglann þegar hann hrasaði. Af skjölum málsins kemur fram að verkinu var hagað þannig að skip- stjóri stjórnaði hífingu úr stýrishúsi, en stefnandi átti að fylgjast með og greiða úr flækju á toghlerunum eftir þörfum þegar hífingu lauk, en ekki fékk stefnandi um það sérstök fyrirmæli frá skipstjóra í hvert sinn. Stefnandi var þannig staðsettur við verk sitt að niðurgangur í stýrisvélar- rúm skyggði að einhverju leyti á útsýni skipstjóra til hans. Ljóst er að slys það, er stefnandi varð fyrir, hefði ekki getað orðið ef toghlerarnir hefðu verið endanlega komnir upp í gálgann, þar sem ekki hefði þá verið unnt að toga vírinn hærra upp, en hins vegar er upplýst að algengt var að toghlerarnir sigu niður aftur í togvírunum, þegar þeir voru komnir upp Í gálga og þurfti þá að hífa í þá aftur, jafnvel í tví- eða þrígang. Kemur ekki annað fram af málsskjölum en að stefnanda hafi verið um þetta kunnugt, sbr. framburð hans á dskj. nr. 16. Bar honum því að sýna sérstaka aðgát þegar hann hófst handa við að krækja gilsinum í toghlerann, enda mátti honum vera ljóst að útsýni skipstjóra til hans var, eins og að framan greinir, takmarkað. Ósannað er að stefnandi hafi mátt ætla að hífingu væri lokið þegar slysið varð, en ljóst er að endanlegri hífingu var ekki lokið í raun. Ekki hefur verið sýnt fram á að skipstjórinn hafi, miðað við aðstæður, sýnt af sér slíkt gáleysi að leggja beri sök á hann, heldur verður slysið rakið til aðgæsluleysis stefnanda og Óhappatilviks sem engum verður um kennt. Upplýst er að stefnandi hafði stundað sjómennsku í u.þ.b. 15 mánuði og þar af hafði hann verið u.þ.b. 2'% mánuð um borð í mb. Bryndísi og má því ætla að honum hafi verið staðhættir allir og vinnutilhögun ljós. Ber því samkvæmt framansögðu að sýkna stefnda af öllum kröfum stefn- anda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda kr. 72.930,00 greiðist úr ríkissjóði, þar 608 af renna kr. 50.000,00 til skipaðs talsmanns hans, Viðars Más Matthíassonar hdl. Sigríður Ólafsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt með- dómsmönnunum Guðmundi Hjaltasyni skipstjóra og Hrafnkeli Guðjóns- syni kennara. Dómsorð: Stefndi, Grímur hf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Ólafs Kristjáns Guðmundssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda kr. 72.930,00 greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málssóknarlaun skipaðs talsmanns stefnanda, Viðars Más Matthíassonar hdl., kr. 50.000,00. Þriðjudaginn 14. apríl 1987. Nr. 154/1985. Einar S. Svavarsson (Páll Arnór Pálsson hrl.) gegn Vörubílstjórafélagi Suðurnesja (Hrafnkell Ásgeirsson hrl.) og til réttargæslu fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs Lögbann. Skaðabætur. Miski. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson og Magnús Þ Torfason og prófessorarnir Arnljótur Björnsson og Sigurður Líndal. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. júní 1985. Eru dómkröfur hans þær að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 1.250.000,00 krónur ásamt 42% ársvöxtum frá 7. desember 1982 til 4. mars 1983 og dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. 609 Stefndi gerir þær dómkröfur að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og stefnda verði dæmdur málskostnaður úr hendi áfrýj- anda. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda og hann gerir engar kröfur á hendur áfrýjanda. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð allmörg ný skjöl, þar á meðal kærur stefnda, Vörubílstjórafélags Suðurnesja, á hendur áfrýjanda og skýrslur lögreglu af því tilefni. Áfrýjandi sundurliðar kröfur sínar þannig að fyrir missi vinnu- tekna krefst hann bóta að fjárhæð 500.000,00 krónur, en fyrir miska krefst hann 750.000,00 króna. Í gögnum þeim sem fyrir liggja í málinu, þar á meðal skattfram- tölum áfrýjanda 1977-1982, er ekkert sem bendir til að áfrýjandi hafi misst tekjur vegna lögbanns þess sem á var lagt 8. nóvember 1979 eða orðið fyrir öðru fjártjóni. Ber því að sýkna stefnda af öllum bótakröfum fyrir fjártjón. Lögbannsaðgerðum stefnda fylgdu blaðaskrif. Aðgerðirnar beindust sérstaklega gegn persónu áfrýjanda og röskuðu þráfaldlega friði hans til að stunda atvinnu sína. Má fallast á það með áfrýjanda að þetta hafi valdið honum óþægindum. Telst fégjald fyrir framan- greindan miska hæfilega ákveðið 50.000,00 krónur. Samkvæmt þessu og með vísan til 27. gr., sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 18/1949 ber stefnda að greiða áfrýjanda 50.000,00 krónur með vöxtum eins og greinir í dómsorði, en upphafstíma þeirra er ekki sérstaklega mótmælt. Þá ber að dæma stefnda til að greiða áfrýj- anda 60.000,00 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Stefndi, Vörubílstjórafélag Suðurnesja, greiði áfrýjanda, Einari S. Svavarssyni, 50.000,00 krónur með 42% ársvöxtum frá 7. desember 1982 til 4. mars 1983, og dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og 60.000,00 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 39 610 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. apríl 1985. I. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 14. mars sl., höfðaði Páll Arnór Pálsson hrl, Bergstaðastræti 14, Reykjavík, fyrir hönd Einars S. Svavarssonar, nnr. 1835-0459, Hraunsvegi 10, Njarðvík, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 1. og 3. mars 1983, gegn Sigurði Guðjónssyni, nnr. 7859-1544, Lyngmóa 6, Njarðvík, formanni Vörubílstjórafélags Suðurnesja fyrir hönd félagsins. Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er stefnt til réttargæslu. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi greiði stefnanda kr. 1.250.000,00 ásamt 4200 ársvöxtum frá 7. desember 1982 til 4. mars 1983 og dómvöxtum skv. lögum 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ. Dómkröfur stefnda eru krafa um sýknu af öllum kröfum stefnanda í máli þessu og að stefnda verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda. Til vara eru gerðar þær dómkröfur að kröfur stefnanda verði lækkaðar veru- lega og málskostnaður felldur niður. Af hálfu réttargæslustefnda eru engar kröfur gerðar, enda eru engar kröfur gerðar á hendur réttargæslustefnda. Leitað hefur verið um sáttir í máli þessu án árangurs. Il. Málavextir eru þeir, að hinn 13. september 1979 var stefnanda ásamt tveimur öðrum mönnum vikið úr Vörubílstjórafélagi Suðurnesja. Með úrskurði fógetaréttar Keflavíkur uppkveðnum 8. nóv. 1979 var lagt lögbann á akstur stefnanda. Með dómi uppkveðnum á bæjarþingi Keflavíkur 285. júní 1980 var lögbann þetta staðfest. Með dómi Hæstaréttar uppkveðnum 7. desember 1982 var lögbannið fellt úr gildi og brottvikning stefnanda úr Vörubílstjórafélagi Suðurnesja dæmd ógild. Jafnframt var viðurkenndur réttur stefnanda til þess að stunda leiguakstur vörubifreiða í Keflavíkur- kaupstað, Njarðvíkurkaupstað, Vatnsleysustrandarhreppi, Gerðahreppi, Miðneshreppi og Hafnahreppi. Mál þetta höfðar stefnandi til greiðslu bóta úr hendi stefnda vegna lög- bannsins. 111. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að ólögmæt brottvikning hans úr Vörubílstjórafélagi Suðurnesja, eftirfarandi lögbannsaðgerðir og mála- ferli hafi valdið honum miklu tjóni sem stefndi eigi að bæta, enda beri Vörubílstjórafélagið ábyrgð á öllum aðgerðum gegn honum. Bótakrafa óll stefnanda byggist á ákvæðum 24. gr. laga nr. 18/1949 og einnig á almennum skaðabótareglum. Vegna sérstöðu lögbanns og þeirrar erfiðu aðstöðu, sem gerðarþoli sé settur í, séu ekki gerðar eins strangar kröfur til tjónþola um sönnun fyrir miska og lánstraustsspjöllum eins og í almennum tilfellum. Ef gerðarbeið- andi vilji komast hjá bótagreiðslu vegna ólögmæts lögbanns verði hann oftast að hnekkja þeim löglíkum, sem almennt verði taldar fyrir miska og lánstraustsspjöllum. Lögbannið hafi haft þær afleiðingar fyrir stefnanda, að hann hafi ekki getað stundað leiguakstur sem hann hafi gert í um það bil 25 ár þegar lög- bannið var lagt á og hafi hann misst mikils í tekjum. Tekjumissirinn hafi komið niður á vetrarmánuðina ca. 5-6 mánuði á ári, en á öðrum tíma ársins hafi stefnandi getað stundað aðra vinnu, verktakastarfsemi og þess háttar. Það hafi þó gengið erfiðlega á stundum þar sem forsvarsmenn stefnda hafi ekki látið hann í friði með stöðugum lögreglukærum og lögbannshótunum. Krafa um bætur fyrir vinnutekjutap stefnanda er krafa um bætur á lög- bannstímanum, þ.e. frá byrjun nóvember 1979 til 7. desember 1982 og eru bætur metnar kr. 500.000,00. Er þá átt við svokallað núvirði tekna á þeim degi er Hæstaréttardómur gekk og krafist vaxta frá þeim degi. Stefnandi telur eðlilegt að miða kröfu sína við hina raunverulegu skerðingu sem lög- bannið hafi haft í för með sér, þ.e. hann hafi misst af tekjum af leiguakstri í rúmlega 3 vetur en yfir sumartímann hafi hann getað notað bifreiðina verktakastarfsemi. „Dauði tíminn“ telst stefnanda vera: mm nóv. 1979-apríl 1980 6 mán. x 26.000,00 .............. 156.000,00 nóv. 1980-apríl 1981 6 mán. < 26.000,00 .............. 156.000,00 nóv. 1981-apríl 1982 6 mán. < 26.000,00 .............. 156.000,00 nóv. 1982-7. des. 1982 rúmur mán. á kr. 32,000,00 ...... 32.000,00 Samtals 500.000,00 Stefnandi hefur lagt fram skattskýrslur en telur ekki alveg raunhæft að taka mið af skattskýrslum í sambandi við tekjutap þar sem nokkrir þættir hafi áhrif á tekjuöflun stefnanda og skattframtölin beri ekki með sér á hvaða mánuðum teknanna sé aflað. Til dæmis hafi stefnandi verið með vinnuvélar í rekstri árin 1981 og 1982, sem hafi gefið miklar tekjur yfir veðurskástu mánuðina. Þá segi skattaskýrslur stefnanda ekki, hve miklar tekjur vörubifreiðastjórar í Keflavík hafi haft á þessum árum, en þær geti hafa aukist verulega eftir árið 1979. Stefnandi hafi um 25 ára skeið stundað leiguakstur með vörubifreið og hafi hann verið með dýrt atvinnutæki í höndum. Það hafi verið næsta ómögulegt fyrir hann að hlaupa í önnur störf er hann var sviptur félags- 612 réttindum. Þetta hafi stjórn stefnda mátt vera ljóst er hún svipti stefnanda atvinnunni og verði stefndi að bæta atvinnutjón stefnanda. Stefnandi hafi orðið fyrir miklum viðskiptaspjöllum og mannorð hans beðið hnekki þar sem hann hafi þurft að þola það undir þriggja ára mála- ferlum að vera úthrópaður af forsvarsmönnum stefnda sem einhverskonar lögbrjótur og atvinnurekendur á Suðurnesjum hafi verið hótað öllu illu af sömu aðilum ef viðskiptum við stefnanda og félaga hans í fyrirtækinu Kambi hf. yrði ekki hætt. Þetta hafi leitt til þess að stefnandi hafi misst fjölda marga viðskiptavini og glatað viðskiptavild, sem hann hafi öðlast á 25 ára starfsferli sínum sem vörubifreiðastjóri. Þótt hæstaréttardómur í lögbannsmáli hafi gengið stefnanda í vil og honum sé heimilt að hefja leigu- akstur að nýju, þá hafi stefnandi misst fyrir fullt og allt stóran hluta af föstum viðskiptavinum vegna þriggja ára útilokunar frá leiguakstri vöru- bifreiða og sé allsendis óvíst að stefnandi geti unnið upp sams konar við- skiptavild og hann áður hafði. Í blaðagrein og viðtölum við þáverandi for- mann Vörubílstjórafélagsins hafi birst alvarlegar ávirðingar á stefnanda og félaga hans í Kambi hf. og með því móti hafi verið komið óorði á stefnanda sem einhvers konar svikara við stétt sína. Allt þetta hafi haft mikinn mann- orðshnekki í för með sér fyrir stefnanda og geri hann kröfu til þess að stefndi bæti honum upp viðskiptaspjöll, mannorðshnekki og fleira með kr. 750.000.00. Samtals nema kröfur stefnanda í málinu kr. 1.250.000,00. Krafist er vaxta frá þeim degi að hæstaréttardómur gekk í lögbannsmáli. Samkvæmt 24. gr., sbr. 28. gr. laga nr. 18/1949 hafi stofnast ótvíræð bóta- skylda gerðarbeiðanda gagnvart gerðarþola, stefnda í þessu máli. Í nefndu lagaákvæði segi, að þegar meta skuli bætur megi bæði hafa hliðsjón til þess hvort gerðarbeiðandi hafi sýnt af sér vanrækslu eða gáleysi og til þess hvort gerðarþoli kunni að hafa veitt sérstakt tilefni til aðgerðanna eða til- högunar þeirra með framkomu sinni í sambandi við þær. Ljóst sé að stefndi hafi sýnt af sér vítavert gáleysi með því að reka stefnanda úr félaginu án þess að uppfylla lágmarksskilyrði til brottrekstrar og án þess að hafa gildar ástæður. Stefnandi hafi hins vegar ekki gefið sérstakt tilefni til aðgerða stefnda umfram marga aðra í sama félagi. Fjármálaráðherra er stefnt til réttargæslu fyrir hönd ríkissjóðs og er það gert vegna hugsanlegrar samábyrgðar ríkissjóðs með stefnu gagnvart stefn- anda á grundvelli embættisvanrækslu bæjarfógetans í Keflavík, sem ekki hafi krafist nægrar tryggingar þegar lögbann var lagt á. Þegar lögbanns- beiðni kom fram hafi stefnandi krafist tryggingar að fjárhæð minnst gkr. 13.000.000,00, en fógeti hafi úrskurðað að gerðarbeiðandi skyldi einungis leggja fram tryggingu að fjárhæð gkr. 500.000,00. Sú fjárhæð hafi ekki dugað fyrir málskostnaði, en trygging af hálfu gerðarbeiðanda eigi að nægja 613 fyrir málskostnaði og skaðabótum, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 18/1949. Komi til þess að Vörubílstjórafélag Suðurnesja geti eigi greitt þær bætur, sem félagið kunni að verða dæmt til þess að greiða, megi vænta þess að stefnandi gangi að ríkissjóði vegna embættismistaka fógeta. Ekki eru gerðar kröfur á hendur réttargæslustefnda í máli þessu. IV. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að stefnandi hafi gerst brotlegur við reglur Vörubílstjórafélags Suðurnesja og þrátt fyrir áminningar hafi stefnandi ekki fengist til þess að fylgja settum reglum. Hafi stefnanda því verið vikið úr félaginu 13. september 1979. Eftir kröfu stefnda hafi verið lagt lögbann á leiguakstur stefnanda og hafi lögbannið verið staðfest á bæjarþingi Keflavíkur. Stefnandi hafi áfrýjað málinu til Hæstaréttar og hafi Hæstiréttur fellt lögbannið úr gildi og dæmt brottvikningu stefnanda ógilda. Niðurstaðan hafi verið byggð á því, að ekki hafi formlega verið rétt að brottvikningunni staðið. Ástæður brottvikningarinnar fái því ekki efnis- lega umfjöllun í Hæstarétti og það beri að hafa í huga við úrlausn máls þess sem hér sé um deilt. Ljóst sé að stefnandi hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni og beri skattframtöl hans þess ljósan vott. Mikill samdráttur hafi orðið í akstri vörubifreiða síðustu ár á Suðurnesj- um vegna mikils samdráttar í fiskveiðum. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafi tekjur stefnanda aukist jafnt og þétt og hafi að minnsta kosti fylgt verð- bólgunni. Skattframtölin hljóti að vera óræk sönnunargögn um þetta. Af hálfu stefnda er mótmælt öllum fullyrðingum um „dauða tíma“ eins og orðað sé í sóknarskjölum. Rétt sé að stefnandi sundurliði tekjur sínar fyrir þau ár, sem um er deilt, þ.e. hvernig þær skiptist niður á mánuði. Einnig væri rétt að upplýsa hvernig tekjur skiptust niður á mánuði á árun- um 1976 til 1979. Í sóknargögnum sé krafist greiðslu á brúttótekjum, en hvorki rekstrar- kostnaður né skattar af atvinnurekstri dregnir frá. Ekki sé sýnt fram á hvernig tekjutapið sé hugsað og enginn frádráttur vegna tekna annars staðar. Með því að skoða skattframtöl stefnanda fyrir nefnd ár sé ljóst að tekjur hans séu miklu hærri en meðaltekjur þessa árs. Eins og framtölin beri með sér hafi stefnandi í engu orðið fyrir atvinnuskerðingu. Þá er því einnig mótmælt að stefnandi hafi orðið fyrir miska. Þótt í málinu hafi verið lagðar fram úrklippur úr blöðum, sanni það ekkert um það að stefnandi hafi orðið fyrir miska. Á meðan lögbannið stóð yfir hafi stefnandi ásamt félögum sínum rekið hlutafélagið Kamb með mesta 614 myndarbrag. Hafi ekki sést á þeim rekstri, að eigendurnir hafi orðið fyrir miska. Skorað er á stefnanda að upplýsa hvaða viðskiptasambönd hann hafi misst vegna lögbannsins. Allan lagagrundvöll skorti til þess að leggja á stefnda ábyrgð vegna skerð- ingar á viðskiptasamböndum, mannorði, tekjuskerðingu og fleiru. Ekki liggi neitt fyrir í málinu að stefnandi hafi orðið fyrir slíkum skerðingum og jafnvel þótt svo væri að það væri af völdum stefnda. Stefnandi hefur gefið skýrslu fyrir dóminum vegna máls þessa. Hér fyrir dómi eru einnig rekin mál tveggja annarra vörubifreiðastjóra á hendur stefnda. Mál þessi eru nr. 3781/1983 Sverrir Elentínusson gegn Vörubíl- stjórafélagi Suðurnesja og mál nr. 3782/1983 Auðunn Guðmundsson gegn sama. Þeir Auðunn og Sverrir hafa gefið aðilaskýrslur í sínum málum og jafnframt hafa verið yfirheyrðir fyrir dómi þeir Guðlaugur Tómasson, fyrr- verandi formaður stefnda og Frímann Ottósson, stjórnarmaður í stefnda. Lögmenn aðila eru sammála um það að yfirheyrslur þessar skuli hafa sama gildi og hefðu þær farið fram í þessu máli. V. Niðurstaða. Á árinu 1973 stofnaði stefnandi ásamt sex öðrum félögum í stefnda hlutafélagið Kamb og var það að sögn stefnanda gert vegna lítillar atvinnu hjá vörubifreiðastöð stefnda. Eftir stofnun Kambs hf. unnu stefnandi og félagar hans áfram sem vörubifreiðastjórar, jafnframt því sem þeir unnu hjá Kambi hf. Við yfirheyrslu á bæjarþingi Keflavíkur 12. febrúar 1980 bar stefnandi að hann hefði árlega keyrt frá stöðinni fyrir milljónir. Hins vegar sé rétt, að stundum hafi hann ekki komið þangað vikum saman og það sé ýmist að hann hafi látið stöðina vita eða ekki þegar hann var að aka utan milligöngu hennar eða þá verið í fríum. Hér fyrir dómi kom fram hjá stefnanda að áður en honum og félögum hans var vikið úr stefnda hafi þeir mætt á vörubílastöð stefnda, ef þeir höfðu ekkert annað að gera, þá hafi þeir skráð sig á stöðvarlista. En ef einhver annar hafði beðið þá að vinna eitthvað, þá hafi þeir gert það. Ekki hefur stefnandi upplýst hve stór hluti af tekjum hans síðustu árin, áður en lögbann var lagt á vörubílaakstur hans, stafaði af þeim akstri og hve stór hluti stafaði af vinnu hans hjá Kambi hf. Ekki hefur heldur verið upplýst hvenær árs tekna þeirra var aflað, sem stefnandi hafði á þeim tíma sem lögbannið stóð. Hér fyrir dómi bar stefnandi, að eftir að lögbannið var lagt á hafi lagst niður öll vetrarvinna, það hafi eingöngu verið sumarvinna eftir það og hún takmörkuð. Fram kom hjá stefnanda að hann hefði keypt gröfu á árinu 1981 og hefði hann verið mikið með hana í vinnu hjá ríkinu og hafi þetta haft áhrif á tekjurnar. Ekki hóf stefnandi störf að nýju á vörubílastöð stefnda eftir að lögbann- 615 inu var aflétt 7. desember 1982. En nú hefur sonur stefnanda hafið vöru- bílaakstur á vörubílastöð stefnda í stað stefnanda. Ekki hafa verið lögð fram gögn er sýni vinnutekjutap stefnanda, en lögð hafa verið fram sem dskj. 10-15 ljósrit skattframtala stefnanda á árunum 1977 til 1982. Jafnframt hefur verið lagt fram sem dskj. 18 fréttabréf Kjara- rannsóknarnefndar, febrúar 1984, og sem dskj. 19 yfirlit úr hagtölum mánaðarins, mars 1984. Ennfremur hefur verið lagt fram af hálfu stefnanda sem dskj. 26 yfirlit um meðalkaup vörubifreiðastjóra á launum skv. upplýs- ingum frá Kjararannsóknarnefnd. Við athugun á gögnum þessum kemur í ljós að á árinu 1977 eru brúttó- tekjur stefnanda 45%0 hærri en á árinu 1976, en nettótekjur 120% hærri. Á árinu 1978 eru brúttótekjur 32% hærri en á árinu áður, en nettótekjur 530, hærri. Á árinu 1979 eru brúttótekjur 84% hærri en á árinu áður, en nettótekjur 67 hærri. Á árinu 1980 eru brúttótekjur 45% hærri en á árinu áður, en nettótekjur 151% hærri. Á árinu 1981 eru brúttótekjur 159% hærri en á árinu áður, en nettótekjur 13%. Á árunum 1976 til 1979 er meðalhækkun nettótekna stefnanda 59,6%, en brúttótekna 53,6%0. Á árunum 1979 til 1981 er meðalhækkun nettótekna 82%, en brúttótekna 107%. Samkvæmt dskj. 18 virðist meðalhækkun á tekjum launþega á árunum 1977-1979 hafa verið um 50% á ári og á árunum 1980-1982 einnig um 50%. Samkvæmt dskj. 19 virðist meðalhækkun kauptaxta á árunum 1977-1979 hafa verið 48% á ári, en á árunum 1980-1982 50% á ári. Samkvæmt dskj. 26 hafa meðaltekjur vörubifreiðastjóra á launum hækkað um $9% að Af hálfu stefnda hafa verið lögð fram ljósrit af skattframtölum þriggja vörubifreiðastjóra. Af framtölum tveggja þeirra verða litlar upplýsingar dregnar þar sem þar er einungis um að ræða eitt framtal frá hvorum. Á dskj. 20-23 eru framtöl eins vörubifreiðastjóra frá árunum 1980 til 1983. Samkvæmt framtölum þessum hafa nettótekjur þessa vörubifreiðastjóra hækkað um 67% frá árinu 1979 til 1980, en brúttótekjur um 62%. Á árinu 1981 hækkuðu nettótekjur hans um 40% frá árinu áður en brúttótekjur um 80%. Á árinu 1982 hækkuðu nettótekjur hans um 62% en brúttótekjur um 45% Það sem hér hefur verið rakið sýnir að stefnandi hefur hækkað meira í tekjum á milli ára en launþegar almennt skv. dskj. 18 og meira en vöru- bílstjórar skv. dskj. 26 og ekki hefur stefnandi hækkað minna í tekjum á milli ára en vörubifreiðastjórinn sem á framtölin á dskj. 20-23. Það var álit Sverris Elentínussonar að þessi vörubifreiðastjóri myndi vera vel í meðallagi í tekjum og Auðunn Guðmundsson taldi að hjá þessum vöru- bifreiðastjóra myndi vera ágætis útkoma. 616 Þar sem stefnandi hefur ekki með öðrum hætti fært líkur að vinnutekju tapi sinu verður krafa stefnanda um bætur vegna vinnulekjutaps ekki tekin til greina Þegar virtar eru blaðagreinar þær sen lagðar hafa verið fram til stuðnings kröfum stefnanda um bætur vegna mannorðshnekkis og þá sérstaklega Þegar lesnar eru tvær greinar í Suðurnesjaliðindum 28. september 1979, en Það virðast vera fyrstu blaðaskrifin um þetta mál og svo þegar haft er í huga hvers konar lögbann er hér um að ræða, þá þykja ekki efni til þess að taka til greina kröfu stefnanda um bætur fyrir mannorðsbnekki, Ekki gat stefnandi tilgreint viðskiptavini sem hann hefði missi vegna lðg- bannsins og ekki hafa verið færðar líkur að lánslrauslsspjöllum stefnanda oa verður krafa um bætur fyrir viðskiptaspjöll, mannorðshnekki og fleira því ekki tekin til greina Niðurstaða málsins verður því sú að stefndi verður sýknaður af kröfum stofnanda í máli þessu. Eftir aevikum þykir rétt að hvor aðili umm sig beri sinn kostnað af málinu. Uppkvaðning dóms þessa hefur dregist nokkuð vegna mikilla anna dómarans sem var Auður Þorbergsdóttir borgardómari. Stefndi, Vörubilstjórafélag Suðurnesja, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Einars Svavarssonar, í mál Málskostnaður fellur niður. €16 Þar sem stefnandi hefur ekki með öðrum hætti fært líkur að vinnutekju- tapi sinu verður krafa stefnanda um bætur vegna vinnutekjutaps ekki tekin til greina. Þegar virtar eru blaðagreinar þær sem lagðar hafa verið fram til stuðnings kröfum stefnanda um biælur vegna mannorðshnekkis og þá sérstaklega þesar losnar eru tvær greinar í Suðurnesjaliðindum 28. september 1979, en Það virðast vora fyrslu blaðaskrifin um þetta mál og svo þegar haft er í huga hvers konar lögbann er hér um að ræða, þá þykja ekki efni til þess að taka til greina kröfu stefnanda um bætur fyrir mannorðshnekki, Ekki gat stofnandi tilgreint viðskiptavini sem hann hefði misst vegna Jög- bannsins og ekki hala verið færðar líkur að lánstraustsspjöllum stefnanda og verður krafa um bætur lyrir viðskiptaspjóll, mannorðshnekki og fleira þí ekki tekin til greina, Niðurstaða málsins verður því sú að stefndi verður sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Uppkvaðnins dóms þessa hefur dregist nokkuð vegna mikilla anna dómarans sem var Auður Þorbergsdóttir borgardómari Dómsor Stefndi, Vörubilstjórafélag Suðurnesja, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Einars Svavarssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 616 Þar sem stfnandi hefur ekki með öðrum hætti færi líkur að vinnutekju- tapi sinu verður krafa stefnanda um bætur vegna vinnutekjutaps ekki tekin, til greina Þegar virtar eru blaðagreinar þær sem lgðar hafa verið fram til stuðnings kröfum stefnanda um bætur vegna mannorðshnekkis og þá sérstaklega Þegar lesnar eru tvær greinar Í Suðurnesjatíðindum 28. september 1979, en það virðast vera fyrstu blaðaskrifin um þetta mál og svo þegar hafi er í huga hvers konar lögbann er hér um að ræða, þá þykja ekki efni til þess að taka til greina kröfu stefnanda um bætur fyrir mannorðshnekki ki æal stefnandi tilgreini viðskiptavini sem hann hefði misst vegna lög- bannsins og ekki hafa verið færður líkur að lánstraustsspjöllum stefnanda og verður krafa um bætur fyrir viðskiptaspjöll, mannorðshnekki og fleira því ekki tekin til greina. Niðurstaða málsins verður því sí að stefndi verður sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Uppkvaðning dóms þessa hefur dregist nokkuð vegna mikilla anna dómarans sem var Auður Þorbergsdóttir borgardómari. D Stefndi, Vörubilstjórafélag Suðurnesja, skal vera sýkn af kröfum stefnunda, Einars Svavarssonar, í máli þessu. Málskustnaður fellur niður. 617 Þriðjudaginn 14. apríl 1987. Nr. 155/1985. Sverrir Elentínusson (Páll Arnór Pálsson hrl.) gegn Vörubílstjórafélagi Suðurnesja (Hrafnkell Ásgeirsson hrl.) og til réttargæslu fjármálráðherra f.h. ríkissjóðs. Lögbann. Skaðabætur. Miski. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Þ Torfason og prófessorarnir Arn- ljótur Björnsson og Sigurður Líndal. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. júní 1985. Eru dómkröfur hans þær að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 1.350.000,00 krónur ásamt 42% ársvöxtum frá 11. apríl 1983 til 30. júní s.á. og dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi gerir þær dómkröfur að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og stefnda verði dæmdur málskostnaður úr hendi áfrýjanda. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda og hann gerir engar kröfur á hendur áfrýjanda. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð allmörg ný skjöl, þar á meðal kærur stefnda, Vörubílstjórafélags Suðurnesja, á hendur áfrýjanda og skýrslur lögreglu af því tilefni. Áfrýjandi sundurliðar kröfur sínar þannig að fyrir missi vinnu- tekna krefst hann bóta að fjárhæð 500.000,00 krónur, en fyrir miska krefst hann 850.000,00 króna. Af skattframtali áfrýjanda 1983 má ráða að tekjur hans hafi lækkað verulega árið 1982. Í marsmánuði 1982 hóf hann störf sem leigubifreiðarstjóri og um sama leyti seldi hann vörubifreið sem hann hafði keypt skömmu áður en lögbannið var lagt á. Var ástæðan að sögn áfrýjanda tekjumissir sem olli því að hann gat ekki staðið skil á kaupverði vörubifreiðarinnar. Rennir þetta nægilega styrkum stoðum undir þá fullyrðingu áfrýjanda að hann hafi beðið 618 fjártjón vegna lögbannsins sem á var lagt 8. nóvember 1979. Þykir fjárhæð þessi hæfilega metin í héraðsdómi, 100.000,00 krónur. Lögbannsaðgerðum stefnda fylgdu blaðaskrif. Aðgerðirnar beind- ust sérstaklega gegn persónu áfrýjanda og röskuðu þráfaldlega friði hans til að stunda atvinnu sína. Má fallast á það með áfrýjanda að þetta hafi valdið honum óþægindum. Telst fégjald fyrir framan- greindan miska hæfilega ákveðið 75.000,00 krónur. Samkvæmt þessu og með vísan til 27. gr., sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 18/1949 ber stefnda að greiða áfrýjanda 175.000,00 krónur með vöxtum eins og greinir í dómsorði, en upphafstíma þeirra er ekki sérstaklega mótmælt. Þá ber að dæma stefnda til að greiða áfrýj- anda 80.000,00 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Stefndi, Vörubílstjórafélag Suðurnesja, greiði áfrýjanda, Sverri Elentínussyni, 175.000,00 krónur með 42% ársvöxtum frá 11. apríl 1983 til 30. júní s.á., og dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og 80.000,00 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. apríl 1985. 1. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 14. mars sl., höfðaði Páll Arnór Pálsson hrl., Bergstaðastræti 14, Reykjavík, fyrir hönd Sverris Elentínussonar, nnr. 8781-0127, Baugholti 15, Keflavík fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, Þingfestri 30. júní 1983 gegn Sigurði Guðjónssyni, nnr. 7859-1544, Lyngmóa 6, Njarðvík, formanni Vörubílstjórafélags Suðurnesja fyrir hönd félagsins. Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er stefnt til réttargæslu. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi greiði stefnanda kr. 1.350.000,00 ásamt 420% ársvöxtum frá 11. apríl 1983 til 30. júní 1983 og dómvöxtum skv. lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ. Dómkröfur stefnda eru krafa um sýknu af öllum kröfum stefnanda í máli þessu og að stefnda verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda. Til 619 vara eru gerðar þær dómkröfur að kröfur stefnanda verði lækkaðar veru- lega og málskostnaður felldur niður. Af hálfu réttargæslustefnda eru engar kröfur gerðar enda eru engar kröfur gerðar á hendur réttargæslustefnda. Leitað hefur verið um sáttir Í máli þessu án árangurs. II. Málavextir eru þeir að hinn 13. september 1979 var stefnanda ásamt tveimur öðrum mönnum vikið úr Vörubílstjórafélagi Suðurnesja. Með úrskurði fógetaréttar Keflavíkur, uppkveðnum 8. nóvember 1979, var lagt lögbann á akstur stefnanda. Með dómi uppkveðnum á bæjarþingi Keflavík- ur, 25. júní 1980, var lögbann þetta staðfest. Dómi þessum var áfrýjað til Hæstaréttar ásamt dómum í málum tveggja annarra vörubifreiðastjóra, þeirra Auðuns Guðmundssonar og Einars Svavarssonar. Þessi þrjú mál voru eins, sömu málavextir og sömu niðurstöður héraðsdómara. Var því ákveðið af lögmönnum aðila að láta einungis eitt málið ganga áfram til flutnings fyrir Hæstarétti og var það hæstaréttarmálið nr. 142/1980 Einar S. Svavars- son gegn Vörubílstjórafélagi Suðurnesja og gagnsök. Skyldu málsúrslit í því máli verða ráðandi fyrir hin tvö. Með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 7. desember 1982, var lögbannið fellt úr gildi og brottvikning Einars S. Svavarssonar úr Vörubílstjórafélagi Suðurnesja dæmd ógild. Jafnframt var viðurkenndur réttur áfrýjanda til þess að stunda leiguakstur vörubifreiða í Keflavíkurkaupstað, Njarðvíkurkaupstað, Vatnsleysustrandarhreppi, Gerðahreppi, Miðneshreppi og Hafnahreppi. Eftir að niðurstöður lágu fyrir í áðurgreindu hæstaréttarmáli hófust við- ræður milli aðila um það hvernig staðið skyldi að niðurfellingu máls stefn- anda í Hæstarétti og hvernig fara skyldi um með málskostnað. Lauk þessu með samkomulagi, dags. 8. apríl 1983, þar sem viðurkennt var af hálfu stefndu að niðurstaða Hæstaréttar í fyrrgreindu máli skyldi vera bindandi gagnvart aðilum, þannig að lögbannið teldist fellt úr gildi, brottvikning stefnanda úr Vörubílstjórafélagi Suðurnesja metin ólögmæt og viðurkennd- ur réttur hans til leiguaksturs vörubifreiða á félagssvæði VBK. Þá var ákveðið að stefndi greiddi stefnanda kr. 12.500,00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þá var samþykkt að trygging í vörslu fógetans í Keflavík skyldi renna til greiðslu málskostnaðar. Í framhaldi af þessu var mál stefn- anda í Hæstarétti fellt niður 11. apríl 1983. Mál þetta höfða stefnandi til greiðslu bóta úr hendi stefnda vegna lög- bannsins. III. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að ólögmæt brottvikning hans úr Vörubílstjórafélagi Suðurnesja, eftirfarandi lögbannsaðgerðir og málaferli 620 hafi valdið honum miklu tjóni sem stefndi eigi að bæta, enda beri Vörubíl- stjórafélagið ábyrgð á öllum aðgerðum gegn honum. Bótakrafa stefnanda byggist á ákvæðum 24. gr. laga nr. 18/1949 og einnig á almennum skaða- bótareglum. Vegna sérstöðu lögbanns og þeirrar erfiðu aðstöðu, sem gerðarþoli sé settur í, séu ekki gerðar eins strangar kröfur til tjónþola um sönnun fyrir miska og lánstraustsspjöllum eins og í almennum tilfellum. Ef gerðarbeið- andi vilji komast hjá bótagreiðslu vegna ólögmæts lögbanns, verði hann oftast að hnekkja þeim löglíkum, sem almennt verði taldar fyrir miska og lánstraustsspjöllum. Lögbannið hafi haft þær afleiðingar fyrir stefnanda að hann hafi ekki getað stundað leiguakstur sem hann hafi gert í mörg ár þegar lögbannið var lagt á og hafi hann misst mikils í tekjum. Tekjumissirinn hafi komið niður á vetrarmánuðina, ca. 5-6 mánuði á ári, en á öðrum tíma ársins hafi stefnandi getað stundað aðra vinnu, verktakastarfsemi og þess háttar. Það hafi þó gengið erfiðlega á stundum þar sem forsvarsmenn stefnda hafi ekki látið hann í friði með stöðugum lögreglukærum og lögbannshótunum. Krafa um bætur fyrir vinnutekjutap stefnanda er krafa um bætur á lög- bannstímanum þ.e. frá byrjun nóvember 1979 til 11. apríl 1983 og eru bætur taldar að lágmarki kr. 500.000,00. Er þá átt við svokallað núvirði tekna á þeim degi er hæstaréttardómur gekk og krafist vaxta frá þeim degi. Stefnandi telur eðlilegt að miða kröfu sína við hina raunverulegu skerðingu sem lögbannið hafi haft í för með sér, þ.e. hann hafi misst af tekjum af leiguakstri í 4 vetur, en yfir sumartímann hafi hann getað notað bifreiðina í verktakastarfsemi. „Dauði tíminn“ telst stefnanda vera: ll nóv. 1979-apríl 1980 6 mán. x kr. 26.000,00 156.000,00 nóv. 1980-apríl 1981 6 mán. x kr. 26.000,00 156.000,00 nóv. 1981-apríl 1982 6 mán. x kr. 26.000,00 = 156.000,00 nóv. 1982-11. apríl 1983 6 mán. x kr.26.000,00 = 156.000,00 Samtals 624.000,00 ll svo Í greinargerð enda þótt í stefnu sé gerð krafa um kr. 500.000,00 í bætur vegna atvinnutjóns. Stefnandi hefur lagt fram skattskýrslur, en telur ekki alveg raunhæft að taka mið af skattskýrslum í sambandi við tekjutap þar sem nokkrir þættir hafi áhrif á tekjuöflun stefnanda og skattframtölin beri ekki með sér á hvaða mánuðum teknanna sé aflað. Þá segi skattskýrslur stefnanda ekki hve miklar tekjur vörubifreiðastjórar í Keflavík höfðu á þessum árum, en þær geti hafa aukist verulega eftir 1979. Stefnandi sé þess fullviss að tekjur hans séu mun lægri á ofangreindum tíma hlutfallslega heldur en á árunum 621 á undan og jafnframt að þær hafi lækkað verulega í hlutfalli við tekjur vörubifreiðastjóra almennt. Í því sambandi sé hægt að gera samanburð á raunverulegum tekjum áranna 1977 - 1982 og hækkun taxta á dskj. 19. Stefnandi hafi um margra ára skeið stundað leiguakstur með vörubifreið og hafi hann verið með dýrt atvinnutæki í höndum. Það hafi verið næsta ómögulegt fyrir hann að hlaupa í önnur störf er hann var sviptur félagsrétt- indum. Þetta hafi stjórn stefnda mátt vera ljóst er hún svipti stefnanda atvinnunni og verði stefndi að bæta atvinnutjón stefnanda. Stefnandi hafi áður en lögbannið var sett á keypt sér nýja vörubifreið en vegna minni tekna eftir lögbann hafi hann komist í greiðsluerfiðleika með afborganir og neyðst til þess að selja vörubifreiðina í júní 1982. Í mars 1982 hafi hann hafið að hluta til akstur leigubifreiðar fyrir annan mann og hafi hann þannig hrökklast úr sinni atvinnugrein. Stefnandi hafi orðið fyrir miklum viðskiptaspjöllum og mannorð hans beðið hnekki þar sem hann hafi þurft að þola það undir þriggja ára mála- ferlum að vera úthrópaður af forsvarsmönnum stefnda sem einhvers konar lögbrjótur og atvinnurekendum á Suðurnesjum hafi verið hótað öllu illu af sömu aðilum ef viðskiptum við stefnanda og félaga hans í fyrirtækinu Kambi hf. yrði ekki hætt. Þetta hafi leitt til þess að stefnandi hafi misst fjölda marga viðskiptavini og glatað viðskiptavild, sem hann hafi öðlast á margra ára starfsferli sínum sem vörubifreiðastjóri. Þótt hæstaréttardómur í áðurgreindu máli Einars Svavarssonar hafi gengið stefnanda í vil og honum sé heimilt að hefja leiguakstur að nýju, þá hafi stefnandi misst fyrir fullt og allt stóran hluta af föstum viðskiptavinum vegna þriggja ára útilokunar frá leiguakstri vörubifreiða og sé allsendis óvíst að stefnandi geti unnið upp sams konar viðskiptavild og hann áður hafði. Í blaðagrein og viðtölum við þáverandi formann Vörubilstjórafélagsins hafi birst alvarlegar ávirðingar á stefnanda og félaga hans í Kambi hf. og með því móti hafi verið komið óorði á stefnanda sem einhvers konar svikara við stétt sína. Allt þetta hafi haft mikinn mannorðshnekki í för með sér fyrir stefnanda. Stefnandi geri kröfu til þess að stefndi bæti honum upp viðskiptaspjöll, mannorðshnekki og fleira með kr. 850.000,00. Samtals nema kröfur stefnanda í málinu kr. 1.350.000,00. Krafist er vaxta frá þeim degi að hæstaréttarmálið var fellt niður. Samkvæmt 24. gr., sbr. 28. gr. laga nr. 18/1949 hafi stofnast ótvíræð bóta- skylda gerðarbeiðanda gagnvart gerðarþola, stefnda í þessu máli. Í nefndu lagaákvæði segi að þegar meta skuli bætur megi bæði hafa hliðsjón til þess hvort gerðarbeiðandi hafi sýnt af sér vanrækslu eða gáleysi og til þess hvort gerðarþoli kunni að hafa veitt sérstakt tilefni til aðgerðanna eða tilhögunar þeirra með framkomu sinni í sambandi við þær. Ljóst sé að stefndi hafi sýnt af sér vítavert gáleysi með því að reka stefnanda úr félaginu án þess 622 að uppfylla lágmarksskilyrði til brottrekstrar og án þess að hafa gildar ástæður. Stefnandi hafi hins vegar ekki gefið sérstakt tilefni til aðgerða stefnda umfram marga aðra í sama félagi. Fjármálaráðherra er stefnt til réttargæslu fyrir hönd ríkissjóðs og er það gert vegna hugsanlegrar samábyrgðar ríkissjóðs með stefnda gagnvart stefn- anda á grundvelli embættisvanrækslu bæjarfógetans í Keflavík, sem ekki hafi krafist nægrar tryggingar þegar lögbann var lagt á. Þegar lögbanns- beiðni kom fram hafi stefnandi krafist tryggingar að fjárhæð minnst gkr. 16.000.000,00, en fógeti hafi úrskurðað að gerðarbeiðandi skyldi einungis leggja fram tryggingu að fjárhæð gkr. 500.000,00. Sú fjárhæð hafi ekki dugað fyrir málskostnaði, en trygging af hálfu gerðarbeiðanda eigi að nægja fyrir málskostnaði og skaðabótum sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 18/1949. Komi til þess að Vörubílstjórafélag Suðurnesja geti eigi greitt þær bætur, sem félagið kunni að vera dæmt til þess að greiða, megi vænta þess að stefnandi gangi að ríkissjóði vegna embættismistaka fógeta. Ekki eru gerðar kröfur á hendur réttargæslustefnda í máli þessu. IV. Af hálfu stefnda er því haldið fram að stefnandi hafi gerst brotlegur við reglur Vörubílstjórafélags Suðurnesja og þrátt fyrir áminningar hafi stefn- andi ekki fengist til þess að fylgja settum reglum. Hafi stefnanda því verið vikið úr félaginu 13. september 1979. Eftir kröfu stefnda hafi verið lagt lögbann á leiguakstur stefnanda og hafi lögbannið verið staðfest á bæjar- þingi Keflavíkur. Stefnandi hafi áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Í máli Einars S. Svavarssonar gegn stefnda hafi Hæstiréttur fellt lögbannið úr gildi og dæmt brottvikninguna ógilda. Niðurstaðan hafi verið byggð á því, að ekki hafi formlega verið rétt að brottvikningunni staðið. Ástæður brott- vikningarinnar fái því ekki efnislega umfjöllun í Hæstarétti og það beri að hafa í huga við úrlausn máls þess sem hér sé um deilt. Ljóst sé að stefnandi hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni og beri skattframtöl hans þess ljósan vott. Mikill samdráttur hafi orðið í akstri vörubifreiða síðustu ár á Suðurnesj- um vegna mikils samdráttar í fiskveiðum. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafi tekjur stefnanda aukist jafnt og þétt og hafi að minnsta kosti fylgt verð- bólgunni. Skattframtölin hljóti að vera óræk sönnunargögn um þetta. Af hálfu stefnda er mótmælt öllum fullyrðingum um „dauða tíma“ eins og orðað sé í sóknarskjölum. Rétt sé áð stefnandi sundurliði tekjur sínar fyrir þau ár, sem um er deilt, þ.e. hvernig þær skiptast niður á mánuði. Einnig væri rétt að upplýsa hvernig tekjur skiptust niður á mánuði á árun- um 1976 til 1979. Í sóknargögnum sé krafist greiðslu á brúttótekjum, en hvorki rekstrar- 623 kostnaður né: skattar af atvinnurekstri dregnir frá. Ekki sé sýnt fram á hvernig tekjutapið sé hugsað og enginn frádráttur vegna tekna annars staðar. Með því að skoða skattframtöl stefnanda fyrir nefnd ár sé ljóst að tekjur hans séu miklu hærri en meðaltekjur þessara ára. Eins og framtölin beri með sér hafi stefnandi í engu orðið fyrir atvinnuskerðingu. Þá er því einnig mótmælt að stefnandi hafi orðið fyrir miska. Þótt í mál- inu hafi verið:lagðar fram úrklippur úr blöðum, sanni það ekkert um það að stefnandi hafi orðið fyrir miska. Á meðan lögbannið stóð yfir, hafi stefn- andi ásamt félögum sínum rekið hlutafélagið Kamb með mesta myndarbrag. Hafi ekki sést á þeim rekstri að eigendurnir hafi orðið fyrir miska. Skorað er á stefnanda að upplýsa hvaða viðskiptasambönd hann hafi misst vegna lögbannsins. Allan lagagrundvöll skorti til þess að leggja á stefnda ábyrgð vegna skerð- ingar á viskiptasamböndum, mannorði, tekjuskerðingu og fleiru. Ekki liggi neitt fyrir í málinu að stefnandi hafi orðið fyrir slíkum skerðingum og jafnvel þótt svo væri að það væri af völdum stefnda. Stefnandi hefur gefið skýrslu fyrir dóminum vegna máls þessa. Hér fyrir dómi eru einnig rekin mál tveggja annarra vörubifreiðastjóra á hendur stefnda. Mál þessi eru nr. 3782/1983 Auðunn Guðmundsson gegn Vörubíl- stjórafélagi Suðurnesja og mál nr. 1130/1983 Einar S. Svavarsson gegn sama. Þeir Einar og Auðunn hafa gefið aðilaskýrslur í sínum málum og jafnframt hafa verið yfirheyrðir fyrir dómi þeir Guðlaugur Tómasson, fyrr- verandi formaður stefnda og Frímann Ottósson, stjórnarmaður í stefnda. Lögmenn aðila eru sammála um það að yfirheyrslur þessar skuli hafa sama gildi og hefðu þær farið fram í þessu máli. v. Niðurstaða: Stefnandi mun hafa hafið vörubílaakstur á árinu 1955. Á árinu 1973 stofnaði hann ásamt sex öðrum félögum í stefnda hlutafélagið Kamb og var það að sögn gert vegna lítillar atvinnu hjá vörubílastöð stefnda. Eftir stofnun Kambs hf. unnu stefnandi og félagar hans áfram sem vörubifreiða- stjórar, jafnframt því sem þeir unnu hjá Kambi hf. Fram kom hjá Einari S. Svavarssyni við yfirheyrslu hér fyrir dómi að áður en honum og félögum hans var vikið úr stefnda hafi þeir mætt á vörubílastöð stefnda ef þeir höfðu ekkert annað að gera, þá hafi þeir skráð sig á stöðvarlista. En ef einhver annar hafði beðið þá að vinna eitthvað, þá hafi þeir gert það. Ekki hefur stefnandi upplýst hve stór hluti af tekjum hans síðustu árin áður en lögbann var lagt á vörubílaakstur hans stafaði af þeim akstri og og hve stór hluti stafaði af vinnu hans hjá Kambi hf. Ekki hefur verið upplýst hvenær árs 624 tekna þeirra var aflað, sem stefnandi hafði á þeim tíma sem lögbannið stóð. Fram kom hjá stefnanda að eftir að lögbannið var lagt á hafi hann einungis unnið hjá Kambi hf. og þar hafi ekki verið næg verkefni. Stefnandi hafi átt nýja vörubifreið Volvo F 1025 árgerð 1978. Bíl sinn leigði stefnandi Kambi hf. eftir að lögbannið var sett, þannig að hann hafði leigutekjur af bílnum fyrir utan laun fyrir vinnu sína hjá Kambi hf. Fram kom hjá stefnanda, að á árinu 1982 hafi hann orðið að selja vörubifreið sína þar sem hann hafi ekki getað staðið við skuldbindingar sínar vegna minnkandi tekna. Á árinu 1982 hóf stefnandi störf sem leigubílstjóri á bíl sem hann er ekki eigandi að. Stefnandi kvaðst hafa lækkað mikið í tekjum eftir að hann seldi vörubifreiðina. Ekki hóf stefnandi vörubílaakstur að nýju eftir að lögbanninu hafði verið aflétt þar sem hann sagðist ekki hafa haft fjár- hagslegt bolmagn til þess að fá sér nýjan bíl. Ekki hafa verið lögð fram gögn er sýni vinnutekjutap stefnanda, en lögð hafa verið fram sem dskj. 13-19 ljósrit skattframtala stefnanda á árunum 1977 til 1983. Jafnframt hefur verið lagt fram sem dskj. 22, ljósrit úr frétta- bréfi Kjararannsóknarnefndar, febrúar 1984, bls. 54 og 55 og sem dskj. 23, yfirlit úr hagtölum mánaðarins, mars 1984, bls. 31 og 32, svo og sem dskj. 30, yfirlit um meðalkaup vörubifreiðastjóra á launum skv. upplýsingum frá Kjararannsóknarnefnd. Við athugun á gögnum þessum kemur í ljós, að á árunum 1976 - 1979 hækka brúttótekjur stefnanda um 49% að meðaltali á ári, en á árunum 1980 til 1981 um 33,5%0 að meðaltali á ári. Á árinu 1982 hætti stefnandi vörubílaakstri og það ár lækkuðu nettótekjur hans um 5% frá árinu áður. Samkvæmt dskj. 22 virðist meðalhækkun á tekjum launþega á árunum 1976 - 1979 hafa verið um 49% á ári, og á árunum 1980 - 1982 um 50%, en á þeim tíma er meðalhækkun á tekjum stefnanda á milli ára 27%. Samkvæmt dskj. 23. Virðist meðalhækkun kauptaxta á árunum 1977 - 1979 hafa verið 48% á ári, en á árunum 1980 - 1982 50% á ári. Samkvæmt dskj. 30 hafa meðaltekjur vörubifreiðastjóra á launum hækkað um 59% að meðaltali á ári á árunum 1977 - 1979, en um 4600 á árunum 1980 - 1982. Af hálfu stefnda hafa verið lögð fram ljósrit af skattframtölum þriggja vörubifreiðastjóra. Af framtölum tveggja þeirra verða litlar upplýsingar dregnar þar sem þar er einungis um að ræða eitt framtal frá hvorum. Á dskj. 24 - 27 eru framtöl eins vörubifreiðastjóra frá árunum 1980 til 1983. Samkvæmt framtölum þessum hafa brúttótekjur þessa vörubifreiðastjóra Við samanburð á framtölunum á dskj. 24 - 27 og svo framtölum stefn- anda kemur í ljós að á árinu 1979 er stefnandi með 27% hærri brúttótekjur en vörubílstjórinn, sem á framtölin á dskj. 24 - 27 og á árinu 1980 8% hærri, en á árinu 1981 er stefnandi með 52% lægri brúttótekjur en áður- 625 greindur vörubílstjóri. Á árinu 1982 eru nettótekjur þessa vörubílstjóra 569 hærri en nettótekjur stefnanda. Það sem hér að framan hefur verið rakið sýnir að töluverðar sveiflur hafa verið í tekjum stefnanda á milli ára á tímabilinu 1976 - 1982 og að tekjur stefnanda hafa farið hlutfallslega lækkandi eftir að lögbannið var lagt á í nóvember 1979 og þá sérstaklega á árinu 1982, en þá seldi stefnandi vöru- bifreið sína. Þar sem ekkert er fram komið um aðrar ástæður fyrir tekjulækkun stefn- anda en lögbannið og fullyrðingar af hálfu stefnda um samdrátt í akstri vörubifreiða eru Ósannaðar, þá verður að telja að lögbannið sem stefndi fékk sett við vörubifreiðaakstri stefnanda hafi valdið tekjutapi stefnanda. Eftir atvikum þykir fjártjón stefnanda hæfilega áætlað kr. 100.000,00. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 18/1949 ber stefnda að bæta stefnanda það tjón. Þegar virtar eru blaðagreinar þær sem lagðar hafa verið fram til stuðnings kröfu stefnanda um bætur vegna mannorðshnekkis og þá sérstaklega þegar lesnar eru tvær greinar í Suðurnesjatíðindum 28. september 1979, en það virðast vera fyrstu blaðaskrifin um þetta mál, og svo þegar haft er í huga hvers konar lögbann er hér um að ræða, þá þykja ekki efni til þess að taka til greina kröfu stefnanda um bætur fyrir mannorðshnekki. Ekki hefur stefnandi tilgreint viðskiptavini, sem hann hefur misst vegna lögbannsins og ekki hafa verið færðar líkur að viðskiptaspjöllum stefnanda og verður krafa um bætur fyrir viðskiptaspjöll, mannorðshnekki og annan miska því ekki tekin til greina. Niðurstaða málsins verður því sú, að stefndi verður dæmdur til þess að greiða stefnanda kr. 100.000,00 með vöxtum eins og krafist er. Stefndi greiði stefnanda málskostnað sem ákveðst kr. 27.000,00. Uppkvaðning dóms þessa hefur dregist nokkuð vegna mikilla anna dóm- arans sem var Auður Þorbergsdóttir borgardómari. Dómsorð: Stefndi, Vörubílstjórafélag Suðurnesja, greiði stefnanda, Sverri Elentínussyni, kr. 100.000,00 með 42% ársvöxtum frá 11. apríl 1983 til 30. júní 1983 og dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 27.000,00 í málskostnað. Allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 40 626 Þriðjudaginn 14. apríl 1987. Nr. 156/1985. Auðunn Guðmundsson (Páll Arnór Pálsson hrl.) gegn Vörubílastjórafélagi Suðurnesja (Hrafnkell Ásgeirsson hrl.) og til réttargæslu fjármálráðherra f.h. ríkissjóðs Lögbann. Skaðabætur. Miski. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Torfason og prófessorarnir Arnljótur Björnsson og Sigurður Líndal. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. júní 1985. Eru dómkröfur hans þær að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 1.350.000,00 krónur ásamt 42% ársvöxtum frá 11. apríl 1983 til 30. júní s.á. og dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi gerir þær dómkröfur að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og stefnda verði dæmdur málskostnaður úr hendi áfrýjanda. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda og hann gerir engar kröfur á hendur áfrýjanda. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð allmörg ný skjöl, þar á meðal kærur stefnda, Vörubílstjórafélags Suðurnesja, á hendur áfrýjanda og skýrslur lögreglu af því tilefni. Áfrýjandi sundurliðar kröfur sínar þannig að fyrir missi vinnu- tekna krefst hann bóta að fjárhæð 500.000,00 krónur, en fyrir miska krefst hann 850.000,00 króna. Í gögnum þeim sem fyrir liggja Í málinu, þar á meðal skattfram- tölum áfrýjanda 1978-1983, er ekkert sem bendir til að áfrýjandi hafi misst tekjur vegna lögbanns þess sem á var lagt 8. nóvember 1979 eða orðið fyrir öðru fjártjóni. Ber því að sýkna stefnda af öllum bótakröfum fyrir fjártjón. Lögbannsaðgerðum stefnda fylgdu blaðaskrif. Aðgerðirnar beindust sérstaklega gegn persónu áfrýjanda og röskuðu þráfaldlega 627 friði hans til að stunda atvinnu sína. Má fallast á það með áfrýjanda að þetta hafi valdið honum óþægindum. Telst fégjald fyrir framan- greindan miska hæfilega ákveðið 50.000,00 krónur. Samkvæmt þessu og með vísan til 27. gr., sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 18/1949 ber stefnda að greiða áfrýjanda 50.000,00 krónur með vöxtum eins og greinir í dómsorði, en upphafstíma þeirra er ekki sérstaklega mótmælt. Þá ber að dæma stefnda til að greiða áfrýj- anda 60.000,00 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Stefndi, Vörubílstjórafélag Suðurnesja, greiði áfrýjanda, Auðuni Guðmundssyni, 50.000,00 krónur með 42%0 ársvöxtum frá 11. apríl 1983 til 30. júní s.á., og dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, og 60.000,00 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. apríl 1985. Í. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 14. mars sl., höfðaði Páll Arnór Pálsson hrl., Bergstaðastræti 14, Reykjavík, fyrir hönd Auðuns Guðmundssonar, nnr. 0857-4588, Þverholti 2, Keflavík, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu þingfestri 30. júní 1983, gegn Sigurði Guðjónssyni, nnr. 7859-1544, Lyngmóa 6, Njarðvík, formanni Vörubílstjórafélags Suðurnesja fyrir hönd félagsins. Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er stefnt til réttargæslu. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi greiði stefnanda kr. 1.350.000,00 ásamt 429 ársvöxtum frá 11. apríl 1983 til 30. júní 1873 og dómvöxtum skv. lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ. Dómkröfur stefnda eru krafa um sýknu af öllum kröfum stefnanda í máli þessu og að stefnda verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda. Til vara eru gerðar þær dómkröfur að kröfur stefnanda verði lækkaðar veru- lega og málskostnaður felldur niður. Af hálfu réttargæslustefnda eru engar kröfur gerðar enda eru engar kröfur gerðar á hendur réttargæslustefnda. 628 II. Málavextir eru þeir að hinn 13. september 1979 var stefnanda ásamt tveimur öðrum mönnum vikið úr Vörubílstjórafélagi Suðurnesja. Með úrskurði fógetaréttar Keflavíkur, uppkveðnum 8. nóvember 1979, var lagt lögbann á akstur stefnanda. Með dómi, uppkveðnum á bæjarþingi Keflavík- ur 25. júní 1980, var lögbann þetta staðfest. Dómi þessum var áfrýjað til Hæstaréttar ásamt dómum í málum tveggja annarra vörubifreiðastjóra, þeirra Sverris Elentínussonar og Einars Svavarssonar. Þessi þrjú mál voru eins, sömu málavextir og sömu niðurstöður héraðsdómara. Var því ákveðið af lögmönnum aðila að láta einungis eitt málið ganga áfram til flutnings fyrir Hæstarétti og var það hæstaréttarmálið nr. 142/1980 Einar S. Svavars- son gegn Vörubílstjórafélagi Suðurnesja og gagnsök. Skyldu málsúrslit í því máli verða ráðandi fyrir hin tvö. Með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 7. desember 1982, var lögbannið fellt úr gildi og brottvikning Einars S. Svavarssonar úr Vörubílstjórafélagi Suðurnesja dæmd ógild. Jafnframt var viðurkenndur réttur áfrýjanda til þess að stunda leiguakstur vörubifreiða Í Keflavíkurkaupstað, Njarðvíkurkaupstað, Vatnsleysustrandarhreppi, Gerðahreppi, Miðneshreppi og Hafnahreppi. Eftir að niðurstöður lágu fyrir í áðurgreindu hæstaréttarmáli hófust við- ræður milli aðila um það hvernig staðið skyldi að niðurfellingu máls stefn- anda í Hæstarétti og hvernig fara skyldi um með málskostnað. Lauk þessu með samkomulagi, dags. 8. april 1983, þar sem viðurkennt var af hálfu stefndu að niðurstaða Hæstaréttar í fyrrgreindu máli skyldi vera bindandi gagnvart aðilum, þannig að lögbannið teldist fellt úr gildi, brottvikning stefnanda úr Vörubílstjórafélagi Suðurnesja metin ólögmæt og viðurkennd- ur réttur hans til leiguaksturs vörubifreiða á félagssvæði VBK. Þá var ákveðið að stefndi greiddi stefnanda kr. 12.500,00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Þá var samþykkt að trygging í vörslu fógetans í Keflavík skyldi renna til greiðslu málskostnaðar. Í framhaldi af þessu var mál stefn- anda í Hæstarétti fellt niður 11. apríl 1983. Mál þetta höfðar stefnandi til greiðslu bóta úr hendi stefnda vegna lög- bannsins. 111. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að ólögmæt brottvikning hans úr Vörubílstjórafélagi Suðurnesja, eftirfarandi lögbannsaðgerðir og málaferli hafi valdið honum miklu tjóni sem stefndi eigi að bæta, enda beri Vörubíl- stjórafélagið ábyrgð á öllum aðgerðum gegn honum. Bótakrafa stefnanda byggist á ákvæðum 24. gr. laga nr. 18/1949 og einnig á almennum skaða- bótareglum. Vegna sérstöðu lögbanns og þeirrar erfiðu aðstöðu sem gerðarþoli sé 629 settur í séu ekki gerðar eins strangar kröfur til tjónþola um sönnun fyrir miska og lánstraustspjöllum eins og í almennum tilfellum. Ef gerðarbeið- andi vilji komast hjá bótagreiðslu vegna ólögmæts lögbanns verði hann oftast að hnekkja þeim löglíkum sem almennt verði taldar fyrir miska og lánstraustsspjöllum. Lögbannið hafi haft þær afleiðingar fyrir stefnanda að hann hafi ekki getað stundað leiguakstur sem hann hafi gert í mörg ár þegar lögbannið var lagt á og hafi hann misst mikils í tekjum. Tekjumissirinn hafi komið niður á vetrarmánuðina, ca. 5-6 mánuði á ári, en á öðrum tíma ársins hafi stefnandi getað stunda aðra vinnu, verktakastarfsemi og þess háttar. Það hafi þó gengið erfiðlega á stundum þar sem forsvarsmenn stefnda hafi ekki látið hann í friði með stöðugum lögreglukærum og lögbannshótunum. Krafa um bætur fyrir vinnutekjutap stefnanda er krafa um bætur á lög- bannstímanum, þ.e. frá byrjun nóvember 1979 til 11. apríl 1983 og eru bætur taldar að lágmarki kr. 500.000,00. Er þá átt við svokallað núvirði tekna á þeim degi er samkomulag náðist um niðurfellingu málsins í Hæstarétti og krafist vaxta frá þeim degi. Stefnandi telur eðlilegt að miða kröfu sína við hina raunverulegu skerðingu sem lögbannið hafi haft í för með sér, þ.e. hann hafi misst af tekjum af leiguakstri í 4 vetur, en yfir sumartímann hafi hann getað notað bifreiðina í verktakastarfsemi. „Dauði tíminn“ telst stefnanda vera: nóv. 1979 - apríl 1980 6 mán. x kr. 26.000,00 = 156.000,00 nóv. 1980 - apríl 1981 6 mán. x kr. 26.000,00 = 156.000,00 nóv. 1981 - apríl 1982 6 mán. x kr. 26.000,00 = 156.000,00 nóv. 1982 - 11. apríl 1983 $ mán. x kr. 26.000,00 = 156.000,00 (sic) Samtals 624.000,00 svo Í greinargerð enda þótt í stefnu sé gerð krafa um kr. 500.000,00 í bætur vegna atvinnutjóns. Stefnandi hefur lagt fram skattskýrslur en telur ekki alveg raunhæft að taka mið af skattskýrslum í sambandi við tekjutap þar sem nokkrir þættir hafi áhrif á tekjuöflun stefnanda og skattframtölin beri ekki með sér á hvaða mánuðum teknanna sé aflað. Þá segi skattskýrslur stefnanda ekki hve miklar tekjur vörubifreiðastjórar í Keflavík höfðu á þessum árum, en þær geti hafa aukist verulega eftir 1979. Stefnandi sé þess fullviss að tekjur hans séu mun lægri á ofangreindum tíma hlutfallslega heldur en á árunum á undan og jafnframt að þær hafi lækkað verulega í hlutfalli við tekjur vörubifreiðastjóra almennt. Í því sambandi sé hægt að gera samanburð á raunverulegum tekjum áranna 1977 - 1982 og hækkun taxta á dskj. 19. Stefnandi hafi um margra ára skeið stundað leiguakstur með vörubifreið 630 og hafi hann verið með dýrt atvinnutæki í höndum. Það hafi verið næsta ómögulegt fyrir hann að hlaupa í önnur störf er hann var sviptur félagsrétt- indum. Þetta hafi stjórn stefnda mátt vera ljóst er hún svipti stefnanda at- vinnunni og verði stefndi að bæta atvinnutjón stefnanda. Stefnandi hafi orðið fyrir miklum viðskiptaspjöllum og mannorð hans beðið hnekki þar sem hann hafi þurft að þola það undir þriggja ára mála- ferlum að vera úthrópaður af forsvarsmönnum stefnda sem einhvers konar lögbrjótur og atvinnurekendum á Suðurnesjum hafi verið hótað öllu illu af sömu aðilum ef viðskiptum við stefnanda og félaga hans í fyrirtækinu Kambi hf. yrði ekki hætt. Þetta hafi leitt til þess að stefnandi hafi misst fjölda marga viðskiptavini og glatað viðskiptavild, sem hann hafi öðlast á 25 ára starfsferli sínum sem vörubifreiðastjóri. Þótt hæstaréttardómur í lögbannsmáli hafi gengið stefnanda í vil og honum sé heimilt að hefja leigu- akstur að nýju, þá hafi stefnandi misst fyrir fullt og allt stóran hluta af föstum viðskiptavinum vegna þriggja ára útilokunar frá leiguakstri vöru- bifreiða og sé allsendis óvíst að stefnandi geti unnið upp sams konar við- skiptavild og hann áður hafði. Í blaðagrein og viðtölum við þáverandi formann vörubílstjórafélagsins hafi birst alvarlegar ávirðingar á stefnanda og félaga hans í Kambi hf. og með því móti hafi verið komið óorði á stefn- anda sem einhvers konar svikara við stétt sína. Allt þetta hafi haft mikinn mannorðshnekki í för með sér fyrir stefnanda. Atvinnuskerðing og illt umtal hafi haft mikil áhrif á fjölskyldu stefnanda og sé m.a. talið að lögbanns- aðgerðirnar hafi komið af stað veikindum hjá eiginkonu stefnanda. Stefn- andi gerir kröfu til þess að stefndi bæti honum upp viðskiptaspjöll, mann- orðshnekki og fleira með kr. 850.000,00. Samtals nema kröfur stefnanda í málinu kr. 1.350.000,00. Krafist er vaxta frá þeim degi að hæstaréttarmálið var fellt niður. Samkvæmt 24. gr., sbr. 28. gr. laga nr. 18/1949 hafi stofnast ótvíræð bóta- skylda gerðarbeiðanda gagnvart gerðarþola, stefnda í þessu máli. Í nefndu lagaákvæði segi að þegar meta skuli bætur megi bæði hafa hliðsjón til þess hvort gerðarbeiðandi hafi sýnt af sér vanrækslu eða gáleysi og til þess hvort gerðarþoli kunni að hafa veitt sérstakt tilefni til aðgerðanna eða tilhögunar þeirra með framkomu sinni í sambandi við þær. Ljóst sé að stefndi hafi sýnt af sér vítavert gáleysi með því að reka stefnanda úr félaginu án þess að uppfylla lágmarksskilyrði til brottrekstrar og án þess að hafa gildar ástæður. Stefnandi hafi hins vegar ekki gefið sérstakt tilefni til aðgerða stefnda umfram marga aðra í sama félagi. Fjármálaráðherra er stefnt til réttargæslu fyrir hönd ríkissjóðs og er það gert vegna hugsanlegrar samábyrgðar ríkissjóðs með stefndu gagnvart stefn- anda á grundvelli embættisvanrækslu bæjarfógetans í Keflavík, sem ekki hafi krafist nægrar tryggingar þegar lögbann var lagt á. Þegar lögbanns- 631 beiðni kom fram hafi stefnandi krafist tryggingar að fjárhæð minnst gkr. 11.000.000,00, en fógeti hafi úrskurðað að gerðarbeiðandi skyldi einungis leggja fram tryggingu að fjárhæð gkr. 500.000,00. Sú fjárhæð hafi ekki dugað fyrir málskostnaði, en trygging af hálfu gerðarbeiðanda eigi að nægja fyrir málskostnaði og skaðabótum, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 18/1949. Komi til þess að Vörubílstjórafélag Suðurnesja geti eigi greitt þær bætur, sem félagið kunni að verða dæmt til þess að greiða, megi vænta þess að stefnandi gangi að ríkissjóði vegna embættismistaka fógeta. Ekki eru gerðar kröfur á hendur réttargæslustefnda í máli þessu. IV. Af hálfu stefnda er því haldið fram að stefnandi hafi gerst brotlegur við reglur Vörubílstjórafélags Suðurnesja og þrátt fyrir áminningar hafi stefn- andi ekki fengist til þess að fylgja settum reglum. Hafi stefnanda því verið vikið úr félaginu 13. september 1979. Eftir kröfu stefnda hafi verið lagt lögbann á leiguakstur stefnanda og hafi lögbannið verið staðfest á bæjar- þingi Keflavíkur. Stefnandi hafi áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Í máli Einars S. Svavarssonar gegn stefnda hafi Hæstiréttur fellt lögbannið úr gildi og dæmt brottvikninguna ógilda. Niðurstaðan hafi verið byggð á því, að ekki hafi formlega verið rétt að brottvikningunni staðið. Ástæður brott- vikningarinnar fái því ekki efnislega umfjöllun í Hæstarétti og það beri að hafa í huga við úrlausn máls þess sem hér sé um deilt. Ljóst sé að stefnandi hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni og beri skattframtöl hans þess ljósan vott. Mikill samdráttur hafi orðið í akstri vörubifreiða síðustu ár á Suðurnesj- um vegna mikils samdráttar í fiskveiðum. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafi tekjur stefnanda aukist jafnt og þétt og hafi að minnsta kosti fylgt verð- bólgunni. Skattframtölin hljóti að vera óræk sönnunargögn um þetta. Af hálfu stefnda er mótmælt öllum fullyrðingum um „dauða tíma“ eins og orðað sé í sóknarskjölum. Rétt sé að stefnandi sundurliði tekjur sínar fyrir þau ár sem um er deilt, þ.e. hvernig þær skiptast niður á mánuði. Einnig væri rétt að upplýsa hvernig tekjur skiptust niður á mánuði á árun- um 1976 til 1979. Í sóknargögnum sé krafist greiðslu á brúttótekjum, en hvorki rekstrar- kostnaður né skattar af atvinnurekstri dregnir frá. Ekki sé sýnt fram á hvernig tekjutapið sé hugsað og enginn frádráttur vegna tekna annars staðar. Með því að skoða skattframtöl stefnanda fyrir nefnd ár sé ljóst að tekjur hans séu miklu hærri en meðaltekjur þessa árs. Eins og framtölin beri með sér hafi stefnandi í engu orðið fyrir atvinnuskerðingu. Þá er því einnig mótmælt að stefnandi hafi orðið fyrir miska. Þótt í mál- 632 inu hafi verið lagðar Iram úrklippur úr blöðum, sanni það ekkerí um það að stefnandi hafi orðið fyrir miska. Á meðan lögbannið stóð yfir hafi stef andi ásamt félögum sínum rekið hlutafélagið Kamb með mesta myndarbrag. Hafi ekki sést á þeim rekstri að eigendurnir hafi orðið fyrir miska. Skorað, fa að upplýsa hvaða viðskiptasambönd hann hali misst vegna Allan lagaerundvöll skorti til þess að leggja á stefnda ábyrgð vegna skerð- ingar á viðskiptasamböndum, mannorði, tekjuskerðingu og fleiru. Ekki liggi neitt fyrir í málinu að stefnandi hafi orðið fyrir slíkum skerðingum og jafn- vel þótt svo væri að það væri af völdum stefnda. Við mannlegan málflutning var því haldið fram, að veikindi eisinkonu stofnanda væru ókönnuð og ekkert væri vitað um heilsufar hennar fyrir lógbans Sefnandi hefur gefið skótslu fyri dóminum vegna máls þessa. Hér fyrir dómi eru einnig rakin mál tveggja annarra vörubilreiðastjóra á stofnda, Mil þessi eru nr. 3781/1983 Sverrir Elentinusson segn stjórafélagi Suðurnesja og mál nr. 1130/1983 Einar $. Svartun segn sama. Þeir Einar og Sverrir hafa gefið aðilaskýrslur í sínum málum og Jafnframt hafa verið yfirheyrðir fyrir dómi þeir Guðlaugur Tómasson, fyrr- verandi formaður stefnda, og Frímann Ottósson, stjórnarmaður í stelnda. Lögmenn aðila eru sammála um það að yfirheyrslur þessar skuli hafa sama gildi og heiðu þær farið fram í þessu máli v Niðurstaðar Stefnandi mun hafa bafið vörubilaakstur á árinu 1967. Á árinu 1973 stofnaði hann ásamt sex öðrum félögum í stefnda hlutafélagið Kamb og sar það að sögn gert vegna lítillar atvinnu hjá vörubilastöð stefnda. Eftir stofnun Kambs hf. unnu stefnandi og félagar hans áfram sem vörubifreiða- stjórar, jafnframt því sem þei Kambi hf. Fram kom hjá Einari S. Svavarssyni við yfirheyrslu hér fyrir dómi að áður en honum og félögum hans var vikið úr slelnda hafi þeir mætt á vörubílastöð stefnda ef þeir höfðu ekkert annað að gera. þá hafi þeir skðð sie á stöðvar. En ef siohver annar hafði beðið þá að vinna eitthvað, þá hafi þeir gert það, Eksi hefur stefnandi upplýst hve sir hluti af tekjum hans síðustu árin, áður en lög- bann var lagt á vörubílaskstur hans, stafaði af þeim akstri og hve sór hluti stafaði af vinnu hans hjá Kambi hf. Ekki helur heldur verið upplýst hvenær árs tekna þeirra var aflað sem stefnandi hafði á þeim tíma sem lösbannið stóð. Fram kom hjá stefnanda að eftir að lögbannið var lagt á hefi hann einungis unnið hjá Kambi hf. og þar hafi ekki verið næg verkefni. Siefnandi hafi verið með kranabil og hali hann misst alla sína kranavinnu eftir að 632 inu hafi verið lagðar fram úrklippur úr blöðum, sanni það ekkert um það að stefnandi hali orðið fyrir miska. Á meðan lögbannið stóð yfir hafi stefn- andi ásamt félögum sínum rekið hlutafélagið Kamb með mesta myndarbrag, Hafi ekki sést á þeim rekstri að eigendurnir hali orðið fyrir miska. Skorað er á stofnanda að upplýsa hvaða viðskiptasambönd hann hafi missi vegna lögbannsins Allan lagagrundvöll skorti tl þess að leggja á stefnda ábyrgð vegra skerð- ingar á viðskiptasamböndum, mannorði, tckjuskerðingu og fleiru. Ekki liggi neitt fyrir í málinu að stefnandi hafi orðið fyrir slíkum skerðingum og jafn- vel þótt svo væri að það væri af völdum stefnda. Við munnlegan málflutning var því haldið fram, að veikindi eisinkonu stefnanda væru ókönnuð og ekkert væri vitað um heilsufar hennar fyrir bann, Stefnandi hefur gefið skýrslu fyrir dóminum vegna máls þessa. Hér fyrir dómi eru einnig rakin mál 1veggja annarra vörubifreiðastjóra á hendur stefnda. Mál þessi eru nr. 3781/1983 Sverrir Elennusson gegn Vörubil stjórafólaui Suðurnesja og mál nr. 1130/1983 Einar 8. Svavarsson gogn sama. Þeir Einar og Sverrir hafa gefið aðilaskýrslur í sínum málum og jafnframt bafa verið yfirheyrðir Fyrir dómi þeir Guðlaugur Tómasson, fyrs- verandi lormaður stefnda, og Frímann Ottósson, stjórnarmaður í stefnda, Lögmenn aðila eru sammála um það að yfirheyrslur þessar skuli hafa sama ildi og hefðu þær farið fram í þessu máli. „ Niðurstaða: Stefnandi mun hala hafið vörubilaakstur á árinu 1967. Á árinu 1973 stofnaði hann ásamt sex öðrum Jélögum í slefnda hlutafélagið Kamb og var það að sögn gert vegna lítillar atvinnu hjá vörubilastöð stefnda. Eftir stofnun Kambs hf. unnu stefnandi og félagar hans áfram sem vörubifreiða- stjórar, jafnframt því sem þeir unnu hjá Kambi hf. Fram kom hjá Einari 5. Svavarssyni við yfirheyrslu hér fyrir dómi að áður en honum og félögum hans var vikið úr stefnda hafi þeir mett á vörubilastöð stefnda ef þeir höfðu ekkert annað að sera, þá hali þeir skráð sig á stöðvarlista. En ef einhver annar hafði beðið þá að vinna eithvað, þá hafi þeir gert það. Ekki hefur stofnandi upplýst hve stór hluti af tekjum hans síðustu árin, áður en lög- bann var lagt á vörubilaakstur hans, stafaði af þeim akstri og hve sór hluti stafaði af vinnu hans hjá Kambi hf. Ekki hefur heldur verið upplýst hvenær árs tekna þeirra var aflað sem stefnandi hafði á þeim tíma sem lögbannið stóð. Fram kom hjá stofnanda að eftir að lögbannið var lagt á hafi hann einungis unnið hjá Kambi hf. og þar hafi ekki verið næg verkefni. Sfnandi hafi verið moð kranabil og hafi hann misst alla sína kranavinnu eflir að 632 inu hafi verið lagðar fram úrklippur úr blöðum, sanni það ekkert um það að stefnandi hafi orðið fyrir miska. Á moðan lögbannið stóð yfir hali stefn andi ásam félögum sínum rekið hlutafélagið Kamb með mesta myndarbrag. Hafi ekki sést á þeim neksiri að eigendurnir hafi orðið fyrir miska, Skorað, er á stefnanda að upplýsa hvaða viðskiptasambönd hann hafi misst vegna lögbannsins. Allan lagagrundvöll skorG til þess að leggja á stefnda ábyrgð vegna skerð- ingar á iðskinssamböndum, mannorði, tekiukerðingu og fleri. Ekki legi neitt fyrir í málinu að stefnandi hafi orðið fyrir slíkum skerðingum og jafn- vel þótt svo væri að það væri af völdum stefnda. Við munnlegan málflutning var því haldið fram, að veikindi eiginkonu stefnanda væru ókönnuð og ekkert væri vitað um heilsufar hennar fyrir lögbann Stefnandi hefur gefið skýrslu fyrir dóminum vegna máls þessa, Hér fyrir dómi eru einnig rakin mál tveggja annarra vörubifreiðastjóra á hendur stefnda. Mál þessi eru nr. 3781/1983 Sverrir Blentínusson gegn Vörubil- stjórafölaai Suðurnesja og mál nr. 1130/1983 Einar 5. Svavarsson gegn sama, Þeir Einar og Sverrir hafa gefið aðilaskýrslur í sínum málum og Jafnframt hafa verið yfirheyrðir fyrir dómi þeir Guðlaugur Tómasson, fyrr. verandi formaður stefnda, og Frímann Ottósson, stjórnarmaður í stefnda, Lögmenn aðila eru sammála um það að yfirheyrslur þessar skuli hafa sama ildi og hefðu þær farið fram í þessu máli v Niðurstaða: Stefnandi mun hafa hafið vörubílaskstur á árinu 1967. Á árinu 1973 stofnaði hann ásami sex öðrum félögum í stefnda hlutafélagið Kamb og var það að sögn gort vegna liillar atvinnu hjá vörubílastöð stefnda. Eftir stofnun Kambs hf. unnu stefnandi og félagar hans áfram sem vörubifæeiða- stjórar, jafnframt því sem þeir unnu hjá Kambi hf. Fram kom hjá Einari 5. Svavarssyni við yfirbeyrslu hér fyrir dómi að áður en honum og félögum hans var vikið úr stefnda hafi þeir mætt á vörubilastöð stelnda ef þeir höfðu ekkert annað að gera, þá hafi þeir skráð sig á stöðvarlista. En ef einhver annar hafði beðið þá að vinna eitthvað, þá hafi þeir sert það. Ekki hefur stefnandi upplýst hve stór hluti af tekjum hans síðustu árin, áður en lög- bann var lag! á vörubilaakstur hans, stafaði af þeim akstri og hve sór hluti stafaði af vinnu hans hjá Kambi hf. Ekki hefur heldur verið upplýst hvenær árs reka þeirra var aflað sem slefnandi hafði á þeim tíma sem "bannið stóð. Pram kom hjá slefnanda að eftir að lögbannið var lagt einungis unnið hjá Kambi hl. og þar hafi ekki verið næg verka én hafi verið með kranabil og hafi hann misst alla sína kranavinnu eftir að 633 lögbannið var lagt á og hafi hann hætt útgerð á kranabíl 1981 að því er stefnandi hélt. Bíl sinn leigði stefnandi Kambi hf., þannig að hann hafði leigutekjur af bílnum fyrir utan laun fyrir vinnu sína hjá Kambi hf. Fram kom hjá stefnanda að hann hafi í gegnum tíðina verið á gömlum bílum og reiknaði hann með að hafa verið aftan við meðaltal í tekjum. Ekki hóf stefnandi störf að nýju á vörubílastöð stefnda eftir að lögbann- inu var aflétt. Hann hélt fyrst áfram að vinna hjá Kambi hf., en hóf síðan starf sem leigubílstjóri. Nú hefur sonur stefnanda hafið vörubílaakstur á vörubílastöð stefnda í stað stefnanda. Ekki hafa verið lögð fram gögn er sýni vinnutekjutap stefnanda, en lögð hafa verið fram sem dskj. 13-18 ljósrit skattframtala stefnanda á árunum 1978 til 1983. Jafnframt hefur verið lagt fram sem dskj. 21, ljósrit úr frétta- bréfi Kjararannsóknarnefndar, febrúar 1984, bls. 54 og 55 og sem dskj. 22, yfirlit úr hagtölum mánaðarins, mars 1984, bls. 31 og 32, svo og sem dskj. 29, yfirlit um meðalkaup vörubifreiðastjóra á launum skv. upplýsingum frá Kjararannsóknarnefnd. Við athugun á gögnum þessum kemur í ljós, að á árunum 1977 - 1979 hækka brúttótekjur stefnanda um 39% að meðaltali á ári, en á árunum 1980 til 1982 um 72% að meðaltali á ári. Samkvæmt dskj. 21 virðist meðalhækkun á tekjum launþega á árunum 1977 - 1979 hafa verið um 50% á ári og á árunum 1980 - 1982 einnig um 5090. Samkvæmt dskj. 22 virðist meðalhækkun kauptaxta á árunum 1977 - 1979 hafa verið 4800 á ári, en á árunum 1980 - 1982 50% á ári. Samkvæmt dskj. 29 hafa meðaltekjur vörubifreiðastjóra á launum hækkað um 59% að meðaltali á ári á árunum 1977 - 1979, en um 46% á ári á árunum 1980 - 1982. Af hálfu stefnda hafa verið lögð fram ljósrit af skattframtölum þriggja vörubifreiðastjóra. Af framtölum tveggja þeirra verða litlar upplýsingar dregnar þar sem þar er einungis um að ræða eitt framtal frá hvorum. Á dskj. 23 - 26 eru framtöl eins vörubifreiðastjóra frá árunum 1980 - 1983. Samkvæmt framtölum þessum hafa brúttótekjur þessa vörubifreiðastjóra hækkað um 64% að meðaltali á ári á árunum 1980 til 1982. Það sem hér hefur verið rakið sýnir að eftir að lögbannið var lagt á hækkuðu brúttótekjur stefnanda hlutfallslega meira að meðaltali á milli ára en árin á undan. Jafnframt, að eftir að lögbannið var lagt á var hlutfallsleg hækkun á brúttótekjum stefnanda að meðaltali á ári meiri en hlutfallsleg hækkun á tekjum launþega að meðaltali á ári og meira en hlutfallsleg meðalhækkun kauptaxta á ári og jafnframt meira en hlutfallsleg hækkun meðaltekna vörubifreiðastjóra á launum á ári. Einnig er hlutfallsleg meðal- hækkun brúttótekna stefnanda á árunum 1980 til 1982 hærri en hlutfallsleg hækkun sömu tekna hjá vörubifreiðastjóranum, sem á framtölin á dskj. 634 23 - 26, en það var álit stefnanda að hjá þessum vörubifreiðastjóra myndi vera ágætis útkoma. Þar sem stefnandi hefur ekki með öðrum hætti fært líkur að vinnutekju- tapi sínu verður krafa stefnanda um bætur vegna vinnutekjutaps ekki tekin til greina. Þegar virtar eru blaðagreinar þær sem lagðar hafa verið fram til stuðnings kröfu stefnanda um bætur vegna mannorðshnekkis og þá sérstaklega þegar lesnar eru tvær greinar í Suðurnesjatíðindum 28. september 1979, en það virðast vera fyrstu blaðaskrifin um þetta mál og svo þegar haft er í huga hvers konar lögbann er hér um að ræða, þá þykja ekki efni til þess að taka til greina kröfu stefnanda um bætur fyrir mannorðshnekki. Gegn andmælum stefnda verður að telja fullyrðingar af hálfu stefnanda um veikindi eiginkonu stefnanda af völdum lögbannsins ósannaðar, enda hafa engin læknisvottorð verið lögð fram til stuðnings þessari fullyrðingu. Ekki gat stefnandi tilgreint viðskiptavini, sem hann hefði misst vegna lög- bannsins og ekki hafa verið færðar líkur að lánstraustspjöllum stefnanda og verður krafa um bætur fyrir viðskiptaspjöll, mannorðshnekki og annan miska því ekki tekin til greina. Niðurstaða málsins verður því sú að stefndi verður sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Uppkvaðning dóms þessa hefur dregist nokkuð vegna mikilla anna dóm- arans sem var Auður Þorbergsdóttir borgardómari. Dómsorð: Stefndi, Vörubílstjórafélag Suðurnesja, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Auðuns Guðmundssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 635 Fimmtudaginn 30. apríl 1987. Nr. 113/1986. Marinó P. Sigurpálsson og Sigurpáll Marinósson sjálfir og vegna Feró s/f (Agnar Gústafsson hrl.) gegn Bílasmiðjunni Kyndli h/f og gagnsök (Sigurmar K. Albertsson hrl.) Verkkaup. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Aðaláfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. mars 1986 að fengnu áfrýjunarleyfi 21. s.m. samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Þeir krefjast sýknu af öllum kröfum gagnáfrýj- anda gegn greiðslu á 30.300,00 krónum ásamt vöxtum að mati Hæstaréttar og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með töldum matskostnaði 7.496,00 krónum. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 16. apríl 1986. Hann krefst þess að aðaláfrýjendur verði dæmdir til að greiða 109.763,71 krónu auk 19% ársvaxta frá 1. júlí 1984 til 1. janúar 1985, 32% ársvaxta frá þeim degi til 1. mars s.á., en síðan með mánaðar- legum dráttarvöxtum þannig: 4% til 1. júní s.á., 3,5%0 frá þeim degi til 1. september s.á., 3,75%0 frá þeim degi til 1. mars 1986, 2,75% frá þeim degi til 1. apríl s.á. og 2,25% frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Svo sem fram kemur í héraðsdómi mátu hinir dómkvöddu mats- menn aukakostnað við málun bifreiðarinnar 16.000,00 krónur. Þessum lið matsins hefur ekki verið hnekkt með yfirmati eða öðrum hætti. Þykir því eiga að leggja hann til grundvallar við úrlausn máls- ins. Að öðru leyti ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm með þeim rökum sem greinir í forsendum hans. Upphafstíma vaxta og vaxta- fæti hefur ekki verið mótmælt. Samkvæmt framanrituðu ber að dæma aðaláfrýjendur til að 636 greiða gagnáfrýjanda 59.300,00 krónur með vöxtum eins og dóms- orði. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður í báðum sökum. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, Marinó P. Sigurpálsson og Sigurpáll Marin- ósson sín vegna og f.h. Feró s/f, greiði gagnáfrýjanda, Bíla- smiðjunni Kyndli h/f., 59.300,00 krónur með ársvöxtum þannig: 19% frá 1. júlí 1984 til 1. janúar 1985, 32% frá þeim degi til 1. mars s.á., 48% frá þeim degi til 1. júní s.á., 420 frá þeim degi til 1. september s.á., 45% frá þeim degi til 1. mars 1986, 33% frá þeim degi til 1. apríl 1986 og 27% frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 20. nóvember 1985. 1. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 1. nóvember sl., er höfðað fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur af Bílasmiðjunni Kyndli hf., nnr. 5588-4307, Stórhöfða 18, Reykjavík gegn Marinó P. Sigurpálssyni, nnr. 6476-9111, Steinaseli 6, Reykjavík og Sigurpáli Marinóssyni, nnr. 8037-2051 sama stað persónulega og f.h. sameignarfélags þeirra Feró sf., nnr. 2308-2160 með stefnu birtri 19. mars 1985. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði in solidum dæmdir til greiðslu á kr. 109.763,71 auk 19% ársvaxta frá 1. júlí 1984 til 1. janúar 1985, en með 3200 ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1985, en 4% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt taxta LMFÍ. Dómkröfur stefndu eru þær að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda í máli þessu gegn greiðslu á kr. 22.504,00 ásamt vöxtum að mati dómsins. Þá er þess krafist að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða stefndu málskostnað samkvæmt taxta LMFÍ. Sáttaumleitanir fyrir dómi hafa ekki borið árangur. 637 II. Málavextir eru þeir samkvæmt gögnum málsins, að í maímánuði 1984 tók stefnandi að sér að mála hús á vörubifreið stefndu, R-29290, en bifreið þessi hafði í nóvembermánuði 1983 verið til viðgerðar á bifreiðaverkstæði Árna Gíslasonar hf. eftir veltu, þar sem bíllinn var fullréttur og penslaður með grunni og lakki sbr. vottorðið á dómskjali nr. 9 í málinu. Er mál þetta risið út af reikningskröfu stefnanda, Bílasmiðjunnar Kyndils hf., fyrir verkið að fjárhæð kr. 109.763,71 samkvæmt reikningi á dómskjali nr. 3. Hafa stefndu neitað því að greiða reikning þennan sem þeir telja vera allt of háan. Með bréfi lögmanns stefndu dags. 9. ágúst 1984 var þess farið á leit við yfirborgardómarann í Reykjavík, að dómkvaddir yrðu matsmenn til þess að meta hæfilegan kostnað við að mála hús bifreiðarinnar R-29290. Fór sú dómkvaðning fram á bæjarþingi Reykjavíkur hinn 17. ágúst það ár. Matsgjörð hinna dómkvöddu matsmanna liggur fyrir í málinu sem dóm- skjal nr. 6 og er dags. 29. október 1984. Í niðurstöðu matsgerðar þessarar segir svo: „Kostnað við slípun, spörtlun og lökkun á samskonar bifreið telja matsmenn hæfilega metinn á kr. 43.300,00 og er þá miðað við að ekki sé um að ræða aukaverkefni sem krefjast vinnu umfram það sem venjulegt getur talist. Með vísun til þess sem fyrr er sagt, telja matsmenn að málunin á R-29290 hafi krafist aukinnar vinnu og efnisnotkunar sem sé hæfilega metið á kr. 16.000,00 og að þá hefði átt að nást viðunandi árangur. Á lakkinu eru hins vegar áferðargallar, einkum á hurðum og vinstra afturhorni sem telja verður afleiðingu á ónógri undirvinnu. Niðurstaða okkar er því sú að hæfileg greiðsla fyrir málunina á R-29290 sé kr. 59.300,00 enda væri árangur vinnunnar viðunandi og ástæðulaust fyrir eiganda að setja út á vinnugæði“ Í máli þessu er ágreiningur með aðilum um það hvað hafi verið hæfilegt endurgjald fyrir það verk sem stefnandi innti af hendi vegna bifreiðar stefndu. lll. Stefnandi, sem rekur bílréttinga- og málningarverkstæði í Reykjavík, byggir dómkröfur sínar á reikningi nr. 5408 er stefndu hafi verið gerður vegna viðgerðarvinnu dagana 6.5. - 26.5. 1984 og 6.6. - 7.6. 1984 við bif- reiðina R-29290, sem er eign stefndu. Nánar tilgreint hafi verið unnið í 184 klst. við að taka af króm og bretti, stuðara og gangþrep ryðbætt, tekið af eldra fyllingarefni á hlið v/m og afturgafli og rétt aftur. Réttur toppur, gert við plastbretti, teknar út rúður og framstuðari réttur. Frágangur eftir málun og sandblástur. Verkþættir þessir hafi verið verðlagðir á kr. 41.768,00. Þá hafi hús bifreiðarinnar verið almálað svo og samstæða húss og gangþrepa og grill og hurðarföls pensluð. Þessi verkliður hafi tekið 112 klst. á kr. 638 25.537,50. Við ofangreint hafi verið notað uppleysir, málningarefni, fylling, skífur og trefjaplast fyrir kr. 11.774,00. Trygging í 20 daga, klefa- og hand- verkfæragjald hafi numið kr. 8.558,00. Boltar, lím, bón, hreinsiefni og sandblástursvél í 11 klst. hafi kostað kr. 1.240,00. Við ofangreint hafi síðan bæst sölugjald 23'4% kr. 20.886,21 og séu fjárhæðir samtals kr. 109.763,71 sem sé stefnufjárhæð máls þessa. Stefandi byggir kröfu sína á almennum reglum kröfuréttarins. Af hálfu stefnanda er tekið fram í greinargerð varðandi matsgjörð þá sem fram fór, að aðeins hafi verið metinn hluti verksins og niðurstöður mats- manna verið í samræmi við reikning stefnanda, hvað þann hluta verksins snerti. Stefnandi lýsi ítarlega í dómskjali nr. 4 hvað unnið hafi verið við bifreiðina R-29290, sbr. réttarskjal nr. 3. Sé það að mestu leyti staðfest við skoðun matsmanna sbr. réttarskjal nr. 7. Stefndu byggja dómkröfur sínar á því, að reikningskrafa stefnanda fyrir að mála hús bifreiðar stefndu, R-29290, sé allt of há. Hafi reikningi stefn- anda strax verið mótmælt og af hálfu stefndu látið fram fara mat á verkinu sbr. framlagða matsgerð. Samkvæmt matsgerðinni telji matsmenn að kostnaður við slípun, spörtlun og lökkun sé hæfilega metin á kr. 43,300,00. Frá þeirri fjárhæð telji stefndu að draga eigi bætur vegna galla á verkinu, sem stefndu meti hæfilega kr. 13.300,00. Auk þess eigi að draga frá dóm- kvaðningu matsmanna kr. 496,00,0g reikning matsmanna kr. 7.000,00 þannig að eftir standi kr. 22.504,00, sem sé sú fjárhæð sem stefndu vilji greiða. Því sé algerlega mótmælt af hálfu stefndu að nokkur aukaverk hafi verið nauðsynleg í sambandi við málun bifreiðarinnar. Það telji stefndu vera rangt. Megi í því sambandi vísa til vottorðs bifreiðaverkstæðis Árna Gísla- sonar á dómskjali nr. 9, þar sem fram komi að bíllinn hafi verið fullréttur og tilbúinn til málunar. Aukavinna sú, sem fram komi í matsgerð, sé því reist á misskilningi matsmanna. Mótmælt sé þeirri staðhæfingu, sem fram komi í matsgerð, að rétt lakk hafi ekki verið notað. Af hálfu aðila hafa komið fyrir dóminn og gefið skýrslu Kristinn Ó. Kristinsson forstjóri stefnanda og Marinó Pétur Sigurpálsson, fram- kvæmdastjóri hjá stefndu. Þá hafa gefið skýrslur fyrir dómi vitnin Her- mann Jóhannesson og Haraldur Þórðarson, Árni Gíslason, Sigurður Berg- mann Jónasson, Jónas Gunnarsson, Lárus Haukur Jónsson og Viðar Marinósson. Dómendur skoðuðu bifreiðina R-29290 ásamt forsvarsmönnum aðila og lögmönnum þeirra. IV. Svo sem fram er komið tók stefnandi að sér að mála, með tilheyrandi undirvinnu, hús á vörubifreið stefndu R-29290, sem er Scania Vabis árgerð 639 1972. Verk þetta var unnið dagana 6. - 26. maí 1984 og 6. - 7. júní 1984 og er ágreiningur með aðilum út af reikningskröfu stefnanda fyrir verkið, samtals að fjárhæð kr. 109.763,71. Hafa stefndu mótmælt reikningi þessum sem allt of háum og krafist sýknu af kröfum stefnanda gegn greiðslu á kr. 22.504,00. Er sú fjárhæð grundvölluð á framlagðri matsgjörð dóm- kvaddra matsmanna um málingarkostnað að fjárhæð kr. 43.300,00, en að frádregnum bótum vegna galla á verkinu, sem stefndu áætla kr. 13.300,00 og að frádregnum matskostnaði að fjárhæð kr. 7.496,00, svo sem fyrr er rakið. Verður nú fjallað um reikningskröfu stefnanda. Að mati hinna sérfróðu meðdómsmanna þykir hæfilegt að til grundvallar málingarvinnu í verki þessu verði lögð fjárhæð matsgjörðar, kr. 43.300,00. Sé tekið tillit til þeirrar réttingar- og undirbúningsvinnu, sem áður hafði farið fram á bifreiðinni og unnin var á bifreiðaverkstæði Árna Gíslasonar, sbr. dómskj. nr. 9 og 13 í málinu, verður að telja vinnustundir þær, sem stefnandi reiknar sér að öðru leyti, verulega oftaldar. Telja hinir sérfróðu meðdómsmenn að hæfilegt sé að reikna með 58 vinnustundum alls fyrir krómvinnu, réttingu og ryðbætingu, og er þá litið til þess að um endurtekna fyllingarvinnu að einhverju leyti hafi verið að ræða. Rétt þykir í þessu efni að miða tímakaup útseldrar vinnu við kr. 227,00 svo sem stefnandi reiknar sér, sem og hefur ekki sætt sérstökum andmælum af hálfu stefndu. Reikn- ingsfjárhæðir og vinnustundafjöldi sundurliðast nánar þannig skv. framan- sögðu: Réttingarvinna 20 klst. Krómvinnan 20 klst. Ryðbæting 18 klst. 58 klst. á kr. 227,00 kr. (13.166,00 verkfæragjald st 2.320,00 trygging Ss 400,00 gas, pappír o.fl. S 900,00 kr. 16.786,00 söluskattur 23,5% “ 3.945,00 alls kr. 20.731,00 málun skv. mati 43.300,00 Samtals kr. 64.031,00 Sé litið til þess að áferðargallar þeir sem á bifreiðinni eru verða að teljast óverulegir, svo þess að hér er um að ræða vörubifreið af árgerð 1972, sem notuð er við ýmiskonar þungavinnu og flutninga, verður ekki talin ástæða til að lækka framangreinda fjárhæð af þeim sökum. Að því er varðar kröfu 640 stefndu til greiðslu matskostnaðar telst hann vera hluti málskostnaðar, sbr. 5. tl. 175. gr. laga nr. 8/1936 um meðferð einkamála í héraði. Samkvæmt framansögðu verður niðurstaða málsins sú, að dæma ber stefndu in solidum til að greiða stefnanda kr. 64.031,00 og með vöxtum eins og krafist er til 1. júní 1985, en frá þeim degi reiknast 3,5% dráttarvextir á mánuði til 1. september 1985, en 3,75% dráttarvextir á mánuði frá þeim degi til greiðsludags, svo sem nánar greinir í dómsorði. Eftir atvikum þvkir rétt að málskostnaður falli niður. Dóm þennan kváðu upp Eggert Óskarsson borgardómari og meðdómend- urnir Guðjón Á. Sigurðsson bílamálari og Kristján G. Tryggvason bifvéla- virkjameistari. Dómsorð: Stefndu, Marinó P. Sigurpálsson, Sigurpáll Marinósson, persónulega og f.h. Feró sf., greiði stefnanda, Bílasmiðjunni Kyndli hf., kr. 64.031,00 með 19% ársvöxtum frá 1. júlí 1984 til 1. janúar 1985, en með 3200 ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1985, en með 4% drátt- arvöxtum á mánuði frá þeim degi til 1. júní 1985, en með 3,5% drátt- arvöxtum á mánuði frá þeim degi til 1. september 1985, en með 3,75% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til greiðsludags, innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Málskostnaður fellur niður. Mánudaginn 4. maí 1987. Nr. 58/1987. Sigurður Gíslason gegn Jóni Ingvari Pálssyni og Þorkeli Jóhanni Pálssyni persónulega og f.h. Sameignarfélagsins Pálssynir st. Útivistardómur Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Sigurður Gíslason, er eigi sækir dómþing í máli þessu, 641 greiði 800,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Nr. 118/1987. Útivistardómur. Mánudaginn 4. maí 1987. Pétur Gunnlaugsson f.h. einkafirma síns Leigumála gegn Sigurmar Albertssyni hrl. Othari Erni Petersen hrl. Landsbanka Íslands Árna Vilhjálmssyni hdl. Gjaldheimtunni í Reykjavík Guðmundi Jónssyni hdl. Pétri Guðmundarsyni hrl. Baldri Guðlaugssyni hrl. Samvinnutryggingum g.t. Gísla Baldri Garðarssyni hrl. Ólafi Gunnlaugssyni Ólafi Thoroddsen hdl. Verslunarbanka Íslands og Sigurði I. Halldórssyni. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Pétur Gunnlaugsson f.h. einkafirma síns Leigumála, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 800,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. 41 642 Mánudaginn 4. maí 1987. 119/1987. Pétur Gunnlaugsson gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík Valgarð Briem hrl. Landsbanka Íslands Ólafi Ragnarssyni hrl. Tómasi Þorvaldssyni hdl. Pétri Guðmundarsyni hrl. Samvinnutryggingum g.t. Ólafi Thoroddsen hdl. Jóni Guðmundssyni og Hallgrími Magnússyni Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Pétur Gunnlaugsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 800,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Mánudaginn 4. maí 1987. Nr. 120/1987. Pétur Gunnlaugsson gegn Sigurmar Albertssyni hrl. Gjaldheimtunni í Reykjavík Gísla Baldri Garðarssyni hrl. Samvinnutryggingum g.t. Jóni Finnssyni hrl. Guðjóni Ármanni Jónssyni hdl. Arnmundi Backman hrl. Róbert Árna Hreiðarssyni hdl. 643 Ólafi Thoroddsen hdl. Jóni Ingólfssyni Pétri Guðmundarsyni hrl. Tollstjóranum í Reykjavík Landsbanka Íslands Tómasi Þorvaldssyni hdl. Ásgeiri Jónssyni hdl. Ólafi Gústafssyni hrl. og Birni Ólafi Hallgrímssyni hdl. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Pétur Gunnlaugsson, er eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 800,00 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir af nýju. Þriðjudaginn 5. maí 1987. Nr. 18/1986. Sigurður Guðbjörnsson (Valgarð Briem hrl.) gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og uppboðshaldaranum í Árnessýslu Andrési Valdimarssyni sýslumanni (Gunnlaugur Claessen hrl.) Fébótaábyrgð vegna dómaraverka. Sýkna. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson og Björn Þ. Guðmundsson prófessor. 644 Stefnandi hefur höfðað mál þetta fyrir Hæstarétti með stefnu 24. janúar 1986. Hann krefst þess að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða sér 13.846,00 krónur með dráttarvöxtum á mánuði og fyrir brot úr mánuði svo sem hér segir: 3,5%0 frá 1. ágúst 1985 til 1. september s.á., 3,75% frá þeim degi til 1. mars 1986, 2,75% frá þeim degi til 1. apríl s.á. og 2,25% frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefndu in solidum. Stefndu gera þær dómkröfur aðallega að málinu verði vísað frá dómi en til vara að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda og krefjast í báðum tilvikum málskostnaðar úr hendi hans. Til þrauta- vara krefjast þeir að fjárhæð dómkröfunnar verði lækkuð og verði málskostnaður þá látinn niður falla. Með bréfi 29. júlí 1982 til sýslumannsins í Árnessýslu krafðist Jón Magnússon héraðsdómslögmaður þess f.h. Kristjáns Garðarssonar að fasteignin Brúarhvammur í Biskupstungum, þinglýst eign Jóns Guðlaugssonar, yrði seld á nauðungaruppboði á grundvelli fjárnáms sem gert hafði verið í fasteigninni 8. s.m. til tryggingar skuld að fjárhæð 20.000,00 krónur auk vaxta og kostnaðar. Nauðungar- uppboð á fasteigninni var auglýst í 20., 25. og 29. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1983 og fyrst tekið fyrir í skrifstofu sýslumanns á Selfossi 15. apríl s.á. Sótt var þing af hálfu uppboðsbeiðanda en ekki upp- boðsþola. Var uppboðinu síðan frestað og ákveðið að taka það næst fyrir á eigninni sjálfri eftir ákvörðun uppboðsréttar. Var það gert föstudaginn 18. maí 1984 kl. 15:30 að undangenginni auglýsingu í Morgunblaðinu 11. s.m. Þá hafði uppboðshaldara auk áður nefndrar uppboðskröfu borist uppboðskrafa frá Steingrími Þormóðssyni héraðsdómslögmanni á grundvelli tryggingabréfs fyrir víxilskuld að fjárhæð 300.000,00 krónur með veði í fasteigninni. Samkvæmt veð- bókarvottorði, sem lagt var fram, námu þinglýstar veðskuldir á eigninni, sem framar stóðu áðurgreindum kröfum upphaflega samtals 198.521,00 krónum, en ekki varð séð af skjölum máls hvort þær hefðu verið greiddar að einhverju leyti. Ekki bera gögn máls með sér að aðilum þeim, sem greinir í 3. mgr. 22. gr. uppboðslaga nr. 57/1949 eða 2. mgr. 22. gr. laga nr. 65/1976, hafi verið tilkynnt sérstaklega um að uppboðið færi fram á eigninni sjálfri þennan dag. Á uppboðsþinginu 18. maí var uppboðsþoli ekki mættur og enginn fyrir hans hönd. Jón Magnússon sótti þing fyrir hönd upp- 645 boðsbeiðanda en enginn af hálfu annarra veðhafa. Bauð hann 45.000,00 krónur í eignina f.h. umbjóðanda síns. Fleiri boð komu ekki og uppboðshaldari tók sér síðan frest í 2 vikur til að taka ákvörðun um fram komið boð. Ekki kom fram á þinginu krafa um annað og síðasta uppboð, sbr. 1. mgr. 29. gr. uppboðslaga. Engu að síður auglýsti uppboðshaldari annað og síðasta uppboð í eigninni í dagblaði 24. júlí s.á. Uppboðshaldara barst nú krafa Valgarðs Briem hæstaréttarlög- manns, dags. 6. júlí 1984, um uppboð á framangreindri fasteign á grundvelli fjárnáms 29. júní 1984 fyrir kröfu að fjárhæð 42.989,00 krónur auk vaxta og kostnaðar. Var uppboðsbeiðnin lögð fram í uppboðsrétti sem háður var á fasteigninni sjálfri 31. júlí 1984. Uppboði því, sem hafði verið auglýst þann dag, var frestað en það var tekið fyrir í uppboðsréttinum síðar nokkrum sinnum þar til háð var uppboðsþing til sölu eignarinnar 9. apríl 1985. Varð Garðar Briem héraðsdómslögmaður hæstbjóðandi. Með úrskurði upp- kveðnum 10. maí 1985 ákvað uppboðshaldarinn að hafna boðinu og ákvað að annað uppboð skyldi fara fram. Úrskurður þessi var kærður til Hæstaréttar sem með dómi 19. júní 1985 ómerkti úr- skurðinn og málsmeðferðina í héraði og vísaði uppboðsmálinu frá uppboðsréttinum. Í máli þessu krefur stefnandi stefndu um skaðabætur fyrir tjón það sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna mistaka uppboðs- haldara við framangreint uppboðsmál. Hefur hann sundurliðað kröfu sína þannig: 1. Fyrir mót 9. apríl 1985 skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands kr. C 950,00 2. Hlutdeild í ferðakostnaði og dagpen- ingum 9. apríl 1985 skv. gjaldskrá S 4.475,00 3. Akstur 240 km G 2.904,00 4. Fyrir mót 26. apríl 1985 og akstur vegna kröfugerðar um afsal og viðræður við uppboðshaldara £ 3.510,00 5. Kærugjald til Hæstaréttar G 300,00 6. Kostnaður við kærumál “ 1.607,00 7. Greitt endurrit G 100,00 Samtals kr. 13.846,00 646 Kröfu sína byggir stefnandi á því að staðfest sé með dómi Hæsta- réttar 19. júní 1985 að uppboðshaldaranum hafi orðið á mistök við meðferð framangreinds uppboðsmáls og beri stefndu fébótaábyrgð á þeim mistökum. Styður stefnandi kröfu sína á hendur uppboðs- haldara einkum við ákvæði 1. og 2. mgr. 34. gr. laga nr. 85/1936. Kröfu sína á hendur fjármálaráðherra reisir stefnandi á reglum um ábyrgð ríkissjóðs vegna dómaraverka. Kröfu sína um að málinu verði vísað frá Hæstarétti reisa stefndu á því að það sé of seint höfðað sbr. 2. mgr. 38. gr. laga nr. 75/1973, sbr. 1. og 2. mgr. 20. gr. sömu laga, sbr. 4. gr. laga nr. 57/1949. Taki lagagreinar þessar til málsefnisins annaðhvort beint eða með lögjöfnun. Samkvæmt lagaákvæðum þessum hafi hámarksfrestur til að höfða mál þetta verið fjórar vikur auk þriggja mánaða þar á eftir og hafi fresturinn verið liðinn þegar stefna til Hæstaréttar var gefin út 24. janúar 1986. Stefnandi hefur mótmælt frávísunarkröfunni. Það segir ekki berum orðum í lögum hver séu tímamörk höfðunar máls sem þessa á hendur héraðsdómara og ríkissjóði til heimtu skaðabóta vegna dómaraverka. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 38. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands verður héraðsdómari ekki látinn sæta ábyrgð fyrir málsmeðferð sína eða dóm, þegar máli er áfrýjað, eftir að liðnir eru frestir þeir er í 1. og 2. mgr. 20. gr. lag- anna segir. Í 1. mgr. 20. gr. greindra laga segir að dómsathöfnum þeim, sem ekki sæti kæru til Hæstaréttar skv. 21. gr. laganna, megi áfrýja innan þriggja mánaða frá dómsuppsögu eða lokum dóms- athafnar. Þó skuli haldast sérákvæði nokkurra tilgreindra laga, þar á meðal 4. gr. uppboðslaga nr. 57/1949 og önnur sérákvæði í lögum um áfrýjunarfrest. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 57/1949 er áfrýjunarfrestur fjórar vikur frá lokum þeirrar dómsathafnar sem áfrýja skal en veita má dómsmálaráðherra þó leyfi til áfrýjunar næstu þrjá mánuði frá sama tíma, ef sérstaklega stendur á. Að svo vöxnu máli og m.a. með hliðsjón af dómi Hæstaréttar 25. janúar 1950 í málinu nr. 52/1949 þykir gagnvart báðum stefndu eiga að beita lögjöfnun frá 2. mgr. 38. gr. laga nr. 75/1973 sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 57/1949. Mál þetta var höfðað fyrir Hæstarétti með stefnu 24. janúar 1986 en þá var frestur til þess liðinn samkvæmt framansögðu. Ber því samkvæmt þessu að 647 sýkna stefndu af kröfum stefnanda án þess að til álita komi hvort stefnandi, sem eigi var aðili að hinu áðurgreinda uppboði, var réttur aðili að máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefndu, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og uppboðshaldar- inn í Árnessýslu, Andrés Valdimarsson sýslumaður, skuli vera sýknir af kröfum stefnanda, Sigurðar Guðbjörnssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara. Ákvæði 2. mgr. 38. gr. laga nr. 75/1973 er sérregla um kröfugerð, þegar máli er áfrýjað. Verður henni ekki beitt með lögjöfnun að mínu áliti. Frestur til að höfða mál þetta fyrir Hæstarétti er enginn settur í lögum, en krafan lýtur almennum fyrningarreglum. Ber því að ég tel að dæma málið að efni til. Meirihluti dómsins hefur komist að annarri niðurstöðu, og eru því ekki efni til að ég fjalli frekar um málsefnið. Miðvikudaginn 6. maí 1987. Nr. 105/1987. Jón Bjarnason gegn Óttari Proppé Kærumál. Kæruheimild. Máli vísað frá Hæstarétti. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Sóknaraðili hefur með kæru 20. febrúar 1987, er barst Hæstarétti 648 25. mars, kært til Hæstaréttar úrskurð bæjarþings Hafnarfjarðar uppkveðinn 9. febrúar um sameiningu bæjarþingsmálanna nr. 39/1986 og 40/1986. Með stefnu 17. desember 1985 stefndi sóknaraðili varnaraðila til greiðslu á 118.860,00 krónum auk vaxta og málskostnaðar. Kveður sóknaraðili um að ræða kröfu vegna vangreiddrar þóknunar vegna lögfræðistarfa hans fyrir varnaraðila að samningum við Pétur Árnason sem verið hafi meðeigandi varnaraðila í félaginu P. Árna- son á Proppé. Með annarri stefnu sama dag stefndi sóknaraðili varnaraðila til greiðslu á 98.940,00 krónum auk vaxta og kostnaðar. Sóknaraðili kveður kröfuna vera vegna vangreiddrar þóknunar fyrir störf að stofnun sameignarfélags varnaraðila og sonar hans. Mál þessi voru höfðuð fyrir bæjarþingi Hafnarfjarðar. Hinn 9. febrúar 1987 kvað dómarinn, Finnbogi H. Alexandersson héraðs- dómari, upp hinn kærða úrskurð að kröfu lögmanns varnaraðila en gegn mótmælum sóknaraðila. Úrskurðurinn er án forsendna og hljóðar svo: „Mál nr. 39/1986 og 40/1986: Jón Bjarnason hrl. gegn Óttarri (sic) Proppé eru sameinuð. Í eitt mál. Ákvörðun málskostnaðar vegna þessa þáttar bíður endanlegs dóms“ Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið. Rökstyður hann kröfuna með því að málin séu ekki út af sama réttarsambandi. Þá hafi hann í síðari stefnunni geymt sér rétt til þess, ef greiðsla fáist ekki hjá varnaraðila, að stefna syni hans, Ólafi Proppé. Telur sóknaraðili að ef af sameiningu málanna verði sé loku skotið fyrir að hann geti sótt kröfu á hendur Ólafi vegna umræddra starfa. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Af hálfu varnaraðila er þess krafist aðallega að máli þessu verði vísað frá Hæstarétti, þar sem kæruheimild skorti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst varnaraðili kærumáls- kostnaðar úr hendi sóknaraðila. Sóknaraðili skírskotar ekki til kæruheimildar í greinargerð sinni, en segist telja „engan vafa leika á að kæra þessi sé heimil“ Enn- fremur segir á þessa leið: „Þegar tvö mál eru þann veg, sem hér er, sameinuð í eitt fellur annað málið niður“ Sýnist sóknaraðili því 649 styðja kæruna við b-lið 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973. Sameining á málum leiðir ekki til þess að annaðhvort málið falli niður, heldur einungis til þess að málin verða dæmd í einu lagi. Er því hvorki samkvæmt nefndu ákvæði né öðrum ákvæðum laga heimilt að kæra mál þetta til Hæstaréttar, og ber að vísa því frá Hæstarétti. Málskostnaður verður ekki dæmdur í þessum þætti málsins. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sératkvæði Guðmundar Skaftasonar hæstaréttardómara. Sóknaraðili sækir kröfur sínar á hendur varnaraðila í tveimur málum. Með sameiningu þeirra fellur önnur málssóknin niður. Kæru á úrskurði um slíkan réttarfarságreining tel ég heimila samkvæmt b-lið 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 og beri því að leggja efnis- dóm á málið. Með því að meiri hluti dómara telur að vísa beri málinu frá hefur ekki þýðingu að ég dæmi það efnislega. Ég er sammála atkvæði meiri hluta dómara um kærumálskostnað. 650 Miðvikudaginn 6. maí 1987. Nr. 140/1987. Jón Ingimundur Guðmundsson gegn Áslaugu Borg Kærumál. Varnarþing. Frávísunardómur staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 6. f.m., er barst Hæstarétti 27. s.m. Hann krefst þess að hinn kærði dómur verði felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað til efnis- legrar úrlausnar. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi varnaraðila í héraði og fyrir Hæstarétti. Sóknaraðili kveðst hafa fengið vitneskju um héraðsdóminn 27. mars sl. og verður miðað við að það sé rétt. Hefur kæran, sem heimil er samkvæmt b-lið 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973, þannig borist í tæka tíð samkvæmt 1. mgr. 22. gr. sömu laga. Greinargerð hefur ekki borist frá varnaraðila. Fallast ber á þá niðurstöðu héraðsdómara að hin sérstaka varnar- þingsregla 78. gr. laga nr. 85/1936 eigi ekki við um mál þetta. Þá verður ekki talið að sóknaraðili hafi sýnt fram á að skilyrði hafi verið til þess að höfða mætti málið fyrir bæjarþingi Kópavogs samkvæmt heimildinni í 80. gr. sömu laga, en því hefur verið haldið fram af hálfu sóknaraðila fyrir Hæstarétti. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn kærða dóm. Dómsorð: Hinn kærði dómur er staðfestur. Dómur bæjarþings Kópavogs 9. mars 1987. I. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar eða dóms í dag, er höfðað fyrir bæjarþingi Kópavogs með þingfestingu málsins, hinn 16. október 1986, en stefnan var birt lögmanni stefndu hinn sama dag, af Jóni Ingimundi Guðmundssyni, nnr.: 5135-6608, Furugrund 70, Kópavogi, á hendur Ás- laugu Borg, nnr.: 0709-2598, Dalsgerði SF, Akureyri. 651 Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1. Að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda í skaðabætur kr. 26.100,00 með 3,75% mánaðarvöxtum frá 9. desember 1985 til 1. mars 1986, með 2,75% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. apríl 1986, en með 2,25% mánaðarvöxtum frá þeim degi til stefnubirtingardags, en síðan með dóm- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er gerð sú krafa, að áfallnir vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti og myndi þannig nýjan höfuðstól er beri sömu vexti og að framan greinir. 2. Að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda í matskostnað kr. 32.833,00 með 2,75% dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá 9. desember 1985 til 1. mars 1986, með 2,7500 mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. apríl 1986, en með 2,25% mánaðarvöxtum frá þeim degi til stefnu- birtingardags, en síðan með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Jafn- framt er gerð sú krafa, að áfallnir vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti og myndi þannig nýjan höfuðstól er beri sömu vexti og að framan greinir. 3. Að stefndu verði gert að greiða stefnanda málskostnað að mati rétt- arins. II. Í stefnu er málsatvikum lýst svo að með kaupsamningi, dags. 29. febrúar 1984, hafi stefnandi keypt af stefndu íbúð að Furugrund 70, 7. hæð BB, Kópavogi. Í ljós hafi komið, að eignin hafi verið haldin leyndum göllum, er stefndi keypti hana, sem hafi verið eftirfarandi: I. Leki með gleri í svalahurð, lausu fagi og fyrir ofan svalahurð. 2. Mikill „leki niður með vegg fyrir ofan svalaglugga. 3. Leki með gleri í suðurglugga við svalahurð. 4. Leka- og vatnsskemmdir hafi komið fram á stofuvegg, gólflistum og parketti. 5. Galli hafi verið á lökkun parketts, sem hulið var teppum. Þegar stefnandi keypti íbúðina var hún nýmáluð og voru því leka- og vatnsskemmdir algjörlega huldar. Á gólfum hafi verið teppi yfir parkettið að stórum hluta. Við kaupin hafi stefnanda verið sagt, að parkettið væri ársgamalt, en þegar teppin höfðu verið fjarlægð, hafi komið í ljós, að lakkið á parkettinu hafi verið stórgallað. Afsal hafi verið gefið út 4. janúar 1985 og undirritaði stefnandi það með fyrirvara vegna galla þeirra, sem að framan greinir. Stefnda var með bréfi, dags. 11. júní 1985 krafin úrbóta vegna galla þessara eða að semja um 652 bætur. Þessu hafi stefnda hafnað með bréfi, dags. 24. júní 1985. Hafi matsmenn verið dómkvaddir 14. ágúst 1985. Niðurstaða matsmanna í matsgjörð, dags. 9. desember 1985 var sú, að kostnaður við úrbætur næmi samtals kr. 26.100,00. Matsmenn tóku jafn- framt fram, að gallar þeir, sem hér um ræðir, væru ekki nýtilkomnir. Með bréfi, dags. 14. janúar 1986, til lögmanns stefndu, var stefnda krafin um greiðslu bóta í samræmi við matsgjörðina. Skriflegt svar hafi ekki borist, en hins vegar hafi lögmaður stefndu munnlega hafnað bótaskyldu. Í greinargerð stefndu kom fram krafa um frávísun málsins. II. Fór fram munnlegur málflutningur um frávísunarkröfuna í dag. Af hálfu stefndu eru þær kröfur gerðar í þessum þætti málsins að málinu verði vísað frá dómi og stefnandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað að mati dómarans. Af hálfu stefnanda eru þær dómkröfur gerðar í þessum þætti málsins að frávísunarkröfu stefndu verði hrundið og stefnda dæmd til að greiða stefnanda málskostnað í þessum þætti málsins að mati dómarans. Frávísunarkrafa stefndu er á því byggð að mál þetta hafi verið höfðað fyrir röngu bæjarþingi. Heimilisvarnarþing stefndu sé á Akureyri og ekkert ákvæði sé í samningi aðila um varnarþing í Kópavogi. Mál þetta sé höfðað til greiðslu skaðabóta vegna meintra vanefnda stefndu á kaupsamningi sem aðilar málsins gerðu vegna sölu fasteignar stefndu að Furugrund 70 í Kópa- vogi. Skaðabótamál vegna fasteignaviðskipta verði eigi höfðað á fasteigna- varnarþingi skv. Í. mgr. 78. gr. eml. nr. 85, 1936. Krafa stefnanda um að frávísunarkröfu stefndu verði hrundið er byggð á því að mál það, sem hér sé til úrlausnar, sé bótamál sem risið sé út af samningi vegna kaupa á íbúð. Deilt sé um innihald samningsins og sé því heimilt skv. 1. mgr. 78. gr. eml. nr. 85, 1936 að höfða málið á varnarþingi fasteignarinnar. Málsefnið snúist um fasteign og sé nauðsynlegt að skoða fasteignina við meðferð málsins. Varnarþing stefndu sé á Akureyri og leiði það til óeðlilegrar niðurstöðu ef ekki verði unnt að reka málið á varnarþingi fasteignarinnar. Málsefni það, sem hér er til umfjöllunar, varðar skaðabætur vegna meintra vanefnda stefnda á kaupsamningi, dagsettum 29. febrúar 1984, þar sem því er haldið fram af hálfu stefnanda, að fasteignin hafi verið haldin leyndum göllum við kaupin. Ekki þykir efni málsins vera þess eðlis að það falli undir ákvæði 1. mgr. 78. gr. laga nr. 85, 1936, þótt rétt kunni að vera, að dómurinn skoði húseign þá, sem um er fjallað. Ekki hafa aðilar málsins samið um meðferð málsins fyrir dómi á fasteignavarnaþingi fasteignarinnar sem þeir hafa heimild til samkvæmt |. mgr. 81. gr. laga nr. 85, 1936. 653 Verður samkvæmt þessu að vísa málinu frá dómi. Eftir þessum úrslitum verður stefnanda gert að greiða stefndu málskostn- að, sem ákveðst kr. 8.000,00. Ólöf Pétursdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Jón Ingimundur Guð- mundsson, greiði stefndu, Áslaugu Borg, kr. 8.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 6. maí 1987. Nr. 144/1987. Ákæruvaldið gegn Herði Ólafssyni Kærumál. Bráðabirgðasvipting ökuleyfis. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Hinn kærði úrskurður var birtur varnaraðila 22. f.m. og undirrit- aði varnaraðili yfirlýsingu um birtinguna „með kröfu um áfrýjun þegar í stað“ og þykir mega skilja yfirlýsingu þessa svo að hann kæri úrskurðinn. Kæra er heimil samkvæmt lokaákvæði 6. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Í greinargerð til Hæstaréttar krefst varnaraðili þess að úrskurðurinn verði ómerktur. Af hálfu ákæru- valds er þess krafist að úrskurðurinn verði staðfestur. Með skírskotun til raka hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Mál þetta er ófyrirsynju kært til Hæstaréttar. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 654 Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 21. apríl 1987. Ár 1987, þriðjudaginn 21. apríl er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Júlíusi B. Georgssyni fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. Hörður Ólafsson hæstaréttarlögmaður, Njálsgötu 87, Reykjavík, fæddur 12. september 1921 hefur krafist þess að bráðabirgðasvipting ökuleyfis, sem lögreglustjórinn í Reykjavík ákvað hinn 8. apríl 1986 og birt var hinn 18. nóvember s.á., verði felld úr gildi. Vísar hann í þessu sambandi til 6. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968. Með ákæruskjali dagsettu 4. mars sl. var mælt fyrir um höfðun opinbers máls á hendur framangreindum Herði Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, Njálsgötu 87, hér í borg, fæddum 12. september 1921 á Ísafirði. Í ákærunni er ákærða gefið að sök að hafa ekið bifreið sinni, R-94, sex sinnum undir áfengisáhrifum, þar af fimm sinnum á árinu 1986. Við þing- festingu málsins hinn 9. þ.m. krafðist ákærði þess, að fyrrnefnd bráða- birgðaökuleyfissvipting yrði felld úr gildi, en auk þess hafði hann með bréfi dagsettu 31. mars sl., sem móttekið var í sakadóminum hinn 2. þ.m., krafist hins sama. Samkvæmt 2. mgr. 81. gr. umferðarlaga skal stjórnandi vélknúins öku- tækis, sem gerst hefur brotlegur við 1. eða 2. sbr. 3. og 4. mgr. 25. gr. laganna, sviptur ökuleyfi eða rétti til að öðlast það. Í 6. mgr. 81. gr. sömu laga segir að lögreglustjóri skuli svipta mann ökwleyfi til bráðabirgða telji hann ökumann hafa unnið til sviptingar. Í máli þessu er ákærða gefið að sök að hafa ekið bifreiðinni R-94 sex sinnum undir áfengisáhrifum. Þar af hefur hann viðurkennt hjá lögreglu akstur í fjögur skipti. Þegar lögreglu- stjórinn tók ákvörðun sína hinn 8. apríl 1986 var hún byggð á atviki því, sem greinir í 1. ákærulið, en þegar ákvörðunin var birt ákærða og öðlaðist jafnframt gildi voru tilvikin orðin fimm. Þegar framanritað er virt lítur dómurinn svo á að ekkert það sé fram komið í málinu sem gefi tilefni til að ætla að ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík hafi verið röng. Samkvæmt framansögðu ber að hafna kröfu ákærða um að bráðabirgðasvipting ökuleyfis honum til handa verði felld úr gildi. Úrskurðarorð: Kröfu Harðar Ólafssonar um niðurfellingu ökuleyfissviptingar til bráðabirgða, sem tók gildi 18. nóvember sl., er hafnað. 655 Fimmtudaginn 7. maí 1987. Nr. 148/1987. Ákæruvaldið gegn Bjarna Ágústi Jónssyni Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Varnaraðili hefur með heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 1. þ.m. er barst Hæsta- rétti 4. þ.m. og er af hans hálfu krafist að gæsluvarðhaldsákvæði hins kærða úrskurðar verði fellt úr gildi. Af hálfu ákæruvalds er krafist staðfestingar úrskurðarins. Varnaraðili er sakaður um brot sem varðað gætu við 106. gr., 4. mgr. 220. gr. og 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fram er komið að varnaraðili hafði í hótunum við starfsfólk í geðdeild Borgarspítala, svo sem greint er Í hinum kærða úrskurði. Ber því samkvæmt 6. tl. 67. gr. laga nr. 74/1974 að staðfesta ákvæði úr- skurðarins um gæsluvarðhald. Dómsorð: Ákvæði hins kærða úrskurðar um gæsluvarðhald er staðfest. Úrskurður sakadóms Reykjavíkur 1. maí 1987. Ár 1987, föstudaginn 1. maí er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Hirti O. Aðalsteinssyni fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. RLR hefur gert þá kröfu að kærða Bjarna Ágústi Jónssyni, til heimilis að Yrsufelli 7, fæddum 11. júlí 1962, verði með úrskurði gert að sæta gæslu- varðhaldi allt til miðvikudagsins 13. maí nk. kl. 17:00 og jafnframt að honum verði á gæsluvarðhaldstímanum gert að gangast undir rannsókn á geðheilbrigði sínu og sakhæfi. Kærði, sem er smitaður af alnæmisveiru (HTLV 3 veiru, öðru nafni eyðni) er grunaður um brot gegn 1. mgr. 217. gr. og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga. Kærði hefur mótmælt kröfu RLR, en hefur samþykkt að gangast undir geðheilbrigðisrannsókn. Kærði var handtekinn síðastliðinn þriðjudag Kl. 15:58 en var eigi leiddur fyrir dómara fyrren kl. 1030 sær. RILR hefur sefið þá skýringu, að skýrsla lögreglunnar í Reykjavík hafi borist þann 29. april sl, á milli kl. 0900 - 1000. Hafi rannsókn eigi stuð hafist þá með skýrslutöku af kærða sökum þess að kærði hafi verið færður fyrir sakadóm í ávana- og fikniefnamálum. ar síðan unnið sleilaust að málinu tl Kl. 01:30 aðfaranótt 30. april og há tekin sú ákvörðun að biða til morguns með að leiða kerða fyrir dóm Dónainn tók sér sóriring rs tl að skurða um köfuna, með heimild í 65, ar. stjórnarsk og 66. ar. laga or. 74, 1974, Málavextir eru þeir að þrðfisiaðiun 2 apríl sl. kl. 15:58 var óskað aðstoðar lðgreslu á göngudeild áfengissjúkra í anddyri geðdeildar Land spítalans. Fóru ðgreslumenn á vltvang, þar sem keerða var haldið af all mörgum, Var kærði handjárnaður eftir smörp átök og færður á lögreglu. stöðina við Hverfisgötu. Mun aðdragandinn hafa verið sá að kærði kom í viðla il Ólafs Bjarna- sonar seðlæknis og leifaði eltir aðstað vegna sjúkdóms sins. Samkvæmt Skýrslu Ólafs lavk viðtdlinu með því að kerði réðst á Ólaf, só tl hans oa sparkaði í hann og tök h fi leikurinn síðan borist fram á gang, þar sem kærði sló Jóhannes Borgsveinsson yfirlækni hnefahöng á hökuna og síðun hafi hann tekið handslökkviæki ou mundað það að stars fólki, Samkvæmt skýrslu Jóhannesar hafi kærði eftir þeta horfið af veit vangi en siðan komið aftur og ráðist tl atlögu að hópi starfsfólls, Hafi kærði slegið og sparkað til þeira, en fjótlga hafi tekist að hafa hann undir. Að sögn Jóbannesar sagði kerði að hann væri eyðnisjikligur og hótaði oftar en einu sinni að bita nærstadda. Einnig hafi kærði kvartað undan því að hann fengi enga hjálp, en hann væri alvarlega sjúkur Kærði hefur við yfirheyrslur hjá RÚR og fyrir dómi lýst rlaga þryuea söngu sinni frá því honum var ljáð í janúar sl að hann ter alnæmissjúki- ingur, Kvaðsi kærði á þessum tíma hafa starfað á veitingastað við matargerð. oe kvaðst hann þegar hafa hætt störfum þar af sjálfsdáðum. Þá kvaðst kærði hafa leitað eftir opinberum styrkjum og aðstoð við öflun húsnæði en það hafi engan árangur borið, Kærði kvaðst bús hjá ömmu sinni, en það húsnæði sé einungis til bráðabingða. Kærði kvaðst fyrir páska hafa fengið útbrot og hafi honum eftir það verið þvætt á milli lækna og stofnana, en Þá hafi hann dvalið um hríð á dsilá AT á Borgarspítalanum, þar seni er deild fyrir eyðnisjúklinga og siðan á deild JA á Landspítalanum. Kvað kerði sér hafa liðið ll þar vesna reglna um samskipti við eyðnisjúklinua. Kærði kvaðst síðan hala ræ við Ólaf Bjarnason, sem hafi talið hann á að leggjast öltur inn á deild JA. on kærði kvað sér haa rumvið í skap er Ólafur jáði honum skömmu síðar að dkildin væri full. Kannaðist kærði við að hafa lat hendur á læknana og sarísföl eis og áður er st Þá hefu kærði Kæerði var handickinn síðastliðinn þriðjudag kl. 15:58 en var eigi leiddur fyrir dómara fyrr en kl. 10:30 í gær. RLR hefur gefið Þá skýring, vað skýin lögreglunnar í Reykjavík hafi borist þann 29. april sl 10:00. fi rannsókn eigi getað hafist þá með skýrslutöku af kærði sökum Þess að kærði hafi verið færður lyrir sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum Var síðan unnið sleitulaust að málinu til kl. Ol:30 aðfaranótt 30. april og Þá tekin sú ákvörðun að bíða il morguns með að leiða kærðu fyrir dóm. Dómarinn tók sér sólarhrings Trest til að úrskurða um kröfuna, með heimild í 65. gr. stjórnarskrárinnar og 66. er. laga nr. 74, 1974, Málavextir eru þeir að þriðjudaginn 28. apríl sl. kl. 15:58 var óskað aðstoðar lögreglu á göngudeild áfengissjúkra í anddyri geðdeildar Land- spítalans. Fóru lðgreglumenn á vettvang, þar sem kærða var haldið af all mörgum. Var kærði handjárnaður eftir snörp átök og færður á löpreglu- stöðina við Hverfisgötu, Mun aðdragandinn hafa vorið sá að kærði kom í viðtal til Ólafs Bjarna- sonar geðlicknis og leitaði eftir aðstoð vegna sjúkdóms sins, Samkvæmt skýrslu Ólafs lauk viðlalinu með því að kærði réðst á Ólaf, sló til hans oe sparkaði í hann og tók hann hálstaki. Hali leikurinn síðan borist fram á gang, þar sem kærði sló Jóhannes Bergsveinsson yfirlækni hnefahöga á hökuna og síðan hafi hann ekið handslökkvitæki og mundað það að stars fólki, Samkvæmt skýrslu Jól ærði eftir þetta horfið af vett- vangi en síðan komið aftur og ráðist til atlögu að hópi starfsfólks, Hafi kærði slegið og sparkað til þeirra, en fljótlega hafi tekist að hafa hann undir. Að sögn Jóhannesar sagði kærði að hunn væri eyðnisjúklingur o hótaði oftar en einu sinni að bita nærstaddla, Einnig hafi kærði kvartað undan því að hann fengi enga hjálp, en hann væri alvarlega sjúkur Kierði hefur við yfirheyrslur hjá RLR og fyrir dómi lýst ítarlega þrauta söngu sinni frá því honum var tjáð í janúar sl. að hann væri alnæmissjákl ingur. Kvaðst kærði á þessum tíma hafa starfað á veitingastað við matargerð os kvaðst hann þegar hafa hætt störfum þar af sjálfsdáðum. Þá kvaðst kærði hafa leitað eftir opinberum styrkjum og aðstoð við öflun hisnæðis, en það hafi ongan árangur borið. Kærði kvaðsi búa hjá örnmu sinni, en Það húsnæði sé einungis il bráðabireða. Kærði kvaðst fyrir páska hafa fengið) útbrot og hali honum eftir það verið þvælt á milli lækna og stofnana, en, Þá hafi hann dvalið um hrið á deild A? á Borgarspitalanum, þar sem er deild fyrir cyðnisjúklinga or síðan á deild 33A á Landspitalanum, Kvað kærði sér hafa liðið illa þar vegna reglna um samskipti við eyðnisjúklinga. Kærði kvaðst síðan hafa rætt við Ólaf Bjarnason, sem hafi talið hann á að leggjast aftur inn á deild 33A, en kærði kvað sér hafa runnið í skap er Ólafur tjáði honum skömmu síðar að deildin væri full. Kannaðist kærði við að hafa lagt hendur á hoknana og starfsfólk eins og áður er lýsi. Þá hefur kærði ú Kl, 09:00 - 6s6 Kærði var handtekinn síðastliðinn þriðjudag kl, 15:58 en var eigi leiddur fyrir dómara Íyrr en kl. 10:30 i R hefur gefið þá skýringu, að skýrsla Íógrylunnar Í Reykjvík hafi borist þann 29. apríl sl á mili ki. 0900 00, Hafi rannsókn ai gerað hafist þá með skýrslutöku af kærða sökum þess að kærði hafi verið færður fyrir sakadóm í ávana- og ikniefnamálum. Var siðan unnið sleiniinust að málinu tl kl, 0130 uðfaranótt 30, april og Þá tekin sú ákvörðun að bíða il morguns með að leiða kærða fyrir dóm Dómarinn tók sér sólarhrings frest tl að úrskurða um kröfuna, með heimild í 65. gr. stjórnarskrárinnar og 66. er. laga nr. 74, 1974. Málavextir eru þeir að þriðjudaginn 28. apríl sl, kl. 1558 var óskað aðstoðar Jósreglu á söngudeild áfengissjúkra í anddyri geðdeildar Land- spítalans. Fóru lögreglumenn á vettvang, þar sem kærða var haldið af all. m Var kærði handjárnaður eftir snrp átök og færður á lögreglu stöðina við Hverfisgötu. Mun aðdragandinn hafa verið si að kærði kom í viðtal il Ólafs Bjarna- sonar goðlæknis og leitaði eftir aðstoð vegna sjúkdóms síns. Sankvæni skýrslu Ólafs lauk viðtalinu með því að kærði réðst á Ólaf, só til hans se sparkaði Í hann og ók hann hálsaki Haf liku in borist framm á ang, þar sem kærði sló Jóhannes ergseinsson yfiækai hnefshöga á hökuna og síðan hafi hann tekið handslökkvitæki og mundað það að starfs. fólki. Samkvæmi skýrslu Jóhannesar hafi kerði eftir þetta horfið af ve. vangi en síðan komið aftur og ráðist til atlögu að hópi starfsfólks, Hafi kærði slegið og sparkað til þeirri, en fljótloga hafi tekist að hafa hann undir, Að sögn Jóhannesar sagði kærði að hann væri syðnisjúklingur og hótaði oftar en einu sinni að bíla nærstadda. Finnig hali kærði kvartað undan því að hann fengi enga hjálp, en hann væri alvarlega sjúkur. Kærði hefur við yfifheyrslur hjá RLR og fyrir dómi lýst larlega þrauta- sönsu sinni frá því honum var tjáð í jandar sl, að hann væri alnæmissjúkl- ingur. Kvaðst kærði á þessum tíma hafa starfað á veitingastað við matargerð oa kvaðsi hann þegar hala hætt störfum þur af sjálfsdðum. Þó kvaðsr kærði hafa leitað eflir opinberum slyrkjum og uðstoð við öflun húsnæðis, engan árangur borið, Kserði kvaðst búa hjá ömmu sinni, en Það húsnæði sé einungis tl bráðabirgða. Kærði kvaðst fyrir páska hafa fengið útbrot og hafi honum eftir það verið þvælt á mili lækna og stofnana, en þá hafi hann dvalið um hríð á deild AT á Borgarspítalanum, þar sem er deid fyri eyðnisjiklinsa og síðan á deild BA í Landspítalanum. Kvað kærði sér hafa liðið illa þur vegna reglna um samskipti við eyðnisjúklinga, Kærði kvaðst síðan hafa rætt við Ólaf Bjarnason, sem hafi talið hann á að leggjast aftur inn á deild 33A, en kærði kvað sér hafa runnið í skap er Ólafur tjáði honum skömmu síðar að deildin væri full, Kannaðist kærði við að hafa lagt hendur á læknana og starfsfólk cins og áður er lýst. Þá hefur kærði 657 kannast við að hafa hótað að bíta starfsfólkið. Þó kvaðst kærði aldrei myndu gera alvöru úr þeirri hótun sinni, þar sem hann kvaðst gera sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum. Kvaðst kærði hafa gert sér far um að koma í veg fyrir að hann smitaði aðra, m.a. með því að ganga með hanska. Lagt hefur verið fram í málinu bréf Skúla G. Johnsen borgarlæknis til RLR, dagsett 29. apríl sl. Í bréfinu segir m.a. að kunnugt sé að kærði sé smitaður af alnæmisveiru og geti því smitað aðra með tilteknu athæfi. Sé nauðsynlegt að hefta framferði kærða með öllum tiltækum ráðum og að hans verði strengilega gætt á meðan nokkur hætta er talin á að hann endur- taki slíkt athæfi sem að framan er lýst. Þá segir að samkvæmt úrskurði heilbrigðismálaráðherra frá 20. nóvember sl. skuli alnæmi teljast sóttvarn- arsótt samkvæmt ákvæðum farsóttarlaga í þeim tilvikum að einstaklingur hlíti ekki fyrirmælum lækna um að forðast að smita aðra. Taldi borgar- læknir nauðsynlegt að lögregluyfirvöld beri ábyrgð á gæslu kærða á meðan heilbrigðisyfirvöld kanna möguleika á fullnægjandi gæslu og meðferð á sjúkrastofnun eða gæsluheimili. Niðurstöður: Alkunna er að margnefndur sjúkdómur er nú gífurlegt vandamál í flest- um þjóðlöndum. Mun engin lækning enn hafa fundist og veldur sjúkdóm- urinn undantekningarlaust dauða á lokastigi sínu. Er talið að sjúkdómurinn smitist einkum við kynmök og blóðblöndun. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 7, 1986 skal sjúkdómur þessi flokkast undir kynsjúkdóma. Þá er í farsóttarlögum nr. 10, 1958, sbr. 1. mgr. Í. gr. og 4. mgr. 2. gr. laganna og sóttvarnarlögum nr. 34, 1954, sbr. 5. gr. mælt fyrir um skyldu lögregluyfirvalda að aðstoða héraðslækna við framkvæmd opinberra farsóttarvarna samkvæmt ákvæðum laganna. Augljóst er að kærði hefur með framferði sínu stofnað lífi samborgara sinna í hættu og ber brýna nauðsyn til að koma í veg fyrir að slíkt fái endurtekið sig. Verður því eins og hér stendur á talið nauðsynlegt með hlið- sjón af framansögðu og með vísan til 6. tl. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 74, 1974 að úrskurða kærða til að sæta gæsluvarðhaldi þar til heilbrigðisyfirvöld hafa fundið honum hæfilegan samastað, en þó eigi lengur en til föstudagsins 8. maí nk. kl. 17:00. Þá ber að úrskurða kærða samkvæmt 2. tl. d-liðar 75. gr. laga nr. 74, 1974 til þess að gangast undir geðheilbrigðisrannsókn. Úrskurðarorð: Kærði, Bjarni Ágúst Jónsson, skal sæta gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en til föstudagsins 8. maí nk. kl. 17:00. Kærði skal gangast undir rannsókn á geðheilbrigði sínu og sakhæfi. 42 658 Föstudaginn 8. maí 1987. Nr. $53/1986. Sigurður Oddsson (Hjalti Steinþórsson hrl.) gegn Helgu Kr. Thors (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) Ábúð. Útburðargerð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. febrúar 1986 að fengnu áfrýjunarleyfi 27. janúar 1986 samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Hann krefst þess að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og að stefnda verði dæmd til að greiða máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda gerir þær dómkröfur aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti en til vara að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt þar á meðal leyfi skiptaráðandans á Seltjarnarnesi til handa Helgu Kr. Thors til setu í Óskiptu búi eftir mann sinn Thor R. Thors er andaðist 30. mars 1986. Hefur hún samkvæmt því tekið við aðild málsins. Kröfu sína um að málinu verði vísað frá Hæstarétti byggir stefnda á því að útburður sá, sem fjallað er um í hinum áfrýjaða úrskurði, hafi þegar farið fram og hafi áfrýjandi því ekki neina lögvarða hagsmuni af því að fá dæmt um kröfu sína. Slík krafa sé í reynd krafa um lögfræðilegt álit og fari í bága við 67. gr. laga nr. 85/1936 sbr. 58. gr. laga nr. 75/1973. Áfrýjandi mótmælir framkominni frávísunarkröfu og telur sig hafa ríka þörf fyrir að fá úr því skorið hvort hinn áfrýjaði úrskurður sé á rökum reistur. Fallast ber á að áfrýjandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dómsúrlausn um það hvort hinn áfrýjaði úrskurður sé reistur á lög- mætum grundvelli. Ber því að hafna frávísunarkröfu stefndu. Áfrýjandi lýsti því yfir í bréfi sínu til Thors R. Thors 2. janúar 659 1984 að byggingarbréfið frá 18. september 1982 væri úr gildi fallið. Jarðareigandi samþykkti uppsögn áfrýjanda á byggingarbréfinu og gaf honum frest til 1. mars 1984 til að rýma jörðina. Áfrýjandi flutt- ist ekki af jörðinni. Var þá krafist útburðar en með úrskurði fógeta- réttar Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 22.ágúst 1984 var kröfunni hafnað. Var sú niðurstaða byggð á því að slit ábúðarsamningsins væru ekki í samræmi við ákvæði ábúðarlaga nr. 64/1976 og að öðru leyti með þeim hætti að á grundvelli þeirra yrði útburður ekki heimilaður eins og málið lægi fyrir. Með bréfi 13. nóvember 1984 var áfrýjanda tilkynnt að honum bæri að rýma jörðina að fullu fyrir fardaga 1985. Eru ástæður út- byggingarinnar greindar í hinum áfrýjaða úrskurði. Það athugist að greiðsla sú að fjárhæð 7.110,00 krónur sem áfrýj- andi innti af hendi með gíróseðli 18. janúar 1983 var eftirgjald fyrir jörðina fardagaárið 1982-1983, en krafa að fjárhæð 12.720,00 krónur var um eftirgjald fardagaárið 1983-1984. Svo sem fram er komið sagði áfrýjandi upp byggingarbréfi sínu um jörðina Höfða og var uppsögnin samþykkt af hendi jarðareig- anda. Var honum því heimilt að byggja áfrýjanda út af jörðinni. Var ekki þörf úttektar til að sannreyna þessi skipti aðila. Ber þegar af þessari ástæðu að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi greiði stefndu 25.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Sigurður Oddsson, greiði stefndu, Helgu Kr. Thors, 25.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður fógetaréttar Reykjavíkur 9. ágúst 1985. Með beiðni um útburð, dagsettri 10. júní 1985, krefst Thor R. Thors, Hamarsgötu 8, Seltjarnarnesi, eigandi jarðarinnar Höfða í Eyjarhreppi, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, þess, að Sigurður Oddsson verði borinn út af jörðinni Höfða ásamt öllu því sem honum tilheyrir. Einnig krefst hann málskostnaðar að skaðlausu úr hendi gerðarþola. Gerðarþoli krefst þess að synjað verði um útburð þennan og að honum 660 verði að fullu greiddur allur kostnaður er hann kann að hafa af máli þessu að mati dómsins. Málið var þingfest í fógetadómi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 19. júní 1985, og tekið til úrskurðar 9. ágúst 1985 án frekari málflutnings, að ósk aðila. Hinn 18. september 1982 gerðu aðilar með sér svolátandi BYGGINGARBRÉF Undirritaðir aðilar gera hér með eftirfarandi leigusamning um eignarjörð landsdrottins: 1. Hin leigða eignarjörð: Höfði, Eyjarhreppi, Hnappadalssýslu. 2. Landsdrottinn: Thor R. Thors, Hamarsgötu 8, Seltjarnarnesi. 3. Leiguliði: Sigurður Oddsson, Höfða, Eyjarhreppi. 4. Leigutími: Lífstíðarábúð með réttindum og skyldum samkvæmt ábúðarlögum. 3. Eftirgjald: Árlegt eftirgjald greiðir leiguliði til landsdrottins þannig: Annarsvegar 3% af fasteignamati lands, ræktunar og hlunninda (sbr. þó sérstakt ákvæði um veiðieftirgjald ef til kemur í 13. tl.) gjalddagi þessa hluta eftirgjaldsins skal vera 1. desember ár hvert fyrir yfirstandandi leiguár og skal miða við fasteignamat hinn 1. desember árið á undan. Einnig greiðir leiguliði til landsdrottins sem árlegt eftirgjald 3,0% af brunabótamati allra húsa og mannvirkja. Gjalddagi þessa hluta eftirgjaldsins skal vera 1. desember yfirstandandi leiguárs og skal miða við brunabótamat sama dag. Sé um nýbyggingar að ræða eða nýrækt, sem landsdrottinn kostar, skal greiða leigu eins og að ofan greinir frá þeim tíma, sem bygging er tekin í notkun eða ræktun nytjuð eða úttekin. 6. Landamerki jarðarinnar eru eins og landamerkjaskrá greinir, og er ekki ágreiningur um þau. 7. Nytjar: Jörðin er leigð til venjulegs búrekstrar eins og verið hefur. Óheimilt er leiguliða að framselja öðrum nokkuð af nytjum jarðarinnar. Landsdrottinn og veiðimenn á hans vegum hafa fullan umferðarrétt um landið eins og verið hefur, en gæta skulu þeir þess að spilla í engu ræktun eða túnum leiguliða, og loka hliðum sem þeir koma að lokuðum. 8. Viðhald: Skylt er leiguliða að halda við húsum jarðar og öllu, sem þeim fylgir, þannig að þau gangi ekki úr sér umfram eðlilega fyrningu. Honum ber einnig að halda við öðrum mannvirkjum, ræktun og hlunnind- um. Hann skal á sinn kostnað annast viðhald heimreiðar, ræktunar, girð- inga, framræsluskurða og lokræsa, þannig að þessi mannvirki gangi ekki úr sér umfram eðlilega fyrningu (27. gr. ábúðarlaga). 661 9. Vatnsréttindi og námur: Undanskilin leiguliðaafnotum eru vatnsrétt- indi þar með talið jarðhiti, námur, byggingarefni, svo sem sand- og malar- námur og önnur jarðefni sbr. 2. mgr. 4. gr. ábúðarlaga. 10. Sumarbústaðalóðir: Óski landsdrottinn að leigja sumarbústaðalóðir úr jörðinni, skal 15% árlegrar leigu fyrir slíkar lóðir renna til ábúanda. Haft skal samráð við ábúanda og rétt yfirvöld um staðsetningu og skipulag slíkra lóða. ll. Fuglaveiði: Óski landsdrottinn að nýta fuglaveiði á jörðinni skal honum það heimilt. Hafa þá bæði leiguliði og landsdrottinn hvor um sig, heimild til slíkra nytja, gildir þetta fyrirkomulag í 10 ár í senn. Hafa skal landsdrottinn samráð við leiguliða um veiðisvæði, ef til kemur. 12. Fasteignagjöld: Leiguliði greiðir alla skatta og skyldur af jörðinni, þar með talið fasteignaskatt, brunabótaiðgjöld og viðlagatryggingariðgjöld. 13. Lax- og silungsveiði: Engin lax- eða silungaveiði tilheyrir jörðinni Höfða. Komi hinsvegar til þess síðar, að hinar sjálfstæðu fasteignir Haffjarðará og Oddastaðavatn verði sameinaðar jörðinni, skal eftirgjald jarðarinnar hækka sem svarar beinni veiðileigu og öðrum veiðinytjum hinna tilgreindu veiðivatna. Greiðast þá ekki 3% af fasteignamati hlutaðeigandi veiðivatns. Þó svo engin lax- eða silungsveiði tilheyri Höfða, er ábúanda heimil til heimilisnota silungsveiði í Kristínartjörn, Selfellstjörn og Há- höfðatjörn. 14. Nýbyggingar og ræktun: Hafa skal leiguliði fullt samráð við lands- drottin, óski hann eftir að auka ræktun á jörðinni eða hefja nýbyggingar. Sé um umtalsverðar framkvæmdir að ræða skulu aðilar gera með sér samkomulag áður en framkvæmdir hefjast. Um framkvæmdir á jörðinni gilda að öðru leyti ákvæði ábúðarlaga. 15. Nýbygging íbúðarhúss: Landsdrottinn áætlar að byggja nýtt íbúðar- hús á Höfða í samræmi við viðræður aðila að undanförnu. Samkomulag er um gerð og stærð hússins. Húsið skal verða frágengið að innan á árinu 1983, enda verði úthlutun húsnæðismálastjórnarlána og viðbótarláns vegna útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis án óeðlilegra tafa. 16. Að öðru leyti fer um ábúðina skv. ábúðarlögum. Gerðarbeiðandi byggir útburðarkröfu sína í fyrsta lagi á því að ábúðar- samningurinn sé úr gildi fallinn með samkomulagi aðilanna samkvæmt niðurstöðu fógetadóms Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu í útburðarmáli sömu aðila, sem upp var kveðinn 22. ágúst 1984. Í öðru lagi byggir gerðar- beiðandi kröfu sína á stórfelldum og augljósum vanefndum gerðarþola á skyldu sinni til greiðslu eftirgjalds, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur gerðarbeið- anda. Gerðarþoli byggir kröfu sína á synjun útburðar á því að í útbyggingar- bréfi, dags. 13. nóvember 1984, sé engin lögmæt útbyggingarástæða til- 662 greind og því sé það marklaust með öllu, og varðandi eldri landskuld sé það eitt að segja að hún hafi aldrei verið til. Þegar hann hafi tekið við Jörðinni, ásamt Hjalta bróður sínum, hafi verið um það samið að engin leiga skyldi greidd að svo stöddu, enda standist það ekki að láta innheimta óumsamið eftirgjald aftur í tímann. Eftirgjald af jörðum gerðarbeiðanda og systkina hans hafi enda ekki verið greitt í áratugi, enda hafi þau veruleg- ar tekjur af hlunnindum jarðanna. Gerðarþoli byggir ennfremur á því, að 18. janúar 1983 hafi hann greitt kr. 7.110 í eftirgjald, frá því byggingarbréfið tók gildi og til fardaga 1983, og hafi engin athugasemd verið gerð við þá greiðslu af hálfu gerðarbeiðanda. Málsatvik og reifun: Í byggingarbréfinu er ekki getið upphafs leigutímans, en gerðarþoli hefur búið á jörðinni Höfða frá því á árinu 1974, fyrst ásamt bróður sínum Hjalta, en frá árinu 1979 hefur hann búið þar einn. 1) Með bréfi til gerðarbeiðanda, dags. 2/1 '84, en póstlögðu 17/1 ?84, lýsir gerðarþoli byggingarbréfið „úr gildi fallið“ vegna vanefnda gerðar- beiðanda, og þar til annað byggingarbréf hafi verið samið muni hann sitja jörðina samningslaust svo sem hann hafi gert undanfarin ár, að undanskildu því tímabili er byggingarbréfið gilti. Í bréfinu kveðst hann einnig munu yfirtaka, frá næstu mánaðamótum, íbúðarhúsbyggingu þá sem hafin sé á jörðinni og ljúka henni á sinn kostnað. Með bréfi til gerðarþola, dags. 30. janúar 1984, kveðst gerðarbeiðandi samþykkja þessa uppsögn á byggingarbréfinu frá tilgreindum tíma, en gaf gerðarþola frest til 1. mars 1984 að rýma jörðina að fullu. Hann mótmælti því jafnframt að nýr „samningslaus“ ábúðartími stofnaðist við uppsögnina. Með bréfi, dags. 13. nóvember 1984, byggir gerðarbeiðandi gerðarþola út af jörðinni frá fardögum 1985 og tilfærir eftirfarandi útbyggingar- ástæður: „1. Gagnkvæmt bindandi samkomulag umbj. míns og yðar um að ábúðarsamingur ykkar í milli sé úr gildi fallinn, sbr. forsendur úrskurðar fógetadóms Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu frá 22. ágúst 1984. 2. Stórfelldar og ítrekaðar vanefndir yðar á greiðslu eftirgjalds eftir jörðina, en eins og þér vitið betur en aðrir, hafið þér ekki verið fáanlegur til að greiða eftirgjald árin 1978 til 1983 þrátt fyrir margítrekuð tilmæli umbj. míns. Munuð þér reyndar aldrei hafa greitt neitt eftirgjald“ 2) Gerðarþoli gat ekki vænst þess að sitja jörðina án eftirgjalds þó að byggingarbréf væri ekki gert strax. Honum mátti vera ljóst að landsdrottinn (gerðarbeiðandi) gat hvenær sem var krafið hann um eftirgjald. Gerðar- beiðanda var heimilt að láta meta eftirgjaldið þar sem ekki hafði náðst 663 samkomulag um það. Hinn 1. júní 1983 úrskurðaði jarðanefnd Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu eftirgjald af jörðinni fardagaárin 1978/1979 - 1981/1982 kr. 16.165. Mótmæli gerðþola gegn greiðslu gjaldsins verða ekki talin á rökum reist, og eru því ekki tekin til greina. Honum ber því að greiða eftir- gjald fyrir þetta tímabil. Fyrir fardagaárið 1982/1983 hefur gerðarbeiðandi krafið gerðarþola um kr. 12.720,00 í eftirgjald. Gerðarþoli hefur ekki hreyft andmælum gegn greiðslu eftirgjalds þetta ár, en telur sig einungis eiga að greiða eftirgjald „frá því byggingarbréfið tók gildi og til fardaga 1983.“ Í samræmi við þessa skoðun sína hefur hann greitt gerðarbeiðanda kr. 7.110. Af gögnum málsins verður ekki ráðið, að gerðarbeiðandi hafi krafið gerðarþola um eftirgjald fardagaárið 1983/1984. Hinsvegar hefur gerðarþoli reiknað út eftirgjaldið og telur það eiga að vera kr. 8.520,00. Hann kveðst þó aðeins greiða helming þess, eða kr. 4.260,00 þar sem byggingarbréfið hafi fallið úr gildi á miðju tímabilinu. En þar frá vill hann draga laun sem hann reiknar sér fyrir vinnu við frárennsli og vatnslögn vegna íbúðarhúss, kr. 2.107,62, fyrir ferð í Borgarnes 11/11 '83, kr. 1.020 og rafmagn kr. 18.407,20, samtals kr. 21.534,82, og kveður gerðarbeiðanda samkvæmt því skulda sér kr. 17.247,82. Gerðarbeiðandi kveðst munu taka afstöðu til þessara krafna þegar hann hafi fengið frekari skýringar á ein- stökum kröfuliðum. Niðurstaða: Eins og að framan greinir krefur gerðarbeiðandi gerðarþola um eftirgjald fardagaárin 1978/1979 - 1981/1982, kr. 16.165 og fardagaárið 1982/1983 kr. 12.720. Gerðarþoli hefur greitt kr. 7.110. Ekki verður dæmt um ofangreindar kröfur gerðarþola í fógetadómsmáli þessu. Eins og málið liggur fyrir verður að telja að slíkar vanefndir séu á greiðslu eftirgjalds af jörðinni, að þær heimili útburð. Einnig ber að líta svo á, að ábúðarsamningur aðilanna sé fallinn úr gildi með samkomulagi þeirra. Samkvæmt þessu verður krafa gerðarbeiðanda um útburð tekin til greina. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að gerðarþoli greiði gerðarbeiðanda kr. 10.000,00 í málskostnað. Jón S. Magnússon fulltrúi kvað upp úrskurðinn. Því úrskurðast: Útburðargerð þessi fer fram á ábyrgð gerðarbeiðanda. Gerðarþoli greiði gerðarbeiðanda kr. 10.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu úrskurðar þessa að viðlagðri aðför að lögum. Mánudaginn H. maí 1987. ldheimtan í Reykjavík, {iðunn Vignir Jósefsson hel) gegn Nr. 327/1986. hif Þrotabúi Hafskips (Góhann H. Níelsson hrl.) Gialdþrotaskipti. Skuldaröð. Máli að hluta vísað frá Hæstarétti, 15. at. laga nr. 75/1973, Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson og Sigurður Líndal prófessor. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. des- ember 1986, Hann krefst þess aðallega, að allar kröfur hans í héraði verði teknar til greina, þe. að lýsi krafa í bú stefnda að fjárhæð 915.144,00 krónur verði viðurkennd utan skuldaraðar ásamt dráttar- vöxtum frá kröfulýsingardegi 27. desember 1985 til siðs og verði dráttarvextirnir reiknaðir eftir 112. ær. laga nr. 75/1981, Íaga ar. 95/1982, sbr, ennfremur 13. gr. laga né. 10/1961 og ákvæði IV til bráðabirgða í lögum nr. 36/1986. Til vara krefst áfrýj- andi þess, að fjárhæðin verði viðurkennd sem forgangskrafa á grundvelli Í, tl. 84. gr. sbr. 87. gr. laga nr. 3/1878 ásamt dráttar. vöxtum með sama hætti og í aðalkröfu. Þá krefst áfrýjandi máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og þess, að varakröfu áfrýjanda verði vísað frá Mæstaréiti. Til vara krefst hann Þess, að varakröfunni verði hafnað. Þá krefst stefndi málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Varakrafa áfrýjanda hér fyrir dómi var ekki gerð í héraði. Verður henni því visað frá Hæstarétti sbr. 45. gr. laga nr. 75/197). Ekki voru efni til þess að taka afstöðu til þess í forsendum hins áfrýjaða úrskurðar hvort krafa áfrýjanda væri almenn krafa og um vexti af henni. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skir- skotum til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann, Eftir þessum málsúrslitum er rétt að áfrýjandi greiði stefnda 75.000,00 krónur í málskastnað fyrir Hæstarétti 664 Mánudaginn 11 ni 1987. Nr. 327/1986. — Gjaldheimtan (Guðmundur hænir Jósefsson hrl) ps hf (Góhann H. Nielsson hrl.) Gialdþrolaskipti. Skuldaröð. Máli að hluta vísað frá Hæstarétti, 15. ær. laga nr. 75/1973. Dómur Hæstaréttar. Mál þelia dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Þ. Torlason og Þór Vilhjálmsson og Sigurður Líndal prófessor. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11, des- ember 1986. Hann krefst þess aðallega, að allar kröfur hans í héraði verði teknar til greina, þe. að lýst krafa í bú stefnda að fjárhæð 915.144,00 krónur verði viðurkennd utan skuldaraðar ásamt dráttar- vöxtum frá kröfulýsingardegi 27. desember 1985 til greiðsludags, og verði dráltarvextirnir reiknaðir eftir 112. gr. laga nr. 75/1981, og 3. ær. laga nr. 95/1982, sbr. ennfremur 13. gr. laga nr. 10/1961 og ákvæði IV til bráðabirgða í lögum nr. 36/1986. Til vara krefst áfrýj- andi þess, að fjárhæðin verði viðurkennd sem lorgangskrafa á grundvelli 1. tl. 84. gr. sbr. 87. r. laga nr. 3/1878 ásamt dráttar- vöxtum með sama hætti og í aðalkröfu. Þá krefst áfrýjandi máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstaréti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og þess, að varakröfu áfrýjanda verði vísað frá Hæstarétti. Til vara krefst hann Þess, að varakröfunni verði hafnað. Þá krefst stefndi málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Varakrafa áfrýjanda hér Fyrir dómi var ekki gerð í héraði, Verður henni því vísað frá Hæstarétti sbr. 45. gr. laga nr. 75/1973. Ekki voru efni til þess að taka afstöðu til þess í forsendum hins áfrýjaða úrskurðar hvort krafa áfrýjanda væri almenn krafa og um vexti af henni. Með þessari athugasemd og að öðru leyli með skír- skotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Ellir þessum málsúrslitum er rétt að áfrýjandi greiði siefnda 75.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. 664 Mánudaginn 11. maí 1987, Nr. 327/1986. —Gjaldheimtan í Reykjavík (Guðmundur Vignir Jósefsson hrl) seen Þrotabíi Hafskips h/f (Hóhann H. Nielsson hrl.) sað frá Hæstarétti, 15. Gialdþrotaskipti. Skuldaröð. Máli að hluta laga nr, 75/ Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson og Sigurður Líndal prófessor. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. des- ember 1986. Hann krefst þess aðallega, að allar kröfur hans í héraði verði teknar til greina, þe. að lýst krafa í hú steinda að fjárhæð 915.144,00 krónur verði viðurkennd utan skuldaraðar ásamt dráttar. vöxtum frá kröfulýsingardegi 27. desember 1985 til greiðsludags, og verði dráttarvextirnir reiknaðir eftir 112. gr. laga nr. 75/19B1, og 3. mr. 95/1982, sbr. ennfremur 13. gr. laga nr. 10/1961 og abirgða í lögum nr. 36/1986. Til vara krefsi áfrý. andi þess, að fjárhæðin verði baki sem forgangskrafa á grundvelli 1. tl. 84. gr. sbr. 87. ar. laga nr. 3/1878 ásamt dráttar- vöxtum með sama hætti og í aðalkröfu Þá krefst áfrýjandi máls. kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krelsi staðfestingar hins álrýjaða úrskurðar og þess, að varakröfu áfrýjanda verði vísað frá Hæstarétti. Til vara krefst hann Þess, að varakröfunni verði hafnað, Þá kreis stefndi málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Varakrafa áfrýjanda hér fyrir dómi var ekki gerð í héraði. Verður henni því vísað frá Hæstarétti sbr. 45. ær. laga nr. 75/1973. Ekki voru efni til þess að taka afstöðu til þess í forsendum hins áfrýjaða úrskurðar hvort krala áfrýjanda væri almenn krafa og um vexli af henni, Með þessari athugasemd og að öðru leyti með skir- skotun til forsendna hins áfrýjaða úrskurðar ber að staðfesta hann. Eftir þessum málsúrslitum er rétt að áfrýjandi greiði stefnda 15.000,00 krónur í málskostnað yrir Hæstarétti. 665 Dómsorð: Framangreindri varakröfu áfrýjanda, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, er vísað frá Hæstarétti. Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi greiði stefnda, þrotabúi Hafskips h/f, 75.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 4. desember 1986. 1. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi þann 24. nóvember 1986, en endurupptekið þann 4. desember 1986 og tekið á ný til úrskurðar sama dag. Sóknaraðili, Gjaldheimtan í Reykjavík, Tryggvagötu 28, Reykjavík, krefst þess að vangreidd opinber gjöld fyrrum starfsmanna Hafskips hf., að fjár- hæð kr. 915.144,00 verði viðurkennd sem krafa utan skuldaraðar á hendur varnaraðila, ásamt dráttarvöxtum frá 27. desember 1985 til greiðsludags, reiknuðum í samræmi við reglur 112. gr. laga nr. 75/1981 og 43. gr. laga nr. 73/1980, sbr. 13. gr. laga nr. 10/1961 og ákvæði IV til bráðabirgða í lögum nr. 36/1986. Þá krefst sóknaraðili einnig málskostnaðar úr hendi varnaraðila að mati réttarins. Varnaraðili, þrotabú Hafskips hf., krefst þess að kröfum sóknaraðila í máli þessu verði hafnað og að sóknaraðila verði gert að greiða honum máls- kostnað samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. I. Aðdragandi að máli þessu er sá að með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur, uppkveðnum þann 6. desember 1985, var bú Hafskips hf., nafnnúmer 3504-0528, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, Reykjavík, tekið til gjaldþrota- skipta. Félagið hafði áður fengið heimild til greiðslustöðvunar með úrskurði uppkveðnum 18. nóvember 1985 og stóð sú heimild yfir þar til bú félagsins kom til gjaldþrotaskipta. Þegar eftir töku búsins til gjaldþrotaskipta voru ráðnir þrír bústjórar til bráðabirgða, lögmennirnir Gestur Jónsson, J óhann H. Níelsson og Viðar Már Matthíasson. Innköllun til skuldheimtumanna var gefin út þann 27. desember 1985 og birtist hún fyrra sinni í Lögbirtinga- blaði er út kom 15. janúar 1986. Var kröfulýsingarfrestur ákveðinn 4 mán- uðir samkvæmt heimild í 3. tl. 19. gr. laga nr. 6/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 98/1985, og lauk honum þann 15. maí 1986. 666 Ágreiningur er ekki með aðilum um málavexti, en mál þetta er komið til af því að á tímabilinu frá 14. nóvember til 6. desember 1985 hélt Hafskip hf. eftir fé við launaútborgun til starfsmanna sinna samkvæmt kröfu sóknaraðila til greiðslu opinberra gjalda þeirra, samtals að fjárhæð kr. 915.144,00, sem er ágreiningsfjárhæðin í máli þessu. Hafskip hf. stóð ekki skil á gjöldum þessum til sóknaraðila fyrir töku bús félagsins til gjaldþrota- skipta. Með bréfi skiptaráðandans í Reykjavík, dagsettu 13. desember 1985, var sóknaraðila tilkynnt að fyrrgreind fjárhæð hefði verið dregin af starfs- mönnum félagsins og var sóknaraðila gerð grein fyrir því, um hverja starfs- menn væri að ræða og hver fjárhæð gjalda væri varðandi hvern þeirra. Með bréfi dagsettu 27. desember 1985 lýsti sóknaraðili kröfu í Þrotabúið um greiðslu umræddrar fjárhæðar utan skuldaraðar og tilkynnti jafnframt að kröfur þessar hefðu verið færðar til tekna á gjaldareikningum viðkomandi starfsmanna og mótfærðar til skulda hjá hinu gjaldþrota félagi. Með bréfi dagsettu 8. apríl 1986 tilkynntu bústjórar til bráðabirgða sókn- araðila að þeir hefðu tekið þá afstöðu til þessarar kröfu hans að viðurkenna ætti hana sem almenna kröfu í þrotabúið en þeir teldu skilyrði ekki vera til að viðurkenna stöðu hennar utan skuldaraðar. Í skrá um lýstar kröfur, sem bústjórar gerðu samkvæmt fyrirmælum |. tl. 108. gr. laga nr. 6/1978 og dagsett er 11. júní 1986, var afstöðu þeirra til viðurkenningar kröfu sóknaraðila lýst með sama hætti. Sóknaraðili mótmælti þessari afstöðu bústjóra með bréfi, dagsettu 28. apríl 1986, og voru þau mótmæli ítrekuð á skiptafundi, sem haldinn var til umfjöllunar um lýstar kröfur þann 20. júní 1986. Samkvæmt 2. tl. 110. gr. fyrrnefndra laga var ágreiningsefni þetta tekið á ný til umfjöllunar á skiptafundi, sem haldinn var 25. september 1986. Kom þar fram að skiptastjórar í þrotabúinu, sem þá höfðu verið kjörnir hinir sömu og áður gegndu hlutverki bústjóra til bráðabirgða, héldu fast við fyrri afstöðu sína til kröfunnar, en sóknaraðili kvaðst halda henni til streitu. Var því ákveðinn rekstur máls þessa til úrlausnar um ágreininginn, og var það þingfest þann 28. október 1986. ll. Af hálfu sóknaraðila hefur verið vísað til þess að heimildir hans til þess að krefja launagreiðanda um að halda eftir fé til greiðslu opinberra gjalda við launaútborgun til starfsmanna komi fram í 113. gr. laga nr. 75/1981 og 30. gr. laga nr. 73/1980, svo og að nokkru í 4. gr. laga nr. 68/1962. Ítarlegri fyrirmæli um sama efni sé að finna í 4. gr. reglugerðar nr. 95/1962 og 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963. Sóknaraðili kveðst í skjóli þessara heimilda hafa sent hinu gjaldþrota félagi kröfu þessa efnis í júlímánuði 1985 ásamt skilagreinum þar sem fram hafi komið nöfn hlutaðeigandi starfs- 667 manna og hverja fjárhæð hverjum þeirra bæri að greiða á einstökum gjald- dögum. Með þessum gögnum hafi og verið sent almennt dreifibréf til launa- greiðenda þar sem meðal annars segir eftirfarandi: „Verði launagreiðandi valdur að því, með vanskilum á geymslufé, að gjaldandi fái kröfu um dráttarvexti verður launagreiðandi gerður ábyrgur fyrir greiðslu þeirra, auk þess sem bent er á, að slík vanskil varða refsingu samkvæmt 247. gr. hegningarlaga. Innheimtufé ber að skila innan 6 virkra daga frá útborgunardegi““ Sóknaraðili kveður Hafskip hf. hafa innt af hendi greiðslu afdreginna opinberra gjalda starfsmanna fram til þess tíma sem kröfur í máli þessu taka til. Félagið hefði átt að standa skil á greiðslum þessum að fullu fyrir upphaf gjaldþrotaskipta, en sóknaraðili telur ástæðu þess að ekki hafi orðið af því meðal annars þá að forráðamenn félagsins hafi ranglega staðið í þeirri trú að óheimilt væri að inna greiðslur sem þessar af hendi að fenginni heimild félagsins til greiðslustöðvunar. Telur sóknaraðili einu gilda hvort launagreiðandi hafi fengið heimild til greiðslustöðvunar eða hvort bú hans er tekið til gjaldþrotaskipta, honum beri allt að einu að halda eftir fé til greiðslu opinberra gjalda við launaútborgun til starfsmanna og standa að fullu skil á fénu til innheimtumanns. Færir sóknaraðili þau rök fyrir þessari staðhæfingu sinni að hann virði kvittun launagreiðanda til launþega um frádrátt vegna opinberra gjalda með sama hætti og ef um eigin kvittun hans væri að ræða. Leiði þetta til þess að launþeginn telst hafa staðið skil á skuld sinni við sóknaraðila með umræddum frádrætti. Við afhendingu kvittunar launagreiðandans telur sóknaraðili hins vegar að eignarréttur stofnist honum til handa í því geymslufé, sem orðið hefur til með þessum hætti í vörslum launagreiðandans. Launagreiðandinn verði aldrei eigandi fjárins, heldur aðeins vörslumaður, og beri honum að halda því sérgreindu og skilja það þannig frá rekstrarfé sínu. Bendir sóknaraðili til hliðsjónar á dóma Hæstaréttar í dómasafni 1967, blaðsíðum 737 og 740, þar sem launagreið- endur hafi verið sakfelldir fyrir brot á 247. gr. laga nr. 19/1940 fyrir að hafa ekki staðið skil á slíku geymslufé til innheimtumanns, en í þeim dómum sé því slegið föstu að brot hlutaðeigandi manna hafi falist í því að þeir hafi hagnýtt í þarfir atvinnurekstrar síns fjármuni sem þeir hafi haldið eftir af launum starfsmanna til greiðslu opinberra gjalda, og „„opin- berir sjóðir voru eigendur að“, eins og segi í hinum síðarnefnda dómi. Telur sóknaraðili þessar niðurstöður sýna afdráttarlaust að eignarréttur að geymslufénu falli til innheimtumanns þegar við afhendingu kvittunar launa- greiðanda til launþega. Vegna þessa eignarréttar telur sóknaraðili uppfyllt skilyrði 69. gr. laga nr. 6/1978 til þess að kröfur hans í máli þessu verði teknar til greina. Hefur sóknaraðili sérstaklega tekið fram að hann telji þessa kröfugerð sína á engan hátt háða þeim breytingum, er lög nr. 32/1974 668 gerðu á ákvæðum laga nr. 3/1878 um skuldaröð, og leiddu til þess að kröfur um opinber gjöld urðu almennar kröfur í þrotabú. Af hálfu sóknaraðila hefur því einnig verið haldið fram að greinarmun verði að gera annars vegar á kröfum um opinber gjöld, sem innheimtu- maður setur beina kröfu fram um greiðslu á, og hins vegar þeim opinberu gjöldum sem atvinnurekendur verða að standa skil á ótilkvaddir. Til gjalda í hinum fyrra flokki telur sóknaraðili þá kröfu sem ágreiningur stendur um í máli þessu, enda óumdeilt að hann hafi sent hinu gjaldþrota félagi beina kröfu um að halda eftir við launaútborgun fé til greiðslu opinberra gjalda starfsmanna. Af hinum síðari flokki tekur sóknaraðili söluskatt sem dæmi, þar sem ráðgert sé í 12. gr. laga nr. 10/1960 að þeir, sem söluskattskyldir eru, standi skil á slíkum gjöldum ótilkvaddir. Telur sóknaraðili að eðlis- munur sé á þessum tveimur flokkum opinberra gjalda, sem þýðingu geti haft við gjaldþrot atvinnurekenda. Hefur hann til samanburðar vísað til reglna um þessi efni að dönskum rétti, en hann kveður þarlendar reglur um gjaldþrotaskipti samsvara að mestu hérlendum. Eftir þarlendum lögum séu tekjuskattar einstaklinga innheimtir með þeim hætti að gjaldandi fái svonefnt skattakort frá skattyfirvöldum sem geymi upplýsingar um hvern hundraðshluta launa áætlað sé að honum beri að greiða í gjöld. Þegar gjaldandi hefur störf hjá vinnuveitanda, framvísi hann þessu korti, og ber vinnuveitanda að halda eftir hinum þargreinda hundraðshluta launa til greiðslu opinberra gjalda sem vinnuveitandinn á síðan að greiða innheimtu- manni ótilkvaddur og án kröfu. Eftir árslok þurfi einstaklingur hins vegar að skila skattframtali sem endanleg álagning liðins árs byggist á, og ef áður- greind staðgreiðsla gjalda hrekkur ekki til fullrar greiðslu álagðra gjalda ber vinnuveitanda samkvæmt kröfu innheimtumanns að halda því eftir af launum starfsmanns sem á vantar. Kveður sóknaraðili þann greinarmun gerðan að dönskum rétti á þessum tvennum afbrigðum gjalda við gjaldþrot vinnuveitanda að tilkall innheimtumanns til fjár, sem vinnuveitandi heldur ótilkvaddur eftir af launum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda, telst almenn krafa í þrotabú. Skatteftirstöðvar, sem vinnuveitandi heldur eftir af launum samkvæmt sérstakri kröfu innheimtumanns, teljist hins vegar til rétthærri krafna samkvæmt fræðikenningum og dómafordæmum. Telur sóknaraðili að þennan greinarmun verði að hafa í huga þegar metið er hvort úrlausn í dómi Hæstaréttar, sem birtur er í dómasafni 1977, blaðsíðu 334, hafi fordæmisgildi í máli þessu, en samkvæmt þeim dómi nýtur krafa inn- heimtumanns um söluskatt á hendur þrotabúi ekki stöðu utan skuldaraðar. Gjaldandi söluskatts eigi ótilkvaddur að skila skýrslu um skattskylda veltu sína og greiða gjöld samkvæmt henni. Engin álagning eigi sér stað og engum kröfum sé beint til hins skattskylda frá innheimtumanni. Telur sóknaraðili þessi gjöld hafa sömu einkenni og staðgreiddur þáttur tekjuskatta sam- 669 kvæmt dönskum rétti sem áður hefur verið lýst. Að auki sé sá munur á söluskatti annars vegar og þeim gjöldum hins vegar sem deilt er um í máli þessu, að seljandi vöru eða þjónustu þarf ekki að bæta söluskatti ofan á vöruverð, heldur er honum heimilt að greiða hann með hluta álagningar sinnar. Af þeim ástæðum verði innheimtur söluskattur í vörslum hins skatt- skylda ekki talinn geymslufé sem skylt sé að sérgreina, andstætt því sem sóknaraðili telur eiga við um þau gjöld sem í máli þessu er deilt um. Eins beri að hafa í huga að söluskattsvanskil varði ekki refsingu samkvæmt 247. gr. laga nr. 19/1940, en öðru máli gegni hins vegar ef ekki er staðið skil á afdregnum opinberum gjöldum starfsmanna. Af hálfu sóknaraðila hefur verið bent á það, að ef kröfur hans í máli þessu verða ekki teknar til greina, verði afleiðingin sú að lánardrottnar þrotabúsins hagnist vegna refsiverðrar auðgunar þess á kostnað sóknaraðila. Sóknaraðili telur að aðstæður hefðu eins getað verið þær að fjárhagur hins gjaldþrota félags hefði ekki leyft að viðkomandi launþegar fengju greiðslu launa sinna í nóvembermánuði 1985 og að þeir hefðu þá átt kröfu í þrota- búið fyrir heildarlaunum mánaðarins við upphaf skipta. Þær kröfur hefðu launþegarnir getað fengið greiddar að fullu sem forgangskröfur eða eftir atvikum úr ríkissjóði í skjóli laga nr. 23/1985 án frádráttar vegna ógreiddra opinberra gjalda. Ef atvik hefðu þróast á þann veg stæði sóknaraðili nú í þeim sporum að geta krafið viðkomandi launþega um greiðslu þeirra skulda sem í máli þessu er deilt um og þrotabú félagsins hefði ekki orðið fyrir ábata af afdrætti opinberra gjalda þeirra. Telur sóknaraðili að í ljósi þessa samanburðar fái ekki staðist að lög standi til þeirrar niðurstöðu að lánardrottnar hins gjaldþrota félags geti auðgast á þann hátt að kröfum hans í máli þessu verði hafnað. Sóknaraðili hefur tekið fram varðandi vaxtakröfu sína að ekki skipti máli þótt hennar hafi ekki verið getið í upphaflegri kröfulýsingu í þrotabúið. Telur sóknaraðili tvennt leiða til þeirrar niðurstöðu. Annars vegar styðjist vaxtakrafa hans við bein fyrirmæli í 4. mgr. 113. gr. laga nr. 75/1981, þannig að í reynd hafi verið óþarft að gera hana. Hins vegar hafi komið fram sér- stök vaxtakrafa innan kröfulýsingarfrests Í bréfi sóknaraðila, dagsettu 28. apríl 1986, þar sem hann lýsti andmælum sínum gegn afstöðu bústjóra til viðurkenningar kröfunnar. Af hálfu varnaraðila er á því byggt að samkvæmt 1. tl. 30. gr., sbr. 25. gr. laga nr. 6/1978, eiga eignir hins gjaldþrota félags, sem til voru á frest- degi, að koma til skipta milli lánardrottna þess. Ef eignir þriðjamanns eru hins vegar í vörslum búsins gildi um þær fyrirmæli 69. gr. sömu laga. Af þessum ákvæðum telur varnaraðili þá ályktun verða dregna að kröfu- réttindi á hendur þrotabúinu eigi að greiða af andvirði eigna þess samkvæmt stöðu þeirra í skuldaröð, en eignum þriðjamanns í vörslum þrotabús beri 670 að skila hlutaðeigandi rétthafa. Álítur varnaraðili að ágreiningur í máli þessu snúist öðru fremur um það hvort hinn umdeildi réttur sóknaraðila verði talinn eignarréttur eða kröfuréttur. Varnaraðili heldur því fram að skilgreina verði eignarhugtak 69. gr. áðurnefndra laga með hliðsjón af sama hugtaki í skilningi aðfararlaga og af þeim heimildum sem fræðikenningar byggja almennt á að fylgi eignarréttindum. Kröfuréttindum fylgi hins vegar tilkall til greiðslu og lýkur þeim með greiðslu kröfunnar. Byggir varnaraðili á því að réttindi sóknaraðila, sem deilt er um í máli þessu, verði að telja kröfuréttindi til tiltekinnar greiðslu en ekki eignarréttindi að ákveðinni fjárhæð í vörslum þrotabúsins, og leiði Þetta til þess að krafa sóknaraðila verði að teljast almenn krafa í búið. Telur varnaraðili þau atriði, sem hér á eftir greinir, sýna fram á réttmæti þessarar staðhæfingar. Varnaraðili heldur því fram að eitt af megineinkennum eignarréttar felist í því, að eign geti orðið grundvöllur lánstrausts eigandans og að gera megi aðför í henni til fullnustu skuldbindinga hans. Hið gjaldþrota félag hafi haldið eftir fé af starfsmönnum við launaútborgun til að standa skil á gjaldaskuldum þeirra við sóknaraðila. Samkvæmt vitnaframburði Sigurþórs Ch. Guðmundssonar, fyrrum aðalbókara hins gjaldþrota félags, hafi félagið bókfært þessar aðgerðir með þeim hætti að launafrádráttur hafi komið fram á launaseðlum viðkomandi starfsmanna, en á móti hafi komið tekju- færsla á sérstökum viðskiptareikningi sóknaraðila í bókhaldi félagsins, þar sem safnað hafi verið saman afdregnum opinberum gjöldum starfs- mannanna. Fé sem þessu svarar hafi hins vegar á engan hátt verið sérgreint í vörslum félagsins. Telur varnaraðili þetta sýna að félagið hafi eftir sem áður haft ráðstöfunarrétt á umræddum fjármunum, Þeir hefðu getað orðið grundvöllur að lánstrausti þess og skuldheimtumenn þess hefðu getað gert aðför í þeim líkt og í öðrum eignum félagsins. Skuldheimtumenn sóknar- aðila, ef einhverjir væru, hefðu hins vegar ekki getað gert aðför í neinni Þeningaeign hans í vörslum hins gjaldþrota félags, enda hafi engin slík eign verið sérgreind í vörslum þess. Bendir varnaraðili sérstaklega á að félagið hafi ekki tekið við peningum af launþegum, heldur flutt greiðslukröfu af launareikningum viðkomandi starfsmanna yfir á viðskiptareikning sóknar- aðila. Ekkert tilefni og engin skylda hafi verið til að sérgreina peninga í þessu skyni. Telur varnaraðili engu breyta í þessu sambandi hvort umræddir fjármunir séu nefndir geymslufé eða öðru heiti, og heldur ekki hvort um afdregin opinber gjöld starfsmanna hafi verið að ræða eða annars konar opinber gjöld, því ljóst sé af framangreindu að féð verði ekki talið hafa verið eign sóknaraðila í skilningi 69. gr. laga nr. 6/1978. Þá bendir varnaraðili á að samkvæmt 3. mgr. 113. gr. laga nr. 75/1981 og 3. mgr. 30. gr. laga nr. 73/1980 nýtur sóknaraðili lögtaksréttar hjá launa- greiðanda vegna vangoldinna afdreginna opinberra gjalda starfsmanna. 671 Lögtaksréttur sé þvingunarúrræði og tryggingarúrræði vegna kröfuréttinda. Telur varnaraðili að ef löggjafinn hefði ætlast til þess að sóknaraðili yrði talinn eigandi að fjármunum undir þessum kringumstæðum hefði ekki verið mælt fyrir um lögtaksrétt, heldur hefði verið áréttur eignarréttur, er full- nægja mætti með þeim almennu réttarfarsúrræðum, sem mönnum standa til boða til að sækja eign sína úr vörslum annarra. Varnaraðili bendir einnig á að samkvæmt 4. mgr. 113. gr. laga nr. 75/1981 og 4. mgr. 30. gr. laga nr. 73/1980 beri launagreiðanda að greiða dráttarvexti til innheimtumanns ef hann skilar ekki á réttum degi fé sem hann hefur haldið eftir af launum starfsmanna. Í hinu almenna dreifibréfi sóknaraðila til launagreiðenda, sem áður hefur verið lýst, sé gerður áskilnaður um töku dráttarvaxta af þessum sökum. Dráttarvextir séu í senn skaðabætur til kröfuhafa vegna vanefnda og þvingunarúrræði til að knýja á greiðslu. Telur varnaraðili að með þessari heimild hafi löggjafinn undirstrikað kröfuréttar- legt eðli þessara réttinda sóknaraðila. Ef löggjafinn hefði talið þessi réttindi til eignarréttinda, hefðu fyrrgreind ákvæði haft að geyma fyrirmæli um að vörslumanni bæri að skila fénu að viðlögðum dagsektum. Dráttarvaxta- heimild geti hins vegar með engu móti samrýmst því sjónarmiði að um eignarréttindi sé að ræða. Þá bendir varnaraðili einnig á að samkvæmt vitnaframburði áðurnefnds aðalbókara félagsins hafi það dregið í lengstu lög að standa sóknaraðila skil á afdregnum opinberum gjöldum, og fyrst greitt, er komið var að áfalli dráttarvaxta. Þetta hafi því gerst löngu eftir lok þess 6 daga frests sem sóknaraðili mæli fyrir um í áðurnefndu dreifibréfi sínu. Telur varnaraðili þetta gefa til kynna að sóknaraðili hafi viðurkennt að draga megi greiðslur sem þessar án viðurlaga, sem staðfesti að um kröfu sé að ræða, er semja megi um gjalddaga á. Af hálfu varnaraðila er því haldið fram að það hafi ekki þýðingu fyrir úrlausn þessa máls að launagreiðandi geti unnið sér til refsingar með því að standa ekki skil á greiðslu opinberra gjalda starfsmanna til innheimtu- manns, enda leiði refsinæmi þessarar háttsemi af ákvæðum 2. mgr. 247. gr. laga nr. 19/1940, en ekki 1. mgr. ákvæðisins. Telur varnaraðili ennfremur að við beitingu umrædds refsiákvæðis sé um aðra skilgreiningu eignarréttar að ræða en 69. gr. laga nr. 6/1978 taki til. Varnaraðili hefur sérstaklega vísað til dóms Hæstaréttar í dómasafni 1977, blaðsíðu 334, sem hann telur hafa fordæmisgildi í máli þessu. Í því máli hafi innheimtumaður söluskatts haft uppi sams konar kröfur og rök- semdir og sóknaraðili í þessu máli, og hafi þeim verið hafnað. Þótt munur sé á söluskatti og afdregnum opinberum gjöldum starfsmanna, sé staðan í báðum tilvikum hin sama, þar sem í hvorugu tilviki hafi myndast eignar- réttindi innheimtumannsins Í skilningi 69. gr. laga nr. 6/1978. Telur varnar- aðili að hafa megi í þessu sambandi til hliðsjónar réttarstöðu kaupanda við 672 lausafjárkaup gagnvart þrotabúi seljanda, ef kaupandinn hefur greitt kaup- verð tegundarákveðins hlutar að fullu, en ekki fengið hann afhentan. Afhendingarkrafa kaupanda á hendur þrotabúi seljandans geti ekki náð fram að ganga í skjóli áðurnefnds lagaákvæðis, nema því aðeins að seljand- inn hafi sérgreint og auðkennt ákveðinn hlut sem eign kaupandans, en að öðrum kosti eigi kaupandinn aðeins endurgjaldskröfu, sem talin yrði almenn krafa. Telur varnaraðili sömu sjónarmið eiga við í máli þessu og leiði þau til þess að hafna verði kröfum sóknaraðila, enda hafi fé til greiðslu gjalda starfsmanna hins gjaldþrota félags ekki verið sérgreint í vörslum þess. Varnaraðili hefur mótmælt vaxtakröfu sóknaraðila sem of seint fram kominni, með því að hennar hafi ekki verið getið í kröfulýsingu hans. Þá hefur varnaraðili til vara mótmælt því að vaxtakrafa sóknaraðila verði tekin til greina með öðrum hætti en sem eftirstæð krafa samkvæmt 1. tl. 86. gr. laga nr. 3/1878, en umkrafðir vextir hafi alfarið fallið til eftir upphaf skipta. IV. Í máli þessu hefur sóknaraðili ekki haft uppi kröfur í öðru horfi en að viðurkennt verði tilkall hans til hins umdeilda fjár utan skuldaraðar við skipti á þrotabúi Hafskips hf. í skjóli eignarréttinda hans að því. Hefur hann ekki gert kröfu um viðurkenningu tilkalls síns sem forgangskröfu á grundvelli 1. tl. 84. gr., sbr. 87. gr. laga nr. 3/1878, og kemur slíkt athugun- arefni því ekki til úrlausnar í máli þessu. Kröfur sínar um greiðslu umkrafinnar fjárhæðar utan skuldaraðar styður sóknaraðili við reglu 69. gr. laga nr. 6/1978. Þau fyrirmæli þess ákvæðis, sem þýðingu geta haft í máli þessu, eru svohljóðandi: „Eignir þriðjamanns, sem komast í vörslur búsins, skal afhenda honum“ Um þennan málslið ákvæðisins segir aðeins eftirfarandi í greinargerð fyrir því í frumvarpi, er varð að lögum nr. 6/1978: „Eins og fram kemur í 69. gr., er sjálfsagt, að eignir annarra aðila en þrotamanns renna ekki til þrotabúsins“ Í almennum athugasemdum nefndrar greinargerðar um þann kafla frumvarpsins, sem 69. gr. þess heyrir til, kemur hins vegar fram að reglur um efni kaflans hafi ekki áður verið í lögum um gjaldþrotaskipti, en ýmis ákvæði laga nr. 3/1878 hafi þótt gilda um þau, þeirra á meðal 3. mgr. 12. gr. laganna. Er ekki að sjá af umræddri greinargerð að ætlunin hafi verið að breyta efnislega þeim reglum, sem áður þóttu gilda samkvæmt þessu. Í 3. mgr. 12. gr. laga nr. 3/1878 er mælt svo fyrir, að skiptagerð í dánarbúi eigi ekki að ná „til þeirra muna, sem ætla má að séu annarra eign, og þeir Þegar geta heimtað sér selda í hendur“ Þetta orðalag 3. mgr. 12. gr. laga nr. 3/1878 þykir verða að skýra á þann veg, að þriðjimaður geti krafist afhendingar sérgreindrar og afmarkaðrar eignar sinnar úr vörslum bús, enda sannist eignarréttur hans að slíkum einstaklega ákveðnum hlut, sem fyrir hendi er til afhendingar 673 úr búinu. Af þessari skýringu leiðir, að ef slík sérgreind eign þriðjamanns finnst ekki í vörslum bús, getur hann ekki átt ríkari rétt á hendur því en almenna fjárkröfu sem svarar til andvirðis eignarinnar. Þótt orðalag þessa ákvæðis sé öllu ítarlegra en fyrrgreindrar reglu 69. gr. laga nr. 6/1978, þykir verða, meðal annars í ljósi áðurrakinna ummæla í greinargerð, að skýra nefnda 69. gr. á þann hátt að sömu skilyrðum þurfi að fullnægja til þess að afhendingarkrafa samkvæmt henni nái fram að ganga og leidd verða af áðurnefndri skýringu 3. mgr. 12. gr. laga nr. 3/1878. Efnislega samhljóða reglur um heimildir sóknaraðila til að krefja launa- greiðanda um að halda eftir fé við launaútborgun til greiðslu opinberra gjalda starfsmanna og um meðferð slíks fjár er að finna í 113. gr. laga nr. 75/1981 og 30. gr. laga nr. 73/1980, svo og í 103. gr. reglugerðar um tekju- skatt og eignarskatt nr. 245/1963 og 4. gr. reglugerðar um sameiginlega innheimtu opinberra gjalda í Reykjavík nr. 95/1962. Samkvæmt reglum þessum ber launagreiðanda að veita sóknaraðila upplýsingar um það, hverja launþega hann hefur í þjónustu sinni, sem gjaldskyldir eru í innheimtu- umdæmi sóknaraðila. Ennfremur ber launagreiðanda að halda eftir fé við launaútborgun til slíkra starfsmanna sinna samkvæmt kröfu sóknaraðila, til greiðslu opinberra gjalda þeirra. Um meðferð hins afdregna fjár frá þeim tíma koma fram þau fyrirmæli í 9. tl. 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963 og i-lið 4. gr. reglugerðar nr. 95/1962, að launagreiðanda ber að standa sóknar- aðila skil á því innan sex virkra daga frá launaútborgun. Geri launagreið- andi það ekki, ber honum samkvæmt 113. gr. laga nr. 75/1981 og 30. gr. laga nr. 73/1980 að greiða sóknaraðila dráttarvexti af fénu, og getur sóknar- aðili ennfremur krafist lögtaksgerðar hjá launagreiðandanum til innheimtu slíkrar kröfu. Ljóst er af þeim réttarreglum, sem nú hafa verið raktar, að enga ráðagerð er að finna um að launagreiðanda sé rétt eða skylt að sérgreina peninga í vörslum sínum, sem svara til afdreginna opinberra gjalda starfsmanna. Staðhæfingu varnaraðila á grundvelli þess framburðar vitnisins Sigurþórs Ch. Guðmundssonar í máli þessu, að hið gjaldþrota félag hafi ekki sérgreint fé í þessu skyni, hefur ekki verið mótmælt. Eins og reifun þessa máls hefur verið háttað hefur heldur ekki verið leitt í ljós hvort fyrir hendi hafi yfirleitt verið peningaeign í vörslum félagsins við upphaf skipta er nægt hefði til lúkningar kröfu sóknaraðila. Þegar af þessum ástæðum verður ekki hjá þeirri niðurstöðu komist, að því grundvallarskilyrði 69. gr. laga nr. 6/1978 er ófullnægt í máli þessu, að til staðar hafi verið við upphaf skipta sérgreind eða afmörkuð peningafjárhæð í vörslum varnaraðila, sem hugsanlegt eignarréttartilkall sóknaraðila getur beinst að. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, verður að hafna kröfum sóknaraðila í máli þessu og telst hann því eiga almenna kröfu á hendur 43 674 varnaraðila að fjárhæð kr. 915.144,00, eins og varnaraðili hefur viðurkennt. Telja verður kröfu sóknaraðila um vexti af kröfufjárhæð þessari nægilega snemma fram komna, þótt hennar hafi ekki verið getið í kröfulýsingu hans, en vaxtakröfuna verður að meta sem eftirstæða kröfu við búskiptin sam- kvæmt |. tl. 86. gr. laga nr. 3/1878. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt að sóknaraðila verði gert að greiða varnaraðila kr. 65.000,00 í málskostnað. Markús Sigurbjörnsson borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, um viðurkenningu stöðu utan skuldaraðar fyrir lýstri kröfu á hendur varnaraðila, þrotabúi Hafskips hf., að fjárhæð kr. 915.144,00. Sóknaraðili greiði varnaraðila kr. 65.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu þessa úrskurðar að viðlagðri aðför að lögum. Fimmtudaginn 14. maí 1987. Nr. 326/1986. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Kristjáni Inga Einarssyni (Kjartan Reynir Ólafsson hrl.) Iðnaðarlög. Sýkna. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guð- mundur Skaftason og Guðrún Erlendsdóttir. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 21. nóvember 1986 að ósk ákærða og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Í ákæruskjali dags. 5. nóvember 1985 er ákærða gefið að sök að hafa rekið ljósmyndaiðnað og ljósmyndaþjónustu frá árinu 1983 bæði í eigin nafni og undir firmanafninu Skíma sf., án iðnréttinda 675 í ljósmyndaiðn, og fyrir að hafa selt slíka þjónustu þeim, sem eftir henni leituðu og kaupa vildu, þ. á m. myndir af alþingismönnum fyrir Handbók Alþingis 1984. Í kæru Landssambands iðnaðar- manna dags. 10. janúar 1985, sem var tilefni ákæru, er tekið fram, að atvinnurekstur ákærða á sviði ljósmyndunar hafi verið mikill að umfangi og eru nafngreindir sex aðilar, sem notið hafi þjónustu ákærða og tekið fram, að ekki sé um tæmandi upptalningu að ræða, heldur aðeins örfá tilvik af mörgum. Rannsókn málsins snerist þó nær eingöngu um þátt ákærða í gerð handbókar Alþingis 1984, og var því lýst yfir við flutning málsins fyrir Hæstarétti, að brot ákærða væri fyrst og fremst fólgið í töku andlitsmynda af alþingismönnum en ákæruvaldið horfði fram hjá hinum ákæruatriðunum. Í málinu hefur hvorki verið upplýst um umfang ljósmyndastarfsemi ákærða né hvaða tekjur hann hefur haft af þeirri starfsemi. Ákærði heldur því fram, að hann stundi ljósmyndun sem tómstundavinnu, hann auglýsi ekki starfsemi sína og vinni einn að henni, og í málinu er upplýst, að ákærði er prentsmiðjustjóri í fullu starfi. Lög nr. 42/1978 taka til rekstrar hvers konar iðnaðar í atvinnu- skyni og er lögð refsing við því að reka iðnað, án þess að fullnægja skilyrðum laganna um iðnréttindi. Þótt sannað sé, að ákærði hafi tekið myndir í Handbók Alþingis 1984 gegn greiðslu, þykir það afmarkaða tilvik út af fyrir sig ekki nægja til að telja hann hafa rekið ljósmyndaiðnað í atvinnuskyni í merkingu laga nr. 42/1978. Ber því að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Eftir þessum úrslitum ber að leggja allan sakarkostnað á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði, 25.000,00 krónur, og skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, 25.000,00 krónur. Dómsorð: Ákærði, Kristján Ingi Einarsson, á að vera sýkn af kröfum ákæruvalds í máli þessu. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði, Sigmundar Hannessonar héraðsdómslögmanns, 25.000,00 krónur, og skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Kjartans Reynis Ólafssonar hæstaréttarlögmanns, 25.000,00 krónur. 676 Sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara. Meðal nýrra gagna, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, eru reikningar frá 1984 og 1985 frá Skímu sf. til Aþingis fyrir ljósmyndir í handbók þess. Reikningarnir eru á prentuðum eyðublöðum frá Skímu sf., sem sögð er reka „bóka og ljósmyndaþjónustu“. Þá voru réttinum afhentar 3 barnabækur. Fyrsta bókin kom út 1981 og hin næsta ári síðar. Útgefandi beggja var Bjallan. Ákærði hafði tekið myndirnar í bókunum. Það hafði hann einnig gert í þriðju bókina, sem Skíma sf. gaf út 1983. Í öllum bókunum segir, að ákærði hafi séð um uppsetningu eða útlit. Þá er fram komið, að í Símaskrá 1986 er að finna Skímu sf., ljósmyndaþjónstu og bókaútgáfu. Úrslit máls þessa ráðast af því, hvort sannað er, að ákærði hafi rekið handiðnað. Verður að meta, hvort hann hafi stundað störf, sem falla undir löggiltar iðngreinar, og sé svo, hvort það hafi verið í svo ríkum mæli í atvinnuskyni, að um rekstur hafi verið að ræða. Þegar þau gögn eru virt, sem lýst var, svo og það, sem segir í forsendum héraðsdóms, tel ég að sakfella beri ákærða eins og þar er gert. Þar sem meirihluti Hæstaréttar hefur komist að annarri niðurstöðu, eru ekki efni til að ég fjalli frekar um málið. Dómur sakadóms Reykjavíkur 8. október 1986. Ár 1986, miðvikudaginn 8. október, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 513/1986: Ákæruvaldið gegn Kristjáni Inga Einarssyni, sem tekið var til dóms 19. f.m. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara dag- settu 5. nóvember sl. á hendur ákærða Kristjáni Inga Einarssyni prent- smiðjustjóra, Framnesvegi 31 í Reykjavík, fæddum þar í borg 15. október 1952. Í ákærunni segir að málið sé höfðað á hendur ákærða, „fyrir iðnlagabrot með því að hafa allt frá árinu 1983 og til þessa rekið að Framnesvegi 31 í Reykjavík, bæði í eigin nafni og undir firmanafninu Skíma sf., er ákærði lét þann 28. október 1983 skrá í firmaskrá Rekjavíkur sem sameignarfélag sitt og eiginkonu sinnar, ljósmyndaiðnað og ljósmyndaþjónustu án nokkurra iðnréttinda í ljósmyndaiðn og fyrir að hafa selt slíka þjónustu þeim er eftir henni leituðu og kaupa vildu. Á meðal seldrar ljósmyndaþjón- ustu ákærða voru andlitsmyndir af 59 alþingismönnum fyrir „Handbók Alþingis 1984“, sem útgefin var af Alþingi 1984. 677 Brot ákærða telst varða við 8. gr., sbr. 3. tölul. 15. gr. iðnaðarlaga nr. 42, 1978. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar:“ Málavextir eru þessir: Með bréfi Landssambands iðnaðarmanna — samtaka atvinnurekenda í löggiltum iðngreinum — dagsettu 10. janúar 1985, til ríkissaksóknara, undirrituðu af Sigmari Ármannssyni lögfræðingi, er þess farið á leit að beiðni Þóris Óskarssonar, formanns Ljósmyndarafélags Íslands, að embætti ríkissaksóknara beiti sér fyrir því að fram fari rannsókn á ætluðum brotum ákærða Kristjáns Inga Einarssonar á iðnlöggjöfinni og lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Í kærunni segir að ákærði hafi um allnokkurt skeið átt og rekið ljós- myndaþjónustu í Reykjavík undir heitinu Skíma sf. og hafi þessi atvinnu- rekstur ákærða á sviði ljósmyndunar verið mikill að umfangi. Sem dæmi er nefnt: 1. Ýmsar auglýsingamyndir fyrir Blóm og ávexti/Alaska, sem birtust í Morgunblaðinu í desembermánuði 1984. 2. Auglýsingamyndir í nýlegum bæklingi fyrirtækisins Xið, Laugavegi 33, R. 3. Myndir (portrett) í Handbók Alþingis, útg. af Alþingi 1984. 4. Ýmis ljósmyndunarverkefni fyrir Námsgagnastofnun, Múlalund og Iðnaðarbanka Íslands hf. (m.a. í tengslum við 20 ára afmæli útibús bankans í Hafnarfirði haustið 1984). Sagt er að ekki sé um tæmandi upptalningu að ræða, heldur einungis örfá tilvik af mörgum. Í kærunni segir að ákærði hafi engin réttindi í ljósmyndun og ekki hafi hann né fyrirtæki hans, Skíma sf., í þjónstu sinni réttindafólk í iðngreininni, en samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 558/1982 um iðnfræðslu sé ljósmyndun talin í hópi löggiltra iðngreina. Skiptist greinin að meginefni í tvennt skv. reglugerðinni, þ.e. Í fyrsta lagi almenn ljósmyndun (oft nefnt iðnaðar- og auglýsingaljósmyndun) og Í annan stað persónuljósmyndun. Síðan segir í kærunni m.a. „Samkvæmt 8. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1979 skulu löggiltar iðngreinar sem reknar eru sem handiðnaður og löggiltar skv. iðnfræðslulögum og reglu- gerðum settur skv. þeim ávallt reknar undir forstöðu meistara. Ennfremur segir þar að rétt tiliðnaðarstarfa í slíkum iðngreinum hafi meistarar, sveinar og nemendur í iðngreininni. Sú háttsemi Kristjáns Inga Einarssonar að reka ljósmyndunarþjónustu með þeim hætti sem að ofan var lýst og fara þannig inn á lögvarið verksvið 678 hinnar löggiltu iðngreinar, ljósmyndunar, er því skýlaust brot á gildandi iðnlöggjöf, sem fara ber með í samræmi við ákvæði 15. gr. i.f. laga nr. 41/1978. Ástæða er til að ætla að háttsemi Kristjáns Inga sé ekki einvörðungu brot á iðnlöggjöfinni, heldur hafi hann og gerst brotlegur við ákvæði laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. hefur Kristján gefið sig út fyrir að vera ljósmyndari og þannig gefið væntanlegum viðsemjendum rangar og villandi upplýsingar um starfsstöðu sína, menntun, kunnáttu og hæfni. Gengur slíkt bersýnilega í berhögg við ákvæði áðurgreindra laga nr. 56/1978. Skal sérstaklega bent í þessu sambandi á 27. gr. laganna“ Ríkissaksóknari sendi málið til lögreglustjórans í Reykjavík með bréfi dags. 6. mars 1985 og óskaði þess, að málið yrði tekið til rannsóknar á grundvelli 14. tölul. 15. gr. iðnaðarlaga nr. 42, 1978. Vitnið Þórir Halldór Óskarsson, Bergstaðastræti 62A í Reykjavík, mætti hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík hinn 21. mars 1985 og gerði frekari grein fyrir kærunni. Kvað hann þau verkefni, sem ákærði hefði tekið að sér og unnið, vera að öllu leyti sambærileg við þau verkefni sem ljós- myndastofur reknar af iðnlærðurn mönnum tækju að sér. Mánudaginn 1. apríl 1985 fóru tveir lögreglumenn að Framnesvegi 31 og höfðu tal af ákærða. Annar lögreglumannanna, vitnið Hákon Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður, gerði skýrslu um förina. Í skýrslunni segir svo: Ákærði gaf rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík skýrslu hinn 13. júní 1985. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna við meðferð málsins. Ákærði segir, að honum finnist ákæra málsins ekki eiga við rök að styðjast. Ákærði kannast við að hafa allt frá árinu 1983 og til þessa rekið að Framnesvegi 31 í Reykjavík undir firmanafninu Skíma sf., sem er sameign- arfélag ákærða og eiginkonu hans, bókaútgáfu og ljósmyndaþjónustu. Ákærði kveðst ekki hafa rekið þessa starfsemi í eigin nafni og segir að ekki sé um ljósmyndaiðnað að ræða að sínu mati. Telur hann sig því ekki þurfa á iðnréttindum í ljósmyndun að halda við þessa starfsemi, en hann hafi stofnað fyrirtækið til þess að halda framangreindri starfsemi í rekstrar- legri einingu og að hafa reksturinn í löglegum farvegi fjárhagslega, en starf- semin sé aukastarf. 679 Ákærði kveðst líta á þá starfsemi, sem hann er ákærður fyrir, sem heimilisiðnað og listsköpun í frístundum. Ákærði hefur starfað sem prentari hjá Leturprenti að mestu leyti frá því hann lauk námi í prentverki og síðasta 1'% árið sem prentsmiðjustjóri. Þá hefur ákærði starfað sem útlitsteiknari og ljósmyndari hjá dagblöðum. Ákærði segir að leitað hafi verið til sín frá Alþingi vegna handbókar þingsins árið 1984 og hann beðinn um að taka myndir af þingmönnum. Tók ákærði það að sér og tók myndirnar í þinghúsinu. Ákærði segir að það hafi verið Helgi Bernódusson, deildarstjóri hjá þing- inu, sem leitaði til hans vegna þessa verkefnis. Ákærði þekkti hann ekki neitt áður. Ákærði segir að hann hafi verið ráðinn af menntamálaráðuneytinu árið 1978, að hann minnir, til að leiðbeina unglingum við ljósmyndun í Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Íslands. Var þetta kennarastaða. Ákærði telur þó að ekki sé hægt að kenna ljósmyndun, nema undirstöðuatriði. Þessu starfi gegndi ákærði þrjú skólaár og var þetta hlutastarf. Engar athugasemdir voru gerðar við þessa starfsemi ákærða af hálfu þeirra sem hafa sveinspróf í ljósmyndun. Ákærði vekur athygli á því að á sama tíma og hann var við leiðbeinenda- störfin hjá unglingunum hafi aðeins einn hinna þriggja sem kenndu ljós- myndun í Iðnskólanum til sveinsprófs verið sjálfur með sveinsbréf í iðninni. Ákærði tekur fram að hann telji ljósmyndun sína, sem hann er ákærður fyrir að stunda, falla ekki undir skilgreininguna almenna ljósmyndun og persónulega ljósmyndun, heldur sé ljósmyndavélin tjáningarmiðill hans til að skapa myndverk, líkt og málarans að nota pensil. Ákærði segir að það sé mat sitt að til ljósmyndunar teljist myndatakan sjálf, framköllun filmunnar og vinnsla myndarinnar, svo að hún verði full- búin til skoðunar eða birtingar. Segir ákærði, að mikið muni um það að ljósmyndarar með sveinspróf í iðninni láti ófaglært fólk annast síðasta stigið. Þá vekur ákærði athygli á því að þau fyrirtæki, sem taka að sér framköllun á filmum fyrir almenning og lokavinnslu mynda, hafi ekki í sinni þjónustu faglært fólk við þessi störf né séu eigendurnir sjálfir með sveinspróf í ljósmyndun. Ákærði segist ekki telja neinn mun á því að taka andlitsmyndir og birta í handbók Alþingis og að taka myndir fugla og birta í handbók fugla. Vitnið Helgi Bernódusson, Kaplaskjólsvegi 65 í Reykjavík, kveðst hafa haft umsjón með útgáfu handbókar Alþingis 1984. Þegar ákveðið var að hafa myndir af alþingismönnum í bókinni leitaði vitnið í huga sér að ein- hverjum sem gæti tekið það að sér. Datt þá vitninu ákærði í hug, en vitnið vissi að hann hafði verið verðlaunaður fyrir ljósmyndir. Auk þess hafði vitnið notað bækur sem í voru ljósmyndir eftir ákærða. Þetta réð því að 680 vitnið leitaði til ákærða. Hvarflaði það ekki að vitninu að ákærði hefði ekki iðnréttindi í greininni og enginn hafði orð á því. Vitnið segir að aðstandendur bókarinnar hafi verið ánægðir með árang- urinn af myndatökum ákærða í bókinni, en tveir þingmenn hafi óskað eftir því að leggja sjálfir til myndir í bókina eftir að þeir höfðu séð myndir ákærða. Vitnið Þórir Halldór Óskarsson ljósmyndari, Háteigsvegi 10 í Reykjavík, kveðst vera formaður Ljósmyndarafélags Íslands, en í því eru bæði meistar- ar og sveinar Í iðninni. Vitnið segir að ljósmyndaiðn sé taka mynda og hvers kyns frágangur, svo að myndir séu frágengnar til afgreiðslu til viðskiptavina. Í þessu felst fram- köllun, kópering, stækkun og retús. Vitnið segir að í ljósmyndaiðn séu 60-70 manns með réttindi í iðninni. Eru þeir langflestir í félaginu. Vitnið segir að engar takmarkanir séu á því að komast megi að í námi í ljósmyndaiðn, fremur en í öðrum iðngreinum, en vitnið telur að nú séu 10-12 nemar í ljósmyndun hér á landi. Vitnið segir að ljósmyndarar hafi gefið eftir af starfskröfum sínum miðað við fyrri ár að meistarar væru fyrir framköllunarstofum. Vitnið getur ekki tilgreint hvaða ástæður liggi fyrir eftirgjöfunum. Vitnið segist telja reginmun á því þegar aðilar taka myndir úti í náttúrunni sjálfstætt og á eigin ábyrgð og hinu þegar aðilar taka gagngert að sér einstök verkefni eins og t.d. myndatökur fyrir handbók Alþingis. Vitnið kveðst þeirrar skoðunar að ljósmyndir geti flokkast undir list við vissar aðstæður, en svo hafi ekki verið þegar ákærði tók myndirnar af þing- mönnunum. Vitnið segir að það sé grundvallarmunur á því hvort maður fer og tekur að sér gagngert myndatökur fyrir tiltekinn aðila eða fer út í náttúruna til dæmis til að taka myndir af fuglum. Vitnið Gunnar Borgþór Gunnarsson litmyndagerðarmaður, Hálsaseli 41 í Reykjavík, kveðst reka litmyndagerð hér í borginni, sem heitir Litsel. Er vitnið eini starfsmaðurinn og starf þess fólgið í því að taka við framköll- uðum filmum frá ljósmyndurum og í því efni kveðst vitnið ekki gera mun á því hvort viðkomandi hefur réttindi í iðninni eða ekki. Þegar vitnið hefur fengið filmuna setur það myndina á pappír og sendir hana síðan þannig til ljósmyndarans, sem fullvinnur myndina með því að ganga endanlega frá henni fyrir viðskiptavininn og þá á sína ábyrgð. Segir vitnið að ljósmyndarar geri mismunandi kröfur og þá aðallega um litablæ og ef þeir séu ekki ánægðir, sendi þeir myndirnar til baka til endurvinnslu. Er vitninu kunnugt um að flestir viðskiptamenn þess reka ljósmyndastofu. Vitnið Hákon Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður, Haukshólum 6 í Reykjavík, hefur staðfest áðurgreinda skýrslu sína við meðferð málsins. 681 Niðurstöður. Sannað er með játningu ákærða sjálfs og öðrum gögnum málsins að hann hafi allt frá árinu 1983 og fram á þetta ár rekið að Framnesvegi 31 í Reykja- vík ljósmyndaþjónustu undir firmanafninu Skíma sf., sem er sameignar- félag ákærða og eiginkonu hans. Ákærði kveðst hins vegar ekki hafa rekið þessa starfsemi í eigin nafni og segir að ekki sé um ljósmyndaiðnað að ræða að sínu mati. Telur hann sig því ekki þurfa á iðnréttindum í ljósmyndun að halda við þessa starfsemi. Lítur ákærði á þá starfsemi, sem hann er ákærður fyrir, sem heimilisiðnað og listsköpun í frístundum og að um aukastarf sé að ræða. Kveðst hann hafa starfað einn hjá Skímu að þeirri starfsemi sem hún hefur haft með höndum og hann hafi aldrei auglýst. Sé fyrirtækið stofnað til þess að halda framangreindri starfsemi í rekstrar- legri einingu og að hafa reksturinn í löglegum farvegi fjárhagslega. Ákæra málsins lýtur að þeim sakargiftum að ákærði hafi rekið ljós- myndaiðnað og ljósmyndaþjónustu án nokkurra iðnréttinda í ljósmyndaiðn og fyrir að hafa selt slíka þjónustu þeim er eftir henni leituðu og kaupa vildu, þ. á m. andlitsmyndir af 59 alþingsmönnum fyrir handbók Alþingis 1984 sem útgefin var 1984 af Alþingi. Samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 558/1981 um iðnfræðslu er ljósmyndun löggilt iðngrein og skiptist í almenna ljósmyndun og persónuljósmyndun. Þá skulu samkvæmt 8. gr. iðnaðarlaga nr. 42, 1978, iðngreinar, sem reknar eru sem handiðnaður og löggiltar samkvæmt iðnfræðslulögum og reglu- gerðum settum samkvæmt þeim, ávallt reknar undir forstöðu meistara. Eins og áður greinir er sannað að ákærði stofnaði ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Skímu sf., að hann sjálfur segir í þeim tilgangi að halda auka- starfi sínu, sem sé heimilisiðnaður og listasköpun, í rekstrarlegri einingu, en ákærði starfaði einn að þessu án þess að fyrirtækið nyti forstöðu meistara í ljósmyndun, enda þótt annað verkefni fyrirtækisins hafi verið ljósmyndaþjónusta. Ekki verður á það fallist að rekstur Skímu sf. sé alfarið heimilisiðn- aður og listasköpun. Verður að telja að sú háttsemi að taka að sér ákveðin ljósmyndaverkefni og áskilja sér greiðslu fyrir sé iðnrekstur og til slíks þurfi iðnréttindi í ljósmyndun. Verður að telja sannað að ljósmyndaþjónusta ákærða sé meira en eingöngu listsköpun í frístundum. Skiptir þá eigi máli þótt ljósmyndun ákærða sé unnin sem aukastarf. Þá þykir sú háttsemi ákærða að taka að sér myndatökur fyrir Handbók Alþingis 1984 gegn greiðslu augljóst iðnlagabrot en í bókinni er nafn ákærða en ekki Skímu tilgreint. Hefur ákærði því einnig staðið að mynda- tökum í eigin nafni. Með hliðsjón af öllu framansögðu er því sannað, að ákærði sé sekur um það sem honum er gefið að sök í ákærunni og þar er rétt fært til refsi- 682 ákvæða. Myndirnar í handbókinni eru þó af 58 (ekki 59) þingmönnum og ráðherra utan raða alþingismanna. Sakaferill ákærða. Refsing. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 12.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem greiðist innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja, en ella sæti ákærði varðhaldi í 10 daga. Sakarkostnaður. Loks ber að dæma ákærða samkvæmt 1. mgr. 141. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála til þess að greiða allan sakarkostnað. Verjandi ákærða, Sigmundur Hannesson héraðsdómslögmaður, hefur afsalað sér málsvarnarlaunum í málinu ef ákærði verði sakfelldur. Verða honum því eigi ákvörðuð málsvarnarlaun. Dómsorð: Ákærði, Kristján Ingi Einarsson, greiði 12.000 króna sekt til ríkis- sjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja, en sæti ella varðhaldi í 10 daga. Ákærði greiði allan sakarkostnað. 683 Fimmtudaginn 14. maí 1987. Nr. 52/1986. Hreppsnefnd Eyjarhrepps (Hjalti Steinþórsson hdl.) gegn Helgu Kr. Thors og Ingólfi Gíslasyni (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) Ábúð. Stjórnarskrá. Gjafsókn. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson og Magnús Þ. Torfason og prófessorarnir Arnljótur Björnsson og Sigurður Líndal. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 18. febrúar 1986, að fengnu áfrýjunarleyfi 27. janúar 1986 samkvæmt heimild í 20. gr. 2. mgr. laga nr. 75/1973. Dómkröfur hans eru þær, að byggingarbréf stefndu, dags. 27. janúar 1984, um jörðina Ytri- Rauðamel verði dæmt ógilt og stefndu dæmdir in solidum til að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en áfrýjanda var veitt gjafsókn fyrir Hæstarétti með bréfi dómsmálaráðherra 15. nóvember 1985. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar óskipt fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Annar stefndu í máli þessu, Thor R. Thors, andaðist hinn 30. mars 1986. Ekkja hans, Helga Kr. Thors, fékk leyfi til setu í óskiptu búi 21. maí s.á. og hefur tekið við málsaðild hans fyrir Hæstarétti. Ákvæði um skyldu jarðeigenda til að byggja jarðir á leigu hafa lengi verið í lögum, sbr. Í. gr. laga nr. 1/1884, 3. gr. laga nr. 87/1933, 3. gr. laga nr. 8/1951, 3. gr. laga nr. 36/1961 og nú 2. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976. Samkvæmt 1. mgr. þeirrar greinar er hverjum þeim sem á jörð og rekur ekki búskap á henni sjálfur skylt að byggja hana hæfum umsækjanda. Ræki jarðeigandi ekki þessa skyldu ber sveitarstjórn að áminna hann um það og setja honum frest til næstu fardaga. Byggi jarðeigandi ekki jörðina að liðnum þeim fresti fyrir 15. febrúar næstan á eftir að fresturinn rann út er sveitarstjórn skylt í samráði við jarðanefnd að ráðstafa jörðinni 5 ár Í senn á þann hátt sem hagkvæmastur er fyrir sveitarfélagið. 684 Í 21. grein ábúðarlaganna er mælt fyrir um skyldu leiguliða til að eiga lögheimili á ábúðarjörð sinni, nytja hana og reka þar bú nema landsdrottinn og sveitarstjórn samþykki annað. Er ljóst af síðast greindum áskilnaði um samþykki sveitarstjórnar að búsetu- og búrekstrarskylda sú, sem hér er kveðið á um, er lögmæt öðrum þræði af tilliti til hagsmuna sveitarfélags af því að bújarðir séu setnar og á þeim rekinn búskapur. Er ákvæðið að því leyti reist á sama viðhorfi og skylda sú sem lögð er á sveitarstjórn með 1. mgr. 2. greinar til að hlutast til um að jarðir komist í ábúð. Sú íhlutun um byggingu jarða, sem sveitarstjórn er fengin með umræddum ákvæðum 1. mgr. 2. greinar og 21. grein ábúðarlaga, leiðir til þess að líta verður svo á að áfrýjandi eigi sjálfstætt rétt til þess að leita dóms um hvort ábúðarsamningur stefndu teljist ekki hafa gildi vegna þess að stefndi Ingólfur hafi ekki fullnægt búsetu- og bú- rekstrarskyldu sinni. Er mál þetta var höfðað hafði stefndi Ingólfur ekki flust á jörð- ina. Stóð svo enn er málið var flutt fyrir Hæstarétti að því er ráða mátti af málflutningi. Þegar þetta er virt þykir byggingarbréfið 27. janúar 1984 eigi vera í gildi sem ábúðarsamningur um jörðina Ytri- Rauðamel þannig að jörðin teljist vera byggð á leigu samkvæmt upphafsákvæði 1. mgr. 2. greinar ábúðarlaga. Verður og eigi talið að þær almennu takmarkanir, sem eigendum jarða eru settar um meðferð þeirra samkvæmt 1. mgr. 2. greinar og 21. grein ábúðarlaga, sbr. og 6. gr. jarðalaga nr. 65/1976, séu andstæðar ákvæðum 67. greinar stjórnarskrárinnar þannig að þeim verði eigi beitt af þeirri ástæðu, en svo sem dómkröfum er háttað í máli þessu koma eigi sérstaklega til álita ákvæði III. kafla ábúðarlaga um húsakost á leigujörðum. Samkvæmt framansögðu ber að taka til greina dómkröfu áfrýj- anda í málinu, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns hans, 60.000,00 krónur. Dómsorð: Ábúð stefnda Ingólfs Gíslasonar á jörðinni Ytri-Rauðamel 685 samkvæmt byggingarbréfi Thors R. Thors við hann 27. janúar 1984 telst eigi vera Í gildi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, hreppsnefndar Eyjar- hrepps, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun skipaðs talsmanns hans, Hjalta Steinþórssonar, héraðs- dómslögmanns, 60.000,00 krónur. Sératkvæði Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara og Sigurðar Líndal prófessors. Við erum ósammála atkvæði meirihlutans af ástæðum þeim er hér greinir: Samkvæmt 1.mgr. 2. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976 er sveitarstjórnum í samráði við jarðanefnd veitt vald til þess að ráðstafa jörð til fimm ára í senn á þann hátt, sem hagkvæmastur er fyrir sveitarfélagið ef eigandi nytjar jörð ekki sjálfur eða byggir hana hæfum umsækj- anda. Þá er svo mælt í 1. mgr. 6. gr. jarðalaga nr. 65/1976 að jafnan sé skylt að tilkynna það sveitarstjórn og jarðanefnd og afla sam- þykkis þeirra ef fyrirhuguð séu aðilaskipti að réttindum yfir fasteign eða stofnun slíkra réttinda svo sem fyrir kaup, gjöf, skipti, nauð- ungarsölu á uppboði, þar með talinni útlagningu til veðhafa, bú- skipti, félags- og sameignarslit, fyrirframgreiðslu arfs, láni eða leigu. Í 2. mgr. sömu greinar segir að sveitarstjórn og jarðanefnd sé rétt að synja um áformaða ráðstöfun eignarinnar, ef hún sé andstæð hagsmunum sveitarfélagsins. Þótt ofangreind lagaákvæði eigi í orði við allar jarðir á landinu sem eru ekki nytjaðar, er það á borði komið undir ákvörðun stjórn- valda á hverjum stað, hvort valdi þessu sé beitt eða ekki. Er stjórn- völdum með þessu fengið meira vald yfir eign manna en samrýmst getur 67. gr. stjórnarskrárinnar. Því verður eigi á það fallist að hér sé um almennar takmarkanir á eignarréttinum, er menn verði að þola bótalaust, að ræða. Markmiðið með kröfugerð áfrýjanda er að byggja jörðina Ytri-Rauðamel nýjum ábúanda á leigu. Upplýst er, að áður en svo megi verða, er nauðsynlegt að lagfæra byggingar jarðarinnar. Jarðeigandi verður að bera þann kostnað. Ekkert liggur 686 fyrir í málinu um kostnað við þær framkvæmdir, né áætlun um það, hvort þær yrðu arðbærar. Engin vissa er fyrir því, að eigandi fái kostnaðinn borinn uppi Í jarðarafgjaldinu. Þessa skerðingu á umráðarétti yfir eign sinni er jarðeiganda ætlað að þola án þess að honum séu tryggðar fullar bætur fyrir. Verður að telja að það brjóti í bága við 67. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar og fullar bætur fyrir skerðingu á honum. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið ber að staðfesta niður- stöðu hins áfrýjaða dóms. Eftir þessum málalokum verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað óskipt fyrir Hæstarétti, er ákveðst 75.000,00 krónur. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda er ákveðst 85.000,00 krónur, þar af 75.000,00 krónur í málflutningslaun til skipaðs talsmanns áfrýj- anda, greiðist úr ríkissjóði. Dómur aukadómþings Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 20. maí 1985. Stefnandi er Svanur Guðmundsson, 8635-0416, oddviti, Dalsmynni, Eyjarhreppi, f.h. hreppsins. Stefndu eru Thor R. Thors, 8884-3371, framkvæmdastjóri, Hamarsgötu 8, Seltjarnarnesi, og Ingólfur Gíslason, 4722-3733, Flesjustöðum, Kolbeins- staðahreppi. Málið er rekið og dæmt í aukadómþingi Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu. Stefna er gefin út 16. október 1984, árituð um birtingu. Málið er þingfest 2. nóvember 1984. Dómur er kveðinn upp í sýsluskrifstofunni í Stykkishólmi 20. maí 1985. Dómari er Jón S. Magnússon fulltrúi. Kröfur í stefnu eru þær, 1. að byggingarbréf stefndu, dags. 27. janúar 1984, um jörðina Ytri- Rauðamel, verði dæmt ógilt, 2. að viðurkenndur verði réttur hreppsnefndar Eyjarhrepps til þess að ráðstafa jörðinni Ytri Rauðamel á þann hátt sem hagkvæmastur er fyrir sveitarfélagið, 3. að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu. Í greinargerð gera stefndu þær kröfur: 1. að kröfu stefnanda, sem merkt er nr. 2 í stefnu, verði vísað frá dóm- inum, 687 2. að stefndu verði sýknaðir af dómkröfum stefnanda, sem merktar eru nr. Í og 3 í stefnu, 3. til vara að því er dómkröfu nr. 2 varðar, að stefndu verði sýknaðir af henni, 4. að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefndu óskipt fullan máls- kostnað í málinu eftir mati dómsins. Með dómi aukadómþingsins uppkveðnum 12. apríl 1985 var kröfum stefnanda samkvæmt 2. tölulið í stefnu vísað frá dómi. Málið var tekið til efnisdóms að loknum aðalflutningi 10. maí 1985. Lokakröfur stefnanda eru þær að byggingarbréf stefndu, dags. 27. janúar 1984, um jörðina Ytri-Rauðamel, verði dæmt ógilt og að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu. Lokakröfur stefndu eru þær að þeir verði sýknaðir af dómkröfum stefn- anda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefndu óskipt fullan máls- kostnað í málinu eftir mati dómsins. Málsástæður og lagarök stefnanda. 1. Kröfu sína um að byggingarbréf stefndu verði dæmt ógilt byggir stefnandi á því að bréfið fullnægi ekki þeim skilyrðum sem sett eru um efni byggingarbréfa. Ennfremur hafi leiguliði ekki fullnægt skilyrðum ábúðarlaga um búsetu á jörðinni. Þá liggi ekki fyrir skilyrðislaust samþykki hreppsnefndar og jarðanefndar á byggingarbréfi stefndu. Vísast um þessi atriði til 1. og 3. mgr. 11. gr. og 21. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976 og 6. gr. jarðalaga nr. 65/1976. 2. Varðandi málskostnaðarkröfu stefnanda skal einkum bent á að stefndu hefur verið gefinn kostur á að bæta úr þeim annmörkum sem eru á samningi þeirra um jörðina og framkvæmd hans, og var þeim í lófa lagið að komast hjá málshöfðun þessari. Málsástæður, önnur atvik og lagarök stefndu. 1. Krafa stefndu um sýknu af kröfum stefnanda er í fyrsta lagi á því byggð að stefnandi eigi ekki að réttum lögum neina aðild að dómkröfu um hvort samningur, sem stefndu hafa gert sín á milli, sé gildur samningur eða ógildur. Í 11. gr. ábúðarlaga er fjallað um réttarsamband landsdrottins og leiguliða. Ekki verður séð að þessi ákvæði komi sveitarstjórn við eða að henni sé veitt aðild að kröfum vegna ætlaðra „brota á 11. gr. Í 21. gr. ábúðarlaga er vikið að skyldu leiguliða til að eiga lögheimili á ábúðarjörð sinni, nytja hana og reka þar bú, nema sveitarstjórn og landsdrottinn 688 samþykki annað. Má undarlegt heita ef sveitarstjórn getur farið í mál og fengið ábúðarsamning dæmdan ógildan ef hún telur að gegn þessu ákvæði sé brotið. Í 6. gr. jarðalaga er kveðið á um að afla beri samþykkis sveitarstjórnar til tiltekinna ráðstafana varðandi fasteignir, og eru þær taldar upp í grein- inni. Þetta ákvæði veitir sveitarstjórn ekki aðild að kröfu um að samningur teljist ógildur ef sveitarstjórnin telur að frá ákvæðinu hafi verið vikið. Þessar varnir eiga að leiða til sýknu af dómkröfum stefnanda með vísun til 2. mgr. 45. gr. laga nr. 85/1936. 2. Málsókn stefnanda er á því byggð að í 6. gr. jarðalaga og 1. mgr. 2. gr. ábúðarlaga felist, að eignarréttur eiganda jarðar hafi bótalaust verið skertur svo að eigandi megi ekki ráðstafa jörð sinni nema með samþykki sveitarstjórnar, og að sveitarstjórn megi ennfremur ráðstafa jarðeigninni fyrir hönd jarðeiganda, en henni falla ekki ráðstafanir jarðeigandans. Af hálfu stefndu er á því byggt að þessar lögskýringar fái ekki staðist vegna einingarnámsákvæðis 67. gr. stjórnarskrárinnar, og leiði til þess að sýkna beri stefndu af öllum dómkröfum. 3. Sýknukröfur stefndu byggjast einnig á því að stefnandi geti ekki þvingað stefnda Thor til að gera þær úrbætur á húsum jarðarinnar sem þarf til að stefndi Ingólfur, eða einhver annar ábúandi, taki fasta búsetu á jörðinni. Það kemur ekki til greina að fái staðist gagnvart 67. gr. stjórnar- skrárinnar að fela stjórnvöldum vald til að fyrirskipa mönnum tiltekna ráð- stöfun eigna sinna sem hefur í för með sér veruleg útgjöld fyrir þá. 4. Sýknukröfur stefndu byggjast loks á því, ef synjað yrði fyrrgreindum sýknuástæðum, að fulinægt hafi verið skilyrðum 6. gr. jarðalaga um öflun samþykkis sveitarstjórnar og jarðanefndar við byggingu jarðarinnar. Reifun og niðurstaða. Stefndi Thor R. Thors er eigandi jarðarinnar Ytri-Rauðamels í Eyjar- hreppi, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Jörðin var í ábúð, en ábúandi fluttist af henni snemma árs 1982, og taldi stefnandi jörðina lausa úr ábúð í fardögum það ár. Með bréfi, dags. 29. ágúst 1982, áminnti stefnandi jarðareiganda um að byggja jörðina hæfum ábúanda eigi síðar en fyrir fardaga 1983. Með bréfi til stefnanda, dags. 13. september 1982, lýsir stefndi Thor því yfir að jörðin losni ekki úr ábúð skv. samkomulagi við ábúanda fyrr en í fardögum 1983. Með bréfi hreppsnefndar Eyjarhrepps, sem hinn 26-7-83 var sent stefnda Thor, kveðst hreppsnefndin hafa heyrt að hann hafi ráðstafað landnytjum jarðarinnar Ytri-Rauðamels án skilyrða um fasta búsetu. Hreppsnefndin segist hafa fengið staðfest að formlegar umsóknir hafi legið fyrir um ábúð á jörðinni frá aðilum sem hugðu þar á fasta búsetu og búrekstur, en umsóknum þessum hafi ekki verið svarað. Og segist hrepps- 689 nefndin því miður sjá sig tilneydda að ráðstafa jörðinni í samráði við jarða- nefnd hafi hún ekki verið byggð hæfum umsækjanda fyrir þann tíma sem tilskilinn er samkvæmt ábúðarlögum. Þann 27. janúar 1984 gerðu stefndu, Thor R. Thors og Ingólfur Gíslason, með sér um jörðina Ytri-Rauðamel svofellt „BYGGINGA RBRÉF Undirritaðir aðilar gera hér með eftirfarandi leigusamning um eignarjörð landsdrottins: I. Hin leigða eignarjörð: Ytri-Rauðimelur, Eyjarhreppi, Hnappadals- sýslu. 2. Landsdrottinn: Thor R. Thors, Hamarsgötu 8, Seltjarnarnesi. 3. Leiguliði: Ingólfur Gíslason, Flesjustöðum, Kolbeinsstaðahreppi. 4. Leigutími: 5 ár frá fardögum 1984. Sé leigusamningi ekki sagt upp af öðrum hvorum aðila fyrir jól fyrir síðustu fardaga skv. samningi þessum, framlengist leigutíminn um 5 ár í senn með sömu skilmálum og greinir í samningi þessum. 5. Eftirgjald: Árlegt eftirgjald greiðir leiguliði til landsdrottins þannig: Annarsvegar 3% a fasteignamati lands, ræktunar og hlunninda (sbr. þó sérstakt ákvæði um veiðieftirgjald ef til kemur í 13. tl.) Hinsvegar greiðir leiguliði til landsdrottins sem árlegt eftirgjald 3% af brunabótamati allra þeirra húsa og mannvirkja, sem hann hefur afnot af. Gjalddagi eftirgjalds vegna lands, ræktunar og hlunninda skal vera |. desember ár hvert fyrir yfirstandandi leiguár og skal miða við fasteignamat sama dag. Gjalddagi eftirgjalds vegna húsa og mannvirkja skal vera |. desember ár hvert og skal miða við brunabótamat sama dag. Sé um nýbyggingar eða endurbyggingu að ræða eða nýrækt skal greiða leigu eins og að ofan greinir frá þeim tíma sem bygging er tekin í notkun eða ræktun nytjuð eða úttekin eða endurbyggingaráfanga hverjum um sig er lokið. 6. Landamerki jarðarinnar eru eins og landamerkjaskrá greinir, og er ekki ágreiningur um þau. 7. Nytjar: Jörðin er leigð til venjulegs búrekstrar. Óheimilt er leiguliða að framselja öðrum nokkuð af nytjum jarðarinnar. Landsdrottinn og veiði- menn á hans vegum hafa fullan umferðarrétt um landið eins og verið hefur, en gæta skulu þeir þess að spilla í engu ræktun eða túnum leiguliða. 8. Viðhald: Skylt er leiguliða að halda við þeim húsum jarðar, sem hann hefur afnot af, og öllu, sem þeim fylgir, þannig að þau gangi ekki úr sér umfram eðlilega fyrningu. Honum ber einnig að halda við öðrum mann- virkjum, ræktun og hlunnindum. Hann skal á sinn kostnað annast viðhald heimreiðar, ræktunar, girðinga, framræsluskurða og lokræsa, þannig að 44 690 þessi mannvirki gangi ekki úr sér umfram eðlilega fyrningu (27. gr. ábúðar- laga). 9. Vatnsréttindi og námur: Undanskilin leiguliðaafnotum eru vatnsrétt- indi, þar með talið jarðhiti, námur, byggingarefni, svo sem sand- og malar- námur og önnur jarðefni sbr. 2. mgr. 4. gr. ábúðarlaga. 10. Sumarbústaðalóðir: Óski landsdrottinn að leigja sumarbústaðalóðir úr jörðinni, skal 15% árlegrar leigu fyrir slíkar lóðir renna til ábúanda. Haft skal samráð við ábúanda og rétt yfirvöld um staðsetningu og skipulag slíkra lóða. ll. Fuglaveiði: Óski landsdrottinn að nýta fuglaveiði á jörðinni skal honum það heimilt. Hafa bæði leiguliði og landsdrottinn, hvor um sig, heimild til slíkra nytja. Gildir þetta fyrirkomulag í 10 ár í senn. Hafa skal landsdrottinn samráð við leiguliða um veiðisvæði, ef til kemur. 12. Fasteignagjöld: Leiguliði greiðir alla skatta og skyldur af jörðinni, þ. á m. þeim húsum, sem hann hefur afnot af, þar með talið fasteignaskatt, brunabótaiðgjöld og viðlagatryggingariðgjöld. 13. Lax- og silungsveiði: Þar sem engin lax- eða silungsveiði tilheyrir jörðinni Ytri-Rauðamel, fylgir engin slík veiði með byggingarbréfi þessu. Komi hins vegar til þess síðar að hin sjálfstæða fasteign, Haffjarðará, verði sameinuð jörðinni, skal eftirgjald jarðarinnar hækka sem svarar beinni veiðileigu og öðrum veiðinytjum hinnar tilgreindu veiðiár. Greiðast þá ekki 3% af fasteignamati hlutaðeigandi veiðivatna. 14. Nýbyggingar og ræktun: Hafa skal leiguliði fullt samráð við lands- drottin, óski hann eftir að auka ræktun á jörðinni eða hefja nýbyggingar. Sé um umtalsverðar framkvæmdir að ræða skulu aðilar gera með sér skrif- legt samkomulag áður en framkvæmdir hefjast. Um framkvæmdir á jörð- inni gilda að öðru leyti ákvæði ábúðarlaga. 15. Að öðru leyti fer um ábúðina skv. ábúðarlögum. Ytri-Rauðamel, 27. janúar 1985, Landsdrottinn: Leiguliði: Thor R. Thors Ingólfur Gíslason Vottar: Ingimar Valdimarsson 4686-7688 Hulda María Mikaelsd. 4434-7237:“ Á fundi hreppsnefndar Eyjarhrepps 10. febrúar 1984 var byggingarbréfið til umfjöllunar. Auk nefndarmanna var mættur stefndi Ingólfur. Eftirfar- andi var bókað: „Aðspurður taldi Ingólfur að hann myndi ekki flytja á jörðina á næsta sumri, miðað við núverandi húsakost. Það stæði til að 691 byggja upp á jörðinni, en ekki hefði verið sótt um lán eða aðra fyrirgreiðslu til þess“ Og ennfremur: „Þar sem hreppsnefnd Eyjarhrepps hefur ástæðu til að ætla, að byggingarbréfið sé til málamynda og til þess gert að halda Ytri-Rauðamel utan ábúðar, samþykkir hreppsnefndin byggingarbréfið með þeim fyrirvara að verði leiguliði ekki fluttur á jörðina á tilsettum tíma samkvæmt gildandi ábúðarlögum (21. og 22. gr.) sé byggingarbréfið úr gildi fallið. Sé hreppsnefnd Eyjarhrepps þá heimilt fyrirvaralaust að taka jörðina til ráðstöfunar og byggja hana fáist hæfur ábúandi að mati hreppsnefndar og jarðanefndar““ Þessu mótmæltu báðir stefndu með bréfi til stefnanda, dags. 3. maí 1984, og vísa til 14. töluliðs byggingarbréfsins varðandi upp- byggingu jarðarinnar, sem þeir segja fullt samkomulag um sín á milli. Jarðanefnd Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu fjallaði um byggingarbréfið 15. febrúar 1984 og gaf eftirfarandi umsögn: „Þar sem jörðin Ytri-Rauði- melur er ein af stærstu og kostamestu jörðum á Vesturlandi lítur jarðanefnd svo á að hún eigi að vera í fullri ábúð og samþykkir ekki byggingarbréf öðruvísi en svo verði. Þó vekur jarðanefnd athygli á að eðlilegast sé að farið verði eftir ábúðarlögum með nýbyggingar og ræktun til að tryggja nauðsyn- lega uppbyggingu á jörðinni, sbr. 11. og 12. gr. ábúðarlaga. Jarðanefnd getur fallist á byggingarbréfið með þessum athugasemdum“ Í ábúðarlögum nr. 64/1976 eru ýmis ákvæði um byggingarbréf og efni þeirra. Í 3. gr. laganna er ákvæði um byggingartíma, sbr. upphafsákvæði 5. gr., og skyldu til þess að gera byggingarbréf, sem þó er ekki skilyrðislaus því að í 6. gr. eru ákvæði um hvernig með skuli fara ef vanrækt er að gera byggingarbréf. Þá er og í 4. gr. upptalning á atriðum, sem geta skal í bygg- ingarbréfi. Með tilliti til 6. gr. laganna verður þó að líta svo á að ákvæði ábúðarlaga um gerð og efni byggingarbréfa séu aðallega til leiðbeiningar aðilum við gerð ábúðarsamninga, en að það valdi ekki ógildi þeirra þó út af sé brugðið. Í 11. gr. ábúðarlaga eru ákvæði sem tryggja eiga rétt leiguliðans, þar með talið ákvæði um frest landsdrottins til þess að bæta úr húsakosti á jörð. Ekki verður séð að sveitarstjórn eigi aðild máls skv. þessu ákvæði sem varðar samskipti landsdrottins og leiguliða. Ákvæði 22. gr. ábúðarlaga varða einnig samskipti landsdrottins og leiguliða og verður ekki séð að stefnandi eigi heldur aðild þar að. Í 21. gr. ábúðarlaga er ákvæði um skyldu leiguliða til þess að eiga lögheimili á ábúðarjörð sinni, nytja hana og reka þar bú, nema sveitarstjórn og landsdrottinn samþykki annað. Samkvæmt vottorði Rúnars Gíslasonar dýralæknis, dags. 20/11 1984, fullnægja fjós- bygging og mjólkurhús á Ytri Rauðamel alls ekki þeim kröfum sem gerðar eru til framleiðslu á sölumjólk, og samkvæmt áliti Ingþórs Friðrikssonar heilsugæslulæknis, eftir skoðun á íbúðarhúsinu að Ytri-Rauðamel hinn 10. nóvember 1984, telst húsnæðið heilsuspillandi. 692 Meðan svona er ástatt um jarðhúsin verður stefnanda Ingólfi ekki gelið að sök að hann hefur ekki flust á ábúðurjörð sína, og ekki er ástæða til að ví „firlýsingar stefndu um uppbyggingu á jörðinni. Stofnandi hefur ekki sýnt fram á eða kitt líkur að þeirri ætlan sinni að, hyegingarbréf stefndu sé gert tl málamynda til þess ætlað að halda ri Rauðamel utan ábúðar. Byggingarbréfið er itarlesi og verður ekki séð að efi þes 6 más im óða á þvi stu neinir þeir nnmarkar sem vali því að dæma beri það ó Í ár ga mi 1975 er að finna ákvæði um að ski sf að kynna sveitarstjórn og jarðanefnd og afla samþykkis þeirra fyrir iheknum ráðstöfunum réttinda yfir fasteignum, m.a, leigu. Ákvæði greinarinnar gera ekki ráð fyrir því að svekarstjórn og jarðunefnd geti bundið samþykki sitt skilyrðum, heldur virðist gert ráð fyrir því að ráðstöfun sé annaðhvort samþykkt eða henni synjað. Eðlilegt verður að telja að með ráðstöfun jarða tl bireksirar sé hagsmunum sveitarfélaga best borgið, Með orðunum „að ráðstöfun fasteignar sé andstæð hagsmunum sveitarfélagsins“ í 2. mar, 6. at. jarðalaga virði vera ált við það að sé jörðum ráðstafað til annarra nota en búrckstrar megi synja um þá ráðstðfun. Hvorki sveitarstjórn né Íaðanefnd synjar um ráðstöfun jarðarinnar samkvæmt byggingarbréfinu og þar sem ekki verður talið að heimill sé að binda samþykki þeirra skilyrð: um verður ofangeind ráðstöfun stefndu að teljast heimil Niðurstaða verður sú, með tili tl 2. mgr. 6. gr. jarðalaga, að ekki séu fri hendi skil ss að óika ygingabré stefndu um jörðina Mr Rauðamdl í Eyjarhreppi, dags. 27. jantar 1984, og ber því að sýkna stefndu af dómkröfum stefnanda um ógildine Samkvæmt þessum úrslitum þykir réll að stefnandi reiði stefndum sameiginlega í málskostnað kr. 40.000,00. Dómsorð Stefadu, Thor R. Thors og Ingólfur Gislason, skulu vera séknir af kröfum stefnanda, oddvita Eyjarhrepp: reppsins, Í máli þessu. Stefnan reiði stefndu sameiginlega í málskostnað kr. 40.000,00. mi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að siðlagðr aðför að lögum. 692 Meðan svona er ástatt um jarðhúsin verður stefnanda Ingólfi ekki gefið. að sök að hann hefur skki flust á ábíðarjörð sína, og ekki er ástæða til að véfengja yfirlýsingar stefndu um uppby Stefnandi hefur ekki sýnt fram á eða leitt líkur að þeirri ætlan sinni að byggingarbréf stefndu sé gert til málamynda til þess ætlað að halda ii. Rauðamdl utan ábúðar. Byggingarbréfið er ítarlegt og verður ekki séð að efni þess sé andstætt lögum eða á því séu neinir þeir annmarkar sem valdi því að dæma beri það ógilt. Í 6. gr. jarðalaga nr. 65/1976 er að finna ákvæði um að skylt sé að til- kynna skeilarstjórn og jarðanefnd og afla samþykkis þeirra fyrir tillcknum ráðstöfunum réttinda yfir fasteignum, m.a. leigu. Ákvæði greinarinnar gera ekki ráð lyrir því að sveitarstjórn og jarðanefnd geli bundið samþvkki sitt skilyrðum, heldur virðist gert ráð fyrir því að ráðstöfun sé annaðhvort samþykkt eða henni synjað. Eðlilegt verður að telja að með ráðstöfun jarða til búrekstrar sé hagsmunum sveitarfélaga best borgið. Með orðunum „að ráðstöfun fasteignar sé andstæð hagsmunum sveitarfélagsins“ í 2. mar. 6. gr. jarðalaga virðist vera átt við það að sé jörðum ráðstafað til annarra nota un búreksirar megi synja um þá ráðstöfun. Hvorki sveitarstjórn né Jarðanefnd synjar um ráðstöfun jarðarinnar samkvæmt byggingarbréfinu, og þar sem ekki verður talið að heimilt sé að binda samþykki þeirra skilyrð um verður ofangreind ráðstölun stefndu að teljast heimil Niðurstaða verður sú, með tilliti til 2. mgr. 6. #. jarðalaga, að ekki séu fyrir hendi skilyrði tl þess að ógilda byggingarbrél stefndu um jörðina Ytri- Kauðamdl í Byjarheenni, dags. 27. janúar 1984, og ber því að sýkna stefndu af dómkröfum stefnanda um ógildingu byggingarbréfsins Samkvæmt þessum úrslilum þykir rétt að stefnandi greiði stefndum sameiginlega í málskostnað kr, 40.000,00. ingu á jörðinni ÞDómsorð Stefndu, Thor R. Thors og Ingólfur Gislason, skulu vora sýknir af kröfum stfnand ddvita Fyjarhrepps fh. hreppsins, í mál þessu Stefnandi greiði stefndu sameigjolega í málskostnað kr. 40.400,00. ni þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 692 Meðun svona er ástatt um jarðhúsin verður stefnanda Ingólfi ekki gefið að sök að hann hefur ekki fíust á ábúðarjörð sina, og ekki er ása tl að véfengja yfirlýsingar stefndu um uppbyggingu á jörðinni aitand hefur ii nt fm á eða ir að þei lan ni að ingarbréf stefndu sé gert ll málamynda ti) þes Reipahnd utan ábúðar Byggingar efni þos sé andstætt lögum eða á því því að dæma beri það ógill. Í 6. ar. jarðalaga nr. 65/1976 er að finna ákvæði um að skylt sé að il kynna sveitarstjórn og jarðanefnd og alla samþykkis þeirra fyrir tikeknunn ráðstöfunum rátind yfir fasteignum, m.a. leigu. Ákvæði greinarinnar gera ekki ráð fyrir þí að sveitarstjórn og jarðanefnd geti bundið samþykki sit skilyrðum, heldur virðist ger! ráð fyrir því að ráðslófun sé annaðhvort sirnþykkt eða henni synjað, Eðlilegt verður að telja að með ráðstöfun jarða úl búrckstrar sé hagsmunum sveitarfélaga best borgið. Með orðunum „að ráðstöfun fasteignar sé andstæð hagsmunum sveitarfélagsins“ í 2. myr. 6. ar. jarðalaga virðist vera át við það að sé jörðum ráðstafað tl annarra nóta en búrekstrar megi synja um þá ráðstöfun. Hvorki sveitarstjórn né jarðanefnd synjar um ráðstöfun halda Yiri- ð er ítarlegt og verður ekki séð að séu neinir þeir annmarkar sem valdi Jarðarinnar samkvæmt byggingarbréfinu, og þar sem ekki verður talið að heimilt sé að binda samþykki þeirra skilyrð. um verður ofangreind ráðstöfun stefndu að teljast heimil staða verður sí, með tilliti til 2. mgr. 6. ar. jarðalaga, að ekki séu, fyrir hendi skilyrði til þess að gilda byggingarbréf stefndu um jörðina Ytri. Rauðamel í yjarhreppi, dags. 27. janúar 1984, og ber því að sýkna stefndu af dómkröfum stefnanda um ógildingu byggingarbréfsins, Þessum úrslitum þykir rétt að stefnandi greiði stefndum sameiginlega í málskostnað kr. 40.000,00 Dómsorð Stefndu, Thor R. Thors og Ingólfur Gíslason, skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, oddvita Eyjarhrepps fb. hreppsins, í máli þessu. Skefnandi greiði stefndu sameiginlega í málskosinað kr. 40.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 693 Föstudaginn 15. maí 1987. Nr. 201/1986. Hörður Falsson (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) gegn Verkalýðs. og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis Lífeyrissjóði verkalýðsfélaga á Suðurnesjum og (Garðar Garðarsson hrl) Sigurmar K. Albertssyni skiptastjóra og Jóni Eysteinssyni skiptaráðanda í Keflavík f.h. þrotabús Heimis hf. Gjaldþrotaskipti. Skuldaröð. Aðilaskipti að kröfu. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson og Björn Þ Guðmundsson prófessor. Guðmundur Kristjánsson fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 1. júlí 1986 að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 96. gr. skiptalaga nr. 3/1878, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973, hinn 11. júní 1986. Hann gerir þær dómkröfur að viðurkenndur verði forgangsréttur fyrir kröfu hans að fjárhæð 1.469.586,18 krónur í þrotabú Heimis hf. í Keflavík. Þá krefst áfrýjandi þess, að stefndu Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur og nágrennis og Lífeyrissjóður verkalýðs- félaga á Suðurnesjum verði óskipt dæmdir til að greiða honum málskostnað. Stefndu Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurnesjum krefjast þess aðallega, að málinu verði vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, en til vara að úrskurðurinn verði staðfestur. Þá krefjast þessir aðilar máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Af hálfu annarra stefndu hefur ekki verið sótt þing og engar kröfur gerðar af þeirra hálfu. 694 Krafan um að hinum áfrýjaða úrskurði verði vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar er rökstudd með því, að meðferð kröfu áfrýj- anda hjá skiptastjóra þrotabúsins hafi ekki verið lögum samkvæm. Fram er komið, að kröfunni var lýst og hún sett á skrá yfir kröfur, sem lýst var í búið. Fjárhæðin var þá hærri en krafan, sem nú er gerð, og er það skýrt í hinum áfrýjaða úrskurði. Þegar þessi skrá var gerð, fór bústjóri til bráðabirgða með búið. Gat hann þess, að hann teldi að hafna ætti kröfunni að svo stöddu. Fór um þessa máls- meðferð eftir 108. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Á skiptafundi 10. október 1985 var bókað, að fallið væri frá mótmælum við heildar- fjárhæð kröfunnar og mótmælum gegn því, að áfrýjandi hefði greitt kröfuna, en lögmaður sá, sem í hlut átti, mótmælti því aftur á móti, að krafan kæmist að við úthlutun úr búinu. Skiptastjóri, sem þá hafði verið kosinn, lýsti því yfir, að hann tæki ekki afstöðu til ágreiningsins, og var þá ákveðið, að um hann skyldi rekið sérstakt skiptaréttarmál, þ.e. það mál, sem nú er hér fyrir dómi. Er talið af hálfu hins stefnda verkalýðsfélags og hins stefnda lifeyrissjóðs, að skiptastjóranum hafi borið að taka afstöðu til ágreiningsins um kröfu áfrýjanda, og varði það heimvísun hins áfrýjaða úrskurðar, að slíkur úrskurður hans lá ekki fyrir, áður en til skiptaréttarmálsins var stofnað. Á þessa röksemd verður ekki fallist. Eftir 16. kafla gjaldþrotalaga er þeim, sem fer með bú, skylt að láta athugasemdir sínar fylgja kröfuskrá um það, hvort kröfu á að hans áliti að viður- kenna. Honum er ekki lögð sú skylda á herðar að taka afstöðu til ágreinings, sem síðar kemur upp um lýstar kröfur. Var skiptastjóra því heimilt að víkja slíkum ágreiningi til skiptaréttar til úrskurðar, svo sem hér var. Kröfu fyrrgreindra varnaraðila hér fyrir dómi um að úrskurðinum verði vísað heim verður því hafnað. Í fyrri málslið 87. gr. skiptalaga segir: „Við framsal eða önnur aðilaskipti að kröfu fylgja réttindi í búinu skv. 82. - 86. gr. ..“ Upphæð sú, sem greind er í kröfu áfrýjanda, svarar til fjárhæðar, sem síðustu 18 mánuði fyrir frestdag var tekin af kaupi starfsfólks Heimis hf., sem nú er gjaldþrota. Fyrri málslið 87. gr. skiptalaga þykir mega skýra svo, að undir ákvæðið falli það að krafa er greidd. Með greiðslu sinni hefur áfrýjandi því eignast réttindi sem kaup- kröfunum fylgdu. Voru þetta forgangskröfur í þrotabúið skv. 1. tölulið 84. gr. skiptalaga. 695 Síðari málsliður 87. gr. skiptalaga kemur ekki til álita í þessu máli, þar sem hann fjallar um réttarstöðu samskuldara bús, en áfrýjandi var ekki samskuldari þrotabús Heimis hf. að þeim kröfum, sem hann greiddi. Samkvæmt framansögðu verður krafa áfrýjanda tekin til greina. Eftir þessum úrslitum er rétt, að hið stefnda félag og hinn stefndi lífeyrissjóður greiði áfrýjanda samtals 50.000,00 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Fyrrgreindri kröfu um heimvísun hins áfrýjaða úrskurðar er hafnað. Viðurkennt er að áfrýjandi, Hörður Falsson, á forgangskröf- ur að fjárhæð 1.469.586,18 krónur í þrotabú Heimis hf. í Keflavík. Stefndu, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og ná- grennis og Lífeyrissjóður verkalýðsfélags á Suðurnesjum, greiði áfrýjanda óskipt 50.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti að viðlagri aðför að lögum. Sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar hæstaréttardómara. Krafa hinna stefndu félaga um að hinum áfrýjaða úrskurði „verði vísað heim í hérað“ virðist vera reist á því að á skrá um lýstar kröfur samkvæmt 108. gr. gjaldþrotalaga hafi lýstri kröfu áfrýjanda að fjárhæð 1.802.336,00 krónur verið hafnað að svo stöddu. Hafi hún ekki síðar verið samþykkt, hvorki sem almenn krafa eða sem for- gangskrafa í heild eða að hluta. Skiptastjóri hefur að vísu ekki tekið skýra afstöðu til þess hvort viðurkenna eigi hina lýstu kröfu áfrýjanda sem kröfu í búið. En þar sem engin andmæli hafa komið fram gegn kröfunni sem al- mennri kröfu en skiptastjóri vikið ágreiningi um það, hvort hluti hennar skuli teljast forgangskrafa, til úrskurðar skiptaráðanda verður hinn kærði úrskurður ekki felldur úr gildi af framangreindri ástæðu. Kröfur þær, sem áfrýjandi greiddi vegna þrotabús Heimis hf. og 696 um er fjallað í málinu, hefur hann ekki fengið framseldar. Hann var eigi heldur samskuldari þrotabúsins að kröfum þessum. Sam- kvæmt þessu hefur áfrýjandi ekki öðlast kröfu á hendur þrotabúinu sem njóti forgangsréttar við úthlutun úr þrotabúinu samkvæmt 87. er. sbr. 84. gr. skiptalaga, sbr. 7. gr. laga nr. 32/1974 og 1. gr. laga nr. 23/1979. Tel ég því að staðfesta beri hinn áfrýjaða úrskurð, sem ekki hefur verið gagnáfrýjað, og að dæma beri áfrýjanda til að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti. Úrskurður skiptaréttar Keflavíkur 6. janúar 1986. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi er fram fór 17. f.m. Sóknaraðili, Garðar Garðarsson hrl. f.h. Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaganna á Suðurnesjum og Verkalyðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, gerir þær dómkröfur að synjað verði kröfu varnaraðila, Ragnars Aðalsteinssonar hrl. f.h. Harðar Falssonar, um að fjárkröfur hans í þrotabú Heimis hf. séu forgangskröfur skv. 84. gr. skiptalaga nr. 3/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 23/1979. Þá krefst hann málskostnaðar eftir gjaldskrá LMFÍ. Af hálfu varnaraðila eru gerðar þær dómkröfur að viðurkenndur verði forgangsréttur fyrir kröfu hans að fjárhæð kr. 1.469.586,18 í þrotabú Heimis hf. Jafnframt er krafist málskostnaðar hans úr hendi sóknaraðila in solidum, þ.m.t. málflutningslaun skv. gjaldskrá LMFÍ. eða að mati dómsins. Sáttatilraunir dómara báru ekki árangur. Með úrskurði skiptaréttar Keflavíkur, uppkveðnum 20. maí sl., var bú Heimis hf., nnr. 3868-1680, Keflavík, tekið til gjaldþrotaskipta. Var gefin út innköllun í búið og lauk kröfulýsingarfresti 14. ágúst sl. Þann dag barst skiptaráðanda skeyti frá lögmanni varnaraðila, þar sem hann lýsir sem forgangskröfur í þrotabúið kr. 1.802.435,68 auk vaxta og lögmannsþókn- unar. Í skeytinu segir síðan: „Nánar í bréfi“ Í bréfi, sem Sigurmar Albertsson hdl., er ráðinn hafði verið bústjóri þrotabúsins til bráðabirgða, til lögmanns varnaraðila dags. 27. s.m., segir að hann hafi á skrá yfir lýstar kröfur í búið tekið þá afstöðu til framan- greindrar kröfu að henni beri að hafna að svo stöddu, þar sem kröfulýsing- unni fylgdu eigi nægileg gögn. Í bréfinu var þess og getið að kæmu andmæli ekki fram gegn afstöðu þessari í síðasta lagi á skiptafundi sem haldinn yrði 10. september 1985 mætti búast við að hún yrði lögð til grundvallar við úthlutun úr búinu. Á nefndum skiptafundi afhenti lögmaður varnaraðila skiptastjóra gögn varðandi framangreinda kröfu og tók hann sér frest til athugunar á þeim. Í þeim kemur fram að varnaraðili hafi greitt framangreinda fjárhæð af eigin 697 fé í þágu Heimis hf. v/starfsmanna félagsins. Sé hér um að ræða fé sem haldið hefði verið eftir af launum starfsmanna og ekki skilað í tæka tíð. Í bréfi, dags. 17. september sl., til lögmanns varnaraðila, segir skiptastjóri að af ýmsum gögnum er fylgt hafi kröfulýsingu lögmannsins, sé ljóst að ýmsir liðir falli utan 84. gr. skiptalaga, sbr. 5. og 1. tl. greinar þessarar. Fer hann þess á leit við lögmanninn að greina á milli fjárhæða í almennar kröfur og í forgangskröfur með tilvísun til fylgiskjala og senda honum síðan kröfugerðina þannig sundurliðaða. Á skiptafundi 1. október sl. lagði lögmaðurinn fram viðbótargögn, þar sem fram kemur umbeðin sundurliðun kröfunnar. Er hún svohljóðandi: „Heimir hf. - Launaaftektir greiddar af Herði Falssyni. Gjaldf. innan Heildar- 18 mán. krafa. frá skuh. I. Landsb. Ísl. veðdeild skyldusp. .. 97.800,00 97.800,00 2. Lífeyrissjóður Vörubifreiðastjóra . 1.278,00 0 3. Lífsj. Verkal.fél. á Suðurnesjum 479.184,00 269.368,00 4. Lífeyrissjóður Verslunarmanna .. S.213,00 S.213,00 5. Lifeyrissjóður Verkstjóra ........ 29.464,00 18.172,00 6. Lífeyrissjóður Nótar ............ 9.121,00 9.121,00 7. Verkal.og sjómannafél.Keflavíkur 251.691,68 154.833,18 8. Verlsunarmannafélag Suðurnesja . 11.123,00 1.768,00 9. Verkstjórafélag Suðurnesja ...... 14.494,00 4.344,00 10. Sveinafélag Nótar .............. 3.915,00 3.915,00 11. Bæjarsjóður Keflavíkur ......... 89.042,00 89.042,00 12. Bæjarfógetinn í Keflavík ........ 351.570,00 351.570,00 13. Bæjarfógetinn í Keflavík ........ 111.486,00 111.486,00 14. Eyrarbakkahreppur ............- 10.477,00 10.477,00 15. Bæjarsjóður Keflav.útsvör skipv. 44.814,00 44.814,00 16. Miðneshreppur útsvar .......... 85.718,00 85.718,00 17. Matsveinafélag S.S.Í. ........... 5.771,00 5.771,00 18. Ýmsar skilagreinar ............. 200.174,00 200.174,00 1.802.335,68 1.469.586,18““ Töluliður 18 sundurliðast þannig: Félagsgjöld starfsmanna kr. 22.400,00 til hinna ýmsu félaga, Gjaldheimtan í Reykjavík v/op.b. gjalda starfsmanns kr. 120.000,00 og Innheimtustofnun sveitarfélaga kr. 57.774,00. Lögmaður sóknaraðila mótælti því upphaflega að umrædd krafa yrði 698 tekin til greina við úthlutun úr búinu en mótmælir nú einungis kröfunni um forgang svo sem áður er fram komið. Í greinargerð sinni segir lögmaður sóknaraðila að þeir telji að forgangs- krafa í þrotabúið hefði einungis fylgt hluta af þeim kröfum er varnaraðili greiddi og geti hann að þessu leyti ekki öðlast ríkari rétt á hendur búinu en þessir kröfuhafar hefðu átt. Þá sé ennfremur byggt á því, að til þess að varnaraðili geti öðlast þann forgangs-(rétt) sem kröfuhafar eigi í búið, þá verði hann að fá framsal þessara aðila á kröfum sínum. Því sé hér ekki fyrir að fara og einhliða greiðsla varnaraðila sé ekki framsal á kröfu. Samþykki eða bein framsalsyfirlýsing kröfuhafa verði að liggja fyrir. Af hálfu varnaraðila er greint frá því, að hann hafi ákveðið að leysa framanlýsta skuld félagsins til sín, svo að fyrrum starfsmenn yrðu fyrir sem minnstum skakkaföllum af því, að fénu hafði ekki verið skilað þegar það bar að gera. Ekki sé um það ágreiningur að hann hafi greitt umræddar fjárhæðir. Af kr. 1.802.335,68 hafi kr. 1.469.586,16 reynst vera með gjald- dögum síðustu 18. mánuðina fyrir gjaldþrotið og því með forgangsrétti í búinu skv. 84. gr. skipalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 23/1979, enda allar þess háttar kröfur sem upp eru taldar í nefndri lagagrein. Sóknaraðilar hafi viðurkennt kröfuna tölulega svo og að um forgangskröfu skv. 84. gr. væri að ræða að því er varðar greindar kr. 1.469.586,18 ef kröfurnar hefðu verið í hendi upphafegra kröfuhafa. Þessu síðarnefnda hefur sóknaraðili mót- mælt. Varnaraðili byggir kröfur sínar á því, að þar sem hann hafi leyst til sín greindar forgangskröfur, þá hafi öll tilheyrandi réttindi fylgt með. Það sé viðurkennd almenn regla íslensks réttar að sá sem leysir til sín kröfur á hendur þriðja manni eignist allan þann rétt er fylgir kröfunni, svo sem tryggingarréttindi. Ekki þurfi neins konar samþykki frá skuldareiganda, enda má honum vera sama hver greiðir honum, sé um peningakröfu að ræða. Til vara heldur hann því fram að það sé a.m.k. viðurkennd íslensks réttar að sá sem leysir til sín kröfu í því skyni að gæta lögvarðra hagsmuna sinna eignist öll réttindi sem kröfunni fylgja. Sé um kröfur á hendur búi að ræða, þá gildi 87. gr. áðurnefndra laga og hafi varnaraðili fengið sjálf- krafa framsal með greiðslu sinni. Ekki þurfi neinn skriflegan gerning og kröfuhöfum mundi hafa verið óheimilt að neita að veita greiðslum viðtöku. Í greinargerð og málflutningi sóknaraðila fellur hann frá mótmælum sínum við kröfu varnaraðila almennt í þrotabúið. Verður þetta ekki skilið á annan veg en þann að hann fallist á að aðilaskipti á umræddum kröfum hafi átt sér stað. Telst því ekki lengur vera ágreiningur með aðilum hvað þetta varðar. Sóknaraðili heldur því fram að forgangsréttur hafi einungis fylgt hluta af þeim kröfum er varnaraðili greiddi og eigi það við um kröfur í aftari 699 dálki undir liðum 2 til 10, 17 og hugsanlega að hluta til 18. lið. Kröfur undir öðrum liðum njóti alls ekki forgangs skv. 84. gr. skiptalaga. Af hálfu varnaraðila er því haldið fram að krafa hans njóti forgangs sem launakrafa, þar sem hér sé í öllum tilvikum hluti af launum starfsmanna Heimis hf. sem haldið hafi verið eftir. Ekki verður á þessa skoðun varnaraðila fallist. Kröfueigendur samkv. framangreindri sundurliðun varnaraðila eru í öllum tilvikum þargreindir móttakendur greiðslnanna en ekki launþegarnir, þ.e. fyrrv. starfsmenn Heimis hf. Í 84. gr. skiptalaga er tæmandi upptalning á því hvaða kröfur njóta forgangs og er vangreiðsla almennra félagsgjalda eins og um er að ræða hér skv. gögnum málsins, opinberra gjalda og barnsmeðlaga ekki í þeirri upptalningu. Í greinargerðum beggja aðila segir að skiptastjóri þrotabúsins hafi fyrir sitt leyti samþykkt eða viðurkennt kröfur varnaraðila og ennfremur segir í greinagerð varnaraðila, að skiptastjórinn hafi viðurkennt forgangsrétt umræddra kr. 1.469.586,18. Ekki er að finna nein ummæli í þessa átt í framlögðu endurriti af þinghöldum gjaldþrotamáls Heimis hf. og verður því ekkert á þessari fullyrðingu byggt. Skv. því, sem nú hefur verið rakið, telst rétt með vísan til 3. tl. 84. gr. skiptalaga að viðurkenna forgangsrétt varnaraðila á kröfu sinni í þrotabú Heimis hf. fyrir kr. 301.894,00 þe. fyrir þeim upphæðum, er fram koma í aftari dálki 3-6. tl. í framannefndum launaaftektum. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Viðurkenndur er forgangsréttur á kröfu Harðar Falssonar fyrir kr. 301.874,00 í þrotabú Heimis hf., Keflavík. Málskostnaður fellur niður. 700 Föstudaginn 15. maí 1987. Nr. 62/1987. Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Merði Ingólfssyni (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) Manndráp. Skilorð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Skaftason, Guðrún Erlendsdóttir, Þór Vilhjálmsson og prófessor Arnljótur Björnsson. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu S. nóvember 1986 til þyngingar. Með tilvísun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Dæma ber ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Ákærði, Mörður Ingólfsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000,00 krónur og saksóknarlaun í ríkissjóð 40.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 16. október 1986. Ár 1986, fimmtudaginn 16. október er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er að Borgartúni 7 af Haraldi Henryssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 537/1986: Ákæruvaldið gegn Merði Ingólfssyni, sem tekið var til dóms 22. september sl. Mál þetta hefur ríkissaksóknari höfðað fyrir sakadómi Reykjavíkur með ákæru, dagsettri 24. mars 1986, á hendur ákærða Merði Ingólfssyni nemanda, Eskihlíð 10, Reykjavík, fæddum þar í borg 26. mars 1970. 701 Ákærða er í ákærunni gefið að sök að „hafa, skömmu fyrir miðnætti föstudagskvöldið 13. september 1985, fyrir utan unglingaskemmtistaðinn „Villta, tryllta Villa“ Skúlagötu 30 í Reykjavík, þar sem ákærði var í stórum hópi unglinga og til orðaskipta og einhverra átaka hafði komið á milli ákærða og Þorvalds Breiðfjörðs Þorvaldssonar, Öldugranda 7, Reykjavík, fædds 17. desember 1969, veist að Þorvaldi með vasahníf og stungið hann stungu hægra megin Í brjóstið, sem gekk í gegn um geislung, gollurshús og inn í hjartað, með þeim afleiðingum að lífi Þorvalds varð eigi bjargað þrátt fyrir skurðaðgerð er gerð var á honum á sjúkrahúsi skömmu síðar. Brot ákærða telst varðar við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940: Þess er krafist í ákærunni að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Málavextir eru þessir: Að kvöldi föstudagsins 13. september 1985 voru nokkrir lögreglumenn í Reykjavík við löggæslu við unglingaskemmtistaðinn Villta, tryllta Villa, sem er við Skúlagötu hér í borg. Samkvæmt skýrslu lögregluþjóns nr. 72, Stefáns Líndals Gíslasonar, kom piltur til þeirra kl. 23.22 og kvað pilt hafa verið stunginn með hnífi og lægi hann skammt austan við nefndan skemmti- stað. Hlupu lögreglumennirnir strax á staðinn enda staddir um það bil 50 m frá. Er þeir komu að piltinum lá hann á grúfu. Sagði hann lögreglu- mönnunum að piltur, sem hann þekkti ekki, hefði stungið sig í brjóstið með hníf. Við athugun kom í ljós að hann var með um það bil 1 cm breiðan skurð vinstra megin á brjóstinu og hafði blætt lítilsháttar úr skurðinum. Lögreglumennirnir kölluðu þegar til sjúkrabifreið og báðu um að hún yrði send með hraði til þeirra. Einnig báðu þeir um aðstoð fleiri lögregluþjóna og kom fljótt aukið lögreglulið á vettvang. Sjúkrabifreið kom skömmu síðar á staðinn. Á meðan lögreglumennirnir biðu eftir sjúkrabifreið urðu þeir að halda hinum særða manni niðri þar sem hann braust um en hann gat ekki tjáð sig neitt utan að hann kallaði tvisvar sinnum að hann vildi ekki deyja. Þegar sjúkraliðsmenn ásamt lækni og hjúkrunarkonu komu á staðinn var hann þegar færður inn í sjúkrabifreið sem flutti hann á slysadeild. Eftir að sjúkrabifreið kom á staðinn gaf piltur sig fram við lögregluþjóna er voru komnir á vettvang hinum lögreglumönnunum til aðstoðar. Kvaðst hann hafa stungið pilt skömmu áður og hefði hann notað til þess vasahníf sem hann hefði verið með á sér. Var hann þegar færður á lögreglustöðina, Hverfisgötu 113 fyrir varðstjóra og kom í ljós að hér var um að ræða ákærða í máli þessu. Kvaðst ákærði við yfirheyrslu hafa stungið piltinn í brjóstið. Var hann með vasahníf í jakkavasa sem hann kvaðst hafa notað 702 til verknaðarins, en hnífur þessi er vasahnífur með tveimur hnífsblöðum og var storknað blóð á öðru þeirra. Er það hnífsblað u.þ.b. 7,5 cm langt. Samkvæmt skýrslu Stefáns Líndal kvaðst ákærði hafa verið staddur fyrir utan fyrrnefndan skemmtistað og verið að ræða við pilt sem hann kannaðist við og er kallaður Össi. Hann kvaðst hafa verið að kveðja Össa og er þeir skildu hafi hann, það er ákærði, slegið kumpánlega á öxl hans. Kvaðst ákærði síðan hafa snúið sér við og ekki vitað fyrr en þrifið var í öxl sér og hann spurður að því hvort hann hefði verið að slá Össa. Kvað hann hér hafa verið á ferð piltinn sem hann síðar stakk. Kvaðst ákærði hafa reynt að segja piltinum að hann hafi eingöngu verið að kveðja Össa, en pilturinn hefði bara æstst upp og allt í einu þrifið af sér hatt, sem ákærði kvaðst stöðugt ganga með sökum þess að hann væri með blettaskalla, og hefði hann átt við þann sjúkdóm að stríða í rúmlega 4 ár. Ákærði kvaðst hafa náð hattinum aftur og sett hann á sig, en pilturinn hefi þrifið hattinn aftur. Ákærði kvaðst hafa náð hattinum eftir stutt átök við piltinn og þá gengið á burt. Hann kvaðst síðar ekki hafa vitað fyrr en að hann fékk bylmings- spark í bakið og hefði hann orðið að fá sér sæti sökum verkja eftir höggið. Hann kvaðst hafa orðið mjög reiður við höggið og meðan hann var að jafna sig hafi hann ákveðið að drepa piltinn. Hann kvaðst hafa tekið upp vasahníf sinn og spennt hann upp og farið að leita að piltinum. Hann kvaðst síðan hafa fundið hann skammt vestan við nefndan skemmtistað og spurt hann að því hvort hann vildi ekki taka af sér hattinn einu sinni enn. Jafnaframt sagðist hann hafa sagt piltinum að hann myndi deyja ef hann gerði það. Hann kvað piltinn hafa hlegið að sér og þrifið hattinn. Kvaðst ákærði þá hafa ætlað að stökkva á hann, en pilturinn þá slegið til sín. Ákærði kvaðst þá hafa stungið hnífnum í brjóstið á piltinum. Pilturinn tók fyrir brjóst sér en gekk síðan burtu. Ákærði kvaðst þá hafa farið þarna frá og haldið að hann hefði ekki hitt piltinn og ekki hugsað um hann frekar fyrr en hann sá sjúkrabifreiðina koma á staðinn og hann hefði heyrt fólk vera að tala um að piltur hefði verið stunginn og verið væri að færa hann inn í sjúkra- bifreið. Á kærði kvaðst þá hafa gefið sig fram við næstu lögregluþjóna sem hann sá. Ákærði var að lokinni yfirheyrslu á lögreglustöð fluttur á slysadeild til töku á blóðsýni sem var rannsakað og kom í ljós að alkóhólmagn í blóði hans reyndist 1,53%0. Samkvæmt skýrslu Stefáns Líndals Gíslasonar var ákærði mjög áberandi ölvaður. Kl. 2:20 var hringt til lögreglunnar frá slysadeild Borgarspítalans og skýrt frá því að piltur sá, sem orðið hafði fyrir hnífsstungunni, væri látinn. Reyndist nafn hans vera Þorvaldur Þorvaldsson til heimilis að Öldugranda 7, Reykjavík, fæddur 17.12. 1969. Fyrir liggur í málinu krufningarskýrsla frá rannsóknarstofu Háskólans, 703 undirrituð af Ólafi Bjarnasyni. Í skýrslu þessari er vitnað til aðgerðarlýsing- ar Gunnars H. Gunnlaugssonar yfirlæknis, þar sem lýst er tilraunum til að bjarga lífi Þorvalds eftir að hann var fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Segir þar meðal annars að líklegt hafi þótt að sjúklingurinn hefði fengið stungu inn í hjartað og hafi eina ráðið verið talið að fara inn í sjúklinginn og loka gatinu á hjartanu og reyna að hnoða það í gang. Þótt ástand sjúkl- ingsins virtist vonlítið var ákveðið að reyna þetta þar sem um svo ungan sjúkling var að ræða og var hann því færður upp á skurðstofu. Síðan er aðgerð á honum lýst og kemur þar fram að umrætt gat á hjartanu hafi verið saumað saman. Hjartað hafi síðan verið hnoðað og gefið adrenalín og allt reynt til þess að fá það gang, en það hafi ekki bifast. Hafi pilturinn verið úrskurðaður látinn þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í |, að- fararnótt 14. september 1985. Ályktun krufningarskýrslu Ólafs Bjarnasonar er á þessa leið: „Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglu, sjúkraskrá Borgarspítal- ans og því sem fannst við krufninguna, hefir pilturinn verið stunginn með hnífi í brjóstið rétt inn við brjóstbein hægra megin Í gegnum geislung á VIIL. rifi. Stungan hefir síðan gengið inn Í gegnum gollurshús inn í hjartað og Í gegnum vegginn á hægra afturhólfi framan-, utan- og neðanvert. Hefir gollurshúsið fyllst af blóði eftir stunguna og hefir það dregið piltinn til dauða. Merki sáust eftir það að brjósthol hafði verið opnað við skurð- aðgerð svo og gollurshús en stungusár í hægra afturhólfi tekið saman með saumum:“ Rannsóknastofa í lyfjafræði við Háskóla Íslands gerði athugun á magni etanóls í blóði Þorvalds Þorvaldssonar og kom í ljós að magn etanóls í blóði var 0,42%0 og í þvagi 0,58%0. Guðmundur Gígja lögreglumaður hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur í skýrslu greint frá því að rannsóknarlögreglunni hafi verið tilkynnt um mál þetta kl. 23:38 að kvöldi 13. september 1985. Guðmundur ræddi við ákærða á lögreglustöðinni við Hverfisgötu eftir að hann hafði verið fluttur þangað til geymslu eftir blóðtöku á slysadeild. Samkvæmt skýrslu Guðmundar var ákærði þá áberandi ölvaður og andlega langt niðri vegna þessa atburðar en gat þó sagt skýrt og greinilega frá því sem gerðist. Var frásögn hans í megindráttum á sama veg og rakið var hér að framan úr skýrslu Stefáns Líndals Gíslasonar. Að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins var ákærði úrskurðaður í sakadómi Reykjavíkur hinn 14. september 1985 til að hlíta forsjá barnaverndarnefndar Reykjavíkur, þó eigi lengur en til 1. nóvember sama ár. Einnig var honum gert að sæta geðheilbrigðisrannsókn. Ákærði var fyrst yfirheyrður vegna máls þessa hjá Rannsóknarlögreglu ríksisins kl. 15:00, 14. september 1985 af Helga Daníelssyni, yfirlögreglu- 104 þjóni. Skýrði ákærði þar svo frá, að kunningjar hans, Grímur Atlason og Albert Sveinjónsson hefðu komið heim til sín kvöldið áður, en hann var einn heima þar sem foreldrar hans voru erlendis. Þeir horfðu þar á sjónvarp og drukku áfengi sem þeir höfðu útvegað sér, og kvaðst ákærði hafa drukkið úr fleyg af Ballantines whisky sem hann átti. Kl. 23:00 fóru þeir heiman frá honum í leigubíl og fóru fyrst að Lækjartorgi, en héldu síðan að Villta, tryllta Villa og fóru þar úr bifreiðinni. Þeir voru svolítið „kenndir“ þegar þangað kom. Ákærði átti um tvo þriðju eftir í flöskunni og drakk eitthvað á staðnum auk þess sem hann gaf krökkum að drekka úr henni. Ákærði kvaðst hafa staðið mitt á milli framangreinds veitingastaðar og verslunarinnar Tralla, sem er rekin við veitingastaðinn, er hann hitti pilt, sem hann kannaðist við og kallaður er Össi. Töluðu þeir saman og gaf ákærði honum „sjússí“ Þegar þeir kvöddust sló ákærði kumpánlega á bak Össa og gekk í áttina að Villta, tryllta Villa. Þegar hann var rétt lagður af stað var þrifið harkalega í öxl hans og honum snúið við. Var þetta strákur, sem hann hafði séð áður, en þekkti ekki. Hann mundi ekki klæðnað hans að öðru leyti en því, að hann var í einhvers konar peysu. Pilturinn sagði ekkert en tók af ákærða húfuna og spurði hvort ákærði hefði verið að lemja Össa. Ákærði kvaðst hafa slegið hann kumpánlega í öxlina eða eitthvað í þá áttina en orðalagið mundi hann ekki. Pilturinn sagði þá: „Djöfull ert þú með fallegt hár“ Sagði ákærði honum þá að þegja, tók af honum húfuna, setti hana á sig og gekk á brott. Hann hafði ekki gengið nema nokkur skref þegar hann fékk högg í bakið. Fann hann til nístandi sársauka, auk þess sem hann missti andann. Þegar hann leit við sá hann sama piltinn. Ákærði hljóp nú á brott og reyndi að ná andanum auk þess sem hann kúgaðist. Settist hann á kantstein þarna rétt hjá. Þegar ákærði hafði jafnað sig nokkuð stóð hann upp og hitti þá Albert og Grím, en varð viðskila við þá aftur. Aftur hitti hann sama piltinn og spurði hann af hverju hann hefði slegið sig í bakið og sagði hann þá að ákærði hefði sagt sér að þegja og það skyldi hann ekki gera. Einnig sagðist hann ekki hafa kýlt hann í bakið heldur notað fæturna. Ákærði sagði að það væri sama, hann hefði ráðist aftan að sér eins og aumingi. Pilturinn spurði ákærða hvort hann væri að segja að hann væri aumingi. Ákæri sagði að það væri hann kannski ekki, en það hefði verið aumingjalegt að ráðast aftan að sér. Pilturinn tók þá aftur húfuna og henti henni í götuna og skreið ákærði eftir henni til að ná í hana og hljóp kjökrandi á brott, enda hafði hann ekki ætlað að stofna til neinna vandræða. Þessu næst er orðrétt bókað eftir ákærða: „Eftir þetta síðasta atvik fór allt að hringsnúast í höfði mínu og margra ára innbyrgðar tilfinningar brutust út á þessum mínútum og treysti ég mér ekki til að lýsa með orðum 705 öðruvísi en að ég man ekkert eftir hvað var að gerast í kringum mig fyrr en ég slengdi hnífnum í átt að stráknum.“ Síðan mundi ákærði það að hann sá hóp af fólki í kringum sjúkrabíl og spurði einhvern, sem hann mundi ekki hver var, hvað væri að ske og var honum þá sagt að piltur hefði verið stunginn með hnífi. Áttaði hann sig þá á því að það hefði verið hann sem hefði gert þetta, eða réttara sagt grunaði, að það hefði verið hann og gaf hann sig þá fram við lögregluna. Ákærði skýrði frá því að síðustu ár hefði hann verið með blettaskalla og síðust 3-4 ár hafi hann alltaf gengið með húfu og væri hún tekin af honum finnist honum hann vera algjörlega varnarlaus og skríði bara fyrir fótum þess, sem taki hana af sér. Þannig hafi hlaðist upp vanlíðan, minni- máttarkennd og reiði sem hafi brotist út umrætt kvöld með þessum hræði- legu afleiðingum. Þegar ákærði kom fyrir dóm vegna kröfu RLR um úrskurð um forsjá barnaverndar hinn 14. nóvember 1985 kvað hann Þorvald hafa tekið af sér húfuna og síðan sparkað í bakið á sér. Hafi Þorvaldur alls tekið húfuna af sér þrisvar sinnum. Kvaðst ákærði hafa verið lítilsháttar ölvaður er umræddur atburður átti sér stað. Hann sagði að aðeins fáeinar sekúndur hafi liðið frá því Þorvaldur svipti húfunni af honum síðast og þar til hann veittist að Þorvaldi með hnífnum. Hann kvaðst ekki muna hvort hann opnaði hnífinn í jakkavasa sínum eða eftir að hann tók hnífinn upp úr vasanum. Við frekari yfirheyrslu hinn 20. september 1985 hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins kvaðst ákærði hafa farið frekar seint að sofa aðfaranótt 13. sept- ember og hann hafi vaknað á föstudagsmorgun um kl. 7:50, áður en hann fór í skóla. Hann var síðan í skólanum fram yfir hádegi en síðan fór hann niður í bæ, meðal annars til að fá greidd laun sem hann átti hjá vinnuveit- anda sínum. Grímur Atlason var með honum og fóru þeir í áfengisverslun og fengu mann til að kaupa þar vín fyrir sig. Þeir komu síðan heim til ákærða um kl. 17:00 og þá ætlaði ákærði að reyna að sofna þar sem hann hafi verið þreyttur og með mikinn höfuðverk og tók hann inn eina töflu af magnyl. Hann gat hins vegar ekki sofnað. Fyrir kl. 20:00 kom Grímur til hans aftur og sátu þeir, töluðu saman og horfðu á sjónvarp og einnig kom Albert Sveinjónsson nokkru síðar. Byrjuðu þeir þá að drekka áfengi og horfðu jafnframt á sjónvarp. Um kl. 23:00 hringdu þeir á leigubíl en þá var ákærði búinn að drekka um það bil "á úr whiskypelanum sem hann átti. Ákærði lýsti síðan því er hann hitti fyrrnefndan Örn eða Össa við skemmtistaðinn Villta, tryllta Villa og hvernig hann kvaddi hann með því að slá á öxl honum. Þegar ákærði var að ganga í burtu og búinn að taka 2-3 skref var honum allt í einu snúið harkalega við. Var þar strákur, sem 45 706 hann þekkti ekki, en kannaðist við andlitið á honum. Spurði strákurinn ákærða að því hvort hann hefði verið að lemja Össa og svaraði hann neit- andi. Strákurinn tók þá húfuna af ákærða og sagði: „Djöfull ert þú með fallegt hár“ Ákærði náði þá að grípa húfuna úr hendi stráksins og setti hana á höfuðið og gekk síðan burt frá honum. Um leið og hann gekk burt frá stráknum tautaði ákærði fyrir munni sér: fáviti eða fífl. Ætlaði hann stráknum ekki að heyra þetta. Þegar hann hafði gengið nokkur skref fékk ákærði mikið högg aftan í bakið og við það missti hann andann. Hann varð að beygja sig saman vegna sársauka, en leit þó við og sá strákinn og vissi þá að hann hefði gefið sér þetta högg. Hljóp ákærði í burtu og settist á stein. Þar jafnaði hann sig í um það bil 5-10 mínútur. Ákærði fór þá aftur að skemmtistaðnum og lét sem ekkert hefði í skorist. Þegar hann hafði gengið um og talað við krakka var strákurinn allt í einu kominn fyrir framan hann. Ákærði spurði hann þá að því hvers vegna hann hefði kýlt sig í bakið og sagði að það hefði verið aumingjalegt af honum að gera það. Strákurinn sagðist hafa gert það vegna þess að hann hefði kallað sig fífl en það skyldi hann ekki gera aftur. Spurði hann ákærða síðan hvort hann væri að kalla hann aumingja. Ákærði svaraði því neitandi og sagði að hann hefði sagt það aumingjalegt af honum að kýla sig í bakið. Þá sagði strákurinn að hann hefði ekki kýlt ákærða í bakið heldur hefði hann notað fæturna. Ákærði sagði honum þá að það væri jafn aumingja- legt af honum. Hann spurði ákærða þá aftur að því hvort hann væri að kalla sig aumingja, en ákærði svaraði því á sömu leið og áður. Þá tók strákurinn aftur húfuna af ákærða og spurði ítrekað hvort hann væri að kalla sig aumingja. Ákærði svaraði því og sagði: „Æi nei, þú ert enginn aumingi láttu mig hafa húfuna“ Strákurinn hélt á húfunni fyrir aftan bak og reyndi ákærði að ná henni. Strákurinn skipti þá um hendi til þess að ákærði næði ekki húfunni og var ákærði þá kominn niður á annað hnéð í baráttunni við að ná henni aftur. Strákurinn spurði ákærða ítrekað hvort hann hefði kallað sig aumingja og ákærði svaraði því neitandi. Þegar hér var komið var ákærði hálf kjökrandi og bað strákinn að láta sig fá húfuna aftur. Kastaði strákurinn þá húfunni burtu frá sér og byrjaði ákærði þá að skríða á öðru hnénu en stóð síðan upp og hljóp hokinn eftir húfunni. Eftir að hann hafði náð henni hljóp hann enn hokinn meðan hann var að setja hana á höfuðið. Þegar strákurinn kastaði húfunni hló hann að ákærða. Eftir að ákærði var búinn að setja húfuna á sig í annað sinn var hann hálf kjökrandi og man ekkert eftir það fyrr en hann var með hníf í hægri hendinni og slengdi henni til stráksins. Man hann að strákurinn leit eftir það niður á brjóstið á sér og sneri sér síðan við. Eftir það man ákærði ekkert fyrr en hann sá mannfjölda vera að hópast um eitthvað og sjúkrabíl þar rétt hjá. Ákærði spurði einhvern hvað væri að gerast og sagði sá að 707 strákur hefði verið stunginn. Sá ákærði lögregluna þarna og kallaði til þeirra og sagði þeim að hann hefði stungið strákinn. Lögreglumaðurinn, sem heyrði til ákærða, reyndi að troðast Í gegnum hóp unglinga til hans og reyndi ákærði að komast á móti honum. Vinir ákærða, sem þarna voru, reyndu að toga hann í burt og sögðu við lögreglumanninn að hann væri bara eitt- hvað að rugla. Lögreglumaðurinn náði taki á hendi ákærða og reyndu þeir að komast burt frá vinum ákærða, en ákærði man að í þessum hópi voru Grímur og Albert. Ákærði fór síðan með lögreglunni á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem talað var við hann og hann afhenti hnífinn sem hann notaði við að stinga strákinn. Ákærði kvaðst aðspurður hafa gengið með vasahníf á sér frá því hann var krakki á Akureyri. Hann kvaðst ekki vita um ástæðu þessa, en hann mundi að þegar hann var fyrir norðan hafi þeir verið að byggja kofa og alltaf að tálga spýtur. Hafi þetta verið orðinn vani hjá sér, að vera alltaf með hníf. Þegar ákærði kom hér fyrir dóm 22. september sl. kvað hann það rétt að hann hefði að kvöldi 13. september 1985 fyrir utan margnefndan skemmtistað veist að Þorvaldi Breiðfjörð Þorvaldssyni með vasahníf og stungið hann hægra megin í brjóstið í framhaldi af orðaskiptum og átökum milli þeirra. Hann treysti sér ekki til að rifja upp atburði umrædds kvölds, þeir væru að mestu horfnir úr minni sér. Hann staðfesti skýrslur þær er hann gaf 14. og 20. september 1985 um málið. Ákærði kvaðst hafa verið talsvert undir áfengisáhrifum. Hann telur sig ekki verða árásargjarnan undir áhrifum áfengis og yfirlett sé hann rólegur. Hafi hann aldrei lent í útistöðum eða slagsmálum áður. Ákærði kvaðst ekki geta gert sér grein fyrir því hvenær hann ákvað að taka upp hníf í átökunum eða viðskiptum sínum við Þorvald og hann mundi ekki eftir því hvað hann sagði eða hvort hann sagði eitthvað við hann áður en hann lagði hnífnum til hans. Vigdís Erlingsdóttir, Grænuhlíð 8, Reykjavík, fædd 11.02. 1970 hefur skýrt svo frá, að hún hafi verið að koma úr bíó umrætt kvöld ásamt Hildi Gísladóttur, og fóru þær að margnefndum veitingastað, Villta, tryllta Villa. Skömmu eftir að þær komu þangað sáu þær ákærða vera að tala við ein- hverja þrjá stráka sem hún þekkti ekki, en þær sáu á svipnum á ákærða að eitthvað var að. Þær fóru til þeirra til að reyna að stía þeim í sundur. Komu þær ákærða dálítið frá hinum og fóru síðan að tala við þessa stráka til að vita hvað væri um að vera. Sögðu þeir að ákærði hefi byrjað á að stríða þeim. Hún kvaðst hafa heyrt ákærða vera að tala um að það væri alveg eins hægt að stinga menn Í bakið eins og að sparka í bakið á mönnum. Tók hún þetta þannig að þessi strákur, sem var stunginn, hefði sparkað í bakið á ákærða því að sá strákur og ákærði voru að rífast um þetta. 108 Strákurinn, sem síðan var stunginn, sagði síðan eitthvað á þá leið hvort mætti fá að sjá hárið á ákærða, en hún kvað ákærða vera með blettaskalla og mikla minnimáttarkennd út af því. Strákurinn reif síðan hattinn af ákærða og fór ákærði þá á bak við sendiferðabíl, sem þarna var. Fór Hildur með honum og setti ákærði á sig hattinn. Kom hann síðan aftur og sagði við strákinn: „Ef þú gerir þetta aftur þá drep ég þig:“ Vigdís kvað líka geta verið að ákærði hafi sagt: „Ef þú gerir þetta aftur þá verður þú ekki lifandi lengur“ Pilturinn reif þá hattinn aftur af ákærða og þá þreif ákærði upp hnífinn, en setti fyrst á sig hattinn. Hnífurinn var opinn þegar ákærði tók hann upp. Vigdís kvaðst þá hafa ýtt Merði í burtu en hann hafi kýlt sig í vangann með krepptum hnefanum, sem hann hélt á hnífnum í. Færði hún sig þá frá, en ákærði hljóp að stráknum. Hún sneri sér undan um leið því hún fann svo til í kjálkanum, þannig að hún sá ekki hvað gerðist frekar. Svolítil stund leið þar til hún sneri sér við aftur og þá sá hún að hópur var Í kringum strákinn sem lá á götunni. Datt henni þá strax í hug að ákærði hefði stungið hann. Ákærði æddi þarna um fram og aftur. Svo hafi hann viðurkennt fyrir henni, hvað hefði gerst, þegar hún fór að spyrja hann um þetta. Ákærði hafi aðeins sagt: „Ég stakk hann“ Nánar aðspurð sagði Vigdís að þegar strákurinn reif hattinn af ákærða í annað skiptið hafi ákærði farið dálítið frá honum, sett upp hattinn og síðan tekið upp hnífinn. Fór hún þá að ýta honum frá, en þá hafi hann slegið sig. Ákærði hafi því verið þónokkuð frá stráknum þegar hann tók upp hnífinn. Við síðari yfirheyrslu var Vigdís beðin að skýra þetta nánar og spurð hvað hún teldi að ákærði hefði verið langt frá stráknum þegar hann tók upp hnífinn. Hún kvað erfitt að giska á svona fjarlægðir en eftir nokkra umhugsun giskaði hún á að fjarlægð milli ákærða og hins piltsins hefði verið um það bil 6 metrar, þegar ákærði dró upp hnífinn. Þá sagði Vigdís einnig að þegar strákurinn hafi síðast rifið hattinn af ákærða hafi hatturinn ekki dottið alveg af honum en hangið á hnakkanum og ákærði gripið hann með hendinni. Hún hafi þá ýtt ákærða frá stráknum og ákærði fært sig dálítið frá honum, sett upp hattinn og tekið upp hnífinn. Hún kvaðst ekki hafa tekið eftir því, úr hvaða vasa ákærði tók hnífinn og hnífurinn hafi verið opinn þegar hún sá hann. Þegar hún hafi séð að ákærði var kominn með opinn hníf í höndina og eins og með frosinn svip á andlitinu hafi hún sagt honum að hætta þessu og reynt að fá hann til að koma í burt. Þá hafi ákærði kýlt hana í vangann eins og þegar hefur verið lýst. Hún hafi þá snúið sér undan. Næst þegar hún sá ákærða stóð hann framan við strákinn, þannig að þeir sneru hvor á móti öðrum, en hún mundi ekki með vissu hvort hún hafi séð þetta þegar 709 hún leit við aftur eða hvort hún hefði farið til krakka sem þarna voru nálægt og þá litið til ákærða og stráksins. Ákærði hafi síðan komið til hennar og þessara krakka og einn strákur í hópnum hafi spurt hvað um væri að vera. Ákærði hafi svarað því til að strákurinn hafi verið að skapa „fæting“ Strákurinn, sem hafi verið Ari Gunnarsson og búi í Reykjahlíð 8 eða 10, hafi þá sagt við Mörð: „Ekki stinga hann, ég skal lemja hann, en ákærði hafi þá svarað: „Þetta er allt í lagi, ég er búinn að stinga hann einu sinni“ Hún kvaðst þó ekki geta verið viss um að þessar orðræður ákærða og Ara hafi verið nákvæmlega eins og hér er orðað. Þá kvaðst hún ekki vera viss um að ákærði hafi notað orðið að stinga. Hann hafi líka getað hafa sagt: „Ég er búinn að særa hann einu sinni: Ákærði hefur við yfirheyrslur sagt að hann muni ekkert eftir þeim ummælum sem framan- greint vitni hefur eftir honum og man heldur ekki eftir að hafa slegið hana á vangann. Örn Smárason, Öldugranda 1, fæddur 24.01. 1969 hefur skýrt svo frá að hann hafi verið með Þorvaldi Þorvaldssyni umrætt kvöld. Hafi þeir farið saman niður að veitingahúsinu Villta, tryllta Villa og farið þar inn, en hafi verið hent út aftur. Þeir hafi verið búnir að drekka innan við hálfa flösku af vodka, sennilega 4 úr flösku. Kvaðst Örn hafa verið orðinn vel drukkinn, en hann taldi að Þorvaldur hefði ekki verið drukkinn því hann hafi þolað svo mikið. Við yfirheyrslu 14. september 1985 mundi Örn ekki hvernig það byrjaði að Þorvaldur og ákærði fóru að tala saman. Þegar hann kom hér fyrir dóm 22. september sl. skýrði hann svo frá að hann hafi hugsað mikið um hvernig atburðarásin var umrætt kvöld. Hafi það rifjast upp fyrir sér að hann hafi hitt ákærða á planinu fyrir framan skemmtistaðinn Villta, tryllta Villa þarna um kvöldið, en vitnið þekkti hann lítillega fyrir í gegnum sameiginlegan kunningja. Vitnið minnti að það hafi gengið að ákærða og farið að tala við hann og sagt eitthvað á þá leið við hann hvort hann væri ennþá með húfuna. Minnir vitnið að það hafi komið við húfu ákærða með hendinni og ákærði hafi vikist undan og við það misst húfuna. Í framhaldi þessa hafi ákærði orðið reiður og gripið til vitnisins og sagt við það að gera þetta ekki aftur. Í framhaldi þessa hafi Þorvaldur komið og hófu þeir að ræða saman, Þorvaldur og ákærði, en Þorvaldur taldi að ákærði hefði verið að gera vitninu eitthvað. Vitnið fylgdist ekki með öllu sem gerðist á milli þeirra en það man að það sá Þorvald sparka í bakið á ákærða. Það man einnig að ákærði fór eitthvað í burtu og kom aftur með tveimur stúlkum. Einnig man það eftir því að hafa séð Þorvald taka húfuna af ákærða. Í framhaldi af því hafi ákærði manað hann til þess að taka húfuna af sér aftur og eftir það hafi vitnið séð ákærða slá í áttina til Þorvalds, en vitnið sá ákærða aldrei með hníf í hendi. Eftir þetta hafi þeir gengið í burtu, Þorvaldur og vitnið, en skömmu síðar hafi Þorvaldur haft á orði 710 að hann hefði verið stunginn. Telur vitnið að hann hafi ekki áttað sig á þessu í fyrstu. Vitnið ætlaði í fyrstu að fara á lögreglustöðina og tilkynna þetta, en rétt á eftir féll Þorvaldur. Vitninu datt þá í hug að það hafði séð lögreglubíl þarna staðsettan og hljóp þangað og tilkynnti lögreglu- mönnum um þetta. Vitninu var lesinn framburður ákærða hjá rannsóknarlögreglu 14. sept- ember 1985 um upphaf samskipta þeirra Þorvalds og sín í framhaldi af samtali sínu við vitnið. Vitnið kvaðst ekki vera alveg visst í sinni sök um þetta en það muni ekki eftir því, sem lýst er í framburði ákærða og telur frekar að þetta hafi verið á þann veg sem hér hefur verið lýst. Vitnið kvaðst hafa þekkt Þorvald B. Þorvaldsson vel, því að þeir hafi verið mikið saman. Það kvað Þorvald ekki hafa verið mikið undir áhrifum áfengis, en þeir höfðu þó neytt einhvers áfengis. Þorvaldur hafi yfirleitt verið rólegur að eðlisfari, en hann hafi átt það til að vera stríðinn. Vitnið sagði aðspurt að það hafi einu sinni áður vitað til þess að Þorvaldur hafi lent í átökum eða í rifrildi, en það var fyrir framan Hressingarskálann, og taldi vitnið að það hafi verið allt að ári áður en þetta átti sér stað. Grímur Atlason, Miklubraut 60, fæddur 06.12. 1970 hefur skýrt svo frá að Hildur Gísladóttir, vinkona sín, hafi komið inn til þeirra Alberts Svein- Jónssonar þar sem þeir voru inni Í spilasal rétt hjá veitingahúsinu Villta, tryllta Villa og tjáð þeim að ákærði ætti í vandræðum þar sem einhverjir væru að taka af honum hattinn og lemja hann. Fóru þeir út og hittu ákærða sem sagði þeim að strákar hefðu verið að lemja sig og taka af honum hatt- inn. Þeir hafi þá ætlað að finna þennan pilt sem hafði verið að angra ákærða, en sáu þá fullt af fólki í kring um pilt sem lá á götunni. Sagði ákærði þá við þá: „Ég stakk hann áðan“ Þeir ætluðu að fara með ákærða heim, en hann vildi það ekki og fór til lögreglunnar og sagði frá því sem hafði gerst. Vitnið taldi að ákærði hefði verið búinn að drekka um '% pela af Ballantines whisky, en taldi að hann hefði ekki drukkið neitt annað. Þegar vitnið kom hér fyrir dóm 22. september sl. kvað það ákærða hafa verið eitthvað undir áfengisáhrifum. Það taldi hegðan hans eða framkomu á engan hátt öðruvísi en venja var til og hafi það aldrei orðið vart við að hann væri árásargjarn eða uppstökkur undir áhrifum áfengis. Lárus Óskarsson, Hofsvallagötu 22, fæddur 09.04. 1969 kvaðst hafa verið í veitingahúsinu Villta, tryllta Villa umrætt kvöld og hafi hann lítillega verið undir áhrifum áfengis. Einhvern tíma um kvöldið hafi hann hitt Þorvald Þorvaldsson og Örn Smárason rétt við innganginn í spilasalinn Tralla. Þorvaldur hafi bent á pilt sem þarna var og sagt að hann langaði til að slást. Vitnið kvaðst þá hafa gengið að piltinum og tekið í öxl hans. Pilturinn hafi þá snúið sér við og kvaðst vitnið hafa spurt hann hvort hann hefði verið að gera Þorvaldi eitthvað, en pilturinn svaraði því neitandi og snúið 711 sér aftur við og labbað áfram. Kvaðst vitnið hafa séð að Þorvaldur gekk á eftir piltinum, en vitnið fór aftur inn Í spilasalinn Tralla. Vitnið hitti Örn aftur síðar um kvöldið grátandi og sagði hann vitninu þá að Þorvaldur hefði verið stunginn með hnífi en talaði ekkert um, hver hefði stungið hann. Vitnið sagði aðspurt að Þorvaldur hefði sjáanlega verið undir áhrifum áfengis en ekki mikið. Hann hafi virst vera eitthvað „stressaður“. Þegar vitnið var yfirheyrt hér í dómi kvaðst það hafa heyrt að Þorvaldur hefi einhvern tíma áður lent í átökum við pilta. Hann hafi átt það til að vera ógnandi í framkomu, þ.e. að stökkva í átt að piltum og láta eins og hann ætlaði að hefja slagsmál, en vitnið taldi að hann hefði ekki meint mikið með slíku. Ari Gunnarsson nemi, Reykjahlíð 10, fæddur 02.06. 1970 hefur skýrt svo frá að hann hafi verið fyrir utan Villta tryllta Villa umrætt föstudagskvöld. Vitnið kom þar að þar sem ákærði var að rífast við annan pilt, og hafi hann verið æstur. Sá vitnið ákærða vera með hníf. Fékk vitnið hann til þess að setja hann aftur í vasann. Annar piltur kom þarna að þar sem vitnið var að togast á við ákærða, og hélt sá piltur vitninu, þannig að ákærði gat farið í burtu. Vitnið losnaði rétt á eftir frá hinum piltinum og hljóp á eftir ákærða og kom þar að þar sem hann var með opinn hníf. Tók vitnið eitthvað í ákærða, en hann otaði þá hnífnum að vitninu og fór hnífsblaðið í lófa vitnisins, og skarst það dálitið. Ákærði hljóp síðan frá vitninu. Sá vitnið ekki frekar hvað gerðist. Ákærði kvaðst ekki muna eftir því sem ofangreint vitni skýrir frá en véfengir ekki að þar sé rétt frá greint. Guðni Sigurbjarnason lögregluflokksstjóri, Þverbrekku 2, Kópavogi, fæddur 12.07. 1957 hefur skýrt frá því, að hann hafi, ásamt Guðmundi Baldurssyni og fleiri lögregluþjónum, verið staddur við veitingahúsið Villta, tryllta Villa. Þegar sjúkraliðsmenn hafi verið að bera hinn slasaða pilt út í sjúkrabifreið hafi Guðmundur Baldursson kallað til sín og beðið sig um aðstoð þar sem piltur hafi komið til sín og sagt að hann hefði stungið pilt- inn sem verið væri að bera í sjúkrabifreiðina, en félagar hans væru að reyna að hindra piltinn í að koma með sér í lögreglubifreiðina. Vitnið aðstoðaði Guðmund og pilturinn kom með þeim sjálfviljugur í lögreglubifreiðina. Pilturinn var sjáanlega undir áhrifum áfengis, en virtist rólegur. Hann var með hvítröndótta prjónahúfu á höfðinu. Vitnið kvað þá lögreglumennina hafa spurt piltinn hvort hann hefði stungið þann sem legið hafði á bílastæð- inu, en hann ekki verið viss um það. Þá hafi þeir spurt hann af hverju hann hafi stungið pilt og hann þá rifið af sér húfuna og sagt að hann væri með blettaskalla og sá sem hann hefði stungið hefði verið að áreita sig margoft um kvöldið með því að rífa af honum húfuna. Pilturinn hafi sagt þeim þetta á leiðinni á lögreglustöðina. Vitnið kvaðst hafa spurt piltinn að 712 því í lögreglubifreiðinni á leiðinni hvort hann væri með hnífinn á sér og Játaði hann því, en fann ekki hnífinn er hann leitaði hans. Á lögreglu- stöðinni var pilturinn færður fyrir varðstjóra og þar fór fram leit á honum. Í úlpuvasa fannst vasahnífur með svörtu skefti. Þegar hnífurinn var opnaður kom í ljós að á blaði hans var blóð á u.þ.b. 2ja þumlunga löngum kafla. Þarna hafi og komið í ljós, að hér var um ákærða að ræða, og hjá varðstjóra hafi hann viðurkennt, að hafa stungið annan pilt með hnif. Persónulegir hagir ákærða. Ákærði er sem fyrr segir fæddur 26.03. 1970 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Ingólfur Sverrisson, framkvæmdastjóri, Eskihlíð 10, og eiginkona hans Áslaug Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur. Fyrstu æviár ákærða bjuggu þau á Akureyri, en þegar ákærði var átta eða níu ára gamall fluttust þau til Reykjavíkur. Hann hefur skýrt svo frá að hann hafi verið mikið í fótbolta sem barn og unglingur og byrjað að æfa mjög mikið með knattspyrnufélag- inu Val eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Einnig æfði hann körfubolta með Val og spilaði í 5. flokki knattspyrnu. Eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur byrjaði hár að detta af honum og fór hann þá til læknis. Kom þá í ljós að hann var með „blettaskalla“ og gekkst undir lyfjameðferð og lagaðist þá hárið aftur. Á þessu tímabili hélt hann áfram að æfa íþróttir og tók sjúkdómnum ekki illa. Þegar allt hafði gengið vel með hárið í eitt til tvö ár frá því að hann gekkst undir lyfjameðferðina byrjaði hárið aftur að detta af honum. Tók hann þetta mjög nærri sér og var honum strítt af eldri krökkum, en mjög lítið af jafnöldrum. Byrjaði hann þá að ganga með skíðahúfuna frá því að hann vaknaði og þar til hann sofnaði. Ákærði hefur sagt að á þessum tíma hafi hann farið að loka sig inni alla daga og aðeins farið út til þess að fara í skólann. Þannig gekk þetta um nokkurn tíma en eftir að hann fór að fara út aftur var húfa hluti af honum sjálfum. Gat hann ekki skipt um húfu þegar sú, sem hann hafði gengið með var orðin slitin nema fara til Akureyrar til þess að venjast nýju húfunni. Skólaganga ákærða hefur að hans sögn alla tíð gegnið vel og tvö síðast- liðin ár hafa samskipti hans við skólafélaga hans gengið vel. Hann hefur fengið leyfi til þess að vera með húfuna í kennslustundum og framvísað læknisvottorði til þess að stunda ekki leikfimi. Allt er þetta vegna sjúkdóms hans. Helst er reynt að taka af honum húfuna þegar hann er staddur niðri í bæ. Er hann því í stöðugri vörn og slappar aldrei af því ef húfan er tekin af honum þá finnst honum sem hann sé nakinn og varnalaus og þá kemst ekkert annað að hjá honum annað en að ná húfunni aftur. Er hann þá 713 tilbúinn til þess að leggja mikið á sig til að ná henni og gerir nánast hvað sem er til þess. Ákærði kvaðst hafa byrjað áfengisneyslu nokkrum mánuðum eftir að hann byrjaði að fá blettaskalla í annað sinn. Hann viti ekki ástæðu þess að hann fór að neyta áfengis en telur sennilegt að það hafi verið vegna óöryggis. Hannes Pétursson yfirlæknir hefur gefið skýrslu um geðheilbrigðis- rannsókn á ákærða, sem hann framkvæmdi á tímabilinu 14. september til 14. október 1985. Í skýrslu yfirlæknisins eru meðal annars raktir þeir erfið- leikar sem ákærði hefur átt við að stríða vegna framangreinds sjúkdóms síns. Í skýrslunni segir meðal annars: „Að sögn foreldra var Mörður fyrr á árum mjög félagslyndur og jafnan leiðtogi jafnaldra sinna, en hefur á síðustu árum dregið sig í hlé. Hann hafi á stundum verið dálítið frekur og uppvöðslusamur við foreldra sína, en aldrei sýnt af sér árásargirni og nýtur talsverðra vinsælda og trausts skólafélaga, sem meðal annars hafa kosið hann í stjórn nemendaráðs. Foreldrar Marðar nefndu dæmi um það hve blettaskallinn hefur háð Merði og hve háður hann hefur orðið höfuðfati sínu. Mörður hafi fermst fyrir ári síðan og hafi húðsérfræðingur gefið honum hormónalyfjagjöf til þess að hár hans yxi svo hann gæti farið inn í kirkjuna við ferminguna. Að sögn foreldra læsir Mörður gjarnan íbúðinni heima hjá sér ef hann tekur húfuna niður og hefur hana ásamt úlpunni handbæra ef einhverjum yrði hleypt inn. Móðir hans nefndi að piltur hefði einu sinni séð Mörð húfu- lausan gegnum eldhúsgluggann og haft á orði að hann hafi aldrei séð Mörð áður án húfu. Síðan fáist Mörður ekki fram í eldhús, til dæmis til að vaska upp, nema gluggatjöld séu dregin fyrir. Félagar Marðar í skólanum hafi ætíð haldið yfir honum verndarhendi og sé húfunni náð af honum hleypur hann gjarnan á brott og felur sig og bíður á meðan félagar hans reyna að ná húfunni fyrir hann. Að sögn foreldra hefur blettaskalli Marðar versnað í törnum og hafa þau þá orðið vör við það að Mörður væri mun spenntari og ætti við meiri vanlíðan að stríða. Hann hefur þó haldið í vonina að sjúkdómur hans myndi lagast hvað úr hverju og telja foreldrar hans að það sé aðalástæðan fyrir því að hann hafi ekki fengist til að setja upp hárkollu því það væri eins og að viðurkenna ósigur. Mörður kveðst fyrst hafa farið að fikta við að reykja haustið 1982, en jafnan reynt að halda því leyndu fyrir foreldrum sínum. Um sama leyti hafi hann byrjað að smakka áfengi aðallega í sambandi við unglingasamkomur. Oft hafi verið erfitt að útvega sér áfengi, en síðastliðið sumar hafi hann unnið í byggingarvinnu og haft næg fjárráð. Hann smakki að jafnaði áfengi rúmlega einu sinni í mánuði. Kveðst þurfa mjög lítið til þess að finna á 714 sér og hafi allra mest drukkið "% flösku í senn, kveðst hafa dáið áfengis- dauða og verið fluttur á slysadeild Borgarspítalans síðla árs 1983 vegna þess. Hann hafi ekki smakkað áfengi í 1 ár eftir þetta. Mörður kveðst alfarið hafa haldið sig frá fíkniefnum, jafnvel þótt hann hafi á stundum verið á „Hlemmnum““. Ályktun yfirlæknisins er á þessa leið. „Að mínu áliti er Mörður Ingólfsson ekki haldinn formlegri geðveiki né heldur greindarskorti. Hins vegar er ljóst að hann hefur átt við verulega og langvarandi geðræna erfiðleika að stríða vegna blettaskallans. Borið hefur á minni háttar atferlistruflunum, skaperfiðleikum, innan og utan skóla, auk misnotkunar áfengis, að minnsta kosti miðað við ungan aldur. Með hliðsjón af framangreindum geðrænum erfiðleikum auk ungs aldurs, er þó engan veginn hægt að lýsa slíkum hegðunarvandkvæðum sem viðvar- andi persónuleikatruflun. Mörður ber fyrir sig minnisleysi að því er varðar nánasta aðdraganda þess verknaðar er hann sætir nú kæru fyrir og er slíkt í samræmi við hlutfallslega mikla og hraða neyslu áfengis, en auk þess er líklegt að Mörður bæli með sér tilfinningar og minningar varðandi atburðinn. Þrátt fyrir talsverða ölvun þegar verknaðurinn átti sér stað er ljóst, að dómgreind og raunveruleikamat Marðar er óskert og hann er því sakhæfur. Af framburði vitna virðist mega ráða að Mörður hafi lýst ásetningi til verksins, þó hann reki nú ekki sjálfan minni til slíks. Af sama vitnisburði er hins vegar einnig ljóst að Mörður hefur orðið fyrir stórfelldri áreitni, og að hann hafi sökum sjúkdómsins orðið mjög miður sín andlega þannig að verknaðurinn hafi verið framinn í ákafri geðshræringu. Mörður hefur nú þegar hætt að nota framangreint höfuðfat og tekið upp hárkollu þess í stað. Hann er nú um það bil að taka aftur upp þráðinn við skólanám sitt og hefur í huga að verða sér úti um aukakennslu til þess að bæta líkurnar á því að hann komist í Verslunarskóla Íslands á næsta ári. Ég tel að þessar ráðstafanir muni reynast Merði mikilvægar við að reyna að auka á stöðugleika í lífi sínu og vinna gegn þeim geðrænu erfiðleikum og vaxandi félagslegu einangrun sem sjúkdómur hans hefur valdið honum. Verði Mörður fundinn sekur um framangreint atvik er líklegt að fangelsun muni gera honum mun erfiðara um vik að vinna að framangreindum mark- miðum, en auk þess er ljóst að sökum ungs aldurs er líklegt að fangelsun hefði alvarleg áhrif á persónuleikaþroska hans, aðlögun, nám og nánast alla hans framtíð. Sjái hæstvirtur sakadómur sér fært að beita refsingu í máli þessu annarri en frelsissviptingu, þá er undirritaður fús að aðstoða Mörð og fjölskyldu hans með ráðgjöf og meðferð í því formi að hann/fjölskyldan mæti reglu- bundið í viðtöl hjá undirrituðum“ 715 Þá liggur fyrir í málinu sem fylgiskjal með skýrslu um geðheilbrigði ákærða skýrsla Sigurgísla Skúlasonar, sálfræðings, um greindarpróf, sem lögð voru fyrir ákærða, þ.e. greindarpróf Wechslers og standard útgáfu Raven prófsins. Á greindarprófi Wechslers mældist greindarvísitala munn- lega hlutans 115 og verklega hlutans 109 og greindarvísitala alls er því 113, sem telst góður árangur og fyrir ofan meðallag. Telst ákærði því vel gefinn samkvæmt niðurstöðum þessa greindarprófs og segir í skýrslunni, að gera megi ráð fyrir því að eðlisgreind hans sé eitthvað hærri vegna þess að hann hafi verið mjög kvíðinn og spenntur í prófinu. Þá segir að á standardútgáfu Raven prófsins hafi Mörður leyst 51 verkefni rétt af 60 mögulegum, sem sé góður árangur. Sé þessi árangur fyrir ofan meðallag og í samræmi við niðurstöður Wechsler prófsins. Gunnar Sandholt, starfsmaður fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, hefur skýrt frá því fyrir dóminum að það hafi komið í sinn hlut að hafa með mál ákærða að gera eftir að úrskurðað var að hann skyldi hlíta umsjón Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Það varð niðurstaða eftir athuganir á þessu máli hjá barnaverndarnefnd að skoða yrði mál þetta út frá veikindum ákærða sem hér hefðu átt stóran þátt, þ.e. sú staðreynd að hann var með blettaskalla og af því hafi spunnist ýmis til- finningaleg vandamál. Var ákærði tekinn til meðferðar með þetta í huga, en í fyrstu voru skorður settar við útivistartíma hans og fylgst náið með því að ekki væri um áfengisneyslu að ræða. Vitnið segir að ákærði hafi sjálfur tekið þessi mál föstum tökum og ákveðið að breyta mjög um háttu, m.a. hafi hann ákveðið að bera hárkollu, sem hann hafði ekki viljað gera til þessa. Hann hafi fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu og for- eldrum og er það skoðun barnaverndarnefndar að málið hafi þróast vel og ákærði tekið þau réttum tökum. Hann hóf fljótlega nám í skóla aftur eftir þetta og afskipti barnaverndarnefndar síðasta hálfa árið hafa ekki verið mikil önnur en að hafa öðru hvoru samband við geðlækni þann sem geðrannsakaði ákærða og skóla hans en strjálla samband við heimili og foreldra ákærða. Vitnið lýsti þeirri skoðun sinni að vel hafi tekist til varðandi viðbrögð ákærða og fjölskyldu hans og að mikilvægt sé gagnvart framtíð ákærða að þetta verði haft í huga við áframhaldandi meðferð þessa máls. Taldi vitnið að hepplegasta leiðin væri að ákærða yrði sett skilyrði um að sæta einhvers konar umsjón eða eftirliti. Vitnið segir það sjaldgæft að eins góður árangur náist og hér hafi gerst Í sambandi við meðferð slíkra mála þegar um afbrot er að ræða. Rétt er að geta þess að ákærði hóf nám í Verslunarskóla Íslands nú í haust. Ákærði hefur ekki fyrr sætt kærum eða refsingum. 116 Niðurstaða: Sannað er í málinu með eigin játningu ákærða, sem studd er öðrum gögnum, þ.e. framburðum vitna og krufningarskýrslu Ólafs Bjarnasonar, að ákærði veittist föstudagskvöldið 13. september 1985 að Þorvaldi Breið- fjörð Þorvaldssyni fyrir utan margnefndan skemmtistað á Skúlagötu og stakk hann með vasahnífi hægra megin í brjóstið með þeim afleiðingum að hann lést þrátt fyrir tilraunir lækna til að bjarga lífi hans með skurð- aðgerð. Af framburðum ákærða sjálfs og vitna verður að telja, að ásetningur til að stinga Þorvald með hnífi hafi myndast hjá ákærða eftir að Þorvaldur sparkaði eða sló í bak hans og hafði ítrekað tekið af honum húfu eða hatt hans, en við þetta komst ákærði í mikla geðshræringu. Ásetningur ákærða var svo ákveðinn að hann framkvæmdi verknaðinn þrátt fyrir að bæði Vigdís Erlingsdóttir og Ari Gunnarsson reyndu að fá hann til að hætta við að ráðast að Þorvaldi með hníf. Ákærða hlaut að vera ljóst að slík atlaga með hættulegu vopni myndi geta leitt til dauða. Ber að líta á verknað hans sem ásetningsverk, sem varði við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Með hliðsjón af skýrslu Hannesar Péturssonar yfirlæknis verður að telja ákærða sakhæfan. Af framburðum ákærða og vitna er ljóst að Þorvaldur hefur komið honum mjög í uppnám með því að taka húfu hans af honum og með því að sparka eða berja í bak hans. Hefur ákærði lýst þessu svo, að allt hafi hringsnúist í höfði sér og margra ára innibyrgðar tilfinningar brotist út. Verður að meta þetta í ljósi sjúkdóms ákærða og hafa hliðsjón af því, sem lýst er í skýrslu Hannesar Péturssonar yfirlæknis „að hann hafi átt við verulega og langvarandi geðræna erfiðleika að stríða vegna blettaskallans“ Við ákvörðun refsingar þykir því rétt að hafa hliðsjón af 75. gr. almennra hegningarlaga. Þá ber einnig við refsiákvörðun að líta til hins unga aldurs ákærða er hann framdi verknaðinn, en hann var þá tæplega fimmtán og hálfs árs gamall, svo og á það, að hann gaf sig sjálfur fram á vettvangi við lögreglu og viðurkenndi brot sitt undanbragðalaust, sbr. 2. og 9. tl. 74. gr. hegning- arlaganna. Með hliðsjón af öllu framansögðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 4 ár. Mál þetta er mjög sérstætt og óvenjulegt. Kemur þar einkum til hinn ungi aldur ákærða annars vegar og hins vegar það samspil tilfinningalegs ójafn- vægis, sem rekja má til sjúkdóms hans, og óhappaatvika sem leiddi til þess örlagaríka verknaðar sem hér er fjallað um. Ákærði er nú að hefja skólanám til undirbúnings lífsstarfi sínu og er 717 ljóst að refsivist, sem kæmi nú til framkvæmda, myndi hafa veruleg áhrif á framtíð hans. Ber hér m.a. að hafa í huga þá ályktun Hannesar Péturs- sonar yfirlæknis að fangelsun „hefði alvarleg áhrif á persónuþroska hans, aðlögun, nám og nánast alla hans framtíð!“ Skilorðsbindingu hefur ekki verið beitt til þessa hér á landi í málum þar sem dæmt er til fangelsisvistar í lengri tíma en 1 ár, að því er best verður séð. Hafa dómstólar að því leyti beitt heimild til skilorðsbindingar af varúð, en í 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 22, 1955, er ákvörðun um þetta alfarið lögð á vald dómstóla og engar skorður settar við skilorðs- bindingu að því er varðar tegund brots eða lengd refsivistar. Sýnir það að löggjafinn hefur ekki viljað útiloka neina möguleika í þessum efnum og ætlað dómstólum að meta það hverju sinni hvort skilorðsbindingu skuli beita. Þegar virtar eru þær sérstöku og óvenjulegu aðstæður, sem mál þetta er sprottið úr og hér hafa áður verið raktar, þykir rétt að nýta heimild 57. gr. hegningarlaganna, sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955 og fresta fullnustu refs- ingar ákærða, þannig að hún falli niður að liðnum 4 árum frá uppkvaðn- ingu dóms þessa haldi hann almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. Einnig þykir rétt að ákveða að ákærði skuli í 2 ár frá sama tíma hlíta sérstöku umsjónar- skilyrði 1. tl. 4. mgr. 57. gr. hegningarlaganna. Að lokum verður ákærði dæmdur til að greiða allan kostnað máls þessa, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl., sem þykja hæfilega ákveðin kr. 30.000,00. Einnig skal hann greiða sömu fjárhæð í saksóknarlaun í ríkissjóð, en af ákæruvaldsins hálfu flutti Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari mál þetta hér fyrir dóm- inum. Dómsorð: Ákærði, Mörður Ingólfsson, sæti fangelsi í 4 ár. Fullnustu refsingarinnar skal fresta og hún niður falla að liðnum 4 árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Auk þess skal ákærði Í 2 ár frá sama tíma hlíta skilyrði 1. tl. 4. mgr. sömu greinar. Ákærði greiði allan kostnað máls þessa, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl., kr. 30.000,00 og saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 30.000,00. 718 Föstudaginn 15. maí 1987. Nr. 257/1986 Sigurður Georgsson (Þorsteinn Júlíusson hrl.) gegn Sigurði Sigurðssyni (Sigurður Helgi Guðjónsson hrl.) Fasteignakaup. Gallar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Skaftason, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson og Arnljótur Björnsson prófessor. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 26. september 1986. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms, þó þannig, að vextir verði 220 ársvextir frá 14. apríl 1987 til greiðsludags, svo og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Með tilvísun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann, þó þannig, að vextir verða eins og segir í dómsorði. Eftir þessum úrslitum ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda 53.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Sigurður Georgsson, greiði stefnda, Sigurði Sig- urðssyni, 230.500,00 krónur með 19% ársvöxtum af 150.000,00 krónum frá 15. október 1984 til 1. janúar 1985 og 30,800 ársvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 15. s.m., en síðan með ársvöxtum af 230.500,00 krónum sem hér segir: 30,80% til 1. febrúar 1985, 39% frá þeim degi til 1. mars s.á., 48% frá þeim degi til 1. júní s.á., 42% frá þeim degi til 1. september s.á., 45%0 frá þeim degi til 28. nóvember s.á., en síðan með dómvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 14. apríl 1987 og eftir það með 22% ársvöxtum til greiðsludags. 719 Málskostnaðarákvæði héraðsdóms er staðfest. Áfrýjandi greiði stefnda 53.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. júní 1986. I. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 2. júní sl., er höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur af Sigurði Sigurðssyni, nnr. 7899-1763, Espigerði 4, Reykjavík, gegn Sigurði Georgssyni, nnr. 7856-7988, Álftamýri 27, Reykjavík, með stefnu birtri 27. nóvember 1985. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 230.500,00 með 2,75% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 150.000,00 frá 15. október 1984 til 15. janúar 1985, en með 2,75% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 230.500,00 frá 15. janúar 1985 til 21. mars 1985, en með 4% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 20. maí 1985, en með 3,5% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 1. október 1985, en með 3,75% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til þingfestingardags málsins, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar alls, þ.m.t. málflutningslaun samkvæmt gjaldskrá LMFÍ, sem miðist við höfuð- stól að viðbættum vöxtum á dómsuppsögudegi. Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, auk þess sem stefndi krefst málskostnaðar úr hendi stefnanda samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Sáttaumleitanir fyrir dómi hafa ekki borið árangur. Il. Málsatvik eru þau, að með makaskiptasamningi dags. 7. febrúar 1984 tókust fasteingakaup milli aðila máls þessa þannig að stefndi, Sigurður Georgsson, keypti af stefnanda, Sigurði Sigurðssyni, raðhúsið nr. 27 við Álftamýri, Reykjavík. Kaupverðið var greitt með íbúð stefnda á 7. hæð í húsinu nr. 4 við Espigerði, Reykjavík, en milligjöf að fjárhæð kr. 1.636.556,00 skyldi stefndi greiða með peningum og veðskuldabréfum á tímabilinu 7. febrúar 1984 til 15. janúar 1985 í samræmi við ákvæði maka- skiptasamnings aðila þar um. Afhending beggja eignanna fór fram hinn 1. apríl 1984. Í bréfi lögmanns stefnda til stefnanda dags. 9. október 1984 kemur fram, að iðnaðarmaður, sem hafi unnið hjá stefnda í húsinu nr. 27 við Álftamýri, 720 hafi bent honum á að húsið væri óeðlilega mikið sprungið. Af því tilefni hafi stefndi leitað til Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, sem lét skoða húsið með tilliti til þeirra steypuskemmda, sem á því virtust vera. Í álitsgerð þess aðila komi fram „að húsið er mikið sprungið og einnig það að líklega sé um að ræða alkalí-skemmdir á byrjunarstigi, svo og að frost- þíðu áhrifa sé einnig farið að gæta þar sem skemmdirnar eru orðnar mestar. Bent er á að nauðsynlegt sé að klæða skorstein hússins til að stöðva leka í gegnum hann og koma í veg fyrir áframhaldandi skemmdir, einnig að vænlegasta leiðin til lagfæringar á alkalí- og frostskemmdum sé klæðning af einhverri gerð, en einnig komi til greina að sílanúða húsið“ Í greindu bréfi lögmanns stefnda er og tekið fram að skemmdir þessar kunni að leiða til skaðabótaskyldu stefnanda og var því óskað eftir viðræðum við hann um bætur vegna gallanna. Stefnandi hafnaði bótaskyldu og bótakröfum. Stefndi greiddi ekki greiðslu þá, sem honum bar að greiða hinn 15. október 1984 samkvæmt makaskiptasamningi, kr. 150.000,00 og heldur ekki greiðslu hinn 15. janúar 1985, einnig að fjárhæð kr. 150.000,00. Samkvæmt beiðni stefnda dags. 20. nóvember 1984 voru hinn 3. desember 1984 dómkvaddir matsmenn til þess að skoða og meta sprunguskemmdir í húsinu nr. 27 við Álftamýri í samræmi við matsbeiðni þar um. Í matsgerð- inni, sem dags. er 2. febrúar 1985, kemur fram það álit matsmanna í niður- stöðu að umfang sprunguskemmda hússins sé það mikið, að vænlegast sé að klæða það allt að utan. Heildarkostnaður við klæðningu hússins með steinhúðuðum plötum töldu matsmenn vera kr. 213.000,00. Stefnandi hafnaði bótaskyldu sinni eftir sem áður. Hinn 19. febrúar 1985 greiddi stefndi stefnanda kr. 69.500,00 auk vaxta, sem var mismunur á skuld stefnda samkvæmt makaskiptasamningi, kr. 300.000,00, og niðurstöðum matsmanna um kostnað á viðgerð hússins, kr. 213.000,00 auk matskostnaðar, kr. 17.500,00. Afsöl vegna makaskipta aðila fóru fram hinn 14. mars 1985 og stefndi afhenti þann hluta kaupverðs sem vera átti í skuldabréfum. Með sérstakri yfirlýsingu dags. sama dag lýsti stefndi því yfir að hann teldi húsið nr. 27 við Álftamýri haldið verulegum leyndum göllum sem stefnandi beri ábyrgð á og beri að bæta sér. Af því tilefni kvaðst stefndi hafa haldið ettir kr. 230.500,00 af kaupverði Álftamýrar 27, í samræmi við niðurstöðu mats- manna um kostnað við að bæta úr göllunum ásamt matskostnaði þeirra. Áskildi stefndi sér rétt til heimtu bóta með málsókn ef samkomulag tækist ekki um greiðslu þeirra. Stefnandi lýsti því og yfir í sérstöku skjali að hann mótmælti kröfum stefnda og því að hann héldi eftir umræddum greiðslum auk vaxta. Mál þetta hefur stefnandi höfðað til heimtu eftirstöðva kaupverðs rað- hússins að Álftamýri 27 samkvæmt framansögðu. 721 Ill. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að stefndi hafi enn ekki greitt eftir- stöðvar kaupverðs hinnar seldu húseignar svo sem það var ákveðið í samn- ingi aðila. Stefnandi hafi ekki gefið neinn hluta kaupverðsins eftir né veitt stefnda greiðslufrest á greiðslu kaupverðsins að þessum hluta. Þá sé því alfarið hafnað að stefndi eigi eða kunni að eignast neins konar skulda- jafnaðarkröfu á hendur stefnanda vegna þessara viðskipta eða af öðrum ástæðum, sem hann megi nota til skuldajöfnuðar gegn stefnukröfunni. Bótaskyldu stefnanda vegna galla á hinu selda er hafnað og því er hafnað að fram séu komin gögn sem sýni að hið selda hafi verið haldið neinum þeim ágöllum sem leiði til skyldu stefnanda til að greiða stefnda bætur eða veita honum afslátt af kaupverði hins selda. Sprungur þær, sem stefndi vitni til, hafi verið augljósar við skoðun. Auk stefnda hafi tveir byggingafróðir menn skoðað húsið að utan áður en stefndi tók ákvörðun um kaupin. Að undangengnum þessum ítarlegu skoðunum hafi stefndi ákveðið að kaupa húsið með þeim ágöllum sem það var haldið, þ.e. sprungunum. Verð hússins ákvarðaðist að sjálfsögðu af þessum sýnilega ágalla. Engin tilraun var gerð til að leyna ágöllum og í samningi er þess sérstaklega getið að vart hafi orðið leka og seljandi beri ekki ábyrgð á hugsanlegu tjóni vegna þessa. Sprungumál voru og sérstaklega rædd. Þetta yfirfærði sérstaka skoðunar- skyldu á stefnda, en hafi hann látið hana undir höfuð leggjast, þá var það á hans ábyrgð og áhættu. Skilja hefur mátt túlkun stefnda í viðræðum þannig að eðli sprungna hafi verið annað en stefndi hugði þegar hann ákvað kaupin, en jafnvel þótt það sé rétt, þá breytir það engu um ábyrgð aðila. Stefnandi vísar til meginreglna kaupréttarins, m.a. um efndir samninga, skoðun söluhluta, efndir upplýsingaskyldu seljanda og sérstaka skoðunar- skyldu kaupanda. Ennfremur reglur um huglæga afstöðu kaupanda og seljanda eins og þær reglur birtast Í dómum Hæstaréttar. Við munnlegan flutning málsins var því mótmælt af hálfu stefnanda að framlögð matsgjörð yrði lögð til grundvallar bótakröfu ef bótaskylda væri talin vera fyrir hendi, þar sem í matinu væru teknir með þættir sem stefndi vissi um og viðurkenndi. Stefndi byggir dómkröfur sínar á því að stefnandi beri fulla ábyrgð gagnvart sér á göllum þeim sem á húseigninni séu og beri að svara sér bótum í samræmi við álit matsmanna, kr. 213.00,00 auk matskostnaðar kr. 17.500,00 eða samtals kr. 230.500,00. Telur stefndi sig einnig eiga rétt til þess að skuldajafna bótakröfu sinni gegn kröfu stefnanda, þar sem um sé að ræða gagnkvæmar samningsskyldur samkvæmt makaskiptasamningi, annars vegar afhendingu eignar í því ástandi sem stefndi mátti búast við að hún væri í og hins vegar greiðsluskyldu hans. Stefndi byggir á því að hann sé leikmaður að því er varðar húsbyggingar. 46 722 Hann kveðst hafa skoðað hús stefnanda að vetri til við mjög óhentugar aðstæður. Hann hafi alls ekki séð umrædda sprungugalla á húsinu. Hins vegar telur hann að stefnanda hafi verið ljósir allir þeir gallar sem á húsinu voru, enda hafi hann búið í húsinu um margra ára skeið. Hafi stefnandi raunar bent á smá leka með austurhlið skorsteins, eins og fram komi í makaskiptasamningi á dskj. nr. 4. Hins vegar hafi stefandi látið hjá líða að benda stefnda á, sem ekki er byggingarfróður, þær miklu sprungu- skemmdir sem á húsinu voru er hann festi kaup á því og staðfest er í skýrslu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, dskj. nr. 16, svo og Í matsgerð dskj. nr. 8., þrátt fyrir það að stefnanda mátti ljóst vera að stefndi gerði sér enga grein fyrir sprungugöllunum. Stefndi mótmælir því alfarið að hann hafi látið sérfróða menn skoða húsið fyrir sig svo sem fullyrt sé af stefnanda. Hann hafi enga grein gert sér fyrir umræddum göllum fyrr en honum hafi verið bent á þá af iðnaðar- manni síðla sumars 1984. Stefndi telur að þar sem framlagðri matsgerð hafi ekki verið hnekkt með yfirmati verði að leggja hana til grundvallar að því er varðar úrbætur á göllum, svo og kostnað vegna þeirra viðgerða og mótmælir því álitsgerð Verkfræðistofunnar Ferils h/f á dskj. nr. 15 sem rangri og málinu óvið- komandi. Af háflu stefnda var því lýst yfir við munnlegan flutning málsins að stefnufjárhæð væri ekki mótmælt tölulega, hvorki varðandi höfuðstól né vexti, enda liti stefndi svo á að skuldajafnaðarkrafa sín kæmi þar að fullu á móti. Gefið hafa munnlegar skýrslur fyrir dómi í máli þessu stefnandi, Sigurður Sigurðsson, eiginkona hans, Þóra Þórarinsdóttir, stefndi Sigurður Georgs- son, svo og vitnin Þórólfur Halldórsson lögfræðingur, Ragnar Ingimarsson prófessor, Magnús Guðjónsson húsasmíðameistari, og Snæbjörn Kristjáns- son verkfræðingur. Dómendur fóru á vettvang að Álftamýri 27, Reykjavík, og kynntu sér þar aðstæður ásamt aðilum og lögmönnum þeirra. IV. Svo sem fram er komið er sýknukrafa stefnda sett fram sem gagnkrafa til skuldajafnaðar við aðalkröfu stefnanda, sem ekki er mótmælt tölulega. Raðhúsið að Álftamýri 27, Reykjavík, mun vera byggt á árunum 1961-1963 og hafa alkalískemmdir komið fram í húsum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sem steypt voru á þeim tíma. Samkvæmt beiðni stefnda voru steypuskemmdir hússins að Álftamýri 27 skoðaðar af hálfu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins hinn 29. ágúst 1984. Í álitsgerð þess aðila segir m.a. svo um skoðun hússins: „Sprungunet 723 er í öllum útveggjum hússins. Á framhlið er sprungunetið fínt, en á bakhlið er netið opnara undir stærri gluggum efri hæðar heldur en á neðri hæð. Endaveggur er talsvert sprunginn einkum við horn, en fínna net innar á veggfletinum. Sprungur sjást á plötuskilum. Í endavegg hefur verið sagað í nokkrar sprungur og fyllt í með fúgufylli. Merki um raka sjást innan á endavegg á neðri hæð. Skorsteinn er mikið sprunginn með misvíðum sprungum. Leki kemur fram í stofu neðan undir skorsteini:“ Í greindri álitsgerð segir ennfremur svo: „Eins og fram kemur hér að framan er fínt sprungunet útbreitt um húsið. Sterkar líkur eru á að hér sé um alkalískemmdir á byrjunarstigi að ræða. Einnig eru líkur á að frostþíðu áhrifa sé einnig farið að gæta þar sem skemmdirnar eru orðnar mestar“ Í niðurstöðum dómkvaddra matsmanna á dskj. nr. 8 segir m.a. svo: „Ekki eru allar sprungur á útveggjum af sama toga spunnar. Stærstu sprungurnar, sem sumar hverjar hafa þegar verið fylltar, eru þenslusprungur og ná í gegnum veggina. Aðrar sprungur gætu aðeins verið í ystu húð (múrhúð) veggjanna, en þær gætu einnig náð lengra inn. Án frekari rannsókna verður ekki skorið úr um það hvort fíngerðar sprungur eru alkalísprungur, hrein- ræktaðar frost-þíðusprungur eða samdráttarsprungur í múrhúðun. Mats- menn telja mestar líkur á að um allar þessar sprungur sé að ræða“ Stefndi hefur lýst því yfir fyrir dómi að utanhússkoðun af sinni hálfu fyrir kaupin hafi verið ákaflega lítil. Hann kvaðst hafa farið út í garð í eitt skipti að kvöldlagi (í janúar 1984) og ekki orðið var við hversu kross- sprungið húsið var. Stefndi kveðst þó hafa séð samdráttarsprungurnar á austurgafli, sem gert hafði verið við, auk þess sem honum var bent á leka með skorsteini inni í húsinu. Ekki skoðaði stefndi húsið frekar að utanverðu og ósannað er, gegn andmælum hans, að byggingarfróðir menn hafi skoðað það á hans vegum fyrir kaupin, svo sem stefnandi heldur fram. Sprungur þær, sem á húsinu eru og um getur í greindri matsgerð, sjást greinilega við venjulega skoðun. Er og ekki ástæða til að ætla annað en svo hafi einnig verið er kaupin fóru fram. Verður og ekki séð að stefnandi hafi á nokkurn hátt dregið dul á ástand hússins að þessu leyti. Að þessu virtu, svo og því að stefndi hefur samkvæmt framansögðu ekki skoðað húsið sem skyldi að utanverðu, og það þrátt fyrir að sprungurnar, sem hann sá, gæfu honum sérstakt tilefni til nánari athugunar, þá þykir hann ekki, samkvæmt meginreglu 47. gr. kaupalaga nr. 39/1922, eiga rétt til bóta úr hendi stefnanda vegna greindra ágalla hússins að Álftamýri 27, Reykjavík. Ber því að hafna sýknukröfu hans í málinu. Samkvæmt framansögðu verður niðurstaða málsins sú að taka ber til greina dómkröfur stefnanda, sem óumdeildar eru tölulega, og dæma stefnda til að greiða kr. 230.500,00 og með þeim mánaðarlegu dráttarvöxtum sem 724 krafist er til þingfestingardags, 28. nóvember 1985, og með dómvöxtum samkvæmt lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags, svo sem nánar greinir í dómsorði. Eftir þessum úrslitum málsins ber að dæma stefnda til að greiða máls- kostnað, sem telst hæfilega ákveðinn kr. 50.000,00. Málskostnaður er ákvarðaður með hliðsjón af gjaldskrá Lögmannafélags Íslands miðað við höfuðstól dómkröfu stefnanda, sbr. dóm Hæstaréttar í 56. bindi bls. 346. Dóm þennan kváðu upp Eggert Óskarsson, borgardómari, og meðdóms- mennirnir Kristinn R. Sigurjónsson, trésmíðameistari, og Vífill Oddsson, verkfræðingur. Dómsorð: Stefndi, Sigurður Georgsson, greiði stefnanda, Sigurði Sigurðssyni, kr. 230.500,00 með 2,75% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 150.000,00 frá 15. október 1984 til 15. janúar 1985, en með 2,75% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 230.500,00 frá 15. janúar 1985 til 21. mars 1985, en með 4% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 20. maí 1985, en með 3,5% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 1. október 1985, en með 3,75% dráttarvöxtum á mánuði frá þeim degi til 28. nóvember 1985, en með dómvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 50.000,00 í málskostmað, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Þriðjudaginn 19. maí 1987. Nr. 151/1987. Gísli Petersen gegn Erlu Pétursdóttur Kærumál. Búskipti. Hjón. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Guðrún Erlendsdóttir. Með kæru 22. apríl 1987, sem barst Hæstarétti 11. þ.m., hefur sóknaraðili með heimild í 2. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 kært til Hæstaréttar úrskurð skiptaréttar Reykjavíkur 9. apríl 1987. Krefst 725 hann þess aðallega, að úrskurður skiptaréttar um að fella niður skiptameðferð á búi hans og varnaraðila verði felldur úr gildi, og til vara að hrundið verði úrskurði skiptaréttar um að ekki skuli leggja til grundvallar við skipti á búi aðila samning þeirra frá 26. nóvember 1986. Frá varnaraðila hafa engar kröfur borist. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 9. apríl 1987. í Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi hinn 9. mars 1987. Sóknaraðili, Gísli Petersen, nafnnr. 2171-1578, Sörlaskjóli 72, Reykjavík, krefst þess aðallega að synjað verði fram kominni kröfu um að bú sitt og varnaraðilja verði tekið til opinberra skipta, en til vara, verði ekki á þessa kröfu fallist, að til grundvallar skiptum á búinu verði lagður samningur aðilja á dómskjali nr. 4, dags. 26.11. 1986. Einnig krefst hann málskostnaðar úr hendi varnaraðilja samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Varnaraðili, Erla Pétursdóttir, nafnnr. 2171-1578, Melhaga 18, Reykjavík, krefst þess að bú sitt og sóknaraðilja verði tekið til opinberra skipta og að við þau skipti verði „eignum skipt að jöfnu skv. 18. gr. laga nr. 20/1923 og því þar með hafnað að til grundvallar skiptunum verði lagður „samn- ingur“ nefndra aðilja á dómskjali nr. 4.“ Einnig krefst varnaraðili máls- kostnaðar úr hendi sóknaraðilja samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Sáttaumleitanir dómarans hafa ekki borið árangur. II. Hinn 24. nóvember 1986 var við embætti yfirborgardómarans í Reykjavík tekin fyrir krafa varnaraðilja um skilnað að borði og sæng við sóknaraðilja. Sóknaraðili var ekki viðstaddur við þessa fyrirtöku, en með varnaraðilja mætti lögmaður. Var þar m.a. bókað, í stórum dráttum um það, hverjar helstu eignir búsins séu, svo og sú krafa konunnar, að búskiptum verði þegar vísað til skiptaréttar Reykjavíkur. Meðferð málsins hjá yfirborgardómara 126 var síðan frestað, en hinn 17. desember 1986 mætti sóknaraðili þar til þess að tjá sig um fram komnar kröfur varnaraðilja um hjónaskilnað. Við þá fyrirtöku var enginn mættur af hálfu varnaraðilja. Þá var m.a. bókað: „„---Eiginmaðurinn tekur fram að hann hefði viljað ná sáttum við konu og samkomulagi um eignaskipti og greiðslu skulda. Eiginmaðurinn segir að þau hjónin hafi gert bréflegt samkomulag, dags. 17. nóvember sl. um eignaskipti en lögmaður konu vill ekki fallast á það fyrir hennar hönd.“ Eftir þessa fyrirtöku málsins sendi yfirborgardómari skiptarétti Reykjavíkur málið til meðferðar að því er búskiptin varðar. Með bréfi dagsettu 1S. janúar óskaði varnaraðili eftir því, að bú hennar og sóknaraðilja yrði tekið til opinberra skipta vegna hjónaskilnaðarins. Var sú krafa tekin fyrir í skiptarétti Reykjavíkur hinn 11. febrúar 1987. Í því þinghaldi lagði lögmaður sóknaraðilja fram nokkur skjöl, þar á meðal skjal, sem dagsett er 26. nóvember 1986 og er meginmál þess svohljóðandi: „Gísli Petersen og Erla Pétursdóttir hafa þann 26-11- '86 gert með sér samning um skiptingu eigna og fjárfélags. Gísli Petersen yfirtekur í sinn hlut Seilugranda 3, íbúð 1-5, (5 herb. 127 fm, geymsla 4 fm, bílskýli.) Allar þær skuldir sem á hvíla íbúð 1-5, Seilugranda, m.t. Húsnæðismála- stjórnunarlán, Lífeyrissjóðslán VR, sem er á nafni Erlu Pétursdóttur, Iðju, nafni Gísla Petersen. Skipting lausaskulda skiptist til helminga. Erla Pétursdóttir yfirtekur innbú að Melhaga 18, Reykjavík“ Skjal þetta er undirritað af báðum málsaðiljum. Í þessu þinghaldi var því lýst yfir af hálfu sóknaraðilja að hann gerði ekki kröfu til þess að synjað verði um töku búsins til opinberra skipta á þeim grundvelli að samningur um eignaskipti hafi komist á með aðiljum, en þess væri á hinn bóginn krafist að samningurinn á dskj. nr. 4 verði lagður til grundvallar skiptum á búinu. Þeirri kröfu var þegar mótmælt af hálfu varnaraðilja og krafist skipta á grundvelli svokallaðrar helmingaskiptareglu. Í þessu þinghaldi var rekstur máls þessa ákveðinn. Í þinghaldi hinn 20. febrúar 1987 var lögð fram greinargerð sóknaraðilja og kröfugerð hans þá breytt frá því sem áður hafði verið bókað, í það horf sem lýst er í kafla Í hér að framan, og hefur af hálfu varnaraðilja ekki verið hreyft neinum andmælum við þeirri breytingu. III. Aðalkrafa sóknaraðilja er á því reist að fullt samkomulag hafi orðið um skipti eigna málsaðilja með samningi þeim sem lagður er fram sem dóm- skjal nr. 4. Slíkt samkomulag megi að vísu ógilda samkvæmt 54. gr. laga 127 nr. 60/1972, að uppfylltum þeim skilyrðum, sem í því ákvæði greinir, en slík ógilding hafi ekki átt sér stað. Vísar sóknaraðili í þessu sambandi til Hrd. 1980, bls. 1451 og þeirra sjónarmiða sem þar séu sett fram og telur ekki vera fyrir hendi skilyrði til opinberra skipta á búi málsaðilja. Varakrafa sóknaraðilja er á því reist að komist hafi á gildur og gagn- kvæmur samningur um eignaskipti milli aðilja og að sá samningur taki til allra eigna búsins og skulda. Aðiljar hafi gert þennan samning í beinu samhengi við hjónaskilnaðinn og hvorugt þeirra farið Í grafgötur um efni hans og undirritað hann með fúsum og frjálsum vilja. Varnaraðilja hafi að öllu leyti verið kunnugt um allar eignir búsins og fjárhæð skulda þess og þannig verið það fyllilega ljóst, að samkvæmt samningnum kæmi nokkru meira í hlut sóknaraðilja en varnaraðilja. Um þetta hafi aðiljar haft fullt samningsfrelsi og allar staðreyndir í því sambandi legið ljósar fyrir. Til hafi staðið að staðfesta samkomulag þetta fyrir yfirvaldi í tengslum við meðferð á beiðni aðilja um skilnað, en til þess hafi þó ekki komið þar sem lögmaður varnarðilja hafi ráðið henni frá því að staðfesta samninginn og krefjast helmingaskipta á búinu. Sóknaraðili heldur því og fram að ákvæði 2. mgr. 18. gr. laga nr. 20/1923 sé því ekki til fyrirstöðu að hægt sé að leggja samninginn á dskj. nr. 4 til grundvallar við skipti á búi málsaðilja. Vísar hann í því sambandi til 49. gr. sömu laga, svo og til 55. gr. laga nr. 60/1972. Að því er aðalkröfu sóknaraðilja varðar eru kröfur varnaraðilja á því reistar að fyrir liggi beiðni varnaraðilja um lögskilnað við sóknaraðilja. Það sé óundanþægt skilyrði lögskilnaðar samkvæmt 45. gr. laga nr. 60/1972, að aðiljar hafi staðfest samning um eignaskipti fyrir yfirvaldi eða vísað bú- skiptum til opinberra skipta. Krafa um opinber skipti sé því óhjákvæmileg, þar sem ekki liggi fyrir samningur um eignaskipti er uppfyili það skilyrði laga nr. 60/1972 að hafa verið staðfestur af aðiljum fyrir yfirvaldi. Að því er varðar varakröfu sóknaraðilja heldur varnaraðili því fram, að samningurinn á dskj. nr. 4 hafi ekkert gildi að lögum, þar sem hann hafi ekki verið staðfestur fyrir yfirvaldi. Vísar varnaraðili í þessu sambandi til 45. gr. laga nr. 60/1972. Þá sé „samningurinn“ á dskj. nr. 4 bersýnilega ósanngjarn í garð varnaraðilja og verði því að líta á hann sem óskuldbind- andi fyrir hana samkvæmt 54. gr. laga nr. 60/1972. Varnaraðili heldur því einnig fram, að með vísan til 3. kafla laga nr. 7/1936 sé umræddur löggern- ingur ógildur. Málsaðiljar hafa bæði komið fyrir réttinn og gefið aðiljaskýrslur í málinu. IV. Krafa sóknaraðilja um að synjað verði um að taka bú málsaðilja til opinberra skipta fyrst fram í næsta þinghaldi eftir að opinber skiptameðferð 724 á búinu byrjaði í skiplarétti Reykjavíkur. Verður því að skýra aðalkröfu sóknaraðila svo, að henn krefjist þess að Skiptameðferð á búinu veði felld niður, Ljóst er að il þes að lögskilnaðarleyfi verði gefið út þarf sarnkvæmi 45. or. laga um stofnun og it hjúskapar nr, 60/1972 (se) varðandi fjárskipti annað tveggja að hafa gerst, að aðiljar hafi staðfest samning um skilnaðar. kjör eða að skipuum hafi verið vísað tl skiptaréttar. Óumdeilt er að aðiljar hafa ekki staðfest slíkan samning fyrir yfirvaldi, og er af þeim sökum ólávemiei að ra hi ibs li án sm sn fm oman kröfu þar að lútandi. Verður því ekki á það falist, að búið haf verið tekið il opinberra skipta eða að féll ii þer byrjða skiptaneðfarð ss niður af öðrum ástæðum, Kemur þá til skoðunar hvort haga skuli skiptum á búinu á þann hátt yfirlýsingin á dskj, nr 4 ráðgert, en ekkeri þykir vera því til fyirstöðu að úr því atriði sé skorið í sama máli og um hið fyrra atriði, enda cnginn áareiningur með aðiljum um það hvaða eignir sé hér um að ræða né un önnur þa atóði sem li þa ski í þsu sambandi, Samkvæmt áðurnefndri 45. gr. 60/1972 skal yfirvald reyna að loma á samkomulagi mili hjóna m.a. um skilnaðarskilmála, áður en eit er leyfi dl skilnaðar að borði og sæng eða úl lóyskilnaðar. Jafnframt or áskilið í ákvæði þessu, að hjón skuli staðfesta samkomulag um þessi efni fyir yfir valdi. Verður að skýra siðastgreint ákvæði þannig, að samningur aðilja, sem serður or í tengslum við umsókn um leyf til hjónaskilnaðar, verði ekki endanlega skuldbindandi fyrir aðilja fyrr en viðkomandi hefur staðfest hann fyrir yfirvaldi dkilt er í málinu, að áður en sáttaumleitunum yfirvalds með máls- sðiljn í en a væntanlegur hjónssilnði þer ak, hafði varar Jóst yfir þvi að hún teldi sig ekki skuldbundna af yfirlýsingunni á dski. ar. á. Hefur yfirlýsing þessi ekki orðið skuldbindandi samningur fyrir varnaraðilja, og verður hön þegar af þeirri ástæðu ekki sem samningur lögð) (il grundvallar skiptum á búi m álsaðilja Samkvæmt framangreindu eru niðurstöður máls þessa þær að hafnað er kröfum sóknaraðilja um niðueéllinsu skiptameðferður á búi málsaðila, og einnig er hafnað kröfum hans um að yfirlýsingin á dski. nr. 4 verði löuð tl grundvallar skiptum á búin. Eftir awikum þykir rét, að hvor málsaðilja beri sinn kostnað af máli þessu Ragnar Halllór Hall borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. rorð: Kröfu sóknaraðilja, Gísla Petersen, um að felld verði niður skipta- meðlerð á bíii hans og varnarðilja, Erlu Pétursdóttur, er hafnað. á búinu byrjaði Í skiptarétti Reykjavíkur, Verður því að skýra aðalkröfu sóknaraðilja svo, að hann krefjist þess að skiptameðferð á búinu verði felld niður. Ljóst er að til þoss að Jögskilnaðarleyfi verði gefið út þarf samkvæmt #5. ur. laga um stofnun og slit hjúskapar nr. 60/1972 (sic) varðandi fjárskipti únnað tveggja að hafa gerst, að aðiljar hafi staðfest samning um skilnaðar- sr eða að skiptum hafi verið visað tl skiptaréttar. Óumdeilt er að aðiljar ekki staðfest slíkan samning fyrir yfirvaldi, og er af þeim sökum ójáevæmíeg 0 Fn fr gler skóp á bu samt ra kominni kröfu þar að lútandi, Verður því ekki á það fallist, að búið hafi ranglega veið ekið il opinbera skips eð að leig þegar byrjaðu skintameðfrð Þess niður af öðrum ástæðum, Kr þé sjæðunar hvort haga kúl kptnn Á línu á barn hátt er yfirlýsingin á dskj. nr, á ráðgerir, en ekkert þykir vera því til fyrirstöðu að úr þvi atriði sé skorið í sama máli og um hið fyrra atriði, enda enginn ásreiningur með aðiljum um það hvaða eignir sé hér um að ræða né um önnur þau atriði sem máli þykja skipta í þessu sambandi. Samkvæmi áðurnefndri 45. er. 60/1972 skal yfirvald reyna að koma á samkomulagi milli hjóna ma. um skilnaðarskilmála, áður en veitt er leyfi til skilnaðar að borði og sæng eða til lögskilnaðar. Jafnframt er áskilið í ákvæði þessu, að hjón skuli staðfesta samkomulag um þessi efni fyrir yfir- valdi. Verður að skýra síðastgreint ákvæði þannig, að samningur aðilja, sen serður er í tcnsslum við umsókn um leyfi til hjónaskilnaðar, verði ckki endanlega skuldbindandi fyrir aðilja fyrr en viðkomandi hefur staðfest hann fyrir yfirvaldi, Óumdcili er í málinu, að áður en sáttaumleitunum ylirvalds með máls- aðiljum tilefni af væntanlegum hjónaskilnaði þeirra lauk, hafði varnaraðili lýst yfir þvi, að hún teldi sig ekki skuldbundna af yfirlýsingunni á dskj "r. á. Hefur yfirlýsing þessi ekki orðið skuldbindandi samninsur fyrir varnaraðilja, og verður hún þegar af þeirri ástæðu ekki sen samningur lözð til grundvallar skiptum á búi mm álsaðilja, Samkvæmt framangreindu eru niðurstöður máls þessa þær að hafnað er kröfum sóknaraðilja um niðurfellingu skiptameðferðar á bíii málsað lja, og einnig er hafnað kröfum hans um að yfirlýsingin á dskj. nr. 4 verði lögð til grundvallar skiptum á búinu Eftir atvikum þykir rétt, að hvor málsaðilja beri sinn kostnað af máli þessu Ragnar Halldór Hall borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorði Kröfu sóknaraðilja, Gisla Petersen, um að felld verði niður skipta- meðferð á búi hans og varnarðilja, Erlu Pétursdóttur, er hafnað. 728 á búinu byrjaði í skiptarétti Reykjavíkur, Verður því að skýra aðalkröfu söknaraðilja svo, að hann krefjisl þess að skiptameðferð á búinu verði felld niður, Ljóst er að il þes að lögskiinaðurleyfi verði gefið út þarf samkvæmt £r. laga um stofnum og slit hjúskapar nr. 60/1972 (sic) varðandi fjárskipti annað tveggja að hafa gerst, að aðiljar hali staðlest samning um skilnaðar- Kjör eða að skiptum hafi verið visað til skiptaréttar. Óumdeili er að aðiljar hafa ekki staðlest slíkan samning fyrir yfirvaldi, og er af þeim sökum óhjákvæmilegt að fram fari opinber skipti á búinu samkvæmt frarn kominni kröfu þar að lútandi. Verður því ekki á það flt, að búið hali ringlega verið ekið il opinberra skipa eða að flla eigi þegar byrjaða skiptameðferð þess niður af öðrum ástæðum. Kemur þá til skoðunar hvort haga skuli skiptum á búinu á þann hátt ct yfirýsinsin á dskj. ne. á ráðzerir, en ekkert þykir vera því il fyrirstöðu að úr því atriði sé skorið í sama máli og um hið fyrra atriði, enda enginn áveiningur með aðiljum um það hvaða eignir sé hér um að ræða né um önnur þau atriði som máli þykja skipta í þessu sambandi. Samkvæmt áðumefndri 45, yr. 60/1972 skal yfirvald reyna uð Koma á samkomulagi milli hjóna ma. um skilnaðurskilmála, áður en veitt er leyfi úl skilnaðar að borði og sæng eða til lðaskilnaðar. Jafnframt er áskilið í kvæði þessu, að hjón skuli staðfesta samkomulag um þessi efni fyrir yir- valdi. Verður að skýra síðaslereini ákvæði þannig, að samningur aðilja, sem er í tengslum við umsókn um leyfi öl hjónaskilnaðar, verði ekki endanlega skuldbindandi fyrir aðilja fyrr en viðkomandi hefur staðfest hann fyrir yffrval Óumdeilt er í málinu, að áður en síttaumleitunum yfirvalds með máls- aðiljum tilefni af væntanlegum hjónaskilnaði þeirra lauk, hafði varnaraðill líst yfir því, að hún teldi si ekki skuldbundna af yfirlýsingunni á dski. nr. 4. Hefur yfirljsing þessi ekki orðið skuldbindandi samningur fyrir varnaraðilja, og verður hún þegar af þeirr ástæðu ekki sem samningur lögð l grundvallar skiptum á búi m álsaðilja Samkvæmt framangeeindu eru niðurstöður máls þessa þær að hafnað er kröfum sóknaraðilja um niðurfellingu skiptameðferðar á búi málsaðilja, og einnig er hafnað kröfum hans um að yfirlýsingin á dskj. nr. 4 verði lögð til grundvallar skiptum á búinu Eir atvikum þykir rétt, að hvor málsaðilja beri sinn kostnað af máli Ragnar Halldór Hall borgarfógeti kvað upp úrskurð þennan, Úrskurðarorð Kröfu sóknaraðilja, Gisla Petersen, um að felld verði niður skipta- meðferð á búi hans og varnarðilja, Erlu Pétursdóttur, or hafnað, 129 Kröfu sóknaraðilja um að yfirlýsing á dskj. nr. 4 verði sem skuld- bindandi samningur lögð til grundvallar skiptum á búi hans og varnar- aðilja er hafnað. Málskostnaður fellur niður. Miðvikudaginn 20. maí 1987. Nr. 203/1986. Bæjarsjóður Seltjarnarneskaupstaðar (Benedikt Sveinsson hrl.) gegn Jóhönnu Felixdóttur (Kristinn Sigurjónsson hrl.) Vinnusamningur. Uppsögn. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1. júlí 1986, að fengnu áfrýjunarleyfi 10. júní s.á. samkvæmt heimild í 2. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973. Áfrýjandi krefst sýknu af öllum kröfum stefndu og málskostnað- ar í héraði og fyrir Hæstarsétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Telja verður ósannað, að samkomulag hafi orðið milli aðila um tímabundna endurráðingu stefndu, og þykir áfrýjandi verða að bera hallann af þeim sönnunarskorti. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Um vaxtaákvæðið athugist, að eftir að lög um dómvexti nr. 56/1979 hafa verið felld úr gildi með lögum nr. 25/1987, verður að skilja dómvaxtaákvæði héraðsdóms svo, að krafan beri vexti jafnháa hæstu innlánsvöxtum innlánsstofnana eins og þeir eru á hverjum tíma. Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefndu 25.000,00 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. 730 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Bæjarsjóður Seltjarnarneskaupstaðar, skal greiða stefndu, Jóhönnu Felixdóttur, 25.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Halldórs Þorbjörnssonar hæstaréttardómara. Stefndu var sagt upp störfum 24. maí 1983 „vegna endurskipu- lagningar á rekstri íþróttahúss með tilkomu sundlaugar og íþrótta- vallar“ Af gögnum málsins, þar á meðal framburði stefndu, er ljóst að henni var kunnugt um það að starfsmenn yrðu ekki ráðnir í hlutastörf þegar sundlaugin og íþróttavöllurinn yrðu tekin í notkun. Þegar stefnda var beðin að starfa áfram við íþróttahúsið haustið 1983 með sama hætti og áður hlaut henni því að vera ljóst að starf hennar í þágu áfrýjanda var til bráðabirgða og að því lyki er hin nýju Íþróttamannvirki yrðu fullbúin, nema hún kysi að sækja um fullt starf, svo sem henni hafði verið gefinn kostur á, en Það gerði hún ekki. Var eigi þörf á annarri uppsögn af hálfu áfrýjanda. Samkvæmt þessu tel ég að sýkna beri áfrýjanda af kröfum stefndu, en að ákveða megi að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómur bæjarþings Seltjarnarness 30. desember 1988. I. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 1. nóvember sl., hefur Jóhanna Felix- dóttir, nnr. 5018-7500, Lindarbraut 7, Seltjarnarnesi, höfðað fyrir bæjar- þingi Seltjarnarness með stefnu birtri 1. nóvember 1984, á hendur Sigurgeiri Sigurðssyni, Miðbraut 29, Seltjarnarnesi, bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs Sel- tjarnarneskaupstaðar. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr. 59.885,00 auk dómvaxta frá birtingu stefnu til greiðsludags svo og málskostnað samkvæmt taxta Lögmannafélags Íslands. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar að mati dómsins. 131 II. Stefnandi starfaði í nokkur ár við ræstingar í íþróttahúsi Seltjarnarnes- kaupstaðar. Starfið var unnið á vöktum og var um að ræða hálfsdagsstarf. Því var þannig háttað að einungis var unnið frá 1. september ár hvert til 1. júní næsta ár, en íþróttahúsið var eigi í notkun sumarmánuðina júni, júlí og ágúst. Á vegum kaupstaðarins var Í smíðum sundlaug og stóð til að taka hana í notkun haustið 1983. Þann 24. maí 1983 var stefnanda sent uppsagnarbréf frá stefnda, sem er svohljóðandi: „Vegna endurskipulagningar á rekstri íþróttahúss með tilkomu sundlaugar og íþróttavallar þykir rétt að hafa samninga starfsfólks lausa 1. september n.k. Yður er því hér með sagt upp starfi yðar í íþróttahúsi Seltjarnarness miðað við þann tíma. Svo sem fyrr segir er hér um að ræða uppsögn vegna skipulagsbreytinga þannig að yður stendur að sjálfsögðu endurráðning til boða. Virðingarfyllst, bæjarstjórinn Seltjarnarnesi“ Ekkert varð af opnun sundlaugarinnar þetta haust og kvaddi bæjarstjóri stefnanda á sinn fund um haustið og bað hana að hefja störf við íþrótta- húsið eins og áður í hálfsdagsvinnu. Það gerði stefnandi og vann hún til 1. júní 1984 er íþróttahúsinu var lokað. Óumdeilt er í málinu að til 1. september 1983 var stefnandi fastráðin Í starf hjá stefnda samkvæmt ótímabundnum ráðningarsamningi sem sagt var upp með bréfi stefnda hinn 24. maí 1983. Aðila greinir hins vegar á hvort stefnandi hafi við endurráðningu haustið 1984 verið ráðin tímabundið eða ótímabundið. Stefnandi heldur því fram að ekki hafi verið samið um sér- stakt ráðningartímabil við enduráðningu haustið 1983 og hafi hún því reiknað með að hefja aftur störf haustið 1984. Stefndi heldur því hins vegar fram að stefnandi hafi verið ráðin tíma- bundið til vors 1984 og henni gert það ljóst, þar sem taka átti sundlaug bæjarins í notkun haustið 1984. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamn- ingur við stefnanda haustið 1984. Er líða tók að vori 1984 og ljóst þótti að sundlaug bæjarins yrði opnuð um haustið áttu sér stað viðræður milli stefnanda og aðila á vegum stefnda og hefur það komið fram hjá bæjarstjóra og framkvæmdastjóra íþrótta- miðstöðvar bæjarins að stefnanda hafi staðið til boða starf að hausti, en 132 í heildagsstarfi. Það hafi stefnandi hins vegar ekki getað sætt sig við, en viljað starfa áfram í hálfsdagsstarfi. Af hálfu stefnda er því haldið fram að endurskipuleggja hafi þurft alla vinnutilhögun við opnun sundlaugar til að skapa hagkvæmni í rekstri, en eftir opnun sundlaugar voru öll íþróttamannvirki undir íþróttamiðstöð bæjarins, eðli starfanna breyttist í heilsársstörf og unnið væri (sic) í öllum íþróttamann- virkjum. Stefnanda var ekki sagt upp störfum vorið 1984 eins og gert hafði verið árið áður. Stefndi kveður það hafa verið ónauðsynlegt þar sem ráðningar- samningi stefnanda hafi lokið vorið 1984 þar sem hann hafi verið tímabundinn. Stefnandi kvaðst hafa rætt þessi mál við formann starfsmannafélags Seltjarnar- neskaupstaðar, Einar Norðfjörð, tvívegis fyrir haustið 1984, en hann hafi ekki gefið nein svör. Einar Norðfjörð kvað stefnanda hafa rætt við sig eftir að umsóknarfrestur um störf við íþróttamiðstöðina rann út en hann hafi engin ráð gefið stefnanda. Hann kvaðst hafa verið með mál stefnanda til athugunar, er lögmaður stefnanda kom á skrifstofu hans í október 1984, en eftir það hafi hann engin afskipti haft af málinu. Magnús Georgsson, framkvæmdastjóri íþróttamiðstöðvarinnar, kvaðst síðast hafa rætt við stefnanda 31. maí 1984. Hann kvaðst hafa hvatt stefnanda til að sækja um starf við íþróttamiðstöðina og gert henni ljóst hvernig vinnutíma yrði háttað. Stefnandi hafi ekki tekið undir það og sett vinnutímann fyrir sig. Hann kvaðst þá hafa hvatt stefnanda til að ræða þessi mál við bæjarstjóra, en það hafi ekki verið gert. Hann kvaðst hafa gert stefnanda ljóst að hún yrði að sækja um starf ef hún ætlaði að hefja störf aftur haustið 1984. Stefnandi kveðst hafa átt von á því að haft yrði samband við hana haustið 1984 eins og endranær, en það hafi ekki verið gert. Hún kvaðst ekki hafa mætt til vinnu haustið 1984. Auglýst var eftir fólki í störf við íþróttamiðstöðina í ágúst 1984 og fólk ráðið í alhliða störf. Stefnandi var ekki meðal umsækjenda. Þann 8. október 1984 sendi lögmaður stefnanda bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi svohljóðandi bréf: „F.h. Jóhönnu Felixdóttur, Magneu Guðjónsdóttur og Ingibjargar Hall- dórsdóttur, starfsstúlkna í íþróttahúsinu, tilkynnist nú, að þær líta svo á að í dag sé vinnusamningum við bæjarfélagið lokið vegna framkomu bæjar- yfirvalda sem umbjóðendur mínir skoða sem óformlega uppsögn“ Ill. Stefnandi byggir stefnukröfur sínar á því að hún hafi verið í fastri vinnu og eigi rétt á uppsagnarfyrirvara samkvæmt lögum nr. 19, 1979 og skuli uppsögn vera skrifleg og miðast við mánaðamót og samkvæmt sömu lögum 733 eigi hún rétt á 3 mánaða uppsagnarfresti. Stefnandi hafi unnið til réttinda sem samsvari 5 árum og ll mánuðum, eins og fram komi á launaseðli hennar dagsettum 1.6. 1984. Stefnandi kveðst hafa fengið uppgert eins og venjulega hinn 1. júní 1984 og hafi staðið til að hún hæfi störf um haustið en þá hafi verið búið að ráða aðra í hennar stað. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að þann 8. október 1984 hafi vinnusamningi hennar við bæjarfélagið lokið vegna framkomu bæjaryfir- valda sem hún skoðaði sem óformlega uppsögn, en þennan dag var stefnda afhent bréf lögmanns stefnanda með yfirlýsingu um þetta. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar svo: „Krafist er launa í fimm mánuði, en fyrir hvern mánuð eru launin sundurliðuð svohljóðandi: Föst mánaðar- laun kr. 7.002,00, föst yfirvinna kr. 3.151,00, álag Í kr. 525,00, álag 2 kr. 193,00, samanlagt kr. 10.871,00, auk þess bætist við 10,17% í orlof af allri unninni vinnu kr. 1.106,00 og gerir þetta þá kr. 11.977,00 og í fimm mánuði nemur þetta stefnufjárhæðinni kr. 59.885,00. Álag 1 er fyrir helgidagsvinnu og álag 2 er fyrir yfirvinnu“ IV. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að haustið 1983 hafi bæjaryfirvöld ætlað að taka í notkun nýja sundlaug sem verið hafi í bygginginu við íþróttahús bæjarins. Af þeim sökum hafi verið nauðsynlegt að breyta fyrir- komulagi að því er varðar starfsfólk við íþróttamannvirkin, þar á meðal að því er varðar ræstingafólk, og hafi eingöngu heildagsfólk átt að starfa við ræstingar. Því hafi stefnanda verið tilkynnt um uppsögn á hennar hálf- dagsstarfi vorið 1983. Tafir hafi hins vegar orðið á því að sundlaugin væri tekin í notkun og hafi stefnandi því verið ráðin til starfa í hlutastarf við íþróttahúsið haustið 1983 til maíloka 1984 og skýrt tekið fram að hér væri um tímabundið starf að ræða, því sundlaugin ætti að byrja haustið 1984 og þá eingöngu með heildagsfólki. Stefnanda hafi verið boðið heildagsstarf en það ekki þegið. Stefndi telur að samkvæmt framanskráðu hafi uppsagnarákvæðum laga verið fylgt og að ráðning stefnanda síðasta starfstímabil verið tímabundin ráðning. Stefndi mótmælir kröfu stefnanda um 5 mánaða laun, þar sem lög geri ráð fyrir styttri uppsagnarfresti svo og útreikningi stefnukrafna. v. Álit réttarins: Af því sem hér að framan er rakið verður að telja ósannað gegn mót- mælum stefnanda að við endurráðningu hennar haustið 1983 hafi svo verið um samið að um tímabundna ráðningu til vors 1984 væri að ræða. 734 Verður því við það að miða að stefnandi hafi starfað samkvæmt ótíma- bundnum ráðningarsamningi árið 1984. Óumdeilt er í málinu að stefnanda var ekki sagt upp störfum vorið 1984, hvorki skriflega né munnlega. Samkvæmt þessu verður niðurstaða dómsins sú að stefnda beri að greiða stefnanda kaup í 3 mánuði miðað við 1. sept- ember 1984, en þá var ljóst að stefnandi gat eigi hafið störf hjá stefnda þar sem annað fólk hafði verið ráðið í hennar stað. Miða ber fjárhæðina við sundurliðun stefnanda, sem ekki hefur verið hnekkt efnislega. Verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda kr. 35.931,00 með dómvöxtum frá 1. nóvember 1984 til greiðsludags og málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 24.000,00. Dómsuppsaga í máli þessu hefur dregist nokkuð vegna embættisanna dómara. Finnbogi H. Alexandersson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Bæjarsjóður Seltjarnarneskaupstaðar, Seltjarnarnesi, greiði stefndanda, Jóhönnu Felixdóttur, Lindarbraut 7, Seltjarnarnesi kr. 35.931,00 með dómvöxtum frá 1. nóvember 1984 til greiðsludags og kr. 24.000,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Miðvikudaginn 20. maí 1987. Nr. 106/1986. Hálfdán Ó. Guðmundsson (Jón Oddsson hrl.) gegn Brauðgerð Kr. Jónssonar £ Co. sf. Snorra Kristjánssyni Kristjáni Snorrasyni Júlíusi Snorrasyni Birgi Snorrasyni og Kjartani Snorrasyni (Skarphéðinn Þórisson hrl.) Stefnubirting. Ómerking. Máli vísað frá héraðsdómi. Sératkvæði. 735 Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Guðrún Erlendsdóttir. Áfrýjandi skauti máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. mars 1986. Hann krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði Óómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi. Hann krefst þess einnig að stefndu verði dæmdir til að greiða málskostnað in solidum fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hefur áfrýjandi lagt fram vottorð Hagstofu Íslands, þjóðskrár 30. janúar 1987 þar sem fram kemur að hann eigi þá lögheimili að Fálkagötu 26 hér í borg og hafi svo verið frá 15. desember 1981. Einnig hefur verið lagt fram vottorð Manntals- skrifstofu Reykjavíkurborgar um að áfrýjandi hafi átt lögheimili að Fálkagötu 26 frá 15. desember 1981. Þá hefur áfrýjandi einnig lagt fyrir Hæstarétt tilkynningu til firmaskrár 18. mars 1975 um eignar- aðild stefndu að Brauðgerð Kr. Jónssonar ér Co. Samkvæmt gögnum þeim, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, átti áfrýjandi skráð lögheimili að Fálkagötu 26 hér í borg er mál þetta var höfðað. Er ekki í ljós leitt að birting héraðsdómsstefnu á hendur áfrýjanda hafi ekki mátt takast skv. 1. mgr. 95. gr. sbr. 96. gr. laga nr. 85/1936. Voru ekki skilyrði til að höfða mál þetta með birtingu stefnu í Lögbirtingablaðinu sbr. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 85/1936. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu frá héraðsdómi. Ekki er fram komið að þörf hafi verið að beina áfrýjun málsins að eigendum Brauðgerðar Kr. Jónssonar á Co. sf. persónulega. Stefndi Brauðgerð Kr. Jónssonar ér Co sf. greiði áfrýjanda Hálf- dáni Ó. Guðmundssyni 15.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði eiga að vera ómerk og er máli þessu vísað frá héraðsdómi. Stefndi, Brauðgerð Kr. Jónsson é Co sf., greiði áfrýjanda, Hálfdáni Ó. Guðmundssyni, 15.000,00 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. 136 Sératkvæði Halldórs Þorbjörnssonar hæstaréttardómara. Stefndi, Brauðgerð Kr. Jónssonar á. Co., gaf út áskorunarstefnu á hendur áfrýjanda og var reynt að birta hana á Fálkagötu 26, sem er, og var einnig á þeim tíma, lögheimili áfrýjanda samkvæmt gögnum málsins. Þar sem birting tókst ekki verður að telja að stefndi hafi ekki átt annarra kosta völ en að birta stefnu opinberlega samkvæmt 95. gr. laga nr. 85/1936 og verði það að teljast lögleg birting. Samkvæmt því tel ég að hafna eigi kröfu áfrýjanda um að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað frá dómi og dæma áfrýjanda til þess að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. febrúar 1986. Mál þetta, sem dómtekið var 4. febrúar sl., er höfðað fyrir bæjarþinginu með opinberri stefnu birtri í Lögbirtingarblaðinu þann 21. nóvember 1985 af Brauðgerð Kr. Jónssonar á Co sf., nnr. 1419-8121, gegn Hálfdáni Ó Guðmundssyni, nnr. 3537-4299, áður til heimilis að Fálkagötu 26, Reykjavík en nú með óþekkt heimilisfang, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 109.436,80 með 2,50 dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði af kr. 109.436,80 frá 26.3.1984 til 1.9.1984, með 2,75% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá þeim degi til 1.2. 1985, með 3,75% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá þeim degi til 1.3.1985, með 4% dráttar- vöxtum á mánuði eða broti úr mánuði 26.3.1985, af kr. 146.645,31, með 4% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá þeim degi til 1.6.1985, með 3,5% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá þeim degi til 1.9. s.á., og með 3,75% dráttarvöxtum á mánuði eða broti úr mánuði frá þeim degi til greiðsludags, þá þannig að heimilt verði að bæta vöxtum við höfuðstól á 12 mánaða fresti og bæta vöxtum við þannig fundinn höfuðstól, og til greiðslu málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ. Þá er ennfremur krafist að staðfest verði með dómi að ofangreind skuld verði tryggð með 3. veðrétti í kjallara hússins nr. 26. við Fálkagötu í Reykja- vík, skráðri eign stefnda. Málsatvik og málsástæður. Stefnandi kveður skuld þessa vera skv. víxli að höfuðstól kr. 104.176,00 útgefnum og framseldum þann 12.12.1983 af stefnanda, en samþykktum til greiðslu af stefnda þann 28.1.1984 í Iðnaðarbanka Íslands hf., Akureyri. Þar sem stefndi hafi ekki greitt víxilinn, hafi stefnandi orðið að innleysa hann þann 26.3.1984 með kr. 109.436,80, sem sé stefnufjárhæð. Víxillinn sé árit- 134 aður „án afsagnar“. Stefnandi kveður vaxtakröfu vera byggða á reglum Seðlabanka Íslands. Þess er krafist að heimilað verði með dómi að leggja vexti við höfuðstól á 12 mánaða fresti og reikna vexti af þannig fundnum höfuðstól. Vextir fyrstu 12 mánuði til 26.3.1985 séu samtals 34%, eða kr. 31.208,51. Frá því fyrsta 12 mánaða vaxtatímabili ljúki, sé því krafist vaxta af kr. 146.645,31 sem sé samtala höfuðstóls og vaxta. Stefnandi kveður ofangreindan víxil vera framlengingu á tveimur víxlum, samþykktum til greiðslu af stefnda þann 10.12.1983 og 20.12.1983, sem hvor hafi verið að fjárhæð kr. 70.000,00, og tryggðir hafi verði með 3. veðrétti í íbúð í kjallara hússins nr. 26 við Fálkagötu í Reykjavík, skv. þinglesnu tryggingarbréfi, útgefnu af stefnda, þann 30.9.1983. Mismun fjárhæða hafi stefndi greitt við framlengingu skv. uppgjöri. Með stefnu útgefinni þann 19.10.1984 hafi verið höfðað mál á hendur stefnda. Birting stefnu hafi ekki tekist vegna breytts heimilisfangs stefnda og hafi ekki tekist að finna nýtt heimilisfang. Sé stefnanda því nauðsyn á opinberri stefnu á hann. Lagarök. Um lagarök vísar stefnandi til víxillaga nr. 93/1933. Stefndi hefur hvorki sótt né látið sækja þing og er honum þó löglega stefnt. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir fram- lögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem þau eru Í samræmi við dóm- kröfur stefnanda, verða kröfur hans teknar til greina að öllu leyti. Rétt þykir að taka til greina kröfu stefnanda um að dráttarvöxtum verði bætt við höfuðstól á 12 mánaða fresti og dráttarvextir síðan reiknaðir af þannig uppfærðum höfuðstól. Styðst þetta við auglýsingar Seðlabanka Íslands um vexti, verðtryggingu o.fl. Þá þykir rétt að taka til greina kröfu stefnanda um að staðfest verði með dómi að dómkröfur hans verði tryggðar með 3. veðrétti í kjallara hússins nr. 26 við Fálkagötu í Reykjavík, skráðri eign stefnda. Málskostnaður ákveðst 15.600,00. Dóminn kvað upp Sigurður T. Magnússon, ftr. yfirborgardómara. Dómsorð: Stefndi, Hálfdán Ó. Guðmundsson, greiði stefnanda, Brauðgerð Kr. Jónssonar á. Co sf., kr. 109.436,80 með 2,5% mánaðarvöxtum frá 26.3.1984 til 1.9. s.á., en með 2,75% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1.2.1985, en með 3,75%0 mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1.3. s.á., en með 4% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 26.3. s.á., en með sömu vöxtum af kr. 146.654,31 frá þeim degi til 1.6. s.á., en með 3,5% mán- aðarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1.9. s.á., en með 3,75% 47 138 dráttarvöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði af sömu fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags og kr. 15.600,00 í málkostnað. Heimilt er að bæta dráttarvöxtum við höfuðstól á 12 mánaða fresti og reikna síðan dráttarvexti af þannig uppfærðum höfuðstól. Staðfestur er veð- réttur skv. tryggingabréfi dags. 30. september 1983 í kjallara hússins nr. 26 við Fálkagötu í Reykjavík til tryggingar dæmdum kröfum. Dómur þessi er aðfararhæfur að liðnum 15 dögum frá birtingu hans. Miðvikudaginn 20. maí 1987. Nr. 92/1987. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) segn Jóni Þór Grímssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Bifreiðar. Brot gegn umferðarlögum. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Guðrún Erlendsdóttir. Héraðsdómi var af hálfu ákæruvalds áfrýjað til Hæstaréttar með stefnu 11. febrúar sl. til þyngingar, en ákærði vildi hlíta héraðsdómi. Sannað er að ákærði gerðist sekur um þau brot sem honum eru gefin að sök. Með því að vera undir áhrifum áfengis við akstur bifreiðar 4. júní 1986 hefur ákærði, miðað við alkóhól í blóði hans, 0,86%s, brotið gegn 2. sbr. 3. mgr. 25. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Neysla áfengis sem ölvuninni olli telst hins vegar ekki sjálfstætt brot sem refsað verði fyrir samkvæmt 1. mgr. 25. gr. umferðarlaga. Ákærði olli árekstri með ógætilegum akstri er hann tók beygju af hringtorgi inn á Esjubraut. Hefur hann þannig brotið gegn a; c- og d-liði 3. mgr. 49. gr umferðarlaga. Þar sem ákærði hafði verið sviptur ökuleyfi hefur hann með akstri sínum einnig brotið gegn |. mgr. 27. gr. sbr. $1. gr. umferðar- laga. 739 Refsing ákærða þykir samkvæmt 80. gr. umferðarlaga sbr. lög nr. 54/1976 og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og af fyrri brotaferli hans hæfilega ákveðin 30 daga óskil- orðsbundið varðhald. Það athugast að lög mæla ekki fyrir um aukna refsingu vegna ítrekunar fyrir brot gegn umferðarlögum. Brot gegn 25. gr. umferðarlaga varðar sviptingu ökuleyfis. Ákærði hefur áður verið sviptur þeim rétti og ber að árétta þá sviptingu. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem nánar greinir Í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Jón Þór Grímsson, sæti varðhaldi 30 daga. Ákærði skal vera sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 12.000,00 krónur, og málsvarnar- laun verjanda síns, Páls A. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 12.000,00 krónur. Dómur sakadóms Kópavogs 22. janúar 1987. I. Mál þetta, sem dómtekið var sama dag, er höfðað af ákæruvaldsins hálfu með ákæru, dagsettri 21. október 1986, „á hendur Jóni Þór Grímssyni sjó- manni, Kársnesbraut 61, Kópvaogi, fæddum í Reykjavík 10. janúar 1965, fyrir að aka miðvikudaginn 4. júní 1986 sviptur ökuleyfi ævilangt, bifreið- inni Y:13392 frá Hótel Búðum í Staðarsveit, Snæfellsnessýslu, til Akraness og neyta áfengis við aksturinn, aka bifreiðinni um götur á Akranesi undir áhrifum áfengis og svo hratt og ógætilega þar norður Kalmansbraut og í hægri beygju austur Esjubraut að hann missti stjórn á bifreiðinni í beygj- unni og hafnaði bifreiðin framan á bifreiðinni E-887 sem ekið var vestur Esjubraut á réttum vegarhelmingi. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr., sbr. 3. mgr., 25. gr., 1. mgr. 27. gr., 1. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 2. mgr. og 3. mgr. stafliði a, c og d 49. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, til ökuleyfissvipt- ingar samkvæmt 81. gr. umferðarlaganna og til greiðslu alls sakarkostnað- ar“ 740 II. Samkvæmt lögregluskýrslu, framburði ákærða og öðrum gögnum eru málavextir þeir að lögreglunni á Akranesi var miðvikudaginn 4. júní 1986 kl. 15:35 tilkynnt um árekstur við Esjubraut á Akranesi. Lögreglan fór á vettvang og hafði þarna orðið árekstur. Hafði bifreiðin Y-13392, sem ekið hafði verið eftir Kalmansbraut á hringtorgið, farið yfir á vinstri akbraut Esjubrautar miðað við sína akstursstefnu og lent þar framan á bifreiðinni E-887 sem ekið hafði verið úr gagnstæðri átt. Ökumaður Y:13392 sagðist hafa ekið norður Kalmansbraut og inn á hringtorgið og síðan beygt inn á Esjubraut. Þegar hann hafi verið búinn að taka beygjuna að nokkru leyti, þá hafi hann „gefið í“ og við það misst stjórn á bifreiðinni. Hann hafi hemlað og þá lent inn á vinstri akbraut Esjubrautar og framan á bifreiðinni E-887. Ökumaður bifreiðarinnar E-887, Guðrún Íris Guðmundsdóttir, sagðist hafa verið að aka vestur Esjubraut og hafi hún séð til ferða Y-13392, sem hafi nálgast hringtorgið á mikilli ferð. Guðrún Íris sagðist hafa farið í hægri vegarkantinn, en það hafi ekki skipt neinum togum, bifreiðin Y-13392 kom inn á hægri akbraut og lenti framan á bifreiðinni E-887. Sjáanlegar skemmdir á bifreiðinni Y-13392 voru: vinstra frambretti beyglað, framstuðari beyglaður og ljósabúnaður vinstra megin að framan brotinn. Sjáanlegar skemmdir á bifreiðinni E-887 voru: vinstra frambretti beyglað, framstuðari beyglaður, vélarhúslok beyglað, framstuðari beyglaður, grill skemmt, umgerð um vinstra framljós skemmd og bifreiðin gengin til að framan. Ökumaður bifreiðinnar E-887, Guðrún Íris Gumundsdóttir, sagðist hafa fengið högg á enni við áreksturinn, en taldi ekki ástæðu að fara til læknis að svo stöddu. Guðmundur Sigurðsson bifreiðaeftirlitsmaður var fenginn til að skoða bifreiðarnar. Lögreglan hafði tal af ökumanni bifreiðarinnar Y-13392 og reyndist hann vera ákærði í máli þessu. Lagði frá vitum hans áfengisþef. Var hann færður á lögreglustöðina á Akranesi til skýrslutöku. Útliti og öðrum einkennum ákærða er svo lýst í varðstjóraskýrslu, dagsettri 4. júní 1986: Á fengisþefur lítilsháttar, andlitið eðlilegt, fatnaður velktur, kurteis, voteygður, jafnvægi stöðugt, skýrmæltur og framburður greinargóður. Að því búnu tók Sigurður Blöndal læknir blóðsýni úr ákærða kl. 17:20. Samkvæmt niðurstöðu þeirra rannsókna mældist alkóhólmagn í blóði ákærða 0,86%.. Ákærði skýrði svo frá að miðvikudaginn 4. júní 1986 hafi hann verið staddur á Snæfellsnesi. Hafi hann lagt af stað um kl. 11 um morguninn T4l á bifreið sinni Y-13392 frá Rifi. Ákærði sagðist hafa komið við á Búðum um hádegið og keypt þar eina flösku af hvítvíni. Hafi hann síðan haldið akstri áfram áleiðis á Akranes. Á þeirri leið hafi hann drukkið úr fyrr- nefndri hvítvínsflösku. Hafi hann lokið úr flöskunni áður en hann kom til Akraness. Á Akranesi hafi hann haft skamma viðdvöl þar sem ferðinni var heitið til Reykjavíkur. Ákærði sagðist hafa ekið eftir Kalmansbraut og telur sig hafa verið á 60 kílómetra hraða miðað við klukkustund. Hann sagðist hafa ætlað að beygja til hægri inn á Esjubraut og aka þá götu til suðurs. Hann telur sig hafa farið í beygjuna á 60 kílómetra hraða miðað við klukkustund. Þar sem honum hafi sýnst Esjubrautin vera auð hafi hann ætlað að láta bifreiðina „skransa“ Í beygjunni. Hann hafi því stigið elds- neytisgjöfina í botn í beygjunni og í þann sama mund séð bifreiðina E-887 koma úr gagnstæðri átt. Hafi hún þá verið nokkuð langt undan og kvaðst ákærði hafa hemlað þegar í stað. Bifreið hans hafi hins vegar runnið í hemlun út á hlið og lent framan á bifreiðinni E-887. Ákærði taldi að ökumaður bifreiðarinnar E-887 hafi ekki tekið eftir í tíma hvað verða vildi því hann hafi átt möguleika á því að stöðva bifreið sína og koma þannig í veg fyrir árekstur. Ákærði sagðist ekki hafa neytt annars áfengis en hér að framan hefur verið greint frá. Ákærði sagðist hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn. Ákærði sagðist ekki hafa neytt áfengis eftir að akstri lauk. Fyrir dómi skýrði ákærði frá því að hann hafi á sl. hausti hafið nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Sagðist hann hafa stundað námið af kappi og líki sér það vel. Ennfremur sagðist ákærði nú vinna aukavinnu um kvöld og helgar við beitingar. Ákærði kom fyrir dóm og staðfesti framburð sinn í lögregluskýrslum og undirritun sína þar. Með játningu akærða telst sannað að hann hafi gerst sekur um háttsemi, sem varðar refsingu samkvæmt 2. mgr., sbr. 3. mgr. 25. gr, Í. mgr. 27. gr., 1. mgr. 37. gr. og Í. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. stafliði a, c og d 49. gr., sbr. 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976. III. Ákærði hefur þrisvar gengist undir dómsátt vegna brota á áfens:- og umferðarlögum. Þá hefur ákærði tvisvar hlotið refsidóma vegna brota gegn umferðarlögum. Ákærði var sviptur ökuleyfi ævilangt frá 11. mars 1985 að telja, samkvæmt dómi sakadóms Kópavogs, uppkveðnum 19. júní 1985. IV. Með niðurstöðu alkóhólrannsóknar, játningu ákærða, sem er Í samræmi 142 við önnur gögn málsins þykir sannað, að hann hafi gerst sekur um háttsemi þá, sem hann er ákærður fyrir. Dómur, er ákærði hlaut í sakadómi Kópavogs hinn 19. júní 1985, hefur ítrekunaráhrif samkvæmt 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, á brot ákærða, sem hér er fjallað um og verður honum dæmd refsing með tilliti til þess. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 80. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968, sbr. lög nr. 54, 1976 og þykir hún með hliðsjón af brotaferli ákærða hæfilega ákveðin 30 daga varðhald. Rétt Þykir með hliðsjón af viðleitni ákærða til þess að stunda nám að fresta fullnustu refsingar og að hún falli niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22, 1955. Svo sem í ákæruskjali greinir og samkvæmt 81. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968 ber að svipta ákærða rétti til þess að öðlast ökuleyfi ævilangt. Samkvæmt $. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968 frestar áfrýjun ekki áhrifum dómsins að þessu leyti sbr. 178. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála. Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ólöf Pétursdóttir, héraðsdómari, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Jón Þór Grímsson, sæti 30 daga varðhaldi. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19, 1940. Ákærði er sviptur rétti til þess að öðlast ökuleyfi ævilangt. Áfrýjun frestar ekki áhrifum þessa dómsákvæðis. Ákærði greiði allan sakarkostnað. 143 Miðvikudaginn 20. maí 1987. Nr. 9/1987. — Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Steingrími Njálssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Þjófnaður. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Jónsson og Guðrún Erlendsdóttir. Héraðsdómi var að ósk ákærða skotið til Hæstaréttar með áfrýj- unarstefnu 5. desember 1986 og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Eftir uppsögu hins áfrýjaða dóms gekk dómur í Hæstarétti hinn 5. desember 1986 í málum þeim sem dæmd voru í héraði 21. maí og 5. september 1986, og var ákærði með honum dæmdur í 7 mánaða fangelsi samtals. Þá var ákærði samkvæmt nýjum gögnum, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, dæmdur í sakadómi Reykja- víkur hinn 24. f.m. í 3 ára fangelsi fyrir brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga og 45. gr. laga um vernd barna og ungmenna. Verjandi ákærða gerði við flutning máls þessa fyrir Hæstarétti kröfu um að málinu yrði vísað frá héraðsdómi, en til vara krafðist hann sýknu. Frávísunarkröfuna rökstuddi hann með því að verkn- aðarlýsing í ákæru væri óglögg, og einnig með því að gallar hefðu verið á rannsókn málsins. Þó að ákæra sé ekki að öllu leyti svo skýr sem æskilegt hefði verið og í henni villa um dagsetningu, þykir samkvæmt 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74/1974 mega leggja efnisdóm á málið. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að neinir gallar hafi verið á rannsókn málsins er leiði til slíkrar niðurstöðu, og athugast í því sambandi að dómur verður reistur á þeim gögnum sem fram voru færð við málsmeð- ferðina, þ.e. skýrslum ákærða og vitna fyrir dómi. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði verður dæmdur til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, svo sem greint er í dómsorði. 744 Dómsorð Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Ákærði, Steingrímur Njálsson, greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnarlaun verjanda síns, Ragnars Aðalsteins- sonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 6. nóvember 1986. Ár 1986, fimmtudaginn 6. nóvember, er á dómþingi sakadóms Reykja víkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr, 578/1986: Ákæruvaldið gegn Steingrími Niálssyni, sem tekið var úl dóms 4. þm. Mlið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara dagr settu 23. júní sl á hendur ákærða Steingrími Njálssyni, áður að Fjöltisvegi sl 'eykvík nú að Norðurgötu 198 í Sghiði og reffanga á Litlar Hrauni, Fæddum í Siglufirði 21. apríl Í ákærunni segir að málið sé höfðað á hendur a, „fyrir þjófnað með því að hala laugardaginn 18. desember 1985 stolið eða ser hafði meðal annars að geyma tékka að fjárhæð kr, 10.000, úr bifreið á birreiða- stæði við Lindargötu 46 í Reykjavík "Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, Þess er kralist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls skarkostnaðar““ Málavextir eru þessir Aðfaranótt laugardagsins 28. desember sl. klukkan 00:24 voru fjórir lögreglumenn í Reykjavík sendir að Hótel Esju í gestamóttökuna, en þar skýrði Ólafur Jóhannesson starfsmaður hótelsins frá því að Sævar Arn jörð Hreiðarsson, sem þarna var staddur, hefði verið að reyna að fá tékka að Fjárhæð 10.000 krónur skipt og reiða reikning vegna gistingar. Kvaðst Ólafur hafa efast um að Sævar Arnfjörð ætti tékkann og því hefði hann hringt í útgefanda tékkans, Sigfús Sigurðsson, sem hefði sagt að tékkinn hefði glatast skörmmu fyrir jól. Tékkinn var til handhafa á reikning nr, 5940, við Landi Íslands, Austurstræti 1, dagsettur 22:12. 1985 Svar Arnfjörð var nær úviðræðuhæfur á staðnum vegna ölvunar og var Muttur í yfirheyrslu á lögreglustöðina við Hverfisgötu og þar upplýsti harin, eftir að hafa fyrst sagt sögu sem hann síðar kvað uppspuna, að hann. hefði fengið tékkann um tveimur tímum áður hjá ákærða Steingrími Njáls- syni sem hefði beðið hann að skipta honum. Væri ákærði nú í veiinga- húsinu Glæsibæ, 744 Dómsorð aði dómur er staðfestur. ingrímur Njálsson, greiði áfrýjunarkostnað Hinn áfrýj Ákærði, Si sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun Í ríkissjóð, 15.000,00 inda síns, Ragnars Aðalsteins- (000,00 krónur, krónur, og málsvarnarlaun veri sonar hæstartlarlögmanns, Dómur sakadóms Reykjavíkur 6. nóvember 1986. Ár 1986, fimmtudaeinn 6, nóvember, er á dómþingi sakadóms Reykja- Víkur, sern háð er í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni sakaðómara, kveðinn, pn dómur í sakadómsmálinu nr. 578/1986: Ákeruvaldið gegn Steingrími Niálssyn, sem tekið ar il dóms 4. þm. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara dag. settu 23. júr sl, á hendur ákærða Steingrími Njálssyni, áður að Hjölnisvei 9 í Reykjavík, nú að Norðurgötu 128 í Siglufirði og refsifanga á Lita. Hrauni, fæddum í Sislulirði 21. url 1942. Í ákærunni segir at höfðað á hendur ákserða, „fyrir þjófnað með því að hafa laugardaginn 18 desember 1985 stlið seðlaveski, som hafði meðal annars að geyma tókku að fjárhæð kr. 10.000, úr bifreið á bifreiða. stæði við Lindargötu 46 í Reykjavík Telst þetta vaða við 244. ar. almennra hegningarlaga nr, 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dkemdur il refsingar og tl areiðslu als sakarkostnaðar!“ Málasextir eru þessi: Aðfaranótt laugardagsins 28, desember sl. klukkan 00:24 voru fjórir lögreglumenn í Reykjavík sendir að Hótel Esju í gestamóttökuna, en þar skýrði Ólafur Jóhannesson starfsmaður hótelsins frá því að Sævar Arnfjörð Hreiðarsson, sem þarna var sladdur, hefði verið að reyna að fá tékka að fjárhæð 10.000 krónur skip! og greiði reikning vegna gistingar, Kvaðst Ólafur hafa efast um að Sævar Arnfjörð ætti tékkann og því hefði hann hringt í útgefanda tékkans, Sigfús Sigurðsson, sem hefði sagt að tékkinn hefði glatast skömmu fyrir jól, Tekkinn var tl handhafa á reikning nr. 85940 ið Landsbanka Íslands, Austurstræti 11, dagseltur 2212 Sævar Arnfjörð var nær óviðræðuhælur á staðnum vegna ölvunar og var fluttur í yfirheyrslu á lögreglustöðina við Hverfisgölu og þar upplýsti hann, eftir að hafa fyrst sagt sðgu sem hann síðar kvað uppspuna, að hann hefði fengið tékkann um tveimur timum áður hjá ákærða Steingrími Njáls syni sem hefði beðið hann að skipta honum. Væri ákærði nú í veitinga- húsinu læsibæ. 144 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur. Ákærði, Steingrímur Njálsson, greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000,00 krónur, og málsvarnarlaun verjanda síns, Ragnars Aðalsteins sonar hæstaréttarlögmanns, 15.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 6. nóvember 1986. 1986, fimmtudaginn 6. nóvember, or á dómþingi sakadóms Reykja. vikur, sem háð er í Borgartúni 7 af Sverri Elnarssyni sakadómara, kveðinn um dömur Í skulómsmálnu ne 578/1946 Ákærvaldið seen Steingrími Nátrni sm tekið va tl dóni 4. þm höfðað firir dóminum tnoð ákeruskali rikissaksóknan dag- stu 23 júní sá hendur ákerða Steingrími Njálssyni, áður að Fjölnisvegi 9 í Reykjavík, nú að Norðurgötu 12R í Siglufirði og relsifanga á Lilla Hrun, eddu í Slhfirði 1. spil 1982 ða, „fyrir þjófnað mð því að hafa laugardaginn 18. desember 1985 slolið seðlaveski, sern hafði ímeðal annars að geyma tékka að fjárhæð kr. 10.000, úr bilreið á bifreiða. stæði við Lindargölu 46 í Reykjavik. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og il greiðslu alls sakarkostnaðar“" Málavextir eru þessir: Aðfaranótt lsugardagsins 28. desember sl, Klukkan 00:24 voru fjórir lögreglumenn í Reykjavik sendir að Hótel Esju í gestamóttökuna, en þar skýrði Ólafur Jóhannesson starfsmaður hótelsins frá því að Sævar Arnfjörð Hreiðarsson, sem þarna var staddur, hefði verið að reyna að fá tékka að fjárhæð 10.000 krónur skipt og greiða reikning vegna gistingar. Kvaðst Ólafur hafa efast um að Sævar Arnfjörð ætti tékkann og því hefði hann hringt í útgefanda tékkans, Sigfús Sigurðsson, sem hefði sagi að tókkinn hefði slatast skömmu fyrir jól. Tékkinn var til handhafa á reikning nr. 85940, við Landsbanka Íslands, Austurstræti 11, dagsettur 22.12, 1988. Sævar Arnfjörð var nær óviðræðuhæfur á staðnum vegna ölvunar og var Buttur í yfirheyrslu á lögreglustöðina við Hverfisgötu og þar urplýsti hann, eftir að hafa fyrst sagt sögu sem hann síðar kvað uppspuna, að hann hefði fengið tékkann um tveimur (mum áður hjá ákærða Steingrími Njáls- syni sem hefði beðið hann að skipta honum. Væri ákærði nú í veliinga- húsinu Glæsibæ. 745 Lögreglan handtók ákærða í veitingahúsinu. Kannaðist hann við að hafa hitt Sævar Arnfjörð fyrr um kvöldið, en við tékkann vildi hann ekkert kannast. Um þetta leyti kom Jónas Grétar Þorvaldsson, leigubifreiðastjóri, Stóra- gerði 38 í Reykjavík, á lögreglustöðina og kvaðst hafa frétt hjá útgefanda tékkans, að hann hefði fundist. Kvaðst Jónas hafa skilið seðlaveski sitt eftir í bifreiðsinni ólæstri fyrir utan útsölu ÁTVR við Lindargötu hinn 18. desember næst á undan. Kvaðst Jónas Grétar hafa séð skolhærðan mann á vappi við bifreiðina, er hann gekk út úr henni, en maðurinn hafði verið horfinn er hann kom aftur til að ná í veskið sem var einnig horfið. Í veskinu höfðu verið auk tékkans, sem var útfylltur að öðru leyti en því, að dagsetn- ingu vantaði á hann, persónuskilríki og 6000-7000 krónur í reiðufé. Jónas Grétar sá ákærða á lögreglustöðinni og þekkti hann strax sem þann sem hefði verið við bifreiðina hinn 18. desember. Vitnið Sævar Arnfjörð Hreiðarsson, Skúlagötu 54 í Reykjavík, kveðst eins og áður greinir hafa fengið tékkann hjá ákærða um það bil tveimur klukkustundum áður en lögreglan hafði afskipti af því með tékkann á Hótel Esju. Tók vitnið við tékkanum í anddyri húss í næsta nágrenni við hótelið eftir að ákærði hafði skroppið inn í það. Eftir það fóru þeir í Glæsibæ og þegar þeir höfðu dvalið þar í um 30 mínútur bað ákærði vitnið að selja tékkann einhvers staðar. Hélt vitnið þá á Hótel Esju þar sem það skuldaði hótelreikning. Segir vitnið að ákærði hafi sagt að tékkinn væri í lagi, en ekki hafi hann tekið fram hvar hann hafi fengið hann. Vitnið Jónas Grétar Þorvaldsson skýrir frá við meðferð málsins á sama veg og hjá lögreglunni. Var tékkinn trygging frá kunningja vitnisins fyrir skuld. Hefur vitnið séð umræddan tékka sem tekinn var af Sævari Arnfjörð og staðfest að það sé umræddur tékki. Vitnið sá mann fyrir utan bifreiðina við Lindargötuna, og var þar um að ræða mann sem vitnið hafði ekið með nokkrum sinnum. Vitnið ræddi við manninn stutta stund og fór síðan inn í verslunina. Var þetta um miðjan daginn. Var veskið horfið þegar vitnið kom til baka. Vitnið hefur séð ákærða í dóminum við meðferð málsins og er öruggt á því að hann sé umræddur maður. Vitnið Sævar Arnfjörð vísaði rannsóknarlögreglunni á húsið þar sem ákærði fór inn og afhenti vitninu tékkann. Reyndist það nr. 12 við Suður- landsbraut. Á 3. hæð til hægri hittu rannsóknarlögreglumenn Skúla Skúla- son sem þar býr. Upplýsti Skúli að ákærði hefði fengið að dvelja hjá sér að undanförnu og fengið að sofa í herbergi sem hann notaði fyrir geymslu. Vitnið Skúli staðfestir að það hafi verið með íbúð að Suðurlandsbraut 12 í desember sl. og sé enn. Um miðjan desember kom ákærði á fund vitnisins og fékk eftir það að gista hjá því í íbúðinni allar nætur nema eina, 746 meðan hann væri að leita sér að húsnæði og atvinnu. Hafði ákærði aðsetur í herbergi með sturtuklefa og var þar með muni sína. Segir vitnið, að tveir aðrir menn hafi fengið að gista í herberginu á meðan ákærði dvaldi þar, og var aðeins um eina nótt að ræða sem þeir dvöldu þar saman. Vitnið segir að íbúð þess sé venjulega læst, en herbergið, sem ákærði dvaldi í, ólæst. Vitnið man ekki nú hvenær kvölds 27. desember sl. ákærði kom í íbúðina til þess, en hann stóð stutt við. Vitnið man ekki heldur hvort ákærði fór inn Í gestaherbergi sitt í þetta skipti. Vitnið skýrði rannsóknarlögreglu hins vegar svo frá, að líklega hefði ákærði komið eftir klukkan 22 um kvöldið í íbúðina og sagt að hann væri að fara á ball í Glæsibæ. Vitnið man að lögreglan gerði leit í herberginu sem ákærði hafði gist Í, en ekki man vitnið hvenær það var. Það sá lögregluna í þetta skipti taka veski í herbeginu og var það uppi á hillu í herberginu. Vitnið Haraldur Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður, Bergholti 9 í Mosfellssveit, kveðst hafa staðið að húsleit að Suðurlandsbraut 12 ásamt öðrum lögreglumanni vegna máls þessa og í herbergi þar hafi þeir fundið veski Jónasar Grétars á hillu uppi undir lofti. Þurfti að stíga upp á stól til að sjá inn á hilluna. Þá var í herberginu plastpoki með fatnaði og öðrum eigum ákærða. Ákærði hefur frá upphafi staðfastlega neitað því að hafa stolið veski Jónasar Grétars eða að hafa afhent Sævari Arnfjörð tékkann. Hann man ekki til þess að hafa verið fyrir utan áfengisverslunina, þegar veskið hvarf úr bifreið Jónasar Grétars, en vill þó ekki véfengja það. Ákærði kannast ekki við að hafa farið til Skúla Skúlasonar, áður en hann fór með Sævari Arnfjörð inn í Glæsibæ. Hann hefur hins vegar viðurkennt að hafa dvalið hjá Skúla í tvær til þrjár nætur eftir að hann hafi komið að vestan hinn 14. desember. Hann segi það lygi að hann hafi fram til 27. desember sl. dvalist alla daga hjá Skúla nema einn. Ákærði og Sævar Arnfjörð voru samprófaðir um misræmið í framburði þeirra, en samprófun bar ekki árangur. Niðurstöður. Þrátt fyrir neitun ákærða þykir sannað þegar virtur er í heild framburður vitnanna Jónasar Grétars, Sævars Arnfjörð, Skúla og Haralds, að ákærði hafi framið þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærunni. Vitnið Jónas Grétar hefur endurþekkt ákærða sem mann þann sem var við bifreið hans rétt áður en veskið hvarf og að tékkinn hafi verið í veskinu, vitnið Sævar Arnfjörð var með tékkann og kveðst hafa fengið hann hjá ákærða í anddyri hússins Suðurlandsbraut 12, vitnið Skúli kveður ákærða hafa komið heim til sín um það leyti, sem Sævar Arnfjörð kveðst hafa veitt 747 tékkanum viðtöku og vitnið Haraldur hefur staðfest að það hafi fundið veskið í herbergi sem ákærði geymdi muni sína í og notaði. Í ákærunni er 18. desember sagður laugardagur og í framburði sínum talar vitnið Jónas Grétar um þriðjudaginn 18. desember. Í raun bar 18. desember 1985 upp á miðvikudag. Samkvæmt 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála breytir þetta atriði engu um sök ákærða, en háttsemi hans er rétt færð til refsiákvæðis Í ákærunni. Sakaferill ákærða. Samkvæmt sakavottorði ákærða og öðrum upplýsingum hefur hann sætt kærum og refsingum, svo og reynslulausn, sem hér segir: ÍSakavottorðið tilgreinir 23 sakfellingardóma, og eru hinir síðustu þessir: Dómur 21. desember 1984: 8 mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot (refsi- ákvæðið staðfest með dómi Hæstaréttar 6. febrúar 1986), dómur 21. maí 1986: 3 mánaða fangelsi fyrir fjársvik, og dómur $. september 1986: 30 daga fangelsi fyrir brot gegn 209. gr. og 226. gr. almennra hegningarlaga o.fl. Refsing. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af sakaferli hans og 78. gr. almennra hegningarlaga, fangelsi í 4 mánuði. Skaðabætur. Jónas Grétar Þorvaldsson hefur gert kröfu til þess að fá greiddar 7.000 krónur ásamt vöxtum vegna peninganna, sem hafi verið í veskinu. Þar sem ekki er í málinu kært til greiðslu skaðabóta verður ekki tekin afstaða til bótakröfunnar í máli þessu. Sakarkostnaður. Loks ber að dæma ákærða samkvæmt í. mgr. 141. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmann, 10.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Steingrímur Njálsson, sæti fangelsi í 4 mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, 10.000 krónur. 748 Miðvikudaginn 20. maí 1987. Nr. 259/1986. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Kjartani Gunnarssyni Eiríki Ingólfssyni og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) Útvarpslög. Fjarskiptalög. Eignarupptaka. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Guðrún Erlendsdóttir og Magnús Þ Torfason og Björn Þ Guðmundsson prófessor. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 15. september 1986 að ósk ákærðu og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 6. febrúar 1987. Sannað er að ákærðu stóðu að stofnun útvarpsstöðvar og útsend- ingu útvarpsefnis svo sem í ákæru greinir. Varðaði það atferli á þeim tíma við 2. gr. sbr. 24. gr. útvarpslaga nr. 19/1971. Síðan brot ákærðu var framið hafa útvarpslög nr. 68/1985 leyst lög nr. 19/1971 af hólmi. Samkvæmt þeim skal Ríkisútvarpið annast útvarp, en sú breyting er gerð frá fyrri lögum að heimilað er að veita öðrum leyfi til útvarpsrekstrar, 2. gr. laganna. Þá eru refsiákvæði laganna með öðrum hætti en hinna eldri laga. Í 37. gr. laga nr. 68/1985 er refsing lögð sérstaklega við brotum gegn tveimur greinum laganna (33. og 25. gr.), en síðan segir í 3. mgr.: „Um önnur brot á lögum þessum fer eftir ákvæðum almennra hegningarlaga“, og er ákvæði Þetta ekki skýrt nánar. Verður þó að telja að heimildarlaus útvarpsstarfsemi varði nú við 1. mgr. 186. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og ber því samkvæmt 2. gr. almennra hegningarlaga að sakfella ákærðu samkvæmt því ákvæði, þó að því athuguðu að eigi verði dæmd þyngri refsing en orðið hefði eftir ákvæðum laga nr. 19/1971. Í ákæru er atferli ákærðu einnig talið varða við 2. gr. sbr. 24. gr. laga nr. 73/1984 um fjarskipti. Þau lög fjalla um fjarskipti almennt, en útvarpslög nr. 19/1971 og nr. 68/1985 um tiltekna 749 tegund fjarskipta, þ.e. útvarpsrekstur. Tæma því ákvæði útvarpslaga sök að því er varðar atferli ákærðu, þannig að refsiákvæði fjar- skiptalaga verður ekki beitt jafnframt refsiákvæðum útvarpslaga. Eigi verður talið að það sé andstætt 72. gr. stjórnarskrárinnar að takmarka rétt manna til útvarpsrekstrar með þeim hætti sem gert hefur verið í útvarpslögum. Þá verður eigi fallist á að atferli ákærðu sé refsilaust vegna neyðarréttarsjónarmiða. Eigi verður heldur talið að einkaréttur Ríkisútvarpsins til útvarpsrekstrar hafi fallið niður við það að útsendingar lágu að nokkru leyti niðri svo sem lýst er í héraðsdómi. Refsing hvers hinna ákærðu verður ákveðin 25.000,00 króna sekt til ríkissjóðs en vararefsing hverrar sektar 12 daga varðhald. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og um upptöku, en upptökuákvæðið styðst nú við 1. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga. Þá ber að dæma ákærðu til þess að greiða in solidum áfrýjunarkostnað sakarinnar svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærðu, Kjartan Gunnarsson, Eiríkur Ingólfsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, greiði hver um sig 25.000,00 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 12 daga varðhald í stað hverrar sektar ef þær verða ekki greiddar innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og um sakarkostnað eru staðfest. Ákærðu greiði in solidum áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 50.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Steinars Gunnlaugsson- ar hæstaréttarlögmanns, 50.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 3. febrúar 1986. Ár 1986, mánudaginn 3. febrúar, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Sverri Einarssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 66-68/1986: Ákæruvaldið gegn Kjartani Gunnarssyni, Eiríki Ingólfssyni og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, sem tekið var til dóms 15. f.m. 750 Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara, dag- settu 11. janúar f.á., á hendur ákærðu Kjartani Gunnarssyni framkvæmda- stjóra, Ásvallagötu 17, Reykjavík, fæddum 4. október 1951 þar í borg, Eiríki Ingólfssyni nema, Háuhlíð 14, Reykjavík, fæddum 3. júlí 1960 þar í borg og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, Hjallabrekku 13, Kópavogi, fæddum 19. febrúar 1953 í Reykjavík. Í ákærunni segir að málið sé höfðað á hendur ákærðu, „fyrir brot á útvarpslögum og lögum um fjarskipti, með því að hafa, þrátt fyrir fulla vitneskju um einkarétt Ríkisútvarpsins á útvarpi og einkarétt ríkisins á upp- setningu fjarskiptavirkja, sammælst um stofnun og rekstur útvarpsstöðvar í Reykjavík undir nafninu „Frjálst útvarp“ og síðan miðvikudaginn 3. október 1984, hafið útsendingar útvarpsefnis í tali og tónum til viðtöku fyrir almenning og haldið því áfram daglega fram til miðvikudagsins 10. október 1984, að hald var lagt á tækjabúnað útvarpsstöðvarinnar að Austurbrún 2, Reykjavík, og útsendingu var hætt. Framanlýst atferli ákærðu telst varða við 2. gr., sbr. 24. gr. útvarpslaga nr. 9, 1971 og 1. mgr. 2. gr., sbr. 1. gr. 23. gr. laga um fjarskipti nr. 73, 1984. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til að sæta sam- kvæmt 24. gr. útvarpslaga og 1. mgr. 23. gr. laga um fjarskipti upptöku á tækjabúnaði þeim sem hald var lagt á samkvæmt framansögðu, þ.e. þremur segulböndum, einum straumgjafa, einum blandara, einum sendi, einum hljóðnema, einum standbylgjumæli, einni viftu, tveimur framleng- ingarsnúrum, einni sammiðjusnúru, fjórum snúrum og loftneti ásamt 10-15 metrum af sammiðjustreng, og til greiðslu alls sakarkostnaðar“ Málavextir eru þessir: Síðdegis hinn 3. október 1984 bárust radíóeftirliti Landssímans fréttir um að ólögleg útvarpsstöð væri með sendingar í Reykjavík. Fóru tveir starfs- menn radíóeftirlitsins þegar af stað til leitar og miðuðu stöðina út. Reyndist sendingin koma frá húsi Sjálfstæðisflokksins að Háaleitisbraut 1, en aug- lýsingasími útvarpsstöðvarinnar var gefinn upp Í útsendingu hjá auglýs- ingastofu Ólafs Stephensen í greindu húsi. Héldu eftirlitsmennirnir því að húsinu í fylgd tveggja lögreglumanna. Í anddyri hússins var staddur ákærði Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og segir í skýrslu Þóris Garðarssonar hjá radíóeftirlitinu að hann hafi strax reynt að meina þeim aðgang, en að lokum hafi þeir fengið að fara upp á 3. hæð þar sem auglýsingastofan er. Fengu þeir að skoða húsakynni hennar, og fannst þar ekkert sem benti til þess að sendingin ætti sér stað þaðan. Radíðeftirlitsmennirnir gerðu kröfu til lögreglunnar um að fá að fara upp á þak hússins til að kanna loftnet og leiðslur frá þeim. Fór lögreglan fram 7S1 á þetta við ákærða Kjartan, en fékk neitun fyrr en hann hefði ráðfært sig við flokkinn á fundi næsta föstudag. Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn kom á vettvang áður en óskað var eftir því að fá að fara upp á þak hússins. Einnig var kominn í húsið borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson. Hafði hann samband við ráðherra póst- og símamála, en því starfi gegndi á þessum tíma Albert Guðmundsson. Upplýsti borgarstjóri eftir samtal við ráðherrann að þetta væri ekki gert með heimild og vitund hans. Hringdi borgarstjóri í ráð- herrann aftur og gaf Magnúsi Einarssyni samband við hann. Að loknu því samtali tilkynnti Magnús að þar sem yfirmaður póst- og símamála hefði ekki veitt heimild fyrir þessum aðgerðum, þá stöðvaði lögreglan frekari aðgerðir í málinu og færi. Hinn 5. október 1984 ritaði útvarpsstjóri ríkissaksóknara bréf og skýrði frá því, að frá miðvikudegi 3. október hefðu starfað ólöglega í Reykjavík tvær útvarpsstöðvar. Í bréfinu segir, að samkvæmt upplýsingum Póst- og símamálastofnunarinnar sé önnur stöðin starfrækt að Háaleitisbraut 1 í Reykjavík (Frjálst útvarp). Í lok bréfsins segir að Ríkisútvarpið hafi samkvæmt lögum nr. 19, 1971 eitt heimild til útvarpsreksturs hér á landi. Er í bréfinu óskað eftir rannsókn málsins og að stöðvuð verði ólögleg starfsemi stöðvanna sem fyrst. Radíóeftirlitið miðaði út útvarpsstöðina Frjálst útvarp á ný að kvöldi 7. október um klukkan 20 og komu sendingarnar nú frá Espigerði 4, en loftnet var staðsett á lyftuhúsi á þaki hússins. Segir í skýrslu radíóeftirlitsins dags. 8. október um þessa miðun að Frjálst útvarp hafi sent út á mismunandi tíðnum á hverjum degi að undanförnu, en áður hafi sendirinn verið við Háaleitisbraut 1 og síðan við Austurbrún 2. Með bréfi ríkissaksóknara dagsettu 8. október 1984 til rannsóknarlög- reglustjóra er lagt fyrir hann að hefjast handa um opinbera rannsókn málsins. Síðdegis hinn 9. október 1984 mætti Ólafur Stephensen, Hraunhólum 16 í Garðabæ, á skrifstofum rannsóknarlögreglunnar og staðfesti að ákærði Kjartan Gunnarsson hefði hinn 4. október komið að máli við sig og óskað eftir því, að auglýsingastofa hans sæi um auglýsingamóttöku fyrir væntan- lega útvarpsstöð og átti móttaka auglýsinganna að standa fram á næsta mánudag, en þá mundi útvarpsstöðin sjálf sjá um þetta. Tók Ólafur þetta verkefni að sér og gaf ákærða Kjartani upp símanúmer á auglýsingastofu sinni að Háaleitisbraut 1. Var síðan tekið við auglýsingum til klukkan 16 á föstudeginum og vissi Ólafur að þær áttu að birtast í útvarpsstöðinni Frjálst útvarp. Að morgni 10. október 1984 mætti ákærði Kjartan Gunnarsson að eigin ósk hjá Rannsóknarlögreglu ríksins og lýst yfir því að hann væri sem 752 formaður Félags um frjálst útvarp forsvarsmaður fyrir útvarpsstöðinni Frjálst útvarp, sem væri önnur áðurgreindra stöðva sem rannsóknin beindist að. Þá upplýsti ákærði Kjartan að stöðin væri starfrækt að Austurbrún 2, 13. hæð. Ákærði Kjartan sagði að ákvörðun um rekstur útvarpsstöðvarinnar hefði verið tekin eftir hádegi 1. október eftir að ríkisútvarpinu hafði verið lokað. Var þessi ákvörðun tekin á fundi margra manna sem haldinn var á vegum ákærða. Voru allar helstu ákvarðanir teknar á heimili ákærða og ýmsum veitingastöðum. Tækja til útsendinga var aflað hjá mörgum einstaklingum. Lagði ákærði til segulbandstæki og ákærði Eiríkur Ingólfsson, ákærði Hannes Hólm- steinn Gissurarson og Arnar Hákonarson o.fl. stóðu að tæknivinnu. Í upphafi voru tæki stöðvarinnar, sendir, loftnet og afspilunartæki, sett upp í bíl, sem ákærði Kjartan hafði að láni. Næst fóru tækin í leiguhúsnæði á 13. hæð að Austurbrún 2 í Reykjavík. Var húsfélagið leigusalinn. Þá var stöðin flutt að Espigerði 4 í Reykjavík og var staðsett á svölum efstu hæðar- innar. Stöðin var síðan aftur flutt að Austurbrún 2 á þann stað er hún hafði verið áður, að því er ákærði best vissi. Margir störfuðu við útsendingar og allir unnu í sjálfboðastarfi. Var ákærða sagt að styrkur sendisins væri 10 wött. Auglýsingar voru seldar og var það eini tekjustofninn. Gjöld og tekjur voru færðar til bókar. Ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að greiða rétthöfum tónlistarefnis lögboðnar greiðslur en tókst ekki vegna afstöðu forráðamanna Stefs og af sömu ástæðum var þess gætt að flytja ekki innlenda tónlist. Ákærða var kunnugt um 2. gr. útvarpslaga nr. 19, 1971 og skilningur hans á þeirri grein var að hún bryti í bága við stjórnarskrána. Að lokum vildi ákærði taka fram að „Frjálsu útvarpi“ hefði gengið mjög vel að afla frétta bæði hjá stjórnmálamönnum, m.a. forsætisráðherra, for- ráðamönnum aðila yfirstandandi kjaradeilu og öðrum þeim aðilum sem fjölmiðlar leituðu almennt frétta hjá. Þá hefði verið lögð sérstök áhersla á að birta reglulega fréttir um veður og veðurhorfur, opnunartíma lyfja- búða, læknisþjónustu, samkomuhald og hverjar aðrar þær upplýsingar sem forráðamenn stöðvarinnar hefðu talið að almenningi kæmu vel í þeim algera fjölmiðlaskorti sem ríkt hefði síðan verkfall prentara stöðvaði útgáfu dag- blaða mánuði áður og útsendingar hljóðvarps ríkisins og sjónvarps ríkisins hættu fyrirvaralaust um miðjan dag Í. október. Ákærði Eiríkur og Hannes Hólmsteinn staðfestu báðir síðar í yfirheyrsl- um hjá rannsóknarlögreglunni að þeir hefðu verið í fyrirsvari fyrir hópi manna sem staðið hefði að óformlegu félagi um áðurgreindan útvarps- rekstur. 753 Ákærði Kjartan skýrði rannsóknarlögreglunni síðar frá því að hann þver- tæki ekki fyrir það að sendirinn, loftnetið og afspilunartækin, allt eða hluti tækjanna, hefði ekki einhvern tíma á starfstíma stöðvarinnar komið inn í húsið Háaleitisbraut 1, enda þótt hann teldi að þau hefðu ekki verið notuð þar til reglubundinna útsendinga. Ákærði Eiríkur kvað sitt starf við útvarpsreksturinn hafa verið að sam- ræma dagskrána og hefði aðsetur hans verið í heimahúsum, bílum og víðar. Hann kvaðst ekki vita til þess, að útsendingartækin hefðu verið að Háleitis- braut 1. Ákærði Hannes Hólmsteinn sagði að fyrstu útsendingarnar hefðu verið úr bíl sem staðsettur hefði verið í Seláshverfinu og á bílastæðinu við Háa- leitisbraut Í og víðar. Síðdegis 10. október mætti Erla Jónsdóttir deildarstjóri hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins fyrir dóminum og lagði fram kröfu um, að heimiluð yrði húsleit að Austurbrún 2, 13. hæð, og að heimilt yrði að leggja þar hald á tækjabúnað sem ætla mætti að væri notaður til útsendingar útvarps- efnis. Úrskurður um framangreinda húsleit var kveðinn upp klukkan 16:45 þennan dag, og hófst leitin klukkan 17:25. Í áðurgreindum húsakynnum, samkomusal hússins, komu lögreglumenn að manni sem sat þar við borð með tækjabúnað fyrir framan sig. Á gólfinu var einnig tækjabúnaður og frá honum kapall út um glugga og í loftnet sem var staðsett á suðvestur- horni svala á sömu hæð. Virtist búnaður þessi notaður til útvarpssendinga. Útsending var rofin og tækjabúnaður aftengdur af yfirmanni radíóeftir- lits Pósts- og síma, Þóri Garðarssyni sem var í för með lögreglunni og með aðstoð manns þess, er var við útsendinguna. Voru tækin tekin í vörslur rannsóknarlögreglu og gerð skrá yfir þau af áðurgreindum Þóri. Er þar um að ræða búnað þann sem í ákæru málsins er upp talinn. Samkvæmt upplýsingum útvarpsstjóra var reglubundnum útsendingum á dagskrá Ríkisútvarpsins hætt mánudaginn |. október 1984 klukkan 13:04, en þá stóð yfir verkfall opinberra starfsmanna í BSRB. Samt var haldið uppi þeirri öryggisþjónustu er Kjaradeilunefnd ákvað 30. september. Útvarpað var á Rás | veðurfregnum og veðurlýsingum á venjulegum veður- fregnatíma. Í þessum tímum skyldi einnig lesa tilkynningar frá Tilkynninga- skyldu skipa, lögreglu, Vitamálastjóra, Almannavörnum. Slysavarnafélagi Íslands og björgunarsveitum og nauðsynlegar tilkynningar stjórnvalda varðandi öryggis- og heilsugæslu. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins hófust laugardaginn 6. október með kvöldfréttum kl. 19. Eftir það var útvarpað fréttum tvisvar á dag, kl. 12:30 og kl. 19, fram til 30. október. Frá og með mánudeginum 8. október sendi Ríkisútvarpið út tón og getið var um klukkuna á heilum tímum. Frá og 48 754 með 12. október voru lesnar dánarfregnir frá Biskupsstofu að loknum fréttalestri. Útvarp Ríkisútvarpsins með venjubundnum hætti hófst að loknu áður- greindu verkfalli þriðjudaginn 30. október klukkan 23:26. Útsendingar Ríkisútvarpsins 6. október hófust Þegar Kjaradeilunefnd hafði ákveðið, að þær útsendingar skyldu hefjast að fengnum tilmælum útvarpsstjóra og útvarpsráðs Ríkisútvarpsins. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnuveitendasambandi Íslands skall á verkfall Félags bókagerðarmanna 10. september 1984 og stóð það til 22. október 1984. Ákærðu hafa allir viðurkennt við meðferð málsins að hafa, Þrátt fyrir fulla vitneskju um lagaákvæði um einkarétt ríkisútvarpsins á útvarpi og sama rétt ríkisins á uppsetningu fjarskiptavirkja, staðið að því að stofna og reka útvarpsstöð í Reykjavík undir nafninu Frjálst útvarp og síðan hinn 3. október 1984 hafið útsendingar útvarpsefnis í tali og tónum til viðtöku fyrir almenning og haldið því áfram daglega til 10. s.m., að lögreglan lagi hald á tækjabúnað stöðvarinnar. Ákærðu telja sig ekki hafa brotið lög með framangreindu vegna ákvæða stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og vegna neyðarréttarsjónarmiða sem skapast höfðu vegna ólöglegrar vinnustöðvunar starfsmanna Ríkisútvarps- ins. Segist ákærði Hannes hafa leitað til sérfróðra manna um álit á málinu og þeir dregið fram ýmis sjónarmið er styddu það að ekki væri um lögbrot að ræða. Bæri þar fyrst að nefna að einkaréttur ríkisútvarpsins væri niður fallinn vegna stórkostlegra og vítaverðra vanefnda þess, þar sem engir aðrir fjölmiðlar voru starfandi í landinu. Í annan stað telur ákærði Hannes að ákvæði útvarpslaga verði að skýra í ljósi tíðaranda og tækniþróunar. Í þriðja lagi telur hann að það hafi verið borgarleg skylda sín við þessar sér- stöku aðstæður að standa að þeirri upplýsingaöflun sem væri forsenda lýðræðis. Ákærði Hannes kveðst hafa samið fréttir ásamt fleirum fyrir útvarps- stöðina, en hafði ekkert með útsendingar að gera né hinir ákærðu. Niðurstöður. Með eigin játningum ákærðu og öðru því sem fram er komið í málinu er sannað að ákærðu hafi staðið að þeirri háttsemi sem lýst er í ákæru málsins. Ákærðu hafa allir lýst því yfir að þeir telji sig ekki hafa gerst brot- legir með því við lagaákvæði þau, er þar greinir. Samkvæmt lögum nr. 19, 1971 er kveðið á um einkarétt Ríkisútvarpsins á útvarpsrekstri og brýtur háttsemi ákærðu í bága við þann rétt. Í 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33, 1944 er mælt fyrir um prentfrelsi. Verður ekki 155 fallist á það, sem haldið er fram af hálfu ákærðu, að lög þessi brjóti í bága við þetta ákvæði stjórnarskrárinnar og að ekki sé heimilt að hefta tjáningar- frelsi þegnanna með einkarétti ríkisins til útvarpsreksturs. Sú staða, sem upp kom er reglubundnar útsendingar Ríkisútvarpsins hættu vegna þess að starfsmenn þess lögðu niður störf, telst á engan hátt jafngilda afsali á einkarétti ríkisins til útsendinga, enda leituðu forráðamenn Ríkisútvarpsins eftir því við kjaradeilunefnd að tilteknir starfsmenn mættu starfa þrátt fyrir vinnustöðvunina og fengu það samþykkt. Var þá útvarpað veðurspám og veðurlýsingum auk ýmissa tilkynninga vegna öryggis- og heilsugæslu. Hér var fyrst og fremst um ómöguleika ríkisvaldsins á reglu- bundnum útsendingum að ræða sem ekki skapaði sjálfstæðan rétt fyrir ákærðu eða aðra til að standa að útvarpsrekstri, hvorki dagana, sem nær ekkert var útvarpað né heldur eftir að takmarkaðar útvarpssendingar hófust hinn 6. október. Þá hefur því verið haldið fram af hálfu ákærðu, að þeim hafi verið útvarpsreksturinn heimill vegna neyðarréttar. Þessari málsvörn er hafnað, enda liggur ekkert fyrir um það, að neyðarástand hafi skapast í þjóðfélaginu á einn eða annan hátt þótt útvarpssendingar og blaðaútgáfa hætti. Ekki verður heldur séð að neinar skyldur hafi hvílt á ákærðu til útvarpsreksturs þótt neyðarástand kynni að hafa skapast, enda var þá opið tækifæri að nýta Ríkisútvarpið, þar sem starfsmenn þess voru á vakt þrátt fyrir verk- fallið. Enn halda ákærðu því fram að ákvæðið um einkarétt Ríkisútvarpsins hafi í reynd verið orðið óvirkt, þar sem yfirvöld hafi bæði fyrir og eftir útvarps- rekstur ákærðu látið óátalda samskonar starfsemi annarra manna í landinu og fært fram sönnur fyrir því að greiddur hafi verið söluskattur í einu tilviki af slíkri starfsemi allt frá miðju ári 1983. Ekki verður á þetta fallist. Aðgerðaleysi ríkisvaldsins gegn brotum annarra manna leiðir ekki til niður- falls á refsinæmi á háttsemi ákærðu í máli þessu. Hinn 1. janúar sl. tóku gildi ný útvarpslög, nr. 68, 1985. Samkvæmt þeim fellur niður einkaréttur Ríkisútvarpsins og má veita öðrum leyfi til útvarps- reksturs. Hér er verið að veita öðrum en ríkinu tækifæri til útvarpsreksturs, en þó með skilyrðum. Þessi breytta skipan sýnir þó ekki breytta skoðun löggjafans á því að hver sem er geti stofnað til útvarpsreksturs án þess að það varði viðurlögum. Verður að telja að sú háttsemi, sem ákærðu er gefin að sök, varði bæði við eldri og nýrri útvarpslög. Ákærðu þykja með háttsemi sinni hafa gerst brotlegir við 2. gr., sbr. 24. gr. útvarpslaga nr. 19, 1971, sbr. nú 2. mgr. 2. gr., sbr. 3. mgr. 37. gr. útvarpslaga nr. 68, 1985, sbr. 186. gr. og 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og 1. mgr. 2. gr, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga um fjarskipti nr. 73, 1984. 756 Sakaferill ákærðu. Samkvæmt vottorðum frá sakaskrá ríkisins hafa ákærðu ekki sætt áður kæru eða refsingu, svo að kunnugt sé. Ákvörðun refsinga. Refsing ákærðu Kjartans Gunnarssonar, Eiríks Ingólfssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar hvers um sig þykir hæfilega ákveðin 20.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem greiðast skal innan 4 vikna frá birtingu dómsins að telja, en ella sæti þeir hver um sig varðhaldi í 15 daga. Upptökukrafa. Með heimild í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 73, 1984, þykir rétt að dæma ákærðu vegna Félags um frjálst útvarp, svo sem í ákæru er krafist, til upptöku til ríkissjóðs á þrem segulböndum, einum straumgjafa, einum blandara, einum sendi, einum hljóðnema, einum standbylgjumæli, einni viftu, tveim fram- lengingarsnúrum, einni sammiðjusnúru, fjórum snúrum og loftneti ásamt sammiðjustreng sem talinn er 10-15 metrar. Sakarkostnaður. Samkvæmt 2. mgr. 142. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála ber að dæma ákærðu til að greiða allan sakarkostnað óskipt, þar með málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur. Dómsorð: Ákærðu, Kjartan Gunnarsson, Eiríkur Ingólfsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, greiði hver um sig 20.000 króna sekt til ríkis- sjóðs innan 4 vikna frá birtingu dómsins að telja, en sæti ella varðhaldi í 15 daga. Ákærðu sæti vegna Félags um frjálst útvarp upptöku til ríkissjóðs á þrem segulböndum, einum straumgjafa, einum blandara, einum sendi, einum hljóðnema, einum standbylgjumæli, einni viftu, tveimur framlengingarsnúrum, einni sammiðjusnúru, fjórum snúrum og loft- neti ásamt sammiðjustreng, sem talinn er 10-15 metrar. Ákærðu greiði allan sakarkostnað óskipt, þar með talin málsvarnar- laun til skipaðs verjanda síns, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæsta- réttarlögmanns, 35.000 krónur. 757 Miðvikudaginn 20. maí 1987. Nr. 262/1986. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Árna Sigurðssyni Óskari Eggertssyni Úlfari Snæfjörð Á gústssyni Yngva Kjartanssyni Birni Hermanni Hermannssyni Magna Veturliðasyni Jónasi Ágústi Ágústssyni Guðmundi Kristjáni Kristinssyni Jakob Fal Garðarssyni og Bjarna Hákonarsyni (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) Útvarpslög. Fjarskiptalög. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Guðrún Erlendsdóttir og Magnús Þ. Torfason og Björn Þ Guðmundsson prófessor. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 6. maí 1986 að ósk ákærðu og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 6. febrúar 1987. Sannað er að ákærðu stóðu að stofnun útvarpsstöðvar og útsend- ingu útvarpsefnis svo sem í ákæru greinir. Varðaði það atferli á þeim tíma við 2. gr. sbr. 24. gr. útvarpslaga nr. 19/1971. Síðan brot ákærðu var framið hafa útvarpslög nr. 68/1985 leyst lög nr. 19/1971 af hólmi. Samkvæmt þeim skal Ríkisútvarpið annast útvarp, en sú breyting er gerð frá fyrri lögum að heimilað er að veita öðrum leyfi til útvarpsrekstrar, 2. gr. laganna. Þá eru refsiákvæði laganna með öðrum hætti en hinna eldri laga. Í 37. gr. laga nr. 68/1985 er refsing lögð sérstaklega við brotum gegn tveimur greinum laganna (33. og 25. gr.), en síðan segir í 3. mgr.: „Um önnur brot á lögum þessum fer eftir ákvæðum almennra hegningarlaga“, og er ákvæði þetta ekki skýrt nánar. Verður þó að telja að heimildarlaus útvarpsstarfsemi 758 varði nú við |. mgr. 186. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og ber því samkvæmt 2. gr. almennra hegningarlaga að sakfella ákærðu samkvæmt því ákvæði, þó að því athuguðu að eigi verði dæmd þyngri refsing en orðið hefði eftir ákvæðum laga nr. 19/1971. Í ákæru er atferli ákærðu einnig talið varða við 2. gr. sbr. 24. gr. laga nr. 73/1984 um fjarskipti. Þau lög fjalla um fjarskipti almennt, en útvarpslög nr. 19/1971 og nr. 68/1985 um tiltekna tegund fjarskipta, þ.e. útvarpsrekstur. Tæma því ákvæði útvarpslaga sök að því er varðar atferli ákærðu, þannig að refsiákvæði fjar- skiptalaga verður ekki beitt jafnframt refsiákvæðum útvarpslaga. Eigi verður talið að það sé andstætt 72. gr. stjórnarskrárinnar að takmarka rétt manna til útvarpsrekstrar með þeim hætti sem gert hefur verið í útvarpslögum. Þá verður eigi fallist á að atferli ákærðu sé refsilaust vegna neyðarréttarsjónarmiða. Eigi verður heldur talið að einkaréttur Ríkisútvarpsins til útvarpsrekstrar hafi fallið niður við það að útsendingar lágu að nokkru leyti niðri svo sem lýst er í héraðsdómi. Refsing hvers hinna ákærðu verður ákveðin 15.000,00 króna sekt til ríkissjóðs en vararefsing hverrar sektar 8 daga varðhald. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Þá ber að dæma ákærðu til þess að greiða in solidum áfrýjunarkostnað sakar- innar svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærðu, Árni Sigurðsson, Óskar Eggertsson, Úlfar Snæfjörð Ágústsson, Yngvi Kjartansson, Björn Hermann Hermannsson, Magni Veturliðason, Jónas Ágúst Ágústsson, Guðmundur Kristján Kristinsson, Jakob Falur Garðarsson og Bjarni Hákonarson, greiði hver um sig 15.000,00 króna sekt til ríkis- sjóðs, og komi 8 daga varðhald í stað hverrar sektar ef þær verða ekki greiddar innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærðu greiði in solidum áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 50.000,00 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hæstaréttarlögmanns, 50.000,00 krónur. 759 Dómur sakadóms Ísafjarðar 3. desember 1985. Mál þetta, sem þingfest var 30. apríl 1985 og dómtekið 27. nóvember 1985, höfðaði ríkissaksóknari fyrir sakadómi Ísafjarðar, með ákæru 17. apríl 1985 á hendur „1. Árna Sigurðssyni framkvæmdastjóra, Fagraholti 12, Ísafirði, fæddum 18. apríl 1941 á Ísafirði, 2. Óskari Eggertssyni framkvæmdastjóra, Sundstræti 26, Ísafirði, fæddum 24. ágúst 1934, 3. Úlfari Snæfjörð Ágústssyni framkvæmdastjóra, Sunnuholti 2, Ísafirði, fæddum 3. júlí 1940 á Ísafirði, 4. Yngva Kjartanssyni blaðamanni, Stórholti 17, Ísafirði, fæddum 7. apríl 1962 á Akureyri, 5. Birni Hermanni Hermannssyni rafvirkja, Góuholti 2, Ísafirði, fæddum 21. apríl 1945 á Ísafirði, 6. Magna Veturliðasyni rafeindavirkjanema, Engjavegi 13, Ísafirði, fæddum 27. janúar 1962 á Ísafirði. 7. Jónasi Ágústi Ágústssyni sölustjóra, Tangagötu 20, Ísafirði, fæddum 16. júlí 1953 í Reykjavík, 8. Guðmundi Kristjáni Kristinssyni rafeindavirkja, Sundstræti 31, Ísafirði, fæddum 11. nóvember 1960 á Ísafirði, 9. Jakobi Fal Garðarssyni nema, Silfurgötu 1, Ísafirði, fæddum 6. júní 1966 í Reykjavík, og 10. Bjarna Hákonarsyni verslunarstjóra, Hafnarstræti 8, Ísafirði, fæddum 25. ágúst 1963 á Ísafirði, fyrir brot á útvarpslögum og lögum um fjarskipti með því að hafa, þrátt fyrir fulla vitneskju um einkarétt Ríkisútvarpsins á útvarpi og einkarétt ríkissins á uppsetningu fjarskiptavirkja, sammælst um stofnun og rekstur útvarpsstöðvar á Ísafirði undir nafninu Ísafjarðarútvarpið og síðan, föstu- daginn 5. október 1984, hafið útsendingar útvarpsefnis í tali og tónum til viðtöku fyrir almenning og haldið því áfram næsta dag, laugardaginn 6. október 1984, fram til kl. 24:00 að útsendingum var hætt. Framanlýst atferli ákærðu telst varða við 2. gr., sbr. 24. gr. útvarpslaga nr. 19, 1971 og 1. mgr. 2. gr. sbr. 1. mgr. 23. gr. laga um fjarskipti nr. 73, 1984. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar:“ Málsatvik. Dagana 5. og 6. október 1984 var starfrækt útvarpsstöð á Ísafirði undir nafninu Ísafjarðarútvarpið af Vestfirska fréttablaðinu og Pólnum hf., 760 Ísafirði. Hvorn daginn var útvarpað í nokkrar klukkustundir fréttum, tón- list og auglýsingum. Vegna þessara útvarpssendinga var sett á laggirnar útvarpsráð og áttu fimm hinna ákærðu sæti í því. Útvarpsstöðin hafði aðstöðu í húsnæði Pólsins hf., Aðalstræti 11, Ísafirði. Til útvarpssendinganna voru notuð tæki sitt úr hverri áttinni, sem nokkrir hinna ákærðu útbjuggu til útvarpssendinga. Samkvæmt upplýsingum útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins var starfsemi Ríkisútvarpsins í október 1984 með þeim hætti, vegna verkfalls opinberra starfsmanna, sem hér segir: Hætt var reglubundnum útsendingum á dagskrá mánudaginn |. október kl. 13.04. en haldið var uppi þeirri öryggisþjónustu er Kjaradeilunefnd ákvað 30. september. Útvarpað var á Rás | veðurfréttum og veðurlýsingum á venjulegum veðurfréttatímum. Á þessum tímum skyldi einnig lesa tilkynningar frá Tilkynningaskyldu skipa, lögreglu, Vitamála- stjóra, Almannavörnum, Slysavarnafélagi Íslands og björgunarsveitum og nauðsynlegar tilkynningar stjórnvalda varðandi öryggis- og heilsugæslu. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins hófust laugardaginn 6. október með kvöld- fréttum kl. 19.00. Eftir það var útvarpað fréttum tvisvar á dag, kl. 12.30 og kl. 19.00, fram til 30. október. Frá og með mánudeginum 8. október sendi Ríkisútvarpið út tón og getið var um klukkuna á heilum tímum. Frá og með 12. október voru lesnar dánarfregnir frá Biskupsstofu að loknum fréttalestri. Útvarp, með venjubundnum hætti, hófst að loknu verkfalli opinberra starfsmanna þriðjudaginn 30. október kl. 23.26. Útsendingar Ríkisútvarpsins 6. október hófust þegar Kjaradeilunefnd hafði ákveðið að þær útsendingar skyldu hefjast að fengnum tilmælum útvarpsstjóra og útvarpsráðs Ríkisútvarpsins. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnuveitendasambandi Íslands skall á verkfall Félags bókagerðarmanna 10. september 1984 og stóð það til 22. október 1984. Verður nú gerð frekari grein fyrir atvikum máls þessa með því að reifa framburð hvers og eins hinna ákærðu hjá lögreglu og fyrir dómi. Árni Sigurðsson framkvæmdastjóri og eigandi Vestfirska fréttablaðsins, hefur skýrt frá því að hann hafi átt sæti í útvarpsráði Ísafjarðarútvarpsins og hafi hann haft yfirumsjón með útvarpsrekstrinum. Á kærði kvað útvarps- reksturinn hafa verið í húsakynnum Pólsins hf., Ísafirði. Ekki kvaðst ákærði hafa vitað neitt um tækjabúnað þann sem notaður var til útvarpssending- anna, hvorki um tilurð hans né endalok. Ákærði kvað Ísafjarðarútvarpið ekki hafa skilað neinum tekjum því ekki hafi verið tekið gjald fyrir þær auglýsingar, sem lesnar voru í útvarpi. Óskar Eggertsson, framkvæmdastjóri Pólsins hf., hefur skýrt frá því að hann hafi átt sæti í útvarpsráði Ísafjarðarútvarpsins og hafi þáttur hans 761 í útvarpsrekstinum verið fólginn í því að útvega tæknimenn, tæki og hús- næði fyrir útvarpsreksturinn. Ákærði kvað útvarpsstöðina hafa verið í húsnæði Pólsins hf., Aðalstræti 11, Ísafirði. Útvarpað hafi verið frá kl. 12.00 til kl. 22.00, föstudaginn $ október 1984, og að sig minni, frá kl. 12.00 til 24.00, laugardaginn 6. október 1984. Ekki kvaðst ákærði muna á hvaða tíðni var útvarpað en það hafi verið einhversstaðar á FM bylgju. Til útsendinganna hafi verið notaður 0,5 W FM sendir, heimasmíðaður, magnari, mikrófónn, plötuspilari og loftnet. Ekki kvaðst ákærði hafa vitað það svo glöggt hvaðan þessi tækjabúnaður hafi komið né heldur hvað hafi orðið af honum en sumt hafi verið selt úr verslun Pólsins hf. Úlfar Snæfjörð Ágústsson framkvæmdastjóri hefur skýrt frá því að hann hafi átt sæti í útvarpsráði Ísafjarðarútvarpsins. Þáttur hans í starfrækslu útvarpsins hafi verið öflun fréttaefnis og flutningur þess. Ákærði skýrði frá því að útvarpað hafi verið úr húsakynnum Pólsins hf. á Ísafirði, og hafi útsendingar staðið yfir frá kl. 19.00 til kl. 23.00 föstudaginn 5. október 1984 og frá kl. 12.00 til kl. 20.00 laugardaginn 6. október sama ár og hafi fréttum, tónlist og auglýsingum verið útvarpað. Ekki kvaðst ákærði hafa vitað hvort greitt hafi verið fyrir flutning auglýsinganna í útvarpi. Ákærði kvað tækjabúnað útvarpsstöðvarinnar hafa samanstaðið af litlum sendi, tveimur míkrófónum, segulbandi og plötuspilara. Ekki kvaðst ákærði hafa vitað hvað varð af þessum tækjum þegar útsendingum lauk. Yngvi Kjartansson, þáverandi blaðamaður á Vestfirska fréttablaðinu, hefur skýrt frá því að hann hafi átt sæti í útvarpsráði Ísafjarðarútvarpsins. Þáttur hans í starfrækslu útvarpsins hafi verið öflun fréttaefnis og flutn- ingur þess. Ákærði kvað útvarpsstöðina hafa verið í húsnæði Pólsins hf., Ísafirði. Ákærði kvaðst hafa verið ókunnur tæknihlið útvarpssendinganna og ekki hafa vitað hvað varð af tækjabúnaðinum þegar útsendingum lauk. Ákærði kvaðst þó telja sig muna að útvarpað hafi verið á 96 mekariðum á FM bylgju. Björn Hermann Hermannsson rafvirki hefur skýrt frá því að hann hafi átt sæti í útvarpsráði Ísafjarðarútvarpsins og hafi hann haft umsjón með rekstri útvarpsins. Ákærði skýrði frá því að útvarpað hafi verið úr húsa- kynnum Pólsins hf., Ísafirði, og hafi útsendingar staðið yfir frá kl. 20.00 til 22.00 föstudaginn 5. október 1984 og frá kl. 12.00 til kl. 24.00 laugar- daginn 6. október sama ár. Ákærði kvað tækjabúnað útvarpsstöðvarinnar að mestu leyti hafa verið heimasmíðaðan og hafi tæki til hans komið bæði frá Pólnum hf. og einstökum mönnum. Ekki kvaðst ákærði vita hvað varð af tækjabúnaðinum þegar útsendingum lauk. Áðurnefndir fimm menn áttu sæti í útvarpsráði Ísafjarðarútvarpsins. Af 7162 gögnum málsins virðist mega ráða að þessir fimm menn hafi komið saman og ákveðið að hefja útvarpsrekstur föstudaginn 5. október 1984 og síðan ákveðið að hætta honum þegar Ríkisútvarpið hóf að senda út fréttir 6. október 1984, kl. 19.00. Magni Veturliðason rafvirkjanemi hefur skýrt frá því að þáttur hans í rekstri Ísafjarðarútvarpsins hafi verið sá að annast uppsetningu tækja, annast rekstur þeirra meðan á útsendingum stóð og síðan að taka tækja- búnaðinn í sundur þegar útsendingum lauk. Ákærði skýrði frá því að tækja- búnaður Ísafjarðarútvarpsins hafi verið loftnetsmagnari fyrir fjölbýlishús, heimasmíðuð senditæki, mikrafónar (sic), plötuspilari og segulband. Þessi tæki kvað ákærði hafa komið sitt úr hverri áttinni. Ákærði hefur skýrt frá því að hann hafi smíðað sendinn, sem notaður var til útvarpssendinganna. Styrkur sendisins hafi verið 0,5 W og útvarpað hafi verið á 96 megariðum á FM bylgju. Ákærði kvað loftnetið, sem notað var, hafa verið FM móttökuloftnet. Þegar ákærði var yfirheyrður hjá lögreglu í janúar 1985 kvaðst hann ekki muna það nákvæmlega hvaða daga var útvarpað. Jónas Ágúst Ágústsson sölustjóri hefur skýrt frá því að hann hafi verið dagskrárgerðarmaður og þulur við Ísafjarðarútvarpið. Útsendingar þess hafi staðið yfir frá kl. 19.00 til kl. 22.00 föstudaginn 5. október 1984 og frá kl. 12.00 til kl. 24.00 laugardaginn 6. október sama ár og útvarpað hafi verið fréttum, tónlist og auglýsingum. Ekki kvað ákærði gjald hafa verið tekið fyrir flutning auglýsinganna og enginn þeirra sem stóðu að Ísafjarðar- útvarpinu hafi fengið greitt neitt fyrir vinnu sína. Ákærði kvað Pólinn hf. hafa útvegað allan tækjabúnað til útvarps- sendinganna og starfsmenn Pólsins hf. hafi annast uppsetningu tækj- anna. Guðmundur Kristinn Kristinsson rafeindavirki hefur skýrt frá því að þáttur hans í rekstri Ísafjarðarútvarpsins hafi verið fólginn í uppsetningu tækja til útvarpssendinganna, ásamt meðákærða Magna Veturliðasyni, og þátttaka í stjórn útsendinga. Ákærði kvað útvarpssendingar hafa staðið yfir frá kl. 19.00 til kl. 22.00 föstudaginn 5. október 1984, að sig minnti, og frá kl. 11.00 til kl. 22.00 laugardaginn 6. október sama ár, að sig minnti. Ákærði kvað fréttum og tónlist hafa verið útvarpað en ekki kvaðst hann vera viss um það hvort auglýsingum hafi verið útvarpað. Ákærði hefur lýst tækjabúnaði Ísafjarðarútvarpsins nánast á sama veg og ákærði Magni Veturliðason. Þó kvað ákærði hjá lögreglu að styrkur sendisins hafi verið 0,S W en fyrir dómi skýrði ákærði frá því að styrkur sendisins hafi verið 0,1-0,2 W. Jakob Falur Garðarsson nemi hefur skýrt frá því að þáttur sinn í rekstri Ísafjarðarútvarpsins hafi verði sá einn að sjá um 90 mínútna dægurlagaþátt 7163 laugardaginn 6. október 1984. Önnur afskipti kvaðst ákærði ekki hafa haft af útvarpsrekstrinum. Bjarni Hákonarson verslunarstjóri hefur skýrt frá því að þáttur hans í rekstri Ísafjarðarútvarpsins hafi verið sá að leika lög af plötum föstudaginn 5. og laugardaginn 6. október 1984 í alls um 3 klukkustundir. Auk þess kvaðst ákærði lítillega hafa kynnt lög síðari daginn. Niðurstaða. Með gögnum málsins er leitt í ljós að allir hinna ákærðu tóku með einum eða öðrum hætti þátt í starfrækslu útvarpsstöðvar á Ísafirði undir nafninu Ísafjarðarútvarpið, föstudaginn $. október 1984 og laugardaginn 6. október sama ár. Starfrækslu útvarpsstöðvarinnar hættu ákærðu síðan laugar- dagskvöldið 6. október í kjölfar þess að Ríkisútvarpið hóf fréttaútsendingar kl. 19.00. Ekki verður í ljós leitt, svo tvímælalaust sé, hvenær kvöldsins Ísafjarðarútvarpið hætti. Verjandi ákærðu krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Í fyrsta lagi er sýknukrafan studd þeim rökum að einkaréttur Ríkisútvarpsins á útvarpi hafi fallið niður þann tíma sem útsendingar Ríkisútvarpsins lágu niðri. Í öðru lagi er sýknukrafan studd þeim rökum að háttsemi ákærðu sé refsilaus vegna neyðarréttar. Fyrri sýknuástæðan tekur til kröfu um refsingu fyrir brot á 2. gr. sbr. 24. gr. útvarpslaga nr. 19/1971. Síðari sýknuástæðan tekur til kröfu um refsingu fyrir brot á 1. mgr. 2. gr. sbr. Í. mgr. 23. gr. laga um fjarskipti nr. 73/1984. Einnig tekur hún til kröfu um refsingu fyrir brot á útvarps- lögum þyki fyrri sýknuástæðan ekki taka til kröfu um refsingu fyrir brot á þeim lögum. Um fyrri sýknuástæðuna segir m.a. svo í vörn: „Í 2. gr. útvarpslaga nr. 19/1971 er Ríkisútvarpinu veittur einkaréttur á útvarpi. Enginn vafi er á, að þetta lagaákvæði gengur út frá, að útsending á útvarpsefni fari fram á vegum Ríkisútvarpsins. M.ö.o. er einkarétturinn byggður á þeirri augljósu forsendu, að útvarpað sé....... Engin ástæða er til að ætla, að löggjafinn hefði ákveðið einkarétt til útvarps ríkinu til handa, nema aðeins í órjúfanlegum tengslum við þá meginhugsun útvarpslaganna, að útvarpað væri. Einkaréttinum fylgir því skylda til útvarps. Sé henni ekki sinnt fellur einkarétturinn vitaskuld niður a.m.k. meðan svo stendur. Þegar ákærðu sendu út útvarpsefni dagana 5. og 6. október höfðu allar útsendingar íslenska ríkisins á útvarpsefni verið felldar niður. Sýknukrafa þeirra byggist á því, að þar með hafi einkarétturinn skv. |. mgr. 2. gr. laganna verið fallinn niður.“ Og um síðari sýknuástæðuna segir m.a. svo Í vörn: 764 „Þegar ákærðu hófu útsendingar sínar var ríkjandi neyðarástand í landinu á sviði fjölmiðlunar frétta og annars efnis. Engin blöð komu út og ríkisfjölmiðlarnir, hljóðvarp og sjónvarp höfðu stöðvast. Þetta leiddi til slíkrar einangrunar borgaranna í landinu, að það fær engan veginn staðizt í þjóðfélagi nútímans, þar sem fréttaflutningur og opinber umfjöllun um hvers kyns málefni er eitt af megineinkennum.... Við þessar aðstæður, sem upp voru komnar, þegar ákærðu sendu út útvarpsefni dagana 5. og 6. október, verður að telja, að við háttsemi þeirra hafi átt 13. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940“ Með 2. gr. útvarpslaganna nr. 19/1971 fær löggjafarvaldið framkvæmda- valdinu í hendur einkarétt á útvarpi. Af hálfu framkvæmdavaldsins er það menntamálaráðuneytið sem sér um framkvæmd þessarar ákvörðunar lög- gjafarvaldsins með því að fela Ríkisútvarpinu starfrækslu útvarps. Telja verður að í einkarétti ríkisvaldsins á útvarpi felist skylda til útvarps, skylda sem hvílir á handhöfum framkvæmdavaldsins. Hins vegar verður ekki talið að skyldan til útvarps hvíli á starfsmönnum Ríkisútvarpsins með þeim afleiðinum að leggi þeir niður störf falli einkaréttur ríkisvaldsins á útvarpi niður. Vinnustöðvun starfsmanna Ríkisútvarpsins hefur því aðeins í för með sér að ríkisvaldinu er gert ókleift að uppfylla skyldu sína. Með 26. gr. laga nr. 29/1976, um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, er kjaradeilunefnd falið að ákveða hvaða starfsmenn skuli starfa þrátt fyrir verkfall opinberra starfsmanna. Á grundvelli þessa ákvæðis leituðu útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins og útvarpsráð eftir því við kjaradeilu- nefnd að tilteknir starfsmenn Ríkisútvarpsins mættu starfa þrátt fyrir vinnustöðvun. Með því má segja að leitað hafi verið þeirra leiða sem lög leyfa til að halda uppi skyldu ríkisvaldsins til útvarps. Verður því ekki á það fallist að einkaréttur ríkisvaldsins á útvarpi hafi fallið niður við það að starfsmenn Ríkisútvarpsins lögðu niður störf sín. Með hliðsjón af þeirri starfsemi Ríkisútvarpsins, sem haldið var uppi þá daga er Ísafjarðarútvarpið starfaði, verður ekki fallist á að neyðarréttur hafi átt við háttsemi ákærðu. Verður því að telja að með háttsemi sinni, sem að framan er lýst, hafi ákærðu brotið gegn 2. gr. útvarpslaga nr. 19/1971 og 1. mgr. 2. gr. laga um fjarskipti nr. 73/1984 og unnið sér til refsingar samkvæmt 24 gr. útvarpslaga og 1. mgr. 23. gr. laga um fjarskipti. Ákvörðun refsingar. Enginn hinna ákærðu hefur áður sætt refsingum er hér skiptir máli. Við ákvörðun refsingar þykir mega hafa hliðsjón af 9. tl. 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1940 svo og að þáttur ákærðu í brotunum var mismunandi mikill. 765 Refsing hvers hinna ákærðu Árna Sigurðssonar, Óskars Eggertssonar, Úlfars Snæfjörð Ágústssonar, Yngva Kjartanssonar og Björns Hermanns Hermannssonar þykir hæfilega ákveðin sekt kr. 5.000,00 til ríkissjóðs er greiðist innan 4 vikna frá birtingu dómsins að telja ella komi varðhald í 5 daga. Refsing hvers hinna ákærðu Magna Veturliðasonar, Jónasar Ágústs Ágústssonar, Guðmundar Kristjáns Kristinssonar, Jakobs Fals Garðars- sonar og Bjarna Hákonarsonar þykir hæfilega ákveðin sekt kr. 3.000,00 til ríkissjóðs er greiðist innan 4 vikna frá birtingu dómsins að telja ella komi til varðhald í 3 daga. Ákærðu greiði in solidum sakarkostnað þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., kr. 43.000,00. Dóm þennan kvað upp Ólafur K. Ólafsson, aðalfulltrúi bæjarfógetans á Ísafirði. Dómsorð: Ákærðu Árni Sigurðsson, Óskar Eggertsson, Úlfar Snæfjörð Ágústsson, Yngvi Kjartansson og Björn Hermann Hermannson greiði hver um sig sekt kr. 5.000,00 til ríkissjóðs innan 4 vikna frá birtingu dómsins að telja ella komi til varðhald í $ daga. Ákærðu Magni Veturliðason, Jónas Ágúst Ágústsson, Guðmundur Kristján Kristinsson, Jakob Falur Garðarsson og Bjarni Hákonarson greiði hver um sig sekt kr. 3.000,00 til ríkissjóðs innan 4 vikna frá birtingu dómsins að telja ella komi til varðhald í 3 daga. Ákærðu greiði in solidum sakarkostnað þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., kr. 43.000,00. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 766 Miðvikudaginn 20.maí 1987. Nr. 171/1986. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Ellert B. Schram Jónasi Kristjánssyni Herði Einarssyni og Sveini R. Eyjólfssyni (Þórður S. Gunnarsson hrl.) Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Guðrún Erlendsdóttir og Magnús Þ. Torfason og Björn Þ. Guðmundsson prófessor. Héraðsdómi var skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 6. maí 1986 að ósk ákærðu og jafnframt af hálfu ákæruvalds til þyngingar. Ágrip dómsgerða barst Hæstarétti 13. febrúar 1987. Meðferð máls þessa í héraði var með þeim hætti að við þingfest- ingu málsins 25. júní 1985 komu ákærðu Hörður Einarsson og Jónas Kristjánsson fyrir dóm, í þinghaldi næsta dag ákærði Sveinn Reynir Eyjólfsson og í þinghaldi 26. ágúst ákærði Ellert B. Schram. Báru ákærðu fram ósk um verjanda, en skoruðust allir undan því að tjá sig um sakarefnið fyrr en verjandi hefði verið skipaður. Eftir þetta komu ákærðu aldrei fyrir dóm, en bókað er eftir verjanda þeirra í þinghaldi 22. janúar 1987 að þeir hafi „fallið frá ósk sinni um að tjá sig frekar um sakagiftir:“ Þrátt fyrir það voru engin sönnunar- gögn færð fram í málinu, að öðru leyti en því að yfirmaður radíó- eftirlits Póst- og símamálastofnunar kom fyrir dóm og bar vitni. Þar sem ákærðu höfðu eigi komið fyrir dóm og lýst yfir því að þeir gengjust við háttsemi þeirri sem þeim var gefin að sök, voru eigi skilyrði til þess samkvæmt 122. gr. laga nr. 74/1974 sbr. 24. gr. laga nr. 107/1976 að dæma málið án þess að færa fram önnur sönnunar- gögn. Verður því eigi hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagn- ingar. 767 Eftir þessum úrslitum verður að leggja áfrýjunarkostnað á ríkis- sjóð, svo sem nánar greinir Í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Áfrýjunarkostnaður sakarinar greiðist úr ríkissjóði, þar á meðal málsvarnarlaun verjanda ákærðu, Þórðar Gunnarssonar hæstaréttarlögmanns, 50.000,00 krónur. Dómur sakadóms Reykjavíkur 4. mars 1986. Ár 1986, þriðjudaginn 4. mars, er á dómþingi sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgartúni 7 af Jóni A. Ólafssyni sakadómara, kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu nr. 139-142/1986: Ákæruvaldið gegn Ellert Björgvinssyni Schram, Jónasi Kristjánssyni, Herði Einarssyni og Sveini Reyni Eyjólfssyni, sem tekið var til dóms 10. f.m. Málið var höfðað með ákæru, dagsettri 11. janúar f.á. „á hendur Ellert Björgvinssyni Schram ritstjóra, Boðagranda 3, Reykjavík, fæddum 10. október 1939 í Reykjavík, Jónasi Kristjánssyni ritstjóra, Fornuströnd 2, Seltjarnarnesi, fæddum 5. febrúar 1940 í Reykjavík, Herði Einarssyni framkvæmdastjóra, Seljugerði 9, Reykjavík, fæddum 23. mars 1938 í Reykjavík, og Sveini Reyni Eyjólfssyni framkvæmdastjóra, Kvisthaga 12, Reykjavík, fæddum 4. maí 1938 í Reykjavík, fyrir brot á útvarpslögum og lögum um fjarskipti með því að hafa, þrátt fyrir fulla vitneskju um einkarétt Ríkisútvarpsins á útvarpi og einkarétt ríkisins á uppsetningu fjarskipta- virkja, sammælst um stofnun og rekstur útvarpsstöðvar í Reykjavík undir nafninu „Fréttaútvarpið“ og síðan miðvikudaginn 3. október 1984, hafið útsendingar útvarpsefnis í tali og tónum til viðtöku fyrir almenning og haldið því áfram daglega fram til miðvikudagsins 10. október 1984, að hald var lagt á tækjabúnað útvarpsstöðvarinnar að Síðumúla 12-14, Reykjavík, og útsendingum var hætt. Framanlýst atferli ákærðu telst varða við 2. gr., sbr. 24. gr. útvarpslaga nr. 19, 1971 og 1. mgr. 2. gr, sbr. Í. mgr. 23. gr. laga um fjarskipti nr. 73, 1984. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til að sæta upptöku samkvæmt 24. gr. útvarpslaga og Í. mgr. 23. laga um fjarskipti upptöku á tækjabúnaði þeim, sem hald var lagt á samkvæmt framansögðu, þ.e. einum stýrisenda, einum RF magnara, tveimur segulböndum, einum 168 blandara, tveimur sammiðjusnúrum, einum spenni, einu tengiboxi og loft- neti ásamt 15-20 metra sammiðjustreng, og til greiðslu alls sakarkostnaðar“ Háttsemi ákærðu varðar því við 1. mgr. 2. gr. útvarpslaga nr. 19, 1971 og 1. mgr. 2. gr. laga um fjarskipti nr. 73, 1984. Ákærðu hafa því unnið til refsingar samkvæmt 24. gr. útvarpslaga og 1. mgr. 23. gr. fjarskiptalaga. Telst hún hæfilega ákveðin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 sekt að fjárhæð 25.000 krónur, fyrir hvern ákærðu um sig, til ríkissjóðs. Greiðslufrestur sektar er 4 vikur og vararefsing 20 daga varð- hald. Samkvæmt 24. gr. laga nr. 19, 1971 og 1. mgr. 23. gr. laga nr. 73, 1974 skulu ákærðu sæta upptöku á tækjabúnaði þeim sem notaður var við útvarpsreksturinn, þ.e. einum stýrisenda, einum RF magnara, tveimur segulböndum, einum blandara, tveimur sammiðjusnúrum, einum spenni, einu tengiboxi og loftneti ásamt 15-20 metra sammiðjustreng. Loks greiði ákærðu sakarkostnaðinn in solidum, m.a. málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Þórðar S. Gunnarssonar, hæstaréttarlögmanns, að fjár- hæð 60.000 krónur. Dómsorð: Ákærðu, Ellert Björgvinsson Schram, Jónas Kristjánsson, Hörður Einarsson og Sveinn Reynir Eyjólfsson, greiði hver um sig, 25.000 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna, ella sæti þeir, hver um sig, varðhaldi í 20 daga. Ákærðu sæti upptöku á tækjabúnaði, sem þeir notuðu við rekstur „Fréttaútvarpsins“, þ.e. einum stýrisenda, einum RF magnara, tveimur segulböndum, einum blandara, tveimur sammiðjusnúrum, einum spenni, einu tengiboxi og loftneti ásamt 15-20 metra sammiðjustreng. Ákærðu greiði sakarkostnaðinn in solidum m.a. málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Þórðar S. Gunnarssonar, hæstaréttarlögmanns, að fjárhæð 60.000 krónur.