Hæstaréttardómar. Útgefandi: Hæstiréttur. LXIII. árgangur. 3. hefti. 1993 Þriðjudaginn 6. júlí 1993. Nr. 429/1992. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. gegn Björgvin Richter og gagnsök. Læknaráð. Úrskurður Hæstaréttar. Dómarar í máli þessu eru Þór Vilhjálmsson, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunar- stefnu 3. desember 1992, en af hálfu gagnáfrýjanda var gagnáfrýjað 14. sama mánaðar. Aðaláfrýjandi krefst þess, að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda og dæmdur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi krefst þess aðallega, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til þess að greiða sér skaðabætur, að fjárhæð 4.555.592 krónur, með vöxtum frá 24. febrúar 1991 til greiðsludags. Til vara krefst hann lægri fjárhæðar ásamt vöxtum. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi varð fyrir slysi 24. febrúar 1991, er bifreið var ekið aftan á bifreið hans. Atli Þór Ólason, dr. med., sérfræðingur Í bæklunarskurðlækningum, mat örorku gagnáfrýjanda 31. janúar 1992, og segir meðal annars svo í mati læknisins: „„...Við áreksturinn hlaut hann talsverðan hnykk á háls og efri hluta brjóstbaks og hefur síðan haft óþægindi, sem jukust í maí og júní, er hann fór að vinna aftur erfiðisvinnu eftir skólanám. Ekki hefur komið fram neitt, er bendir til áverka á bein- eða taugavef. 93 1474 Hins vegar er gert ráð fyrir, að hann hafi hlotið tognun á mjúka vefi í hálsi og efri hluta brjóstbaks. Hugsanlegt er, að þessi óþæg- indi verði viðvarandi og muni áfram skerða starfsgetu hans. ... Slasaði kvartar í dag um óþægindi neðst í hálsi svo og í brjósthrygg. Líklegt er, að þessi óþægindi verði viðvarandi og muni draga úr starfsgetu hans. Varanleg örorka vegna háls og baksins er í heild metin 10%.“* Við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. september 1992 lét héraðsdómari, Allan Vagn Magnússon, bóka eftirfarandi: „„Dómari kynnti lögmönnum, að hann hygðist fá sérfróða með- dómsmenn til starfa. Talsmaður stefnda kveðst í ljósi þessa ekki telja þörf á að leggja málið fyrir læknaráð að svo stöddu.“ Til meðdómendastarfa voru kvaddir dr. Ásgeir B. Ellertsson læknir og Þór Guðmundsson viðskiptafræðingur. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 23. nóvember 1992. Með bréfi til Hæstaréttar 29. apríl 1993 fór aðaláfrýjandi, stefndi í héraði, þess á leit við réttinn, að málið yrði lagt fyrir læknaráð og umsagnar óskað um tiltekin atriði. Í greinargerð gagnáfrýjanda 7. maí 1993 var þessari beiðni mótmælt. Þau andmæli voru áréttuð við fyrirtöku málsins í Hæstarétti 2. júní 1993, og var ágreiningur málsaðila um þetta þá tekinn til úrskurðar. Áður en dómur verður lagður á mál þetta þykir rétt með vísun til 1. og 2. mgr. 2. gr. og 4. mgr. 6. gr. laga nr. 14/1942 um lækna- ráð að æskja þess, að læknaráð láti uppi rökstutt álit á eftirfarandi: 1. Telur læknaráð, að tímabært hafi verið að meta örorku gagn- áfrýjanda 31. janúar 1992 vegna þess slyss, er hann varð fyrir 24. febrúar 1991? 2. Ef svo er, fellst læknaráð þá á örorkumat Atla Þórs Ólasonar, dr. med.? 3. Ef ekki, hverja telur læknaráð þá tímabundna og varanlega örorku gagnáfrýjanda vegna slyssins? Ályktarorð: Læknaráð láti í té umsögn samkvæmt framangreindu. 1475 Föstudaginn 30. júlí 1993. Nr. 293/1993. Ákæruvaldið gegn Erni Ómarssyni. Kærumál. Niðurfelling ákærufrestunar. Sératk væði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Ríkissaksóknari skaut hinum kærða úrskurði til Hæstaréttar með kæru 19. júlí 1993 samkvæmt heimild í Í. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Krefst hann þess, að úrskurðurinn verði felldur úr gildi og héraðsdómara verði gert skylt að gefa út fyrirkall á hendur ákærða á grundvelli ákæru frá 14. júlí 1993 samkvæmt 1. mgr. 120. gr. laganna. Af hálfu ákærða hafa engar kröfur verið gerðar fyrir Hæstarétti. I. Í hinum kærða úrskurði er greint frá ákvörðun ríkissaksóknara 17. mars 1993 um skilorðsbundna frestun ákæru vegna brots ákærða á tilteknum ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur játað brot fyrir rannsóknarlögreglu. Var ákærða birt þessi ákvörðun 6. apríl 1993. Hinn 14. júlí 1993 var ákvörðunin hins vegar úr gildi felld og innfærsla hennar afmáð úr sakaskrá. Sama dag var ákæra gefin út. Í úrskurði héraðsdómara er greint frá rökstuðningi ríkissaksóknara fyrir þessari máls- meðferð. Í bréfi lögmanns ákærða til ríkissaksóknara 14. júlí sl. er vísað til sömu atriða, þ. e. fjölmiðlaumræðu, þar sem mjög hafi verið hallað réttu máli um verknað ákærða. Segir þar, að því fari fjarri, að ákærði hafi drýgt þá glæpi, sem að er látið liggja í umræddum blaðaskrifum, og telji hann sér ekki annað fært en óska þess, að ákært verði í málinu, svo að það fái réttláta umfjöllun dómstóla og hann geti hreinsað sig af rakalausum rógi. Af hálfu ríkissaksóknara er ekki á því byggt, að ákærufrestunin hafi verið röng að lögum eða fjarstæð. Ríkissaksóknari hefur lagt fyrir Hæstarétt skýrslu, sem Þórir 1476 Oddsson vararannsóknarlögreglustjóri tók af ákærða 29. Júlí að frumkvæði réttarins. Lýsti ákærði því yfir, að bréf lögmanns síns, sem fyrr er nefnt, hefði verið ritað að sinni ósk og hefði að geyma vilja sinn. Ítrekaði ákærði síðan, að fjölmiðlaumræða hefði leitt til þess, að hann hefði óskað þess, að máli sínu yrði vikið til dóms- meðferðar. Engin ný gögn eða upplýsingar um verknað þann, sem ákært er fyrir, hafa komið fram, eftir að ákvörðun var tekin um frestun ákæru 17. mars sl. II. Í máli þessu þarf að skera úr því, hvort ríkissaksóknara hafi verið heimilt að breyta þeirri ákvörðun, sem hann sjálfur tók 17. mars sl., um að fresta ákæru skilorðsbundið. Í 56. gr. almennra hegn- ingarlaga er ekki að finna heimild til slíkrar breytingar, en þar er ekki heldur ákvæði, sem leggur bann við henni. Þar segir þó í 4. mgr.: „Mál aðilja má taka upp af nýju, ef réttarrannsókn hefst, áður en skilorðstíma lýkur, út af nýju broti, sem hann hefur framið á skilorðstímanum eða áður en máli var frestað, svo og ef hann rýfur ella í veigamiklum atriðum skilyrði þau, sem honum voru sett.““ Það er álitaefni, hvort hér sé um að ræða tæmandi talningu atriða, sem leitt geta til endurupptöku máls, svo að af þeim sökum sé heimilt að gagnálykta frá ákvæðinu og telja, að hin umdeilda ákvörðun ríkissaksóknara í þessu dómsmáli hafi eigi verið heimil. Til glöggvunar um þetta atriði er rétt að líta til 26. gr., 113. gr., 117. gr. og 118. gr. laga nr. 19/1991. Í 1. mgr. 26. gr. segir meðal annars, að dómsmálaráðherra hafi eftirlit með framkvæmd ákæru- valds. Þá segir í 2. mgr. þessarar lagagreinar: „Nú telur dómsmála- ráðherra, að niðurfelling máls af hálfu ríkissaksóknara sé lögum andstæð eða fjarstæð að öðru leyti, og getur hann þá lagt til við forseta Íslands, að ákvörðun ríkissaksóknara skuli felld úr gildi. Í því tilviki setur dómsmálaráðherra sérstakan saksóknara til að fara með málið.“ Í 1. og 2. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 segir, hvenær falla má frá saksókn. Í 3. mgr. segir síðan: „Ef ríkissaksóknari telur ástæðu til að falla frá saksókn, en telur vafa leika á heimild sinni til þess, getur hann óskað eftir, að dómsmálaráðherra geri tillögu til forseta Íslands um niðurfall saksóknar samkvæmt ákvæðum 29. gr. stjórnarskrár.“ 1477 Í 117. gr. laganna kemur fram sú regla, að dómari sé ekki alltaf bundinn við ákæru, en að jafnaði skuli ákæranda, ákærða eða verj- anda gefið tækifæri til að tjá sig um það, sem í því sambandi skiptir máli. Ástæða er einnig til að minna á 118. gr. laga nr. 19/1991, þar sem segir: „1. Ákærandi getur breytt eða aukið við ákæru með útgáfu framhaldsákæru til að leiðrétta augljósar villur eða ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til. ... 2. Ákærandi getur fram til þess, er dómur gengur, afturkallað ákæru, sem hann hefur gefið út.“ Ill. Af þeim lagaákvæðum, sem nú hafa verið rakin, verður ekki ráðið til fullnustu, hvenær breyta megi ákvörðun um frestun ákæru. Í 4. mgr. 56. gr. almennra hegningarlaga koma fram meginskilyrði þess, að horfið verði frá ákærufrestun. Þótt svigrúm ríkissak- sóknara takmarkist efnislega af þessum ákvæðum, eru þau þó ekki tæmandi, þar sem augljóst er, að ógildingarástæður, til dæmis vanhæfi saksóknara, geta leitt til breytinga. Það, sem segir um niðurfellingu saksóknar í 113. gr. laga nr. 19/1991, verður ekki skilið svo, að það sé tæmandi um, hvenær breyta megi ákvörðun um niðurfellinguna. Af 117. gr. og 118. gr. verður ráðið, að ákæra bindur ekki að öllu leyti, en máli skiptir, að ákærði hafi færi á að koma að sjónarmiðum sínum, áður en dómari víkur frá ákæru. Þegar þetta er haft í huga, er rétt að hafa hliðsjón af almennum reglum stjórnarfarsréttar um breytingu stjórnvaldsákvarðana, þegar leyst er úr því máli, sem hér liggur fyrir. Er þess þá fyrst að gæta, að sérstakar ástæður þurfa að vera fyrir hendi, svo að ákærufrestun frá 17. mars sl. verði felld úr gildi. Skiptir að þessu athuguðu mestu, að fyrir liggur ósk ákærða um, að málið gangi til dóms. Ræður þá ekki úrslitum, hver er í þessu máli ástæða til þess, að sú ósk kom fram, eða hver eru að öðru leyti rök ríkissaksóknara fyrir því að gefa út ákæru og breyta fyrri ákvörðun um ákærufrestun. Hags- munir ákærða eru því þannig ekki til fyrirstöðu, að ákært sé. Ekki verður heldur séð, að almannahagsmunir standi því í vegi. Af framansögðu leiðir, að ríkissaksóknara var heimilt að breyta ákvörðun sinni um frestun ákæru og að gefa út ákæru, eins og gert var 14. júlí sl., enda er þá í máli þessu fylgt meginreglu 24. gr. almennra hegningarlaga og 111. gr. laga nr. 19/1991. Verður hinn 1478 kærði úrskurður af þeim sökum felldur úr gildi, og ber héraðs- dómara að gefa út fyrirkall í málinu samkvæmt 120. gr. laga nr. 19/1991. Kærumálskostnaðar er ekki krafist. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur, og ber héraðs- dómara að gefa út fyrirkall í málinu. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Guðrúnar Erlendsdóttur og Haralds Henryssonar. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði, byggir ríkissak- sóknari ákvörðun sína um niðurfellingu ákærufrestunar gagnvart ákærða eingöngu á því, að mál þetta hafi verið afflutt í fjölmiðla- umræðu, og séu það sameiginlegir hagsmunir ákæruvalds og ákærða, að málið komi til dóms. Svo sem fram kemur í atkvæði meiri hluta dómara, hafa engin ný gögn eða upplýsingar komið fram í málinu, eftir að ákærufrestun var ákveðin. Í 4. mgr. 56. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er einungis gert ráð fyrir því, að mál, sem sætt hefur skilorðsbundinni ákæru- frestun, verði tekið upp að nýju, ef aðili fremur nýtt brot á skil- orðstímanum eða rýfur skilyrði þau, er honum hafa verið sett, svo sem nánar er þar greint. Telja verður, að lagaheimild að öðru leyti skorti til, að ríkissaksóknari geti fellt ákærufrestunina gagnvart ákærða úr gildi á þeim forsendum, sem hann byggir á í málinu. Teljum við því, að staðfesta beri hinn kærða úrskurð. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. júlí 1993. Ár 1993, mánudaginn 19. júlí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Júlíusi B. Georgssyni, settum héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi. Ríkissaksóknari hefur með bréfi, dagsettu 14. þ. m., farið þess á leit við dómarann, að kveðinn verði upp úrskurður um synjun hans á útgáfu fyrir- kalls í máli ákæruvaldsins gegn Erni Ómarssyni. Með ákæru, dagsettri 14. þ. m., höfðaði ríkissaksóknari opinbert mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Erni Ómarssyni, kt. 221167-5899, Hátúni 12, Reykjavík, „fyrir kynferðisbrot 1...1. 1479 Í bréfi ríkissaksóknara, sem fylgdi ákærunni, kemur fram, að 17. mars sl. hafi verið ákveðið að fresta ákæru á hendur ákærða skilorðsbundið þrjú ár samkvæmt heimild í 56. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 22/1955 og lög nr. 17/1962. Hafi ákærða verið birt sú ákvörðun 6. apríl sl., en með útgáfu ákæru sé ákærufrestunin úr gildi felld og skrán- ing hennar afmáð úr sakaskrá. Dómari sá, sem kveður upp úrskurð þennan, synjaði sama dag um útgáfu fyrirkalls í málinu. Vísaði hann til þess, að hvorki yrði séð af málsgögnum, að ákærði hefði rofið þau skilyrði, sem honum voru sett með ákærufrestun- inni, né að réttarrannsókn hefði hafist út af nýju broti hans, sbr. 4. mgr. 56. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til 3. mgr. 119. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála yrði því að telja, að þeir ágallar væru á málatilbúnaði, að vísa bæri málinu frá dómi. Með bréfi, dagsettu sama dag, krafðist ríkissaksóknari með vísan til 119. gr. ii. f. laga nr. 19/1991 úrskurðar um synjun á útgáfu fyrirkalls. Í bréfinu voru raktar ástæður þess, að framangreind ákærufrestun hefði verið felld úr gildi og ákæra gefin út. Var þar tilgreint, að af hálfu aðila, sem tengjast málinu, hefði verið höfð uppi hörð gagnrýni við þá afgreiðslu, sem leitt hefði til blaðaskrifa og umræðu í þjóðfélaginu. Í þeirri umfjöllun hefðu málsatvik verið afflutt og í verulegum atriðum ekki verið í samræmi við það, sem fyrir lægi í skjölum málsins. Eftir að svo væri komið, ætti hvorki ákæruvald né sakborningur þess kost að koma fram á vettvangi opinberrar umræðu viðhlítandi leiðrétting- um á málsatvikum og staðreyndum málsins. Hefði því orðið að ráði að vísa málinu til dómsmeðferðar. Sé málið höfðað af hálfu ákæruvalds með venjulegum hætti, en hagsmunir sakbornings standi einnig til þess, að málið hljóti meðferð og dómur gangi um ætlaðar sakir ákærða. Svo sem áður er að vikið, ákvað ríkissaksóknari 17. mars sl. að fresta ákæru vegna máls ákærða í þrjú ár frá þeim degi að telja og sú ákvörðun birt ákærða 6. apríl sl. Byggðist ákærufrestunin á heimild í 56. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 3. gr. laga nr. 22/1955 og 2. gr. laga nr. 17/1962. Var það skilyrði sett, að ákærði yrði á skilorðstímanum háður eftirliti og umsjón af hálfu tilsjónarmanns félagsmáladeildar Fangelsismála- stofnunar. Það er álit dómsins, að réttaráhrif ákvarðana samkvæmt $6. gr. al- mennra hegningarlaga séu þau, að til útgáfu ákæru komi ekki, nema sá, sem í hlut á, standist ekki þau skilyrði, sem honum voru sett. Fær þetta stoð í 4. mgr. 56. gr. laganna, sbr. lög nr. 22/1955, en þar kemur fram, að mál aðila megi taka upp að nýju, ef réttarrannsókn hefst, áður en skil- orðstíma lýkur, út af nýju broti, sem hann hefur framið á skilorðstíma eða áður en máli var frestað, svo og ef hann rýfur ella í veigamiklum atrið- 1480 um skilyrði þau, sem honum voru sett. Ekkert liggur fyrir um, að svo sé ástatt um ákærða. Tilvitnuð lagagrein setur þannig skilyrði fyrir upptöku máls að nýju, sem eru tæmandi talin. Um forsendur þær, sem lögin áskilja, til þess að unnt sé að breyta fyrri ákvörðun og í framhaldi af því að gefa út ákæru, er því ekki að ræða. Brestur ákæruvald því heimild til útgáfu ákæru í máli þessu. Með vísan til þess þykja því vera þeir ágallar á mála- tilbúnaði ákæruvalds, sbr. 3. mgr. 119. gr. laga nr. 19/1991, að vísa beri málinu frá dómi. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. 1481 Föstudaginn 6. ágúst 1993. Nr. 311/1993. Sýslumaðurinn á Akureyri gegn Anneyju Ölfu Jóhannsdóttur. Kærumál. Opinber rannsókn. Fingraför og ljósmyndir. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Haraldur Henrysson. Varnaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 28. júlí 1993, en hinn kærði úrskurður var birtur henni 27. sama mánaðar. Kæra úrskurðarins er heimil samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og sér dæmdur hæfilegur kærumálskostnaður. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Varnaraðili sætir opinberri rannsókn vegna grunar um brot, sem kynni að varða varðhaldi eða fangelsi, eins og greinir í úrskurði héraðsdómara. Taka má myndir og fingraför í þágu opinberrar rannsóknar, sbr. 1. mgr. 92. gr. i.f. laga nr. 19/1991 og $. gr. laga nr. 108/1976 um Rannsóknarlögreglu ríkisins, sbr. nánar reglugerð nr. 152/1979 um töku, meðferð og geymslu fingrafara og ljósmynda hjá lögreglu. Lagaheimild er því fyrir töku fingrafara og ljósmynda af varnaraðila, og samkvæmt gögnum málsins er nægjanlegt tilefni til þess. Hinn kærði úrskurður er því staðfestur. Kærumálskostnaður er ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 20. júlí 1993. Með bréfi sýslumannsins á Akureyri, dagsettu í dag, 20. júlí 1993, er þess óskað, að rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri verði heimilað að taka fingraför af og ljósmynda Anneyju Ölfu Jóhannsdóttur, kt. 290149- 4449, Sólvöllum 19, Akureyri, með vísan til 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991 og 1. og 3. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 152/1979. 1482 Samkvæmt lögregluskýrslu er Anney Alfa grunuð um íkveikju á bænum Grýtu, Eyjafjarðarsveit, 19. júní síðastliðinn. Telur rannsóknarlögregla nauðsynlegt vegna rannsóknar málsins að afla framangreindra gagna, en Anney Alfa hefur neitað ósk rannsóknara um það. Eftir framansögðu er Anney Alfa grunuð um brot, sem varðað getur varðhaldi eða fangelsi, og er því skilyrðum framangreindra reglugerðar- ákvæða fullnægt, til að lögreglunni verði heimilað að afla framangreindra gagna. Erlingur Sigtryggsson fulltrúi kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri er heimilt að taka fingra- för af og ljósmynda Anneyju Ölfu Jóhannsdóttur, kt. 290149-4449, Sólvöllum 19, Akureyri. 1483 Þriðjudaginn 17. ágúst 1993. Nr. 333/1993. Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Guðbjarti Rögnvaldssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. Ómerking og aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnar M. Guðmunds- son og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar. Undirritaði hann yfirlýsingu þess efnis 11. ágúst 1993, og var hún send Héraðsdómi Reykjavíkur næsta dag. Hæstarétti barst kæran 13. ágúst sl. Af hálfu varnaraðila er þess aðallega krafist, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Varakrafa hans er sú, að gæsluvarðhaldstímanum verði markaður skemmri tími og gæslu- varðhaldið verði með sama hætti og vistun afplánunarfanga. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Rannsóknarlögregla ríkisins, sem fer með sóknaraðild máls þessa samkvæmt 141. gr. laga nr. 19/1991, krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Krafa sóknaraðila um gæsluvarðhald varnaraðila er byggð á a- og c-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Krafa á grundvelli a-liðar er á því reist, að ólokið sé rannsókn á sex innbrotum í Reykjavík á tímabilinu frá 3. til 9. ágúst sl., er varnaraðili hafi viðurkennt aðild að. Hér er um að ræða innbrot í bifreiðina JP-651 við Óðinstorg, Hárgreiðslustofuna Salon á Paris við Skúlagötu 40, Hljóðfæraverslun Paul Bernburg hf. við Rauðarárstíg 16, Hár- greiðslustofuna Figaró við Borgartún 33, Söluturninn Laugarásvegi 2 og Sundanesti við Kleppsveg 35. Samkvæmt gögnum málsins er enn ekki upplýst, hvar hluta þýfis úr þessum innbrotum er að finna. Í málinu nýtur eigi haldgóðra upplýsinga um verðmæti þýfis, en af hálfu eins tjónþola, Hljóðfæraverslunar Paul Bernburg hf., er verðmæti stolinna muna talið nema að minnsta kosti 536.900 krónum. 1484 Sóknaraðili rökstyður kröfu sína um gæsluvarðhald á grundvelli c-liðar 103. gr. laga nr. 19/1991 með því, að auk framangreindra innbrota hafi varnaraðili viðurkennt aðild að fjölmörgum málum, er varða auðgunarbrot og skjalafals, er framin voru aðallega á tímabilinu frá 25. maí til 18. júní 1993. Samkvæmt frásögn sóknar- aðila nema fjárkröfur vegna þessara brota eigi lægri fjárhæð en hálfri fjórðu milljón króna. Samkvæmt bókun í þingbók Héraðsdóms Reykjavíkur, er varnar- aðili var leiddur fyrir dómara, áður en úrskurður um gæsluvarðhald var kveðinn upp, var hann ekki spurður sjálfstætt um þau sakar- efni, er lúta að framangreindum sex innbrotum Og enn voru á rann- sóknarstigi. Við það eitt var látið sitja að sýna honum skýrslu hans hjá lögreglu frá deginum áður, sem hann kvað rétta. Þá virðist héraðsdómara hafa verið afhent greinargerð sóknaraðila til ríkis- saksóknara samkvæmt 1. mgr. 77. gr. laga nr. 19/1991, þar sem fjallað er um þau mörgu mál frá 25. maí til 18. júní 1993, sem sóknaraðili segir varnaraðila hafa viðurkennt aðild að. Skjalið er þó ekki þingmerkt, en á það er handskrifað: „Lagt fram í Héraðs- dómi R-vík til stuðnings gæsluvarðhaldskröfu, sbr. c-lið 1. mgr. 103. gr.““ Ekki er að sjá, að þetta skjal hafi verið kynnt varnaraðila, og hann var ekki inntur eftir þeim atvikum, er það varðar. Því var þó ætlað að réttlæta gæsluvarðhald varnaraðila umfram rann- sóknarnauðsynjar. Sú málsmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem að framan er lýst, er í brýnni andstöðu við meginreglur réttarfars í opinberum málum, sbr. einkum 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 105. gr. laga nr. 19/1991. Verður eigi hjá því komist að ómerkja hinn kærða úrskurð. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Gæsluvarðhaldskrafa sóknaraðila í héraði er bæði óskilrík og ónákvæm. Þar er ekki að finna samstæða lýsingu sakarefna, og ekki er að öllu leyti farið rétt með dagsetningar og tilgreiningu verð- mæta. Er þetta aðfinnsluvert. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera ómerkur. 1485 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. ágúst 1993. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur krafist þess, að Guðbjarti Rögnvalds- syni, kt. 270851-4592, með lögheimili að Laugavegi 28 C í Reykjavík, en án dvalarstaðar (heimilislaus), verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 15. september 1993 kl. 16.00. Rannsóknarlögregla ríkisins kveður, að nú fari fram rannsókn á sex inn- brotum og þjófnuðum. Kærði hafi verið handtekinn í gær og hafi við yfir- heyrslur játað að hafa átt aðild að þeim öllum. Í einu málanna (innbroti í Hljóðfæraverslun Paul Bernburg) hafi verið stolið verulegu magni hljóð- færa, að verðmæti allt að 500.000 kr. Ekki hafi tekist að upplýsa, hvar þessir munir séu niður komnir. Fyrir dómi hefur kærði staðfest framburð sinn hjá lögreglu. Fyrir liggur í málinu, að kærði, sem er heimilislaus, hefur á stuttum tíma átt aðild að mörgum innbrotum og þjófnuðum. Ekki hefur tekist að upp- lýsa, hvar hluti þýfisins sé niður kominn. Brotin geta varðað hann fangelsi samkvæmt alm. hegningarlögum. Með tilliti til þess, að hætta þykir á, að hann kunni að torvelda rannsókn málsins, ef hann verður látinn laus, og að hann muni halda áfram brotum, meðan máli hans er ólokið, verður að telja nauðsynlegt, að hann sæti áfram gæsluvarðhaldi. Ber því með vísan til a- og c-liðar 1. mgr. 103. gr. oml. að taka til greina þá kröfu RLR, að hann sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 15. september nk. kl. 16.00. Úrskurðarorð: Fallist er á þá kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins, að Guðbjartur Rögnvaldsson, kt. 270851-4592, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðviku- dagsins 15. september nk. kl. 16.00. 1486 Miðvikudaginn 25. ágúst 1993. Nr. 347/1993. Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Guðbjarti Rögnvaldssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. C-liður 102. gr. laga nr. 19/1991. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæsta- réttardómari. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar. Undirritaði hann yfirlýsingu þess efnis 20. ágúst 1993, og var hún send Héraðsdómi Reykjavíkur sama dag. Hæstarétti barst kæran 24. ágúst sl. Af hálfu varnaraðila er þess aðallega krafist, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Varakrafa hans er sú, að gæsluvarðhaldstímanum verði markaður skemmri tími og gæslu- varðhaldið verði með sama hætti og vistun afplánunarfanga. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Rannsóknarlögregla ríkisins, sem fer með sóknaraðild máls þessa samkvæmt 141. gr. laga nr. 19/1991, krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Krafa þessi hefur áður verið til meðferðar fyrir dómstólum, sbr. dóm Hæstaréttar 17. ágúst 1993. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. ágúst 1993. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur lagt fram kröfu þess efnis, að Guð- bjarti Rögnvaldssyni, kt. 270851-4529, með lögheimili að Laugavegi 28 C, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 29. september 1993 kl. 16.00 vegna grunar um brot gegn 155. gr. og 244. gr. alm. hegn- ingarlaga nr. 19/1940. 1487 Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins fer nú fram rannsókn á átta innbrotum og þjófnuðum. Kærði hefur játað að eiga aðild að meginhluta þessara brota. Hann kveðst þó ekki hafa brotist inn í Verslunina Topphúsið, Klapparstíg 31, Reykjavík, sem tilkynnt var um 18. ágúst sl., og einnig neit- ar hann að hafa stolið tékkhefti því, sem stolið var úr tösku í bifreið að- faranótt 8. ágúst 1993, en hefur hins vegar játað að hafa falsað fjögur eyðublöð úr því tékkhefti og notað þau í viðskiptum. Brot þau, sem kærði hefur viðurkennt að hafa átt aðild að, eru öll framin á tímabilinu frá 3. ágúst til 9. ágúst 1993. Hinn 9. ágúst sl. voru send 16 mál frá RLR til ríkissaksóknara ásamt greinargerð samkv. 1. mgr. 77. gr. laga nr. 19/1981, en samkvæmt bréfi ríkissaksóknara, dags. 19. ágúst 1993, mun embættið höfða mál á hendur kærða vegna ofangreindra 16 mála þriðjudaginn 24. ágúst 1993. Er kærða var sýnd greinargerð þessi í réttinum, sbr. dskj. nr. 2, viður- kenndi hann að eiga aðild að öllum þeim brotum. Brot þessi voru framin á tímabilinu frá október 1992 til 18. júní 1993. Er því ljóst, að kærði hefur á stuttum tíma átt aðild að mörgum innbrot- um og þjófnuðum, og að auki er til rannsóknar fölsun á tékkum úr tékk- hefti, sem kærði hefur viðurkennt að hafa notað í viðskiptum. Þau brot, sem að ofan greinir, geta varðað kærða fangelsi samkvæmt alm. hegningarlögum. Með hliðsjón af ofangreindu og einkum því, hversu mörg þau brot eru, sem kærði hefur viðurkennt að eiga aðild að, og því, á hve stuttu tímabili þau eru framin, þykir hætta á, að hann muni halda áfram brotum, á meðan máli hans er ólokið. Ber því með vísan til c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að fallast á kröfu RLR um, að kærði sæti gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en til 15. september 1993 kl. 16.00. Kærði skal vistaður sem um afplánunarfanga væri að ræða, sbr. b-lið 108. gr. laga nr. 19/1991. Úrskurðarorð: Kærði, Guðbjartur Rögnvaldsson, sæti gæsluvarðhaldi, þó eigi leng- ur en til miðvikudagsins 15. september nk. kl. 16.00. Kærði skal vistaður sem um afplánunarfanga væri að ræða. 1488 Þriðjudaginn 7. september 1993. Nr. 370/1993. Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Baldvin Guðmundi Ragnarssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. A-liður 1. mgr. 103. gr. 1. nr. 19/1991. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 6. september 1993, sem barst Hæstarétti í dag. Hann krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili hefur ekki látið kærumálið til sín taka. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. september 1993. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur krafist þess, að Baldvin Guðmundi Ragnarssyni verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 13. september nk. Jafnframt er krafist heimildar til húsleitar á heimili hans að Hátúni 6 í Reykjavík. Aðfaranótt 1. september sl. var brotist inn í skartgripaverslunina Gull- smiðinn við Álfabakka í Reykjavík og stolið talsverðu af skartgripum. Jafnframt voru unnar miklar skemmdir á hurð verslunarinnar og allar læst- ar hirslur brotnar upp. Baldvin Guðmundur Ragnarsson var handtekinn í gær af öðru tilefni, og fundust þá í bifreið hans ýmis verkfæri, m. a. borvél og tvö rofjárn. Tæknideild RLR hefur rannsakað verkfæri Baldvins og ummerki á inn- brotsstað og komist að þeirri niðurstöðu, að ummerki á dyrakarmi verslun- arinnar séu eftir annað þessara rofjárna. Jafnframt telur tæknideild, að önnur ummerki geti verið eftir verkfæri Baldvins. Fallast verður á, að Baldvin Guðmundur sé undir rökstuddum grun um að hafa brotist inn í skartgripaverslunina Gullsmiðinn. Telja má nauðsyn- 1489 legt í þágu rannsóknar málsins, að honum verði gert að sæta gæsluvarð- haldi, sbr. a-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Sýnist hins vegar nægi- legt, að varðhaldinu verði markaður tími til miðvikudagsins 8. september kl. 16.00. Jafnframt ber að heimila húsleit, svo sem krafist er, með vísan til 1. mgr. 89. gr. s. 1. Úrskurðarorð: Baldvin Guðmundur Ragnarsson, kt. 301253-2499, skal sæta gæslu- varðhaldi allt til miðvikudagsins 8. september nk. kl. 16.00. Lögreglu er heimiluð húsleit á heimili hans að Hátúni 6 í Reykjavík. 94 1490 Miðvikudaginn 8. september. Nr. 310/1993. Björgvin Ólafsson og Guðrún Jacobsen gegn Sigurði Egilssyni. Kærumál. Útburður. Frávísun frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðilar hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 16. júlí 1993, sem barst réttinum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. júlí 1993. Sóknaraðilar krefjast þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og breytt á þá leið, að allar kröfur þeirra í héraði verði teknar til greina. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Lögð hafa verið gögn fyrir Hæstarétt þess efnis, að hinn 17. ágúst sl. hafi framangreint húsnæði verið rýmt og það afhent varnaraðila. Aðilar málsins hafa því ekki lengur réttarhagsmuni af því, að hinn kærði úrskurður komi til endurskoðunar fyrir Hæstarétti. Ber því að vísa máli þessu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Sóknaraðilar greiði varnaraðila 30.000 krónur í kærumáls- kostnað. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðilar, Björgvin Ólafsson og Guðrún Jacobsen, greiði varnaraðila, Sigurði Egilssyni, 30.000 krónur í kærumáls- kostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. júlí 1993. I. Mál þetta, sem þingfest var 10. maí sl., var tekið til úrskurðar 29. júní sl. að loknum munnlegum málflutningi. 1491 Gerðarbeiðandi er Sigurður Egilsson, kt. 300821-4729, Laugarásvegi 55, Reykjavík, en gerðarþolar eru Björgvin Ólafsson, kt. 040151-4519, og Guð- rún Jacobsen, kt. 080251-4839, bæði til heimilis að Garðhúsum 12, Reykja- vík. Dómkröfur gerðarbeiðanda eru, að gerðarþolar ásamt öllu, sem þeim til- heyrir, verði bornir út úr verslunarhúsnæði í fasteigninni nr. 116-118 við Laugaveg hér í borg, nánar tilgreint á horni Laugavegar og Rauðarárstígs, og kjallara undir því húsnæði með beinni aðfarargerð. Þá krefst gerðar- beiðandi málskostnaðar að mati dómsins með virðisaukaskatti á mál- flutningsfjárhæð, auk þess sem fjárnám verði heimilað fyrir kostnaði af væntanlegri gerð. Dómkröfur gerðarþola eru, að synjað verði um framgang gerðarinnar og gerðarbeiðanda verði gert að greiða gerðarþolum málskostnað að mati réttarins og „að skaðlausu skv. gjaldskrá LMFÍ““. Krafist er dóms fyrir virðisaukaskatti á málflutningsþóknun, þar sem gerðarþolar séu ekki virðis- aukakattsskyldir, og þurfi því aðfararhæfan dóm fyrir skattinum. Að lok- um er krafist, að málskot fresti framgangi gerðarinnar með eða án hæfi- legrar tryggingar að mati dómsins. IV. Gegn andmælum gerðarbeiðanda hafa gerðarþolar ekki sýnt fram á, að upprunalegum leigusamningi hafi verið breytt með samkomulagi í mars sl. Ekki verður heldur fallist á, að gerðarbeiðandi hafi ekki fullnægt skilyrðum 1. tl. 20. gr. laga nr. 44/1979 um að skora á gerðarþola að greiða húsaleig- una að viðlagðri riftun leigumála, eins og hér hefur verið lýst. Gerðarþolar hafa með augljósum hætti verulega vanefnt greiðsluskyldu sína samkvæmt húsaleigusamningnum frá 27. mars 1992. Er fallist á það með gerðarbeiðanda, að engar greiðslur frá gerðarþolum til gerðarbeiðanda eftir riftun leigumála skipti máli í því sambandi. Samkvæmt framangreindu er útburðarkrafa gerðarbeiðanda tekin til greina. Eftir þeim úrslitum þykir hæfilegt, að gerðarþolar greiði gerðarbeið- anda 50.000 krónur í málskostnað, þ. m. t. virðisaukaskattur. Gerðarþolar hafa ekki gert líklegt, að ábyrgð gerðarbeiðanda á útburðar- gerðinni sé þeim haldlítil, færi svo, að gerðinni yrði hnekkt. Og þar sem telja verður hagmuni gerðarþola í þessu máli fyrst og fremst fjárhagslega, verður ekki fallist á kröfu gerðarbeiðanda um, að málskot fresti aðfarargerðinni. Úrskurðarorð: Krafa gerðarbeiðanda, Sigurðar Egilssonar, að gerðarþolar, Björg- vin Ólafsson og Guðrún Jacobsen, verði ásamt öllu, sem þeim til- 1492 heyrir, með beinni aðfarargerð bornir út úr verslunarhúsnæði í fast- eigninni nr. 116-118 við Laugaveg, Reykjavík, nánar tilgreint húsnæði með kjallara á horni Laugavegar og Rauðarárstígs, er tekin til greina. Gerðarþolar greiði gerðarbeiðanda 50.000 krónur í málskostnað. 1493 Fimmtudaginn 9. september 1993. Nr. 348/1993. Íslandsbanki hf. gegn þrotabúi Sigríðar Einarsdóttur. Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Skuldaröð. Riftun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 27. júlí 1993, sem barst réttinum 24. ágúst sama ár. Hann krefst þess aðal- lega, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og dæmt verði, að kröfur sínar í þrotabú varnaraðila, samtals að fjárhæð 16.126.114,04 krónur, njóti stöðu veðkrafna samkvæmt 111. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. Til vara er þess krafist, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og dæmt verði, að 4.179.769 krónur af þeirri fjárhæð, sem lýst var í þrotabú varnar- aðila, verði metnar sem veðkröfur samkvæmt sama lagaákvæði. Í báðum tilvikum krefst sóknaraðili málskostnaðar fyrir héraðsdómi og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess til þrautavara, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Málsatvikum og málsástæðum er lýst í úrskurði héraðsdóms. Eins og þar kemur fram, samþykkti skiptastjóri varnaraðila, að úr ágreiningi aðila skyldi leyst fyrir dómi á þann veg, að sá hluti krafna sóknaraðila, sem ekki teldist riftanlegur á grundvelli 137. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 1. mgr. 57. gr. laga nr. 6/1978, skyldi njóta réttar sem veðkrafa á grundvelli 111. gr. laga um gjaldþrotaskipti. Skipta- stjóri kynnti þessa ákvörðun á skiptafundi 22. febrúar 1993, og hefur hún eigi sætt andmælum af hálfu kröfuhafa búsins. Með þessari athugasemd verður hinn kærði úrskurður staðfestur með skírskotun til forsendna hans. Rétt þykir, að sóknaraðili greiði varnaraðila 60.000 krónur í kærumálskostnað, og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisauka- skatts. 1494 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Sóknaraðili, Íslandsbanki hf., greiði varnaraðila, þrotabúi Sigríðar Einarsdóttur, 60.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. júlí 1993. I. Mál þetta, sem lagt var í úrskurð 18. júní, var þingfest 16. apríl sl. til úrlausnar um ágreining um tvær lýstar kröfur Íslandsbanka í þrotabú Sig- ríðar H. Einarsdóttur. Sóknaraðili er Íslandsbanki hf, kt. 421289-1319, Reykjavík. Varnaraðili er þrotabú Sigríðar H. Einarsdóttur, kt. 221213-6379, Efsta- leiti 10, Reykjavík. Sóknaraðili gerir þá aðalkröfu, að viðurkennt verði með dómi, að kröfur sínar samkvæmt kröfulýsingu í þrotabúið, samtals að fjárhæð 16.126.114 kr., njóti stöðu veðkrafna samkvæmt 111. gr. laga nr. 21/1991. Til vara gerir hann þá kröfu, að 4.179.769 kr. af kröfulýsingarfjárhæð verði metnar sem veðkröfur samkvæmt 111. gr. laga nr. 21/1991. Sóknaraðili krefst málskostnaðar að mati réttarins í báðum tilvikum auk virðisaukaskatts á málskostnaðarfjárhæð. Varnaraðili gerir þær kröfur, að viðurkennt verði, að kröfur sóknaraðila njóti ekki stöðu veðkrafna samkvæmt 111. gr. laga nr. 21/1991 og að skil- yrði riftunar á grundvelli 1. mgr. 137. gr. laga nr. 21/1991 hafi verið fyrir hendi, allt að frádregnum 179.769 kr., sem beri samningsvexti frá 12. febrúar 1992 til 24. ágúst 1992, er varnaraðili viðurkennir sem kröfu utan skuldaraðar. Að öðru leyti krefst varnaraðili þess, að staðfest verði með dómi, að kröfur sóknaraðila njóti réttar sem almennar kröfur í þrotabú varnaraðila á grundvelli 113. gr. laga nr. 21/1991. Jafnframt krefst varnaraðili málskostnaðar samkvæmt mati réttarins auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. II. Málavextir eru þeir, að bú Sigríðar H. Einarsdóttur var tekið til gjald- þrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 24. ágúst 1992. Frest- dagur var 15. júlí 1992. Skiptastjóri var skipaður Skarphéðinn Þórisson hrl. Á skiptafundi, sem haldinn var 10. desember 1992, kom upp ágreiningur um tvær kröfur, sem lýst hafði verið í búið af hálfu Íslandsbanka. Hér var um að ræða tvö skuldabréf, sem bankinn lýsti í þrotabúið sem veð- 1495 kröfum samkvæmt 111. gr. gjaldþrotalaga, tryggð með veði í Efstaleiti 10, Reykjavík. Annað veðskuldabréfa þessara var að fjárhæð 3.000.000 kr., en hitt að fjárhæð 12.000.000 kr. Bæði bréfin voru út gefin 12. febrúar 1992 og þinglýst samdægurs. Bréf þessi eru út gefin af Kjötbúðinni Borg, sem var einkafirma Sigríðar Einarsdóttur. Skiptastjóri hafði áður krafist riftunar á þessum veðkröfum með bréfi, dags. 17. september 1992, til Íslandsbanka hf. Í skrá um lýstar kröfur hafði skiptastjóri samþykkt kröfur Íslandsbanka hf. sem almennar kröfur, en hafnað þeim sem kröfum utan skuldaraðar. Af hálfu Íslandsbanka var þessari afstöðu mótmælt á ofangreindum skipta- fundi. Jafnframt var boðað af hálfu skiptastjóra, að höfðað yrði riftunar- mál vegna veðkrafnanna á grundvelli 137. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 57. gr. laga nr. 6/1978. Íslandsbanki hf. aflýsti ofangreindum skuldabréfum síðar af fasteigninni að Efstaleiti 10. Þegar skiptastjóra barst vitneskja um það í byrjun þessa árs, hafði hann samband við fulltrúa bankans og innti hann eftir því, hvort aflýsingin hefði verið svar bankans við riftunarkröfu skiptastjóra. Af hálfu Íslandsbanka var það ekki sagt vera, heldur hefði verið um að ræða mistök hjá starfsmanni bankans og að bankinn vildi áfram láta á það reyna, hvort kröfur hans að þessu leyti yrðu teknar til greina sem kröfur utan skulda- raðar. Skiptastjóri gat ekki samþykkt, að veðkröfunum yrði þinglýst að nýju á fasteignina, en samþykkti hins vegar, að ágreiningur yrði borinn undir héraðsdóm á þann veg, að dómurinn kvæði á um það, hvort eða að hve miklu leyti veðkröfur bankans væru kröfur utan skuldaraðar, og því í raun, hvort skilyrði um riftun á grundvelli 137. gr. gjaldþrotalaga væru fyrir hendi. IV. Niðurstaða. Eins og fram kemur í málsatvikalýsingu, aflýsti starfsmaður Íslands- banka veðskuldabréfum þeim, sem mál þetta snýst um, fyrir mistök, en skiptastjóri þrotabúsins samþykkti að bera ágreining um viðurkenningu krafna sóknaraðila undir héraðsdóm á þann veg, að dómurinn skæri úr um það, hvort skilyrðum 137. gr. laga nr. 21/1991 um riftun hefði verið fullnægt varðandi bréf þessi, en skiptastjóri hefur lýst yfir því, að þær kröfur, sem teljist ekki hafa verið riftanlegar, verði samþykktar sem kröfur utan skuldaraðar. Kröfugerð aðila ber og með sér, að þeir geri ráð fyrir, að veðtrygging krafna sóknaraðila sé fyrir hendi, þótt skuldabréfunum hafi verið aflýst af fasteign varnaraðila. Ágreiningur stendur því um, hvort veð- réttindin hafi verið riftanleg á grundvelli 137. gr. gjaldþrotalaga. 1496 Aðalkrafa sóknaraðila hljóðar um, að kröfur sóknaraðila, samtals að fjárhæð 16.126.114.04 kr., njóti stöðu utan skuldaraðar, en sú fjárhæð er samtala ofangreindra skuldabréfa auk vaxta, vísitöluálags og kostnaðar. 137. gr. gjaldþrotalaga kveður á um það, að krefjast megi riftunar á veð- rétti eða öðrum tryggingarréttindum, sem kröfuhafi fékk á síðustu sex mán- uðum fyrir frestdag, en ekki um leið og til skuldarinnar var stofnað. Frestdagur í þrotabúi Sigríðar Einarsdóttur var 15. júlí 1992, en bréf þau, sem mál þetta snýst um, eru út gefin 12. febrúar 1992, og þeim er þinglýst sama dag. Samkvæmt reikningsyfirliti frá Íslandsbanka vegna reiknings þrotamanns, nr. 401898, kemur fram, að 7. febrúar 1992 var reikningur neikvæður um 10.997.760 kr., en þrotamaður hafði yfirdráttarheimild, að fjárhæð 11.000.000 kr. Við innborganir á reikninginn vegna keyptra skuldabréfa lækkaði yfir- dráttur sóknaraðila úr 10.997.760 kr. í 3.139.663 kr. Hinn 17. febrúar var síðan greitt út af reikningnum 2.959.895 kr., sem var greiðsla á víxli með gjalddaga 22. mars 1993. Mismunur á tekju- og gjaldafærslu er því 179.679 kr. Eins og að ofan greinir, eru skilyrði 137. gr. gjaldþrotalaga um riftun þau, að verið sé að stofna til tryggingarréttinda fyrir skuld, sem er eldri en tryggingarréttindin. Ljóst er, að samkvæmt reikningsyfirliti sóknaraðila var skuld þrota- manns við Íslandsbanka í formi yfirdráttar 7. febrúar 1992 10.997.760 kr. Hér var því um kröfu að ræða, sem Íslandsbanki, sóknaraðili, hafði eignast á hendur þrotamanni, áður en tryggingarréttindi voru fengin fyrir greiðslu skuldarinnar, en þau voru fengin 14. 2. 1992. Kjötbúðin Borg hafði einnig gefið út víxil til Íslandsbanka, að fjárhæð 3.000.000 kr., með gjalddaga 22. 3. 1992. Sá víxill var greiddur upp 17. febrúar með fjárhæð 2.959.895 kr. samkvæmt reikningsyfirliti. Samkvæmt dómskjali nr. 6 er eldri gjalddagi víxilsins 22. 12. 1991, og er því ljóst, að um eldri skuld en tryggingarréttindin er að ræða. Með vísan til framanritaðs þykir því skilyrðum 137. gr. gjaldþrotalaga um riftun veðréttinda hafa verið fullnægt varðandi aðalkröfu sóknaraðila, og ber því að hafna kröfu sóknaraðila um, að krafa hans njóti stöðu sem krafa utan skuldaraðar. Sóknaraðili hefur krafist þess til vara, að krafa, að fjárhæð 4.179.769 kr., verði metin sem krafa utan skuldaraðar á þeim forsendum, að sú fjár- hæð hafi ekki runnið til greiðslu eldri krafna, heldur hafi hún verið til frjálsrar ráðstöfunar fyrir reikningseiganda, aðeins 9.587.788,48 kr. hafi verið ráðstafað til greiðslu á eldri kröfum. Samkvæmt dskj. nr. 6, reikningsyfirliti frá sóknaraðila, var andvirði skuldabréfanna tveggja varið til greiðslu á nær allri skuld Kjötbúðarinnar 1497 Borgar við Íslandsbanka. Eftir stóðu aðeins 179.679 kr., þegar skuldin hafði verið gerð upp. Ný yfirdráttarheimild var svo veitt í framhaldi af því, að skuldin var gerð upp 17. febrúar 1993, að fjárhæð 4.000.000 kr., sbr. dskj. nr. 5. Verður því að fallast á með varnaraðila, að 13.957.655 kr. sé varið til greiðslu eldri skulda, og með hliðsjón af ofangreindu eru tryggingarréttindi fyrir þeirri skuld greinilega til komin, eftir að til skuldar- innar sjálfrar var stofnað. Sú ráðstöfun er því riftanleg, sbr. 1. mgr. 137. gr. gjaldþrotalaga, en ljóst er, að 179.679 kr. er ekki ráðstafað til greiðslu eldri skulda, og tryggingarréttindi fyrir þeirri skuld eru fengin, um leið og til skuldarinnar er stofnað. Því verður að telja, að þar sé um nýtt lán að ræða, sem nýtur stöðu utan skuldaraðar. Ber því einnig að hafna varakröfu sóknaraðila um, að 4.179.769 kr. njóti stöðu sem krafa utan skuldaraðar, en fallist er á, að 179.769 kr. af þeirri fjárhæð njóti stöðu sem krafa utan skuldaraðar. Eins og atvikum er háttað í máli þessu, þykir rétt, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Ingveldur Einarsdóttir, fulltrúi dómstjóra, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Aðalkröfu sóknaraðila um, að kröfur hans, að fjárhæð 16.126.114,04 kr., njóti stöðu sem krafa utan skuldaraðar, er hafnað, en fallist er á, að kröfur hans njóti réttar sem almennar kröfur í þrota- bú varnaraðila. Varakröfu hans um, að 4.179.679 kr. njóti stöðu sem krafa utan skuldaraðar, er einnig hafnað, en fallist er á, að 179.679 kr. af varakröfu hans, með samningsvöxtum frá 12. febrúar 1992 til 24. ágúst 1992, njóti stöðu sem krafa utan skuldaraðar. Málskostnaður fellur niður. 1498 Fimmtudaginn 9. september 1993. Nr. 309/1993. Eyjahreppur, Kolbeinsstaðahreppur og jarðanefnd Hnappadalssýslu gegn Óttari Yngvasyni og Páli G. Jónssyni. Kærumál. Þinglýsing. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðilar hafa með heimild í 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1992, skotið máli þessu til Hæsta- réttar með kæru $. júlí 1993, sem barst réttinum ásamt kæru- gögnum 30. sama mánaðar. Þeir gera þær dómkröfur aðallega, að úrlausn þinglýsingarstjórans í Stykkishólmi frá 24. febrúar 1993 um að færa Í þinglýsingabók aðilaskipti samkvæmt afsali 9. febrúar 1993 að fasteignum þeim, sem tilgreindar eru í aðalkröfu fyrir hér- aðsdómi, og til vara, að fasteignum þeim, sem tilgreindar eru í vara- kröfu fyrir héraðsdómi, verði ógilt, að því er varðar aðilaskipti að fasteignunum, og lagt verði fyrir þinglýsingarstjóra að afmá skrán- ingu aðilaskiptanna úr þinglýsingabókinni. Þá krefjast sóknaraðilar kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila in solidum. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Sóknaraðilar greiði varnaraðilum sameiginlega 50.000 krónur í kærumálskostað. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðis- aukaskatts. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Eyjahreppur, Kolbeinsstaðahreppur og jarða- nefnd Hnappadalssýslu, greiði varnaraðilum, Óttari Yngvasyni og Páli G. Jónssyni, sameiginlega 50.000 krónur í kærumáls- kostnað. 1499 Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 2. júlí 1993. 1. Í bréfi til Héraðsdóms Vesturlands, dagsettu 31. mars 1993, mótteknu 1. apríl 1993, krafðist Jóhann H. Níelsson hrl. þess aðallega f. h. Kolbeins- staðahrepps, kt. 710177-0239, Eyjahrepps, kt. $10169-0509, og jarðanefnd- ar Hnappadalssýslu, að úrlausn þinglýsingarstjórans í Stykkishólmi frá 24. febrúar 1993 um að færa í þinglýsingabókina aðilaskipti skv. afsali 9. febrúar 1993 skjal nr. 232/1993 að jörðunum Kolviðarnesi, Eyjahreppi, þinglýstur eigandi Þórður Thors, Akurholti, Eyjahreppi, þinglýstur eigandi Þórður Thors, Gerðubergi, Eyjahreppi, þinglýstur eigandi Þórður Thors, Ytri-Rauðamel, Eyjahreppi, þinglýstur eigandi Helga M. Thors, Höfða, Eyjahreppi, þinglýstur eigandi Helga M. Thors, Stóra-Hrauni, Kolbeins- staðahreppi, þinglýstur eigandi Richard R. Thors, Landbroti, Kolbeins- staðahreppi, þinglýstur eigandi Jóna Í. Thors, Skjálg, Kolbeinsstaðahreppi, þinglýstur eigandi Jóna Í. Thors, Ölviskrossi, Kolbeinsstaðahreppi, þing- lýstur eigandi Helga M. Thors, veiðihúsinu Geiteyri og við Kvörn, Eyja- hreppi, þinglýstur eigandi Helga M. Thors, fasteigninni Haffjarðará í Eyja- og Kolbeinsstaðahreppum, þinglýstir eigendur Helga M. Thors, Richard R. Thors, Þórður Thors, db. Unnar Th. Briem og Jóna Í. Thors, fasteigninni Oddastaðavatni ásamt hólmum í sömu hreppum, þinglýstir eigendur sömu og að Haffjarðará, verði ógilt, að því er varðar aðilaskipti að fasteignun- um, og lagt fyrir þinglýsingarstjórann að afmá skráningu aðilaskiptanna úr þinglýsingabókinni. Til vara er þess krafist, að úrlausn þinglýsingarstjórans í Stykkishólmi frá 24. febrúar 1993 um að færa í þinglýsingabókina aðilaskipti skv. afsali, dags. 9. febrúar 1993, skjal nr. 232/1993 að jörðunum Ytri-Rauðamel og Höfða í Eyjahreppi og Ölviskrossi í Kolbeinsstaðahreppi og 25% eignar- hluta Helgu M. Thors í fasteigninni Haffjarðará í Eyja- og Kolbeinsstaða- hreppum, fasteigninni Oddastaðavatni í sömu hreppum og veiðihúsum á Geiteyri og við Kvörn í sömu hreppum verði ógilt, að því er varðar aðila- skipti að fasteignunum, og lagt fyrir þinglýsingarstjórann að afmá skrán- ingu aðilaskipta þessara eigna úr þinglýsingabókinni. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi þinglýsingarbeiðenda in solidum að mati dómsins. Varnaraðilar, Óttar Yngvason og Páll G. Jónsson, krefjast þess, að hafnað verði kröfum sóknaraðila og að þeir verði in solidum dæmdir til að greiða sér málskostnað skv. fram lögðum málskostnaðarreikningi. II. Héraðsdómi Vesturlands barst krafa þessi 1. apríl sl. ásamt gögnum. Athugasemdir fulltrúa sýslumanns, Péturs Kristinssonar, bárust dóminum 1500 15. apríl sl. ásamt afriti bréfa, sem send höfðu verið í samræmi við 3. gr. laga nr. 39/1978. Í bréfum þessum var ekki tilgreindur frestur til að skila athugasemdum til héraðsdómara. Afrit af veðbókarvottorðum bárust dóm- inum í maí sl., og voru afrit af gögnum þessum síðan send varnaraðila og frestur veittur til 10. júní sl. með samþykki sóknaraðila til þess að skila athugasemdum til dómara. Í samráði við lögmenn aðila var ákveðið að flytja mál þetta munnlega 25. júní sl. Þann dag var krafan tekin til úrskurðar. Ill. Málavöxtum lýsir kærandi í bréfi til sýslumannsins í Stykkishólmi, dags. 15. mars 1993. Með kauptilboði, dagsettu 9. nóvember 1987, hafi Páll G. Jónsson og Óttar Yngvason boðist til þess að kaupa jarðirnar Stóra-Hraun, Landbrot, Skjálg, Syðri-Rauðamel og Ölviskross í Kolbeinsstaðahreppi, jarðirnar Kolviðarnes, Akurholt, Gerðuberg, Ytri-Rauðamel og Höfða í Eyjahreppi, fasteignina Haffjarðará í Hnappadalssýslu auk Oddastaða- vatns með hólmum og veiðihús á Geiteyri og við Kvörn. Kauptilboð þetta hafi verið samþykkt með fyrirvara um forkaupsrétt skv. jarðalögum af fjórum þinglýstum eigendum eignanna, en hins vegar hafi tilboðið ekki ver- ið samþykkt af fimmta eigandanum, dánarbúi Thors R. Thors. Í bréfi hreppsnefndanna til umboðsmanna Óttars og Páls, dags. 22. nóvember 1987, hafi m. a. verið vakin athygli á þessu misræmi. Hrepps- nefndin hafi mótmælt því, að henni hafi ekki verið boðinn forkaupsréttur við sölu eignarhluta Thors R. Thors, er Jóna Íris Thors og Richard Thors keyptu af Helgu M. Thors eða dánarbúinu, og hygðust hreppsnefndirnar nýta sér 33. gr. (áður 24. gr.) jarðalaga og fá kaupin ógilt með málsókn. Hreppsnefndirnar hafi síðan tilkynnt í bréfi, dags. 14. desember 1987, að þær hygðust ganga inn í þetta kauptilboð. Sölu eigna til tilboðsgjafa, er afsal Helgu M. Thors tók til, hafi verið mótmælt sem heimildarlausri að því leyti. Beiðni um þinglýsingu afsals Helgu M. Thors vegna sölu á Ytri-Rauða- mel, Ölviskrossi og 25% Haffjarðarár, Oddastaðavatns og veiðihúsa á Geiteyri og við Kvörn hafi síðan verið hafnað af sýslumanni, og sú úrlausn þinglýsingardómarans hafi með dómi Hæstaréttar 11. maí 1988 verið staðfest. Mál þau, er hreppsnefndir beggja hreppa höfðuðu til ógildingar á söl- unni, eru enn fyrir dómstólum. IV. Aðalkröfu sína kveðast sóknaraðilar reisa á því, að samþykki jarða- nefndar Hnappadalssýslu, Kolbeinsstaðahrepps og Eyjahrepps fyrir aðila- 1501 skiptum þessum liggi ekki fyrir, að því er varði sölu skv. kaupsamningi, dags. 9. nóvember 1987, enda hafi bréf eigenda fasteignanna, dags. 16. nóvember 1987, ekki verið skilin sem beiðni um samþykki á grundvelli 6. gr. jarðalaga. Óheimilt hafi því verið að þinglýsa aðilaskiptunum skv. 9. gr. jarðalaga. Ef hins vegar verði litið svo á, að bréf eigenda fasteignanna frá 10. nóvember 1987 beri að skilja sem beiðni um samþykki við áformuðum aðilaskiptum og svar hafi ekki borist innan 30 daga, eins og tilskilið sé, þá sé hin áformaða ráðstöfun einungis heimil næstu sex mánuði, og hefði því þurft að leita samþykkis að nýju, til þess að ráðstöfunin og þinglýsing hennar væri nú, sbr. 7. gr. og 9. gr. jarðalaga. Skjöl þau, sem lögð hafi verið fyrir þinglýsingarstjóra, beri ekki með sér, að afgreiðslu nefndanna hafi verið ábótavant. Hins vegar virðist ákvörðun þinglýsingarstjóra reist á þeirri umsögn þinglýsingarbeiðanda, að hreppsnefndirnar og jarðanefnd hafi ekki afgreitt beiðni um samþykki til aðilaskipta innan 30 daga frests, sem 6. gr. jarðalaga mæli fyrir um. Hefði verið rétt við þessar aðstæður að senda málið til hreppsnefndanna og jarðanefndar og gefa þeim kost á að andmæla fullyrðingu um, að erindinu hafi verið svarað. Varakröfu sína reisir sóknaraðili á því, að hreppsnefndir beggja hreppa og jarðanefnd Hnappadalssýslu hafi synjað beiðni umboðsmanns Richards R. Thors og Írisar Thors um samþykki til þeirrar ráðstöfunar, sem í afsali Helgu M. Thors, dags. 14. desember 1987, taki til, sbr. 6. gr. jarðalaga. Þinglýsing aðilaskipta að eignum þeim, sem afsal Helgu M. Thors taki til, hljóti að vera óheimil þvert ofan í synjun beggja hreppsnefnda og jarða- nefndar, sbr. 9. gr. jarðalaga, úrskurð þáverandi Þinglýsingardómara og staðfestingu Hæstaréttar. Bæði seljendum og kaupendum skv. samþykktu kauptilboði frá 9. nóvember 1987 hafi hlotið að vera þetta ljóst, og því hafi beiðni þeirra um þinglýsingu þessa ekki verið sett fram í góðri trú. Varnaraðili reisir kröfur sínar á því, að samþykkis jarðanefndar og hreppsnefnda við aðilaskiptum í hinu samþykkta kauptilboði hafi verið leit- að, sbr. fram lögð bréf. Hafi það verið gert berum orðum í bréfi til jarða- nefndar, og bréf til hreppsnefndanna beri með sér, að óskað sé samþykkis. Þessum bréfum hafi sóknaraðilar svarað með bréfum, þar sem m. a. sé lýst yfir, að þeir hafi hug á að neyta forkaupsréttar. Hafi þeir tilkynnt með bréfunum, að þeir myndu óska eftir mati á eignunum skv. 34. gr. jarðalaga og ákveða síðan innan viku frá lokum matsgerðar, hvort neytt yrði for- kaupsréttar skv. matsgerðinni. Slík tilkynning hafi ekki borist innan þess frests. Jafngildi það því samþykki aðilaskipta. Í hinu samþykkta kauptilboði komi fram, að afhending eignanna miðist við 1. janúar 1988, sbr. afsal, og hafi afhending farið fram þann dag. Skil- 1502 yrðum 7. gr. jarðalaga sé því fullnægt um, að hin áformaða ráðstöfun hafi farið fram innan sex mánaða. Varnaraðilar styðja og mál sitt því, að framgöngu sóknaraðila, eftir að þeim hafi borist erindin 16. nóvember 1987, verði fyllilega jafnað til samþykkis við ráðstöfuninni, enda geti hreppsnefndir ekki gert hvort tveggja í senn, neytt forkaupsréttar og einnig synjað samþykkis við ráðstöfun. Sóknaraðilar hafa ekki lagt fram nein gögn í rekstri þessa máls um það, að þeir hafi berum orðum tekið afstöðu til, hvort þeir vildu samþykkja ráðstöfunina, eða sent frá sér svör í þá veru. Varnaraðilar mótmæla og varakröfu sóknaraðila og byggja á því, að þinglýsingalög nr. 39/1978 geri ekki ráð fyrir, að þinglýsingarstjóri flokki sundur efni skjals og þinglýsi hluta þess og öðrum ekki. Varnaraðilar kveða aðila afsalsins frá 14. september 1987 hafa sent sóknaraðilum afsalið til samþykkis í kjölfar dóms Hæstaréttar. Eftir að synjun sóknaraðila við samþykki hafi legið fyrir, hafi sóknaraðilum með bréfi, dags. 19. maí 1988, verið tilkynnt, að unað væri við synjunina, sbr. 8. gr. jarðalaga. Afsalsgjafinn, Helga M. Thors, hafi síðan lýst sig sam- þykka sölunni til varnaraðila, og hafi því Jóna Íris og Richard í reynd komið fram fyrir hennar hönd við söluna til varnaraðila. Allar nauðsynlegar athugasemdir um hinn ætlaða rétt sóknaraðila sé að finna í afsalinu sjálfu, og þinglýsing afsalsins sé því ekki nein skerðing á rétti sóknaraðila. Kröfu um málskostnað styður varnaraðili við XXI. kafla laga nr. 91/ 1991, einkum 130. gr. V. Í bréfi fulltrúa sýslumannsins í Stykkishólmi til héraðsdómara gerir full- trúinn eftirfarandi athugasemdir: „Með hinu umdeilda afsali bárust til þinglýsingar afrit bréfa til viðkomandi hreppsnefnda og jarðanefndar, árituð um móttöku 16. nóvember 1987. Bréf þessi bera það með sér, að þeim hafi fylgt samþykkt kauptilboð, dags. 9. nóvember 1987, sem einnig fylgdi afsalinu til þinglýsingar. Undirritaður lítur svo á, að með þessu hafi verið sýnt fram á, að reynt hafi verið að afla samþykkis hreppsnefnda og jarðanefndar, enda er það tekið sérstaklega fram í bréfi til jarðanefndar, þótt ekki sé það nefnt sér- staklega í bréfi til hreppsnefnda. Hvorki veðmálabækur embættisins né þau gögn, sem afsalinu fylgdu til þinglýsingar, bera með sér, að erindum þeim, sem fram koma í bréfum, hafi verið hafnað né þau afgreidd innan 30 daga skv. 7. gr. jarðalaga nr. 65/1976. Samkvæmt þessu er það skoðun undirritaðs, að 9. gr. jarðalaga 1503 standi því ekki í vegi, að afsalinu sé þinglýst, enda byggir það á kaup- tilboðinu.““ Samkvæmt þinglýsingalögum nr. 39/1978 og eðli máls samkvæmt verður hér einungis úr því skorið, hvort umdeild þinglýsing, sem fram fór 24. febrúar 1993, hafi verið formlega rétt, eins og málið lá fyrir þinglýsingar- stjóra. Á þinglýsingarstjóra er lögð rannsóknarskylda, sbr. 6. gr. laga nr. 39/ 1976. Samkvæmt 9. gr. jarðalaga er óheimilt að ráðstafa fasteign, sem lögin taka til, nema með samþykki sveitarstjórnar og jarðanefndar. Af fram lögðum gögnum, eins og þau lágu fyrir þinglýsingarstjóra, kemur fram, að leitað var til sóknaraðila um samþykki um aðilaskipti vegna þeirra fast- eigna, er afsalið nær til. Teljast fram lögð bréf nægilega skýr um það atriði. Ekki lá fyrir þinglýsingarstjóra, að sóknaraðilar hefðu synjað eða samþykkt söluna. Hins vegar verður ekki talið, að þinglýsingarstjóri hafi átt að afla svara við beiðni varnaraðila til sóknaraðila, enda þótt samþykki skv. 6. gr. hafi ekki legið fyrir, sbr. 7. gr. |. nr. 65/1976. Var því formskilyrðum jarðalaga fullnægt. Varakrafa varnaraðila lýtur að efnislegum ágreiningi að baki afsalinu, og verður ekki skorið úr þeim ágreiningi í máli þessu, enda hefur verið þinglýst mótmælum hreppsnefnda og jarðanefndar gegn eignarheimild þinglýstra eigenda. Ber því að staðfesta úrlausn þinglýsingarstjóra. Eftir þessari niðurstöðu ákveðst, að sóknaraðilar greiði in solidum varnaraðilum 50.000 kr. í málskostnað. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu hreppsnefnda Kolbeinsstaðahrepps og Eyjahrepps og jarða- nefndar Hnappadalssýslu er hafnað. Sóknaraðilar, hreppsnefndir Kolbeinsstaðahrepps og Eyjahrepps og jarðanefnd Hnappadalssýslu, greiði in solidum varnaraðilum, Óttari Yngvasyni og Páli G. Jónssyni, 50.000 kr. í málskostnað. 1504 Fimmtudaginn 9. september 1993. Nr. 300/1993. Snorri Ólafsson gegn Gylfa Gunnarssyni. Kærumál. Ómerking og heimvísun. Aðfinnslur. Gagnaöflun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 21. júní 1993, sem barst réttinum 28. júlí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 11. júní. Þar var máli þessu vísað frá dómi, þar sem kröfugerð málsins var ekki talin samræmast d-lið 1. tl. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Af forsendum úrskurðarins virðist þó frekar vera átt við e-lið 1. tl. 80. gr. Sóknaraðili vitnar til kæruheimilda j-liðar |. tl. og c-liðar 2. til. 143. gr. laga nr. 91/1991. Hann krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sér dæmdur kærumálskostnaður. Varnaraðili skilaði greinargerð í héraði 20. janúar 1993, þar sem hann krafðist frávísunar málsins frá héraðsdómi, þar sem sóknar- aðili hefði ekki reifað mál sitt með þeim hætti, að unnt væri að leggja dóm á kröfur hans. Málinu var síðan frestað til munnlegs flutnings um frávísunarkröfuna til 22. febrúar. Þá er málið var tekið fyrir 22. febrúar, var ekki mætt af hálfu stefnda, en málið var engu að síður munnlega flutt um frávísunarkröfuna af hálfu sóknaraðila og henni mótmælt. Jafnframt óskaði lögmaður sóknar- aðila eftir því, að málið yrði tekið til efnismeðferðar, þar sem hann þyrfti að rökstyðja mál sitt nánar með vitnaskýrslum, sem boðaðar höfðu verið í stefnu. Héraðsdómari tók frávísunarkröfuna til úrskurðar, en tók sér jafnframt frest til kl. 16 sama dag til að taka afstöðu til fram kominna óska sóknaraðila um, að „málið verði eigi dómtekið að lokinni framlagningu skriflegrar sóknar“. Í dómsgerðum kemur ekki fram, hvaða afstöðu dómarinn tók til 1505 þessarar óskar, en 29. mars var málinu frestað til framlagningar skriflegrar sóknar. Sókn var síðan lögð fram 26. apríl. Vitnaskýrslur þær, sem farið var fram á í þinghaldi 22. febrúar, fóru aldrei fram. Sóknaraðili hefur til stuðnings efniskröfu sinni í málinu lagt fram það, er hann kallar samning, frá 16. september 1987, en frekar verður að meta sem yfirlýsingu varnaraðila um móttöku á 8.436 laxaseiðum. Í yfirlýsingunni segir, að seiði þessi séu hluti af 27 - 28000 seiðum, sem fyrirtæki varnaraðila muni síðar taka við sam- kvæmt samkomulagi. Málatilbúnaður sóknaraðila verður ekki öðruvísi skilinn en að vitnaskýrslur séu nauðsynlegar til að sýna fram á efni þessa tilvitnaða samkomulags. Þegar útivist varð af hálfu varnaraðila í þinghaldi 22. febrúar, þurfti héraðsdómari ekki að sinna frávísunarkröfu hans sérstaklega. Héraðsdómarinn byggir frávísun sína á því meðal annars, að gögn vanti fyrir framangreindu samkomulagi. Sóknaraðili hugðist bæta úr því með vitnaleiðslu. Átti héraðsdómari því að fara að ósk sóknaraðila, ákveða þegar aðalflutning máls og gefa honum kost á því að fá vitni fyrir dóm og skila sókn að því búnu, sbr. 3. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991. Þar næst kom að því að ákveða, hver ættu að vera úrslit málsins. Þar sem málið hlaut ekki þessa meðferð, verður að ómerkja hinn kærða úrskurð og meðferð málsins frá og með þinghaldi 22. febrúar. Rétt er, að varnaraðili greiði sóknaraðila 30.000 krónur í kæru- málskostnað. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Bókanir héraðsdómara eru óljósar og tök hans á meðferð málsins ómarkviss. Þá hefur hann ekki haft hliðsjón af 102. gr. laga nr. 91/1991, en í samræmi við reglu þeirrar greinar áttu allar ákvarð- anir hans um áframhaldandi meðferð að fara fram í þinghaldi 22. febrúar 1993. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er ómerktur og meðferð málsins frá og með 22. febrúar 1993 og málinu vísað heim í hérað til lög- legrar meðferðar. Varnaraðili, Gylfi Gunnarsson, greiði sóknaraðila, Snorra Ólafssyni, 30.000 krónur í kærumálskostnað. 95 1506 Úrskurður Héraðsdóms Austurlands 11. júní 1992. I. Ár 1993, föstudaginn 11. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Austurlands kveðinn upp úrskurður í málinu nr. E 12/1992: Snorri Ólafsson gegn Gylfa Gunnarssyni. Mál þetta, sem þingfest var á bæjarþingi Neskaupstaðar 14. maí 1992, en dómtekið í Héraðsdómi Austurlands 26. apríl 1993, hefur Snorri Ólafs- son, kt. 290844-4289, Stekkholti 10, Selfossi, höfðað með stefnu, út gefinni 23. mars 1992, en birtri 30. mars 1993, á hendur Gylfa Gunnarssyni, kt. 270740-2789, Strandgötu 62, Neskaupstað. II. Dómkröfur stefnanda eru þær, „að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld, að fjárhæð 4.534.301 kr., auk dráttarvaxta af stefnufjár- hæðinni skv. 10. gr., sbr. 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, með síðari breyt- ingum, sbr. 5. gr. laga nr. 67/1989, frá 23. ágúst 1990 til greiðsludags og að heimilt verði að leggja áfallna dráttarvexti við höfuðstól skuldar á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 23. ágúst 1992, og reikna þannig áframhaldandi dráttarvexti af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls skuldar og áfallinna dráttar- vaxta, allt í samræmi við 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Þá verði stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu skv. gjaldskrá LMFÍ að viðbættum 24.5% virðisaukaskatti, sbr. lög nr. 50/1988 og 119/1989, á málskostnaðarfjárhæðina, og beri málskostnaðarfjárhæðin dráttarvexti skv. 10. gr., sbr. 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, frá 15. degi eftir dómsuppkvaðningu til greiðsludags og að heimilt verði að leggja áfallna dráttarvexti við höfuðstól málskostnaðarfjárhæðar á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn einu ári og fimmtán dögum eftir dómsuppkvaðningu, og reikna þannig áframhaldandi dráttarvexti af samanlagðri fjárhæð áfallinna dráttarvaxta og málskostnaðarfjárhæðar““. Niðurstöður. Engin ný gögn hafa verið lögð fram í þessu máli frekar en í hinu fyrra máli á milli aðila, er sýni afhendingu á þeim 27-28.000 seiðum, sem nefnd eru Í samkomulaginu, en í sókn kveður stefnandi, að framburður þeirra þriggja vitna, sem hann nefnir í stefnu, eigi að leiða til þess, að sannað þætti, að seiðin hafi verið afhent. Stefnufjárhæð í máli þessu grundvallast á innlausnarverði skuldabréfs, út gefnu af Steypustöðinni hf., dags. 10. október 1987. Málatilbúnaður stefnanda gagnvart stefnda er hins vegar grundvallaður á samningi um við- skipti með laxaseiði, þar sem umsamið kaupverð fyrir hvert seiði er sagt 1507 80 kr. Ofangreint skuldabréf, sem stefnandi kveður stefnda hafa afhent sér til tryggingar á greiðslum samkvæmt kaupsamningi, var innleyst 23. ágúst 1990 með stefnufjárhæðinni, en stefnandi kveðst hafa framselt Landsbanka Íslands, Selfossi, skuldabréfið 3. nóvember 1987. Fram komin gögn málsins sýna ekki fram á ábyrgð stefnda á greiðslu skuldabréfs þessa, en bréfið er ekki áritað um framsal stefnanda til stefnda. Þá felast í inn- lausnarverðinu m. a. vextir, dráttarvextir, lánskjaravísitölutrygging og bankakostnaður, sem ekki hefur verið sýnt fram á með gögnum málsins, að stefndi sé skyldur til að greiða. Ekki kemur fram í gögnum málsins, hvernig stefndi skyldi efna sinn hluta samnings aðila, né um efni samnings- ins að öðru leyti. Í hinni skriflegu sókn hefur ekki verið sýnt fram á frekar en í hinu fyrra máli milli aðila, að nægilegt samband sé á milli stefnukröfu Gg samkomulagsins frá 16. september 1987 um afhendingu á 8436 seiðum. Þegar allt þetta er virt, verður að telja, að kröfugerð stefnanda í málinu samræmist ekki d-lið 1. tl. 80. gr. laga nr. 91/1991. Ber því að vísa máli þessu frá dómi. Málskostnaður úrskurðast ekki. Ólafur Börkur Þorvaldsson kveður upp úrskurð þennan. Dregist hefur að kveða hann upp vegna anna dómara. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. 1508 Fimmtudaginn 9. september 1993. Nr. 282/1993. Gijaldheimtan í Reykjavík gegn Óskari Mikaelssyni. Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Lögskýring. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 24. júní 1993, sem barst réttinum ásamt kærugögnum 7. júlí. Hann krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að „héraðsdómara verði gert að birta fyrirkall fyrir varnar- aðila og taka málið fyrir á ný að undangenginni boðun til sóknar- aðila““. Frá varnaraðila hafa hvorki borist kröfur né greinargerð. Krafa sóknaraðila var sú fyrir héraðsdómi, að bú varnaraðila yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Kröfugerð hans í kærumáli þessu verður að skilja svo, að hins sama sé krafist fyrir Hæstarétti, enda eru færð rök að slíkri kröfu í kærunni. Svo sem rakið er í hinum kærða úrskurði, mætti varnaraðili ásamt lögmanni sínum, er krafa sóknaraðila um fjárnám í eignum hans var tekin fyrir hjá sýslumanninum í Hafnarfirði 3. mars 1993. Þrátt fyrir mótmæli varnaraðila fór fjárnám þá fram. Benti hann á til fjárnáms væntanlegar peningagreiðslur samkvæmt sölusamn- ingi um fasteignasölu, svo sem frá greinir í hinum kærða úrskurði. Var fjárnám gert í þessum réttindum varnaraðila. Jafnframt krafð- ist varnaraðili mats á þessu fjárnámsandlagi. Hinn 5. mars var málið tekið fyrir öðru sinni og matsmaður dómkvaddur. Hinn 11. mars, er málið var tekið fyrir að nýju, mætti varnaraðili ekki, en fært var til bókar, að hann hefði verið boðaður og ekki tilkynnt forföll. Sami lögmaður og fyrr mætti af hans hálfu. Lagt var fram mat hins dómkvadda matsmanns. Var niðurstaða þess sú, að fjár- námsandlagið væri „ekki þau gögn, sem haldbært fjárnám verði gert í“. Lögmaður varnaraðila lýsti því yfir við þessa fyrirtöku 1509 málsins, að hann vissi eigi til þess, að varnaraðili ætti aðrar eignir, og var fært til bókar, án athugasemda frá lögmanninum, að gerðin væri árangurslaus. Með vísan til þessa verður litið svo á, að málsvari gerðarþola samkvæmt 62. gr., sbr. 2. mgr. 24. gr., laga nr. 90/1989 um aðför hafi verið til staðar við hina árangurslausu fjárnámsgerð. Var sýslu- manni rétt, eins og á stóð, að ljúka fjárnámsgerð hjá varnaraðila sem árangurslausri. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og leggja fyrir héraðsdómara að taka bú varnaraðila til gjaldþrota- skipta, sbr. 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur og lagt fyrir héraðs- dómara að taka bú varnaraðila, Óskars Mikaelssonar, til gjald- Þrotaskipta. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 21. júní 1993. I. Með bréfi, dags. 27. apríl 1993, sem barst dóminum 3. maí sl., gerir Gjaldheimtan í Reykjavík þá kröfu, að bú Óskars Mikaelssonar, kt. 111243-4339, Espilundi 10, Garðabæ, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Í kröfu sinni greinir skiptabeiðandi þannig frá atvikum, að skuldari hafi ekki staðið skil á opinberum gjöldum, en skuld hans nemi nú samtals 12.306.684 kr. Reisir skiptabeiðandi kröfu sína um gjaldþrotaskipti á árangurslausri fjárnámsgerð hjá skuldara, sem fram fór 11. mars 1993, að kröfu skipta- beiðanda, sbr. 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti. Í þinghaldi 18. maí sl. var kröfunni vísað á bug með bókun í þingbók, sbr. 1. mgr. 67. gr. laga nr. 21/1991, þar sem hin árangurslausa fjárnáms- gerð, sem krafan var reist á, þótti ekki fullnægja skilyrðum 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laganna og 62. og 63. gr. laga nr. 21/1991. Með bréfi, dags. 27. maí 1993, gerir skiptabeiðandi þá kröfu, að málið verði tekið fyrir að nýju og að úrskurður gangi um höfnun gjaldþrotaskipta á búi skuldara. Á dóm- þingi 14. júní sl. var málið tekið fyrir, og ítrekaði skiptabeiðandi kröfu sína. Var málið tekið til úrskurðar, án þess að aðrir ættu kost á að tjá sig um kröfuna. III. Samkvæmt |. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti getur lánardrottinn krafist þess, að bú skuldara verði tekið til gjaldþrota- 1510 skipta, hafi kyrrsetning, löggeymsla eða fjárnám verið gert hjá honum án árangurs að einhverju leyti eða öllu á síðustu þremur mánuðum fyrir frestdag og ekki sé ástæða til að ætla, að gerðin gefi ranga mynd af fjárhag skuldara. Telja verður áskilið samkvæmt lagaákvæði þessu, að viðkomandi aðfarar- gerð fullnægi skilyrðum 8. kafla aðfararlaga nr. 90/1989. Við fyrirtöku hjá sýslumanninum í Hafnarfirði 3. mars 1993 á kröfu skipta- beiðanda um fjárnám í eignum skuldara var skuldari sjálfur staddur og benti á til fjárnáms greiðslur samkvæmt tveimur kaupsamningum við fasteigna- söluna Hugin hf. Samkvæmt endurriti úr gerðabók sýslumanns kom ekki fram við gerðina, hvort skuldari ætti frekari eignir eða réttindi, sem unnt væri að taka fjárnámi. Verður ekki fallist á það með skiptabeiðanda, að röksemdir þær, sem skuldari færði fram fyrir frestbeiðni, verði taldar fela í sér yfirlýs- ingu um eignaleysi. Svo sem áður er rakið, lauk sýslumaðurinn í Hafnarfirði fjárnámi án árangurs 11. mars sl. að gerðarþola fjarverandi á grundvelli þeirrar yfirlýs- ingar lögmanns hans, að lögmanninum væri ekki kunnugt um, að gerðarþoli ætti aðrar eignir en þegar höfðu verið metnar ótækar til fjárnáms. Samkvæmt 62. gr. aðfararlaga verður fjárnámi ekki lokið án árangurs, nema gerðarþoli hafi sjálfur verið staddur við gerðina eða málsvari hans eða hann hvorki finn- ist né neinn, sem málstað hans getur tekið. Í 2. mgr. 24. gr. laganna eru mál- svarar gerðarþola tæmandi taldir, en þeir eru, þegar um einstakling er að ræða, maki hans eða heimilismaður 18 ára og eldri. Verður ekki talið, að lög- menn geti á grundvelli málflutningsumboðs talist málsvarar gerðarþola í skiln- ingi aðfararlaga, enda almennt varhugavert að telja, að þeir hafi nauðsynlega yfirsýn yfir efnahag gerðarþola. Gat greind yfirlýsing lögmanns skuldara því ekki verið grundvöllur árangurslauss fjárnáms, og var sýslumanni óheimilt að svo komnu að ljúka gerðinni með þeim hætti. Voru sýslumanni tæk úrræði 3. mgr. 24. gr. aðfararlaga, til að fjánámi yrði fram haldið. Fullnægir gerðin því ekki lagaskilyrðum 1. tl. 2. mgr. 6S. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrota- skipti, og verður gjaldþrotaúrskurður ekki á henni reistur. Í eldri lögum um aðför nr. 19/1887 var ekki að finna lagaákvæði sam- bærileg við 8. kafla gildandi laga um aðför nr. 90/1989. Verður því ekki talið, að dómur Hæstaréttar frá 1985, bls. 839, hafi fordæmisgildi í máli þessu. Með vísan til framangreinds ber að hafna kröfu skiptabeiðanda um gjald- þrotaskipti á búi skuldara. Benedikt Bogason dómarafulltrúi kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu skiptabeiðanda, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, að bú Óskars Mikaelssonar, kt. 111243-4339, Espilundi 10, Garðabæ, verði tekið til gjaldþrotaskipta, er hafnað. 1511 Fimmtudaginn 9. september 1993. Nr. 351/1993. Helga Gunnólfsdóttir, Helga Árnadóttir, Gunnlaug Árnadóttir og Helga Bylgja Gísladóttir gegn Sigurði Friðrikssyni. Kærumál. Flýtimeðferð. Frávísun frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðilar skutu máli þessu til Hæstaréttar með kæru 16. ágúst 1993 og krefjast þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og málið sæti flýtimeðferð samkvæmt XIX. kafa laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Frá varnaraðila hafa hvorki borist kröfur né greinargerð. Heimild til kæru úrskurðar héraðsdómara varðandi flýtimeðferð á máli samkvæmt XIX. kafla laga nr. 91/1991 er takmörkuð við synjun um útgáfu stefnu, sbr. n-lið 1. mgr. 143. gr. laganna. Svo sem fram kemur í héraðsdómi, var slíku ekki til að dreifa í þessu máli, heldur óskuðu sóknaraðilar (stefndu í héraði) flýtimeðferðar á málinu, eftir að orðið var við kröfu þeirra um endurupptöku þess. Að svo vöxnu máli brast lagaskilyrði til kæru úrskurðarins. Sam- kvæmt því ber að vísa kærumáli þessu frá Hæstarétti. Það er aðfinnsluvert, að héraðsdómari gætti ekki ákvæðis 1. mgr. 148. gr. laga nr. 91/1991. Dómsorð: Kærumáli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. ágúst 1993. Tómas Gunnarsson hrl. hefur með bréfi til dómsins óskað eftir flýti- meðferð samkvæmt XIX. kafla laga nr. 91/1991 á máli nr. 315/1992: Sig- urður Friðriksson gegn handhafa veðskuldabréfs. Beiðnin er sett fram vegna Helgu Gunnólfsdóttur, Vesturgötu 34, Keflavík, Helgu Árnadóttur, 1512 Miðgarði 1, Keflavík, Gunnlaugar Árnadóttur, Suðurgarði 12, Keflavík, og Helgu Bylgju Gísladóttur, Brekkustíg 1, Sandgerði. Að kröfu framan- greindra var í Héraðsdómi Reykjaness 2. júní sl. kveðinn upp úrskurður um, að málið skyldi endurupptekið, og hefur Hæstiréttur Íslands staðfest þá niðurstöðu í dómi, upp kveðnum 29. júní 1993, í máli nr. 256/1993. Niðurstaða. Samkvæmt 1. mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991 má viðhafa flýtimeðferð í máli vegna ákvörðunar eða athafna stjórnvalds eða vegna verkfalls, verk- banns eða annarra aðgerða, sem tengjast vinnudeilu, og þeim skilyrðum er fullnægt, að brýn þörf sé á skjótri úrlausn og að úrlausnin hafi almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni málsaðila. Samkvæmt 1. og 2. mgr. nefndrar lagagreinar er heimild til að æskja flýtimeðferðar samkvæmt XIX. kafla laga nr. 91/1991 einskorðuð við þann, er hyggst höfða mál, enda afhendi hann forstöðumanni dómstóls stefnu ásamt skriflegri beiðni um út- gáfu hennar og þeim málsgögnum, sem geta stutt beiðnina. Beiðni sú, sem hér er til meðferðar, virðist beinast að því, að flýtt verði endurupptöku máls, sem höfðað var af Sigurði Friðrikssyni til ógildingar á skuldabréfi. Ákvæði XIX. kafla laga nr. 91/1991 um flýtimeðferð hafa að geyma nýmæli um afbrigði frá almennum reglum um málsmeðferð, og er ekki fallist á, að lögjöfnun verði beitt, svo sem haldið er fram. Samkvæmt framangreindu er ekki fallist á, að fullnægt sé skilyrðum til flýtimeðferðar. Sigurður Hallur Stefánsson fulltrúi kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Ósk um flýtimeðferð er hafnað. 1513 Fimmtudaginn 9. september 1993. Nr. 369/1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík gegn Ólafi Gunnarssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 3. september 1993, sem Hæstarétti barst 6. sama mánaðar. Hann krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess aðallega, að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til kl. 24.00 miðvikudaginn 13. október 1993, en til vara, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Í skjölum, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, kemur fram, að tveir menn, sem grunaðir eru um fíkniefnamisferli, hafi lýst því yfir, að varnaraðili hafi átt hlut að brotum þeirra. Í greinar- gerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti er greint frá því, að heildar- magn þeirra fíkniefna, sem varnaraðili er grunaður um að hafa fjármagnað og skipulagt innflutning á, nemi allt að S,S kíló- grömmum af hassi og allt að 1,4 kílógrömmum af amfetamíni. Líkur séu á því, að hluti efnanna sé þegar seldur og sé eftir að leiða í ljós, hver seldi, hvert söluverð var og hver naut ágóðans af sölunni. Lögreglan hafi vísbendingar um ýmsar mikilvægar upplýsingar, sem eftir sé að vinna úr, en gætu gagnast við rann- sókn málsins. Erfitt gæti reynst að sannreyna þær, ef varnar- aðili væri frjáls ferða sinna. Með skírskotun til þessa og forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður 1514 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. september 1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess, að Ólafi Gunnarssyni, kt. 200455-3049, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 24.00 mið- vikudaginn 13. október nk. Lögreglan vinnur nú að rannsókn vegna tveggja fíkniefnasendinga, er komið var með til landsins 6. og 25. júlí, en 25. júlí voru tveir menn hand- teknir í Leifsstöð, og fannst talsvert magn fíkniefna á öðrum þeirra, falið innan klæða. Sátu þeir báðir í gæsluvarðhaldi vegna málsins um nokkurn tíma. Lögreglan segir, að fram hafi komið vísbendingar og framburður vitna, er bendi eindregið til þess, að Ólafur hafi skipulagt og fjármagnað báðar ferðirnar, en aðrir hafi verið fengnir til að fara. Ólafur hefur við yfirheyrslu hjá lögreglu og hér fyrir dómi neitað allri aðild að máli þessu. Hann hefur hins vegar viðurkennt að hafa flutt með sér lítið eitt af amfetamíni frá Bandaríkjunum nú í sumar, en 1,8 g af efninu fundust við húsleit á heimili hans sl. þriðjudag. Með hliðsjón af þeim sakargögnum, sem fyrir liggja, verður að fallast á, að Ólafur sé undir rökstuddum grun um aðild að innflutningi fíkniefna tvisvar nú í júlímánuði. Verður að telja, að nauðsynlegt sé í þágu rann- sóknar málsins, að honum verði meinað að hafa samband við aðra, er þátt eiga í brotunum, og hugsanleg vitni. Lögreglan styður kröfu um gæsluvarðhald við a-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 svo og við 2. mgr. sömu greinar. Ekki verður á það fallist, að 2. mgr. 103. gr. eigi við, svo sem sakarefni er háttað. Verður Ólafur hins vegar úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi skv. a-lið 1. mgr. Sýnist varðhaldstíminn hæfilega afmarkaður til mánudagsins 20. september nk. kl. 16.00. Úrskurðarorð: Ólafur Gunnarsson, kt. 200455-3049, sæti gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 20. september nk. kl. 16.00. 1515 Föstudaginn 10. september 1993. Nr. 357/1993. Ríkisspítalar gegn þrotabúi Sigríðar H. Einarsdóttur. Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Sértökuréttur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 4. ágúst 1993, sem barst réttinum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júlí sama ár. Sóknaraðili krefst þess, að varnaraðili greiði sér 3.800.601 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. júlí 1992 til greiðsludags á grundvelli sértökuréttar samkvæmt 109. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Eins og mál þetta liggur fyrir, verður ekki á það fallist, að krafa sóknaraðila hafi verið sérgreind í búi varnaraðila, þá er skiptastjóri tók við því. Skilyrði 109. gr. gjaldþrotaskiptalaga fyrir sértökurétti er þannig ekki fullnægt. Með þessari athugasemd ber að staðfesta hinn kærða úrskurð með tilvísun til forsendna hans. Sóknaraðili skal greiða varnaraðila 60.000 krónur í kærumáls- kostnað. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Ríkisspítalar, greiði varnaraðila, þrotabúi Sigríðar H. Einarsdóttur, 60.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júlí 1993. I. Mál þetta var tekið til úrskurðar 25. júní sl. að loknum munnlegum mál- flutningi, en það var þingfest 29. apríl sl. til úrlausnar um lýsta kröfu Ríkis- spítala í þrotabú Sigríðar H. Einarsdóttur. 1516 Sóknaraðili er Ríkisspítalar, kt. 540269-6379, Rauðarárstíg 31, Reykja- vík. Varnaraðili er þrotabú Sigríðar H. Einarsdóttur, kt. 221213-6379, Efsta- leiti 10, Reykjavík. Sóknaraðili gerir þær dómkröfur, að varnaraðili greiði sóknaraðila 3.800.601 kr. auk dráttarvaxta skv. IV. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. júlí 1992 til greiðsludags á grundvelli sértökuréttar samkvæmt 109. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991. Krafist er vaxtareiknings dómkrafna skv. 12. gr. vaxtalaga. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar að mati dómsins. Varnaraðili gerir þær dómkröfur, að hafnað verði dómkröfum sóknar- aðila um sértökurétt á grundvelli 109. gr. laga nr. 21/1991 til greiðslu á skuld, að fjárhæð 3.800.601 kr., auk vaxta og málskostnaðar og staðfest, að samþykkja beri fjárkröfu sóknaraðila sem almenna kröfu í þrotabú varnaraðila. Jafnframt krefst varnaraðili málskostnaðar skv. mati dómsins að viðbættum virðisaukaskatti. II. Málavextir eru þeir, að bú Sigríðar H. Einarsdóttur var tekið til gjald- þrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 24. ágúst 1992. Skipta- stjóri var skipaður Skarphéðinn Þórisson hrl. Á skiptafundi í þrotabúinu 10. desember 1992 var uppi ágreiningur um kröfu, sem Sigurður |. Halldórsson hdl. lýsti í þrotabúið af hálfu Ríkisspítala. Krafan var upphaf- lega að fjárhæð 4.182.304 kr., sem lýst var í búið samkvæmt 109. gr. laga nr. 21/1991 á grundvelli sértökuréttar. Skiptastjóri samþykkti kröfu þessa sem almenna kröfu með 3.917.786 kr. Dráttarvextir voru lækkaðir úr 203.121 kr. í 117.185 kr., þar sem dráttarvextir í kröfulýsingu voru reikn- aðir miðað við 20. október 1992, en átti að reikna miðað við 24. ágúst 1992. Kröfu um sértökurétt var með öllu hafnað. Ekki var unnt að jafna þennan ágreining með aðilum á skiptafundinum, og var því krafist úr- lausnar dómsins með bréfi skiptastjóra, dagsettu 18. janúar 1993. Viðskipti aðila máls þessa áttu sér langa sögu. Í júní 1992 greiddi sóknar- aðili varnaraðila 3.800.601 kr. vegna mistaka. Sóknaraðili taldi sig eiga í viðskiptum við varnaraðila, en síðar kom í ljós, að þær vörur, sem sóknar- aðili taldi sig vera að greiða fyrir, komu frá öðrum lögaðila. Sá aðili hafði tekið við rekstrinum í byrjun júní s. á., og sendi hann kröfu á Ríkisspítala frá þeim tíma. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en um mánaðamót septem- ber/október 1992. Þegar bú Sigríðar H. Einarsdóttur var lýst gjaldþrota 24. ágúst 1992, var meðal eigna þess sparisjóðsbók með innstæðu að fjár- hæð ca. 900.000 kr., og höfðu ávísanir sóknaraðila verið lagðar inn á þá bók. 1517 IV. Í máli þessu er deilt um það, hvort ofannefnd krafa Ríkisspítalanna njóti sértökuréttar samkvæmt 109. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991. Samkvæmt þeirri grein skal afhenda eign eða réttindi í vörslum þrotabús þriðja manni, ef hann sannar eignarrétt sinn að þeim, og með sama hætti skal afhenda öðrum rétthöfum eignir eða réttindi, sem þrotabúið á ekki tilkall til. Samkvæmt ofannefndri lagagrein verður tveimur meginskilyrðum að vera fullnægt, til þess að eftir þessu ákvæði verði farið með afhendingu peningafjárhæðar. Hið fyrra er, að sá, sem krefst afhendingar peninga- fjárhæðar, verður að sýna fram á eignarrétt að henni. Seinna skilyrðið lýtur að því, að féð verður að vera sérgreint frá fjármunum búsins. Óumdeilt er, að 3.800.601 kr. var greidd Kjötbúðinni Borg, sem var í einkaeigu Sigríðar H. Einarsdóttur, fyrir mistök, enda ljóst nú, að vörurnar, sem bárust sóknaraðila, voru ekki frá þeim aðila komnar. Þessi peningafjárhæð var afhent skiptastjóra ásamt öðrum fjármunum Sigríðar H. Einarsdóttur og Kjötbúðarinnar Borgar. Sóknaraðili og Kjötbúðin Borg höfðu átt samfelld viðskipti um árabil. Af gögnum málsins má sjá, að staða sóknaraðila í þessum viðskiptum var ýmist neikvæð eða jákvæð. Þegar kveðinn var upp úrskurður um gjald- Þrotaskipti 24. ágúst 1992, var staða sóknaraðila jákvæð um 3.800.601 kr. Hér var því um viðskiptaskuld Kjötbúðarinnar Borgar og Sigríðar H. Einarsdóttur að ræða, sem telst krafa í þrotabú Sigríðar samkvæmt 113. gr. gjaldþrotalaga. Jafnframt er í ljós leitt, að kröfufjárhæðin var lögð inn á bankareikning þrotabúsins ásamt öðrum fjármunum búsins án nokk- urrar aðgreiningar, og verður því að telja, að um sérgreiningu fjárins sé ekki að ræða. Sóknaraðili heldur því fram í greinargerð, að skilyrði 109. gr. gjaldþrota- laga um sérgreiningu sé fullnægt, þar eð ljóst sé, að fjármunirnir hafi verið lagðir inn á bankareikning og þeir afhentir skiptastjóra við gjaldþrota- úrskurðinn, og sé það á hans ábyrgð að halda þeim fjármunum sérgreind- um. Ekki verður fallist á þessa röksemd sóknaraðila, enda kveðst skipta- stjóri hafa fengið fjármunina í hendur sem hluta innstæðu á bankareikningi ásamt öðru fé án nokkurrar aðgreiningar, og er þeirri fullyrðingu hans ómótmælt. Verður því að fallast á það með varnaraðila, að skilyrði 109. gr. laga nr. 21/1991 sé ekki fullnægt, hvað varðar sérgreiningu fjárins. Með hliðsjón af ofanrituðu þykir verða að hafna kröfu sóknaraðila um, að varnaraðili greiði honum kröfufjárhæðina með dráttarvöxtum frá 1. Júlí 1992 til greiðsludags skv. 109. gr. laga nr. 21/1991. Samþykkja ber fjár- kröfu sóknaraðila sem almenna kröfu í þrotabú varnaraðila. Málskostnaður ákveðst 50.000 kr., þ. m. t. virðisaukaskattur. 1518 Arnfríður Einarsdóttir, settur fulltrúi dómstjóra, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðila, Ríkisspítala, að varnaraðili, þrotabú Sigríðar H. Einarsdóttur, greiði sér 3.800.601 kr. með dráttarvöxtum frá 1. júlí 1992 til greiðsludags samkvæmt 109. gr. laga nr. 21/1991, er hafnað. Krafan skal njóta stöðu almennrar kröfu í þrotabú varnaraðila. Sóknaraðili greiði varnaraðila 50.000 kr., þ. m. t. virðisaukaskattur, í málskostnað. 1519 Föstudaginn 10. september 1993. Nr. 283/1993. Íslandsbanki hf. gegn Birgit M. Johansson. Kærumál. Útburður. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili hefur með heimild í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 1. tl. 102. gr. laga nr. 92/1991, skotið máli þessu til Hæstaréttar. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að varnaraðili verði borinn út úr húsnæði því að Seljabraut 54 í Reykjavík, sem lýst er í úrskurðinum. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Í hinum kærða úrskurði er gerð grein fyrir margþættum ágreiningi málsaðila um réttarstöðu þeirra varðandi leiguumráð yfir framan- greindu húsnæði. Dómaframkvæmd hefur löngum verið sú, að beinni aðfarargerð verði ekki komið fram, nema réttmæti kröfu gerðarbeiðanda sé svo vafalaust, að jafna megi til þess, að dómur hafi gengið um hana. Sams konar viðhorf komu fram í athugasemd með 78. gr. í frumvarpi til laga nr. 90/1989. Með vísan til þessa og með hliðsjón af Norsku lögum Kristjáns konungs V. frá 15. apríl 1687, VI. bók, 14. kapítula, 6. gr., um ofríki og hervirki, brestur lagaskilyrði til þess, að úr réttarágreiningi þeim, sem uppi er í mál- inu, verði skorið í útburðarmáli. Samkvæmt þessu ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Rétt er eftir þessum málsúrslitum, að sóknaraðili greiði varnar- aðila 50.000 krónur í kærumálskostnað. Við ákvörðun hans hefur ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur. Sóknaraðili, Íslandsbanki hf., greiði varnaraðila, Birgit M. Johansson, 50.000 krónur í kærumálskostnað. 1520 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 1993. 1. Mál þetta, sem þingfest var 1. þ. m., var tekið til úrskurðar 9. þ. m. að loknum munnlegum málflutningi. Gerðarbeiðandi er Íslandsbanki hf., kr. 421289-5069, Laugavegi 31, Reykjavík, en gerðarþoli Birgit M. Johansson, kt. 060424-8029, Urriðakvísl 26, Reykjavík. Dómkröfur gerðarbeiðanda eru, að gerðarþoli ásamt öllu, sem henni tilheyrir, verði borinn út úr húsnæðinu Seljabraut 54, Reykjavík, nánar tiltekið þeim hluta húsnæðisins, þar sem gerðarþoli rekur myndbandaleigu og söluturn. Enn fremur krefst gerðarbeiðandi málskostnaðar að mati dómsins og að fjárnám verði heimilað fyrir kostnaði af vantanlegri gerð. Dómkröfur gerðarþola eru, að krafa gerðarbeiðanda um útburð nái ekki fram að ganga og gerðarbeiðanda verði gert að greiða gerðarþola máls- kostnað „„með hliðsjón af gjaldskrá LMFÍ““. En verði fallist á kröfu gerðar- beiðanda, krefst gerðarþoli, að aðfararfrestur ákvarðist sex mánuðir og að málskot til æðra dóms fresti aðför. Úrskurðarorð: Krafa gerðarbeiðanda nær ekki fram að ganga. Gerðarbeiðandi greiði gerðarþola 50.000 krónur í málskostnað. 1521 Föstudaginn 10. september 1993. Nr. 278/1993. Ríkissjóður segn Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Kærumál. Fjárnám. Málskostnaður. Lögskýring. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson og Hjörtur Torfason. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 1. tl. 102. gr. laga nr. 92/1991, skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 1. júlí 1993. Krefst hann þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og því hafnað, að fjárnám megi gera samkvæmt beiðni varnaraðila. Hann krefst og máls- kostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar á hinum kærða úrskurði og kærumálskostnaðar. Í máli þessu er einvörðungu um það deilt, hvort 24,5% virðis- aukaskattur samkvæmt lögum nr. 50/1988 sé innifalinn í tilgreindri fjárhæð þóknunar, er varnaraðila var ákveðin með dómi bæjar- þings Akureyrar 31. mars 1992 sem skipuðum talsmanni stefnenda í málinu nr. 816/1990: Ingibjörg Auðunsdóttir og Guðmundur Svavarsson persónulega og f. h. ólögráða sonar þeirra, Karls, gegn Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þessum skjólstæðingum varnar- aðila hafði verið veitt gjafsókn í málinu fyrir héraðsdómi með bréfi dómsmálaráðuneytisins 6. desember 1990 á grundvelli XI. kafla þágildandi laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, og var þóknun til hans úr ríkissjóði tiltekin í dóminum, eins og við átti samkvæmt 3. mgr. 173. gr. þeirra laga. Ágreiningsefni þetta er réttilega borið upp með þeim hætti, sem hér var á hafður, eins og staðfest er í hinum kærða úrskurði. Á hinn bóginn verður ekki á það fallist, að ákvæði dómsins um gjaf- sóknarkostnað séu svo óljós sem talið er í úrskurðinum. Orðin „að teknu tilliti til virðisaukaskatts““ í forsendum dómsins vísa óefað til þess, hvernig hin umdeilda þóknun var ákveðin, en ekki hins, 96 1522 hvernig hana bæri að greiða úr ríkissjóði. Gefa þau til kynna, að fjárhæð þóknunarinnar hafi verið tilgreind að meðtöldum þeim virðisaukaskatti, sem varnaraðila bæri að standa skil á til ríkissjóðs vegna starfsemi sinnar. Er þetta sá skilningur, sem beinast liggur við eftir orðanna hljóðan, og ekki efni til annars en leggja hann til grundvallar. Samkvæmt þessu ber að hafna aðfararbeiðni varnaraðila, þar sem hin tilgreinda fjárhæð gjafsóknarkostnaðar samkvæmt dómi bæjarþingsins er þegar greidd. Rétt er, að varnaraðili greiði sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hið umbeðna fjárnám á ekki að ná fram að ganga. Varnaraðili, Jón Steinar Gunnlaugsson, greiði sóknaraðila, ríkissjóði, 50.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumáls- kostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júní 1993. I. Mál þetta, sem þingfest var 26. maí sl. og tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 15. þ. m., er rekið eftir 13. kafla laga nr. 90/1989 um aðför á grundvelli aðfararbeiðni, sem beint var til Héraðsdóms Reykja- víkur samkvæmt heimild í 3. mgr. 11. gr. sömu laga. Sóknaraðili er gerðarbeiðandi, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstréttar- lögmaður, kt. 270947-4179, Skólavörðustíg 12, Reykjavík. Varnaraðili er gerðarþoli, dómsmálaráðherra f. h. íslenska ríkisins. Endanlegar dómkröfur gerðarbeiðanda eru þær, að heimilað verði fjár- nám hjá gerðarþola til tryggingar skuld, að fjárhæð 264.000 kr., auk kostn- aðar við aðfararbeiðni, 3.521 kr., málskostnaður að viðbættum virðisauka- skatti í ágreiningsmáli þessu og alls annars kostnaðar við framkvæmd gerðarinnar og eftirfarandi fullnustuaðgerðir, ef til þeirra kemur. Endanlegar dómkröfur gerðarþola eru þær, að því verði hafnað, að fjár- nám megi gera samkvæmt aðfararbeiðni gerðarbeiðanda og að gerðarþola verði úrskurðaður málskostnaður úr hendi hans að mati réttarins. Til vara er þess krafist, að í úrskurði verði kveðið á um, að málskot á honum fresti aðfarargerð, sbr. 3. mgr. 84. gr. aðfararlaga nr. 90/ 1989. 1523 II. Með dómi bæjarþings Akureyrar 31. mars 1992 í málinu nr. 816/1990: Ingibjörg Auðunsdóttir og Guðmundur Svavarsson persónulega og f. h. sonar þeirra, Karls, gegn Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, var sjúkra- húsið sýknað af skaðabótakröfum stefnenda, en málskostnaður felldur niður. Stefnendur höfðu fengið gjafsókn í málinu, og var sóknaraðili þessa máls talsmaður þeirra. Í forsendum dómsins var þannig komist að orði: „„Gjafsóknarkostnaður stefnenda, 1.200.000 kr., greiðist úr ríkissjóði, þar af 1.080.000 kr. þóknun til skipaðs talsmanns stefnenda, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns, að teknu tilliti til virðisaukaskatts.“ Í dómsorði var þannig kveðið á um gjafsóknarkostnað: „„Gjafsóknar- kostnaður stefnenda, 1.200.000 kr., þar af 1.080.000 kr. þóknun til tals- manns stefnenda, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns, greiðist úr ríkissjóði.“ Dómi þessum áfrýjuðu þau Ingibjörg og Guðmundur til Hæstaréttar, en höfðu ekki gjafsókn þar. Með dómi Hæstaréttar 10. desember 1992 voru áfrýjendum dæmdar bætur og stefnda gert að greiða 750.000 krónur í máls- kostnað í héraði, er rynni í ríkissjóð, en áfrýjendum 800.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Ákvörðun héraðsdóms um málsóknarlaun í héraði voru ekki til endurskoðunar fyrir Hæstarétti. Sóknaraðili sendi dómsmálaráðuneytinu reikning 4. apríl 1992, sem var þannig sundurliðaður: „„Dæmdur gjafsóknarkostnaður í bæjarþingsmálinu á Akureyri nr. 816/ 1990: Vegna útlagðs kostnaðar ............0.000.0.00..0. kr. 120.000 Þóknun .........0000000 00... kr. 1.080.000 24,5%0 vsk. .......0.00. — 264.600 — 1.344.600 Áður greitt vegna útlagðs kostnaðar skv. reikn. nr. 516, dags. 11. febrúar 1992 ....... — 79.246 Kr. 1.385.354“ Sóknaraðila voru greiddar 1.120.754 krónur af reikningsfjárhæðinni, og stóð þá eftir fjárhæð, sem svarar til virðisaukaskatts samkvæmt reikn- ingnum, 264.600 krónur. Sóknaraðili höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur íslenska ríkinu til innheimtu eftirstöðva reikningsins, og var kröfu hans vísað frá dómi með úrskurði 11. mars 1993. Í forsendum dómsins kom meðal annars fram, að með dómi bæjarþings Akureyrar í fyrrnefndu máli hefðu stefn- anda síðastnefnds máls verið ákvörðuð laun, er skyldi greiða úr ríkissjóði, fyrir málflutning sinn sem skipuðum talsmanni stefnenda þess máls. Sú efnislega niðurstaða dómsins hafi verið bindandi fyrir aðila héraðsdóms- 1524 málsins og yrði samkvæmt 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 ekki borin undir sama eða hliðsettan dómstól að nýju. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur var staðfestur að þessu leyti með dómi Hæstaréttar 29. mars 1993 með þeim rökum meðal annars, að dóms- orð í dómi bæjarþings Akureyrar „hljóðaði um greiðslu úr ríkissjóði til talsmanns gjafsóknarhafa, sbr. 3. tl. 173. gr. þágildandi laga um meðferð einkamála í héraði. Verður við það að miða, að sá hluti þess sé aðfarar- hæfur sem annað, er í dómsorði greinir“. IV. Forsendur og niðurstaða. Í máli þessu reynir aðallega á túlkun ákvæðis í fyrrnefndum dómi bæjar- þings Akureyrar frá 31. mars 1992 um þóknun til skipaðs talsmanns gjaf- sóknarhafa. Heimilt er að leita úrlausnar héraðsdóms um ágreiningsefnið með þeim hætti, sem sóknaraðili hefur kosið, sbr. 3. mgr. 11. gr., 2. mgr. 14. gr. og 13. kafla laga nr. 90/1989 um aðför, enda nauðsynlegt til að fá úr því skorið, hvort fjárnám megi fara fram til tryggingar kröfu sóknar- aðila. Felst þannig í niðurstöðunni túlkun, en ekki endurskoðun á efni fyrr- nefnds dóms. Dómur bæjarþings Akureyrar var kveðinn upp í gildistíð eldri einkamála- laga nr. 85/1936, og verður að túlka efni dómsins með hliðsjón af þeim lögum. Lagareglur um virðisaukaskatt grípa með ólíkum hætti inn í ákvörðun fjárhæðar málskostnaðar í einkamáli annars vegar og ákvörðun þóknunar til skipaðs talsmanns gjafsóknarhafa hins vegar. Málskostnaður er dæmdur öðrum málsaðila úr hendi hins, og er lögmaður þess aðila, sem máls- kostnaðurinn er dæmdur, ekki aðili að því réttarsambandi. Milli hans og umbjóðandans er annað réttarsamband. Lögmaðurinn beinir kröfu sinni um málflutningsþóknun til umbjóðanda síns og þarf að standa skil á virðis- aukaskatti af þeirri þóknun. Við ákvörðun málskostnaðar þarf að taka tillit til þess kostnaðar, sem þessi málsaðili hefur af málsókninni, þar á meðal þess hluta kostnaðarins, sem telst vera virðisaukaskattur, ef aðilinn getur ekki dregið þennan virðisaukaskatt frá sem innskatt. Í þessu tilviki þarf í dómsorði að greina frá endanlegri málskostnaðarfjárhæð, og verður fjár- nám ekki gert fyrir hærri fjárhæð en greind er í dómsorði. Um ákvörðun þóknunar til talsmanns gjafsóknar- eða gjafvarnarhafa gegnir öðru máli. Um ákvörðun slíkrar þóknunar og skyldu ríkisins til að greiða hana er nú kveðið á um í 1. og 2. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, samanber áður 3. mgr. 173. gr. laga nr. 85/1936. Í þessu tilviki eru aðilar að ákvörðun þóknunar talsmaðurinn og íslenska ríkið. 1525 Hæstiréttur Íslands hefur á síðustu árum mótað þá dómvenju að ákvarða talsmanni aðila, sem veitt hefur verið gjafsókn eða gjafvörn, þóknun fyrir málflutning án þess að taka við þá ákvörðun tillit til skyldu hlutaðeigandi lögmanns til að standa skil á söluskatti og síðar virðisaukaskatti af þóknun- inni í ríkissjóð. Í sumum dómum hefur þetta beinlínis verið tekið fram, en í öðrum ekki. Í dómi Hrd. 1989, bls. 131, er beinlínis tekið fram, að þóknun, sem dómari ákveður, að ríkissjóður skuli greiða skipuðum tals- manni gjafsóknarhafa, sé endurgjald fyrir lögfræðiþjónustu og dæmd án þess söluskatts, sem af henni beri að greiða. Dómsorð fyrrnefnds bæjarþingsdóms er í fyllsta samræmi við ofan- greinda dómvenju, og með hliðsjón af dómvenjunni stendur tilgreining á þóknun í dómsorði ekki í vegi fyrir því, að fjárnám verði heimilað fyrir virðisaukaskatti af þeirri þóknun. Verulegur vafi er hins vegar á því, hvernig túlka beri orðalag á ákvörðun þóknunar í forsendum dómsins með tilliti til þess, hvort fjárhæð hennar hafi verið ákveðin með hliðsjón af lagaákvæðum um virðisaukaskatt eða hvort hafa eigi hliðsjón af þeim reglum við greiðslu þóknunarinnar með þeim hætti, að virðisaukaskattur verði reiknaður ofan á þóknunina. Í 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt segir meðal annars: „Skylda til að innheimta virðisaukaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð hvílir á þessum aðilum: 1. Þeim, sem í atvinnuskyni eða með sjálfstæðri starfsemi sinni selja eða afhenda vörur eða verðmæti ellegar inna af hendi skattskylda vinnu eða þjónustu. ““ Samsvarandi ákvæði var að finna í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 10/1960 um söluskatt. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 50/1988 er skattverð það verð, sem virðisauka- skattur er reiknaður af við sölu á vörum eða verðmætum, skattskyldri vinnu eða þjónustu, og miðast skattverðið við heildarendurgjald eða heildarandvirði hins selda án virðisaukaskatts. Þar sem virðisaukaskattur er þannig reiknaður ofan á heildarendurgjald fyrir vinnu eða þjónustu, verður ekki fallist á þau rök varnaraðila, að hann sé innifalinn í þóknun talsmanns gjafsóknarhafa. Þvert á móti ber tals- manninum að innheimta virðisaukaskatt ofan á þóknun sína og standa skil á honum í ríkissjóð. Efni og inntak setningarinnar: „Gjafsóknarkostnaður stefnenda, 1.200.000 kr., greiðist úr ríkissjóði, þar af 1.080.000 kr. þóknun til skipaðs talsmanns stefnenda, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns, að teknu tilliti til virðisaukaskatts,“ í forsendum fyrrnefnds bæjarþings- dóms þykir, sem fyrr segir, óljóst. Dómendur eru handhafar ríkisvalds, og skulu dómar þeirra vera glöggir. 1526 Með hliðsjón af dómvenju um ákvörðun þóknunar talsmanns gjafsóknar- hafa, dómsorði margnefnds dóms og 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988 þykir verða að túlka óljóst orðalag dómsins sóknaraðila í hag, þannig, að við greiðslu á þóknun sóknaraðila hafa borið að taka tillit til skyldu sóknaraðila til að innheimta hjá íslenska ríkinu virðisaukaskatt af ákvarðaðri þóknun. Þykir niðurlagsákvæði 3. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1989 ekki hnekkja þessari niðurstöðu. Eftir úrslitum ágreiningsmálsins þykir rétt, að varnaraðili greiði sóknar- aðila 65.000 krónur í málskostnað, og er við ákvörðun málskostnaðar tekið tillit til skyldu sóknaraðila til að standa skil á virðisaukaskatti í ríkissjóð, sbr. 11. gr. laga nr. 50/1988, en ákvæðið fjallar meðal annars um andvirði þjónustu, sem eigandi tekur til eigin nota. Samkvæmt því má aðför fara fram til tryggingar skuld, að fjárhæð 264.600 krónur, kostnaði við aðfararbeiðni, 3.521 krónu, málskostnaði, 65.000 krónum, og öllum öðrum kostnaði við framkvæmd gerðarinnar og eftirfarandi fullnustuaðgerðir. Fallist er á varakröfu varnaraðila um, að kæra til Hæstaréttar fresti að- farargerð. Sigurður T. Magnússon dómarafulltrúi kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Aðför má fara fram til tryggingar skuld gerðarþola, dómsmála- ráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins, við gerðarbeiðanda, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann, að fjárhæð 264.600 krónur, 3.521 krónu kostnaði við aðfararbeiðni, 65.000 króna málskostnaði og öllum öðrum kostnaði við framkvæmd gerðarinnar og eftirfarandi fullnustuaðgerðir. Kæra til Hæstaréttar frestar aðfarargerð. 1527 Föstudaginn 10. september 1993. Nr. 302/1993. Gifspússning hf. gegn Húsfélaginu Engihjalla 19, Kópavogi. Kærumál. Innsetningargerð. Fasteign. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 21. júlí 1993, sem barst réttinum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. júlí 1993, þar sem synjað var kröfu sóknaraðila um að fá umráð íbúðar nr. 1-C í fasteigninni Engihjalla 19 í Kópavogi með beinni aðfarargerð. Sóknaraðili krefst þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og kröfur sínar fyrir héraðs- dómi teknar til greina, þar á meðal um málskostnað. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Varnaraðili er þinglýstur eigandi íbúðarinnar að Engihjalla 19 í Kópavogi. Sóknaraðili, sem áður bar heitið Glermassinn hf., fékk umráð hennar 1. júlí 1989 í samræmi við kaupsamning aðila 1. júní sama ár, en íbúðin var hluti greiðslu varnaraðila sem verkkaupa til sóknaraðila sem verktaka við framkvæmdir utan húss á Engihjalla 19. Varnaraðili rifti þessum kaupsamningi með bréfi 23. desember 1992 vegna ætlaðra vanefnda sóknaraðila, og er mál um þá riftun nú rekið milli aðila fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Sóknaraðili hafði umráð þessarar íbúðar, þar til leigjandi á hans vegum fór úr íbúð- inni vorið 1993 og afhenti varnaraðila lykla að henni. Lögmaður varnaraðila tilkynnti lögmanni sóknaraðila með bréfi 14. júní 1993, að þar sem framangreindum kaupsamningi hefði verið rift, „hefur umbj. m. tekið við vörslum íbúðarinnar og mun ráðstafa henni eftir eigin þörfum“. Sóknaraðili fékk umráð íbúðarinnar að Engihjalla 19 í samræmi við kaupsamning aðila. Ágreiningur þeirra um efndir samningsins varðar frágang á því verki, sem sóknaraðili leysti af hendi, og hefur 1528 hann eigi verið til lykta leiddur. Á meðan riftunarkrafa varnaraðila hefur ekki verið staðfest með dómi, á sóknaraðili þann rétt, er kaupsamningurinn kveður á um og varnaraðili hefur viðurkennt í framkvæmd í fjögur ár. Skiptir þá ekki máli, þótt kaupsamningnum hafi ekki verið þinglýst. Réttindi sóknaraðila eru því svo ljós, að sönnur verða færðar fyrir þeim með gögnum, sem 83. gr. laga um aðför nr. 90/1989 kveður á um, sbr. 78. gr. laganna. Ber því að taka umráðakröfu sóknaraðila til greina. Rétt þykir, að varnaraðili greiði sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, Húsfélagið Engihjalla 19, Kópavogi, skal fá sóknaraðila, Gifspússningu hf., umráð íbúðar nr. 1-C að Engi- hjalla 19 í Kópavogi ásamt tilheyrandi lyklum. Varnaraðili skal greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, samtals 80.000 krónur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. júlí 1993. I. Mál þetta, sem varðar beina aðfarargerð, barst dóminum 24. júní 1993 og var tekið til úrskurðar að undangengnum munnlegum málflutningi 7. júlí sl. Gerðarbeiðandi, Gifspússning hf., kt. 670588-1499, Hólabergi 36, Reykjavík, gerir þá dómkröfu, að sér verði með beinni aðfarargerð fengin umráð yfir íbúðinni nr. 1-C að Engihjalla 19, Kópavogi, svo og lyklum tilheyrandi eigninni, sem eru nánar tiltekið útidyrum, að sameiginlegu anddyri hússins, að þvottahúsi á 1. hæð, að sérgeymslu íbúðar á jarðhæð, að sameiginlegu fundaherbergi á 10. hæð, að pósthólfi íbúðarinnar í and- dyri, að útidyrum að sunnanverðu húsinu svo og lyklum að íbúðinni nr. 1-C í húsinu, en allir lyklarnir séu nú í höndum gerðarþola. Þá krefst gerðar- beiðandi málskostnaðar úr hendi gerðarþola samkvæmt gjaldskrá LMFÍ og dráttarvaxta af málskostnaði að liðnum fimmtán dögum frá úrskurðardegi til greiðsludags samkvæmt vaxtalögum nr. 25/1987. Gerðarþoli, Húsfélagið Engihjalla 19, Kópavogi, kt. 620981-0369, gerir þá dómkröfu, að synjað verði kröfu gerðarbeiðanda um, að honum verði með beinni aðfarargerð fengin umráð yfir íbúðinni nr. 1-C að Engihjalla 19, Kónavogi, og að honum verði gert að greiða gerðarþola hæfilegan máls- 1529 kostnað að mati dómsins. Nái krafa gerðarbeiðanda fram að ganga, krefst gerðarþoli þess með vísan til3. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989, að í úrskurði dómsins verði kveðið á um, að málskot fresti aðfarargerð. Sáttaumleitanir dómara hafa engan árangur borið. II. Málavextir eru þeir, að með verksamningi aðila máls þessa, dags. 31. maí 1989, tók gerðarbeiðandi að sér framkvæmdir utan húss á fasteigninni nr. 19 við Engihjalla, Kópavogi. Fólst verkið einkum í múrviðgerðum og málun, en verkinu skyldi lokið eigi síðar en 1. nóvember 1989 að viðlögðum dagsektum, 10.000 kr. Fyrir verkið átti gerðarþoli að greiða 5.390.000 kr. Hluta verkkaupsins, 2.600.000 kr., átti að greiða með íbúð gerðarþola í umræddri fasteign, merktri 1-C, en ágreiningur málsins lýtur að umráðum hennar. Samhliða verksamningi þessum gerðu aðilar með sér kaupsamning um greinda íbúð, dags. 1. júní 1989. Er tekið fram í samningnum, að íbúðin greiðist með yfirtöku veðskuldar, 688.806 kr., en að öðru leyti með efni og vinnu samkvæmt verksamningi aðila. Afsal skyldi gefið út til gerðar- beiðanda við verklok. Gerðarbeiðandi fékk íbúðina afhenta 1. júlí 1989 í samræmi við ákvæði kaupsamningsins. Umræddur kaupsamningur var í júlímánuði 1990 lagður inn til þinglýsingar hjá bæjarfógetanum í Kópavogi, en fékkst ekki þinglýstur sökum ófullnægjandi undirritunar gerðarbeiðanda og gerðarþola á skjalið. Úr því hefur ekki verið bætt af hálfu aðila málsins, og er gerðarþoli þinglýstur eigandi íbúðarinnar. Með viðaukasamkomulagi aðila, dags. 28. janúar 1989, var verklokum frestað til 15. ágúst 1990 og dagsektir til þess tíma felldar niður. Milli aðila kom upp ágreiningur um efndir gerðarbeiðanda, og telur gerðarþoli verkið gallað. Áttu aðilar með sér fund 3. maí 1991, og telur gerðarþoli, að þar hafi náðst samkomulag um, að gerðarbeiðandi endurbætti verk sitt með tilteknum hætti eigi síðar en 15. júlí sama ár. Af hálfu gerðarbeiðanda er samkomulagi þessu mótmælt. Hinn 3. apríl 1992 voru að beiðni gerðarþola dómkvaddir tveir matsmenn til þess að meta, hver væri kostnaður við viðgerðir og endurbætur á fast- eigninni að Engihjalla 19, Kópavogi, samkvæmt hinu umdeilda samkomu- lagi frá 3. maí 1991. Enn fremur óskaði gerðarþoli eftir, að matsmenn fjöll- uðu um önnur atriði, sem kynnu að koma upp við skoðun og vörðuðu verk gerðarbeiðanda og ástæða væri til að geta um. Matsgerð lá fyrir 23. júní 1992 og viðbótarmat 9. júlí 1992. Niðurstaða matsmanna var sú, að samtals kostaði 3.435.120 kr. að bæta úr verki gerðarbeiðanda. Með bréfi lögmanns gerðarþola, dags. 23. desember 1992, rifti gerðarþoli kaupsamn- ingi við gerðarbeiðanda, dags. 1. júní 1989, um áðurgreinda íbúð að Engi- hjalla 19, Kópavogi, vegna stórfelldra vanefnda gerðarbeiðanda. 1530 Gerðarþoli höfðaði mál gegn gerðarbeiðanda hér fyrir dóminum um ágreining aðila, sem þingfest var 28. janúar 1993. Í því máli krefst gerðar- þoli þess aðallega, að viðurkennd verði riftun sín á kaupsamningi aðila og að gerðarbeiðanda verði gert að greiða skaðabætur vegna afnotamissis íbúðarinnar. Til vara krefst gerðarþoli skaðabóta samkvæmt matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna. Af hálfu gerðarþola er krafist sýknu af kröfum gerðarbeiðanda, en til vara lækkunar stefnukrafna. Hefur hann einnig uppi kröfu til skuldajafnaðar vegna ætlaðra aukaverka. Aðal- meðferð umrædds máls er fyrirhuguð 2. september nk. Svo sem áður er rakið, hafði gerðarbeiðandi umráð íbúðarinnar að Engi- hjalla 19 frá 1. júlí 1989. Með leigusamningi við Ingibjörgu H. Þorsteins- dóttur, dags. 15. október 1992, var henni leigð íbúðin frá þeim degi í eitt ár. Hinn 14. júní 1993 ritaði lögmaður gerðarþola lögmanni gerðarbeiðanda bréf, þar sem tilkynnt var, að nefnd Ingibjörg hefði að eigin frumkvæði afhent lykla íbúðarinnar. Í bréfinu segir síðan, að þar sem kaupsamningi um íbúðina hafi verið rift, hafi gerðarþoli tekið við vörslu hennar og muni ráðstafa henni eftir eigin þörfum. Með bréfi lögmanns gerðarbeiðanda, dags. 16. júní 1993, var mótmælt hvers kyns ráðstöfun eða notum íbúðar- innar og þess krafist, að íbúðin yrði afhent þegar í stað. Þar sem ekki var orðið við tilmælum þessum, krafðist gerðarbeiðandi aðfarar þeirrar, sem hér er til úrlausnar. Við reifun málsatvika þykir ekki ástæða til að gera grein fyrir einstökum þáttum verksamnings aðila, að hvaða leyti gerðarþoli telur verkið gallað, eða matsgerðum þar að lútandi. IV. Svo sem rakið hefur verið, greinir aðila á um efndir gerðarbeiðanda á verksamningi, dags. 31. maí 1989. Telur gerðarþoli verkið stórlega gallað og hefur rift kaupsamningi, dags. 1. júní 1989, um fasteignina að Engihjalla 9, Kópavogi, merkta 1-C, sem er hluti af verkkaupi. Af hálfu gerðarbeið- anda er riftun hafnað, auk þess sem gerðarbeiðandi telur sig eiga kröfur vegna aukaverka. Um ágreining aðila er rekið mál hér fyrir dóminum. Sá málarekstur um réttarsamband aðila stendur ekki í vegi máls þessa, sbr. 79. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Mál þetta varðar kröfu gerðarbeiðanda um að fá umráð greindrar íbúðar með beinni aðfarargerð, sbr. 78. gr. aðfararlaga. Verður ekki leyst frekar úr ágreiningi aðila en varðar þá kröfugerð. Samkvæmt 83. gr. aðfararlaga gildir sú meginregla, að hafna skal aðfararbeiðni, ef varhugavert verður talið, að gerðin nái fram að ganga á grundvelli sýnilegra sönnunargagna. Þarf gerðarbeiðandi að færa svo 1531 ríkar sönnur fyrir réttindum sínum og réttmæti kröfunnar, að öldungis megi jafna til þess, að dómur hafi gengið um hana. Gerðarþoli er þinglýstur eigandi umræddrar eignar, en gerðarbeiðandi reisir rétt sinn á kaupsamningi aðila og telur, að þrátt fyrir riftun gerðar- þola standi réttur samkvæmt þeim samningi óhaggaður. Með kaupsamningi aðila öðlaðist gerðarbeiðandi eignarréttindi yfir íbúðinni, sem háð voru því skilyrði, að hann efndi skuldbindingar sínar, sem einkum fólust í að ljúka verki við utanhússframkvæmdir fasteignarinnar að Engihjalla 19, Kópa- vogi. Milli málsaðila er verulegur réttarágreiningur, og leikur vafi á gagn- kvæmum skyldum þeirra. Fyrirliggjandi matsgerðir styðja þá málsástæðu gerðarþola, að verk gerðarbeiðanda hafi verið annmörkum háð, og því kann gerðarþoli að hafa öðlast heimildir til vanefndaúrræða. Að þessu virtu þykir réttur gerðarbeiðanda ekki svo skýr og ótvíræður, að unnt sé að fallast á kröfu hans um, að bein aðför verði heimiluð. Þá þykir ekki hafa þýðingu í málinu, hvernig gerðarþoli fékk umráð íbúðarinnar. Gerðarbeiðandi greiði gerðarþola 40.000 kr. í málskostnað. Benedikt Bogason dómarafulltrúi kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu gerðarbeiðanda um að fá umráð fasteignarinnar að Engihjalla 19, Kópavogi, og tilheyrandi lykla eignarinnar úr vörslum gerðarþola með beinni aðfarargerð er synjað. Gerðarbeiðandi greiði gerðarþola 40.000 kr. í málskostnað. 1532 Mánudaginn 13. september 1993. Nr. 314/1993. Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar sf. gegn Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Kærumál. Frávísunardómur felldur úr gildi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 7. júlí 1993, sem barst réttinum 4. ágúst 1993. Hann krefst þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að taka málið til efnislegrar meðferðar. Þá krefst hann málskostn- aðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar, að því er varðar frávísun málsins, en jafnframt, að sér verði dæmdur máls- kostnaður í héraði svo og kærumálskostnaður. Fyrir Hæstarétt hefur sóknaraðili lagt nýtt sönnunargagn, greinargerð Stefáns D. Franklín, löggilts endurskoðanda, en rök- stuðningur með kröfugerð í stefnu er reistur á þeirri greinargerð. Varnaraðili styður frávísunarkröfu sína því, að málatilbúnaður sóknaraðila sé andstæður 18. gr., 24. gr., 60. gr. og 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 100. gr. sömu laga, og meginreglum réttarfars um skýran og greiðan málflutning, og telur hann kröfur sóknaraðila ekki dómtækar. Sóknaraðili mótmælir því, að málatilbúnaður sinn sé vanreifaður og andstæður lögum um meðferð einkamála og meginreglum réttar- fars. Reynt hafi verið að sýna fram á tjón sóknaraðila eftir hald- bærum upplýsingum, m. a. ársskýrslum og ársreikningum varnar- aðila og skattframtölum og ársreikningum sóknaraðila. Endur- skoðandi hafi unnið að undirbúningi kröfugerðar, og liggi útreikn- ingar hans frammi í málinu. Sakarefni þetta er ekki undan lögsögu dómstóla skilið, og er því réttilega beint að varnaraðila. Héraðsdómari taldi, að „nauðsynlegt hefði verið að fá dóm- kvadda sérfróða og óvilhalla matsmenn til að láta í ljós álit sitt á 1533 kröfunum“. Úr því hefði mátt bæta, og var héraðsdómara rétt að láta það til sín taka, samanber 2. og 3. mgr. 101. gr. laga nr. 91/ 1991, áður en hann vísaði málinu frá héraðsdómi. Að þessu athuguðu og þar sem eigi verður séð, að málatilbúnaður sóknaraðila sé að öðru leyti með þeim annmörkum, að varða skuli frávísun málsins, ber að fella hinn kærða dóm úr gildi og leggja fyrir héraðs- dómara að taka málið til efnisúrlausnar. Rétt þykir, að varnaraðili greiði sóknaraðila 50.000 krónur í máls- kostnað í héraði og kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði frávísunardómur er úr gildi felldur, og er lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, Kirkjugarðar Reykjavíkurpófastsdæma, greiði sóknaraðila, Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar sf., 50.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júlí 1993. Málið er höfðað með stefnu, birtri 30. desember sl. Stefnandi er Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar sf., kt. 430269- 4969, Vesturhlíð 3, Reykjavík. Stefndi er Kirkjugarðar Reykjavíkur, kt. 690169-2829, Suðurhlíð, Reykjavík. Stefnandi krefst þess aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 53.618.000 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, og skal upphafsdagur vaxta vera mánuði eftir þingfestingu máls- ins, er var 7. janúar sl. Til vara er þess krafist, að stefndi verði dæmdur til að greiða 45.857.500 kr. með framangreindum dráttarvöxtum. Til þrautavara er þess krafist, að stefndi verði dæmdur til að greiða 34.732.000 kr. auk dráttarvaxta, og til þrautaþrautavara er þess krafist, að stefndi verði dæmdur til að greiða aðra og lægri fjárhæð að mati dómsins með dráttar- vöxtum, eins og að framan greinir. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega frávísunar og málskostnaðar. Málið var flutt um frávísunarkröfuna 23. júní sl. og tekið til úrskurðar í framhaldi af flutningnum. Af framansögðu má ljóst vera, að kröfugerð stefnanda er ekki svo skýr sem nauðsynlegt er, til að dómur verði réttilega á málið lagður. Nauðsynlegt 1534 hefði verið að fá dómkvadda sérfróða og óvilhalla matsmenn til að láta í ljós álit sitt á kröfunum. Jafnvel þótt dómarinn kveddi til sérfróða með- dómsmenn, myndu þeir ekki geta bætt úr annmörkunum á málatilbúnaði stefnanda án þess að fara verulega út fyrir starfssvið sitt, og dygði ekki til, þar eð margt af því, sem stefnandi byggir á, er áætlað og stutt líkum, sem ekki er unnt að sannreyna. Málatilbúnaður stefnanda er því ekki í samræmi við lög um meðferð einkamála nr. 19/1991, og er því óhjákvæmi- legt að vísa málinu frá dómi, en eftir atvikum þykir mega fella málskostnað niður. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Málinu er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður. 1535 Mánudaginn 13. september 1993. Nr. 363/1993. B gegn dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Kærumál. Nauðungarvistun. Frávísun frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 17. ágúst 1993, sem barst réttinum |. september 1993. Hann krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og kveðið verði á um það, að vistun sín á sjúkrahúsi samkvæmt 3. mgr. 13. gr. lögræðislaga nr. 68/1984 hafi verið ólögmæt. Þá krefst hann kæru- málskostnaðar úr ríkissjóði, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 68/1984. Varnaraðili krefst þess aðallega, að málinu verði vísað frá Hæsta- rétti, en til vara, að kröfum sóknaraðila verði hafnað. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt vottorð dr. Sigurjóns B. Stefáns- sonar, sérfræðings í geðlækningum, sem var læknir sóknaraðila, er hann dvaldist á geðdeild Landspítalans að Kleppi, dagsett 27. ágúst 1993. Varnaraðili reisir frávísunarkröfu sína á því, að nauðungarvistun sú, sem mál þetta snýst um, sé afstaðin. Nauðungarvistun sam- kvæmt 3. mgr., sbr. 2. mgr. 13. gr. lögræðislaga getur lengst staðið í 15 sólarhringa, sbr. 19. gr. sömu laga, og sé sóknaraðili ekki lengur vistaður á sjúkrahúsi. Krafa hans um að fella úrskurðinn úr gildi sé því beiðni um lögfræðilega álitsgerð, sem vísa beri frá Hæstarétti samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Fram er komið, að vistun sóknaraðila á sjúkrahúsi lauk 19. ágúst sl. Hefur hann því ekki lengur réttarhagsmuni af því, að hinn kærði úrskurður komi til endurskoðunar fyrir Hæstarétti. Ber því að vísa máli þessu sjálfkrafa frá réttinum. Eins og atvikum máls þessa er háttað, eru hvorki efni til að dæma kærumálskostnað né lagaskilyrði til að dæma talsmanni kæranda þóknun úr ríkissjóði. 1536 Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. ágúst 1993. I. Með símbréfi, dags. 3. ágúst 1993, hefur sóknaraðili, B, kt. Í.....), til heimilis að gistiheimilinul.......... 1, en nú með dvalarstað á Kleppsspítalanum í Reykjavík, mótmælt ákvörðun dómsmálaráðuneytis, dags. 30. júlí 1993, um nauðungarvistun sína á sjúkrahúsi skv. 3. mgr. 13. gr. lögræðislaga nr. 68/1984. Bréf sóknaraðila barst dómstólnum sama dag og það er ritað, en gögn þau, sem ákvörðun ráðuneytisins var reist á, bárust dómstólnum miðviku- daginn 4. ágúst sl. Málið var tekið fyrir í gær, fimmtudaginn $. ágúst, til þess að gefa sóknaraðila kost á að skýra mál sitt, sbr. 3. mgr. 18. gr. í. f. lögræðislaga nr. 68/1984. Af hálfu dómsmálaráðuneytisins var ekki sótt þing. Er sóknaraðili hafði skýrt mál sitt, var málið tekið til úrskurðar. Sóknaraðili óskaði ekki eftir skipun talsmanns. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðila, B, að ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, dags. 30. júlí 1993, um vistun hans á sjúkrahúsi skv. 3. mgr. 13. gr. lög- ræðislaga nr. 68/1984 verði felld úr gildi, er hafnað. 1537 Mánudaginn 13. september 1993. Nr. 297/1993. Jóhann Benediktsson, Sigurður Stefánsson, Sveinn Sigurbjörnsson og Tryggvi Stefánsson gegn Eiríki Sigfússyni. Kærumál. Skuldabréf. Varnir. Skýrslugjöf. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðilar skutu máli þessu til Hæstaréttar með kæru 8. júlí 1993, sem barst réttinum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra, upp kveðinn 30. júní 1993 af Ásgeiri Pétri Ásgeirssyni héraðsdómara. Kæruheimild er í b-lið 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krefjast sóknaraðilar þess, að hinn kærði úrskurður „verði úr gildi felldur og ómerktur og að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka til greina kröfur sóknar- aðila um, að heimilað verði, að fram fari í málinu sönnunarfærsla með gagnaöðflun, vitna- og aðilayfirheyrslum til þess að staðreyna efni og tilurð skuldabréfsins, sbr. urskj. 2 ...““. Þeir krefjast og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess, að synjað verði um dómkröfur sóknar- aðila og að málinu verði vísað til löglegrar meðferðar í héraði. Hann krefst þess, að sóknaraðilar og/eða hæstaréttarlögmennirnir Jón Oddsson og Tómas Gunnarsson, umboðsmenn sóknaraðila, verði dæmdir til að greiða varnaraðila kærumálskostnað. Máli þessu hefur tvívegis áður verið skotið til Hæstaréttar. Með dómi 23. mars 1993 var staðfestur úrskurður héraðsdómarans þess efnis, að Sparisjóði Glæsibæjarhrepps verði ekki gert að leggja fram í málinu endurrit allra skjala sparisjóðsins, sem varða tilurð, mögu- leg kaup og sölu, meðferð og innheimtu skuldabréfs þess, er um er deilt í málinu. Með dómi 1. júní sl. var staðfestur úrskurður héraðsdómara um að víkja ekki sæti. Nú hafa sóknaraðilar skotið til Hæstaréttar þeirri ákvörðun héraðsdómara, að málið skuli rekið 97 1538 samkvæmt XVII. kafla laga nr. 91/1991, enda þótt í dómi Hæsta- réttar 23. mars sl. væri byggt á því, að málið væri rekið á þann hátt. Í forsendum hins kærða úrskurðar tekur héraðsdómari fram, að ekki sé þörf á frekari sönnunarfærslu í málinu. Ekkert er því til fyrirstöðu, að sóknaraðilar geti innan þeirra marka, er áskilin eru í 118. gr. laga nr. 91/1991, leitt aðila og vitni til skýrslugjafar við aðalflutning málsins. Eins og atvikum málsins er háttað, er rétt, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Heimilt er að yfirheyra aðila og vitni í máli þessu innan þeirra marka, er 118. gr. laga nr. 91/1991 áskilur. Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 30. júní 1993. Hér fyrir dómi krefjast lögmenn stefndu, að fram fari sönnunarfærsla með vitnaleiðslum og aðilaskýrslum til þess að staðreyna efni og tilurð skuldabréfsins á dskj. nr. 2 og sérstaklega í ljósi upplýsinga Bankaeftirlits- ins á dskj. nr. 19 og 21, þar sem fram komi, að framseljandi skuldabréfsins til stefnanda, Sparisjóður Glæsibæjarhrepps, hafi aldrei átt bréfið, og sé því framsalið falsað samkvæmt c-lið 118. gr. laga nr. 91/1991. Einnig hafi ríkissaksóknari og sýslumaðurinn á Akureyri ekki fyrirtekið opinbera rann- sókn, komi til nýjar upplýsingar um tilurð skuldabréfsins. Í ljósi þessa sé skylt að víkja frá ákvæðum XVII. kafla laga nr. 91/1991 og koma að frjálsri sönnunarfærslu. Lögmaður stefnanda mótmælir þessu og telur mál þetta að fullu upplýst samkvæmt gögnum þess, og ætlað eignarhald Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps skipti engu máli í þessu sambandi, vegna þess að skuldabréfið sé framselt af þar til bærum aðila til stefnanda, og vísar til Hrd. 1985, 419, máli sínu til stuðnings. Komi því stefndu ekki að frekari sönnunarfærslu en gögn málsins upplýsi með vísan til XVII. kafla laga nr. 91/1991. Álit dómsins. Upplýst er í málinu, sbr. dskj. nr. 19 og 21, að Sparisjóður Glæsibæjar- hrepps var ekki eigandi skuldabréfsins, heldur hafði það til innheimtu fyrir stefnanda. Stefndu gáfu út skuldabréfið til Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps. Var sparisjóðurinn því formlega réttur handhafi bréfsins. Sparisjóðurinn framseldi stefnanda skuldabréfið. Er því stefnandi formlega réttur aðili að 1539 máli þessu. Með vísan til hinna sýnilegu sönnunargagna, sem fram hafa verið lögð í málinu, fellst dómurinn á þá kröfu stefnanda með vísan til XVII. kafla laga nr. 91/1991, að ekki sé þörf á frekari sönnunarfærslu í málinu, og skal því málið rekið samkvæmt XVII. kafla laga nr. 91/1991. Úrskurðarorð: Mál þetta skal rekið samkvæmt XVII. kafla laga nr. 91/1991. 1540 Þriðjudaginn 14. september 1993. Nr. 316/1993. Bila- og bátaverkstæði Þ. Þórðarsonar gegn Arndísi Guðmundsdóttur og Þóri Þorsteinssyni. Kærumál. Nauðungarsala. Haldsréttur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 3. ágúst 1993. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 20. júlí. Krefst sóknaraðili þess, að úrskurðinum verði hrundið og breytt á þá leið, að við úthlutun á söluandvirði m/b Siljunnar, RE 306, verði krafa hans, að fjárhæð 282.186 krónur, tekin til greina á undan öllum öðrum kröfum í andvirðið. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Til vara krefst hann þess, að staðfest verði úthlutunar- gerð sýslumannsins í Kópavogi 30. apríl 1993, þar sem ráðgert var að greiða sóknaraðila 29.880 krónur af kröfu hans, en til þrauta- vara, að haldsréttur verði einungis viðurkenndur fyrir mun lægri fjárhæð en sóknaraðili hefur krafist. Hann gerir og kröfu um kæru- málskostnað. Gögn málsins gefa til kynna, að vélbáturinn Siljan hafi verið án umhirðu vegna ágreinings milli kaupanda og seljanda að honum, þegar sóknaraðili tók hann upp úr Kópavogshöfn. Sóknaraðili hefur ekki leitt í ljós, að heimild til afskipta af bátnum verði rakin til þeirra viðskipta, sem hann hafði átt við fyrirsvarsmann kaup- anda. Ber að staðfesta hinn kærða úrskurð með skírskotun til for- sendna hans. Sóknaraðili greiði varnaraðilum kærumálskostnað, svo sem í dómsorði greinir, og er þá ekki tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 1541 Sóknaraðili, Bíla- og bátaverkstæði Þ. Þórðarsonar, greiði varnaraðilum, Arndísi Guðmundsdóttur og Þóri Þorsteinssyni, sameiginlega 30.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 20. júlí 1993. 1. Mál þetta, sem varðar ágreining við úthlutun söluverðs vegna nauðungar- sölu og sætir meðferð samkvæmt XIII. kafla laga nr. 90/1991, var tekið til úrskurðar 1. júlí 1993 að undangengnum munnlegum málflutningi. Sóknaraðili, Bíla- og bátaverkstæði Þ. Þórðarsonar, kt. 310847-7399, Kársnesbraut 102 A, Kópavogi, gerir þá dómkröfu, að þeirri ákvörðun sýslu- mannsins í Kópavogi frá 30. apríl 1993 að fallast á varakröfu Arndísar Guðmundsdóttur og breyta frumvarpi til úthlutunar söluverðs bátsins Siljunnar, RE-306, á þann veg, að haldsréttarkrafa Bíla- og bátaverkstæðis Þ. Þórðarsonar sé viðurkennd, að fjárhæð 29.880 kr., auk dráttarvaxta frá 30. október 1992 til 9. mars 1993, 2.082 kr., og innheimtukostnaðar, 27.534 kr., samtals 59.496 kr., verði hrundið og úrskurðað verði, að úthlutun til Bíla- og bátaverkstæðis Þ. Þórðarsonar verði að fjárhæð 282.186 kr. á undan öllum öðrum kröfum í söluandvirðið. Þá krefst Bíla- og bátaverkstæði Þ. Þórðarsonar málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðilar, Arndís Guðmundsdóttir, kt. 011234-2599, og Þórir Þor- steinsson, kt. 090524-2089, bæði til heimilis að Digranesheiði 31, Kópavogi, gera þá dómkröfu aðallega, að fram komnum haldsréttarkröfum sóknar- aðila í uppboðsandvirði bátsins Siljunnar, RE-306, verði með öllu hafnað. Til vara er þess krafist, að staðfest verði úthlutunargerð sýslumannsins í Kópavogi, dags. 30. apríl 1993. Til þrautavara er þess krafist, að einungis verði samþykktur haldsréttur fyrir mun lægri fjárhæðum en sóknaraðili gerir kröfu til. Þá krefjast varnaraðilar málskostnaðar úr hendi sóknaraðila að mati dómara og að tillit verði tekið til virðisaukaskatts við ákvörðun málskostnaðar. Sáttaumleitanir dómara hafa engan árangur borið. Il. Með bréfi lögmanns sóknaraðila til sýslumannsins í Kópavogi, dags. 4. febrúar 1993, var þess krafist, að Siljan, RE-306, 20 feta plastbátur, yrði seld nauðungarsölu á grundvelli haldsréttar, sbr. 6. tl. 6. gr. laga nr. 90/1991. Fór salan fram 9. mars 1993, en viðstaddir fyrirtökuna voru lög- menn aðila máls þessa. Af hálfu varnaraðila Arndísar Guðmundsdóttur var samþykkt, að nauðungarsalan færi fram, en bókað, að áskilinn væri réttur 1542 til að mótmæla kröfum sóknaraðila í söluandvirði bátsins, áður en til endanlegrar úthlutunar söluandvirðis kæmi. Umræddur bátur er þinglýst eign varnaraðila Þóris Þorsteinssonar, en í málinu liggur frammi ljósrit óþinglýsts kaupsamnings Þóris til Helenu Rögnu Friðriksdóttur, Hólabraut 19, Akureyri. Undir samning þennan ritar fyrir hönd Helenu faðir hennar, Friðrik Sigfússon. Samkvæmt samningnum er söluverð bátsins 2.200.000 kr., sem greiða skyldi með bifreið, að verð- mæti 350.000 kr., og veðskuldabréfum, út gefnum 11. október 1991 af nefndum Friðriki, að fjárhæð 750.000 kr., tryggðum með 1. veðrétti í bátnum, og með fjárhæð, 1.100.000 kr., tryggðri með 2. veðrétti í bátnum. Í söluandvirði Siljunnar, RE-306, bárust tvær kröfulýsingar frá sóknar- aðila. Annars vegar er krafa að höfuðstól, 87.524 kr., auk kostnaðar, 22.186 kr., samtals 109.710 kr., samkvæmt reikningi, dags. 1. mars 1993, vegna hreinsunar á vatni og snjó í bátnum og að gera vél frostvarða. Hins vegar er krafa, að höfuðstól 126.701 kr., auk dráttarvaxta, 7.605,60 kr., og kostnaðar, 38,169,60 kr., samtals 172.476,20 kr. samkvæmt reikningi, dags. 30. september 1992. Sá reikningur er til kominn vegna hreinsunar á vél bátsins og ræsi (startara), 55.500 kr., kostnaður við björgun, 24.000 kr., viðgerðar á vagni, 8000 kr., efni, nánar tiltekið, glóðarkerti, olíur, viftureim, geymasambönd og efni í ræsi, 14.268 kr., og virðisaukaskattur 24.933 kr. Samtals lýsti því sóknaraðili 282.186 kr. í söluandvirðið, sem nemur kröfu hans í máli þessu. Í kröfulýsingum sóknaraðila er tekið fram, að haldsréttur sé til tryggingar greiðslu. Frá varnaraðila Arndísi Guðmundsdóttur bárust kröfulýsingar í söluand- virði bátsins á grundvelli skuldabréfa, tryggðar með 1. og 2. veðrétti, sem áður er lýst, samtals að fjárhæð 2.424.968,30 kr. Samkvæmt frumvarpi sýslumannsins í Kópavogi til úthlutunar á sölu- verði, dags. 26. mars 1993, var söluverð Siljunnar, RE-306, 1.250.000 kr. Að frádregnum sölulaunum í ríkissjóð, 62.500 kr., komi því 1.187.500 kr. til úthlutunar, sem skiptist þannig, að í hlut sóknaraðila komi 172.476 kr., en eftirstöðvar, 1.015.024 kr., í hlut varnaraðila Arndísar Guðmundsdóttur til greiðslu kröfu á 1. veðrétti. Frestur til að andmæla frumvarpinu rann út 14. apríl 1993. Með bréfi lögmanns sóknaraðila, dags. 2. apríl 1993, var frumvarpi sýslumanns mótmælt og sú krafa gerð, að kröfur sóknaraðila yrðu að fullu greiddar á undan 1. veðrétti. Frá varnaraðilum bárust einnig mótmæli með bréfi, dags. 13. apríl 1993. Var gerð sú krafa, að kröfum sóknaraðila yrði algjörlega hafnað, en til vara, að einungis yrði fallist á að greiða þann kostnað, sem sóknaraðili teldi sig hafa orðið fyrir vegna björgunar bátsins, samkvæmt reikningi, dags. 30. september 1992, þ. e. 24.000 kr., auk virðis- aukaskatts, 5.880 kr., dráttarvaxta frá 30. október 1992 til 9. mars 1993, 1543 1.809 kr., ásamt áföllnum kostnaði að mati sýslumanns. Sýslumaður tók frumvarpið til meðferðar 30. apríl 1993. Féllst sýslumaður á varakröfu varnaraðila með þeim hætti, að til greiðsu upp í kröfu sóknaraðila kæmu að höfuðstól 29.880 kr. auk dráttarvaxta vegna sama tíma, 2.082 kr., og innheimtukostnaðar, 27.534 kr., samtals 59.496 kr. Báðir málsaðilar lýstu yfir því, að þeir myndu leita úrlausnar héraðsdóms vegna ákvörðunar þessarar. Málið barst dóminum 7. maí sl. með bréfi varnaraðila, en þeir hafa staðið saman að málatilbúnaði. Hinn 10. sama mánaðar barst dóminum bréf sóknaraðila, þar sem hann leitar einnig úrlausnar dómsins vegna ágreinings aðila. Ill. Af hálfu sóknaraðila er málavöxtum lýst svo, að hann hafi haft bátinn Siljuna, RE-306, til viðgerðar fyrir beiðni Friðriks Sigfússonar, umboðs- manns Helenu Friðriksdóttur. Eftir viðgerðina hafi báturinn verið afhentur í Kópavogshöfn, en nokkru síðar hafi athygli sóknaraðila verið vakin á því, að báturinn væri að sökkva í höfninni. Við eftirgrennslan sóknaraðila hafi honum verið tjáð, að nefndur Friðrik væri á sjúkrahúsi og ágreiningur milli hans og varnaraðila Þóris Þorsteinssonar um ætlaðan galla í bátnum. Þar sem hvorugur þessara aðila hafi gert sig líklegan til þess að bjarga bátn- um úr höfninni, hafi sóknaraðili í samráði við hafnarvörð Kópavogskaup- staðar tekið bátinn úr höfninni hálffullan af sjó í ágústmánuði 1992. Vísar sóknaraðili til fram lagðs bréfs Lárusar Óskarssonar hafnarvarðar, dags. 30. september 1992, þessu til staðfestu. Sóknaraðili telur, að nauðsyn hafi borið til að hreinsa vél og ræsi bátsins eftir björgunina, því að ella hefðu hlutir þessir eyðilagðst. Hvorki Friðrik Sigfússon né varnaraðili Þórir Þorsteinsson hafi hirt um bátinn, þar sem hann stóð á athafnasvæði sóknaraðila, frá björgun, þar til hann var seldur nauðungarsölu. Á þessum tíma hafi sóknaraðili haft eftirlit og umsjón með bátnum, og vegna þessa hafi hann ritað reikning, dags. 1. mars 1993. Sóknaraðili heldur því fram, að öll vinna, sem kröfur hans í málinu lúta að, hafi verið í þágu þess að viðhalda verðmæti bátsins. Í þessu skyni hafi björgun hans úr Kópavogshöfn og eftirfarandi umsjón verið nauðsynleg. Jafnframt beri til þess að líta, að hvorugur varnaraðila hafi fram að nauð- ungarsölu haft uppi andmæli við athöfnum sóknaraðila. Umsjón hans og erindrekstur hafi verið í þágu þeirra, enda forsenda þess, að gott verð fékkst fyrir bátinn. Eigi sóknaraðili því rétt á sanngjarnri þóknun fyrir erindrekstur sinn, sem gangi framar áhvílandi veðkröfum, annars vegar á grundvelli réttarreglna um óbeðinn erindrekstur og hins vegar á grundvelli haldsréttar. Þar sem varnaraðilar hafi ekki sýnt fram á, að reikningar 1544 sóknaraðila séu ósanngjarnir, beri að taka kröfu hans að fullu til greina, sbr. $. gr. kaupalaga nr. 39/1922 með lögjöfnun. Verði ekki fallist á kröfur sóknaraðila, leiði það til auðgunar varnaraðila á kostnað sóknaraðila. Sóknaraðili telur, að varnaraðilum hefði borið að mótmæla framgangi nauðungarsölunnar 9. mars 1993, vildu þeir ekki una kröfum sóknaraðila. IV. Af hálfu varnaraðila er því haldið fram, að réttarreglur um óbeðinn erindrekstur og haldsrétt eigi ekki við í máli þessu. Sóknaraðili hafi ekki fært fram neinar sannanir fyrir því, að Siljan, RE-306, hafi verið í yfir- vofandi hættu, þegar hann tók bátinn á land án samþykkis réttra umráða- manna eða eigenda. Vatn það, sem safnast hafði í bátinn, hafi verið rign- ingarvatn, sem auðvelt hefði verið fyrir mann með þekkingu á slíkum bátum að dæla upp úr honum með sérstakri lensidælu, sem í bátnum var. Hafi taka bátsins verið ólögmæt athöfn af hálfu sóknaraðila, sem þaðan af síður veiti honum forgangsrétt til söluverðs bátsins. Varnaraðilar telja, að þar sem engin brýn eða yfirvofandi hætta hafi steðjað að Siljunni, RE-306, í umrætt sinn, hafi sóknaraðila borið að leita samþykkis eiganda eða umráðamanns bátsins fyrir töku hans úr höfninni, sem aldrei var gert. Jafnframt hafi sóknaraðila borið að leita samþykkis eiganda, hugsanlegra umráðamanna eða rétthafa, áður en ráðist yrði í við- gerðir á bátnum, og enn fremur að fara fram á, að sömu aðilar tækju bátinn í sína vörslu. Í málinu liggi ekkert fyrir um, að þessa hafi verið gætt. Hljóta því athafnir sóknaraðila að teljast á hans eigin ábyrgð og frá- leitt, að hann geti með slíkum löglausum aðgerðum áunnið sér haldsrétt í viðkomandi bát. Aðgerðir þessar hafi verið með öllu þarflausar og hvorki til þess fallnar að tryggja hagsmuni varnaraðila né eiganda bátsins. Mun heppilegra hefði verið, að varnaraðilar sjálfir hefðu fengið vörslur bátsins í því skyni að viðhalda verðmæti hans fram að uppboðssölu, en ástand bátsins hafi þá verið orðið slæmt, bæði að innan sem utan. Hefði söluverð bátsins ásamt tilheyrandi kvóta orðið hærra, ef bátnum hefði verið eðlilega haldið við á þessum tíma. Hins vegar hafi verið ljóst, að sóknaraðili ætlaði sér ekki að afhenda bátinn úr sinni vörslu, nema uppsettur kostnaður vegna ætlaðrar björgunar og viðhalds yrði greiddur. Varnaraðilar mótmæla fram lögðu bréfi Lárusar Óskarssonar hafnar- varðar, dags. 30. september, þar sem staðfest er, að sóknaraðili hafi með vitund hafnarvarðar tekið upp Siljuna, RE-306, þar sem báturinn hafi legið undir skemmdum fullur af sjó í Kópavogshöfn. Er því haldið fram, að vott- orðið sé samið eftir á af sóknaraðila eða lögmanni hans og hafi ekki sönnunargildi í málinu. Líklegt sé, að hafnarvörður hafi verið í villu um tengsl sóknaraðila við umráðamann bátsins, og þrátt fyrir það að hann 1545 kunni að hafa samþykkt töku bátsins, veiti það sóknaraðila engan frekari rétt en ella. Í þinghaldi 16. júní sl. voru bókuð mótmæli lögmanns sóknar- aðila við þeirri fullyrðingu, að hann hefði samið umrætt vottorð. Vottorðs- gefandi kom ekki fyrir dóm, en hann lést skömmu fyrir aðalmeðferð málsins. Verði þrátt fyrir allt komist að þeirri niðurstöðu, að taka Siljunnar, RE-306, úr Kópavogshöfn teljist eiginleg björgun og að sóknaraðili hafi á grundvelli réttarreglna um óbeðinn erindrekstur öðlast haldsrétt í bátnum, telja varnaraðilar augljóst, að mun meira hefði þurft til að koma, til að fallist verði á haldsrétt vegna þess kostnaðar sóknaraðila, sem hann telji sig hafa orðið fyrir vegna bátsins eftir ætlaða björgun hans. Kostnaður vegna vinnu hans við bátinn og varahluti, þar sem báturinn stóð óvarinn fyrir utan starfsstöð sóknaraðila við Kársnesbraut í Kópavogi, geti aldrei talist krafa tryggð með haldsrétti, því að hvorki verði vísað til neyðarsjónar- miða né hafi tilraun verið gerð til að leita heimildar fyrir slíkum aðgerðum. Varnaraðilar mótmæla þeim fjárhæðum, sem sóknaraðili setur upp fyrir unnin verk við bátinn, sem allt of háum og nefna sérstaklega í því sambandi hreinsun á vatni og snjó, 87.524 kr., að meðtöldum virðisaukaskatti. V. Í máli þessu greinir aðila á um, hvort sóknaraðili eigi kröfu í söluandvirði Siljunnar, RE-306, og stöðu kröfunnar í réttindaröð. Rökstyður sóknaraðili mál sitt með því, að tiltryggingar kröfunni sé haldsréttur, sem gangi framar áhvílandi veðskuldum. Af hálfu varnaraðila er kröfu sóknaraðila og halds- rétti mótmælt. Varnaraðili Arndís Guðmundsdóttir er handhafi tveggja skuldabréfa, tryggðra með veði í bátnum, en varnaraðili Þórir Þorsteinsson þinglýstur eigandi bátsins. Helena Ragna Friðriksdóttir, rétthafi samkvæmt kaupsamningi, dags. 11. október 1991, er ekki aðili að málinu, en henni var tilkynnt um rekstur málsins. Á það verður ekki fallist með sóknaraðila, að varnaraðilum hafi borið að mótmæla framgangi nauðungarsölunnar, vildu þeir ekki una kröfum sóknaraðila. Komu mótmæli við frumvarpi sýslumanns fram innan tilskil- ins frests samkvæmt 2. mgr. 68. gr. laga nr. 90/1991, sbr. 1. mgr. $1. gr. sömu laga. Lagasjónarmið um óbeðinn erindrekstur eru undantekningar frá þeirri meginreglu, að hver og einn verði að annast og hirða um eigur sínar sjálfur. Þykja úrslit málsins velta á því, hvort talið verði, að athafnir sóknaraðila fullnægi skilyrðum slíks erindrekstrar. Sóknaraðili kom fyrir réttinn og skýrði svo frá, að hann hefði í ágúst- mánuði 1992 tekið Siljuna, RE-306, á land, eftir að hafa öðru hverju þá um sumarið haft spurnir af því, að báturinn lægi undir skemmdum við 1546 Kópavogshöfn, meira og minna fullur af sjó og við það að sökkva. Hann hefði því tekið bátinn á land og gert það, sem nauðsynlegt var til að hindra tjón. Kvaðst sóknaraðili áður hafa haft bátinn til viðgerðar, og því hefði sér runnið blóðið til skyldunnar. Jafnframt hefði hann átt hagsmuna að gæta, þar sem kostnaður vegna fyrri viðgerðar væri ógreiddur. Sóknaraðili kvaðst einu sinni hafa náð tali af Friðriki Sigfússyni, sem hann taldi eiganda bátsins, en hann hefði hvorki haft áhuga á bátnum né talið hann sér viðkomandi. Vitnið Ásmundur Einar Ásmundsson, sem er með bát ásamt föður sínum við Kópavogshöfn, og vitnið Helgi Örn Frederiksen, sem var við loðandi höfnina, komu fyrir dóm. Kváðu vitnin mikið hirðuleysi hafa verið á Siljunni, RE-306, sumarið 1992. Í bátnum hefði verið bæði vatn og sjór og hann hangið á landfestum mikið siginn. Vegna þessa hefðu þeir einu sinni dælt úr bátnum. Vitnið Gunnlaugur Ólafsson, starfsmaður vélsmiðju Í grennd Kópavogs- hafnar, kvaðst fyrir dómi hafa þekkt til Siljunnar, RE-306, enda unnið að viðgerðum á bátnum. Umhirða bátsins um sumarið hefði ekki verið sem skyldi, en hann hefði þó ekki verið við það að sökkva. Kvaðst vitnið öðru hverju hafa dælt úr bátnum án mikillar fyrirhafnar. Þrátt fyrir það að ráða megi af framburði vitna, að umhirðu Siljunnar, RE-306, hafi verið ábótavant umrætt sumar, þykir sóknaraðili ekki hafa sýnt fram á, að svo brýna nauðsyn hafi borið til ráðstafana þeirra, sem hann gerði, að þær væru heimilar undandráttarlaust, án þess að fyrir lægi samþykki til þess bærs aðila. Þá ber og að líta til þess, að sóknaraðili sjálfur hefur skýrt svo frá, að hann hafi leitað til Friðriks Sigfússonar, sem hann taldi eiganda bátsins, án þess að hann veitti sóknaraðila heimild til að hlutast til um bátinn. Að þessu virtu verður ekki fallist á það með sóknaraðila, að honum hafi verið heimilt að taka Siljuna, RE-306, á land og gera við bátinn á grundvelli réttar- reglna um óbeðinn erindrekstur og að þar með eigi hann rétt á að fá kostnað sinn greiddan. Verður því jafnframt ekki talið, að sóknaraðili hafi öðlast haldsrétt í bátnum, og ber að taka aðalkröfu varnaraðila til greina, þannig, að við úthlutun söluverðs Siljunnar, RE-306, verði ekki tekið tillit til fram kominna krafna sóknaraðila. Sóknaraðili greiði varnaraðilum samtals 50.000 kr. að viðbættum virðis- aukaskatti. Benedikt Bogason dómarafulltrúi kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Krafa varnaraðila, að við úthlutun söluverðs Siljunnar, RE-306, verði ekki tekið tillit til fram kominna krafna sóknaraðila, er tekin til greina. Sóknaraðili greiði varnaraðilum samtals 50.000 kr. í málskostnað að viðbættum virðisaukaskatti. 1547 Fimmtudaginn 16. september 1993. Nr. 301/1993. Íslandsbanki hf. og Þorvaldur Ólafsson gegn Iðnlánasjóði. Kærumál. Tryggingarbréf. Úthlutun uppboðsandvirðis. Verðtrygging. Vextir. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Hinn kærði úrskurður var kveðinn upp 25. júní 1993 í Héraðs- dómi Reykjaness. Málið barst Hæstarétti 28. júli 1993. Allir aðilar málsins hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar, og þykir því rétt, að aðild málsins þar verði með sama hætti og í héraði. Íslandsbanki hf. kærði úrskurðinn með kæru 8. júlí 1993. Krefst hann þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og úrskurðað verði, að sú ákvörðun sýslumannsins í Keflavík, að Íslandsbanki hf. fái úthlutað 2.608.462 krónum vegna kröfu á þriðja veðrétti við úthlutun uppboðsandvirðis vegna nauðungarsölu á Iðavöllum 6 í Keflavík 20. október 1992, verði breytt þannig, að Íslandsbanki hf. fái úthlutað 17.902.322 krónum af uppboðsand- virðinu vegna tryggingarbréfs á þriðja veðrétti auk dráttarvaxta samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum frá 7. október 1992 allt til greiðsludags auk málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Til vara krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur að öðru leyti en því, að gerð er krafa um málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Sóknaraðili Þorvaldur Ólafsson kærði úrskurðinn 9. júlí sl. og gerir sömu kröfur og sóknaraðili Íslandsbanki hf. Varnaraðili, Iðnlánasjóður, kærði úrskurðinn 7. júlí sl. og krefst þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og breytt þannig, að kröfugerð hans fyrir héraðsdómi nái fram að ganga. Krafist er kærumálskostnaðar. Á fundi hjá sýslumanninum í Keflavík 8. janúar 1993 vegna mótmæla sóknaraðila Íslandsbanka hf. gegn frumvarpi að úthlut- 1548 unargerð var þess krafist af hálfu varnaraðila, að frumvarpið stæði óbreytt. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði, gerði varnar- aðili sömu kröfu, er mál þetta var fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 15. mars 1993. Er fallist á þá niðurstöðu héraðsdómar- ans, að ný krafa varnaraðila, sett fram í greinargerð hans, sem lögð var fram 6. maí 1993, sé of seint fram komin og verði ekki tekin til meðferðar. Staðfest er sú niðurstaða hins kærða úrskurðar, að verðtrygging tryggingarbréfs þess, sem sóknaraðili Íslandsbanki hf. reisir kröfur sínar á, hafi verið heimil. Svo sem fram kemur í úrskurðinum, skyldi bréfið samkvæmt efni sínu vera til tryggingar dráttarvöxtum og hvers konar kostnaði til viðbótar höfuðstól með verðbótum. Lagarök þykja ekki standa því í vegi, að þetta ákvæði bréfsins haldi gildi sínu. Ber því að taka til greina aðalkröfu sóknaraðila, sem hefur ekki verið vefengd tölulega. Rétt þykir að dæma dráttarvexti frá 1. janúar 1993. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og kærumáls- kostnaður falli niður. Dómsorð: Ákvörðun sýslumannsins í Keflavík um, að sóknaraðili Ís- landsbanki hf. fái úthlutað 2.608.462 krónum vegna kröfu á þriðja veðrétti við úthlutun uppboðsandvirðis fasteignarinnar Iðavalla 6, Keflavík, er breytt á þann veg, að þessi sóknaraðili fái 17.902.322 krónur af uppboðsandvirðinu auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. janúar 1993 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 25. júní 1993. Ár 1993, föstudaginn 25. júní, er í Héraðsdómi Reykjaness af Þorgerði Erlendsdóttur fulltrúa kveðinn upp úrskurður þessi í málinu nr. Z-1/1993: Íslandsbanki hf., Keflavík, og Þorvaldur Ólafsson gegn Iðnlánasjóði, sem tekið var til úrskurðar 28. maí sl. Mál þetta, sem barst dóminum með bréfi Íslandsbanka hf., mótteknu 1549 12. janúar 1993, var þingfest 15. mars 1993. Sóknaraðilar eru Íslandsbanki hf., Keflavík, og Þorvaldur Ólafsson, en varnaraðili Iðnlánasjóður. Dómkröfur. Dómkröfur sóknaraðila Íslandsbanka hf. eru eftirfarandi: aðallega, að sú ákvörðun sýslumannsins í Keflavík, að Íslandsbanki hf. fái úthlutað 2.608.462 krónum vegna kröfu á þriðja veðrétti við úthlutun uppboðsandvirðis vegna nauðungarsölu á Iðavöllum 6, Keflavík, 20. október 1992 verði hnekkt og Íslandsbanki hf. fái úthlutað 17.902.322 krónum af uppboðsandvirðinu vegna tryggingarbréfs á þriðja veðrétti auk dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum frá 7. október 1992 allt til greiðsludags, - til vara, að ákvörðun sýslumanns- ins í Keflavík um, að Íslandsbanki hf. fái úthlutað 2.608.462 krónum vegna kröfu á þriðja veðrétti við úthlutun uppboðsandvirðis vegna nauðungarsölu á Iðavöllum 6, Keflavík, 20. október 1992 verði hnekkt og Íslandsbanki hf. fái úthlutað 14.572.072 krónum af uppboðsandvirðinu vegna trygg- ingarbréfs á þriðja veðrétti auk dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum frá 7. október 1992 allt til greiðsludags. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar að skaðlausu. Hefur sóknar- aðili lagt fram málskostnaðarreikning, að upphæð samtals 1.471.630 krónur. Dómkröfur sóknaraðila Þorvalds Ólafssonar eru þær, að frumvarpi sýslumannsins í Keflavík um úthlutun uppboðsandvirðis Iðavalla 6 verði hnekkt og að tryggingarbréf á þriðja veðrétti, upphaflega 2.000.000 kr., verði talið bundið verðtryggingu. Sóknaraðili vísar um lýsingu á kröfu sinni til kröfu Íslandsbanka hf. Þá er gerð krafa um málskostnað sóknaraðila að skaðlausu. Endanlegar dómkröfur varnaraðila, Iðnlánasjóðs, eru: aðallega, að þeirri ákvörðun sýslumannsins í Keflavík frá 8. janúar 1993, að frumvarp hans að úthlutunargerð söluandvirðis fasteignarinnar að Iða- völlum 6 ásamt vélum og tækjum, Keflavík, skuli standa óbreytt, verði breytt þannig, að úthlutunargerðin skuli taka þeirri breytingu, að Íslands- banki hf. fái í engu úthlutað upp í kröfur sínar af söluandvirðinu, - til vara, að staðfest verði ákvörðun sýslumannsins í Keflavík frá 8. janúar 1993 um, að frumvarp hans að úthlutunargerð söluandvirðis fasteignar- innar að Iðavöllum 6 ásamt vélum og tækum, Keflavík, standi óbreytt. Í báðum tilvikum er þess krafist, að varnaraðila verði dæmdur málskostn- aður úr hendi sóknaraðila að skaðlausu að mati réttarins auk virðisauka- skatts, þar sem varnaraðili rekur ekki virðisaukaskattsskylda starfsemi. Við munnlegan flutning málsins gerði varnaraðili þrautavarakröfu sam- hljóða varakröfu sóknaraðila Íslandsbanka hf. 1550 Málavextir. Mál þetta er risið vegna ágreinings um frumvarp sýslumannsins í Kefla- vík, dags. 18. nóvember 1992, að úthlutunargerð vegna nauðungarsölu á fasteigninni Iðavöllum 6, Keflavík, ásamt vélum og tækjum. Atvik að baki máli eru þau, að 25. nóvember 1982 gaf Þorvaldur Ólafs- son út tryggingarbréf til Verslunarbanka Íslands hf. Í megintexta bréfsins segir, að Þorvaldur Ólafsson: ,,..... gjöri kunnugt, að til tryggingar skil- vísri og skaðlausri greiðslu á skuldum þeim, sem ég nú eða síðar, á hvaða tíma sem er, stend í við Verslunarbanka Íslands hf., Reykjavík, hvort sem eru víxilskuldir mínar, víxilábyrgðir, yfirdráttur á hlaupareikningi eða hvers konar aðrar skuldir við bankann, þar með taldar ábyrgðir, er bankinn hefur tekist eða kann að takast á hendur mín vegna, að samtalinni fjárhæð allt að 2.000.000 kr., — tveimur milljónum króna, — og skal sú upphæð bundin lánskjaravísitölu, sem nú er 444 stig, og breytist í sömu hlutföllum til hækkunar eða lækkunar og lánskjaravísitalan, auk dráttarvaxta, verð- bóta og hvers konar kostnaðar, set ég hér með bankanum að veði, sem hér skal talið: iðnaðarhúsnæði að Iðavöllum 6, Keflavík, ásamt tækjum og vélakosti og leigulóðarréttindi að Iðavöllum 6, Keflavík. Eignin er veð- sett með 6. veðrétti næst á eftir: ..... “ Með afsali, dags. 17. 10. 1983, afsalaði Þorvaldur Ólafsson Trésmiðju Þorvalds Ólafssonar hf. fasteigninni Iðavöllum 6, Keflavík. Hinn 7. 10. 1992 var háð framhaldsuppboð á eigninni, en því frestað ex officio. Með kröfulýsingu, lagðri fram þann dag, lýsti Íslandsbanki hf., sem tók við rétt- indum Verslunarbanka Íslands hf. við stofnun bankans, kröfu í sölu- andvirði eignarinnar Iðavalla 6 á grundvelli tryggingarbréfsins, að fjár- hæð 17.902.322 kr., auk áfallandi dráttarvaxta samkvæmt vaxtalögum nr. 25/1987 til greiðsludags og annars áfallandi kostnaðar. Hinn 20. október 1992 var fasteignin ásamt vélum og tækjum seld nauðungarsölu. Hæstbjóðandi var Iðnlánasjóður með 50.000.000 króna boði. Við nauð- ungarsöluna hvíldi tryggingarbréf sóknaraðila Íslandsbanka hf. á 3. veð- rétti. Við sölu eignarinnar mótmæltu fulltrúar Iðnlánasjóðs og Sparisjóðsins í Keflavík fjárhæð kröfulýsingar Íslandsbanka hf. Í kröfulýsingu sóknaraðila Íslandsbanka hf. er lýst kröfum að baki trygg- ingarbréfinu, að höfuðstólsupphæð 14.572.072 kr., en með vanskilaárs- vöxtum pr. 6. 10. 1992, bankakostnaði, innheimtukostnaði, virðisauka- skatti, móti við uppboð, virðisaukaskatti af kröfulýsingu og kröfulýsingu, samtals 17.902.322 kr. Krafan er samkvæmt þremur skuldabréfum, út gefn- um af Trésmiðju Þorvalds Ólafssonar hf., en með sjálfskuldarábyrgð Þor- valds Ólafssonar og einum víxli, út gefnum og framseldum af Þorvaldi Ólafssyni, en samþykktum til greiðslu af Trésmiðju Þorvalds Ólafssonar 1551 hf. Í kröfulýsingunni er tryggingarbréfið sagt gefið út af Þorvaldi Ólafssyni persónulega og vegna Trésmiðju Þorvalds Ólafssonar hf. Í frumvarpi að úthlutunargerð sýslumannsins í Keflavík, dags. 18. nóvember 1992, segir svo um hið umdeilda tryggingarbréf: „6. Íslandsbanki hf., áður Verslunarbanki Íslands hf., tryggingarbréf, útg. 25. 11. 1982, sbr. bókuð mótmæli við sölu eignarinnar 20. okt. sl., greiðist að fullu með 2.608.462 krónum.““ Lögmaður Íslandsbanka hf. í Keflavík mótmælti frumvarpinu með bréfi, dags. 4. desember 1992, og krafðist þess, að Íslandsbanki hf. fengi greitt við úthlutun uppboðsandvirðis eignarinnar í samræmi við kröfulýsingu. Sýslumaður ákvað á fundi vegna mótmæla við úthlutunargerðina 8. janúar 1993, að frumvarp hans skyldi standa óbreytt. Af hálfu Íslands- banka hf. var því þá lýst yfir, að ákveðið væri að leggja málið fyrir Héraðs- dóm Reykjaness. Niðurstöður. Af hálfu sóknaraðila málsins hefur aðalkröfu varnaraðila verið mótmælt sem of seint fram kominni. Samkvæmt 1. mgr. 75. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu skulu aðilar gera grein fyrir þeim kröfum, sem þeir hafa uppi, ef ekki takast sættir um ágreininginn í fyrsta þinghaldi í málinu fyrir héraðsdómi, sem héraðsdómari boðar til eftir 3. mgr. 74. gr. laganna. Í því þinghaldi gerði varnaraðili þá kröfu, að úthlutunargerð sýslumannsins í Keflavík frá 18. nóvember 1992 yrði staðfest, og krafðist málskostnaðar. Aðalkrafa varnaraðila kom fyrst fram í greinargerð hans. Skýra verður ákvæði 1. mgr. 75. gr. nauðungarsölulaga með þeim hætti, að í þinghaldi, sem boðað er til skv. 3. mgr. 74. gr. laganna, verði aðilar að gera grein fyrir kröfum sínum með endanlegum hætti. Er aðalkrafa varnaraðila því of seint fram komin og kemst ekki að í málinu. Með tryggingarbréfi því, sem sóknaraðilar reisa kröfur sínar á og gefið var út af Þorvaldi Ólafssyni 25. nóvember 1982, veðsetti hann Verslunar- banka Íslands h/f fasteignina Iðavelli 6, Keflavík, til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á skuldum þeim, sem í bréfinu greinir, að samtalinni fjárhæð allt að 2.000.000 kr., bundinni lánskjaravísitölu 444 stigum, auk dráttarvaxta, verðbóta og hvers konar kostnaðar. Við stofnun Íslandsbanka hf. tók bankinn við réttindum Verslunarbanka Íslands hf. Með afsali, dag- settu 17. 10. 1983, afsalaði Þorvaldur Ólafsson Trésmiðju Þorvalds Ólafs- sonar hf. fasteigninni Iðavöllum 6, Keflavík. Í afsalinu er tryggingarbréfs- ins að engu getið. Hvíldi það áfram á fasteigninni. Líta verður því svo á, að hin óbeinu eignarréttindi veðhafans samkvæmt tryggingarbréfinu hafi í engu raskast við afsalið. 1552 Í kröfulýsingu sóknaraðila Íslandsbanka hf. í uppboðsandvirði fast- eignarinnar Iðavalla 6, Keflavík, er tryggingarbréfinu ranglega lýst, þegar segir: „„Tryggingarbréf þetta er gefið út af Þorvaldi Ólafssyni persónulega og vegna Trésmiðju Þorvalds Ólafssonar hf.“ Samkvæmt ótvíræðu orða- lagi bréfsins er það gefið út af Þorvaldi Ólafssyni, en ranglýsing tryggingar- bréfsins að þessu leyti þykir ekki hafa komið að sök í máli þessu, þar sem frumrit tryggingarbréfsins fylgdi kröfulýsingunni, er hún var lögð fram 7. 10. 1992. Kröfulýsing sóknaraðila á grundvelli tryggingarbréfsins byggist á þremur skuldabréfum, út gefnum af Trésmiðju Þorvalds Ólafssonar hf., með sjálf- skuldarábyrgð Þorvalds Ólafssonar og einum víxli, út gefnum af Þorvaldi Ólafssyni, en greiðanda Trésmiðju Þorvalds Ólafssonar hf. Samkvæmt efni tryggingarbréfsins falla sjálfskuldarábyrgðir Þorvalds Ólafssonar undir efni þess svo og ábyrgð hans sem víxilútgefanda. Varnaraðili reisir varakröfu sína annars vegar á því, að tryggingarbréfið geti ekki talist fullnægja skilyrðum 23. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Lagaákvæði þetta er svohljóðandi: „Skjal, sem þinglýsa á, má vera bundið skilorði, en efni þess skal vera endanlega ákveðið. Tryggingar- bréfum má samt þinglýsa, þótt eingöngu sé greind hámarksfjárhæð skuldar, er bréf á að tryggja.“ Samkvæmt 2. ml. ákvæðisins má í trygg- ingarbréfum láta sitja við hámarksfjárhæð greiðslu. Ekki verður talið fyrir það girt með þessari reglu, að tilgreind fjárhæð megi taka breytingum eftir ákveðnum mælikvarða, svo sem gengi eða tiltekinni vísitölu, enda kemur það ekki í veg fyrir, að unnt sé að staðreyna efni bréfs á hverjum tíma. Samkvæmt þessu er verðtrygging tryggingarbréfs þess, er um ræðir í máli þessu, ekki andstæð ákvæði 23. gr. þinglýsingalaga, og var því heimilt að þinglýsa því. Hins vegar reisir varnaraðili varakröfu sína á því, að ákvæði laga nr. 13/1979 um stjórn efnahagsmála o. fl. standi því í vegi, að verðtryggingar- ákvæði tryggingarbréfsins sé gilt. Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 71/1966 um verðtryggingu fjárskuldbindinga var orðuð sú meginregla laganna, að eigi væri heimilt frekar en leyft væri í lögunum að verðtryggja fjárskuldbindingar. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar skyldu ákvæði í fjárskuldbindingum, sem brytu í bága við ákvæði 1. mgr., vera ógild. Með 47. gr. laga nr. 13/1979 um stjórn efnahagsmála o. fl. voru framangreind lög felld úr gildi. „Um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár“ er fyrirsögn VII. kafla laga nr. 13/1979. Í greinargerð með frumvarpi til laganna kemur m. a. fram, að það sé eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar í peningamálum að tryggja örugga ávöxtun sparifjár með því að verðtryggja sparifé landsmanna og almannasjóða. Meginstefna til- lagnanna sé, að tekin verði upp sem almennust verðtrygging. Með sam- 1553 þykkt þeirra væru því sett almenn lagaákvæði um ákvörðun verðtryggingar, bæði í viðskiptum innlánsstofnana og utan þeirra, en nánari reglur um verðtryggingu yrðu settar af Seðlabankanum með sama hætti og verið hef- ur. Í reynd yrði því heimilt að taka upp almenna verðtryggingu í láns- viðskiptum. Í 34. gr. laganna segir, að stefna skuli að því að verðtryggja sparifé landsmanna og almannasjóða, og samkvæmt 35. gr. gilda ákvæði VII. kafla eingöngu um skriflegar skuldbindingar, þar sem skuldari lofar að greiða peninga samkvæmt nánari tilgreiningu. Með vísan til framangreinds verður ekki með vissu talið, að VII. kafli laga nr. 13/1979 gildi um tryggingarbréf samkvæmt orðanna hljóðan. Á hitt ber að líta, að í stað hinnar neikvæðu framsetningar laga nr. 71/1966 er almennu stefnumiði löggjafans snúið við með setningu laga nr. 13/1979. Ljóst þykir af framangreindu, að ekki hafi verið ætlun löggjafans með setn- ingu laga nr. 13/1979 að skerða heimildir til verðtryggingar, heldur verður ályktað, að um verðtryggingu utan gildissviðs VII. kafla laganna gildi samningafrelsi. Ákvæði laganna standa eigi í vegi fyrir verðtryggingu trygg- ingarbréfa né verður takmörkun á samningafrelsinu að þessu leyti leidd af ákvæðum annarra laga. Verðtrygging tryggingarbréfsins í máli þessu var því heimil. Samkvæmt efni tryggingarbréfsins stendur það til viðbótar tilgreindri hámarksfjárhæð til tryggingar dráttarvöxtum, verðbótum og hvers konar kostnaði. Telja verður, að skýra beri ákvæði 2. ml. 23. gr. þinglýsingalaga þannig, að með hámarksfjárhæð sé átt við heildargreiðslu, þ. e. án vaxta og kostnaðar. Verður því ekki fallist á, að tryggingarbréfið standi auk til- greindrar hámarksfjárhæðar til tryggingar dráttarvaxta og kostnaði. Útreikningi fjárhæðar krafna að baki tryggingarbréfinu í kröfulýsingu sóknaraðila Íslandsbanka hf. hefur ekki verið mótmælt af hálfu varnar- aðila, og verður hann því lagður til grundvallar í máli þessu. Niðurstaða verður því sú, að tekin er til greina varakrafa sóknaraðila Íslandsbanka hf., en þrautavarakrafa varnaraðila er í samræmi við hana, og úthlutunargerð sýslumannsins í Keflavík frá 18. nóvember 1992, að Íslandsbanki hf. fái úthlutað 2.608.462 kr. vegna tryggingarbréfs, útg. 25. 11. 1992, breytt þannig, að Íslandsbanki hf. fái úthlutað 14.572.072 krón- um af uppboðsandvirði fasteignarinnar Iðavalla 6, Keflavík, vegna trygg- ingarbréfs á 3. veðrétti, útg. 25. 11. 1982. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. einkamálalaga nr. 91/1991 þykir rétt, að aðilar málsins beri hver um sig sinn kostnað af málinu. Úrskurðarorð: Ákvörðun sýslumannsins í Keflavík um, að Íslandsbanki hf. fái út- hlutað 2.608.462 krónum vegna kröfu á þriðja veðrétti við úthlutun 98 1554 uppboðsandvirðis vegna nauðungarsölu á Iðavöllum 6, Keflavík, er breytt á þann veg, að Íslandsbanki hf. fái úthlutað 14.572.072 krónum af uppboðsandvirði fasteignarinnar, Iðavalla 6, Keflavík, vegna trygg- ingarbréfs á þriðja veðrétti, útg. 25. 11. 1982. Málskostnaður fellur niður. 1555 Fimmtudaginn 16. september 1993. Nr. 285/1993. Ísafoldarprentsmiðja hf. gegn dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Kærumál. Nauðungarsala. Aðild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjámsson, Guðrún Erlendsdóttir og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili kærði hinn 6. júlí síðastliðinn úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur 2. sama mánaðar, þar sem vísað var frá dómi kröfu sóknaraðila um ógildingu á nauðungarsölu á hluta Kringlunnar 6 í Reykjavík, sem fram fór 25. maí síðastliðinn. Kæruheimild er 85. gr., sbr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Fór héraðs- dómari með mál þetta á grundvelli 82. gr. laga nr. 90/1991. Fyrir dómara lá tilkynning frá Ísafoldarprentsmiðju hf., sbr. 73. gr. lag- anna. Ekki var málið tekið fyrir á dómþingi nema við uppsögu úrskurðarins, og ekki voru aðilar uppboðsins eða uppboðskaupandi til kvaddir. Eins og á stendur, verður dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur því varnaraðili málsins. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka málið til efnis- meðferðar. Varnaraðili hefur eigi sent Hæstarétti athugasemdir. Í lögum um hlutafélög nr. 32/1978 eru ákvæði um réttarvernd minni hluta í hlutafélögum. Hvorki í þeim, öðrum ákvæðum lag- anna né öðrum lögum er að finna ákvæði, sem heimili sóknaraðila aðild að uppboði því, sem fyrr er frá greint. Réttarsamband sóknar- aðila og Nýja kökuhússins hf. og hagsmunir þeir, sem af leigumála síðargreinda fyrirtækisins kunna að spretta, geta ekki heldur leitt til þess, að taka beri kröfu sóknaraðila til greina. Um annan réttar- grundvöll fyrir kröfu sóknaraðila er ekki að ræða. Samkvæmt þessu verður krafa sóknaraðila ekki tekin til greina. Krafa um kærumálskostnað hefur ekki verið gerð. Dómsorð: Krafa sóknaraðila er ekki tekin til greina. 1556 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júlí 1993. Með bréfi, dags. 18. júní 1993, leitaði Ísafoldarprentsmiðja hf. úrlausnar héraðsdóms um gildi nauðungarsölu á hluta fasteignarinnar Kringlunnar 6 í Reykjavík. Er þess krafist, að „„ ...nauðungarsala á Kringlunni 6, 1., 2. og 3. hæð að undanskildum þremur verslunarrýmum á 1. hæð, sem fram fór 25. maí sl., sbr. B-hluta uppboðs á Kringlunni 4 og 6 þann dag, verði úrskurðuð ógild“. Nauðungarsala á fasteigninni Kringlunni 4 - 6 fór fram að kröfu ýmissa aðila 25. maí 1993, en þinglýstur eigandi allra hlutanna, er seldir voru, var Borgarkringlan hf. Samkvæmt bókun sýslumanns við nauðungarsöluna var ákveðið, að salan skyldi fara fram í fimm hlutum, auðkenndum A-E, en ekki fékkst boð í hluta D og E. Hluti B við nauðungarsöluna er afmarkaður svo í bókun sýslumanns: „Kringlan 6, kjallari, 1. og 2. hæð, 3. hæð að undanskildu 2 verslunarrýmum á 1. hæð, eign Skúms hf. og Sigríðar Eyjólfsdóttur.“ Við sölu þessa hluta varð hæstbjóðandi Stefán Melsted hdl. fyrir Iðnþróunarsjóð, Iðnlánasjóð, Landsbanka Íslands og Íslandsbanka hf. Í bréfi sínu gerir sóknaraðili svofellda grein fyrir aðild sinni að málinu: „„Ísafoldarprentsmiðja hf. er ekki beinn aðili uppboðsmálsins, eins og það liggur fyrir, og ekki var uppboðið sótt af hálfu félagsins, enda ekki vitað um hina gölluðu málsmeðferð fyrr en eftir á. Félagið er hins vegar skráð í hluthafaskrá gerðarþola sem eigandi allt að 60.000.000 kr. hlutafjár og hlýtur að verða að gæta þess með öllum ráðum, að hlutaféð verði ekki verðlaust og félagið gjaldþrota. ... Eigandi slíkra hagsmuna sem Ísafoldar- prentsmiðja hf. á í máli þessu, sbr. 4. tl. 2. gr. uppbl., getur orðið aðili máls eins og hér er nú rekið. ... Afleiðingar þessarar uppboðssölu eru svo alvarlegar fyrir hluthafa Borgarkringlunnar hf., að við þá hljóta að eiga ákvæði 2. gr. 1. 90/1991, einkum (4. tl., eins og fyrr greindi. ... Þegar Ísafoldarprentsmiðja hf. átti viðskipti sín við Borgarkringluna hf., var það í samvinnu við Nýja kökuhúsið hf., sem staðið hafði að byggingu hússins ásamt fyrstnefnda félaginu. Stóðu félögin óskipt, -solidarískt,- að þeim viðskiptum. ... Nýja kökuhúsið hf., hefur frá upphafi verið leigutaki í Kringlunni 6, en síðastliðið ár hafa leigugreiðslur runnið til Ísafoldarprent- smiðju hf. í stað Borgarkringlunnar hf. Var um það gert sérstakt samkomulag félaganna þriggja, sem skjalfest var 21. desember 1992, að leigugreiðslur skyldu renna til þess að mæta uppgjöri því, er fyrr greindi. Í samkomulagi Nýja kökuhússins hf. og Ísafoldarprentsmiðju hf. var gert ráð fyrir, að þessi háttur yrði á hafður, og framseldi Nýja kökuhúsið hf. þess vegna Ísafoldar- prentsmiðju hf. réttinn til að annast fyrir sig mál þetta og skuldajöfnun. Aðild að máli þessu vegna samningsins við Borgarkringlun hf. má heim- færa undir 3. tl. 2. gr uppbl. ... 1557 Með síðatgreindum rökstuðningi er aðild Ísafoldarprentsmiðju hf. að máli þessu að hluta til afleidd eða framseld frá Nýja kökuhúsinu hf., ...““ Ekki verður fallist á það með sóknaraðila, að hlutafjáreign hans í félagi því, sem telst vera gerðarþoli við nauðungarsöluna, heimili honum beina aðild máls þessa í eigin nafni. Verður slík regla ekki leidd af 2. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Með samningum sóknaraðila við Borgarkringluna hf. og Nýja kökuhúsið hefur verið ákveðinn tiltekinn háttur á greiðslu skulda Borgarkringlunnar hf. við sóknaraðila. Þó að þar sé greitt beinlínis með leigutekjum af fasteign Þeirri, er seld var nauðungarsölu, verður ekki talið, að sóknaraðili geti þar með talist leigutaki eða að réttindi hans séu slík, að veiti honum beina aðild að ágreiningi um nauðungarsölu eignarinnar. Þá verður ekki talið, að fram- sal það, sem sóknaraðili vísar til í bréfi sínu, sé þess eðlis, að veiti sóknar- aðila aðild að máli þessu. Samkvæmt framansögðu og með vísan til 1. mgr. 82. gr. laga nr. 90/1991 verður máli þessu þegar vísað frá dómi. Jón Finnbjörnsson fulltrúi kveður upp úrskurð þennan, en hann fékk mál þetta til meðferðar 1. júlí sl. Úrskurðarorð: Kröfu Ísafoldarprentsmiðju hf. um úrlausn um gildi nauðungarsölu á hluta fasteignarinnar Kringlunnar 6 í Reykjavík er vísað frá dómi. 1558 Fimmtudaginn 16. september 1993. Nr. 328/1993. H. Helgason hf. gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík. Kærumál. Fjárnám. Gjaldþrot. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 9. ágúst 1993, sem barst réttinum 11. sama mánaðar. Hann krefst þess, að hinum kærða úrskurði, sem kveðinn var upp af Kolbrúnu Sævarsdóttur, fulltrúa dómstjóra Héraðsdóms Reykja- víkur, „verði hrundið á þá leið, að kröfu kærða verði vísað frá héraðsdómi eða að kröfu kærða þess efnis, að bú kæranda verði tekið til gjaldþrotaskipta, verði hafnað. Til vara er þess krafist, að málsmeðferðin í héraði verði ómerkt og málinu verði vísað heim í hérað til löglegrar málsmeðferðar““. Hann krefst í öllum tilvikum málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Af hálfu sýslumannsins í Reykjavík var gert árangurslaust fjár- nám hjá sóknaraðila 29. mars 1993 að stjórnarformanni gerðarþola viðstöddum. Engin athugasemd kom fram við gerð aðfararinnar, og gerðarþoli nýtti ekki heimild 1. mgr. 92. gr. aðfararlaga nr. 90/ 1989 til þess að krefjast úrlausnar héraðsdómara um hana innan átta vikna frá lokum gerðarinnar. Athugasemdir við gerðina komu fyrst fram af hálfu lögmanns gerðarþola, Steingríms Þormóðssonar héraðsdómslögmanns, í þinghaldi 7. júlí sl. Eftir að fresturinn rann út, urðu athugasemdir við gerðina ekki lagðar fyrir héraðdómara, nema aðilar væru á það sáttir eða héraðsdómari teldi afsakanlegt, að þær hefðu ekki komið í tæka tíð. Hvorugu þessara skilyrða 2. mgr. 92. gr. laga nr. 90/1989 var fullnægt, og koma athugasemdir þessar því ekki til álita í málinu. Hins vegar lúta mótmæli sóknaraðila að því, að hluti kröfu 1559 varnaraðila á hendur sér sé fyrndur. Mótmæli þessi eru rakalaus, og ber að fallast á niðurstöðu héraðsdómara um þennan þátt málsins. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Sóknaðaraðili greiði varnaraðila 50.000 krónur í kærumáls- kostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, H. Helgason hf., greiði varnaraðila, Gjald- heimtunni í Reykjavík, 50.000 kr. í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. ágúst 1993. I. Mál þetta var tekið til úrskurðar 26. júlí 1993. Sóknaraðili er Gjaldheimtan í Reykjavík, kt. 570169-0849, Tryggvagötu 28, Reykjavík. Varnaraðili er H. Helgason hf., kt. 591079-0189, Háteigsvegi 3, Reykja- vík. Krafa sóknaraðila er sú, að bú varnaraðila verði tekið til gjaldþrota- skipta. Þá gerir hann kröfu um málskostnað að mati dómsins. Kröfur varnaraðila eru þær, að málinu verði vísað frá dómi. Til vara er gerð sú krafa, að því verði hafnað, að bú varnaraðila verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þá er krafist málskostnaðar. II. Málavextir eru þeir, að með bréfi, er barst dóminum 20. apríl 1993, hefur sóknaraðili krafist þess, að bú varnaraðila verði tekið til gjaldþrotaskipta. Sóknaraðili kveðst eiga kröfu á hendur varnaraðila, að fjárhæð 14.483.577 kr., vegna vangoldinna opinberra gjalda. Að kröfu sóknaraðila var gert árangurslaust fjárnám hjá varnaraðila 29. mars 1993. Krafa sóknaraðila var fyrst tekin fyrir á dómþingi 7. júní 1993. Málinu var frestað til 7. júlí 1993. Kom þá upp ágreiningur sá, er mál þetta snýst um, og var því þingfest sérstakt mál til úrlausnar honum. III. Af greinargerð varnaraðila og málflutningi hans hér fyrir dómi má ráða, að mótmæli hans við kröfu sóknaraðila ráðist einkum af tvennu, í fyrra 1560 lagi af því, að aðfarargerðin frá 29. mars 1993 sé með svo veigamiklum göllum, að hún geti ekki orðið grundvöllur gjaldþrotaskipta, og í öðru lagi af því, að krafa sóknaraðila sé fyrnd. Af hálfu sóknaraðila er vísað til þess, að mótmæli varnaraðila lúti aðal- lega að framgangi og framkvæmd hinnar árangurslausu aðfarargerðar. Sér- stök úrræði hafi staðið gerðarþola, þ. e. varnaraðila, til reiðu næstu átta vikur eftir gerðina, sbr. 15. kafla laga nr. 90/1989 um aðför. Frestur til þessa hafi því runnið út, án þess að varnaraðili hafi nýtt sér þetta úrræði. Þar sem um er að ræða aðfarargerð, er sóknaraðili reisir á kröfu sína um gjaldþrotaskipti, þykir rétt, að dómurinn taki afstöðu til mótmæla varnaraðila við henni. Í greinargerð sinni telur varnaraðili upp athugasemdir við aðfarargerðina í fjórum liðum. Í fyrstu athugasemd sinni bendir hann á, að með því að sóknaraðili hafi 29. mars sl. beðið um fjárnám fyrir opinberum gjöldum varnaraðila gjald- árin 1985 til og með 1988, sé ljóst, að sóknaraðili hafi skv. 68. gr. laga nr. 90/1989 átt að biðja um endurupptöku þeirra fjárnámsgerða, sem sóknaraðili hafði áður gert. Í endurupptökubeiðninni hafi sóknaraðili síðan átt að gera grein fyrir því, hvernig lögtökum þeim, sem gerð höfðu verið fyrir þessum gjöldum, hafði lokið og hve mikið hefði greiðst upp í álögð gjöld vegna fyrri lögtaksgerða og eftirfarandi uppboða. Um þetta atriði vísi varnaraðili til 105. gr. laga nr. 90/1989. Ekki verður séð, að tilnefnd lagagrein né önnur ákvæði aðfararlaga leiði til þess, að skylt hafi verið að æskja endurupptöku vegna framangreindra gjalda. Önnur athugasemd varnaraðila lýtur að því, að lögtaksgerðir þær, sem fram hafi farið vegna álagðra gjalda árin 1985 til og með 1988, hafi ekki verið enduruppteknar innan þess frests, sem lögtakslög nr. 29/1885 hafi kveðið á um. Ef ekki fékkst fullnaðargreiðsla, bar að halda fjárnáminu áfram án fyrirvara, sbr. 7. gr. nefndra laga. Þurfti því að endurupptaka fjárnámið innan sex mánaða frá uppboðsdegi, sbr. 2. mgr. 12. gr. fyrn- ingarlaga. Þær, sem fram hafi farið vegna álagðra gjalda árin 1985 til og með 1988, hafi ekki verið enduruppteknar innan þess frests, sem lögtakslög nr. 29/1885 hafi kveðið á um. Í 7. gr. laga nr. 29/1885 var kveðið á um, að lögtaki skyldi haldið áfram án fyrirvara. Ekki var kveðið á um, hver sá fyrirvari skyldi vera. Tilvísun varnaraðila til 2. mgr. 12. gr. fyrningarlaga getur ekki átt við hér, þar sem nefnd lagagrein er aðeins ein málsgrein. Verður því ekki talið, að endurupp- taka lögtaksgerðanna hafi ekki verið lögum samkvæmt, og þótt svo væri, verður ekki séð, hver áhrif það hefði í máli þessu. Þriðja athugasemd varnaraðila lýtur að því, að sóknaraðili hafi ekki lagt 1561 fram nægileg gögn til stuðnings kröfu sinni, þ. e. svokallaða álagningar- seðla. Þau gögn, sem varnaraðili er að vísa til, eru álagningarseðlar, sem hann hefur sjálfur fyrir löngu fengið í hendur og gefist kostur á að koma fram athugasemdum við, eftir atvikum með kæru gjaldákvörðunar. Telji hann kröfu sóknaraðila ekki vera í samræmi við álagningarseðlana, ber honum að sýna fram á það, en það hefur hann ekki gert. Fjórða og síðasta athugasemd varnaraðila lýtur að því, að sóknaraðila hafi borið að leggja fram greiðsluáskorun með aðfararbeiðni sinni, almenn greiðsluáskorun í dagblaði sé ekki nægjanleg. Aðfarargerðin 29. mars sl. var gerð með heimild í 9. tl. 1. mgr. 1. gr. aðfararlaga, og var því almenn greiðsluáskorun í dagblöðum nægjanleg, sbr. 8. gr. sömu laga. Síðari málsástæða varnaraðila er á því reist, að hluti kröfu sóknaraðila sé fyrndur. Varnaraðili hafi aldrei gefið yfirlýsingu um, að hann væri eigna- laus, heldur aðeins, að félagið ætti ekki nægilegar eignir fyrir þeim 13.316.814 kr., sem krafist var fjárnáms fyrir 23. mars sl. Hann hefði því vel getað átt eignir fyrir sex eða sjö milljónum, þótt hann hafi ekki átt eignir til lúkningar framangreindri fjárhæð. Af hálfu sóknaraðila hefur því verið mótmælt, að krafa hans sé fyrnd. Vísi hann til fram lagðra lögtaksendurrita, er sýni fram á, að fyrningu hafi verið slitið. Óumdeilt sé, að opinber gjöld gjaldáranna 1990, 1991 og 1992 séu ófyrnd, samtals að fjárhæð 4.982.887 kr., miðaða við skuldastöðu í júlí 1993. Telja verði, að hin árangurslausa fjárnámsgerð, er sóknaraðili reisi á kröfu sína, gefi ekki ranga mynd af fjárhag varnaraðila, sbr. 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991, og er því skilyrðum þeirra laga fullnægt, til að taka megi bú varnaraðila til gjaldþrotaskipta. Varnaraðili gefi í skyn, að hann geti vel átt eignir, sem tryggt gætu kröfu þessa, en þessari fullyrð- ingu hans sé mótmælt, þar sem hún sé ekki studd neinum gögnum, auk þess sem varnaraðili hafi átt rétt og skyldu til þessarar eignaábendingar við fjárnámið. Sóknaraðili hefur lagt fram gögn, er sýna fram á, að fyrningu hefur verið slitið á lögmætan hátt. Þau gögn hafa ekki verið vefengd af hálfu varnaraðila, og ber því að telja, að krafa sóknaraðila sé ekki fyrnd. Samkvæmt framansögðu verður að telja, að skilyrðum |. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 sé fullnægt, og ber því að fallast á kröfu sóknaraðila um, að bú varnaraðila sé tekið til gjaldþrotaskipta. Eftir þessum niðurstöðum þykir rétt, að varnaraðili greiði sóknaraðila 40.000 kr. í málskostnað. Vakin er athygli á því, að greinargerð varnaraðila fullnægir ekki 2. mgr. 1562 99. gr. laga nr. 90/1991 að því leyti, að erfitt er að greina málsástæður þær, er hann reisir kröfur sínar á. Meðferð máls þessa hefur dregist vegna anna dómara. Úrskurðarorð: Fallist er á kröfu sóknaraðila, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, að bú varnaraðila, H. Helgasonar hf., verði tekið til gjaldþrotaskipta. Varnaraðili greiði sóknaraðila 40.000 kr. í málskostnað. 1563 Fimmtudaginn 16. september 1993. Nr. 98/1993. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Guðmundi Teiti Guðbjörnssyni (Kristján Stefánsson hrl.). Lax- og silungsveiði. Fyrning. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ákærði áfrýjaði héraðsdómi í heild sinni til Hæstaréttar sam- kvæmt heimild í 1. mgr. 149. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu ákæruvalds var málinu áfrýjað með stefnu 6. janúar 1993 til þyngingar á refslákvörðun héraðsdóms. Fyrir Hæstarétti hélt verjandi ákærða því fram, að rétt væri að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju vegna afskipta Ólafs Ólafs- sonar, setts héraðsdómara af málinu. Nefndur héraðsdómari þing- festi ákæruna í máli þessu og birti hana ákærða 17. febrúar 1992, auk þess sem hann tók skýrslur af vitnum, sem lagðar eru fram í máli þessu. Halldór Halldórsson héraðsdómari fékk mál þetta til meðferðar 7. júlí 1992, og kom ákærði fyrir dóm hjá honum 16. október 1992. Þessi meðferð málsins leiðir ekki til ómerkingar þess. Þá hélt verjandi ákærða því fram, að sök ákærða, ef einhver væri, kynni að vera fyrnd. Verknaður ákærða er framinn í júlí 1990. Hinn 10. maí 1991 hófst réttarrannsókn gegn honum sem sökunaut. Þá var rofin fyrning sakar, sbr. 4. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 6. gr. laga nr. 20/1981. Ákærði viðurkenndi fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins og fyrir dómi, að net það, sem veiðiverðir tóku upp aðfaranótt 26. júlí 1990, væri sín eign, og hefði hann lagt netið eins og í ákæru greinir. Eins og lýst er í hinum áfrýjaða dómi, verður að telja sannað, að netið hafi verið ómerkt, þegar það var tekið upp. Samkvæmt þessu og með vísan til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, svo sem í dóms- orði greinir. 1564 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 20.000 krónur, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttar- lögmanns, 20.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra 4. nóvember 1992. Ár 1992, miðvikudaginn 4. nóvember, er á dómþingi Héraðsdóms Norðurlands vestra, sem háð er af Halldóri Halldórssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í héraðsdómsmálinu nr. S-3367c/1990: Ákæruvaldið gegn Guðmundi Teiti Guðbjörnssyni. Mál þetta, sem dómtekið var föstudaginn 16. október sl. að loknum munnlegum málflutningi, er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 13. júní 1991, á hendur Guðmundi Teiti Guðbjörnssyni, Brekkugötu 7, Hvammstanga, fæddum 22. maí 1956, fæðingarnúmer 239, „fyrir að hafa í júlí 1990 án fullnægjandi merkinga lagt net í sjó sunnan við ÝYtri- Hvammsá við Hvammstanga til veiða á silungi, en aðfaranótt fimmtu- dagsins 26. júlí það ár tóku veiðiverðir netið upp. Telst þetta varða við 7. tl., sbr. 9. tl. reglna um netaveiði göngusilungs í sjó nr. 205/1990, sbr. 1. mgr., stafliði d og }, 97. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 76/1970. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og samkvæmt 100. gr. nefndra laga um lax- og silungsveiði til upptöku á neti því, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins, merktu af lögreglu nr. 12“. Niðurstöður. Í ákæruskjali er háttsemi ákærða talin varða við 7. tl., sbr. 9. tl. reglna nr. 205/1990 um netaveiði göngusilungs í sjó, sbr. stafliði d og j í 97. gr. laga um lax- og silungsveiði nr 76/1970. Landbúnaðarráðherra setti reglur nr. 205/1990 með heimild í 4. mgr. 14. gr. laga um lax- og silungsveiði. Reglurnar voru birtar 25. maí 1990. Reglur þessar leystu af hólmi reglur nr. 378/1989. Með framburði ákærða og vitna er sannað, að ákærði lagði silungsveiði- net það, er hér um ræðir. Telja verður sannað, að net ákærða hafi verið ómerkt, þegar það var tekið upp. Hins vegar heldur ákærði því fram, að hann hafi merkt net sitt, áður en hann lagði það. Ákærði kvaðst hafa merkt 1565 net sitt þannig, að á annan enda netsins hefði hann ritað: Guðm. Guð- björnsson, leyfi nr. 21,- en á hinn endann hefði hann ritað: Leyfi nr. 21, en ákærði hafði veiðileyfi númer 21 frá Hvammstangahreppi. Veiðileyfi ákærða fyrir árið 1990 hefur verið lagt fram í málinu, og skv. því fylgdi ljósrit reglna nr. 205/1990. Þrátt fyrir það að hér væri um breyt- ingu frá eldri reglum að ræða, mátti ákærða vera ljóst, að honum bar að merkja net sitt með nafni og heimilisfangi. Ákærði bar við meðferð málsins, að varsla sakargagna hefði ekki verið góð, og taldi óeðlilegt, að veiðieftirlitsmaður legði hald á netið. Í málinu hefur ekkert komið fram, sem bendi til annars en varsla sakargagna hafi verið í lagi. Þá er það í verkahring veiðieftirlitsmanns að taka upp og leggja hald á veiðitæki, er hann telur ólögleg, sbr. 4. tl. 89. gr. laga um lax- og silungsveiði. Ákærði hélt því einnig fram við flutning málsins, að net sitt hefði verið nægilega merkt, er hann lagði það í sjó. Það er álit dómsins, að net sé ekki fullnægjandi merkt, nema merkingin sé með þeim hætti, að hún haldist, meðan netið liggur sjó. . Með hliðsjón af framanrituðu þykir fullsannað, að ákærði hafi með háttsemi sinni brotið gegn niðurlagi 7. tl. reglna um netaveiði göngusilungs í sjó nr. 205/1990. Með vísan til 9. tl. áðurnefndra reglna og sbr. 1. mgr., stafliði d og j, 97. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 76/1970 þykir rétt að dæma ákærða til að greiða 9.000 kr. sekt til ríkissjóðs, og komi þriggja daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Með vísan til 100. gr. nefndra laga um lax- og silungsveiði er net ákærða nr. 12, sem lagt var hald á við rannsókn málsins, gert upptækt til ríkissjóðs. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 kr. auk virðisaukaskatts, og saksóknarlaun, sem þykja hæfilega ákveðin 25.000 kr., er renni í ríkissjóð. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Teitur Guðbjörnsson, greiði 9.000 kr. sekt til ríkissjóðs, og komi þriggja daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Net ákærða, merkt nr. 12, sem hald var lagt á við rannsókn málsins, er gert upptækt til ríkissjóðs. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 kr. auk virðisaukaskatts, og saksóknarlaun, 25.000 kr., er renni í ríkis- sjóð. 1566 Fimmtudaginn 16. september 1993. Nr. 99/1993. — Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Konráði Einarssyni (Kristján Stefánsson hrl.). Lax- og silungsveiði. Fyrning. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ákærði áfrýjaði héraðsdómi í heild sinni til Hæstaréttar sam- kvæmt heimild í 1. mgr. 149. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu ákæruvalds var málinu áfrýjað með stefnu 6. janúar 1993 til þyngingar á refsiákvörðun héraðsdóms. Fyrir Hæstarétti hélt verjandi ákærða því fram, að sök ákærða væri fyrnd. Verknaður ákærða er framinn í júlí 1990. Hinn 10. maí 1991 hófst réttarrannsókn gegn honum sem sökunaut. Þá var rofin fyrning sakar, sbr. 4. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 6. gr. laga nr. 20/1981. Ákærði hefur viðurkennt að vera eigandi nets þess, sem veiði- verðir tóku upp aðfaranótt 24. júlí 1990, og hafa lagt það í sjó, eins og í ákæru greinir. Fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins viðurkenndi ákærði, að netið hefði verið ómerkt að öðru leyti en því, að á öðrum enda þess hefði verið hvítur plastbrúsi með bláan tappa. Fyrir dómi bar ákærði, að hann hefði skrifað með tússpenna á brús- ann L.19, sem var númer veiðileyfis hans. Hann sagðist hafa gert sér grein fyrir því, að merkingin kynni að mást af í sjónum. Eins og lýst er í hinum áfrýjaða dómi, verður að telja sannað, að net ákærða hafi verið ómerkt, þegar það var tekið upp. Samkvæmt þessu og með vísan til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. 1567 Ákærði, Konráð Einarsson, greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 20.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 20.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra 4. nóvember 1992. Ár 1992, miðvikudaginn 4. nóvember, er á dómþingi Héraðsdóms Norðurlands vestra, sem háð er af Halldóri Halldórssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í héraðsdómsmálinu nr. S-3367d/1990: Ákæruvaldið gegn Konráði Einarssyni. Mál þetta, sem dómtekið var föstudaginn 16. október sl. að loknum munnlegum málflutningi, er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 13. júní 1991, á hendur Konráði Einarssyni, Hlíðarvegi 19, Hvammstanga, fæddum 7. febrúar 1955, fæðingarnúmer 278, „fyrir að hafa að kvöldi þriðjudagsins 24. júlí 1990 án fullnægjandi merkinga lagt net í sjó sunnan við bátahöfnina á Hvammstanga til veiða á silungi, en aðfaranótt næsta fimmtudags tóku veiðiverðir netið upp. Telst þetta varða við 7. tl., sbr. 9. tl. reglna um netaveiði göngusilungs í sjó nr. 205/1990, sbr. 1. mgr., stafliði d og j, 97. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 76/1970. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og samkvæmt 100. gr. nefndra laga um lax- og silungsveiði til upptöku á neti því, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins, merktu af lögreglu nr. 6““. Niðurstöður. Í ákæruskjali er háttsemi ákærða talin varða við 7. tl., sbr. 9. tl. reglna nr. 205/1990 um netaveiði göngusilungs í sjó, sbr. stafliði d og j í 97. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 76/1970. Landbúnaðarráðherra setti reglur nr. 205/1990 með heimild í 4. mgr. 14. gr. laga um lax- og silungsveiði. Reglurnar voru birtar 25. maí 1990. Reglur þessar leystu af hólmi reglur nr. 378/1989. Með framburði ákærða og vitna er sannað, að ákærði lagði silungsveiði- net það, er hér um ræðir. Telja verður sannað, að net ákærða hafi verið ómerkt, þegar það var tekið upp. Hins vegar heldur ákærði því fram, að hann hafi merkt net sitt, áður en hann lagði það. Ákærði kvaðst hafa merkt net sitt þannig, að á „„sjampó““-brúsa, sem notaður var sem dufl, hafi verið ritað: L. 19, en ákærði hefði veiðileyfi númer 19 frá Hvammstangahreppi. 1568 Ákærði kvaðst ekki hafa þekkt reglur nr. 205/1990, er hann lagði net sitt. Veiðileyfi ákærða fyrir árið 1990 hefur verið lagt fram í málinu, og skv. því fylgdi ljósrit reglna nr. 205/1990. Þrátt fyrir það að hér væri um breytingu frá eldri reglum að ræða, hafði ákærði öll tök á að kynna sér gildandi reglur, og þykja ákvæði 3. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 ekki eiga við um háttsemi hans. Ákærði bar við meðferð málsins, að veiðieftirlitsmaður ætti að sjá um merkingu neta, og vísaði í því sambandi til 2. mgr. 11. gr. og 2. mgr. 89. gr. laga um lax- og silungsveiði. Telja verður, að veiðimaður verði að hafa frumkvæði að því við veiðieftirlitsmann eða hreppstjóra, að veiðitækin séu rétt merkt. Ákærði hélt því einnig fram við flutning málsins, að net sitt hefði verið nægilega merkt, er hann lagði það í sjó. Það er álit dómsins, að net sé ekki fullnægjandi merkt, nema merkingin sé með þeim hætti, að hún hald- ist, meðan netið er í notkun. Þá hélt ákærði því fram, að sök sín, ef einhver væri, kynni að vera fyrnd. Með því að ákærða var fyrir dómi 10. maí 1991 boðið að ljúka málinu með dómsátt, þar sem honum voru jafnframt kynnt gögn málsins og hann staðfesti undirskrift sína á lögregluskýrslu, þykir fyrningarfrestur hafa verið rofinn, og er sökin því ekki fyrnd. Með hliðsjón af framanrituðu þykir fullsannað, að ákærði hafi með háttsemi sinni brotið gegn niðurlagi 7. tl. reglna um netaveiði göngusilungs í sjó nr. 205/1990. Með vísan til 9. tl. áðurnefndra reglna og sbr. 1. mgr., stafliði d og j, 97. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 76/1970 þykir rétt að dæma ákærða til að greiða 9.000 kr. sekt til ríkissjóðs, og komi þriggja daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Með vísan til 100. gr. nefndra laga um lax- og silungsveiði er net ákærða nr. 6, sem lagt var hald á við rannsókn málsins, gert upptækt til ríkis- sjóðs. Áærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 kr. auk virðisaukaskatts, og saksóknarlaun, sem þykja hæfilega ákveðin 25.000 kr., er renni Í ríkissjóð. Dómsorð: Ákærði, Konráð Einarsson, greiði 9.000 kr. sekt til ríkissjóðs, og komi þriggja daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Net ákærða, merkt nr. 6, sem hald var lagt á við rannsókn málsins, er gert upptækt til ríkissjóðs. 1569 Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 kr. auk virðisaukaskatts, og saksóknarlaun, 25.000 kr., er renni í ríkis- sjóð. 99 1570 Miðvikudaginn 22. september 1993. Nr. 362/1993. Íslandsbanki hf. gegn Ástþóri Einarssyni. Kærumál. Þingfesting. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 6/1992, skotið máli þessu til Hæsta- réttar með kæru 30. ágúst sl. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og staðfest sú ákvörðun sýslumanns- ins í Reykjavík 31. mars sl., að aflýsing veðskuldabréfs varnaraðila, sem um ræðir í úrskurðinum og fram fór 24. júní 1992, skuli standa óhögguð. Jafnframt krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Í bréfi sýslumannsins í Reykjavík til lögmanns varnaraðila 31. mars sl. segir meðal annars: „„Ljóst er af þinglýsingabók, að vanrækt var að færa tilkynningu um sölu eignarinnar á nauðungaruppboði inn á eignina.““ Með vísan til þessa verður að meta það svo, að skráning sú í þing- lýsingabók um uppboðssöluna, sem greint er frá í hinum kærða úrskurði, hafi verið gerð, eftir að eignarheimildinni og veðskulda- bréfinu var þinglýst. Hvorki nýtur í málinu upplýsinga um tilefni þess, að veðleyfi það, sem um ræðir, var veitt, né hvort - og þá hver - viðskipti tengdust því. Enn fremur er allt á huldu um tengsl þeirra aðila, sem þar áttu hlut að. Eins og málið er lagt fyrir Hæstarétt, hljóta úrslit þess að ráðast af því tvennu, að lögformleg eignarheimild lá til grundvallar veð- leyfinu og að við engin haldbær gögn er að styðjast í málinu, er af megi álykta, að þeir, sem hagsmuni höfðu af veðleyfinu, hafi ekki verið í góðri trú um lögmæti þess. Með skírskotun til þessa og forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. 1571 Rétt er, að sóknaraðili greiði varnaraðila 30.000 krónur í kæru- málskostnað. Við ákvörðun hans hefur ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Íslandsbanki hf., greiði varnaraðila, Ástþóri Einarssyni, 30.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavílkur 17. ágúst 1993. I. Mál þetta var tekið til úrskurðar 9. júlí 1993. Sóknaraðili er Ástþór Einarsson, kt. 180630-3849, Faxastíg 39, Vest- mannaeyjum. Varnaraðili er Íslandsbanki hf., kt. 421289-5069, Bankastræti 5, Reykja- vík. Dómkröfur sóknaraðila eru þær, að leiðrétt verði sú athöfn sýslumanns- ins í Reykjavík 24. júní 1992 að aflýsa veðskuldabréfi sóknaraðila, útg. 16. janúar 1992, þinglýsingarnr. A-3022/1992, af fyrsta veðrétti fasteignar- innar Hverfisgötu 82, Reykjavík, hluta merktum 02.02.01., og krefst sóknaraðili þess, að skuldabréfið verði fært að nýju og án athugasemda inn á blað fasteignarinnar. Þá er gerð krafa um málskostnað að skaðlausu skv. gjaldskrá LMFÍ að viðbættum 24,5% virðisaukaskatti á málflutnings- þóknun. Dómkröfur varnaraðila eru þær, að úrlausn þinglýsingarstjóra, dags. 31. mars 1993, verði látin standa. Auk þess gerir hann kröfu um málskostnað að skaðlausu að mati dómsins auk virðisaukaskatts á málskostnaðarfjár- hæð. II. Málavextir eru þeir, að 16. janúar 1992 gaf Útgerðarfélagið Vogavík hf. út veðskuldabréf til Hörpu Hannibalsdóttur, er framseldi skuldabréfið til Ástþórs Einarssonar 28. febrúar s. á. Samkvæmt ákvæðum bréfsins var skuldareiganda sett að veði með fyrsta veðrétti þriggja herbergja íbúð á 2. hæð að Hverfisgötu 82, Reykjavík, hluta merktum 02.02.01. Walter H. Jónsson samþykkti veðsetninguna sem þinglýstur eigandi. Skuldabréfið var móttekið til þinglýsingar hjá borgarfógetaembættinu í Reykjavík 14. febrúar 1992 og innfært í þinglýsingabók 27. febrúar s. á. Bréfinu var síðan aflýst af eigninni 5. júní 1992 á grundvelli fyrirmæla í uppboðsafsali, út 1572 gefnu 3. júní 1992 af sýslumanninum í Reykjavík til Íslandsbanka hf., en bankinn hafði keypt fasteignina á uppboði 29. september 1988. Með vísan til 27. gr. laga nr. 39/1978 fór sóknaraðili fram á, að veðskuldabréfið yrði að nýju fært inn í fasteignabók, en þeirri kröfu hafnaði Þinglýsingarstjóri með bréfi, dags 31. mars 1993, á þeirri forsendu, að í uppboðsafsalinu væri kveðið á um, að afmá skyldi af veðmálaskrá allar þinglýstar veðkröfur. Í þinglýsingabók eru sjö blaðsíður, er hafa að geyma upplýsingar um eignarheimildir og veðbönd, er varða fasteignina Hverfisgötu 82. Athuga- semd um framangreint nauðungaruppboð er skráð á spássíu fyrstu blað- síðu. Athugasemdin er eftirfarandi: „1. og 2. hæð í eldra húsi seld á nauð- ungaruppboði 29. 9. 1988.““ Frá athugasemd þessari liggur ör, er vísar á nafn Jóns V. Guðvarðarsonar. Athugasemdin er ódagsett. Þvert yfir fyrstu blaðsíðu er strik og við enda þess ör, er vísar á texta, sem segir: „Um eignarheimildir, sjá blað 3.““ Á blaðsíðu þrjú er Íslands- banki hf. skráður sem þinglýstur eigandi hluta nr. 02. 02. 01. Um eignar- heimild bankans er vísað til uppboðsafsals, dags. 3. júní 1992, þinglýstu 5. júní s. á. Fyrri eigandi eignarhlutans er skráður Walter H. Jónsson. Um eignarheimild hans er vísað til „arfs“, dags. 21. september 1990, þinglýsts 29. september s. á. Með „arfi“ mun vera átt við skiptayfirlýsingu, út gefna af Walter og samþykkta af skiptaráðanda 21. september 1990, sbr. dskj. nr. 12. Í skiptayfirlýsingu þessari segir m. a.: „„Við skipti á dánarbúi föður míns, Jóns V. Guðvarðarsonar, Hverfisgötu 82, Rvík, kom framangreind eign í hlut undirritaðs.“ Jón V. Guðvarðarson, faðir Walters H. Jónssonar, var þinglýstur eigandi eignarhluta nr. 02. 02. 01. í Hverfisgötu 82, er hann féll frá. Er nafns Jóns getið á framangreindri yfirstrikaðri bls. nr. 1 svo og á eignaskiptasamningi, dags. 24. mars 1988, þinglýstum 20. apríl s. á., en ljósrit hans hefur verið límt yfir bls. tvö. III. Af hálfu sóknaraðila er því fram haldið, að lagaskilyrði hafi skort fyrir þeirri ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík af aflýsa skuldabréfi sóknar- aðila. Sóknaraðili meti það svo, að þegar skuldabréfi hans hafi verið þing- lýst, hafi legið fyrir samþykki Walters H. Jónssonar, sem á þeim tíma hafði samkvæmt fasteignabók formlega heimild til að veðsetja fasteignina, og hafi því verið rétt af þinglýsingardómara 27. febrúar 1992 að innfæra skuldabréfið á fyrsta veðrétt fasteignarinnar án athugasemda, sbr. 2. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 24. gr. laga nr. 39/1978, sbr. 1. mgr. 25. gr. sömu laga. Með vísan til þess, að formlega réttur aðili samþykkti veðsetningu fast- eignarinnar, og til reglna um forgangsáhrif þinglýsingar skv. 15. gr. laga nr. 39/1978, sbr. 29. gr. sömu laga, telji sóknaraðili, að veðskuldabréf sitt hafi skýlausan forgang framar eignarheimild núverandi eiganda, sem mót- 1573 tekin hafi verið til þinglýsingar eftir þinglýsingu skuldabréfs sóknaraðila, og því hafi það verið röng ákvörðun sýslumanns í Reykjavík að aflýsa skuldabréfi sóknaraðila af fasteigninni. Sóknaraðili miði við það, að ákvæði í uppboðsafsali um, að afmá skuli allar þinglýstar kröfur af eigninni, taki aðeins til þeirra veðkrafna, er á fasteigninni hafi hvílt þann dag, er hún hafi verið seld nauðungarsölu, þ. e. 29. september 1988, og geti því ekki átt við um veðskuldabréf sóknar- aðila. Með vísan til bréfs sýslumannsins í Reykjavík, dags. 31. mars 1993, telji sóknaraðili, að ótvírætt sé, að vanrækt hafi verið að færa tilkynningu um nauðungarsöluna inn á blað fasteignarinnar í fasteignabók og að þeirri staðreynd breyti ekki ódagsett áritun um nauðungaruppboð á fasteigninni. Sóknaraðili telji, að framangreint bréf taki af allan vafa um, að hin ódag- setta áritun hafi komið til seinna en þinglýsing skuldabréfs sóknaraðila og líklega ekki fyrr en þegar skuldabréfi sóknaraðila var aflýst af eigninni 24. júní 1992. IV. Af hálfu varnaraðila er vísað til þess, að Útvegsbanki Íslands hf., nú Íslandsbanki hf., hafi eignast umrædda eign á nauðungaruppboði, sem fram hafi farið 29. september 1988. Það hafi svo ekki verið fyrr en í apríl á þessu ári, sem bankinn hafi selt umrædda eign. Á þeim tíma, þ. e. frá því að varnaraðili eignaðist íbúðina og þar til hann seldi hana aftur, hafi hann á engan hátt ráðstafað henni né veitt heimild til veðsetningar. Varnaraðili bendi á, að Walter H. Jónsson hafi sjálfur samið yfirlýsingu þá, sem síðan var stimpluð af skiptaráðandanum í Reykjavík og svo þing- lýst. Ekkert af þessu, þ. e. yfirlýsingin, stimplunin né þinglýsingin, hafi getað falið í sér, að eignarheimild að umræddri íbúð flyttist frá varnaraðila til Walters. Samkvæmt yfirlýsingunni segir Walter Hverfisgötu 82 koma í sinn hlut eftir lát föður síns. Það sé meginregla í erfðarétti, að arftaki eignist ekki betri rétt en arfláti átti sjálfur, en umrædd eign hafi verið seld á uppboði, sem Walter sjálfur hafi verið viðstaddur. Varnaraðili telji það mistök hjá skiptaráðanda að samþykkja framan- greinda yfirlýsingu Walters og stimpla hana, þar sem búið hafi verið að færa inn í þinglýsingabók athugasemd um uppboðið. Á sama hátt verði að telja það mistök, að umræddri yfirlýsingu hafi verið þinglýst sem og veðskuldabréfum þeim, sem þinglýst hafi verið með samþykki Walters. Þessu til stuðnings sé vísað til bréfs sýslumannsins í Reykjavík, dags. 31. mars 1993. Einnig sé vert að benda á 3. mgr. 24. gr. þinglýsingalaga í þessu sambandi. Samkvæmt þessu hafi því verið um að ræða röð mistaka hjá þáverandi embætti borgarfógetans í Reykjavík, og á þeim mistökum 1574 ætli sóknaraðili að reisa rétt sinn, er hann krefst þess með vísan til 27. gr. þinglýsingalaga, að skuldabréfið verði aftur fært án athugasemda inn á blað fasteignarinnar. Varnaraðili heldur því fram, að atvik sem þetta eigi ekki undir 27. gr., sbr. það, sem komi fram í áðurnefndu bréfi sýslumannsins í Reykjavík, að uppboðsafsalið hafi borið það ótvírætt með sér, að afmá ætti allar þinglýstar veðkröfur af eigninni. Máli sínu til stuðnings vísi varnaraðili til þinglýsingalaga nr. 39/1978 ásamt síðari breytingum, sérstaklega 7. gr., 24. gr., 2. og 3. mgr. 25. gr. og 27. gr. Þá vísi hann til eldri uppboðslaga nr. 57/1949. V. Niðurstaða. Í 3. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 er kveðið á um, að sé eign seld á uppboði eða lögð út veðhöfum, skuli uppboðsráðandi gera ráð- stafanir til þess, að um það sé getið á blaði fasteignar í fasteignabók. Telja verður, að í þessu orðalagi felist, að uppboðsráðandi skuli sjá til þess, að yfirlýsingu um uppboðið skuli Þinglýst á eignina. Áritun sú, sem um ræðir í máli þessu, er ódagsett. Ekki verður séð, frá hverjum hún stafar, né er þar vísað til ákveðins skjals. Þar sem ákvæðum II. kafla þinglýsingalaga um framkvæmd þinglýsingar var ekki framfylgt, verður að líta svo á, að uppboðsráðandi hafi ekki fullnægt framangreindu ákvæði 3. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga. Er margnefndu veðskuldabréfi var þinglýst, var Walter H. Jónsson þing- lýstur eigandi Hverfisgötu 82, eignarhluta merktum 02.02.01., í skilningi 1. mgr. 24. gr. þinglýsingalaga. Sóknaraðili mátti því treysta, að eignar- heimild hans væri gild að efni til, og þarf því ekki að sæta þeirri mótbáru, að heimildarskjal sitt sé ógilt, sbr. 1. mgr. 33. gr. sömu laga. Eignarheimild varnaraðila hafði þá ekki verið þinglýst á eignina, sbr. framangreint, og gengur því veðréttur sóknaraðila skv. veðskuldabréfinu framar rétti varnar- aðila skv. uppboðsafsalinu, sbr. 15. gr. þinglýsingalaga. Samkvæmt þessu verður að telja, að þinglýsingarstjóra hafi verið óheimilt að afmá veðskuldabréf sóknaraðila úr þinglýsingabók. Ekki breytir það niðurstöðu þessari, þótt uppboðshaldari hafi í uppboðsafsali gefið fyrirmæli um, að afmá bæri af veðmálaskrá eignarinnar allar þing- lýstar kröfur, þar sem hann gat aðeins gefið fyrirmæli um, að afmá skyldi veðbönd, sem hvíldu á eigninni, er hún var seld á nauðungaruppboði, og uppboðsandvirði hrökk ekki til að greiða. Ber því að fallast á þá kröfu sóknaraðila, að sýslumanninum í Reykjavík sé skylt að færa veðskuldabréf hans aftur inn á blað fasteignarinnar Hverfisgötu 82, hluta merkts 02.02.01. Eftir þessari niðurstöðu þykir rétt, að varnaraðili greiði sóknaraðila 50.000 krónur í málskostnað, þ. m. t. virðisaukaskattur. 1575 Uppkvaðning úrskurðar þessa hefur dregist vegna anna dómara, en ekki fór fram munnlegur málflutningur í málinu. Kolbrún Sævarsdóttir, fulltrúi dómstjórans í Reykjavík, kvað upp úr- skurð þennan. Úrskurðarorð: Fallist er á þá kröfu sóknaraðila, Ástþórs Einarssonar, að sýslu- manninum Í Reykjavík sé skylt að færa skuldabréf, út gefið 16. janúar 1992, með þinglýsingarnúmeri A-3022/1992, að nýju inn á blað fast- eignarinnar Hverfisgötu 82, Reykjavík, eignarhluta merkts 02.02.01. Varnaraðili, Íslandsbanki hf., greiði sóknaraðila 50.000 krónur í málskostnað, þ. m. t. virðisaukaskattur. 1576 Fimmtudaginn 23. september 1993. Nr. 262/1991. Afurðastöðin í Búðardal hf. (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) gegn Hólmfríði Hauksdóttur (Hjalti Steinþórsson hrl.). Skuldamál. Endurgreiðsla. Vanheimild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. júní 1991 og krefst sýknu af kröfum stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en því, að frá dæmdum fjárhæðum dragist 21.388 krónur, er stefnda fékk greiddar upp í kröfu sína við lok skipta í þrotabúi Kaupfélags Hvammsfjarðar 15. desember 1992. Þá krefst stefnda málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Stefnda fullyrðir í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi, að hún hafi hvorki óskað eftir rekstrarláni hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar á árinu 1988 né áður og hún hafi hafnað sérstaklega slíkri lántöku á því ári, að líkindum í símtali í mars. Er hún fékk í hendur yfirlits- reikning frá kaupfélaginu í júní 1988 vegna viðskipta í maí á því ári, hafi sér fyrst orðið ljóst, að sér hafði verið úthlutað rekstrar- láni. Kveðst hún hafa hringt í kaupfélagið í lok júní og vakið athygli á þessu. Jafnframt hafi hún beðið um, að lánið yrði bakfært á viðskiptareikningi sínum, áður en sér yrði sendur yfirlitsreikningur vegna júlí. Hún kveðst hafa mótmælt í samtali við Ólaf Sveinsson, framkvæmdastjóra áfrýjanda, er sér varð ljóst, að áfrýjandi hafði í október 1988 greitt Búnaðarbanka Íslands af inneign sinni á viðskiptareikningi hjá áfrýjanda fjárhæð, er svaraði til umrædds rekstrarláns með vöxtum. Hann hafi lofað leiðréttingu á þessu. Stefnda kveðst hafa átt inni á viðskiptareikningi sínum hjá Kaup- félagi Hvammsfjarðar á þeim tíma, er hér skiptir máli, mun hærri fjárhæð en rekstrarláninu nam. 1577 Samkvæmt reikningsyfirliti Kaupfélags Hvammsfjarðar til stefndu 31. október 1988 nam inneign hennar hjá félaginu á þeim tíma 260.531,31 krónu, en á reikningsyfirliti þessu er rekstrarlánið fært sem inneign til viðbótar þeirri fjárhæð, en það nam með vöxtum 157.765,60 krónum. Ólafur Sveinsson var framkvæmdastjóri Kaupfélags Hvamms- fjarðar fram til 16. júní 1989, er félagið var tekið til gjaldþrota- skipta. Frá 13. september 1988 var hann jafnframt framkvæmda- stjóri áfrýjanda. Í skýrslu fyrir dómi kveðst hann ekki minnast þess, að stefnda hafi afþakkað rekstrarlán á árinu 1988. Hins vegar minnist hann þess, að hún hafi í símtali þá um haustið kvartað „yfir þessum gjörningi afurðastöðvarinnar““. Kveður hann stefndu ekki hafa tekið gildar þær skýringar, er hann gaf vegna kvörtunar hennar. Ólafur greinir frá því, að á árinu 1985 hafi margir bændur, sem nægilegt rekstrarfé áttu á viðskiptareikningum sínum hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar, kvartað yfir innborgun rekstrarlána á viðskiptareikninga sína. Hafi það orðið til þess, að 1986 og 1987 sendi kaupfélagið dreifibréf með tilmælum um, að þeir viðskipta- menn létu vita, sem ekki óskuðu eftir rekstrarlánum. Það hafi hins vegar ekki verið gert á árinu 1988, og hafi rekstrarlán þá verið færð á viðskiptareikninga bænda, án þess að þeir væru áður um það spurðir. Ólafur kveður svo hafa virst sem viðskiptamenn kaup- félagsins og áfrýjanda væru sammála um, að áfrýjandi endurgreiddi Búnaðarbanka Íslands rekstrarlánin af inneign þeirra hjá áfrýjanda. Af framburði Ólafs Sveinssonar verður ráðið, að sá háttur, sem á var hafður við endurgreiðslu rekstrarláns þess, er stefndu var úthlutað, hafi ekki verið í samræmi við viðskiptavenju, heldur þvert á móti. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið, verður fallist á það með stefndu, að áfrýjanda hafi verið óheimilt að greiða Bún- aðarbanka Íslands umrætt rekstrarlán af inneign hennar hjá félag- inu án samþykkis hennar. Gerði áfrýjandi það algerlega á eigin ábyrgð. Þykir stefnda, eins og atvikum er háttað, hafa fært að því nægar líkur, að þessi ráðstöfun hafi vegna gjaldþrots Kaupfélags Hvammsfjarðar valdið henni tjóni, er nemi kröfufjárhæðinni í mál- inu. Ber því að taka kröfu stefndu til greina að frá dreginni áður- nefndri innborgun. Þessari niðurstöðu fær ekki hnekkt kröfulýsing 1578 stefndu í þrotabú Kaupfélags Hvammsfjarðar, enda var hún eðlileg öryggisráðstöfun, eins og á stóð, og áfrýjanda til hagsbóta. Samkvæmt þessu ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefndu 136.377,60 krónur (157.765,60 - 21.388) með vöxtum, eins og Í dómsorði greinir. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefndu samtals 140.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Við ákvörðun málskostnaðar hefur ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Áfrýjandi, Afurðastöðin í Búðardal hf., greiði stefndu, Hólmfríði Hauksdóttur, 136.377,60 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 157.765,60 krón- um frá 1. janúar 1989 til 15. desember 1992, en af 136.377,60 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Vextina má leggja árlega við höfuðstól, í fyrsta skipti 1. janúar 1990. Áfrýjandi greiði stefndu samtals 140.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur aukadómþings Dalasýslu 27. mars 1991. Mál þetta, sem höfðað er af Elvari Erni Unnsteinssyni hdl., kt. 170158- 7419, f. h. Hólmfríðar Hauksdóttur, kt. 040238-3449, Arnarstöðum, Stykkishólmi, gegn Svavari Jenssyni, kt. 070653-3899, Hrappsstöðum, Dalasýslu, f. h. Afurðastöðvarinnar í Búðardal hf., kt. 560988-1179, sem stjórnarformanni félagsins til heimtu skuldar vegna inneignar á viðskipta- reikningi fyrir árið 1988 með stefnu, út gefinni 27. október 1989, var þing- fest hér fyrir réttinum 22. nóvember 1989 og dómtekið að loknum munn- legum flutningi þess 22. mars, s. Í. Dómkröfur stefnanda. 1. að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld, að fjárhæð 172.626,23 kr., auk (nánar tilgreindra dráttarvaxta og málskostnaðarl. Við aðalflutning máls þessa lagði stefnandi fram nýja og breytta kröfu- gerð. Þar er höfuðstóll dómkröfu stefnanda lækkaður í 157.765,60 kr. og dráttarvaxta krafist af þeirri fjárhæð frá 1. janúar 1989 til greiðsludags. Jafnframt féll stefnandi frá kröfu um 12% söluskatt af málskostnaði og krefst nú 24,5% vsk. á málskostnað með vísan til breyttrar löggjafar um 1579 skattheimtuna. Aðrir liðir í upphaflegum kröfum stefnanda standa óbreyttir. Þá lagði stefnandi fram málskostnaðarreikning, að fjárhæð alls 120.843 kr., þ. m. t. vsk. Dómkröfur stefnda. 1. aðallega, að stefndi verði algjörlega sýknaður af öllum kröfum stefn- anda, 2. til vara, að stefndi verði aðeins dæmdur til að greiða stefnanda 8.844 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga frá 20. október 1989 til greiðsludags, 3. í báðum tilvikum, að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað skv. gjaldskrá LMFÍ eða skv. málskostnaðarreikningi, sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins,— enn fremur, að málskostn- aður beri vexti skv. Ill. kafla laga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsupp- sögu til greiðsludags. Við aðalflutning málsins féll stefndi frá varakröfu sinni með vísan til breyttrar kröfugerðar stefnanda. Málavextir. Vorið 1988 tók Kaupfélag Hvammsfjarðar, Búðardal, venju samkvæmt lán hjá Búnaðarbanka Íslands, og var lánsféð endurlánað framleiðendum á búfjárvöruframleiðslusvæði kaupfélagsins í formi rekstrarlána. Var endurlánveitingunni hagað þannig í hverju tilviki, að lánsféð var fært við- komandi framleiðanda til tekna á viðskiptareikningi hans hjá kaupfélaginu, og var stefnandi máls þessa einn þeirra. Kaupfélag Hvammsfjarðar átti um þessar mundir í nokkrum rekstrarerfið- leikum og annaðist m. a. af þeim sökum ekki haustslátrun árið 1988, heldur seldi þá um sumarið sláturhús og frystihús sín stefnda, sem annaðist haust- slátrun það ár og síðan. Stefnandi lagði sauðfjárafurðir sínar inn hjá stefnda haustið 1988, og end- urgreiddi stefndi af verðmæti þeirra rekstrarlánið, sem Kaupfélag Hvamms- fjarðar hafði veitt stefnanda fyrr um árið, til Búnaðarbanka Íslands. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi reisir dómkröfur sínar á því, að stefnda hafi verið óheimilt að gjaldfæra viðskiptareikning hennar hjá stefnda fyrir greiðslu rekstrar- láns, að fjárhæð 157.765 kr., sem Kaupfélag Hvammsfjarðar hafi tekið í óþökk hennar árið 1988. Um lagarök fyrir dómkröfum sínum vísar stefnandi auk almennra reglna kröfuréttarins um greiðsluskyldu skuldara til ákvæða laga nr. 46/1985, sbr. 29. gr., sérstaklega 2. tl. 1580 Stefnandi reisir kröfu sína um málskostnað úr hendi stefnda á því, að tilurð máls þessa sé einungis orðin vegna vanefnda stefnda á greiðsluskyldu hans. Kröfu um dráttarvexti reisir stefnandi á ákvæðum III. kafla laga nr. 25/1987, sérstaklega 10., 12. og 14. gr. laganna. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að venja hafi staðið til þess í lög- skiptum Kaupfélags Hvammsfjarðar og framleiðenda, þ. á m. stefnanda, að veita þeim framleiðendum rekstrarlán, sem lagt hafi inn afurðir haustið áður, nema viðkomandi óskaði séstaklega eftir því, að lán yrði ekki tekið. Stefnandi hafi ekki verið meðal þeirra, sem það gerðu. Þá hafi einnig verið venja og fullt samkomulag um það milli sömu aðila að færa lánveitinguna til tekna á viðskiptareikningi þess framleiðanda, sem í hlut ætti, hjá kaup- félaginu. Endurgreiðslur hafi síðan farið fram að hausti við veðsetningu haustafurða hjá hverjum sláturleyfishafa. Rekstrarlán það, sem Búnaðar- banki Íslands hafi veitt Kaupfélagi Hvammsfjarðar og kaupfélagið síðan endurlánað stefnanda, hafi því hvílt sem veð á hinum innlögðu sauðfjár- afurðum. Stefnda hafi því verið rétt og skylt gagnvart veðhafa að aflétta veðinu með því að greiða áhvílandi rekstrarlán og fá það síðan endurgreitt frá stefnanda. Um lagarök fyrir dómkröfum sínum vísar stefndi til almennra reglna samninga- og kröfuréttar auk 29. gr. laga nr. 46/1985 og ákvæða laga nr. 18/1887, sérstaklega $. mgr. 4. gr. laganna. Kröfu um málskostnað reisir stefndi á 1. mgr. 177. gr., sbr. 184. gr. laga nr. 85/1936, og kröfu um dráttarvexti á málskostnað á 3. mgr. 175. gr. sömu laga, sbr. og III. kafla laga nr. 25/1987. Niðurstaða. Í gögnum máls þessa og við flutning þess hefur verið fram á það sýnt, að háttur sá, sem Kaupfélag Hvammsfjarðar hafði á lántökum hjá Bún- aðarbanka Íslands, og sú ráðstöfun kaupfélagsins á lánsfénu að endurlána það framleiðendum með þeim hætti, sem lýst er hér að ofan, er sambæri- legur við það, sem almennt tíðkast hjá sláturleyfishöfum víðs vegar um landið. Af málflutningi aðila hér fyrir dómi verður það ráðið, að framkvæmd þessi styðjist ekki við bein lagafyrirmæli, heldur sé hér um að ræða til- högun, sem helgist af áralangri venju. Um framkvæmdina sé að jafnaði einhugur framleiðenda og sláturleyfishafa, sem grundvallist á föstum við- skiptum þessara aðila til lengri tíma. Vísast um þessi atriði m. a. til bréfa fjögurra sláturleyfishafa, sem stefnandi hefur lagt fram og er að finna í 1581 gögnum málsins á dskj. nr. 36, svo og að hluta til greinargerðar Ólafs Sveinssonar, framkvæmdastjóra stefnda, á dskj. nr. 8. Stefnandi vísar til þess í málflutningi sínum, að auk þess að hafa aldrei tekið rekstrarlán fyrr né síðar hafi hún á vordögum 1988 sérstaklega farið þess á leit við Kaupfélag Hvammsfjarðar, að ekki yrðu tekin rekstrarlán í sínu nafni það ár, og síðan mótmælt lánveitingunni, er henni varð um hana kunnugt. Enda þótt Ólafur Sveinsson, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hvammsfjarðar á þeim tíma, er hið umdeilda rekstrarlán var tekið, hafi gefið skýrslu hér fyrir dómi, er Kaupfélag Hvammsfjarðar ekki aðili máls þessa. Verður því ekki tekin afstaða til þessarar málsástæðu stefnanda hér, og er henni með vísan til meginreglna réttarfarslaga um aðild að einka- málum vísað frá dóminum. Samkvæmt framansögðu er að öðru leyti ekki ágreiningur með máls- aðilum um framkvæmd lánafyrirgreiðslunnar. Undirrót ágreiningsins er á hinn bóginn að rekja til þeirra afbrigðilegu aðstæðna, sem sköpuðust við það, að annar sláturleyfishafi, þ. e. stefndi, annaðist haustslátrun umrætt sinn í stað þess sláturleyfishafa, sem stóð að lánafyrirgreiðslunni, þ. e. Kaupfélags Hvammsfjarðar. Stefnandi heldur því fram, að það, sem hafi valdið sér tjóni því, er hún hyggst fá bætt með málshöfðun þessari, sé, að við endurgreiðslu lánsfjárins var ekki fylgt því greiðsluferli, sem fylgt var við lánveitinguna, með þeim hætti, að stefndi greiddi kaupfélaginu og kaupfélagið endurgreiddi bank- anum, heldur greiddi stefndi beint til viðskiptabanka kaupfélagsins. Kaup- félagið bakfærði samhliða þeirri greiðslu upphaflegu lántökuna frá bank- anum í bókhaldi sínu. Afleiðing þessarar bókhaldsaðferðar verði sú, að stefnandi, sem átti hærri innstæðu á viðskiptareikningi sínum hjá kaup- félaginu en nam endurgreiðslu rekstrarlánsins, glati tækifæri sínu til að jafna skuldinni vegna rekstrarlánsins við inneign sína hjá kaupfélaginu og fá greidda óskerta innlögn sína á sauðfjárafurðum þeim, er hún lagði inn hjá stefnda, beint frá honum. Í tilvitnaðri greinargerð Ólafs Sveinssonar á dskj. nr. 8 kemur m. a. fram, að flytji framleiðandi sig milli sláturleyfishafa, beri nýja sláturleyfis- hafanum að gera upp allar skuldir framleiðandans við hinn fyrri. Hefði þetta verið gert, strax og ljóst var, að stefndi myndi annast slátrun í stað kaupfélagsins, hefði niðurstaðan orðið sú, þar sem stefnandi átti hærri inn- stæðu hjá kaupfélaginu, sem var „fyrri sláturleyfishafinn““, en nam skuld kaupfélagsins við Búnaðarbankann vegna rekstrarlánsins, að engar greiðslur hefðu farið fram frá stefnda til kaupfélagsins, heldur hefði kaup- félagið orðið að sæta því að jafna endurgreiðslu lánsins við inneign stefn- anda hjá því. Það er því greiðsla stefnda á rekstrarláninu til bankans og 1582 þær bókhaldslegu aðgerðir stefnda og Kaupfélags Hvammsfjarðar, sem í kjölfar fylgdu og lýst er í tilvitnaðri greinargerð á dskj. nr. 8, sem valda því, að stefnanda er gert ókleift að fara skuldajafnaðarleiðina, sem áður er greint frá. Á hagsmuni stefnanda af skuldajöfnuði þessum hefði þó aldrei reynt, ef ekki hefði það komið til, að skömmu síðar var bú kaup- félagsins tekið til gjaldþrotaskipta. Stefnandi reisir málsástæðu sína um heimildarskort stefnda til greiðsl- unnar til bankans á því, að enginn veðsamningur hafi verið í gildi milli sín og bankans. Stefnandi heldur því raunar fram, að hún hafi ekki gert slíkan veðsamning við einn né neinn, þar sem hún hafi verið andvíg lán- tökunni frá upphafi. Ólafur Sveinsson lýsir tilhögun veðsetningar fyrir rekstrarlánum gagnvart viðskiptabönkum sláturleyfishafa þannig í tilvitnaðri greinargerð á dskj. nr. 8: ,,...Lán þetta hefur verið veitt af viðskiptabanka... sláturleyfishafa, sem síðan er ætlað að endurlána þetta til framleiðenda... Veð fyrir þessum lánum hafa engin verið önnur en „veðsetning í þeim afurðum, sem lagðar eru inn hjá sláturleyfishafanum um haustið““.'“ Af þessari lýsingu verður ekki ráðið annað en það, að eini formlegi veð- samningurinn, sem gerður er í umræddri lánafyrirgreiðslu, sé samningur sláturleyfishafa við viðskiptabanka, sem veðsetji þá viðskiptabankanum afurðir þær, er hann kemur til með að eignast við innlegg framleiðenda í sláturtíð. Þegar sláturleyfishafinn endurlánar framleiðendum lánsféð, er ekki gerður sérstakur veðsamningur, en með tilliti til þess, að það eru fram- leiðendurnir, sem eru aðnjótendur lánafyrirgreiðslunnar, þykja öll sann- girnisrök mæla með því, að líta verði svo á, að við endurlánveitingu slátur- leyfishafa til framleiðenda stofnist hliðstæður samningur milli þeirra og lá til grundvallar veðsamningi sláturleyfishafans við viðskiptabankann, þ. e., að framleiðandinn setji sláturleyfishafanum, sem endurlánar honum rekstrarféð, væntanlegar afurðir af framleiðslu sinni á komandi hausti að veði fyrir endurgreiðslu lánsins. Stefndi er þeirrar skoðunar, að sér hafi verið rétt og skylt að aflétta veðinu gagnvart bankanum með því að greiða skuld stefnanda beint til bankans. Þessi málsvörn stefnda byggist á þeim skilningi hans á framan- greindu lánafyrirgreiðsluferli, sem fram kemur m. a. Í greinargerð hans á dskj. nr. 7, að við endurlán sláturleyfishafans til framleiðenda gangi fram- leiðendur inn í veðsamning sláturleyfishafans við bankann og við það stofnist beint veðsamningssamband milli framleiðenda og viðskiptabanka sláturleyfishafa. 0 Ólafur Sveinsson, framkvæmdastjóri stefnda, kvað það rétt í skýrslu sinni hér fyrir dómi, að ef framleiðandi, sem að vori hefur fengið rekstrar- lán fyrir tilstilli eins sláturleyfishafa, leggur að hausti inn afurðir sínar hjá 1583 öðrum sláturleyfishafa, ber hinum síðari að standa hinum fyrri skil á endur- greiðslu rekstrarlánsins, sem sá endurgreiðir aftur bankanum. Með vísan til þess, að það er stefndi sjálfur, sem staðfestir, að þetta sé réttur framgangsmáti á endurgreiðsluferlinu, og þess, að fyrir liggur, að í tilviki því, sem hér er til umfjöllunar, var farin önnur leið, þykir ekki hjá því komist að fallast á það með stefnanda, að stefnda hafi brostið heimild til hinnar umdeildu endurgreiðslu rekstrarláns stefnanda til Bún- aðarbankans 15. október 1988. Vegna þess að stefnandi þykir hafa sýnt nægilega fram á, að þessi ráðstöfun stefnda hafi valdið stefnanda tjóni, sem nemur hinni umstefndu fjárhæð, ber að taka til greina kröfu hans um, að stefndi bæti honum það tjón. Í munnlegum flutningi máls þessa vék lögmaður stefnda að því, að þar sem stefnandi hefði lýst kröfu í þrotabú Kaupfélags Hvammsfjarðar, sem næmi stefnufjárhæðum þessa máls, bæri að vísa stefnukröfum hennar frá aukadómþinginu, þar sem að öðrum kosti gæti svo farið, að stefnandi fengi kröfu sína tvígreidda. Lögmaður stefnanda mótmælti þessari málsástæðu stefnda sem of seint fram kominni. Til vara, féllist dómurinn ekki á það, lýsti hann yfir því fyrir hönd umbjóðanda síns, að kæmi til þess, að stefnandi fengi greiðslu upp í lýsta kröfu sína úr þrotabúi Kaupfélags Hvammsfjarðar að loknum yfirstandandi gjaldþrotaskiptum, féllist stefnandi á, að sú greiðsla rynni til stefnda. Gegn mótmælum stefnanda og með vísan til 3. mgr. 110. gr. laga nr. 85/1936 þykir ekki fært að fallast á, að framangreind málsástæða stefnda hljóti umfjöllun við úrlausn máls þessa, og er því hafnað. Eftir framangreindum úrslitum ber stefnda að greiða stefnanda máls- kostnað, sem að mati dómsins þykir hæfilega ákveðinn 120.843 kr. Dómsorð: Stefndi, Svavar Jensson, kt. 070653-3899, Hrappsstöðum, Dala- sýslu, f. h. Afurðastöðvarinnar í Búðardal hf., kt. 560988-1179, sem stjórnarformaður félagsins greiði stefnanda, Hólmfríði Hauksdóttur kt. 040238-3449, Arnarstöðum, Stykkishólmi, 157.765,60 kr. með 21,6% dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð frá 1. 1. 1989 til 1. 3. 1989, 24,0% frá þeim degi til 1. 4. 1989, 33,6%0 frá þeim degi til 1. 5. 1989, 38,4% frá þeim degi til 1. 6. 1989, 42,0%0 frá þeim degi til 1. 7. 1989, 45,6%0 frá þeim degi til 1. 9. 1989, 40,8%0, frá þeim degi til 1. 10. 1989, 38,4% frá þeim degi til 1. 12. 1989, 40,8% frá þeim degi til 1. 2. 1990, 37,2%0 frá þeim degi til 1. 3. 1990, 30,0% frá þeim degi til 1. 4. 1990, 26,0%0 frá þeim degi til 1. 5. 1990, 23.090 frá þeim degi til 1. 10. 1990, 21,0%0 frá þeim degi til 1. 3. 1991, 23,0% frá 1584 þeim degi til 1. 4. 1991, en með dráttarvöxtum samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands, sbr. lög nr. 25/1987, frá þeim degi til greiðslu- dags. Dráttarvextir leggist við höfuðstól hinnar dæmdu fjárhæðar á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn tólf mánuðum eftir upphafsdag vaxtanna. Stefndi greiði stefnanda 120.843 kr. í málskostnað, og beri sú fjár- hæð dráttarvexti samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands, sbr. lög nr. 25/1987, frá 15. degi eftir uppsögu dóms þessa til greiðsludags. Dráttarvextir leggist við höfuðstól málskostnaðar á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn tólf mánuðum eftir upphafsdag vaxtanna, allt innan fimmtán daga frá uppsögu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 1585 Fimmtudaginn 23. september 1993. Nr. 263/1991. Afurðastöðin í Búðardal hf. (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) gegn Hólmfríði Hauksdóttur vegna Arnarstaðabúsins (Hjalti Steinþórsson hrl.). Skuldamál. Endurgreiðsla. Vanheimild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. júní 1991 og krefst sýknu af kröfum stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en því, að frá dæmdum fjárhæðum dragist 18.875 krónur, er stefnda fékk greiddar upp í kröfu sína við lok skipta á þrotabúi Kaupfélags Hvammsfjarðar 15. desember 1992. Þá krefst stefnda málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Stefnda fullyrðir í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi, að Arnarstaða- búið hafi hvorki óskað eftir rekstrarláni hjá Kaupfélagi Hvamms- fjarðar á árinu 1988 né áður og hún hafi hafnað sérstaklega slíkri lántöku á því ári, að líkindum í símtali í mars. Stefnda kveður sér fyrst hafa orðið ljóst, er hún fékk í hendur yfirlitsreikning frá kaup- félaginu í júní 1988 vegna viðskipta í maí á því ári, að Arnarstaða- búinu hafði verið úthlutað rekstrarláni. Kveðst hún hafa hringt í kaupfélagið í lok júní og vakið athygli á þessu. Jafnframt hafi hún beðið um, að lánið yrði bakfært á viðskiptareikningi stefndu, áður en sendur yrði yfirlitsreikningur vegna júlí. Hún kveðst hafa mót- mælt í samtali við Ólaf Sveinsson, framkvæmdastjóra árýjanda, er henni varð ljóst, að áfrýjandi hafði í október 1988 greitt Búnaðar- banka Íslands af inneign Arnarstaðabúsins á viðskiptareikningi þess hjá áfrýjanda fjárhæð, er svaraði til umrædds rekstrarláns með vöxtum. Hafi hann lofað leiðréttingu á þessu. Stefnda kveður Arnarstaðabúið hafa átt inni á viðskiptareikningi sínum hjá Kaup- 100 1586 félagi Hvammsfjarðar á þeim tíma, er hér skiptir máli, mun hærri fjárhæð en rekstrarláninu nam. Samkvæmt reikningsyfirliti Kaupfélags Hvammsfjarðar til stefndu 31. október 1988 nam inneign Arnarstaðabúsins hjá félag- inu á þeim tíma 108.714,81 krónum, en á reikningsyfirliti þessu er rekstrarlánið fært sem inneign til viðbótar þeirri fjárhæð og nam samkvæmt yfirlitinu með vöxtum 88.348,75 krónum. Ólafur Sveinsson var framkvæmdastjóri Kaupfélags Hvamms- fjarðar fram til 16. júní 1989, er félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Frá 13. september 1988 var hann jafnframt framkvæmdastjóri áfrýjanda. Í skýrslu fyrir dómi kveðst hann ekki minnast þess, áð stefnda hafi afþakkað rekstrarlán á árinu 1988. Hins vegar minnist hann þess, að hún hafi í símtali þá um haustið kvartað „yfir þessum gjörningi Afurðastöðvarinnar““. Kveður hann stefndu ekki hafa tekið gildar þær skýringar, er hann gaf vegna kvörtunar hennar. Ólafur greinir frá því, að á árinu 1985 hafi margir bændur, sem nægilegt rekstrarfé áttu á viðskiptareikningum sínum hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar, kvartað yfir innborgun rekstrarlána á viðskipta- reikninga sína. Hafi það orðið til þess, að 1986 og 1987 sendi kaup- félagið dreifibréf með tilmælum um, að þeir viðskiptamenn létu vita, sem ekki óskuðu eftir rekstrarlánum. Það hafi hins vegar ekki verið gert á árinu 1988, og hafi rekstrarlán þá verið færð á viðskiptareikn- inga bænda, án þess að þeir væru áður um það spurðir. Ólafur kveður svo hafa virst sem viðskiptamenn kaupfélagsins og áfrýjanda væru sammála um, að áfrýjandi endurgreiddi Búnaðarbanka Íslands rekstrarlánin af inneign þeirra hjá áfrýjanda. Af framburði Ólafs Sveinssonar verður ráðið, að sá háttur, sem á var hafður við endur- greiðslu rekstrarláns þess, er stefndu var úthlutað, hafi ekki verið í samræmi við viðskiptavenju, heldur þvert á móti. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið, verður fallist á það með stefndu, að áfrýjanda hafi verið óheimilt að greiða Búnaðarbanka Íslands umrætt rekstrarlán af inneign Arnarstaða- búsins án samþykkis hennar. Gerði áfrýjandi það algerlega á eigin ábyrgð. Þykir stefnda hafa, eins og atvikum er háttað, fært að því nægar líkur, að þessi ólögmæta ráðstöfun hafi vegna gjaldþrots Kaupfélags Hvammsfjarðar valdið Arnarstaðabúinu fjártjóni, er nemi kröfufjárhæðinni í málinu. Ber því að taka kröfu stefndu til 1587 greina að frá dreginni áðurnefndri innborgun. Þessari niðurstöðu fær ekki hnekkt kröfulýsing stefndu í þrotabú Kaupfélags Hvamms- fjarðar, enda var hún eðlileg öryggisráðstöfun, eins og á stóð og áfrýjanda til hagsbóta. Samkvæmt þessu verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefndu 69.473,85 krónur (88.348,85 - 18.875) með vöxtum eins og í dóms- orði greinir. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefndu samtals 70.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Við ákvörðun hans hefur ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Áfrýjandi, Afurðastöðin í Búðardal hf., greiði stefndu, Hólmfríði Hauksdóttur vegna Arnarstaðabúsins, 69.473,85 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 88.348,85 krónum frá 1. janúar 1989 til 15. desember 1992, en af 69.473,85 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Vextina má leggja árlega við höfuðstól, í fyrsta sinn 1. janúar 1990. Áfrýjandi greiði stefndu samtals 70.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur aukadómþings Dalasýslu 27. mars 1991. Mál þetta, sem höfðað er af Elvari Erni Unnsteinssyni hdl., kt. 170158- 7419, f. h. Hólmfríðar Hauksdóttur, kt. 040238-3449, vegna Arnarstaða- búsins, Arnarstöðum, Stykkishólmi, gegn Svavari Jenssyni, kt. 070653- 3899, Hrappsstöðum, Dalasýslu, f. h. Afurðastöðvarinnar í Búðardal hf., kt. 560988-1179, sem stjórnarformanni félagsins til heimtu skuldar vegna inneignar á viðskiptareikningi fyrir árið 1988 með stefnu, út gefinni 27. október 1989, var þingfest hér fyrir réttinum 22. nóvember 1989 og dómtekið að loknum munnlegum flutningi þess 22. mars sl. Dómkröfur stefnanda. 1. að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld, að fjárhæð 88.348,85 kr., auk vaxta og málskostnaðar!. 1588 Við aðalflutning máls þessa lagði stefnandi fram nýja og breytta kröfu- gerð. Þar er höfuðstóll dómkröfu stefnanda lækkaður í 88.348,85 kr. og dráttarvaxta krafist af þeirri fjárhæð frá 1. janúar 1989 til greiðsludags. Jafnframt féll stefnandi frá kröfu um 12% söluskatt af málskostnaði og krefst nú 24,5% vsk. á málskostnað með vísan til breyttrar löggjafar um skattheimtuna. Aðrir liðir í upphaflegum kröfum stefnanda standa óbreyttir. Þá lagði stefnandi fram málskostnaðarreikning, að fjárhæð alls 99.228 kr., þ. m. t. vsk. Dómkröfur stefnda. 1. aðallega, að stefndi verði algjörlega sýknaður af öllum kröfum stefn- anda, 2. til vara, að stefndi verði aðeins dæmdur til að greiða stefnanda 671 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. Ill. kafla vaxtalaga frá 20. október 1989 til greiðsludags, 3. í báðum tilvikum, að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað skv. gjaldskrá LMFÍ eða skv. málskostnaðarreikningi, sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins, — enn fremur, að málskostn- aður beri vexti skv. III. kafla laga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dóms- uppsögu til greiðsludags. Við aðalflutning málsins féll stefndi frá varakröfu sinni með vísan til breyttrar kröfugerðar stefnanda. ÍSbr. dóm aukadómþings Dalasýslu í málinu: Hólmfríður Hauksdóttir gegn Afurðastöðinni í Búðardal, prentaðan aftan við dóm Hæstaréttar í málinu nr. 262/1991 hér næst á undan.) Dómsorð: Stefndi, Svavar Jensson, kt. 070653-3899, Hrappsstöðum, Dala- sýslu, f. h. Afurðastöðvarinnar í Búðardal hf., kt. 560988-1179, sem stjórnarformaður félagsins greiði stefnanda, Hólmfríði Hauksdóttur, kt. 040238-3449, vegna Arnarstaðabúsins, Arnarstöðum, Stykkis- hólmi, 88.348,85 kr. með 21,6% dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð frá 1. 1. 1989 til 1. 3. 1989, 24,0%0 frá þeim degi til 1. 4. 1989, 33,6%0 frá þeim degi til 1. 5. 1989, 38,4% frá þeim degi til 1. 6. 1989, 42,0%0 frá þeim degi til 1. 7. 1989, 45,6%0 frá þeim degi til 1. 9. 1989, 40,8% frá þeim degi til 1. 10. 1989, 38,4% frá þeim degi til 1. 12. 1989, 40,8% frá þeim degi til 1. 2. 1990, 37,2%0 frá þeim degi til 1. 3. 1990, 30,0% frá þeim degi til 1. 4. 1990, 26,0% frá þeim degi til 1. 5. 1990, 23,0% frá þeim degi til 1. 10. 1990, 21,0% frá þeim degi til 1. 3. 1589 1991, 23,0% frá þeim degi til 1. 4. 1991, en með dráttarvöxtum sam- kvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands, sbr. lög nr. 25/1987, frá þeim degi til greiðsludags. Dráttarvextir leggist við höfuðstól hinnar dæmdu fjárhæðar á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn tólf mánuðum eftir upp- hafsdag vaxtanna. Stefndi greiði stefnanda $4.700 kr. í málskostnað, þ. m. t. vsk., og beri sú fjárhæð dráttarvexti samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands, sbr. lög nr. 25/1987, frá 15. degi eftir uppsögu dóms þessa til greiðslu- dags. Dráttarvextir leggist við höfuðstól málskostnaðar á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn tólf mánuðum eftir upphafsdag vaxtanna, allt innan fimmtán daga frá uppsögu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 1590 Fimmtudaginn 23. september 1993. Nr. 483/1990. Glæsibæjarhreppur (Ólafur B. Árnason hrl.) gegn Snorra Péturssyni (Gunnar Sólnes hrl.). Ómerking. Frávísun frá héraðsdómi. Kröfugerð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. desember 1990. Hann krefst sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar úr hans hendi í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Í stefnu í héraði gerði stefnandi svofellda kröfu: „,... að viður- kenndur verði með dómi réttur hans til umferðar í landi Glæsi- bæjarhrepps á Gáseyri. Þess er krafist, að viðurkenningin taki til alls þess umferðarréttar, sem stefnanda er nauðsynlegur til þess að nýta sinn eignarhluta í landi Gáseyrar, svo sem sand- nám og land fyrir æðarvarp“. Í málflutningi fyrir Hæstarétti áréttaði lögmaður stefnda, að þessi hefði verið krafa hans í héraði. Allt að einu er í niðurlagi hins áfrýjaða dóms viður- kenndur réttur stefnda til umferðar um „veg niður að Gáseyrinni““ í landi áfrýjanda, en engin afstaða tekin til kröfu stefnda að öðru leyti. Í málflutningi fyrir Hæstarétti kom einnig fram, að ágreiningur væri með málsaðilum um, hvort stefndi hefði yfirleitt haft afnot af vegi í landi áfrýjanda niður að Gáseyri og þá í hvaða mæli og frá hvaða tíma svo og um umferð hans í landi áfrýjanda að öðru leyti. Í héraði var engra gagna aflað um þetta málsefni af stefnda hálfu, og hann kom ekki fyrir dóm til þess að skýra mál sitt og leiddi engin vitni að kröfu sinni. Þegar þetta er virt, verður að telja, að málatilbúnaði stefnanda í héraði hafi verið svo áfátt og málið svo vanreifað af hans hálfu, 1591 að frávísun átti að varða. Verður því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður fellur niður. Dómur aukadómþings Eyjafjarðarsýslu 14. nóvember 1990. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 23. október sl. að loknum munnlegum mál- flutningi, er höfðað af Snorra Péturssyni, kt. 190814-4759, Skipalóni, Glæsibæjarhreppi, gegn hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps. Dómkröfur stefnanda eru þær, að viðurkenndur verði réttur hans til umferðar í landi Glæsibæjarhrepps á Gáseyri. Þess er krafist, að viður- kenningin taki til alls þess umferðarréttar, sem stefnanda er nauðsynlegur til þess að nýta eignarhluta sinn í landi Gáseyrar, svo sem sandnámu og land fyrir æðarvarp. Þá er þess krafist, að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Við munnlegan málflutning setti stefnandi fram þá varakröfu, að ákvörðun hreppsnefndar yrði ógilt með dómi. Af hálfu stefnda eru gerðar þær kröfur, að hann verði alsýknaður af kröfum stefnanda og stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Við munnlegan málflutning kom fram krafa um frávísun málsins frá dómi. II. Stefnandi lýsir málavöxtum svo, að í júní 1988 hafi vegi niður á svo- nefnda Gáseyri verið lokað með þeim hætti, að strengd var keðja milli tveggja staura þvert yfir veginn og henni læst með hengilás. Stefnandi hafi reynt að fá stefnda til að fjarlægja þennan farartálma, en án nokkurs sýni- legs árangurs. Staðhættir eru þeir, að Gáseyri er í eigu tveggja aðila, þ. e. efri hluti eyrarinnar tilheyrir Skipalóni, sem er eign stefnanda, en syðri hlutinn er í eigu stefnda. Aðeins einn vegur liggur niður á eyrina, og liggur hann að þeim hluta, sem er í eigu stefnda. Töluvert sandnám er á eyrinni, og hefur það að sögn stefnanda verið nýtt jöfnum höndum af báðum eignaraðilum hverju sinni, en veruleg nýting þessa sandnáms hófst um 1941. 1592 Æðarvarp hafi alla tíð verið á þeim hluta eyjarinnar, sem er í eigu stefn- anda, og til þess að nýta það hafi ávallt verið farinn þessi eini vegur niður á eyrina og yfir þann hluta hennar, sem nú er í eigu stefnda. Málsaðilar höfðu gert samning við vörubifreiðastjóra um að aka sandi af eyrinni, og var málsaðilum greitt eftir því, í hvorum hluta eyrarinnar sandurinn var tekinn. Þessi samningur féll úr gildi 15. júní 1988 og var ekki framlengdur af hálfu stefnda. Stefnandi vildi halda samningnum í gildi, hvað sig snerti, en þá kom stefndi í veg fyrir það með því að loka veginum. Stefndi heldur því fram, að Þorsteinn Kristjánsson hafi lagt veg niður á Gáseyri 1957 í landi Gása, og hafi eigendur Gása séð um viðhald vegarins allt til ársins 1976, en þá var stefnda seldur hluti Gása af Gáseyrinni. Allt frá því að vegurinn hafi verið lagður og fram til ársins 1988, hafi almenn- ingi verið frjáls umferð um hann niður á Gáseyri. Eigandi Skipalóns, stefnandi máls þessa, hafi ekki komið nærri gerð vegarins né viðhaldi á honum. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að hann hafi unnið hefð á umferðar- rétti sínum, sbr. 1. og 2. gr. laga nr. 46/1905. Stefndi kveðst reisa sýknukröfu sína á því, að í fyrsta lagi hafi stefnandi aldrei haft þau afnot af veginum niður á Gáseyri, sem leitt hefðu getað til eignar- eða afnotahefðar, og í öðru lagi, að ef skilyrðum hefðar væri fullnægt, væri langt frá því, að sá hefðartími væri fullnaður, sem krafist er, vegna hefðarhalds á ósýnilegum ítökum. III. Fram hefur komið, m. a. við skýrslutökur af Eiríki Sigfússyni, oddvita Glæsibæjarhrepps, að veginum hafi einungis verið lokað fyrir atvinnustarf- semi stefnanda, en ekki verður þó ráðið annað af gögnum málsins sem og vettvangskönnun en veginum hafi verið lokað fyrir allri umferð. Ekki hefur komið fram, að neinn ágreiningur hafi verið um afnotarétt stefnanda af veginum, frá því að stefndi eignaðist hluta úr Gáseyri með afsali, dags. 27. 12. 1976, og allt þar til veginum er lokað í júní 1988 og þá vegna ágreinings um sandsölu af eyrinni. Ekki verður annað ráðið af gögnum málsins og öðru því, sem fram hefur komið, en að nýting hafi verið á sandi úr Gáseyri frá árinu 1941 og, að því er virðist, þá jafnt úr landi stefnda sem stefnanda. Einungis hefur verið einn vegarslóði niður á eyrina allt frá þeim tíma sem og fyrr, en hann hafi verið uppbyggður og færður til að hluta 1957. Stefnanda eða þeim, sem hann leiðir rétt sinn frá, virðist hafa verið frjáls umferð um veg þennan allt frá 1941, þar með talið til nýtingar þeirra hlunninda, sem þar var að finna. Ekki skiptir máli í þessu sambandi, þó að vegurinn hafi verið opinn 1593 almenningi, því að stefnda og þeim, er hann leiðir rétt sinn af, mátti vera ljóst, að stefnandi fór um veg þennan til að komast að landi sínu á Gáseyri og hafði því af veginum hagsmuni, sem aðrir höfðu ekki. Við vettvangsgöngu kom í ljós, að verulegir annmarkar eru á því að leggja annan veg niður á Gáseyrina úr landi Skipalóns, sem er land stefn- anda, og það verði þá ekki gert nema með mjög kostnaðarsömum að- gerðum. Þegar ofangreint er virt, þykir með vísan til meginreglna hefðarlaga nr. 46 frá 1905, eðlis máls og þeirra þjóðhagslegu hagsmuna, sem búa að baki ákvæðum hefðarlaga, verða að viðurkenna rétt stefnanda til umferðar um veg niður að Gáseyri í landi stefnda sem og, að afnotarétturinn taki til alls þess, sem stefnanda er nauðsynlegt til að nýta sinn eignarhluta í landi Gáseyrar, svo sem sandnáms og æðarvarps. Enda þótt í stefnu sé gerð krafa um viðurkenningu til umferðar um land stefnda á Gáseyri, þykir hafa komið fram við rekstur málsins, að krafa stefnanda beinist að afnotarétti að nefndum vegi niður að Gáseyri. Krafa stefnanda um ógildingu á ákvæðum hreppsnefndar þykir vera of seint fram komin og er því hafnað af þeim sökum. Sama gildir um frá- vísunarkröfu stefnda, enda þykir mál þetta ekki sæta frávísun án kröfu. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til að greiða stefn- anda 180.000 kr. í málskostnað. Dóm þennan kvað upp Kjartan Þorkelsson, skipaður dómari. Dómsorð: Stefnandi, Snorri Pétursson, hefur umferðarrétt um veg í landi stefnda, Glæsibæjarhrepps, niður á Gáseyri til nauðsynlegrar nýtingar á eignarhluta sínum í landi Gáseyrar, svo sem sandnáms og æðarvarps. Stefnda ber að greiða stefnanda 180.000 kr. í málskostnað. Dómur þessi er aðfararhæfur lögum samkvæmt. 1594 Fimmtudaginn 23. september 1993. Nr. 300/1992. Patrekshreppur (Friðjón Örn Friðjónsson hdl.) (Hróbjartur Jónatansson hrl.) gegn Guðbrandi Haraldssyni og Vigdísi Helgadóttur (Sigurður Georgsson hrl.). Bótaskylda. Sönnun. Orsakatengsl. Vis major. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Stefán Már Stefánsson prófessor. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 7. júlí 1992. Hann krefst sýknu af kröfum stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafvarnarmál, en þeim var veitt gjafvörn fyrir Hæstarétti með bréfi dóms- og kirkju- málaráðuneytisins 12. október 1992. Við meðferð málsins í héraði var ákveðið að skipta sakarefni þess samkvæmt heimild í 4. mgr. 71. gr. þágildandi laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, sbr. nú 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í þessum þætti er einungis fjallað um bótaskyldu áfrýjanda. I. Hinn 22. janúar 1983 féll snjóflóð úr Geirseyrargili á Patreksfirði og olli bæði mannskaða og eignatjóni. Hafliði H. Jónsson veður- fræðingur og Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur fóru á vettvang á vegum Almannavarna ríkisins 26. - 28. janúar 1983 og könnuðu meðal annars upptök og farvegi þessa snjóflóðs og annarra á Patreksfirði og Bíldudal og reyndu að grafast fyrir um orsakir flóðanna. Þeir skiluðu skýrslu 4. febrúar 1983, og hefur hún verið lögð fram í málinu. Í héraðsdómi er birtur kafli úr skýrslunni um orsakir flóðsins í Geirseyrargili. Um umfang þessa flóðs og fall- 1595 hraða þess segir svo í skýrslu sérfræðinganna: „Þegar meginflóðið var komið hálfa leið niður að byggðinni, hefur farvegur þess þrengst niður í um 5 m, hraði aukist og það grafið um 2,2 m djúpa skoru niður í jörð. Hraði flóðsins á þessu svæði hefur getað verið allt að 30 m/s. Síðan breiddi það aftur úr sér og mun hafa verið um 65 m breitt, þegar það skall á efstu húsum. Þá hafði flóðið fallið um 170 m vegalengd og náð 15 m y.s. og meðalhalli frá upptökum því verið um 14?. Alls skreið snjóflóðið 440 m, uns það stöðvaðist í tungunni, sem var um 17000 m? að flatarmáli og að meðaltali um 2 m þykkt, þ.e.a.s. rúmlega 30000 m? að rúmmáli. Halli frá sporði að upptökum var um 11?*.“ II. Stefndu byggja málatilbúnað sinn um bótaskyldu áfrýjanda á því, að framkvæmdir sveitarfélagsins við gerð varnargarðs í hlíðinni fyrir neðan Geirseyrargil hafi valdið því, að snjóflóðið féll á hús þeirra 22. janúar 1983 með þeim hætti, sem raun varð á og lýst er í gögnum málsins. Þessi varnargarður mun hafa verið jarðvegs- ruðningur og til þess gerður að beina regn- og leysingavatni úr gilinu í ákveðinn farveg, sem þar var fyrir frá fyrri tíð. Hæð frá botni farvegarins mun hafa verið allt að tveir metrar. Eigi nýtur glöggra upplýsinga í málinu um lengd garðsins og fjarlægð frá ætluðum upptökum snjóflóðsins. Í framangreindri skýrslu þeirra Hafliða H. Jónssonar og Helga Björnssonar er þessa garðs að engu getið. Fyrir héraðsdómi kvaðst Helgi ekki geta sagt til um það, hvort garðurinn hefði haft áhrif á snjósöfnun í gilinu. Hafliði H. Jónsson svaraði eftirfarandi spurn- ingu í bréfi til stefnda, Guðbrands Haraldssonar, 28. febrúar 1987: „Er hægt að fullyrða, að lagning varnargarðsins á sínum tíma upp eftir gilinu hafi valdið krapastíflu og þannig aukið hættu á flóði frekar en komið í veg fyrir hana?““ Svar Hafliða var þannig: „Eini möguleikinn á krapastíflu í gilinu er þar, sem ég hef talað um hugsanleg þrengsli neðst í geilinni. Ég man ekki til þess, að garður- inn hafi komið þar nærri, heldur var þar um að ræða bæði halla- breytingu og beygju í gilinu. Garðurinn var svo uppi á vesturbarmi gilsins neðan við þessa beygju. Ég hlýt að svara þessu neikvætt.“ Af framansögðu er ljóst, að þeir vísindamenn, er könnuðu verks- ummerki á Patreksfirði skömmu eftir slysið, treysta sér ekki til þess 1596 að fullyrða nokkuð um, hvort þessi varnargarður hafi haft áhrif á snjósöfnun í Geirseyrargili og þannig valdið eða stuðlað að því, að snjóflóð varð. Engin önnur gögn í málinu veita vísbendingar um, að svo hafi verið, og verður að telja það ósannað. Ill. Í áðurnefndu bréfi Hafliða H. Jónssonar til stefnda, Guðbrands Haraldssonar, 28. febrúar 1987 kvaðst hann ekki geta fullyrt nokkuð um það, hversu flóðið hefði dreifst, ef hinn umræddi varnargarður hefði ekki verið til staðar, þótt hann játi því almennt, að varnargarðar hafi getað haft áhrif á farveg flóðsins. Hann svaraði þeirri spurningu, hvort staðsetning varnargarðanna hefði verið rétt, með eftirfarandi orðum: „,... Ég veit ekki, hvaða tilgangi þeir þjónuðu. Ég myndi ekki hafa talið þá vera neina vörn gegn snjóflóðum, enda hefði ég fyrst og fremst haft ofanvert Geirs- eyrargil í huga sem hugsanlegt upptakasvæði, en ekki neðsta hluta þess.““ Fyrir héraðsdómi var Helgi Björnsson spurður að því, hvort „„þessi garður hafi haft áhrif á stefnu krapaflóðsins og þá eftir atvikum hvort hann hafi einhverju ráðið um það, af hverjum krafti það lenti á húsunum þarna neðan við“. Helgi Björnsson treysti sér ekki til að svara því, hvort flóðið hefði farið einhverja aðra leið, ef enginn garður hefði verið í hlíðinni, en sagði þó, að það hefði dreift „meira úr sér út yfir keiluna, þannig að það fylgir ákveðnari straumi, - fylgir farvegi, fyrst hann er þarna...““. Telja verður, að nokkrar líkur hafi verið að því leiddar, að varnargarðurinn við farveginn úr Geirseyrargili kunni að hafa haft einhver áhrif á stefnu snjóflóðsins á einhverju skeiði og dreifingu þess. Gögn málsins veita hins vegar ekki þær vísbendingar, að unnt sé að staðhæfa, að garðurinn hafi verið veigamikil orsök fyrir stefnu flóðsins og því tjóni, sem varð. Verður því að telja full- yrðingar stefndu um áhrif varnargarðsins að þessu leyti Óósannaðar. IV. Samkvæmt framansögðu hefur stefndu ekki tekist að sýna fram á, að framkvæmdir áfrýjanda í hlíðinni fyrir neðan Geirseyrargil á Patreksfirði hafi verið með þeim hætti, að tjón stefndu verði rakið til þeirra. Hins vegar verður að telja, að stórfelldar náttúruhamfarir 1597 og óviðráðanleg atvik hafi leitt til þess skaða, er stefndu urðu fyrir. Ber því að sýkna áfrýjanda af öllum kröfum þeirra. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms verður staðfest. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Gjaf- varnarkostnaður stefndu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs málflytjanda þeirra, Sigurðar Georgssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur. Við ákvörðun málflutnings- launa hefur ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Áfrýjandi, Patrekshreppur, á að vera sýkn af öllum kröfum stefndu, Guðbrands Haraldssonar og Vigdísar Helgadóttur. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms er staðfest. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafvarnarkostnaður stefndu fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs málflytjanda þeirra, Sigurðar Georgssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur. Sératkvæði Hjartar Torfasonar hæstaréttardómara. Mál þetta er höfðað vegna þess, að lækjarfarvegi í Geirseyrargili á Patreksfirði hafði verið raskað af mannavöldum, áður en krapa- flóð féll úr gilinu 22. janúar 1983. Hafði farvegurinn verið hreins- aður á alllöngum kafla og varnargarður mótaður á vesturbakka hans, síðast með framkvæmdum á vegum áfrýjanda haustið 1982. Um hæð garðsins yfir farveginn er það upplýst, að hún hafi náð um tveimur metrum, en óljósara er, hverju bætt var við fyrri bakka- hæð. Við meðferð málsins í héraði var ekki sérstaklega um það fjallað, hvernig háttað væri stöðu þessa mannvirkis gagnvart ákvæðum laga um skipulag, byggingar eða náttúruvernd. Þá var ekki litið til þess, svo að séð verði, hvort mannvirkið félli undir ákvæði 75. gr. og fleiri greina vatnalaga nr. 15/1923, þar sem á því er tekið, hvernig standa beri að framkvæmdum í vatni eða við það í því skyni að verja land eða landsnytjar fyrir spjöllum af árennsli vatns. Enn 1598 fremur var ekki aflað um það glöggra upplýsinga, hvað orðið hafi um varnargarðinn eftir flóðið og hvað síðan hafi verið að gert á svæðinu til að verjast áföllum í framtíðinni, utan þess að dómendur sjálfir kynntu sér aðstæður á vettvangi. Loks má telja það til baga, að ekki var leitað eftir mati dómkvaddra manna á neinum þeim álitaefnum, sem um er deilt. Þótt bent sé á þessi atriði málsmeð- ferðarinnar, eru þau ekki því til fyrirstöðu, að málið verði dæmt eins og það liggur fyrir, og verður ekki séð, að frekari umfjöllun gæti haft áhrif á úrslit þess. Í málinu er það ósannað, að umræddur varnargarður hafi orðið orsök að flóðinu, og verður bótakrafa á hendur áfrýjanda ekki á því byggð. Á hinn bóginn hníga líkur að því, að hann hafi ráðið miklu um stefnu á svo votu flóði og um afl þess, er það skall á húsi stefndu. Um sönnunarkvöð í því efni má og líta til þess áskilnaðar vatnalaga, að afla beri sérstakrar heimildar til fram- kvæmda af fyrrgreindu tagi, nema sýnt þyki, að tjón eða hætta hljótist ekki af þeim. Þótt taka megi undir staðhæfingar stefndu um þennan þátt atburðanna, leiðir það ekki til þess, að áfrýjanda verði talið skylt að bæta tjón þeirra af völdum flóðsins. Ætla verður meðal annars, að tjón hefði hlotist allt að einu vegna hins forna farvegar. Úrslitum ræður þó, að um var að ræða stórfelldar náttúruhamfarir, sem komu öllum á óvart, bæði að ofsa og aðdraganda. Er skýrt að því kveðið af hálfu þeirra sérfræðinga, er kvaddir voru til skoðunar á orsökum og afleiðingum flóðsins, að atvik að því hafi verið mjög sérstæð. Hinn umdeildi garður var ekki ætlaður til varnar gegn snjóflóðum, og höfðu þau ekki fallið á þessu svæði í manna minnum. Átti hann aðeins að beina yfirborðsvatni úr gilinu í helsta farveg þess. Ekki er unnt að fullyrða, að atbeini kunnáttumanna við framkvæmdirnar hefði skipt sköpum um þá hættu, sem orðið gat af farveginum fyrir íbúa kaupstaðarins við aðstæður eins og þær, sem hér komu til, enda voru þær alls kostar ólíkar því, sem áður þekktist til. Verður áfrýjandi ekki gerður ábyrgur vegna þess, að hennar var ekki gætt, og ekki talinn hafa fórnað þeim hags- munum stefndu, sem hér reyndi á, fyrir hagsmuni annarra. Með vísan til þessa er ég samþykkur niðurstöðu annarra dómenda um efni málsins og einnig um málskostnað. 1599 Dómur aukadómþings Barðastrandarsýslu 9. júní 1992. Mál þetta var höfðað með stefnu, birtri 7. ágúst 1991, og dómtekið að lokinni vettvangsgöngu og munnlegum málflutningi 9. maí sl. Stefnendur eru Guðbrandur Haraldsson, kt. 101048-3149, og Vigdís Helgadóttir, kt. 171051-4289, bæði til heimilis að Hraunbæ 44, Reykjavík. Stefndi er sveitarsjóður Patrekshrepps, Barðastrandarsýslu. Kröfur stefnenda eru þær, að stefnda verði gert að greiða sér 7.737.910 kr. með dráttarvöxtum skv. 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989, frá 6. september 1991 til greiðsludags. Stefnendur krefjast þess, að sér verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefnendur hafa lagt fram málskostnaðarreikning og krefjast enn fremur vaxta af málskostnaði skv. 2. mgr. 175. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 21. gr. laga nr. 54/1988. Til vara krefjast stefnendur greiðslu á 1.839.633 kr. auk dráttarvaxta skv 7. gr. vaxtalaga frá 6. september 1987 til greiðsludags svo og málskostnaðar á sama hátt og í aðalkröfu. Stefn- endum var veitt gjafsókn til höfðunar máls þessa með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dags. 20. júní 1990. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnenda og málskostnaðar úr þeirra hendi skv. gjaldskrá LMFÍ. Þá krefst hann dráttarvaxta af málskostnaði frá 15. degi eftir dómsuppkvaðningu til greiðsludags. Til vara krefst stefndi þess, að dómkröfur stefnenda verði verulega lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Við meðferð málsins var ákveðið að skipta sakarefni þess skv. heimild í 4. mgr. 71. gr. laga nr. 85/1936, svo að fyrst yrði eingöngu dæmt um bótaskyldu stefnda. Því verður nú leyst úr þeim hluta kröfu stefnenda, að viðurkennd verði bótaskylda stefnda vegna tjóns, er þau urðu fyrir við, að krapaflóð féll á hús þeirra að Hjöllum 2 á Patreksfirði 22. janúar 1983, svo og kröfum aðila um málskostnað. Il. 22. janúar 1983 féll krapaflóð úr svonefndu Geirseyrargili á Patreksfirði. Talsverðar skemmdir urðu á nokkrum húsum á staðnum, þ. á m. húsi stefn- enda máls þessa að Hjöllum 2. Telja stefnendur, að þau hafi ekki fengið tjón sitt bætt að fullu með bótum viðlagatryggingar og því höfðað mál þetta. Almannavarnir ríkisins sendu þá Hafliða H. Jónsson veðurfræðing frá Veðurstofu Íslands og Helga Björnsson jarðeðlisfræðing frá Raunvísinda- stofnun háskólans til að kanna aðstæður og orsakir m. a. þessa flóðs. Er upphafleg skýrsla þeirra um könnunina dags 4. febrúar 1983. Þá gaf Helgi Björnsson skýrslu fyrir dómi. Kemur fram, að þeir hafi verið á Patreksfirði 1600 og Bíldudal dagana 26.-28. janúar, en auk flóðsins úr Geirseyrargili féll annað flóð á Patreksfirði sama dag svo og á Bíldudal. Í skýrslu þeirra segir fyrst frá snjóalögum. Hafi snjór verið að mestu í þremur lögum. Lýsa þeir snjóalögum á Kvígindisdal svo: „Neðst var um 10 cm lag, sem fallið hafði á þíða jörð. Ofan á því var annað lag, sem upphaflega var um 20 cm þykkt, en seig verulega 29. desember. Þriðja og efsta lagið var um 40 cm þykkt úr uppsöfnuðum snjó frá áramótum. Könnun á snjólögum í Geirseyrargili 27. janúar benti til þess, að þar hafi hvert þessara laga verið u. þ. b. tvöfalt eða þrefalt þykkara en á Kvígindisdal.““ Síðar í skýrslunni segir: Hinn 21. janúar nálguðust hlý skil úr suðri, og gengu þau yfir Vestfirði morguninn eftir. Á undan þeim snjóaði nokkuð í sa-átt, en smám saman hlýnaði og fór að rigna. ...ef gert er ráð fyrir, að úrkomuákafi hafi verið jafn yfir daginn, þá hafa um 110 mm fallið frá kl. 18 h. 21. til þess tíma, er snjóflóð varð í Geirseyrargili kl. 15. 15 h. 22.“ Í skýrslunni er talið, að upptök flóðsins hafi verið í um 90 til 100 metra hæð yfir sjó. Snjór hafi ekki fallið ofar, en vatn runnið í skoru í snjónum, er hafði rist um 1/2 metra niður í þekjuna. Um orsakir flóðsins í Geirseyrargili segir síðan: ,,„Draga má saman eftirfarandi atriði, sem lýsa aðstæðum við upphaf flóðsins í Geirseyrargili: Við upptökin í 100 m hæð hefur gilið verið slétt- fullt af snjó, um 3-4 m djúpum. Ofan á þennan snjó rigndi síðan, svo að þyngsli í snjónum stórjukust. Má leiða rök að því, að spennur í snjó- þekjunni hafi orðið meiri en styrkur hennar þoldi og því hafi flekaflóð getað farið af stað við gilkjaftinn, þar sem brotsárið er þvert á gilið og halli breytist úr 10 gráðum í 20. Nánar er gerð grein fyrir þessu mati í viðauka. Hættuástand hefði því gerað orðið, þótt lækurinn rynni ekki um gilið. Hafi lækurinn hins vegar haft einhver áhrif, hefur hann aukið hættuna. Líklega hefur lækurinn skorið sig niður gegnum snjóþekjuna í geilinni, dregið þar úr togþoli og festu við botn, svo að snjóbrú hefur myndast yfir geilina. Þá má vera, að þrengsli við gilkjaftinn hafi valdið uppsöfnun vatns, sem veikt hafi snjóinn og aukið þrýsting að ofan. Hafi flóðið hins vegar hafist vegna brots við gilkjaftinn, er eðlilegt, að snjór hafi fallið í geilina og flotið fram. Loks skal nefnt, að engin ástæða er til að ætla, að vatn hafi stíflast í gilinu, þar sem flóð var í læknum allan daginn.““ , Fram hefur komið í málinu, að haustið 1982 var unnið í Geirseyrargili með jarðýtu við að hreinsa möl upp úr lækjarfarveginum þar, og samhliða var ýtt upp garði. Niður af gilinu er skriðukeila, og er húsið að Hjöllum 2 við eystri hlið hennar. Tilgangur framangreindra framkvæmda var að 1601 verjast vatnsflóðum, er oft komu úr gilinu í leysingatíð. Var þá einkum haft í huga að verja sjúkrahúsið, en það er niður af vesturhlið keilunnar. Hefur því raunar verið haldið fram af hálfu stefnda, að garður þessi hafi fengið á sig endanlega mynd á árinu 1962 og framkvæmdir haustið 1982 hafi einungis verið lagfæring á garði þessum. Hafi gerð hans í raun hafist á árinu 1948. Eftir lýsingum þeim á flóðinu, sem fram hafa komið í máli þessu, verður ráðið, að farvegur þess hefur ráðist að miklu leyti af garðinum og það fallið að verulegu leyti austan við garðinn. Þannig hefur hann hindrað, að megin- straumur flóðsins dreifðist yfir keiluna undir gilinu. Í byrjun flóðsins spýttist nokkuð yfir garðinn, en eftir það fór allur meginstraumur flóðsins niður eystri farveginn, svo sem fram kemur í vitnaskýrslu Helga Björns- sonar. Flóðið úr Geirseyrargili féll um kl. 15.40 síðdegis 22. janúar. Þá um morguninn hafði Veðurstofan tilkynnt Almannavörnum ríkisins um snjó- flóðahættu á Patreksfirði og Almannavarnir komið þeim boðum til sýslu- manns og tilkynning verið lesin í útvarpi. Verður ráðið, að engum hefur komið til hugar, að flóð gæti komið úr Geirseyrargili, heldur beindust sjónir manna, að því er virðist, að öðrum stöðum á Patreksfirði, þar sem vitað var, að snjóflóð hefðu fallið. Snjóflóð höfðu, svo að vitað sé, ekki fallið úr Geirseyrargili. III. Í stefnu og greinargerð kváðust stefnendur reisa kröfur sínar á almennu skaðabótareglunni. Þá var við munnlegan málflutning enn fremur gert ráð fyrir því, að stefndi bæri hlutlæga ábyrgð á tjóni stefnenda. Telja stefn- endur, að framkvæmdir þær, er starfsmenn sveitarfélagsins stóðu fyrir í Geirseyrargili sumarið 1982, hafi valdið því, að krapaflóðið féll með þessu afli á hús þeirra og olli skemmdum. Telja stefnendur fyrirsvarsmenn stefnda eiga sök á tjóni sínu vegna þeirra framkvæmda, er þeir stóðu fyrir í gilinu haustið 1982. Jafnframt benda stefnendur á, að enginn sérfróður aðili um snjóflóð hafi komið að framkvæmdunum í gilinu. Enn fremur héldu stefnendur því fram við munnlegan flutning málsins, að ábyrgð sveitarfélagsins sem fasteignareiganda væri hlutlæg á tjóni, er rakið verði til framkvæmda á fasteigninni. IV. Stefndi mótmælir því, að hann eða starfsmenn hans hafi gerst sekir um saknæma og ólögmæta háttsemi með gerð varnargarðs í Geirseyrargili. Háttsemin verði eigi metin til gáleysis. Heldur hann því fram, að fram- kvæmdir á árunum 1981 og 1982 hafi einungis verið til að viðhalda 101 1602 garðinum, en hann hafi tekið á sig endanlega mynd á árinu 1962. Telur stefndi, að þótt svo yrði litið á, að garðurinn hafi leitt til tjóns stefnenda, hafi öllum starfsmönnum stefnda verið fyrirmunað að sjá fyrir hugsanlega hættueiginleika garðsins. Stefndi mótmælti því, að hann bæri hlutlæga ábyrgð á tjóni, er kynni að hafa hlotist af framkvæmdum í gilinu. Þá mótmælti hann því sem of seint fram komnu af hálfu stefnenda að byggja á hlutlægri ábyrgð. Þá telur stefndi, að garðurinn hafi ekki valdið umræddu flóði. Gerð garðsins geti ekki talist orsök. Þá sé með öllu óljóst um þýðingu hans í sambandi við flóðið. Af sérfræðigögnum málsins verði ráðið, að hættu- ástand hefði skapast, þó að flóðið hefði fundið sér annan farveg. Skorti enn fremur sannanir fyrir því, að garðurinn hafi haft þau áhrif á stefnu flóðsins, er stefnendur haldi fram. V. Fram hefur komið við meðferð málsins, að óþekkt var á Patreksfirði, að snjó- eða krapaflóð féllu úr Geirseyrargili. Hins vegar var í hverjum leysingum vatnsrennsli úr gilinu, er var til talsverðra vandræða í kaup- túninu. Virðast aðgerðir hreppsins í gilinu einkum hafa miðað að því að beina vatnsstraumi úr gilinu í ákveðinn farveg. Virðist sem þá hafi aðallega verið hugað að því að verja sjúkrahúsið. Var ráðist í þessar framkvæmdir, án þess að séfræðingar væru látnir kanna aðstæður í gilinu. Verður að telja, að til þess hafi verið tilefni. Telja verður, að umræddar framkvæmdir hafi aukið að nokkru snjó- söfnun í Geirseyrargili. Þá hefur garður sá, er a. m. k. var endurbættur verulega haustið 1982, ráðið stefnu flóðsins og hindrað, að það dreifðist yfir keiluna, en með því hefði kraftur þess minnkað að mun. Verður því að telja sannað í máli þessu, að framkvæmdir í gilinu á vegum sveitarsjóðs hafi valdið því, að krapaflóðið féll á hús stefnenda með því afli, sem raun varð á. Verður að telja, að ella hefði flóðið dreifst yfir keiluna og afl þess orðið mun minna. Framkvæmdir þær í Geirseyrargili, sem fólust einkum í dýpkun og hreinsun lækjarfarvegarins þar og gerð garðs, voru, að því er fram er komið, unnar, án þess að til kæmi sérfræðileg athugun á staðháttum. Verður að telja, að staðhættir allir í og ofan við gilið beri þess augljós merki, að þar er ofanflóðahætta, og hefðu sérfróðir menn getað gert sér grein fyrir því, áður en atvik þau urðu, sem fjallað er um í þessu máli. Er ekki óþekkt, að snjóflóð geti fallið á sama stað með nokkurra alda milli- bili. Framangreindar framkvæmdir í gilinu verður að telja verulegar. Með þeim var breytt gerð gilsins og talsvert hár garður reistur eða a. m. k. endur- 1603 bættur verulega og hækkaður. Hefur garðurinn ráðið stefnu krapaflóðsins. Verður að telja, að vanræksla sveitarstjórnar við að leita álits sérfræðinga, áður en ráðist var í framkvæmdir, leiði til þess, að fella verði bótaskyldu á sveitarsjóð vegna tjóns þess, er hlaust af krapaflóðinu. Því verður í þessum þætti málsins viðurkennd bótaskylda stefnda vegna tjóns, sem stefnendur urðu fyrir, er krapaflóð féll á hús þeirra að Hjöllum 2 á Patreksfirði 22. janúar 1983. Með vísan til 178. gr. laga nr. 85/1936 er rétt, að málskostnaður í þessum þætti málsins falli niður. Þar sem stefnendum var veitt gjafsókn í máli þessu, ber að ákveða þeim málskostnað úr ríkissjóði. Málflutningslaun skipaðs málflytjanda þeirra, Sigurðar Georgssonar hrl., þykja hæfileg 400.000 kr. án virðisaukaskatts. Annar kostnaður nemur skv. fram lögðum málskostnaðarreikningi samtals 137.130 krónum. Verður dæmdur máls- kostnaður því samtals $37.130 kr. Dóm þennan kváðu upp Jón Finnbjörnsson, settur héraðsdómari á Kefla- víkurflugvelli, Jónas Elíasson prófessor og Þórarinn Magnússon verkfræð- ingur. Uppkvaðning dóms hefur dregist úr hófi vegna anna dómenda við önnur störf. Dómsorð: Viðurkennd er bótaskylda stefnda, sveitarsjóðs Patrekshrepps, gagnvart stefnendum máls þessa, Guðbrandi Haraldssyni og Vigdísi Helgadóttur, vegna tjóns, er þau urðu fyrir af krapaflóði á Patreks- firði 22. janúar 1983. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnenda, 537.130 kr., greiðist úr ríkissjóði, þ. m. t. málflutningslaun Sigurðar Georgssonar hrl., 400.000 kr. 1604 Fimmtudaginn 23. september 1993. Nr. 121/1990. Sigurbjörn Guðjónsson og Steinar Stefánsson (Páll A. Pálsson hrl.) gegn M. Hannibalssyni hf. (Arnmundur Backman hrl.). Fasteign. Verksamningur. Galli. Matsgerð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Bjarni K. Bjarnason, fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. mars 1990. Krefjast þeir sýknu af öllum kröfum stefnda og að honum verði gert að greiða þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Aðila málsins greinir mjög á um, hvernig samningar tókust með þeim, er stefndi fékk áfrýjendur til að vinna við endurbyggingu innan húss á svokölluðum kvennabragga á Djúpuvík á Ströndum í maí 1985. Eru sjónarmið þeirra rakin í héraðsdómi. Eins og þar kemur fram, byggir stefndi meðal annars á því, að Eggert Bergsson húsasmíðameistari hafi áður verið búinn að gera tilboð í verkið á grundvelli verklýsingar og teikninga, eftir að hafa skoðað húsið. Hafi tilboð hans hljóðað upp á 350.000 krónur. Verður að skilja málatilbúnað stefnda svo, að áfrýjendur hafi í raun samþykkt að taka verkið að sér fyrir þetta verð, með hliðsjón af tilboði Eggerts og á grundvelli verklýsingarinnar. Í framburði Eggerts Bergssonar fyrir dómi 15. febrúar 1990 kom fram, að hann hefði, líklega í febrúar 1985, farið norður til Djúpu- víkur og átt þar viðdvöl í u. þ. b. tvær klukkustundir. Skoðaði hann umrætt hús með tilliti til viðgerða og endurbyggingar á því. Hann kvað einhverjar teikningar hafa legið fyrir, en enga verklýsingu. 1605 Hann hafi ekki gert tilboð í verkið, en nefnt einhverjar tölur sem líklega kostnaðaráætlun. Hafi þá verið miðað við vinnuþátt verks- ins og tímavinnu. Þegar til þessa er litið og þeirra gagna í heild, sem fyrir liggja í málinu, þykir stefndi ekki hafa sýnt nægilega fram á gegn mótmælum áfrýjenda, að þeir hafi tekið að sér verkið samkvæmt verklýsingu þeirri, er hann byggir á, fyrir ofangreinda fjárhæð. Verður við það að miða, að greiðslur, er áfrýjendur hafa fengið úr hendi stefnda, hafi verið fyrir þegar unna vinnu. Ber því að sýkna þá af kröfum stefnda, að því er varðar ólokin verk samkvæmt verk- lýsingu. Kröfur stefnda um bætur vegna galla á verki áfrýjenda eru byggðar á matsgerð dómkvaddra manna. Enda þótt matsmenn hafi miðað við verklýsingu, er stefndi lagði fyrir þá, má ráða af matsgerðinni, að áfrýjendur hafi sem trésmiðir ekki staðið svo sem þeim bar að glerjun og lagfæringu á gluggafögum og svölum. Bera þeir því ábyrgð á þeim göllum, sem lýst er í mats- gerðinni, að því er þessa verkþætti varðar, og er fallist á niðurstöðu héraðsdóms um þá. Samkvæmt þessu verða áfrýjendur dæmdir til að greiða stefnda 118.148 krónur með vöxtum, eins og í dómsorði greinir. Rétt þykir að dæma áfrýjendur til að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Áfrýjendur, Sigurbjörn Guðjónsson og Steinar Stefánsson, greiði in solidum stefnda, M. Hannibalssyni hf., 118.148 krónur með 27% dráttarvöxtum á ári frá 1. 12. 1986 til 1. 3. 1987, 30% frá þ. d. til 14. 4. 1987, en dráttarvöxtum sam- kvæmt 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðslu- dags, er leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti samkvæmt 12. gr. sömu laga, í fyrsta sinn 1. 12. 1987. Áfrýjendur greiði stefnda 75.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 1606 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. febrúar 1990. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 20. þ. m., er höfðað hér fyrir þinginu með stefnu, birtri 15. september 1989. Stefnandi er M. Hannibalsson hf., kt. 541283-0649, Djúpuvík. Stefndu eru Sigurbjörn Guðjónsson, kt. 311059-6109, Blönduhlíð 14, Reykjavík, og Steinar Stefánsson, kt. 180557-2969, Neðstaleiti 5, Reykja- vík. Dómkröfur stefnanda eru þessar: að stefndu greiði in solidum skuld, að fjárhæð 285.068 kr., með Ínánar tilgreindum dráttarvöxtum og málskostnað). Dómkröfur stefndu eru, að þeir verði báðir sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og honum gert að greiða stefndu málskostnað, er beri dráttar- vexti skv. Ill. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðslu- dags. I. Stefnandi kveður málavexti þá, að fyrirtækið hafi fest kaup á gamla kvennabragganum á Djúpuvík og hafið endurbyggingu hans í því skyni að hefja þar hótelrekstur. Eggert Bergsson húsasmíðameistari hafi gert tilboð í þá hluta verksins að ganga frá tréverki og gera tilbúið undir málningu eftir verklýsingu og teikningum arkítekta, eftir að hann hafði farið á staðinn og skoðað húsið. Hafi tilboð hans í þessa verkþætti verið upp á 350.000 kr., og hafi verið samkomulag um, að þá væri búið að rífa innan úr húsinu. Eggert hafi hins vegar veikst snögglega og verið lagður á spítala. Forsvarsmaður stefnanda hafi því auglýst í Dagblaðinu 4. maí 1985. Í auglýsingunni hafi verið óskað eftir að ráða tvo til fjóra röska, samhenta trésmiði í hálfs annars til tveggja mánaða vinnu. Fyrir hafi legið ákveðin verklýsing á þeim verkþáttum, sem nauðsynlegt hafi verið að vinna til að gera húsið tilbúið undir málningu. Sigurbjörn Guðjónsson hafi haft samband við Ásbjörn Þorgilsson, forráðamann stefnanda, og lýst áhuga sínum og meðstefnda, Steinars, á því að taka að sér verkið. Samkomulag hafi orðið um, að þeir tækju að sér verkið fyrir 350.000 kr., auk þess sem stefnandi greiddi flugferðir á milli og uppihald, meðan á verkinu stæði. Stefndu hafi komið á staðinn strax 6. maí ásamt unglingi, sem var þeim til aðstoðar, Agnari Páli Ómarssyni. Þeir hafi strax hafið störf og unnið rösklega fyrst um sinn. Hinn 23. maí hafi stefnandi greitt þeim 170.000 kr. vegna verksins, er stefndu héldu í frí eftir fyrsta úthald sitt, og 13. júní hafi stefnandi greitt 75.000 kr. Er stefndu héldu í frí í lok júní 1985, hafi ýmsum smáverkum verið ólokið, og skyldu þeir koma aftur eftir þá helgi og ljúka verkinu. Stefndu hafi átt hluta verklauna inni, og hafi stefn- 1607 andi gefið út tryggingarvíxil, að fjárhæð 110.000 kr., sem skyldi vera til tryggingar greiðslu eftirstöðva verklauna, en 10. júlí skyldi verki Þeirra lokið. Stefndu hafi hins vegar aldrei komið aftur til að ljúka verkinu, heldur hafi þeir gjaldfellt víxilinn og sett hann í lögfræðiinn- heimtu. Stefnandi hafi farið fram á dómkvaðningu matsmanna 10. febrúar 1986 til þess að meta kostnað við að bæta úr fram komnum göllum á verkinu og hver kostnaður væri við að ljúka því. Upphaflegir matsmenn hafi ekki getað lokið verkinu, og 22. september 1986 hafi sýslumaður skipað þá Jósef Halldórsson og Stefán Guðlaugsson húsasmíðameistara. Þeir hafi skilað mati sínu í nóvember 1986. Niðurstaða þeirra hafi verið, að kostnaður við að lagfæra galla og ljúka verkinu næmi 186.960 kr. fyrir utan efni, og ferðakostnað og uppihald hafi þeir metið 98.108 kr., og sé kostnaður án efnis því samtals metinn 285.068 kr., sem sé stefnufjárhæð. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi vitnar til þess, að verksamningur hafi komist á milli aðila um, að stefndu sem fagmenn ynnu ákveðið verk fyrir 350.000 kr. Verkið hafi falist í því að ganga frá tréverki hússins og gera húsið tilbúið undir máln- ingu skv. verklýsingu. Kvittanir stefndu á reikninga beri með sér, að þeir hafi verið að vinna að tilboðsverki, sbr. „unnið við smíðar samkv. tilboði““. Þeim beri sem fagmönnum að leysa starfið af hendi óaðfinnanlega, og þeim beri að ljúka því, sem þeir hafi tekið að sér og fengið greitt fyrir með því að innheimta tryggingarvíxilinn að fullu. Ekkert styðji þá fullyrðingu stefndu, að þeir hafi unnið í tímavinnu undir stjórn stefnanda, enda hafi þeir ekki fært tímaskýrslur, og frásögn þeirra af því, að tímaskýrslur hafi glatast, sé ekki trúverðug. 11. Stefndu halda því fram, að þeir hafi ráðið sig í vinnu hjá stefnanda eftir auglýsingunni í Dagblaðinu 4. maí 1985 ásamt Agnari Páli Ómarssyni. Bor- ist hafi í tal, hvort hægt væri að gera tilboð í vinnuna. Þeir hafi tjáð Ásbirni Þorgilssyni, að ómögulegt væri að gera tilboð í svona verk, þar sem óvissu- þættir væru svo margir. Það hafi orðið úr, að stefndu sömdu um að vinna verkið í tímavinnu, og skyldi vera unnið á jafnaðarkaupi, þ. e. sama tímagjald fyrir dagvinnu og eftirvinnu, enda hafi mikið verið unnið utan reglulegs vinnutíma. Talað hafi verið um, að jafnaðarkaup yrði milli 350 kr. og 400 kr. á tímann. Ekkert tilboð hafi verið lagt fram eða verk- samningur gerður, og stefndu hafi enga verklýsingu séð. Stefndu vísa í framburð Eggerts Bergssonar hér fyrir dómi, sem hafi sagt, að hann hafi „„skotið á““, að vinnan myndi kosta 300.000 kr. til 350.000 kr. Þarna hafi 1608 eingöngu verið um áætlun að ræða, og stefndu hafi aldrei gengið inn í tilboð eða gert tilboð. Greiðslum hafi verið svo háttað, að stefndu og Agnar Páll hafi fengið laun greidd í lok hvers vinnuskeiðs, eftir að búið var að gefa upp vinnu- stundafjölda og hver áætluð laun væru fyrir það tímabil. Þegar komið hafi verið að því að greiða laun í lokin, hafi Ásbjörn Þorgilsson sagt, að hann hefði ekki handbært fé, en hann gæti greitt þeim innan nokkurra daga, í síðasta lagi 10. júlí 1985. Hann hafi því látið þá fá í hendur tryggingar- víxil, að fjárhæð 110.000 kr., fyrir þeim launum. Stefndu halda því fram, að Ásbjörn Þorgilsson hafi stýrt verkinu, sem einkum hafi falist í að einangra og klæða innveggi, aðallega á efri hæð hússins. Einnig hafi þeir skipt um gler í sumum gluggum og unnið við að breikka svalir. Allar framkvæmdir hafi takmarkast af fjárhag stefnanda, og efnisskortur hafi oft tafið framkvæmdir eða komið í veg fyrir þær. Vegna efnisskorts hafi m. a. verið farið í að rífa hús við hliðina á kvenna- bragganum. Stefndu taka fram, að þeir hafi ekki hlaupist frá vinnu. Hið rétta sé, að þeir hafi ekki kært sig um að koma aftur til vinnu í júlí 1985, eftir að stefnandi dró að greiða þeim launin. Ekki hafi verið minnst á galla á verkinu, fyrr en víxillinn hafi verið afhentur til innheimtu. Málsástæður og lagarök stefndu. Stefndu benda á, að framburður aðila og vitna hér fyrir dómi sýni, að enginn verksamningur hafi verið gerður. Hins vegar kunni Eggert Bergsson að hafa gert áætlun um, hvað verkið myndi kosta í tímavinnu, en stefndu hafi ekki vitað um hana. Ekkert tilboð hafi verið gert, og stefnanda hafi ekki tekist sönnun um það. Allt bendi til þess, að stefndu hafi verið í tíma- vinnu. Stefndu hefðu aldrei gert tilboð í að endurbyggja gamalt hús, sem þeir höfðu aldrei séð og vissu ekki, í hvaða ástandi var. Þeim hafi aldrei verið sýnd verklýsing sú, sem stefnandi hafi lagt fram í málinu, enda hafi stefnandi sjálfur vart við hana kannast hér fyrir dómi. Óvenjulegt sé, að verkkaupi sjái um efnisútvegun í tilboðsverki. Þegar matsgerðin sé skoðuð, sé ljóst, að hún sé reist á því, að verklýsing hafi legið fyrir, sem sé mótmælt og ósannað. Henni sé skipt í tvo þætti. Liður 1. a. Leki með gluggum sé ekki sök stefndu, enda voru gluggar fúnir á sínum tíma, og einungis bráðabirgðaviðgerð fór fram. Skipt var um þær rúður, sem voru brotnar, og sögðu stefndu við Ásbjörn Þorgilsson, að glerið yrði aldrei gott í gluggunum. Skipta þyrfti um gluggapósta og setja í tvöfalt gler. Ásbjörn vildi heldur hafa bráðabirgðaviðgerð og sem kostnaðar- 1609 minnsta, m. a. lét hann vera einfalt gler áfram. Það athugist, að gluggarnir í húsinu eru þannig, að föst fög eru felld inn í karmana. Stefndu hreyfðu ekki við fögunum, heldur skiptu einungis um gler í sumum gluggum, en leki sá, sem kvartað er undan, getur komið milli fags og karms. Í matsgerð er gert ráð fyrir því sem vísu, að stefndu hafi átt að skipta um alla gluggana með efni og öllu tilheyrandi, og er kostnaður eftir því. Öllu þessu er mót- mælt af hálfu stefndu. Í heild sinni nær matsgerðin yfir miklu meira en það, sem stefndu gerðu og tóku að sér að gera. Liður |. b. Matsmenn reikna út, hvað kosta muni að gera svalir, eins og þær ættu að vera. Stefndu skeyttu við svalirnar, en umbreyttu þeim ekki. Leki hafði verið af svölum, áður en stefndu komu til sögu, og allar lagfæringar á þeim voru gerðar Í samráði við Ásbjörn Þorgilsson með hliðsjón af kostnaði og því efni, sem til var. Stefnandi lét setja stoðir undir svalirnar, og komu stefndu ekki nálægt því verki. Stefndu gátu aldrei breytt hallanum á svölun- um, svo að eftir sem áður gat vatn lagst upp að húsinu. Það dekk, sem var fyrir á svölunum, var úr 1'7%-4'' borðum og þurfti að fara af. Hins vegar var ekki til efni nema úr 1x6'', og var það of þunnt til að nota ein- göngu sem dekk. Því var farið út í að klæða 1x6'' ofan á dekkið, sem fyrir var, og klæðningin höfð þétt. Ásbjörn vildi hafa þetta svona, til að ekki læki á fólk við útidyr og einnig til að gestir á pinnahælum festust ekki á svölunum. Því eiga athugasemdir matsmanna um gisið svalagólf ekki við. Matsmenn telja frágang á svuntu úr sléttu járni vera óhæfan og vilja láta rífa klæðningu á svölum og framlengja bárujárn niður á steinvegg neðri hæðar niður fyrir svalirnar. Í þessu sambandi skal bent á, að járnsvuntan var tiltæk, þegar stefndu hófu vinnu sína, og er fráleitt að kenna þeim um þennan galla. Stefndu komu ekki nálægt húsinu að utan að öðru leyti en því að breikka svalirnar, enda voru þeir ekki beðnir um annað. Liður |. c. Matsmenn sjá ekkert athugavert við þykkt milliveggja, en benda hins veg- ar á, að ekki hafi verið notaðir karmar af réttri breidd. Karmarnir, sem voru notaðir, voru teknir úr húsi við hliðina, enda ekki um annað efni að velja. Stefndu geta því ekki borið ábyrgð á kostnaði við að skipta um aftur vegna fegurðarsjónarmiða. Liður 1. d. Hið sama á við um karma á neðri hæð og í lið 1. c., og enn má bæta við, að einhverja karma settu stefndu alls ekki í, og stóðu sum dyraopin auð, þegar þeir fóru síðast frá Djúpuvík. 1610 Liður Í. g. Skáphöldur settu stefndu ekki upp, en þeim skilst, að Agnar Páll Ómars- son hafi sett þær upp fyrir stefnanda, eftir að þeir fóru frá Djúpuvík, og þá algjörlega eftir fyrirsögn Ásbjörns Þorgilssonar. Liður 2. Kostnaður við verk, sem ólokið var, verður að teljast stefndu algjörlega óviðkomandi, enda höfðu þeir ekki tekið að sér eða fengið greitt fyrir þau verk, sem þarna eru tilgreind. Stefndu taka fram, að sumar breytingarnar hafi verið unnar, eftir að stefndu fóru frá Djúpuvík, og í matsgerðinni séu metnir hlutir, sem aðrir en stefndu hafi unnið við. Fráleitt sé að ætlast til, að stefndu standi undir kostnaði stefnanda við að endurnýja kvennabraggann á Djúpuvík, sem síð- ar var notaður undir hótel. Húsið var gamalt, og stefndu hafi unnið að bráðabirgðaviðgerð og tjasli eftir efnum og ástæðum stefnanda, og fagleg ábyrgð komi einungis til greina á þeim verkþáttum, sem stefndu unnu einir að með fullu athafnafrelsi og frelsi til efnisnotkunar. Matsgjörðinni sé mótmælt í heild sem stefndu óviðkomandi og einnig sem tölulega of hárri. Ill. Þegar litið er til skýrslna aðila og vitnaframburðar í máli þessu svo og til reikninga stefndu, verður að draga þá ályktun, að sennilegast sé, að eftir að stefndu, sem voru lærðir trésmiðir, hafi komið til Djúpuvíkur 6. maí 1985, hafi þeir samþykkt að vinna ákveðið verk fyrir stefnanda fyrir ákveðna fjárhæð. Verkið hafi lotið að því að ganga frá tréverki og gera húsið tilbúið undir málningu. Af skýrslum má ráða, að verkið hafi aðallega falist í því að plötuklæða útveggi að innan og innveggi, að setja upp nokkra milliveggi á efri hæð, að klæða loft á neðri hæð, hljóðeinangra innveggi með steinull, lagfæra svalir með bví að breikka þær og endurklæða, yfir- fara glerísetningu og endurglerja að hluta og þétta glugga og setja í hurðir og karma. Allar líkur benda til, að stefndu hafi samþykkt að vinna verkið fyrir 350.000 kr. Stefnandi hefur lagt fram mat dómkvaddra matsmanna, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu, að gallar séu á verki stefndu og að tilteknum verk- þáttum hafi verið ólokið. Stefnandi reisir körfur sínar á vinnuþætti matsins ásamt ferðakostnaði og uppihaldi, samtals 285.068 kr. Eftir atvikum þykir rétt að fallast á mat hinna dómkvöddu matsmanna, sem lýtur að áætluðum kostnaði vegna vinnu við lagfæringu á gleri, glugga- fögum og svölum, samtals 118.148 kr. Einnig ber eftir atvikum að fallast á með stefnanda, að stefndu hafi ekki lokið við að setja stokka, hurðir 1611 og útihurðir, loftlista og gólflista, og er kostnaður við það metinn $6.064 kr. Hins vegar er ekki talin ástæða til að fallast á ferðakostnað og dvalar- kostnað sem liði í mati. Kröfur stefnanda verða því teknar til greina með 174.212 kr., og verður stefndu gert að greiða stefnanda þá fjárhæð ásamt vöxtum, eins og krafist er, og málskostnaði, sem ákveðst 60.000 kr. og beri vexti, eins og krafist er. Sérstakur söluskattur er 7.200 kr. Garðar Gíslason borgardómari, dr. Ragnar Ingimarsson verkfræðingur og Magnús Guðjónsson húsasmíðameistari kváðu upp dóminn. Dómsorð: Stefndu, Sigurbjörn Guðjónsson og Steinar Stefánsson, greiði in solidum stefnanda, M. Hannibalssyni hf., 174.212 kr. með 27% dráttarvöxtum á ári frá 1. 12. 1986 til 1. 3. 1987, 30% frá þ. d. til 14. 4. 1987, en dráttarvöxtum skv. 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá þ. d. til greiðsludags, er leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti skv. 12. gr. vaxtalaga, í fyrsta skipti 1. 12. 1987, og 60.000 kr. í máls- kostnað og 7.200 kr. í sérstakan söluskatt. Málskostnaður beri dráttar- vexti skv. III. kafla vaxtalaga frá 15. degi frá dómsuppsögu til greiðsludags, er leggist við tildæmdan málskostnað á tólf mánaða fresti, fyrst tólf mánuðum eftir upphafsdag vaxta. 1612 Föstudaginn 24. september 1993. Nr. 275/1993. Íslenska umboðssalan hf. gegn þrotabúi Hleinar hí. Kærumál. Málskostnaðartrygging. Gjaldþrotaskipti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hjörtur Torfason, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í o-lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skotið máli þessu til Hæsta- réttar með kæru 21. júní 1993, er barst réttinum 30. júní. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní í einkamálinu nr. 3267/1993, sem Hlein hf. höfðaði fyrir dóminum á hendur sóknar- aðila með stefnu, birtri 23. apríl 1993, til þingfestingar 29. sama mánaðar. Krefst sóknaraðili þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og varnaraðila gert að setja tryggingu fyrir kostnaði af dómsmálinu á grundvelli b-liðar 1. mgr. 133. gr. fyrrgreindra laga. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar á hinum kærða úrskurði og kæru- málskostnaðar. Bú hlutafélagsins Hleinar, sem á heimili á Hólmavík, var tekið til gjaldþrotaskipta 7. maí 1993, eins og um getur í hinum kærða úrskurði. Var það gert að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs að undangenginni árangurslausri fjárnámsgerð hans 31. mars 1993. Hefur þrotabúið tekið við aðild að dómsmálinu, sbr. 3. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991 og 72. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. Af hálfu skiptastjóra er því lýst yfir, að lögmanni stefnanda í héraði hafi verið falið að fara áfram með málið að svo stöddu, en endanleg ákvörðun um framhald þess verði tekin að fenginni niðurstöðu í kærumáli þessu. Stefnandinn, Hlein hf., lagði stund á fiskvinnslu og útgerð, en sóknaraðili starfar að útflutningssölu sjávarafurða. Samkvæmt stefnu er málið höfðað til heimtu eftirstöðva af skuld vegna sölu á grálúðu, sem greiðst hafi að hluta á árinu 1991, og vísar stefnandi til fram lagðra innheimtubréfa og munnlegs samkomulags um 1613 uppgjör. Sóknaraðili hefur ekki fært fram gögn því til stuðnings, að málshöfðun þessari sé tilefnis eða tilgangs vant, enda telur hann kröfu sína um málskostnaðartryggingu ekki háða efni málsins. Á það verður fallist með héraðsdómara, að krafa sóknaraðila sé ekki of seint fram komin, en hún var gerð í beinu framhaldi af þingfestingu málsins. Hefur varnaraðili ekki leitt nægar líkur að því, að sóknaraðila hafi fyrir fram mátt vera kunnugt um ógjald- færni stefnanda. Á hinn bóginn felst það ekki í ákvæðum b-liðar 1. mgr. 133. gr. einkamálalaga, að gjaldþrot hans eitt veiti tilefni til að heimila málskostnaðartryggingu. Er þar meðal annars á það að líta, að krafa sóknaraðila um greiðslu málskostnaðar, sem felldur yrði á gagnaðilann með dómi í málinu, nyti forgangs sam- kvæmt 110. gr. laga nr. 21/1991, eins og hér stendur á, ef mál- sóknin verður leidd til lykta á vegum þrotabúsins. Með hliðsjón af þessu ber því að staðfesta hinn kærða úrskurð með skírskotun til forsendna hans að öðru leyti. Kærumálskostnaður á að falla niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 1993. Mál þetta var þingfest 29. apríl 1993. Þá var málinu frestað til 27. maí sl., en þann dag lagði stefndi fram bókun, merkta sem dómskjal nr. 7, þar sem þess var krafist, að stefnandi setti tryggingu fyrir greiðslu þess málskostnaðar, sem hann kynni að verða dæmdur til að greiða. Af hálfu stefnanda var kröfunni mótmælt. Málið var tekið fyrir föstudaginn 11. júní til þess að gefa lögmönnum aðila kost á að rökstyðja kröfur sínar og mótmæli. Í því þinghaldi ítrekaði lögmaður stefnda kröfur sínar um málskostnaðartryggingu úr hendi stefn- anda og lagði það undir mat dómara, hversu há tryggingin skyldi vera. Lögmaður stefnanda mótmælti kröfunni, m. a. sem of seint fram kominni, og kvað hafa átt að setja hana fram við þingfestingu máls, þar sem stefnda hlyti að hafa verið kunnugt, að hverju stefndi með greiðslufærni stefnanda, ogm. a. hefði verið gert árangurslaust lögtak hjá stefnanda, áður en mál þetta var þingfest. Af hálfu aðila voru engin gögn lögð fram. Er lögmenn aðila höfðu reifað sjónarmið sín, var málið tekið til úrskurðar. 1614 Í bókun, merktri sem dómskjal nr. 7, kemur fram, að bú Hleinar hf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Vestfjarða 7. maí sl., en mál þetta var þingfest 29. apríl 1993. Má því fallast á með stefnda, að hann hafi ekki haft ástæðu til að setja fram tryggingu um greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnanda, fyrr en eftir að hann fékk vitneskju um, að bú stefnanda hafði verið til gjaldþrotaskipta, þ. e. eftir þingfestingu málsins. Þykir því krafa hans um málskostnaðartryggingu úr hendi stefnanda ekki of seint fram komin. Samkvæmt b-lið 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 þarf stefndi að leiða að því líkur, að stefnandi sé ófær um greiðslu þess málskostnaðar, sem á hann kann að verða lagður. Óumdeilt er, að bú stefnanda hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, en líta verður einnig til tilgangs lagaákvæðis þess, sem stefndi reisir kröfu sína á. Telja verður, að tilgangur þessa ákvæðis, þ. e. b-liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991, hafi einkum verið sá að sporna gegn málsóknum, þar sem fyrir fram er sýnt, að stefnandi geti ekki greitt þann málskostnað, sem hann verður fyrirsjáanlega dæmdur til að greiða, svo sem í tilefnis- eða tilgangslitlum mál- sóknum, sbr. athugasemdir með fyrrnefndu lagaákvæði. Ekki er unnt að fallast á með stefnda, að svo sé háttað í máli þessu. Með vísan til framanritaðs er því hafnað kröfu stefnda um málskostnaðar- tryggingu úr hendi stefnanda. Ingveldur Einarsdóttir, fulltrúi dómstjóra, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu stefnda, Íslensku umboðssölunnar hf., um máls- kostnaðartryggingu úr hendi stefnanda, Hleinar hf. 1615 Miðvikudaginn 29. september 1993. Nr. 389/1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík segn Gunnari Birni Björnssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. A-liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 22. september 1993, sem barst réttinum 23. sama mánaðar. Hann krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði ómerktur, til vara, að hann verði felldur úr gildi, en til þrautavara krefst hann þess, að gæsluvarðhaldstíma verði markaður styttri tími. Hann krefst og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ómerkingarkrafa varnaraðila er á því reist, að varnarþing varnar- aðila sé í Garðabæ, og því hefði átt að leiða hann fyrir héraðs- dómara í Héraðsdómi Reykjaness, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 19/1991. Sóknaraðili hefur þá skýringu gefið, að þegar krafan um gæsluvarðhald hafi verið lögð fram um kvöldið 22. september, hafi enginn dómari verið tiltækur í Héraðsdómi Reykjaness. Með vísan til 1. mgr. 22. gr. laga nr. laga nr. 19/1991 verður krafa varnaraðila um ómerkingu ekki tekin til greina. Í skjölum, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, kemur fram, að tveir þeirra, sem grunaðir eru um fíkniefnamisferli það, sem hér um ræðir, hafa lýst hlut varnaraðila að brotum þeirra. Með vísan til þessa og til forsendna hins kærða úrskurðar að öðru leyti ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 1616 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. september 1993. Lögreglan í Reykjavík hefur krafist þess, að Gunnari Birni Björnssyni, kt. 051270-4369, með lögheimili að Ásbúð 62, Garðabæ, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16.00 15. október nk. Hinn 19. september 1993 var Lydía Einarsdóttir handtekin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, er hún var að koma frá Amsterdam. Á henni fundust pakkar, sem í voru um tvö kíló af „brúnu hassi“. Sigurður Ólason, sambýlismaður Lydíu, var úrskurðaður í gæsluvarðhald 20. sept- ember sl., en hann viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga aðild að innflutningi þessum með Lydíu. Lögreglan telur ýmislegt benda til aðildar kærða að málinu, bæði kaupunum erlendis og dreifingu hér heima. Í kröfugerð lög- reglu kemur fram, að kærði hafi farið utan með sömu flugvél og Lydía og að þau hafi dvalist á sama hóteli í Amsterdam. Í fórum Lydíu hafi fundist miði með skilaboðum til aðila, sem var í herbergi nr. 10 á hótelinu, en við eftirgrennslan lögreglu hafi komið í ljós, að kærði hafi verið skráður í þetta herbergi. Í kröfugerð lögreglu kemur einnig fram, að Gunnar hafi oft áður komið við sögu hjá áfengis- og fíkniefnadeild lögreglunnar og oft verið orðaður við innflutning. Þá kemur einnig þar fram, að lögreglu hafi borist upplýsingar þess efnis, að kærði hygði á ferð til útlanda og að ein- hver myndi bera efnið heim fyrir hann, líklega einhver kona. Kærði hefur greint frá því að kannast við Lydíu, en neitar því að eiga nokkra aðild að fíkniefnainnflutningi. Brot það, er kærði er grunaður um, getur varðað hann fangelsi skv. lögum nr. 65/1974. Rannsókn máls þessa er á frumstigi. Með hliðsjón af ofangreindu og vísan til rannsóknargagna málsins sem og þess, að hætta þykir á, að kærði kunni að torvelda rannsókn málsins, ef hann verður lát- inn laus, ber samkvæmt a-lið í. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að taka til greina þá kröfu lögreglustjórans í Reykjavík, að kærði skuli sæta gæslu- varðhaldi, þó eigi lengur en til 6. október nk. kl. 16.00. Úrskurðinn kvað upp Ingveldur Einarsdóttir, fulltrúi dómstjóra. Úrskurðarorð: Kærði, Gunnar Björn Björnsson, sæti gæsluvarðhaldi til miðviku- dagsins 6. október 1993 kl. 16.00. 1617 Miðvikudaginn 29. september 1993. Nr. 390/1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík gegn Bjarna Hrafnkelssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. A-liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 23. september 1993, sem barst réttinum sama dag. Hann krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði ómerktur, en til vara, að hann verði felldur úr gildi. Til þrautavara krefst hann þess, að gæsluvarðhaldstíminn verði styttur. Hann krefst og kæru- málskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ómerkingarkrafa varnaraðila er á því byggð, að varnaraðili eigi varnarþing í Hafnarfirði og að nauðsynjalausu hafi verið fyrir rannsóknara að draga til kvölds 22. september að leggja fram kröfu um gæsluvarðhald, sem löngu áður hljóti að hafa verið búið að ákveða að gera. Sóknaraðili hefur þá skýringu gefið, að þegar krafan um gæsluvarðhald hafi verið lögð fram um kvöldið 22. september, hafi enginn dómari verið tiltækur í Héraðsdómi Reykja- ness. Með vísan til 1. mgr. 22. gr. laga nr. laga nr. 19/1991 verður krafa varnaraðila um ómerkingu ekki tekin til greina. Í skjölum, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, kemur fram, að tveir þeirra, sem grunaðir eru um fíkniefnamisferli það, sem hér um ræðir, hafa lýst hlut varnaraðila að brotum þeirra. Með vísan til þessa og til forsendna hins kærða úrskurðar að öðru leyti ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 102 1618 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 1993. Lögreglan í Reykjavík hefur krafist þess, að Bjarna Hrafnkelssyni, kt. 050572-5369, með lögheimili að Fjóluhvammi 5, Hafnarfirði, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16.00 15. október nk. Hinn 19. september 1993 var Lydía Einarsdóttir handtekin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, er hún var að koma frá Amsterdam. Á henni fundust pakkar, sem í voru um tvö kg af hassi. Sigurður Ólason, sam býlismaður Lydíu, var úrskurðaður í gæsluvarðhald 20. september sl., en hann viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga aðild að innflutningi þessum með Lydíu. Lögreglan telur ýmislegt benda til þess, að kærði hafi átt aðild að kaupum fíkniefnanna erlendis og því að smygla þeim til landsins. Í kröfugerð lögreglu kemur fram, að kærði hafi farið utan með sömu flugvél og Lydía, en hún hafi greint frá því, að hún kannist við kærða og að hún hafi hitt hann og Gunnar Björnsson og skemmt sér með þeim í Amsterdam. Kærði neitar hins vegar með öllu að kannast við Lydíu og kvaðst fyrir rétt- inum aldrei hafa séð hana, en fyrir liggur í málinu, að Lydía og kærði ásamt Gunnari Birni Björnssyni fóru öll til Amsterdams með sömu flugvél og dvöldust á sama hóteli í Amsterdam. Í fórum Lydíu fannst miði með skilaboðum til aðila í herbergi nr. 10 á sama hóteli og hún dvaldist á í Amsterdam. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós, að Gunnar Björn Björnsson var skráður í þetta herbergi og með honum í herbergi var kærði, Bjarni. Kærði hefur áður komið við sögu hjá áfengis- og fíkniefnadeild lög- reglunnar. Í kröfugerð lögreglu kemur fram, að áður en kærði fór í ofangreinda ferð til Amsterdams, hafi lögreglunni borist upplýsingar þess efnis, að kærði og Gunnar Björn Björnsson hygðu á ferð til útlanda og líklegt væri, að fíkniefni yrðu keypt í ferðinni og að einhver kona myndi sjá um að koma þeim til landsins. Brot það, er kærði er grunaður um, getur varðað hann fangelsi skv. lögum nr. 65/1974. Rannsókn máls þessa er hvergi nærri lokið, og grunur leikur á, að fleiri aðilar kunni að tengjast máli þessu, bæði kaupum erlendis og dreifingu hér heima. Með vísan til alls ofangreinds, rannsóknargagna málsins og þess, að hætta þykir á, að kærði kunni að torvelda rannsókn málsins, ef hann verður látinn laus, ber samkvæmt a-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að taka til greina þá kröfu lögreglustjórans í Reykjavík, að kærði skuli sæta gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en til 29. september nk. kl. 16.00. Úrskurðinn kvað upp Ingveldur Einarsdóttir, fulltrúi dómstjóra. 1619 Úrskurðarorð: Kærði, Bjarni Hrafnkelsson, sæti gæsluvarðhaldi allt til kl. 16.00 miðvikudaginn 29. september 1993. 1620 Fimmtudaginn 30. september 1993. Nr. 106/1991. Guðmundur Davíðsson (Valgeir Kristinsson hrl.) gegn Sigurgeiri Sigurðssyni (Andri Árnason hrl.). Víxilmál. Ómerking. Frávísun frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 8. mars 1991. Hann krefst sýknu af öllum kröfum stefnda, en til vara, að kröfur stefnda verði lækkaðar. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Samkvæmt bréfi 1. nóvember 1988 tilkynnti stefndi f. h. S. Sigurðssonar hf. til Hlutafélagaskrár, að ákveðið hafi verið að breyta nafni félagsins í „S. Sig. Verktakar hf.““. Með bréfi S$. október 1989 var enn tilkynnt af stefnda og tveimur öðrum stjórnar- mönnum, að samþykkt hefði verið, að nafn hins síðarnefnda félags yrði „Húsaviðgerðarverktakar hf.““. Félag undir því nafni var samkvæmt Hlutafélagaskrá starfandi, þar til það var úrskurðað gjaldþrota 16. júlí 1990, og var stefndi stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri þess. Samkvæmt upplýsingum Sparisjóðs Hafnar- fjarðar var félagið eigandi reiknings þess í sparisjóðnum, sem hinir umdeildu víxlar voru skuldfærðir á 14. janúar 1988. Í máli þessu er ýmist á því byggt af hálfu stefnda, að hann hafi keypt umrædda víxla af hlutafélaginu S. Sigurðssyni hf. 30. ágúst 1988, eftir að víxlarnir voru greiddir í banka 14. janúar sama ár, eða að hann hafi sjálfur innleyst þá í bankanum, eins og áritun á bakhlið þeirra sýni. Víxlarnir bera ekki með sér framsal hluta- félagsins eftir innlausn þeirra. Við meðferð málsins í héraði var engra frekari gagna aflað um það, hver hefði í raun innleyst víxlana 1621 í bankanum, og engar skýrslur voru teknar um þetta málsefni. Eins og máli þessu er háttað, verður að telja, að svo veigamiklar upplýs- ingar skorti, að um vanreifun af hálfu stefnanda í héraði hafi verið að ræða, sem leiða hefði átt til frávísunar málsins. Verður því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu sjálfkrafa frá héraðs- dómi. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera ómerkur, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 19. desember 1990. Mál þetta var þingfest 4. september sl. og tekið til dóms 12. desember sl. að undangengnum munnlegum málflutningi. Stefnandi er Sigurgeir Sigurðsson, kt. 310152-3829, Hverfisgötu 32, Hafnarfirði. Stefndi er Guðmundur Davíðsson, kt. 100740-4789, Hólabergi 36, Reykjavík. Stefnandi krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 644.170 kr. með dráttarvöxtum skv. 10. gr. vaxtalaga, sbr. 12. gr. sömu laga, frá 14. janúar 1990 til greiðsludags og að dráttarvextir verði lagðir við höfuð- stól, ef vanskil standa lengur en í tólf mánuði, og myndi þannig vaxta- berandi höfuðstól, næst 14. janúar 1991. Einnig krefst stefnandi máls- kostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ að við bættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun, er beri sömu vexti og gjaldfallnar peningakröfur samkv. vaxtalögum fimmtán dögum frá dómsuppsögu til greiðsludags. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara krefst hann þess, að sér verði einungis gert að greiða stefnanda 330.211 kr. með dráttarvöxtum frá 14. janúar 1990 til greiðsludags. Stefndi krefst málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ úr hendi stefnanda, hver sem úrslit málsins verða, þar á meðal 24,5% virðisaukaskatts auk hæstu leyfilegra dráttarvaxta af tildæmdum málskostnaði að liðnum fimmtán dögum frá dómsuppsögu til greiðsludags. Málavextir. Stefnukrafan er samkvæmt tveimur víxlum, út gefnum og framseldum af S. Sigurðssyni hf., kt. 530483-0539, Hafnarfirði, og ábektum af stefn- 1622 anda, en samþykktum til greiðslu af stefnda í Sparisjóði Hafnar- fjarðar. Stefnandi kveður víxlana ekki hafa verið greidda á gjalddaga, og hafi stefnandi leyst þá til sín úr Sparisjóði Hafnarfjarðar. Víxlarnir voru inn- leystir 14. janúar 1988 með samtals 330.211,40 kr. Annar víxillinn var út gefinn 9. október 1987, gjalddagi 29. nóvember 1987, fjárhæð 180.094 kr. Hinn var út gefinn 3. nóvember 1987, gjalddagi 18. desember 1987, fjárhæð 130.000 kr. Dráttarvexti fyrir tímabilið 14. janúar 1988 til 14. janúar 1990 segir stefnandi vera 313.958,60 kr. (95,078%0 meðaltalsársvextir), og því sé heildarstefnufjárhæð 644.170 kr. Stefndi tekur fram um málavexti, að víxlarnir tveir, sem málsóknin byggist á, hafi orðið til í viðskiptum stefnda við S. Sigurðsson hf., en stefndi hafi verið aðaleigandi og framkvæmdastjóri þess félags. Um mitt ár 1988 hafi stefndi gert upp allar viðskiptaskuldir sínar við félagið, þ. á m. telji hann sig hafa greitt skuldir vegna víxlanna tveggja, sem krafið sé um í máli þessu. Stefndi hafi hins vegar ekki fengið víxlana í hendur sem eigandi þeirra. Niðurstöður. Í þinghaldi þessa máls 12. desember sl. er bókað, áður en munnlegur málflutningur fór fram: „Ágreiningslaust er, að mál þetta sé rekið skv. 17. kafla laga nr. 85/1936.““ Þegar af þeirri ástæðu verður ekki að komið í máli þessu þeirri vörn stefnda, að víxlarnir tveir, sem málið snýst um, hafi verið greiddir, enda bera víxlarnir það ekki með sér. Samkvæmt því ljósriti kvittunar, dagsettu 30. ágúst 1988, sem fyrr hefur verið nefnt, hefur stefnandi keypt víxlana af S. Sigurðssyni hf., sem er eldra nafn á hlutafélaginu Húsviðgerðarverktökum, en á reikning þess félags var innlausnarfjárhæðin skuldfærð í Sparisjóði Hafnarfjarðar 14. janúar 1988. Ekki eru rök til þess, að stefndi hafi ekki fengið framseldan til sín víxilréttinn með kaupunum á víxlunum. Að þessu athuguðu verður stefn- andi að teljast eigandi víxlanna sem handhafi þeirra, sbr. 14. gr. víxillaga nr. 33/1933. Málsástæða sú, að handhöfnin ein nægði stefnanda, kom fram í málinu, þegar er efni voru til. Verður því sýknukrafa stefnda ekki tekin til greina. Rétt þykir að verða við stefnukröfu stefnanda með þeim hætti, að höfuð- stóll kröfunnar miðist við innlausnardag víxlanna, 14. janúar 1988, og verði þá 330.211,40 kr. Við þá fjárhæð bætist dráttarvextir samkvæmt 10. gr. laga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Skulu áfallnir dráttar- vextir lagðir við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 14. janúar 1989. 1623 Í samræmi við úrslit máls verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, og þykir hann hæfilega ákveðinn 150.000 kr. Beri máls- kostnaðarfjárhæð vexti skv. 10. og 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir uppsögu dóms þessa til greiðsludags. Ummæli í greinargerð stefn- anda má skilja svo, að hann reki virðisaukaskattsskylda starfsemi. Í mál- flutningi kvaðst lögmaður stefnanda ekki vita, hvort svo væri. Þykir því krafa stefnanda um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun vanreifuð, og ber að vísa henni frá dómi án kröfu. Í rekstri máls þessa hafa af hálfu stefnda verið lögð fram skjöl, sem óþörf voru til lausnar þess. Ekki hefur það þó valdið óeðlilegum töfum á málinu, og þykja ekki efni til að dæma álag á málskostnað samkvæmt niðurlagsákvæði 177. gr. laga nr. 85/1936. Finnur Torfi Hjörleifsson, settur héraðsdómari, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Guðmundur Davíðsson, greiði stefnanda, Sigurgeiri Sig- urðssyni, 330.211,40 kr. að viðbættum dráttarvöxtum af þeirri fjár- hæð samkvæmt 10. gr. laga nr. 25/1987 frá 14. janúar 1988 til greiðsludags. Skulu áfallnir dráttarvextir lagðir við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 14. janúar 1989. Stefndi greiði stefnanda málskostnað, að fjárhæð 150.000 kr. Skal málskostnaðarfjárhæð bera vexti samkvæmt 10. og 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1S. degi eftir uppsögu dóms þessa til greiðsludags. Vísað er frá dómi ex offico kröfu stefnanda um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 1624 Fimmtudaginn 30. september 1993. Nr. 480/1989. Þorsteinn Gunnarsson (Björgvin Þorsteinsson hrl.) gegn Ingólfi Ómari Ármannssyni (Haraldur Blöndal hrl.). Útivist í héraði. 45. gr. laga nr. 75/1973. Lausafjárkaup. Gallar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. desember 1989 að fengnu áfrýjunarleyfi 20. nóvember 1989. Hann gerir þær dómkröfur aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi, en til vara krefst hann sýknu af öllum kröfum stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi byggir ómerkingarkröfu sína í fyrsta lagi á því, að mætt hafi verið fyrir sig við þingfestingu málsins í héraði, en vegna mistaka hafi það ekki verið bókað í þingbók. Einnig byggir hann á því, að kröfugerð í héraðsdómsstefnu sé með þeim hætti, að frá- vísun varði. Engin gögn liggja fyrir um það, að mætt hafi verið af hálfu áfrýjanda við þingfestingu málsins í héraði. Ekki verður talið, að málatilbúnaður stefnanda í héraði hafi verið andstæður 88. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, sbr. nú 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og að héraðs- dómara hafi borið að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi. Ómerkingar- krafa áfrýjanda er því ekki tekin til greina. Áfrýjanda var löglega stefnt fyrir héraðsdóm, og hefur ekki verið sýnt fram á lögmæt forföll hans. Ekki verður fallist á, að hann megi koma vörnum að fyrir Hæstarétti, sbr. 45. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands, og koma málsástæður hans ekki til álita. Verður því að dæma málið eins og það lá fyrir héraðsdómara. Í gögnum þeim, sem lágu fyrir héraðsdómara, kemur fram, að 1625 stefndi keypti tíu ára gamlan bíl af áfrýjanda 1. apríl 1989. Í lög- regluskýrslu, sem lá frammi í héraði, viðurkennir stefndi að hafa ekið bifreiðinni „nánast ekki neitt, áður en ég gekk frá kaupunum““, og hefði hann tekið áfrýjanda trúanlegan um það, að bifreiðin væri í „„topplagi““. Þegar hann fór hins vegar að skoða bifreiðina síðar Þennan sarna dag og kaupin voru frá gengin, kom allt það í ljós, sem hann heldur fram í máli þessu, að hafi verið gallar, og byggir kröfur sínar á. Stefndi hefur því ekki sinnt skoðunarskyldu sinni, sbr. 47. gr. kaupalaga nr. 39/1922. Þá hefur stefndi enga haldbæra sönnun lagt fram um aðra galla á bifreiðinni en honum samkvæmt framansögðu hefðu átt að verða ljósir við eðlilega skoðun á bifreið- inni fyrir kaupin. Ekkert liggur fyrir um það, að áfrýjandi hafi haft svik í frammi. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna áfrýjanda af kröfum stefnda. Rétt er, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Áfrýjandi, Þorsteinn Gunnarsson, á að vera sýkn af kröfum „ stefnda, Ingólfs Ómars Ármannssonar, í máli þessu. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Akureyrar 20. júlí 1989. Mál þetta, sem dómtekið var 8. júní sl., hefur Ingólfur Ómar Ármannsson, kt. 171266-5999, Skógargötu 6 A, Sauðárkróki, höfðað hér fyrir dómi með stefnu, út gefinni 31. maí 1989, gegn Þorsteini Gunnarssyni, kt. 030358-2879, Móasíðu 9 E, Akureyri. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði gert með dómi að þola riftun kaupa á bifreiðinni Ö-8191 og honum með sama dómi gert að viðlögðum dagsektum að afhenda stefnanda tryggingarvíxil vegna sömu kaupa, að fjárhæð 150.000 kr. Enn fremur krefst stefnandi þess, að stefndi endurgreiði sér 150.000 kr. með 33,6% ársvöxtum frá 1. apríl 1989 til 1. maí s. á., 38,4% ársvöxtum frá þ. d. til 8. júní s. á., en eftir það með dráttarvöxtum skv. vaxalögum nr. 25/1987 til greiðsludags. Loks krefst stefnandi þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað skv. fram lögðum reikningi. Málsatvik kveður stefnandi vera þau, að 1. apríl sl. hafi hann átt bílaskipti við stefnda, þannig, að stefnandi hafi látið af hendi bifreið sína, K-1578, Toyota Cressida, árg. 1980, sem verðmetin var á 150.000 1626 kr. Hafi hann fengið í staðinn bifreiðina Ö-8191, Oldsmobile Countless, árg. 1979, sem verðmetin var á 300.000 kr. Milligjöf skyldi greidd með skuldabréfi, sem greiða skyldi með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 24 mánuðum, fyrst |. júní 1989. Þar sem skuldabréfið hafi ekki verið samið og undirritað að fullu, hafi stefnandi afhent stefnda tryggingarvíxil sömu fjárhæðar, út gefinn af Haraldi Óskarssyni. Stefnandi kveður leynda galla hafa komið samdægurs fram í bifreiðinni Ö-8191. Hafi bensingeymir lekið, vélin lekið olíu, stöng í stýrisbúnaði verið laus, varahjólbarða hafi vantað sem og tjakk. Ekkert skoðunarvottorð hafi fylgt bifreiðinni, og stefndi hafi ekki verið skráður eigandi. Stefnandi kveður stefnda hafa sagt bifreiðina vera Í mjög góðu lagi og telur, að stefndi hafi beitt sig svikum, og því sé sér heimil riftun skv. 42. gr. kaupalaga nr. 39/1922 og 36. gr. sml. nr. 7/1936, sbr. lög nr. 11/1986. Stefnandi kveður stefnda ekki hafa fallist á, að kaupin gengju til baka. Því hafi hann ákveðið að rifta kaupunum, og það hafi hann gert með símskeyti, dagsettu 19. 5. 1989, þar sem segi m. a.: „Mér hefur falið Ingólfur Ómar Ármannsson, Skógargötu 6 A, Sauðár- króki, að rifta makaskiptum yðar og hans á bifreiðunum K-1678 og Ö-8191 frá 1. apríl 1989. Ástæða riftunar eru vísvitandi leyndir gallar á Ö-8191, og er vísað til lausafjárkaupalaga. Bifreiðin Ö-8191 er í vörslu lögreglunnar á Akureyri, og verður hún afhent þar, enda afhendist bifreiðin K-1679 eða jafnvirði hennar.““ Líta verður svo á, að stefnandi sé að krefjast staðfestingar á framangreindri riftun í máli þessu. Af hálfu stefnda hefur eigi verið sótt þing í máli þessu, og er honum þó löglega stefnt. Ber því skv. 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir kröfum og málsútlistun stefnanda. Stefnandi leggur fram í málinu gögn, sem meta verður nægjanleg. Eru gögn þessi í samræmi við framangreint, og þar sem engir þeir gallar eru á málatilbúnaði, er frávísun varði ex officio, verða kröfur hans teknar til greina að fullu, þó að því undanskildu, að kröfu stefnanda um dagsektir, ef stefndi fullnægir ekki skyldu sinni til afhendingar umrædds trygg- ingarvíxils, er vísað frá dómi ex officio, þar sem krafan telst ekki nægjanlega glögg, sbr. 88. gr., c-lið, laga nr. 85/1936, sbr. 10. gr. laga nr. 54/1988. Málskostnaður ákveðst 27.259 kr. Það athugist, að uppkvaðning dóms tafðist vegna anna dómara eftir verkfall lögfræðinga í ríkisþjónustu. 1627 Dómsorð: Framangreind riftun stefnanda, Ingólfs Ómars Ármannssonar, gagnvart stefnda, Þorsteini Gunnarssyni, dags. 19. maí 1989, er stað- fest. Stefndi afhendi stefnanda framangreindan tryggingarvíxil. Kröfu stefnanda um dagsektir er vísað frá dómi ex officio. Stefndi greiði stefnanda 150.000 kr. með dráttarvöxtum skv. vaxtalögum nr. 25/1987 frá 1. apríl 1989 til greiðsludags og 27.259 kr. í málskostnað, allt innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 1628 Fimmtudaginn 30. september 1993. Nr. 90/1990. I. Guðmundsson og Co. Ltd. vegna þrotabús Geirs Gígja (Sigurmar K. Albertsson hrl.) gegn Birgi Hermannssyni (Björgvin Þorsteinsson hrl.) og gagnsök. Kröfugerð. Kaup. Fyrirtæki. Vanefnd. Vanheimild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. mars 1990. Hann krefst þess, að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 2.526.609 krónur með dráttarvöxtum, eins og greinir í kröfugerð hans í héraði, sbr. og III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987. Þá krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 30. maí 1990 að fengnu áfrýjunarleyfi 10. sama mánaðar. Hann krefst þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og hann sýknaður af öllum kröfum aðaláfrýjanda. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi aðal- áfrýjanda. I. Stefnufjárhæð máls þessa nam í öndverðu 1.158.029 krónum. Við fyrirtöku málsins í héraði 19. september 1989 samþykkti gagnáfrýj- andi, að aðaláfrýjandi fengi án framhaldsstefnu að koma að hækkun á stefnukröfu, er byggð væri á sömu forsendum og hún. Nánari útlistun á kröfu aðaláfrýjanda með þeirri hækkun var lögð fram á sérstöku skjali 3. október 1989. Nam fjárhæð dómkröfunnar þá 1.684.406 krónum. Enginn fyrirvari var í framangreindu sam- komulagi aðila um frekari hækkun kröfugerðar. Gagnáfrýjandi andmælir því, að aðaláfrýjandi fái komið að auknum kröfum fyrir Hæstarétti. Eigi eru efni til þess að heimila framangreinda breytingu 1629 á kröfugerð aðaláfrýjanda, sbr. 45. gr. laga nr. 75/1973 um Hæsta- rétt Íslands. II. Samkvæmt 5. gr. kaupsamnings Geirs Gígja og gagnáfrýjanda frá 16. október 1986 um fyrirtæki hins fyrrnefnda, Sportmarkaðinn, skyldi hluti hins selda vera einkaumboð fyrir Hagan-skíði á Íslandi, og skyldi Geir Gígja sem seljandi tilkynna framleiðanda skíðanna um skiptin á umboðsmanni og fá samþykki hans fyrir þeim. Þetta gerði hann ekki. Í bréfi Hagan Skifabrik til gagnáfrýjanda 3. desember 1986 segir meðal annars í þýðingu löggilts skjalaþýðanda: „s Varðandi dreifingarrétt (umboð) á Íslandi hafið þér fengið réttar upplýsingar símleiðis, að HAGAN hefur ekki umboðsmann á Íslandi sem stendur, vegna þess að sökum ýmissa örðugleika við hr. Gígja vildum við ekki skipta við Sportmarkaðinn á þennan hátt. Auk þess er yfirleitt ekki mögulegt að selja neina dreifingarrétti með félagi (fyrirtæki), því að vissulega viljum við geta ákveðið sjálfir, við hverja við höfum samvinnu á markaðinum.““ Fyrirtækið kvaðst þó í bréfinu reiðubúið til samvinnu við gagnáfrýjanda, og náði hann síðan samningum við það, eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi. Samkvæmt 6. gr. kaupsamnings Geirs Gígja og gagnáfrýjanda átti kaupandi að taka við umboðssölu á öllum þeim vörum, sem til staðar voru óseldar við skoðun 11. október 1986, en „seljandi ábyrgist endurgreiðslu til eigenda þeirra hluta, sem seldir voru í verzluninni ...““ til þess dags. Sýnt þykir, að gagnáfrýjandi hafi innt af hendi allnokkrar fjárhæðir vegna vanefnda seljanda á þessu ákvæði, eins og um getur í héraðsdómi, og haft af þeim veruleg óþægindi. Ill. Með þessum athugasemdum verður hinn áfrýjaði dómur stað- festur með skírskotun til forsendna hans. Vegna framangreindra vanefnda og vanheimildar seljanda þykir ljóst, að viðskiptavild hins selda fyrirtækis hafi reynst önnur og lakari en gert var ráð fyrir við samningsgerð, sbr. 1. gr. kaupsamningsins. Verður aðaláfrýj- andi því ekki talinn eiga rétt á hærri fjárhæð úr hendi gagnáfrýj- anda vegna sölu Sportmarkaðarins en dæmd var í héraði. 1630 Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 5. janúar 1990. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 8. desember sl., er höfðað hér fyrir þinginu með stefnu, birtri 9. janúar 1989. Stefnandi er I. Guðmundsson ér Co. Ltd., kt. 650169-0189, Þverholti 18, Reykjavík, vegna þrotabús Geirs Gígja, kt. 031260-7019, Kjarrmóum 12, Garðakaupstað. Stefndi er Birgir Hermannsson, kt. 081240-7799, Háaleitisbraut 30, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þessar: að stefndi greiði stefnanda 1.684.406 kr. með nánar tilgreindum dráttar- vöxtum svo og málskostnað. Dómkröfur stefnda eru, að hann verði alsýknaður af dómkröfum stefn- anda og sér dæmdur hæfilegur málskostnaður. I. Stefnandi kveður málavexti þá, að Geir Gígja, verslunarmaður og einka- eigandi Sportmarkaðarins, Skipholti 50 C, Reykjavík, og stefndi, Birgir Hermannsson, hafi gert með sér kaupsamning um verslunina 16. október 1986. Aðdragandi hafi verið sá, að Geir Gígja hafi leitað með fyrirtæki sitt til fyrirtækjasölu, sem stefndi, Birgir, hafi átt og rekið. Þar hafi versl- unin verið metin og sett í sölu, en síðan hafi stefndi, Birgir, sjálfur keypt verslunina, útbúið kaupsamninginn og gengið frá honum. Kaupsamningurinn sé í tólf greinum. Í 7. gr. sé ákvæði um kaupverð og greiðslur, og þar segi: „„Heildarverð hins selda er kr. 3.500.000, - þrjár milljónir og fimm hundruð þúsund 00/100, - auk greiðslu fyrir vörubirgðir 839.878 kr., samtals 4.339.878 kr., - fjórar milljónir þrjú hundruð þrjátíu og níu þúsund átta hundruð sjötíu og átta 00/100. Kaupverð greiðist þannig: 1. Við undirskrift samnings með peningum kr. 222.274 2. Hinn 14. 10. 1986 með þremur víxlum — 255.000 1631 3. Með yfirtöku á láni Geirs Gígja hjá Samvinnu- sjóði Íslands með veði í innréttingum verslunarinnar. 4. Eftirstöðvar, 3.862.604 kr., að frádregnu hinu yfirtekna láni við Samvinnusjóð Íslands greiðist með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 48 mánuðum, í fyrsta skipti 15. 2. 1987 2. kr. 3.862.604 Samtals kr. 4.339.878“ Stefndi greiddi við undirskrift samnings 222.274 kr. og greiðslur nr. 2 skv. 7. gr. kaupsamningsins. Þá hafi Birgir Hermannsson yfirtekið tvö lán Geirs Gígja hjá Samvinnusjóði Íslands, að fjárhæð 1.311.671 kr. Stefndi, Birgir Hermannsson, hafi hins vegar ekki greitt enn neina af þeim 48 greiðslum, sem greiða skyldi í fyrsta sinn 15. 2. 1987. Bú Geirs Gígja hafi verið tekið til skiptameðferðar sem gjaldþrota í skiptarétti Garðakaupstaðar með úrskurði 29. 12. 1987. Á skiptafundi í þrotabúi Geirs Gígja, sem fram fór miðvikudaginn 11. 5. 1988, hafi Sigur- mar K. Albertssyni hrl. verið veitt umboð til þess f. h. þrotabúsins, en því að skaðlausu, að innheimta eftirstöðvar greiðslna skv. kaupsamningi þeim, er skiptaþoli gerði við Birgi Hermannsson 16. 10. 1986 vegna sölu fyrir- tækisins Sportmarkaðarins, Skipholti 50 C, Reykjavík. Umboð þetta til málshöfðunar nái til innheimtu eftirstöðva greiðslna skv. kaupsamningi vegna kröfuhafa nr. 12 á kröfuskrá, I. Guðmundssonar é£ Co. Ltd. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að Geir Gígja og stefndi hafi gert með sér gagnkvæman kaupsamning, sem Geir Gígja hafi staðið við, en stefndi hafi ekki efnt þá meginskyldu sína að greiða kaupverð verslunar- innar Sportmarkaðarins. Stefndi hafi því skv. framansögðu ekki efnt kaup- samninginn af sinni hálfu þrátt fyrir innheimtutilraunir. Sundurliðun stefnukröfu: Kaupverðið var ákveðið kr. 4.339.878 Þar af greitt kr. 477.274 Yfirtaka lána hjá Samvinnusjóði Íslands kr. 1.311.671 Lækkun kaupverðs á lager vegna mistaka í útreikningi kr. 24.323 Ógreiddar eftirstöðvar 15. 2. 1987 kr. 2.526.610. Eftirstöðvar þessar skyldi greiða á 48 mánuðum, 52.637,70 kr. á mánuði, í fyrsta skipti 15. 2. 1987. Gerð er krafa til greiðslu 52.637,70 kr. x 32, samtals 1.684.406 kr., sem sé stefnufjárhæð máls þessa. Krafist er dráttarvaxta af skuldinni, eins og hún er á hverjum gjalddaga fram til stefnubirtingardags. 1632 Stefnandi styður stefnukröfur sínar eftirtöldum lagarökum: Krafan um efndir á kaupsamningnum sé reist á meginreglu kröfuréttarins um efndir in natura, en meginregla þessi kemur m. a. fram í 21. og 28. gr. 1. nr. 39/1922. Krafan um vexti styðst við 5. gr. Í. nr. 58/1960 og Í. nr. 25/1987 og auglýsingu Seðlabanka Íslands um vaxtafót á hverjum tíma. Heimild til málshöfðunar þessarar vegna þrotabús Geirs Gígja sé reist á 114. gr. 1. nr. 6/1978. Krafa um málskostnað er samkvæmt 177. gr. l. nr. 85/1936 og 184. gr. s. l., ef til framlagningar málskostnaðarreiknings kem- ur. Krafa um dráttarvexti af málskostnaði styðst við 1. nr. 25/1987 og Í. nr. 54/1988. Krafa um sölugjald af málskostnaði styðst við 1. nr. 68/1987. Um varnir stefnda og málsástæður segir stefnandi, að erfitt sé að átta sig á þeim. Engin krafa hafi komið fram um skuldajöfnuð. Helst megi skilja, að stefndi hafi talið, að um tap á viðskiptavild hafi verið að ræða. Stefnandi mótmælir því, að viðskiptavild hafi verið meginuppistaða kaup- samningsins. Jafnvel þótt svo væri talið, sé því mótmælt sem ósönnuðu, að stefndi hafi tapað viðskiptavild. Il. Stefndi andmælir málavaxtalýsingu stefnanda og skýrslu Geirs Gígja hér fyrir dómi um þá. Hann kveður hið rétta vera, að hann hafi verið með fyrir- tækjasölu. Geir Gígja hafi komið til sín og beðið sig að annast sölu á Sport- markaðnum, sem hafi þá verið í sölu hjá fleiri aðilum. Verðið, $,5 millj- ónir, hafi komið frá þeim, og hafi sér þótt það allt of hátt. T. d. hafi fyrirtækið Vesturröst verið til sölu á þessum tíma og verið selt á 1-2 millj- ónir. Erfitt hafi verið að fá hjá Geir, hver salan í fyrirtækinu væri, engir reikningar hafi verið til, enginn efnahags- og rekstrarreikningur og engin skjöl til athugunar. Sportmarkaðurinn sé umboðsverslun. Fólk komi með notaða hluti, verð sé ákveðið og sölulaun. Ekkert sé þá vitað, hvenær varan seljist, en þegar það gerist, sé greitt út til seljanda næsta þriðjudag á eftir. Svo hafi um samist með aðilum kaupsamningsins, að Geir Gígja kæmi sjálfur í verslunina á þriðjudögum til þess að greiða út til þeirra, sem átt hafi inni hjá versluninni, skv. 6. gr. samningsins. Það hafi Geir ekki gert nema að takmörkuðu leyti, en hann hafi þó afhent starfsmanni verslunar- innar fjárhæð, 50-100 þúsund krónur, til þess að greiða út. Þetta hafi engan veginn nægt, og verslunin hafi sífellt verið hálffull af öskureiðu fólki, sem hafi heimtað fé sitt. Þá hafi ekki verið unnt að ná til Geirs. Stefndi hafi því þurft að greiða miklar fjárhæðir, samtals $60.283 kr., utan samninga vegna vanefnda seljanda við þá aðila, er höfðu látið hann annast umboðs- sölu fyrir sig. Í samningnum hafi átt að fylgja einkaumboð fyrir Hagan-skíði og -skíða- vörur á Íslandi. Eftir samningsgerðina hafi stefndi komist að því, að full- 1633 yrðingar seljanda um viðskiptasambönd og viðskiptavild hafi verið alger- lega út í hött, og með langvarandi vanefndum sínum við hinn erlenda aðila hafi hann fyrirgert rétti sínum til umboðs fyrir skíðavörurnar. Það hafi kostað stefnda bæði fé og fyrirhöfn að gæta hagsmuna sinna í þessu efni og öðlast umboðið. Auk alls þessa hafi fógeti komið í verslunina fljótlega, eftir að stefndi hafi tekið við rekstrinum, til þess að gera fjárnám skv. kaupsamningnum vegna skulda seljanda. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að skýr ákvæði kaupsamnings aðila mæli berum orðum fyrir um tvennt: að kaupandi kaupi af seljanda einka- umboð fyrir Hagan-skíði á Íslandi og að seljandi skuli tilkynna framleið- anda Hagan-skíða um skiptin á umboðsmanni og fá samþykki hans fyrir því, og hitt, að seljandi ábyrgist endurgreiðslu til eigenda þeirra hluta, sem seldir voru í versluninni til og með 11. október 1986. Við hvorugt þessara ákvæða hafi seljandi staðið, og hafi það valdið stefnda tjóni, sem nemi ásamt vöxtum og fleiri vanefndum seljanda samtals 993.999 krónum samkvæmt fram lögðum gögnum. Auk þessa hafi við- skiptavild átt að fylgja hinu selda, en það sé möguleikinn til þess að hagnast á versluninni. Engin viðskiptavild hafi verið, heldur megn óánægja við- skiptamanna, sem haft hafi í hótunum. Auk alls þessa hafi vegna fjárnáma fógeta alls ekki verið unnt að vita, hverjar eftirstöðvar ættu að vera skv. 4. tl. 7. gr. kaupsamningsins. Lagarök stefnda séu því hin sömu og stefn- anda, að efndir in natura skuli vera og stefnandi eigi ekki kröfur á stefnda, þegar efndir séu metnar á báða bóga. III. Ágreiningslaust er með aðilum, að samkvæmt ákvæðum kaupsamnings þeirra hafi eftirstöðvar kaupverðs eftir yfirtöku láns frá Samvinnusjóði Ís- lands verið 2.526.610 kr. Eftirstöðvar þessar átti að greiða á 48 mánuðum, 52.637,70 kr. á mánuði, í fyrsta sinn 15. febrúar 1987. Ákvæði kaupsamningsins skilgreindu hins vegar hið selda. Upplýst er af stefnda hálfu, að seljandi hafi ekki staðið við það ákvæði samningsins, að einkaumboð fyrir Hagan-skíði fylgdi með í kaupunum. Einnig er upplýst af stefnda hálfu, að seljandi hafi ekki ábyrgst endurgreiðslu til eigenda þeirra hluta, sem seldir voru í versluninni. Stefndi hefur sýnt fram á, að hann hafi lagt út á tímabilinu 18. október 1986 til 11. ágúst 1987 samtals 560.283 kr. vegna vanefnda seljanda á 6. gr. kaupsamnings, og hefur stefn- andi ekki hnekkt því. Stefndi hefur einnig sýnt fram á, að hann hafi orðið að fara til framleiðanda Hagan-skíða til þess að öðlast umboð það, sem getið er um í kaupsamningi, að fylgja ætti, og að það hafi kostað 150.000 kr. Stefnandi hefur ekki heldur hnekkt því. 103 1634 Upplýst er, að stefndi hafi kvartað um þetta snemma árs 1987 og borið fyrir sig, að hann hefði þegar greitt of mikið og að ekki væri unnt að ganga frá eftirstöðvunum í samræmi við kaupsamninginn. Verður því að telja, að fullnægt sé 1. mgr. 52. gr. kaupalaga nr. 39/1922. Verður að telja, að sannanlegar vanefndir seljanda samkvæmt kaupsamningnum hafi valdið stefnda fjárútlátum, sem numið hafi a. m. k. 710.283 krónum. Með hliðsjón af þessu svo og af lýsingu stefnda á fógeta- og innheimtu- aðgerðum gagnvart seljanda, sem fylgdu í kjölfar kaupsamnings, og að úr- skurður um töku bús seljanda til gjaldþrotaskipta var kveðinn upp 29. desember 1987, verður að telja, að ekki hafi verið um að ræða vanefndir stefnda á greiðslum eftirstöðva skv. 4. tl. 7. gr. kaupsamnings. Aðilar hafa lagt ágreiningsmál þetta til úrlausnar dómsins. Verður að telja eðlilega niðurstöðu að draga kostnað stefnda vegna vanefnda seljanda frá eftirstöðvum kaupsamnings og telja, að þær nemi sem samsvari fyrstu sextán mánaðarlegu afborgununum frá 15. febrúar 1987 til og með 16. maí 1988. Verður stefnda því gert að greiða stefnanda eftirstöðvar frá þeim tíma, þ. e. sem samsvarar sextán afborgunum, alls 842.203,20 kr., með vöxtum eins og krafist er, og málskostnað, sem ákveðst 150.000 kr. Garðar Gíslason borgardómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Birgir Hermannsson, greiði stefnanda, I. Guðmundssyni á Co. Ltd. vegna þrotabús Geirs Gígja, 842.203,20 kr. með (nánar til- greindum dráttarvöxtum. Stefndi greiði 150.000 kr. í málskostnað, er beri dráttarvexti skv. vaxtalögum frá 15. degi eftir uppkvaðningu dóms til greiðsludags. 1635 Fimmtudaginn 30. september 1993. Nr. 393/1991. Ívar Björnsson (Örn Höskuldsson hrl.) og Þorleifur Björnsson (Björgvin Þorsteinsson hrl.) gegn Sparisjóði Hafnarfjarðar (Valgarður Sigurðsson hrl.). Áskorunarmál. Fjárnám. Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandinn Ívar Björnsson skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 2. október 1991 að fengnu áfrýjunarleyfi 20. september 1991. Hann setur kröfur sínar þannig fram: Að hann verði sýknaður af kröfum stefnda og hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði felld úr gildi, en til vara, að meðferð málsins í héraði verði ómerkt og því vísað heim til löglegrar meðferðar og hin áfrýjaða fjárnámsgerð úr gildi felld. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Áfrýjandinn Þorleifur Björnsson skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 6. nóvember 1991 að fengnu áfrýjunarleyfi 10. október 1991. Hann krefst þess aðallega, að meðferð málsins í héraði verði ómerkt og því vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, en til vara krefst hann sýknu af öllum kröfum stefnda. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og jafnframt að staðfest verði fjárnámsgerð, sem fram fór í fógetarétti Reykjavíkur 16. september 1991 hjá áfrýjanda Ívari Björnssyni. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Hinn 23. þessa mánaðar var mál þetta flutt um fram komna ómerkingarkröfu, sbr. 48. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands. Krafðist þá stefndi þess, að ómerkingarkröfu áfrýjenda yrði hrundið. Jafnframt krafðist hann málskostnaðar í þessum þætti málsins. 1636 I. Mál þetta er höfðað af stefnda á bæjarþingi Hafnarfjarðar sem áskorunarmál gegn áfrýjendum með stefnu, dagsettri 20. mars 1991. Í stefnunni segir m.a.: „Skuld þessi er skv. víxli að fjárhæð kr. 700.000, útg. 18/4 1990 af Ívari Björnssyni og samþykktum af Þorleifi Björnssyni til greiðslu við sýningu, ábektum af útgefanda. Víxillinn var sýndur til greiðslu hinn 20. febrúar sl. í Sparisjóði Hafnarfjarðar, en var ekki greiddur; var víxillinn síðan afsagður hinn 28. febrúar sl.“ Málið var þingfest á bæjarþingi Hafnarfjarðar 9. apríl 1991. Af hálfu stefndu var sótt þing, og fékk umboðsmaður þeirra frest með samþykki gagnaðila til ritunar greinargerðar til 30. apríl. Þann dag var aftur sótt þing af hálfu stefndu, sem fengu frest í sama skyni með samþykki gagnaðila til 7. maí. Er málið var tekið fyrir þann dag, lagði umboðsmaður stefndu fram kæru til Rannsóknarlögreglu ríkisins á hendur stefnanda og fór fram á það, að málinu yrði frestað um ótiltekinn tíma eða þangað til niðurstaða kærumálsins lægi fyrir. Lögmaður stefnanda mótmælti framlagningu kærunnar og synjaði um frekari frest. Við svo búið frestaði héraðsdómari málinu til 10. maí til munnlegs flutnings um, hvort frekari frestur yrði veittur. Þann dag fór fram munnlegur flutningur um ágrein- ingsefnið, og tók dómarinn málið til úrskurðar. Hinn S. júní 1991 kvað héraðsdómari upp úrskurð, þar sem hann hafnaði kröfum stefndu um frest og tók málið til áritunar. Hinn 10. júní 1991 ritaði Rúnar S. Gíslason, fulltrúi bæjarfógeta í Hafnarfirði, svofellda áritun á stefnuna: „Þann 5. júní 1991 var af hálfu réttarins kveðinn upp úrskurður á þá leið, að hafnað var kröfu stefndu um, að þeim yrði veittur ótiltekinn frestur í máli þessu eða þar til niðurstaða kærumáls þeirra á hendur forsvarsmönnum stefnanda lægi fyrir, og í framhaldi var mál þetta tekið til áritunar.- Stefnukröfur máls þessa og kr. 102.000 í málskostnað, þ.m.t. virðisaukaskattur, eru aðfarar- hæfar frá dagsetningu áritunar þessarar. Vextir af málskostnaði án virðisaukaskatts reiknist frá 15. degi frá áritun þessari skv. Il. kafla vaxtalaga.““ Hinn 30. júlí 1991 fór stefnandi í héraði þess á leit við yfirborgar- fógetann í Reykjavík, að gert yrði fjárnám í eignum Ívars Björns- sonar til tryggingar dómkröfu samkvæmt framangreindri áskor- 1637 unarstefnu. Hinn 16. september 1991 var gert fjárnám Í eignarhluta Ívars í Efstasundi 44, Reykjavík. Áfrýjendur halda því fram, að þeir hafi þá fyrst fengið vitneskju um úrskurðinn. Eins og lýst er hér að framan, mættu áfrýjendur við meðferð máls þessa í héraði, fengu fresti til ritunar greinargerðar og gáfu þar með til kynna, að þeir myndu halda uppi lögvörnum í málinu. Sam- kvæmt 194. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði bar héraðsdómara að tilkynna áfrýjendum, hvenær úrskurður um frestsbeiðnina yrði kveðinn upp. Hefði þeim þá gefist kostur á að skila greinargerð í því þinghaldi. Það gerði héraðsdómari ekki, og er því óhjákvæmilegt að ómerkja hina áfrýjuðu dómsathöfn svo og meðferð málsins frá og með þinghaldi 5. júní 1991 og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Eftir þessum úrslitum ber að fella hina áfrýjuðu fjárnámsgerð úr gildi. Rétt er, að málskostnaður falli niður í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hin áfrýjaða dómsathöfn og meðferð málsins frá og með þinghaldi S. júní 1991 eiga að vera ómerk, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Hin áfrýjaða fjárnámsgerð er úr gildi felld. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. 1638 Fimmtudaginn 30. september 1993. Nr. 444/1991. Þorleifur Björnsson og Björn Þorleifsson (Björgvin Þorsteinsson hrl.) gegn Sparisjóði Hafnarfjarðar (Valgarður Sigurðsson hrl.). Áskorunarmál. Ómerking. Heimvísun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandinn Björn Þorleifsson er aðili málsins fyrir Hæstarétti, en samkvæmt búsetuleyfi 28. ágúst 1991 situr hann í óskiptu búi eftir konu sína, Guðnýju Jónsdóttur, sem var aðili málsins í héraði, en hún andaðist 9. júlí 1991. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. nóvember 1991 að fengnu áfrýjunarleyfi 10. október 1991. Þeir krefjast þess aðallega, að meðferð málsins í héraði verði ómerkt og því vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, en til vara krefjast þeir sýknu af öllum kröfum stefnda. Í báðum tilvikum krefjast þeir málskostnaðar úr hendi stefnda fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Hinn 23. þessa mánaðar var mál þetta flutt um fram komna ómerkingarkröfu, sbr. 48. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands. Krafðist þá stefndi þess, að ómerkingarkröfu áfrýjenda yrði hrundið. Jafnframt krafðist hann málskostnaðar í þessum þætti málsins. I. Mál þetta er höfðað af stefnda á bæjarþingi Hafnarfjarðar sem áskorunarmál gegn áfrýjendum með stefnu, dagsettri 20. mars 1991. Í stefnunni segir m.a.: „Skuld þessi er skv. víxli að fjárhæð kr. 700.000, útg. 18/4 1990 af Guðnýju Jónsdóttur og samþykktum af Þorleifi Björnssyni, til greiðslu við sýningu, ábektum af útgefanda. 1639 Víxillinn var sýndur til greiðslu hinn 20. febrúar sl. í Sparisjóði Hafnarfjarðar, en var ekki greiddur; var víxillinn síðan afsagður hinn 22. febrúar sl.““ Málið var þingfest á bæjarþingi Hafnarfjarðar 9. apríl 1991. Af hálfu stefndu var sótt þing, og fékk umboðsmaður þeirra frest með samþykki gagnaðila til ritunar greinargerðar til 30. apríl. Þann dag var aftur sótt þing af hálfu stefndu, sem fengu frest í sama skyni með samþykki gagnaðila til 7. maí. Er málið var tekið fyrir þann dag, lagði umboðsmaður stefndu fram kæru til Rannsóknarlögreglu ríkisins á hendur stefnanda og fór fram á það, að málinu yrði frestað um ótiltekinn tíma eða þangað til niðurstaða kærumálsins lægi fyrir. Lögmaður stefnanda mótmælti framlagningu kærunnar og synjaði um frekari frest. Við svo búið frestaði héraðsdómari málinu til 10. maí til munnlegs flutnings um, hvort frekari frestur yrði veittur. Þann dag fór fram munnlegur flutningur um ágrein- ingsefnið, og tók dómarinn málið til úrskurðar. Hinn 5. júní 1991 kvað héraðsdómari upp úrskurð, þar sem hann hafnaði kröfum stefndu um frest og tók málið til áritunar. Hinn 10. júní 1991 ritaði Rúnar S. Gíslason, fulltrúi bæjarfógeta í Hafnarfirði, svofellda áritun á stefnuna: „„Þann 5. júní 1991 var af hálfu réttarins kveðinn upp úrskurður á þá leið, að hafnað var kröfu stefndu um, að þeim yrði veittur ótiltekinn frestur í máli þessu eða þar til niðurstaða kærumáls þeirra á hendur forsvarsmönnum stefnanda lægi fyrir, og í framhaldi var mál þetta tekið til áritunar.- Stefnukröfur máls þessa og kr. 102.000 í málskostnað, þ.m.t. virðisaukaskattur, eru aðfarar- hæfar frá dagsetningu áritunar þessarar. Vextir af málskostnaði án virðisaukaskatts reiknist frá 15. degi frá áritun þessari skv. Ill. kafla vaxtalaga.““ Áfrýjendur halda því fram, að þeir hafi ekki verið látnir vita um framangreindan úrskurð. Eins og lýst er hér að framan, mættu áfrýjendur við meðferð máls þessa í héraði, fengu fresti til ritunar greinargerðar og gáfu þar með til kynna, að þeir myndu halda uppi lögvörnum í málinu. Sam- kvæmt 194. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði bar héraðsdómara að tilkynna áfrýjendum, hvenær úrskurður um frestsbeiðnina yrði kveðinn upp. Hefði þeim þá gefist kostur á að skila greinargerð í því þinghaldi. Það gerði héraðsdómari ekki, og 1640 er því óhjákvæmilegt að ómerkja hina áfrýjuðu dómsathöfn svo og meðferð málsins frá og með þinghaldi 5. júní 1991 og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Rétt er, að málskostnaður falli niður í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hin áfrýjaða dómsathöfn og meðferð málsins frá og með þinghaldi $S. júní 1991 eiga að vera ómerk, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. 1641 Fimmtudaginn 30. september 1993. Nr. 154/1993. Ákæruvaldið (Egill Stephensen saksóknari) gegn Friðriki Alexanderssyni (Kjartan Reynir Ólafsson hrl.). Líkamsárás. Sönnun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Máli þessu er áfrýjað til Hæstaréttar með stefnu 26. mars 1993. Af hálfu ákæruvalds er krafist þyngingar á refsingu og að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð 302.650 krónur. Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvalds, en til vara vægustu refsingar, sem lög leyfa, og að refsing verði skilorðs- bundin. Samkvæmt gögnum málsins komu ákærði og Ingvar Jónsson tvisvar við sögu í átökum, sem áttu sér stað í miðbæ Keflavíkur aðfaranótt 26. október 1991. Ingvar Jónsson fullyrðir, að í fyrra skiptið hafi ákærði slegið sig í andlitið og valdið þeim áverka, sem frá greinir í héraðsdómi. Ákærði hefur staðfastlega synjað fyrir þetta, en fullyrðir jafnframt, að hann hafi slegið Jón Björgvin Stefánsson í andlitið, en hann var í fylgd með Ingvari. Því neitar Jón Björgvin. Hann kveðst hins vegar hafa orðið sjónarvottur að því, að ákærði gekk að Ingvari og sló hann í andlitið. Sigtryggur Ólafsson, sem þarna var nærstaddur, kveðst ekki hafa séð ákærða slá Ingvar í andlitið. Ákærði kveður Ingvar Jónsson, Jón Björgvin Stefánsson og Sigurð Val Árnason hafa ráðist á sig nokkru síðar, og í þeim átökum hafi Ingvar „skallað““ sig tvisvar. Ingvar Jónsson synjar alveg fyrir það, en Jón Björgvin Stefánsson kveðst hafa séð Ingvar „skalla“ ákærða einu sinni. Með vísan til þessa og atvika málsins að öðru leyti, sem eru skilmerkilega rakin í héraðsdómi, er ekki leitt í ljós, svo að óyggj- andi sé, að ákærði hafi valdið Ingvari Jónssyni umræddum meiðsl- um. Ber því að sýkna hann af kröfum ákæruvalds í málinu. 1642 Áfallinn sakarkostnaður í héraði greiðist úr ríkissjóði svo og áfrýjunarkostnaður málsins, þar með talin málsvarnarlaun, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Friðrik Alexandersson, á að vera sýkn af kröfum ákæruvalds í máli þessu. Á fallinn sakarkostnaður í héraði greiðist úr ríkissjóði svo og allur áfrýjunarkostnaður málsins, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Sigmundar Hannessonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 29. janúar 1993. Mál þetta, sem dómtekið var 13. janúar sl., er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dags. 4. júní 1992, gegn Friðriki Alexanderssyni, Heiðar- garði 2, Keflavík, kt. 231072-5789, „fyrir líkamsárás með því að hafa að- faranótt laugardagsins 26. október 1991 í Hafnargötu í Keflavík slegið Ingvar Jónsson, fæddan 19. júlí 1973, fæðingarnr. 302, högg í andlit með þeim afleiðingum, að hann nefbrotnaði. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar auk skaðabóta“. Málavextir. Hinn 19. nóvember 1991 kærði Ingvar Jónsson nemi, Blikabraut $, Keflavík, kt. 190773-3029, Friðrik Alexandersson til rannsóknarlögreglu fyrir líkamsárás, sem hann varð fyrir af hans hálfu aðfaranótt laugardags- ins 26. október sama ár. Í skýrslu, sem tekin var af Ingvari hjá rannsóknarlögreglunni og hann hefur staðfest fyrir dóminum, skýrir hann svo frá, að hann hafi verið á gangi eftir Hafnargötu þessa umræddu nótt ásamt Jóni Björgvin Stefáns- syni. Hann kveður þá hafa verið frekar fyrirferðarmikla, kallandi á stelpur og með ærslagang. Hafi þeir verið búnir að neyta áfengis fyrr um kvöldið. Kveðst hann hafa lent í orðaskaki við einhvern strák, sem hann þekkti ekki, og hafi þeir verið farnir að ýta hvor við öðrum, þegar Friðrik Alexanders- son hafi komið þarna að og slegið sig fyrirvaralaust í andlitið. Kveðst hann 1643 hafa vankast við höggið, en um leið og hann hafði náð áttum á nýjan leik, hafi hann ráðist á Friðrik. Hafi þeir ást við stundarkorn, en þau áflog síðan fjarað út. Kveðst hann hafa verið mjög bólginn í andliti, þegar hann vaknaði daginn eftir. En er bólgan hjaðnaði ekki í rúmar tvær vikur, hafi sér fundist eitthvað óeðlilegt við nefið á sér og í framhaldi af því ákveðið að leita læknis. Stefán Eggertsson, háls-, nef- og eyrnalæknir á Heilsugæslustöð Suður- nesja, lýsir meiðslum Ingvars Jónssonar þannig í áverkavottorði, dagsettu 15. nóvember 1991: „„Ofangreindur kom til mín 11. 11. 1991. Kvaðst hann rúmum þremur vikum áður hafa staðið í orðaskaki við einhvern náunga, þegar vinur þess síðarnefnda rétti honum hnefahögg í andlitið. Ingvar kveðst hafa bólgnað nokkuð upp kringum hægra auga og rispast á hægri kinn, jafnframt því sem hann bólgnaði töluvert yfir nefbeini. Hann taldi því áverkann þess eðlis, að ekki þyrfti að leita læknisaðstoðar. Það var því ekki fyrr en bólga var runnin af andliti og nefbeini, að hann uppgötvaði, að nefbeinið hafði tekið ákveðnum breytingum. Auk þessa kveðst hann finna fyrir nokkurri stíflutilfinningu í vinstri nös. Við skoðun sjást greinileg ummerki eftir áverka á nefbein, sem er innkýlt og með nokkurri hliðrun yfir til hægri. Auk þessa er vinstri nös allmiklu þrengri en hægra megin. Ingvar fær upplýsingar um, að allt of langt sé liðið, til að hægt sé að gera eitthvað í þessu; hins vegar staðfestir maður hér með, að nefbein hefur greinilega brotnað og hliðrast til. Þetta gæti hafa gerst við þær aðstæður, sem sjúklingur lýsir, og að hann mun hafa af þessu varanleg lýti.““ Ákærði, Friðrik Alexandersson, Heiðargarði 2, Keflavík, kt. 231072- 5789, var yfirheyrður hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík 4. febrúar 1992, en þá skýrslu hefur hann staðfest fyrir dóminum. Kvaðst ákærði muna vel eftir umræddri nótt. Hafi hann framan af nóttu verið ódrukkinn og að aka vinum sínum. Kveðst hann hafa komið akandi niður í bæ og lagt bifreiðinni fyrir framan verslunina Bústoð í Tjarnargötu og gengið upp Hafnargötu. Hafi þeir Heiðar Þórhallsson, Hátúni 11, Keflavík, Vilhjálmur Vagn, frá Njarðvík, og Guðmundur Ingi Einarsson, Heiðarbóli 5, Keflavík, verið farþegar hjá sér, og hafi þeir gengið með sér upp Hafnar- götu. Ákærði kveðst hafa veitt því athygli, að Ingvar Jónsson og strákur að nafni Sigtryggur hafi verið að kljást á móts við verslunina Stapafell. Hjá þeim hafa staðið Jón Björgvin Stefánsson. Kveðst hann hafa gengið á milli Ingvars og Sigtryggs. Hafi Jón Björgvin þá komið að sér, og kveðst hann þá hafa slegið Jón í andlit. Þessu hafi síðan slotað eftir stutt rifrildi. Ákærði kveður Ingvar hafa ásamt Jóni Björvin og Sigurði Val Árnasyni 1644 ráðist á sig nokkrum mínútum síðar. Hafi Ingvar m. a. í þeim átökum skallað sig tvisvar. Átökin leystust síðan upp. Kveðst hann hafa hlotið smá- vægilega áverka af þessu síðari átökum. Ákærði kveðst hafa fengið bóta- kröfu frá Ingvari. Kveðst hann ekki hafa neitt um hana að segja annað en það, að hann hafi aldrei slegið Ingvar í andlit. Fyrir dómi 13. janúar 1993 hefur ákærði staðfest framburð sinn hjá lög- reglu og ítrekað, að hann hafi hvorki fyrr né síðar slegið Ingvar. Lýsir ákærði fyrri atburðinum á sama veg og í lögregluskýrslu. Kveður hann ástæðu þess, að hann hafi slegið Jón Björgvin, vera þá, að sér hafi sýnst hann ætla að ráðast á sig. Aðspurður kveðst hann þekkja kæranda og Jón Björgvin í sundur og vera viss um að hafa slegið Jón Björgvin, en ekki kæranda. Um þessa tvo atburði kveður hann í mesta lagi hálftíma hafa liðið milli þeirra. Kveðst hann ekki viss um, að Jón Björgvin hafi verið þriðji árásaraðilinn í síðari átökunum. Kveðst hann hafa ætlað að svara fyrir sig eftir skallann, en vinir kæranda sagt sér að láta það ógert, því að ella myndu þeir lumbra á sér enn frekar. Hafi hann þá tekið í hönd kæranda að tilmælum Sigurðar Vals og þá skilið sátta, og aðspurður kveðst hann ekki hafa séð neina áverka á kæranda, eftir að síðari átökunum lauk. Aðspurður kann hann ekki aðra skýringu á misræmi því, sem er í fram- burði sínum annars vegar og kæranda og Jón Björgvins Stefánssonar hins vegar, en þá, að þeir fari með rangt mál. Ákærði kveðst vera 168 cm á hæð. Kærandi, Ingvar Jónsson, kt. 190773-3029, kom fyrir dóm 13. janúar 1993. Kveður hann engan vafa vera í huga sér um, að ákærði, Friðrik Alexandersson, hafi slegið sig umrædda nótt. Kveðst hann hafa verið að deila við strák, sem hann þekkti ekki þá, en viti nú, að heitir Sigtryggur. Hefði hann snúið að honum, þegar hann sá ákærða koma aftan að stráknum, hægra megin við hann, og veita sér höggið beint í andlitið. Enginn stóð á milli þeirra, þegar höggið kom. Telur hann, að Jón Björgvin hafi staðið um það bil tvo metra frá sér. Kveðst kærandi ekki hafa lent í átökum við neinn annan en ákærða þessa nótt. Kveðst hann hafa vaðið í ákærða, um leið og hann hafi verið búinn að jafna sig af högginu, og þau áflog síðan endað með því, að hann hafi boðið ákærða höndina til sátta. Kveðst vitnið ekki hafa fengið nein högg á sig í síðari átökunum, en viðurkennir að hafa veitt ákærða einhverja áverka. Segist hann hins vegar ekki hafa skallað hann, en hins vegar gæti verið, að þeir hafi skollið saman, en er viss um, að andlitið á sér hafi ekki skollið á ákærða. Aðspurt kveður vitnið hæð sína vera 181 cm. Kveður vitnið Jón Björgvin ekki hafa tekið þátt í síðari atlögunni. Segir hann ástæðu þess, að hann hafi ekki getið um síðari átökin í lögregluskýrslu, vera þá, að lögreglan hafi tjáð sér, að um tvo aðskilda atburði væri að ræða, og þyrfti ekki að geta síðari atburðarins í lögregluskýrslu varðandi kæru þessa. Aðspurður kveðst hann 1645 hafa talað við lögmann, áður en hann lagði fram kæru, en telur það samtal ekki vera ástæðu kæru, heldur sé sú ástæða ein, að hann sjái ekki neitt tilefni fyrir högginu frá ákærða. Hann hafi ekki á einn eða neinn hátt gefið ákærða tilefni til þess. Aðspurður kveðst hann ekki hafa beðið Jón Björgvin að koma með sér á lögreglustöðina. Ástæðu þess, að hann fer rangt með dagsetningar í samtali við lækni, kveður hann vera, að hann hafi þá ekki alveg munað dagsetningarnar. Vitnið Jón Björgvin Stefánsson, Óðinsvöllum 8, Keflavík, kt. 100673- 4799, kom fyrir dóm 13. janúar 1993 og gaf skýrslu. Staðfesti hann þar skýrslu, sem hann gaf hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík 19. nóvember 1991. Hann kveðst hafa verið á gangi eftir Hafnargötu í Keflavík aðfaranótt 26. október ásamt kæranda, Ingvari Jónssyni. Hafi þeir báðir neytt áfengis fyrr um kvöldið, en þó ekki verið ölvaðir. Kveður hann tals- verðan fyrirgang hafa verið í þeim, þegar einhver strákur vatt sér að kær- anda og fór að rífast við hann. Kveður hann þá síðan hafa farið að ýta hvorn við öðrum, og hafi hann þá gengið á milli og beðið þá að láta ekki svona. Róuðust þeir þá, og kveðst hann þá hafa gengið frá þeim. Veitti hann því þá athygli, að ákærði, Friðrik Alexandersson, sem hafði engan hlut átt að rifrildi kæranda og stráksins, gekk að kæranda og sló hann í andlit. Hann kvað engan vafa leika á því, að Friðrik sló Ingvar. Virtist vitninu, að kærandi hefði eitthvað vankast við höggið, og gæti verið, að hann hefði eitthvað fálmað til ákærða, en minnist ekki, að komið hafi til áfloga á milli þeirra þá. Kærandi hafi fljótlega verið tekinn upp í bíl. Aðspurður kveður hann ákærða aldrei hafa slegið sig. Kveðst vitnið ekki geta sagt til um það með neinni vissu, hvort ákærði þekkti sig, en kveðst sjálfur hafa vitað, hver ákærði er. Um það bil hálftíma síðar kom kærandi út úr einhverjum bíl og réðst á ákærða. Vitnið kveðst ekki hafa fylgst vel með þeim átökum, en sá þó, að kærandi skallaði ákærða einu sinni. Telur vitnið, að þessum deilum hafi lokið með rifrildi, sem fjaraði síðan út. Aðspurður kveður hann, að kær- andi hafi beðið sig að bera vitni í málinu; ekki hafi þeir þó rætt atburðinn neitt sérstaklega. Man vitnið ekki eftir, að neitt sérstaklega hafi séð áverka á kæranda umrædda nótt, en hann hafi frétt af því daginn eftir. Vitnið Sigtryggur Ólafsson, Holtsgötu 9, Sandgerði, kt. 030771-4279, kom fyrir dóm 13. janúar 1993 og gaf skýrslu. Kvaðst hann ekki muna atvik nægjanlega vel til þess að geta staðfest, að rétt sé haft eftir sér í lög- regluskýrslu, sem var tekin 11. maí 1992, en kveðst þó ekki vefengja, að rétt sé eftir sér haft á þeim tíma. Í þeirri skýrslu kemur fram, að vitnið og kærandi, Ingvar, hafi verið að rífast aðfaranótt 26. október. Hafi þá komið að þeim ákærði, Friðrik, og byrjað að rífast við kæranda. Hann kveður þá síðan hafa lent í einhverjum handalögmálum, en að einhverjir 1646 strákar hafi strax skilið þá að. Vitnið sá ákærða ekki slá kæranda þessa nótt. Kvaðst vitnið hafa verið undir áhrifum áfengis umrædda nótt. Minnist vitnið þess ekki, að þetta hafi verið neitt mál í sínum huga. Fyrir dóminum hefur vitnið greint svo frá, að það muni frekar illa eftir atburðum þessa nótt, og telur, að upprifjun málsins af hálfu lögreglu, þegar hann gaf skýrsluna, kunni að hafa haft áhrif á vitnisburðinn. Í skýrslunni segist hann hafa séð ákærða og kæranda lenda í handalögmálum, en fyrir dóminum kveðst hann ekki muna það nákvæmlega. Vitnið Heiðar Þórhallsson, Hátúni 11, Keflavík, kt. 210670-5649, kom fyrir dóm 13. janúar 1993 og gaf skýrslu. Staðfesti hann þar skýrslu, sem hann gaf hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík 11. mars 1992. Kveðst hann hafa verið farþegi í bíl ákærða, Friðriks Alexanderssonar, umrædda nótt. Þar hafi einnig verið ákærði, Vilhjálmur Vagn Steinarsson og Guðmundur Ingi Einarsson. Fyrir dómi hefur hann borið vitni um, að mögulegt gæti verið, að ákærði hafi ekið. Vitnið kveður farþegana hafa verið að drekka áfengi. Hann kveður þá hafa lagt bílnum í Tjarnargötu, en hann og Vilhjálmur hafi gengið niður í fjöru, og hafi ákærði á meðan lent í einhverjum átökum. Kveðst hann ekki hafa orðið vitni að fyrri atburðinum, en þegar þeir hafi komið upp úr fjörunni, sá hann, hvar þrír strákar, kærandi, Ingvar Jónsson, Sigurður Valur Árnason og strákur, sem hann veit, að kallaður er Nonni, voru að ráðast á ákærða. Fyrir dómi hefur hann greint svo frá, að hann hafi ekki séð nein átök í það skiptið milli ákærða og kæranda, heldur hafi hann komið að, eftir að ákærði hafi verið sleginn í götuna. Kveðst hann vera viss um, að Nonni hafi tekið þátt í þessum síðari átökum. Í lögregluskýrslu segir vitnið, að það hafi séð ákærða slá Nonna, en fyrir dómi kveðst vitnið hafa séð ákærða slá til Nonna, en veit ekki, hvort hann hitti. Ítrekar hann, að hann hafi ekki orðið vitni að handalögmálum ákærða og kæranda. Vitnið Sigurjón Elíasson, Birkiteigi 25, Keflavík, kt. 010377-4209, kom fyrir dóm 13. janúar 1993 og gaf skýrslu. Kveðst hann hafa verið staddur í Hafnargötu í Keflavík aðfaranótt 26. október, og hafi þar verið talsvert af fólki á ferli. Vitnið kveðst ekki geta vitnað um það atvik, þegar ákærði, Friðrik Alexandersson, á að hafa slegið kæranda, Ingvar Jónsson, þar sem hann hefði ekki séð þann atburð. Aftur á móti varð hann vitni að síðari átökunum, þar sem kærandi, Sigurður Valur Árnason, og strákur að nafni Garðar réðust allir á ákærða. Vitnið segir ákærða hafa fallið í götuna og einhver síðan sparkað í hann. Mikill mannfjöldi hópaðist að, og þróuðust átökin út Í rifrildi, sem gufuðu síðan upp. Vitnið kveðst ekki hafa séð ákærða slá nokkurn mann þessa nótt, en kveðst hafa heyrt, að hann hafi verið í átökum fyrr þessa sömu nótt. Aðspurður kveðst hann ekki hafa séð kæranda skalla ákærða. Staðfesti hann skýrslu, sem hann gaf hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík 11. mars 1992. 1647 Niðurstaða. Þegar allt er virt, sem fram hefur komið í máli þessu, verður að telja sannað, að kærandi hafi hlotið meiðsl þau, er greinir í áverkavottorði frá 15. nóvember 1991, af völdum hnefahöggs frá ákærða í máli þessu. Telja verður þetta sannað þrátt fyrir eindregna neitun ákærða. Ákærði viður- kennir að hafa slegið frá sér í tengslum við greindan atburð, en er ekki viss um að hafa slegið vitnið Jón Björgvin. Jón Björgvin hefur neitað því staðfastlega, en er hins vegar fullviss um, að ákærði hafi slegið kæranda í andlitið í umrætt skipti. Þegar tekið er tillit til þess, að ákærði viðurkennir að hafa slegið frá sér, og ekki er komin fullnaðarsönnun af hans hálfu um, að hann hafi þekkt á milli Jóns Björgvins og kæranda, verður að telja sannað, að hann hafi slegið kæranda höfuðhögg þetta tilgreinda kvöld. Fram kemur í málinu, að kærandi vankaðist talsvert við þetta högg, og bendir það til þess, að það hafi verið veitt af töluverðum krafti. Þeir áverkar, sem kærandi í máli þessu hlaut, eru sennileg afleiðing höggsins, og þar sem ekkert kemur fram í málinu, sem leiðir líkur að því, að kærandi hafi hlotið meiðslin á annan hátt, verður að telja sannað, að nefbrotið sé afleiðing af höggi því, er ákærði veitti kæranda umrædda nótt. Varðandi „skalla“ þá, er kærandi á að hafa veitt ákærða síðar þessa sömu nótt, verður að telja, að ekki sé komin sönnun fyrir því, að kærandi hafi getað hlotið umrædd meiðsl í það skipti. Tvennt mælir hins vegar sterklega gegn því, annars vegar sá hæðarmunur, sem er á kæranda og ákærða. Kærandi er 13 em hærri, svo að telja verður ósannað, að kærandi hafi skollið með andlitið á ákærða. Hins vegar er sú staðreynd, að ekkert kemur fram um það, að höggið frá skallanum væri nægilega kröftugt til að valda þessum meiðslum. Auk þess kemur fram í framburði ákærða, að hann hafi ekki séð neina áverka á kæranda, eftir að síðari átökunum lauk. Þvert á móti virðist kærandi ekki vankast við það, og svo lítilfjörlegt virðist það vera, að einungis eitt vitni af mörgum að þessum síðari átökum virðist taka eftir „skallanum““. Þá styður það einnig þessa niðurstöðu, að fram hefur komið í framburði vitnisins Jóns Björgvins, að hann fékk vitneskju þegar daginn eftir aðburðinn, að kærandi væri með áverka eftir umrædda nótt. Að öllu þessu athuguðu er sannað, að ákærði hefur gerst brotlegur við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Ákærði er sakhæfur, fæddur 23. október 1973, fæðingarnr. 578. Refsing ákærða þykir samkvæmt framangreindu ákvæði almennra hegn- ingarlaga með hliðsjón af aldri hans og því, að hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað, hæfilega ákveðin varðhald í 30 daga, en eftir atvikum þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar, og niður skal 1648 hún falla að liðnum tveimur árum, haldi ákærði almennt skilorð samkvæmt 57. gr. alm. hegningarlaga, sbr. lög nr. 22/1955. Af hálfu kæranda hefur verið lögð fram bótakrafa í málinu á hendur ákærða, að fjárhæð 302.650 kr., sem sundurliðast þannig: Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talinna máls- varnarlauna til skipaðs verjanda síns, Ásgeirs Jónssonar hdl., sem ákveðst 40.000 kr., og 25.000 kr. í saksóknarlaun til ríkissjóðs. Dómsorð: Ákærði, Friðrik Alexandersson, sæti varðhaldi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingar, og niður skal hún falla að liðnum tveimur árum, haldi ákærði almennt skilorð samkvæmt 57. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 22/195S5. Ákærði greiði Ingvari Jónssyni, Blikabraut 5, Keflavík, kt. 190773- 3029, 52.650 kr. í skaðabætur. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnar- laun til skipaðs verjanda síns, Ásgeirs Jónssonar hdl., 40.000 kr., og 25.000 kr. í saksóknarlaun til ríkissjóðs. 1649 Fimmtudaginn 30. september 1993. Nr. 180/1993. Ákæruvaldið (Egill Stephensen saksóknari) gegn Steinari Jónssyni (Sigmundur Hannesson hrl.). Umferðarlög. Bifhjól. Ökuhraði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Máli þessu er áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu ákærða samkvæmt heimild í 1. mgr. 149. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Eru dómkröfur hans fyrir Hæstarétti þær, að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvalds um sviptingu ökuréttinda og dæmdur í vægustu refsingu, sem lög leyfa. Ríkissaksóknari krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms, þó þannig, að ákvæði hans um sviptingu ökuréttinda gildi frá birtingu dóms þessa. Er verjandi ákærða tilkynnti héraðsdómara þá ákvörðun ákærða að áfrýja héraðsdómi til Hæstaréttar, kom hann á framfæri þeirri kröfu ákærða með vísun til 104. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, að ákveðið yrði með úrskurði, að áfrýjun dómsins frestaði sviptingu ökuréttinda, þar sem ákærði sé atvinnubifreiðarstjóri og framfæri fjölskyldu með tekjum af því starfi. Varð héraðsdómari við þessari kröfu í úrskurði, sem hann kvað upp 11. febrúar 1993. Þegar málsatvik eru virt, verður að telja sannað, að akstur ákærða hafi verið með þeim hætti, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi. Ber því að staðfesta dóminn, þó svo, að ákvæði hans um sviptingu ökuréttinda ákærða gildi frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og Í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður, þó svo, að svipting ökuréttinda ákærða, Steinars Jónssonar, gildir frá birtingu dóms þessa. 104 1650 Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kjartans Reynis Ólafssonar hæstaréttar- lögmanns, 35.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. febrúar 1993. Ár 1993, fimmtudaginn 4. febrúar, er á dómþingi Héraðsdóms Reykja- víkur, sem háð er af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara í Dómhúsinu við Lækjartorg, kveðinn upp dómur í héraðsdómsmálinu nr. S-234/1992: Lögreglustjórinn í Reykjavík gegn Steinari Jónssyni, en málið var dómtekið 27. janúar sl. Málið er höfðað með ákæruskjali, dagsettu 7. desember sl., á hendur „Steinari Jónssyni, Veghömrum 24, Reykjavík, kt. 050962-5129, fyrir að aka bifhjólinu A-1151 aðfaranótt föstudagsins 25. september 1992 með 125 km/klst. norður Gullinbrú á vegarkafla norðan Stórhöfða. Þetta telst varða við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttinda skv. 101. og 102. gr. umferðarlaga““. Málsatvik. Aðfaranótt 25. september sl. voru lögreglumenn á ómerktri lögreglu- bifreið staddir á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar. Veittu lögreglumennirnir þá bifhjóli ákærða athygli og einnig öðru bifhjóli. Bif- hjólunum var síðan ekið norður Höfðabakka í átt að Gullinbrú. Lögreglu- bifreiðinni var ekið sömu leið. Mældi lögreglan hraða bifhjóls ákærða á Gullinbrú, og reyndist ökuhraðinn vera 125 km/klst. Tekin var skýrsla af ákærða hjá lögreglu 23. október sl. og ákærða þá boðið að ljúka málinu með lögreglustjórasátt. Ákærði hafnaði því að ljúka málinu á framangreindan hátt. Ákærði kvaðst viðurkenna að hafa ekið of hratt norður Gullinbrú í framangreint sinn og ekkert sérstaklega hafa fylgst með hraðamæli bifhjólsins, en sér finnist mældur ökuhraði, þ. e. 125 km/klst., nokkuð mikill. Ákærði kom fyrir dóminn 22. desember sl. og 27. janúar sl. Ákærði kvað háttsemi sinni rétt lýst í ákæru, þó þannig, að ákærði kvaðst ekki hafa ekið bifhjólinu hraðar en á 95 km/klst. Ákærði kvaðst vera fullviss um þetta, þótt hann hefði ekki fylgst sérstaklega með hraðamæli bifhjólsins. Ákærði kvaðst hafa ekið Gullinbrú á þeim tíma, er í ákæru greinir, og 1651 hafi Sigurður Magnús Harðarson verið sér samferða á þessum slóðum og sá ekið öðru bifhjóli. Vitnið Jóhann Davíðsson lögreglumaður kom fyrir dóminn 27. janúar sl. Jóhann, sem kvaðst hafa verið við almennt umferðareftirlit aðfaranótt 25. september sl., kvaðst hafa séð bifhjól ákærða, er það var kyrrstætt á gatna- mótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar framangreinda nótt. Bifhjólinu hefði verið ekið þaðan og norður Höfðabakka, og á Gullinbrú hefði öku- hraði bifhjólsins verið mældur og reynst vera 125 km/klst. Jóhann kvað lögregluna hafa fylgt báðum bifhjólunum eftir frá framangreindum gatna- mótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar, og hefðu bifhjólin verið stöðvuð rétt sunnan brúarinnar yfir Grafarvog. Jóhann kvað ekki hafa reynst unnt að sýna ákærða tölu, er sýndi mældan ökuhraða á ratsjá lögreglunnar, þar sem ratsjáin hefði farið úr sambandi, er samstarfsmaður Jóhanns, Júlíus Óli Einarsson, hefði farið út úr lögreglubifreiðinni. Jóhann kvaðst hafa séð ratsjána sýna 125 km/klst., og hið sama hefði samstarfsmaður sinn, Júlíus Óli, gert. Jóhann kvað hraðamælinguna hafa farið þannig fram, að ratsjáin í lög- reglubifreiðinni hefði sýnt hraða lögreglubifreiðarinnar, sem hefði verið 125 km/klst. Síðan hefði hraði bifhjólsins A-1151 verið mældur með því halda jöfnu bili milli bifhjólsins og lögreglubifreiðarinnar um stund. Vitnið Júlíus Óli Einarsson lögreglumaður kom fyrir dóminn 27. janúar sl. Júlíus lýsti aðdraganda hraðamælingar bifhjólsins A-1151 á þeim tíma, er í ákæru greinir, efnislega á sama veg og vitnið Jóhann Davíðsson. Júlíus lýsti því, hvernig ökuhraði lögreglubifreiðarinnar var mældur með því að beina ratsjá á fastan punkt, þ. e. á götu eða vegarkant, og þannig hefði bifreiðin reynst vera á 125 km/klst., er mælingin fór fram. Þá hefði verið jafnt bil á milli lögreglubifreiðarinnar og bifhjólanna, sem hefði verið ekið á svipuðum eða sama hraða. Þó hefði verið farið þannig að, er ökuhraðinn var mældur, að heldur hefði breikkað bilið milli lögreglubifreiðarinnar og bifhjólanna, og hefði ökuhraði bifhjólsins, sem hægar fór, verið mældur. Júlíus kvað þetta verklagsreglu lögreglu, svo að lögreglubifreiðin fari ávallt hægar en ökutækið, sem ökuhraði er mældur hjá á framangreindan hátt. Júlíus kvaðst hafa rekist í rafhlöðu við að fara út úr lögreglubifreiðinni, og hefði þá ökuhraði, sem læstur hafi verið á ratsjánni, þurrkast úr og því ekki tekist að sýna ákærða töluna á ratsjánni. Vitnið Sigurður Magnús Harðarson tæknifræðingur, Svarthömrum 17, kom fyrir dóminn 27. janúar sl. Sigurður kvaðst hafa ekið samferða ákærða á þeim stað og stund, sem í ákæru greinir, og báðir ekið bifhjóli. Sigurður kvaðst ekki hafa fylgst með ökuhraðanum, en telja, eftir að hafa séð ljósmerki lögreglubifreiðar 1652 og þá litið á hraðamælinn, að ökuhraðinn hafi verið 90-95 km/klst. Sigurður kvaðst hafa ekið lítillega á undan ákærða, er lögreglan hafði af- skipti af akstrinum. Niðurstöður. Nokkur ónákvæmni er í lögregluskýrslum um það, hvernig hraða- mælingin fór fram. Hins vegar hafa lögreglumennirnir, sem gerðu hraða- mælinguna, lýst mælingunni fyrir dóminum, og er í augum dómsins enginn vafi um hana. Lögreglumennirnir lýstu akstursleið sinni frá gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar og á Gullinbrú. Dómurinn telur einsýnt, að lögreglubifreiðin hafi getað náð 125 km/klst. hraða á þessari leið, en verjandi ákærða hefur dregið það í efa. Dómurinn telur því sannað með framburði vitnanna Jóhanns Davíðs- sonar og Júlíusar Óla Einarssonar, en gegn neitun ákærða, að ákærði hafi ekið bifhjólinu A-1151 aðfaranótt 25. september 1992 með 125 km/klst. hraða norður Gullinbrú á vegarkafla norðan Stórhöfða, sem sem ákært er út af. Hámarksökuhraði á greindum vegarkafla er 50 km/klst. Brot ákærða er rétt heimfært til refsilákvæða í ákæru. Ákærði gekkst árið 1978 undir dómsátt fyrir umferðarlagabrot. Refsing ákærða þykir hæfilega ákvörðuð 25.000 króna sekt í ríkissjóð, og komi sjö daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Þá þykir ákærði hafa unnið sér til sviptingar ökuréttinda með akstrinum, sbr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Ákærði er þannig dæmdur til að vera sviptur ökuréttindum í fjóra mánuði frá birtingu dóms þessa. Áfrýjun dómsins frestar ekki gildis- töku ökuleyfissviptingarinnar. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ. m. t. 20.000 kr. í saksóknarlaun, er renni Í ríkissjóð, og 20.000 kr. í málsvarnarlaun til Kjartans Reynis Ólafssonar hrl. Dómsorð: Ákærði, Steinar Jónsson, greiði 25.000 kr. í sekt í ríkissjóð. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja, komi varhald í sjö daga í stað sektarinnar. Ákærði er sviptur ökuréttindum í fjóra mánuði frá birtingu dómsins að telja, og frestar áfrýjun dómsins ekki verkuninni að þessu leyti. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ. m. t. 20.000 kr. í saksóknar- laun, er renni í ríkissjóð, og 20.000 kr. í málsvarnarlaun til Kjartans Reynis Ólafssonar hrl. 1653 Fimmtudaginn 30. september 1993. Nr. 151/1993. Bilex (Eiríkur Tómasson hrl.) gegn Jóhanni Heinrich Scheither (Sigmundur Hannesson hrl.) og Páli Kristni Stefánssyni (Þórður Gunnarsson hrl.). Kaup. Hlutafélög. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. apríl 1993. Málinu var áður áfrýjað með stefnu 18. júlí 1991 í máli nr. 311/1991. Með dómi Hæstaréttar 17. desember 1992 var málinu vísað heim til munnlegs flutnings og dómsuppsögu að nýju. Áfrýjandi krefst þess, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða sér DEM 265.865,62 ásamt 1000 ársvöxtum frá 1. desember 1985 til 1. mars 1986, 9,5% frá þeim degi til 11. apríl s. á, 9%0 frá þeim degi til 1. maí 1987, 10,7%) frá þeim degi til 1. júní s. á., 10,6% frá þeim degi til 1. júlí s. á., 10,5%0 frá þeim degi til 1. ágúst s. á., 10,4% frá þeim degi til 1. september s. á., 10,6% frá þeim degi til 1. nóvember s. á., 11%0 frá þeim degi til 1. desember s. á., 10,8%0 frá þeim degi til 1. janúar 1988, 10,6% frá þeim degi til 1. febrúar s. á., 10,1% frá þeim degi til |. apríl s. á., 10%0 frá þeim degi til 1. maí s. á., 10,2% frá þeim degi til 1. júní s. á., 10,3% frá þeim degi til 1. ágúst s. á., 11,5% frá þeim degi til 1. september s. á., 12% frá þeim degi til 1. október s. á., 11,8% frá þeim degi til 1. nóvember s. á., 11,9% frá þeim degi til 1. desember s. á., 11,8% frá þeim degi til 1. janúar 1989, 12,1% frá þeim degi til 1. mars s. á., 13,2%0 frá þeim degi til 1. apríl s. á., 12,8% frá þeim degi til 1. maí s. á., 12,9% frá þeim degi til 1. júní s. á., 13,4%0 frá þeim degi til 1. október s. á., 13,800 frá þeim degi til 17. nóvember s. á., 14,5% frá þeim degi til 1. desember 1654 s. á., 14,800 frá þeim degi til 9. janúar 1990 og vöxtum samkvæmt 11. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Jafn- framt er krafist höfuðstólsfærslu dráttarvaxta, sbr. 12. gr. sömu laga, í fyrsta sinn 1. desember 1986. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjanda gert að greiða þeim málskostnað fyrir Hæstarétti. I. Áfrýjandi sækir í máli þessu skuld, sem myndaðist af innflutningi bifreiða í nafni Mótorskipa hf. frá áfrýjanda við það, að stefndu framvísuðu lægri vörureikningum til tollyfirvalda en námu raun- verulegu kaupverði bifreiðanna til þess að komast hjá að greiða aðflutningsgjöld af fullu verði þeirra. Uppgjör til áfrýjanda miðaðist að verulegu leyti við þessa breyttu vörureikninga. Er þessu nánar lýst í héraðsdómi. Hlutafélagið Mótorskip var stofnað 6. ágúst 1966 af stefnda Jóhanni H. Scheither og fjórum mönnum öðrum, og var tilkynning til Hlutafélagaskrár afhent 5. september sama ár. Stefndi Jóhann var kosinn í stjórn og var jafnframt skráður framkvæmdastjóri félagsins. Samkvæmt 3. gr. samþykkta félagsins var tilgangur þess „skipamiðlun, skiparekstur og önnur útgerðarstarfsemi““. Hlutafé var í upphafi 50.000 krónur gamlar, en var fært í 30.000 krónur í ársreikningi 1981. Samkvæmt framburði stefnda Jóhanns var ekki formlega frá þeirri breytingu gengið og fjárhæðin ekki greidd. Af hálfu stefnda Jóhanns er því haldið fram, að starfsemi félagsins hafi í raun ekki hafist fyrr en á árinu 1981 með innflutningi bifreiða, sem útvegaðar voru af áfrýjanda í Þýskalandi. Hefur stefndi borið, að hann hafi fengið vilyrði annarra hluthafa fyrir því, að hann mætti reka fyrirtækið á eigin vegum. Kveðst hann hafa á árinu 1981 ráðist í þennan innflutning með stefnda Páli Kristni Stefánssyni, en engir sérstakir stjórnarfundir hafi verið haldnir í félaginu frá árinu 1981. Stefndi Páll Kristinn hefur viðurkennt að hafa staðið að þessum bifreiðainnflutningi frá upphafi, en hefur haldið því fram, að það hafi verið á vegum Mótorskipa hf. Á svonefndum aukaaðalfundi félagsins 15. mars 1983 var félag- inu kosin ný stjórn. Samkvæmt bókun var það gert vegna breytinga á hlutafjáreign félagsins. Í stjórn voru þá kosnir báðir stefndu 1655 ásamt einum manni öðrum. Tilkynning um þessa breytingu á stjórn félagins var móttekin hjá Hlutafélagaskrá 6. apríl 1983, og var stefndi Jóhann formaður samkvæmt tilkynningunni. Samkvæmt Hlutafélagaskrá var hann áfram framkvæmdastjóri. Ársreikningar voru gerðir fyrir árin 1981 og 1982, og liggja þeir frammi í málinu. Hinn síðari er frá 12. júní 1984 og áritaður af löggiltum endur- skoðanda. Samkvæmt árituninni var endurskoðun ekki fram- kvæmd. Eigið fé var þá neikvætt um 312.309 krónur. Í ársreikn- ingunum er engin grein gerð fyrir skuld þeirri við áfrýjanda, sem er tilefni máls þessa. Upplýst er, að reikningar voru ekki gerðir fyrir félagið eftir þetta, en það var tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu tollstjórans í Reykjavík 7. desember 1987. Skiptum lauk í júní 1989, og reyndist búið eignalaust. Samkvæmt gögnum málsins voru vörureikningar stílaðir á Mótor- skip hf., og samkvæmt sundurliðun kröfu áfrýjanda frá 5. mars 1985 hafa viðskiptin átt sér stað árin 1981 til og með 1985. Nam krafan þá DEM 2.083.326,43 að frá dregnum innborgunum til 31. janúar 1985, DEM 1.684.815,55 eða DEM 398.447,88. Hinn 8. maí 1985 krafði þáverandi lögmaður áfrýjanda Mótorskip hf. um þá fjárhæð. Á árinu 1985 voru þrjár bifreiðar seldar öðrum, en þær höfðu staðið óseldar í tollvörugeymslu. Þá voru DEM 125.000 greidd af bankaábyrgð í lok ársins. Heldur áfrýjandi því fram, að skuldin hafi að viðbættum kostnaði af nauðsynlegum ferðum annars af eigendum áfrýjanda vegna máls þessa numið samtals DEM 265.865,62 í lok árs 1985. Opinber rannsókn hófst á ætluðum refsilagabrotum stefndu á árinu 1984 samkvæmt kæru ríkissaksóknara 5. júní það ár. Með dómi sakadóms Reykjavíkur 20. febrúar 1987 voru þeir fundnir sekir um að hafa framvísað röngum og fölsuðum vörureikningum hjá tollyfirvöldum svo og um söluskattssvik í sambandi við bifreiða- innflutninginn. Áfrýjandi lýsti ekki kröfum í bú Mótorskipa hf., en stefndi máli þessu til bæjarþings 28. desember 1989. Ber hann því við, að hann hafi viljað bíða niðurstöðu sakadóms. Il. Áfrýjandi heldur því fram, að stefndu séu persónulega ábyrgir fyrir viðskiptunum við sig, en stefndu halda því fram, að þeir hafi staðið að innflutningnum vegna Mótorskipa hf. Í sakadómi hélt 1656 stefndi Jóhann því fram, að hann hefði frá upphafi 1981 haft vilyrði annarra hluthafa fyrir því að flytja bifreiðarnar inn á eigin vegum og því hafið innflutninginn með stefnda Páli. Samkvæmt 1. mgr. 52. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978 skal félagsstjórn annast um, að skipulag félagsins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Sé framkvæmdastjóri ráðinn, fara hann og félagsstjórn með stjórn félagsins. Samkvæmt 58. gr. og 59. gr. sömu laga koma félagsstjórn og framkvæmdastjóri fram fyrir hönd félagsins út á við. Bifreiða- innflutningur var samkvæmt samþykktum félagsins ekki meðal verkefna þess. Aðalfundir voru ekki haldnir utan einn aukaaðal- fundur á árinu 1983, og ársreikningar voru ekki lagðir fyrir aðal- fundi, sbr. 67. gr. laga um hlutafélög. Þeir voru ekki gerðir nema fyrir tvö ár, og ársreikningur fyrir 1982 var ekki gerður fyrr en í júní 1984 og ekki endurskoðaður, sbr. 3. mgr. 52. gr. laga um hluta- félög. Stjórnarfundir voru ekki haldnir. Af framangreindu verður ráðið, að Mótorskip hf. voru ekki á nokkurn hátt rekin sem hluta- félag í skilningi hlutafélagalaga, og samkvæmt tilgangi félagsins varð það ekki heldur rekið sem hlutafélag, sem annaðist innflutning bifreiða. Bera því stefndu samkvæmt framansögðu persónulega ábyrgð á þessum innflutningi. Þeir hafa ekki mótmælt stefnufjár- hæðinni sérstaklega. Viðskipti þessi stóðu óslitið fram á árið 1985, og var því krafan ófyrnd, þá er henni var stefnt til bæjarþings, sbr. 1. mgr. S. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfu- réttinda, sbr. 1. mgr. 3. gr. sömu laga. Af framansögðu leiðir, að taka ber kröfu sóknaraðila til greina. Þar sem áfrýjandi hélt kröfu sinni svo seint til laga sem raun ber vitni, verða vextir ekki dæmdir fyrr en frá þingfestingu málsins í héraði 9. janúar 1990. Vaxtahæð er ekki mótmælt og er því lögð til grundvallar. Rétt er, að málskostnaður í héraði falli niður, en stefndu greiði málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Stefndu, Jóhann Heinrich Scheither og Páll Kristinn Stefáns- son, greiði áfrýjanda, Bilex, sameiginlega 265.865,62 þýsk mörk ásamt vöxtum samkvæmt 11. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 9. janúar 1990 til greiðsludags. 1657 Stefndu greiði áfrýjanda sameiginlega 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Sératkvæði Hjartar Torfasonar hæstaréttardómara. Mál þetta varðar viðskipti um bifreiðar, sem fengnar voru í Þýskalandi á sérstökum kjörum vegna aldurs eða notkunar og fluttar inn til sölu hér á landi á þeim forsendum, að verð þeirra á markaði gæti orðið tiltölulega hagstætt. Byggðust viðskiptin einkum á samvinnu milli þeirra Júrgens Krahe, eiganda áfrýj- andans, Bilex, sem annaðist útvegun bifreiðanna, og stefnda Jóhanns H. Scheither, forvígismanns hlutafélagsins Mótorskipa, sem var skráð innflytjandi bifreiðanna og stóð að sölu þeirra til kaupenda hérlendis. Til að ná umræddu markmiði var og brugðið á það ráð við innflutninginn að ná fram lækkun á aðflutnings- gjöldum með því að framvísa vörureikningum með lægra innkaups- verði en við átti í raun. Spratt af því sakamál á hendur stefndu í máli þessu, sem lauk í sakadómi Reykjavíkur 20. febrúar 1987. Jafnframt voru greiðslur fyrir bifreiðarnar til áfrýjanda að mestum hluta takmarkaðar við hið lækkaða innkaupsverð. Stofnaðist þannig veruleg skuld, sem hann krefur nú um. Málavöxtum er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Um þá er þess þó að geta, að nokkuð skortir á skýrar upplýsingar um feril viðskiptanna á hverjum tíma, en þau stóðu yfir frá því um veturinn 1981-1982 fram í janúar 1985, og varð tala innfluttra bifreiða á annað hundrað. Á hinn bóginn liggur fyrir, að krafa áfrýjanda vegna stöðu þeirra í lokin hefur ekki sætt tölulegum mótmælum, svo að máli skipti. Sömuleiðis er því ekki haldið fram, að í henni felist tilkall til neins stórfellds hagnaðar af viðskiptunum. Krafa áfrýjanda um persónulega ábyrgð stefndu á skuldinni er meðal annars á því reist, að Mótorskip hf. hafi verið gervihluta- félag, þar sem reglur hlutafélagalaga hafi verið sniðgengnar í mikil- vægum atriðum. Jafnframt hafi félagið verið eignalaust og í raun verið gjaldþrota, áður en viðskiptunum lauk. Á það verður að fallast með héraðsdómara, að þessar röksemdir dugi áfrýjanda ekki til. Staðan var sú í reynd, að tilvera félagsins byggðist að mestu á viðskiptunum um bifreiðarnar frá áfrýjanda, þótt það ræki einnig 1658 um skeið almenna bílasölu. Átti hann þess ótvíræðan kost að kynna sér til hlítar starfshætti þess og fjárreiður. Verður og ekki séð, að stefndu hafi beitt hann blekkingum í þeim efnum, þegar frá er talin framganga þeirra gagnvart tollyfirvöldum. Þvert á móti var honum ljóst, að starfsemin var háð miklum greiðsluðrðugleikum. Jafn- framt sýna gögn málsins, að viðskiptunum var ekki slitið vegna þessara greiðsluörðugleika, heldur lauk þeim, þegar yfirvöld gripu í taumana í lok janúar 1985 við rannsókn fyrrgreinds sakamáls. Loks skiptir það máli í þessu tilliti, að Jirgen Krahe hefur sjálfur lýst því fyrir dómi, að hann hafi ekki lagt traust á félagið sem beinan aðila að viðskiptum við sig, heldur hafi hann átt þau við stefnda Jóhann. Krafa áfrýjanda er á hinn bóginn einnig tengd þessari síðast- nefndu staðhæfingu, sem eðlilegt er að leggja til grundvallar um afstöðu hans. Í henni felst það nánar til tekið, að Mótorskip hf. hafi aðeins verið tilgreind á reikningum sem kaupandi og innflytj- andi vegna þess, að sala á bifreiðum til kaupenda hér á landi hafi átt að fara fram í nafni félagsins eða á þess vegum. Innflutningurinn hafi verið á ábyrgð stefnda Jóhanns sem kaupanda að bifreiðunum gagnvart áfrýjanda, og hafi það verið hans mál, hvernig sölunni hér á landi yrði háttað. Þessar málsástæður áfrýjanda eiga sér beina stoð í ákvæðum þeirrar bankaábyrgðar, sem stefndi Jóhann lét í té, en hún kveður á um tryggingu vegna viðskipta milli Júrgens Krahe og stefnda Jóhanns. Þær njóta einnig stuðnings í ýmsum gögnum og atvikum málsins og þá einkum því, hversu lengi viðskiptin héldu áfram með þeim halla, sem á var gagnvart áfrýj- anda. Bankaábyrgðina sjálfa hefur áfrýjandi skýrt með því, að hún hafi ekki verið stofnuð vegna þess, að félag með takmarkaðri ábyrgð væri á hinum enda viðskiptanna, heldur til að treysta stöðu hans sjálfs gagnvart bönkum í Þýskalandi, þar sem hann hafi þurft á lánum að halda til að fjármagna útvegun bifreiðanna. Það spillir og ekki stöðu Jirgens Krahe í þessu tilliti, að áfrýjandi er einka- fyrirtæki með ótakmarkaðri ábyrgð hans. Þegar þetta er virt ásamt öðrum málavöxtum, verður að telja nægi- lega fram komið, að áfrýjandi geti krafið stefnda Jóhann um greiðslu á viðskiptaskuldinni á grundvelli þess, að hann hafi verið beinn aðili að kaupum á bifreiðunum samkvæmt samningum þeirra á milli. 1659 Varðandi stefnda Pál K. Stefánsson hefur Júrgen Krahe lýst því fyrir dómi, að fyrirtæki sitt hafi aldrei gert neina samninga við hann og ekki kynnt sér, hvernig samstarfi hans og stefnda Jóhanns væri háttað í reynd, fremur en starfsemi Mótorskipa sem félags. Verður ekki ráðið af gögnum málsins, að áfrýjandi hafi treyst á fjárhags- lega ábyrgð hans í þessum viðskiptum. Samkvæmt þessu og öðrum atvikum eru ekki efni til að fallast á þá kröfu áfrýjanda, að stefndi Páll verði gerður ábyrgur fyrir viðskiptaskuldinni, hvort heldur á grundvelli samninga eða skaðabótareglna. Ofmælt er í hinum áfrýjaða dómi, að í fyrrgreindum dómi saka- dóms Reykjavíkur felist ályktun í þá átt, að Jiirgen Krahe hafi á einhverju stigi átt hlutdeild í þeim lögbrotum, sem þar var um fjallað. Þvert á móti lá það fyrir, að engar kröfur voru gerðar á hendur honum af hálfu ákæruvaldsins. Eru engin efni til að hafna kröfu áfrýjanda í máli þessu með tilliti til þvílíkrar hlutdeildar. Eins og viðskiptunum var háttað, verður krafan og ekki talin fyrnd, þótt mál þetta væri höfðað í síðustu lög. Samkvæmt þessu er það niðurstaða mín, að dæma beri stefnda Jóhann Heinrich Scheither til að greiða áfrýjanda hina umstefndu skuld með vöxtum ásamt málskostnaði fyrir Hæstarétti, eins og til- tekið er í atkvæði annarra dómenda. Hins vegar beri að sýkna stefnda Pál Kristin Stefánsson af kröfum áfrýjanda, og beri hann og áfrýjandi hvor sinn kostnað af málinu. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 31. mars 1993. I. Mál þetta, sem dómtekið var 18. þessa mánaðar eftir munnlegan mál- flutning, hefur Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður, Höfðabakka 9, Reykjavík, höfðað fyrir dóminum f. h. Bilex, Schwarzwaldstrasse 11, Esslingen, 1-Becklem, Þýskalandi, með stefnu, birtri 28. 12. 1989, á hendur Jóhanni Heinrich Scheither, kt. 270640-2739, Hrísmóum 4, Garðabæ, og Páli Kristni Stefánssyni, kt. 100541-4839, Blátúni 2, Bessastaðahreppi, til greiðslu skuldar in solidum, að fjárhæð DEM 265.865,12, ásamt nánar til- greindum vöxtum svo og málskostnað. Af hálfu stefnda Jóhanns Heinrichs er krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og að honum verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati réttarins auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Af hálfu stefnda Páls Kristins er krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda 1660 og að stefnda verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati réttarins auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Sáttaumleitanir dómara reyndust árangurslausar. Máli þessu, sem dæmt hafði verið í héraði 29. apríl 1991, var með dómi Hæstaréttar 17. desember sl. heimvísað til munnlegs málflutnings að nýju og dómsálagningar. II. Málavextir. Stefnandi kveður málavexti þá, að á árunum 1982-1985 hafi farið fram viðskipti milli Bilex og forsvarsmanna Mótorskipa hf. Hafi þau verið fólgin í því, að stefndu fluttu inn til landsins bifreiðar, sem stefnandi útvegaði þeim og þeir seldu síðan hér á landi. Flestar bifreiðarnar hafi verið fengnar hjá bílasölum í Þýskalandi, en Bilex hafi ýmist haft meðalgöngu um sölu bifreiðanna eða verið sjálft aðili að sölu. Oft hafi Bilex útvegað kaupendum erlend lán til kaupanna, svo að greiðslufrestur hafi myndast, en kaupandi síðan endurgreitt Bilex ýmist með gjaldeyrisyfirfærslum um íslenskan banka eða með yfirfærslum af erlendum bankareikningum inn á bankareikning stefnanda í Þýskalandi. Allar bifreiðarnar, sem fluttar voru til landsins, hafi verið seldar utan þrjár, sem seldar hafi verið öðrum á árinu 1985 vegna vanefnda Mótorskipa hf. Öll samskipti aðila hafi farið fram milli eigenda Bilex, þeirra Hönnu og Júrgens Krahe annars vegar og þeirra Jóhanns Scheithers og Páls Kristins Stefánssonar hins vegar vegna Mótorskipa hf. Stefnandi hafi talið, að við- skiptin væru við þá Jóhann og Pál persónulega, enda væri fyrirtækið Mótorskip hf. einungis tilgreint sem innflutningsaðili vegna þeirrar skoðun- ar stefnda Jóhanns, að heppilegra væri, að fyrirtækið stæði að innflutningi en einstaklingar. Stefnandi hafi látið stefndu ráða þessu og engin afskipti af því haft. Í árslok 1981 hafi verið lögð fram ábyrgð að kröfu viðskiptabanka Bilex vegna viðskiptanna við þá Jóhann og Pál. Stefndi Jóhann hafi þá lagt fram bankaábyrgð frá Landsbanka Íslands. Ábyrgðin hafi verið send Volksbank í Esslingen, banka Bilex, en tryggð í fasteign stefnda Jóhanns að Sunnuflöt 42 í Garðabæ. Tryggingarbréf þetta, að fjárhæð DEM 125.000, hafi verið gefið út 5. 1. 1981. Landsbanki Íslands hafi gefið út framlengingu á um- ræddri tryggingu til tiltekins tíma í senn, en síðasta framlenging hafi verið dagsett 28. 1. 1985, og hafi hún runnið út 30. 5. 1985. Stefnandi kveðst ávallt hafa reynt að gæta þess í viðskiptum sínum við stefndu, að skuld þeirra færi eigi langt fram úr bankaábyrgð, eins og hún var á hverjum tíma, en greiðslur frá stefndu hafi borist óreglulega. Stefn- andi kveðst hafa undrast mjög, er á viðskiptin leið, að greiðslur voru ekki 1661 í samræmi við reikninga og bárust oft alls ekki frá Íslandi. Hann hafi þó látið sig slíkt engu skipta, enda hafi stefndi Jóhann tjáð sér, að greiðslurnar kæmu „annars staðar frá“, en hann hafi skilið það svo, að stefndu ættu fjármuni erlendis, er þeir hagnýttu sér til þess að greiða með hluta af kaup- verði bifreiðanna. Á árinu 1984 hafi hins vegar farið að síga á ógæfuhliðina hjá stefndu. Þá hafi verið fluttar inn bifreiðar frá stefnanda, án þess að endurgjald kæmi fyrir, en vörureikningar hafi verið falsaðir af stefndu. Skuld þeirra við stefnanda hafi aukist verulega fram yfir bankatryggingu þá, sem í gildi var. Sé skemmst frá því að segja, að frekari greiðslur bárust ekki frá stefndu þrátt fyrir greiðsluáskoranir og greiðsluloforð af hálfu stefndu. Eigandi Bilex, Jörgen Krahe, hafi komið til Íslands í febrúar 1985 til að freista þess að fá greiðslu á viðskiptaskuldinni. Haldinn hafi verið fund- ur 21. 2. 1985 á skrifstofu lögmanns stefnanda, Sigurðar Sigurjónssonar hdl. Þann fund hafi stefndu sótt auk Jiirgens Krahe. Hafi þar verið gerð drög að samkomulagi. Samkvæmt þeim drögum hafi skuldin á þessum tíma numið DEM 402.000, en ágreiningur verið um hluta hennar, DEM 72.556. Á fundinum hafi verið lögð fram tillaga um, að DEM 115.000 yrðu greidd með víxli, samþykktum af Mótorskipum hf., en út gefnum af stefnda Jóhanni, í öðru lagi, að DEM 125.000 yrðu greidd með andvirði banka- ábyrgðarinnar, í þriðja lagi, að DEM 50.000 yrðu greidd inn á banka- reikning stefnanda í Volksbank í Þýskalandi, í fjórða lagi, að lögð yrði fram bráðabirgðaveðtrygging fyrir DEM 108.000 í fasteign á Íslandi, og að síðustu átti Bilex að gefa afslátt af viðskiptaskuldinni, DEM 4.125. Undir þetta samkomulag hafi Jiirgen Krahe ritað, en stefndu hafi ávallt færst undan því að rita undir það, og hafi svo farið að lokum, að þeir hafi báðir neitað að gera það. Þrásinnis hafi verið reynt að ná samkomulagi fyrri hluta ársins um greiðslu, en allt hafi komið fyrir ekki. Stefndu hafi ekki fengist til að greiða viðskiptaskuldina, en þá hafi verið orðið ljóst, að Mótorskip hf. voru eignalaust „„pappírsfyrirtæki““. Landsbanka Íslands hafi verið ritað bréf 8. 5. 1985 og þess krafist, að bankaábyrgðin, DEM 125.000, yrði greidd stefnanda. Landsbankinn hafi viðurkennt greiðslu- skyldu sína, og hafi DEM 125.000 verið greidd inn á skuldina við stefnanda til Volksbank í Esslingen. Greiðslan hafi verið innt af hendi með samþykki stefnda Jóhanns. Á árinu 1985 hafi þrjár bifreiðar, sem staðið höfðu óseldar í tollvörugeymslu, verið seldar öðrum aðila. Greiðslur til lækkunar viðskiptareiknings á árinu 1985 hafi því numið DEM 153.685,41. Skuldin hafi því numið DEM 257.367,02 hinn 1. 12. 1985, en að viðbættum ferða- kostnaði Jiirgens Krahe, DEM 8.498,06, sem hann hafi haft vegna endur- tekinna ferða til Íslands vegna þessa máls, nemi skuldin DEM 265.865,62, sem sé stefnukrafa máls þessa. 1662 Hinn 18. 3. 1986 kærði Júrgen Krahe stefndu fyrir fjársvik. Hann krafð- ist rannsóknar á ætluðum svikum forsvarsmanna Mótorskipa hf., en hann taldi sig hafa verið beittan blekkingum og svikum í sambandi við viðskiptin við þá. Hann taldi stefndu hafa haft að skálkaskjóli eignalaust hlutafélag til að komast hjá því að standa ábyrgir fyrir greiðslu viðskiptaskuldar við Bilex. Er hann lagði fram þessa kæru, var mál nr. 138/1987: Ákæruvaldið gegn Jóhanni Heinrich Scheither og Páli Kristni Stefánssyni, til meðferðar fyrir sakadómi Reykjavíkur, þar sem þeim var gefið að sök að hafa brotið með stórfelldum hætti tollalög, almenn hegningarlög og lög um söluskatt. Stefnandi hafi þá tekið ákvörðun um að bíða niðurstöðu sakadóms Reykja- víkur og höfða eigi sjálfstætt mál, fyrr en niðurstaða í því máli lægi fyrir. Dómur í því máli hafi verið kveðinn upp 20. 2. 1987, þar sem stefndu voru sakfelldir fyrir skjalafals o. fl. Í endurriti sakadóms Reykjavíkur komi fram, að á árinu 1981 hafi enginn rekstur verið í fyrirtækinu Mótorskipum hf. Stefndi Jóhann hafi þá öðlast yfirráð yfir félaginu og þeir Páll þá hafið innflutning á bílum. Stefndi Páll hafi tekið sæti í stjórn félagsins 1983, en eftir 1981 hafi engir stjórnarfundir verið haldnir í félaginu. Mótorskip hf. hafi verið tekin til gjaldþrotaskipta í Reykjavík 7. 12. 1987. Skiptum hafi lokið í júní 1989 og búið reynst eignalaust. Í greinargerð stefnda Jóhanns eru viðskiptunum við Bilex og aðdraganda þeirra gerð skil. Þar segir m. a., að þeir Júirgen Krahe og stefndi hafi þekkst, frá því að Júrgen starfaði hér á landi á áttunda áratugnum. Fund- um þeirra hafi síðan borið saman á árinu 1981, og hafi þá borist í tal, hvort ekki væri möguleiki á því, að Jirgen gæti haft meðalgöngu um að útvega nýjar og/eða notaðar bifreiðar frá Evrópu við hagstæðu verði. Jörgen hafi tekið þessu vel, og hafi hann tilkynnt stefnda skömmu síðar, að hann hefði fundið ársgamlan Chevrolet-bíl hjá Auto-Becher, umboðs- manni General Motors í Þýskalandi. Bíll þessi hefði síðan verið sendur til landsins og reynst vera hinn ákjósanlegasti, vel útbúinn og á hagstæðu verði. Bíllinn hefði verið fluttur inn á vegum Mótorskipa hf., en það félag hafði verið stofnað á árinu 1966 í þeim tilgangi að sjá um afgreiðslu bíla- skipa, sem hingað komu á árunum 1966-1970. Starfsemi félagsins hófst hins vegar aldrei í raun og veru, og þar sem stefndi hafi verið einn af stofnend- um þess, hafi verið auðsótt mál að blása lífi í félagið með þessum hætti. Umrædd bifreið var í vörslu Hafskipa hf. fram í ágúst 1981, er stefndi Páll, skólafélagi og vinur stefnda, hafði samband við hann og lýsti áhuga sínum á að kaupa bifreiðina. Það gerði hann, og spurði hann stefnda Jóhann jafnframt að því, hvort ekki væri mögulegt að fá fleiri slíkar bif- reiðar fluttar inn, því að auðvelt væri að selja þær. Var þá haft samband við Júrgen, og hafði hann síðan aftur samband við stefnda Jóhann og kvað 1663 til vera 10-15 slíkar bifreiðar. Þrátt fyrir takmarkaðan áhuga Mótorskipa hf. á því að kaupa svo margar bifreiðar, hafi Júrgen sent þær til landsins, og hafi stefndu talið, að um væri að ræða sams konar bifreiðar og þá, er stefndi Páll hafði keypt. Svo hafi hins vegar ekki reynst vera, og hafi komið í ljós, að útfærsla þeirra var alls ekki hin sama, og hafi þær litið mun verr út, enda staðið í eitt ár eða lengur á opnu svæði skammt frá Disseldorf. Þá hafi Jörgen Krahe farið fram á, að opnuð yrði bankaábyrgð fyrir bifreiðum þessum, og hafi þá orðið úr, að hann hafi útvegað veð í fasteign sinni að Sunnuflöt 42 í Garðabæ, til þess að hægt væri að opna ábyrgð, að fjárhæð DEM 125.000, til tryggingar viðskiptum Mótorskipa hf. við Bilex. Viðskiptin með amerísku bifreiðarnar hafi reynst illa og tap orðið af þeim. Vorið 1982 hafi verið brugðið á það ráð að hefja innflutning á japönskum bifreiðum fyrir milligöngu Bilex. Mótorskip hf. hafi síðan gert samkomulag við bílasölu um að annast sölu bifreiðanna, en fljótlega hafi komið í ljós, að innkaupsverð bifreiðanna var of hátt miðað við ástand þeirra. Hafi það verið fært í tal við Jiirgen Krahe og hann fallist á, að Bilex hefði reikninga vegna bifreiðanna lægri en raunin var, þannig, að Mótorskip hf. greiddu lægri tolla af þeim, og þar af leiðandi hafi útsölu- verð þeirra lækkað. Þannig hafi skuld Mótorskipa hf. myndast við Bilex. Júrgen Krahe hafi hins vegar rift þessu samkomulagi fyrri hluta árs 1983 vegna samsafnaðrar skuldar Mótorskipa hf., og hafi forsvarsmenn þeirra þá gripið til þess ráðs að útbúa sjálfir reikninga frá Bilex, og hafi Bilex hins vegar haldið áfram að senda bifreiðar til Íslands. Í greinargerð stefnda Páls er atvikum lýst mjög á sömu lund og nú hefur verið rakið. Þar kemur fram, að stefndi Jóhann hafi framvísað röngum reikningum við tollyfirvöld og haldið áfram að láta útbúa reikninga með lægri fjárhæðum en reikningar Bilex hljóðuðu á. Hann hafi m. a. falsað undirskrift Júrgens á þessa reikninga. Stefndi Páll hafi hins vegar ekki verið með í ráðum um þær rangfærslur og falsanir. Hann hafi hins vegar fengið vitneskju um, að vörureikningar frá Bilex væru rangir, í október eða nóvember 1983, og um svipað leyti hafi hann komist á snoðir um, að eitt- hvað væri um, að stefndi Jóhann framvísaði fölsuðum vörureikningum við tollafgreiðslu bifreiða. Í refsimáli á hendur honum og Jóhanni hafi hins vegar ekki þótt sýnt fram á, að hann hefði átt þátt í að framvísa fölsuðum eða röngum vörureikningum og aðflutningsskýrslum né að fá bifreiðar toll- afgreiddar samkvæmt þeim nema í þremur tilvikum. Í endurriti dóms sakadóms Reykjavíkur 20. febrúar 1987 í máli því, er ákæruvaldið höfðaði á hendur stefndu vegna ætlaðra brota þeirra í sam- bandi við bifreiðainnflutninginn frá Bilex, er málsatvikum ýtarlega lýst. Þar 1664 kemur fram, að á tímabilinu frá maí 1982 hafi bifreiðainnflutningur Mótor- skipa hf. frá Bilex verið að andvirði DEM 1.507.155 miðað við rétta vöru- reikninga, en við tollyfirvöld hafi hins vegar verið framvísað röngum eða fölsuðum reikningum, þar sem innkaupsverð bifreiðanna fyrir sama tímabil hafi numið DEM 986.669. Mismunur réttra og rangra vörureikninga hafi því numið DEM 520.486. Af þessum sökum hafi vangreidd aðflutnings- gjöld Mótorskipa hf. fyrir þetta tímabil numið S.024.234 kr. Aðila greinir ekki á um, að þetta hafi valdið því fyrst og fremst, að hin háa viðskipta- skuld myndaðist gagnvart stefnanda, Bilex. Í ákæru og niðurstöðu saka- dóms Reykjavíkur er skírskotað til þess, að Jiirgen Krahe hafi sjálfur sent Mótorskipum hf. lægri reikninga en rétt innkaupsverð átti að vera varðandi fyrstu 35 tollafgreiðslurnar, en að stefndi Jóhann hafi hins vegar falsað vörureikninga vegna tollafgreiðslna nr. 36-120 á reikningsform, sem hann hafi látið prenta hér á landi eftir reikningum stefnanda, með því að útfylla allt meginmál reikninganna eftir hinum réttu reikningum nema með lægri fjárhæðum og á flesta reikningana jafnframt falsað nafnritun Júrgens Krahe, forstjóra Bilex. Jóhann hafi síðan sótt, í blekkingarskyni, um gjald- eyrisyfirfærslu á grundvelli hinna röngu reikninga og fengið þá þannig greiðslustimplaða í banka. Í niðurstöðu sakadóms Reykjavíkur var stefndi Jóhann reyndar sýknaður af því að hafa falsað undirskrift Júrgens Krahe á vörureikninga nr. 36-38, þar sem talið var, að hann hefði haft heimild Jirgens til að rita nafn hans undir þessa vörureikninga. Af ákæruvaldsins hálfu svo og í niðurstöðu sakadóms er á því byggt, að Jirgen Krahe hafi sjálfur útbúið hina röngu reikninga skv. tollafgreiðsl- um nr. 1-35. Styðst það við framburð stefndu og rannsókn RLR. Júrgen Krahe gaf skýrslu hjá RLR við frumrannsókn sakadómsmálsins, en hins vegar hefur verið upplýst, að hann gaf ekki skýrslu við meðferð málsins fyrir sakadómi. Hann hefur í skýrslum sínum við aðalmeðferð þessa máls þvertekið fyrir að hafa útbúið lægri vörureikninga vegna bifreiðainnflutn- ingsins eða að hafa ljáð máls á slíku. Verður það síðar rakið nánar, sem eftir honum er haft um þetta atriði. Í dómi sakadóms Reykjavíkur kemur fram, að þrátt fyrir framvísun rangra vörureikninga, sem sýndu lægra innkaupsverð en rétt var, hafi tap orðið á þessum viðskiptum. Í dómskýrslu sinni rakti Jirgen Krahe aðdraganda viðskiptanna með bif- reiðarnar, sem hófust með innflutningi amerískra bifreiða. Hann kveður innflutning japanskra bifreiða hafa hafist í mars 1982, og hafi svo um sam- ist, að hann sendi 30 bifreiðar til Íslands af gerðinni Toyota í mars og apríl 1982. Hann kvaðst hafa tilkynnt stefnda Jóhanni það í maí 1982, að lán, sem hann hefði tekið í þýskum banka vegna þessara viðskipta, væri nú komið í DEM 330.000. Eftir þetta hefði verið samið um innflutning á tals- vert fleiri bifreiðum allt til ársins 1985. Hann kvaðst oft hafa bent stefnda 1665 Jóhanni á það á þessum árum, hvað skuld hans væri komin í, og hefði hann ávallt verið fullvissaður um, að staðið yrði í skilum. Stefndi Jóhann hefði fullvissað sig um þetta með þeim orðum, að hann væri „„Hansakaup- maður““, en það orð tákni í þýskri málnotkun mann, sem megi treysta Í viðskiptum. Hann kvað bankaábyrgðina, sem var Í gangi á þessum tíma, hafa verið stílaða á stefnda Jóhann, og hefði hann ávallt staðið í þeirri trú, að viðskiptin væru milli sín og stefnda Jóhanns persónulega, en ekki við Mótorskip hf. Hann kvað það hafa verið fært í tal við sig að útbúa reikninga fyrir bifreiðunum með of lágum fjárhæðum, og hefði hann þá stungið upp á því, að vextir og frakt yrðu ekki tilgreind í reikningunum. Hann kvaðst hafa furðað sig á því, hvernig greiðslur bárust inn vegna viðskiptanna, og hefðu þær virst vera innborganir. Hann kvaðst hafa litið svo á, að Mótor- skip hf. væru eins konar söluaðili vegna bifreiðanna á Íslandi, en að við- skiptin væru annars persónuleg við stefnda Jóhann. Hann kvað síðustu fjórar bifreiðarnar hafa verið sendar til Íslands 17. janúar 1985. Hann kvaðst aldrei hafa verið spurður um það við rannsókn sakadómsmálsins á hendur stefndu, hvort hann eða aðrir á vegum Bilex hefðu útbúið of lága vörureikninga, og furði hann sig þess vegna á því, að fullyrt skuli vera í niðurstöðu sakadóms Reykjavíkur í umræddu máli, að svo hafi verið varðandi fyrstu 35 sendingarnar á bifreiðum. Hann kvaðst hvorki sjálfur hafa útbúið of lága reikninga né fólk á sínum vegum. Hann kvað vöru- reikninga hafa verið skráða á nafn Mótorskipa hf. að ósk stefnda Jóhanns. Hann kvaðst hafa skrifað stefnda Jóhanni og rætt við hann Í síma og bent honum á, hvað skuldin við Bilex væri orðin há, og beðið hann að hafa snör handtök við að koma skuldinni niður, þar sem hann myndi ella lenda í viðskiptastöðvun hjá viðskiptabanka sínum. Hann kvaðst hafa verið of auðtrúa eða heimskur til að láta sér detta í hug, að stefndi Jóhann stæði í því að lækka reikninga Bilex, enda hefði hann talið Jóhann heiðvirðan „„Hansakaupmann““. Hann kvað ástæðuna til þess, að Páli Kristni væri stefnt í máli þessu, þá, að Páll Kristinn hefði verið einn þeirra, sem fengið hefðu bifreiðar hjá sér eða komið við sögu í viðskiptunum. Páll hefði sannanlega einnig fiktað við reikningana og verið dæmdur í fjársektir fyrir framkomu sína. Þá hefði sér skilist, að stefndi Páll hefði haft tekjur sínar af þessum viðskiptum, þar sem sér hefði skilist, að Páll væri með í við- skiptunum. Hann kvaðst álíta, að fyrirtækið Mótorskip hf. hefði ekki verið neitt, sem hönd væri á festandi. Sitt bókhald væri þannig, að hægt væri að fara ofan í það og rannsaka það eftir á, og þar sé því eitthvað, sem hægt sé að nota. Mótorskip hf. hafi hins vegar ekki verið fyrirtæki, að minnsta kosti ekki að rekstri til, í sambandi við bókhald og þess háttar, svo að 105 1666 hægt væri að henda á því reiður. Þetta hafi bara verið nafn á samstarfi stefndu. Stefndi Jóhann Heinrich skýrir svo frá fyrir dóminum, að viðskipti þeirra Júrgens Krahe hafi í fyrstu verið persónulegs eðlis, en eftir að þau hafi verið komin í gang, hafi þau algerlega farið fram á vegum Mótorskipa hf. Allir reikningar, farmbréf og önnur skjöl hafi verið stíluð á Mótorskip hf., og hafi ætlunin aldrei verið önnur en það félag væri aðili að viðskiptunum. Hann kveður Bilex hafa farið fram á bankaábyrgð eftir fyrstu 15 eða 18 bílana, og þar sem félagið hafi verið eignalaust og hafði lítið starfað, hafi ekki verið um annað að ræða en persónulega ábyrgð sína. Hann kvað Bilex hafa útbúið of lága reikninga varðandi tollafgreiðslur nr. 1-35 skv. ákæru í sakadómsmálinu. Hann kvað fjárhagsstöðu Mótorskipa hf. hafa farið hríðversnandi frá ársbyrjun 1982, en þó hafi ekki verið talin ástæða til að óska eftir því, að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta, þar sem kannski hafi verið búist við því, að þetta myndi eitthvað lagast. Hann kveður það flokkast undir vanrækslu, að hann haldi, að ekki voru gerðir ársreikningar eftir 1982. Þeir hafi verið með öll gögn og verið að vinna í þessu, hann, Páll og endurskoðandinn, en það hafi aldrei gengið lengra. Komið hafi í ljós, að dæmið gekk ekki upp. Rekstrinum hafi þó verið haldið áfram, og ekki hafi verið komið að uppgjöri fyrir árið 1984, er rekstrinum var hætt. Hann kvað það hafa verið ákveðið að tillögu endurskoðanda félagsins, þegar starfsemi þess hófst að nýju, að hækka hlutafé þess í 30.000 kr. í samræmi við ný lög um hlutafélög. Aldrei hafi hins vegar verið gengið formlega frá því, og hafi hlutafjáraukningin aldrei verið greidd. Þá kvað hann samþykktum félagsins ekki hafa verið breytt, er það tók til starfa að nýju, að því er tilgang félagsins varðaði. Hann kvað aðalfundi ekki hafa verið haldna árlega í félaginu, en á aukaaðalfundi þess 1983 hefði hins veg- ar verið kosin ný stjórn í því. Hann kvað greiðslur til Bilex stundum hafa verið greiddar af persónulegum reikningi sínum í Handelsbank í Lúbeck í Þýskalandi. Það hefði gerst, þegar skuldin við Bilex var orðin há og bjarga þurfti málunum. Hann kvað skuldarinnar við Bilex ekki hafa verið getið í ársreikningum félagsins, einfaldlega af þeirri ástæðu, að hún hefði mynd- ast vegna tvöfalds bókhalds og henni því verið haldið fyrir utan hið venju- lega bókhald, sem fært hefði verið samkvæmt tollskýrslum, þar sem lægri tölur hefðu komið fram. Hann kvað bifreiðar þær, sem fluttar voru inn, hafa verið illa farnar, og hefði þurft að kosta miklu til við að gera þær söluhæfar. Þeir hefðu lent í miklum ábyrgðum, en bifreiðarnar verið seldar með nokkurs konar ábyrgð á viðgerðum og slíku. Til þess að losna við þessa bíla, sem ekki hefði gengið allt of vel að selja, hefðu þeir orðið að taka gamla bíla upp í kaupverðið og allur gangur verið á því að losna við 1667 þá aftur. Mikið hefði verið lánað í þessum bílum og mikil vanhöld orðið í innheimtu vegna þeirra. Engu að síður hefði rekstri verið haldið áfram, og eins og oftar hefði kannski verið beðið eftir því, að betri tíð kæmi og þetta myndi rétta sig af. Stefndi Páll Kristinn skýrir svo frá í dómskýrslu sinni, að aðalstarf sitt fyrir Mótorskip hf. hafi verið að koma víxlum og viðskiptaskjölum í gegnum hið þrönga bankakerfi á Íslandi, svo að hægt væri að leysa bifreið- ar úr tolli. Hann kvaðst hafa starfað við þetta á vegum Mótorskipa hf. og með velferð þess félags í huga. Það hafi því verið Mótorskip hf., sem stóðu að þessum viðskiptum við Bilex. Hann kvað skýringu þess, að árs- reikningar voru ekki gerðir fyrir árin 1983-1985, þá, að erfitt hefði verið að koma reikningum saman. Inn í þetta hefðu þvælst reikningar, sem kom- ið hefðu tvöfaldir að utan, og reikningar, sem hefðu verið búnir til tvöfaldir hér heima, svo að mjög erfitt hefði verið að koma þessu saman í bókhaldi. Það hefði þó verið í vinnslu og búið að koma því heim og saman hjá endur- skoðanda, en það bara ekki tekist, þar sem því hefði ekki verið gefinn næg- ur tími. Hann kvað Bilex hafa sent of lága reikninga í fyrstu, og minntist þess, að það hefði komið fram í rannsókn tæknideildar RLR, þegar letur reikninga, sem breytt hafði verið, var borið saman við reikninga frá Bilex. Hann kvaðst ekki hafa þegið laun hjá Mótorskipum hf., en fengið útlagðan kostnað greiddan. Hann kvaðst hafa orðið að ganga persónulega í ábyrgð fyrir Mótorskip hf. í nokkrum tilvikum vegna kröfu viðsemjenda félagsins um frekari ábyrgðir heldur en félagsins eins. Hann kvað reksturinn hafa verið erfiðan og þrátt fyrir niðurfærslu reikninga, eins og upplýst sé, hefði tap orðið á þessum viðskiptum. Í skýrslu, sem tekin var af Jirgen Krahe hjá RLR við frumrannsókn sakadómsmálsins og lögð var fram eftir endurupptöku málsins, var hann spurður, hvort hann hefði ekki gert sér grein fyrir því, hvernig skuldin við Bilex væri til komin. Hann svaraði því til, að hann hefði ekki gert sér grein fyrir því, hvernig þetta hefði gengið til á Íslandi. Jóhann hefði tjáð sér, að hann hefði orðið að lána í bílunum bæði með víxlum og skuldabréfum, og væri það ástæðan til, að hann hefði ekki greitt sér andvirði þeirra að fullu. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir því, að ekki ætti að vera hægt að fá bílana afhenta án þess að vera búinn að greiða vörureikninginn að fullu. Það hefði hann ekki vitað, fyrr en hann hefði komið til Íslands að kanna þessi mál. Hann kvaðst ekki heldur hafa vitað, að Jóhann hefði falsað reikninga frá Bilex, fyrr en maður frá Interpol hefði komið til sín vegna málsins. Hann kvaðst hafa tjáð Jóhanni, að hann gæti ekki breytt reikningum um verð bílanna, þar sem hann yrði að framvísa réttum reikningum vegna endurgreiðslu á söluskatti í Þýskalandi. Af hálfu stefnda Jóhanns var lögð fram í rekstri málsins skjalaskrá RLR 1668 um rannsókn á ætluðum brotum stefndu í áðurnefndu sakadómsmáli svo og skýrsla tæknideildar RLR, þar sem gerð var rannsókn á stafaeinkennum rangra vörureikninga Bilex á árinu 1982 samanborið við vörureikning, sem sannanlega hefði verið gerður af fyrirtækinu Bilex. Um var að ræða vöru- reikninga, dagsetta 20. 11. 1983, 5. 5. 1982 og 6. 10. 1981, og innheimtu- yfirlit vegna 29 bifreiða, dagsett 16. 5. 1982. Niðurstaða tæknideildar RLR var sú, að öll fjögur skjölin væru rituð með sömu ritvél. Í skýrslutöku hjá RLR var Jörgen Krahe spurður um þessi skjöl, og kannaðist hann þá við að hafa útbúið tvo þessara vörureikninga, dagsetta 6. 10. 1981 og 20. 11. 1983, og að þeir væru réttir. Hin tvö skjölin taldi hann vera með falsaðri undirskrift annars vegar, og hitt kannaðist hann ekki við, þar sem undirskrift vantaði. Í málflutningi mótmælti lögmaður stefnanda þessum rannsóknargögnum sem óstaðfestum og þýðingarlausum. Í fram lögðum efnahags- og rekstrarreikningum Mótorskipa hf. fyrir árin 1981 og 1982 kemur fram, að í árslok 1982 er eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð um 312.309 kr., en tap varð á rekstri félagsins, sem nam 400.952 kr. á árinu 1982. Eins og áður er rakið, bera reikningarnir ekki með sér skuldastöðuna við Bilex, að því er varðar muninn á röngum og réttum vörureikningum. Il. Af hálfu stefnanda eru dómkröfur á því reistar í fyrsta lagi, að stefndu beri persónulega ábyrgð á skuldbindingum sínum. Stefnandi telji, að til við- skiptanna hafi upphaflega verið stofnað milli Bilex og stefnda Jóhanns, og það, að stefndi Jóhann hafi hagnýtt sér hlutafélagið Mótorskip hf., breyti í engu eðli þeirra viðskipta, þar sem báðir beri persónulega ábyrgð á viðskiptaskuldinni. Þessu til stuðnings sé á það bent, að stefndu hafi rekið Mótorskip hf. algerlega eins og einkafyrirtæki, ekki gert neinn greinarmun á því, hvort um fjárreiður hlutafélagsins eða þeirra eigin fjárreiður væri að ræða. Mótorskip hf. hafi hvorki átt fasteignir né lausafé. Stefndi Jóhann hafi lagt fram persónulegar tryggingar fyrir viðskiptunum, eins og sjá megi á út gefnum bankaábyrgðum Landsbanka Íslands, þar sem bankaábyrgðin sé gefin út í því skyni að tryggja, að viðskipti stefnda Jóhanns og inn- flutningur á bifreiðum fari ekki í vanskil. Í því sambandi sé vísað til banka- ábyrgðar Landsbanka Íslands, dags. 13. 6. 1983. Þá mótmæli stefnandi harðlega þeirri ályktun sakadóms Reykjavíkur, að stefndu hefðu beðið tap af viðskiptunum við Bilex. Ekkert liggi fyrir um það, á hvaða verði stefndu seldu bifreiðarnar, heldur einvörðungu innflutningsskýrslur og ályktun um greiðslu söluskatts út frá þeim innflutningsskýrslum. Þessi ályktun án rök- stuðnings sé því gjörsamlega órökstudd og ómarktæk. Stefnandi telji 1669 stefndu á hinn bóginn hafa haft verulegan ávinning af viðskiptunum. Fyrir liggi, að skuld stefndu við stefnanda sé veruleg svo og vanskil á greiðslu opinberra gjalda af innflutningi bifreiðanna. Kröfur stefnanda á stefndu in solidum séu reistar á framangreindum rök- um, og telji stefnandi ljóst, að hlutafélagið Mótorskip hf. hafi einungis verið pappírsfyrirtæki. Ákvæði hlutafélagalaga um skyldur og réttindi hafi verið gróflega brotin og virt að vettugi, og sama sé að segja um ákvæði bókhalds- og skattalaga. Allt bendi þetta ótvírætt til þess, að stefndu hafi stundað viðskipti þessi persónulega með Mótorskip hf. sem skálkaskjól. Lög nr. 32/1978 séu reist á þeirri grundvallarreglu, að enginn félags- manna beri persónulega ábyrgð á heildarskuldum félagsins, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. Þar sé að ræða um frávik frá þeirri grundvallarreglu, að allir menn beri persónulega ábyrgð á eigin skuldbindingum. En til þess að félagsmenn hlutafélaga njóti þessarar sérstöku verndar, sem lögin kveða á um, verði þeir að gæta þess, að stofnun félagsins og starfsemi sé í sam- ræmi við ákvæði laganna. Eins og fram komi í endurriti sakadóms Reykjavíkur, hafi Mótorskip hf. verið stofnuð árið 1966. Stefndi Jóhann hafi verið einn stofnenda, og hafi hann þá verið kosinn í stjórn félagsins og ráðinn framkvæmdastjóri þess. Enginn rekstur hafi hins vegar farið fram fyrr en árið 1981. Stefndi Jóhann hafi lýst yfir því í sakadómi, að á því ári hafi hann fengið vilyrði annarra hluthafa fyrir því, að hann mætti reka félagið eingöngu á eigin vegum. Engir sérstakir stjórnarfundir hafi verið haldnir frá árinu 1981, árs- reikningar hafi aldrei verið lagðir fram á þessu tímabili né önnur gögn, sem skylt sé að leggja fram samkvæmt hlutafélagalögum. Ákvæði hluta- félagalaga hafi því verið þverbrotin, að því er starfsemi félagsins varði. Þá séu dómkröfur stefnanda í öðru lagi reistar á skaðabótasjónarmiðum. Þá kröfugerð reisi stefnandi annars vegar á 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og sé í því sambandi vísað til dóms sakadóms Reykjavíkur frá 20. febrúar 1987, þar sem stefndu voru m. a. dæmdir fyrir brot á 155. gr. alm. hgl. fyrir þau viðskipti, er málshöfðun þessi snýst um. Þá reisi stefnandi kröfugerð sína einnig á ákvæði 1. mgr. 132. gr. hluta- félagalaga og almennum reglum skaðabótaréttarins. Eins og fram hafi kom- ið, hafi ákvæði hlutafélagalaga verið þverbrotin. Hlutafélagið hafi verið eignalaust á því tímabili, er viðskipti fóru fram, og hafi það verið tekið til gjaldþrotaskipta í desember 1987. Skiptum hafi lokið árið 1989, og hafi ekkert fengist upp í lýstar kröfur. Auk þess reisi stefnandi kröfugerð sína á fram lögðum viðskiptamanna- reikningi, dómi sakadóms Reykjavíkur og almennum reglum kröfu- og samningsréttar. Í munnlegum málflutningi var þeirri staðhæfingu stefndu svo og því, sem 1670 fram kæmi í endurriti sakadómsmálsins, að stefnandi hefði sent of lága vörureikninga til landsins, mótmælt af hálfu stefnanda. Stefndu hefðu að vísu farið þess á leit við stefnanda, en hann þvertekið fyrir það. Stefnandi hefði því undrast mjög staðhæfingu í þessa veru í dómi sakadóms Reykja- víkur. IV. Af hálfu stefnda Jóhanns er sýknukrafa aðallega reist á þeirri máls- ástæðu, að hann sé eigi lögformlega réttur aðili í máli þessu. Á grundvelli 45. gr. laga nr. 85/1936 krefjist hann því sýknu vegna aðildarskorts. Eins og skýrt komi fram í gögnum málsins, hafi öll bifreiðaviðskipti, sem mál þetta sé sprottið af, farið fram milli Bilex og Mótorskipa hf. M. ö. o. hafi það verið lögformlegt hlutafélag, Mótorskip hf., sem var aðili að viðskiptum þessum, en ekki stefndi. Því sé sérstaklega mótmælt, að stefndi Jóhann geti borið persónulega ábyrgð á þeim viðskiptum, sem hlutafélagið átti við stefnanda. Stefnanda hafi verið fullkunnugt um það, strax frá því að fyrsta bifreiðin var flutt til landsins, að það var hlutafélagið Mótorskip, sem átti aðild að viðskiptunum og var kaupandi allra bifreiðanna. Þá hafi stefnanda verið fullkunnugt um það frá upphafi, að Mótorskip hf. voru ekki skráð fyrir fasteignum. Því til stuðnings, að viðskiptin hafi verið við Mótorskip hf., en ekki stefnda persónulega, vísar stefndi til tveggja bréfa lögmanns stefnanda svo og til kæru stefnanda til RLR. Þar er talað um kröfu stefnanda á hendur félaginu, skuld Mótorskipa hf. við stefnanda, að viðskiptin hafi falist í því, að Mótorskip hf. keyptu bifreiðar af Bilex/Krahe og að vegna greiðslu- erfiðleika Mótorskipa hf. hafi hann (Krahe) fallist á að líða Mótorskipum hf. að skulda allverulegar fjárhæðir. Þá hafi sú staðreynd, að stefnanda var um það kunnugt, að Mótorskip hf. áttu ekki fasteignir, verið ástæða þess, að stefnandi óskaði eftir banka- ábyrgð fyrir viðskiptum Mótorskipa hf. við sig. En eins og fram komi í málskjölum, hafi stefndi Jóhann lagt persónulega fram bankaábyrgð, að fjárhæð DEM 125.000, til tryggingar viðskiptum Mótorskipa hf. og stefn- anda. Þá sé þeim málsástæðum stefnanda mótmælt, að stefndi beri persónulega ábyrgð, vegna þess að félagið hafi komið fram í viðskiptum sem einka- fyrirtæki, að það hafi verið rekið sem einkafyrirtæki eða á þeim grundvelli, að stefndi hafi lagt félaginu til persónulegar tryggingar, og því sé félagið pappirsfyrirtæki. Félagið hafi verið lögformlega stofnað. Ársreikningar hafi verið samdir fyrir árin 1981 og 1982 og skattframtölum skilað fyrir 1982 og 1983. Gerð 1671 ársreikninga og skattframtöl félagsins hafi verið í höndum löggilts endur- skoðanda. Þá sé ekki á það fallist, að vanræksla í því að halda stjórnarfundi eða hluthafafundi, leiði til þess, að lögformlegt hlutafélag breytist í félag með ótakmarkaðri ábyrgð tveggja stjórnarmanna, og því síður, að eignaleysi félags kunni að hafa slík áhrif. Þá sé því með öllu neitað, að stefndu hafi í störfum sínum sem forsvars- menn hlutafélagsins í samskiptum við stefnanda hagað sér á þann veg, að þeir kunni að hafa bakað sér skaðabótaábyrgð skv. gildandi reglum íslensks skaðabótaréttar, þ. e. orðið persónulega ábyrgir fyrir skuldum hlutafélags- ins, sem þeir veittu forstöðu. Í því sambandi megi benda á svarbréf ríkis- saksóknara við kærubréfi stefnanda, en þar segir m. a.: „„að stefnandi hafi borið vitni í máli ákæruvaldsins gegn stefndu án þess að hafa þá uppi meiningar um fjársvik. Eigi sé unnt að verða við beiðni kæranda um opin- bera rannsókn, þar sem skuldastaða kærðu, ein út af fyrir sig, við firma kæranda geti eigi orðið grundvöllur opinberrar rannsóknar“. Þá hafi stefnandi eigi haft uppi fjárkröfur sínar á hendur stefndu í máli ákæruvaldsins gegn þeim. Í upphafi hafi stefnandi sjálfur sent lægri vörureikninga vegna þeirra bif- reiða, er hann seldi Mótorskipum hf., og hafi hann því í raun verið hlut- deildarmaður í þeim brotum, sem stefndu voru ákærðir fyrir. Þá hafi stefnandi verið kunnugur greiðsluerfiðleikum Mótorskipa hf., en þrátt fyrir það hafi hann haldið áfram að afgreiða bifreiðar til Mótorskipa hf., oft fleiri bifreiðar en pantaðar höfðu verið. Í raun hafi stefnanda verið í sjálfsvald sett að afgreiða bifreiðar til Mótorskipa hf. innan þeirrar banka- ábyrgðar, sem sett hafði verið. Þá hafi stefndu ekki beitt blekkingum gagnvart stefnanda í viðskiptunum við hann. Þá komi fram í dómi sakadóms Reykjavíkur, að stefndu hafi tapað umtalsverðum fjárhæðum vegna þessara viðskipta. Með hliðsjón af öllu þessu verði því eigi með haldbærum rökum séð, að stefndi hafi verið eða geti orðið persónulega bótaskyldur gagnvart stefn- anda vegna rekstrar Mótorskipa hf. V. Sýknukrafa stefnda Páls er í fyrsta lagi á því reist, að öll viðskipti stefnanda og Mótorskipa hf., að því er það félag varði, hafi verið í nafni hlutafélagsins og á þess ábyrgð. Stefnandi beri því sönnunarbyrði fyrir því, að stefndi Páll beri persónulega ábyrgð á þeim skuldum, sem Mótorskip hf. kunni að hafa stofnað í viðskiptum sínum við stefn- anda. Í því sambandi sé athygli vakin á því, að allir vörureikningar 1672 frá stefnanda séu á nafn Mótorskipa hf., og komi nafn stefnda Páls þar hvergi nærri. Í öðru lagi sé sýknukrafa stefnda reist á þeim sjónarmiðum, að Mótor- skip hf. hafi verið lögformlegt hlutafélag, meðan á viðskiptum þess og stefnanda stóð, og skipti engu máli í þessu sambandi, hvort stjórnarfundir eða hluthafafundir hafi verið haldnir eða ekki haldnir á tímabilinu. Af gögnum málsins sé ljóst, að ársreikningur var saminn fyrir félagið vegna áranna 1981 og 1982 og skattframtölum skilað fyrir árin 1982 og 1983. Það hafi verið í höndum löggilts endurskoðanda. Þá skipti það engu máli í þessu sambandi, þótt Mótorskip hf. hafi átt óverulegar eignir, enda hafi stefnandi átt greiðan aðgang að öllum upplýsingum, er vörðuðu eignastöðu félagsins og skráningu þess hér á landi. Í þriðja lagi sé sýknukrafa stefnda reist á sjónarmiðum um fyrningu, og sé því haldið fram, að hafi persónuleg fjárkrafa stofnast á hendur stefnda, þá sé hún fyrnd. Því sé harðlega mótmælt, að stefndi hafi orðið eða sé bótaskyldur gagn- vart stefnanda vegna rekstrar Mótorskipa hf. Í því sambandi verði að hafa í huga það, sem áður sagði, að viðskipti stefnanda voru eingöngu við hluta- félagið Mótorskip og að stefnandi var grandsamur, a. m. k. að hluta af því tímabili, er viðskipti aðila stóðu, um það, hvernig að greiðslu að- flutningsgjalda var staðið hér á landi. Þá sé ljóst, að stefndi beið umtalsvert fjárhagslegt tjón vegna rekstrar Mótorskipa hf., eins og rakið er í endurriti dóms sakadóms Reykjavíkur. Sýknukröfu sína reisir stefndi á ákvæðum 1. tl. 3. gr. laga nr. 13/1905 og skaðabótareglum. VI. Gegn mótmælum stefndu og í ljósi þess, að flest fram lögð gögn um umrædd viðskipti benda til þess, að viðskiptin hafi verið milli stefnanda og Mótorskipa hf., þykir stefnandi ekki hafa fært á það sönnur, að við- skiptin hafi verið við stefndu persónulega. Þótt stefndi Jóhann hafi gengið í persónulega ábyrgð fyrir viðskiptunum með því að heimila veðsetningu fasteignar sinnar fyrir bankaábyrgð stefn- anda til handa, verður eigi af því dregin sú ályktun, að viðskiptin hafi verið við hann persónulega. Hið sama má segja um þau tilvik, er greiðslur bárust stefnanda af persónulegum reikningum stefnda Jóhanns í Þýskalandi. Þá verða viðskiptin eigi heldur talin hafa verið á persónulegum grund- velli, þótt Mótorskip hf. hafi verið eignalítið félag og eigi skráð fyrir fast- eignum. Þótt misbrestur hafi orðið á því af hálfu forsvarsmanna Mótorskipa hf. 1673 að framfylgja ýmsum ákvæðum hlutafélagalaga og samþykkta félagsins, svo sem með því að halda ekki aðalfund og formlega stjórnarfundi og ganga ekki formlega frá hlutafjáraukningu, verður sú vanræksla ekki talin leiða til þess, að stefndu sem stjórnarmenn teljist bera persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Mótorskip hf. voru lögformlega stofnað félag og því hlutafélag í skilningi hlutafélagalaga. Starfsemi félagsins lá að vísu niðri um árabil, en eftir að það hóf starfsemi að nýju, var haldinn aukaaðalfundur í félaginu, þar sem því var kosin ný stjórn, og var það síðan tilkynnt Hlutafélagaskrá. Ársreikningar voru gerðir fyrir félagið af löggiltum endurskoðanda fyrir árin 1981 og 1982, og hefur ekki verið sýnt fram á það af hálfu stefnanda, að hann hafi ekki átt þess kost að kynna sér þá reikninga. Samkvæmt framanskráðu er það niðurstaða dómsins, að stefnanda hafi hvorki tekist að sýna fram á það, að viðskiptin hafi frá öndverðu verið persónulega við stefndu, né að stefndu teljist bera persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins, vegna þess að hlutafélagalög og samþykktir félagsins hafi verið sniðgengin. Samkvæmt þessu verða því kröfur stefnanda á hendur stefndu hvorki teknar til greina á þeirri forsendu, að viðskiptin hafi verið við þá persónu- lega, né á þeirri forsendu, að Mótorskip hf. hafi ekki fullnægt skilyrðum hlutafélagalaga um, hvað teljist hlutafélag, eða að ákvæði hlutafélagalaga hafi verið brotin. Þá er kröfugerð stefnanda einnig reist á skaðabótasjónarmiðum, m. a. með vísan til 1. mgr. 264. gr. alm. hgl., og er í því sambandi vísað til áðurnefnds dóms sakadóms Reykjavíkur. Eins og fram kemur í dómi þessum, voru brot þau, sem þar var sakfellt fyrir, framin í því skyni að fá innfluttar bifreiðar tollafgreiddar með greiðslu lægri aðflutningsgjalda en réttmætt var og gefa upp vantalda sölu- skattsskylda veltu Mótorskipa hf. á umræddum árum. Þótt þetta hafi leitt til þess, að bifreiðar frá stefnanda fengust toll- afgreiddar, án þess að rétt kaupverð þeirra væri að fullu greitt, telst ósannað, að fyrir stefndu hafi vakað að blekkja stefnanda til að komast hjá því að greiða honum rétt verð bifreiðanna. Í því sambandi ber til þess að líta, að stefnanda var á hverjum tíma ljós skuldastaða Mótorskipa hf. við sig, en hann hélt viðskiptunum hins vegar áfram án þess að afla frekari trygginga en fyrir lágu. Eins og fram kemur í tilvitnuðum dómi sakadóms Reykjavíkur, er þar á því reist í niðurstöðu, að stefnandi hafi sjálfur útbúið of lága reikninga varðandi fyrstu 35 tollafgreiðslurnar, sem málið fjallaði um. Það var fyrst við aðalmeðferð máls þess, er Jiirgen Krahe gaf skýrslu, að því er að fullu neitað. Eins og atvikum máls þessa er háttað og m. a. með skírskotun til 1674 fram lagðrar skýrslu tæknideildar RLR, þykir stefnanda með neitun sinni einni saman ekki hafa tekist að hnekkja málsatvikum greinds dóms saka- dóms Reykjavíkur, að því er þetta varðar. Samkvæmt þessu þykja ekki skilyrði til að dæma stefndu skaðabóta- skylda á grundvelli framangreindra málsástæðna. Þá þykir stefnanda ekki hafa tekist að færa sönnur fyrir skaðabótaskyldu stefndu á grundvelli 132. gr. hlutafélagalaga. Þótt forsvarsmenn Mótorskipa hf. hafi sniðgengið mörg ákvæði hluta- félagalaga og samþykkta félagsins, þ. á m. ákvæði um aðal- og stjórnar- fundi o. fl., þá hefur stefnandi ekki sýnt fram á, að sú vanræksla sé orsök þess tjóns, sem hann hefur beðið. Líta verður til þess í þessu sambandi, að stefnanda mátti vera ljóst, að Mótorskip hf. voru eignalítið félag. Þá mátti honum vera ljós neikvæð eiginfjárstaða félagsins, en ársreikningur félagsins fyrir árið 1982 sýndi, að svo var. Því hefur ekki verið haldið fram, að stefnandi hafi ekki átt þess kost að kynna sér ársreikninga félagsins fyrir árin 1981 og 1982. Ekki liggja frammi í málinu gögn eða upplýsingar, sem af megi ráða, hvenær hefði borið að óska eftir gjaldþrotaskiptum á félag- inu. Samkvæmt framanskráðu er niðurstaða dómsins sú, að sýkna ber stefndu af öllum dómkröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að ákveða, að hver aðili beri sinn kostnað af máli þessu. Finnbogi H. Alexandersson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Jóhann Heinrich Scheither og Páll Kristinn Stefánsson, eiga að vera sýknir af öllum kröfum stefnanda, Bilex, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 1675 Fimmtudaginn 30. september 1993. Nr. 121/1989. Sveinberg Laxdal og Esther Laxdal (Haraldur Blöndal hrl.) gegn Svalbarðsstrandarhreppi (Sveinn Snorrason hrl.) og Jónasi Björnssyni til réttargæslu (Gunnar Sólnes hrl.). Samningur. Jarðhiti. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Hinn 1. janúar 1989 eignaðist Esther Laxdal jörðina Tungu í Svalbarðsstrandarhreppi og hefur tekið við aðild Hauks Laxdal að máli þessu. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar með stefnu 31. mars 1989. Krefjast áfrýjendur þess „í fyrsta lagi, að viðurkennt verði með dómi, að stefnda beri að leggja heimæð frá Hitaveitu Svalbarðs- strandar í tvö íbúðarhús á jörðunum Tungu og Túnsbergi og leggja þeim til 30 1/mín. af heitu vatni miðað við hitagildi í 65 gráðu C heitu vatni áfrýjendum að kostnaðarlausu, en að viðlögðum dag- sektum, að fjárhæð kr. 3000, er stefndi greiði áfrýjendum fyrir hvern þann dag, sem efndir dragast frá dómi Hæstaréttar. Í öðru lagi krefjast áfrýjendur þess, að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefnda til áfrýjenda vegna afnotamissis að 30 1/mín. af heitu vatni miðað við hitagildi í 65 gráðu C heitu vatni frá 15. júní 1981“. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar sér til handa í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjendur verði dæmdir til greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Af hans hálfu hefur ekki verið mótmælt sérstaklega breyttri kröfu- gerð áfrýjenda fyrir Hæstarétti. 1676 Engar kröfur eru hafðar uppi gegn réttargæslustefnda, og ekki eru gerðar kröfur í málinu af hans hálfu. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir aðdraganda og efni samnings þess, er eigendur jarðanna Meðalheims, Tungu og Túns- bergs gerðu við Svalbarðsstrandarhrepp 18. nóvember 1980. Túlka verður samning þennan svo samkvæmt efni hans og með hliðsjón af atvikum málsins, að það séu forsendur þess, að greiðsluákvæði 3. og 4. gr. hans komi til framkvæmda, að við borun á jörðunum komi upp heitt vatn, er Hitaveita Svalbarðsstrandar geti virkjað og nýtt, auk þess vatns, sem áfrýjendum er ætlað. Fallist er og á þá niðurstöðu héraðsdóms, að sýnt hafi verið fram á, að sá árangur hafi ekki náðst. Af því leiðir, að sýkna verður stefnda af báðum kröfum áfrýjenda. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms er staðfest, en rétt þykir, að áfrýjendur greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Stefndi, Svalbarðsstrandarhreppur, skal vera sýkn af kröfum áfrýjenda, Sveinbergs Laxdal og Estherar Laxdal. Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms er staðfest. Áfrýjendur greiði stefnda 120.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Húsavíkur 4. janúar 1989. Mál þetta, sem dómtekið var 12. desember sl., er höfðað með stefnu, birtri 23. okt. 1986, af Sveinbergi Laxdal, nnr. 8688-5247, bónda, Túns- bergi, Svalbarðsstrandarhreppi, og Hauki Laxdal, nnr. 3810-7593, bónda, Tungu, Svalbarðsstrandarhreppi, gegn Svalbarðsstrandarhreppi, nnr. 8566- 1167, vegna Hitaveitu Svalbarðsstrandar og Jónasi Björnssyni, nnr. 5247- 5279, bónda, Meðalheimi, Svalbarðsstrandarhreppi, til réttargæslu, til viðurkenningar á rétti samkvæmt samningi, til efnda á samningnum og til greiðslu skaðabóta, vaxta og málskostnaðar vegna vanefnda á samningi. Dómkröfur stefnenda eru: í fyrsta lagi, að viðurkennt verði með dómi, að stefnda beri samkvæmt 4. gr. samnings milli hans, stefnenda og réttargæslustefnda, dags. á Sval- 1677 barði 18. nóvember 1980, að leggja heimæð frá Hitaveitu Svalbarðsstrandar í allt að tvö íbúðarhús á jörðunum Meðalheimi, Tungu og Túnsbergi og leggja þeim til 60 1/mín. af heitu vatni miðað við hitagildi í 65 gráðu heitu vatni, allt saman eigendum jarðanna að kostnaðarlausu, í öðru lagi, að stefnda verði gert að leggja heimæð frá Hitaveitu Sval- barðsstrandar í tvö íbúðarhús á jörðunum Tungu og Túnsbergi í Svalbarðs- strandarhreppi og leggja þeim sameiginlega til 30 1/mín. af heitu vatni miðað við hitagildi í 65 gráðu heitu vatni, allt stefnendum að kostnaðar- lausu, en að viðlögðum dagsektum, að fjárhæð 3.000 kr., er stefndi greiði stefnendum fyrir hvern þann dag, sem efndir dragast frá lögbirtingu dóms að telja í máli þessu. Í þriðja lagi er krafist skaðabóta, að fjárhæð 630.180 kr., vegna afnota- missis að 30 1/mín. af heitu vatni frá 15/6 1981 til 1/10 1986 ásamt (nánar tilgreindum vöxtum). Þá er krafist málskostnaðar skv. fram lögðum reikningi. Engar sjálf- stæðar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda né af hans hendi. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnenda og stefnendur dæmdir til greiðslu málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ eða málskostnaðarreikningi. Málavextir. Hinn 18. nóvember 1980 gerðu aðilar máls þessa með sér samning, sem “ Þingmerktur er sem dskj. nr. 4, og segir svo í Í. gr. hans: „Hitaveita Svalbarðsstrandar fær einkarétt til jarðborunar eftir heitu vatni í landi Meðalheims, Tungu og Túnsbergs í Svalbarðsstrandarhreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, og til að virkja og nýta þann jarðhita, er fæst með borun. Hitaveitunni er heimilt að bora í landi jarðanna, þar sem sérfræð- ingar Orkustofnunar álíta vænlegt, en haga ber framkvæmdum þannig, að sem minnstri röskun og landspjöllum valdi.“ 3. gr. samningsins hljóðar svo: „„Fyrir boranir og hitavatnsréttindi fá jarðirnar Meðalheimur, Tunga og Túnsberg vatn til eigin nota án endurgjalds sameiginlega allt að 60 mínútu- lítrum af því vatni, sem kann að fást með borun á jörðunum, og sé það magn miðað við hitagildi í 65 gráðu heitu vatni. Eigendur eða ábúendur jarðanna áskilja sér rétt til ráðstöfunar að öllu leyti á umsömdu vatnsmagni nema til endursölu án íhlutunar Hitaveitu Svalbarðsstrandar. Hitaveitan leggur heimæð í allt að tvö hús á hverri jörð án endurgjalds, samanber 4. grein. Eigendur Meðalheims, Tungu og Túnsbergs eða ábúendur og notendur 1678 heita vatnsins skulu hlíta ákvæðum reglugerðar Hitaveitu Svalbarðs- strandar, sem sett verður, ef árangur fæst úr borun, svo og breytingum, sem á henni kunna að verða, að svo miklu leyti sem þær brjóta ekki í bága við samning þennan.“ 4. gr. samningsins hljóðar svo: „„Greiðslur fyrir það vatn, sem upp kann að koma við borun í landi jarðanna, skal þannig háttað: Fyrir einkarétt Hitaveitu Svalbarðsstrandar til borunar og nýtingar á væntanlegu vatni fá Meðalheimur, Tunga og Túnsberg fría heimæð í allt að tvö íbúðarhús á jörð og frjáls afnot af 60 mínútulítrum, samanber 3. gr. Fari hitaveitan að nýta umfram 20 lítra á sekúndu miðað við hitagildi 65 gráðu heits vatns úr holum í landi jarðanna, skal gjalda fyrir það í eitt skipti fyrir öll með þrem milljónum gamalkróna, sem verðbætast samkvæmt byggingarvísitölu, sem nú er 539 stig (okt. 1975 100). Óski eigendur Meðalheims, Tungu og Túnsbergs eftir vatnsnotkun umfram umsamið vatnsmagn, skal gjalda fyrir það samkvæmt þágildandi gjaldskrá Hitaveitu Svalbarðsstrandar.““ Málsástæður. Stefnendur reisa kröfur sínar í málinu á skriflegum samningi milli þeirra og stefnda. Þau skilyrði séu fyrir hendi, að stefndi uppfylli sinn hluta samningsins, enda hafa stefnendur uppfyllt það, sem þeim ber samkvæmt greindum samningi. Stefndi hafi bæði fengið að bora eftir heitu vatni og gera þar rannsóknir og ráðstafanir í því sambandi á landi jarðanna, sem hann hefur óskað eftir. Stefnendur telji með stoð í orkulögum nr. 58/1967, að þeir eigi rétt á hlutdeild í þeirri jarðvarmaorku, sem kemur frá borholu 1, þar sem hún liggur á landamerkjum. Verði ekki fallist á framanritaðar kröfur stefnenda, líta þeir svo á, að gildi samningsins frá 18/11 1980 sé vefengjanlegt, og áskilja sér rétt til að krefjast mats á hagsmunum sínum og bætur samkvæmt 3. kafla orkulaga nr. 58/1967. Skaðabótakrafan sé á því byggð, að stefnendur hafi orðið fyrir tjóni við það að fá ekki þá 30 mínútulítra af heitu vatni, sem jarðarhelmingi þeirra ber samkvæmt samningnum. Stefnendur hafi þurft að kaupa aðra orku- gjafa dýru verði í stað heita vatnsins, auk þess sem þeir hafi orðið af ætluðum hagnaði í kartöflurækt. Stefndi bendir á Í greinargerð sinni, að í samningi aðila, sbr. dskj. nr. 4, komi fram, að það sé skilyrði fyrir því, að greiðsluákvæði samningsins verði virk, að farið verði að nýta vatn það, „sem upp kann að koma við boranir í landi jarðanna“. Hann reisir sýknukröfur sínar í fyrsta lagi á því, að hola sú, sem boruð hefur verið og mál þetta er risið af, sé ekki í landi þeirra jarða, sem samn- 1679 ingurinn frá 18. nóvember 1980 taki til, heldur sé holan í landi sundlaugar hreppsins. Í öðru lagi sé það skilyrði greiðslu, að farið sé að nýta vatnið. Þegar hola sú, er hér sé um deilt, var boruð, hafi sjálfrennandi vatn, sem rann í sundlaugina, horfið. Vatn það, sem úr holunni kemur, rennur nú í sund- laugina á sama hátt og sjálfrennandi vatnið gerði, áður en borað var. Þess vegna sé á engan hátt farið að nýta vatnið fyrir Hitaveitu Svalbarðs- strandar. Í þriðja lagi hafi verið frá því skýrt munnlega við samningsgerð, að heim- æð að bæjum stefnenda yrði lögð, þegar framkvæmdir hæfust við 2. svæði hitaveitunnar, en þessar framkvæmdir séu enn ekki hafnar. Þá bendir stefndi á til stuðnings sýknukröfu sinni, að þegar litið sé til matsgerðarinnar á dskj. nr. 13, komi í ljós, að matsmenn telja, að það vatn, sem kom úr nefndri borholu, samsvari 33 1/mín. til 44 1/mín. eftir því, við hvaða nýt- ingu sé miðað. Ætti það atriði eitt að vera næg ástæða til þess að hafna kröfu stefnenda, þar sem vatn úr holunni sé langt frá því að vera nægilega mikið. Þá tekur stefndi það fram, að hann hafi aldrei neitað, að leggja beri heimæð að jörðunum Meðalheimi, Tungu og Túnsbergi. Hins vegar séu enn ekki komin fram þau skilyrði, sem fyrir hendi þurfi að vera, til að ákvæði það, sem hér eigi við, verði virkt. Niðurstaða. Af gögnum málsins verður ráðið, að gert var ráð fyrir verulegum árangri af borun borholu 2, þannig, að vatnsmagn úr þeirri holu nægði til, að ráðist yrði í tvo áfanga dreifikerfis Hitaveitu Svalbarðsstrandar. Við þessar aðstæður var samningur málsaðila gerður, og ber að túlka ákvæði hans með hliðsjón af því þannig, að greiðsluákvæðin komi því aðeins til fram- kvæmda, að virkjanlegur árangur verði af borun í landi stefnenda. Af hálfu stefnda hefur verið viðurkennt, að greiðsluákvæði samningsins skyldu koma til framkvæmda, ef árangur yrði af borun holu nr. 2. Skiptir því ekki máli við úrlausn máls þessa, hvor aðila teljist eigandi þess lands, sem holan er í. Tekur dómurinn því ekki afstöðu til ágreinings aðila um eignarrétt að landi umhverfis sundlaugina. Í bráðabirgðaskýrslu Orkustofnunar um jarðhitarannsóknir við Sval- barðseyri, sem fram er lögð í málinu, segir svo m. a.: „„Borun holu 2, sem lauk í júlí 1982, skilaði ekki þeim árangri, sem vonast hafði verið til...“ Þá hefur komið fram, að Orkusjóður hefur ekki krafið Svalbarðs- strandarhrepp um greiðslu lána vegna borunar á borholu 2, en í skulda- bréfunum er það ákvæði, að náist enginn árangur við borun, falli niður 1680 greiðsluskylda lántakanda. Virðist það því vera túlkun Orkustofnunar, að borun hafi ekki borið virkjanlegan árangur. Svo sem greinir í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna, samsvaraði vatnsmagnið úr borholunni af 65 gráðu heitu vatni aðeins 33 mínútulítrum miðað við nýtingu niður í 40 gráður eða 44 mínútulítrum miðað við nýtingu niður í 35 gráður. Því er ómótmælt, að allt það vatn, er nú fæst úr borholu 2, fer til sundlaugar Svalbarðsstrandar, en er ekki nýtt af Hitaveitu Sval- barðsstrandar. Af því, sem að framan er rakið, telur dómurinn ljóst, að með borun holu nr. 2 hafi ekki fengist virkjanlegt vatnsmagn til annarra nota en upp- hitunar á sundlauginni, sbr. b-lið 10. gr. vatnalaga nr. 15/1923. Verður því með vísan til framangreinds ekki fallist á kröfu stefnenda um, að greiðslur skv. 4. gr. samningsins komi til framkvæmda nú. Kröfur stefnenda um bætur samkv. 3. og 5. kafla laga nr. 58/1967 eru órökstuddar, sbr. m. a. 7$. gr. laganna, sbr. einnig 16. kafla vatnalaga nr. 15/1923. Samkvæmt því og að öðru leyti með vísan til framangreinds ber einnig að sýkna stefnda af bótakröfu stefnenda. Er niðurstað dómsins þá sú, að sýkna beri stefnda af öllum kröfum stefn- enda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dóm þennan kvað upp Sigurður Briem Jónsson aðalfulltrúi ásamt með- dómsmönnunum Frey Ófeigssyni héraðsdómara og Jónasi Karlessyni verk- fræðingi. Dómsorð: Stefndi, Svalbarðsstrandarhreppur vegna Hitaveitu Svalbarðs- strandar, á að vera sýkn af öllum kröfum stefnenda í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 1681 Fimmtudaginn 30. september 1993. Nr. 277/1990. Dánarbú Svövu Jóhannesdóttur, Guðmundur Guðmundsson og Sigrún Guðmundsdóttir (Jón Oddsson hrl.) gegn Magnúsi R. Þórarinssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.). Áskorunarmál. Víxilmál. 45. gr. laga nr. 75/1973. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjendur, sem skotið hafa máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. júlí 1990 að fengnu áfrýjunarleyfi 20. júní sama ár, krefjast sýknu af öllum kröfum stefnda. Þeir krefjast þess og, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti verði felldur niður. Stefndi krefst staðfestingar síðargreindrar áritunar á áskorunar- stefnu um aðfararhæfi og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Mál þetta var höfðað sem áskorunarmál af stefnda og þingfest í bæjarþingi Reykjavíkur 27. júní 1989 gegn eigendum Sunnutorgs sf., þeim Svövu Jóhannesdóttur, Sunnuvegi 27, Reykjavík, og Sigrúnu Guðmundsdóttur, sama stað, að fjárhæð 756.540, auk dráttarvaxta. Í stefnu segir m.a.: „Skuld þessi er samkv. fimm framlögðum víxlum, að fjárhæð alls kr. 756.540. Víxill, útg. 1. 12. 1986 með gjalddaga 24. 1. 1987, kr. 120.000; í Landsb. Ísl. Víxill útg. 25. 11. 1986 með gjalddaga 25. 1. 1987, kr. 260.000; í Samvb. Ísl. Víxill, útg. 25. 11. 1986 með gjalddaga 1. 2. 1987, kr. 126.540; í Samvb. Ísl. Víxill útg. 10. 12. 1986 með gjalddaga 10. 2. 1987, kr. 125.000; í Landsb. Ísl. Víxill útg. 15. 12. 1986 með gjalddaga 20. 2. 1987, kr. 125.000; í Landsb. Ísl. Allir eru víxlarnir útg. af stefnanda, Magnúsi Þórarinssyni, og samþ. til greiðslu af Kristni Bjarnasyni f. h. Sunnutorgs sf. Víxlarnir eru allir áritaðir „án afsagnar““. Skuld þessi hefur ekki fengist greidd þrátt fyrir ítrekuð greiðslutilmæli, og er málshöfðun því nauðsynleg.“ 106 1682 Af hálfu áfrýjenda var sótt þing, og fékk umboðsmaður þeirra frest til greinargerðar til 5. september 1989. Þann dag mætti annar lögmaður af hálfu áfrýjenda og fékk frest til greinargerðar til 19. september. Þann dag var enn mætt af hálfu áfrýjenda og fenginn frestur til greinargerðar til 3. október og aftur til 10. október. Að þeim fresti liðnum var ekki sótt þing af hálfu áfrýjenda. Tók dómari þá málið til áritunar eftir kröfu stefnda. Málið var því næst áritað um aðfararhæfi 2. janúar 1990 með svofelldri áritun: „Stefnukröfur máls þessa og kr. 75.000.- í málskostnað eru aðfararhæfar frá dagsetningu áritunar þessarar. Vextir af málskostnaði reiknist frá 15. degi frá áritun þessari skv. III. kafla vaxtalaga. Við ákvörðun málskostnaðar var höfð hliðsjón af bæjarþingsmáli nr. 19839 milli sömu aðila um sams konar kröfu.“ Fyrir Hæstarétti halda áfrýjendur því fram, að enginn lögmanna þeirra, er sóttu þing í héraði og þar voru bókaðir mættir af hálfu áfrýjenda, hafi haft til þess umboð. Áfrýjendur hafa enga sönnun leitt að þessari staðhæfingu, og teljast lögmennirnir því hafa haft gilt umboð, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 61/1942 um málflytjendur. Áfrýjendur hafa borið það fyrir sig fyrir Hæstarétti, að víxlar, þeir, sem um sé að ræða, hafi verið samþykktir til greiðslu af eigin- manni áfrýjandans Sigrúnar Guðmundsdóttur, Kristni Bjarnasyni, sem ekki hafi haft umboð til þess að skuldbinda firmað Sunnu- torg sf. Kröfur þær og málsástæður, er áfrýjendur bera fram í Hæsta- rétti, var þeim í lófa lagið að bera fyrir sig í héraði. Verður ekki fallist á, að þeir megi koma þeim að fyrir Hæstarétti, sbr. 45. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands. Ber því að staðfesta hina áfrýjuðu áritun og dæma áfrýjendur in solidum til þess að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og Í dómsorði greinir. Það er athugavert, að áfrýjendur gátu þess í áfrýjunarstefnu 17. Júlí 1990, að þeir gerðu áskilnað um nýjar kröfur, varnir, rök, máls- ástæður og gögn með vísan til 45. gr. laga nr. 75/1973, en lögðu þó engin gögn fyrir réttinn til stuðnings máli sínu fyrr en skömmu fyrir munnlegan málflutning. 1683 Dómsorð: Hin áfrýjaða áritun er staðfest. Áfrýjendur, dánarbú Svövu Jóhannesdóttur, Guðmundur Guðmundsson og Sigrún Guðmundsdóttir, greiði in solidum stefnda, Magnúsi R. Þórarinssyni, 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. 1684 Fimmtudaginn 30. september 1993. Nr. 278/1990. Dánarbú Svövu Jóhannesdóttur, Guðmundur Guðmundsson og Sigrún Guðmundsdóttir (Jón Oddsson hrl.) gegn Magnúsi R. Þórarinssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.). Áskorunarmál. Víxilmál. 45. gr. laga nr. 75/1973. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjendur, sem skotið hafa máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. júlí 1990 að fengnu áfrýjunarleyfi 20. júní sama ár, krefj- ast sýknu af öllum kröfum stefnda. Þeir krefjast þess og, að máls- kostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti verði felldur niður. Stefndi krefst staðfestingar síðargreindrar áritunar á áskorunar- stefnu um aðfararhæfi og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Mál þetta var höfðað sem áskorunarmál og þingfest í bæjarþingi Reykjavíkur 27. júní 1989 af stefnda gegn eigendum Sunnutorgs sf., þeim Svövu Jóhannesdóttur, Sunnuvegi 27, Reykjavík, og Sigrúnu Guðmundsdóttur, sama stað, til greiðslu skuldar, að fjárhæð 297.135 auk dráttarvaxta. Í stefnu segir enn fremur: „Skuld þessi er samkv. 2 víxlum útg. 11. 9. 1986 af stefnanda, en samþ. til greiðslu í Landsbanka Ísl., Rvk., af K. Bjarnasyni f. h. Sunnutorgs sf. Annar víxillinn var að fjárhæð kr. 150.000 með gjaldd. 20. 11. 1986, en hinn kr. 140.000 með gjaldd. 30. 11. s. á. Víxlarnir voru afsagðir sökum greiðslufalls, og innleysti stefnandi þá til sín 18. 12. s. á. með alls kr. 297.135, sem er stefnufjárhæð máls þessa. Skuld þessi hefur ekki fegist greidd þrátt fyrir ítrekuð greiðslutilmæli, og er málshöfðun því nauðsynleg.“ Af hálfu áfrýjenda var sótt þing við þingfestingu, og fékk umboðsmaður þeirra frest til greinargerðar til 5. september 1989. Þann dag mætti annar lögmaður af hálfu áfrýjenda og fékk frest til greinargerðar til 19. september. Þann dag var enn mætt af hálfu 1685 áfrýjenda og fenginn frestur til greinargerðar til 3. október og aftur til 10. október. Að þeim fresti liðnum var ekki sótt þing af hálfu áfrýjenda. Tók dómari þá málið til áritunar eftir kröfu stefnda. Málið var því næst áritað um aðfararhæfi 2. janúar 1990 með svofelldri áritun: „„Stefnukröfur máls þessa og kr. 38.400 í máls- kostnað, þ. m. t. söluskattur, eru aðfararhæfar frá dagsetningu áritunar þessarar. Vextir af málskostnaði án söluskatts reiknist frá 15. degi frá áritun þessari skv. III. kafla vaxtalaga.““ Fyrir Hæstarétti halda áfrýjendur því fram, að enginn lögmanna þeirra, er sóttu þing í héraði og þar voru bókaðir mættir af hálfu áfrýjenda, hafi haft til þess umboð. Áfrýjendur hafa enga sönnun leitt að þessari staðhæfingu, og teljast lögmennirnir því hafa haft gilt umboð, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 61/1942 um málflytjendur. Áfrýjendur hafa borið það fyrir sig fyrir Hæstarétti, að víxlar þeir, sem um sé að ræða, hafi verið samþykktir til greiðslu af eigin- manni áfrýjandans Sigrúnar Guðmundsdóttur, Kristni Bjarnasyni, sem ekki hafi haft umboð til þess að skuldbinda firmað Sunnutorg sf. Kröfur þær og málsástæður, er áfrýjendur bera fram í Hæsta- rétti, var þeim í lófa lagið að bera fyrir sig í héraði. Verður ekki fallist á, að þeir megi koma þeim að fyrir Hæstarétti, sbr. 45. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands. Ber því að staðfesta hina áfrýjuðu áritun og dæma áfrýjendur in solidum til þess að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Það er athugavert, að áfrýjendur gátu þess í áfrýjunarstefnu 17. júlí 1990, að þeir gerðu áskilnað um nýjar kröfur, varnir, rök, máls- ástæður og gögn með vísan til 45. gr. laga nr. 75/1973, en lögðu þó engin gögn fyrir réttinn til stuðnings máli sínu fyrr en skömmu fyrir munnlegan málflutning. Dómsorð: Hin áfrýjaða áritun er staðfest. Áfrýjendur, dánarbú Svövu Jóhannesdóttur, Guðmundur Guðmundsson og Sigrún Guðmundsdóttir, greiði in solidum stefnda, Magnúsi R. Þórarinssyni, 25.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. 1686 Föstudaginn 1. október 1993. Nr. 226/1993. Leifur Aðalsteinsson og Helgi Vilhjálmsson gegn Fjárfestingarfélaginu Skandia hf. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjendur, Leifur Aðalsteinsson og Helgi Vilhjálmsson, sem eigi sækja dómþing í máli þessu, greiði 10.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir að nýju. Föstudaginn 1. október 1993. Nr. 264/1993. Jörmundur Ingi Hansen gegn Sævari Geir Svavarssyni og Norm-X. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jörmundur Ingi Hansen, sem eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 10.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir að nýju. 1687 Föstudaginn 1. október 1993. Nr. 396/1993. Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Karim Bahi. Kærumál. Gæsluvarðhald fellt úr gildi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 26. september 1993, sem barst réttinum 28. sama mánaðar, en greinargerðir aðila og fleiri gögn bárust í dag. Hann krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara krefst hann þess, að gæsluvarðshaldstími verði styttur. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur, með skírskotun til b-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Ákærði er sakaður um alvarleg brot, og var skilyrðum um gæslu- varðhaldsvist fullnægt, þegar úrskurður var kveðinn upp. Sam- kvæmt gögnum málsins er rannsókn þess á lokastigi. Skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 þykja ekki vera fyrir hendi. Af hálfu sóknaraðila er ekki lengur byggt á a-lið 103. gr. laga nr. 19/ 1991, þar sem ekki þykir hætta á, að varnaraðili geti héðan af torveldað rannsókn málsins. Samkvæmt 110. gr. laganna er unnt að grípa til annarra ráðstafana og léttbærari fyrir varnaraðila en gæsluvarð- halds til að tryggja návist hans hér á landi. Samkvæmt framansögðu er ekki ástæða til að halda varnaraðila lengur í gæsluvarðhaldi, og ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi frá og með uppsögu þessa dóms. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. september 1993. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur lagt fram kröfu, dags. 24. september 1993, þess efnis, að Karim Bahi, f. 1. júlí 1968, til heimilis að Juliana van 1688 Stolberghof 3, 2316 GR Leiden, Hollandi, verði gert að sæta gæsluvarð- haldi allt til föstudagsins 15. október 1993 kl. 16.00 vegna grunar um brot gegn 194. gr. alm. hegningarlaga nr. 19/1940 og einnig vegna grunar um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974. Fimmtudaginn 23. september sl. kom K á skrifstofu RLR og kærði ofan- greindan Karim fyrir nauðgun. Hún segir svo frá fyrir lögreglu, að hún hafi ásamt tveimur vinkonum sínum verið á Bíóbarnum sl. þriðjudags- kvöld, og hafi þær þá hitt kærða og tvo vini hans. Eftir lokun barsins hafi stúlkurnar farið í bíl með kærða og einum vini hans í þeim tilgangi að fá hjá þeim kókaín. Eftir nokkurn akstur hafi þau síðan farið inn á veitingahúsið Kaffitorg, Hafnarstræti 20, í þeim tilgangi að taka inn kókaín, en vinur kærða, vitnið Karim Hellal, hafi haft lykla að þeim stað. Brot þau, er kærði er grunaður um, geta varðað hann meira en tíu ára fangelsi. Rannsókn máls þessa er ekki lokið, og lögregla á eftir að yfirheyra fleiri vitni í málinu. Einnig hefur verið send fyrirspurn um kærða til Inter- pol í Hollandi, en hann er erlendur ferðamaður og á að eigin sögn bókað far til Hollands næstkomandi sunnudag. Eins og atvikum máls þessa er háttað, þykja hvorki 109. gr. né 110. gr. laga nr. 19/1991 eiga við í málinu. Með hliðsjón af framansögðu, rannsóknargögnum öllum og skírskotun til a- og b-liðar 103. gr. laga nr. 19/1991 ber að taka kröfu Rannsóknar- lögreglu ríkisins til greina, eins og hún er fram sett. Úrskurðarorð: Kærði, Karim Bahi, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 15. október 1993 kl. 16.00. 1689 Mánudaginn 4. október 1993. Nr. 391/1993. Ákæruvaldið gegn Jóhanni Halldóri Þorgeirssyni. Kærumál. Verjendur. Vitni. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnar M. Guðmunds- son, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru, sem hann tilkynnti héraðsdómara í þinghaldi 23. september sl. eftir uppsögu hins kærða úrskurðar. Kæran barst réttinum sama dag, en greinargerðir aðila ásamt gögnum frá varnaraðila bárust nokkrum dögum síðar. Varnaraðili krefst þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að skipa Hilmar Ingimundarson hæsta- réttarlögmann verjanda sinn í sakamálinu nr. 459/1993: Ákæru- valdið gegn Jóhanni Halldóri Þorgeirssyni o. fl. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Af hálfu ákæruvalds er krafist staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 1993. Ár 1993, fimmtudaginn 23. september, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Sverri Einarssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi. Með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 7. þ. m., er höfðað mál á hendur ákærða, Jóhanni Halldóri Þorgeirssyni, Álfheimum 25, Reykjavík, til refsingar fyrir skjalafals með því að hafa fyrir um tíu árum falsað á 1690 sjö veðskuldabréf, hvert að fjárhæð 50.000 krónur, framsalsáritanir sér til handa, eins og nánar er lýst í ákæru, og að hafa framvísað bréfunum með þessum framsölum til innheimtu í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Þá er krafist upptöku bréfanna, og í því efni er málið einnig höfðað gegn Jóhönnu Lucindu Vilhjálmsdóttur Heiðdal, Háteigsvegi 19 í Reykjavík. Við þingfestingu málsins 16. þ. m. kröfðust ákærði og lögmaður hans, Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður, þess, að orðið yrði við því, að lögmaðurinn hlyti skipun sem verjandi ákærða í málinu. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari lýsti yfir, að ekki væri unnt að verða við þessu, og vísaði í 3. tl. 39. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, en lögmaðurinn hefði þegar verið yfirheyrður sem vitni í málinu hjá rannsóknarlögreglu, og þess yrði krafist, að hann kæmi fyrir dóminn sem vitni. Þá væri í ákæru vikið að lögmanninum, sem samkvæmt framburði ákærða ætti að vera vörslumaður allra þeirra gagna, sem legið hefðu til grundvallar viðskiptunum. Lögmaðurinn sagði, að hann teldi ákæruvaldið ekki geta með þessum hætti gert lögmann vanhæfan sem verjanda ákærðs manns. Skýrslan, sem hann hefði gefið á sínum tíma hjá rannsóknarlögreglu, fjallaði ekki um það sakarefni, sem ákært væri fyrir í máli þessu, þ. e. fölsun umræddra bréfa, heldur eingöngu um innheimtu á skuldabréfunum, og einnig hefði lögmaðurinn afhent rannsóknarlögreglu gögn varðandi viðskipti ákærðu, Jóhönnu Lucindu, vegna þessara skuldabréfa. Að lokum sagði verjandi, að verjandi yrði ekki vanhæfur, þótt ákæruvaldið nefndi hann á nafn í ákæru, sem sé ekki í neinum tengslum við ákæruefnið. Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður mætti samkvæmt gögnum málsins 24. janúar 1988 sem vitni vegna innheimtu skuldabréfanna sjö og gerði grein fyrir afskiptum sínum af þeim. Fyrir liggur einnig, að ákæru- valdið óskar eftir, að lögmaðurinn verði yfirheyrður sem vitni í málinu. Þessi tvö atriði eru að mati dó:nsins ein sér næg ástæða til þess, að dómur- inn hefur samkvæmt 3. tl. 39. gr. laga um meðferð opinberra mála ekki heimild til þess að skipa lögmanninn verjanda ákærða. Er því synjað um að skipa Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmann verjanda ákærða, Jóhanns Halldórs Þorgeirssonar, í máli þessu. Úrskurðarorð: Synjað er kröfu þess efnis, að Hilmar Ingimundarson hæstaréttar- lögmaður verði skipaður verjandi ákærða, Jóhanns Halldórs Þorgeirs- sonar, í máli þessu. 1691 Þriðjudaginn 5. október 1993. Nr. 210/1993. Norrex hí. gegn Kassagerð Reykjavíkur hf. Málskostnaðartrygging. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir og Gunnar M. Guðmundsson. Við þingfestingu máls þessa í Hæstarétti 1. október 1993 var þess krafist af hálfu stefnda, að áfrýjanda yrði gert skylt að leggja fram málskostnaðartryggingu. Áfrýjandi krefst þess, að kröfu stefnda verði hafnað og málinu frestað til febrúarmánaðar 1994. Þá krefst hann málskostnaðar vegna þessa þáttar málsins. Rök stefnda eru þau, að áfrýjandi sé eignalaust hlutafélag með litla ef nokkra starfsemi og hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík liggi þrjár óafgreiddar beiðnir um aðför hjá áfrýjanda. Byggir stefndi kröfu sína á b-lið 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 58. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands. Heldur hann því fram, að hér sé um einfalt skuldamál að ræða. Af hálfu áfrýjanda er kröfu stefnda mótmælt og því haldið fram, að af hálfu stefnda hafi engar líkur verið leiddar að því, að áfrýj- andi sé ófær til greiðslu málskostnaðar. Fullyrðingar um eignaleysi séu engum gögnum studdar, og sé þeim mótmælt sem algjörlega tilhæfulausum. Þá mótmælir hann því, að um einfalt skuldamál sé að ræða. Krafa áfrýjanda sé um sýknu og byggð á aðildarskorti, en hann hafi hvorki pantað né veitt viðtöku þeim vörum, sem stefndi krefjist greiðslu á. Stefndi hefur gegn mótmælum áfrýjanda ekki leitt nægar líkur að því, að hann sé ófær um greiðslu málskostnaðar. Er því ákvæði b-liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 58. gr. laga nr. 75/1973 um framlagningu málskostnaðartryggingar sem skilyrði þingfestingar ekki fyrir hendi. Ber því að hafna kröfu stefnda. Stefndi greiði áfrýjanda 12.000 krónur í málskostnað. 1692 Dómsorð: Kröfu stefnda um málskostnaðartryggingu er hafnað. Mál- inu er frestað til febrúar 1994 að kröfu áfrýjanda. Stefndi, Kassagerð Reykjavíkur hf., greiði áfrýjanda, Norrex hf., 12.000 krónur í málskostnað. 1693 Fimmtudaginn 7. október 1993. Nr. 194/1990. Salóme Högnadóttir og Jón Aðalsteinn Jónsson (Valgeir Kristinsson hrl.) gegn Kolbrúnu Matthíasdóttur (Ragnar Aðalsteinsson hrl.). Fasteign. Kaup. Galli. Skaðabætur. Afsláttur. Málsástæður. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. maí 1990. Þau krefjast þess, að stefnda verði dæmd til að greiða þeim 1.299.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxta- laga nr. 25/1987 frá 13. október 1988 til greiðsludags. Þau krefjast og málskostnaðar úr hendi stefndu í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Í hinum áfrýjaða dómi er lýst kaupum áfrýjenda á einbýlishúsinu nr. 11 við Akurholt í Mosfellsbæ af stefndu. Áður en til afsals kom, fengu áfrýjendur dómkvadda matsmenn til að segja til um orsakir myndunar sprungna í gólfplötu hússins og leka eða rakamyndunar í lofti þess, segja fyrir um úrbætur og meta kostnað við þær. Þau höfðu áður borið fram kvörtun við stefndu út af göllum á húsinu, en stefnda hafði með öllu hafnað ábyrgð sinni á þeim. Hún hefði ekki staðið að byggingu hússins og hefði hvorki orðið vör við sprungur Í gólfplötu né leka í húsinu. Hún hefði engu leynt áfrýj- endur um ástand hússins, er hún seldi þeim það. Við útgáfu afsals 11. júlí 1988 áskildu áfrýjendur sér rétt til heimtu bóta vegna galla og alls kostnaðar í því sambandi. Var yfirlýsing um þetta móttekin af hálfu stefndu án viðurkenningar á bótaskyldu. Í héraðsdómsstefnu kemur fram, að krafa áfrýjenda sé byggð á reglum skaðabótaréttar og dómvenjum íslensks réttar um bóta- ábyrgð seljanda á göllum í fasteignaviðskiptum. Í greinargerð af þeirra hálfu í héraði er vísað til ákvæða 1. og 2. mgr. 42. gr. laga 1694 nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Það er þó ekki reifað eða rökstutt í sóknargögnum, að þau krefjist afsláttar af kaupverði, ef bótakrafa þeirra nái ekki fram að ganga, og var gagnaöflun í héraði ekki við það miðuð. Við munnlegan málflutning í héraði var því haldið fram, að krafa þeirra væri krafa um bætur eða afslátt. Af hálfu stefndu var því mótmælt, að í kröfu stefnenda fælist krafa um afslátt. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti kom einnig fram af hálfu áfrýjenda, að í kröfugerð þeirra fælist krafa um skaðabætur eða afslátt af kaupverði. Af hálfu stefndu er því mótmælt, að krafa áfrýjenda hafi að geyma kröfu um afslátt, og því haldið fram, að málið verði ekki dæmt á þeim grundvelli í Hæstarétti. Héraðsdómur hafi hafnað því, að krafa áfrýjenda feli í sér kröfu um afslátt, og hafi því ekki dæmt um slíka kröfu. Hér sé um að ræða nýja málsástæðu fyrir Hæsta- rétti, sem áskilnaður hafi ekki verið gerður um í áfrýjunarstefnu, og ekki sé hennar getið Í greinargerð áfrýjenda fyrir Hæsta- rétti. Í forsendum að niðurstöðu héraðsdóms kemur fram, að krafa stefnenda, áfrýjenda fyrir Hæstarétti, sé krafa um bætur. Er ljóst, að héraðsdómur hefur hafnað því, að krafa áfrýjenda sé jafnframt krafa um afslátt, og hefur hann ekki dæmt um kröfugerð áfrýjenda á þeim grundvelli. Er hér um að ræða nýja málsástæðu fyrir Hæsta- rétti, og er skilyrðum 45. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands ekki fullnægt svo, að afstaða verði til hennar tekin í máli þessu. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðs- dóms ber að staðfesta hann. Áfrýjendur greiði stefndu 90.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Áfrýjendur, Salóme Högnadóttir og Jón Aðalsteinn Jóns- son, greiði stefndu, Kolbrúnu Matthíasdóttur, 90.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. 1695 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 3. apríl 1990. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 23. f. m., er höfðað hér fyrir þinginu með stefnu, birtri 17. febrúar 1989. Stefnendur eru Salóme Högnadóttir og Jón Aðalsteinn Jónsson, Akur- holti 11, Mosfellsbæ. Stefnda er Kolbrún Matthíasdóttir, Seljabraut 18, Reykjavík. Dómkröfur stefnenda eru þessar: að stefnda greiði 1.299.000 kr. með dráttarvöxtum skv. Ill. kafla vaxta- laga frá 13. 10. 1988 til greiðsludags og málskostnað L.....1. Dómkröfur stefndu eru þessar: að hún verði alsýknuð af öllum kröfum stefnenda, sem verði gert að greiða henni málskostnað l.....1. Með stefnum, birtum 9. október 1989, stefndi Kolbrún Matthíasdóttir þeim Pétri Sölva Þorleifssyni, Byggðarholti 51, Mosfellsbæ, og Eyþóri Þórarinssyni, Eskiholti 1, Garðabæ, til þess að gæta réttar síns í máli þessu. Réttargæslustefndu mættu í málinu, en hafa ekki gert kröfur af sinni hálfu, enda kröfum ekki að þeim beint. I. Stefnendur kveða málavexti þá, að með kaupsamningi, dags. 25. mars 1987, hafi þau keypt af stefndu einbýlishúsið nr. 11 við Akurholt í Mosfells- bæ. Kaupverðið hafi verið 5.500.000 kr., sem hafi verið greitt með 4.100.772 kr. á tímabilinu mars 1987 — júlí 1988, yfirtöku áhvílandi veð- skulda, að fjárhæð 269.228 kr., og útgáfu handhafaskuldabréfs, að fjár- hæð 1.130.000 krónur. Húsið hafi verið afhent stefnendum 15. maí 1987, og hafi afsal verið gefið út 11. júlí 1988. Húsið hafi verið reist 1972/1974 af Eyþóri Þórarinssyni eftir teikningu frá Húsnæðisstofnun ríkisins, en Finnur Jóhannsson húsasmíðameistari muni hafa annast smíði þess. Það sé steinsteypt, á einni hæð, 136 fermetrar brúttó auk bílgeymslu. Teikningar hafi verið samþykktar í byggingarnefnd Mosfellshrepps 28. nóvember 1972, og hafi fokheldisvottorð verið gefið út 13. maí 1974. Eyþór hafi selt húsið Pétri Þorleifssyni 10. desember 1980, og hafi Pétur selt húsið stefndu og eiginmanni hennar 4. maí 1981. Fljótlega eftir afhendingu hafi stefnendur orðið vör við, að gólf í stofu, skála og gangi voru sprungin. Í fyrsta þíðukafla veturinn 1987/1988 hafi komið verulegur leki frá þaki, einkum á útveggjum. Brúnleitir taumar hafi tekið að renna niður veggi í stofu og gangi. Með bréfi, dags. 19. janúar 1988, hafi lögmaður stefnenda tilkynnt stefndu um gallana, þ. e. miklar sprungur í gólfum og lekann frá þakinu. Með bréfi, dags. 8. mars 1988, hafi lögmaður stefndu tilkynnt, að stefnda hafi ekki orðið vör við umrædda - 1696 galla og því teldi stefntla sig enga ábyrgð bera á þeim göllum, sem á húsinu kynnu að vera, og hún hafi engu leynt við sölu hússins. Hinn 21. mars 1988 hafi lögmaður stefnenda óskað eftir dómkvaðningu matsmanna til þess að skoða og meta gallana og orsök þeirra. Hinn 19. apríl hafi verið dómkvaddir þeir Hákon Ólafsson verkfræðingur og Magnús Guðjónsson húsasmíðameistari, og hafi þeir skilað mati sínu 13. október 1988. Niðurstaða þeirra sé þessi: Gólf: 1. Matsmenn telja orsök sprungna í gólfi vera annars vegar þurrkrýrnun í ílögn og hins vegar rýrnun í frauðplasti því, sem ílögnin hvílir á. 2. Matsmenn telja, að umræddar sprungur séu í raun ekki skaðlegar, þar sem ílögn sé ekki laus eða misgengi á sprungubörmum. Teppi, sem er á gólfum, hylur slíkar sprungur, og verður þeirra ekki vart. Þar sem mis- gengi er og ílögn að nokkru laus, leggja matsmenn til, að ílögn verði fjar- lægð, sömuleiðis plast þar undir og steypt að nýju. Er hér um að ræða hluta ílagnar í „holi“ og við gang, en þar er u. þ. b. 5 til 10 ferm. fleki laus. Til þess að ekki sé hætta á, að hinar víðu sprungur valdi óþrifnaði af einhverju tagi, telja matsmenn ráðlegt að loka þeim með venjulegum múr. Kostnað við þessar aðgerðir telja matsmenn vera: vinna kr. 18.000 efni — 5.000 annað — 3.000 Samtals kr. 26.000 Matsmenn telja ekki hættu á, að sprungur haldi áfram að myndast, þar sem bæði múr og einangrun hafa fyrir löngu hætt að rýrna. Þak: Matsmenn telja, að umræddur leki stafi af rakaþéttingu í þaki, þegar kalt veður er úti. Ástæður rakaþéttingar telja matsmenn vera þær, að engin loftræsting er í þaki og að rakavarnarlag er ófullkomið. Í langvarandi frostkafla getur safnast svo mikið af raka vegna þéttingar, að leka verður vart. Til þess að koma í veg fyrir rakaþéttingu í lofti verður að loftræsta þakið á fullnægjandi hátt og setja þá virkt vindvarnarlag ofan einangrunar ásamt rakavarnarlagi neðst í þaki. Þetta er sú aðferð, sem byggingarreglugerð gerir ráð fyrir. Einnig telja matsmenn mögulegt að byggja upp óloftræst þak, svo að í lagi sé, en þá verður að treysta á, að rakavarnarlag sé alveg lýtalaust og að önnur lög ofar í þaki, svo sem þakpappi, séu opin gagnvart rakastreymi. Slík þök krefjast sérstakrar vandvirkni í framkvæmd og efnisvali. 1697 Vegna hinna greinilegu lekamerkja telja matsmenn ljóst vera, að fram- kvæmd og/eða uppbygging þaks sé ekki þannig, að unnt sé að sleppa loft- ræstingu, og hafa matsmenn séð, að rakavarnarlag er ekki að fullu þétt, t. d. við útveggi og þar sem raflagnir liggja Í gegn. Með tilliti til þess, sem að framan greinir, telja matsmenn nauðsynlegt að loftræsta þakið. Jafnframt því telja matsmenn einnig nauðsynlegt að setja vindþéttilag ofan einangrunar, sem gera má með nánar tilteknum hætti, sem lýst er í matsgerð. Matsmenn meta kostnað vegna þaksins þannig: efni 237.000 kr., vinna 546.000 kr., akstur, vélaleiga 30.000 kr., samtals 813.000 kr., kostnað við málningu og hreinsun auk þess 60.000 kr. Þá telja matsmenn, að það taki tvo mánuði að gera þær úrbætur, sem lýst er í matsgerð, og að húsið verði óíbúðarhæft, meðan á framkvæmdum stendur. Stefnukröfur stefnenda sundurliðast sem hér segir: a. kostnaður vegna sprungna í gólfi kr. 26.000 b. kostnaður vegna galla á þaki — 813.000 c. málning og hreinsun 60.000 d. húsaleiga í tvo mánuði — 100.000 e. bætur fyrir óþægindi — 300.000 Samtals kr. 1.299.000 Liðir a-c eru byggðir á niðurstöðu dómkvaddra matsmanna, og húsaleiga miðast við 50.000 kr. pr. mánuð; e-liður er vegna mikilla óþæginda stefn- enda vegna gallanna á húseigninni. Við útgáfu afsals fyrir húseigninni il. 7. 1988 var jafnframt gefin út yfirlýsing af stefnendum um áskilnað til bóta vegna ofangreindra galla svo og alls kostnaðar, þ. á m. vegna meðferðar málsins hjá lögmanni og fyrir dómstólum. Yfirlýsingin var undirrituð af stefndu án viðurkenningar á bótaskyldu. Málsástæður og lagarök stefnenda. Stefnendur reisa dómkröfur sínar á reglum skaðabótaréttar og dómvenj- um íslensks réttar um bótaskyldu seljanda á göllum í fasteignaviðskiptum. Stefnda beri fulla ábyrgð gagnvart stefnendum á göllum þeim, sem á hús- eigninni séu á þaki og gólfi og lýst sé í mati hinna dómkvöddu matsmanna, og beri að svara stefnendum bótum í samræmi við það. Fram lagðir reikn- ingar stefnenda fyrir viðgerðarkostnaði sýni réttmæti matsgerðar um fjár- hæðir. Upplýst sé, að húseignin hafi verið gölluð, þegar kaupin fóru fram, sem stefnda hafi ekki látið vita af og stefnendur, sem ekki séu byggingarfróðir, 107 1698 hafi ekki getað séð við skoðun. Húseignin hafi ekki fullnægt kröfum kaup- enda um áskilda kosti eignarinnar. Stefnendur vitna í lögjöfnun frá 42. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjár- kaup. Stefnda hafi vitað eða mátt vita um gallana. Jafnvel þótt talið væri, að stefndu hafi ekki verið um gallana kunnugt, beri hún ábyrgð samkvæmt kaupsamningi sínum við stefnendur. Þeir hafi ekki þurft að búast við, að vel útlítandi einbýlishús, sem reist hafi verið 1974, væri með slíka galla. Frágangur þaks hafi verið brot á byggingarsamþykkt frá 14. febrúar 1967, gr. 7.3.2., sem kveði á um, að öll þök skuli loftræsa milli einangrunar og ystu klæðningar og að setja skuli rakavarnarlag innan einangrunar, þar sem vænta megi loftrakastreymis gegnum einangrunina. Við munnlegan málflutning sagði lögmaður stefnenda, að krafa stefn- enda væri bótakrafa eða krafa um afslátt. Stefnendur vísa í algerlega hliðstæðan dóm Hæstaréttar frá 7. desember 1989 um húsið að Brekkuseli 28. Þar hafi verið staðfestur með skírskotun til forsendna dómur bæjarþings Reykjavíkur, sem skipaður hafi verið sér- fróðum meðdómendum, að seljendum hússins hafi verið ókunnugt um frá- gang á útloftunaropum í þakrými og að þeir hafi verið í góðri trú, er þeir hafi gefið upplýsingar. Hins vegar hafi það ekki firrt þá ábyrgð á þeim göllum, sem fram komu, „þar sem aðalstefnendur máttu ætla, að þeir væru að kaupa eign, sem ekki væri haldin þessum eiginleikum“, eins og segi Í forsendum. Þetta sé grundvöllur bótaábyrgðar stefndu, og um þetta séu fræðimenn sammála. Þarna sé slegið fastri hlutlægri bótaábyrgð seljanda fasteignar á leyndum göllum. II. Stefnda segir, að hún og eiginmaður sinn hafi keypt húsið af Pétri Þorleifssyni og tekið við því í maí 1980. Við kaupin hafi þau spurt Pétur um leka og hann svarað, að enginn leki væri í húsinu. Þau hjónin hafi málað húsið að innan, eftir að þau fluttust í það, og breytt einu herbergi. Aðrar breytingar eða endurbætur hafi ekki verið gerðar. Engin merki um leka hafi verið, þegar þau fengu húsið. Baðherbergi hafi verið með vegg- fóðri, sem þau hafi látið óhreyft. Föst teppi hafi verið í húsinu, sem þau hafi látið óhreyfð einnig, og þau hafi fylgt við söluna til stefnenda. Eiginmaður stefndu hafi látist 25. janúar 1982, og hafi hún eftir það búið að mestu leyti ein í húsinu. Hún hafi aldrei orðið vör við neinar sprungur í gólfi né leka frá þaki. Hún hafi verið með myndir á veggjum og hillur með bókum, og aldrei hafi verið raki eða slagi neins staðar. Hiti hafi verið ágætur í húsinu. Hinn 23. mars 1987 hafi stefnendur gert kauptilboð í eignina, sem hún hafi gengið að, og hafi kaupsamningur verið gerður 25. mars. Stefnendur 1699 hafi skoðað eignina mjög rækilega, og hafi stefnandi Jón fengið lánaða garðslöngu, sem hann hafi notað til þess að dæla vatni yfir þak hússins til þess að fullvissa sig um, að ekki læki. Eftir bréf stefnenda, dags. 19. janúar 1988, hafi verið samþykkt að fara á staðinn ásamt tveimur smiðum, til kvöddum af stefnendum, til þess að skoða hina ætluðu galla. Af hálfu lögmanns stefndu hafi verið tekið skýrt fram, að á engan hátt væri bótaskylda viðurkennd. Þetta hafi verið ítrekað í bréfi, dags. 8. mars 1988, þar sem jafnframt hafi verið bent á, að við skoðunina hafi komið í ljós, að hér væri um smíðagalla að ræða, og stefnda gæti á engan hátt borið ábyrgð á þeim, þar sem hún hefði hvorki byggt húsið né haft hugmynd um eiginleika þess og í engu leynt kaupendur um ástand þess við söluna. Málsástæður og lagarök stefndu. Stefnda styður kröfur sínar um sýknu í fyrsta lagi því, að sér hafi verið með öllu ókunnugt um galla þá, sem stefnendur telja vera á húsinu. Hún hafi búið ein í húsinu, eftir að eiginmaður hennar féll frá, skömmu eftir að hún festi kaup á eigninni. Hún hafi aldrei orðið vör við sprungur í gólfi, enda hafi sömu teppi verið á gólfum við sölu eignarinnar og voru, er hún keypti hana. Þá komi greinilega fram í mati hinna dómkvöddu matsmanna, að teppið hylji sprungurnar og þeirra verði ekki vart. Þá komi og fram, að misgengi sé ekki að finna á sprungum þessum nema á einum stað. Stefnda sé hins vegar haldin líkamlegri bæklun, þar sem hún hafi snúinn fót um mjöðm, sem leiði til þess, að örðugt sé fyrir hana að gera sér grein fyrir misfellum á gólfi. Stefnda hafi aldrei orðið vör við leka á eigninni, hvorki af völdum utanaðkomandi vatns né vegna þéttingar innan frá, enda hefði leki, slíkur sem lýst sé í margnefndu mati, vart leynst kaupendum við skoðun. Fúa hafi ekki orðið vart við skoðun. Þyki það ótvírætt benda til þess, að rakinn hafi tiltölulega nýlega komist í þakið. Stefnda hafi því hvorki vitað né mátt vita um fram komna galla, þá er kaup fóru fram, og því sé ekki um atferli af hennar hálfu að ræða, sem leiða eigi til bótaskyldu af hennar hálfu. Í öðru lagi reisir stefnda sýknukröfu sína á því, að fram komnir gailar séu smíðagallar, sem hún beri enga ábyrgð á, enda hafi hún hvorki smíðað húsið né haft nokkuð um smíði þess að segja. Stefnendur hafi tekið við afsali, sem áritað sé af báðum aðilum án athugasemda. Með viðtöku sinni á afsalinu hafi stefnendur í raun fallist á allar þær kröfur, sem stefnda kunni að hafa átt á hendur heimildarmanni sínum. Yfirlýsing stefnenda geti þar engu um breytt, enda hafi stefnda ævinlega hafnað því, að hún væri bótaskyld vegna fram kominna galla á húseigninni. Þá séu engin rök fyrir því að dæma stefndu bótaskyldu á hlutlægum grunni. 1700 Þá sé þeirri málsástæðu, að húseignin hafi ekki fullnægt kröfum um áskilda kosti, allsendis hafnað. Hvergi komi fram, hvorki í kaupsamningi né afsali, að kaupendur hafi sett fram kröfur um áskilda kosti né að stefnda hafi ábyrgst, að um slíka kosti eða eiginleika væri að ræða. Að því er varði sprungur í gólfi, hafi stefnendur ekki getað vænst þess, að ekki væri á húseigninni einhver missmíði, bæði miðað við aldur hússins og svo það, að það er reist á þeim stað og þeim tíma, að ekki var gerð krafa um meistaraskyldu, þ. e., að faglærður iðnmeistari hefði yfirumsjón með smíði hússins. Stefnendur hafi því mátt búast við því, að eignin væri lakari að gæðum en gerist og gengur um sambærileg hús, þar sem meistara- skyldu er krafist. Kröfu um kostnað vegna galla á þaki sé mótmælt sem rangri og allt of hárri. Samkvæmt úrbótum hinna dómkvöddu matsmanna sé nánast lagt til, að þak verði að meira eða minna leyti endursmíðað, en orsök fram kominna galla telja þeir vera tjöruhamp, sem troðið hafi verið milli borða- klæðningar og veggjar. Stefnda telji, að á einfaldan og mun ódýrari hátt hafi mátt fjarlægja hampinn með því að krækja honum út utan frá. Hvað varði ófullkomleika rakavarnarlagsins, sé hann ekki meiri en stefnendur hafi mátt búast við, miðað við það, að húsið sé byggt utan meistaraskyldu. Stefnda bendir á, að húseignin hafi ekki verið máluð að innan í þó nokk- ur ár, áður en stefnendur keyptu hana. Stefnendur hafi ekki sýnt fram á, að þeir hafi orðið fyrir kostnaði af málun umfram það, sem telja má til eðlilegs viðhalds eignarinnar. Kröfu um húsaleigu sé eindregið mótmælt, bæði sem of hárri og óþarfri. Miðað við, að orsök gallans í þaki sé fjarlægð á þann hátt, sem stefnda vitni til, sé allsendis óþarft fyrir stefnendur að flytja úr húsinu á meðan. Kröfu stefnenda um bætur fyrir óþægindi sé með öllu hafnað. Stefnend- ur hafi engan veginn sýnt fram á, að asmaköst eins barna þeirra stafi á nokkurn hátt af fram komnum göllum. Þá hafi loftræsting á þaki harla lítil áhrif á rakastig í húsinu. Sá raki ráðist einkum af umgengnisvenjum þeirra, er á eigninni búa, s. s. þvottavenjum, kyndingu og því, hvort eignin sé vel loftræst eða ekki. Stefnda tekur sérstaklega fram, að hlutlæg ábyrgð sín komi ekki til greina, þar sem upplýst sé um saknæmt atferli þess, sem byggði, smíðaði þakið og braut gegn byggingarsamþykkt um frágang þaksins. Lögmaður stefndu mótmælti við munnlegan málflutning, að krafa stefn- enda væri afsláttarkrafa, málið hefði verið höfðað og flutt sem skaðabóta- mál. Stefnda mótmælir því, að Brekkuselsdómurinn hafi nokkurt fordæmis- gildi í máli þessu. Hann sé gerólíkur að því leyti, að þar hafi upphaflegur byggjandi hússins, sem sjálfur hafi verið sérfróður um húsbyggingar, selt 1701 húsið og sagt frá, að leki hafi komið upp, en að með aðgerðum hafi verið unnt að komast fyrir lekann og hans ekki orðið vart í hálft annað ár. Það séu þessi ummæli, sem dómurinn hafi fjallað um og talið, að þau hafi verið sögð í góðri trú. Sérstaklega sé tekið fram, að kaupendur hafi mátt treysta fullyrðingum seljanda, sem hafi verið byggingafræðingur að mennt. Ekkert af þessum veigamiklu atriðum eigi við í þessu máli. Hér sé aðstað- an sú, að kona, sem á engan hátt sé sérfróð um húsbyggingar, hafi selt hús, sem tveir eigendur hafi átt á undan, og aldrei hafi orðið vart þeirra galla, sem nú hafi komið í ljós. Il. Stefnendur máls þessa krefja stefndu um bætur vegna galla á húseign þeirri, sem þeir keyptu af henni með kaupsamningi 25. mars 1987. Þeir kveða gallana annars vegar vera sprungur í gólfi hússins, sem stafi af þurrk- rýrnun, og hins vegar vansmíði þaks, þar sem engin loftræsting sé í því og rakavarnarlag ófullkomið. Sprungur í gólfi. Samkvæmt mati hinna dómkvöddu matsmanna teljast sprungur þessar ekki skaðlegar. Tekið er fram, að þeirra verði ekki vart undir teppum og að smávægilegur kostnaður sé við að fylla upp í þær. Fallast ber á þetta mat hinna dómkvöddu matsmanna. Verður því ekki talið, að sprungur þessar séu galli á húsinu, sem bótaskyldur geti talist, enda báru stefnendur þær ekki fyrir sig, þegar þeirra varð vart. Frágangur þaks. Samkvæmt mati hinna dómkvöddu matsmanna eru gallar þessir vansmíði á þaki hússins, þar sem engin loftræsting er í þakinu og rakavarnarlag er ófullkomið. Þessi frágangur getur leitt til rakaþéttingar og afleits leka. Fallast ber á mat hinna dómkvöddu matsmanna. Frágangur þessi er brot á ákvæði 7.3.2. í byggingarsamþykkt frá 14. febrúar 1967. Stefnda átti engan þátt í smíði hússins. Telja verður upplýst, að stefnda hafi ekki orðið vör við neinn leka og enginn af fyrri eigendum hússins. Þar af leiðandi er leitt í ljós, að rakaþétting sú, sem stafaði af frágangi þaksins, hefur ekki verið svo mikil, að hún kæmi fram sem leki fyrr en veturinn 1987/1988. Þar sem gallar þessir stöfuðu hvorki af tilverknaði stefndu né voru eða áttu að vera henni kunnir, er hún seldi stefnendum húsið, verður hún ekki talin bera ábyrgð á þeim gagnvart stefnendum. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnenda í máli þessu og dæma stefnendur til þess að greiða henni málskostnað, sem ákveðst 150.000 kr. ásamt vöxtum. Dóminn kváðu upp Garðar Gíslason borgardómari, dr. Ragnar Ingimars- son verkfræðingur og Sæbjörn Kristjánsson tæknifræðingur. 1702 Dómsorð: Stefnda, Kolbrún Matthíasdóttir, skal vera sýkn af kröfum stefn- enda, Salóme Högnadóttur og Jóns Aðalsteins Jónssonar, í máli þessu. Stefnendur greiði stefndu 150.000 kr. í málskostnað, er beri dráttar- vexti skv. III. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. 1703 Fimmtudaginn 7. október 1993. Nr. 24/1990. — Krossey hí. (Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl.) gegn Skipatryggingu Austfjarða (Árni Halldórsson hrl.). Bátaábyrgðarfélag. Vátrygging. Iðgjöld. Vextir. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 16. janúar 1990. Hann krefst þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og hann sýknaður af öllum kröfum stefnda í málinu. Jafnframt verði stefnda gert að greiða sér 721.497 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 15. apríl 1986 til greiðsludags. Sú krafa er hin sama og lýst var í gagnstefnu í héraði, en við málflutning hér fyrir dómi leiðrétti áfrýj- andi kröfuna og lækkaði höfuðstól hennar í þessa fjárhæð. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara þess, að málskostnaður verði felldur niður. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. 1. Mál þetta varðar uppgjör á vátryggingariðgjöldum og vátrygg- ingarbótum fyrir vélbátinn Hafnarey, SF 36, eign áfrýjanda, sem brotnaði og sökk, þegar á hann var siglt við bryggju á Höfn í Hornafirði hinn 13. janúar 1986. Vélbátur þessi var fiskiskip, 81 brúttólest að stærð, og vátryggður skyldubundinni skaðatryggingu hjá stefnda samkvæmt 2. gr. laga nr. 18/1976 um bátaábyrgðar- félög, sbr. og 2. gr. reglugerðar nr. 367/1976 um sama efni. Átti áfrýjandi jafnframt skyldubundna aðild að félagi stefnda sam- kvæmt 2. mgr. 7. gr. laganna. Áhætta í vélbátnum var endurtryggð hjá Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, svo sem skylt var samkvæmt 2. mgr. 8. gr. umræddra laga, sbr. og a-lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 1704 37/1978 um það fyrirtæki. Sjópróf vegna atburðarins voru haldin á Höfn 15. janúar 1986 að beiðni áfrýjanda og að viðstöddum full- trúa vátryggjenda. Sérstök virðing á vélbátnum fór ekki fram, en óumdeilt er, að hann hafi þá þegar verið talinn óbætandi. Eftir missi bátsins festi áfrýjandi kaup á nýju fiskiskipi, 101 brúttólest að stærð, eins og að er vikið í hinum áfrýjaða dómi. Var það ekki háð umræddri vátryggingarskyldu, og tryggði áfrýjandi það hjá öðru félagi. Ágreiningur milli málsaðila hefur ekki verið lagður fyrir gerðar- dóm samkvæmt 19. gr. laga nr. 18/1976, enda höfðaði stefndi málið í héraði til innheimtu iðgjalda vegna vélbátsins, sem hann taldi venjuleg og óumdeild að fjárhæð. Áfrýjandi krafðist í önd- verðu frávísunar málsins á þeirri forsendu, að það bæri undir gerðardóm, en féll síðar frá þeirri afstöðu og bar fram gagnkröfu í málinu til skuldajafnaðar og sjálfstæðs dóms. Var stefndi sam- þykkur þeirri tilhögun, þótt telja mætti gagnkröfuna fallna til meðferðar fyrir gerðardóminum. Eins og kröfugerð aðila og hags- munum er háttað, þykja ákvæði umræddrar 19. gr. ekki eiga að leiða til þess, að málinu verði nú vísað frá héraðsdómi ex officio. Il. Vátryggingarfjárhæð Hafnareyjar, SF 36, sem gjaldkræf varð við skipskaðann, nam 19.137.480 krónum. Samábyrgðin annaðist uppgjör á henni fyrir hönd stefnda, svo sem venja var um altjón. Reiddi fyrirtækið af hendi samtals 19.128.813,69 krónur í tjón- bætur á tímabilinu frá 17. febrúar til 12. ágúst 1986, eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi, þar af 14.147.262 krónur með beinum greiðslum til áfrýjanda, en annað með greiðslum til veðhafa og lánardrottna hans. Fóru þær fram, án þess að formleg útborgunar- krafa frá áfrýjanda kæmi til. Hinn ógreiddi mismunur, 8.666,31 króna, var sýndur á yfirliti til áfrýjanda haustið 1986. Stóð hann óhreyfður um sinn, en var síðar hækkaður um 306.960,97 krónur, sem endurtryggjandinn og stefndi færðu áfrýjanda til tekna vegna vaxta eftir eindaga bótagreiðslna, eða í 315.627,28 krónur. Við útborgun tjónbótanna var ekki tekið tillit til útistandandi vátryggingariðgjalda vegna vélbátsins, en í nóvember 1986 kallaði 1705 stefndi eftir greiðslu á þeim. Var þar aðallega um að ræða eftir- stöðvar af iðgjaldi ársins 1985 og iðgjald fyrir 1986, lækkað með tilliti til skipskaðans. Nam heildarkrafa stefnda 676.147,68 krónum, eins og rakið er nánar í hinum áfrýjaða dómi. Þegar krafan var fyrst sett fram, dró stefndi frá henni þann mismun tjónbóta, sem áfrýjandi átti inni samkvæmt áðurnefndu yfirliti, 8.666,31 krónu, og taldi áfrýjanda skulda 667.481,33 krónur. Var sú skuldarfjárhæð einnig tilgreind, þegar áfrýjanda var send tilkynning um innheimtu ári síðar, í nóvember 1987. Við höfðun máls þessa í maí 1988 gerði stefndi hins vegar grein fyrir áðurnefndri hækkun þessa mismunar og taldi skuld áfrýjanda nema 360.520,36 krónum að höfuðstól hennar vegna. Krafa stefnda í málinu lýtur að því, að áfrýjandi eigi umræddar eftirstöðvar iðgjaldsskuldar sinnar ógreiddar ásamt dráttarvöxtum frá árslokum 1986. Áfrýjandi hefur ekki andmælt útreikningi stefnda á iðgjaldinu 1986 eða öðrum þáttum skuldakröfunnar, en telur sér óskylt að greiða hana. Hafi hann átt að vera laus allra mála varðandi skuldina eftir það bótauppgjör, sem fram fór 1986, og skipti ekki máli í því tilliti, þótt stefndi reikni honum nú hærri inneign á móti skuldinni en gert var í fyrstu. Eru málsástæður áfrýj- anda raktar í hinum áfrýjaða dómi. Hann mótmælir og sérstaklega þeim dráttarvöxtum, sem stefndi hefur krafist. Á hinn bóginn telur áfrýjandi sig vanhaldinn af uppgjörinu fyrir þá sök, að vátryggingarfjárhæð vélbátsins hafi í reynd fallið í gjald- daga 14 dögum eftir, að sannreynt var við sjópróf, að um altjón væri að ræða, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingar- samninga. Hafi vátryggjendum borið að reikna honum vexti frá þeim gjalddaga í samræmi við þágildandi ákvæði 3. mgr. sömu lagagreinar. Þessa hafi þeir ekki gætt, heldur miðað gjalddaga bót- anna við 3 mánuði frá umræddu tímamarki. Hann eigi því sjálf- stæða kröfu til vaxta af fjárhæðinni fyrir tímabilið frá 29. janúar til 15. apríl 1986 að teknu tilliti til fjögurra greiðslna til hans sjálfs í febrúar og mars. Nemur krafa hans 721.497 krónum, sem fyrr segir. Stefndi telur kröfu þessa ekki of seint fram komna, en andmælir henni á grundvelli þess, að óskylt hafi verið að reikna vexti fyrr en hinn 15. apríl 1986, sbr. 19. gr. reglugerðar nr. 367/ 1976. 1706 III. Með skírskotun til forsendna í hinum áfrýjaða dómi ber að fallast á þá niðurstöðu héraðsdómara, að stefndi hafi ekki glatað nokkrum rétti til þeirrar iðgjaldsskuldar úr hendi áfrýjanda, sem krafið er um Í málinu. Verður áfrýjanda gert að greiða fyrrgreindar eftir- stöðvar hennar, að höfuðstól 360.520,36 krónur. Eins og samskipt- um aðila vegna skuldarinnar var háttað, þykir rétt, að fjárhæðin beri dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá birt- ingardegi stefnu 3. maí 1988 til greiðsludags. IV. Krafa áfrýjanda um greiðslu úr hendi stefnda ræðst einkum af því, hvort ákvæði 24. gr. laga nr. 20/1954, svo sem þau hljóðuðu, áður en 3. mgr. greinarinnar var breytt með 7. gr. laga nr. 33/1987, gangi fyrir reglum þeim og heimildum, sem stefndi byggði á við uppgjör hinna umdeildu bóta. Samkvæmt 1. mgr. þessarar laga- greinar mátti vátryggður krefja vátryggingarfélag um greiðslu bóta „„14 dögum eftir að félagið átti þess kost að afla þeirra upplýsinga, er þörf var á til þess að meta vátryggingaratburðinn og ákveða upphæð bótanna““. Samkvæmt 3. mgr. sömu greinar var félaginu skylt að greiða vexti af bótafjárhæðinni frá þessum gjalddaga, er væru 1% lægri en víxilvextir Landsbankans. Ákvæði þessi voru frávíkjanleg, sbr. 3. gr. laganna, að áskildu banni 4. mgr. 24. gr. við samningum þess efnis, að gjalddagi bóta yrði háður „ákvörðun félagsins eða því, að það hafi verið skyldað til greiðslu með dómi““. Stefndi starfar á grundvelli laga nr. 18/1976 um bátaábyrgðar- félög, og var vélbátur áfrýjanda í skyldutryggingu hjá honum sam- kvæmt þeim lögum, sem fyrr segir. Samkvæmt 22. gr. laganna er ráðherra ætlað að setja með reglugerð nánari ákvæði um fram- kvæmd þeirra, þar á meðal um vátryggingarskilmála, að fengnum tillögum stjórnar Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum og umsögn Tryggingaeftirlitsins. Var þetta gert með reglugerð nr. 367/1976 um bátaábyrgðarfélög. Er skyldutrygging hjá félaginu byggð á þeim skilmálum, sem í henni felast. Bátaábyrgðarfélög eins og stefndi hafa starfað hér á landi frá því fyrir aldamót. Heildarlög um þau komu til skjalanna við setningu laga nr. 27/1938 um vátryggingarfélög fyrir vélbáta, en með þeim 1707 var lögfest sú skyldutrygging smærri fiskibáta, sem tíðkast enn. Þau lög voru leyst af hólmi með lögum nr. 32/1942 og síðar lögum nr. 61/1947 um vátryggingarfélög fyrir fiskiskip, sem í gildi voru, þegar lög um vátryggingarsamninga komu til. Í þessum þrennum lögum voru helstu skilmálar vátryggingarinnar tilteknir í lögunum sjálfum með áskilnaði þess efnis, að „lög, venjur og reglur““ Sam- ábyrgðarinnar skyldu gilda um þau atriði, sem ákvæði væru ekki um í lögunum, sbr. 36. gr. laga nr. 61/1947. Þeirri skipan var svo breytt með nýjum heildarlögum, nr. 41/1967, um bátaábyrgðar- félög. Með þeim var mörkuð sú stefna, að almennir skilmálar trygg- ingarinnar yrðu ekki lengur ákveðnir í lögum, heldur með reglugerð, er ráðherra setti að fengnum tillögum Samábyrgðarinnar. Var það og gert með reglugerð nr. 165/1968, sem kom í stað fjölmargra ákvæða laga nr. 61/1947 og hélt efni þeirra óbreyttu að miklu leyti. Þau lög og reglugerð voru síðan leyst af hólmi árið 1976 með þeim heimildum, sem nú eru í gildi. Um afstöðu þessarar löggjafar gagnvart lögum um vátryggingar- samninga var fjallað á Alþingi við setningu hinna síðarnefndu, þar sem ákveðið var með 3. málslið 2. mgr. 133. gr. þeirra laga að fella úr gildi mörg ákvæði laga nr. 61/1947. Sagði í athugasemdum með lagafrumvarpinu, að í nokkrum lagaboðum um vátryggingar væru „einstöku ákvæði, sem fremur ættu heima í vátryggingarskilmálum hlutaðeigandi félaga en í lögum'““, og væri ástæða til að fella þau niður. Svo þótti sem í þessari ráðstöfun gæti falist nokkur röskun gagnvart bátaábyrgðarfélögunum og Samábyrgð Íslands á fiski- skipum, en ýmis ákvæði í lögum um hana voru einnig felld brott. Að áskorun Samábyrgðarinnar var málið tekið upp Í sjávarútvegs- nefnd á Alþingi 1955, og lagði hún til, að ákvæðum laga nr. 61/ 1947 yrði komið í fyrra horf. Varð frumvarp frá nefndinni að lögum nr. 35/1956, en með þeim voru 2. og 3. málsliður 2. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1954 felldir úr gildi og brott fallin ákvæði laga nr. 61/1947 jafnframt endurvakin með óbreyttu efni. Um gjalddaga vátryggingarbóta og upphafstíma vaxta af þeim eru ekki ákvæði í lögum nr. 18/1976. Þau er hins vegar að finna í 19. gr. reglugerðar nr. 367/1976, sem tekur til alskaða, og 27. gr., er stefndi telur eiga við um hlutatjón, þar sem viðgerð fer fram. Í 18. gr. reglugerðarinnar er því lýst, hvenær vátryggður eigi rétt 1708 til bóta fyrir algeran skiptapa. Geti það orðið, þegar skip týnist algerlega, þegar skip sekkur, strandar eða verður annars fyrir tjóni, þannig, að björgun eða viðgerð verði ekki við komið, eða í þriðja lagi, þegar skip er dæmt óbætandi, af því að áætlaður viðgerðar- kostnaður fari fram úr vátryggingarverði þess. Í 19. gr. fylgja síðan þau ákvæði, sem hér er um deilt, en hún hljóðar svo í heild: „„Nú hefur ekki spurst til skips í þrjá mánuði, frá því að það lagði úr höfn, og skal þá líta svo á, að það hafi farist algerlega, og skal greiða bætur fyrir það sem algerlega tapað. Nú er skipið yfirgefið af áhöfn úti á rúmsjó, og því hefur ekki verið bjargað innan þriggja mánaða, frá því að það var yfirgefið, og á vátryggði þá kröfu til bóta sem um algeran skiptapa væri að ræða. Ef öruggar sannanir liggja fyrir um það, að skip hafi farist, á vátryggði rétt á vöxtum af bótafjárhæðinni, er séu 170 lægri en víxilvextir Lands- bankans, eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá þeim tíma, að félagið átti þess kost að afla þeirra upplýsinga, er þörf var á til þess að meta vátryggingaratburðinn og ákveða upphæð bótanna.““ Grein þessi er að mestu óbreytt frá 19. gr. fyrri reglugerðar. Við samanburð kemur fram, að fyrsti og annar málsliður hennar eru teknir upp úr 18. gr. laga nr. 61/1947, sem felld var úr gildi og endurvakin á sínum tíma. Þriðja málsliðnum hefur hins vegar verið skeytt við með reglugerð nr. 165/1968. Augljóst er, að með orðalagi hans er tekið mið af fyrrgreindum ákvæðum 1. og 3. mgr. laga nr. 20/1954. Er og málflutningur stefnda á því byggður, að hér sé um að ræða það ákvæði í skilmálum skyldutryggingarinnar, er ætlað sé að taka á sama efni og hin almenna regla þeirra, að því er altjón varði, og gangi það framar henni. Í annan stað bendir stefndi á, að efni þessa þriðja málsliðar sé í samræmi við fasta venju Samábyrgðarinnar um tíma til uppgjörs altjóns á bátum í skyldutryggingu, sem fylgt hafi verið í áratugi. Af þessu má álykta, að málsliðurinn hafi átt stoð í efni áður- nefndrar 36. gr. laga nr. 61/1947. Hafi venjur og reglur Sam- ábyrgðarinnar átt við um gjalddaga altjóns á gildistíma laganna, en 24. gr. þeirra um hlutatjón. Umrædda 19. gr. reglugerðar nr. 367/1976 má þá skilja svo, að fyrsti og annar málsliður eigi við um þá skiptapa, sem þar er lýst, en þriðji málsliður við allt annað altjón samkvæmt 18. gr., svo sem 1709 þegar skip er talið óbætandi. Eigi þriggja mánaða frestur við um upphafstíma vaxta Í öllum tilvikunum, talið frá því tímamarki, sem lýst er í hverjum málslið. Er texti greinarinnar í rökréttu sam- hengi miðað við þetta almenna gildi niðurlagsins, og ber að hafna þeirri þröngu túlkun þriðja málsliðar, sem áfrýjandi heldur fram. Þegar þetta er lagt til grundvallar, verður ljóst, að vátryggjendur vélbátsins hafa fylgt viðeigandi skilmálum tryggingarinnar við uppgjör tjónbóta til áfrýjanda. Jafnframt er ljóst, að skilmálarnir í heild eiga sér lagastoð í 22. gr. laga nr. 18/1976, og var lögmætt að fela ráðherra vald til setningar þeirra. Eru skilmálarnir að sínu leyti ígildi samnings milli vátryggjenda og vátryggingartaka, og mátti áfrýjanda vera um þá kunnugt. Við mat á þvi einstaka ákvæði reglugerðarinnar, sem hér er um deilt, ber að líta til fyrrgreindrar forsögu hennar og til þess, að skyldutrygging fiskibáta nýtur nokkurrar sérstöðu meðal vátrygg- inga hér á landi. Eru bátaábyrgðarfélögin í reynd sjálfseignarstofn- anir með félagsaðild vátryggingartakanna, sbr. m. a. 11. og Í2. gr. laga nr. 18/1976, og þeim ætlað að starfa þannig, að tekjur mæti kostnaði. Ákvæðið er reist á málefnalegum sjónarmiðum. Skilmálar um gjalddaga og vexti af bótum eru og meðal þess, sem hefur áhrif á iðgjöld félaganna. Þegar þetta er virt, verður umrætt ákvæði ekki talið slíkt, að það þurfi að víkja fyrir 24. gr. laga um vátrygg- ingarsamninga eða öðrum lagaboðum, sem í gildi voru á þeim tíma, er málsatvik gerðust. Eins og málið er vaxið, koma ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggern- inga, sbr. lög nr. 11/1986, ekki til álita. Ber að staðfesta þá niðurstöðu héraðsdómara, að hafna verði umræddri kröfu áfrýj- anda. V. Samkvæmt því, sem hér var rakið, verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda 360.520,36 krónur með vöxtum, eins og fyrr greinir. Rétt er eftir atvikum, að hvor aðili beri kostnað sinn af málinu í héraði, en áfrýjandi greiði stefnda 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. 1710 Dómsorð: Áfrýjandi, Krossey hf., greiði stefnda, Skipatryggingu Aust- fjarða, 360.520,36 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 111. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 3. maí 1988 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði fellur niður. Áfrýjandi greiði stefnda 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Haralds Henryssonar og Péturs Kr. Hafstein. Við erum samþykkir 1. - III. kafla í atkvæði meiri hluta dómara. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingar- samninga má vátryggður krefja vátryggingarfélag um bótagreiðslu 14 dögum eftir, að félagið átti þess kost að afla þeirra upplýsinga, er þörf var á til þess að meta vátryggingaratburðinn og ákveða upphæð bótanna. Í 4. mgr. 24. gr. laganna er lagt bann við því, að svo verði um samið, „að gjalddagi bótanna skuli háður ákvörð- un félagsins eða því, að það hafi verið skyldað til greiðslu með dómi.““ Í 22. gr. laga nr. 18/1976 um bátaábyrgðarfélög er ráðherra heimilað að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna, þar á meðal um vátryggingarskilmála, að fengnum til- lögum stjórnar Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum og umsögn Tryggingaeftirlitsins. Engin ákvæði eru í lögunum um upphafstíma vaxta af tryggingarbótum. Í þriðja málslið 19. gr. reglugerðar nr. 367/1976 um bátaábyrgðarfélög, sem stoð á í þessum lögum, sbr. lög nr. 91/1975, segir svo: „Ef öruggar sannanir liggja fyrir um það, að skip hafi farist, á vátryggði rétt á vöxtum af bótafjárhæð- inni, er séu 1% lægri en víxilvextir Landsbankans, eftir að 3 mán- uðir eru liðnir frá þeim tíma, að félagið átti þess kost að afla þeirra upplýsinga, er þörf var á til þess að meta vátryggingaratburðinn og ákveða upphæð bótanna.““ Niðurlagsákvæði 24. gr. laga nr. 20/1954 veitir aðilum vátrygg- ingarsamnings heimild til að semja um upphafstíma vaxta með þeim takmörkunum, er þar greinir. Ráðherra hefur hins vegar ekki 1711 heimild án skýrra ákvæða í settum lögum til þess að mæla fyrir í reglugerð um annan og lakari rétt tryggingartaka að þessu leyti en þeim er áskilinn í 1. mgr. 24. gr. vátryggingarsamningalaga. Þar sem slík lagaheimild er ekki fyrir hendi og eigi verður litið á vátrygp- ingarskilmála í reglugerð nr. 367/1976 sem ígildi samnings, verður að telja, að framangreint ákvæði þriðja málsliðar 19. gr. reglu- gerðarinnar bresti lagastoð og bindi ekki áfrýjanda. Skiptir þá ekki máli, að áfrýjandi setti ekki fram kröfu um greiðslu vátryggingar- bóta á gjalddaga þeirra hinn 29. janúar 1986, en óumdeilt er, að stefnda var í síðasta lagi við sjóprófið 15. sama mánaðar ljóst, að um alskaða var að ræða. Óumdeilt er, að vátryggingarfjárhæð mb. Hafnareyjar, SF-36, nam 19.137.480 krónum. Samkvæmt framansögðu teljum við áfrýj- anda eiga rétt á vöxtum af þeirri fjárhæð samkvæmt 3. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954 frá 29. janúar til 15. apríl 1986, er stefndi hóf að færa áfrýjanda vexti til tekna. Útreikningur áfrýjanda á þessum vöxtum hefur ekki sætt andmælum tölulega, og nema þeir 721.497 krónum. Það er því niðurstaða okkar, að stefnda beri að greiða áfrýjanda þá fjárhæð með dráttarvöxtum frá 15. apríl 1986 til greiðsludags. Þá teljum við rétt, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Dómur aukadómþings Austur-Skaftafellssýslu 20. nóvember 1989. Mál þetta, sem dómtekið var 3. nóvember sl. að loknum munnlegum málflutningi, er höfðað með stefnu, þingfestri 11. maí 1988, af Skipatrygg- ingu Austfjarða, nnr. 8164-7305, Höfn, Hornafirði, gegn Krossey hf., nnr. 5975-3193, Höfn, Hornafirði, til greiðslu skuldar, að fjárhæð 360.520,36 kr., að viðbættum Ínánar tilgreindum dráttarvöxtum svo og málskostn- aðar). Kröfur stefnda eru þær aðallega, að máli þessu verði vísað frá dómi, en til vara, að stefndi verði sýknaður af öllum dómkröfum stefnanda. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda skv. gjaldskrá Lög- mannafélags Íslands ásamt 12% sérstökum söluskatti. Í meðferð málsins féll stefndi frá frávísunarkröfu sinni. Með gagnstefnu, sem þingfest var 14. september 1989, eru gerðar þær dómkröfur, að gagnstefndi verði dæmdur til þess að greiða gagnstefnanda 941.338 kr. auk nánar tilgreindra dráttarvaxta og málskostnaðar). Þá er þess krafist, að málin verði sameinuð, dómkröfum í gagnsök skuldajafnað 1712 við kröfur stefnanda í aðalsök og kveðinn upp sjálfstæður dómur um dóm- kröfur gagnstefnanda. Í gagnsök eru dómkröfur gagnstefnda þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnstefnanda í máli þessu. Til vara krafðist stefnandi þess við munnlegan flutning málsins, að stefnukröfur yrðu lækkaðar. Í báðum tilvikum krefst gagnstefndi málskostnaðar úr hendi gagnstefnanda skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Sættir voru reyndar í máli þessu án árangurs. Um aðalsök. Málavextir eru þeir, að vélbátur stefnda, m/b Hafnarey, SF-36, sem vá- tryggður var hjá aðalstefnanda skv. lögum um bátaábyrgðarfélög, sökk við bryggju á Höfn í Hornafirði 13. janúar 1986, eftir að b/v Þórhallur Daníelsson, SF-71, hafði rekist á bátinn og brotið hann. Sjópróf fóru fram á aukadómþingi Austur-Skaftafellssýslu 15. janúar 1986. Vátryggjandinn, stefnandi í máli þessu, og endurtryggjandinn, Samábyrgð Íslands á fiski- skipum, viðurkenndu þegar, að um alskaða væri að ræða, og nam trygg- ingarfjárhæð 19.137.480 kr. Stefnandi sundurliðar stefnukröfur sínar þannig: Alskaðatrygging hafi verið 19.137.480 kr. Endurtryggjandi, Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, hafi greitt upp í tjónið 19.128.813,69 kr., en frá þeirri fjárhæð beri að draga vexti, er stefnda beri skv. 19. gr. reglu- gerðar nr. 367/1976, af þeim hluta bótanna, sem greiddur var eftir ein- daga bótagreiðslnanna, samtals 306.960,97 kr. Þannig skorti 315.627 kr. á, að stefndi hafi fengið alla vátryggingarfjárhæðina greidda. Á tjónsdegi hafi stefndi skuldað hluta iðgjalds af bátnum frá árinu 1985, 136.381,44 kr., auk iðgjalds af farangurstryggingu áhafnar, 9.975 kr., tillags í Aldurstryggingasjóð fiskiskipa, 10.509,20 kr., og iðgjalds af bátnum 1986, 1.194.179 kr., að frádreginni endurgreiðslu vegna viðgerðar í Neskaupstað, 30.040 kr., og bakfærslu á iðgjaldi 1986 vegna alskaða, 644.857 kr., og nemi því iðgjaldsskuldin 676.147,64 kr., sem að frá- dregnum fyrrgreindum 315.627,28 kr. geri höfuðstól stefnukröfu, 360.520,36 kr. Lagt hefur verið fram yfirlit frá stefnanda, dskj. nr. 4, sem hefur ekki verið mótmælt, um það, hvernig greiðslum á tryggingabótunum var háttað. Annars vegar var um að ræða nokkrar greiðslur inn á banka- reikning stefnda og hins vegar greiðslur til kröfuhafa vegna veðskulda, sem hvíldu á m/b Hafnarey, SF-36. Skjalið, sem ber yfirskriftina „,Yfir- lit yfir greiðslur á alskaða m/b Hafnareyjar, SF-36““, er svohljóð- andi: 1713 1986 Alskaði kr. 19.137.480,00 17/2 Greitt til eig. kr. 2.000.000,00 16/4 — Landsbanka, Höfn kr. 402.239,19 16/5S — sama kr. 465.684,60 17/4 — eigendum kr. 4.000.000,00 33 — — kr. 500.000,00 15/4 — Ólafi Gestssyni kr. 740.290,39 16/4 — sama kr. 100.000,00 19/3 — sama kr. 1.000.000,00 18/3 — til eigenda kr. 4.000.000,00 15/4 — til Borgeyjar kr. 125.885,00 29/S — eigendum kr. 3.647.262,00 27/5 — til Olíufél. hf. kr. 122.051,00 12/8 — til Fiskveiðasj. kr. 1.495.040,66 12/8 — til Byggðasjóðs kr. 530.360,85 kr. 19.128.813,69 Mismunur kr. 8.666,31 Yfirlit þetta, undirritað af Ásgrími Halldórssyni, framkvæmdastjóra stefnanda, var sent stefnda haustið 1986. Í nóvember 1986 var stefnda sent annað yfirlit, dskj. nr. 5, einnig undir- ritað af Ásgrími Halldórssyni, varðandi m/b Hafnarey, SF-36, með yfir- skriftinni „„M/b Hafnarey, SF-36. Frá Skipatryggingu Austfjarða““, svo- hljóðandi: 1986 Skuld 1/1 kr. 136.381,44 Iðgjald 1986 — 1.194.179,00 Mannatr. v/farangurs — 9.975,00 Bakfært iðgjald v/alskaða kr. 644.857,00 Innb. v/tjóns, viðg. Neskst. — 30.040,00 Greitt Aldurstrsj. eftirst. 1985 — 10.509,20 Mismunur v/tjóns — 8.666.31 Mismunur kr. 667.481,33 15/11 Skuld kr. 667.481,33 Skuld þessi greiðist fyrir 15/12 nk. á hlr. 921 Landsbanka, Höfn. Framkvæmdastjóri stefnanda, Ásgrímur Halldórsson, kt. 070225-2559, Hvannabraut 6, Höfn, gaf skýrslu fyrir dóminum 3. nóvember sl. Kvaðst hann hafa tjáð forráðamönnum stefnda, þegar ljóst var, að um alskaða 108 1714 væri að ræða, að ef þeir keyptu annan bát, sem yrði tryggður hjá stefn- anda, þyrfti stefndi ekki að greiða iðgjaldsskuldina v/ m/b Hafnareyjar, SF-36, því að hægt væri að færa hana yfir á nýja bátinn. Samábyrgð Ís- lands á fiskiskipum hafi annast uppgjör tjónsins, eins og venja sé, þegar um altjón er að ræða. Þegar lokauppgjör átti að fara fram, hafi forsvars- menn stefnda verið erlendis að huga að bátakaupum. Kveðst hann þá hafa tjáð Finni Stephensen, skrifstofustjóra Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum, að rétt væri að láta iðgjaldsskuldina bíða, þótt tjónið sjálft væri gert upp. Er til kom, hafi stefndi tryggt bát þann, er hann keypti, hjá öðru trygg- ingafélagi og neitað að greiða iðgjaldsskuld sína, og sé málsókn þessi því nauðsynleg. Krafa stefnda um sýknu er á því reist, að stefnandi hafi gefið eftir kröfur, sem hann átti á hendur stefnda, með fyrirvaralausu uppgjöri og greiðslu á húftryggingarfjárhæð m/b Hafnareyjar, SF-36. Skv. uppgjöri stefnanda komi fram, að stefndi eigi inni hjá félaginu 8.666,31 kr., og sé hann hvorki skuldfærður fyrir eldri skuld né iðgjaldi ársins 1986. Þá mótmælir stefndi því, að forsvarsmenn stefnda hafi lofað að tryggja nýja bátinn hjá stefn- anda, og hafi slíkar viðræður aldrei farið fram. Hins vegar kveðst forsvars- maður stefnda, Jón Hafdal Héðinsson, kt. 290550-2979, Vesturbraut 5, Höfn, sem gaf skýrslu fyrir dóminum 3. nóvember sl., hafa gengið á fund Finns Stephensen, skrifstofustjóra Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum, í lok febrúar 1986 og óskað eftir láni, að fjárhæð 2.500.000 kr., til að kaupa nýjan bát, gegn því, að hann yrði tryggður hjá félaginu, en ljóst var, að eftirstöðvar vátryggingarfjárhæðarinnar myndu ekki duga til að greiða út- borgun í bát, sem stefndi hugðist kaupa. Þessu hafi félagið neitað, og leitaði stefndi því til Almennra trygginga hf., sem veittu umbeðið lán gegn loforði um, að báturinn yrði tryggður hjá félaginu. Það hafi síðan verið í nóvember 1986, sem stefnandi færir hina umdeildu fjárhæð til skuldar hjá stefnda, og hafi það komið stefnda algjörlega á óvart, og hafi hann því neitað að greiða fjárhæðina. Að auki taldi stefndi sig eiga svipaða fjárhæð inni hjá stefnanda vegna ógreiddra vaxta af vá- tryggingarfjárhæðinni, sbr. dómkröfur í gagnsök. Þá beri að líta til þess, að útreikningur, uppgjör og greiðsla húftryggingarfjárhæðarinnar hafi ver- ið að öllu leyti í höndum stefnanda, og um það hafi verið samið milli stefnda og framkvæmdastjóra stefnanda, að stefnandi greiddi stefnda einungis nettóinneign hans, eftir að skuldir væru greiddar. Hafi stefnandi ákveðið að skuldfæra stefnda ekki fyrir iðgjaldi ársins 1986 og fella niður eldri skuld hans frá 1. 1. 1986, 136.381,44 kr., og sé stefnandi bundinn af þessari skilyrðislausu eftirgjöf kröfunnar, þótt hún hafi e. t. v. verið veitt Í trausti þess, að stefndi tryggði bát sinn hjá félaginu. Vísar stefndi til meginreglna kröfuréttar til stuðnings sýknukröfu sinni. 1715 Þessu hefur stefnandi eindregið mótmælt. Það hafi aldrei verið ætlunin að gefa upp þessa skuld og aldrei verið um það samið. Yfirlitið, sem sent var haustið 1986, hafi einungis sýnt uppgjör á húftryggingarfjárhæðinni, enda kveðst framkvæmdastjóri stefnanda ekki hafa haft heimild til að fella niður skuld þessa. Þá bendir hann á, að uppgjör hafi aldrei farið endanlega fram, þar sem vaxtamál séu enn óuppgerð, eins og fram komi í stefnu. Niðurstaða. Gegn fullyrðingu forsvarsmanna stefnda þykir ekki sannað, að stefndi hafi lofað að tryggja nýjan bát hjá Skipatryggingu Austfjarða eða Sam- ábyrgð Íslands á fiskiskipum, þótt einhverjar viðræður í þá átt kunni að hafa farið fram. Þá þykir ekki heldur sannað, að stefnandi hafi samþykkt að greiða stefnda einungis nettóinneign hans, eftir að skuldir höfðu verið greiddar. Hins vegar þykir stefndi ekki hafa mátt líta þannig á, að hann væri skuldlaus við stefnanda, er honum barst yfirlit á dskj. nr. 4 haustið 1986. Á dskj. nr. 4 er tekið fram, að um sé að ræða yfirlit yfir greiðslur á alskaða m/b Hafnareyjar, SF-36. Þar er ekki vikið að því, að greiðslur hafi farið upp í eldri skuld stefnda eða iðgjald ársins 1985, en um þá skuld hlaut stefnda að vera kunnugt. Verður því ekki litið svo á, að um uppgjör hafi verið að ræða á öllum viðskiptum félaganna. Þá ber vátryggingarfélög- um engin skylda til að skuldajafna iðgjöldum við vátryggingarbætur, þótt það sé að jafnaði gert. Verður því ekki talið sannað, að um eftirgjöf á skuld hafi verið að ræða. Við munnlegan flutning málsins mótmælti stefndi því, að dráttarvextir yrðu höfuðstólsfærðir 31. 12. 1987, og taldi, að það mætti ekki fyrr en 1. apríl 1988, ári eftir gildistöku vaxtalaga nr. 25/1987. Krafa stefnanda, eins og hún er sett fram í stefnu, um höfuðstólsfærslu dráttarvaxta, er í samræmi við 12. gr. vaxtalaga og dómaframkvæmd og verður því tekin til greina. Samkvæmt þessu verður að dæma stefnda til að greiða stefnanda 491.028,73 kr. með dráttarvöxtum, eins og krafist er í stefnu. Um gagnsök. Gagnstefnandi reisir dómkröfur sínar í fyrsta lagi á því, að samkvæmt 24. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga megi krefjast greiðslu bóta fjórtán dögum eftir, að upplýsingar um tjón liggja fyrir, ella skuli greiða vexti af bótafjárhæðinni frá þeim gjalddaga, sem séu 1% lægri p. a. en víxilvextir Landsbanka Íslands. Við sjópróf, er fram fóru 15. 1. 1986, hafi komið í ljós, að um alskaða var að ræða. Húftryggingarfjárhæðin, 19.137.480 kr., hafi því öll fallið í gjalddaga 15. 1. 1986. Gagnstefnandi hafi því átt rétt á greiðslu vaxta af vátryggingarfjárhæðinni að liðnum 1716 fjórtán dögum frá gjalddaga, þ. e. 29. 1. 1986, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954. Þessir vextir hafi nú verið reiknaðir út fyrir tímabilið 29. 1. 1986 til 15. 4. 1986, og nemi þeir stefnufjárhæðinni, 941.338 kr. Dráttar- vaxta er síðan krafist frá 15. 4. 1986, og er sú krafa studd við lög nr. 10/1961, vaxtatilkynningar Seðlabanka Íslands svo og lög nr. 25/1987, vaxtalög, sbr. lög nr. 67/1989. Í öðru lagi reisir gagnstefnandi dómkröfur sínar á því, að 19. gr. reglu- gerðar um bátaábyrgðarfélög nr. 367/1976 eigi samkvæmt orðanna hljóðan eingöngu við, ef vafi leikur á um afdrif skips, ekkert hafi til þess spurst í þrjá mánuði eða það verið yfirgefið, þá megi vátryggingafélagið draga í þrjá mánuði vaxtalaust að greiða fyrir það bætur, sem tapað væri. Greinin gildi ekki, þegar ljóst sé, að skipið er tapað og hvenær atburðurinn átti sér stað. Gagnstefnandi telur 19. gr. reglugerðar um bátaábyrgðarfélög ekki hafa þá merkingu, sem gagnstefndi byggir á og hann miðar uppgjör vá- tryggingarfjárhæðarinnar við, þ. e., að þrír mánuðir megi líða, án þess að félagið þurfi að greiða vexti af vátryggingarfjárhæðinni. Telur gagnstefn- andi greinina ekki veita bátaábyrgðarfélögum undanþágu frá meginreglu 1. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954 um gjalddaga vátryggingarbóta fjórtán dögum eftir, að tjón hefur verið metið. Slík undanþága hefði þurft að koma fram berum orðum í lögum um bátaábyrgðarfélög nr. 18/1976, en í þeim lögum sé enga slíka undanþágu eða breytingu að finna. Slíkt ákvæði í reglugerð geti ekki breytt skýru lagaákvæði, eins og Í. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954 sé. Telur gagnstefnandi, að 19. gr. reglugerðarinnar, eins og gagnstefndi túlki hana, sé í ósamræmi við lög og beri því að víkja. Verði talið, að reglugerðin jafngildi vátryggingarsamningi milli gagnstefnanda og sagnstefnda, verði að meta þetta ákvæði ógilt með vísan til 34. gr. laga nr. 20/1954 og ógildingarákvæða samningalaga. Enn fremur sé mjög ósanngjarnt, ef bátaábyrgðarfélög geta dregið uppgjör í þrjá mánuði vaxta- laust, eftir að ljóst er, hvert tjón vátryggingartakans er. Í mikilli verðbólgu geti slíkt lækkað raungildi bótanna um- milljónir. Auk þess feli slík túlkun í sér mikla mismunun milli bátaábyrgðarfélaganna og annarra vátrygginga- félaga. Þá mótmælir gagnstefnandi varakröfu gagnstefnda sem órökstuddri og of seint fram kominni. Gagnstefndi reisir sýknukröfu sína á því, að gagnstefnandi eigi enga frekari vaxtakröfu en þá, sem þegar hefur verið dregin frá iðgjaldsskuldinni. Hann mótmælir því, að 24. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga eigi við, þar sem um frávíkjanlegt ákvæði sé að ræða. Þá bendir gagnstefndi á, að ákvæði í vátryggingarsamningi um gjalddaga tryggingarbóta hafi áhrif á iðgjald, og verði að lesa 19. gr. reglugerðar nr. 367/1976 í því ljósi, að hún sé hluti vátryggingarskilmála bátaábyrgðarfélaga. Enn fremur er túlkun gagnstefnanda á 19. gr. reglugerðar nr. 367/1976 mótmælt. 1717 Niðurstaða. Gagnstefnandi reisir málsókn sína í fyrsta lagi á 1. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954 um gjalddaga vátryggingarbóta og 3. mgr. sömu greinar um upp- hafstíma vaxta. Ekki verður fallist á það með gagnstefnanda, að undanþága frá ákvæði þessu hefði þurft að koma fram berum orðum í lögum um bátaábyrgðarfélög nr. 18/1976, sérstaklega þegar haft er í huga, að um frávíkjanlegt ákvæði er að ræða. Í 22. gr. laga nr. 18/1976 um bátaábyrgðarfélög er ráðherra veitt heimild til að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna, þar á meðal um vátryggingarskilmála, að fengnum tillögum stjórnar Sam- ábyrgðar Íslands á fiskiskipum og umsögn Tryggingaeftirlitsins. Verður að telja, að þar með hafi reglugerð nr. 367/1976 um bátaábyrgðarfélög, sem sett er 22. mars 1976 og staðfest af tryggingamálaráðherra, næga lagastoð, þ. á m. 19. gr. hennar. Af 4. mgr. 24. gr. laga nr. 20/1954 má einnig ráða, að heimilt sé að semja um annan gjalddaga vátryggingarbóta en ákveðinn er í 1. mgr. sömu laga, svo framarlega sem ekki er samið svo, að vátryggingafélagi sé Í sjálfsvald sett að ákveða gjalddagann. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á þá málsástæðu gagnstefnanda, að 19. gr. reglugerðar nr. 367/1976 stangist á við lög. Ekki verður heldur fallist á þann þrönga skilning, sem gagnstefnandi leggur í 19. gr. reglugerðarinnar, þ. e., að greinin eigi einungis við, ef óvissa er um afdrif skips. Telja verður, að reglugerð nr. 367/1976 um bátaábyrgðarfélög sé hluti af skilmálum þeim, sem gagnstefnandi gekk að, er hann keypti tryggingu hjá gagnstefnda. Við munnlegan flutning málsins kom fram, að gagnstefndi hefði sent gagnstefnanda lög og reglugerðir um Samábyrgð Íslands á fiski- skipum og bátaábyrgðarfélög a. m. k. þrisvar á samningstímabilinu, og get- ur gagnstefnandi því ekki borið fyrir sig, að honum hafi verið ókunnugt um ákvæði það, sem hér um ræðir. Í íslenskum fjármunarétti er samningsfrelsi meginregla og jafnframt, að staðið skuli við gerða samninga. Þurfa því ríkar ástæður að vera til, að víkja megi samningsákvæði til hliðar. Þykir mál þetta eigi svo vaxið, að skilyrði séu til að beita 36. gr. samningalaga nr. 7/1936, sbr. lög nr. 11/ 1986. Með hliðsjón af framangreindu þykir verða að sýkna stefnda í gagnsök af kröfum stefnanda. Eftir þessum málalokum verður að dæma aðalstefnda, Krossey hf., til greiðslu málskostnaðar, sem þykir hæfilega ákveðinn 250.000 kr., og er þá bæði tekið tillit til málskostnaðar í aðalsök og gagnsök. Dóm þennan kvað upp Sigríður Eysteinsdóttir, fulltrúi sýslumannsins í Austur-Skaftafellssýslu. 1718 Dómsorð: Aðalstefndi, Krossey hf., greiði aðalstefnanda, Skipatryggingu Austfjarða, 491.028,73 kr. með 51,6% ársvöxtum frá 1. janúar 1988 til 1. mars 1988, 45,6%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. maí 1988, en með hæstu lögleyfðu dráttarvöxtum skv. ákvörðun Seðlabanka Íslands frá þeim degi til greiðsludags og 250.000 kr. í málskostnað innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Vextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn Í. janúar 1989. Gagnstefndi, Skipatrygging Austfjarða, skal vera sýkn af öllum kröfum gagnstefnanda í máli þessu. 1719 Föstudaginn 8. október 1993. Nr. 405/1993. Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Karim Bahi. Kærumál. Farbann. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála kært til Hæstaréttar ákvörðun, sem tekin var í Héraðsdómi Reykjavíkur 1. október sl., svohljóðandi: „„Dómari tilkynnir Karim Bahi, að honum sé samkvæmt 110. gr. laga nr. 19/1991 óheimil för úr landi. Bann þetta skal þó eigi standa lengur en til mánudagsins 11. október nk. kl. 16.00.“ Ákvörðunina tók Greta Baldursdóttir, fulltrúi dómstjóra. Varnaraðili kærði ákvörðunina 4. október. Varnaraðili gerir þá kröfu, að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi, en til vara, að tími sá, sem hún tekur til, verði styttur. Af hálfu sóknaraðila er þess krafist, að hin kærða ákvörðun verði staðfest, þó þannig, að kærða verði gert að sæta farbanni til kl. 16.00 hinn 29. október nk. Varnaraðili er hollenskur ríkisborgari, búsettur þar í landi. Hann hefur lýst því yfir, að hann þurfi af atvinnuástæðum að hraða för sinni frá Íslandi. Hann er grunaður um nauðgun. Var honum gert að sæta gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 24. september sl., en með dómi Hæstaréttar 1. október var úrskurður- inn felldur úr gildi. Rannsókn málsins mun vera lokið, en rann- sóknargögn hafa ekki verið send ríkissaksóknara. Varnaraðili og nafngreind 16 ára stúlka eru sammála um, að þau hafi haft samfarir í Reykjavík á tilteknum degi á þessu hausti. Stúlkan segir, að sér hafi verið nauðgað, en varnaraðili segir samfarirnar hafa verið með samþykki hennar. Eins og á stendur, er rétt að nota heimild í 110. gr. laga nr. 19/ 1991 og leggja fyrir varnaraðila að halda sig á Íslandi. Farbannið skal gilda allt til kl. 16.00 hinn 29. október 1993, enda má telja 1720 næsta víst, að meðferð málsins fyrir dómi, ef til kemur, verði eigi lokið á þeim fresti, sem greindur er í hinni kærðu ákvörðun. Kærumálskostnaðar er eigi krafist. Dómsorð: Varnaraðili, Karim Bahi, skal halda sig á Íslandi allt til kl. 16.00 hinn 29. október 1993. 1721 Föstudaginn 8. október 1993. Nr. 397/1993. Sigurbjörn Eiríksson gegn Jóni Hjaltasyni. Kærumál. Málskostnaðartrygging. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili hefur með heimild í o-lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 21. september sl., sem barst réttinum 28. sama mánaðar. Krefst hann þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið, að því er varðar fjárhæð málkostnaðartryggingar, og að hún verði ákveðin eigi lægri en 350.000 krónur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með bréfi lögmanns sóknaraðila til sýslumannsins í Reykjavík 26. mars 1993 var mótmælt frumvarpi, dagsettu 11. sama mánaðar, að úthlutun uppboðsandvirðis fasteignarinnar nr. 32 við Borgartún í Reykjavík, þinglýstri eign sóknaraðila. Samkvæmt frumvarpinu var uppboðskrafa varnaraðila á 8. veðrétti tekin til greina með 3.516.396 krónum. Fallist var á mótmæli sóknaraðila gegn úthlutun þessari, og samkvæmt nýju frumvarpi, dagsettu 6. maí sl., féll alveg niður úthlutun til varnaraðila. Þessu vildi hann ekki una og skaut ákvörðun sýslumanns um breytingu á frumvarpinu til Héraðsdóms Reykjavíkur. Við þingfestingu þess máls krafðist sóknaraðili trygg- ingar fyrir málskostnaði. Rök hans fyrir þeirri kröfu eru meðal annars eftirfarandi: „... Hagsmunir þeir, sem málið snýst um, nema kr. 3.516.396. Ljóst er því, að málið mun krefjast talsverðrar um- fjöllunar. ... Kostnaður sóknaraðila vegna vinnu lögmanns við málsvörn mun nema fjárhæð, sem er margfalt hærri en hin úrskurð- aða málskostnaðartrygging. ...““ Bú varnaraðila var tekið til gjaldþrotaskipta 19. október 1992. Þrotabúið hefur ekki látið mál þetta til sín taka, og liggur fyrir yfir- lýsing skiptastjóra í búinu, að það ábyrgist ekki greiðslu kostnaðar af rekstri málsins. Varnaraðili rekur því málið á eindæmi sitt sam- 1722 kvæmt heimild í 2. mgr., sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. Eftir atvikum má fallast á þá fjárhæð tryggingar fyrir málskostn- aði, sem héraðsdómari ákvað í hinum kærða úrskurði. Frestur varnaraðila til að setja trygginguna ákveðst til föstudagsins 15. október 1993. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð: Varnaraðila, Jóni Hjaltasyni, er skylt að setja tryggingu, að fjárhæð 50.000 krónur, fyrir greiðslu málskostnaðar í málinu nr. Z-8/1993. Ber honum að leggja trygginguna fram í formi bankaábyrgðar í síðasta lagi föstudaginn 15. október 1993. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. september 1993. 1. Er mál þetta var fyrst tekið fyrir og þingfest mánudaginn S. júlí sl., var af hálfu stefnda krafist, að stefnandi setti tryggingu fyrir greiðslu máls- kostnaðar með vísan til b-liðar 133. gr. 1. nr. 91/1991 um meðferð einka- mála vegna ætlaðrar ógjaldfærni sóknaraðila. Af hálfu sóknaraðila var kröfunni mótmælt. Málið var tekið fyrir miðvikudaginn 1. september sl. í því skyni að gefa lögmönnum aðila kost á að rökstyðja kröfur sínar og mótmæli. Lögmaður varnaraðila ítrekaði þá gerða kröfu um málskostn- aðartryggingu, en lögmaður sóknaraðila krafðist þess, að kröfu varnar- aðila yrði hafnað. Lögmenn aðila reifuðu sjónarmið sín. Fram kom í hinum munnlega málflutningi lögmanna aðila, að bú Jóns Hjaltasonar sætti gjaldþrotameðferð. Málinu var því frestað til föstudagsins 10. september til framlagningar skriflegs umboðs skiptastjóra í þrotabúi Jóns Hjaltasonar til Ásgeirs Þórs Árnasonar hdl. til að fara með mál þetta. Er málið var tekið fyrir 10. september sl., lagði lögmaðurinn fram bréf skipta- stjóra, Ólafs Axelssonar hrl., dags. 9. september 1993, til lögmannsins. Er lögmönnum aðila hafði verið gefinn kostur á að gera athugasemdir við fyrri málflutning, var málið tekið til úrskurðar um fram komna kröfu um máls- kostnaðartryggingu. II. Af hálfu sóknaraðila var því haldið fram við munnlegan málflutning um málskostnaðartryggingarkröfuna með vísan til 2. mgr. 75. gr. 1. nr. 90/1991 1723 um nauðungarsölu og 129. gr. 1. nr. 91/1991 um meðferð einkamála, að óheimilt væri að krefjast málskostnaðartryggingar í málum samkvæmt XIII. kafla fyrrgreindra laga um nauðungarsölu. Í 2. mgr. 7S. gr. nauðungarsölulaganna segir, að kröfur verði ekki hafðar uppi í málum samkvæmt ákvæðum XIII. kafla um annað en þá ákvörðun sýslumanns, sem varð tilefni málsins, svo og málskostnað, sbr. þó 3. mgr. Með því, að hafa má uppi kröfur um málskostnað í fyrrgreindum málum, verður að telja, að varnaraðila sé eðli málsins samkvæmt einnig heimilt að krefjast þess, að sóknaraðili setji tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar- ins, sbr. og 2. mgr. 77. gr. nauðungarsölulaganna. Bréf Ólafs Axelssonar hrl., skiptastjóra í þrotabúi Jóns Hjaltasonar, dags. 9. september 1993, til Ásgeirs Þórs Árnasonar hdl., dskj. nr. 13, er svohljóðandi: „Ég undirritaður, skiptastjóri í þrotabúi Jóns Hjaltasonar, heimila þér hér með að fara með héraðsdómsmálið nr. Z-8/1993: Jón Hjaltason gegn Sigurbirni Eiríkssyni. Þrotabúið ábyrgist hins vegar ekki greiðslu kostnaðar við málaferlin, hvorki hugsanlegan dæmdan málskostnað né kostnað þinn.“ Fyrrgreindur skiptastjóri í þrotabúi Jóns Hjaltasonar hefur samkvæmt framansögðu ekki heimilað þrotamanni að skuldbinda búið, og koma því ákvæði 2. mgr. 73. gr. og 2. mgr. 66. gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 ekki til álita í máli þessu. Samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 130. gr. gjaldþrotaskiptalaga, er þrotamanni hins vegar heimilt að halda uppi hagsmunum, sem þrotabúið kann að njóta eða geta notið, ef skiptastjóri eða lánardrottinn ákveður að gera það ekki, en þrotamaður ber þá sjálfur kostnað og áhættu af aðgerðum sínum. Samkvæmt Í. mgr. 73. gr., sbr. 1. mgr. 72. gr. gjaldþrotaskiptalaga, eignast þrotabú Jóns Hjaltasonar hin fjárhagslegu réttindi, sem um er deilt í máli þessu, verði kröfur sóknaraðila teknar til greina. Þar sem fram er komið, að bú Jóns Hjaltasonar sætir nú gjaldþrota- meðferð, og með vísan til þess, að bú hans ábyrgist ekki greiðslu kostnaðar af málsókn þessari, verður að telja, að varnaraðili hafi leitt nægar líkur að því, að sóknaraðili sé ófær um greiðslu málskostnaðar, sbr. b-lið 133. gr. 1. nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Við munnlegan málflutning um málskostnaðartryggingarkröfu varnar- aðila kom fram hjá lögmanni sóknaraðila, að í úrskurði samkvæmt b-lið 1. mgr. 133. gr. 1. nr. 91/1991 bæri ekki einvörðungu að taka mið af því, hvort sóknaraðili væri ófær um greiðslu málskostnaðar, heldur yrði einnig að meta, hvort málsóknin væri tilefnislaus eða tilgangslítil, sbr. athuga- semdir í greinargerð með ákvæðinu. Í greinargerð með umræddu ákvæði laganna segir meðal annars: „Þessi 1724 nýmæli verður að telja eðlileg, enda eru dæmi af þeim tilvikum í fram- kvæmd, að stefndi sé nauðbeygður til að taka til varna gegn tilefnislausri eða tilgangslítilli málsókn og verða fyrir útgjöldum af vörnum sínum, þótt fyrir fram sé sýnt, að útilokað sé, að stefnandi geti greitt honum þann máls- kostnað, sem hann verður fyrirsjáanlega dæmdur til.““ Ummæli þessi þykja fara gegn afdráttarlausu orðalagi ákvæðisins, sem setur það eina skilyrði fyrir kröfu stefnda um málskostnaðartryggingu, að hann leiði líkur að ógjaldfærni stefnanda. Verður því samkvæmt framan- sögðu að taka til greina þá kröfu varnaraðila, að sóknaraðili setji tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í máli þessu. Málskostnaðartryggingin þykir hæfilega ákveðin 50.000 kr. Ber sóknaraðila að leggja trygginguna fram í formi bankaábyrgðar í síðasta lagi föstudaginn 1. október 1993. Úrskurðinn kvað upp Ragnheiður Bragadóttir, fulltrúi dómstjórans í Reykjavík. Úrskurðarorð: Sóknaraðila, Jóni Hjaltasyni, er skylt að setja tryggingu, að fjárhæð 50.000 kr., fyrir greiðslu málskostnaðar í máli þessu. Ber honum að leggja trygginguna fram í formi bankaábyrgðar í síðasta lagi föstudag- inn 1. október 1993. 1725 Föstudaginn 8. október 1993. Nr. 394/1993. Ólafur Kristinn Sigurðsson gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík. Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 22. september 1993, sem barst réttinum 27. sama mánaðar. Hann krefst þess, að „hinn kærði úrskurður Héraðsdóms Suður- lands, sem upp var kveðinn 10. sept. 1993, í málinu nr. G-53/1993, þess efnis, að bú kæranda skuli tekið til gjaldþrotaskipta, verði úr gildi felldur og jafnframt ákvörðun Héraðsdóms Suðurlands frá 11. sept. 1993, þess efnis, að Brynjólfur Eyvindsson skuli vera skipta- stjóri bús kæranda“. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Af hálfu sýslumannsins í Reykjavík var gert árangurslaust fjár- nám hjá sóknaraðila 18. mars 1993 að honum viðstöddum. Sóknar- aðili byggir mótmæli sín við hinum kærða úrskurði í fyrsta lagi á því, að þegar honum var birt fyrirkall vegna kröfu varnaraðila hinn 21. júlí, hafi verið liðnir meira en þrír mánuðir frá hinni árangurs- lausu fjárnámsgerð, en það sé brot á meginreglu |. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991. Krafa varnaraðila um gjaldþrotaskipti á búi sóknaraðila var móttekin í Héraðsdómi Suðurlands 21. maí 1993, sem er frestdagur, og eru mótmæli þessi því haldlaus. Í öðru lagi lúta mótmæli sóknaraðila að því, að við birtingu fyrirkalls fyrir honum hafi ekki verið gætt réttra aðferða, þar sem lögbókandi á Selfossi og í Árnessýslu hafi utan staðarlegs umboðs síns annast birtinguna fyrir honum í Reykjavík. Sóknaraðili sótti sjálfur þing á tilsettum stað og tíma 17. ágúst, og eru mótmæli þessi því einnig haldlaus, sbr. 4. mgr. 83. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einka- 1726 mála, sbr. 2. mgr. 175. gr. laga nr. 21/1991. Þriðju mótmæli sóknaraðila lúta að því, að gögn um skuldir hans við varnaraðila hafi verið óskýr og illlæsileg. Engin ástæða er til að ætla, að sóknar- aðila hafi verið ókunnugt um skuldir sínar við varnaraðila, og er því ekki ástæða til að sinna þessum andmælum. Í fjórða lagi heldur sóknaraðili því fram, að sér hafi verið veittur frestur 7. september 1993, sem ekki hafi verið staðið við af varnaraðila hálfu. Við fyrir- tekt málsins 17. ágúst var því frestað til 7. september með heimild í 70. gr. laga nr. 21/1991, og nýtti sóknaraðili sér þann frest. Engar heimildir eru fyrir því, að málinu hafi enn átt að fresta hinn 7. september 1993. Ákvörðun héraðsdómara um skipun skiptastjóra sætir ekki kæru til Hæstaréttar, sbr. 7. mgr. 7S. gr. laga nr. 21/1991. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Sóknaraðili greiði varnaraðila 50.000 krónur í kærumáls- kostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Ólafur Kristinn Sigurðsson, greiði varnaraðila, Gjaldheimtunni í Reykjavík, 50.000 krónur í kærumáls- kostnað. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 10. september 1993. Í máli þessu hefur Gjaldheimtan í Reykjavík, Tryggvagötu 28, Reykjavík, krafist þess, að bú Ólafs Kristins Sigurðssonar, kt. 240443-6519, Friðheim- um, Biskupstungum, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Krafa Gjaldheimtunn- ar er dagsett 17. maí 1993, en móttekin 21. maí 1993. Krafan, sem samtals er að fjárhæð 2.157.381 kr., er sundurliðuð á dskj. 1 þannig: „„Höfuðstóll staðgr. kr. 1.977 Dráttarvextir af staðgr. — 1.275 Kostnaður af staðgr. — 29 Höfuðstóll opinb. gjalda — 1.536.595 Dráttarvextir af op. gjöldum — 603.750 Kostnaður af op. gjöldum — 8.755 Samtals kr. 2.152.381““ 1727 Til stuðnings kröfu sinni vísar gerðarbeiðandi til 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl., jafnframt því sem bent er á, að 18. mars 1993, dskj. 3, hafi verið gert árangurslaust fjárnám hjá gerðar- þola. Krafa gerðarbeiðanda var tæk til efnismeðferðar. Við fyrstu fyrirtöku á dómþingi 17. ágúst sl. kvaðst gerðarþoli vilja benda á, að krafa gerðarbeiðanda grundvallaðist á áætlunum vegna opin- berra gjalda, og kvaðst hann búast við, að kröfurnar yrðu lækkaðar. Af hálfu gerðarbeiðanda var hins vegar bent á, að þótt um áætluð gjöld væri að ræða, væri krafan að lögum jafngild, og á meðan hún væri ógreidd, yrði ekki hvikað frá fram kominni kröfu um gjaldþrotaskipti á búi gerðar- þola. Er aftur var þingað í málinu 7. september sl., upplýsti gerðarþoli, að skuldastaða sín við gerðarbeiðanda væri óbreytt frá því, sem var 17. ágúst sl., og að auki hefðu bæst við dráttarvextir. Af hálfu gerðarbeiðanda var ítrekuð sú krafa, að bú gerðarþola yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Krafa gerðarbeiðanda var tekin til úrskurðar í dómþingi 7. september sl. Samkvæmt greiðslustöðuyfirliti, dagsettu 17. maí 1993, eru ógreidd opin- ber gjöld gerðarþola innan sem utan staðgreiðslu fyrir gjaldárin 1986 til og með 1992 að fjárhæð samtals 2.152.381 kr. Krafan er, eins og að framan greinir, Ógreidd, en gjaldkræf, og 18. mars sl. var að kröfu Búnaðarbanka Íslands gert árangurslaust fjárnám hjá gerðarþola. Kröfur gerðarbeiðanda eru mótteknar, áður en þrír mánuðir voru liðnir, frá því að hin árangurs- lausa aðfarargerð fór fram. Fjárhagur gerðarþola hefur, frá því að hin árangurslausa aðfarargerð fór fram, á engan hátt batnað, og gerðarþoli hefur upplýst, að hann eigi engar eignir. Samkvæmt því og með vísan til 1. og 4. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti þykir mega taka kröfur gerðarbeiðanda til greina. Bú Ólafs Kristins Sigurðssonar, kt. 240443-6519, til heimilis að Friðheimum, Biskupstungum, verður því tekið til gjaldþrotaskipta. Jón Ragnar Þorsteinsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Bú Ólafs Kristins Sigurðssonar, kt. 240443-6519, er tekið til gjald- Þrotaskipta. 1728 Fimmtudaginn 14. október 1993. Nr. 220/1993. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Kolbeini Vopna Sigurðssyni (Kristján Stefánsson hrl.). Fjársvik. Skjalafals. Rán. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður. Ákærði áfrýjaði héraðsdómi í heild sinni, að því er varðaði 11. kafla ákæru, en að öðru leyti til refsilækkunar. Af hálfu ákæru- valdsins var málinu áfrýjað með stefnu 17. maí 1993 til þyngingar á refsilákvörðun héraðsdóms. Staðfesta ber sakarmat héraðsdóms og færslu brota til refsi- ákvæða. Þótt óljóst sé, hvernig þætti ákærða var nákvæmlega hátt- að í broti samkvæmt III. ákærulið, ber að fallast á það með héraðs- dómara, að sannað sé, að ákærði hafi átt beinan hlut að ráninu, og bendir allt til, að hann hafi ásamt tveimur mönnum öðrum farið á eftir Sigurði Guðleifssyni út af Veitingahúsinu Keisaranum með þeim ásetningi að ræna hann. Ákærði var laus til reynslu, þegar brot þau voru framin, sem greinir í ákæru. Hann hefur nú afplánað þá dóma að fullu, sem hann hafði ekki setið af sér. Hann var tvítugur að aldri, þá er brotin samkvæmt ákæru voru framin, og átti þá að baki nokkurn brota- feril og hafði meðal annars orðið uppvís að þátttöku í ráni. Brot þessi voru flest framin, áður en hann náði 18 ára aldri. Ákveða ber honum refsingu að teknu tilliti til þeirra atriða, sem greinir í 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til þess, að hann er enn ungur að árum, þykir þrátt fyrir brotaferil hans mega milda refsingu frá því, er ákveðið var í héraðsdómi, og skal hún vera fangelsi í 2 ár. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, eins og í dómsorði greinir. 1729 Dómsorð: Ákærði, Kolbeinn Vopni Sigurðsson, sæti fangelsi í tvö ár. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar á meðal saksóknarlaun í ríkissjóð, 40.000 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 1993. Ár 1993, föstudaginn 30. apríl, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara, í Dómhúsinu við Lækjar- torg, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-115/1993: Ákæruvaldið gegn Kol- beini Vopna Sigurðssyni, sem dómtekið var 26. sama mánaðar. I. Mál þetta var höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 23. febrúar 1993, á hendur ákærða, Kolbeini Vopna Sigurðssyni refsifanga, til lögheimilis í Asparfelli 12, Reykjavík, kt. 060672-407, „„fyrir eftirtalin brot, framin árið 1992: Fyrir fjársvik með því að selja í Reykjavík eftirtalda tékka, sem hann hafði í heimildarleysi tekið úr tveimur tékkheftum Sigurbjörns Kristjáns- sonar á reikninga í Íslandsbanka, og gefið út í eigin nafni, dagsetta 9.-25. október, svo sem hér er rakið: Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fyrir skjalafals laugardaginn 17. október með því að nota í viðskiptum í verslun Olís, Hamraborg, Kópavogi, falsaðan tékka, að fjárhæð 4.500 krónur, á eyðublaði nr. 0407875 á reikning í Landsbanka Íslands. Telst þetta varða við 15S. gr. almennra hegningarlaga. Ill. Fyrir rán aðfaranótt þriðjudagsins 27. október með því að veitast að Sig- urði Guðleifssyni, fæddum 18. mars 1941, taka hann hálstaki og snúa hann niður, svo að hann féll í gangstéttina, og taka af honum seðlaveski, sem hafði meðal annars að geyma skilríki og nokkur hundruð krónur. Telst þetta varða við 252. gr. almennra hegningarlaga. 109 1730 IV. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Þá krefjast eftir- taldir aðilar þess, að ákærði verði dæmdur til þess að greiða sér skaðabætur að tilgreindri fjárhæð auk vaxta: I) Karen Kristjánsdóttir f. h. Íslandsbanka, 16.000 krónur, 2) Ragnar Ragnarsson f. h. Veitingahússins Asíu, 18.000 krónur, 3) Ágúst Stefánsson, 5.000 krónur, 4) Hafdís Hallsdóttir f. h. Skeljungs, 3.000 krónur, 5) Ingvar Ingvarsson, 3.000 krónur, 6) Olíuverslun Íslands, 4.500 krónur.“ Málavextir. A. Ákærði hefur skýlaust játað þau brot, sem honum er gefin sök á í 1. og Il. kafla ákæru. Hefur hann með því orðið sekur um brot gegn þeim lagaákvæðum, sem þar greinir. Eigendur tékkanna hafa krafist þess, að ákærði verði dæmdur til þess að greiða sér andvirði þeirra ásamt hæstu lögleyfðu vöxtum til greiðsludags. Ber að dæma ákærða til þess að greiða þá ásamt dráttarvöxtum samkvæmt IT1. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989, frá kröfudegi til greiðsludags, sem hér segir: Íslandsbanka, 16.000 krónur, frá 27. október 1992, Veitingahúsinu Asíu hf., 18.000 krónur, frá sama degi, Ágústi Stefánssyni, kt. 220537-781, 5.000 krónur, frá 15. október 1992, Skeljungi hf., 3.000 krónur, frá 27. október 1992, Ingvari Ingvarssyni, kt. 200657-586, 3.000 krónur, frá 17. nóvember 1992, Olíuverslun Íslands hf., 4.500 krónur, frá 11. nóvember 1992. B. Þriðjudaginn 27. október 1992 kl. 1.13 var tilkynnt um áflog við Snorrabraut 30 hér í borg. Þegar lögreglumenn komu á staðinn, var þar fyrir Sigurður Guðleifsson öryrki, Barónsstíg 43 hér í borg, og kærði yfir því, að á sig hefði verið ráðist skömmu áður og hann rændur. Nokkru síðar voru ákærði og Ágúst Liljan Sigurðsson, kt. 021164-488, handteknir, eftir að til þeirra hafði sést, þar sem annar þeirra fleygði seðlaveski Sigurðar undir kyrrstæðan bíl á mótum Barónsstígs og Hverfisgötu. Veski Sigurðar fannst undir bílnum og í því öll skilríki, en engir peningar. Sigurður Guðleifsson gaf skýrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins síðar um daginn. Kvaðst hann hafa verið lítils háttar undir áhrifum áfengis og verið að koma út af veitingastaðnum Keisaranum við Laugaveg og gengið upp Snorrabraut. Á móts við húsið nr. 30 hefði einhver komið aftan að sér og greitt sér högg í hnakka, svo að hann féll á grúfu í götuna. Þá hefði einhver tekið um háls sér, þar sem hann lá, og um leið hefði hann fengið 1731 spörk í síðu og í höfuð. Taldi Sigurður a. m. k. tvo menn hafa verið þarna að verki. Allt hefði þetta gerst mjög hratt, og einhver hefði sagt: „„Slepptu honum, Kobbi““, og hefðu mennirnir þá horfið á braut. Sigurður kvaðst hafa reynt að rísa á fætur, en ekki getað það strax fyrir sársauka í síðu og höfði. Hann hefði svo orðið þess áskynja, að seðlaveski sitt ásamt 7-800 krónum og skilríkjum var horfið úr innri úlpuvasa sínum. Skömmu seinna hefði lögreglan komið og ekið sér á slysadeild. Vitnið hefur skýrt frá því fyrir dóminum, að hann hafi verið lítillega undir áhrifum áfengis. Hafi hann verið á veitingastaðnum Keisaranum og gengið þaðan út og suður Snorrabraut. Hann muni næst eftir því, að komið hafi verið aftan að sér, sér greidd allmörg höfuðhögg og hann snúinn niður í götuna og haldið þar. Segir hann, að á meðan hann lá í götunni, hafi einhver kallað: „Hættu þessu, Kobbi, það er komið nóg.“ Hafi sér þá verið sleppt. Kveðst vitnið muna þessi orð vel, en þó kunni að hafa verið kallað: „„Slepptu honum, Kobbi.“ Vitnið hefur séð ákærða í réttinum og einnig Viðar Björnsson. Vitnið kveðst álíta, að ákærði sé ekki sá maður, sem á sig réðst, heldur hafi það verið Viðar Björnsson. Vitnið segist þekkja úlp- una eða blússuna, sem Viðar var í. Hafi sá, sem aftan að sér kom og tók utan um sig, verið Í sams konar blússu eða úlpu og Viðar. Kveðst vitnið margsinnis hafa séð Viðar í þessari úlpu eða blússu síðan. Kveðst hann hafa þekkt flíkina af erminni, sem hann sá, þegar tekið var utan um sig. Hafi annar maður en Viðar tekið af sér veskið. Vitnið segir um 7-800 krón- ur hafa verið í veskinu auk skilríkja, og hafi hann fengið þetta allt aftur nema peningana. Um áverka á Sigurði Guðleifssyni segir í vottorði Guðna Arinbjarnar læknis, að nokkrar kúlur hafi verið á hnakka hans, mar á hálsi og baki, brotið VIII. rif vinstra megin og tognun í báðum liðum vinstri þumals. Þá kemur þar fram, að Sigurður muni ná sér að fullu eftir þessa áverka. Ákærði var á Keisaranum þetta kvöld ásamt Ágústi Liljan, sem áður er nefndur, og Viðari Björnssyni, kt. 240848-773, sem ákærði þekkti reynd- ar ekki. Við lögreglurannsókn málsins kvað hann þá Ágúst og Viðar hafa talað um, að þar væri einnig staddur maður, sem ætti nóga peninga. Hefðu þeir bent sér á manninn, þegar út var komið, og þeir haldið í humátt á eftir manninum. Hann hefði svo ráðist á manninn aftan frá og tekið hann hálstaki og snúið hann niður, svo að maðurinn féll á grúfu. Hann hefði hvorki slegið né sparkað í manninn, og maðurinn hafi ekki getað meitt sig í fallinu. Ákærði kvaðst hafa tekið með annarri hendi um háls mannin- um, þar sem hann lá á grúfu, og sveigt hann aftur á bak, en með hinni hendinni hefði hann tekið seðlaveski hans úr innri vasa hans. Þeir Ágúst og Viðar hefðu staðið álengdar, meðan á þessu gekk, og ekkert aðhafst. Þeir hefðu svo allir forðað sér á brott. 1732 Ákærði hefur við meðferð málsins fyrir dóminum gjörbreytt frásögn sinni af atburðinum. Kveður hann Ágúst Liljan Sigurðsson hafa ráðist á manninn og rænt hann. Sjálfur hafi hann játað þetta á sig, þar sem hann hafi verið í miklu „„þynnkustuði““ og hugsað um það eitt að losna úr fang- elsi. Hefur hann skýrt frá því, að þeir Ágúst Liljan hafi verið staddir á veitingastaðnum Keisaranum, og þar hafi maðurinn, sem rændur var, einnig verið. Skyndilega hafi Ágúst Liljan stokkið út á eftir manninum. Ákærði kveðst hafa verið við barinn og flýtt sér að ljúka úr glasi sínu og hlaupið út á eftir Ágústi. Hafi Ágúst stokkið aftan á manninn og snúið hann niður. Ákærði segist ekki hafa orðið var við, að Viðar Björnsson væri þar nálægur. Kveðst ákærði ekki einu sinni þekkja þann mann í sjón. Ákærði kveður Ágúst hafa tekið veskið af manninum, en segist ekki geta lýst því, hvernig hann fór að því, enda hafi hann verið ölvaður. Þeir hafi farið inn í bíl, sem Hugrún, systir sín, ók, en hún hafði ekið þeim Ágústi að Keisaranum. Hafi Hugrún ekið þeim niður að Hverfisgötu. Hafi þeir Ágúst farið þar inn í hús, þar sem Ágúst þekkti til, en Hugrún beðið í bílnum á meðan. Eftir um klukkustundardvöl þar hafi þeir gengið út aftur, og hafi þá lögreglan komið þar að. Ákærði kannast ekki við að hafa verið með veski mannsins í höndunum. Þá hafi hann ekki séð veskið í fórum Ágústs, eftir að hann hafði tekið það af manninum. Ákærði kveður þá Ágúst ekki hafa rætt saman um ráns- fenginn og kveðst ekkert hafa fengið af honum. Ákærði gefur þá skýringu á játningu sinni hjá rannsóknarlögreglu, að rannsóknarlögreglumenn hefðu sest að sér þennan dag og kynnt sér skýrslur Ágústs Liljans og Sigurðar Guðleifssonar. Segir ákærði, að þar sem svo mikið samræmi hafi verið með skýrslum þeirra beggja, hafi hann talið, að það skipti engu máli, þótt hann játaði þetta á sig. Ákærði kveðst lítið sem ekkert þekkja Ágúst og hafa aðeins verið búinn að þekkja hann í klukkustund, þegar þetta gerðist. Það hafi enginn vinargreiði verið við Ágúst að taka þetta á sig. Hann leggur áherslu á það, að hann hafi verið skelþunnur og illa fyrirkallaður, og þegar þannig standi á, séu menn tilbúnir til að játa á sig hvað sem er, bara til þess að fá að sofa. Þeir Ágúst og Viðar staðfestu við lögreglurannsóknina í meginatriðum frásögn ákærða, en bar þó ekki saman um innihald veskisins. Ágúst kvað ákærða hafa gefið í skyn, að peningar hefðu verið í veskinu, en hann hefði þó ekki séð það sjálfur. Viðar sagði aftur á móti, að 3.000 krónur hefðu verið í því og þeir skipt þeim á milli sín. Viðar Björnsson hefur skýrt frá því fyrir dómi, að hann hafi verið við drykkju á Keisaranum með ákærða og Ágústi Liljan. Þar inni hafi verið maður að nafni Sigurður, og kveðst vitnið hafa beðið hann að gefa sér í glas, en Sigurður neitað. Eftir að staðnum var lokað, hefðu þeir þrír 1733 gengið upp Snorrabraut í humátt á eftir Sigurði þessum. Þeir Ágúst hefðu hægt ferðina, en ákærði gengið manninn uppi og komið aftan að honum, tekið um hann ofarlega og snúið hann niður eftir einhverjar stimpingar, að því er sér sýndist. Vitnið kveðst ekki hafa séð ákærða taka neitt af manninum, en þeir Á gúst hafi hlaupið í burtu. Kveðst vitnið hafa hlaupið heim til sín niður á Hverfisgötu, en ekki vitað, hvert Ágúst hafi hlaupið. Eftir hálftíma til klukkustund hafi þeir ákærði og Ágúst komið heim til hans og talað um, að Kolbeinn hefði náð veski af manninum með 4.000 krónum í, og kveðst vitnið hafa fengið 1.000 krónur af því. Hafi þeir talað um, að þeir hefðu hent vesk- inu, eftir að þeir voru búnir að taka úr því peningana. Ekki kveðst hann muna, hvort Ágúst hafi kallað til ákærða, á meðan hann hafði manninn undir. Vitnið segist hafa hitt Ágúst Liljan, eftir að honum var sleppt. Hafi Ágúst sagt, að ákærði ætlaði að taka þetta einn á sig. Hefði Kolbeinn þegar gefið skýrslu um það hjá rannsóknarlögreglu. Viðar segir þá hafa litið svo á, að þeir væru meðsekir ákærða í brotinu. Vitnið kveður þá ekki hafa verið búna að ræða áður um að ræna manninn, og eins hefðu þeir ekki átt þátt í því að ráðast á hann. Vitnið kveðst hafa verið talsvert ölvað, þegar þetta varð, og hafa verið búið að vera í drykkju frá því í ágúst og minni sitt ekki gott. Hann muni þó það, sem hann hafi skýrt frá í réttinum. Ágúst Liljan Sigurðsson hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að þeir ákærði hafi verið á fylliríi saman. Hefðu þeir verið lítt kunnugir, en hann þó vitað deili á ákærða. Segist hann muna eftir því að hafa farið heim til Viðars Björnssonar þessa nótt, en segist ekki muna, hvort Viðar hafi verið með þeim á Keisaranum. Hann hefur þó að því spurður sagst muna eftir því, að Viðar Björnsson hafi eitthvað verið að tala um það inni á Keisaranum að ræna einhvern. Næst kveðst Ágúst muna eftir því að hafa séð, hvar ákærði var í áflogum við horn Laugavegar og Snorrabrautar við mann að nafni Siggi, sem hafði verið á Keisaranum og hann kannaðist við. Hafi þeir báðir legið og velst um. Hafi ákærði verið með manninn í hálstaki. Kveðst hann hafa reynt að skilja þá ákærða og manninn. Hann kveðst ekki hafa séð ákærða taka neitt af manninum. Hann segist hafa farið heim til Viðars í beinu framhaldi af þessum átökum. Segir hann, að þá hafi komið þar fram veski Sigurðar. Ekki muni hann, hver hafi verið með það. Hann kveður sig ráma í, að þeir Kolbeinn og einhverjir fleiri hefðu farið í bíl af vettvangi og niður Laugaveg og heim til Viðars, en kveðst ekki geta sagt, hverjir hafi verið með þeim í bílnum. Á gúst kannast ekki við að hafa sagt við Viðar, að ákærði ætlaði að taka á sig sökina af þessu, en kannast við að hafa hitt Viðar nokkrum sinnum um þetta leyti. Viðar Björnsson og Ágúst Liljan Sigurðsson hafa margsinnis verið dæmdir fyrir hegningar- og önnur refsilagabrot. 1734 Sjónarvottar að atburðinum fundust, og hafa þeir komið fyrir dóminn og gefið skýrslu. Benedikt Páll Magnússon hefur skýrt frá því, að hann hafi verið á „rúnt- inum““ í bíl með kunningja sínum, Erni. Hefðu þeir verið búnir að aka austur Hverfisgötu og beygt upp Snorrabraut til þess að aka aftur niður Laugaveg. Við ljósin á mótum Laugavegar og Snorrabrautar hafi þeir num- ið staðar og þá séð, hvar maður lá á jörðinni á að giska 15-20 metra frá þeim. Hafi maðurinn virst vera að bera hönd fyrir höfuð sér og vera að kalla á hjálp. Tveir menn hafi verið hjá honum. Hafi annar kropið og virst vera að fara inn á manninn með aðra höndina. Ekki hafi hann séð, að neitt væri tekið af manninum. Hinn maðurinn hafi staðið þétt hjá eða í á að giska eins metra fjarlægð, en þriðji maðurinn hafi staðið álengdar og nær þeim Erni, á horninu á Snorrabraut og Laugavegi. Þeir tveir, sem hjá manninum voru, hafi hraðað sér á braut og farið niður Laugaveg. Hafi þeir virst vera taugaóstyrkir og gengið og hlaupið á víxl. Virtist Benedikt þeir kalla eitthvað sín á milli. Hann hefur séð ákærða í réttinum og kveður hann líkjast þeim manni, sem kraup hjá manninum, en tekur fram, að myrkur hafi verið, og geti hann ekki verið viss um, að ákærði sé sami mað- ur. Benedikt kveður mennina þrjá hafa verið dökkklædda. Hafi hann séð þá best, sem voru fjær manninum, en þann, sem kraup hjá honum, hafi hann ekki séð eins vel. Þeir tveir, sem hann sá best, hafi virst vera fullorðnir menn og t. d. eldri en ákærði virðist vera. Hafi þessir tveir verið dökk- hærðir, annar síðhærður, en hinn með styttra hár. Örn Austan Gunnarsson hefur skýrt frá því, að þeir Benedikt hafi séð þrjá menn í á að giska 10 metra fjarlægð. Hafi einn legið á jörðinni, en tveir staðið hjá honum og báðir verið að berja hann. Vitnið kveður sig minna, að annar mannanna hafi beygt sig niður að þeim, sem lá, og kropið hjá honum. Vitnið getur ekki skýrt það, hvernig hinn hafi farið að því að berja manninn, en kveðst vera þess fullviss, að þeir hafi báðir barið hann. Kveðst hann minnast þess, að sér hafi blöskrað að sjá tvo menn berja liggjandi mann. Hann kveðst ekki geta sagt, hvort farið hefði verið inn á manninn og leitað á honum eða nokkuð tekið af honum. Kveður Örn annan þessara manna hafa verið stóran vexti, frekar þybbinn og þunn- hærðan „eldri mann““. Kveðst hann ekki geta sagt, hvort það hafi verið sá, sem kraup eða stóð hjá manninum. Kveðst hann lítið muna eftir hinum manninum og geti ekkert lýst honum, hvorki um aldur né útlit. Vitnið segir þá tvo hafa hlaupið hvorn í sína átt, og hafi annar hlaupið niður sund í áttina að Hverfisgötu. Hann segist ekki hafa orðið var við, að neitt hafi farið á milli mannanna. Hann kveðst ekki geta sagt annað um klæðnað þeirra en að þeir hafi verið mjög illa hirtir að sjá. Vitnið kveðst aðeins hafa séð þessa tvo menn og aðspurður ekkert hafa séð til þriðja mannsins. 1735 Vitnið hefur séð ákærða og Ágúst Liljan í réttinum. Kveðst hann ekki geta fullyrt, hvort ákærði sé annar þeirra manna, sem hann sá, en Ágúst Liljan Sigurðsson líkist hvorugum mannanna. Niðurstaða. Ákærði hefur ekki gefið neina sennilega skýringu á því, að hann hefur gjörbreytt framburði sínum í málinu og horfið frá afdráttarlausri játningu sinni. Þá er á það að líta, að Sigurður Guðleifsson heyrði einhvern kalla: „„Slepptu honum, Kobbi““, — eða eitthvað á þá lund, og Benedikt Páll Magnússon hefur sagt ákærða líkjast manni þeim, sem kraup hjá Sigurði. Enda þótt margt bendi til þess, að aðrir en ákærði hafi einnig komið við sögu í því að ræna Sigurð, hefur ekkert komið fram í málinu, sem gerir það vafasamt, að ákærði hafi átt beinan hlut að því að ræna mann- inn. Verður að telja hann sannan að því að hafa rænt hann veski með skilríkjum og peningum, að minnsta kosti nokkrum hundruðum króna. Hefur ákærði með þessu orðið sekur um brot gegn 252. gr. almennra hegningarlaga. Það athugast, að láðst hefur að tilgreina brotastað í ákæruskjali. Viðurlög. Ákærði hefur til þessa hlotið fimm dóma fyrir hegningarlagabrot, þar af einn fyrir líkamsárás og annan fyrir rán. Þá var ákærða veitt tveggja ára skilorðsbundinn reynslulausn af 191 fangelsisdegi 1. júlí 1991, sem hon- um hefur nú verið gert að afplána. Þykir refsing ákærða með hliðsjón af fyrri ofbeldis- og hegningarlagabrotum hans vera hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Dæma ber ákærða til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 45.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verj- anda síns, Kristjáns Stefánssonar, 70.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Kolbeinn Vopni Sigurðsson, sæti fangelsi í þrjú ár. Ákærði greiði skaðabætur ásamt dráttarvöxtum til greiðsludags sem hér segir: Íslandsbanka, 16.000 krónur, frá 27. október 1992, Veitingahúsinu Asíu hf., 18.000 krónur, frá sama degi, Ágústi Stefánssyni, kt. 220537-781, 5.000 krónur, frá 15. október 1992, Skeljungi hf., 3.000 krónur, frá 27. október 1992, Ingvari Ingvarssyni, kt. 200657-586, 3.000 krónur, frá 17. nóvember 1992, 1736 Olíuverslun Íslands hf., 4.500 krónur, frá 11. nóvember 1992. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 45.000 krónur, og málsvarnarlaun verjanda síns Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 70.000 krónur. 1737 Fimmtudaginn 14. október 1993. Nr. 51/1990. Jón Rafn Guðmundsson (Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.) gegn Samvinnutryggingum gt. (Jón Finnsson hrl.). Vinnusamningur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 5. febrúar 1990. Hann krefst þess, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða sér 5.508.397 krónur með sömu dráttarvöxtum og greinir í héraðsstefnu, eftir að hún hafði verið leiðrétt þannig, að krafist er 22% ársvaxta frá 1. janúar til 1. mars 1986 í stað 13%. Áfrýjandi krefst höfuðstólsfærslu vaxta og iðgjalds í lífeyrissjóð með sama hætti og í héraði. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi lét af störfum hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga 30. apríl 1990 að undangenginni uppsögn. Við áfrýjun málsins hefur hann fallið frá kröfuliðum nr. 2 - 5 í héraðsstefnu, þ. e. kröfum um endurgjaldslaus afnot af bifreið, afslátt af tryggingaiðgjöldum, slysatryggingu og ókeypis ábyrgðar- og húftryggingu af eigin bifreið. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Fyrir héraðsdómi greindi áfrýjandi frá því, að við sig hefði verið gerður skriflegur ráðningarsamningur, þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra Líftryggingafélagsins Andvöku og Endurtrygg- ingafélags Samvinnutrygginga hf. 15. maí 1974. Þessi samningur liggur ekki frammi í málinu, en hann mun ekki hafa fundist í fórum aðila. Að sögn áfrýjanda hafði hann einungis að geyma tvö atriði. Annað þeirra var um gagnkvæman sex mánaða uppsagnarfrest, 1738 en hitt kvað á um, að „laun yrðu á hverjum tíma sem stjórnin ákvæði““. Við starfslok áfrýjanda hjá þessum félögum 4. mars 1983 lýsti stjórn Samvinnutrygginga því yfir, „,„að hún mun ábyrgjast, að Jón njóti ekki lakari kjara við áframhaldandi störf innan samvinnu- hreyfingarinnar en þeirra, er hann hefði notið við að gegna áfram fyrrnefndum framkvæmdastjórastörfum““. Í þessari samþykkt er enga vísbendingu að finna um viðmiðun við önnur tiltekin störf en áfrýjandi gegndi. Áfrýjandi hefur fyrst og fremst viljað taka mið af kjörum framkvæmdastjóra stefnda, en á síðari stigum einnig framkvæmdastjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga. Eigi nýtur gagna í málinu um kjör þessara aðila eða áfrýjanda sjálfs á árunum fyrir 1983. Þá er þess að gæta, að framkvæmdastjóri stefnda tók við störfum áfrýjanda fyrir félögin tvö til viðbótar þeim störfum, er stöðu hans fylgdu. Umfang starfa hans og framkvæmdastjórastarfa áfrýjanda er því ekki sambærilegt eftir það, hvað sem áður kann að hafa verið. Þá þykir áfrýjandi ekki hafa sýnt fram á, að í samþykktinni frá 4. mars 1983 felist fyrirheit um, að miða skuli við kjör framkvæmdastjóra hjá öðru fyrirtæki, Sambandi íslenskra samvinnufélaga, en ekki liggur fyrir í málinu, hvernig laun þeirra voru samsett. Áfrýjandi skýrði svo frá fyrir héraðsdómi, að sér hefði alltaf skilist, að framkvæmdastjóralaun sín hefðu verið miðuð við laun bankastjóra Landsbanka Íslands, en sum árin við laun hæsta- réttardómara. Undir þetta hefur stefndi tekið. Ekki hefur verið sýnt fram á það, að grundvöllur þessarar viðmiðunar hafi rask- ast áfrýjanda í óhag. Það er því ósannað, að hann hafi ekki fengið þau laun eftir 4. mars 1983, sem hann mátti gera ráð fyrir að fá. Ekkert liggur fyrir í málinu um efni reglna um svonefnd heiðurs- laun eða starfsaldurslaun eftir 40 ára starf hjá stefnda né að eftir upplýsingum um það hafi verið leitað. Áfrýjandi þykir ekki hafa sýnt fram á, að slíkar greiðslur teljist til samningsbundinna kjara, er hafi fylgt framkvæmdastjórastörfum hans. Með þessum athugasemdum ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm með skírskotun til forsendna hans að öðru leyti. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. 1739 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Hjartar Torfasonar hæstaréttardómara. Áfrýjandi varð framkvæmdastjóri Líftryggingafélagsins And- vöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga hf. 18. mars 1974, sama dag og annar maður var ráðinn framkvæmdastjóri stefnda, Samvinnutrygginga gt. Þessi þrenn störf höfðu áður verið á hendi framkvæmdastjóra stefnda eins saman, en áfrýjandi var þá aðstoðarframkvæmdarstjóri hans. Hinn 8. mars 1983 lét áfrýjandi af umræddum störfum með þeim hætti, að stöður hans voru í reynd lagðar niður sem sjálfstæð embætti, en dagleg framkvæmdastjórn félaganna aftur falin framkvæmdastjóra stefnda og aðstoðarmönn- um hans. Áfrýjandi tók hins vegar við nýju starfi hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, er metið var á borð við stöðu deildar- stjóra, að því er launakjör snerti. Á fundi sínum þennan dag lýsti stjórn stefnda því yfir, að hún myndi ábyrgjast, að áfrýjandi nyti „ekki lakari kjara við áfram- haldandi störf innan samvinnuhreyfingarinnar en þeirra, er hann hefði notið við að gegna áfram fyrrnefndum framkvæmdastjóra- störfum““. Er réttilega á því byggt í hinum áfrýjaða dómi, að meta verði þessa stjórnarsamþykkt sem bindandi fyrirheit gagnvart áfrýj- anda. Er ekki unnt að fallast á það með stefnda, að forsendur hennar hafi brostið í raun við gjaldþrot Endurtryggingafélagsins rúmu ári síðar, enda var ljóst á umræddum tímamótum, að brugðið gæti til beggja vona um framtíð þess. Stefndi hefur ekki gert grein fyrir öðrum breyttum aðstæðum hjá stefnda eða Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, er orðið gætu tilefni til endurskoðunar á efni þessarar skuldbindingar. Verður að líta svo á, að hún hafi haldist í gildi, meðan áfrýjandi var við störf hjá síðarnefnda fyrir- tækinu, fram á árið 1990. Skuldbinding þessi var efnd með þeim hætti, að áfrýjanda voru greidd mánaðarlaun og tiltekin hlunnindi umfram það, sem fyrir- tækið taldi svara hinni nýju stöðu hans. Annaðist fyrirtækið greiðsl- 1740 urnar til áfrýjanda, en fékk mismun endurgreiddan frá stefnda eftir árið. Kveðst áfrýjandi ekki hafa skipt sér af því, hvernig uppgjöri var hagað þeirra í milli. Fjárhæð heildarlauna hans án hlunninda fyrir hvert áranna 1983-1988 er tilgreind í hinum áfrýjaða dómi. Samkvæmt umsögn í erindi fyrirsvarsmanna stefnda til áfrýjanda 17. ágúst 1987 voru þetta „sömu mánaðarlaun og framkvæmda- stjórum Sambandsins, bankastjórum og hæstaréttardómurum eru greidd, svo að dæmi séu tekin“. Samanburður leiðir í ljós, að launin héldust mjög svipuð launum dómara við Hæstarétt öll þessi ár að frátöldu því, að áfrýjandi fékk tvöföld laun fyrir desember- mánuð. Um samlíkingu við laun bankastjóra og framkvæmdastjóra Sambandsins er hins vegar erfiðara að fullyrða, enda hefur stefndi ekkert upplýst um hæð eða samsetningu þeirra. Áfrýjandi tók við launum sínum án athugasemda fram á árið 1986, en hófst þá handa um að leita leiðréttingar, þar sem hann hefði orðið þess var, að mikill munur væri á þeim og launum fram- kvæmdastjóra stefnda. Tilmælum hans var hafnað eftir nokkra umræðu, og höfðaði áfrýjandi þá mál þetta. Í málinu hefur áfrýjandi lagt fram tölur um árslaun fram- kvæmdastjóra stefnda á fyrrgreindu tímabili, sem áætlaðar voru eftir útsvari hans samkvæmt skattskrám. Í héraði naut ekki við annarra gagna um samanburðarlaun, en hér fyrir dómi hefur áfrýj- anda tekist að leggja fram staðfestar upplýsingar um árslaun eins af framkvæmdastjórum Sambandsins þessi sömu ár ásamt upplýs- ingum um árslaun 1983-1987 til þess starfsmanns stefnda, sem lengst af gegndi stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra, eftir að áfrýjanda leið. Þessar upplýsingar staðfesta, að tölur áfrýjanda um laun fram- kvæmdastjóra stefnda séu marktækar í megindráttum, þótt á kunni að skorta um fyllstu nákvæmni. Jafnframt gefa þær til kynna, að verulegs samræmis gæti milli launatekna framkvæmdastjórans og framkvæmdastjóra hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Eðli- legt er að taka mið af öllum þessum upplýsingum að því leyti, sem þær skipta máli, enda hefur stefndi ekkert aðhafst til að hrekja þær. Áfrýjandi hefur ekki sannað, að hann hafi notið sömu launa og framkvæmdastjóri stefnda í störfum sínum fyrir 1983. Jafnframt hefur hann ekki sýnt fram á, að störf sín og framkvæmdastjórans hafi verið sambærileg að umfangi. Með tilliti til þessa og til orða 1741 umræddrar stjórnarsamþykktar verður að fallast á það með stefnda, að hún hafi ekki veitt áfrýjanda rétt til sömu heildarlauna og framkvæmdastjóranum voru greidd á hverjum tíma. Hins vegar er ljóst af samþykktinni og því, sem á eftir fór, að hann átti tilkall til að verða metinn í hópi framkvæmdastjóra innan samvinnuhreyf- ingarinnar. Fær ekki staðist miðað við það, sem fyrr var rakið, að launagreiðslur til framkvæmdastjóra Sambands íslenskra samvinnu- félaga og stefnda sjálfs skipti ekki máli við mat á efndum hinnar umdeildu skuldbindingar. Áfrýjandi virðist hafa tekið við launum sínum árin 1983-1985 án athugasemda um upphæð þeirra. Verður að ætla, að launin hafi í byrjun verið Í nokkru samræmi við það, sem hann bar áður úr býtum. Fyrrgreindar tölur gefa til kynna, að framkvæmdastjóri stefnda hafi notið hærri launa en áfrýjandi árið 1983. Samkvæmt þeim námu laun áfrýjanda 1983 og 1984 tæplega 80%, af launum framkvæmdastjórans, þegar þau ár eru tekin saman. Á árinu 1985 varð hins vegar sú breyting, að þetta hlutfall launa áfrýjanda féll niður í um 60%, og hélst sá munur með litlum breytingum út árið 1988. Svipuð breyting varð á sama tíma gagnvart launum þess fram- kvæmdastjóra Sambandsins, sem fyrr var getið, þótt nokkru hafi munað milli hans og framkvæmdastjórans sum árin. Einnig gerðist það á árinu 1984, að fyrrgreindur starfsmaður stefnda fór fram úr þeim launum, sem áfrýjanda voru greidd. Var munurinn lítill það ár, en mikill það, sem eftir var af ferli starfsmannsins. Þessa þróun mála er nærtækast að skýra með því, að breyting hafi orðið árið 1985 á þeim forsendum, sem lagðar voru til grund- vallar um reglubundin laun þessara manna. Hefur stefndi og ekki reynt að sýna fram á, að annað hafi komið til. Eins og málið liggur fyrir, verður við það að miða, að skýringin sé þessi og að breyting- una megi sjá í megindráttum af þeim launatölum, sem fram eru komnar. Þegar litið er til efnis umræddrar stjórnarsamþykktar og allra upplýstra atvika, sem málið varða, verður jafnframt að álykta, að áfrýjandi hafi átt lögmætt tilkall til þess, að heildarlaun hans yrðu látin fylgja þessari breytingu. Það gerðist ekki, heldur fylgdu þau óbreyttri viðmiðun. Þann halla, sem áfrýjandi hefur þannig borið, er ekki unnt að meta með nákvæmni, eins og flutningi málsins er háttað. Með hlið- 1742 sjón af afstöðu stefnda í því efni er eðlilegt að túlka hina umdeildu skuldbindingu á þann veg, að áfrýjandi hefði átt að halda sama hlutfalli gagnvart launum framkvæmdastjóra stefnda og á var í upphafi. Þegar árin 1983 og 1984 eru talin saman, kemur fram, að laun áfrýjanda hefðu þurft að hækka um tæplega 30% til að ná jöfnuði við framkvæmdastjórann. Er ekki ástæða til að bæta þann mun, heldur ber að líta til hins, að á árunum 1985-1988 hefði þessi hækkun þurft að nema meira en 60 af hundraði. Jafnframt má líta til þess, að áfrýjandi myndi nálgast laun umgetins aðstoðar- framkvæmdastjóra, ef þessi aukni munur væri bættur, en ekki fara fram úr þeim. Að öllu þessu athuguðu er það niðurstaða mín, að áfrýjandi eigi lögmæta kröfu til þess, að stefndi greiði honum sem svarar 30% álagi á fyrrgreind laun hans fyrir árin 1985 til og með 1988. Nemur það 363.560 krónum fyrstnefnda árið, hið næsta 455.306, síðan 634.506 krónum og loks 737.578 krónum. Samtals eru þetta 2.190.950 krónur, sem stefnda ber þá að greiða áfrýjanda með hæstu almennum innlánsvöxtum frá lokum hvers árs til 1. janúar 1989, en með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt greiði stefndi honum 300.000 krónur upp í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, og er þá ekki tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. nóvember 1989. Mál þetta, sem dómtekið var 12. október sl., er höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu, þingfestri 10. janúar 1989, af Jóni Rafni Guðmundssyni tryggingaráðgjafa, Ölduslóð 2, Hafnarfirði, kt. 190428-3629, gegn Sam- vinnutryggingum gt., kt. 550269-0589, Ármúla 3, Reykjavík, til heimtu ógreiddra launa og fríðinda, viðurkenningar á hlunnindum, greiðslu vaxta og málskostnaðar. Dómkröfur. Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1. Stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 5.508.397 kr. með nánar tilgreindum vöxtum). Þá er þess krafist, að stefndi verði dæmdur til að greiða iðgjald í lífeyris- sjóð stefnanda, Samvinnulífeyrissjóðinn, af dæmdum launagreiðslum, 6% fyrir tímabilið 4. mars 1983 til 1. júní 1986, en 7% frá þeim degi gegn mótframlagi stefnanda, fyrst 4%0, en frá 1. júní 1986 að telja 4,5%0. 1743 2. Viðurkenndur verði réttur stefnanda frá 4. mars 1983 að telja og meðan hann er starfsmaður samvinnuhreyfingarinnar, til endurgjaldslausra afnota af bifreið, sem endurnýist á þriggja ára fresti og sé í sama gæða- flokki og bifreið framkvæmdastjóra stefnda. 3. Viðurkenndur verði réttur stefnanda til 30% afsláttar af iðgjöldum allra trygginga, sem hann hefur hjá stefnda, frá 4. mars 1983 að telja og meðan hann er í þjónustu samvinnuhreyfingarinnar. 4. Stefndi verði dæmdur skyldugur til að kaupa og halda í gildi slysa- tryggingu fyrir stefnanda, sem sé jafnhá slysatryggingu framkvæmdastjóra stefnda, svo lengi sem stefnandi er starfandi hjá samvinnuhreyfingunni. 5. Viðurkenndur verði réttur stefnanda til ókeypis ábyrgðar- og húftrygg- ingar af eigin bifreið frá 4. mars 1983 að telja og meðan hann er í þjónustu samvinnuhreyfingarinnar, enda verði bifreiðin tryggð hjá stefnda. 6. Stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda málskostnað sam- kvæmt málskostnaðarreikningi stefnanda á grundvelli viðmiðunargjald- skrár LMFÍ. Dómkröfur stefnda eru þær, að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað að skaðlausu samkvæmt taxta Lögmannafélags Íslands. Málsástæður. Málsástæður stefnanda eru þær, að stefnandi hafi um árabil verið fram- kvæmdastjóri Líftryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga. Hann hafi látið af þessum störfum 4. mars 1983 og þá tekið við starfi sem tryggingaráðgjafi Sambands íslenskra samvinnu- félaga. Af þessu tilefni hafi stjórn stefnda gefið út yfirlýsingu, dags. 4. mars 1983, að hún ábyrgðist, að stefnandi myndi ekki njóta lakari kjara við áframhaldandi störf innan samvinnuhreyfingarinnar en þeirra, er hann hefði notið við að gegna áfram fyrrnefndum framkvæmdastjórastörfum. Við þetta hafi ekki verið staðið af hálfu stefnda og ekki fengist leiðrétting á þrátt fyrir langvarandi samningatilraunir, en stefnandi starfi enn sem tryggingaráðgjafi Sambands íslenskra samvinnufélaga. Stefnandi miði launakjör sín við launakjör framkvæmdastjóra stefnda, enda hafi þessi tvö framkvæmdastjórastörf, framkvæmdastjórastarf Líf- tryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga annars vegar og framkvæmdastjórastarf stefnda hins vegar, verið lögð að jöfnu um laun og önnur starfskjör, meðan stefnandi gegndi framkvæmda- stjórastarfinu. Því sé það skilningur stefnanda, að stefndi eigi að greiða sér mun á laun- um núverandi framkvæmdastjóra stefnda og þeim launum, sem stefnandi 1744 ber úr býtum sem tryggingaráðgjafi Sambands íslenskra samvinnufélaga. Þetta nái ekki einvörðungu til launa, heldur annarra kjara, sbr. orðin í fundargerðinni frá 4. mars 1983, ,,..... að Jón njóti ekki lakari kjara ..... Se Stefnandi telji, að mikill misbrestur hafi orðið á þessu og launamunur- inn, kjaramunurinn, hafi farið vaxandi, eftir því sem árin hafi liðið. Þegar er stefnanda hafi orðið ljós launamunurinn, hafi hann farið að knýja á um leiðréttingu, en ekki haft erindi sem erfiði. Látið hafi verið líklega við hann, og í tvígang hafi verið talað um ákveðnar fjárhæðir, sem ætti að greiða í eitt skipti fyrir öll. Þessar fjárhæðir, sem nefndar hafi verið, hafi verið svo lágar, að stefnandi hafi ekki getað fallist á þær. Þau kjör, sem stefnandi telji sig eiga tilkall til, séu: 1. Launamunur milli launa stefnanda og launa framkvæmdastjóra stefnda. 2. Endurgjaldslaus afnot af bifreið, sem endurnyýist á þriggja ára fresti og sé í sama gæðaflokki og bifreið framkvæmdastjóra stefnda. 3. Stefnandi telji sig eiga rétt til 30% afsláttar af iðgjöldum allra trygg- inga, sem hann hafi hverju sinni hjá stefnda. 4. Stefndi verði skyldaður til að kaupa slysatryggingu handa stefnanda, jafnháa slysatryggingu framkvæmdastjóra stefnda. 5. Stefnandi fái ókeypis ábyrgðar- og húftryggingu fyrir eigin bifreið. 6. Heiðurslaun eftir 40 ára starf. 7. Risnukostnaður. 8. Áskrift að fjórum dagblöðum. Tekið skuli fram, að framkvæmdastjóri stefnda hafi tvöföld laun í desember og stefnandi einnig. Launagreiðandi stefnanda sé talinn Samband íslenskra samvinnufélaga um öll launin, sem stefnandi beri úr býtum, en Samband íslenskra samvinnufélaga fái svo hluta launanna greiddan frá stefnda. Ekki hafi fengist nákvæmar upplýsingar um launakjör framkvæmda- stjóra stefnda. Stefnandi hafi því brugðið á það ráð að áætla tekjur fram- kvæmdastjóra stefnda á grundvelli upplýsinga um útsvar hans samkvæmt skattskrám. Laun framkvæmdastjóra stefnda fyrir árið 1988 hafi verið hækkuð til samræmis við muninn á launum stefnanda og áætluðum laun- um framkvæmdastjóra stefnda árið 1987. Laun stefnanda séu þá um 60%0 af launum framkvæmdastjóra stefnda hvort ár. Útreikningurinn líti þannig út: Laun stefnanda Laun framkvstj. Ár stefnda — áætlað Mismunur 1983 kr. 686.911 kr. 910.911 kr. 224.000 1984 — 1793.411 — 997.411 — 204.000 1985 — 1.211.868 — 2.031.868 — 820.000 1986 — 1.517.688 — 2.467.688 — 950.000 1987 — 2.115.020 — 3.439.020 — 1.324.000 1988 — 2.458.595 — 3.933.752 — 1.475.157 kr. 4.997.157 Heiðurslaun kr. 288.000 Risna — 100.000 Áskrift — 123.240 Samtals kr. 5.508.397 Fjárhæð þessi sé stefnufjárhæðin, og sé það skuldin miðað við 1. janúar 1989. Heiðurslaunaliðurinn, 288.000 kr., byggist á venju þess efnis, að á árs- hátíð tryggingafélaga samvinnumanna séu greidd aukamánaðarlaun eftir 25 ára starf og eftir 40 ára starf. Árshátíðin 1988 hafi verið haldin í febrúar það ár, og hafi þeir þá verið verðlaunaðir, sem náð höfðu þessum starfs- aldursmörkum. Stefnandi hóf störf hjá stefnda 11. maí 1947 og hefði því átt að hljóta þessi verðlaun í byrjun febrúar sl. Launin, 288.000 kr., séu áætluð laun framkvæmdastjóra stefnda í febrúar 1988. Framkvæmdastjóri stefnda njóti risnu, og hafi stefnandi áætlað þessa fjárhæð fyrir allan tímann, 1983 til 1988, 100.000 kr. Sýnist þessum lið mjög í hóf stillt. Þá hafi framkvæmdastjórinn fengið áskrift fjögurra dagblaða. Dagblöð- in kosti öll hið sama. Áskrift að Morgunblaðinu tímabilið 1. apríl 1983 til ársloka 1988 sé 30.810 kr. Áskrift að fjórum blöðum fyrir þennan tíma geri því 123.240 kr. Þar sem ráðamenn stefnda hafi ekki viljað veita upplýsingar um launa- kjör framkvæmdastjóra stefnda, hvíli sönnunarbyrðin á stefnda um það, að launakjör framkvæmdastjóra stefnda séu önnur en stefnandi áætlar. Stefndi hafi gefið loforð, sem tryggt hafi stefnanda ekki lakari kjör en hann hefði notið, ef hann hefði verið áfram framkvæmdastjóri trygginga- félaganna. Við þetta hafi ekki verið staðið. Bent er á reglur samningaréttar um skuldbindandi gildi loforða, sbr. |. nr. 7/1936 um samningsgerð, um- boð og ógilda löggerninga. Um vaxtakröfu er skírskotað til 9. gr. og 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Um lífeyrisgjaldið er vísað til 2. gr. l. nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrissjóðsréttinda. Sýknukröfu sína reisir stefndi á því, að þegar stefnandi lét af störfum 4. mars 1983, hafi verið mjög tvísýnt um framtíð Endurtryggingafélagsins. Reksturinn hafi gengið illa mörg undanfarin ár, einkum vegna misheppn- 110 1746 aðrar spákaupmennsku á erlendum endurtryggingamarkaði. Til þess að komast til botns í þeim málum, sem félagið var flækt í, hafi verið nauð- synlegt að skipta um framkvæmdastjóra, en menn hafi þó gert sér vonir um, að unnt væri að komast hjá gjaldþroti félagsins. En Endurtrygginga- félagi Samvinnutrygginga hf. varð ekki bjargað, og var félagið úrskurðað gjaldþrota 22. júní 1984. Ekki verði farið út í orsakir gjaldþrotsins, en ljóst sé, að stefnandi hafi átt verulega sök á því, að svona fór og að þau ár, sem hann var fram- kvæmdastjóri Endurtryggingafélagsins, hafi hann ekki unnið til sérstakrar viðurkenningar eða verðlauna fyrir stjórn sína. Þrátt fyrir þetta hafi stefn- andi verið látinn njóta fyrri starfa og langs starfstíma í þágu Samvinnu- trygginga, Endurtryggingafélagsins og Andvöku. Sama dag og stefnandi lét af störfum framkvæmdastjóra hafi verið ákveðið að fela Samvinnutryggingum daglegan rekstur Líftryggingafélags- ins Andvöku í þeim tilgangi að gera rekstur félagsins hagkvæmari. Þessi þáttur í störfum stefnanda hafi því verið lagður niður. Ályktun stjórnar Endurtryggingafélagsins 4. mars 1983 byggist á því, að starf framkvæmdastjóra héldist áfram, þó að stefnandi flyttist í annað starf. Hún hafi ekki heldur gert ráð fyrir því, að stefnandi nyti umræddra kjara, ef hann hætti störfum hjá samvinnuhreyfingunni. Forsendur fyrir áframhaldandi greiðslum til stefnanda, þ. e. sömu mánaðarlaunum og framkvæmdastjórum Sambandsins voru greidd, hafi raunverulega verið brostnar við gjaldþrot Endurtryggingafélagsins. Samt sem áður hafi stefn- anda áfram verið greidd sömu laun, þótt ráðamönnum Sambandsins hafi verið í lófa lagið að segja honum upp störfum. Stefnandi leggi rangan og allt of víðtækan skilning í ályktun stjórnar- fundarins frá 4. mars 1983. Samanburður við framkvæmdastjórastarf Sam- vinnutrygginga sé alrangur. Stefnandi hafi aldrei haft sömu launakjör og framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga, enda umfang starfanna gerðlíkt. Upplýsingar um launakjör framkvæmdastjóra Samvinnutrygginga séu máli þessu því alls kostar óviðkomandi. Ef stefnandi hefði gegnt fyrra starfi sínu áfram hjá Endurtryggingafélag- inu, hefði hann í síðasta lagi látið af störfum við gjaldþrot félagsins í júní 1984, nema honum hefði verið sagt upp fyrr. Um framkvæmdastjórastarf hafi því ekki verið að ræða eftir þann tíma. Frá þessum tímapunkti hafi því, eins og áður segi, verið brostin forsenda fyrir samþykkt stjórnarinnar frá 4. mars 1983. Í tæp fimm ár eftir þetta hafi stefnanda verið greidd sömu mánaðarlaun og framkvæmdastjórum Sambandsins séu greidd, og séu það sömu laun og bankastjórar og hæsta- réttardómarar hafi, fyrir starf, sem í launalegu tilliti sé langt fyrir neðan þessa viðmiðunarhópa. Á sl. ári hafi greidd laun stefnanda numið 1747 2.458.595 kr., sem muni vera 13 mánaða laun. Ekki verði því annað sagt en vel hafi verið gert við stefnanda. Ályktun stjórnar Samvinnutrygginga frá 4. mars 1983 lúti eingöngu að greiddum launum, og sé fráleitt að halda því fram, að stjórnarmenn hafi verið með í huga þau atriði, sem talin eru upp í 2.-8. í greinargerð lögmanns stefnanda. Sé þessum kröfum öllum mótmælt í heild og einstökum liðum. Sé ekki ástæða til þess að fjölyrða um þetta, en tekinn sé sem dæmi liður 6, heiðurslaun eftir 40 ára starf. Stefnandi hafi ekki unnið í 40 ár hjá Sam- vinnutryggingum, og síðustu ár hans hjá Endurtryggingafélaginu hafi ekki verið tilefni til sérstakra heiðurslauna. Um lið 7. Starf það, sem stofnað hafi verið fyrir stefnanda, hafi ekki gefið tilefni til að greiða honum sérstaka risnu vegna þess. Engar slíkar skyldur fylgi því. Niðurstaða. Samþykkt sú, sem stefnandi reisir kröfur sínar á, var gerð á stjórnarfundi 4. mars 1983. Samkvæmt fram lögðum útdrætti úr fundargerðabók sat stefnandi þennan fund, og liggur ekki annað fyrir en yfirlýsingin hafi verið kynnt honum á þessum fundi. Verður hún því talin bindandi loforð um kjör stefnanda þann tíma, sem tilgreindur er í samþykktinni, enda hefur stefndi ekki sýnt fram á, að forsendur fyrir efndum hafi brostið. Í samþykktinni er kveðið á um, að stefnandi skuli ekki njóta lakari kjara við áframhaldandi störf innan samvinnuhreyfingarinnar en þeirra, er hann hefði notið við að gegna áfram fyrri framkvæmdastjórastörfum sínum. Verður að skýra þetta ákvæði þannig, að það feli í sér öll laun og launa- tengd hlunnindi, sem stefnandi hefði haft sem framkvæmdastjóri nefndra félaga, þar sem yfirlýsingin kveður ekki afdráttarlaust á um það, að einungis skuli átt við fastar mánaðargreiðslur. Stefnandi hefur ekki lagt fram samning um ráðningarkjör sín hjá stefnda, er hann tók við starfi framkvæmdastjóra Andvöku og Endur- tryggingafélags Samvinnutrygginga, en stefnandi hefur upplýst, að slíkur samningur var gerður og að efni hans hafi verið það, að stefnandi væri ráðinn framkvæmdastjóri Líftryggingafélagsins Andvöku og Endurtrygg- ingafélags Samvinnutrygginga, uppsagnarfrestur af beggja hálfu væri sex mánuðir og að laun yrðu á hverjum tíma eftir því, sem stjórnin ákvæði. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að sér hafi alltaf skilist, að laun fram- kvæmdastjóra Líftryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga hefðu síðustu árin, sem hann gegndi því starfi, verið miðuð við laun bankastjóra Landsbankans og sum árin við laun hæsta- réttardómara. 1748 Af hálfu stefnda er því haldið fram, að laun stefnanda hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga hafi miðast við laun bankastjóra og hæstaréttar- dómara, og hefur því ekki verið andmælt af hálfu stefnanda, og er viður- kennt af hans hálfu, að hann hafi haldið sömu mánaðarlaunum, er hann hóf störf hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, og hann hafði áður, og því ekki verið mótmælt, að laun hans hafi hækkað á starfstímanum í samræmi við aðrar launahækkanir í þjóðfélaginu á þeim tíma. Af hálfu stefnanda hefur hins vegar ekkert verið fært fram, sem styður þá fullyrðingu hans, að laun hans hjá stefnda hafi fylgt launum fram- kvæmdastjóra Samvinnutrygginga, hvorki við ráðningu hans þar né síðar. Þykir það því ekki hafa áhrif á niðurstöðu þessa máls, að stefndi synjaði um upplýsingar um launakjör framkvæmdastjóra Samvinnutrygginga, enda virðast aðilar sammála um, að mánaðarlaun stefnanda fylgdu þeim við- miðunaraðilum í raun, sem áður greinir. Samkvæmt framansögðu þykir upplýst, að stefnandi hafi fengið greidd þau mánaðarlaun, sem hann átti rétt á og fólust í því loforði, sem gefið var með áðurgreindri stjórnarsamþykkt 3. mars 1983 og hann reisir kröfur sínar á. Krafa stefnanda um greiðslu iðgjalds í lífeyrissjóð stefnda er með vísan til framanritaðs ekki tekin til greina. Þá krefur stefnandi enn fremur um ýmis hlunnindi, sem hann telur, að hafi fylgt starfi sínu hjá Líftryggingafélaginu Andvöku og Endurtrygginga- félagi Samvinnutrygginga og hafi falist í fyrrgreindri stjórnarsamþykkt. Eru hlunnindi þessi talin upp í sjö liðum í greinargerð stefnanda. Þrír þessara kröfuliða eru innifaldir í stefnufjárhæð, en það eru heiðurslaun eftir 40 ára starf, risnukostnaður og áskrift að dagblöðum. Af hálfu stefnda er öllum þessum kröfuliðum mótmælt. Ósannað er gegn andmælum stefnda, að heiðurslaun hafi verið hluti af kjörum starfsmanna tryggingafélaga samvinnumanna eftir 40 ára starf og veitt öllum starfsmönnum án tillits til þess, hvernig starf var innt af hendi, enda verður að telja, að í orðinu felist laun, sem veitt séu í heiðursskyni, og sé það á valdi þess, sem þau veitir, að meta, hvenær og hvort starfs- maður hefur unnið til slíks. Stefnandi hefur skýrt svo frá, að meðan hann gegndi framkvæmdastjóra- starfi hjá Andvöku og Endurtryggingafélaginu, hafi risna verið greidd sam- kvæmt reikningi af innkaupum til veitinga eða samkvæmt reikningi frá veit- ingastöðum. Samkvæmt þessum framburði stefnanda er ljóst, að risna var ekki hluti af föstum launakjörum stefnanda, heldur greiðsla á útlögðum kostnaði stefnanda í þágu félaganna. Með vísan til þessa og með því að stefnandi hefur ekki sýnt fram á, að hann hafi borið slíkan kostnað, eftir að hann lét af fyrri störfum sínum, er þessi kröfuliður ekki tekinn til greina. 1749 Um aðra kröfuliði, sem stefnandi tilgreinir undir liðum 2 til 5 og 8 í greinargerð sinni og áður eru raktir, er það að segja, að engin gögn hafa verið lögð fram um þau hlunnindi, sem stefnandi krefur stefnda um sam- kvæmt þessum liðum. Þykir stefnandi ekki gegn andmælum stefnda hafa sýnt fram á, að þau hafi verið hluti launakjara hans, meðan hann starfaði sem framkvæmdastjóri Líftryggingafélagsins Andvöku og Endurtrygginga- félags Samvinnutrygginga, hvorki með ráðningarsamningi, launaseðlum, skattframtölum né öðrum gögnum. Ber því með hliðsjón af framansögðu að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt, að aðilar beri hvor sinn kostnað af máli þessu. Kristjana Jónsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Samvinnutryggingar gt., skal vera sýkn af kröfum stefn- anda, Jóns Rafns Guðmundssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 1750 Fimmtudaginn 14. október 1993. Nr. 493/1991. Sól hf. (Baldur Guðlaugsson hrl.) gegn Sjóefnavinnslunni hf. (Helgi V. Jónsson hrl.) og gagnsök. Verslunarkaup. Skaðabætur. Skuldajöfnuður. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Aðaláfrýjandi áfrýjaði máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. desember 1991. Hann krefst aðallega sýknu af kröfum gagnáfrýj- anda, til vara skuldajafnaðar, að fjárhæð 431.640 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 3. desember 1989 til greiðsludags, en til þrautavara skuldajafnaðar lægri fjárhæðar að mati Hæstaréttar og dráttarvaxta eins og í aðal- kröfu. Þá krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar úr hendi gagnáfrýj- anda í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu til Hæstaréttar með stefnu 10. janúar 1992. Hann krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. Ýtarlegar yfirheyrslur fóru fram í máli þessu á bæjarþingi Reykjavíkur. Meðal þeirra, sem gáfu skýrslur, voru Guðmundur Malmquist, er var formaður stjórnar gagnáfrýjanda á þeim tíma, er hér skiptir máli, og Magnús Magnússon, sem þá var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Guðmundur Malmquist skýrði m. a. svo frá, er hann var spurður um kröfugerð gagnáfrýjanda í málinu: „... við vildum láta þetta bíða og gerðum ráð fyrir því að gera eitthvert samkomulag við Sól, kannski án þess að beint - og alveg án þess að viðurkenna skaða- bótaábyrgð á þessu.“ Magnús Magnússon skýrði m. a. svo frá, er hann var inntur eftir því, hvers vegna gagnáfrýjandi gerði ekki reka að innheimtu umræddrar skuldar hjá aðaláfrýjanda: „...við ræddum þetta í stjórn, og það var alla vega mitt sjónarmið, að við bærum ákveðna 1751 siðferðilega skyldu til að aðstoða Sól. Þeir höfðu orðið fyrir tjóni og við hins vegar viðurkenndum ekki skaðabótaskyldu. ... Það var hugsanagangur okkar gagnvart Sól ..., að ef Sól kæmi með skaða- bótakröfu, hefðum við hafnað henni, en við myndum engu að síður hafa verið tilbúnir til að taka þátt í því tjóni sem Sól varð fyrir, ...““ Gagnáfrýjandi tók til baka það, sem eftir var í geymi hjá aðal- áfrýjanda af kolsýru, sem hann hafði selt honum í byrjun ágúst 1987, er í ljós kom, að hún var ónothæf af ástæðum, sem lýst er í héraðsdómi. Telja verður líklegt, að kolsýran hafi ónýtt það magn umrædds gosdrykkjar, sem hún var notuð í, og valdið aðaláfrýj- anda fjártjóni. Hann gerði ekki reka að heimtu bóta fyrir það tjón, og gagnáfrýjandi hófst ekki handa um innheimtu skuldar hjá aðal- áfrýjanda vegna viðskiptanna fyrr en að rúmum tveimur árum liðnum. Þetta ásamt framburði Guðmundar Malmquist og Magnúsar Magnússonar, er að framan getur, gefur vísbendingu um, að aðaláfrýjandi hafi haft gilda ástæðu til að ætla, að greiðslu skuldarinnar myndi ekki krafist, yrði skaðabótakröfu ekki hreyft, og að gagnáfrýjanda hafi mátt vera það ljóst. Að þessu athuguðu og með hliðsjón af atvikum að öðru leyti verður að líta svo á, að gagnáfrýjanda hafi borið að gera aðaláfrýj- anda ljóst án ástæðulausrar tafar, að hann hygðist innheimta skuld- ina, til þess að aðaláfrýjandi ætti þess kost að tryggja sér sönnur fyrir tjóni sínu. Vegna þess dráttar, sem á þessu varð, var skuldin, að svo miklu leyti sem hún kann að hafa verið umfram tjón aðal- áfrýjanda, fallin niður fyrir tómlæti, er hafist var handa um mál- sókn þessa. Með skírskotun til þessa ber að sýkna aðaláfrýjanda af kröfum gagnáfrýjanda í málinu. Eftir þessum úrslitum er rétt, að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýj- anda samtals 150.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Sól hf., á að vera sýkn af kröfum gagnáfrýj- anda, Sjóefnavinnslunnar hf., í máli þessu. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda samtals 150.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 1752 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. október 1991. Mál þetta, sem dómtekið var 24. september sl., höfðaði Helgi V. Jónsson hrl., Suðurlandsbraut 18, Reykjavík, f. h. Sjóefnavinnslunnar hf., Reykja- nesi, með stefnu, birtri 21. júní 1990, gegn Sól hf., Þverholti 19, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega, að stefndi verði dæmdur til greiðslu skuldar, að fjárhæð 1.022.627 kr., með dráttarvöxtum, sem Seðla- banki Íslands ákveður samkvæmt 10. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 25/1987, frá 30. ágúst 1989 til greiðsludags. Þess er jafnframt krafist, að dráttarvext- ir verði lagðir við höfuðstól á tólf mánaða fresti, næst 30. ágúst 1990, allt í samræmi við 12. gr. fyrrnefndra laga. Til vara er þess krafist, að stefndi verði dæmdur til greiðslu skuldar, að fjárhæð 851.684 kr., auk dráttarvaxta, sem Seðlabanki Íslands ákveður samkvæmt 10. gr., sbr. 14. gr. 1. nr. 25/1987, frá 31. júlí 1989 til greiðslu- dags. Þess er jafnframt krafist, að dráttarvextir verði lagðir við höfuðstól á tólf mánaða fresti, næst 31. júlí 1990, allt í samræmi við 12. gr. fyrr- nefndra laga. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá LMFÍ með dráttarvöxtum samkvæmt 10. gr., sbr. 12. gr. Í. nr. 25/1987, að liðnum fimmtán dögum frá dómsuppsögu samkvæmt 175. gr. 1. nr. 85/ 1936, sbr. 21. gr. 1. nr. 54/1988. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu, er beri dráttarvexti skv. 10. gr., sbr. 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, frá og með 15. degi eftir dómsuppsögu. Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda, er þess krafist, að til skulda- jafnaðar kröfu stefnanda komi 1.425.600 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla |. nr. 25/1987 með síðari breytingum frá 1. okt. 1987 til greiðsludags eða að því marki, sem þarf til skuldajafnaðar mót stefnukröfum. Til vara er krafist skuldajafnaðar með annarri lægri fjárhæð skv. mati dómara, en með sömu vaxtaforsendum. Leitað var um sáttir án árangurs. Málavextir. Árið 1987 seldi stefnandi stefnda kolsýru til gosdrykkjaframleiðslu. Aðal- krafa stefnanda er fjárhæð þriggja ógreiddra reikninga vegna viðskipta að- ila á tímabilinu júní-ágúst 1987 að viðbættum dráttarvöxtum til 30. ágúst 1989. Reikningar þessir eru nr. 294, út gefinn 30. júní 1987, að fjárhæð 71.220 kr., nr. 298, út gefinn 31. júlí 1987, að fjárhæð 354.420 kr., og nr. 317, út gefinn 30. ágúst 1987, að fjárhæð 74.250 kr. Í júlí 1987 markaðssetti stefndi nýja framleiðslu á kolsýrðum drykkjum og notaði við framleiðslu þessa kolsýru frá stefnanda. Hinn 4. ágúst 1987 fylgdi karbónílsúlfíð-gas einum farmi af kolsýru frá stefnanda. Farmur 1753 þessi fór annars vegar til Sanitas hf. og hins vegar til stefnda. Efni þessu fylgir, að hveralykt gýs upp, ef gasið blandast vatni. Þegar ljóst varð um þennan ágalla, tók stefnandi það, sem eftir var, til baka, og lauk þar viðskiptum aðila. Vegna viðskipta þessara og markaðssetningar stefnda á ofangreindri framleiðslu urðu nokkur blaðaskrif, og hafa aðilar lagt fram ljósrit af blaðagreinum um málið. Á dskj. nr. 16 er grein í Morgunblaðinu 5. september 1987, en þar segir m. a.: „Sól hf. hefur innkallað allar óseldar dósir af Sól-kóla. Að sögn Óskars Þormóðssonar sölumanns er það gert vegna þess, að drykkurinn hefur ekki líkað nógu vel, og því hefur Sól hf. hafið framleiðslu á Sól-kóla eftir nýrri uppskrift, sem líkað hefur betur. Óskar taldi, að í umferð hefðu verið nokkrir tugir þúsunda dósa, og væri þeim nú öllum ekið á hauga. Verslanir fá Sól-kóla af nýju gerðinni í skiptum fyrir gamla drykkinn. Óskar sagði, að nýja tegundin hefði verið kynnt á Veröld 87 í Laugardals- höll og fengið góðar viðtökur. Hann sagði, að fyrirtækið hefði einnig hætt sölu á sykurlausu Sól-kóla. Sú tegund hefði ekki enn verið innkölluð, en starfsmenn fyrirtækisins ynnu að nýrri uppskrift fyrir þann drykk einnig. Ekki væru uppi áform um að innkalla þriðju gostegundina frá Sól, Límó, því að hún hefði líkað vel.“ Á dskj. nr. 13 er grein í DV 8. september 1987, en þar er m. a. haft eftir Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóra: ,,..... að búið væri að þróa nýtt Sól-Cola, sem væri miklu betra en það, sem fyrir var. Í ljósi þeirrar staðreyndar sagði hann, að ákveðið hefði verið að henda birgðunum af eldri gerðinni. Var þar um að ræða um 200 þúsund dósir.“ Á dskj. nr. 17 er grein í DV 9. sept. 1987, þar sem m. a. er haft eftir Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóra stefnda: „„Þá urðum við fyrir því slysi um verslunarmannahelgina, að brennisteinslykt var af gosinu vegna kolsýrunnar frá saltverksmiðjunni. Við hentum 80 þúsund dósum, og ég veit, að Sanitas þurfti að henda meira.“ Á dskj. 11 er grein Magnúsar Magnússonar, framkvæmdastjóra stefn- anda, sem birtist í Morgunblaðinu 25. september 1987, en þar segir m. a.: „„Fyrsti kolsýrufarmurinn eftir verslunarmannahelgi, sem afhentur var 4. ágúst 1987, innihélt karbónílsúlfíð (COS)gas. Gasið, þótt hættulaust sé, gerði kolsýruna óhæfa til notkunar í gosdrykki ..... “ Síðar í sömu grein segir svo: „„Okkur var tjáð hjá forráðamönnum Sólar hf., að um 80.000 dósir hefðu verið framleiddar úr umræddum farmi og óverulegt magn hefði farið út úr fyrirtækinu og það yrði strax innkallað.““ Skuldajafnaðarkrafa stefnda er reist á því, að framleiddar hafi verið um 80.000 dósir af Sólgosdrykk með notkun þeirrar kolsýru, sem afhent var í ágúst 1987. Heildsöluverð hverrar dósar hafi verið 18,76 kr. Almennur 1754 afsláttur til stórra viðskiptaaðila sé 5%. Höfuðstóllinn sé margfeldi þessara tveggja talna að teknu tilliti til afsláttarins. Heildsöluverð þess tíma hafi verið undir framleiðslukostnaðarverði. Þessar dósir hafi verið fluttar burt og urðaðar. Málsástæður og rökstuðningur stefnanda. Stefnandi heldur því fram, að stefndi eigi að greiða umkrafða reikninga skv. meginreglum kaupalaga nr. 39/1922. Stefndi hafi hvorki kvartað né komið með athugasemdir til stefnanda vegna kolsýrunnar. Samkvæmt 54. gr. 1. nr. 39/1922 beri kaupanda að bera fyrir sig galla á söluvöru innan eins árs, frá því að kaup voru gerð, ef hann vill bera fyrir sig galla. Það hafi ekki verið gert, og sé því of seint að bera fyrir sig galla á söluvörunni nú. Stefndi hafi hvorki sannað né sýnt fram á, að kolsýran hafi verið gölluð og skaðvænleg. Ekki hafi stefndi heldur sýnt fram á neitt tjón, sem hann hafi orðið fyrir. Stefndi hafi hent framleiðslu sinni á hauga, vegna þess að drykkurinn hafi ekki líkað, sbr. fram lagðar blaðagreinar. Hér hafi verið um nýja fram- leiðslu á tilraunastigi að ræða. Drykkurinn hafi verið óseljanlegur, löngu áður en ætlaður galli kom í ljós, og hafi miklar birgðir verið til af honum. Ekkert bendi til þess, að ætlaður galli hafi haft áhrif á sölu stefnda eða að stefndi hafi í raun framleitt úr hinni ætluðu gölluðu kolsýru. Stefndi hafi ekki látið efnagreina framleiðslu sína, svo að hinn ætlaði galli yrði sannaður, eða gert kröfu á hendur stefnanda vegna galla. Af hálfu stefnanda er því mótmælt, að tómlætisáhrif eigi við. Hér sé um reikninga að ræða, sem hafi fjögurra ára fyrningarfrest. Jafnframt er því mótmælt, að samkomulag hafi verið á milli aðila um, að ekki yrði kraf- ist greiðslu vegna þessarar skuldar. Í varakröfu stefnanda er ekki gerð krafa vegna reiknings, útg. 30. ágúst 1987, 74.250 kr. Málsástæður og rökstuðningur stefnda. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að kolsýran, sem keypt var af stefn- anda og hann krefjist endurgjalds fyrir, hafi reynst illa gölluð og haft skað- lega eiginleika, og hafi þetta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir tilraun stefnda til markaðssetningar nýrrar framleiðslu, sem nefnd var Sól-Cola. Sölutölur framleiðslunnar hafi í upphafi verið allháar í samræmi við mikinn undirbúning. Í júlímánuði hafi selst 436.659 dósir af gosdrykkjum þessum og 11.712 flöskur í 14 lítra stærð. Í ágústmánuði hafi salan snarfallið og hafi engin verið í september. Meira hafi borist inn í verksmiðjuna af drykkjarföngum þessum en frá henni fóru. Framleiðslunni hafi verið skilað 1755 í stórum stíl. Ástæðan hafi verið hin skaðvænlega kolsýra, sem stefnandi framleiddi og seldi stefnda. Í henni hafi verið brennisteinseindir, sem gengu í samband við vetni og súrefni, svo að efnið Cos-gas eða karbónílsúlfíð myndaðist í drykknum. Þegar umbúðir voru opnaðar, hafi gosið af þeim hinn versti hverafnykur. Svipað hafi gerst um framleiðslu gosdrykkjaverk- smiðjunnar Sanitas hf., sem einnig hafi verslað við stefnanda. Stefndi og Sanitas hf. hafi þegar hætt notkun kolsýru þessarar. Stefnandi hafi greitt Sanitas hf. bætur fyrir tjón fyrirtækisins af þessum völdum, og hafi það þó verið minna en tjón stefnda, sem hafi orðið fyrir því, að kynning nýrrar framleiðslu kafnaði í fæðingu, en framleiðsla Sanitas hf. hafi verið þekkt og haft markaðshlutdeild í mörg ár. Stefnandi hafi sjálfur sótt eða látið sækja leifar þeirrar kolsýru, sem hann hafði afhent, og því hafi stefnandi gengist við gallanum. Af fram lögðum blaðagreinum sé ljóst, að stefnandi hafi viðurkennt gallann. Rétt sinn til að neita greiðslu fyrir hina gölluðu kolsýru styður stefndi við ákvæði kaupalaga nr. 39/1922 um það, er seldum hlut er áfátt, sbr. 42.-54. gr. Þá er og á því byggt, að stefnandi hafi með hátterni sínu gefið stefnda réttmæta ástæðu til að ætla, að krafa þessi yrði ekki innheimt og hún því fyrir tómlætisáhrif niður fallin. Stefndi styður rétt sinn til skaðabóta við sjónarmið kröfuréttarins um ábyrgð á tjóni, sem sé að rekja til skaðlegra eiginleika greiðslu, en skv. þeim sjónarmiðum beri að bæta tjón, sem verði við, að menn eða munir komist í snertingu við greiðslu með slíkum eiginleikum og tjónið í sjálfu sér óháð gildi samningsins, hvort haldið er fast við hann eða honum rift. Eins beri skv. þessum sjónarmiðum að bæta tjón, þótt ekki sé fyrir að fara samhengi milli tjóns og endurgjalds eða annarra meginatriða samnings- ins. Tjón stefnda af völdum hinnar menguðu kolsýru hafi orðið úr öllu sam- hengi við endurgjald, sem fyrir hana skyldi greiða. Samkvæmt nefndum skaðabótasjónarmiðum sé ströng ábyrgð einkum látin taka til skaðlegra eiginleika, þegar um sé að ræða iðnaðarframleiðslu og sölu, sem sé liður í almennum verslunarrekstri. Með strangri ábyrgð í þessu samhengi sé átt við hlutlæga ábyrgð, en verslunarkaup aðila málsins vörðuðu iðnaðar- framleiðslu. Niðurstaða. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi þeir Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri stefnda, Rúnar Karlsson, verkstjóri hjá stefnda, Dagbjartur Björnsson, framkvæmdastjóri og fyrrverandi starfs- maður stefnda, Georg Gunnarsson, efnaverkfræðingur og fyrrverandi starfsmaður stefnda, Gunnlaugur Elísson efnafræðingur, Guðmundur 1756 Malmquist forstjóri, Ragnar Birgisson viðskiptafræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sanitas hf., Magnús Magnússon, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri stefnanda, Brynjólfur Ingi Þórður Guðmundsson fram- kvæmdastjóri og Egill Þórir Einarsson, efnaverkfræðingur og fyrrverandi starfsmaður stefnanda. Stefndi keypti af stefnanda kolsýru í júní, júlí og ágúst 1987. Viðskipti þessi eru verslunarkaup, sbr. 4. gr. 1. nr. 39/1922. Varan er ógreidd. Kolsýran, sem stefnandi seldi stefnda í ágúst 1987, var gölluð. Eftir að vitað var um gallann, tók stefnandi aftur þá kolsýru, sem þá var eftir í vörslu stefnda. Verður krafa stefnanda um greiðslu fyrir það, sem selt var í ágúst 1987, því ekki tekin til greina. Það er ósannað, að kolsýran, sem stefnandi afhenti stefnda fyrir versl- unarmannahelgina 1987, hafi verið gölluð. Þessi skoðun styðst m. a. við framburð Ragnars Birgissonar, fyrrum framkvæmdastjóra Sanitas, um breytingu, sem varð á framleiðslu Sanitas í ágúst 1987 vegna galla á kol- sýrunni, og framburð Rúnars Karlssonar, verkstjóra hjá stefnda, að fyrir verslunarmannahelgina hafi framleiðslan líkað mjög vel. Það er einnig ósannað, að stefndi hafi kvartað yfir kolsýrunni, sem afhent var fyrir versl- unarmannahelgina, eða tilkynnt, að ætlunin væri að bera fyrir sig galla á vörunni, sbr. 54. gr. l. nr. 39/1922. Verður krafa stefnanda um greiðslu reikninganna frá 30. júní 1987 og 31. júlí 1987 því tekin til greina, enda verður ekki á það fallist, að krafan sé niður fallin sökum tómlætis. Þegar til þess er litið, sem fram kemur í fram lögðum blaðagreinum og blaðaviðtölum við fyrirsvarsmenn stefnda í september 1987 um ástæður þess, að þróað var nýtt Sól-Cola og ákveðið að henda birgðunum af eldri gerðinni, þá verður ekki felld bótaábyrgð á stefnanda á tjóni stefnda, vegna þess að fleygt hafi verið 80.000 dósum af gosi í ágúst 1987. Hér er og á það að líta, að ósannað er, að stefndi hafi sett fram kröfur vegna þessa fyrr en í rekstri þessa máls, sbr. 54. gr. 1. nr. 39/1922. Þegar málsatvik eru virt og litið til þess, að ósannað er, að stefnandi hafi eftir óhappið í ágúst 1987 krafið stefnda um greiðslu hinna ógreiddu reikninga fyrr en með innheimtubréfi lögmanns stefnanda, dags. 3. nóv. 1989, verður stefndi ekki dæmdur til greiðslu dráttarvaxta fyrr en frá 3. des. 1989, sbr. 3. mgr. 9. gr. 1. nr. 25/1987, sbr. 4. gr. 1. nr. 67/1989. Niðurstaða málsins verður því sú, að stefndi verður dæmdur til að greiða andvirði kolsýrunnar, sem afhent var í júní og júlí 1987, 431.640 kr., með dráttarvöxtum skv. III. kafla 1. nr. 25/1987 frá 3. des. 1989 til greiðslu- dags. Eftir atvikum þykir rétt, að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Auður Þorbergsdóttir borgardómari kvað upp dóminn. 1757 Dómsorð: Stefndi, Sól hf., greiði stefnanda, Sjóefnavinnslunni hf., 431.640 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla |. nr. 25/1987 frá 3. des. 1989 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. 1758 Fimmtudaginn 14. október 1993. Nr. 335/1993. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Ástþóri Bjarna Sigurðssyni (Örn Clausen hrl.). Fjárdráttur. Skyldusparnaður. Tékkar. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Ákærði áfrýjaði héraðsdómi í heild sinni til Hæstaréttar sam- kvæmt heimild í 1. mgr. 149. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu ákæruvalds var málinu áfrýjað með stefnu 20. júlí 1993 til þyngingar á refsingu. Jafnframt krefst ákæruvaldið staðfestingar á ákvæði héraðsdóms um skaðabætur. Ákærði rak verslanir og myndbandaleigur í Keflavík og víðar undir nafninu Frístund sem einkafirma með ótakmarkaðri ábyrgð. Varðar mál þetta starfsemi ákærða á tímabilinu frá maí 1990 fram í desember 1991. Upplýst er hér fyrir dómi, að bú hans og firmans var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur 3. febrúar 1992. Lýst var í búið kröfu frá Húsnæðisstofnun ríkisins vegna vangreidds skyldusparnaðarfjár, og var hún samþykkt sem forgangskrafa á skiptafundi 31. júlí 1992. Kröfu frá Sigurði Sigur- jónssyni hæstaréttarlögmanni vegna tékkaskuldar við Bíóhöllina var einnig lýst í búið. Var hún samþykkt sem almenn krafa á skipta- fundi 18. maí 1992. Skiptum á búinu er ekki lokið. Svo sem rakið er í héraðsdómi, hefur ákærði viðurkennt að hafa á fyrrgreindu tímabili greitt laun til þeirra starfsmanna fyrirtækis- ins, sem taldir eru í I. kafla ákæru, án þess að standa skil jafnóðum á skyldusparnaðarfé, sem halda átti eftir og dregið var af launum samkvæmt launaseðlum hverju sinni. Var starfsmönnunum ekki kunnugt fyrr en síðar, hvernig hann hélt á málum. Verður fallist á þá ályktun héraðsdómara, að í rekstrinum hafi verið til ráðstöf- unarfé, sem ákærði hagnýtti til að halda honum áfram í stað þess að efna skyldur sínar í þessu efni. Braut ákærði þannig gegn 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Um þýðingu refsi- 1759 ákvæða í lögum nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins, sbr. lög nr. 70/1990, sem verjandi ákærða hélt fram við munnlegan mál- flutning í Hæstarétti, að fremur hefðu átt hér við, vísast til dóms Hæstaréttar 19. mars 1993 í málinu nr. 119/1992. Með skírskotun til þessa og að öðru leyti til forsendna hins áfrýj- aða dóms ber að staðfesta niðurstöður hans um refsinæmi þeirrar háttsemi, sem um fjallar í I. og Il. kafla ákæru, og um refsingu ákærða. Við ákvörðun hennar hefur verið litið til þess, að ákærði hefur að mestu gert skil við fyrrgreint starfsfólk sitt. Krafa um skaðabætur vegna tékkamisferlis samkvæmt II. kafla ákæru var upphaflega sett fram í kærubréfi lögmanns Bíóhallar- innar 7. febrúar 1992 til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Áður en ákært var í málinu, hafði kröfunni verið lýst í bú ákærða, eins og fyrr greinir. Hér er kröfunni beint gegn ákærða persónulega, og hefur hann ekki mótmælt fjárhæð hennar. Eru ekki efni til að vísa kröfunni frá héraðsdómi, og ber að taka hana til greina, eins og þar var gert. Einnig ber að staðfesta ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Ástþór Bjarni Sigurðsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 30. júní 1993. Ár 1993, miðvikudaginn 30. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem háð er að Brekkugötu 2, Hafnarfirði, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-107/1993: Ákæruvaldið gegn Ástþóri Bjarna Sigurðssyni, sem dóm- tekið var 23. júní sl. Málið dæmir Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari. Það er höfðað með ákæru, dagsettri 4. maí sl., gegn Ástþóri Bjarna Sig- 1760 urðssyni, Garðabraut 58, Garði, kt. 200656-2969, fyrir fjárdrátt og tékka- svik sem hér greinir: I. Að hafa á tímabilinu frá maí 1990 til desember 1991 haldið eftir af laun- um eftirgreindra starfsmanna sinna skyldusparnaðarfé, samtals 401.707 kr., en eigi staðið skil á þessu fé til veðdeildar Landsbanka Íslands, Laugavegi 77, Reykjavík, sem innheimtustofnunar skyldufjár fyrir Húsnæðisstofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, heldur dregið sér þetta fé og notað í atvinnurekstur sinn. Nafn starfsmanns Tímabil Fjárhæð Anna Guðmundsdóttir, kt. 210175-3939, apríl-sept. 1991 kr. 32.985 Anna Kristín Friðriksdóttir, kt. 051171-4549, maí 1990-okt. 1991 — 143.264 Bára Inga Ásmundsdóttir, kt. 181171-3919, nóv. 1990-des. 1991 — 122.491 Sara Guðmundsdóttir, kt. 140672-4839, jan.-des. 1991 — 38.723 Elín María Nielsen, kt. 291070-3619, maí 1990-nóv. 1991 — 4S.267 Sveinbjörg S. Ólafsdóttir, kt. 100372-3989, sept.-nóv. 1991 — 18.977 Samtals kr. 401.707 Telst þetta varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, en til vara við 115. gr. og 116. gr., sbr. 125. gr. laga um Húsnæðis- stofnun ríkisins nr. 86/1988. II. Að hafa í nóvember 1991 gefið út til Bíóhallarinnar, Álfabakka 8, Reykjavík, eftirtalda þrjá tékka á tékkareikning sinn nr. 101788 við Íslands- banka hf., Hafnargötu 60, Keflavík, án þess að innstæða væri næg fyrir fjárhæð tékkanna, en reikningnum var lokað 4. desember 1991. Tékkana notaði ákærði sem greiðslu fyrir myndbönd, sem hann keypti af Bíóhöll- inni. 1. Tékki nr. 9651832, að fjárhæð 60.000 kr., dagsettur 25. 11. 1991. 2. Tékki nr. 9651833, að fjárhæð 60.000 kr., dagsettur 29. 11. 1991. 3. Tékki nr. 9651834, að fjárhæð 61.883 kr., dagsettur 9. 12. 1991. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga, en til vara við 73. gr. laga nr. 94/1933 um tékka, sbr. lög nr. 35/1977. 1761 Ill. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Sigurður Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður gerir þá kröfu í málinu fyrir hönd Bíóhallarinnar, að ákærði verði dæmdur til greiðslu 181.883 kr. ásamt hæstu vanskilavöxtum skv. 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 9. desember 1991 til greiðsludags og til greiðslu málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ. Af hálfu ákærða er haldið uppi vörnum í málinu og eindregið krafist sýknu af kröfu ákæruvaldsins og bótakröfunni í málinu. Þá er krafist máls- varnarlauna til skipaðs verjanda ákærða, Ólafs Sigurgeirssonar hdl. Málavextir. I. Ákærði hefur viðurkennt að hafa haldið eftir af launum starfsmanna sinna skyldusparnaðarfé og eigi staðið skil á því til veðdeildar Landsbanka Íslands, svo sem lýst er í I. kafla ákæru. Hefur hann borið því við, að er afdrátturinn fór fram, hafi ekki verið til peningar að gera skil á skyldu- sparnaðarfénu. Kvaðst hann hafa ætlað að gera það síðar, er úr rættist með rekstur sinn, en á þessum tíma hefði einungis verið unnt að greiða launin. Ef þá hefði og átt að greiða þetta og önnur gjöld, hefði það ekki náð til að greiða nema hluta launanna, en meira þá verið lagt upp úr því að borga starfsmönnum laun sín, sem þeir hefðu orðið að fá sér til lífsfram- færis. Hann kvað skyldusparnaðarféð svo síðar að mestu leyti hafa verið gert upp við starfsmennina, og einhverju hefði líka verið skilað til Hús- næðisstofnunar ríkisins. Hann kvað þó enn vera alveg óuppgert við Elínu Maríu Nielsen, kt. 291070-3619. Allir aðrir starfsmenn ákærða, sem taldir eru upp í Í. kafla ákæru, komu fyrir dóm 14. maí sl., og kom þá fram, að þeir höfðu fengið að mestu greiddan skyldusparnað þann, sem ákærði hafði dregið af þeim við launa- uppgjör, en ekki skilað, eða hann hafði þá skilað honum til Landsbanka Íslands vegna Húsnæðisstofnunar ríkisins. Fram kom, að þetta gerðist hjá hverjum starfsmanni um sig mörgum mánuðum eftir afdráttinn, og hafði það þá verið, eftir að hlutaðeigandi starfsmaður hafði komist að því, þegar hann til dæmis ætlaði að taka út skyldusparnaðinn, að hann hafði ekki verið lagður inn til Húsnæðisstofnunar ríkisins. Því hefur verið haldið fram af ákærða, að staða sín hafi verið svo erfið á þessum tíma, að hann hafi ekki haft fé aflögu til að ganga frá uppgjöri skyldusparnaðarins, og skuldbindingar, sem hann hafi tekið vegna rekstrar- ins o. fl., valdið því. Ljóst er, að ákærði heldur áfram rekstri í langan tíma, eftir að afdrátturinn fór fram, og hafa engin gögn verið lögð fram í málinu, sem sýni það, að staða hans hafi verið svo slæm, að engir pen- 111 1762 ingar hafi komið inn í reksturinn, sem hann hafi getað eða mátt ráðstafa til greiðslu skyldusparnaðarfjárins. En með því að láta fé, sem nam hinum afdregna skyldusparnaði, ganga inn í reksturinn, sem hann hefur gert sér til framdráttar, hefur hann gerst brotlegur við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga. ll. Ákærði hefur viðurkennt að hafa gefið út og notað í viðskiptum þá tékka, sem greindir eru í Il. kafla ákæru, og eins og þar er lýst. Ákærði kveðst hafa gefið þá út fram í tímann, og hafi átt að vera til innstæða fyrir þeim á skráðum útgáfudögum. Hann kvaðst hafa verið að greiða skuld við Bíóhöllina, sem stofnast hefði vegna leigu hans á myndböndum frá Bíó- höllinni. Þröstur Árnason, sýningarstjóri hjá Bíóhöllinni, til heimilis að Háaleitis- braut 20, Reykjavík, kt. 140360-3179, hefur borið vitni í málinu. Vitnið hafði tekið við tékkaávísunum og staðfesti, að tékkana hefði ákærði notað til greiðslu upp í skuld við Bíóhöllina vegna myndbandaleigu, og hefðu tékkarnir verið dagsettir fram í tímann. Það kvaðst hafa gert sér grein fyrir því, að þeir hefðu verið án innstæðu, er þeir voru afhentir, en innstæða átti að vera næg á skráðum útgáfudegi. Það kannaðist við, að ákærði hefði hringt til þess til að fá því frestað, að tékkunum yrði framvísað, og það verið gert, en það hafði þá ekki skýringu á því, hvers vegna tékka með útgáfudegi 25. nóvember 1991 var framvísað á þeim degi, en taldi, að það: hefði gerst, áður en ákærði hringdi. Ekki er talið, að ákærði hafi við notkun tékkanna beitt blekkingum, svo að varði við 248. gr. almennra hegningarlaga, en hins vegar hefur hann með þessu gerst sekur um tékkamisferli, svo að varðar við 73. gr. laga nr. 94/1933, sbr. lög nr. 35/1977. HI. Niðurstöður. Ákærði hefur tvívegis gengist undir sátt fyrir dómi, þ. e. 31. desember 1979 100.000 kr. sekt fyrir brot gegn tollalögum og 27. október 1982 2.000 kr. sekt fyrir brot gegn 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða þykir með hliðsjón af 57. gr. a og 77. gr. almennra hegn- ingarlaga hæfilega ákveðin þannig, að ákærði greiði í sekt til ríkissjóðs 90.000 kr. innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella varð- haldi 25 daga, en enn fremur sæti hann fangelsi 45 daga, en eftir atvikum þykir rétt að fresta fullnustu þeirrar refsingar, og niður skal hún falla að liðnum tveimur árum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegn- ingarlaga, sbr. lög nr. 22/1955. 1763 Bíóhöllin hf., Álfabakka 8, Reykjavík, hefur gert kröfu um, að ákærði greiði í bætur fjárhæð tékkanna, 181.883 kr., ásamt hæstu vanskilavöxtum skv. 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 9. desember 1991 til greiðsludags og svo málskostnað skv. gjaldskrá LMFÍ. Ákærði hefur ekki mótmælt kröfunni sem rangri, en fellst þó ekki á að greiða hana og ber helst fyrir sig, að þessi krafa hafi verið gerð í þrotabú sitt og eigi því ekki heima í þessu máli. Engin gögn liggja fyrir í málinu um, að ákærði hafi verið tekinn til gjald- Þrotaskipta né hvaða kröfur hafi þá verið gerðar í bú hans, og er ekki fallist á þessi rök ákærða. Krafan er einungis miðuð við það fjárhagstjón, sem leiddi af tékkamisferli ákærða, og þykir mega taka hana til greina, og er málskostnaður vegna kröfunnar talinn hæfilegur 27.000 kr. Dæma ber ákærða til greiðslu sakarkostnaðar, þar með talinna mál- sóknarlauna í ríkissjóð, sem ákveðast 40.000 kr., og málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, sem ákveðast 45.000 kr. auk virðisaukaskatts. Dómsorð: Ákærði, Ástþór Bjarni Sigurðsson, greiði í sekt til ríkissjóðs 90.000 krónur, og komi 25 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði sæti og fangelsi 45 daga, en fresta skal fullnustu refsingar- innar, og niður skal hún falla að liðnum tveimur árum, haldi ákærði almennt skilorð samkvæmt 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, sbr. lög nr. 22/195S5. Ákærði greiði Bíóhöllinni hf., Álfabakka 8, Reykjavík, 181.883 kr. auk vanskilavaxta skv. III. kafla vaxtalaga frá 9. desember 1991 til greiðsludags og 27.000 kr. í málskostnað. Ákærði greiði kostnað sakarinnar, þar með talin 40.000 kr. í sak- sóknarlaun til ríkissjóðs, og 45.000 kr. í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs Sigurgeirssonar hdl. 1764 Fimmtudaginn 14. október 1993. Nr. 235/1991. Hagkaup hf. (Helgi V. Jónsson hrl.) gegn Sævari Baldurssyni (Ólafur Garðarsson hrl.) og gagnsök. Víxilmál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnar M. Guðmunds- son og Garðar Gíslason og Björn Þ. Guðmundsson prófessor. Aðaláfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. júní 1991, krefst þess, að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda, en til vara, að hann verði einungis dæmdur til að greiða höfuðstól víxilsins. Hann krefst og málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu S. desember 1991 að fengnu áfrýjunarleyfi 11. nóvember sama ár. Hann krefst þess, að aðaláfrýjanda verði gert að greiða sér 375.677 krónur með dráttarvöxtum frá 15. desember 1988 til greiðsludags svo og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. I. Gagnáfrýjandi reisir kröfur sínar á víxli, út gefnum af sér, en samþykktum af aðaláfrýjanda. Ýtarleg rannsókn fór fram af hálfu Rannsóknarlögreglu ríkisins í framhaldi af kæru aðaláfrýjanda 24. október 1989 vegna hvarfs víxileyðublaðs eins og þess, er mál þetta fjallar um. Rannsóknin hófst, er gagnáfrýjandi kom til skýrslugjafar 16. febrúar 1990, og stóð allt til 11. mars 1991. Hann hafði höfðað mál fyrir héraðsdómi til innheimtu víxilsins 20. júní 1989, en eftir skýrslugjöfina hafði hann samband við þáverandi lögmann sinn og bað hann fella málið niður í bæjarþinginu. Var það gert þar með sátt 20. febrúar 1990. Í skýrslu sinni 16. febrúar 1990 kvaðst gagnáfrýjandi hafa fengið „víxilinn““ hjá nafngreindum manni í viðskiptum í desember 1988, 1765 um það leyti, er hann var í gjalddaga, og hafi maður þessi greitt með honum fatalager. Hann hafi farið með „víxilinn““ til lögfræð- ings, sem hafi sagt sér að rita á hann sem útgefandi, og hafi hann gert það, „„enda taldi ég mig lögmætan eiganda hans og að hafa fengið hann á eðlilegan máta sem greiðslu í viðskiptum““, eins og bókað var. Síðar kom í ljós, að þessi frásögn hans stóðst ekki, þar sem maður þessi hafði ekki verið á landinu á þessum tíma. Gagnáfrýjandi breytti þá framburði sínum 7. maí 1990, og var þá bókað: „Eftir nokkra umhugsun telur mætti þá varla komið annað til greina en að þessi víxill hafi komið í sína vörslu í gegnum við- skipti, sem hann hefur gert við hina og þessa aðila á árinu 1988. Hann kveðst ekki vera viss um, frá hverjum hann hafi fengið hann, og treystir sér ekki að nefna neinn ákveðinn í því sambandi ....““ Gagnáfrýjandi bætti við, að hann hefði á umræddu tímabili, þ. e. frá því síðla árs 1988, haft viðskiptasambönd við tilgreindan mann, sem rak verslun á Ísafirði með smávörur o. fl., svo og enn annan tilgreindan mann. Við eftirgrennslan Rannsóknarlögreglu ríkisins kannaðist síðast- greindur maður ekkert við að hafa átt viðskipti við gagnáfrýjanda á þessum tíma, en umræddur maður á Ísafirði lést 19. janúar 1990. Staðfest var af hálfu forsvarsmanns Stjörnusalats, að í viðskipt- um við aðaláfrýjanda og aðra, sem keyptu af fyrirtækinu hrásalat, hafi verið hafður sá háttur á, að útbúnir voru víxlar með útfylltum upphæðum, útgáfudögum og gjalddögum og sendir í almennum pósti til samþykktar. Aðaláfrýjandi hafi sent slíka víxla samþykkta til baka, en þetta víxileyðublað hafi aldrei borist Stjörnusalati í pósti. Hafi aðaláfrýjandi því greitt fjárhæðina, 375.677 krónur, með tékka 19. desember 1988, eftir að víxileyðublaðið hvarf. Lögð hefur verið fram í málinu kvittun fyrir greiðslunni, þar sem segir m.a.: „Hagkaup hefur í dag greitt Stjörnusalati vegna víxils með gjalddaga 15. 12., sem ekki komst til skila. Víxillinn sendist Hag- kaup þegar hann finnst.““ Starfsstöð Stjörnusalats er að Laugarnes- vegi 52, Reykjavík, en heimilisfang gagnáfrýjanda að Laugavegi 52, Reykjavík. II. Aðaláfrýjandi telur, að sú meðferð víxileyðublaðsins, sem að framan er lýst, geti ekki skapað gagnáfrýjanda víxilrétt, enda sé 1766 hann rangur aðili til að gera kröfur á grundvelli þess. Honum hafi borið að skila „,víxlinum““ skv. 2. mgr. 16. gr. víxillaga nr. 93/1933, Þar sem hann hafi vitað eða mátt vita, að „víxillinn““ hafi komist úr vörslum rétts aðila, og því ekki verið í góðri trú, er hann gaf hann út. Gagnáfrýjandi mótmælir því, að þessi vörn aðaláfrýjanda komi til álita, sbr. 208. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. lll. Í máli þessu hafa aðaláfrýjandi og forsvarsmaður Stjörnusalats gert glögga grein fyrir notkun víxla í viðskiptum sínum og hvernig einn óútgefinn víxill, hliðstæður þeim, er gagnáfrýjandi fékk í hendur og mál þetta varðar, komst ekki til skila. Eins og framangreindar skýrslur bera með sér, hefur gagnáfrýj- andi ekki getað upplýst, frá hverjum hann fékk víxileyðublaðið. Þvert á móti reyndust upplýsingar, sem hann hafði fram að færa í því efni, með öllu haldlausar. Hann hefur því ekki sannað, að hann sé löglega að víxlinum kominn, og getur þess vegna engar kröfur gert samkvæmt honum. Ber því að sýkna aðaláfrýjanda af öllum kröfum gagnáfrýjanda. Eftir þessum úrslitum er rétt, að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýj- anda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, er ákveðst 150.000 „krónur. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Hagkaup hf., skal vera sýkn af kröfum gagn- áfrýjanda, Sævars Baldurssonar, í máli þessu. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda 150.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. apríl 1991. Mál þetta, sem dómtekið var 4. apríl sl., höfðaði Ólafur Garðarsson hdl. f. h. Sævars Baldurssonar, kt. 160447-3899, Laugavegi 52, Reykjavík, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 13. ágúst 1990, gegn Hagkaupum hf., kt. 671280-0169, Skeifunni 15, Reykjavík. 1767 Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða 375.677 kr. ásamt dráttarvöxtum og málskostnaðil. Dómkröfur stefnda eru aðallega krafa um sýknu af kröfum stefnanda. Til vara er þess krafist, að stefndi verði einungis dæmdur til að greiða höfuðstól stefnukröfunnar, og til þrautavara er þess krafist, að stefndi verði dæmdur til að greiða höfuðstól stefnukröfu með vöxtum frá þingfestingardegi, 13. sept. 1990. Í öllum tilvikum er þess krafist, að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað skv. gjaldskrá LMFÍ. Þess er krafist, að máls- kostnaður beri dráttarvexti skv. III. kafla Í. nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Dráttarvextir af málskostnaði leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti í samræmi við 12. grein laganna. Leitað hefur verið um sáttir í málinu án árangurs. Í rekstri málsins hefur verið kveðinn upp úrskurður, þar sem frávísunar- krafa stefnda vegna vanreifunar málsins var ekki tekin til greina. Málavextir, málsástæður og rökstuðningur aðila. Mál þetta höfðar stefnandi til greiðslu skuldar samkvæmt víxli, sam- Þykktum af stefnda, með gjalddaga 15. des. 1988, að fjárhæð 375.677 kr., til greiðslu í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Reykjavík. Víxillinn, sem er án afsagnar, er út gefinn af stefnanda með útgáfudegi 1. nóv. 1988 og framseldur af útgefanda. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að víxill sá, sem krafið er um greiðslu á með málsókn þessari, sé til kominn vegna viðskipta stefnda við fyrirtækið Stjörnusalat, Laugarnesvegi 52, hér í borg. Í nóvember 1988 hafi Stjörnusalat sent stefnda í pósti víxileyðublað, sem vélritaður hafði verið á útgáfudagurinn |. 11. 1988, gjalddagi 15. 12. 1988, fjárhæðin 375.677 kr. og nafn stefnda sem greiðanda. Eyðublaðið hafi verið samþykkt af stefnda og sent Stjörnusalati í pósti. Að sögn forsvarsmanns Stjörnusalats hafi víxileyðublaðið aldrei komist til skila. Stefndi hafi ekki fengið tilkynn- ingu fyrir gjalddaga þann, sem vera átti á víxlinum, frá Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis, en þar hafi víxilinn átt að greiða. Hafi stefndi því greitt Stjörnusalati áðurnefnda fjárhæð 19. des. 1988. Síðar hafi komið í ljós, að víxill sá, sem krafist er greiðslu á í málinu, hafi aldrei verið til innheimtu í sparisjóðnum. Í febrúar 1989 fékk stefndi innheimtubréf frá lögmanni stefnanda, þar sem krafið var um greiðslu víxils. Þessari innheimtutilraun stefnanda lauk svo, að mál, sem stefnandi hafði höfðað til heimtu kröfunnar, var hafið 1. mars 1990 að ósk stefnanda og gerð sátt, þar sem stefnandi lofaði að greiða stefnda 45.000 kr. í málskostnað. Hinn 24. október 1989 kærði stefndi mál þetta til Rannsóknarlögreglu ríkisins. 1768 Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að hér sé einfaldlega verið að krefjast greiðslu samkvæmt víxli, sem stefnandi á. Hvort stefndi telji sig hafa týnt víxileyðublaði einhvern tíma haustið 1988, skipti ekki máli fyrir úrlausn þessa máls. Stefnandi vísar til 208. gr. 1. nr. 85/1936, en þar er talið, hvaða varnir um efni máls varnaraðili geti haft uppi. Því sé þess vegna mótmælt, að varnir stefnda fái komist að í þessu máli. Tilraunir stefnda til að sýna fram á, að „horfna víxileyðublaðið““ sé sama víxileyðu- blað og mál þetta er sprottið af, hafi ekki borið árangur. Þaðan af síður hafi rannsókn Rannsóknarlögreglu ríkisins leitt eitthvað athugavert í ljós við víxilinn. Um þrautavarakröfu stefnda er bent á þá staðreynd, að stefnda hafi verið kunnugt um víxilkröfuna í síðasta lagi í febrúar 1989, er hann hafi fengið innheimtubréf lögmanns stefnanda. Það sé því ljóst, að víxilkrafan beri a. m. k. dráttarvexti frá því í febrúar 1989. Um rökstuðning af hálfu stefnanda er vísað í 17. og 20. kafla l. nr. 85/1936, 3. kafla l. nr. 25/1987, 175. gr. |. nr. 85/1936, sbr. 21. gr. l. nr. 54/1988 og l. nr. 93/1933. Vegna þrautavarakröfu stefnda er jafnframt bent á |. nr. 9/1978. Stefndi rökstyður sýknukröfu sína með því, að stefndi hafi aldrei sam- þykkt víxil, sem gefinn hafi verið út af stefnanda. Stefnandi sé rangur aðili til að gera kröfu á grundvelli víxilsins. Samkvæmt 3. mgr. 16. gr. víxillaga hafi honum borið að skila víxlinum, þar sem hann hafi vitað eða mátt vita, Þegar hann fékk víxilinn í hendur, að hann hefði komist úr vörslum réttra aðila. Telur stefndi, að stefnandi hafi ekki verið í góðri trú, þegar hann gaf út víxilinn, og hafi hann a. m. k. sýnt af sér stórfellt gáleysi, þegar hann tók við honum. Varakrafa stefnda er á því reist, að víxillinn hafi ekki verið sýndur til greiðslu á gjalddaga, og eigi stefnandi því ekki rétt á dráttarvöxtum, eigi hann í raun kröfu samkvæmt víxlinum. Niðurstaða. Stefnandi hefur lagt fram sem dskj. 14 endurrit af skýrslum Rannsóknar- lögreglu ríkisins vegna kæru lögmanns stefnda 24. okt. 1989 vegna hvarfs á víxileyðublaði, samþykktu af stefnda, dagsettu 1. nóv. 1988, með gjald- daga 15. des. 1988, en án útgefanda og að fjárhæð 375.677 kr. Samkvæmt endurriti þessu fór fyrsta yfirheyrsla fyrir rannsóknarlögreglu fram 16. febrúar 1990 og hin síðasta 11. mars 1991. Stefnandi gaf fimm sinnum skýrslur hjá RLR vegna málsins. Hann tilgreindi þrjá aðila, sem hugsanlega hefðu afhent sér víxilinn, sem málið er af risið. Tveir þeirra neituðu, og hinn þriðji er látinn. Stefnandi gaf skýrslu hér fyrir dómi, áður en málið var munnlega 1769 flutt, og bar þar á svipaðan hátt og fyrir Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Þegar virt er það, sem fram kom við rannsókn Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, og litið til þess, að ekkert hefur komið fram um það, að höfðað verði mál vegna hvarfs víxilblaðsins, verður ekki talið, að um sé að ræða skilyrði 2. mgr. 117. gr. 1. nr. 85/1936, til þess að dómarinn fresti málinu frekar. Gegn andmælum stefnanda verður að telja ósannað, að stefnandi hafi ekki verið í góðri trú, þegar hann fékk víxilinn í hendur og þá er hann gaf hann út. Stefnandi reisir kröfur sínar á lögformlegum víxli, sem hann er handhafi að. Það, að stefndi samþykkti víxilinn óútgefinn og stefnandi ritaði á hann sem útgefandi án samráðs við stefnda, er ekki varnarástæða skv. 208. gr. 1. nr. 85/1936. Niðurstaða málsins verður því sú, að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda vixilfjárhæðina, en þegar litið er til þess, sem að framan hefur verið rakið um málsatvik, þykir stefndi ekki verða dæmdur til að greiða umkrafða dráttarvexti fyrr en frá birtingardegi stefnu í máli þessu, 16. ágúst 1990, til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Auður Þorbergsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Hagkaup hf., greiði stefnanda, Sævari Baldurssyni, 375.677 kr. með dráttarvöxtum skv. 10. gr. Í. nr. 25/1987 frá 16. ágúst 1990 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. 1770 Fimmtudaginn 14. október 1993. Nr. 334/1993. Ákæruvaldið (Egill Stephensen saksóknari) gegn Jónu Sigurveigu Guðmundsdóttur (Hilmar Ingimundarson hrl.). Tékkasvik. Fjársvik. Umboðssvik. Hlutdeild. Ávana- og fíkniefni. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnar M. Guðmunds- son og Garðar Gíslason og Björn Þ. Guðmundsson prófessor. Máli þessu var áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu ákærðu vegna viðurlaga eingöngu. Áfrýjunarstefna er dagsett 13. júlí 1993. Ákærða krefst þess, að refsing verði bæði milduð og skilorðs- bundin. Af hálfu ákæruvalds er krafist þyngingar á refsingu ákærðu. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er rétt að staðfesta hann. Ákærða greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og Í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærða, Jóna Sigurveig Guðmundsdóttir, greiði allan áfrýj- unarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. maí 1992. Ár 1993, fimmtudaginn 27. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykja- víkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Hirti O. Aðalsteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-129/1992: Ákæruvaldið gegn X, Y og Jónu Sigurveigu Guðmundsdóttur, sem tekið var til dóms 10. maí sl. 1771 Málið er höfðað með þremur ákæruskjölum ríkissaksóknara, dagsettum 23. 3. 1992, 29. 9. 1992 og 26. 1. 1993, á hendur ákærðu, X, Í...), Y, L...1 og Jónu Sigurveigu Guðmundsdóttur, Kirkjubraut 2, Akranesi, kt. 230873- 5349. Með fyrstgreindu ákærunni var málið einnig höfðað á hendur Z, 1...) en við meðferð þess kom í ljós, að Z var flutt til Austurríkis og ekki vitað, hvenær hún kæmi til landsins. Ákvað dómarinn því, að þáttur hennar biði meðferðar, þar til náðst hefði til hennar. Með ákærunni dagsettri 23. 3. 1992 er málið höfðað á hendur ákærðu Xx, Y og Jónu Sigurveigu „fyrir eftirtalin brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni: II. Ákærðu Jónu Sigurveigu og Z fyrir að hafa í síðari hluta maí 1991 í Kaupmannahöfn tekið við 75-80 g af amfetamíni af meðákærðu X og Ý, sem keypt höfðu efnið fyrir fé, sem ákærða Z lagði þeim til í þessu skyni, sótt 125 g efnisins til Málmeyjar, en það efni höfðu meðákærðu keypt áður og komið þar í geymslu, flutt síðan allt efnið, um 200 g, til Oslóar og þar undirbúið flutning þess hingað til lands. Við komu ákærðu til landsins 1. júní bar ákærða Jóna Sigurveig efnið, og földu ákærðu það við Elínarhöfða skammt frá Akranesi, þar sem ákærða Z afhenti meðákærðu efnið nokkrum dögum síðar, en fyrir sinn þátt í innflutningi efnisins hafði ákærða Jóna Sigurveig áskilið sér verulega fjárhæð úr höndum meðákærðu X og Y. III. Framangreind brot ákærðu teljast varða við 2. gr., sbr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75/1982, sbr. lög nr. 13/1985, og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 16/1986, sbr. reglugerð nr. 177/ 1986, sbr. auglýsingu nr. 84/1986. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar““. Með ákærunni dagsettri 29. 9. 1992 er málið höfðað á hendur ákærðu Y og Jónu Sigurveigu „fyrir eftirtalin hegningarlagabrot, framin í maí 1991 í Reykjavík, nema annað sé tekið fram: I. Tékkasvik. Ákærðu Y er gefið að sök að hafa gefið út og notað í viðskiptum með eftirgreindum hætti eftirtalda tíu tékka á reikning sinn nr. 5745 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, Reykjavík, án þess að innstæða væri fyrir þeim á reikningnum, sem ákærða hafði opnað gagngert til að komast yfir tékkhefti og svíkja út fé. Tékkarnir eru allir til handhafa, dagsettir 1991, og fékk ákærða Y meðákærðu Jónu Sigurveigu til að selja suma tékkana fyrir sig, svo sem nánar greinir: 1772 1. Nr. $367328, 20.000 kr., dags. 10/5. Framseldur af ákærðu í SPRON, Hátúni 2 B. 2. Nr. 5367329, 10.000 kr., dags. 14/5. Framseldur af meðákærðu í Landsbanka Íslands, Austurbæjarútibúi. 3. Nr. 5367331, 10.000 kr., dags. 14/5. Framseldur af sömu í Búnaðar- banka Íslands, Austurbæjarútibúi. 4. Nr. 5367332, 10.000 kr., dags. 14/5. Framseldur af ákærðu í Sam- vinnubanka (nú Landsb. Ísl.), Bankastræti. 5. Nr. $367333, 5.000 kr., dags. 14/5. Framseldur af ákærðu í afgreiðslu Olís, Álfheimum. 6. Nr. 5367334, 5.000 kr., dags. 14/5. Óvíst um notkun. 71. Nr. 5367338, 10.000 kr., dags. 15/5. Framseldur af systur meðákærðu, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, á Akranesi. 8. Nr. 5367341, 4.800 kr., dags. 15/5. Framseldur af meðákærðu í sölu- turni á Akranesi. 9. Nr. 5367343, 8.300 kr., dags. 14/5. Framseldur af nefndri Ingibjörgu og notaður á Akranesi. 10. Nr. 5367345, 6.900 kr., dags. 14/5. Framseldur af sömu og notaður á Akranesi. Ákærðu Jónu Sigurveigu er gefin að sök hlutdeild í framangreindum verknaði með því að taka við úr hendi ákærðu og framselja eða fá fram- selda fyrir sig ofangreinda tékka í töluliðum 2-3 og 7-10, enda þótt ákærðu væri fullkunnugt um, að fyrir tékkunum var engin innstæða á reikningi meðákærðu. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, hvað snertir framangreindan verknað ákærðu Ý, en við 248. gr., sbr. 22. gr. sömu laga, hvað varðar verknað ákærðu Jónu Sigurveigar. II. Umboðssvik. Ákærðu Y er gefið að sök að hafa bundið Íslandsbanka hf., Lóuhólum 2-6, Reykjavík, til greiðslu á 17 tékkum, samtals að fjárhæð 160.500 kr., sem ákærða gaf út dagana 13.-15. maí og notaði í viðskiptum, í sumum tilvikum með aðstoð meðákærðu, enda þótt innstæða væri ekki á reikningi ákærðu nr. 15634 í bankanum, sem ákærða opnaði skömmu áður gagngert til þess að komast yfir tékkhefti og svíkja út fé. Tékkarnir eru allir til hand- hafa í tékkaröðinni 9452377-9452398 að fimm undanskildum. Ákærðu Jónu Sigurveigu er gefin að sök hlutdeild í framangreindum verknaði með því að taka við úr hendi meðákærðu og framselja eða fá framselda fyrir sig sjö af ofannefndum tékkum, samtals að fjárhæð 67.000 kr., enda þótt ákærðu væri það fullkunnugt, að ekki var innstæða til fyrir þeim. 1773 Telst þetta varða við 249. gr. almennra hegningarlaga, hvað snertir framangreindan verknað ákærðu Y, en við 249. gr., sbr. 22. gr. sömu laga, hvað varðar verknað ákærðu Jónu Sigurveigar. III. Tékkasvik. I. Ákæra, dagsett 23. 3. 1992. Með játningu ákærðu X, Y og Jónu Sigurveigar, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, telst sannað, að þau hafi gerst sek um brot þau, sem þeim eru gefin að sök í ákæru, dagsettri 23. 3. 1992, og þar eru réttilega færð til refslákvæða. II. Ákæra, dagsett 29. 9. 1992. Með skýlausri játningu ákærðu Y og Jónu Sigurveigar þykir sannað, að þær hafi framið brot þau, sem þeim eru gefin að sök í ákæru, dagsettri 29. 9. 1992, og þar eru réttilega færð til refslákvæða. III. Ákæra, dagsett 26. 1. 1993. Með skýlausri játningu ákærða X þykir sannað, að hann hafi framið brot það, sem honum er gefið að sök í ákæru, dagsettri 26. 1. 1993, og þar þykir rétt fært til refslákvæða. Samkvæmt sakavottorði ákærðu Jónu Sigurveigar hlaut hún 6. 11. 1991 þrjátíu daga varðhald, skilorðsbundið í tvö ár, og 20.000 kr. sekt fyrir nytjastuld og ölvunarakstur. Þá hefur ákærða tvívegis árið 1991 sæst á sektargreiðslur fyrir umferðarlagabrot. Með vísan til 60. gr. almennra hegn- ingarlaga ber að taka upp ofangreindan skilorðsdóm og dæma með þessu máli. Verður við ákvörðun refsingar ákærðu höfð hliðsjón af ákvæðum 71. og 78. gr. almennra hegningarlaga. Þykir refsing ákærðu Jónu Sigur- veigar hæfilega ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Þá ber að dæma ákærðu til greiðslu alls sakarkostnaðar in solidum, þar með talin saksóknarlaun, er renni í ríkissjóð, 50.000 krónur. Ákærðu X og Y greiði in solidum málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls A. Pálssonar hrl., 80.000 kr., og ákærða Jóna Sigurveig greiði ein málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hrl., 70.000 kr. Jón Erlendsson fulltrúi flutti mál þetta af hálfu ákæruvalds. 1774 Dómsorð: Ákærði X sæti fangelsi í tvö ár. Frá refsivistinni skal draga með fullri dagatölu sextíu daga gæsluvarðhald. Ákærða Y sæti fangelsi í fjórtán mánuði. Frá refsivistinni skal draga með fullri dagatölu þrettán daga gæsluvarðhald. Ákærða Jóna Sigurveig Guðmundsdóttir sæti fangelsi í tólf mánuði. Ákærðu greiði allan sakarkostnað in solidum, þar með talin sak- sóknarlaun, er renni í ríkissjóð, 50.000 krónur. Ákærðu X og Y greiði in solidum málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls A. Pálssonar hrl., 80.000 kr., og ákærða Jóna Sigurveig greiði ein málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundar- sonar hrl., 70.000 kr. 1775 Fimmtudaginn 14. október 1993. Nr. 92/1990. Bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar (Guðmundur Markússon hrl.) gegn Arngrími Arngrímssyni, Ernu Arngrímsdóttur (Sigurður G. Guðjónsson hrl.) og skiptaráðandanum á Ísafirði f. h. dánarbús Ástu Eggertsdóttur Fjeldsted. Forkaupsréttur. Skipti. Erfingjar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 8. mars 1990. Krefst hann þess, að forkaupsréttur sinn að eign dánarbús Ástu Eggertsdóttur Fjeldsted að Hafnarstræti 11 og að lóðunum Seljalandsvegi 60 og 60 A, hvort tveggja á Ísafirði, verði dæmdur gildur og að skiptaréttur Ísafjarðar afsali eignum þessum gegn „„deponeraðri““ fjárhæð, 1.300.000 krónum. Auk þess verði stefndu Arngrímur og Erna in solidum dæmd til greiðslu málskostnaðar í Hæstarétti. Stefndu Arngrímur Arngrímsson og Erna Arngrímsdóttir krefjast þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur og að áfrýjandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Af hálfu stefnda skiptaráðandans á Ísafirði hafa ekki verið gerðar kröfur í málinu. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fram í Hæstarétti. I. Stefndu halda því fram í málinu, að ekki geti verið um forkaups- rétt áfrýjanda að ræða að Hafnarstræti 11 og lóðunum nr. 60 og 60 A við Seljalandsveg á Ísafirði á grundvelli laga nr. 22/1932 um forkaupsrétt kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkjum o. fl., sbr. 26. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, þar sem ekki hafi verið full- nægt ákvæðum fyrrgreindu laganna um birtingu og þinglýsingu 1776 samþykktar um forkaupsrétt. Í auglýsingu félagsmálaráðuneytisins nr. 539/1988, sem gefin var út 7. desember 1988 og birt í B-deild Stjórnartíðinda, sé Hafnarstrætis 11 ekki getið og lóð sú, sem þar sé sögð við Seljalandsveg, hafi í skjölum eigenda jafnan verið kennd við jörðina Stakkanes. Auk þess sé hún í auglýsingunni tilgreind án númera. Af hálfu áfrýjanda hefur verið bent á, að í fyrrgreindri auglýsingu hafi götuheitið Fjarðarstræti fyrir misritun komið í stað Hafnarstrætis, en þetta hafi verið augljós ritvilla, og komið hafi fram, að um eign dánarbús Ástu Eggertsdóttur væri að ræða. Svo hafi einnig verið, þar sem vísað var til lóðar við Seljalandsveg. Heldur áfrýjandi því fram, að það, sem stefndu bera hér fyrir sig, eigi ekki að skipta máli, þar sem þeim hafi verið kunnugt um sam- þykkt áfrýjanda um forkaupsrétt að umræddum eignum. Fallast verður á það með áfrýjanda, að þrátt fyrir ofangreinda ágalla við birtingu samþykktar bæjarstjórnar Ísafjarðar og skort á þinglýsingu hennar verði að telja upplýst í málinu, að stefndu hafi verið um hana kunnugt, svo og, að hún nái til þeirra eigna dánar- búsins, er áður voru nefndar. Forkaupsréttur áfrýjanda var því fyrir hendi á þeim tíma, sem hér um ræðir. II. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða úrskurði, verður að telja það meginreglu, að forkaupsréttur verði ekki virkur við eigenda- skipti, sem verða fyrir erfðir. Í máli því, sem hér er um fjallað, er Í reynd um það að ræða, að tveir af ellefu erfingjum leysa til sín hluta hinna í umræddum eignum við skiptameðferð á dánarbúi móður þeirra, og er ráðstöfunin þáttur í skiptum búsins. Eigenda- skipti þessi eru þess eðlis, að forkaupsréttur áfrýjanda stendur þeim ekki í vegi. Er því fallist á niðurstöðu hins áfrýjaða úrskurðar, og verður hann staðfestur. Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefndu málskostnað í Hæstarétti, eins og Í dómsorði greinir. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðis- aukaskatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er staðfestur. Áfrýjandi, bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar, greiði stefndu 1777 Arngrími Arngrímssyni og Ernu Arngrímsdóttur sameiginlega 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Úrskurður skiptaréttar Ísafjarðar 19. desember 1989. I. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 29. nóvember 1989. Sóknaraðili málsins, bæjarstjórn Ísafjarðar, gerir þær kröfur, að úr- skurðað verði, að forkaupsréttur bæjarsjóðs Ísafjarðar að eign dánarbús Ástu Eggertsdóttur Fjeldsted að Hafnarstræti 11, Ísafirði, og að lóðunum Seljalandsvegi 60 og 60 A, Ísafirði, sé gildur og að skiptaréttur Ísafjarðar- sýslu afsali bæjarsjóði Ísafjarðar eignum þessum gegn „deponeraðri““ fjár- hæð, 1.300.000 kr. Varnaraðilar, Arngrímur Arngrímsson, kt. 070141-3459, Baldursgötu 23, Reykjavík, og Erna Arngrímsdóttir, kt. 270738-6649, Eskihlíð 8, Reykja- vík, gera þær kröfur aðallega, að úrskurðað verði, að Ísafjarðarkaupstaður hafi fyrirgert forkaupsrétti að fasteignunum Hafnarstræti 11, Ísafirði, og landi býlisins Stakkaness eða lóðum við Seljalandsveg nr. 60 og 60 A, Ísa- firði, sem varnaraðilar hafi gert kauptilboð í. Til vara gera varnaraðilar þær kröfur, að úrskurðað verði, að um engan forkaupsrétt hafi verið að ræða, er hann var boðinn vegna kauptilboðs varnaraðila. Enn fremur mót- mæla varnaraðilar því, að fasteignum þessum verði afsalað Ísafjarðarkaup- stað. Varnaraðilar krefjast málskostnaðar eftir mati réttarins. Auk þessara krafna gerir varnaraðilinn Arngrímur Arngrímsson þær kröfur, „að sýslu- maður Ísfirðinga, Pétur Kr. Hafstein, og Björn Jóhannesson skiptaráðandi verði með dómi sviptir rétti til málflutnings““. Auk þess krefst hann þess, að skiptarétturinn afsali þeim varnaraðilum Hafnarstræti 11, Stakkanesi og lóðarréttindum í Þórutúni gegn „deponeraðri““ fjárhæð, 1.300.000 krónum. II. Málavextir eru þeir samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, að á skiptafundi í dánarbúi Ástu Eggertsdóttur Fjeldsted, sem er í opinberum skiptum hjá skiptarétti Ísafjarðar, 22. september 1988, var skiptaráðanda falið að aug- lýsa fasteignina Hafnarstræti 11 á Ísafirði til sölu, og skyldi erfingjum og öðrum gefinn frestur til 22. október s. á. til að gera tilboð í eignina. Kæmi ekkert tilboð í eign þessa eða ekkert tilboð, sem erfingjar teldu viðunandi, skyldi fasteignin seld á opinberu uppboði, þar sem lágmarksboð yrði bruna- bótamat hússins. Enn fremur var skiptaráðanda falið að óska eftir því við bæjarstjórn Ísafjarðar, að hún gerði grein fyrir skipulagi á því svæði við 112 1778 Seljalandsveg, þar sem dánarbúið á lóðir. Svar við fyrirspurn skiptaráðanda barst frá bæjarstjóra Ísafjarðar 2. nóvember 1988, og kom þar fram, að gert væri ráð fyrir því í skipulagi, að tenging á milli Urðarvegar og Selja- landsvegar færi um það svæði. Ekkert tilboð barst í fasteignina Hafnarstræti 11, sem auglýst var til sölu í samræmi við ákvörðun skiptafundar 22. september 1988. Var því í beinu framhaldi send uppboðsbeiðni, og fór uppboð fram 22. febrúar 1989, án þess að nokkurt boð kæmi fram. Með auglýsingu 5. mars 1989 auglýsti skiptaráðandi m. a. eftir tilboðum í Hafnarstræti 11 og lóðirnar við Selja- landsveg 60 og 60 A. Bárust tilboð frá varnaraðilum máls þessa, og auk þess bárust tilboð frá Ísverki hf. og Tryggva Tryggvasyni. Í framhaldi af því sendi skiptaráðandi öllum erfingjum ljósrit fram kominna tilboða og óskaði eftir afstöðu þeirra fyrir 5. apríl 1989. Í niðurlagi bréfs skiptaráð- anda sagði: „Athygli erfingjanna er vakin á því, að bæjarsjóður Ísafjarðar hefur forkaupsrétt að Hafnarstræti 11 svo og lóðunum við Seljalandsveg, sbr. samþykkt nr. $39/1988.““ Erfingjarnir lýstu afstöðu sinni á tilsettum tíma, og gerði enginn þeirra athugasemd við ábendingu skiptaráðanda um forkaupsrétt bæjarsjóðs Ísafjarðar. Skiptaráðandi sendi varnaraðilanum Arngrími skeyti 6. apríl 1989, þar sem því var lýst, að á grundvelli yfirlýstrar afstöðu erfingja væri ákveðið að taka tilboði varnaraðila þessa máls, þeirra Ernu Arngrímsdóttur og Árn- gríms Arngrímssonar, með fyrirvara um samþykki skiptafundar. Í því skeyti var einnig vakin athygli á áðurgreindum forkaupsrétti bæjarsjóðs Ísafjarðar. Á skiptafundi, sem haldinn var í búinu 18. maí 1989, var bókað: „„Samkvæmt framansögðu er tilboð Arngríms Arngrímssonar og Ernu Arn- grímsdóttur samþykkt ..... “í Í tilboði þeirra Arngríms og Ernu var kaup- verðið á Hafnarstræti 11 1.000.000 kr., en fyrir Stakkanes og lóðarréttindi í Þórutúni skyldi greiða 300.000 kr. Á umræddum skiptafundi lét Arn- grímur í ljós efasemdir um réttmæti forkaupsréttar Ísafjarðarkaupstaðar, og var af því tilefni bókað: „„Athugað verður með forkaupsrétt bæjar- stjórnar Ísafjarðar samkvæmt 26. gr. laga nr. 19/1964, sbr. lög nr. 22/ 1932.“ Að lokinni athugun skiptaráðanda var bæjarstjórn Ísafjarðar með bréfi 23. maí 1989 boðinn forkaupsréttur að hinum umræddu eignum dánarbús- ins og þess óskað, að hún segði til um það innan tveggja vikna, hvort hún ætlaði að nýta forkaupsréttinn eða ekki, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 22/ 1932. Hinn 6. júní 1989 hafði bæjarstjórinn á Ísafirði samband í síma við fulltrúa skiptaráðanda og greindi honum frá því, að bæjarstjórn hefði á fundi sínum 1. júní ákveðið að nýta sér forkaupsrétt sinn. Sendi bæjarstjóri bréf því til staðfestingar daginn eftir, sem ranglega var dagsett 7. júlí 1989, en átti að vera 7. júní. Tilkynnti skiptaráðandi öllum erfingjum með skeyt- 1779 um 8. júní 1989, að bæjarstjórn Ísafjarðar hefði ákveðið að nýta sér for- kaupsrétt sinn, og yrði gengið frá kaupsamningi við hana í samræmi við efni tilboðanna. Í bréfi sama dag mótmælti varnaraðilinn Arngrímur efni skeytisins. Þar voru látnar í ljós efasemdir um lögmæti forkaupsréttar Ísa- fjarðarkaupstaðar, bæði tilvist hans yfirleitt og gildi ákvörðunar bæjar- stjórnar um að nýta forkaupsréttinn. Vegna þessa ágreinings boðaði skipta- ráðandi til skiptafundar 7. júlí 1989, og var á fundinn boðaður fulltrúi bæjarstjórnar. Í boðunarbréfi sagði, að aðilum gæfist á fundinum kostur á að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings og gera frekari grein fyrir því, en að svo búnu myndi ágreiningsefnið verða tekið til úrskurðar, ef þörf krefði. Á skiptafundi 7. júlí 1989 í umræddu dánarbúi kom fram sú ósk erfingja, að horfið yrði frá fyrirhugaðri sölu á fasteigninni Hafnarstræti 11 og lóðum nr. 60 og 60 A við Seljalandsveg (Stakkanes), og yrðu þessar eignir þá í óskiptri sameign þeirra. Á fundinum var lögð fram um þetta skrifleg yfir- lýsing ellefu erfingja af þrettán, og gerði varnaraðilinn Arngrímur eftirfarandi fyrirvara: ,,..... verði ekki gengið að kauptilboði okkar Ernu í eignirnar““. Í framhaldi af fundinum ritaði skiptaráðandi bæjarstjórn Ísa- fjarðar bréf með þeirri fyrirspurn, hvort hún gæti fyrir sitt leyti fallist á þá málsmeðferð, er erfingjar óskuðu nú eftir, og að bæjarstjórn félli því frá forkaupsrétti. Með bréfi 19. júlí 1989 tilkynnti bæjarstjóri skiptaráð- anda, að bæjarráð hefði á fundi sínum 17. s. m. hafnað því, að kaupin gengju til baka, og hefði bæjarsjóður þegar „„deponerað““ 1.300.000 kr. hjá Landsbanka Íslands á Ísafirði vegna þessara kaupa. Varnaraðilar höfðu jafnframt greitt sinn hluta tilboðsverðsins hvort inn á bankareikninga fyrr um sumarið, Erna S. júní og Arngrímur 10. júlí. Skiptaráðandi tilkynnti erfingjum um afstöðu bæjarstjórnar með bréfi 24. júlí 1989 og boðaði til skiptafundar 8. ágúst 1989. Í bréfinu sagði um ágreining um þá ákvörðun skiptaráðanda að bjóða bæjarstjórn Ísafjarðar forkaupsrétt: „Til að úr- skurða megi um ágreininginn, verða mótmælin að koma formlega fram á skiptafundi ..... Komi fram á þeim skiptafundi mótmæli við ákvörðun skiptaráðanda, mun verða rekið sérstakt skiptaréttarmál um ágreinings- efnið.““ Fundinn 8. ágúst 1989 sótti enginn erfingja, en fyrir fundinn barst skeyti frá varnaraðilanum Ernu, þar sem sagði: „Mótmæli allri meðferð málsins.““ Áður en skiptafundi þessum lauk, hafði varnaraðilinn Arngrímur samband við skiptaráðanda símleiðis og kvaðst ekki hafa fengið boðunar- bréf, en kvaðst í öllu sammála Ernu og ítrekaði mótmæli sín við meðferð skiptaráðanda við sölu eigna dánarbúsins. Var því ákveðið á þessum fundi að reka sérstakt skiptaréttarmál út af ágreiningi þessum. Hinn reglulegi skiptaráðandi á Ísafirði vék sæti í ágreiningsmáli þessu með vísan til 7. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936, sbr. úrskurð hans, upp kveðinn 11. september 1780 1989. Með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dags. 25. september 1989, var Greta Baldursdóttir, settur borgarfógeti, skipuð setuskiptaráðandi til að leysa úr ágreiningsmáli þessu. Hinn 16. október 1989 boðaði Greta Baldursdóttir setuskiptaráðandi erfingja í dánarbúi Ástu Eggertsdóttur Fjeldsted og bæjarstjóra Ísafjarðar til fyrirtektar áðurgreinds ágreinings- máls, og voru þeir erfingjar, sem hygðust láta ágreiningsmál þetta til sín taka, hvattir til að vera við fyrirtekt málsins 1. nóvember 1989. Úr hópi erfingja dánarbúsins létu einungis varnaraðilar þessa máls ágreiningsmál þetta til sín taka, og var greinargerð sóknaraðila lögð fram 10. nóvember 1989. 111. Sóknaraðili lýsir því, að með bréfi, dags. 23. maí 1989, hafi skiptaráð- andinn á Ísafirði boðið bæjarstjórn Ísafjarðar forkaupsrétt að Hafnarstræti 11 og Seljalandsvegi 60 og 60 A, Ísafirði. Hafi hann óskað þess, að bæjar- stjórn segði til innan tveggja vikna, hvort hún ætlaði að nýta forkaupsrétt- inn eða ekki, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 22/1932. Hafi bæjarstjórinn haft símasamband við skiptaréttinn 6. júní 1989 og skýrt frá því, að bæjarstjórn hafi 1. júní samþykkt að nýta sér forkaupsrétt sinn. Staðfesti hann það með bréfi daginn eftir. Þeirri mótbáru erfingja við því, að bæjarsjóður Ísafjarðar geti neytt for- kaupsréttar, vegna þess að hann sé ógildur, þar sem skyld greinargerð hafi ekki fylgt til ráðuneytisins, sbr. rskj. nr. 31, mótmælir sóknaraðili, þar sem í lögum nr. 16/1964 (sic), sbr. lög nr. 22/1932, sé einungis talað um, að sveitarstjórn geti „„með sérstakri samþykkt áskilið sveitarfélagi forkaupsrétt að lóðum og öðrum fasteignum innan sveitarfélagsins ..... “í Ekki sé áskilin nein greinargerð í lögunum. Þeim röksemdum varnaraðila, að bæjarsjóður hafi þegar fyrir fundinn 18. maí 1989 hafnað forkaupsrétti, sbr. rskj. 31, mótmælir sóknaraðili sem ósönnuðum söguburði. Þeirri röksemdafærslu varnaraðila, að skiptaráðandi hafi ekki haft frjálst val um það, hvenær hann bauð bænum forkaupsrétt að nýju, sbr. rskj. 31, er eindregið mót- mælt af sóknaraðila. Dragist úr öllu hófi, að skiptaráðandi skrifi slíkt bréf, gæti það einungis valdið áminningu um embættisfærslu, en hafi engin áhrif á réttarstöðu þess, sem tekur við bréfinu, í þessu tilfelli bæjarsjóðs. Enn fremur mótmælir sóknaraðili því, að frestur bæjarsjóðs til að svara því, hvort hann ætlaði að nýta sér forkaupsrétt, hafi runnið út S. júní, sbr. rskj. 29 og 31, og því hafi samþykkt bæjarsjóðs að ganga inn í tilboð varnaraðila verið of seint fram komin. Sóknaraðili vísar í þessu sambandi á greinargerð með lögum nr. 7/1936, en þar segi um 2. gr.: „„Dagsetningar- dagurinn er því eigi talinn með í frestinum. Þetta er handhæg regla, því að bréfið ber sjálft dagsetninguna með sér.“ Enn fremur segi í 2. mgr. 1781 3. gr. laga nr. 22/1932: ,,..... skal bæjarstjórn eða hreppsnefnd skylt að segja til, hvort hún ætlar að nota forkaupsrétt (forleigurétt) eða eigi“. Hafi bæjarstjórinn á Ísafirði því sagt til innan frestsins, að bærinn notaði for- kaupsréttinn, sbr. rskj. nr. 28 og 25. Að því er varðar mótbáru erfingja, sem lýtur að því, að Hafnarstræti 11 hafi ranglega verið nefnt Fjarðarstræti 11, sbr. samþykkt um forkaups- rétt Ísafjarðarkaupstaðar að fasteignum innan sveitarfélagsins, nr. 539/ 1988, dags. 7. des. 1988, birtri í Stjórnartíðindum, B-deild, bls. 1328-1331, rskj. nr. 36 og 38, upplýsir sóknaraðili, að eins og fram komi á rskj. nr. 36, lýsi skiptaráðandinn á Ísafirði afstöðu sinni til þessarar ritvillu, og tekur sóknaraðili undir skýringu hans. Enn fremur getur sóknaraðili þess, að skiptaráðandi hafi margitrekað það við varnaraðila, sem gerðu tilboð í eignina, svo og aðra erfingja, að „athygli væri vakin á forkaupsrétti bæjar- sjóðs Ísafjarðar að þessum fasteignum“, sbr. rskj. nr. 19 og einnig úrskurð skiptaráðanda, dags. 11. september 1989, og hafi enginn erfingja gert athugasemd við ábendingu skiptaráðanda um forkaupsrétt Ísafjarðar. Enn fremur bendir sóknaraðili á, að a. m. k. allt frá 16. mars 1973 hafi kvöð um forkaupsrétt Ísafjarðar verið þinglesin kvöð á Hafnarstræti 11, sbr. rskj. nr. 50 og rskj. nr. 1 og nr. $1. Hafi erfingjum í dánarbúi Ástu Eggertsdóttur Fjeldsted því verið kunnugt um kvöðina. IV. Varnaraðilar telja, að forkaupsréttur Ísafjarðarkaupstaðar að eignum dánarbúsins hafi verið fallinn niður, þegar bæjarstjórn hafi loks svarað 7. júní 1989, ef hann hafi þá í raun nokkur verið. Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 22/1932 hafi bæjarstjóra borið að svara forkaupsréttartilboði innan tveggja vikna. Það hafi hann hins vegar ekki gert, og því sé forkaups- réttur niður fallinn að sinni, hafi hann nokkur verið. Skiptafundur, sem ákvað „„kaupin““, hafi verið 18. maí 1989. Skiptaráðandi hafi boðið bæjar- stjórn forkaupsrétt 23. maí. Bæjarstjórn hafi svarað með bréfi, dags. 7. júní 1989. Þá hafi svarfrestur örugglega verið liðinn. Sé því haldið fram, að bæjarstjóri hafi haft samband í síma við fulltrúa skiptaráðanda 6. júní og sagt frá því, að bæjarstjórn hafi ákveðið 1. júní að neyta forkaupsréttar. Hér þurfi að svara því, hvort símhringing dugi í svo mikilvægu máli. Sé ekki tekin afstaða til þess í lögum nr. 22/1932, en í þeim lögum, sem síðar hafi verið sett um forkaupsrétt að fasteignum, séu ákvæði um, að boð um forkaupsrétt og svör við þeim skuli vera skrifleg. Í 5. gr. laga um kauprétt að jörðum nr. 40/1948, sem nú séu úr gildi, hafi verið felld niður ákvæði um, að skriflega skuli að þessum málum staðið, og í 1. mgr. 23. gr. jarða- laga nr. 65/1976 séu ákvæði um, að boð forkaupsréttar og svör við þeim skuli vera skrifleg. Sé með jarðalögum verið að fjalla um viðskipti einstakl- 1782 inga við sveitarfélög. Gefi þau vitneskju um vilja löggjafans til verulegrar festu í þessum viðskiptum og séu í samræmi við nútímaskoðanir á réttar- stöðu almennings gagnvart opinberum aðilum. Telja varnaraðilar, að skýra beri forkaupsréttarákvæði laga nr. 22/1932 í samræmi við almennar reglur um þessi mál, sem myndast hafi og viðteknar séu nú. Vegna þess mikla aðstöðumunar, sem sé milli einstaklinga og hins opinbera, þurfi reglur um viðskipti þeirra á milli, þar sem fjallað sé um helg réttindi, sem varin séu í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, að vera skýr og kröfur um sönn- unarfærslu einfaldar. Séu kröfur um skriflegar yfirlýsingar nauðsynlegar. Í öðru lagi telja varnaraðilar, ef talið verði, að símhringing dugi til svo afdrifaríkrar niðurstöðu, að svar hafi samt borist of seint, þar sem orðin „innan 14 daga“ í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 22/1932 þýði, að svara þurfi innan fjórtán daga, það er, fjórtándi dagur teljist ekki með. Séu báðir þriðjudagarnir, 23. maí og 6. júní, taldir með, er 6. júní fimmtándi dagur- inn að mati varnaraðila. Svar einhvern tíma dags 6. júní sé því ekki innan fjórtán daga. Enn fremur benda varnaraðilar á, að skiptaráðandi hafi tekið sér fimm daga til að koma þessu þýðingarmikla bréfi frá sér og að bæjar- stjóri hafi tekið sér sex daga eftir bæjarstjórnarfund til þess að koma viljayfirlýsingu bæjarstjórnar til skiptaráðanda. Varnaraðilar benda enn fremur á, að þegar Ísafjarðarkaupstaður taldi sig beita forkaupsréttarákvæði um Hafnarstræti 11, hafi kaupstaðurinn ekki átt forkaupsrétt að þeirri eign, sbr. auglýsingu félagsmálaráðuneytis frá 7. desember 1988 um forkaupsrétt Ísafjarðarkaupstaðar að fasteignum innan sveitarfélagsins, en þar sé fasteignin Hafnarstræti 11 ekki með talin. Sé þar að vísu tilgreind önnur eign við allt aðra götu, sem talin sé eign dánarbús Ástu Eggertsdóttur, en það sé þessu máli óviðkomandi. Sé hér um takmörkun á eignarrétti að ræða, og verði að gera hinar ýtrustu kröfur um nákvæmni um allt, sem varðar slíkar takmarkanir. Hafi verið um mis- tök að ræða í bæjarskrifstofu, beri Ísafjarðarkaupstaður hallann af því, ekki saklausir borgarar. Verði þetta ekki skýrt sem prentvilla eða ritvilla, sem leiðrétta megi með penna. Komi þinglýsing fimm ára kvaðar um for- kaupsrétt árið 1973 og önnur þinglýsing fimm ára kvaðar um forkaupsrétt frá 7. nóvember 1989 máli þessu ekkert við. Sama sé að segja um auglýs- ingu, sem staðfest sé af ráðuneytinu 9. júlí 1989, þar sem bæjarsjóður reyni að klóra yfir eigin vitleysu. Að lokum benda varnaraðilar á, að samkvæmt afsali frá 1935 hafi jörðin Stakkanes verið í eigu fjölskyldu Arngríms Fr. Bjarnasonar. Hafi hvorki ekkja hans né börn fengið upplýsingar um breytingar á stöðu jarðar- innar eða nafni. Engin tilkynning hafi borist um ályktun samkvæmt VI. kafla skipulagslaga. Sé því ógerlegt að fallast á, að í auglýsingu um samþykkt nr. 539/1988 geti Seljalandsvegur, lóð ótilgreind, verið býlið 1783 Stakkanes. Sé auglýsingin því markleysa varðandi erfingja Ástu Eggerts- dóttur Fjeldsted. V. Ágreiningur í þessu máli snýst umfram allt um það, hvort bæjarsjóður Ísafjarðar eigi forkaupsrétt að eignum dánarbús Ástu Eggertsdóttur Fjeld- sted að Hafnarstræti 11 og lóðum nr. 60 og 60 A við Seljalandsveg á Ísa- firði, og ef svo er, hvort formsatriðum við tilkynningu um að neyta for- kaupsréttar hafi verið fullnægt. Ekki verður tekin afstaða í þessu máli, hvort eignir þessar séu kallaðar sínum réttu nöfnum eða ekki, enda ekki ágreiningur um, við hvaða eignir hér er átt. Um kröfu varnaraðilans Arn- gríms Arngrímssonar, að Pétur Hafstein, sýslumaður Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði, og fulltrúi hans, Björn Jóhannesson, verði sviptir með dómi rétti til málflutnings, er fjallað í löngu máli í greinargerð varnar- aðila, og hefur hann haft að engu leiðbeiningar dómarans um, að þeir aðilar séu ekki réttarfarslegir aðilar þessa máls. Verða kröfu þessari ekki gerð frekari skil hér í þessum úrskurði, enda á hún sér enga lagastoð. Að jafnaði felst í forkaupsrétti, að forkaupsréttarhafa er heimilt að kaupa eign þá, sem forkaupsrétti er háð, með sömu skilmálum og eigandinn hefur komist að með kaupsamningi við annan mann. Skilyrði þess, að for- kaupsréttarhafi geti neytt heimildar sinnar, eru þau samkvæmt þessu, að eigandi eignarinnar hafi ákveðið að selja hana tilteknum kaupanda fyrir ákveðið verð. Það er samkvæmt þessu meginregla, að forkaupsréttur verður virkur við sölu. Forkaupsréttur veitir rétthafa ekki heimild til að fá að innleysa eign, er eigendaskipti verða, með öðrum hætti en við sölu, nema það sé sérstaklega áskilið í heimild forkaupsréttarins. Í lögum nr. 22/1932 um forkaupsrétt kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkjum o. fl. er bæjarstjórn í kaupstað heimilt að gera samþykkt um að áskilja bæjar- félagi forkaupsrétt, m. a. á fasteignum innan lögsagnarumdæmis þess, sbr. og VII. kafla laga nr. 19/1964. Á þessum lögum reisir sóknaraðili kröfur sínar, og í samræmi við þau lög hefur verið þinglýst kvöðum um forkaups- rétt bæjarsjóðs Ísafjarðar á þær eignir, sem hér eru til umfjöllunar. Í þessum lögum er ekki tekið sérstaklega fram, að þau eigi einnig við um það, þegar eigendaskipti verða fyrir arftöku. Það er meginviðhorf í íslensk- um rétti, að erfingjar ganga inn í rétt hins látna, og verður forkaupsréttur bæjarsjóðs Ísafjarðar ekki virkur, nema erfingjar hygðust selja eignir þær, sem hér eru til umfjöllunar, til þriðja aðila. Þótt þannig hafi verið að því staðið í þessu tilfelli, að varnaraðilar, erfingjarnir Arngrímur og Erna, hafi gert tilboð og greitt kaupverð fasteignanna inn á sérstakan bankareikning, verður ekki hjá því komist að líta svo á, að þau séu að leysa til sín eignir dánarbúsins sem erfingjar á því verði, sem skiptafundur hefur samþykkt. 1784 Þykja þau því samkvæmt meginreglu 46. gr. skiptalaga nr. 3/1878 eiga rétt á því að taka við þeim réttindum, sem hin látna, Ásta Eggertsdóttir Fjeld- sted, átti í þessum eignum, og verður forkaupsréttur Ísafjarðarkaupstaðar ekki virkur gagnvart þeim við þær aðstæður. Þegar af þessari ástæðu þykir ekki ástæða til að fjalla um það hér í þessum úrskurði, hvort bæjarsjóður Ísafjarðar eigi forkaupsrétt að eignum þessum, verði þær seldar öðrum, eða hvort tilkynning bæjarstjórnar um að neyta forkaupsréttar hafi borist á réttum tíma. Samkvæmt framansögðu þykir verða að hafna kröfu sóknaraðila. Þykir eftir atvikum rétt, að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af máli þessu. Greta Baldursdóttir, setuskiptaráðandi á Ísafirði, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum sóknaraðila þess efnis, að forkaupsréttur hans að eignum dánarbús Ástu Eggertsdóttur Fjeldsted að Hafnarstræti 11, Ísafirði, og lóðunum Seljalandsvegi 60 og 60 A á Ísafirði verði úr- skurðaður gildur og að skiptarétturinn afsali sóknaraðila eignum þess- um gegn „deponeraðri““ fjárhæð, 1.300.000 kr., er hafnað. Máls- kostnaður fellur niður. 1785 Fimmtudaginn 14. október 1993. Nr. 306/1993. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Sigtryggi Páli Sigtryggssyni (Kjartan Reynir Ólafsson hrl.) Og Jóni Breiðfjörð Höskuldssyni (Magnús Thoroddsen hrl.). Fjárdráttur. Félagsgjöld. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Ákærðu áfrýjuðu héraðsdómi í heild sinni til Hæstaréttar sam- kvæmt heimild í 1. mgr. 149. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu ákæruvalds var málinu áfrýjað með stefnu 23. júlí 1993 til þyngingar á refsingu. Samkvæmt fram lagðri tilkynningu frá Blikkveri hf. til Hluta- félagaskrár 7. júní 1988 voru ákærðu kosnir í stjórn félagsins þann dag, og var ákærði Sigtryggur Páll Sigtryggsson stjórnarformaður, en ákærði Jón Breiðfjörð Höskuldsson ritari. Bera þeir frá þeim tíma fulla ábyrgð á vanskilum félagsins á félagsgjöldum starfs- manna þess til Félags blikksmiða, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 55/ 1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Með þessari athugasemd verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með skírskotun til forsendna hans, en skaðabótakrafa Félags blikk- smiða er ekki til endurskoðunar fyrir Hæstarétti, sbr. 1. mgr. 173. gr. laga nr. 19/1991. Ákærðu skulu greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði Sigtryggur Páll Sigtryggsson greiði skipuðum verj- anda sínum, Kjartani Reyni Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, 35.000 krónur í málsvarnarlaun fyrir Hæstarétti. 1786 Ákærði Jón Breiðfjörð Höskuldsson greiði skipuðum verj- anda sínum, Magnúsi Thoroddsen hæstaréttarlögmanni, 35.000 krónur í málsvarnarlaun fyrir Hæstarétti. Annan áfrýjunarkostnað málsins greiði ákærðu sameigin- lega, þar á meðal saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000 krónur. Sératkvæði Hjartar Torfasonar hæstaréttardómara. Atferli það, sem ákærðu er gefið að sök, átti sér stað á árinu 1988. Það var kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins með bréfi á vegum Félags blikksmiða S. ágúst 1990. Því erindi fylgdu ekki full- nægjandi gögn að mati lögreglunnar, og var ekki úr því bætt fyrr en 7. ágúst 1991. Á rannsókn málsins eftir það varð nokkur töf vegna anna hjá lögreglunni, og voru rannsóknargögn ekki send ríkissaksóknara fyrr en í desember 1992. Ákæra var svo gefin út 6. apríl 1993, án þess að frekari gögn kæmu til. Telja verður á það skorta, að æskileg gögn um fjárreiður Blikk- vers hf. árið 1988 og gjaldþrot félagsins, sem fylgdi í kjölfarið í apríl 1989, kæmu fram í málinu. Úr því hefði mátt bæta við flutn- ing þess í héraði, og teldi ég ástæðu til að vísa málinu heim til frekari meðferðar og dómálagningar að nýju. Þar sem aðrir dóm- endur telja hins vegar rétt að leggja efnisdóm á málið, eins og það liggur fyrir, mun ég taka þátt í þeirri úrlausn þess, sbr. 1. mgr. 53. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands. Á grundvelli þeirra forsendna, sem vísað er til í atkvæði annarra dómenda, er ég að öllu leyti samþykkur þeirri niðurstöðu, að ákærðu hafi brotið gegn 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með háttsemi sinni við skil Blikkvers hf. á félags- gjöldum starfsmanna til Félags blikksmiða. Þau gjöld voru hin veigaminnstu þeirra greiðslna, sem félaginu bar að standa skil á vegna starfsmanna sinna samkvæmt lögum og kjarasamningum, en eru þó hin einu, sem orðið hafa tilefni að ákæru. Með tilliti til þessa og til aldurs málsins tel ég rétt, að frestað verði ákvörðun refsingar á hendur ákærðu á grundvelli a-liðar 1. mgr. 57. gr. almennra hegn- ingarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, enda haldi þeir almennt skilorð 3. mgr. sömu greinar í tvö ár frá uppsögu dóms í málinu. Ég er sammála öðrum dómendum um sakarkostnað. 1787 Dómur Héraðsdóms Reykjaness 3. júní 1993. Mál þetta var höfðað með birtingu ákæru ríkissaksóknara, útg. 6. apríl sl. Ákærðu eru Sigtryggur P. Sigtryggsson, kt. 180759-2049, Hlíðarhjalla 20, Kópavogi, og Jón Breiðfjörð Höskuldsson, kt. 220838-7579, Litla- bæjarvör 15, Bessastaðahreppi, áður Þinghólsbraut 41, Kópavogi. Ákærða Sigtryggi var birt ákæran 27. apríl sl. og ákærða Jóni Breiðfjörð 29. sama mán. Málið var þingfest 10. maí sl. Það var tekið til dóms að loknum aðal- flutningi 26. sama mán. Í ákæruskjali er ákærðu gefinn að sök fjárdráttur „„með því að hafa á tímabilinu frá 26. maí til 9. desember 1988 sem forráðamenn hlutafélagsins Blikkvers, Skeljabrekku 4, Kópavogi, ákærði Sigtryggur sem stjórnar- formaður og prókúruhafi og ákærði Jón Breiðfjörð sem stjórnarmaður og prókúruhafi, haldið eftir af launum tíu starfsmanna félagsins samtals 65.538 kr. í félagsgjöld til Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða sem inn- heimtuaðila fyrir Félag blikksmiða, Suðurlandsbraut 30, Reykjavík, en eigi staðið skil á fé þessu, heldur dregið félaginu þetta fé og notað í rekstur þess. Telst þetta varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar. Lögheimtan hf., Laugavegi 97, Reykjavík, gerir þær kröfur í málinu, að ákærðu verði dæmdir til að greiða Félagi blikksmiða 65.538 kr. í skaða- bætur auk vaxta og kostnaðar““. Í símbréfi Bjarna Þórs Óskarssonar hdl. f. h. Lögheimtunnar, sem dags. er 10. maí sl. og lagt fram í þinghaldi sama dag, segir: „„Gerð er krafa til þess, að hinir ákærðu verði óskipt dæmdir til greiðslu skaðabóta vegna gjalda starfsmanna Blikkvers hf., sem dregin voru af launum þeirra, en ekki skilað““, — einnig: „Krafist er dóms fyrir 65.538 kr. auk dráttarvaxta skv. 10. og 14. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 af 2.550 kr. frá 1. 6. 1988 til 1. 7. 1988, af 15.000 kr. frá þ. til 1. 8. 1988, af 24.900 kr. frá þ. d. til 1. 9. 1988, af 33.738 kr. frá þ. til 1. 10. 1988, af 45.438 kr. frá þ. d. til 1. 11. 1988, af 53.838 kr. frá þ. til 1. 12. 1988, af 61.488 kr. frá þ. d. til 1. 1. 1989, af 65.538 kr. frá þ. d. til greiðsludags auk innheimtukostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ, 29.868 kr.““ RA nRpAnA Á Framburður ákærðu. Ákærði Sigtryggur P. Sigtryggsson neitaði því að vera sekur um fjár- drátt. Hann kvað sér ekki vera kunnugt um, hvort félagsgjöld starfsmanna 1788 til Félags blikksmiða hefðu verið dregin af launum þeirra né hvort þeim hefði verið skilað, þar sem hann hefði ekki annast dagleg fjármál fyrir- tækisins. Hann kvað sér þó hafa verið kunnugt um skyldu fyrirtækisins til að halda félagsgjöldunum eftir af launum, þar sem hann hefði stjórnað sams konar rekstri Blikkáss hf. Hann kannaðist við að hafa verið stjórnar- formaður og prókúruhafi Blikkvers hf., eftir að hann og meðákærði keyptu hluti í félaginu. Hann kvað starf sitt fyrir félagið hafa falist í því að stýra verkefnum, gera tilboð í verk og stýra daglegri vinnslu á verkefnum. Hann hefði ekki farið með dagleg fjármál fyrirtækisins, nema hvað hann hefði greitt laun, þegar meðákærði var fjarverandi. Sérstaklega um það spurður, sagði hann það rétt vera, að hann og meðákærði, Jón Breiðfjörð, hefðu myndað eins konar framkvæmdastjórn Blikkvers hf. Þá kom það fram hjá ákærða Sigtryggi, að hann hefði ekki þegið laun frá Blikkveri hf. Hann hefði tekið laun sín hjá Blikkási hf., sem hann hefði rekið jafnframt því, að hann starfaði fyrir Blikkver. Í skýrslu ákærða fyrir lögreglu, sem hann staðfesti fyrir dómi, kemur m. a. þetta fram: „Mætti segir, að krafan vegna þessara félagsgjalda hafi auðvitað bara verið dropi í hafið í allri skuldasúpunni, og auðvitað hefði verið hægt að greiða þessi félagsgjöld, ef annað hefði verið látið sitja á hakanum. En ákveðið hefði verið að vera ekki að gera neitt upp á milli aðila, að greiða einum, en ekki öðrum, heldur láta þetta fara í einum „pakka““ til skiptaráðanda.““ Ákærði gerði hér fyrir dómi þær athugasemdir við þessi ummæli sín, að hann hefði þarna verið að tjá sig um skilagreinarnar, sem rannsóknari hefði rétt að sér. Heildarskuldirnar hefðu verið mjög háar, og sér hefði aldrei verið bent sér- staklega á þessa félagsgjaldaskuld. Miðað við þær kröfur, sem sér hefði verið kunnugt um að leikslokum, væri félagsgjaldakrafan sáralítil. Í skýrslu ákærða hér fyrir dómi kom fram, að Blikkás hf. hefði greitt fyrir vélarnar og tækin, sem hann keypti af Blikkveri hf., með skuldabréfi. Það hefði verið til fjögurra eða fimm ára með jöfnum greiðslum á þriggja eða fjögurra mánaða fresti. Þetta bréf hefði ekki verið selt, það hefði farið í innheimtu í Sparisjóð Kópavogs. Hann kvaðst alla tíð hafa greitt af þessu bréfi, það væri enn í skilum. Sér væri ekki kunnugt, hver væri núverandi eigandi þess. Þetta bréf, sagði ákærði, að hefði komið til skipta í þrotabú- inu ásamt útistandandi viðskiptakröfum og öðrum eignum. Í skýrslu sinni fyrir lögreglu óskaði ákærði eftir því, að kannað yrði, hvort krafa hefði verið gerð í þrotabú Blikkvers hf. vegna félagsgjaldanna, og þá, hver hefði orðið afgreiðsla þeirrar kröfu. Ákærði Sigtryggur hafnaði skyldu sinni til að greiða skaðabótakröfuna, sbr. ákæru. Ákærði Jón Breiðfjörð Höskuldsson kannaðist við að hafa verið 1789 stjórnarmaður og prókúruhafi í Blikkveri hf., eftir að hann varð þar hlut- hafi. Sagði hann það hafa verið í júní 1988. Hann hefði starfað hjá félaginu áður, frá því í október 1987. Hann hefði fengið það hlutverk að laga þar til í fjármálum og unnið að því í átta mánuði. Blikkver hefði þá verið í mikilli skuld við Lífeyrissjóð málm- og skipasmiða, en hún hefði að mestu leyti verið greidd í apríl 1988. „Við borguðum á þriðju milljón í einu lagi, ef ég man rétt,“ sagði ákærði. Ákærði kvaðst sem starfsmaður Blikkvers hafa annast fjárreiður fyrir- tækisins, séð um innheimtu og kaup á hráefni. Hann hefði stjórnað fjármálum. Hann kvaðst ekki rengja töluna 65.538 kr., sem væri skv. skilagreinum, sem sendar hefðu verið Lífeyrissjóði málm- og skipasmiða. Þarna væri um hluta af launum starfsmanna að ræða, sem ekki hefðu verið greidd. Laun hefðu verið greidd vikulega, á föstudögum. Þessi hluti af launum hefði orð- ið eftir, vegna þess að ekki hefðu verið til peningar í fyrirtækinu til að ljúka þessum greiðslum. Ákærði Jón Breiðfjörð kvaðst ekki viðurkenna, að hann væri sekur um fjárdrátt, þar sem ekkert fé hefði verið til að skila. Hann var að því spurð- ur, hvort fyrirtækið hefði ekki verið með bókfært fé í rekstri sínum, sem því hefði borið að skila til Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða vegna Félags blikksmiða. Svaraði hann því til, að engu hefði verið leynt um það, þetta stæði skilmerkilega á öllum launaseðlum, og skilagreinar hefðu verið sendar inn og ekki verið vefengdar á neinn máta. Í skýrslu, sem tekin var af ákærða fyrir lögreglu og hann staðfesti hér fyrir dómi, segir: „„Mætta er bent á, að þessi félagsgjöld séu svo litlar upphæðir, að það hefði átt að vera hægt að skila þeim, þar sem hægt var að reka félagið áfram í nokkra mánuði eftir þessi vanskil. Mætti segir, að auðvitað hefði verið hægt að greiða þetta félagsgjald eitt og sér, en hann telji, að það hafi verið í framangreindum „pakka““ með lífeyrissjóðsgjöldunum og fleira, og sá „,„pakki““ hafi verið orðinn of stór, til að hægt væri að vinna hann upp, svo að ekkert væri í vanskilum.“ Enn fremur: „Mætti segir, að þarna hafi ekki verið um neina ákvörðun að ræða. Þetta hafi verið stór pakki launatengdra gjalda, sem hafi verið kominn í vanskil, eins og að framan greinir.““ Ákærði Jón Breiðfjörð hafnaði því að greiða bótakröfu. Niðurstöður. Ekki verður á það fallist, að mál þetta sé ekki nægilega og réttilega rannsakað, að því er varðar ætlaða refsiverða háttsemi ákærðu. 1790 Sannað er, svo sem í ákæru greinir, að á tímabilinu 26. maí til 9. desem- ber 1988 voru dregin af launum tíu starfsmanna Blikkvers hf. félagsgjöld, að fjárhæð samtals 65.538 kr., og fjárhæð þessari var ekki skilað til Líf- eyrissjóðs málm- og skipasmiða sem innheimtuaðila fyrir Félag blikksmiða. Ákærðu voru báðir stjórnarmenn í Blikkveri hf. frá því fyrir mitt ár 1988. Víst má telja, að ákærði Sigtryggur hafi verið farinn að hlutast til um málefni félagsins ásamt ákærða Jóni Breiðfjörð ekki síðar en í apríl það ár, þegar lokið er greiðslu á gömlum skuldum félagsins við Lífeyrissjóð málm- og skipasmiða. Sigtryggur var stjórnarformaður og Jón Breiðfjörð ritari stjórnar. Þeir höfðu báðir með höndum framkvæmdastjórn fyrir fé- lagið, svo sem fram kemur í framburði þeirra fyrir dóminum. Sameiginlega mynduðu þeir framkvæmdastjórn fyrir félagið. Þeir bera því báðir ábyrgð á því, að félagsgjöldum starfsmanna félagsins var ekki skilað til innheimtu- aðila fyrir Félag blikksmiða, sbr. 52. gr. hlutafélagalaga nr. 32/1978. Ákærði Sigtryggur gat ekki sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður gengið þess dulinn, að lögbundnum greiðslum var ekki í meira en hálft ár skilað til Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða, þótt hann færi ekki með dag- lega fjármálastjórn. Ákærðu var báðum ljós skylda félagsins til að draga félagsgjöldin af launum starfsmanna, áður en þau voru greidd út. Þau voru hluti launa, sem ganga áttu til stéttarfélagsins. Af hálfu ákærðu hefur sú vörn verið höfð uppi, að þeir hafi hvorugur gerst sekir um fjárdrátt, vegna þess að ekki hafi verið til fé í fyrirtækinu til að greiða þann hluta launanna, sem renna átti til Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða sem lífeyrissjóðsiðgjöld, félagsgjöld o. fl. Fyrirtækið hafi verið illa statt fjárhagslega, og þetta hafi aðeins verið hluti af heildarskuldunum. Dómari lítur svo á, að þessi vörn fái ekki staðist. Laun voru greidd starfsmönnum vikulega um hálfs árs skeið, án þess að skilað væri þeim hluta þeirra, sem halda bar eftir, m. a. félagsgjöldum. Óhugsandi er, að allan þann tíma hafi í viku hverri verið til í fyrirtækinu fé til greiðslu þess hluta launanna, sem óhjákvæmilegt var að greiða til að halda því gangandi, en aldrei neitt af því fé, sem félaginu bar skylda til að halda eftir. Er því sýnt, að því fé hefur ekki verið haldið sérgreindu í rekstri félagsins. Hlýtur þetta að hafa verið báðum ákærðu ljóst. Sök þeirra beggja telst því sönnuð. Fellur háttsemi þeirra hvors um sig undir ákvæði 1. mgr. 247. gr. alm. hegningarlaga, svo sem talið er í ákæru. Ekki liggur fyrir, hvort kröfu vegna ógreiddra félagsgjalda til Félags blikksmiða var lýst í þrotabú Blikkvers hf., og ef svo var, er jafnóljóst, hvort eitthvað hefur upp í hana greiðst. Krafa þessi myndi hafa verið for- gangskrafa skv. |. tl. 84. gr. skiptalaga nr. 3/1878, sbr. 1. gr. laga nr. 23/1979, sbr. 78. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Rannsókn málsins er að 1791 þessu leyti áfátt, þrátt fyrir það að ákærði Sigtryggur óskaði eftir því við rannsóknarlögreglumann, að þessi atriði yrðu könnuð. Verður af þessum sökum að vísa bótakröfunni á hendur ákærðu frá dómi ex officio. Báðir ákærðu eru sakhæfir. Hvorugur þeirra hefur hlotið dóm eða geng- ist undir dómsátt vegna refsiverðs verknaðar. Þykir refsing hvors þeirra hæfilega ákveðin tveggja mánaða fangelsi, en rétt þykir að fresta refsingu, og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, ef ákærðu halda almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/195S5. Þá ber að dæma ákærðu til að greiða in solidum allan sakarkostnað annan en málsvarnarlaun verjenda sinna, þ. m. t. málsóknarlaun í ríkis- sjóð, 25.000 kr. Ákærði Sigtryggur P. Sigtryggsson verður dæmdur til að greiða verjanda sínum, Ásgeiri Björnssyni hdl., 35.000 kr. í málsvarnar- laun, og ákærði Jón Breiðfjörð Höskuldsson verður dæmdur til að greiða verjanda sínum, Brynjari Níelssyni hdl., 35.000 kr. í málsvarnarlaun. Við fjárhæðir málsvarnarlauna bætist virðisaukaskattur. Rannsókn máls þessa hefur tafist meira en góðu hófi gegnir. Í greinargerð rannsóknara, Guðmundar Gígju lögreglufulltrúa, segir: „„Kæran í máli þessu barst RLR 13. ágúst 1990, en fullnægjandi kærugögn höfðu ekki bor- ist fyrr en 7. ágúst 1991. Aðrar tafir í rannsókn þessa máls eru vegna mála- fjölda hjá RLR.“ Greinargerðin er undirrituð 3. nóvember 1992. Finnur Torfi Hjörleifsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði Sigtryggur P. Sigtryggsson sæti tveggja mánaða fangelsi. Refsingunni skal fresta og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, ef dómþoli heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Jón Breiðfjörð Höskuldsson sæti tveggja mánaða fangelsi. Refsingunni skal fresta og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, ef dómþoli heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Skaðabótakröfu Lögheimtunnar hf. f. h. Félags blikksmiða á hend- ur báðum ákærðu samkv. ákæruskjali er vísað frá dómi. Ákærði Sigtryggur P. Sigtryggsson greiði verjanda sínum, Ásgeiri Björnssyni hdl., 35.000 kr. í málsvarnarlaun auk virðisaukaskatts, og ákærði Jón Breiðfjörð Höskuldsson greiði verjanda sínum, Brynjari Níelssyni hdl., 35.000 kr. í málsvarnarlaun auk virðisaukaskatts. Allan annan sakarkostnað greiði ákærðu, Sigtryggur og Jón Breiðfjörð, in solidum, þ. m. t. málsóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 kr. 1792 Fimmtudaginn 14. október 1993. Nr. 228/1993. Ákæruvaldið (Egill Stephensen saksóknari) gegn Júlíusi Þorbergssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.). Áfengissala. Upptökukrafa. Sönnun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ríkissaksóknari hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 27. maí 1993 til sakfellingar samkvæmt ákæru, þyngingar á refsingu, en staðfestingar á upptöku. Málinu er einnig áfrýjað af hálfu ákærða og þess aðallega krafist, að hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði verði ómerkt og málinu vísað frá héraðsdómi, en til vara, að refsing verði milduð og kröfu um upptöku hafnað. Aðalkrafa ákærða er á því byggð, að lagaheimild hafi skort fyrir því, að Sturla Þórðarson, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, gæfi út ákæru í málinu. Er í því efni vísað til 27. og 28. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og 2. gr. laga nr. 38/1993. Í 2. mgr. 29. gr. laga nr. 19/1991 segir, að lögreglustjórar flytji þau mál fyrir héraðsdómi, sem þeir höfða. Í niðurlagi almennra athugasemda, sem fylgdu frumvarpi til laga nr. 19/1991, segir meðal annars: „„Orðið ákærandi er víða notað um viðeigandi handhafa ákæruvalds, en þeir geta verið, auk ríkissaksóknara og vararíkis- saksóknara, aðrir saksóknarar eða lögreglustjórar, svo og fulltrúar þeirra.“ Samkvæmt skipunarbréfi dómsmálaráðherra 21. júní 1971 var Sturla Þórðarson lögfræðingur skipaður fulltrúi við lögreglu- stjóraembættið í Reykjavík frá 1. júlí 1971. Með skírskotun til þessa hefur aðalkrafa ákærða í málinu ekki við rök að styðjast og ber að hafna henni. Eins og rakið er í héraðsdómi, gaf ákærði skýrslu hjá lögreglu 5. nóvember 1992, sama kvöld og hann var staðinn að því að afhenda viðskiptavini áfengi í verslun sinni. Í skýrslunni kvaðst 1793 ákærði hafa stundað áfengissölu í um 10 mánuði á því ári. Enn gaf ákærði lögregluskýrslu 20. nóvember um sölu áfengis þann dag. Ákærði kom fyrir dóm 21. apríl sl. Framburður hans þá var með öðrum hætti en verið hafði hjá lögreglu. Hann kannaðist við að hafa selt átta kassa af bjór og sjö pela af vodka til ýmissa manna í nóvember 1992, en gekkst eigi við meiri sölu áfengis. Kvað hann lögreglumenn hafa beitt sig þrýstingi við yfirheyrslu S$. nóvember, og hefði skýrslan, sem hann gaf þann dag, mótast af því. Þess er að gæta, að framburður ákærða hjá lögreglu er ná- kvæmur og trúverðugur. Öðru máli gegnir hins vegar um skýringar, sem hann gaf fyrir dómi á breyttum framburði, og lýsingu atvika, sem þá kom fram hjá honum. Framburður vitnis fyrir dómi um áfengiskaup í verslun ákærða er í samræmi við lögregluskýrslu ákærða, bæði um það, hvort kaup hafi gerst fyrr en í nóvember og með hverjum hætti viðskipti voru 5. dag þess mánaðar. Að þessu athuguðu eru engin efni til þess, að Hæstiréttur hnekki sakarmati héraðsdómara, sem yfirheyrði ákærða fyrir dómi. Samkvæmt framansögðu er sannað, að ákærði hefur selt áfengi í verslun sinni á um 10 mánaða tímabili á árinu 1992 og að hið selda hefur verið a. m. k. 80 kassar af áfengum bjór og 16 pelar af vodka. Er brot hans rétt fært til refslákvæða í ákæruskjali, og ber að staðfesta refslákvörðun héraðsdómara. Eins og segir í héraðsdómi, er ekki í ákæru vísað til lagaákvæða til stuðnings kröfu ákæruvalds um upptöku á fimm bjórkössum, fjórum pelum af vodka og 5.500 krónum. Til greina kemur að beita 34. gr. áfengislaga nr. 82/1969 og 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í þessum lagaákvæðum er ekki að finna heimild til annarrar upptöku í þessu máli en á ávinningi, sem ákærði fékk af þeirri sölu, sem hann hefur verið fundinn sekur um. Í ákæru er gerð krafa um upptöku á 5.500 krónum. Þar sem um svo lága fjár- hæð er að ræða, er ekki ástæða til að beita heimildarákvæði 3. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga, enda er ákærði dæmdur í allverulega fésekt. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Ákærði, Júlíus Þorbergsson, greiði allan áfrýjunarkostnað máls- ins, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 35.000 krónur, 113 1794 og laun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundar- sonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur. Sá galli er á lögreguskýrslum í málinu, að vottur var ekki við- staddur skýrslutöku. Þó kom vottur að, áður en skýrslutöku lauk, og staðfesti, að ákærði hefði undirritað skýrslur sínar eigin hendi. Dómsorð: Staðfest er ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða, Júlí- usar Þorbergssonar. Staðfest er ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000 krónur, og laun skipaðs verj- anda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 14. maí 1993. Ár 1993, föstudaginn 14. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Hirti O. Aðalsteinssyni héraðs- dómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-175/1993: Ákæruvaldið gegn Júlíusi Þorbergssyni, sem tekið var til dóms 21. apríl sl. Málið er höfðað með ákæruskjali lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettu 15. mars sl., á hendur ákærða, Júlíusi Þorbergssyni, kt. 100844-3549, Heiðarási 3, Reykjavík, „fyrir að hafa frá því í byrjun árs 1992 og fram í nóvember sama ár selt ólöglega ýmsum aðilum áfengi úr verslun sinni, Draumnum, Rauðarárstíg 41 í Reykjavík, um það bil 80 kassa af sterkum bjór af tegundinni Löwenbráu og um það bil 18 hálfs lítra flöskur af Smirnoff-vodka. Telst þetta varða við 18. gr., sbr. 1. mgr. 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969, sbr. 5. gr. laga nr. 52/1978. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til upptöku á fjórum kössum af Löwenbráu-bjór, einum kassa af Heineken-bjór, fjórum Smirnoff-vodkapelum og 5.500 kr. í peningum““. Málavextir. Fimmtudaginn 5. nóvember sl. kl. 21.05 var lögreglan í Reykjavík að fylgjast með mannaferðum í verslun ákærða að Rauðarárstíg 41 hér í borg, en orðrómur hafði borist til lögreglu um, að þar væri stunduð áfengissala. Fylgdust lögreglumenn með því, er Jón Magnússon, kt. 240360-3659, af- 1795 henti ákærða peningaseðla og fékk í staðinn pappakassa, sem var settur í plastpoka. Í kassanum reyndust vera 12 Löwenbráu-bjórdósir og einn vodkapeli. Ákærði neitaði í fyrstu að hafa verið að selja áfengi, en í lög- regluskýrslu er síðan haft eftir ákærða, að hann hafi selt áfengi úr versl- uninni undanfarna mánuði. Vísaði hann lögreglu á sjö bjórdósir og þrjá vodkapela, sem hann hafði falið í lager verslunarinnar. Ákærði afhenti lög- reglu einnig 5.500 krónur, sem hann sagði greiðslu Jóns fyrir áfengið. Ákærði var yfirheyrður sama kvöld hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Ákærði óskaði ekki aðstoðar réttargæslumanns. Skýrði hann svo frá, að hann hefði tíu mánuðum fyrr byrjað að selja bjór úr verslun sinni, og kvaðst hann hafa selt um 80 kassa af Löwenbráu-bjór á þessum tíma. Taldi hann sig hafa hagnast um 150.000 krónur á sölunni. Þá kvaðst ákærði hafa um það bil mánuði áður byrjað að selja vodkapela úr verslun- inni, og kvaðst hann hafa selt um 15-18 pela á 1.400 til 1.850 krónur hvern. Föstudagskvöldið 20. nóvember sl. var lögreglunni tilkynnt, að ákærði héldi uppteknum hætti og væri enn við áfengissölu í verslun sinni. Lög- reglumenn höfðu tal af ákærða, sem viðurkenndi að hafa selt manni vodka- pela og eina bjórkippu þá um kvöldið. Við leit í verslun ákærða fann lög- regla fimm bjórdósir, og þá kvaðst ákærði eiga fjóra bjórkassa heima hjá sér, sem hann taldi, að hann myndi selja, enda væri hann undir miklum þrýstingi að selja áfengi í verslun sinni. Lagði lögreglan hald á ofangreindan bjór. Við yfirheyrslu hjá lögreglu viðurkenndi ákærði að hafa selt nokkrar bjórkippur undanfarna daga. Ákærði skýrði svo frá fyrir dómi, að hann kannaðist við að hafa afhent Jóni Magnússyni tólf bjórdósir og einn pela af vodka 5. nóvember sl. Kvað ákærði Jón ekki enn hafa greitt fyrir þetta áfengi. Kvað hann Jón hafa afhent sér peninga og kvað þetta fé hafa gengið til skuldar Jóns í verslun ákærða. Þá kannaðist ákærði við að hafa selt manni, er hann taldi heita Grétar, tólf bjórdósir nokkrum dögum eftir, að fyrra málið kom upp. Ákærði kannaðist við að hafa selt samtals átta kassa af bjór og sjö pela af vodka ýmsum mönnum Í nóvember á sl. ári. Ákærði kvaðst hafa verið undir þrýstingi frá lögreglumönnum, er hann viðurkenndi við yfirheyrslu 5. nóvember sl. að hafa selt um 80 kassa af bjór og 1S-18 pela af vodka. Ákærði kvað þetta ekki vera rétt og kvað lögreglu hafa ruðst inn í verslun sína með hávaða, rekið fólk út og skipað ákærða að framvísa því áfengi, er hann hefði í búðinni. Ákærði kvaðst síðan hafa verið fluttur á lögreglu- stöðina til yfirheyrslu. Ákærði kvaðst hafa verið orðinn þreyttur og viljað losna út og því skrifað undir það, sem lögreglumennirnir lögðu fyrir sig. Ákærði kvaðst hafa farið niður á lögreglustöð stuttu síðar og viljað leið- 1796 rétta framburð sinn, en kvað sér hafa verið tjáð, að málið væri til með- ferðar hjá lögfræðingadeildinni og haft yrði samband við sig síðar. Ákærði kvaðst ekkert hafa minnst á þetta mál, þegar hann var yfirheyrð- ur 20. nóvember sl., og kvað skýringuna vera þá, að hann hefði gleymt því. Vitnið Jón Magnússon, kt. 240360-3659, Freyjugötu 27, skýrði svo frá fyrir dómi, að það kannaðist við að hafa sl. haust keypt einn pela af vodka og tólf bjórdósir af ákærða, og kvaðst vitnið hafa greitt um fimm til sex þúsund krónur fyrir áfengið. Vitnið kannaðist við að hafa oft áður keypt áfengi af ákærða, en ekki muna, hvenær eða hversu mikið. Vitnið Einar Ásbjörnsson, kt. 010551-4399, lögreglumaður, skýrði svo frá fyrir dómi, að það kannaðist við að hafa skráð frumskýrslur í máli þessu. Vitnið kvaðst ekki hafa verið viðstatt, þegar framburðarskýrslur voru teknar af ákærða, en kvað ákærða hafa viðurkennt að hafa stundað áfengissölu um skeið. En vitnið kvaðst ekki muna, hvort ákærði hefði til- tekið ákveðið magn í því sambandi. Vitnið Pétur Sveinsson, kt. 080141-3869, rannsóknarlögreglumaður, skýrði svo frá fyrir dómi, að ákærða hefði verið boðinn réttargæslumaður, en hann ekki talið þörf á því. Vitnið kvað engan hafa verið viðstaddan yfirheyrsluna, en vottur hefði verið til kvaddur, er ákærði undirritaði skýrslur sínar. Vitnið kvað ákærða hafa viðurkennt að hafa selt 80 kassa af bjór og eitthvað af vodkafleygum, en ekki muna, hversu marga. Vitnið kvað ákærða hafa rifjað þetta upp og reiknað út á blaði, og kvað vitnið, að hann hefði engum þrýstingi verið beittur. Aðspurt, hvers vegna lagt hafi verið hald á áfengi, sem fannst á heimili ákærða, segir vitnið, að ákærði hafi sagt, að hann myndi ekki standast þann þrýsting, sem væri á sér að selja áfengið. Vitnið Þórhallur Árnason, kt. 020165-3839, lögregluflokksstjóri, skýrði svo frá fyrir dómi, að það kannaðist við að hafa unnið að máli ákærða, sem kom upp 20. nóvember sl., og kannaðist við að hafa verið vottur að því, er ákærði undirritaði skýrslu sína þá. Þá kannaðist vitnið við að hafa lagt hald á áfengi á heimili ákærða. Vitnið kvað ákærða hafa talað um, að hann væri að reyna að hætta að selja áfengi, en hann væri undir miklum þrýstingi að selja áfengi. Hafi ákærði talað um, að hann treysti sér ekki til að hafa þetta áfengi á heimili sínu, enda væri það ætlað til sölu. Vitnið kvaðst ekki hafa heyrt ákærða tala um, hversu mikið hann seldi. Niðurstaða. Ákærði hefur fyrir dómi viljað hverfa frá þeirri játningu sinni hjá lög- reglu, að hann hafi selt 80 bjórkassa og 18 vodkapela, og telur hann sig 1797 ekki hafa selt meira en átta bjórkassa og sjö vodkapela. Ákærði telur sig hafa verið undir þrýstingi frá lögreglumönnum, er hann viðurkenndi söl- una, en við meðferð málsins hefur ekkert komið fram, er styður þann fram- burð ákærða. Gögn málsins að öðru leyti, sérstaklega framburður vitnisins Jóns Magnússonar, benda til þess, að ákærði hafi stundað áfengissölu um nokkurn tíma. Þegar framanritað er virt og eins og ákæra í máli þessu er úr garði gerð, verður ekki fullyrt, hversu mikið magn áfengis ákærði seldi, en telja verður sannað, að ákærði hafi selt verulegt magn bjórs og vodka. Er brot ákærða rétt fært til refslákvæða í ákæruskjali. Sakaferill, viðurlög. Samkvæmt sakavottorði ákærða sættist hann á sektargreiðslu árið 1967 fyrir umferðarlagabrot, og 29. maí 1991 sættist ákærði á 21.000 króna sekt fyrir brot gegn 18. gr. áfengislaga. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin 250.000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 70 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Í ákæru er gerð krafa um upptöku á fimm bjórkössum, fjórum vodkapel- um og 5.500 krónum. Ekki er vísað til lagaákvæða til stuðnings upptöku- kröfunni. Ákærði hefur viðurkennt, að áfengi það, sem lagt var hald á hjá sér, hafi verið ætlað til sölu. Ber því með vísan til 2. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga að gera áfengið upptækt til ríkissjóðs. Þá ber með vísan til 3. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga að gera 5.500 krónur, sem ákærði aflaði sér með áfengissölu, upptækar til ríkissjóðs. Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin sak- sóknarlaun, er renni í ríkissjóð, 15.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs Axelssonar hrl., 25.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Júlíus Þorbergsson, greiði 250.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella varðhaldi í 70 daga. Ákærði sæti upptöku til ríkissjóðs á fjórum kössum af Löwenbráu- bjór, einum kassa ar Heineken-bjór, fjórum Smirnoff-vodkapelum og 5.500 krónum. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun, er renni Í ríkissjóð, 15.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs Axelssonar hrl., 25.000 krónur. 1798 Fimmtudaginn 21. október 1993. Nr. 328/1991. Sævar Egilsson (Jónatan Sveinsson hrl.) gegn Verðbréfasjóðnum hf. (Sigurður G. Guðjónsson hrl.) og til réttargæslu Sólveigu Franklínsdóttur, Guðfinnu Arnardóttur, Guðrúnu Austmar Sigurgeirsdóttur og Arnari Guðlaugssyni. Útivist. 45. gr. 1. nr. 75/1973. Skuldabréf. Fölsun. Fjárnámsgerð úr gildi felld. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1. ágúst 1991 að fengnu áfrýjunarleyfi 11. júlí 1991 samkvæmt 4. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands. Hann krefst sýknu af öllum kröfum stefnda og að fjárnámsgerð, sem fram fór hjá sér á grundvelli hinnar áfrýjuðu áritunar, verði felld úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi gerir engar kröfur á hendur réttargæslustefndu. Stefndi krefst þess, að öllum kröfum áfrýjanda verði hrundið og sér dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti. I. Mál þetta er höfðað af stefnda fyrir bæjarþingi Reykjavíkur sem áskorunarmál gegn áfrýjanda og réttargæslustefndu með stefnu, dagsettri 19. maí 1989, til greiðslu skuldar, að fjárhæð 410.217,25 krónur, með dráttarvöxtum frá 5. september 1988 til greiðsludags. Í stefnunni segir m.a.: „Skuld þessi er skv. nafnskuldabréfi, útg. í Reykjavík þann 2. ágúst 1988 af stefndu Sólveigu, upphaflega að fjárhæð kr. 400.000,00, bundnu lánskjaravísitölu með grunnvísitölu 2217. ...Skuldabréfið er gefið út á nafn stefndu Guðfinnu, sem framselt hefur stefnanda skuldabréfið og jafnframt tekist á hendur 1799 sjálfskuldarábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Stefndu Guðrún, Arnar og Sævar hafa tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð á greiðslu skulda- béfsins. Þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir hafa ekki verið staðin skil á greiðslum frá gjalddaga 5. 9. 1988, og er málsókn því óhjákvæmileg. ““ Málið var þingfest á bæjarþingi Reykjavíkur 27, júní 1989. Af hálfu stefndu var ekki sótt þing, og var málið tekið til áritunar. Hinn 1. september 1989 ritaði Georg Kr. Lárusson, fulltrúi yfir- borgardómarans í Reykjavík, svofellda áritun á stefnuna: „Stefnu- kröfur máls þessa og kr. 57.943 í málskostnað, þ. m. t. söluskattur, eru aðfararhæfar frá dagsetningu áritunar þessarar. Vextir af máls- kostnaði án söluskatts reiknist frá 15. degi frá áritun þessari skv. III. kafla vaxtalaga.““ Að beiðni stefndu var 14. september 1989 gert fjárnám í eignar- hluta áfrýjanda í Barmahlíð 21, Reykjavík. Áfrýjandi var ekki við fjárnámsgerðina þrátt fyrir löglega boðun. Hinn 14. febrúar 1990 lagði áfrýjandi fram kæru hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna skjalafals, þar sem nafn sitt sem ábyrgðarmanns á framangreindu skuldabréfi væri ekki ritað eigin hendi. II. Sýknukrafa áfrýjanda byggist á því, að ritun nafns síns á skulda- bréfið sé fölsuð. Hann kveður réttargæslustefndu Sólveigu Franklínsdóttur hafa starfað hjá sér á kaffistofu, sem hann rekur, og hafi hann verið ábyrgðarmaður á skuldabréfi fyrir hana, skömmu áður en skuldabréf það, sem hér um ræðir, var út gefið. Þegar tilkynningar bárust frá stefnda um vanskil skuldabréfsins, taldi áfrýjandi, að þar væri um að ræða áðurnefnt skuldabréf, sem hann hafði ritað nafn sitt á sem ábyrgðarmaður. Hafi hann haft samband við Sólveigu, sem sagði honum, að búið væri að ganga frá greiðslu skuldabréfsins. Kveðst áfrýjandi alltaf hafa staðið í þeirri trú, að um væri að ræða áðurnefnt skuldabréf, sem hann hafði ritað á sem ábyrgðarmaður. Það hafi ekki verið fyrr en seinni hluta árs 1989, þegar íbúð sín var auglýst á nauðungaruppboði, að hann fór til stefnda og fékk að sjá skuldabréfið. Kveðst hann þá strax hafa séð, að nafn sitt var falsað á skuldabréfinu. Í framhaldi af því kærði hann fölsunina til Rannsóknarlögreglu ríkisins, svo 1800 sem að framan greinir. Að lokinni rannsókn málsins sendi hún málið til ríkissaksóknara. Ekki var krafist frekari aðgerða í málinu af hálfu ákæruvaldsins, og samkvæmt bréfi ríkissaksóknara 4. október 1990 þóttu, eins og málið lá fyrir, ekki fram komnar nægi- legar sannanir um fölsun. III. Í skýrslum Rannsóknarlögreglu ríkisins kemur fram, að Óli Valdimar Ívarsson, sem er annar vitundarvottur að nafnritun áfrýj- anda sem sjálfskuldarábyrgðarmanns á skuldabréfið, man ekkert eftir umræddu skuldabréfi og man ekki heldur eftir því að hafa ritað á það sem vitundarvottur. Hinn vitundarvotturinn, Franklín Friðleifsson, faðir Sólveigar, skuldara bréfsins, man ekki, hverjir höfðu þegar ritað á skuldabréfið, þegar hann vottaði það. Franklín viðurkennir að hafa ritað nafn Arnars Guðlaugssonar sem ábyrgðarmanns á skuldabréfið. Sólveig Franklínsdóttir kveðst ekki hafa verið viðstödd, þegar nafn áfrýjanda var ritað á bréfið, en kveður Arnar Guðlaugsson, fyrrverandi unnusta sinn, hafa farið með skuldabréfið til áfrýjanda í því skyni að afla undir- skriftar hans. Arnar Guðlaugsson kveðst ekkert kannast við skulda- bréfið og kveðst aldrei hafa ritað nafn sitt sem ábyrgðarmaður á það. Guðrún Austmar Sigurgeirsdóttir, móðir Sólveigar Franklíns- dóttur, sem einnig var ábyrgðarmaður á framangreindu skuldabréfi, kveður áfrýjanda hafa viðurkennt fyrir sér að hafa ritað nafn sitt eigin hendi á skuldabréfið, en hann hefur staðfastlega neitað því. Ekki var tekin skýrsla af Guðfinnu Arnardóttur, upphaflegum eiganda skuldabréfsins. Haraldur Árnason, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild Rannsóknarlögreglu ríkisins, hefur rannsakað nafnritun áfrýjanda á skuldabréfið. Bar hann hana saman við staðfest nafnritunarsýni áfrýjanda, gefin í viðurvist rannsóknarlögreglumanns, svo og nafn- ritun áfrýjanda á fjögur skjöl frá viðskiptabanka hans. Í ljós kom, að ekki var fullkomið skriftarlegt samræmi á milli undirritunarinnar á skuldabréfinu annars vegar og nafnritunarsýnanna hins vegar, og var um tíu mismunandi atriði að ræða. Niðurstaðan var sú, „að hin fyrirsynjaða undirritun á veðskuldabréfi nr. 045834 sé í veiga- miklum skriftarlegum atriðum frábrugðin staðfestum nafnritunar- 1801 sýnum Sævars Egilssonar...og að litlar líkur séu á því, að hann hafi skrifað nafn sitt sem ábyrgðaraðili á skjalið“. Eins og atvikum er háttað í máli þessu, standa ákvæði 45. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands því eigi í vegi, að málsvörn áfrýjanda komist að fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi hefur staðfastlega synjað fyrir að hafa ritað nafn sitt á umrætt skuldabréf. Með framangreindri rithandarrannsókn eru leiddar miklar líkur að því, að ritun nafns hans á bréfið sé fölsuð. Þegar það er virt og jafnframt höfð hliðsjón af því, að enginn þeirra, sem skýrslur gáfu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, gat borið um nafnritun áfrýjanda á bréfið, ber að sýkna hann af kröfum stefnda í málinu. Samkvæmt þessu ber að fella úr gildi fjárnáms- gerð, sem fram fór í fógetarétti Reykjavíkur 14. september 1989 á grundvelli hinnar áfrýjuðu áritunar. Áfrýjandi sótti ekki þing í héraði, og ber því að dæma hann til greiðslu málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem í dóms- orði greinir. Dómsorð: Áfrýjandi, Sævar Egilsson, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Verðbréfasjóðsins hf. Fjárnámsgerð, sem fram fór hjá áfrýjanda 14. september 1989, er felld úr gildi. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 60.000 krónur. 1802 Fimmtudaginn 21. október 1993. Nr. 271/1991. Róbert Pétursson (Jóhann Þórðarson hrl.) gegn Þorgeiri Halldórssyni (Hákon Árnason hrl.). Vinnulaun. Umboð. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. júní 1991. Hann krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 31.500 krónur með dráttarvöxtum og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi, fékk stefndi sumarið 1987 Ulrik Arthursson arkítekt til að gera uppdrætti að endurbótum á húsi sínu að Lambastaðabraut 4, Seltjarnarnesi. Sótti hann um leyfi fyrir endurbótunum til byggingarnefndar Seltjarnarness, sem samþykkti umsókn hans 12. ágúst 1987. Upphaflega var ráðgert að skipta aðeins um járn á þaki, en síðar var ákveðið að setja sperrur í þakið og koma fyrir í því einangrun. Jafnframt ákvað stefndi í samráði við Tómas Grétar Ingólfsson húsasmíðameistara, sem tók að sér að vinna verkið, að breyta út frá teikningum Ulriks og stækka anddyrið. Stefndi hefur á hinn bóginn eindregið synjað fyrir, að sér hafi verið um það kunnugt fyrr en að loknum breyt- ingum og endurbótum á húsinu, að Tómas G. Ingólfsson fékk áfrýj- anda til að gera uppdrætti þá, sem hann krefst greiðslu fyrir í málinu. Í aðilaskýrslu Tómasar Grétars á bæjarþingi Seltjarnarness kemur fram, að þær breytingar á húsi stefnda, sem uppdrættir áfrýjanda tóku til, hefði verið unnt að framkvæma án þeirra. Um þetta var bókað orðrétt eftir honum: „Og þetta er í sjálfu sér ekkert flókið mál. Útfærslan á þakinu er ... nokkurn veginn standard. En það er krafa byggingarnefndar.““ Að svo vöxnu máli hefði Tómas Grétar 1803 átt að kynna byggingarfulltrúa fyrirhugaðar breytingar og spyrjast fyrir um nauðsyn nýrra uppdrátta vegna þeirra. Er ástæða til að ætla, að þá hefði komið í ljós, að nýrra uppdrátta væri eigi þörf, en í bréfi bæjarstjórans á Seltjarnarnesi til áfrýjanda 6. nóvember 1990 segir: „„Að dómi byggingarfulltrúa var um svo minni háttar breytingu að ræða, að ekki þyrfti að leggja málið fyrir byggingar- nefnd að nýju. Byggingarnefnd er sammála byggingarfulltrúa að þessu leyti.“ Samkvæmt þessu var samningur Tómasar Grétars Ingólfssonar við áfrýjanda um nefnda uppdrætti á ábyrgð hins fyrrnefnda og batt ekki að lögum stefnda greiðsluskyldu gagnvart áfrýjanda. Ber því að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, svo sem í dómsorði greinir. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðis- aukaskatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óóraskaður. Áfrýjandi, Róbert Pétursson, greiði stefnda, Þorgeiri Halldórssyni, 30.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Sératkvæði Guðrúnar Erlendsdóttur hæstaréttardómara. Ég tel, að staðfesta beri héraðsdóm með vísan til forsendna hans. Ég er sammála meiri hluta dómenda um málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Dómur bæjarþings Seltjarnarness 7. maí 1991. Mál þetta, sem dómtekið var 18. apríl sl., hefur Róbert Pétursson arkítekt, kt. 220840-4259, Freyjugötu 43, Reykjavík, höfðað hér fyrir þing- inu með stefnu, birtri 23. maí 1990, á hendur Þorgeiri Halldórssyni fulltrúa, kt. 200837-3639, Lambastaðabraut 4, Seltjarnarnesi. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða 31.500 kr. með dráttarvöxtum skv. 10. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 25/1987, sbr. 5. gr.,.2. mgr., laga nr. 67/1989 frá 1. mars 1988 til greiðslu- dags, að áfallnir dráttarvextir verði lagðir við höfuðstól á tólf mánaða fresti í samræmi við 12. gr. laga nr. 25/1987, í fyrsta sinn 1. mars 1989, og mynda 1804 þannig nýjan vaxtaberandi höfuðstól, sem beri sömu vexti og að framan er krafist. Þá er og krafist málskostnaðar skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands og að málskostnaðarfjárhæðin beri dráttarvexti skv. II. kafla laga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags, að áfallnir dráttarvextir verði lagðir við málskostnaðarfjárhæðina á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn tólf mánuðum eftir upphafstíma vaxtanna. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði alsýknaður af öllum kröfum stefnanda og sér dæmdur málskostnaður úr hans hendi samkvæmt gjald- skrá Lögmannafélags Íslands auk 24,5% virðisaukaskatts. Þá krefst stefndi þess, að dæmdur málskostnaður beri dráttarvexti frá 15. degi eftir dóms- uppsögu til greiðsludags skv. 175. gr. eml. nr. 85/1936, sbr. 21. gr. laga nr. 54/1988. Sáttatilraunir fyrir dómi hafa ekki borið árangur. I. Málavextir eru þeir, að sumarið 1987 lét stefndi endurbæta timburhús sitt að Lambastaðabraut 4 á Seltjarnarnesi. Húsið var reist 1932, innflutt frá Noregi. Það var „forskalað““, og var ákveðið að klæða það að utan, skipta um glugga, laga þak og smíða anddyri. Stefndi fékk Ulrik Arthursson arkítekt til að gera uppdrætti að endur- bótunum, og samþykktu byggingaryfirvöld á Seltjarnarnesi endurbæturnar á fundi 12. ágúst 1987. Stefndi fékk Tómas G. Ingólfsson húsasmíðameistara til að vinna verkið samkvæmt reikningi. Verkið hófst um 20. júní 1987 og lauk 22. desember s. á. Upphaflega var ráðgert að skipta aðeins um járn á þaki, en ákveðið var síðar að setja nýtt þak. Á sama hátt ákvað stefndi í samráði við Tómas að breyta út frá teikningum Ulriks og stækka anddyri, byggja yfir það og gera að forstofu. Tómas fékk stefnanda til að hanna og teikna þessar breytingar, sem fyrir- hugaðar voru frá teikningu Ulriks. Kveðst Tómas hafa gert það í samráði við stefnda, en stefndi neitar því. Ágreiningur aðila snýst því um, hvort Tómas hafi haft umboð stefnda til að láta hanna þær breytingar, sem stefndi óskaði eftir. Ágreiningslaust er í málinu, að teikningar stefnanda voru notaðar við umræddar breytingar á húsinu. Stefnandi skýrir svo frá, að Tómas G. Ingólfsson hafi leitað til sín í byrjun september 1987 og óskað eftir hönnunarbreytingum á anddyri og þaki hússins Lambastaðabrautar 4. Sér hafi verið kynntar teikningar Ulriks Arthurssonar arkitekts frá því í ágúst 1987 og jafnframt sagt, að Ulrik gæti ekki sinnt þessum breytingum. Legið hafi á, því að verið var að vinna í húsinu. Hann hafi farið strax á vettvang í fylgd Tómasar og kannað að- 1805 stæður innan húss og utan. Stefndi og kona hans hafi verið heima, en vant við látin, svo að ekki hafi komist á fundur með þeim. Tómas hafi sagt sér, að hönnunarbreytingin væri með vitund og vilja húseigenda. Stefnandi kveðst annars vegar hafa hannað frágang á þaki og þakskeggj- um, þar sem fram komi byggingarfræðilegar lausnir á rakasperrum og út- loftun þaks og hins vegar stækkun á forstofu um $ m?, en samhliða stækkun hennar hafi verið gerð breyting á palli og tröppum upp í húsið og niður í kjallara. Hann hafi lokið verkinu í september 1987 og framvísað reikningi í mars 1988, sem sundurliðist þannig, að um 22,5 tíma vinnu hafi verið að ræða á 1.250 kr. á klst., samtals 28.125 kr., auk 129 söluskatts, 3.375 kr., samtals 31.500 kr. U. þ. b. 2/3 séu vinna vegna þaksins, en 1/3 vegna anddyris. Stefnandi kveðst hafa farið alls fjórum sinnum á fund stefnda, líklega með mánaðarmillibili, til að reyna að fá kröfuna greidda. Í fyrstu hafi stefndi óskað eftir greiðslufresti, en á síðasta fundi hafi hann hafnað greiðslu á þeirri forsendu, að hann hafi ekki óskað eftir vinnu sinni. Stefnandi kveðst hafa sent byggingarnefnd Seltjarnarness bréf 11. októ- ber 1990 og vakið athygli á, að stefndi hafi ekki sótt um byggingarleyfi fyrir þeim breytingum, sem stefnandi hannaði, og jafnframt lagt fyrir bygg- ingarnefnd nokkrar spurningar. Byggingarnefnd hafi svarað spurningum sínum á þá leið, að í september 1987 hafi verið lögð fram breytt teikning, gerð af stefnanda, en að dómi byggingarfulltrúa, sem byggingarnefnd sé sammála, hafi verið um svo minni háttar breytingar að ræða, að ekki þyrfti að leggja málið fyrir byggingarnefnd að nýju. Tómas G. Ingólfsson húsasmíðameistari kvaðst hafa unnið sumarið 1987 við hús stefnda ásamt starfsmönnum sínum. Verkið fólst í að skipta um glugga, klæða það að utan, laga þak og gera anddyri. Unnið hafi verið eftir teikningum Ulriks Arthurssonar arkítekts. Þegar framkvæmdir voru komnar á veg, hafi sú hugmynd komið upp, hvort ekki væri skynsamlegt að steypa upp nýjar útitröppur, því að þær gömlu voru orðnar slitnar. Þær höfðu líka losnað frá hússökkli, sem benti til þess, að undirstaðan væri ótraust. Á sama hátt væri ákjósanlegt að stækka tröppurnar og gera ytri forstofu með stórum fataskáp. Stefnda hafi litist vel á þessa hugmynd og falið sér að framkvæma þessar breytingar. Á sama hátt hafi komið í ljós, þegar farið var að vinna við þakið, að það var mun verr farið en í upphafi var haldið. Engar sperrur hafi verið í þakinu og því ekki unnt að koma fyrir einangrun. Þeir hafi því orðið ásáttir um að endurbyggja þakið frá grunni og gera það þannig úr garði, að það stæðist þær kröfur, sem nú væru gerðar, þ. e. um einangrun, loftun og rakavarnarlag. Tómas kveðst hafa leitað til Ulriks Arthurssonar um að teikna breyt- 1806 ingarnar. Hann hafi ekki haft tíma til að vinna verkið. Að höfðu samráði við stefnda hafi hann leitað til stefnanda til að hanna ofangreindar breyt- ingar á þaki og forstofu. Stefnandi hafi brugðist skjótt við, og þeir hafi farið á vettvang og stefnandi skoðað aðstæður allar og gert mælingar. Stefndi og kona hans hafi komið frá útlöndum daginn áður og verið sof- andi, svo að ekki komst á fundur með aðilum í það skiptið. Stefnandi hafi gert tvær teikningar, aðra að forstofu, en hina að þaki, þar sem fram koma byggingarfræðilegar lausnir á rakasperrum og útloftun þaks. Teikningarnar hafi verið geymdar að Lambastaðabraut 4 og smiðirnir unnið eftir þeim. Tómas kvaðst hafa fengið heimild til að láta stefnanda teikna þessar tvær teikningar. Hann hafi greint stefnda frá því, að nauðsyn- legt væri að fá teikningar, og tjáð honum, að Ulrik hefði ekki tíma til að sinna verkinu. Stefndi hafi þá veitt sér heimild til að fá stefnanda til að vinna verkið. Aðspurður kvaðst Tómas hafa treyst sér til að vinna verkið án teikninga, en talið sér það óheimilt. Byggingarmeistari hafi ekki heimild til að breyta útfærslu húss, hvorki gamals né nýs, nema með samþykki byggingarnefnd- ar. Breytingarnar þurfi ávallt að leggja fyrir byggingarnefnd; ef það væri ekki gert, gæti byggingarmeistari átt von á áminningu eða sektum. Vitnið Lúðvík Óskarsson húsasmiður kveðst hafa unnið hjá Tómasi við breytingarnar á húsi stefnda. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir, að aðeins þyrfti að skipta um járn í þaki, en þegar búið var að rífa járnið af, hafi komið í ljós, að alla burði vantaði í þakið. Nauðsynlegt hafi verið að hanna þakið upp að nýju, og hafi smiðirnir fjórir, sem unnu að Lambastaðabraut 4 sumarið 1987, allir unnið eftir teikningu stefnanda við ofangreindar breyt- ingar. Ekki mundi hann, hvort teikningarnar voru sérstaklega kynntar stefnda, en hann taldi, að stefndi hefði vitað af þeim, þær hefðu verið á heimili hans allan tímann og smiðirnir fjórir unnið eftir þeim. Stefndi kveðst hafa fengið Ulrik Arthursson til að teikna þær breytingar á húsinu, sem fyrirhugaðar voru. Hann hafi lagt þær fyrir byggingarnefnd og fengið samþykki. Tómas hafi stungið upp á að breyta út af teikningu forstofu. Sér hafi fundist þær breytingar skynsamlegar og fallist á þær. Á sama hátt hafi hann fallist á breytingar á þaki. Enda þótt þakið hafi dugað vel síðustu 50 ár, taldi hann best að ganga vel frá því, fyrst á annað borð væri verið að vinna við það. Húsið væri nú svipmeira eftir breytinguna á þaki. Tómas hafi aldrei rætt við sig, að nýrra teikninga væri þörf. Hann hafi því ekki gefið honum umboð til að semja við stefnanda fyrir sína hönd. Hann hafi ekki vitað, að stefnandi kom á staðinn, og ekki vitað, að verið væri að vinna eftir nýjum teikningum. Enginn hafi kynnt honum teikningar stefnanda, hvorki Tómas né starfsmenn hans. Hann hafi ekki vitað af 1807 teikningum stefnanda fyrr en í byrjun árs 1988, er Tómas afhenti honum þær. Reikningur hafi komið frá stefnanda nokkrum mánuðum síðar. Hann hafi tjáð stefnanda, að hann væri óánægður með reikninginn, því að hann hafi aldrei óskað eftir þjónustu hans og teldi reyndar teikningarnar óþarfar. Hann hafi talið allan tímann, að smiðirnir myndu sjálfir sjá um breyt- ingarnar. Þær væru svo óverulegar, að ekki væri þörf á sérstakri hönnun. Byggingarnefnd Seltjarnarness hafi reyndar staðfest, að svo væri, í bréfi sínu til stefnanda. Þar segi, að um minni háttar breytingar sé að ræða og ekki þurfi að leggja málið sérstaklega aftur fyrir byggingarnefnd. Vitnið Lára Hansdóttir, eiginkona stefnda, bar á sama veg og stefndi. II. Málsástæður og lagarök fyrir kröfum sínum segir stefnandi aðallega vera, að Tómas G. Ingólfsson hafi haft umboð stefnda til að óska eftir viðbótarteikningum hjá stefnanda. Stefnandi minnir einnig á, að lagaskylda sé að fá samþykki byggingarnefndar fyrir hvers konar breytingum á húsum, sbr. 9. og 11. gr. byggingarlaga nr. 54/1978. Stefnda hafi átt að vera þetta ljóst, er hann samþykkti frávik frá upphaflegri teikningu. Allt hafi verið undirlagt í húsinu, og það hafi ekki átt að fara fram hjá stefnda, að unnið var eftir nýjum teikningum. Málsástæður og lagarök stefnda fyrir kröfu sinni um sýknu segir stefndi aðallega vera, að stefnandi eigi enga lögvarða kröfu á hendur stefnda. Eng- in regla kröfuréttar skyldi stefnda til að greiða stefnanda fyrir þjónustu, sem Tómas G. Ingólfsson bað stefnanda um án heimildar stefnda og veitt var án vitundar hans og samþykkis, í formi teikninga, sem byggingar- yfirvöld sáu ekki ástæðu til að samþykkja sérstaklega. Tómas hafi ekki haft umboð til að skuldbinda stefnda með samningum við stefnanda, og leiði það til sýknu, sbr. Hrd. 1963, bls. 179, og gagnályktun frá 1. mgr. 10. gr. sml. nr. 7/1936. Breyti engu, þótt unnið hafi verið eftir teikningum stefnanda, enda stefnda um það ókunnugt. Beri stefnanda að snúa sér að Tómasi með kröfur sínar, sbr. 1. mgr. 25. gr. sml. nr. 7/1936. Þá bendir stefndi einnig á, að teikningar hafi verið óþarfar. Breyt- ingarnar hafi verið óverulegar, sbr. álit byggingarnefndar. Yfirvöld hafi ekki krafist viðbótarteikninga, og hefði Tómas getað kannað það hjá bygg- ingarfulltrúa. III. Ágreiningur aðila er um, hvort Tómas G. Ingólfsson hafi haft umboð stefnda til að láta stefnanda hanna umræddar breytingar á húsi stefnda að Lambastaðabraut 4, Seltjarnarnesi. Fram hefur komið í málinu, að stefndi var því samþykkur, að breytingar 1808 yrðu gerðar á forstofu og þaki, en taldi þær breytingar svo litlar, að ekki væri þörf á frekari teiknivinnu. Í því sambandi vísar stefndi til bréfs bæjar- stjóra á Seltjarnarnesi, dags. 6. nóvember 1990, þar sem segir: „„Þorgeir Halldórsson sótti um leyfi til endurnýjunar hússins að Lambastaðabraut 4 að utan skv. uppdrætti Ulriks Arthurssonar arkítekts, og var sú umsókn samþykkt í byggingarnefnd 12. 8. 1987. Í september 1987 er lögð fram breytt teikning, gerð af Róbert Péturssyni arkítekt. Að dómi byggingarfulltrúa var um svo lítils háttar breytingu að ræða, að ekki þyrfti að leggja málið fyrir byggingarnefnd að nýju. Byggingar- nefnd er sammála byggingarfulltrúa að þessu leyti.“ Þá tekur byggingarnefnd fram, að hún telji ekki ástæðu til að beita stefnda viðurlögum skv. ákvæðum byggingarlaga nr. 54/1978, vegna þess að breytingarnar hafi verið svo litlar. Gegn andmælum stefnda þykir ósannað, að hann hafi veitt Tómasi sér- stakt umboð til að binda sig gagnvart stefnanda. Ekki þykir heldur sannað, að hann hafi samþykkt teiknivinnu stefnanda eftir á. Hefur stefndi stað- fastlega neitað því, að hann hafi haft vitneskju um, að unnið væri eftir nýjum teikningum. Þykir ósannað, að hann hafi fengið vitneskju um teikn- ingarnar fyrr en í byrjun árs 1988, eftir að vinnu trésmiða lauk við húsið. Tómas var ráðinn af stefnda til að sinna afmörkuðu verkefni í stefnda þágu. Verkefnið var fólgið í viðhaldi á húsi stefnda og áðurnefndum breyt- ingum. Þykir Tómas ekki hafa haft umboð, stöðu sinni samkvæmt, til að láta arkítekt teikna, án þess að ráðfæra sig við stefnda og fá samþykki hans. Sönnunarbyrðin fyrir því, að Tómas hafi haft umboð stefnda, hvílir á stefnanda. Er það álit dómsins, að honum hafi ekki tekist sú sönnun, og verður hann að bera hallann af því. Verður stefndi því sýknaður af kröfu stefnanda í máli þessu. Eftir þessum úrslitum verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað, að fjárhæð 45.000 kr., og 9.800 kr. í virðisaukaskatt. Máls- kostnaðarfjárhæðin beri dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 að liðnum fimmtán dögum eftir uppkvaðningu dóms þessa. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Þorgeir Halldórsson, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Róberts Péturssonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 45.000 kr. í málskostnað og 9.800 kr. í virðisaukaskatt. Málskostnaður beri dráttarvexti skv. III. kafla vaxta- laga nr. 25/1987 að liðnum fimmtán dögum eftir uppsögu dóms þessa. 1809 Fimmtudaginn 21. október 1993. Nr. 203/1993. Ákæruvaldið (Egill Stephensen saksóknari) gegn Jóhanni Jónasi Ingólfssyni (Páll Arnór Pálsson hrl.). Ávana- og fíkniefni. Skilorð. Málskostnaður. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson og Hjörtur Torfason. Ákærði áfrýjaði héraðsdómi til Hæstaréttar til endurskoðunar á refslákvörðun samkvæmt heimild í 1. mgr. 149. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, en meðákærði undi héraðsdómi. Af hálfu ákæruvalds var málinu áfrýjað með stefnu 17. maí 1993 til þyngingar á refsiákvörðun héraðsdóms. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt bréf héraðsdómara 15. apríl 1993 til ríkissaksóknara, þar sem vakin er athygli á mistökum, sem urðu í hinum áfrýjaða dómi um skiptingu refsingar ákærða. Hann var dæmdur í sjö mánaða fangelsi, þar af var frestað fullnustu þriggja mánaða skilorðsbundið í þrjú ár, en sú skipting er andstæð 57. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 101/1976. Ætlunin hafi verið að hafa þrjá mánuði óskilorðsbundna og fjóra mánuði skilorðsbundna. Brot þau, sem ákærði er sakfelldur fyrir í hinum áfrýjaða dómi, eru framin á fyrstu þremur mánuðum ársins 1990. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann eftir þann tíma gengist undir tvær dómsáttir, auk þess sem hann var dæmdur í Hæstarétti 17. maí 1991 í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið til tveggja ára. Samkvæmt bréfi Fangelsismálastofnunar ríkisins 7. maí 1993 hefur ákærði afplánað hinn óskilorðsbundna hluta hæstaréttar- dómsins frá 17. maí 1991. Refsingu ákærða ber að ákvarða, eins og í héraðsdómi er gert, samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga og dæma með hinn skil- orðsbundna hluta dómsins frá 17. maí 1991. Ber að ákveða refsing- una eftir reglum 78. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 77. gr. sömu 114 1810 laga. Samkvæmt þessu og með vísan til sakaferils ákærða þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í sjö mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Með hliðsjón af mistökum þeim, sem urðu á refsiákvörðun héraðsdóms, þykir rétt, að allur áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Jóhann Jónas Ingólfsson, sæti fangelsi Í sjö mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 14. apríl 1993. Ár 1993, miðvikudaginn 14. apríl, er háð dómþing Héraðsdóms Reykja- víkur í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðs- dómara og þá kveðinn upp dómur í héraðsdómsmálinu nr. SÁ-4/1992: Ákæruvaldið gegn Jóhanni Jónasi Ingólfssyni og X. Málið var dómtekið 12. mars sl., en síðan endurupptekið til framhalds- meðferðar og dómtekið að nýju í dag á grundvelli 125. gr. laga nr. 19/1991. Málið er höfðað með ákæruskjali, dags. 22. ágúst 1991, á hendur Jó- hanni Jónasi Ingólfssyni, fæddum 15. febrúar 1957, og X L...1. Málið var einnig höfðað á hendur Y, en þáttur hans hefur verið skilinn frá og verður dæmdur sérstaklega, sbr. 24. gr. laga nr. 19/1991. Samkvæmt |. kafla ákæru er ákærða Jóhanni Jónasi gefið eftirfarandi að sök: „1. Í félagi við meðákærða X lagt á ráðin um kaup og innflutning á fíkniefnum hingað til lands í ágóðaskyni og í samræmi við þær ráðagerðir keypt þrjú kg af hassi í Amsterdam seinni hluta febrúar 1990, flutt efnið til Bremerhaven og afhent það meðákærða Y til flutnings hingað til lands. En ljóst varð nokkru síðar, að Y hafði ekki flutt efnið til landsins, heldur komið því í geymslu í Bremerhaven, lagt á ráðin um að sækja efnið og ásamt meðákærða X skipulagt för hans til Bremerhaven í þessu skyni og lagt fram það fé, er þurfti í því sambandi, sbr. liði Il og Ill, 1. 2. Á tímabilinu frá áramótum 1989/1990 og fram í mars 1990 keypt sam- tals um 10 g af amfetamíni í Reykjavík af meðákærða X, en við afskipti 1811 lögreglu af ákærða á lögreglustöðinni við Hverfisgötu hér í borg fundust í fórum hans 0,3 g af efninu, sbr. lið Ill, 2“. Ákærða X er gefið eftirfarandi að sök í III. kafla ákæru: Í ákæru eru ætluð brot ákærðu Jóhanns Jónasar og X talin varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75/1982, sbr. lög nr. 13/1985 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 16/1986, sbr. reglugerð nr. 177/1986, sbr. auglýsingu nr. 84/1986, að því er varðar meðferð þeirra á amfetamíni. Í ákæru er þess krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til greiðslu sakarkostnaðar og ákærði X jafnframt til að sæta upptöku á samtals 1387,3 g af hassi og ákærði Jóhann Jónas enn fremur til að sæta upptöku á 0,3 g af amfetamíni samkvæmt 5. mgr. S. gr. laga nr. 65/1964 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 16/1986. Ákærði Jóhann Jónas kom fyrir dóminn 12. mars sl. og viðurkenndi þá að hafa framið alla þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru- skjali. Ákærði Jóhann Jónas hafði ekki fram að færa athugasemdir vegna upptökukröfu ákæruvaldsins. Niðurstöður. Dómurinn telur sannað með skýlausri játningu beggja ákærðu, að ákærðu hafi báðir gerst sekir um brot, er þeim eru gefin að sök í ákæru- skjali, utan að ekki er sannað þrátt fyrir játningu ákærða Jóhanns Jónasar, að hann hafi lagt á ráðin um kaup fíkniefnanna, sem um getur í Í. kafla, 1. tl., ákæru í félagi við meðákærða X, sem aldrei hefur borið að hafa lagt á ráðin um kaupin, þótt hann hafi játað hlut sinn að öðru leyti. Varðar háttsemi beggja ákærðu við þau lagaákvæði, sem í ákæruskjali greinir, en niðurstaða efnagreiningar á fíkniefnum þeim, er lagt var hald á í rannsókn málsins og krafist er uppgöku á, leiddi í ljós, að um var að ræða amfetamín og kannabis (hass). Ákærðu voru báðir yfirheyrðir fyrir sakadómi í ávana- og fíkniefnamál- um 4. apríl 1990, og viðurkenndu þá báðir að hafa framið þá háttsemi, sem þeim er gefin að sök í ákæruskjali. Ákærði Jóhann Jónas hefur frá árinu 1977 hlotið níu refsidóma fyrir þjófnað, brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga og fyrir skírlífisbrot auk dóma fyrir áfengis- og umferðarlagabrot. Þá hefur ákærði Jóhann Jónas frá árinu 1974 gengist undir tíu dómsáttir fyrir umferðarlagabrot. 1812 Ákærði Jóhann Jónas gekkst undir dómsátt fyrir umferðarlagabrot í júlí 1990. Ákærði hlaut sex mánaða fangelsi í október árið 1990 fyrir skírlífis- brot. Því máli var áfrýjað og dæmt í Hæstarétti í maí 1991, og var ákærði dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið í tvö ár. Í október 1991 gekkst ákærði undir sátt fyrir umferðarlagabrot. Skilorðsbundni hluti hæstaréttardómsins frá maí 1991 er nú tekinn upp og dæmdur með í máli þessu eftir 60. gr. almennra hegningarlaga og ákærða þannig dæmdur hegningarauki, sbr. 78. gr. almennra hegningar- laga. Refsing ákærða Jóhanns Jónasar er einnig ákvörðuð með hliðsjón af 77. gr. sömu laga. Refsing ákærða Jóhanns Jónasar þykir með vísan til framanritaðs og með vísan til sakaferils ákærða hæfilega ákvörðuð fangelsi í sjö mánuði, en eftir atvikum þykir rétt að fresta fullnustu þriggja mánaða af refsivist- inni skilorðsbundið í þrjú ár frá uppkvaðningu dómsins að telja, og falli sá hluti refsingarinnar niður að þeim tíma liðnum, haldi ákærði Jóhann Jónas almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Til frádráttar refsivist ákærða Jóhanns Jónasar komi sjö daga gæslu- varðhald ákærða Jóhanns Jónasar og til frádráttar refsivist ákærða X komi átta daga gæsluvarðhald ákærða X. Vegna frádráttar gæsluvarðhaldsvistar beggja ákærðu vísast til 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar beggja ákærðu er tekið tillit til þess dráttar, sem orðið hefur á uppkvaðningu dóms í máli þessu. Sakarefnið og sakaferill beggja ákærðu er með þeim hætti, að frekari skilorðsbinding refsingar þyk- ir ekki koma til álita. Ákærði X sæti upptöku á 1387,3 g af hassi, en efnið er nú í vörslu lög- reglu, merkt efnaskrá nr. 2567, 2563 og 2565 a. Ákærði Jóhann Jónas sæti upptöku á 0,3 g af amfetamíni, en efnið er nú í vörslu lögreglu, merkt efnaskrá nr. 2562. Vegna upptökukröfu ákæruvaldsins gagnvart báðum ákærðu vísast til 5. mgr. S. gr. laga nr. 65/1974, en ritvilla er í ákæruskjali, þar sem vísað er í lög nr. 65/1964 í stað 65/1974. Ákærði Jóhann Jónas greiði 26.804 kr. vegna efnagreiningar amfeta- míns, sem lagt var hald á á heimili hans. Ákærðu greiði að öðru leyti óskipt efnagreiningarkostnað vegna þeirra fíkniefna, sem lagt var hald á. Ákærði Jóhann Jónas Ingólfsson greiði verjanda sínum, Páli Arnóri Pálssyni hæstaréttarlögmanni, 40.000 kr. í málsvarnarlaun. Ákærði X greiði verjanda sínum, Sigurði A. Þóroddssyni héraðsdóms- lögmanni, 40.000 kr. í málsvarnarlaun. 1813 Sakarkostnað að öðru leyti en sérgreindur hefur verið hér að ofan greiði ákærðu óskipt. Dómarinn fékk málið til meðferðar í októbermánuði sl. Dómsorð: Ákærði Jóhann Jónas Ingólfsson sæti fangelsi í sjö mánuði, en fresta skal fullnustu þriggja mánaða af refsivistinni skilorðsbundið í þrjú ár frá uppkvaðningu dóms þessa að telja og sá hluti refsivistar falla niður að þeim tíma liðnum, haldi ákærði Jóhann Jónas almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/195S5. Til frádráttar refsivistinni komi sjö daga gæsluvarðhald ákærða Jó- hanns Jónasar. Ákærði X sæti fangelsi í fjóra mánuði, en til frádráttar refsivistinni komi átta daga gæsluvarðhald ákærða Á. Ákærði X sæti upptöku á 1387,3 g af hassi, en efnið er nú í vörslu lögreglu, merkt efnaskrám nr. 2563, 2567 og 2565, a-lið. Ákærði Jóhann Jónas sæti upptöku á 0,3 g af amfetamíni, en efnið er nú í vörslu lögreglu, merkt efnaskrá nr. 2562. Ákærði Jóhann Jónas greiði 26.804 kr. í efnagreiningarkostnað. Ákærði Jóhann Jónas greiði verjanda sínum, Páli Arnóri Pálssyni hæstaréttarlögmanni, 40.000 kr. í málsvarnarlaun. Ákærði X greiði verjanda sínum, Sigurði A. Þóroddssyni héraðs- dómslögmanni, 40.000 kr. í málsvarnarlaun. Sakarkostnað að öðru leyti en sérgreindur hefur verið hér að ofan greiði ákærðu óskipt. 1814 Fimmtudaginn 21. október 1993. Nr. 250/1991. Eygló Jónsdóttir (Valgeir Kristinsson hrl.) gegn Vélinni sf. (Einar Gautur Steingrímsson hdl.). Ómerking. Frávísun frá héraðsdómi. Fjárnmán úr gildi fellt. Samn- ingur. Aðild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson og Hjörtur Torfason. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnum 14. júní og 4. október 1991. Hún krefst þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og hún sýknuð af öllum kröfum stefnda og að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði úr gildi felld. Þá krefst hún máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétti kom fram ný krafa af hálfu áfrýjanda þess efnis, að málinu yrði vísað frá héraðsdómi og hin áfrýjaða fjárnámsgerð ómerkt. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og hinnar áfrýj- uðu fjárnámsgerðar og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Samningur sá, sem um er fjallað í máli þessu, er ófullkominn og mörg atriði í honum næsta óljós. Samkvæmt orðalagi samnings- ins eru aðilar hans annars vegar Vélin sf. og hins vegar Jón Hlíðar og Landsþjónustan Álfhóll. Landsþjónustan Álfhóll er einkafirma áfrýjanda, og Jón Hlíðar Runólfsson er eiginmaður hennar. Í þeim kafla samningsins, sem ber fyrirsögnina „Skýringar““, segir, að forsendur samningsins séu, „að Vélin sf. yfirtekur - kaupir eftirfar- andi einkaumboð og viðskiptasambönd af Jóni Hlíðari og Lands- þjónustunni ...““. Einkaumboð þessi og viðskiptasambönd eru síðan talin upp. Þá segir enn fremur í skýringunum, að „Jón Hlíðar kynnir ofantöldum fyrirtækjum, að hann hafi selt Vélinni sf. Landsþjónustuna Álfhól““. Jón Hlíðar Runólfsson var samkvæmt þessu ekki aðeins aðili að umræddum samningi, heldur tókst hann einn á hendur gagnvart kaupanda efndir hans, að minnsta kosti að 1815 hluta, enda voru umboð þau og viðskiptasambönd, sem seld voru, tengd nafni hans samkvæmt gögnum málsins. Jóni Hlíðari var ekki stefnt til að svara til sakar í máli þessu. Er það svo stórvægilegur galli á málatilbúnaði stefnda, að héraðsdómari hefði átt að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, verður ekki hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa máli þessu ex officio frá héraðsdómi, sbr. 1. mgr. 46. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, sbr. nú 18. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Samkvæmt framansögðu ber að ómerkja fjárnámsgerð þá, sem fram fór í eign áfrýjanda, Sæbólsbraut 26, Kópavogi, 19. ágúst 1991. Rétt er, að málskostnaður falli niður í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Fjárnám, sem stefndi, Vélin sf., lét gera hjá áfrýjanda, Eygló Jónsdóttur, 19. ágúst 1991, er fellt úr gildi. Málskostnaður fellur niður í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Kópavogs 19. mars 1991. Mál þetta, sem dómtekið var 15. þ. m., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 15. október 1990, af Vélinni sf., kt. 570174-1189, Súðar- vogi 18, Reykjavík, gegn Eygló Jónsdóttur, kt. 150857-4149, Sæbólsbraut 26, Kópavogi. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði gert að greiða stefnanda 102.778 kr. auk Ínánar tilgreindra vaxta og málskostnaðar!. Af hálfu stefndu eru gerðar þær kröfur, að hún verði algjörlega sýknuð af öllum kröfum stefnanda og henni dæmdur málskostnaður að skaðlausu úr hendi stefnanda Í...1. Samkvæmt gögnum málsins gerðu aðilar máls þessa um það samning, sem dagsettur er 28. apríl 1988, að Vélin sf. tæki við einkaumboði og við- skiptasamböndum áamt rekstri á Landsþjónustunni Álfhól. Í samningnum eru einkaumboðin og viðskiptasamböndin tilgreind þessi: Silette Ltd., Sonic drif., Flexocore U.K. Ltd., Johnsons utanborðs- 1816 mótorar og notaðir utanborðsmótorar frá Russel Simpson Marina Ltd., Taskforce Boats Ltd., Ruggerrini motori s.p.a., Mastep Products Limited, Linwood Electronic. Með í samningnum fylgdi símsvari, ljósritunarvél og skrifborð. Kaupverð var 400.000 kr., er skyldi staðgreiða. Í málinu hefur komið fram, að stefnandi greiddi 100.000 kr., en af hans hálfu hefur komið fram, að haldið hafi verið eftir greiðslu, sem á vantaði, þar til fyrir lægi staðfesting á því, að stefnda hefði þau umboð, sem hún seldi stefnanda samkvæmt samningnum. Þá er því haldið fram af hálfu stefnanda, að stefnda hafi ekki afhent símsvarann og skrifborðið. Með símskeyti, dags. 5. 6. 1988, tilkynnti stefnandi riftun á kaupunum. Mál þetta hefur stefnandi höfðað til endurgreiðslu á þeim hluta kaupverðs, sem stefnandi hafði innt af hendi til stefndu, 100.000 kr., og til greiðslu á útlögðum kostnaði vegna þýðinga á skjölum, samtals 2.778 kr. Af hálfu stefndu var sótt þing, þar til þingsókn féll niður af hennar hálfu í þinghaldi 15. mars sl. Verður málið því dæmt eftir fram komnum kröfum sóknaraðila málsins og að öðru leyti í samræmi við 118. gr. laga nr. 85/1936. Sóknaraðili þykir hafa sýnt fram á gegn andmælum varnaraðila, að varnaraðili hefur vanefnt umræddan samning á þann hátt, að sóknaraðili mátti rifta honum. Að öðru leyti er kröfum sóknaraðila ómótmælt, og verða kröfur hans samkvæmt þessu því teknar til greina. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn 64.740 kr., þ. m. t. virðisauka- skattur. Dóm þennan kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. Dómsorð: Stefnda, Eygló Jónsdóttir, greiði stefnanda, Vélinni sf., 102.778 kr. auk dráttarvaxta, eins og þeir eru á hverjum tíma, af 1.148 kr. frá 5. 5. 1988 til 6. 5. 1988, en af 101.148 kr. frá þeim degi til 10. 5. 1988, en af 102.778 kr. frá þeim degi til greiðsludags og 64.740 kr. í málskostnað, þ. m. t. virðisaukaskattur, ásamt dráttarvöxtum, eins og þeir eru á hverjum tíma, að liðnum fimmtán dögum frá uppkvaðn- ingu dóms þessa, allt innan fimmtán daga frá birtingu dómsins að telja að viðlagðri aðför að lögum. 1817 Fimmtudaginn 21. október 1993. Nr. 71/1992. — Jóhanna Tryggvadóttir gegn Lífeyrissjóði verslunarmanna. Útivist. Aðild. Skriflega flutt mál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. febrúar 1992 og gerir þær dómkröfur, að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefnda í málinu. Þá krefst hún málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Málið er skriflega flutt samkvæmt heimild í 2. mgr. 47. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi, var áfrýjanda sem einkaeiganda Heilsuræktarinnar Glæsibæ stefnt fyrir bæjarþing Hafnarfjarðar í janúar 1992 vegna vangreiddra iðgjalda til Lífeyris- sjóðs verslunarmanna, félagsgjalda til Verslunarmannafélags Reykjavíkur (V.R.) svo og gjalda til Orlofsheimilasjóðs V.R. og Sjúkrasjóðs V.R. Útivist varð af hálfu áfrýjanda í héraði. Með hinum áfrýjaða dómi var áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnu- kröfur málsins auk málskostnaðar. Áfrýjandi reisir kröfu sína um sýknu á því, að Heilsuræktin Glæsibæ sé sjálfseignarstofnun og að áfrýjandi sé stofnandi og stjórnarformaður hennar, en ekki einkaeigandi. Hér fyrir dómi hefur stefndi fallið frá kröfu um, að áfrýjanda verði gert að greiða skuld Heilsuræktarinnar Glæsibæ, og ber að sýkna áfrýjanda af þeirri kröfu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. 1818 Dómsorð: Áfrýjandi, Jóhanna Tryggvadóttir, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, í máli þessu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 18. janúar 1992. Mál þetta, sem dómtekið var 14. 1. 1992, hefur Lífeyrissjóður verslunar- manna, kt. 430269-4459, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, Reykjavík, höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 18. 12. 1991, á hendur Jóhönnu Tryggvadóttur, kt. 290125-4059, Kirkjuvegi 4, Hafnarfirði, vegna Heilsuræktarinnar Glæsibæ, kt. 600169-5729, Álfheimum 74, Reykjavík, sem einkaeiganda. Dómkröfur. Fyrir dóminum er þess krafist, að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda skuld, að fjárhæð 245.772 kr., ásamt Ínánar tilgreind- um vöxtum og málskostnaði!. Málavextir. Hin umstefnda skuld stefndu sé vegna vangreiddra iðgjalda til Lífeyrissjóðs verslunarmanna, félagsgjalda til Verslunarmannafélags Reykjavíkur (V. R.) svo og gjalda til Orlofsheimilasjóðs V. R. og Sjúkra- sjóðs V. R. fyrir eftirtalda starfsmenn fyrirtækisins fyrir tímabilið apríl 1989 til og með maí 1990: Stefnda hefur hvorki sótt þing né látið sækja, og er henni þó löglega stefnt. Verður þá skv. 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma mál þetta samkvæmt fram lögðum skjölum og skilríkjum, og þar sem þau eru í samræmi við dómkröfur stefnanda, verða þær teknar til greina að öllu leyti. Málskostnaður ákveðst 45.000 kr., þ. m. t. virðisaukaskattur, en máls- kostnaðarfjárhæðin án virðisaukaskatts beri dráttarvexti samkv. III. kafla laga nr. 25/1987 frá 2. 2. 1992 til greiðsludags. Rúnar S. Gíslason, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnda, Jóhanna Tryggvadóttir, Kirkjuvegi 4, Hafnarfirði, vegna Heilsuræktarinnar Glæsibæ, Álfheimum 74, Reykjavík, sem einka- eigandi greiði stefnanda, Lífeyrissjóði verslunarmanna, Húsi versl- unarinnar, Kringlunni 7, Reykjavík, 245.772 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla laga nr. 25/1987 frá 1. 6. 1991 til greiðsludags og 45.000 1819 kr. í málskostnað, þ. m. t. virðisaukaskattur, en málskostnaðarfjár- hæðin án virðisaukaskatts beri dráttarvexti skv. Ill. kafla laga nr. 25/1987 frá 2. 2. 1992 til greiðsludags, allt innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 1820 Fimmtudaginn 21. október 1993. Nr. 147/1991. Oddur Sigurðsson (Sigurður G. Guðjónsson hrl.) gegn Þórði Thors, Páli G. Jónssyni og Óttari Yngvasyni og til réttargæslu Helgu M. Thors, Jónu Írisi Thors, dánarbúi Unnar Thors Briem og Richard Thors (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.). Stjórnarskrá. Forkaupsréttur. Veiðiréttur. Matsgerð. Jarðakaup. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Haraldur Henrysson og Guð- mundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Hinn áfrýjaða dóm kvað upp Pétur Kristinsson, fulltrúi sýslu- mannsins í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 4. apríl 1991. Hann gerir þær dómkröfur, að ógiltur verði kaupsamningur, dagsettur 12. nóvember 1987, um sölu á jörðinni Kolviðarnesi, Eyjahreppi, Hnappadalssýslu, milli stefnda Þórðar Thors annars vegar og stefndu Páls Jónssonar og Óttars Yngvasonar hins vegar og að stefnda Þórði verði gert skylt að afsala sér jörð þessari með þeim mannvirkjum, gögnum og gæðum, sem henni fylgja og stefndi á, gegn greiðslu matsverðs jarðarinnar, 2.200.000 krónum, með sömu skilmálum og þeim, sem framangreindur kaupsamningur hefur að geyma. Áfrýjandi krefst þess, að stefndu verði dæmdir til að greiða máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi gerir ekki sérstakar kröfur á hendur réttargæslu- stefndu. 1821 Stefndu krefjast sýknu af kröfum áfrýjanda og málskostnaðar úr hendi hans. Dánarbú Unnar Thors Briem hefur tekið stöðu hennar í málinu. Réttargæslustefndu gera ekki sérstakar kröfur í málinu, en styðja kröfur og málflutning stefndu. I. Stefndu Páll G. Jónsson og Óttar Yngvason gerðu hinn 9. nóvember 1987 tilboð í þargreindar eignir stefnda Þórðar Thors og réttargæsluaðila, sem þeir samþykktu 12. sama mánaðar. Í hinum áfrýjaða dómi eru rakin þau ákvæði tilboðsins, sem hér skipta máli. Stefndi Þórður, eigandi jarðarinnar Kolviðarness, sendi áfrýjanda tilboðið með bréfi 16. nóvember 1987 og bauð honum sem ábúanda að neyta forkaupsréttar í samræmi við ákvæði jarðalaga nr. 65/1976. Kom þar fram, að samningsaðilar væru sammála um, að hlutdeild jarðarinnar í heildarverði tilboðsins væri 6.000.000 krónur. Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir þeirri ákvörðun áfrýj- anda að neyta forkaupsréttar, dómkvaðningu matsmanna að beiðni oddvita Eyjahrepps og Kolbeinsstaðahrepps, ábúenda jarðanna Stórahrauns, Gerðubergs svo og áfrýjanda. Í matsbeiðni kom fram, að matsbeiðendur teldu kaupverð eigna þeirra, sem í tilboðinu greinir, óeðlilega hátt og skilmálar ósanngjarnir miðað við almennar viðskiptavenjur og að ætla mætti, að það væri gert í því skyni að halda forkaupsréttarhöfum frá því að neyta forkaupsréttar síns. Þá er í dóminum einnig gerð grein fyrir mótmælum þeim, sem fram komu af hálfu stefndu gegn dómkvaðningunni, svo og rakin sam- skipti aðila eftir það. Í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna, Karls Ómars Jóns- sonar verkfræðings og Gísla Kjartanssonar héraðdómslögmanns, segir svo um forsendur hennar og niðurstöðu: „„Forsendur matsins. Mat á jörðum og veiðihúsum. Matsmenn hafa skoðað allar jarðirnar og mannvirki þeim tilheyr- andi svo og veiðihúsin og það, sem þeim tilheyrir. Matið er byggt á því, hvert sé eðlilegt söluverð hverrar jarðar fyrir 1822 sig að teknu tilliti til landsstærðar, hlunninda, ræktunar, mann- virkja á jörðunum í eigu matsþola og ástands þeirra og möguleikum á að nytja jarðirnar. Við mat jarðanna, hafa matsmenn einnig haft til hliðsjónar sölu- verð jarða á Vesturlandi nú nýverið og að íbúðarhúsin að Skjálg og Akurholti eru bundin í leigu næstu árin. Hvað veiðhúsin varðar, er tekið tillit til ástands þeirra og eðli- legt söluverð fundið miðað við stærð þeirra, aldur og ásigkomu- lag. Veiðiréttur. Eins og áður hefur komið fram, var fasteignamat laxveiðihlunn- inda Haffjarðarár samkvæmt fasteignaskrá, út gefinni 1. des. 1986, kr. 114.513 þús. Í sömu skrá var fasteignamat veiðihlunninda í Oddastaðavatni, kr. 3.567 þús. Samkvæmt lögum um fasteignamat skal við ákvörðun fasteignamats hafa hliðsjón af því, að matið sé tífaldur árlegur arður hlunnindanna. Ef þessari reglu er beitt öfugt, þ.e., að leiga væri 1/10 af fasteignamatinu, ætti hún að vera um kr. 11.450 þús., en samkvæmt leigusamningi var hún kr. 4.000.000 fyrir árið 1987. Haffjarðará er ein af betri veiðiám landsins. Samkv. skýrslu frá Veiðimálastofnun (Veiðimaðurinn, nr. 124) hefur veiðin verið sem hér segir: 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 Meðalveiði 494 465 562 625 549 562 1131 660 Í annarri heimild frá Veiðimálastofnun (Veiðimaðurinn, nr. 120) sést, að meðalþyngd veiddra laxa á fimm ára tímabili, 1981 - 1985, var 7,3 pund. Þá hafa matsmenn fengið tölvuútskrift frá Veiðimála- stofnun yfir veiðina árin 1984, 1985 og 1986. Þar kemur fram veiði hvers dags, þyngdardreifing aflans, meðalþyngd og margt fleira. Þar kemur m. a. fram, að meðalþyngd var 8,85 pund árið 1984, 7,24 pund árið 1985 og 6,57 pund árið 1986 og að meðaltali þessi ár kom enginn fiskur á land fimm daga hvers veiðitímabils. Sam- kvæmt upplýsingum Óttars Yngvasonar veiddust 550 laxar síðast- „ liðið sumar, og þá var veitt á sex stengur, en þó á átta stengur hluta veiðitímans. Áður var veitt á sex stengur. Það mun einsdæmi hér á landi, að veiðiréttur í laxveiðiá sé seldur með þeim hætti, sem hér um ræðir. Það eru því ekki fordæmi til 1823 að styðjast við í slíku mati. Hins vegar eru mörg dæmi þess, að slík hlunnindi séu leigð út til stangveiðifélaga, annarra félaga og einstaklinga. Enn fremur selja mörg veiðifélög og aðrir veiðiréttar- eigendur veiðileyfi til einstaklinga og hópa veiðimanna. Matsmenn hafa aflað sér ýmissa upplýsinga um leigusamninga á laxveiðihlunn- indum og þær tekjur, sem veiðiréttareigendur hafa af slíkum hlunn- indum. Upplýsinga hefur verið leitað hjá Veiðimálastofnun, Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur og formönnum veiðifélaga. Sérstaklega hafa átta ár verið skoðaðar, allar á Vesturlandi nema ein. Upplýsingar hafa fengist um ársleigur, arð og stangafjölda, en meðalveiði og meðalstærð veiddra laxa fengust úr töflum í Veiðimanninum, nr. 124 og 120, sem áður hefur verið vitnað í. Út frá þessum tölum höfum við fundið leigugjald á stöng yfir veiðitímabil og meðalverð á veiddan lax í hverri á. Með því að taka meðaltal leigugjalds á stöng fyrir allar árnar og vegið meðaltalsverð á veiddan lax, fæst góður grunnur til þess að meta árleigu eftir tveim leiðum. Með tilliti til ofangreindra athugana er það niðurstaða matsmanna, að hægt væri að leigja veiðirétt í Haffjarðará um 50% hærra verði en leigutekjur samkv. núverandi leigusamningi. Í leigusamningnum og við útleigu laxveiðihlunninda er innifalinn afnotaréttur að veiðihúsum, og er tekið tillit til þess í matinu, þar sem veiðiréttur og veiðihús eru hér metin hvort fyrir sig. Við mat á leiguréttinum verður að taka tillit til þess, að búið er að binda leigutekjur til næstu níu ára. Sala silungsveiðileyfa í Oddastaðavatni hefur verið í umboðssölu hjá stangveiðifélaginu Ármönnum í Reykjavík nokkur undanfarin ár. Samkv. upplýsingum frá formanni félagsins hefur sala veiðileyfa verið lítil öll árin og nær engin sl. tvö ár. Matsmenn hafa leitað eftir frekari upplýsingum um útleigu á öðrum vötnum, en fengið frekar takmarkaðar upplýsingar. Við mat á vatninu er ekki ein- göngu tekið tillit til veiðiréttarins. Niðurstöður matsmanna. Það er álit matsmanna, að söluverð eignanna sé ekki óeðlilegt og greiðsluskilmálar ekki ósanngjarnir miðað við verð þeirra. Að vísu verður ekki sagt, að þetta séu almennir viðskiptaskilmálar í fasteignaviðskiptum, en veruleg frávik eru oft frá almennum við- 1824 skiptavenjum í slíkum viðskiptum og þá tekið tillit til þess við verð- lagningu viðkomandi eignar. Hvað varðar leigusamning til 10 ára um veiði í Haffjarðará og Oddastaðavatni, sem fylgir forkaupsréttartilboðinu, er það álit matsmanna, að hann sé, hvorki hvað varðar leigugreiðslu né tíma- lengd samningsins, í takt við það, sem tíðkast um slíka samninga í dag. Hvort tveggja er, að leigugreiðsla fyrir veiðréttindin er mjög lág og tímalengd samningsins frábrugðin því, sem tíðkast um slíka samninga, og þrátt fyrir tímalengd samningsins er ekkert endur- skoðunarákvæði í honum. Við mat veiðiréttindanna er tekið fullt tillit til þessa samnings. Við hliðsjón af því, sem hér að framan hefur verið ritað, er niður- staða matsmanna þessi: MATSORÐ: Söluverð eigna þeirra, sem matsgerð þessi fjallar um, skal vera sem hér segir: Ölviskross 22.00.0000 kr. 2.000.000,- Skjálg ........00.0 000 — 2.200.000,- Landbrot ........2.00.0. 00. — 1.500.000,- Stórahraun .........02.0.00 000... — 5.000.000,- Kolviðarnes ........0.000 000. — 2.200.000,- Akurholt ......... 00 — 3.200.000,- Gerðuberg ..........00%%0 000. — 4.700.000,- Rauðamelur ytri .........00.00 000... — S.200.000,- Höfði 0... — 4.800.000,- Veiðihús v/Geiteyri .................... — 11.600.000,- Veiðihús v/Kvörn ........0.0..0000 0000. — 1.400.000,- Fasteignin Haffjarðará ................. — 66.000.000,- Oddastaðavatn ásamt hólmum .......... — 1.700.000,- Samtals kr. 111.500.000,-““ Matsmenn hafa komið fyrir dóm, staðfest matsgerðina og svarað spurningum um þá þætti hennar, sem gagnrýni hafa sætt af hálfu stefndu. Kom þá fram, að matsmenn hefðu ekki eingöngu metið jarðirnar sem landbúnaðarjarðir og hefðu meðal annars tekið tillit 1825 til réttar til innlausnar á veiðirétti samkvæmt ákvæðum lax- og sil- ungsveiðilaga. Ekki fór fram yfirmat. Fram er komið, að ábúendum annarra jarða var boðinn forkaupsréttur að ábúðarjörðum sínum, og tók einn þeirra, ábúandi Syðra-Rauðamels, því boði, og var verð jarðarinnar 6.500.000 krónur. Er hún ekki tekin með í mati hinna dómkvöddu matsmanna. Il. Í héraðsdómsstefnu heldur áfrýjandi því fram, að hið háa sölu- verð fyrir jörðina Kolviðarnes hafi eingöngu verið sett upp í því skyni að hindra hann í að neyta forkaupsréttar, og er það grunnur málshöfðunar hans. Fram er komið af hálfu stefndu, að jörðin Kolviðarnes hafi verið seld sem hluti af heild, þar sem aðaláhugaefni kaupenda hafi verið veiðirétturinn í Haffjarðará. Hagsmunir þeirra af kaupum á jörð- inni séu meðal annars þeir að þurfa ekki að eiga á hættu, að eigandi hennar leitist við að neyta heimildar 3. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði til að leysa til sín veiðiréttindi fyrir landi jarðar- innar. Þessa hagsmuni geti þeir aðeins verndað með því að eiga jörðina sjálfir. Þeim hafi verið frjálst, um leið og þeir keyptu veiði- réttinn, að bjóða hátt verð fyrir jörðina vegna þessara hagsmuna sinna. Áfrýjandi var samkvæmt þessu í þeirri aðstöðu, ef hann tók forkaupsréttarboðinu á tilgreindu verði, að greiða fyrir þessa hags- muni án þess að eignast þá. Greiddi hann það kaupverð, varð hann engu að síður að leita skilyrtra úrræða 3. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði til að leysa til sín veiðréttinn fyrir jörðinni. Mati hinna dómkvöddu matsmanna hefur ekki verið hnekkt, og hafa stefndu ekki sýnt fram á, að hægt hefði verið að fá hærra verð en matsverðið fyrir jörðina, ef hún hefði verið seld ein sér án húsakosts og ræktunar í eigu áfrýjanda. Er því fram komið, að verð það, sem jörðin var boðin áfrýjanda á, var óeðlilega hátt, og mátti það vera stefndu ljóst, er forkaupsréttur var boðinn á hinu til- greinda verði. Við þessar aðstæður verður að telja, að áfrýjanda hafi verið heimilt að neyta úrræða 34. gr. jarðalaga og með vísan til þess, sem að framan segir, eigi hann forkaupsrétt að jörðinni Kolviðar- 115 1826 nesi samkvæmt matsverði hinna dómkvöddu matsmanna, 2.200.000 krónum. Verður ekki talið, að ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar standi þessu í vegi. Er viðtöku greiðslna áfrýjanda var hafnað, voru þær inntar af hendi með geymslugreiðslum, sbr. lög um geymslufé nr. 9/1978, svo sem rakið er í héraðsdómi. Ræður ekki úrslitum, þótt kvittun fyrir einni greiðslu hafi ekki borist stefnda Þórði, en ekki er því haldið fram, að greiðslan hafi ekki verið innt af hendi. Áfrýjandi innti af hendi fyrsta hluta greiðslna sinna á næsta virkum degi, eftir að matsmenn luku matsgerð sinni. Hann gerði jafnframt fyrirvara um réttmæti dráttarvaxta, sem stefndi Þórður áskildi sér. Telur áfrýj- andi sig hafa gert full skil við stefnda Þórð. Eins og hér stóð á, verður áfrýjandi ekki talinn bundinn af ákvæði samningsins milli stefndu um dráttarvexti. Þykir stefndi Þórður því ekki eiga kröfu um greiðslu frekari dráttarvaxta úr hendi áfrýjanda. Samkvæmt framansögðu var ekki grundvöllur fyrir riftun stefnda Þórðar á kaupum áfrýjanda samkvæmt forkaupsrétti. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, verður krafa áfrýj- anda tekin til greina, samanber og ákvæði 33. gr. jarðalaga. Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms er staðfest. Stefndu, Þórður Thors, Páll G. Jónsson og Óttar Yngvason, greiði áfrýjanda óskipt málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Ógildur skal vera kaupsamningur frá 12. nóvember 1987 um sölu á jörðinni Kolviðarnesi, Eyjahreppi, Hnappadalssýslu, milli stefnda Þórðar Thors annnars vegar og stefndu Páls G. Jónssonar og Óttars Yngvasonar hins vegar. Stefnda Þórði Thors er skylt að gefa út afsal til áfrýjanda, Odds Sigurðs- sonar, fyrir jörðinni Kolviðarnesi, Eyjahreppi, Hnappadals- sýslu, með þeim mannvirkjum, gögnum og gæðum, sem jörð- inni fylgja og stefndi Þórður á, gegn greiðslu matsverðs jarðar- innar, 2.200.000 krónum, með sömu skilmálum og þeim, sem 1827 framangreindur kaupsamningur frá 12. nóvember 1987 hefur að geyma. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms er staðfest. Stefndu, Þórður Thors, Páll G. Jónsson og Óttar Yngvason, greiði áfrýjanda, Oddi Sigurðssyni, óskipt samtals 120.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Garðars Gíslasonar og Guðrúnar Erlendsdóttur. Áfrýjandi kveður málavexti óumdeilda og að stefndi Þórður hafi selt meðstefndu, Páli og Óttari, eign sína, jörðina Kolviðarnes, á 6.000.000 krónur í samningnum 12. nóvember 1987. Það verð hafi hins vegar verið allt of hátt, og þess vegna hafi hann neytt heimildar 34. gr. jarðalaga nr. 65/1976, sbr. lög nr. 90/1984, og beðið um mat dómkvaddra matsmanna. Þeir hafi metið eðlilegt söluverð Jarðarinnar 2.200.000 krónur. Áfrýjandi byggir á þeim skilningi á efni 34. gr. jarðalaga, að þar sé ekki einungis átt við málamyndagerninga, heldur og tilvik eins og það, sem hér sé fyrir dómi, þegar markaðsverð jarðar er langtum hærra en eðlilegt verð jarðarinnar. Eðlilegt verð í merkingu IV. kafla jarðalaga sé það verð, sem landbúnaðurinn geti staðið undir, og það sé hið rétta verð, sem forkaupsréttarhafi samkvæmt lög- unum geti keypt jörðina á, og skipti þá engu máli, hvaða verð eigandi geti fengið á frjálsum markaði eins og í þessu máli. Þess vegna sé mat hinna dómkvöddu matsmanna fullnægjandi sönnun fyrir því, að skilyrðum 34. gr. jarðalaga sé fullnægt. Það sýni bæði, að kaupverðið hafi verið óeðlilega hátt og að það hafi verið gert í því skyni að halda forkaupsréttarhafa frá að neyta réttar síns. Við getum ekki fallist á þennan skilning áfrýjanda á efni 34. gr. jarðalaga. Ákvæði þetta var sett sem nýmæli í 25. gr. laga nr. 65/1976. Af orðalagi þess og athugasemd í greinargerð með frum- varpi laganna má ráða, að þar sé átt við málamyndagerninga, sem ætlað er að skáka forkaupsréttarhafa frá því að neyta réttar síns. Sönnun um, að svo hafi verið, hvílir á áfrýjanda. Við föllumst á 1828 með héraðsdómara, að sú sönnun hafi ekki tekist, og teljum því, að staðfesta beri hinn áfrýjaða dóm. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Dómur aukadómþings Snæfellsness. og Hnappadalssýslu 6. febrúar 1991. Ár 1991, miðvikudaginn 6. febrúar, var í aukadómþingi Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu kveðinn upp svofelldur dómur í málinu nr. 10/1988. Stefnandi er Oddur Sigurðsson bóndi, kt. 271008-4149, Kolviðarnesi, Eyjahreppi, Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Stefndu eru Þórður Thors, kt. 050128-2539, Langholtsvegi 118 A, Reykjavík, Páll G. Jónsson framkvæmdastjóri, kt. 290533-4739, Vestur- brún 26, Reykjavík, og Óttar Yngvason hrl., kt. 050339-4329, Birkigrund 23, Kópavogi, og til réttargæslu er stefnt Helgu M. Thors, kt. 180224-2629, Hamarsgötu 8, Seltjarnarnesi, Jónu Írisi Thors, kt. 111229-2369, Snöflinge- gatan 7, 43139, Mölndal, Svíþjóð, Unni Thors Briem, kt. 210316-4859, Bergstaðastræti 84, Reykjavík, og Richard R. Thors, Hohlfelder Road, Glencoe, Illinois, Bandaríkjunum. Stefna í málinu var gefin út 11. febrúar 1988 og málið þingfest 26. febrúar s. á., eftir að lögmanni stefndu hafði verið birt stefnan og hann fallið frá stefnufresti fyrir þeirra hönd. Málinu var frestað óákveðið til aðalflutnings 24. júní 1988 og dómtekið að loknum aðalflutningi 17. janúar 1991. Málið dæmir Pétur Kristinsson fulltrúi. Dómkröfur stefnanda eru, að ógiltur verði kaupsamningur, dagsettur 12. nóvember 1987, um sölu á jörðinni Kolviðarnesi, Eyjahreppi, Hnappadals- sýslu, á milli stefnda Þórðar Thors annars vegar og stefndu Páls Jónssonar og Óttars Yngvasonar hins vegar og að stefnda Þórði Thors verði skylt að afsala stefnanda, Oddi Sigurðssyni, jörðinni Kolviðarnesi, Eyjahreppi, Hnappadalssýslu, með þeim mannvirkjum, gögnum og gæðum, sem jörð- inni fylgja og stefndi Þórður Thors á, gegn greiðslu matsverðs jarðarinnar, 2.200.000 kr., með sömu skilmálum og þeim, sem framangreindur kaup- samningur frá 12. nóvember 1987 hefur að geyma. Stefnandi gerir ekki sérstakar kröfur á hendur réttargæslustefndu. Stefnandi hefur fengið gjafsókn í máli þessu, en gerir þær kröfur, að sér verði dæmdur málskostnaður samkvæmt gjaldskrá lögmanna, eins og ekki væri um gjafsókn að ræða. Stefnandi krefst þess, að dæmdur máls- kostnaður beri dráttarvexti samkvæmt 10. og 12. gr., sbr. 14. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, frá dómsuppsögudegi til greiðsludags. Stefndu gera þær kröfur, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda og þeim dæmdur málskostnaður að skaðlausu úr hendi stefríanda. 1829 Af hálfu réttargæslustefndu eru ekki gerðar sérstakar kröfur, en þau taka fram, að þau styðja dómkröfur og málflutning stefndu. Málavextir eru þeir, að 12. nóvember 1987 gerðu stefndi Þórður Thors og réttargæslustefndu, Richard Thors, Jóna Íris Thors og Unnur Thors Briem, annars vegar og hins vegar stefndu Páll G. Jónsson og Óttar Yngvason með sér kaupsamning á grundvelli kauptilboðs frá 9. nóvember 1987 um eftirtaldar fasteignir: 1. jarðirnar Stórahraun, Landbrot, Skjálg, Syðra-Rauðamel og Ölvis- kross í Kolbeinsstaðahreppi, 2. jarðirnar Kolviðarnes, Akurholt, Gerðuberg, Ytra- Rauðamel og Höfða í Eyjahreppi, 3. fasteignina Haffjarðará í Hnappadalssýslu auk Oddastaðavatns með hólmum og veiðihúsum við Geiteyri og Kvörn. Í samningi þessum er svofellt ákvæði: „,„3. Kaupverðið greiðist þannig: a) við samþykki tilboðs þessa .................... kr. 61.500.000 b) 14. desember 1987 ...........000.. 0000... — 20.000.000 c) 10. febrúar 1988 ..............00%. 0000... — 20.000.000 d) 10. apríl 1988 — 15.500.000 e) með yfirtöku áhvílandi veðdeildarláns á jörðinni Stórahrauni um ................00.... — 500.000 f) með yfirtöku áhvílandi veðdeildarláns á jörðinni Höfða um ....................0 000... — 700.000 Samtals kr. 118.200.000“ Í samningnum er einnig svofellt ákvæði: „Verði forkaupsréttar neytt, skal endurgreiða greiðslu í a-lið 3. tl. til tilboðsgjafa 14. desember 1987 auk dráttarvaxta skv. 10. gr. 1. nr. 25/1987 frá samþykkisdegi tilboðsins til endurgreiðsludags.““ Hinn 16. nóvember kom lögmaður stefndu á fund stefnanda og afhenti honum ljósrit af hinu staðfesta kauptilboði frá 9. og 12. nóvember 1987 og bauð honum að neyta forkaupsréttar í samræmi við ákvæði jarðalaga. Jafnframt því tóku samningsaðilar fram, að hlutdeild ábúðarjarðar stefn- anda, Kolviðarness, í heildarverði samningsins væri 6.000.000 kr. Stefnandi kveðst hafa gert sendimanni stefndu ljóst, að hann teldi uppsett söluverð of hátt og að því myndi hann neyta allra úrræða til að fá jörðina keypta á verði og með skilmálum, sem eðlilegir mættu teljast. Hinn 22. nóvember 1987 leitaði stefnandi ásamt ábúanda Gerðubergs og hreppsnefnd Eyjahrepps eftir samþykki jarðanefndar Snæfellsness- og Hnappadalssýslu til að fá metið af dómkvöddum matsmönnum sölu- 1830 verð þeirra eigna, er þessum aðilum var boðið að neyta forkaupsréttar að. Hinn 26. nóvember 1987 lá samþykki jarðanefndar fyrir. Daginn eftir var sýslumanni Snæfellsness- og Hnappadalssýslu send matsbeiðnin. Hinn 7. desember 1987 voru á aukadómþingi Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu dómkvaddir af fulltrúa sýslumanns til að framkvæma hið umbeðna mat þeir Gísli Kjartansson hdl., Borgarnesi, og Karl Ómar Jónsson verkfræðingur, Reykjavík. Á dómþinginu voru mættir fulltrúar matsbeiðanda og matsþola. Fulltrúi matsþola mótmælti því, að skilyrðum 34. gr. jarðalaga væri fullnægt, til að matsbeiðendur gætu krafist mats dómkvaddra manna. Því var ekki andmælt, að dómkvaðningin færi fram að „beiðni og ábyrgð hreppanna““, eins og segir í dómkvaðning- unni. Hinn 11. desember 1987 sendi stefnandi ásamt fleirum lögmanni stefndu símskeyti, þar sem fram kom, að hann hefði í hyggju að neyta forkaupsrétt- ar síns að ábúðarjörð sinni, en endanleg ákvörðun myndi liggja fyrir, þegar matsgerðinni yrði lokið. Hinn 12. desember 1987 boðuðu hinir dómkvöddu matsmenn til mats- fundar að Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi. Fulltrúar matsbeiðanda sóttu fundinn, en lögmenn matsþola tilkynntu matsmönnum, að þeir myndu ekki koma. Fyrir fundinn hafði annar lögmaðurinn f. h. matsþola afhent matsmönnum ýmis gögn. Fór svo matið fram. Hinn 14. desember 1987 sendi lögmaður stefndu stefnanda símskeyti, þar sem fram kom, að hann teldi engin skilyrði vera til mats skv. 34. gr. jarða- laga og að stefnandi gæti aðeins neytt forkaupsréttar gegn greiðslu 6.000.000 kr. Einnig kom fram, að fyrsti gjalddagi væri þann sama dag, og ef um vanefndir yrði að ræða, yrði kaupunum rift. Hinn 16. desember 1987 sendi lögmaður stefndu stefnanda annað sím- skeyti, þar sem tilkynnt var um, að kaupunum væri rift, þar sem ekki hefði borist greiðsla í samræmi við forkaupsréttartilboðið. Stefnandi kveðst hafa látið skeytum þessum ósvarað, þar sem hann hafi þegar tilkynnt stefndu, að hann myndi tilkynna stefndu um afstöðu sína innan viku frá því, að matið lægi fyrir. Hinn 18. desember 1987 luku hinir dómkvöddu matsmenn við matsgerð- ina. Samkvæmt henni er eðlilegt kaupverð Kolviðarness 2.200.000 kr. Hinir dómkvöddu matsmenn hafa staðfest matsgerðina fyrir dómi. Hinn 22. desember 1987 móttók lögmaður stefndu bréf frá lögmanni stefnanda, þar sem fram kom, að hann myndi neyta forkaupsréttar síns miðað við niðurstöðu framangreindrar matsgerðar. Bréfinu fylgdi frumrit „„deponeringar““-kvittunar, dagsett 21. desember 1987, þar sem stefnandi „,„deponerar““ miðað við matsverðið greiðslur samkvæmt samningnum frá 1831 9. og 12. nóvember 1987, sem voru í gjalddaga við undirskrift, og 14. desember 1987 ásamt vöxtum, samtals 1.622.590 kr. Hinn 23. desember 1987 ritar lögmaður stefndu lögmanni stefnanda bréf og mótmælir því, að skilyrði séu til mats á jörðinni skv. 34. gr. jarðalaga. Einnig var því mótmælt sérstaklega, að stefnandi gæti krafist kaupa eftir matsverðinu, og jafnframt mótmælir hann því, að lög standi til þess, að stefnandi geti lagt undir sig fjármuni stefndu með þessum hætti. Í bréfi þessu kemur einnig fram sú skoðun stefndu, að af matsgerðinni megi ráða, að matsmenn hafi ekki haft fullnægjandi upplýsingar um gögn hennar og gæði. Loks telja stefndu í þessu sambandi, að við matið hafi matsmenn ekki haft í huga ýmis ákvæði ábúðarlaga. Niðurstaða bréfs þessa er sú, að lögmaðurinn telur engan kaupsamning vera í gildi milli stefnanda og stefndu, aðallega vegna þess að hann hafi aldrei komist á, til vara, að hon- um hafi verið rift, og til þrautavara, að „„deponeringin““ frá 21. desember 1987 hafi verið ófullnægjandi. Hinn 10. febrúar 1988 „deponeraði““ stefnandi greiðslu skv. kaup- samningnum til stefnda, að fjárhæð 372.240 kr. Að öðru leyti svaraði stefn- andi ekki staðhæfingum lögmanns stefnda, sem fram koma í bréfinu frá 23. desember 1987, en ákvað að leita réttar sins fyrir dómstólum. Málsástæður og lagarök. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að ágreiningslaust sé, að við sölu ábúðarjarðar sinnar, Kolviðarness, Eyjahreppi, Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu, til Páls G. Jónssonar og Óttars Yngvasonar eigi hann virkan for- kaupsrétt að jörðinni samkvæmt 2. mgr. 30. gr. jarðalaga nr. 65/1976, þar sem hann hefur haft ábúð hennar frá árinu 1948, árin 1948-1953 sem leigu- liði Richards Thors og síðan 1953 sem leiguliði Þórðar Thors. Jafnframt telur hann málavexti vera ágreiningslausa að öðru leyti. Stefnandi telur sig aðeins hafa gert það, sem honum var boðið 16. nóvember 1987, þ. e. að neyta forkaupsréttar síns að jörðinni Kolviðarnesi samkvæmt heimild í jarðalögum nr. 65/1987. Af þeirri ástæðu telur stefn- andi, að stefnda Þórði Thors, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Kol- viðarness, beri að gera kaupsamning við stefnanda um jörðina og afsala honum henni, þegar lokagreiðsla matsverðsins verður innt af hendi 10. apríl 1988. Stefnandi telur vafalaust, að öll skilyrði hafi verið til að krefjast mats samkvæmt 34. gr. jarðalaga nr. 65/1976, þegar stefnanda var boðið 16. nóvember 1987 að neyta forkaupsréttar að jörðinni gegn greiðslu 6.000.000 kr. Þessu til stuðnings bendir stefnandi á, að núgildandi fasteignamat jarðarinnar allrar ásamt byggingum og ræktun, er stefnandi á, er 6.105.000 kr. Þar af er eignarhluti stefnanda metinn á 5.660.000 kr., en fasteignamat 1832 eignar stefnda er 445.000 kr. Stefnandi bendir á, að hið uppsetta verð er nálægt því fjórtánfalt fasteignamat eignar stefnda, en við jarðasölu þykir gott að fá verð, sem er tvöfalt fasteignamatsverð. Stefnandi bendir einnig á, að verð allra jarðanna, sem ábúendum var boðinn forkaupsréttur að, hafi verið nánast hið sama, þó að seljendur ann- arra jarða en Kolviðarness ættu mestan hluta þeirra eigna, er matið tekur til. Stefnandi telur því ljóst, að hið uppsetta söluverð á Kolviðarnesi hafi eingöngu verið sett til að hindra ábúandann í að neyta forkaupsréttar. Stefnandi telur það lítt vera í samræmi við yfirlýstan tilgang jarðalaga, sbr. 1. gr. þeirra laga, ef dómur í máli þessu gengi stefndu í vil. Stefndu reisa kröfur sínar á því, að samkvæmt kaupsamningnum frá 9. nóvember 1987 skuli seljendur, ef forkaupsréttar verður neytt, endurgreiða kaupendum kaupverðið að viðbættum dráttarvöxtum, sbr. beint ákvæði þar að lútandi. Samningsaðilar samkvæmt samningnum, stefndu í máli þessu, töldu rétt að líta svo á, að við sölu þessa bæri að bjóða ábúendum þeirra jarða, sem í ábúð voru, forkaupsrétt að ábúðarjörðum sínum þrátt fyrir þá meginreglu, að forkaupsréttarhafi verði að kaupa allar eignirnar, þegar viðkomandi eign er seld ásamt öðrum eignum. Stefndu þurftu að semja sín á milli um það, hve stór hluti kaupverðsins væri fyrir jarðirnar, sem ábúendum var boðinn forkaupsréttur að. Þá fjárhæð bar kaupendum að endurgreiða seljendum, ef forkaupsréttar yrði neytt. Stefnanda var boð- inn forkaupsréttur að ábúðarjörð sinni, og var kaupverðið tiltekið, eins og það var í viðskiptum aðila. Öðrum ábúendum jarða, sem seldar voru samkvæmt kaupsamningnum, var boðinn forkaupsréttur á sama hátt og stefnanda. Einn þeirra, ábúand- inn á Syðra-Rauðamel, neytti forkaupsréttar á því verði, sem stefndu höfðu samið um sín á milli. Stefndu telja ekki nauðsynlegt að skýra nákvæmlega, hvaða atriði réðu því, að verð Kolviðarness var ákveðið 6.000.000 kr. Stefndu telja aðal- atriðið vera, að það sé sú fjárhæð auk vaxta, sem seljanda ber að endur- greiða kaupanda, ef jörðin fellur úr kaupunum. Stefndu vilja geta þess, að jörðin var seld sem hluti af heild, þar sem áhugi kaupenda beinist að veiðiréttinum í Haffjarðará. Hagsmunir kaup- enda af kaupunum á Kolviðarnesi eru m. a. þeir að þurfa ekki að eiga á hættu, að eigandi þeirrar jarðar beiti heimild 3. gr. laga nr. 76/1979 um lax- og silungsveiði og leysi til sín veiðiréttindin fyrir landi jarðarinnar. Þessa hagsmuni kveðast stefndu aðeins geta verndað með því að eiga jörð- ina sjálfir. Stefndu telja sér frjálst að bjóða hátt verð fyrir jörðina, um leið og þeir kaupa veiðiréttinn, til að vernda þessa hagsmuni sína. Stefndu styðja sýknukröfu sína þeim rökum, að ekki hafi verið skilyrði til mats skv. 34. gr. jarðalaga. Stefndu telja ákvæðinu fyrst og fremst vera 1833 ætlað að tryggja forkaupsréttarhafa fyrir því, að ranglega sé tilgreint óeðli- lega hátt kaupverð eða ósanngjarnir skilmálar, sbr. orðalagið „tilgreint kaupverð““ og „þannig að ætla má, að það sé gert í því skyni að halda forkaupsréttarhafa frá að neyta réttar síns“. Stefndu telja, að ef eiganda tekst að fá gott verð fyrir jörð sína í frjálsum viðskiptum, þurfi hann ekki að sæta því, að ábúandi geti af því tilefni knú- ið fram kaup til sín á mun lægra verði, sem seljandi hefði aldrei viljað selja jörð sína á. Slíkan skilning á ákvæði 34. gr. jarðalaga telja stefndu óþarfan og fela í sér beina eignaupptöku, sem ekki fengi staðist vegna ákvæða 67. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Stefndu telja þetta sérstaklega skýrt í máli þessu, ef kröfur stefnanda yrðu teknar til greina, þar sem Þórður Thors fengi 2.200.000 kr. fyrir Kol- viðarnes, en yrði að greiða í staðinn 6.000.000 kr. auk vaxta til stefndu Óttars Yngvasonar og Páls G. Jónssonar. Með vísan til ofanskráðs telja stefndu, að ekki hafi verið skilyrði til að krefjast mats skv. 34. gr. jarðalaga og að stefnandi geti ekki krafist kaupa á grundvelli matsverðsins, eins og hann gerir, og því beri að sýkna stefndu. Stefndu leyfi sér að auki að mótmæla mati hinna dómkvöddu mats- manna efnislega, að því er varðar jörðina Kolviðarnes. Stefndu benda á, að í matinu kemur hvergi fram, að tekið sé tillit til jarðhita í landi jarðar- innar né veiðiréttar í Núpá, sem tilheyrir henni. Stefndu benda einnig á hlunnindi af sel- og fuglaveiði. Til vara byggja stefndu á því, að stefnandi hafi ekki staðið við kaupin á grundvelli eigin forsendna sinna um heimild til að kaupa eftir matsverð- inu. Ef hinu ætlaða kaupverði, 2.200.000 kr., er skipt hlutfallslega inn á gjalddagana fjóra skv. hinu samþykkta tilboði, verður skiptingin þannig: 1. Við undirskrift (12/11 1987) kr. 1.156.410 2. 14. desember 1987 — 376.069 3. 10. febrúar 1988 — 376.069 4. 10. apríl 1988 — 291.452 Samtals kr. 2.200.000 Stefndu telja, að stefnandi hafi átt samkvæmt sínum eigin forsendum að greiða 22. desember 1987, er hann lýsti yfir, að hann myndi „ganga inn í kaupin““, í dráttarvexti: 1,9% af kr. 1.156.410 kr. 91.356 4,15% af kr. 376.069 — 15.419 Samtals kr. 106.775 1834 Því hefði hann átt að greiða: 1. 22. desember 1987 kr. 1.639.254 2. 10. febrúar 1988 — 376.069 3. 10. apríl 1988 — 291.452 Samtals kr. 2.306.775 sem er matsverðið ásamt dráttarvöxtum. Stefndu kveða stefnanda telja sig hafa greitt kaupverðið með „„deponer- ingum““ á eftirfarandi hátt: 1. 22. desember 1987 kr. 1.622.590 2. 10. febrúar 1988 — 372.240 3. 11. apríl 1988 — 205.170 Samtals kr. 2.200.000 Samkvæmt þessum útreikningum stefnanda vantar 106.775 kr. á greiðsl- urnar. Auk þess kveða stefndu, að stefnandi hafi aldrei komið frumriti kvittunar „deponeringarinnar““ frá 10. febrúar 1988 til stefndu, eins og gert var með greiðslurnar 22. desember 1987 og 11. apríl 1988, en sú kvittun barst lögmanni stefndu 22. apríl 1988, og telja stefndu það vera of seint. Stefndu telja það augljósa forsendu efnda peningagreiðslna með „„deponer- ingu““, að kröfuhafi fái frumrit kvittunar í hendur, svo að hann fái vitneskju um „,deponeringuna““ og skilríki, sem duga til að ná greiðslunni. Af þessu telja stefndu ljóst, að stefnandi hafi verulega vanefnt kaup sín á jörðinni, jafnvel þótt allar forsendur hans um heimild yrðu lagðar til grundvallar. Stefndu telja þessar ástæður nægja til sýknudóms, ef aðrar gera það ekki. Í máli þessu er deilt um það, hvort kaupverð það, sem aðilar kaup- samningsins frá 9. og 12. nóvember 1987 ákváðu fyrir jörðina Kolviðarnes, hafi verið tilgreint „óeðlilega hátt“, „þannig að ætla má, að það sé gert í því skyni að halda forkaupsréttarhafa frá að neyta réttar sins““, sbr. 34. gr. jarðalaga nr. 65/1976, þ. e., hvort skilyrði voru til mats skv. nefndri grein eða ekki. Það er álit dómsins, að túlka beri áðurnefnda grein jarðalaga þröngt, þar sem hún hefði ella að geyma undantekningu frá meginreglunni um, að réttur forkaupsréttarhafa sé að ganga inn í kaup með sömu skilyrðum og upphaflegur kaupandi. Einnig verður við skýringu greinarinnar að hafa hliðsjón af 67. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins, en sú grein verndar m. a. rétt manna til að selja eignir sínar á því verði, sem fæst fyrir þær á frjálsum markaði. 1835 Af þessu leiðir, að skýra ber greinina svo, að ákvæði hennar eigi við í þeim tilvikum, þegar tilgreint kaupverð er hátt eða skilmálar óeðlilegir, en hið raunverulega verð er annað og lægra eða skilmálar aðrir og betri en fram koma í forkaupsréttarboði og það sé gert í því skyni að varna því, að forkaupsréttarhafi neyti réttar síns. Þannig hefur greinin að geyma úrræði, þegar blekkingum er beitt, en er ekki ætlað að hagga samningum, sem gerðir eru Í raun og veru. Ekki hefur verið sýnt fram á annað í máli þessu en að hið tilgreinda kaupverð, 6.000.000 kr., hafi verið greitt. Því voru ekki skilyrði til mats skv. 34. gr. jarðalaga. Verður því þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefndu af kröfum stefnanda. Rétt er, að málskostnaður falli niður, en ríkissjóður greiði talsmanni stefnanda 120.000 kr. upp í málflutningsþóknun. Dómsorð: Stefndu, Þórður Thors, Páll G. Jónsson og Óttar Yngvason, eru sýknaðir af kröfum stefnanda, Odds Sigurðssonar. Málskostnaður fellur niður, en ríkissjóður greiði talsmanni stefn- anda 120.000 kr. upp í málflutningsþóknun. 1836 Fimmtudaginn 21. október 1993. Nr. 135/1991. Ásgeir Sigurðsson (Gunnlaugur Þórðarson hrl.) gegn Maríu Skagan (Jóhann Níelsson hrl.) og gagnsök. Erfðaskrá. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. mars 1991. Hann krefst þess, að hinum áfrýjaða úrskurði verði hrundið og erfðaskrá Árnýjar Önnu Jónsdóttur verði dæmd gild. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 23. maí 1991 að fengnu áfrýjunarleyfi 22. sama mánaðar. Hún krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til greiðslu málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi krafðist ógildingar á erfðaskrá Árnýjar Önnu Jónsdóttur, sem dagsett er 6. júní 1982, með bréfi til skiptaráðand- ans í Reykjavík 4. desember 1990, en Árný Anna andaðist 11. mars 1990. Gagnáfrýjandi var einn lögerfingja Árnýjar Önnu, en hún átti enga skylduerfingja. Aðrir lögerfingjar hafa ekki andmælt gildi erfðaskrárinnar. Samkvæmt gögnum málsins liggur frumrit erfða- skrárinnar frammi við opinber skipti í dánarbúi Árnýjar Önnu. Kröfu sína um ógildingu byggir gagnáfrýjandi á tvennu. Í fyrsta lagi sé ekki um það getið í arfleiðsluvottorði, að Árný Anna hafi undirritað eða kannast við efni erfðaskrárinnar að báðum arf- leiðsluvottum viðstöddum. Í öðru lagi beri vottorðið ekki með sér, að arfleiðsluvottarnir hafi verið til kvaddir af arfleifanda sjálfri. Auk þess bendir hann á, að erfðaskráin tilgreini ekki rétta dagsetn- ingu á undirritun hennar og vottun. Reglur erfðalaga nr. 8/1962 um form erfðaskráa eru settar til þess, að arfleiðsluviljinn komi skýrlega fram og að staðreyna megi 1837 hann eftir andlát arfláta. Í máli þessu liggur fyrir skrifleg erfðaskrá, undirrituð af arfláta og vottuð af tveimur óvilhöllum vottum. Þar lýsa þeir því yfir, að acfláti hafi verið við góða andlega heilsu, og hafi erfðaskráin verið gefin af fúsum og frjálsum vilja og haft að geyma vilja hennar. Vottarnir hafa komið fyrir dóm og staðfest undirritun sína. Brigður eru ekki bornar á það, að við undirritun hafi arfleifandi verið við góða andlega heilsu og skráin sýnt vilja hennar. Vefenging erfðaskrárinnar er ekki byggð á ástæðum þeim, sem um ræðir í ákvæðum 34. gr. eða 37. - 38. gr. erfðalaga, og á því sönnunarregla 2. mgr. 45. gr. ekki hér við samkvæmt efni sínu. Fallist er á það með gagnáfrýjanda, að formi erfðaskrárinnar sé ábótavant. Hins vegar liggur hvorki fyrir, að vilji arfláta hafi breyst þau ár, sem hún átti eftir ólifuð, né heldur, að hún hefði ekki að gildum hætti getað breytt erfðaskránni, hefði vilji hennar staðið til þess. Verður við það að miða, að erfðaskráin hafi að geyma hinsta vilja hennar. Óvissa um dagsetningu erfðaskrárinnar haggar ekki þessari niðurstöðu. Ber því að taka kröfu áfrýjanda til greina. Rétt er, að hvor aðili beri sinn kostnað af máli þessu. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur, og skal erfðaskrá Árnýjar Önnu Jónsdóttur metin gild og lögð til grundvallar skiptum í dánarbúi hennar. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 15. febrúar 1991. I. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi þess 29. janúar 1991. Sóknaraðili, Ásgeir Sigurðsson, kt. 241042-3599, Langagerði 48, Reykja- vík, gerir þær kröfur, að erfðaskrá Árnýjar Önnu Jónsdóttur, dags. 6. júní 1982, verði metin gild og ákvæðum hennar framfylgt gagnvart sóknaraðila, sem sé arfþegi að íbúð hinnar látnu, Árnýjar Önnu, að Meðalholti 12, Reykjavík. Auk þess krefst sóknaraðili leigugjalds, sem inn hafi komið fyrir íbúðina, og málskostnaðar úr dánarbúi Árnýjar Önnu Jónsdóttur. Varnaraðili, María Skagan, kt. 270126-7769, Hátúni 12, Reykjavík, gerir 1838 þær kröfur, að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað og að eignir, sem hann gerir tilkall til á grundvelli erfðaskrárinnar, renni til lögerfingja. Enn fremur gerir varnaraðili þá kröfu, að sóknaraðili verði úrskurðaður til að greiða varnaraðila málskostnað skv. gjaldskrá LMFÍ að viðbættum virðis- aukaskatti á málflutningsþóknun, og beri málskostnaðarfjárhæðin hæstu lögleyfðu dráttarvexti skv. 3. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Sáttaumleitanir dómara hafa engan árangur borið. II. Árný Anna Jónsdóttir, kt. 200205-8129, Meðalholti 12, Reykjavík, and- aðist 11. mars 1990. Að kröfu lögerfingja hennar var dánarbúið tekið til opinberra skipta og gefin út innköllun. Lauk kröfulýsingarfresti 7. október 1990. Á kröfulýsingarfresti kom fram krafa sóknaraðila um tilkall til fast- eignar hinnar látnu að Meðalholti 12, Reykjavík, og byggði hann rétt sinn á erfðaskrá þeirri, sem um er deilt í máli þessu, en hún er svohljóðandi: „„ERFÐASKR Á. Ég undirrituð, Anna Jónsdóttir Skagan, Melholti 12, Reykjavík, fædd 20/2 1905, nnr. 0549-6756, sem á enga lögerfingja, arfleiði hér með Ásgeir Sigurðsson, Melholti 12, Reykjavík, nnr. 0676-3480, að íbúð mínum eftir minn dag. Meðal eigna er íbúð á 2. hæð að Melholti 12, Reykjavík. Skrá þessa geri ég af fúsum og frjálsum vilja, og kalla ég til tvo votta til að staðfesta vilja minn í þessu efni. Reykjavík, 6. júní 1982. Á. Anna Jónsdóttir (sign) Anna Jónsdóttir. Við undirritaðir votta, er kvaddir hafa verið til, vottum hér með, að erfðaskrá þessi er gefin með fúsum og frjálsum vilja. Arfleiðandi, sem er við góða andlega heilsu, lýsir því yfir, að skrá þessi hafi að geyma sinn hinsta vilja. Þetta vottorð erum við tilbúnir að staðfesta með eiði. D.u.s. Klara Gunnarsdóttir (sign) Guðrún Ína Ívarsdóttir (sign).““ Erfðaskrá þessi er vélrituð á löggiltan skjalapappir, og hefur efni hennar verið lítillega breytt eftir vélritun, þ. e., að upphaflega stóð ,,..... arfleiði hér með ..... að öllum eigum ..... ““, en hefur verið breytt með yfirstrikun á „öllum eigum“ og „íbúð““ sett í staðinn. Enn fremur er handskrif- 1839 aður inn í texta erfðaskrárinnar fæðingardagur hinnar látnu og nafn- númer. Lögerfingjar hinnar látnu eru: Ástríður Jónsdóttir, kt. 130903-2909, syst- ir, dánarbú Jónatans Jónssonar, kt. 170917-5889, bróðir, sem andaðist 16. september 1990, María Skagan, kt. 270126-7769, og Sigríður Lister, kt. 171033-4709, dætur látins bróður Jóns Skagan, börn látins bróður, Indriða, þau: Erla, kt. 300489-4239, Jón, kt. 221150-4659, Guðbjörg Ásta, kt. 070154-4559, Alda Breiðfjörð, kt. 220346-7579, og Pétur Breiðfjörð, kt. 200447-6549, sonur látins bróðursonar, Gunnars Indriðasonar, Ragnar Karel Gunnarsson, kt. 011177-3449, börn látins bróður, Sigurðar Jóns- sonar, þau Bergljót, kt. 240246-4149, Erna, kt. 260948-3699, Jón, kt. 170550-4209, og Sæunn, kt. 170754-4759, Á fyrsta skiptafundi, sem haldinn var í dánarbúinu 30. október 1990, mætti lögmaður varnaraðila þessa máls og óskaði eftir því, að tekin yrði sérstök skýrsla af arfleiðsluvottum umdeildrar erfðaskrár. Var ákveðið sér- stakt vitnamál af því tilefni, og var það tekið fyrir 14. nóvember 1990. Í framhaldi af því lýsti lögmaður varnaraðila yfir, að varnaraðili og Sigríð- ur Lister myndu vefengja erfðaskrá hinnar látnu, og á skiptafundi, sem haldinn var í dánarbúinu 14. desember 1990, var ákveðinn rekstur þessa skiptaréttarmáls til að leysa úr fram komnum ágreiningi, og var það mál þingfest með framlagningu greinargerðar sóknaraðila 9. janúar 1991. Í því þinghaldi lýsti lögmaður varnaraðila yfir, að varnaraðili yrði einungis María Skagan. Aðrir erfingjar létu ágreining þennan ekki til sín taka. III. Kröfu sóknaraðila um að fá viðurkenndan erfðarétt að umræddri íbúð byggir hann á erfðaskrá hinnar látnu, dags. 6. júní 1982. Hafi erfðaskrár- formið verið samið af Valtý Sigurðssyni, „þáverandi fulltrúa hjá borgar- fógetaembættinu““, núverandi borgarfógeta, og fullnægi hún öllum skil- yrðum til að vera metin gild. Sjáist í henni, að arfláti hafi látið kalla sér- staklega til tvo erfðaskrárvotta, sem báðir voru hjúkrunarfræðingar á spítala þeim, sem arfláti var á, þegar skráin var gerð. Sé greinilegt, að arfláti hafi undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja. Í staðfestingu erfðaskrárvottanna segi, að arfláti hafi verið við góða andlega heilsu, og tekið fram, að erfðaskráin hafi að geyma hinsta vilja hans. Sóknaraðili bendir á, að lögmaður varnaraðila hafi kvatt báða erfða- skrárvottana fyrir rétt, og megi telja það lán, að nást skyldi til þeirra beggja. Þær séu hjúkrunarfræðingar, sem störfuðu á því sjúkrahúsi, þar sem arfláti gerði erfðaskrána. Séu það sérstök meðmæli með sjálfri erfða- skránni. Hafi vottarnir ekki munað eftir sjálfri athöfninni, enda slíkar ráðstafanir algengar á sjúkrahúsum. Hins vegar hafi þær kannast við 1840 undirskrift sína og fullyrt, að þær hefðu ekki skrifað undir sem erfðaskrár- vottar án þess að vera fullvissar um, að allt væri sannleikanum samkvæmt og rétt, sem þær hefðu staðfest. Sóknaraðili bendir á, að arfshluti sinn hafi verið minnkaður með breyt- ingu á erfðaskránni. Megi telja víst, að arfláti hafi þar sjálf verið að verki og að henni hafi þannig snúist hugur á síðustu stundu sóknaraðila í óhag. Sóknaraðili bendir einnig á, að hann hafi upplýst fyrir rétti, að systkinum arfláta hafi verið kunnugt um fyrirætlun arfláta um eignir sínar eftir sinn dag og að þau hafi ekki verið því mótfallin. Hefði einhver vafi verið á því, að sóknaraðili færi með rétt mál í því efni, hefði verið sjálfsagt að kalla þau systkin arfláta, sem á lífi séu, fyrir rétt. Telur sóknaraðili með ólíkindum, að varnaraðili hafi viljað koma í veg fyrir, að vilji arfláta fengi að njóta sín að henni látinni. IV. Varnaraðili reisir kröfur sínar á því, að í erfðaskrárvottorðinu komi ekki fram eftirfarandi: 1. að arfleifandi hafi undirritað erfðaskrána eða kannast við efni hennar að báðum erfðaskrárvottum samtímis viðstöddum, 2. að arfleifandi hafi sjálf kvatt vottana til að votta arfleiðslu sína. Séu þessi tvö atriði algjört skilyrði fyrir formlegu gildi erfðaskrárinna1 skv. 42. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Hafi ekki með framburði erfðaskrárvottanna tekist að upplýsa málið frekar, en sóknaraðili hafi upplýst, að vottarnir hafi ekki verið samtímis hjá arfleifanda og að hann hafi sjálfur kvatt þá til starfans. Telur varnar- aðili, að þetta eigi að leiða til þess, að erfðaskrá Árnýjar Önnu teljist ekki formlega gild og verði af þeirri ástæðu ekki lögð til grundvallar við skipti á dánarbúi hennar. Sé ákvæðum 42. gr. erfðalaga ætlað að stuðla að tryggi- legri sönnun fyrir högum arfleifanda, þegar arfleiðsla fari fram, og séu algjört skilyrði. Enn fremur reisir varnaraðili kröfur sínar á vottorðum, sem hann hefur lagt fram, er sýna fram á, að á árinu 1982 lá hin látna á Landskotsspítala á tímabilinu 12. mars — 28. mars og 30. júní — 23. júlí. Sé því erfðaskráin og erfðaskrárvottorðið efnislega röng, að því er varði dagsetningu, og leiði það til þess, að erfðaskrána beri að meta ógilda. Kröfu um málskostnað reisir varnaraðili á 177. gr. og 175. gr. eml. V. Eins og áður kemur fram, var tekið fyrir 14. nóvember 1990 sérstakt vitnamál: María Skagan gegn Ásgeiri Sigurðssyni. Komu þá fyrir réttinn til að bera vitni erfðaskrárvottarnir Guðrún Ína Ívarsdóttir, kt. 310350- 1841 4279, Ránargötu 19, Reykjavík, hjúkrunarfræðingur, og Klara Gunnars- dóttir, kt. 030355-3269, Smiðjustíg 11 A, Reykjavík, hjúkrunarfræðingur. Hvorug þeirra mundi eftir því atviki, þegar þær skrifuðu undir erfða- skrána, en könnuðust báðar við undirskrift sína. Þær mundu ekki, hver hefði beðið þær að votta erfðaskrána né heldur hvort þær hefðu verið sam- tímis á staðnum, þegar þær skrifuðu undir. Hvorug þeirra mundi eftir hinni látnu né sóknaraðila máls þessa. Þegar verið var að yfirheyra vitnið Guð- rúnu Ínu og hún spurð, hvort hún og Klara hefðu verið kallaðar saman inn til að votta erfðaskrána, greip sóknaraðili fram í fyrir henni og upplýsti, að þær hefðu ekki verið saman. Sama dag og í beinu framhaldi af skýrslutökum af erfðaskrárvottunum kom sóknaraðili sjálfur fyrir réttinn. Upplýsti hann m. a., að hann hefði komið á spítalann og haft með sér erfðaskrána, er Árný Anna var lögð á spítalann. Hann breytti síðan framburði sínum þannig, að hann hefði farið til Valtýs Sigurðssonar og beðið hann að gera erfðaskrána og komið með hana á spítalann samdægurs. Hann upplýsti einnig, að hann hefði beð- ið erfðaskrárvottana að votta erfðaskrána. Þegar hann var spurður að því, hvort báðir vottarnir hefðu verið samtímis viðstaddir, er erfðaskráin var undirrituð, kvaðst hann ekki muna það, en halda, að þær hefðu ekki báðar verið viðstaddar í einu. Hann upplýsti, að sér sýndist, að breytingar þær, sem gerðar voru á erfðaskránni með penna, hefði hann sjálfur gert. Hann lýsti yfir, að erfðaskráin hefði verið undirrituð seint þann dag, sem hin látna var lögð inn á spítalann, rétt fyrir eða eftir kvöldmat, og hafi hún átt að gangast undir uppskurð daginn eftir. Hinn 23. janúar 1990 kom sóknaraðili aftur fyrir réttinn, og upplýsti hann, að búið hefði verið að dagsetja erfðaskrána áður, þar sem hin látna hefði alltaf verið að bíða eftir innlögn á spítala. Hefði það síðan dregist, en hún hefði viljað bíða með að skrifa undir erfðaskrána, þar til hún væri komin á spítalann, svo að auðveldara væri að fá votta að henni. Hann kvað sig hafa misminnt um það atriði, að hann hefði farið til Valtýs Sig- urðssonar, eftir að hin látna hefði verið lögð inn, til að láta hann gera erfðaskrána; hann hefði sótt erfðaskrána heim. Sóknaraðili kvaðst nú muna skýrar, hvernig þetta gerðist með undirskriftir. Hin látna og erfða- skrárvottarnir voru allar saman við borð. Hann kvaðst halda, að hin látna hefði kallað á erfðaskrárvottana, sem hefðu verið að vinna í stofunni hjá henni og verið að ganga þarna út og inn. Hann kvaðst ekki muna betur en allar hefðu verið samtímis við undirskriftir á erfðaskránni. Hann upp- lýsti einnig, að erfðaskráin hefði verið undirrituð sama dag og hin látna kom á spítalann og að hún hefði komið á spítalann fljótlega eftir hádegi, og hann hafi síðan sótt skrána strax. Hann fullyrti, að hann hefði ekkert talað við erfðaskrárvottana, áður en þeir vottuðu erfðaskrána. 116 1842 Vitnið Logi Guðbrandsson, kt. 290937-7799, Smáragötu 6, Reykjavík, sem er hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri Landakotsspítala, kom fyrir réttinn 29. janúar 1991. Að gengnum úrskurði um skyldu til vitnis- burðar lagði hann fram vinnuskýrslur erfðaskrárvottanna vegna vinnu þeirra á Landakotsspítala á tímabilinu 30. júní til 7. júlí 1982. Í vinnuskýrsl- um þessum kemur fram, að 30. júní 1982 var Klara Gunnarsdóttir á vakt frá kl. 7.30 til 15.30, en Guðrún Ína Ívarsdóttir frá kl. 15.30 til 23.00. Logi Guðbrandsson upplýsti um vaktir starfsfólks spítalans, að þær gætu skarast um hálftíma vegna skýrslugerðar, og geti því sú staða oft komið upp, að fólk sé á spítalanum á sama tíma, þótt einn hafi nýhafið störf og annar nýlokið störfum. VI. Ágreiningsefni það, sem hér er til úrlausnar, snýst um það, hvort erfða- skrá, dags. 8. júní 1982, undirrituð af Árnýju Önnu Jónsdóttur, skuli lögð til grundvallar skiptum á dánarbúi hennar. Í 40. gr. erfðalaga nr. 8/1962 segir í 1. mgr., að erfðaskrá skuli vera skrifleg og að arfleifandi skuli undirrita hana eða kannast við undirritun sína fyrir notario publico eða tveimur vottum. 42. gr. erfðalaga hljóðar svo: „„Arfleiðsluvottar skulu geta þess Í vottorði, að arfleifandi hafi kvatt þá til að votta arfleiðslu sína, og hafi hann ritað undir erfðaskrá eða kannast við undirritun sína að þeim báðum viðstödd- um. Þá skal það koma fram í vottorði, að vottum sé kunnugt, að hinn vottfesti gerningur sé erfðaskrá. Vottarnir skulu undirrita vottorð sitt svo fljótt sem föng eru á, eftir að arfleifandi hefur kennst við erfðaskrána. Í arfleiðsluvottorði skal þess enn fremur getið, hvort arfleifandi hafi verið svo heill heilsu andlega, að hann hafi verið hæfur til að gera erfðaskrá. Einnig er rétt að geta þar annarra atriða, sem áhrif geta haft á mat á gildi erfðaskrár. Arfleiðsluvottar skulu staðsetja og dagsetja vottorð sitt og greina þar nákvæmlega, hvenær arfleifandi hafi ritað undir erfðaskrá eða kennst við efni hennar. Þeir skulu og greina heimilisföng sín, svo að ekki verði um villst.“ Samkvæmt þessu er það algert skilyrði fyrir því, að um formgilda erfða- skrá sé að ræða, að arfleifandi hafi kvatt viðkomandi votta til að votta arfleiðslu sína og að hann hafi ritað undir hana eða kennst við efni hennar að þeim báðum viðstöddum samtímis. Er það skilyrði, að báðir vottarnir skuli vera viðstaddir, sett fram, þar sem vottunum er ætlað að votta um viljaafstöðu manns og andlega hagi hans o. fl. á ákveðnu tímamarki, og er þessu ákvæði ætlað að stuðla að sem tryggilegastri sönnun fyrir högum manns á því tímamarki, er hann kennist við erfðaskrá sína. 1843 Arfleiðsluvottorði á erfðaskránni er að því leyti áfátt, að þess er þar ekki getið, að arfleifandi hafi kvatt vottana til að votta arfleiðslu sína og að þeir hafi verið samtímis viðstaddir, er arfleiðandi kenndist við efni skrár- innar, en um þessi atriði eru fyrirmæli í 1. mgr. 42. gr. erfðalaga. Þá er og ljóst, að arfleiðsluvottarnir gættu þess ekki að staðsetja og dagsetja vott- orð sitt á skrána, svo sem boðið er í 3. mgr. sömu lagagreinar. Þessir ágallar valda því ekki sjálfkrafa, að erfðaskráin teljist ógild. Hins vegar verður sá, sem vill reisa rétt á erfðaskrá, sem er með slíkum ágöllum, að hrinda staðhæfingu þess, er rengir skrána, sbr. 45. gr. erfðalaga. Sam- kvæmt þessu lagaákvæði verður erfðaskráin því aðeins lögð til grundvallar við skipti á dánarbúi arfleifandans, að sóknaraðili sanni, að arfleiðandi hafi kvatt arfleiðsluvottana til að votta arfleiðsluna og að þeir hafi samtímis verið viðstaddir, er arfleifandi kenndist við erfðaskrána. Þegar gögn málsins eru virt, þykir sóknaraðili ekki hafa fært sönnur á, að þeim skilyrðum fyrir gildi skrárinnar, sem nú voru nefnd, hafi verið fullnægt, er arfleifandi undirritaði erfðaskrána. Verður þegar af þessari ástæðu að hafna kröfu sóknaraðila í málinu, án þess að sérstaklega sé tekin afstaða til þess, hvort það hafi þýðingu, að upplýst er í málinu, að dagsetn- ing á arfleiðsluvottorðinu er röng. Samkvæmt þessu verður umrædd erfðaskrá ekki lögð til grundvallar við skipti á dánarbúi Árnýjar Önnu Jónsdóttur. Eftir atvikum þykir mega ákveða, að hvor aðila beri sinn kostnað af máli þessu. Greta Baldursdóttir, settur borgarfógeti, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfum sóknaraðila, Ásgeirs Sigurðssonar, í máli þessu er hafnað. Erfðaskrá sú, sem Árný Anna Jónsdóttir undirritaði og dagsett er 6. júní 1982, er metin ógild. Málskostnaður fellur niður. 1844 Fimmtudaginn 21. október 1993. Nr. 288/1993. Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn X (Örn Clausen hrl.). Ákæra. Brenna. Öryggisgæsla. Frávísun frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Ríkissaksóknari áfrýjaði máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. júlí 1993 samkvæmt heimild í 147. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála „einvörðungu um lagaatriði og til ákvörð- unar refsingar eða annarra öryggisráðstafana, sbr. 62. og 63. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940“. Þess er krafist, að ákærða verði dæmd til refsingar, en til vara gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Af hálfu ákærðu er krafist staðfestingar héraðsdóms, en til vara vægustu refsingar. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. I. Sakfelling ákærðu er ekki til endurskoðunar fyrir Hæstarétti. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi, rannsakaði Hannes Pétursson yfirlæknir geðheilbrigði ákærðu. Í skýrslu hans 30. mars 1993 kom fram það mat, að á þeirri stundu, er hinn umræddi verkn- aður var framinn, hefði geðslag ákærðu verið sjúklegt og hún vænt- anlega átt við ranghugmyndir að stríða, þannig að dómgreind hennar og raunveruleikamat hefði verið skert. Hann taldi líklegt, að við þær aðstæður hefði hún átt erfitt með sjálfsstjórn og viðbrögð hennar hefðu orðið óvænt og jafnvel heiftarleg. Yfir- læknirinn taldi ólíklegt, að refsing myndi bera árangur í þessu til- viki, en ákærða þyrfti á að halda reglubundinni geðlæknismeðferð og félagslegum stuðningi. Fyrir héraðsdómi sagði Hannes Péturs- son, að sjúkdómur ákærðu hefði ráðið gerðum hennar, en sagði 1845 „sþað ekki myndu vera til bóta fyrir ákærðu eða sjúkdóm hennar, ef hún yrði svipt frelsi sínu, heldur þvert á móti“. Af bréfi Halldóru Ólafsdóttur geðlæknis til Rannsóknarlögreglu ríkisins 11. október 1993 verður ráðið, að ákærða dvaldist á geð- deild Landspítalans frá 2. mars til 21. júní 1993. Í bréfinu segir: „, Var mjög veik í byrjun dvalar og vísast í vottorð Hannesar Péturs- sonar geðlæknis frá 30.03. 1993. Sjúkl. var til góðrar samvinnu um alla meðferð þann tíma sem hún dvaldi á deildinni. Hún losnaði fremur fljótt við sturlunareinkenni svo sem ranghugmyndir og ofskynjanir og varð þokkalega rauntengd, en var hins vegar lengi með væg maníueinkenni, ör, eirðarlaus, kvíðin og uppspennt. Inn á milli bar jafnframt á þunglyndiseinkennum, sem stóðu þó stutt, aðeins hluta úr degi.““ Í bréfinu kemur fram, að eftir útskrift hafi ákærða verið á fyrirbyggjandi lyfjameðferð og í reglubundnu eftir- liti hjá geðlækninum. „Hún hefur verið vel rauntengd þennan tíma, en eins og áður hefur ástand hennar einkennst af vægum stutt- varandi sveiflum milli örlyndis og geðlægðar. Hún hefur haft allgott sjúkdómsinnsæi og farið vel eftir fyrirmælum varðandi meðferð.““ Loks kemur fram í bréfi Halldóru Ólafsdóttur geðlæknis, að ákærða hafi lagst aftur inn á geðdeildina að eigin ósk 29. september sl. vegna þunglyndis, en hafi útskrifast „í dagstatus““ 11. október við mun betri líðan og verði í slíku eftirliti í nokkrar vikur. Með hliðsjón af þeim læknisfræðilegu gögnum og umsögnum, sem fyrir liggja, ber að fallast á það með héraðsdómara, að eigi séu efni til þess að ætla, að refsing beri árangur gagnvart ákærðu. Verður henni því ekki gerð refsing, sbr. 16. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940. II. Lög nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála leystu af hólmi lög nr. 74/1974 um sama efni. Í 1. mgr. 117. gr. nýrri laganna segir, að hvorki megi dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá, sem í ákæru greinir, „né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum““. Þetta er samhljóða upphafsákvæði 3. mgr. 118. gr. eldri laga. Í niðurlagi þeirrar greinar var kveðið svo á, að dómara væri rétt undir sama skilorði og varðandi aukaatriði brots að dæma eftir öðrum refsi- ákvæðum en segir í ákæru. Sams konar ákvæði er og í niðurlagi 1. mgr. 117. gr. núgildandi laga, en þar segir að auki: „,... þó aldrei 1846 aðrar kröfur en þar greinir““. Þá er þess að gæta, að í 116. gr. laga nr. 19/1991 eru gerðar nokkru ríkari kröfur til framsetningar í ákæruskjali en fram komu í 115. gr. laga nr. 74/1974, þótt um svipaðar formreglur sé að ræða. Í gildistíð laga nr. 74/1974 tóku dómstólar til meðferðar kröfur ákæruvalds um ákvarðanir samkvæmt 62. og 63. gr. almennra hegningarlaga, þótt þær kæmu ekki fram í ákæruskjali. Með hinum nýju lögum um meðferð opinberra mála er á margvíslegan hátt mælt fyrir um breytta saksóknarhætti, enda var nýskipan á meðferð ákæruvalds meðal meginmarkmiða laganna. Ákvæði laga nr. 19/ 1991 um kröfugerð í ákæru verður að skýra með sérstakri hliðsjón af því, enda verður að telja eðlilegast að gera ákæruskjal þannig úr garði, að ákærði og verjandi hans fari ekki í grafgötur um þá kosti, sem fyrir hendi eru, og mál hljóti efnislega meðferð fyrir dómstólum á þeim grundvelli. Ber því að staðfesta þá niðurstöðu héraðsdómara að vísa frá héraðsdómi varakröfu ákæruvaldsins um, að ákærðu verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun, sbr. 62. og 63. gr. almennra hegningarlaga. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verður staðfest. Áfrýj- unarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Arnar Clausen hæstaréttar- lögmanns, 60.000 krónur. Dómsorð: Ákærðu, X, er ekki gerð refsing. Varakröfu ákæruvaldsins um öryggisgæslu ákærðu er vísað frá héraðsdómi. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs verjanda ákærðu, Arnar Clau- sen hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur. (Útdráttur úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 28. maí 1993 er prentaður á bls. 1256) 1847 Fimmtudaginn 21. október 1993. Nr. 181/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Gísla Val Gíslasyni (Hilmar Ingimundarson hrl.). Bifreiðar. Umferðarlög. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Máli þessu var áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu ákærða einvörð- ungu um ákvörðun refsingar. Áfrýjunarstefna er dagsett 19. apríl 1993. Ákærði krefst þess, að refsing verði milduð. Af hálfu ákæru- valds er krafist staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Gísli Valur Gíslason, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 15.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 15.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. mars 1993. Ár 1993, miðvikudaginn 17. mars, er á dómþingi Héraðsdóms Reykja- víkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Hirti O. Aðalsteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-112/1993: Ákæruvaldið gegn Gísla Val Gíslasyni, sem tekið var til dóms sama dag. Málið er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettri 22. febrúar sl., gegn Gísla Val Gíslasyni, Veghúsum 23, Reykjavík, kt. 231162- 3999, „fyrir að aka bifreiðinni Í-381 miðvikudaginn 16. desember 1992, sviptur ökuréttindum, frá húsi við Nethyl í Reykjavík áleiðis að húsi við 1848 Fjarðarsel, uns lögregla stöðvaði aksturinn á Vesturbergi. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar“. Málavöxtum er nægilega lýst í ákæru. Með skýlausri játningu ákærða þykir sannað, að hann hafi framið brot það, sem honum er gefið að sök og réttilega er fært til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann hlotið eftirtalda dóma: 1986 31. 12. 20 daga varðhald fyrir brot gegn 27. og 50. gr. umferðar- laga. Sviptur ökuleyfi í 4 mánuði frá 31. 12. 1986. 1989 7. 4. 2 mánaða varðhald, skb. 3 ár, fyrir brot gegn 215. gr. alm. hgl., 4. mgr. 26. og 36. gr. umfi. Þá var ákærði sektaður 29. 8. 1990 um 25.000 krónur fyrir brot gegn 48. gr. umferðarlaga, og 12. 11. 1990 var hann sektaður um 50.000 krónur fyrir sams konar brot. Auk þessa hefur ákærði frá árinu 1981 sjö sinnum sæst á sektargreiðslur fyrir umferðarlagabrot. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af sakaferli hans varðhald í 30 daga. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hrl., 20.000 kr. Dómsorð: Ákærði, Gísli Valur Gíslason, sæti varðhaldi í 30 daga. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hrl., 20.000 kr. 1849 Föstudaginn 22. október 1993. Nr. 419/1993. Ákæruvaldið gegn Heiðu Björk Hjaltadóttur. Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. Í. nr. 19/1991. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar samkvæmt heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála með kæru 15. október 1993, sem barst Hæstarétti 18. sama mánaðar. Hún krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Af hálfu ákæruvalds er krafist staðfestingar hins kærða úrskurðar. Hinn 15. október 1993 gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur ákærðu fyrir líkamsárás, sem þar er talin varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/ 1981. Brot þetta, sem ákærða hefur játað aðild að, getur varðað fangelsi allt að 16 árum. Samkvæmt 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 og með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður er ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. október 1993. Ríkissaksóknari hefur krafist þess, að Heiðu Björk Hjaltadóttur, kt. 170777-4689, til heimilis að Jórufelli 8, Reykjavík, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til uppkvaðningar dóms í málinu, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 11. nóvember nk. kl. 16.00. Ákæra var birt Heiðu Björk í dag. Ákærða hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 3. október sl., en henni er gefin að sök hrottaleg líkamsárás, sem stórfellt líkamstjón hefur hlotist af. 1850 Ákærða, Heiða Björk, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að áflogum þeim, sem urðu til þess, að G, fædd 1978, ..... , Reykjavík, varð fyrir stórfelldu líkamstjóni. Þá hefur hún við skýrslutöku hjá RLR 5. október sl. játað að hafa spunnið upp frásögn um þriðju stúlkuna, sem hún hafi áður sagt, að hefði blandast í átökin við G. Brot það, sem ákærða hefur kannast við að hafa átt aðild að, getur varðað fangelsi allt að 16 árum, sbr. 2. mgr. 218. gr. laga 19/1940. Ríkissaksóknari styður gæsluvarðhaldskröfu sína við 2. mgr. 103. gr. laga 19/1991, sbr. 3. ml. 2. mgr. 105. gr. sömu laga. Verjandi ákærðu hefur mótmælt fram kominni gæsluvarðhaldskröfu, þar eð 2. mgr. 103. gr. laga 19/1991 eigi ekki við. Með vísan til framanritaðs sem og rannsóknargagna málsins þykir verða að taka kröfu ríkissaksóknara til greina með vísan til 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Ákærða skal sæta gæsluvarðhaldi allt til uppkvaðningar héraðsdóms í málinu, en þó ekki lengur en til fimmtudagsins 11. nóvember 1993 kl. 16.00. Úrskurðarorð: Ákærða, Heiða Björk Hjaltadóttir, sæti gæsluvarðhaldi, allt þar til dómur gengur í héraði, en þó ekki lengur en til fimmtudagsins 11. nóvember 1993 kl. 16.00. 1851 Föstudaginn 22. október 1993. Nr. 385/1993. Ákæruvaldið gegn Óttari Má Ingvasyni. Kærumál. Frávísun frá Hæstarétti. Þvingunarúrræði samkvæmt 11. kafla laga nr. 19/1991. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili hefur með heimild í b-lið 2. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæsta- réttar með kæru 17. september 1993, sem barst réttinum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 16. september um töku blóðsýnis úr ákærða til samanburðarrannsóknar í þágu máls nr. S-292/1992. Ákærði krefst þess, að hafnað verði kröfu ákæruvaldsins um, að blóðsýni verði tekið úr sér, á þessu stigi málsins. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Samkvæmt 143. gr. laga nr. 19/1991 frestar kæra sem þessi ekki framkvæmdum. Fram er komið, að læknir tók blóðsýnið úr ákærða 21. september, og barst réttinum staðfesting þess efnis í dag. Varnaraðili hefur því ekki lengur réttarhagsmuni af því, að hinn kærði úrskurður komi til endurskoðunar fyrir Hæstarétti. Ber því að vísa máli þessu sjálfkrafa frá réttinum. Kærumálskostnaðar verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður Héraðsdóms Austurlands 16. september 1993. Ár 1993, miðvikudaginn 16. september, er á dómþingi Héraðsdóms Austurlands, sem háð er í dómsalnum Hafnarbraut 36, Höfn, kveðinn upp úrskurður í málinu nr. S-292/1992: Ákæruvaldið gegn Óttari Má Ingvasyni, um þá kröfu ákærandans, að tekið verði blóðsýni úr ákærða til saman- burðarrannsóknar við fyrirliggjandi blóðsýni í málinu. Krafa þessi var sett fram í þinghaldi í dag, en mótmælt af hálfu ákærða. Að loknum munn- legum málflutningi var krafan tekin til úrskurðar. 1852 Mál þetta var höfðað með ákæru, út gefinni af sýslumanninum á Höfn 3. maí 1993, á hendur Óttari Má Ingvasyni, kt. 19057 1-4089, til heimilis að Kirkjubraut 54, Höfn, fyrir að aka aðfaranótt laugardagsins 1. ágúst 1992, undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda, fjórhjóli á samkomusvæði að Eiðum. Ákæruvaldið telur þetta varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr. og 4. mgr. 55. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Úrskurðarorð: Fallist er á kröfu ákæruvaldsins um, að tekið skuli blóðsýni úr ákærða, Óttari Má Ingvasyni, til samanburðarrannsóknar í þágu máls þessa. Kæra úrskurðarins frestar ekki framkvæmdum. 1853 Miðvikudaginn 27. október 1993. Nr. 415/1993. Sýslumaðurinn á Akureyri gegn Gunnlaugi Gunnlaugssyni. Kærumál. Bifreiðar. Umferðarlög. Bráðabirgðasvipting ökuréttar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 103. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 14. október 1993, sem barst Hæstarétti 18. sama mánaðar. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og ákvörðun um bráðabirgðasviptingu ökuréttar varnaraðila verði staðfest. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði, var ljósrit úr hraðamælingadagbók lögreglunnar á Akureyri lagt fram við þing- festingu málsins. Þar kemur m. a. fram, hver ökuhraði bifreiðar varnaraðila var og hvernig ratsjáin var prófuð fyrir og eftir mælingu. Dagbókin er undirrituð af báðum lögreglumönnunum. Hnekkir það eigi sönnunargildi hraðamælingarinnar, þó að mældur ökuhraði bifreiðarinnar hafi ekki verið varðveittur á skjá ratsjár- mælitækisins. Samkvæmt þessu var fullnægt skilyrðum til að svipta varnaraðila ökurétti til bráðabirgða samkvæmt 103. gr. umferðar- laga. Verður því hinn kærði úrskurður úr gildi felldur og ákvörðun sóknaraðila um bráðabirgðasviptingu ökuréttar varnaraðila stað- fest. Kærumálskostnaður fellur niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur og ákvörðun sýslu- mannsins á Akureyri um bráðabirgðasviptingu ökuréttar varnaraðila, Gunnlaugs Gunnlaugssonar, staðfest. 1854 Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 13. október 1993. Með bréfi, dagsettu 12. október sl., hefur kærði, Gunnlaugur Gunnlaugs- son nemi, kt. 301074-3289, Mímisbraut 1, Dalvík, krafist þess með vísan til 103. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. nú lög nr. 44/1993, að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Akureyri um bráðabirgðasviptingu ökuréttinda frá 10. október 1993. Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar á Akureyri, sem dagsett er 10. október 1993, var akstur kærða stöðvaður kl. 15.40 á Ólafsfjarðarvegi, en samkvæmt ratsjá lögreglunnar hafði ökuhraði bifreiðar hans, KG-176, verið mældur 162 kílómetrar miðað við klukkustund (km/klst.). Í skýrsl- unni segir enn fremur: Samkvæmt lögregluskýrslunni var kærði færður á lögreglustöðina á Akureyri, en þar var tekin til athugunar rannsókn lögreglu á ætluðu broti hans á 36. gr. og 37. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Í framhaldi af því var kærða birt ákvörðun um bráðabirgðasviptingu ökuréttinda, og var vísað til 103. gr. umferðarlaga. Álit dómsins. Samkvæmt gögnum málsins er ákvörðun sýslumannsins á Akureyri um bráðabirgðasviptingu ökuréttinda kærða reist á frumskýrslu tveggja lög- reglumanna. Þegar litið er til þess, að ratsjármælingin var eigi fyllilega hnökralaus og að frekari könnun á mælingaraðferð lögreglu fór ekki fram, þykir eftir atvikum máls og eins og hér stendur á, eigi hafa verið fullnægj- andi grundvöllur til að svipta kærða ökuréttindum til bráðabirgða, svo sem gert var 10. október 1993. Ber því að fella úr gildi framangreinda ákvörðun sýslumannsins á Akureyri um sviptingu ökuréttinda kærða til bráðabirgða. Úrskurðarorð: Ákvörðun sýslumannsins á Akureyri um að svipta Gunnlaug Gunn- laugsson ökuréttindum til bráðabirgða er úr gildi felld. 1855 Miðvikudaginn 27. október 1993. Nr. 413/1993. Anna Margrét Sigurðardóttir gegn Stefáni Agli Þorvarðarsyni. Kærumál. Útburðargerð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnar M. Guðmunds- son, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 27. september sl. Krefst hann þess, að varnaraðili „verði ásamt heimilis- fólki sínu og öllu, sem þeim tilheyrir, borinn út úr íbúðarhúsinu að Saurbæ á Kjalarnesi með beinni aðfarargerð““. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar um annað en málskostnað. Krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumáls- kostnaðar. Aðilar deila um gildi húsaleigusamnings. Sóknaraðili var ekki aðili að þeim samningi. Réttur sóknaraðila er ekki svo skýlaus, að krafa hans um útburðargerð samkvæmt 78. gr. laga um aðför nr. 90/1989 án aðfararheimildar megi ná fram að ganga. Samkvæmt því ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað, eins og Í dóms- orði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Anna Margrét Sigurðardóttir, greiði varnar- aðila, Stefáni Agli Þorvarðarsyni, 40.000 krónur í kærumáls- kostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 1993. I. Mál þetta, sem þingfest var 23. ágúst sl., var tekið til úrskurðar 17. september sl. að loknum munnlegum málflutningi. 1856 Gerðarbeiðandi er Anna Margrét Sigurðardóttir, kt. 080734-2209, Hraunbæ 94, Reykjavík, en gerðarþoli Stefán Egill Þorvarðarson, kt. 190648-3389, Saurbæ, Kjalarnesi. Dómkröfur gerðarbeiðanda eru, að gerðarþoli ásamt heimilisfólki sínu og öllu, sem þeim tilheyrir, verði borinn út úr íbúðarhúsinu í Saurbæ á Kjalarnesi með beinni aðfarargerð. Þá krefst gerðarbeiðandi málskostnaðar að mati dómsins, auk þess að fjárnám verði heimilað fyrir kostnaði af væntanlegri gerð. Dómkröfur gerðarþola eru, að aðfararbeiðni gerðarbeiðanda verði hafnað og að gerðarbeiðandi verði úrskurðaður til að greiða gerðarþola málskostnað að mati dómsins. II. Málavextir. Með byggingarbréfi 24. júní 1984 byggði Böðvar Eyjólfsson bóndi, Saur- bæ, Kjalarneshreppi, syni sínum, Ólafi Böðvarssyni, „til heimilis að Skógarási úr Saurbæjarlandi á Kjalarnesi, leigujörð mína, Saurbæ á Kjalar- nesi, Kjalarneshreppi. Byggingarbréf þetta er undirritað og samþykkt af eiganda jarðarinnar, Guðlaugu Jónsdóttur l...!“. Samningurinn skyldi gilda í fimm ár, og meðal skilmála var, að fráfarandi ábúandi hefði full afnot af íbúðarhúsi jarðarinnar og að leiguliði mætti ekki byggja öðrum jörðina í heild eða að hluta til eða láta landsnytjar eða hlunnindi hennar nema með samþykki landsdrottins, eins og þar segir. Eigandi jarðarinnar, Guðlaug Jónsdóttir, mun hafa látist í ágúst 1985, og fékk þá gerðarbeiðandi, sem er móðir Ólafs Böðvarssonar, jörðina í arf. Skiptayfirlýsingu var þinglýst 25. ágúst 1988. Gerðarbeiðandi mun nú hafa ætlað að selja tilteknum aðilum jörðina og gert kaupsamning í þá veru. Og með bréfi 15. desember 1988 tilkynnir lögmaður gerðarbeiðanda Ólafi Böðvarssyni, ,,..... að hún hyggist ekki framlengja ábúðarsamning frá 24. júní 1984 um jörðina Saurbæ, en skv. 9. gr. í samningnum gilti hann í fimm ár, og rennur því samningstími út í næstu fardögum, sem eru 1.-4. júní 1989“. Ekki varð af þessum kaupum. Hins vegar gerðu mæðginin kaupsamning um jörðina ásamt húsum 7. september 1989, og skyldi Ólafur greiða móður sinni með íbúð í Reykjavík, eins og þar er nánar greint frá, og var fyrri kaupsamningur hafður til fyrir- myndar að þessu leyti. Þá segir í síðustu málsgrein Í. gr. samningsins: „„Afhending jarðarinnar verði við greiðslu skv. 2. grein og eigi síðar en 15. febrúar 1990. Engu að síður heldur kaupandi rétti sínum sem ábúandi jarðarinnar fram að þeim tíma, og jafnframt fylgir íbúðarhúsið ábúðinni. Samþykki seljandi sölu íbúðarhússins til þriðja aðila, skal hún halda fullum rétti seljanda, ef ekki kemur til efnda á samningi þessum.“ Sama dag var 1857 þinglýst á eignina athugasemd um kaupsamninginn. En $. júní 1990 var lýst yfir riftun kaupa með bréfi lögmanns gerðarbeiðanda til Ólafs vegna ætlaðra vanefnda hins síðarnefnda. Og 23. sama mánaðar fór fram opin- ber úttekt á jörðinni að kröfu gerðarbeiðanda. Yfirlýsing um riftun var síðan ítrekuð með bréfi 26. nóvember 1990 eftir árangurslausar tilraunir til samkomulags með aðilum. Ólafur mótmælti riftun. Með stefnu, birtri 7. júní 1991, höfðaði gerðarbeiðandi mál á hendur syni sínum, Ólafi, til viðurkenningar á riftun samningsins frá 7. september 1989. Gerðarbeiðandi þinglýsti stefnunni með skjali, sem móttekið var til þinglýsingar 16. október 1991. Dómur féll 16. júní 1992, þar sem riftunin var staðfest. Ólafur skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 15. september 1992, og var því vísað frá 7. maí sl., þar sem hann nýtti sér ekki þann tíma, er honum hafði verið veittur, „til framlagningar dómsgerða, ágrips og greinargerðar““. Á meðan deila gerðarbeiðanda og Ólafs um yfirráð jarðarinnar stóð, gerði Ólafur eftirfarandi leigusamning við gerðarþola, sem dagsettur er 1. maí 1991: „,..... Ég undirritaður, Ólafur F. Böðvarsson, kt. 170954-3889, hér eftir nefndur leigusali, leigi þér hér með, Stefán E. Þorvarðarson, kt. 190648-3389, íbúðarhúsið að Saurbæ á Kjalarnesi í því ástandi, sem það er í og báðir aðilar hafa kynnt sér. — Leigan greiðist þannig, að Stefán skuldbindur sig til að gera húsið íbúðarhæft, ef unnt er (sökum raka og steypuskemmda), hita það upp og skila því íbúðarhæfu. — Samningur þessi gildir til 10. 8. 1993. Ef um framlengingu á samningi verður að ræða, ber að gera annan samning fyrir 10. 5. 1993. — Ef einhverra hluta vegna verður um samningsrof að ræða á samningstíma, skal leigusali ekki telj- ast bótaskyldur gagnvart leigutaka vegna kostnaðar við endurbætur á húsinu.“ Við þetta er því að bæta, að haldið er fram af gerðarbeiðanda, að 4. október 1992, er hún kom að húsi sínu að Saurbæ, hafi hún hitt fyrir gerðarþola og eiginkonu hans, Guðrúnu Jóhannsdóttur, og hafi þau hjónin verið að standsetja húsið til að flytja þar inn, og hafi þau tjáð sér, að þau hafi samið við Ólaf um leigu á húsinu, en hún kvaðst hins vegar hafa sagt þeim, að hún ætti húsið og að hún óskaði ekki eftir veru þeirra þar. Hinn 19. sama mánaðar sendi lögmaður gerðarbeiðanda Ólafi bréf, þar sem m. a. er mótmælt ráðstöfun hans á íbúðarhúsinu að Saurbæ. Hinn 27. apríl sl. gerðu gerðarþoli og Ólafur með sér samning um fram- lengingu á fyrri leigumála sínum til 10. ágúst 1995, og er þar tekið fram, að gerðarþoli hafi innt af hendi leigugreiðslu með tilteknum viðgerðum og endurbótum á húsi og lóð. Þá segir orðrétt: „Um frekari framlengingar- ákvæði verður ekki að ræða í þessum samningi nema því aðeins, að leigu- taki skipti sannanlega um glugga í húsinu á sinn kostnað. Þá skal hann, 117 1858 ef hann kærir sig um, öðlast rétt til tólf mánaða setu í húsinu, eftir að þessum samningi lýkur, endurgjaldslaust.““ Mánudaginn 21. júní sl. var gerðarþola birt áskorun gerðarbeiðanda um að rýma þegar í stað húsnæðið í Saurbæ að viðlögðum útburði eftir 1. júlí sl. Gerðarþoli hafnaði þessari kröfu með bréfi 26. júní sl. Ill. Af hálfu gerðarbeiðanda er haldið fram, að réttur hennar til að fá gerðar- þola ásamt heimilisfólki hans og öllu, sem þeim tilheyrir, borinn út úr íbúðarhúsi hennar að Saurbæ á Kjalarnesi sé skýr og ótvíræður. Gerðarþoli hafi samið við son hennar, Ólaf, sem hafi ekki haft neina heimild til að ráðstafa húsinu, hvorki sem kaupsamningshafi um tíma né umdeildur ábúandi jarðarinnar í Saurbæ. Gerðarbeiðandi staðhæfir, að gerðarþoli hafi þrátt fyrir vitneskju um heimildarskort Ólafs gert leigumála um íbúðar- húsnæði, sem hér um ræðir, en að minnsta kosti hafi gerðarþola hlotið að vera ljóst, að það væri meira en vafasamt að semja við Ólaf um húsa- leiguna án samþykkis gerðarbeiðanda, þegar samningur um framlengingu leigumálans var gerður, því að þá var genginn dómur um riftun kaupsamn- ingsins við Ólaf. Þá geti gerðarþoli ekki skírskotað til þess, að Ólafi hafi verið heimil ráðstöfun húsnæðisins í skjóli ábúðar á jörðinni, því að um þann ábúðarrétt sé ekki að ræða, og jafnvel þótt Ólafur væri löglegur ábúandi, gæfi það honum ekki rétt til að ráðstafa íbúðarhúsnæðinu til leigu án samþykkis eiganda, sbr. ákvæði 26. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976; enn fremur hafi íbúðarhúsið verið undanskilið í byggingarbréfinu frá 1984. Gerðarbeiðandi vísar til 3. mgr. 80. gr., sbr. 1. mgr. 78. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 um lagastoð fyrir kröfu sinni. Af hálfu gerðarþola er því haldið fram, að Ólafur Böðvarsson hafi haft fulla heimild til að leigja sér umdeilt húsnæði og með þeim kjörum, sem leigumálinn greinir, því að á þeim tíma, sem samningurinn var gerður, hafi Ólafur verið réttur eigandi Saurbæjar samkvæmt gildum kaupsamningi, og hafi yfirlýsing gerðarbeiðanda um riftun ekki þýðingu í því sambandi, þar sem Ólafur hafi mótmælt henni, og því ekki urn gilda riftun kaupsamnings- ins að ræða, fyrr en dómurinn gekk í Hæstarétti 7. maí sl., en áhrif héraðs- dómsins hafi frestast í samræmi við stöðvunaráhrif áfrýjunar (suspensive effect). Í annan stað er því haldið fram af hálfu gerðarþola, að þótt talið yrði, að Ólafur hefði ekki haft heimild til þessarar ráðstöfunar, eftir að lýst var yfir riftun, þá sé engu að síður ljóst, að slíkri mótbáru verði ekki haldið fram gegn viðsemjanda kaupsamningshafa, sem samið hafi við hann í góðri trú um ráðstöfunarheimild hans. Í þriðja lagi er því haldið fram, að hvernig sem á kaupsamninginn sé litið, sé Ólafur allt að einu ábúandi jarðarinnar að Saurbæ og hafi því forræði yfir íbúðarhúsnæði jarðarinnar. 1859 Gerðarþoli telur, að hann hafi aukið verðmæti íbúðarhússins í Saurbæ verulega, og nemi verðmætisaukningin jafnvirði tveggja ára húsaleigu, en sér hafi ekki verið boðið neitt fjárhagslegt uppgjör samhliða útburðarkröf- unni. Muni því gerðarbeiðandi auðgast sem þessu nemi, nái gerðin fram að ganga. Að lokum reisir gerðarþoli kröfu sína á því, að hafna beri útburðarkröfu gerðarbeiðanda, þar sem réttmæti hennar geti á engan hátt talist svo ljóst, að öldungis megi jafna til, að dómur hafi gengið um hana, og þarfnist því ágreiningsefnið ýtarlegri málsmeðferðar en unnt sé að viðhafa með þeim gögnum, sem heimilt sé að reisa málsókn sem þessa á, og vísar í því sam- bandi til dóma Hæstaréttar Íslands, dags. 14. október 1992, í málinu nr. 111/1992, 28. október 1992, í málinu nr. 394/1992, og 16. nóvember 1992, í málinu nr. 34/1992. Gerðarþoli vísar til ákvæða 3. mgr. 83. gr., sbr. 1. mgr. 78. gr. aðfarar- laga nr. 90/1989, og til ábúðarlaga nr. 64/1976, einkum S. og 6. gr., um lagastoð fyrir kröfu sinni. IV. Eftir atvikum og með hliðsjón af þeim hæstaréttardómum, sem gerðar- þoli vísar til, verður að telja, þar eð aðilar deila um gildi húsaleigusamn- ings, að lagaskilyrði bresti til þess, að krafa gerðarbeiðanda um útburðar- gerð samkvæmt 78. gr. laga nr. 90/1989 megi ná fram að ganga. Er kröfu gerðarbeiðanda því hafnað. Rétt þykir, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Páll Þorsteinsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Krafa gerðarbeiðanda, Önnu Margrétar Sigurðardóttur, um útburð á gerðarþola, Stefáni Agli Þorvarðarsyni, úr húsnæði því, sem hann hefur haft til afnota í Saurbæ á Kjalarnesi, er ekki tekin til greina. Hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. 1860 Fimmtudaginn 28. október 1993. Nr. 218/1993. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn X (Atli Gíslason hrl.). Naugun. Sönnun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Ákærði áfrýjaði héraðsdómi í heild sinni til Hæstaréttar sam- kvæmt heimild í 1. mgr. 149. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu ákæruvaldsins var málinu áfrýjað með stefnu 19. maí 1993 til þyngingar á refsingu. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. 1. Ákærði og kærandi málsins þekktust ekki, Þegar fundum þeirra bar saman fyrir utan Glæsibæ að afloknum dansleik þar aðfaranótt 4. júlí 1992. Kærandi skýrði svo frá fyrir héraðsdómi, að ákærði hefði sagst vera á bíl og boðið sér far, en þegar til kom, hefði svo ekki verið, heldur hefði hann kallað á leigubíl og boðið sér með. Kærandi þáði boð ákærða. Hún greindi frá því, að á leiðinni hefði hún samþykkt að fara heim með ákærða í því skyni að þiggja áfengi. Hún sagði, að hann hefði komið vel fyrir, og ekki hafi „„hvarflað að henni, að hann hafi haft neitt kynferðislegt í huga“. Ákærði og kærandi höfðu samfarir á heimili ákærða. Þau greinir mjög á um það, með hverjum hætti það hafi borið til, en þau voru bæði talsvert ölvuð. Ákærði hefur staðfastlega haldið því fram, að samfarir þeirra hafi verið með vilja og samþykki kæranda, en hún hafi síðar reiðst, þar sem hann hafi ekki átt áfengi, og farið að rífast. Kærandi hringdi til lögreglu kl. 5.20, og kom Haukur Ásmundsson aðstoðarvarðstjóri fyrstur á vettvang innan fárra mínútna. Að sögn hans var ákærði þá rólegur og neitaði sakar- giftum, en kærandi var grátandi og mjög miður sín. 1861 11. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram, að engin merki voru um það í íbúðinni, að átök hefðu þar átt sér stað. Ljósmyndir af vettvangi staðfesta þetta. Þá kemur þar og fram, að föt kæranda hafi verið órifin, en engin frekari rannsókn virðist þó hafa farið fram á fatnaði hennar. Benedikt Sveinsson læknir skoðaði kæranda að morgni 4. júlí 1992. Í vottorði hans segir meðal annars: „Hún er ekki með neina sjáanlega áverka á höfði, hálsi, brjóstum né brjóstkassa. Kviður er eðlilegur. Hún er aftur á móti með talsverða áverka á lærum. Utanvert á hægra læri er $ - 7 cm aumur marblettur og þar fyrir neðan talsvert klóruð og rispuð húðin. Smárispur innanvert á hægra læri. Innanvert á vinstra læri er allstórt svæði, 20 x 12 cm, þar sem húðin er öll rifin eins og eftir neglur og með smáum marblettum. „.. Niðurstaða: Talsverðir áverkar á lærum ... Áverkar þessir eru ferskir og greinilega ekki nema nokkurra klukkustunda gamlir og koma heim og saman við frásögn konunnar, að „reynt hafi verið að klessa út lærunum og klóra““. Enga áverka er hins vegar að sjá á kynfærunum sjálfum.“ Fyrir héraðsdómi kvað læknirinn þessa áverka samrýmast frásögn kæranda og lagði áherslu á, að um væri að ræða klór eftir neglur, en áverkarnir á hægra læri væru eins og eftir högg, enda væru það marblettir. Ákærði hefur neitað því að hafa veitt kæranda nokkra áverka. Hann sagði fyrir dómi, að samfarirnar hefðu staðið lengi yfir, „og gætu áverkarnir stafað af því, að hann hafi tekið um hné á konunni, þegar hún lyfti upp lærunum““. Þessi skýring var borin undir Benedikt Sveinsson lækni fyrir héraðsdómi, og kvaðst hann „engan dóm vilja leggja á þá skýringu, en ekki geta útilokað hana“. 1Il. Eins og fram er komið, bentu aðstæður á vettvangi ekki til þess, að átök hefðu átt sér stað. Fatnaður kæranda var ekki heldur til marks um, að harðræði hefði verið beitt. Þótt kærandi hafi borið nokkra áverka, þykja þeir ekki veita óyggjandi vísbendingu um, að hún hafi sætt nauðung af hálfu ákærða. Læknir treysti sér ekki til að útiloka skýringu ákærða á þeim, og verður að miða við, að þeir kunni að eiga sér eðlilegar orsakir. Smávægilegar ákomur á 1862 ákærða, sem lýst er í héraðsdómi, skipta ekki máli í þessu sam- bandi. Hið sama er um örorku kæranda og ákærða. Með hliðsjón af þessu og þegar atvik málsins eru virt í heild, þykir varhugavert að telja það sannað gegn eindreginni neitun ákærða frá upphafi rannsóknar málsins, að hann hafi gerst sekur um þann verknað, sem í ákæru greinir, sbr. 46. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ber því að sýkna hann af refsikröfu ákæruvaldsins. Með þeirri niðurstöðu verður bótakröfu kæranda vísað frá dómi, sbr. 3. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 170.000 krónur. IV. Nokkrir annmarkar eru á rannsókn þessa máls. Skýrslur voru ekki teknar af eiginmanni kæranda, sem var með henni á skemmti- staðnum, eða nábýlisfólki ákærða, þótt kærandi hafi borið, að hún hafi kallað á hjálp út um baðherbergisglugga. Ekki var farið fram á blóðtöku til ákvörðunar á áfengismagni í blóði kæranda, og föt hennar virðast ekki hafa verið rannsökuð sérstaklega. Þá koma fram staðhæfingar í auðkennum rannsóknargagna Rannsóknar- lögreglu ríkisins þess efnis, að nauðgun hefði verið framin umrætt sinn. Það er ámælisvert og brýtur í bága við grunnreglur laga um meðferð opinberra mála varðandi hlutlægni rannsóknarvalds. Dómsorð: Ákærði, X, er sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Skaðabótakröfu Y er vísað frá dómi. Allur kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, Atla Gíslasonar hæstaréttarlögmanns, samtals 170.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 1993. Ár 1993, föstudaginn 30. apríl, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í mál- 1863 inu nr. S-185/1993: Ákæruvaldið gegn X, sem tekið var til dóms 28. sama mánaðar. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 16. mars 1993, á hendur ákærða, X Í...) fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 4. júlí 1992 í íbúð ákærða tvívegis þröngvað konunni K Í...) til holdlegs samræðis með ofbeldi. Er þetta talið varða við 194. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1992. Gerð er krafa um, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Þá gerir konan kröfu til 500.000 króna miskabóta úr hendi ákærða. Málavextir. Laugardagsmorguninn 4. júlí sl. kl. 5.20 hringdi kona úr Í...) til lögregl- unnar Í Reykjavík og sagði, að húsráðandi þar hefði nauðgað sér. Lögreglu- menn fóru að sinna þessu. Fyrstur þeirra á vettvang var Haukur Ásmunds- son aðstoðarvarðstjóri, sem var í bíl í nágrenninu. Kveðst hann hafa kallað á aðra lögreglumenn til aðstoðar og farið á vettvang. Kveðst hann telja, að ekki hafi liðið nema um tvær mínútur, frá því að hann heyrði kallið frá stöðinni, til þess að hann var kominn á vettvang. Hinir lögreglu- mennirnir hefðu komið á að giska fimm mínútum á eftir sér. Hafi verið opið inn í íbúðina, og hitti hann þar fyrir ákærða, sem hélt á buxum sínum, og konuna K l...), sem hafi legið á sæng á forstofugólfi í rauðum jakka einum fata. Kveður hann konuna hafa verið grátandi og erfitt verið að skilja hana fyrir gráti og ekka, en hún hafi þó sagt, að ákærði hefði nauðgað sér. Ákærði hafi verið mjög rólegur og neitað því, að hann hefði nauðgað konunni, og sagt, að samfarirnar hefðu verið með vilja hennar, og boðist til að koma á lögreglustöðina. Á lögreglustöðinni hafi konan skýrt frá því, að hún hefði hitt manninn í Glæsibæ, og hefði maðurinn boðið sér heim og upp á drykk. Hefði maðurinn ráðist á sig og klætt sig úr að neðan. Fyrst hefði þessi nauðgun verið inni í herbergi, en síðar, eftir að sér hafði tekist að komast fram, hefði hann haldið þessu áfram í for- stofunni á sæng. Konan hafi talað um, að hún hefði verið hrædd við mann- inn. Þá hafi hún talað um, að hún hefði komist í símann, meðan ákærði hefði verið á salerninu. Vitnið kveðst telja, að konan hafi verið töluvert ölvuð. Þá hafi hún verið mjög miður sín og ekki orðið viðræðuhæf, fyrr en hún var búin að fá kaffibolla á lögreglustöðinni. Lögreglumaðurinn kveðst muna eftir einhverjum buxum af konunni við klósettdyrnar og ein- hverjum armböndum á sænginni. K hefur í aðalatriðum skýrt svo frá, að eftir dansleik í Glæsibæ hafi hún farið þaðan út ásamt manni sínum. Hún kveðst hafa verið búin að drekka fjóra einfalda gin um kvöldið og verið kennd. Manni sínum hafi dvalist eitthvað þarna fyrir utan við það að tala við ókunnugt fólk, og 1864 kveðst hún hafa misst sjónar á honum. Hafi þá komið til sín maður og boðist til að aka sér heim, þar sem hann væri með bíl til umráða þarna við húsið. Hafi hún þegið boð mannsins, þar sem hún vildi komast heim, en þegar til kom, hafi þetta ekki reynst rétt, heldur hafi maðurinn tekið leigubíl. Í bílnum hafi maðurinn boðið sér að koma með sér heim og fá í glas og hún þegið það, þar sem maðurinn hafi verið kurteis og hún talið það óhætt. Hún kveðst hafa sest í sófa í stofunni hjá manninum. Hún kveðst hafa minnt hann á boð hans, en þá hafi komið í ljós, að hann átti ekkert áfengi. Hafi hún þá beðið hann að hringja á leigubíl fyrir sig. Maðurinn hafi þá staðið upp og gengið að sér, tekið um handlegg sér, ýtt sér aftur á bak og reynt að kyssa sig og svo lyft sér upp úr sófanum. Hann hefði byrjað eða reynt að afklæða hana og dregið hana inn í svefnherbergi, en hún streist á móti. Hafi hún orðið mjög hrædd og gefist upp fljótlega. Hann hafi lagt hana á bakið niður í rúm sitt og sleppt tökum á henni og rifið sig úr öllu, en á meðan hafi hún legið á bakinu, lömuð af hræðslu, og ekki reynt að forða sér í burtu. Hann hafi svo rifið hana úr nærbuxum og ytri buxum, sem voru úr teygjuefni, í einu handtaki og svo jakka og bol, sem einnig var úr teygjuefni. Hafi hann lagst ofan á sig, reynt mikið til þess að glenna í sundur fótleggina á sér með annarri hendi og líkams- þunga sínum og haldið sér fastri með hinni hendinni. Á endanum hafi hún gefist upp og hann getað glennt í sundur fætur hennar og stýrt lim sínum inn í leggöngin. Hafi hann viðhaft samfarahreyfingar. Ekki kveðst hún geta sagt, hve lengi þær stóðu, en sér hefði fundist það langur tími. Hafi hann sí og æ verið að tala um, að sér yrði ekki sáðfall, og kveðst hún vera viss um, að það hafi ekki orðið. Meðan á þessu gekk, hafi hún barist um, grátið og hrópað á hjálp, og einnig hafi hún beðið hann að hætta þessu, en hann ekki sinnt því og hlegið. Hún hafi svo gert sig blíðlega og sagt við hann, að hún væri komin í spreng og yrði að pissa. Hann hafi þá hætt og staðið upp og fróað sér fyrir framan hana. Hún hafi staðið upp og farið fram á salerni, allsnakin, en maðurinn fylgt sér eftir og fróað sér. Hún hafi læst salerninu á eftir sér, en hann beðið við dyrnar. Hún hafi ætlað að fara út um gluggann, en ekki getað það, þar sem hann var svo lítill. Hún hafi þá kallað á hjálp. En þegar maðurinn hafi heyrt það, hafi hann orðið „„brjálaður““ og skipað sér að opna. Hafi hann sagt, að það væri ekkert mál fyrir sig að opna. Hafi hún þá opnað og farið fram á ganginn. Hafi ákærði staðið þar og verið að fikta í kynfærum sínum, en hún hafi farið inn í herbergið og náð í fötin og farið með þau fram í stofu og farið að klæða sig í þau. Á meðan hafi maðurinn sótt sængina inn í svefnherbergið og lagt á stofugólfið og sagt, að hún fengi ekki að fara, fyrr en hann væri „búinn að fá úr honum““. Hafi hann þrifið í sig og skellt sér ofan á sæng- ina. Hafi hann haldið sér niðri með annarri hendi, en rifið sig úr nærbuxun- 1865 um með hinni. Hafi hann svo glennt í sundur fætur hennar með þeirri hendi og sett liminn inn í hana. Hafi hann hafið samræðishreyfingar og reynt mikið til þess að fá fullnægingu, en ekki tekist og sífellt verið að blóta yfir því. Hafi hún þá sagt við hann, að hann yrði að fara fram og pissa fyrst til þess að geta það, og hafi hann þá staðið upp og farið fram á salern- ið. Á meðan hafi hún komist í síma þar í stofunni og hringt í lögregluna. Maðurinn hafi komið inn og séð sig með símtólið í hendi og spurt, hvert hún væri að hringja. Þegar hún sagði honum það, hefði hann farið inn í svefnherbergi og klætt sig í föt og sett upp hálsbindi. Hafi hann verið orðinn fullklæddur, þegar lögreglumenn komu, og hafi hann opnað fyrir þeim. Sjálf hafi hún verið grátandi og að klæða sig í nærbuxurnar, þegar lögreglan kom. Maðurinn hafi verið sakleysið uppmálað og sagt, að hann skildi ekki, hvaða læti þetta væru. K er 75% öryrki og kveðst vera með brjóskrýrnun í baki og herðum, sem leiði af sér máttleysi í handleggjum og herðum. Hafi ákærði átt alls kostar við sig af þeirri ástæðu. Fram hefur komið hjá konunni, að atburðurinn hafi dregið dilk á eftir sér fyrir hana. Hún hafi orðið þunglynd, hrædd og geti ekki lifað eðlilegu kynlífi eftir þetta. Ákærði hefur í meginatriðum skýrt svo frá, að hann hafi hitt konuna fyrir utan Glæsibæjarhúsið. Hafi þau bæði verið ölvuð og farið saman Í leigubíl. Hann segist ekki muna, hvað þeim hafi farið á milli í leigubílnum, en telur þó, að þau hafi ekkert verið að „kela““ í bílnum, en þau hafi faðmast fyrir utan húsið og jafnvel kysst þar, áður en þau fóru inn. Hafi þau gengið, sem leið lá, inn í svefnherbergið og sest á rúmstokkinn og talað saman. Þau hafi svo farið að láta vel hvort að öðru, og síðan hafi þau afklæðst hvort í sínu lagi. Þau hafi svo lagst upp í rúm og farið að kyssast, og hafi hún legið á bakinu, en hann ofan á henni. Hann hafi sett fætur sína á milli fóta konunni án mótþróa. Hafi hann sett einn fingur inn í kyn- færi hennar og svo getnaðarliminn. Þau hafi haft samfarir í um hálftíma og konan virst hafa ánægju af, því að hún hafi tekið undir samfarahreyf- ingarnar. Hafi hún strokið honum um bakið og hann henni einnig svo og um mjaðmir hennar. Ákærði neitar því að hafa haldið höndum hennar. Hafi hún legið á bakinu, en þó geti verið, að þau hafi legið á hliðinni líka. Hann viti ekki, hvort konan hafi fengið fullnægingu, en hann hafi haldið það, þar sem hún hafi aukið hreyfingarnar og stunið. Sjálfur hafi hann ekki fengið sáðfall, og kennir hann það ölvun sinni. Eftir samfarirnar hafi hann staðið upp og hún beðið sig að gefa sér í glas og átt við áfengi. Hann hafi fært henni vatnsglas, þar sem hann hafi ekkert áfengi átt, og hafi þá fokið í hana og farið að rífast út af þessu. Hún hafi staðið upp og farið að klæða sig og farið í einhverja rauðlita flík að ofan og nærbuxur, en 1866 ekki ytri buxur. Hafi hún farið þannig búin fram í eldhús og þaðan inn á salerni og eftir nokkra stund inn í stofu og spurt um símann, því að hún ætlaði að hringja. Hann hafi vísað henni á símann og rétt henni símaskrá. Áður en hún hringdi, hefði hún spurt um heimilisfangið og hann sagt henni það. Hann hafi farið inn í svefnherbergi, klætt sig í nærbuxur og nærskyrtu og ekki heyrt, hvert hún hringdi. Hafi hann sveipað sænginni um axlir sér og sest frammi í „„holinu““. Konan hafi gengið um gólf, æst í skapi, og farið að skamma sig. Hafi henni gramist mest, að hann skyldi ekki eiga áfengi handa henni. Meðan hann sat þarna í stólnum, hefði dyra- bjöllunni verið hringt og hann staðið upp, farið inn í svefnherbergi og klætt sig í síðar nærbuxur utan yfir þær stuttu og séð út um rúðu í útihurðinni, að lögreglan var komin og beið fyrir utan. Hann hafi lokið upp, en þegar lögreglumennirnir voru komnir inn, hefði konan verið sest á gólfið í „sholinu““ og sagt þeim, að hann hefði nauðgað sér, og virst vera reið. Hefði hann mótmælt þessu við lögreglumennina. Ákærði kveðst ekki geta skýrt áverkana á konunni að öðru leyti en því, að samfarirnar hafi staðið lengi, og gætu þeir stafað af því, að hann hefði tekið um hné henni, þegar hún lyfti lærunum. Að því er áverka á sér sjálfum varðaði (sbr. hér á eftir), hefði hann farið í sjómann við fjóra menn í Ölveri fyrr um nóttina. Benedikt Sveinsson, læknir á kvennadeild Landspítalans, skoðaði kon- una, eftir að hún kom á deildina kl. 7.50 þennan morgun. Á henni var að sjá eftirtalda áverka: Marblett og klór og rispur utanvert á hægra læri Og smárispur innanvert á lærinu. Á vinstra læri innanverðu var húðin öll rifin líkt og eftir neglur og með smáum marblettum á 20x10 cm stórum bletti. Á verkar þessir voru að mati læknisins ferskir og greinilega ekki meira en nokkurra klukkustunda gamlir. Leit að sæði bar ekki árangur. Ákærði gekkst undir læknisrannsókn á slysa- og bæklunarlækningadeild Borgarspítalans, en þangað kom hann kl. 17.38 4. júlí. Samkvæmt sjúkra- skrá deildarinnar sáust þessir áverkar á ákærða: Hrufl vinstra megin á enni, rispa við hægra herðablað, rákir yfir og mar undir vinstra herðablaði og loks roði á rist hægri fótar yfir réttisin stóru táar. Ekki sást áverki á getnaðarfærum. Í blóði hans mældust 1,72%, af vínanda. Niðurstaða. Ákærði og K hafa verið staðföst í skýrslum sínum um öll meginatriði málsins. Ákærði hefur ekki gefið trúverðuga skýringu á áverkunum á konunni, og benda þeir sterklega til þess, að hún hafi sætt valdbeitingu við samræðið. Frásögn hennar nýtur auk þess stuðnings af vætti Hauks Ásmundssonar aðstoðarvarðstjóra, og er ekki neitt það í málinu, sem veikir hana. Verður að þessu athuguðu að telja sannað, að ákærði hafi tvisvar þessa nótt þröngað konunni til samræðis með ofbeldi. Hefur hann með 1867 þessu orðið sekur um brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 40/1992. Miskabótakrafa K þykir ekki vera óhófleg, og ber með heimild í 264. gr. almennra hegningarlaga að taka hana til greina og dæma ákærða til þess að greiða henni 500.000 krónur í skaðabætur. Viðurlög. Ákærði hefur ekki sakaferil, sem þýðingu hefur fyrir mál þetta. Þykir refsing hans vera hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Dæma ber ákærða til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 45.000 krónur, og málsvarnarlaun til verjanda síns, Atla Gíslasonar hrl., 70.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, X, sæti fangelsi í 18 mánuði. Ákærði greiði K 500.000 krónur í skaðabætur. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 45.000 krónur, og málsvarnarlaun til verjanda síns, Atla Gíslasonar hæstaréttarlögmanns, 70.000 krónur. 1868 Fimmtudaginn 28. október 1993. Nr. 172/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) segn Halldóri Einarssyni (Örn Clausen hrl.). Þjófnaður. Tilraun. Fjársvik. Skilorðsrof. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnar M. Guðmunds- son, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Máli þessu var áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu ákærða vegna viðurlaga eingöngu. Krefst hann þess, að refsing verði milduð og refsivist skilorðsbundin. Af hálfu ákæruvalds var málinu áfrýjað með stefnu 15. apríl 1993 til þyngingar refsingu. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óóraskaður. Ákærði, Halldór Einarsson, greiði áfrýjunarkostnað máls- ins, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 25.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, 25.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars 1993. Ár 1993, mánudaginn 15. mars, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Hirti O. Aðalsteinssyni héraðs- dómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-67/1993: Ákæruvaldið gegn Halldóri Einarssyni, sem tekið var til dóms samdægurs. Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 2. febrúar sl., gegn „Halldóri Einarssyni, Vesturgötu 14, Reykjavík, fæddum 21. apríl 1960, fæðingarnúmer 357, fyrir eftirgreind brot, framin í Reykjavík: 1869 I. Fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 22. júlí 1992 brotist í þjófnaðar- skyni inn í verslunina Krisco, Skólavörðustíg 21, en lögreglumenn komu að honum á vettvangi. Telst þetta varða við 244. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Il. Í nóvember 1991 notað í staðgreiðsluviðskiptum í versluninni Nóatúni, Nóatúni 17, tékka, að fjárhæð 13.194 kr., sem hann gaf út til verslunar- innar á reikning sinn nr. 29082 hjá Búnaðarbanka Íslands, Austurstræti 5, Reykjavík, þrátt fyrir það að hann ætti ekki innstæðu fyrir andvirði tékkans, en tékkareikningi hans var lokað vegna misnotkunar 14. október 1991. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Í málinu krefjast eftirgreindir skaðabóta: Ósk Auðunsdóttir vegna verslunarinnar Krisco, 22.215 kr. Verslunin Nóatún, 13.194 kr.““. Málavöxtum er nægilega lýst í ákæru. Með skýlausri játningu ákærða þykir sannað, að hann hafi framið brot þau, sem honum eru gefin að sök og réttilega eru færð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði ákærða hlaut hann frá árunum 1983 til 1987 samtals sjö refsidóma fyrir þjófnað, skjalafals og brot gegn fíkniefna- löggjöf, og nam samanlögð óskilorðsbundin refsivist hans 31 og hálfum mánuði. Hinn 12. maí 1989 hlaut ákærði níu mánaða fangelsi fyrir þjófnað, og voru 240 daga eftirstöðvar reynslulausnar dæmdar með. Hinn 7. maí 1990 var í Hæstarétti kveðinn upp dómur í ofangreindu máli, og skyldi refsingin skilorðsbundin í þrjú ár frá uppsögu dómsins. Auk þessa hefur ákærði sjö sinnum sæst á sektargreiðslur fyrir brot gegn umferðarlögum og fíkniefnalöggjöf. Ákærði hefur rofið skilorð ofangreinds hæstaréttardóms, og ber því eftir reglum 60. gr. almennra hegningarlaga að taka skilorðsdóminn upp og dæma með þessu máli. Þykir refsing ákærða með vísan til 711. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mán- uði. Ákærði hefur samþykkt fram komnar skaðabótakröfur, og verða þær teknar til greina. Að lokum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. 1870 Dómsorð: Ákærði, Halldór Einarsson, sæti fangelsi í tíu mánuði. Ákærði greiði Ósk Auðunsdóttur vegna Verslunarinnar Krisco 22.215 kr. og versluninni Nóatúnum 13.194 kr. ásamt dráttarvöxtum frá 1. 11. 1991 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað. 1871 Fimmtudaginn 28. október 1993. Nr. 304 og 305/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Einari Inga Kristinssyni (Örn Clausen hrl.). Málasamsteypa. Ölvunarakstur. Svipting ökuréttar. Skilorðsrof. Hegningarauki. Sakarkostnaður. Aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnar M. Guðmunds- son, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Ríkissaksóknari hefur með stefnu 12. júlí 1993 áfrýjað til Hæsta- réttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, upp kveðnum 28. maí 1993, í máli, sem höfðað var með ákæru 1. febrúar 1993. Þá hefur ríkis- saksóknari áfrýjað til Hæstaréttar með stefnu 22. júlí 1993 dómi Héraðsdóms Vesturlands, upp kveðnum 14. júlí 1993, í máli, sem höfðað var með ákæru 11. febrúar 1993. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist, að refsing verði þyngd og svipting ökuréttar samkvæmt dóminum frá 14. júlí 1993 staðfest. Ákærði unir báðum dómum. Málin voru sameinuð og flutt í einu lagi fyrir Hæstarétti. I. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Rangárvallasýslu var bifreið ákærða stöðvuð kl. 14,45 laugardaginn 22. ágúst 1992 (ekki 2. ágúst, eins og segir í héraðsdómi). Ákærða var tekið blóðsýni til alkóhólrannsóknar kl. 15,37, og reyndist það innihalda 0,80%0 alkóhóls. Með akstri sínum umrætt sinn undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti braut ákærði gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr., og Í. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Í héraðsdómi segir, að ákærði hafi gengist undir dómsátt fyrir brot á umferðarlögum í mars 1992. Hennar er ekki getið á saka- vottorði ákærða, en þar er hins vegar getið sektardóms frá 10. apríl 1872 1992 vegna brots á 1. mgr. 37. gr. umferðarlaga og á lögreglu- samþykkt. 11. Dómur Héraðsdóms Vesturlands. Í lögregluskýrslu segir, að tilkynning hafi borist um, „að verið væri að aka bláu bifhjóli á ofsahraða eftir Kalmansbraut““. Við yfirheyrslu hjá lögreglunni á Akranesi var ákærði ekki inntur eftir ökuhraða, og víkur ekki frekar að honum í lögreglurannsókn. Engu að síður var ákært fyrir ofsahraða, en án tilvísunar Í viðeigandi ákvæði í umferðarlögum. Af frumskýrslu lögreglunnar á Akranesi verður ekki ráðið með vissu, hvenær akstur ákærða á bifhjólinu R-73832 hinn 20. nóvember 1992 átti sér stað, en í skýrslu ákærða hjá lögregluvarðstjóra, sem tekin var kl. 23,55, kveðst hann hafa hafið aksturinn kl. 23,25. Eigi kemur fram, hvenær akstrinum lauk. Ákærða var tekið blóðsýni til alkóhólrannsóknar kl. 00,42. Reynd- ist það innihalda 1,05%o alkóhóls. Samkvæmt því er ranglega ákært fyrir brot á 1., sbr. 3. mgr., 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Með akstri þessum braut ákærði gegn 1. mgr., sbr. 2. mgr., 48. gr. og Í. mgr. 48. gr. umferðarlaga. Il. Eins og rakið er í hinum áfrýjuðu dómum, rauf ákærði með framangreindum brotum skilorð refsidóms frá 20. október 1992. Ber því samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 7. gr. laga nr. 22/1955, að taka upp þann dóm og dæma skilorðs- bundinn hluta hans, þriggja mánaða fangelsi, með í þessu máli. Refsing ákærða samkvæmt 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga og með hliðsjón af 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga þykir hæfilega ákveðin fangelsi í fimm mánuði. Með vísan til 3. mgr. 102. gr. umferðarlaga, sbr. 26. gr. laga nr. 44/1993, ber að svipta ákærða ökurétti í þrjú ár frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. IV. Tíu dagar liðu milli þess, að tvær ákærur út af sams konar brot- um ákærða voru gefnar út sín í hvoru lögsagnarumdæmi. Héraðs- dómarnir eru mjög sinn á hvorn veg um niðurstöðu, og kom fram við munnlegan málflutning af hálfu ákæruvalds, að það út af fyrir 1873 sig hefði valdið því, að áfrýjun þótti óhjákvæmileg. Þessi háttur á málarekstri gegn ákærða var andstæður hagsmunum hans og óviðunandi. Veldur hann því, að ákærði verður aðeins dæmdur til að greiða sakarkostnað í héraði að hálfu, en að öðru leyti greiðist hann úr ríkissjóði sem og allur áfrýjunarkostnaður málsins. Dómsorð: Ákærði, Einar Ingi Kristinsson, sæti fangelsi í fimm mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti í þrjú ár frá uppsögudegi dóms þessa að telja. Ákærði greiði sakarkostnað í héraði að hálfu. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður í héraði og allur áfrýjunarkostnaður málsins úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Arnar Clausen hæstaréttar- lögmanns, 40.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. maí 1993. Ár 1993, föstudaginn 28. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-60/1993: Ákæruvaldið gegn Einari Inga Kristinssyni, en málið var dómtekið samdægurs á grund- velli 125. gr. laga nr. 19/1991. Málið er höfðað með ákæruskjali, dagsettu 1. febrúar 1993, á hendur „Einari Inga Kristinssyni, Lágumýri 6, Mosfellsbæ, kt. 080873-3609, fyrir að hafa laugardaginn 2. ágúst 1992, undir áhrifum áfengis og sviptur öku- réttindum, ekið bifreiðinni JO-083 frá fjölbýlishúsi við Fossöldu, Hellu, Rangárvallasýslu, að Þrúðvangi, þar sem lögregla stöðvaði akstur hans. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr., og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttinda samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987““. Ákærði kom fyrir dóminn í dag og viðurkenndi þá að hafa framið hátt- semi þá, sem í ákæruskjali greinir. Dómurinn telur því sannað með ský- lausri játningu ákærða, sem studd er öðrum gögnum málsins, að ákærði hafi framið þá háttsemi, sem ákært er út af. Brot ákærða er rétt heimfært til refslákvæða í ákæruskjali. Ákærði gekkst undir dómsátt árið 1991 fyrir brot gegn 1., sbr. 2. mgr. 118 1874 45. gr. umferðarlaga. Þá gekkst ákærði undir dómsátt fyrir umferðarlaga- brot í mars 1992. Ákærði hlaut refsidóm í október 1992, þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár og 100 þúsund króna sekt, fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og fyrir brot gegn umferðarlögum. Ákærði var þá einnig sviptur ökuréttindum í 20 mánuði frá 7. febrúar 1992 að telja. Refsing ákærða er nú ákvörðuð með hliðsjón af 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga. Skilorðsbundni hluti dómsins frá 20. október 1992 er nú tekinn upp og málin dæmd í einu lagi, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða þykir þannig hæfilega ákvörðuð fjögurra mánaða fang- elsi, en eftir atvikum þykir rétt að fresta fullnustu refsivistarinnar skilorðs- bundið í þrjú ár frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði al- mennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði er sviptur ökuréttindum í tvo mánuði frá 7. október 1993 að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómsorð: Ákærði, Einar Ingi Kristinsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skal fullnustu refsivistarinnar skilorðsbundið í þrjú ár frá upp- kvaðningu dómsins að telja og hún niður falla að þeim tíma liðnum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/195S5. Ákærði skal sviptur ökuréttindum í tvo mánuði frá 7. október 1993 að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 14. júlí 1993. Ár 1993, miðvikudaginn 14. júlí, er á dómþingi Héraðsdóms Vesturlands, sem háð er í Hegningarhúsinu að Skólavörðustíg 9, Reykjavík, af Símoni Sigvaldasyni fulltrúa, kveðinn upp dómur í héraðsdómsmálinu nr. S-15/ 1933: Ákæruvaldið gegn Einari Inga Kristinssyni, sem tekið var til dóms sama dag. Málið er höfðað með ákæruskjali sýslumannsins á Akranesi, dagsettu 11. febrúar sl., á hendur ákærða, Einari Inga Kristinssyni, kt. 080873-3609, nú til heimilis að Engihjalla 11, Kópavogi, „fyrir að hafa föstudaginn 20. nóv. 1992 um kl. 23 ekið bifhjólinu R-73832 á ofsahraða undir áhrifum áfengis og án hjálms og án ökuréttinda frá Kalmansbraut 2 og eftir Kalmansbraut að umferðarljósum þar, er hjólið bilaði. Atferli þetta þykir varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr., 45. gr. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 1875 Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og að kveðið verði í dómi á um, að honum sé óheimilt að hafa ökuréttindi, sbr. 101.-102. gr. nefndra laga.“ Ákærði, Einar Ingi Kristinsson, hefur við rannsókn og meðferð málsins viðurkennt að hafa ekið bifhjólinu R-73832 á ofsahraða undir áhrifum áfengis, án ökuhjálms og án ökuréttinda þann dag og með þeim hætti, er ákæra greinir frá. Með ofangreindum verknaði hefur ákærði gerst sekur um þá háttsemi, er tilgreind er í ákæruskjali og þar er rétt heimfærð til refslákvæða. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann 22. maí 1991 gengist undir dómsátt vegna ölvunaraksturs. Þá hefur hann samkvæmt sakavottorði sínu hlotið tvo dóma. Hinn fyrri er frá 10. apríl 1992 og er vegna hraðaksturs. Seinni dómurinn er frá 20. október 1992. Með þeim dómi hefur ákærði brotið gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga auk ákvæða umferðar- laga, m. a. um hraðakstur og ölvunarakstur. Með þeim dómi var ákærði dæmdur í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið í þrjú ár, auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu 100.000 króna sektar. Með dóminum var ákærði sviptur ökuréttindum í 20 mánuði frá 7. febrúar 1992. Ákærði hefur með broti því, er hér er til meðferðar, rofið skilorð refsi- dómsins frá 20. október 1992. Með vísan til ungs aldurs ákærða og atvika málsins þykir rétt, eins og hér stendur á, að láta skilorðsdóminn halda sér skv. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 7. gr. laga nr. 22/1955. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin sekt, að fjárhæð 90.000 krónur, er greiðist í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, en ella sæti ákærði varðhaldi í 26 daga. Ákærði þykir enn fremur hafa unnið sér til sviptingar ökuréttinda. Með vísan til 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga skal ákærði vera sviptur ökurétt- indum í þrjú ár frá 7. október 1993 að telja, en þann dag hefði ákærði öðlast ökuréttindi á nýjan leik. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsorð: Ákærði, Einar Ingi Kristinsson, greiði í sekt til ríkissjóðs 90.000 krónur innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, en sæti ella varðhaldi í 26 daga. Ákærði er sviptur ökuréttindum í þrjú ár frá 7. október 1993 að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað. 1876 Fimmtudaginn 28. október 1993. Nr. 318/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Lindu Hrönn Reynisdóttur (Örn Clausen hrl.). Ölvunarakstur. Svipting ökuréttar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnar M. Guðmunds- son, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Ríkissaksóknari áfrýjaði máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 29. júlí 1993. Krefst hann þess, að refsing verði þyngd og ákærða svipt ökurétti. Málinu er einnig áfrýjað af hálfu ákærðu og aðallega krafist sýknu af kröfum ákæruvalds, en til vara staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms er rétt að staðfesta hann að öðru leyti en því, að svipta ber ákærðu öku- rétti í fjóra mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa samkvæmt 1. mgr. 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 26. gr. laga nr. 44/1993. Dæma ber ákærðu til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um refsingu og sakarkostnað í héraði skulu vera óröskuð. Ákærða, Linda Hrönn Reynisdóttir, er svipt ökurétti í fjóra mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Ákærða greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 30.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Arnar Clausen hæsta- réttarlögmanns, 30.000 krónur. 1877 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júlí 1993. Ár 1993, fimmtudaginn |. júlí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Hirti O. Aðalsteinssyni héraðs- dómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-355/1993: Ákæruvaldið gegn Lindu Hrönn Reynisdóttur, sem tekið var til dóms 28. júní sl. Málið er höfðað með ákæruskjali lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettu 1. júní sl., á hendur ákærðu, Lindu Hrönn Reynisdóttur, Jórufelli 2, Reykjavík, kt. 310773-4419, „fyrir að aka bifreiðinni R-37173 að morgni sunnudagsins 14. júní 1992 undir áhrifum áfengis um bifreiðastæði við hús nr. 8 við Furulund á Akureyri. Þetta telst varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. um- ferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist, að ákærða verði dæmd til refsingar og til sviptingar öku- réttinda skv. 101. og 102. gr. umferðarlaga“. Málavextir eru þessir: Sunnudaginn 14. júní 1992 kl. 7.40 barst lögreglunni á Akureyri tilkynn- ing um, að ölvaður ökumaður væri að fara af stað á bifreið frá bifreiða- stæði við fjölbýlishúsið að Furulundi 8 þar í bæ. Lögreglumenn fóru á vett- vang og sáu þar bifreiðina R-37173, sem er rauð Skoda-bifreið, og virtist lögreglumönnunum, að bifreiðinni hefði verið ekið frá bifreiðastæði og út á akstursbrautina. Sat ákærða undir stýri bifreiðarinnar og neitaði að ræða við lögreglumenn og læsti öllum dyrum bifreiðarinnar. Segir í lögreglu- skýrslu, að tekist hafi að opna bifreiðina með því að spenna upp litla hliðar- rúðu, og hafi þetta verið gert sökum þess, að straumlyklar bifreiðarinnar voru Í straumlás, og töldu lögreglumenn hættu á, að ákærða héldi áfram akstri bifreiðarinnar. Ákærða var síðan handtekin og færð í handjárn, og síðan var tekið úr henni blóðsýni til alkóhólákvörðunar. Samkvæmt niður- stöðu þeirrar rannsóknar reyndist magn alkóhóls í blóði ákærðu vera 1,27%. Niðurstaða. Ákærða hefur kannast við að hafa sest í ökumannssæti bifreiðar sinnar í þeim tilgangi að aka burt á henni. Ákærða hefur neitað því að hafa haft kveikjulásslykla bifreiðarinnar í fórum sínum, en hefur kannast við að hafa reynt að gangsetja hana með því að tengja saman víra í mælaborði. Þá hefur ákærða kannast við að hafa stigið á tengslin, og hafi bifreiðin runnið u. þ. b. eina bíllengd við það. Þessi framburður ákærðu fær stoð í fram- burði vitnanna Bjarna, Sævars og Steinunnar. Hins vegar hafa lögreglu- menn þeir, sem afskipti höfðu af ákærðu, talið sig hafa séð kveikjulásslykla 1878 í kveikjulás bifreiðarinnar. Verður, eins og hér stendur á, að telja þetta atriði Ósannað, enda vettvangsrannsókn lögreglumannanna að þessu leyti ófullkomin. Þegar litið er til þess, að það var eindregin ætlun ákærðu að aka bifreið- inni, og jafnframt, að bifreiðin rann a. m. k. eina bíllengd úr bifreiðastæð- inu fyrir tilstilli ákærðu, sem samkvæmt gögnum málsins var undir áhrifum áfengis, verður að telja sannað, að ákærða hafi gerst sek um háttsemi þá, sem henni er gefin að sök í ákæruskjali og þar þykir rétt færð til refsi- ákvæða. Samkvæmt sakavottorði ákærðu hefur hún ekki sætt refsingu, svo að kunnugt sé. Við ákvörðun refsingar og annarra viðurlaga á hendur ákærðu þykir mega horfa til þess, að tilraunir ákærðu til þess að koma bifreiðinni í gang voru ekki líklegar til að bera árangur, og þá var ólíklegt, að ákærða hefði komist langt á bifreiðinni, sem samkvæmt vitnaframburði var stýrislæst. Refsing ákærðu þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af framansögðu 20.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem greiðist innan fjögurra vikna frá birt- ingu dómsins, en ella sæti ákærða varðhaldi í sex daga. Í ákæru er þess krafist, að ákærða verði svipt ökurétti, með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga. Með hliðsjón af atvikum máls þessa, sem rakin hafa verið hér að framan, og því, að ákærða hefur ekki áður gerst sek um sams konar brot, þykir með vísan til 2. málsliðar 1. mgr. 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 26. gr. laga nr. 44/1993, mega sleppa ákærðu við sviptingu ökuréttar. Með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 ber að dæma ákærðu til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin saksóknarlaun, er renni í ríkissjóð, 20.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hrl., er þykja hæfilega ákveðin 35.000 krónur. Dómsorð: Ákærða, Linda Hrönn Reynisdóttir, greiði 20.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella varð- haldi í sex daga. Ákærða er sýknuð af kröfu ákæruvalds um sviptingu ökuréttar. Ákærða greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun, er renni Í ríkissjóð, 20.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hrl., 35.000 krónur. 1879 Fimmtudaginn 28. október 1993. Nr. 104/1991. Jón Loftsson hf. (Björn Ólafur Hallgrímsson hrl.) gegn Sævari Guðlaugssyni (Einar Gautur Steingrímsson hdl.). Veðskuldabréf. Varnir. Fyrirvari. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 8. mars 1991. Krefst hann þess, að málsmeðferð í héraði verði ómerkt og málinu vísað heim til löglegrar meðferðar. Jafnframt verði honum dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti, ella krefst hann sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi byggir ómerkingar- og heimvísunarkröfu sína á því, að héraðsdómari hafi ekki, með vísan til 208. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, hleypt að efnisvörnum í málinu, er byggðust á fyrirvara, sem áritaður var á skuldabréf, út gefið af áfrýjanda 9. maí 1989, með veði í eigin húseign. Á þetta verður ekki fallist. Í dómi sínum fjallaði héraðsdómari um þýðingu fyrir- vara þessa og taldi, að hann hefði ekki leyst áfrýjanda undan greiðsluloforði því, sem hann hafði undirritað. Taldi hann efnis- varnir áfrýjanda að öðru leyti ekki komast að í málinu, og er fallist á þá niðurstöðu. Samkvæmt því er ómerkingar- og heimvísunar- kröfu áfrýjanda hafnað. Áritun sú á ofangreint skuldabréf, sem áfrýjandi ber fyrir sig, er ekki skýr eða ótvíræð. Getur hann ekki borið hana fyrir sig gagnvart stefnda í málinu, sem eignaðist skuldabréfið með framsali frá upphaflegum kröfuhafa. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann. Dæma ber áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað, eins og 1880 í dómsorði greinir, og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisauka- skatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Jón Loftsson hf., greiði stefnda, Sævari Guð- laugssyni, 110.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 10. desember 1990. Mál þetta, sem dómtekið var 27. nóvember sl., er höfðað með stefnu, birtri 29. ágúst 1990. Stefnandi er Sævar Guðlaugsson, Byggðarenda 4, Reykjavík. Stefndi er Jón Loftsson hf., Hringbraut 121, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða 625.437,60 kr. auk Ínánar tilgreindra vaxta og málskostnaðar!. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði alsýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda máls- kostnað {...1. Stefnandi kveður skuld þessa vera skv. skuldabréfi, að fjárhæð 500.000 kr., út gefnu í Reykjavík 9. maí 1989 af tveimur aðilum f. h. stefnda, en undirskriftir séu ólæsilegar, en muni vera nafnritanir Jóns Loftssonar og Lofts Jónssonar. Upphaflegur eigandi kröfunnar var Magnús Ólafsson, sem framseldi skuldabréfið til stefnda. Greitt skyldi af bréfi þessu með fimm árlegum afborgunum, í fyrsta skipti 1. júní 1990. Skuldabréfið var bundið lánskjaravísitölu, og var grunnvísitala 2394 stig. Vextir skyldu vera 5% á ári. Skuldabréfið geymdi ákvæði þess efnis, að ef ekki væri staðið í skilum á réttum gjalddaga, mætti gjaldfella það fyrirvaralaust og án upp- sagnar. Þar sem fyrsta afborgun var ekki greidd á réttum tíma, var skuldabréfið gjaldfellt. Frá og með 1. júní 1990 var skuldin öll gjaldfallin skv. ákvæðum í bréfinu sjálfu, og kveður stefnandi heildarskuldina hafa verið þá 625.437,60 kr., sem sundurliðist þannig: Höfuðstóll 500.000 kr., verðbætur 93.300,50 kr., vextir 32.137,10 kr. Til tryggingar skuld þessari setti stefndi að veði fasteignina nr. 12 við Þverveg í Stykkishólmi. Stefndi reisir vörn sína á því, að það, að hann hafi undirritað skuldabréf- ið greinilega með orðunum „,án frekari ábyrgðar““, leiði til þess, að stefndi sé undanskilinn persónulegri ábyrgð á fullnustu greiðslu þeirrar, er veðið tryggi, og kröfuhafi hafi sætt sig við það athugasemdalaust. 1881 Forsendur og niðurstaða. Stefnandi hefur lagt fram veðskuldabréf það, sem hann reisir kröfur sín- ar á. Bréfið er í stöðluðu formi, og í því er stefndi sagður skuldari. Á skjal- inu er reitur fyrir undirskrift skuldara, þar sem forsvarsmenn stefnda hafa ritað nöfn sín undir stimpil stefnda. Í reit þar fyrir neðan eru prentuð orðin „,„Samþykkur sem þingl. eigandi““. Þar undir er nafn stefnda ritað með sama hætti og bætt við orðunum „án frekari ábyrgðar“. Ekki er deilt um, að þeir, er nöfn sín rituðu, hafi getað skuldbundið stefnda. Með því að forsvarsmenn stefnda undirrituðu skuldaviðurkenningu án nokkurs fyrirvara, verður að telja, að stefndi beri ábyrgð á greiðslu bréfs- ins, svo sem stefnandi heldur fram. Verður við það að miða, að tilvitnuð orð við samþykki þingl. eiganda leysi hann ekki undan greiðsluloforði því, sem forsvarsmenn hans undirrituðu í þar til gerðan reit á skuldabréfinu. Sú vörn stefnda, að um annað hafi verið samið við útgáfu skuldabréfsins, sbr. 208. gr. laga nr. 85/1936, kemst ekki að í máli þessu, enda tekið fram í bréfinu, að um mál samkvæmt skuldinni skuli fara að hætti XVII. kafla nefndra laga. Samkvæmt þessu ber að taka kröfur stefnanda til greina að öllu leyti. Málskostnaður ákveðst 87.000 krónur. Allan Vagn Magnússon borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Jón Loftsson hf., greiði stefnanda, Sævari Guðlaugssyni, 625.437,60 krónur auk dráttarvaxta skv. 111. kafla vaxtalaga frá 1. júní 1990 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 87.000 krónur í málskostnað, og beri máls- kostnaðurinn dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir uppkvaðningu dóms til greiðsludags. 1882 Fimmtudaginn 28. október 1993. Nr. 235/1990. Íslandsbanki hf. (Jón G. Briem hrl.) gegn Súsönnu Kristjánsdóttur (Brynjólfur Kjartansson hrl.). Veðskuldabréf. Ráðstöfun andvirðis. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 13. júní 1990. Krefst hann þess, að hann verði sýknaður af kröfum stefndu og sér dæmdur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Upplýst er, að kaup áfrýjanda á veðskuldabréfi því, sem stefnda gaf út til hans 13. mars 1987, voru tengd greiðslu á skuldum fyrir- tækisins S. Magnússonar-Búbótar hf. við áfrýjanda, en sonur stefndu, sem var framkvæmdastjóri þess fyrirtækis, bauð bréfið fram. Stefnda hefur kannast við að hafa gefið skuldabréfið út í því skyni að hjálpa syni sínum, en hún hafi aldrei samþykkt annað en að hún fengi andvirði þess í hendur og hefði fullan ráðstöfunarrétt á því. Áfrýjandi keypti skuldabréfið og ráðstafaði andvirði þess svo sem lýst er í héraðsdómi. Eins og hér stóð á, bar honum að afla ótví- ræðrar heimildar stefndu, sem var skuldari samkvæmt bréfinu, til að ráðstafa andvirði þess til annars aðila, eins og gert var. Hefur áfrýjanda ekki tekist sönnun þess, að slík heimild hafi legið fyrir. Áfrýjandi varð ekki við kröfu stefndu 2. desember 1987 um greiðslu á andvirði bréfsins til hennar. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Dæma ber áfrýjanda til að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði segir. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. 1883 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Íslandsbanki hf., greiði stefndu, Súsönnu Kristjánsdóttur, 110.000 krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. mars 1990. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 9. mars sl., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, þingfestri 4. október 1988, af Súsönnu Kristjánsdóttur, nafnnr. 8551-6469, Stigahlíð 37, Reykjavík. Málið var upphaflega höfðað gegn Alþýðubankanum hf., nafnnr. 0268- 4446, Laugavegi 31, Reykjavík, en Íslandsbanki hf. tók síðan við aðild málsins. Dómkröfur. Dómkröfur stefnanda eru þær, að henni verði afhent frumrit skulda- bréfs, að fjárhæð 1.400.000 kr., út gefins af Súsönnu Kristjánsdóttur til Alþýðubankans hf. í Reykjavík 13. mars 1987 og tryggðs með 4. veðrétti í þriggja herbergja íbúð m. m. í suðvesturhluta kjallara hússins nr. 37 við Stigahlíð í Reykjavík. Bréf þetta skyldi að fullu greitt með einni greiðslu 16. desember 1987 auk vaxta, sem voru við útgáfu bréfsins 20%0 ársvextir, en skyldu breytast skv. breytingum á útlánsvöxtum Alþýðubankans hf. á lánstímanum. Þess er einnig krafist, að bréfið verði áritað til aflýsingar. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að mati réttarins auk virðisaukaskatts af lögmannsþóknun. Dómkröfur stefnda eru þær, að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði dæmdur málskostnaður |...1. Málavextir. Stefnandi lýsir málavöxtum svo, að í mars 1987 hafi stefnandi sótt um lán hjá Alþýðubankanum hf. og í því skyni afhent bankanum skuldabréf, að fjárhæð 1.400.000 kr., sem samkvæmt efni sínu átti að vera tryggt með 4. veðrétti í kjallaraíbúð stefnanda við Stigahlíð 37 í Reykjavík. Stefnandi hafi ekkert heyrt frá stefnda um umsókn sína og því talið, að henni hefði verið hafnað. Í lok nóvember 1987 hafi stefnandi orðið þess vör, að greindu skuldabréfi hafði verið þinglýst á eignina. Hafi þá komið í ljós, að stefndi hafði keypt greint skuldabréf og ráðstafað andvirði þess inn á tékkareikning 4838, en eigandi þess reiknings sé S. Magnússon - Búbót hf., Nýbýlavegi 24, Kópavogi. 1884 Stefnandi hafi ritað bankanum bréf 2. desember 1987 og krafist andvirðis skuldabréfsins, en bréfinu hafi ekki verið svarað. Þá hafi bréfi lögmanns stefnanda, dags. 3. júní 1988, ekki heldur verið svarað. Af hálfu stefnda er málavaxtalýsingu stefnanda mótmælt sem rangri í öllum aðalatriðum. Stefndi kveður málavexti vera þá, að hlutafélagið S. Magnússon hf., sem rekið hafi verið af syni stefnanda, hafi verið í viðskipt- um við stefnda. Í árslok 1986 og á útmánuðum 1987 hafi verið uppi miklir erfiðleikar í rekstri fyrirtækisins, sem m. a. hafi komið fram í viðskiptum þess við stefnda, sem á þeim tíma muni hafa verið helsti viðskiptabanki þess. Megi í þessu sambandi vísa til ýmissa bréfa og athugasemda stefnda á fram lögðum dómskjölum. Meðal úrræða, sem gripið hafi verið til við þessar aðstæður, var, að stefndi samþykkti að veita lán á nafni foreldra Stefáns Arnar Magnússonar, aðaleiganda firmans S. Magnússonar hf., með veðum í eignum þeirra, enda gengi andvirði lánanna inn á viðskiptareikning fyrirtækisins við stefnda. Af fram lögðum dómskjölum sé einnig fullljóst, að málavextir voru þeir, sem hér að framan segi. Megi í því sambandi sérstaklega benda á dskj. nr. 17 og 18. Stefnandi hafi ekki verið í neinum persónulegum viðskiptum við stefnda og því engar forsendur til, að stefndi veitti henni umrætt lán, sem auk annars hafi verið utan hefðbundinna viðmiðana í tryggingarmati og því engin rök fyrir láninu nema vegna og til ráðstöfunar inn á viðskipti S. Magnússonar hf., sem hafi, eins og af fram lögðum skjölum sjáist, verið komin í umtals- verð vandræði, enda þótt fyrirsvarsmenn fyrirtækisins teldu sig geta unnið sig út úr vandanum eða selt rekstur sinn að einhverju leyti eða öllu til þess að gera upp skuldir sínar. Á þessum tíma og raunar fram eftir öllu árinu 1987 hafi aðstandendur og hluthafar í fyrirtækinu trúað á, að úr fjárhags- vanda þess rættist, og því hafi þeir þeirra, sem enn töldust með einhverjum hætti aflögufærir, bætt á skuldbindingar sínar. Öll gögn málsins beri að þessum brunni. Þá fyrst, eftir allar mögulegar tilraunir til að komast út úr vandanum, þ. m. t. fjölmargar viðræður við forsvarsmenn stefnda, þegar ljóst varð, að ekki rættist úr fyrir fyrirtækinu, hafi komið athugasemd frá stefnanda vegna umrædds skuldabréfs, og hafi hún þá jafnframt skorið sig frá sam- aðild að umfjöllun við stefnda um vandamálið í heild sinni. Megi af þessu öllu ljóst vera, að þegar hér var komið sögu, hafi hver ábyrgðarmaður reynt að bjarga sér eftir bestu getu og stefnandi þá eygt þann möguleika, sem málatilbúnaður hennar byggist á. Engar athugasemdir hafi komið frá Magnúsi Bjarnasyni né konu hans, enda þótt eins væri ástatt um skuldabréfalán hans. Vegna fullyrðinga í greinargerð stefnda var við aðalflutning málsins 14. 1885 desember sl. bókuð yfirlýsing lögmanna aðila um, að þeir væru sammála um, að stefnandi hefði haft sparisjóðsbók í Alþýðubankanum hf., sem laun hennar voru lögð inn á. Málsástæður og lagarök. Stefnandi reisir kröfu sína á því, að stefndi hafi á ólögmætan hátt hag- nýtt sér greint skuldabréf. Stefnandi hafi aldrei samþykkt, að andvirði bréfsins yrði greitt inn á reikning á nafni S. Magnússonar - Búbótar hf., heldur hafi að sjálfsögðu verið til þess ætlast, að andvirði bréfsins yrði greitt inn á reikning hennar hjá stefnda. Við það sé miðað, að stefnandi sé eigandi skuldabréfsins og eigi lögvarða hagsmuni að því að fá skuldabréfið afhent, enda megi við því búast, að stefndi beiðist uppboðs á hinni veðsettu eign. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að um mál þetta fari skv. ákvæðum 17. kafla laga nr. 85/1936 og því verði kröfum stefnanda ekki komið að í máli þessu (sic). Auk þess reisir stefndi sýknukröfu sína á því, að á allan máta hafi verið staðið rétt og löglega að samningum, undirritun og afhendingu og ráð- stöfun hins umrædda skuldabréfs, og þegar skuldabréfið hafi verið afhent stefnda til kaups, undirritað og þinglýst, hafi öllum aðilum málsins verið ljósar þær forsendur kaupanna, að andvirði lánsins gengi inn á viðskipta- reikninga S. Magnússonar hf. við stefnda. Stefndi eigi því lögvarða hags- muni að fá framangreint skuldabréfalán endurgreitt og sé því með engu móti skuldbundinn til að afhenda skuldaviðurkenninguna né aflýsa veð- kröfunni af hinni veðsettu fasteign, meðan krafan hafi ekki fengist greidd, og því beri að sýkna hann af kröfum stefnanda og dæma honum máls- kostnað í samræmi við kröfur. Niðurstöður. Fram hefur komið, að félagið S. Magnússon hf. var í viðskiptum við Alþýðubankann hf. Stefán Örn Magnússon, sem var framkvæmdastjóri S. Magnússonar hf., hefur borið fyrir dómi, að í byrjun árs 1987 hafi félagið átt í lausafjárvanda, og hafi hann snúið sér til Alþýðubankans hf. um lán í því skyni að auka lausafjárstöðu fyrirtækisins. Bankinn hafi hafnað láni á nafn fyrirtækisins, en samþykkt að veita lán á nafn foreldra Stefáns, Magnúsar Bjarnasonar og stefnanda máls þessa, Súsönnu Kristjánsdóttur. Stefán Magnús Gunnarsson, fyrrverandi bankastjóri Alþýðubankans hf., hefur staðfest fyrir dómi, að skuldastaða fyrirtækisins S. Magnússonar hf. við bankann hafi verið þannig, að um frekari fyrirgreiðslu hefði ekki verið að ræða af hálfu bankans til félagsins öðruvísi en að til kæmu nýir skuldarar. Hafi Stefán boðið fram skuldabréf með nöfnum foreldra sinna, 1886 og hafi það verið forsenda þess, að bréf þessi voru keypt, að þau gengju til niðurfærslu á skuldum S. Magnússonar hf. Upplýst er, að Alþýðubankinn hf. veitti lán gegn afhendingu á veð- skuldabréfi því, sem um er deilt í máli þessu. Var bréfið gefið út af stefn- anda, Súsönnu Kristjánsdóttur, til Alþýðubankans hf. Stefán Magnús Gunnarsson hefur borið, að aldrei hafi verið rætt við stefnanda um þessa lánveitingu, heldur einungis rætt við Stefán Örn Magnússon, sem talið var af hálfu bankans, að hefði fullt forræði bréf- anna. Gegn andmælum stefnanda verður að telja ósannað með tilliti til þess, sem fram hefur komið í málinu, að hún sem skuldari samkvæmt umræddu veðskuldabréfi hafi veitt samþykki sitt til þess, að andvirði bréfsins yrði ráðstafað til annars aðila en hennar sjálfrar, og þar sem óumdeilt er, að andvirði bréfsins var af hálfu Alþýðubankans hf. ráðstafað inn á reikning S. Magnússonar hf. við bankann, en ekki til stefnanda, ber að taka til greina kröfu hennar um afhendingu veðskuldabréfsins. Því er ómótmælt, að veðskuldabréfi þessu hafi verið þinglýst á fasteign stefnanda að Stigahlíð 37, Reykjavík, og ber því með hliðsjón af framansögðu að taka til greina kröfu hennar um, að veðskuldabréfið verði áritað til aflýsingar, svo að unnt sé að aflýsa veðinu. Eftir niðurstöðu málsins ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 100.000 kr., og er þá tekið tillit til virðisauka- skatts af lögmannsþóknun. Kristjana Jónsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Íslandsbanki hf., afhendi stefnanda, Súsönnu Kristjáns- dóttur, frumrit fyrrgreinds veðskuldabréfs, að fjárhæð 1.400.000 kr., út gefins í Reykjavík 13. mars 1987 af Súsönnu Kristjánsdóttur til Alþýðubankans hf., tryggðs með 4. veðrétti í þriggja herbergja íbúð í suðvesturhluta kjallara hússins nr. 37 við Stigahlíð í Reykjavík, sem greiða skyldi 16. desember 1987, og skal bréfið vera áritað til aflýs- ingar. Stefndi, Íslandsbanki hf., greiði stefnanda, Súsönnu Kristjáns- dóttur, 100.000 kr. í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 1887 Fimmtudaginn 28. október 1993. Nr. 346/1990. Ríkisútvarpið (Baldur Guðlaugsson hrl.) gegn Orkubúi Vestfjarða (Jónas A. Aðalsteinsson hrl.) og gagnsök. Orkusala. Samningar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Hjörtur Torfason og Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. sept- ember 1990. Hann krefst þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og aðalstefnda gert að greiða sér 1.033.462,57 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 10. gr., sbr. 12. gr., vaxtalaga nr. 25/ 1987 frá 10. október 1988 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 10. október 1990. Hann krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur og sér greiddur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti. Málavextir eru raktir í héraðsdómi. Endurvarpsstöð aðaláfrýjanda á Botnsheiði er utan þeirra byggða í sveit og í þéttbýli, sem almennt dreifikerfi gagnáfrýjanda nær til. Ekki reyndi á þá uppsögn orkusölusamnings aðila, sem tilkynnt var af hálfu gagnáfrýjanda, og þarf því ekki að taka afstöðu til réttmætis hennar. Óumdeilt er, að aukin þörf fyrir orkuflutning á orkuveitusvæði gagnáfrýjanda gerði það að verkum, að leggja varð nýjar línur frá dreifiveitu hans í Breiðdal að endurvarpsstöðinni. Þegar þessar breyttu forsendur fyrir sölu orku til aðaláfrýjanda eru virtar, þykir mega fallast á niðurstöðu héraðsdóms með vísun til forsendna hans að öðru leyti en hér greinir. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber aðaláfrýjanda að greiða gagn- áfrýjanda málskostnað í Hæstarétti, eins og nánar greinir í dóms- orði. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. 1888 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, Ríkisútvarpið, greiði gagnáfrýjanda, Orku- búi Vestfjarða, 120.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Ísafjarðar 16. júlí 1990. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum aðalflutningi 29. júní 1990, höfðaði Ríkisútvarpið, kt. 540269-5729, Efstaleiti 1, Reykjavík, gegn Orku- búi Vestfjarða, kt. 660877-0299, Stakkanesi Í á Ísafirði, með stefnu, út gefinni 9. október 1989 og birtri fyrir stjórnarformanni stefnda 11. október sama ár. Málið var þingfest 26. október 1989. I. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði dæmt til að greiða stefn- anda 1.033.462,57 kr. með Ínánar tilgreindum dráttarvöxtum og máls- kostnaði. Dómkröfur stefnda eru þær, að það verði að fullu sýknað af kröfum stefnanda og því dæmdur málskostnaður l.... Il. Tildrög mála eru þau, að stefnandi er með endurvarpsstöð vegna sjón- varps á Botnsheiði í Ísafjarðarsýslu. Sér Póst- og símamálastofnun um reksturinn fyrir stefnanda, en stefnandi endurgreiðir Póst- og símamála- stofnun allan kostnað við reksturinn. Á árinu 1971 var lagt rafmagn að endurvarpsstöðinni. Var það gert með því að leggja heimtaug til endurvarpsstöðvarinnar frá 33 kv. flutningslínu, sem lá milli Breiðadals og Ísafjarðar. Með bréfi 10. júní 1987 sagði stefnda Pósti og síma upp rafmagnssölu til sjónvarpsstöðvarinnar á Botnsheiði og tilkynnti, að orkusölu yrði hætt frá og með 1. janúar 1988. Var sú ástæða færð fram, að til stæði að breyta 33 kv. línu frá Breiðadal til Ísafjarðar, sem taugin til endurvarpsstöðvar- innar var tengd í, í 66 kv. línu. Yrði næsti tengistaður endurvarpsstöðvar- innar eftir þessa breytingu við dreifiveitu í Breiðadal, og kvaðst stefnda ekki hafa í hyggju að leggja línu á sinn kostnað vegna orkusölu til endur- varpsstöðvarinnar. Þess var getið, að af sömu ástæðu hefði rafmagnssölu til stöðvar Flugmálastjórnar á Þverfjalli verið sagt upp sama dag. Póst- og símamálastofnun og stefnandi mótmæltu því, að þeim yrði gert að bera kostnað af breytingum, sem fyrirhugaðar væru af hálfu stefnda og stöfuðu af breytingum stefnda á eigin raforkukerfi. 1889 Í bréfi Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra til Pósts og síma 26. ágúst 1988 kemur fram, að í framhaldi af þessum uppsögnum hafi verið haldinn fundur á skrifstofu flugmálastjóra, þar sem m. a. hafi mætt fulltrúar stefn- anda og Pósts og síma. Niðurstaða þessa fundar hafi orðið sú, að þessar stöðvar mættu ekki verða rafmagnslausar, og myndi stefnda því leggja að þeim nýjar línur og láta síðan á það reyna, hvernig gengi að innheimta kostnað vegna þeirra. Stefnda lagði svo nýja línu frá Þverfjalli niður á Botnsheiði og tengdi í gömlu heimtaugina að endurvarpsstöðinni. Jafn- framt var settur upp nýr spennir. Hinn 3. febrúar 1988 gerði stefnda Póst- og símamálastofnun reikning vegna þessa, að fjárhæð 1.033.462,57 kr. Póst- og símamálastofnun hafnaði þessum reikningi, þar sem stofnunin hefði ekki beðið um þessa framkvæmd fyrir hönd stefnanda. Hinn 26. ágúst 1988 tilkynnti stefnda skriflega, að hefði umræddur reikn- ingur ekki verið greiddur eða um hann samið fyrir 20. september 1988, kæmist stefnda ekki lengur hjá því að framfylgja uppsögn rafmagnssölu, sem tilkynnt hefði verið í bréfi 10. júní 1987. Þessu bréfi var síðan fylgt eftir með tilkynningum um, að lokað yrði fyrir rafmagn til endurvarps- stöðvarinnar, yrði hinn umræddi reikningur ekki greiddur. Póst- og símamálastofnun og stefnandi mótmæltu þessum ráðagerðum með bréfi 3. október 1988 og töldu stefnda hvorki eiga efnislegan rétt til að krefjast greiðslu af þeim vegna kostnaðar við breytingar á línu og spennistöð við endurvarpsstöðina né hafa lokunarheimild, þótt krafan teld- ist vera fyrir hendi. Töldu þessir aðilar eðlilegast, að stefnda sækti mál sitt fyrir dómstólum. Stefnda áréttaði fyrri afstöðu sína með bréfi til Póst- og símamálastofnunar sama dag. Póst- og símamálastofnun og stefnandi ítrekuðu með bréfi 5. október 1988 þá skoðun sína, að stefnda gæti ekki sagt upp rafmagnssölu til endurvarpsstöðvarinnar á Botnsheiði vegna spennuhækkunar á aðalorkuflutningslínu, og bentu á, að stefnda hefði nú þegar byrjað rafmagnssölu til endurvarpsstöðvarinnar eftir nýrri línu með 66 kv. spennu. Þessir sömu aðilar tilkynntu stefnda skriflega 7. október 1988, að Póst- og símamálastofnun teldi sér skylt að afstýra lokun, og hefði stofnunin því ákveðið að greiða reikninginn. Jafnframt var tekið fram, að greiðsla þessi væri innt af hendi með fyrirvara og Póst- og símamálastofnun áskildi sér allan rétt til þess að endurkrefja stefnda um þessa fjárhæð ásamt vöxtum og kostnaði. Stefnda tók við greiðslu, að fjárhæð 1.033.462,57 kr., 10. október 1988. III. Stefnandi segir kröfu sína reista á því, að stefnda eigi sjálft að bera kostnað af breytingum á heimtaug og spennistöð vegna umræddrar endur- varpsstöðvar á Botnsheiði, sem þurft hafi að gera, þegar stefnda breytti 119 1890 háspennulínu milli Breiðadals og Ísafjarðar úr 33 kv. línu í 66 kv. línu. Orkukaupandi hafi þegar greitt stofnkostnað vegna heimtaugar að endur- varpsstöðinni. Vísar stefnandi í því sambandi til 1. mgr. 18. gr. reglugerðar nr. 192/1978 fyrir Orkubú Vestfjarða, þar sem segi m. a., að orkubúið annist viðhald og endurnýjun heimtaugar án sérstaks endurgjalds, nema heimtaug þurfi að breyta vegna breytinga á húsi. Stefnda hafi þröngvað Póst- og símamálastofnun f. h. stefnanda með hótunum um lokun á raf- magni til að greiða kostnað vegna þessara breytinga á eigin raforkukerfi stefnda, og sé krafist endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar auk dráttarvaxta og kostnaðar. Stefnda bendir á, að flutningslínur raforku milli þéttbýlisstaða yfir heiðar og hálendi milli Ísafjarðar og Breiðadals hafi verið 33 kv., Þegar stefnandi hafi óskað eftir því að fá rafmagn úr henni í endurvarpsstöð sína á Botns- heiði á árinu 1971. Á þeim tíma hafi Rafmagnsveitur ríkisins séð um orku- dreifingu á þessu svæði. Umsókn Póst- og símamálastjórnar um heimtaug sé dagsett 17. september 1970, og hafi skilmálar fyrir raforkukaupum þess- um á þeim tíma verið samkvæmt ákvæðum í reglugerð Rafmagnsveitna ríkisins nr. 112/1968 auk sérákvæða í skilmálum fyrir samþykki umsóknar- innar sjálfrar. Samkvæmt 5. gr. laga nr. 66/1976 um Orkubú Vestfjarða hafi Rafmagnsveitur ríkisins, ríkissjóður og orkuveitur sveitarfélaga á Vest- fjörðum lagt Orkubúi Vestfjarða til eignar sem stofnframlag öll mannvirki sín á Vestfjörðum. Hafi orkubúið átt að taka samkvæmt sérstöku sam- komulagi við skuldum vegna þeirra mannvirkja, sem það hafi tekið við. Samkvæmt 6. gr. sömu laga hafi iðnaðarráðherra veitt Orkubúi Vestfjarða einkaleyfi til þeirrar starfsemi, sem felist í tilgangi fyrirtækisins. Í framhaldi af setningu laganna og á grundvelli þeirra hafi síðan verið sett reglugerð fyrir Orkubú Vestfjarða, reglugerð nr. 192/1978. Á þessum grundvelli hafi Orkubú Vestfjarða síðan selt stefnanda raforku. Þegar ákvörðun hafi verið tekin um það að auka flutningsgetu háspennulínunnar milli Breiðadals og Ísafjarðar, hækka spennu hennar úr 33 kv. í 66 kv., hafi talist ófært að veikja rekstraröryggi línunnar með spennistöðvarúttaki fyrir endurvarps- stöðina á Botnsheiði. Muni ekki vera ágreiningur um þá niðurstöðu frá tæknilegu sjónarmiði, enda sé það viðurkennd staðreynd, að tenging notendaspennistöðvar inn á aðalorkuflutningslínur uppi á heiðum rýri rekstraröryggi þeirra og geti kostað umtalsverðar tafir á orkuafhendingu frá viðkomandi flutningslínu. Í framhaldi af þessari breytingu og samfara henni hafi núverandi orkuflutningslína, spennistöð og heimtaug verið lögð til endurvarpsstöðvarinnar á Botnsheiði, en það sé kostnaður við þá fram- kvæmd, sem mál þetta snúist um. Muni ekki vera ágreiningur um það, að útfærsla hennar hafi verið framkvæmd á þann hátt, að þar hafi verið valin tæknilega öruggasta leiðin og jafnframt hin kostnaðarminnsta. Ekki muni 1891 ágreiningur um það, að fjárhæð sú, sem um sé deilt í máli þessu, varði eingöngu beinan bókfærðan kostnað verksins. Stefnda bendir á, að hlið- stætt álitaefni hafi komið upp hjá Rafmagnsveitum ríkisins, og af því tilefni hafi afstaða stefnda í þessu máli verið kynnt rafmagnsveitustjóra, og hafi hann lýst sig algjörlega samþykkan þeirri afstöðu. Stefnda segir, að það sé grunnregla í rekstri orkusölufyrirtækja hér á landi, að kostnaði við rekstur þeirra og orkusölu þar með sé deilt niður á notendur, svo að sem mestur jöfnuður verði milli þeirra. Þannig skuli stefnt að því, að komi til verulegur aukakostnaður vegna einhvers einstaks notanda, falli sá kostnaður á hann sjálfan, svo sem kostur sé. Þessa sjái víða stað í hinum ráðherrastaðfestu söluskilmálum. Þessarar grunnreglu væri ekki gætt, ef hinum sérstaka aukakostnaði vegna stefnanda væri dreift á aðra viðskiptamenn stefnda í umræddu tilviki. Þegar stefnandi hafi sótt um heimtaug þá, sem lögð hafi verið árið 1971 til endurvarpsstöðvarinnar á Botnsheiði, hafi honum verið fullkunnugt um það, að verið væri að gera algjöra undantekningu frá þeirri aðalreglu að leggja ekki heimtaugar frá 33 kv. flutningslínum, sem lagðar séu milli þétt- býliskjarna. Honum hafi verið fullkunnugt um það sem tæknifróðum aðila, að veruleg áhætta fylgdi þessu fyrirkomulagi fyrir orkudreifingu á svæðinu, enda þótt reynt hafi verið að draga úr þeirri áhættu, svo sem kostur hafi verið. Þegar stofnað hafi verið til orkukaupa þessara, hafi stefnda skuld- bundið sig til að hlíta þeim reglum og fyrirmælum, sem Rafmagnsveitur ríkisins setji rafmagnsnotendum sínum, auk söluskilmála samkvæmt reglu- gerð Rafmagnsveitna ríkisins nr. 112/1968, þ. á m. 4. mgr. 12. gr., en þar segi: „Sé um tiltölulega mikla notkun að ræða og rafmagnsveiturnar þurfi til þess að fullnægja henni sérstaklega að auka háspennukerfi, auka afl spennustöðvar eða gera meiri háttar viðbætur á lágspennukerfi, er raf- magnsveitustjóra heimilt að krefjast skuldbindingar umsækjanda um tiltek- inn notkunartíma og/eða þátttöku í kostnaði.“ Hliðstætt ákvæði sé að finna í 3. mgr. 18. gr. reglugerðar fyrir Orkubú Vestfjarða nr. 192/1978. Sú greiðsla, sem stefnandi hafi innt af hendi í heimtaugargjald árið 1971, hafi aðeins verið greiðsla fyrir aðgang að veitukerfi stefnda, svo sem það hafi verið á þeim tíma. Þegar stefnandi hafi algjörlega hafnað greiðslu hluta hins sérstaka viðbótarkostnaðar vegna óumflýjanlegra breytinga á veitu- kerfinu, hafi uppsögn orkukaupasamningsins verið sjálfgefin. Við uppsögn orkukaupasamningsins, sem í gildi hefði verið um átján ára skeið, verði að líta svo á, að sá orkukaupasamningur hafi fallið niður. For- senda þess, að nýr samningur stofnaðist milli aðila um orkukaup, hafi einmitt verið sú, að stefnandi greiddi reikning þann, sem hann endurkrefji stefnda nú um. Svo sem áður sé vikið að, nemi sú fjárhæð aðeins hluta kostnaðar við tengingu endurvarpsstöðvarinnar á Botnsheiði við orkuveitu- 1892 kerfi stefnda, kostnaðar, sem fellur undir hugtakið heimtaugargjald í gjald- skrá Orkubús Vestfjarða, og byggist sú gjaldtaka á viðeigandi ákvæðum reglugerðar og gjaldskrár um það efni. Krafa stefnda sé reist á grundvelli þessara lagaákvæða og samningsákvæða, sem séu í raun skilmálar fyrir orkukaupum frá stefnda, ef til vill per analogiam. Þá segir stefnda, að ekki verði á þær málsástæður stefnanda fallist, að heimtaugargjald það, sem hann hafi greitt á árunum 1970-1971, hafi veitt honum ævarandi rétt til aðgangs að veitukerfi stefnda án þátttöku í við- bótarkostnaði vegna breyttra aðstæðna. Því hafi það verið fullkomlega rétt- lætanlegt af hálfu stefnda að segja orkukaupasamningnum upp, svo sem gert hafi verið með bréfi frá 10. júní 1987. Stefnda getur þess, að aðrar opinberar stofnanir hafi fallist á þessa máls- útlistun stefnda, t. d. Flugmálastjórn, sem samið hafi við stefnda um greiðslu kostnaðar í þessu sambandi, eins og fram komi á dskj. nr. 18. Það skuli svo sérstaklega áréttað, að Rafmagnsveitur ríkisins hafi ekki fall- ist á þá kröfu, sem um sé rætt á bls. 2 í dskj. nr. 4. Að endingu áréttar stefnda sérstaklega, að breyting sú, sem óumflýjan- lega hafi þurft að gera vegna breytingar á margumræddri flutningslínu, falli ekki undir hugtakið viðhald í skilningi 1. mgr. 18. gr. reglugerðar nr. 192/ 1978 um Orkubú Vestfjarða. IV. Við aðalflutning málsins gaf framkvæmdastjóri stefnda, Kristján Haraldsson orkubússtjóri, skýrslu fyrir dómi. Sagði hann, að orkuflutn- ingslína frá Breiðadal hefði verið lögð til Ísafjarðar á árunum 1950-1960. Hún hefði verið rekin sem 30 kv. flutningslína og dugað vel sem slík. Á árunum 1970-1971 hefði verið leyfð tenging inn á línuna á Botnsheiði vegna endurvarpsstöðvar sjónvarpsins þar. Slíkar tengingar inn á orkuflutnings- línur væru slæmar og drægju úr rekstraröryggi. Í þessari tengingu hefði hins vegar verið fólginn verulegur sparnaður á sínum tíma, og teldi hann, að vegna hennar hefði sjónvarpsendurvarpsstöð verið reist þarna fyrr en ella hefði orðið. Hann sagði, að þegar auka hefði þurft orkuflutning milli þessara svæða, hefði verið gripið til þess ráðs að hækka spennu á línunni. Þá hefði ekki verið unnt að hafa slík notendaúrtök úr orkuflutningslínunni, og því hefði samningnum við Póst- og símamálastofnun verið sagt upp. Ástæður þessa væru þær, að spennan hefði nú verið orðin helmingi hærri en áður hefði verið, líkur á truflunum meiri, línan mikilvægari fyrir byggð- ina en áður og úrtak dýrara. Hann kvað sér ekki vera kunnugt um, að slík notendaúrtök væru annars staðar á landinu úr línum með 66 kv. spennu eða hærri. Þá kvað hann verðjöfnun á raforku vera í raun alls staðar í gangi og verði væri jafnað út innan einstakra taxta. Um afbrigðilega 1893 notendur eins og endurvarpsstöðina á Botnsheiði mætti segja það, að þeir fengju að kaupa orkuna á sömu töxtum. Það væri hins vegar dýrara að koma orkunni til þeirra, og einmitt á þeim grundvelli væri þeim gert að greiða stofnkostnað við að koma línulögn til þeirra. Taxtar væru mis- munandi eftir eðli notkunar fremur en eftir eðli starfseminnar. Þannig væru í gildi m. a. almennur taxti, taxti til stærri notenda og húshitunartaxti. Orkusala til atvinnurekstrar væri ekki verðlögð með mismunandi hætti, þó væri sérstakur taxti Í sveitum, sbr. gjaldskrá nr. 522/1987, og engir sér- samningar væru til á orkuveitusvæði stefnda, þótt heimildir væru til slíks samkvæmt gjaldskrá og reglugerð. Loks sagði orkubússtjóri, að með samningi á dómskjali nr. 18 hefði Flugmálastjórn gengið að sams konar kröfum stefnda og stefnda hefði beint að stefnanda. Hann sagði, að stefnda hefði talið sig hafa haft heimild til að loka fyrir orkuflutning til stefnanda, þar sem samningi þeirra í milli hefði verið sagt upp og stefnandi hefði ekki greitt stefnda tilskilin gjöld. V. Mál þetta er höfðað til endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar, sem greidd var 7. október 1988. Svo sem fyrr greinir, rekur Póst- og símamálastofnun um- rædda endurvarpsstöð á Botnsheiði fyrir stefnanda. Hún kom fram gagn- vart stefnda og greiddi þann reikning, sem endurgreiðslu er krafist á í máli þessu. Með bréfi 16. október 1989 framseldi Póst- og símamálastofnun stefnanda kröfu sína á hendur stefnda. VI. Síðla árs 1970 sótti Póst- og símamálastofnun til Rafmagnsveitna ríkisins um lagningu heimtaugar að endurvarpsstöð sjónvarps á Botnsheiði. Þeirri ósk var mætt þannig, að heimiluð var tenging inn á 33 kv. orkuflutningslínu frá Breiðadal í Önundarfirði yfir til Ísafjarðar. Mun ekki vera um deilt, sem stefndi hefur haldið fram, að slíkar tengingar við orkuflutningslínur dragi úr rekstraröryggi þeirra og séu því ekki góður kostur. Verður að ætla, að Póst- og símamálastofnun vegna stefnanda hafi mátt gera ráð fyrir því, að hér væri um tímabundna ráðstöfun að ræða, en ekki frambúðarlausn. Til þess verður ekki síst að líta, að hér var um sérstætt tilvik að ræða, þar sem raforka vegna þarfa Ríkisútvarpsins var tekin út úr orkuveitukerfi Rafmagnsveitna ríkisins með afbrigðilegum hætti á óvenjulegum stað. Þeg- ar stefnda, Orkubú Vestfjarða, sem tekið hafði við réttindum og skyldum Rafmagnsveitna ríkisins á Vestfjörðum samkvæmt lögum nr. 66/1976, Þurfti að auka orkuflutning á þessu svæði á níunda áratugnum vegna vax- andi byggðar, virðist hafa þurft að gera þær breytingar á raforkukerfinu, m. a. með helmingsaukningu spennu á aðalflutningslínunni, að ekki hafi 1894 lengur verið unnt að ætla Póst- og símamálastofnun vegna Ríkisútvarpsins úrtak úr henni, eins og áður hafði verið. Þær ástæður voru til þess að sögn framkvæmdastjóra stefnda, sem brigður hafa ekki verið bornar á, að líkur á truflunum voru þá meiri, línan varð mikilvægari fyrir byggðina í heild og úrtak dýrara. Nýjar línur þurfti því að leggja frá dreifiveitu stefnda í Breiðadal að endurvarpsstöðinni á Botnsheiði. Við þessar nýju aðstæður, verður að telja, að forsendur hafi verið svo breyttar, að uppsögn orkusölusamnings hafi verið eðlileg og heimil af hálfu stefnda. Þá ber að hafa í huga, sem áður sagði, að Póst- og símamála- stofnun vegna stefnanda hafi mátt gera ráð fyrir því í upphafi, að tenging við orkuflutningslínuna með þeim hætti, sem þá varð, hafi ekki verið endanleg lausn með sömu formerkjum og venjuleg heimtaugarlagning. Verður því ekki á það fallist, að þær framkvæmdir, sem hér um ræðir og mál þetta er. sprottið af, hafi verið viðhald eða endurnýjun heimtaugar í skilningi 18. gr. reglugerðar fyrir Orkubú Vestjarða nr. 192/1978, sbr. 12. gr. reglugerðar fyrir Rafmagnsveitur ríkisins nr. 112/1968. Rétt þykir því, að stefnandi, Ríkisútvarpið, beri sjálfur þann stofnkostnað, sem hlotist hefur af þeim framkvæmdum, sem nauðsynlegar hafa þótt til þess að tryggja eðlilega afhendingu raforku til þarfa endurvarpsstöðvar sjón- varps á Botnsheiði. Slík niðurstaða er í samræmi við grunnreglur löggjafar og stjórnvaldsreglna um orkumál um kostnaðarskiptingu seljenda og kaup- enda raforku. Samkvæmt þessu skal stefnda sýknað af öllum kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Pétur Kr. Hafstein bæjarfógeti kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnda, Orkubú Vestfjarða, er sýknað af kröfum stefnanda, Ríkis- útvarpsins. Málskostnaður fellur niður. 1895 Fimmtudaginn 28. október 1993. Nr. 317/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) segn Hákoni Eydal (Arnmundur Backman hrl.). Bifreiðar. Umferðarlög. Ölvunarakstur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu tii Hæstaréttar með stefnu 16. Júlí 1993. Hann krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms, þó þannig, að refsing ákærða verði þyngd og hann dæmdur til enn frekari sviptingar ökuréttar frá uppkvaðningu dóms Hæstaréttar að telja. Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvalds, en til vara staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta sakar- mat hans og heimfærslu til refslákvæða svo og sektarákvörðun. Miðað við áfengismagn í blóði ákærða, sem var 1,83%0, er lög- bundin lágmarkssvipting ökuréttar eitt ár, sbr. 2. mgr. 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 44/1993. Rétt þykir að svipta ákærða ökurétti í tólf mánuði frá uppkvaðn- ingu dóms þessa að telja. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Með hliðsjón af mistökum þeim, sem urðu við ákvörðun héraðs- dómara um sviptingu ökuréttar, er rétt, að allur áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Hákon Eydal, greiði 35.000 króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa, en sæti ella tíu daga varðhaldi. Ákærði er sviptur ökurétti í tólf mánuði frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. 1896 Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Arn- mundar Backman hæstaréttarlögmanns, 25.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. júní 1993. Ár 1993, föstudaginn 18. júní, er lagður svohljóðandi dómur á málið nr. 195/1993: Ákæruvaldið gegn Hákoni Eydal, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari dæmir málið. Mál þetta, sem dómtekið er í dag, hefur lögreglustjórinn í Reykjavík höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali, út gefnu 22. mars og birtu 13. maí sl., á hendur Hákoni Eydal, kt. 230359-5129, Stórholti 19, Reykjavík, fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis föstudaginn 15. janúar 1993 bif- reiðinni R-68324 frá Rauðarárstíg að Stórholti 14 í Reykjavík, þar sem lög- regla hafði afskipti af honum. Telst þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. um- ferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttinda samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Ákærði hefur ekki gengist við sakargiftum, og hefur málið verið rekið samkvæmt ákvæðum 129. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Föstudaginn 15. janúar sl. kl. 13.40 var lögreglunni tilkynnt um, að ölvaður maður væri að aka bifreiðinni R-68324, sem er eign ákærða. Þegar lögreglan kom að bifreiðinni fyrir utan heimili ákærða, stóð hún þar við gangstéttarbrún og ákærði fyrir aftan hana ásamt vitninu Gesti Ísleifssyni, sem gengur við tvær hækjur. Báðir voru ölvaðir. Ákærði neitaði að hafa ekið, en Gestur gaf þá skýringu á veru sinni, að ákærði hefði ekið sér þangað, sem hann var kominn. Ákærða var tekið blóð, og reyndist vínandamagn 1,83%. Snjór var nýfallinn og lítils háttar snjókoma, þegar lögreglumennina bar að. Vél bifreiðarinnar var heit, og kveikjulásslykill fannst á ákærða. Lögreglumennirnir töldu sig sjá fótaför ákærða í snjónum, og sýndu þau, að hann hefði stigið út úr bifreiðinni að framan ökumanns megin. Þeir skoðuðu sóla á skóm ákærða og fullvissuðu sig um, að förin í snjónum væru eftir þá. Þeir telja sig þess og fullvissa, að engin för hafi verið við bílinn eftir aðra en ákærða og Gest, sem virtist hafa komið út úr bílnum hægra megin. Ákærði sagði lögreglunni, að hann vissi ekki, hver hefði ekið bílnum, en benti á, að bróðir sinn og fyrri eigandi hefðu bæði lykla að bílnum. Ekki gat hann skýrt, hvernig stóð á veru Gests. 1897 Hér fyrir dómi sagði ákærði, að hann hefði rekist á Gest á horni Rauðarár- stígs og Stórholts, þar sem hann var kaldur og illa á sig kominn; Gestur hafi þá verið sér ókunnugur. Þegar hann var kominn heim til sín, fékk hann bakþanka og kom í hug að skjóta skjólshúsi yfir Gest, sem hann segir heimilislausan. Þá bar að nágranna ákærða, sem hann nefnir Trausta, en getur engin önnur deili sagt á. Ákærði fékk Trausta til að aka bílnum þangað, sem Gestur var, og aka honum heim til ákærða. Þar skilaði Trausti bíllyklunum og hvarf við svo búið til síns heima. Lögreglumennirnir hafa borið vitni, eins og að framan greinir, Í samræmi við fram lagðar lögregluskýrslur, en ekki tókst að afla vættis Gests. Einn lögreglumannanna kveðst ekki hafa veitt fótsporum sérstaka athygli. Öryggisvörður á vegum Securitas sá til ákærða og tilkynnti um ölvunar- akstur. Hún kveður aðeins einn mann hafa verið í bílnum, þegar honum var ekið niður Stórholt og inn á Rauðarárstíg til vinstri. Hún kveður ökumann hafa stigið út úr bílnum, hjálpað fatlaða manninum upp í hann og ekið aftur upp Stórholt. Ákærði heldur því fram, að frá því að bílnum var lagt á stæðið og þangað til lögreglan kom, hafi liðið að minnsta kosti fimm mínútur, og að minnsta kosti einum bíl hafi verið ekið austur Stórholt á þeim tíma, svo að spor ökumannsins hefðu getað máðst út við það. Ákærði hefur orð- ið tvísaga, og saga hans fyrir dóminum er ósennileg. Verður að telja full- sannað með vætti lögreglumannanna og öryggisvarðarins auk annarra máls- gagna, að ákærði hafi ekið bifreiðinni í nefnt sinn. Brot ákærða er rétt heimfært til refsiákvæða. Ákærði hefur ekki sætt refsingu síðan á árinu 1980, þegar hann gekkst undir sekt og var sviptur ökuleyfi um stundarsakir, og ekki ella, svo að vitað sé. Þykir refsing hæfilega ákveðin 35.000 króna sekt í ríkissjóð, en til vara tíu daga varðhald. Þá sæti ákærði sviptingu ökuréttar í tvo mánuði og greiði allan kostnað sakarinnar. Dráttur varð á meðferð málsins, frá því að það barst dómaranum og þar til ákæra var send til birtingar, vegna anna við meðferð annarra mála. Dómsorð: Ákærði, Hákon Eydal, greiði 35.000 króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna, en sæti ella tíu daga varðhaldi. Þá sæti hann sviptingu ökuréttar í tvo mánuði og greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun, 20.000 krónur. 1898 Fimmtudaginn 28. október 1993. Nr. 268/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Heiðari Þór Guðmundssyni (Jóhann Þórðarson hrl.). Bifreiðar. Umferðarlög. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ákærði skaut máli þessu til Hæstaréttar, og er áfrýjunar- stefna ríkissaksóknara dagsett 4. maí 1993. Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvalds, en til vara, að hann verði einungis dæmdur til greiðslu fjársektar, en ekki til frelsissvipt- ingar. Af hálfu ákæruvaldsins er krafist staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Staðfesta ber sakarmat héraðsdómara og heimfærslu til refsi- ákvæða svo og ákvæði hans um sakarkostnað. Samkvæmt saka- vottorði ákærða, sem lagt var fyrir Hæstarétt, hefur hann frá árinu 1977 meðal annars fjórum sinnum gerst sekur um ölvun við akstur og sjö sinnum um að aka sviptur ökuréttindum, áður en til þess brots kom, sem hér er til meðferðar. Með hliðsjón af sakaferli hans er refsing hans hæfilega ákveðin í héraðsdómi. Dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Heiðar Þór Guðmundsson, greiði allan áfrýj- unarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- sjóð, 30.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhanns Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns, 30.000 krónur. 1899 Sératkvæði Gunnars M. Guðmundssonar hæstaréttardómara. Ákærða var veitt heimild til ökuleyfis að nýju 21. desember 1992 og öðlaðist ökurétt 1993. Ég er samþykkur atkvæði meiri hluta dómara um annað en refs- ingu ákærða, sem ég tel hæfilega ákveðna 80.000 króna sekt til ríkissjóðs, en til vara 40 daga varðhald. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 9. mars 1993. Ár 1993, miðvikudaginn 9. mars, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem háð er að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, af Sveini Sigurkarlssyni héraðs- dómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-60/1992: Ákæruvaldið gegn Heiðari Þór Guðmundssyni, sem tekið var til dóms 24. febrúar sl. Málið er höfðað með ákæru, út gefinni 19. október sl., sem birt var ásamt fyrirkalli 27. s. m., á hendur Heiðari Þór Guðmundssyni, kt. 130758- 6499, fyrir brot gegn 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með því að hafa föstudaginn 3. janúar 1992 ekið bifreiðinni JT-967, sviptur öku- réttindum ævilangt, frá Ránargötu í Grindavík að Mánagötu 3, þar sem lögreglan í Grindavík stöðvaði frekari akstur hans. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar, sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Ákærði hefur haldið uppi vörnum í málinu og gert þá aðalkröfu, að hann verði sýknaður af ákæruatriðum á grundvelli neyðarréttar, til vara, verði hann sakfelldur, að sér verði dæmd vægasta refsing, sem lög leyfa, og til Þþrautavara, að hann verði ekki dæmdur til frelsissviptingar. Fyrir dóminn hafa auk ákærða komið lögreglumennirnir Hjálmar Hall- grímsson og Bjarni Bjarnason og gefið vitnaskýrslur. Málavextir. Um málavexti er ekki deilt í máli þessu, en þeir eru samkvæmt framburði ákærða og vitnanna á þá lund, að ákærði ók 3. janúar bifreiðinni JT-967, sviptur ökuréttindum, frá Ránargötu í Grindavík og síðan Hafnargötu til vesturs og inn Mánagötu að húsinu nr. 3, en þar stöðvuðu lögreglumenn þeir, sem borið hafa vitni í máli þessu, frekari akstur ákærða. Ákærði hefur samkvæmt þessu viðurkennt, að hann hafi ekið bifreiðinni í umrætt sinn, en telur, að sér sé það refsilaust á grundvelli neyðarréttar, en bifreiðin hafi staðið ólöglega fyrir utan húsið við Mánagötu 3, og hafi bifreiðum, sem leið áttu um götuna, stafað af henni hætta, auk þess sem ekki hafi verið unnt að komast fram hjá henni vegna þess, hversu þröng gatan er. Hann hafi verið inni í húsinu Mánagötu 3, er hann tók þessa 1900 ákvörðun, en þar hafi á þeirri stundu enginn verið annar, sem gat fært bifreiðina, og sér ekki hugkvæmst að hafa samband við lögreglu eða aðra og leita liðsinnis til þess að færa bifreiðina á öruggan stað. Sér hafi fundist þetta einfaldasta lausnin á málinu, enda þótt sér væri ljóst, að hann væri sviptur ökuréttindum og því óheimilt að aka bifreiðinni. Niðurstaða. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, hefur ákærði ekið bifreiðinni JT-967 í umrætt sinn sviptur ökuréttindum. Ekki er fallist á þá mótbáru hans, að verknaðurinn sé honum refsilaus, á grundvelli ákvæðis 13. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, enda ekki sýnt, að slík hætta hafi verið yfirvofandi eða slíkir hagsmunir í húfi, að leiði til refsileysis á grund- velli neyðarréttar. Er brot ákærða rétt fært til refslákvæðis í ákæru. Ákærði hefur áður sætt eftirtöldum refsiviðurlögum, er hér skipta máli: 1. Hinn 14. 11. 1988: 30 daga varðhald, m. a. fyrir brot á 1. mgr. 48. gr. umfl. 2. Hinn 13. 6. 1989: 40.000 kr. sekt fyrir brot gegn 1. mgr. 48. gr. umfi. 3. Hinn 11. 12. 1991: 30 daga varðhald samkvæmt dómi Hæstaréttar, m. a. fyrir brot gegn 2. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 48. gr. umfl. Samkvæmt þessu er hér um að ræða fjórða brot ákærða, þar sem hann ekur bifreið sviptur ökuréttindum. Við ákvörðun refsingar skal líta til þessa sakaferils, sbr. 5. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða fyrir brot þetta, sem varðar við 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, þykir hæfilega ákveðin 60 daga varðhald. Ákærði skal greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Péturs Gauts Kristjánssonar hdl., 25.000 kr., og 20.000 kr. í saksóknarlaun til ríkissjóðs. Dómsorð: Ákærði, Heiðar Þór Guðmundsson, sæti varðhaldi í 60 daga. Ákærði greiði kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Péturs Gauts Kristjánssonar hdl., 25.000 kr., og 20.000 kr. í saksóknarlaun til ríkissjóðs. 1901 Fimmtudaginn 28. október 1993. Nr. 193/1991. Indriði Sigmundsson (Kjartan Ragnars hrl.) gegn Stálsmiðjunni hf. (Ásgeir Thoroddsen hrl.). Lausafjárkaup. Gallar. Riftun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnar M. Guðmunds- son, Garðar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 3. maí 1991. Hann krefst þess, að staðfest verði riftun á kaupsamningi aðila frá 22. ágúst 1987 um dráttarvélina Torpedo TX SSA og að stefndi verði dæmdur til að endurgreiða sér kaupverð vélarinnar, 647.102 krónur, með vöxtum og dráttarvöxtum og 500.000 krónur í fébætur. Hann krefst og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Dráttarvél sú, sem áfrýjandi keypti af Hamri hf., virðist hafa verið í ódýrari flokki slíkra tækja. Við kaupin var um það talað, að áfrýj- andi léti starfsmenn seljanda vita um hnökra, sem kynnu að koma í ljós á vélinni, og gerði hann það. Eftir viðgerðir vegna minni háttar galla í ársbyrjun 1988, sem stefndi sá um og kostaði, er óljóst um frekari galla á vélinni, sem áfrýjandi hefði getað borið fyrir sig til riftunar kaupum. Hann leitaðist ekki við að sýna fram á slíka galla með dómkvaðningu matsmanna eða á annan fullnægjandi hátt. Áfrýjandi hefur því ekki sannað, að skilyrði til riftunar væru uppfyllt. Ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda í máli þessu. Verður hinn áfrýjaði dómur því staðfestur að niðurstöðu til. Áfrýjandi greiði stefnda 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Indriði Sigmundsson, greiði stefnda, Stálsmiðj- unni hf., 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. 1902 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 6. febrúar 1991. Mál þetta, sem dómtekið var 31. janúar sl., er höfðað með stefnu, birtri 20. október 1989. Stefnandi er Indriði Sigmundsson, Árdal, Óspakseyrarhreppi, Stranda- sýslu. Stefndi er Stálsmiðjan h/f, Mýrargötu 2, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að staðfest verði með dómi riftun á kaupsamningi stefnanda og Hamars h/f, dagsett 22. ágúst 1987, um dráttarvélina TORPEDO TX 55 A, árgerð 1987, að stefndi verið dæmdur til að endurgreiða stefnanda kaupverð dráttarvélarinnar, 1.253.782 krónur, með (nánar tilgreindum vöxtum og málskostnað|. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en til vara er gerð krafa um verulega lækkun og máls- kostnað samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Málsatvik, málsástæður og lagarök. Stefnandi keypti nýja, ónotaða dráttarvél af gerðinni TORPEDO TX 55 A af Hamri h/f í Reykjavík, en það fyrirtæki og stefndi voru sameinuð frá og með 31. desember 1988 undir nafni stefnda. Stefnandi staðhæfir, að fljótlega eftir að hann tók við vélinni, 22. ágúst 1987, hafi farið að bera á mjög alvarlegum göllum og bilunum í vélinni og vélin hafi nánast aldrei verið sér til neins nýt. Sé ekki ofmælt, að vélin hafi verið ónýt við afhendingu. Stefnandi kveðst hafa kvartað við seljanda, þegar eftir að hann tók við henni, og Í janúar og febrúar 1988 hafi vélin verið til viðgerðar á verkstæði á kostnað seljanda. Sú viðgerð hafi mistekist, og er líða tók á heyskap 1988, segir stefnandi, að hann hafi endanlega gefist upp á vélinni. Sendi hann seljanda skeyti, dagsett 11. ágúst 1988, þar sem hann lýsti yfir því, að hann rifti kaupunum frá því í ágúst 1987. Af hálfu stefnda, Hamars h/f, var skeyti þessu svarað með bréfi, dag- settu 23. september 1988, en þar segir, að seljandi hafi fullan hug á því að leysa málið í vinsemd. Stefnandi kveðst ekki hafa fengið önnur viðbrögð frá seljanda við riftuninni og leitaði til lögmanns til að fá aðstoð við uppgjör vegna riftunarinnar. Lögmaðurinn ritaði seljanda bréf 21. nóvem- ber 1988, þar sem hann skoraði á seljanda að ganga frá uppgjöri vegna riftunarinnar. Stefnandi heldur því fram, að stefnda sé skylt að endurgreiða sér kaup- verð dráttarvélarinnar með dráttarvöxtum til greiðsludags, enda hafi stefn- andi tilkynnt riftunina bréflega og í tæka tíð, sbr. 54. gr. laga nr. 39/1922. Telur stefnandi, að stefndi geti ekki nú skilað dráttarvélinni, enda hafi hann fyrir löngu misst allan rétt til að mótmæla riftuninni vegna tómlætis. Hann hafi aldrei mótmælt riftuninni og ekki heldur því, að dráttarvélin væri 1903 meingölluð, ef ekki ónýt, við afhendingu. Telur stefnandi, að stefndi hafi í reynd fallist á riftun, og verði hann því að endurgreiða kaupverðið og greiða stefnanda fébætur, sbr. 57. gr. laga nr. 39/1922 og 45. og 25. gr. sömu laga. Þá telur stefnandi, að viðtaka stefnda á dráttarvélinni í maí 1989 jafngildi samþykki á riftun stefnanda, en vélin hafi verið í vörslu stefnda frá þeim tíma og sé það enn, að því er hann viti best. Hafi viðtaka stefnda á hinu selda jafnframt þá þýðingu, að sönnunarbyrði um það, að vélin hafi ekki verið verulega gölluð við afhendinguna í ágúst 1987 og síðar, hvíli nú á stefnda. Eins telur stefnandi, að öll riftunar- og bótaskil- yrði hafi verið fyrir hendi í ágúst 1988 samkvæmt ákvæðum laga nr. 39/1922, sbr. 1. mgr. 42. gr., sbr. 43. gr., enda hafi dráttarvélin haft verulega og upprunalega galla við afhendingu og stefnda ekki tekist að bæta úr þeim. Beri stefnda að svara fyrir galla þessa, þar sem hann komi að öllu leyti í stað seljanda dráttarvélarinnar. Stefndi heldur því fram, að umrædd dráttarvél hafi verið afhent ógölluð. Stefnandi hafi haft samband við stefnda og kvartað um galla í vélinni. Við skoðun viðgerðarmanna frá Hamri h/f hafi komið í ljós smávægilegur galli, þ. e. bilaður eldsneytismælir. Hafi samist um það með stefnanda og viðgerðarmönnum, að þeir sendu stefnanda umræddan mæli ásamt öðrum varahlutum, sem vantaði. Hafi tækið þurft viðgerðar við vegna þess, að stefnandi hafi ekki haldið því við, og almennt hafi tækið verið illa hirt. Hafi viðgerð aðallega verið fólgin í því að liðka, hreinsa og smyrja hreyfan- lega hluti tækisins, eftir því sem aðstæður leyfðu. Stefnandi hafi enn kvartað, og hafi orðið úr að fela Vélaverkstæðinu Klöpp á Borðeyri að yfirfara vélina. Hafi sú viðgerð m. a. falist í því að setja varahlutina í, en það hafi stefnandi ekki gert, og ljúka því verki, sem viðgerðarmenn Hamars h/f höfðu byrjað, þ. e. að bæta úr því, sem af vanhirðu stefnanda leiddi. Hafi stefndi greitt reikning vegna þessa, 21.090 krónur. Stefndi ber fyrir sig, að enda þótt fram komi í gögnum málsins, að stefnandi hafi talið dráttarvélina ónothæfa með öllu frá því í mars 1988, hafi hann ekki tilkynnt stefnda um það fyrr en með tilkynningu um riftun, dagsettri 11. ágúst 1988. Stefnandi hafi því firrt sig rétti til riftunar með því að tilkynna ekki þegar um hana, er hann taldi sig verða varan við þá galla, sem hann rökstyður með riftunina. Þá er því haldið fram, að bréf forsvarsmanns stefnda frá 23. september 1988 verði ekki skilið á annan hátt en sem höfnun riftunarinnar. Stefndi hafi tekið við vélinni í maí 1989, til þess að kanna mætti sannleiksgildi fullyrðinga stefnanda um galla á vélinni. Hafi vélin reynst í lagi, ef frá séu talin atriði, sem stafað hafi af viðhaldsskorti stefnanda og/eða slæmri eða rangri meðferð á vélinni. 1904 Vélin hafi síðan verið stefnanda til reiðu, en hann ekki séð ástæðu til að nálgast hana. Umboðsmaður stefnanda hafi skoðað vélina 28. júlí 1989 og hafi þá talið hana gallaða, og hafi vélin enn ekki verið sótt til stefnda. Stefndi heldur því hins vegar fram, að vélin sé ógölluð. Ekki verði annað séð en stefn- andi geri kröfur um, að dráttarvélin hafi aðra kosti enn hún hafi átt að hafa. Kröfum stefnanda um skaðabætur er mótmælt sem ósönnuðum. Forsendur og niðurstaða. Fram kemur í málinu, að kvartað hafði verið við seljendur vegna tiltek- inna galla og að gert var við dráttarvélina á verkstæðinu Klöpp á Borðeyri. Vitnið Sveinn Karlsson, sem sá um viðgerð á vélinni þá, sagði í skýrslu sinni hér fyrir dómi, að m. a. hefði verið bilun í vökvalyftu, en hann gert við hana. Hins vegar hefði hann ekki gert við „„kúplingu““, enda hafi hún ekki verið biluð, heldur þeirrar gerðar, að hætt væri við, að hún hnökraði. Eftir viðgerðina á Borðeyri, kveður stefnandi, að stýrisbúnaður hafi bilað. Hann hafi þá hætt að nota vélina og lokst sent hana suður í september 1988, en rift kaupunum með skeytinu frá 11. ágúst 1988. Samkvæmt skýrslu stefnanda sjálfs voru gallar þeir, er hann vill bera fyrir sig, allir fyrir hendi í marsmánuði 1988, og einnig kemur fram í tilkynningu hans frá 11. ágúst 1988, að hann hafi ekki getað notað vélina vegna bilana frá því í mars á því ári. Fullyrðingum stefnanda um, að hann hafi haft uppi riftunarkröfur fyrr en 11. ágúst 1988, er mótmælt af stefnda, og ekki er sannað, að stefndi hafi fengið tilkynningu um riftunina fyrr en þá. Samkvæmt reglu 2. mgr. 52. gr. laga 39/1922 kom tilkynning þessi of seint fram, og ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um riftun. Í þessu sambandi er þess að gæta, að ekki verður fallist á það með stefnanda, að af hálfu stefnda hafi verið fallist á riftunina eða að dráttur á svari skilanefndar við kröfulýsingu stefnanda, er Hamri h/f var slitið, veiti honum riftunarrétt. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á það með mats- og skoðunargerð eða öðrum hætti, að þeir gallar séu eða hafi verið á dráttarvélinni, að honum beri skaðabætur úr hendi stefnda vegna þess, og verður skaðabótakrafa hans því ekki tekin til greina. Eftir úrslitum málsins ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda 85.000 krónur í málskostnað. Allan Vagn Magnússon borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Stálsmiðjan h/f, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Indriða Sigmundssonar. Stefnandi greiði stefnda 85.000 krónur í málskostnað. 1905 Fimmtudaginn 28. október 1993. Nr. 220/1992. Sigurborg Elfa Þórðardóttir (Arnmundur Backman hrl.) gegn Lífeyrissjóði verkalýðsfélaga á Suðurlandi (Björn Ólafur Hallgrímsson hrl.). Ómerking. Frávísun frá héraðsdómi. Kröfugerð. Aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Adólf Adólfsson, þáverandi bæjarfógeti í Bolungarvík, var dómari í máli þessu í héraði frá þingfestingu þess 9. september 1987. Hann lét af starfi bæjarfógeta 14. janúar 1990. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. maí 1992 að fengnu áfrýjunarleyfi 22. apríl 1992 samkvæmt heimild í 4. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands. Hún krefst þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði felldur úr gildi og málinu heimvísað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Til vara krefst hún sýknu af öllum kröfum stefnda og máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. I. Eins og lýst er í hinum áfrýjaða dómi, voru verulegir annmarkar á meðferð máls þessa í héraði. Áfrýjandi (stefnda í héraði) var sjálf við þingfestingu málsins 9. september 1987, og var þá tekin af henni skýrsla. Bókað var, að málinu væri frestað til 30. september, en þess ekki getið, í hvaða skyni frestur væri veittur. Engin bókun var þess efnis, að héraðsdómari hefði leiðbeint áfrýjanda, sem er ólög- fróð, um kröfugerð og málsmeðferð og hverju það sætti, ef útivist yrði af hennar hálfu. Í þinghaldi 30. september 1987 var enginn viðstaddur af hálfu áfrýjanda, en málinu frestað til 14. október að ósk stefnda „til frekari öflunar gagna og greinargerðar““, þótt stefndi hefði þegar lagt fram greinargerð. Hinn 14. október er 120 1906 bókað, að tilteknir starfsmenn embættisins mæti fyrir aðila, en þeir skrifuðu þó ekki undir bókunina. Þá var lagt fram bréf frá stefnda með ósk um dómtöku málsins, og var það dómtekið. Í framan- greindum þinghöldum voru engir vottar, sbr. 41. gr. laga nr. 85/ 1936 um meðferð einkamála í héraði, er í gildi voru á þessum tíma. Síðan gerist ekkert í málinu fyrr en 9. maí 1990, að þingað er í því af dómara þeim, er kvað upp hinn áfrýjaða dóm. Margrét Guð- finnsdóttir, frænka áfrýjanda, mætti þá af hennar hálfu og áréttaði andmæli hennar, sem hún setti fram við þingfestingu málsins. Ekki verður séð, að héraðsdómari hafi leiðbeint Margréti, sem er ólög- fróð. Var síðan bókað, að aðilar samþykktu, að málið yrði dóm- tekið að nýju og dæmt skriflega. Eins og lýst er í héraðsdómi, er mál þetta höfðað til innheimtu vaxta og verðbóta á eftirstöðvar höfuðstóls skuldabréfs. Í stefnu segir: „Vextir og verðbætur á eftirstöðvum höfuðstóls 02.08.1985 voru kr. 26.143,10. Við uppgjör á láninu láðist að innheimta verð- bætur og vexti á eftirstöðvar höfuðstólsins, kr. 26.143,10, og var stefndu afhent frumrit skuldabréfsins, kvittað til aflýsingar.“ Af stefnunni verður ekki ráðið, hvernig fjárhæð þessi er ákvörðuð. Ekki eru heldur upplýsingar um það í greinargerð stefnda í héraði. Áfrýjandi hafði fengið sundurliðaða, fyrirvaralausa kvittun fyrir fullnaðargreiðslu skuldabréfsins frá lögmönnum þeim, sem höfðu innheimtu bréfsins með höndum. Bar því brýna nauðsyn til, að stefndu mætti vera ljóst, hvernig stefnufjárhæðin væri fengin. Samkvæmt framansögðu var málatilbúnaði af hálfu stefnanda í héraði svo áfátt, að efnisdómi mátti ekki á málið ljúka. Ber því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferð í héraði og vísa málinu ex officio frá héraðsdómi. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, fór málsmeðferð í höndum Adólfs Adólfssonar bæjarfógeta svo úrskeiðis, að vítavert var. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði eiga að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. 1907 Dómur bæjarþings Bolungarvíkur 14. maí 1990. Mál þetta höfðaði stefnandi, Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suður- landi, nnr. 6088-9791, Austurvegi 22, Selfossi, gegn Sigurborgu Elfu Þórðardóttur, nnr. 7825-3304, þá til heimilis að Völusteinsstræti 13 í Bolungarvík, en nú til heimilis að Skólavegi 85 á Fáskrúðsfirði, með stefnu, út gefinni 15. júlí 1987. Stefnan var birt 18. ágúst 1987 og málið þingfest 9. september sama ár. Við þingfestingu var málinu frestað til 30. september 1987. Þinghald þann dag sótti enginn af hálfu stefndu, en málinu var að ósk stefnanda frestað til 14. október „,til frekari öflunar gagna og greinargerðar“. Greinargerð af hálfu stefnanda hafði þó verið lögð fram við þingfestingu 9. september 1987. Hinn 14. október 1987 er bókað, að tilteknir starfsmenn embættisins mæti fyrir aðila málsins, en þeir rita þó ekki undir bókun, og vottar hafa ekki verið kvaddir til. Í þessu þinghaldi er málið dómtekið af hinum skipaða bæjarfógeta, Adólfi Adólfssyni, sem hafði farið með málið frá upphafi. Þegar sá dómari, sem nú fer með málið, var settur bæjarfógeti í Bolungarvík 14. janúar 1990, hafði enn ekki verið kveðinn upp dómur í því. Hinn setti dómari ritaði aðilum málsins bréf 6. apríl 1990 og boðaði til þinghalds 9. maí sama ár. Í því þinghaldi samþykktu umboðs- menn aðila, að málið yrði nú dómtekið að nýju, og var svo gert. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði dæmd til að greiða sér 26.143,10 kr. auk dráttarvaxta fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð, sem hér segir: 3,75% frá 18. september 1985 til 1. mars 1986, 2,75% frá þeim degi til 1. apríl 1986, 2,25% frá þeim degi til 1. mars 1987 og 2,50%0 frá þeim degi til greiðsludags auk málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Stefnda hefur ekki gert sérstakar dómkröfur, en hefur þó andmælt dóm- kröfum stefnanda, eins og síðar verður rakið. Niðurstaða. Það er ljóst, að verulegir annmarkar hafa verið á meðferð þessa máls. Þrátt fyrir það þykir það nú vera tækt til dómsálagningar að efni til, þar sem aðilar hafa samþykkt 9. maí 1990 dómtöku þess að nýju án frekari athugasemda. Í ákvæðum hins umrædda veðskuldabréfs eru skýr ákvæði um skyldu til greiðslu verðbóta og vaxta af höfuðstól þess á hverjum tíma. Sú skylda fellur ekki sjálfkrafa niður, þótt veðtrygging lánsins falli niður, án þess að það sé að fullu gert upp í samræmi við efni skuldabréfsins. Þegar stefnda hugðist gera lánið upp, er einungis þrjú ár voru liðin af tuttugu ára lánstíma, hlaut hún að gera sér nokkurn veginn grein fyrir því, hvaða 1908 fjárhæðir væri um að ræða. Henni mátti því vera ljóst, að umkrafin fjár- hæð var óeðlilega lág. Hún var svo mjög fljótlega, hálfum öðrum mánuði síðar, látin vita um þau mistök, sem orðið höfðu. Hún þykir því ekki geta borið það fyrir sig til sýknu, að hún hafi talið sig lausa allra mála, er hún greiddi höfuðstólinn. Samkvæmt framansögðu verður stefnda dæmd til þess að greiða stefn- anda hina umkröfðu fjárhæð, 26.143,10 kr., sem ekki hefur sætt tölulegum andmælum, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989. Þar sem skuldin var ekki öll í gjalddaga fallin, er stefnda hugðist gera hana upp, þykir með hliðsjón af 9. gr. vaxta- laga rétt, að dráttarvextir reiknist frá 18. október 1985, en stefnandi krafði stefndu sannanlega um fullnaðaruppgjör verðbóta og vaxta með bréfi 18. september 1988. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefnda greiði stefnanda málskostnað, og þykir hann hæfilega ákveðinn 20.000 kr. Pétur Kr. Hafstein, settur bæjarfógeti, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnda, Sigurborg Elfa Þórðardóttir, greiði stefnanda, Lífeyrissjóði verkalýðsfélaga á Suðurlandi, 26.143,10 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt II. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989, frá 18. október 1985 til greiðsludags. Stefnda greiði stefnanda málskostnað, að fjárhæð 20.000 kr. Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. 1909 Fimmtudaginn 28. október 1993. Nr. 252/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Jóni Gesti Sveinbjörnssyni (Jón Oddsson hrl.). Bifreiðar. Umferðarlög. Ölvun við akstur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Máli þessu var áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu ákærða og ákæru- valds með stefnu 1. júní 1993. Ríkissaksóknari krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Ákærði krefst aðallega sýknu, en til vara, að refsing verði milduð. Í ákæru er sú villa, sem einnig hefur slæðst í héraðsdóm, að Hafnarbúðir eru sagðar vera á Grandagarði. Hafnarbúðir eru við Tryggvagötu vestur undir Ægisgarði. Hinn 22. október sl. fór fram framhaldsrannsókn í máli þessu á dómþingi Héraðsdóms Vesturlands, þar sem skýrsla var tekin af vitninu Óskari Ölverssyni. Hann kveðst kannast við ákærða og hafa verið staddur í Kaffivagninum á Grandagarði, er ákærði kom þar og settist við borð, þar sem vitnið og fleiri voru fyrir. Ekkert hafi þá verið að sjá athugavert við ákærða. Hann hafi virst allsgáður, en þegar byrjað að drekka vodka bæði óblandað og blandað og drukkið „mjög stíft“. Hafi ákærði verið búinn að drekka að minnsta kosti úr hálfri flösku, er lögreglan kom á vettvang, en vitnið kveðst þá engin merki ölvunar hafa séð á honum. Ekki vissi vitnið, hvað um það áfengi varð, sem ákærði átti ódrukkið, er lögreglan kom. Kveður hann ákærða hafa drukkið úr tveimur pelum, sem hann hafi verið með innan klæða. Framangreindur framburður haggar ekki þeirri niðurstöðu héraðsdómara, að sannað sé, að ákærði hafi ekið bifreiðinni PS-965 undir svo miklum áhrifum áfengis, að hann hafi gerst brotlegur við 1. mgr., sbr. 3. mgr., 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Að þessu athuguðu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. 1910 Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Við ákvörðun málsvarnarlauna skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti er tekið tillit til þingsóknar hans við framangreinda vitnaleiðslu í Borgarnesi. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Jón Gestur Sveinbjörnsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 30.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 7. maí 1993. Ár 1993, föstudaginn 7. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Vesturlands, sem háð er að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, af Símoni Sigvaldasyni fulltrúa, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-18/1993: Ákæruvaldið gegn Jóni Gesti Sveinbjörnssyni, sem tekið var til dóms 26. apríl sl. Málið er höfðað með ákæruskjali sýslumannsins í Borgarnesi, dagsettu 22. febrúar 1993, á hendur ákærða, Jóni Gesti Sveinbjörnssyni, kt. 040548- 2709, Borgarvík 23, Borgarnesi, „fyrr að aka mánudaginn 28. september 1992 undir áhrifum áfengis bifreiðinni PS-965 frá Hafnarbúðum á Granda- garði í vesturátt að veitingastaðnum Kaffivagninum á Grandagarði, þar sem lögregla handtók hann innan dyra stuttu síðar. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttinda samkvæmt 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga““. Niðurstaða. Svo sem áður er rakið, barst lögreglu tilkynning kl. 17.29 um akstur bifreiðarinnar PS-965, og kom lögregla að ákærða inni á Kaffivagninum síðar þann dag. Ákærði var þá ölvaður. Hafa lögreglumennirnir Þorbjörn Sigurðsson og Björn Ægir Hjörleifsson báðir borið fyrir dómi, að er þeir komu að veitingastaðnum Kaffivagn- inum, hafi aflvél bifreiðar ákærða verið köld viðkomu, er rekja mátti til þess, að henni hefði, miðað við tilkynningar, einungis verið ekið skamma vegalengd um hálfum tíma áður. Lögreglumennirnir hafa báðir borið, að 1911 ákærði hafi ekki haft áfengi undir höndum, er þeir komu að honum, og hefði þess verið getið í lögregluskýrslum, hefði svo verið. Framburður ákærða við meðferð málsins hefur verið reikull, og hefur hann orðið margsaga bæði um akstur bifreiðarinnar og áfengisneyslu. Við skýrslugjöf hjá varðstjóra í framhaldi af handtöku bar ákærði því við, að einhver annar en hann hefði verið að aka bifreiðinni, en hann treysti sér ekki til að segja til um, hver það hefði verið, enda þótt hann vissi það. Viðurkenndi hann að hafa drukkið þennan dag einn til tvo bjóra og ef til vill eitt glas af sterku áfengi. Við skýrslugjöf kl. 8.45 næsta dag eftir dvöl í fangageymslum breytti ákærði framburði sínum og viðurkenndi þá að hafa ekið bifreiðinni kl. 16.00 daginn á undan frá Hafnarbúðum að Kaffivagninum. Áfengi hefði hann ekki byrjað að drekka, fyrr en þangað kom, en þar hefði hann drukkið tvö glös og tvo bjóra. Nefndi hann sem skýringu á viðbrögðum sínum frá deginum á undan, að hann hefði verið argur og vondur vegna framkomu lögreglu. Er ákærði kom fyrir dóm 21. apríl 1993, viðurkenndi hann eftir sem áður að hafa ekið bifreiðinni, svo sem hann hafði greint frá 29. september 1992. Um áfengisneyslu breytti ákærði þá enn framburði sínum og greindi frá því fyrir dómi, að hann hefði drukkið um einn pela af vodka inni á Kaffi- vagninum auk þeirra tveggja bjóra, er áður voru nefndir. Ákærði hefur staðfastlega neitað því að hafa drukkið áfengi fyrir akstur bifreiðarinnar eða að hafa verið „þunnur“ eftir áfengisdrykkju frá deginum á undan. Vitnin Grétar Jónsson og Hreinn Sveinsson hafa greint frá því, að ákærði hafi verið verulega ölvaður, er hann kom úr sjóferð sinni kl. 16.00. Hafi útlit hans borið þess greinileg merki, þar sem hann hafi verið mjög valtur á fótum, auk þess sem hann hafi slagað. Þá hafi hann gengið fyrir bifreið vitnanna. Aksturslag bifreiðar hans hafi einnig borið merki ölv- unar. Vitnið Rúnar Guðmundsson og Ríkharður Örn Ríkharðsson fóru með ákærða í sjóferðina, og ber þeim saman um það, að ákærði hafi ekki verið laus allra tengsla við áfengi. Við skýrslugjöf hjá lögreglu bar vitnið Rúnar, að ákærði hefði í upphafi sjóferðar verið hálf-,,rakur““. Fyrir dómi hélt vitnið því fram, að það legði sömu merkinu í það orð og það að vera „„þunnur““ eftir áfengisneyslu. Í öllu falli töldu þau öruggt, að ákærði hefði verið að drekka áfengi daginn áður. Áfengi kváðu þau ákærða hafa boðið í sjóferðinni, enda þótt ákærði hafi mótmælt því. Vitnið Ágústa Gunnlaugsdóttir greindi frá því, að áfengi væri ekki afgreitt inni á Kaffivagninum og ekki væri það látið afskiptalaust, að viðskiptavinir væru með áfengi þar innan dyra. Af framburði vitnisins 1912 verður ekki ráðið með vissu, að það hafi í huga þá atburði, er hér eru til rannsóknar. Vitnið Sturla M. Jónsson hefur komið að málinu, og virðist tilvist þess fyrst hafa orðið ljós, er málið var rannsakað fyrir dómi 21. apríl sl. Ekki var á það minnst í lögreglurannsókn né er ákærða var birt ákæran 18. mars sl. Vitnið Sturla kvaðst hafa setið ásamt ákærða inni á Kaffivagninum og séð hann drekka þar áfengi úr um einum pela af vodka. Vitnið kvað ákærða ekki hafa drukkið annað áfengi. Allur framburður ákærða um málsatvik þykir ótrúverðugur og reikull og því ekki marktækur að áliti dómsins. Við vætti vitnisins Sturlu M. Jónssonar verður ekki stuðst, þar sem það þykir ótrúverðugt. Þegar hins vegar þau atvik málsins eru virt, að vitnin Grétar og Hreinn bera, að ákærði hafi verið greinilega ölvaður, er hann kom í land, vitnin Rúnar og Ríkharður bera, að ákærði hafi ekki verið laus allra tengsla við áfengi, meðan á sjóferðinni stóð, að ekkert áfengi fannst í fórum ákærða, er lögregla handtók hann, og að ákærði hefur orðið tvísaga, bæði um, hver hafi ekið bifreiðinni, og um áfengisneyslu sína, þykir dóminum sannað þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi sjálfur ekið bifreiðinni greint sinn undir áhrifum áfengis, enda mældust í blóði hans yfir 3%, af alkóhðóli í blóðsýni, er tekið var úr honum kl. 18.15 þennan dag. Þykir samkvæmt því sannað, að ákærði hafi með akstri bifreiðarinnar gerst brotlegur við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Sakaferill ákærða. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann frá árinu 1966 fjórum sinnum gengist undir dómsátt vegna brota á umferðarlögum, nú síðast 17. nóvember 1989 vegna ölvunaraksturs. Með þeirri dómsátt var ákærði sviptur ökuréttindum í tólf mánuði frá 15. desember 1989. Ákærði hefur hlotið tvo dóma vegna ölvunaraksturs, og eru þeir frá árunum 1969 og 1976. Refsing og önnur viðurlög. Ákærði hefur með greindri háttsemi unnið sér til refsingar samkvæmt 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, og þykir hún með hliðsjón af sakaferli ákærða hæfilega ákveðin 70.000 króna sekt til ríkissjóðs. Skal sektin innt af hendi innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, en ella sæti ákærði varðhaldi í 20 daga. Ákærði þykir enn fremur hafa unnið til sviptingar ökuréttinda sam- kvæmt 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga. Við ákvörðun sviptingar ber að líta til dómsáttar frá 17. nóvember 1989, sem hefur ítrekunaráhrif að þessu 1913 leyti. Ber því nú að svipta ákærða rétti til að stjórna vélknúnu ökutæki í þrjú ár frá uppkvaðningu dómsins að telja. Sakarkostnaður. Loks ber að dæma ákærða til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs og málsvarnarlaun skipuðum verj- anda sínum, Jóni Oddssyni hrl., sem þykja hvor um sig hæfilega ákveðin 50.000 krónur. Er þá tekið tillit til ferðakostnaðar og uppihalds. Dómsorð: Ákærði, Jón Gestur Sveinbjörnsson, greiði 70.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, og komi í stað sektarinnar varðhald í 20 daga, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Ákærði er sviptur ökuréttindum í þrjú ár frá uppkvaðningu dóms- ins. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ. m .t. saksóknarlaun til ríkis- sjóðs, 50.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Oddssonar hrl., 50.000 krónur. 1914 Föstudaginn 29. október 1993. Nr. 412/1993. Lúðvík Gizurarson gegn Bergsteini Gizurarsyni. Kærumál. Gerðardómur. Ómerking. Heimvísun. Aðild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 9. október 1993 samkvæmt heimild í 2. mgr. 9. gr. laga nr. 53/1989 um samn- ingsbundna gerðardóma. Hann krefst þess aðallega, að Jóhanni J. Ólafssyni lögfræðingi og Helga V. Jónssyni hæstaréttarlögmanni verði vikið frá störfum í gerðardómi, sem starfar samkvæmt gerðardómssamningi, dagsettum 4. júní 1989, milli hans og varnar- aðila. Til vara krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og málinu vísað aftur heim í hérað til úrskurðar að nýju. Loks krefst hann máiskostnaðar í héraði og kærumálskostn- aðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Málavöxtum er lýst í hinum kærða úrskurði. Fallist er á það með héraðsdómara, að hafna verði kröfu sóknar- aðila um, að gerðarmanninum Jóhanni J. Ólafssyni verði vikið úr gerðardóminum á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga nr. 53/1989, þar sem ekki hafi verið gætt ákvæða 3. mgr. 6. gr. laganna um, að formaður gerðardóms skeri úr um ágreining um hæfisskilyrði gerðarmanna. Sóknaraðili byggir kröfu sína um, að gerðarmönnunum Jóhanni J. Ólafssyni og Helga V. Jónssyni verði vikið úr gerðardóminum og nýir menn skipaðir í þeirra stað, á 9. gr. laga nr. 53/1989. Þar segir, að verði „verulegur dráttur á meðferð gerðarmáls sem aðili telur að rekja megi til vanrækslu gerðarmanna á starfsskyldum sínum getur hann snúið sér til héraðsdómara með þeim hætti sem segir í 4. og S. gr. með kröfu á hendur gagnaðila og gerðarmönnum um að gerðarmenn, einn eða fleiri, verði leystir frá störfum og aðrir skipaðir í þeirra stað““. Í máli þessu heldur sóknaraðili fram van- 1915 rækslu framangreindra gerðarmanna í starfi. Þeim hefur ekki verið gefinn kostur á að mæta í málinu og taka til varna. Ber því að ómerkja hinn kærða úrskurð og vísa málinu heim í hérað til lög- legrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Kærumálskostnaður er ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 5. október 1993. I. Máli þessu var vísað til Héraðsdóms Suðurlands með bréfi Bergsteins Gizurarsonar, dagsettu 13. janúar 1993. Í bréfinu segir: „Þar sem einn gerðardómenda, Jón Ármann Héðinsson, hefur sagt sig úr gerðardóminum, óskar undirritaður eftir því, að þér, herra dómstjóri, skipið gerðardómanda í hans stað sem fyrst. Eins og sést í meðfylgjandi gerðardómssamningi, er samningurinn óuppsegjanlegur. Þrátt fyrir það hefur Lúðvík Gizurarsyni liðist að koma í veg fyrir, að gerðardómurinn ljúki hlutverki sínu.....“ Í samræmi við bréf þetta fékk málið heitið: Beiðni Bergsteins Gizurarsonar um, að tilnefndur verði maður í gerðardóm““. Málið var fyrst tekið fyrir 24. ágúst sl., og ákvað dómari þá að fresta málinu til 16. september og beindi því jafnframt til aðila, að þeir leituðu samkomulags um að gera gerðardómssamninginn virkan eða um nýja gerðarmenn. Er mál þetta var síðan tekið fyrir þann dag, varð varnaraðili, Lúðvík Gizurarson, við því að tilnefna mann af sinni hálfu, og var Magnús Thoroddsen hrl. skipaður í því þinghaldi til þess að taka sæti í gerðar- dóminum. Jafnframt því að tilnefna Magnús til setu í gerðardóminum gerði varnar- aðili nú kröfu til þess, að gerðarmönnunum Jóhanni J. Ólafssyni og Helga V. Jónssyni yrði vikið úr gerðardóminum og dómurinn skipaði nýja menn til starfa í gerðardóminum í þeirra stað. Upphaflegur sóknaraðili, sem eftir- leiðis verður nefndur varnaraðili, tók til varna í þessum þætti málsins og krafðist þess, að þeirri kröfu yrði hrundið, og skírskotaði til þess, að ekkert það hefði gerst í málinu, sem gæfi tilefni til þess, að þeim yrði vikið frá, auk þess sem slíkt myndi tefja málið og hafa aukinn kostnað í för með sér. Var málið síðan tekið til munnlegs málflutnings 27. september sl. um 1916 þessa kröfu upphafslegs varnaraðila, sem eftirleiðis í úrskurði þessum verður nefndur sóknaraðili. Í samræmi við þetta fékk málið nýtt heiti. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum sóknaraðila um, að Helga V. Jónssyni og Jóhanni J. Ólafssyni verði vikið úr gerðardóminum. 1917 Föstudaginn 29. október 1993. Nr. 151/1991. Lind hí. (Guðni Á. Haraldsson hrl.) gegn Sundi hf. vegna þrotabús Skrifstofuvéla hí. (Tryggvi Gunnarsson hrl.). Ómerking. Dómari. Heimvísun. Hæfi Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. apríl 1991. Hann gerir þær dómkröfur aðallega, að viðurkenndur verði eignarhaldsréttur sinn yfir bifreiðunum DO-233, RX-671 og LH-253, en til vara, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 1.837.331 krónu af óskiptri eign þrotabúsins með 21% ársvöxtum frá 26. nóvember 1990 til greiðsludags, þannig, að vextir taki breyt- ingu samkvæmt 10. og 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Áfrýjandi krefst málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Málavextir eru raktir í hinum áfrýjaða úrskurði. Þar kemur einnig fram, að áfrýjandi styður kröfur sínar meðal annars þeirri staðhæf- ingu, að skiptaráðanda og bústjóra þrotabús Skrifstofuvéla hf. hafi verið eða mátt vera kunnugt um það, áður en kaupsamningur um eignir þrotabúsins var gerður við stefnda, Sund hf., að áfrýjandi væri eigandi umræddra bifreiða, sbr. 2. mgr. 70. gr. þágildandi gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Samning þennan undirrituðu skiptaráð- andi og bústjóri „„f. h. seljanda“ þrotabús Skrifstofuvéla hf. Við þessar aðstæður hefði verið rétt, að skiptaráðandinn færi ekki með þetta ágreiningsmál, sbr. 1. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936 um með- ferð einkamála í héraði, er þá voru í gildi, og 135. gr. laga nr. 6/1978. Samkvæmt þessu verður að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og ómerkja meðferð málsins frá og með 18. febrúar 1991. 1918 Er málinu vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur til löglegrar með- ferðar. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er felldur úr gildi og meðferð máls- ins frá og með 18. febrúar 1991 ómerkt. Er málinu vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur til löglegrar meðferðar. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Úrskurður skiptaréttar Reykjavíkur 18. mars 1991. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 18. febrúar sl. Sóknaraðili, Lind hf., Reykjavík, kt. 610886-1679, gerir svofelldar kröfur: 1. aðallega, að viðurkenndur verði með úrskurði skiptaréttar Reykja- víkur eignarhaldsréttur sóknaraðila yfir bifreiðunum DO-233, RX-671 og LH-253, 2. til vara, að varnaraðili verði úrskurðaður til að greiða sóknaraðila 1.837.331 kr. af óskiptri eign búsins með 2190 ársvöxtum frá 26. nóv. 1990 til greiðsludags, þannig, að vextir taki breytingu skv. 10. og 12. gr. l. nr. 25/1987. 3. Málskostnaður. Í báðum ofangreindum tilfellum er þess krafist, að varnaraðili verði dæmdur til að greiða sóknaraðila málskostnað að mati réttarins, og er þess krafist, að hann beri vexti fimmtán dögum eftir uppkvaðningu úrskurðar. Varnaraðili, Sund hf., Reykjavík, vegna þrotabús Skrifstofuvéla hf., Reykjavík, krefst þess, að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað og sóknaraðila gert að greiða varnaraðila málskostnað að mati réttarins, og beri málskostnaðurinn dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá fimmtánda degi eftir uppkvaðningu úrskurðar til greiðsludags. Úrskurðarorð: Kröfum sóknaraðila í máli þessu, Lindar hf., er hafnað. Málskostnaður fellur niður. 1919 Föstudaginn 29. október 1993. Nr. 299/1993. Ingi Helgason segn Minjavernd. Kærumál. Haldsréttur. Úthlutun uppboðsandvirðis. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 20. júlí 1993. Krefst hann þess, að hinum kærða úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 6. júlí 1993 verði hrundið og breytt á þá leið, að krafa varnaraðila komist ekki að við úthlutun á söluandvirði lausafjár- muna úr veitingahúsinu Punkti og pasta, eign Emils Björnssonar, kt. 101051-2429, er seldir voru á nauðungaruppboði í Kópavogi 2. mars 1993. Til vara krefst hann þess, að krafa varnaraðila verði tekin til greina við úthlutunina með lækkaðri fjárhæð. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar á hinum kærða úrskurði og kærumálskostnaðar. Í máli þessu er deilt um uppboðsandvirði innanstokksmuna og áhalda af veitingastað, sem rekinn var í húsi varnaraðila að Amtmannsstíg | í Reykjavík, eins og lýst er í hinum kærða úrskurði. Munir þessir voru veðsettir með 1. veðrétti til tryggingar skuldabréfum, sem sóknaraðili hafði eignast við framsal, og var varnaraðila kunnugt um þetta veð. Veðinu fylgdi ekki heimild til nauðungarsölu án undangenginnar aðfarar, og hafði sóknaraðili ekki aflað sér slíkrar heimildar, áður en munirnir voru seldir. Fór uppboðssala fram að beiðni varnaraðila eins. Emil Björnsson, sem talinn var eigandi munanna, lét þá aðgerð afskiptalausa, og virðist hann ekki hafa haft uppi tilkall til munanna, eftir að varnaraðili tók þá til geymslu. Eins og greint er í úrskurðinum, voru vörslur Emils Björnssonar á húsnæðinu að Amtmannsstíg | ekki byggðar á samningi milli hans og varnaraðila, heldur á samningi við leigutaka, sem framseldi honum veitingareksturinn án tilskilinnar heimildar frá varnaraðila. 1920 Telja verður nægilega fram komið, að varnaraðili hafi mátt líta svo á, að Emil og leigutakinn hefðu gefið upp vörslur á húsnæðinu, þegar hann ákvað að láta rýma það. Hafi umráð þess og hinna umdeildu lausafjármuna þannig verið komin á hendur honum. Sú ráðstöfun varnaraðila að flytja munina í geymslu á eigin vegum var til þess fallin að afstýra rýrnun og spjöllum á þeim. Eins og á stóð, var honum og skylt að varðveita þá vegna þeirra hagsmuna, sem þessu voru tengdir. Ósannað er, að hann hafi sett önnur skilyrði en þau fyrir afhendingu munanna, að geymslukostnaður yrði greiddur. Þá verður að telja, að sóknaraðili hafi ekki getað gengið þess dulinn, hvað orðið hafði um munina, eftir að veitingarekstur eigandans stöðvaðist. Verður rétti varnaraðila gagnvart honum ekki hafnað á þeim grundvelli, að viðvörun til hans hafi farist fyrir. Sóknaraðili lét ekki á það reyna, hvort ná mætti vörslum á mun- unum með atbeina dómstóla, og hafði ekki uppi mótmæli við því, að beiðni varnaraðila um nauðungarsölu næði fram að ganga. Að þessu athuguðu ber að fallast á það með héraðsdómara, að varnaraðili hafi að lögum öðlast haldsrétt í hinum umdeildu munum til tryggingar nauðsynlegum kostnaði af geymslu þeirra. Krafa varnaraðila um útlagðan geymslukostnað gengur fyrir veðkröfu sóknaraðila við úthlutun á uppboðsandvirði munanna, og má taka hana til greina að fullu. Verður hinn kærði úrskurður því stað- festur. Sóknaraðili greiði varnaraðilum kærumálskostnað, svo sem Í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Ingi Helgason, greiði varnaraðila, Minjavernd, 30.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. júlí 1993. I. Mál þetta, sem varðar ágreining við úthlutun söluverðs vegna nauðungar- sölu og sætir meðferð samkvæmt XIII. kafla laga nr. 90/1991, var tekið til úrskurðar 7. júní 1993 að undangengnum munnlegum málflutningi. 1921 Málið var endurupptekið og tekið til úrskurðar að nýju 21. sama mán- aðar. Sóknaraðili, Ingi Helgason, kt. 031041-4659, Faxatúni 18, Garðabæ, gerir þá dómkröfu aðallega, að krafa varnaraðila komist ekki að við úthlut- un söluverðs ýmissa lausafjármuna, tækja og búnaðar, úr veitingahúsinu Punkti og pasta, eign Emils Björnssonar, kt. 101051-2429, er voru seldir á nauðungaruppboði 2. mars 1993. Til vara er þess krafist, að krafa Minja- verndar verði lækkuð verulega. Í báðum tilfellum er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati réttarins. Varnaraðili, Minjavernd, kt. 700485-0139, Amtmannsstíg 1, Reykjavík, gerir þá dómkröfu, að staðfest verði sú ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá 21. apríl 1993 að leggja frumvarp til úthlutunar söluverðs lausafjármuna úr veitingahúsinu Punkti og pasta, dags. 15. mars 1993, óbreytt til grund- vallar úthlutunar söluverðs. Þá krefst varnaraðili þess, að sóknaraðili verði úrskurðaður til að greiða varnaraðila málskostnað samkvæmt mati dómsins miðað við hagsmuni málsins, vinnu málflytjanda og annan kostnað af málinu. Sáttaumleitanir dómara hafa engan árangur borið. Il. Málavextir eru þeir, að með samningi, dags. 13. júní 1991, leigði varnar- aðili Agli Halldóri Egilssyni fasteignina að Amtmannsstíg 1, Reykjavík, til almenns veitingarekstrar. Leigutími var fimm ár talið frá 1. apríl 1991, og var leigutaka óheimilt að framleigja eignina án samþykkis leigusala. Í febrúarmánuði 1992 hóf Emil Björnsson veitingarekstur í húsnæðinu, og var þeirri ráðstöfun mótmælt af hálfu varnaraðila. Þrátt fyrir samningaum- leitanir komst ekki á leigumáli milli varnaraðila og síðari rekstraraðila, sem hvarf úr húsnæðinu í aprílmánuði 1992. Með skeyti varnaraðila til Emils Björnssonar, dags. 1. maí 1992, var hon- um tilkynnt, að þar sem ekki hefði verið sinnt tilmælum um að fjarlægja lausafé tilheyrandi veitingarekstri hans í fasteigninni að Amtmannsstíg |, yrði því komið fyrir í geymslu að Smiðjuvegi 30, Kópavogi. Var þess farið á leit, að munir þessir yrðu sóttir innan hálfs mánaðar. Áður hafði varnar- aðila borist bréf lögmanns sóknaraðila, dags. 8. apríl 1992, þar sem honum var tilkynnt, að lausafé veitingahússins Torfunnar (áður Punktur og pasta) hefði verið sett að veði til tryggingar skuldabréfum, sem framseld höfðu verið sóknaraðila. Hinn 26. maí 1992 ritaði lögmaður sóknaraðila Emil Björnssyni bréf og beindi þeim tilmælum til hans að ráðstafa ekki munum, veðsettum sóknar- aðila, nema að höfðu samráði. Nokkru síðar var varnaraðila sent bréf, dags. 1. október 1992. Þar gerir lögmaður sóknaraðila þá kröfu, að sóknar- 121 1922 aðila verði afhentir allir þeir lausafjármunir, sem varnaraðili hafði í vörsl- um sínum og veðsettir höfðu verið sóknaraðila. Með greiðsluáskorunum varnaraðila til Emils Björnssonar, dags. 12. nóvember 1992 og 9. desember sama ár, var gerð sú krafa, að skuld, að fjárhæð 241.798 kr., vegna kostnaðar við geymslu muna í vörslu varnar- aðila yrði greidd innan 15 daga frá móttöku áskorunar. Að öðrum kosti yrði krafist nauðungarsölu á munum þessum til lúkningar kröfunni á grundvelli haldsréttar. Samrit greiðsluáskorana þessara var sent sóknar- aðila. Að kröfu varnaraðila voru umræddir munir í vörslum hans seldir á upp- boði sýslumannsins í Kópavogi 2. mars 1993. Er ágreiningslaust með aðilum máls þessa, að munir þessir, sem eru áhöld og tæki tengd veitingarekstri, voru í eigu Emils Björnssonar og að þeir voru að sjálfsvörsluveði til trygg- ingar kröfu sóknaraðila samkvæmt átta samhljóða skuldabréfum, út gefnum 13. nóvember 1990. Samkvæmt frumvarpi sýslumannsins í Kópa- vogi til úthlutunar söluverðs, dags. 15. mars 1993, var söluverð umræddra muna $13.500 kr. Að frádregnum sölulaunum í ríkissjóð, 25.675 kr., og virðisaukaskatti, 101.055 kr., komu til úthlutunar 368.770 kr. Sóknaraðili lýsti eftirfarandi kröfu í uppboðsandvirðið á grundvelli áður- greindra veðskuldabréfa: Höfuðstóll kr. 7.091.344,80 Ársvextir til 2. mars 1992 — 2.177.865,60 Málskostnaður — 567.300,00 Endurrit — 200,00 Fjárnámsbeiðni — 1.042,00 Kostnaður vegna fjárnáms — 16.628,00 Vextir af kostnaði — 53.654,30 Samtals kr. 9.914.034,70 Kröfulýsingarkostnaður — 3.521,00 Samtals kr. 9.917.555,70 Frá varnaraðila barst eftirfarandi krafa í söluandvirðið: Geymslugjald frá maí 1992 — febr. 1993 kr. 280.000,00 Dráttarvextir frá 1. maí 1992 — 21.746,00 Innheimtukostnaður — 39.862,00 Nauðungarsölubeiðni — 3.520,00 Nauðungarsölugjald í ríkissjóð — 3.000,00 Samtals kr. 348.128,00 1923 Í frumvarpi sýslumanns er gert ráð fyrir, að krafa varnaraðila greiðist að fullu, en eftirstöðvar söluverðs, 38.642 kr., kæmu til greiðslu kröfu sóknaraðila. Af hálfu sóknaraðila var því mótmælt, að krafa varnaraðila kæmist að við úthlutun söluandvirðis, en krafist til vara, að hún yrði stór- lega lækkuð. Hinn 21. apríl 1993 var frumvarpið tekið til meðferðar hjá sýslumanni, sem tók þá ákvörðun, að frumvarpið yrði óbreytt lagt til grundvallar úthlutun. Við þá fyrirtöku lýsti sóknaraðili yfir því, að hann myndi bera þá ákvörðun undir héraðsdóm. Málið barst dóminum með bréfi sóknaraðila, dags. 6. maí sl., og var þingfest 25. sama mánaðar. III. Af hálfu sóknaraðila er til þess vitnað, að með bréfi, dags. 8. apríl 1992, hafi varnaraðila verið tilkynnt með formlegum hætti um veð sóknaraðila í því lausafé, er mál þetta lýtur að. Jafnframt hafi eiganda þess, Emil Björnssyni, verið ritað bréf af sama tilefni og þeim tilmælum komið á fram- færi, að hinum veðbundnu eignum yrði ekki ráðstafað nema að höfðu sam- ráði við sóknaraðila. Það sé ekki fyrr en um mánaðamót september-október 1992, að sóknaraðili fái vitneskju um, hvernig málum sé komið. Þá hafi varnaraðili verið búinn að taka hið selda, án samráðs og samþykkis sóknar- aðila, þrátt fyrir það að varnaraðila hafi verið kunnugt um réttarstöðu sóknaraðila. Þegar ljóst hafi verið, að varnaraðili áskildi sér „„hótelleigu““ vegna geymslukostnaðar, hefði verið krafist afhendingar lausafjárins með bréfi, dags. 1. október 1992. Sóknaraðili telur, að ekki sé haldsréttur til tryggingar kröfu varnaraðila, enda hafi ekki verið um neina kröfu að ræða, þegar hann lagði hald á umrætt lausafé. Verði ekki fallist á aðalkröfu sóknaraðila, sé þess krafist, að krafa varnaraðila verði stórlega lækkuð, þar sem hún sé órökstudd og ósann- gjörn. Af hálfu varnaraðila er því haldið fram, að hann hafi ekki átt annarra kosta völ en varðveita það lausafé, sem eigandi fjarlægði ekki úr húsnæð- inu að Amtmannsstíg | þrátt fyrir áskoranir. Hafi brottflutningur og geymsla munanna verið nauðsynlegur, og sé því fullnægt skilyrðum fyrir haldsrétti varnaraðila til tryggingar kostnaði, sem gangi framar eldri veð- rétti sóknaraðila við úthlutun söluverðs. Meginreglan sé sú, að sá, sem tryggi nauðsynlega varðveislu hlutar og öðlist þannig haldsrétt, þurfi ekki að afhenda hlutinn, fyrr en hann hafi fengið greiddan kostnað sinn, enda atbeini haldsréttarhafa forsenda þess, að í hlutnum sé eitthvert verð- mæti til greiðslu upp í aðrar kröfur. Þessi meginregla íslensks réttar komi m. a. fram í settum lögum, sbr. 3. mgr. 200. gr. siglingalaga nr. 34/ 1985. 1924 Varnaraðili telur, að þrátt fyrir það að sér hafi verið kunnugt um veð sóknaraðila með bréfi, dags. 8. apríl 1992, hafi það engin áhrif á heimild hans til að halda mununum í eigin vörslu, þar á meðal að setja í geymslu, til tryggingar kröfu á hendur eiganda munanna. Vitneskja varnaraðila geri það ekki að verkum, að hald sitt á mununum teljist vera á eigin ábyrgð sína. Til haldsréttar heyri að ganga að eign með sölu á uppboði, og sé halds- réttarhafa heimilt að ráðstafa eigninni þannig án skyldu til samráðs við eldri veðhafa. Varnaraðili skírskotar til þess, að það sé ekki skilyrði fyrir beitingu halds- réttar, að eldri veðhafa sé tilkynnt sérstaklega, að honum verði beitt. Skor- að hafi verið árangurslaust á eiganda lausafjárins að fjarlægja munina, og því hafi honum verið kunnugt um brottflutning þeirra, sbr. skeyti, dags. 1. maí 1992. Heldur varnaraðili því fram, að samhljóða skeyti hafi verið sent sóknaraðila umfram skyldu, en ekki hafi tekist að afla afrits þess og leggja fram í málinu. Af hálfu sóknaraðila hefur því verið mótmælt, að honum hafi borist umrætt skeyti. Varnaraðili mótmælir fullyrðingum sóknaraðila um, að krafa varnar- aðila sé órökstudd og ósanngjörn. Hefur hann lagt fram greiðslukvittanir vegna geymslugjalds frá maí 1992 til febrúar 1993, 28.000 kr. á mánuði, samtals 280.000 kr. IV. Í máli þessu er ágreiningur milli aðila um kröfu varnaraðila við úthlutun uppboðsandvirðis og hvort henni fylgi haldsréttur, sem gangi framar eldri veðrétti sóknaraðila. Svo sem að framan er rakið, leigði varnaraðili Agli Halldóri Egilssyni fasteignina að Amtmannsstíg 1, Reykjavík, frá 1. apríl 1991 til almenns veitingarekstrar. Í febrúarmánuði 1992 hóf Emil Björnsson veitingarekstur í húsnæðinu, en hætti skömmu síðar rekstri þar, án þess að leigusamningur hefði verið gerður um fasteignina. Af hans hálfu var eignin ekki rýmd, og liggur frammi í málinu afrit skeytis, dags. 1. maí 1992, þar sem fram kemur, að lausafé í hans eigu hafi verið komið fyrir í geymslu, og er þess farið á leit, að eignanna verði vitjað. Þrátt fyrir það að greindri málaleitan hafi ekki verið sinnt, bar varnar- aðila að annast umræddar eignir, eins og frekast var unnt, á kostnað eig- anda. Þykir framangreint leiða af 33. gr. kaupalaga nr. 39/1922 með lög- jöfnun. Þar sem skylda hvíldi á varnaraðila til að varðveita greinda muni og þar með stuðla að því, að þeir héldu verðgildi sínu, ber að fallast á, að hann hafi öðlast haldsrétt í eignum þessum til tryggingar nauðsynlegum kostnaði, sem af þessu leiddi, og að honum hafi verið heimilt að leita fullnustu kröfu sinnar með því að selja umrædda muni nauðungarsölu, sbr. 1925 6. tl. 6. gr. laga nr. 90/1991. Gengur krafa varnaraðila, reist á þeim rétti, framar eldri veðkröfu sóknaraðila við úthlutun söluandvirðis. Á það verður ekki fallist með sóknaraðila, að þýðingu hafi um gildi haldsréttar varnaraðila, þótt honum hafi verið kunnugt um eldri sjálfs- vörsluveðrétt sóknaraðila, en samkvæmt honum átti hann ekki skilyrðis- laust rétt á vörslum umræddra verðmæta. Var varnaraðila því hvorki heimilt að ráðstafa þeim til hans, eins og hann krafðist með bréfi, dags. 1. október 1992, né bar að beina til hans erindum vegna þessa. Af hálfu sóknaraðila er því haldið fram, að krafa varnaraðila sé órök- studd og ósanngjörn. Í málinu liggja frammi reikningar vegna þess kostnað- ar, sem varnaraðili þurfti að bera vegna geymslu lausafjárins. Af þeim verður ekki ráðið, að varnaraðili hafi lagt út í kostnað umfram það, sem eðlilegt getur talist. Þykir því verða að hafna greindri málsástæðu sóknar- aðila. Með vísan til framangreinds er fallist á kröfu varnaraðila um, að frum- varp sýslumanns til úthlutunar söluandvirðis standi óhaggað. Sóknaraðili greiði varnaraðila 50.000 kr. í málskostnað. Benedikt Bogason dómarafulltrúi kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Krafa varnaraðila um, að staðfest verði sú ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá 21. apríl 1993 að leggja frumvarp til úthlutunar sölu- verðs lausafjármuna úr veitingahúsinu Punkti og pasta, dags. 15. mars 1993, óbreytt til grundvallar, er tekin til greina. Sóknaraðili greiði varnaraðila 50.000 kr. í málskostnað. 1926 Föstudaginn 29. október 1993. Nr. 431/1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík segn Ólafi Gunnarssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 25. október 1993, sem Hæstarétti barst 26. sama mánaðar. Hann krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. október 1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess, að Ólafur Gunnarsson, kt. 200455-3049, með lögheimili að Suðurhólum 24 í Reykjavík, en dvalar- stað að Flétturima 11 í Reykjavík, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16.00 föstudaginn 19. nóvember nk. vegna grunar um brot gegn lögum nr. 65/1974 og reglugerð nr. 16/1986 um ávana- og fíkniefni og 173. gr. a alm. hgl. nr. 19/1940. Rannsókn máls þessa hófst 25. júlí sl. Hefur hún beinst að fjórum ferðum til fíkniefnakaupa erlendis á þessu ári og innflutningi á efnum þessum til landsins. Þeir aðilar, sem báru fíkniefnin til landsins og höfðu milligöngu um að útvega þau erlendis, hafa verið yfirheyrðir hjá lögreglu og þeir játað aðild sína að málinu. Allir þessir aðilar hafa borið á þann veg, að kærði hafi skipulagt og fjármagnað utanferðir þeirra. Þorgeir Jón Sigurðsson, sem yfirheyrður var hjá lögreglu í gær, hefur viðurkennt að hafa haft milligöngu um innflutning á töluverðu magni af fíkniefnum til landsins allt frá því í maí 1992 þar til í júní á þessu ári. 1927 Hefur Þorgeir Jón borið, að kærði hafi skipulagt og fjármagnað fíkni- efnakaup sín erlendis. Af framansögðu þykir rökstuddur grunur vera um, að kærði hafi skipu- lagt og fjármagnað innflutning á miklu magni af fíkniefnum. Brot þetta getur varðað kærða fangelsisrefsingu lögum samkvæmt. Rannsókn máls þessa er ólokið. Framburður Þorgeirs Jóns Sigurðssonar hjá lögreglu er mjög ýtarlegur, og hefur hann aukið mjög umfang rannsóknar málsins. Vegna nýrra upplýsinga, sem koma fram í framburði hans, ber nauðsyn til að yfirheyra fleiri aðila, sem hugsanlega eru viðriðnir málið, svo og fleiri vitni. Þá hefur komið fram, að gerð hefur verið krafa um, að tveir menn, sem grunaðir eru um aðild að málinu, verði framseldir frá Svíþjóð. Er eftir að hafa upp á þessum mönnum, handtaka þá og yfirheyra. Þar sem hætta þykir á, að kærði muni torvelda rannsókn málsins, fari hann frjáls ferða sinna, svo sem með því að afmá merki eftir brot eða hafa áhrif á vitni eða samseka, þykir verða að taka kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur kærða til greina með vísan til a- liðar 1. mgr. 103. gr. 1. nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Þó þykir nægilegt, að kærði sæti gæsluvarðhaldi til föstudagsins 5. nóvember nk. kl. 16.00. Ekki er fallist á, að 2. mgr. 103. gr. 1. nr. 19/1991 eigi við í máli þessu. Um gæsluvarðhaldsvist gilda ákvæði 108. gr. 1. nr. 19/1991 og rgl. nr. 179/1992. Ákvörðunarvald um tilhögun þeirrar vistar, þ. e., hvort gæslu- varðhaldsfangi sæti einangrun eða ekki, er í höndum rannsóknara, for- stöðumanns fangelsis og Fangelsismálastofnunar ríkisins, sbr. III. kafla áðurnefndrar reglugerðar. Ákvörðunarvald um önnur atriði, svo sem heimsóknir, bréfaskipti, símtöl o. fl., er einnig í höndum rannsóknara eða forstöðumanns fangelsis. Samkvæmt 3. mgr. 108. gr. l. nr. 19/1991 er gæsluvarðhaldsfanga hins vegar heimilt að bera undir dómara þau atriði, sem varða gæsluvarðhaldsvistina. Þar sem ákvörðunarvald um tilhögun gæsluvarðhaldsvistar er í höndum framangreindra aðila og um gæsluvarð- haldsvistina gilda ákveðnar reglur, þykir ekki unnt að taka til greina þá kröfu verjanda kærða, að kærði njóti þeirra réttinda, sem greinir í tölu- liðum a - e í 108. gr. |. nr. 19/1991. Úrskurðarorð: Kærði, Ólafur Gunnarsson, sæti gæsluvarðhaldi áfram, allt til kl. 16.00 föstudaginn 5. nóvember 1993. 1928 Föstudaginn 29. október 1993. Nr. 434/1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík gegn Halldóri Margeiri Ólafssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar samkvæmt heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála með kæru 26. október 1993, sem barst Hæstarétti 28. sama mánaðar. Hann krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara, að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími en í hinum kærða úrskurði. Þá krefst hann kærumálskostn- aðar. Af hálfu sóknaraðila er krafist staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Kærumálskostnaður er ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. október 1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess, að Halldóri Margeiri Ólafssyni, kt. 210968-4079, með lögheimili að Hverfisgötu 82, Reykjavík, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 18.00 mánudaginn 1. nóvember nk. vegna grunar um brot gegn lögum nr. 65/1974 og reglugerð nr. 16/1986 um ávana- og fíkniefni. Mál þetta tengist umfangsmiklu fíkniefnamáli, sem hófst í júlí sl., er tveir menn voru handteknir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli við komu hingað til lands frá Amsterdam. Í fórum annars þeirra fannst umtalsvert magn af fíkniefnum, falið innan klæða og í fötum. Rannsókn hefur aðallega beinst að því, hvernig innflutningi á fíkniefnum 1929 til landsins hefur verið háttað, svo og að fjármögnun og skipulagi innflutn- ingsins. Af framansögðu þykir rökstuddur grunur vera um, að kærði tengist máli þessu á þann hátt, að varðað geti við lög nr. 65/1974 og reglugerð nr. 16/1986 um ávana- og fíkniefni. Brot á þeim lögum og reglugerð geta varðað kærða fangelsisrefsingu. Eins og að ofan greinir, hefur rannsókn máls þessa, sem er eitt hið umfangsmesta sinnar tegundar, er upp hefur komið hér á landi, verið mjög viðamikil og teygt anga sína víða. Telja verður, að rannsókn máls þessa, sem er ólokið, sé á viðkvæmu stigi, þar sem sífellt berast nýjar upplýsingar og nýr framburður gæsluvarðhaldsfanga og annarra, sem yfirheyrðir eru vegna málsins. Þannig er eftir að staðreyna atriði úr framburðarskýrslu Jóhanns Tómasar Ziemsen, er hann gaf hjá lögreglu 2. nóvember sl. Þá hefur kærði sýnt skort á samstarfsvilja við rannsókn málsins með því að neita að tjá sig um málsatvik. Þar sem hætta þykir á, að kærði muni torvelda rannsókn málsins, fari hann frjáls ferða sinna, svo sem með því að afmá merki eftir brot eða hafa áhrif á vitni eða samseka, þykir verða að taka til greina kröfu lög- reglustjórans í Reykjavík um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur kærða með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin- berra mála. Ekki er fallist á, að b-liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 eigi við í máli þessu. Úrskurðarorð: Kærði, Halldór Margeir Ólafsson, sæti gæsluvarðhaldi allt til kl. 18.00 mánudaginn 15. nóvember 1993. 1930 Mánudaginn 1. nóvember 1993. Nr. 414/1992. Jón Baldur Baldursson gegn Erni Valdimarssyni. Útivistardómur. Dómur Hæstaréttar. Málsókn þessi fellur niður. Áfrýjandi, Jón Baldur Baldursson, sem eigi sækir dómþing í máli þessu, greiði 10.000 króna útivistargjald til ríkissjóðs, ef hann vill fá mál sitt tekið fyrir að nýju. 1931 Fimmtudaginn 4. nóvember 1993. Nr. 410/1993. Rafþjónustan hf. gegn þrotabúi Selavíkur hí. Kærumál. Gjaldþrotalög. Eignarréttarfyrirvari. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 16. september 1993, sem barst Hæstarétti 12. október. Krefst hann þess aðallega, að viðurkenndur verði eignarréttur sinn að öllu efni til raflagna o. fl. í hótelbyggingu að Skólavörðustíg 45 í Reykjavík. Jafnframt krefst hann þess, að varnaraðila verði gert skylt að afhenda sér eignir þessar í samræmi við 1. mgr. 109. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. Til vara krefst sóknaraðili þess, að varnaraðila verði gert að greiða sér utan skuldaraðar $.116.252 krónur með vísan til 2. mgr. 109. gr. og 3. tl. 110. gr. nefndra laga. Þá krefst sóknaraðili þess, að málskostnaður í héraði og kærumáls- kostnaður verði felldur niður, verði hinn kærði úrskurður stað- festur. Í greinargerð sóknaraðila, sem barst Hæstarétti í gær, er aukið við kröfur, sem gerðar voru í kæru. Koma þessar viðbótar- kröfur ekki til álita. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Samkvæmt verksamningi milli sóknaraðila og Leifs Eiríkssonar hf., sem sóknaraðili reisir á kröfur sínar á hendur varnaraðila, tók hann að sér að leggja allar raflagnir í áðurnefnda hótelbyggingu. Innifalið í samningnum var allt efni í samræmi við raflagnateikn- ingar að undanskildum tilteknum vegg- og útiljósum. Enn fremur fólst í samningnum öll vinna í samræmi við nefndar teikningar. Af gögnum málsins verður eigi annað ráðið en að um venjulega raflögn hafi verið að ræða, sem komið hafi verið fyrir á hefðbundinn hátt. Raflagnir í hús eru að verulegu leyti felldar inn í loft og veggi og verða við það hluti af húsinu, óaðskiljanlegur frá því nema með miklum kostnaði og sóun verðmæta. Af því leiðir, að slíkt efni til húsbyggingar verður ekki, svo að gilt sé að lögum, selt með svo- 1932 kölluðum eignarréttarfyrirvara, þ. e. áskilnaði um eignarrétt selj- anda, uns kaupverð er greitt. Ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna varnaraðila af kröfum sóknaraðila. Sóknaraðili greiði varnaraðila samtals 150.000 krónur í máls- kostnað í héraði og kærumálskostnað. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Varnaraðili, þrotabú Selavíkur hf., á að vera sýkn af kröfum sóknaraðila, Rafþjónustunnar hf., í máli þessu. Sóknaraðili greiði varnaraðila samtals 150.000 krónur í máls- kostnað í héraði og kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. ágúst 1993. I. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 24. ágúst sl. Það var endurupptekið 25. ágúst með heimild í 104. gr. laga nr. 91/1991 og tekið til úrskurðar að nýju samdægurs. Sóknaraðili er Rafþjónustan hf., kt. 460280-0449, Klapparbergi 17, Reykjavík. Varnaraðili er þrotabú Selavíkur hf., kt. 701090-1479, Týsgötu 5, Reykjavík. Dómkröfur sóknaraðila eru aðallega þær, „að viðurkenndur verði eignarréttur sóknaraðila að öllu efni til raflagna, sbr. dskj. nr. 11 og nr. 7, auk loftnets fyrir Rás 1, Stöð 2 og FM og eldvarnarkerfi, sbr. dskj. nr. 2 og nr. 11, og að varnaraðila verði gert skylt að afhenda sóknaraðila eignir hans Í samræmi við 1. mgr. 109. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrota- skipti o. fl. Að auki er krafist málskostnaðar að mati dómsins. Til vara er krafist, að varnaraðila skuli gert að greiða sóknaraðila fjárkröfur, sbr. dómskjal nr. 2, sbr. 2. mgr. 109. gr. laga nr. 21/1991. Að auki er krafist málskostnaðar að mati dómsins““. Dómkröfur varnaraðila eru aðallega þær, „„að hann verði alsýknaður af kröfum sóknaraðila og að sóknaraðila verði gert að greiða sér málskostnað skv. fram lögðum málskostnaðarreikningi““. Í greinargerð sinni gerði varnaraðili til vara þá kröfu, að hann yrði sýknaður af kröfum sóknaraðila að svo stöddu, en við munnlegan málflutning féll hann frá þeirri kröfu sinni. 1933 II. Málavextir eru þeir, að 10. apríl 1991 gerði Rafþjónustan hf., sóknaraðili máls þessa, og Leifur Eiríksson hf. (nafni félagsins var síðar breytt í Selavík hf.) með sér verksamning. Samkvæmt 1. gr. hans skyldi Rafþjónustan hf. taka að sér að leggja allar raflagnir í hótelbyggingu að Skólavörðustíg 45, Reykjavík. Innifalið í verkinu var allt efni í samræmi við teikningar nema útiljós á göngum og í sameiginlegum rýmum og útistaurar eða útiljós. Í 5. gr. samningsins var kveðið á um, að raflögn og rafbúnaður kerfisins skyldi vera eign verktaka, þar til fullnaðaruppgjör hefði farið fram. Samningnum var þinglýst á eignina 20. nóvember 1992. Fasteignin Skólavörðustígur 45 var seld á nauðungaruppboði 15. mars sl. Af hálfu sóknaraðila var því mótmælt, að raflagnir þær, sem háðar væru eignarréttarfyrirvara samkvæmt umræddum verksamningi, yrðu seldar með fasteigninni. Sýslumaður féllst ekki á þau mótmæli og ákvað, að fasteignin yrði seld ásamt því, sem henni „fylgir og fylgja ber samkv. almennum reglum'““, sbr. dskj. nr. 15. Uppboðsafsal varðandi Skólavörðustíg 45 var gefið út 5. maí sl. til uppboðskaupanda. Frumvarp að úthlutun söluverðs, sbr. 50. gr. laga nr. 91/1991, hefur ekki enn verið gert. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, upp kveðnum 19. janúar 1993, var bú Selavíkur hf. tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri var skipaður Andri Árnason hrl. Á kröfulýsingarfresti lýsti sóknaraðili kröfu, að fjár- hæð 5.116.252 kr., í þrotabúið. Var kröfunni lýst utan skuldaraðar með vísan til 5. gr. framangreinds verksamnings, sbr. 109. gr. laga nr. 21/1991. Skiptastjóri hafnaði kröfunni. Afstöðu hans var mótmælt af hálfu sóknar- aðila og þess krafist, að ágreiningsefninu yrði vísað til héraðsdóms. Með bréfi, sem barst dóminum 26. maí sl., krafðist skiptastjóri með vísan til 120. gr. laga nr. 21/1991 úrlausnar dómsins um ágreining, sem stæði um viðurkenningu á lýstri kröfu Rafþjónustunnar hf. á hendur þrotabúi Sela- víkur hf. Ill. Af hálfu sóknaraðila er því fram haldið, að eignarréttur sinn sé ótví- ræður. Vísi hann til eignarréttarfyrirvara í verksamningi og þinglýsingar hans. Sóknaraðili telji lagaskilyrðum 1. mgr. 109. gr. laga nr. 21/1991 vera fullnægt til að fá eignir sínar afhentar í aðalkröfu. Ef svo reynist, að eignir þessar hafi verið seldar af varnaraðila, telji sóknaraðili lagaskilyrði til fjár- kröfu, sbr. 2. mgr. 109. gr. laga nr. 21/1991, vera fyrir hendi, sbr. vara- kröfu. Þá bendi sóknaraðili á, að hann hafi komið að kröfum sínum um afhend- ingu greindra eigna við framhaldssölu 15. mars sl. 1934 IV. Varnaraðili reisir sýknukröfu sína einkum á því, að eignarréttur sá, sem mælt er fyrir um í ákvæði 5. gr. verksamnings Rafþjónustunnar hf. og Leifs Eiríkssonar hf., hafi fallið niður við nauðungarsölu fasteignarinnar Skólavörðustígs 45. Þá hafi þeir munir, sem krafist er afhendingar á skv. 109. gr. laga nr. 21/1991, allir verið felldir varanlega við fasteignina og teljist því skv. almennum reglum eignarréttar nauðsynlegt og órjúfanlegt fylgifé um- ræddrar fasteignar. Ljóst sé, að ekki er unnt að heimta áðurgreinda muni og efni á grundvelli eignarréttarfyrirvara, þar sem fasteigninni yrði augljós- lega áfátt, ef munirnir fylgdu henni ekki. Traustnámsréttur rétthærri veðhafa fasteignarinnar upphefji eignarrétt sóknaraðila skv. áðurgreindum verksamningi og leiði til þess, að þeir þurfi ekki á nokkurn hátt að sætta sig við, að áðurgreindir hlutir verði fjarlægðir úr fasteigninni, enda hafi hún verið veðsett í trausti þess, að endurbætur og viðskeytingar á hverjum tíma fylgdu henni skv. almennum reglum veð- réttar. Hafi skiptastjóra þrotabúsins því verið rétt að hafna kröfu sóknar- aðila um afhendingu áðurgreindra muna, hvort sem var í kröfuskrá eða á skiptafundum, enda hafði sýslumaður við uppboð áðurgreindrar fast- eignar ákveðið að selja hana með því, sem henni fylgdi og fylgja bar skv. almennum reglum. Til þessa töldust þeir munir, sem sóknaraðili telji til eignarréttar yfir og hefur krafist afhendingar á. Engu að síður hafi ofan- greind ákvörðun sýslumanns engum mótmælum sætt af hálfu sóknaraðila, auk þess sem hann hafi ekki leitað úrlausnar dómstóla skv. XIII. kafla laga nr. 90/1991 vegna áðurgreinds. Þegar tekið sé tillit til þess, að áðurgreindum verksamningi hafi verið þinglýst 20. nóvember 1991, þyki sýnt, að sóknaraðili muni ekki fá nokkuð upp í kröfu sína á hendur þrotabúi Selavíkur hf. við úthlutun uppboðs- andvirðis áðurgreindrar fasteignar, sbr. 4. mgr. 49. gr. og Í. mgr. 50. gr. laga nr. 90/1991, því að skv. þinglýsingarvottorði fyrir fasteignina og ljós- riti úr fasteignabók hvíla kröfur, að nafnvirði u. þ. b. 100 millj. kr., á undan kröfu sóknaraðila máls þessa, en eignin hafi hins vegar verið seld fyrir 54,1 millj. kr. á áðurgreindu uppboði. Sóknaraðili verði að beina kröfum sínum að uppboðsandvirði áðurgreindrar eignar, en fullvíst megi telja af áðurgreindum ástæðum, að ekkert fáist greitt við úthlutun upp- boðsandvirðis fasteignarinnar. Þar sem kröfur sóknaraðila á hendur varnaraðila séu eingöngu reistar á 109. gr. laga nr. 21/1991, en ekki lýst sem almennum kröfum til vara, sé með hliðsjón af 117. gr. laga nr. 21/1991 krafist sýknu af öllum kröfum sóknaraðila. Hvað varði yfirlit yfir þá muni, sem unnt sé að taka niður, sbr. dskj. nr. 7, verði ekki fallist á, að nokkur sérsjónarmið gildi um þá muni, sem 1935 þar séu tilgreindir. Þeir verði að teljast, rétt eins og aðrir munir, sem sóknaraðili hefur ætlað að tryggja sér eignarrétt yfir, til eðlilegs fylgifjár eignarinnar, og gilda því um munina að öllu leyti sömu sjónarmið og áður, hvort sem þeir komi fram á áðurnefndu yfirliti eður eigi. Að lokum er því fram haldið af hálfu varnaraðila, að ekki sé að finna nægjanlega tilgreiningu munanna í verksamningnum, sbr. 23. gr. þinglýs- ingalaga. V. Niðurstaða. Fasteignin Skólavörðustígur 45, Reykjavík, var seld á nauðungaruppboði 15. maí 1993. Sýslumaður tók ákvörðun um að selja hana með þeim munum, sem sóknaraðili krefst nú staðfestingar eignarréttar á. Sú ákvörðun sýslumanns sætti ekki mótmælum af hálfu sóknaraðila, né leitaði hann úrlausnar dómstóla til að fá henni hnekkt, sbr. XIII. og XIV. kafla laga nr. 90/1991. Afsal var gefið út til uppboðskaupanda 5. maí sl. Samkvæmt 2. mgr. 56. gr. laga nr. 90/1991 er meginreglan sú, að öll veðbönd, umráðaréttindi, kvaðir, höft og önnur réttindi yfir eign falla niður við útgáfu afsals, hafi nauðungarsölu verið krafist eftir heimild í 6. eða 7. gr. laganna. Af þessu leiðir, að hugsanlegur eignarréttur sóknaraðila til raflagna o. fl. er fallinn niður, sbr. þinglýsingarvottorð á dskj. nr. 17. Verður því að synja aðai- kröfu hans um staðfestingu eignarréttar og afhendingu eigna. Varakrafa sóknaraðila lýtur að því, að varnaraðila skuli gert að greiða honum fjárkröfu, sbr. 2. mgr. 109. gr. laga nr. 21/1993. Í nefndri lagagrein er kveðið á um, að hafi þrotabú selt eign eða réttindi, sem þriðji maður sannar síðar, að hafi verið sín eign, geti hann krafist greiðslu þess, sem þrotabúið fékk í hendur við söluna, eftir atvikum að frádregnum kostnaði, sem búið hefur haft af varðveislu og sölu eignar- innar. Sýslumaður hefur ekki enn gert frumvarp að úthlutun söluverðs fasteignarinnar Skólavörðustígs 45, sbr. 50. gr. laga nr. 91/1991. Liggur því ekki fyrir, hvort þrotabúið muni fá í sínar hendur hluta söluverðs, þó að aðilar séu sammála um, að svo muni ekki verða. Þykir því rétt að sýkna varnaraðila að svo stöddu af varakröfu sóknaraðila. Eftir þessum málsúrslitum þykir rétt, að sóknaraðili greiði varnaraðila málskostnað, sem hæfilega þykir ákveðinn 100.000 kr. Úrskurð þennan kvað upp Kolbrún Sævarsdóttir, fulltrúi dómstjóra. Úrskurðarorð: Kröfum sóknaraðila, Rafþjónustunnar hf., í máli þessu er hafnað. Sóknaraðili greiði varnaraðila, þrotabúi Selavíkur hf., 100.000 krónur í málskostnað. 1936 Fimmtudaginn 4. nóvember 1993. Nr. 411/1990. Herbert Halldórsson og Ólafur Jökull Herbertsson (Kristján Stefánsson hrl.) gegn Mótun hf. (Sveinn Haukur Valdimarsson hrl.). Bifreiðar. Skaðabætur. Aðild. Aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. nóv- ember 1990 að fengnu áfrýjunarleyfi 29. október s. á. Þeir krefjast aðallega sýknu af kröfum stefnda, en til vara verulegrar lækkunar á þeim. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjenda fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð yfirlýsing Helga Númasonar, löggilts endurskoðanda, dagsett 29. maí 1991, þar sem fram kemur, að Regin Grímsson, framkvæmdastjóri stefnda, hafi selt félaginu bifreið þá, sem um ræðir í málinu, 26. október 1987. Einnig hefur verið lagt fram í Hæstarétti ljósrit skattframtals Regins Grímssonar 1988, þar sem gerð er grein fyrir þessari sölu bifreiðarinnar. Áfrýjendum hefur ekki tekist sönnun þess, að í umráðum áfrýj- andans Herberts yfir bifreiðinni G-23748 hafi falist heimild til að ráðstafa henni í hendur syni sínum, Ólafi Jökli, sem var 17 ára og öðlaðist ökurétt mánuði áður en hann velti bifreiðinni í akstri á Úlfarsfellsvegi. Akstur hans á bifreiðinni var því gagnvart stefnda í áhættu og á ábyrgð beggja áfrýjenda. Ófarnaður áfrýjandans Ólafs Jökuls við akstur bifreiðarinnar umrætt sinn verður rakinn til þess, að hann hafi ekki ekið með nægri gætni og fyrirhyggju. Á hinn bóginn er ekki leitt í ljós, að um hafi verið að kenna bilun í bifreiðinni eða vanbúnaði. Verður því að meta honum tjónið á bifreiðinni til óskiptrar sakar. Samkvæmt þessu bera áfrýjendur in solidum bótaábyrgð á öllu 1937 tjóni stefnda, og þar sem fallast má á mat héraðsdómara á tjóninu, ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjendur greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Rúmar sex vikur liðu frá munnlegum málflutningi og dómtöku í héraði, uns dómur var kveðinn upp. Er engin skýring á því gefin í dóminum. Ber að átelja þenna drátt. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjendur, Herbert Halldórsson og Ólafur Jökull Herberts- son, greiði stefnda, Mótun hf., 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti Dómur aukadómþings Kjósarsýslu 21. júní 1990. I. Mál þetta, sem dómtekið var 9. maí sl., hefur Mótun hf. 410177-0339, Dalshrauni 4, Hafnarfirði, höfðað með stefnu, birtri 15. 2. 1989, og fram- haldsstefnu, þingfestri 9. 11. 1989, á hendur Herbert Halldórssyni, kt. 161048-2169, Lágholti 13, Mosfellsbæ, og Ólafi Jökli Herbertssyni, kt. 290971-4469, s. st. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda 430.000 kr. með (nánar tilgreindum vöxtum og málskostnaðil. Af hálfu stefndu er þess aðallega krafist, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda, en til vara er þess krafist, að stefnukröfur verði verulega lækkaðar. Þá er þess krafist, að hvorum stefndu verði dæmdur málskostn- aður l...1. Sáttaumleitanir dómara báru ekki árangur. II. Málavextir eru þeir, að stefndi Herbert var starfsmaður stefnanda, m. a. í október 1988, er atburður sá varð, er mál þetta er sprottið af. Stefndi Herbert er búsettur í Mosfellsbæ, og þurfti hann því að sækja vinnu um langan veg til Hafnarfjarðar. Stefnandi lét stefnda Herbert í té afnot bif- reiðarinnar G-23748, sem er Mazda 626, árgerð 1985. Um var að ræða almenn afnot stefnda Herberts af bifreiðinni, aðallega þó til að komast í og úr vinnu. Hinn 27. 10. 1988 fékk sonur stefnda Herberts, stefndi Ólafur Jökull, 122 1938 bifreiðina lánaða hjá föður sínum. Hann ekur austur Úlfarsfellsveg, en skammt fyrir austan Fellsmúla missir hann vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum, að hún lenti út af veginum og valt 3/4 úr veltu og hafnaði á hægri hlið. Samkvæmt lögregluskýrslu, sem gerð var um óhappið, varð það á malbornum vegi, þar sem var mjög mikil lausamöl. Þá segir í lög- regluskýrslunni, að bifreiðin hafi verið á slitnum sumarhjólbörðum. Stefndi Ólafur Jökull kveðst hafa ekið á 50 km hraða m. v. klst. umrætt sinn, og er hann hafi hægt á ferðinni, hafi bifreiðin tekið að renna til, og við það hafi hann misst vald á henni með fyrrgreindum afleiðingum. Í lög- regluskýrslu er vitnað til ónafngreinds vitnis, sem kvað stefnda Ólaf Jökul ekki hafa ekið nema á 45-50 km hraða m. v. klst. umrætt sinn. Að mati tjónskoðunarmanns tryggingafélagsins Ábyrgðar hf., dagsettu 6. 1. 1989, var áætlaður kostnaður við viðgerð á bifreiðinni vegna þeirra skemmda, sem hún varð fyrir í óÓhappinu, áætlaður 416.935 kr. Í rekstri málsins, $. 5. 1989, óskaði stefnandi eftir dómkvaðningu matsmanns til að meta eftir- farandi: „„1. Hvert var verðmæti bifreiðarinnar G-23748 fyrir tjónið? 2. Hvað kostar að gera við bifreiðina? 3. Hvert er verðmæti bifreiðarinnar í núverandi ástandi? 4. Hverjar eru hæfilegar fébætur fyrir hvern dag, sem umbj. minn verður af afnotum bifreiðarinnar?““ Hinn 19. 5. 1989 var Jón Sigvaldason bifreiðasmiður dómkvaddur af bæjarfógetanum í Hafnarfirði til að vinna umbeðið mat. Í skriflegri matsgerð matsmannsins, dagsettri 18. 8. 1989, kemst hann að eftirfarandi niðurstöðu um ofangreindar fjórar spurningar matsbeiðanda: ,„„1. Við könnun á þessum lið reyndist meðalgangverð miðað við staðgr. hafa verið, þegar óhappið varð, kr. 430.000. 2. A. Áætluð vinna 145 klst. á 1.500 kr. (með talið verkfæragj. og sölusk.). Liður þessi er áætlaður kr. 217.500 B. Nýir varahlutir með söluskatti — 138.317 C. Áætl. almálun bifr. m/söluskatti — 125.000 D. Áætl. verkstæðisefni, akstur o. fl. — 10.000 Alls kr. 490.817 3. Áætlað kr. 50.000 skv. fyrirliggjandi tilboði frá starfandi bílaparta- sölu. 4. Hér þykir rétt að miða við daggjöld þau, er tryggingafélög greiða vegna afnotamissis bifreiðar, en þau voru 700 kr. á dag til 22. maí 1989, en frá þeim tíma 850 kr., sem munu notuð sem viðmiðunarmörk “ í dag.“ Matsmaðurinn staðfesti matsgerðina við aðalmeðferð málsins. 1939 Við aðalmeðferð málsins upplýsti forsvarsmaður stefnanda, að fengist hefðu 100.000 kr. fyrir bifreiðina, eins og ástand hennar var eftir umferðar- óhappið. Upplýst var við aðalmeðferð málsins, að skráður eigandi bifreiðarinnar á slysdegi var Regin Grímsson, forsvarsmaður stefnanda. Þær upplýsingar koma og fram í lögregluskýrslu á dskj. 3. Í greinargerð stefndu er því haldið fram, að stefnanda hafi verið kunnugt um, að stefndi Ólafur Jökull hafi oftsinnis ekið bifreiðinni, fært hana til viðgerðar og eins tekið bifreiðina og þrifið hana og þá náð í bifreiðina í starfsstöð stefnanda. Þessi afnot stefnda Ólafs Jökuls hafi verið liðin athugasemdalaust, enda í þágu stefnanda, að bifreiðin sætti góðri umhirðu. Af hálfu stefnanda er því vísað á bug, að stefnandi hafi vitað um afnot stefnda Ólafs Jökuls af bifreiðinni og að stefnandi hafi heimilað öðrum en stefnda Herbert notkun hennar. Fyrir liggja gögn í málinu um, að bifreiðin hafi aðeins verið tryggð ábyrgðartryggingu, en ekki húftryggð. 111. Af hálfu stefnanda er bótakrafa sundurliðuð þannig, að miðað sé við mat matsmanns skv. tl. 1 í matsgerð, 430.000 kr. Frá þeirri fjárhæð séu dregnar þær 100.000 kr., sem fengust fyrir bifreiðina. Sé því krafist 330.000 kr. fyrir bifreiðina auk 100.000 kr. fyrir afnotamissi og annað óhagræði, sem sundurliðist þannig, að krafist sé 700 kr. á dag í fjóra mánuði fyrir afnotamissi, alls 84.000 kr., og 16.000 kr. vegna annars óskilgreinds tjóns eða óþæginda, sem stefnandi hafi orðið fyrir. Stefnufjárhæðin sé því 430.000 kr. með vöxtum, eins og krafist sé. Stefnandi styður málsókn sína því, að stefndu hafi með skaðabótaskyld- um hætti valdið sér tjóni, sem þeim beri að bæta sér in solidum, stefndi Herbert með því að lána syni sínum bifreiðina án heimildar, en stefndi Ólafur Jökull með því að aka með ógætilegum hætti og stórskemma þar með bifreiðina. Sameiginlega hafi stefndu valdið stefnanda tjóni hans. Dómkröfur sínar reisir stefnandi á almennum reglum skaðabótaréttar, sérstaklega saknæmisreglu, reglum kröfuréttar og 16. kapítula Jónsbókar frá 1281: Um ábyrgð á láni (sic) o. s. frv. Af hálfu stefndu eru dómkröfur studdar því, að stefnanda hafi verið kunnugt um notkun Ólafs Jökuls á bifreiðinni og látið átölulausa. Þá verði kröfur um bætur úr hendi stefnda Herberts eigi hafðar uppi á grundvelli saknæmisreglunnar, þar sem handhöfn hans á bifreiðinni hafi verið samn- ingsbundin. Stefndi Herbert hafi og mátt treysta því, að bifreiðin væri húf- tryggð, a. m. k. væri tryggingaleysi á ábyrgð stefnanda. Þá er sýknukrafa stefnda Ólafs m. a. reist á aðildarskorti skv. 45. gr. laga nr. 85/1936. 1940 Handhöfn stefnda Ólafs Jökuls verði leidd til föður hans, meðstefnda, en ekkert réttarsamband sé milli stefnda Ólafs Jökuls og stefnanda. Þá verði tjónið á bifreiðinni ekki rakið einvörðungu til ógætilegs aksturs stefnda Ólafs Jökuls, en í lögregluskýrslu standi, að meginorsök slyss hafi verið vanbúnaður bifreiðarinnar, þ. e. slitin dekk, og lausamöl, og sé því um óhappatilvik að ræða, sem enginn beri ábyrð á. Þá er sýknukrafa á því reist, að ætlað tjón stefnanda sé ósannað. Matsmaður hafi verið einn, og ekki verði séð, að hann hafi staðreynt einstaka þætti. Í munnlegum mál- flutningi reistu stefndu sýknukröfur sínar á aðildarskorti skv. 45. gr. eml., með því að í ljós hafi komið, að stefnandi hafi ekki verið skráður eigandi bifreiðarinnar umrætt sinn, heldur Regin Grímsson, forsvarsmaður stefnanda. Kröfur sínar um lækkun stefnukrafna styðja stefndu auk framangreindra sjónarmiða um sýknukröfu, að líklegasta skýring óhappsins sé vanbúnaður bifreiðarinnar, og komi því sterklega til greina að skipta sök. Þá sé það meginregla í skaðabótarétti, að heimilt sé að færa bætur niður vegna ungs aldurs tjónvalds, en stefndi Ólafur Jökull hafi aðeins verið 17 ára, er óhappið varð, og nýkominn með ökuréttindi, en stefnandi sé velmegandi fyrirtæki. Í munnlegum málflutningi mótmælti stefnandi þeirri málsástæðu stefndu, að sýkna bæri þá vegna aðildarskorts, þar sem stefnandi hefði ekki verið skráður eigandi bifreiðarinnar, sem of seint fram kominni. Þar að auki skipti ekki máli, hver sé opinberlega skráður eigandi bifreiðarinnar, heldur hitt, hver sé raunverulegur eigandi, en það sé stefnandi, sbr. fram lagða ársreikninga stefnanda. Þá upplýsti lögmaður stefnanda, að krafan á hendur stefnda Herbert væri byggð á skaðabótareglum innan samninga, en á skaðabótareglum utan samninga gagnvart stefnda Ólafi Jökli. Lögmaður stefndu taldi óheimilt að sækja þá feðga í máli þessu á grund- velli ólíkra málsástæðna. Grundvallarregla sé, að menn, sem sóttir séu saman Í máli, skuli sóttir með sömu málsmeðferð, þ. e. byggja verði á sama grundvelli. IV. Niðurstaða dómsins. Óumdeilt er í máli þessu, að stefndi Herbert hafði umrædda bifreið til almennra afnota, og var það liður í starfskjörum hans hjá stefnanda. Ósannað þykir á hinn bóginn, að honum hafi verið heimilt án sérstaks leyfis stefnanda að fela öðrum akstur bifreiðarinnar. Ósannað þykir gegn ein- dreginni neitun forsvarsmanns stefnanda, Regins Grímssonar, að stefnanda hafi verið kunnugt um afnot stefnda Ólafs Jökuls af bifreiðinni. Dómurinn telur því, að stefndi Herbert hafi brotið óskráðan samning sinn um afnot bifreiðarinnar með því að leyfa stefnda Ólafi Jökli að aka henni. 1941 Dómurinn telur samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja í málinu, og því, sem upplýst hefur verið í rekstri þess, að orsök umrædds óhapps megi bæði rekja til óvarlegs aksturs stefnda Ólafs Jökuls, sem nýkominn var með bifreiðarstjóraréttindi og bar því að haga akstri sínum miðað við reynsluleysi sitt, og eins hins, að bifreiðin var vanbúin til aksturs, þar sem hún var á slitnum sumarhjólbörðum. Samkvæmt 59. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 ber eigandi eða umráðamaður bifreiðar ábyrgð á því, að bifreið sé í lögmætu ástandi. Þá ber ökumanni bifreiðar og að gæta þess, að bifreið sé í góðu lagi. Þótt aðila greini á um, hver annast hafi átt viðhald um- ræddrar bifreiðar, telur dómurinn ótvírætt af því, sem fram hefur komið í málinu, að stefndi Herbert hafi verið umráðamaður bifreiðarinnar í skilningi nefndrar 59. gr. umferðarlaga, og bar hann því ábyrgð á því, að bifreiðin væri í lögmætu ástandi. Þá bar stefnda Ólafi Jökli einnig að gæta þess, að svo væri. Samkvæmt framanskráðu er það niðurstaða dómsins, að stefndu séu bótaskyldir gagnvart stefnanda vegna þess tjóns, er hann varð fyrir vegna skemmdanna á bifreiðinni í nefndu umferðaróhappi, stefndi Herbert með því að fela stefnda Ólafi Jökli akstur bifreiðarinnar án heimildar frá stefn- anda og stefndi Ólafur Jökull á grundvelli almennu skaðabótareglunnar með því að valda tjóninu með gáleysislegum akstri, eins og að framan er rakið. Við ákvörðun bótafjárhæðar fer dómurinn eftir mati dómkvadds mats- manns á verðmæti bifreiðarinnar fyrir óhappið að frádregnu því verði, sem stefnandi fékk fyrir bifreiðina skemmda, þ. e. 430.000 kr. = 100.000 kr. = 330.000 kr. Matinu var mótmælt af hálfu stefndu, en ekki hnekkt að mati dómsins. Dómurinn telur stefnanda ekki hafa fært fram fullnægjandi rök fyrir kröfu sinni um 100.000 kr. vegna afnotamissis og annars tjóns. En með hliðsjón af því, að telja verður, að stefnandi hafi orðið fyrir nokkru tjóni vegna afnotamissis bifreiðarinnar verða honum ákvarðaðar bætur að álitum, og þykja þær eftir atvikum hæfilega ákveðnar 21.000 kr. Samkvæmt þessu nema heildarbætur til stefnanda úr hendi stefndu 351.000 kr. Eins og atvikum er háttað, fellst dómurinn ekki á þá kröfu stefndu, að lækka beri bæturnar vegna aldurs og efnahags stefnda Ólafs Jökuls eða að stefnandi skuli bera hluta tjóns síns sjálfur. Niðurstaða dómsins er því sú samkvæmt framanskráðu, að stefndu verða dæmdir til að greiða stefnanda óskipt 351.000 kr. með vöxtum, eins og í dómsorði greinir. Málskostnaður, er stefndu greiði stefnanda óskipt, þykir hæfilega ákveð- inn 80.000 kr., þ. m. t. matskostnaður. Finnbogi H. Alexandersson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 1942 Dómsorð: Stefndu, Herbert Halldórsson og Ólafur Jökull Herbertsson, greiði stefnanda, Mótun hf., óskipt 351.000 kr. með 26,8%0 ársvöxtum af 330.000 kr. frá 28. 10. 1988 til 1. 11. s. á., 20,3% ársvöxtum frá þeim degi til 1. 12. s. á., 18,10% ársvöxtum frá þeim degi til 1. 1. 1989, 12,50%0 ársvöxtum frá þeim degi til 15. 1. s. á., 21,60% ársvöxtum af 351.000 kr. frá þeim degi til 1. 3. s. á., 24%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. 4. s. á., 33,6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. 5. s. á., 38,4% ársvöxtum frá þeim degi til 1. 6. s. á., 4200 ársvöxtum frá þeim degi til 1. 7. s. á., 45,6%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. 9. s. á., 40,8% ársvöxtum frá þeim degi til 1. 10 s. á., 38,4% ársvöxtum frá þeim degi til 9. 11. s. á., en með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags og 80.000 kr. í málskostnað, þ. m. t. matskostnaður. Höfuðstólsfæra skal áfallna vexti á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 28. 10. 1989. Málskostnaðarfjárhæðin ber dráttarvexti skv. Ill. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Dómi þessum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 1943 Fimmtudaginn 4. nóvember 1993. Nr. 251/1993. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Hafsteini Sveinbirni Péturssyni (Kristján Stefánsson hrl.). Kynferðisbrot. Barn. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Ákærði áfrýjaði héraðsdómi í heild sinni til Hæstaréttar sam- kvæmt heimild í 1. mgr. 149. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu ákæruvalds hefur málinu verið áfrýjað með stefnu 7. júní 1993 til þyngingar á refsingu. Þegar virt eru þau gögn og framburður, sem gerð er grein fyrir í héraðsdómi, er fallist á þá niðurstöðu héraðsdómara, að ákærði hafi gerst sekur um athæfi það, sem lýst er í ákæru málsins. Verður að leggja til grundvallar, að það hafi átt sér stað á árinu 1989 og fram á árið 1990, en ekki 1991, eins og í héraðsdómi segir. Með þessu hefur ákærði gerst sekur um kynferðismök, sem féllu undir 202. gr., sbr. 1. mgr. 200. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en nú undir fyrri málslið 1. mgr. 202. gr. laganna, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992. Ekki eru hins vegar efni til að sakfella ákærða jafn- framt fyrir brot gegn 209. gr. hegningarlaganna, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992, eða 45. gr. laga nr. 53/1966 um vernd barna og ung- menna, sbr. nú 66. gr. laga nr. 58/1992 með sama heiti. Þar sem miða ber við, að atferli ákærða hafi lokið snemma árs 1990, hefur hann ekki rofið skilorð dóms sakadóms Hafnarfjarðar 29. júní 1990, svo sem talið er í héraðsdómi. Samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga verður refsing ákærða hins vegar ákveðin eftir reglum 78. gr. laganna með tilliti til fyrrgreinds dóms. Þegar litið er til þess, að brot ákærða beindist að 5 - 6 ára gömlu stúlkubarni, og til annarra atvika, er refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi tólf mánuði. 1944. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Hafsteinn Sveinbjörn Pétursson, sæti fangelsi tólf mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 70.000 krónur, og málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttar- lögmanns, 70.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 11. maí 1993. Ár 1993, þriðjudaginn 11. maí, er í Héraðsdómi Reykjaness, Brekkugötu 2, Hafnarfirði, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 905/1992: Ákæru- valdið gegn Hafsteini Sveinbirni Péturssyni, sem dómtekið var 20. apríl sl. Málið dæmir Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari. Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 13. maí 1992, á hendur Hafsteini Sveinbirni Péturssyni, Reykjavíkurvegi 16, Hafnarfirði, fyrir skírlífisbrot með því að hafa nokkrum sinnum á árunum 1989 og 1990 sýnt telpunni X, fæddri Í...) 1983, kynferðislega áreitni með því að strjúka og setja fingur og einu sinni tannbursta inn í kynfæri telpunnar með þeim afleiðingum, að meyjarhaft telpunnar rofnaði. Brotin framdi ákærði á heimili sínu að Álfaskeiði 76, Hafnarfirði, og að Hlíðarhvammi í Kópavogi. Telst þetta varða við 202. gr., sbr. 1. mgr. 200. gr., og 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 45. gr. laga um vernd barna og ungmenna nr. 53/1966. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Niðurstaða. Með játningu ákærða er sannað, að hann hefur þrívegis þuklað á stúlk- unni X utan klæða, svo sem að framan er lýst, og gerðist þetta árið 1989 og svo í byrjun árs 1991. Þrátt fyrir neitun ákærða um að hafa haft í frammi við stúlkuna frekari áreitni, svo sem lýst er í ákæru, verður að telja, að önnur gögn málsins hnígi mjög að því, að hann sé sekur um þá háttsemi. Eftir að teknar hafa verið vitnaskýrslur af Aðalsteini Sigfússyni 1945 sálfræðingi og læknunum Þóru Fischer og Jóni R. Kristinssyni, svo stúlk- unni X, hefur gildi vottorðs læknanna og skýrsla sálfræðingsins í málinu, en þau staðfestu þessi gögn sem rétt, aukist sem sönnunargagna. Vitnið Aðalsteinn hefur borið, að stúlkan hafi skýrt því frá atvikum, sem fram komi í skýrslu þess og í samræmi hafi verið við frásögn hennar, er það hafi spurt hana aftur um efnið, og taldi það stúlkuna prýðilega gefna og frásögn hennar trúverðuga. Vitnið Jón R. Kristinsson barnalæknir hafði og eftir stúlkunni frásögn, sem var mjög á sama veg og frásögn hennar við vitnið Aðalstein. Stúlkan hefur og borið hér fyrir dómi um atvik, og var framburður hennar skýr og í samræmi við fyrri frásagnir. Þegar þess vegna er virt, að ákærði er ekki frá fyrstu hendi stöðugur í framburði sínum, heldur neitaði fyrst algerlega allri sök, en dró svo nokkuð í land, en framburður stúlkunnar í upphafi mjög skýr um kæruefni, er hún kemur í viðtal hjá sálfræðingi, og gætir samræmis í honum, bæði er hún greinir læknum frá, og einnig, er hún lýsir atvikum hér fyrir dómi, og er hún viss um það að hafa orðið fyrir því áreiti, sem hún lýsir, og bæði læknisvottorð og vætti Þóru Fischer kvensjúkdómalæknis er á þann veg, að óvenjuvítt hymenop stúlkunnar og rof á meyjarhafti geti verið af völdum þess áreitis, sem telpan kveður ákærða hafa sýnt sér, og ekkert er fram komið, að annað hafi gerst gagnvart stúlkunni, sem skýrir áverkann, verður að telja svo sterkar líkur vera komnar fram fyrir því, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem Í ákæru greinir, að um lögfulla sönnun sé að ræða, og hefur hann með því gerst brotlegur við þau refslákvæði, sem greind eru í ákæru, sbr. nú lög nr. 40/1992. Sakaferill ákærða er þannig, að hann hefur frá árinu 1976 hlotið fimm dómsáttir, þar sem honum hefur verið gert að greiða sektir og hlíta öku- leyfissviptingum fyrir brot á áfengislögum, umferðarlögum og tékkalögum. En það að auki hefur hann á tímabilinu fengið ákærufrestun í tvö ár fyrir brot á 1. mgr. 259. gr. alm. hegningarlaga, 15. 12. 1976 og svo þrjá dóma í sakadómi Hafnarfjarðar. 1987 26. 6. Kjósars., Hafnarfjörður. Dómur: Fangelsi 45 daga, skb. 2 ár, fyrir brot gegn 1. mgr. 155. gr. alm. hgl. 1988 15. 7. Kjósars., Hafnarfjörður. Dómur: 40.000 kr. sekt fyrir brot gegn 215. gr. alm. hgl., 1. og 2. mgr. 36. gr. umfi. Sviptur ökuleyfi 14 mán. frá 28. 3. 1989. 1990 29. 6. Kjósars., Hafnarfjörður. Dómur: Varðhald 15 daga. Fangelsi 60 daga, skb. 3 ár, fyrir brot gegn 157. gr. alm. hgl., 1. mgr. 63. gr. umfl. og tékkal. Með brotum þeim, sem ákærða var dæmd refsing fyrir í síðastgreinda dóminum, rauf hann skilorð samkv. dómi frá 26. 6. 1987, og var refsing 1946 hans því ákveðin með hliðsjón af 60. gr. almennra hegningarlaga. Þegar svo nú er virtur framburður ákærða og vætti vitna í málinu, þykir ljóst, að ákærði hefur gerst brotlegur við almenn hegningarlög eftir uppkvaðningu þess dóms og með því rofið skilorð hans, og ber því í máli þessu að dæma í einu lagi fyrir þau brot og þau, sem fjallað hefur verið um í máli þessu. Refsing ákærða er ákveðin með hliðsjón af 77. og 78. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940. Við refsimat í málinu þykir rétt að taka tillit til þess, hversu afleiðingar af brotum ákærða eru miklar, en hins vegar verður og að líta til þess, að nokkuð langur tími er um liðinn, frá því að brotin voru framin og ákærði virðist á tímabilinu hafa leitað sér lækninga vegna hinna afbrigðilegu kennda, sem hann viðurkennir að hafa fundið fyrir í sam- skiptum sínum við X. Refsing ákærða þykir að þessu athuguðu hæfilega ákveðin fangelsi í tólf mánuði, en eftir atvikum þykir rétt að fresta fulln- ustu refsingar á 9/% mánuði af refsingunni, og niður skal hún falla að liðnum þremur árum, haldi ákærði almennt skilorð samkvæmt $7. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 22/1955. Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin sak- sóknarlaun í ríkissjóð, sem ákveðast 45.000 kr., og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hrl., sem ákveðast 45.000 kr. auk virðisaukaskatts. Dómsorð: Ákærði, Hafsteinn Sveinbjörn Pétursson, sæti fangelsi í tólf mán- uði, en fresta skal fullnustu 97 mánaðar af refsingunni, og niður skal hún falla að liðnum þremur árum, haldi hann almennt skilorð sam- kvæmt 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 22/ 1955. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknar- laun í ríkissjóð, 45.000 kr., og málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 45.000 kr. 1947 Fimmtudaginn 4. nóvember 1993. Nr. 204/1993. Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Björgvin Þór Ríkharðssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.). Líkamsárás. Húsbrot. Nauðgun. Rán. Fjársvik. Ölvun við akstur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Sigurður Líndal prófessor. Ákærði áfrýjaði máli þessu í heild sinni til Hæstaréttar sam- kvæmt heimild í 1. mgr. 149. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu ákæruvalds var málinu áfrýjað með stefnu 19. maí 1993. Dómkröfur ákæruvalds eru þær, að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákærum og refsing verði þyngd frá því, sem ákveðið var í héraðsdómi. Ákæruvaldið krefst staðfestingar á ákvæði héraðs- dóms um skaðabætur nema til Y, sem ítrekar upphaflega kröfu sína. Ákærði krefst sýknu af ákæruliðum 1, II og III í ákæru frá 8. janúar 1993. Að öðru leyti krefst hann vægustu refsingar, er lög leyfa. Þá krefst hann þess, að bótakröfum X og Y verði vísað frá dómi, en lækkaðar að öðrum kosti. Ákæra 10. september 1992. Líkamsárás. Ákærði krefst ekki sýknu af þessari ákæru, en gengst þó ekki við sakargiftum að öllu leyti. Staðfesta ber þá niðurstöðu héraðsdóms, að sannað sé, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem lýst er í ákæruskjali og varðar við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Atlaga ákærða að X var háskaleg, og hafa afleiðingar hennar reynst konunni þungar í skauti. Þykir rétt að staðfesta ákvörðun héraðsdóms um skaðabætur til handa henni, 500.000 krónur. 1948 Ákæra 8. janúar 1993. I. Húsbrot, nauðgun og þjófnaður. Ákærði krefst sýknu af þessum ákærulið. Eins og frá er sagt í héraðsdómi, fór fram sérstök samanburðar- rannsókn í Bretlandi á blóðsýni úr ákærða og sæði, sem fannst á árásarstað. Hún benti til þess með líkum í hlutfallinu 1 á móti 300.000, að sæðið væri komið frá ákærða. Þessi niðurstaða ásamt öðru því, sem í héraðsdómi greinir, þykir veita fulla sönnun um, að ákærði hafi þröngvað YÝ til holdlegs samræðis og annarra kyn- ferðismaka. Hann hefur því gerst sekur um brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1992. Með því að ryðjast heimildarlaust inn í hús konunnar hefur hann jafnframt gerst brotlegur við 231. gr. laganna, en ekki verður fullyrt, að ásetn- ingur til nauðgunar hafi vaknað fyrr en eftir, að ákærði hafði framið húsbrot. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sýknu ákærða af ákæru um brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga. Árás ákærða á Y og heimili hennar var fádæma-svívirðileg og auðmýkjandi og afleiðingar hennar þungbærar og ófyrirsjáanlegar. Þykir því rétt að staðfesta ákvörðun héraðsdóms um skaðabætur henni til handa, að fjárhæð 1.500.000 krónur, ásamt dráttarvöxtum frá verknaðardegi. Hefur þá verið tekið tillit til lögfræðiaðstoðar við gerð kröfunnar, þar á meðal virðisaukaskatts. II. Nauðgun. Ákærði krefst sýknu af þessum ákærulið. Ákærði heldur því fram, að Z hafi í öndverðu haft samfarir við sig af fúsum og frjálsum vilja. Hann viðurkennir hins vegar, að í síðari samförum þeirra hafi hann náð að koma getnaðarlim sínum inn í leggöng stúlkunnar, en hún hafi greinilega ekki viljað það og streist nokkuð á móti, en þó ekki kröftuglega. Hann hefur ekki kannast við að hafa beitt ofbeldi, og hafi hann hætt, þegar stúlkan hafi sýnt fram á, að hún vildi þetta engan veginn. Stúlkan lýsti atvikum svo, að um eitt skipti hefði verið að ræða, og hefði hún orðið máttlaus af skelfingu og lítið getað barist á móti. Með hlið- sjón af þessu og aðstæðum að öðru leyti, sem grein er gerð fyrir í héraðsdómi, má telja sannað, að ákærði hafi þröngvað stúlkunni 1949 til kynferðismaka umrætt sinn og þannig gerst sekur um brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1992. III. Rán. Ákærði krefst sýknu af þessum ákærulið. Staðfesta ber sakarmat héraðsdóms og færslu brots ákærða til 252. gr. almennra hegningarlaga. IV. Fjársvik. Ákærði krefst ekki sýknu af þessum ákærulið. Staðfest er niðurstaða héraðsdóms um þau ákæruefni, sem hér um ræðir, og hefur ákærði með þeim gerst brotlegur við 248. gr. almennra hegningarlaga. V. Ölvun við akstur. Ákærði krefst ekki sýknu af þessum ákærulið, og hefur hann brotið gegn 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða 18. nóvember 1992. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti var því lýst yfir af hálfu ákæruvalds, að svo væri litið á, að sú réttindasvipting hefði fallið úr gildi við uppkvaðningu héraðsdóms. Verður við það að miða. Viðurlög og sakarkostnaður. Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess, að ákærði hefur gerst sekur um óvenju-hrottafengnar og háskalegar líkamsárásir og stórfelld kynferðisbrot og beitt við það hættulegum verkfærum. Hann hefur rofið heimilisgrið og vakið fórnarlömbum sínum ótta um líf þeirra og velferð og í einu tilviki einnig ungra barna brota- þola. Þá ber að taka tillit til rofa á skilyrði reynslulausnar, eins og réttilega er gert í héraðsdómi. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tólf ár. Gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 10. nóv- ember 1992 kemur refsingu til frádráttar með fullri dagatölu. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað verður ekki raskað. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 160.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar 1950 hæstaréttarlögmanns, 160.000 krónur. Þá skal ákærði og greiða málsvarnarlaun Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, sem skipaður var verjandi hans fyrir Hæstarétti 21. maí 1993, en lét af þeim starfa að ósk ákærða 30. september sama ár. Þykja þau hæfilega ákveðin 80.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Björgvin Þór Ríkharðsson, skal sæta fangelsi í tólf ár. Gæsluvarðhald ákærða frá 10. nóvember 1992 á að koma refsivist til frádráttar með fullri dagatölu. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um skaðabætur og sakarkostnað eiga að vera Óóröskuð. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 160.000 krónur, máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 160.000 krónur, og málsvarnarlaun fyrri verjanda síns fyrir Hæstarétti, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 7. maí 1993. Ár 1993, föstudaginn 7. maí, er í Héraðsdómi Reykjavíkur lagður svo- hljóðandi dómur á málið nr. S-98/1992: Ákæruvaldið gegn Björgvin Þór Ríkharðssyni, sem dómtekið var 31. mars sl. Málið er í fyrsta lagi höfðað með ákæru, út gefinni 10. september sl., á hendur Björgvin Þór Ríkharðssyni, Miðvangi 41, Hafnarfirði, kt. 150366- 402, fyrir líkamsárás með því að hafa að morgni laugardagsins 23. maí sl. að Í...Jí Reykjavík skorið sokkabuxur utan af X, fæddri 1961, sem þar lá sofandi á heimili sínu, og beitt við það stórum eldhússhníf, og er hún snerist til varnar, ráðist á hana, tekið hana föstu hálstaki og jafnframt hald- ið harkalega fyrir munn henni og nef og með þessu þrengt svo að öndunar- vegi hennar, að henni sortnaði fyrir augum og hlaut húðblæðingar í andliti og marðist á hálsi og við munn og hlaut sár innanvert á efri vör. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Þá er málið í öðru lagi höfðað með ákæru, dagsettri 8. janúar sl., fyrir eftirgreind brot á árinu 1992: 1951 I. Húsbrot, nauðgun og þjófnaður. Fyrir að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 16. júlí farið í heimildarleysi inn um glugga íbúðarhússins nr. |...) á Akureyri, komið þar að konunni Y, 31 árs að aldri, sofandi í rúmi ásamt fjögurra ára barni, Og sjö ára dreng, sofandi í öðru herbergi íbúðarinnar, afklæðst og farið í peysu, sem hann fann á staðnum, sveipað slæðu um höfuð sér, tekið búrhníf, vakið konuna, ógnað henni með hnífnum og með því sífellt að hóta henni lífláti og því, að annar maður, sem ákærði sagði staddan í íbúðinni, dræpi börn hennar, léti hún ekki að vilja sínum, hrakið hana inn í Þvottaherbergi íbúðar- innar, þar sem hann síðan þröngvaði henni til holdlegs samræðis og jafn- framt að taka lim hans í munn sér og loks orðið sáðfall í munn henni. Ákærði batt konuna á höndum og fótum, eftir að hann hafði komið fram vilja sínum, og stal seðlaveski hennar, áður en hann hélt brott af vett- vangi. Telst þetta varða við 194. gr., 231. gr. og 244. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1992. Il. Nauðgun. Aðfaranótt sunnudagsins 6. september þröngvað konunni Z, 20 ára að aldri, tvisvar til holdlegs samræðis á dvalarstað sínum að Miðvangi 41 í Hafnarfirði. Telst þetta varða við 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1992. III. Rán. Fyrir að hafa að morgni mánudagsins 9. nóvember í Sólbaðsstofunni, Laugavegi 99, Reykjavík, ráðist á Ragnheiði Guðjónsdóttur, starfsstúlku sólbaðsstofunnar, kt. 220357-2289, með hníf að vopni, tekið fyrir vit henni, dregið hana afsíðis og fengið hana með ógnunum og líflátshótunum til að opna fyrir sig afgreiðslukassa sólbaðsstofunnar. Tók ákærði um 25.000 kr. í reiðufé, 27.290 kr. í tékkum og 86.330 kr. í greiðslukortanótum úr kassan- um og seðlaveski með um 2.000 kr. í afgreiðslu stofunnar, sem hann hafði á brott með sér og sló eign sinni á. Telst þetta varða við 252. gr. almennra hegningarlaga. IV. Fjársvik. 1. Fyrir að hafa í nóvember selt í versluninni Strákum, Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði, tékka, að fjárhæð 17.600 kr., dagsettan 9. 11. 1992, sem hann gaf út í eigin nafni á eyðublað nr. 9438540 úr stolnu tékkhefti frá Íslandsbanka hf., Gullinbrú, án þess að eiga innstæðu fyrir andvirði tékk- ans. 1952 2. Hinn 29. júlí tekið á leigu bifreið hjá bílaleigunni Greiða hf., Dals- hrauni 9, Hafnarfirði, og ekið henni 1395 km á 6 dögum án þess að geta greitt leigugjaldið, sem nam 80.695 kr. 3. Hinn 30. október blekkt Björn Hallgrím Gíslason, kt. 171139-4069, til að greiða sér 60.000 kr. sem fyrirframgreitt leigugjald fyrir tveggja her- bergja íbúð í húsinu nr. 11 við Miðvang í Hafnarfirði, sem ákærði hafði engan umráðarétt yfir, og haft peningana til eigin nota. 4. Í byrjun nóvember tekið á leigu herbergi á Hótel Reykjavík, Rauðarár- stíg 37, Reykjavík, og neytt þar veitinga, en horfið af hótelinu án þess að greiða hótelreikninginn, sem nam 26.420 kr. Telst háttsemi ákærða samkvæmt ákærulið IV varða við 248. gr. al- mennra hegningarlaga. V. Ölvun við akstur. Ákærða er gefið að sök að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 13. október ekið bifreiðinni LA-292 undir áhrifum áfengis frá Kópavogi til Hafnar- fjarðar, en lögreglumenn stöðvuðu akstur hans á Reykjavíkurvegi. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. um- ferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttinda samkvæmt 102. gr. umferðarlaga. Í málinu krefja eftirgreindir aðilar ákærða um bætur: X, miskabætur, að fjárhæð 500.000 kr. án vaxta. Ólafur Als, kt. 200260-2449, 10.000 kr. Gunnar Breiðfjörð vegna verslunarinnar Stráka hf., 17.600 kr. Sveinn Georgsson vegna bílaleigunnar Greiða hf., 22.400 kr. Björn Hallgrímur Gíslason, 60.000 kr. Bjarni Ásgeirsson, kt. 030755-3169, 26.420 kr. auk vaxta, og Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. vegna Y 3.000.000 kr. í skaða- og miskabætur með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 16. júlí 1992 til greiðsludags auk lögmannsþóknunar. Málavextir. Fullsannað er með játningu ákærða og vætti X, sem hvort tveggja er í samræmi við önnur gögn málsins, að ákærði hefur gerst sekur um hátt- semi þá, sem réttilega er lýst í ákæruskjali. Hvort X var sofandi, þegar aförin hófst, þykir ekki skipta máli í því sambandi. Varðar brot ákærða 1953 við þau ákvæði, sem greind eru í ákæru, og telst hann þannig hafa framið brot þau, sem honum eru gefin að sök. Samkvæmt því, sem rakið hefur verið, þykir verða að leggja til grund- vallar, að það, sem ákærða gekk til árásarinnar, hafi verið að komast yfir stúlkuna með ofbeldi, sbr. 194. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga, en eins og ákæru er háttað, koma þau ákvæði ekki til álita í málinu. Litlu hefur mátt muna, að hún hlyti heilaskaða eða dauða af völdum ákærða. Stúlkan hefur ekki enn náð sér fullkomlega og hefur liðið verulegar and- legar þjáningar. Möguleikar hennar til að lifa hamingjusömu lífi hafa veru- lega spillst. Framkoma ákærða við stúlkuna eftir verknaðinn er ekki fallin til að milda refsingu hans. Samkvæmt 264. gr. laga 19/1940 þykir bera að fallast á bótakröfu X, enda virðist fjárhæð hennar hófleg miðað við þær píslir, sem hún varð að þola, meðan á aðförinni stóð, og eftirfarandi þjáningar og röskun á stöðu og högum. Samkvæmt því, sem rakið er hér að framan, er óyggjandi sönnun fyrir því, að ákærði hefur brotist inn í húsið að Í...) og nauðgað þar Y. Að því er varðar þjófnað á seðlaveski, hefur ekkert komið fram í málinu annað en skýrsla konunnar um hvarf veskisins, og þykir þá verða að sýkna af þessu ákæruatriði vegna sönnunarskorts. Framkoma ákærða gagnvart konunni var með eindæmum fólskuleg og auðmýkjandi fyrir hana og fallin til að vekja henni mikinn ótta um líf og heilsu sína og barna sinna. Fallast ber á bótakröfu Y með 1.500.000 kr. auk dráttarvaxta. Er þá tekið mið af þeim píslum og auðmýkingu, sem konan varð að þola, meðan á aðförinni stóð, röskun á stöðu og högum og þjáningum hennar síðan og kostnaði af að halda fram kröfunni, sbr. 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991. Gert er ráð fyrir virðisaukaskatti af lögmannsþóknun. 1. Z hefur verið staðföst í frásögn sinni, og er frásögnin studd trúverðugu vætti þeirra A og B og vottorði Auðólfs Gunnarssonar læknis. Þá þykir skýrsla C, einkum um atferli stúlkunnar og orðaskipti þeirra ákærða í Mið- vangi 41, styrkja frásögn hennar. Er ekkert í málinu annað en neitun ákærða, sem ekki samrýmist skýrslu stúlkunnar. Þykir verða að leggja hana til grundvallar í málinu og telja sannað, að ákærði hafi þröngvað stúlkunni 123 1954 til holdlegs samræðis í endaþarm. Verður að telja ósannað, að hann hafi gert þetta nema í eitt skipti. Varðar þetta athæfi hans við 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. nú 2. gr. laga nr. 40/1992. III. Mánudaginn 9. nóvember sl. kl. 9.00 var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt, að rán hefði verið framið í Sólbaðsstofunni við Laugaveg 99 hér í borg. Fóru lögreglumenn á staðinn og höfðu þar tal af Ragnheiði B. Guðjónsdóttur, starfsstúlku á sólbaðsstofunni, sem kvað mann hafa þá skömmu áður yfir- gefið stofuna og haft á brott með sér peningaveski hennar og peninga og ávísanir úr peningakassa. Lýsti hún manninum svo, að hann hefði verið um þrítugt, u. þ. b. 180 cm á hæð, með dökkbrún augu, sítt ljóst hár, klæddur gallabuxum, ljósbrúnum rúskinnsjakka og svörtum kúrekastígvélum með silfurlituðum skrautspennum. Eigandi sólbaðsstofunnar kvað 21.500-26.500 krónur hafa horfið úr peningakassanum í peningum og 23.000-27.000 krónur í tékkum svo og um 90.000 kr. í greiðslukortanótum. Ragnheiður hefur skýrt svo frá, að maðurinn hafi fengið að nota síma og beðið um einn tíma í ljósum, sem hann ætlaði að greiða eftir á. Hún hafi vísað honum á ljósabekk á neðri hæð hússins. Þegar ljósatíminn var liðinn, hafi hún farið niður til að þrífa bekkinn. Hún hafi heyrt vatnsrennsli í sturtunni og talið, að maðurinn væri þar. Þegar hún var á leið upp aftur, hafi maðurinn stokkið nakinn að henni út úr einum klefanum. Hann hafi tekið fyrir vit henni með annarri hendi, en í hinni hafi hann verið með allstóran hníf, sem hann ógnaði henni með. Þannig hafi hann dregið hana inn í klefann, en hún barist um. Hafi hann hótað að drepa hana, ef hún hljóðaði. Henni hafi ekki dottið annað í hug en hann ætlaði að nauðga sér. Hann hafi dregið hana út úr klefanum, eftir ganginum og inn í sturturnar. Þar hafi hann rifið af henni gleraugun og hent þeim í gólfið. Hún hafi enn barist um og fundist hún vera að kafna, hún hafi verið sann- færð um, að hann ætlaði að nauðga sér, og því veitt mótspyrnu, þar sem hún vildi frekar deyja en láta hann koma fram vilja sínum. Því hafi hún ekki hræðst hnífinn. Þarna í sturtunum hafi hann sagt henni, að hann ætl- aði ekki að gera henni mein, heldur vildi fá peninga. Við þetta hafi hún róast, en þar sem hann hafi ekki treyst henni, hafi hann enn haldið fyrir vit henni, svo að hún náði ekki andanum. Þaðan hafi hann dregið hana inn á salerni, og sá hún föt hans þar, falin á bak við hurð. Hann hafi lokað dyrunum og sleppt takinu eftir nokkra stund, eftir að hún hafði lofað að öskra ekki á hjálp. Hann hafi verið fyrir aftan hana, á meðan hann hélt henni í þessu taki, með hnífinn á hálsi henni, svo að hið eina, sem hún gat gert, var að sprikla. Á salerninu hafi hann klæðst, og þar hafi hún fyrst séð framan í hann. Augnaráðið hafi verið tryllingslegt. Á meðan 1955 hafi hann sagt henni, að hann hefði engu að tapa, hann ætti yfir höfði sér marga þunga dóma, lögreglan væri á eftir sér, hann þyrfti að komast yfir peninga og fara úr landi. Þá hafi hann hótað að drepa hana, ef hún gerði lögreglu viðvart. Þegar hann hafði klætt sig, hafi hann ætlað að binda hana með rafmagnssnúru, en hætt við, þegar hún lofaði að öskra ekki. Hann hafi alltaf verið að spyrja, hvort miklir peningar væru í kassanum, en hún svarað því til, að það væru eingöngu peningar frá helginni. Hann hafi farið út af salerninu og lokað, þar sem hún hafði lofað að fara ekki út fyrr en að fimm mínútum liðnum, en fljótlega hafi hann komið niður aftur og spurt, hvernig hann ætti að opna peningakassann. Hún hafi sagt honum það og hann enn haft í hótunum um að drepa hana, ef hún stæði ekki við loforð sitt. Skömmu síðar hafi hún heyrt útidyrunum lokað og þá farið upp og öskrað á mann, sem var í ljósum í einum klefanna á efri hæðinni, og sagt honum, hvað gerst hafði. Hann hafi leitt hana upp og hún hringt á lögreglu. Hún kveðst hvorki hafa orðið þess vör, að maðurinn væri undir áhrifum áfengis né annarra vímuefna. Hann hafi verið búinn að tæma peningakassann og þar að auki stolið peningaveski hennar með 2.000 krónum og ýmsum skilríkjum. Hún kveðst hafa verið rispuð og þrútin í andliti eftir átökin og aum í hálsi. Við lögreglurannsókn skoðaði Ragnheiður ljósmyndir af brotamönnum úr myndasafni RLR. Tók hún út mynd af ákærða og kvaðst vera viss um, að þetta væri maðurinn. Staðfesti hún þá skoðun sína við meðferð málsins. Sér hafi hins vegar orðið hverft við, þegar hún sá aftan á manninn á sjón- varpsmyndum við handtöku hans, því að sér hafi ekki fundist hárið vera svo sítt. Hins vegar kvaðst hún þess fullviss, er hún sá ákærða í réttarsaln- um, áður en hún gaf skýrslu, að þetta væri maðurinn. Síðdegis sama dag tilkynnti veitingastjórinn á Hótel Íslandi, að þar væri maður gestkomandi á hótelherbergi, og kæmi lýsing lögreglunnar á þeim, sem lýst var eftir vegna atburðarins á sólbaðsstofunni, heim og saman við útlit mannsins. Hefði maðurinn tekið herbergið á leigu um hádegisbil undir nafninu Aðalsteinn Bjarnason. Er lögreglumenn komu á hótelið, var enginn í herberginu, en farangur, seðlaveski með skilríkjum og föt höfðu verið skilin þar eftir. Maður þessi, sem reyndist vera ákærði, fannst eftir tals- verða leit úti á svölum á austurhlið hússins og hafði falið sig þar í skoti. Hann var greinilega í mjög annarlegu ástandi. Tæpum fjórum klukkustund- um eftir handtöku var honum tekið blóðsýni til alkóhól- og lyfjarannsóknar á blóði. Samkvæmt niðurstöðu þeirrar rannsóknar var alkóhól ekki mælan- legt í blóði, en hins vegar mældust í því 110 ng/ml amfetamíns, sem sam- kvæmt áliti Þorkels Jóhannessonar, prófessors í lyfjafræði við Háskóla Íslands, svarar u. þ. b. til þess magns, sem mest megi búast við eftir einn einstakan læknanlegan skammt af amfetamíni. 1956 Við frekari leit lögreglu í hótelherberginu fannst undir náttborði seðlaveski Ragnheiðar B. Guðjónsdóttur með skilríkjum hennar. Þá fund- ust þar einnig 17 útfylltir tékkar, stílaðir á handhafa, á eyðublöð frá ýmsum bönkum, framseldir með stimpli sólbaðsstofunnar, samtals 27.290 kr., og 37 greiðslunótur á sólbaðsstofuna, samtals 86.330 kr. Við handtöku ákærða fundust á honum 15.600 krónur. Sigurður Lennart Sævarsson, starfsmaður á Hótel Höfða, gaf sig fram við lögreglu að morgni næsta dags. Hefur hann sagt, að hann hafi séð í sjónvarpi, þegar maður var handtekinn á Hótel Íslandi, og borið á hann kennsl. Hann hafi verið á vakt á hótelinu aðfaranótt mánudags, og upp úr miðnætti hafi maður þessi komið í afgreiðsluna til sín og beðið um að fá lánaðan hníf til að skera með „,pizzu““. Hann hafi orðið við þessari bón mannsins og léð honum venjulegan hníf með svörtu skafti. Maðurinn hafi ekki skilað hnífnum, á meðan vitnið var á vaktinni. Þessi maður hafi komið á Hótel Höfða aðfaranótt sunnudags, greitt fyrir eina nótt undir nafninu Björgvin Ríkharðsson og fengið loforð um að gista aðra nótt gegn því að greiða daginn eftir. Við lögreglurannsókn skoðaði Sigurður ljósmyndir af brotamönnum úr myndasafni RLR. Tók hann út mynd af ákærða og kvaðst bera kennsl á hann sem umræddan mann. Staðfesti hann þá skoðun við meðferð málsins. Þá kvað hann hníf þann, sem árásarmaðurinn skildi eftir á sólbaðsstofunni, vera sams konar og þann, sem hann lánaði mann- inum. Þá sagði hann, að á mánudagsmorgun hefði lögregla verið kvödd að Hótel Höfða, þar sem hótelinu hefðu borist þær upplýsingar, að maður- inn hefði farið frá öðru hóteli án þess að greiða gistinguna. Við rannsókn málsins kom fram, að ákærði hafði gist á Hótel Reykjavík dagana 2.-7. nóvember og horfið þaðan án þess að borga. Ákærði hefur borið við minnisleysi um atburðinn. Kvaðst hann hafa verið í mikilli óreglu undanfarna tólf mánuði, nánast samfellt allan þann tíma. Mundi hann eftir að hafa tekið á leigu herbergi á Hótel Reykjavík laugardaginn fyrir atburðinn á sólbaðsstofunni. Þar hafi hann ekki treyst sér út úr húsi vegna langvarandi neyslu vímuefna. Hann hafi ekki treyst sér til að nota amfetamín, en reykt mikið hass þetta kvöld. Hið eina, sem hafi komist að hjá sér, hafi verið að reyna að útvega peninga með einhverju móti. Hugsun sín hafi verið sú að komast út á land, þar sem hann hafði fengið kvaðningu um að koma fyrir dóm næsta mánudag. Hann minntist þess hins vegar ekki að hafa komið á Hótel Höfða og ekki heldur að hafa keypt sér „„pizzu““ eða fengið að láni hníf. Hann kvaðst þekkja til á sólbaðs- stofunni, en hann hefði verið þar fastur viðskiptavinur fyrir tveimur til þremur árum. Hann minntist ekki að hafa komið þar í þetta sinn, og þegar gögn um málið voru borin undir hann, kvað hann þau ekkert rifja upp fyrir sér. 1957 Samkvæmt vottorði Guðna Arinbjarnarsonar, læknis á slysa- og bækl- unardeild Borgarspítalans, sem skoðaði Ragnheiði þennan sama morgun, var hún við skoðun aum í hálsi, með fleiðursár neðan við vinstra auga og sár á innanverðri vör. Ragnheiður gaf greinargóða lýsingu á manni þeim, sem réðst á hana á sólbaðsstofunni, og kemur sú lýsing heim og saman við ákærða. Þá lýsti hún nákvæmlega kúrekastígvélum, sem hún kvað manninn hafa verið í. Kemur sú lýsing einnig heim og saman við stígvél, sem ákærði á, sbr. 1. kafla ákæru. Sigurður Lennart Sævarsson hefur borið, að hann hafi lánað manni, sem hann síðar bar kennsl á sem ákærða, hníf sams konar þeim og Ragnheiður lýsti, að árásarmaðurinn hefði haft, en hnífinn skildi maður- inn eftir á vettvangi. Báru bæði þessi vitni kennsl á ákærða, er þeim voru sýndar ljósmyndir af brotamönnum úr myndasafni RLR. Þá bar Sigurður kennsl á hann, þegar hann sá sjónvarpsútsendingu af handtöku hans, og Ragnheiður bar kennsl á hann, er hún kom auga á hann í réttinum. Þýfið úr sólbaðsstofunni fannst á hótelherbergi því, sem ákærði hafði á leigu, er verknaðurinn var framinn, og var ákærði í felum á hótelinu, er lögreglu- menn leituðu hans þar. Með því, sem hér hefur verið rakið, þykir, þrátt fyrir það að ákærði hafi borið við minnisleysi um atburðinn, fyllilega sannað, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem hann er ákærður fyrir í þessum kafla ákæru, og varðar háttsemi hans við 252. gr. almennra hegningarlaga. IV. 1. Hinn 5. nóvember sl. var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um, að tékk- hefti með nokkrum eyðublöðum á reikning nr. 40 í Íslandsbanka við Gullin- brú hefði verið stolið. Tékkhefti þetta fannst þremur dögum síðar í bíla- leigubíl, sem tekinn var á leigu í nafni ákærða. Tékki sá, sem greinir í 1. tl. IV. kafla ákæru og þar er rétt lýst að allri gerð, er úr þessu hefti. Ákærði hefur borið, að sökum langvarandi fíkniefnaneyslu á þessum tíma muni hann ekki eftir að hafa selt þennan tékka í umræddri verslun, en hann hefur hins vegar kannast við nafnritun sína undir hann. Þá kveðst hann minnast þess, að hann hafi haft þennan bíl á leigu og að hann hafi verið með í fórum sínum þennan dag tékkhefti, sem hann átti ekkert í, og gefið út og selt tvo tékka úr þessu hefti á veitingastofunni Tveim vinum og veitingahúsinu Blásteini. Með því, sem rakið hefur verið, og framburði ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, þykir ekki varhugavert að telja sannað, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem hann er ákærður fyrir í þessum lið ákæru, og varðar háttsemi hans við 248. gr. almennra hegningarlaga. 2.-4. Með skýlausri játningu ákærða er sannað, að hann hefur gerst sekur 1958 um þá háttsemi, sem hann er ákærður fyrir í þessum liðum síðari ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Bóta hefur verið krafist úr hendi ákærða vegna þessara ákæruatriða. Hefur ákærði samþykkt þær, og ber að dæma hann til þess að greiða þær sem hér segir: V. Með skýlausri játningu ákærða og niðurstöðu alkóhólrannsóknar er sannað, að hann hefur gerst sekur um það brot, sem honum er að sök gefið í þessum kafla ákæru og þar er réttilega heimfært til refslákvæða. Viðurlög. Ákærði ólst upp í Reykjavík til sex ára aldurs. Þá fluttist fjölskyldan til Seyðisfjarðar, en kom aftur til Reykjavíkur 1978, og hér hefur hann átt heima síðan. Foreldrar hans eru skilin, og hann hefur ekkert samband við móður sína, var í sveit á sumrum í Þykkvabæ til sextán ára aldurs, lauk grunnskólanámi í fangelsi, hefur stundað vinnu óreglulega, búið með fjórum eða fimm stúlkum, en sambúð aldrei enst lengi. Hann varð fyrst ölvaður þrettán ára, en áfengisneyslan þróaðist upp í helgardrykkju og síðan í túrafyllirí um tvítugsaldur, hefur jafnframt notað mikið kannabis og amfetamín. Að mati geðlæknis er ákærði hvorki geðveikur né greindar- skertur, en haldinn persónuleikatruflunum, áfengis- og efnafíkn. Hann hef- ur margoft farið í meðferð við þessum vandamálum, var til meðferðar á barnageðdeild 1980 til 1984, vistaðist þar um tíma 1985, hefur oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Hann virðist ekki vera taugaveiklaður og hefur eðlilega dómgreind allsgáður. Hann kveðst hafa byrjað að hnupla sem barn, brotist fyrst inn tólf ára gamall, telur sig hafa orðið að þola mikið ofbeldi í bernsku og segist fljótt hafa farið að sýna öðrum ofbeldi sjálfur, sambýliskonur sínar þurft að leita á slysavarðstofu og í kvennaathvarf undan sér. Ákærði hefur frá 1987 verið dæmdur ellefu sinnum fyrir þjófnað, fjár- svik og skjalafals, ýmist fyrir eitt af þessu eða fleira í hvert sinn. Í júlí 1991 hlaut hann reynslulausn af 255 fangelsisdögum. Hann hefur nú rofið skilyrði reynslulausnarinnar. Ber þá samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 42. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 60. gr. sömu laga og 7. gr. laga nr. 22/1955, að dæma upp reynslulausnina. Þykir refsing ákærða þannig hæfilega ákveðin fangelsi í tíu ár. Frá refsingunni ber að draga gæsluvarðhaldsvist ákærða, samtals 178 daga. Ákærði var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða 4. nóvember 1992. Ekki eru efni til þess að gera honum frekari sviptingu ökuleyfis. 1959 Loks ber að dæma ákærða til þess að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 160.000 krónur, og málsvarnarlaun verjanda sínum, Arnari Clausen hrl., 400.000 krónur. Dóm þennan kváðu upp héraðsdómararnir Steingrímur Gautur Kristjáns- son, formaður dómsins, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Guðgeirsson. Dómsuppsaga hefur dregist vegna umfangs málsins og mikilla starfsanna dómaranna. Dómsorð: Ákærði, Björgvin Þór Ríkharðsson, sæti fangelsi í tíu ár. Frá refs- ingunni dregst gæsluvarðhald ákærða, 178 dagar. Ákærða er ekki gerð frekari svipting ökuleyfis. Ákærði greiði skaðabætur sem hér segir: X 500.000 krónur, Versluninni Strákum hf. 17.600 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 5. nóvember 1992 til greiðsludags, Ólafi Als, kt. 200260-244, 10.000 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 9. nóvember 1992 til greiðsludags, Bílaleigunni Greiða hf. 22.400 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 4. ágúst 1992 til greiðsludags, Birni Hallgrími Gíslasyni, kt. 171139-406, 60.000 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 30. október 1992 til greiðsludags, Bjarna Ásgeirssyni, kt. 030755-316, f. h. Hótel Reykjavíkur 26.420 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 6. nóvember 1992 og Y 1.500.000 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 16. júlí 1992 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 160.000 krónur, og réttargæslu- og málsvarnarlaun verjanda sínum Arnari Clausen hæstaréttarlögmanni, 400.000 krónur. 1960 Fimmtudaginn 4. nóvember 1993. Nr. 19/1992. Samskip hf. (Jón Finnsson hrl.) gegn Raftækjastöðinni sf. (Gústaf Þór Tryggvason hrl.). Farmflutningar. Skaðabótamál. Takmörkun ábyrgðar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. janúar 1992. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda gegn greiðslu á jafnvirði 667 SDR í íslenskum krónum. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. I. Eins og lýst er í héraðsdómi, flutti áfrýjandi vöru fyrir stefnda frá Rotterdam til Reykjavíkur, og kom varan með m/s Helgafelli 28. mars 1990. Um var að ræða einn pakka, 57 kg að þyngd, 120 cm á lengd, 80 cm á breidd og 28 cm á hæð. Var pakkinn settur í vörugeymslu stefnda í hús Í og tölvumerktur 246077 AO J, og gaf skráningin nákvæmlega til kynna, hvar í vörugeymslunni pakkinn var. Þegar stefndi ætlaði að sækja pakkann 14 júní 1990, fannst hann ekki. Er viðurkennt af áfrýjanda, að pakkinn hafi ásamt fleiri vörum verið færður til í vörugeymslunni, þegar rýma þurfti fyrir annarri vöru. Ekki liggur fyrir, að sú vara, sem flutt var til, hafi verið endurmerkt við flutninginn, og hefur ekki tekist að upplýsa, hvert pakkinn var fluttur. Hér var um tiltölulega lítinn pakka að ræða í stórri vörugeymslu. Verður að telja það stórfellt gáleysi að endurmerkja ekki vöruna, þegar hún var flutt til, og mátti stjórnendum vörugeymslunnar vera ljóst, að við svo búið væri hætta á, að varan týndist. Samkvæmt 6. mgr. 70. gr. siglingalaga nr. 34/1985 getur áfrýjandi því ekki borið fyrir sig ábyrgðar- 1961 takmörkun samkvæmt 2. mgr. 70. gr. Ber því að staðfesta niður- stöðu héraðsdóms um ábyrgð áfrýjanda. Il. Staðfesta ber niðurstöðu héraðsdóms um fjárhæð bóta varðandi annað en aðflutningsgjöld. Í héraðsdómi er rakið ákvæði 1. tl. 7. gr. reglugerðar nr. 463/1984, sem gerir það að skilyrði fyrir endurgreiðslu aðflutningsgjalda vegna vöntunar á vörusendingu, að farmflytjandi afhendi tollyfirvaldi skrá um vöntunina innan sextán daga frá komu flutningsfars til landsins, og skal sú skrá vera staðfest af tollgæslunni. Vara sú, sem hér er fjallað um, kom til landsins 28. mars 1990, en stefndi óskaði ekki afhendingar hennar fyrr en 14 júní, tveimur og hálfum mánuði síðar. Það var fyrst þá, sem í ljós kom, að varan var týnd, en ekkert tilefni hafði verið fyrir áfrýjanda að senda tollyfirvöldum slíka skýrslu. Er því rétt, að stefndi beri sjálfur halla af því, ef aðflutningsgjöld fást ekki endurgreidd vegna ákvæða reglugerðarinnar, en á það hefur ekki reynt gagnvart tollyfirvöldum. Verður áfrýjanda því ekki gert að greiða stefnda jafnvirði aðflutningsgjalda. Samkvæmt framansögðu ber áfrýjanda að greiða stefnda 234.010 krónur (bankagreiðsla vegna vörunnar) og 4.403 krónur (flutnings- gjald), samtals 238.413 krónur með vöxtum, svo sem í dómsorði greinir. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefnda 150.000 krónur í málskostnað samtals í héraði og fyrir Hæstarétti. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Áfrýjandi, Samskip hf., greiði stefnda, Raftækjastöðinni sf., 238.413 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxta- laga nr. 25/1987 frá 14. júní 1990 til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefnda 150.000 krónur samtals í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. október 1991. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 14. október 1991, hefur Raftækjastöðin sf., kt. 681087-1849, Súðarvogi 42, 1962 Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, þingfestri 13. desember 1990, á hendur skipadeild Sambandsins, kt. 440986-1539, Kirkjusandi, Reykjavík. Hinn 15. maí 1991 tóku Samskip hf. við aðild málsins varnar megin, en félagið tók við réttindum og skyldum skipadeildar Sambandsins frá 1. Janúar 1991. Dómkröfur stefnanda eru þær, að hið stefnda félag verði dæmt til að greiða stefnanda 408.318 kr. ásamt nánar tilgreindum dráttarvöxtum, og málskostnaðil. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af kröfum stefn- anda gegn greiðslu á jafnvirði 667 SDR í íslenskum krónum. Þá krefst stefndi málskostnaðar, úr hendi stefnanda l...). Mál þetta var tekið til dóms að loknum munnlegum málflutningi 24. júní 1991. Það var endurupptekið 8. ágúst 1991, en flutt munnlega og dómtekið að nýju 14. október 1991. Málsatvik, málsástæður og lagarök. Skipadeild Sambandsins annaðist flutning á vörusendingu fyrir stefnanda frá Rotterdam til Reykjavíkur með skipi félagsins, m/s Helgafelli, og kom varan til Reykjavíkur 28. mars 1990. Vörusendingin var auðkennd A 034, og var um að ræða eitt stk., 57 kg að þyngd. Stefnandi kveður vöruna hafa verið geymda Í vörugeymslu skipadeildar Sambandsins að Holtabakka, húsi 1, en er óskað hafi verið eftir afhendingu vörunnar 14. júní 1990, hafi hún ekki fundist. Skýringar þær, sem gefnar hafi verið, hafi verið þær, að rýma hafi þurft hluta hússins til afgreiðslu á varahlutum í Mazda-bifreiðar. Töluvert svæði í skemmunni hafi þurft að girða af í þessu skyni. Stefnandi kveður staðsetningu vörunnar upphaf- lega hafa verið skráða í tölvu, en engar upplýsingar liggi hins vegar fyrir um, hvert umrædd vara hafi verið flutt. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig: Bankagreiðsla NLG 7.157,87 kr. 234.010 Tollstjórinn í Reykjavík — 93.852 Flutningsgjald — 4.403 kr. 332.265 Álagning 2090 — 68.053(7 Samtals kr. 408.318(7 Stefnandi reisir kröfur sínar á 68 gr. og 1. mgr. 70. gr. siglingalaga nr. 34/1985 og telur ábyrgðartakmörkunina í 2. mgr. 70. gr. ekki eiga við, þar sem háttsemi af hálfu skipadeildar Sambandsins hafi verið með þeim hætti, að 6. mgr. 70. gr. eigi við. 1963 Af hálfu stefnda er viðurkennd ábyrgð samkvæmt 1. mgr. 68. gr. Í. nr. 34/1985 á því, að varan hafi týnst. Stefndi miðar hins vegar við takmörk- unarreglu 2. mgr. 70. gr. sömu laga og telur, að bæturnar geti ekki orðið hærri en 667 SDR fyrir hvert stk. eða flutningseiningu, 2 SDR fyrir hvert brúttókíló. Þar sem vörusendingin hafi verið eitt stk. og 57 kg, takmarkist ábyrgðin við 667 SDR, en jafnvirði þeirrar fjárhæðar hafi stefndi alltaf verið reiðubúinn að greiða. Stefndi telur ákvæði 6. mgr. 70. gr. alls ekki eiga við í málinu, þar sem ekki verði talið, að stefndi hafi sjálfur valdið stefnanda tjóninu af ásetningi eða stórfelldu gáleysi og mátt vera ljóst, að tjón myndi sennilega hljótast af. Þá beri stefnanda að sanna, að skilyrðum 6. mgr. 70. gr. sé fullnægt. Stefndi mótmælir kröfum stefnanda um endurgreiðslu á tolli og telur, að stefnandi hefði getað fengið gjöld þessi felld niður að einhverju eða öllu leyti. Kröfu um endurgreiðslu á flutningsgjaldi er mótmælt, þar sem fram komi í a-lið 12. gr. flutningsskilmála í farmskírteini stefnanda, að það sé aldrei endurgreitt, „vessel and/or goods lost or not lost“. Þá telur stefndi kröfu stefnanda umn 20%0 álagningu ofan á vöruverðið ekki eiga neina lagastoð. Stefnandi hefði að vísu getað tryggt vöru sína í flutningi að viðbættum 10% ágóða, en það hafi hann ekki gert, og hann eigi ekki að vera betur settur en hann hefði verið, ef hann hefði tryggt vöruna. Forsendur og niðurstaða. Af hálfu stefnda hefur verið viðurkennt, að hann beri ábyrgð á því, að varan hafi týnst. Stefnandi heldur því fram, að umrædd vörusending hafi verið færð til í vörugeymslu skipadeildar Sambandsins, án þess að upplýsingum um nýjan geymslustað væri haldið til haga. Stefnandi telur afleiðingar þess hafa orðið þær, að vörusendingin hafi týnst. Með gagnaöflunarúrskurði, upp kveðnum 8. ágúst 1991, var aðilum málsins gefinn kostur á að afla eftirfarandi upplýsinga: 1. upplýsinga um það, hvert vörur þær voru fluttar, sem geymdar voru í þeim hluta skálans, er þurfti að rýma. 2. upplýsinga um það, hvaða ráðstafanir voru gerðar, til að hægt væri að finna vörurnar eftir flutning. Þar sem aðilar hafa ekki upplýst framangreind atriði og skýringum stefnanda á því, hvernig vörurnar týndust, hefur ekki verið mótmælt af hálfu stefnda, þykir verða að miða við þessar skýringar stefnanda, en eðli málsins samkvæmt er mun erfiðara fyrir hann en stefnda að færa sönnur á, hvernig staðið var að geymslu vörunnar, skráningu og mögulegum til- flutningi. Skýra verður orðalagið „„Farmflytjandi... sjálfur“ í 6. mgr. 70. gr. svo, 1964 að þegar lögpersónur eigi í hlut, geti ákvæðið einnig tekið til gjörða sjórn- enda. Með hliðsjón af sönnunarerfiðleikum stefnanda og því, að stefndi hefur ekki hirt um að upplýsa um meðferð vörunnar í vörugeymslum skipadeildar Sambandsins, verður að fella sönnunarbyrðina á stefnda og telja, að stjórn- endur skipadeildar Sambandsins hafi átt sök á því, að vörusendingin týndist. Eins og sönnunaraðstöðu aðila er háttað samkvæmt framansögðu, þykir stefnda bera að sanna, að um huglæg skilyrði 6. mgr. 70. gr. 1. nr. 34/1985 sé ekki að ræða. Þar sem stefndi hefur ekki hirt um slíka sönnunarfærslu, þykir hann ekki geta borið fyrir sig ábyrgðartakmörkun 2. mgr. 70. gr., og ber honum að bæta stefnanda tjón hans í samræmi við 68. gr. 1. nr. 34/1985. Líta verður á kröfu stefnanda sem skaðabótakröfu fremur en endur- greiðslukröfu og liðina „Tollstjórinn í Reykjavík“ og „Flutningsgjald““ sem liði í bótakröfunni. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. 1. nr. 34/1985 skal ákveða bætur samkvæmt 68. gr. eftir því verðgildi, sem varan myndi hafa haft ósködduð við afhendingu á réttum stað og tíma. Samkvæmt reglugerð nr. 463/1984 um lækkun, niðurfellingu eða endur- greiðslu aðflutningsgjalda vegna endursendingar, eyðileggingar, skemmda, rýrnunar eða vöntunar á innfluttum vörum, sem breytt var með reglugerð nr. 589/1987, er það skilyrði fyrir endurgreiðslu vegna vöntunar á vöru- sendingu, að farmflytjandi afhendi tollyfirvaldi skrá um vöntunina innan sextán daga frá komu flutningsfars til landsins, og skal sú skrá vera staðfest af tollgæslu. Ekki verður séð af gögnum málsins, að skipadeild Sam- bandsins hafi sent tollyfirvaldi slíka skrá, og verður stefnda því fremur en stefnanda um það kennt, að aðflutningsgjöld hafa ekki verið endurgreidd. Þar sem annað hefur ekki verið í ljós leitt um verðgildi vörusendingar stefnanda, verður með hliðsjón af 1. mgr. 70. gr. l. nr. 34/1985 að telja það hafa verið samtölu greiðslu til Íslandsbanka hf., flutningskostnaðar, sem stefnandi greiddi skipadeild Sambandsins, og aðflutningsgjalda, sem stefnandi greiddi tollstjóranum í Reykjavík. Stefnandi greiddi Íslandsbanka samtals 242.010,07 kr. vegna vörusendingarinnar samkvæmt dskj. nr. 4, en krafa hans vegna þessa er þó aðeins 234.010 kr., og þar sem kröfuliðnum er ekki mótmælt tölulega, ber að miða við þá fjárhæð. Það athugist, að samtala ofangreindra þriggja liða er í stefnu talin vera 340.265 kr., en er í raun 332.265 kr. Þar sem krafa stefnanda um 20% álagningu ofan á annað tjón styðst hvorki við lagaákvæði, dómvenju né gögn um álagningu í heildverslun hans, verður krafa hans þar um, gegn mótmælum stefnda, ekki tekin til greina. 1965 Samkvæmt framansögðu ber stefnda að greiða stefnanda tjón hans, að fjárhæð 332.265 kr. (234.010 - 93.852 4.403) með dráttarvöxtum, eins og í dómsorði greinir. Eftir úrslitum málsins ber stefnanda að greiða stefnda 90.000 krónur í málskostnað, og beri málskostnaðarfjárhæðin dráttarvexti samkvæmt II. kafla |. nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu og til greiðsludags. Sigurður T. Magnússon, fulltrúi yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Samskip hf., greiði stefnanda, Raftækjastöðinni sf., 332.265 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla 1. nr. 25/1987 frá 14. júní 1990 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 90.000 krónur í málskostnað. Málskostn- aðarfjárhæðin beri dráttarvexti samkvæmt III. kafla |. nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu og til greiðsludags. Dómi þessum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lögbirtingu hans að telja að viðlagðri aðför að lögum. 1966 Föstudaginn 5. nóvember 1993. Nr. 428/1993. Gunnar Hjaltalín og Þórarinn Ragnarsson gegn Jóni Erni Ingólfssyni og Jóni Gunnari Zoéga. Kærumál. Aðför. Virðisaukaskattur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðilar skutu máli þessu til Hæstaréttar með kæru 18. október sl., sem barst Hæstarétti 25. sama mánaðar. Þeir krefjast þess, að heimilað verði, að fjárnám verði gert Í eignum varnaraðila til tryggingar greiðslu skuldar, að fjárhæð 7.900. krónur. Af hálfu varnaraðila eru ekki gerðar kröfur í kærumálinu, og frá þeim hefur ekki borist greinargerð. Sé í dómsmáli dæmdur málskostnaður, sem bera á virðisauka- skatt samkvæmt upphafsákvæði og 1. tl. 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, má aðför gera til tryggingar málskostnaðinum að viðbættum virðisaukaskatti, þótt hans sé eigi getið í dómsorði, enda fari ekki á milli mála, að skatturinn sé ekki innifalinn í máls- kostnaðinum. Í dómi Hæstaréttar, sem vitnað er til í hinum kærða úrskurði og krafa sóknaraðila byggist á, er skýrt tekið fram, að ekki hafi verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Eigi er um það deilt, að borið hafi að reikna virðisaukaskatt af umræddum kærumálskostn- aði. Samkvæmt því ber að taka til greina kröfu sóknaraðila um, að fjárnám megi gera hjá varnaraðilum til tryggingar greiðslu framangreindrar skuldar, sem sundurliðast í virðisaukaskatt, 4.900 krónur, og aðfarargjald til ríkissjóðs, 3.000 krónur, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs. Kærumálskostnaðar er ekki krafist. Dómsorð: Framangreind krafa sóknaraðila, Gunnars Hjaltalíns og Þórarins Ragnarssonar, að fjárnám megi gera Í eignum varnar- 1967 aðila, Jóns Arnar Ingólfssonar og Jóns Gunnars Zoéga, til tryggingar greiðslu á 7.900 krónum, er tekin til greina. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. október 1993. I. Mál þetta, sem þingfest var 10. september sl. og tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 24. sama mánaðar, er rekið eftir XIII. kafla laga nr. 90/1989 um aðför á grundvelli aðfararbeiðni, sem beint var til Héraðsdóms Reykjavíkur samkvæmt heimild í 3. mgr. 11. gr., sbr. 14. gr. sömu laga. Sóknaraðilar eru gerðarbeiðendur, Gunnar Hjaltalín, kt. 080646-4109, Sævangi 44, Hafnarfirði, og Þórarinn Ragnarsson, kt. 271145-3499, Ysta- seli 24, Reykjavík. Varnaraðilar eru gerðarþolar, Jón Örn Ingólfsson, kt. 200444-4429, Haukanesi 21, Garðabæ, og Jón Gunnar Zoéga, kt. 090643-2239, Reynimel 29, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur sóknaraðila eru þær, að gert verði fjárnám hjá varnaraðilum til tryggingar skuld, að fjárhæð 7.900 kr. Dómkröfur vararaðila eru þær, að kröfu sóknaraðila um, að gert verði fjárnám hjá varnaraðilum til tryggingar umkrafinni skuld, verði hafnað. Til vara er þess krafist, að í úrskurði verði kveðið á um, að málskot á honum fresti aðfarargerð, sbr. 3. mgr. 84. gr. aðfararlaga nr. 90/1989. Með símbréfi, dags. 1. september 1993, fóru gerðarbeiðendur þess á leit með vísan til 1. mgr. 14. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, að annar gerðarþol- anna samkvæmt aðfararbeiðni þeirra, Jón Gunnar Zoéga, yrði boðaður til þinghalds við meðferð beiðninnar. Málið var þingfest 10. september sl., og var þá sótt þing af hálfu varnaraðilans, Jóns Gunnars Zoéga. Málinu var frestað til 24. sama mánaðar, en er málið var tekið fyrir þann dag, kvaðst lögmaður varnaraðila sækja þing fyrir báða gerðarþola samkvæmt aðfararbeiðni sóknaraðila, þá Jón Gunnar Zoéga og Jón Örn Ingólfsson. Lögmaður sóknaraðila kvaðst samþykkja, að Jón Örn Ingólfsson gengi inn í málið sem annar varnaraðila. II. Í framangreindri aðfararbeiðni sóknaraðila er þess krafist, að gert verði fjárnám hjá varnaraðilum til tryggingar skuld, sem sóknaraðilar sundurliða þannig: Höfuðstóll kr. 20.000,00 Virðisaukaskattur 24,5% — 4.900,00 kr. 24.900,00 1968 Aðfarargjald í ríkissjóð kr. 3.000,00 Samtals kr. 27.900,00 Sóknaraðilar kveða höfuðstól skuldar þessarar kærumálskostnað sam- kvæmt dómi Hæstaréttar Íslands, upp kveðnum 28. maí 1993, í kærumál- inu nr. 225/1993: Jón Örn Ingólfsson og Jón Gunnar Zoéga gegn Gunnari Hjaltalín og Þórarni Ragnarssyni. Sóknaraðilar kveða tekið fram í dóminum, að ekki sé við ákvörðun kærumálskostnaðar tekið tillit til virðisaukaskatts. Þar sem lögmönnum sé samkvæmt 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt skylt að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni, sé gerð krafa um, að fjárnám verði gert fyrir jafnvirði skattsins auk höfuðstóls. Við þingfestingu málsins 10. september sl. reiddi lögmaður varnaraðila fram í réttinum greiðslu á höfuðstól kröfu sóknaraðila, að fjárhæð 20.000 kr., og eru því endanlegar dómkröfur sóknaraðila eins og að framan greinir. Við munnlegan málflutning kvað lögmaður sóknaraðila ekki krafist dráttarvaxta af þeirri fjárhæð, svo sem krafist sé í aðfararbeiðninni. IV. Heimilt er að leita úrlausnar héraðsdóms um ágreiningsefni máls þessa með þeim hætti, sem sóknaraðili hefur kosið, sbr. 3. mgr. 11. gr., 14. gr. og XIII. kafla laga nr. 90/1989 um aðför. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. l. nr. 90/1989 um aðför verður aðför til fulln- ustu kröfu samkvæmt 1. mgr., eftir því sem við á, einnig gerð fyrir verð- bótum, vöxtum og lögbundnum vanskilaálögum, kostnaði af kröfu, máls- kostnaði eða innheimtukostnaði, endurgjaldi kostnaðar af gerðinni sjálfri og væntanlegum kostnaði af frekari fullnustugerðum. Í athugasemdum með ákvæðinu í greinargerð, sem fylgdi lagafrumvarpinu, segir, að hér sé gert ráð fyrir, að ef aðfarar er krafist á grundvelli dóms, úrskurðar eða sáttar, sé tiltekið, að hverju leyti verðbætur, vextir, málskostnaður og eftir atvikum fleiri liðir fylgi höfuðstól kröfunnar. Talning 2. mgr. snúi þannig einkum að öðrum en þessum aðfararheimildum. Í 2. mgr. 36. gr. laganna er hins vegar gert ráð fyrir, að sýslumaður ákveði, til hvers kostnaðar gerðarbeiðandi á tilkall úr hendi gerðarþola vegna gerðarinnar sjálfrar, að því leyti sem hann hefur ekki verið ákveðinn með dómi, úrskurði eða sátt. Samkvæmt þessu er því í aðfararlögum nr. 90/1989 gert ráð fyrir, að ef aðfararheimild er reist á dómi, úrskurði eða sátt, verði ekki gerð aðför fyrir öðrum fjárkröfum en þeim, sem í aðfararheimild greinir, en sýslu- maður ákveði, að hvaða leyti gerð verði aðför fyrir endurgjaldi kostnaðar af gerðinni sjálfri. 1969 Í 2. mgr. 114. gr. 1. nr. 91/1991 um meðferð einkamála segir, að í dóms- orði skuli aðalniðurstaða máls dregin saman, svo sem sýkna, ef sýknað er af öllum efniskröfum, kröfur stefnanda, sem eru teknar til greina, o. s. frv. Í athugasemdum við ákvæði þetta í greinargerð með frumvarpi að |. nr. 91/1991 segir, að efnislega svari fyrirmælin um þetta til ákvæða 2. mgr. 193. gr. eldri laga nr. 85/1936, en í því ákvæði sagði m. a., að í dómsorði skyldi greina aðalniðurstöðu máls, þ. á m. það, sem fullnægja skyldi með aðför. Með vísan til þessa svo og viðurkenndra fræðikenninga á þessu sviði verður að telja, að einungis dóms- eða úrskurðarorð dóma og úrskurða geti verið grundvöllur aðfarar, en ekki ummæli í forsendum, ef ekki er vísað til þeirra í dómsorðum eða ályktarorðum. Í dómsorði dóms Hæstaréttar, sem sóknaraðilar reisa kröfu sína á, segir, að sóknaraðilar, þ. e. varnaraðilar máls þessa, skuli greiða varnaraðilum, þ. e. sóknaraðilum máls þessa, 20.000 kr. í málskostnað. Er dómsorðið fyllilega skýrt að þessu leyti. Í forsendum dómsins segir hins vegar, að við ákvörðun kærumálskostnaðar hafi ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Varnaraðilar hafa þegar greitt sóknaraðilum tildæmdan kærumáls- kostnað, að fjárhæð 20.000 kr., en eftir standa 7.900 kr., sem sundurliðast þannig, að 4.900 kr. eru vegna 24,5%0 virðisaukaskatts af kærumáls- kostnaðinum og 3.000 kr. eru vegna aðfarargjalds í ríkissjóð. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, og þeirrar meginreglu réttarfars, að á dómþola verði ekki lagðar víðtækari skyldur en dómsorð kveður á um sam- kvæmt skýrri orðanna hljóðan, þykir ekki unnt að heimila aðför til fulln- ustu fyrrgreindri kröfu sóknaraðila. Er því hafnað kröfu sóknaraðila um, að gert verði fjárnám hjá varnaraðilum til tryggingar greiðslu fyrrnefndrar fjárhæðar. Úrskurðinn kvað upp Ragnheiður Bragadóttir, fulltrúi dómstjóra. Úrskurðarorð: Framangreindri kröfu sóknaraðila, Gunnars Hjaltalíns og Þórarins Ragnarssonar, að gert verði fjárnám hjá varnaraðilum, Jóni Erni Ingólfssyni og Jóni Gunnari Zoéga, er hafnað. 124 1970 Föstudaginn S. nóvember 1993. Nr. 425/1993. Myndmark gegn Samkeppnisstofnun. Kærumál. Húsleit. Samkeppnislög. Frávísun frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 19. október 1993, sem barst réttinum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. október um húsleit hjá sóknaraðila að Ármúla 19, Reykjavík. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og sér verði dæmdur kærumálskostnaður. Varnaraðili krefst þess aðallega, að málinu verði vísað frá Hæsta- rétti á grundvelli 4. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991, þar sem hin kærða húsleit hafi þegar farið fram, en til vara, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Í báðum tilvikum krefst hann kærumáls- kostnaðar. Í 40. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 eru svofelld ákvæði: „Sam- keppnisstofnun getur við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfsstað fyrirtækis og lagt hald á gögn, þegar ríkar ástæður eru til að ætla, að brotið hafi verið gegn lögum þessum eða ákvörðun samkeppnisyfirvalda. Við framkvæmd aðgerða skv. 1. mgr. skal fylgja ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um leit og hald á munum.“ Samkvæmt 143. gr. laga nr. 19/1991 frestar kæra sem þessi ekki framkvæmdum í máli. Húsleit var gerð hjá sóknaraðila samkvæmt hinum kærða úrskurði 15. október, og var henni stjórnað af lög- reglumönnum samkvæmt 94. gr. laganna. Á staðnum var Stefán Unnarsson, forsvarsmaður sóknaraðila, og er þess getið, að hann hafi verið samvinnuþýður við þá, sem leitina gerðu. Samkvæmt 2. mgr. 144. gr. laga nr. 19/1991 skyldi kærandi lýsa kæru sinni innan þriggja sólarhringa, eftir að honum hafði verið 1971 kynntur úrskurðurinn. Lögmaður sóknaraðila heldur því fram í máli þessu, að frestur þessi hafi eigi byrjað að líða, þar sem sóknar- aðila hafi eigi verið gerð grein fyrir kæruréttinum. Samkvæmt 3. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 varð úrskurður Héraðsdóms Reykja- víkur um húsleitina ekki kærður, eftir að húsleitin hafði farið fram. Þegar lagaákvæði þessi eru skoðuð, verður að telja, að kæruheimild 1. mgr. 142. gr. laganna sé með öllu óraunhæf. Samkvæmt framan- sögðu ber að vísa máli þessu frá Hæstarétti. Rétt er, að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. maí 1993. Samkeppnisstofnun hefur krafist þess, að heimiluð verði með dóms- úrskurði húsleit að Ármúla 19, Reykjavík, í húsnæði og hirslum Mynd- marks, kt. 490893-2299, vegna staðfests grunar um, að forsvarsmenn Myndmarks og myndbandaútgefendur innan Myndmarks hafi ekki farið að úrskurði, sem Samkeppnisstofnun kvað upp 31. ágúst sl. á grundvelli 8. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og staðfestur var af samkeppnisráði 11. okt. sl. Í úrskurði Samkeppnisstofnunar komi fram, að útgefendur mynd- banda, sem eru aðilar að Myndmarki, hafi með því að hafa samráð um breytingu á gildandi afsláttarkjörum til myndbandaleigna brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga. Jafnframt hafi útgefendur myndbanda innan Mynd- marks gerst brotlegir við 10. gr. laganna með því að hafa sammælst um mismunandi afslátt af verði til myndbandaleigna eftir því, hvort mynd- bandaleiga er aðili að Myndmarki eða ekki. Þá segir í úrskurðinum, að láti myndbandaútgefendur innan Myndmarks og forsvarsmenn Myndmarks ekki af hinu ólögmæta atferli, muni samkeppnisyfirvöld beita viðurlögum í samræmi við 53. gr. samkeppnislaga. Samkeppnisstofnun kveðst hafa staðfestan grun um, að forsvarsmenn Myndmarks og myndbandaútgefendur innan Myndmarks hafi ekki farið að framangreindum úrskurði, og styðjist sá grunur m. a. við bréf, dags. 11. október 1993, fundargerð frá 6. október sl., sem hvort tveggja liggur frammi í málinu, og fjölmargar kvartanir þess efnis, að ekki sé farið að framangreindum úrskurði. Samkeppnisstofnun telur brýnt að afla frekari gagna til staðfestingar á 1972 ætluðu broti myndbandaútgefenda innan Myndmarks og forsvarsmanna Myndmarks með því að fá heimild til leitar í húsnæði og hirslum Mynd- marks í Ármúla 19, Reykjavík, og vísar beiðni sinni til stuðnings til 40. gr. laga nr. 8/1993, sbr. 11. kafla laga nr. 19/1991. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, og fram lagðra gagna þykir rétt að taka kröfu Samkeppnisstofnunar til greina og heimila leit í húsnæði og hirslum Myndmarks, kt. 490893-2299, í Ármúla 19, Reykjavík, með vísan til 1. mgr. 89. gr., sbr. 1. mgr. 90. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 50. gr. laga nr. 8/1993. Úrskurðarorð: Samkeppnisstofnun er heimilt að gera leit í húsnæði og hirslum Myndmarks, kt. 490893-2299, Ármúla 19, Reykjavík. 1973 Föstudaginn $. nóvember 1993. Nr. 403/1993. Ísafoldarprentsmiðja hí. og Nýja kökuhúsið ht. gegn Þýsk-íslenska ht. Kærumál. Frávísun frá Hæstarétti. Frestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson og Haraldur Henrysson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 3. sept- ember sl., er barst réttinum 30. sama mánaðar. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til h-liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hann krefst þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að „ákveða endurflutning málsins“. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega, að kærumálinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Mál það, sem aðilar kærumálsins reka fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur, var tekið til dóms að loknum aðalflutningi 29. apríl sl. Hinn 6. júlí var málið endurupptekið með skírskotun til 104. gr. laga nr. 91/1991. Var þá fært til bókar eftirfarandi: „Stefnanda er gefinn kostur á að upplýsa t. d. með dómkvaðn- ingu matsmanna: 1. Hvað hefðu verið eðlilegar leigutekjur fyrir sambærilegt versl- unarhúsnæði á tímabilinu frá 1. nóvember 1988 til 15. nóvember 1990? 2. Hverjir hefðu verið möguleikar á útleigu á verslunarhúsnæði á þessum tíma?““ Sóknaraðili (stefndi í héraði) krafðist úrskurðar um frestun máls- ins í þessu skyni. Kröfu sína í kærumálinu reisir hann meðal annars á því, að ákvörðun héraðsdómara um frestun málsins til gagnaöfl- unar eigi ekki stoð í 104. gr. laga nr. 91/1991. Varnaraðili reisir aðalkröfu sínar á því, að kæra úrskurðarins sé ekki heimil, og vísar um það til 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt 104. gr. laga nr. 91/1991, sem er efnislega samhljóða 1974 hliðstæðu ákvæði, sem var í 1. mgr. 120. gr. laga nr. 85/1936, getur héraðsdómari eftir dómtöku máls gefið aðilum kost á öflun gagna, þegar svo stendur á sem í lagagreininni segir, telji hann þess þörf. Er héraðsdómara heimilt samkvæmt ákvæðinu að fresta máli á eindæmi sitt eftir þörfum í þessu skyni. Úrskurður héraðsdómara um gagnaðflun samkvæmt nefndu lagaákvæði og frestun máls ex officio vegna hennar sætir ekki kæru til Hæstaréttar samkvæmt h- lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991, og um aðra heimild til kæru slíks úrskurðar er ekki að ræða. Samkvæmt því ber að vísa kærumálinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Varnaraðili hefur ekki krafist kærumálskostnaðar, og fellur hann niður. Dómsorð: Kærumáli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. ágúst 1993. Hinn 6. apríl sl. tók Halla Bachmann Ólafsdóttir, settur héraðsdómari, við máli þessu vegna veikindaforfalla Jónasar Gústavssonar héraðsdómara. Þá hafði verið ákveðinn aðalflutningur í málinu 29. apríl. Settur héraðs- dómari ákvað að láta aðalflutning málsins fara fram, svo sem ákveðið hafði verið. Dómkröfur stefnanda, Þýsk-íslenska hf., eru þær, að stefndu verði dæmdir til greiðslu skuldar, að fjárhæð 8.601.843,50 kr., með hæstu lög- leyfðu dráttarvöxtum á ári, sbr. Il. og III. kafla laga nr. 25/1987, sbr. breytingarlög nr. 67/1989 frá 23. ágúst 1991 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Dómkröfur stefndu, Ísafoldarprentsmiðju hf. og Nýja kökuhússins hf., eru þær, að hin stefndu félög verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar. Rétt þykir að reifa málavexti og málsástæður aðila. Krafa stefnanda er reist á ætluðum afhendingardrætti á húsnæði, sem stefnandi keypti af stefndu í Kringlunni 6, Reykjavík, sem samkvæmt kaupsamningi skyldi afhenda á tímabilinu frá ágúst til október 1988. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að afhending hafi ekki farið fram fyrr en í júní 1991. Er Borgarkringlan hf. keypti hlut stefndu í Kringlunni 6, voru stefnanda greiddar bætur vegna afhendingardráttar á tímabilinu frá 1. nóvember 1988 til 15. nóvember 1990. 1975 Af hálfu stefndu er því mótmælt, að um afhendingardrátt sé að ræða. Því er enn fremur haldið fram af hálfu stefndu, að bótakrafa eigi ekki við rök að styðjast. Þá hafi Borgarkringlan hf. greitt stefnanda bætur án skyldu vegna ætlaðs afhendingardráttar, og eigi stefnandi ekki rétt á frekari bótagreiðslu. Eftir dómtöku málsins varð settum héraðsdómara ljóst, að til bóta hefði verið, ef legið hefðu fyrir við dómtöku málsins upplýsingar um leigutekjur sambærilegs verslunarhúsnæðis á tímabilinu 1. nóvember 1988 til 15. nóv- ember 1990, og enn fremur, hverjir hefðu verið möguleikar á útleigu á verslunarhúsnæði á þessum tíma. Vegna anna dómara og lögmanna stefnanda og stefndu reyndist ekki unnt að endurupptaka málið fyrr en 6. júlí sl. Í því þinghaldi voru framan- greind sjónarmið kynnt lögmönnum aðila. Lögmaður stefndu mótmælti því, að stefnanda yrði veittur frestur til þess að afla frekari gagna, og krafðist þess, að endurflutningur yrði ákveðinn án tafar vegna dráttar á dómsuppsögu. Samkvæmt 104. gr. laga nr. 91/1991 hefur dómari heimild til endur- upptöku máls, verði hann þess var eftir dómtöku máls, að verulegur brestur sé á skýrleika í yfirlýsingum aðila eða upplýsingum um málsatvik og telja megi brestinn stafa af því, að dómari hafi ekki gætt nægjanlega að leið- beiningum við aðila eða ábendingum til þeirra. Veitir greinin dómara heimild til þess að kalla aðila fyrir dóm og eftir atvikum beina til þeirra spurningum eða benda þeim á nauðsyn þess, að frekari gagna verði aflað. Með vísan til þess, sem hér að framan er rakið, er kröfu lögmanns stefndu um endurflutning málsins og dómtöku á þessu stigi hafnað, en lögmanni stefnanda veittur frestur til að koma að áðurgreindum upplýs- ingum, áður en málið er endurflutt og dómtekið að nýju. Uppkvaðning úrskurðar hefur dregist vegna embættisanna dómara. Úrskurðarorð: Kröfu stefndu, Ísafoldarprentsmiðju hf. og Nýja kökuhússins hf., um endurflutning málsins og dómtöku nú er hafnað. Stefnanda, Þýsk-íslenska hf., er veittur frestur til þess að koma að frekari gögnum í málið fyrir endurflutning þess og dómtöku. 1976 Fimmtudaginn 11. nóvember 1993. Nr. 441/1993. Ákæruvaldið gegn Björgvin Þór Ríkharðssyni. Kærumál. Frávísun frá Hæstarétti. Gæsluvarðhald. Heimsóknar- bann. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 1. nóvember 1993, sem barst Hæstarétti 2. sama mánaðar. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og tekin verði til greina krafa sín um, að ákvörðun for- stöðumanns fangelsa á höfuðborgarsvæðinu frá 3. september 1993 um heimsóknarbann nánar tilgreindra aðila verði aflétt. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Heimsóknarbann það, er varnaraðili sætti, var byggt á reglugerð nr. 179/1992 um gæsluvarðhaldsvist. Gæsluvarðhaldi varnaraðila lauk hinn 4. nóvember sl. við uppkvaðningu dóms í hæstaréttar- málinu nr. 204/1993, sbr. 106. gr. laga nr. 19/1991. Hefur varnar- aðili því eigi lengur réttarhagsmuni af því að fá úr kærumáli þessu skorið fyrir Hæstarétti. Verður málinu því sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 1993. I. Beiðnin, sem barst Héraðsdómi Reykjavíkur 22. október sl., er lögð fyrir dóminn á grundvelli 3. mgr. 108. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin- 1977 berra mála og tekin til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 29. október sl. Af hálfu ríkissaksóknara eru engar kröfur gerðar. Af hálfu Fangelsismálastofnunar eru gerðar þær kröfur, að ákvörðun forstöðumanns fangelsa á höfuðborgarsvæðinu frá 3. september sl. um heimsóknarbann verði staðfest. Af hálfu gæsluvarðhaldsfangans Björgvins Þórs Ríkharðssonar eru þær kröfur gerðar, að fyrrnefnd ákvörðun verði úr gildi felld og Hilmari Ingi- mundarsyni hrl., skipuðum verjanda hans, verði úrskurðuð verjanda- þóknun úr ríkissjóði í þessum þætti málsins. Úrskurðarorð: Ákvörðun forstöðumanns fangelsa á höfuðborgarsvæðinu frá 3. september 1993 um bann við heimsóknum þeirra Herbjörns Sigurðs- sonar, Möggu Sigríðar Gísladóttur, Guðrúnar Ögðu Hallgrímsdóttur, Margrétar Þóru Óladóttur, Unnars Haraldssonar, Kristins Guðmunds- sonar, Sonju Berglindar Hauksdóttur, Baldurs Baldurssonar og Báru Magnúsdóttur til gæsluvarðhaldsfangans Björgvins Þórs Ríkharðs- sonar á að vera óröskuð. 1978 Fimmtudaginn 11. nóvember 1993. Nr. 447/1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík gegn Halldóri Margeiri Ólafssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili skaut til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur 3. nóvember 1993 um framlengingu gæsluvarðhalds síns með kæru sama dag. Hann krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur, en til vara, að gæsluvarðhaldinu verði mark- aður skemmri tími en í hinum kærða úrskurði. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. Af hálfu sóknaraðila er krafist staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. nóvember 1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess, að Halldóri Margeiri Ólafssyni, kt. 210968-4079, með lögheimili að Hverfisgötu 82, Reykjavík, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 18.00 mánudaginn 15. nóvem- ber nk. vegna grunar um brot gegn lögum nr. 65/1974 og reglugerð nr. 16/1986 um ávana- og fíkniefni. Mál þetta tengist umfangsmiklu fíkniefnamáli, sem hófst í júlí sl., er tveir menn voru handteknir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli við komu hingað til lands frá Amsterdam. Í fórum annars þeirra fannst umtalsvert magn af fíkniefnum, falið innan klæða og í fötum. Af framansögðu þykir rökstuddur grunur vera um, að kærði tengist máli þessu á þann hátt, að varðað geti við lög nr. 65/1974 og reglugerð nr. 1979 16/1986 um ávana- og fíkniefni. Brot á þeim lögum og reglugerð geta varðað kærða fangelsisrefsingu. Eins og að ofan greinir, hefur rannsókn máls þessa, sem er eitt hið um- fangsmesta sinnar tegundar, er upp hefur komið hér á landi, verið mjög viðamikil og teygt anga sína víða. Telja verður, að rannsókn máls þessa, sem er ólokið, sé á viðkvæmu stigi, þar sem sífellt berast nýjar upplýsingar og nýr framburður gæsluvarðhaldsfanga og annarra, sem yfirheyrðir eru vegna málsins. Er því eftir að staðreyna atriði úr framburðarskýrslu Jó- hanns Tómasar Ziemsen, er hann gaf hjá lögreglu 2. nóvember sl. Þá hefur kærði sýnt skort á samstarfsvilja við rannsókn málsins með því að neita að tjá sig um málsatvik. Þar sem hætta þykir á, að kærði muni torvelda rannsókn málsins, fari hann frjáls ferða sinna, svo sem með því að afmá merki eftir brot eða hafa áhrif á vitni eða samseka, þykir verða að taka kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur kærða til greina með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ekki er fallist á, að b-liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 eigi við í máli þessu. Úrskurðarorð: Kærði, Halldór Margeir Ólafsson, sæti gæsluvarðhaldi allt til kl. 18.00 mánudaginn 15. nóvember 1993. 1980 Fimmtudaginn 11. nóvember 1993. Nr. 452/1993. Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Jóhönnu Rut Birgisdóttur. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 6. nóv- ember 1993, en málið barst Hæstarétti 8. sama mánaðar. Krefst varnaraðili þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara, að gæsluvarðhaldi sínu verði markaður styttri tími. Af hálfu sóknaraðila er krafist staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. nóvember 1993. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur lagt fram kröfu þess efnis, að Jóhönnu Rut Birgisdóttur, kt. 140670-5109, með lögheimili að Ástúni 14, Kópavogi, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 17. nóvember 1993 kl. 16.00 vegna grunar um brot gegn 15S. gr. og 244. gr. alm. hegningarlaga nr. 19/1940. Hefur krafan verið rökstudd með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins fer nú fram rannsókn á stórfelldu tékka- misferli, skjalafalsi svo og þjófnaði ýmiss konar. Kærða hefur viðurkennt að eiga aðild að meginhluta þessara brota. Þykir því liggja fyrir rökstuddur grunur um, að kærða hafi brotið gegn 155. gr. og 244. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940. Þau brot, sem að ofan greinir og kærða hefur játað aðild sína að, geta varðað hana fangelsi samkvæmt almennum hegningar- lögum. Í yfirheyrslu hjá lögreglu hefur kærða nafngreint nokkra aðila, sem hafi átt aðild að fyrrgreindum brotum. Með hliðsjón af ofangreindu, einkum því, að enn er eftir að yfirheyra 1981 hugsanlega samseka aðila og vitni og þar með ljúka rannsókn málsins, þykir hætta á, að kærða muni torvelda rannsókn málsins, fari hún frjáls ferða sinna, svo sem með því að afmá merki eftir brot eða hafa áhrif á vitni eða samseka. Þykir því verða með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að fallast á kröfu RLR um, að kærða sæti gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 16. nóvember 1993 kl. 16.00. Úrskurðarorð: Kærða, Jóhanna Rut Birgisdóttir, sæti gæsluvarðhaldi, þó eigi leng- ur en til þriðjudagsins 16. nóvember nk. kl. 16.00. 1982 Fimmtudaginn 11. nóvember 1993. Nr. 453/1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík gegn Helga Ólafssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru $S. nóv- ember 1993, sem barst Hæstarétti 8. sama mánaðar. Hann krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur, en til vara, að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími en í hinum kærða úrskurði. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Af hálfu sóknaraðila er krafist staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. nóvember 1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess, að Helga Ólafssyni, kt. 050267-4589, með lögheimili að Bárugötu 4, Reykjavík, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16.00 föstudaginn 26. nóvember nk. vegna grunar um brot gegn lögum nr. 65/1974 og reglugerð nr. 16/1986 um ávana- og fíkniefni. Af framansögðu þykir rökstuddur grunur vera um, að kærði hafi haft milligöngu um kaup fíkniefna erlendis svo og fjármögnun þeirra og inn- flutning. Brot þessi geta varðað kærða fangelsisrefsingu lögum samkvæmt. Rannsókn máls þessa er ólokið. Í kröfugerð lögreglustjóra kemur fram, að nýjar upplýsingar hafi borist í gær um þátt kærða í fíkniefnainnflutningi í byrjun september á síðasta ári, er tollverðir á Seyðisfirði lögðu hald á 1983 tæp sex kíló af hassi og 200 g af amfetamíni. Eftir er að yfirheyra fleiri aðila, sem hugsanlega tengjast þeim innflutningi. Inn í rannsókn þessa hefur á síðustu dögum blandast fjármálamisferli, sem RLR hefur aðstoðað við rannsókn á, og er eftir að rannsaka þátt hvers og eins hinna grunuðu í því misferli. Misferlið mun einkum felast í fölsun á undirskriftum ábyrgða vegna greiðslukortaúttekta. Þar sem hætta þykir á, að kærði muni torvelda rannsókn málsins, fari hann frjáls ferða sinna, svo sem með því að afmá merki eftir brot eða hafa áhrif á vitni eða samseka, verður að telja nauðsynlegt í þágu rann- sóknar málsins, að kærði sæti áfram gæsluvarðhaldi. Hins vegar verður ekki talið, að tilvísun til 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 eigi við, svo sem sakarefni málsins horfir við, en krafan verður tekin til greina með til- vísun til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, og skal kærði sæta gæslu- varðhaldi, þó ekki lengur en til fimmtudagsins 25. nóvember nk. kl. 16.00. Úrskurðarorð: Kærði, Helgi Ólafsson, sæti gæsluvarðhaldi áfram allt til kl 16.00 fimmtudaginn 25. nóvember 1993. 1984 Fimmtudaginn 11. nóvember 1993. Nr. 187/1990. Tryggvi Hjörvar (Friðjón Örn Friðjónsson hdl.) (Þórólfur Kristján Beck hrl.) gegn Reykjavíkurborg (Þórður Þórðarson hdl.) (Magnús Óskarsson hrl.). Byggingarleyfi. Skipulag. Umhverfismál. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 7. maí 1990. Krefst hann þess aðallega, að stefnda, Reykjavíkurborg, verði gert skylt að ákvarða byggingarreit og byggingarskilmála lóðarinnar nr. 4 við Kleifarveg í Reykjavík innan 90 daga frá birt- ingu dóms þar að lútandi að viðlögðum dagsektum, 10.000 krónum á dag eða lægri fjárhæð að mati dómsins. Til vara krefst hann þess, að stefnda verði gert að greiða sér 5.500.000 krónur með dráttar- vöxtum frá 10. júní 1989 til greiðsludags. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. I. Eftir uppsögu hins áfrýjaða dóms ritaði áfrýjandi 9. maí 1990 bréf til stefnda, þar sem vitnað var til eftirfarandi ummæla í dóm- inum um ályktun byggingarnefndar Reykjavíkur 8. september 1983 varðandi lóð að Kleifarvegi 4: „„Hins vegar felst í ályktuninni ráða- gerð og ábending um að til greina komi að leyfa byggingu minna húss. Stefnandi hefur ekki lagt fram beiðni byggða á þessari ábend- ingu, og hefur því ekki reynt á það til fullnaðar hvort stefnandi geti fengið leyfi til að byggja á lóðinni.“ Með vísan til ummælanna og til þess, að lóðin væri ekki lengur merkt sem grænt svæði á gild- andi uppdrætti að aðalskipulagi, fór áfrýjandi þess á leit, að upplýst 1985 yrði, hvort heimilt væri að byggja á lóðinni, og að byggingarreitur á lóðinni og byggingarskilmálar yrðu ákveðnir, ef svo væri. Bréf þetta var lagt fyrir skipulagsnefnd Reykjavíkur, sem gerði samhljóða bókun um erindið á fundi sínum 24. september 1990 á þessa leið: „Þegar Tryggvi Hjörvar óskaði skiptingar á lóðinni Brúnavegi 8, kom hvergi fram, að það væri gert í þeim tilgangi að byggja einbýlishús á hinum nýja afmarkaða lóðarskika, þ. e. Kleifarvegi 4. Ekki verður séð í gögnum skipulagsnefndar, bygg- ingarnefndar eða borgarráðs að fyrirheit eða vilyrði um byggingar- leyfi á þessum stað hafi verið gefið. Formleg umsókn um byggingar- leyfi fyrir tiltekna húsbyggingu að Kleifarvegi 4 hlaut rækilega meðferð hjá borginni og komu í ljós margir annmarkar á því að leyfa hana og var hennar synjað. Þessir annmarkar eru enn til staðar og mæla gegn því að leyfa húsbyggingu þarna.““ Bókun þessi var samþykkt á fundi í borgarráði 25. sama mánaðar. Í bréfi frá borgarstjóra daginn eftir var erindi áfrýjanda svarað með því að tilkynna honum þessa afgreiðslu málsins. Þá hefur áfrýjandi kvatt Magnús Skúlason arkitekt, fyrrum formann byggingarnefndar Reykjavíkur, fyrir héraðsdóm til vitnis- burðar 23. september 1991. Hann skýrði svo frá, að í sinni tíð hefðu byggingarnefnd nokkuð oft borist óskir um skiptingu lóða. Nefndin hefði þá yfirleitt ekki tekið afstöðu til þess, hvort byggja ætti þar hús, heldur fyrst og fremst fjallað um lóðarskiptinguna. Hann sagði þó, að ætla hefði mátt, að áfrýjandi hygðist síðar byggja hús á lóð sinni, en erindi um það myndi þá berast síðar, og yrði þá um það fjallað. Í umfjöllun byggingarnefndar hafi alls ekki falist vilyrði fyrir því, að síðar mætti byggja á lóðinni. Il. Eins og lýst er í hinum áfrýjaða dómi, varðar mál þetta lóðina nr. 4 við Kleifarveg í Reykjavík, sem var hluti lóðarinnar nr. 8 við Brúnaveg. Sú lóð var mæld úr erfðafestulandinu Laugamyýrarbletti XXXV, sem náð hafði yfir stærra svæði. Á henni stendur íbúðar- húsið Breiðablik, sem er frábrugðið nærliggjandi húsum að stærð og gerð og hefur aðra afstöðu til gatna. Lóðin er eign Reykjavíkur- borgar, en leigð undir íbúðarhús, og var gildandi leigulóðarsamn- ingur gerður 3. apríl 1957 með leigutíma til 75 ára frá 1. júlí sama ár. Taldist lóðin þá 2681 fermetri. Við gerð leigusamnings 9. febrúar 125 1986 1965 um lóðina nr. 6 við Kleifarveg var heimilað að breikka þá lóð með skerðingu á lóð Brúnavegar 8, sem minnkaði í 2598 fermetra. Á lóðinni hefur lengi staðið mikill trjágróður, og mun Reykjavíkur- borg hafa átt hlut að viðhaldi hans bæði fyrir og eftir þann tíma, er áfrýjandi kom að lóðinni. Meðal annars vaxa þarna tvö lerkitré, sem talin eru verðmæt. Áfrýjandi eignaðist húseignina Brúnaveg 8 og lóðarleiguréttindi hennar í félagi við systurdóttur sína með kaupsamningi 8. júní 1971. Við afsal frá sameigandanum 22. maí 1976 varð hann einn eigandi eignarinnar. Hinn 8. mars 1982 sótti áfrýjandi um samþykki bygg- ingarnefndar Reykjavíkur við því, að lóðinni yrði skipt í tvær lóðir, eins og sýnt væri á fram lögðum uppdrætti frá mælingadeild borgarinnar. Yrði lóðin Brúnavegur 8 áfram ætluð fyrir þá húseign og stærð hennar 1626 fermetrar, en ný lóð úr henni, 972 fermetrar að stærð, yrði nr. 4 við Kleifarveg. Áður hafði áfrýjandi aflað umsagnar Vilhjálms Sigtryggssonar skógfræðings um tré í garði sínum, sem rituð var 28. febrúar 1981, en ekki verður séð, að hún hafi fylgt umsókninni. Hafði Vilhjálmur meðal annars talið mögu- legt að flytja umrædd lerkitré til á lóðinni, ef rýma þyrfti fyrir nýrri húsbyggingu. Erindi áfrýjanda var samþykkt á fundi byggingarnefndar 11. mars 1982. Var samþykktin staðfest á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur hinn 18. og tilkynnt áfrýjanda með bréfi 22. sama mánaðar. Í framhaldi af því var í júní 1982 gengið frá mæliblöðum fyrir báðar lóðirnar, Brúnaveg 8 og Kleifarveg 4. Jafnframt var 16. mars 1983 gefin út yfirlýsing varðandi lóðarsamninginn fyrir Brúnaveg 8 vegna smækkunar á lóðinni í 1626 fermetra og samningurinn áritaður um þá breytingu. Ekki var gengið frá samningi vegna hinnar nýju lóðar, en venja er hjá Reykjavíkurborg um leigusamninga fyrir byggingar- lóðir, að þeir séu gerðir, eftir að bygging er hafin. Hins vegar var tilkynnt um lóðina til Fasteignamats ríkisins, og hefur hún verið metin þar frá 1983 sem íbúðarhúsalóð í eigu borgarinnar án til- greiningar á rétthafa að afnotum hennar. Í lóðaskrá Reykjavíkur er áfrýjandi talinn lóðarhafi. Áfrýjandi seldi eignina að Brúnavegi 8 sumarið 1982 og gekk um svipað leyti frá umsókn um leyfi til byggingar íbúðarhúss að Kleifar- vegi 4. Var erindið lagt fram á fundi byggingarnefndar 12. ágúst 1987 1982 og þá vísað til umsagnar borgarskipulags. Í bréfi til þeirrar stofnunar 23. sama mánaðar frá Hafliða Jónssyni, þáverandi garð- yrkjustjóra borgarinnar, lýsti hann upphaflegri lóð að Brúnavegi 8 sem nær samfelldum trjáreit og kvaðst ekki fá séð, að öðru húsi yrði komið þar fyrir nema með stórfelldu niðurhöggi á tjám, þar á meðal tveimur lerkitrjám, sem líklega væru hin fegurstu á öllu Suðvesturlandi. Taldi hann slíkt niðurhögg með öllu óverjandi. Í minnisblaði frá 11. október 1982, sem um getur í málinu, mælti borgarskipulag gegn byggingu að Kleifarvegi 4 með skírskotun til þess, að af henni myndu hljótast verulegar skemmdir á trjágróðri. Fram kemur í síðara bréfi frá stofnuninni, að málið hafi á þessu stigi verið kynnt fyrir borgarstjóra, sem falið hafi embættismanni borgarinnar að ræða við áfrýjanda, meðal annars um möguleika á makaskiptum á lóðum, en flötur hafi ekki fundist á málinu. Á fundi byggingarnefndar 8. september 1983 var leyfisumsókn áfrýj- anda hafnað með þeim rökum, að fyrirhugað hús væri allt of stórt. Jafnframt var borgarskipulagi falið að gera tillögu að byggingarreit og skilmálum fyrir lóðina. Við frekari athugun málsins leitaði borgarskipulag umsagnar frá umhverfismálaráði Reykjavíkur, sem barst 16. desember 1983. Mælti ráðið gegn byggingu á lóðinni með vísan til álits garðyrkju- stjóra og lagði til, að lóðirnar tvær yrðu sameinaðar að nýju. Þar sem stofnunin taldi slíka lausn ekki á verksviði sínu, bar hún málið undir borgarráð í bréfi 30. janúar 1984. Á fundi sínum 31. sama mánaðar ályktaði borgarráð, að ekki væru efni til afskipta af málinu, meðan það væri til meðferðar hjá byggingarnefnd. Sú meðferð leiddi ekki til þess, að frekari tillögur kæmu fram frá borgarskipulagi. Með bréfi til byggingarnefndar 27. mars 1987 að undangengnum fyrirspurnum óskaði áfrýjandi ákveðinna svara um það, hvaða byggingarreitur og byggingarskilmálar á lóðinni kæmu til greina. Á fundi 9. júlí 1987 ítrekaði byggingarnefnd fyrri ákvörðun sína um synjun á fram kominni teikningu, en taldi, að möguleiki væri að byggja lítið einbýlishús á lóðinni. Áfrýjandi lagði ekki fram nýja teikningu af þessu tilefni, en óskaði nánari skýringar á því í bréfi 16. nóvember 1987, hvað til greina kæmi. Byggingar- nefnd leitaði þá eftir umsögn borgarskipulags, og ákvað skipulags- nefnd samhljóða 7. mars 1988 að vísa málinu til borgarráðs, sem 1988 fjallaði um það á fundi sínum 11. sama mánaðar. Var þar ákveðið að synja erindis áfrýjanda og honum tilkynnt um þá niðurstöðu. Í framhaldi af því höfðaði hann mál þetta. Áfrýjandi lét dómkveðja menn til mats á því, hversu stórt hús mætti byggja að Kleifarvegi 4 og hvert væri verðmæti lóðarinnar á frjálsum markaði miðað við eðlilega tilhögun þess. Í matsgerð 2. maí 1989 lýstu matsmenn þeirri skoðun, að unnt væri að reisa lítið einbýlishús á lóðinni án þess að raska trjágróðri. Fasteignarmats- verð lóðarinnar á þeim tíma, sem matsmenn miðuðu við, var 4.915.000 krónur. Fram er komið, að lóðarleiga eða önnur fast- eignagjöld hafi ekki verið lögð á lóðina undanfarin ár. Hins vegar kveðst áfrýjandi hafa talið lóðina til eignar á skattframtölum sínum árin 1983-1992 og greitt eignarskatt eftir fasteignamatsverði hennar, auk þess sem vaxtabætur til sín hafi verið skertar. Ill. Áfrýjandi keypti Brúnaveg 8 í Reykjavík með lóðarsamningi um alla lóðina. Þegar skipting lóðarinnar hafði verið heimiluð, var áfrýj- andi Í raun settur í stöðu manns, sem hafði fengið úthlutað lóð að Kleifarvegi 4 til íbúðarhúsabyggingar. Byggingarleyfi á lóðinni var hins vegar háð lögum og reglugerðum, og var umsókn áfrýjanda um slíkt leyfi til meðferðar byggingaryfirvalda í Reykjavík. Er dómurinn ekki bær um að skylda þau yfirvöld til þeirrar úrlausnar, sem aðalkrafa áfrýjanda lýtur að. Verður hún ekki tekin til greina. Varakröfu sína um greiðslu úr hendi stefnda reisir áfrýjandi á því, að hann eigi rétt til bóta vegna brigða á fyrirheiti um heimild til byggingar að Kleifarvegi 4. Umsókn áfrýjanda um byggingarleyfi hlaut ekki jákvæða afgreiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Ekki er í ljós leitt, að ómál- efnalegar ástæður hafi legið til þess. Athafnir borgaryfirvalda vöktu hins vegar með áfrýjanda ástæðu til þess að ætla, að fá mætti leyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni. Verður að meta það svo, að í svörum byggingarnefndar um skiptingu lóðarinnar að Brúnavegi 8 og synjun byggingarleyfis að Kleifarvegi 4 vegna stærðar fyrirhugaðrar byggingar hafi falist vísbending um, að til greina kæmi að veita byggingarleyfi, en því var síðar með öllu hafnað. Er þessi meðferð á umsóknum áfrýjanda ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Áfrýjandi byggir varakröfu sína á mati dómkvaddra manna á því, 1989 hvert sé verðmæti lóðarinnar að Kleifarvegi 4 á frjálsum markaði, ef gert sé ráð fyrir, að reisa megi hús á lóðinni. Í upphaflegum lóðarsamningi um lóðina að Brúnavegi 8 var tekið fram, að leigu- taka væri heimilt að selja og veðsetja leigurétt sinn að lóðinni í heild ásamt húsum þeim og mannvirkjum, sem á henni væru gerð. Samn- ingur þessi verður ekki þannig skilinn, að selja megi lóðina án bygg- inga. Verður við það að miða, að lóðin geti ekki gengið kaupum og sölum á frjálsum markaði án atbeina stefnda. Áfrýjandi hefur því ekki gert skaðabótakröfu sína þannig úr garði, að hún sé dóm- hæf, og ber að vísa henni sjálfkrafa frá héraðsdómi. Rétt er, að hvor aðili beri sinn kostnað af máli þessu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Stefndi, Reykjavíkurborg, á að vera sýkn af aðalkröfu áfrýj- anda, Tryggva Hjörvar, um ákvörðun á byggingarreit og bygg- ingarskilmálum fyrir lóð nr. 4 við Kleifarveg í Reykjavík. Varakröfu áfrýjanda um greiðslu bóta úr hendi stefnda er vísað frá dómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Péturs Kr. Hafstein hæstaréttardómara. Ráðagerð áfrýjanda um nýbyggingu kom hvorki fram í umsókn hans um skiptingu lóðarinnar né á meðfylgjandi uppdrætti. Sam- þykki stefnda um skiptinguna jafngilti ekki fyrirheiti um byggingar- leyfi. Byggingarnefnd hafnaði umsókn áfrýjanda um það með þeim rökstuðningi, að fyrirhugað hús væri allt of stórt, en bað borgar- skipulag „að gera tillögu að byggingarreit og skilmálum““. Í þessari afgreiðslu fólst ekki annað en það, að málið yrði áfram tekið til skoðunar. Að frekari athugun lokinni treysti borgarskipulag sér ekki til tillögugerðar um byggingarreit á lóðinni. Áfrýjandi lagði ekki fram aðrar hugmyndir um byggingu en synjað var. Afstaða stefnda til málaleitana hans verður ekki talin ómálefnaleg, þótt málsmeðferð hafi ekki verið markviss. Áfrýjandi hefur ekki skapað sér þá réttarstöðu, að grundvöllur sé að lögum til slíkrar kröfu- 1990 gerðar, sem hér er fram sett. Ber því að sýkna Reykjavíkurborg af öllum kröfum hans. Eftir atvikum er rétt, að hvor aðila beri sinn kostnað af þessum málarekstri. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. mars 1990. Mál þetta, sem tekið var til dóms í dag, hefur Tryggvi Hjörvar kerfis- fræðingur, Austurbrún 35, Reykjavík, höfðað fyrir dóminum gegn borgar- stjóranum í Reykjavík f. h. Reykjavíkurborgar á bæjarþingi 29. júní 1989, sem sótt var af hálfu stefnda, og fyrirtaka málsins samþykkt. Hinn 12. ágúst 1982 var lögð fram í byggingarnefnd Reykjavíkur umsókn stefnanda um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á leigulóð hans í eigu Reykja- víkurborgar nr. 4 við Kleifarveg. Beiðninni var hafnað í byggingarnefnd 8. september 1983 og sú ákvörðun staðfest á fundi borgarráðs 11. mars 1988. Dómkröfur stefnanda eru sem hér greinir: Aðallega, að stefnda verði gert skylt að ákvarða byggingarreit og bygg- ingarskilmála fyrir lóðina nr. 4 við Kleifarveg í Reykjavík innan 90 daga frá birtingu dóms þar að lútandi og að viðlögðum dagsektum, 10.000 kr. á dag, eða að mati dómsins. Til vara, að stefnda verði gert að greiða stefnanda úr borgarsjóði 5.500.000 kr. með Ínánar tilgreindum vöxtum og málskostnaði. Af stefnda hálfu var í upphafi aðallega krafist frávísunar á aðalkröfu stefnanda, en sýknu af varakröfum. Til vara var krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda. Frávísunarkröfunni var hrundið með úrskurði 10. janúar sl., en við sama tækifæri var kröfugerð stefnanda breytt og hún loks færð í það horf, sem að ofan greinir, við aðalflutning. Stefndi studdi frávísunarkröfuna þeim rökum, að krafan snerist um stjórnvaldsákvörðun, sem sé í verkahring borgarstjórnar og ekki á færi dómstóla, auk þess sem hún sé óskýr og óskilgreind og því ekki dómtæk. Stefnandi krafðist þess, að frávísunarkröfunni yrði hrundið, og studdi þá kröfu einkum þeim rökum, að dómstólar eigi úrlausn um athafnir stjórnvalda, nema úrlausnarefni sé réttilega undan lögsögu þeirra tekið eða eðli máls leiði til þeirrar niðurstöðu. Sérstaklega telur hann dómstóla eiga dóm um lögmæti stjórnarathafna, en að nokkru leyti einnig um ákvarðanir, sem grundvallast á frjálsu mati stjórnvalds, m. a. um það, hvort þær séu reistar á lögmætum sjónarmiðum. Samkvæmt 60. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944 skera dómendur úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Á grundvelli þessa ákvæðis hafa dómstólar talið sér rétt og skylt að taka afstöðu til þess, hvort stjórnvöld hafi gætt lagasjónarmiða og lagaskilyrða í athöfnum sínum að lýsa ógildar 1991 þær ákvarðanir stjórnvalda, sem ekki eru reistar á lögmætum stjónarmið- um, og að kveða á um bætur vegna tjóns, sem af slíkum athöfnum leiðir. Hins vegar leiðir það af ákvæðum 2. gr. stjórnarskrárinnar, að það er al- mennt ekki á færi dómstóla að segja stjórnvöldum fyrir verkum. Það var hins vegar talið efnisatriði í málinu, hvort stefnandi hefði öðlast þá réttar- stöðu gagnvart stefnda, að hann gæti fengið hann dæmdan til athafna, sbr. dóma Hæstaréttar 12. febrúar 1951 og 3. júní 1935, XXII. bindi dóma- safns, bls. 74 (Hrd. 1951, 74), og VI. bindi, bls. 301 (Hrd. 1935, 301). Eftir að kröfugerð stefnanda hafði verið færð til betri vegar, þóttu ekki efni til frávísunar af öðrum ástæðum. Hinn 3. apríl 1957 leigði stefndi Halli L. Hallssyni tannlækni lóðina nr. 8 við Brúnaveg til 75 ára til að reisa íbúðarhús. Hinn 8. júní 1971 keypti stefnandi húseign Halls á lóðinni ásamt lóðarréttindum. Hinn 11. mars 1982 var umsókn stefnanda um skiptingu lóðarinnar í tvennt samþykkt í byggingarnefnd og sú ákvörðun staðfest í borgarstjórn 18. mars 1982. Í júnímánuði sama ár seldi stefnandi húseign sína ásamt lóð, en hélt eftir útskipta hlutanum, nr. 4 við Kleifarveg, 972 fermetrum. Stefnandi heldur því fram, að borgaryfirvöld hafi með því að fallast á skiptingu skuldbundið sig til að heimila sér alla venjulega notkun lóðarinnar, þar á meðal byggingu á henni. Hann kveður forsendur beiðni sinnar hafa verið þær, að hann fengi að reisa íbúðarhús á útskipta partinum, og telur meðferð málsins stað- festa, að þessar forsendur hafi legið fyrir skiptingunni. Byggingarnefnd hafnaði umsókn stefnanda um byggingarleyfi á þeirri forsendu, að fyrirhugað hús væri allt of stórt, og fól borgarskipulagi að gera tillögu að byggingarreit og skilmálum. Stefnandi telur sér þannig hafa verið gefinn ádráttur um að fá að reisa lítið einbýlishús og felast í máls- meðferð og umfjöllun borgaryfirvalda loforð um byggingarleyfi eða það, að hann mætti gera ráð fyrir slíkri heimild. Hann telur synjun stefnda ólög- mæta, bótaskylda og andstæða 67. gr. stjórnarskrár sem ólögmæta rétt- indaskerðingu og stefnda skylt að heimila byggingu á lóðinni. Hinn 2. maí 1989 mátu dómkvaddir matsmenn verðmæti lóðarinnar með heimild til að reisa á henni lítið einbýlishús að teknu tilliti til gatnagerðar- gjalds, 5.500.000 kr. Fjárkröfur stefnanda eru reistar á matinu, en stefn- andi telur sér lóðina verðlausa og gagnslausa án byggingarréttar. Stefndi reisir vörn sína á því, að stefnandi hafi ekki öðlast rétt til að byggja á lóð sinni og að misskilningur hans í því efni eigi enga stoð í með- ferð erinda hans hjá borgaryfirvöldum. Í aðalskipulagi 1962-1983, sem í gildi var, þegar stefnandi sótti um bygg- ingarleyfi, og gilti, þar til aðalskipulag 1984-2004 tók gildi haustið 1988, var lóð stefnanda talin útivistarsvæði vegna trjágróðurs, sem á henni vex. Stefndi telur, að af þessum ástæðum hafi stefnanda mátt vera ljóst, að 1992 hann gat ekki vænst þess að öðlast byggingarleyfi, þótt honum væri heim- ilað að skipta lóð sinni. Stefndi kveður umsókn stefnanda um byggingar- leyfi hafa fengið mjög vandaða og málefnalega meðferð og ákvörðunina um að hafna beiðninni hafa verið vel og rétt undirbúna og reista á gildum efnisrökum. Hann finnur enga sök hjá sér, sem bótaábyrgð verði reist á. Um tilvísun stefnanda í ákvæði stjórnarskrár bendir stefndi á, að lóðin sé eign stefnda og að enginn sérstakur lóðarsamningur hafi verið gerður um útskipta partinn. Hann telur enga lagaskyldu hvíla á sveitarfélaginu til að leyfa mönnum að reisa hús, svo að synjun þess feli í sér bótaskylda eigna- skerðingu. Áður en Hallur L. Hallsson, sem stefnandi leiðir rétt sinn frá, hófst handa um byggingu á lóðinni nr. 8 við Brúnaveg, hafði hann fengið lóðar- leigurétt og jafnframt fyrirheit um að mega reisa íbúðarhús á lóðinni. Þetta fyrirheit er ítrekað og staðfest í hinum skriflega lóðarleigusamningi, sem samkvæmt venju og reglum var ekki gefinn út, fyrr en byggingarfram- kvæmdir voru komnar á veg. Borgaryfirvöld hafa efnt að fullu það fyrirheit um byggingarleyfi, sem fólst í lóðarsamningnum. Annar lóðarleigusamn- ingur með samsvarandi fyrirheiti um byggingu á þeim hluta lóðarinnar, sem stefnandi á enn, hefur aldrei verið gerður, hvorki skriflega né munnlega. Í janúarmánuði 1982 gerði Jóhannes S. Kjarval arkitekt, systursonur stefnanda og þáverandi starfsmaður stefnda, tillögu að lóðarskiptingu og byggingarreit á uppdrátt af lóðinni. Hinn 8. mars 1982 var gerður uppdráttur, sem sýnir tillögu að skiptingu lóðarinnar, á skrifstofu borgarverkfræðings, og sama dag lagði stefnandi inn umsókn sína um skiptingu ásamt uppdrættinum. Uppdráttur þessi sýnir ekkert hús á útskipta lóðarhlutanum. Uppdráttur Jóhannesar S. Kjarvals var ekki lagður fram í byggingarnefnd, og hann er ekki í formlegum gögnum byggingarnefndar. Jóhannes segist sjálfur hafa setið undirbúningsfund með nefndarmönnum, þar sem uppdráttur hans lá frammi, og segir byggingarnefndarmönnum hafa verið kunnugt um þann tilgang stefnanda að reisa hús á lóðinni. Telja verður ósannað, að byggingar- nefnd hafi verið sérstaklega kynnt sú forsenda stefnanda, að hann fengi leyfi til að byggja á lóðinni. Hins vegar verður almennt að telja, að yfirvöldum byggingarmála megi vera ljóst, að sá, sem fær lóð í íbúðahverfi, hyggist nýta hana til íbúðarbyggingar. Á hinn bóginn ber að hafa í huga, að lóðin var enn á þessum tíma talin útivistarsvæði á skipulagsuppdrætti og að á henni var fagur og fágætur trjágróður, sem skv. gr. 5.12.4. byggingarreglugerðar nr. 292 frá 1979 var óheimilt að fjarlægja án leyfis byggingarnefndar, og að eins og hér stóð sérstaklega á, gat stefnanda gengið það til að vilja nota lóðina til ræktunar og útivistar. Verður því ekki talið, að stefnanda hafi verið gefið nokkurt bindandi fyrirheit um byggingarleyfi með samþykki byggingar- nefndar á ósk hans um skiptingu. 1993 Hinn 12. ágúst 1982 var byggingarleyfisumsókn stefnanda vísað til Borgarskipulags Reykjavíkur til umsagnar, og eftir að fengin var neikvæð umsögn garðyrkjustjóra borgarinnar, var erindinu hafnað, eins og að framan greinir. Borgarskipulag framsendi erindi byggingarnefndar um til- lögu að byggingarreit og byggingarskilmálum til umhverfismálaráðs til um- sagnar, en umhverfismálaráð mælti gegn húsbyggingu á lóðinni með vísan til álits garðyrkjustjóra og lagði til, að lóðirnar yrðu aftur sameinaðar. Að fengnu þessu áliti sendi borgarskipulag erindið með bréfi, dags. 30. janúar 1984, til borgarráðs, sem taldi ekki efni til afskipta, meðan málið væri til meðferðar í byggingarnefnd, og tilkynnti nefndinni það með bréfi 3. febrúar 1984. Á fundi byggingarnefndar 9. júlí 1987 var lagt fram bréf stefnanda, dags. 27. mars 1987, þar sem óskað er eftir byggingarskilmálum og ákvörðun um byggingarreit. Byggingarnefnd ítrekaði fyrri ákvörðun sína um synjun á fram kominni teikningu á fundi sínum 9. júlí 1987, en lýsti jafnframt þeirri skoðun, að möguleiki væri á byggingu lítils einbýlishúss á lóðinni, og kynnti stefnanda þessa ályktun með bréfi 15. júlí 1987. Með bréfi til byggingarfulltrúa, dags. 16. nóvember 1987, krafðist stefnandi þess, að byggingaryfirvöld gerðu nánari grein fyrir, hvaða byggingarreitur kæmi til greina og hvers konar byggingarskilmálar. Byggingarnefnd tók erindið fyrir og óskaði umsagnar borgarskipulags. Skipulagsnefnd tók mál- ið fyrir á fundi sínum 7. mars 1988 og vísaði því til borgarráðs. Borgarráð hafnaði síðan ósk stefnanda um byggingu íbúðarhúss á lóðinni, eins og að ofan greinir. Lóð stefnanda er hluti af trjágarði, og í honum eru einhver fegurstu lævirkjatré á Suðvesturlandi að áliti garðyrkjustjóra borgarinnar. Í umsögn Vilhjálms Sigtryggssonar skógfræðings 28. febrúar 1981 kemur fram, að ástæða sé til að reyna að færa lævirkjatrén til í garðinum og að það sé hægt. Matsmenn telja unnt að reisa lítið einbýlishús á lóðinni án þess að raska trjágróðri, þó að það sé ekki til bóta fyrir umhverfið. Borgarskipulag telur lóðina ekki aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Samkvæmt áliti garðyrkjustjóra 23. ágúst 1982 er ekki hægt að byggja á lóð stefnanda nema með óverjandi niðurhöggi á fögrum trjágróðri, en hann telur garðinn með merkustu trjágörðum landsins. Í áliti borgarskipulags Reykjavíkur frá 30. janúar 1984 kemur fram, að jarðrask myndi óhjá- kvæmilega spilla trjágróðrinum og að ekki sé hægt að byggja á nýju lóðinni án þess að skemma trjágróður verulega. Ástæðan fyrir synjun stefnda mun einkum hafa verið vandkvæði á að byggja á lóðinni, án þess að fram- kvæmdir hefðu í för með sér veruleg umhverfisspjöll, auk þess sem fyrir- huguð bygging stefnanda var álitin allt of stór. Verður með hliðsjón af ofangreindum upplýsingum að telja, að ákvörðun stefnda hafi verið reist á lögmætum sjónarmiðum. 1994 Af orðalagi aðalkröfu stefnanda virðist mega ráða, að hún sé einkum reist á því, að í ályktun byggingarnefndar 8. september 1983 felist loforð um að fá að byggja á lóðinni. Ályktun þessi verður ekki talin fela í sér neitt loforð til stefnanda um byggingarleyfi, heldur þvert á móti synjun á erindi hans, sem síðan hefur verið staðfest af æðri stjórnvöldum. Hins vegar felst í ályktuninni ráðagerð og ábending um, að til greina komi að leyfa byggingu minna húss. Stefnandi hefur ekki lagt fram beiðni, reista á þessari ábendingu, og hefur því ekki reynt á það til fullnaðar, hvort stefn- andi geti fengið leyfi til að byggja á lóðinni. Erindi stefnanda var lengi til meðferðar hjá borgaryfirvöldum, en ekki verður annað sagt en það hafi hlotið vandaða meðferð. Meðferð byggingar- leyfisumsóknarinnar tók rúmt ár í byggingarnefnd. Sá dráttur verður að mestu réttlættur með því, hve málið var sérstætt, en að öðru leyti leiða reglur stjórnsýsluréttar um ógildi stjórnvaldsathafna ekki til, að synjun á erindi stefnanda verði talin ógild eða ógildanleg. Umsagnaraðilar voru hæf- ir til umfjöllunar um erindi stefnanda. Við aðalmeðferð málsins var því hreyft af hálfu stefnanda, að synjun stefnda yrði að teljast ógild sökum þess m. a., að ekki hefði verið gætt jafnræðis. Úrlausnarefnið var ekki deila stefnanda við þriðja aðila fyrir stjórnvaldi, og þykja því sjónarmið um formlegt jafnræði aðila ekki koma til álita. Engin viðhlítandi gögn hafa komið fram um, að stefnandi hafi ekki setið við sama borð og aðrir, sem líkt stóð á um. Verður hvorki talið, að meðferð málsins né ákvörðuninni sjálfri hafi verið áfátt, svo að leiða eigi til þeirrar ályktunar, að hún teljist ógild fyrir þá sök, og samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið að framan, verður ekki talið, að þau réttindi, sem stefnandi á yfir lóðinni, hafi verið skert með þeim hætti, að leiða eigi til bótaskyldu samkvæmt almennum reglum eða 67. gr. stjórnarskrár. Samkvæmt þessu þykir bera að hafna öllum málsástæðum stefnanda og hrinda öllum kröfum hans. Samkvæmt þessum niðurstöðum þykir ekki verða hjá því komist að dæma stefnanda til að greiða stefnda nokkurn málskostnað, og þykir hann eftir atvikum hæfilega ákveðinn 100.000 kr. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, borgarstjórinn í Reykjavík f. h. Reykjavíkurborgar, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Tryggva Hjörvar. Stefnandi greiði stefnda 100.000 kr. í málskostnað. 1995 Fimmtudaginn 11. nóvember 1993. Nr. 469/1991. Jóhanna Tryggvadóttir persónulega og f.h. einkafirma síns, Evrópuferða (sjálf) gegn Þorkatli Skúlasyni f.h. einkafirma hans, Endurskoðunarskrifstofu Þorkels Skúlasonar (Stefán Pálsson hrl.), og gagnsök. Verklaun. Áskorunarmál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Aðaláfrýjandi, sem skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. nóvember 1991 að fengnu áfrýjunarleyfi 14. sama mánaðar, krefst sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda og kostnaðar af rekstri málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 19. desember 1991 og krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Í hinum áfrýjaða dómi er lýst samskiptum aðila og störfum gagn- áfrýjanda í þágu aðaláfrýjanda. Þau voru þess eðlis, að nauðsyn var samráðs og samvinnu málsaðila. Ljóst er, að verulega hefur á skort í því efni. Verður ekki nú séð, við hvorn aðila er fremur um það að sakast. Af málatilbúnaði gagnáfrýjanda í héraði má sjá merki þessa, þar sem krafa hans var þar engan veginn nægilega skýr og grundvallarupplýsingar vantaði, svo að erfitt var að átta sig á þeirri reikningsgerð, sem krafa hans byggðist á. Telja verður þó, að lögmenn aðila í héraði hafi bætt úr þessu, svo að viðunandi teljist. Fyrir Hæstarétti ber aðaláfrýjandi fram sömu málsástæður og í héraði. Eigi hefur verið sýnt fram á, að veikindi gagnáfrýjanda haustið 1989 hafi komið niður á störfum hans í þágu aðaláfrýjanda. Sýnt er, að gagnáfrýjanda hefur hvorki verið falið að annast bókhald 1996 fyrir árið 1989 né gerð ársreiknings fyrir það ár. Fallast ber á með héraðsdómara, að aðaláfrýjandi hafi ekki sýnt fram á, að störf gagnáfrýjanda og starfsmanna hans hafi verið illa unnin og að kröfur hans séu af þeim sökum of háar eða illa grundaðar. Verður því ekki talið, að aðaláfrýjanda hafi tekist að sýna fram á, að reikningar gagnáfrýjanda fyrir störf sín hafi verið óréttmætir. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm um annað en málskostnað. Gagnáfrýjandi höfðaði mál þetta í héraði sem áskorunarmál andstætt ákvæðum þágildandi 222. og 223. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, og reifun málsins í stefnu var ófull- nægjandi. Setti þessi málatilbúnaður mark sitt á alla meðferð máls- ins, eins og fyrr er greint, og torveldaði skýrleik í kröfugerð beggja aðila. Þykir með hliðsjón af þessu rétt, að málskostnaður í héraði falli niður. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda 40.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður um annað en máls- kostnað. Málskostnaður í héraði fellur niður. Aðaláfrýjandi, Jóhanna Tryggvadóttir persónulega og f. h. Evrópuferða, greiði gagnáfrýjanda, Þorkatli Skúlasyni f. h. einkafirma hans, Endurskoðunarskrifstofu Þorkels Skúla- sonar, 40.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Kópavogs 15. mars 1991. Mál þetta var dómtekið að loknum endurflutningi fyrr í dag. Það var höfðað með stefnu, birtri 26. febrúar 1990. Stefnandi er Endurskoðunar- skrifstofa Þorkels Skúlasonar, kt. 200625-2859, Hamraborg 5, Kópavogi, en stefndu Jóhanna Tryggvadóttir, kt. 290125-4059, Kirkjuvegi 4, Hafnar- firði, og Evrópuferðir, kt. 470984-1049, Klapparstíg 25, Reykjavík. Stefnandi krefst þess, að stefndu verði dæmdar til að greiða in solidum 246.041 kr. með Ínánar tilgreindum dráttarvöxtum og málskostnaðil. Stefndu hafa krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans, er beri dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Stefnandi kveðst hafa tekið að sér bókhaldsvinnu fyrir stefndu, Jóhönnu 1997 og einkafirma hennar, Evrópuferðir. Sé skuld sú, sem krafið er um í máli þessu, skv. fimm reikningum, samtals að fjárhæð 391.281 kr., en greiddar hafi verið samtals 145.240 kr. Munurinn sé stefnufjárhæð málsins. Þá hefur stefnandi lagt fram yfirlit um þá vinnu, sem hann krefur um greiðslu fyrir, en hún var öll unnin af honum sjálfum eða starfsmönnum hans. Stefnda Jóhanna hefur haldið því fram, að stefnandi hafi með öllu verið óvinnufær þann tíma, sem hann krefur um verklaun fyrir. Segir hún, að bókhald fyrir árið 1989 sé með öllu ófært. Hafi stefnandi skilað bókhalds- gögnum þess árs í árslok 1989, og hafi þau með öllu verið ófærð og ófrá- gengin. Þá hefur stefnda lagt fram kvittun frá stefnanda fyrir greiðslu á 50.000 kr., og er sú kvittun dagsett á öðrum degi en stefnandi kveðst hafa tekið við greiðslu frá stefndu. Kvittun þessi var eigi lögð fram, fyrr en munnlegur málflutningur var hafinn. Þykir því að öllu athuguðu eigi unnt að taka tillit til kvittunar þessarar, en stefnandi hafði eðlilega eigi ráðrúm til að fara yfir málsatvik að þessu leyti. Stefnandi hefur í máli þessu gert fullnægjandi grein fyrir kröfu sinni. Kemur fram, hvenær unnið hefur verið og hver hefur unnið. Þá hefur hann lagt fram þá ársreikninga, er unnir voru á stofu hans. Verður eigi annað séð en stefnandi hafi unnið þau verk, sem hann krefur um greiðslu fyrir. Sú málsástæða stefndu, að stefnandi hafi verið með öllu óvinnufær, þykir engu skipta um niðurstöðu máls þessa. Er þá þess að gæta, að stefnandi hefur sýnt fram á, að verk hafi verið unnin, og því hefur eigi verið haldið fram, að þau séu svo illa unnin, að eigi verði krafist greiðslu fyrir. Þá hefur stefnandi aldrei haldið því fram, að hann hafi unnið ársreikning 1989. Er þá ekki annað fyrir en taka til greina kröfu stefnanda. Vaxtakröfu hans hefur eigi verið mótmælt sérstaklega. Verða stefndu dæmdar til að greiða stefnanda stefnufjárhæð máls þessa og málskostnað. Við ákvörðun máls- kostnaðar verður að líta til þess, að stefnandi krefur í þremur málum fyrir vinnu fyrir stefndu, Jóhönnu og einkafirma hennar, en eigi verður því hald- ið fram, að unnt hefði verið að stefna öllu í sama máli. Málskostnaður ákveðst 70.000 kr., og beri hann vexti, svo sem krafist er. Með umboðsskrá dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 15. febrúar sl., var Jóni Finnbjörnssyni, settum héraðsdómara á Keflavíkurflugvelli, falið að fara með mál þetta, og kveður hann upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Jóhanna Tryggvadóttir og Evrópuferðir, greiði stefnanda, Endurskoðunarskrifstofu Þorkels Skúlasonar, 246.041 kr. með dráttarvöxtum skv. 10. gr. vaxtalaga af 53.641 kr. frá 1. október 1989 til 1. nóvember s. á., af 34.721 kr. frá þeim degi til 1. desember s. á., af 117.571 kr. frá þeim degi til 1. janúar 1990, af 243.771 kr. frá 1998 þeim degi til 1. febrúar s. á. og af 246.041 kr. frá þeim degi til greiðslu- dags. Dráttarvextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. febrúar 1991. Stefndu greiði stefnanda 70.000 kr. í málskostnað, er beri dráttar- vexti skv. III. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir uppkvaðningu dóms þessa til greiðsludags. Greiðslur ber að inna af hendi innan fimmtán daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 1999 Fimmtudaginn 11. nóvember 1993. Nr. 470/1991. Jóhanna Tryggvadóttir persónulega og f.h. sjálfseignarstofnunarinnar Heilsuræktarinnar (sjálf) gegn Þorkatli Skúlasyni f. h. einkafirma hans, Endurskoðunarskrifstofu Þorkels Skúlasonar (Stefán Pálsson hrl.), og gagnsök. Verklaun. Áskorunarmál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Aðaláfrýjendur, sem skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. nóvember 1991 að fengnu áfrýjunarleyfi 14. sama mánaðar, krefjast sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda og kostnaðar af rekstri málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 19. desember 1991 og krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Í hinum áfrýjaða dómi er lýst samskiptum aðila og störfum gagn- áfrýjanda í þágu aðaláfrýjenda. Þau voru þess eðlis, að nauðsyn var samráðs og samvinnu málsaðila. Ljóst er, að verulega hefur á skort í því efni. Verður ekki nú séð, við hvorn aðila er fremur um það að sakast. Af málatilbúnaði gagnáfrýjenda í héraði má sjá merki þessa, þar sem krafa hans var þar engan veginn nægilega skýr og grundvallarupplýsingar vantaði, svo að erfitt var að átta sig á þeirri reikningsgerð, sem krafa hans byggðist á. Telja verður þó, að lögmenn aðila í héraði hafi bætt úr þessu, svo að viðunandi teljist. Fyrir Hæstarétti bera aðaláfrýjendur fram sömu málsástæður og í héraði. Eigi hefur verið sýnt fram á, að veikindi gagnáfrýjanda haustið 1989 hafi komið niður á störfum hans í þágu aðaláfrýjenda. 2000 Sýnt er, að gagnáfrýjanda hefur hvorki verið falið að annast bók- hald fyrir árið 1989 né gerð ársreiknings fyrir það ár. Fallast ber á með héraðsdómara, að aðaláfrýjendur hafi ekki sýnt fram á, að störf gagnáfrýjanda og starfsmanna hans hafi verið illa unnin og að kröfur hans séu af þeim sökum of háar eða illa grundaðar. Verður því ekki talið, að aðaláfrýjendum hafi tekist að sýna fram á, að reikningar gagnáfrýjanda fyrir störf sín hafi verið óréttmætir. Eigi er vefengt, að aðaláfrýjandi Jóhanna hafi ráðið gagnáfrýjanda til umrædds starfs og að hún sem verkbeiðandi beri ábyrgð á greiðslu reikninganna. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm um annað en málskostnað. Gagnáfrýjandi höfðaði mál þetta í héraði sem áskorunarmál andstætt ákvæðum þágildandi 222. og 223. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, og reifun málsins í stefnu var ófull- nægjandi. Setti þessi málatilbúnaður mark sitt á alla meðferð máls- ins og torveldaði skýrleik í kröfugerð aðila. Þykir með hliðsjón af þessu rétt, að málkostnaður í héraði falli niður. Aðaláfrýjendur greiði gagnáfrýjanda 40.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti, og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðis- aukaskattts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður um annað en máls- kostnað. Málskostnaður í héraði fellur niður. Aðaláfrýjendur, Jóhanna Tryggvadóttir persónulega og f. h. Heilsuræktarinnar, greiði gagnáfrýjanda, Þorkatli Skúlasyni f. h. einkafirma hans, Endurskoðunarskrifstofu Þorkels Skúla- sonar, 40.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Kópavogs 15. mars 1991. Mál þetta var dómtekið að loknum endurflutningi fyrr í dag. Það var höfðað með stefnu, birtri 26. febrúar 1990. Stefnandi er Endurskoðunar- skrifstofa Þorkels Skúlasonar, kt. 200625-2859, Hamraborg 5, Kópavogi, en stefndu Jóhanna Tryggvadóttir, kt. 290125-4059, Kirkjuvegi 4, Hafnar- firði, og Heilsuræktin Glæsibæ, kt. 600169-5729, Álfheimum 74, Reykja- vík. 2001 Stefnandi krefst þess, að stefndu verði dæmdar in solidum til að greiða 49.275 kr. með Tnánar tilgreindum dráttarvöxtum og málskostnaðil. Stefndu hafa krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans, er beri dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Í stefnu kveður stefnandi stefndu skulda sér hina umkröfðu fjárhæð fyrir bókhaldsvinnu. Sér og stofu sinni hafi verið falin ýmis verkefni af því tagi fyrir Heilsuræktina Glæsibæ, en stefndu hafi eigi greitt að fullu fyrir veitta þjónustu. Nánar skýrir stefnandi svo frá í greinargerð sinni, að hann hafi í lok nóvember 1988 tekið að sér uppgjör ársreikninga fyrir stefndu. Kveðst hann hafa gengið frá ársreikningum fyrir stefndu vegna áranna 1977-1988 að báðum meðtöldum. Þá hafi margvísleg önnur verkefni fallið til, er stefndu hafi falið sér að vinna. Stefnandi kveðst hafa afhent stefndu Jóhönnu ársreikninga áranna 1977-1988 í lok nóvember 1989, en tilkynnt henni, að framangreindri vinnu væri lokið, með bréfi 3. janúar 1990, og sent henni tvo síðustu ársreikningana. Stefnandi heldur því fram, að stefndu hafi ákveðið í framhaldi af þessu að hætta öllum viðskiptum við sig og tekið öll bókhaldsgögn, er hann hafi þá haft í vörslu sinni. Stefnandi kveðst hafa skuldfært stefndu fyrir samtals 599.275 kr., en stefndu hefðu greitt samtals 550.000 kr. Mismunurinn sé stefnufjárhæð málsins. Stefnandi kveður Heilsuræktina Glæsibæ vera einkafirma stefndu Jóhönnu. Frammi liggur í málinu staðfesting dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins á því, að eigi hafi verið staðfest skipulagsskrá fyrir Heilsuræktina sem sjálfseignarstofnun. Þá hefur stefnda Jóhanna eigi krafist sýknu á þeim grundvelli, að skuldbindingar Heilsuræktarinnar séu henni óvið- komandi. Stefndu halda því fram, að stefndi hafi eigi unnið það verk, sem hann krefur um greiðslu fyrir. Benda þær á, að hann hafi veikst á skrifstofu stefndu á árinu 1989 og í framhaldi af því gengist undir tvær aðgerðir vegna æðaþrengsla. Stefndu halda því og fram, að bókhald og skattframtal vegna ársins 1989 hafi verið með öllu ófrágengið, og hafi skattframtali raunar ekki enn verið skilað. Kveða þær stefnanda hafa skilað bókhaldsgögnum ársins 1989 í árslok það ár, ófrágengnum og ófærðum. Stefnandi hefur í málinu lagt fram sundurliðun á þeim tíma, sem krafið er um greiðslu fyrir, er sýnir, hver og hvenær unnið hefur verið. Þá hefur hann lagt fram alla þá ársreikninga, er áður er getið og unnir voru af hon- um og starfsmönnum hans. Verður eigi séð annað en stefnandi hafi unnið þau verk, er hann tilgreinir í stefnu og greinargerð. Sú málsástæða stefndu, að stefnandi hafi verið óvinnufær, þykir eigi skipta neinu um niðurstöðu máls þessa. Er þá að því að gæta, sð stefnandi hefur sýnt fram á, að verk 126 2002 hafi verið unnin, og eigi hefur því verið haldið fram, að þau séu svo illa unnin, að eigi sé unnt að krefja um greiðslu fyrir þau. Er þá ekki annað fyrir en taka til greina kröfur stefnanda. Vaxtakröfu hans hefur ekki verið andmælt sérstaklega. Verða stefndu dæmdar til að greiða stefnufjárhæð máls þessa og málskostnað. Við ákvörðun málskostnaðar verður að líta til þess, að stefnandi hefur krafið í þremur málum fyrir vinnu fyrir stefndu Jóhönnu, en eigi verður því haldið fram, að unnt hefði verið að stefna öllu í sama máli. Þykir málskostnaður hæfilegur 40.000 kr., er beri vexti, svo sem krafist er. Með umboðsskrá dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 15. febrúar sl., var Jóni Finnbjörnssyni, settum héraðsdómara á Keflavíkurflugvelli, falið að fara með mál þetta, og kveður hann upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Jóhanna Tryggvadóttir og Heilsuræktin Glæsibæ, greiði stefnanda, Endurskoðunarskrifstofu Þorkels Skúlasonar, 49.275 kr. með dráttarvöxtum skv. 10. gr. vaxtalaga af 1.025 kr. frá 1. janúar 1990 til 1. febrúar 1990, en af 49.275 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Dráttarvextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. febrúar 1991, og 40.000 kr. í málskostnað, er beri dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppkvaðningu til greiðslu- dags, allt innan fimmtán daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 2003 Fimmtudaginn 11. nóvember 1993. Nr. 471/1991. Jóhanna Tryggvadóttir (sjálf) gegn Þorkatli Skúlasyni f.h. einkafirma hans, Endurskoðunarskrifstofu Þorkels Skúlasonar (Stefán Pálsson hrl.), og gagnsök. Verklaun. Áskorunarmál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Aðaláfrýjandi, sem skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. nóvember 1991 að fengnu áfrýjunarleyfi 14. sama mánaðar, krefst sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 19. des- ember 1991 og krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Í hinum áfrýjaða dómi er lýst samskiptum aðila og störfum gagn- áfrýjanda í þágu aðaláfrýjanda. Þau voru þess eðlis, að nauðsyn var samráðs og samvinnu málsaðila. Ljóst er, að verulega hefur á skort í því efni. Verður ekki nú séð, við hvorn aðila er fremur um það að sakast. Af málatilbúnaði gagnáfrýjanda í héraði má sjá merki þessa, þar sem krafa hans var þar engan veginn nægilega skýr og grundvallarupplýsingar vantaði, svo að erfitt var að átta sig á þeirri reikningsgerð, sem krafa hans byggðist á. Telja verður þó, að lögmenn aðila í héraði hafi bætt úr þessu, svo að viðunandi teljist. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti sýndi aðaláfrýjandi ljósrit kvittunar, sem dagsett er 3. mars 1989 og hún telur sanna að hún hafi vegna Umboðssölunnar greitt gagnáfrýjanda upp í reikning hans vegna bókhaldsvinnu 100.000 krónur, en greiðslu 2004 þessarar sé að engu getið á yfirliti gagnáfrýjanda í málinu sem inngreiðslu. Kvittun þessi var lögð fram sem héraðsdómsskjal í máli nr. 469/1991 milli sömu aðila og þar færð inn á yfirlit gagnáfrýj- anda sem inngreiðsla, og verður ekki séð, að hún hafi þar valdið sérstökum ágreiningi. Aðaláfrýjandi sýndi einnig ljósrit tveggja ávísana, hvorrar að upphæð 50.000 krónur, beggja út gefinna 3. og 22. ágúst 1989 til gagnáfrýjanda, sem hún heldur fram, að hann hafi innleyst, en þeirra sé hvergi getið sem inngreiðslna á yfirliti hans. Lögmaður gagnáfrýjanda mótmælti þessum nýju gögnum sem of seint fram komnum. Telja verður, að aðaláfrýjandi hafi átt þess nægan kost að koma gögnum þessum að í héraði, og standa ákvæði 45. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt því í vegi, að þau komist að fyrir Hæsta- rétti. Fyrir Hæstarétti ber aðaláfrýjandi að öðru leyti fram sömu máls- ástæður og í héraði. Eigi hefur verið sýnt fram á, að veikindi gagn- áfrýjanda haustið 1989 hafi komið niður á störfum hans í þágu aðaláfrýjanda. Sýnt er, að gagnáfrýjanda hafi hvorki verið falið að annast bókhald fyrir árið 1989 né gerð ársreiknings fyrir það ár. Fallast ber á með héraðsdómara, að aðaláfrýjandi hafi ekki sýnt fram á, að störf gagnáfrýjanda og starfsmanna hans hafi verið illa unnin og að kröfur hans séu af þeim sökum of háar eða illa grund- aðar. Verður því ekki talið, að aðaláfrýjanda hafi tekist að sýna fram á, að reikningar gagnáfrýjanda fyrir störf sín hafi verið órétt- mætir. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm um annað en máls- kostnað. Gagnáfrýjandi höfðaði mál þetta í héraði sem áskorunarmál andstætt ákvæðum þágildandi 222. gr. og 223. gr. laga nr 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, og reifun málsins í stefnu var ófull- nægjandi. Setti þessi málatilbúnaður mark sitt á alla meðferð máls- ins og torveldaði skýrleik í kröfugerð aðila. Þykir með hliðsjón af þessu rétt, að málskostnaður í héraði falli niður. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda 40.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður um annað en máls- kostnað. 2005 Aðaláfrýjandi, Jóhanna Tryggvadóttir, greiði gagnáfrýj- anda, Þorkatli Skúlasyni f. h. einkafirma hans, Endurskoð- unarskrifstofu Þorkels Skúlasonar, 40.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Kópavogs 15. mars 1991. Mál þetta var dómtekið að loknum endurflutningi fyrr í dag. Það var höfðað með stefnu, birtri 26. febrúar 1990. Stefnandi er Endurskoðunar- skrifstofa Þorkels Skúlasonar, kt. 200625-2859, Hamraborg 5, Kópavogi, en stefnda Jóhanna Tryggvadóttir, kt. 290125-4059, Kirkjuvegi 4, Hafnar- firði. Stefnandi krefst þess, að stefnda verði dæmd til að greiða 45.025 kr. með (nánar tilgreindum dráttarvöxtum og málskostnaðil. Stefnda, Jóhanna Tryggvadóttir, hefur krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans, er beri dráttarvexti skv. 11. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Stefnandi kveðst hafa tekið að sér uppgjör ársreikninga fyrir stefndu, en hún hafi haft með höndum umboðsviðskipti um árabil. Hann kveðst hafa gengið frá ársreikningum vegna áranna 1984-1988 og afhent stefndu þá í lok nóvember 1989. Hann hafi með bréfi 3. janúar 1990 tilkynnt stefndu, að hann hefði lokið uppgjöri vegna þessara ára, og sagst gera ráð fyrir, að um vinnu fyrir árið 1989 yrði rætt sérstaklega. Stefnda hafi í fram- haldi af þessu hætt öllum viðskiptum við sig og tekið öll bókhaldsgögn, er hann hafði í vörslum sínum. Stefnandi kveðst hafa unnið fyrir stefndu frá febrúar 1989 til nóvember- loka það ár. Hafi hann skuldfært stefndu vegna þessarar vinnu fyrir sam- tals 145.025 kr., en stefnda hafi greitt 100.000 kr. Mismunurinn sé stefnu- krafa í málinu. Stefnda hefur haldið því fram, að stefnandi hafi veikst síðsumars eða haustið 1989 og gengist undir tvær aðgerðir vegna æðaþrengsla. Kveðst hún hafa mælst til þess við stefnanda, að hann ynni ekki frekar að verkefnum fyrir sig, fyrr en hann hefði heilsu til. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefnandi til almennra reglna kröfu- réttar um efndir samninga. Telur hann, að stefnda hafi falið sér verkefni og beri að inna af hendi greiðslu fyrir veitta þjónustu. Stefnda reisir sýknukröfu sína aðallega á því, að stefnandi hafi verið með öllu óvinnufær á því tímabili, er hann krefur um greiðslu fyrir. Þá hafi vinnan eigi verið innt af hendi. Tekur hún sérstaklega fram, að bókhald ársins 1989 hafi verið með öllu ófært í ársbyrjun 1990. 2006 Í máli þessu hefur stefnandi sundurliðað þá vinnu, er hann kveðst hafa unnið, og jafnframt lagt fram þá ársreikninga, er hann hefur lokið við og getið er. Af sundurliðun hans verður ráðið, að stefnandi hefur sjálfur unnið að verki þessu ásamt starfsmönnum sínum. Sú málsástæða stefndu, að stefnandi hafi verið með öllu ófær til vinnu, er Í sjálfu sér eigi sönnuð og eigi heldur sýnt, hvenær svo kann að hafa verið farið heilsu stefnanda og hvort hann hafi einmitt á þeim tíma unnið að verki þessu. Þá hefur stefnandi eigi haldið því fram, að hann hafi unnið að ársreikningi 1989 fyrir stefndu. Því hefur eigi heldur verið haldið fram, að verkið sé svo illa unnið, að eigi sé unnt að krefja um endurgjald fyrir það. Verður því eigi unnt að fallast á sýknukröfu stefndu. Stefnandi hefur gert skýrlega grein fyrir kröfu sinni, og verður hún tekin til greina með vöxtum, svo sem krafist er. Rétt er þá, að stefnda greiði stefnanda málskostnað. Við ákvörðun hans verður að líta til þess, að stefnandi hefur í þremur málum krafið stefndu og einkafyrirtæki hennar um greiðslu fyrir bókhaldsvinnu. Hins vegar verður eigi séð, að unnt hefði verið að gera það í einu máli. Sýnist málskostnaður hæfilegur 40.000 kr. Með umboðsskrá dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 15. febrúar sl., var Jóni Finnbjörnssyni, settum héraðsdómara á Keflavíkurflugvelli, falið að fara með mál þetta, og kveður hann upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnda, Jóhanna Tryggvadóttir, greiði stefnanda, Endurskoðunar- skrifstofu Þorkels Skúlasonar, innan fimmtán daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum: 1) 45.025 kr. með dráttarvöxtum skv. 10. gr. vaxtalaga af 15.980 kr. frá 1. október 1989 til 1. desember s. á., af 17.270 kr. frá þeim degi til 1. janúar 1990, en af 45.025 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Dráttarvextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. janúar 1991, 2) 40.000 kr. í málskostnað, er beri dráttarvexti skv. III. kafla vaxta- laga frá 15. degi eftir uppkvaðningu dóms þessa til greiðsludags. 2007 Fimmtudaginn 11. nóvember 1993. Nr. 284/1991. Stefán Birgisson (Jón Kr. Sólnes hrl.) gegn Helga Haraldssyni (Guðmundur Pétursson hrl.). Lausafjárkaup. Galli. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 4. júlí 1991. Hann krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 242.432 krónur með 219 ársvöxtum frá 14. janúar 1991 til31. sama mánaðar, 23% ársvöxtum frá þeim degi til 3. maí sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Áfrýjandi greiði stefnda 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Stefán Birgisson, greiði stefnda, Helga Haralds- syni, 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Akureyrar 7. júní 1991. Mál þetta, sem dómtekið var 3. júní sl., hefur Stefán Birgisson, kt. 200863-2249. Byggðavegi 136, Akureyri, höfðað hér fyrir dómi með stefnu, birtri 19. apríl 1991, á hendur Helga Haraldssyni, kt. 030363-5589, Keilu- síðu 4 E, Akureyri. Eru dómkröfur stefnanda þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 242.432 kr. með 21% ársvöxtum frá 14. janúar 1991 til 31. janúar s. 2008 á., 23% ársvöxtum frá þ. d. til 3. maí 1991, en með dráttarvöxtum skv. 10. gr. laga nr. 25/1987 frá þ. d. til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess, að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar l...1. Stefndi krefst þess aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnandi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað að mati dómsins að viðbættum virðisaukaskatti skv. lögum nr. 50/1988, og beri málskostnaðarfjárhæð dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Til vara krefst stefndi þess, að stefnufjárhæð verði lækkuð verulega og málskostnaður felldur niður. Stefnandi kveður málavexti þá, að 14. janúar 1991 hafi stefnandi og stefndi haft skipti á bílum. Við kaupin hafi stefnandi fengið í sinn hlut bifreiðina HN-777, Súbarú E 10 4 WD, árgerð 1985, en stefndi hafi fengið í sinn hlut bifreið af gerðinni Daihatsu Cuore, árgerð 1988. Þá hafi stefndi greitt á milli í kaupunum 220.000 kr. með ávísun, sem ekki hafi verið innleyst fyrr en 10. apríl 1991, þegar matsgerð hafi legið fyrir og stefndi hafi með öllu hafnað kröfu stefnanda um riftun á kaupum aðila. Við kaupin hafi stefndi upplýst, að Súbarú-bifreiðin væri ekin um 71.000 km og komið væri að því, að fara þyrfti í ventla í vélinni vegna gangtruflana, sem hann hafi sagt, að kostaði um 20.000 krónur. Það hafi svo verið fyrir nokkra tilviljun, að stefnandi hafi komist í samband við fyrri eiganda bifreiðarinnar, sem að vísu sé ekki getið í ferilsskrá hennar, og hafi þá komið í ljós, að rangar upplýsingar höfðu verið gefnar um akstur bifreiðar- innar, sem hafi numið 100.000 km. Þá hafi stefnandi haft samband við Súbarú-verkstæðið á Akureyri og fengið þær upplýsingar, að stefndi hefði látið skoða bifreiðina 9. janúar 1991 þar á verkstæðinu og honum verið skýrt þar frá því, að ástand bifreiðarinnar væri svo slæmt, að ekki væri hægt að stilla hana, þar sem þjöppun væri lítil á einum cylindra og ekki full þjöppun á hinum heldur. Þá hefði stefnda verið tjáð á verkstæðinu í umrætt sinn, að ekki væri hægt að segja nánar til um, hvað að væri, nema með því að skoða bifreiðina nánar. Stefnandi hafi gert kröfu um riftun á kaupunum, strax og honum hafi verið ljóst um málavöxtu og þau svik, sem hann hafði orðið fyrir. Stefndi hafi hafnað riftunarkröfunni afdráttar- laust, þrátt fyrir það að milligjöfin, 220.000 kr., væri boðin honum með því að skila tékkanum, sem hafði ekki verið innleystur og ekki verið seldur í banka fyrr en 10. apríl sl. Þegar riftunarkrafan hafi komið fram, hafi stefndi hins vegar haft samband við rannsóknarlögregluna á Akureyri, þar sem hann hugðist sjálfur kæra fyrrverandi eiganda bifreiðarinnar HN-777, og jafnframt tjáð lögmanni stefnanda, að hann ætlaði ekki að sitja uppi með skaða af þessu máli. Við bílakaupin 14. janúar 1991 hafi bifreiðarnar verið verðlagðar þannig, að HN-777 hafi verið metin á 390.000 kr. og Cuore-bíllinn á 530.000 kr. 2009 Stefnandi hafi óskað eftir dómkvaðningu tveggja óvilhallra matsmanna hjá embætti bæjarfógetans á Akureyri 21. febrúar sl., og hafi þeir skilað matsgjörð sinni 10. apríl 1991, en hún sé dagsett 3. apríl 1991. Telji mats- menn, að verð notaðrar bifreiðar eins og HN-777 lækki um 100.000 kr. vegna 100.000 km aksturs, nema áreiðanlegar upplýsingar um endurnýjun og viðhald fylgi. Þá telji matsmenn, að gera þurfi við vél bifreiðarinnar, svo að hún verði í viðunandi ástandi, fyrir 61.432 kr. Enn fremur telji matsmenn, að viðgerð taki um þrjá daga, en hún hafi að sjálfsögðu ekki getað hafist fyrr en að matsskoðun afstaðinni. Kveðst stefnandi reisa kröfur sínar á mati dómkvaddra matsmanna, þeirra Kristins H. Jóhannssonar og Hrafns Sveinbjörnssonar bifvélavirkja- meistara, en þar segir: Stefnandi telur stefnda bera fébótaábyrgð gagnvart sér á því, að vél bifreiðarinnar HN-777 hafi verið svo áfátt sem að framan er lýst, jafnframt því, að rangar upplýsingar hafi verið gefnar um akstur bifreiðarinnar, sem hafi numið um 100.000 km, er rýri verðgildi hennar um a. m. k. 100.000 krónur. Liggi fyrir í málinu, að stefndi hafi gefið sannanlega rangar upp- lýsingar um eiginleika bifreiðarinnar, en stefnandi telur, að þessi mikli akstur og ástand vélarinnar séu samverkandi þættir. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefnandi til 1. og 2. mgr. 42. gr., sbr. 47. gr. i. f., laga nr. 39/1936 um lausafjárkaup og til annarra gr. laganna, sem eiga við tilvik sem þetta. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því í fyrsta lagi, að ósannað sé með öllu, hvort og þá hversu mikið umfram 71.000 km bifreiðin HN-777 var ekin 14. janúar 1991. Stefnandi hafi engar sönnur fært á þá fullyrðingu sína, að bifreiðin hafi verið ekin 100.000 km meira, heldur aðeins vísað í sögu- sagnir, sem hafðar séu eftir einhverjum huldumanni, sem sagður er hafa átt bílinn einhvern tíma. Í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna sé við þetta miðað sem gefinni forsendu, en ekkert gert til þess að kanna sann- leiksgildi þessara fullyrðinga. Sé þessum lið matsgerðarinnar því vísað á bug, þar sem hann sé reistur á forsendum, sem hafi ekki verið rökstuddar. Í öðru lagi sé krafist sýknu af kröfum um viðgerðarkostnað, þar sem stefn- anda var eða mátti a. m. k. vera fullljóst ástand bílsins að þessu leyti, enda hafi stefndi skýrt honum frá því, „að fara þyrfti í ventlana““ á bílnum, og Í framhaldi af því hafi stefnandi skoðað bifreiðina vandlega, en stefn- andi sé bifvélavirki, og hafi hann krafist lækkunar á verði bílsins, sem stefndi hafi gengið að. Í þriðja lagi sé kröfu vegna afnotamissis hafnað sem algjörlega órökstuddri. Auk aðila málsins hafa framangreindir matsmenn gefið skýrslu hér fyrir dóminum svo og vitnin Sigurður Anton Valdimarsson bifvélavirki, 2010 Björn Valdimarsson, er átti bifreiðina um tíma, og Hjörleifur Gíslason bílasali. Fullyrðing stefnanda um, að bifreiðin hafi verið meira ekin en vegmælir hennar sýndi og stefndi gaf upplýsingar um, hefur eigi verið nægjanlega rökstudd. Vitnið Hrafn Sveinbjörnsson bifvélavirkjameistari ber, að ástand vélar- innar hafi verið verra en búast mátti við miðað við 70.000 km akstur, en allt öðru máli hefði gegnt, ef bifreiðinni hefði verið ekið 100.000 km meira. Þá ber vitnið, að við slæma hirðingu vélarinnar hefði ástand hennar getað orðið slíkt við 70.000 km akstur. Vitnið Kristinn H. Jóhannsson bifvélavirkjameistari ber, að ástand bif- reiðarinnar hafi getað orðið svo við 70.000 km akstur og ekki verið verra en oft megi búast við. Telur vitnið, að ástand vélarinnar væri mjög gott, ef miðað væri við 170.000 km akstur. Fram er komið, að bifreiðin leit illa út, og eftir skoðun stefnanda, sem er bifvélavirki að mennt, samdist um verulega lækkun verðs hennar að kröfu stefnanda. Þá hefur stefnandi viðurkennt, að stefndi hafi vakið athygli sína á, að komið væri að því, að fara þyrfti í ventla bifreiðarinnar. Með vísan til framangreinds er ósannað, að stefndi hafi beitt svikum við kaupin, sbr. 47. gr. kaupalaga. Þá er ósannað, að vél bifreiðarinnar hafi verið í verra ástandi en stefnandi gat búist við miðað við akstur hennar og ástand að öðru leyti og þær upplýsingar, er stefndi gaf við kaupin, sbr. 42. gr. kaupalaga. Í máli þessu hefur stefnandi því ekki sýnt fram á nein þau atvik, er krafa hans verði reist á, og ber því að sýkna stefnda af kröfum hans. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda máls- kostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 75.000 kr. að teknu tilliti til virðis- aukaskatts ásamt vöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Dóm þennan kvað upp Freyr Ófeigsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, Helgi Haraldsson, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Stefáns Birgissonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 7S.000 kr. í málskostnað ásamt vöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dóms- uppsögu innan fimmtán daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. 2011 Fimmtudaginn 11. nóvember 1990. Nr. 340/1990. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigrún Guðmundsdóttir hrl.) gegn Bergnesi sf. (Helgi V. Jónsson hrl.). Skattar. Samlagsfélög. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. sept- ember 1990. Þeir krefjast þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og að úrskurður skattstjórans í Reykjavík frá 26. febrúar 1988 standi óhaggaður og viðurkennt verði með dómi, að stefndi sé ekki sjálfstæður skattaðili. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefjast þeir þess, að málskostn- aður verði felldur niður. Stefndi krefst þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjendur greiði sér málskostnað fyrir Hæstarétti. Fallast ber á lögskýringar héraðsdómara, sem fram koma í for- sendum hans. Hinn áfrýjaði dómur er því staðfestur. Áfrýjendur skulu greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnda, Bergnesi sf., 80.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Sératkvæði Hjartar Torfasonar hæstaréttardómara. Tilkall stefnda í máli þessu til sjálfstæðrar skattaðildar er á því reist, að félagið hafi frá árinu 1985 verið almennt samlagsfélag með 2012 ótakmarkaðri ábyrgð eins félagsmanns, en takmarkaðri ábyrgð tveggja, sbr. a-lið 33. gr., 3. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 18. gr. laga nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð. Fátt hefur verið um félög þessarar tegundar hér á landi, en þau lúta svipuðum reglum og venjuleg sameignarfélög með ótakmarkaðri ábyrgð, nema sérstakar ástæður leiði til annars. Er á því byggt í umræddum lögum, þar sem fjallað er um skráningu félaganna. Eins og ákvæði 2. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt eru úr garði gerð, er eðlilegt að líta svo á, að byggt sé þar á hinu sama, þannig að almenn samlagsfélög verði talin eiga stöðu við hlið sameignar- félaga, sem falla undir 3. tl. 1. mgr. þessarar lagagreinar. Var skattaðild félaganna þannig skipað, meðan þeirra var sérstaklega getið í lögum og reglugerðum um tekjuskatt og eignarskatt, þ. e. áður en lögum nr. 46/1954 um það efni var breytt með lögum nr. 36/1958. Efnisrök standa og til þess, að samlagsfélögin lúti þeim skilyrðum varðandi skattaðild, sem sett eru sameignarfélögum í þessum tölulið, sbr. 2. mgr. sömu greinar, og verði félag stefnda ekki þar undan skilið fyrir þá sök, að einn félagsmaður beri ótakmarkaða ábyrgð. Fyrirsvarsmaður stefnda hafði ekki sent skattstjóra gögn um nýtt skipulag félagsins, áður en framtali þess árið 1987 var skilað, en virða má það til misskilnings. Á þessum forsendum er ég samþykkur því, að hinn áfrýjaði dómur verði stað- festur. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 29. júní 1990. Ár 1990, föstudaginn 29. júní, er lagður svohljóðandi dómur á málið nr. 9418/1989: Bergnes sf. gegn skattstjóranum í Reykjavík og fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs. Mál þetta, sem var dómtekið í dag, hefur Bergnes sf., Traðarlandi 14, Reykjavík, höfðað á hendur skattstjóranum í Reykjavík og fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs á bæjarþingi 26. október 1989 til, 1. að felldur verði úr gildi sá úrskurður skattstjórans í Reykjavík frá 26. 2. 1988, sem lagður er fram á dómskjali nr. 6 í máli þessu, og að viðurkennt verði með dómi, að félagið skuli við skattálagningu gjaldárin 1987, 1988 og 1989 vera sjálfstæður skattaðili, 2. að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða stefnanda máls- kostnað skv. gjaldskrá Lögmannafélags Íslands, er beri dráttarvexti skv. III. kafla laga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. 2013 Hinn 22. apríl 1964 var tilkynnt til firmaskrár Reykjavíkur um rekstur sameignarfélags, er bar heitið Bergnes sf. Félagið ráku Gunnar Ólafsson og Andrés Magnússon. Árið 1985 var formi félags þessa breytt í samlags- félagsform. Samningur um rekstur félagsins í því formi er undirritaður 1. október 1985, og eru samlagsmenn dætur Gunnars, þær Hildur Gunnars- dóttir og Hjördís Gunnarsdóttir, með 5.000 króna framlag hvor. Í tilkynningunni frá 1964, samningi, sem síðar var gerður um rekstur félagsins í sameignarfélagsformi, og samningnum frá 1985 er tekið fram, að félagið sé sjálfstæður skattaðili. Var þannig lagt á félagið allt fram til þess, að skattstjóri hafnaði innsendu skattframtali fyrir gjaldárið 1987 og sjálfstæðri skattaðild með úrskurði 26. febrúar 1988 á þeim forsendum, að til að sameignarfélag geti verið sjálfstæður skattaðili, verði allir félags- aðilar að bera ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Skattframtal stefnanda málsins gjaldárið 1987 var tekið sem kæra skv. 2. ml. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 75/1981, og kvað skattstjórinn í Reykjavík upp úrskurð 26. febrúar 1988, þar sem því er hafnað, að stefnandi verði talinn sjálfstæður skattaðili, eftir að hafa kallað eftir félagssamningi stefn- anda. Stefnandi kærði úrskurðinn til ríkisskattanefndar, en kæran barst of seint, og var henni vísað frá. Allar breytingar á aðild að félaginu og félagsformi voru tilkynntar firma- skrá í einu lagi 21. febrúar 1986. Stefnandi reisir málsókn sína aðallega á því, að félagið sé samlagsfélag og fullnægi því skilyrðum 2. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt til að vera sjálfstæður skattaðili. Stefnandi telur ótvírætt, að félagið hafi við gildistöku laga nr. 75/1981 fullnægt skilyrðum sem sameignarfélag til þess að vera sjálfstæður skattaðili, enda hafi það verið viðurkennt við skatt- álagningu. Breyting á rekstrarformi félagsins úr sameignarfélagi í samlags- félag hafi orðið 1. september 1985, er Hildur og Hjördís Gunnarsdætur gerðust samlagsmenn, og hafi það engu breytt um heimild til sjálfstæðrar skattaðildar. Stefnandi rökstyður mál sitt því, að samlagsfélag falli annaðhvort undir 5. tl. 2. greinar framangreindra laga, þar sem fjallað er um önnur félög en áður eru talin, eða undir 1. tl. greinarinnar, þar sem fjallað er um önnur félög með takmarkaðri ábyrgð en hlutafélög. Verði af einhverjum ástæðum ekki fallist á framangreind rök, heldur stefnandi því fram, að félagið skuli teljast sjálfstæður skattaðili á grundvelli 3. tl. 2. gr. laga nr. 75/1981. Af hálfu stefndu er um málavaxtalýsingu vísað til sóknarskjala, en sú lýsing er í öllu, sem máli skiptir, sú, sem rakin er hér að framan. Stefndu krefjast sýknu, þannig, að úrskurður skattstjóra standi óhaggað- ur og viðurkennt verði, að Bergnes sf. sé ekki sjálfstæður skattaðili. Jafn- framt er krafist málskostnaðar að mati dómsins. 2014 Af hálfu stefndu er því aðallega haldið fram, að félagssamningurinn um samlagsfélagið sé gerður til málamynda til að leysa Gunnar Ólafsson undan skattskyldu vegna Bergness sf. og því ógildur samkvæmt ákvæðum laga nr. 75/1981. Jafnframt er sýknukrafan studd þeirri ástæðu, að fyrirtækið standi mjög höllum fæti fjárhagslega. Stefndu telja aðalreglu, að skatt- skylda hvíli á persónum, en til að félag geti talist sjálfstæður skattaðili, þurfi að vera um að ræða sæmilega trausta heimild. Bent er á, að aðeins einn félaganna beri persónulega ábyrgð á skuldum félagsins, en að samlags- félag verði aðeins talið félag með ótakmarkaðri ábyrgð, að fleiri en einn félagsmaður beri ótakmarkaða ábyrgð, þannig, að heimild til sjálfstæðrar skattaðildar verði ekki reist á ákvæðum um skattaðild sameignarfélaga, sbr. 3. tl. 2. gr. laga nr. 75/1981; samkvæmt 1. tl. komi einungis til greina samlagshlutafélög, en engan veginn almenn samlagsfélög. Um 5. tl. 2. gr. er því haldið fram, að ákvæði laga nr. 74/1921 og síðari skattalög hafi játað samlagsfélögum rétti til sjálfstæðrar skattaðildar allt til gildistöku laga nr. 36/1958, sem hafi endanlega afnumið þessa heimild. Þótt félaga sé getið sem sjálfstæðra skattaðila í e-lið 3. gr. laga nr. 90/1965, eins og þeim lögum var breytt með lögum nr. 30/1971, telja stefndu, að ekki hafi verið ætlað, að með því væri tekin upp að nýju sérsköttunarheimild fyrir samlagsfélög, enda hafi verið stefnt að því með breytingunni að takmarka sérsköttun sameignarfélaga, sem séu náskylt félagsform, á þeirri forsendu, að þau stæðu á of veikum fjárhagslegum grunni. Þessi stefna komi enn fram í lögum nr. 40/1978, og þessi rök eigi jafnt við um samlagsfélög. Við aðalflutning var því hreyft af hálfu stefndu, að raunverulega hefði Gunnar orðið einkaeigandi fyrirtækisins, löngu áður en hann gerði félags- samning við dætur sínar, og að sá samningur muni hafa verið gerður löngu síðar en dagsetning hans segir til um. Þessa skoðun styðja þeir við síðbúna tilkynningu til firmaskrár og framtöl samlagsmanna, sem hafi ekki haft ráð á að kaupa hlut í fyrirtækinu. Þá telja stefndu engin viðskiptaleg rök liggja til grundvallar samningnum og framlag systranna engu hafa mátt skipta til að breyta neikvæðum höfuðstól fyrirtækisins, að fjárhæð 942.169,54 kr. samkvæmt skattframtali 1985. Þessum rökum hefur umboðsmaður stefnanda veitt andsvör m. a. þannig, að hún bendir á, að eftir stofnun félagsins hafi hagur þess vænkast þannig, að hagnaður hafi komið í stað halla, og að eðlilegar ástæður hafi legið til félagsstofnunarinnar, bæði bundnar viðskiptavild, markaðsfestu og yfirfæranlegu tapi, sem eðlilegt hafi verið, að fyrirtækið gæti nýtt sér. Þá var því hreyft af hálfu stefndu, að ótvíræða lagaheimild skorti til. sérsköttunar samlagsfélaga, og staðhæft, að þau væru ekki skattlögð sér- staklega í framkvæmd. Eftir að Gunnar Ólafsson hafði keypt helming félaga síns í sameignar- 2015 félaginu, stofnaði hann 1. október 1985 um fyrirtækið samlagsfélag með tveimur lögráða dætrum sínum, þeim Hildi og Hjördísi. Þær fengu hvor 10 hundraðshluta í félaginu með rétti til arðs, en án ábyrgðar umfram hlut sinn og án umboðs til að binda félagið. Því verður ekki í móti mælt, að samningur þessi ber keim af málamyndagerningi, en hann er þá að því leyti, eins og lögmaður stefnanda hefur bent á, keimlíkur mörgum samningum um stofnun lítilla hlutafélaga, sem ætlað er að takmarka ábyrgð aðalhlut- hafa í eigin atvinnurekstri, þar sem hann leggur sjálfur að mestu eða öllu leyti til vinnuafl og verkkunnáttu. Hvorki í löggjöf né framkvæmd hefur verið þrengt verulega að reglum um hlutafélög til að hamla gegn slíkum háttum við takmörkun ábyrgðar. Aðeins kann að koma til álita, þegar þannig hagar til, að skuldheimtumenn geti öðlast kröfu á hendur aðalhlut- hafa persónulega vegna samninga, sem hann telur sig gera fyrir hönd félags- ins. Í því tilviki, sem hér um ræðir, er aðaleigandi fyrirtækisins fullábyrgur. Samkvæmt skattframtali stefnanda 1987 voru ónotuð rekstrartöp frá fyrri árum $60.538 kr., en rekstrarhagnaður 1986 209.404 kr. Hafi fyrir- tækið getað nýtt sér yfirfæranlegt tap, þykir ekki nema eðlilegt og réttmætt, að stefnandi nyti þess með áframhaldandi sérsköttun. Samkvæmt gögnum málsins verður ekki annað lagt til grundvallar dómi í máli þessu en að samlagsfélagið hafi verið stofnað nógu snemma, til að sérsköttun þess hafi mátt koma til greina á gjaldárinu 1987, og þykir ekki skipta máli í því sambandi, hvernig eignaraðild að fyrirtækinu var háttað fyrir þann tíma. Samkvæmt $. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1981 er „öðrum félögum““ en þeim, sem talin eru í 1.-4. tl., skylt að greiða tekjuskatt og eignarskatt. Þetta er sama orðalag og í e-lið 3. gr. laga nr. 46/1954, eins og þau voru, áður en þeim var breytt 1958. Samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 47/1955 voru samlagsfélög meðal þessara félaga, og þykja engin efni til að túlka núgildandi ákvæði á annan veg. Samkvæmt þessu þykir bera að fallast á kröfur stefnanda. Málskostnaður ákveðst 100.000 kr. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Úrskurður skattstjórans í Reykjavík frá 26. febrúar 1988 um lok sjálfstæðrar skattaðildar stefnanda, Bergness sf., er felldur úr gildi. Félagið skal teljast sjálfstæður skattaðili við álagningu skatta gjald- árin 1987, 1988 og 1989. Stefndi fjármálaráðherra greiði stefnanda 100.000 kr. í málskostnað úr ríkissjóði auk dráttarvaxta frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. 2016 Mánudaginn 15. nóvember 1993. Nr. 437/1993. Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Búnaðarbanki Íslands, Garðabæ, Kjörís hf., Sjóvá - Almennar tryggingar hf. og Echo hf. gegn Polaris hf. Kærumál. Nauðungaruppboð, Úthlutunargerð Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 12. október 1993 samkvæmt heimild í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Krefst hann þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og breytt þannig, að við úthlutun uppboðsandvirðis fasteignarinnar Aratúns 21, Garða- bæ, komi ekkert í hlut varnaraðila. Jafnframt er krafist málskostn- aðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðilar Búnaðarbanki Íslands, Garðabæ, Kjörís hf., Sjóvá - Almennar tryggingar hf. og Echo hf. skutu málinu sameiginlega til Hæstaréttar með kæru 14. október 1993, og krefjast þeir þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og kröfur þeirra í héraði teknar til greina. Einnig krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar um annað en málskostnað. Jafnframt krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar Skjöl málsins bárust Hæstarétti 28. október sl. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dæma ber sóknaraðila til að greiða varnaraðila kærumáls- kostnað, eins og greinir í dómsorði. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. 2017 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Búnaðarbanki Íslands, Garðabæ, Kjörís hf., Sjóvá - Almennar tryggingar hf. og Echo hf., greiði hver um sig varnaraðila, Polaris hf., 20.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 4. október 1993. Ár 1993, mánudaginn 4. október, er í Héraðsdómi Reykjaness af Þorgerði Erlendsdóttur fulltrúa kveðinn upp úrskurður þessi í málinu nr. Z-4/1993: Polaris hf. gegn Kjörís hf., Sjóvá-Almennum hf., Búnðarbanka Íslands, Garðabæ, Echo hf., heildverslun, húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar ríkisins og Gjaldheimtunni í Reykjavík, sem tekið var til úrskurðar 6. september sl. að loknum munnlegum málflutningi. Mál þetta, sem barst dóminum með bréfi Polaris hf., mótteknu 30. apríl sl., var þingfest 29. júní sl. Sóknaraðili er Polaris hf., kt. 500069-5539, Ármúla 40, Reykjavík, en varnaraðilar Kjörís hf., Sjóvá-Almennar hf., Búnaðarbanki Íslands, Garðabæ, Echo hf., heildverslun, húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins og Gjaldheimtan í Reykjavík. Dómkröfur. Dómkröfur sóknaraðila, Polaris hf., eru efirfarandi: Aðalkrafa er, að Polaris hf. verði úthlutað þeim fjárhæðum, sem fram koma í 4. og 5. tölulið frumvarps að úthlutunargerð sýslumannsins í Hafnarfirði, dags. 17. 3. 1993, samtals 9.975.160 kr. Varakrafa er, að Polaris hf. verði úthlutað þeirri fjárhæð, er félaginu var úthlutað skv. frumvarpi að úthlutunargerð sýslumannsins í Hafnarfirði, dags. 17. 3. 1993, 4.885.799 kr. Þrautavarakrafa er, að Polaris hf. verði úthlutað annarri fjárhæð, hærri eða lægri en gerð er krafa um í varakröfu að mati dómsins. Í öllum tilvikum er gerð krafa um greiðslu málskostnaðar úr hendi varnaraðila in solidum skv. málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins. Dómkröfur varnaraðila Kjöríss hf., Sjóvár-Almennra hf., Búnaðarbanka Íslands, Garðabæ, Echo hf., heildverslunar, og Gjaldheimtunnar í Reykja- vík eru þær, að kröfu sóknaraðila í söluandvirði fasteignarinnar Aratúns 21, Garðabæ, sem seld var á framhaldsuppboði 19. nóvember sl. skv. veð- tryggingarbréfi á 1. veðrétti, út gefnu 15. mars 1988, verði hafnað, þannig, 127 2018 að úrlausn sýslumannsins frá 26. apríl 1993 um ágreiningsefnið standi. Þá er krafist málskostnaðar að mati réttarins. Endanlegar dómkröfur varnaraðila húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins eru þær aðallega, að sóknaraðili fái engu úthlutað af uppboðs- andvirði fasteignarinnar Aratúns 21, Garðabæ, til vara, að í hlut sóknar- aðila komi 3.000.000 kr., og til þrautavara, að í hlut sóknaraðila komi 4.034.451. kr. Þá er gerð krafa um málskostnað að mati réttarins. Málavextir. Mál þetta er risið vegna ágreinings um frumvarp sýslumannsins í Hafnar- firði að úthlutunargerð vegna nauðungarsölu fasteignarinnar Aratúns 21, Garðabæ, þinlýstrar eignar Dagmarar Jóhönnu Heiðdal, sem seld var á framhaldsuppboði 19. 11. 1992. Kaupandi var Búnaðarbanki Íslands, Garðabæ, og var kaupverð 10.400.000 kr. Meðal lýstra krafna í sölu- andvirði eignarinnar var krafa Polaris hf., dags. 19. 11. 1992, um greiðslu 10.448.364,70 kr. skv. veðtryggingarbréfi á 1. veðrétti, útg. 15/3 1988, til tryggingar 3.000.000 kr. Samkvæmt frumvarpi sýslumannsins í Hafnarfirði að úthlutunargerð, dags. 17. 3. 1993, skyldi úthlutað til ríkissjóðs og vegna lögveðskrafna samkvæmt 1.-3. lið frumvarpsins. Samkvæmt 4. lið skyldi Polaris hf. fá úthlutað 4.885.799 kr. Samkvæmt 5. lið frumvarpsins skyldi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins fá úthlutað 5.089.361 kr. upp í kröfu skv. veðskuldabréfi á 2. veðrétti, útg. 10/4 1991. Varnaraðilar máls þessa höfðu allir uppi andmæli við úthlutun til Polaris hf. skv. frumvarp- inu. Hinn 26. apríl 1993 ákvað sýslumaður að úthluta ekki til Polaris hf. samkvæmt 4. lið frumvarpsins. Lýsti þá lögmaður Polaris hf. yfir því, að hann myndi bera lögmæti ákvörðunarinnar undir Héraðsdóm Reykjaness. Atvik að baki máli eru þau, að með leigusamningi, dags. 11. 3. 1988, leigði Polaris hf. Sævari Þór Carlssyni rekstur söluturns að Lækjargötu 8, Reykjavík, frá 15. 3. 1988 til 15. 3. 1990. Leigufjárhæð var ákveðin 300.000 kr. fyrir hvern mánuð, alls 7.200.000 kr. fyrir leigutímann. Skyldi leigufjárhæðin bundin hækkun lánskjaravísitölu, eins og hún væri á hverj- um tíma, m. v. grunnvísitölu marsmánaðar 1988, 1968 stig. Skyldi leiguna greiða fyrir fram mánaðarlega fyrsta hvers mánaðar með vixlum og/eða skuldabréfum. Samkvæmt leigusamningnum skyldi leigutaki veita leigusala veðtryggingu í fasteigninni Aratúni 21, Garðabæ, til tryggingar öllum greiðslum sam- kvæmt leigusamningnum. Í megintexta veðtryggingarbréfs, sem leigutaki gaf út 15. 3. 1988, segir, að Sævar Þór Carlsson....... „GERIR KUNNUGT: Til tryggingar skað- lausri og skilvísri greiðslu á skuld, eins og hún er hverju sinni skv. leigu- samningi, dags. 11. mars 1988, milli leigusala, Polaris hf., nnr. 7123-2980, 2019 Hafnarstræti 20, Reykjavík, og leigutaka, Sævars Þórs Carlssonar, nnr. 8839-8998, Aratúni 21, Garðabæ, hvort sem er höfuðstóll, verðbætur, dráttarvextir, kostnaður, þ. m. t. allur innheimtukostnaður, málskostn- aður, réttargjöld o. fl., vátryggingariðgjöld eða annað að engu undan- skildu, allt að fjárhæð 3.000.000 kr., - þrjár milljónir -, fjárhæðin er bundin lánskjaravísitölu með grunnvísitölu 1968 stigum, og breytist höfuð- stóllinn í hlutfalli við breytingar á vísitölunni, eins og hún verður hverju sinni, veðsetjum vér hér með Polaris hf. fasteignina Aratún 21, 0101. EHL ásasmt tilheyrandi leigulóðarréttindum með 8. - áttunda - veðrétti og upp- færslurétti næst á eftir ...“ Sama dag voru út gefin af Ísbúðinni, Lækjargötu, einkafirma leigutaka, þrjú skuldabréf til leigusala. Samkvæmt móttökukvittun, dags. 16. mars 1988, kvittar leigusali fyrir, að Ísbúðin, Lækjargötu 8, Reykjavík, c/o Sævar Þ. Carlsson, hafi afhent honum þrjú skuldabréf, m. lánskjvísit. á 2 millj. hvert, v/leigu á Ísbúðinni, Lækjargötu 8, Reykjavík, frá 15. júlí 1988 í 20 mánuði. Leigusali framseldi bréfin Brunabótafélagi Íslands (nú Vátryggingafélag Íslands hf.) 18. mars 1988 og tókst jafnframt á hendur sjálfskuldarábyrgð á greiðslu bréfanna, en einnig höfðu Páll G. Jónsson og Sævar Þór Carlsson tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð á þeim. Leigutaki stóð í skilum með fyrstu leigugreiðslur samkvæmt leigusamn- ingnum og skuldabréfunum, en greiðslufall varð af hans hendi af tveimur skuldabréfanna frá og með gjalddaga 1. 3. 1989 og síðan allra bréfanna þriggja frá og með gjalddaga 1. 4. 1989. Höfðaði þá Vátryggingafélag Íslands hf. áskorunarmál til greiðslu bréfanna, og var áskorunarstefna árituð um aðfararhæfi 12. 11. 1990 á hendur sóknaraðila og Páli G. Jóns- syni, en leigutaki hafði verið úrskurðaður gjaldþrota $. júlí 1990. Sam- kvæmt yfirlýsingu Vátryggingafélags Íslands hf., dags. 25. júní 1993, hafði sóknaraðili þann dag leyst til sín kröfu samkv. bréfunum þremur að fullu með samtals 12.438.529 kr. Niðurstöður. Sóknaraðili reisir kröfur sínar í málinu um úthlutun af uppboðsandvirði fasteignarinnar Aratúns 21, Garðabæ, á veðtryggingarbréfi, út gefnu 1S. 3. 1988, en með því veðsetti Sævar Þór Carlsson sóknaraðila fasteignina til tryggingar skaðlausri og skilvísri greiðslu á skuld samkvæmt leigusamn- ingi hans og sóknaraðila um Ísbúðina, Lækjargötu 8, Reykjavík. Með kröfulýsingu, dags. 19. 11. 1992, lýsti sóknaraðili kröfu á grundvelli veð- tryggingarbréfsins í uppboðsandvirði fasteignarinnar, sem seld var fram- haldsuppboði sama dag, en þann dag hvíldi bréfið á fyrsta veðrétti eignar- innar. 2020 Varnaraðilar halda því fram, að engin skuld hafi verið að baki veðtrygg- ingarbréfinu, þá er fasteignin var seld, með því að leigan hafi verið að fullu greidd með útgáfu og afhendingu þriggja skuldabréfa, einnig, að ekkert kröfuréttarsamband hafi verið með sóknaraðila og Sævari Þór Carlssyni, þar sem sóknaraðili hafi framselt bréfin Vátryggingafélagi Íslands hf. Samkvæmt leigusamningi aðila skyldi leigan greidd með víxlum og/eða skuldabréfum. Samkvæmt móttökukvittun, dags. 16. mars 1988, voru sóknaraðila afhent þrjú skuldabréf með lánskjaravísitölu, hvert að fjárhæð 2.000.000 kr., vegna leigu á Ísbúðinni, Lækjargötu 8, Reykjavík, frá 15. júlí 1988 í 20 mánuði. Eru bréfin út gefin 15. mars 1988, sama dag og leigusamningurinn er dagsettur og veðskuldabréfið út gefið. Er greiðslu- tilhögun bréfanna hin sama og leigugreiðslna samkvæmt leigusamn- ingnum. Að öllum atvikum virtum þykir verða að telja ósannað, að sóknaraðili hafi tekið við skuldabréfunum sem fullnaðargreiðslu á leigu fyrir umrætt tímabil. Verður að telja, að um greiðslutilhögun á leigugreiðslum hafi verið að ræða og forsendur þær, að skuldabréfin fengjust greidd. Óumdeilt er í málinu, að greiðslufall varð af tveimur skuldabréfanna frá og með gjald- daga 1. 3. 1989 og síðan allra bréfanna þriggja frá og með gjalddaga 1. 4. 1989. Sævar Þór Carlsson, aðalskuldari bréfanna, var úrskurðaður gjaldþrota S. júlí 1990. Hinn 12. 11. 1990 var sóknaraðili dæmdur til greiðslu skuldar skv. bréfunum. Bréfin nýttust sóknaraðila því ekki sem greiðsla, og hefur hann ekki fengið leigugreiðslur fyrir umrætt tímabil. Varð því hið fyrra skuldasamband milli sóknaraðila og Sævars Þórs Carlssonar aftur virkt. Samkvæmt yfirlýsingu Vátryggingafélags Íslands hf., dags. 25. júní 1993, hafði sóknaraðili að fullu leyst til sín skuldabréfin þann dag með greiðslu samtals 12.438.529 kr. Ekki þykir hér skipta máli, hvenær innlausn bréf- anna fór fram, en kröfunni var nægilega lýst í uppboðsandvirði fasteignar- innar. Varnaraðilar, aðrir en húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, halda því fram, að um tómlætisverkun sé að ræða, þar sem innheimtuaðgerðum hafi ekki verið haldið fram sem skyldi. Ekki þykja þau sjónarmið eiga við í málinu né heldur sú málsástæða, að samþykki maka Sævars Þórs Carls- sonar hafi ekki legið fyrir um það, að veðtryggingarbréfið ætti að tryggja skuldabréf, er Sævar gæfi út til greiðslu á væntanlegum leigugreiðslum. En ekki kemur til álita, að veðtryggingarbréfið standi til tryggingar öðru en leigugreiðslum skv. efni þess. Þá styðja sömu varnaraðilar mál sitt því, að sóknaraðili hafi ekki verið eigandi húsnæðis þess, sem leigusamningurinn var um, og því ekki um lögvarða kröfu að ræða. Vísa þeir til þess, að með úrskurði fógetaréttar 2021 Reykjavíkur, upp kveðnum 20. mars 1990, hafi verið fallist á kröfu Lækjar hf. um útburð Sævars Þórs Carlssonar úr húsnæðinu, og þess, að með dómi bæjarþings Reykjavíkur, upp kveðnum 28. janúar 1992, hafi verið hafnað kröfu sóknaraðila um, að hann væri réttur og löglegur eigandi að húsnæðinu. Ekki verður það talið almennt skilyrði þess, að leigusamningur sé gildur, að leigusali sé eigandi leiguandiagsins. Verður í máli þessu ekki úr því leyst, hvort um vanheimild hafi verið að ræða hjá sóknaraðila við gerð leigu- samningsins, en ekkert er fram komið í málinu um annað en að aðilar leigusamningsins hafi talið sig bundna af honum. Á það er einnig að líta, að tilvitnaður úrskurður og dómur eru upp kveðnir eftir lok þess leigu- tímabils, sem um ræðir í máli þessu. Samkvæmt framangreindu er viðurkennt, að sóknaraðili geti leitað fulln- ustu leigukröfunnar á grundvelli veðtryggingarbréfsins. Varnaraðilar halda því fram, að vísitölubinding veðtryggingarbréfsins hafi verið ómeimil. Hvorki verður litið svo á, að ákvæði laga nr. 13/1979 um stjórn efna- hagsmála o. fl. standi í vegi vísitölutryggingu veðtryggingarbréfsins, né að takmörkun á samningsfrelsinu að þessu leyti verði leidd af ákvæðum annarra laga. Vísitölutrygging veðtryggingarbréfsins var því heimil, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 301/1993, upp kveðinn 16. september 1993. Samkvæmt orðalagi veðtryggingarbréfsins stendur það til tryggingar skuld, eins og hún er samkvæmt leigusamningi aðila, „hvort sem er höfuð- stóll, verðbætur, dráttarvextir, kostnaður, þ. m. t. allur innheimtukostn- aður, málskostnaður, réttargjöld o. fl., vátryggingariðgjöld eða annað að engu undanskildu, allt að fjárhæð 3.000.000 kr.““. Ótvírætt orðalag veð- tryggingarbréfsins verður ekki túlkað á annan veg en þann, að það standi til tryggingar skuld, að hámarksfjárhæð 3.000.000 kr. Samkvæmt framangreindu verður þrautavarakrafa sóknaraðila tekin til greina þannig, að sóknaraðila verður úthlutað 3.000.000 krónum með grunnvísitölu 1968 stigum miðað við vísitölu nóvembermánaðar 1992, sem var 3237 stig, þ. e. 4.934.451 kr., en ekki er tölulegur ágreiningur í málinu. Niðurstaða máls þessa verður því sú, að ákvörðun sýslumannsins í Hafnar- firði frá 26. apríl 1993, að Polaris hf. fái ekki úthlutað af söluandvirði fasteignarinnar Aratúns 21, Garðabæ, verður breytt þannig, að Polaris hf. fái úthlutað 4.934.451 krónu af uppboðsandvirði fasteignarinnar Aratúns 21, Garðabæ, vegna veðtryggingarbréfs á 1. veðrétti, út gefins 15. mars 1988. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. einkamálalaga nr. 91/1991 þykir rétt, að aðilar málsins beri hver um sig sinn kostnað af málinu. 2022 Úrskurðarorð: Ákvörðun sýslumannsins í Hafnarfirði, að Polaris hf. fái ekki úthlutað af uppboðsandvirði fasteignarinnar Aratúns 21, Garðabæ, vegna kröfu á fyrsta veðrétti, er breytt á þann veg, að Polaris hf. fái úthlutað 4.934.451 krónu af uppboðsandvirðinu. Málskostnaður fellur niður. 2023 Mánudaginn 15. nóvember 1993. Nr. 457/1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík gegn Ólafi Gunnarssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 8. nóvember 1993, sem barst Hæstarétti 9. sama mánaðar. Hann krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur, en til vara, að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími en í hinum kærða úrskurði. Sóknaraðili krefst þess, að varnaraðila verði gert að sæta gæslu- varðhaldi til mánudagsins 6. desember 1993. Til vara er krafist staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. nóvember 1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess, að Ólafur Gunnarsson, kt. 20045S-3049, með lögheimili að Suðurhólum 24 í Reykjavík, en dvalar- stað að Flétturima 11 í Reykjavík, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 6. desember nk. kl. 16.00 vegna grunar um brot gegn lögum nr. 65/1974 og reglugerð nr. 16/1986 um ávana- og fíkniefni og gegn 173. gr. a alm. hgl. nr. 19/1940. Af framansögðu þykir rökstuddur grunur vera um, að kærði hafi skipu- lagt og fjármagnað innflutning á miklu magni af fíkniefnum. Brot þetta getur varðað kærða fangelsisrefsingu lögum samkvæmt. Rannsókn máls þessa er ólokið. L...1. 2024 Þar sem hætta þykir á, að kærði muni torvelda rannsókn málsins, fari hann frjáls ferða sinna, svo sem með því að afmá merki eftir brot eða hafa áhrif á vitni eða samseka, þykir verða að taka til greina kröfu lögreglu- stjórans í Reykjavík um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur kærða með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. 1. nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Þó þykir nægilegt, að kærði sæti gæsluvarðhaldi til mánudagsins 29. nóvember nk. kl. 16.00. Ekki er fallist á, að 2. mgr. 103. gr. 1. nr. 19/1991 eigi við í máli þessu. Úrskurðarorð: Kærði, Ólafur Gunnarsson, sæti gæsluvarðhaldi áfram allt til kl. 16.00 mánudaginn 29. nóvember 1993. 2025 Mánudaginn 15. nóvember 1993. Nr. 448/1993. Alþjónustan hf. og Merkiland hf. gegn Skúla Sigurvaldasyni aðallega og Pálma Skúlasyni til vara. Kærumál. Innsetningargerð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðilar skutu máli þessu til Hæstaréttar með kæru 21. október 1993, sem barst Hæstarétti ásamt kærugögnum 5. nóv- ember. Þeir krefjast þess aðallega, „„að gámur, 40 ft., 53 mó, fullur af vörum, auðkenndum „EIMU 402 346-6““““, verði tekinn úr vörsl- um gerðarþola, Skúla Sigurvaldasonar, en til vara úr vörslum Pálma Skúlasonar. Skilja verður kröfugerð sóknaraðila svo, að þeir krefj- ist þess, að þeim verði fengin umráð nefnds gáms með innsetn- ingargerð. Sóknaraðilar krefjast enn fremur málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Fallast ber á það með héraðsdómara, að sakarefni máls þessa sé Þannig vaxið, að eigi séu lagaskilyrði fyrir því, að taka megi til greina kröfu sóknaraðila um innsetningargerð. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðilar greiði varnaraðilum, sem sameiginlega hafa haldið uppi vörnum í málinu, samtals 60.000 krónur í kærumálskostnað. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Í kæru sóknaraðila til Hæstaréttar, sem undirrituð er af Pétri Gauti Kristjánssyni héraðsdómslögmanni, segir, að varnaraðilar hafi „með ósvífnum hætti gerst sekir um þjófnað á margum- þrættum gámi og innihaldi hans...““, og í greinargerð sóknaraðila fyrir Hæstarétti, sem undirrituð er af þremur forsvarsmönnum þeirra, segir, að varnaraðilar séu „tvíkærðir þjófar“. Gífuryrði þessi eru vítaverð. 2026 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Alþjónustan hf. og Merkiland hf., greiði varnaraðilum, Skúla Sigurvaldasyni og Pálma Skúlasyni, sameiginlega 60.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 8. október 1993. I. Mál þetta, sem varðar beina aðfarargerð, barst dóminum 9. september sl. og var tekið til úrskurðar 1. október sl. Gerðarbeiðendur, Alþjónustan hf., Víkurbraut 52, Grindavík, og Merki- land hf., Rauðási 23, Reykjavík, gera þá dómkröfu, að gámur, 40 ft., 53 m}, fullur af vörum, auðkenndur EIMU 402 346-6, verði tekinn úr vörslum gerðarþola, Skúla Sigurvaldasonar. Til vara gera gerðarbeiðendur þá kröfu, að ofangreindur gámur verði tekinn úr vörslum Pálma Skúlasonar. Þá krefjast gerðarbeiðendur málskostnaðar úr hendi gerðarþola. Gerðarþolar, Skúli Sigurvaldason, Hlégerði 22, Kópavogi, og Pálmi Skúlason, Hraunbæ 154, Reykjavík, gera þá kröfu, að fram kominni kröfu gerðarbeiðenda um beina aðför verði hafnað. Þá gera gerðarþolar kröfu um málskostnað að mati dómsins. Gerðarbeiðendur hafa skýrt kröfugerð sína svo, að um sé að ræða gám með nýjum plastruslatunnum, 240 lítra hverri, ásamt ruslagámum, sýnis- hornum o. fl., sbr. farmskírteini, dags. 21. júní 1993, samtals 397 einingar, auk eins brettis af hjólum, alls um 1.700.000 krónur að verðmæti, en allt að frá dregnum 100 tunnum, sem þegar hafi verið afgreiddar til Grinda- víkurbæjar, einni tunnu og sýnishorni, sem séu í vörslum gerðarbeiðenda, þ. e. alls 295 einingar auk gámsins sjálfs, sem reyndar sé eign Eimskipa- félags Íslands hf. Sáttaumleitanir dómara hafa engan árangur borið. II. Gerðarbeiðendur hafa lýst málavöxtum svo, að umræddar vörur hafi ver- ið pantaðar af Alþjónustunni hf., en afsalað til Merkilands hf., sem leysti þær út. Að tilhlutan stjórnarformanns Merkilands hf. hafi innsigli verið rofið og 47 einingar afhentar upp í pöntun Grindavíkurbæjar, en gerðarþoli hafi síðan afhent bænum 53 tunnur. Auk þessa hafi nokkrar einingar verið teknar og þeim stillt upp við hlið gámsins, en þær horfið að morgni 16. júlí sl., og samdægurs hafi gerðarþoli Skúli og bróðir hans, Ásgeir, numið 2027 gáminn sjálfan á brott, þar sem honum hafði verið komið fyrir á lóð Hrað- frystihúss Grindavíkur. Gerðarbeiðendur telja ekki hafa þýðingu í málinu, að varagerðarþoli, sonur gerðarþola Skúla, sé hluthafi í Alþjónustunni hf., enda hafi löglegt framsal til Merkilands hf. á umræddum vörum farið fram til tryggingar hagsmunum þess, þar sem sá lögaðili greiddi virðisaukaskatt af allri send- ingunni og leysti vörurnar úr tolli. Hinn 19. júlí sl. barst dóminum krafa Merkilands hf., að félaginu yrði með beinni aðfarargerð fengnar þær vörur, sem mál þetta lýtur að, úr vörsl- um gerðarþola Skúla og Ásgeirs Sigurvaldasonar, sem er ekki aðili að máli þessu. Því máli lauk með réttarsátt aðila 4. ágúst sl., sem orðrétt er svo- hljóðandi: „Lögmenn aðila annast Í sameiningu innheimtu útistandandi krafna Alþjónustunnar hf. vegna hins umdeilda gáms og ráðstöfun á vör- um, sem eru í gáminum, með sölu. Andvirðið skal lagt inn á sameiginlega bankabók, og skal innistöðu ráðstafað sameiginlega í þágu félagsins, og annast lögmenn aðila þá ráðstöfun sameiginlega.“ Hjá gerðarbeiðendum kemur fram, að breytt sóknaraðild málsins nú sé til komin vegna þess, að Alþjónustan hf. hafi afturkallað framsal umræddra verðmæta til Merki- lands hf., sem ekki hafi verið með öllu mótmælt af Merkilandi hf. Hafi félögin kosið að sameinast í kröfunni um beina aðför og þ. m. t. riftun á greindri dómsátt. Gerðarbeiðendur halda því fram, að sátt Merkilands hf. og gerðarþola í fyrra máli hafi verið rofin af hálfu gerðarþola Skúla S. ágúst sl., með því, að hann falbauð á frjálsum markaði í Hafnarfirði plasttunnur úr umrædd- um gámi í nafni Alþjónustunnar hf. Lögmaður gerðarþola hafi einnig rofið sáttina með því að senda Grindavíkurbæ kröfubréf, dags. 13. ágúst sl., og krefjast þess, að innstæða Alþjónustunnar hf. yrði send sér einum og greidd inn á reikning, sem eftir öllu að dæma virðist vera reikningur lög- mannsins. Auk þessa halda gerðarbeiðendur því fram, að gerðarþolar hafi 10. eða 11. ágúst sl. brotist inn í geymsluhús Fiskimjöls og lýsis hf. og stolið öllum hjólum, sem eftir voru óstolin eftir fyrri stuldi. Af þessum sökum sé sáttinni sjálfrift, en þó sé ex tuto formlega lýst yfir, að umrædd sátt sé marklaus og að engu hafandi. Við fyrirtöku málsins 29. september sl. óskaði lögmaður gerðarþola bók- að, að vísa bæri málinu frá, þar sem sakarefni hefði verið ráðstafað með réttarsátt 4. ágúst sl. Sú sátt sé skuldbindandi, þar til hún hafi verið ógilt að hluta eða öllu leyti, sbr. 1. mgr. 110. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Verði málinu ekki vísað frá, gerði lögmaðurinn þá kröfu, að innsetningarkröfu gerðar- beiðenda yrði hafnað og þeim gert að greiða gerðarþolum málskostnað. Í umræddu þinghaldi var málinu frestað til munnlegs flutnings 1. október 2028 sl., en þá féll niður þingsókn af hálfu gerðarþola, og var málið tekið til úrskurðar. III. Þar sem þingsókn af hálfu gerðarþola féll niður, verður samkvæmt 1. mgr. 82. gr. laga nr. 90/1989 um aðför að úrskurða, hvort eða að hverju leyti gerðin nái fram að ganga samkvæmt fram komnum kröfum og gögnum. Í málinu liggur frammi framsal, dags. 10. júlí 1993, frá Alþjónustunni hf. til Merkilands hf. á vörum þeim, sem mál þetta lýtur að. Á grundvelli þessa framsals krafðist Merkiland hf. þess hér fyrir dóminum að fá vörslur umræddra verðmæta með beinni aðför. Því máli lauk með réttarsátt 4. ágúst sl., svo sem áður er rakið. Í málinu liggur frammi ljósrit af fundar- gerð stjórnar Alþjónustunnar hf. frá 7. ágúst sl., þar sem áðurgreint fram- sal félagsins Merkilands hf. er afturkallað. Jafnframt liggur frammi ljósrit af fundargerð stjórnar Merkilands hf., þar sem samþykkt er að leita sam- vinnu við Alþjónustuna hf. um sameiginlega lausn málsins. Á þessum grundvelli standa umrædd félög saman að málsókn þessari og krefjast þess að fá umræddar vörur afhentar með beinni aðfarargerð. Mál þetta lýtur að sömu verðmætum og í fyrra máli milli gerðarbeiðanda Merkilands hf. og gerðarþola, sem lokið var með réttarsátt. Er því í máli þessu sama sakarefni að nýju borið undir dómstóla, og hefur ekki þýð- ingu í því sambandi, þótt Alþjónustan hf. og Pálmi Skúlason séu nú einnig aðilar að málinu og að málið beinist ekki að Ásgeiri Sigurvaldasyni. Dómari máls þessa er bundinn af því, sem hliðsettur dómari hefur tekið afstöðu til, þar með talið, hvort heimilt hafi verið að gera sátt með því efni, sem gert var, þegar fyrra máli vegna sama ágreinings var lokið 4. ágúst sl. Umrædd sátt fól í sér þá ráðstöfun á sakarefni, að gerðarþolum í því máli var tryggður réttur til að hlutast til um viðkomandi verðmæti. Þar með féllst gerðarbeiðandi málsins á með skuldbindandi hætti, að hann ætti ekki skilyrðislausan umráðarétt yfir verðmætum þessum. Í máli þessu byggja gerðarbeiðendur hins vegar á því, að gerðarþolar fyrra máls hafi með síðari athöfnum sínum rofið sáttina, og því sé hún marklaus og að engu hafandi. Þrátt fyrir það að umrædd sátt kunni að hafa verið vanefnd með þeim hætti, sem fram hefur komið af hálfu gerðarbeiðenda, verður ekki talið, að þar með hafi gerðarþolar engan umráðarétt yfir viðkomandi verðmætum. Að þessu virtu þykja réttindi gerðarbeiðenda ekki svo skýlaus og ótvíræð, að sönnur verði færðar fyrir þeim með gögnum, sem 83. gr. laga um aðför nr. 90/1989 kveður á um, sbr. 78. gr. laganna. Þykir því ekki unnt að fallast á kröfu gerðarbeiðenda um beina aðför. 2029 Málskostnaður fellur niður. Benedikt Bogason dómarafulltrúi kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu gerðarbeiðenda, Alþjónustunnar hf. og Merkilands hf., um beina aðför er synjað. Málskostnaður fellur niður. 2030 Fimmtudaginn 18. nóvember 1993. Nr. 248/1992. Ægir Stefán Hilmarsson (Sigurmar Albertsson hrl.) gegn Jóni Oddssyni (sjálfur). Skaðabótamál. Lögmenn. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein og Gunn- laugur Claessen ríkislögmaður. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 12. júní 1992. Hann krefst þess, að stefndi greiði sér 115.900 krónur með dráttarvöxtum af 105.900 krónum frá 1. júní 1986 til 1. nóvember sama ár, en af 115.900 krónum frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann lækkunar á kröfu áfrýjanda og að málskostnaður verði felldur niður. Áfrýjandi hefur lagt fyrir Hæstarétt ljósrit af tilkynningu til firmaskrár. Þar kemur fram, að „Axið-Brauðgerð““ er skráð í firmaskrá Reykjavíkur 19. febrúar 1986. Samkvæmt tilkynningunni er Ólafur Arnars eigandi, og ber hann ótakmarkaða ábyrgð á skuld- bindingum fyrirtækisins. Þá hafa siðareglur lögmanna verið lagðar fyrir réttinn. Málavöxtum er lýst í héraðsdómi. Áfrýjandi byggir málsókn sína á hendur stefnda á því, að hann hafi valdið sér tjóni á saknæman hátt með því að sinna ekki lögmannsskyldum sínum við innheimtu kröfu um vinnulaun á hendur Ólafi Arnars, sem rak bakaríið Axið, en varð gjaldþrota 1. júní 1987. Fram er komið, að áfrýjandi vann í bakaríinu og að stefndi tók að sér að innheimta vinnulaun hans fyrir tímabilið 3. mars 1986 til 12. maí sama ár. Stefndi ritaði inn- heimtubréf 4. júní 1986 á nafn Ólafs Árnasonar, Skólagerði 17, Kópavogi, og krafðist ógreiddra vinnulauna áfrýjanda fyrir greint tímabil hjá bakaríinu Axinu. Byggði stefndi bréf þetta á upplýs- 2031 ingum áfrýjanda. Samkvæmt vottorði Hagstofu Íslands hafði Ólafur Arnars á þessum tíma aðsetur að Skólagerði 17, þótt hann ætti þar ekki lögheimili. Stefndi virðist síðan ekkert hafa aðhafst við innheimtuna, fyrr en hann ítrekaði bréf þetta 4. október sama ár á sama nafn og heimilisfang. Þann sama dag sendi hann gíróseðil til áfrýjanda og krafðist 10.000 króna innborgunar vegna útlagðs kostnaðar við málið. Gögn liggja ekki fyrir um frekari aðgerðir stefnda í málinu. Áfrýjandi greiddi gíróseðilinn í október 1986. Hann höfðaði mál þetta í héraði 19. apríl 1988 til endurgreiðslu innborgunarinnar og þess kaups hjá Axinu, sem hann taldi sig ekki hafa fengið greitt úr ríkissjóði samkvæmt lögum nr. 23/1985 um ríkisábyrgð á launum, þar sem stefndi hefði ekki lýst kröfu í gjald- þrotabú Ólafs Arnars. Stefndi heldur því fram, að hann hafi ekki getað sinnt innheimtunni frekar vegna ónógra upplýsinga, sem hann hafi margbeðið áfrýjanda að bæta úr. Áfrýjandi svarar því til, að hann hafi látið stefnda í té dagbók sína, þar sem vinnustundir sínar hafi komið fram, en þessu neitar stefndi. Áfrýjandi segist hafa margsinnis spurt stefnda um innheimtumálið, en án árangurs. Hann hafi í árslok 1987 frétt það hjá fyrrum vinnufélögum sínum, að þeir hafi fengið þau vinnulaun, sem þeir áttu inni við gjaldþrot Ólafs Arnars, greidd úr ríkissjóði. Hann hafi þá loks komist að því, að stefndi hafi ekki fylgt innheimtunni eftir og ekki lýst kröfu sinni í gjaldþrotabúið. Héraðsdómur hefur dæmt stefnda til að endurgreiða framan- greinda innborgun, og hefur stefndi fallist á þau málalok. Er héraðsdómurinn staðfestur að þessu leyti. Stefndi tók að sér sem lögmaður að innheimta þau laun, sem áfrýjandi taldi sig eiga inni hjá brauðgerðinni Axinu. Í því fólst meðal annars að afla upplýs- inga um málið. Hann gat með því að hafa samband við firmaskrá komist að því, hver bar ábyrgð á rekstri fyrirtækisins, og manntals- yfirvöld gátu gefið honum upp heimilisfang þess manns. Er ekki annað fram komið en halda hefði mátt innheimtunni til laga, ef stefndi hefði sinnt þessum skyldum sínum. Laun áfrýjanda hefðu þá greiðst úr ríkissjóði við gjaldþrot Ólafs Arnars samkvæmt lögum nr. 23/1985, sbr. 1. mgr. 84. gr. skiptalaga nr. 3/1878, sbr. Í. gr. laga nr. 23/1979. Stefndi varð að segja sig frá verki með ótvíræðum hætti, ef hann taldi sig ekki geta unnið að málinu, svo að áfrýjandi 2032 ætti þess kost að leita til annars lögmanns. Stefndi hefur ekki sýnt fram á, að laun þau, sem áfrýjandi átti inni hjá Axinu, hafi verið lægri en nam þeirri fjárhæð, sem hann tók að sér að innheimta. Af framangreindu leiðir, að stefndi er skaðabótaskyldur gagnvart áfrýjanda og að taka ber höfuðstól kröfu áfrýjanda til greina í heild sinni. Rétt er, að stefndi greiði dráttarvexti samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga frá málshöfðun í héraði 19. apríl 1988 til greiðsludags. Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms er staðfest. Stefndi greiði áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðis- aukaskatts. Dómsorð: Stefndi, Jón Oddsson, greiði áfrýjanda, Ægi Stefáni Hilmarssyni, 115.900 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 19. apríl 1988 til greiðslu- dags og 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms skal vera óraskað. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 29. apríl 1992. I. Mál þetta, sem dómtekið var 28. apríl 1992, hefur Ægir Stefán Hilmars- son, kt. 160763-3889, Háengi 6, Selfossi, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 19. 4. 1988, á hendur Jóni Oddssyni, kt. 050141-4549, Ásbúð 102, Garðakaupstað. Dómur var kveðinn upp í málinu í héraði 12. maí 1989. Málinu var áfrýjað, og með dómi Hæstaréttar, upp kveðnum 27. mars 1992, í hæstaréttarmálinu nr. 221/1989 var héraðsdómurinn ómerktur og mælt fyrir um, að málið skyldi tekið upp að nýju til munnlegs flutnings og dómsuppsögu. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til greiðslu skuldar, að fjárhæð 115.900 kr., ásamt (nánar tilgreindum vöxtum svo og málskostnaðil. Af hálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar, að hann verði alsýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða sér máls- kostnað samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Til vara gerir stefndi þær dómkröfur, að kröfur stefnanda verði verulega lækkaðar og einungis teknar til greina að óverulegu leyti og að stefnandi 2033 verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar á sama hátt og í aðalkröfu er krafist. Sáttatilraunir dómara hafa reynst árangurslausar. Il. Í máli þessu krefur stefnandi, Ægir Stefán Hilmarsson, stefnda, Jón Oddsson hæstaréttarlögmann, bóta vegna ætlaðra mistaka við lögmannsstörf fyrir stefnanda og endurgreiðslu á innborgaðri lögmannsþóknun. Bótakrafan er 105.900 kr. og endurgreiðslukrafan 10.000 kr., samtals stefnukrafan 115.900 kr., með vöxtum og málskostnaði, eins og áður er lýst. Bótakrafan er einkum á því reist, að stefnandi hafi vorið 1986 falið stefnda að innheimta vinnulaunakröfu, að fjárhæð 105.900 kr. Hinn Í. júní 1987 hafi bú skuldara kröfunnar verið tekið til gjaldþrotaskipta. Kröfu- lýsingarfrestur hafi runnið út 16. ágúst 1987, án þess að lögmaðurinn lýsti kröfunni í búið. Það hafi orðið til þess, að stefnandi hafi misst af möguleik- um sínum til að fá kröfuna greidda úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 23/1985 um ríkisábyrgð á launum. Endurgreiðslukrafan er á því reist, að 15. október 1986 greiddi stefnandi stefnda 10.000 kr. upp í lögmannsþóknun. Varnir stefnda eru einkum reistar á eftirtöldum atriðum: 1. Stefnandi hafi falið stefnda að innheimta kröfu á hendur Ólafi Árna- syni, Skólagerði 17, Kópavogi. Málsókn þessi sé á því reist, að innheimt- unni hafi átt að beina að Ólafi Arnars, Ferjubakka 14, Reykjavík, og lýsa kröfunni samkvæmt innköllun í þrotabú hans. 2. Stefnandi hafi ekki sinnt tilmælum hins stefnda lögmanns síns um að láta í té nauðsynleg gögn og upplýsingar, til þess að unnt væri að höfða mál til greiðslu kröfunnar, eftir atvikum lýsa kröfunni í þrotabú. 3. Varakrafa stefnda um lækkun bótakröfu er á því reist, að enn séu ekki fram komin gögn, er sýni, að vinnulaunakrafa stefnanda hafi verið rétt og hefði fengist dæmd eða viðurkennd. Fram komin gögn og upplýsing- ar bendi þvert á móti til þess, að hún hefði a. m. k. sætt verulegri lækkun. Stefnandi telur í fyrsta lagi, að hann hafi látið lögmanni í té nægjanleg gögn um fjárhæð kröfunnar, þ. á m. dagbók sína, þar sem skráðar hafa verið unnar vinnustundir, og einnig veitt honum upplýsingar um umsamið kaup, og í öðru lagi hefði gagnaöflun mátt fara fram eftir lýsingu kröfunn- ar í þrotabúið. Beri lögmaðurinn sönnunarbyrði fyrir því, að krafan hefði ekki verið tekin til greina vegna ófullnægjandi gagna. Ill. Í stefnu segir m. a.: „„Málavextir eru þeir, að Ægir Stefán Hilmarsson fól Jóni Oddssyni hrl. innheimtu á vangoldnum vinnulaunum hjá Ólafi 128 2034 Arnars, Skólagerði 17, Kópavogi, vegna Brauðgerðarinnar Axins, Starmýri 2, Reykjavík. Vinnulaunin voru fyrir vinnu tímabilið 3. mars 1986 til 12. maí 1986.“ Við þingfestingu málsins lagði lögmaður stefnanda m. a. fram kæru stefnanda til Lögmannafélags Íslands, dags. 26. 1. 1988. Kæran er handskrifuð af stefnanda sjálfum, og segir þar m. a.: „Ég undirritaður var að vinna í bakaríinu Axinu, Starmýri 2, Reykjavík, frá 3. mars til 12. maí 1986. Eigandi bakarísins var Ólafur Árnason. Ég bjó austur á Selfossi og varð að hætta að vinna hjá bakaríinu, því að ég fékk ekki laun mín greidd og hafði ekki lengur efni á að fjármagna ferð- irnar á milli. Þegar ég hætti, átti ég inni laun að upphæð 105.900 kr. Bið ég Jón Oddsson hrl. að innheimta þessi laun fyrir mig, og segir hann mér, að þetta sé alveg 100% unnið mál hjá mér, launakröfur hafi alltaf forgang. Stuttu eftir að ég hætti hjá bakaríinu, var því lokað (fór á haus- inn). Hinir krakkarnir, sem unnu hjá fyrirtækinu, höfðu ekki heldur fengið sín laun greidd, og fólu þau Skúla Sigurðssyni að innheimta sín laun. Ég fékk gíróseðil sendan frá Jóni Oddssyni, dagsettan 4. 10. 1986, að upphæð 10.000 kr., sem átti að vera lágmarksinnborgun vegna verkbeiðni. Svo fékk ég ítrekun á þessum reikningi, dags. 10. 10. 1986, og átti málið að falla út af dagskrá, yrði reikningurinn ekki greiddur fyrir 17. 10. 1986 (á þessum tíma stóð ég í íbúðarkaupum og var auðvitað í margföldum mínus vegna þessara vangoldnu launa). En ég skrapaði saman þessar 10.000 kr. og greiddi þær fyrir tiltekinn tíma. Í þessi tæpu tvö ár, sem Jón Oddsson hrl. hefur haft þetta mál til með- ferðar, hef ég margsinnis hringt í hann og reynt að ýta á eftir þessu, en hjá honum hef ég alltaf fengið sama svarið: „„Það hefur ekkert gerst í mál- inu ennþá.“ Núna rétt eftir jólin (1987) hringdi ég í einn af fyrrv. vinnufélögum mín- um í Axinu til að frétta, hvort eitthvað hefði gerst í þeirra máli. Segir hann mér þá, að þau hafi öll fengið sínar launakröfur greiddar út fyrir jól 1987. Með þessar upplýsingar reyni ég að ná sambandi við Jón Oddsson, en það gekk ekki alveg átakalaust; hann var ýmist sagður upptekinn, á fundi eða ekki við. Svo fékk ég þau skilaboð, að ef ég þyrfti að ná sambandi við hann, gæti ég bara skrifað honum bréf. Á endanum fékk ég þó að tala við manninn (varð bara að vera með frekju), og hafði hann ekki neinar fréttir af málinu, ekkert hafði gerst, og ekki hafði hann hugmynd um, að hinir krakkarnir höfðu fengið allt sitt greitt. Eftir samtalið við Jón Oddsson hafði ég samband við borgarfógeta- embættið í Reykjavík og fékk þar þær upplýsingar, að Jón Oddsson hefði aldrei lýst kröfu í þetta þrotabú fyrir mig. 2035 Vil ég nú biðja ykkur hjá Lögmannafélagi Íslands að rannsaka fyrir mig gang þessa máls, þ. e. vinnubrögð Jóns Oddssonar í þessu máli. Ég hætti fyrstur hjá fyrirtækinu og fór fyrstur með málið til lögfræðings, og þykir mér þetta því undarlegur seinagangur með mitt mál.“ Þegar stefnandi, Ægir Stefán, kom fyrir dóm 27. október 1988, sagði hann, aðspurður um það, hver hefði ráðið hann: „,„Nú, það var Ólafur Árnason, sem réð mig.“ Við þingfestingu málsins lagði lögmaður stefnanda fram afrit tveggja inn- heimtubréfa frá hinum stefnda lögmanni. Innheimtubréfin, sem dagsett eru 4. júní 1986, dskj. nr. 5, og 4. október 1986, dskj. nr. 6, eru bæði stíluð á Ólaf Árnason, Skólagerði 17, Kópavogi. Á þau er skráð: Afrit sent: Stefáni Ægi Hilmarssyni, Háengi 6, 800 Selfossi. Í greinargerð stefnda, sem hann lagði fram á dómþingi 10. maí 1988, segir m. a.: „„Stefnandi bað stefnda að senda innheimtubréf vorið 1986, sem stefndi gerði, sbr. dskj. nr. 5, sem er ljósrit umrædds bréfs, er stefn- anda var sent, um leið og bréfið fór út ..... Það skal sérstaklega tekið hér fram, að mjög mikil áhersla var lögð á það að fá gögn frá stefnanda, þar sem fram kom í munnlegum upplýsingum hans vafi um réttindi hans í viðkomandi iðngrein, óreglubundinn vinnutími og að samið hefði verið um kaup og kjör með öðrum hætti en samkvæmt kjarasamningum. Þá var og óskað eftir upplýsingum um stéttarfélag. Þá var og óljóst í munnlegum uppl., hver hefði ráðið hann í umrædda vinnu, en hann tilgreindi sem skuldara umræddrar kröfu Ólaf Árnason, Skólagerði 17, Kópavogi, sbr. dskj. 5 og 6 í bréfi stefnanda til stjórnar LMFÍ, dags. 26. janúar 1988, sbr. dskj. 8. Það virtist í viðræðum óljóst, að hve miklu leyti tilgreindur Ólafur hefði ráðið stefnanda til umræddrar vinnu. Var því hér þörf á vandvirkni við gagnaöflun. Tilmæli um gögn og upplýsingar voru margítrekuð við stefnanda og því að þessu leyti rétt, er fram kemur hjá honum á dskj. 8, að hann hafi nokkrum sinnum hringt til stefnda, en honum tjáð, að ekkert væri að frétta af málinu. En hann gleymir að geta þess, að í hverju símtali var honum tjáð, að ekki væri mögulegt að sinna málinu frekar, þar sem gögn og upplýsingar vantaði. Stefnandi reisir kröfur sínar m. a. á því, að stefnda hafi láðst að lýsa umræddum vinnulaunakröfum í gjaldþrotabú tilgr. Ólafs Arnars, Ferju- bakka 14 í Reykjavík, sbr. dskj. 14-20, en úrskurður um töku búsins til skipta var 1. júní 1987, og kröfulýsingarfresti lauk 15. ágúst 1987, rösku ári eftir að stefnandi kom til stefnda, og sinnti eigi allt það ár tilmælum stefnda um gögn o. fl., sbr. áðurgreint. Eðlilega hefði stefndi hætt afskipt- um af umræddri kröfugerð í árslok 1988, sbr. áðurgreint. Samkvæmt upp- lýsingum stefnanda til stefnda, sbr. dskj. 5S-8, og stefnandi hafði fengið ljósrit af og ekki gert athugasemdir við, var þar tilgr. skuldari Ólafur Árna- 2036 son, Skólagerði 17, Kópavogi, er það og endurtekið í bréfi stefnanda til stjórnar LMFÍ, sbr. dskj. 8, dags. 20. janúar 1988. Vandséð er því, hvernig stefndi hefði átt að gera sér grein fyrir, að tilgreint gjaldþrot, sbr. dskj. 14-20, hjá Ólafi Arnars, Ferjubakka 14 í Reykjavík, væri tengt kröfum stefnanda.““ IV. Þegar dómarinn í byrjun þessa mánaðar boðaði lögmenn aðila til þing- halds til endurupptöku og málflutnings, benti hann þeim á það í símtali, að æskilegt kynni að vera að upplýsa nánar, hver hefði verið réttur skuldari vinnulaunakröfu stefnanda. Í þinghaldi 28. þ. m., þegar málið var endur- upptekið og flutt að nýju, lagði lögmaður stefnanda fram með samþykki lögmanns stefnda vottorð Hagstofu Íslands, dags. 28. 6. 1991, svohljóð- andi: „Hér með vottast, að Ólafur Arnars, kt. 210946-2849, hefur átt lög- heimili á þeim stöðum, er hér greinir, frá árinu 1983 að telja: 0. 0. 1983 - 1. 1. 1986 Mjóahlíð 2, Reykjavík, 1. 1. 1986 - 1. 7. 1986** Stigahlíð 24, Reykjavík, 1. 7. 1986 til dagsins í dag Ferjubakki 14, Reykjavík. ** Aðsetur að Skólagerði 17, Kópavogi, frá 1. 1. 1986-1. 7. 1986.“ Áður en málflutningur hófst, bókaði dómari í samræmi við munn- lega ábendingu fyrr í þinghaldinu, áður en gagnaöflun var að nýju lýst lokið: „„Dómari beinir því til lögmanns stefnanda að upplýsa og reifa málið sérstaklega um: Hver sé Ólafur Árnason, Skólagerði 17, Kópavogi, hvert sé samband hans og Ólafs Arnars, Ferjubakka 14, og/eða Brauðgerðarinnar Axið.““ Síðan er bókað: „Lögmaður stefnanda kveður umbjóðanda sinn hafa nefnt Ólaf Arnars Ólaf Árnason. Um frekari skýringar á þessu atriði sé ekki að ræða.““ Vv. Í málflutningi hins stefnda lögmanns, Jóns Oddssonar, kom fram sú skoðun, að mál þetta hefði að líkindum aldrei verið höfðað, ef eigi hefði legið fyrir álit stjórnar Lögmannafélags Íslands, bókað á fundi stjórnar- innar 17. febrúar 1987. Gögn þau, er stjórnin hafi haft í höndum, hafi verið kæra stefnanda frá 26. 1. 1988, en meginefni hennar er að finna á bls. 3 og 4 í dómi þessum, og svarbréf hins stefnda lögmanns við kærunni, dags. 10. febrúar 1988, sem hljóðar svo: „„Umræddur aðili óskaði eftir umræddri innheimtuaðgerð vegna van- goldinna vinnulauna til hans. Var innheimtubréf sent og það ítrekað. Hon- 2037 um var send krafa um greiðslu inn á verkbeiðni, og dróst greiðsla frá honum, eins og um getur í bréfi hans. Í upphafi var honum gerð grein fyrir því, að hann þyrfti að leggja fram gögn, til að unnt yrði að halda málinu áfram, s. s. sundurliðun vegna vinn- unnar og umsamið kaup og taxta. Var þetta ávallt ítrekað við hann og honum tjáð, að ekki yrði hægt að fylgja kröfunni eftir, nema umrædd gögn bærust. Þar sem mér hafa ekki borist umrædd gögn, hefur ekki verið unnt að vinna frekar að málinu, og því miður virðist þetta hafa valdið kæranda tjóni. Harma ég það.“ Bendir lögmaðurinn á tvennt: Stefnandi viti enn ekki betur, þegar hann ritar kæru sína, en skuldari vinnulaunakröfunnar hafi verið Ólafur Árnason. Sama gildi um hann sjálfan, hann hafi, svo sem sjá megi af svarbréfi sínu, gagnrýnislaust tekið það trúanlegt, sem fram komi í kæru, að bú hins uppgefna skuldara, Ólafs Árnasonar, Skólagerði 17, hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Álit stjórnar lögmannafélagsins frá 18. febrúar 1988, þar sem niður- staðan sé sú, „„að Jón Oddsson hafi brotið gegn starfsskyldum sínum með því að lýsa ekki vinnulaunakröfu Ægis Stefáns Hilmarssonar í umrætt þrotabú“, sé reist á röngum upplýsingum; þar sé í samræmi við þau gögn, er stjórnin hafi haft í höndum, byggt á því, að skuldari sá, sem tilgreindur er Í kæru, hafi orðið gjaldþrota. Loks tekur stefndi fram, að nafn Ólafs Arnars, Ferjubakka 14, hafi hann hvorki heyrt né séð varðandi innheimtu þessa fyrr en í innheimtubréfi lög- manns stefnanda í máli þessu til sín, dags. 17. mars 1988. Álit dómsins. Af hálfu stefnanda er málsókn þessi á því reist, að stefndi hafi valdið honum tjóni á saknæman hátt með því að sinna ekki lögmannsskyldum sínum við innheimtu kröfu á hendur Ólafi Arnars, sem varð gjaldþrota 1. júní 1987 og átti heimili að Ferjubakka 14, Reykjavík, er innköllun birtist. Í málinu er fram komið og óumdeilt, að stefnandi fól stefnda ekki inn- heimtu kröfu á hendur nefndum Ólafi Arnars, heldur á hendur Ólafi Árna- syni, Skólagerði 17, Kópavogi. Yfirlýsingu lögmanns stefnanda, er bókuð var við málflutning, verður að skilja svo, að stefnandi hafi nefnt fyrrverandi vinnuveitanda sinn röngu nafni, er hann fól hinum stefnda lögmanni innheimtu kröfunnar, Ólafur Arnars og Ólafur Árnason sé ein og sama persóna. Stefnandi fékk ítrekað tilefni til þess að leiðrétta greinda missögn, ef um missögn var að ræða, er hann fékk afrit af innheimtubréfum lögmannsins, 2038 dags. 4. júní 1986 og 4. október 1986. Fram er komið í málinu, að í kæru til Lögmannafélags Íslands, dags. 21. 1. 1988, sem rituð er nær hálfu ári eftir, að kröfulýsingarfrestur í bú Ólafs Arnars rann út, tilgreinir stefnandi Ólaf Árnason ennþá sem skuldara kröfunnar. Af hálfu stefnanda hefur hvorki verið upplýst, hvort bakaríið Axið, Star- mýri 2, hafi verið skráð firma og þá hvers né hvort einstaklingurinn Ólafur Árnason, Skólagerði 17, hafi verið finnanlegur í þjóðskrá. Vegna þessa skorts á upplýsingum í málinu er ekki unnt að fullyrða, að hinn stefndi lögmaður hefði við vandaðan undirbúning stefnu átt að uppgötva, að skuldari vinnulaunakröfunnar bæri annað nafn en umbjóðandi hans hafði tjáð honum. Að öllu þessu framansögðu athuguðu verður ekki á það fallist með stefnanda, að saknæmri vanrækslu stefnda verði um kennt, að hann lýsti eigi kröfu, er innköllun birtist í þrotabú Ólafs Arnars, Ferjubakka 17. Stefnandi, Ægir Stefán, má sjálfum sér um kenna, að krafan tap- aðist. Er kröfulýsingarfrestur í umrætt þrotabú var úti 16. ágúst 1987, voru liðnir meira en fimmtán mánuðir, frá því að stefndi fékk kröfuna til inn- heimtu, og nær tíu mánuðir, frá því að hann ritaði síðara kröfubréfið. Ekki verður þó talið, að sá dráttur á málshöfðun felli einn sér bótaskyldu á stefnda, eins og hér stendur á, en gögn þau, er stefnandi lét stefnda í té, eigin upplýsingar um tímafjölda og fjárhæð tímakaups, voru Í rýrara lagi sem grundvöllur málshöfðunar. Á hinn bóginn verður að telja, að umræddur dráttur sé slíkur, að stefndi hafi fyrirgert rétti til málflutningsþóknunar, eins og komið er, og er þá jafnframt haft í huga, að stefndi hefur ekki sannað, að hann hafi lagt fyrir umbjóðanda sinn að koma með tiltekin gögn, og stefndi heldur því ekki fram, að hann hafi sjálfur gert frekari reka að gagnaöflun en fólst í því að senda kröfubréfin. Úrslit máls þessa verða því þau, að stefndi verður sýknaður af bótakröfu stefnanda, en stefnda ber að endurgreiða stefnanda lögmannsþóknun, að fjárhæð 10.000 kr., með vöxtum, eins og stefnandi krefst. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður, þ. m. t. þóknun til skipaðs talsmanns stefnanda, Ólafs Sigurgeirssonar hdl., 50.000 kr., greiðist úr ríkissjóði. Gjafsóknar- laun eru stórlega lækkuð, bæði vegna þess að augljóst er, að gjafsóknin hefur fengist á grundvelli úrskurðar LMFÍ, sem lögmaður stefnanda vissi eða mátti vita, að var reistur á röngum og villandi upplýsingum kæranda, Þegar hann fékk gjafsóknina 3. júní 1988, svo og vegna þess, að gagnaöflun stefnanda í málinu er að mati dómarans áfátt, samanber bókanir, áður en gagnaöflun var lýst lokið fyrir hinn síðasta málflutning. 2039 Már Pétursson bæjarfógeti, sem farið hefur með mál þetta frá heimvísun þess 27. mars 1992, kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Jón Oddsson, greiði stefnanda, Ægi Stefáni Hilmarssyni, 10.000 kr. með 27% ársvöxtum frá 15. október 1986 til 1. 3. 1987, með 30% ársvöxtum frá þeim degi til 1. 6. 1987, með 33,6% árs- vöxtum frá þeim degi til 1. 7. 1987, með 30%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. 8. 1987, með 40% ársvöxtum frá þeim degi til 1. 9. 1987, með 42% ársvöxtum frá þeim degi til 1. 10. 1987, með 43,2% árs- vöxtum frá þeim degi til 1. 11. 1987, með 45,6%0 ársvöxtum frá þeim degi til 1. 1. 1988, með 51,6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. 3. 1988, með 45,6% ársvöxtum frá þeim degi til 26. 4. 1988, en með ársvöxtum samkvæmt 10. gr. laga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Leggja skal áfallna dráttarvexti við höfuðstól á tólf mánaða fresti) í fyrsta sinn 1. 1. 1987. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður í málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns stefnanda, Ólafs Sigurgeirssonar hdl., 50.000 kr. 2040 Fimmtudaginn 18. nóvember 1993. Nr. 143/1993. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Valgeiri Borgfjörð Magnússyni (Othar Örn Petersen hrl.). Líkamsárás. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ákærði áfrýjaði máli þessu í heild sinni til Hæstaréttar, og krefst hann sýknu, en ella vægustu refsingar, sem kostur er á. Ríkissak- sóknari gaf út áfrýjunarstefnu 26. febrúar 1993, og er af hálfu ákæruvalds krafist þyngingar á refsingu. Enda þótt ekki liggi ljóst fyrir, hvert var tilefni og upphaf átaka ákærða og S að heimili ákærða 7. nóvember 1991, eru engin efni til að hnekkja því mati héraðsdómara, að S hafi sætt hættulegri og hrottafenginni atlögu af hendi ákærða. Áverkar þeir, sem telja verður afleiðingar af atlögunni, eru taldir upp í læknisvottorðum þeim, sem rakin eru í héraðsdómi. Voru áverkarnir slíkir, að 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 átti hér við, en eins og ákæru er háttað, ber að ákveða refsingu ákærða samkvæmt Í. mgr. sömu greinar, eins og héraðsdómari hefur gert. Með hliðsjón af atvikum öllum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi, þ. e. fangelsi sex mánuði. Ekki þykja hins vegar efni til að skilorðsbinda refsinguna. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað, og jafnframt verður ákærði dæmdur til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Valgeir Borgfjörð Magnússon, sæti fangelsi sex mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin 2041 saksóknarlaun í ríkissjóð, 40.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Othars Arnar Petersen hæstaréttarlög- manns, 40.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 26. janúar 1993. I. Mál þetta, sem dómtekið var 29. f. m., er höfðað fyrir Héraðsdómi Suðurlands með ákæruskjali ríkissaksóknara, út gefnu 5. ágúst 1992, á hendur Valgeiri Borgfjörð Magnússyni, kt. 230247-4989, Bröttuhlíð 5, Hveragerði. Í ákæru segir, að málið sé höfðað á hendur ákærða „fyrir líkamsárás með því að hafa að morgni fimmtudagsins 7. nóvember 1991 í svefnherbergi á heimili sínu eða á gangi þar fyrir framan fellt S, fædda ..... 1956, í gólfið, slegið hana liggjandi mörg hnefahögg í kvið og sparkað margsinnis í kvið henni með þeim afleiðingum, að milta sprakk og blæddi inn á hægri eggja- stokk, og varð að fjarlægja milta, eggjaleiðara og eggjastokk. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Þá krefst nefnd S þess, að ákærði verði dæmdur til að greiða sér skaðabætur, að fjárhæð 1.500.000 krónur, auk dráttarvaxta““. II. Föstudaginn 15. nóvember 1991 var leitað til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna líkamsárásar, sem talið var, að S, fædd..... 1956, hefði orðið fyrir í Hveragerði helgina áður. Árásarmaður var sagður vera Valgeir Borgfjörð Magnússon, ákærði í máli þessu. Hafi S þurft að gangast undir skurð- aðgerð á Landspítalanum í Reykjavík vegna mikilla innvortis meiðsla, sem rekja mætti til árásarinnar. Í málinu hefur verið lagt fram vottorð Jóns Baldurssonar, læknis á slysa- og bæklunardeild Borgarspítalans, um nefnda S, dags. 13. mars 1992. Þar segir svo m. a.: „„Ofanskráður sjúklingur kom á slysa- og sjúkravakt 8/11 1991 kl. 14.27. Í sjúkradagbók er haft eftir henni, að hún hafi að kvöldi 6/11 1991 verið stödd á heimili kunningja, sem reynt hafi að fá hana til samræðis við sig, en hún neitað, og hafi hann þá ráðist á sig. Segir sjúkling- ur árásarmanninn hafa gripið sig kverkataki og hert að einu sinni, tvisvar eða jafnvel þrisvar, einnig, að hann hafi sparkað í kvið sér og snúið upp á handleggi og klipið í þá. Haft er eftir sjúklingi, að bæði muni hafa verið ölvuð. Við skoðun sáust þrír marblettir á hálsi sjúklings; var einn þeirra 2042 hæ. megin á hálsinum, en tveir vi. megin, og var þetta talið líkt og eftir fingur. Einnig voru tveir marblettir á hæ. framhandlegg, u. þ. b. einn og hálfur cm á hvorn veg. Þá voru þrír marblettir af sömu stærð á vi. fram- handlegg. Einnig sást marblettur undir hæ. rifjaboga, og var sá 3 cm á hvorn veg. Þreifieymsli greindust um allan kvið, sérstaklega neðanvert. Einnig voru væg sleppieymsli, en kviður ekki stífur. Leitað var álits vakt- hafandi aðstoðarlæknis á skurðlækningadeild, og taldi hann sjúkling enn vera dálítið undir áhrifum og ekki að sjá marbletti á kvið, en kviður annars allur aumur og þó mest yfir lífbeini. Ekki var kviðurinn þaninn né brett- harður, en sleppieymsli voru á honum. Einnig kom fram, að um væri að ræða þvagtregðu hjá sjúklingi og að ferskt blóð hefði sést í þvagi. Talið var, að hér gæti verið um að ræða innvortis áverka og þá sérstaklega á þvagblöðru. Var því haft samband við vakthafandi lækni á Landspítala, sem hafði bráðavakt þennan dag, og gerðar ráðstafanir til að leggja sjúkling þar inn.“ Í vottorði Höskulds Kristvinssonar, læknis á handlækningadeild Land- spítalans, dags. 25. maí 1992, segir svo um S: „,35 ára gömul kona, sem kom í bráðamóttöku Landspítala frá slysadeild Borgarspítalans 8. 11. 1991. Hún bar sögu um, að ráðist hefði verið á sig og gerð verið tilraun til nauðgunar, hún tekin hálstaki og síðan sparkað í brjóstkassa og kvið. Vegna vaxandi kviðverkja, uppþembu og erfiðleika við þvaglát ásamt ógleði og uppköstum leitaði hún á slysadeild Bsp. og í framhaldi af því send hingað. Við skoðun við komu var hún töluvert meðtekin af verkjum, með mar á hálsi báðum megin og mar á framanverðum hæ. hluta brjóst- kassa, með vægt þaninn kvið og töluverð eymsli við þreifingu. Var einnig með blæðingu frá leggöngum, og sáu kvensjúkdómalæknar hana og töldu það geta stafað af áverka m. a. Gerðar voru sneiðmyndir af kvið vegna grunar um blæðingu frá milta, og sýndu sneiðmyndir, að blæðing var frá miltanu, einnig grunur um uppsafnað blóð niðri í grindarholi. Hún var því tekin í aðgerð, og kom í ljós, að milta var sprungið, en auk þess var hún með blæðingu inn í stóra blöðru á hægri eggjastokk. Miltað var fjarlægt og einnig hægri eggjaleiðari og eggjastokkur..... Áverkar þeir, sem hún hafði við innlögn, eru í samræmi við þá sögu, sem hún gaf, þ. e., að á hana hefði verið ráðist með fyrrgreindum afleiðingum, sem hefðu getað leitt til dauða.“ Í málinu liggur frammi skýrsla Guðmundar Steindórssonar, aðstoðar- varðstjóra hjá lögreglunni í Árnessýslu. Segir þar, að kl. 6.34 að morgni fimmtudagsins 7. nóvember 1991 hafi verið hringt til lögreglu frá Bröttuhlíð 6 í Hveragerði og tilkynnt, að þangað hefði komið kona skömmu áður, sem orðið hefði fyrir líkamsárás. Var óskað eftir aðstoð lögreglu. Fór skýrslugefandi á vettvang ásamt Hlöðver Magnússyni lögreglumanni. Að 2043 Bröttuhlíð 6 hittu þeir S. Er í skýrslunni haft eftir S, að hún hafi verið gestkomandi ásamt móður sinni hjá Valgeiri B. Magnússyni að Bröttuhlíð 5. Hafi þau verið við drykkju fram eftir nóttu. Einhvern tíma um nóttina hafi Valgeir reynt að koma fram vilja sínum gagnvart henni, en hún spornað gegn því. Við það hafi hann reiðst, tekið hana kverkataki, slegið hana í andlit og hent henni út úr húsinu. Hinn 17. nóvember 1991 fór Berglind Kristinsdóttir rannsóknarlögreglu- maður á Landspítalann í Reykjavík og yfirheyrði S þar. Er þar haft eftir S, að hún hafi komið á heimili ákærða að Bröttuhlíð S í Hveragerði að kvöldi fimmtudagsins 7. nóvember (svo) 1991 ásamt móður sinni, M. Hafi ákærði boðið þeim mæðgum til sín í mat. Að málsverði loknum hafi þau spjallað saman og neytt áfengis. Á milli kl. 2 og 3 aðfaranótt föstudagsins hafi M gengið til náða. Kvaðst S hafa setið áfram með ákærða við drykkju og spjall. Um kl. 6 að morgni hafi ákærði viljað leggja sig og beðið S að koma með sér upp í rúm. Því hafi hún neitað. Við það hafi ákærði tryllst. Hafi hann stokkið á sig, þar sem hún stóð á gangi fyrir framan svefnherbergi ákærða, tekið sig hálstaki og dregið sig inn í herbergið. Þar hafi hann hent henni upp í rúm og tekið um háls henni báðum höndum. Þá hafi hann kýlt sig með hnefa í andlitið. Kvaðst S hafa haldið, að hún væri að lifa sína síðustu stund. Hún hafi beðið ákærða að sleppa sér. Hann hafi sagt sér að koma sér út, en samt haldið sér fastri. Kvaðst S hafa náð að mjaka sér fram úr rúminu og fram á gang, liggjandi á bakinu. Ákærði hafi fylgt sér eftir, en þegar komið hafi verið fram á ganginn, hafi hann kropið við hlið sér, tekið með annarri hendi um háls sér og lamið sig í magann með hinni. Síðan hafi hann staðið upp og sparkað margoft í kvið sér. Kvaðst S hafa kallað eftir hjálp, þá er hún og ákærði voru stödd inni í svefnherbergi ákærða. Hafi móðir sín komið þarna að og beðið ákærða að láta af atlögu sinni gagnvart S. Við þau orð móðurinnar hafi ákærði snúið sér að henni, og kvaðst S þá hafa náð að komast út og yfir í næsta hús. Þaðan hafi verið hringt á lögreglu, sem komið hafi á vettvang skömmu síðar. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 14. janúar 1992. Kannaðist hann við að hafa lent í átökum við S í umrætt sinn, en neitaði með öllu að hafa lagt á hana hendur að fyrra bragði. Sagði hann, að komið hefði til átaka með þeim, er hann hefði reynt að verja hendur sínar. Í upphafi skýrslu sinnar lýsir ákærði tildrögum þess, að S og móðir henn- ar fóru með honum til Hveragerðis kvöldið áður en þeir atburðir urðu, sem hér er um fjallað. Er eigi þörf á að rekja sérstaklega efni framburðar hans að þessu leyti. Að sögn ákærða neyttu þau öll áfengis, þegar komið var á heimili hans í Hveragerði. Kvaðst ákærði hafa drukkið bjór, en S og móðir hennar hefðu neytt áfengis, sem S hefði haft meðferðis. Þá hefðu 2044 þau borðað og horft saman á sjónvarp. Kvaðst ákærði hafa gengið til náða um kl. 2 um nóttina. S og móðir hennar hefðu þá verið að rífast. Aðspurð- ur kvaðst ákærði hafa gert ráð fyrir því, að S svæfi í stofunni, en móðir hennar í forstofuherbergi íbúðarinnar. Síðan er eftirfarandi bókað eftir ákærða: „Mætti segir, að það næsta, sem hann viti, sé það, að hann vakn- aði upp um nóttina eða undir morgun við það, að S sat klofvega ofan á sér og var að rífa í hár hans og þrýsta höfði hans þannig aftur fyrir kodda, sem höfuð sitt hafði hvílt á. Á sama tíma var hún að sögn mætta að taka hann kverkataki. Segist hann hafa legið á bakinu, er þetta gerðist. Hann segir, að sér hafi bruðið illa við þetta og náð að velta sér út úr rúm- inu, þrátt fyrir það að S héldi fast í hann og fylgdi þannig með. Kveðst mætti hafa náð að standa upp og slíta sig af henni og spurt hana að því, hvað henni gengi til. Segist hann ekki hafa fengið neitt svar við því, en S þess í stað rokið í sig að nýju og verið alveg stjórnlaus. Aðspurður um, hvernig hún rauk í hann, segir hann, að hún hafi slegið til sín og auk þess bitið sig í höndina. Mætti kvaðst hafa varið sig með því að hrinda henni frá sér og fram á gang íbúðarinnar, þar sem hann sagði henni að hypja sig út. Þá stökk S að nýju á hann og upphóf að nýju áflog, og kveðst mætti þá hafa tekið harkalega á móti henni, tekið hana hálstaki og náð þannig að steypa henni á gólfið. Er hún lenti á gólfinu, hafnaði hún í dyrum að salerni íbúðarinnar og lenti á þröskuldi, sem þar er. Er S lá þar, reyndi hún að sparka í mætta, og segist hann þá hafa náð tökum á henni og síðan brugðið á það ráð að koma henni út úr íbúðinni við svo búið. Það hafi hann gert með því að draga hana fram að útidyrum, út fyrir, og síðan kveðst hann hafa skellt þar í lás.“ Kærandi og ákærði voru samprófuð við rannsókn málsins hjá lögreglu, en ekki fékkst samræmi í skýrslur þeirra. M,..... , Reykjavík, móðir S, gaf skýrslu hjá lögreglu 20. nóvember 1991. Lýsir hún í upphafi skýrslu sinnar aðdraganda að för þeirra mæðgna til Hveragerðis með ákærða. Er þangað var komið, hafi ákærði boðið þeim upp á áfengi. Hafi þær mæðgur neytt áfengis, og reyndar hafi S verið búin að vera undir áfengisáhrifum nokkra daga þar á undan. Þó hafi hún ekki verið mjög drukkin þarna um kvöldið. Ákærði hafi líka neytt áfengis, en þó í litlum mæli. Segir M í skýrslu sinni, að er hún hafi laust eftir miðnætti lagst til svefns í sófa í stofu íbúðarinnar, hafi farið vel á með ákærða og S. Þau hafi þá setið í stofunni og verið að tala saman. Hið næsta, sem hún viti, sé, þegar hún hafi vaknað við það, að S kallaði á sig. Segist hún hafa farið fram úr sófanum og fram á gang, er liggi að svefnherbergi íbúð- arinnar. Dyrnar að herberginu hafi verið opnar og ákærði og S verið þar inni. Hafi S legið á bakinu við hjónarúm, sem þarna er. Hafi ákærði setið eða allt að því legið ofan á henni. Hafi hann verið í nærbuxum einum 2045 fata. Segir M, að er hún hafi komið þarna að, hafi ákærði verið að slá S í kviðinn. Hafi hann slegið hana mörg högg og tekið hana kverkataki að því búnu. Kvaðst M hafa reynt að kalla til ákærða, en svo hafi virst sem hann hafi ekki heyrt til sín. S hafi barist um á meðan og náð að standa upp, er hann hafi losað um kverkatakið. Ákærði hafi þá sparkað tvisvar eða þrisvar í kvið S, og hafi hún þá hnigið í gólfið aftur. Síðan hafi ákærði dregið S fram á gang, sparkað þar í kvið henni og tekið hana kverkataki að nýju. Hafi hann sífellt öskrað á S, að hún skyldi koma sér út. Kvaðst M þá hafa náð athygli ákærða stutta stund og sagt honum, að hann yrði að sleppa takinu, ef S ætti að komast út. Hafi hann þá slakað á takinu og S þá náð að standa upp og hlaupa út úr húsinu. Fyrir dómi var framburður ákærða mjög á sama veg og hjá lögreglu. Hélt hann því fram, að S hefði í umrætt sinn ráðist að sér, þar sem hann hafi verið sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Kvaðst ákærði hafa vaknað við það, að S hefði setið ofan á sér og haldið fyrir vit sér með höndum og kodda. Kvaðst ákærði hafa náð að snúa S af sér, en hún hafi við það fallið í gólfið við hliðina á rúminu og ákærði lent ofan á henni. Hann hafi síðan náð að koma henni út úr svefnherbergi sínu og fram á gang. Þar hafi hann ýtt við henni eða slegið lauslega til hennar, og við það hafi hún fallið á háan þröskuld, sem sé í dyrum, er liggi að salerni íbúðarinnar. Þar hafi hún lent á bakinu. Verður af framburði ákærða ráðið, að hann hafi þá hlunkað sér ofan á S og bæði hné hans lent á kviði hennar. Hann hafi síðan tekið hana kverkataki, náð að snúa baki hennar að brjósti sér og tekist að halda henni þannig, er hann hafi staðið upp. Þessu taki hafi hann ekki sleppt, fyrr en honum hafði tekist að koma S út úr húsinu. Meðan á þessu stóð, hefði S verið nær hamslaus af bræði og ekkert annað komist að hjá ákærða en beita þeim ráðum, sem honum voru tiltæk, til að koma henni út úr húsinu. Með aðgerðum sínum hafi hann aðeins verið að verja hendur sínar vegna tilefnislausrar árásar. Neitar ákærði algerlega að hafa gerst sekur um þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Hann kveðst hins vegar gera sér grein fyrir því, að hann hafi gengið fram með fullmiklum ákafa, er hann hafi hent sér ofan á S með þeim hætti, sem áður er rakið. Í skýrslu ákærða fyrir dómi kemur fram, að M, móðir S, hafi gengið til náða á undan S og sér. Hafi hann búið um M í forstofuherbergi íbúðar- innar, og þar hafi hún sofnað. Kannaðist ákærði ekki við, að S hefði sér- staklega farið þangað inn til að vekja móður sína. M hafi komið að þeim í þann mund, sem ákærði hafði náð að koma S út. Þá kvaðst ákærði hafa haldið útidyrahurðinni og þannig hindrað það, að M kæmist út úr húsinu. Kvaðst ákærði hafa talið, að hún hefði ekkert út að gera. Loks upplýsti ákærði, að hann hefði meinað lögreglumönnum inngöngu í íbúð sína, og 2046 sennilega hefði hann látið einhver ljót orð falla í garð þeirra. Að beiðni lögreglu hefði hann síðan hleypt M út úr íbúðinni. S kom fyrir dóm 17. nóvember 1992. Var framburður hennar þar að mestu leyti í samræmi við framangreinda skýrslu, sem Berglind Kristins- dóttir rannsóknarlögreglumaður skráði eftir henni. Fyrir dómi greindi hún þó frá atlögu ákærða á þann veg, að hann hefði í fyrstu tekið báðum hönd- um um háls henni, en síðan sparkað í sig. Sérstaklega aðspurð kvað hún atlögu ákærða algerlega hafa falist í þessu. Þeim framburði sínum breytti hún, er henni var bent á ósamræmi að þessu leyti í skýrslu sinni fyrir dómi annars vegar og Í frásögn þeirri af atburðarás, sem lögregla skráði eftir henni hins vegar. Minntist hún þess þá, að ákærði hefði slegið sig í kviðinn með annarri hendi. Gaf hún þá skýringu á þessu ósamræmi, að hér væri um smáatriði að ræða, sem hún hefði ekki munað eftir. Meginatriðið væri það, að hún hefði sætt hrottalegri líkamsárás. Þá kom fram hjá S, að hún hefði reynt að vekja móður sína, áður en ákærði réðst að sér. Segir hún m. a. svo frá: ,,..... ég vek mömmu og segi henni að koma fram og tala við mig. Og ég fer strax aftur fram, og það var þá, sem hann alveg trylltist, varð brjálaður, að ég skyldi vekja hana. Og ég vissi alveg, út af hverju hann var vondur ..... , því að hann ætlaði sér annað. Og það var þá, sem maðurinn réðst á mig og henti mér þarna inn í svefnherbergið.“ Loks er vert að taka fram, að í skýrslu sinni fyrir dómi bar S á þann veg, að móðir sín hefði komið að sér og ákærða framan við svefnherbergi ákærða. Kveðst S hafa gert sér vonir um, að ákærði léti við það af atlögu sinni, en það hefði farið á annan veg. Fyrir dómi hélt S því fram, að hún hefði leitað til læknis skömmu eftir hádegi sama dag og þeir atburðir urðu, sem hér er um fjallað. Þegar henni var bent á, að um það bil 32 klukkustundir hefðu liðið, frá því að umrædd- ur atburður var tilkynntur lögreglu og þar til hún leitaði læknisaðstoðar, gaf hún þá skýringu, að hún hefði að öllum líkindum sofið lengur heima hjá móður sinni en hún í upphafi taldi. Þá skýrði S svo frá, að hún hefði verið á heimili móður sinnar að ..... í Reykjavík allt frá þeim tíma, er þær mæðgur komu frá Hveragerði og þar til hún var flutt á Borgarspítalann í Reykjavík skömmu eftir hádegi 8. nóvember 1991. Í skýrslu sinni fyrir dómi kvaðst M hafa vaknað við það hina umræddu nótt, að S hefði kallað til sín. Kannaðist vitnið ekki við það, að S hefði umrætt sinn komið til vitnisins og vakið það. Að sögn vitnisins kom það að ákærða og S framan við svefnherbergi ákærða. Kvaðst vitnið hafa séð ákærða slá S í kviðinn með hnefa, og um leið hefði hann tekið með annarri hendi um kverkar henni. Atlaga ákærða að S hefði eingöngu verið í þessu fólgin. Kvaðst vitnið því ekki hafa séð ákærða sparka í kvið henni. Þá verður ráðið af framburði vitnisins fyrir dómi, að S hafi farið með vitninu 2047 niður á Hlemm í Reykjavík að morgni föstudagsins 8. nóvember 1991. Fram að því hafi hún dvalist á heimili vitnisins og ekki farið út úr húsi. Að kvöldi fimmtudagsins hafi hún fundið til í maga og að morgni föstudags hafi kviðverkir ágerst. Um hádegi á föstudag hafi faðir hennar síðan ekið henni á slysadeild. Vitnið Jóna María Hannesdóttir, Bröttuhlíð 6, Hveragerði, kom fyrir dóm 17. nóvember 1992. Að sögn vitnisins kom S á heimili þess að morgni fimmtudagsins 7. nóvember 1991. Að því er atburði að Bröttuhlíð 5 varðar, tjáði hún vitninu, að þar hefði maður ráðist að sér, er hún hefði ekki viljað sofa hjá honum. Ekki lýsti S fyrir vitninu, í hverju atlaga mannsins hefði verið fólgin. Hún hefði verið dálítið drukkin, hálfgrátandi og beðið um, að hringt yrði á lögreglu, þar sem sér hefði verið hent þarna út. Þá hefði hún verið með svolítinn roða á hálsi og haldið um hann. Blóðlituð slefja hefði verið í munnvikum hennar. Vitnið Helgi Jóhannsson, Bröttuhlíð 6, Hveragerði, kom fyrir dóm 17. nóvember 1992. Að sögn vitnisins var dyrabjöllu á heimili þess hringt á milli klukkan 5 og 6 að morgni 7. nóvember 1991. Kveðst vitnið hafa farið til dyra. Þar hafi verið komin kona, sem óskað hafi eftir því, að hringt yrði á lögreglu. Hún hafi verið á sokkaleistum, í stuttermapeysu og nokkuð við vín, þó ekki kófdrukkin. Hafi hún talað um, að hún hefði ekki viljað þóknast ákærða, eins og hann hefði viljað hafa það, og þá hefði hann vísað sér á dyr. Að mati vitnisins var greinilegt, að konan hafði orðið fyrir ein- hvers konar áfalli. Hún hafi verið kjökrandi og nokkuð miður sín. Þá hafi blóðvilsa verið í munnvikum hennar, en önnur merki um áverka kveðst vitnið ekki hafa greint á konunni. Ekki hafi kona þessi lýst fyrir vitninu átökum að Bröttuhlíð 6. Þá kemur fram hjá vitninu, að samkvæmt frásögn konunnar hafi hún leitað inngöngu í íbúð ákærða, eftir að henni hafði verið vísað þaðan út. Guðmundur Steindórsson lögreglumaður, Hrísholti 20, Selfossi, kom fyr- ir dóm 17. nóvember 1992. Að sögn vitnisins fór það á vettvang í Hvera- gerði að morgni fimmtudagsins 7. nóvember 1991, en hringt hafi verið til lögreglu og óskað aðstoðar. Að Bröttuhlíð 5 hafi kona gefið sig á tal við vitnið og samstarfsmann þess og tjáð þeim, að hún hefði hringt eftir aðstoð lögreglu, þar sem hún hefði orðið fyrir árás manns í næsta húsi. Árásin hefði komið til út af því, að maður þessi hefði ekki komið fram vilja sínum gagnvart sér. Hefði hann þá ráðist að sér, tekið sig kverkataki, lamið sig í andlit og síðan hent sér út úr húsinu. Sjáanlegir áverkar hefðu verið á hálsi konunnar, roði eins og eftir handaför, eins og tekið hefði verið utan um háls henni. Hún hefði verið í miklu uppnámi og átt erfitt með að tjá sig um málsatvik. Ekki hefði verið unnt að merkja ölvunareinkenni á kon- unni umrætt sinn. Að sögn vitnisins fór það að heimili ákærða og knúði 2048 þar dyra. Ákærði hefði hins vegar meinað lögreglumönnunum inngöngu og haft í alls konar hótunum við þá. Að sögn vitnisins hefði hann verið í uppnámi og að mati vitnisins „til í allt“. Það hefði þó eingöngu verið ætlun lögreglumannanna að sjá til þess að beiðni S, að móðir hennar kæm- ist út úr íbúð ákærða. Vitnið Hlöðver Magnússon lögreglumaður, Sigtúni 29, Selfossi, kom fyr- ir dóm 17. nóvember 1992. Skýrði vitnið með hliðstæðum hætti og Guð- mundur Steindórsson frá frásögn S af tildrögum þess, að ákærði vísaði henni út úr íbúð sinni. Ekki kvaðst vitnið minnast þess, að S hefði haft á orði, að hún hefði af þessu tilefni sætt eiginlegri árás af hálfu ákærða. Þá kvaðst vitnið ekki minnast þess, að það hefði merkt áverka á S umrætt sinn, né heldur, að hún hefði kvartað um einhver eymsli eða sársauka. Þá kom fram hjá vitninu, að ákærði hefði meinað lögreglumönnunum inn- göngu á heimili sitt. Dálítill æsingur hefði verið í öllum þarna, en ekki kvaðst vitnið þora að fara með, hvernig hann hefði verið til kominn. Einar Hjaltason skurðlæknir, til heimilis að Víðivöllum 6, Selfossi, kom fyrir dóm 17. nóvember 1992. Voru vitninu kynnt vottorð lækna, sem lögð hafa verið fram í málinu. Að mati vitnisins samrýmast þargreindir áverkar því, að sjúklingur hafi orðið fyrir hnefahöggum og spörkum í kvið 30 til 34 klukkustundum fyrir komu á slysadeild og innlögn á Landspítala. Þá kvað vitnið það þekkt í sambandi við miltisáverka, að ekki væri leitað til læknis vegna slíks áverka fyrr en nokkru eftir, að sjúklingur yrði fyrir hon- um. Myndist rifa á miltanu, fari ekki að blæða úr því strax, blæðingin fari síðan hægt af stað, og það sé ekki fyrr en blóðið komist í snertingu við lífhimnu, sem sjúklingur fari að finna til sársauka, sem reki hann til læknis. Kvaðst vitnið vita dæmi þess, að lengri tími en að framan greinir hafi liðið frá tilurð miltisáverka af því tagi, sem hér um ræðir, og þar til læknisaðstoðar var leitað. Þá sé miltað viðkvæmasta líffærið í kviðarholi, og samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum sé ekki sjaldgæft, að það verði fyrir áverka við högg á kvið. Til þess að valda slíkum áverka þurfi engu að síður mikið högg á kviðinn. Fram kemur í framburði vitnisins, að áverkar þeir, sem S varð fyrir og vottorð lækna tilgreina, bendi til þess, að hún hafi orðið fyrir að minnsta kosti tveimur höggum, áverkar hafi verið á tveimur aðskildum stöðum í kviðarholi hennar. Að því er miltisáverkann varði, sé til þess að líta, að hugsanlegt sé, að hann hafi hlotist vegna mikils þrýstings á síðubarð sjúklings, sem aftur hafi valdið eins konar klemmu- áverka á miltað. Þann áverka megi því hugsanlega rekja til falls manns eða hlutar ofan á sjúkling. Þetta gildi hins vegar ekki um áverka á eggjastokk og eggjaleiðara, þar sé líklegast um að ræða afleiðingar hnefahöggs eða sparks. Samkvæmt gögnum, sem lögð hafa verið fyrir dóminn, er ákærði 168 2049 cm á hæð, en S 164 cm. Þá hefur komið fram hjá ákærða, að þyngd hans hafi verið um það bil 130 kg á þeim tíma, sem hér um ræðir. Þyngd S samkvæmt mælingu, sem gerð var 16. desember 1992, reyndist vera 80 kg. 111. Ljóst er, að til stimpinga kom á milli S og ákærða á heimili hans í Hvera- gerði að morgni fimmtudagsins 7. nóvember 1991. Þau greina hins vegar hvort með sínum hætti frá aðdraganda og upphafi stimpinganna svo og því, sem síðan gerðist. Eru þau ein til frásagnar um atburði, allt þar til móðir S, M, kom að þeim við svefnherbergi ákærða eða á gangi framan við það. Ákærði hefur frá upphafi rannsóknar haldið því fram, að S hafi stofnað til átaka með því að ráðast að sér, en hann hafi þá verið sofandi. Kveðst ákærði eingöngu hafa leitast við að verjast árás S og kappkostað að koma henni út úr íbúðinni. Hann neitar því hins vegar með öllu, að í þessum átökum þeirra hafi hann viðhaft þá háttsemi, sem sér er í ákæru gefin að sök. S hefur jafnan staðhæft, að ákærði hafi ráðist að sér, er hún hafi ekki viljað þýðast hann. Fær framburður hennar að þessu leyti stoð í framburði vitna, sem ræddu við hana, skömmu eftir að ætlaðri atlögu ákærða lauk. Framburður hennar hefur hins vegar ekki verið afdráttarlaus, að því er varðar það atriði, í hverju atlaga ákærða hafi falist. Þá hefur hún litið svo á, að hún hafi leitað til læknis skömmu eftir hádegi sama dag og þeir atburðir urðu, sem hér er um fjallað. Fyrir liggur hins vegar, að um það bil 32 klukkustundir liðu, frá því að umræddur atburður var tilkynntur lögreglu og þar til hún leitaði læknisaðstoðar. Þá hefur S haldið því fram, að hún hafi dvalist á heimili móður sinnar að ..... í Reykjavík allt frá þeim tíma, er þær mæðgur komu frá Hveragerði og þar til hún var flutt á Borgarspítalann í Reykjavík skömmu eftir hádegi 8. nóvember 1991. Geng- ur framburður hennar að þessu leyti mjög gegn framburði móðurinnar, svo sem áður er rakið. Fyrir dómi var framburður M á þann veg, að hún hefði komið að ákærða og S við svefnherbergi ákærða. Kvaðst hún hafa séð ákærða ráðast gegn S með hnefahöggum, og hafi atlaga hans eingöngu verið í því fólgin. Ljóst er af fram lögðum læknisvottorðum og framburði Einars Hjalta- sonar, yfirlæknis á Sjúkrahúsi Suðurlands, að áverkar þeir, sem S hlaut og vottorð lækna tilgreina, samrýmast því meginatriði í framburði þeirra mæðgna, S og M, að S hafi sætt hættulegri og hrottafenginni atlögu af hendi ákærða að morgni fimmtudagsins 7. nóvember 1991. Þá hefur ekkert komið fram í málinu um, að S kunni að hafa fengið þessa áverka á öðrum stað eða tíma. Þá hafa skýringar þær, sem ákærði hefur gefið á orsökum 129 2050 áverkanna, ekki verið settar fram með trúverðugum hætti. Þegar litið er til þessa, framburðar vitna um ástand S og frásagnar hennar af tildrögum ætlaðrar árásr ákærða, skömmu eftir að árásin var afstaðin, og framburðar lögreglumanna um framferði ákærða, er þeir komu að heimili hans, þykir ekki varhugavert að telja sannað þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi með líkamsárás að morgni fimmtudagsins 7. nóvember 1991 valdið S veru- legu tjóni á líkama og heilbrigði, svo sem lýst er í ákæru og vottorði Höskulds Kristvinssonar læknis. Miðað við afleiðingar atlögu ákærða telst brot hans varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. IV. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann árin 1963-1982 alls sjö sinn- um sæst á sektargreiðslur fyrir brot gegn umferðarlögum og áfengislögum. Árið 1972 var hann dæmdur í tíu daga varðhald fyrir ölvunarakstur. Auk þess tilgreinir sakavottorð ákærða fjóra refsidóma fyrir ölvunarakstur og réttindaleysi, og var hinn síðasti þeirra upp kveðinn 29. janúar 1986. Loks sættist ákærði 10. október 1977 á greiðslu sektar vegna brots gegn 261. gr. almennra hegningarlaga. Ekki þykja efni til að beita 3. mgr. 218. gr. a almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar ákærða í máli þessu. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði, en rétt þykir, að fullnustu þriggja mánaða af refsingunni verði frestað skilorðs- bundið í þrjú ár frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. V. Krafa S um bætur úr hendi ákærða, að fjárhæð 1.500.000 krónur, var upphaflega sett fram með bréfi Kristjáns Stefánssonar hæstaréttar- lögmanns, dags. 13. júlí 1992. Með bréfi dómarans til lögmannsins, dags. 4. nóvember 1992, var þess óskað, að bótakrafan yrði skýrð frekar, þar sem hún væri að mati dómarans vanreifuð. Var við aðalmeðferð málsins lagt fram bréf frá lögmanninum, dags. 16. nóvember 1992, þar sem tekið er fram, að bótakrafan taki til tjóns vegna lýtis og miska. Þá segir enn fremur svo í bréfinu: „„S býr varanlega að mjög alvarlegum afleiðingum líkamsárásarinnar. Þannig varð að fjarlægja milta, eggjastokka (sic) og eggjaleiðara. ..... Þá býr S að mjög ljótu öri eftir aðgerðir á kvið, þar sem skurður hafðist illa við og ígerð komst í hann, eins og læknisvottorð sýna.“ Bótakröfunni 13. júlí 1992 fylgdi vottorð Ásmundar Magnússonar, heilsugæslulæknis í Reykjavík. Sýnist þar að mestu höfð hliðsjón af vott- orði Höskulds Kristvinssonar læknis, sem áður er rakið. Þá segir svo í vott- orði Ásmundar Magnússonar: ,,..... sjúklingur var mjög ósamvinnuþýður og 2051 útskrifaði sig gegn læknisráði. Komst þó fljótlega aftur inn á spítalann ..... og útskrifaði sig aftur gegn læknisráði. Sýking komst í skurðsár, og 27. 11. 1991 var tæmdur út gröftur. ..... 7. febr. 1992 lagðist hún enn einn sólarhring inn á handldeild Lsp. vegna blæðingar frá skurðsárinu, sem var stöðvuð með smáaðgerð, bundið fyrir smáæð, sem blæddi. Nú er þetta sár gróið, en örið mjög breitt og lýti að því. Þarf sennilega að gera við það síðar.““ Bótakrafa S verður ekki skilin á annan veg en þann, að undir bóta- fjárhæð falli miski vegna missis þeirra líffæra, sem fjarlægja varð með skurðaðgerð. Nægileg gögn liggja hins vegar ekki fyrir um áhrif þessa á líf og heilbrigði S, og almennar vísbendingar hér að lútandi eru af skornum skammti. Þá benda gögn málsins sterklega til þess, að lýti eftir skurðsár verði að miklum hluta rakið til vangæslu S sjálfrar, hún hafi verið ósam- vinnuþýð á meðferðartíma og farið af sjúkrastofnunum gegn læknisráði. Gögn málsins veita þó ekki fullnægjandi vissu fyrir þessu. S á rétt til miskabóta úr hendi ákærða. Með hliðsjón af því, hvernig bótakrafa hennar hefur verið lögð fyrir dóminn, þykir hins vegar rétt að vísa kröfunni frá dómi. Gefst tjónþola þannig kostur á að reifa bótakröfu sína með skilmerkilegri hætti í sérstakri málsókn. VI. Af hálfu ákæruvalds var sú krafa gerð við aðalmeðferð málsins, að ákærði yrði dæmdur til að greiða sakarkostnað, að fjárhæð 9.143 krónur, sem í bréfi sýslumannsins á Selfossi, dags. 17. nóvember 1992, er sagður vera þóknun til vitnanna Guðmundar Steindórssonar og Hlöðvers Magnús- sonar. Fram kemur í bréfinu, að vitnin, sem eru lögregluþjónar, hafi ekki verið á vakt, er þeir komu fyrir dóm í málinu, og hafi þurft að kalla þá sérstaklega út vegna þess. Er um kröfugerð ákæruvalds að þessu leyti vísað til 62. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ekki verður séð, að ofangreind vitni hafi orðið fyrir kostnaði eða tekjumissi við það að rækja vitnaskyldu sína í máli þessu. Þá fellur sá kostnaður, sem hlaust af komu lögreglumannanna fyrir dóm, ekki undir sakarkostnað í skilningi Í. mgr. 164. gr. laga nr. 19/1991. Verður framangreindri kröfu því með öllu hafnað. Dæma ber ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin sak- sóknarlaun í ríkissjóð, 60.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Sigurðssonar héraðsdómslögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 70.000 krónur. Af hálfu ákæruvalds annaðist Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi sýslumanns- ins á Selfossi, sókn málsins. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan, en dómarinn 2052 fékk málið til meðferðar 1. október 1992. Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans við önnur dómstörf, sem hann þurfti nauðsynlega að sinna frá 15. til 22. þ. m. Dómsorð: Ákærði, Valgeir Borgfjörð Magnússon, sæti fangelsi í sex mánuði. Fresta skal fullnustu þriggja mánaða af refsingunni, og falli sá hluti hennar niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Bótakröfu S er vísað frá dómi. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 60.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Sigurðssonar héraðsdómslögmanns, 70.000 krónur. 2053 Fimmtudaginn 18. nóvember 1993. Nr. 342/1993. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Stefáni Páli Jónssyni (Hlöðver Kjartansson hdl.). Líkamsárás. Skilorð. Skaðabótakröfu vísað frá dómi. Aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu ákæruvalds og ákærða með stefnu 20. júlí 1993. Ríkissaksóknari krefst þess, að refsing samkvæmt héraðsdómi verði þyngd, en staðfest ákvæði hans um skaðabætur. Af hálfu ákærða er aðallega krafist sýknu af kröfum ákæruvalds og að skaðabótakröfu verði vísað frá dómi. Ákærði skýrir svo frá í lögregluskýrslu, að hann hafi umrætt sinn verið nokkuð ölvaður og muni ekki eftir átökum við Ragnar Kristin Garðarsson. Hann minnist þess aftur á móti að hafa ráðist á annan pilt, sem veist hafi að félaga sínum, og hafi sá örugglega ekki verið Ragnar Kristinn. Daginn eftir hafi kunningi sinn, Stefán Eiríksson, tjáð sér, að ákærði hefði lent í átökum við einhvern strák og lamið hann. Hljóti það að hafa verið Ragnar Kristinn. Ákærði kveðst í átökum umrædda nótt hafa nefbrotnað og brotnað hafi upp úr framtönn. Kveðst hann ekki vita, hver valdur var að þessum áverkum. Við yfirheyrslu fyrir dómi kvaðst ákærði ekkert hafa átt sökótt við Ragnar Kristin. Hvorki deilur né átök hafi orðið áður þeirra í milli. Er ákærði var inntur eftir því fyrir dómi, hvers vegna hann lét þau orð falla við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu, að hann drægi ekki í efa, að hann hefði slegið Ragnar Kristin, svaraði hann því til, að sá, sem yfirheyrði sig, hefði gefið í skyn, að lögreglan hefði fjölda vitna að þessu. Stefán Eiríksson, sem ákærði vitnar til í framburði sínum, gaf skýrslu hjá rannsóknarlögreglu. Hann kveðst umrædda nótt hafa verið við veitingahúsið Fjörðinn og séð mann, sem bar hátalarabox. 2054 Hafi hann gengið fram hjá sér. Skömmu síðar hafi komið til átaka, sem hann hafi ekki orðið sjónarvottur að, en hann hafi hins vegar komið þar að, sem maður þessi, er hann nafngreinir ekki, lá í blóði sínu. Stefán kveðst ekki hafa séð ákærða slá mann þenna, en vita til þess, að Loftur Bjarni Gíslason hafi séð átökin. Stefán kveðst hafa séð ákærða slást við annan pilt, áður en nefnd átök urðu. Loftur Bjarni Gíslason var tvívegis yfirheyrður af rannsóknar- lögreglu, 4. desember 1991 og 2. október 1992. Við fyrri yfirheyrslu kvaðst hann umrædda nótt hafa séð ákærða í átökum við mann, sem var að bera hátalarabox frá veitingahúsinu Firðinum. Hann kveðst síðan hafa séð, er maðurinn var ekki lengur með hátalara- boxið í höndunum, en snúið að ákærða. Hafi ákærði „náð manni þessum niður í götuna““ og lamið hann í andlit, svo að blætt hafi úr. Hann hafi ekki séð nákvæm tildrög þessa og ekki þekkt mann- inn. Við síðari yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu kvaðst hann ekki muna vel eftir atviki þessu. Hann hafi ekki séð nefndan mann bera hátalarabox, en komið að, þar sem hann lá í götunni. Hafi hann tekið þátt í því að stöðva átök ákærða við manninn og hjálpað honum. Ýtarleg skýrsla var tekin af vitninu fyrir dómi, og kvaðst hann þá muna vel eftir atvikum. Hann kvaðst kannast við ákærða, og sig minni, að ákærði og umræddur maður hefðu rifist eitthvað, og í framhaldi af því hefði ákærði slegið manninn, sem við það hefði fallið í götuna. Hann hefði síðan verið fluttur af vettvangi í sjúkra- bifreið. Þegar framanskráð er virt ásamt öðrum málsatvikum, sem rakin eru í héraðsdómi, verður að telja sannað, að ákærði hafi gerst sekur um þann verknað, sem lýst er í ákæruskjali, og brotið gegn þeim hegningarlagaákvæðum, sem þar eru tilgreind. Eins og lýst er í héraðsdómi, var ákærði dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi 21. desember 1992. Ber samkvæmt 60. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. 7. gr. laga nr. 22/1955, að taka það mál einnig til meðferðar, að því er hina skilorðsbundnu refsingu varðar, og dæma nú í einu lagi fyrir öll brotin. Er refsing með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þess, haldi 2055 ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Í skýrslu sinni hjá rannsóknarlögreglu 7. nóvember 1991 kvaðst Ragnar Kristinn Garðarsson vera atvinnulaus. Þáttur í skaðabóta- kröfu hans er vegna atvinnutjóns, og er skaðabótakrafa hans að því leyti vanreifuð. Við meðferð málsins láðist að kynna ákærða skaðabótakröfuna, sbr. 2. mgr. 170. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Við svo búið verður ekki hjá því komist að vísa skaðabótakröfunni frá héraðsdómi. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði segir. Við meðferð máls þessa fór ýmislegt úrskeiðis, svo sem nú verður rakið. Ragnar Kristinn Garðarsson var ekki inntur eftir því við yfir- heyrslu hjá rannsóknarlögreglu, hvort hann hefði lent í öðrum átökum umrædda nótt en að framan getur. Sérstök ástæða var þó til að beina rannsókn málsins að því vegna frásagnar, sem Jóhann nokkur Sigurðsson er borinn fyrir í vettvangsskýrslu lögreglu og greinir frá í héraðsdómi, um átök milli hans og Ragnars Kristins fyrr um nóttina. Hvorki var maður þessi yfirheyrður af rannsóknar- lögreglu né fyrir dómi. Skýrslur voru ekki teknar fyrir dómi af Ragnari Kristni Garðarssyni og Stefáni Eiríkssyni og ekki heldur af löggæslumönnum þeim, sem hlut áttu að rannsókn málsins. Þeim láðist að skrá hjá sér nöfn vitna á vettvangi. Lögreglurannsókn í málinu lauk ekki fyrr en rúmum ellefu mánuðum eftir umræddan atburð. Engin skýring hefur verið gefin á þeim drætti. Gallar þessir á meðferð málsins eru ámælisverðir, en verða ekki taldir svo stór- vægilegir, að leiða eigi til ómerkingar hins áfrýjaða dóms og máls- meðferðar í héraði. Dómsorð: Ákærði, Stefán Páll Jónsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum þremur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 2056 Framangreindri skaðabótakröfu er vísað frá héraðsdómi. Staðfest er ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 35.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hlöðvers Kjartanssonar héraðsdómslögmanns, 35.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 2. júní 1993. Ár 1993, miðvikudaginn 2. júní, er á dómþingi í héraðsdómi Reykjaness, sem háð er á reglulegum þingstað í Hafnarfirði af Má Péturssyni héraðs- dómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. S-94/1993: Ákæruvaldið gegn Stefáni Páli Jónssyni, er tekið var til dóms að loknum aðalflutningi 24. maí 1993. I. Mál þetta er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, út gefinni 27. apríl 1993 og birtri fyrir ákærða 10. maí sama ár, á hendur Stefáni Páli Jónssyni, Breiðvangi 66, Hafnarfirði, fæddum 6. febrúar 1972, fæðingarnúmer 484, „„fyrir líkamsárás með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 27. október 1991 við veitingahúsið Fjörðinn við Strandgötu í Hafnarfirði slegið Ragnar Kristin Garðarsson, fæddan 27. nóvember 1967, högg í andlit með þeim afleiðingum, að hann nefbrotnaði og fékk sár á efri vör. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Þá krefst nefndur Ragnar Kristinn Garðarsson þess, að ákærði verði dæmdur til að greiða sér skaðabætur, að fjárhæð 75.000 krónur, auk dráttarvaxta““. Af hálfu ákærða er krafist sýknu af öllum kröfum á hendur sér í málinu og málsvarnarlauna, að fjárhæð 50.000 kr., úr ríkissjóði, en við þing- festingu málsins 14. maí 1993 var Hlöðver Kjartansson hdl. skipaður verj- andi hans. Til vara er krafist, að ákærða verði ekki gerð refsing og bóta- kröfu vísað frá dómi. 11. Aðfaranótt sunnudagsins 27. október 1991 kl. 3.27 var lögreglunni í Hafnarfirði tilkynnt frá slökkvistöð, að verið væri að senda sjúkrabifreið að veitingahúsinu Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar vegna manns, sem væri þar með áverka eftir áflog. Er lögregla kom á staðinn, lá bótakrefjandi í máli þessu, Ragnar Kristinn Garðarsson, kt. 271167-4749, á jörðinni 2057 skammt frá dyrum veitingahússins með áverka á andliti og rænulaus í fyrstu. Hann rankaði þó fljótlega við sér, en gat þó aðspurður ekki gert lögreglunni neina grein fyrir því, hvað gerst hefði. Var hann fluttur af vett- vangi í sjúkrabíl. Enginn gaf sig fram á staðnum við lögreglu sem vitni að atburðinum, „en frá hópi fólks, sem þarna var, heyrðist, að „„Stebbi““ hefði slegið Ragnar Kristin““, segir í vettvangsskýrslu. Dyraverðir, sem lög- reglumenn töluðu við, könnuðust við Stebba þennan og sögðu, að hann hefði verið að skemmta sér þarna. Ákærði kannast við að hafa verið á þessum veitingastað umrætt kvöld, kveðst hafa orðið mjög drukkinn og muna lítið og slitrótt eftir atvikum, þegar hann fór. Þó hafi hann lent í einhverjum átökum þarna, því að hann hafi sjálfur nefbrotnað og brotnað upp úr framtönn. Hann kvaðst ekki vita, hver veitti sér þá áverka, en taldi þó, að það hefði ekki verið umrædd- ur Ragnar Kristinn, sig rámaði ekki í að hafa lent í átökum við hann. Við yfirheyrslu hjá rannsóknardeild lögreglu 19. 11. 1992 var eftir ákærða bókað: „Aðspurður kveðst mætti ekki draga það í efa að hafa slegið þennan Ragnar Kristin, og kveðst hann vera fús að greiða honum sanngjarnar bætur vegna þeirra meiðsla, sem hann hlaut í nefnt sinn.““ Fyrir dómi dró ákærði mjög í land, mótmælti efni ákæru svo og bóta- kröfu. Ákærði kveðst ekki hafa þekkt Ragnar Kristin Garðarsson eða átt neitt sökótt við hann. Loftur Bjarni Gíslason, kt. 120374-3469, Álfaskeiði 38 hér í bæ, þá nem- andi í Flensborgarskóla, bar, að hann hefði séð ákærða ná manni niður í götuna og lemja hann í andlit, svo að blætt hafi úr. Síðan kvaðst vitnið hafa vikið sér frá. Nokkru síðar hefði hann séð, að sami maður var settur í sjúkrabíl og fluttur burt. Hann bar, að hann væri þess fullviss, að þetta hefði verið sami maður. Til. Í frumskýrslu lögreglu er þess getið, að hringt hafi verið á lögreglustöðina frá slysadeild og frá því skýrt, að er þangað kom, hafi Ragnar Kristinn hlaupið út í myrkrið án þess að komast undir læknishendur. Að fengnum þessum upplýsingum hafði lögreglan samband við lögregluna í Kópavogi, sem fór heim til Ragnars Kristins að Lundi 3 og fékk þar þær upplýsingar, að hann væri kominn heim og allt í lagi með hann. Rannsóknardeild lögreglu aflaði vottorðs Borgarspítalans um Ragnar Kristin Garðarsson. Er það dagsett 9. apríl 1992, undirritað af Hauki Árna- syni lækni, og hljóðar svo: „„Hinn 27/10 1991 kl. 5.11 kom á slysadeild Borgarspítalans maður, sem kvaðst heita ofanskráðu nafni. Hann greinir svo frá, að þá skömmu áður hafi hann orðið fyrir áverka, er hann var að hjálpa Sniglabandinu að ganga 2058 frá. Ráðist var á hann. Hann var kýldur í andlitið. Þetta gerðist um kl. 3.30 að morgni þessa dags. Við komu kemur í ljós, að hann er með bólgu- mar umhverfis bæði augu. Hann er með hrufl og bólgu á nefi milli augna. Skurður er á efri vör. Í staðdeyfingu var vörin saumuð með níu sporum af nælonþræði 6:0 og fékk síðan að fara úr slysadeild Borgarspítalans, en gert ráð fyrir, að hann kæmi tíu dögum síðar í saumatöku. Hann kemur aftur tveimur dögum síðar, 29/10 1991, og vill þá fá áverkavottorð. Fær ráðleggingar, og tekin er rtg-mynd af andlitsbeinum hans, en á henni kom í ljós brot á nefbeini, án þess að sýnt væri fram á nokkra tilfærslu á brot- staðnum. Ekki merki um brot á öðrum andlitsbeinum. Mikil þreifieymsli voru yfir nefinu, sem skýrist af ofanskráðri niðurstöðu rtg-rannsóknar. Miðsnesið virtist aðeins hliðrað til vinstri. Sama dag fór hann til skoðunar hjá háls-, nef- og eyrnalækni, og er í skrá þeirra, að saga sé um áverka, eins og að framan greinir, með hrufl yfir nefi og dálítinn þrota yfir nef- beini. Stífla var í hægri nös og sár á efri vör vinstra megin. Það sár var saumað á slysadeild 27/10. Rtg-mynd af nefi sýndi, eins og áður segir, brot á nefi. Talið var, að ekki þyrfti að setja þetta brot í réttar skorður vegna þess, hve lega þess var góð. Ráðgert var, að honum yrði fylgt eftir á háls-, nef- og eyrnadeild og að hann kæmi þangað þremur dögum síðar. Kom til skoðunar á slysadeild Borgarspítalans 7/11 1991, og voru saumar þá teknir úr sári, og litu sárin vel út.“ Ragnar Kristinn Garðarsson gaf skýrslu hjá rannsóknardeild lögreglu 7. nóvember 1991, og var m. a. eftir honum bókað: „„Mætti kveðst hafa verið í veitingahúsinu Firðinum í Hafnarfirði og hafa verið að hjálpa til við að bera hljóðfæri, sem Sniglabandið átti. Mætti kveðst hafa borið niður hátalara og hafa verið kominn niður í undirgöng, sem liggja út á Strandgötu. Þá kveðst mætti muna það að hafa fengið þungt högg á andlit, og kveðst hann hafa snúið sér við og talað við þann, sem sló. Mætti kveðst síðan ekki muna neitt eftir því, sem á eftir kom, og kveðst hafa verið fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Þar kveðst hann hafa staðið stutt við og hlaupið yfir á þann stað, sem hann bjó á þá og er Lundur 3 í Kópavogi. Mætti kveðst síðan hafa leitað sér aðstoðar á slysadeild aftur um nóttina, eftir að hann hafði jafnað sig, og hafi komið í ljós, að hann var með brotið nef og skurð á vör. Mætti kveðst eiga eftir að fara til sér- fræðings í háls-, nef- og eyrnalækningum til að láta lagfæra betur brotið. Mætti kveðst ekki þekkja þann, sem þetta gerði, og kveðst hafa fengið þær upplýsingar, að piltur þessi héti „„Stebbi““.““ IV. Samkvæmt sakavottorði ákærða gekkst hann undir 40.000 króna sekt í sakadómi Hafnarfjarðar 12. apríl 1991 fyrir brot, framið 5. maí 1990, 2059 gegn 217. gr. alm. hgl., sbr. 10. gr. Í. nr. 20/1981, árás á dyraverði á veitingahúsinu A. Hansen. Með dómi, upp kveðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur 21. desember 1992, var ákærði dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn |. nr. 65/1974 um áv. og fíkn. og rg. nr. 16/1986 og 1. mgr. 106. gr. og 1. mgr. 111. gr. alm. hgl. Þar var sakarefnið í sem stystu máli þetta: Nokkrir fíkniefnaneytendur héldu hópinn. Ákærði var óbreyttur liðs- maður. Foringjar hópsins létu póstsenda hass frá Kaupmannahöfn á nafn tiltekins manns í Reykjavík. Þeir höfðu ökuskírteini hans í höndum og fylgdust með því, er tilkynning um póstsendinguna var borin út, og náðu henni. Mynd af einum félaganna var nú sett í ökuskírteinið. Meðan sendingin var á tollpóststofu, leitaði fíkniefnalögreglan þar með hasshundi og fann pakkann, fjarlægði efnið úr pakkanum, kom honum aftur á pósthúsið og gaf póstinum fyrirmæli um að tilkynna sér, er pakkans væri vitjað. Foringja hópsins grunaði, að búast mætti við handtöku á pósthúsinu. En „bærinn var hasslaus““. Því var ákveðið að vitja pakkans og, ef til hand- töku kæmi, að yfirbuga lögreglu og ná pakkanum. Ákærði var með í þeim ráðum. Allt gekk eftir. Tveir fóru á pósthúsið. Sá, er myndin var af, framvísaði ökuskírteininu og kvittaði. Pósturinn kallaði á lögreglu. Hún handtók tví- menningana og tók pakkann í sína vörslu. Fjórir, þar á meðal ákærði í máli þessu, biðu utan við pósthúsið og yfirbuguðu lögregluna, svo að þeir handteknu komust burt. Pakkinn var færður einum félaganna, sem beið skammt frá á mótorhjóli og „brenndi burt“. Atburður þessi gerðist á 11. tímanum árdegis 3. september 1991. Af þeim félögum sjö voru fjórir dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi frá tveggja til sjö mánaða, en þrír, þar á meðal ákærði í máli þessu, voru dæmdir skilorðsbundið. V. Í niðurlagi vettvangsskýrslu lögreglu segir: „„Þess má að lokum geta, að á vettvangi gaf sig á tal við okkur Jóhann Sigurðsson, Engihjalla 9, Kópa- vogi, s. 45526. kt. 280868-3299. Var hann með áverka á andliti og kvaðst hafa fengið þá í átökum við Ragnar Kristin fyrr í nótt. Jóhann kvaðst að svo stöddu ekkert frekar vilja gera í málinu.“ Jóhann þessi hefur ekki verið kallaður fyrir við rannsókn máls þessa, og standa því þessar upplýsingar óhaggaðar að því leyti, sem þær eru ákærða í hag. Samkvæmt þeim tók árásarandlagið Ragnar Kristinn þátt í þeim skipulagslausu óeirðum, sem sakarefnið í máli þessu er angi af. Má 2060 því eftir atvikum líta til málsbótaákvæðisins í niðurlagi 1. mgr. 218. gr. alm hgl. Ákærði virðist sjálfur hafa gengið sár frá róstum þessum. VI. Niðurstöður. Með vettvangsskýrslu lögreglu, framburði vitnisins Lofts Bjarna Gísla- sonar og nægri stoð í öðrum gögnum í málinu, sem skýra nánar atburðarás, þykir fyllilega sannað, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem hon- um er gefin að sök í ákæruskjali, og er brotið þar réttilega heimfært til refsiákvæða. Þar sem brot ákærða var framið 27. október 1991 og því áður en ákærði var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið 21. desember 1992, ber að dæma í máli þessu hegningarauka skv. 78. gr. 1. nr. 19/1940, sem þykir hæfilega ákveðinn sekt, að fjárhæð 60.000 kr. Verði greiðslufall á sektinni, komi þrjátíu daga varðhald í hennar stað. Bótakrafa Ragnars Kristins Garðarssonar fyrir fjártjón og miska, að fjár- hæð 75.000 kr., er studd nægum gögnum og þykir hæfileg og verður því tekin til greina ásamt innheimtulaunum lögmanns, að fjárhæð 15.000 kr., virðisaukaskattur innifalinn. Kröfufjárhæð var lýst 21. apríl 1993, og ber hún vexti, svo sem lýst verður í dómsorði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun, að fjár- hæð 25.000 kr., og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hlöðvers Kjartanssonar hdl., 35.000 kr. Már Pétursson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Stefán Páll Jónsson, kt. 060272-4849, greiði 60.000 króna sekt í ríkissjóð, og komi þrjátíu daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknar- laun til ríkissjóðs, 25.000 kr., og málsvarnarlaun skipuðum verjanda sínum, Hlöðver Kjartanssyni hdl., 35.000 kr. Ákærði greiði Ragnari Kristni Garðarssyni, kt. 271167-4749, 90.000 kr. með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga af 75.000 kr. frá 27. októ- ber 1991 til 21. apríl 1993, en samkvæmt 15. gr. vaxtalaga af 90.000 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Áfallna vexti má leggja við höfuðstól á tólf mánaða fresti. Bótafjárhæð þessi ásamt vöxtum og kostnaði er aðfararhæf að liðnum fimmtán dögum frá birtingu dóms þessa. 2061 Fimmtudaginn 18. nóvember 1993. Nr. 201/1993. Hrönn hí. (Helgi V. Jónsson hrl.) gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigrún Guðmundsdóttir hrl.) og gagnsök. Skattar. Veiðiheimild. Stjórnarskrá. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Máli þessu skaut Hrönn hf., Ísafirði, til Hæstaréttar með stefnu 20. júlí 1993. Krefst félagið þess „aðallega, að öllum kröfum gagn- áfrýjanda í máli þessu verði hafnað, til vara, að viðurkennt sé, að aðaláfrýjanda sé heimilt að afskrifa hina umdeildu aflahlutdeild á þremur árum og að lagt verði fyrir ríkisskattstjóra að endurákvarða álögð opinber gjöld gjaldársins 1990 í samræmi við þá afskrift““. Þá er krafist málskostnaðar. Fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs gagnáfrýjaði 26. ágúst sl. og gerir þessar kröfur: „„Aðallega, að úrskurður ríkisskattanefndar nr. 545 frá 20. maí 1992 verði felldur úr gildi, að því er tekur til niðurfellingar á tekju- skatti, 15.049.147 kr., og lækkunar á eignarskatti um 654.164 kr. og lækkunar á sérstökum eignarskatti um 136.284 kr. og aðaláfrýj- anda verði gert að greiða þessar fjárhæðir í samræmi við álagningu skattstjóra, dags. 18. janúar 1991. Til vara er þess krafist, að dómurinn ákvarði, hver hin umdeilda árlega afskrift af viðkomandi aflahlutdeild skuli vera, enda þótt hún verði ekki ákveðin hærri en 20%0 af kaupverði aflahlutdeildarinnar.““ Krafist er dráttarvaxta og málskostnaðar. I. Málavextir eru raktir í héraðsdómi. Í reikningum aðaláfrýjanda fyrir 1989 var fé það, sem greitt var fyrir svonefnda aflahlutdeild, 59.254.000 krónur, dregið frá tekjum 2062 á árinu. Skattstjóri Vestfjarðaumdæmis taldi þetta óheimilt. Ríkis- skattanefnd taldi það aftur á móti heimilt í úrskurði, sem hún kvað upp 20. maí 1992. Þar segir meðal annars: „Svo sem ágreiningsefnið horfir við ríkisskattanefnd, þykir með hliðsjón af almennum lagarökum og lagaviðhorfum eðlilegast að telja kæranda hafa verið heimilt í skattskilum sínum að gjald- færa kaupverð umræddra veiðiheimilda sem rekstrarkostnað samkvæmt ákvæðum 1. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekju- skatt og eignarskatt, á kaupári þeirra, m. a. með hliðsjón af eðli þeirra, að engum sérstökum ákvæðum er til að dreifa um með- ferð veiðiheimildanna í skattskilum svo og að ekki er hægt að henda reiður á neinu afmörkuðu tímabili til gjaldfærslu, eins og fyrirkomulagi er háttað á þessu sviði, sbr. nú lög nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, er ekki kveða á um neitt afmarkað heildartímabil veiðiheimilda. Á þessum forsendum er fallist á aðalkröfu kæranda í máli þessu.“ Í 31. gr. laga nr. 75/1981 segir um frádrátt frá tekjum af atvinnu- rekstri. Í 1. tl. er heimilað að draga frá rekstrarkostnað, „það er þau gjöld, sem eiga á árinu að ganga til að afla teknanna, tryggja bær og halda þeim við““. Nefnd eru ýmis atriði Í þessu sambandi, þar á meðal er fyrning eigna. Þetta ákvæði heimilar ekki aðaláfrýjanda að gjaldfæra í skatt- framtali sínu fyrir 1989 59.254.000 krónur, þar sem réttindin, sem keypt voru fyrir þessa fjárhæð, voru ætluð til tekjuöflunar á mörgum árum. Eigi er í öðrum lagaákvæðum berum orðum veitt heimild til frádráttar kostnaðar við kaup á aflahlutdeild, en sérstök ákvæði um, að hann sé óheimill, eru ekki heldur í lögum. Bendir og ríkis- skattanefnd á, „að engum sérstökum ákvæðum er til að dreifa um meðferð veiðiheimildanna í skattskilum““. Að þessu athuguðu verður að kanna, hvort ákvæði skattalaga verði skýrð svo, að þau taki þrátt fyrir framanskráð til ágreinings- efnisins í þessu dómsmáli. Verður þá að hafa í huga, að í 40. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 segir meðal annars: „„Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum.““ Getur verið álita- mál, hvort þetta ákvæði takmarkar það svigrúm, sem dómstólar hafa til að beita viðteknum lögskýringarreglum í dómsmálum um skatta. 2063 II. Eins og í héraðsdómi segir, keypti aðaláfrýjandi fiskveiðiheimild, sem ekki var tímabundin, fyrir 59.254.000 krónur á árinu 1989, „„aflahlutdeild““ eða „langtímakvóta““. Þessi réttindi höfðu stjórn- völd nokkrum árum áður veitt öðrum án endurgjalds, en tíðkanlegt er, að þau gangi eftir það kaupum og sölum. Lög um stjórn fiskveiða voru á árinu 1989 og eru enn með þeim hætti, að helstu nytjafiska má aðeins veiða, ef til þess er fengið almennt veiðileyfi, og aðeins í tilteknu magni eftir ákvörðun stjórnvalda. Aflahlutdeild skips ræður mestu um það magn, sem í þess hlut fellur. Er því um að ræða fémæt réttindi. Þeir, sem þeirra njóta, hafa ekki að lögum tryggingu fyrir því, að þeir geti síðar notað aflahlutdeildina til tekju- öflunar, en á grundvelli reynslu og spár um, hvað verða muni í fiskveiðum, eru kaup engu að síður gerð, eins og þetta dómsmál sýnir. Þegar þessi atriði eru virt, er ekki varhugavert að fallast á það, sem segir í héraðsdómi, að hin keyptu réttindi falli undir 73. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981. Segir þar: „„ Til skattskyldra eigna skal telja allar fasteignir, lausafé og hvers konar önnur verðmæt eignarréttindi, með þeim takmörkunum sem um ræðir í 75. gr., og skiptir ekki máli, hvort eignirnar gefa af sér arð eða ekki.““ Takmarkanir 7S. gr. eiga ekki við í þessu dóms- máli. Ill. Þessu næst verður úr því að skera, hvort lög heimili að fyrna þessi réttindi. Um fyrnanlegar eignir segir í 32. gr. laga nr. 75/1981. Henni var breytt með lögum nr. 8/1984 og hljóðaði eftir það þannig: „„Fyrnanlegar eignir eru varanlegir rekstrarfjármunir, sem notaðir eru til öflunar tekna í atvinnurekstri eða í sjálfstæðri starfsemi og rýrna að verðmæti við eðlilega notkun eða aldur. Helstu flokkar þeirra eru þessir: 1. Lausafé, þar með talin skip, loftför, bifreiðar, vélar og tæki. 2. Mannvirki, þar með talin ræktun á bújörðum og byggingar. 3. Eyðanleg náttúruauðæfi og keyptur réttur til nýtingar þeirra. 4. Keyptur eignarréttur að verðmætum hugverkum og auð- 2064 kennum, svo sem höfundaréttur, útgáfuréttur, réttur til hagnýtingar upplýsinga, réttur til einkaleyfis og vörumerkis. 5. Stofnkostnaður, svo sem kostnaður vegna skráningar fyrir- tækis, öflunar atvinnurekstrarleyfa, kostnaður við tilraunavinnslu, markaðsleit, rannsóknir, öflun einkaleyfis og vörumerkja.“ Aflahlutdeildin verður að sönnu ekki eftir strangri orðskýringu talin „rýrna að verðmæti við eðlilega notkun eða aldur““. Svo er ekki heldur um þau verðmæti, sem talin voru í 4. tl. og S. tl. greinar- innar. Túlka verður orðalag greinarinnar um „helstu flokka“ fyrnanlegra eigna svo, að fleiri eignir geti talist fyrnanlegar en þær einar, sem taldar voru upp í töluliðum 1-5. Er ekki varhugavert að telja réttindin, sem fjallað er um í þessu dómsmáli, fyrnanleg. IV. Eins og mál þetta horfir nú við, verða dómstólar að kveða á um fyrningarhlutfallið, en það varðar skattstofninn. Samkvæmt 7. tl. 38. gr. laga nr. 75/1981, sbr. lög nr. 8/1984, skyldi fyrna réttindi, sem talin voru í 4. og S. tl. 32. gr., þannig, að fyrningarhlutfallið væri 20%. Réttindi þau, sem mál þetta varðar, eru eðlislík þeim réttindum, sem talin voru í þessum töluliðum. Þegar tekið er tillit til þeirrar óvissu, sem er um fégildi afla- heimildarinnar eftir kaupin, og litið til 4. mgr. 98. gr. laga um hluta- félög nr. 32/1978 og til álits reikningsskilanefndar Félags löggiltra endurskoðenda frá 26. ágúst 1991 varðandi góðar reikningsskila- venjur um gjaldfærslu kaupverðs óáþreifanlegra eigna, er rétt að staðfesta þá niðurstöðu héraðsdóms, að fyrningarhlutfallið skuli vera 2000. Í máli þessu er deilt um skatta fyrir árið 1989, og eru ekki lagarök til að kveða á um fyrningu á öðrum árum. Samkvæmt framanskráðu verður staðfest ákvæði héraðsdóms um að fella úr gildi úrskurð ríkisskattanefndar 20. maí 1992. Þá ber að staðfesta málskostnaðarákvæði dómsins. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómsorð: Úrskurður ríkisskattanefndar nr. 545 frá 20. maí 1992 er felldur úr gildi. Aflahlutdeild þá, sem aðaláfrýjandi keypti 1989, skal fyrna um 20% á því ári. 2065 Staðfest er málskostnaðarákvæði héraðsdóms. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Garðars Gíslasonar hæstaréttardómara. Ég er sammála meiri hluta dómsins um það, að keypt aflahlut- deild skips skuli talin til skattskyldra eignarréttinda samkvæmt 73. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981. Hins vegar verður ekki á það fallist, að eignarréttindi þessi teljist fyrnanleg samkvæmt skattalögum. Eins og í III. kafla í atkvæði meiri hluta greinir, eru fyrnanlegar eignir skilgreindar í 32. gr. laganna þannig, að þær rýrni að verð- mæti við eðlilega notkun eða aldur. Aflahlutdeild í nytjastofnum á Íslandsmiðum, sem úthlutað er til skips og gengur kaupum og sölum, fellur engan veginn undir neinn þeirra töluliða, sem nefndir eru í 32. gr. laganna, enda er þar um gjörólík verðmæti að ræða. Aflahlutdeild í nytjastofnum á Íslandsmiðum verður ekki talin eign, sem rýrnar að verðmæti við eðlilega notkun eða aldur, vegna þess að hér er um að ræða veiðiheimild á tegundum sjávardýra, sem eiga tilveru sína að öllu leyti undir náttúrunni sjálfri. Enginn getur haft raunveruleg umráð þeirra, en einkenni þeirra eigna, sem nefndar eru Í upptalningu 32. gr. laganna, eru einmitt, að unnt er að hafa slík umráð. Enginn veit því, hvort þessi verðmæti rýrna við eðlilega notkun eða aldur. Mætti telja öllu líklegra, að þau geri það ekki. Öðru máli gegnir um óhóflega eða óeðlilega notkun, en gegn henni er lögum um stjórn fiskveiða ætlað að sporna. Tel ég því, að fallast beri á með gagnáfrýjanda, að lagaheimild skorti til fyrningar á aflahlutdeild og að þær falli ekki undir 32. og 38. gr. laga nr. 7S/1981 með rýmkandi lögskýringu. Eins og kröfugerð gagnáfrýjanda er háttað, er dómurinn bundinn við það, að lágmark fyrningarhlutfalls verði ákvarðað í samræmi við ákvörðun skattstjóra Vestfjarðaumdæmis og ríkisskattstjóra, sem var 80 á ári. Samkvæmt ofansögðu verður að gæta ýtrustu varúðar við ákvörðun fyrningarhlutfalls í máli þessu. Eftir atvikum ber því að fallast á aðalkröfu gagnáfrýjanda. Ég er sammála meiri hluta dómenda um, að málskostnaður fyrir Hæstrétti falli niður. 130 2066 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 3. júní 1993. Mál þetta var höfðað með stefnu, dagsettri 14. desember 1992, en þing- festri 15. desember s. á. Málið var dómtekið 13. maí sl. að loknum munn- legum málflutningi. Stefnandi er fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson, kt. 181043-4669, Arnarhvoli, f. h. íslenska ríkisins, en stefndi er Hrönn hf., kt. 640169-4199, Eyrargötu 2-4, Ísafirði. Sigrún Guðmundsdóttir hrl. flutti málið fyrir stefnanda, en Helgi V. Jónsson hrl. fyrir stefnda. Samkomulag er með málsaðilum að reka málið fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. Dómkröfur. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega, að úrskurður ríkisskattanefndar nr. 545 frá 20. maí 1992 í kærumáli stefnda verði felldur úr gildi, að því er tekur til niðurfellingar á tekjuskatti, 15.049.147 kr., lækkunar á eignar- skatti um 654.164 kr. og lækkunar á sérstökum eignarskatti um 136.284 kr. og stefnda verði gert að greiða þessar fjárhæðir í samræmi við álagn- ingu skattstjóra, dags. 18. janúar 1991. Til vara er þess krafist, að dómurinn ákvarði, hver hin umdeilda árlega afskrift af viðkomandi aflahlutdeild skuli vera, þó svo, að hún verði ekki ákveðin hærri en 20%0 af kaupverði aflahlutdeildarinnar. Krafist er dráttarvaxta af fjárhæðum í aðalkröfu skv. 6. mgr. 110. gr. og 1. mgr. 112. gr. laga nr. 75/1981 með síðari breytingum og III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. mars 1991 og til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda að mati réttarins. Upphaflegar dómkröfur stefnda voru þær aðallega, að öllum kröfum stefnanda í máli þessu yrði hafnað. Til vara er þess krafist, að stefnda sé heimilt að afskrifa hina umdeildu aflahlutdeild á þremur árum. Í báðum tilvikum er þess krafist, að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands án virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Við munnlegan málflutning breytti stefndi kröfugerð sinni þannig: Til vara, að honum sé heimilt að afskrifa hina umdeildu aflahlutdeild á þremur árum og lagt verði fyrir ríkisskattstjóra að endurákvarða álögð opinber gjöld gjaldársins 1990 í samræmi við þá afskrift. Til þrautavara, að fallist dómurinn á kröfur stefnanda í málinu, verði ríkisskattstjóra gert að lækka aðstöðugjald gjaldársins 1990 um 333.480 kr. og álagt kirkjugarðsgjald um 5$.002 kr. 2067 Málavextir. Málavextir eru í aðalatriðum sem hér segir: Árið 1989 keypti stefndi aflakvóta til fiskveiða fyrir 83.070.100 kr. Var annars vegar um að ræða kaup á aflahlutdeild (langtímakvóta), sem veitir ótímabundna heimild til fiskveiða á nytjastofnum hér við land, en hins veg- ar kaup á aflamarki (skammtímakvóta), sem einungis gildir til eins árs í senn, frá 1. september til 31. ágúst á næsta ári. Skattstjórinn á Ísafirði móttók skattframtal stefnda fyrir árið 1990 25. júní sama ár ásamt nokkrum fylgiskjölum, þó ekki ársreikningi stefnda. Lagði skattstjóri framtalsgögn þessi óbreytt til grundvallar við álagningu opinberra gjalda stefnda. Hinn 9. ágúst s. á. barst skattstjóranum ársreikningur stefnda. Þar kom m. a. fram, að stefndi hafði keypt aflakvóta árið 1989 fyrir 83.070.100 kr. og fært til gjalda á rekstrarreikningi. Leit skattstjóri á móttöku árs- reikningsins sem kæru skv. 99. gr. laga nr. 75/1981. Skrifaði hann stefnda bréf, áður en hann felldi úrskurð sinn, og fór m. a. fram á skýringu á gjaldaliðnum „,kvótakaup““, 83.070.100 kr., á rekstrarreikningi fyrir árið 1989. Stefndi svaraði bréfi þessu 7. desember 1990 og sundurliðaði gjaldfærslu kvótakaupanna þannig, að kaup á aflamarki (skammtímakvóta) hefðu numið samtals 23.816.100 kr., en aflahlutdeild (langtímakvóta) 59.254.000 kr. Í bréfinu kom enn fremur fram af hálfu stefnda, að hann teldi, að það hefði enga lagastoð að eignfæra og fyrna keyptan kvóta. Í kjölfar þessa bréfs stefnda kvað skattstjóri upp úrskurð í málinu, dags. 18. janúar 1991. Í úrskurði skattstjóra er miðað við, að eignfæra skuli öll kaup á langtímakvóta og fyrna með sama hætti og væri um skip að ræða (8% á ári), sbr. 1. tl. 38. gr. laga nr. 75/1981 með síðari breytingum. Leiddi þessi ákvörðun skattstjóra til þess, að eignfærður var langtímakvóti, að fjárhæð 54.513.680 kr., en leyfð fyrning á 4.740.320 kr., sem færð skyldi til gjalda á rekstrarreikningi stefnda. Hafði þessi afstaða skattstjóra í för með sér hækkun opinberra gjalda stefnda til stefnanda fyrir gjaldárið 1990, að fjárhæð 15.839.595 kr., sem sundurliðast þannig: Hækkun tekjuskatts kr. 15.049.147 Hækkun eignarskatts — 654.154 Hækkun sérstaks eignarskatts — 136.284 kr. 15.839.585 Á móti kom lækkun aðstöðugjalds, að fjárhæð — 333.480 Lækkun kirkjugarðsgjalds — S.002 Þessari niðurstöðu vildi stefndi ekki una og kærði úrskurð skattstjóra til ríkisskattanefndar 15. febrúar 1991. Krafðist hann þess aðallega, að 2068 heimiluð yrði gjaldfærsla á kaupum aflahlutdeildar í eitt skipti fyrir öll mið- að við kaupár, en til vara, að kaupin yrðu eignfærð, en afskrifuð á þremur árum, þar sem kaupverð aflahlutdeildarinnar væri þrefalt það verð, sem greitt væri fyrir aflamark. Ríkisskattstjóri krafðist þess aftur á móti í bréfi til ríkisskattanefndar, dagsettu 16. september 1991, að hinn kærði úrskurður yrði staðfestur. Ríkisskattanefnd ákvað 12. nóvember 1991 með vísan til 6. mgr. 100. gr. laga nr. 75/1981, að málið skyldi flutt skriflega. Skiluðu málsaðilar greinargerðum til ríkisskattanefndar og ítrekuðu kröfur þær, sem að framan er lýst. Ríkisskattanefnd kvað upp úrskurð í málinu 20. maí 1992. Niðurstaða nefndarinnar var á þá leið, að kröfur Hrannar hf., stefnda í máli þessu, voru teknar til greina, þ. e. a. s., að stefnda hefði verið heimilt að gjaldfæra kaupverð aflakvóta að fullu á kaupári án tillits til þess, hvort keypt var aflahlutdeild eða aflamark. Þessari niðurstöðu vill stefnandi ekki hlíta og hefur því höfðað mál þetta. Málsástæður og lagarök. Stefnandi heldur því fram, að kaup stefnda á ótímabundinni aflahlut- deild (langtímakvóta) geti ekki fallið undir rekstrarkostnað í skilningi 1. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981, þar sem lagaákvæði þetta eigi einungis við út- gjöld, sem ganga eigi til tekjuöflunar á sama ári og til útgjaldanna er stofnað. Kaupin hafi hins vegar verið gerð í því skyni að afla tekna á ókomnum árum. Um sé að ræða eins konar eignarréttindi eða atvinnurétt- indi, sem gangi kaupum og sölum og hafi ákveðið markaðsverð. Af þessum ástæðum falli þessi réttindi vafalaust undir eignarhugtak 73. gr. laga nr. 75/1981, en þar segir m. a., að til skattskyldra eigna teljist hvers konar önnur verðmæt eignarréttindi. Því sé eðlilegt að eignfæra þessi útgjöld. Stefnandi grundvallar aðalkröfu sína á eftirfarandi þremur ástæðum, sem að hans dómi eiga hver um sig að leiða til þess, að taka beri hana til greina. Í fyrsta lagi rökstyður stefnandi mál sitt því, að lagaheimild skorti til fyrningar á aflahlutdeild (langtímakvóta). Í 38. gr. laga nr. 75/1981 sé að finna tæmandi talningu þeirra eigna og eignarréttinda, sem heimilt sé að fyrna. Þar sé aflakvóta í engu getið. Í 6. tl. greinarinnar sé fjallað um eyðanleg náttúruauðæfi. Fiskstofnar falli ekki undir þá skilgreiningu, þar sem þeir endurnýist sjálfkrafa líkt og rennsli í fallvatni. Engu breyti, þótt tímabundnar truflanir verði á endurnýjuninni. Fiskstofnarnir séu einmitt dæmi um endurnýjanlega auðlind, sem sé andhverfa hugtaksins eyðanleg auðlind (t. d. námaréttur). Gagnályktun frá 6. tl. 38. gr. styðji, að fyrn- ingarheimild sé ekki til að dreifa. Sama megi segja um 7. tl. 38. gr. Þar 2069 sé einungis um að ræða stofnkostnað, þ. e. kostnað, sem til verður við undirbúning eða stofnun fyrirtækis, svo sem öflun atvinnurekstrarleyfis, sem tekur nánast til þess eins að afla opinberra leyfa til að stunda atvinnu. Þá heldur stefnandi því enn fremur fram, að 1. tl. 38. gr. veiti í sjálfu sér ekki heimild til að afskrifa langtímakvóta með sama hætti og skip það, sem kvótinn fylgir, enda þótt álagningu hafi verið hagað með þeim hætti. Frádráttur frá skattskyldum tekjum verði að hafa örugga stoð í lögum, en ekki sé því til að dreifa um fyrningu aflakvóta. Í öðru lagi styðst stefnandi við þá málsástæðu, verði ekki fallist á þau sjónarmið, sem tilgreind eru hér að framan, að telja verði, að 1. tl. 38. gr. skattalaga skuli beitt um kaup stefnda á langtímakvóta, svo sem skatt- stjóri og ríkisskattstjóri gerðu við skattálagningu gagnvart stefnda fyrir um- rætt ár. Eðlilegt sé að tengja aflahlutdeildina við skipið og telja hana fylgifé þess og fyrna hana með sama hætti. Styðst þetta að mati stefnanda við 5. gr., 2. mgr., 7. gr., ll. gr. og 12. gr. laga nr. 38/1990 og 3. gr., 4. gr., 5. gr., 6. gr. og 14. gr. laga nr. 3/1988, sem giltu til 31. desember 1990. Í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 38/1990 (sbr. áður 2. mgr. 14. gr. laga nr. 3/1988) segi, að við eigendaskipti á fiskiskipi fylgi aflahlutdeild þess, nema aðilar geri sín á milli skriflegt samkomulag um annað. Hér sé nánast lögfest, að aflahlutdeildin teljist til fylgifjár fiskiskips. Víki þetta í engu frá almennum reglum um fylgifé skips eða fasteignar. Með hliðsjón af framansögðu sýnist stefnanda sú regla skattstjóra og ríkisskattstjóra mjög eðlileg og lögum samkvæmt að heimila 8% ársfyrningu á skipi og aflahlut- deild í einu lagi. Í þriðja lagi styður stefnandi aðalkröfu sína þeim rökum, að fiskauð- lindin hljóti að vera eyðanleg, sé hún ekki óeyðanleg. Þessu til stuðnings vísar stefnandi í 6. tl. 38. gr. skattalaga, en þar er fjallað um fyrningu á keyptum rétti til nýtingar eyðanlegra náttúruauðæfa. Í 1. mgr. 38. gr. segi, að fyrning skuli vera árlegur hundraðshluti af fyrningargrunni. Í 6. tl. greinarinnar sé hundraðshlutinn ekki ákveðinn, en sé að sjálfsögðu háður samþykki skattstjóra. Afstaða skattstjóra og ríkisskattstjóra liggi fyr- ir, eins og fram komi hér að framan, þ. e. að leyfa 8%o fyrningu á ári. Varakrafa stefnanda felur í sér tilmæli til dómsins, að hann ákvarði ár- lega afskrift langtímakvóta, enda þótt hún verði ekki ákveðin hærri en 20% af kaupverði hans. Vísar stefnandi til 3. mgr. 98. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978 í þessu sambandi, sem mætti hafa hliðsjón af. Telur stefnandi, að lög standi tæpast til að ákvarða miklu hærri ársfyrningu en þar greinir miðað við núverandi aðstæður við takmörkun fiskveiða. Stefnandi vísar til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um málskostnaðarkröfu sína, en styður málarekstur sinn við 11. mgr. 100. gr. laga nr. 75/1981. 2070 Stefndi reisir málsvörn sína á eftirfarandi málsástæðum og lagarökum: Um 1. málsástæðu stefnanda. Frá fornu fari hafi hafsvæðin umhverfis Ísland, utan netlagna, verið al- menningur, sem enginn hafi getað helgað sér sem sína eign. Þetta sjónarmið sé áréttað í 1. gr. laga nr. 3/1988, þar sem segi, að fiskstofnar á Íslandsmið- um séu sameign Íslensku þjóðarinnar. Sama sé áréttað í lögum nr. 38/1990. Af þessum sökum hefur enginn einstaklingur eða lögaðili verið skattlagður til eignarskatts af þeim verðmætum, sem felast í fiskimiðunum umhverfis landið. Á þessu hafi engin breyting orðið, þegar tilteknar fiskveiðar urðu takmarkaðar við þá, sem fengu til þess leyfi. Hvorki veiðiréttur, úthlutuð aflahlutdeild né verðmæti það, sem fólst í veiðileyfinu, sem stjórnvöld hafi úthlutað, hafi verið talin eignarskattsskyld, hvorki fyrr né síðar. Réttindi þessi hafi því ekki verið talin falla undir „hvers konar önnur verðmæt eignarréttindi“, er upp séu talin sem skattskyldar eignir skv. 73. gr. laga nr. 75/1981 með síðari breytingum. Yrði það brot á jafnræðisreglunni, ef keypt aflahlutdeild væri skattskyld gagnstætt úthlutaðri aflahlutdeild, þ. e. a. s., að eignarskattsfrjáls úthlutuð aflahlutdeild yrði að eignarskatts- skyldri eign hjá kaupanda við sölu þess aðila, sem fékk úthlutun á afla- hlutdeildinni og þurfti ekki að standa skil á eignarskatti af henni. Af þessari ástæðu sé því haldið fram, að keyptur réttur til fiskveiða, sem felst í afla- hlutdeild, teljist ekki til eignarréttinda og geti því ekki skoðast sem grunnur að eignarskattsstofni. Gildi sú regla, hvort sem aflahlutdeild teljist ófyrnan- leg eða fyrnanleg til gjalda samkvæmt lögum. Stefndi heldur því og fram, að ósamræmis gæti í kröfugerð stefnanda að því leyti, að annars vegar sé gert ráð fyrir því, að aflahlutdeild sé ófyrnanleg eign, en hins vegar grundvallist kröfugerð hans á því, að álögð opinber gjöld verði við það miðuð, að aflahlutdeild sé fyrnanleg eign. Í þessu felist krafa um svar við lögfræðilegu efni, sem dómurinn verði ekki krafinn um, sbr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Með vísan til alls þess, sem að framan er rakið, getur stefndi ekki fallist á það sjónarmið stefnanda, að aflahlutdeild sé eignarskattsskyld skv. 73. gr. laga nr. 75/1981, en um leið ófrádráttarbær til gjalda. Um 2. málsástæðu stefnanda. Stefndi heldur því fram, að 32. gr. laga nr. 75/1981 geri skýran greinar- mun á fyrnanlegum fastafjármunum og öðrum fyrnanlegum eignum. Því séu engin rök til að telja réttindi eins og aflahlutdeild til fylgifjár skips. Í þessu sambandi bendir stefndi á, að eigandi aflahlutdeildar þurfi ekki að vera eigandi skips. Þá hafi það sannast, að 8% árleg afskrift sé allt of lág og ekki í samræmi við árlega rýrnun verðmætis aflahlutdeildar, a. m. k. nú síðustu ár. Nær sé að telja aflahlutdeild til þeirra fyrnanlegu eigna, 2071 sem taldar séu í 5. tl. 32. gr., sbr. „„öflun atvinnurekstrarleyfa““, þar sem í kaupum á aflahlutdeild felist kaup á ígildi atvinnurekstrarleyfis. Skv. 4. mgr. 7. tl. 38. gr. laganna, sem gilti, þar til lög nr. 111/1992 voru sett, sé heimilt að færa slík kaup að fullu til frádráttar tekjum á kaupári. Stefndi mótmælir sérstaklega þeirri málsástæðu stefnanda, að fiskauð- lindin kunni að teljast eyðanleg náttúruauðlind, sem falli undir fyrningar- reglur 6. tl. 38. gr. Stefndi bendir einnig á, að myndaðir hafi verið nýir flokkar eigna með lögum nr. 111/1992, 4. gr. laganna, sbr. nú 31. gr. Á laga nr. 75/1981. Eignir þessar teljist ekki til fyrnanlegra eigna, en samt sé heimilt að færa kaupverð þeirra niður með jöfnum fjárhæðum á fimm árum án uppreikn- ings skv. 26. gr. laganna. Hafi þessar eignfærslur jafnan verið nefndar á bókhaldsmáli „langtímakostnaður““, hafi þær á annað borð verið færðar til eignar í reikningsskilum. Meðal þessara niðurfæranlegu eigna séu taldar þær eignir, sem áður heyrðu undir 5. tl. 32. gr. Í tilvitnuðu ákvæði laganna nr. 111/1992 sé sérstaklega tilgreindur stofnkostnaður við kaup á fram- leiðslurétti í landbúnaði, en sá réttur sé sambærilegur við aflahlutdeild í sjávarútvegi. Samkvæmt þessum nýju lögum sé ekki talið, að um sé að ræða fyrnanlega eign, heldur kostnað, sem ákveðið sé með lögunum að dreifa til gjalda á fimm ár. Stefndi bendir einnig á það, að legið hafi fyrir við setningu laganna nr. 111/1992, að stjórnvöld hafi ekki viljað una úrskurði ríkisskattanefndar um skattalega meðferð aflahlutdeildar. Löggjafinn hafi þrátt fyrir þetta lát- ið hjá líða að taka á þessu vandamáli. Verði því að líta svo á, að löggjafinn hafi sætt sig við úrskurð ríkisskattanefndar. Stefndi telur, ef niðurstaða dómsins verður á þá leið, að aflahlut- deild skoðist fyrnanleg eign, að engu að síður sé heimilt að gjaldfæra allt kaupverð aflahlutdeildar skv. 4. mgr. 7. tl. 38. gr. laga nr. 75/ 1981. Að öðru leyti telur stefndi, að kaup aflahlutdeildar falli undir frádráttar- bæran rekstrarkostnað skv. 1. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981, eins og meðferð þessara réttinda sé háttað, og vísar til úrskurðar ríkisskattanefndar því til stuðnings. Sú regla viðhaldi jafnrétti milli gjaldenda og sé eðlileg, þegar til þess sé horft, að söluverð slíkrar aflahlutdeildar sé að fullu talið til tekna á sama ári og kaupin séu gerð. Þannig haldist í hendur skattskylda seljanda og gjaldfærsla kaupanda. Þá liggi fyrir, að svo mikil sé óvissa um framtíð aflahlutdeildar, að óger- legt sé að ákvarða verðmæti hennar til frambúðar. Telur stefndi, að for- sendur úrskurðar ríkisskattanefndar standist fullkomlega. Varakrafa stefnda er við það miðuð, að verði ekki fallist á, að heimilt sé að gjaldfæra kaupverð aflahlutdeildar á kaupári, beri að leyfa gjald- 2072 færslu hennar á þremur árum, þar sem kaupverð hennar hafi verið þrefalt það verð, sem greitt sé fyrir árskvóta. Þrautavarakrafa stefnda er á því reist, komist dómurinn að þeirri niður- stöðu, að eignfæra beri og fyrna til gjalda kaupin á aflahlutdeild hans, að það eigi að leiða til lækkunar aðstöðu- og kirkjugarðsgjalds fyrir gjaldárið 1990 og síðar. Þessi gjöld renni til hlutaðeigandi sveitarfélags, og geti því svo farið, þegar endanleg niðurstaða dómstóla liggi fyrir, að ekki verði unnt að fá fram leiðréttingu gjaldanna, nema tekin sé bein afstaða til þess í dómi. Forsendur og niðurstaða. Dómurinn lítur svo á, að með kaupum sínum á umræddri aflahlutdeild hafi stefndi öðlast réttindi, sem falli undir eignarhugtak 73. gr. laganna um tekju- og eignarskatt nr. 75/1981, enda sé aflahlutdeildin bæði varanlegt og verulegt verðmæti. Skv. því er rétt að færa kaupin á aflahlutdeildinni sem eign á efnahagsreikningi. Af þessari ástæðu ber að hafna úrskurði ríkisskattanefndar nr. 545/1992 frá 20. maí 1992. Kemur því til skoðunar, hvort beita megi fyrningarreglum laga um tekju- og eignarskatt nr. 75/1981 og þá hvernig. Í 32. gr. laganna er þeirra eigna getið, sem heimilt er að fyrna, en 38. gr. laganna geymir reglur, sem ákvarða, hvernig fyrna skuli þær eignir. Í tilvitnuðum lagagreinum er ekki að finna ákvæði, sem taki beint til þess, hvort og hvernig fyrna skuli aflahlutdeild. Ástæða þess er sú, að réttindi þau, sem hér er um deilt, eru svo ný af nálinni og svo sérstaks eðlis, að löggjafinn sá þau ekki fyrir við setningu tekju- og eignarskattslaga og tók því ekki beina afstöðu til þessa álitaefnis. Það er álit dómsins, að gagnályktun verði ekki beitt hér með þeim hætti, að fyrning aflahlutdeildar sé talin óheimil, enda þótt lögin geti þessa fyrir- brigðis ekki beinlínis. Þvert á móti verður talið, að 32. gr. laganna um tekju- og eignarskatt feli í sér nægjanlegar heimildir í þessu efni, eins og síðar verður rakið. Ekki verður því fallist á þá málsástæðu stefnanda, að aflahlutdeild sé ófyrnanleg eignarréttindi, heldur ber að fyrna hana í samræmi við megin- reglur, sem fyrningarákvæði laganna um tekju- og eignarskatt byggjast á. Fyrningarreglur skattalaga eru reistar á því grundvallarsjónarmiði að heimila, að gjaldfærður sé ákveðinn hundraðshluti af kaupverði tiltekinna eigna eða eignarréttinda á ári hverju, svo að fé myndist hjá rekstraraðila til endurnýjunar á viðkomandi eign að loknum áætluðum líftíma hennar. Gerður er greinarmunur á eignum í þessu sambandi, og ræður áætlaður endingar- eða nýtingartími þeirra árlegu fyrningarhlutfalli. Fyrningarreglur 32. gr. skattalaga, sbr. 38. gr. sömu laga, gera greinar- mun annars vegar á áþreifanlegum eignum, svo sem fasteignum og lausafé, 2073 og hins vegar á óáþreifanlegum eignum, svo sem eyðanlegum náttúru- auðæfum og keyptum nýtingarrétti þeirra, keyptum eignarréttindum að hugverkum og auðkennum, svo sem höfundarrétti, útgáfurétti og rétti til einkaleyfis, stofnkostnaði o. fl. Hin óáþreifanlegu eignarréttindi eru í sjálfu sér ekki eyðanleg verðmæti, en hins vegar er almennt talið, að þau nýtist eiganda þeirra einungis um takmarkaðan tíma. Því hefur verið talið eðlilegt að eignfæra þessi eignarréttindi og fyrna með ákveðnum hætti. Réttindi þau, sem um er deilt í þessu máli, eru þess eðlis, að óvíst er, hversu lengi þau nýtist eiganda þeirra, stefnda. Nefna má í þessu sambandi óvissu, sem kann að stafa af minnkandi aflamarki (skammtímakvóta), breyttri stefnu stjórnvalda eða löggjafans. Dómurinn lítur svo á með hliðsjón af framansögðu, að umrædd kaup stefnda á aflahlutdeild skuli jafna við kaup á þeim réttindum, sem tilgreind eru í 4. tl. 32. gr. laga um tekju- og eignarskatt nr. 75/1981, og skal því fyrna kaupin í samræmi við 7. tl. 1. mgr. 38. gr. sömu laga með hliðsjón af eðli réttindanna og nýtingartíma þeirra, þ. e. 20% á ári. Þykir 4. mgr. 98. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978 styðja þessa niðurstöðu. Skv. framansögðu er niðurstaða dómsins því þessi: Úrskurður ríkisskattanefndar nr. 545/1992 frá 20. maí 1992 er felldur úr gildi í samræmi við aðalkröfu stefnanda og heimiluð 20% árleg fyrning á aflahlutdeild stefnda skv. varakröfu stefnanda. Miðað við þessa niðurstöðu eru ekki efni til að taka afstöðu til dráttar- vaxtakröfu stefnanda. Þrautavarakrafa stefnda kom fyrst fram við munnlegan flutning málsins. Þykir hún of seint fram komin, og verður því ekki tekin efnisleg afstaða til hennar. Málskostnaður fellur niður. Dóm þennan kváðu upp Skúli J. Pálmason héraðsdómari ásamt með- dómsmönnunum, Stefáni Má Stefánssyni lagaprófessor og Sverri Ingólfs- syni, viðskiptafræðingi og löggiltum endurskoðanda. Dómsorð: Úrskurður ríkisskattanefndar nr. 545/1992 frá 20. maí 1992 er felld- ur úr gildi í samræmi við aðalkröfu stefnanda. Við ákvörðun skatta fyrir rekstrarárið 1989, þ. e. skattframtal ársins 1990, skal stefndi færa til gjalda 11.850.800 kr. sem fyrningu vegna kaupa á aflahlutdeild árið 1989, en eignfæra 47.403.200 kr. Síðan skal fyrna árlega við skattframtöl næstu fjögurra ára 2000 miðað við fyrn- ingargrunn $9.254.000 kr., fyrst við skattframtal ársins 1991. Málskostnaður fellur niður. 2074 Fimmtudaginn 18. nóvember 1993. Nr. 247/1990. Arngrímur Ingimundarson (Jón Oddsson hrl.) gegn þrotabúum Verslunarinnar Víðis sf., Eiríks Sigurðssonar og Matthíasar Sigurðssonar (Sigurður G. Guðjónsson hrl.). Gjaldþrot. Riftun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnum 20. júní 1990 og 8. ágúst s. á. Hann krefst sýknu af öllum kröfum stefndu, að hin áfrýjaða fjárnámsgerð verði úr gildi felld og að stefndu verði gert að greiða sér málskostnað in solidum í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Til vara krefst hann þess, að kröfur stefndu verði verulega lækkaðar og málskostnaður verði þá felldur niður. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og fjárnáms- gerðar og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Málsaðilar kveða engan ágreining vera um málsatvik. Áfrýjandi keypti í september 1987 af bræðrunum Eiríki og Matthíasi Sigurðs- sonum hesthús, hlöðu, kaffistofu o. fl. á félagssvæði Fáks í Víðidal. Vegna vanefnda bræðranna varð áfrýjandi að greiða hinn 20. apríl 1988 gjaldfallna skuld sér óviðkomandi hjá innheimtuaðila skuldar- innar, samtals 861.554,60 krónur, sem hvíldi með veði á hinni seldu eign. Skömmu áður hafði hann fengið í hendur veðskuldabréf það, sem mál þetta fjallar um, hjá umboðsaðila bræðranna, Þorsteini Steingrímssyni, löggiltum fasteignasala, og átti bréfið að ljúka þessari skuld. Áfrýjandi kveðst hafa greitt í milli u. þ. b. eitt hundrað þúsund krónur, sem bréfið var hærra en skuldinni nam. Er það stutt framburði vitnanna Jóns Ólafssonar, löggilts endur- skoðanda, og fyrrgreinds Þorsteins Steingrímssonar. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi, er ágreiningsefnið það, hvort afhending veðskuldabréfsins til áfrýjanda hafi verið greiðsla 2075 til hans á skuld, sem sé riftanleg, annaðhvort samkvæmt 1. mgr. 54. gr. eða 61. gr. þágildandi gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Hér er um að ræða fasteignaviðskipti málsaðila og uppgjör kröfu vegna þeirra. Veðskuldabréf eru algengur og venjulegur greiðslu- eyrir í fasteignaviðskiptum. Hvort skuld telst greidd með óvenju- legum greiðslueyri í skilningi 1. mgr. 54. gr. gjaldþrotalaga, fer eftir atvikum og eðli viðskipta aðila hverju sinni. Eins og á stóð, verður ekki talið, að umrætt veðskuldabréf, enda þótt það sé út gefið af þriðja aðila, hafi verið óvenjulegur greiðslueyrir í þessum viðskipt- um, svo að riftanlegt sé samkvæmt 1. mgr. 54. gr. gjaldþrotalaga. Stefndu hafa enn fremur vísað til 61. gr. gjaldþrotalaga, en eigi sýnt fram á, að riftunarskilyrðum þess ákvæðis hafi verið fullnægt í máli þessu. Greiðsla þessi telst því ekki riftanleg samkvæmt ákvæðum gjaldþrotalaga nr. 6/1978, og ber að sýkna áfrýjanda af kröfum stefndu. Ber þá einnig að fella úr gildi hina áfrýjuðu fjár- námsgerð. Stefndu greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, eins og í dómsorði greinir, og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Áfrýjandi, Arngrímur Ingimundarson, skal vera sýkn af kröfum stefndu, þrotabúa Verslunarinnar Víðis sf., Eiríks Sigurðssonar og Matthíasar Sigurðssonar, í máli þesssu. Framangreint fjárnám er úr gildi fellt. Stefndu greiði in solidum áfrýjanda 250.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 10. maí 1990. Mál þetta, sem dómtekið var 26. apríl sl., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 13. apríl 1989, af Sigurði G. Guðjónssyni hrl. sem skipta- stjóra í þrotabúum Verslunarinnar Víðis sf., nafnnr. 9189-5242, Eiríks Sig- urðssonar, nafnnr.. 1878-1263, og Matthíasar Sigurðssonar, nafnnr. 6549- 3888, f. h. þrotabúanna gegn Arngrími Ingimundarsyni, kt. 231112-4139, Grettisgötu 2, Reykjavík. 2076 Dómkröfur. Endanlegar dómkröfur stefnenda eru eftirfarandi: 1. að rift verði með dómi greiðslu á skuld Eiríks Sigurðssonar, Matthíasar Sigurðssonar og Víðis sf. við Arngrím Ingimundarson, er fram fór skömmu fyrir gjaldþrot Víðis sf. með afhendingu veðskuldabréfs, að nafnverði 1.187.500 kr., út gefins 29. mars 1988 af Svavari Egilssyni með grunnvísi- tölu 1958, tryggðs með 2. veðrétti í hluta af fasteigninni Lynghálsi 5, Reykjavík, jarðhæð,. 2. að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnendum 1.187.500 kr. með dráttarvöxtum skv. 10. og 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 22. apríl 1988 til greiðsludags, þannig, að dráttarvextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 22. apríl 1989. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar l...). Dómkröfur stefnda eru þær, að kröfum stefnenda í málinu verði alger- lega hafnað og að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnenda í máli þessu, en til vara, verði eigi fallist á aðalkröfu stefnda, að kröfur stefnenda verði verulega lækkaðar og einvörðungu teknar til greina að óverulegu leyti. Þá verði stefnendum í öllum tilvikum gert in solidum að greiða stefnda málskostnað l...). Málavextir. Stefnandi kveður málavexti þá, að með úrskurði skiptaréttar Reykja- víkur, upp kveðnum 22. apríl 1988, hafi bú sameignarfélagsins Víðis, Austurstræti 17, Reykjavík, verið tekið til gjaldþrotaskipta að beiðni eig- enda félagsins, þeirra Matthíasar Sigurðssonar, Eiríks Sigurðssonar og Vig- dísar Eiríksdóttur, ásamt búum þeirra. Við yfirheyrslur í skiptarétti Reykjavíkur 26. júlí 1988 og 25. október 1988 yfir endurskoðanda félagsins, Jóni Ólafssyni, hafi komið fram, að skuldabréfum, er gefin höfðu verið út af kaupendum Verslunarinnar Víðis sf. í Austurstræti 17, Reykjavík, hafði verið ráðstafað með ýmsu móti, og meðal þeirra, er fengu greiðslu, hefði verið stefndi í máli þessu, Arngrímur Ingimundarson. Krafa sú, er Arngrímur fékk greidda með veðskuldabréfi, hafi átt rót að rekja til kaupsamnings, dags. 16. september 1987, um hesthús, hlöðu, kaffistofu o. fl. á félagssvæði Fáks í Víðidal, Reykjavík, milli stefnda ann- ars vegar og Eiríks, Matthíasar og Víðis sf. hins vegar. Samkvæmt kaup- samningnum keypti stefndi eignir þessar fyrir 5.000.000 kr. Hafi hann meðal annars tekið að sér greiðslu skuldar, er hvíldi á hinni seldu eign. Hafi hún verið tilgreind svo í samningnum, að skuldareigandi væri Fákur- Iðnb., fyrsti gjalddagi kaupanda, þ. e. stefnda í máli þessu, væri febr.- mars, gjalddagar væru tvisvar á ári, skuldin hefði upphaflega verið 400.000 2077 kr. og eftirstöðvar um 600.000 kr. Upplýsingar þessar hafi verið rangar, enda hvorki hirt um það af hálfu seljenda, fasteignasalans né heldur kaup- anda að leiða eða reyna að fá hið rétta í ljós leitt, t. d. með öflun veðbókar- vottorðs og kröfu af hálfu kaupanda um, að seljendur framvísuðu kvittun- um, er sýndu, að hin yfirtekna skuld væri í skilum. Vanræksla þessi hafi leitt til þess, að stefndi hafi orðið að greiða hina yfirteknu skuld upp, þar sem hún hafi verið gjaldfelld vegna vanskila seljenda með bréfi, dags. 11. apríl 1987, en uppboðs hafði verið krafist á hinni veðsettu eign 10. desem- ber 1987. Stefndi hafi greitt hina gjaldföllnu skuld hjá innheimtuaðila hennar, Fjárheimtunni hf., 20. apríl 1988, samtals 1.700.319,40 kr. Þar af hafi 861.554,60 kr. verið vegna gjalddaga 20. febrúar 1987 og 20. ágúst 1987. Áður en stefndi innti síðastgreinda greiðslu af hendi, hafi hann fengið skaðabótakröfu sína á hendur seljendum hesthússins greidda að fullu með veð- og verðtryggðu skuldabréfi, út gefnu 29. mars 1988 af Svavari Egils- syni, að nafnverði 1.187.500 kr., með grunnvísitölu 1958, tryggðu með 2. veðrétti í jarðhæð fasteignarinnar Lyngháls 5, Reykjavík. Í máli þessu sé krafist riftunar á ráðstöfun skuldabréfsins til stefnda. Fjárhæð dómkröfunnar sé miðuð við nafnverð skuldabréfsins á útgáfudegi þess, 29. mars 1988. Í greinargerð stefnda er málavöxtum svo lýst, að stefndi hafi keypt um- rætt skuldabréf hjá Þorsteini Steingrímssyni fasteignasala, Austurstræti 17, Reykjavík. Hafi stefnda þá verið alls ókunnugt um fjárhagsaðstæður stefn- enda. Hafi ofangreindur fasteignasali boðið umrætt skuldabréf til sölu á eðlilegum kjörum verðbréfamarkaðar. Stefndi og Ragnar Hinriksson hafi keypt af stefnendum, þ. e. Matthíasi Sigurðssyni og Eiríki Sigurðssyni, hesthússbyggingar F-8 í Elliðaárdal í Reykjavík, nánar tiltekið 50%0 eignarhluta heildarbyggingarinnar. Í þeim viðskiptum hafi stefndi og Ragnar verið á sviksamlegan hátt leyndir stöðu áhvílandi veðskulda á hinni seldu eign. Hafi komið í ljós, að vanskil selj- enda við þriðja aðila voru til innheimtu vegna vanskila hjá Fjárheimtunni hf. í Reykjavík. Samkvæmt ákvörðun fasteignasalanna Þorsteins Steingrímssonar og Ragnars Tómassonar hrl. hafi verið ákveðið, að andvirði veðskuldabréfs í vörslu Þorsteins yrði ráðstafað til greiðslu umræddrar vanskilaskuldar stefnenda við þriðja aðila. Umrætt skuldabréf hafi hins vegar verið talið verðmeira en umrædd skuld og því ákveðið að bjóða það til sölu. Stefndi hafi keypt umrætt bréf af Þorsteini Steingrímssyni á þeim kjörum, er bréfið var boðið, og umsömdu verði, settu upp af fasteignasalanum. Hafi stefndi greitt fyrir bréfið með peningagreiðslu til fasteignasalans og hafi jafnframt tekið að sér að greiða vanskilaskuld stefnenda við þriðja aðila, en skuldin 2078 hafi verið til innheimtu hjá Fjárheimtunni hf., en sú fjárhæð hafi aðeins verið hluti kaupverðsins. Hafi stefndi staðið í skilum að öllu leyti með sínar skuldbindingar varð- andi kaup umrædds veðskuldabréfs af umræddum fasteignasala. Hafi stefnendur ekki skaðast af viðskiptum þessum, er stefndi hafi gert í góðri trú, en ákvarðanir um ráðstöfun á greiðslum stefnda þetta varðandi hafi verið teknar af umræddum fasteignasala, Þorsteini Steingrímssyni. Fyrrgreind vanskilaskuld, er var til innheimtu hjá Fjárheimtunni hf., hafi verið stefnda óviðkomandi, þar sem um hafi verið að ræða kröfur hjá þriðja aðila á hendur stefnendum. Umrædd viðskipti hafi stefndi gert í góðri trú á verðbréfamarkaði hins löggilta fasteignasala. Málsástæður. Málsástæður stefnenda eru þær, að óumdeilt sé, að fyrir gjaldþrot Víðis sf. hafi stefndi átt gjaldfallna skaðabótakröfu á hendur Víði sf. og Matthíasi og Eiríki Sigurðssyni vegna vanefnda þeirra við sölu hesthússins til stefnda 16. september 1987. Skaðabótakröfu þessa hafi stefndi fengið greidda einhvern tíma á tímabilinu 29. mars 1988 til 20. apríl 1988 með verðtryggðu skuldabréfi, út gefnu 29. mars 1988 af Svavari Egilssyni til Víðis sf., tryggðu með veði í Lynghálsi 5 hér í borg, að nafnverði 1.187.500 kr. Skaðabótakrafan hafi því verið greidd með óvenjulegum greiðslueyri í skilningi gjaldþrotalaga og svo skömmu fyrir gjaldþrotið, að hún sé riftan- leg samkvæmt 1. mgr. 54. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Stefnda, sem tvímælalaust hafi haft hag af þessari ráðstöfun, beri að greiða þrotabúinu í það minnsta nafnverð skuldabréfsins, 1.187.500 kr., sbr. 62. gr. laga nr. 6/1978, auk dráttarvaxta frá úrskurðardegi, 22. apríl 1988, sbr. 9., 10., 12. og 14. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. og bráða- birgðalög nr. 83/1988. Verði ekki fallist á framangreint, sé því haldið fram, að rifta beri ráð- stöfun þessari á grundvelli 61. gr. gjaldþrotalaga, þar sem stefndi hafi vitað eða hafi mátt vita, að Víðir sf. var ógjaldfær, er afhending skuldabréfsins til hans fór fram, og dæma stefnda til greiðslu bóta skv. 63. gr. laga nr. 6/1978, er beri dráttarvexti frá úrskurðardegi til 22. apríl 1988 til greiðslu- dags, sbr. áður tilvitnuð lagaákvæði vaxtalaga nr. 25/1987. Krafa um málskostnað sé reist á 175. gr. laga nr. 85/1936, sbr. lög nr. 54/1988, sbr. 10. og 12. gr. laga nr. 25/1987 og bráðabirgðalög nr. 83/ 1988. Sýknukröfu sína reisir stefndi á því, að stefndi hafi verið í góðri trú, og einnig á reglum fjármunaréttar um aðilaskipti að viðskiptabréfum. Um sé að ræða viðskipti í góðri trú, er upp séu sett af þekktri fasteignasölu sem seljanda. Hluti umrædds kaupverðs hafi samkvæmt umræddum samn- 2079 ingum við kaup á skuldabréfinu verið notaður til að greiða skuldir stefn- enda til þriðja aðila, er voru vegna vanskila til innheimtu hjá Fjárheimtunni hf. Því sé algerlega mótmælt, að tilgreindar reglur og ákvæði gjaldþrota- laga nr. 6/1978 eigi hér við, hvorki að því er varðar riftun, endurkröfu né skaðabætur. Þá sé vísað til þess, að stefndi hafi greitt mun meira fyrir umrætt skulda- bréf en nam vanskilaskuld stefnenda við þriðja aðila og umrædd fasteign, þ. e. hesthúsið, sé í eigu fleiri en stefnda. Umrædd ákvörðun um þessi við- skipti hafi verið tekin af öðrum en stefnda, sem átt hafi umrædd viðskipti í góðri trú, þar sem hann hafi keypt viðskiptabréf á fasteignasölu og verð- bréfamarkaði. Til frekari rökstuðnings sé vísað til reglna á sviði fjármunaréttar og kröfuréttar, einkum að því er varðar kaup á viðskiptabréfum, einnig laga nr. 39/1922 og laga nr. 7/1936. Forsendur tilgreindra ákvæða laga nr. 6/1978 í málatilbúnaði stefnenda eigi ekki við um umrædd viðskipti, enda umrædd krafa á hendur stefnendum frá þriðja aðila. Hugsanleg riftun myndi þá frekar beinast að umbjóðanda Fjárheimtunnar hf., er gert hafi kröfur á hendur stefnendum. Stefndi hafi aldrei tekið að sér að greiða umrædda skuld stefnenda sem sína skuld. Við umrædda greiðslu stefnda til Fjárheimtunnar hf. hafi stefndi ekki eignast kröfu á stefnendur og hafi því ekki verið gert fært að lýsa kröfu í þrotabú þeirra á innköllunarfresti. Stefndi hafi að öllu leyti staðið við skuldbindingar sínar í umræddum viðskiptum í góðri trú og án þess að skaða nokkra hagsmuni. Ábyrgð og ákvörðun um hagsmuni stefnenda og þrotabús þeirra hafi og ekki verið í höndum stefnda. Hafi hann þar farið eftir fyrirmælum og ráðstöfun hins löggilta fasteignasala, Þorsteins Steingrímssonar, er komið hafi fram gagn- vart stefnda sem verðbréfamiðlari. Niðurstaða. Af hálfu stefnenda er fullyrt, að stefndi hafi með kaupsamningi, dags. 16. september 1987, keypt hesthús o. fl. af Eiríki Sigurðssyni, Matthíasi Sigurðssyni og Víði sf., og er ekki ágreiningur um það atriði í málinu. Kröfu sína um riftun reisa stefnendur aðallega á 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978. Samkvæmt því ákvæði nægir það skilyrði eitt til þess, að rifta megi greiðslu, að greiðslueyrir hafi verið óvenjulegur, hafi greiðsla farið fram á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Samkvæmt vottorði skiptaráðanda í Reykjavík, dags. 26. apríl 1990, barst honum beiðni Verslunarinnar Víðis sf. og eigenda hennar um gjaldþrotaskipti 22. apríl 1988, og telst sá dagur frestdagur í skilningi gjaldþrotalaga nr. 6/1978. 2080 Með hliðsjón af framburði stefnda hér fyrir dómi verður að telja upplýst, að stefndi greiddi hjá Fjárheimtunni hf. veðskuld, sem var í vanskilum, er stefndi yfirtók skuldina samkvæmt kaupsamningi, dags. 16. september 1987. Upplýsti stefndi, að seljendur hefðu síðar greitt sér með veðskulda- bréfi því, sem um ræðir í málinu. Ljósrit þessa veðskuldabréfs hefur verið lagt fram í málinu, og hefur ekki verið vefengt af hálfu stefnda, að um rétt ljósrit frumskjalsins sé að ræða. Veðskuldabréfið er út gefið 29. mars 1988 af Svavari Egilssyni til Víðis sf. Með hliðsjón af framburði Þorsteins Steingrímssonar fasteignasala fyrir dóminum teljast ósannaðar fullyrðingar í greinargerð stefnda þess efnis, að stefndi hafi keypt bréfið af Þorsteini, sem boðið hafi umrætt veðskulda- bréf til sölu á eðlilegum kjörum verðbréfamarkaðar. Svo sem áður segir, var umrætt veðskuldabréf út gefið 29. mars 1988. Ekki liggur fyrir, hvenær greiðsla sú, sem riftunar er krafist á, fór fram, en líta verður svo á, að það hafi verið eftir útgáfudag veðskuldabréfsins, sem var 29. mars 1988. Eins og áður er rakið, telst frestdagur vera 22. apríl 1988. Greiðsla sú, sem krafist er riftunar á í málinu, hefur því farið fram á síðustu sex mánuð- um fyrir frestdag. Þegar virt er, að stefnda var greitt með kröfu á þriðja aðila svo skömmu fyrir frestdag, verður að líta svo á, að greitt hafi verið með óvenjulegum greiðslueyri í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978 og að um skilyrði greinarinnar til riftunar greiðslu með umræddu veðskuldabréfi sé því að ræða, sbr. það, sem áður er rakið. Því er haldið fram af hálfu stefnda, að andvirði veðskuldabréfsins hafi verið hærra en nam skuldinni, sem hann greiddi, og hafi hann greitt mis- muninn Í peningum, en ekki er upplýst í málinu, hver sá mismunur var, og engin gögn hafa verið lögð fram í málinu þar að lútandi. Ber því sam- kvæmt |. tl. 62. gr. laga nr. 6/1978 að fallast á þá kröfu stefnenda, að stefndi greiði þeim 1.187.500 kr., sem er nafnverð umrædds veðskuldabréfs á útgáfudegi þess, 29. mars 1988, ásamt umkröfðum vöxtum. Upphafstíma vaxta hefur eigi verið mótmælt. Af hálfu stefnenda er hvorki í stefnu né greinargerð gerð krafa um máls- kostnað, en við munnlegan málflutning var slík krafa gerð, en gegn and- mælum stefnda verður að telja, að krafan sé of seint fram komin við munn- legan málflutning, og dæmist málskostnaður því eigi. Kristjana Jónsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Rift er greiðslu þeirri, er stefndi, Arngrímur Ingimundarson, fékk með afhendingu veðskuldabréfs, að fjárhæð 1.187.500 kr., út gefins 2081 29. mars 1988 af Svavari Egilssyni, með grunnvísitölu 1958, tryggðs með 2. veðrétti í hluta af fasteigninni Lynghálsi 5, Reykjavík, jarðhæð. Stefndi, Arngrímur Ingimundarson, greiði stefnendum, þrotabúum Verslunarinnar Víðis sf, Eiríks Sigurðssonar og Matthíasar Sigurðs- sonar, 1.187.500 kr. með dráttarvöxtum skv. 10. og 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 22. apríl 1988 til greiðsludags, og leggist dráttarvextir við höfuðstól skuldarinnar á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 22. apríl 1989. Málskostnaður dæmist eigi. Dómi þessum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 131 2082 Fimmtudaginn 18. nóvember 1993. Nr. 70/1991. — Guðmundur Norðdahl (Kjartan Ragnars hrl.) gegn Jóhannesi Ingibjartssyni og Nirði Tryggvasyni (Guðmundur Markússon hrl.). Verklaun. Áskorunarmál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 14. febrúar 1991, og krefst hann sýknu af kröfum stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms, þó þannig, að dráttarvextir verði dæmdir frá 1. september 1988 samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 67/1989. Þá krefjast þeir málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Upplýst var við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti, að Verk- fræði- og teiknistofan sf. var lögð niður 31. desember 1989, og hafa stefndu, sem voru einu eigendur hennar, tekið við aðild málsins. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Greiða skal vexti af tildæmdri fjárhæð frá 1. september 1988 samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 auk vaxtavaxta, eins og í héraðsdómi segir. Mál þetta var höfðað í héraði sem áskorunarmál, andstætt ákvæðum þágildandi 222. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einka- mála í héraði. Skorti því á skýrleik í málatilbúnað í upphafi. Málinu var síðan vikið til almennrar meðferðar. Dæma ber áfrýjanda til að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og greinir í dómsorði, og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Dráttarvextir af tildæmdri fjárhæð skulu frá 1. september 1988 greiddir sam- kvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987. 2083 Áfrýjandi, Guðmundur Norðdahl, greiði stefndu, Jóhannesi Ingibjartssyni og Nirði Tryggvasyni, 40.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Akraness 15. nóvember 1990. Mál þetta, sem dómtekið var þriðjudaginn 13. nóv. 1990, hefur Verk- fræði- og teiknistofan sf. á Akranesi höfðað á hendur Guðmundi Norðdahl, kt. 290228-4929, Kirkjubraut 59, Akranesi (nú til heimilis að Laxakvísl 3, Reykjavík), til greiðslu skuldar, að fjárhæð 33.336 kr., auk nánar tilgreindra dráttarvaxta og málskostnaðar!, Af hálfu stefnda hefur verið krafist sýknu af kröfum stefnanda í máli þessu, jafnframt því sem krafist er hæfilegs málskostnaðar að mati dóms- ins. Málavextir. Stefnandi kveður hina umstefndu skuld stafa af því, að ógreiddir séu tveir reikningar vegna burðarþolshönnunar bílskúrs á lóð stefnda við Kirkjubraut 59 á Akranesi. Í mars-apríl 1987 fól stefndi syni sínum, Garðari Norðdahl, að teikna bílskúr, sem hann hugðist reisa á nefndri lóð. Skyldi bílskúrinn vera stálgrindarhús. Garðar er járnsmiður að mennt og hefur starfað mikið við gerð stálgrindarhúsa. Þar sem hann hafði ekki réttindi sem arkítekt, voru teikningarnar að sögn stefnda áritaðar af Sigurði Helga- syni húsasmíðameistara. Bílskúrinn var reistur í júní-júlí 1987. Meðan á þeim framkvæmdum stóð, kom byggingarfulltrúinn, Skúli Lýðsson, á staðinn og fór fram á, að gerður yrði aðaluppdráttur, svo að unnt yrði að gefa út byggingarleyfi. En mælikvarði aðaluppdráttar, útlitsteikningar, sem stefndi hafði útvegað sér frá syni sínum og nefndum húsasmíðameistara, var ekki samkvæmur þeim staðli, sem kveðið var á um í byggingarreglugerð. Þess vegna fékkst ekki byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni, fyrr en úr því var bætt. Var stefnda bent á, að endurteikna yrði bílskúrinn í réttum stærðarhlutföllum. Stefndi fól þá stefnanda að vinna það verk, og var það gert. Framkvæmdir lágu síðan niðri, á meðan það verk var unnið. Sá aðaluppdráttur var síðan lagður fyrir byggingarnefnd Akraness, sem samþykkti hann 9. júlí 1987 og veitti þar með byggingarleyfið. Þegar bílskúrinn hafði verið reistur, líklega um mánaðamót júní-júlí 1987, og að því kom, að úttekt skyldi fara fram á verkinu, fékkst hún ekki, þar sem teikningar af burðarþolsvirkjum og skólplögn vantaði frá mönnum, er til þeirra verka hefðu réttindi að áliti byggingarnefndar. 2084 Byggingarfulltrúinn, Skúli Lýðsson, hefur komið fyrir dóminn. Hann kveðst hafa krafist nefndra séruppdrátta og hafa stöðvað framkvæmdir að öðru leyti, uns úttekt lægi fyrir. Byggingarfulltrúinn kveður stefnda hafa verið með einhverjar teikningar frá mönnum, sem hefðu ekki haft til þess réttindi. Hann kveðst hafa bent stefnda á aðila á Akranesi, sem gerðu slíkar teikningar, en neitar því að hafa falið stefnanda að gera teikningarnar. Gunnar Valur Gíslason, einn starfsmanna stefnanda, kveðst hafa verið kallaður til að líta á bílskúrinn við Kirkjubraut 59 og hafa hitt þar fyrir stefnda. Hann hafi tjáð sér, að hann fengi ekki úttekt á verkið, þar sem burðarþolsteikningar vantaði. Einnig hafi Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi haft samband við sig og spurt, hvort burðarþolsteikningar lægju fyrir hjá teiknistofunni. Gunnar Valur kveður stefnda hafa beðið sig að gera nefnda séruppdrætti. Lauk stefnandi síðan sérteikningum að burðarþolsvirkjum og skólplögn, og eru þær dagsettar 31. ágúst og 1. sept. 1987. Byggingar- fulltrúi áritaði um móttöku á séruppdrættina 2. sept. 1987. Stefndi kveðst hins vegar hafa haft í höndum sérteikningar, sem samþykktar hefðu verið af nefndum byggingarmeistara, Sigurði Helgasyni, en þær hafa þó ekki ver- ið lagðar fram í málinu. Stefndi segir sér ekki hafa verið tilkynnt um né samráð haft við sig, þegar stefnanda hafi verið falið verkefni þetta. Á sér- uppdráttinn er ritað: „SKÝRINGAR: Þessi uppdráttur er gerður að kröfu byggingarfulltrúa. Uppsetning timburgrindarinnar er þegar lokið, þ. e., uppdrátturinn skoðast ekki sem hönnunaruppdráttur. Burðarþol timbur- grindarinnar er nægilegt.“ Málsástæður og lagarök. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að stefndi hafi beðið stefnanda að gera burðarþolsútreikninga vegna bílskúrs þess, sem hann var að reisa á lóð sinni við Kirkjubraut 59, Akranesi, svo að unnt yrði að taka verkið út. Stefndi hefði viðurkennt að hafa beðið stefnanda að vinna verkið til að fá bætt úr annmörkum á teikningum þeim, sem stefndi hafði undir höndum. Teikningar þær, sem stefndi hefði áður látið gera, hefðu verið ófullnægjandi. Byggingarfulltrúi hefði neitað að taka út verkið, nema fyrir lægju teikningar þær, sem stefnandi gerði fyrir stefnda. Stefnandi hefði unnið umbeðið verk og gert burðarþolsútreikningana í formi teikningar, svo sem venja sé til, og sé stefndi krafinn um greiðslu fyrir það verk. Hér sé ekki um frumteikningar að ræða, þ. e., verkið hafi áður verið hannað. Með teikningunum hafi stefnandi fullnægt þeim formskilyrðum, sem byggingarreglugerð krefst. Við öllum teikningum, sem krafið sé um greiðslu fyrir, hafi byggingarfulltrúi tekið. Af hálfu stefnda eru færð þau rök fyrir sýknu, að einungis hafi verið farið fram á við stefnanda, að hann málsetti þær teikningar, sem stefndi 2085 hefði þegar haft undir höndum. Flestar teikningar stefnanda hefðu verið gerðar, eftir að húsið hafði verið reist. Allt, sem stefndi hafi beðið um, hafi þegar verið greitt. Vísar stefndi um það til kvittaðs reiknings. Verk það, sem stefnandi hafi unnið, hafi stefndi ekki beðið um, heldur bygg- ingarfulltrúi Akranesskaupstaðar. Stefndi hafi aldrei fengið teikningar þær, sem hann sé nú krafinn um greiðslu fyrir. Kaupstaðurinn hafi verið eignar- aðili að Verkfræði- og teiknistofunni sf. fram í des. 1987. Einungis virðist hafa verið gerð krafa um nýjar teikningar til að útvega teiknistofunni verk- efni. Niðurstaða dómstólsins. Dómstóllinn telur sannað, að stefndi hafi beðið stefnanda að vinna það verk, sem hann er nú krafinn um greiðslu fyrir. Stefndi hefur viðurkennt að hafa tvívegis beðið stefnanda að aðstoða sig, svo að kröfum byggingar- yfirvalda yrði fullnægt um byggingu bílskúrsins á lóðinni nr. $9 við Kirkju- braut á Akranesi. Fyrst beiddist hann þess, að stefnandi gengi frá aðal- uppdrætti (útlitsteikningu), svo að byggingarleyfi fengist fyrir framkvæmd- inni. Það verk var unnið og reikningur gerður fyrir það, sem stefndi hefur greitt. Síðar, þegar byggingaryfirvöld gerðu kröfu um séruppdrætti að burðarþolsvirkjum og skólplögn, sneri stefndi sér aftur til stefnanda og fór fram á, að hann fullnægði þeim kröfum. Stefndi kveður „„byggingarfull- trúann hafa stöðvað framkvæmdir, líklega um mánaðamót júní-júlí, og krafist burðarþolsteikninga““. Hann kveðst þá „hafa farið með hinar upp- haflegu teikningar á Verkfræði- og teiknistofuna sf. og kveðst hafa beðið menn þar á teiknistofunni að framkvæma burðarþolsútreikning““. Stefndi hefur þannig beinlínis viðurkennt að hafa beðið stefnanda að vinna verkið. Séruppdrættirnir hafa verið lagðir fyrir dóminn. Óumdeilt er og, að verk það, sem krafist er greiðslu fyrir, var unnið. Ekki þykir rétt að skilja „,skýr- ingar““ þær, sem ritaðar eru á séruppdrættina, á þann veg, að byggingar- fulltrúi Akraness hafi krafist þess af Verkfræði- og teiknistofunni, að hún gerði uppdrættina. Ekki þykir hér skipta máli, þótt uppdrættirnir hafi ekki farið um hendur stefnda, áður en þeir voru lagðir inn hjá byggingarfulltrúa um mánaðamót ágúst-sept. 1987. Þótt stefndi krefjist algerrar sýknu, virðist hann í raun einungis vera að gagnrýna, að stefnandi hafi unnið og gert reikning fyrir meira verk en hann fól honum. Hann hefur þó ekki, hvorki utan réttar né fyrir dómi, reynt að sýna fram á, að reikningur stefnanda fyrir séruppdrættina hafi ekki ver- ið gerður með hliðsjón af raunverulegu umfangi verksins, því að ekki var um frumhönnun verks að ræða, heldur einungis verk til að fullnægja skil- yrðum byggingarreglugerðar eftir á. Ekki hefur hann heldur vefengt, að reikningurinn sé sanngjarn með hliðsjón af umfangi verksins. Ekki hefur 2086 hann heldur reynt að sýna fram á, að burðarþolsútreikningar stefnanda hafi orðið dýrari, af því að þeir voru settir fram í formi uppdrátta, en ekki einungis í tölum, skráðum á fyrri ósamþykktar teikningar stefnda. Áhættan af vafa um þessi efni hlýtur því að falla á stefnda, og er ekki á valdi dóm- stólsins að takast á hendur af sjálfsdáðum að leggja mat á, hvort reiknings- fjárhæð stefnanda er sanngjörn. Að þessu athuguðu þykir verða að taka kröfur stefnanda til greina. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn 20.000 krónur. Dómsorð: Stefndi, Guðmundur Norðdahl, kt. 290228-4929, greiði stefnanda, Verkfræði- og teiknistofunni, Akranesi, skuld, að fjárhæð 33.336 kr. auk 3,6% dráttarvaxta á mánuði eða fyrir brot úr mánuði af 22.213 kr. frá 1. 10. 1987 til 1. 11. 1987, 3,8%0 drv. frá þ. d. til 1. 12. 1987, 4,1% drv. af 33.336 kr. frá þ. d. til 1. 1. 1988, 4,3%0 drv. frá þ. d. til 1. 3. 1988, 3,8%0 drv. frá þ. d. til 1. 5. 1988, 3,7% drv. frá þ. d. till. 7. 1988, 4,4% drv. frá þ. d. till. 8. 1988, 4,7% drv. á mánuði eða fyrir brot úr mánuði frá þ. d. til greiðsludags og 20.000 kr. í máls- kostnað. Dráttarvextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta skipti 1. 10. 1988, og málskostnaður beri dráttarvexti, þá er fimmtán dagar eru liðnir frá uppkvaðningu dóms og til greiðsludags. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 2087 Föstudaginn 19. nóvember 1993. Nr. 449/1993. Helgi Rúnar Magnússon gegn Halldóru Erlendsdóttur. Kærumál. Aðför. Víxill. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með ódagsettri kæru, er barst Héraðsdómi Reykjavíkur 3. nóvember 1993. Kærugögn bárust Hæstarétti 5. sama mánaðar. Kæruheimild er í 4. mgr. 91. gr. laga um aðför nr. 90/1989. Sóknaraðili krefst þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og sér dæmdur málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Eigi verður séð af áritun á bakhlið hins umdeilda víxils, hver hafi leyst hann til sín. Með þessari athugasemd verður hinn kærði úrskurður staðfestur með vísan til forsendna hans. Dæma ber sóknaraðila til að greiða varnaraðila kærumáls- kostnað, eins og segir í dómsorði, og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Helgi Rúnar Magnússon, greiði varnaraðila, Halldóru Erlendsdóttur, 40.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. október 1993. Mál þetta var tekið til úrskurðar 16. september 1993 að afloknum munn- legum málflutningi. Sóknaraðili málsins er Halldóra Erlendsdóttir, kt. 220447-2789, Lyng- haga 1, Reykjavík. Varnaraðili málsins er Helgi Rúnar Magnússon, 060958-7349, Frosta- skjóli 41, Reykjavík. 2088 Dómkröfur sóknaraðila eru þær, að hnekkt verði þeirri ákvörðun sýslu- mannsins í Reykjavík frá 2. júní 1993, að fram skuli fara fjárnám hjá sóknaraðila. Þá er þess krafist, að varnaraðili verði dæmdur til að greiða sóknaraðila málskostnað að mati réttarins, og beri málskostnaður virðis- aukaskatt, þar sem sóknaraðili sé ekki virðisaukaskattsskyldur. Dómkröfur varnaraðila eru þær, að staðfest verði með dómi sú ákvörðun fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík frá 2. júní 1993, að fjárnám skuli fara fram hjá sóknaraðila. Þá er krafist málskostnaðar til handa varnaraðila úr hendi sóknaraðila að mati réttarins. I. Málavextir eru þeir, að með aðfararbeiðni, dagsettri 28. desember 1992, krafðist lögmaður varnaraðila þessa máls fjárnáms hjá sóknaraðila málsins fyrir víxilkröfu varnaraðila. Fjárnámsgerðin var fyrst tekin fyrir 2. júní 1993, en lögmaður sóknaraðila var við þá gerð og mótmælti framgangi hennar á þeirri forsendu, að varnaraðili væri ekki eigandi kröfunnar, held- ur Jónas Guðmundsson, sem einnig var við gerðina og lýsti yfir, að hann væri eigandi kröfunnar. Lögmaður varnaraðila krafðist þess, að gerðinni yrði fram haldið, og ákvað fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík, að órök- studd mótmæli stöðvuðu ekki framgang gerðarinnar. Var gerðinni síðan frestað til næsta dags, og fór fjárnámið fram þann dag. II. Af hálfu sóknaraðila er því fram haldið, að varnaraðili sé ekki réttur eigandi umrædds víxils. Honum hafi verið falið af Jónasi Guðmundssyni hdl. að rjúfa fyrningu á víxlinum, til þess að hægt væri að innheimta hann á sóknaraðila, ef þörf yrði á. Varnaraðili hefði aldrei verið eigandi víxilsins, enda beri hann ekki með sér á nokkurn hátt, að svo sé. Eftir að fyrningu hefði verið slitið, hefði Jónasi Guðmundssyni hdl. verið greiddur víxillinn, en þegar hann hugðist ná honum úr vörslum varnaraðila, hefði hann ekki fengið því framgengt, og hefði víxillinn verið innheimtur af fullri hörku. Þá sé ljóst, að varnaraðili hafi falið Ólafi Sigurgeirssyni hrl. að verða við beiðni Jónasar um að rjúfa fyrningu víxilsins, en með því að fela honum áframhaldandi innheimtu víxilsins í sínu nafni hefði varnaraðili farið út fyrir umboð sitt sem lögmaður. III. Varnaraðili kveður málavexti þá, að í desember 1992 hafi hann falið lög- manni sínum til innheimtu víxil, að fjárhæð 620.000 kr., sem út gefinn var 6. desember 1989 af Jónasi Guðmundssyni, en samþykktur af sóknar- aðila, til greiðslu í Búnaðarbanka Íslands, Reykjavík, 30. desember 1989. 2089 Hafi greiðsluáskorun verið send sóknaraðila 10. desember 1992 og aðfarar- beiðni afhent sýslumanninum í Reykjavík 28. desember 1992. Í byrjun árs 1993 hafi sóknaraðili verið boðuð til aðfarar, en ekki sinnt því. Boðunin hafi verið margítrekuð án árangurs, en milli boðana hafi komið mörg greiðsluloforð frá Sigurði Kárasyni, sem hefði lofað sóknar- aðila að leysa hana undan þessari víxilskuldbindingu. Að lokum hefði fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík gripið til þess ráðs að leita atbeina lögreglu til að koma sóknaraðila til fjárnáms. Við þá fyrirtöku hefði sóknaraðili ekki verið, en í hennar stað Símon Ólason hdl. og Jónas Guðmundsson lögfræðingur. Hefðu þeir mótmælt fjárnámi á þeirri forsendu, að Jónas væri eigandi víxilsins, án þess þó að leiða svo mikið sem líkur að því. Gerðarbeiðandi hefði ítrekað kröfu sína um, að sóknar- aðili mætti til fjárnáms. Það hefði hún gert 3. júní 1993 og bent á eign sína, Fjörð 1, Seyðisfirði. Með beiðni, dagsettri 12. júní 1993, hafi síðan verið beðið um þá dómsathöfn, sem hér sé til umfjöllunar. Varnaraðili kveður málsástæður sínar vera þær, að hann sé eigandi þess víxils, sem mál þetta fjalli um. Auk þess sé hann réttur víxilhafi að lögum. Samkvæmt 16. gr. víxillaga nr. 93/1933 skuli sá, sem víxil hafi í höndum, talinn réttur víxilhafi, ef hann sanni rétt sinn með óslitinni röð af framsöl- um, þótt hið síðasta sé eyðuframsal. Í 2. mgr. 13. gr. sömu laga segi, að framsal sé gilt, þótt eigi sé greint í því, hverjum víxillinn sé framseldur, eða framseljandi aðeins ritað nafn sitt (eyðuframsal). Víxill sá, sem mál Þetta fjalli um, sé framseldur eyðuframsali af Jónasi Guðmundssyni. Víxill- inn sé formlega í réttu horfi og varnaraðili því óvefengjanlega víxilhafi í skilningi víxillaga og því réttur aðili að dómsmáli um víxilinn. Um lagarök vísar varnaraðili til ákvæða víxillaga nr. 93/1933, einkum 13. og 16. gr. Um málskostnaðarkröfu er vísað til 129. gr. og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. IV. Í máli þessu er deilt um það, hvort sú ákvörðun fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík frá 2. júní sl., að fram skyldi fara fjárnám hjá sóknaraðila að kröfu varnaraðila samkvæmt víxilkröfu, verði hnekkt. Samkvæmt 8. tl. 1. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 má gera aðför til fulln- ustu kröfum samkvæmt víxlum og tékkum. Aðfararhæfið er bundið við kröfu á grundvelli gilds víxil- eða tékkaréttar, þ. e. a. s., þau verða að fullnægja kröfum víxillaga eða tékkalaga um form skuldbindingarinnar. Víxill sá, sem var grundvöllur kröfu varnaraðila máls þessa við aðfarar- gerðina hjá sýslumanninum í Reykjavík 3. júní sl., fullnægir formskilyrðum 1. gr., sbr. 2. gr. víxillaga nr. 93/1933. Þá er víxillinn ófyrndur, en sam- kvæmt fram lögðum gögnum málsins var greiðsluáskorun send sóknaraðila 2090 10. desember 1992 og aðfararbeiðni móttekin af sýslumanninum í Reykja- vík 29. desember s. á. Sóknaraðili styður mál sitt því, að varnaraðili sé ekki réttur eigandi víxils- ins, enda beri hann það ekki með sér á nokkurn hátt, að svo sé, og sé því hér um aðildarskort að ræða. Af hálfu sóknaraðila kom fyrir dóminn Jónas Guðmundsson lögfræðingur, kt. 280261-2039, Rauðagerði 33, Reykjavík, og kvaðst hann hafa fengið ofannefndan víxil sem greiðslu frá sóknaraðila, en afhent hann varnaraðila, sem hafi sýnt áhuga á að kaupa kröfur. Víxillinn hefði legið hjá varnaraðila í hálft annað ár, án þess að af kaupum yrði, og hefði vitnið óskað eftir því við varnaraðila í byrjun þessa árs, að hann hætti öllum innheimtuaðgerðum. Það hefði hins vegar ekki orðið, og hefði varnaraðili borið því við, að lögmaður sinn vildi halda málinu áfram. Margnefndur víxill er gefinn út af Jónasi Guðmundssyni, en samþykktur til greiðslu af sóknaraðila, Halldóru. Útgefandi framselur síðan víxilinn, og hann er að lokum ábektur af Pólum hf. Pólar hf. teljast hafa öðlast víxilinn við eyðuframsal Jónasar Guðmundssonar, sbr. 3. málslið 16. gr. laga nr. 93/1933, og hafa síðan innleyst víxilinn samkvæmt stimpli á bak- hlið hans 27. febrúar 1990 frá Samvinnubanka Íslands hf. Hlutafélagið Pólar verður því talið lögformlegur handhafi samkvæmt efni víxilsins með þeim réttindum, sem því fylgir, sbr. 49. gr. víxillaga. Þá verður ekki séð af gögnum málsins, að sá, sem innleysir, hafi notfært sér úrræði 2. mgr. 50. gr. laga nr. 93/1933, þ. e. að strika yfir nafn sitt og gera þannig eyðu- framsal Jónasar Guðmundssonar að síðasta framsali á víxlinum. Samkvæmt ofansögðu verður ekki fallist á það með varnaraðila, að hann hafi sýnt fram á það með Óóslitinni röð af framsölum, að hann sé réttur víxilhafi í skilningi 1. mgr. 16. gr. víxillaga. Þykir því verða þegar af þeirri ástæðu að taka þá kröfu sóknaraðila til greina, að hnekkt verði þeirri ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 2. júní 1993, að fram skyldi fara fjárnám hjá sóknaraðila, og er því felld úr gildi aðfarargerð sýslumannsins í Reykjavík nr. 11/1993/00706, sem gerð var 3. júní sl. Eftir úrslitum málsins þykir rétt, að varnaraðili greiði sóknaraðila 40.000 kr. í málskostnað. Við ákvörðun málskostnaðar hefur verið tekið tillit til skyldu sóknaraðila til greiðslu virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Úrskurðinn kvað upp Arnfríður Einarsdóttir, fulltrúi dómstjóra. Uppkvaðning úrskurðar þessa hefur dregist vegna embættisanna dómar- ans. Úrskurðarorð: Aðfarargerð sýslumannsins í Reykjavík nr. 11/1993/00706, sem gerð var 3. júní 1993, er felld úr gildi. 2091 Varnaraðili, Helgi Rúnar Magnússon, greiði sóknaraðila, Halldóru Erlendsdóttur, 40.000 kr., þar með talinn virðisaukaskattur, í máls- kostnað. 2092 Þriðjudaginn 23. nóvember 1993. Nr. 454/1993. Skúli Magnússon gegn Bergþóri Einarssyni, Önnu Björgu Thorsteinson og Sigurði Ó. Guðmundssyni og Valtý Sigurðssyni héraðsdómara. Kærumál. Útivist í héraði. Málskostnaður. Niðurfelling máls. Dómarar. Vítur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 2. nóvember sl., er barst réttinum 8. sama mánaðar. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til g-, i-, og k-liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 3. mgr. sömu greinar. Hann krefst þess, að hinum kærða úrskurði „verði hrundið á þá leið, að málið verði að nýju tekið til löglegrar málsmeðferðar í héraði og málskostnaður í héraði verði með öllu felldur niður. Til vara er gerð krafa um, að málskostnaður í héraði verði felldur niður eða lækkaður verulega“. Hann kveðst ekki fara fram á kærumáls- kostnað fyrir Hæstarétti, en beiðist þess, að hann verði felldur niður, fari svo, að rétturinn verði ekki við kröfum sínum. Varnaraðilarnir Bergþór Einarsson, Anna Björg Thorsteinson og Sigurður Ó. Guðmundsson krefjast þess, að kröfu sóknaraðila verði hrundið. Þau krefjast og kærumálskostnaðar, en taka fram, að þeirri kröfu sé eigi haldið til streitu, verði hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðili beinir ekki sérstökum kröfum að varnaraðila Valtý Sigurðssyni héraðsdómara. Varnaraðilinn Valtýr Sigurðsson héraðsdómari hefur sent Hæsta- rétti athugasemdir sínar. Þar bendir hann á, að af kæru lögmanns sóknaraðila, Steingríms Þormóðssonar héraðsdómslögmanns, verði eigi séð, á hverju kæra á hendur sér sé reist. Hann gerir ekki sér- takar kröfur í málinu og krefst ekki kærumálskostnaðar. 2093 I. Lögmaður sóknaraðila segir þau rök fyrir kærunni, að á dóm- þingi í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. september 1993, þegar héraðs- dómsmálið nr. E-3003/1993 var til meðferðar, hafi hann skrifað í dagbók sína, að næst ætti að taka málið fyrir 25. október 1993 kl. 14.30. Samkvæmt endurriti þinghalds þessa hafi enginn þingvottur verið viðstaddur til að votta þá ákvörðun dómarans. Vegna þessa haldi hann því fram, að málinu hafi 20. september 1993 verið frestað til 25. október 1993, eins og dagbók hans beri með sér, en ekki 21. október, eins og dómari haldi fram. Héraðsdómari hefur sent Hæstarétti endurrit af fyrirtöku sex einkamála, sem tekin voru fyrir í þinghaldinu 20. september. Kveður hann ritara ætíð vera við slíkar fyrirtökur, sem sjái um skráningu og sé jafnframt þingvottur. Ritari hafi verið viðstaddur umrætt þinghald, enda þótt hann hafi ekki ritað á endurrit úr þing- bók í þessu eina máli. Lögmaður varnaraðila kveðst hafa skráð í sína dagbók fyrirtekt málsins 21. október kl. 14.30, eins og dómari hafi ákveðið í samráði við lögmenn aðila og bókað. Ekkert bendir til annars en að lög- maður sóknaraðila hafi einfaldlega skráð fyrirtektina á rangan dag í dagbók sinni. Hann kom ekki til boðaðs þinghalds og hafði engin forföll boðað, og var dómara því skylt að fella málið niður, sbr. b-lið 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991. Sóknaraðili fór ekki fram á úrskurð héraðsdómara um niðurfellingu hins kærða úrskurðar, sbr. 2. mgr. 105. gr. laganna, og kemur krafa sóknaraðila þar að lútandi ekki til álita í Hæstarétti samkvæmt i-lið 143. gr. laganna. II. Sóknaraðili hefur með heimild í g- og k-lið 1. mgr. 143. gr. laganna krafist breytingar á ákvörðun hins kærða úrskurðar um niðurfellingu málsins og málskostnað. Sem fyrr segir, var dómara skylt að fella málið niður, og verður sú ákvörðun hans því staðfest. Í úrskurðinum ákvarðaði dómari málskostnað til stefndu, sbr. 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, að fjárhæð 75.000 krónur. Enda þótt lögmaður sóknaraðila, stefnanda í héraði, hafi sjálfur lagt fram málskostnaðarreikning í málinu, að fjárhæð 81.007 krónur, verður að telja með vísan til áratugalangrar venju, að málskostnaður til stefndu í héraði vegna niðurfellingar máls í upphafi málsmeðferðar 2094 sé hér hæfilega ákvarðaður 30.000 krónur, og er þá ekki tekið tillit til virðisaukaskatts. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur um annað en málskostnað. Ill. Auk þessa hefur sóknaraðili kært héraðsdómara með vísan til 3. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991. Sóknaraðili hefur á engan hátt rökstutt kæru sína að þessu leyti. Er hún með öllu tilefnislaus og því ámælisverð. Eftir atvikum þykir mega fella niður kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en máls- kostnað. Sóknaraðili, Skúli Magnússon, greiði varnaraðilum, Bergþóri Einarssyni, Önnu Björgu Thorsteinson og Sigurði Ó. Guðmundssyni, 30.000 krónur í málskostnað í héraði. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. október 1993. Mál þetta var tekið fyrir 20. september sl. að lögmönnum aðila viðstödd- um. Málinu var í því þinghaldi frestað til fyrirtöku til dagsins í dag. Af hálfu stefnanda er ekki sótt þing, og hann hefur ekki boðað lögmæt forföll. Ber því að fella mál þetta niður. Málskostnaður til stefndu ákvarðast 75.000 kr., þar með talinn virðis- aukaskattur. Úrskurðarorð: Mál þetta er fellt niður. Stefnandi, Skúli Magnússon, greiði stefndu, Bergþóri Einarssyni, Önnu Björgu Thorsteinson og Sigurði Ó. Guðmundssyni, samtals 75.000 kr. í málskostnað, þar með talinn virðisaukaskattur. 2095 Þriðjudaginn 23. nóvember 1993. Nr. 460/1993. Róbert Benediktsson og Jón Garðar Sigurjónsson gegn Pétri Gíslasyni. Kærumál. Kyrrsetning, Vátryggingarbætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðilar hafa samkvæmt heimild í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o. fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 2. tl. 102. gr. laga nr. 92/1991, skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 1. nóvember 1993, sem barst Hæstarétti ásamt kærugögnum 17. sama mánaðar. Þeir krefjast þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og breytt á þá leið, að allar kröfur þeirra fyrir héraðsdómi verði teknar til greina. Sóknaraðilar krefjast enn fremur málskostnaðar í héraði og kæru- málskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Í hinum kærða úrskurði er lýst þeirri kröfu sóknaraðila, að kyrr- setning fari fram í eigum varnaraðila vegna vinnu þeirra við hús- eignirnar að Víkurbraut 27 og Mánagötu 9, Grindavík, og nái kyrr- setningin til tryggingarbóta, sem varnaraðili eigi rétt á hjá Vátrygg- ingafélagi Íslands hf. í kjölfar þess, að húseign varnaraðila að Víkurbraut 27 skemmdist vegna bruna. Í vátryggingarskilmálum Vátryggingafélags Íslands hf. um bruna- tryggingar húseigna kemur glöggt fram, að einvörðungu er heimilt að greiða bætur fyrir tjón á húsum, er skemmst hafa við bruna, til viðgerða á þeim eða endurbyggingar. Er þetta í samræmi við ákvæði 16. gr. laga nr. 9/1955 um Brunabótafélag Íslands, en það félag og Samvinnutryggingar gt. sameinuðust í Vátryggingafélag Íslands hf. Þegar af þessari ástæðu ber að fallast á niðurstöðu hins kærða úrskurðar. Sóknaraðilar greiði varnaraðila sameiginlega 50.000 krónur í 2096 kærumálskostnað. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisauka- skatts. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Róbert Benediktsson og Jón Garðar Sigur- jónsson, greiði sameiginlega varnaraðila, Pétri Gíslasyni, 50.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 19. október 1993. I. Mál þetta, sem varðar ágreining við kyrrsetningargerð, var tekið til úr- skurðar að loknum munnlegum málflutningi 12. október sl. Sóknaraðilar, Róbert Benediktsson, kt. 280144-3209, Öldugötu 25, Hafnarfirði, og Jón G. Sigurjónsson, kt. 201262-3999, Skógarási 13, Reykjavík, gera þá dómkröfu, að hrundið verði þeirri ákvörðun sýslu- mannsins í Keflavík frá 30. september sl., að kyrrsetning Í eigum varnar- aðila, Péturs Gíslasonar, fari ekki fram, — jafnframt, að lagt verði fyrir sýslumann að láta kyrrsetninguna fara fram og að kyrrsetningin nái til tryggingarbóta, sem varnaraðili eigi rétt á hjá Vátrygginga- félagi Íslands, skírteinisnúmer F-209270. Þá krefjast sóknaraðilar máls- kostnaðar úr hendi varnaraðila samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Varnaraðili, Pétur Gíslason, kt. 010348-2859, Mánagötu 9, Grindavík, gerir þá dómkröfu, að staðfest verði sú ákvörðun sýslumanns, að kyrr- setningargerð skuli ekki fram fara. Þá gerir varnaraðili kröfu um, að sér verði úrskurðaður málskostnaður úr hendi sóknaraðila vegna fyrirtöku málsins hjá sýslumanni og flutnings þess fyrir dóminum og að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til skyldu varnaraðila að greiða virðisauka- skatt á þóknun lögmanns. Sáttaumleitanir dómara hafa engan árangur borið. II. Málavextir eru þeir, að með bréfi lögmanns sóknaraðila, dags. 14. september sl., krafðist hann þess, að kyrrsetning færi fram í eigum varnar- aðila til tryggingar eftirfarandi kröfu auk dráttarvaxta til greiðsludags, alls kostnaðar við gerðina og eftirfarandi staðfestingarmáls: 2097 Höfuðstóll kr. 890.440 Áfallnir dráttarvextir — 16.975 Innheimtukostnaður — 62.500 Ritun gerðarbeiðni — 12.500 Gjald til ríkissjóðs — 9.000 Samtals kr. 991.415 Kyrrsetningarbeiðni sóknaraðila var tekin fyrir hjá sýslumanninum í Keflavík 30. september sl. Af hálfu varnaraðila var því andmælt, að gerðin næði fram að ganga. Lagði varnaraðili fram tímaskýrslur og greiðslu- kvittanir, dags. 11., 18. og 25. júní og 9., 16. og 23. júlí sl., samtals að fjárhæð 618.300 kr. Sýslumaður tók þá ákvörðun, að gerðin færi ekki fram, en þeirri ákvörðun skutu sóknaraðilar til héraðsdóms. Málið barst dóminum 4. október sl. og var þingfest 7. sama mánaðar. V. Í máli þessu er ágreiningur með aðilum um kröfu sóknaraðila á hendur varnaraðila vegna verks sóknaraðila, sem unnið var í júní og júlí sl. Sóknar- aðilar halda því fram, að varnaraðili eigi ógreidda skuld vegna verksins, að höfuðstól 890.440 kr., en varnaraðili telur, að hann hafi að fullu greitt fyrir verkið, ef frá er talin þóknun samkvæmt tveimur tímaseðlum, ódag- settum, að höfuðstól 78.300 kr. Heldur varnaraðili því fram, að ágreiningur hafi orðið með aðilum um tiltekinn verkþátt, sem varnaraðili þurfi að láta vinna að nýju. Samkvæmt því, sem fram hefur komið í málinu, á varnaraðili fasteignir í Grindavík. Jafnframt liggur fyrir, að varnaraðili innti af hendi greiðslur til sóknaraðila með jöfnu millibili meginhluta þess tíma, sem þeir störfuðu í þágu varnaraðila. Þá hefur ekkert komið fram í málinu, sem bendir til þess, að fjárhagsstaða varnaraðila eða aðrar aðstæður séu með þeim hætti, að ástæða sé til að óttast, að hann geti ekki fullnægt kröfu sóknaraðila að gengnum dómi um greiðsluskyldu eða bent á nægar eignir til tryggingar við aðför. Sóknaraðilar hafa ekki leitt að því líkur, að hagsmunum sínum sé stefnt í hættu, nái umbeðin gerð ekki fram að ganga. Er ófullnægjandi hjá sóknaraðilum í því sambandi einungis að benda á tiltekna eign, trygg- ingarbætur, er varnaraðili eigi í vændum, sem sóknaraðilar telja ákjósan- legar til að tryggja hagsmuni sína. Að þessu virtu þykja skilyrði kyrrsetn- ingar samkvæmt 1. mgr. $. gr. laga nr. 31/1991 ekki koma til greina. Ber því að hafna kröfum sóknaraðila og staðfesta þá ákvörðun sýslumannsins 132 2098 í Keflavík frá 30. september sl., að kyrrsetning í eignum varnaraðila fari ekki fram. Sóknaraðilar greiði varnaraðila in solidum 60.000 kr. í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti. Benedikt Bogason dómarafulltrúi kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Ákvörðun sýslumannsins í Keflavík frá 30. september sl., að kyrr- setning í eignum varnaraðila, Péturs Gíslasonar, að kröfu sóknaraðila, Róberts Benediktssonar og Jóns G. Sigurjónssonar, fari ekki fram, er staðfest. Sóknaraðilar greiði varnaraðila in solidum 60.000 kr. í málskostnað að meðtöldum virðisaukaskatti. 2099 Miðvikudaginn 24. nóvember 1993. Nr. 439/1993. Jóhanna Tryggvadóttir og Heilsuræktin gegn Guðmundi Ingva Sigurðssyni, Jóhanni H. Níelssyni, Sveini Snorrasyni, Birgi Guðjónssyni, Jóhanni Lárusi Jónassyni, Víglundi Þór Þorsteinssyni og Íslensku óperunni. Kærumál. Ómerking. Frávísun frá héraðsdómi. Leiðbeiningar- skylda dómara. Aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Gunnar M. Guðmundsson og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðilar skutu máli þessu til Hæstaréttar með kæru 12. október sl. Gögn kærumálsins bárust réttinum |. nóvember. Sóknaraðilar krefjast þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar og kveða upp í því dóm. Varnaraðilar krefjast allir staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Sóknaraðilar höfðuðu mál þetta gegn ellefu aðilum með ódag- settri stefnu, sem er með margvíslegum annmörkum bæði að efni og formi, svo sem rakið er í hinum kærða úrskurði. Af hálfu stefndu var ekki mætt við þingfestingu málsins, enda þingdagur ekki tilgreindur í stefnunni. Við svo búið brast lagaskilyrði fyrir þingfestingu málsins, og bar dómara að rækja þá þegar leiðbein- ingarskyldu sína við sóknaraðilann Jóhönnu Tryggvadóttur samkvæmt 4. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála með því að gera henni þetta ljóst. Það fórst fyrir, og höfðuðu sóknaraðilar „„framhaldssök““ í málinu, að því er ætla verður, til að freista þess að bæta á þann hátt úr þeim formgöllum, sem á stefnunni voru og gerð er grein fyrir í hinum kærða úrskurði með vísan til i-, j-, og k-liðar 80. gr. laga nr. 91/1991. Til þess voru 2100 hins vegar engin réttarfarsleg skilyrði, enda er höfðun framhalds- sakar einungis úrræði samkvæmt 29. gr. laga nr. 91/1991 til að auka við fyrri kröfu eða hafa uppi nýja kröfu í máli að fullnægðum skilyrðum, sem lagagreinin áskilur. Málinu var síðan að beiðni stefndu frestað á reglulegu dómþingi til 1. desember s. á. og síðan til 1S. s. m., er það fór í hendur dómstjóra til úthlutunar. Eigi verður séð af kærugögnum, hvenær héraðsdómari sá, er kvað upp hinn kærða úrskurð, fékk málið til meðferðar, en hann virðist fyrst hafa þingað í því 5. maí 1993. Var þá leitað sátta með aðilum og ákveðinn munnlegur málflutningur um frávísunarkröfur þeirra sjö stefndu, sem þing höfðu sótt. Málið var síðan tekið fyrir á dómþingi 17. maí og 16. júní, en frestað í bæði skipti vegna for- falla sóknaraðila. Við þennan dómara er ekki að sakast um það, sem aflaga fór um meðferð málsins fram að þeim tíma, er hann fékk það til meðferðar. Hann átti hins vegar, þegar er hann hafði tekið við málinu og kynnt sér gögn þess, að boða sóknaraðilann Jóhönnu Tryggvadóttur á sinn fund og gera henni grein fyrir göllum á málatilbúnaði hennar og óhjákvæmilegum afleiðingum þeirra fyrir framhald málsins. Ef hún að fengnum þeim leiðbeiningum hefði ekki fallist á hafningu málsins, átti héraðsdómari þegar að hefjast handa um frávísun þess ex officio og þá eingöngu með vísan í frávísunarúrskurði til formgalla á upphaflegri stefnu. Reifun máls- ins að öðru leyti í úrskurðinum var ástæðulaus og lengdi hann til muna að óþörfu. Þá áttu leiðbeiningar fyrir sóknaraðila ekki heima í úrskurðinum. Þeirra átti sóknaraðili að fá notið þegar í upphafi málsins samkvæmt því, sem áður sagði. Með vísan til þess, sem nú hefur verið rakið, ber að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar um frávísun málsins, en jafnframt verður að ómerkja alla meðferð þess í héraði. Með hliðsjón af þessari ólögmætu málsmeðferð og þegar litið er til þess, að sóknaraðilinn Jóhanna Tryggvadóttir er ekki lögfræð- ingur og naut ekki viðhlítandi leiðbeininga dómara, er rétt, að máls- kostnaður í héraði falli niður. Sóknaraðilar greiði stefndu kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Við ákvörðun hans er ekki tekið tillit til virðisaukaskatts. Mál þetta er hið fjórða, sem sóknaraðilinn Jóhanna Tryggva- dóttir flytur sjálf og verið hafa til dómsmeðferðar fyrir Hæstarétti 2101 á nokkrum dögum. Það er sammerkt málunum, að þau eru viða- meiri en svo, að það hafi getað verið á færi annarra en málflutnings- manna að búa þau þannig í hendur dómstóla, að viðunandi væri. Dómsorð: Meðferð máls þessa í héraði á að vera ómerk, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Sóknaraðilar, Jóhanna Tryggvadóttir og Heilsuræktin, greiði varnaraðilum, Guðmundi Ingva Sigurðssyni, Jóhanni H. Níelssyni, Sveini Snorrasyni, Birgi Guðjónssyni, Jóhanni Lárusi Jónassyni, Víglundi Þór Þorsteinssyni og Íslensku óperunni, hverjum um sig 12.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. september 1993. Mál þetta var tekið til úrskurðar 10. september sl. að loknum málflutn- ingi um fram komna frávísunarkröfu stefndu. Stefnendur eru Jóhanna Tryggvadóttir, kt. 290125-4059, Kirkjuvegi 4, Hafnarfirði, og Heilsuræktin, sjálfseignarstofnun, kt. 500169-5729, Glæsi- bæ 74, Reykjavík. Stefndu eru: Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., kt. 160122-4319, Hvassa- leiti 113, Reykjavík, Jóhann H. Níelsson hrl., kt. 010731-3219, Stekkjarflöt 12, Garðabæ, Sveinn Snorrason, kt. 210525-2889, Faxatúni 1, Garðabæ, allir þrír sem skiptaforstjórar í dánarbúi Helgu Jónsdóttur skv. sérstöku umboði, dags. 17. 12. 1982, Birgir Guðjónsson læknir, kt. 081138-2309, Álftamýri 51, Reykjavík, Jóhann L. Jónasson læknir, kt. 120634-2089, Hofteigi 8, Reykjavík, Víglundur Þór Þorsteinsson læknir, kt. 240734-4199, Gígjulundi 7, Garðabæ, Leikfélag Reykjavíkur, kt. 420269-6849, Lista- braut 3, Reykjavík, Listasafn Íslands, kt. 440269-5599, Íslenska óperan, kt. 491080-0279, Minningarsjóður skv. skipulagsskrá nr. 506/1980 og Minningarsjóður skv. skipulagsskrá nr. 505/1980. Málið er upphaflega höfðað með ódagsettri stefnu á hendur ofangreind- um stefndu, og var það þingfest 20. október 1992. Stefnan var birt stefndu Guðmundi Ingva Sigurðssyni, Sigurði Hróars- syni, Birgi Guðjónssyni, Jóhanni L. Jónassyni, Ólafi G. Einarssyni og Sveini Snorrasyni 16. október 1992, en fyrir stefndu Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur 17. október s. á. Fyrir stefnda Víglundi Þór Þorsteinssyni var stefnan birt 19. október s. á. og sama dag fyrir Sveinbirni Björnssyni 2102 v/framangreindra minningarsjóða, en báðir mótmæltu þeir birtingu stefn- unnar vegna of skamms stefnufrests. Stefnan var ekki birt fyrir stefnda Jóhanni H. Níelssyni. Stefnendur létu síðan birta öllum framangreindum stefndu eða tilgreind- um fulltrúum þeirra framhaldsstefnu, dagsetta 28. október 1992. Stefnt var til þingfestingar framhaldssakar 3. nóvember s. á. og framhaldssök þingfest þá. Dómkröfur. Dómkröfur stefnenda, sem settar eru fram í stefnunni, sem þingfest var 20. október 1992, eru sem hér segir: Í upphafi stefnunnar er þess getið, að málið sé höfðað til riftunar á sölu efstu hæðar álmu C í Glæsibæ og að Heilsuræktinni verði dæmdur réttur til að ganga inn í gerðan kaupsamning að þeim hluta eignarinnar, er Heilsu- ræktin framleigði af Læknastöðinni hf. Jafnframt er málið höfðað til greiðslu skuldar, að fjárhæð 123.133.410 kr., uppreiknað án vaxta, og gerð krafa um vexti á verðlagi (sic). Þess var getið, að nánari fjárhæð krafna yrði sett fram á síðari stigum málsins (sic). Þá er krafist málskostnaðar skv. málskostnaðarreikningi, sem lagður verði fram við aðalflutning málsins, ef til hans kæmi. Undir liðnum Dómkröfum í stefnunni gera stefnendur þær dómkröfur, að Heilsuræktin fái að ganga inn í kaupsamning, dags. 3. 6. 1983, milli Íslensku óperunnar og fleiri gjafþega db. Helgu Jónsdóttur sem seljanda og aðila í stjórn Læknastöðvarinnar hf., sem höfðu ekki umboð hluta- félagsins til samnings þessa, þ. e. þann hluta, er Heilsuræktin framleigði af Læknastöðinni hf. og átti forkaupsrétt að að Læknastöðinni frágeng- inni. Einnig eru skaðabótakröfur á hendur skiptaforstjórum ofangreinds dánarbús svo og á hendur læknunum Víglundi Þór Þorsteinssyni, Jóhanni Lárusi Jónassyni og Birgi Guðjónssyni fyrir að hafa án umboðs og heimildar Læknastöðvarinnar hf. undirritað ofangreindan kaupsamning. Þá er þess krafist af stefnenda hálfu, að kostnaður v/matsgerðar v/mats- málsins nr. 46 frá 1983 verði framreiknaður og greiddur Heilsuræktinni úr hendi útburðarbeiðenda. Loks krefst undirrituð, Jóhanna Tryggvadóttir, miskabóta persónulega sér til handa að mati dómsins vegna þeirra óþæginda og mannorðsráns, er hún hafi orðið að þola sem forstöðumaður Heilsuræktarinnar. Dómkröfur stefnenda í framhaldsstefnu, sem þingfest var 3. nóvember 1992, eru efnislega þær sömu og í fyrri stefnu. Í síðari stefnu segir, að málið hafi verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur 20. október 1992 kl. 10.00 og að framhaldsstefna þessi skuli sameinast 2103 því máli, þar sem birting hafi ekki tekist á hendur stefndu Jóhanni H. Níels- syni, Víglundi Þór Þorsteinssyni og Sveinbirni Björnssyni háskólarektor v/Minningarsjóðs skv. skipulagsskrá nr. 506/1980 og Minningarsjóðs skv. skipulagsskrá nr. 505/1980. Einnig sé framhaldsstefnt til leiðréttingar á skorti á fyrirkalli og þess óskað, að framhaldsstefnan sameinist fyrri stefnu. Enginn stefndu var við þingfestingu málsins 20. október, enda láðist að tilgreina í stefnunni dómþing, þar sem málið skyldi þingfest, sbr. i-lið 80. gr. laga nr. 91/1991, áskorun til stefndu skv. j-lið sömu lagagreinar og við- vörun um afleiðingar útivistar skv. k-lið framangreindrar lagagreinar. Þessir stefndu mættu í málinu við þingfestingu framhaldssakar og tóku til varna gegn kröfum stefnenda: Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. fyrir sig sjálfan, Jóhann H. Níelsson hrl. fyrir sig sjálfan og db. Helgu Jónsdótt- ur, Sveinn Snorrason hrl. fyrir sig sjálfan og Birgir Guðjónsson, Jóhann L. Jónasson, Víglundur Þór Þorsteinsson og Þorsteinn Júlíusson hrl. fyrir hönd Íslensku óperunnar. Ekki var mætt í málinu af hálfu Leikfélags Reykjavíkur, Listasafns Íslands og minningarsjóðanna beggja. Dómkröfur stefndu, sem mættu í málinu, eru samhljóða, og krefjast þeir aðallega, að málinu verði vísað frá dómi, en til vara, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnenda á hendur þeim. Þá krefjast stefndu málskostnaðar úr hendi stefnenda að óskiptu að mati dómsins. Þingsókn féll niður af hálfu Íslensku óperunnar í þinghaldi, sem fram fór í málinu 5. maí sl., en greinargerð af hálfu þessa varnaraðila var lögð fram í málinu 1S. desember 1992, þar sem gerðar eru sömu kröfur og aðrir varnaraðilar hafa sett fram og lýst er hér að framan. Forsendur og niðurstaða. Fallist er á þau sjónarmið stefndu, að málið sé lagt þannig fyrir dóminn, að þess sé enginn kostur að leggja á það efnisdóm. Til þess liggja margar ástæður, og verða nokkrar tilgreindar hér til leiðbeiningar fyrir stefnanda, Jóhönnu Tryggvadóttur, sem er ólöglærð, eins og áður er getið. Fyrst skal telja, að stefndu Guðmundi Ingva Sigurðssyn hrl., Jóhanni Hinriki Níelssyni hrl. og Sveini Snorrasyni hrl. er öllum stefnt sem skipta- forstjórum dánarbús Helgu Jónsdóttur á grundvelli umboðs erfingja dánar- búsins, sem dagsett er 17. desember 1982 og að framan er lýst. Umboð þetta tengist á engan hátt dánarbúi Helgu Jónsdóttur, heldur snýr að hlut- aðeigandi erfingjum dánarbúsins, sem það veitti. Því var óþarft að stefna þremenningum þessum til riftunar á kaupsamningnum frá 3. júní 1983, heldur bar að stefna samningsaðilum til riftunar samningsins, en þeir voru: 2104 a) Allir seljendur umrædds eignarhluta í húseigninni Glæsibæ, Álfheim- um 74, Reykjavík. b) Læknastöðin hf. Birta þarf stefnu fyrir núverandi stjórn félagsins eða núverandi stjórnarformanni og/eða núverandi framkvæmdastjóra og öðrum, sem stóðu að kaupum eignarhlutans. c) Núverandi þinglýstur eigandi eignarinnar. Aðilum skv. b- og c-lið hér að framan var ekki stefnt fyrir dóm. Seljendum er hins vegar stefnt til varna í málinu, en ekki gerð grein fyrir því, hver séu tengsl þeirra einstaklinga við seljendur, sem stefnt er fyrir þeirra hönd. Í annan stað bar nauðsyn til að gera grein fyrir því í stefnu, hvaða verð og greiðslukjör stefnendur byðu fram á þeim eignarhluta, sem forkaupsrétt- ur Heilsuræktarinnar tók til að þeirra mati, og afmarka í stefnu með skýr- um hætti, til hvaða hluta eignarinnar forkaupsrétturinn næði að þeirra dómi, — enn fremur, hvaða aðilar ættu að veita viðtöku andvirði eignar- hlutans. Að því er varðar fjárkröfu stefnenda á hendur stefndu, að fjárhæð 123.133.410 kr., var nauðsynlegt að útlista strax í upphafi, hvernig sú fjár- hæð var fundin og hvernig greiðsluskyldu hvers og eins stefnda var háttað að mati stefnenda. Þá bar að tilgreina, hvaða dráttarvexti stefnufjárhæðin skyldi bera og frá hvaða degi. Sama er að segja um kröfu stefnenda til greiðslu matskostnaðar úr hendi útburðarbeiðanda vegna matsmálsins nr. 46 frá 1983. Hér er ekki ljóst, hvort átt er við kostnað við framkvæmd matsins eða hvort hér er krafist skaðabóta á grundvelli matsgerðar þeirrar, sem átti sér stað. Enn fremur er hér gerð krafa til framreiknaðra bóta, án þess að það sé nokkuð skýrt frekar. Þá er ekki heldur fullljóst, að hverjum þessi kröfuliður beinist, þó að ætla megi, að hann snúi að Læknastöðinni hf. Henni var ekki stefnt í máli þessu, eins og áður segir, og krafan því ekki dómtæk að efni til þegar af þeirri ástæðu. Þá er vaxtakrafa stefnenda í þessum kröfulið ekki heldur dómtæk sökum vanlýsingar. Fleira mætti tína til, svo sem miskabótakröfu stefnenda á hendur stefndu. Loks má nefna sem frávísunarástæðu, að málinu er fyrst stefnt fyrir dóm 20. október 1992 með stefnu, sem á engan hátt fullnægir lagaskilyrðum 80. gr. laga nr. 91/1991. Úr þessu var ekki unnt að bæta með framhaldssök þeirri, sem þingfest var hér fyrir dómi 3. nóvember s. á., og hefði átt að vísa málinu frá þegar af þeirri ástæðu. Með hliðsjón af öllu því, sem að framan er rakið, verður að vísa málinu frá dómi. Miðað við þessi úrslit þykir rétt, að stefnendur greiði óskipt hverjum 2105 stefndu, sem tekið hafa til varna í málinu, málskostnað sem hér segir: Guð- mundi Ingva Sigurðssyni hrl. 70.000 kr., Jóhanni H. Níelssyni hrl. 35.000 kr., Sveini Snorrasyni hrl. 25.000 kr., Birgi Guðjónssyni lækni 25.000 kr., Víglundi Þór Þorsteinssyni lækni 25.000 kr., Jóhanni L. Jónassyni lækni 25.000 kr. og Íslensku óperunni 25.000 kr. að viðbættum virðisaukaskatti. Málskostnaður til handa db. Helgu Jónsdóttur dæmist ekki, þar sem skiptum dánarbúsins er löngu lokið, og hefur dánarbúið því ekki aðildar- hæfi með hliðsjón af 16. gr. laga nr. 91/1991. Skúli J. Pálmason héraðsdómari kvað upp þennan úrskurð. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnendur greiði hverjum eftirtalinna stefndu, sem tekið hafa til varna Í málinu, málskostnað sem hér segir: Guðmundi Ingva Sigurðs- syni hrl. 70.000 kr., Jóhanni H. Níelssyni hrl. 35.000 kr., Sveini Snorrasyni hrl. 25.000 kr., Birgi Guðjónssyni lækni 25.000 kr., Víg- lundi Þór Þorsteinssyni lækni 25.000 kr., Jóhanni L. Jónassyni lækni 25.000 kr. og Íslensku óperunni 25.000 kr. að viðbættum virðisauka- skatti. Málskostnaður til handa db. Helgu Jónsdóttur dæmist ekki, þar sem skiptum dánarbúsins er löngu lokið, og hefur dánarbúið því ekki aðildarhæfi með hliðsjón af 16. gr. laga nr. 91/1991. 2106 Fimmtudaginn 25. nóvember 1993. Nr. 465/1993. Úlfar Nathanaelsson gegn Blaði htf., Gunnari Smára Egilssyni, Sigurði Má Jónssyni og Sigurjóni Magnúsi Egilssyni. Kærumál. Frávísun frá héraðsdómi. Ærumeiðingar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 3. nóv- ember 1993, sem barst Hæstarétti 19. sama mánaðar. Krefst hann þess, að hinn kærði frávísunarúrskurður verði felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað til efnislegrar meðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Í meiðyrðamáli er óhjákvæmilegt, að tilgreind séu í stefnu þau ummæli ein, sem átalin eru, og rök fyrir því, að ærumeiðingar felist í þeim. Sé þá fjallað sérstaklega um einstök ummæli, ástæður fyrir því, að beita eigi viðurlögum vegna þeirra, og lýsing á því, í hvern flokk ærumeiðinga hver einstök átalinna ummæla eigi að falla, og rök fyrir því. Málatilbúnaði sóknaraðila er mjög áfátt að þessu leyti, svo sem rakið er í hinum kærða úrskurði. Að svo vöxnu máli brast lagaskil- yrði fyrir því, að efnisdómur yrði á málið lagður. Ber samkvæmt þessu að staðfesta hinn kærða úrskurð. Dæma ber sóknaraðila til að greiða varnaraðilum kærumáls- kostnað, eins og í dómsorði segir. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Úlfar Nathanaelsson, greiði varnaraðilum, Blaði hf., Gunnari Smára Egilssyni, Sigurði Má Jónssyni og 2107 Sigurjóni Magnúsi Egilssyni, sameiginlega 40.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. október 1993. 1.0. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar fimmtudaginn 30. september sl., hefur Úlfar Nathanaelsson, kt. 140832-4139, Mávanesi 2, Garðabæ, höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu, birtri 25. september 1992, á hendur Blaði hf., kt. 650674-0149, Nýbýlavegi 14-16, Kópavogi, Gunnari Smára Egilssyni, kt. 110161-4099, Laufásvegi 9, Reykjavík, Sigurði Má Jónssyni, kt. 091060-2729, Álfheimum 46, Reykjavík, og Sigurjóni Magnúsi Egilssyni, kt. 170154-3129, Ljósheimum 12, Reykjavík. Stefndu gera þær dómkröfur, að málinu verði vísað frá dóminum og þeim dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins að við- bættum virðisaukaskatti. Stefnandi krefst þess, að kröfu stefndu um frávísun málsins verði með öllu hrundið og stefndu gert in solidum að greiða stefnanda hæfilegan máls- kostnað að mati dómsins í þessum þætti málsins sérstaklega auk 24,5% virðisaukaskatts af málskostnaðarfjárhæðinni, og beri málskostnaður dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 4. mgr. 129. gr. laga nr. 91/1991. Efniskröfur málsaðila eru eftirgreindar: Stefnandi gerir þær dómkröfur, að stefndu verði gert að þola, að eftir- greind ummæli og skrif í vikublaðinu Pressunni verði dæmd dauð og ómerk: 1. Í 12. tölublaði 5. árgangs Pressunnar fimmtudaginn 26. mars 1992 á forsíðu: „„Þjóðlífsmálið brot af alls kyns braski og svikum.“ Á bls. 9 í blaðinu: „Þjóðlífsmálið er bara toppurinn á ísjakanum í viðskiptum Úlfars Nathanaelssonar. Hann kemur víða við sögu. Nefna má auk Inn- heimtu og ráðgjafar hf., Útey hf., Ísey hf., Rúmið hf., Bílaleiguna Höfða hf., Drang hf. og Rolf hf. Á sama tíma og hann er gjaldþrota býr hann í stóru einbýlishúsi í Arnarnesi og segist skilja að það pirri fólk, sem tapað hefur verulegum fjárhæðum á viðskiptum við hann og fyrirtæki hans.“ „„Þessi mál virðast í raun aðeins vera toppurinn á ísjakanum í „viðskipta- veldi“, sem Úlfar Nathanaelsson hefur hlaðið í kringum sig.““ „Viðskiptin um áskrifendur Þjóðlífs hófust þegar fyrirtækið Útey hf. keypti kröfur Þjóðlífs í Janúar 1991. Útey var og er skráð á heimili Úlfars í Mávanesi 2 í Arnarnesi og var skráð sem heildverslun.““ „„En þáttur Úlfars í þessu öllu er næsta einkennilegur.“ „Þessir bílar voru keyptir fyrir víxla frá 2108 Rúminu, en það var hins vegar Valdimar nokkur Leifsson sem stóð í kaupunum fyrir Úlfar.“ „Við seldum Úlfari tvo bíla að andvirði ein milljón króna. Við höfum ekkert séð af þeim peningum,““ sagði Ingibjörg Einars- dóttir á Hellu, en hún og maður hennar, Smári Gunnarsson, seldu Úlfari tvo bíla. Þó að Valdimar hafi séð um kaupin (og meðal annars borgað útborgunina með innstæðulausri ávísun), eru þau Ingibjörg og Smári ekki í vafa um að Úlfar hafi staðið á bak við þau.““ „Tekst að þvo allt. — Ekki hefur tekist að ganga að Úlfari vegna Þjóðlífsmálsins og ekki heldur vegna bílaviðskiptanna. Ávallt hefur Úlfari tekist að forða sér og verð- mætum undan. Þeir sem rætt var við segja að hann sé manna séðastur með að ná til sín „leppum““ sem ekkert eiga og ekkert er hægt að sækja til.““ Undir greininni á blaðsíðu 9 eru prentuð nöfnin Sigurður Már Jónsson og Sigurjón Magnús Egilsson. 2. Í 13. tölublaði 5. árgangs Pressunnar 2. apríl 1992 á forsíðu: „Úlfar Nathanaelsson í Innheimtu og ráðgjöf lét leppa skrifa upp á ónýta pappíra og hirti fjölda bíla.“ Grein á bls. 14 og 15 í blaðinu: „Úlfar Nathanaelsson og „viðskiptaveldi““ hans lét leppa skrifa upp á verðlausa pappíra og hirti fjölda bíla.“ „Viðskipti Úlfars Nathanaelssonar hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu og þá sérstaklega í tengslum við fyrirtækið Innheimtu og ráðgjöf og Þjóðlífsmálið svokallaða. Fyrirtækið er aðeins ein af mörgum svikamyllum sem Úlfar hefur skipulagt á ferli sem spannar 30 ár og hefur leitt til fjölda dóma og enn fleiri kærumála.““ „Ein umfangsmesta svika- myllan var í tengslum við stórfelld bílakaup. Þar voru 13 bílar keyptir út á verðlausa pappíra sem voru útgefnir af húsgagnaversluninni Rúminu hf. Þegar fórnarlömbin áttuðu sig voru bílarnir seldir öðru fyrirtæki í umsjón Úlfars, Bílaleigunni Höfða hf. Það var síðan gert gjaldþrota. Þriðja fyrir- tækið, Drangur hf., var svo einnig milligönguaðili við sum kaupanna. Þaðan dreifðust bílarnir út um land með þeim hætti að seljendunum var ókleift að ná þeim til sín, taka veð í þeim eða yfirleitt leita réttar síns. Þótt margir þeirra hafi leitað til rannsóknarlögreglunnar og sumir kært virðist enginn hafa áttað sig á umfangi svikanna. Þar að auki virðist Úlfari hafa tekist að fá virðisaukaskatt af bílunum endurgreiddan í krafti þess, að hann væri að stofnsetja bílaleigu.“ „Keyptu 13 notaða bíla á skömmum tíma. Með stjórnarsamþykkt hjá húsgagnaversluninni Rúminu hinn 11. júní 1990 er ákveðið að hefja rekstur bílaleigu. Þá var fyrirtækið í eigu Úlfars Nathanaelssonar og var téður stjórnarfundur haldinn á heimili hans í Máva- nesi 2 í Arnarnesi. Að sögn Úlfars sáu menn mikla framtíðarmöguleika í því að stofna bílaleigu með notaða bíla.“ „Enginn þeirra seljenda, sem haft hefur verið samband við, efast þó um að Úlfar standi á bak við kaupin og telja þeir að þessir menn hafi einungis verið leppar hans í viðskipt- unum.““ „Frá Bílaleigunni Höfða dreifðust síðan bílarnir í burtu og verður 2109 reyndar ekki séð að fyrirtækið hafi náð að vera með neina starfsemi svo heitið geti. Í upphafi árs 1991 eignaðist Barði Guðmundsson, bróðir Hreið- ars, fyrirtækið, en hann hefur verið leppur fyrir Úlfar í mörgum málum. Barði þessi rekur nú veitingastað í Suður-Afríku. Þriðja fyrirtækið, Drang- ur hf., sem var einnig hluti af veldi Úlfars, eignaðist síðan nokkra af bílun- um. Meðal stofnenda þess var Jóhannes Halldórsson hjá Innheimtu og ráðgjöf og bróðir hans, Hafsteinn Halldórsson.““ „Hafa haft 6 til 8 milljónir upp úr krafsinu. Eigendur bílanna eru misviljugir að láta nafns getið, meðal annars vegna þess að þeir eru enn að reyna að fá Úlfar til að greiða fyrir bílana. Þrátt fyrir það er hægt að áætla að Úlfar og félagar hafi haft á bilinu 6 til 8 milljónir króna upp úr krafsinu.““ „„Einn leppurinn telur þetta hafi verið svikamylla. Eins og áður sagði tók Valdimar T. Þorvaldsson á sinum tíma að sér að kaupa fjölda bíla fyrir Rúmið. Líklega hefur hann verið afkastamestur leppa Úlfars í því efni.“ „Fjölskrúðugur ferill í okri og svikum. Fyllsta ástæða er til að draga frásagnir Úlfars í efa — sérstaklega vegna þess hvernig ferli hans er háttað. Eins og áður er komið fram hefur hann verið kærður til RLR vegna þátttöku í málum Innheimtu og ráðgjafar. Sömuleiðis vegna afskipta sinna af bílamálinu. Þá er vert að minnast á þá starfsemi sem hann hefur verið hvað þekktastur fyrir. Það eru okurviðskipti. Hann hefur tvívegis verið ákærður fyrir okurbrot, fyrst 1985 og aftur árið 1989 er hann var dæmdur fyrir að hafa veitt Hermanni Björgvinssyni peningalán í ein átján skipti. Þótti sannað að Úlfar hefði tekið hærri vexti en löglegt var. Pressan hefur á þeim stutta tíma sem mál Úlfars hafa verið til umfjöllunar rætt við fjölda fólks sem telur sig hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna hans. Þar kemur hvort tveggja við sögu lánastarfsemi hans og viðskipti við önnur fyrirtæki honum nákomin. 1982 hlaut Úlfar einnig dóm í borgardómi Reykjavíkur fyrir afskipti sín af fyrirtækinu Bjargey hf., en það varð gjaldþrota 1981. Þá hafa viðskipti annarra fyrirtækja sem honum tengjast vakið athygli. Má þar nefna Ísey hf., Útey hf. og Rolf hf. Virðist ekki einleikið hversu skjótt þau leggja upp laupana eftir að þau fara úr eigu Úlfars.“ „Sumarið 1990 keypti fyrirtækið Rúmið hf. 13 bíla víðs vegar að. Fyrir þá var greitt með víxlum og skuldabréfum sem reynst hafa verðlaus, en um leið var bílunum komið undan með margvíslegum hætti. Nálægt kaupunum hafa komið mörg fyrirtæki og einstaklingar sem með einum eða öðrum hætti tengjast „viðskiptaveldi““ Úlfars Nathanaelssonar. Þrátt fyrir kærur og fyrirspurnir til Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur engin skipuleg rannsókn farið fram á málinu. Um leið hafa borist margvíslegar upplýsingar um viðskiptahætti Úlfars sem spanna 30 ára tímabil.“ Undir greinina á blaðsíðu 15 er prentað Sigurður Már Jónsson ásamt Sigurjóni Magnúsi Egilssyni. 3. Í 14. tölublaði.S. árgangs Pressunnar 9. apríl 1992 bls. 13: „Úlfar 2110 Nathanaelsson og Rolf hf. Gaf skuldabréf út á brunarústir.““ „Í mars 1989 stofnaði Úlfar Nathanaelsson fyrirtækið Rolf hf. Fyrirtæki þetta hafði aldrei neina starfsemi með höndum en stóð hins vegar í stórfelldri skulda- bréfaútgáfu. Voru mörg skuldabréfanna gefin út með veði í húsinu Aðal- stræti 16 á Akureyri, sem brann í sama mánuði og Rolf var stofnað. Bréfin voru notuð við kaup á bílum, fyrirtækjum og fasteignum. Þegar viðtak- endur bréfanna uppgötvuðu uppruna þeirra var yfirleitt búið að selja bílana áfram eða selja allt fémætt úr fyrirtækjunum. Þegar þrengja fór að Rolf lét Úlfar leppa hafa fyrirtækið og sendi það í eignalaust gjaldþrot.““ „„Fyrir- tækið Rolf hf. varð ekki gamalt. Það var stofnað 4. mars 1989 í Borgartúni 29 en þar voru höfuðstöðvar Úlfars Nathanaelssonar um skeið. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta 6. júní 1991 og skiptameðferð lauk 16. október. Engar eignir fundust í búinu en kröfur voru upp á 3,8 milljónir króna. Hvorki kröfuhafar né aðstandendur mættu á skiptafund. Stofnend- ur Rolfs voru auk Úlfars: Egill Eyfjörð, Guðmundur Sigurðsson, Helena Helma Markan og Margrét Ólafsdóttir. Úlfar og Egill áttu mestallt hluta- féð, sem var skráð 26.000 krónur, og ráku félagið frá upphafi, enda hlut- verk hinna óljóst. Ekki er ljóst hver starfsemi Rolfs var fyrst í stað en fyrir- tækið stóð þó fyrir kaupum á nokkrum bílum og fyrirtækjum. Notaði fyrir- tækið ákaflega vafasama pappíra sem reyndist torvelt ef ekki ókleift að innheimta.““ „Fékk bílinn til baka gegnum trúfélag. Pressan hefur haft uppi á nokkrum þeirra sem lentu í að eiga viðskipti við Rolf. Einn þeirra var Björgvin Ragnarsson, en unnusta hans seldi Rolf bíl 18. ágúst 1989. Fengu þau 100.000 krónur við undirritun en afganginn, 390.000 krónur, á skulda- bréfi. Það mun hafa verið eitt svokallaðra „„Böðvarsbréfa““, kennd við sam- nefndan mann, en þau voru mikið notuð af Rolf og fleiri aðilum tengdum Úlfari.“ „„Fengu fyrirtækið á fölskum pappírum og hirtu allt fémætt. Franz Guðbjartsson seldi fyrirtæki sitt, Íslenska skyndirétti, út á pappíra frá Rolf hf. 1989. Þeir voru þá komnir í hendurnar á öðrum mönnum sem mikið versluðu með pappíra frá Rolf, þeim Magnúsi Garðarssyni og Jóni Ellert Tryggvasyni. Magnús, sem rak verslunina Toppleður í eina tíð, hefur áður komið nálægt viðskiptum Úlfars.“ „„Lepparnir taka við. En 14. nóvember 1989, rúmum mánuði eftir að Rolf eignast Aðalstrætishúsið, berst tilkynn- ing um nýja stjórn þess til Hlutafélagaskrár og er það þar með úr höndum Úlfars og Egils. Nýr eigandi, Guðmundur Böðvarsson, sem meðal annars hefur verið kenndur við verslunina Pilot, er þó ekki með öllu ókunnugur Úlfari, því að hann hefur áður verið leppur fyrir hann. Var það meðal annars í fyrirtækinu Rúminu hf., sem sagt var frá í síðustu viku í sambandi við bílakaupasvikamyllu. Með Guðmundi voru tilkynntir nýir meðstjórn- endur og sagðist einn þeirra ekki hafa vitað af stjórnarsetu sinni fyrr en hann fékk tilkynningu um nauðungarsölu Aðalstrætis 16 löngu síðar!“ 2111 Undir greinina er prentað Sigurður Már Jónsson ásamt Sigurjóni Magnúsi Egilssyni. 4. Í 15. tölublaði $. árgangs Pressunnar 15. apríl 1992 bls. 13: „,Hug- sjónamennirnir hitta „glæpamanninn““. Forráðamenn Þjóðlifs gældu lengi vel við að unnt yrði að ganga frá nauðasamningum en að sögn Kristins varð „innheimtumálið““ til að eyða slíkum möguleikum. Þeir samningar sem gerðir voru á milli Þjóðlífs og Úteyjar um áskrifendaskuldir tímaritsins hafa leitt til einstakrar atburðarásar. Tildrög málsins munu hafa verið þau að Agnar Agnarsson vann fyrir Þjóðlíf við að innheimta kröfur og leitaði síðan eftir að kaupa þær til sjálfstæðrar innheimtu. Kristinn féllst þá ekki á skilgreiningu Jóhannesar Halldórssonar, framkvæmdastjóra Innheimtu og ráðgjafar, að Agnar hafi verið starfsmaður Þjóðlífs. Agnar hafði hins vegar ekki fjármagn til að kaupa kröfurnar og fékk Útey og Úlfar Nathanaelsson til að gangast í kaupin, en Úlfar hefur sagt í samtali við Pressuna að hann hafi auglýst eftir kröfum í smáauglýsingum DV. átti Þjóðlif að fá um tvær milljónir króna fyrir þær (kröfur í Reykjavík og á Seltjarnarnesi), en að sögn Kristins fengu þeir aldrei nema um 1.200.000. „Afgangurinn var ónýtir víxlar frá Úlfari sem við fengum í hausinn aftur,“ sagði Kristinn. Samningagerðin á milli Úteyjar og Þjóðlífs er dæmigerð fyr- ir það hvernig ekki á að gera samninga, enda var það að nokkru gert í gegnum telefaxtæki. Nánast strax eftir undirritun samningsins voru tvær útgáfur hans í umferð — með og án 9. greinarinnar, sem bannaði máls- höfðun vegna krafnanna. Hafa báðir aðilar kært samningagerðina til Rann- sóknarlögreglu ríkisins“. Undir greinina er prentað Sigurður Már Jónsson. 5. Í 37. tölublaði S. árgangs Pressunnar 17. september 1992 bls. 13: „„Egill sjálfur hefur reyndar áður verið til umfjöllunar hér í Pressunni þó að með óbeinum hætti sé. Hann var skráður í forsvari fyrir fyrirtækið Rolf hf., sem notað var sem svikamylla í viðskiptum í kringum Úlfar Nathanaelsson.“ Undir greinina á bls. 13 er prentað Sigurður Már Jóns- son. Þá gerir stefnandi þær dómkröfur, að stefndu, Gunnar Smári Egilsson, Sigurður Már Jónsson og Sigurður Magnús Egilsson, verði dæmdir til hæfi- legrar refsingar samkvæmt 234. gr., 235. gr. og 236. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. til þyngingar 72. gr. almennu hegningarlaganna nr. 19/1940. Stefnandi gerir og þær dómkröfur, að allir stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda skaða- og miskabætur, að fjárhæð 2.400.000 kr., ásamt dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum frá 1. október 1992 til greiðsludags og að heimilt verði að leggja áfallna vexti og dráttarvexti við höfuðstól skuldar á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. október 1993, og reikna áframhaldandi 2112 vexti af þannig samanlagðri fjárhæð áfallinna vaxta, dráttarvaxta og höfuðstóls, sbr. 10. gr. og 12. gr. laga nr. 25/1987. Þá gerir stefnandi þær dómkröfur, að stefndu verði dæmdir til að birta í vikublaðinu Pressunni væntanlegan dóm í máli þessu, forsendur og dóms- orð, eigi síðar en fimmtán dögum eftir birtingu dómsins að viðlögðum dag- sektum til stefnanda, 25.000 kr. á dag, er stefndu verði gert að greiða stefn- anda in solidum og auk þess verði stefndu in solidum gert að greiða stefn- anda 900.000 kr. vegna birtingar dómsins, forsendna og dómsorðs, í öðrum fjölmiðlum, opinberum fjölmiðlum og dagblöðum. Ofangreindar 900.000 kr. beri dráttarvexti samkvæmt 10. gr. og 12. gr. vaxtalaga númer 25/1987 frá birtingu dómsins til greiðsludags. Enn fremur gerir stefnandi þær dómkröfur, að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnanda in solidum málskostnað að skaðlausu samkvæmt gjald- skrá Lögmannafélags Íslands og að mati réttarins, og beri málskostnaðar- fjárhæð dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 10. og 12. gr. laga númer 25/1987, frá 15. degi eftir birtingu dómsins til greiðsludags. Dómkröfur stefndu eru þær, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda,, en til vara, að stefnukröfur verði lækkaðar. Þá krefjast stefndu, að þeim verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda sam- kvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands að viðbættum virðisaukaskatti. 5.0. Svo sem ljóst má sjá af kröfugerð stefnanda, sem að framan er rakin, tilgreinir hann greinar og greinahluta í heild sinni, eins og þær birtust í vikublaðinu Pressunni. Krefst hann þess, að greinarnar í heild sinni verði dæmdar dauðar og ómerkar. Hann tilgreinir ekki nákvæmlega, hvaða orð í hinum tilfærðu greinum hann telji meiðandi, og enn síður, með hvaða hætti þær séu meiðandi fyrir æru hans. Telja verður, að nauðsynlegt sé, að stefnandi tilgreini nákvæmlega og afmarkað, hvaða orð eða orðasambönd úr umræddum skrifum hann telji ærumeiðandi og hann krefjist að dæmd verði dauð og ómerk. Að öðrum kosti er stefndu ókleift að koma nægilegum vörnum við um þau nánar tilgreindu ærumeiðandi orð eða ummæli, sem stefnandi telur aðdróttun eða móðgun, né sýna fram á sannindi þeirra. Tekur þetta til krafna stefnanda um ómerkingu ummæla, refsingar og skaðabætur. Þá er dómara erfitt um vik að taka úr skrifum þessum til umfjöllunar ákveðin ummæli, þar sem stefnandi hefur ekki bent á nein tiltekin orð eða orðasambönd, setningar eða greinahluta, sem öðrum fremur beri að beina athyglinni að. Til dæmis geta einfaldar frásagnir af atburðum, viðskiptum eða samskiptum manna vart verið efni í sjálfstæðar aðdróttanir eða móðg- 2113 anir. Slík afmörkun sakarefnis, þ. e. glögg tilgreining dómkrafna og máls- ástæðna, er réttarfarsleg nauðsyn og þarf að liggja ljóst fyrir í upphafi mál- sóknar. Samkvæmt framansögðu brýtur málatilbúnaður stefnanda gegn megin- reglum um skýran málflutning, sbr. e-lið 80. gr. laga nr. 91/1991. Þegar þessir ágallar eru virtir, er það niðurstaða dómsins, að vísa beri málinu frá samkvæmt fram kominni kröfu stefndu. Við málskostnaðarákvörðun verður að gæta að því, að stefndu voru jafn- framt til neyddir að skila umfjöllun sinni um efnishlið málsins. Eftir atvik- um þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn 60.000 kr., þ. m. t. virðisauka- skattur. Jón L. Arnalds héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Úlfar Nathanaelsson, greiði stefndu, Blaði hf., Gunnari Smára Egilssyni, Sigurði Má Jónssyni og Sigurjóni Magnúsi Egilssyni, 60.000 kr. í málskostnað, þ. m. t. virðisaukaskattur. 133 2114 Fimmtudaginn 25. nóvember 1993. Nr. 196/1993. Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Ólafi Gunnari Sigurjónssyni (Svala Thorlacius hrl.). Eignaspjöll. Dýravernd. Skotvopn. Upptaka. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ákærði áfrýjaði máli þessu í heild sinni til Hæstaréttar sam- kvæmt heimild í 1. mgr. 149. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu ákæruvalds var málinu áfrýjað með stefnu 5. maí 1993. Dómkröfur ákæruvalds eru þær, að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og dæmdur til refsingar, sem verði þyngd frá því, sem ákveðið var í héraðsdómi, einnig, að staðfest verði niðurstaða héraðsdóms um upptöku þar greindrar haglabyssu, svo og, að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð 150.000 krónur, til Gísla Pálmasonar. Ákærði krefst sýknu af öllum kröfum ákæruvalds, þ. m. t. af skaðabótakröfu, til vara, að hann verði dæmdur í vægustu refsingu, sem lög framast leyfa, og að skaðabótakrafa verði lækkuð. Fallast ber á það mat héraðsdómara, að ákærði hafi ekki nýtt öll tiltæk úrræði til þess að stugga hundinum burtu og verja þannig fé sitt, áður en hann greip til þess örþrifaráðs að skjóta hann með haglabysssu sinni. Einnig er á það að líta, að eigi er fullljóst, að fé ákærða hafi í raun verið hætta búin af atferli hundsins. Fallast ber því á það með héraðsdómara, að ákærði hafi brotið gegn 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 svo og gegn 9. gr. laga nr. 21/1957 um dýravernd. Ákærði hafði ekki tilskilið leyfi til byssunnar og braut því gegn 1. mgr. 14. gr. laga nr. 46/1977 um skotvopn o. fl. Hann hleypti af skotum á almannafæri og braut því einnig gegn 4. mgr. 20. gr. sömu laga. Við mat á refsinæmi verknaðar ákærða ber að hafa hliðsjón af því, að hundsins var illa gætt af hálfu eigenda sinna, sem létu hann 2115 hlaupa lausan um á almannafæri innan bæjarmarka Blönduóss, þar sem lausaganga hunda er bönnuð samkvæmt d-lið 2. gr. sam- þykktar nr. 249/1974 um hundahald í Blönduósshreppi. Þá ber og að hafa hliðsjón af því, að um var að ræða veiðihund, sem fór laus um afgirt tún ákærða, þar sem ær hans voru á sauðburðartíma með nýbornum lömbum. Leitt er í ljós, að hlaup hundsins um þetta svæði olli usla í fénu, og var því ekki alveg ástæðulaus ótti ákærða um, að hundurinn kynni að verða fénu skaðlegur. Má ætla, að fljót- ræði hans, er hann greip til byssunnar og skaut hundinn, hafi af þessu stafað. Enn fremur ber að taka tillit til þess, sem í héraðsdómi greinir, að ákærði hefur eigi áður brotið gegn almennum hegningar- lögum eða sérrefsilögum þeim, sem ákæra lýtur að. Þegar allt framangreint er virt, þykir rétt með vísan til 74. gr. almennra hegningarlaga, einkum 1. og 4. tl. 1. mgr., sbr. 2. mgr., að refsing ákærða falli niður. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku haglabyssu ákærða nr. 328134 til ríkissjóðs. Skaðabótakrafa Gísla Pálmasonar, eins og hún var sett fram í héraði, var ekki nægilega reifuð, til þess að dómur yrði á hana lagður. Ber að vísa henni ex officio frá héraðsdómi. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Dæma ber ákærða til að greiða áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Refsing ákærða, Ólafs Gunnars Sigurjónssonar, fellur niður. Framangreind óskráð haglabyssa ákærða er gerð upptæk. Skaðabótakröfu Gísla Pálmasonar er vísað frá héraðsdómi. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað eru staðfest. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 30.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Svölu Thorlacius hæsta- réttarlögmanns, 30.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra 21. mars 1993. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 3. mars sl., er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 26. ágúst 1992, á 2116 hendur Ólafi Gunnari Sigurjónssyni, Sólvangi, Blönduósi, fæddum 26. júní 1920, fæðingarnúmer 746, „fyrir eignaspjöll, brot á dýraverndarlögum og ólöglega meðferð skotvopns með því að hafa að kvöldi föstudagsins 28. maí 1992, þar sem ákærði var staddur á Svínvetningabraut innan bæjar- marka Blönduóss, skotið tveimur skotum úr óskráðri haglabyssu sinni að hundinum Spora af írsku setter-kyni, eign Gísla Pálmasonar. Hljóp hund- urinn um tún norðan við veginn, og lentu skotin á honum með þeim afleið- ingum, að hann fékk sár, sem leiddu hann til dauða nær samstundis. Telst þetta varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 3. mgr. 14. gr., sbr. 1. mgr. 18. gr. laga um dýravernd nr. 21/ 1957, 1. mgr. 14. gr. og 4. mgr. 20. gr., sbr. 34. gr. laga um skotvopn, sprengiefni og skotelda nr. 46/1977 og 1. mgr. 6. gr., sbr. 1. mgr. 78. gr. lögreglusamþykktar fyrir Austur-Húnavatnssýslu nr. 152/1941. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta upp- töku ofangreindrar haglabyssu samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga og 3S. gr. nefndra laga um skotvopn, sprengiefni og skotelda. Þá krefst nefndur Gísli Pálmason, kennitala 020462-6559, þess, að ákærði verði dæmdur til að greiða sér skaðabætur, að fjárhæð 150.000 krónur“. Mdlavextir. Um klukkan 22 föstudagskvöldið 28. maí 1992 kom Gísli Pálmason ásamt föður sínum, Pálma Gíslasyni, og dóttur sinni að Hnitbjörgum við Blönduós. Með í för var Spori, hundur Gísla, af írsku setter-kyni. Þegar Gísli er ásamt föður sínum að bera hluti inn í Hnitbjörg, losnar Spori úr gæslu dóttur Gísla. Hundurinn, sem var með ól um hálsinn, hleypur þá suður yfir Svínvetningabraut og inn á tún, sem þar eru. Þar eltir hann fugla um stund, en kemur svo til baka. Stuttu síðar sleppur hundurinn aftur. Virðist sem hann hlaupi þá í suðaustur og inn fyrir bæinn Kleifar og um tún þar, síðan niður að Blöndu og eltist við gæsir, sem þar eru. Á túni, sem er vestan við Kleifar, eltir hundurinn lambfé í eigu ákærða. Við skýrslutöku fyrir dómi kom fram, að ákærði var þarna með 10 til 12 full- orðnar ær ásamt lömbum í fjárheldri girðingu. Ekki kom styggð að öðru fé. Ákærði, sem staddur var heima við Sólvang, sá hundinn hlaupa um túnið, þar sem ákærði var með kindur sínar. Ákærði hefur haldið því fram, að hundurinn hafi bitið í eitt lamb og hent því upp í loft. Vitnið Ellert Guðmundsson lýsti því, að það hefði séð hundinn hlaupa eitt lamb um koll, en kvaðst ekki hafa séð hundinn bíta lambið. Þegar hér var komið, fór ákærði niður að túninu og tók haglabyssu úr bíl sínum og skaut hundinn tveimur skotum á u. þ. b. 30 metra færi. Hundurinn drapst ekki við fyrra skotið, og skaut ákærði þá aftur. Síðan tók hann hundinn og setti í bíl 2117 sinn. Þá kom vitnið Gísli Pálmason að, tók hundinn af ákærða og bað hann að koma á lögreglustöðina, sem ákærði gerði. Vitnið Gísli fór með hundinn til Sigurðar Helga Péturssonar dýralæknis, sem kom hér fyrir dóm. Þegar þangað var komið, var hundurinn dauður. Ekki var farið fram á, að hundurinn yrði krufinn, en telja verður víst, að hann hafi drepist af skotsárum, enda bar vitnið Sigurður Helgi Pétursson, að hundurinn hefði sennilega drepist vegna innvortis blæðinga. Niðurstaða. Af framburði vitna og ákærða sjálfs er ljóst, að ákærði skaut hundinn Spora tveimur skotum, sem leiddu til þess, að hundurinn drapst. Ákærði hefur haldið því fram, að hann hafi verið að verja sauðfé sitt fyrir ágangi skepnunnar. Hann hafi því fórnað minni hagsmunum fyrir meiri, og þetta leiði til þess með vísan til 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, að hann verði sýknaður af öllum kröfum í máli þessu. Ef hann verði ekki sýknaður, þá verði sér með vísan til 2. mgr. 12. gr. nefndra hegningarlaga ekki gerð refsing í málinu og bótakröfum vísað frá dómi. Það er mat réttarins, að ákærði hafi ekki reynt allt það, sem honum bar, til að verja fé sitt, áður en hann greip til þess að skjóta dýrið. Ákærði bar, að hann hefði ekki reynt annað en kalla til hundsins, sem hlýddi ekki. Telja verður, að ákærða hafi borið að reyna til fulls, hvort ekki væri með öðrum hætti unnt að koma hundinum úr girðingunni. Við hagsmunamatið ber að hafa í huga, að ákærði var einungis með 10-12 fullorðnar ær með lömbum í fjárheldu hólfi og því fullvíst, að féð hefði lembt sig sjálft, eftir að hundurinn var á braut. Framburður ákærða þess efnis, að hundurinn hafi bitið eitt lamb, er ekki trúverðugur, þegar litið er til þess, að ákærði bar fyrir dóminum, að hann hefði ekki athugað, hvernig lambinu liði, eftir að hann hafði skotið hundinn. Verður því ekki séð, að hundurinn hafi verið eins hættulegur og ákærði hefur gefið í skyn. Með háttsemi sinni hefur ákærði brotið gegn 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í ákæru er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn 3. mgr. 14. gr. laga nr. 21/1957. Telja verður, að hér sé háttsemi ákærða ranglega færð til refslákvæðis, enda á þessi grein við framkvæmdir lögreglustjóra. Hins vegar er rétt með vísan til 1. mgr. 117. gr. laga um meðferð opinberra mála að sakfella ákærða fyrir brot gegn 9. gr. áður- nefndra laga um dýravernd. Þá þykir einnig rétt að sakfella ákærða fyrir brot gegn 1. mgr. 6. gr., sbr. 1. mgr. 78. gr. lögreglusamþykktar fyrir Austur-Húnavatnssýslu nr. 152/1941. Ákærði hefur borið, að hann sé eig- andi skotvopns þess, sem hann skaut hundinn með. Við meðferð málsins lagði hann fram gögn þess efnis, að byssan væri skráð. Hún er hins vegar ekki skráð á nafn ákærða, og var honum því óheimilt að nota vopnið. 2118 Er því rétt með vísan til 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga að gera vopnið upptækt til ríkissjóðs. Refsing ákærða, sem hefur ekki áður brotið gegn almennum hegningar- lögum eða sérrefsilögum þeim, sem hér er ákært fyrir, þykir hæfilega ákveðin 50.000 kr. sekt til ríkissjóðs, en fimmtán daga varðhald komi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Bótakröfu í málinu hefur ákærði mótmælt og krafist þess, að henni verði vísað frá dómi, enda sé hún vanreifuð. Fram hefur verið lagt vottorð frá Hundaræktarfélagi Íslands þess efnis, að hvolpar af þeirri tegund, sem um ræðir í máli þessu, séu seldir á 70.000 kr. Rétt þykir að leggja þessa fjárhæð til grundvallar við ákvörðun bóta til Gísla Pálmasonar, en frekari bótakröf- um er hafnað. Með hliðsjón af framanrituðu er allur sakarkostnaður felldur á ákærða, þar með taldar 60.000 kr. auk virðisaukaskatts til skipaðs verjanda síns, Árna Pálssonar hrl., og 40.000 kr. í saksóknarlaun til ríkissjóðs. Halldór Halldórsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Ólafur Gunnar Sigurjónsson, greiði 50.000 kr. í sekt til ríkissjóðs, en fimmtán daga varðhald komi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með taldar 60.000 kr. auk virðisaukaskatts í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Árna Páls- sonar hrl., og 40.000 kr. í saksóknarlaun til ríkissjóðs. Ákærði greiði Gísla Pálmasyni 70.000 kr. í skaðabætur. 2119 Fimmtudaginn 25. nóvember 1993. Nr.61/1990. Kristín Benjamínsdóttir (Árni Grétar Finnsson hrl.) gegn Soffíu Benjamínsdóttur Polhemus f.h. dánarbús Steinunnar Sveinbjarnardóttur (Kjartan Reynir Ólafsson hrl.). Erfðir. Framfærsla. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. febrúar 1990. Hún krefst sýknu af öllum kröfum stefnda í málinu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi áfrýjaði málinu með stefnu 12. mars 1990 og kvaðst krefj- ast þess, að allar kröfur sínar fyrir héraðsdómi yrðu teknar til greina. Við munnlegan flutning málsins breytti hún þeirri afstöðu, og krefst hún nú einvörðungu staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Mál þetta varðar skipti eftir Steinunni Sveinbjarnardóttur, sem andaðist 24. nóvember 1984 á dvalarheimilinu Sólvangi í Hafnar- firði, en áfrýjandi og Soffía Benjamínsdóttir Polhemus, sem fer með mál þetta fyrir stefnda, eru dætur hennar og einkaerfingjar. Steinunn var 92 ára að aldri, er hún féll frá, og hafði búið á Sól- vangi síðustu átta árin. Fyrra heimili hennar var í húsinu nr. 24 við Hellisgötu í Hafnarfirði, þar sem hún hafði áður búið með eiginmanni sínum og föður þeirra systra, er andaðist í janúar 1954. Hvarf hún úr húsinu í september 1975 vegna heilsubrests, en hún var þá lögð inn á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Dvaldist hún þar fram í apríl 1976, er hún vistaðist að Sólvangi. Húsið að Hellisgerði 24 var aðaleign Steinunnar, er hún fluttist þaðan, en var selt í umboði hennar með kaupsamningi 26. febrúar 1982, eins og um getur í hinum áfrýjaða dómi. Snýst ágreiningur í málinu um and- virði hússins. 2120 Nokkur töf varð á því, að gengið væri til búskipta eftir lát Stein- unnar, en með bréfi 27. janúar 1986 bað lögmaður áfrýjanda um opinber skipti á búinu. Hófst skiptameðferð í skiptarétti Hafnar- fjarðar 19. febrúar 1987, eftir að lögmaður stefndu kom að málinu. Var stofnað til skiptaréttarmáls hinn 19. ágúst sama ár með aðild áfrýjanda og systur hennar, og tók það meðal annars til þeirrar kröfu, sem hér er til umfjöllunar. Því máli lauk með dómi Hæsta- réttar 7. febrúar 1989, þar sem ágreiningi um kröfuna var vísað frá skiptaréttinum. Var Soffíu síðan veitt leyfi skiptaréttarins til að höfða mál þetta fyrir hönd búsins, sem gert var með stefnu, birtri 21. júní 1989. Í málinu er það krafa stefndu, að áfrýjanda verði gert að standa búinu skil á söluandvirði eignarinnar Hellisgötu 24. Óumdeilt er, að áfrýjandi tók við öllu andvirðinu, jafnóðum og það féll til, og þá fyrir hönd móður sinnar. Annars vegar var um að ræða útborg- un, er nam $18.750 krónum að frádregnum sölulaunum. Hins vegar voru tvö veðskuldabréf, að fjárhæð samtals 220.000 krónur, sem afhent voru við útgáfu afsals 12. október 1982. Átti að greiða skuld- ina með jöfnum árlegum afborgunum og 20% ársvöxtum á næstu fjórum árum., Í. júní ár hvert. Áfrýjandi annaðist varðveislu þessara bréfa og tók við greiðslum afborgana og vaxta. Voru tveir gjalddagar komnir, áður en móðir hennar andaðist. Krafa áfrýjanda um sýknu í málinu er meðal annars á því reist, að þessi greiðslukrafa hljóti að teljast fyrnd á grundvelli laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Hafi máls- meðferð fyrir skiptarétti ekki slitið fyrningu, þar sem aðild að skiptaréttarmálinu hafi verið önnur en hér og kröfugerð ekki hin sama. Eins og greiðslukröfunni er háttað, verður að telja, að hún lúti tíu ára fyrningarfresti samkvæmt 2. tl. 4. gr., sbr. 2. og 3. gr. umræddra laga. Verða þessar mótbárur áfrýjanda ekki teknar til greina. Sýknukrafa áfrýjanda er þó aðallega á því reist, að aldrei hafi stofnast til þeirrar skuldar, sem hér er krafið um. Hafi peningaeign móður sinnar þegar verið ráðstafað, áður en hún féll frá, og þá einkum til endurgreiðslu á fé, sem áfrýjandi og eiginmaður sinn hafi lagt fram til aðstoðar við hana um árabil vegna viðhalds á eigninni að Hellisgötu 24 og persónulegra þarfa. Eftir andlátið hafi fjár- 2121 munir til skipta ekki verið aðrir en eftirstöðvar fyrrgreindra skuldabréfa auk hlutabréfa í Eimskipafélagi Íslands. Við upphaf skiptameðferðar hafi áfrýjandi gert skiptaráðanda grein fyrir þessum eignum, og séu þær í vörslum lögmanns hennar. Sem fyrr segir, tók áfrýjandi við öllu andvirði húseignarinnar að Hellisgötu 24. Hefur hún jafnframt staðfest, að hún og eiginmaður hennar hafi að miklu leyti annast nauðsynlegt fjárhald og eignaum- sýslu fyrir móður sína síðustu æviárin. Telja verður, eins og gert er í hinum áfrýjaða dómi, að viðtöku og vörslu þessara fjármuna hafi fylgt skylda til að gera grein fyrir ráðstöfun þeirra. Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á, að tiltekin skil hafi verið gerð, áður en móðir hennar féll frá. Jafnframt ber að fallast á það með héraðs- dómara, að fram lögð skattframtöl árin 1983 og 1984 séu ekki full- nægjandi heimild um fjárhag hinnar látnu. Við meðferð skiptanna og máls þessa hefur áfrýjandi ekki lagt fram gögn um útgjöld sín og eiginmanns síns í þágu móður sinnar. Hins vegar hafa þau lýst þessum kostnaði sínum í greinargerðum og aðilaskýrslu, eins og til er vísað Í hinum áfrýjaða dómi. Telja þau framlag sitt vegna hús- eignarinnar nema samtals 375.000 krónum, en útgjöld vegna persónulegra nauðsynja samtals 185.000 krónum, og sé hvort tveggja varlega metið. Gerir áfrýjandi tilkall til þess, að umrædd útgjöld verði virt á móti umkröfðu andvirði húeignarinnar, og telur þau skýra þá stöðu dánarbúsins, sem hún hefur lýst. Um réttmæti þessa tilkalls ber að líta til þeirra almennu upplýs- inga, sem fram eru komnar í málinu um húseignina og hagi hinnar látnu. Hellisgata 24 var áður við Kirkjuveg og var timburhús, byggt um árið 1920. Eftir lát eiginmanns síns bjó Steinunn Sveinbjarnar- dóttir ein í íbúð þeirra hjóna og rak einnig hannyrðavöruverslun í húsinu, er hún annaðist sjálf. Var verslunin lögð niður, er hún fluttist úr húsinu. Eftir brotthvarf Steinunnar stóð íbúð hennar ónotuð fram í marsmánuð 1977, en frá þeim tíma og til 1. júní 1982 var húsið leigt öðrum. Ekki verður séð, að Steinunn hafi haft teljandi tekjur eftir vistun sína á sjúkrahúsi og dvalarheimili. Hún naut ekki greiðslna úr lífeyrissjóði, og ellilífeyrir hennar rann til heimilisins, svo sem staðfest er í fyrrgreindum framtölum. Samkvæmt frásögn áfrýjanda og eiginmanns hennar var samband þeirra mæðgna mjög náið, og voru þau hjónin helsta stoð Stein- 2122 unnar, þegar á leið. Soffía, dóttir hennar, var hins vegar búsett í Bandaríkjunum frá árinu 1950 og naut ekki sömu aðstöðu til að sinna móðurinni. Ljóst er af því, sem fyrr var rakið, að húseignin við Hellisgötu hefur þarfnast verulegs viðhalds á þeim tíma, sem hér skiptir máli. Er ekki ástæða til að efa, að áfrýjandi hafi lagt fram nokkurt fé vegna þess. Um það nýtur þó ekki við neinna gagna, og verður hún að bera hallann af því. Hefur áfrýjandi ekki gert slíka grein fyrir þessum útgjöldum, að unnt sé að taka tillit til þeirra á móti kröfu stefndu. Greiðslum sínum vegna persónulegra þarfa móður sinnar hefur áfrýjandi lýst á þá leið, að um sé að ræða ýmis minni háttar útgjöld á þeim 10 árum, sem liðið hafi, eftir að veikindi hennar komu til skjalanna, svo sem vegna fatnaðar, snyrtingar, ýmissa nauðsynja og gjafa. Enn fremur kveðst hún hafa greitt útfararkostnað, 34.000 krónur. Tilkall sitt til greiðslu vegna þessa setti áfrýjandi fram við skiptaráðanda, áður en mál þetta var höfðað. Eins og samskiptum áfrýjanda og móður hennar var háttað, verður krafa hennar ekki talin fallin niður vegna fyrningar. Að öllu athuguðu verður krafan ekki talin ósanngjörn, og er rétt að viðurkenna hana með fyrr- greindri heildarfjárhæð, 185.000 krónum. Að teknu tilliti til þessa ber að viðurkenna kröfu stefnda um greiðslu á andvirði Hellisgerðis 24, sem áfrýjandi tók við. Er það fyrrgreind útborgunarfjárhæð, $18.750 krónur, ásamt afborgunum af fyrrgreindum skuldabréfum 1. júní 1983 og 1. júní 1984, 55.000 krónur í hvort skipti, ásamt samningsvöxtum í hvorum gjalddaga, 44.000 krónum og 33.000 krónum. Síðari greiðslur af skuldabréf- unum eru í vörslum lögmanns áfrýjanda, sem hefur boðið þær fram, og er ekki nauðsyn að dæma áfrýjanda til skila á þeim. Samkvæmt þessu verður áfrýjanda gert að greiða stefndu samtals 705.750 krónur að frádregnum 185.000 krónum, þ.e. 520.750 krónur. Eftir atvikum þykir rétt að miða upphaf vaxta við þann tíma, er skipti hófust á búinu. Ber áfrýjanda að greiða fjárhæðina með þeim vöxtum, sem í dómsorði greinir. Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms verður staðfest. Rétt er, að áfrýjandi greiði stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, svo sem í dómsorði segir, og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðis- aukaskatts. 2123 Dómsorð: Áfrýjandi, Kristín Benjamínsdóttir, greiði stefndu f. h. dánar- bús Steinunnar Sveinbjarnardóttur, 520.750 krónur, með árs- vöxtum sem nema 10% frá 19. febrúar 1987 til 21. sama mánað- ar, 11% frá þeim degi til 1. maí s. á., 12% frá þeim degi til 21. júní s. á., 13%0 frá þeim degi til 1. júlí s. á., 14% frá þeim degi til 11. s. m., 15% frá þeim degi til 11. september s. á., 16% frá þeim degi til 21. s. m., 17%0 frá þeim degi til 11. október s. á., 19% frá þeim degi til 1. nóvember s. á., 21,5% frá þeim degi til 21. s. m., 22% frá þeim degi til 1. febrúar 1988, 23% frá þeim degi til 21. s. m., 22% frá þeim degi til 1. mars s. á., 20% frá þeim degi til 1. júní s. á., 2200 frá þeim degi til 11. s. m., 24% frá þeim degi til 21. s. m., 2600 frá þeim degi til 21. ágúst s. á., 25% frá þeim degi til 1. september s. á., 12% frá þeim degi til 11. október s. á., 9% frá þeim degi til 21. s. m., 7%o frá þeim degi til 21. nóvember s. á., 6% frá þeim degi til 1. desember s. á., 470 frá þeim degi til 11. janúar 1989, 5% frá þeim degi til 21. s. m., 9%0 frá þeim degi til 21. febrúar s. á., 10%0 frá þeim degi til 1. mars s. á., 11% frá þeim degi til 21. s. m., 15% frá þeim degi til 21 maí s. á., 1600 frá þeim degi til 1. júní s. á., 17%0 frá þeim degi til 11. s. m. og 1890 frá þeim degi til 21. sama mánaðar, en með dráttarvöxtum samkvæmt II. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefndu 120.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 28. nóvember 1989. 1.0. Mál þetta, sem tekið var til dóms miðvikudaginn 15. nóvember sl., hefur Soffía Benjamínsdóttir Polhemus, Rt. Kearney, Nebraska, Bandaríkjunum, f. h. dánarbús móður sinnar, Steinunnar Sveinbjarnardóttur (nnr. 8492- 2124 4954), síðast til heimilis að Sólvangi, Hafnarfirði, höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu, birtri 21. júní 1989, á hendur Kristínu Benjamínsdóttur (kt. 301121-3429), Brekkugerði 5, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði dæmd til þess að greiða dánarbúi Steinunnar Sveinbjarnardóttur söluandvirði fasteignarinnar Hellisgötu 24, Hafnarfirði, eins og það var ákveðið í kaupsamningi, dags. 26. febrúar 1982, 750.000 kr., að frádregnum sölulaunum, 11.250 kr., þ. e. 738.750 kr., að viðbættum vöxtum, svo sem hér segir: Þá er þess krafist, að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda máls- kostnað l...). Dómkröfur stefndu eru þær, að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefn- anda og stefnanda gert að greiða sér málskostnað að mati réttarins ásamt sölu- og virðisaukaskatti lögum samkvæmt, og beri málskostnaður vexti samkvæmt ákvæðum III. kafla laga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir upp- kvaðningu dóms til greiðsludags. Sáttaumleitanir fyrir dómi hafa ekki borið árangur. 2.0. Stefnandi f. h. dánarbúsins, Soffía Benjamínsdóttir Polhemus, segir málavexti vera þá, að stefnda, Kristín Benjamínsdóttir, og hún séu alsystur. Móðir þeirra, Steinunn Sveinbjarnardóttir, hafi andast á Sólvangi í Hafnar- firði 24. nóvember 1984, 92 ára gömul. Hún hafi verið eigandi að húseign- inni Hellisgötu 24, Hafnarfirði, en úr húsinu hafi hún flust árið 1975. Soffía Benjamínsdóttir Polhemus segist hafa verið búsett í Bandaríkjunum um áratugaskeið, en stefnda, Kristín Benjamínsdóttir, sé búsett hér á landi. Eftir að móðir þeirra hafi verið farin úr húsi sínu að Hellisgötu 24 í Hafnarfirði og húsið verið leigt út frá mars 1977 til vors 1982, hafi stefnda tekið við öllum leigugreiðslum. Á þeim hafi hún ekki gert nein skil. Þegar húseignin hafi verið seld samkvæmt kaupsamningi, dagsettum 26. febrúar 1982, hafi stefnda á sama hátt tekið við öllum greiðslum á söluandvirði hússins. Söluandvirði þess hafi verið 750.000 kr., og þar af hafi verið greitt út í peningum 530.000 kr. á tímabilinu 26. febrúar til 5. október 1982, en fyrir eftirstöðvunum, 220.000 kr., hafi kaupandi gefið út tvö skuldabréf með 20% ársvöxtum, sem greiða skyldi niður á næstu fjórum árum, í fyrsta sinn 1. júní 1983. Stefnda hafi veitt viðtöku öllum greiðslum á kaupverðinu (útborgun í peningum og skuldabréf) að undanskildum 11.250 kr., sem greiddar hafi verið Árna Gunnlaugssyni hrl. í sölulaun. Meðal annarra hafi eiginmaður stefndu, Guðmundur Björnsson, staðfest, að stefnda hafi mót- tekið söluandvirði hússins. Þessum verðmætum hafi stefnda ekki fengist til að skila til dánarbúsins. 2125 Sérstök athygli stefndu hafi verið vakin á því að ávaxta söluandvirði hússins sem best, þar sem Soffía, systir hennar, ætti hagsmuna að gæta í því sambandi sem væntanlegur erfingi. Stefnda hafi upplýst, að hún legði andvirðið inn á sérstakan reikning í Iðnaðarbankanum í Reykjavík með góðum vöxtum. Lögmaður stefndu hafi óskað eftir opinberum skiptum á dánarbúi Stein- unnar Sveinbjarnardóttur með bréfi til skiptaráðandans í Hafnarfirði, dag- settu 27. janúar 1986. Málið hafi fyrst verið tekið fyrir í skiptarétti Hafnar- fjarðar 19. febrúar 1987. Þar hafi fljótlega komið fram, að stefnda ætlaði sér ekki að skila söluandvirði Hellisgötu 24, að minnsta kosti ekki þeim hluta, sem greiddur hefði verið í peningum sem útborgun. Hafi stefnda sagt þessa peninga að hluta hafa farið til greiðslu skulda við sig og eigin- mann sinn, sem Steinunn heitin hefði stofnað til við þau vegna viðgerðar- kostnaðar á húsinu. Engin gögn þessu til staðfestu hafi stefnda getað lagt fram, hvorki reikninga fyrir húsviðgerðum né skuldaviðurkenningu. Hafi Soffía, systir stefndu, því mótmælt að taka þessa skýringu stefndu til greina. Þá hefði stefnda áður haldið því fram í bréfi, dagsettu 28. ágúst 1983, til Soffíu, að móðir þeirra hefði þurft að borga fyrir dvöl sína á Sólvangi, 40 Bandaríkjadali á dag, en það sé rangt, þar sem vistgjöld þar séu greidd af ríkistryggingum. Stefnda hafi enn fremur viljað miða skiptin við eignir og skuldir búsins, eins og þær hafi verið taldar vera á dánardægri Steinunnar heitinnar sam- kvæmt síðasta skattframtali hennar (framtal 1984 fyrir árið 1983). Þetta skattframtal hafi verið undirritað af Eiríki Pálssyni, þáverandi forstjóra Sólvangs, og hafi ekkert komið fram um það, að Steinunn heitin hefði veitt honum umboð til þess, enda ef til vill skiljanlegt sökum aldurs hennar og hrumleika. Samkvæmt skattframtalinu hafi hún ekkert átt eftir af þeim 530.000 kr., sem borgaðar hafi verið út í húsinu 1982, né af afborguninni og vöxtunum, sem greiddir hafi verið af áðurgreindum skuldabréfum í júní 1983. Við athugun á skattframtali Steinunnar heitinnar 1982 fyrir árið 1981 komi hins vegar fram, að hún hafi ekkert skuldað, áður en húsið hafi verið selt. Sama komi í ljós á skattframtali hennar 1983 fyrir árið 1982, þ. e. engar skuldir séu fram taldar, en útborgun í húsinu, 530.000 kr., ekki talin fram til eigna og engin grein gerð fyrir því, hvað af þessum peningum hefði orðið. Skattframtalið 1984 geti því á engan hátt talist sönnun fyrir eignum búsins, enda mótmælt af stefnanda. Við meðferð málsins fyrir skiptarétti hafi verið reynt að ná samkomulagi á milli aðila, en án árangurs, þar sem stefnda hafi neitað, að umrædd út- borgun kæmi til skipta. Hafi því verið stofnað til sérstaks skiptaréttarmáls, þar sem tekið hafi verið til úrskurðar annars vegar, hvert skiptaandlag 2126 dánarbúsins væri, og hins vegar sú krafa stefndu, sem fram hafi komið á síðasta stigi málsins fyrir skiptarétti, að hún teldist ein erfingi búsins. Reisti stefnda þessa síðari kröfu sína á því, að hún teldi Soffíu, systur sína, hafa afsalað sér arfi eftir móður þeirra. Úrskurður skiptaréttar hafi verið upp kveðinn 8. desember 1987. Þar hafi meðal annars verið úrskurðað, að söluandvirði Hellisgötu 24, 750.000 kr., að frádregnum sölulaunum, 11.250 kr., skyldi koma til skipta, og jafnframt hafi Soffía Benjamínsdóttir Polhemus verið sýknuð af kröfu stefndu um, að hún væri ein erfingi að eignum dánarbúsins. Þessum úrskurði hafi stefnda áfrýjað til Hæstaréttar, og hafi dómur gengið þar 7. febrúar 1989. 3.0. Stefnandi f. h. dánarbúsins, Soffía Benjamínsdóttir Polhemus, segir m. a. svo frá um viðskipti sín við stefndu, að með bréfi stefndu til sín, dags. 3. ágúst 1981, hafi hún sent sér plagg, sem hún hafði látið útbúa. Í plagginu standi, að Soffía óski eftir, að húseignin Hellisgata 24 verði færð á nafn stefndu, og enn fremur, að Soffía afsali sér erfðarétti eftir móður sína. Í bréfi stefndu til Soffíu, sem fylgdi með, segi svo um þetta atriði: „Til þess að geta selt húsið nægir ekki plaggið, sem þú sendir okkur, m. a. er það óundirskrifað, og það þarf líka að koma fram í yfirlýsingunni, að þú afsalir þér erfðarétti, að öðrum kosti er ekki hægt að selja húsið. Við fórum til bæjarfógetans í Hafnarfirði, og gaf hann okkur þær upplýs- ingar, að yfirlýsingin frá þér þyrfti að vera svona (vélritaða blaðið, sem fylgir). En til hægðarauka fyrir þig, af því að ég veit, að þú hefur ekki íslenska ritvél, ætla ég að senda þér óundirskrifaða yfirlýsingu, sem þú myndir svo skrifa undir og senda mér. Notarius publicus þarf að votta undirskrift þína á skjalið, svo að allt sé löglegt. Þetta eru eingöngu formsatriði, sem bæjar- fógetinn í Hafnarfirði þarf á að halda.“ Stefnandi segir, að augljóst sé, að hér beiti stefnda Soffíu hreinum blekk- ingum, bæði til að reyna að fá húsið fært yfir á sitt nafn (þá hafi móðirin verið enn á lífi og því ekkert erfðafall orðið) og enn fremur til að fá Soffíu til að afsala sér arfi. Í lokin taki stefnda svo fram, að eingöngu sé um formsatriði að ræða, það er málamyndagerning. Í framhaldi af þessu bréfi stefndu hafi Soffía farið til notarius publicus í heimafylki sínu í Bandaríkjunum og undirritað þar umrætt plagg. Hafi hún síðan sent það Árna Gunnlaugssyni hrl. í Hafnarfirði til athugunar, en hann hafi endursent henni það með þeim ráðleggingum, að það skyldi ekki afhent stefndu, enda engin ástæða til þess. Stefnda hafi því aldrei fengið skjalið í hendur. Hins vegar hafi hún eða lögmaður hennar með 2127 einhverjum hætti komist yfir ljósrit af skjalinu, og því hafi hún ætlað að beita bæði fyrir skiptarétti og Hæstarétti. Rétt sé að geta þess hér til upplýsinga, að þráfaldlega hafi komið fram hjá lögmanni stefndu, að þær systur báðar séu erfingjar að dánarbúi móður þeirra. Í beiðni hans frá 27. janúar 1986 til skiptaréttar, að búið verði tekið til opinberra skipta, segi svo: „„Auk umbj. m. er systir hennar, Soffía E. Benjamínsdóttir, erfingi í búi þessu.“ Í fyrsta þinghaldi málsins 19. febrúar 1987 sé bókað svo eftir lögmönnum aðila: „Skv. upplýsingum lögmanna eru erfingjar hinnar látnu systurnar, sem greindar eru hér að framan.“ Í þinghaldi 7. júlí 1987 sé bókað: „„Lög- mennirnir lýsa því nú, að þeir séu sammála um, að eignir dánarbúsins eigi að skiptast til helminga milli erfingjanna tveggja.“ Í úrskurði skiptaréttar hafi Soffía Benjamínsdóttir Polhemus verið sýknuð af þeirri kröfu stefndu, að hún væri ein erfingi að eignum móður málsaðila. Þessa hafi hins vegar ekki verið getið í úrskurðarorði. Stefnda hafi áfrýjað málinu í heild til Hæstaréttar, og hafi þessum þætti málsins verið heimvísað með svofelldum ályktarorðum: „Skiptaráðanda var ekki rétt að úrskurða samtímis um þetta ágreinings- atriði jafnframt hinu fyrra. Aðilar og vitni gáfu ekki skýrslur fyrir dómi, svo sem þörf var á. Í úrskurðarorði er úrslita þessa ágreiningsefnis ekki getið. Samkvæmt þessu verður ekki hjá því komist að ómerkja hinn áfrýj- aða úrskurð, einnig að því er varðar þetta ágreiningsefni, og vísa því heim í hérað til löglegrar meðferðar og úrskurðar að nýju.“ 4.0. Stefnandi f. h. dánarbúsins, Soffía Benjamínsdóttir Polhemus, hefur upplýst eftirgreint um málsástæður sínar vegna þess þáttar málsins, er tekur til sjálfs erfðaandlagsins, sem tekið var til úrskurðar af skiptarétti Hafnar- fjarðar og síðan í Hæstarétti, þ. e. þeim verðmætum, sem stefnt er út af í þessu máli, nánar tiltekið söluandvirði Hellisgötu 24. Stefnandi segir, að skiptaréttur hafi úrskurðað, að söluandvirði hús- eignarinnar skyldi koma til skipta. Hæstiréttur hafi vísað þessum þætti málsins frá skiptarétti með svofelldum ályktarorðum: „Ofangreind krafa stefndu fyrir skiptaréttinum er í reynd fjárkrafa dánarbúsins á hendur einum erfingja þess, áfrýjanda í máli þessu. Telja verður, að skiptaréttur hafi ekki dómsvald til að úrskurða um slíkt ágrein- ingsefni, sbr. 35. gr. skiptalaga nr. 3/1878, enda gat yfirlýsing lögmanna fyrir skiptaréttinum ekki breytt þeirri skipan mála. Ber því þegar af þessari ástæðu að ómerkja hinn áfrýjaða úrskurð að þessu leyti og vísa þessum þætti málsins frá skiptaréttinum.““ Í framhaldi af þessari niðurstöðu Hæstaréttar hafi Soffía Benjamínsdótt- 2128 ir Polhemus óskað leyfis skiptaréttar til að mega höfða mál fyrir bæjarþingi f. h. dánarbúsins á hendur meðerfingja sínum og stefndu í þessu máli til að fá hana skyldaða með dómi til að greiða dánarbúinu söluand- virði nefndrar fasteignar ásamt vöxtum. Að fengnu því leyfi sé mál þetta höfðað. Svo sem fram komi í hæstaréttardóminum, telji dómurinn, að krafa Soffíu fyrir skiptarétti varðandi skiptaandlagið sé í reynd fjárkrafa á hend- ur stefndu og verði því ekki úrskurðuð af skiptarétti. Hafi því orðið að leita með mál þetta til bæjarþings til úrlausnar, og sé málshöfðun þessi byrjuð innan þess sex mánaða frests, frá því að dómur Hæstaréttar hafi verið upp kveðinn, svo sem mælt sé fyrir um í 11. gr. laga nr. 14/1908. Svo sem fram komi í stefnu, telji stefnandi, að stefndu beri ótvíræð skylda til að greiða dánarbúinu söluandvirði Hellisgötu 24, sem hún hafi sannanlega tekið við. Það sé eign dánarbúsins, og haldi stefnda því fyrir búinu með ólögmætum hætti. Staðhæfingar stefndu um, að þeir peningar, sem hún hafi móttekið vegna sölu hússins, hafi verið upp urnir, þegar móðir málsaðila andaðist, séu hreinlega rangar, enda þeim staðhæfingum algjör- lega mótmælt af hálfu stefnanda. Sama sé að segja um þær fullyrðingar Kristínar, að Steinunn heitin hafi skuldað sér og eiginmanni sínum. Þær fullyrðingar styðjist ekki við nein gögn, og sé þeim einnig mótmælt af hálfu stefnanda svo og þeim yfirlitum um eignir búsins, sem lagðar voru fram í skiptarétti af hálfu stefndu. Þá bendir stefnandi á, að stefnda hafi beitt sig blekkingum um erfðaafsal og kostnað af dvöl Steinunnar heitinnar á Sólvangi, samanber það, sem rakið hafi verið hér að framan. Telur stefnandi, að allt þetta sýni ásetning stefndu í því að komast ein yfir söluandvirði Hellisgötu 24, en láta það ekki koma til skipta. Stefnandi telur, að háttsemi stefndu, bæði með því að skila ekki pening- unum svo og að reyna með blekkingum að fá Soffíu til að falla frá lögmæt- um erfðarétti sínum, kunni að vera ætlað brot á ýmsum ákvæðum í 26. kafla almennra hegningarlaga. Í þessu sambandi vísi stefnandi til 247. gr., 248. gr., 249. gr. og 2. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga. Enda þótt bæjarþing fjalli ekki um refsiþátt mála, komi engu að síður fram í ákvæðum hinna tilvitnuðu greina almennra hegningarlaga skýrar reglur um ólögmæti þess að draga sér fjármuni, sem maður hefur í vörslum sínum (247. gr.), að fá mann til að aðhafast eitthvað með því að vekja á ólögmætan hátt eða hagnýta sér óljósa hugmynd hans um einhver atvik og hafa þannig af honum fé (248. gr.), að misnota aðstöðu sína, hafi maður fjárreiður á hendi fyrir aðra (249. gr.), að taka undir sig fjármuni, sem annar maður hefur eignast þau réttindi yfir, að verknaðurinn verður ekki samrýmdur réttindum hans (2. mgr. 250. gr.). Stefnandi telur, að ákvæði 2129 þessara lagagreina styðji ótvírætt greiðsluskyldu stefndu á söluandvirði hússins til dánarbúsins. S.0. Stefnda segir málavexti vera þá, að 24. nóvember 1984 hafi Steinunn Sveinbjarnardóttir andast, sem hafi verið móðir málsaðila. Þann dag hafi því orðið erfðafall, og þá hafi erfðaréttur erfingja eftir hina látnu orðið virkur, þ. e. þeir erfi nettóandvirði þeirra eigna, svo sem þær hafi verið við erfðafall, ásamt áfallandi arði til skiptaloka. Þessar eignir séu upp taldar á sérstöku yfirliti yfir eignir Steinunnar Sveinbjarnardóttur, er fyrir liggi sem málskjal og hafi ávallt verið til reiðu til afhendingar skiptarétti Hafnarfjarðar vegna dánarbús Steinunnar Sveinbjarnardóttur til umsjár, varðveislu og skipta, en slíkar óskir hafi ekki komið fram af hálfu skiptaréttarins. Steinunn Sveinbjarnardóttir hafi verið fjár síns ráðandi fram í andlátið, og hafi því aldrei komið til, að henni hafi verið skipaður sérstakur fjár- haldsmaður. 6.0. Stefnda segir, að sýknukrafa sín byggist aðallega á því, að hún hafi aldrei stofnað til skuldar þeirrar, sem stefnt sé út af í máli þessu, við dánarbú móður sinnar, Steinunnar Sveinbjarnardóttur, en til vara, að um aðildar- skort sé að ræða, og til þrautavara, að allar ætlaðar kröfur á hendur sér séu fyrndar. Stefnda segir, að fjárkröfur stefnanda á hendur sér virðist vera ímynd- aðar eignir við erfðafall eða eignir, sem stefnandi geri kröfu til, að arfláta hafi borið að eiga og verið skyldur til að láta eftir sig að honum látnum. Arfláti hafi selt fasteign sína nr. 24 við Hellisgötu í Hafnarfirði 26. febrúar 1982. Það geti vart dulist nokkrum manni, að þar sem arfláti hafi verið fjár síns ráðandi, hafi honum verið þetta fullkomlega frjálst og engum komið við, þar á meðal hvorugum málsaðila. Arfláta hafi þetta ekki aðeins verið heimilt, heldur hafi honum líka verið heimilt að gera upp skuldir sín- ar, gefa gjafir og ráðstafa sínu fé að vild. Ekkert það komi fram í máli stefnanda, að arfláti hafi á einn eða annan hátt verið ósátt við þá aðstoð og þá umhyggju, sem stefnda hafi sýnt móður sinni, og ekkert sé það fram komið í málinu, að arfláti hafi talið sig eiga fjárkröfur eða aðrar kröfur á hendur stefndu eða nokkrum öðrum. Það séu einmitt slíkar kröfur, sem geti fallið í arf við erfðafall, en þær verði þá að vera fyrir hendi frá arfláta, en slíku sé ekki fyrir að fara í máli þessu. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein þau gögn, sem rennt geti stoðum undir 134 2130 kröfugerð hans, og séu því allar kröfur stefnanda á hendur stefndu andvana fæddar. Verði ekki fallist á þessi sjónarmið stefndu, sé rétt að sýkna hana vegna aðildarskorts, og ef ekki vegna aðildarskorts, þá vegna fyrningar. Ef þeir fjármunir, sem stefnt sé út af í máli þessu, hefðu verið til við erfðafall 24. nóvember 1984 og stefnda væri talin til þessarar skuldar, hefði hinn sama dag fyrningarfrestur vegna krafna dánarbúsins á hendur þriðja aðila byrjað að líða. Fyrstu kröfur stefnanda fyrir hönd dánarbúsins á hendur stefndu, sem slíta mega fyrningu, komi fram í stefnu, út gefinni 14. júní 1989, fullu fjórum og hálfu ári frá upphafi fyrningarfrests. Sé því krafan, ef hún hefði einhvern tíma verið til, af þeim sökum fyrnd. Stefnda tekur fram, að öllum dylgjum og ósmekklegum aðdróttunum í sinn garð sé vísað á bug sem röngum, siðlausum og innheimtumáli þessu algerlega óviðkomandi. Af því, sem rakið hafi verið, megi ljóst vera, að sýkna beri stefndu af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. 1.0. Forsendur og niðurstaða. Rétt þykir að víkja fyrst að þeirri málsástæðu stefndu, að sýkna beri hana vegna aðildarskorts, en stefnda rökstyður þessa málsástæðu sína ekki frekar. Lagt hefur verið fram í málinu endurrit úr skiptabók Hafnarfjarðar frá þinghaldi vegna skipta á dánarbúi Steinunnar Sveinbjarnardóttur 15. júní 1989, þar sem skiptaráðandinn veitir Soffíu Benjamínsdóttur Polhemus leyfi til að höfða mál fyrir bæjarþingi f. h. dánarbúsins á hendur með- erfingja sínum, Kristínu Benjamínsdóttur, til að krefja hana um greiðslu á söluandvirði fasteignarinnar Hellisgötu 24, Hafnarfirði. Ekki er því í verkahring þessa dómstóls að endurskoða þessa ákvörðun skiptaráðanda né meta efnislegar forsendur leyfisveitingarinnar. Er því málsástæðu þessari þegar af þeim sökum vísað á bug. Þá telur stefnda, að kröfur stefnanda á hendur sér séu fyrndar. Telur hún, að ef þeir fjármunir, sem stefnt sé út af í málinu, hefðu verið til við erfðafall 24. nóvember 1984, eða stefnandi hefði þá átt kröfu til þeirra á stefndu, hafi þann sama dag byrjað að líða fyrningarfrestur vegna þeirra. Enn fremur telur stefnda, að fyrstu kröfur stefnanda, er slíta megi fyrn- ingu, hafi ekki komið fram fyrr en í stefnu málsins. Í skjölum málsins kemur fram, að stefnukröfur málsins hafi verið lagðar fram í skiptarétti Hafnarfjarðar 19. ágúst 1987 og úrskurðað hafi verið um þær þar 8. desember 1987. Með dómi Hæstaréttar 7. febrúar 1989 var úrskurður skiptaréttar um þær ómerktur og þeim þætti málsins vísað frá skiptaréttinum. Með stefnu, birtri 22. júní 1989, var svo mál þetta höfðað fyrir bæjarþinginu. Mál þetta var höfðað innan sex mánaða, frá því að dómur Hæstaréttar var upp kveðinn, þ. e. innan þess frests, er um getur 2131 í 11. gr. laga nr. 14/1905, sem heimilar kröfueiganda, þótt fyrningarfrestur sé liðinn, nýja málshöfðun gegn varnaraðila í hinu fyrra máli, ef því máli hefur verið vísað frá. Dómurinn lítur svo á, að þótt aðild kröfunnar sóknar megin sé ekki hin sama að formi til frá upphafi, sé samt sem áður um sömu kröfu að ræða. Telja verður, að krafa stefnanda hafi fyrst getað orðið gjaldkræf við erfða- fall. Einnig verður að telja, að framlagning kröfunnar í dánarbú Steinunnar Sveinbjarnardóttur hafi slitið fyrningu. Þegar litið er til þessa og framhalds málsins að öðru leyti, verður einnig að vísa þessari málsástæðu stefndu á bug. Skal þá vikið að þeirri meginmálsástæðu stefndu, að hún hafi aldrei stofnað til skuldar þeirrar við dánarbú móður sinnar, sem stefnt er út af í málinu. Árni Gunnlaugsson hrl. hefur upplýst í bréfi, dagsettu 30. júlí 1987, til lögmanns Soffíu Benjamínsdóttur Polhemus og staðfest fyrir rétt- inum, að hann hafi afhent stefndu greiðslurnar vegna söluverðs hússins nr. 24 við Hellisgötu í Hafnarfirði. Segir hann jafnframt í bréfinu, að stefnda hafi tjáð sér, að hún legði andvirðið inn á sérstakan reikning í Iðnaðar- bankanum í Reykjavík með góðum vöxtum, og kveðst hann hafa skýrt Soffíu, systur hennar, frá þessu í bréfi, rituðu 28. júlí 1982. Stefnda hefur viðurkennt að hafa tekið við greiðslum þessum, og verður því að leggja til grundvallar, að árið 1982 hafi stefnda fengið afhentar vegna sölu um- rædds húss 530.000 kr. í peningum að frádregnum sölulaunum, 11.250 kr., og 220.000 kr. í skuldabréfum. Stefnda telur, að eignir stefnanda séu ekki aðrar en fram komi í skatt- framtölum arfláta árin 1983 og 1984, en ljósrit af þeim liggja fyrir í mál- skjölum. Á skattframtölum þessum er söluandvirði hússins ekki talið fram sem eign arfláta nema skuldabréfin tvö, upphaflega að fjárhæð 220.000 kr. Hins vegar er í skattframtali 1983 getið um sölu hússins og söluverð. Stefnda bendir einnig á, að móðir sín hafi verið fjárráða fram í andlátið og mátt ráðstafa eignum sínum að vild. Stefnandi mótmælir því, að skattframtölin 1983 og 1984 sanni, að engir peningar hafi verið til í búi arfláta á dánardegi. Engin grein hafi verið gerð fyrir því, hvernig ráðstafað hafi verið þeim 530.000 kr. í peningum að frá- dregnum 11.250 kr. vegna sölulauna, sem stefnda hafi fengið afhentar árið 1982. Soffía Benjamínsdóttir Polhemus segir, að sér hafi ekki verið kunn- ugt um, að arfláti hafi skuldað neitt á þessum tíma. Þá bendir stefnandi á, að skattframtölin undirriti arfláti ekki sjálf, heldur Eiríkur Pálsson, þá- verandi forstjóri Sólvangs. Undirskrift hans staðfesti því ekkert af hálfu arfláta í þessum efnum. Hún bendir einnig á, að í skattframtali árið 1982 sé gert ráð fyrir ýmislegu viðhaldi húseignarinnar, sem greitt sé af leigutekj- um. Skattframtölin sem slík veiti engar upplýsingar um það, hvað hafi 2132 orðið af umræddum peningum. Þau séu að þessu leyti gagnslaus og verði ekki lögð til grundvallar um það, hvað varð um útborgunina samkvæmt kaupsamningnum um húsið. Þá fullyrðir stefnandi, að þótt skattyfirvöld hafi enga athugasemd gert við framtölin, sanni það ekki heldur neitt um ráðstöfun peninganna. Dómurinn telur, að þótt skattframtöl arfláta árin 1983 og 1984 gætu verið vísbending um eignarrétt á umræddri peningaeign á dánardegi Stein- unnar Sveinbjarnardóttur, séu þau ekki ein sér fullnægjandi sönnun um hann. Greinargerðir stefndu og eiginmanns hennar, Guðmundar Björnssonar, sem fyrir liggja í málskjölum, um ráðstöfun peningagreiðslna vegna sölu húseignarinnar, eru ófullnægjandi. Ekkert bókhald eða fylgiskjöl hafa verið lögð fram. Samkvæmt frásögn stefndu virðist hún þó ásamt eigin- manni sínum hafa haft með höndum nokkurt fjárhald og eignaumsýslu vegna móður sinnar og húseignarinnar og ráðstafað öllu tiltæku fé. Ekkert liggur heldur fyrir frá móður stefndu um ráðstöfun fjárins. Fullyrðingar stefndu verða af þessum sökum að teljast tortryggilegar, enda hvílir jafnan sú skylda á þeim, sem tekur við fjármunum annars, að gera grein fyrir ráðstöfun þeirra fjármuna. Þegar þessar staðreyndir eru virtar, telur dómurinn þær leiða til þess, að sönnunarbyrðin um eignarréttinn í máli þessu hvíli almennt á stefndu, þ. e., að á henni hvíli sú skylda að gera grein fyrir ráðstöfun þessara fjármuna. Stefnda fullyrðir, að hún hafi haft veruleg útgjöld vegna hússins Hellis- götu 24, Hafnarfirði, og einnig vegna móður sinnar persónulega. Hefur stefnda og eiginmaður hennar, eins og áður er getið, gert sérstaka grein fyrir útgjöldum þessum. Telja hjónin sig m. a. hafa lánað Steinunni Svein- bjarnardóttur peninga, er hún hafi síðan endurgoldið með andvirði hússins. Á skattframtali árið 1982 var húsið talið til eignar, en engar skuldir vegna þess taldar fram, en framtal þetta var undirritað 10. febrúar 1982, en kaup- samningur um húseignina 26. febrúar 1982. Til ráðstöfunar eigna í þessu sambandi veitti Soffía stefndu sérstakt umboð. Ekkert skjalfest er þó lagt fram í málinu frá þessum tíma um lán þessi eða greiðslu þeirra. Ekkert liggur heldur fyrir um, hvenær ráðist var í viðkomandi framkvæmdir við húseignina né hverjir höfðu þær með höndum. Ekkert virðist heldur hafa verið skráð nánar um persónuleg útgjöld arfláta. Eins og áður segir, telur dómurinn, að sönnunarbyrðin hvíli á stefndu um sannleiksgildi fullyrðinga sinna um útgjöld þessi. Útgjöld vegna húss og lóðar að Hellisgötu 24 eru sögð vera samtals 375.000 kr., en útgjöld vegna arfláta persónulega eru sögð vera 185.000 kr., samtals 560.000 kr. Hefur stefnandi mótmælt yfirliti og greinargerðum stefndu og eiginmanns hennar sem röngum. Ekki fer á milli mála, að tölur yfirlitsins hafa verið 2133 áætlaðar. Einnig ber að líta til þess, að arfláti mun hafa haft aðrar tekjur, svo sem leigutekjur og ellilaun, sem ekki liggur ljóst fyrir, hvernig hafi verið ráðstafað, en stefnda virðist hafa annast útleigu hússins um nokkurra ára skeið. Samkvæmt þessu er óvissa um það, af hvaða eignum eða tekjum hugsanleg útgjöld hafi verið greidd og hversu hárri fjárhæð þau hafi numið, þ. e. skýringum er ábótavant og sönnunargögn vantar. Samkvæmt framansögðu verður ekki komist hjá því, að stefnda beri hall- ann af því, að hún hefur ekki gert viðhlítandi grein fyrir ráðstöfunum sín- um á andvirði greindrar húseignar. Gegn mótmælum stefnanda verður stefnda ekki talin hafa sannað fjárhæð þeirra útgjalda, sem hún kann að hafa haft vegna arfláta og húss hans, enda hefur hún ekki fært fram nein gögn til sönnunar þeim kostnaði, sem hún segist hafa borið. Ber því að taka kröfur stefnanda að þessu leyti til greina að undanskildum útfarar- kostnaði, 34.000 kr., sem dómurinn fellst á, að komi til frádráttar stefnu- kröfum. Stefnda hefur lagt fram yfirlit yfir eignir dánarbús Steinunnar Svein- bjarnardóttur 14. nóvember 1989, sem munu vera í vörslum lögmanns stefndu. Þar á meðal er að finna andvirði afborgana og vaxta umræddra skuldabréfa að hluta til. Þar sem þessir fjármunir hafa ekki verið afhentir stefnanda, koma þeir ekki til frádráttar stefnukröfum í þessu máli. 8.0. Stefnandi hefur krafist vaxta, svo sem gerð hefur verið grein fyrir. Stefnda hefur mótmælt vaxtakröfunum, en mótmæli hennar eru órök- studd. Stefnda hefur ekki borið fyrir sig, að krafa um vexti væri fyrnd að hluta. Stefnda tók við greiðslum vegna sölu hússins nr. 24 við Hellisgötu í Hafnarfirði. Bar henni skylda til að ávaxta féð eða svara af því vöxtum. Samkvæmt lögum um dómvexti nr. 56/1979, viðauka við lög nr. 85/1936, skyldu þeir vera jafnháir hæstu innlánsvöxtum við innlánsstofnanir, eins og þeir væru ákveðnir samkvæmt lögum á hverjum tíma. Lög þessi gengu úr gildi 27. mars 1987 við gildistöku laga nr. 25/1987. Eftir atvikum máls þykir rétt að fallast á varakröfu stefnanda um dóm- vexti af útborgun til fyrsta skiptafundar í dánarbúinu, þ. e. 19. febrúar 1987, en síðan dráttarvexti. Sama gildir um vexti af einstökum afborgunum skuldabréfa, þótt þeirra sé ekki krafist til vara, enda rúmast þeir innan kröfugerðar stefnanda. Við höfuðstól skuldabréfanna bætast 20% árs- vextir, svo sem í þeim segir og stefnandi rekur í kröfugerð sinni, en af þeim vöxtum og af afborgunum bréfanna skal samkvæmt áðurgreindu reikna dómvexti frá 1. júní 1983 til 19. febrúar 1987, en dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludags. 2134 Fallist er á, að dráttarvextir bætist við höfuðstól skuldar, svo sem stefn- andi krefst. Í dómsorði eru raktir fyrst vextir af útborgun (A). Höfuðstóll er lækkað- ur við erfðafall 24. nóvember 1984 vegna greiðslu útfararkostnaðar. Síðan koma fastir vextir af skuldabréfum (B) og síðast vextir af afborgunum og vöxtum af skuldabréfum (C). Eftir atvikum málsins og með tilvísun til 178. gr. laga nr. 85/1936 þykir rétt, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Lögmaður stefnanda var Árni Grétar Finnsson hrl. og lögmaður stefndu Kjartan Reynir Ólafsson hrl. Jón L. Arnalds borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnda, Kristín Benjamínsdóttir, greiði dánarbúi Steinunnar Svein- bjarnardóttur, 704.750 kr. að viðbættum vöxtum, svo sem hér greinir: Málskostnaður fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lögbirtingu hans að telja að viðlagðri aðför að lögum. 2135 Fimmtudaginn 25. nóvember 1993. Nr. 272/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Jóni Ómari Finnssyni (Bjarni Ásgeirsson hdl.). Ökutæki. Umferðarlög. Aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Máli þessu var áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu ákærða með áfrýj- unarstefnu, út gefinni af ríkissaksóknara 10. maí 1993. Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvalds. Ríkissaksóknari krefst staðfest- ingar hins áfrýjaða dóms. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði segir. Lögreglurannsókn í máli þessu hófst þegar 27. júlí 1991. Rann- sókn lá síðan niðri til 15. janúar 1992, er skýrsla var tekin af ákærða, en 4. september s. á. af lögregluþjónum þeim, sem stóðu hann að verki. Engin skýring er gefin á þessum óeðlilega drætti. Þá var ekki tekin skýrsla hjá lögreglu af vitninu Bjarna Jóhannesi Guðmundssyni. Þessir gallar á málsmeðferð eru að- finnsluverðir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Jón Ómar Finnsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 30.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæsta- rétti, Bjarna Ásgeirssonar héraðsdómslögmanns, 30.000 krónur. 2136 Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 26. mars 1993. I. Mál þetta, sem dómtekið var 23. febrúar sl., er höfðað með ákæruskjali sýslumannsins á Húsavík, út gefnu 16. október 1992, „„á hendur Jóni Ómari Finnssyni, Aðalbraut 51, Raufarhöfn, kt. 030660-3749, fyrir að aka aðfara- nótt laugardagsins 27. júlí 1991 undir áhrifum áfengis fjórhjólinu ZB-69 frá heimili sínu að Aðalbraut 51, suður Aðalbraut fram hjá bifreið lögregl- unnar, sem stóð við umrætt hús, án þess að nema staðar, þrátt fyrir það að lögreglan gæfi honum merki með bláum blikljósum um að staðnæmast, og aka síðan inn á lóðina sunnan við húsið. Telst þetta varða við 3. mgr. 5. gr. og 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttinda samkvæmt 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987““. Verjandi ákærða, Bjarni Ásgeirsson héraðsdómslögmaður, hefur krafist þess, að ákærði verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Jafnframt krefst hann þess, að sér verði dæmd hæfileg málsvarnarlaun úr ríkissjóði. II. Samkvæmt frumskýrslu Jóhanns Hinriks Þórarinssonar, lögregluvarð- stjóra á Raufarhöfn, var hann við eftirlit í kauptúninu aðfaranótt 27. júlí 1991 ásamt héraðslögreglumanninum Jóni Eiði Jónssyni. Í skýrslunni er greint frá því, að þeir hafi verið á leið norður Aðalbraut klukkan 3.40 í lögreglubifreiðinni Þ-5000, nánar tiltekið móts við hús nr. 51, heimili Jóns Ómars Finnssonar, ákærða í máli þessu. Í skýrslu varðstjórans segir síðan: „„Sáum við hann (ákærða) koma akandi á móti okkur á „„orange““-litu fjór- hjóli, og sat Bjarni Jóhannes Guðmundsson, Aðalbraut 69, á hjólinu fyrir aftan ökumann. Ökumaður lögreglubifreiðarinnar sveigði að miðlínu vegar og blikaði á Jón Ómar með ökuljósunum og kveikti síðan á bláu blikljósun- um til að gefa Jóni Ómari merki um að stöðva aksturinn, en hann hélt rakleitt áfram og herti á ferðinni og ók fram hjá lögreglubifreiðinni inn á lóðina sunnan við hús sitt og upp fyrir það. Ég og lögreglumaður nr. 20 fórum út úr lögreglubifreiðinni og að útidyrum heimilis Jóns Ómars á norðurhlið hússins og sáum þá Jón Ómar og Bjarna Jóhannes hlaupa þar inn og loka á eftir sér.““ Í niðurlagi skýrslunnar er því lýst, er lögreglumennirnir knúðu dyra á heimili ákærða, viðræðum þeirra við ákærða og vitnið Bjarna Jóhannes í anddyrinu og loks mótþróalausri för með ákærða á lögreglustöð. Í varðstjóraskýrslu, sem rituð var kl. 4.10 og undirrituð og vottuð af nefndum lögreglumönnum, er útliti og hegðan ákærða lýst svo: Áfengis- þefur talsverður af andardrætti, framkoma kurteisleg, en kæruleysisleg, 2137 augu rauð og blóðhlaupin, jafnvægi óstöðugt, málfar skýrt og framburður greinargóður. Samkvæmt þessari skýrslu neitaði ákærði staðfastlega sakargiftum. Í þágu rannsóknar málsins var ákærða tekið blóðsýni til alkóhólrann- sóknar kl. 4.01. Samkvæmt vottorði Rannsóknastofu í lyfjafræði, dags. 31. júlí s. á., reyndist magn alkóhóls í blóðsýninu 1,89%0. Niðurstöður. Í máli þessu hafa tveir lögreglumenn samhljóða lýst akstri ákærða á tor- færutæki um Aðalbraut á Raufarhöfn, akstri hans inn á lóð við íbúðarhús nr. 51 þrátt fyrir stöðvunarmerki lögreglu og loks hlaupum hans inn um útidyr norðan á húsinu. Af lýsingu lögreglumannanna má ráða, að atburð- ur þessi hafi gerst svo til í seilingarfjarlægð og með miklum asa. Samkvæmt vætti lögreglumannanna var lögreglubifreiðin nær kyrrstæð, er torfæru- tækið fór fram hjá við heimili ákærða. "Þegar framangreint er virt og sérstaklega til þess litið, að lögreglu- mennirnir og ákærði þekktust fyrir þennan atburð, að ökutækið var opið, og loks, að kominn var bjartur dagur í stjörnufræðilegum skilningi, þykir þrátt fyrir neitun ákærða fram komin fullnægjandi sönnun fyrir akstri hans um Aðalbraut og inn á lóð við hús nr. 51. Ákærði þykir með þessum akstri hafa hundsað stöðvunarmerki lögreglu. Samkvæmt blóðtökuvottorði og öðrum gögnum málsins var ákærða tek- ið blóð kl. 4.01 margnefnda nótt á lögreglustöðinni á Raufarhöfn. Lög- reglumennirnir sáu fyrst til ferða ákærða á torfærutækinu um klukkan 3.40. Að mati lögreglumannanna var ákærði undir áhrifum áfengis, er hon- um var fylgt á lögreglustöð nokkrum mínútum síðar. Með vísan til alls þessa, sbr. og eigin framburð ákærða um áfengis- drykkju, þykir ákærði hafa gerst brotlegur við 3. mgr. $S. gr. og 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Samkvæmt sakavottorði Sakaskrár ríkisins hefur ákærði ekki sætt refs- ingu, svo að kunnugt sé. Ákærði hefur með framangreindri háttsemi unnið sér til refsingar sam- kvæmt 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þykir refsing ákærða eftir atvikum hæfilega ákveðin 35.000 króna sekt til ríkissjóðs. Ber ákærða að inna sektargreiðsluna af hendi innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja, en sæta ella varðhaldi í tíu daga. Taka ber til greina kröfu ákæruvaldsins um sviptingu ökuréttinda, og þykir sú svipting með vísan til 102. gr. umferðarlaga hæfilega ákveðin tólf mánuðir frá birtingu dómsins. Áfrýjun frestar ekki verkun dómsins að þessu leyti. 2138 Loks ber með vísan til 1. mgr. 164. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála að dæma ákærða til að greiða allan kostnað sakarinnar, þ. m. t. saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, en málið flutti af hálfu ákæruvalds Snædís Gunnlaugsdóttir fulltrúi, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Bjarna Ásgeirssonar héraðsdómslögmanns, 45.000 kr. auk virðis- aukaskatts. Dómsuppkvaðning í máli þessu hefur dregist nokkuð vegna embættis- anna dómara. Dóm þennan kvað upp Ólafur Ólafsson héraðsdómari. Dómsorð: Ákærði, Jón Ómar Finnsson, greiði 35.000 króna sekt til ríkissjóðs, og kómi tíu daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún eigi goldin innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði er sviptur ökuréttindum í tólf mánuði frá birtingu dómsins að telja. Áfrýjun frestar eigi verkun dómsins að þessu leyti. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ. m. t. saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, og málsvarnarlaun skipuðum verjanda sínum, Bjarna Ásgeirssyni héraðsdómslögmanni, 45.000 krónur auk virðisaukaskatts. 2139 Fimmtudaginn 25. nóvember 1993. Nr. 248/1991. Helgi Jóhannsson og Svandís Óskarsdóttir (Árni Vilhjálmsson hrl.) gegn Sigurði Ágústi Þórðarsyni og Önnu Ólafsdóttur (Atli Gíslason hrl.). Fasteignasala. Vextir. Endurkrafa. Viðskiptavenja. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. júní 1991. Þau krefjast sýknu af kröfum stefndu í málinu og málskostn- aðar úr þeirra hendi í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti var því lýst yfir, að ágreiningur málsaðila lyti nú að því einu, hvernig reikna hefði átt hlutdeild kaupanda og seljanda í vöxtum af veðskuldabréfi því, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi. Í kaupsamningi aðila segir í 5. tl. á bakhlið um skatta og skyldur af hinni seldu eign og vexti: „„Hin selda eign skal vera laus til afota fyrir kaupanda 20. 7. 1988. Kaupandi hirðir frá þeim tíma arð hennar og greiðir af henni skatta og skyldur svo og vexti af áhvílandi lánum, en seljandi til sama tíma. Vexti af áhvílandi lánum og fasteignagjöld skal seljandi gera upp við kaupanda miðað við afhendingardag ...““ Samkvæmt skýru orðalagi þessa samningsákvæðis og eðli máls átti að koma í hlut áfrýjenda að greiða áfallna vexti af nefndu veð- skuldabréfi fram til afhendingardags hins selda án hlutdeildar stefndu í þeim vöxtum, en stefndu bar einum að greiða áfallandi vexti frá þeim degi. Hafi fasteignasalar almennt og lengi haft sama hátt á vaxtareikn- ingi og í umræddu tilviki við yfirtöku kaupenda á áhvílandi skuld- 2140 um í fasteignaviðskiptum, svo sem haldið er fram af hálfu áfrýj- enda, skapaðist við það starfsvenja, sem auðveldaði fasteignasölum útreikning breytilegra vaxta, en var ekki til komin í þágu hagsmuna samningsaðila. Slíkri starfsvenju verður ekki jafnað til viðskipta- venju, og hún stenst ekki að lögum gagnvart þeim aðila, sem á er hallað, nema sérstaklega sé um það samið, að henni skuli beitt. Því var ekki til að dreifa í umræddum viðskiptum málsaðila. Með skírskotun til þessa og forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Áfrýjendur greiði stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisauka- skatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Áfrýjendur, Helgi Jóhannsson og Svandís Óskarsdóttir, greiði stefndu, Sigurði Ágústi Þórðarsyni og Önnu Ólafs- dóttur, 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 12. mars 1991. Mál þetta hefur höfðað hér fyrir dómi Magnús M. Norðdahl hdl. f. h. Sigurðar Ágústs Þórðarsonar, kt. 030554-2489, og Önnu Jórunnar Ólafs- dóttur, kt. 090760-4329, beggja til heimilis á Hagamel 60, Reykjavík, á hendur Helga Jóhannssyni, kt. 190150-7399, og Svandísi Óskarsdóttur, kt. 060751-6689, báðum til heimilis á Hringbraut 68, Hafnarfirði. Stefna var birt stefndu 12. júní 1990 og málið þingfest 26. sama mánaðar. Það var tekið til dóms 15. febrúar sl., endurupptekið 28. sama mánaðar og tekið til dóms að nýju 8. þessa mánaðar. Endanlegar kröfur stefnenda eru þessar: Aðallega er þess krafist, að stefndu verði dæmd in solidum til þess að greiða stefnendum 35.030,84 kr. með dráttarvöxtum skv. 3. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. september 1989 til greiðsludags. Til vara er þess krafist, að stefndu verði dæmd in solidum til þess að greiða stefnendum 10.532,25 kr. með sömu vöxtum og í aðalkröfu greinir. Stefnendur krefjast og málskostnaðar með aðal- og varakröfu skv. gjald- skrá LMFÍ, $. gr. lb., og fram lögðum málskostnaðarreikningi og dráttar- vaxta af málskostnaði skv. 3. kafla laga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dóms- 2141 uppsögu til greiðsludags, enn fremur virðisaukaskatts af málflutnings- þóknun. Krafa stefnenda um virðisaukaskatt kom fyrst fram við aðalmeðferð málsins, og var samþykkt af hálfu stefndu, að hún mætti komast að. Stefndu krefjast þess aðallega, að máli þessu verði vísað frá dómi, en til vara, að þau verði algerlega sýknuð af kröfum stefnenda. Í báðum til- vikum krefjast stefndu málskostnaðar úr hendi stefnenda að skaðlausu og að málskostnaður beri vexti skv. ákvörðun Seðlabanka Íslands fimmtán dögum frá dómsuppsögu til greiðsludags. Loks gera stefndu kröfu um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun úr hendi stefnenda. Krafa stefndu um frávísun málsins var tekin til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi um þann þátt málsins 11. febrúar sl. Var kröfunni hafnað. Málavextir. Með kaupsamningi, dagsettum $. maí 1988, keyptu stefnendur af stefndu fjögurra herbergja íbúð í húseigninni nr. 68 við Hringbraut í Hafnarfirði. Samkvæmt samningnum áttu stefnendur að fá eignina afhenta 20. júlí 1988, og afsal skyldi gefið út 27. júlí 1989. Stefnendur tóku að sér að greiða handhafaskuldabréf, hvílandi á 3. veðrétti í eigninni. Bréfið var óútgefið við undirritun kaupsamnings, en það var gefið út 17. október 1988 af stefndu, en þáverandi þinglýstur eigandi eignarinnar skráir á það samþykki sitt og stefnendur sem eigendur skv. kaupsamningi. Bréfið var til tveggja ára, og skyldi það greitt með tveimur afborgunum árlega, 15. maí og 15. nóvember, í fyrsta sinn 15. maí 1989. Skuldari bréfsins átti að greiða árs- vexti, meðalvexti banka og sparisjóða af sambærilegum lánum skv. útreikn- ingi Seðlabanka Íslands á hverjum tíma. Upphafsdagur vaxta var |. september 1987. Bréfið var móttekið til þinglýsingar 17. október 1988 og því þinglýst næsta dag. Stefnendur hafa lagt fram ljósrit af því afriti skuldabréfsins, sem afhent var til þinglýsingar. Þar eru ekki frekari ákvæði um vexti en greint var frá hér að framan. Stefndu hafa hins vegar lagt fram ljósrit af frumriti skuldabréfsins, en á það er vélritað: „„Ath. Við útreikning vaxta fyrir fyrsta vaxtatímabil reiknast vextir á uppsafnaða vexti pr. 1. 9. 1988.““ Undir þetta rita stefndu bæði, og við ákvæðið eru á spássíu ritaðir bókstafirnir VK., en Valgeir Kristinsson hrl. samdi skjalið. Fasteignin var afhent kaupendum, stefnendum þessa máls, á tilsettum tíma, 20. júlí 1988. Fram hefur verið lagt uppgjör vaxta og gjalda vegna sölu á fasteigninni, dagsett 2. ágúst 1988. Samkvæmt því greiða stefndu (seljendur) í vexti af handhafaskuldabréfinu 149.145,90 kr. Upplýst er, að Sparisjóður Hafnarfjarðar reiknaði út vexti af skuldabréfinu tímabilið frá 2142 1. september 1987 til 15. maí 1989 og að í þeim útreikningi voru reiknaðir vaxtavextir pr. 1. september 1988. Niðurstaða þessa útreiknings liggur fyrir á ljósriti greiðsluseðils frá sparisjóðnum, sem lagður hefur verið fram. Sam- kvæmt honum er heildarvaxtafjárhæð fyrir umrætt tímabil 286.639,72 kr. Þessari fjárhæð var við uppgjörið þannig skipt milli stefnenda og stefndu, að hvor aðili um sig greiddi í hlutfalli við dagafjölda, stefndu frá upphafs- degi vaxta til afhendingardags, en stefnendur frá afhendingardegi til gjald- daga fyrstu afborgunar. Stefnendur greiddu því 137.493,82 kr. Stefnendur telja, að þeir hafi átt að greiða í vexti af handhafaskuldabréfinu tímabilið 20. júlí 1988 til 15. maí 1989 meðaltalsvexti óverðtryggðra skuldabréfa á þessum tíma, samtals 102.462,98 kr. Þeir hafi því greitt 35.030,84 krónum of mikið, en sú fjárhæð er höfuðstóll aðalkröfu. Heildarvaxtafjárhæðin, sem skipt var á aðila máls, var, sem fyrr segir, 286.639,72 kr. Í þeirri fjárhæð eru fólgnir vaxtavextir, þar sem höfuðstóll skuldabréfsins var uppfærður að liðnu ári frá upphafsdegi vaxta, þ. e. 1. september 1988. Stefnendur telja sig ekki þurfa að hlíta því að greiða vaxta- vexti af bréfinu, en varakrafa þeirra er miðuð við, að dómurinn komist að þeirri niðurstöðu, að það beri þeim að gera. Í því tilviki telja stefnendur, að sér hefði borið að greiða samtals 126.961,57 kr. í vexti og vaxtavexti, og er höfuðstóll varakröfunnar fundinn með því að draga þá tölu frá 137.493,82 kr. Málsástæður og lagarök. Stefnendur halda því fram, að við lokauppgjör vaxta og gjalda við afsals- gerð 2. ágúst 1989 hafi komið til ágreinings með aðilum um skiptingu vaxta af handhafaskuldabréfinu, og hafi verið gengið frá uppgjörinu og afsalinu með fyrirvara. Þessu er mótmælt af hálfu stefndu og því haldið fram, að ekki verði séð af uppgjörinu, að fyrirvari hafi verið gerður. Lagt hefur verið fram í málinu ljósrit kvittunar, dags. Í. september 1989. Stefndi, Helgi Jóhannsson, kvittar þar fyrir greiðslu stefnenda til stefndu í sambandi við fasteignakaupin vegna leiðréttingar á vöxtum vegna Lífeyrissjóðs sjómanna og dráttarvaxta af lokaútborgun greiðslu. Á kvittunina er ritað: „Gr. m/fyrirvara um vaxtameðferð á yfirteknu handhafaskuldabréfi.““ Stefndu halda því fram, að skjal þetta komi ekki við þeim ágreiningi, sem hér er uppi. Stefnendur geti ekki borið það fyrir sig nú, að fyrirvari hafi verið gerður, því að hann hafi ekki verið gerður við uppgjörið, dags. 2. ágúst 1989, er báðir aðilar undirrituðu án nokkurs fyrirvara. Stefnendur reisa að öðru leyti málsókn sína á kaupsamningi aðila frá 5. maí 1988. Í 5. grein hans segi, að kaupendur skuli hirða arð af fasteign- inni frá 20. júlí 1988 og greiða af henni skatta og skyldur svo og vexti af áhvílandi lánum, en seljandi til sama tíma. Vexti af áhvílandi lánum 2143 og fasteignagjöldum skuli seljandi gera upp við kaupanda miðað við afhendingardag og (skuli þeir) greiðast við undirritun afsals eða á gjalddaga lánanna, séu þeir fyrr. Meðaltalsvextir óverðtryggðra skuldabréfa hafi á tímabilinu 20. júlí 1988 til 15. maí 1989 verið sem hér segir: 1. 7. 1988 38,20%0, 1. 8. 1988 41,00%0, 1. 9. 1988 39,30%0, 1. 10. 1988 25,00%0, 1. 11. 1988 20,50%0, 1. 12. 1988 17,90%0, 1. 1. 1989 12,20%0, 1. 2. 1989 13,20%0, 1. 3. 1989 16,10%, 1. 4. 1989 20,90% og 1. 5. 1989 27,60%. Sam- kvæmt þessari vaxtatöflu hafi vextir af handhafaskuldabréfinu á tímabilinu 20. júlí 1988 til 15. maí 1989 átt að vera 102.462,98 kr., og sé það sú fjár- hæð vaxta, sem stefnendum hafi borið að greiða. Ágreiningur aðila snúist um túlkun á fyrrgreindu ákvæði kaupsamningsins. Í málflutningi sínum mótmælti lögmaður stefnenda því, að rétt hefði ver- ið að taka vaxtavexti af handhafaskuldabréfinu, enda hefði ákvæðið um þetta verið sett inn í bréfið án vitundar stefnenda. Því var ekki mótmælt af hálfu stefndu, að mótmæli þessi kæmust að. Af hálfu stefnenda er tekið fram, að þeir séu ekki virðisaukaskatts- skyldir, og því þurfi þeir að fá skattinn dæmdan til viðbótar málskostnaði. Jafnframt framanrituðu vísa stefnendur til almennra reglna kröfuréttar- ins. Að öðru leyti en að framan greinir, reisa stefndu kröfu sína um sýknu á því, að slíkt vaxtauppgjör, sem hér er um deilt, hafi tíðkast um árabil. Það sé staðfest sem viðtekin venja hjá Félagi fasteignasala, að hvor aðili skuli greiða hlutfall af heildarvöxtum skuldar frá upphafsdegi til greiðslu- dags án tillits til þess, hverjir raunverulegir vextir eru á hverjum tíma eða hvenær vaxtavextir skuldarinnar falla til. Stefndu halda því einnig fram, að vaxtavextir af handhafaskuldabréfinu hljóti að hafa átt að falla á stefnendur að fullu, ef sjónarmið þeirra yrði viðurkennt. Vaxtavextir hafi fallið á frá 1. september 1988. Engum vafa sé bundið, að með slíku uppgjöri myndi verulega halla á stefnendur. Um lagarök vísa stefndu til reglna fjármunaréttarins. Uppgjör milli aðila hafi farið fram án fyrirvara, og hvor aðili hafi staðið að fullu við skuld- bindingar sínar samkv. þeim kaupsamningi, sem fyrir liggur. Eigi því hvorugur frekari kröfur á hendur hinum. Málskostnaðarkröfu sína reisa stefndu á XII. kafla laga nr. 85/1936 og kröfuna um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun á lögum nr. 50/1988. Stefndu séu ekki virðisaukaskattsskyld, og beri þeim því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnenda. Álit dómsins. Í S. tl. kaupsamnings aðila, sem dagsettur er 5. maí 1988, segir: „Hin selda eign skal vera laus til afnota fyrir kaupanda 20. 7. 1988. Kaupandi 2144 hirðir frá þeim tíma arð hennar og greiðir af henni skatta og skyldur svo og vexti af áhvílandi lánum, en seljandi til sama tíma.“ Aðila greinir á um það, hvernig beri að skipta vöxtum af handhafa- skuldabréfi, sem stefnendur tóku við skv. samningnum og hvíla skyldi á hinni seldu fasteign. Að áliti dómsins er sá einn skilningur í fullu samræmi við orðalag ákvæðisins, að seljandi skuli greiða þá vexti af skuldabréfinu, sem áfallnir voru á afhendingardegi, en kaupandi vextina, sem á féllu frá þeim tíma, og þar sem um er að ræða breytilega vexti frá mánuði til mánaðar, verður ekki beitt þeirri aðferð, sem gert var við uppgjör vaxta milli aðila þessa máls, nema hvorir tveggja samþykki eða a. m. k. sé ekki hreyft mótmælum við þeirri aðferð. Þegar vaxtagreiðslur fyrir tímabilið 1. september 1987 til 15. maí 1989 voru gerðar upp milli aðila í sambandi við útgáfu afsals fyrir fasteigninni, var sú aðferð viðhöfð að skipta heildarvaxtafjárhæðinni í hlutfalli við daga- fjölda, þannig, að stefndu greiddu í hlutfalli við dagafjölda frá |. sept. 1987 til 20. júlí 1988, en stefnendur í hlutfalli við dagafjölda frá þeim degi til 15. maí 1989. Var þá ekki tekið tillit til þess, að vextir af skuldabréfinu voru breytilegir frá mánuði til mánaðar skv. útreikningum Seðlabanka Ís- lands. Vitnin Þórólfur Halldórsson, löggiltur fasteignasali og formaður Fé- lags fasteignasala, og Valgeir Kristinsson, hrl. og löggiltur fasteignasali, sem hafði milligöngu um sölu fasteignarinnar, báru það fyrir dóminum, að þessi aðferð við skiptingu vaxta væri samkvæmt venju, sem lengi hefði tíðkast, og þekki þeir ekki, að önnur aðferð hafi verið við höfð. Stefndi Helgi Jóhannsson sagði í skýrslu sinni fyrir dóminum, að stefn- andi Sigurður Ágúst Þórðarson hefði mótmælt þessari aðferð við skiptingu vaxtanna Í sambandi við afsalsgerð. Framburður vitnisins Valgeirs Kristins- sonar styður þetta. Í vélrituðum texta afsalsins er það dagsett 2. ágúst 1989, og sama dag er dagsett uppgjör vaxta og skulda vegna sölu á fasteigninni, og er það undirritað af stefnda Helga og stefnanda Önnu Jórunni Ólafs- dóttur. Samkvæmt framburði stefnda Helga hefur hann hvorki undirritað uppgjörið né afsalið 2. ágúst, og víst er, að hann undirritaði afsalið 1. september 1989, enda er sú dagsetning handskrifuð á afsalið neðan við nafnritun hans. Sama dag gefur hann út kvittun til stefnenda fyrir greiðsl- um, sem vitnið Valgeir Kristinsson segir verið hafa vegna leiðréttingar á uppgjörinu. Á þá kvittun er vélritað: „Gr. m/fyrirvara um vaxtameðferð á yfirteknu handhafaskuldabréfi.““ Skv. framburði vitnisins Valgeirs var þessi fyrirvari skráður að kröfu stefnanda Sigurðar Ágústs Þórðarsonar. Samkvæmt framanrituðu verður við það að miða, að afsal hafi verið gefið út 1. september 1989 og endanlega gengið frá uppgjöri vaxta og gjalda milli aðila sama dag. 2145 Fyrirvarinn, sem stefnandi Sigurður Ágúst gerði, beinist að þeirri aðferð, sem höfð var við skiptingu vaxtanna. Stefnendum var rétt að krefjast þess, að farið væri eftir skýru ákvæði $. tl. kaupsamningsins. Þótt tíðkast hafi önnur túlkun á samningsákvæði þessu, sem er á stöðluðu samningseyðu- blaði, getur það ekki breytt rétti samningsaðila skv. eðlilegri skýringu ákvæðisins eftir orðanna hljóðan. Þess er og að geta, að ekki er víst, hversu víðtæk hefur verið í fasteignasölu sú túlkun ákvæðisins, sem farið var eftir við skiptingu vaxtanna, þótt áðurgreind tvö vitni kannist ekki við, að ann- arri aðferð hafi verið beitt. Veðskuldabréfið, sem hér er til umfjöllunar, var gefið út af stefndu 17. október 1988. Daginn eftir var því þinglýst, en áður en það varð, rituðu stefnendur á bréfið sem eigendur skv. kaupsamningi samþykki sitt við veð- setningu fasteignarinnar skv. bréfinu. Þinglýsta skjalið er án ákvæðis um vaxtavexti. Valgeir Kristinsson fasteignasali bar það sem vitni fyrir dómin- um, að hann hefði skráð ákvæðið um vaxtavexti í það frumrit skuldabréfs- ins, sem sett var til innheimtu í Sparisjóð Hafnarfjarðar. Er þetta í sam- ræmi við skýrslu stefnda Helga Jóhannssonar, en stefndu samþykktu bæði ákvæði þetta með nafnritun sinni á bréfið. Upplýst er, að þetta var gert án vitundar stefnenda. Stefnandi Anna Jórunn sagði í skýrslu sinni fyrir dóminum, að þeim stefnendum hefði fyrst verið ljóst við fyrstu afborgun af skuldabréfinu, að þau voru krafin um vaxtavexti. Gjalddagi fyrstu afborgunar var 15. maí 1989, en stefnendur greiddu hana ásamt vöxtum og vaxtavöxtum í Spari- sjóði Hafnarfjarðar 12. maí 1989. Stefnendur höfðu ekki uppi athuga- semdir við sparisjóðinn vegna vaxtavaxtanna. Vitnið Valgeir Kristinsson, sem vann eið að framburði sínum, bar eftirfarandi: „Þegar kom að upp- gjöri vaxta, var kaupandinn hann Sigurður, þá var hann með mótaðar hugmyndir um það, hvernig ætti að skipta vöxtunum á handhafabréfinu, og af því tilefni þá var farið sérstaklega yfir vaxtaútreikning eða skiptingu vaxtanna á handhafabréfinu.““ Enn fremur: „,... að gefnu tilefni þá skoðaði ég þessi mál frá öllum hliðum, og ég fór m. a. yfir það með báðum aðilum, að vaxtakjör bréfsins væru þau, að bréfið bæri vaxtavexti, þ. e. a. s. vextir eftir fyrstu tólf mánuðina bættust við vaxtaberandi höfuðstól, og Sigurður sagðist enga athugasemd gera við það ...““ Þar sem stefnendur mótmæltu ekki greiðslu vaxtavaxta, þegar þeim varð ljóst, að þeir höfðu verið innheimtir, og ekki heldur við uppgjör vaxta í sambandi við útgáfu afsals, geta þeir ekki nú krafist endurgreiðslu þeirra. Það leiðir af framanrituðu, að varakrafa stefnenda verður tekin til greina. Stefnendur krefjast dráttarvaxta af höfuðstól skv. III. kafla vaxta- laga nr. 25/1987. Rétt þykir að verða við kröfu þessari með því að dæma dráttarvexti skv. 10. gr. nefndra laga. 135 2146 Í málflutningi sínum rengdi lögmaður stefndu tölulegan útreikning á varakröfu stefnenda, en lögmaður stefnenda mótmælti þeirri rengingu sem of seint fram kominni, og verður hér ekki tekið tillit til hennar. Dæma ber stefndu til að greiða stefnendum málskostnað, og þykir hann eftir atvikum hæfilega ákveðinn 25.000 kr., þar af málflutningsþóknun lög- manns stefnenda 20.000 kr. Auk þess verða stefndu dæmd til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun, 4.900 kr. Finnur Torfi Hjörleifsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Helgi Jóhannsson og Svandís Óskarsdóttir, greiði in solidum stefnendum, Önnu Jórunni Ólafsdóttur og Sigurði Ágústi Þórðarsyni, 10.532,25 kr. með dráttarvöxtum skv. 10. gr. laga nr. 25/1987 frá 1. september 1989 til greiðsludags. Stefndu greiði stefnendum málskostnað, 25.000 kr., og auk þess virðisaukaskatt af málflutningsþóknun, 4.900 kr. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 2147 Fimmtudaginn 25. nóvember 1993. Nr. 313/1990. Sjúkrahús og heilsugæslustöð Vestmannaeyja og Vestmannaeyjakaupstaður (Skarphéðinn Þórisson hrl.) gegn Guðrúnu Lindu Þorvaldsdóttur (Gestur Jónsson hrl.). Kjarasamningar. Opinberir starfsmenn. Sjúkrahús. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. ágúst 1990. Þeir krefjast þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og þeir sýknaðir af öllum kröfum stefndu. Þá krefjast þeir málskostn- aðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjenda fyrir Hæstarétti. Málavöxtum er lýst í héraðsdómi. Enginn tölulegur ágreiningur er í máli þessu. Ágreiningslaust er, að stefnda var á bakvakt utan reglulegs vinnu- tíma á móti öðrum meinatækni að beiðni vinnuveitenda. Fyrir það fengu þær greidda samtals 300 bakvaktatíma á mánuði, óháð við- verutíma þeirra. Samkvæmt 37. gr. laga nr. 29/1976 um kjarasamn- inga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og 24. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, en þessi lög giltu á þeim tíma, sem hér um ræðir, er ákvæði í ráðningarsamningi ógilt, ef það brýtur í bága við kjarasamning starfsmanni í óhag. Samkvæmt |. gr. laga nr. $5/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda eru samningar einstakra launa- manna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjara- samningar ákveða ógildir. Á grundvelli kjarasamninga þeirra, sem í gildi voru á þeim tíma, sem hér um ræðir, á stefnda rétt á að fá greiðslu fyrir bakvaktir sínar. Ágreiningslaust er, að áfrýjendum 2148 var heimilt að takmarka bakvaktir með því að draga úr viðveru- skyldu starfsmanna, en það var ekki gert. Samkvæmt framansögðu ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Áfrýjendur greiði stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, svo sem í dómsorði greinir, og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisauka- skatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjendur, Sjúkrahús og heilsugæslustöð Vestmannaeyja og Vestmannaeyjakaupstaður, greiði stefndu, Guðrúnu Lindu Þorvaldsdóttur, 80.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 16. júlí 1990. I. Mál þetta, sem tekið var til dóms 29. f. m., er höfðað hér fyrir bæjar- þinginu af Guðrúnu Lindu Þorvaldsdóttur, kt. 031053-5539, Foldahrauni 39 G, Vestmannaeyjum, á hendur Sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Vest- mannaeyja, kt. 580269-1259, Sólhlíð 10, Vestmannaeyjum, og Vestmanna- eyjakaupstað, kt. 690269-0159, Ráðhúsinu í Vestmannaeyjum, og gerir eftirfarandi dómkröfur: „„Að stefndu, Sjúkrahús og heilsugæslustöð Vestmannaeyja, kt. 580269- 1259, og Vestmannaeyjakaupstaður, kt. 690269-0159, verði in solidum dæmdir til að greiða stefnanda, Guðrúnu Lindu Þorvaldsdóttur, kt. 031053- 5539, 233.319 kr. með Ínánar tilgreindum vöxtum svo og málskostnað|. Upphaflega höfðaði stefnandi mál þetta með stefnu, út gefinni 6. júní 1989 og birtri 9. júní s. á., einvörðungu á hendur stefnda Sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Vestmannaeyja, en með framhaldsstefnu samkvæmt 48. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 1. mgr. 47. gr. sömu laga, út gefinni 9. apríl 1990 og birtri 10. s. m., var stefnda Vestmannaeyjakaupstað einnig stefnt inn í málið til að taka til varna í því við hlið stefnda Sjúkrahúss og heilsugæslu- stöðvar Vestmannaeyja. Voru dómkröfur hinar sömu og gerðar höfðu verið á hendur stefnda Sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Vestmannaeyja. Eftir árangurslausar sáttatilraunir dómara var framhaldssök sameinuð aðal- sök. Af hálfu stefndu, Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja og Vestmannaeyjakaupstaðar, eru gerðar þær dómkröfur, að stefndu verði algjörlega sýknaðir af öllum kröfum stefnanda í málinu, þ. m. t. kröfum 2149 um greiðslu söluskatts, og stefndu verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda, en skv. mati réttarins. Sættir voru reyndar, en reyndust árangurslausar. Il. Um mitt ár 1984 hóf stefnandi störf sem deildarmeinatæknir á rann- sóknastofu við Sjúkrahús Vestmannaeyja og stóð þá strax gæsluvaktir á móti öðrum deildarmeinatækni, sem einnig var starfandi við rannsókna- stofu sjúkrahússins, vitninu Hildi Oddgeirsdóttur. Vakt sú, sem hér um ræðir, tók við, er föstum vinnudegi lauk að dag- eða eftirvinnu lokinni. Ekki er um það deilt, að fyrir vinnu, sem til féll við útköll á gæsluvaktar- tíma, fékk stefnandi greitt að fullu. Ekki vefengja stefndu kröfugerð stefn- anda tölulega, þótt þeir telji hana efnislega ranga. Forsögu máls þessa virðist annars mega rekja til þess, að fimmtudaginn 12. mars 1981 tók stjórn sjúkrahússins fyrir bréf frá meinatæknum, röntgenmyndara, svæfingarhjúkrunarfræðingi og skurðstofuhjúkrunar- fræðingi um greiðslur fyrir útkallsvaktir, þar sem fram kemur, að engar útkallsvaktir verða aðra daga en laugardaga og sunnudaga frá og með 1S. mars 1981 að telja, dskj. 35. Ágreiningi sætir ekki, að á fundi stjórnar Sjúkrahúss Vestmannaeyja 16. mars 1981 hafi stjórnin náð samkomulagi m. a. við meinatækna sjúkrahússins um, að greiddar skyldu 300 stundir á mánuði fyrir gæsluvaktir, en á þeim tíma munu meinatæknar hafa samið beint við sjúkrahússstjórnina um kaup og kjör sín. Skyldi fyrirkomulag þetta gilda frá 15. mars 1981 til 1. janúar 1982, sbr. m. a. dskj. nr. 24, en sú tala hafi síðan átt að hækka 1. janúar 1982 í 330 stundir. Ekki virðist heldur ágreiningur um, að sú hækkun hafi ekki komið til framkvæmda, ef undan er skilin greiðsla fyrir janúar 1982, þar sem bæjarráð Vestmanna- eyja hafi hafnað að hækka bakvaktir í 330 stundir. Af hálfu stefnanda er litið svo á, að 300 stunda fyrirkomulagið hafi einungis átt að gilda til ársloka 1981. Af hálfu stefnanda er enn fremur fullyrt, að ef 330 stunda fyrirkomulagið hefði komist á, hefði það ekki átt að gilda lengur en til 1. júlí 1982, en þá hefði átt að taka samninginn upp og endurskoða, og kveðst vitnið Hildur Oddgeirsdóttir hafa skilið það svo, að bakvaktar- greiðslurnar hafi átt að auka í þrepum upp að fullu, og yrði slík greiðsla skv. kjarasamningi. Af hálfu stefndu er því aftur á móti haldið fram, að ekki hafi komist á annað samkomulag um bakvaktargreiðslur til meina- tækna en samkomulag það, sem komist hafi á um 300 stundirnar 15. mars 1981. Sem meinatæknir á Sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Vestmannaeyja var stefnandi í Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar, en er meinatæknar gerðu fyrrgreint samkomulag, sömdu þær beint við Sjúkrahús Vestmanna- eyja um starfskjör sín. 2150 Hinn $. mars 1986 ritaði vitnið Hildur Oddgeirsdóttir samninganefnd Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar bréf, dskj. 4, og óskaði eftir, að þar nánar greindar kröfur meinatækna við sjúkrahúsið kæmust að við gerð kjarasamnings 1986. Segir þar m. a.: „,„2. Að bakvaktir verði greiddar að fullu frá og með 1. janúar 1986. Í dag fáum við aðeins 300 gæsluvaktartíma greidda á mán., en tímarnir eru vel yfir 500 (breytilegt eftir mán.). Ef ekki verður gengið að þessari kröfu, viljum við, að það komi skýrt fram, að bakvöktum verði aðeins sinnt þá daga í mánuði hverjum, sem greitt er fyrir (gildistími frá gerð kjarasamnings). Dæmi: Í marsmán. verði aðeins vakt til og með 16. mars (bað gefur 304 gæsluvtíma).““ Síðan segir í tilvitnuðu dskj.: „„Bakvakt tekur við, um leið og dagvinnu lýkur. Við höfum gegnt þeirri skyldu alla daga mánaðarins undanfarin ár, en aðeins fengið greitt að hluta, eins og fram hefur komið. Þess má og geta, að öll sjúkrahús landsins (s.s. í Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Akranesi, Ísafirði o. fl.) greiða meina- tæknum fullar bakvaktir.““ Málsaðilar hafa lagt fram þrjá kjarasamninga, aðal- og sérkjarasamning, milli Vestmannaeyjabæjar og Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar, sem hafði gildistímann frá 19. október 1984 til 31. desember 1985, dskj. 49, aðal- og sérkjarasamning sömu aðila, sem gilti frá 1. febrúar 1986 til 31. desember 1986, dskj. 5, svo og þann kjarasamning, er við tók og gilti frá 1. janúar 1987 til 31. desember 1989, dskj. 17. Ekki virðast aðilar vera fyllilega sammála um, hvernig túlka eigi kafla 1.6., um álagsgreiðslur, vaktaálag og orlofsframlag, í kjarasamningum þessum og þó öllu heldur tvær tilgreindar bókanir, er fylgdu síðastgreindu samningunum. Launa- krafa stefnanda tekur hins vegar aðeins til tímabilsins frá 1. febrúar 1986 til 20. september 1987. Til grundvallar launakröfunni vísar stefnandi auk framangreindra ákvæða í kafla 1.6. í kjarasamningunum frá 1. febrúar 1986 og 1. janúar 1987 í vinnuskýrslur stefnanda, dskj. 30, en við það skjal eru engar athugasemdir gerðar af hálfu stefndu. Þá bendir stefnandi einnig á dskj. 31, sem er yfirlit yfir unnar, en ógreiddar gæsluvaktir á tímabilinu frá 1. febrúar 1986 til 20. september 1987. Vinnuskýrslan tekur til þess tíma, þegar reglulegum starfsdegi stefnanda lýkur að dag- og eftirvinnu lok- inni og þar til nýr reglulegur vinnudagur hefst, og tekur bæði til sérgreindra útkalla og annarrar staðinnar gæsluvaktar í skilningi stefnanda. Eins og áður greinir, er óumdeilt, að stefnandi fékk greitt fyrir þær vinnustundir, sem til féllu við útköll, en það, sem á vantaði, að greitt væri á 30 daga tímabili miðað við 20. dag hvers mánaðar, myndaði grundvöll málshöfðun- ar stefnanda, en enginn ágreiningur er um reikningslega útfærslu á sjálfri kröfugerðinni. Í greinargerð stefnanda er nánari grein gerð fyrir, hvernig 2151 kröfugerðin er tölulega upp byggð, og kemur þar fram, að farið er nákvæmlega eftir ákvæðum greinar 1.6.1. þannig, að fyrst er fundið váktarálagið fyrir hverja klukkustund (tímakaup á gæsluvakt), sem er margfeldið af tilgreindu tímavinnukaupi í dagvinnu skv. lið 1.2.1., og við- komandi vaktarálagi reiknuðu samkvæmt fortakslausu ákvæði 1.6.1. Tíma- fjöldi staðinnar gæsluvaktar er síðan margfaldaður með vaktarálagi fyrir hverja klukkustund (tímakaupi á gæsluvakt). Með aðal- og sérkjarasamningnum, sem gilti frá 1. febrúar 1986 til 31. desember s. á., fylgdi tiltekin bókun, sem aðilar hafa undir rekstri málsins vitnað til og er svohljóðandi: „Bókun III. Fyrir liggja bréf til: a) forstöðumanna stofnana og trúnaðarmanna um útkallsvaktir““. Í þessu sambandi hafa málsaðilar vitnað til afrita tveggja bréfa þáverandi bæjarstjóra og formanns samninganefndar bæjarins, Páls Zophoníassonar, frá árinu 1986, þar sem m. a. eftirfarandi kemur fram: „,„Nú er lokið samningaviðræðum samninganefndar Vestmannaeyjabæjar og starfsmannafélagsins um sérkjarasamning. ..... Enn fremur var rætt fyrirkomulag á útkallsvöktum og greiðslu fyrir þær til handa þeim starfsmönnum, sem á þeim eru, jafnframt nauðsyn þess, að þeir hafi síma og bifreið til umráða og greiðslur í því sambandi.““ Af hálfu stefnanda er litið svo á, að bókun þessi hafi falið í sér áréttingu á loforði um, að ef viðkomandi starfsmenn og þ. á m. stefnandi sinntu þeirri vinnu, sem hér væri um fjallað, ættu þeir að fá greitt fyrir hana rétt eins og fyrir greiðslu á vinnu innta af hendi samkvæmt öðrum ákvæð- um kjarasamnings. Kemur sú túlkun greinilega fram í framburði vitnisins Þorgerðar Jóhannsdóttur. Af hálfu stefnda hefur því hins vegar verið haldið fram, að bókunin hafi ekki falið í sér samkomulag, hvernig hagað skyldi bakvaktargreiðslum, heldur fyrst verið að afla upplýsinga vegna vinnu við samninga, sem þegar höfðu verið undirritaðir, og kemur sú afstaða greinilega fram í framburði vitnisins Þorbjörns Pálssonar. Bókun sú, sem fylgdi kjarasamningnum, sem gilti frá 1. janúar 1987 til 31. desember 1989, er svohljóðandi: „Með vísan til skýrslu nefndar um rekstur sjúkrahúsa frá 8. sept. 1986, þar sem m. a. lagt er til, að allir bakvaktarsamningar verði kallaðir inn og samræmdir ásamt heildarsamningum, jafnframt því sem nú fara fram viðræður við fjármálaráðuneytið um launakjör starfsfólks á heilbrigðis- stofnunum af hálfu launanefndar sveitarfélaga, er ekki unnt að ákvarða frékar um kjör starfsfólks sjúkrahúss, enda eru þau háð staðfestingu fjár- 2152 málaráðuneytis, sbr. kjarasamning með fyrirvara frá 4. febr. sl. Þó eru aðilar sammála um að leita eftir viðurkenningu fjármálaráðuneytisins á eftirfarandi: Starfsmenn á rannsóknastofu og röntgendeild fái greitt fyrir bakvaktir og útköll samkvæmt gildandi kjarasamningi milli aðila frá 1. febr. 1986.““ Af hálfu stefnanda kemur fram það sjónarmið, að í bókun þessari felist í raun það, að báðir samningsaðilar séu sammála um, að starfsmenn á röntgendeild og þar á meðal stefnandi fái greitt kaup fyrir bakvaktir og útköll með tilvísun til kjarasamnings. Af hálfu stefndu kemur hins vegar fram það sjónarmið, að í bókuninni felist ekkert samkomulag, hvernig haga skuli greiðslum fyrir bakvaktir, en hins vegar skyldi leitað eftir viðurkenningu fjármálaráðuneytisins um fullar greiðslur fyrir þær. Á dskj. 18 sést, að stjórn Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Vestmanna- eyja samþykkti á fundi sínum 4. júní 1987 að óska eftir því við heilbrigðis- ráðuneytið og landlæknisembættið, að fram færi fagleg úttekt á þörfum fyrir bakvaktir þeirra starfsmanna, er sinna útkallsvöktum. Gögn málsins bera ekki með sér, að slík úttekt hafi farið fram, en á dskj. 43 sést, að 20. júní 1987 hafi sjúkrahússstjórn farið formlega fram á það. Í framan- greindu dskj. nr. 43, sem er bréf stjórnar Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja til heilbrigðisráðuneytisins, dags. 23. október 1987, kemur m. a. fram eftirfarandi: „Á röntgendeild hafa verið greiddar 220 gv-st. með 45% álagi á mánuði og á rannsóknastofu 330 gv-st. (sic). Marga undanfarna mánuði hafa við- komandi starfsmenn og stéttarfélag þeirra lagt á það gífurlega áherslu, að þessum aðilum verði greiddar fullar bakvaktir, þar sem þeir sinna útköllum allan sólarhringinn. Annað telja þeir vera brot á kjarasamningum. Við hef- ur legið hvað eftir annað, að þeir hættu að líta svo á, að þeir væru á bak- vakt allan sólarhringinn. ““ Hinn 26. apríl 1988, dskj. 47, svarar heilbrigðisráðuneytið stjórn sjúkra- hússins með eftirgreindum hætti: „Á þessu stigi málsins verður eingöngu fjallað um bakvaktir röntgen- myndara og deildarmeinatækna við sjúkrahúsið. Af þeim upplýsingum, sem fyrir liggja um fjölda útkalla á rannsókna- stofu og röntgendeild á mánuði, telur ráðuneytið óeðlilegt, að greitt sé fyrir bakvaktir allan sólarhringinn. Hjá fjármálaráðuneyti hafa fengist þær upp- lýsingar, að ekki verði greitt fyrir bakvaktir allan sólarhringinn, og er vísað til útkallsskyldu starfsmanna, þó að ekki sé um beinar bakvaktir að ræða. Komið hefur fram hjá stjórnendum, að samkomulag hafi verið um greiðslur fyrir ákveðinn fjölda klukkustunda á mánuði. Er það mat ráðu- neytisins, að greiðslur þessar séu ekki of lágar miðað við fjölda útkalla. 2153 Lögð er áhersla á það frá hendi ráðuneytisins, að samkomulag náist um ákveðinn stundafjölda og að þannig fáist lausn á þessu máli.““ Meðal málskjala er bréf, dskj. 19, sem stefnandi kveður Lúðvík H. Jóns- son hafa ritað f. h. stjórnar launanefndar, dagsett 19. júní 1987, en þótt það sé óstaðfest utanréttarvottorð, þykir rétt, þar sem stefndu hafa ekki mótmælt tilvist þess, að tilgreina hér efni þess. Bréfið, sem er stílað til stjórnar sjúkrahússins, er svohljóðandi: „Launanefnd sveitarfélaga hefur borist kvörtun frá Starfsmannafélagi Vestmannaeyja þess efnis, að meinatæknunum á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sé ekki greitt fyrir bakvaktir svo sem vera skyldi. Í þessu sambandi vill stjórn launanefndar benda á bókun með kjarasamn- ingi frá 13. 3. 1987 og jafnframt minna á, að stjórn launanefndar er umhugað um, að þeir kjarasamningar, sem stjórnin undirritar og staðfestir, séu haldnir og eftir þeim sé farið.““ Af hálfu stefndu er því algerlega hafnað, að umrætt bréf túlki sjónarmið stjórnar launanefndar, heldur sé hér um að ræða einkaskoðun þessa til- tekna talsmanns launanefndar sveitarfélaganna, sem mótmælt sé sem rangri, enda fái það með engu móti staðist, að stefndu hafi brotið kjara- samninginn frá 13. mars 1987. Af hálfu stefnanda er hins vegar litið svo á, að hér sé um beina viður- kenningu á kröfum stefnanda að ræða. Hinn 9. júlí 1987 er haldinn fundur í samninganefnd bæjarins, og voru þar m. a. bæjarstjóri og Þorbjörn Pálsson. Undir liðnum 2. mál (dskj. 22) kemur eftirfarandi fram: „Í framhaldi af fundargerð nefndarinnar frá 4. júní sl., 3. mál, „Úttekt á bakvöktum við Sjúkrahús Vm.““ er upplýst, að frá og með |. sept. nk. tekur nýtt fyrirkomulag gildi, þar sem tekið er fullt tillit til bakvaktar- fyrirkomulags skv. kröfu starfsmannafélagsins vegna starfsheitanna „„Tröntgenmyndun og meinatæknir““. Nefndin mun fylgjast með framgangi málsins.““ Af hálfu stefnanda er litið svo á, að stefndu hafi brotið það loforð, sem í yfirlýsingunni hafi falist, svo að ekki hafi verið um annað að ræða en höfða mál á hendur stefndu vegna margendurtekinna vanefnda á greiðslu launa vegna unninna bakvakta. Af hálfu stefndu er því hins vegar haldið fram, að bókunin stafi af mis- skilningi nefndarmanna. Bókunin hafi stafað af því, að nefndarmenn hafi fengið þau fyrirmæli úr heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu í Reykjavík, að ráðuneytið myndi samþykkja fullar greiðslur fyrir bakvaktir, m. a. til meinatækna. Skömmu síðar hafi ráðuneytið hins vegar afturkallað þessi fyrirmæli. Vitnið Hildur Oddgeirsdóttir deildarmeinatæknir, sem var á bakvöktum 2154 á móti stefnanda og var auk þess í samninganefnd Starfsmannafélags Vest- mannaeyjabæjar, kvaðst líta svo á, að með því að þeim væri falið að vera á bakvakt, yrðu þær að vera til taks, þannig, að hægt væri að ná í þær, hvenær sem væri og hvar sem væri. Vitnið kvaðst hafa verið á bakvakt á móti stefnanda á því tímabili, sem hér um ræðir, og hafi þær skipst á að vera á vakt og lokað þannig sólarhringnum. Í bráðatilvikum væri kallað í þær og þær beðnar að sinna almennum blóðrannsóknum, skyndiblæðing- um og öðrum þeim rannsóknum, sem viðkomandi læknir bæði þær að sinna, og þær yrðu að vera til taks, þegar á þyrfti að halda, allan sólar- hringinn. Vitnið sagði, að þær hefðu alls ekki verið mótfallnar því, að gerð væri heildarúttekt á bakvaktarþörfinni, og í þeirra huga hefði aldrei verið nein spurning um, að það yrði þá enn frekar viðurkennt, að þær ættu að vera á bakvakt allan sólarhringinn, enda hefðu læknar sjúkrahússins farið fram á það, að einn meinatæknir yrði á vakt allan sólarhringinn og þær fengju greitt fyrir þá viðveruskyldu skv. viðkomandi kjarasamningi. Vitnið sagði, að fyrirkomulagið fyrir 15. mars 1981 hefði verið þannig, að þær hefðu sinnt bakvöktum um helgar og tveir meinatæknar fengið samtals 96 bakvaktarstundir á mánuði. Vitnið sagði, að þegar skrifað hefði verið undir samninginn frá 1986, hefði ekki verið búið að ganga endanlega frá bakvökt- um, en meinatæknar og starfsmannafélagið talið sig vera með loforð fyrir því, að gengið yrði frá þessum málum sem fyrst. Vitnið sagði, að mál hefðu hins vegar þróast með öðrum hætti. Vitnið gat um bréfið, sem kom frá launanefnd sveitarfélaga 19. júní 1987, og hefði það verið sent sjúkrahúss- stjórninni og samninganefnd bæjarins, og upp úr því hefði verið samþykkt af hálfu stefndu, að fullar bakvaktargreiðslur ættu að koma til 1. september 1987, en það hefði hins vegar ekki gengið eftir. Vitnið gat þess sérstaklega, að þær hefðu skrifað undir bókunina á bls. 33 í samningnum frá 1987, því að þær hefðu viljað sýna umburðarlyndi, vitandi það, að tíma gæti tekið að gera hina faglegu úttekt, en það hefði hins vegar engu breytt í því sambandi, að þær hefðu verið þeirrar skoðunar, að réttur þeirra væri skýr samkvæmt gildandi kjarasamningi. Vitnið Þorgerður Jóhannsdóttir, formaður Starfsmannafélags Vest- mannaeyjabæjar, sagði um tilurð bókunar III a) í samningnum frá 1986, að ékki hefði verið fallist á það af hálfu gagnaðila við samningsgerðina, að gerð yrði sérstök bókun til að tryggja rétt í þessu sambandi, og menn sagt sem svo, að það væri Í samningnum, að fólk ætti að fá borgað fyrir þá vinnutíma, sem það sinnti, og þær hefðu samþykkt þetta, enda verið fullvissaðar um, að bréf bæjarstjóra til stjórnar sjúkrahússins tryggði fullan rétt í þessu sambandi. Bréfið hefði með öðrum orðum átt að tryggja, að greitt yrði fyrir vaktir, sém skilað væri inn, og bakvaktir þar á meðal. Bréf- ið hefði legið fyrir við undirskrift samningsins í júlí 1986. Bréfið hefði ekki 2155 verið sú trygging, sem lofað hefði verið, og því hefðu meinatæknar og starfsmannafélagið verið staðráðin í því að skrifa ekki undir, fyrr en staðið yrði við þau loforð, sem samningurinn frá 1986 hefði sagt til um. Fyrir undirskrift samningsins hefðu komið ofan af landi tveir fulltrúar launa- nefndar sveitarfélaga, sem vitnið nafngreindi, og áður en skrifað hefði verið undir samninginn frá 1987 13. mars 1987, hefði náðst sú málamiðlun, sem í bókuninni fælist. Þær hefðu skrifað undir þetta, enda jafnframt full- vissaðar um, að hin faglega úttekt væri að fara fram í ráðuneytinu og henni yrði lokið mjög fljótlega og fólk fengi þá greitt fyrir þær bakvaktir, sem það myndi sinna. Hvorugt hafi hins vegar gengið eftir, og því hafi ekki verið um annað að ræða en höfða mál þetta. Vitnið tók fram, að launa- nefndinni hefði verið fullkunnugt um, að ætlast hefði verið til þess af meinatæknum, að þær sinntu bakvöktum og lokuðu með því sólar- hringnum. Þorbjörn Pálsson, formaður stjórnar Sjúkrahúss Vestmannaeyja, gaf aðilaskýrslu hér fyrir dóminum. Jafnframt því að vera stjórnarformaður Sjúkrahúss Vestmannaeyja kvaðst hann hafa tekið þátt í gerð beggja samn- inganna frá 1986 og 1987 sem bæjarfulltrúi og nefndarmaður í samninga- nefnd bæjarins. Samningaumleitanir og viðræður um bakvaktir á árinu 1986, sagði hann, að hefðu ekki náð lengra en með því bréfi, sem bæjar- stjóri sendi til stofnana, en tilgangurinn með því bréfi hefði umfram allt verið sá að leita upplýsinga. Um bókunina með samningnum frá 1987 sagði hann, að á þessum tíma hefði heilbrigðisráðuneytið innkallað alla bak- vaktarsamninga frá sjúkrahúsunum á þeim forsendum, að fram undan væri vinna til samræmingar. Í öðru lagi hefðu þeir verið með bundnar hendur, þar sem þeim á þessum tíma hefði verið bannað af heilbrigðisráðuneytinu að semja nokkuð frekar um bakvaktirnar nema að höfðu samráði við heil- brigðisráðuneytið og/eða fjármálaráðuneytið, en tók þó sérstaklega fram, að hinu væri ekki að neita, að niðurlag bókunarinnar væri tilmæli til fjár- málaráðuneytisins um viðurkenningu á kröfugerð þeirra aðila samningsins, sem þar væru sérstaklega nefndir. Er hann var spurður, hvort hann kynni skýringu á því, að samningurinn frá 1986, sem undirritaður hefði verið 21. mars 1986, hefði ekki verið undirritaður með fyrirvara eins og samningur- inn frá 1987, sagðist hann ekki hafa aðra skýringu á því en þá, að enn í dag neitaði fjármálaráðuneytið að samþykkja þann samning. Hann sagðist vita til þess, að meinatæknar við sjúkrahúsið tilkynntu vakthafandi lækni, í hvora þeirra mætti kalla, en þótt sett væri „„þak““ miðað við 300 stundir í bakvaktir á mánuði, kannaðist hann ekki við, að af hálfu sjúkrahússins eða yfirmanna þar hefði verið tilgreint, hvenær sú vinna skyldi innt af hendi. Hann sagði, að samningarnir frá 1986 og 1987 hefðu engu breytt um það bakvaktarfyrirkomulag, sem tíðkaðist fyrir þann tíma. 2156 Ill. Auk þeirra atriða, sem hér að framan hefur þegar verið minnst á, var af hálfu aðila við munnlegan málflutning lögð áhersla á eftirgreind atriði: Af hálfu stefnanda var á það bent, að hlutaðeigandi kjarasamningar tækju til starfskjara stefnanda. Stefnandi hefði aldrei sætt sig við það fyrir- komulag, sem stefndu hefðu á greiðslu launa fyrir bakvaktir, þannig, að tiltekið „,„þak““ væri sett á þær greiðslur, byggt á samkomulagi frá 1981, sem löngu væri úr gildi fallið. Þrátt fyrir kjarasamningana frá 1986 og 1987 og skýr ákvæði þeirra um, hvernig bæri að greiða fyrir bakvaktir, hafi stefndu ekkert farið eftir því og haldið áfram að greiða skv. eldra fyrir- komulagi. Þótt þessu hafi verið margsinnis mótmælt af hálfu stefnanda og sú krafa gerð, að eftir gildandi kjarasamningum væri farið, hafi stefndu ekki í neinu breytt fyrra hátterni. Af gögnum málsins sjáist, t. d. bréfa- skriftum, dskj. 43, 44 og 47, að af hálfu stefndu sé viðurkennt, að þörf sé fyrir gæsluvakt stefnanda, en stefndu beri fyrir sig, að Sjúkrahús Vest- mannaeyja sé á föstum fjárlögum og greiðslur komi úr ríkissjóði. Í þessu sambandi sé af hálfu stefnanda ítrekað, að þótt stefndu eigi almennt rétt á að setja þak á bakvaktir, breyti það ekki því, að stefndu geti með engum hætti þverskallast við að greiða fyrir unnar bakvaktarstundir samkvæmt lögum og kjarasamningum. Það sé alveg ljóst, að sé bakvaktarstund unnin, eigi greiðsla þar fyrir að koma, þannig, að sé samasemmerki sett fyrir aftan unna bakvaktarstund, eigi þar fyrir aftan að standa greidd bakvaktarstund. Um lagarök var af hálfu stefnanda haldið fram því sjónarmiði, að sú hátt- semi stefndu að greiða stefnanda fyrir unnar gæsluvaktir væri ekki einungis andstæð skýrum ákvæðum viðkomandi kjarasamninga, heldur einnig beinlínis brot á 1. gr. laga nr. 55/1980, sem kvæðu á um það, að laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semdu um, skyldu vera lágmarkskjör og að lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákvæðu skyldu ógild vera. Jafnframt var vísað til áðurgreindra bókana í til- greindum kjarasamningum og ákvæðum 1. 6. í báðum kjarasamningunum. Um aðild Vestmannaeyjakaupstaðar sérstaklega var vísað til IV. kafla laga nr. 59/1983, einkum 2. og 4. mgr. 34. gr. laganna, þ. e. til hinnar rekstrar- legu skyldu kaupstaðarins og eignaraðildar. Af hálfu stefndu voru málsástæður einkum taldar vera þær, að stefndu ættu rétt á að semja um þak á bakvöktum. Það hefði verið gert 15. mars 1981 með samkomulagi beggja aðila. Eftir það hefði ekki verið gert nýtt samkomulag. Af hálfu stefnanda hefði samkomulaginu frá 1981 ekki verið sagt upp. Stefndu hefðu alltaf haldið sig við þetta samkomulag. Kjarasamn- ingarnir frá 1984, 1986 og 1987 hefðu í engu breytt þessu samkomulagi og því fyrirkomulagi á greiðslu bakvakta, sem í því væri fólgið. Ef loka hefði átt sólarhringnum, hefði þurft að semja um það sérstaklega. Það 2157 hefði ekki verið gert, og eftir stæði samkomulagið frá 1981 um 300 stunda þakið. Hitt sé annað, að alls staðar skíni í gegn viss skilningur um að koma til móts við stefnanda, en vankantarnir hefðu hins vegar verið föstu fjár- lögin. Það sé á misskilningi byggt hjá stefnanda, að kjarasamningurinn frá 1986 hafi breytt einhverju frá því, sem áður gilti. Einnig sé á misskilningi reist sú afstaða, sem fram komi í framburði vitnisins Hildar, að hækka hafi átt bakvaktarþakið í þrepum. Slík óskhyggja skapi engan rétt. Fram komi tvískinnungur í framburði vitnanna Þorgerðar og Hildar, sem aftur hafi endurspeglast í málflutningi stefnanda, þar sem í öðru orðinu sé því haldið fram, að reynt hafi verið að pressa í gegn rétt til fullra bakvakta, en í hinu orðinu sé því haldið fram, að í reynd hafi þess ekki þurft, réttur- inn hafi verið skýr og tryggur í viðkomandi samningum. Hér sem annars staðar eigi að fara eftir lögum, og lögfræðilega sé enginn samningur um greiðslu fullra bakvakta. Bókunin frá 1987 feli ekki í sér annað en skilyrt tilboð, sem ekki hafi orðið að samningi. Stefnandi hljóti að hafa sönnunar- byrðina fyrir því, að samkomulag hafi komist á, sem breytt hafi fyrra sam- komulagi um þak á greiðslu bakvakta, sem næmi 300 stundum á mánuði. Það sé ósannað, og því beri að sýkna stefndu. IV. Dómkrafan í máli þessu er krafa um vangoldin laun, og á mál þetta því undir dómstól þennan, sem er bær um að meta öll atriði, er kaupkröfuna varða, og þar á meðal, ef með þarf, að skýra tiltekin kjarasamnings- ákvæði. Auk þeirra atriða, sem þegar voru tilgreind, er málavextir voru raktir, verður byggt á eftirgreindum forsendum við niðurstöðu málsins: Ekki er um það ágreiningur, að stefndu fólu stefnanda að standa bak- vakt. Í bakvakt felst viðveruskylda. Vinnusamningur stefnanda við stefndu gaf henni rétt á að krefja stefndu um endurgjald í formi launa fyrir slíka viðveru. Réttur stefndu til að takmarka viðveruna við ákveðinn vinnu- stundafjölda sætir ekki ágreiningi. Til úrlausnar kemur, hvort samkomulag frá 16. mars 1981, dskj. 33 og 24, um takmarkaða viðveru miðað við 300 vinnustundir á mánuði bindi hendur stefnanda í þessu sambandi. Óumdeilt er, að þegar samningur var gerður, skyldi samkomulag um 300 vinnustunda viðveru á mánuði einungis gilda til 1. janúar 1982, en þá taka við 330 vinnustunda viðverutímabil, en því ákvæði samkomulagsins var hafnað af stefnda Vestmannaeyjakaupstað, og kom það ekki til framkvæmda, eins og hér að framan hefur verið rakið. Orðalag samkomulagsins frá 16. mars 1981, aðdragandi þess og aðgerðir samningsaðila þar á eftir benda til þess, að takmörkun miðað við 300 stundir á mánuði hafi ekki átt að gilda lengur en til 1. janúar 1982. Samkvæmt því og með andmælum stefnanda verður 2158 að telja, að ósönnuð sé sú fullyrðing stefndu, að samkomulagið frá 16. mars 1981 takmarki rétt stefnanda eða sé skuldbindandi fyrir hana við kröfugerð í máli þessu. Þá kemur til skoðunar sú málsástæða stefndu, sem reist er á því, að til- vitnaðar bókanir með kjarasamningunum frá 1986 og 1987 tryggi ekki rétt stefnanda, enn fremur, ef þannig yrði á málið litið, hvort það myndi girða fyrir, að stefnandi fengi kröfu sína dæmda. Fallast má á það með stefndu, að bókanir þessar tryggi ekki einar og sér rétt stefnanda. Hvorug þeirra segi afdráttarlaust, að meinatæknar við Sjúkrahús Vestmannaeyja eigi að fá greiddar fullar bakvaktir án takmörkunar. Þær og það, sem fram hefur komið í málinu um tilurð þeirra, gefa hins vegar góða vísbendingu um, að samningsaðilum hafi verið ljóst, að meinatæknar við sjúkrahúsið unnu fullar bakvaktir, og kröfugerð þeirra hafi mætt fullum skilningi. Hvorki girðir framangreind niðurstaða um, hvernig túlka beri tilgreindar bókanir, né sú staðreynd, að sjúkrahúsið komst á föst fjárlög 1986, fyrir það, að dómkröfur stefnanda verði teknar til greina. Hitt er, að stefndu bar við þessar aðstæður að tryggja enn frekar en áður, að fé fengist til að mæta þeim launakostnaði, sem bakvaktarvinna meinatækna við sjúkrahúsið kall- aði á, en óumdeilt verður að telja, að stefnandi, allt frá því að hún hóf störf við sjúkrahúsið, hafi ásamt vitninu Hildi Oddgeirsdóttur staðið fullar bakvaktir. Með því að óumdeilt er, að stefnandi innti framangreinda vinnu af hendi, sem aftur gaf henni, í samræmi við það, sem að framan greinir, skýlausan rétt til að krefja stefndu um greiðslu launa fyrir þá vinnu, og kröfugerð stefnanda er samrýmanleg kjarasamningsákvæðum, verða kröfur stefnanda í máli þessu að öllu leyti teknar til greina. Stefndu, Sjúkrahús og heilsu- gæslustöð Vestmannaeyja, kt. 580269-1259, og Vestmannaeyjakaupstaður, kt. 690269-0159, greiði in solidum Guðrúnu Lindu Þorvaldsdóttur 223.319 kr. með þeim vöxtum, er í dómkröfum stefnanda greinir, en það athugast, að höfuðstóll stefnufjárhæðar, 223.319 kr., telst hafa myndast 20. septem- ber 1987, en ekki 7. september 1987, eins og greinir í stefnu. Í samræmi við niðurstöðu málsins og samkvæmt 1. mgr. 177. gr. laga nr. 85/1936 skulu stefndu greiða stefnanda málskostnað, sem telst hæfilega ákveðinn 84.000 krónur, þar með talinn 12% söluskattur, 9.000 kr., en við munnlegan málflutning var þess getið, að mestur hluti vinnunnar við undirbúning málsins hefði farið fram fyrir gildistöku laga um virðisauka- skatt, en í tíð laga nr. 1/1988, sbr. III. kafla þeirra laga. Dæmdur máls- kostnaður skal, sbr. 12. gr. laga nr. 25/1987, fimmtán dögum eftir dóms- uppsögu til greiðsludags bera dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987. Heimilt er stefnanda að leggja dráttarvexti við höfuðstól skuldarinnar 2159 og reikna nýja dráttarvexti af samanlagðri fjárhæð, ef vanskil standa lengur en Í tólf mánuði, í fyrsta skipti 20. september 1988, sbr. 12. gr. laga nr. 25/1987. Dómi þessum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. Jón Ragnar Þorsteinsson héraðsdómari dæmir mál þetta. Dómsorð: Stefndu, Sjúkrahús og heilsugæslustöð Vestmannaeyja, kt. 580269- 1259, og Vestmannaeyjakaupstaður, kt. 690269-0159, greiði in solidum stefnanda, Guðrúnu Lindu Þorvaldsdóttur, kt. 031053-5539, 233.319 kr. með nánar tilgreindum dráttarvöxtum). Dómi þessum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 2160 Fimmtudaginn 25. nóvember 1993. Nr. 249/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Gerði Gunnarsdóttur (Hilmar Ingimundarson hrl.). Skjalafals. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ákærða áfrýjaði máli þessu til Hæstaréttar, að því er varðar refsiákvörðun, sbr. 147. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Krefst hún mildari refsingar og að hún verði að öllu leyti skilorðsbundin. Ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu 3. júní 1993, og er af ákæruvalds hálfu krafist „„þyngingar á refsingu og þannig að stærri hluti refsingar ákærðu verði ákvarðaður óskilorðsbund- inn“. Refsikrafa ákæruvalds fyrir Hæstarétti samrýmist ekki 57. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 9. gr. laga nr. 101/1976. Eins og fram kemur í héraðsdómi, hafði ákærða hlotið fjóra skilorðsbundna refsidóma, áður en til þess máls kom, sem hér er fjallað um. Á árinu 1991 var hún ákærð tvisvar, 19. júní og Í. júlí. Var fyrra málið dæmt í sakadómi Ísafjarðarsýslu 2. ágúst 1991, þar sem ákærða var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið. Hið síðara var dæmt í sakadómi Reykjavíkur 12. september sama ár, og hlaut ákærða þar skilorðsbundið fangelsi í þrjá mánuði. Bera endurrit dóma með sér, að hlutaðeigandi dómurum var hvorum um sig Ókunnugt um mál hins. Var þessi málarekstur í andstöðu við ákvæði 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og hagsmuni ákærðu. Brot þau, sem ákærða var dæmd fyrir 19. mars 1992, voru ýmist framin fyrir uppkvaðningu ofangreindra tveggja dóma eða eftir, og fólust því í þeim skilorðsrof að hluta. Voru dómarnir tveir dæmdir með í því máli og ákærðu gerð átta mánaða skilorðsbundin fangelsisrefsing. Hinn 5. október sama ár var ákærða dæmd vegna brots, sem framið var fyrir uppsögu dómsins 19. mars. Var síðast 2161 greindi dómurinn tekinn upp og dæmdur með, og var refsing nú ákveðin fangelsi í tólf mánuði, sem enn var skilorðsbundin að öllu leyti. Brot þau, sem nú er um fjallað í þessu máli, voru framin á sama tíma og brot það, er dómurinn $. október tók til. Í málum þeim, sem hér hafa verið nefnd og áður hafa verið dæmd, var ákærða sakfelld fyrir fjársvik og skjalafals, nær ein- göngu Í tengslum við meðferð hennar á tékkum. Nemur fjárhæð þeirra tékka, sem hún misfór með samkvæmt dómum þessum, samtals $88.820 krónum. Til viðbótar koma síðan skjalafalsbrot þau, sem hún hefur verið sakfelld fyrir í máli því, sem nú er til meðferðar, en þau varða meðferð hennar á tékkum, að fjár- hæð samtals 187.000 krónur. Hefur ákærða þannig á árunum 1991 og 1992 misfarið með tékka, að fjárhæð samtals 775.820 krónur. Samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga ber nú að taka upp dóminn frá 5. október 1992, eins og héraðsdómari hefur réttilega gert, en eins og fyrr greinir, var dómurinn frá 19. mars sama ár dæmdur þar með. Ber að ákvarða refsingu, eins og ætla má, að hún hefði orðið, ef dæmt hefði verið fyrir öll brotin í einu máli, sbr. 78. gr. hegningarlaganna. Þegar litið er til eindregins brotavilja ákærðu, sem lýsir sér í hinum mörgu brotum hennar, svo og til þeirra hagsmuna, sem hún hefur raskað, þykir með hliðsjón af atvikum öllum verða að ákveða ákærðu óskilorðsbundna refsingu, fangelsi í tólf mánuði. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og dæma ákærðu jafnframt til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, eins og í dóms- orði greinir. Dómsorð: Ákærða, Gerður Gunnarsdóttir, sæti fangelsi tólf mán- uði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærða greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttar- lögmanns, 25.000 krónur. 136 2162 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19. maí 1993. Ár 1993, miðvikudaginn 19. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem haldið er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Ingibjörgu Benediktsdóttur héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 294/1993: Ákæruvaldið gegn Gerði Gunnarsdóttur, sem tekið var samdægurs til dóms. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 4. maí sl., gegn Gerði Gunnarsdóttur, Árbæjarbletti 33, fæddri 2. febrúar 1972, fæð- ingarnúmer 597, „fyrir tékkafals með því að nota í viðskiptum í febrúar 1992 í Reykjavík, nema annað sé nefnt, eftirtalda sjö falsaða tékka, þar sem ákærða hafði breytt tékkafjárhæðum til hækkunar á tékkum, sem hún hafði komist yfir, og einnig falsað á þá nafn Katarínusar Gríms Ingvasonar sem framseljanda, svo sem nánar verður rakið, og eru auðkennisnúmer banka sett við þá í svigum. Tékkarnir eru allir gefnir út á handhafa og dagsettir 1992: Málavöxtum er rétt lýst í ákæru. Með skýlausri játningu ákærðu þykir sannað, að hún hafi framið brot þau, sem henni eru gefin að sök í ákæru og þar eru réttilega færð til refsi- ákvæða. Ákærða, Gerður, gekkst undir dómsátt árið 1991 fyrir ölvun við akstur. Þá hefur hún hlotið fjóra refsidóma, 2. ágúst 1991 fjögurra mánaða fang- elsi, skb. í þrjú ár, vegna fjársvika, 12. september 1991 þriggja mánaða fangelsi, skb. í þrjú ár, vegna skjalafals, 19. mars sl. átta mánaða fangelsi, skb. í þrjú ár, vegna skjalafals, en með þeim dómi voru fyrri dómarnir tveir dæmdir með, og loks S. október sl. fyrir skjalafals, en með þeim dómi var dómurinn frá 19. mars dæmdur með. Samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga þykir rétt að dæma nú upp hina tólf mánaða skilorðsbundnu fangelsisrefsingu ákærðu samkvæmt dóminum frá 5. október sl. og gera henni jafnframt refsingu fyrir brotin, sem eru til meðferðar í máli þessu. Með hliðsjón af 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing hennar hæfilega ákveðin fimmtán mánaða fangelsi. Ákærða rauf skilorð dómanna frá 2. ágúst og 12. september 1991 með brotum þeim, sem hér eru til með- ferðar. Þykir því ekki fært að skilorðsbinda alla refsingu hennar nú, þrátt fyrir það að um hegningarauka sé að ræða, við dómana tvo frá fyrra ári. Þykir rétt að fresta fullnustu tólf mánaða af refsingunni í þrjú ár frá upp- kvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. nr. 22/195S. Skaðabætur. Þessir hafa krafist skaðabóta vegna tékkanna: Landsbanki Íslands, Múla- útibú, 60.000 kr., Íslandsbanki hf., Kópavogi (0547), 83.800 kr., Íslands- 2163 banki hf., Laugavegi 105, 10.000 kr., Sparisjóður vélstjóra, Borgartúni 18, 30.000 kr. Ákærða hefur samþykkt að greiða þessum aðilum framangreindar skaða- bætur, og verður hún því dæmd til greiðslu þeirra. Í ákæruskjali er auk skaðabóta til þeirra fjögurra aðila, sem þar er getið, krafist vaxta. Hvorki er þar getið um, hvers konar vaxta sé krafist, né heldur tilgreindur upphafstími vaxtakrafna. Vaxtakröfurnar eru því ekki nægilega tilgreindar, og ber því að vísa þeim frá dómi. Þá er ákærða dæmd til að greiða allan sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ágústssonar héraðsdóms- lögmanns, 10.000 kr. Dómsorð: Ákærða, Gerður Gunnarsdóttir, sæti fimmtán mánaða fangelsi. Fresta skal fullnustu tólf mánaða af refsingunni í þrjú ár frá upp- kvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða greiði eftirtöldum skaðabætur: Ákærða greiði allan sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ágústssonar héraðsdómslögmanns, 10.000 krónur. 2164 Fimmtudaginn 25. nóvember 1993. Nr. 439/1990. Ámundi Loftsson (Arnmundur Backman hrl.) gegn Siglfirðingi hf. (Skarphéðinn Þórisson hrl.). Sjómannalög. Vinnulaun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 29. nóv- ember 1990. Hann krefst þess, að stefndi greiði 253.807,50 krónur með dráttarvöxtum frá 15. mars 1987 til greiðsludags, allt að frá- dregnum 113.353 krónum, og málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Hann krefst og staðfestingar sjóðveðsréttar í frystitogaranum Siglfirðingi, SI-150, fyrir öllum tildæmdum fjárhæðum. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málavöxtum er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Í ljós er leitt, að áfrýjandi var afskráður úr skiprúmi 26. nóv- ember 1986. Gegn andmælum stefnda er ósannað af áfrýjanda hálfu, að hann hafi farið í launalaust frí eftir þann tíma. Rekstrarstjóri stefnda hefur borið, að áfrýjandi hafi þá haft orð á því, að hann væri hættur og ætlaði að snúa sér að búskapnum, en hann ætlaði að „fá að fara túr og túr““. Með hliðsjón af þessu og málsatvikum að öðru leyti er nægilega í ljós leitt, að áfrýjandi hafi sjálfur litið svo á, að fastri ráðningu sinni hafi lokið í lok veiðiferðar í nóvember 1986. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi greiði stefnda 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Ámundi Loftsson, greiði stefnda, Siglfirðingi hf., 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. 2165 Dómur bæjarþings Siglufjarðar 11. september 1990. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 20. ágúst sl., höfðaði Ámundi Loftsson sjómaður, kt. 300553-4869, Lautum, Reykdælahreppi, S.-Þingeyjarsýslu, fyrir bæjarþingi Siglufjarðar gegn Sigl- firðingi hf. á Siglufirði, kt. 580679-0729, með stefnu, birtri 16. nóvember 1987. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér skuld, að fjárhæð 253.807,50 kr., með (nánar tilgreindum dráttarvöxt- uml. Þá krefst stefnandi málskostnaðar samkv. gjaldskrá LMFÍ, og loks krefst hann staðfestingar á sjóveðsrétti í Siglfirðingi, SI-150 (B-1407), fyrir öllum tildæmdum fjárhæðum. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnanda gert að greiða sér málskostnað samkv. gjaldskrá LMFÍ. Málavextir. Stefnandi segir málavexti þá, að hann hafi ráðið sig til starfa sem háseta á frystitogara stefnda, Siglfirðing, SI-150, um mitt ár 1985, og hafi hann verið við störf hjá fyrirtækinu eftir það. Í desember 1986 kveðst stefnandi hafa farið í launalaust leyfi með samþykki útgerðar, enda hafi verið venja, að menn tækju sér regluleg leyfi frá störfum á frystitogurum. Stefnandi hafi síðan átt að koma til starfa að nýju í janúar, en fékk frí vegna veikinda konu sinnar, og hafi hann því átt að koma til starfa í aðra veiðiferð ársins 1987, það er febrúartúr. Í lok janúarmánaðar lenti stefnandi í bílslysi og var frá vinnu vegna þess í annarri veiðiferð, í febrúar og mars 1987. Stefn- andi hafi síðan komið aftur til starfa í fjórðu veiðiferð, er hann var orðinn vinnufær að nýju. Stefnandi hafi afhent stefnda vottorð læknis vegna óvinnufærni sinnar, þar sem hann átti rétt til greiðslu launa í forföllum sínum, eins og lög og kjarasamningar segja til um, enda verið ráðinn hjá útgerðinni í um það bil tvö ár. Stefnandi kveðst síðan hafa fengið innborg- anir á forfallalaun sín, samtals að fjárhæð 113.535 kr., í mars og apríl 1987, en fékk ekki uppgerðar veiðiferðirnar frekar. Stefnandi kveðst hafa gengið eftir því að fá veiðiferðirnar greiddar að fullu, bæði áður en farið var í fjórðu veiðiferð og eftir að hann kom í land úr þeirri ferð. Vegna þess að stefnandi fékk ekki uppgert, hætti hann störfum hjá fyrirtækinu, er halda skyldi í fimmtu veiðiferð, enda telji hann sig í fullum rétti, bæði vegna verulegs dráttar á launagreiðslum svo og vegna þess, að hann hafi verið boðaður til skips í fimmtu veiðiferð, án þess að skipið væri sjóklárt, og að auki hafi hann tilkynnt útgerð, að hann myndi ekki koma til starfa, nema hann fengi inneign sína greidda. Stefnandi kveðst síðan oftsinnis hafa gert tilraun til að fá laun sín greidd, en það ekki tekist. 2166 Stefnandi hefur sundurliðað stefnukröfur sínar þannig: Laun í annarri veiðiferð 73.833,00 kr. Laun í þriðju veiðiferð, hlutur 156.463,00 kr., fata- peningar 2.280,00 kr., akstursreikningur $.037,50 kr., orlof 10,17% 16.144,00 kr. Samtals 253.807,50 kr. Til frádráttar þessu komi 113.353,00 kr., sem greiddar voru stefnanda á tímabilinu $. 3. 1987 til 15. 4. 1987. Stefndi segir málavexti þá, að 25. september 1986 hafi verið gert sam- komulag við Siglufjarðarkaupstað til fimm ára þess efnis, að stefndi skuld- byndi sig til að sjá til þess, að starfsmenn stefnda yrðu allir sem einn skráðir með lögheimili sitt á Siglufirði, svo að útsvarsgreiðslur þeirra rynnu til kaupstaðarins. Í þessu samkomulagi hafi verið tekið fram um aðlögunar- tíma, þó þannig, að 30. nóvember 1986 skyldu skipverjar, sem ekki hefðu þegar átt lögheimili á Siglufirði, vera búnir að tilkynna lögheimilisflutning til Siglufjarðar. Í samkomulaginu hafi sérstaklega verið tekið fram, að aðil- ar hafi verið sammála um, að í skammtímaráðningu, það er í einn og einn túr, þyrfti ekki að koma til lögheimilisflutnings. Með bréfi, dags. 15. sept. 1986, sbr. dómskjal nr. 14, hafi öllum að- komumönnum á Siglfirðingi, SI-150, verið tilkynnt, að flyttu þeir ekki lög- heimili sitt til Siglufjarðar, teldist ráðningu þeirra þar með lokið á skipinu. Var við það miðað, að það hefði verið gert í síðasta lagi um miðjan nóvem- ber 1986. Í lok nóvember 1986, þegar skipið kom úr veiðiferð, er hófst 24. október, gengu allir utanbæjarmenn frá lögheimilisflutningi til Siglu- fjarðar, sbr. dómskjal nr. 16-19, nema stefnandi, sbr. dskj. nr. 15. Þar sem stefnandi fullnægði ekki skilyrðum um lögheimilisflutning til Siglu- fjarðar, var ráðningu hans þar með lokið á skipinu og hann afskráður 26. nóvember 1986. Í desembermánuði 1986 hefur stefnandi síðan samband við rekstrarstjóra stefnda, Stefaníu Sigurbjörnsdóttur, sbr. dskj. nr. 12, og staðfestir, að hann muni ekki ætla sér að flytja lögheimili sitt til Siglu- fjarðar, heldur snúa sér að búskapnum, en hann var talinn reka svínabú að Lautum í Reykjadal, Þingeyjarsýslu. Kom ráðning hans þar af leiðandi ekki til greina, það er að segja, að hann yrði fastráðinn á skipið, en með heimild í samkomulagi Siglufjarðarkaupstaðar og stefnda kom vel til greina skammtímaráðning, það er að segja einn og einn túr. Í janúarmánuði 1987 bað hann um pláss, sem hann og gat fengið, en hætti sjálfur við. Í febrúar sama ár hafði stefnandi samband við skipstjóra skipsins, sbr. dskj. nr. 11 og 12, og segist hafa slasast í bílslysi, en hafi fullan hug á að komast í afleysingar túr og túr, þegar hann sé gróinn sára sinna. Í marsmánuði sama ár hefur stefnandi enn samband við skipstjóra og vill fá að komast með í aprílferðina. Varð úr, að hann var ráðinn á skipið í þessa veiðiferð, enda vildu margir taka sér frí þá ferð. Í framhaldi af því bauð skipstjóri honum að fara annan túr, sem hann þáði, en kom ekki til skips án þess að gefa á því skýringu. 2167 Þá hefur stefndi mótmælt eftirfarandi fullyrðingum stefnanda í stefnu sem röngum eða villandi, að stefnandi hafi farið í launalaust frí í desember með samþykki stefnda, að stefnandi hafi fengið leyfi stefnda að koma ekki að nýju í janúartúrinn og að stefnandi hafi átt að koma í aðra veiðiferð skipsins, febrúartúrinn. Þá hefur stefndi og mótmælt því sem röngu, að greiðslur þær, sem stefnandi fékk greiddar í mars og apríl 1987, hafi verið upp í slysakaup og þar með hafi greiðslur þessar fólgið í sér viðurkenningu á slysakaupsrétti stefnanda á hendur stefnda. Stefnandi kom fyrir dóm 20. ágúst sl. Aðspurður kveðst hann ekki hafa fengið eða muna til þess að hafa fengið bréf, a. m. k. hafi það ekki borist í ábyrgðarbréfi, sem staðfest hefur verið af póstafgreiðslunni á Siglufirði með vottorði, út gefnu 20. ágúst 1990, en að sér hafi verið kunnugt efni bréfsins, það er, að skipverjar á Siglfirðingi, SI-150, þyrftu að flytja lög- heimili til Siglufjarðar fyrir 15. nóvember 1986 til þess að halda föstu starfi sínu á skipinu. Þá kvaðst stefnandi hafa ráðfært sig við Ragnar Ingólfsson, starfsmann á lögfræðiskrifstofu Arnar Clausen, um mál þetta, og hafi hann eindregið hvatt stefnanda til að flytja lögheimili sitt, þar sem starf hans væri í húfi. Þá hafi stefnandi einnig skýrt oddvita Reykdælahrepps frá þess- um kostum, sem sér hafi verið settir, og hefði oddvitinn tjáð sér, að hrepps- nefnd myndi ekki gera neinar athugasemdir við lögheimilisflutninginn. Í framhaldi af þessu kvaðst stefnandi fljótlega hafa tekið ákvörðun um að verða við þeim tilmælum, sem komu fram í bréfinu. Stefnandi segist þó ekki hafa verið búinn að flytja lögheimili sitt seinni hluta nóvember, en hann telji sig hafa gert ráðstafanir til, að flutningur yrði gerður fyrir sína hönd, því að Sigþóra Gústafsdóttir, kona annars eigenda Siglfirðings, SI-150, Gunnars Júlíussonar, hafi komið með pappíra um borð, sem aðrir hafi útfyllt, en það hafi verið, eftir að hann fór frá borði, þar sem flugvél beið eftir sér á Siglufjarðarflugvelli. Hann hafi síðar haft samband við Sig- þóru og talið, að hún myndi sjá um flutninginn. Það hafi ekki verið fyrr en í janúar 1987, að sér varð ljóst, að lögheimili sitt hafði ekki verið flutt til Siglufjarðar. Hafi hann þá haft samband við Sigþóru og Stefaníu Sigur- björnsdóttur um mál þetta, en þær ekki viljað kannast við að hafa átt að sjá um flutninginn. Því hafi stefnandi talið sig vera fastráðinn á skipinu, þar til hann fékk launamiða frá útgerð Siglfirðings Í janúar 1987, en þar hafi komið fram, að hann var enn skráður til heimilis að Lautum í Reykja- dal. Stefnandi kveðst aðspurður ekki hafa vitað um þann möguleika, að hann ætti kost á að fá túr og túr á skipinu, enda talið sig vera fastráðinn. Hann segist aðspurður ekki hafa haft færi á að flytja lögheimili sitt þennan síðasta túr í nóvember 1986, þar sem hann hafi þurft að fara á flugvöllinn, strax og hann kom í land, eins og hann hafi áður sagt. Aðspurður segir stefnandi, að hann hafi ekki tekið dót sitt með sér, heldur hafi sér verið 2168 sent það. Þá hafi aldrei verið rætt um endurráðningarsamning við sig. Ragnar Ólafsson, eigandi stefnda, kom fyrir dóm sama dag. Hann skýrði svo frá, að öllum hlutaðeigandi hefði verið sent bréf, enda hefði efni bréfs- ins verið rætt um borð og meðal annars einn skipverji hætt vegna þessa. Þá hafi þeir Ámundi rætt um, að Ámundi gæti fengið túr og túr, þar sem hann gæti ekki flutt, enda hygðist hann snúa sér að búskap. Stefnanda hafi síðan verið boðinn túr í desember, sem hann hafi þegið, en síðan hringt og sagst ekki geta komið vegna einhverra atvika. Mætti segist síðan hafa frétt, að stefnandi hafi lent í slysi; hann hafi hringt til sín skömmu seinna og spurt, hvort hann gæti fengið túr, og hafi mætti skýrt honum frá því, að svo gæti farið. Þá sagði mætti, að stefnandi hefði ýmist verið að flytja eða ekki að flytja. Meðal annars hefði hann komið ásamt konu sinni til að skoða íbúðir og beðið fólk um að leita að íbúð fyrir þau hjón. Mætti segir, að þær greiðslur, sem Ámundi hafi fengið á vordögum, hafi verið inntar af hendi upp í væntanlega túra hans, en Ámundi hafi verið mjög illa stæður á umræddu tímabili. Mætti segir aðspurður, að skipverjar á Siglfirðingi hafi flutt lögheimili sitt á skrifstofu félagsins, en það hafi verið bráðabirgðalausn, þangað til varanleg lausn fyndist. Þá segir mætti aðspurður, að hann muni til þess, að Sigþóra hafi verið með einhverja pappíra um borð í eldhúsi skipsins, þar sem meðal annarra hafi verið Ámundi Loftsson, stefnandi máls þessa. Mætti segir aðspurður, að Ámundi hafi lýst yfir við sig, að hann ætlaði ekki að flytja vegna breyttra forsendna, þar sem hann væri að taka við búi tengdaföður síns. Vitnið Stefanía Sigurbjörnsdóttir kom fyrir dóm sama dag. Hún skýrir svo frá, að Ámundi, stefnandi máls þessa, hafi tilkynnt, að hann væri hættur, en hann vildi fá túr og túr, ef hægt væri. Mætta segist ekki hafa verið beðin að sjá um flutning Ámunda. Mætta segist hafa fengið vitneskju um, að stefnandi hefði lent í slysi, þegar læknisvottorð hefði borist á skrif- stofuna, en hún hefði ekkert gert með það vottorð, þar sem stefnandi hefði verið hættur á skipinu. Þá hafi stefnandi hringt í sig kerfisbundið og beðið um peninga, og var honum því greitt inn á væntanlega túra, aðallega vegna samúðar, þar sem hann hafi verið mjög illa staddur fjárhagslega, er þetta var. Vitnið segir aðspurt, að það sé ekkert nýnæmi að greiða fyrir fram, það sé iðulega gert á skipum sem þessum, þar sem búið var að lofa Ámunda túr og túr. Vitnið segir þessar greiðslur ekki hafa verið neina viðurkenningu á slysakaupsrétti stefnanda. Greiðslur þessar hafi viðgengist og ekki verið einungis til Ámunda, en þær hafi miðast við það, að veðsetning sé vikulega og því oft um vikulegar fyrirframgreiðslur að ræða. Vitnið segir aðspurt, að Ámunda hafi verið lofað tveimur túrum, en hann ekki komið í seinni túrinn. Þá segir vitnið aðspurt, að þegar stefnandi hafi krafist veikinda- 2169 kaups, hafi hann talað um, að Sigþóra hafi ætlað að sjá um flutning á lögheimili sínu. Vitnið Sigþóra Gústafsdóttir kom fyrir dóm sama dag. Vitnið segist ekki hafa lofað stefnanda að sjá um, að lögheimili hans yrði flutt, hún hafi einungis eftir beiðni nokkurra skipverja útvegað þeim eyðublöð, sem þeir myndu síðan fylla út og hún tæki hjá þeim aftur, og skyldi hún koma þeim á skrifstofu bæjarsjóðs Siglufjarðar. Það hafi aldrei verið ætlun vitnisins að sjá um þennan flutning fyrir þessa aðila, heldur eingöngu að sendast með þessa pappíra. Löngu seinna hafi stefnandi hringt í sig, og hafi vitnið þá sagt honum, að hann sæi sjálfur um sín mál, þar sem hann hafi ekki fyllt út blöðin sjálfur, eins og hinir strákarnir hefðu gert. Vitnið segir, að því hafi algjörlega verið ókunnugt um, hvort stefnandi myndi flytja eða hafi flutt á sínum tíma. Vitnið segir aðspurt, að það hafi ekki verið starfs- maður Siglfirðings hf. Málsástæður og lagarök. Stefnandi krefst greiðslu launa í veikindaforföllum og reisir kröfu sína á 1. mgr. 36. gr. laga nr. 35/1985, sbr. gr. 1.14. í kjarasamningi aðila. Í munnlegum málflutningi lagði lögmaður stefnanda áherslu á, að stefnandi hefði verið ráðinn skipverji á Siglfirðingi, SI-150, honum hefði ekki borist bréf það, sem um hafi verið rætt í málinu, en honum þó verið ljóst efni þess. Hann hefði á sínum tíma gert viðhlítandi ráðstafanir til þess að fá lögheimili sitt flutt, og hefði Sigþóra átt að sjá til þess og útgerðin því átt að fylgja flutningnum eftir. Útgerðin hefði átt að gera skriflegan ráðn- ingarsamning, en gert sé ráð fyrir því í lögum, og uppsögnin einnig þurft að vera skrifleg, enda sé uppsagnarfrestur á Íslenskum fiskiskipum samkvæmt 9. gr. sjómannalaga aðeins sjö dagar; því sé gert ráð fyrir því, að uppsögnin sé skrifleg. Því sé afskráning ein ekki sönnun þess, að ráðn- ingarsamningi sé slitið, og því hafi stefnandi litið svo á, að hann væri ennþá starfsmaður stefnda, er hann lenti í slysinu, enda beri að skrá sérstaklega, ef um tímabundna ráðningu sé að ræða, en slíkt hafi ekki verið gert. Kröfu sína um greiðslu orlofs styður stefnandi við grein 1.18. í kjarasamningi svo og orlofslög. Kröfu sína um sjóveð reisir stefnandi á 197. gr. siglingalaga nr. 34/1985, en um vexti vísar hann til ákvæða vaxtalaga nr. 25/1987, aðallega 10. og 12. greinar. Um málskostnað er vísað til 1. mgr. 177. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 184. gr. sömu laga, ef komi til framlagningar máls- kostnaðarreiknings. Stefndi hefur neitað greiðsluskyldu sinni, þar sem stefnandi hafi ekki verið í hans þjónustu, þegar slysið varð, og krefst sýknu með vísun til 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Stefnandi hafi slasast í bílslysi í lok janúar 1987, en ráðningartíma hans hjá stefnda hafi lokið í nóvember- 2170 lok 1986. Þar sem stefnandi hafi lýst yfir, að hann myndi ekki flytja lög- heimili sitt til Siglufjarðar, hafi uppsögnin tekið gildi, er hann kom úr veiði- ferðinni í lok nóvember 1986. Það sé því ekki rétt hjá stefnanda, að fast starfssamband hafi verið með honum og stefnda, er bílslysið varð, og þótt stefnandi hafi getað vænst þess og það jafnvel verið fastmælum bundið, að hann gæti fengið tímabundna ráðningu, túr og túr í samræmi við samkomulag Siglufjarðarkaupstaðar og stefnda, gat ekki falist í því skuld- binding fyrir stefnda, nema stefnandi tæki starfið að sér. Því geti stefndi ekki borið áhættuna af því, að stefnandi gat ekki ráðið sig á skipið vegna meiðsla, sem hann hafði orðið fyrir í bílslysi. Þá sé það og ekki rétt hjá stefnanda, að Sigþóra Gústafsdóttir hafi tekið að sér í umboði stefnda að fá lögheimili stefnanda flutt til Siglufjarðar, eins og samkomulagið gerði ráð fyrir. Niðurstaða. Í máli þessu er eingöngu deilt um það, hvort stefnandi hafi verið í föstu starfi sem skipverji á Siglfirðingi, SI-150, eign stefnda, er hann slasaðist í bílslysi í lok janúarmánaðar 1987. Eins og gögnum málsins og atvikum er háttað, verður að leggja til grundvallar, að stefnanda var kunnugt um það skilyrði til áframhaldandi fastráðningar að flytja lögheimili sitt til Siglufjarðar fyrir 15. nóvember 1986. Stefnandi hefur haldið því fram, að Sigþóra Gústafsdóttir hafi ætlað að sjá um að flytja lögheimili hans. Sig- þóra kom fyrir dóminn og hefur neitað, að svo hafi verið. Hinn 15. sept. 1986 ritar Stefanía Sveinbjörnsdóttir, þá rekstrarstjóri Siglfirðings hf., eftirfarandi bréf öllum skipverjum, sem ekki áttu lögheimili á Siglufirði: „Ágæti skipverji. Eins og fram kom við upphaf veiðiferðarinnar 15. ágúst, er ætlunin, að þann 15. nóvember 1986 verði allir skipverjar á Siglfirðingi, SI-150, með lögheimili á Siglufirði. Með tilliti til þessa er ætlast til, að skipverjar geri viðhlítandi ráðstafanir, ella er litið svo á, að ráðningu sé slitið. Með vinsemd, Siglfirðingur hf. Stefanía Sigurbjörnsdóttir.““ Sbr. dskj. nr. 14. Stefnandi hefur sjálfur borið fyrir rétti, að sér hafi verið kunnugt um þetta bréf og þetta skilyrði, og var honum því í lófa lagið, ef vilji hefði verið til, að flytja lögheimili sitt til Siglufjarðar, frá því í ágúst og til 15. nóvember 1986. Þennan flutning gat hann vel framkvæmt hjá hvaða mann- talsskrifstofu á landinu sem var og látið senda til Siglufjarðar. Þetta gerði stefnandi ekki, og var starfi hans hjá stefnda því lokið í endaðan nóvember 1986. 2171 Samkvæmt framansögðu á stefnandi ekki rétt til þess að fá forfallalaun úr hendi stefnda á grundvelli 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, og ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Mjög hefur dregist, að málflutningur í máli þessu gæti farið fram, og kom þar ýmislegt til. Er þar fyrst að nefna, að tíð lögmannaskipti urðu á lögmannsstofu Arnmundar Backman, lögmanns stefnanda í máli þessu, einnig það, að erfitt var að ná vitnum og aðilum málsins til dóms á sama tíma, og einnig, að lögmenn gætu komið sér saman um málflutnings- tímann. Þá hefur veður og hamlað málflutningi, eftir að hann var ákveð- inn. Þykir því rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Stefndi, Siglfirðingur hf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Ámunda Loftssonar. Stefnandi skal greiða stefnda málskostnað, að fjárhæð 55.000 kr., innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 2172 Fimmtudaginn 25. nóvember 1993. Nr.343/1993. — Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Tryggva Rúnari Guðjónssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.). Skjalafals. Skilorð. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ákærði áfrýjaði máli þessu í heild sinni til Hæstaréttar, og krefst hann sýknu og að skaðabótakröfu verði vísað frá dómi. Ríkissak- sóknari gaf út áfrýjunarstefnu 28. júlí 1993, og er af hálfu ákæru- valds krafist þyngingar á refsingu og staðfestingar á ákvæði héraðs- dóms um skaðabætur. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta sakarmat héraðsdómara og heimfærslu á brotum ákærða til refsi- ákvæða. Eftir atvikum og að teknu tilliti til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mán- uði, en rétt þykir að fresta fullnustu skilorðsbundið á þremur mánuðum af þeirri refsingu, eins og á er kveðið í dómsorði. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um skaðabætur og sakar- kostnað. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Tryggvi Rúnar Guðjónsson, sæti fangelsi í sex mánuði, en fresta skal fullnustu þriggja mánaða af refsingunni og sá hluti falla niður að liðnum þremur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um skaðabætur til Bílaumboðs- ins hf. og um sakarkostnað í héraði eiga að vera óröskuð. 2173 Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 30.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttar- lögmanns, 30.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 15. október 1992. Ár 1992, fimmtudaginn 15. október, er á dómþingi Héraðsdóms Reykja- víkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Sverri Einarssyni héraðs- dómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 45/1992: Ákæruvaldið gegn Tryggva Rúnari Guðjónssyni, sem tekið var til dóms 25. f. m. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara, dag- settu 20. ágúst sl., á hendur ákærða, Tryggva Rúnari Guðjónssyni, áður að Nesbala 11 á Seltjarnarnesi, nú að Rimasíðu 15 á Akureyri, fæddum 8. júní 1965, fæðingarnúmer 296. Í ákæru segir, að málið sé höfðað á hendur ákærða „fyrir skjalafals með því að hafa í febrúar 1991 notað í viðskiptum í Reykjavík eftirgreind tvö skuldabréf með sjálfskuldarábyrgð, sem ákærði bjó út á tvö eyðublöð fyrir veðskuldabréf, er hann hafði komist yfir, árituð af Kjartani Guðjónssyni, um útgáfu 5. desember 1990, og með áritun Kjartans Inga Jónssonar, kt. 120971-4929, og Ólafs Hansens, kt. 011262-5469, sem sjálfskuldarábyrgðar- manna, sem ákærði útfyllti heimildarlaust að öðru leyti, fjársetti, tilgreindi 24 jafna mánaðarlega gjalddaga, í fyrsta sinn 15. mars 1991, og áritaði sem vottur að réttri dagsetningu og undirritun aðila og seldi, þrátt fyrir það að hann vissi, að nafnritun Ólafs Hansens á bréfinu hafði verið fölsuð: I) Bréf að fjárhæð 800.000 kr., selt Guðgeiri Ágústssyni, kt. 130727- 5499. 2) Bréf að fjárhæð 500.000 kr., selt Jónínu G. Færseth, kt. 060562-3509. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Í málinu gerir William Th. Möller hdl. f. h. Bílaumboðsins hf., Krókhálsi 1, Reykjavík, kt. 191288-1059, kröfu á hendur ákærða um bætur, 833.777 kr., ásamt vöxtum. Jafnframt er gerð krafa um málskostnað samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. ““ Niðurstöður. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við annað, sem fram er komið í málinu, er sannað, að ákærði hefur notað í viðskiptum þau tvö skuldabréf 2174 með sjálfskuldarábyrgð, sem um alla gerð og notkun er rétt lýst í ákæru. Jafnframt er sannað með framburði vitnanna Ólafs Þóris Hansens, Kjart- ans Guðjónssonar og Unnars Sigurðar Hansens, að nafn fyrstgreinda vitnis- ins er falsað á bæði bréfin. Ákærði kannast ekki við að eiga þátt í því, að nafn Ólafs Þóris sem sjálfskuldarábyrgðaraðila sé falsað á bæði bréfin, en hins vegar kveðst ákærði ekki hafa haft samráð við hann, hinn sjálfskuldarábyrgðaraðilann, sem tilgreindur er, né útgefandann, þegar hann fyllti skuldabréfaeyðublöðin út, en það kveðst ákærði hafa gert. Gerð hefur verið grein fyrir framburði vitnanna Unnars Sigurðar, sem stóð að því, að bréfin voru útbúin með nöfnum Kjartans Guðjónssonar og Kjartans Inga Jónssonar, en þeir kannast báðir við, að bréfin hafi borið ófölsuð nöfn sín. Hins vegar greinir vitnin Unnar Sigurð og Víði á um ástæðu þess, að Víðir fékk bréfin í upphafi, og einnig er ágreiningur um, hversu mikið Unnar Sigurður hafi skuldað ákærða, en þessi atriði snerta ekki sök eða sýknu ákærða af því, sem honum er gefið að sök í ákæru. Þá ber þeim ekki saman um ástæðu þess, að vitnið Unnar Sigurður lét ákærða hafa bréfin. Verður ekkert fullyrt um þessi atriði. Það, sem er til úrlausnar í máli þessu, er m. a., hvort ákærði hafi vitað eða mátt vita, þegar hann fyllti eyðublöðin út með fjárhæðum, dagsetning- um, vaxtatölum, afborgunum og öðru því, sem gerði þau að skuldabréfum, að nafn Ólafs Þóris væri falsað, en áður er rakið, að ákærði hafði ekki samráð við vitnið Ólaf Þóri né nafnana tvo við gerð skuldabréfanna. Sannað er með hliðsjón af því, sem áður er rakið, að skuldabréfin tvö stöfuðu ekki frá áðurgreindum þremur aðilum í þeim búningi, sem þau höfðu, eftir að ákærði hafði gengið frá þeim, enda hafði hann ekkert sam- ráð við þá við gerð þeirra í einu eða neinu og ráðstafaði þeim í þessum búningi án samráðs við þá. Þá liggur fyrir sá framburður ákærða, að vitnið Ólafur Þórir hafi haft uppi við hann efasemdir um, að nafn sitt væri ófalsað. Þá styður vitnið Valgeir þennan framburð með því, að ákærði hafi sagt því eftir símtal við vitnið Ólaf Þóri, að það hefði sagt vitninu, að nafn þess væri falsað á umræddum skjölum. Loks hnígur framburður vitn- isins Sigurðar að þessu sama, en þetta vitni telur mögulegt, að það hafi bent ákærða á, þegar það afhenti honum bréfin, að ekki væri ólíklegt, að nafn vitnisins Ólafs Þóris, bróður vitnisins Unnars Sigurðar, væri falsað á bréfin. Þegar allt framangreint er virt, er ljóst, að efni bréfanna, eins og ákærði gekk frá þeim, stafaði ekki frá þeim, sem áttu nöfnin á bréfunum, og að ákærða mátti vera ljóst, að nafn vitnisins Ólafs Þóris kynni að vera falsað. Var ákærði því ekki í góðri trú um, að hann væri að nota skjölin með ófölsuðum nöfnum, og þá vissi hann, að efni skjalanna var ekki frá þeim 2175 aðilum komið, sem áttu nöfnin á þeim. Verður ákærði því með hliðsjón af öllu framansögðu sakfelldur fyrir að hafa gerst sekur um það, sem hon- um er gefið að sök í ákæru, en brot ákærða er þar rétt fært til refsi- ákvæðis. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann frá miðju ári 1984 og fram til 29. júní sl. gengist með dómsátt fimm sinnum undir að greiða sektir fyrir umferðarlagabrot, þar af þrívegis fyrir ölvun við akstur og sætti þá jafnan einnig sviptingu ökuleyfis. Þá hefur ákærði einu sinni á framan- greindu tímabili gengist með dómsátt undir sektargreiðslu fyrir brot á lög- um um skotvopn og sprengiefni og lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun. Loks var ákærði dæmdur í 30.000 króna sekt 29. nóvember sl. fyrir brot á 1. mgr. 247. gr. og 262 gr. almennra hegningarlaga. Síðasta sátt við ákærða var vegna umferðarlagabrota og gerð 29. júní sl. Refsing ákærða verður ákveðin með hliðsjón af 78. gr. almennra hegn- ingarlaga og þykir hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði, en þar sem ákærði hefur ekki áður verið dæmdur til refsivistar fyrir brot á hegningar- lögum, þykir eftir atvikum mega ákveða, að fresta skuli fullnustu refsingar hans og niður skuli hún falla að þremur árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningar- laga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/195S. Í málinu er höfð uppi bótakrafa af hálfu Bílaumboðsins hf., Krókhálsi 1 í Reykjavík, og er krafan að fjárhæð 833.777 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 10. gr. laga nr. 25/1987 af sömu fjárhæð frá 15. mars 1991 til greiðsludags. Auk þess er krafist málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands og að dráttarvextir samkvæmt áðurgreindri 10. gr. leggist við dæmdan málskostnað að liðnum fimmtán dögum frá dóms- uppkvaðningu. Loks er þess krafist, að dráttarvextir leggist við höfuðstól kröfunnar og málskostnað á tólf mánaða fresti, Í fyrsta sinn tólf mánuðum eftir upphafsdag vaxta, allt í samræmi við 12. gr. laga nr. 25/1987. Höfuðstóll framangreindrar kröfu er 800.000 krónur. Ekki er í kröfugerð gerð grein fyrir því, hvers vegna krafan sé 33.777 krónum hærri, en ætla má, að leggja megi í því efni til grundvallar, að munurinn sé áfallnir vextir af höfuðstólnum frá útgáfu bréfsins 5. desember 1991 og fram til 15. mars 1992. Ákærði hefur mótmælt kröfunni, þar sem hann sé hvorki útgefandi né ábyrgðarmaður á skuldabréfi því, sem krafan byggist á. Þar sem ákærði er sakfelldur fyrir refsiverða notkun umrædds skulda- bréfs, ber hann einnig bótaskyldu af þeim sökum. Þykir því bera að taka kröfuna til greina og dæma ákærða til þess að greiða hana með dráttarvöxt- um, eins og nánar greinir í dómsorði, þó svo, að þeim lið kröfunnar, er lýtur að málskostnaði, verður vísað frá dóminum, þar sem engin gögn 2176 fylgja kröfunni um það, að Bílaumboðið hf. hafi þurft að greiða máls- kostnað vegna kröfugerðarinnar. Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með taldar 45.000 krónur í saksóknarlaun til ríkissjóðs og 65.000 krónur í máls- varnarlaun til skipaðs verjanda síns, Þorsteins Hjaltasonar héraðsdóms- lögmanns. Dómsorð: Ákærði, Tryggvi Rúnar Guðjónsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar, og niður skal hún falla að þremur árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði Bílaumboðinu hf., Krókhálsi 1 í Reykjavík, 833.777 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 15. mars 1991 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með taldar 45.000 krónur í saksóknarlaun til ríkissjóðs og 65.000 krónur í málsvarnarlaun til skip- aðs verjanda síns, Þorsteins Hjaltasonar héraðsdómslögmanns. 2177 Föstudaginn 26. nóvember 1993. Nr. 477/1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík gegn Ingu Árnadóttur. Kærumál. Gæsluvarðhald fellt úr gildi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 23. nóvember 1993, sem barst réttinum 24. sama mánaðar. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Þá er krafist kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur, með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Allmargir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við rann- sókn ávana- og fíkniefnadeildar embættis lögreglustjórans í Reykja- vík vegna grunar um umfangsmikið fíkniefnamisferli. Samkvæmt gögnum málsins hafa tveir þeirra borið á varnaraðila að hafa í febrúar 1992 flutt hass og amfetamín til landsins frá Lúxemborg. Varnaraðili hefur viðurkennt að hafa komið frá Lúxemborg á þeim tíma, en neitað því að hafa flutt fíkniefni til landsins. Eru nú liðin hartnær tvö ár frá þessari utanför varnaraðila. Eigi verður séð, að hún sé talin tengjast máli þessu að öðru leyti. Þegar litið er til þess og þeirra aðgerða, sem lögregla telur þörf á, verður eigi talið, að rannsóknarhagsmunir séu slíkir, að brýn þörf sé á því nú, að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. nóvember 1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess, að Ingu Árnadóttur, kt. 270258-6709, með lögheimili að Flóðengi 16, Reykjavík, verði gert að 137 2178 sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16.00 mánudaginn 6. desember nk. vegna grunar um brot gegn |. nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni og reglugerð nr. 16/1986 um sölu ávana- og fíkniefna. Kærða er grunuð um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamisferli, sem hefur sætt rannsókn frá júlílokum sl., þar sem m. a. koma við sögu mágur kærðu, Halldór Margeir Ólafsson, Helgi Ólafsson og Jóhann Tómas Zim- sen. Helgi og Jóhann Tómas hafa báðir borið fyrir lögreglu, að kærða hafi borið fíkniefni til landsins frá Lúxemborg í febrúar 1992 að undirlagi mágs hennar, Halldórs Margeirs. Kom þetta fyrst fram í framburði Jóhanns Tómasar hjá lögreglu 19. nóvember sl., en Helgi bar um aðild kærðu við samprófun hans og Jóhanns Tómasar hjá lögreglu 20. nóvember sl. Kærða hefur neitað sökum í máli þessu, en hefur viðurkennt að hafa farið til Lúxemborgar í febrúar 1992 ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Sigurði Pálmasyni. Þá hefur kærða viðurkennt, að hún þekki Helga Ólafsson, en Jóhann Tómas hins vegar lítið sem ekki. Rökstuddur grunur er um, að kærða hafi framið brot það, sem hún er sökuð um. Brot þetta getur varðað kærðu fangelsisrefsingu lögum sam- kvæmt. Rannsókn málsins er á frumstigi, og er eftir að hafa upp á og yfir- heyra Halldór Margeir Ólafsson um þennan þátt málsins svo og fyrrverandi eiginmann kærðu. Einnig er eftir að rannsaka gjaldeyrisúttektir og kaup kærðu á flugfarseðlum með tilliti til þess, að hugsanlegt sé, að kærða hafi farið oftar utan í þessu skyni. Tæp tvö ár eru liðin, frá því að umræddur fíkniefnainnflutningur á að hafa farið fram. Þrátt fyrir það verður að telja, að kærða geti torveldað rannsókn málsins, svo sem með því að hafa áhrif á vitni eða hugsanlega samseka eða afmá merki eftir brot, fari hún frjáls ferða sinna nú. Þykir því verða að taka kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um gæsluvarðhald á hendur kærðu til greina. Þó þykir nægjanlegt, að kærða sæti gæsluvarðhaldi til kl. 16.00 þriðjudaginn 30. nóvember nk. Úrskurðinn kvað upp Ragnheiður Bragadóttir, fulltrúi dómstjóra. Úrskurðarorð: Kærða, Inga Árnadóttir, sæti gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 30. nóvember 1993 kl. 16.00. 2179 Föstudaginn 26. nóvember 1993. Nr. 474/1993. Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Guðbjarti Rögnvaldssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili hefur með heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 20. nóvember 1993, sem barst Hæstarétti 23. sama mánaðar. Hann krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara, að gæsluvarðhaldstími verði styttur. Loks er krafist kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Sóknaraðili hefur lagt fyrir Hæstarétt afrit ákæruskjals ríkissak- sóknara, sem dagsett er 23. nóvember 1993, þar sem opinbert mál er höfðað á hendur ákærða fyrir fjölda innbrota og þjófnaða auk skjalafals á tímabilinu frá 3. ágúst til 3. nóvember 1993. Samkvæmt þessu og með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. nóvember 1993. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur lagt fram kröfu þess efnis, að Guð- bjarti Rögnvaldssyni, kt. 270851-4529, með lögheimili að Laugavegi 28 C, Reykjavík, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 30. desember 1993 kl. 16.00 vegna grunar um brot gegn 244. gr. og 248. gr. alm. hgl. nr. 19/1940. Hefur krafan verið rökstudd með vísan til c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Kærði var úrskurðaður 4. nóvember sl. til að sæta gæsluvarðhaldi til kl. 16.00 í dag. 2180 Hjá RLR fer nú fram rannsókn tveggja mála, þar sem kærði er sakaður um innbrot og þjófnað. Kærði hefur játað að eiga aðild að meginhluta þessara brota. Þá hafa ríkissaksóknara verið send til meðferðar 22 mál á hendur kærða. Er ljóst, að kærði hefur á stuttum tíma átt aðild að allmörg- um afbrotum. Þau brot, sem kærði hefur játað aðild sína að, geta varðað hann fangelsi samkv. alm. hgl. Þykir liggja fyrir rökstuddur grunur um brot kærða gegn 244. gr. og 248. gr. alm. hgl. nr. 19/1940. Deildarlögfræðingur RLR hefur upplýst, að ríkissaksóknari muni gefa út ákæru á hendur kærða vegna þessara brota m. a. mánudaginn 22. nóvember 1993. Af hálfu kærða hefur fram kominni gæsluvarðhaldskröfu verið mót- mælt, og vísar verjandi kærða til þess, að úrskurður héraðsdóms frá 4. nóvember sl., þar sem fallist var á gæsluvarðhaldskröfu RLR, en gæslu- varðhaldstími styttur frá því, sem krafist var, hafi res judicata áhrif á gæsluvarðhaldskröfu þá, sem nú er til meðferðar. Ekki verður fallist á það með verjanda kærða, að þessi sjónarmið eigi við um þessa kröfu. Með hliðsjón af ofangreindu og sakaferli kærða þykir hætta á, að kærði muni halda áfram brotum, fari hann frjáls ferða sinna, á meðan málum hans er ólokið. Ber því með vísan til c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/ 1991 að fallast á kröfu RLR um, að kærði sæti gæsluvarðhaldi, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 30. desember 1993 kl. 16.00. Arnfríður Einarsdóttir fulltrúi kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kærði, Guðbjartur Rögnvaldsson, sæti gæsluvarðhaldi, þó eigi leng- ur en til fimmtudagsins 30. desember nk. kl. 16.00. 2181 Föstudaginn 26. nóvember 1993. Nr. 444/1993. Bergey hf., Uni Pétursson, Þorgrímur Ómar Unason, Pétur Arnar Unason og Þiðrik H. Unason gegn Jökli sf., Sævari Steingrímssyni, Þorvaldi Steingrímssyni og Steingrími Garðarssyni persónulega og fyrir hönd félagsins og Vélbátatryggingu Eyjafjarðar til réttargæslu. Kærumál. Frávísun. Gerðardómur. Bátaábyrgðarfélög. Björgunar- laun. Málsástæður. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Guðrún Erlendsdóttir og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðilar hafa með heimild í c-lið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 25. október 1993. Kærður er frávísunardómur Héraðs- dóms Norðurlands vestra frá 19. október 1993. Sóknaraðilar gera þær dómkröfur, „að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og að málinu verði heimvísað til löglegrar málsmeð- ferðar að nýju. Til vara er gerð sú krafa, að frávísunarúrskurðinum verði hrundið og lagt verði fyrir Héraðsdóm Norðurlands vestra að leggja efnisdóm á málið“. Í báðum tilvikum er þess krafist, að sóknaraðilum verði dæmdur kærumálskostnaður. Til þrautavara er þess krafist, að málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður verði felldur niður. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Eigi verður fallist á, að þeir ágallar séu á hinum kærða úrskurði, að varða skuli ómerkingu hans og heimvísun málsins. 2182 Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 18/1976 um bátaábyrgðarfélög eru aðilar máls þessa skuldbundnir til að vátryggja skip sín hjá báta- ábyrgðarfélagi, sem starfar samkvæmt lögunum, og með þeim skil- málum, sem þar er kveðið á um. Umrædd skip eru bæði vátryggð hjá réttargæslustefnda, og eru eigendur þeirra félagsmenn hans, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna. Í 14. gr. laganna er kveðið á um ákvörðun björgunarlauna, ef skip eru bæði tryggð hjá sama félagi. Stjórn réttargæslustefnda hefur tekið ákvörðun um bætur samkvæmt þessari grein. Ágreining um þá ákvörðun ber að leggja í gerð sam- kvæmt 19. gr. laganna. Sóknaraðilar hafa fært fram málsástæður þess efnis, að 14. gr. laga um bátaábyrgðarfélög brjóti í bága við jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar nr. 33/1944 og 67. gr. hennar og meginreglur mann- réttindasáttmála um jafnrétti. Gátu þeir átt rétt á að fá efnislega úrlausn um þær. Málsástæður þessar eru hins vegar verulega óskýrar og vanreifaðar í stefnu, sbr. e-lið 80. gr. laga nr. 91/1991. Varnaraðilar kröfðust ekki frávísunar, og hefði héraðsdómurum verið rétt að freista þess að fá grundvöll málsins betur skýrðan fyrir aðalflutning. Þessa sér þó ekki stað í gögnum málsins. Hér er hins vegar um viðamiklar málsástæður að ræða, og þykir því eftir atvikum rétt að una við mat héraðsdóms á framsetningu þeirra. Samkvæmt framansögðu ber að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar um annað en málskostnað. Sóknaraðilar greiði varnaraðilum málskostnað í héraði og kæru- málskostnað, svo sem greinir í dómsorði. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn kærði frávísunarúrskurður á að vera óraskaður um annað en málskostnað. Sóknaraðilar, Bergey hf., Uni Pétursson, Þorgrímur Ómar Unason, Pétur Arnar Unason og Þiðrik H. Unason, greiði varnaraðilum, Jökli sf., Sævari Steingrímssyni, Þorvaldi Stein- grímssyni og Steingrími Garðarssyni persónulega og fyrir hönd félagsins, 150.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumáls- kostnað. 2183 Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 19. október 1993. I. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum flutningi 4. október sl., er höfðað með stefnu, birtri 12. mars 1993, af Bergey hf., kt. 560190-1159, Suðurbraut, Hofsósi, Una Péturssyni, 190342-2639, Kirkju- götu 9, Hofsósi, Þorgrími Ómari Unasyni, kt. 280465-4029, Sætúni 4, Hofsósi, Pétri Arnari Unasyni, kt. 151268-3079, Kirkjugötu 9, Hofsósi, og Þiðriki H. Unasyni, kt. 160574-3059, Kirkjugötu 9, Hofsósi, á hendur Jökli sf., kt. 620477-0369, Hesteyri 1, Sauðárkróki, Sævari Steingrímssyni, kt. 190460-7469, Skólastíg 1, Sauðárkróki, Þorvaldi Steingrímssyni, kt. 080359-3739, Skólastíg 1, Sauðárkróki, Steingrími Garðarssyni, kt. 270628- 2149, Hólavegi 38, Sauðárkróki, persónulega og fyrir hönd félagsins. Þá er Vélbátatryggingu Eyjafjarðar, kt. 690269-6359, Geislagötu 12, Akureyri, stefnt til réttargæslu. Endanlegar dómkröfur stefnenda eru þær, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða stefnendum 4.603.409 kr. ásamt dráttarvöxtum frá 28. nóvember 1991 til greiðsludags og að vextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á tólf mánaða fresti, fyrst 28. nóvember 1992. Þá er þess kraf- ist, að viðurkenndur verði sjóveðsréttur stefnenda í m/b Jökli, SK-33, fyrir framangreindum dómkröfum og málskostnaði. Loks krefjast stefnendur málskostnaðar skv. fram lögðum málskostnaðarreikningi. Á hendur réttargæslustefnda eru engar kröfur gerðar. Stefndu gera þær dómkröfur aðallega, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnenda, en til vara, að kröfur stefnenda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefjast stefndu málskostnaðar skv. fram lögðum máls- kostnaðarreikningi auk virðisaukaskatts. Réttargæslustefndi hefur ekki uppi sjálfstæðar kröfur á hendur stefn- endum. II. Málavextir. Hinn 28. nóvember 1991 var m/b Jökull, SK-33, á rækjuveiðum með botntrolli við Drangey á Skagafirði. Fékk skipið trollið í skrúfuna og varð vélvana af þeim sökum. Eftir því sem upplýst er í málinu, var sjólag frekar slæmt, en lítill vindur. Kafari, sem var á skipinu, reyndi að skera trollið úr skrúfunni, en varð frá að hverfa vegna loftleysis. Skipstjóri m/b Jökuls hafði talstöðvar- samband við nærstaddan bát og sagði frá vandræðum sínum. Skipstjórinn á m/b Berghildi, SK-137, sem var þar skammt frá, kom inn í samtalið og bauð fram aðstoð sína, og var hún þegin. M/b Berghildur var með trollið uppi, og tók um 15 mínútur að sigla á vettvang. Greiðlega gekk að koma 2184 fastsetningarenda m/b Jökuls í m/b Berghildi, sem tók m/b Jökul í tog, en við það losnaði trollið úr skrúfu m/b Jökuls. Reyndist skrúfan óskemmd, og gat skipið siglt fyrir eigin vélarafli. Með aðilum er m. a. ágreiningur um það, hvar m/b Jökull var, þegar skipið fékk trollið í skrúfuna, hver vindátt var, hvernig rek skipsins var og hvar það var nákvæmlega statt, þegar það var tekið í tog. Með bréfi, dags. 18. febrúar 1992, krafði lögmaður stefnenda réttar- gæslustefnda um björgunarlaun vegna atviks þessa. Í svarbréfi sama dag til lögmannsins tilkynnti réttargæslustefndi, að málið hefði verið tekið fyrir í stjórn félagsins sama dag. Samþykkt hefði verið að greiða útgerð m/b Berghildar fyrir aðstoðina samkvæmt Goðataxta. Síðan segir í bréfi þessu: „„Þetta samþykkti Uni Pétursson, þegar hann kom hér á skrifstofuna með syni sínum og meðeiganda, Ómari Unasyni, nú fyrir stuttu, en óskaði eftir að fá upphæðina greidda út. Við því gat félagið ekki orðið vegna stöðu Bergeyjar hf. á viðskiptam-reikningi, en upphæðin að sjálfsögðu færð til tekna sama dag og aðstoðin var veitt.“ Dómendur fóru ásamt aðilum og talsmönnum þeirra á vettvang og skoð- uðu aðstæður. Ill. Niðurstaða. Það er álit dómsins, að gegn andmælum stefnenda hafi stefndu ekki tek- ist að sanna, að komist hafi á samningur um uppgjör björgunarlauna vegna hjálpar þeirrar, sem m/b Berghildur, SK-137, veitti m/b Jökli, SK-33, við Drangey 28. nóvember 1991. Ber því að hafna þeirri málsástæðu stefndu. Umrædd skip eru bæði vélskip með þilfari, undir 100,49 brúttórúmlestum að stærð og falla undir 1. mgr. 2. gr. laga nr. 18/1976 um bátaábyrgðar- félög. Þau eru bæði vátryggð hjá réttargæslustefnda. Samkvæmt 14. gr. nefndra laga á ákvörðun um björgunarlaun, þegar í hlut eiga skip, sem falla undir lögin, undir stjórn viðkomandi félags, ef skipin eru bæði tryggð hjá sama félagi. Verður ekki undan þessu laga- ákvæði vikist á grundvelli þeirra sjónarmiða stefnenda, að það brjóti gegn meginreglum sjóréttar um björgun eða að það fyrirkomulag um ákvörðun björgunarlauna teljist varhugavert. Á fundi sínum 18. febrúar 1992 ákvað stjórn réttargæslustefnda að greiða stefnendum fyrir hjálp þeirra við stefndu 164.200 kr. Þessi fjárhæð var síðan færð stefnanda, Bergey hf., til tekna á viðskiptareikningi félagsins hjá réttargæslustefnda. Eins og mál þetta hefur verið lagt fyrir dóminn, er þess ekki krafist, að umræddri ákvörðun stjórnar réttargæslustefnda verði hnekkt, enda segir 2185 í 19. gr. laga nr. 18/1976, að ágreining milli félags og skipseiganda, milli félaga, sem endurtryggja hjá samábyrgðinni, og milli félaganna og sam- ábyrgðarinnar, annan en þann, sem um ræðir í 8. gr. laganna, skuli leggja í gerð. Eru skipverjar m/b Berghildar, SK-137, einnig bundnir af þessari málsmeðferð. Stefnendur telja ákvæði 14. gr. laga nr. 18/1976 brjóta í bága við jafn- réttisreglu stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og meginreglur mannréttindasáttmála um jafnrétti, auk þess sem þeir vísa til 67. gr. stjórnarskrárinnar í þeim kafla stefnu, þar sem vísað er til lagaákvæða. Það er álit dómsins, að málsástæður þessar séu verulega vanreifaðar. Er í stefnu á engan hátt rökstutt, með hvaða hætti ákvæði laga nr. 18/1976 séu ekki í samræmi við jafnræðisreglu þá, sem víða er byggt á í stjórnar- skránni, eða meginreglur mannréttindasáttmála um jafnræði. Þá verður ekki ráðið af stefnu, að hvaða leyti ákvæði laga nr. 18/1976 um ákvörðun björgunarlauna séu ósamþýðanleg 67. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar það er virt, sem hér að framan hefur verið rakið, þykir verða að vísa máli þessu frá dómi ex officio. Stefnendum ber að greiða stefndu málskostnað, sem telst hæfilegur 300.000 kr., þar með talinn virðisaukaskattur. Úrskurð þennan kvað upp Halldór Halldórsson héraðsdómari ásamt meðdómsmönnunum Friðriki J. Arngrímssyni skipstjórnarmanni og Valtý Sigurðssyni héraðsdómara. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnendur, Bergey hf., Uni Pétursson, Þorgrímur Ómar Unason, Pétur Arnar Unason og Þiðrik H. Unason, greiði stefndu, Jökli sf., Sævari Steingrímssyni, Þorvaldi Steingrímssyni og Steingrími Garðars- syni persónulega og fyrir hönd félagsins, 300.000 kr. í málskostnað, þar með talinn virðisaukaskattur. 2186 Mánudaginn 29. nóvember 1993. Nr. 475/1993. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði gegn Guðmundi Svavarssyni. Kærumál. Ómerking. Heimvísun. Gjaldþrotalög. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 5. þ. m., sem barst réttinum 24. s. m. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðs- dómara að „leysa úr því í úrskurði, hvort bú skuldarans verði tekið til gjaldþrotaskipta eða kröfu þess efnis hafnað““. Frá varnaraðila hafa hvorki borist kröfur né greinargerð. Þorgerður Erlendsdóttir fulltrúi, sem kvað upp hinn kærða úrskurð, hefur sent Hæstarétti svohljóðandi athugasemdir: „Vegna mistaka dómara fór ekki fram sú upphafsathugun á kröfu sýslumannsins í Hafnarfirði um gjaldþrotaskipti á búi Guðmundar Svavarssonar, sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 67. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl., heldur boðaði dómari til þinghalds til að taka kröfuna fyrir. Í því þinghaldi mætti skuldar- inn, Guðmundur Svavarsson, og hafði uppi mótmæli við kröfu um gjaldþrotaskipti. Var þá þegar þingfest mál skv. 168. gr. Í. nr. 21/1991 til að leysa úr ágreiningnum. Sóknaraðili, sýslumaðurinn í Hafnarfirði, óskaði þá eftir fresti til framlagningar greinargerðar, og var málinu frestað til þinghalds 29. október 1993. Við undirbún- ing þess þinghalds varð dómara fyrst ljóst, að á kröfunni væru gallar, sem valdið hefðu því, að hann hefði hafnað henni af sjálfs- dáðum, sbr. 1. mgr. 67. gr. 1. nr. 21/1991. Þar sem málið hafði verið þingfest, átti dómari eftir það ekki önnur úrræði en þau, sem felast í 1. mgr. 100. gr. einkamálalaga nr. 91/1991. Við upphaf þinghalds 29. október gerði dómari grein fyrir því, að hann teldi vera á málinu galla, sem varðað gætu frávísun þess án kröfu, og gaf aðilum kost á að tjá sig um það munnlega. ...““ Í 1. mgr. 67. gr. laga nr. 21/1991 segir á þessa leið: 2187 „„Þegar héraðsdómara hefur borist krafa um gjaldþrotaskipti skal hann kanna svo fljótt sem verða má hvort einhverjir gallar séu á henni eða málatilbúnaðinum að öðru leyti sem ljóst er að valdi því að henni verði hafnað af sjálfsdáðum. Ef slíkir ágallar eru uppi má héraðsdómari þegar vísa kröfunni á bug með bókun í þingbók þar sem ástæðu þess er getið. Slíkri ákvörðun héraðsdómara verður ekki skotið til æðra dóms, en hlutaðeiganda er heimilt að leggja kröfuna fyrir á ný og krefjast fyrirtöku hennar á dómþingi og úrskurðar um hvort henni verði hafnað. Héraðsdómari má hafna kröfunni með úrskurði án þess að aðrir eigi kost á að tjá sig um hana en sá sem hefur hana uppi.“ Héraðsdómari fór ekki að reglum 1. mgr. 67. gr. laga nr. 21/1991, er hún tók til meðferðar kröfu sóknaraðila um gjald- þrotaskipti á búi varnaraðila, heldur háði þegar í upphafi máls- meðferðar dómþing að eigin frumkvæði í því skyni að leiða ágrein- ing málsaðila til lykta með úrskurði, en þá hafði varnaraðili mótmælt kröfu sóknaraðila um gjaldþrotaskipti. Er héraðsdómara urðu ljós þessi mistök, áður en hún kvað upp hinn kærða úrskurð, átti hann með bókun að fella niður frekari aðgerðir í málinu á dómþingi og taka það að því búnu til meðferðar í samræmi við ákvæði nefndrar lagagreinar. Þrátt fyrir frávísun málsins tók héraðsdómari kröfu sóknaraðila til efnismeðferðar í úrskurði sínum og færði rök að því, að hafna bæri henni, en tilgreindi aftur á móti engar ástæður fyrir því, að málinu var vísað frá dómi. Vegna hinnar gölluðu málsmeðferðar ber að ómerkja hinn kærða úrskurð og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið upp til löglegrar meðferðar í samræmi við ákvæði 1. mgr. 67. gr. laga nr. 21/1991. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera ómerkur, og er málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. október 1993. Ár 1993, föstudaginn 29. október, er í Héraðsdómi Reykjaness, Brekku- götu 2, Hafnarfirði, af Þorgerði Erlendsdóttur fulltrúa kveðinn upp úr- skurður þessi í máli nr. X-7/1993: Sýslumaðurinn í Hafnarfirði gegn Guðmundi Svavarssyni. 2188 Mál þetta, sem varðar ágreining um gjaldþrotaskiptakröfu, var tekið til úrskurðar 29. október 1993, eftir að dómari hafði gefið aðilum kost á að tjá sig um galla á málinu, er hann taldi geta varðað frávísun þess án kröfu, sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili, sýslumaðurinn í Hafnarfirði, gerir þá dómkröfu í málinu, að bú varnaraðila verði tekið til gjaldþrotaskipta. Varnaraðili, Guðmundur Svavarsson, kt. 100248-3959, Miðvangi 151, Hafnarfirði, gerir þá dómkröfu, að hafnað verði kröfu sóknaraðila um, að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta. Krafa sóknaraðila um gjaldþrotaskipti á búi varnaraðila barst dóminum 21. september 1993. Dómari gaf út fyrirkall til skuldara og ákvað fyrirtöku málsins á dómþingi 19. október 1993. Varnaraðili sótti þing við fyrirtöku málsins 19. október 1993 og hafði uppi mótmæli við kröfu um gjaldþrota- skipti á búi sínu. Sóknaraðili krafðist gjaldþrotaskipta á búi varnaraðila. Vegna þessa ágreinings var mál þetta þingfest samdægurs, sbr. 168. gr. laga nr. 21/1991. Að ósk sóknaraðila var málinu frestað til 29. október til framlagningar greinargerða. Sóknaraðili styður kröfu sína um gjaldþrotaskipti á búi varnaraðila við árangurslausa fjárnámsgerð, sem fram fór hjá varnaraðila S. ágúst 1993 að kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík. Vísar hann til 1. tl. 2. mgr. 65. gr. Í. nr. 21/1991. Í endurriti fjárnámsgerðar kemur fram, að gerðarþoli hafi ekki verið við- staddur fjárnámsgerðina, en að fyrir hafi legið skrifleg greinargerð frá hon- um, þar sem hann lýsi yfir, að hann eigi engar eignir að benda á. Enginn málsvari gerðarþola var heldur viðstaddur gerðina. Við fjárnámsgerðina var bókað: „„Gerðarþoli var boðaður til fjárnámsgerðar vegna kröfu þessarar hinn 19. júlí sl. Hann mætti til gerðarinnar, mótmælti kröfunni sem rangri og hélt því fram, að ekki hefði áður verið reynt að innheimta hana. Mót- mælin voru ekki tekin til greina og þess óskað, að gerðarþoli benti á eignir til fjárnáms. Hann neitaði því með öllu, og var þá beitt heimild 1. mgr. 29. gr. aðfl. til að taka hann höndum. Var hann færður í varðhald, en boðaður á ný til fjárnámsgerðar S. ágúst, þ. e. í dag. Gerðarþoli hefur áður verið boðaður til fjárnámsgerða að beiðni inn- heimtumanns ríkissjóðs hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði (mál 9200449). Þrátt fyrir ýtarlegar tilraunir til að veita honum upplýsingar um, hvernig hann geti leitað réttar síns, hefur hann ekki farið þær leiðir, sem lög gera ráð fyrir, og jafnframt margneitað að benda á eignir til fjárnáms. Með hliðsjón af afstöðu hans og framkomu verður úr því, sem komið er, að láta sitja við hina skriflegu yfirlýsingu hans um eignaleysi, sem embætt- inu hefur borist, og þar sem gerðarbeiðandi hefur krafist þess, að fjárnámi sé lokið án árangurs, er svo gert með vísan til 8. kafla laga nr. 90/1989.““ 2189 Í 62. gr. laga nr. 90/1989 um aðför er kveðið á um skilyrði þess, að fjárnámi verði lokið án árangurs. Þar segir, að fjárnámi skuli ekki lokið án árangurs, nema gerðarþoli hafi sjálfur verið staddur við gerðina eða málsvari hans eða hann hvorki finnist né neinn, sem málstað hans geti tekið. Tilvitnuð 62. gr. er í 8. kafla laganna, en þar koma fram sérstök skilyrði fyrir því, að fjárnámi verði lokið án árangurs, og er með þeim ætlað að vernda stöðu gerðarþola. Þau sérstöku skilyrði, er fram koma í 62. gr., fyrir því, að heimilt sé að ljúka fjárnámi án árangurs að gerðarþola fjar- stöddum, verður því að skýra þröngt, þannig, að fjárnámi verði ekki lokið án árangurs að gerðarþola fjarstöddum, nema reynt hafi verið til þrautar að grennslast eftir, hvar hægt sé að finna gerðarþola eða málsvara hans. Þar sem varnaraðili var ekki sjálfur viðstaddur hina árangurslausu fjár- námsgerð eða málsvari hans og ekkert er fram komið um, að hann hafi ekki fundist eða neinn, sem hafi getað tekið málstað hans, þykir hið árangurslausa fjárnám, sem gert var hjá varnaraðila S. ágúst 1993, ekki fullnægja skilyrðum 62. gr. laga nr. 90/1989 og 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991, til þess að unnt sé að reisa kröfu um gjaldþrotaskipti á því. Er því máli þessu vísað frá dómi án kröfu. Úrskurðarorð: Máli þessu er án kröfu vísað frá dómi. 2190 Þriðjudaginn 30. nóvember 1993. Nr. 484/1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík gegn Arnari Steinþórssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 24. nóvember 1993, sem barst Hæstarétti 25. sama mánaðar. Hann krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur, en til vara, að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími en í hinum kærða úrskurði. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Eins og atvikum er háttað í máli þessu, þykir bera að staðfesta hinn kærða úrskurð með skírskotun til forsendna hans. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. nóvember 1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess, að Arnari Steinþórssyni, kt. 190663-4349, til heimilis að Tryggvagötu 4, Reykjavík, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16.00 þriðjudaginn 7. desember nk. vegna grunar um brot gegn Í. nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni og reglugerð nr. 16/1986 um sölu ávana- og fíkniefna. Af öllu framansögðu þykir rökstuddur grunur vera um, að kærði hafi átt aðild að kaupum og innflutningi á fíkniefnum. Brot þessi geta varðað kærða fangelsisrefsingu lögum samkvæmt. Rannsókn málsins er ekki lokið, og er eftir að hafa upp á og yfirheyra Guðmund Böðvarsson, Jónas Ólafs- son, sem býr í Danmörku, og hugsanlega fleiri aðila. Kærði var handtekinn síðastliðinn föstudag og látinn laus daginn eftir að aflokinni yfirheyrslu. Kærði var handtekinn að nýju í gærkvöld, þar sem frekari upplýsingar höfðu komið fram um aðild hans að máli þessu. Þrátt fyrir það að kærði hafi farið frjáls ferða sinna í rúma tvo sólarhringa eftir yfirheyrslu hjá lög- 2191 reglu 19. og 20. nóvember sl., þykir enn hætta á, að kærði geti torveldað rannsókn málsins með því að hafa áhrif á vitni eða hugsanlega samseka, fari hann nú frjáls ferða sinna. Þykir því verða að taka kröfu lögreglustjór- ans í Reykjavík um gæsluvarðhald á hendur kærða til greina. Þó þykir nægjanlegt, að kærði sæti gæsluvarðhaldi til föstudagsins 3. desember nk. kl. 16.00. Úrskurðinn kvað upp Ragnheiður Bragadóttir, fulltrúi dómstjóra. Úrskurðarorð: Kærði, Arnar Steinþórsson, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 3. desember 1993 kl. 16.00. 2192 Fimmtudaginn 2. desember 1993. Nr. 163/1991. Frjálst framtak hf. (Ólafur Gústafsson hrl.) gegn Sigurði Tyrfingssyni og Jóni Inga Hákonarsyni (Brynjólfur Kjartansson hrl.). Leigusamningur. Riftun. Endurgreiðsla. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Guð- mundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 15. apríl 1991. Hann krefst þess, að stefndu verði in solidum gert að greiða sér 419.425 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxta- laga nr. 25/1987, af 83.854 krónum frá 1. ágúst 1988 til 1. sept- ember sama ár, af 167.294 krónum frá þeim degi til 1. október sama ár, af 251.251 krónu frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, af 355.338 krónum frá þeim degi til 1. desember sama ár og af 419.425 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann sýknu af kröfum stefndu samkvæmt gagnsök í héraði og að stefndu greiði málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Ágreiningur málsaðila varðar skýringu á leigusamningi, sem aðilar munu hafa gert með sér 12. mars 1987, en undirritað 21. ágúst sama ár. Með samningnum tóku stefndu á leigu hús- næði í austurhluta fyrstu hæðar að Skipholti 50 B í Reykjavík, sem áfrýjandi hafði í byggingu. Átti leigutími að hefjast 1. ágúst 1987, en ljúka 31. júlí 1992. Stefndu tóku við húsnæðinu tilbúnu undir tréverk og innréttuðu það sem knattborðsstofu. Hafa dóm- kvaddir matsmenn metið þessar framkvæmdir þeirra í nóvember 1988 á 1.430.000 krónur. Að leigutíma liðnum áttu innréttingar að verða eign áfrýjanda. Í leigusamningnum er svofellt ákvæði: „„Leigutaki hefur heimild til að reka í húsnæðinu biljarðstofu.““ 2193 Með kaupsamningi 17. september 1987 seldi áfrýjandi Ingimar H. Guðmundssyni hf. húsnæði, sem að hluta lá að húsnæði því, er stefndu höfðu á leigu. Af hálfu þess fyrirtækis voru hafðar uppi kvartanir vegna reksturs knattborðsstofunnar, og urðu þær til þess, að stefndu fengu ekki endanlegt leyfi fyrir rekstrinum. Stefndu lokuðu og fluttust úr leiguhúsnæðinu um mánaðamót júní/júlí 1988, eftir að þeim barst bréf lögreglustjóra um, að reksturinn væri óheimill, meðan leyfisbréf hefði ekki verið gefið út. Í héraðsdómi er lýst, hvernig stefndu óskuðu eftir leyfi til að reka knattborðsstofu í húsnæðinu 4. maí 1987, svo og, hvernig reynt var að bæta hljóðeinangrun í húsnæði þeirra, eftir að Ingimar H. Guðmundsson hf. hafði kvartað um hávaða frá knattborðs- stofunni. Af hálfu fyrirtækisins var hins vegar krafist enn frekari ráðstafana, sem ekki voru raunhæfar að mati málsaðila. Gögn málsins bera með sér, að allir húsráðendur að Skipholti 50 B, aðrir en Ingimar H. Guðmundsson hf., féllust á rekstur knattborðsstof- unnar. Samkvæmt leigusamningi aðila heimilaði áfrýjandi stefndu rekstur knattborðsstofunnar í húsnæðinu. Mátti honum vera ljóst, að forsendur stefndu fyrir leigutökunni væri sá rekstur, og jafn- framt, að sala hans á aðliggjandi húsnæði varð að vera samrýman- leg þeim rekstri. Ósannað er, að stefndu hafi ekki gert allt, sem af þeim varð með góðu móti krafist, til þess að leyfi fengist fyrir rekstrinum. Var þeim því heimilt að ganga frá leigusamningnum. Aðilar eru sammála um, að það hafi þeir gert Í júní 1988, sbr. einnig bréf lögmanns stefndu frá 30. þess mánaðar. Áfrýjandi á því ekki rétt á kröfðum leigugreiðslum úr þeirra hendi að undanskildu hús- sjóðsgjaldi fyrir apríl 1988, S.322 krónum. Skilja ber leigusamning aðila svo, að leigusali hafi eignast nagl- fastar innréttingar, sem leigutaki setti upp, svo og gólfefni, ljós og ljósabúnað. Staðfesta ber þá niðurstöðu héraðsdóms, að áfrýjanda beri að greiða stefndu hluta þessara fjárfestinga. Við mat á greiðsl- unni verður meðal annars höfð hliðsjón af áliti dómkvaddra mats- manna, sem ekki hefur verið hrakið. Þykir hún hæfilega metin 650.000 krónur með vöxtum, eins og í dómsorði greinir. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms er staðfest. Rétt er, að áfrýjandi greiði málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og 138 2194 nánar greinir í dómsorði. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðis- aukaskatts. Dómsorð: Áfrýjandi, Frjálst framtak hf., greiði stefndu, Sigurði Tyrf- ingssyni og Jóni Inga Hákonarsyni, 644.678 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. desember 1988 til greiðsludags og 80.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms er staðfest. Sératkvæði Péturs Kr. Hafstein hæstaréttardómara. Stefndu tóku á leigu húsnæði í eigu áfrýjanda í því skyni að reka þar knattborðsstofu. Áfrýjandi veitti þeim fyrir sitt leyti heimild til þess í leigusamningi aðila. Stefndu gerðu samninginn og hófu rekstur, áður en fengin var umsögn borgarstjórnar Reykjavíkur og endanlegt leyfi lögreglustjóra samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík nr. 625/1987. Á því geta þeir einir borið ábyrgð, eins og hér háttar til. Samþykki áfrýjanda í leigusamningnum verður ekki skilið þannig, að með því hafi hann ábyrgst vegna annarra en sjálfs sín, að ekki yrði fyrirstaða á leyfisveitingu. Ekki er fram komið, að kaupsamningur hans við Ingimar H. Guðmunds- son hf. hafi í sjálfu sér verið ósamrýmanlegur atvinnurekstri stefndu. Hinn nýi eigandi hlaut hins vegar að eiga sama rétt og aðrir eigendur fasteignarinnar til þess að gera athugasemdir vegna þess- arar starfsemi, ef honum þótti hún brjóta gegn hagsmunum sínum í húsinu. Mat um það var hjá hinum opinberu aðilum, en lögreglu- stjóri getur afturkallað leyfi samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar- innar, ef leyfishafi þykir ekki lengur uppfylla skilyrði leyfis- veitingar, sbr. 2. mgr. Samkvæmt framansögðu verður ekki á það fallist, að stefndu hafi verið heimilt að ganga frá leigusamningnum, þótt forsendur þeirra fyrir leigutökunni hafi brostið, en á ástæðum þess ber áfrýjandi ekki ábyrgð. Stefndu vanefndu því leigusamninginn, þegar þeir hættu fyrirvaralaust að inna leigugjald af hendi. Ber því að taka 2195 fjárkröfur áfrýjanda til greina og sýkna hann jafnframt af öllum kröfum stefndu. Rétt er þá, að stefndu greiði áfrýjanda máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 13. febrúar 1991. Ár 1991, miðvikudaginn 13. febrúar, er lagður svohljóðandi dómur á málið nr. 10938/1989: Frjálst framtak hf. gegn Sigurði Tyrfingssyni og Jóni Inga Hákonarsyni og gagnsök, á bæjarþingi Reykjavíkur. Mál þetta, sem var dómtekið 4. febrúar 1991, hefur Frjálst framtak hf., Reykjavík, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 22. og 24. nóvember 1989, á hendur Sigurði Tyrfingssyni, Ástúni 4, Kópavogi, og Jóni Inga Hákonarsyni, Réttarholtsvegi 91, Reykjavík, til greiðslu húsaleigu fyrir atvinnuhúsnæði að Skipholti 50 B, Reykjavík, fyrir tímabilið júlí-nóvember 1988, 400.171 kr., og húsgjalda fyrir apríl 1988, S.322 kr., og fyrir tímabilið ágúst-nóvember 1988 13.932 kr., auk vaxta og málskostnaðar. Gagnsökin var höfðuð og sameinuð aðalsök á bæjarþingi 11. janúar 1990 til heimtu skaðabóta vegna vanefnda á leigusamningnum eða óréttmætrar auðgunar. Hinn 21. ágúst 1987 leigði aðalstefnandi stefndu með skriflegum leigusamningi rými í austurhluta fyrstu hæðar Skipholts 50 B hér í borg til að reka þar knattborðsstofu. Leigutími var ákveðinn 1. ágúst 1987 til 31. júlí 1992. Gagnstefnendur rýmdu húsnæðið um mánaðamót júní/júlí 1988 og skiluðu lyklum. Þeir hafa staðið í skilum með leigu til þess tíma. Aðalstefnandi krefst þess, að gagnstefnendur verði dæmdir til að greiða sér að óskiptu 419.425 kr. auk dráttarvaxta samkvæmt 10. gr., sbr. 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, þannig: Í...). Enn fremur er krafist málskostnaðar Í...1. Kröfur gagnstefnenda eru aðallega, að þeir verði sýknaðir af öllum kröf- um stefnanda í aðalsök og að aðalstefnandi verði dæmdur til að greiða þeim 1.430.000 kr. auk dráttarvaxta {...). Enn fremur er krafist máls- kostnaðar l...). Til vara er þess krafist, að kröfum stefnanda í aðalsök verði skuldajafnað við kröfur stefnenda í gagnsök og að sjálfstæður dómur verði kveðinn upp um afganginn. Málskostnaðar er krafist eins og í aðalsök. Aðalstefnandi krefst sýknu og málskostnaðar í gagnsök, þar sem hann hafi fyllilega staðið við samningsskyldur sínar og eigi kröfu um leigu og gjöld í hússjóð umfram það, sem krafist er í aðalsök, til loka samnings- tímans. Þeir telja gagnstefnendur hafa vanefnt greiðsluskyldur sínar sam- kvæmt húsaleigusamningnum. 2196 Gagnstefnendur sóttu um leyfi 4. maí 1987 til að reka knattborðsstofu í húsnæðinu og telja sig hafa fengið bráðabirgðaleyfi til þess. Samkvæmt leigusamningnum fengu gagnstefnendur húsnæðið afhent tilbúið undir tré- verk 1. ágúst 1987. Þeir hófu þá að innrétta það fyrir starfsemi sína í sam- ræmi við heimild í samningnum. Samkvæmt mati dómkvaddra manna, dags. 2. nóvember 1988, kostuðu framkvæmdir þessar 1.430.000 kr., en samkvæmt samningnum skyldi aðalstefnandi eignast innréttingar þessar endurgjaldslaust að leigutíma loknum. Eftir að gagnstefnendur höfðu lokið framkvæmdum þessum, hófu þeir rekstur og unnu jafnframt að því að afla sér fullkomins rekstrarleyfis. Eftir að samningur aðila var gerður, seldi aðalstefnandi frá sér húsnæði á fyrstu hæð. Hinn nýi eigandi kvartaði um hávaða frá knattborðsstofunni. Leiddu kvartanir hans til þess, að gagn- stefnendur létu bæta einangrun innveggja, en ekki tókst þó að útrýma hávaðanum svo, að hinn nýi nágranni væri við sáttur. Fékkst hann ekki til að lýsa yfir samþykki sínu við veitingu leyfis til gagnstefnenda, nema gerðar væru tilteknar ráðstafanir, sem gagnstefnendur töldu, að myndu koma í veg fyrir, að viðskiptavinir þeirra fengjust til viðskipta. Nánar til- tekið lýsti lögmaður eiganda aðliggjandi húsnæðis yfir því í bréfi til bygg- ingarnefndar 2. júní 1988, að eina viðunandi málamiðlunin væri sú, að leyfisveiting yrði bundin því skilyrði, að gerðar yrðu tilteknar hljóðhindr- andi ráðstafanir, sem samkvæmt öðrum gögnum virðast hafa átt að felast í því, að settar yrðu um 8 mm gúmmímottur eða fjaðrandi púðar undir fætur knattborðanna. Jafnframt áskildi lögmaðurinn umbjóðanda sínum allan rétt til gagnráðstafana, ef leyfi yrði veitt án framangreindra skilyrða. Hinn 27. júní 1988 tilkynnti lögreglustjóri gagnstefnendum, að rekstur þeirra væri óheimill. Meginmálsástæða gagnstefnenda er, að aðalstefnandi hafi ábyrgst þeim, að þeir fengju að reka knattborðsstofu í hinu leigða húsnæði óáreittir fyrir öðrum eigendum, þegar almennum skilyrðum hefði verið fullnægt. Þá telja þeir, að verulega forsendu hafi brostið fyrir samningnum. Aðalstefnandi mótmælir þessum málsástæðum og heldur því fram, að það hafi verið á áhættu gagnstefnenda sjálfra, hvort þeir fengju rekstrarleyfi. Aðalstefnandi telur, að gagnstefnendur hafi gefist upp á að afla sér leyfis, áður en fullreynt var, hvort það fengist. Hann bendir á, að kaupandinn hafi ekki mótmælt því, að gagnstefnendur fengju rekstrarleyfi, aðeins kvartað um hávaða. Af gögnum málsins kemur fram, að byggingarnefnd telur sig ekki geta leyft tiltekna notkun húsnæðis, ef hún gengur bersýnilega gegn hagsmunum og rýrir eign þess, sem mótmælir. Jafnframt kemur fram, að þegar gagn- stefnendur létu af starfsemi sinni, höfðu allir hlutaðeigandi aðilar nema einn gefið fullnægjandi yfirlýsingar að þessu leyti. Aðalstefnandi veitti sam- þykki að sínu leyti með gerð samningsins, en hann var þá eigandi þess hluta 2197 hússins, þar sem talið er, að hávaðamengunar hafi gætt frá starfsemi stefn- anda. Eftir að aðalstefnandi hafði afsalað þessum parti, bárust málsaðilum og byggingarnefnd kvartanir frá hinum nýja eiganda, sem leiddu til þess, að lögreglustjóri bannaði starfsemi gagnstefnenda. Það samþykki við starfsemi gagnstefnenda, sem aðalstefnandi hafði veitt sem leigusali og eigandi annarra hluta hússins, breyttist ekki við það, að hann seldi aðliggjandi eignarhluta. Eftir söluna bar aðalstefnandi sem áður ábyrgð á því gagnvart gagnstefnendum, að þeir gætu stundað atvinnurekstur sinn óáreittir og að ekki væri lagður steinn Í götu þeirra við öflun rekstrar- leyfis. Það hefur að vísu komið fram, að aðalstefnandi lagði sig í líma við að greiða úr þeim vanda, sem upp kom við það, að hann ráðstafaði ýmsum hlutum húseignar sinnar þannig, að leiddi til hagsmunaárekstra viðsemjenda hans, og varði til þess umtalsverðum fjármunum. Þessi árangurslausa við- leitni verður þó ekki talin fullnægjandi efndir á samningsskyldum hans gagnvart gagnstefnendum. Þykir mega leggja til grundvallar, að það hafi verið frágangssök fyrir gagnstefnendur að hlíta afarkostum nágranna síns um frekari ráðstafanir til hljóðeinangrunar. Við svo búið áttu þeir rétt á að leysast undan samningi sínum án þess að greiða leigu fyrir það, sem eftir var af samningstímanum, og að krefja aðalstefnanda bóta fyrir samningsrofin. Leggja verður til grundvallar, að þegar lykli var skilað af hálfu gagnstefnenda, hafi, eins og á stóð, verið gert nægilega ljóst, að þeir neyttu réttar síns til að slíta samningnum án frekari fyrirvara. Telja verður, að tjón gagnstefnenda hafi a. m. k. verið fólgið í innréttingarkostnaði að því leyti, sem hann nýttist ekki í rekstri þeirra, og skiptir þá ekki máli, hvort hann mátti nýtast aðalstefnanda. Gagnstefnendur höfðu haft gagn af fjárfestingum sínum í 23 af 60 mánuðum umsamins leigutíma, þegar þeir urðu að hætta. Í samræmi við það þykja bætur til þeirra hæfilega ákveðnar, að frádregnu hússjóðsgjaldi fyrir apríl 1988, 875.000 kr. auk vaxta og kostnaðar. Við ákvörðun málskostnaðar er tekið tillit til þess, að gagnstefnendum ber að greiða virðisaukaskatt af þóknun lögmanns síns. Samkvæmt þessum málalokum verður að fallast á sýknukröfu gagnstefn- enda í aðalsök. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Gagnstefnendur, Sigurður Tyrfingsson og Jón Ingi Hákonarson, skulu vera sýknir af öllum kröfum aðalstefnanda, Frjáls framtaks hf. Aðalstefnandi greiði gagnstefnendum 875.000 kr. auk dráttarvaxta skv. 10. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 25/1987, frá 1. desember 1988 til greiðslu- dags og 300.000 kr. í málskostnað auk dráttarvaxta skv. III. kafla |. nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. 2198 Fimmtudaginn 2. desember 1993. Nr. 418/1991. Helgi B. Helgason (Sigurmar K. Albertsson hrl.) gegn Jóni Rafni Högnasyni (Ingólfur Hjartarson hrl.). Skuldamál. Sameignarfélag. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. október 1991 að fengnu áfrýjunarleyfi 23. september sama ár. Krefst hann þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 10. og 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. júní 1989 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og að áfrýjandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Í samningi málsaðila frá 1. júní 1989 er ekki talin meðal skulda fjárhæð sú, sem áfrýjandi krefur stefnda um í máli þessu, en til þess var sérstök ástæða, eins og á stóð, úr því að áfrýjandi taldi, að um lán væri að ræða, en ekki óafturkræft framlag. Að því athuguðu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, verður hann staðfestur. Dæma ber áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og Í dómsorði greinir. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Helgi B. Helgason, greiði stefnda, Jóni Rafni Högnasyni, 75.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Akureyrar 3. apríl 1991. Mál þetta, sem dómtekið var 21. f. m. að undangengnum munnlegum málflutningi sama dag, hefur Ólafur Sigurgeirsson hdl. höfðað með stefnu, 2199 út gefinni í Reykjavík 11. apríl 1990, f. h. Helga B. Helgasonar, kt. 120560- 5309, Rimasíðu 29 A, Akureyri, á hendur Jóni Rafni Högnasyni, kt. 071153-2589, Skálagerði 3, Akureyri. Stefnandi gerir þær kröfur, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 500.000 kr. með dráttarvöxtum skv. 10. og 12. gr. laga nr. 25/1987 og í samræmi við ákvæði Seðlabanka Íslands frá 6. 10. 1988 til greiðsludags. Vaxtavextir reiknist í fyrsta sinn 6. 10. 1989 og síðan árlega. Þá er krafist málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ, og beri málskostnaðarfjárhæðin dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dóms- uppsögu til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist, að dráttarvextir leggist við tildæmdan málskostnað á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn tólf mánuð- um eftir upphafsdag vaxtanna, allt þetta að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Stefndi gerir þá aðalkröfu, að hann verði algjörlega sýknaður af kröfum stefnanda. Varakrafa stefnda er sú, að kröfur stefnanda verði verulega lækkaðar. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda Í...). Stefnandi lýsir málavöxtum svo, að hann og stefndi hafi rekið saman sameignarfélag, sem Biti sf. nefndist. Með samningi, dagsettum |. júní 1990, hafi stefnandi gengið út úr félaginu, og eftir það hafi stefndi rekið það einn, þar til hann lagði það niður og stofnaði um sama rekstur hluta- félagið Bita hf. Skortur á rekstrarfé háði félaginu um tíma, og til að ráða bót á því gerðu þeir sameigendur með sér það samkomulag, að þeir, hvor um sig, lánuðu fyrirtækinu 500.000 kr. Hafi stefnandi staðið við þessar samningsskyldur sínar 6. október 1988 og lagt inn á reikning Bita sf. sem lán umsamda fjárhæð. Stefndi hafi hins vegar ekki staðið við sinn hluta samningsins og lánaði ekki sömu fjárhæð, og telur stefnandi því lán sitt gjaldfallið. Hann hafi ekki fengið þetta lán greitt til baka, og sé því máls- höfðun þessi nauðsynleg. Stefndi lýsir málavöxtum svo, að í maí 1985 hafi hann og stefnandi stofn- að sameignarfélag um rekstur matsölustaðar, er aðallega matreiddi og seldi kjúklinga. Félagið hafi þeir nefnt Bita sf. Frá upphafi hafi reksturinn geng- ið erfiðlega, einkum vegna skorts á rekstrarfé. Þegar kom fram á árið 1988, hafi verið orðið ljóst, að eigendur þyrftu að leggja fram fé úr eigin vasa, ef fyrirtækið ætti ekki að verða gjaldþrota. Á haustmánuðum þetta ár hafi stefndi rætt um það við stefnanda, að trúlega þyrfti hvor um sig að leggja fram a. m. k. 2.500.000 kr. til að halda fyrirtækinu á floti. Um áramót 1988/1989 sýndu reikningar félagsins, að bókfærður munur eigna og skulda, þ. e. halli á rekstri, nam tæpum 10 milljónum króna. Í mars/apríl 1989 hafi aðilar málsins gert tilraun til að selja fyrirtækið. Engin formleg boð hafi komið, en þær þreifingar, sem þá urðu milli manna, bentu til þess, að hámark þess, sem hugsanlegir kaupendur væru tilbúnir að greiða 2200 fyrir fyrirtækið, væri milli 7 og 8 milljónir króna og þá með allsendis óvið- unandi greiðslukjörum. Þegar hér var komið sögu, stefndi í gjaldþrot og þá um leið gjaldþrot sameigendanna. Hafi þá orðið úr, að í stað þess að lýsa fyrirtækið gjaldþrota hafi stefndi tekið einn við rekstrinum, sbr. samn- ing þann, sem liggur frammi á dskj. nr. 4. Hafi stefnandi samið þennan samning og verið með gildistöku hans laus allra mála við Bita sf. Stefndi kveðst síðan hafa rekið kjúklingastaðinn og nú í hlutafélagsformi og virðist ætla að takast að rétta reksturinn af. Málsástæður og lagarök stefnanda eru þær, að hann hafi lánað Bita sf. fé, sem hann hafi ekki fengið endurgreitt þrátt fyrir glöggan rétt. Stefndi hafi með samningi tekið við Bita sf. og beri því fulla og ótakmarkaða ábyrgð á skuldum þess fyrirtækis. Um lagarök megi vísa til almennra reglna kröfuréttar, og sé rekstur málsins skv. lögum nr. 85/1936. Kröfur um vexti eru studdar lögum nr. 25/1987 og krafa um virðisaukaskatt lögum nr. 50/1988. Málsástæður og lagarök stefnda í aðalkröfu eru á því reistar, að með samningi aðila, dags. 1. júní 1989, afsali stefnandi eignarhluta sínum í Bita sf. til stefnda án annarrar greiðslu en yfirtöku skulda. Skuldir þessar séu skv. lokamálsgrein samningsins eftir undirritun hans stefnanda óviðkom- andi. Verði að gera ráð fyrir, að líta verði svo á, að ef stefnandi hafi ætlað að gera tilkall til framlags síns, 500.000 kr., frá 6. 10. 1988, hefði hann átt að gera það í nefndum samningi. Það geri hann ekki, og beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af kröfu stefnanda. Á framlag stefnanda verði að líta sem óafturkræft, þar sem þeim sameigendunum tókst ekki að selja fyrirtækið, er þeir reyndu það. Hefði þeim hins vegar tekist að selja og það fyrir hærra verð en nam skuldunum, má ætla, að framlag stefnanda væri endurkræft. En úr því að það tókst ekki, verði stefnandi að taka þennan skell á sig, enda ekki gert ráð fyrir öðru skv. samningi aðila. Sýknukröfu sína styður stefndi einnig því, að stefnandi hafi á tímabilinu 20. 7. 1988, þar til hann selur hlut sinn í fyrirtækinu, tekið fjármuni út úr fyrirtækinu, sem nemi 233.917 kr. Til viðbótar þessu láni stefndi fyrir- tækinu 75.000 kr. 6. apríl 1988, jafnframt því sem stefndi hafi látið félaginu í té afnot af bílskúr sínum undir lager Bita sf. samtals í 22 mánuði án þess að gera fyrirtækinu reikning. Þannig næmi mánaðarleiga fyrir bílskúrinn 8.686 kr., ef mánaðafjöldanum væri deilt í mismuninn á 500.000 kr. og 308.917 kr. Fjárhæðin 308.917 kr. sé þannig til komin, að 20. 7. 1988, þ. e. nokkru áður en stefnandi lagði félaginu til umstefndar 500.000 kr., taki hann út sem lán 7$.000 kr., sbr. dskj. nr. 8. Til viðbótar þessu verði það að samkomulagi, þegar stefnandi selji stefnda hlut sinn í Bita sf., að stefnandi taki með sér tölvu þá, sem fyrirtækið hafði notað, enda í eigu stefnanda. Tölvuna hafði hann komið með inn í fyrirtækið. Hins vegar 2201 hafi félagið greitt fyrir harðan disk í tölvuna og fleira; auk þess hafði verið keypt í hana forrit, sem stefnandi tók með sér. Kostnaður vegna þessa, 158.917 kr., sem Biti sf. greiddi, komi fram á dskj. nr. 9. Til viðbótar öllu þessu leggi stefndi fyrirtækinu til 75.000 kr. 6. apríl 1988, sbr. dskj. nr; 10. Samtals gera þessar greiðslur 308.917 kr. Varakröfu sína um verulega lækkun reisir stefndi á því, að verði ekki fallist á aðalkröfuna, hljóti að vera efni til að taka tillit til þess, er stefnandi var búinn að taka út úr fyrirtækinu, sbr. það, sem hér að ofan er rakið, og lækka kröfu stefnanda allverulega. Um lagarök vísar stefndi til reglna samninga- og kröfuréttar, samninga- laga nr. 7/1936 ásamt síðari breytingum svo og til samnings aðila um skuldaskil þeirra á dskj. nr. 4. Verður nú rakinn framburður vitna og aðila svo og önnur gögn málsins, eftir því sem tilefni gefst til. Vitnið Helgi Jakobsson útgerðarmaður, Stórhólsvegi 5, Dalvík, faðir stefnanda, kvaðst hafa lánað stefnanda 500.000 kr. í október 1988, og hafi það átt að ganga til Bita sf. sem lán stefnanda. Hann kveðst ekki hafa fengið lánið endurgreitt frá stefnanda, og standi það ennþá óbreytt sem skuld hans. Hann sagði, að sér hefði verið alls ókunnugt um efni samnings aðila, er þeir slitu rekstri Bita sf. og gerðu upp mál sín. Vitnið Birgitte Bengtson húsmóðir, Rimasíðu 29 A, Akureyri, eiginkona stefnanda, bar, að sér hefði verið kunnugt um, að stefnandi hefði fengið lán hjá föður sínum til að lána það aftur Bita sf. Vitninu var ekki kunnugt um, með hvaða skilmálum átti að endurgreiða stefnanda fé þetta, en þetta hefði átt að greiða til baka og fjárhæðin verið 500.000 kr., sem stefnandi fékk lánaðar hjá föður sínum. Vitnið sagði, að stefndi hefði samið dskj. nr. 4, en í samningsdrögum, sem fyrir hefðu legið, hefði verið tiltekið, að stefndi tæki á sig skuldina, þ. e. 500.000 kr., sem stefnandi skuldaði föður sínum, en stefndi hefði brugðist ókvæða við og talið þetta vera vantraust á sig og sagst sjálfur myndu ganga frá þeirri skuld beint við föður stefn- anda. Það hefði hann ekki gert, en vitnið og stefnandi talið, að niðurlag dskj. nr. 4 tæki til skuldar þessarar með ótvíræðum hætti. Vitnið sagði, að sér hefði verið kunnugt um, að Biti sf. standsetti bílskúr stefnda að Arnarsíðu 10 C, og hefði sú standsetning átt að ganga upp Í leigu á bíl- skúrnum, sem hefði verið notaður sem lagerpláss fyrir Bita sf., og taldi vitnið það alveg víst, að þau leigumál væru að fullu uppgerð með aðilum. Vitnið kvaðst vita það, að þegar annar eigandi Bita sf. hefði tekið út pen- inga hjá félaginu, hefði hinn tekið út sömu fjárhæð, en þetta hefði síðan verið jafnað út méð launagreiðslum. Vitnið upplýsti, að stefnandi hefði átt tölvu og hún verið notuð hjá Bita sf. í um 24 mánuði, og það, sem keypt hefði verið til tölvunnar, hefði eingöngu verið vegna rekstrar fyrirtækisins 2202 og ónothæft til annars og stefnanda algjörlega verðlaust. Um upphaflegan samning aðila segir vitnið, að hann sé ekki til skriflegur. Vitnið upplýsti, að stefnandi hefði ekki tekið neina leigu fyrir tölvuna. Vitninu var ekki kunn- ugt um, hve mikið stefnandi lagði til fyrirtækisins, en stefndi hefði lagt til fé í upphafi og síðar, en tekið það mjög fljótt út aftur. Vitninu er ókunn- ugt um, með hvaða kjörum stefndi lagði fé til félagsins. Vitnið sagði, að skuld stefnanda við föður sinn hefði verið eina persónulega skuld stefn- anda, sem stefndi skyldi greiða við yfirtöku Bita sf. Vitnið upplýsti, að milliuppgjör hefði ekki legið fyrir, þegar aðilar gengu frá samkomulagi sínu á dskj. nr. 4, en þeir hefðu vitað nokkurn veginn um stöðu félagsins, og þau lán, sem nefnd væru á dskj. 4, hefðu verið tekin vegna Bita sf. og þeir peningar gengið til félagsins. Stefndi, Jón Rafn Högnason, bar, að hann og stefnandi hefðu gert út um mál sín vegna rekstrar Bita sf. með dskj. nr. 4, þar sem fyrir hefði legið, að félagið yrði gjaldþrota, og hefði hann tekið að sér greiðslu skulda, eins og fram kæmi á dskj. nr. 4, en sér hefði verið kunnugt um, að þær 500.000 kr., sem stefnandi hefði lagt í félagið, hefði hann fengið að láni hjá föður sínum og hann talið þá skuld sér algjörlega óviðkom- andi og vera framlag stefnanda til félagsins. Stefndi gat ekki um það borið, hvernig færslu þessarar fjárhæðar hefði verið hagað í bókhaldi. Hann upplýsti, að Biti sf. hefði standsett að hluta til bílskúr að Arnarsíðu 10 C, séreign eiginkonu sinnar, og hefði það verið algjörlega kvaðalaust af hendi Bita sf. og bílskúrinn verið notaður sem lagerpláss að hluta fyrir Bita sf. Hann bar, að þeir eigendurnir hefðu tekið jafnt út úr fyrirtækinu og reynt að hafa það þannig, að á hvorugan hallaði, og aðspurður um stöðu þeirra gagnvart fyrirtækinu, er dskj. nr. 4 var undirritað, kvaðst hann ekki geta svarað því. Hann skýrði frá því, að þegar stefnandi lagði fram 500.000 kr. til félagsins árið 1988, hefði hann ekki lagt fram tilsvarandi fjárhæð. Margnefndur samningur sá, er aðilar gerðu með sér 1. 6. 1989 á dskj. nr. 4, er þannig: „Ég undirritaður, Helgi Birnir Helgason, afsala Jóni R. Högnasyni eignarhluta minn í Bita sf., Skipagötu 12, Akureyri. Jón R. Högnason skal aflétta af Rimasíðu 29 A þeim lánum, sem þar hvíla á vegum Bita sf., þ. e. a. s. láni upphaflega 1.500.000 kr. hjá Iðnaðarbanka Íslands hf., Akureyri, og láni upphaflega 800.000 kr. hjá sama banka, og skal hann hafa lokið því eigi síðar en ......... 1989. Einnig skal hann taka til sín allar skuldir Bita sf., og eru þær mér óvið- komandi frá þeim degi, sem samningur þessi öðlast gildi.““ Á dskj. nr. 11 er ársreikningur Bita sf. 1987, og er þá höfuðstóll félagsins 2203 neikvæður um 3.195.587 kr. 31. 12. 1987. Á dskj. nr. 13 liggur frammi ársreikningur félagsins 1988, og er þá höfuðstóll neikvæður um 9.917.119 kr. 31. 12. 1988. Á dskj. nr. 13 er milliuppgjör félagsins 1. 1. - 31. 7. 1989, og er þá höfuðstóll félagsins neikvæður um 11.543.595 kr. 31. 7. 1990. Á dskj. nr. 14 liggur fyrir sameignarfélagssamningur aðila um Bita sf., undirritaður í maí 1985, og er eignarhluti þeirra hvors um sig 50%0 og ágóða og halla af atvinnurekstrinum skipt í hlutfalli við eignarhlutföll í félaginu. Segir í 2. gr. samningsins, að ef breyting verði á eignarhlutföllum í atvinnurekstrinum á þann hátt, að það verði að samkomulagi milli þeirra, að annar dragi nokkuð af hluta sínum út úr félaginu, skuli ágóða og tapi skipt í réttu hlutfalli við eign hvors um sig. Í 3. gr. segir, að aðilar riti firmað saman og að samþykki beggja þurfi til að lána eða láta af hendi peninga eða aðrar eignir félagsins nema að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er að veita viðskiptavinum greiðslufrest skv. almennum verslunarvenjum. Í 7. gr. samningsins segir, að hvor geti með sex mánaða fyrirvara sagt upp samningnum, og miðist uppsögn við áramót. Verði félaginu slitið með þessum hætti, skuli reikningar þess gerðir upp við áramót og eignum þess skipt eins og í 2. gr. segi. Eigi félagið þá ekki fyrir skuldum, skal það, sem á vantar, greitt af aðilum í sömu hlutföllum, jafnskjótt og reiknings- skilum er lokið. Á dskj. nr. 5, sem er innleggsmiði í Iðnaðarbankann, reikning nr. 4404, er ritað, að eigandi reiknings sé Biti sf. og inn lagðar 500.000 kr. 6. 10. 1988 af Helga B., og í dálkinum „,innlagt vegna““ er ritað lán til Bita frá H. B. Álit dómsins. Það er álit dómsins, að eins og lögskiptum aðila var háttað með sam- eignarfélagssamningi þeirra svo og með tilliti til hags félagsins, er aðilar slitu félagssamvinnunni og gerðu upp mál sín, verði að túlka samning aðila á dskj. nr. 4 í ljósi stöðu félagsins, er uppgjör þeirra fór fram. Í samningn- um eru sérstaklega tíundaðar þær skuldir, sem stefndi tekur að sér að greiða umfram aðrar skuldir. Með tilliti til samningsins er eðlilegt að álíta, að peningaframlag stefnanda sé óafturkræft, þar sem tilgreindar eru þær skuldir, sem stefndi tekur að sér við það að kaupa hluta stefnanda út úr félaginu, og styðst þetta álit við hina bágu stöðu félagsins við söluna, eins og rakið hefur verið. Er því ekki fallist á þá málsástæðu stefnanda, að almennar reglur kröfuréttarins eigi við í þessu tiltekna falli, þó að stefndi hafi undirgengist að taka til sín allar skuldir Bita sf. Samkvæmt þessu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Rétt þykir eftir atvikum, að málskostnaður falli niður. Dóm þennan kvað upp Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari. 2204 Dómsorð: Stefndi, Jón Rafn Högnason, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Helga B. Helgasonar. Málskostnaður fellur niður. 2205 Fimmtudaginn 2. desember 1993. Nr. 325/1990. Karl J. Steingrímsson (Hreinn Loftsson hdl.) gegn borgarstjóranum í Reykjavík f.h. Reykjavíkurborgar (Ásgeir Þór Árnason hdl.) (Magnús Óskarsson hrl.) og gagnsök. Skipulag. Kaupskylda. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. september 1990. Málinu var gagnáfrýjað 2. nóvember 1990. Aðaláfrýjandi krefst þess aðallega, að gagnáfrýjandi verði dæmdur til þess að greiða sér 47.133.072 krónur fyrir Brekku við Grafarvog ásamt dráttarvöxtum frá 20. nóvember 1989. Til vara krefst hann þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann þess, að gagnáfrýjandi verði dæmdur til þess að greiða sér 957.766 krónur vegna áfallins kostnaðar ásamt dráttarvöxtum frá 11. nóvember 1986. Loks krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi krefst sýknu af öllum kröfum aðaláfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess, að sér verði einungis gert að kaupa land áfrýjanda við Grafar- vog á því verði, sem ákveðið var með úrskurði matsnefndar eignar- námsbóta 10. júní 1988, ásamt almennum sparisjóðsvöxtum frá þeim tíma til greiðsludags, að hann verði sýknaður af kröfu aðal- áfrýjanda um greiðslu kostnaðar, að fjárhæð 957.766 krónur, og að málskostnaður verði felldur niður. I. Málavöxtum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Dómarar Hæstaréttar gengu á vettvang og kynntu sér aðstæður. 2206 Eigi verður 5. mgr. 29. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 skilin svo, að fasteignareigandi firri sig bótarétti vegna eignarskerðingar af völdum skipulags, þótt hann lýsi ekki athugasemdum innan átta vikna við skipulagstillögu, sem auglýst hefur verið samkvæmt 17. gr. laganna, sbr. 67. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Dómkvaddir matsmenn og yfirmatsmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að land aðaláfrýjanda, Brekka við Grafarvog, hafi verið tekið til almenningsnota í skilningi 3. mgr. 29. gr. skipulags- laga. Dómstólar eiga fullnaðarmat um það efni. 1. Landareign aðaláfrýjanda liggur í nokkrum halla, þar sem land rís til austurs upp frá botni Grafarvogs. Er hún rétt ofan við Gufu- nesveg og nær að honum á stuttum kafla, en í nokkurri fjarlægð frá Vesturlandsvegi, sem skiptir mjög löndum á þessum slóðum. Eignin er úr landi Grafarholts og var upphaflega tvær spildur. Er hún sem næst 2,28 hektarar að stærð og fremur regluleg að lögun. Meginhluti hennar liggur sunnan Grafarlækjar, en nyrsti hlutinn er handan lækjarins. Landið er grasi gróið og vaxið skógi að hluta. Á því hefur staðið sumarhús, sem brann á árinu 1981 og hefur ekki verið endurbyggt. Um landið er gömul girðing, sem ekki hefur verið haldið við og er nú að mestu fallin. Umhverfi landspildunnar er þannig í megindráttum, að frá suður- enda hennar er skammt að hinu byggða iðnaðar- og athafnasvæði sunnan Grafarvogs, er nær sem næst að Gufunesvegi. Til austurs og suðurs frá spildunni, sunnan Grafarlækjar og upp að Vestur- landsvegi, er land í eigu ríkisins, sem nú er óbyggt. Næst Grafarlæk er landið þó í eigu Reykjavíkurborgar að frá talinni ræmu til teng- ingar við Keldnaland. Norðan spildunnar er land ríkisins að Keldum, sem nýtt hefur verið undir stofnanir tengdar Háskóla Íslands. Handan Keldna er opið svæði, sem Reykjavíkurborg á nú að hluta, en síðan tekur við hin nýja íbúðabyggð norðan Grafar- vogs. Landskák vestan spildunnar milli hennar og Gufunesvegar er í eigu Reykjavíkurborgar. Skipulag það, sem nú ræður landnotkun í nánd við Grafarvog, var mótað með aðalskipulagi fyrir austursvæði Reykjavíkur 1981- 1998, sem staðfest var 15. mars 1982, og breytingum á því skipulagi, 2207 sem staðfestar voru 13. apríl 1983. Í þeim fólst breytt stefnumörkun um þróun byggðar í borginni, einkum þar sem ákveðið var, að næsta íbúðabyggð á austursvæðum hennar yrði norðan Grafarvogs, eins og raun er nú á orðin. Þessi stefnumörkun var tengd samkomu- lagi milli ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem undirritað var 26. janúar 1983 og kvað á um málefni stofnana á vegum Háskóla Íslands og Rannsóknaráðs ríkisins að Keldum og í Keldnaholti og um fyrirhugaða notkun á landi í eigu ríkisins milli Vesturlandsvegar og Grafarvogs ásamt makaskiptum á löndum. Í kjölfar umræddra breytinga var gengið frá nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004, sem auglýst var á árinu 1987 og staðfest 27. júlí 1988. Það aðal- skipulag hefur nú verið leyst af hólmi með aðalskipulagi Reykja- víkur 1990-2010, sem kynnt var á árinu 1991 og staðfest 20. febrúar 1992. Þessar síðari aðgerðir hafa ekki leitt til verulegra breytinga á fyrirhugaðri notkun lands við Grafarvog frá því, sem lagt var til grundvallar á árinu 1983. Skipulagið gerir ráð fyrir, að hið óbyggða land fyrir botni Grafar- vogs upp að Vesturlandsvegi verði helgað blandaðri notkun fyrir opinberar stofnanir og skrifstofur eða léttan iðnað, að því leyti sem það er ætlað til byggingar, en að öðru leyti lýst sem útivistarsvæði. Undir útivistarsvæðin falli strandlengja vogarins og land báðum megin við Grafarlæk ásamt allri landspildu aðaláfrýjanda. Tekur stofnanasvæðið við, strax og suðurhluta spildunnar sleppir, og er þar í eigu ríkisins, eins og fyrr segir. Af hálfu gagnáfrýjanda er því lýst, að stöðu landspildu aðaláfrýj- anda í aðalskipulagi Reykjavíkur fram til ársins 2010 beri að skýra svo, að þar sé um að ræða almennt útivistarsvæði án sérstakra til- tekinna nota, sbr. niðurlagsákvæði gr. 3.3.4.3. í skipulagsreglugerð nr. 318/198S5. Fram er komið, að aðaláfrýjandi óskaði eftir því í júnímánuði 1985 að fá að endurreisa sumarhús sitt á spildunni og girða landið. Erindi þetta var samþykkt í skipulagsnefnd Reykjavíkur og bygg- ingarnefnd á tilteknum forsendum og hlaut í fyrstu samþykki borgarráðs. Síðar á árinu breytti hann beiðninni þannig, að sér yrði leyft að byggja fullkomið íbúðarhús. Erindinu var þá vísað til lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkurborgar, og í umsögn framkvæmdastjóra hennar segir svo: „Um er að ræða byggingu á 2208 landi, sem er grænt svæði skv. staðfestu aðalskipulagi, og er hún algerlega óheimil, sbr. 6. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 og 9. gr. byggingarlaga nr. 54/1978. Það er því ekki á valdi byggingarnefndar að veita leyfi fyrir nýju húsi á þessum stað né neins konar viðbygg- ingu við þann sumarbústað, sem þarna stendur. Til þess að slíkt megi leyfa, þarf að breyta aðalskipulagi á formlegan hátt. Verður því að synja umsóknar Karls J. Steingrímssonar um nýbyggingar á umræddri landspildu, og er eigi hægt að fallast á bókun skipulags- nefndar um málið. ...““ Umsögn þessi var samþykkt af borgarráði 29. október 1985. Við flutning málsins hefur gagnáfrýjandi lýst þeirri skoðun, að aðaláfrýjanda væri fullheimilt að loka landi sínu með girðingu og byggja þar aftur svipað hús og áður hefði verið. Vandséð er miðað við það horf, sem þegar er komið á skipulag og byggð í nágrenni landsins, að slíkar ráðstafanir gætu orðið til annars en algjörra bráðabirgða. Hefur gagnáfrýjandi ekki skýrt, að raunhæft væri að framkvæma þær á öðrum grundvelli. Í hinum áfrýjaða dómi eru greindar forsendur að því áliti yfir- matsmanna, að aðaláfrýjandi geti ekki lengur nýtt landareign sína eins og eðlilegt sé miðað við allar aðstæður. Er þar tekið tillit til þeirra atvika, sem hér voru rakin. Fallast verður á það með yfir- matsmönnum, að með fyrrgreindum aðgerðum hafi land aðaláfrýj- anda verið tekið til almenningsnota og eðlileg notkun þess hindruð með þeim hætti, sem við er miðað í 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Er þá meðal annars til þess litið, að land hans hefur ekki aðeins verið lýst útivistarsvæði, heldur er það nánast umkringt landi í eigu opinberra aðila, sem ætlað er til mikil- vægra nota samkvæmt hugmyndum, sem þegar eru mótaðar að nokkru. Samkvæmt þessu ber að staðfesta þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms, að gagnáfrýjanda sé skylt samkvæmt fyrrgreindu ákvæði skipulagslaga að kaupa land aðaláfrýjanda fullu verði. III. Í hinum áfrýjaða dómi er getið matsgerðar frá 7. janúar 1989 og yfirmatsgerðar frá 20. nóvember sama ár. Í yfirmatsgerðinni segir m.a. svo: 2209 „Með hugtakinu „fullt verð“ er átt við gangverð, sem eignin myndi hafa í kaupum og sölum á frjálsum markaði. Við mat á endurgjaldi fyrir landið ber m. a. að hafa hliðsjón af söluverði þeirra lendna, sem seldar hafa verið á Grafarvogssvæðinu, þar á meðal því verði, sem yfirmatsbeiðandi gaf fyrir Brekku árið 1979, sem var gkr. 26 milljónir. Þar sem viðskipti með lönd og lóðir á þessu svæði hafa að mestu leyti verið takmörkuð við sölur til Reykjavíkurborgar og gefa því hugsanlega ekki fulla vísbendingu um frjálst markaðsverð, þykir rétt að hafa nokkra hliðsjón af landssölu, sem vitað er um á stað, sem sambærilegur getur talist við þetta svæði. Væri þá höfð hlið- sjón af byggingamöguleikum, legu og útsýni, fjarlægð frá miðborg, atvinnusvæðum og öðru slíku. Yfirmatsbeiðandi hefur skírskotað til verðs á eignarlóðum við Stigahlíð, á Seltjarnarnesi svo og til álits Þórólfs Halldórssonar, lögfræðings og löggilts fasteignasala, á verðmæti lóða. Yfirmats- nefndin telur engar ályktanir verða dregnar af söluverði einbýlis- húsalóðanna við Stigahlíð, svo sérstök sem lega þeirra er rétt við hinn nýja miðbæ borgarinnar. Ekki verður heldur byggt á álitsgerð Þórólfs Halldórssonar, sem fjallar almennt um lóðaverð, þar sem hún er ekki studd neinum gögnum um einstakar sölur. Söluverð Vatnsendalands eða Reynisvatns þykir eigi heldur grundvöllur til þess að byggja á, svo ólíku sem þar er saman að jafna. Í gögnum málsins er ein sala á landi, sem sambærilega má telja miðað við ofangreinda viðmiðun. Það er Smárahvammsland (sala til Garða- bæjar), en þar var söluverð ákveðið af matsnefnd eignarnámsbóta, en ekki með frjálsum samningum. Hafa má þó nokkra hliðsjón af þessari sölu, þar sem heildarlandkostir (fjarlægð o. fl.) mega teljast svipaðir, þó að einstakir þættir séu ekki öldungis eins. Verð var í júní 1989 ákveðið kr. 3.801.746,00 fyrir hvern hektara lands þessa. Ekki verður talið, að skipulagning Reykjavíkurborgar sem slík á Grafarvogssvæðinu eigi að leiða til hækkunar á bótum til yfirmats- beiðanda. Styðst það við þá meginreglu, sem lögfest er í 4. mgr. 29. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, er mælir svo fyrir, að leiði skipu- lag til þess, að eign hækki í verði, skuli sú hækkun koma til frá- dráttar bótum. Geta lóðasölur milli einstakra aðila á Seltjarnarnesi og við Veghús í Reykjavík ekki nema að litlu leyti verið rétt 139 2210 viðmiðun við ákvörðun á matsverði til yfirmatsbeiðanda, er Reykja- víkurborg kaupir land hans samkvæmt 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Ber þar ýmislegt til auk framangreinds ákvæðis 4. mgr. 29. gr. skipulagslaga. Lóðirnar við Veghús voru þegar bygg- ingarhæfar, er sala fór fram. Land það, sem selt var á Seltjarnarnesi á skipulögðu svæði og vitnað er til, var keypt af verktakafyrirtæki, sem sýnilega ætlar sér mikinn hlut við framkvæmdir á svæðinu á þeim samdráttartímum, sem nú eru, og semur auk þess um nokkuð sérstök greiðslukjör. Lega landsins verður eigi heldur talin sambæri- leg rétt við miðbæ Seltjarnarneskaupstaðar og um það bil hálfu nær miðborg Reykjavíkur en Brekkuland. Þá ber og að hafa í huga, að nú er nægilegt framboð á byggingarlóðum í Reykjavík. Þetta mikla framboð á byggingarlóðum í Reykjavík nú hlýtur að hafa áhrif til lækkunar á verði lóða. Þá ber einnig að huga að því, að landið er ekki byggingarhæft í næstu framtíð og samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er sveitarstjórn ekki skylt að breyta landi í einkaeign í byggingarlóðir, heldur aðeins heimilt gegn ákveðnum skilyrðum, sem þar eru upp talin. Þá ber að hafa í huga, að landið er erfitt til byggingar og kostnaðarsamt vegna hallans, sérstaklega á þeim stöðum, sem eftirsóknarverðastir kunna að reynast vegna útsýnis. Þá teljum við ekki raunhæft, að unnt sé að fá 23 einbýlis- húsalóðir, 700 ferm. að stærð, út úr landinu vegna hallans. Við munnlega reifun málsins vakti borgarlögmaður athygli á því, að 1. júlí 1989 hefði tekið gildi reglugerð nr. 511/1988 um breytingu á reglugerð nr. 206 17. apríl 1984 um gatnagerðargjöld í Reykjavík. Samkvæmt reglugerðarbreytingu þessari skal greiða 1/2 gatna- gerðargjald af eignarlóðum til 1. júlí 1990, en fullt gjald eftir það. Taldi borgarlögmaður, að þetta ætti að orka til lækkunar á mats- fjárhæð. Á þetta er eigi unnt að fallast þegar af þeirri ástæðu, að mál þetta var komið í matsmeðferð, er reglugerð nr. $11/1988 tók gildi. Þar sem landið er metið til verðs svo sem nota ætti það til bygg- ingarlóða, verður að telja, að yfirmatsbeiðandi eigi ekki rétt á sér- stökum bótum fyrir gróður á landinu. Á landinu er ónýtt hús og ýmiss konar brak, sem hreinsa þarf og flytja brott. Yfirmatsbeiðandi fékk á árinu 1985 bætur vegna holræsalagnar um landið, að fjárhæð 240.000,00 kr. sem á núvirði eru miðað við byggingarvísitölu um 598.000,00 kr. 2211 Þegar framangreind atriði eru virt svo og almennar matsaðstæður um þessar mundir og tillit hefur verið tekið til verðlagsbreytinga vegna viðmiðunartalna, þykir „fullt verð““ skv. 3. mgr. 29. gr. laga nr. 19/1964 til yfirmatsbeiðanda fyrir landið Brekku við Grafarvog hæfilega metið á 8.000.000,00 kr. miðað við staðgreiðslu í nóvember 1989.“ VI. Svo sem fram kemur í kröfugerð aðaláfrýjanda reisir hann aðal- kröfu sína ekki á niðurstöðu yfirmatsgerðarinnar, en telur gögn þau, sem lágu fyrir yfirmatsmönnum, studd nýjum gögnum, skjóta stoðum undir aðalkröfuna. Á þetta verður ekki fallist. Þykja yfir- matsmenn hafa gert rækilega grein fyrir þeim gögnum, sem þeir tóku tillit til. Hafa þeir gætt viðeigandi lagasjónarmiða við mat sitt. Hefur matsgerð þeirra ekki verið hnekkt. Samkvæmt þessu er gagnáfrýjanda, Reykjavíkurborg, skylt að kaupa eignarland aðaláfrýjanda, Brekku við Grafarvog, og greiða fyrir það 8.000.000 krónur með vöxtum svo sem hér á eftir segir. Í hinum áfrýjaða dómi er getið matsgerða þeirra, sem aðilar hafa látið fara fram. Er þar síðust yfirmatsgerð sú, sem hér var til vitnað. Aðaláfrýjandi var þó ekki sáttur við niðurstöðu hennar og fól lög- manni sínum að höfða dómsmál til heimtu endurgjalds samkvæmt útreikningi með kröfugerð hans til yfirmatsmanna svo og til heimtu kostnaðar, sem hann hafði þurft að greiða fyrir matsgerðir og lögfræðiaðstoð, ef ekki tækjust samningar milli aðila um eðlilegt og sanngjarnt endurgjald miðað við sambærilegar eignir á frjálsum markaði. Kemur þessi afstaða aðaláfrýjanda fram í bréfi lögmanns hans til gagnáfrýjanda 28. nóvember 1989. Í svarbréfi lögmanns gagnáfrýjanda 18. janúar 1990 kemur meðal annars fram, að úti- lokað sé að skilja efni bréfsins sem ósk um að ganga til samninga. Lýsti hann því jafnframt yfir, að gagnáfrýjandi væri umfram skyldu reiðubúinn til að kaupa land aðaláfrýjanda á verði því, sem yfirmats- menn höfðu metið, 8.000.000 krónur, með almennum bankavöxtum frá 20. nóvember 1989 að viðbættum innheimtulaunum. Aðaláfrýj- andi höfðaði svo mál þetta, svo sem rakið er í héraðsdómi, með aðalkröfu, sem nemur meira en fimmfaldri fjárhæð framangreindrar 2212 yfirmatsgerðar. Hefur aðaláfrýjandi ítrekað þá kröfugerð fyrir Hæstarétti. Með vísan til þessa verður gagnáfrýjandi dæmdur til að greiða hæstu almenna innlánsvexti af fyrrgreindri fjárhæð frá 20. nóvember 1989 til uppsögu dóms í máli þessu, en dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá uppsögu dóms þessa til greiðsludags. Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir kostnaði, sem aðaláfrýj- andi kveður sig hafa haft við matsgerðir þær, sem fram fóru og hann telur, að hafi verið nauðsynlegar. Fallist er á með héraðsdómi, að rétt hafi verið, að matsgerða þessara væri aflað. Verður tekið tillit til þessa kostnaðar við ákvörðun málskostnaðar. Eftir þessum úrslitum greiði gagnáfrýjandi málskostnað fyrir Hæstarétti, samtals 1.400.000 krónur, og er þá tekið tillit til mats- kostnaðar samkvæmt framansögðu, en ekki til virðisaukaskatts. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms er staðfest. Dómsorð: Gagnáfrýjanda, borgarstjóranum í Reykjavík f. h. Reykja- víkurborgar, er skylt að kaupa eignarland aðaláfrýjanda, Karls J. Steingrímssonar, Brekku við Grafarvog í Reykjavík. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda 8.000.000 krónur með hæstu almennum innlánsvöxtum frá 20. nóvember 1989 til uppsögu dóms í máli þessu, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað er staðfest. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, samtals 1.400.000 krónur, þar með talinn mats- kostnaður, 957.666 krónur. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Péturs Kr. Hafstein og Þórs Vilhjálmssonar. Við erum samþykkir I. kafla í dómi meiri hlutans. Svæði því í Reykjavík, sem land aðaláfrýjanda er á, er lýst í dómi 2213 meiri hluta dómenda. Landið er á lítt byggðu belti, sem liggur frá botni Grafarvogs til heiða í austri. Mikill hluti lands á þessum slóðum er á aðalskipulagi 1990 - 2010 markaður sem almennt úti- vistarsvæði eða land ætlað til svonefndrar blandaðrar landnotkunar. Sunnan vogarins er næst stofnanasvæði, en vestur af því athafna- svæði. Norðan vogarins er íbúðabyggð. Austur af voginum handan Vesturlandsvegar eru auk almennra útivistarsvæða athafnasvæði og svæði merkt sem „,garðsvæði og leikvellir““. Af hálfu Reykjavíkurborgar, gagnáfrýjanda í málinu, hefur því verið haldið fram, að landspilda aðaláfrýjanda sé samkvæmt aðal- skipulagi Reykjavíkur fram til ársins 2010 almennt útivistarsvæði án sérstakra tiltekinna nota, sbr. niðurlagsákvæði gr. 3.3.4.3. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti lýsti talsmaður gagnáfrýjanda því yfir, að aðal- áfrýjanda væri heimilt að reisa að nýju á landi sínu sumarhús, girða landið og loka því þannig fyrir almennri umferð. Hið sama kemur fram í gögnum málsins. Verður við þessa yfirlýsingu að miða, enda hefur ekki verið í ljós leitt, að ráðagerðir séu uppi af hálfu gagn- áfrýjanda um sérstök not af svæðinu á gildistíma núgildandi aðal- skipulags. Aðaláfrýjandi eignaðist land sitt við Grafarvog samkvæmt heimildarbréfum 15. febrúar 1980. Ekki er annað í ljós leitt en aðal- áfrýjandi geti haft sömu not af landi sínu og hann hafði fyrir gildis- töku aðalskipulags 1981 til 1998. Honum hefur hins vegar verið synjað um leyfi til þess að reisa á landinu annars konar hús en þar var fyrir. Sú synjun var rökstudd með skírskotun til 6. gr. skipulags- laga nr. 19/1964 og 9. gr. byggingarlaga nr. 54/1987, en skipulagi þessa svæðis hefði ella þurft að breyta. Þá getur aðaláfrýjandi ekki að óbreyttu skipulagi skipt landinu í útmældar byggingarlóðir og selt það þannig, en þess gat hann ekki vænst, þegar hann festi kaup á því. Ekki er útilokað, að breytt verði fram til ársins 2010 skipulags- ákvörðunum, sem snerta landið. Land aðaláfrýjanda er á jaðarsvæði skipulags fyrir íbúðabyggð og athafna- og stofnanasvæði. Það er lítill hluti svæðis eða beltis, sem áður er lýst, og er enn að mestu óbyggt, og er óvíst, hvenær breytingar verða á núverandi tilhögun á svæðinu. Er ekki unnt að jafna þessari spildu til þess lands í næsta nágrenni, sem skipulagt 2214 hefur verið. Landið hefur ekki að okkar áliti verið tekið til almenn- ingsnota, og aðaláfrýjandi getur, sem fyrr segir, nýtt þessa eign sína á sama hátt og hún hefur hingað til verið notuð. Þær takmarkanir, sem eru á eignarráðum hans á landi sínu, eru almenns eðlis og taka jafnt til allra, sem svipað er ástatt um með tilliti til skipulags. Hann hefur hins vegar til þessa ekki getað haft af landinu þann fjárhags- lega ávinning, sem líklegt er, að hann hefði hlotið, ef skipulag hefði gert ráð fyrir nýtingu fyrir íbúðir, iðnað eða opinberar stofnanir eða landið hefði með öðrum hætti verið tekið til almenningsnota. Í 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga segir: „Nú er ákveðin á staðfestum skipulagsuppdrætti tiltekin lega götu eða vegar eða að tiltekið svæði skuli tekið til almenningsnota og slíkt veldur því að dómi dóm- kvaddra manna, að eigandi fasteignar getur ekki nýtt hana eins og eðlilegt er miðað við allar aðstæður, m. a. hagnýtingu fasteigna í næsta nágrenni, og á hann þá rétt á bótum. Ef eigandi krefst, er sveitarstjórn skylt að kaupa eignina fullu verði.“ Við teljum ekki samkvæmt framansögðu, að aðaláfrýjandi hafi orðið fyrir því tjóni, að ákvæði 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga geti átt við. Ber því að sýkna gagnáfrýjanda af kröfum aðaláfrýjanda. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. júní 1990. 1.0. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi föstudaginn 25. maí sl., hefur Karl J. Steingrímsson, Laugarásvegi 35, Reykjavík, kt. 190347-8269, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, þing- festri 25. janúar 1990, á hendur borgarstjóranum í Reykjavík fyrir hönd Reykjavíkurborgar, kt. 530269-7609. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru eftirgreindar: 1. Að stefndi verði dæmdur til þess að kaupa eignarland stefnanda, Brekku við Grafarvog, hér í borg. 2.1. Að stefndi verði dæmdur til þess aðallega að greiða stefnanda sem endurgjald fyrir fyrrgreint land 47.133.072 kr. ásamt dráttarvöxtum sam- kvæmt 10. grein vaxtalaga nr. 25/1987 frá 20. nóvember 1989 til greiðslu- dags. Tekið verði fram í dómsorði, að dráttarvöxtum skuli bæta við þann höfuðstól, sem dráttarvextir reiknast af, á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 20. nóvember 1990. 2.2. Að stefndi verði dæmdur til þess til vara að greiða stefnanda sem endurgjald fyrir fyrrgreint land 8.000.000 kr. ásamt dráttarvöxtum sam- kvæmt 10. grein vaxtalaga nr. 25/1987 frá 20. nóvember 1989 til greiðslu- 2215 dags. Tekið verði fram í dómsorði, að dráttarvöxtum skuli bæta við þann höfuðstól, sem dráttarvextir reiknast af, á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 20. nóvember 1990. 3. Að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 957.766 kr. vegna þegar áfallins kostnaðar, sem stefnandi hefur þurft að inna af hendi vegna fyrrgreindrar kröfugerðar á hendur stefnda, ásamt Ínánar tilgreindum vöxtum), 4. Að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda málskostnað Í...1. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu að mati réttarins. Til vara krefst stefndi þess, að sér verði einungis gert að kaupa land stefn- anda, Brekku, við því verði, sem ákveðið var með úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta 10. júní 1988, þ. e. 4.100.000 kr., með almennum spari- sjóðsvöxtum frá þeim tíma til greiðsludags, að stefndi verði sýknaður af kröfu stefnanda um greiðslu kostnaðar, sbr. 3. tölulið í kröfum stefnanda, og að málskostnaður verði felldur niður. Sáttaumleitanir fyrir dómi hafa ekki borið árangur. 2.0. Stefnandi segist vera eigandi að landi, sem nefnt hafi verið Brekka við Grafarvog, en það liggi fyrir botni Grafarvogs hér í borg. Stærð lands þessa sé 2,28 hektarar eða 22.800 fermetrar. Samkvæmt aðalskipulagi fyrir Reykjavíkurborg, sem taki til áranna 1984-2004, sé gert ráð fyrir, að land þetta verði tekið undir opið útivistarsvæði fyrir nálæga byggð við Grafar- vog. Í samkomulagi menntamálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík um málefni Keldna og Keldnaholts o. fl., sem gert hafi verið 26. janúar 1983, sé gert ráð fyrir því, að landið verði óbyggt, þ. á m. verði Grafarlækur og umhverfi hans sérstaklega verndað. Stefnandi segir, að hann hafi farið þess á leit, að Reykjavíkurborg keypti af sér fyrrgreint land á markaðsverði eða leyfði sér ella að byggja sjálfum á landinu eða selja það undir byggingarlóðir. Því erindi hafi hins vegar verið hafnað. Af þeim sökum hafi stefnandi gert þá kröfu með vísun til 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, að Reykjavíkurborg keypti landið fullu verði. Reisi hann þa kröfu sína enn fremur á matsgerð tveggja undir- matsmanna, sem dagsett sé 10. nóvember 1986, yfirmatsgerð þriggja yfir- matsmanna, sem dagsett sé 7. október 1987, svo og á úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, sem dagsettur sé 10. júní 1988. Í máli þessu greini því aðila á um það, hvort Reykjavíkurborg sé skylt að kaupa land stefnanda, Brekku við Grafarvog, og hvert endurgjald skuli goldið fyrir landið. Hvorki sé ágreiningur um það, hver mörk landsins 2216 séu né hversu stórt það sé. Eignarhald stefnanda á landinu sé og óum- deilt. Upphaf málsins megi rekja til þess, að á miðju ári 1982 hafi borgarstjórn Reykjavíkur ákveðið, að íbúðabyggð skyldi rísa við norðanverðan Grafar- vog, fyrr en áður hafði verið ráðgert. Í kjölfar þess hafi verið gert sam- komulag milli menntamálaráðherra og borgarstjóra um málefni Keldna og Keldnaholts o. fl. Árið 1983 hafi Reykjavíkurborg boðið stefnanda að kaupa fyrrgreint land af honum. Stefnandi hafi hafnað því boði, enda hafi hann talið verðið allt of lágt. Í framhaldi af því hafi borgin farið þess á leit við stefnanda, að hann leyfði lögn á holræsi um landið, en slíkt hafi verið talið nauðsyn- legt vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda norðan Grafarvogs. Síðan hafi borgin farið fram á það við matsnefnd eignarnámsbóta, að úrskurð- aðar yrðu bætur til stefnanda vegna holræsalagnarinnar. Á meðan málið hafi verið til umfjöllunar hjá nefndinni, hafi stefnandi farið þess á leit, að borgin keypti landið af sér á markaðsverði eða leyfði sér að öðrum kosti að byggja sjálfum á því eða selja það undir byggingarlóðir. Borgin hafi ekki orðið við þessu erindi. Úr því að Reykjavíkurborg hafi farið fram á það, að matsnefnd eignar- námsbóta úrskurðaði stefnanda bætur vegna holræsalagnarinnar, hafi hann gert þá kröfu fyrir nefndinni, að borginni yrði gert skylt að kaupa land sitt, jafnframt því sem sér yrði úrskurðað endurgjald fyrir það á grundvelli 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Matsnefnd hafi kveðið upp úr- skurð sinn 10. maí 1985 og úrskurðað stefnanda bætur vegna hinnar fyrir- huguðu holræsalagnar um land hans, en hafnað kröfu hans um, að borg- inni væri skylt að kaupa landið. Borgin hafi nokkru síðar greitt þær bætur, sem matsnefnd hafði úrskurðað. Þótt stefnandi hefði af hagkvæmnisástæðum gert þá kröfu fyrir mats- nefnd eignarnámsbóta, að Reykjavíkurborg keypti land sitt, hafi hann komist að þeirri niðurstöðu eftir á að hyggja, að úrlausnarefni þetta heyrði ekki undir matsnefndina, heldur matsmenn, sem dómkveðja skyldi sam- kvæmt lögum um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936. Í samræmi við þetta hafi hann farið fram á, að dómkvaddir yrðu matsmenn til þess að leysa úr því álitaefni, hvort borgin hefði ákveðið í samræmi við fyrrgreint ákvæði í skipulagslögum, að Brekkuland skyldi tekið til almenningsnota, þannig, að ekki væri unnt að nýta það eins og eðlilegt væri miðað við allar aðstæður, m. a. hagnýtingu fasteigna í næsta nágrenni. Þessari beiðni hans hafi verið hafnað með úrskurði, sem kveðinn hafi verið upp á bæjar- þingi Reykjavíkur 14. febrúar 1986. Úrskurðurinn hafi verið kærður til Hæstaréttar, og hafi honum verið hrundið með dómi réttarins 25. mars 1986. 2217 Í kjölfar þessa hæstaréttardóms hafi síðan verið dómkvaddir þeir Stefán Már Stefánsson prófessor og Ríkarður R. Steinbergsson byggingaverk- fræðingur til þess að gera hið umbeðna mat. Niðurstaða matsmanna hafi orðið sú, að með vísun til 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga gæti stefnandi ekki nýtt land sitt eins og eðlilegt væri miðað við allar aðstæður. Borgin hafi skotið mati þessu til yfirmats. Hafi þeir Friðgeir Björnsson, nú yfirborgar- dómari, Hrafnkell Thorlacius arkítekt og Vífill Oddsson verkfræðingur verið dómkvaddir til þess að vinna yfirmatið. Niðurstaða yfirmatsmanna hafi orðið sú sama og undirmatsmanna. Árið 1987 hafi verið auglýst tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík 1984-2004. Í auglýsingunni hafi þeim, sem hagsmuna áttu að gæta, verið gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna, og hafi stefn- andi gert það með bréfi, dagsettu 21. september 1987. Í lok bréfsins segi orðrétt: „Verði fyrirhugaðri nýtingu á landi umbjóðanda míns ekki breytt og honum leyft að byggja á landinu, ítreka ég hér með þá kröfu hans, með hliðsjón af 5. málsgrein 29. greinar skipulagslaga, að Reykjavíkurborg kaupi fyrrgreint land af honum fullu verði, sbr. niðurlag 3. málsgreinar sömu greinar.““ Þar eð Reykjavíkurborg hafi ekki viljað una fyrrgreindri niðurstöðu yfir- matsmanna, hafi stefnandi lagt málið fyrir matsnefnd eignarnámsbóta að nýju. Hafi matsnefnd kveðið upp úrskurð sinn 10. júní 1988. Hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu, að borginni væri skylt að kaupa land stefnanda að kröfu hans á markaðsverði í samræmi við fyrrgreint ákvæði í skipulags- lögum. Hafi nefndin enn fremur talið, að markaðsverð á landinu væri 4.100.000 kr. miðað við staðgreiðslu. Stefnandi hafi ekki verið sáttur við mat matsnefndar eignarnámsbóta á verðmæti landsins og tjáð Reykjavíkurborg, að hann myndi leita úrlausnar dómstóla um fjárhæð þess endurgjalds, sem borginni bæri að inna af hendi fyrir landið. Áður hefði hann þó talið eðlilegt að fá álit dómkvaddra mats- manna á því, hvert væri markaðsverð á landinu. Þeir Árni Stefánsson hrl. og Atli Vagnsson, lögfræðingur og fasteignasali, hafi þá verið dómkvaddir til þess að vinna hið umbeðna mat. Í matsgerð þeirra, sem dagsett sé 7. janúar 1989, sé komist að þeirri niðurstöðu, að markaðsverð fyrir landið sé 5.600.000 kr. miðað við staðgreiðslu. Stefnandi hafi ekki viljað sætta sig við þessa niðurstöðu og skotið matinu til yfirmats. Hafi þeir Magnús Thoroddsen, þá hæstaréttardómari, Gunnar Torfason verkfræðingur og Sigurgeir Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, verið dómkvaddir til þess að gera yfirmatið. Í yfirmatsgerðinni, sem dagsett sé 20. nóvember 1989, sé niðurstaða yfirmatsmanna sú, að verð á landinu miðað við stað- greiðslu sé 8.000.000 kr. Jafnskjótt og yfirmatsgerðin hafi legið fyrir, hafi stefnandi sent hana til borgarinnar ásamt bréfi. Í lok bréfsins sé komist 2218 svo að orði: „„Umbjóðandi minn hefur frá upphafi verið reiðubúinn að semja um lausn á ágreiningsefni þessu, svo framarlega sem endurgjald til hans úr hendi Reykjavíkurborgar sé eðlilegt og sanngjarnt að teknu tilliti til verðs á sambærilegum eignum á frjálsum markaði. Lítur hann svo á, að það sé nú á valdi borgarinnar, hvort mál þetta geti leyst með þeim hætti eða hvort skera þurfi úr því fyrir dómstólum.“ Þar eð stefnanda hafi ekki borist neitt tilboð frá borginni, síðan bréf þetta hefði verið sent, hafi hann ekki átt annars úrkosti en leita til dómstóla til þess að ná rétti sínum í máli þessu. 3.0. Stefnandi segir, að kröfugerð sín í máli þessu sé í fyrsta lagi reist á 67. grein stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og í öðru lagi á 3. málsgrein 29. grein- ar skipulagslaga. Hið síðarnefnda ákvæði sé svohljóðandi: l...). Ekki fari á milli mála, að ákveðið hafi verið á staðfestum skipulagsupp- drætti, að land stefnanda skuli tekið til almenningsnota. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004, sem staðfest hafi verið með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda nr. 395/1988, sé gert ráð fyrir, að Brekkuland verði opið útivistarsvæði, væntanlega fyrst og fremst fyrir íbúa nálægrar byggðar. Í samkomulagi menntamálaráðherra og borgarstjóra um málefni Keldna og Keldnaholts o. fl. sé og miðað við, að landið verið óbyggt, þ. á m. verði Grafarlækur og umhverfi hans sérstaklega verndað, en lækurinn renni einmitt um það. Þá liggi fyrir samhljóða álit undir- og yfirmatsmanna, að þessi ákvörðun borgaryfirvalda valdi því, að stefnandi geti ekki nýtt land sitt eins og eðli- legt sé miðað við allar aðstæður, m. a. hagnýtingu fasteigna í næsta ná- grenni. Matsnefnd eignarnámsbóta komist og að sömu niðurstöðu, þegar hún hafi fjallað um málið í síðara skiptið. Fleiri gögn, sem lögð séu fram í máli þessu, styðji og eindregið þessa niðurstöðu, t. d. bréf til borgarstjóra, dagsett 12. september 1984, þar sem stefnandi fari fram á, að Reykjavíkur- borg kaupi landið af sér eða hann fái ella að byggja sjálfur á því eða selja það undir byggingarlóðir. Þessu erindi hafi í raun verið hafnað. Þá hafi því áður verið haldið fram af hálfu Reykjavíkurborgar, að stefn- andi hafi firrt sig rétti til þess að hafa uppi kröfu samkvæmt 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga, vegna þess að hann hafi ekki í tæka tíð, sbr. 5. mgr. sömu greinar, gert kröfu þess efnis. Þótt stefnandi telji, að mótbára þessi eigi ekki við rök að styðjast, með vísun til 67. greinar stjórnarskrárinnar, þá stoði ekki fyrir borgina að bera hana fyrir sig nú, þar eð stefnandi hafi sérstaklega gert athugasemd við núgildandi aðalskipulag Reykjavíkur og ítrekað samhliða kröfu sína gagnvart borginni. Stefnandi telur sig með þessu hafa fært fram fullnægjandi rök fyrir þeirri 2219 kröfu sinni, að Reykjavíkurborg sé skylt að kaupa umrætt land af sér „„fullu verði““, sbr. 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga, sbr. og 67. gr. stjórnar- skrárinnar. Með „fullu verði““ hljóti í samræmi við dómvenju að vera átt við verð eignarinnar á frjálsum markaði. Því beri við ákvörðun á endur- gjaldi fyrir landið að líta einkum til þess, hvert sé verð á sambærilegu landi hér á höfuðborgarsvæðinu, þegar einkaaðilar semji sín á milli. Í því sam- bandi verði að taka tillit til þess, að Brekkuland sé einn ákjósanlegasti bygg- ingarstaður við Grafarvog, en umhverfi vogsins sé nú að öðru leyti svo til fullbyggt. Vitna megi til greinargerðar borgarstjóra vegna stefnubreyting- ar í skipulagsmálum, dagsettrar 11. júní 1982, en þar segi svo um svæðið norðan Grafarvogs: „Svæðið, sem er um 17,5 ha. sunnan vatnaskila, er eitthvert fallegasta byggingarland, sem völ er á í borginni. Af svæðinu, sem er yst og syðst, er mjög fagurt útsýni, og verður það vafalaust eftirsótt byggingarland, og þykir því rétt að gera þar ráð fyrir íbúðarbyggð í stað iðnaðar.“ Aðalkrafa stefnanda í máli þessu, að Reykjavíkurborg verði dæmd til þess að greiða sér 47.133.072 kr. ásamt lögboðnum dráttarvöxtum frá 20. nóvember 1989, sé gerð með hliðsjón af verði samkvæmt kaupsamningi, dagsettum ÍS. janúar 1988, sem lagður hafi verið fram í málinu. Þar hafi verið um að ræða kaup á landi á Seltjarnarnesi, er liggi norðan Nesvegar, frá Vegamótum að Eiðistorgi. Kaupsamningurinn hafi verið gerður 15. janúar 1988, og hafi kaupverðið numið 76.000.000 kr. Samkvæmt samn- ingnum sé stærð hins umrædda lands 52.982,5 m?. Sé fermetraverð fram- reiknað með því að miða við breytingu á byggingarvísitölu frá vísitölu janúarmánaðar 1988, 107,9 stigum, til vísitölu nóvembermánaðar 1989, 155,5 stiga, verði verð á fermetra í nóvembermánuði 1989 2.067,24 kr. Sé sú upphæð margfölduð með 22.800 fermetrum, verði útkoman hin sama og stefnufjárhæðin, 47.133.072 kr. Enn fremur megi benda á til stuðnings aðalkröfunni, að sé fermetraverð samkvæmt öðrum kaupsamningum um lóðir eða lönd á höfuðborgarsvæð- inu framreiknað með sama hætti, verði útkoman í sumum tilvikum hærri en að framan greini, sbr. fram lagða kaupsamninga og greinargerð í bréfi til oddvita yfirmatsmanna, dagsettu 9. nóvember 1989. Samningar þeir, sem lagðir hafi verið fyrir yfirmatsmenn af hálfu Reykjavíkurborgar, séu að dómi stefnanda ekki marktækir, þegar leggja skuli mat á verð á frjálsum markaði, vegna þess að flestir þeirra eigi það sammerkt, að borgin sé kaup- andi og hafi sem slík allt aðra aðstöðu en einkaaðili, sem semji um kaup og kjör á fasteignamarkaðnum. Fleiri rök megi færa fyrir aðalkröfunni, m. a. þau, að verðmæti gróðurs í Brekkulandi sé talið mun meira en mat yfirmatsmanna á landinu í heild, sbr. álitsgerð kunnáttumanna um það efni, sem fyrir liggi í málinu. 2220 Varakrafa stefnanda, 8.000.000 kr., ásamt lögboðnum dráttarvöxtum frá 20. nóvember 1989 sé reist á niðurstöðu yfirmatsmanna í yfirmatsgerð þeirra. Yfirmatsgerðin sé dagsett 20. nóvember 1989, og miðist matsfjár- hæðin við staðgreiðslu þann dag. Þess vegna sé krafist dráttarvaxta frá þeim degi jafnt í aðalkröfu sem varakröfu, en sú krafa styðjist og við dómaframkvæmd, sbr. nú niðurlag 1S. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Svo gæti farið, að fallist yrði á niðurstöðu yfirmatsmanna í máli þessu, en dómurinn teldi engu síður réttmætt að hækka endurgjald úr hendi Reykjavíkurborgar til stefnanda, vegna þess að land hefði hækkað í verði, annaðhvort hér á höfuðborgarsvæðinu almennt eða á svæðinu umhverfis Grafarvog sérstaklega. Þar eð 88. grein laga um meðferð einkamála í héraði kveði afdráttarlaust á um það, að í stefnu skuli greina fjárhæð dómkröfu í krónum talið, gæti slík hækkun á endurgjaldi rúmast innan aðalkröfunn- ar, svo sem hún sé sett fram í stefnu. Beri að líta þennan rökstuðning sem sjálfstæða málsástæðu og lagarök af hálfu stefnanda. Sú krafa, að Reykjavíkurborg skuli greiða þegar áfallinn kostnað, sem stefnandi hafi þurft að bera vegna fyrrgreindrar kröfugerðar á hendur borg- inni, sé reist á því sjónarmiði, að sá, sem skerði eign annars manns, skuli bæta allan þann kostnað, er af slíkri eignaskerðingu leiði. Í samræmi við það hafi verið talið, að eignarnemi eigi að bera allan kostnað eignarnáms- þola vegna eignarnáms, þ. m. t. kostnað af mati og annan málskostnað. Hljóti það sjónarmið að eiga jafnt við í þessu tilviki, þótt um það megi deila vegna orðalags í skipulagslögum, hvort um sé að ræða eiginlegt eignarnám eða annars konar eignarskerðingu. Krafa stefnanda um greiðslu á þegar áföllnum kostnaði, sbr. kröfulið 3 að framan, sé studd 67. grein stjórnarskrárinnar, svo sem hún hafi verið skýrð af dómstólum. Stefnandi tekur fram, að hann sé ekki virðisaukaskattsskyldur, og beri sér því nauðsyn til þess að fá dóm fyrir virðisaukaskatti af málflutnings- þóknun, sbr. kröfulið 4 að framan. Vaxtakröfur stefnanda séu reistar á III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987. 4.0. Aðalkröfu sína um sýknu styður stefndi einkum þessum rökum: Stefndi hafi á öllum stigum þessa máls, sem orðin séu allmörg, mótmælt því, að sér sé skylt að kaupa hið umdeilda land stefnanda. Séu fyrir því gildar ástæður og þessar helstar: Hinn 15. mars 1982 hafi verið staðfest aðalskipulag um landnotkun á austursvæðum Reykjavíkurborgar. Meðferð skipulagstillagna um þessi svæði hafi að öllu leyti verið í samræmi við 17. gr. skipulagslaga nr. 19/ 1964. Skipulagið hafi verið auglýst. Engin athugasemd um þetta fyrirhug- aða skipulag hafi borist frá stefnanda, og hafi hann samkvæmt skýlausu 2221 ákvæði í niðurlagi 17. gr., sem ítrekað sé í auglýsingunni, samþykkt það. Skipulag þetta hafi ekkert breyst, sem máli skipti hér, og standi samþykki stefnanda við því óhaggað. Geti hann engan rétt á því byggt, að skipulagið sé honum óhagstætt. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar taki yfir gríðarstórt landsvæði og feli í sér skipulagsákvarðanir almenns eðlis, sem gangi með sama eða svipuðum hætti yfir alla landeigendur, er eins sé ástatt um. Einhvers staðar verði byggðin að enda og óhjákvæmilegt á jaðarsvæðum, að einhver óbyggð svæði verði áfram óbyggð, þótt styttra sé til byggðar en áður hafi verið. Almennar takmarkanir, sem af þessu leiði, séu ekki eignarnám, og eigi bótaákvæði 29. gr. skipulagslaga ekki við þær. Sú meinloka hafi komist inn í mál þetta, að landspilda stefnanda hafi verið „tekin til almenningsnota““ með skipulagsákvörðunum stefnda. Því sé í reynd öfugt farið. Á skipulaginu sé landspildan og stórt svæði í næsta nágrenni merkt með grænu, sem þýði, að þar verði ekki byggt og sé þar friðlýst sem útivistarsvæði. Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 318/1985, gr. 3.3.4.3. í. f., skuli gera greinarmun á útivistarsvæðum, sem ætluð séu til sérstakra nota, svo sem til íþrótta, leikja o. fl., og óbyggðum svæðum án tiltekinna nota. Ekki hafi verið reynt að sýna fram á ráðagerðir um tiltekin not af hinu græna svæði í kringum spildu stefnanda, hvað þá heldur af spildunni sjálfri, enda séu þær ekki til. Langlíklegast sé, að mat skv. 3. mgr., gr. 3.3.4.3., í skipulagsreglugerð leiði til trjáræktar á þessu svæði. Stefnandi hafi engu getað ráðið um nýtingu landsins í kringum spildu sína, meðan það hafi verið óskipulagt. Hann hafi getað búist við mörgum sumar- bústöðum, garðrækt og hvers kyns ónæði í næsta nágrenni. Nú sé tryggt, að ekki verði byggt á þessu græna svæði, og jafnvel þar, sem byggð kæmi til álita, svo sem í holtinu fyrir ofan Brekku, hindri skipulagið, að það verði fyrr en eftir árið 2004. Skipulagið verndi því landspildu stefnanda. Við allt þetta bætist, að því sé marglýst yfir af hálfu stefnda og stendur óhrakið, að stefnanda sé frjálst og heimilt að loka landi sínu með girðingu og reisa þar að nýju svipað hús og þar hafi áður verið. Það samræmist hvorki lögum né íslenskri málvenju að meta þessar aðstæður þannig, að landspildan Brekka hafi verið tekin til almenningsnota. Ekki taki nú betra við, þegar sagt sé, að sú byggð, sem risin sé hinum megin við dalinn á móti Brekku, sé í næsta nágrenni. Það standist ekki og stangist á við lög og málvenju. Óleyfilegt sé að byggja á getgátum um það, sem tíminn kunni að bera í skauti sér. Vera megi, að byggð færist nær Brekku, þótt ekkert hafi verið ákveðið í því efni. Jafnframt kunni að breytast viðhorf til nýtingar Brekkulands og að þar verði leyft að byggja síðar. Þetta mál beri að dæma út frá þeim forsendum, sem nú liggi fyrir, og engum öðrum. Stefnandi hafi ekki verið sviptur eign sinni og ekki orðið 2222 fyrir meiri háttar tjóni af völdum skipulags. Sé óhugsandi, að þeim skilyrð- um 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga, sem leitt gætu til kaupskyldu stefnda, sé fullnægt. Dómstólar meti sjálfstætt álit matsmanna, sem dómkvaddir séu. Ljóst sé af framansögðu, að niðurstaða mats um skyldu stefnda til að kaupa land stefnanda sé reist á röngum lagarökum og röngu mati á aðstæðum. Beri, að hnekkja henni með dómi og sýkna stefnda. Þá leiði það einnig til sýknu, að krafa stefnanda um kaup alls landsins sé í eðli sínu bótakrafa, sem honum hafi borið að setja fram, þegar skipu- lagið hafi verið auglýst. Það hafi hann ekki gert, og sé krafa hans þess efnis því allt of seint fram komin. Vakin sé athygli á því, að í 1. gr. laga um eignarnám nr. 11/1973 sé sérstaklega tekið fram, að haldast skuli ákvæði skipulagslaga um fresti til að lýsa kröfum vegna eignarskerðingar samkvæmt þeim lögum. Stefndi segir varakröfu sína reista á úrskurði matsnefndar eignarnáms- bóta um verðmæti landsins. Stefndi telur raunar, að bætur til stefnanda, úr því að á þær reyndi, hefði í mesta lagi átt að meta sem eignarskerðingu af völdum skipulags, en ekki sem fullt verð fyrir kaup á öllu landinu. Það er og skoðun stefnda, að nefndin hafi metið landið of hátt, jafnvel út frá eignarnámssjónarmiðum. Engu að síður vilji stefndi, ef á kaup landsins reyndi, hlíta úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, sem til þess sé sett með lögum að skera úr ágreiningi um framkvæmd eignarnáms, sbr. 2. gr. laga nr. 11/1973. Hafi stefnanda verið tjáð þetta bréflega. Stefnandi hafi fengið úrskurði þriggja matsnefnda um verðmæti land- spildu sinnar og uni engum þeirra. Hafi hann nú kosið að bera málið undir dómstóla. Reyni þá á grundvöll þessara matsgerða, og gæti dómsniður- staða allt eins leitt til lækkunar verðs eins og hækkunar. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að ekki hafi verið gætt réttra matssjónarmiða við allt þetta mat, og eigi það að leiða til lækkunar verðs. Skuli það nú rök- stutt. Matsnefndir hafi sleppt grundvallarbreytingu, ákveðinni í reglugerð með stoð í lögum, sem lækki verðmæti allra eignarlóða í Reykjavík, sem ætlaðar séu til bygginga. Sé hér átt við þá breytingu, að greiða skuli gatnagerðar- gjald af húsum reistum á eignarlóðum jafnt sem leigulóðum. Ákvörðun þessi hafi verið tekin með reglugerð nr. 206/1984, út gefinni af félagsmála- ráðuneyti 17. apríl 1984, með stoð í lögum nr. 51/1974. Þótt gildistöku gjalds fyrir eignarlóðir hafi verið frestað, síðast með reglugerð nr. $11/ 1988, þá sé gjaldtakan nú komin til framkvæmda að hálfu, og skuli greiða fullt gjald frá 1. júlí 1990. Hér skipti tími gildistökunnar ekki máli, því að aldrei komi til álita íbúðabyggingar á landi stefnanda fyrir 1. júlí 1990. Mikil yfirsjón sé það hjá yfirmatsmönnum að miða ákvörðun um gatna- 2223 gerðargjald af eignarlóðum við útgáfu reglugerðar nr. 511/1988 og álykta út frá því, að hún eigi ekki að leiða til lækkunar verðs. Sem fyrr segi, hafi reglugerðin verið fyrst gefin út 17. apríl 1984. Sú beiðni stefnanda til matsnefndar eignarnámsbóta, að nefndin úrskurði um skyldu stefnda til að kaupa land sitt og um verð þess, hafi hins vegar ekki komið fram fyrr en með bréfi til nefndarinnar, dagsettu 18. október 1984. Það mat á verðmæti eignarlands, sem hér sé til úrlausnar, hafi því frá upp- hafi borið að miða við skyldu til að greiða af því fullt gatnagerðargjald. Hversu fráleitt það sé að taka þetta ekki með, sjáist best á því, að gatna- gerðargjald af þeim 23 einbýlishúsum, sem stefnandi telji, að byggja megi á landi sínu, nemi nú 30.173.930 kr., og sé þá miðað við lægsta gjald sam- kvæmt gjaldskrá um gatnagerðargjöld. Þá telur stefndi, að matsnefndir hafi ranglega sniðgengið ýmis þau sjónarmið, sem hann hafi sett fram og ráða eigi mati á verðmæti marg- nefnds lands. Vísist í því efni til greinargerðar stefnda í matsmálinu nr. 58/1988, sem fyrir liggi í þessu máli. Ekki séu með því tæmandi taldar þær ástæður, sem komi fram í gögnum málsins og stefndi telur, að hafa eigi áhrif á mat á verði þessa lands, svo sem samanburður á kaupsamning- um o. fl. Stefndi segist hafa greitt allan kostnað af starfi matsnefndar eignarnáms- bóta vegna þessa máls. Hann hafi formlega boðist til að kaupa land stefn- anda við því verði, sem nefndin úrskurðaði. Stefnda hafi hvorki verið boðið að kaupa land stefnanda samkvæmt mati dómkvaddra undirmatsmanna né yfirmatsmanna, enda hafi stefnandi sætt sig við hvorugt og tekið einhliða ákvarðanir um að berjast til hins ýtrasta fyrir fáránlegum verðhugmyndum sínum. Óbilgirni stefnanda sé vel lýst í bréfi til stefnda, rituðu um leið og úrskurður yfirmatsmanna hafi legið fyrir. Sé stefnda þar tilkynnt ákvörðun stefnanda um að höfða mál, þar eð hann uni ekki úrskurði yfirmatsmanna. Þrátt fyrir þetta hafi stefndi, áður en mál þetta hafi verið þingfest, boðist til að kaupa land stefnanda fyrir það verð, sem yfirmatsmenn hefðu ákveð- ið. Hafi því boði verið hafnað með bréfi, dagsettu 24. janúar 1990. Í því bréfi sé reynt að halda því fram, að stefnandi hafi, er hann tilkynnti ákvörðun sína um málshöfðun, óskað eftir kauptilboði frá stefnda. Þetta sé útúrsnúningur og rangfærsla á efni þessa bréfs. Í því felist ekkert annað en endurtekning á ranghugmyndum stefnanda um tífalt eða a. m. k. fimm- falt yfirmatsverð, sem engu gegni að ræða. Stefndi hafi samt viljað gera það ljóst fyrir þingfestingu, að hann væri reiðubúinn til sátta að kaupa landið á yfirmatsverði. Stefnandi hafi hafnað þessu tilboði og látið þing- festa málið, og eins og segi í niðurlagi bréfs stefnda, dagsetts 18. janúar 1990, hafi tilboðið þá fallið sjálfkrafa niður. Af framansögðu leiði, að sýkna beri stefnda af kröfu stefnanda um 2224 greiðslu kostnaðar, sbr. 3. tölulið í kröfugerð hans, svo og af kröfu um greiðslu málskostnaðar, hvernig sem málið fari. 5.0. Forsendur og niðurstaða. Stefndi heldur fram þeirrí málsástæðu, að stefnandi hafi glatað rétti sín- um til endurgjalds fyrir hið umdeilda land, þar sem hann hafi ekki gert athugasemdir, er staðfest aðalskipulag um landnotkun á austursvæðum Reykjavíkurborgar hafi verið auglýst árið 1982, en málsaðilar eru sammála um, að VII. kafli skipulagslaga nr. 19/1964 eigi við aðalskipulag það, sem um er fjallað í máli þessu. Dómurinn lítur svo á, að þar sem Reykjavíkurborg valdi þann kost að taka upp allt aðalskipulagið að nýju og auglýsa á árinu 1987 fyrir Reykjavík 1984-2004 með öllum þeim réttaráhrifum, sem því fylgja, og stefnandi lýsti þá kröfum sínum innan lögmælts frests, verði að telja, að stefnandi haldi rétti sínum þrátt fyrir fyrra tómlæti sitt. Þótt skipulag, að því er tekur til hins umdeilda lands, hafi ekki breyst, sem máli skiptir, frá fyrri auglýsingu árið 1982 til síðari auglýsingar árið 1987, var það þó tekið upp í heild sinni, og þykir það því ekki geta leitt til þess, að sumir verði firrtir rétti sínum og aðrir ekki. Þegar af þessari ástæðu felst dómurinn ekki á þá málsástæðu stefnda, að réttur stefnanda hafi fallið brott fyrir aðgerðaleysi eða tómlæti. Í málinu liggja fyrir niðurstöður matsmanna, sem dómkvaddir voru samkvæmt fyrirmælum 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, í mats- gerð, dagsettri 10. nóvember 1986, og yfirmatsgerð, dagsettri 7. október 1987, báðar á þann veg, að staðfestur skipulagsuppdráttur fyrir Reykja- víkurborg valdi því, að stefnandi geti ekki nýtt land sitt af þeim ástæðum, sem í greindu ákvæði skipulagslaga greinir, þ. e. eins og eðlilegt er miðað við allar aðstæður. Segir m. a. um þetta svo í niðurlagi yfirmatsgerðar- innar: „Eins og fyrr er getið, er Brekkuland ætlað til útivistar samkvæmt aðal- skipulaginu og ekki upplýst, að fyrirhuguð sé önnur notkun á landinu. Að öllu óbreyttu virðist önnur notkun á Brekkulandi samkvæmt aðalskipulagi ekki koma til greina. Í eignartíð Karls J. Steingrímssonar á Brekkulandi og fyrr hefur legið ljóst fyrir, að velflestar framkvæmdir á landinu væru háðar leyfum borgar- yfirvalda og notkun þess að því leyti bundin sömu takmörkunum og notkun annars lands, sem skipulagsskylda nær til. Þessi staðreynd þykir þó ekki breyta því, að meta verður án tillits til hennar, hvort ákvæði 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 eigi hér við. Telja verður, að í skilningi 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga séu lönd í næsta nágrenni Brekkulands ekki einungis þau, sem ætluð eru til útivistar, heldur 2225 einnig þau lönd, sem ætluð eru undir blandaða notkun og athafnasvæði, svo og íbúðabyggðin norðan Grafarvogs. Karl J. Steingrímsson sótti um leyfi til þess að reisa íbúðarhús á landi sínu, en var synjað af hálfu borgarráðs með vísan til 6. gr. skipulagslaga og 9. gr. byggingarlaga. Karl J. Steingrímsson virðist ekki hafa sótt um leyfi til að reisa sumar- bústað á landi sínu eða endurbyggja þann bústað, sem fyrir er. Hins vegar liggur fyrir það álit borgarlögmanns, að hann sjái því ekkert til fyrirstöðu, að Karl J. Steingrímsson endurreisi húsið, sem á landinu stendur, og girði landið af með eðlilegum hætti, en ekki er vitað um, hvort slík notkun yrði heimiluð af borgaryfirvöldum. Þótt svo kynni að vera, getur nýting af því tagi tæpast talist eðlileg miðað við þær aðstæður, sem nú eru á þessu svæði, og engan veginn, þegar tekið er tillit til nýtingar fasteigna í næsta nágrenni Brekkulands, sem orðin er í raun, og einnig þeirrar, sem fyrirhuguð er, en hún þykir nú vera komin í það fastar skorður og það fyrirsjáanleg, að taka megi fullt tillit til hennar við mat á aðstæðum. Samkvæmt framanrituðu þykir yfirmatsmönnum sú ákvörðun, sem í aðalskipulaginu felst, að Brekkuland skuli vera útivistarsvæði, og synjun borgaryfirvalda um byggingu á landinu, sem fyrr er lýst, hafa þá kvöð í för með sér, að í skilningi 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga geti Karl J. Stein- grímsson ekki nýtt eign sína, „eins og eðlilegt er miðað við allar aðstæður“. Niðurstaða yfirmatsmanna er því sú, að staðfest skipulag á landsvæðinu við Grafarvog í Reykjavík valdi því, að Karl J. Steingrímsson geti ekki nýtt land sitt, Brekku, af ástæðum, sem í 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 greinir.“ Samkvæmt orðum 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 ber að leggja álit dómkvaddra manna til grundvallar um það m. a., hvort skilyrðum kaupskyldu samkvæmt ákvæðinu sé fullnægt. Dómurinn getur ekki fundið efnisannmarka á niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna og yfirmats- manna. Umrædd landspilda og allstórt svæði í næsta nágrenni hefur verið friðlýst sem útivistarsvæði, og verður því að telja, að hún verði ekki nýtt samkvæmt skilgreiningu málsgreinarinnar. Er það því álit dómsins, að Reykjavíkurborg sé skylt að kaupa eignina fullu verði, svo sem greint ákvæði laganna gerir ráð fyrir og nánar greinir í dómsorði. Í síðasta málslið 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga segir orðrétt: „Ef eigandi krefst, er sveitarstjórn skylt að kaupa eignina fullu verði.“ Þykir verða að leggja til grundvallar orðunum „fullu verði““ gangverð, sem eignin myndi hafa í kaupum og sölum á frjálsum markaði, sbr. 67. gr. stjórnarskrár- innar, enda er það gert í fram lögðum matsgerðum. Stefndi telur, að við mat á endurgjaldi fyrir greint land verði að taka tillit til þeirrar reglu, sem felst í 1. málslið 4. mgr. 29. gr. skipulagslaga, 140 2226 en þar segir: „Við ákvörðun bóta vegna skipulagsaðgerða skal taka tillit til þeirrar verðhækkunar, sem þær hafa í för með sér á viðkomandi eign.““ Er þessari reglu ætlað að koma í veg fyrir, að sérstök verðhækkun á landi vegna skipulagsaðgerða verði bótakrefjanda til hagnaðar. Almennt hefur verið litið svo á við ákvörðun eignarnámsbóta, að taka verði til greina verðhækkun, sem rekja má til eignarnámsins og eignarnáms- framkvæmda, ef um almenna verðhækkun er að ræða, t. d., að aðrar eignir í grenndinni hafi einnig hækkað í verði að sama skapi, þótt ekki hafi verið talið, að taka beri til greina sérstaka verðhækkun þeirrar eignar, sem eignarnámi er tekin. Oft kann þó að vera álitamál, hvernig draga beri mörk- in milli almennrar og sérstakrar verðhækkunar. Dómurinn telur, að skýra verði 4. mgr. 29. gr. skipulagslaga til samræmis við almennar reglur. Þá ber að líta til þess, að eftir orðanna hljóðan taka reglur 4. mgr. 29. gr. skipulagslaga aðeins til ákvörðunar bóta. Verður því að skýra ákvæðið í samræmi við áðurgreindar meginreglur, þannig, að þeirri takmörkun eignarréttinda, sem það hefur að geyma, verði ekki beitt um aðra eignar- skerðingu en það tekur bókstaflega til, þ. e., þegar greiddar eru bætur vegna tjóns af skipulagi. Verður því að fallast á það viðhorf stefnanda, að við ákvörðun á fullu verði eignar í skilningi 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga skuli ekki tekið tillit til reglu 4. mgr. ákvæðisins, heldur miðað við markaðsverð hennar. Þá ber sérstaklega að taka til athugunar þá málsástæðu stefnda, að breytt reglugerðarákvæði um greiðslu gatnagerðargjalda af húsum, reistum á eignarlóðum jafnt sem leigulóðum, sbr. reglugerð um gatnagerðargjöld í Reykjavík nr. 206 frá 17. apríl 1984 með síðari breytingum, lækki verðmæti allra eignarlóða í Reykjavík, en fram lagðar matsgerðir taki ekki tillit til þess. Reglugerð þessi var sett með heimild í lögum nr. 51/1974 um gatna- gerðargjöld. Gjaldtöku þessari var með greindri reglugerð slegið á frest til 1. janúar 1986 og enn með reglugerðum nr. 313/1985, 452/1987 og $11/ 1988, en samkvæmt síðastnefndri reglugerð skal greiða hálft gatnagerðar- gjald af eignarlóðum frá 1. júlí 1989 til 30. júní 1990, en eftir 1. júlí 1990 skal greiða fullt gjald. Stefndi bendir á, að tími gildistökunnar skipti ekki máli, því að íbúðabyggingar á landi stefnanda fyrir 1. júlí 1990 hefðu aldrei komið til álita. Dómurinn telur, að taka beri nokkurt tillit til þessarar gjaldtöku við ákvörðun um mat á endurgjaldi fyrir landið. Þótt íbúðabyggingar á greindu landi hefðu getað orðið fyrir 1. júlí 1990, sem þó verður að telja harla ólíklegt, verður að líta til þess óhagræðis, sem yfirvofandi gjaldtaka hefði haft í för með sér, t. d. óhagræðis af að þurfa að flýta byggingu íbúða og óvissa um, hvort það hefðist að fá byggingarnefndarteikningar sam- þykktar fyrir tilskilinn tíma o. s. frv. Fallast verður því á sjónarmið stefnda 2227 í þessu efni. Á hinn bóginn er það álit dómsins, að greiðsla gatnagerðar- gjalda íþyngi kaupendum lóða aðallega, en leiði aðeins að litlu leyti til verð- lækkunar landsins. Stefnandi fékk árið 1985 greiddar bætur vegna holræsalagnar um landið samkvæmt úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, upp kveðnum 10. maí 1985. Holræsalögnin er kvöð, sem orkar til lækkunar á markaðsverði eignarinnar. Hins vegar virðist þessi kvöð ekki torvelda notkun landsins til byggingar, en í fram lagðri skipulagstillögu stefnanda fellur holræsalögn- in í vegstæði. Holræsalögnin sem slík lækkar því markaðsverð landsins að óverulegu leyti, en sú verðlækkun, sem kvöðinni nemur, ber við mat á endurgjaldi fyrir greint land að koma til frádráttar. Að öðru leyti en rakið hefur verið hér að framan hefur dómurinn lagt til grundvallar við ákvörðun verðmætis greindrar eignar þau sjónarmið, sem fram koma í fram lögðum matsgerðum, einkum matsgerð, dagsettri 7. janúar 1989, og yfirmatsgerð, dagsettri 20. nóvember 1989. Meta verður markaðsverð á landi stefnanda í ljósi þess, að land við norðanverðan Grafarvog er samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur almennt ætlað sem mögulegt byggingarsvæði. Íbúðahverfi þetta er nú nær fullbyggt með fjölbreyttri þjónustu. Land stefnanda mun vera 2,28 hektarar og er alveg við sjó á viðkunnanlegum stað. Er væntanleg byggð í næsta nágrenni ekki óþægilega þétt, og landið er hæfilega langt frá greiðfærum aðal- umferðaræðum. Landið er bratt á köflum og frekar erfitt til byggingar, en býður upp á ágætt útsýni til vesturs yfir Grafarvog. Þá verður tæplega talið raunhæft, að 23 einbýlishúsalóðir, 700 fermetrar að stærð, fáist úr landinu vegna hallans. Á landinu er töluverður trjágróður, ónýtt hús og ýmiss konar stoðveggir og brak. Ekki verða lögð til grundvallar máli þessu kaup stefnanda á landinu 1979 né upplýsingar um kaup stefnda á ýmsum löndum í næsta nágrenni við land stefnanda allt fram til ársins 1983, þar sem skipulag var þá í mótun, löndin flestöll lítil, kaupendur fáir og ávinningur eignarhalds óviss, en stefndi öruggur kaupandi. Þó má að nokkru hafa hliðsjón af kaupum stefnda á 28,3 hekturum lands sunnan Grafarvogs með kaupsamningi, dag- settum 14. október 1981, en matsnefnd eignarnámsbóta mat, að andvirði heildarkaupverðsins í úrskurði sínum frá 10. júní 1988 hefði „numið rúmlega tvöföldu þágildandi fasteignamatsverði landsins““. Dómurinn telur ekki, að neinar beinar ályktanir verði dregnar af verði á eignarlóðum við Stigahlíð né í Kolbeinsstaðamýri á Seltjarnarnesi, jafnvel þótt í báðum þessum tilvikum sé um lóðir að ræða í nær fullbyggðum hverfum, og ekki heldur af söluverði Vatnsendalands eða Reynisvatnslands, svo ólíku sem saman er að jafna. Álitsgerð Þórólfs Halldórssonar, lögfræðings og löggilts fasteignasala, um verðmæti lóða getur ekki talist marktæk, þar sem hún 2228 er ekki studd gögnum. Á hinn bóginn telur dómurinn, að töluverða hliðsjón megi hafa af sölu 3,86 ha. spildu úr Smárahvammslandi til Garðabæjar, en þar var söluverð ákveðið af matsnefnd eignarnámsbóta. Enn fremur ber að hafa í huga, að framboð á byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu á hverjum tíma hlýtur að hafa áhrif á verðlag lóða í Reykjavík. Þó verður að telja sennilegt, að lóðaverð á þessu svæði hafi hækkað umfram verð- bólgu á undanförnum 5 - 10 árum. Þá verður við ákvörðun endurgjalds að taka tillit til eðlilegs arðs af eign- inni miðað við þau not, sem stefnanda voru meinuð. Á landinu er töluverð- ur trjágróður, um 1500 tré og runnar. Telja verður, að stefnandi eigi rétt á bótum fyrir þennan trjágróður, sem flytja mætti burt og selja. Þegar allt framangreint er virt, verður niðurstaða dómsins sú, að fullt verð samkvæmt 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 á landi stefnanda, Brekku við Grafarvog, nemi á dómsuppsögudegi 8.500.000 krónum miðað við staðgreiðslu. Með hliðsjón af 15. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 þykir rétt, að dráttarvextir samkvæmt III. kafla laganna reiknist frá 1. júlí 1990. Fallist er á, að dráttarvextir bætist við höfuðstól skuldar á tólf mánaða fresti í samræmi við 12. gr. laganna. Dómurinn telur, að stefnanda hafi borið nauðsyn til samkvæmt 3. mgr. 29. gr. skipulagslaga að fá dómkvadda matsmenn til að gefa álit um, hvort skipulag umrædds landsvæðis hafi valdið því, að hann hafi ekki getað nýtt land sitt af ástæðum, sem um ræðir í ákvæðinu, og beri því stefnda að greiða útlagðan kostnað vegna þess mats ásamt þóknun til lögmanns stefn- anda, samtals 212.000 kr., þ. m. t. söluskatt. Þar sem stefndi óskaði yfir- mats á sama álitaefni, verður einnig að fallast á kröfu stefnanda um þóknun fyrir málflutning fyrir yfirmatsmönnum árið 1987, 44.800 kr., þ. m. t. söluskatt. Þá telur dómurinn, að rétt hafi verið hjá stefnanda að fá matsnefnd eignarnámsbóta til að meta endurgjald fyrir umrædda eign, og því beri honum að fá þann kostnað greiddan fyrir matsbeiðni, málflutning o. fl., sem hann krefst í því sambandi, 67.200 kr., þ. m. t. söluskatt. Enn fremur verður að fallast að fullu á kröfur stefnanda vegna matsgerð- ar, dagsettrar 7. janúar 1989, og yfirmatsgerðar, dagsettrar 20. nóvember 1989, þar sem endurgjald fyrir eignina er metið að nýju. Hafa verður í huga, að þessar matsgerðir reyndust nauðsynlegar, til að stefnandi gæti náð fram rétti sínum um fullt verð fyrir landareign sína. Stefnandi krefst 494.586 króna vegna útlagðs kostnaðar við matsgerðir þessar og 134.400 króna vegna matsbeiðnanna, málflutnings o. fl., þ. m. t. söluskatts, og 4.780 kr. fyrir réttargjöld og dómsendurrit vegna allra áðurgreindra mats- gerða, samtals 633.766 kr. með söluskatti. Þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda þann kostnað allan. 2229 Fallist er á, að dráttarvextir reiknist vegna framangreinds kostnaðar í samræmi við kröfugerð stefnanda í 3. lið í kröfugerð hans, svo sem nánar greinir í dómsorði. Eftir úrslitum málsins og með tilvísun til 177. gr. laga nr. 85/1936 þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda 600.000 kr. í málskostnað, þ. m. t. virðis- aukaskatt, enda er því ómótmælt, að stefnandi sé ekki virðisaukaskatts- skyldur. Dóminn kvað upp Jón L. Arnalds borgardómari ásamt meðdóms- mönnunum Stefáni Svavarssyni, löggiltum endurskoðanda, og Zophoníasi Pálssyni, fyrrverandi skipulagsstjóra. Dómsorð: Stefnda, Reykjavíkurborg, skal skylt að kaupa eignarland stefn- anda, Karls J. Steingrímssonar, Brekku við Grafarvog í Reykjavík. Stefndi greiði stefnanda 8.500.000 kr. með dráttarvöxtum sam- kvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. júlí 1990 til greiðsludags og 600.000 kr. í málskostnað, þ. m. t. virðisaukaskatt. Áfallnir vextir bætist við höfuðstól skuldar á tólf mánaða fresti í samræmi við 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Stefndi greiði stefnanda til viðbótar 957.766 kr., ásamt Ínánar til- greindum vöxtum). Dómi þessum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lögbirtingu hans að telja að viðlagðri aðför að lögum. 2230 Fimmtudaginn 2. desember 1993. Nr. 339/1990. Menntamálaráðherra (Dögg Pálsdóttir hdl.) (Guðrún Margrét Árnadóttir hrl.) gegn Jafnréttisráði vegna Helgu Kress (Ingibjörg Rafnar hdl.) (Hafsteinn Hafsteinsson hrl.) og gagnsök. Jafnrétti. Stöðuveiting. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason og Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. september 1990. Hann krefst þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og hann sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjanda og dæmdur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess, að kröfur gagnáfrýjanda verði stórlega lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Gagnáfrýjandi skaut málinu til réttarins með stefnu 15. nóvember 1990. Krefst það þess, „„að viðurkennt verði með dómi, að setning Matthíasar Viðars Sæmundssonar í lektorsstöðu í íslenskum bók- menntum við heimspekideild Háskóla Íslands 27. desember 1985 hafi verið ólögmæt““. Jafnframt er þess krafist, að stefndi greiði Helgu Kress 500.000 krónur í miskabætur með nánar tilgreindum ársvöxtum frá 23. júní 1988 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þetta var þingfest í héraði 23. júní 1988. Stefnandi var Jafn- réttisráð vegna Helgu Kress. Þessi háttur var á hafður með heimild í 17. gr. laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í stefnu var til stuðnings kröfum ráðsins vísað til 2. tl. 5. gr. laga nr. 65/1985, sbr. 1., 2., 3. og 9. gr. sömu laga, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfs- 2231 manna ríkisins. Í 5. gr. laganna frá 1985 sagði m.a.: „„Atvinnu- rekendum er óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði, og gildir það m. a. varðandi: ... 2. Ráðningu, setningu eða skipun í starf ...“ Krafa Jafnréttisráðs hefur þýðingu fyrir aðila með þeim hætti, að á hana ber að leggja dóm, þó að aðstæður þeirra umsækjenda, sem málið varðar, séu breyttar. Málavextir og málsástæður aðila eru raktar í héraðsdómi. Aðila greinir ekki á um, að menntamálaráðherra hafi haft vald til setn- ingar í stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við Heimspekideild Háskóla Íslands, svo sem hann gerði 27. desember 1985. Valdi hans voru þó þau mörk sniðin, sem leiddi af lögum nr. 65/1985, og almennum grundvallarreglum í stjórnsýslurétti um undirbúning stöðuveitingar og mat á hæfni umsækjenda. Gagnáfrýjandi heldur því fram í máli þessu, að ráðherra hafi ekki farið að lögum við mat á hæfni umsækjenda og hafi með því brotið rétt á Helgu Kress. Hins vegar greinir aðila ekki á um, að undirbúningur stöðuveit- ingarinnar hafi verið vandaður og að vel hæfur einstaklingur hafi hlotið stöðuna. Héraðsdómur féllst á þær röksemdir lögmanns Jafnréttisráðs, að Helga Kress hefði verið hæfari til lektorsstarfsins en sá, sem ráðinn var, og að röksemdir ráðherra um stöðu þá, sem hún hafði fyrir við Háskólann, væru ekki gildar að lögum. Hér er eigi ástæða til að fjalla sérstaklega um sönnunargildi þeirra gagna, sem fyrir lágu um hæfni umsækjenda, en telja verður, að nægilega sé fram komið, að bæði Helga Kress og Matthías Viðar Sæmundsson hafi vegna fræðistarfa verið vel hæf. Ráðherra hefur talið, að önnur atriði hafi einnig skipt máli og að þau hafi ráðið úrslitum. Er hér ekki um að ræða ólögmætar ástæður. Í 1. gr. laga nr. 65/1985 segir, að tilgangur þeirra sé að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum. Í 2. gr. segir, að konum og körlum skuli með stjórnvaldsaðgerðum tryggðir jafnir möguleikar til atvinnu og menntunar. Þá segir í 3. gr. meðal annars: „Hvers kyns mismunun eftir kynferði er óheimil. Þó teljast sérstakar tímabundnar aðgerðir, sem ætlaðar eru til að bæta stöðu kvenna til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna, ekki ganga gegn lögum þessum. ...““ Loks segir í 9. gr. meðal 2232 annars: „, Atvinnurekendur skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar ...““ Af þessu er ljóst, að með lögunum er leitast við að stemma stigu við mismunun. Erfitt er oft og tíðum að sanna, að um hana hafi verið að ræða. Lögin yrðu að þessu leyti þýðingarlítil, nema megin- reglurnar í 1., 2., 3. og 9. gr. séu skýrðar svo við núverandi aðstæður, að konu skuli veita starf, ef hún er að minnsta kosti jafnt að því komin, að því er varðar menntun og annað, sem máli skiptir, og karlmaður, sem við hana keppir, ef á starfssviðinu eru fáar konur. Ber að leggja þá skýringu til grundvallar í máli þessu. Í málinu er nægilega fram komið, að samkvæmt lögum nr. 65/ 1985 hafi borið að setja Helgu Kress í lektorsstöðu þá, sem mál þetta snýst um. Breytir það ekki þessum málalyktum, að Helga var í dósentsstöðu, þar sem staðan, sem keppt var um, var á öðru fræðasviði. Eftir þessu verður krafa Jafnréttisráðs um viðurkenningardóm tekin til greina. Ekki eru nægar líkur leiddar að því, að Helga Kress, sem nú er prófessor við Háskóla Íslands, hafi orðið fyrir miska vegna þeirrar stjórnvaldsákvörðunar, sem um er deilt. Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms er staðfest. Áfrýjandi skal greiða gagnáfrýjanda málskostnað, eins og í dóms- orði greinir. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Veiting menntamálaráðherra í lektorsstöðu í íslenskum bókmenntum við heimspekideild Háskóla Íslands 27. desember 1985 braut gegn lögum nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Aðaláfrýjandi, menntamálaráðherra, skal vera sýkn af kröfu gagnáfrýjanda, Jafnréttisráðs f. h. Helgu Kress, um miska- bætur. Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms skal vera óraskað. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda 150.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. 2233 Sératkvæði Hrafns Bragasonar hæstaréttardómara. Ég er samþykkur atkvæði meiri hluta dómara um, að leggja beri dóm á kröfu stefnda, þótt aðstæður þeirra umsækjenda, sem málið varðar, séu breyttar. Þá er ég þeirrar skoðunar, að lög nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna hafi m. a. átt að leiða til þess, að staðan yrði veitt einstaklingi af því kyni, sem greini- lega væri í minni hluta á starfssviði, væru umsækjendur um stöðu sinn af hvoru kyni, og ekki yrði gert upp á milli hæfni þeirra. Í málinu liggur hins vegar ekki fyrir, hvernig kynjaskiptingu var háttað innan heimspekideildar, þegar sett var í starf lektors í íslensk- um bókmenntum. Þá var Helga Kress dósent við deildina, og þurfti því stöðuveiting til hennar út af fyrir sig ekki að breyta kynjaskipt- ingu við deildina. Verður því ekki undan því vikist að taka afstöðu til annarra málsástæðna aðila. Samkvæmt 2. tl. S. gr. laga nr. 65/1985 var óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði varðandi ráðningu, setningu eða skipun í starf. Þá er það grundvallarregla í stjórnsýslurétti, að velja beri þann, sem hæfastur verður metinn að málefnalegum sjónarmiðum, sæki fleiri hæfir einstaklingar um opinbera stöðu. Ráðherra sendi Háskóla Íslands umsóknir um lektorsstöðuna 22. ágúst 1985 og óskaði eftir tillögu heimspekideildar um ráðstöfun stöðunnar. Á fundi heimspekideildar 4. október 1985 var kosin dómnefnd til að meta hæfni umsækjenda. Komst hún að þeirri niðurstöðu, sem getið er í héraðsdómi, að tveir umsækjendur, Matthías Viðar Sæmundsson og Helga Kress, skæru sig úr umsækjendum. Þegar dómnefndarálitið er lesið í heild, verður fullljóst, að nefndin metur Helgu Kress greinilega hæfari vegna meiri menntunar, víðtækari reynslu af háskólakennslu og umfangsmeiri rannsókna. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en dómnefndarálitið byggist á mál- efnalegum grunni. Líta verður svo á, að heimspekideild hafi byggt á áliti dómnefndar, þegar deildin mælti með því, að Helga Kress yrði sett í stöðuna. Ber að leggja það til grundvallar dómi í málinu. Áfrýjendur halda því fram, að allt að einu hefði verið rétt að setja Matthías Viðar Sæmundsson í lektorsstöðuna, þótt svo yrði litið á, að Helga Kress væri hæfari til að vera sett í stöðuna. Byggja þeir það á því, að Helga gegndi fyrir fastri stöðu dósents í almenn- 2234 um bókmenntafræðum við heimspekideild Háskóla Íslands samkvæmt ótímabundinni skipun. Staðan, sem veita átti, hafi hins vegar verið tímabundin, og setning hennar Í stöðuna hafi ekki getað orðið nema með því að veita henni leyfi úr sinni stöðu og setja annan í hennar stað. Ráðherra hafi því þótt rétt að veita öðrum hæfum manni tækifæri. Samkvæmt lögum nr. 77/1979 um Háskóla Íslands skal hann vera vísindaleg rannsóknar- og fræðslustofnun. Háskólaráð fer með stjórn skólans sem vísinda- og fræðslustofnunar, þótt hann eigi stjórnarfarslega undir menntamálaráðherra. Fallast ber því á rök héraðsdóms fyrir því, að ráðherra hafi ekki sýnt fram á málefna- legar ástæður, sem réttlættu, að vikið var frá lagareglum um, að stöðu eigi að veita hæfasta umsækjandanum. Með þessum rökum er ég samþykkur niðurstöðu meiri hluta dómara. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 23. júní 1990. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 11. júní sl., er höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur af Jafnréttisráði, nnr. 4844-3338, Laugavegi 118 D, Reykjavík, vegna Helgu Kress, nnr. 3920- 5769, Ásvallagötu 62, Reykjavík, gegn menntamálaráðherra f. h. mennta- málaráðuneytis og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs með stefnu, þingfestri 23. júní 1988. Þá hefur Matthíasi Viðari Sæmundssyni, kt. 230654-4099, Birkivöllum 10, Selfossi, verið stefnt til réttargæslu í málinu með stefnu, þingfestri 18. október 1989. Dómkröfur stefnanda eru þessar: 1. Að viðurkennt verði með dómi, að setning Matthíasar Viðars Sæmundssonar í lektorsstöðu í íslenskum bókmenntum við heimspekideild Háskóla Íslands 27. desember 1985 hafi verið ólögmæt. 2. Að stefndu verði með dómi gert að greiða Helgu Kress 500.000 kr. í miskabætur með Ínánar tilgreindum vöxtum). 3. Að stefndu verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins að við- bættum virðisaukaskatti. Dómkröfur stefnda menntamálaráðherra eru þær, að hann verði sýkn- aður af öllum kröfum stefnanda og stefnda tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati réttarins. Til vara er þess krafist, að stefnukröfur verði stórlega lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Á hendur réttargæslustefnda eru engar kröfur gerðar, og ekki hefur verið sótt þing af hans hálfu í málinu. Stefndi setti upphaflega fram kröfu um frávísun málsins. Með dómi 2235 bæjarþings Reykjavíkur, upp kveðnum 29. mars 1989, var viðurkenningar- kröfu stefnanda vísað frá dómi. Með dómi Hæstaréttar, upp kveðnum 12. maí 1989, var sá frávísunardómur felldur úr gildi. I. Stefnandi lýsir málavöxtum svo í stefnu: „Í ágúst 1985 var staða lektors í íslenskum bókmenntum við heimspeki- deild Háskóla Íslands auglýst laus til umsóknar með umsóknarfresti til 20. ágúst 1985. Tekið var fram, að ráðið yrði í stöðuna til þriggja ára frá |. september 1985. Umsækjendur um stöðuna voru sex, og voru Helga Kress og Matthías Viðar Sæmundsson meðal þeirra. Á fundi deildarráðs heimspekideildar 4. október 1985 var kosin þriggja manna dómnefnd til að meta hæfni umsækjenda. Nefndin skilaði áliti um miðjan nóvember. Í heildarniðurstöðu dómnefndarinnar kemur fram, að hún telji fimm umsækjendur hæfa, en tveir umsækjendur, þau Helga Kress og Matthías Viðar Sæmundsson, skeri sig úr. Síðan segir, að Helga hafi meiri og víðtækari reynslu en hann sem háskólakennari og fræðimaður og því mæli dómnefndin með því, að hún verði valin til starfsins. Á fundi heimspekideildar 29. nóvember 1985 voru greidd atkvæði um umsækjendur, og féllu þau þannig, að Helga Kress fékk 26 atkvæði, Örn Ólafsson sjö atkvæði og Matthías Viðar Sæmundsson fjögur atkvæði. Hinn 27. desember 1985 var Matthías Viðar Sæmundsson settur í stöðu lektors í íslenskum bókmenntum frá 1. janúar 1986 til 31. ágúst 1988. Helga Kress ritaði Jafnréttisráði bréf 7. janúar 1986 og kærði þar veit- ingu menntamálaráðherra á fyrrgreindri lektorsstöðu með vísan til laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnréttisráð ritaði menntamálaráðherra bréf 10. janúar 1986 og óskaði eftir upplýsingum um menntun, starfsreynslu og aðra sérstaka hæfileika þess, sem ráðinn hafði verið. Í svari menntamálaráðherra, dags. 3. febr. 1986, eru menntun og starfsferill Matthíasar Viðars Sæmundssonar rakin og vitnað í niðurstöðu dómnefndar um, að hann sé vel hæfur til að gegna starfinu. Hinn 10. mars sendi Jafnréttisráð aðilum greinargerð um athugun sína á málinu. Í niðurstöðum hennar kemur fram, að ráðið sé sammála um, að líta verði svo á, „að við setningu Matthíasar Viðars Sæmundssonar í lektorsstöðu við heimspekideild Háskóla Íslands hafi verið brotið ákvæði 2. tl. 5. gr. 1. nr. 65/1985““. Með bréfi, dags. 7. apríl 1986, óskaði Helga Kress eftir því, að Jafnréttis- ráð höfðaði mál á grundvelli fyrrgreindrar niðurstöðu ráðsins. Mál var höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 11. desember 1986 (bæjarþingsmál nr. 10306/1987). Með dómi, upp kveðnum 2236 8. maí 1987, var málinu vísað frá dómi með þeim rökum, að málshöfðunar- heimild Jafnréttisráðs væri bundin því ófrávíkjanlega skilyrði, að ráðið hefði áður beint rökstuddum tilmælum til þess aðila, sem að mati ráðsins hefði brotið ákvæði laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Dómurinn var staðfestur í Hæstarétti 29. júní 1987. Jafnréttisráð ritaði menntamálaráðherra bréf 21. september 1987 og beindi til hans þeim tilmælum, að Helga Kress yrði þá þegar sett í umrædda stöðu lektors í íslenskum bókmenntum. Í svari menntamálaráðherra, dags. 26. nóvember 1987, er því lýst yfir, að menntamálaráðuneytið geti ekki orðið við tilmælunum.““ II. Stefnandi reisir viðurkenningarkröfu sína á því, að með því að ganga fram hjá Helgu Kress við setningu í stöðu lektors í íslenskum bókmenntum 27. desember 1985 hafi menntamálaráðherra brotið gegn lögum nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hafi Helga Kress átt ótvi- ræðan rétt á því að vera sett Í stöðuna. Samkvæmt $. gr. laga nr. 65/1985 sé atvinnurekendum óheimilt að mis- muna starfsfólki eftir kynferði, og gildi það m. a. um ráðningu, setningu eða skipun í starf. Helga Kress hafi að mati dómnefndar verið hæfari til að gegna stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við heimspekideild Há- skóla Íslands en sá, sem settur var í stöðuna. Í álitsgerð dómnefndar, sem kjörin hafi verið af heimspekideild Háskóla Íslands til að meta hæfni umsækjenda um stöðu lektors í íslenskum bók- menntum við deildina, komi fram, að Helga Kress hafi lokið cand. mag.- prófi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands vorið 1969 „„með mjög lof- legum vitnisburði“ og hafi hlotið ágætiseinkunn fyrir prófritgerð sína. Þá hafi hún lagt stund á almenna bókmenntafræði við háskólann í Björgvin 1973-1980 og lokið prófi þar 1980. Í vottorði frá norrænudeild háskólans í Björgvin komi m. a. fram, að fagleg hæfni hennar hafi verið talin jafn- gilda norskri doktorsgráðu þegar á árinu 1977. Í áliti dómnefndar komi fram, að Matthías Viðar Sæmundsson hafi lokið kandídatsprófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 1980; ekki sé getið um vitnisburð á prófi. Þá hafi hann stundað á námsárum sínum nám í frönsku og bókmenntafræði í Frakklandi í tæplega eitt ár. Samkvæmt framansögðu hafi Helga því verulega meiri menntun en Matt- hías Viðar. Í álitsgerð dómnefndar komi eftirfarandi fram um starfsreynslu: Helga hafi sex ára starfsreynslu sem stundakennari við menntaskóla og 13 ára starfsreynslu sem háskólakennari, þar af eitt ár stundakennar, átta ár lektor og fjögur ár dósent. Matthías Viðar hafi tveggja ára starfsreynslu sem kenn- 2237 ari við fjölbrautaskóla og þriggja ára starfsreynslu sem háskólakennari, þar af tvö ár stundakennari og eitt ár lektor. Helga hafi því miklu meiri starfsreynslu sem háskólakennari. Þá komi skýrt fram í álitsgerð dómnefndar, að rannsóknarstörf Helgu Kress séu umfangsmeiri en rannsóknarstörf Matthíasar Viðars. Þá séu um- mæli um rannsóknir Helgu mun lofsamlegri en ummæli um rannsóknir Matthíasar Viðars. Niðurstöður dómnefndar um hæfni Helgu Kress séu, þegar á allt sé litið, mjög jákvæðar. Niðurstaða dómnefndar um hæfni Matthíasar Viðars segi hins vegar aðeins, að hann sé vel hæfur, en er að öðru leyti algerlega hlutlaus. Í heildarniðurstöðu dómnefndar komi fram, að tveir umsækjendur, þau Helga Kress og Matthías Viðar Sæmundsson, skeri sig úr. Síðan sé bent á, að Helga sé dósent í almennri bókmenntafræði og hafi meiri og víðtæk- ari reynslu en hann sem háskólakennari og fræðimaður, og mæli dóm- nefndin því með, að hún verði valin. Telja verði, þegar sýnt hafi verið fram á, að kona, sem sækir um starf, sé jafnhæf eða hæfari, eins og í þessu máli, til að gegna starfi en karl, sem veitt er staðan, að löglíkur séu fyrir því, að um mismunun eftir kyn- ferði sé að ræða og sönnunarbyrði hvíli á atvinnurekanda um, að svo sé ekki. Í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Jafnréttisráðs um menntun, starfsreynslu og aðra sérstaka hæfileika þess, sem hlaut stöðuna, segi ekkert um sérstaka hæfileika hans eða annað, sem réttlæti, að hann hafi verið tekinn fram yfir Helgu. Þá er því haldið fram, að þar sem kona hafi aldrei gegnt fastri kennara- stöðu í íslenskum bókmenntum við heimspekideild Háskóla Íslands og yfir- gnæfandi meiri hluti kennara þar sé karlar, hafi menntamálaráðherra borið enn ríkari skylda til að setja konu í stöðuna. Stefnandi reisir kröfu sína um miskabætur á því, að Helga Kress hafi orðið fyrir álitshnekki, þegar gengið hafi verið fram hjá henni við veitingu stöðu í íslenskum bókmenntum, auk þess sem starfsferli hennar hafi verið raskað með ólögmætu og refsiverðu broti gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stefnandi telur sig hafa lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn dómstóla um lögmæti stöðuveitingarinnar og bótakröfu sína. Þá telur Jafnréttisráð mikilvægt fyrir starfsemi ráðsins og fyrir jafnrétti og jafna stöðu í landinu að fá endanlega úr því skorið, hvort hér hafi verið um að ræða brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 65/1985. Til stuðnings viðurkenningarkröfu vísar stefnandi til 2. tl. 5. gr. laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sbr. 1., 2., 3. og 2238 9. gr. sömu laga, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Til stuðnings miskabótakröfu er vísað til 1. mgr. 264. gr. alm. hegningar- laga nr. 19/1940 og 17. og 18. gr. laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stefnandi kveður málið höfðað skv. heimild í 17. gr. laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla að uppfylltu skilyrði um tilmæli um úrbætur skv. 16. gr. sömu laga. Um vaxtakröfur er vísað til laga nr. 25/1987 og auglýsinga Seðlabanka Íslands. III. Stefndi menntamálaráðherra rökstyður mál sitt því, að Helga Kress hafi ekki átt ótvíræðan lögvarinn rétt umfram aðra umsækjendur til setningar í hina umdeildu stöðu. Við ráðstöfun hennar hafi ráðherra hvorki verið bundinn af tillögum dómnefndar né heimspekideildar. Því er mótmælt, að kynferði umsækjenda hafi skipt máli við ákvörðun um tímabundna setn- ingu í lektorsstöðu í íslenskum bókmenntum, er úrslit um veitingu hennar voru ráðin. Ráðherra hafi ekki gengið fram hjá Helgu Kress við veitingu stöðunnar vegna kynferðis, heldur einfaldlega vegna þess, að hún gegni fyrir fastri kennarastöðu sem dósent í almennum bókmenntafræðum við heimspekideild Háskóla Íslands samkvæmt ótímabundinni skipun. Hér hafi verið um tímabundna setningu í starf að ræða. Veiting starfsins til hennar hefði því ekki getað orðið nema með því að veita henni leyfi úr sinni stöðu. Afleiðingin hefði orðið sú, að setja hefði þurft tímabundið í tvær fastar stöður. Þegar um er að ræða fastar stöður á vegum ríkisvaldsins, sé til þess ætl- ast, að þeir, sem falin sé slík staða ótímabundið, gegni henni sjálfir. Um sérstök rök þurfi því að vera að ræða, svo að fallist verði á að veita leyfi frá henni. Hvorki sé í umsókn Helgu Kress né í bréfi færð fram rök fyrir því. Engin rök hafi staðið til þess að fallast á að veita Helgu Kress leyfi úr dósentsstöðu hennar í almennum bókmenntafræðum vegna umsóknar hennar um tímabundna stöðu lektors í íslenskum bókmenntum. Slíkt hefði leitt til ástæðulausrar röskunar á fastri starfsemi heimspekideildar háskól- ans. Í umsókn um leyfi frá kennslu 25. júní 1986 hafi Helga Kress í reynd fallist á þessi sjónarmið. Allra síst hafi staðið rök til þessa, þegar völ hafi verið á umsækjanda, sem að mati dómnefndar var talinn vel hæfur til að gegna stöðunni. Við framangreindar aðstæður hljóti það sjónarmið að koma til álita að hindra röskun á fastri starfsemi og veita efnilegum fræði- mönnum tækifæri til að spreyta sig. Af umsögn dómnefndar hafi verið ljóst, að Matthías Viðar Sæmundsson 2239 og Helga Kress hafi skorið sig úr öðrum umsækjendum að hæfni, og hafi þau bæði fengið umsögnina vel hæf. Hins vegar hafi dómnefnd lagt til, að Helgu yrði veitt staðan, á grundvelli lengri starfsreynslu. Þar sem Helga var fastráðinn dósent við heimspekideild Háskóla Íslands, var það niður- staða stefnda, að rétt væri að veita hinum unga fræðimanni tækifæri til að spreyta sig við kennslu og leyfa háskólanum að njóta starfskrafta hans. Sú niðurstaða hafi leitt til þess, að skólinn naut starfskrafta beggja þessara umsækjenda og ekki þurfti að fylla samtímis tvær stöður með lausráðnum starfsmönnum. Við ráðstöfun stöðu komi fjölmörg atriði til athugunar, er gera þurfi upp á milli umsækjenda. Því er eindregið vísað á bug, að valdheimildum veitingavaldsins séu settar aðrar og þrengri skorður, ef val stendur milli karls og konu eða milli umsækjenda af sama kyni, eins og stefnandi heldur fram. Slíkt feli í sér kynferðislega mismunun andstætt 3. mgr. 3. gr. laga nr. 38/1954. Stefndi fellst ekki á, að dómnefnd hafi talið Helgu Kress hæfari til að gegna stöðunni. Þetta segi hvergi í umsögn dómnefndar. Sú málsástæða stefnanda, að stefnda hafi borið ríkari skylda til að setja Helgu Kress í stöðuna en ella, þar sem kona hafi ekki áður gegnt fastri kennarastöðu í íslenskum bókmenntum og meiri hluti kennara við háskól- ann sé karlmenn, byggist á tilvist skyldu til jákvæðrar mismununar kynj- anna. Þeirri skyldu sé ekki til að dreifa að lögum, og þegar af þeirri ástæðu standist þessi málsástæða ekki. Stefndi telur vandséð, að stefnandi geti fengið kröfu sína um dómsviðurkenningu tekna til greina, jafnvel þótt dómurinn fallist á málatilbúnað hans að einhverju eða öllu leyti. Stöðunni sé ráðstafað af réttu og bæru stjórnvaldi og hún falin manni, sem full- nægir lagaskilyrðum til að gegna henni. Stjórnarathöfnin sé því lögleg og gild, og þeir annmarkar, sem stefnandi heldur fram, að hafi verið á undirbúningi hennar, séu ekki þess eðlis, að þeir geti valdið ólögmæti hennar. Miskabótakröfu stefnanda er vísað á bug. Telur stefndi, að skilyrðum 264. gr. alm. hgl. um miskabætur sé ekki fullnægt í máli þessu, enda leitast stefnandi ekki einu sinni við að færa rök að því, hvernig stjórnarathöfn ráðherra hafi falið í sér refsiverða meingerð eða meingerð drýgða af illfýsi í garð Helgu Kress. Telur stefndi auk þess vandséð, hvernig ráðstöfun þess- arar lektorsstöðu tímabilið 1. janúar 1986 til 31. ágúst 1988 geti verið fallin til að baka henni álitshnekki eða raska þeim starfsferli, sem Helga Kress hafði markað sér. Þá beri gögn málsins með sér, að stöðuveitingin hafi síður en svo raskað ferli hennar. Varakröfu sína styður stefndi við það, að stefnukrafan sé allt of há. 2240 IV. Í ódagsettri álitsgerð dómnefndar, sem kosin var til þess að meta hæfni umsækjenda um stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við heimspekideild Háskóla Íslands, voru þau Helga Kress og Matthías Viðar Sæmundsson bæði metin vel hæf til þeirrar stöðu. Í heildarniðurstöðu álitsgerðarinnar segir þó svo um þessa umsækjendur: „Tveir umsækjendur skera sig úr, þau Helga Kress og Matthías Viðar Sæmundsson. Helga Kress er dósent í almennri bókmenntafræði og hefur meiri og víðtækari reynslu en hann sem háskólakennari og fræðimaður. Af þeim sökum mælir dómnefnd með því, að hún verði valin til starfsins.“ Á fundi í heimspekideild 29. nóvember 1985 var gengið til atkvæða- greiðslu um lektorsstöðuna, svo sem fram er komið. Féllu atkvæði þannig, að Helga Kress fékk 26 atkvæði, Örn Ólafsson sjö atkvæði og Matthías Viðar fjögur atkvæði, en tveir seðlar voru auðir. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 65 frá 28. júní 1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er hvers kyns mismunun eftir kynferði óheimil, nema hún styðjist við þær undanþágur, sem tilteknar eru í greininni. Þær undan- þágur eiga þó ekki við hér. Samkvæmt 5. gr. sömu laga er atvinnurekendum óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði, og gildir það m. a. um ráðningu, setningu eða skipun í starf, eins og segir í 2. tl. þeirrar lagagreinar. Í 7. gr. laganna segir síðan, að hafi umsækjandi um auglýst starf verið kona, en það hafi verið veitt karlmanni, skuli Jafnréttisráð, sé þess óskað, fara fram á það við hlutaðeigandi atvinnurekanda, að hann veiti því skriflegar upplýsingar um, hvaða menntun, starfsreynslu og aðra sérstaka hæfileika sá hafi til að bera, sem ráðinn var í starfið. Telja verður, að þarna komi fram þau helstu atriði, sem taka beri tillit til, þegar það er metið, hvort umsækjend- um um starf hafi verið mismunað eftir kynferði, en þó koma þar til álita önnur sjónarmið, ef þau styðjast við efnisrök. Ekki skiptir máli, þó að hér hafi verið um tímabundna stöðu að ræða, því að 5. gr. fyrrgreindra laga tekur berum orðum til slíkra tilvika. Ekki þykir heldur skipta máli, þótt umsækjandinn Helga Kress hafi skipað dósentsstöðu fyrir við heimspekideild Háskóla Íslands. Ber í því sambandi að geta þess, að ekki er annað komið fram en umsóknin hafi verið sett fram í eðlilegum tilgangi og samrýmst hagsmunum Helgu um framgang og fræðiiðkun innan heimspekideildar háskólans. Ber og að hafa í huga, að bæði heimspekideild og háskólayfirvöld töldu æskilegt, að Helga fengi um- rædda stöðu, en afstaða háskólaráðs kemur fram í ályktun ráðsins frá 30. janúar 1986. Þær ástæður, sem liggja að baki fyrrgreindum lögum nr. 65/1985, eiga því jafnt við, þótt umsækjandinn Helga Kress hafi skipað stöðu fyrir við heimspekideild. 2241 Í máli þessu þykir nægilega upplýst, að umsækjandinn Helga Kress hafi verið hæfari til að gegna umræddri stöðu en umsækjandinn Matthías Viðar, sé miðað við þau sjónarmið, sem lög nr. 65/1985 byggjast á og fyrr voru rakin. Samkvæmt þessu er ekki unnt að fallast á það sjónarmið stefnda, að umrædd stöðuveiting hafi verið nægjanlega réttlætt með því, að Helga hafi skipað aðra stöðu fyrir við heimspekideild Háskóla Íslands og að á þeim grundvelli hafi verið færi á að gefa ungum og efnilegum fræðimanni tæki- færi til þess að spreyta sig. Ekki verður heldur fallist á það sjónarmið stefnda, að röskun á fastri starfsemi háskólans hafi getað réttlætt umrædda stöðuveitingu, eins og á stóð. Slíkar tímabundnar tilfærslur í stöður innan háskólans eru algengar og oftast tiltölulega litlum vandkvæðum bundnar. Þá þykir og ljóst af skjölum málsins, að heimspekideild og háskólayfirvöld voru hlynnt slíkri tilfærslu í máli þessu, ef á hana hefði reynt. Niðurstaðan er því sú, að stefndi hefur ekki sýnt fram á rök, sem réttlætt geti umrædda stöðuveitingu miðað við málsatvik. Umrædd stöðuveiting er því brot á 5. gr. laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Viðurkenningarkrafa stefnanda er því tekin til greina, þó þannig, að veiting menntamálaráðherra í lektorsstöðu í íslenskum bókmenntum við heimspekideild Háskóla Íslands 27. desember 1985 telst vera brot gegn greindu lagaboði. Verður talið, að sú niðurstaða rúmist innan dómkröfu stefnanda. Krafa stefnanda um miskabætur hefur ekki lagastoð, og ber því að sýkna stefnda af þeirri kröfu. Rétt er að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem telst hæfilega ákveðinn 150.000 kr., að viðbættum virðisaukaskatti. Dóminn kvað upp Eggert Óskarsson borgardómari ásamt meðdóms- mönnunum Ingibjörgu Benediktsdóttur sakadómara og Stefáni M. Stefáns- syni prófessor. Dómurinn er fjölskipaður samkvæmt 20. gr. laga nr. 65/1985. Dómsorð: Veiting menntamálaráðherra í lektorsstöðu í íslenskum bókmenntum við heimspekideild Háskóla Íslands 27. desember 1985 braut gegn S. gr. laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stefndu, menntamálaráðherra f. h. menntamálaráðuneytis og fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs, skulu vera sýknir af kröfu stefnanda, Jafnréttisráðs, vegna Helgu Kress um miskabætur. Stefndu, menntamálaráðherra f. h. menntamálaráðuneytis og fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Jafnréttisráði vegna Helgu Kress, 150.000 kr. í málskostnað að viðbættum virðisaukaskatti að viðlagðri aðför að lögum. 141 2242 Fimmtudaginn 2. desember 1993. Nr. 408/1993. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Jóni Borgfjörð Harðarsyni (Hreinn Pálsson hrl.). Kynferðisbrot. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Máli þessu var í heild sinni áfrýjað til Hæstaréttar með stefnu 16. september 1993. Ákærði óskaði áfrýjunar, sbr. 1. mgr. 149. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, en af hálfu ákæru- valds var málinu áfrýjað til þyngingar á refsingu. Ákærði er sakaður um kynferðisbrot gagnvart 32 ára gamalli konu, sem talin er þroskaheft og var kunnug honum vegna starfa hans á heimilum fyrir fatlaða á Akureyri, er hann gegndi á vegum Svæðisskrifstofu fyrir málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra. Bjó konan ásamt tveimur öðrum þroskaheftum ein- staklingum á heimili, er naut þjónustu frá skrifstofunni á grund- velli laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Líta verður svo á, að þau sambýli og aðrir bústaðir, sem lögin taka til, sbr. 10. gr. þeirra, séu stofnanir í skilningi 197. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 5. gr. laga nr. 40/1992. Hafði ákærði þeim trúnaðarskyldum að gegna, sem eru grundvöllur þessa refsi- ákvæðis. Með skírskotun til þessa og að öðru leyti til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta niðurstöðu hans um sök ákærða. Ákærði missti starf, sem hann var í haustið 1992, og á nú heimili utan Akureyrar. Sakaferill hans skiptir ekki máli um refsingu vegna brotsins, og. er hún hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi, sem einnig verður staðfestur um sakarkostnað. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, svo sem í dómsorði greinir. 2243 Dómsorð: z Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Jón Borgfjörð Harðarson, greiði allan áfrýjunar- kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hreins Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur. Sératkvæði hæstaréttardómaranna Guðrúnar Erlendsdóttur og Péturs Kr. Hafstein. Við erum samþykk dómi meiri hlutans að öðru leyti en því, að við teljum refsingu ákærða hæfilega ákveðna fangelsi í átta mánuði. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 30. júlí 1993. I. Mál þetta, sem dómtekið var 6. júlí sl., hefur ríkissaksóknari höfðað með ákæruskjali, út gefnu 16. mars 1993, á hendur „Jóni Borgfjörð Harðarsyni, Smárahlíð 24 B, Akureyri, fæddum 4. janúar 1964, fæðingar- númer 456, fyrir kynferðisbrot með því að hafa milli kl. 22.00 og 23.00 laugardagskvöldið 31. október 1992 í íbúð sinni að Smárahlíð 24 B, Akur- eyri, haft samræði eða önnur kynferðismök við konuna G, fædda {...11960, sem er þroskaheft á vanvitastigi með greindarvísitölu 45 og greindaraldur á bilinu sex til níu ára, en ákærði var starfsmaður í sambýli fyrir fatlaða að Þ-stræti á Akureyri, þar sem konan var vistmaður. Telst þetta varða við 197. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 5. gr. laga nr. 40/1992. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar“. Verjandi ákærða, Hreinn Pálsson hæstaréttarlögmaður, hefur krafist vægustu refsingar, sem lög leyfa. II. Málavextir. Sunnudaginn 1. nóvember 1992 kl. 18.40 barst lögreglunni á Akureyri tilkynning um ætlað kynferðisbrot ákærða, Jóns Borgfjörðs Harðarsonar, gagnvart konunni G, vistmanni í sambýli þroskaheftra við Þ-stræti. Við upphaf lögreglurannsóknar var upplýst, að G hafði farið í læknisrannsókn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). Í samráði við sérfróða aðila, forstöðumann sambýlisins og sálfræðing, var G yfirheyrð 2. nóvember af 2244 rannsóknarlögreglu, og var ákærði handtekinn í framhaldi af því. Ákærði neitaði í upphafi sakargiftum, og að kröfu sýslumannsembættisins á Akur- eyri var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald 3. nóvember, en látinn laus úr haldi 6. sama mánaðar. Konan G er fædd árið 1960. Í vottorði Ingþórs Bjarnasonar sálfræðings, dagsettu 3. nóvember sl., er högum og andlegu ástandi hennar lýst svo: „G er 32 ára þroskaheft kona, sem býr í sambýli fyrir þroskahefta að Þ-stræti á Akureyri. G hefur notið þjónustu frá Vistheimilinu Sólborg og svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra frá níu ára aldri. Mörg undanfarin ár hefur hún búið í sambýlum fyrir þroskahefta og unnið á verndaða vinnu- staðnum Iðjulundi. Á greindarprófi, sem gert var 11.-12. mars 1986, var mæld greind G á vanvitastigi, þ. e. greindarvísitala = 45, og mældist greindaraldur á bilinu sex til níu ár. G er vegna þroskaskerðingarinnar metin 75%0 öryrki og nýtur fullra örorkubóta.““ Niðurstaða. Samkvæmt gögnum máls þessa er greind konunnar G á vanvitastigi. Allt frá barnsaldri naut hún þjónustu frá Vistheimilinu Sólborg, en síðustu ellefu árin hefur hún dvalist á vistheimilum fyrir þroskahefta hér á Akur- eyri. Er atburður sá, er mál þetta er af risið, gerðist, hafði G um eins árs skeið verið vistmaður í sambýli fyrir fatlaða við Þ-stræti. Samkvæmt 10. gr. laga nr. $9/1992 um málefni fatlaðra er sambýli einn af sex búsetukost- um, sem fötluðum stendur nú til boða. Í samræmi við VII. kafla laganna er rekstraraðili sambýla, sem starfrækt eru hér á Akureyri, svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra. Ákærði var lausráðinn starfs- maður nefndrar stofnunar í lok október 1992. Ákærði hefur viðurkennt, að athæfi hans gagnvart G hafi veitt honum kynferðislega fullnægingu. Með hliðsjón af framburði sérfróðra vitna, læknisvottorði, rannsóknargögnum lögreglu og eftir atvikum frásögn G þykir þrátt fyrir andstæð orð ákærða verða að virða þetta athæfi hans sem fullframið samræði í skilningi í XXII. kafla hegningarlaga. Með vísan til ofangreindra atriða og þess, að ákærða var fullkunnugt um hagi og andlegt ástand G, er að mati dómsins sannað, að hann hefur gerst sekur um háttsemi þá, sem honum er gefin að sök í ákæruskjali ríkis- saksóknara. Brot ákærða þykir varða við 197. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 5. gr. laga nr. 40/1992. III. Ákærði er fæddur 4. janúar 1964. Samkvæmt sakavottorði Sakaskrár ríkisins hefur hann í þrígang gengist undir dómsáttir, árið 1982 vegna um- 2245 ferðarlagabrots, 1985 vegna minni háttar líkamsárásar og 1990 vegna fjár- svikabrots. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi fimm mánuði, en eftir atvikum þykir fært að fresta fullnustu þriggja mánaða af refsingunni, og skal sá hluti hennar niður falla að tveimur árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði sætti gæsluvarðhaldsvist frá 3. - 6. nóvember 1992. Ber að draga hana frá dæmdri refsivist, sbr. 76. gr. laga nr. 19/1940, samtals þrjá daga. Með vísan til 1. mgr. 44. gr. og 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þ. m. t. saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000 krónur, en málið flutti af hálfu ákæruvalds Björn Helga- son saksóknari, og réttargæslu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hreins Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 85.000 krónur auk virðisauka- skatts. Dómsuppkvaðning í máli þessu hefur dregist nokkuð vegna embættis- anna dómara. Dóm þennan kvað upp Ólafur Ólafsson héraðsdómari. Dómsorð: Ákærði, Jón Borgfjörð Harðarson, sæti fangelsi fimm mánuði, en fresta skal fullnustu þriggja mánaða af refsingunni, og niður skal sá hluti hennar falla að tveimur árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Frá refsingunni dregst þriggja daga gæsluvarðhaldsvist ákærða. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ. m. t. saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000 krónur, og réttargæslu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hreins Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 85.000 krónur auk virðis- aukaskatts. 2246 Fimmtudaginn 2. desember 1993. Nr. 133/1991. Kristján Már Unnarsson (Hafsteinn Hafsteinsson hrl.) gegn Byggingarfélagi verkamanna (Jóhann Þórðarson hrl.). Byggingarfélag. Fasteign. Kvaðir. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir og Hjörtur Torfason. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. mars 1991. Hann krefst þess aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnda. Til vara krefst hann verulegrar lækkunar á kröfum stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Með skírskotun til raka hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Áfrýjandi skal greiða stefnda málskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Kristján Már Unnarsson, greiði stefnda, Bygg- ingarfélagi verkamanna, 40.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 31. desember 1990. Ár 1990, mánudaginn 31. desember, er lagður svohljóðandi dómur á mál- ið nr. 22936/1989: Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík gegn Kristjáni Má Unnarssyni, á bæjarþingi Reykjavíkur. Mál þetta, sem dómtekið var 22. nóvember sl., hefur Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík, Stórholti 16, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu, birtri 7. nóvember 1989, á hendur Kristjáni Má Unnarssyni, Háaleitisbraut 54, Reykjavík, til greiðslu 55.553 króna með Ídráttarvöxtum svo og málskostnaðil. 2247 Endanlegar dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en til vara, að stefnukröfur verði lækkaðar. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar, þ. á m. vegna virðisaukaskatts, og dráttarvaxta. Stefnandi segir skuld þessa vera vegna gjalda í viðhalds- og félagssjóð stefnanda vegna íbúðar stefnda á 2. hæð til hægri í húsinu nr. 21 við Meðal- holt í Reykjavík. Krafan sundurliðast þannig: Mánaðargjöld fyrir tímabilið september 1987 til apríl 1988 kr. 23.600 Árgjöld 1987-1989 — 2.595 Hlutdeild í skuld skv. uppgjöri B.v.R. við 2. byggingaflokk 26. 9. 1988 — 1772 Áfallnir vextir 1. október 1989 — 21.631 Samtals kr. 55.553 Um lagarök skírskotar stefnandi til laga nr. 59/1976 um sameign fjöl- býlishúsa, laga um Húsnæðismálastofnun ríkisins nr. 60/1984, einkum 47. gr., 50. gr. og 66. gr., og nr. 86/1988, einkum 67. gr. og 83. gr., reglugerðar um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúðabyggingar nr. 89/1985, einkum 31. gr., reglugerðar um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúðir nr. 180/1987, einkum 25. gr., og reglugerðar um breyting á henni nr. 30/1989, samþykkta Byggingarfélags verkamanna í Reykjavík, dag- settra 28. nóvember 1984, og vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 175. gr. laga nr. 54/1988 um breyting á lögum um meðferð einkamála í héraði. Stefndi eignaðist íbúðina með kaupsamningi, dags. 25. september 1985, og er hún í samningnum sögð án kvaða. Stefndi bendir á, að í veðbókar- vottorði, sem lá frammi við söluna, hafi ekki verið getið um kvaðir. Hins vegar er um það athugasemd á blaði húseignarinnar í fasteignaregistri, að eignin sé háð ákvæðum laga um verkamannabústaði. Það telur stefndi skýr- ast af því, að aðrar íbúðir í húsinu hafi verið háðar kvöðum. Fram til þess tíma, þegar stefndi eignaðist íbúðina, er óumdeilt, að eignin hafi verið háð kvöðum samkvæmt þeim reglum, sem gilda um félagslegar íbúðir. Stefn- andi telur, að afsalið sé eingöngu laust við kvöð um forkaupsrétt sveitar- stjórnar og um takmörkun á ráðstöfunarrétti, en að aðrar kvaðir haldist. Stefndi keypti af dánarbúi manns, sem hafði átt íbúðina lengur en 30 ár, og er óumdeilt, að af þeim sökum hafi verið heimilt að selja eignina frjálsri sölu, sbr. 50. gr. laga nr. 60/1984. Stefnandi telur, að þegar eigandi full- nægir skilyrðum 50. gr., eigi hann, eftir að hann hefur lagt fullnægjandi gögn fyrir stjórn verkamannabústaða í Reykjavík, rétt á sérstakri yfirlýs- ingu borgarstjórnar um heimild til frjálsrar sölu, sem skylt sé að þinglýsa. 2248 Hvorki heimildarmaður stefnda né stefndi hefur aflað yfirlýsingar borgar- stjórnar. Stefndi telur, að eins og hann sé kominn að eigninni, hafi hann aldrei orðið félagsmaður í byggingarfélaginu, og beri sér þá ekki að greiða félags- gjöld til þess. Hann heldur því fram, að engin ákvæði séu í lögum, sem skyldi sig til félagsaðildar, og bendir á, að í 5. gr. félagssamþykkta segi, að félagsmaður sé háður samþykktum félagsins, „enda hafi hann skrifað undir skuldbindingu þar um við inngöngu í félagið““. Stefnandi telur stefnda félagsmann og vitnar um það efni til 4. gr. félagssamþykktanna, en þar segir, að íbúðaeigendur séu félagsmenn. Stefnandi kveður stefnda hafa greitt félagsgjöld fyrir árin 1985 og 1986 og mánaðargjöld til og með ágúst 1987 án athugasemda. Síðast greiddi hann 17. september 1987 og var þá skuldlaus samkvæmt bókum stefnanda. Hann hefur alls greitt 52.498 kr. Stefnandi telur stefnda hafa sýnt í verki með því að greiða til félagsins, að hann sé og vilji vera félagsmaður. Stefndi styður varakröfu sína m. a. þeim rökum, að stefnandi hafi enga reikninga lagt fram né á annan hátt sýnt fram á, að hann hafi haft kostnað af íbúð stéfnda, sem ekki sé þegar greiddur. Stefnandi kveður dómkröfurnar reistar á lögmætum ákvörðunum stjórnar og endurskoðuðum og samþykktum reikningum félagsins. Stefnandi hefur frá upphafi annast sameiginlegt utanhússviðhald á eign- um félagsmanna, þ. á m. á íbúð stefnda, samkvæmt ákvæðum félags- samþykkta, nú 11. gr. gildandi samþykkta. Viðhaldskostnaði er jafnað niður á félagsmenn í hverjum byggingarflokki eftir eignarhlutföllum. Stefndi kveðst aldrei hafa verið mótfallinn því að greiða fyrir raunverulegt viðhald á húsinu, sem íbúð hans er í, en telur sig samkvæmt ákvæðum laga nr. 59/1976 einungis greiðsluskyldan vegna viðhalds, sem lögleg ákvörðun hafi verið tekin um eftir 10. gr. nefndra laga. Hann telur sig ekki hafa átt þess kost að taka þátt í ákvörðunum um viðhald. Stefnandi bendir á, að stefndi hafi átt þess kost að sækja fundi félagsins og taka þar þátt í umræðum og ákvörðunum um viðhald og önnur félagsmál. Stefndi telur sér óviðkomandi viðhald á öðrum húsum og heldur því fram, að ósannað sé, að stefnandi hafi kostað nokkurt viðhald á eigninni, sem hann hafi ekki þegar fengið að fullu greitt. Hann kveðst hafa greitt til félagsins í þeirri trú, að hann væri að greiða fyrir raunverulegt viðhald á húsinu, sem hann bjó í. Stefnandi kveður hús það, sem íbúð stefnda er í, hafa fengið meira viðhald en önnur, svo að það fyrirkomulag, sem var á viðhaldi, hafi verið honum hagfelldara en það, sem gert er ráð fyrir í lögum um sameign fjölbýlishúsa. Hinn 31. október 1987 tilkynntu 30 félagsmenn í 2. byggingarflokki, byggingarflokki stefnda, félagsmálaráðherra ósk sína um að taka að sér 2249 sameiginlegt viðhald skv. ákvæðum 66. gr. laga nr. 60/1984 og 1. mgr. 25. gr. rglg. nr. 180/1987, sbr. nú 83. gr. laga nr. 86/1988 og rglg. nr. 30/1989 um breyting á rglg. nr. 180/1987. Stefndi seldi íbúðina 4. júlí 1988 og telur sér a. m. k. óviðkomandi gjöld til stefnanda frá þeim tíma. Í kaup- samningnum segir, að kaupanda sé kunnugt, að félagsmenn í 2. byggingar- flokki hafi ákveðið að taka að sér viðhald og að nauðsynlegt uppgjör, þ. á m. vegna viðhalds, sé kaupanda óviðkomandi. Stefnandi segir enn ekki hafa orðið af, að íbúðaeigendur 2. byggingarflokks tækju að sér viðhald húseigna sinna. Hann kveður stefnda hafa gefið út afsal, sem ekki hafi farið um hendur félagsins, á árinu 1989 og telur, að eigendaskipti eigi að miða við afsal. Lagt hefur verið fram svonefnt „lokauppgjör milli Byggingarfélags verkamanna og 2. byggingarflokks““, þar sem eru skuldfærðir ógreiddir reikningar, hlutdeild í rekstrarhalla félagssjóðs, félagssjóður 1988, og kostnaður vegna veikinda framkvæmdastjóra og vinna við uppgjör. Sam- kvæmt uppgjörinu hafa verið skuldfærðar á íbúð stefnda 7.727,24 kr. Þess- um kröfulið mótmælir stefndi sérstaklega, þar sem hann varði ekki viðhald. Stefndi mótmælir vaxtakröfu, bæði að því er varðar reikningsaðferð, upphafstíma og fjárhæðir, sem reiknað er af. Sérstaklega mótmælir hann vaxtakröfu á þeim grundvelli, að hann hafi aldrei fengið innheimtubréf. Álit dómsins. Íbúð stefnda er frá gildistíð laga nr. 3/1935 um verkamannabústaði. Lög- in tóku til íbúða í húsum, sem reist voru af byggingarfélögum fyrir félags- menn sína með láni úr Byggingarsjóði. Lánsréttur var m. a. háður því, að félagið hefði forkaupsrétt, að verð íbúða væri miðað við tiltekið hámark við endursölu og að viðhald sambygginga væri sameiginlegt. Í þeim sveitar- félögum, þar sem voru byggingarfélög, gat enginn fengið íbúð í verka- mannabústað, nema hann væri í byggingarfélagi. Í V. kafla laga nr. 60/1984 er kveðið á um forkaupsrétt sveitarfélaga á íbúðum, byggðum skv. lögum fyrir gildistöku laga nr. 51/1980. Sam- kvæmt 63. gr. getur eigandi óskað eftir kvaðalausu afsali, þegar liðin eru 30 ár frá sölu íbúðar, enda greiði hann eftirstöðvar áhvílandi lána úr bygg- ingarsjóðum. Hinn 15. mars 1985 gaf stefnandi út afsal til dánarbús Elínar Sveins- dóttur, sem stefndi leiðir rétt sinn frá, þar sem segir, að enginn megi eiga íbúðina, nema hann sé fullgildur aðili að félaginu, og að kaupanda beri að greiða miðað við eignarhlutfall allan sameiginlegan viðhaldskostnað, kostnað við umbætur, stjórnarkostnað og skrifstofukostnað samkvæmt því, sem segir í lögum nr. 60/1984 og samþykktum félagsins. Efni afsalsins var samþykkt af afsalshafa, sem neytti ekki réttar síns til að fá út gefið 2250 kvaðalaust afsal. Stefnandi hefur ekki öðlast víðtækari rétt en heimildar- maður hans átti. Hann hefur ekki heldur neytt réttar síns til lausnar undan kvöðum. A fsalið til dánarbúsins var innritað til þinglýsingar 18. mars 1985, og getur stefndi ekki borið fyrir sig vanþekkingu á efni þess. Samkvæmt þessu og því, sem áður greinir um athugasemdalausar greiðslur stefnda í félagssjóð og viðhaldssjóð, verður að fallast á það með stefnanda, að stefndi hafi verið fullgildur félagi í byggingarfélaginu, meðan hann átti íbúðina, og að honum hafi borið að greiða öll þau gjöld, sem hann er kraf- inn um í málinu, fyrir það tímabil, enda hefur ekki annað komið fram en þau byggist á löglegum ákvörðunum félagsstjórnar og endurskoðuðum reikningum, samþykktum á aðalfundi. Samanburðarskýring á 4. gr. og S. gr. félagssamþykktanna þykir ekki leiða til annarrar ályktunar. Í afsali frá stefnda er kveðið svo á, að kaupandi greiði skatta og skyldur af íbúðinni frá afhendingu 1. ágúst 1988. Sjálfur tók stefnandi við afsali 5. janúar 1987, en greiddi þó til félagsins frá því á árinu 1985, þegar hann tók við íbúðinni. Samkvæmt þessu þykir bera að sýkna stefnda af kröfu um greiðslu árgjalds fyrir árið 1989, 1.200 kr. Lagður hefur verið fram í málinu reikningur, dags. 27. október 1989, að stefnufjárhæðinni og viðvörun, dags. sama dag. Verður ekki annað lagt til grundvallar en stefndi hafi fengið frumrit þessara gagna, áður en málið var höfðað, og þykja því engin efni til annars en fallast á vaxtakröfur stefn- anda skv. 10. gr. laga nr. 25/1987, en skv. 12. gr. sömu laga fela dráttar- vextir skv. 10. gr. í sér vaxtavexti, sem leggjast við höfuðstól á tólf mánaða fresti, Í fyrsta sinn, þegar tólf mánuðir eru liðnir frá upphafsdegi vaxtanna. Eftir úrslitum málsins þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda 50.000 kr. í málskostnað auk sömu dráttarvaxta frá 1S. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags, sbr. 175. gr. laga nr. 85/1936 og 21. gr. laga nr. 54/1988. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsuppkvaðning hefur dregist vegna anna dómarans. Dómsorð: Stefndi, Kristján Már Unnarsson, greiði stefnanda, Byggingarfélagi verkamanna í Reykjavík, 54.353 kr. með dráttarvöxtum, þar með töldum vaxtavöxtum, er leggist við höfuðstól, í fyrsta sinn 1. nóvem- ber 1990, af 32.722 kr. frá 1. október 1989 til greiðsludags og 50.000 kr. í málskostnað auk dráttarvaxta frá 15. janúar 1991. 2251 Mánudaginn 6. desember 1993. Nr. 491/1993. Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Thanh Thoung Bui. Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. 1. nr. 19/1991. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar samkvæmt heimild í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála með kæru 1. desember 1993, sem barst Hæstarétti 2. sama mánaðar. Hann krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara, að gæsluvarðhaldstími verði styttur. Af hálfu sóknaraðila er krafist staðfestingar hins kærða úrskurðar. Rannsókn stendur yfir á hættulegri atlögu með hníf að tveimur mönnum á lóð Menntaskólans í Reykjavík við Lækjargötu aðfara- nótt 21. nóvember sl. Varnaraðili hefur að hluta játað aðild að þeim verknaði. Brot þetta getur að lögum varðað fangelsi allt að 16 árum. Með hliðsjón af þessu, en að öðru leyti með skírskotun til for- sendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Kærumálskostnaðar hefur ekki verið krafist. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. desember 1993. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur krafist þess, að Thanh Thoung Bui, kt. 100259-2149, með lögheimili að Skúlagötu 62, Reykjavík, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 14. janúar nk. kl. 16.00 vegna grunar um brot gegn 211., sbr. 20. gr. og/eða 2. mgr. 218. gr. alm. hgl. nr. 19/1940. Við yfirheyrslur fyrir lögreglu sem og hér fyrir dómi hefur kærði viður- kennt að hafa veist að Ragnari Ólafssyni með hnífi í Lækjargötu í Reykja- vík aðfaranótt 21. nóvember sl. með þeim afleiðingum, að hann hafi hlotið 2252 af áverka á hægri upphandlegg. Í læknisvottorði Magnúsar Páls Alberts- sonar kemur fram, að áverki sá, sem Ragnar hlaut við hnífstunguna, hafi upphaflega verið lífshættulegur, þar sem upparmsslagæð hafi verið sundur skorin að hluta, og því hafi verið hætt við, að honum blæddi út. Auk þess var taug Í handlegg sundur skorin og vöðvar. Kærði hefur ekki viðurkennt að hafa lagt til Hlyns Eggertssonar og veitt honum áverka með hnífi, en í kröfugerð lögreglu er greint frá því, að við rannsókn málsins hafi komið fram upplýsingar, sem renni stoðum undir þann grun, að kærði hafi verið valdur að árásinni á Hlyn eða átt verulegan þátt í henni. Hlynur hlaut veru- lega áverka af árásinni, en hann var m. a. stunginn í brjóst. Rannsókn máls þessa er ekki lokið, en Í greinargerð lögreglu kemur fram, að líklegt sé, að yfirheyra þurfi fleiri vitni. Þeirra á meðal séu aðilar, sem eru af vétnömsku bergi brotnir eins og kærði. Brot það, sem kærði hefur viðurkennt að hafa framið, getur varðað hann fangelsi allt að sextán árum, sbr. 2. mgr. 218. gr. laga nr. 19/1940, eða ævilangt, sbr. 211. gr., sbr. 20. gr. alm. hgl. nr. 19/1940. Ber því með hliðsjón af ofangreindu, rannsóknargögnum málsins og vísan til 1. mgr. a-liðar 103. gr. laga nr. 19/1991 og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að taka til greina þá kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins, að kærði sæti gæslu- varðhaldi allt til þess, er dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til 14. janúar 1994 kl. 16.00. Úrskurðarorð: Kærði, Thanh Thoung Bui, sæti gæsluvarðhaldi áfram, allt þar til dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 14. janúar 1994 kl. 16.00. 2253 Miðvikudaginn 8. desember 1993. Nr. 476/1993. Einar Helgason gegn Guðfinni Guðmannssyni. Kærumál. Frávísun frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með ódagsettri kæru, sem barst réttinum 24. nóvember sl. Hann krefst þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og sóknaraðila verði dæmdur máls- kostnaður í héraði og kærumálskostnaður. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann stað- festur. Sóknaraðili greiði varnaraðila 25.000 krónur í kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Einar Helgason, greiði varnaraðila, Guðfinni Guðmannssyni, 25.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 3. nóvember 1993. I. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 30. september sl., er höfðað hér fyrir dóminum með stefnu, út gefinni 12. janúar 1993, en birtri 13. nóvem- ber s. á., af Einari Helgasyni, kt. 271154-2329, Njálsgerði 12, Hvolsvelli, á hendur Guðfinni Guðmannssyni, kt. 070648-3699, Króktúni 19, Hvols- velli. Málið var munnlega flutt vegna frávísunarkröfu stefnda 30. september sl. Í þessum þætti málsins er stefndi sóknaraðili, en stefnandi varnaraðili. Dómkröfur stefnda, sóknaraðila, eru þessar, „„að málinu verði vísað frá dómi og stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins““. Dómkröfur stefnanda, varnaraðila, eru hins vegar þær, að fram kominni frávísunarkröfu stefnda verði hrundið og málið tekið til efnismeðferðar. 2254 Jafnframt var krafist málskostnaðar úr hendi stefnda, en að mati dóms- ins. Il. Stefndi reisir frávísunarkröfu sína á þeim rökum, að dómkröfur stefn- anda séu með öllu órökstuddar. Þær séu í stefnu byggðar á reikningi á dskj. nr. 3, en meginliðir hans séu vinnulaun, að fjárhæð 135.000 krónur, og efniskostnaður, 103.000 krónur, hvort tveggja ósundurliðað og órök- stutt. Þannig sé hvorki tilgreindur tímafjöldi, sem vinnuliðurinn byggist á, né reikningar sýndir, sem styðji efnisliðinn. Verkið er sagt byggjast á tilboði í múrverk, án þess að það sé skýrt að öðru leyti. Sjálft tilboðið sé ekki lagt fram, og ekki heldur sé því lýst, í hverju verkið, sem tilboðið miðist við, hafi verið fólgið. Á vinnu- og efnisþátt sé lagður virðisaukaskattur, án þess að reikningsgerð sé í samræmi við fortakslaus ákvæði 20. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og reglugerð, settri samkvæmt þeim lögum. Málatilbúnaður stefnanda sé svo gallaður og óglöggur og í ósamræmi við ákvæði e-liðar 80. gr. laga nr. 91/1991, að það hljóti að leiða til þess, að krafa um frávísun málsins nái fram að ganga, en Í tilvitnaðri lagagrein komi fram, að stefnandi eigi að lýsa málsatvikum og málsástæðum með skýrum og glöggum hætti, svo að ekki verði um villst, hvert sakarefnið sé. Í rökstuðningi sínum fyrir því, að kröfu stefnda um frávísun málsins verði hrundið með úrskurði dómarans, vísar stefnandi til þess, að dóm- kröfur málsins fullnægi skilyrðum d-liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Fjárhæð kröfu sé tilgreind og hún skýrð. Á það beri að líta, að málið sé rekið sem venjulegt skuldamál. Krafist sé greiðslu fyrir þá vinnu, sem stefn- andi hafi innt af hendi fyrir stefnda við hús Bifreiðaskoðunar Íslands, Hvolsvelli. Það sé fyrirsláttur, að stefndi geri sér ekki ljóst, í hverju dóm- kröfurnar séu fólgnar. Honum sé fullkunnugt um alla málavexti, þótt annað sé gefið í skyn. Það, að réttarskjöl kunni að einhverju leyti að vera í ósamræmi við skattareglur, hafi engin áhrif í þessu sambandi, því að mál- ið eigi auðvitað þrátt fyrir það að hljóta meðferð fyrir dóminum. Málið sé nægilega skýrt af hálfu stefnanda og eigi í samræmi við það að hljóta efnismeðferð hér fyrir dóminum. Þess vegna séu ekki rök fyrir því að taka til greina kröfu stefnda um frávísun málsins. Ill. Í stefnu lýsir stefnandi málsatvikum, málsástæðum og lagarðökum með þessum hætti: „„Skuldin byggist á reikningi nr. 3 vegna múrverks, sem stefnandi tók að sér fyrir stefnda við hús Bifreiðaskoðunar Íslands h/f, Hvolsvelli. Vinnulaun voru 135.000 kr., efniskostnaður 103.000 kr. og virðisauka- 2255 skattur 33.075 kr., samtals 271.075 kr., sem eru stefnufjárhæðin. Þrátt fyr- ir innheimtubréf og innheimtuaðgerðir hefur stefndi ekki fengist til að greiða kröfuna. Stefnandi styður kröfur sínar lögum nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Krafa um greiðslu vanskilavaxta styðst við III. kafla vxtalaga nr. 25/1987. Málskostnaðarkrafan byggist á 129. gr. og 1. mgr. 130. gr. 1. nr. 91/1991.“ IV. Stefna í einkamáli skal vera svo skýr og glögg, að ekki verði um villst, um hvað málið snúist. Þar verður að gera glögga grein fyrir atvikum máls- ins, þ. e. málsatvikum, og einnig verður sérstaklega að tilgreina málsástæð- ur, þ. e. þau atriði málsatvika, sem hafa þýðingu að lögum. Þá er það meginatriði í þessu sambandi, að gerð sé með skýrum hætti grein fyrir þeim kröfum, sem stefnandi reisir málsókn sína á, við hvaða réttarsamband sé miðað og hvernig það hafi stofnast. Hafi stefnandi tekið að sér verk fyrir stefnda, verður því að liggja ljóst fyrir, um hvað málsaðilar hafi samið, í hverju verkið var fólgið, hvenær það var unnið og hvernig það skyldi greiða. Hafi stefnandi gert stefnda tilboð í verkið, sem stefndi hafi sam- þykkt, verður að lýsa því tilboði og samningsskilmálum. Liggja verður ljóst fyrir, hvort litið verði á stefnanda sem verktaka, hvort við verklok eigi að miða við uppmælingu eða útselda tímavinnu. Sé um síðara atriðið að ræða, verður tímafjöldi að vera tilgreindur. Öll þessi atriði miða að því, að grund- völlur málsins sé í upphafi málsmeðferðar skýrt og greinilega markaður, svo að stefndi hafi færi á að bregðast við málsókninni með málefnalegum hætti. Þannig skapist skilyrði fyrir afdráttarlausri málsmeðferð og mál- flutningi. Mál þetta er vanreifað af hálfu stefnanda. Í stefnu er ekki gerð grein fyrir því verki, sem stefnandi kveðst hafa unnið fyrir stefnda, og einungis látið nægja að segja, að skuldin sé vegna múrverks, sem stefnandi hafi tekið að sér fyrir stefnda við tilgreint hús á Hvolsvelli. Samningi aðila í þessu sambandi er ekki lýst, og af stefnunni verður ekki ráðið, hvort stefnandi er múrari að atvinnu og komi fram sem slíkur gagnvart stefnda. Í stefnunni eru vinnu- og efnisliðir reikningsins með öllu óskýrðir. Almenn tilvísun stefnanda til laga um lausafjárkaup nr. 39/1922 gefa ekki rétta mynd af lögskiptum aðila. Stefna í málinu fullnægir ekki skilyrðum 80. gr. laga nr. 91/1991, einkanlega e-liðar greinarinnar, sem mælir fyrir um gagnorða og skýra lýsingu málsatvika og málsástæðna, svo að ekki orki tvímælis, hvert sakarefnið sé. Lýsing á lagarðökum er ónákvæm, og stefnandi hefur ekki lagt fram skjalaskrá í málinu, sem þó á að leggja fram strax við þingfest- ingu málsins, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Að kröfu stefnda og þar sem málið er verulega vanreifað af hálfu stefn- 2256 anda, ber að vísa því frá dómi, og samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 35.000 krónur. Jón Ragnar Þorsteinsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi, og ber stefnanda, Einari Helgasyni, kt. 271154-2329, að greiða stefnda, Guðfinni Guðmannssyni, kt. 070648-3699, 35.000 krónur í málskostnað. 2257 Miðvikudaginn 8. desember 1993. Nr. 480/1993. Bryndís Arnþórsdóttir gegn Jóhannesi Bárðarsyni. Kærumál. Nauðungaruppboð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 17. nóvember sl., sem barst réttinum 25. s. m. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess, að hinum kærða úrskurði verði „breytt á þá lund, að ómerkt verði sú ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 6. maí 1993 að stöðva framgang nauðungarsölu á fasteign varnaraðila, Hverafold 66 í Reykjavík, og lagt verði fyrir sýslumann að byrja uppboð á fast- eigninni“. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og kærumáls- kostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Málsatvikum er lýst hinum kærða úrskurði. Uppboðsbeiðni sóknaraðila byggist á fjárnámi, sem gert var samkvæmt áritun dómara á áskorunarstefnu og er jafngild dómi. Varnaraðili hefur hvorki áfrýjað dómsígildi þessu til Hæstaréttar til þess að fá því hnekkt né nýtt sér það réttarúrræði, sem um ræðir í 5. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 157. gr. og 2. mgr. 166. gr. sömu laga, til að freista þess að fá dómsígildið endurupptekið fyrir héraðsdómi. Það stendur því óhaggað ásamt aðfarargjörðinni, sem á því byggist. Að svo vöxnu máli voru ekki lagaskilyrði til þess, að héraðsdómari hafnaði kröfu sóknaraðila. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og leggja fyrir sýslumanninn í Reykjavík að halda við svo búið áfram upp- boðsmeðferð á fasteigninni Hverafold 66 í Reykjavík. Eins og háttað er málatilbúnaði varnaraðila, ber að dæma hann til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað, sem ákveðst 30.000 krónur. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. 142 2258 Dómsorð: Sýslumanninum í Reykjavík ber að halda áfram uppboðs- meðferð á fasteigninni Hverafold 66 í Reykjavík. Varnaraðili, Jóhannes Bárðarson, greiði sóknaraðila, Bryndísi Arnþórsdóttur, 30.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. nóvember 1993. I. Mál þetta var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mánudaginn $. júlí 1993 og dómtekið að loknum munnlegum málflutningi föstudaginn 8. október 1993. Sóknaraðili er Bryndís Arnþórsdóttir, kt. 020561-5059, Melbraut 29, Garði. Varnaraðili er Jóhannes Bárðarson, kt. 090552-4229, Hverafold 66, Reykjavík. Dómkröfur sóknaraðila eru þær, að ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 6. maí 1993 um að stöðva framgang nauðungarsölu á fasteign varnar- aðila, Hverafold 66, Reykjavík, verði ómerkt og að lagt verði fyrir sýslu- mann að byrja uppboð á fasteigninni. Þá er af hálfu sóknaraðila krafist málskostnaðar úr hendi varnaraðila, en fram kom við munnlegan málflutn- ing, að sóknaraðili er ekki virðisaukaskattsskyldur. Endanlegar dómkröfur varnaraðila eru þær, að sú ákvörðun sýslumanns- ins í Reykjavík frá 6. maí 1992 að stöðva framgang nauðungarsölu á fast- eigninni nr. 66 við Hverafold í Reykjavík verði staðfest. Þá er þess krafist, að sóknaraðila verði gert að fella niður fjárnámsgjörð, sem sóknaraðili kveður hafa farið fram mánudaginn 17. september 1990 í fógetaréttarmál- inu nr. A-5199/1990: Bryndís Arnþórsdóttir gegn Jóhannesi Bárðarsyni, með lausnargjörð og aflýsa fjárnámsgjörðinni, sem þingfest hafi verið á fasteign varnaraðila nr. 66 við Hverafold í Reykjavík 26. nóvember 1990 sem skjal nr. 19245. Loks er krafist málskostnaðar úr hendi sóknaraðila ásamt viðisaukaskatti að mati réttarins. Il. Málavextir eru þeir, að 30. ágúst 1988 gaf faðir varnaraðila, Bárður Jóhannesson, út tvö skuldabréf til sóknaraðila, hvort að fjárhæð 250.000 kr., og voru bréfin árituð um sjálfskuldarábyrgð eiginkonu hans, Óskar Auðunsdóttur, og varnaraðila. Vanskil urðu á greiðslu skuldarinnar, og var Bárði, Ósk og Jóhannesi stefnt til greiðslu hennar með áskorunarstefnu, sem þingfest var á bæjarþingi Reykjavíkur 6. apríl 1989. Af hálfu stefndu 2259 var ekki haldið uppi vörnum í málinu, og var stefnan árituð um aðfarar- hæfi 9. júní sama ár. Hinn S$. júlí 1989 var á grundvelli áskorunarstefn- unnar gert fjárnám í fasteign aðalskuldarans, Bárðar, að Hamrahlíð 37 í Reykjavík. Var eignin seld á nauðungaruppboði, en ekkert fékkst greitt upp í skuld sóknaraðila af uppboðsandvirðinu. Í apríl 1991 var af hálfu sóknar- aðila beðið um nauðungaruppboð á fasteign varnaraðila, Hverafold 66 í Reykjavík, á grundvelli fjárnáms, sem gert var Í framangreindri eign til tryggingar skuldinni 17. september 1990. Uppboðinu var margsinnis frestað, þar sem smám saman var verið að greiðs inn á skuldina. Sumarið 1992 var uppboðsbeiðnin afturkölluð vegna nýrra laga um nauðungarsölu, sem gildi tóku 1. júlí 1992. Hinn 6. nóvember 1992 var af hálfu sóknaraðila beðið um uppboð á fasteigninni að Hverafold 66 í Reykjavík að nýju. Er beiðnin var tekin fyrir hjá sýslumanninum í Reykjavík 6. maí sl., mætti varnaraðili og mótmælti nauðungarsölubeiðni sóknaraðila með þeim rök- um, að ábyrgðaryfirlýsing sín á skuldabréfum þeim, sem krafa sóknaraðila byggðist á, væri fölsuð, og lagði fram afrit kæru sinnar til Rannsóknar- lögreglu ríkisins og afrit af rannsóknarskýrslu lögreglunnar til stuðnings mótmælum sínum. Umboðsmaður sóknaraðila krafðist þess, að uppboð byrjaði á eigninni, en sýslumaður ákvað á grundvelli fram kominna gagna að stöðva framgang nauðungarsölunnar. Með kæru, dags. 2. febrúar 1993, kærði varnaraðili föður sinn, Bárð Jóhannesson, til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir að hafa falsað nafn- ritanir sínar á umrædd skuldabréf, og gaf ríkissaksóknari út ákæru á hend- ur föður varnaraðila og eiginkonu hans, Ósk, 27. júlí sama ár. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur gekk í málinu 8. september 1993. Voru ákærðu sakfelld fyrir að hafa falsað nafnritanir varnaraðila sem sjálfskuldar- ábyrgðaraðila á skuldabréf þau, sem hér um ræðir, og notað bréfin í við- skiptum. TIl. Við munnlegan málflutning kvaðst sóknaraðili ekki mótmæla því, að undirskriftir varnaraðila á umrædd skuldabréf væru falsaðar, þar sem dómur hefði gengið þar um. Af hálfu sóknaraðila er hins vegar byggt á því, að varnaraðili hafi með tómlæti sínu firrt sig rétti til að bera fyrir sig fölsun, með vísan til andmælareglunnar, einnar af meginreglum réttar- fars. Varnaraðili hafi fyrst borið það fyrir sig í byrjun febrúar á þessu ári, að nafnritun sín á umrædd skuldabréf væri fölsuð. Tæp fjögur ár hafi því liðið, frá því að áskorunarstefna á hendur honum var árituð um aðfarar- hæfi vegna sjálfskuldarábyrgðar hans á umræddum skuldabréfum, þar til mótmæli varnaraðila komu fram. Varnaraðili hafi hvorki haldið uppi vörnum við rekstur áskorunarmálsins í héraði né áfrýjað málinu til Hæsta- 2260 réttar. Þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir allan þennan tíma hafi varnaraðili ekki séð ástæðu til að kæra fölsun á nafnritun sinni á bréfunum eða tilkynna eiganda bréfsins um hana. Öll þessi ár hafi sóknaraðili staðið í þeirri trú, að hann ætti kröfu á hendur varnaraðila. Af hálfu sóknaraðila er á því byggt, að með því að varnaraðili hélt ekki uppi vörnum, er fyrr- nefnt áskorunarmál var rekið í héraði, hafi varnaraðili samþykkt, að sóknaraðili ætti umrædda kröfu á hendur honum. Við munnlegan málflutning mótmælti sóknaraðili þeirri kröfu varnar- aðila, að sóknaraðila verði gert að fella niður áðurgreinda fjárnámsgjörð sína með lausnargjörð og aflýsa fjárnámsgjörðinni. Kvað sóknaraðili kröfu þessa ekki komast að í málinu. Af hálfu varnaraðila er því haldið fram, að fram komin mótmæli séu ekki of seint fram komin, því að aðilar geti jafnan borið það fyrir sig, að undirskrift viðskiptabréfs sé fölsuð, og séu engin tímamörk þar á. Sóknaraðili hafi ekki orðið fyrir neinum réttarspjöllum vegna þess, að varnaraðili hafi í lengstu lög dregið að kæra föður sinn fyrir skjalafals. Með vísan til framangreinds og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. september sl. í málinu: Ákæruvaldið gegn Bárði Jóhannessyni og Ósk Auðunsdóttur, beri að staðfesta þá ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 6. maí 1993, sem til meðferðar sé í máli þessu, og gera sóknaraðila að fella niður fjárnámsgjörð þá, sem í málinu greinir, og aflýsa henni af fasteign varnaraðila. IV. Í máli þessu hefur verið lagt fram endurrit dóms Héraðsdóms Reykja- víkur í málinu nr. S-397/1993: Ákæruvaldið gegn Bárði Jóhannessyni og Ósk Auðunsdóttur, sem kveðinn var upp 8. september sl. Með dómi þessum voru ákærðu sakfelld fyrir að hafa falsað nafnritanir varnaraðila á skulda- bréf þau, sem um ræðir í máli þessu, og notað þau í viðskiptum. Komið hefur fram, að Bárður Jóhannesson er faðir varnaraðila og Ósk Auðuns- dóttir stjúpmóðir hans. Í greinargerð varnaraðila kemur fram, að faðir hans hafi ávallt lofað honum að annast að fullu um greiðslur bréfanna og sjá til þess, að skuldirnar féllu ekki á varnaraðila. Uppboði á fasteign varnaraðila hafi margsinnis verið frestað að ósk föður varnaraðila og eigin- konu hans, enda hafi þau verið að greiða inn á skuldina. Varnaraðili kveðst hins vegar aldrei hafa greitt inn á skuldina. Þegar greiðsluloforð föður varnaraðila og eiginkonu hans hafi brugðist og beðið hafi verið um nauð- ungarsölu á fasteign varnaraðila í annað sinn, hafi varnaraðili neyðst til að kæra föður sinn til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir að hafa falsað nafnritanir sínar. Eins og atvikum er háttað í máli þessu, þykir afsakanlegt, að varnaraðili 2261 skuli ekki hafa haldið uppi þeirri vörn strax í upphafi málsóknar sóknar- aðila á hendur sér, að nafnritanir sínar á umrædd skuldabréf væru falsaðar. Þó má fallast á það með sóknaraðila, að óhæfilegur og vítaverður dráttur hafi orðið á því, að varnaraðili upplýsti málið og hæfist handa til að fá sönnur fyrir því, að nafnritanir sínar á skuldabréfin væru falsaðar. Hins vegar er það álit réttarins, að það ylli varnaraðila réttarspjöllum, ef heimilað yrði að selja fasteign hans á nauðungaruppboði til lúkningar kröfu sóknaraðila, þar sem varnaraðili er ekki greiðsluskyldur gagnvart sóknar- aðila að efnisrétti. Telja verður einnig, að slík niðurstaða væri andstæð góðum siðum og allsherjarreglu. Með vísan til framangreinds og með hlið- sjón af grunnreglu 45. gr. l. nr. 75/1973 um Hæstarétt, sbr. og Hrd. 1974, 973, þykir verða að staðfesta þá ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 6. maí sl. að stöðva framgang nauðungarsölu á fasteign varnaraðila, Hvera- fold 66 í Reykjavík. Gegn andmælum sóknaraðila og með vísan til 2. mgr. 75. gr. Í. nr. 90/1991 um nauðungarsölu verður sú krafa varnaraðila, að sóknaraðila verði gert að fella niður fjárnámsgjörð þá, sem í málinu greinir, og aflýsa henni af fasteign varnaraðila, ekki tekin til greina. Ber og að athuga, að krafa þessi kom fyrst fram í greinargerð varnaraðila, en samkvæmt 1. mgr. 75. gr. sömu laga skulu aðilar gera grein fyrir þeim kröfum, sem þeir hafa uppi í málinu, við þingfestingu þess. Eins og atvikum er háttað í máli þessu, þykir rétt, að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Úrskurðinn kvað upp Ragnheiður Bragadóttir, fulltrúi dómstjóra. Úrskurðarorð: Ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 6. maí 1993 um að stöðva framgang nauðungarsölu á fasteigninni nr. 66 við Hverafold í Reykja- vík er staðfest. Málskostnaður fellur niður. 2262 Fimmtudaginn 9. desember 1993. Nr. 494/1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík gegn Ólafi Gunnarssyni. Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. 1. nr. 19/1991. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru Í. desember 1993, sem barst skrifstofu réttarins 3. sama mánaðar. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara, að gæsluvarðhaldstími verði verulega styttur. Sóknaraðili krefst þess með vísan til a-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, að varnar- aðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til kl. 16.00 fimmtudaginn 27. janúar 1993 (svo), en til vara, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Varnaraðili hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. september sl., en rannsókn máls þessa hófst 25. júlí sl. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði, hefur hún beinst að innflutningi og dreifingu mikils magns fíkniefna, allt að 20 kg af hassi og 4,9 kg af amfetamíni. Hafa allmargir þeirra, sem yfirheyrðir hafa verið í málinu, borið, að ákærði hafi staðið að skipulagningu og fjármögnun umrædds innflutnings og dreifingu. Hefur hann mótmælt því, en viðurkennt aðild að innflutningi að einhverju leyti. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagður dómur Héraðsdóms Reykja- víkur frá 18. janúar 1993, þar sem varnaraðili var dæmdur í fangelsi í fjóra mánuði, skilorðsbundið í eitt ár, fyrir brot á lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni og reglugerð um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 16/1986. Sóknaraðili rökstyður kröfu sína um gæsluvarðhald varnaraðila til 27. janúar nk. með því, að á þeim tíma ætti að vera unnt að ljúka rannsókn, senda málið til ríkissaksóknara og gefa út ákæru. Eftir séu samprófanir og yfirheyrslur yfir manni, sem nýlega var framseldur frá Svíþjóð. Þá séu brot þau, sem varnaraðili er grun- 2263 aður um, svo stórfelld, að skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds sé fullnægt. Af hálfu varnaraðila er því mótmælt, að rannsóknarhagsmunir krefjist þess, að sér verði gert að sæta gæsluvarðhaldi lengur. Verði ekki séð, að varhugavert sé vegna rannsóknar málsins, að hann verði látinn laus. Ljóst er, að rannsókn máls þessa er langt á veg komin. Enda þótt telja megi, að rannsóknarhagsmunir einir sér réttlæti vart áfram- haldandi gæsluvarðhaldsvist varnaraðila, verður ekki fram hjá því horft, að hann er undir rökstuddum grun um aðild að stórfelldum innflutningi og dreifingu fíkniefna, svo að varðað geti við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir því rétt með vísan til 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, að varnaraðili sæti áfram gæslu- varðhaldi. Verður aðalkrafa sóknaraðila um gæsluvarðhald til 27. janúar 1994 því tekin til greina. Dómsorð: Varnaraðili, Ólafur Gunnarsson, skal áfram sæta gæslu- varðhaldi, allt til kl. 16.00 fimmtudaginn 27. janúar 1994. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. nóvember 1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess, að Ólafur Gunnarsson, kt. 200455-3049, með lögheimili að Suðurhólum 24 í Reykjavík, en dvalar- stað að Flétturima 11 í Reykjavík, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til kl. 16.00 fimmtudaginn 27. janúar vegna grunar um brot gegn lögum nr. 65/1974 og reglugerð nr. 16/1986 um ávana- og fíkniefni svo og gegn 173. gr. a alm. hgl. nr. 19/1940. Af framansögðu þykir rökstuddur grunur vera um, að kærði hafi skipu- lagt og fjármagnað innflutning á miklu magni af fíkniefnum. Brot þetta getur varðað kærða fangelsisrefsingu lögum samkvæmt. Rannsókn máls þessa er ólokið, og enn er eftir að yfirheyra aðila, sem grunaður er um aðild að máli þessu, en lögregla hefur farið fram á framsal hans frá Svíþjóð, en hann mun vera sænskur ríkisborgari. Þar sem hætta þykir á, að kærði muni torvelda rannsókn málsins, fari hann frjáls ferða sinna, svo sem með því að hafa áhrif á vitni eða samseka, þykir verða að taka kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um áframhald gæsluvarðhalds á hendur kærða til greina með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. 2264 gr. 1. nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, en 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 þykir ekki eiga við í máli þessu. Þó þykir nægilegt, að kærði sæti gæsluvarðhaldi til mánudagsins 27. desember kl. 16.00. Ingveldur Einarsdóttir, fulltrúi dómstjóra, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kærði, Ólafur Gunnarsson, sæti gæsluvarðhaldi áfram allt til kl. 16.00 mánudaginn 27. desember 1993. 2265 Fimmtudaginn 9. desember 1993. Nr. 486/1993. Þorgeir á Ellert hí. gegn Faxa hf. Kærumál. Frávísunarúrskurður úr gildi felldur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili hefur með heimild í j-lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 8. nóvember 1993, sem barst réttinum 30. sama mánaðar. Kærður er frávísunarúrskurður Héraðsdóms Vesturlands frá 27. október 1993. Sóknaraðili gerir þær dómkröfur, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka málið til efnislegrar meðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Ágreiningslaust er í máli þessu, að varnaraðili hefur greitt sóknar- aðila fjárhæð, er svarar ríflega til höfuðstóls þeirrar skuldar, er honum að áliti sóknaraðila ber að greiða vegna umsaminna verka. Ágreiningur er hins vegar um útreikning dráttarvaxta. Hefur sóknaraðili lagt fram samninga, reikninga, verkbeiðnir og yfirlit greiðslna máli sínu til stuðnings. Reifun krafna sóknaraðila í héraði er ófullnægjandi. Eins og málið liggur fyrir, þykja þó ekki þeir annmarkar á málatilbúnaði, að ekki megi úr þeim bæta í rekstri málsins. Verður því ekki talið, að skilyrði hafi verið til að vísa málinu frá, og ber héraðsdómara að taka það til efnismeðferðar. Rétt þykir, að varnaraðili greiði sóknaraðila málskostnað í héraði í þessum þætti málsins og kærumálskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn kærði frávísunarúrskurður er úr gildi felldur, og er lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. 2266 Varnaraðili, Faxi hf., greiði sóknaraðila, Þorgeiri á Ellert hf., 100.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumáls- kostnað. Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 27. október 1993. 1. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 30. september sl. að loknum munn- legum flutningi um fram komna frávísunarkröfu stefnda, var þingfest fyrir bæjarþingi Akraness 6. nóvember 1991 með stefnu, út gefinni 10. október 1991 og birtri 17. október 1991, af Þorgeiri á Ellert hf., kt. 660768-0179, Bakkatúni 26, Akranesi, á hendur Birgi Axelssyni, kt. 210832-7699, Þver- holti 21, Keflavík, stjórnarformanni Faxa hf., kt. 530169-0739, Þverholti 21, Keflavík, f. h. félagsins til greiðslu skuldar, að fjárhæð 3.185.600,19 kr., með dráttarvöxtum samkvæmt Il. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. febrúar 1989 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ og að tildæmdur málskostnaður beri dráttarvexti sam- kvæmt III. kafla vaxtalaga frá 15. degi frá dómsuppsögu til greiðsludags. Stefndi krefst aðallega, að máli þessu verði vísað frá dómi og stefnandi dæmdur til þess að greiða stefnda málskostnað samkvæmt gjaldskrá Lög- mannafélags Íslands og að málskostnaður beri dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 15. degi frá dómsuppsögu til greiðsludags. Til vara krefst stefndi sýknu af öllum kröfum stefnanda auk máls- kostnaðar eins og í aðalsök. Eins og að framan greinir, var málið flutt um frávísunarkröfu stefnda 30. september sl., og er sá þáttur málsins einungis til úrlausnar hér. Il. Stefnandi kveður málavexti vera þá, að með þremur verksamningum, dagsettum 5. mars 1986, 2. apríl 1986 og 22. maí 1986, hafi stefnandi tekið að sér fyrir stefnda að vinna að endurbótum á m/s Jöfri, KE-17, eign stefnda. Kostnaður vegna þessara verksamninga, annarra breytinga og endurbóta samkvæmt reikningsyfirliti hafi numið samtals 25.397.610 kr., sem stefnandi hefur sundurliðað þannig: Í...1. Þá kveður stefnandi umkrafða skuld vera vegna reikninga frá október 1987, að fjárhæð 166.904 kr., frá september 1988, að fjárhæð 94.547 kr., frá október 1988, að fjárhæð 5.976 kr., frá nóvember 1988, að fjárhæð 145.424 kr., og 6.843 kr., samtals 25.816.944 kr. Stefnandi kveður stefnda hafa greitt inn á verkið samtals 26.239.563,30 kr., þannig: Í...). 2267 Kveður stefnandi, að hluta innborgana hafi verið ráðstafað til greiðslu á áföllnum dráttarvöxtum, og hafi eftirstöðvar skuldar stefnda 1. febrúar 1989 verið 3.185.600,19 kr., sem sé stefnufjárhæð málsins. 111. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að hann hafi unnið verk sitt fyrir stefnda í samræmi við verksamninga og samkvæmt fram lögðum reikning- um. Kveðst stefnandi hafa innt verk sitt af hendi að beiðni stefnda, en hafi hvorki fengið greitt fyrir vinnu sína né efni. Um lagarök vísar stefnandi til almennra reglna samningsréttarins og reglna kröfuréttarins um greiðslu fjárskuldbindinga. Kröfu um dráttarvexti reisir stefnandi á lögum nr. 25/1987, III. kafla, og kröfu um málskostnað og vexti á málskostnað á 1. mgr. 177. gr., 184. gr. og 2. mgr. 175. gr. laga nr. 85/1936. Stefndi reisir aðalkröfu sína á verksamningi aðila. Í 8. kafla, gr. 8-1, Í samningnum segi svo: „Rísi ágreiningur út af samningi þessum milli aðila, skal honum skotið. til gerðardóms.“ Stefnandi hafi ekki farið eftir þessu samningsákvæði aðila, og því beri samkvæmt 2. gr. laga um samningsbundna gerðardóma nr. $3/1989 og með hliðsjón af 66. gr. og 68. gr. 1. nr. 85/1936, sbr. nú 1. nr. 91/1991, að vísa málinu frá dómi. Einnig reisir stefndi aðalkröfu sína um frávísun málsins á því, að stefnu- krafan og útreikningur hennar sé svo óljós og krafan svo vanreifuð, að hún sé ekki dómhæf. IV. Óumdeilt er í máli þessu, að stefnandi vann að viðgerð á bát stefnda, Jöfra, KE-17. Stefnandi virðist reisa dómkröfur sínar á hendur stefnda á verksamningi, reikningum vegna aukaverka samkvæmt verkbeiðnum og dráttarvöxtum vegna ætlaðs greiðslubrests stefnda. Hefur stefnandi lagt fram kröfum sín- um til stuðnings verksamning og verkbeiðnir ásamt reikningum. Verk- beiðnir þessar eru undirritaðar fyrir hönd stefnda. Ekki verður ráðið, hvort vinna, framkvæmd samkvæmt fyrrgreindum verkbeiðnum, sé vegna auka- verka tengdum verksamningnum. Samkvæmt fram lögðum verksamningi samdist aðilum máls þessa svo um, að ágreiningur út af samningnum skyldi lagður fyrir gerðar- dóm. Eins og mál þetta liggur fyrir dóminum og með vísan til samnings aðila, sbr. og 24. gr. l. nr. 91/1991, ber að taka til greina fram komna kröfu stefnda um frávísun málsins í heild sinni. 2268 Samkvæmt þessari niðurstöðu ber stefnanda að greiða stefnda 75.000 kr. í málskostnað. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Þorgeir á Ellert hf., greiði stefnda, Faxa hf., 75.000 kr. í málskostnað, er beri dráttarvexti samkvæmt III. kafla l. nr. 25/1987“ frá 15. degi eftir uppsögu úrskurðar til greiðsludags. 2269 Fimmtudaginn 9. desember 1993. Nr. 469/1993. Bæjarsjóður Akureyrar gegn Bifreiðastöðinni Stefni hí. Kærumál. Nauðungaruppboð. Lögveð. Aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili hefur samkvæmt heimild í 1. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 20. október sl., sem barst réttinum ásamt gögnum 22. nóvember. Greinargerð sóknaraðila barst 29. s. m. Hann krefst þess, „„að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og heimilaður framgangur hins umbeðna uppboðs““. Þá krefst hann kærumáls- kostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Uppboðsbeiðni sóknaraðila er frá 27. ágúst 1991, en 29. maí 1992 fól uppboðshaldarinn á Akureyri héraðsdómara við bæjarfógeta- embættið þar að úrskurða um þann ágreining málsaðila, sem um er fjallað í hinum kærða úrskurði. Var rekstri þess ágreiningsmáls haldið áfram fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í samræmi við ákvæði 2. mgr. 97. gr. laga nr. 90/1991. Með skírskotun til niðurlags í forsendum hins kærða úrskurðar, þar sem fjallað er um nauðsyn tilkynningar sam- kvæmt 1. gr. laga nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks og afleiðingu þess, að hún fórst fyrir, ber að staðfesta úrskurðinn. Rétt er, að sóknaraðili, bæjarsjóður Akureyrar, greiði varnar- aðila, Bifreiðastöðinni Stefni hf., 50.000 krónur í kærumáls- kostnað. Við ákvörðun hans hefur ekki verið tekið tillit til virðis- aukaskatts. Það athugast, að uppboðsbeiðni sóknaraðila fullnægir ekki skil- yrðum 6. gr. laga nr. 57/1949, sbr. nú 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. 2270 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, bæjarsjóður Akureyrar, greiði varnaraðila, Bifreiðastöðinni Stefni hf., 50.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 8. október 1993. Máli þessu, sem tekið var til úrskurðar að loknum munnlegum málflutn- ingi 30. f. m., var vikið til úrlausnar dómsins 29. maí 1992 af uppboðs- haldaranum á Akureyri, Dalvík og Eyjafjarðarsýslu vegna ágreinings um framgang nauðungaruppboðs á fasteigninni Óseyri 1 a, norðurhluta, Akur- eyri, talinn eigandi Bifreiðastöðin Stefnir hf. En krafist er nauðungarsölu af hálfu varnaraðila, bæjarsjóðs Akureyrar, vegna vangoldinna fasteigna- gjalda. Málið var upphaflega tekið til úrskurðar hér í dóminum 1. febrúar 1993, en endurupptekið 10. s. m. og aðilum gefinn frestur til frekari gagnaöflunar til 1. mars 1993. Sóknaraðili, Bifreiðastöðin Stefnir hf., gerir þær kröfur, að uppboðið verði hafið, — látið niður falla, — og sér úrskurðaður málskostnaður úr hendi varnaraðila skv. fram lögðum málskostnaðarreikningi. Varnaraðili, bæjarsjóður Akureyrar, krefst þess, að nauðungaruppboðið nái fram að ganga og sér úrskurðaður málskostnaður skv. fram lögðum málskostnaðarreikningi. Sóknaraðili gerir þá grein fyrir kröfu sinni, að hann sé eigandi fasteignar- innar Óseyrar 1 a, norðurhluta, skv. kaupsamningi, dags. 1. nóvember 1990 og þinglýstum 22. s. m., við fyrri eiganda, Trésmiðjuna Þór hf. Fasteignar- gjöld þau, sem séu grundvöllur uppboðsbeiðni sóknaraðila, séu öll vegna álagningar fyrri ára, þ. e. a. s. áranna 1987, 1988, 1989 og 1990, og sé sóknaraðili því ekki skuldari uppboðskröfunnar og þurfi ekki að sæta því, að fasteign hans verði seld nauðungarsölu vegna ætlaðs lögveðsréttar varnaraðila. Skv. 7. gr. laga nr. 91/1989 um tekjustofna sveitarfélaga fylgir lögveðs- réttur fasteignagjöldum í tvö ár frá gjalddaga kröfu. Uppboðsbeiðni sú, sem uppboðið styðjist við, sé dagsett 27. ágúst 1991, en málið þingfest í uppboðsrétti 22. nóvember s. á., en þann dag hafi verið liðin meira en tvö ár frá gjalddaga fasteignagjaldanna, og sé því lögveðsréttur fyrndur. Varnaraðili gerir þá grein fyrir kröfum sínum, að 22. október 1990 hafi hann krafist nauðungaruppboðs á fasteigninni Óseyri 1 a, Akureyri, þing- lýstri eign Trésmiðjunnar Þórs hf., vegna vangoldinna fasteignagjalda, þá að fjárhæð 1.047.750 kr., og hafi uppboðsheimild falist í lögum nr. 2271 49/1951. Uppboðsbeiðnin hafi síðan verið sameinuð öðrum, sem í gangi voru. Auglýst hafi verið í dagblaðinu Degi, að þriðja og síðasta sala á fasteigninni færi fram 20. mars 1991, en við þá sölu hafi varnaraðili ekki getað verið, enda hafi það ekki skipt máli, þar sem krafan hafi verið tryggð með lögveði. Við söluna hafi verið upplýst, að uppboðsþoli hafi selt Bifreiðastöðinni Stefni hf. norðurhluta fasteignarinnar Óseyrar Í a með kaupsamningi, dagsettum 1. nóvember 1990. Innheimtumaður ríkissjóðs hafi þá fallið frá beiðni um uppboð á þeim hluta fasteignarinnar. Suður- hluti eignarinnar hafi síðan verið boðinn upp sérstaklega að ósk Byggða- stofnunar og Iðnlánasjóðs, og hafi þessir aðilar síðan afturkallað upp- boðsbeiðnir sínar á norðurhluta eignarinnar. Byggðastofnun, sem verið hafi hæstbjóðandi á uppboðinu, hafi aðeins greitt fasteignargjöld af þeim hluta fasteignarinnar, er hún keypti á uppboðinu, þ. e. a. s. suðurhlutanum. Í framhaldi af þessu hafi varnaraðili farið þess á leit við uppboðshaldara, að haldið yrði áfram uppboði á norðurhluta eignarinnar, þar sem uppboðið hafi í raun aldrei fallið niður gagnvart varnaraðila, heldur hafi átt að halda því áfram ex oficio. Engin viðbrögð hafi orðið hjá uppboðshaldara við þessari umleitan, og hafi varnaraðili því sent uppboðshaldara uppboðs- beiðni, dags. 27. ágúst 1991, og hafi nýtt uppboð verið auglýst í framhaldi af því, en það sé einmitt það uppboð, sem nú sé deilt um, hvort eigi að ná fram að ganga. Varnaraðili bendir sérstaklega á, að hann hafi staðið í þeirri trú, að uppboðið á sínum tíma næði til eignarinnar allrar, enda hafi uppboðsauglýsingin í Degi ekki borið annað með sér. Ákvörðun annarra uppboðsbeiðenda um að undanskilja norðurhluta fasteignarinnar Óseyrar 1 a hafi ekkert gildi gagnvart sér, og salan til sóknaraðila breyti engu um það, að fasteignargjöldin, sem lögð hafi verið á eignina óskipta, hvíli á henni allri. Þá beri ekki að líta á uppboðsbeiðni sína, dagsetta 27. ágúst, sem nýja beiðni, heldur ítrekun hinnar fyrri. Álit dómsins. Þriðja og síðasta uppboð á fasteigninni Óseyri Í a var haldið 20. mars 1991. Uppboðsþingið var sótt af hálfu Iðnlánasjóðs, Byggðastofnunar, Ís- landsbanka hf. og Lífeyrissjóðs trésmiða, en allir þessir aðilar voru upp- boðsbeiðendur. Innheimtumaður ríkissjóðs, Byggðastofnun og Iðnlána- sjóður afturkölluðu uppboðsbeiðnir sínar á norðurhluta fasteignarinnar, þar sem upplýst var, að uppboðsþoli, Trésmiðjan Þór hf., hafði selt sóknar- aðila, Bifreiðastöðinni Stefni hf., þann hluta eignarinnar, en suðurhlutinn var seldur á uppboðinu. Ekkert er bókað um afstöðu annarra uppboðsbeið- enda, sem viðstaddir voru, þ. e. a. s. Íslandsbanka hf. og Lífeyrissjóðs trésmiða, og verður því að líta svo á, að þessir aðilar hafi fallist á ákvörðun uppboðshaldara, en svo sem áður greinir, var uppboðið ekki sótt af hálfu 2272 varnaraðila. Telja verður, að uppboðið á norðurhluta Óseyrar Í a hafi því í raun verið hafið, þ. e. látið niður falla, sbr. 24. gr. laga nr. 57/1949 um nauðungaruppboð, sbr. 6. gr. laga nr. 12/1987, og hafi því uppboðsbeiðni varnaraðila fallið niður frá því tímamarki að telja. Af þessari ástæðu verður að líta á bréf varnaraðila til uppboðshaldara, dags. 27. ágúst 1991, sem beiðni um nýtt uppboð. Beiðni þessari veitti uppboðshaldari viðtöku 28. ágúst 1991. Hið fyrra uppboð var hafið 20. mars 1991, að því er varðaði norðurhluta Óseyrar 1 a, eign sóknaraðila, eins og áður greinir. Telja verður, að varnaraðili hafi með uppboðsbeiðni, dagsettri.22. október 1990, rofið fyrningarfrest lögveðsréttar síns skv. lögum um tekjustofna sveitar- félaga nr. 91/1989, 7. gr., vegna fasteignagjaldanna, þar sem ekki var liðinn sá sex mánaða frestur, sem tilgreindur er í 12. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Hins vegar verður ekki séð, að varnaraðili hafi farið að þeirri kröfu 1. gr. laga nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks að tilkynna skrásettum eiganda lögveðs- ins, þ. e. a. s. sóknaraðila, að uppboðs yrði óskað á veðinu, ef skuldin yrði ekki greidd innan 30 daga frá dagsetningu tilkynningarinnar. Í því sambandi verður ekki talið, að nægjanlegt sé, að framangreindri kröfu hafi verið fullnægt, áður en varnaraðili beiddist uppboðs í fyrra sinn hinn 22. október, auk þess sem sóknaraðili eignaðist norðurhluta Óseyrar 1 a eftir þann tíma með kaupsamningi, dagsettum 1. nóvember 1990 og þinglýstum í sama mánuði. Þar sem skilyrði 1. gr. laga nr. 49/1951 eru ófrávíkjanleg, ber þegar af þeirri ástæðu að synja um framgang hins umbeðna uppboðs. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Úrskurð þennan kvað upp Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari. Úrskurðarorð: Synjað er um framgang hins umbeðna uppboðs. Málskostnaður fellur niður. 2273 Fimmtudaginn 9. desember 1993. Nr. 132/1993. Ákæruvaldið (Sigríður Jósefsdóttir, settur saksóknari) gegn Guðjóni Pálssyni (Páll Arnór Pálsson hrl.). Fjársvik. Sönnun. Opinber gjöld. Skaðabótakröfu vísað frá. Aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ríkissaksóknari áfrýjaði máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 19. mars 1993. Krefst hann sakfellingar samkvæmt ákæru og refsi- ákvörðunar og að ákærði verði dæmdur til að greiða Kaupþingi hf. skaðabætur, að fjárhæð 2.206.500 krónur, með dráttarvöxtum frá 15. febrúar 1988 til greiðsludags svo og kostnað Skuldaskila hf. vegna uppboðs, 230.675 krónur. Af hálfu ákærða er krafist staðfestingar hins áfrýjaða dóms og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. I. Er ákærði samdi veðskuldabréf þau, sem um ræðir í málinu, hafði hann eingöngu til hliðsjónar veðbókarvottorð. Það var gá- lauslegt með tilliti til þess, að á fasteign þeirri, er hann veðsetti, voru áhvílandi margar veðskuldir og sumar allgamlar orðnar. Einkum átti þetta við um þrjár veðskuldir á 1. veðrétti við Iðnlána- sjóð. Að því er hins vegar að gæta, að ákærði hlaut að gera sér grein fyrir því, að upptalning áhvílandi skulda yrði endurskoðuð hjá borgarfógetaembættinu við þinglýsingu bréfanna og athuga- semd skráð á þau, ef og að því leyti, sem þær væru ekki rétt upp taldar í bréfunum. Þá ber og að líta til þess, að ákærði gaf veð- skuldabréfin út gagngert til að selja þau verðbréfafyrirtæki, og mátti því búast við, að hjá því færi fram rækileg könnun á áhvílandi veðskuldum. Með skírskotun til þessa ber að fallast á það með héraðsdómara, að sönnur skorti fyrir því, að ákærði hafi vísvitandi látið hjá líða að tilgreina á skuldabréfunum eina af áhvílandi 143 2274. skuldum við Iðnlánasjóð, að eftirstöðvum 8.647.460 krónur, í þeim tilgangi að blekkja kaupanda bréfanna og svíkja út fé. Samkvæmt því ber að staðfesta ákvæði héraðsdóms um sýknu af þessu ákæru- atriði. Il. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti var fallið frá ákæru fyrir brot á 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en haldið við varakröfu í ákæru um, að ákærði sætti refsingu fyrir brot á 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Ber að sakfella ákærða samkvæmt því lagaákvæði, en með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms og 8. tl. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga þykir mega fella niður refsingu fyrir það brot ákærða. 111. Með skírskotun til 3. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála ber að vísa framangreindri skaðabótakröfu frá dómi. Með skírskotun til 1. mgr. 166. gr. laga nr. 19/1991 þykir mega staðfesta ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Allur áfrýjunar- kostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði. Kaupþing hf. kærði til Rannsóknarlögreglu ríkisins 28. mars 1990 fyrir brot, sem ákært er fyrir samkvæmt 1. kafla ákæru. Lögreglu- rannsókn vegna þeirrar kæru hófst 1. október á því ári og lauk 7. maí 1991, er ákærða var kynnt fram komin bótakrafa. Gjald- heimtan í Reykjavík kærði 11. apríl 1990 vegna brots samkvæmt II. kafla ákæru. Lögreglurannsókn út af þeirri kæru fór fram 13. desember 1991. Málin voru ekki send ríkissaksóknara fyrr en 30. mars 1992. Dráttur þessi á málsmeðferð hefur ekki verið réttlættur, og ber að átelja hann. Dómsorð: Ákærði, Guðjón Pálsson, á að vera sýkn af kröfum ákæru- valds samkvæmt I. kafla ákæru í máli þessu. Refsing ákærða samkvæmt II. kafla ákæru fellur niður. Framangreindri skaðabótakröfu er vísað frá dómi. 2275 Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæsta- rétti, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. janúar 1993. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað hér fyrir dómi með ákæru, út gefinni 31. ágúst 1992, „á hendur Guðjóni Pálssyni, Torfufelli 12, Reykjavík, fæddum 17. september 1943, fæðingarnúmer 376, fyrir eftir- greind brot á almennum hegningarlögum: I. Fjársvik. Ákærða er gefið að sök að hafa í febrúarmánuði 1988 fengið Kaupþing hf., Kringlunni 5, Reykjavík, f. h. Hávöxtunarfélagsins hf. til að kaupa af sér fimm veðskuldabréf, öll samin og út gefin 8. febrúar 1988 af ákærða til Verslunarhússins sf. sem kröfuhafa, hvert að fjárhæð 500.000 kr., vísi- tölutryggð, öll með gjalddaga 1. 10. 1989, tryggð með 11. samhliða veðrétti í 1. hæð fasteignar ákærða, Fosshálsi 27, Reykjavík, með því að hafa látið ógetið um í bréfunum og leynt væntanlega kaupendur vísitölutryggðri veð- skuld við Iðnlánasjóð, sem hvíldi á 1. samhliða veðrétti eignarinnar, að fjárhæð 626.159,06 kr., samkvæmt þinglýstum skjölum, dagsettum 17. 7. 1979 og 6. 5. 1981, og þannig komið því til leiðar, að kaupandi, sem greiddi ákærða 15. febrúar 1988 2.206.500 kr. fyrir bréfin á þeirri forsendu, að allar áhvílandi veðskuldir væru tilgreindar, fékk ekkért greitt af kröfum sínum samkvæmt áðurgreindum veðskuldabréfum við úthlutun á uppboðs- andviðri hinnar veðsettu eignar, sem seld var á nauðungaruppboði 25. september 1989. Telst þetta atferli varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fjárdráttur. Þá er ákærða gefið að sök að hafa haldið eftir til greiðslu opinberra gjalda og skráð sem frádrátt á launaseðla starfsmanns síns, Óðins Snorra- sonar trésmiðs, kt. 130351-4929, Suðurhólum 14, Reykjavík, við útborgun á launum til hans dagana 8. 12., 18. 12., 22. 12. og 29. 12. 1989 og s. 1. 1990 5.694 kr. við hverja þessara fimm útborgana, samtals 28.470 kr., en eigi staðið skil á þeim greiðslum til Gjaldheimtunnar í Reykjavík, heldur dregið sér þetta fé. Telst þetta brot ákærða aðallega varða við 247. grein almennra hegn- 2276 ingarlaga nr. 19/1940, en til vara við 30. gr. laga nr. 45/1987 um stað- greiðslu opinberra gjalda. III. Dómkröfur. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar fyrir framangreind brot. Í málinu gerir Kaupþing hf., kt. 560882-0419, kröfu um, að ákærði verði dæmdur til greiðslu bóta, að fjárhæð 2.206.500 kr., með dráttarvöxtum frá 15. 2. 1988 til greiðsludags svo og kostnaði“. I. Ákærði keypti 1. hæð fasteignarinnar að Fosshálsi 27, Reykjavík, skv. kaupsamningi, dagsettum 20. febrúar 1984, fyrir 10.190.000 krónur. Hinn seldi eignarhluti var 1079,80 fm (jarðhæð að norðanverðu). Afsal var gefið út 28. mars 1985 af seljanda, Birni Péturssyni á Co. hf. Í afsali eru taldar upp áhvílandi veðskuldir, sem ákærði tók að sér að greiða við kaupin. Þá hvíldi á 1. veðrétti skuld við Iðnlánasjóð, dags. 6. maí 1981, upphaflega 626.159 krónur, vísitölutryggð, en að eftirstöðvum 3.273.933,40 krónur skv. afsali. Þá var skuld ákærða við sama skv. veð- skuldabréfi, dagsettu 14. júlí 1983, upphaflega að fjárhæð 137.837,77 krón- ur, vísitölutryggð, og að eftirstöðvum 669.841,20 krónur. Í afsali er skuld þessi sögð hvíla á 2. veðrétti, en skv. veðbókarvottorðum hvíldi hún á 1. veðrétti samhliða fyrrnefnda láninu. Loks tók ákærði að sér að greiða veðskuld við Iðnlánasjóð skv. veð- skuldabréfi, út gefnu í febrúar 1984, upphaflega að fjárhæð 1.208.910,40 krónur, en að eftirstöðvum 1.188.998,90 krónur skv. afsalinu. Lán þetta hvíldi á 2. veðrétti skv. veðbókarvottorðum, en var óþinglýst, er ákærði keypti eignarhlutann, að því er segir í afsali. Ákærði gaf út fimm veðskuldabréf 8. febrúar 1988, hvert að fjárhæð 500.000 krónur, tryggð með 11. veðrétti í 1. hæð eignarinnar að Fosshálsi 27. Hann kveðst hafa útbúið þau eftir veðbókarvottorði, sem var gefið út 14. desember 1987. Þar er framangreindrar veðskuldar ekki getið. Veðskuldabréfum þessum var þinglýst athugasemdalaust við embætti borgarfógetans í Reykjavík og innfærð í veðmálabók 11. febrúar 1988. Fram kemur í málinu, að 15. desember 1987 gaf ákærði út tíu bréf, hvert að fjárhæð 500.000 krónur, tryggð með 8. veðrétti í Fosshálsi. Þá gaf hann út tíu veðskuldabréf, hvert að fjárhæð 500.000 krónur, tryggð með 9. veð- rétti í Fosshálsi 27, 22. desember 1987, og loks tíu veðskuldabréf, hvert að fjárhæð 500.000 krónur, tryggð með 10. veðrétti í Fosshálsi 27, 5. janúar 1988. Ekki er skuldarinnar við Iðnlánasjóð frá 6. maí 1981 heldur getið á þessum bréfum. 2277 Lagt hefur verið fram myndrit eins skuldabréfanna frá 15. desember 1987, þar sem fram kemur, að athugasemd þinglýsingardómara var rituð á bréfið, vegna þess að skuldarinnar við Iðnlánasjóð var ekki getið. Með beiðni, dagsettri 23. október 1987, bað Iðnlánasjóður um uppboð á fasteign ákærða að Fosshálsi 27, og kvaðst ákærði hafa fengið tilkynn- ingu um það frá borgarfógeta, sem dagsett var 24. nóvember 1987, en hann hafi ekki áttað sig á því, að krafan byggðist á veðskuld þeirri, sem hvíldi á 1. veðrétti eignar hans að Fosshálsi 27. Uppboðsmál þetta var þingfest 18. febrúar 1988, en að því er fram kemur í bréfi borgarfógeta, dagsettu 19. desember 1991, kom aldrei til sölu eignarinnar, þar sem uppboðsbeið- endur afturkölluðu beiðnir sínar. Hávöxtunarfélagið hf. keypti bréf þau, er ákærði gaf út 8. febrúar 1988, af Verslunarhúsinu sf., sem er sameignarfélag ákærða og sonar hans, 15. febrúar 1988. Kaupverð var 2.206.500 krónur. Kaupþing hf. er rekstraraðili Hávöxtunarfélagsins hf. og hafði móttekið bréfin í sölu 11. febrúar 1989. Eignarhluti ákærða í Fosshálsi 27 var seldur á nauðungaruppboði 25. september 1990, og nægði uppboðsandvirðið ekki til, að greiðsla fengist af skuldabréfunum, sem ákærði gaf út 8. febrúar 1988, og við úthlutun uppboðsandvirðis kom í ljós, að skuldin á 1. veðrétti við Iðnlánasjóð, sem ekki var getið í margnefndum bréfum, nam þá 14.820.535 krónum. Með bréfi, dagsettu 28. mars 1990, til RLR kærði Kaupþing hf. ákærða fyrir að hafa brotið tiltekin ákvæði hegningarlaga með útgáfu og sölu bréf- anna. Í máli þessu liggur frammi veðbókarvottorð, sem gefið er út 14. desember 1987 við embætti borgarfógeta. Þar er títtnefndrar skuldar við Iðnlánasjóð ekki getið. Ákærði ber, að hann hafi auk veðbókarvottorðsins, sem að ofan getur, notað kvittanir fyrir greiðslu af öðrum veðskuldum við upptalningu veð- rétta í skuldabréfunum, er hann gaf út 8. febrúar 1988, og að hann hafi ekki munað eftir veðskuldabréfinu frá 6. maí 1981 til Iðnlánasjóðs, enda hafi hann aldrei fengið kröfu um greiðslu samkvæmt því bréfi né heldur greitt af því láni og því ekki haft nein gögn um það við höndina, er hann gaf út bréfin. Þá kemur fram í málinu, að ákærði fékk bréfum þessum þinglýst, án þess að á þau væri rituð athugasemd um, að veðskuldarinnar frá 6. maí 1981 væri ekki getið. Samkvæmt skattframtali ákærða árið 1988 voru skuldir hans um áramót 1987 samtals 110.653.679,92 krónur og vanskil veruleg. Stóð skuld hans við Iðnlánasjóð skv. margnefndu skuldabréfi þá í 8.647.460 krónum. 2278 Þegar öll þessi atriði eru virt, þykir ekki komin fram lögfull sönnun um, að ákærði hafi vísvitandi leynt væntanlega kaupendur skuldinni og að ásetningur hafi verið um að fremja brot það, sem honum er gefið að sök í I. kafla ákæru, og verður hann því sýknaður af ákæruatriðum í þeim kafla. II. Ákærði hélt eftir og skráði sem frádrátt til greiðslu opinberra gjalda á launaseðla starfsmanns síns, Óðins Snorrasonar trésmiðs, kt. 130351-4929, Suðurhólum 14, Reykjavík, við útborgun á launum til hans dagana 8. 12., 18. 12., 22. 12. og 29. 12. 1989 og $. 1. 1990 5S.694 kr. við hverja þessara fimm útborgana, samtals 28.470 kr., og stóð eigi skil á þeim greiðslum til Gjaldheimtunnar í Reykjavík, heldur dró sér þetta fé. Ákærði hefur viðurkennt verknaðarlýsingu í ákæru rétta og verður því sakfelldur fyrir brot þetta, sem varðar við 247. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði endurgreiddi Óðni Snorrasyni fjármuni þá, er hann dró sér, 15. janúar 1992, áður en ákæra var gefin út. Með hliðsjón af því svo og saka- ferli ákærða þykja ekki efni til að gera honum sérstaka refsingu fyrir brot hans. Með tilliti til niðurstöðu þessa þáttar málsins, umfangs hans svo og þess, að ákærði er sýknaður af broti skv. I. kafla ákæru, verður honum ekki gert að greiða sakarkostnað vegna þessa þáttar. Eftir úrslitum málsins ber að fella allan kostnað sakarinnar á ríkissjóð, þar á meðal laun skipaðs verjanda ákærða, Páls Arnórs Pálssonar hrl., 50.000 krónur. Allan Vagn Magnússon héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærða, Guðjóni Pálssyni, verður ekki dæmd sérstök refsing í máli þessu. Allur kostnaður sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Páls Arnórs Pálssonar hrl., 50.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. 2279 Fimmtudaginn 9. desember 1993. Nr. 327/1991. Guðmundur Kristinsson (Ingólfur Hjartarson hrl.) gegn Jóni Erni Ingólfssyni og Jóni Gunnari Zoéga (Sigurður Georgsson hrl.). Fasteign. Kaupsamningur. Gatnagerðargjöld. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Gunnar M. Guðmundsson og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu Í. ágúst 1991 að fengnu áfrýjunarleyfi 11. júlí s. á. Hann krefst þess, að stefndu verði dæmdir til að greiða sér 210.772 krónur með dráttar- vöxtum samkvæmt 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 13. febrúar 1989 til greiðsludags. Jafnframt krefst hann málskostnaðar úr hendi stefndu í héraði og fyrir Hæstarétti, er beri dráttarvexti samkvæmt nefndu lagaákvæði. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti með dráttarvöxtum samkvæmt II1. kafla laga nr. 25/1987. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti var því lýst yfir af hálfu áfrýjanda, að fallið væri frá kröfum gegn lögmannsstofu stefndu. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Ágreiningur málsaðila snýst um það, hvort gatnagerðargjöld, er stefndu ábyrgðust gagnvart áfrýjanda, að búið væri að greiða af lóð þeirri, er um ræðir í málinu, hafi átt að vera vegna einbýlishúss eða parhúss. Þegar kaupsamningur aðila var gerður, lá fyrir upplýsingablað um lóðina, sem samið hafði verið af öðrum stefnda. Þar koma meðal annars fram eftirfarandi upplýsingar: „„Lóðin er 1027,2 fermetrar. Samþ. einbýlishús 902 rúmmetrar. Samþ. parhús 1482 rúmmetrar. 2280 Gatnagerðargjöld: Einbýlishús 1066,27 kr. fyrir hvern rúmmetra, 961.730,00 kr. Parhús 792,87 kr. fyrir hvern rúmmetra, 1.175.033,00 kr. Gatnagerðargjald fyrir parhús er greitt. ...““ Í kaupsamningi eru eftirfarandi upplýsingar um lóðina: „„Eignarlóðin nr. 7 við Hlíðarás í Mosfellssveit. Samþykktar byggingarnefndarteikningar fylgja. Öll gatnagerðargjöld eru greidd, en byggingarleyfisgjald og skipulagsgjald eru ógreidd.““ Stefndi Jón Gunnar greinir frá því í aðilaskýrslu, að framangreint upplýsingablað hafi verið sent Þorsteini Steingrímssyni fasteigna- sala, er annaðist sölu lóðarinnar. Stefndi Jón Örn segir í aðilaskýrslu, að þeir stefndu hafi vafalaust afhent fasteignasalanum upplýsingablaðið. Hann kveðst minnast þess, að uppdrættir að parhúsi hafi legið frammi, er kaupsamningur var gerður. Áfrýjandi segir í aðilaskýrslu, að upplýsingablaðið hafi legið frammi á fasteignasölunni og fylgt kaupsamningnum. Það var lagt fram af hans hálfu sem dómskjal í málinu. Enn fremur hafi þá legið frammi uppdrættir að parhúsi á lóðinni, sem sér hafi þá verið afhentir og jafnframt tjáð, að væru samþykktir af byggingaryfir- völdum. Hann kveður það hafa verið ákvörðunarástæðu af sinni hálfu, að gatnagerðargjöld af parhúsi væru greidd. Áfrýjandi hélt því staðfastlega fram í aðilaskýrslu sinni, að hann hefði ekki kynnt sér hjá byggingaryfirvöldum í Mosfellsbæ, áður en gengið var frá kaupum um lóðina, hvernig greiðslu gatnagerðargjalda af henni var háttað. Það hefði sér ekki orðið ljóst fyrr en nokkrum mánuðum síðar, er hann hugðist selja lóðina. Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi í Mosfellsbæ, kveðst ekki geta fullyrt í vitnisburði sínum fyrir dómi, að áfrýjandi hafi fengið hjá sér upplýsingar um gatnagerðargjöld og/eða greiðslu þeirra, áður en umræddur kaupsamningur um lóðina var gerður. Í vætti vitnisins kemur fram, að fyrri eigandi lóðarinnar hafi verið búinn að greiða B-gatnagerðargjald af henni eða gefið út skuldabréf fyrir því, en fyrir mistök á bæjarskrifstofum í Mosfellsbæ hafi áfrýjanda verið gerður reikningur fyrir það. Skuldabréf liggur frammi í málinu, út gefið 21. mars 1985 af stefnda Jóni Erni, þar 2281 sem hann viðurkennir að skulda sveitarsjóði Mosfellshrepps tiltekna fjárhæð „vegna gatnagerðargjalda B. ...““ Vitnið kveðst vafalaust myndu hafa tjáð áfrýjanda, ef hann hefði leitað upplýsinga um gatnagerðargjöld af lóðinni, að B-gatnagerðargjald vegna lóðar- innar væri ógreitt. Þorsteinn Steingrímsson fasteignasali svaraði því til, er hann var inntur eftir því fyrir dómi, hverjar upplýsingar áfrýjandi hefði fengið um greiðslu gatnagerðargjalda af lóðinni: „... það fór ég ekki ofan í með honum nákvæmlega““. Með hliðsjón af því, sem að framan er rakið úr vitnisburði Ásbjörns Þorvarðarsonar um ranglega talda skuld vegna B-gatna- gerðargjalda af lóðinni og upplýsingar, sem veittar hefðu verið í því efni, ef áfrýjandi hefði eftir þeim leitað, verður að telja líklegt, að áfrýjandi myndi hafa gert athugasemd um það við stefndu, áður en hann afréð kaup á lóðinni. Það gerði áfrýjandi ekki, og styður þetta þá staðhæfingu hans, að hann hafi ekki fyrir kaupin aflað sér upplýsinga á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar um gatnagerðar- gjöld vegna lóðarinnar. Jafnframt leiða upplýsingar vitnisins um þetta líkur að því, að stefndu hafi verið í þeirri trú, að greidd hefðu verið af lóðinni gatnagerðargjöld vegna parhúss, þar sem B-gjaldið, sem þeir greiddu, var vegna slíks húss. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið, er ósannað, að áfrýjandi hafi vitað eða mátt vita, er hann gekk til samninga við stefndu um kaup á umræddri lóð, að upplýsingar á áðurnefndu blaði um greiðslu gatnagerðargjalda af parhúsi hefðu misritast og væru rangar. Verður því við það að miða, að hann hafi mátt á það treysta, er hann afréð kaup á lóðinni, að greidd hefðu verið af henni gatnagerðargjöld vegna parnúss og að þau væru þá að fullu greidd. Samkvæmt því ber að dæma stefndu til að greiða áfrýjanda ógreiddan hluta þeirra gatnagerðargjalda, 210.772 krónur, en fjár- hæðin út af fyrir sig sætir ekki andmælum. Jafnframt ber að dæma stefndu til að greiða dráttarvexti af fjárhæðinni, eins og Í dómsorði greinir. Fallast má á það með áfrýjanda, að upphafstími þeirra sé miðaður við 13. febrúar 1989, sem er dagsetning á reikningi sveitarsjóðs Mosfellsbæjar til áfrýjanda vegna ógreidds hluta gjald- anna. 2282 Eftir þessum úrslitum málsins er rétt, að stefndu greiði áfrýjanda málskostnað, eins og í dómsorði greinir. Við ákvörðun hans hefur ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Stefndu, Jón Örn Ingólfsson og Jón Gunnar Zoéga, greiði áfrýjanda, Guðmundi Kristinssyni, 210.772 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 13. febrúar 1989 til greiðsludags og 150.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. febrúar 1991. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 5. þ. m., er höfðað með stefnu, birtri 15. nóvember 1989. Stefnandi er Guðmundur Kristinsson, Brekkuseli 31, Reykjavík. Stefndu eru Jón Örn Ingólfsson hdl., Haukanesi 21, Garðabæ, og Jón Gunnar Zoega hrl., Reynimel 29, Reykjavík, báðir persónulega og f. h. lögmannsstofu sinnar, Lögmanna, Lágmúla 7, Reykjavík. Hinn 5. febrúar sl. var gerð sátt um hluta dómkrafna stefnanda, þannig, að stefndu lofuðu að greiða stefnanda 6.030 kr. með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga frá 1. 8. 1987 til greiðsludags. Dómkröfur stefnanda eru nú þær, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða 210.772 kr. með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga frá 13. febrúar 1989 til greiðsludags og málskostnað, er beri dráttarvexti frá 15. degi eftir dómsuppsögu. Dómkröfur stefndu eru þær, að þeir verði algerlega sýknaðir af kröfum stefnanda og honum gert að greiða þeim málskostnað ásamt dráttarvöxtum og virðisaukaskatti. Málavextir eru þeir, að með kaupsamningi, dags. 29. júlí 1987, keypti stefnandi byggingarlóð í Mosfellsbæ af stefndu, og var kaupverð 970.000 kr. Stefndu höfðu keypt hana á uppboði árið 1984, en eigandi hennar þá var Magnús Kristinsson byggingameistari. Í kaupsamningi, sem gerður var af Þorsteini Steingrímssyni, löggiltum fasteignasala, er hinu selda lýst þannig: „„Eignarlóðin nr. 7 við Hlíðarás í Mosfellssveit. Samþykktar byggingar- nefndarteikningar fylgja. Öll gatnagerðargjöld eru greidd, en byggingar- leyfisgjald og skipulagsgjald eru ógreidd.““ Gatnagerðargjöld þau, sem greidd höfðu verið, voru af einbýlishúsi. 2283 Stefnandi heldur því hins vegar fram, að sér hafi verið veittar þær upplýs- ingar, að hin greiddu gjöld væru fyrir parhús. Munurinn á þessum gatna- gerðargjöldum nemur 210.772 kr., sem stefnandi krefst greiðslu á. Stefnandi, sem er byggingameistari, skýrir svo frá, að fasteignasalinn Þorsteinn Steingrímsson hafi hringt til sín og veitt sér upplýsingar um lóð- ina. Reisa mætti parhús, og samþykktar teikningar lægju fyrir og fylgdu með, öll gatnagerðargjöld væru greidd, og bíll mætti koma í milli. Uppsett verð hefði verið 1.070.000 kr., en sæst hefði verið á 970.000 kr. Á fasteigna- sölunni hafi verið blað frá stefndu með upplýsingum um lóðina, og þar hafi staðið setningin: „„Gatnagerðargjald fyrir parhús er greitt“, og hafi blað þetta fylgt með kaupsamningnum. Stefnandi reisir kröfur sínar á því, að samkvæmt kaupsamningi hafi öll gatnagerðargjöld fyrir parhús átt að vera greidd, en í ljós hafi komið síðar, að svo hafi ekki verið. Hann hafi keypt lóðina á þessu verði að fengnum þessum upplýsingum, og hann hefði ekki keypt hana annars. Stefndu beri að standa við samninginn og greiða sér muninn. Stefndu haldi því fram í málinu, að þeir hafi sagt, að gatnagerðargjöld af einbýlishúsi væru greidd, en það sé ósannað af þeirra hálfu. Stefndu segja, að þegar þeir keyptu lóðina árið 1984, hafi verið búið að samþykkja byggingarnefndarteikningar að einbýlishúsi, og hafi A-hluti gatnagerðargjalda verið greiddur í samræmi við það. Þegar Magnús Kristinsson hafi átt lóðina, hafi hann fengið samþykki hjá byggingaryfir- völdum í Mosfellsbæ, að leyft yrði að reisa parhús á lóðinni. Magnús hafi aldrei greitt mismun gatnagerðargjaldanna. Samþykki til byggingar parhúss hafi runnið út ári eftir samþykkt, enda hafi bygging parhúss ekki hafist. Eftir að stefndu hafi eignast lóðina, hafi þeir lokið greiðslu B-hluta gatna- gerðargjalda fyrir einbýlishús, en engan reka gert að því að byggja á lóð- inni, heldur öðru hverju kannað um sölu á henni og sett hana í sölu til Þorsteins Steingrímssonar, löggilts fasteignasala. Stefndu vísa í framburð vitnanna Ásbjörns Þorvarðarsonar, byggingar- fulltrúa í Mosfellsbæ, og Þorsteins Steingrímssonar fasteignasala hér fyrir dómi. Þeir hafi báðir lýst því, að stefnandi hafi kynnt sér stöðu gatna- gerðargjalda hjá Mosfellsbæ, áður en kaupsamningur hafi verið gerður. Stefnanda hafi því verið ljóst, að það hafi verið gatnagerðargjöld fyrir ein- býlishús, en ekki parhús, sem hafi verið greidd. Í minnisblaði stefndu hafi einfaldlega verið ritvilla, og eigi að standa einbýlishús, en ekki parhús. Hið eina, sem stefnandi hafi í máli þessu, sé ritvilla á minnisblaði, en honum hafi verið ljóst, að þetta var ritvilla, og hann hafi vitað, hvaða gjöld voru í raun greidd, og hafi hann sjálfur aflað sér upplýsinga um það. Stefndi geti engan rétt byggt á ritvillu, þegar svo standi á. Stefndu benda og á, að stefnandi eigi ekki forræði á þessari kröfu. Þetta 2284 séu gatnagerðargjöld til Mosfellsbæjar, sem greiða þurfi, þegar eða ef byggt verði. Niðurstaða. Telja verður nægilega í ljós leitt með vitnaframburði þeirra Ásbjörns Þorvarðarsonar byggingarfræðings og Þorsteins Steingrímssonar, löggilts fasteignasala, að stefnandi hafi kynnt sér stöðu gatnagerðargjalda af lóðinni hjá Mosfellsbæ, áður en hann gerði kaupsamninginn við stefndu. Hafi stefnandi kynnt sér gatnagerðargjöldin, hefur hann þar fengið skýrar upplýsingar um, hvaða gjöld hafi verið greidd, þ. e. af einbýlishúsi ein- göngu. Telja verður því, að honum hafi mátt vera fullljóst, að orðin „öll gatnagerðargjöld eru greidd““ í kaupsamningi aðila vísi til þeirra gjalda, sem raunverulega voru greidd, þ. e. af einbýlishúsi, og að því væri um ritvillu að ræða í upplýsingaskjali stefndu. Ber því að sýkna stefndu af kröfum stefnanda og dæma hann til að greiða þeim málskostnað, sem ákveðst 70.000 kr., ásamt dráttarvöxtum. Garðar Gíslason borgardómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndu, Jón Ö. Ingólfsson og Jón G. Zoéöga, skulu persónulega og f. h. lögmannsstofu sinnar, Lögmanna, Lágmúla 7, Reykjavík, vera sýknir af kröfum stefnanda, Guðmundar Kristinssonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu óskipt 70.000 kr. í málskostnað, er beri dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppsögu. 2285 Fimmtudaginn 9. desember 1993. Nr. 167/1991. Auðunn Þ. Þorgrímsson (Kjartan Reynir Ólafsson hrl.) gegn Kristjáni Stefánssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) og gagnsök. Fasteignakaup. Málskostnaður. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Bjarni K. Bjarnason, fyrrverandi hæstaréttardómari. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. apríl 1991. Hann krefst þess, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið, að gagnáfrýjanda verði gert að greiða sér 871.503 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 160.422 krónum frá 10. ágúst 1989 til 10. október s. á., en af 871.503 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 10. maí 1991. Hann krefst sýknu af kröfum aðaláfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Í héraði var mál þetta höfðað 29. mars 1990. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Meðal þeirra er staðfest ljósrit frá skattstjóranum í Reykjavík af fylgiskjali RSK 3.02 með skattframtali gagnáfrýjanda árið 1989, þar sem grein er gerð fyrir sölu hans til aðaláfrýjanda í ágúst 1988 á íbúð að Fram- nesvegi 54 í Reykjavík. Á ljósritinu getur þess ekki, hvenær fram- talinu var skilað til skattstjóra. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að fallast á það með héraðsdómara, að gagnáfrýjanda hafi tekist sönnun þess, að umsamið kaupverð fyrrgreindrar íbúðar hafi numið 3.100.000 krónum, og hafi hann gert aðaláfrýjanda full skil á þeim hluta af mótteknu andvirði íbúðar aðaláfrýjanda að Vesturgötu 55 í Reykjavík, sem var umfram þetta kaupverð. Ber að staðfesta niður- stöðu dómsins um efni málsins og um málskostnað. 2286 Gagnáfrýjandi gaf út afsal til aðaláfrýjanda fyrir íbúðinni að Framnesvegi 54, þar sem kaupverð hennar var tilgreint annað en fyrr greinir, og lauk viðskiptum sínum við aðaláfrýjanda vegna íbúðarkaupanna, án þess að gengið væri frá staðfestu yfirliti um uppgjör milli þeirra. Með filliti til þessa eru engin efni til að sinna kröfu gagnáfrýjanda um málskostnað fyrir Hæstarétti, og á hann að falla niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Péturs Kr. Hafstein hæstaréttardómara. Sú sérkennilega sönnunarstaða er í máli þessu, að úrslit þess ráðast af því, hvort gagnáfrýjanda tekst að sanna, að hann hafi sjálfur gefið rangar upplýsingar um söluverð íbúðarinnar að Fram- nesvegi 54 í þinglesnu afsali, sem er eina opinbera skjalið um þessi fasteignaviðskipti, ef skattframtöl aðila eru frá talin. Handskrifað samkomulag aðila frá 21. ágúst 1988, þar sem sölu- verð er tilgreint 3.100.000 krónur, er undirritað af þeim báðum, en ekki vottfest. Á því verður ekki byggt, að aðaláfrýjandi hafi undir- ritað þetta eða önnur skjöl í málinu „in blanco““. Lægri fjárhæð í síðar gefnu afsali, 2.300.000 krónur, gæti hins vegar bent til breyt- inga á kaupsamningi aðila. Gagnáfrýjandi hefur ekki viljað leggja fram skattframtal sitt 1989 vegna ársins 1988. Hann hefur aðeins lagt fram staðfest, en ódagsett ljósrit af fylgiskjali með framtalinu, þar sem hærri fjárhæðin kemur fram. Honum hefði þó verið í lófa lagið að fá að minnsta kosti staðfestingu skattstjórans í Reykjavík á því, að þetta fylgiskjal hefði fylgt framtalinu í upphafi. Þannig hefði verið unnt að taka af tvímæli í þessu efni. Þá er þess að gæta, að engin skynsamleg eða sennileg skýring hefur verið gefin á því, að það hafi verið í þágu aðaláfrýjanda að tilgreina lægri fjárhæð í afsali en um var samið. Eins og aðstæðum er háttað í þessu máli, verður gagnáfrýjandi ekki talinn hafa fært fullgilda sönnun að því, að söluverð íbúðar- innar hafi verið annað en hann tilgreindi sjálfur í afsali sínu. Er 2287 því óhjákvæmilegt að leggja það til grundvallar. Ber því að taka kröfur aðaláfrýjanda til greina. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 8. febrúar 1991. Mál þetta, sem dómtekið var 5. febrúar sl., höfðaði Ásgeir Björnsson hdl. f. h. Auðuns Þorgrímssonar, kt. 230252-4699, Álakvísl 32, Reykjavík, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn Kristjáni Stefánssyni hdl., kt. 010345- 3169, Frostaskjóli 81, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði gert að greiða stefnanda 871.503 kr. auk dráttarvaxta skv. 10. gr. l. nr. 25/1987 frá 10. ágúst 1989 af 160.422 kr. til 10. okt. 1986, en þá af 871.503 kr. til greiðsludags. Að auki er krafist málskostnaðar Í...1. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda, er taki mið af gjaldskrá LMFÍ, auk virðisaukaskatts, og beri málskostnaðarfjárhæð dráttarvexti skv. III. kafla 1. nr. 25/1987. Leitað var um sáttir í málinu án árangurs. Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilar skýrslur fyrir dómi. Málavextir, málsástæður og rökstuðningur stefnanda. Í stefnu er málavöxtum lýst á þá leið, að 1. september 1988 hafi stefnandi selt fjögurra herbergja íbúð sína í fasteigninni að Vesturgötu 55 í Reykja- vík. Söluverð hafi verið 4.235.000 kr. Þar af hafi kaupendur tekið að sér áhvílandi lán, að fjárhæð 1.273.919 kr. Eftirstöðvar hafi kaupendur átt að greiða svo: 1. Við undirritun 1. 9. 1988 kr. 500.000 2. 10. 11. 1988 — 400.000 3. 15. 1. 1989 — 250.000 4. 10. 4. 1989 — 700.000 5. 10. 6. 1989 — 200.000 6. 10. 8. 1989 — 200.000 7. 10. 10. 1989 — 111.081 Í byrjun september 1988 hafi stefnandi keypt af stefnda íbúð í risi hússins nr. 54 við Framnesveg í Reykjavík. Kaupverð hafi verið 2.300.000 kr., og þar af hafi stefnandi tekið að sér lán, að fjárhæð 670.520 kr. Stefnandi hafi strax greitt stefnda 300.000 kr., en síðan hafi orðið að samkomulagi með þeim, að stefndi tæki við afborgunargreiðslum vegna sölu stefnanda á Vesturgötu 55, að svo miklu leyti sem þyrfti til að greiða íbúðina að Framnesvegi 54, en mismunur gengi til stefnanda. Á þessum 2288 tíma hafi stefnandi átt við vanheilsu að stríða, og þess vegna hafi orðið að samkomulagi, að stefndi tæki að sér að taka við greiðslum fyrir ein- stökum útborgunargreiðslum vegna Vesturgötu 55, taka við víxlum og ganga til uppgjörs. Hafi stefndi fengið sérstakt umboð frá stefnanda til þessa. Í krafti þessa umboðs hafi stefndi tekið við víxlum, að fjárhæð 2.331.982 kr., vegna útborgunarliða 2-7 á kaupsamningi um íbúð að Vesturgötu 55. Víxlar þessir séu allir fallnir í gjalddaga. Stefndi hafi greitt stefnanda 131.000 kr. 14. nóv. 1988, og 1.629.480 kr. hafi gengið til greiðslu á útborgun vegna Framnesvegar $4. Eftir standi því skuld við stefnanda, sem nemi 871.503 krónum. Stefnandi vísar til þess, að stefndi hafi samkvæmt umboði tekið við skuldaskjölum, að fjárhæð 2.331.982 kr., sem voru eign stefnanda. Stefndi hafi haft heimild til að nota sem greiðslu til sín vegna fasteignaviðskipta aðila hluta af nefndum viðskiptaskjölum, en muninum hafi hann átt að skila stefnanda. Stefnandi útlistar stefnukröfu sína svo: Kaupverð Framnesvegar 54 kr. 2.300.000 Yfirt. skuldir — 670.520 Útborgunargreiðsla kr. 1.629.480 2. 9. 1988 gr. af stefnanda kr. 300.000 10. 11. 1988 gr. af stefnanda — 400.000 10. 10. 1988 gr. af stefnda f. h. stefnanda v. vaxtauppgjörs kr. 129.098 14. 11. 1988 gr. af stefnda til stefnanda — 131.000 15. 1. 1989 gr. af stefnanda kr. 250.000 10. 4. 1989 gr. af stefnanda — 700.000 10. 6. 1989 gr. af stefnanda — 200.000 10. 8. 1989 gr. af stefnanda — 200.000 kr. 1.889.578 kr. 2.050.000 Skuld stefnda við stefnanda 10. 8. 1989 kr. 160.422 kr. 2.050.000 kr. 2.050.000 Þannig sé skuld stefnda við stefnanda 10. 8. 1989 kr. 160.422 10. 10. 1989 — 111.081 Samtals kr. 871.503 2289 Greiðslur 10. 11. 1988, 15. 1. 1989, 10. 4. 1989, 10. 6. 1989 og 10. 8. 1989 séu víxlar, sem stefndi hafi móttekið af kaupendum Vesturgötu 55. Þá sé skuld 10. 10. 1989 einnig vegna víxils, sem stefndi hafi móttekið, en ekki skilað. Stefnandi reisir kröfur sínar á þeirri reglu samningsréttar, að samninga beri að halda, svo og á reglum kröfuréttar. Stefndi hafi móttekið víxla sam- kvæmt umboði frá stefnanda. Hluti þessara víxla hafi gengið til greiðslu fasteignar, sem stefnandi hafi keypt af stefnda. Hluta af víxlunum eða and- virði þeirra hafi stefndi ekki skilað til stefnanda. Reglur kröfuréttarins heimili því stefnanda að krefja stefnda um þann mun. Krafa stefnanda um dráttarvexti er reist á III. kafla l. nr. 25/1987 og málskostnaðarkrafan á 177. gr. 1. nr. 85/1936. Krafan um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er reist á l. nr. 50/1988. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur, og beri honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Málsástæður og rökstuðningur stefnda. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að málavaxtalýsing stefnanda sé villandi í mörgum atriðum. Hinn 21. ágúst 1988 hafi orðið kaup með máls- aðilum um íbúð stefnda að Framnesvegi 54 í Reykjavík, dskj. nr. 21. Þann dag hafi stefnandi tekið við eigninni og selt á leigu frá þeim degi, og hafi hann þannig arðnýtt sér eignina. Með aðilum hafi ekki verið gerður annar samningur og þá ekki kaupsamningur í september 1988. Afsal á dskj. nr. 7 og yfirlýsing á dskj. nr. 8 vísi til samnings frá í ágúst. Á grundvelli samkomulagsins á dskj. nr. 21 hafi afsalið á dskj. nr. 7 verið gefið út 14. nóvember 1988, og þann dag hafi farið fram fullnaðar- uppgjör á viðskiptum samningsaðila, sbr. kvittun á dskj. nr. 10. Stefnandi hafi með kæru til stjórnar LMFÍ með rangfærslu á staðreynd- um og ósannsögli reynt að kúga fé út úr stefnda. Þannig hafi stefnandi haldið því fram, að stefndi hafi tekið að sér sölu fasteignar að Vesturgötu 55. Niðurfærsla á uppgefnu verði eignarinnar í afsali og á yfirlýsingu hafi verið gerð fyrir beiðni stefnanda, og hafi það verið áliti stefnda að skað- lausu, enda hafi samtímis farið fram fullnaðaruppgjör með aðilum. Umboð á dskj. nr. 4 hafi verið veitt sem liður í samkomulagi aðila um, að stefnandi (svo í greinargerð stefnda) fengi umráð andvirðis Vesturgötu 5S. Umsamið kaupverð hafi verið 3.100.000 kr., og hafi það verð verið í samræmi við verðmat fasteignasala þess, er hafi haft íbúðina til sölu, sbr. vottorð Óskars Mikaelssonar fasteignasala, dskj. nr. 22. Forsendur og niðurstaða. Ágreiningur málsaðila er um kaupverð íbúðarinnar, sem stefnandi keypti af stefnda. Kröfur stefnanda eru á því reistar, að umsamið verð hafi 144 2290 verið 2.300.000 kr. En stefndi heldur því fram, að umsamið verð hafi verið 3.100.000 kr. Við skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð málsins kvaðst stefndi hafa gefið upp til skatts raunverulegt söluverð íbúðarinnar, þ. e. 3.100.000 kr. Við endurupptöku málsins S. þ. m. var stefnda gefinn kostur á að leggja fram staðfest endurrit af skattframtali sínu vegna tekjuársins 1988. Það gerði stefndi ekki, en lagði fram bréf Þorvalds Þorvaldssonar, löggilts endurskoðanda, ásamt ljósriti eyðublaðs v/kaupa og sölu eigna (Rsk. 3.02), sem endurskoðandinn vottar, að sé ljósrit af fylgiskjali með skattframtali stefnda árið 1989 v/1988. Fylgiskjal þetta er ódagsett. Fullyrðingar stefnanda styðjast við afsal, dags. 14. nóv. 1988, dskj. nr. 7, og yfirlýsingu, dags. sama dag, dskj. nr. 8, en á þessum dómskjölum er tilgreint verð íbúðarinnar, sem stefnandi keypti af stefnda, 2.300.000 kr. Við niðurstöðu málsins verður ekki litið fram hjá dskj. nr. 21, sem er handskrifað samkomulag, dags. 21. ágúst 1988, lagt fram af stefnanda, undirritað með nöfnum aðila, enda verður ekki treyst fullyrðingu stefn- anda, að hann hafi undirritað blað það, sem samkomulagið er á, „in blanco““. Með samkomulagi þessu skuldbatt stefnandi sig til þess að kaupa risíbúð að Framnesvegi $4 fyrir 3.100.000 kr. og greiða hana með útborg- unarliðum íbúðar að Vesturgötu 55, samtals 2.300.000 kr., plús eða mínus vegna frávika á yfirteknum lánum, hvílandi á Framnesvegi $4, sem talin voru nema 800.000 krónum. Stefnandi greiddi stefnda 300.000 kr. 2. sept. 1988 v/kaupsamnings um Framnesveg 54 samkvæmt kvittun á dskj. nr. 9. Hinn 10. okt. 1988 tók stefndi við víxlum, samtals að fjárhæð 2.331.383 kr. Samkvæmt afsali á dskj. nr. 7, dags. 14. nóv. 1988, tók stefnandi á sig áhvílandi veðskuldir, samtals að fjárhæð 670.520 kr., og sama dag greiddi stefndi stefnanda 131.000 kr. vegna uppgjörs, dskj. nr. 10. Á dskj. nr. 20, sem er greinargerð stefnda til stjórnar Lögmannafélags Íslands, kemur fram, að við uppgjör aðila var reiknað með 71.500 kr. van- skilum, sem stefndi skyldi greiða fyrir stefnanda. Við munnlegan málflutn- ing var því haldið fram af stefnda, að við greiðslu hefðu vanskil þessi reynst nema 64.800 krónum. Þegar það er virt, sem hér hefur verið rakið, þ. e., að aðilar höfðu í ágúst 1988 samið um ákveðið verð á íbúðinni, sem stefnandi keypti af stefnda, og allar greiðslur, sem fram fóru á milli aðila frá þeim tíma og til 14. nóvember 1988, að stefnandi kvittar fyrir greiðslu, að fjárhæð 131.000 kr., frá stefnda v/uppgjörs, eru í samræmi við samkomulag aðila frá því í ágúst 1988, þykir bera að leggja til grundvallar við niðurstöðu málsins, að stefnandi hafi keypt íbúð stefnda á 3.100.000 kr., og sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Hér er og á yfirlýsingu fasteignasalans Óskars 2291 Mikaelssonar að líta, dskj. nr. 22, en þar kemur fram, að fasteignasalinn hafi haft umrædda íbúð til sölu og ásett verð hafi verið 3,3 til 3,5 millj. króna. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Auður Þorbergsdóttir borgardómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Kristján Stefánsson, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Auðuns Þorgrímssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 2292 Fimmtudaginn 9. desember 1993. Nr. 479/1990. Þrotabú Kjötmiðstöðvarinnar hf. (Viðar Már Matthíasson hrl.) gegn Nóa - Síríusi hf. (Gestur Jónsson hrl.). Gjaldþrotaskipti. Riftun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Guð- mundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 21. desember 1990. Hann gerir eftirfarandi dómkröfur: 1. Að rift verði með dómi greiðslu á hluta skuldar Kjötmið- stöðvarinnar hf. við stefnda, sem fram fór 9. ágúst 1988 með afhendingu þriggja víxla, að fjárhæð 290.966 krónur pr. 22. september 1988, 290.966 krónur pr. 29. september 1988 og 393.646 krónur pr. 20. ágúst 1988, svo og með afhendingu þriggja víxla, sem fram fór 22. ágúst 1988, að fjárhæð 235.020,50 krónur pr. 17. ágúst 1988, 477.270 krónur pr. 19. ágúst 1988 og 477.270 krónur pr. 2. september 1988, en fjárhæð víxla þessara er samtals 2.165.138,50 krónur. 2. Að stefndi verði dæmdur til að greiða áfrýjanda neðangreindar fjárhæðir: Aðallega 2.165.138,50 krónur með dráttarvöxtum af 975.578 krónum frá 9. ágúst 1988 til 22. sama mánaðar, en af 2.165.138,50 krónum frá þeim degi til greiðsludags samkvæmt 9., 10., 12. og 14. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 og 4. og 5. gr. laga nr. 67/1989 um breytingu á þeim lögum. Þess er krafist, að dráttarvextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 9. ágúst 1989. Til vara 2.078.129 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga af 1.118.197 krónum frá 14. júlí 1988 til 23. ágúst sama ár, af 1.511.483 krónum frá þeim degi til 5. september sama ár, en af 2.078.129 krónum frá þeim degi til greiðsludags. 2293 Til þrautavara krefst áfrýjandi þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 918.079 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 1. september 1988 til greiðsludags. - Um vara- og þrautavarakröfur er vísað til sömu ákvæða í vaxtalögum og gert er í aðalkröfu. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess, að dómkrafa áfrýjanda verði lækkuð verulega og einungis dæmdir vextir af almennum óbundnum sparisjóðsreikn- ingum hjá bönkum og sparisjóðum frá þingfestingardegi til greiðsludags. Málavöxtum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Fallist er á það með héraðsdómara, að víxlar þeir, sem hér um ræðir, hafi verið notaðir til að grynnka á skuldum Kjötmiðstöðvar- innar hf. við stefnda, og sé hér því um að ræða greiðslu skuldar í skilningi 1. mgr. 54. gr. þágildandi gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Þá verður einnig að telja, að greiðsla skuldar með víxlum, samþykktum af þriðja aðila, sé að jafnaði óvenjulegur greiðslueyrir í skilningi sömu lagagreinar. Breytir það ekki þessari niðurstöðu, þótt af bréfi Verslunarráðs Íslands 15. mars 1990 megi ef til vill ráða, að á undanförnum árum hafi orðið algengt, að smásalar greiði vörur sínar á þennan hátt. Kjötmiðstöðin og stefndi höfðu átt í viðskiptum allt frá árinu 1978, en 1985 var stofnað hlutafélagið Kjötmiðstöðin. Í kringum 1980 gerðist Kjötmiðstöðin aðili að Innkaupasamtökum matvöru- kaupmanna, IMA, þar sem hún var félagi til áramóta 1987/1988. Á þeim tíma voru úttektir Kjötmiðstöðvarinnar hf. greiddar með víxlum, samþykktum af IMA, en samtökin greiddu á þennan hátt fyrir alla sína félagsmenn. Árið 1988 fram til gjaldþrots Kjöt- miðstöðvarinnar hf. var um venjuleg reikningsviðskipti að ræða, og átti fyrirtækið að greiða stefnda úttekt hvers mánaðar fyrir lok næsta mánaðar. Greiðslur fóru aldrei fram á réttum tíma. Í héraðs- dómi er greint frá því, að á þessu tímabili greiddi fyrirtækið einungis til stefnda 140.754,85 krónur með innborgun í banka. Aðrar greiðslur fóru fram á þann veg, að úttektir stefnda á veit- ingum hjá fyrirtækinu Veitingamanninum, sem þá var í eigu Kjöt- 2294 miðstöðvarinnar hf., voru færðar síðarnefnda fyrirtækinu til tekna. Þegar Kjötmiðstöðin hf. afhenti stefnda fyrri víxlana, sem um getur í málinu, afhenti fyrirtækið einnig skuldabréf með sjálfskuldar- ábyrgð þess. Stefndi gat ekki selt þetta skuldabréf þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og skilaði því þess vegna aftur. Ekki er fram komið, að aðilar hafi samið fyrir fram um að greiða skuld sína með víxlum, samþykktum af þriðja aðila, og telja verður ósannað, að þetta hafi mátt virðast venjulegur greiðslueyrir í við- skiptum aðila. Ber því samkvæmt $4. gr. laga nr. 6/1978 að rifta þeim greiðslum Kjötmiðstöðvarinnar hf. til stefnda, sem greiddar voru með víxlum í júlí og ágúst 1988. Samkvæmt 62. gr. sömu laga ber því að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda þann hluta fjár- hæða víxlanna, sem svarar til þess, er greiðslurnar hafa orðið honum að notum. Eins og fram kemur í héraðsdómi, héldu viðskipti aðila áfram eftir afhendingu hinna umdeildu víxla. Nam vöruúttekt Kjöt- miðstöðvarinnar hf. hjá stefnda frá 5. júlí þar til í september, þegar greiðslustöðvun tók gildi, samtals 1.160.049,22 krónum. Við sölu á víxlunum fékk stefndi í sinn hlut 2.078.129 krónur. Mismunur þessara fjárhæða er 918.079 krónur, sem er þrautavarakrafa áfrýj- anda, og er hún samkvæmt framansögðu tekin til greina. Fjárhæðin beri vexti af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum hjá bönkum og sparisjóðum frá 1. september 1988 til þingfestingardags, 14. september 1989, en dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Dráttarvextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 14. september 1990. Stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 300.000 krónur, og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðis- aukaskatts. Dómsorð: Rift er greiðslu á hluta skuldar Kjötmiðstöðvarinnar hf. við stefnda, Nóa-Síríus hf., sem fram fór 9. ágúst og 22. ágúst 1988 með afhendingu sex víxla, samtals að fjárhæð 2.165.138,50 krónur. Stefndi greiði áfrýjanda, þrotabúi Kjötmiðstöðvarinnar hf., 918.079 krónur með vöxtum af almennum óbundnum spari- 2295 sjóðsreikningum hjá bönkum og sparisjóðum frá 1. september 1988 til 14. september 1989, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 14. september 1989 til greiðsludags. Stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 300.000 krónur. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. október 1990. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 2. október 1990, hefur Hlöðver Kjartansson hdl., kt. 160848-2009, skipta- stjóri, f. h. þrotabús Kjötmiðstöðvarinnar hf., kt. 460286-1909, höfðað fyr- ir bæjarþinginu með þingfestingu stefnu 14. september 1989 á hendur Nóa-Síríusi hf., kt. 490269-7039, Barónsstíg 2, Reykjavík. Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur: 1. Að rift verði með dómi greiðslu á hluta skuldar Kjötmiðstöðvarinnar hf. við stefnda, sem fram fór 9. ágúst 1988 með afhendingu þriggja víxla. Tveir víxlanna voru að fjárhæð 290.966 kr. á gjalddaga 22. og 29. 9. 1988 og hinn þriðji, að fjárhæð 393.646 kr., á gjalddaga 20. 8. 1988. Einnig verði rift greiðslu, sem fram fór 22. 8. 1988 með afhendingu þriggja víxla, víxils, að fjárhæð 235.020,50 kr., á gjalddaga 17. 8. 1988 og tveggja víxla, að fjárhæð 477.270 kr., á gjalddaga 19. 8. og 2. 9. 1988. Fjárhæð þessara víxla er samtals 2.165.138,50 krónur. 2. Að stefnda verði dæmt að greiða stefnanda framangreindar fjárhæðir, samtals 2.165.138,50 kr., með dráttarvöxtum af 975.578 kr. frá 9. 8. 1988 til 22. 8. 1988, en af 2.165.138,50 kr. frá þeim degi til greiðsludags skv. 9., 10., 12. og 14. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 og 4. og 5. gr. laga nr. 67/1989 um breytingu á þeim lögum. Gerð er sú krafa, að dæmt verði, að dráttar- vextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 9. 8. 1989, sbr. 12. gr. nefndra laga. 3. Að stefnda verði dæmt að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands að viðbættum virðisaukaskatti, og beri málskostnaðarupphæðin dráttarvexti samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppkvaðningu til greiðsludags. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara, að dómkrafa stefnanda verði lækkuð verulega og einungis dæmdir vextir af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum frá þingfestingardegi til greiðsludags. Þá krefst stefndi málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Ís- lands eða samkvæmt mati dómsins í báðum tilvikum. 2296 Málsatvik. Hlutafélagið Kjötmiðstöðin var stofnað í desember 1985. Félagið rak smásöluverslun frá 1986 að Laugalæk 4 í Reykjavík, síðan einnig að Garða- torgi Í í Garðabæ og um tíma að Hamraborg 14 í Kópavogi. Stefndi, Nói- Síríus hf., er iðnfyrirtæki, sem framleiðir og selur ýmsar vörur, aðallega sælgæti. Stefndi seldi Kjötmiðstöðinni hf. framleiðsluvörur sínar. Fram til áramóta 1987/1988 sendi stefndi reikninga vegna vörukaupa Kjötmiðstöðvarinnar hf. til Innkaupasambands matvörukaupmanna, IMA, sem félagið var aðili að, og voru reikningarnir greiddir stefnda með víxlum, samþykktum af IMA. Í byrjun árs 1988 gekk Kjötmiðstöðin hf. úr IMA, en hélt áfram viðskipt- um við stefnda. Var um reikningsviðskipti að ræða, og stofnaði stefndi í bókhaldi sínu reikninga fyrir hverja verslun. Stefndi sendi Kjötmiðstöð- inni hf. reikningsyfirlit í lok hvers mánaðar. Úttektir hvers mánaðar skyldi greiða fyrir lok næsta mánaðar. Kjötmiðstöðin hf. var svo til skuldlaus við stefnda í upphafi árs 1988, en í lok apríl skuldaði félagið stefnda samtals 1.062.066,30 kr. Hinn S. júlí 1988, þegar stefnda voru afhentir þrír af þeim víxlum, sem deilt er um í málinu, var skuldin orðin 1.877.054,85 krónur. Frá áramótum 1987/1988 og til 5. júlí 1988 er eftirfarandi tekjufærslur að finna á reikningsyfirlitum stefnda vegna viðskipta við verslanir Kjöt- miðstöðvarinnar hf.: greiðsla á víxli frá IMA 17. janúar vegna vörusölu 1987, 124.876,70 kr., inn lagðar vörur til stefnda fyrir samtals 1.155.342,34 kr. Hinn 17. janúar voru Kjötmiðstöðinni hf. færðar til tekna á viðskipta- reikningi verslunarinnar að Hamraborg 14 133.605 kr. vegna vöruúttekta stefnda hjá fyrirtækinu Veitingamanninum, sem þá var í eigu Kjötmið- stöðvarinnar hf. Af sömu ástæðu voru stefnda færðar til tekna 28. febrúar 106.070,52 kr. á sama reikningi og sama dag 15.335,48 kr. á reikningi versl- unarinnar að Garðatorgi 1. Þessar færslur voru auðkenndar sem INN- BORGUN BANKI. Auk þessa var tekju megin á reikningi verslunarinnar að Hamraborg Í millifærsla 27. janúar, 10.343,84 kr. Sá reikningur var gerður upp 28. febrúar, en þá hafði Kjötmiðstöðin hf. hætt rekstri verslun- arinnar. Á þessu tímabili greiddi Kjötmiðstöðin hf. stefnda með innborgun- um í banka 140.754,85 kr. Stefndi sendi Kjötmiðstöðinni hf. orðsendingar hver mánaðamót um að greiða skuld sína, en ekki var um aðrar innheimtuaðgerðir að ræða. Hinn S. júlí afhenti Hrafn Bachmann, framkvæmdastjóri Kjötmið- stöðvarinnar hf., stefnda þrjá víxla og eitt skuldabréf. Einn víxlanna var að fjárhæð 235.020,50 kr., samþykktur af nýjum eigendum Veitingamanns- ins, fyrirtækis, sem Kjötmiðstöðin hf. hafði þá selt, til greiðslu 17. ágúst 2297 1988. Tveir víxlanna voru að fjárhæð 477.270 kr., samþykktir af Hótel Íslandi til greiðslu 19. ágúst og 2. september 1988. Skuldabréfið var að fjár- hæð 862.000 kr., út gefið af Benedikt K. Bachmann. Viðskiptabréfin voru því samtals að fjárhæð 2.051.560,50 kr. Stefndi seldi Landsbanka Íslands víxlana 14. júlí, og var andvirði þeirra, 1.118.197 kr., lagt inn á reikning stefnda. Stefndi færði Kjötmiðstöðinni hf. andvirði víxlanna til tekna 22. ágúst 1988 á viðskiptareikningi verslunar- innar að Garðatorgi 1, þannig, að nafnverð víxlanna var fært tekju megin, en afföll og kostnaður skulda megin. Stefnda tókst hins vegar ekki að selja skuldabréfið, og var það afhent Hrafni Bachmann 10. ágúst 1988. Um mánaðamót júlí/ágúst fékk stefndi afhenta þrjá víxla frá Kjötmið- stöðinni hf., samtals að fjárhæð 975.578 kr. Einn víxlanna var að fjárhæð 393.646 kr., samþykktur af Brauðbæ, til greiðslu 20. ágúst 1988. Stefndi setti víxilinn til innheimtu, og var hann greiddur 23. ágúst. Andvirði hans að frádregnum kostnaði banka var 393.286 kr. Stefndi færði Kjötmiðstöð- inni hf. víxilfjárhæðina til tekna 9. ágúst 1988 með tekjufærslu á tveimur viðskiptareikningum. Tveir víxlanna voru að fjárhæð 290.966 kr., samþykktir af Hótel Íslandi, til greiðslu 22. og 29. september 1988. Víxlana seldi stefnandi Landsbanka Íslands 5. september, og var andvirði þeirra, 566.646,40 kr., lagt inn á reikning stefnda í bankanum. Stefndi færði Kjötmiðstöðinni hf. nafnverð víxlanna til tekna 9. ágúst 1988. Þegar stefndi bókaði fyrst greiðslur vegna víxlanna 9. ágúst, var skuldin á viðskiptareikningunum orðin 2.183.545,39 kr. Hinn 31. ágúst, þegar and- virði allra víxlanna hafði verið fært Kjötmiðstöðinni hf. til tekna, var skuldastaðan 448.987,09 kr. Kjötmiðstöðin hf. keypti vörur af stefnda með sama hætti og áður, eftir að víxlarnir höfðu verið afhentir, og nam vöruúttektin 1.241.643,72 kr. mánuðina júlí, ágúst og september. Í lok september skuldaði Kjötmiðstöðin hf. stefnda 356.654.84 kr. að viðbættu andvirði 200.000 króna tékka, sem reyndist innstæðulaus og fékkst ekki greiddur. Á stjórnarfundi Kjötmiðstöðvarinnar hf. 22. september 1988 var sam- þykkt að óska eftir greiðslustöðvun félaginu til handa. Var Kjötmiðstöðinni hf. heimiluð greiðslustöðvun með úrskurði skiptaréttar Garðakaupstaðar, upp kveðnum 29. september, á grundvelli beiðni, sem móttekin var 26. sama mánaðar. Félagið var síðan tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði sama réttar, upp kveðnum 10. nóvember 1988. Í búið var lýst kröfum, samtals að fjárhæð um 525 milljónum króna, en sumum kröfum þó lýst oftar en einu sinni. Skiptastjóri telur eignir, gróft áætlað, vera að verðmæti um 90-120 milljónir króna. 2298 Málsástæður og lagarök. Stefnandi reisir riftunarkröfu sína aðallega á 1. tl. 54. gr. 1. nr. 6/1978 og endurgreiðslukröfu á 62. gr. sömu laga. Stefnandi kveður Kjötmiðstöðina hf. hafa stofnað til verulegra skulda við stefnda. Er í óefni hafi verið komið, hafi verið gripið til þess ráðs að greiða stefnda hluta skuldarinnar með framangreindum víxlum, tveimur til þremur mánuðum fyrir frestdag, sem hafi verið 26. september 1988. Greiðslu skuldarinnar kveður stefnandi hafa verið ívilnandi fyrir stefnda á kostnað annarra kröfuhafa. Ekki sé minnsta ástæða til að ætla, að samið hafi verið um greiðslu skuldarinnar með þessum hætti, áður en til hennar var stofnað. Þá hafi stefnda í öllum tilvikum verið greitt með óvenjulegum greiðslueyri miðað við fjárhagsstöðu Kjötmiðstöðvarinnar hf. á þessum tíma, enda verði engan veginn sagt, að greiðslan hafi verið venjuleg eftir atvikum. Stefnandi telur, að þar sem víxlarnir eða andvirði þeirra hafi orðið eign stefnanda, sbr. 25. gr. 1. nr. 6/1978, beri að rifta greiðslunum og dæma stefnda til að greiða stefnanda stefnukröfurnar. Riftunarkröfuna reisir stefnandi einnig sjálfstætt á ákvæði 61. gr. |. nr. 6/1978 og endurgreiðslu- kröfu þá á 63. gr. sömu laga. Stefnandi kveður allar greiðslurnar hafa leitt til skerðingar á rétti sumra kröfuhafa og haft í för með sér ótilhlýðilega mismunun kröfuhafa. Ráð- stöfun víxlanna hafi því verið gróft brot á jafnræðisreglum gjaldþrotalaga og refsiverðar. Stefnandi telur ljóst, að Kjötmiðstöðin hf. hafi verið ógjaldfær á því tíma- marki, þegar víxlunum var ráðstafað. Þá telur stefnandi stefnda hafa verið grandsaman vegna þess, hvenær greitt var og með hvaða hætti var greitt. Kröfur stefnanda miðast við höfuðstól umræddra víxla auk dráttarvaxta frá þeim dögum, þegar Kjötmiðstöðinni hf. voru færðar víxilfjárhæðirnar til tekna í bókhaldi stefnda. Stefnandi telur þær fjárhæðir nema því tjóni, sem þrotabúið hafi orðið fyrir með greiðslum þessum til stefnda. Málsástæður stefnda, er lúta að 1. tl. 54. gr. 1. nr. 6/1978, eru þessar: Stefndi telur, að þær ráðstafanir, sem stefnandi freistar að fá rift, hafi alls ekki verið greiðsla skuldar í skilningi greinarinnar, heldur þáttur í venjuleg- um viðskiptum aðila. Þessu til stuðnings bendir stefndi á, að viðskipti aðila hafi haldið áfram með líkum hætti eftir afhendingu víxlanna. Skuldin á viðskiptareikningunum hafi aldrei verið borguð upp og hafi enn verið veru- leg, þegar greiðslustöðvunarbeiðni var lögð fram. Stefndi telur, að ef ætlunin hefði verið að tryggja sérstaklega stöðu fyrir- tækisins gagnvart hugsanlegu gjaldþroti, hefði frekari lánsviðskiptum við Kjötmiðstöðina hf. verið hætt eftir afhendingu víxlanna, og skuldabréfinu hefði þá ekki verið skilað. 2299 Stefndi telur, að greiðslur þær, sem deilt er um, hafi ekki farið fram með óvenjulegum greiðslueyri. Í fyrsta lagi sé greiðsla með víxlum, sam- bÞykktum af þriðja aðila, ekki óvenjulegur greiðslueyrir í viðskiptum milli framleiðenda og smásala á Íslandi. Vísar stefndi til bréfs framkvæmdastjóra Verslunarráðs Íslands frá 15. mars 1990. Bréfið er svar við fyrirspurn lögmanns um riftunarmál, sem stefnandi þessa máls rekur gegn kaffi- brennslu, um það, hvort greiðslur með víxli og skuldabréfi frá þriðja aðila teljist Óvenjulegur greiðslueyrir í reikningsviðskiptum aðila riftunarmálsins. Orðrétt segir í bréfinu um samhljóða niðurstöðu fullskipaðrar stjórnar Verslunarráðs Íslands: „„Er algengt, að greitt sé í slíkum viðskiptum með greiðslukortanótum, skuldabréfum og víxlum, sem ýmist eru samþykktir til greiðslu af greiðandanum eða þriðja aðila. Að mati Verslunarráðsins eru þau viðskipti, sem þér lýsið í bréfi yðar, ekki óvenjuleg og sá greiðslueyrir, sem notaður er í viðskiptum, venju- legur.““ Stefndi telur bréfið hafa mikið sönnunargildi, enda sé Verslunarráð Ís- lands samtök þeirra aðila, sem best þekkja til viðskipta af þessu tagi. Í öðru lagi telur stefndi, að greiðsla með öðru en peningum hafi verið venjuleg í viðskiptum milli stefnanda og stefnda. Vísar stefndi í því sam- bandi til þess, að greiðsla fyrir vörukaup Kjötmiðstöðvarinnar hf. til ára- móta 1987/1988 og samnefnds einkafyrirtækis aðalhluthafa hins gjaldþrota félags allt frá árinu 1978 hafi farið fram með 30 eða 45 daga víxlum, sam- Þykktum af IMA, samtökum kaupmanna, sem stefnandi tilheyrði. Í þriðja lagi hafi engin greiðsla í reynd farið fram með viðskiptabréfum, því að allar greiðslurnar hafi komið til stefnda í formi peninga. Viðtaka viðskiptabréfanna inn á reikninginn hafi verið háð því skilyrði, að Lands- banki Íslands keypti þau. Í fjórða lagi hafi afhending víxlanna í öllum tilvikum nema einu verið afhending á ávísun á peningagreiðslu, sem til kom fyrir frestdag, en við- skiptabankinn og stefndi höfðu fengið peningagreiðslur í stað víxlanna fyrir frestdag í flestum tilvikum. Með sömu rökum heldur stefndi því fram, að afhending víxla í hendur þriðja manni hafi verið venjuleg eftir atvikum í viðskiptum aðila þessa máls. Stefndi telur enn fremur, að tiltekin einkenni séu sameiginleg þeim greiðslum, sem riftunarreglum gjaldþrotalaga sé stefnt gegn. Þessi einkenni séu t. d. þau, að afhent eru verðmæti, sem kröfuhafi hefur ekki endilega not fyrir, verðmæti hlutanna er ákvarðað jafnt skuldinni, og ekki er um frekari afhendingu kröfuhafa á verðmætum til skuldara að ræða. Stefndi telur um ekkert þessara einkenna vera að ræða í málinu. Stefndi telur, að ef riftun verði samþykkt, eigi búið einungis rétt á endur- greiðslu samkvæmt auðgunarreglunni í 62. gr. Í. nr. 6/1978. Krafa stefn- 2300 anda geti því ekki orðið hærri en söluverð og innheimtuandvirði víxlanna, 2.078.129 kr. Þá telur stefndi, að draga beri frá þeirri fjárhæð vörugjald, sem stefndi hafi innheimt fyrir ríkissjóð og nemi 12,29% af vöruverði. Um skilyrði riftunar samkvæmt 61. gr. 1. nr. 6/1978 telur stefndi ekki vera að ræða, þar sem forsvarsmenn stefnda hafi enga hugmynd haft um greiðsluerfiðleika Kjötmiðstöðvarinnar hf. fyrr en í lok ágúst 1988. Stefndi telur, að þar sem 63. gr. 1. nr. 6/1978 sé skaðabótakrafa, verði stefnandi að sanna tjón sitt. Stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á, að tjón sitt nemi stefnufjárhæðinni. Þá mótmælir stefndi upphafstíma vaxtakröfu og telur dráttarvaxtakröfu ekki samrýmast skilyrðum 88. gr. 1. nr. 85/1936. Stefndi ber ekki fyrir sig 68. gr. 1. nr. 6/1978. Forsendur og niðurstaða. Fallast ber á það með stefnanda, að andvirði víxla, sem stefnda voru afhentir, hafi verið notað til að grynnka á skuldum Kjötmiðstöðvarinnar hf. við stefnda, og telst ráðstöfun víxlanna því greiðsla skuldar í skilningi gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Óumdeilt er, að greiðslan fór fram á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag, sem var 26. september 1988. Stefnda var greidd skuldin með víxlum, samþykktum af þriðja aðila, sem telja verður óvenjulegan greiðslueyri í skilningi 1. tl. 54. gr. |. nr. 6/1978, enda var ekki samið um slíka greiðslutilhögun, þegar til viðskiptanna var stofnað. Verður þá tekið til athugunar, hvort greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum í skilningi 1. tl. 54. gr. 1. nr. 6/1978. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að frá því að viðskipti við Kjötmið- stöðina hf. hófust og fram til áramóta 1987/1988, hafi vörukaup verslana félagsins verið greidd með víxlum, samþykktum af IMA. Þessu hefur stefn- andi ekki mótmælt. Á fram lögðum reikningsyfirlitum stefnda frá árinu 1988 sést, að greiðsl- ur inn á viðskiptareikningana fram að afhendingu víxlanna voru litlar og fátítt, að greitt væri með peningum. Stærstu innborganir hafa verið skýrðar sem tekjufærslur vegna varnings, sem skilað var til stefnda. Einnig eru þar færslur vegna úttekta stefnda á matvælum hjá fyrirtæki í eigu Kjötmið- stöðvarinnar hf. Greiðslur Kjötmiðstöðvarinnar hf. til stefnda voru þannig með ýmsum hætti. Lagt hefur verið fram í málinu bréf framkvæmdastjóra Verslunarráðs Íslands, en það ber yfirskriftina: Efni: Viðskiptavenjur. Af hálfu stefnanda var framlagningu bréfsins ekki mótmælt. Með hliðsjón af niðurstöðu stjórnar Verslunarráðs Íslands um sambæri- 2301 leg viðskipti þykir stefndi hafa sýnt fram á, að í viðskiptum eins og þeim, sem hér um ræðir, sé algengt, að kröfur vegna vörukaupa séu greiddar með víxlum, samþykktum af þriðja aðila. Í ljós hefur verið leitt, að stefndi hélt áfram að selja Kjötmiðstöðinni hf. vörur með líkum hætti eftir afhendingu víxlanna, og hækkaði skuld félagsins við stefnda nokkuð fram að upphafi greiðslustöðvunar. Fallast má á það með stefnda, að ráðstöfun víxlanna hafi verið eðlileg, eins og viðskiptum aðila var háttað, og hafi ekki á sér þann blæ, að ætlunin hafi verið að ívilna stefnda á kostnað annarra kröfuhafa. Með hliðsjón af viðskiptum aðila málsins fyrir og eftir ráðstöfun víxl- anna, margvíslegum greiðsluaðferðum, sem tíðkuðust í viðskiptunum, og framangreindri niðurstöðu stjórnar Verslunarráðs Íslands verður að telja, eins og hér stendur á, að „greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum“. Þykir því bresta heimild til riftunar á grundvelli 1. tl. 54. gr. |. nr. 6/1978. Gegn mótmælum stefnda þykir stefnandi ekki hafa leitt í ljós, að for- ráðamenn stefnda hafi vitað eða mátt vita um ógjaldfærni Kjötmiðstöðvar- innar hf., þegar víxlarnir voru afhentir, og verður því að hafna kröfu stefn- anda um riftun á grundvelli 61. gr. l. nr. 6/1978. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefn- anda. Eftir úrslitum málsins þykir rétt, að stefnandi greiði stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 200.000 krónur. Sigurður T. Magnússon, settur borgardómari, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Nói-Síríus hf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, þrota- bús Kjötmiðstöðvarinnar hf. Stefnandi greiði stefnda 200.000 krónur í málskostnað. Dómi þessum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lögbirtingu hans að telja að viðlagðri aðför að lögum. 2302 Fimmtudaginn 9. desember 1993. Nr. 45/1992. Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs (Sigrún Guðmundsdóttir hrl.) gegn Sveini Péturssyni (Arnmundur Backman hrl.). Lögreglumenn. Skaðabætur. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. janúar 1992. Hann krefst aðallega sýknu af kröfum stefnda og málskostn- aðar úr hans hendi í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara, að til- dæmdar fjárhæðir verði verulega lækkaðar og málskostnaður látinn niður falla. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Engar skýrslur voru teknar fyrir héraðsdómi í máli þessu, og verður því um málavexti að styðjast við skýrslur lögreglu og önnur fram lögð skjöl. Af þessum heimildum er í ljós leitt, að við dansleik í félags- heimilinu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd 4. júní 1988 voru fjórir lögreglumenn við löggæslustörf. Þeir voru auk stefnda Ásgeir Rafnsson, Jón Halldórsson og Þórður Þórðarson, sem taldist yfir- maður á vettvangi. Löggæslustörfin fólust í því að halda uppi góðri reglu á staðnum og koma í veg fyrir óspektir. Dyraverðir gættu þess, að unglingar undir lögaldri, 16 ára, kæmust ekki inn á dansleikinn. Fjórtán ára stúlka, sem var til sumardvalar á bæ í Skilmannahreppi, reyndi með klækjum að kaupa sig inn á dansleikinn, en dyraverðir báðu lögreglumennina að fjarlægja hana úr anddyrinu. Það gerði Þórður Þórðarson og færði hana í lögreglubifreið, sem var við félags- heimilið. Kannaðist hann við, að stúlka þessi hefði sumarið áður, þá 13 ára gömul, reynt að komast inn á dansleik. Kunningi stúlkunnar tók að sér að aka henni heim í bifreið sinni. Ekki leið á löngu, þar til lögreglumennirnir sáu, hvar stúlkan var aftur komin á tröppur við inngang hússins og var enn að reyna 2303 inngöngu. Var það um kl. 2.05 um nóttina. Lögreglumennirnir sátu þá inni í bifreiðinni, en stefndi og Ásgeir Rafnsson fóru út úr bifreiðinni til þess að hafa afskipti af stúlkunni. Fór Ásgeir norður fyrir húsið, en stefndi suður fyrir. Þegar stúlkan varð þeirra vör, hljóp hún frá húsinu til austurs í átt að veginum yfir Dragháls og stefndi á eftir henni. Tveim árum síðar gaf stefndi um þetta skýrslu hjá lögreglu og sagði þá: „Ég veitti stúlkunni eftirför og þurfti á leiðinni að stökkva yfir girð- ingu, og þegar ég lenti, sneri ég mig um ökkla. Ég náði stúlkunni, og skömmu síðar kom Ásgeir Rafnsson á vettvang. Verkurinn í fætinum ágerðist, og ég þurfti að fara þessa 4-500 metra til baka með hvíldum.““ Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti var upplýst, að girðing þessi er á mörkum lands félagsheimilisins, í u. þ. b. 500 metra fjarlægð frá því. Þegar þessi atburðarás er virt, en um hana er ekki ágreiningur, verður að telja, að eftirför stefnda hafi verið með öllu tilefnislaus. Starf stefnda var bundið við löggæslu á staðnum. Stúlkunni átti að meina inngöngu á dansleikinn, en ekki var ástæða til að hafa afskipti af henni að öðru leyti, þar sem hún hafði ekkert annað til saka unnið. Eftirför stefnda, allt að 500 metra vegalengd, hlýtur að teljast handtökuaðgerð, sem hvorki var ástæða né heimild til þess að beita við þær aðstæður, sem þarna voru. Í lagaákvæði því, sem stefndi byggir kröfur sínar á og rakið er í héraðsdómi, felst hlutlæg bótaregla. Bótaskyldan takmarkast þó af því, að lögreglumaður verði fyrir meiðslum og tjóni vegna starfs síns. Þegar lögreglumaður fer langt út fyrir eðlilegar starfsskyldur sínar og ekkert réttlætir það, eins og hér gerðist, verður ríkissjóði ekki á grundvelli nefndrar bótareglu gerð fébótaábyrgð á tjóni hans af völdum slíkrar háttsemi. Ber því að sýkna áfrýjanda af kröfum stefnda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Áfrýjandi, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs, skal vera sýkn af kröfum stefnda, Sveins Péturssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 2304 Sératkvæði Haralds Henryssonar hæstaréttardómara. Stefndi var að störfum sem lögreglumaður kvöld það, er hann hlaut þau meiðsl, sem mál þetta er sprottið af. Löggæslustörfin fólust meðal annars í því að gæta þess, að virt væru aldurstakmörk á dansleik, sem haldinn var í félagsheimilinu að Hlöðum. Samkvæmt skýrslu Þórðar Þórðarsonar, sem var yfirmaður lögreglumanna á vettvangi, hafði þeim sérstaklega verið uppálagt að sinna þessum þætti. Sú ákvörðun stefnda að elta uppi fjórtán ára stúlku, sem tvisvar reyndi að komast inn á dansleikinn þrátt fyrir bann og afskipti lögreglumanna, er umdeilanleg. Hér var um augnabliks- ákvörðun að ræða, og ber að hafa í huga, að lögreglumenn verða iðulega að taka slíkar ákvarðanir í störfum sínum eðli þeirra samkvæmt. Ég tel, að fallast beri á það með héraðsdómara, að stefndi hafi ekki, eins og hér stóð á, farið svo út fyrir starfs- skyldur sínar, að hann hafi fyrirgert bótarétti á hendur ríkissjóði samkvæmt hinni hlutlægu bótareglu 2. mgr. 5. gr. laga nr. 56/1972 um lögreglumenn. Er ég því samþykkur niðurstöðu héraðsdóms um bótaskyldu áfrýjanda. Þar sem meiri hluti dómenda hefur komist að þeirri niðurstöðu, að sýkna beri áfrýjanda í málinu, er ekki ástæða til þess, að ég fjalli sérstaklega um bótakröfur stefnda og málskostnað. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 10. desember 1991. Ár 1991, mánudaginn 30. desember, er lagður svohljóðandi dómur á mál- ið nr. 4507/1991: Sveinn Pétursson gegn dómsmálaráðherra f. h. dóms- málaráðuneytisins og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, á bæjarþingi Reykjavíkur. Mál þetta, sem var dómtekið 25. nóvember 1991, hefur Sveinn Pétursson héraðslögreglumaður, Þórðargötu 8, Borgarnesi, höfðað fyrir dóminum á hendur dómsmálaráðherra f. h. dómsmálaráðuneytisins og fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta, vaxta og málskostnaðar vegna slyss, sem hann varð fyrir 4. júní 1988. Stefnandi var við löggæslu við félagsheimilið að Hlöðum á Hvalfjarðar- strönd vegna dansleiks, sem þar var haldinn, er hann sneri sig um vinstri ökkla við að stökkva yfir girðingu. Hann gekkst undir skurðaðgerð vegna liðbandaslits 6. júní 1988 og var frá vinnu vegna meiðsla til 10. september 2305 1988. Á því tímabili voru honum greiddar samtals 169.265 kr. í laun úr ríkissjóði og í sjúkradagpeninga frá Tryggingastofnun ríkisins. Stefnandi krefst greiðslu 402.062 kr. með dráttarvöxtum Í...) og máls- kostnaðar l...1. Stefnandi sundurliðar kröfu sína þannig: Í.... Stefnukrafan styðst við 4. mgr. 5. gr. 1. nr. 56/1972. Stefnandi er ekki virðisaukaskattsskyldur. Stefndu krefjast aðallega sýknu og málskostnaðar með dráttarvöxtum frá 15. degi eftir dómsuppsögu, en til vara lækkunar á stefnukröfum og að málskostnaður verði felldur niður. Af hálfu stefndu er því fram haldið, að eftirför stefnanda hafi verið með öllu tilefnislaus. Stúlkan hafi mátt vera á svæðinu og með öllu óþarfi að elta hana út um holt og hæðir og yfir girðingu. Stefnandi hafi átt að hindra, að unglingar undir aldri væru inni á dansleiknum. Stefnandi eigi því sjálfur alla sök á meiðslum sínum. Ákvæði S. gr. laga nr. 56/1972 geti ekki átt við. Í annan stað er við það miðað, að alveg sé ósannað, að um einhverja kröfu sé í raun að ræða. Samkvæmt lögum nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla hafi stefnandi átt að fá greidd laun frá aðalvinnuveitanda sínum fyrir tíma- bilið 6. 6. 1988 — 10. 9. 1988. Stefnandi hafi verið í fullu starfi hjá Pétri Júlíussyni launatímabilið 2. 5. 1988 — 3. 6. 1988 samkvæmt fram lögðu vottorði. Dráttarvöxtum og upphafstíma vaxta er sérstaklega mótmælt með tilvísun til 7. gr. og 15. gr. laga nr. 25/1987. Aðdragandi slyssins var með þeim hætti, að lögreglumönnum, sem voru við löggæslu fyrir utan félagsheimilið, bárust upplýsingar um, að fjórtán ára stúlka hefði reynt að kaupa sig inn á dansleikinn. Þeir fengu mann, sem var Í fylgd með stúlkunni, til að fylgja henni heim á bæ, þar sem hún var til sumardvalar. Síðar um kvöldið varð stúlkunnar aftur vart við félags- heimilið, og enn var hún að reyna að komast inn. Þegar stefnandi hugðist hafa afskipti af stúlkunni, tók hún á rás og hann á eftir. Hún stökk yfir girðingu og hann á eftir með þeim afleiðingum, sem áður er lýst. Samkvæmt 31. gr. lögreglusamþykktar nr. 550/1980 fyrir Borgarfjarðar- sýslu og 4. mgr. 44. gr. rglg. nr. 105/1970 er unglingum innan sextán ára aldurs almennt óheimill aðgangur og dvöl á almennum dansleikjum eftir kl. 20.00. Ákvæði 2. mgr. 44. gr. rglg nr. 105/1970 um útivist unglinga undir fimmtán ára aldri á almannafæri á kvöldin á hins vegar aðeins við í þéttbýli. Alkunna er, að unglingar sækjast mjög eftir dansskemmtunum, og hefst sá áhugi ekki við ákveðið aldursmark. Ef meina á unglingum aðgang að dansleikjum og halda því banni uppi með virkum hætti, er þörf á strangri löggæslu. Frá vissu sjónarmiði má telja fáránlegt að meina ungu fólki 145 2306 aðgang að skemmtunum, sem einkum höfða til þess, og unglingar, sem virða slík bönn að vettugi, þurfa ekki að vera ólöghlýðnir að öðru leyti. Störf lögreglu við að halda uppi reglum við þessar aðstæður hljóta að mótast af viðfangsefninu og kunna að þykja fáránleg frá vissu sjónarmiði, þótt ekki sé við löggæslumenn að sakast og þeir geri ekki annað en skyldu sína. Þótt á það yrði fallist, að þarflítið hafi verið að elta stúlkuna „út um holt og hæðir““, þykir stefnandi ekki hafa farið þannig út fyrir starfs- skyldur sínar, að hann hafi fyrirgert bótarétti samkvæmt 4. mgr. 5. gr. laga nr. 56/1972, sem leggur ríka bótaskyldu á ríkissjóð og hljóðar svo, eins og henni hefur verið breytt með 2. gr. laga nr. 64//1989: Ríkissjóður skal bæta lögreglumönnum meiðsli og tjón, sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Þá þykir ekki hafa verið sýnt fram á, að stefnandi eigi þá sök á tjóni sínu sjálfur, að bætur til hans eigi að skerðast af þeim ástæðum. Strangar kröfur í því efni gætu leitt til þess, að bótaákvæðið næði ekki tilgangi sín- um, og til sérhlífni við aðstæður, þar sem þörf er á kjarki og snarræði. Lögreglustarfið er aukastarf stefnanda. Áætlun um tekjur af því starfi á þeim tíma, sem hann var óvinnufær, hafa ekki sætt ágreiningi. Stefnandi hafði verið að vinna hjá föður sínum við bifreiðaakstur fyrir 116.220 kr. á mánuði, þegar hann varð fyrir slysinu. Þegar litið er til þess og annarra upplýsinga um tekjur stefnanda fyrir og eftir slysið, þykir tjón hans vegna tekjumissis af aðalstarfi ekki ofáætlað. Ákvæði S. gr. laga nr. 19/1979 þykja ekki skipta máli fyrir niðurstöðu málsins, en samkvæmt henni þykja stefndu eiga að greiða stefnanda höfuð- stól dómkröfu auk vaxta og kostnaðar, þar með talins kostnaðar vegna virðisaukaskatts. Greiðslur úr ríkissjóði og frá Tryggingastofnun ríkisins komi til frádráttar höfuðstól. Vextir ákveðast skaðabótavextir samkvæmt 7. gr. laga nr. 25/1987 frá 10. september 1988 til 30. desember 1991, en frá þeim degi til greiðsludags reiknast skv. 15. gr. vaxtalaga dráttarvextir af tildæmdri fjárhæð skv. 111. kafla s. 1., þar með taldir vaxtavextir skv. 12. gr. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Nokkur dráttur hefur orðið á dómsuppsögu vegna embættisanna við lok árs. , Dómsorð: Stefndu, dómsmálaráðherra f. h. dómsmálaráðuneytis og fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Sveini Péturssyni, 232.797 kr. með vöxtum skv. 7. gr. laga nr. 25/1987 frá 10. september 1988 til 30. desember 1991, en með dráttarvöxtum skv. 10. gr., sbr. 12. gr., frá þeim degi til greiðsludags og 100.000 kr. í málskostnað auk sömu dráttarvaxta frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. 2307 Fimmtudaginn 9. desember 1993. Nr. 272/1991. Guðmundur Snæbjörnsson (Jón Ólafsson hrl.) gegn Ásu Snæbjörnsdóttur, Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Guðrúnu Snæbjörnsdóttur og Hildi S. Ottesen (Hjalti Steinþórsson hrl.). Skiptamál. Óskipt bú. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Stefán Már Stefánsson prófessor. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 27. júní 1991. Hann krefst sýknu af kröfum stefndu og málskostnaðar úr þeirra hendi í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt að láta málskostnað fyrir Hæstarétti falla niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur aukadómþings Árnessýslu 15. apríl 1991. I. Mál þetta, sem dómtekið var 15. f. m., er höfðað fyrir aukadómþinginu af Ásu Snæbjörnsdóttur, Hólmgarði 46, Reykjavík, Bergþóru Snæbjörns- dóttur, Hlíð, Grímsneshreppi, Árnessýslu, Guðrúnu Snæbjörnsdóttur, Efstadal II, Laugardalshreppi, Árnessýslu, og Hildi S. Ottesen, Jörfabakka 28, Reykjavík, á hendur Guðmundi Snæbjörnssyni, Syðribrú, Grímsnes- hreppi, Árnessýslu, og skiptaráðandanum í Árnessýslu f. h. dánarbús 2308 Snæbjörns Guðmundssonar með stefnu, fram lagðri í dóm 27. júní 1990. Dómkröfur stefnenda eru þær aðallega, að kaupsamningur stefnda Guð- mundar Snæbjörnssonar og Snæbjörns Guðmundssonar, dags. 26. júní 1982, um jörðina Syðribrú í Grímsneshreppi verði dæmdur ógildur. Til vara er þess krafist, að nefndum kaupsamningi verði rift. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefndu in solidum eftir mati réttarins auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Endanlegar dómkröfur stefnda Guðmundar eru þær, að hann verði sýkn- aður af kröfum stefnenda og að þeim verði gert að greiða sér málskostnað að mati réttarins auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Af hálfu dánarbús Snæbjörns Guðmundssonar hafa engar kröfur verið gerðar í málinu. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur fyrir dómi stefnendur, stefndi Guðmundur Snæbjörnsson, Sigurður Sveinsson héraðsdómslögmaður, Kjartan T. Ólafsson vélfræðingur, Kristján Birgir Kristjánsson vélstjóri og Óskar Ögmundsson, starfsmaður Landsvirkjunar. Sáttaumleitanir dómarans hafa ekki borið árangur. 11. Stefnendur lýsa málavöxtum svo, að 6. febrúar 1939 hafi látist Hildur H. Magnúsdóttir, móðir stefnenda og eiginkona Snæbjörns Guðmundsson- ar, en þau hafi þá búið að Gjábakka í Þingvallahreppi. Átta börn þeirra hafi öll verið ófjárráða, er móðir þeirra lést. Engin skipti hafi farið fram á búi Hildar og Snæbjörns eftir lát Hildar, og leyfi til handa Snæbirni til setu í óskiptu búi hafi ekki verið gefið út. Engu að síður hafi hann haft forræði á búinu, líkt og um setu í óskiptu búi væri að ræða. Af hálfu stefnenda er því haldið fram, að síðari hluta sumars árið 1982 hafi þær haft spurnir af því, að Snæbjörn hygðist selja syni sínum, stefnda Guðmundi, jörðina Syðribrú í Grímsneshreppi og að kaupverð væri langt undir sannvirði. Þessu hafi stefnendur mótmælt, er þeim var kunnugt um söluna, og gert Snæbirni ljóst, að móðurarfur barna hans stæði inni í búinu, enda hefðu skipti ekki farið fram eftir konu hans. Í framhaldi af þessu hefði Snæbjörn gert reka að því að skipta arfi með börnum sínum eftir konuna, en við þá tilraun til skipta hefði verið viðhöfð aðferð, sem eigi sér hvergi stoð í skiptalögum, auk þess sem hvorki hefði verið leitað leyfis til einkaskipta né gengið frá erfðafjárskýrslu. Stefnendur hefðu hafnað þessum málamyndaskiptum og ekki veitt viðtöku greiðslum, sem þeim voru sendar vegna þeirra. Hinn 19. júní 1984 lést Snæbjörn Guðmundsson. Voru eignir búsins þá skrifaðar upp og virtar. Jörðin Syðribrú var þó eigi skrifuð upp 2309 sem eign í búinu, enda hafði Snæbjörn afsalað henni til Guðmundar, sonar síns. Af hálfu stefnenda er til þess vísað, að erfingjar hafi eigi komið sér saman um skipti og því verið óskað opinberra skipta. Á fyrsta skiptafundi í búinu 14. desember 1984 hafi verið bókað eftir stefnendum, að þeir teldu búi móður sinnar óskipt og að föður þeirra hefði skort heimild til ráð- stöfunar á eignum búsins. Nokkrar viðræður hefðu farið fram með lög- mönnum málsaðila um skiptin og þeir talið, að samkomulag væri komið á um skipti á búinu, þar sem tekið væri tillit til sjónarmiða beggja aðila. Því hafi búið verið framselt til einkaskipta 3. október 1985. Þegar á reyndi, hafi hins vegar ekki tekist að ná fullu samkomulagi milli erfingja um skiptin þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Búið hafi því að nýju verið tekið til opinberra skipta árið 1987, en þar hafi ítrekaðar sáttatilraunir reynst árangurslausar. Sé skiptum þessum enn ólokið vegna ágreinings um jörðina Syðribrú. Á skiptafundi 14. desember 1989 hafi því verið lýst yfir af hálfu lögmanns stefnenda, að stefnendur myndu höfða sjálfstætt mál til riftunar á hinni umdeildu sölu Snæbjörns Guðmundssonar á jörðinni Syðribrú. Sé mál þetta því höfðað. Stefnendur reisa kröfur sínar um ógildingu eða riftun umrædds samnings á því, að seljanda hafi brostið heimild til að ráðstafa jörðinni, þar eð hann hafði ekki leyfi til setu í óskiptu búi. Samkvæmt $. gr. skiptalaga nr. 3/1878 hafi borið að taka bú Hildar H. Magnúsdóttur til opinberra skipta, en svo hafi eigi verið gert. Þá hafi hvorki verið veitt leyfi til einkaskipta á búinu né til setu í óskiptu búi. Stefnendur telja, að eignir þær, sem runnu til búsins eftir lát konunnar, hafi fallið til hins óskipta bús, eins og um formlega setu í óskiptu búi hafi verið að ræða, enda sé óeðlilegt að ætla, að seta í óskiptu búi án leyfis geti gert langlífari maka betur settan en ef um búsetuleyfi væri að tefla. Jörðin Syðribrú hafi því tilheyrt hinu óskipta búi og geri það enn, þar eð vanheimild Snæbjörns Guðmundssonar til sölu jarðarinnar leiði til þess, að meta verði söluna ógilda. Vísa stefnendur hér um til Hrd. 1980, 833. Af hálfu stefnenda er því og haldið fram, að sala jarðarinnar til Guð- mundar Snæbjörnssonar hafi nánast verið málamyndagerningur í því skyni að koma jörðinni hjá skiptum. Verð jarðarinnar hafi verið langt undir sannvirði, $50.000 krónur, en fasteignarmat hafi þá verið 1.708.000 krónur. Þá verði að líta til þess, að Snæbjörn hafi verið orðinn fjörgamall, þegar umrædd ráðstöfun hans var gerð, og nálgist hún að jafngilda dánar- ráðstöfun. Þá vitna stefnendur til 15. gr. erfðalaga nr. 8/1962 um takmörkun á ráð- stöfunarrétti langlífari maka yfir eignum óskipts bús, þegar um setu í óskiptu búi er að tefla. 2310 Þá telja stefnendur, að samningur sá, sem hér er um fjallað, verði að teljast ógildur, með vísan til 33. gr. laga nr. 7/1936, sbr. 3. gr. laga nr. 11/1986, en stefnendur telja ljóst, að stefnda Guðmundi hafi mátt vera ljós heimildarskortur föður síns til sölunnar. Loks er því haldið fram af hálfu stefnenda, að þær hafi margsinnis mót- mælt sölu jarðarinnar og áskilið sér fyrir skiptarétti, að hún yrði dregin undir skipti á búi Snæbjörns Guðmundssonar. Ill. Að því er málavexti varðar, tekur stefndi Guðmundur fram, að engin tilraun hafi verið gerð af hálfu föður síns til að skipta dánarbúi Hildar Magnúsdóttur fyrr en 20. desember 1982. Þá hafi hann fengið Sigurð Sveinsson, lögmann á Selfossi, til að reikna út arfshluta barna sinna miðað við eignir í búinu árið 1939, sem framreiknaður hafi numið 3.747,10 krón- um á hvert barn þeirra hjóna. Ávísanir þær, er lögmaðurinn sendi erfingj- um, hafi ekki verið leystar út, að því er varðar stefnendur þessa máls. Þá vísar stefndi til þess, að þegar móðir hans lést, hafi hann verið fimm og hálfs árs gamall. Hafi hann verið með föður sínum alla tíð frá andláti móður sinnar og þar til faðir sinn andaðist 19. júní 1984. Eftir að stefndi var orðinn fullorðinn, hafi hann rekið búið að Syðribrú við hlið föður síns. Hafi hann síðan ásamt eiginkonu sinni haldið heimili fyrir Snæbjörn Guðmundsson. Kveðst stefndi aldrei hafa þegið laun fyrir starf sitt, en hann hafi unnið við ræktun túna á jörðinni og reist þau hús, sem byggð voru á jörðinni eftir 1974. Sé þar átt við íbúðarhús og véla- og verkfærageymslu. Fasteignarmat á þessum húsum og hinu ræktaða landi hafi árið 1982 numið 1.356.000 krónum. Þannig hafi hann engu síður en Snæbjörn Guðmunds- son staðið að uppbyggingu jarðarinnar. Stefndi Guðmundur reisir kröfu sína um sýknu á því, að Snæbjörn Guð- mundsson hafi eigi brostið heimild til þess að ráðstafa jörðinni, hvort sem hann sat í óskiptu búi eða ekki. Andvirði hinnar seldu jarðar hafi skilað sér til Snæbjörns og síðan til dánarbús hans, en samkomulag hafi verið að láta afborganir af veðskuldabréfi, sem gefið hafi verið út vegna söl- unnar, bíða, þar til niðurstaða fengist í máli þessu, þannig, að búið eigi þar peninga. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að Snæbjörn Guðmundsson hafi fullnægt öllum skilyrðum til setu í óskiptu búi með ófjárráða börnum sín- um. Ekkert af börnunum hafi notað sér heimild til að krefjast skipta á dánarbúi móður sinnar, eftir að þau urðu fjárráða, og megi því líta svo á, að þau hafi samþykkt það ástand, sem ríkti, og talið það jafngilda setu í óskiptu búi. Þá vísar stefndi til þess, að Snæbjörn hafi skipt dánarbúi konu sinnar 2311 20. desember 1982 og þá framreiknað arfshluta barna þeirra hjóna. Engin mótmæli hafi verið höfð uppi skriflega við þeirri ákvörðun hans, og það, að ávísanir þær, sem fylgdu tilkynningu um framkvæmd þessara skipta, hafi ekki verið leystar út, jafngildi ekki mótmælum vegna þeirrar tilhögun- ar, sem þar var á höfð. Telur stefndi, að umrædd skipti séu rétt, þar sem einhvers staðar hafi þurft að höggva á hnútinn og finna þær eignir, er til voru í febrúar 1939, og líta þannig á, að eftir þann tíma hafi allar viðbætur við eignir orðið séreign Snæbjörns, þar sem hann hafði ekki heimild til setu í óskiptu búi. Kaupsamningur sá, sem hér er um fjallað, var gerður 26. júní 1982. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að stefnendur hafi vitað um kaupsamning þennan, en aldrei mótmælt honum. Verði því að líta svo á, að með tómlæti sínu hafi þær samþykkt sölu jarðarinnar og ekki talið hana ósanngjarna á nokkurn hátt. Loks bendir stefndi á skjöl, sem fram hafa verið lögð í málinu og sýna, að Snæbjörn Guðmundsson hafi gefið stefnendum lóðir, bæði eftir og áður en hann seldi stefnda jörðina Syðribrú. Við þessum gjöfum hafi stefnendur tekið og þá ekki dregið í efa heimild Snæbjörns til að ráðstafa eignum búsins að þessu leyti. IV. Þegar Snæbjörn Guðmundsson gerði samning 26. júní 1982 við son sinn, stefnda Guðmund, um sölu á jörð sinni, Syðribrú í Grímsneshreppi, hafði hann ekki fengið leyfi skiptaráðanda til setu í óskiptu félags- og dánarbúi sínu og látinnar eiginkonu sinnar, Hildar Hansínu Magnúsdóttur. Jörðin tilheyrði hinu óskipta búi. Brast Snæbjörn því heimild til slíkrar ráðstöfun- ar á eign búsins án samþykkis samerfingja, enda verður ekki litið svo á, að með því að stefnendur kröfðust eigi skipta á dánarbúi móður sinnar, eftir að þær urðu fjárráða, hafi réttarstaða föður þeirra þar með jafngilt því, að hann hefði formlegt leyfi til setu í óskiptu búi með þeim heimildum, sem því fylgja að lögum. Slík réttarstaða verður ekki heldur leidd af máls- atvikum að öðru leyti. Snæbjörn Guðmundsson lést 19. júní 1984. Fyrir liggur, að á skiptafundi í dánarbúi hans 14. desember 1984 lýsti lögmaður stefnenda þeim skilningi umbjóðenda sinna, að Snæbjörn Guðmundsson hefði skort heimild til þeirrar ráðstöfunar, sem um er fjallað í máli þessu. Málið var síðan til meðferðar í skiptaréttinum og þar þingað í því nokkrum sinnum, eftir því sem best verður séð, til að ná sáttum milli málsaðila. Í þinghaldi 14. desem- ber 1989 var því síðan lýst yfir, að stefnendur hefðu ákveðið að höfða mál til riftunar á umræddum kaupsamningi. Það mál er hér til meðferðar, og var það þingfest 27. júní 1990. Þegar þetta er virt, hafa stefnendur ekki 2312 sýnt slíkt tómlæti við gæslu þess réttar, sem þær sækja í málinu, að þær verði þar með taldar hafa fyrirgert honum. Tilraun sú til skipta á dánarbúi Hildar H. Magnúsdóttur, sem áður er vikið að, hefur engin áhrif á úrlausn þess ágreiningsefnis, sem hér er til umfjöllunar. Með því, sem nú hefur verið rakið, ber að fallast á aðalkröfu stefnenda og lýsa ógildan kaupsamning um jörðina Syðribrú í Grímsneshreppi frá 26. júní 1982 á milli stefnda Guðmundar Snæbjörnssonar og Snæbjörns Guðmundssonar. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Þorgeir Ingi Njálsson, settur héraðsdómari, kvað upp dóm þennan. Dómsuppsaga hefur dregist vegna embættisanna dómarans. Dómsorð: Kaupsamningur um jörðina Syðribrú í Grímsneshreppi, Árnessýslu, frá 26. júní 1982 á milli Snæbjörns Guðmundssonar og Guðmundar Snæbjörnssonar er ógildur. Málskostnaður fellur niður. 2313 Fimmtudaginn 9. desember 1993. Nr. 345/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Magnúsi Svavari Emilssyni (Örn Clausen hrl.). Skjalafals. Refsiákvörðun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ákærði áfrýjaði héraðsdómi einvörðungu til endurskoðunar á refsiákvörðun, sbr. 147. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Krefst hann þess, að refsivist verði stytt og höfð skilorðs- bundin. Af ákæruvaldsins hálfu var málinu skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 30. júní 1993, og er krafist staðfestingar héraðsdóms. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms, þar sem tekið er tillit til refsimildandi atriða, þykir verða að staðfesta hann. Dæma ber ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Magnús Svavar Emilsson, greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clau- sen hæstaréttarlögmanns, 25.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júní 1993. Ár 1993, föstudaginn 4. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Sverri Einarssyni héraðs- dómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 321/1993: Ákæruvaldið gegn Magnúsi Svavari Emilssyni, sem tekið er til dóms samdægurs. Málið er höfðað fyrir dóminum með ákæruskjali ríkissaksóknara, dag- 2314 settu 18. f. m., á hendur ákærða, Magnúsi Svavari Emilssyni, Bæjarholti 7 B, Hafnarfirði, fæddum 23. ágúst 1953, fæðingarnúmer 274. Í ákæru segir, að málið sé höfðað á hendur ákærða „fyrir skjalafals með því að framvísa á eftirgreindum stöðum í Reykjavík, nema annars sé getið, í febrúar og mars 1993 greiðslukorti Gylfa Jenssonar frá Visa Island nr. 4507 4500 0020 9483, sem ákærði hafði stolið og falsað þar nafn Gylfa undir nótur fyrir úttekt á vöru og þjónustu, sem ákærði lét skuldfæra á reikning Gylfa hjá greiðslukortafyrirtækinu. Nóturnar eru dagsettar 6. 3. 1993, nema annars sé getið: ÍTaldar upp nítján nótur, að fjárhæð samtals 74.107 krónur). Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar“. Með skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við annað, sem fram er komið í málinu, er sannað, að ákærði hefur framið þau brot, sem honum eru gefin að sök í ákæru og þar eru rétt færð til refslákvæðis. Ákærði greiddi að fullu bætur fyrir brot sín. Ákærði var dæmdur 13. apríl f. á. í fimm mánaða fangelsi, skilorðs- bundið í þrjú ár, fyrir þjófnað. Þá gekkst hann á árunum 1978 til 1980 þrívegis með dómsátt undir sektargreiðslur, tvívegis fyrir auðgunarbrot og einu sinni fyrir ölvunarakstur. Ákærði hefur með háttsemi Þeirri, sem hann er nú sakfelldur fyrir, rofið skilorð áðurgreinds dóms, og ber því samkvæmt 60. gr. almennra hegn- ingarlaga, sbr. 7. gr. laga nr. 22/1995, að taka það mál einnig til meðferðar og dæma refsingu Í einu lagi fyrir bæði brotin. Þykir refsing ákærða með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga og því, að ákærði hefur bætt fyrir brot sín, hæfilega ákveðin fangelsi sjö mánuði. Loks ber að dæma ákærða samkvæmt 1. tl. 165. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála til þess að greiða allan sakarkostnað. Dómsorð: Ákærði, Magnús Svavar Emilsson, sæti fangelsi sjö mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað. 2315 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 374/1992. Þrotabú Vélsmíði hf. gegn Ingólfi Tryggvasyni. Kærumál. Útburður. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 14. september 1992. Kærður er úrskurður, sem kveðinn var upp í Hér- aðsdómi Reykjaness 26. ágúst 1992. Kæruheimild er 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, eins og henni var breytt með 1. tl. 102. gr. laga nr. 92/1991. Krefst sóknaraðili þess, að hafnað verði útburðarkröfu varnaraðila og honum gert að borga sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Byggja verður á því, að vitneskja um hinn kærða úrskurð hafi borist fyrirsvarsmönnum sóknaraðila 7. september 1992 og því hafi verið kært innan tilskilins frests, sbr. 1. mgr. 144. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Það athugast, að bú Vélsmíði hf. var tekið til gjaldþrotaskipta 19. mars 1993. Með bréfi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar hdl. skipta- stjóra frá 15. september sl. var tilkynnt, að búið tæki við málinu. Jafnframt ítrekaði hann fyrrgreindar kröfur. Vélsmíði hf. nefndist áður Traust-verksmiðja hf. Mál þetta barst Hæstarétti 24. sept- ember 1992, en meðferð þess var frestað vegna óvissu um viðhorf aðila. Um atvik vísast til úrskurðar héraðsdóms. Sóknaraðili hefur að vísu sýnt fram á, að hann hafi stofnað til kostnaðar til að ganga frá húsnæði því, sem hann hafði á leigu frá varnaraðila. Hann gerði þó ekki, það séð verði, tiltekna kröfu af þessum sökum fyrr en eftir, að útburðarbeiðni barst frá varnaraðila vegna vanskila á leigugreiðslu í júní 1992. Getur vafi sá, sem er um uppgjör milli aðila, ekki leitt til þess, að hafnað verði kröfu um útburð, eins og á stendur. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðili greiði varnaraðila 40.000 krónur í kærumálskostn- að. 2316 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, þrotabú Vélsmíði hf., greiði varnaraðila, Ingólfi Tryggvasyni, 40.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. ágúst 1992. I. Mál þetta var tekið til úrskurðar 18. þessa mánaðar að loknum munn- legum málflutningi. Gerðarbeiðandi er Ingólfur Tryggvason, kt. 070534-2669, Holtagerði 33, Kópavogi. Gerðarþoli er Traust-verksmiðja hf., kt. 540987-3439, Hafnarbraut 21-23, Kópavogi. Gerðarbeiðandi krefst úrskurðar um, að gerðarþoli verði ásamt öllu, sem honum fylgir, borinn út úr iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut 21-23, Kópa- vogi, með beinni aðfarargerð. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins, auk þess sem fjárnám verði gert fyrir kostnaði af væntanlegri gerð. Gerðin fari fram á ábyrgð gerðarbeiðanda. Af hálfu gerðarþola er þess krafist, að útburðarkröfu gerðarbeiðanda verði hafnað og gerðarþola tildæmdur málskostnaður úr hendi gerðarbeið- anda skv. gjaldskrá LMFÍ. Til vara er þess krafist, verði fallist á kröfu gerðarbeiðanda, að dæmt verði, að málskot til æðra dóms fresti aðför. II. Málavextir eru þeir helstir samkvæmt gögnum málsins og málflutningi aðila, að 20. nóvember 1989 gerðu aðilar með sér ótímabundinn leigu- samning um leigu gerðarþola á iðnaðarhúsnæði í eigu gerðarbeiðanda að Hafnarbraut 21-23 í Kópavogi. Samkvæmt samningnum skyldi mánaðar- leiga vera 288.522 kr., og skyldi hún breytast í samræmi við breytingar á húsaleiguvísitölu atvinnuhúsnæðis. Samkvæmt þessu skyldi mánaðarleiga fyrir júnímánuð 1992 vera 335.183 kr. Samkvæmt samningnum skyldi gerðarbeiðandi reisa 150 m? tengibygg- ingu á tveimur hæðum við iðnaðarhúsnæðið og afhenda gerðarþola hana eigi síðar en 15. janúar 1990, tilbúna undir tréverk og málningu, með úti- hurðum, en án milliveggja. Gerðarþoli skyldi á hinn bóginn annast innrétt- ingu á skrifstofuhúsnæði og tengibyggingu í samráði við gerðarbeiðanda. Hinn 15. janúar 1990 gaf þáverandi framkvæmdastjóri gerðarþola, Ólaf- ur Kj. Halldórsson, út kvittun fyrir móttöku hins leigða húsnæðis að Hafnarbraut 21-23 í umsömdu ástandi. 2317 Í munnlegum málflutningi lýsti umboðsmaður gerðarbeiðanda yfir því, að umrædd tengibygging hefði að vísu ekki verið í því ástandi, sem leigu- samningur kvað á um, við afhendingu 15. janúar 1990, en á hinn bóginn hefðu aðilar orðið um það ásáttir, að byggingin teldist réttilega afhent, en þá hefði farið fram uppgjör leigugreiðslna í vanskilum, og hefði samkomu- lag aðila verið þess efnis, að gerðarbeiðandi félli frá leigu í tiltekinn tíma ásamt samsöfnuðum dráttarvöxtum gegn því, að gerðarþoli tæki við og sætti sig við tengibygginguna í því ástandi, sem hún var þá í. Af hálfu gerðarbeiðanda var í þessu sambandi vísað í dskj. nr. 10, yfirlýs- ingu áðurgreinds Ólafs Kj., dagsetta 7. 2. 1992, þar sem hann staðfestir að hafa f. h. gerðarþola veitt umræddri viðbyggingu viðtöku 15. janúar 1990 í því ástandi, sem hann hafi talið fullnægja ákvæðum leigusamnings. Þetta hafi hann staðfest með áðurgreindri kvittun, sem út hafi verið gefin vegna sérstaks uppgjörs á leigugreiðslum. Hafi hann þá talið, að gerðarþoli ætti engar kröfur á hendur gerðarbeiðanda vegna afhendingarinnar. Af hálfu gerðarþola var í munnlegum málflutningi lögð fram yfirlýsing áðurgreinds Ólafs Kj., skráð á dskj. nr. 10, afrit, þar sem hann lýsir yfir því, að yfirlýsingin á dskj. nr. 10 sé fölsuð, þar sem hann hafi verið erlendis, er hún var dagsett, 7. febrúar 1992. Fram voru lögð gögn, er sýna, að hann var erlendis á þeim tíma. Af hálfu gerðarbeiðanda var því mótmælt, að yfirlýsingin á dskj. nr. 10 væri fölsuð. Hitt muni vera rétt, að nefndur Ólafur hafi ekki undirritað hana á nákvæmlega þeim tíma, er hún sé dagsett. Af hálfu gerðarþola hefur verið lagður fram fjöldi skjala, sem lúta að því, að nefnd tengibygging hafi ekki verið réttilega afhent, og eigi að sýna þann kostnað, sem gerðarþoli hafi orðið að leggja út í til þess að gera þessa byggingu leiguhæfa. Má þar nefna bréf Þórarins Magnússonar verkfræð- ings á árinu 1990 og í ársbyrjun 1991 til gerðarbeiðanda, þar sem kvartað er undan skilunum á tengibyggingunni. Kostnaðaráætlun Verkvangs hf. um það að koma byggingunni á það stig, að hún teljist tilbúin undir tréverk, svo og úttekt Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins á því, hvað á vanti, til að byggingin teljist tilbúin undir tréverk. Þá voru lagðar fram kvittanir vegna efniskaupa og greiðslu vinnulauna, sem gerðarþoli kveður stafa af framkvæmdum sínum við nefnda tengibygg- ingu, og yfirlit yfir útlagðan kostnað vegna þeirra framkvæmda svo og yfir- lit yfir ofgreidda og vangreidda húsaleigu. ll. Af hálfu gerðarbeiðanda er útburðarkrafan studd húsaleigusamningi aðila frá 20. nóvember 1989, og hafi riftun þess samnings verið reist á grundvelli þeirra vanskila, sem orðið hafi á leigugreiðslum af hálfu gerðar- 2318 þola. Gerðarþoli hafi ekki greitt leiguna fyrir júnímánuð 1992, 335.183 kr., og hafi honum þá verið send greiðsluáskorun 15. júní sl. Í því bréfi hafi jafnframt verið lýst yfir, að leigusamningnum yrði rift, yrði skuldin ekki greidd innan sjö sólarhringa. Gerðarþoli hafi ekki sinnt þessari greiðslu- áskorun. Með bréfi, er gerðarbeiðandi hafi afhent gerðarþola 23. júní sl., hafi honum verið tilkynnt, að leigumálanum væri rift af hálfu gerðarbeið- anda og að útburðar yrði krafist. Kröfu sinni til stuðnings vísar gerðarbeiðandi til 1. tl. 20. gr. laga nr. 44/1979 um húsaleigusamninga og 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Af hálfu gerðarþola er krafa um, að útburðarkröfu gerðarbeiðanda verði synjað, reist á þessum málsástæðum, í fyrsta lagi á því, að formkröfum 1. tl. 20. gr. laga nr. 44/1979 sé ekki fullnægt. Í 1. tl. 20. gr. laganna i. f. segi, að hafi leigutaki búið ár eða lengur í viðkomandi húsnæði, gildi umrætt ákvæði aðeins um endurtekið samningsbrot, enda hafi leigusali sent leigutaka skriflega viðvörun þess efnis, að við næsta brot verði þessu ákvæði beitt. Þannig hefði leigusali fyrst þurft að senda gerðarþola við- vörun um, að ef leigugreiðslu yrðu ekki gerð skil, myndi leigusali senda skriflega áskorun með fyrrnefndu efni. Þetta hafi ekki verið gert af hálfu gerðarbeiðanda og fyrrgreindu formskilyrði því ekki fullnægt. Þar sem það sé skilyrði útburðargerðar samkvæmt 78. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, að réttur gerðarbeiðanda sé mjög skýr og alls ekki neinum vafa undirorpinn, beri þegar að hafna kröfu hans um útburð. Í öðru lagi er krafan á því reist, fari svo, að ekki verði fallist á framan- greind rök fyrir synjun útburðar, að samkvæmt umræddum leigusamningi hafi leigusala borið að afhenda tengibyggingu í fokheldu ástandi 15. janúar 1990. Þessu hafi ekki enn verið fullnægt af hálfu gerðarbeiðanda þrátt fyrir ítrekuð tilmæli þar um. Samkvæmt 27. gr. húsaleigulaga sé leigutaka heimilt að ráða bót á ann- mörkum á leiguhúsnæði og draga frá leigunni þann kostnað, sem af því hlýst, að fullnægðum ákveðnum formskilyrðum. Gerðarþoli hafi þegar lagt út í heilmikinn kostnað í þessu sambandi. Af þessum ástæðum sé enn kom- inn upp svo mikill vafi um réttmæti kröfu gerðarbeiðanda um útburð gerðarþola úr hinu leigða húsnæði, að hafna beri kröfu hans. Í munnlegum málflutningi var þessi síðari málsástæða frekar rökstudd af hálfu gerðarþola með vísan til fram lagðra gagna. Í því sambandi var vísað í bréf Þórarins Magnússonar verkfræðings f. h. gerðarþola, sem send voru gerðarbeiðanda, dagsett 12. maí 1990 og 3. janúar 1991, þar sem vakin er athygli á því, að tengibygging hafi ekki verið afhent í samræmi við leigu- samning, og krafist úrbóta, úttekt Rannsóknastofnunar byggingariðnaðar- ins, þar sem tíunduð eru atriði, sem á vanti, til þess að umrædd bygging geti talist tilbúin undir tréverk og málningu, og kostnaðaráætlun Verkvangs 2319 hf. um kostnað við að framkvæma það, sem rannsóknastofnunin taldi á vanta. Þá voru af hálfu gerðarþola lögð fram yfirlit ásamt efnisnótum og launa- kvittunum um útlagðan kostnað gerðarþola við úrbætur, samtals að fjár- hæð 2.202.928 kr., yfirlit yfir ofgreidda húsaleigu, að fjárhæð 1.437.245 kr., fyrir tímabilið 15. 1. 1990 til 31. 8. 1992, sem er vegna tengibyggingar- innar, yfirlit yfir vangreidda húsaleigu fyrir desember 1991, janúar, júní, júlí og ágúst 1992, samtals að fjárhæð 1.691.812 kr. Samkvæmt þessum gögnum telur gerðarþoli sig eiga inni hjá gerðarbeið- anda 1.948.361 kr. 1. 8. 1992. Af hálfu gerðarþola er því talið, að hann skuldi gerðarbeiðanda ekki neitt, og því séu ekki skilyrði til að heimila útburð. Í munnlegum málflutningi var því mótmælt af hálfu gerðarbeiðanda, að ekki væru skilyrði til útburðar vegna ákvæðis 1. tl. 20. gr. húsaleigulaga in fine. Það ákvæði eigi einungis við íbúðarhúsnæði og eigi því ekki við í máli þessu. Þá beri og til þess að líta, að gerðarbeiðandi hafi áður sent gerðarþola viðvörun, í janúar 1992, og væri því ákvæðinu fullnægt, yrði talið, að það tæki einnig til atvinnuhúsnæðis. Þá telji gerðarbeiðandi, að ekki verði leyst úr ágreiningi og óljósum rétti gerðarþola til afhendingar húsnæðis í upphafi leigutíma í útburðarmáli. Vegna takmarkaðrar sönnunarfærslu í slíkum málum, þar sem aðila- og vitnaskýrslur séu ekki teknar og ekki sé aflað mats, verði slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir almennum dómstólum. Þá beri til þess að líta, að á kvittun á dskj. nr. 9 og yfirlýsingu á dskj. nr. 10 komi ótvírætt fram, að húsnæði hafi verið talið afhent í umsömdu ástandi af gerðarþola. Staðreyndir málsins séu þær, að eftir gerð leigu- samnings hafi gerðarbeiðandi haft tiltekinn frest til að skila húsnæði í ákveðnu ástandi. Gerðarþoli hafi hins vegar ekki staðið í skilum með leigu- greiðslur, og hafi þá orðið að samkomulagi, að gerðarbeiðandi gæfi eftir hluta leigu auk dráttarvaxta, en á móti hafi gerðarþoli sætt sig við afhend- ingu tengibyggingar í því ástandi, sem hún var þá í, þótt það væri ekki alveg í samræmi við leigusamning. Af hálfu gerðarbeiðanda var mótmælt yfirlýsingu Ólafs Kj. Halldórs- sonar um, að yfirlýsing hans á dskj. nr. 10 væri fölsuð. Dagsetning þeirrar yfirlýsingar sé hins vegar ekki hin sama og undirritun Ólafs átti sér stað. Réttur gerðarþola sé því afar óljós, og verði hann því ekki notaður í út- burðarmáli þessu til skuldajafnaðar gegn ótvíræðum rétti gerðarbeiðanda til leigugreiðslna. Þá hafi gerðarþoli ekki aflað samþykkis úttektarmanns skv. 27. gr. laga um húsaleigu, áður en hann réðst í framkvæmdir. Af hálfu gerðarþola var því mótmælt, að einhver samningur lægi fyrir um, að gerðarþoli hefði gefið eftir rétt til að fá húsnæði afhent í umsömdu 2320 ástandi gegn eftirgjöf á tveggja mánaða húsaleigu. Mikill vafi sé nú uppi í máli þessu. Gerðin eigi því ekki að ná fram að ganga. IV. Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 44/1979 um húsaleigusamninga segir m. a., að lögin gildi um samninga, sem fjalla um afnot af húsi eða hluta af húsi gegn endurgjaldi. Í 4. mgr. sömu greinar eru nefndir samningar um tiltekið húsnæði, sem lögin taki ekki til. Í 3. mgr. sömu greinar er skilgreining á hugtakinu íbúðarhúsnæði. Í lokaákvæði 1. tl. 20. gr. laganna, sem deilt er um í máli þessu, er tekið fram, að hafi leigutaki búið ár eða lengur í sömu íbúð, þurfi endurtekið samningsbrot að koma til auk sérstakrar viðvörunar leigusala vegna fyrra brots, svo að riftun leigusamnings nái fram að ganga. Húsnæði það, sem deilt er um í máli þessu, er ekki íbúðarhúsnæði í skiln- ingi greindra laga. Þar sem skilja verður ákvæðið í 1. tl. 20. gr. laganna svo, að það eigi einvörðungu við íbúðarhúsnæði, verður synjun gerðarinnar ekki reist á þessari málsástæðu gerðarþola. Óumdeilt er í máli þessu, að gerðarbeiðandi er eigandi hins leigða hús- næðis. Þá liggur ótvírætt fyrir, að gerðarþoli hefur ekki greitt leigu fyrir júnímánuð sl., sem krafa gerðarbeiðanda er reist á. Reyndar liggur fyrir samkvæmt yfirlýsingu gerðarþola sjálfs, sbr. dskj. nr. 24 og 25, að hann hefur ekki greitt leigu fyrir des. 1991 og janúar, júní, júlí og ágúst 1992, samtals að fjárhæð 1.691.812 kr. Af hálfu gerðarbeiðanda hefur verið fullnægt öllum tilkynningum og frestum skv. lögum um húsaleigusamninga í sambandi við riftun leigumál- ans. Óumdeilt er í máli þessu, að við afhendingu tengibyggingar samkvæmt leigusamningi var þessi bygging ekki í því ástandi, sem leigusamningur kvað á um, að hún skyldi vera. Á hinn bóginn liggur fyrir kvittun gerðarþola, dagsett 15. janúar 1990, sama dag og afhenda skyldi þessa byggingu, að þann dag væri hið leigða húsnæði að Hafnarbraut 21-23 afhent í umsömdu ástandi. Þessari móttökukvittun hefur ekki verið hnekkt af hálfu gerðar- þola, og verður hún ekki skýrð öðruvísi en að gerðarþoli hafi á þeim degi sætt sig við ástand hins leigða. Af gögnum málsins má ráða, að einhverjar viðræður hafa farið fram í apríl og maí 1990 um tengibygginguna. Það er ekki fyrr en með bréfi 12. maí 1990, sem formlega er kvartað um ástand byggingarinnar, að því er séð verður. Það er síðan ítrekað með bréfi 3. janúar 1991. Þá er það á árinu 1990, sem gerðarþoli fær úttekt hjá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins og lætur Verkvang hf. áætla kostnað samkvæmt þeirri úttekt. Ekki hefur verið sýnt fram á það af hálfu gerðarþola, að hann hafi aflað 2321 samþykkis úttektarmanns samkvæmt 1. mgr. 27. gr. laga nr. 44/1979, áður en hann réðst í þær framkvæmdir á hinu leigða, sem hann kveðst hafa gert. Þá virðist það vera fyrst í tilefni af máli þessu, sem gerðarþoli setur fram kröfu um skuldajöfnuð gagnvart leigugreiðslum vegna útlagðs kostnaðar síns við úrbætur á hinu leigða. Þá ber til þess að líta, að þau gögn, sem af hálfu gerðarþola hafa verið lögð fram og sýna eiga kostnað hans við að koma tengibyggingunni í umsamið ástand, eru ósundurliðuð og órök- studd, og verður ekki af þeim séð með óyggjandi hætti, í hvaða fram- kvæmdir það efni og sú vinna, sem gögnin tjá, hafi farið. Þá verður ekki af þeim séð, hvort eingöngu var um framkvæmdir að ræða, sem gerðar- beiðandi átti að annast samkvæmt húsaleigusamningnum, eða hvort einnig var um framkvæmdir að ræða, sem gerðarþoli átti sjálfur að annast. Það er álit dómsins samkvæmt framansögðu, að gegn mótmælum gerðar- beiðanda verði að teljast ósannað, að reikningskröfum gerðarþola megi skuldajafna á móti leigugreiðslum, og ber í því sambandi að líta til þess, að vafi er um réttmæti reikninganna, ekki var farið eftir ákvæðum húsa- leigusamnings eða húsaleigulaga um úttekt úttektarmanns, áður en ráðist var í framkvæmdir, og þess, að húsnæði var móttekið af gerðarþola með yfirlýsingu um, að það væri afhent í umsömdu ástandi. Ljóst má því vera, að réttur gerðarþola er mjög óljós, og verður hann ekki í ljós leiddur í máli sem þessu, heldur verður gerðarþoli að beina kröfum sínum að gerðarbeiðanda í almennu einkamáli, þar sem aðila- og vitnaleiðslur geti farið fram. Niðurstaða dómsins er sú, að fallist er á, að af hálfu gerðarþola hafi orðið slík vanskil á leigugreiðslum, að gerðarbeiðanda hafi verið heimilt að rifta leigusamningi aðila, sem hann gerði með lögformlegum hætti. Af framansögðu leiðir, að taka ber til greina kröfu gerðarbeiðanda um útburð gerðarþola ásamt öllu, sem honum fylgir, úr iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut 21-23 í Kópavogi, og skal gerðin fara fram á ábyrgð gerðar- beiðanda. Í 3. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför kemur fram sú meginregla, að málskot úrskurðar héraðsdómara skv. 13. kafla laganna fresti ekki að- för. Samkvæmt niðurlagsákvæði sömu greinar er héraðsdómara hins vegar heimilað að ákveða hið gagnstæða eftir kröfu. Í greinargerð með 84. gr. segir, að skýra beri þessa heimild þröngt og að þetta réttarúrræði eigi einkum við í tilvikum, er hagsmunir gerðarþola séu ófjárhagslegir og tjón hans verði því ekki bætt með fjárgreiðslu. Slíku er ekki til að dreifa í máli þessu. Þykir því verða að hafna þessari kröfu gerðarþola. Gerðarþoli greiði gerðarbeiðanda 40.000 kr. í málskostnað, og heimilt er að gera fjárnám fyrir væntanlegum kostnaði af gerðinni. 146 2322 Finnbogi H. Alexandersson héraðsdómari kveður upp úrskurð þenn- an. Úrskurðarorð: Krafa gerðarbeiðanda, Ingólfs Tryggvasonar, að Traust-verksmiðja hf. verði ásamt öllu, sem firmanu tilheyrir, borin út úr iðnaðar- húsnæði að Hafnarbraut 21-23 í Kópavogi, er tekin til greina. Gerðarþoli, Traust-verksmiðja hf., greiði gerðarbeiðanda 40.000 kr. í málskostnað, og má gera fjárnám fyrir kostnaði af væntanlegri gerð. Gerðin fari fram á ábyrgð gerðarbeiðanda. 2323 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 497/1993. Búnaðarbanki Íslands gegn Verslunarlánasjóði. Kærumál. Nauðungarsala. Riftun. Fasteign. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 29. nóvember sl., sem barst réttinum ásamt gögnum 7. desember. Hann krefst þess, að staðfest verði sú ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 13. júlí 1993 að taka til greina kröfu sóknaraðila um riftun á kaupum á fasteigninni Vatnagörðum 8 í Reykjavík við nauðungar- sölu 22. október 1992. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar ber að stað- festa hann. Dæma ber sóknaraðila til að greiða varnaraðila kærumáls- kostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Búnaðarbanki Íslands, greiði varnaraðila, Verslunarlánasjóði, 150.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. nóvember 1993. I. Mál þetta var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur föstudaginn 10. september 1993 og dómtekið að loknum munnlegum málflutningi mánu- daginn 11. október sl. Sóknaraðili er Verslunarlánasjóður, kt. 440581-0569, Kringlunni 7, Reykjavík. 2324 Varnaraðili er Búnaðarbanki Íslands, kt. 490169-1219, Austurstræti 5, Reykjavík. Dómkröfur sóknaraðila eru þær, að ómerkt verði sú ákvörðun sýslu- mannsins í Reykjavík frá 13. júlí sl. að taka til greina kröfu varnaraðila um riftun á kaupum hans á fasteigninni að Vatnagörðum 8 í Reykjavík, sem seld var á nauðungaruppboði 22. október 1992. Þá er af hálfu sóknar- aðila krafist málskostnaðar úr hendi varnaraðila að skaðlausu auk virðis- aukaskatts af málflutningsþóknun. Sóknaraðili kveðst ekki vera virðisauka- skattsskyldur. Dómkröfur varnaraðila eru þær, að staðfest verði sú ákvörðun sýslu- mannsins í Reykjavík frá 13. júlí sl. að taka til greina kröfu varnaraðila um riftun á kaupum hans á fasteigninni að Vatnagörðum 8 í Reykjavík, sem seld var á nauðungaruppboði 22. október 1992. Þá er af hálfu varnar- aðila krafist málskostnaðar að mati réttarins úr hendi sóknaraðila auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Varnaraðili kveðst ekki vera virðisaukaskattsskyldur. II. Hinn 22. október 1992 hélt sýslumaðurinn í Reykjavík framhaldsuppboð á fasteigninni að Vatnagörðum 8 í Reykjavík, eign Geymsluþjónustunnar hf. Varnaraðili, sem var einn veðhafa, bauð hæst í eignina, 40.000.000 kr. Með bréfi sýslumanns, dagsettu 5. nóvember 1992, var boð varnaraðila í eignina samþykkt. Frumvarp til úthlutunar uppboðsandvirðis fasteignarinn- ar er dagsett 15. desember 1992. Samkvæmt frumvarpinu skyldi greiða skuldabréf sóknaraðila, sem tryggð voru með 1.-4. veðrétti í umræddri fast- eign, að fullu af uppboðsandvirðinu, samtals 34.125.249 krónum. Með bréfi, dagsettu 10. mars 1993, fór varnaraðili þess á leit við sýslu- manninn í Reykjavík, að framhaldsuppboð á fasteigninni að Vatnagörðum 8 færi fram að nýju, þar sem komið hefði í ljós, að fermetrafjöldi fast- eignarinnar væri Í raun mun minni en fram hefði komið í vottorði Fast- eignamats ríkisins. Við skoðun fulltrúa Fasteignamats ríkisins í febrúar 1993 hefði komið í ljós, að raunverulegt flatarmál fasteignarinnar væri 1330 m?, en ekki 1826,6 m?, svo sem ranglega hefði verið skráð hjá Fasteignamati ríkisins. Varnaraðili hefði hins vegar boðið í eignina í þeirri trú, að fasteign- in væri 1826,6 m?. Samkvæmt fram lögðu endurriti úr uppboðsbók sýslumannsembættisins í Reykjavík skyldi halda vanefndauppboð á fasteigninni að Vatnagörðum 8 16. júní 1993 að kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík. Lögmaður sóknar- aðila, sem var viðstaddur fyrirtökuna, lagði fram skrifleg mótmæli við framgangi vanefndauppboðs þessa. Sýslumaður ákvað, að uppboðið skyldi ekki fara fram vegna fyrrgreindrar beiðni varnaraðila um, að framhalds- 2325 uppboð á eigninni færi fram að nýju. Skoðaði sýslumaður framangreinda beiðni varnaraðila sem riftunarkröfu og boðaði hlutaðeigendur til fundar um riftunarkröfuna 25. júní sama ár, sbr. 2. mgr. 48. gr. 1. nr. 90/1991. Var fundinum frestað til 13. júlí sama ár til frekari fundarboðunar. Á fundi þessum ákvað sýslumaður að taka riftunarkröfu varnaraðila til greina. Lög- maður sóknaraðila lýsti yfir á fundinum, að hann hygðist leita úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur um ákvörðun sýslumanns. Beiðni sóknaraðila um úrlausn dómsins er dagsett 15. júlí 1993, og barst hún Héraðsdómi Reykja- víkur 16. júlí sama ár. III. Sóknaraðili kveður varnaraðila hafa þá atvinnustarfsemi með höndum að lána fé gegn tryggingum, sem hann meti fullnægjandi. Varnaraðili hafi ýmsa sérfræðinga Í þjónustu sinni til að leggja mat á lánsumsóknir og meta þau veð, sem boðin séu fram sem trygging fyrir væntanlegum lánum. Ætla verði, að slíkt faglegt mat hafi farið fram á veðhæfi fasteignarinnar að Vatnagörðum 8, þegar varnaraðili hafi lánað Búrfelli hf. 7.800.000 kr. 2. júní 1989 gegn veði í umræddri eign. Fasteignin hafi verið þá, eins og hún hafi verið við nauðungarsöluna 22. október 1992, 9187 m?, án millilofts að stórum hluta, svo að nýtanlegt gólfrými hafi verið 1330 m?. Sóknaraðili kveður varnaraðila hafa þurft allt frá árinu 1989 að endurskoða mat sitt á fasteigninni. Varnaraðili hafi oftsinnis samþykkt skuldbreytingar á lán- um, sem hvílt hafi á eigninni á undan láni varnaraðila, svo og skuldbreyt- ingar á veðláni varnaraðila sjálfs. Varnaraðili kveðst reisa kröfur sínar á því, að hann hafi mátt treysta tölum þeim, sem fram hafi komið í vottorði Fasteignamats ríkisins. Ljóst sé, að umrætt vottorð hafi gefið rangar upplýsingar um eignina að stærð og verðmæti. Sama eigi við um brunabótamat eignarinnar. IV. Í máli þessu hefur verið lagt fram afrit vottorðs Fasteignamats ríkisins um byggingarástand fasteignarinnar að Vatnagörðum 8 í Reykjavík, dagsett 5. mars 1993. Þar kemur fram, að frá 10. september 1985 hefur byggingin verið skráð 1826,6 m? og 9187 m?. Við skoðun á byggingunni í febrúar 1993 hafi komið í ljós, að mestur hluti efri hæðar hússins hafi aldrei verið byggður samkvæmt teikningu né heldur steyptur stigi, sem átt hafi að liggja upp á þá hæð. Skráning flatarmáls hússins hafi því verið röng miðað við ástand þess. Þar kemur og fram, að ný skráning á stærð hússins taki mið af framkvæmdum við bygginguna. 2326 Samkvæmt fram lögðu endurriti úr uppboðsbók uppboðsréttar Reykja- víkur, dagsettu 7. janúar 1991, fór þriðja og síðasta uppboð á fasteigninni að Vatnagörðum 8 í Reykjavík fram á eigninni sjálfri, sbr. 3. mgr. 29. gr. 1. nr. 57/1949, sbr. 1. nr. 12/1987. Ómótmælt er af hálfu varnaraðila, að uppboð þetta hafi farið fram innan dyra, enda verður ekki annað ráðið af framangreindu endurriti úr uppboðsbók. Var og uppboðið sótt af hálfu uppboðsþola, en samkvæmt $. gr. áður tilvitnaðra laga var honum skylt að veita uppboðshaldara og væntanlegum kaupendum aðgang að eigninni. Framhaldsuppboð það, sem fram fór á sömu eign 22. október 1992, fór einnig fram á eigninni sjálfri, sbr. fram lagt endurrit úr uppboðsbók sýslu- mannsembættisins í Reykjavík þann dag, sbr. og ákvæði 2. mgr. 36. gr. l. nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Almennt er talið, að skoðun fasteigna hafi áhrif á fjárhæð boða við upp- boðssölu á þeim, sbr. athugasemdir í greinargerð með 2. mgr. 36. gr. 1. nr. 90/1991. Eftir uppboðið í janúar 1991 samþykkti varnaraðili yfirtöku uppboðs- kaupanda, Geymsluþjónustunnar hf., á skuldabréfi, út gefnu af Búrfelli hf. til varnaraðila 2. júní 1989, að fjárhæð 7.800.000 kr. Jafnframt sam- þykkti varnaraðili að skuldbreyta láninu, sem nam 6. mars 1991 10.840.000 kr. með vöxtum, sbr. fram lagt ljósrit af þinglýsingarvottorði eignarinnar. Meðal fylgiskjala með samkomulagi þessu, sem dagsett er 12. febrúar 1991, var afrit af útreikningi Gunngeirs Péturssonar á skiptingu eignarinnar, dag- sett 2. júní 1989, sbr. dskj. nr. 22. Í 3. grein samkomulagsins er og vitnað í framangreindan útreikning Gunngeirs, en strikað yfir málsgreinina og orðin „ræðist síðar“, handskrifuð úti á spássíu. Í fram lögðu afriti af útreikningi þessum kemur glöggt fram, að hann miðast við, að allir eignar- hlutar hússins geti orðið tvær hæðir. Sjá má af afriti þessu svo og fram lögðu afriti af þinglýsingarvottorði eignarinnar, að eignarskiptasamningur um eignina hefur verið móttekinn til þinglýsingar 24. janúar 1990, merktur sem skjal nr. A-1635, ásamt fyrrgreindum eignarskiptaútreikningi Gunngeirs Péturssonar. Þá kemur fram í fram lögðu bréfi Geymsluþjónust- unnar hf. til varnaraðila, dagsettu 30. janúar 1991, að fullnaðarfrágangi fasteignarinnar sé ólokið. Að öllu þessu virtu svo og með vísan til stöðu varnaraðila sem veðhafa og sérfræðiþekkingar starfsmanna hans þykir verða að ætla, að varnaraðila hafi verið eða mátt vera kunnugt um ástand fasteignarinnar að Vatnagörð- um 8 í Reykjavík, þá er hann bauð í eignina á uppboðinu 22. október 1992. Þá hefur ekkert það komið fram í málinu, sem bendir til þess, að uppboðs- haldari hafi upplýst sérstaklega eða ábyrgst, að eignin væri tiltekinnar stærðar. Með vísan til framangreinds svo og 1. tl. 1. mgr. 28. gr. 1. nr. 90/1991 um nauðungarsölu og 2. gr. auglýsingar nr. 41/1992 um almenna 2327 skilmála fyrir uppboðssölu á fasteignum o. fl., en samkvæmt ákvæðum þessum er fasteign seld á uppboði með þeim skilmála, að ábyrgð sé ekki tekin á ástandi hennar, þykir verða að fallast á kröfu sóknaraðila um ómerkingu þeirrar ákvörðunar sýslumannsins í Reykjavík frá 13. júlí sl. að taka til greina kröfu varnaraðila um riftun á kaupum hans á fasteigninni að Vatnagörðum 8 í Reykjavík. Ákvæði 36. gr. 1. nr. 7/1936, sbr. |. nr. 11/1986, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga þykir ekki eiga við í máli þessu. Varnaraðili greiði sóknaraðila málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 65.000 kr., og hefur þá verið tekið tillit til skyldu sóknaraðila til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun lögmanns. Ragnheiður Bragadóttir, fulltrúi dómstjóra, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Ómerkt er sú ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 13. júlí 1993 að taka til greina kröfu varnaraðila, Búnaðarbanka Íslands, um riftun á kaupum hans á fasteigninni að Vatnagörðum 8 í Reykjavík, sem seld var á nauðungaruppboði 22. október 1992. Varnaraðili greiði sóknaraðila, Verslunarlánasjóði, 65.000 kr. í málskostnað, þ. m. t. virðisaukaskatt. 2328 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 255/1992. Friðrik Björnsson, Erla Hafsteinsdóttir, Hafrún Friðriksdóttir og Gauti Höskuldsson (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) gegn Íslandsbanka hf. (Bjarni Ásgeirsson hdl.) (Jón G. Briem hrl.). Ógilding samnings. Skuldabréf. Endurgreiðsla. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Bjarni K. Bjarnason, fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 16. júní 1992. Þeir gera eftirfarandi dómkröfur: 1. Að viðurkennt verði með dómi, að skuldbindingar áfrýjenda samkvæmt skuldabréfi til Alþýðubankans hf., út gefnu að Gili 24. mars 1987 af áfrýjandanum Friðriki og árituðu af öðrum áfrýj- endum um sjálfskuldarábyrgð þeirra, upphaflega að fjárhæð 3.300.000 krónur, séu ógildar. 2. Að stefndi, Íslandsbanki hf., verði dæmdur til að endurgreiða áfrýjandanum Friðriki 3.130.412 krónur með dráttarvöxtum sam- kvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989, af 500.000 krónum frá 26. júní 1987 til 10. júní 1988, af 839.342 krónum frá þeim degi til 18. janúar 1989, af 989.342 krónum frá þeim degi til 29. desember sama ár, af 1.882.345 krónum frá þeim degi til 25. júní 1990, af 2.183.686 krónum frá þeim degi til 31. desember sama ár, af 2.883.686 krónum frá þeim degi til 22. mars 1991, en af 3.130.412 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Kveðið verði svo á, að áfallnir dráttarvextir skuli bætast við höfuðstól skuldarinnar, sem vextirnir reiknast af, á tólf mánaða fresti, í fyrsta skipti 26. júní 1988. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. 2329 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Sonur áfrýjendanna Friðriks Björnssonar og Erlu Hafsteinsdóttur varð uppvís að fjárdrætti í Alþýðubankanum hf. seint í janúar 1987. Stefán Gunnarsson, þáverandi bankastjóri Alþýðubankans hf., var nákunnugur manninum og fjölskyldu hans og hafði ráðið hann til starfa. Hann hafði strax næsta dag samband við foreldr- ana, og komu þau að vörmu spori til fundar við hann norðan úr landi. Á þeim fundi var frá því gengið, að áfrýjendurnir Friðrik og Erla myndu ganga í ábyrgð vegna þeirrar fjárhæðar, sem um var að ræða, en þá lá ekki fyrir nákvæmlega. Bankastjórinn gerði sér ferð til þeirra norður að Gili í Svartárdal 24. mars 1987, og var þá gefið út skuldabréf til Alþýðubankans hf. til tólf ára með fjár- hæðinni 3.300.000 krónum, og var það bundið lánskjaravísitölu. Áfrýjandinn Friðrik var skuldari samkvæmt bréfinu, en áfrýjandinn Erla tókst á hendur sjálfskuldarábyrgð. Síðar voru svo fengnar ábyrgðir meðáfrýjendanna, Hafrúnar Friðriksdóttur og Gauta Höskuldssonar. Ágreiningur er í málinu um það, hvort það hafi verið með vitund og vilja áfrýjendanna Friðriks og Erlu, að svo skyldi verða. Þá samþykkti áfrýjandinn Friðrik einnig víxil, að fjárhæð 500.000 krónur, með gjalddaga 26. júní 1987. Hinn 13. maí 1988 sendu áfrýjendurnir Friðrik og Erla Alþýðu- bankanum hf. bréf með beiðni um niðurfellingu vaxta og/eða lækkun á höfuðstól skuldarinnar. Þessari beiðni var hafnað 1. júní sama ár, en ádráttur gefinn um breytingu á greiðslutilhögun á láns- tímanum. Frekari umleitanir áfrýjenda báru ekki árangur, en með bréfi 25. nóvember 1989 óskuðu þeir niðurfellingar lánsins. Því erindi var hafnað 30. sama mánaðar. Fram er komið, að áfrýjendurnir Friðrik og Erla tóku nokkur skammtímalán hjá Búnaðarbanka Íslands til þess að standa undir afborgunum af skuldabréfinu. Fyrsta afborgun átti að fara fram 15. desember 1987, en var ekki innt af hendi fyrr en 10. júní 1988. Eftir fjórðu afborgun, sem greidd var 31. desember 1990, námu eftirstöðvar skuldarinnar 4.526.765,70 krónum. Hinn 8. janúar 1993 hlutuðust áfrýjendur til um greiðslu trygginga til stefnda vegna gjaldfallinna afborgana 15. desember 1991 og 15. desember 1992, 2330 samtals að fjárhæð 2.200.000 krónur. Sé litið á framangreindar tryggingar sem afborganir nema eftirstöðvar skuldabréfsins nú 4.373.185,80 krónum. II. Stefán Gunnarsson bankastjóri hefur skýrt frá atvikum að skiptum sínum við áfrýjendur og Örn Friðriksson í bréfi til lög- manns stefnda 12. desember 1991. Jafnframt hefur hann gefið vitnaskýrslu fyrir dómi. Skýrslur þessar eru greinargóðar og trú- verðugar, og ber lítt á milli þeirra og frásagna áfrýjendanna Friðriks og Erlu um það, er máli skiptir. Það verður að telja ljóst, að Stefán Gunnarsson hafði frumkvæði að útgáfu þess skuldabréfs, sem ógildingar er krafist á. Af hans hálfu voru fjármunalegir hagsmunir bankans látnir sitja í fyrirrúmi, þótt hann hafi vafalaust einnig haft í huga velferð hins brotlega og fjölskyldu hans. Hins vegar verður ekki talið, að með þessari málsmeðferð hafi bankastjórinn haft í hyggju að forða sjálfum sér frá álitshnekki innan bankans. Í fyrrnefndu bréfi Stefáns Gunnarssonar segir svo: „Undir það skal tekið, í greinargerð stefnenda í máli þessu, að foreldrum Arnar er ofætlað að greiða hér um rædda skuld, ef þær forsendur eru ekki fyrir hendi, að Örn leggi þar sitt af mörkum.““ Fyrir héraðs- dómi sagði Stefán meðal annars: „„Ég held, að öllum hafi verið ljóst á þessum tíma, að forsenda fyrir því, að þetta mál gæti afgreiðst eins og það var og það gæti gengið upp, væri sú, að Örn Friðriksson Í raun greiddi af þessu bréfi. ... ég lít svo á núna í dag, að afgreiðsla málsins og málsmeðferðin - vegna þess hve þessar forsendur hafa brugðist, þá hafi það verið mistök.“ Þá sagði Stefán Gunnarsson fyrir dómi, að sér hefði í rauninni verið ljóst, að áfrýjendurnir Friðrik og Erla myndu ekki geta staðið undir afborgunum af bréf- inu miðað við þær tekjur, sem þau höfðu og honum var kunnugt um, nema sonur þeirra yrði raunverulegur greiðandi að bréfinu. Stefán Gunnarsson hafði látið af störfum bankastjóra, þegar hann gaf þessar skýrslur, og starfaði ekki á vegum stefnda. Ill. Þegar hið umrædda skuldabréf var gefið út, var ekki jafnræði með aðilum. Yfir vofði, að sonur áfrýjendanna Friðriks og Erlu 2331 hlyti að sæta kæru og refsingu fyrir framferði sitt, ef Alþýðubank- inn hf. fengi ekki viðunandi úrlausn. Aðstæður allar voru áfrýj- endum því mjög öndverðar og vandkvæði þeirra augljós. Vilja þeirra til samningsgerðar verður að skoða í því ljósi. Með þeim samningi, sem gerður var, öðlaðist Alþýðubankinn hf. kröfu á hendur áfrýjendum, sem hann ella hefði ekki fengið og átti ekki lögvarinn rétt til. Bankastjóranum var ljóst, eins og fyrr segir, að þessi skuldbinding var ekki í samræmi við fjárhag áfrýjendanna Friðriks og Erlu. Af hálfu bankans virðist engin sérstök tilraun hafa verið gerð til þess að tengja Örn Friðriksson sjálfan við samninginn með formlegum hætti. Þegar á allt þetta er litið, verður að telja, að atvik við samningsgerð- ina og staða samningsaðila geri það að verkum, að stefndi geti ekki haldið þessum samningi upp á áfrýjendur. Ber því með skírskotun til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggern- inga, sbr. lög nr. 11/1986, að ógilda hið umrædda skuldabréf. Eftir að áfrýjendurnir Friðrik og Erla höfðu sent Alþýðubank- anum hf. beiðni um niðurfellingu vaxta eða lækkun á höfuðstól skuldarinnar 13. maí 1988, hlaut stjórnendum hans að vera ljóst, að þau ættu í greiðsluerfiðleikum vegna þessarar skuldbindingar, enda hafði fyrsta afborgun skuldabréfsins þá verið í vanskilum í fimm mánuði. Verður því með hliðsjón af framansögðu talið ósann- gjarnt, að stefndi beri samninginn fyrir sig eftir þetta, og ber honum því að endurgreiða þær afborganir skuldabréfsins, sem greiddar hafa verið. Hins vegar þykja ekki efni til þess, að stefndi endurgreiði áfrýjandanum Friðriki þær 500.000 krónur, sem hann greiddi með víxli á gjalddaga 26. júní 1987, en sú greiðsla var innt af hendi án fyrirvara. Endurgreiðslufjárhæðir skulu bera hæstu almenna inn- lánsvexti í bönkum og sparisjóðum frá 10. júní 1988 til þingfest- ingardags 21. nóvember 1991, en dráttarvexti samkvæmt 11. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Rétt þykir, að málskostnaður í héraði falli niður, en stefndi greiði áfrýjendum 300.000 krónur upp í málskostnað fyrir Hæstarétti. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Skuldbindingar áfrýjenda, Friðriks Björnssonar, Erlu Haf- steinsdóttur, Hafrúnar Friðriksdóttur og Gauta Höskuldssonar, 2332 samkvæmt skuldabréfi til Alþýðubankans hf. 24. mars 1987, upphaflega að fjárhæð 3.300.000 krónur, eru ógildar. Stefndi, Íslandsbanki hf., skal endurgreiða áfrýjandanum Friðriki Björnssyni 2.630.412 krónur með 22% ársvöxtum af 339.342 krónum frá 10. júní 1988 til 11. sama mánaðar, 24% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 26% frá þeim degi til 21. ágúst sama ár, 25% frá þeim degi til 1. september sama ár, 12% frá þeim degi til 11. október sama ár, 9% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 7% frá þeim degi til 21. nóvember sama ár, 6% frá þeim degi til 1. desember sama ár, 4% frá þeim degi til 11. janúar 1989, 5% frá þeim degi til 18. janúar 1989, en 5% af 489.342 krónum frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 9% frá þeim degi til 21. febrúar sama ár, 10%0 frá þeim degi til 1. mars sama ár, 11%0 frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 15% frá þeim degi til 21. maí sama ár, 16%0 frá þeim degi til 1. júní sama ár, 17% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 18% frá þeim degi til 1. júlí sama ár, 20% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 1690 frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, 13% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 12% frá þeim degi til 1. september sama ár, 10% frá þeim degi til 11. sama mán- aðar, 9% frá þeim degi til 1. október sama ár, 11% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 12% frá þeim degi til 29. desember sama ár, en 12% af 1.382.345 krónum frá þeim degi til 11. janúar 1990, 10% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 9% frá þeim degi til 1. febrúar sama ár, 7% frá þeim degi til 1. mars sama ár, 5% frá þeim degi til 1. apríl sama ár, 3% frá þeim degi til 25. júní sama ár, en 3% af 1.683.686 krónum frá þeim degi til 1. október sama ár, 2,5% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 3% frá þeim degi til 31. desember sama ár, en 3,5% af 2.383.686 krónum frá þeim degi til 21. janúar 1991, 5% frá þeim degi til 22. mars sama ár, en 5% ársvöxtum af 2.630.412 krónum frá þeim degi til 1. júní sama 2333 ár, 6Uo frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, 7% frá þeim degi til 11. október sama ár, 4%0 frá þeim degi til 21. nóvember sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Heimilt er að leggja áfallna vexti við höfuðstól skuldar á tólf mánaða fresti, í fyrsta skipti 10. júní 1989. Málskostnaður í héraði fellur niður. Stefndi skal greiða áfrýjendum sameiginlega 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. maí 1992. I. Mál þetta, sem dómtekið var 13. maí sl., er höfðað fyrir bæjarþinginu af Friðriki Björnssyni, kt. 080628-4719, Gili, Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur- Húnavatnssýslu, Erlu Hafsteinsdóttur, kt. 250239-2039, sama stað, Hafrúnu Friðriksdóttur, kt. 281261-4879, Háaleitisbraut 119, Reykjavík, og Gauta Höskuldssyni, kt. 260861-2639, sama stað, með stefnu, birtri 18. nóvember 1991 á hendur Íslandsbanka hf., kt. 421289-1669, Kringlunni 7, Reykjavík. Dómkröfur stefnenda eru þessar: 1. að viðurkennt verði með dómi, að skuldbindingar stefnenda skv. skuldabréfi til Alþýðubankans hf., út gefnu að Gili 24. mars 1987 af stefn- anda Friðriki og árituðu af öðrum stefnendum um sjálfskuldarábyrgð þeirra, upphaflega að fjárhæð 3.300.000 kr., séu ógildar, 2. að stefndi verði dæmdur til að endurgreiða stefnanda Friðriki 3.130.412 kr. með Inánar tilgreindum dráttarvöxtum!, 3. að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnendum málskostnað l...1. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að hann verði sýknaður af stefnu- kröfunum, en til vara, að þær verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar auk virðisaukaskatts úr hendi stefnenda in solidum auk dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppsögu. Áfallnir dráttarvextir bætist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn tólf mánuðum eftir upphafstíma vaxta. Sættir hafa verið reyndar árangurslaust. II. Málsástæður stefnenda og lagarök. Stefnendur kveða málavöxtu vera þá, að á árunum 1986-1987 hafi starfað hjá Alþýðubankanum hf. í Reykjavík Örn Friðriksson, sonur stefnendanna 2334 Friðriks og Erlu og bróðir stefnandans Hafrúnar. Hafi Örn starfað í útibúi bankans við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Snemma árs 1987 hafi komið í ljós, að Örn hafði misnotað aðstöðu sína í bankanum og tekið þar út fé án heimildar. Muni heildarskuld hans við bankann af þessum sökum hafa numið 4.558.938 kr., er hann var látinn hætta störfum snemma árs 1987. Stefán Gunnarsson, þáverandi bankastjóri Alþýðubankans hf., hafði ráðið Örn til starfa í bankanum, en Stefán hafi verið persónulegur kunningi fjölskyldu stefnenda. Stefán bankastjóri hafi nú snúið sér til stefnendanna Friðriks og Erlu, en ljóst hafi legið fyrir, að Örn myndi ekki sjálfur geta endurgreitt bankan- um skuld sína. Foreldrar hans hafi verið mjög miður sín út af málinu, og hafi Stefán fengið þá til að taka á sig skuldbindingar um að greiða bankan- um mestan hluta skuldarinnar. Hafi það verið gert með þeim hætti, að Friðrik gaf út skuldabréf til tólf ára, að fjárhæð 3.300.000 kr., 24. mars 1987, sem Erla skrifaði nafn sitt á sem sjálfskuldarábyrgðarmaður. Hafi skuldin skv. bréfinu verið bundin lánskjaravísitölu, 1614 stigum, og skyldi bera 6,5% ársvexti. Þá hafi Friðrik samþykkt víxil, að fjárhæð 500.000 kr., með gjalddaga 26. júní 1987, og hafi andvirði hans verið tekið inn í skuldina. Síðar hafi bankastjórinn fengið stefnandann Hafrúnu og eigin- mann hennar, stefnandann Gauta, til að ganga í sjálfskuldarábyrgð á skuldinni skv. skuldabréfinu. Hafi Friðrik og Erla ekki vitað um þá fyrir- ætlan, þegar þau skrifuðu undir skuldabréfið, og hefðu þau aldrei sam- þykkt, að svona yrði frá málinu gengið. Hafi Stefán látið svo við stefnend- urna Hafrúnu og Gauta, að Friðrik og Erla hefðu fyrir sitt leyti samþykkt, að ábyrgða þeirra yrði einnig aflað. Frá upphafi hafi verið ljóst, að stefnendur myndu ekki ráða við þessar skuldagreiðslur. Með nýjum lántökum annars staðar hafi foreldrum Arnar þó tekist að greiða víxilinn á gjalddaga og greiða af skuldabréfinu, svo að sú skuld sé nú í skilum. Þau muni hins vegar fljótlega standa frammi fyrir því óhjákvæmilega að missa eigur sínar vegna málsins. Stefndi, Íslandsbanki hf., hafi tekið við aðild Alþýðubankans hf. að mál- inu, þegar stefndi hóf rekstur í ársbyrjun 1990. Endurteknum óskum stefn- enda á þessu tímabili um niðurfellingu skuldarinnar eða breytingar á kjörum hennar hafi verið hafnað, fyrst af Alþýðubankanum hf., en síðan af stefnda. Dómkröfur stefnenda eru þær annars vegar, að viðurkennt verði með dómi, að skuldbindingar þeirra skv. skuldabréfinu séu ógildar, og hins veg- ar, að endurgreitt verði það fé, sem þegar hafi verið greitt stefnda vegna víxilsins og skuldabréfsins. Þessar kröfur séu reistar á ákvæðum í III. kafla 1. nr. 7/1936, sbr. Í. nr. 11/1986 um breyting á þeim lögum. Vísast einkum til 36. gr. laganna, en einnig að sínu leyti til 31. gr. Að öðru leyti vísast 2335 til III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum og ákvæða XII. kafla |. nr. 85/1936, að því er varðar málskostnaðarkröfu. Í greinargerð benda stefnendur á til stuðnings kröfum sínum, að stefndi hafi aflað ábyrgða stefnenda á skuldum Arnar Friðrikssonar, eftir að til þeirra hafði verið stofnað. Stefnendur hafi ekki átt minnsta þátt í stofnun þeirra. Hins vegar virðist ljóst, að hjá stefnda sjálfum, þ. e. Alþýðubankan- um hf., hafi innra eftirliti með starfsmönnum verið áfátt, fyrst svona gat farið. Það hafi vægast sagt verið ámælisverð vinnubrögð af bankastjóran- um að bregðast þannig við þeim vanda, sem bankinn var kominn í, að leita til ástvina starfsmannsins, sem í hlut átti, og fá þá til að taka að sér greiðslu skuldarinnar að mestum hluta. Hann hafi þekkt vel til fjölskyld- unnar og vitað, að stefnendur myndu aldrei ráða við að greiða þessa háu skuld. Sé nú raunar komið í ljós, að fjárhagsleg velferð stefnenda sé í húfi, þar sem þeir ráði ekki við frekari greiðslur. Er á því byggt í málinu, að það hafi talist a. m. k. ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju af stefnda að vilja byggja rétt á samningi, sem svona hafi verið til stofnað. Sé jafnvel hugsanlegt, að hér teldust skilyrði 31. gr. koma til greina, þar sem til sanns vegar megi færa, að stefndi hafi notað sér bágindi stefnenda vegna vitneskjunnar um framferði sonar og bróður til að afla sér ábyrgða þeirra á skuldinni. Og víst sé, að bersýnilegur munur sé á hagsmunum þeim, sem stefndi aflaði sér, og endurgjaldi því, sem fyrir þá átti að koma, þar sem það var ekkert. Endurgreiðslukrafan sundurliðast þannig: 26. 6. 1987 víxill kr. 500.000 10. 6. 1988 v/skuldabréfs — 339.342 18. 1. 1989 — — 150.000 29. 12. 1989 — — 893.003 25. 6. 1990 — — 301.341 31. 12. 1990 — — 700.000 22. 3. 1991 — — 246.726 Kr. 3.130.412 Við munnlegan málflutning óskaði talsmaður stefnenda bókuð mótmæli við umfjöllun talsmanns stefnda í fyrri ræðu um tómlætisáhrif. Taldi hann þetta nýja málsástæðu og mótmælti henni sem of seint fram kominni. Málsástæður stefnda og lagarök. Stefndi mótmælir málavaxtalýsingu stefnenda að því marki, sem hún sé í andstöðu við dskj. nr. 16, bréf Stefáns Gunnarssonar til lögmanns stefnda. Er málavöxtum þar svo lýst, að sama kvöld og uppvíst varð um 2336 misferli Arnar Friðrikssonar hafi Stefán Gunnarsson farið heim til Arnar, en hann hafi ekki verið við. Daginn eftir hafi komið í ljós, að hann hafði falið sig hjá Hafrúnu, systur sinni. Fyrir hádegi næsta dag hafi Stefán hringt til móður Arnar til að láta hana vita, hvernig málum væri komið og að fyrir lægi, að Örn yrði strax að láta af störfum í bankanum. Í því samtali hafi verið ákveðið, að foreldrar Arnar kæmu suður til frekari samræðna um málið. Einum eða tveimur dögum síðar hafi þær samræður farið fram á heimili Hafrúnar, og hafi þar verið viðstödd auk Stefáns og foreldra Arnar Örn og Hafrún og, að því er Stefán telji, einnig Gauti Höskuldsson. Á þessum tíma hafi ekki verið vitað, hversu háa heildarfjárhæð væri um að tefla. Hafi komið fram, að ekki væri um nema tvær leiðir að velja í málinu, annaðhvort kæru til Rannsóknarlögreglu ríkisins eða samning um endurgreiðslu, og hafi verið ákveðið að fara síðari leiðina með því, að foreldrar Arnar gæfu út og ábyrgðust skuldabréf til uppgjörs þeirrar fjár- hæðar, sem fram kæmi við samantekt fjárdráttarins. Telur Stefán sig þess fullvissan, að rætt hafi verið um tvo ábyrgðarmenn á bréfið, og hefði þá ekki verið öðrum til að dreifa en Hafrúnu, systur Arnar. Um málsmeðferð hafi Stefán haft samráð við þáverandi formann bankaráðs og löggiltan endurskoðanda Alþýðubankans. Heildarskuldin hafi verið 4.308.938,04 kr. auk vaxta, 250.000 kr. Hafi Stefán gert sér ferð norður að Gili til foreldra Arnar til að ganga frá skulda- bréfinu, að því leyti sem unnt var þar á staðnum. Bréfið hafi ekki verið útfyllt á neinn hátt fyrr en þar og eftir að Örn hafði endurskoðað þann lista yfir einstakar fjárhæðir, og hafi ljósrit verið skilið eftir hjá aðilum, svo að enn væri tækifæri til nánari skoðunar og athugasemda, sem mætti taka tillit til. Nokkrum dögum síðar kveðst Stefán hafa heimsótt Hafrúnu til að afla undirskriftar hennar, og megi ljóst vera, að það hefði hann ekki gert, nema fyrir hafi legið áður gert samkomulag þar um. En þá hafi það verið að frumkvæði hennar og Gauta Höskuldssonar, að Gauti skrifaði einnig upp á skuldabréfið. Stefndi rökstyður mál sitt því, að allir stefnendur og vitnið Stefán Gunnarsson hafi sammælst um þá lausn, að þeir gæfu út skuldabréf til að greiða skuld Arnar. Frumkvæðið hafi ekki síður verið hjá stefnendum en stefnda. Þeim hafi gefist langur tími til að skoða hug sinn í málinu og hafi eftir langa umhugsun ákveðið, að sú lausn, sem valin var, væri sú, sem þeir vildu. Því er sérstaklega mótmælt, að vitnið Stefán hafi beitt nokkurs konar þrýstingi til að fá fram þessa niðurstöðu. Þetta hafi verið vilji stefnenda til að koma í veg fyrir, að Örn yrði kærður fyrir fjárdráttar- brot. Bankinn hafi ákveðið að kæra ekki fjárdráttinn. 2337 Stefndi heldur því fram, að samningur aðila um greiðslu skuldarinnar hafi verið eðlilegur að öllu leyti. Þá sé bæði átt við ástæður fyrir gerð samn- ingsins og lánskjör og lánstíma. Því er mótmælt sem röngu og ósönnuðu, að stefnendur geti ekki og hafi aldrei getað staðið við umsamdar greiðslur. Reyndin sé önnur. Því er mótmælt, að 36. gr. 1. nr. 7/1936 eigi hér við. Samningurinn sé á engan hátt ósanngjarn. Þá er því mótmælt sem ósönnuðu, að hann sé andstæður góðri viðskiptavenju, enda sé hér aðeins um eðlileg skuldabréfa- ákvæði að ræða. Staða samningsaðila hafi verið fyllilega sambærileg, eins og hér háttaði. Enginn ágreiningur hafi verið um skuld Arnar né um það, hver væru eðlileg kjör á lánum á þessum tíma. Til vara krefst stefndi þess, að samningnum verði aðeins breytt að hluta og þá helst, að greiðslutími verði lengdur. Stefndi telur, að skýra beri 36. grein þröngt. Hún sé undantekningar- ákvæði frá því grundvallaratriði, að mönnum sé frjálst að semja eins og þeir óski og að þeim beri skylda til að standa við það, sem þeir semji um. Bankinn hafi strax efnt af sinni hálfu það, sem til var ætlast, þ. e., hann hafi ekki kært fjárdráttarbrotið. Ekki er gerð athugasemd tölulega við endurgreiðslukröfu stefnandans. Vaxtatíma er mótmælt, bæði að því er varðar upphafstíma og vaxtafót. Verði stefndi dæmdur til að endurgreiða stefnandanum Friðriki einhverja fjárhæð, verði sú skuld ekki til fyrr en við dómsuppsögu. Hér eigi því alls ekki við að dæma dráttarvexti, og upphafstími ætti að vera við uppkvaðn- ingu dóms. Við munnlegan málflutning mótmælti talsmaður stefnda umfjöllun tals- manns stefnanda um forsendubrest sem nýrri málsástæðu, of seint fram kominni. TI. Niðurstaða. Stefnendur reisa kröfur sínar á Ill. kafla |. nr. 7/1936, einkum 36. gr., 31. gr. og 33. gr. Þau atriði, sem stefnendur telja, að falli undir framangreind lagaákvæði, eru annars vegar, hvernig staðið var að greiðsluábyrgðum stefnenda, og hins vegar vangeta stefnendanna Friðriks og Erlu þegar við undirskrift skuldabréfsins og síðar til þess að standa undir afborgunum af því. Það liggur fyrir, að þeir kostir, sem til greina komu, þegar ákvörðun var tekin um, hvernig fara skyldi með fjárdrátt Arnar, voru þeir annars vegar að kæra Örn fyrir brotið til Rannsóknarlögreglu ríkisins, en hins veg- ar að greiða skuld hans við bankann. Foreldrar hans tóku síðari kostinn og samþykktu umdeilt skuldabréf og víxil gegn því, að fallið yrði frá kæru. 147 2338 Er ekki um það ágreiningur, enda þótt fyrir liggi, að aldrei var vikið berum orðum að kæruþættinum í þessu sambandi. Ekki verður fallist á, að með því hafi stefndi verið að notfæra sér bágindi eða aðrar aðstæður ástvina Arnar, svo að ógilda megi samninginn skv. 31. gr. Í. nr. 7/1936. Þá telst þessi meðferð hvorki andstæð góðri viðskipta- venju né ósanngjörn, sbr. 36. gr. laganna, enda liggur fyrir, að verulegir hagsmunir voru í húfi í huga foreldra Arnar, þar sem var mannorð sonar Þeirra og hugsanlega refsing fyrir brotið, sbr. framburð stefnandans Erlu fyrir dómi. Hafa ekki verið færð að því rök, að þær forsendur hafi brostið eða breyst. Liggur og ekki annað fyrir en stefndi hafi staðið við sínar skuld- bindingar að þessu leyti. Hefur ekki verið sýnt fram á annað en af hálfu stefnda hafi stefnendum verið sýnd fyllsta sanngirni við lausn þessa fjár- dráttarmáls og í samræmi við vilja þeirra þá. Þá er ósannað, að þessi lausn hafi ekki verið valin að frumkvæði stefnenda sjálfra. Stefnendur Erla og Friðrik hafa lagt fram skattframtöl áranna 1990 og 1991, þar sem fram kemur, að sameiginleg laun þeirra nema hvort ár liðlega 1.000.000 kr. Afborganir af skuldabréfinu árið 1989 námu ásamt vöxtum og verðbótum 893.003 kr. og árið 1990 925.420,50 kr. Greiðsla árið 1991 nam rúmri 1.000.000 króna, en samþykkt var að fresta innheimtu hennar, þar til niðurstaða fæst í máli þessu. Að öðru leyti eru allar greiðslur stefn- enda skv. skuldabréfinu í skilum. Stefnendur Erla og Friðrik skýrðu svo frá fyrir dómi, að þau hefðu tekið skammtímalán til að standa undir greiðslum af skuldabréfinu, en jafn- framt, að þau lán væru í skilum. Samkvæmt framansögðu er ljóst, að skattframtöl stefnendanna Friðriks og Erlu gefa ekki rétta mynd af greiðslugetu þeirra. Á fram lögðum skattframtölum er ekki tilgreind skuldastaða stefnenda. Fram hafa verið lögð veðbókarvottorð vegna fimm ökutækja í eigu stefn- enda, sem öll eru veðbandalaus. Þá ber fram lagt endurrit úr fasteignabók ekki með sér óeðlilega há áhvílandi veð á fasteign þeirra. Stefnendur hafa því ekki sýnt fram á, að greiðslugetu þeirra hafi verið svo háttað, þegar samningurinn var gerður, þrátt fyrir yfirlýsingu Stefáns Gunnarssonar, fyrrverandi bankastjóra, fyrir dómi þar um eða að hún hafi orðið það síðar, að telja megi óheiðarlegt, ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera umdeildan samning fyrir sig, svo að til álita komi að ógilda hann samkvæmt tilvitnuðum ákvæðum laga nr. 7/1936. Um önnur atvik við samningsgerðina eða síðar til komin hefur ekki verið fjallað af hálfu stefnenda, sem leitt gætu til ógildingar skuldbindinga þeirra með stoð í III. kafla samningalaga. Af hálfu stefnenda Hafrúnar og Gauta hefur því verið haldið fram, að þau hafi verið blekkt til að skrifa undir skuldabréfið sem sjálfskuldar- 2339 ábyrgðaraðilar. Ósannað er gegn andmælum stefnda, að þau hafi ekki af fúsum og frjálsum vilja, án blekkinga af hálfu stefnda, skrifað undir bréfið sem sjálfskuldarábyrgðarmenn. Framangreind atriði leiða til þess, að sýkna ber stefnda af öllum kröfum stefnenda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. - Ekki þykir ástæða til að fjalla sérstaklega um tómlætisáhrif sem sérstaka málsástæðu stefnda, enda var ekki gerð um það krafa af hans hálfu við munnlegan málflutning, að umfjöllun hans um tómlæti væri bókuð sérstak- lega sem ný málsástæða. Þá er ekki litið svo á, að umfjöllun talsmanns stefnenda við munnlegan málflutning um forsendubrest sé ný málsástæða. Sigríður Ólafsdóttir borgardómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Íslandsbanki hf., Kringlunni 7, Reykjavík, skal vera sýkn af dómkröfum stefnenda, Friðriks Björnssonar og Erlu Hafsteinsdótt- ur, báðum til heimilis að Gili, Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húna- vatnssýslu, og Hafrúnar Friðriksdóttur og Gauta Höskuldssonar, báðum til heimilis að Háaleitisbraut 119, Reykjavík. Málskostnaður fellur niður. 2340 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 310/1990. Friðrik Garðarsson (Kristinn Sigurjónsson hrl.) gegn Hljómbæ hf. og Bjarna Stefánssyni (Jóhann Þórðarson hrl.). Skuldabréf. Sjálfskuldarábyrgð. Endurkrafa. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. ágúst 1990. Hann gerir þær dómkröfur, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og stefndu dæmdir til að greiða hvor um sig 287.456,66 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt vaxtalögum nr. 25/1987 af 163.333,33 krónum frá 24. maí 1989 til 11. október sama ár, en af 287.456,66 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Hann krefst þess, að vextir verði lagðir við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrra sinn 24. maí 1990 og seinna sinn 11. október 1990, og síðan árlega 11. október ár hvert. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Eins og lýst er í héraðsdómi, var innbyrðis réttarsambandi aðila ekki á þann veg farið, að þeir væru samábyrgðarmenn að skulda- bréfi því, sem mál þetta fjallar um. Þótt á sjálfskuldarábyrgð áfrýj- anda reyndi, stofnaðist enginn endurkröfuréttur fyrir hann á hendur stefndu. Samkvæmt þessu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann um annað en málskostnað. Áfrýjandi greiði stefndu málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 140.000 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en máls- kostnað. 2341 Áfrýjandi, Friðrik Garðarsson, greiði stefndu, Hljómbæ hf. og Bjarna Stefánssyni, samtals 140.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 21. maí 1990. Mál þetta, sem var dómtekið í dag, hefur Friðrik Garðarsson, Áshamri 67, Vestmannaeyjum, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 11. janúar 1990, á hendur Hljómbæ hf., Hverfisgötu 103, Reykjavík, og Bjarna Stefánssyni, stjórnarformanni félagsins, til greiðslu að jöfnu á $74.913,66 kr. auk vaxta og málskostnaðar. Hinn $. desember 1986 gaf Páll Scheving, Vestmannabraut 57, Vest- mannaeyjum, út handhafaskuldabréf, að fjárhæð 327.392 kr. Málsaðilar eru allir sjálfskuldarábyrgðarmenn, og hefur stefnandi orðið að greiða skuldina eftir fjárnám. Hann krefur nú stefndu um greiðslu tveggja þriðju þess, sem hann hefur goldið, höfuðstóls, vaxta og kostnaðar ásamt dráttar- vöxtum, skv. ákvörðun Seðlabanka Íslands, sbr. 9. gr., 10. gr., 12. gr. og 14. gr. laga nr. 25/1987, sbr. 4. gr. og S. gr. laga nr. 67/1989, af 326.666,66 kr. frá 24. maí 1989 til 11. október 1989, en af 574.913,66 kr. frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ, og beri máls- kostnaðarfjárhæð hæstu lögleyfðu dráttarvexti frá 15. degi eftir dóms- uppsögu til greiðsludags. Dráttarvextir af málskostnaði leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn tólf mánuðum eftir upphafsdag vaxta. Af hálfu stefndu er krafist sýknu og málskostnaðar. Stefnandi kveðst reka málið samkvæmt 17. kafla einkamálalaga, en reisir málsóknina á reglum kröfuréttar um endurkröfurétt. Í þinghaldi 18. apríl sl. kröfðust stefndu þess að fá að koma að öllum vörnum í málinu, en í greinargerð stefndu hafði þess verið óskað, að dómskýrslur yrðu teknar af aðilum og vitnum. Af hálfu stefnanda var kröfu stefndu mótmælt og sérstaklega því, að þeir fengju að leiða vitni. Var þá kveðinn upp svohljóð- andi ÚRSKURÐUR: Stefndu koma að þeirri vörn, að þeir hafi aldrei tekist á hendur sjálf- skuldarábyrgð gagnvart stefnanda. Stefndu heimilast ekki að leiða vitni, sbr. ósk þar um á dskj. 10. Mál þetta er rekið sem almennt einkamál. Úrskurðurinn er studdur því, að ágreiningur aðila lúti að innbyrðis upp- gjöri þeirra sem sjálfskuldarábyrgðaraðila og grundvallist ekki á skulda- bréfinu, sem sé greitt. Sakarefnið sé því ekki þannig vaxið, að mál um það verði rekið skv. XVII. kafla laga nr. 85/1936, hvorki beinlínis né með lög- jöfnun, en að þrátt fyrir það sé ekki þörf á vitnaleiðslum, þar sem enginn 2342 ágreiningur sé um staðreyndir, sem úrslitum geti ráðið. Krafan um heimil- aðar varnir þótti of víðtæk, og voru þær því aðeins heimilaðar um þá einu vörn, sem komið hafði fram. Stefnandi reisir kröfur sínar á reglum íslensks réttar um sjálfskuldar- ábyrgð og telur, að samkvæmt almennri reglu á því sviði beri sjálfskuldar- ábyrgðarmönnum endanlega að skipta skuldinni milli sín að jöfnu, þegar greiðsla aðalskuldara bregst. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að þeir hafi aldrei tekið á sig sjálf- skuldarábyrgð gagnvart stefnanda, og því geti hann ekki átt endurkröfurétt á hendur þeim. Hann hafi tekið á sig gagnvart Hljómbæ hf. fulla ábyrgð á allri skuldinni með fullri vitneskju um, að ekki væri öðrum ábyrgðar- mönnum til að dreifa. Síðar tilkomin ábyrgð stefndu fái engu um það breytt. Skuldabréfið var gefið út til tryggingar greiðslu á vörum, sem aðal- skuldari keypti í verslun stefnda, Hljómbæ hf., 5. desember 1986, og tók stefnandi á sig ábyrgð á því með áritun á bréfið, að kaupandi greiddi skuldina. Stefndu kveða undirritun sína undir yfirlýsingu um sjálfskuldar- ábyrgð fyrst hafa komið til 12. desember 1986, þegar framselja skyldi bréfið Verðbréfasjóðnum hf. til að verða við kröfum sjóðsins um fullnægjandi ábyrgð gagnvart sjóðnum og síðari framsalshöfum. Stefnandi mótmælir ekki þeirri staðhæfingu, að sjálfskuldarábyrgð stefndu sé til komin síðar en ábyrgð stefnanda og í tilefni af framsali, en telur það engu skipta um úrslit málsins. Sjálfskuldarábyrgðarmaður, sem hefur orðið að greiða skuld á grundvelli ábyrgðar sinnar, getur endurkrafið aðra sjálfskuldarábyrgðarmenn á grundvelli réttarsambands þess, sem er milli þeirra um það, sem þeim ber að greiða samkvæmt því. Þegar stefnandi tók á sig að greiða samkvæmt skuldabréfinu sem sjálfskuldarábyrgðarmaður, var það ekki forsenda af hans hendi, að stefndu gerðust ábyrgðarmenn ásamt honum. Þvert á móti lofaði hann að greiða handhafa bréfsins, sem þá var Hljómbær hf., alla skuldina, svo að endurgreiðslukrafa hans á hendur Hljómbæ hf. fær með engu móti samrýmst skyldum hans samkvæmt réttarsambandi þeirra. Fram- sal kröfunnar gat engu breytt um þetta. Sjálfskuldarábyrgðarmaður, sem greiðir skuldabréf, öðlast þann rétt á hendur samskuldurum sínum, sem kröfuhafi átti, en sá réttur ræðst þó framvegis af innbyrðis réttarsambandi skuldaranna. Hefði stefndi Bjarni orðið að greiða Verðbréfasjóðnum hf., hefði hann gengið inn í þann rétt á hendur stefnanda, sem Verðbréfasjóðurinn hf. fékk framseldan frá Hljómbæ hf. Bjarni hefði þá getað krafið stefnanda um alla skuldina á þeim grundvelli. Annað réttarsamband er ekki milli stefnanda og Bjarna og því enginn grundvöllur undir kröfu stefnanda á hendur honum. Það 2343 atvik, að Verðbréfasjóðurinn hf. valdi þá leið að ganga að stefnanda frem- ur en Bjarna, getur engu breytt um endanlegt uppgjör milli sjálfskuldar- ábyrgðarmannanna. Samkvæmt þessu þykir bera að hrinda öllum kröfum stefnanda og dæma stefnanda til að greiða stefndu málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 120.000 kr. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Hljómbær hf. og Bjarni Stefánsson, skulu vera sýknir af öllum kröfum stefnanda, Friðriks Garðarssonar. Stefnandi greiði stefndu 120.000 kr. í málskostnað. 2344 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 309/1991. Böðvar Bragason (Kristinn Sigurjónsson hrl.) gegn Jóni Ólafssyni Friðgeirssyni (Gestur Jónsson hrl.). Skuldabréf. Sjálfskuldarábyrgð. Endurkrafa. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Í héraðsdómi er ekki rétt farið með nafn stefnda, en hann heitir fullu nafni Jón Ólafsson Friðgeirsson, kt. 060854-5219. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. júlí 1991. Hann gerir þær dómkröfur, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og stefndi dæmdur til að greiða sér 144.295,66 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 25. október 1990 til greiðsludags, og verði vextir lagðir við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 25. október 1991. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, svo sem í dómsorði greinir, og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisauka- skatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Böðvar Bragason, greiði stefnda, Jóni Ólafssyni Friðgeirssyni, 50.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 27. maí 1991. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 15. maí 1991, hefur Böðvar Bragason, nnr. 1492-9347, Reykjavíkurvegi 35, 2345 Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, þingfestri 20. nóvember 1990, á hendur Jóni Ólafssyni, nnr. 5129-1300, Stigahlíð 82, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til greiðslu skuldar, að fjárhæð 144.295,66 kr., auk nánar tilgreindra vaxta og málskostnaðarl. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Einnig krefst stefndi þess, að stefnanda verði gert að greiða sér málskostnað að skaðlausu og að málskostnaður beri dráttarvexti frá 15. degi eftir dómsuppsögu. Jafn- framt er þess krafist, að dráttarvextir leggist árlega við höfuðstól, samanber 12. gr. 1. nr. 25/1987. Málsatvik, málsástæður og lagarök. Mál þetta er til komið vegna skuldabréfs, að fjárhæð 160.000 kr., sem Jóhann Bragason gaf út 18. október 1985 til Úlfars Eysteinssonar. Fjárhæð bréfsins var bundin lánskjaravísitölu með grunnvísitölu 1144. Af láninu bar að greiða 270 samningsvexti, og það skyldi endurgreiða með fjórum afborg- unum á vikufresti, í fyrsta skipti 7. mars 1990. Með nafnritun sinni á framhlið skjalsins tókust stefnandi og Bragi Eiríks- son á hendur sjálfskuldarábyrgð til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu skuldarinnar. Efst á bakhlið skjalsins er skrifað: „„Samþykkur framangreindri sjálfskuldarábyrgð““, og þar undir er nafnritun stefnda. Neðar á bakhlið skuldabréfsins eru framsöl Úlfars Eysteinssonar til stefnda og framsal stefnda til Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Neðst á bakhliðinni er síðan kvittun Tryggingamiðstöðvarinnar hf. um, að bréfið hafi að fullu verið greitt. Stefnandi kveður aðalskuldara bréfsins, Jóhann Bragason, hafa verið gjaldþrota, þegar komið hafi að greiðslu bréfsins. Hafi þá Tryggingamið- stöðin hf. krafið stefnanda um greiðslu allrar skuldarinnar. Hafi stefnandi greitt Tryggingamiðstöðinni hf. skuldina 7. júní 1990 með 432.887 kr. Stefnandi skírskotar til þess, að það sé almenn regla í íslenskum rétti, að endurkröfuréttur sjálfskuldarábyrgðarmanna innbyrðis sé alltaf pro rata og jafn, nema ritað hafi verið á bréfið sjálft um aðra innbyrðis ábyrgð. Beri stefnda því að greiða stefnanda þriðjung af því, sem stefnandi hafi greitt Tryggingamiðstöðinni hf., 144.295,66 kr. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að hann hafi fengið bréfið framselt frá Úlfari Eysteinssyni. Stefndi hafi síðan tekist á hendur sjálfskuldar- ábyrgð, er hann framseldi bréfið Tryggingamiðstöðinni hf. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að hann hafi hvorki gengist undir sjálfskuldarábyrgð gagnvart aðalskuldara, Jóhanni Bragasyni, né gagnvart hinum upphaflegu sjálfskuldarábyrgðarmönnum. Stefndi hafi með því að gerast sjálfskuldarábyrgðarmaður á bréfinu, þá er hann framseldi það, 2346 einungis orðið ábyrgur gagnvart Tryggingamiðstöðinni hf. og síðari fram- salshöfum, en á engan hátt gagnvart stefnanda. Forsendur og niðurstaða. Með bókun í þinghaldi 8. maí 1991 var því lýst yfir af hálfu stefnanda, að áritun stefnda sem sjálfskuldarábyrgðarmanns hafi ekki verið rituð á bréfið, þegar stefnandi hafi undirritað það, og að áritun stefnda sé seinna til komin. Úlfar Eysteinsson bar fyrir dómi, að hann hefði framselt stefnda skulda- bréfið og að yfirlýsing stefnda um sjálfskuldarábyrgð hefði þá ekki verið á bréfinu. Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf., bar fyrir dómi, að stefndi hefði tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð á bréfinu í tilefni kaupa félagsins á því og að kröfu félagsins. Gunnar kvaðst sjálfur hafa ritað nafn Jóns Ólafssonar á framhlið bréfsins og einnig ritað: „,„Samþykkur framangreindri sjálfskuldarábyrgð““ á bakhlið bréfsins. Með framburði ofangreindra vitna þykir sannað, að stefndi fékk bréfið framselt frá Úlfari Eysteinssyni og tókst fyrst á hendur sjálfskuldarábyrgð, er hann framseldi það Tryggingamiðstöðinni hf. Telja verður, að um innbyrðis endurkröfurétt sjálfskuldarábyrgðar- manna á skuldabréfi gildi sú meginregla, að þeir skuli bera jafna ábyrgð, ef önnur skipting ábyrgðarinnar verður ekki leidd af skuldabréfinu sjálfu eða réttarsambandi þeirra. Er stefndi framseldi bréfið Tryggingamiðstöðinni hf., báru stefnandi og Bragi Eiríksson sjálfskuldarábyrgð gagnvart stefnda sem handhafa bréfsins. Innbyrðis réttarsambandi stefnanda og stefnda var því ekki svo háttað, að þeir væru samábyrgðarmenn. Ljóst er, að það var ekki forsenda stefnanda fyrir því að takast á hendur sjálfskuldarábyrgð, að stefndi tækist einnig á hendur slíka ábyrgð. Þá bendir ekkert til þess, að stefndi hafi með yfir- lýsingu um sjálfskuldarábyrgð viljað skerða rétt sinn sem handhafi bréfsins gagnvart þeim mönnum, sem upphaflega höfðu tekist á hendur ábyrgð á greiðslu bréfsins. Eins og atvikum er háttað, þykir það ekki eiga að breyta fyrra réttar- sambandi aðila, að stefndi framseldi skuldabréfið og tókst á hendur sjálf- skuldarábyrgð í tilefni af því. Stefnandi þykir því ekki hafa eignast kröfu á hendur stefnda við það að greiða að fullu skuld samkvæmt skulda- bréfinu. Samkvæmt framansögðu þykir réttarsambandi stefnanda og stefnda vera svo háttað, að sýkna beri stefnda af öllum kröfum stefnanda. Eftir úrslitum málsins þykir rétt, að stefnandi greiði stefnda 55.000 krón- ur í málskostnað og að málskostnaðarfjárhæðin beri dráttarvexti sam- 2347 kvæmt III. kafla |. nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu og til greiðsludags. Það er aðfinnsluvert, að kennitölur aðila eru ekki tilgreindar í stefnu. Sigurður T. Magnússon, settur borgardómari, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Jón Ólafsson, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Böðvars Bragasonar. Stefnandi greiði stefnda 55.000 krónur í málskostnað, og beri máls- kostnaðarfjárhæð dráttarvexti samkvæmt III. kafla l. nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu og til greiðsludags. Dómi þessum ber að fullnægja innan fimmtán daga frá lögbirtingu hans að telja að viðlagðri aðför að lögum. 2348 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 407/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Kristjáni Vídalín Óskarssyni (Örn Höskuldsson hrl.). Bifreiðar. Umferðarlög. Ökuréttarsvipting. Aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ríkissaksóknari áfrýjaði máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. ágúst 1993 og krefst sakfellingar samkvæmt ákæru, refsiákvörð- unar og sviptingar ökuréttar. Ákærði krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. I. Í héraðsdómi er rakið, að tveir lögreglumenn komu að bifreiðinni JG-724 utan vegar í grennd við Melstað í Miðfirði með ökuljós kveikt og aflvél í gangi. Hafði lögreglu nokkru áður borist tilkynn- ing frá veitingahúsinu Vertshúsinu á Hvammstanga um, að öku- maður bifreiðarinnar væri undir áhrifum áfengis. Samkvæmt frumskýrslu Kristófers Sæmundssonar lögreglumanns barst tilkynn- ingin kl. 1.55. Þar kemur og fram, að lögreglumennirnir hafi komið að bifreiðinni kl. 2.40. Hafa þeir báðir staðfest það fyrir dómi. Annar þeirra, Arinbjörn Snorrason, giskaði á, að u. þ. b. 10 mínútur hefðu liðið, frá því að þeir sáu ljós bifreiðarinnar fyrst, þar til þeir komu að henni. Í lögregluskýrslunni segir, að lögreglumenn- irnir hafi séð á ljósum bifreiðarinnar, að henni væri ekið í ójöfnu landslagi. Hafa þeir báðir staðfest þetta fyrir dómi. Í lögregluskýrsl- unni kemur einnig fram, að ákærði og félagi hans hafi í fyrstu sagt, að þeir væru búnir að vera þarna á staðnum í þrjár klukkustundir, en þegar þeim var bent á, að tilkynnt hefði verið um aksturinn frá Vertshúsinu, sagði ákærði, að þeir hefðu verið þarna í u. þ. b. 20 mínútur. Ákærði hefur frá upphafi staðfastlega neitað því að hafa neytt áfengis, áður en hann hóf akstur bifreiðarinnar JG-724 greint sinn. 2349 Kveðst hann hafa drukkið áfengi, eftir að bifreiðin var stöðvuð, en þá hafi hann og félagar sínir hafið undirbúning gæsaveiða. Sam- kvæmt frumskýrslu lögreglu og varðstjóraskýrslu kvaðst ákærði hafa drukkið u. þ. b. einn og hálfan bjór. Við yfirheyrslu hjá rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykjavík 1. desember 1992 kvaðst ákærði til viðbótar hafa drukkið eitthvað af viskí og vodka, þ. €. sopa og sopa. Þegar hann kom fyrir dóm, sagði hann, að þetta hefði verið „„nokkur slatti af bjór og viskí“. Í héraðsdómi er rakinn framburður Jóns Guðbjörnssonar, sem starfaði við dyravörslu í Vertshúsinu á Hvammstanga, en hann bar, að hann hefði greint áfengisáhrif á ákærða, og taldi vitnið, að hann hefði verið „kenndur“. II. Blóðsýni var tekið úr ákærða til alkóhólákvörðunar kl. 3.52 umrædda nótt. Reyndist alkóhólinnihald þess 0,90%0. Þá var fengið þvagsýni hans 5-10 mínútum síðar samkvæmt upplýsinga- skýrslu framangreindra lögreglumanna, sem lögð hefur verið fyrir Hæstarétt. Alkóhólmagn í þvagi reyndist 1,35%0. Í bréfi Þorkels Jóhannessonar, forstöðumanns Rannsóknastofu í lyfjafræði, 23.febrúar 1993, sem lagt var fram í héraði, segir svo: „„Niðurstöðutölur ákvarðana á etanóli í blóði og þvagi benda til þess, að jafnvægi hafi verið komið á dreifingu etanóls í líkamanum og áfengisneyslan hafi því staðið a. m. k. 1-2 klst. Að því slepptu má búast við, að þéttni etanóls í þvagi svari um það bil til þess magns etanóls, sem verið hefði í blóðinu 1-2 klst. áður.““ ll. Sem fyrr segir, komu lögreglumennirnir að bifreiðinni JG-724 kl. 2.40 með vél í gangi og ökuljós kveikt. Byggja ber á þeim samhljóða framburði þeirra, að bifreiðin hafi verið á hreyfingu, er þeir sáu til hennar skömmu áður. Þeir töldu báðir, að ákærði væri undir áfengisáhrifum. Þegar til þessa er litið, framburðar dyravarðarins á Hvammstanga, alkóhólmagns í blóði og þvagi ákærða, álits Rannsóknastofu í lyfjafræði svo og annarra atvika, verður að telja fram komna fullnægjandi sönnun þess, að ákærði hafi ekið bifreið- inni undir áhrifum áfengis, svo sem lýst er í ákæru. Varðar þetta 2350 atferli hans við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr. umferðarlaga nr. 50/ 1987. Ákærði hlaut sekt á árinu 1984 fyrir of hraðan akstur, en hefur að öðru leyti ekki fyrr gerst brotlegur við lög. Refsing ákærða samkvæmt 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga þykir hæfilega ákveðin 25.000 króna sekt í ríkissjóð, en vararefsing ákveðst sjö daga varðhald. Þá ber og samkvæmt 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga, sbr. lög nr. 44/1993, að svipta ákærða öku- rétti, og þykir sviptingartími hæfilega ákveðinn þrír mánuðir frá birtingu dóms þessa að telja. Dæma ber ákærða til að greiða sakarkostnað í héraði og áfrýj- unarkostnað, eins og í dómsorði greinir. Framburður vitnisins Jóns Guðbjörnssonar gaf tilefni til þess, að kölluð yrðu fyrir dóminn sem vitni starfsstúlka og annar dyravörður Vertshússins, en það fórst fyrir. Dómsorð: Ákærði, Kristján Vídalín Óskarsson, greiði 25.000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi sjö daga varðhald í sektar stað, greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði er sviptur ökurétti í þrjá mánuði frá sama tíma. Ákærði greiði allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunar- kostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 75.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns í héraði og fyrir Hæstarétti, Arnar Höskuldssonar hæstaréttarlögmanns, samtals 75.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. ágúst 1993. Ár 1993, fimmtudaginn 12. ágúst, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavík- ur, sem háð er af Allani Vagni Magnússyni héraðsdómara í Dómhúsinu við Lækjartorg, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-152/1993: Ákæruvaldið gegn Kristjáni Vídalín Óskarssyni, sem dómtekið er í dag. Mál þetta var höfðað með ákæruskjali lögreglustjórans í Reykjavík, dag- settu 8. mars 1993, á hendur Kristjáni Vídalín Óskarssyni, Akurholti 3, Mosfellsbæ, kt. 260148-7299, „fyrir að aka bifreiðinni JG-724 aðfaranótt laugardagsins 29. ágúst 1992 undir áhrifum áfengis frá Vertshúsinu á Hvammstanga í Húnavatnssýslu að Melstað í Miðfirði. 2351 Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. um- ferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttinda samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987““. Laugardaginn 29. ágúst 1992 kl. 1.55 var lögreglumönnum, sem voru á verði á Blönduósi, tilkynnt um, að bifreiðinni JG-724 hefði verið ekið frá Vertshúsinu á Hvammstanga, og væri ökumaður hennar ölvaður. Lögreglu- menn Óku vestur í Miðfjörð, og er þeir komu á Laugabakka, sáu þeir ljós frá bifreið, sem sjáanlega var utan vegar skammt frá býlinu Melstað, og töldu, að henni væri ekið í ójöfnu landslagi. Lögreglumennirnir komu að bifreiðinni kl. 2.40, þar sem hún stóð utan vegar með ökuljós og í gangi. Er lögreglumenn komu að bifreiðinni, stóðu tveir menn fyrir aftan hana og voru að klæða sig í skjólföt. Aðrir tveir sváfu í aftursæti bifreiðarinnar og voru ölvaðir. Annar þeirra, er utan stóðu, var auðsjáanlega ölvaður, en ekki sá mikið á hinum, en þó lagði frá honum áfengisþef. Sögðust þeir vera að undirbúa gæsaveiðar. Ákærði, sem var annar þeirra tveggja, er stóðu aftan við bifreiðina, hafði ekið bifreiðinni og kvaðst hafa neytt áfengis, eftir að akstri lauk, en ekki áður, og ekki hefði hann fundið til áfengisáhrifa við aksturinn. Vitnið Kristófer Svavarsson lögreglumaður skýrði svo frá, að borist hefði kall frá Hvammstanga laust fyrir kl. 2.00. Þeir hefðu ekið áleiðis að Lauga- bakka, og ætlaði vitnið, að það tæki 20-30 mín. Þar sá vitnið, að bílljós voru flöktandi utan vegar vestan Miðfjarðarár í landi Melstaðar, að því er vitnið ætlar, vegna hreyfingar á ljósum. Vitnið ók á þann stað, þar sem bifreiðin JG-724 stóð úti í móa, og var ákærði þar fyrir. Bíllinn var opinn að aftan og tveir menn þar að klæða sig í skjólföt. Annar þessara manna var ákærði. Skýrsla vitnisins er öldungis samhljóða lögregluskýrslu, er hann gerði í tilefni þessa atburðar. Vitnið kveður bifreiðina hafa verið smáspöl frá þeim stað, er þeir lögðu lögreglubifreiðinni, og verið utan vegar. Vitnið kveður bifreiðina hafa verið í gangi og tveir menn verið sofandi í aftursæti. Vitnið Arinbjörn Snorrason lögreglumaður kvaðst ætla, að þeir hefðu verið u. þ. b. hálftíma að aka til Laugabakka. Vitnið sagðist hafa séð bíilljós handan Miðfjarðarár í landi Melstaðar. Vitnið kvað ljósin á bílnum hafa hreyfst, eins og ekið væri í þýfi. Fóru þeir þá vestur eftir og að bifreiðinni, sem reyndist vera bifreiðin JG-724. Tveir menn stóðu fyrir aftan bílinn, en hleri á honum að aftanverðu var opinn. Var ákærði annar þessara manna. Mennirnir voru að klæða sig í veiðifatnað. Annar þessara manna var sýnilega ölvaður, en vitninu virtist ákærði ekki ölvaður í fyrstu, en er hann fór að ræða við ákærða, virtist honum ákærði vera undir áfengis- áhrifum. Vitnið kvaðst hafa séð ljós bifreiðarinnar hreyfast upp og niður, og virtist vitninu sem bifreiðinni væri ekið til norðurs. Vitnið telur óhugs- 2352 andi, að menn hafi gengið fyrir ljósin og þannig hafi virst sem þau hreyfð- ust. Vitnið kveður það alveg geta staðist, að þeir hafi komið að bifreiðinni kl. 2.40. Vitnið kvaðst giska á, að innan við 10 mín. hefðu liðið, frá því að þeir sáu ljósin og þar til að þeir komu að bifreiðinni. Vitnið Jón Guðbjörnsson afgreiðslumaður var dyravörður í Vertshúsinu á Hvammstanga og kvaðst hafa séð ákærða þar ásamt félögum sínum. Hann sagði, að félagar ákærða hefðu verið áberandi ölvaðir. Vitnið var eingöngu við dyravörslu. Vitnið sagði, að starfsstúlka hefði sagt sér, að ákærði hefði keypt áfengi. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða neyta áfengis, hins vegar hefði nýnefnd stúlka og hinn dyravörðurinn sagst hafa séð ákærða gera það. Vitnið kvaðst hafa horft í augu ákærða, og hefðu þau verið rauð og fljótandi. Hann kvaðst ekki hafa athugað göngulag ákærða sérstaklega. Hann kvaðst hafa heyrt ákærða tala við einn félaga sinna. Fannst vitninu málfar ákærða „sljólegt““, en ekki kvaðst vitnið geta sagt það nú, hvort hann hefði verið þvoglumæltur. Vitnið kvaðst hafa fundið áfengisþef frá ákærða, en vitnið kvaðst hafa staðið við hlið honum. Vitnið kvað ákærða og félaga hans hafa farið út, en samstarfsmaður vitnisins sagði því, að þeir fjórmenningarnir væru lagðir af stað í bíl, og þar sem þeir töldu ákærða ölvaðan, hefðu þeir tilkynnt lögreglu þetta. Vitnið kvaðst hafa starfað við dyravörslu ein átta ár og hafa nokkra reynslu af því að meta, hvort menn væru undir áfengisáhrifum. Hann kvaðst telja, að ákærði hefði verið undir áfengisáhrifum í umrætt sinn, kenndur, að því er vitnið sagði. Veitingastaðurinn var opinn til kl. 3.00 um nóttina, og var mjög margt gesta. Vitnið kvaðst ætla, að klukkan hefði verið um 2-2.30, er ákærði og félagar hans fóru. Vitnið Ásgeir Halldór Ingvason sölumaður var statt í Vertshúsinu á Hvammstanga ásamt félögum sínum. Vitnið kvaðst hafa verið drukkið. Hann kvaðst ekki hafa tekið eftir því, að ákærði neytti áfengis. Vitnið kvaðst hafa sofnað á leiðinni á veiðistað og ekki vaknað, fyrr en lögreglan var farin. Vitnið Sigurgeir Sigmundsson trésmíðameistari kvaðst hafa verið í Verts- húsinu á Hvammstanga, en hvorki hafa séð ákærða kaupa áfengi né neyta þess um kvöldið. Hann kvað slatta af fólki hafa verið í Vertshúsinu. Hann kvaðst ekki hafa séð nein merki þess, að ákærði hefði verið ölvaður, en vitnið á bílinn, sem ekið var. Vitnið kveður ákærða hafa tekið að sér akstur vegna þess, að vitnið var undir áhrifum áfengis. Vitnið kvaðst ætla, að um 45 mín. hefðu liðið, frá því að þeir komu á veiðistað og þar til lögregla kom. Vitnið Sölvi Jóhannsson vélstjóri kvaðst hafa verið í Vertshúsinu á Hvammstanga í umrætt skipti. Hann kvaðst hafa verið drukkinn. Hann sagði, að ákærði hefði verið orðinn hundleiður á þeim félögum og viljað hypja sig. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða neyta áfengis, en hann hefði 2353 farið á barinn fyrir vitnið. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ölvunareinkenni á ákærða, áður en þeir komu á veiðistað. Vitnið kvaðst hafa sofnað, þegar þeir komu á staðinn. Ákærði kvaðst ekki hafa neytt áfengis, áður en hann ók bifreiðinni JG-724 aðfaranótt laugardagsins 29. ágúst 1992 frá Vertshúsinu á Hvamms- tanga að Melstað. Ákærði kvaðst ætla, að klukkan hefði verið í kringum tvö, er hann ók af stað, en þeir félagar hefðu þá verið búnir að vera 2-3 tíma á Vertshúsinu. Hann kvað félaga sína hafa keypt áfengi, og sjálfur hefði hann keypt áfengi fyrir þá. Var áfengið keypt á bar. Hann segir, að milli Hvammstanga og Melstaðar séu um átta km. Ákærði kvaðst hafa neytt áfengis, eftir að akstri lauk, en gerði sér ekki grein fyrir magninu, sagði, að það hefði verið nokkur slatti af bjór og viskí. Ákærði kvaðst ætla, að lögregla hefði komið á staðinn u. þ. b. 30-40 mín. eftir, að akstri lauk. Ákærði sagði, að eftir komu á lögreglustöðina á Hvammstanga og skýrslugjöf hjá varðstjóra hefði hann verið færður á heilsugæslustöðina, þar sem þeir félagar þurftu að bíða eftir lækni nokkra stund. Ákærði var um það spurður, hvaða skýringu hann gæfi á því, að lögreglumönnum hefði virst bifreið ekið í ójöfnu landslagi. Hann svaraði því til, að menn hefðu getað gengið fyrir bílljósin, og enn fremur hefði hann notað ljós- kastara, sem er á jeppanum, til þess að lýsa upp umhverfið, en þeir félagar voru að tína dót út úr bílnum. Samkvæmt vottorði læknis um töku blóðsýnis frá ákærða var sýnið tekið kl. 3.52 umrædda nótt, magn alkóhóls í blóðsýni verið 0,90%s, en magn alkóhóls í þvagsýni 1,35%. Þegar lögreglumenn komu að ákærða og félögum hans, hafði ákærði neytt áfengis, bjórs og viskís, að því er hann sagði, en eingöngu eftir, að akstri lauk. Blóðsýni var tekið frá ákærða rúmri klukkustund eftir, að akstri lauk, og veitir það ekki örugga vísbendingu um, hvort ákærði hafi verið undir áfengis- áhrifum við aksturinn né hvert magn alkóhóls hafi verið í blóði hans. Ákærði verður því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur kostnaður sakarinnar, þ. m. t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Arnar Höskuldssonar hrl., 45.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærði, Kristján Vídalín Óskarsson, skal sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur kostnaður sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Arnar Höskuldssonar hrl., 45.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. 148 2354 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 359/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Finni Jóhannssyni (Björn Ólafur Hallgrímsson hrl.). Bifreiðar. Umferðarlög. Ökuréttarsvipting. Aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Ríkissaksóknari áfrýjaði máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. ágúst 1993 og krefst sakfellingar samkvæmt ákæru, refsiákvörð- unar og sviptingar ökuréttar. Ákærði krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. I. Lögreglunni í Árnessýslu barst tilkynning úr farsíma bifreiðar kl. 16.14 hinn 19. mars 1992 um útafakstur og veltu bifreiðarinnar R-21316 á mótum Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar. Sá, er tilkynnti, lét ekki nafns síns getið, en kvað ökumann bifreiðar- innar vera undir áhrifum áfengis. Er lögreglumenn voru á vettvangi, hringdi Ægir Snær Sigmarsson í lögreglu og skýrði frá því, að ökumaður bifreiðarinnar R-21316 hefði verið sér samferða af slys- stað og orðið eftir Í sumarbústað rétt ofan við Laugarvatn. Fundu lögreglumenn ákærða þar. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu fundust engin merki þess við lauslega athugun í bústaðnum, að þar hefði átt sér stað áfengisneysla. Fram kemur og í skýrslunni, að ákærði hafi staðfastlega neitað að kannast við bifreiðina R-21316, fyrr en á lögreglustöðina á Selfossi kom. Í hinum áfrýjaða dómi er rakin lýsing vitnanna Ægis Snæs Sigmarssonar og Borgþórs Egilssonar á útliti og ástandi ákærða. Samkvæmt framburði þeirra var áfengisþefur af andardrætti ákærða, göngulag hans reikult og frásögn að sumu leyti ruglingsleg. Þeir kváðu ákærða ekki hafa haft áfengi um hönd, hvorki á slysstað né í bifreið þeirra á leið að Laugarvatni. Hann hafi færst undan því, að lögregla eða sjúkrabifreið yrði kölluð á slysstað. 2355 Ákærði hefur haldið því fram, að hann hafi drukkið einn pilsner eða tvo, áður en hann ók bifreiðinni R-21316 frá Laugarvatni áleiðis að Selfossi, en að hann hafi á hinn bóginn vegna vanlíðunar drukkið áfengi ótæpilega, eftir að í sumarbústaðinn kom að aflok- inni ökuferðinni og áður en lögregla kom þangað. Il. Sýni til rannsóknar á alkóhólinnihaldi voru tekin úr blóði ákærða kl. 18.20 og úr þvagi kl. 18.45 á lögreglustöðinni á Selfossi. Eins og fram kemur í héraðsdómi, reyndist alkóhólmagn í blóði 2,37%0, en í þvagi 2,96%0. Ríkissaksóknari hefur lagt fyrir Hæstarétt bréf Þorkels Jóhannes- sonar, forstöðumanns Rannsóknastofu í lyfjafræði, dagsett 10. nóvember 1993, þar sem svarað er.fyrirspurn um það, hvað álykta megi út frá niðurstöðum um magn alkóhóls í blóði og þvagi ákærða á þeim tíma, sem tilkynning barst lögreglu. Í svarbréfinu segir svo meðal annars: „„Magn etanóls í þvagi var svo mikið í samanburði við magn þess í blóði, að það bendir til alllangrar drykkju, og ólíklegt er, að umtalsverð áfengisneysla hafi átt sér stað frá kl. 16.14 til kl. 18.45 og sér í lagi á síðari hluta þess tímabils. Hlutfallið milli magns etanóls í blóði og þvagi bendir enn fremur til nokkurn veginn jafnvægisstöðu og samræmist að minnsta kosti ekki því, að umtalsverð áfengisneysla hafi átt sér stað á tímabilinu frá kl. 16.14 til kl. 18.45 og sér í lagi ekki á síðari hluta þess tíma- bils. ““ 111. Við rannsókn málsins var ákærði ekki spurður um tegund og magn þess áfengis, er hann kvaðst hafa drukkið eftir akstur bif- reiðarinnar. Ekki kemur heldur fram í rannsóknargögnum, hvenær lögregla kom að ákærða í sumarbústaðnum. Úr þessu mátti bæta við dómsmeðferð málsins. Ekki þykir varhugavert að byggja á samhljóða framburði vitn- anna Borgþórs Egilssonar og Ægis Snæs Sigmarssonar um, að ákærði hafi borið ýmis merki ölvunar, er þeir komu að bifreið hans. Í þann farveg hnígur og tilkynning til lögreglu um útafakstur ákærða. Þegar litið er til magns alkóhóls í blóði og þvagi ákærða 2356 og höfð hliðsjón af tilvitnuðu bréfi Rannsóknastofu í lyfjafræði, þykir framburður hans um mikla áfengisneyslu, eftir að hann kom í sumarbústaðinn, ekki trúverðugur. Þessi atriði og endalok öku- ferðar ákærða þykja renna nægum stoðum undir það, að hann hafi ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis. Verður því talið sannað, að ákærði hafi greint sinn brotið gegn 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Ákærði viðurkenndi fyrir dómi, að hann hefði ekið of hratt að gatnamótunum, þar sem bifreiðin fór út af veginum, en samkvæmt lögregluskýrslu gildir þar almennur umferðarréttur. Verður að telja sannað, að hinn ógætilegi akstur hans hafi leitt til þess, að bifreiðin hafnaði utan vegar og valt. Hefur ákærði þannig einnig gerst sekur um brot gegn almennum varúðarreglum umferðarlaga, sem fram koma í 4. gr. þeirra. Samkvæmt sakavottorði ákærða hlaut hann á árinu 1986 sekt og Ökuleyfissviptingu í tólf mánuði fyrir ölvun við akstur. Á árunum 1987 og 1988 hlaut hann tvívegis sekt fyrir akstur án réttinda. Refsing ákærða samkvæmt 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga þykir hæfilega ákveðin 40.000 króna sekt í ríkissjóð og vararefsing þrettán daga varðhald. Þá ber að svipta ákærða ökurétti í tólf mánuði samkvæmt 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga, sbr. lög nr. 44/1993. Dæma ber ákærða til greiðslu sakarkostnaðar í héraði og áfrýj- unarkostnaðar, eins og í dómsorði greinir. Eigi verður séð, að héraðsdómari hafi borið undir vitni skýrslur þeirra hjá lögreglu. Rétt hefði verið að kalla fyrir dóminn lögreglu- menn þá, er unnu að frumrannsókn málsins. Dómsorð: Ákærði, Finnur Jóhannsson, greiði 40.000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi þrettán daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði er sviptur Ökurétti í tólf mánuði frá sama tíma. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar í héraði, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 45.000 krónur, og málsvarnar- 2357 laun skipaðs verjanda síns þar, Björns Jónssonar héraðsdóms- lögmanns, 45.000 krónur. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin sak- sóknarlaun í ríkissjóð, 30.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björns Ólafs Hallgrímssonar hæsta- réttarlögmanns, 30.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 26. júlí 1993. Ár 1993, mánudaginn 26. júlí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er af Allani Vagni Magnússyni héraðsdómara í Dómhúsinu við Lækjartorg, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-151/1993: Ákæruvaldið gegn Finni Jóhannssyni, sem dómtekið er í dag. Mál þetta er höfðað með ákæruskjali lögreglustjórans í Reykjavík, dag- settu 8. mars sl., á hendur Finni Jóhannssyni, þá til heimilis að Krókabyggð 4, Mosfellsbæ, kt. 201047-4209, „fyrir að aka bifreiðinni R-21316 fimmtu- daginn 19. mars 1992 undir áhrifum áfengis frá Laugarvatni í Árnessýslu áleiðis til Reykjavíkur og svo ógætilega um mót Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar, að hann velti bifreiðinni. Telst þetta varða við 1. mgr. 4. gr. og Í., sbr. 3. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttinda skv. 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987““. Fimmtudaginn 19. mars 1992 var lögreglunni í Árnessýslu tilkynnt, að bifreiðin R-21316 væri á hvolfi utan vegar á mótum Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar. Fóru lögreglumenn á vettvang og komu að bifreið- inni, þar sem hún var á toppnum um tíu metra utan vegar. Við stýrishjólið var tómur vodkapeli og tvær Löwenbráu-bjórdósir, einnig tómar. Vitnið Ægir Snær Sigmarsson var farþegi í bifreið Borgþórs Einarssonar á leið upp Biskupstungnabraut. Er þeir komu yfir hæð vestan við mót Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar, sá vitnið jeppa á hvolfi utan vegar og að maður var að skríða út úr honum. Staðnæmdust þeir þarna, og fór vitnið að tala við manninn, sem hafði verið einn í bílnum. Sá vitnið strax, að jafnvægi hans var óstöðugt. Spurði vitnið, hvort allt væri í lagi með hann, og kvað hann svo vera. Tók vitnið þá eftir því, að blóð var á höfði hans, og sagði honum frá því, en hann virtist þá ekki hafa vitað af því. Buðu þeir ákærða þá að koma honum til læknis. Það þáði hann ekki, en þegar hann vissi, að þeir voru á leið að Laugarvatni, vildi hann fara með þeim þangað. Vitnið kvaðst hafa fundið greinilegan áfengisþef leggja frá vitum ákærða, er hann kom inn í bílinn. Skildu þeir síðan við 2358 ákærða hjá sumarbústað skammt ofan við Laugarvatn. Vitnið kvað göngu- lag ákærða hafa verið skrykkjótt og jafnvel óstöðugt, er hann fór úr bif- reiðinni. Vitnið sagði, að ákærði hefði ekki haft áfengi undir höndum í bílnum hjá þeim, og ekki hefði hann drukkið áfengi á slysstað, hefði hann gert það, hefði það ekki farið fram hjá vitninu. Vitnið Borgþór Egilsson lýsti aðkomu á slysstað með sama hætti og félagi hans, Ægir Snær. Hann kvað ákærða hafa sagt, að hann hefði ekki tilkynnt slysið, og skildist vitninu, að þetta hefði verið að gerast rétt í því, að þeir komu, og að ákærði hefði alls ekki viljað, að lögreglu yrði blandað í málið, né heldur þáði hann boð um akstur til læknis vegna sárs, er hann hafði á höfði. Varð úr, að ákærði þáði far með vitninu að Laugarvatni, og þar skammt fyrir ofan fór hann í sumarbústað. Vitnið kvaðst hafa fundið áfengisþef leggja frá ákærða á leið þeirra að Laugarvatni, og þegar hann gekk frá bifreiðinni, sagðist vitnið hafa séð, að göngulag hans var reikult. Ákærði var ekki með áfengi á slysstað, og ekki sá vitnið hann neyta áfengis. Tekið var blóðsýni úr ákærða, og reyndust vera 2,37%, í blóði, en í þvagsýni var magnið 2,96%. Ákærði var við vinnu í sumarbústað við Laugarvatn og sagðist hafa verið á leið frá Laugarvatni á bifreiðinni R-21316, sem er Lada-Sport, og ætlað niður á Selfoss að kaupa byggingarefni. Við mót Biskupstungnabrautar og vegarins að Laugarvatni hefði bifreið, sem ekið var upp Biskupstungna- braut, verið ekið í veg fyrir ákærða, og missti hann þá bifreiðina út af, og valt hún á hliðina. Ákærði kvaðst ekki hafa neytt áfengis, áður en þetta gerðist. Ákærði kvaðst ekki hafa hafið að drekka áfengi fyrr en eftir, að búið var að aka með hann í sumarbústað að Laugarvatni. Hafi sér verið brugðið vegna slyssins, og sagðist hann hafa „sturtað í sig““ áfengi. Ákærði kvaðst hafa verið með öllu ódrukkinn, er slysið varð, en kvaðst hafa drukkið einn eða tvo pilsnera, áður en hann ók. Enda þótt vitnin Borgþór Egilsson og Ægir Snær Sigmarsson, sem komu að ákærða á slysvettvangi rétt eftir slysið, hafi borið, að þeir hafi fundið áfengislykt leggja frá vitum ákærða, er hann var farþegi í bifreið þeirra að Laugarvatni, og að hann hafi verið reikull í spori, er hann gekk frá bifreiðinni, er ekki nægjanlega sannað, að ákærði hafi verið undir áfengis- áhrifum, er hann ók bifreið sinni, enda var blóð ekki tekið frá honum fyrr en um tveimur tímum eftir, að tilkynnt var um slysið. Ákærði hefur borið, að hann hafi neytt áfengis, eftir að akstri lauk, í sumarbústað þeim, þar sem hann var handtekinn, og hefur sú frásögn hans ekki verið hrakin. Þá liggur ekki fyrir lýsing á vettvangi eða uppdráttur, sem sýni aðstæður, svo að sönnunargögn skortir fyrir því, að ákærði hafi brotið gegn ákvæði 4. gr. umferðarlaga. 2359 Samkvæmt þessu verður ákærði sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds- ins, og eftir úrslitum málsins ber að greiða allan kostnað sakarinnar úr ríkissjóði, þ. m. t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Björns Jóns- sonar hdl., 45.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Finnur Jóhannsson, skal sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Allur kostnaður sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða, Björns Jónssonar hdl., 45.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. 2360 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 49/1992. — Sigurður Ingimarsson (Valgeir Kristinsson hrl.) gegn Rögnvaldi Árnasyni (Steingrímur Þormóðsson hdl.) og Oddi Ólafssyni til réttargæslu. Lausafjárkaup. Brigðaréttur. Traustfang. Jónsbók, kaupabálkur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 4. febrúar 1992. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar úr hans hendi í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Í íslenskum rétti nýtur ekki annarra settra reglna um álitaefni hliðstæð því, sem til úrlausnar er í máli þessu, en ákvæða 14. kapítula kaupabálks Jónsbókar, sem rakin eru í héraðsdómi, og við hérlenda dómvenju er ekki að styðjast í þessu efni. Verður að telja, að enn megi á þessari fornu réttarheimild byggja, þegar ágreinings- efni og tilefni þess er eins háttað og hér. Samkvæmt því og með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður falli niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 2. janúar 1992. Mál þetta, sem var dómtekið 17. desember 1991, hefur Rögnvaldur Hartmann Árnason bifreiðastjóri, Dalatúni 14, Sauðárkróki, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 26. febrúar 1991, á hendur Sigurði Ingimars- 2361 syni bifreiðastjóra, Funafold 73, Reykjavík, til brigða á krana vegna tvísölu og til greiðslu málskostnaðar og á hendur Oddi Rósant Ólafssyni fram- leiðslustjóra, Álfaskeiði 84, Hafnarfirði, til réttargæslu með stefnu, birtri 25. október 1991. Stefnandi krefst þess, a) að viðurkennt verði með dómi, að stefnandi geti brigðað frá stefnda krana af Hiab-gerð, nr. 1265, árgerð 1984, b) að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sam- kvæmt gjaldskrá LMFÍ og c) að málskostnaðarfjárhæð beri hæstu lögleyfðu dráttarvexti frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Málavextir, eins og stefnandi lýsir þeim, eru þeir, að 1. desember 1989 keypti hann af Framtaki hf., Hafnarfirði, Hiab-krana 1265 frá árinu 1984 á 900.000 kr. og greiddi með öðrum krana af gerðinni Fassi M-6, sem í þessum skiptum var metinn á 600.000 kr., og 300.000 kr. í peningum. Stefn- andi ákvað að geyma kranann hjá Framtaki hf. fram á árið 1990, þar sem svo gæti farið, að hann keypti nýjan krana af félaginu. Í janúar 1990 til- kynnti stefnandi Framtaki hf., að hann ætlaði að ná í kranann og væri hættur við frekari kaup. Þegar stefnandi kom til Hafnarfjarðar um mánaðamótin febrúar-mars 1990, kom í ljós, að Framtak hf. hafði selt kranann. Hinn 3. október 1990 var innsetningarkröfu beint gegn stefnda. Innsetningarbeiðni var synjað og stefnandi úrskurðaður til greiðslu máls- kostnaðar. Stefnandi reisir kröfur sínar á helgi eignarréttarins og að kraninn hafi verið til geymslu hjá Framtaki hf. í Hafnarfirði, þegar hann var seldur stefnda. Hann hafi því komist úr vörslum stefnanda og í vörslur stefnda með ólögmætu sjálfræði (sic) og umboðssvikum þriðja aðila. Sá aðili hafi ekki haft heimild eða umboð til að selja stefnda kranann. Stefndi hafi ekki getað náð eignarhaldi á krananum fyrir traustfang, þar sem traustfangs- reglur gildi einkum um viðskiptabréf og peninga. Stefnandi hafi ekki sýnt af sér gáleysi, þar sem hann hafi mátt treysta því, að Framtak hf. misfæri ekki með kranann. Stefnandi hafi ekki komist fyrr til að vitja um kranann sökum anna vegna ófærðar. Réttarstaða sín sé svipuð og ef krananum hefði verið stolið og hann síðan seldur grandlausum aðila. Stefndi krafðist upphaflega aðallega frávísunar vegna vanreifunar, en þeirri kröfu var hrundið með úrskurði 23. september 1991. Nú krefst stefndi hér fyrir dómi aðallega sýknu og málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ auk 24,5% virðisaukaskatts og dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/ 1987 að liðnum fimmtán dögum frá dómsuppkvaðningu til greiðsludags. Frávísunarkrafan var rökstudd með því, að stefnukrafa stefnanda væri vanreifuð, þar sem ekki væri krafist viðurkenningar á eignarrétti í tilgreind- 2362 um krana, sem sé forsenda fyrir brigðarétti, en talið var nægilegt, að stefn- andi skírskotaði til þeirrar forsendu, að hann væri réttur og löglegur eig- andi. Sýknukrafan er reist á eftirfarandi: Framtak hf. rak verslun og viðgerðaverkstæði með notaða og innflutta, nýja og gamla krana, og mátti stefndi treysta því, að hann yrði réttur og löglegur eigandi krana, sem fyrirtækið hefði til sölu. Keypti stefndi kranann í góðri trú, greiddi kaupverð að fullu og er því réttur og löglegur eigandi kranans. Vísað er til reglna um traustfang í lausafjárkaupum. Stefndi mátti að minnsta kosti treysta því, að Framtak hf. hefði umboð stefnanda til að selja kranann, enda kraninn seldur stefnda með fullu samþykki og vitund stefnanda. Framtak hf. er nú orðið gjaldþrota, en réttargæslustefndi var fram- kvæmdastjóri þess. Stefnandi telur réttargæslustefnda hafa svikið sig í við- skiptunum. Af hálfu réttargæslustefnda var ekki sótt þing við þingfestingu réttargæslustefnu, enda eru engar kröfur gerðar á hendur réttargæslu- stefnda í málinu. Aðilar hafa gefið skýrslur fyrir dóminum. Sölumaður Framtaks hf. og réttargæslustefndi hafa borið vitni. Þeir halda því báðir fram, að stefndi hafi vitað um rétt stefnanda og að stefnandi hafi samþykkt söluna til stefnda. Hvorugur aðili viðurkennir að hafa vitað af hinum fyrr en eftir, að kaupin höfðu verið gerð við stefnda og hann fengið umráð kranans. Samkvæmt því, sem fram hefur komið af hálfu aðila, þykir verða að leggja til grundvallar, að stefnandi hafi ekki veitt Framtaki hf. söluumboð, en að stefndi hafi verið grandlaus um rétt stefnanda, er hann keypti kranann. Grunnregla íslensks réttar um álitaefni þessa máls felst í svohljóðandi ákvæði 14. kapítula Kaupabálks Jónsbókar: a Þat má eigi haldast, ef maðr selr manni þat, er hann hefir öðrum fyrr selt. En ef sá hefir hönd at, er síðarr keypti, þá ..... á sá kaup at hafa, er fyrr keypti, ef honum fullnast vitni. ..... þá er þeim kaupfox, er síðarr keypti. ..... Þat er kaupfox, ef maðr kaupir þat, er hinn átti ekki í, er seldi, nema at þess ráði væri selt, er átti. Nú skal hann hitta þann, sem honum seldi, ok heimta sitt af honum. ..... Þótt ákvæði þetta hafi aldrei gengið úr gildi, hefur það sætt takmörkun- um og breytilegri túlkun á ýmsum tímum. Vegna áhrifa Rómaréttar var lengi talið, að fyrri kaupandi hefði ekki öðlast eignarrétt, ef hann hafði ekki tekið hinn keypta hlut í vörslur sínar. Þetta er ekki regla gildandi ís- lensks réttar, og verður að leggja til grundvallar, að stefnandi hafi verið orðinn eigandi kranans, þegar stefndi keypti hann. Reglur Jónsbókar munu nú einkum geta sætt takmörkunum af traust- fangsreglum, mótuðum með tilliti til öryggis í viðskiptum. Ekki verður talið, að stefnandi hafi sýnt af sér slíkt gáleysi með því að láta dragast 2363 að sækja kranann, að hann hafi fyrirgert brigðarétti. Framtak hf. var aðallega heildsölufyrirtæki, sem flutti inn og seldi nýja krana, auk þess sem það rak viðgerðaverkstæði. Í undantekningartilvikum tók það notaða krana til endursölu upp í nýja krana. Félagið hafði ekki opna sölubúð, þar sem kraninn hefði getað verið á boðstólum, heldur var hann geymdur á verkstæðinu. Samkvæmt þessu verða ekki talin efni til að víkja frá skýrum reglum Jónsbókar vegna þarfa viðskiptalífsins. Samkvæmt 178. gr. laga nr. 85/1936 þykir málskostnaður eiga að falla niður. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnandi, Rögnvaldur Árnason, getur brigðað frá stefnda, Sigurði Ingimarssyni, krana af Hiab-gerð, nr. 1265, árgerð 1984. Máls- kostnaður fellur niður. 2364 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 420/1990. Þráinn Hjálmarsson (Kristinn Sigurjónsson hrl.) gegn tollstjóranum í Reykjavík og fjármálaráðherra í. h. ríkissjóðs (Gunnlaugur Claessen hrl.). Stjórnsýsla. Þungaskattur. Ógilding. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 9. nóvember 1990. Hann krefst þess, að viðurkennt verði, að auka- álagning tollstjóraembættisins í Reykjavík vegna þungaskatta frá því í febrúar 1988 og sú breyting til lækkunar, sem fjármálaráðu- neytið gerði á aukaálagningunni samkvæmt bréfi, dagsettu 12. desember 1988, úr 98.550 kr. í 65.700 kr., verði dæmd ólögleg og að þessi aukaálagning hafi ekki stoð í lögum og reglugerðum““. Áfrýjandi krefst málskostnaðar fyrir Hæstarétti og í héraði. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. 1. Í hinum áfrýjaða dómi er greint frá atvikum, er bifreið sú, sem áfrýjandi hafði keypt samkvæmt kaupleigusamningi og búin er ökumæli, sbr. ákvæði B-liðar 4. gr. laga nr. 3/1987 um fjáröflun til vegagerðar, var stöðvuð af eftirlitsmönnum, sem skipaðir eru af fjármálaráðuneytinu til eftirlits með ökumælum. Í tilkynningu annars eftirlitsmannsins um atburðinn kemur fram, að innsigli á ökurita hafi verið rofið. Einnig segir svo í tilkynningunni: „„Innsigli vantar við gírkassa, festiró fyrir barka, er knýr ökumæli, er laus.“ Áfrýjandi undirritaði tilkynninguna ásamt eftirlitsmanninum. Samkvæmt framburði eftirlitsmannsins fyrir dómi var ökumælirinn virkur. Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir skýringu áfrýjanda á þessu ástandi ökumælisins og jafnframt því, að hann hafi ekki 2365 vitað um annað verkstæði nær sér en í Reykjavík, sem heimild hefði til að innsigla ökumæla. Staðfesta ber þá niðurstöðu héraðsdómara, að áfrýjanda hafi verið rétt að höfða mál þetta, þótt fjármögnunarfyrirtæki það, sem hann samdi við um kaup á bifreiðinni, sé skráður eigandi hennar. Í skriflegri skýrslu áfrýjanda, sem hann ritaði 23. mars 1988, kemur fram, að umrædd bilun á bifreið hans hafi orðið 28. janúar 1988. Er áfrýjandi kom fyrir dóm til skýrslugjafar, kvað hann hér vera um misminni sitt að ræða. Bilunin hefði orðið í vikunni, áður en hann ók til Reykjavíkur. Dagsetningin 28. janúar 1988 styðst þó við önnur gögn Í málinu. Af hálfu stefndu hefur ekki verið dregið í efa, að bifreið áfrýj- anda hafi bilað og að rjúfa hafi þurft innsigli á ökumæli hennar, til þess að unnt væri að gera við hana, svo sem áfrýjandi hefur lýst. Því er hins vegar haldið fram, að áfrýjandi hafi ekki farið að settum reglum í þessu efni, og því hafi hann bakað sér viðurlög, sem endanlega hafi verið ákveðin réttilega af þar til bæru stjórn- valdi. Í greinargerð stefndu er því auk þess haldið fram, að í akstursbók bifreiðarinnar komi fram, að áfrýjandi hafi vanrækt að færa bifreið sína til álestrar á tilskildum tímum og vanrækt að skrá mánaðarlega stöðu ökumælisins í akstursbók bifreiðarinnar. Hið fyrra fær þó eigi staðist nema að takmörkuðu leyti. Il. Ákvörðun um viðurlög áfrýjanda var í upphafi tekin með þeim óformlega hætti, að starfsmaður tollstjóraembættisins í Reykjavík ritaði á fyrrgreinda tilkynningu eftirlitsmanns með ökumælum: „áætl. 15000 km 6,57 = 98.550 kr.““. Rök hafa ekki verið færð fyrir því í málinu, að heimilt hafi verið að leggja slíka áætlun til grundvallar viðurlögum. Þá er ekki fram komið, hvort þessi ákvörðun var tilkynnt áfrýjanda sérstaklega, en að hans eigin sögn tjáðu bæði eftirlitsmaðurinn og starfsmaður tollstjóraembættisins honum, er hann ræddi við þá, að honum yrði gert að greiða álag á Þungaskattinn. Hinn 17. mars 1988 kærði lögmaður áfrýjanda álag þetta til fjármálaráðuneytisins og krafðist þess, að það yrði fellt niður. Þykir samkvæmt þessu ekki verða á því byggt, að áfrýj- andi hafi ekki átt þess kost að koma að sjónarmiðum sínum við meðferð málsins. 2366 111. Eftir að frekari upplýsinga hafði að ósk fjármálaráðuneytisins verið aflað í málinu, þar á meðal ljósrits úr akstursbók bifreiðar- innar, felldi ráðuneytið ákvörðun tollstjórans í Reykjavík úr gildi með bréfi til hans 9. desember 1988. Sú ákvörðun var tilkynnt lögmanni áfrýjanda með bréfi 12. sama mánaðar, þar sem sagði meðal annars: „„Ljóst er, að mikið hefur skort á hjá umbjóðanda yðar, að fylgt sé ákvæðum reglugerðar nr. 62/1977, um ökumæla, með síðari breytingum. Skv. 1. mgr. 7. gr. þeirrar reglugerðar skal eigandi eða umráðamaður bifreiðar mánaðarlega lesa á ökumæli og skrá mælisstöðu í akstursbók sína. Þetta hefur umbjóðandi yðar ekki gert fram til þess tíma, að hann var stöðvaður af eftirlitsmönnum ráðu- neytisins, auk þess sem mikillar ónákvæmni virðist gæta við af- lesturinn, sem stendur ávallt á hundraði. Varðandi það, hvernig standa hefði átt að rofi innsiglis vegna viðgerðar, vísast til 30. til 34. gr. ofannefndrar reglugerðar. Er eftirlitsmenn fjármálaráðuneytisins stöðvuðu umbjóðanda yðar í Reykjavík 23. febrúar 1988, vantaði innsigli við gírkassa, og festiró fyrir barka, er tengir ökumæli, var laus. Það skal tekið fram, að nefnd festiró er við gírkassann utan bifreiðarinnar, en var tandurhrein skv. framburði eftirlitsmanna, þannig að umbúnaður er hér hinn tortryggilegasti. Eftirlitsmennirnir skrifuðu tilkynningu um brot á reglum um ökumæla, þá sem yður hefur verið send og dagsett er 23. febrúar. Á grundvelli hennar ákvað tollstjórinn í Reykjavík áætlun um 15000 km akstur. Þessa áætlun hefur ráðuneytið nú lækkað í 10000 km, sbr. hjálagt ljósrit af bréfi til tollstjóra, og er sú álagning í samræmi við 11. gr. reglugerðar nr. 593/1987, um þungaskatt, en ráðuneytið telur eðlilegt að ákvaða viðurlög vegna brotsins fyrir tímabilið frá 21. janúar, er síðast var lesið af mælinum af hreppstjóra, til 23. febrúar, er eftirlitsmenn stöðvuðu bifreiðina (s.s. 1 mán., fyrsta brot).““ IV. Í framangreindu bréfi ráðuneytisins eru nefndar til ýmsar ætlaðar ávirðingar áfrýjanda aðrar en þær, sem fram koma í tilkynningu eftirlitsmanna um brot á reglum um ökumæla frá 23. febrúar 1988. 2367 Fyrir þessum atriðum hefur þó ekki verið gerð sérstök grein í mál- inu. Af orðalagi bréfsins og samhengi þess verður ekki örugglega ráðið, að til ákvörðunar ráðuneytisins um viðurlög vegna hins til- tekna brots hafi ekki legið önnur sjónarmið en heimil voru sam- kvæmt 11. gr. reglugerðar nr. 593/1987, sbr. 5. mgr. 9. gr. laga nr. 3/1987. Er því óhjákvæmilegt að ógilda þessa ákvörðun, en áætlun tollstjórans í Reykjavík hafði áður verið felld úr gildi, eins og fyrr segir. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi fjármálaráðherra greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og í dóms- orði greinir. Dómsorð: Ákvörðun fjármálaráðuneytisins frá 9. desember 1988 um viðurlög á hendur áfrýjanda, Þráni Hjálmarssyni, er ógild. Stefndi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs greiði áfrýj- anda 120.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 23. október 1990. Mál þetta, sem var dómtekið 15. þ. m., hefur Þráinn Hjálmarsson, bóndi að Kletti í Reykhólahreppi, höfðað fyrir dóminum með stefnu, birtri 22. júní 1989, á hendur tollstjóranum í Reykjavík og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, til að viðurkennt verði, að aukaálagning tollstjóraembættisins í Reykjavík vegna þungaskatts frá því í febrúar 1988 og sú breyting til lækkunar, sem fjármálaráðuneytið gerði á aukaálagningunni samkvæmt bréfi, dagsettu 12. desember 1988, úr 98.550 kr. í 65.700 kr., verði dæmd ólögleg og að þessi aukaálagning hafi ekki stoð í lögum og reglugerðum. Jafnframt er krafist málskostnaðar samkvæmt taxta LMFÍ auk dráttar- vaxta samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dóms- uppsögu til greiðsludags og vaxtavaxta á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn, Þegar ár er liðið frá upphafstíma vaxta. Af hálfu stefndu er krafist sýknu og málskostnaðar að mati dómsins. Þriðjudaginn 23. febrúar 1988 komu eftirlitsmenn ökumæla að vöru- bifreiðinni R-26965 í Reykjavík. Við athugun kom í ljós, að innsigli öku- mælis var rofið, en mælirinn var þó virkur. Eftirlitsmennirnir tilkynntu tollstjóra um brot á reglum um ökumæla, en tollstjóri ákvað álag á þunga- skatt, að fjárhæð 98.550 kr., vegna brotsins. Fjármálaráðuneytið lækkaði 2368 síðan álagið í 65.700 kr. Ákvörðun þessi styðst við 1. ml. 1. mgr. Í1. gr. reglugerðar um þungaskatt nr. 593/1987, svohljóðandi: Komi í ljós við eftirlit, að ökumælir bifreiðar, sem gjaldskyld er skv. 2. gr., er eigi innsiglaður, svo sem fyrir er mælt, svo og, ef ökutæki hefur verið í notkun, án þess að mælir þess hafi verið virkur, greiðir eigandi og/eða umráðamaður bifreiðarinnar álag, sem nemur þungaskatti af allt að 10.000 km akstri á mánuði, en 15.000 km akstri á mánuði fyrir ítrekað brot. Síðast hafði verið lesið af mælinum 21. janúar 1988. Gjald vegna áætlunar var 6,57 kr. á km, og var þannig frumálagning miðuð við ítrekun, en lækkunin við fyrsta brot. Stefnandi fékk bifreiðina með fjármögnunarleigusamningi frá Glitni hf. 13. ágúst 1986. Stefndu styðja sýknukröfu þeim rökum, að stefnandi sé ekki réttur aðili málsins, þar sem Glitnir hf., en ekki hann, sé eigandi bif- reiðarinnar, og að á félagið sé gjaldið lagt. Stefnandi telur sig eiganda bif- reiðarinnar, þótt hún eigi að vera á nafni Glitnis hf., þar til hún hafi verið greidd að fullu. Þá telur hann sér bera að sjá um öll opinber gjöld og skatta af bifreiðinni. Loks bendir hann á, að hann sé óvefengjanlega umráða- maður bifreiðarinnar. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. almennra samningsskilmála skal leigutaki greiða alla skatta eða opinber gjöld, er lögð kunna að verða á samninginn eða í sambandi við hann, og samkvæmt 17. gr. framlengist samningurinn um óákveðinn tíma við lok lágmarkssamningstíma, nema leigutaki segi hon- um upp. Hins vegar er ljóst, eins og ákvörðun álagningar atvikaðist, að stefnanda ber gagnvart eiganda bifreiðarinnar að standa skil á gjaldinu. Jafnframt virðist samningurinn veita stefnanda mikilvæg hlutbundin rétt- indi í bifreiðinni. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 3/1987 er gjaldið tryggt með lögveði í bifreiðinni. Þykir því stefnandi eiga slíkra hagsmuna að gæta varðandi málsefnið, að hann eigi rétt á að fá skorið úr um gildi álagningarinnar fyrir dómi. Stefnandi telur, að túlka beri reglugerðarákvæðið þannig, að hvort tveggja þurfi til að koma, til þess að álag verði ákveðið, að innsigli hafi verið rofið og mælir verið óvirkur. Á þennan skilning verður ekki fallist, þar sem augljóst er af orðalagi ákvæðisins, sem er í samræmi við 5. mgr. 9. gr. laga nr. 3/1987, að nægilegt er, að innsigli hafi verið rofið. Samkvæmt skriflegum gögnum málsins biluðu tengsl (kúpling) í bifreið- inni að Svarfhóli í Geiradalssveit 28. janúar 1988. Til að gera við tengslin varð að rjúfa innsiglið. Það gerði stefnandi sjálfur, og telur hann sér það hafa verið rétt á grundvelli neyðarréttar. Stefnandi heldur því fram, að einungis nokkrir dagar hafi liðið, frá því að hann rauf innsiglið, þar til hann ók til Reykjavíkur að láta innsigla mælinn og hitti þar fyrir eftirlits- 2369 mennina. Lögmaður hans lýsti því yfir við munnlegan flutning málsins, að dagsetning viðgerðarinnar væri röng. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að stefnanda hafi borið að skrá mælisstöðu, er hann rauf innsiglið, og fá jafnframt tímabundna heimild til aksturs bifreiðarinnar skv. 3. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 593/1987, sbr. 22. gr. reglugerðar nr. 62/1977. Stefnandi bendir á, að 9. gr. reglugerðar- innar frá 1987 eigi aðeins við, ef taka þarf mæli úr bifreið til viðgerðar. Ákvæði, sem varða málsefnið, eru hvorki svo skýr né skipuleg sem skyldi. Af 34. gr. og 22. gr. reglugerðar nr. 62/1977 um ökumæla verður þó ráðið, að stefnanda hafi verið heimilt að rjúfa innsiglið, eins og á stóð, en þá átti hann að skrá í akstursbókina mælisstöðu, stað og stund, er inn- sigli var rofið, og ástæðuna fyrir því og staðfesta síðan með undirskrift sinni. Síðan átti hann að færa bifreiðina til eftirlitsmanns til innsiglunar. Eftirlitsmaður ökumæla fyrir Reykhólahrepp er Halldór Gunnarsson, hreppstjóri í Króksfjarðarnesi. Stefnandi gerði hvorugt, að skrá í aksturs- bókina eða færa bifreiðina til hreppstjóra, og verður ekki á það fallist, að vanræksla hans í því efni réttlætist af neyðarrétti. Ákvörðun tollstjóra féll úr gildi við endurskoðun ráðuneytisins, en ákvörðun ráðuneytisins, sem er á valdsviði þess, verður samkvæmt framan- sögðu talin lögmæt. Fyrir því ber að sýkna stefndu. Samkvæmt þessari niðurstöðu þykir bera að dæma stefnanda til að greiða málskostnað, að fjárhæð $50.000 kr., í ríkissjóð. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, tollstjórinn í Reykjavík og fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs, skulu vera sýknir af kröfum stefnanda. Stefnandi, Þráinn Hjálmarsson, greiði málskostnað, 50.000 kr., í ríkissjóð. 149 2370 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 267/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) segn (Gestur Jónsson hrl.). Bifreiðar. Neyðarakstur. Banaslys. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunar- stefnu 16. júní 1993 og krefst þess, að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og dæmdur til refsingar og sviptingar ökuréttar. Ákærði krefst þess, að héraðsdómur verði staðfestur. I. Annmarkar eru á ákæru málsins, þar sem ekki er nefnt, að ákærði ók sjúkrabifreið í neyðarútkalli umrætt sinn, sbr. reglur um neyðarakstur nr. 101/1988, sem settar voru samkvæmt 8. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Með hliðsjón af verknaðarlýsingu í ákæru að öðru leyti og flutningi málsins í héraði og fyrir Hæstarétti verður það þó ekki látið koma að sök. Í 6. gr. þessara reglna segir meðal annars: „, Við neyðarakstur getur ökumaður, við aðstæður þar sem hann telur það mjög brýnt, enda gæti hann samtímis sérstakrar varúðar, látið hjá líða að fylgja ákvæðum umferðarlaga er greinir í b) IV. kafla um umferðarreglur fyrir ökumenn og c) V. kafla um ökuhraða. Notkun ljós- og hljóðmerkja við neyðarakstur dregur ekki úr skyldu ökumanns til að hafa aðgát og sýna tillitssemi gagnvart öðrum vegfarendum.“ Það er því til úrlausnar í þessu máli, hvort ákærði hafi farið út 2371 fyrir þau mörk, sem sett eru í framangreindum reglum um neyðar- akstur, og bakað sér refsiábyrgð með akstri sínum. II. Erindi ákærða og félaga hans í sjúkrabifreiðinni var að liðsinna barni í andnauð, og fengu þeir á miðri leið boð um það, að barnið væri hætt að anda. Hér voru því augljóslega lífshagsmunir í húfi og brýnt, að ferð þeirra yrði með sem skjótustum hætti. Þegar ákærði var á leið austur og upp Breiðholtsbraut á mikilli ferð með viðvörunarljósum og hljóðmerkjum, varð hann var bifreiða við gatnamót Breiðholtsbrautar og Seljaskóga, þar sem biðskylda var gagnvart Breiðholtsbraut, og kvaðst hann þá hafa dregið úr ferð. Þegar önnur bifreiðin var komin vestur yfir hægri akrein Breiðholts- brautar, en hin hafði verið stöðvuð við gatnamótin, jók ákærði hraða sjúkrabifreiðarinnar að nýju. Síðari bifreiðinni var þá ekið hægt út á Breiðholtsbraut í veg fyrir sjúkrabifreiðina. Styðst þetta við framburð vitna, sem rakinn er í héraðsdómi. Miða verður við, að ákærði hafi ekið á um það bil 80 til 100 km hraða miðað við klukkustund, þegar áreksturinn varð undir miðnætti 23. ágúst 1992. Aðstæður voru þær samkvæmt lögreglu- skýrslu, að myrkur var og slæm lýsing, en yfirborð hins malbikaða vegar var slétt og þurrt. Engin sérstök hindrun byrgir sýn frá þessum gatnamótum, en vegna mishæðar í landslagi mun sjónlína frá þeim vestur Breiðholtsbraut vera um 200 metrar. Þar sem ákærði sá kyrrstæða bifreið við biðskyldumerkið í Selja- skógum, hlaut hann að treysta því, að forgangsréttur sinn yrði virtur. Samkvæmt því og með hliðsjón af öðrum atvikum verður eigi talið, að aksturslag ákærða hafi ekki verið eðlilegt við þær aðstæður, sem fyrir hendi voru, og hann ekki í hvívetna fylgt þeim reglum og fyrirmælum, er gilda um neyðarakstur sjúkrabifreiða. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Allur áfrýjunarkostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir 2372 Hæstarétti, Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 11. maí 1993. Ár 1993, þriðjudaginn 11. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í mál- inu nr. S-256/1993: Ákæruvaldið gegn I, sem tekið var til dóms 6. sama mánaðar. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 20. apríl 1993, á hendur ákærða, 1, brunaverði, Reykjavík, „fyrir að aka að kvöldi sunnudagsins 23. ágúst 1992 bifreiðinni PZ-535 austur Breiðholtsbraut í Reykjavík inn á gatnamót við Seljaskóga án nægjanlegrar aðgæslu og yfir leyfilegum hámarkshraða með þeim afleiðingum, að bifreiðin rakst þar á bifreiðina R-35911, sem ekið var norður Seljaskóga og áleiðis vestur Breið- holtsbraut. Við þetta hlutu ökumaður bifreiðarinnar R-35911, Magnús Har- aldsson, fæddur 9. júní 1915, og farþegi í framsæti, Ásta Guðjónsdóttir, fædd 13. nóvember 1910, svo mikla áverka, að þau létust nær samstundis. Telst þetta varða við 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. mgr. 25. gr., 1. og 2. mgr., staflið c, 36. gr. og 1. mgr. 37. gr., sbr. Í. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, og 23. gr., sbr. 32. gr. lögreglu- samþykktar fyrir Reykjavík nr. 625/1987. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttinda samkvæmt 101. gr. nefndra umferðarlaga““. Málavextir. Sunnudagskvöldið 23. ágúst sl. kl. 23.50 var hringt í Slökkvistöðina í Reykjavík og beðið um, að sendur yrði sjúkrabíll í Austurberg 32 vegna ungbarns, sem væri þar í andnauð. Var ákærði þegar sendur í sjúkrabílnum PZ-535 til þess að sinna þessu. Með honum voru þeir Sigurður Arnar Jóns- son brunavörður, sem sat frammi í við hlið ákærða, og Björn Hjálmarsson læknir, sem sat fyrir aftan þá ákærða og Sigurð. Ók ákærði beinustu leið austur Bústaðaveg og suður Reykjanesbraut. Ekið var með bláum við- vörunarljósum og sírenu alla leiðina. Skömmu eftir að hann hafði beygt af Bústaðavegi, kom tilkynning um það frá slökkvistöðinni, að barnið væri hætt að anda, og jók ákærði þá hraðann. Þegar sjúkrabillinn ók upp Breið- holtsbraut og nálgaðist Seljaskóga, var þremur bílum ekið eftir þeirri götu til norðurs að Breiðholtsbraut. Á gatnamótum þessum var biðskylda fyrir umferð inn á Breiðholtsbraut, þegar atburðurinn varð, en þar hafa nú verið settir upp götuvitar. Hinum fyrsta þessara bíla var ekið inn á Breiðholts- braut og inn á syðri akbrautina. Næsta bíl, þ. e. R-35911, var ekið á eftir 2373 hinum og í veg fyrir sjúkrabílinn með þeim afleiðingum, sem greinir í ákæru. Ákærði hefur sagt, að hann hafi ekið með um 120 km hraða suður Reykjanesbraut, en getur ekki sagt, hve hratt hann hafi ekið upp Breið- holtsbraut, en segir þó, að hann hafi verið búinn að draga töluvert úr hrað- anum. Kveðst hann hafa ekið eftir miðri brautinni, eins og hann reyni að jafnaði að gera í neyðarakstri. Þegar hann hafi nálgast gatnamótin við Seljaskóga, hafi hann séð til bíls, sem ekið var yfir gatnamótin, og hafi hann þá hægt ferðina, enda vel kunnugur staðháttum þarna. Annar bíll, sem næstur fór, hafi numið staðar við gatnamótin. Kveðst hann þá hafa hert ferðina aftur. Bílnum hafi þá verið ekið hægt af stað yfir gatnamótin og í veg fyrir sjúkrabílinn. Telur hann, að hik hafi verið á ökumanninum og hann hafi jafnvel numið staðar úti á gatnamótunum. Kveðst hann hafa nauðhemlað og reynt að stöðva bílinn, en árekstur hafi orðið. Kveðst hann í svipinn hafa hugsað að beygja fram hjá,hinum bílnum, en séð í hendi sér, að hann myndi þá rekast á aðra bíla. Ákærði kveðst hafa haft fulla athygli við aksturinn og ekið eins og hann telji rétt að gera við þessar að- stæður og reynt að sýna alla þá aðgæslu, sem unnt hafi verið að sýna. Álítur hann, að það hefði engu breytt, þótt hraði sjúkrabifreiðarinnar hefði verið eitthvað minni. Slysi hefði ekki orðið afstýrt. Sigurður Arnar Jónsson brunavörður hefur sagt, að hraði þeirra í sjúkra- bílnum hafi verið á að giska 100 km upp Breiðholtsbraut. Hafi þeir farið yfir á grænu ljósi hjá Stekkjarbakka. Þeir hafi séð til þriggja bíla í Selja- skógum og ákærði dregið úr hraða. Hafi fyrsti bíllinn í röðinni ekið yfir gatnamótin, en næsti bíll numið staðar við gatnamótin. Taldi vitnið, að ökumaðurinn hefði séð sjúkrabílinn. Hann hefði svo ekið hægt og höktandi út á þau á eftir hinum bílnum og í veg fyrir sjúkrabílinn. Hefði hraði sjúkrabílsins þá verið kominn eitthvað niður fyrir 100 km og ákærði nauð- hemlað. Vitnið segir aksturslag ákærða hafa verið óaðfinnanlegt og í samræmi við reglur slökkviliðsins miðað við aðstæður og það útkall, sem þeir voru í. Björn Hjálmarsson læknir var í áhöfn sjúkrabifreiðarinnar og sat fyrir aftan ákærða. Hefur hann sagt, að hann hafi ekki séð á hraðamælinn, en telur, að aksturslag ákærða hafi ekki verið athugavert miðað við það, hve brýnt útkallið var. Segir hann, að ákærði hafi dregið úr hraða, eftir að komið var á Breiðholtsbraut, frá því, sem hann hafði verið á Reykjanes- braut, en giskar á, að þá hafi hraðinn verið 90-100 km. Næst, þegar hann hafi hugað að ökuhraða, hafi verið, þegar ákærði hægði ferðina ofar í brekkunni. Kveðst hann þá hafa litið upp og séð bíl fara yfir Breiðholts- braut og annan, sem var á eftir honum, nema staðar við biðskyldumerkið. Vitnið segir ákærða hafa hert á sér aftur, þegar fyrri bílnum hafði verið 2374 ekið yfir Breiðholtsbraut. Næst hafi það gerst, að seinni bíllinn hafi lagt mjög hægt af stað yfir Breiðholtsbraut þvert fyrir sjúkrabílinn. Ákærði hafi þá nauðhemlað. Vitnið segir, að þetta útkall hafi verið eitt með allra alvarlegustu tilfell- um, sem að höndum beri, og skýri það, að ekið hafi verið samfellt með hljóðmerkjum og ljósmerkjum. Segir vitnið, að þegar svona standi á, geti sekúndur skipt máli. Kveður vitnið símavörðinn vera afar áreiðanlegan mann og ekki ýkjugjarnan, og þegar hann hefði sagt, að barnið væri hætt að anda, kveðst vitnið hafa séð, að mikil neyð væri fyrir dyrum. Kveður hann aksturslag ákærða hafa verið eðlilegt miðað við það. Hann kveðst hafa verið sjúkrabílslæknir í hálft annað ár og farið í vel á annað hundrað útköll. Hafi stundum verið ekið óvarlega að mati vitnisins, en svo hafi ekki verið í þetta skipti. Dregið hafi verið vel úr ferð á öllum gatnamótum, sem farið var um, en það, sem þarna hafi borið út af, hafi verið afar óvenjuleg viðbrögð ökumanns seinni bílsins. Kveðst hann vilja kenna honum algjör- lega um slysið. Kveðst vitnið meta það svo, að ekki hefði verið unnt að komast hjá slysi nema með því að draga úr hraðanum niður í 40 til 50 km. Dúfa Sylvia Einarsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Ragnars- son, voru að koma úr heimsókn í hús þarna í hverfinu ásamt þeim Magnúsi og Ástu sálugu. Óku þau næst á undan þeim. Magnús heitinn var móður- bróðir Dúfu. Segir hún þau Magnús og Ástu hafa verið ókunnug þarna, og því hafi orðið úr, að þau hjónin leiðbeindu þeim og ækju á undan þeim, en þau Magnús og Ásta hafi verið á heimleið. Þau hafi öll numið staðar við Breiðholtsbraut og beðið eftir, að umferð færi fram hjá. Þau Guð- mundur hafi ekið yfir Breiðholtsbraut og beygt til vesturs. Hafi þau þá séð, hvar sjúkrabíll kom með bláum ljósum, en ekki hafi hún heyrt sírenu- væl í honum. Hún segist ekki geta gert sér grein fyrir, hversu mikill hraði hafi verið á sjúkrabílnum, en hann hafi verið mikill, eins og venja sé í útkalli. Hún hafi svo heyrt mikinn hemlahvin og þá litið til sjúkrabílsins og séð, hvar fólksbíllinn kastaðist undan honum. Vitnið segir, að þarna sé blindhæð og mikil nauðsyn að sýna aðgát, þegar ekið sé upp Breiðholts- braut. Guðmundur Ragnarsson segir sjúkrabílinn hafa verið á mikilli ferð, en hann geti ekki nefnt neinar tölu í því sambandi. Vitnið segist hafa numið staðar við gatnamótin og beðið eftir því, að aðrir bílar færu hjá. Þegar hann hafi ekki séð til annarra bíla, hafi hann ekið yfir gatnamótin og beygt til vesturs. Hafi hann þá séð sjúkrabílinn koma og litið við og þá séð, að Magnús var að aka rólega inn á gatnamótin. Vitnið segist hafa séð bæði viðvörunarljós og heyrt sírenuvæl í þann mund, sem hann beygði til vesturs á gatnamótunum. Vitnið segist ekki telja, að Magnús hafi neitt numið stað- ar inni á gatnamótunum, en hann hafi hins vegar ekið rólega. Sjálfur hafi 2375 hann aðeins ekið spölkorn niður eftir til vesturs og stöðvað bil sinn á göt- unni. Segir hann, að Magnús Haraldsson hafi verið búinn að nefna það við sig oftar en einu sinni, að sér fyndist óþægilegt að aka í slæmu skyggni eða myrkri, þar sem hann sæi ekki nógu vel við þær aðstæður. Kveðst hann halda, að Magnús hafi óskað eftir samfylgd þeirra m. a. af þessari ástæðu. Segir hann Magnús hafa ekið með gleraugu. Björn Valdimarsson, Æsufelli 2, stóð og horfði á atburðinn út um stofu- glugga heima hjá sér. Segist hann ekki geta tilgreint í tölum, hve hraði sjúkrabílsins hafi verið mikill, en tekur fram, að honum hafi verið ekið samsíða öðrum bíl úr beygju, sem er þarna neðar á Breiðholtsbraut. Kveðst hann ekki hafa séð neitt athugavert við ökuhraðann miðað við, að bíllinn var í útkalli, en hann segist mjög oft sjá slíkan akstur sjúkrabifreiða upp götuna. Segir hann hinn bílinn hafa verið orðinn kyrrstæðan við gatna- mótin, og kveður hann sér hafa brugðið mjög, þegar honum var ekið af stað aftur inn á gatnamótin, enda vonlaust, að ökumaður næði að aka yfir án þess að verða fyrir sjúkrabílnum. Vitnið segir, að ökumaður hafi hægt á ferðinni, eftir að hann var kominn út á götuna, og kveðst hafa getið sér þess til, að það væri til þess að forðast umferð úr hinni áttinni. Vitnið kveður sjúkrabílinn hafa haft bæði ljós- og hljóðmerki, alveg þar til slysið varð. Aðalsteinn Flosason ók strætisvagni eftir Arnarbakka, þegar slysið varð. Kveðst hann telja, að sjúkrabíllinn hafi verið á töluvert mikilli ferð upp Breiðholtsbraut. Hann hafi ekki séð hinn bílinn, fyrr en sá var kominn út á gatnamótin. Sýndist honum bíllinn hafa numið staðar, áður en áreksturinn varð. Hann hafi þó ekki séð sjálfan áreksturinn, þar sem leiti hafi borið á milli. Vitnið sá þetta allt í svip og tilsýndar. Laufeyju Sigurðardóttur, Æsufelli 2, varð litið út um stofuglugga, þegar hún heyrði sírenuvæl, og sá þá sjúkrabílinn koma upp Breiðholtsbraut. Hafi hún verið á fjórðu hæð og séð vel til. Hafi hraði sjúkrabílsins ekki verið neitt óeðlilegur miðað við, að um var að ræða slysaútkall, en hún þurfi oft að horfa á sjúkrabíla og slökkvibíla koma upp Breiðholtsbrekku. Segist hún hafa séð tvo kyrrstæða bíla í Seljaskógum við gatnamótin, en þeir kynnu að hafa verið fleiri, enda hafi gróður skyggt þarna á. Fólksbíll- inn, sem hafi lent í árekstrinum, hefði verið orðinn kyrrstæður við gatna- mótin, en hefði svo verið ekið hægt inn á þau. Virtist henni það vera „,brjál- æði““ að gera þetta, eins nálægt gatnamótunum og sjúkrabíllinn var kominn. Vitnið segir, að þarna sé beygja á Breiðholtsbraut, og sjáist ekki vel niður eftir frá gatnamótunum. Hún segist ekki hafa tekið eftir, að annar bíll hafi verið kominn yfir gatnamótin á undan þessum. Kveðst hún telja, að litli bíllinn hefði getað komist þarna yfir, ef hann hefði skotist, eins og margir geri. 2376 Guðmundur Einarsson var í bifreið, sem ekið var næst á eftir R-35911. Segir hann, að sjúkrabíllinn hafi komið mjög hratt upp brekkuna, en sést illa þarna frá þeim. Hann hafi ekki séð annað til bílsins á undan en hann hafi fyrst verið stöðvaður, að því er hann heldur, og ekið svo inn á gatnamótin á eftir öðrum bíl. Hafi hann þá orðið fyrir sjúkrabílnum. Vitnið segist telja, að fólksbíllinn hafi verið orðinn kyrrstæður eða því sem næst, þegar áreksturinn varð. Ekki viti hann ástæðuna. Segist hann giska á, að hraði sjúkrabílsins hafi verið um 100 km, þegar farið var að hemla. Gerður var uppdráttur af vettvangi og hann ljósmyndaður. Mældust hemlaför sjúkrabílsins 52,2 og 49,6 metrar. Þá er komið fram, að heildar- þyngd hans er 4082 kg. Það athugast, að hemlar bílsins hafa ekki verið athugaðir, og sérstök athugun þess, hve langan spöl hann þurfi til þess að stöðvast miðað við mismikinn ökuhraða, hefur ekki verið gerð, að því er séð verður. Er þess reyndar að geta, að hann var óökufær eftir áreksturinn vegna skemmda. Þá er ekki að sjá neitt um það í málinu, að njólbarðar hans hafi verið athugaðir eða yfirborð vegarins, að því er varðar grófleika og slit. Loks er ekki upplýst, hver hiti var, þegar slysið varð. Upplýst er í málinu, að Magnús heitinn var ekki með gild ökuréttindi. Dómarinn hefur skoðað vettvang og næsta nágrenni. Niðurstaða. Samkvæmt 6. gr. reglna um neyðarakstur nr. 101/1988, sem settar eru með stoð í 8. gr. umferðarlaga, getur ökumaður sjúkrabíls við aðstæður, þar sem hann telur það mjög brýnt, enda gæti hann samtímis sérstakrar varúðar, látið hjá líða að fylgja ákvæðum umferðarlaga um umferðar- merki, umferðarreglur og ökuhraða. Biðskylda er fyrir umferð inn á Breiðholtsbraut. Upplýst er, að Magnús heitinn Haraldsson hafði ekki fulla sjón. Ber vitnum, sem sáu vel yfir slys- stað, saman um það, að akstur hans inn á Breiðholtsbraut hafi verið óvæntur og óverjandi. Ekki verður neitt um það fullyrt, hve hraði sjúkrabílsins hefur verið mikill þarna við gatnamótin, en víst er, að hann hefur verið allmikill. Á það er þó að líta, að ákærði hafði dregið úr honum, er hann sá bílana í Seljaskógum. Það er skoðun dómarans, eftir að hann hefur skoðað vettvang vel, að ekki hafi verið hægt að ætlast til þess af ákærða, eins og á stóð, að hann gerði ráð fyrir því, að fólks- bílnum yrði ekið í veg fyrir sig. Ber samkvæmt þessu að sýkna hann af ákæru. Leggja ber sakarkostnað á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun Gests Jónssonar hrl., 65.000 krónur. 2377 Dómsorð: Ákærði, I, er sýkn af ákæru í máli þessu. Sakarkostnaður allur, þar með talin málsvarnarlaun Gests Jóns- sonar hæstaréttarlögmanns, 65.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. 2378 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 289/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Jóni Erni Guðmundssyni (Páll Arnór Pálsson hrl.). Bifreiðar. Banaslys. Fíkniefni. Umferðarlög. Ökuréttarsvipting. Sekt. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Bjarni K. Bjarnason, fyrrverandi hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýjunar- stefnu $. júlí 1993 og krefst sakfellingar samkvæmt ákæru að öllu leyti, þyngingar á refsingu og enn frekari sviptingar ökuréttar. Ákærði krefst þess, að staðfest verði niðurstaða héraðsdóms um sýknu af ákæru fyrir brot gegn 2. mgr. 44. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og hann hljóti fyrir aðra ákæruliði vægustu refsingu, sem lög leyfa. I. Ákærði hefur viðurkennt að hafa fundið til lítils háttar áhrifa vegna neyslu kannabisefna, skömmu áður en slys það varð, er mál þetta varðar, en hins vegar ekki að hafa fundið til áhrifa við akstur- inn. Engin sýni voru tekin úr honum þann dag. Hins vegar voru blóðsýni og þvagsýni tekin úr ákærða að lokinni skýrslutöku daginn eftir, en að eigin sögn var hann við hassreykingar um það bil þremur til fjórum klukkustundum fyrir töku sýnanna. Eins og greinir í héraðsdómi, var það niðurstaða rannsókna á þvagsýni, að „„hlutað- eigandi, sem sýnið var tekið úr, hafi neytt kannabis“. Ákæruvaldið hefur engan reka gert að því að renna stoðum undir þá staðhæf- ingu, að þessi niðurstaða geti veitt sönnun um fyrri neyslu en þennan sama dag. Verður að fallast á það með héraðsdómi, að ekki séu fram komnar nægar sönnur til að telja, að ákærði hafi á þeirri stundu, er áreksturinn varð, verið ófær um að stjórna ökutækinu 2379 af völdum kannabisefna, en til þess tekur 2. mgr. 44. gr. umferðar- laga. Ber því að sýkna hann af þeim ákærulið. Il. Aðstæður á árekstursstað á mótum Holtavegar og Sæbrautar síðdegis 11. maí 1992 voru þær, að bjart var og sólskin og yfirborð hins malbikaða vegar slétt og þurrt. Engin hemlaför voru eftir bifreið ákærða, sem ók eftir Sæbraut til norðurs inn á gatnamótin gegn rauðu ljósi og inn í vinstri hlið kennslubifreiðar, sem ekið var vestur Holtaveg á grænu ljósi. Sú bifreið kastaðist á tvær kyrr- stæðar bifreiðar á vesturhelmingi Sæbrautar. Ljóst þykir, að bifreið ákærða var ekið á mikilli ferð, að minnsta kosti 80 km hraða, eins og ákærði hefur viðurkennt. Hámarkshraði á Sæbraut er 60 km miðað við klukkustund. Afleiðingar árekstursins voru þær, að ökumaður kennslubifreiðarinnar, Þórdís Unnur Stefánsdóttir, lést skömmu síðar af völdum áverka. Ökukennarinn, Páll Hafsteinn Kristjánsson, sem sat í hægra framsæti bifreiðarinnar, hlaut veruleg meiðsli. Farþegi í aftursæti og ökumaður í kyrrstæðri bifreið á Sæbraut munu og hafa hlotið nokkrar ákomur. Ákærði hefur viðurkennt fyrir dómi, að hann hafi ekki veitt umferðarljósunum athygli. Hann kvaðst hafa verið að ræða við félaga sinn, sem sat í framsæti bifreiðarinnar, og fylgjast með honum fást við eitthvað undir sætinu. Þegar hann leit upp aftur, hafi hann verið kominn út á gatnamótin og árekstur óumflýjan- legur. Með hliðsjón af framansögðu ber að staðfesta sakarmat héraðs- dóms og færslu til refsiákvæða með þeirri athugasemd, að í ákæru hefði verið rétt að vísa jafnframt til 3. mgr. 37. gr. umferðarlaga auk 1. mgr. 111. Ákærði sýndi af sér stórfellt og vítavert gáleysi með akstri sínum umrætt sinn og olli með honum dauða, líkamslemstri og verulegu eignatjóni. Við mat á gáleysi ákærða er óhjákvæmilegt að líta til þess, að hann hóf akstur bifreiðar innan klukkustundar frá því, að hann fann til áhrifa af kannabisefnum, eins og hann hefur viður- kennt. Ber það vott um skeytingarleysi, en er óháð áðurnefndri 2380 niðurstöðu um skort á sönnun um brot gegn 2. mgr. 44. gr. umferðarlaga. Með hliðsjón af framansögðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Fresta skal fullnustu þriggja mánaða af refsingunni, og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá uppsögu dómsins, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/ 1955. Ákærði skal greiða 90.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, og komi fangelsi í 20 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða með ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík 12. maí 1992. Með hliðsjón af broti hans þykir rétt, að hann verði sviptur ökurétti í fimm ár frá þeim degi, sbr. 2. mgr. 101. gr. umferðarlaga. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Jón Örn Guðmundsson, skal sæta fangelsi í sex mánuði. Fresta skal fullnustu þriggja mánaða af refsingunni, og fellur sá hluti hennar niður að liðnum þremur árum frá uppsögu dómsins, ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/ 1955. Ákærði skal greiða 90.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, og kemur fangelsi í 20 daga í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði er sviptur ökurétti í fimm ár frá 12. maí 1992. Staðfest er ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 60.000 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur. 2381 Dómur Héraðsdóms Reykjaness 29. júní 1993. 1. Ár 1993, þriðjudaginn 29. júní, er í Héraðsdómi Reykjaness af Sigurði Halli Stefánssyni fulltrúa kveðinn upp dómur í máli nr. S-48/1993. Mál þetta var dómtekið 11. þ. m. Það var höfðað með ákæru 16. febrúar 1993 á hendur Jóni Erni Guðmundssyni, kt. 300971-3509, Vesturvangi 13, Hafnarfirði, „fyrir að aka mánudaginn 11. maí 1992 bifreiðinni JX-095 norður eystri akbraut Sæbrautar í Reykjavík undir slíkum áhrifum kannabisefna, að hann var ekki fær um að stjórna bifreiðinni örugglega, og aka bifreiðinni með allt að 80 kílómetra hraða miðað við klukkustund inn á gatnamót við Holtaveg, þrátt fyrir það að rauð ljós loguðu á götu- vitum fyrir akstursstefnu hans, með þeim afleiðingum, að bifreiðin rakst þar á bifreiðina R-67650, sem ekið var vestur Holtaveg og inn á gatna- mótin, og sú bifreið kastaðist til og rakst á bifreiðina R-7702, sem var kyrr- stæð á vestari akbraut Sæbrautar, og síðan á bifreiðina Y-5057, sem var kyrrstæð aftan við þá bifreið. Við þetta hlaut ökumaður bifreiðarinnar R-67650, Þórdís Unnur Stefánsdóttir, fædd 2. maí 1975, svo mikla áverka á höfði og í brjóstholi, að hún lést skömmu síðar, og farþegi í framsæti bifreiðarinnar, Páll Kristjánsson, fæddur 7. september 1942, brot á þremur rifbeinum og mar á hjarta og lungum. Telst þetta varða við 215. gr. og 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. mgr. 5. gr., 1. mgr. 25. gr., 1. mgr. 37. gr. og 2. mgr. 44. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, og 23. gr., sbr. 32. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjavík nr. 625/1987. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttinda samkvæmt 101. gr. nefndra umferðarlaga““. Við þingfestingu málsins játaði ákærði efni ákærunnar rétt að öðru leyti en því, að hann neitaði að hafa ekið „undir slíkum áhrifum kannabisefna, að hann var ekki fær um að stjórna bifreiðinni örugglega“. 2. Mánudaginn 11. maí 1992 kl. 18.50 barst lögreglu tilkynning um um- ferðarslys á mótum Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík, en þar eru um- ferðarljós, sem voru virk, þegar áreksturinn varð. Mjög harður árekstur hafði orðið milli bifreiðanna JX-095, Cherokee- jeppabifreiðar, sem ekið var norður Sæbraut eftir hægri akrein (hámarks- hraði 60 km/klst.), og R-67650, Mazda-fólksbifreiðar, sem var ekið vestur Holtaveg eftir hægri akrein (hámarkshraði 50 km/klst.). Samkvæmt vettvangsuppdrætti voru engin hemlaför sjáanleg, en yfir- borð malbiks var þurrt. Við áreksturinn hafði bifreiðin JX-095 snúist næstum í hálfhring og stöðvast við miðeyjarenda Sæbrautar norðan gatna- mótanna. Bifreiðin JX-095, sem ákærði ók, skall á vinstri hlið bifr. R-67650, kastaðist til norðvesturs og lenti fyrst á bifreiðinni R-7702 og síðan á bif- 2382 reiðinni Y-5057, sem báðar voru kyrrstæðar á hægri akrein vestari ak- brautar Sæbrautar við gatnamótin, og var bifreiðin R-7702 framar. Bifreiðin R-67650 var löggilt kennslubifreið, og voru stjórntæki öku- kennara tengd. Ökuneminn, Þórdís Unnur Stefánsdóttir, var föst í vinstra framsæti, er að var komið, en ökukennarinn, Páll Hafsteinn Kristjánsson, við hlið hennar og farþegi, Svanhildur Díana Hrólfsdóttir, í aftursæti. Þau voru flutt á slysadeild í sjúkrabifreiðum. Skömmu eftir komu þangað lést Þórdís Unnur Stefánsdóttir. Niðurstaða krufningarskýrslu Rannsóknastofu háskólans er svofelld: „Við krufninguna komu í ljós fjölmargir áverkar, en alvarlegustu áverkarnir voru: höfuðkúpubrot þvert í gegnum basis cranii ásamt blæðingum undir heilahimnum og heilabjúg og útbreiddar blæðingar í báðum lungum samfara emphysema acuta traumatica. Dánarorsök kon- unnar hefur verið lost af völdum ofangreindra fjöláverka.'““ Niðurstaða áverkavottorðs, dags. 14. 12. 1992, um Pál Hafstein Kristjánsson: „„Fimmtugur maður, sem lenti í umferðarslysi, hlaut við það verulega mik- inn áverka á vinstri hlið og að minnsta kosti þrjú rifbrot, lungnamar, hjartamar og síðar vökva í brjósthol. Mánuði eftir slys, er Páll var síðast í skoðun hjá mér, var klínískt ástand hans verulega batnandi. Enn er þó of snemmt að fullyrða, hvort hann muni hljóta varanleg mein eftir þetta slys.“ Svanhildur Díana reyndist lítið slösuð. Bifreiðarnar JX-095 og R-67650 voru óökufærar eftir áreksturinn. Sam- kvæmt vottorðum Bifreiðaskoðunar Íslands reyndust þær vera í lagi að undanskildum skemmdum vegna tjóns. Ákærði ók bifreiðinni JX-095 frá Hafnarfirði um Reykjanesbraut og Sæ- braut. Við hlið hans sat vinur hans, Jóhann Pétur Leifsson. Hann kvaðst hafa náð yfir gatnamót á grænum umferðarljósum, allt frá því að komið var á móts við Breiðholt. Hann kvaðst hafa verið að tala við Jóhann Pétur og litið til hans, niður og til hliðar, er Jóhann Pétur hefði beygt sig niður, eins og hann væri að gá að einhverju á gólfi bifreiðarinnar. Hann kvaðst ekki vita, hve langt hann var þá frá gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar, „„hugsaði voðalítið út í það““. Hann kvaðst ekki hafa litið á umferðarljós, en þegar hann hefði litið upp aftur og fram á veginn, hefði bifreiðin R-67650 verið nokkra metra fyrir framan sig. Hann kvaðst hafa ekið á hægri akrein Sæbrautar á 70-80 km hraða (á vettvangi kvaðst hann ekki viss um, hver hraði bifreiðarinnar hefði verið, en áætlaði hann um 80 km/klst.). Vitnið Jóhann Pétur Leifsson var farþegi í bifreiðinni JX-095 og sat í framsæti. Rétt áður en slysið varð, kvaðst hann hafa beygt sig til að ýta brott einhverju, sem valt við fætur sér. Ákærði hefði litið á, hvað hann væri að gera, og í því hrópað, og áreksturinn hefði orðið. Hann kvaðst ekki hafa tekið eftir umferðarljósunum, en vitað, að þeir voru að koma 2383 að gatnamótum. Giskaði hann á, að hraði bifreiðarinnar hefði verið 70-80 km miðað við klukkustund. Páll Hafsteinn Kristjánsson kvaðst hafa sagt nemanda sínum að halda áfram akstri vestur Holtaveg yfir gatnamót Sæbrautar, því að grænt um- ferðarljós hefði verið fyrir akstursleiðina og hann hefði hvorki séð til ferðar bifreiðarinnar JX-095 né heyrt hemlahljóð eða hljóðmerki. Nemandinn hefði ekið mjög rólega inn á gatnamótin. Svanhildur Díana Hrólfsdóttir kvaðst hafa setið í aftursæti bifreiðarinnar R-67650 fyrir aftan ökukennarann, en verið að lesa í bók og ekki tekið eftir neinu óeðlilegu, fyrr en hún fann höggið frá árekstrinum. Ökumaður bifreiðarinnar R-7702, Emelía Ásta Júlíusdóttir, kvaðst hafa setið í bifreið sinni á Sæbraut við Holtaveg og beðið eftir því, að grænt ljós kæmi á götuvitann. Enn hefði logað rautt ljós fyrir akstursstefnu hennar, eftir að óhappið varð. Ökumaður bifreiðarinnar Y-5057, Jóhanna Agnarsdóttir, kvaðst einnig hafa verið að bíða eftir grænu ljósi til að geta haldið áfram suður Sæbraut, gagnstætt akstursstefnu jeppa, sem ekið hefði verið á mikilli ferð. Hún kvaðst hafa séð óhappið gerast, og við höggið hefði kennslubifreiðin kast- ast yfir gatnamótin og skollið á bifreið sinni. Þorsteinn Viggósson kvaðst hafa ekið norður Sæbraut og verið rétt kom- inn yfir gatnamót Skeiðarvogs og Sæbrautar, þegar jeppabifreið hefði verið ekið á mikilli ferð, ekki undir 80 km/klst., fram úr á hægri akrein. Fólks- bifreið hefði verið ekið um Holtaveg framan við jeppann, sem ekið hefði verið gegn rauðu umferðarljósi og án þess að hemlaljós sæjust á honum og skollið á fólksbifreiðinni. Friðrik Halldórsson kvaðst hafa verið í bifreið sinni kyrrstæðri í stefnu suður Sæbraut á eftir bifreiðinni Y-5057. Hann kvað jeppabifreiðinni hafa verið ekið inn á gatnamótin, án þess að dregið væri úr hraða, og hún skollið á Mazda-bifreiðinni. Þá hafi logað rautt ljós á götuvita fyrir umferð norður og suður Sæbraut. Júlíus B. Helgason kvaðst hafa verið á plani þvottastöðvar á horni Sæ- brautar og Holtavegar, þegar slysið varð, heyrt þungt hljóð, litið upp og séð stóran jeppa snúast á gatnamótunum og einnig minni fólksbifreið kast- ast yfir gatnamótin og skella á tveimur bílum, sem stóðu þar. Hann kvað sér strax hafa orðið litið á umferðarljósin og séð, að grænt ljós logaði fyrir akstur um Holtaveg. Öll hin framantöldu nema ákærði og Jóhann Pétur Leifsson gáfu skýrslu einungis hjá rannsóknardeild lögreglu. 3. Samkvæmt skýrslu Gissurar Guðmundssonar rannsóknarlögreglu- manns, sem hann hefur staðfest fyrir dómi, hringdi starfsstúlka á Hrafnistu til hans mánudaginn 11. maí 1992 kl. 18.55 og tilkynnti, að kl. 18.00 hefði 2384 starfsfólk á Hrafnistu séð til ferða bifreiðarinnar IK-759 á malarstæði við Garðaveg að sunnanverðu við Hrafnistu. Sést hefði til fólks úr bifreiðinni fara út í gjótu í hrauninu, sækja þangað hlut og fara með í bifreiðina. Skömmu síðar hefði sést, að reyk lagði út um opinn glugga á bifreiðinni, og hefði fólkið, stúlka og tveir piltar, sést vera að reykja. Rannsóknar- lögreglumaðurinn fór að Hrafnistu, ræddi við sjónarvotta, fór á þann stað, þar sem þetta átti að hafa gerst, og fann þar „„hasslón““ í hraungjótu. Hafði að sögn lögreglumannsins sýnilega verið nýbúið að reykja úr pípunni. Vegna fyrri afskipta af bifreiðinni og samkvæmt lýsingu beindist grunur að ákærða. Við skýrslutöku hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík kl. 16.30 daginn eftir (12. maí) var ákærði „sérstaklega spurður um það, hvort satt sé, að hann, systir hans og Jóhann Pétur Leifsson hefðu verið við hassreyk- ingar, skömmu áður en hann hafi farið af stað á jeppanum““. Ákærði svar- aði þessari spurningu svo, „að það sé rétt, að þau hafi lagt bifreiðinni, þ. e. Monsunni, á gömlum malarvegi, sem liggur frá Hafnarfirði út á Álfta- nesveg. Þar hafi þau öll (sic). Hann kveður þetta ekki hafa beinlínis verið hass, heldur skaf úr lóni á vatnspípu. Hann kveðst hafa fundið áhrif frá þessum reykingum. Hann kveðst hafa verið við hassreykingar um helgina og síðast reykt hass laugardaginn 9. 5. 1992. Jón kvaðst hafa reykt þetta öðru hverju sl. fjögur ár. Annað sé ekki að segja um þessar reyk- ingar““. Að lokinni þessari skýrslutöku, kl. 18.00, var ákærða tekið blóðsýni og þvagsýni vegna rannsóknar kannabisefna (hass). Í skýrslu Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfjafræði, dags. 15. 6. 1992, segir: „Etanól var ekki í mælanlegu magni, hvorki í blóði né þvagi (niðurstöður hafa áður verið sendar). Í bæði blóði og þvagi mátti hins vegar greina kannabínóíða. Blóð- sýnið hefur því verið sent réttarefnafræðistofnuninni í Osló til staðfestingar á því, hvort tetrahýdrókannabínól væri í blóðinu. Í þvaginu voru hvorki amfetamín, benzódíazepín-sambönd, kókain/benzóýlekgónín né morfin eða skyld lyf. Hlutaðeigandi hefur sennilega neytt kannabis skömmu fyrir töku sýnis- ins.“ Í skýrslu rannsóknarstofunnar, dags. 11. 8. 1992, er með vísun til fyrri matsgerðar greint frá því, að blóðsýnið hafi verið of lítið til fyllri rann- sókna, „en sýna mátti fram á, að tetrahýdrókannabínól-sýra væri í þvag- inu. Er því öruggt, að hlutaðeigandi, sem sýnið var tekið úr, hefur neytt kannabis“. Hinn 26. maí 1992 kom ákærði að eigin ósk til skýrslugjafar hjá lögreglu. Skýrði hann þá frá hassreykingum sínum frá því laust eftir hádegi og fram til kl. 14.30 þann dag (12. 5.), er hann gaf skýrslu fyrra sinni. Hann var 2385 spurður, hvort þessar reykingar hefðu haft áhrif á aksturshæfni hans þann dag, sem slysið varð. Svar: „„Ég fann ekki til neinna áhrifa við aksturinn, enda hefði ég þá ekki farið að fá bílinn lánaðan hjá mömmu.““ Aðspurður, hvort ástand hans daginn, sem hann var yfirheyrður, hefði haft áhrif á framburð hans, kvaðst hann þá hafa svarað öllu rökrétt, eins og spurt var, og gert sér fulla grein fyrir spurningunum. Eftir slysið fór ákærði með lögreglunni á slysadeild Borgarspítalans. Guðlaugur Einarsson, sem hafði tal af ákærða í lögreglubifreið á vettvangi og skráði frumskýrslu lögreglu, kvað ákærða hafa verið mjög rólegan og ekkert óeðlilegt í fari hans eða að lykt hefði fundist af honum. Á Borgar- spítalanum talaði Hörður Jóhannesson við ákærða, en hann annaðist rann- sókn málsins af hálfu rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Hann kvað ákærða hafa verið kurteisan. Einnig kvað hann ákærða hafa verið eðlilegan og rólegan og ekki að sjá á honum áhrif vímuefna við skýrslutöku 12. maí. Hann tók þó fram, að hann væri ekki vanur rannsókn fíkniefna- mála. Hann mundi ekki, hvort hann hefði spurt ákærða um neyslu fíkni- efna eftir aksturinn, en þess er ekki getið í skýrslu hans. Ákærði kvaðst hafa komið heim úr vinnu kl. um 17.00 11. maí 1992 og farið síðan með Guðrúnu, systur sinni, og Jóhanni Pétri Leifssyni, vini sínum, í bifreiðinni IK-759 á gamlan malarveg við Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar hefðu þau öll reykt skaf, leifar innan úr hasspípu, af hassi, sem áður hafði verið reykt, blandað tóbaki. Þetta hefði verið um ki. 17.30 og varað í 10 - 15 mínútur. Hann kvaðst hafa fundið til smávægilegra áhrifa, en ekkert hefði eimt eftir af þeim, þegar hann ók Cherokee-jeppabifreiðinni af stað áleiðis til Reykjavíkur, eða við aksturinn, sem lauk með slysi því, sem um ræðir í málinu. Vitnin Jóhann Pétur Leifsson og Guðrún Guðmundsdóttir báru á sama veg og ákærði um reykingar við Hrafnistu á skafi úr hasspípu. Þau kváðust ekki hafa fundið til vímuáhrifa eða merkt slík áhrif á ákærða. Ákærði skýrði svo frá, að á tímabilinu frá því laust eftir hádegi til klukkan um 15.00 12. maí 1992 hefði hann reykt hass í bílskúr heima hjá vini sínum, Gunnari Björnssyni, Ásbúð 62, Garðabæ. Auk Gunnars kvað hann vin sinn, Húbert Sigursteinsson, og Guðrúnu, systur sína, hafa verið viðstödd. Kvaðst hann hafa fundið til vímuáhrifa, er hann gaf skýrslu hjá Herði Jóhannessyni rannsóknarlögreglumanni skömmu síðar. Hann kvaðst ekki hafa séð ástæðu til að nefna þessar reykingar í það sinn eða ekki þorað það, enda hafi hann ekki vitað fyrr en að skýrslutöku lokinni, að taka ætti sér blóðsýni. Vitnin Gunnar Björnsson, Húbert Sigursteinsson og Guðrún Guðmunds- dóttir staðfestu frásögn ákærða um hassreykingar í bílskúrnum að Ásbúð 62. 150 2386 4. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, er sannað, að hann hefur gerst sekur um háttsemi þá, sem lýst er í ákæru, að því undanskildu, að hann hefur í umrætt sinn ekið bifreiðinni JX-095 „undir slíkum áhrifum kannabisefna, að hann var ekki fær um að stjórna bifreiðinni örugglega““. Um það skortir fullnægjandi sönnunargögn. Í því efni verður ekki stuðst við niðurstöðu rannsóknar á sýnum, sem ákærða var tekið daginn eftir slysið, þar sem upplýst er, að ákærði reykti hass fyrr þann dag. Ekki veitir akstursmáti ákærða heldur örugga vísbendingu um áhrif kannabisefna, þótt hann hafi verið mjög gálaus og háskalegur. Ber því að sýkna ákærða af ákæru um brot gegn 2. mgr. 44. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, en að öðru leyti er háttsemi hans færð til réttra lagaákvæða í ákæru. Ákærði hefur sætt refsingum sem hér segir: 1989 2/3 Fíkniefnadómur. Sátt: 16.000 kr. sekt f. brot g. 1. nr. 65/1974 um áv. og fíkn. og rg. nr. 16/1986. 1990 24/4 Kjósars., Hafnarfjörður. Sátt: 22.000 kr. sekt f. brot g. 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. umfl. Sviptur ökul. 6 mán. frá 9. 2. 1990. 1992 29/4 Fíkniefnadómur. Sátt: 16.000 kr. sekt f. brot g. 1. nr. 65/1974 um áv. og fíkn. og rg. nr. 16/1986. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin varðhald í 60 daga. Fresta skal fullnustu refsingar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Enn fremur greiði hann 70.000 króna sekt, og komi varðhald í 20 daga í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Með vísan til 101. gr. umferðarlaga ber að svipta ákærða rétti til að stjórna vélknúnu ökutæki. Ákveðst svipting ökuréttinda tvö ár frá 12. maí 1992, er ákærði var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða. Dæma ber ákærða til greiðslu sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnar- laun Páls A. Pálssonar hrl., 60.000 kr., og saksóknarlaun í ríkissjóð, 40.000 kr. Dómsorð: Ákærði, Jón Örn Guðmundsson, sæti varðhaldi í 60 daga. Fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Enn fremur greiði hann 70.000 króna sekt, og komi varðhald 20 daga í sektar stað, verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði er sviptur rétti til að stjórna vélknúnu ökutæki í tvö ár frá 12. maí 1992. 2387 Ákærði greiði kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun Páls A. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur, og saksóknar- laun í ríkissjóð, 40.000 krónur. 2388 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 295/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn ó (Björn Ólafur Hallgrímsson hrl.). Bifreiðar. Banaslys. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 22. júní 1993 og krefst sakfellingar samkvæmt ákæru, ákvörðunar refsingar og sviptingar ökuréttar. Ákærði krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Mál þetta varðar banaslys, sem varð á móts við hús nr. 65 og 67 við Hverfisgötu í Reykjavík laust eftir miðnætti aðfaranótt 11. október 1992. Myrkur var, slæm lýsing og rigning og yfir- borð malbikaðrar götunnar slétt og blautt. Leigubifreiðarstjóri, sem vitni varð að aðdraganda slyssins, sá, hvar maðurinn, sem varð fyrir bifreið ákærða, fór skyndilega út á Hverfisgötuna frá syðri gangstétt og norður yfir götuna. Hann slapp naum- lega við bifreið, sem ekið var á hægri akrein, en varð síðan fyrir bifreið ákærða, sem ekið var á vinstri akrein. Vitnið taldi, að mjög erfitt eða ókleift hefði verið fyrir ákærða að sjá til mannsins fyrr en örskömmu áður en hann hafnaði á bifreið- inni. Framburður þessi hefur stuðning af framburði tveggja farþega, sem voru í bifreið ákærða. Er ekki grundvöllur til að hnekkja sönnunarmati héraðsdóms. Verður við það að miða, að ákærði hafi ekki haft tök á að afstýra slysinu. Ósannað er, að ákærði hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Ber því að staðfesta hérðsdóm um sýknu ákærða og greiðslu málskostnaðar úr ríkis- sjóði. Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, svo sem nánar greinir í dómsorði. 2389 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Björns Ólafs Hallgrímssonar hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júní 1993. Ár 1993, fimmtudaginn 10. júní, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavík- ur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í máli nr. S-217/1993: Ákæruvaldið gegn Ó, en málið var dómtekið 7. maí sl. Málið er höfðað með ákæruskjali, dagsettu 30. mars 1993, á hendur „Ó, ee , Reykjavík, fæddum ..... 1974, fyrir að aka aðfaranótt sunnudagsins 11. október 1992 bifreiðinni R-71661 austur Hverfisgötu í Reykjavík á móts við hús nr. 65 án nægjanlegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður, en vegurinn var blautur og háll og útsýn takmörkuð vegna myrkurs og regn- úða, með þeim afleiðingum, að fyrir bifreiðinni varð Samúel Jóhann Kára- son, fæddur 20. október 1952, sem þar gekk norður yfir götuna. Við þetta hlaut Samúel Jóhann svo mikla áverka á kvið, brjósthol og höfuð, að hann lést skömmu síðar. Telst þetta varða við 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. og 2. mgr., stafliði a, b og h, 36. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttinda samkvæmt 101. gr. nefndra umferðarlaga““. Málsatvik. Málsatvik eru í stuttu máli á þá leið, að aðfaranótt sunnudagsins 11. október 1992 varð Samúel Jóhann Kárason, fæddur 20. október 1952, fyrir bifreið á Hverfisgötu með þeim afleiðingum, að hann lést skömmu síðar. Samúel Jóhann var einn á ferð. Framburður vitna er ekki á einn veg um það, hvort Samúel Jóhann kom gangandi norður eða suður yfir Hverfis- götu, er hann varð fyrir bifreiðinni. Ákærði hefur borið, að hann hafi ekki séð til ferða Samúels Jóhanns og ekki haft tækifæri til að hemla og ekki vitað fyrr en Samúel Jóhann skall á bifreið ákærða. Ákærði kvað bifreið hafa verið ekið eftir hægri akrein Hverfisgötu lítillega á undan bifreið ákærða. Vitni hafa borið, að Samúel Jóhann hafi skyndilega hlaupið út á Hverfisgötu og í veg fyrir þessar tvær bifreiðir, en hafnað á bifreið 2390 ákærða. Ekki hefur tekist að hafa upp á ökumanni þessarar bifreiðar. Vitni hafa borið efnislega á sama veg og ákærði að þessu leyti. Undir dóms- meðferð málsins gáfu sig fram vitni, sem höfðu ekki verið yfirheyrð í frum- rannsókn málsins hjá lögreglu, en svo sem rakið var, tókst ekki að hafa upp á ökumanni bifreiðarinnar, sem mun hafa verið ekið rétt á undan bif- reið ákærða, er slysið varð. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna. Ákærði kom fyrir dóminn 29. apríl sl. Kvaðst ákærði hafa ekið bifreið sinni, R-71661, austur Hverfisgötu á þeim tíma, sem í ákæru greinir. Ákærði kvað aðstæður hafa verið svo sem í ákæruskjali greinir, en ákærði kveðst ekki vilja tjá sig um það, hvort vegur hafi verið háll. Ákærði kvað takmarkað útsýni hafa verið vegna myrkurs og regnúða á þessum tíma. Ákærði kvaðst ekki átta sig á ökuhraða bifreiðarinnar á þessum tíma. Kvaðst hann og ekki átta sig nákvæmlega á því, hvort Samúel Jóhann Kárason hefði lent á bifreið ákærða nákvæmlega á móts við hús nr. 65 við Hverfisgötu, eins og Í ákæru- skjali greinir. Ákærði kvaðst hafa ekið bifreið sinni, svo sem að framan greinir, austur Hverfisgötu, og lýsti ákærði því svo, að nánast samhliða sinni bifreið hefði rauðri tvennra dyra fólksbifreið verið ekið í sömu átt. Ákærði kvaðst aldrei hafa séð til ferða Samúels Jóhanns Kárasonar og ekki vita, hvort Samúel Jóhann kom gangandi yfir Hverfisgötu frá norðurbrún eða úr suðri. Ákærði kvaðst ekki hafa haft tækifæri til að hemla, en fyrst séð Samúel Jóhann á framrúðu bifreiðar sinnar, og kvað ákærði sér hafa brugðið mjög við þetta. Ákærði kvaðst ekki átta sig á því, hvor bifreiðin, þ. e. bifreið ákærða eða rauða tvennra dyra bifreiðin, var framar, er Samúel Jóhann lenti á bifreið ákærða, en bifreiðarnar hefðu að sögn ákærða nánast verið samsíða. Eftir að Samúel Jóhann lenti á bifreið ákærða, kvað ákærði bifreið sína hafa hafnað á ljósastaur. Ákærði kvað tvo kunningja sína hafa verið farþega í bifreiðinni framangreinda nótt, þ. e. Jakob Hrafnsson, sem hefði verið farþegi í fram- sæti bifreiðarinnar, og Karl D. Karlsson, sem hefði verið farþegi í aftursæti. Ákærði kvaðst ekki átta sig á því, hvar bifreið sín hefði verið stödd, er Samúel Jóhann lenti á henni, og breytti engu, þótt ákærði skoðaði nákvæmlega ljós- myndir og vettvangsuppdrætti meðal gagna málsins. Er ákærði kom fyrir dóminn 7. maí sl., kvaðst hann minnast þess að hafa séð til ferða rauðrar tvennra dyra fólksbifreiðar, er sú bifreið hefði verið kyrrstæð á gatnamótum Hverfisgötu og Klapparstígs, en ákærði kvaðst ekki hafa þurft að nema staðar á þeim gatnamótum, heldur hægt á bifreið sinni, og grænt ljós hefði síðan komið á götuvitann og ákærði síðan getað ekið við- stöðulaust í austurátt og þá sigið eða ekið fram úr rauðu bifreiðinni. Eftir þetta kvaðst ákærði ekki hafa veitt þessari bifreið athygli. 2391 Niðurstöður. Svo sem rakið hefur verið, er framburður vitna ekki á einn veg um það, hvort Samúel Jóhann Kárason hafi komið gangandi norður yfir Hverfisgötu á þeim tíma, sem í ákæruskjali greinir, eða suður yfir götuna, en ákærði bar, að hann hefði ekki séð til ferða Samúels Jóhanns, fyrr en hann skall á bifreiðinni. Vitnið Magnús Rúnar Magnússon kvaðst hafa séð til ferða Samúels og muna vel eftir því, að hann kom suður yfir götuna. Magnús kvaðst muna vel eftir klæðnaði Samúels, en svo sem rakið var, var Samúel klæddur á allt annan hátt en Magnús lýsti. Vitnið Jóhann Árni Helgason kvaðst hafa dregið þá ályktun, að Samúel Jóhann hefði komið suður yfir götuna, þar sem Jóhann hefði haft frítt útsýni fram á götuna úr bifreið þeirri, er hann var í u. þ. b. 30 m fyrir aftan bifreið ákærða. Jóhann sá Samúel Jóhann því ekki fara út á götuna. Vitnið Theodór Jónasson kvaðst þess fullviss, að Samúel Jóhann hefði komið suður yfir götuna, vegna þess að Theodór kveðst telja öruggt, að hann hefði séð til ferða manns, sem komið hefði sunnan megin frá yfir götuna, en Theodór kvaðst hafa horft stöðugt fram á veginn, þar sem hann var farþegi í framsæti bifreiðar, sem var 20 — 25 m fyrir aftan bifreið ákærða. Bifreið sú, sem þeir Jóhann Árni og Theodór voru farþegar í, var ein- hverjum tugum metra fyrir aftan bifreið ákærða, er slysið varð, og því ekki öruggt, að þeir hafi séð til ferða manns, sem kom yfir götuna úr suðri. Þá hafa mennirnir alls ekki séð til Samúels Jóhanns, er hann fór út á götuna fyrir framan bifreið þá, sem var lítillega á undan bifreið ákærða, svo sem síðar verður vikið að. Vitnið Gunnar Gunnarsson, ökumaður bifreiðarinnar, sem þeir Magnús Rúnar og Theodór voru farþegar í, var ekki vitni að atburðum, þar sem hann var að stilla útvarpstæki í bifreið sinni á þessari stundu. Svo sem rakið var, er ekki öðrum til að dreifa, sem hafa borið, að Samúel Jóhann hafi komið suður yfir Hverfisgötu. Dómurinn telur sannað með framburði vitnanna Jakobs Hrafnssonar, Karls D. Karlssonar og Péturs Guðlaugssonar, að Samúel Jóhann hafi komið norður yfir Hverfisgötu á þeim tíma, sem í ákæru greinir, og ástæða þess, að ákærði sá ekki til ferða Samúels Jóhanns, hafi verið sú, að bifreiðin á hægri akrein skyggði á. Ákærða er gefið að sök að hafa ekið án nægjanlegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður. Sannað er með framburði ákærða, vitna og öðrum gögnum málsins, að vegurinn var blautur og háll og útsýn takmörkuð vegna myrkurs og regnúða. Vitnið Eiríkur Pétursson rannsóknarlögreglumaður kom fyrir dóminn 20. 2392 apríl sl., en Eiríkur gerði vettvangsuppdrátt af slysstað. Eiríkur kvað engin hemlaför hafa verið sjáanleg á vettvangi eftir slysið. Samkvæmt þessu er ekki unnt út frá hemlaförum að fullyrða neitt um ökuhraða ákærða, er atburður þessi varð. Ákærði kvaðst ekki átta sig á ökuhraðanum, er slysið varð. Hjá lögreglu bar ákærði, að hann hefði fylgt eftir bifreið þeirri, er var til hliðar við bifreið ákærða á þessari stundu, en þeirri bifreið hefði verið ekið á venjulegum ökuhraða, eins og ákærði komst að orði. Vitnið Jakob Hrafnsson kvaðst giska á það, að ökuhraði hefði verið u. þ. b. 60 km á klst. Vitnið Pétur Guðlaugsson, sem var í mjög góðri aðstöðu til þess að sjá það, sem fram fór, kvaðst giska á það, að bifreið ákærða hefði runnið u. þ. b. eina bíllengd, áður en hún stöðvaðist, og því taldi Pétur bifreiðina hafa verið á lítilli ferð. Vitnið Magnús Rúnar Magnússon, sem kvaðst hafa ekið bifreið sinni rétt fyrir aftan bifreið ákærða, er slysið varð, kvaðst telja, að bifreið ákærða hefði verið ekið á svipuðum ökuhraða og sinni bifreið, 45 — 50 km. Vitnið Magnús Jónsson kvaðst engin vélarhljóð hafa heyrt inn til sín, sem bentu til hraðaksturs eftir Hverfisgötu, en Magnús var staddur í húsi sínu nr. 65 við Hverfisgötu, er atburðurinn varð. Vitnið Halldóra Guðlaug Helgadóttir kvaðst hafa talið bifreið ákærða hafa verið ekið inn Hverfisgötu á löglegum hraða. Vitnið Páll Jónsson, sem staddur var á Frakkastíg og sá þaðan bifreið ákærða fara fram hjá, skömmu áður en slysið varð, treysti sér ekki til þess að nefna ökuhraða bifreiðar ákærða, en kvað bifreiðinni hafa verið ekið rösklega. Vitnið Róbert Bjarnason lögreglumaður greindi frá því í lögregluskýrslu, að Jakob Hrafnsson hefði skýrt sér frá því á vettvangi, að bifreið ákærða hefði verið ekið á u. þ. b. 80 km hraða, er slysið varð, en svo sem rakið var, bar Jakob það fyrir dóminum, að ökuhraðinn hefði verið u. þ. b. 60 km á klst. Vitnið Gunnar Gunnarsson kvaðst telja, að bifreið ákærða hefði verið ekið á 50 — 60 km hraða, er slysið varð. Vitnið Jóhann Árni Helgason kvað bifreið Gunnars Gunnarssonar hafa verið ekið Hverfisgötu á 40 — 50 km hraða, en bifreið ákærða á undan og á töluvert meiri ferð. Vitnið Theodór Jónasson kvað bifreið Gunnars Gunnarssonar hafa verið ekið Hverfisgötu á u. þ. b. 40 km hraða, en Theodór treysti sér ekki til að nefna ökuhraða bifreiðar ákærða, en taldi bifreiðinni hafa verið ekið of hratt miðað við aðstæður, eins og Theodór komst að orði. Önnur vitni hafa ekki borið um ökuhraða bifreiðar ákærða, er slysið varð. 2393 Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, er ljóst, að ekkert verður full- yrt um það, að ákærði hafi ekið umfram leyfilegan 50 km ökuhraða, er slysið varð. Ákæran lýtur og ekki að því, að ákærði hafi ekið umfram leyfilegan hámarkshraða í umrætt sinn. En með vísan til framburðar vitna, sem rakinn hefur verið hér að framan, telur dómurinn sannað, að ökuhraði ákærða hafi verið allt að 50 km á klst. Slysið var tilkynnt lögreglu kl. 0.38 aðfaranótt 11. október sl. Í vottorði veðurstofu segir, að skyggni í Reykjavík um miðnætti þessa nótt hafi verið 5 km. Svo sem fram kemur á ljósmyndum, sem teknar voru á slysstað kl. 1.00 framangreinda nótt, er skyggni fram á veginn allgott og Hverfisgata upplýst af götuljósum. Í 1. mgr. 36. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir, að ökuhraða skuli jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Ökumað- ur skal þannig miða hraða við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu svo og umferðaraðstæður að öðru leyti. Hraði má aldrei vera meiri en svo, að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu og geti stöðvað það á þeim hluta vegar fram undan, sem hann sér yfir, og áður en kemur að hindrun, sem gera má ráð fyrir. Dómurinn telur, að ekki hafi verið sýnt fram á það, að ákærði hafi ekið of hratt miðað við aðstæður og ekki hraðar en 50 km miðað við klst., en vikið var að skyggni á slysstað hér að framan. Þá bar vitnið Pétur Guðlaugsson, að bifreið ákærða hefði runnið u. þ. b. eina bíillengd, áður en hún stöðvaðist. Svo sem rakið var, hafa ákærði og vitnin Jakob Hrafnsson, Karl D. Karlsson og Pétur Guðlaugsson borið, að bifreið hafi verið ekið á hægri akrein rétt á undan bifreið ákærða, er slysið varð. Þá hefur vitnið Magnús Jónsson borið, að hann hafi séð til ferða tveggja bifreiða á undan bifreið ákærða á þeirri stundu, er hann leit út um glugga hússins nr. 65 við Hverfisgötu, og sá Magnús þá Samúel Jóhann velta eftir gangstéttinni. Magnús kvað þessar bifreiðar hafa hægt ferðina, en síðan verið ekið áfram. Vitnin Gunnar Gunnarsson og Theodór Jónasson, sem voru í bifreið á hægri akrein nokkrum tugum metra fyrir aftan bifreið ákærða, treystu sér ekki til að fullyrða eða veittu ekki athygli, hvort bifreið hefði verið ekið á hægri akrein lítillega á undan bifreið ákærða, svo sem lýst er að framan. Dómurinn telur framburð vitnisins Magnúsar Rúnars Magnússonar ekki traustan að þessu leyti. Dómurinn telur með vísan til ofanritaðs sannað, að afstaða bifreiðar ákærða og bifreiðar, sem ekið var eftir hægri akrein lítillega á undan bifreið 2394 ákærða, hafi verið svo sem ákærði bar og vitnin, sem getið var um hér að framan. Ekki hefur tekist að hafa upp á ökumanni þessarar bifreiðar. Sjónlína milli ákærða og þess staðar, þar sem Samúel Jóhann Kárason mun hafa staðið við syðri gangstéttarbrún Hverfisgötu, mun því hafa verið rofin af bifreiðinni á hægri akrein. Ákærði sá því ekki til ferða Samúels Jóhanns fyrr en á því augnabliki, er hann skall á bifreið ákærða. Hið sama á því við um Samúel Jóhann. Hann hefur trúlega ekki séð til ferða bifreiðar ákærða og því hlaupið út á götuna, svo sem vitnið Pétur Guðlaugsson bar, en Pétur horfði á slysið verða og aðdraganda þess, og kvað Pétur Samúel Jóhann hafa skyndilega hlaupið út á götuna og út í opinn dauðann, eins og Pétur komst að orði. Framburður vitna ber með sér, að alls ekki er óhugsandi, að Samúel Jóhann hafi fyrst rekist í bifreiðina á hægri akrein, þótt líklegra sé, að hann hafi naumlega sloppið undan þeirri bifreið, en síðan hafnað á bifreið ákærða, svo sem vitnið Pétur Guðlaugsson bar. Ákærði hefur samkvæmt þessu ekki haft neitt tækifæri til að hemla og bregðast við þessu, enda gat ákærði ekki gert ráð fyrir manni, sem skyndi- lega stykki í veg fyrir bifreið hans, svo sem lýst hefur verið. Dómurinn telur því ekki sannað, að ákærði hafi ekið án nægjanlegrar aðgæslu á þeim tíma, er í ákæru greinir. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, telur dómurinn, að ákærða verði ekki um kennt, hvernig fór, og ber því með vísan til alls framanritaðs að sýkna ákærða af öllum kröfum ákæruvalds í málinu. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ. m. t. 80.000 kr. í máls- varnarlaun til Björns Ólafs Hallgrímssonar hæstaréttarlögmanns. Dómsorð: Ákærði, Ó, er sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds í máli þessu. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ. m. t. 80.000 kr. í máls- varnarlaun til Björns Ólafs Hallgrímssonar hæstaréttarlögmanns. 2395 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 171/1992. Þrotabú Brettis hf. (Guðni Á Haraldsson hrl.) gegn Madeca Madeiras de Caxarias Ltd. (Valgarð Briem hrl.). Ómerking. Heimvísun. Aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 13. apríl 1992. Hann krefst þess aðallega, að staðfest verði sú ákvörðun skiptastjóra í þrotabúi Brettis hf., að krafa stefnda, að fjárhæð 7.821.499 kr., skuli vera almenn krafa í þrotabúið. Til vara krefst áfrýjandi lækkunar á kröfunni, verði hún utan skuldaraðar. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Samkvæmt 3. mgr. 191. gr. laga um gjaldþrotaskipti o. fl. nr. 21/1991 sætir mál þetta reglum um meðferð áfrýjunarmála. Mál þetta var tekið til dóms í héraði að loknum munnlegum mál- flutningi 18. október 1991. Úrskurður í því var kveðinn upp 28. janúar 1992, er meira en þrír mánuðir voru liðnir frá munnlegum málflutningi. Í úrskurðinum er eigi gefin önnur skýring á þessum óhæfilega langa drætti á uppkvaðningu hans en embættisannir dómara. Slíkur dráttur rýrir mjög gildi munnlegs málflutnings og var brýnt brot á ákvæðum 191. gr. þágildandi laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. Átelja ber þessa málsmeðferð héraðs- dómara. Af þessum sökum verður eigi hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða úrskurð og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutn- ings og uppsögu úrskurðar að nýju. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. 2396 Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera ómerkur, og er málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppsögu úrskurðar að nýju. 2397 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 423/1993. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Hannesi Jónssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.). Þjófnaður. Skjalafals. Ítrekun. Síbrotamaður. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Máli þessu var áfrýjað til Hæstaréttar bæði af hálfu ákæruvalds og ákærða með stefnu 14. október 1993, eingöngu að því er varðar ákvörðun refsingar. Ríkissaksóknari krefst þess, að refsing verði þyngd, en ákærði, að hún verði milduð. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Hannes Jónsson, greiði áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 25.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. september 1993. Ár 1993, föstudaginn 17. september, er á dómþingi Héraðsdóms Reykja- víkur, sem háð er af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-458/1993: Ákæruvaldið gegn Hannesi Jónssyni, sem tekið var til dóms samdægurs. Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 31. ágúst 1993, á hendur ákærða, Hannesi Jónssyni, Böggvisbraut 3, Dalvík, fædd- um 21. ágúst 1951, fæðingarnúmer 372, fyrir eftirtalin hegningarlagabrot með því að hafa: 2398 „„I. Í desembermánuði 1992 stolið sparisjóðsbók nr. 14333 á Búnaðar- bankann á Blönduósi í eigu Bjarna Jónssonar, fædds 7. september 1968, með innstæðu 30.240,98 kr. úr íbúð að Jörfabakka 6 í Reykjavík og tekið út úr bókinni 28.000 kr. 15. desember 1992. (RLR, mál nr. 455/93.) II. Miðvikudaginn 24. febrúar 1993 stolið úr íbúð að Bólstaðarhlíð 52, Reykjavík, tékka nr. 6203548 á reikning nr. 36793 í Landsbanka Íslands, Múlaútibúi, í eigu Guðrúnar Sigurjónsdóttur, fæddrar 24. október 1956, að fjárhæð 8.448 kr., út gefnum af Ingibjörgu M. Gunnlaugsdóttur til handhafa, og leyst út tékkann sama dag. (RLR, mál nr. 867/93.) III. Fimmtudaginn 25. febrúar 1993 stolið að Háaleitisbraut 111, Reykja- vík, tékka nr. 2095387 á reikning nr. 6924 í Búnaðarbanka Íslands, Austur- bæjarútibúi, að upphæð 81.600 kr., út gefnum af sýslumanninum í Reykja- vík til Birkis Þórs Gunnarssonar, fædds 28. nóvember 1938, og falsað fram- sal nefnds Birkis Þórs á tékkann og innleyst hann í útibúi Íslandsbanka, Háaleitisbraut 58, Reykjavík, sama dag. (RLR, mál nr. 841/93.) IV. Föstudaginn 5. mars 1993 stolið sparisjóðsbók nr. 17758 á Lands- banka Íslands í eigu Árna Guðmundar Haukssonar, fædds 17. maí 1968, með innstæðu 64.658 kr., að Tjarnarbóli 2, Seltjarnarnesi, og tekið út úr bókinni 55.000 kr. í Landsbanka Íslands, Seltjarnarnesútibúi, sama dag. (RLR, mál nr. 1133/93.) V. Miðvikudaginn 31. mars 1993 brotist inn í íbúðarherbergi að Álfheim- um 68, Reykjavík, og stolið þaðan sparisjóðsbók nr. 3832 á Landsbanka Íslands, Grensásútibú, með innstæðu 10.094,74 í eigu lan Leslie Lowdon, fædds 6. maí 1958, og tekið út úr bókinni 10.000 kr. í Landsbanka Íslands, Suðurlandsbrautarútibúi, sama dag. (RLR, mál nr. 1340/93.) VI. Fimmtudaginn 1. apríl 1993 brotist inn í íbúð á 3. hæð til vinstri að Háaleitisbraut 49, Reykjavík, og stolið þaðan sparisjóðsbók nr. 21786 á Landsbanka Íslands, Múlaútibú, með innstæðu 44.620,21 kr., í eigu Arn- dísar Pétursdóttur, fæddrar 24. janúar 1914, og tekið út úr bókinni 40.000 kr. í Landsbanka Íslands, Múlaútibúi, sama dag og falsað þá nafn Ómars Jónssonar á úttektarseðil. (RLR, mál nr. 1345/93). VII. Föstudaginn 16. apríl 1993 brotist inn í kjallaraherbergi að Efsta- hjalla 21, Kópavogi, og stolið þaðan 2.000 þýskum mörkum. (RLR, mál nr. 1519/93). VIII. Miðvikudaginn 21. apríl 1993 brotist inn í íbúð á 6. hæð til vinstri að Ljósheimum 6, Reykjavík, og stolið þaðan seðlaveski með um 100.000 kr. í peningum. (RLR, mál nr. 1613/93.) Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og háttsemi ákærða samkvæmt liðum III og VI jafnframt við 1. mgr. 155. gr. sömu laga. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. 2399 Í málinu krefst Guðrún Sigurjónsdóttir, Bólstaðarhlíð 52, Reykjavík, skaðabóta, 8.448 kr. auk vaxta.“ Ákærði hefur skýlaust játað það athæfi, sem hann er saksóttur fyrir, og hefur hann brotið þau lagaákvæði, sem í ákæru segir. Ákærði hefur frá árinu 1974 verið dæmdur sautján sinnum fyrir hegn- ingarlagabrot, aðallega þjófnað. Er samanlögð refsivist hans samkvæmt þessum dómum orðin rúm sautján ár. Refsing ákærða, sem er hegningar- auki, þykir með vísan til 72. og 255. gr. almennra hegningarlaga vera hæfi- lega ákveðin fangelsi í tvö ár. Frá henni ber þó að draga fjórtán daga gæslu- varðhaldsvist ákærða. Dæma ber ákærða til þess að greiða Guðrúnu Sigurjónsdóttur, Ból- staðarhlíð 52, Reykjavík, kt. 241050-325, 8.448 krónur í skaðabætur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989, frá 2. mars 1993 til greiðsludags. Loks ber að dæma ákærða til þess að greiða allan kostnað af sökinni, þar með talda þóknun til verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæsta- réttarlögmanns, 25.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Hannes Jónsson, sæti fangelsi í tvö ár. Frá refsingunni dregst fjórtán daga gæsluvarðhaldsvist hans. Ákærði greiði Guðrúnu Sigurjónsdóttur 8.448 krónur í skaðabætur ásamt dráttarvöxtum frá 2. mars 1993 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda verjandaþóknun Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 25.000 krónur. 2400 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 347/1990. Myndsýn hf. (Þórður Gunnarsson hrl.) gegn Samkeppnisráði (Gísli Ísleifsson hrl.). Viðskiptahættir. Samkeppni. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Stefán Már Stefánsson prófessor. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 25. september 1990. Hann krefst þess, að banni Verðlagsráðs, sem ákveðið var á fundi ráðsins 9. febrúar 1989, við notkun áfrýjanda á orðinu „ókeypis“ í auglýsingum verði hrundið og það fellt úr gildi. Hann krefst og málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Í máli þessu er deilt um ákvörðun Verðlagsráðs, er starfaði samkvæmt lögum nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Var hún tekin á fundi ráðsins 9. febrúar 1989 og talin byggð á 2. mgr., sbr. 1. mgr. 27. gr., og 38. gr. þeirra laga. Við gildistöku samkeppnislaga nr. 8/1993 hinn 1. mars 1993 voru lög þessi felld úr gildi, en ákvæði í 2. mgr., sbr. 1. mgr. 21. gr., og 51. gr. hinna nýju laga hafa leyst af hólmi umrædd ákvæði þeirra. Við gildistökuna lét Verðlagsráð af störfum, en Samkeppnis- ráð, sem stofnað var samkvæmt $. og 6. gr. laga nr. 8/1993, hefur tekið við því hlutverki ráðsins, sem hér skiptir máli. Var um þetta mælt í 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða nr. | í hinum nýjum lögum, þar sem einnig er svo á kveðið, að þær ákvarðanir Verðlagsráðs, sem í gildi voru, þegar lögin komu til framkvæmda, skuli gilda áfram, þar til Samkeppnisráð ákveði annað. Í samræmi við þessa breyttu skipan hefur Samkeppnisráð tekið við aðild Verðlagsráðs að málinu fyrir Hæstarétti. 2401 I. Samkvæmt gögnum málsins er framköllun á ljósmyndafilmum og myndgerð eftir þeim aðalstarfsemi áfrýjanda. Er þjónustan rekin með aðstoð umboðsmanna víðs vegar um land, sem hafa það hlut- verk að taka við filmum frá viðskiptavinum og afhenda þær til baka að lokinni framköllun, en vinnsla á filmunum fer fram í starfsstöð áfrýjanda. Jafnframt tekur áfrýjandi við filmum í pósti beint frá viðskiptavinum og endursendir á sama hátt. Fyrir þjónustuna greiða viðskiptavinir söluverð, sem áfrýjandi kveðst ákveða eftir verðskrá sinni á hverjum tíma og færa sjálfur á umbúðir þær, sem filmunum er skilað í. Umboðsmenn fái hins vegar þóknun eða hlutdeild í verðinu, sem hann sjái um að greiða. Telur áfrýjandi þannig um að ræða bein viðskipti milli sín og þeirra, sem filmurnar leggja inn. Þegar filmu er skilað úr framköllun, fær viðskiptavinurinn afhenta með henni ónotaða ljósmyndafilmu án þess að greiða annað en það verð, sem sett er upp fyrir hina umbeðnu vinnslu á filmu hans. Er þetta kynnt sem fastur þáttur þeirrar þjónustu, er áfrýjandi veitir, og þannig um samið fyrir fram. Filmur þessar kaupir áfrýjandi inn og færir kostnaðinn til gjalda á rekstrarreikningi fyrirtækisins. Eru þær af þekktri gerð, sem einnig er almennt til sölu hér á landi. Áfrýjandi kveðst hafa haft þennan hátt á viðskiptunum, frá því að fyrirtæki hans var stofnað í nóvember 1988, og auglýst hann samfellt frá þeim tíma. Í málinu hafa verið lagðar fram tvær blaða- auglýsingar frá áfrýjanda, og er meginmál þeirra beggja á þessa leið: „,„Filman þín endist ævilangt - Þú lætur okkur framkalla filmuna þína og færð til baka ókeypis Konica-gæðafilmu.““ Er text- inn settur upp á myndrænan hátt og orðinu „ókeypis““ gefið aukið og áberandi vægi með mjög stækkuðu letri. Einnig liggur frammi dæmi um smáauglýsingu úr dagblaði, þar sem sama efni er flutt í styttra máli og án leturbreytinga. Hin umdeilda ákvörðun er rakin í heild í hinum áfrýjaða dómi. Er hún fólgin í banni við notkun á orðinu „ókeypis“ í því sam- hengi, sem það hefur verið við haft í auglýsingum um framköllunar- þjónustu áfrýjanda. Í málinu er því ekki haldið fram, að banninu sé áfátt að formi, og ekki er um deilt, hvaða auglýsingar það eigi við, né heldur um atvik varðandi starfsemi áfrýjanda. 151 2402 Il. Bann 1. mgr. 27. gr. laga nr. 56/1978 og nú 1. mgr. 21. gr. laga nr. 8/1993 við röngum, ófullnægjandi eða villandi upplýsingum í auglýs- ingum, þannig, að fallið sé til áhrifa á eftirspurn eða framboð vöru og þjónustu, er ekki aðeins sett til verndar neytendum, heldur einnig í þágu eðlilegrar samkeppni milli markaðsaðila. Ákvæði 2. mgr. 27. gr. þjóna sama tilgangi og eiga við um auglýsingar, sem teljast óhæfi- legar eða ósanngjarnar að formi, án þess að þær þurfi að vera efnis- lega rangar. Samkvæmt almennri málvenju er það ókeypis afhending hlutar, ef hann er látinn af hendi án endurgjalds eða skuldbindingar. Er þetta sú meginskírskotun, sem felst í orðinu „„ókeypis““, þótt merking þess sé ekki með öllu bundin við þetta og geti orðið önnur eftir samhengi. Í auglýsingum áfrýjanda er orðið ekki viðhaft um einstök tilfelli afhendingar á filmum, heldur er það reglubundinn þáttur í starfsemi hans, að filma er afhent viðskiptavinum án sérstakrar verðlagningar eða endurgjalds gegn greiðslu fyrir framköllunarþjónustu, svo að hvort er háð öðru. Verður þessari tilhögun viðskiptanna ekki haldið uppi til lengdar án alls tillits til þess kostnaðar, sem filmunum fylgir, enda færir áfrýjandi hann til gjalda í rekstri sínum. Hlýtur kostnaður- inn þannig að teljast innifalinn í því verði, sem greitt er fyrir þjónust- una og er hið eina endurgjald til áfrýjanda. Filmur hans eru því ekki „ókeypis“ í fyrrgreindri merkingu. Þótt auglýsingar áfrýjanda girði ekki endilega fyrir, að viðskiptavinir hans og neytendur almennt geri sér grein fyrir þessari staðreynd í einhverjum mæli, er orðið „„ókeypis““ til þess fallið að gera lítið úr umræddum kostnaðarþætti. Er tilgangurinn ótvírætt sá að hafa áhrif á eftirspurn eftir þjónustu áfrýjanda. Með vísan til alls þessa verður að telja, að notkun áfrýj- anda á orðinu „ókeypis“ í umræddum auglýsingum feli í sér villandi upplýsingar í skilningi 27. gr. laga nr. 56/1978, sbr. nú 21. gr. laga nr. 8/1993. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, svo sem mælt er um í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Myndsýn hf., greiði stefnda, Samkeppnisráði, 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. 2403 Sératkvæði Péturs Kr. Hafstein hæstaréttardómara. Í 1. gr. laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti er tilgangi laganna meðal annars lýst svo, að þeim sé ætlað að „vinna gegn óréttmætum viðskipta- og sam- keppnisháttum svo og samkeppnishömlum, sem hafa í för með sér skaðlegar afleiðingar fyrir neytendur, atvinnurekendur eða þjóð- félagið í heild““. Í 1. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, sem leystu hin fyrrgreindu lög af hólmi, er markmið þeirra sagt vera það að „efla virka samkeppni í viðskiptum ...““, og því markmiði skal náð með því meðal annars að „vinna gegn óhæfilegum hindrunum og tak- mörkunum á frelsi í atvinnurekstri ... og óréttmætum viðskipta- háttum, skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum““. Með hliðsjón af þessum megintilgangi framangreindra laga verður að skýra þröngt sérhverja takmörkun á svigrúmi aðila í atvinnurekstri til þess að koma framleiðslu sinni og þjónustu á framfæri við neytendur. Áfrýjandi hefur enga dul á það dregið, að það hafi verið forsenda þess, að neytendur fengju notið þeirra viðskiptakjara, sem hann auglýsti, að þeir leituðu til hans um framköllun. Þá liggur fyrir, að umboðsmönnum áfrýjanda var í sjálfsvald sett, hvort þeir hefðu þennan háttinn á, og að minnsta kosti einn þeirra afhenti ekki filmu að lokinni framköllun. Þá benda þær verðkannanir Verðlagsráðs, sem fyrir liggja í málinu, ekki til þess, að þjónusta áfrýjanda hafi verið dýrari en annarra á sama viðskiptasviði. Bann Verðlagsráðs við notkun orðsins „„ókeypis““ í auglýsingum áfrýjanda var byggt á 2. mgr., sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 56/1978. Samkvæmt framansögðu verður að telja, að neytendum hafi ekki getað dulist, í hverju hið tvíþætta tilboð áfrýjanda var fólgið, og framsetning þess hafi ekki getað verið öndverð hagsmunum þeirra. Ekki er því unnt að fallast á, að auglýsing áfrýjanda hafi vegna forms eða framsetningar verið óhæfileg gagnvart neytendum eða veitt þeim rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar. Auglýs- ingin verður þá ekki heldur talin óhæfileg gagnvart öðrum atvinnu- rekendum, er fást við sams konar viðskipti. Í ljósi þessa var áfrýj- anda heimilt að bjóða filmu ókeypis að lokinni framköllun og gjald- færa þann kostnað, sem af því leiddi, enda er ósannað, að verð þjónustunnar hafi verið hærra fyrir bragðið. Ber því að fella hið 2404 umrædda bann úr gildi og dæma stefnda til þess að greiða áfrýj- anda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. júlí 1990. Mál þetta, sem dómtekið var 27. júní sl., höfðaði Þórður S. Gunnarsson hrl., kt. 230148-2959, Ármúla 17, Reykjavík, f. h. Myndsýnar hf., kt. 651188-1489, Depluhólum 5, Reykjavík, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 26. júlí 1989, gegn Verðlagsráði, kt. 680269-5569, Laugavegi 118, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að banni stefnda, Verðlagsráðs, sem ákveðið var á fundi ráðsins 9. febrúar 1989, við notkun stefnanda á orðinu „sókeypis““ í auglýsingum verði hrundið og fellt úr gildi. Stefnandi krefst jafnframt málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar eftir mati dómarans. Leitað hefur verið um sáttir í málinu án árangurs. Málavextir. Að sögn stefnanda var fyrirtæki stefnanda, sem selur framköllun og myndgerð hjá umboðsmönnum víða á landinu, stofnað í nóvember 1988, og keypti þá fyrirtækið Agfamyndir hf. Frá upphafi auglýsti stefnandi, að ókeypis gæðafilma fylgdi framköllun. Með bréfi, dags. 6. janúar 1989, krafðist stefndi þess, að stefnandi stöðv- aði þegar þessar auglýsingar, þar sem auglýsingar þessar væru að mati stefnda brot á 27. og 31. gr. 1. nr. 52/1978 (sic). Með bréfi þessu var stefn- anda veittur frestur til 10. janúar til þess að koma að athugasemdum skv. 1. og 2. mgr. 47. gr. laganna. Með bréfi, dags. 13. janúar 1989, til stefnda óskuðu nokkur fram- köllunarfyrirtæki eftir því, að þessar auglýsingar stefnanda yrðu stöðvaðar. Á fundi í Verðlagsráði 9. febrúar 1989 var gerð svofelld samþykkt: „„ Verðlagsráð bannar Myndsýn hf. notkun orðsins „ókeypis“ í því sam- bandi, sem orðið er notað og auglýst í sambandi við filmuafhendingar, þegar fyrirtækið framkallar og „kopierar““ filmur fyrir viðskiptavini. Þessi ákvörðun er reist á 2. mgr., sbr. 1. mgr. 27. gr., og 38. gr. laga nr. 56/1978.““ Stefnanda var tilkynnt um þessa ákvörðun stefnda með bréfi, dags. 10. febrúar 1989. Það er bann þetta, sem stefnandi krefst nú, að verði hrundið. Málsástæður og lagarök stefnanda. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að einn af umboðsmönnum stefn- anda, Mínútumyndir, Hafnarstræti 20, Reykjavík, hafi ekki látið filmu 2405 fylgja með framköllun. Útsöluverð á framköllun hjá Mínútumyndum hafi verið hið sama og viðskiptavinir, er létu framkalla hjá öðrum umboðs- manni, Bensínstöðinni Esso, Garði, greiddu fyrir framköllun á sams konar filmu. Bensínstöðin afhendi filmu með framköllun. Filmur þær, sem málið fjallar um, séu raunverulega ókeypis, og því geti notkun orðsins „„ókeypis““ ekki talist röng, villandi eða óhæfileg gagnvart kaupendum eða öðrum atvinnurekendum og sé því ekki brot á 2. mgr., sbr. 1. mgr. 27. gr. 1. nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. Það hljóti tvímælalaust að vera í þágu viðskipta- manna að eiga þess kost að fá afhenta ókeypis filmu með framköllun, og geti það því alls ekki talist óhæfilegt gagnvart þeim. Sá háttur, sem stefn- andi hafi á viðskiptum sínum, stuðli að aukinni samkeppni og lækkun vöru- verðs viðskiptavinum til hagsbóta. Háttsemi stefnanda geti ekki heldur talist óhæfileg gagnvart öðrum fram- köllunarfyrirtækjum, þar sem hún sé eingöngu samkvæmt þeirri meginreglu allrar samkeppni, að hún skuli fara fram á grundvelli verðs og gæða. Stefn- andi beini auglýsingum sínum ekki gegn einstökum framköllunarfyrirtækj- um og hafi aldrei hallmælt neinu þeirra. Öll háttsemi stefnanda sé því í samræmi við góða viðskiptahætti. Skilyrðum 31. gr. 1. nr. 56/1978 sé ekki fullnægt m. a. vegna þeirra nánu tengsla, sem séu milli aðalgreiðslu, framköllunar og aukagreiðslu filmunnar. Lagarök stefnanda eru reist á túlkun hans og skýringu á 1. nr. 56/1978, einkum 26. og 27. gr. þeirra laga. Krafa um, að banni stefnda verði hrundið, er studd 48. gr. sömu laga. Krafa um málskostnað er reist á 177. gr. Í. nr. 85/1936. Málsástæður og lagarök stefnda. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að notkun orðsins „„ókeypis““, eins og stefnandi noti það í auglýsingum, sé brot á 26. og 27. gr. 1. nr. 56/1978. Orðið „„ókeypis““ sé villandi, þegar greiðsla þurfi að fara fram til þess að fá það, sem ókeypis eigi að teljast. Sé skoðaður ferill filmu, sem eigi að afhenda „ókeypis“, komi eftirfarandi í ljós: Stefnandi kaupi filmur, væntanlega í nokkuð miklu magni, og færi kaupverð þeirra á rekstrarreikn- ing sem útlögð gjöld. Vinna og efni við framköllun og myndgerð sé sömu- leiðis gjaldfærð á rekstrarreikning svo og annar kostnaður. Allur kostnaður, þ. m. t. filmurnar, sé lagður saman og síðan bætt við tilætluðum hagnaði. Þegar kaupandinn síðan greiði fyrir framköllun og myndgerð og fái jafnframt afhenta filmu, sé hann að greiða fyrir allan kostnaðinn, þ. m. t. filmuna, og væntanlega einhvern hagnað stefnanda. Filman sé því greidd og af þeim sökum ekki ókeypis. Einungis það, sem engin greiðsla komi fyrir, geti talist ókeypis. 2406 Niðurstaða. Við aðalmeðferð málsins gaf Kjartan Gústafsson, framkvæmdastjóri stefnanda, skýrslu fyrir dómi. Skjöl málsins, m. a. verðkannanir Verðlagsstofnunar, á dskj. nr. 31 og 32, leiða ekki í ljós, að þjónusta stefnanda sé dýrari en annarra fyrirtækja á sama sviði, þrátt fyrir það að viðskiptavinir stefnanda fái filmu án sér- staks endurgjalds, þá er þeir láta stefnanda framkalla og myndgera filmur. Það er óumdeilt, að sá umboðsmaður stefnanda, sem ekki afhenti filmu án endurgjalds, hafi selt þjónustu stefnanda á sama verði og umboðs- mennirnir, sem afhentu filmu án endurgjalds. En þegar til þess er litið, að forsenda þess að fá filmu án endurgjalds frá stefnanda er greiðsla fyrir framköllun, verður að telja, að orðið „„Ókeypis““ sé villandi í skilningi 27. gr. 1. nr. 56/1978, og ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Samkvæmt 177. gr. Í. nr. 85/1936 ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað, sem ákveðst 50.000 kr. Auður Þorbergsdóttir borgardómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Verðlagsráð, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Mynd- sýnar hf., í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 50.000 kr. í málskostnað innan fimmtán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 2407 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 346/1993. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Haraldi Sveini Gunnarssyni, Sverri Frank Kristinssyni, Valgarð Blöndal og Val Bjartmari Sigurðssyni (Björgvin Þorsteinsson hrl.). Fjárhættuspil. Skilorð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson og Pétur Kr. Hafstein. Ákærðu, sem áfrýjuðu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu, út gefinni af ríkissaksóknara 9. júní 1993, krefjast sýknu af kröfum ákæruvaldsins. Ríkissaksóknari krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Samkvæmt framburði ákærðu stóðu þeir í félagi fyrir fjárhættu- spili í húsnæði að Súðarvogi 7 í Reykjavík, sem þeir höfðu á leigu. Verulegar fjárhæðir gátu verið í húfi. Þátttkendum og gestum stóð til boða áfengi, sem að minnsta kosti stundum var greitt fyrir. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta niðurstöðu hans um sakfellingu ákærðu fyrir brot gegn Í. mgr. 183. gr. og 184. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 svo og 18. gr., sbr. 1. mgr. 33. gr., áfengislaga nr. 82/1969, sbr. lög nr. 52/1978. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um fangelsisrefsingu ákærðu og skilorðsbindingu hennar. Fésekt á hendur hverjum ákærðu þykir hæfilega ákveðin 400.000 krónur í ríkissjóð, og komi 60 daga fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku eigna og sakar- kostnað. Ákærðu greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, svo sem Í dómsorði greinir. 2408 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður um annað en fésektir ákærðu. Ákærðu, Haraldur Sveinn Gunnarsson, Sverrir Frank Kristinsson, Valgarð Blöndal og Valur Bjartmar Sigurðsson, greiði hver um sig 400.000 krónur í sekt í ríkissjóð, og komi 60 daga fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærðu greiði in solidum allan áfrýjunarkostnað sakar- innar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 50.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Björgvins Þorsteinssonar hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 7. apríl 1993. Ár 1993, miðvikudaginn 7. apríl, er á dómþingi Héraðsdóms Reykja- víkur, sem háð er af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara í Dómhúsinu við Lækjartorg, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-75/1993: Ákæruvaldið gegn Haraldi Sveini Gunnarssyni, Sverri Frank Kristinssyni, Valgarð Blöndal og Val Bjartmari Sigurðssyni, sem dómtekið var 25. mars sl. Mál þetta var höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 2. febrúar 1993, á hendur ákærðu, Haraldi Sveini Gunnarssyni, Melabraut 33, Seltjarnarnesi, kt. 140459-437, Sverri Frank Kristinssyni, Álftamýri 36, Reykjavík, kt. 110543-417, Valgarð Blöndal, Kaldaseli 14, Reykjavík, kt. 140160-520, og Val Bjartmari Sigurðssyni, Kleppsvegi 38, Reykjavík, kt. 110749-449, „fyrir hegningarlagabrot og áfengislagabrot með því að hafa á tímabilinu frá 15. júlí 1992 til 10. október 1992 í húsnæði að Súðarvogi 7, Reykjavík, sem ákærðu höfðu á leigu, rekið í félagi fjárhættuspil (,,black jack““ eða 21, rúllettu, póker, kasjón og bridds) í atvinnuskyni og sér til ávinnings og jafnframt í tengslum við þessa starfsemi veitt þeim, sem eftir því leituðu, áfengi gegn gjaldi. Telst þetta varða við 183. gr. og 184. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 18. gr., sbr. 1. mgr. 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969, sbr. lög nr. $2/1978. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til að þola upp- töku á eftirtöldum varningi, sem hald var lagt á við rannsókn málsins, sam- kvæmt 1. mgr. 1. tl. 69. gr. almennra hegningarlaga: 1. Tveimur spilaborðum, peningakössum, spilapeningum og rúllettuhjóli. 2409 2. Bjór af ýmsum tegundum, alls 118 flöskum, áfengi af ýmsum tegund- um, 21 flösku, þar af 7 áteknum““. Málavextir. Föstudagskvöldið 9. október sl. kl. 23.30 gerði lögregla húsleit í Súðar- vogi 7 hér í borg, þar sem grunur lék á, að þar færi fram ólöglegt fjárhættu- spil. Voru handteknir þarna sex menn, þar á meðal ákærðu Haraldur Sveinn og Sverrir Frank. Hald var lagt á 376.700 krónur í reiðufé, 365.000 krónur í tékkum, tvær bókhaldsbækur, félagaskrá, fundargerðabók, félagaskrá, tvær minnisbækur, spjaldskrá með nöfnum og fjárhæðum, verðlista yfir áfengi og aðrar veitingar, 21 áfengisflösku, þar af 7 áteknar, 118 bjórflöskur af ýmsum tegundum, mikið af spilapeningum, tvö spila- borð, tvo peningakassa, rúllettuhjól, tóbak og fleira. Í annarri bókhaldsbókinni, sem auðkennd hefur verið Á | í rannsókn málsins, eru þessar færslur: Ákærðu eru stjórnarmenn Í „„FRÍ-klúbbnum““, sem nú hefur aðsetur Í húsinu nr. 7 við Súðarvog hér í borg. Klúbbur þessi hefur starfað um langt árabil, en starfsemi ekki verið óslitin. Félagar eru taldir vera um 100 — 200, en aðeins lítill hluti þeirra spilaði þar að staðaldri. Telja verður upp- lýst, að ekki hafi verið spilað í húsnæðinu allt það tímabil, sem ákært er fyrir, og að spilin hafi ekki staðið nema frá 22. ágúst sl. Húsnæðið er á leigu, og sáu ákærðu um að greiða leigugjaldið sem og annan kostnað af starfseminni. Fram er komið, að menn gátu gengið í klúbbinn gegn greiðslu 2.000 króna árgjalds. Í húsnæðinu fór fram fjárhættuspil, „black jack““ eða 21, póker, bridds og kasjón. Síðasta mánuðinn var þar einnig spiluð rúlletta. Til þess að spila rúllettu og „black jack““ voru notaðir sérstakir spilapeningar, að fjárhæð 100, 250, 500, 1000, 2000, 5000 og 10000 krónur, sem menn keyptu af húsinu og spiluðu svo um við húsið. Önnur spil voru á milli manna, án þess að húsið kæmi þar við sögu, en þá var stundum innheimt borðgjald, 100 krónur á klukkustund. Lægsta boð í „black jack“ var 500 krónur, en hið hæsta 10.000 krónur. Við rúllettuna voru þetta 100 og 1000 á hvern reit og 18.000 á jöfn hliðarborð. Ákærðu skiptust á um að vinna í klúbbnum og halda bankann, en einnig kom það fyrir, að aðrir klúbbfélagar gerðu það. Naut sá ágóðans eða bar tapið það kvöld, sem hann hélt bankann. A. Brot gegn 183. og 184. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Haraldur Sveinn skýrði frá því í lögregluskýrslu 10. október sl., eftir að hann hafði ráðfært sig við réttargæslumann, að hann hefði verið „banki“ í u. þ. b. tuttugu skipti. Hefði gengið á ýmsu fyrir sér og tap 2410 eða gróði numið frá nokkrum þúsundum upp í nokkra tugi þúsunda. Hefði klúbburinn engan ágóða af þessu. Kvaðst ákærði aðeins hafa verið í klúbbnum í einn til tvo mánuði og hvorki greitt hita né rafmagn á þeim tíma. Annars kvað hann hvern þeirra ákærðu um sig hafa greitt kostnað, en engin gögn vera til um samstarf þeirra. Enginn þeirra sæi sérstaklega um fjármál eða kassauppgjör, en kvaðst þó öðrum fremur gera það. Kvað hann þá fjóra eiga spilaborð og innréttingar og áfengið, sem fannst þarna. Ákærði kannaðist við að eiga 7-800 þúsund krónur af peningum og tékk- um, sem fundust við húsleitina. Kvaðst hann stundum lána mönnum fé vaxtalaust og tæki við tékkum í staðinn. Síðar þennan dag, eftir að hann hafði að nýju ráðfært sig við réttar- gæslumann, skýrði ákærði frá því, að þeir ákærðu rækju klúbbstarfsemina í Súðarvogi 7. Voru þá bornar undir hann bókhaldsbækurnar tvær. Kvað hann aðra þeirra, sem auðkennd hefur verið A 1, vera minnispunkta um sameiginlegan sjóð þeirra fjögurra. Sé þetta sjóður þeirra til þess að standa straum af rekstrinum, en óháður tekjum af spilum. Færslur við 4., 5. og 18. ágúst og 6. og 13. september sl., þar sem ákærðu eru greiddar út samtals 1.860 þúsund krónur, voru bornar undir ákærða. Kvað hann þessar greiðsl- ur hafa skipst jafnt á milli þeirra. Þá kvað hann færsluna: „Siggi laun 15/7 — 30/7 43.000“ — vera launagreiðslu til bílvirkja síns og aðra sams konar færslu 29/9, að fjárhæð 63.450 kr., einnig vera laun til sama manns. Þá væri færslan 2. október: Laun til Lilju, Siggu, Lindu og Köllu, gjafir til eiginkvenna þeirra. Að því er varðaði stofnframlög þeirra fjögurra til sjóðsins, kvað ákærði þau hafa verið eftir efnum og ástæðum, og hefði hann skrifað á miða, hve mikið hver þeirra ætti inni í sjóðnum, en hefði það ekki handbært á þeirri stundu. Hin bókin, A 2, væri að mestu óvið- komandi sameiginlegum sjóði þeirra félaga, og væru þar ýmsar persónu- legar færslur, svo sem eigin úttekt af barnum, kaffistofu og þ. h. Ákærði kvað þá hafa ákveðið, að ávallt skyldi einn þeirra vera á staðnum og standa persónulega fyrir bankanum. Flestir þeirra, sem komu til þess að spila, hefðu verið félagar í klúbbnum og keypt spilapeninga af þeim, sem hafði bankann hverju sinni. Hefðu þeir haft það að reglu að skipta ekki meira fyrir hvern einstakan en 100 þúsund krónum á sólarhring. Væri þá tryggt, að menn gætu ekki tapað meira en það. Aftur á móti hefðu menn getað unnið hærri fjárhæðir. Ákærði var enn yfirheyrður þetta kvöld, og var réttargæslumaður hans viðstaddur. Var hann þá spurður frekar út í bækur þessar og önnur skjalleg gögn, sem tekin voru í húsleitinni, svo sem innleggsnótur, víxil og tékka. Ítrekaði hann, að bækurnar væru minnispunktar sínir, og neitaði að tjá sig frekar um þær. Þá færðist hann að mestu undan því að gera grein fyrir öðrum gögnum. 2411 Ákærði var yfirheyrður hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 23. október sl., og hafði honum verið kynntur réttur hans til þess að hafa réttargæslumann viðstaddan, en hann ekki þekkst það. Kvað hann þá fjóra hafa aðstöðu með spilaborð þarna í Súðarvogi, og væru þeir félagar í FRÍ-klúbbnum. Sæju þeir um að „halda uppi aðstöðu““ fyrir klúbbfélaga í húsnæðinu. Ekki hefði verið tilgangurinn að hagnast á þessu eða hafa af því atvinnu. Hefðu þeir málað húsnæðið í júlí og opnað klúbbinn í ágúst. Var hann spurður, hvort þeir fjórir hefðu keypt klúbbinn, og svaraði hann því til, að engin starfsemi hefði verið í klúbbnum, þegar þeir fjórir hefðu ákveðið að opna hann að nýju, og kvaðst hann hafa greitt kostnað af málun og því að setja upp spilaborð. Hann kvaðst ekki vita, hver ætti húsnæðið, en halda, að það væri roskinn maður, sem ætti alla hæðina. Ekki vissi hann, hverjir væru með húsnæðið á leigu, en hann greiddi einn fjórða af leigugjaldinu um hver mánaðamót, en Valgarð sæi um að gera skil á leigunni, sem væri 52 þúsund krónur. Annars kvaðst hann halda, að til væri gamall leigusamn- ingur vegna húsnæðisins, en þeir fjórir væru ekki með neinn samning. Hann gerði þá grein fyrir starfseminni, að þetta væri félagsheimili, sem þeir fjórir stæðu að og félagar klúbbsins hefðu aðgang að. Ekki hefði verið um annan rekstur að ræða en greiða húsaleigu, rafmagn og síma, og hefði ekki komið til þess, að greiða þyrfti húsaleigu nema í tvö skipti. Félagsgjöld manna rynnu til þess að standa straum af kostnaði við reksturinn. Kaup á spilum, spilaborðum og kostnaður við framkvæmdir væru aftur á móti greidd úr sameiginlegum sjóði þeirra fjögurra. Ákærði sagði, að klúbbfélagar keyptu spilapeninga af þeim fjórum eða einhverjum klúbbfélaganum, sem í það skiptið var bankinn. Annars gætu menn spilað án afskipta þeirra fjórmenninganna og án þess að nota spila- peninga. Ákærði kvaðst ekki hafa hagnast á þessu, heldur hefði hann tapað nokkrum tugum þúsunda, ef allur kostnaður væri reiknaður með. Ákærði kannaðist við að eiga 648.200 krónur í tékkum og peningum, sem fundust í eldhússskáp. Ákærði Sverrir Frank ætti 76.00 krónur, sem teknar voru á spilaborði, og 8.800 krónur í peningakassa á bar taldi hann vera félags- gjöld. Þegar ákærði kom fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins, kvaðst hann eiga rúllettuborðið og nokkuð af áfenginu. Annað ættu meðákærðu, ein- stakir félagsmenn eða þá klúbburinn. Klúbburinn greiddi húsaleigu, en Val- garð hefði séð um að standa skil á henni við húseigendur. Leigutakinn væri klúbburinn samkvæmt fimm ára gömlum leigusamningi. Hann kvað þá fjóra hafa verið kosna í stjórn til þess að koma klúbbnum aftur á laggirnar, en klúbburinn hefði verið stofnaður 1968, eftir því sem hann hefði kynnt sér. Sjálfur hefði hann gengið í klúbbinn á síðastliðnu vori. Hann kvaðst líta á þetta húsnæði sem samkomustað áhugamanna um spil, og væri þar 2412 ekki eingöngu spilað, því að menn kæmu einnig til þess að hittast og horfa á sjónvarp. Lykla að húsnæðinu hefðu stjórnarmenn haft og nokkrir aðrir gamlir félagar. Til þess að gerast félagar í klúbbnum yrði að bera umsækj- anda upp við stjórnina, og ef hún samþykkti, gátu menn fengið félagskort. Klúbburinn væri rekinn fyrir félagsgjöld og borðagjöld. Ekki hefði verið mikið til í sjóði, þegar þeir fjórir tóku við stjórninni í ágústbyrjun. Hefði það gerst á fundi með þeim, sem hefðu verið staddir í húsnæðinu það sinn- ið, og hefði þetta ekki verið mjög formlegt. Hefðu þeir fjórir og einkum hann sjálfur orðið að leggja út fyrir ýmsum kostnaði, Þegar félagsgjöld hrukku ekki til. Þeir hefðu ákveðið það einir að taka að sér að koma upp þokkalegri spilaaðstöðu og bera ábyrgð á henni. Ákærði kvað spilagróða bankans eða hússins hafa runnið til þess manns, sem hélt bankann hverju sinni, en ekki skipst á milli þeirra. Á sama hátt hefði sá maður staðið undir tapi bankans. Hann kvað alla félagsmenn geta verið banka, en sumir hefðu verið það oftar en aðrir. Virka félagsmenn kvað hann vera kunningjahóp 25 — 40 manna, og þeir, sem væru mjög virkir, væru 15 — 20 manns. Ákærði kvað bók þá, sem merkt er A 1, vera algerlega óviðkomandi klúbbnum. Þetta væri minnisbók sín sjálfs, og væri hann sjálfstæður atvinnurekandi. Dagsetningin 15. 7. væri tilviljun, en þar hefði eldri bók sína þrotið. Færslurnar, sem auðkenndar væru orðinu „„Inn““, gætu þýtt innheimta, spilagróði eða andvirði seldra bíla, en ákærði kvaðst kaupa og selja um 50 — 100 bíla á ári. Að því er varðaði færsluna 16. 7., 449.000 krónur, væri það ekki spilagróði nema þá að hluta. Tók hann fram í því sambandi, að klúbburinn hefði ekki verið opinn á þeim tíma. Færsluna 4. 8., að fjárhæð 320.000 krónur, skýrði ákærði svo, að Það væri framlag þeirra fjögurra í sjóð til þess að borga fyrir nýjan spilabúnað frá Englandi og Las Vegas. Færslurnar 5. og 18. 8., samtals 540 þúsund krónur, væru greiðslur. úr sameiginlegum sjóði þeirra fjögurra til þess að koma upp „shuggulegri““ spilaaðstöðu. Þar af hefðu farið 500 þúsund kr. um Sparisjóð Reykjavíkur til John Huxley í London, en það er framleiðandi spilabúnaðar fyrir spilavíti. Vísar ákærði í því sambandi til gjaldeyrisumsóknar, að fjár- hæð $.732 sterlingspund, en hún er dagsett 6. október sl. Ákærði kvað hinn nýja spilabúnað hafa verið nýkominn eða rétt ókominn til landsins, Þegar lögregla stöðvaði reksturinn, en búið væri að setja hann upp í hús- næðinu, Ákærði kveður þá fjóra hafa lagt í sjóð þennan eftir efnum og ástæðum, og hefði hann skrifað hjá sér á miða framlög hvers þeirra. Að- spurður kvaðst hann ekki geta sagt, hverjar af færslunum í bókinni væru viðkomandi bílaviðskiptum. Ákærði kvað færsluna 13. 9., að fjárhæð 400.000 krónur, mega hugsanlega skýra með gjaldeyrisumsókn ákærða Val- garðs, dagsettri 25. 9., vegna greiðslu til John Huxley, sem áður er nefndur. Færslan 6. sama mánaðar sé sama eðlis. Ákærði kvað þá hafa vonast til 2413 þess að fá þetta fé til baka með hækkuðum félagsgjöldum og borðaleigu, en þeir hefðu hækkað félagsgjöld í 5.000 krónur á ári. Hefði verið stofn- aður nýr klúbbur, Spilaklúbburinn Súðarvogi, sem væri með líku sniði og Fríklúbburinn, en þó með meiri formfestu. Fengju ekki aðrir aðgang en félagsmenn og gestir þeirra. Ákærði kvaðst vera sjálfstæður atvinnurekandi og hafa rekið söluturn á þeim tíma, sem hér um ræðir, og auk þess eigi hann húsnæði á Akureyri, sem skili sér um 200.000 krónum á mánuði í tekjur. Þá hefði hann einnig átt bílasölu um þetta leyti. Ákærði kvaðst ekki hafa ætlað að hagnast á þessum spilum í Súðarvogi, og hefði þetta eingöngu verið áhugamál sitt. Hefði hann komið misoft í klúbbinn, stundum tvisvar eða þrisvar í viku, en stundum hefði liðið heil vika, án þess að hann kæmi þar. Hann kvaðst hafa velt mismiklu á hverju spilakvöldi, allt frá örfáum þúsundum upp í 50 — 60 þúsund krónur. Þá hefði hann ekki alltaf verið banki, þegar hann spilaði, heldur stöku sinnum. Þá hefði hann aldrei skipt spilagróða með öðrum ákærðu. Ákærði var inntur eftir misræmi milli þessarar skýrslu sinnar og frá- sagnar sinnar hjá lögreglu um færslur í þágu þeirra fjögurra. Kvað hann ástæðuna vera þá, að hann hefði ekki viljað, að lögreglan kæmist að því, að þeir ættu sjóð saman og hefðu lagt fé í nýjan og dýran búnað, sem hefði verið um það bil að koma til landsins. Hefði hann óttast, að búnaður- inn yrði gerður upptækur. Ákærði Sverrir Frank gaf skýrslu hjá lögreglunni í Reykjavík um nóttina skömmu eftir handtöku. Var honum boðin aðstoð lögmanns, en hann þáði ekki. Kvað hann FRÍ-klúbbinn vera fyrir fastafélaga aðeins. Færi starf- semin þannig fram, að „„gjafari““ eða „„dealer““ spilaði fyrir borðin og legði hagnaðinn í sjóð, sem notaður væri til þess að standa straum af húsaleigu og þvílíku og endurnýja áfengisbirgðir á barnum. Kvað hann félagsgjald hafa verið tvö þúsund krónur, en félaga taldi hann hafa verið um tvö hundruð í haust eða um áramót. Kvað hann þá hafa verið að vinna upp félagaspjaldskrá, og væru þeir komnir eitthvað á þriðja eða fjórða tuginn með hana. Þeir ákærðu rækju þetta öðrum fremur, og ættu þeir innrétting- arnar og spilabúnaðinn. Hann kvað einungis félögum, sem stæðu í skilum með félagsgjald, vera heimill aðgangur, en þeim væri bannað að koma með kvenfólk, og drykkjuskapur væri ekki liðinn í húsnæðinu. Ekki væri þarna önnur skemmtan leyfð en spil og spjall. Kvað hann klúbbinn hafa verið stofnaðan 1968, en sjálfur hefði hann gengið í hann 1970 og „verið einn fjögurra rekstraraðila síðan í júlí sl.““. Hefðu þeir áður verið sex talsins, en tveir hefðu hætt og störfuðu nú „sjálfstætt í Ármúla“. Ákærði gaf aðra skýrslu hjá lögreglu kvöldið eftir, og var honum þá einnig boðin aðstoð lögmanns. Skýrði hann svo frá, að þeir ákærðu sæju 2414 um rekstur spilaklúbbs, og kvaðst hann hafa verið í stjórn þar í u. þ. b. eitt ár. Starfsemin hefði þó ekki verið samfelld. Þrír menn, Halldór Már Sverrisson, Brynjar Valdimarsson og Jón Ingþórsson, hefðu hætt fyrir nokkru, og hefðu þeir Halldór Már og Brynjar opnað annan spilaklúbb í Ármúla. Hefðu þeir fengið greiddar út 800 þúsund krónur úr klúbbnum, þegar þeir hættu. Annars væri klúbburinn eign félagsmanna, sem hann vissi þó ekki, hve margir væru, þar sem félagaskrá hefði glatast, þegar þeir voru að lagfæra húsnæðið. Ákærði kvaðst hafa tekið 500 þúsund króna lán til þess að leggja til starfseminnar, og hið sama hefðu þeir Valur Bjartmar og Valgarð gert. Kvaðst hann hafa fengið yfirdráttarheimild á reikning sinn, 600 þúsund, sem hefði verið notuð að fullu í þágu rekstrarins. Þá hefði Haraldur einnig lagt til fé, þegar hann bættist í hópinn. Ákærði kvað tekjur umfram rekstrarkostnað renna til þeirra upp í það, sem þeir hefðu lagt fram í upphafi. Ákærði kvað spilin hafa aðallega verið póker, „black jack““ og bridds, en rúlletta hefði verið nýtilkomin. Lýsti ákærði „black jack““ þannig, að einn maður væri „dealer““ og gæfi spilin. Gætu sjö menn spilað við hann í einu. „„Dealer““ væri annaðhvort einhver þeirra, sem rækju staðinn, eða einhver af klúbbfélögunum. Það fé, sem græddist, rynni til rekstrarins og kaupa á húsgögnum svo og til kaupa á áfengi handa félagsmönnum. Við rúllettuna þyrfti einn til tvo starfsmenn eftir fjölda spilamanna. Hefðu þeir fjórir oftast séð um það, en stundum hefðu þeir fengið einhvern nákominn til aðstoðar. Til þess að spila „black jack““ eða rúllettu þyrfti spilapeninga, sem væru seldir mönnum, en að spili loknu fengju menn þeim skipt í reiðu- fé. Kvað ákærði þá reglu hafa gilt, að ekki gætu menn keypt spilapeninga fyrir meira en 100 þúsund krónur á kvöldi. Bók þá, sem getið er hér að ofan og merkt er A 1, kvað ákærði Harald Svein hafa haldið um reksturinn. Það, sem fært væri „Inn“, væru tekjur af hverju kvöldi, sem húsnæðið var opið, en það hefði verið flest kvöld vikunnar. Sýndi bókin veltuna hjá þeim þetta tímabil. Kvaðst ákærði hafa fylgst með tekjunum eins og aðrir, enda mikið í húfi fyrir þá, því að ef vel gengi, væri hægt að greiða þeim til baka og grynnka á láninu, sem þeir höfðu tekið. Ekki hefði verið færð bók um reksturinn, fyrr en Haraldur „kom í hópinn“, og hefði hann byrjað að færa hana 15. júlí sl. Færslur 4., 5S., 8. og 18. ágúst svo og 6. og 9. september vörðuðu greiðslur til þeirra fjögurra, sem runnu til þess að greiða skuldir, sem þeir hefðu stofnað til, þegar þeir tóku við starfseminni. Það, sem fært væri „Út“, væri tap hússins, enda geti húsið bæði tapað og unnið á einu og sama kvöldi. Tilgangur þessa bókhalds hefði verið að fylgjast með, hvernig reksturinn gengi og hve mikið „kæmi til baka““, til þess að greiða skuld- irnar, sem þeir hefðu stofnað til. Inneign þeirra kæmi hins vegar ekki fram 2415 í bókhaldinu, enda hefði verið stofnað til hennar, áður en farið var að færa bókina. Ákærði gaf skýrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 21. október sl. Var honum gefinn kostur á því að njóta aðstoðar verjanda, en þáði það ekki. Kvað hann þá fjóra ákærðu vera eigendur FRÍ-klúbbsins, og hefðu þeir verið með reksturinn frá 15. júlí. Leigðu þeir húsnæðið af tveimur mönn- um, og héti annar Árni. Til hefði staðið að ganga formlega frá leigumálan- um til tveggja ára, en ekki orðið af því. Hefðu þeir greitt rúmar 52 þúsund krónur í leigu á mánuði, og væru þeir fjórir leigutakarnir. Skýrði ákærði frá spilunum á sama hátt og áður, en tók fram, að þegar spiluð væru póker, kasjón eða bridds, keyptu menn ekki spilapeninga af húsinu, og húsið hefði því hvorki haft ávinning né tap af þeim spilum. Sá þeirra fjögurra, sem væri að vinna hverju sinni, seldi annars spilapeninga í „black jack““ og rúllettuna. Kvaðst ákærði hafa fengið ágóðann af spilunum, þegar hann græddi, en eins mátt bera tapið, þegar svo bar undir. Hefði gengið á ýmsu fyrir sér í þeim efnum, en hann hefði þó getað greitt sinn hlut í húsaleigunni og lagt fé til áfengiskaupa og annars. Þegar lögreglan hefði lokað klúbbn- um, hefði hann verið með bankann og tengdason sinn til aðstoðar sér. Hefðu 76 þúsund krónurnar, sem teknar voru af borði þarna, verið and- virði seldra spilapeninga og eign sín. Ákærði kvað Harald eiga 657.200 krónur af því fé, sem hald var lagt á. 8.800 krónurnar á barnum væru hins vegar sameiginleg eign þeirra fjögurra og væru félagsgjöld. Ákærði kvað tilganginn hjá þeim með því að taka að sér klúbbinn hafa verið að búa sér aðstöðu til spila við klúbbfélaga. Eins hefðu þeir búist við að hafa nokkurn ágóða af þessu, og hefði hann átt að renna til endur- bóta á klúbbnum og kaupa á húsgögnum og öðru. Við aðalmeðferð málsins hér fyrir dómi neitaði ákærði að hafa átt hlut að fjárhættuspili í ávinnings- eða atvinnuskyni. Ákærði kvað skýrslur sínar hjá lögreglunni í Reykjavík og Rannsóknarlögreglu ríkisins vera efnislega réttar, þótt einhverju skeikaði um orðalag. Kvað hann t. d. dagsetninguna 15. 7. vera frá lögreglunni komna, enda mætti sanna, að klúbburinn hefði ekki verið opnaður fyrr en 22. ágúst. Hann tók þó fram, að ekki hefði verið um neina „starfsemi““ að ræða. Til væri skrá um félaga. Hann kvað stjórnarmenn hafa borið „höfuð og herðar yfir hina í því að bera ábyrgð á því, að þessir hlutir gengju““ þannig, að.þeir „„héldu húsnæði og annað““. Þetta hlutverk þeirra væri þó ekki fest í lög klúbbsins, heldur kannaðist hann við, að þetta væri eins konar siðferðisskylda þeirra gagnvart félögun- um. Aðspurður um greiðslur til þeirra í ágúst og september sagði hann, að þar væri verið að endurgreiða sér framlag sitt til klúbbsins. Hann ætti þó ennþá hjá klúbbnum. Ákærði kvaðst hafa gerst félagi á árunum 1970-1972 og verið í stjórn 2416 í um það bil eitt ár. Hefði alltaf verið spilað fyrir peninga þar. Kvaðst hann annars vera kaupmaður í Júllabúð, en fram í miðjan júlí hefði hann rekið myndbandaleigu og söluturn. Kvaðst hann vinna við þetta frá morgni til kvölds. Hann kvað helsta áhugamál sitt vera spil, einkum bridds, sem hann spilaði í hverri viku og um helgar. Hann kvaðst hafa gengið í stjórnina í því skyni að rétta við klúbbinn, eftir að þeir Brynjar fóru úr honum. Litlar breytingar hefðu verið gerðar á starfsemi klúbbsins fyrst í stað. Í klúbbnum færi fram „almenn spilamennska““, svo sem bridds, kasjón, „„black jack““, rúlletta og póker. Póker væri annars varla spilaður lengur og rúllettan sjaldnar en hin spilin. Menn legðu 500 — 1000 krónur undir í „black jack““ og rúllettu. Ekki væri liðið, að menn legðu of mikið undir, og væru „,stoppaðir af““, ef þeir ætluðu að missa stjórn á sér í spilunum og tapa meira en 100.000 krónum. Sjálfur kvaðst ákærði hafa hagnast mest um einhverja tugi þúsunda á kvöldi. Einhver stjórnarmanna sæi um að opna húsið á kvöldin eða fæli það einhverjum áreiðanlegum klúbbfélaga. Þeir hefðu talað um það sín á milli, að þeir væru að „vinna“! í klúbbnum, þó að þeir hefðu ekki atvinnu af þessu. Þetta væri aðeins „hobbí““. Stjórnarmenn væru oftar banki en aðrir félagar. Ákærði kvað gesti mega koma einu sinni með klúbbfélögum, en í næsta skipti yrðu þeir að gerast félagar sjálfir, þ. e. að uppfylltum þeim skilyrðum, að þeir höguðu sér vel og hefðu náð 20 ára aldri. Ákærði sagði, að þeir hefðu aldrei ætlað sér að hagnast á þessari spila- mennsku og aldrei talið, að þetta gæti orðið neinn gróðavegur. Hefði þetta verið félagsheimili manna, sem hefðu ánægju af því að leggja undir og græða og tapa á víxl. Ákærði kvað það vera rétt hjá Haraldi, að þeir hefðu lagt fé í sjóð til þess að kaupa spilabúnað. Þá gaf ákærði nú þá skýringu á færslunum til þeirra fjögurra, að það hefðu verið greiðslur til þess að kaupa fyrir nýju borðin. Ákærði kvaðst ásamt þeim Valgarði og Val hafa greitt þeim Halldóri Má og Brynjari nokkra fjárhæð vegna búnaðar, sem þeir hefðu átt í klúbbnum, og hefðu þeir lagt þetta út fyrir klúbbinn og ættu að fá endur- greitt síðar. Þetta hefðu þó ekki verið neinar 800 þúsundir. Ákærði sagði klúbbinn hafa verið fjármagnaðan með borðgjöldum, og hefði það fé runnið til þess að greiða húsaleigu, þrif og annað. Ekki hefði verið um annan rekstur að ræða. Orðið „rekstur“ í skýrslum sínum hjá rannsóknarlögreglu væri komið frá lögreglunni, og hefði hann ekki hirt um að leiðrétta það. Þá tók hann fram, að þeir fjórir ættu ekki klúbbinn, heldur aðeins muni þar. Hann kvaðst aldrei hafa séð bók A 1 fyrr en við lögreglurannsóknina. Kvaðst hann ekki geta skýrt aðrar tölur en þær, sem lúti að greiðslum fyrir nýjan búnað. Þó gætu tölur um hússjóð og húsaleigu 2417 verið réttar nema liðurinn HÚSAL. D 12, við 20. 9., sem hann kannaðist ekkert við. Þá kvað hann klúbbinn hafa keypt málverk, en mundi ekki hvenær. Hann kvað Harald hafa lagt út fyrir húsaleigu, áður en félagsgjöld fóru að koma inn. Ákærði kannaðist aftur á móti við bók A 2, og væri það bók, sem þeir Haraldur og Valgarð héldu. Í því sambandi kom fram hjá honum, að leiga fyrir rúllettuna væri 1.000 krónur á klst. og borð fyrir bridds væri leigt út fyrir 400 krónur á klukkustund. Hefði verið gengið hart eftir því, að leiga væri greidd, en allir klúbbfélagar hefðu átt rétt á því að taka spilaborð og rúllettuna á leigu. Sá, sem var banki, hefði verið það persónulega og notið jafnt hagnaðar og þolað tap. Ákærði Valgarð kom til lögreglunnar í Reykjavík af sjálfsdáðum síðdegis 10. október sl. og gaf þá skýrslu í málinu, eftir að honum hafði verið boðin aðstoð réttargæslumanns. Hann skýrði frá því, að klúbburinn hefði starfað í um tuttugu ár og verið opinn öllum þeim, sem áhuga hefðu. Í Súðarvogi 7 hefði klúbburinn verið sl. fimm ár. Hefði verið leitast við að halda frá Órólegu fólki. Ákærði kvað þá Halldór Má og Brynjar hafa fengið ein- hverjar fjárgreiðslur, þegar þeir hættu. Ákærði kvaðst nú vera í stjórn með hinum þremur meðákærðu. Skýrði ákærði frá spilunum á sama hátt og komið hefur fram hjá hinum hér að framan. Kvað hann þá, „sem sáu um reksturinn““, hafa tekið að sér að vera „dealer““ ásamt öðrum félögum. Um rúllettuna kvað hann þurfa einn mann til þess að snúa hjólinu og annan til aðstoðar við borðið. Þá skýrði ákærði frá því, að það fé, sem „„dealerinn““ græddi á borðunum, rynni til þess að reka staðinn, til þess að gera hann vistlegan og til þess að kaupa fyrir áfengi, sem veitt væri félagsmönnum í hófi. Ekki hefði verið afgangur til þess að greiða þeim nein laun, sem aðstoðuðu, en þó hefði verið um einhverjar lítils háttar greiðslur að ræða. Ákærði kvað gesti félagsmanna fá aðgang, og gætu þeir gengið í klúbbinn síðar. Árgjald væri 200 krónur, sem gæti hækkað eftir því, hvernig sjóðurinn stæði. Oftast lenti það á stjórnarmönnum að rétta sjóðinn af. Undir ákærða voru bornar færslur í bók A 1. Kvaðst hann ekki kannast við þetta bókhald, en færslurnar til þeirra fjögurra, sem áður getur, væru ekki hagnaðargreiðslur, heldur í raun rekstrarkostnaður klúbbsins og endurgreiðslur til þeirra á fé, sem þeir hefðu lagt í klúbbinn, og til þess að endurgreiða þeim Brynjari og Halldóri það, sem þeir hefðu lagt til. Þá kvað ákærði Harald hafa tekið lán til þess að leggja fram fé og það verið endurgreitt honum. Ákærði gaf aðra skýrslu í málinu og nú hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 22. október sl. Hafði honum verið gefinn kostur á því að hafa verjanda viðstaddan, en hann ekki þegið. Þá skýrði ákærði frá því, að þeir fjórir væru eigendur að klúbbnum og hefðu byrjað að reka hann saman 15. júlí. Kvað hann þá leigja húsnæðið hjá Árna Guðjónssyni, sem væri með tré- 152 2418 smíðaverkstæði þarna í húsinu, og greiddu þeir honum 52.300 krónur á mánuði í leigu. Ekki hefði verið „„gerður neinn leigusamningur““, en það hefði komið í sinn hlut að taka við hlut hvers þeirra þriggja í leigugjaldinu og gera skil á því við Árna. Hefðu þeir félagar skipt jafnt með sér öllum kostnaði af rekstrinum. Ákærði lýsti spilunum sjálfum á sama hátt og fram er komið hér að framan. Þeir, sem hefðu spilað bridds, kasjón eða póker, hefðu ekki keypt spilapeninga, en greitt þess í stað borðgjald. Í rúllettu og „black jack““ hefðu verið notaðir spilapeningar og einhver þeirra fjög- urra alltaf séð um að selja þá og vera „„gjafari““. Hefði stundum verið feng- inn maður til aðstoðar við þetta. Sá, sem bankann hefði, fengi hagnaðinn, ef einhver væri. Kvaðst hann giska á, að hann hefði verið búinn að fá um 200 þúsund krónur í gróða, en því hefði hann varið í rekstur klúbbsins og reyndar miklu meira fé. Ákærði kvað tilganginn hafa verið þann að koma sér upp aðstöðu til að spila fjárhættuspil, en eins hefði vakað fyrir sér að græða á þessu og nota ágóðann til þess að endurbæta klúbbinn. Kvaðst hann hafa frekar átt von á því, að starfsemi fjárhættuspilaklúbba yrði lögleidd hér á landi, og vildi hann þá „vera tilbúinn í slaginn“. Hér fyrir dómi kvaðst ákærði vera saklaus af því að hafa staðið að því að reka fjárhættuspil í Súðarvogi 7. Hann kvað skýrslur sínar hjá lögreglu vera efnislega réttar, þótt finna mætti að orðalagi. Ekki væri rétt, að þeir fjórir væru eigendur að klúbbnum, eins og fram kæmi í skýrslu sinni hjá rannsóknarlögreglu. Aftur á móti ættu þeir ýmsa hluti í klúbbnum, sem þeir hefðu ekki fengið borgaða, svo sem sjónvarp, spilaborð og húsgögn. Eigendur klúbbsins væru félagarnir í honum. Hefði hann ekki áttað sig á þessu orðalagi, þegar hann skrifaði undir skýrsluna, enda verið kannski „„hálfstressaður““. Hann kvaðst hafa séð um að greiða húsaleigu og tekið peninga fyrir henni úr sjóði klúbbsins. Þegar sjóðurinn hefði ekki nægt fyrir leigunni, hefðu þeir fjórir lagt út fyrir henni saman og það endurgreitt síðar. Orðin „leigðum við““ í skýrslu sinni hjá rannsóknarlögreglu ættu við þá í klúbbnum. Ákærði kvað þrjá menn hafa fengið greiðslur úr sjóði klúbbsins, þegar þeir hættu þar, vegna muna, sem þeir ættu í klúbbnum. Kvaðst hann ekkert hafa lagt persónulega til þeirra greiðslna. Þegar ákærði var spurður, hvort hann hefði notið hagnaðar úr klúbbnum, kvaðst hann aldrei hafa gert það. Hann hefði þó verið banki nokkuð oft, en ekki geta sagt, að hann hefði hagnast á því. Það hefði verið „svona upp og niður“. Þegar um hagnað hefði verið að ræða, hefði hann runnið í eigin vasa sinn. Eins hefði hann borið tap sitt sjálfur. Þegar bók A | var borin undir hann, kvaðst hann ekki geta sagt, hvaða bók þetta væri. Kannaðist hann fyrst ekki við neinar tölur í henni og kvaðst ekki geta skýrt þær. Þegar hann var spurður út í færsluna 4. 8., 320.000 2419 kr., kvað hann þá færslu geta átt við greiðslu fyrir búnað, sem þeir hefðu fest kaup á. Gat hann þess einnig, að hann hefði sjálfur smám saman greitt Haraldi nokkur hundruð þúsund krónur vegna þessara kaupa. Aftur á móti kannaðist ákærði við bók A 2 og kvað hana hafa að geyma bókhald klúbbs- ins, tekjur og gjöld, þ. m. t. borðgjöld og félagsgjöld. Að því er varðaði gjaldeyrisumsókn sína, dagsetta 25. 9., um 3.793 sterlingspund, kvað hann þar vera á ferðinni greiðslu inn á spilabúnað. Ákærði Valur Bjartmar gaf skýrslu hjá lögreglunni í Reykjavík 10. októ- ber sl. Óskaði hann ekki eftir því að hafa réttargæslumann viðstaddan, þótt honum væri boðið það. Kvaðst hann vera mikill áhugamaður um spil og hafa lengi þekkt til í Súðarvogi 7. Hefði hann verið í stjórn staðarins í um hálft ár ásamt hinum þremur ákærðu. Þeir, sem þess óskuðu, gætu orðið félagar í klúbbnum og látið skrá sig og fengið félagskort. Ákærði kvað þá Halldór Má Sverrisson og Brynjar Valdimarsson hafa áður verið aðila að rekstrinum, en hætt og þá fengið greidda einhverja fjárhæð vegna kostnaðar, sem þeir hefðu tekið á sig vegna rekstrarins. Ákærði kvað „black jack“ vera spilaðan þannig, að „dealer“ gæfi spilin, og gæti hann spilað við allt að sjö menn í einu. Ekki væri „,dealer- inn““ alltaf starfsmaður hússins, því að menn gætu tekið sig saman og einn þeirra tekið að sér að vera „dealer'“. Þegar um væri að ræða starfsmann hússins, mætti segja, að þeir, sem við hann spiluðu, væru að spila við húsið, en þar sem um félagaklúbb væri að ræða, væri spilað við félagana og sjóð þeirra. Það fjármagn, sem græddist, væri eign félaganna og notað til þess að kaupa áfengi og tóbak á barinn og standa undir rekstri hússins almennt. Hann kvaðst ekki hafa fylgst með rúllettunni og ekki kynnt sér, hvernig hún væri rekin. Ákærði sagði tekjur hússins eða öllu heldur félag- anna hvert kvöld hafa verið mjög misjafnar, en oftast á bilinu tíu til tuttugu þúsund. Undir ákærða var borin bók A 1, og kvaðst hann aldrei hafa séð hana áður, og væru tölur í henni mun hærri en hann gæti ímyndað sér, að svaraði til tekna af slíkum rekstri. Gat hann ekki skýrt þær tölur í bók- inni, sem voru bornar undir hann. Ákærði gaf aðra skýrslu í málinu 22. október sl. og kvaðst ekki óska eftir nærveru lögmanns, þótt honum hefði verið kynntur réttur hans til þess. Aðspurður kvað hann þá fjóra vera eigendur að FRÍ-klúbbnum, og hefðu þeir hafið rekstur hans um miðjan júlí, en ekki opnað fyrr en í ágúst, eftir að þeir höfðu málað og lagað til þarna í Súðarvogi 7. Þeir fjórir ákærðu hefðu greitt húseigandanum, Árna að nafni, um 50 þúsund krónur í húsaleigu á mánuði, og taldi ákærði, að það kæmi að jafnaði í hlut Haralds að gera skil á henni. Ákærði kvað menn hafa alltaf keypt spilapeninga af einhverjum þeirra fjögurra til nota í „black jack““ og rúllettu og spilað þá við bankann, húsið 2420 eða „gjafarann““ eftir því, hvað menn vilji kalla það, en í öðrum spilum hefðu menn ekki alltaf lagt undir, og ef menn gerðu það, var það óvið- komandi húsinu. Af þeim hafi stundum verið tekin borðgjöld, en ákærði kveðst aldrei hafa gert það, þegar hann var að vinna. Ákærði sagði, að sá þeirra fjögurra, sem var að vinna í það skiptið, hefði spilað á eigin ábyrgð, notið hagnaðar hússins, en einnig borið tap þess. Kvaðst hann telja, að hann hefði í heild hagnast um 90 — 100 þúsund kr. á þeim kvöldum, sem hann hefði verið banki eða „gjafari““ þarna, en þetta fé hefði allt runnið til rekstrar klúbbsins. Tilgangur ákærða með þessu hefði verið að koma sér upp aðstöðu til þess að spila fjárhættuspil og þar sem væri einnig hagnaðarvon. Ákærði bar við aðalmeðferð málsins, að hann hefði ekki stundað fjár- hættuspil í ávinnings- eða hagnaðarskyni. Þá kvaðst hann sem stjórnar- maður, meðstjórnandi, í um eitt ár hafa haldið utan um reksturinn, en helstu útgjöld hefðu verið húsaleiga, rafmagn og hiti. Hann kvað þá ákærðu hafa lánað klúbbnum búnað og fengið greitt fyrir af félags- og borðgjöldum. Hefðu þeir keypt búnað fyrir klúbbinn, og sjálfur hefði hann lagt fé til þess eftir getu. Ákærði kvað skýrslur sínar hjá lögreglu vera að mestu réttar efnislega, en finna mætti að orðalagi. Þegar hann hefði talað um það hjá rannsóknarlögreglu, að þeir fjórir ættu klúbbinn, hefði hann átt við, að þeir væru í stjórn klúbbsins. Eins ætti „„rekstur““ í sömu skýrslu við það, að þeir hefðu séð um reksturinn sem stjórnendur. Kvaðst hann furða sig mjög á þessu orðalagi og ekki hafa trú á því, að hann hefði svarað þessu svona, en hann hefði ekkert verið að velta þessu fyrir sér. Þá kom fram hjá honum, að þeir hefðu þurft að kaupa ýmsa hluti. Þá kvaðst hann aðspurður ekki hafa staðið í þessu í hagnaðarskyni, heldur af hugsjón. Hann hefði spilað fjárhættuspil í yfir 20 ár, og aðaláhugamál sitt væri bridds. Enn kom fram hjá honum, að alltaf hefði staðið til að breyta klúbbnum í lögmætt form, en jafnframt tók hann fram, að hann hefði alltaf talið, að þetta væri ekki ólöglegt. Ákærði kvað starfsemina hafa legið niðri um skeið í sumar. Ákærði kvaðst hafa komið oft í klúbbinn til þess að spila, ýmist upp á peninga eða ekki. Hefði hann þá ýmist verið „„gjafari““ eða einhverjir aðrir klúbbfélagar. Hefði hann lagt undir mismikið eftir því, um hvaða spil var að ræða. Velti hann einhverjum þúsundum í bridds á kvöldi. Þegar hann hefði verið „„gjafari““, hefði hann spilað fyrir sjálfan sig. Hann kvað stjórnarmenn hafa oftar en óbreytta félaga verið í þessu hlutverki. Aðrir en klúbbfélagar hefðu aldrei komið þar við sögu. Inntöku- skilyrði í klúbbinn hefði verið fjárræði. Ekki kvaðst hann hafa haft viður- væri sitt af spilum og ekki annan ávinning af þeim en skemmtan. Hann ynni nú á Hótel Esju og sæi um „,míni-bar““ þar. Eins hefði hann fengist við að útbúa bridds-kerfi, en ekki fengið borgað fyrir það. 2421 Ákærði kvað ákærða Harald hafa aðallega séð um fjármál klúbbsins. Hann kvaðst ekkert geta sagt um bók A Í eða um færsluna 4. 8., sem var sérstaklega borin undir hann. Hann kannaðist ekki við að hafa fengið greiddar 80 þúsund krónur. Ekki kvaðst hann heldur kannast við bók A 2, en hún gæti verið yfir hússjóðinn. Niðurstaða. Ákærðu hafa verið reikulir í skýrslum sínum, og einkum hafa þeir breytt framburði sínum, eftir að málið kom til meðferðar hér við dóminn. Hafa dómskýrslur þeirra á sér nokkurn ósennileikablæ og eru um sumt fráleitar. Af skýrslum ákærðu, húsbúnaði í Súðarvogi 7 og því, sem fannst við hús- leitina af fjármunum og gögnum, einkum bók A 1, má ráða með vissu, að þar hefur verið spilað um verulegar fjárhæðir í rúllettu, „black jack“, kasjón, póker og bridds. Af skýrslum ákærðu og bókhaldi og öðrum skjal- legum gögnum má einnig ráða með vissu, að þeir höfðu varið verulegum fjárhæðum úr eigin vasa og af spilagróða til þess að koma upp spilabúnaði og -aðstöðu í húsnæðinu. Þá hefur komið fram hjá þremur ákærðu, að þeir hafi gert sér von um að hagnast á spilunum. Ákærðu voru stjórnar- menn í FRÍ-klúbbnum, og upplýst er, að þeir réðu þar mestu, höfðu þar mest umsvif og umráð húsnæðisins. Að þessu athuguðu ber að sakfella þá bæði fyrir brot við 1. mgr. 183. gr. og 184. gr. almennra hegningarlaga, og skiptir þá ekki máli, þótt þeir kunni að hafa varið mestum tíma sínum í aðra atvinnu. B. Brot gegn 18., sbr. 1. mgr. 33. gr. áfengislaga. Fyrir liggur, að ákærðu höfðu ekki leyfi til áfengisveitinga. Upplýst er enn fremur, að ákærði Sverrir Frank seldi lögreglumönnunum Hauki Ásmundssyni og Halli Hilmarssyni tvo bjóra föstudagskvöldið 9. október sl. Á ljósmyndum, sem teknar voru í húsnæðinu, má sjá fullbúinn bar og áfengi í hillum, á gólfi og á borði. Í barborðinu er afgreiðslupeningakassi, og voru Í honum 8.500 krónur auk smámyntar. Á barnum fannst verðlisti, m. a. um áfengi. Í bók A 2 margnefndri eru og færslur, sem benda ein- dregið til áfengissölu. Ákærðu hafa að Sverri Frank og Val Bjartmari undanskildum neitað því með öllu, að áfengi hafi verið selt í húsnæðinu, en ákærði Valur Bjartmar bar það hjá lögreglunni í Reykjavík, að gestum klúbbfélaga hefði verið selt áfengi, og taldi hann verðlistann sýna það verð, sem gestum var gert að greiða fyrir áfengið. Í skýrslu sinni hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins bar hann, að spilamenn hefðu fengið áfengisveitingar, en án þess að greiða fyrir þær. Fyrir hafi þó komið, að þeir gæfu „,tips““, en það hefði verið sjaldan. Ákærði Sverrir Frank bar það í skýrslu sinni hjá rannsóknarlögreglunni, 2422 að mönnum, sem voru ekki að spila, hefði verið selt áfengi í undan- tekningartilvikum, en að jafnaði seldi hann ekki áfengi þarna. Aftur á móti gæfu þeir, sem spiluðu rúllettu eða „black jack““, „tips“. Hjá rannsóknar- lögreglunni bar ákærði Valgarð það einnig, að menn, sem þágu áfengi í klúbbnum, hefðu gefið „tips“. Hér fyrir dóminum hafa ákærðu allir þver- tekið fyrir, að áfengi hafi verið selt eða að menn hafi gefið þjórfé eða „„tips““. Þá hafa þeir gefið þá skýringu á verðlistanum, að hann sé gamall og frá öðru skeiði í starfsemi klúbbsins. Haukur Ásmundsson lögreglumaður, sem nefndur er hér að ofan, hefur borið, að ákærði Sverrir Frank hafi sagt þeim Halli, að þeir yrðu að kaupa áfengi, ef þeir ætluðu að dveljast þarna án þess að spila, og væri það hús- regla. Hallur Hilmarsson lögreglumaður hefur borið með Hauki um þetta. Niðurstaða. Telja verður sannað með því, sem rakið er um þetta sakaratriði hér að framan, að ákærðu eða aðrir á þeirra vegum hafi veitt gestum í húsnæðinu, sem ekki sátu að spilum, áfengi gegn gjaldi þann tíma, sem húsnæðið var í notkun, en gegn eindreginni neitun þeirra verður að telja ósannað, að áfengi hafi verið veitt gegn gjaldi umfram það. Hafa ákærðu með þessu orðið sekir um brot gegn 18. gr., sbr. 1. mgr. 33. gr. áfengislaga. Viðurlög. Ákærði Haraldur Sveinn hefur gerst sekur um hegningarlagabrot fimm sinnum áður, þar af í fjögur skipti fyrir ofbeldisbrot. Refsing hans þykir hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Ákærði Sverrir Frank var dæmdur fyrir þjófnað árið 1968 og sektaður árið 1986 fyrir klámbrot. Þá hefur honum verið refsað sex sinnum, ýmist fyrir ölvun eða umferðarlagabrot. Þykir refsing hans vera hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Ákærði Valgarð var sektaður fyrir ölvun við akstur árið 1982 og fyrir klámbrot árið 1987. Þykir refsing hans vera hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði Valur Bjartmar hefur verið sektaður fimm sinnum fyrir ölvun, einu sinni fyrir ölvunarakstur og í eitt sinn fyrir akstur án réttinda. Þykir refsing hans vera hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Rett þykir að fresta framkvæmd þessara refsinga ákærðu og ákveða, að þær falli niður að liðnum þremur árum, haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Þá þykir vera rétt að gera hverjum hinna ákærðu að greiða 2.000.000 króna í sekt til ríkissjóðs, og komi 90 daga fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan átta vikna frá dómsbirtingu. 2423 Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga ber að dæma ákærðu til þess að þola upptöku til ríkissjóðs á spilapeningum, tveimur spilaborð- um, tveimur peningakössum og rúllettuhjóli, sem hald var lagt á. Ekki eru lagaskilyrði til þess að gera upptækt það áfengi, sem fannst hjá ákærðu. Dæma ber ákærðu hvern um sig til þess að greiða verjanda sínum máls- varnarlaun, 65.000 krónur, þeim Gísla Gíslasyni hdl., Björgvin Þorsteins- syni hrl., Gunnari Jóhanni Birgissyni hdl. og Sigurbirni Magnússyni hdl. Ákærðu greiði óskipt allan annan sakarkostnað, þar með talin málsóknar- laun í ríkissjóð, 50.000 krónur. Dómsorð: Ákærðu Haraldur Sveinn Gunnarsson og Sverrir Frank Kristinsson sæti fangelsi í fjóra mánuði. Ákærðu Valgarð Blöndal og Valur Bjartmar Sigurðsson sæti fang- elsi í þrjá mánuði. Framkvæmd refsingar allra ákærðu er frestað, og fellur hún niður að liðnum þremur árum frá dómsuppsögu, haldi ákærðu almennt skil- orð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu greiði hver um sig 2.000.000 króna í sekt í ríkissjóð, og komi 90 daga fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan átta vikna frá dómsbirtingu. Ákærðu sæti upptöku til ríkissjóðs á spilapeningum, tveimur spila- borðum, tveimur peningakössum og rúllettuhjóli. Ákærðu greiði hver um sig verjanda sínum 65.000 krónur í máls- varnarlaun, ákærði Haraldur Sveinn Gísla Gíslasyni héraðsdóms- lögmanni, ákærði Sverrir Frank Björgvin Þorsteinssyni hæstaréttar- lögmanni, ákærði Valgarð Gunnari Jóhanni Birgissyni héraðsdóms- lögmanni og ákærði Valur Bjartmar Sigurbirni Magnússyni héraðs- dómslögmanni. Ákærðu greiði óskipt allan annan sakarkostnað, þar með talin málsóknarlaun í ríkissjóð, 50.000 krónur. 2424 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 144/1993. Ákæruvaldið (Sigríður Jósefsdóttir, sérstakur saksóknari) gegn Gylfa Sveinssyni (Gústaf Þór Tryggvason hdl.) og Magnúsi Guðjónssyni (Árni Grétar Finnsson hrl.). Brot gegn lögum um virðisaukaskatt. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Máli þessu var í heild sinni áfrýjað til Hæstaréttar að ósk ákærða Gylfa Sveinssonar með stefnu 22. mars 1993. Hann krefst sýknu af kröfum ákæruvalds. Ákærði Magnús Guðjónsson, sem vildi una héraðsdómi, krefst aðallega sýknu. Af hálfu ákæruvalds er krafist staðfestingar hins áfrýjaða dóms, þó þannig, að refsing ákærðu verði þyngd. Af málsatvikum öllum er ljóst, að engin kaup voru gerð milli ákærðu um prentvélar þær og tæki, sem greind eru í afsali milli þeirra, dagsettu 1. október 1991, og ódagsettum, en greiðslukvitt- uðum reikningi frá Prentverki Magnúsar Guðjónssonar, og að skjöl þessi hafi verið málamyndagerningar. Á grundvelli skjala þessara afhenti ákærði Gylfi virðisaukaskattsskýrslu, dagsetta 5. desember 1991, til þess að fá greiddan innskatt, að fjárhæð 456.530 krónur. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm með vísan til forsendna hans að öðru leyti en því, að eftir atvikum þykir rétt, að refsing ákærða Gylfa verði öll skilorðsbundin. Ákærði Gylfi greiði áfrýjunarkostnað, svo sem í dómsorði greinir. Áfrýjunarkostnaður, að því er varðar ákærða Magnús, greiðist úr ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Dómsorð: Ákærði Gylfi Sveinsson sæti fangelsi sex mánuði. Ákærði Magnús Guðjónsson sæti fangelsi fjóra mánuði. 2425 Fresta skal fullnustu refsingar beggja ákærðu, og skal hún niður falla að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa, haldi þeir almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1975. Ákærði Gylfi greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Gústafs Þórs Tryggvasonar hæstaréttar- lögmanns, 40.000 krónur. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Magnúsar fyrir Hæstarétti, Árna Grétars Finnssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur, greiðast úr ríkissjóði. Ákærði Gylfi greiði helming annars áfrýjunarkostnaðar, þar með talin hálf saksóknarlaun í ríkissjóð, 20.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 11. mars 1993. I. Ár 1993, fimmtudaginn 11. mars, er í Héraðsdómi Reykjaness kveðinn upp dómur af Sigurði Halli Stefánssyni, settum héraðsdómara, í máli nr. S-122/1992. Mál þetta var dómtekið 23. f. m. Það var höfðað með ákæru 18. desem- ber 1992 á hendur Gylfa Sveinssyni, kt. 310548-4489, Lyngheiði 2, Kópa- vogi, og Magnúsi Guðjónssyni, kt. 090735-3149, Sjávargötu 15, Bessastaða- hreppi, „fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt með því að hafa í félagi í þeim tilgangi að villa um fyrir skattyfirvöldum útbúið til málamynda afsal, dagsett 1. október 1991, og ódagsettan reikning, þannig, að svo liti út sem ákærði Gylfi hefði keypt prentvélar og -tæki af ákærða Magnúsi og einka- fyrirtæki hans, Fjarðarprenti-Prentverki Magnúsar Guðjónssonar, og greitt honum fyrir 2.230.000 kr., þar af 456.530 krónur í virðisaukaskatt, og ákærða Gylfa fyrir að hafa ranglega tilgreint þann skatt sem innskatt á virðisaukaskattsskýrslu sinni fyrir greiðslutímabilið september-október 1991 og að hafa afhent skattstjóranum í Reykjanessumdæmi þá skýrslu 5. desember 1991 ásamt fyrrgreindu afsali og greiðslukvittuðum reikningi í því skyni að fá virðisaukaskattinn af þeim viðskiptum endurgreiddan sam- kvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Áður en til útborgunar kom, beindi skattstjóri fyrirspurn til ákærða Gylfa um framan- greind viðskipti hans við ákærða Magnús, og 3. janúar 1992 barst skatt- stjóra leiðrétt virðisaukaskattsskýrsla frá ákærða Gylfa, þar sem innskattur var lækkaður um 456.530 kr. 2426 Telst háttsemi ákærða Gylfa varða við 1. eða 2. mgr. og 6. mgr. 40. gr. laga nr. $0/1988 um virðisaukaskatt, en háttsemi ákærða Magnúsar við 4. og 6. mgr. 40. gr. sömu laga. Er þess krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar fyrir framangreint brot““. II. 1. Með vísun til 41. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sendi skattrann- sóknarstjóri með bréfi, dags. 11. febrúar 1992, rannsóknarlögreglustjóra ríkisins samantekt skattstjórans í Reykjanessumdæmi, dags. 15. janúar 1992, um athugun á viðskiptum milli hinna ákærðu í máli þessu og virðis- aukaskattsskil ákærða Gylfa. Var málinu vísað til opinberrar rannsóknar. Bréf ríkisskattstjóra er að meginefni svohljóðandi: „„Málavextir eru þeir, að Magnús Guðjónsson rekur prentsmiðju á Reykjavíkurvegi 60 í Hafnarfirði. Prentsmiðjan er einstaklingsfyrirtæki Magnúsar og heitir Prentverk Magnúsar Guðjónssonar. Allt þar til á síðasta ári hafði Magnús rekið prentsmiðjuna Fjarðarprent sf., sem var lögaðili, í félagi við annan mann, en eigendur slitu því félagi á síðastliðnu ári. Eftir það rak Magnús einn Prentverk Magnúsar Guðjónssonar. Gylfi Sveinsson rekur Reiknistofuna hf., sem er lögaðili, og einnig Þjöppuna, sem er einka- fyrirtæki hans. Virðisaukaskattsnúmer Gylfa v/Þjöppunnar er 420, og skráð starfsemi er sögð verktakastarfsemi. Samkvæmt samantekt skattstjóra Reykjanessumdæmis barst honum 5. desember 1991 virðisaukaskattsskýrsla frá Gylfa fyrir tímabilið september og október 1991. Samkvæmt skýrslunni var innskattur 461.741 kr. og inn- eign hjá ríkissjóði 451.550 kr. Til upplýsingar má geta þess, að á fyrstu fjórum tímabilum ársins (jan.-ágúst) 1991 var innskattur alls 48.369 kr. Til skýringar þessum innskatti fylgdu með skýrslunni afsal og reikningur. Afsalið er dags. 1. október 1991, þar sem Fjarðarprent sf. og Magnús selja Gylfa nánar tilgreindar vélar og tæki ásamt fylgihlutum, alls að verðmæti 2.230.000 kr. ásamt virðisaukaskatti. Reikningurinn er út gefinn af Prent- verki Magnúsar Guðjónssonar, nr. 992, ódagsettur og stílaður á Gylfa Sveinsson, alls að fjárhæð 2.230.000 kr., þar af vsk. að fjárhæð 456.530 kr. Á reikninginn er kvittað fyrir greiðslu (með peningum) af Magnúsi. Þess ber að geta hér, að svo virðist sem Magnús noti bæði fyrirtækis- nöfnin, þ. e. Fjarðarprent sf. og Prentverk Magnúsar Guðjónssonar, sbr. afsalið og reikninginn, og einnig, að sama kennitala er notuð vegna beggja fyrirtækjanna. Í tilefni þessarar virðisaukaskattsskýrslu sendi skattstjóri Reykjaness- umdæmis Gylfa fyrirspurnarbréf, dags. 13. desember 1991, þar sem spurt 2427 var nánar um þessi viðskipti. Var það gert, þar sem svo virtist sem sala þeirra hluta, sem tilgreindir eru í afsali og reikningi, væri ekki innskattshæf, sbr. 4. mgr. 12. gr. 1. nr. 50/1988. Samkvæmt inn sendum gögnum virtist vera um eigendaskipti á fyrirtækinu eða hluta þess að ræða og að hinn nýi eigandi (Gylfi) hefði með höndum skráðan eða skráningarskyldan rekst- ur samkvæmt virðisaukaskattslögum. Hinn 20. desember 1991 svaraði Gylfi Sveinsson fyrirspurn skattstjóra. Í svari sínu kveður hann engin eigendaskipti hafa orðið og vísar því til stuðnings til leigusamnings, dags. 1. október 1991, þar sem Magnús tekur á leigu allar þær sömu vélar og tæki, sem hann hafði sama dag afsalað Gylfa. Vegna þessa svars og m. a. þar sem engin virðisaukaskattsskýrsla hafði borist frá Magnúsi Guðjónssyni fyrir tímabilið september-október 1991, ákvað skattstjóri að ræða beint við málsaðila til skýringar þessum viðskipt- um. Samkvæmt samantekt skattstjórans í Reykjanessumdæmi ræddu starfsmenn hans við Magnús 2. janúar 1992 og við Gylfa 6. janúar 1992. Ekki fór fram formleg skýrslutaka af þessum aðilum, en um þessar viðræður og niðurstöður þeirra er vísað til samantektar skattstjórans í Reykjanessumdæmi, dags. 15. janúar 1992, sem fylgir með. Hinn 3. janúar 1992 barst skattstjóranum í Reykjanessumdæmi nýleiðrétt virðisaukaskattsskýrsla frá Gylfa Sveinssyni fyrir tímabilið september- október 1991. Samkvæmt þessari skýrslu er innskattur lækkaður um 456.530 kr., þ. e. um virðisaukaskatt af viðskiptum Gylfa og Magnúsar, en skýrslan að öðru leyti er óbreytt.“ Bréfinu fylgdu tilvitnuð skjöl. Þar á meðal eru tvö ljósrit umrædds reikn- ings, en annað þeirra ber með sér að vera af „„yfirkrossuðu““ afriti hans með handskrifaðri dagsetningu, 1/11. Greiðslukvittun er með upphafsstöf- unum MG, en að öðru leyti er rétt skýrt frá texta reikningsins í framan- greindu bréfi svo og frá efni annarra skjala. Í tilvitnaðri samantekt Skattstofu Reykjanessumdæmis segir m. a.: „Með virðisaukaskattsskýrslu, dags. 5. desember 1991, sbr. fskj. nr. 1, sendi Gylfi ljósrit af reikningi nr. 992 frá Prentverki Magnúsar Guðjónssonar, sbr. fskj. nr. 3. Magnús afhenti, er farið var á starfsstöð hans (2. janúar 1992, innskot dómara), afrit áðurnefnds reiknings nr. 992. Búið var að krossa yfir þetta afrit og dagsetja það (1/11), sbr. fskj. nr. 7.“ Hið „selda“ samkvæmt afsali tók til alls eða a. m. k. meginhluta prent- verks (tækja, fylgihluta, raflagna og tenginga) ákærða Magnúsar. Í fyrir- spurnarbréfi skattstjóra, dags. 13. des. 1991, segir m. a.: „Samkvæmt 4. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt með áorðnum breytingum telst eignayfirfærsla vörubirgða, véla og annarra rekstrarfjármuna ekki til skattskyldrar veltu, þegar yfirfærslan er gerð í sambandi við eigendaskipti 2428 fyrirtækis eða hluta þess og hinn nýi eigandi hefur með höndum skráðan eða skráningarskyldan rekstur samkvæmt virðisaukaskattslögum. Við slíka sölu skal eigandi hins vegar tilkynna skattyfirvöldum um eigendaskipti og sölu- andvirði eigi síðar en átta dögum eftir, að eignayfirfærslan fór fram. Í svar- bréfi ákærða Gylfa, dags. 20. des. 1991, eru engin eigendaskipti sögð hafa orðið á fyrirtæki og vísað til hjálagðs leigusamnings um allt það, er í afsalinu greinir. Leigutaki samkvæmt samningnum er ákærði Magnús, leigusali ákærði Gylfi og dagsetning 1. október 1991, þ. e. hin sama og á afsali.““ 2. Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins voru teknar skýrslur af ákærðu. Þar var einnig aflað gagna frá firmaskrá um Fjarðarprent sf. Firmað var stofnað árið 1963. Samkvæmt tilkynningu 22. mars 1991 gekk sameigandi ákærða Magnúsar úr sameignarfélaginu, og tók Magnús, sem er prentari, við öllum rekstri firmans, og skyldi hann síðan reka það sem einkafyrirtæki með ótakmarkaðri ábyrgð. Ákærði kveður reksturinn nú vera undir nafninu Fjarðarprent — Prentverk Magnúsar Guðjónssonar. Ákærði Gylfi Sveinsson er viðskiptafræðingur að mennt. Hann veitir for- stöðu sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Reiknistofunni hf. Meginverkefni fyrirtækisins kveður hann vera skráningu staðreynda og sölu upplýsinga um vanskil, nauðungaruppboð og gjaldþrot samkvæmt auglýs- ingum og gögnum frá dómstólum. Virðisaukaskattsskýrslur ákærða Gylfa Sveinssonar, sem um ræðir í ákæru, voru með kennitölu hans og starfsemin tilgreind sem verktaka- starfsemi (atvgr. 410). Í síðari skýrslu er skattskyld velta greiðslutímabilsins sept.-okt. 1991 án virðisaukaskatts gefin upp sem 41.600 kr., útskattur 10.192 kr. og innskattur 5.212 kr. Ákærði Magnús Guðjónsson skilaði 9. janúar 1992 inn virðisaukaskatts- skýrslu án greiðslu fyrir greiðslutímabilið sept.-okt. 1991. Hún var með eig- in kennitölu hans, skattskyld velta án virðisaukaskatts 2.682.478 kr., út- skattur 657.260 kr. og innskattur 295.881 kr. Kveður hann þar um að ræða veltu venjubundinnar starfsemi prentverksins. Auk ákærðu gáfu vitnin Olgeir Skúli Sverrisson, kt. 250350-3689, og Þorsteinn Unnsteinsson, kt. 121251-3459, skýrslur hér fyrir dómi. 3. Verður nú vikið að efni dómskýrslna. Ákærðu hafa staðfest nafnritun sína á skjöl þau, sem greinir í ákæru, og önnur, sem getið hefur verið hér að framan. Það var ákærði Gylfi, sem útbjó í október 1991 ekki aðeins virðisaukaskattsskýrsluna, sem hann af- henti skattstjóranum í Reykjanessumdæmi 5. desember 1991, heldur einnig afsal og reikning svo og leigusamning, sem fyrr getur. Engar greiðslur í 2429 einni eða annarri mynd fóru ákærðu á milli. Hafa þeir viðurkennt hlutræna brotalýsingu ákæruskjals. Ákærði Magnús kvaðst hafa orðið mjög miður sín, er hann varð þess var, eftir að hann hafði einn tekið við rekstri Fjarðarprents, að skuldir voru mun meiri en hann hafði talið. Hann kvaðst hafa leitað til geðlæknis um þær mundir og síðar, og er staðfest með fram lögðu læknisvottorði, að hann var vistaður á geðdeild Landspítalans frá 8. til 15. nóvember 1991 vegna depressio mentis (af félagslegum rótum, þ. e. a. s. vegna fjárhags- örðugleika). Hann kvaðst hafa búist við að verða gjaldþrota um næstu ára- mót og leitað til meðákærða Gylfa og farið að ráðum hans, en þau hafi lotið að því, að prentsmiðjan yrði rekin áfram undir öðru nafni og á öðrum stað eftir gjaldþrotið. „Ég gerði eins og mér var sagt.“ Hann kvað hug sinn hafa farið að skýrast, eftir að hann kom af Landspítalanum, og þá farið að finna til eftirsjár og samviskubits. Fram er komið, að ákærði Magnús vissi um framlagningu virðisauka- skattsskýrslu 5. desember 1991. Hann kvaðst hafa „hætt við allt saman“ á gamlársdag 1991, og lét hann ákærða Gylfa þegar vita um það, farið síðan í prentsmiðjuna daginn eftir eða þar næsta dag og krossað yfir afrit umrædds reiknings. Þá er upplýst, að ákærði Magnús tilkynnti ákærða Gylfa þegar um komu starfsmanna Skattstofu Reykjanessumdæmis 2. janúar 1992. Hann hefur staðfest eftirfarandi ummæli í skýrslu þeirra: „„Þegar Magnús var spurður í þaula um þessi viðskipti þeirra Gylfa, sagði hann, að þau væru öll tilbúningur og málamyndagerningar. Afsal, reikning- ur og leigusamningur hefðu verið útbúin í þeim tilgangi að forða eignum frá gjaldþrotaskiptum og fá innskatt greiddan út.““ Hann kvaðst hins vegar fyrir dómi ekki hafa gert sér grein fyrir þessu í upphafi vegna andlegs ásig- komulags síns. Ákærði Gylfi Sveinsson skýrði svo frá upphafi að atvikum málsins, að ákærði Magnús, sem hefði verið mjög miður sín andlega, hefði leitað hjálpar sinnar svo og Olgeirs Skúla Sverrissonar og Þorsteins Unnsteins- sonar. Gert hefði verið ráð fyrir, að ákærði Magnús myndi gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta öðrum hvorum megin við áramót 1991-1992. Niðurstaðan hefði orðið sú, að hann (Gylfi) myndi kaupa verulegan hluta tækja og búnaðar prentsmiðjunnar, útvega húsnæði (að Flatahrauni 29 C, Hafnarfirði) og stofna síðan félag um reksturinn, hugsanlega með aðild Olgeirs Skúla, Þorsteins og ákærða Magnúsar. Hinn síðastnefndi hefði a. m. k. getað fengið vinnu í fyrirtækinu og „skjól fyrir sig“. Ákærði Gylfi Sveinsson kvaðst ekki hafa treyst ákærða Magnúsi fyrir skuldaviðurkenningu, eða greiðslu fyrr en við móttöku tækjanna, en Magnús hefði ráðið afhendingardegi. Aðspurður kvað hann innlagningu virðisaukaskattsskýrslu 5. desember 1991 hafa verið eðlilega og heiðarlega 2430 af sinni hálfu. Um hafi verið að ræða eðlilegt framhald af samningi um virðisaukaskattsskyld kaup. Kvaðst hann hafa ætlað að geyma peningana, innskattinn, í 60 daga, á meðan stofnun nýs félags væri undirbúin G,til umþóttunar““). Síðan hefði komið til sölu frá sér til hins nýja félags og þar með til greiðslu virðisaukaskatts, útskatts, af þeirri sölu. Vitnið Olgeir Skúli Sverrisson staðfesti nafnritun sína sem votts á afsal og leigusamning, sem um ræðir í málinu. Hann kvaðst hafa verið og vera enn starfsmaður ákærða Magnúsar og hafa haft áhyggjur af honum. Hann kvaðst hafa verið á fundi á heimili hans, þar sem hann leitaði hjálpar um málefni sín. Kvaðst hann hafa verið beðinn að ganga í væntanlegt félag um kaup á prentvélum og búnaði, en hafa gefið ákærðu afsvar milli jóla 1991 og nýárs. Hins vegar hefði hann boðið fram vinnuaðstoð sína. Hann kvað Þorstein Unnsteinsson þegar hafa neitað þátttöku í félagsskapnum. Hann skýrði svo frá, að við undirritun framangreindra skjala hefði verið talað um, að óðfluga stefndi í gjaldþrot ákærða Magnúsar. Vitnið Þorsteinn Unnsteinsson kvaðst hafa verið á fundi um hugsanleg kaup á tækjum og búnaði prentsmiðju ákærða Magnúsar. Hann kvað ekki hafa komið til tals, að hann yrði aðili að félagi, sem tæki við rekstrinum. Á fundinum hefði verið rætt um, að ákærði Gylfi yrði kaupandi eða að umræddar eignir „færu yfir á hann““. Hann kvaðst hafa séð um bókhald fyrir ákærða Magnús frá miðju ári 1991. Kvaðst hann fá bókhaldsskjöl, rétt áður en skila bæri inn virðisaukaskattsskýrslum. Er hann hefði fengið í hendur afrit umrædds reiknings, hefði hann verið yfirstrikaður og aldrei verið bókaður. Ill. Með gögnum málsins, svo sem rakið hefur verið, þ. á m. skýrslum ákærðu, er sannað, að þeir hafa gerst sekir um brot það, sem þeim er gefið að sök. Brot þeirra var fullframið. Þótt báðir ákærðu teljist aðalmenn að því, er ljóst, að ákærði Gylfi hafði um það alla forystu. Þykir brot ákærða Gylfa Sveinssonar varða við 1. mgr., sbr. 6. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Brot ákærða Magnúsar Guðjónssonar þykir varða við 4. mgr., sbr. 6. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988. Hvorugur ákærðu hefur áður sætt refsingum, sem hér skipta máli. Refsing ákærða Gylfa Sveinssonar er ákveðin fangelsi í sex mánuði. Fresta skal fullnustu fjögurra mánaða af refsingunni og sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá birtingu dómsins, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/195S. Refsing ákærða Magnúsar Guðjónssonar er ákveðin fangelsi í fjóra mán- uði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum 2431 þremur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Dæma ber ákærða Gylfa Sveinsson til að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Gústafs Þórs Tryggvasonar héraðsdómslögmanns, 60.000 kr. Dæma ber ákærða Magnús Guðjónsson til að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Árna Grétars Finnssonar hæstaréttarlögmanns, 55.000 kr. Ákærðu greiði óskipt annan sakarkostnað, þ. m. t. saksóknarlaun í ríkis- sjóð, 50.000 kr. Dómsorð: Ákærði Gylfi Sveinsson sæti fangelsi í sex mánuði. Fresta skal fullnustu fjögurra mánaða af refsingunni og sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Magnús Guðjónsson sæti fangelsi í fjóra mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur ár- um frá birtingu dómsins, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/195S5. Ákærði Gylfi Sveinsson greiði málsvarnarlaun Gústafs Þórs Tryggvasonar hdl., 60.000 krónur. Ákærði Magnús Guðjónsson greiði málsvarnarlaun Árna Grétars Finnssonar hrl., 55.000 krónur. Ákærðu greiði óskipt annan sakarkostnað, þ. m. t. saksóknarlaun í ríkissjóð, 50.000 krónur. 2432 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 354/1993. Ákæruvaldið (Björn Helgason saksóknari) gegn Magnúsi Ólafssyni (Magnús Thoroddsen hrl.), Halldóri Má Sverrissyni og Brynjari Valdimarssyni (Jóhann Þórðarson hrl.). Fjárhættuspil. Skilorð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson og Pétur Kr. Hafstein. Ákærðu, sem áfrýjuðu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu, út gefinni af ríkissaksóknara 15. júní 1993, krefjast sýknu af kröfum ákæruvaldsins. Ríkissaksóknari krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Samkvæmt framburði ákærðu stóðu þeir í félagi fyrir fjárhættu- spili í húsnæði að Ármúla 15 í Reykjavík, sem þeir höfðu á leigu. Verulegar fjárhæðir gátu verið í húfi. Þátttakendum og gestum stóð til boða áfengi, sem að minnsta kosti stundum var greitt fyrir. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta niðurstöðu hans um sakfellingu ákærðu fyrir brot gegn 1. mgr. 183. gr. og 184. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 svo og 18. gr., sbr. 1. mgr. 33. gr., áfengislaga nr. 82/1969, sbr. lög nr. 52/1978. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um fangelsisrefsingu ákærðu og skilorðsbindingu hennar. Fésekt á hendur hverjum ákærðu þykir hæfilega ákveðin 300.000 krónur í ríkissjóð, og komi 45 daga fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um upptöku eigna og sakar- kostnað. Ákærðu greiði áfrýjunarkostnað sakarinnar, eins og í dómsorði segir. 2433 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður um annað en fésektir ákærðu. Ákærðu, Magnús Ólafsson, Halldór Már Sverrisson og Brynjar Valdimarsson, greiði hver um sig 300.000 krónur í sekt í ríkissjóð, og komi 45 daga fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði Magnús Ólafsson greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Magnúsar Thoroddsen hæsta- réttarlögmanns, 60.000 krónur. Ákærðu Halldór Már Sverrisson og Brynjar Valdimarsson greiði in solidum málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Jóhanns Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur. Ákærðu greiði in solidum allan annan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 50.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 7. apríl 1993. Ár 1993, miðvikudaginn 7. apríl, er á dómþingi Héraðsdóms Reykja- víkur, sem háð er af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara í Dómhúsinu við Lækjartorg, kveðinn upp dómur í málinu nr. S-74/1993: Ákæruvaldið gegn Magnúsi Ólafssyni, Halldóri Má Sverrissyni og Brynjari Valdimarssyni, sem dómtekið var 19. mars sl. Mál þetta var höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 2. febrúar 1993, á hendur ákærðu, Magnúsi Ólafssyni, Túngötu 26, Reykja- vík, kt. 180254-579, Halldóri Má Sverrissyni, Logafold 108, Reykjavík, kt. 180572-570, og Brynjari Valdimarssyni, Efstasundi 70, Reykjavík, kt. 301267-460, „fyrir hegningarlagabrot og áfengislagabrot með því að hafa á tímabilinu frá 18. september 1992 til 10. október 1992 í húsnæði að Ár- múla 15, Reykjavík, sem ákærðu höfðu á leigu, rekið í félagi fjárhættuspil („black jack““ eða 21 og rúllettu) í atvinnuskyni og sér til ávinnings og jafnframt í tengslum við þessa starfsemi veitt þeim, sem eftir því leituðu, áfengi gegn gjaldi. Telst þetta varða við 183. og 184 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 18. gr., sbr. 1. mgr. 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969, sbr. lög nr. 52/1978. 153 2434 Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til að þola upp- töku á eftirtöldum varningi, sem hald var lagt á við rannsókn málsins, sam- kvæmt 1. mgr. 1. tl. 69. gr. almennra hegningarlaga: 1. spilapeningum, 2. sérsmíðuðum spilaborðum fyrir „black jack““ og rúllettu ásamt fylgi- hlutum, 3. bjór á flöskum, 66 flöskur, bjór í dósum, 60 dósir, bjór í kössum, 6) kassi, áfengi af ýmsum tegundum, 18 flöskur, þar af nokkrar áteknar““. Málavextir. Laugardaginn 10. október 1992 laust eftir miðnætti gerði lögregla húsleit í Ármúla 15 vegna grunar um, að þar væri rekið „spilavíti“. Þegar að var komið, sat fólk að spilum, og voru spilapeningar á borðum. Var öll spila- mennska stöðvuð og starfsmenn handteknir. Hald var lagt á áfengi, 282 flöskur, og 60 dósir af bjór og 18 flöskur af sterku áfengi, sumar áteknar. Þá var lagt hald á 3429 spilapeninga af ýmsum gerðum, reiðufé og tékka. Í reiðufé reyndust vera 871.000 krónur og 100 dollarar og í tékkum 1.472.387 krónur. Ákærðu stofnuðu saman fyrirtækið Klakann og tóku á leigu húsnæði í Ármúla 15 til starfseminnar. Leigugjaldið var 75.000 krónur á mánuði. Lögðu þeir saman 3.000.000 krónur til starfseminnar, bæði í stofnkostnað og sjóð. Komu þeir þar fyrir ýmislegum búnaði, svo sem rúllettu og spila- borðum. Hjá ákærðu störfuðu tíu manns, ýmist við að þjóna gestum til borðs eða við spil. Starfsemin fór þannig fram, að gestir keyptu spila- peninga af ákærðu, sem þeir lögðu undir, og spiluðu á móti þeim eða öðrum á vegum ákærðu. Spilapeningarnir fengust í eftirtöldum fjárhæðum: kr. 50, 100, 500, 1000, 2500, 5000 og 10.000. Auk þess var hægt að skipta á spilapeningum og 100.000 króna platta við rúllettuna, þegar mönnum hafði græðst mikið af spilapeningum. Spiluð var rúlletta við eitt borð, en 21 eða svo nefndur „black jack““ við tvö borð. Gekk á ýmsu í spilunum, og hefur komið fram, að mest hafi tap eins manns á kvöldi orðið 250.000 krónur, en mestur gróði 340.000 krónur. Við rúllettuna gátu setið sex menn í einu, en fleiri gátu spilað í henni í senn. Við hvort hinna borðanna tveggja gátu spilað sex menn í einu. Gestir fengu veitingar, áfengi, kaffi, gosdrykki og samlokur. Þá var selt þarna tóbak. Ekki var ætlast til þess, að gestir greiddu beinlínis fyrir veitingarnar, en þegar vel gekk hjá þeim, gáfu þeir spilapeninga í þjórfé, en ekkert, ef þeir töpuðu. Að sögn ákærðu er þetta í samræmi við alþjóðlega venju í spilavítum. Starfsmenn ákærðu þágu ekki laun frá þeim, heldur fengu þeir hlut af þjórfénu. Fé þetta skiptist þannig, að helminginn fékk „Klakinn““ til þess að vega upp kostnað af veitingum og öðru, en hinn helmingurinn skiptist jafnt á milli allra starfsmanna, sem 2435 voru við störf það kvöldið. Tóku ákærðu jafnan hlut á móti öðrum starfs- mönnum, ef þeir voru við störf. Í rúllettunni varð að leggja minnst 50 krón- ur undir, en mest 1000 krónur á hverja tölu. Á hinum borðunum var lág- mark 200 krónur og hámark $000 krónur annars vegar, en hins vegar 500 og 10.000 krónur. Ákærðu sögðust við lögreglurannsókn málsins ekki hafa staðið í þessu beinlínis til þess að hagnast á því, en þeir væru haldnir spilafíkn. Hefði þeim ofboðið, hve miklu þeir eyddu í spil, og því ákveðið að stofna fyrir- tækið og spila hjá sjálfum sér og hagnast á öðrum, sem kæmu til að spila. Hefðu þeir ætlað að verja hagnaðinum, ef einhver yrði, í staðinn. Hefur komið fram hjá þeim, að þeir hafi tapað 280.000 krónum á þeim þremur vikum, sem starfsemin hefði varað. Ákærðu hafa dregið úr þessu atriði hér fyrir dómi og sagt, að þetta væri rangt eftir sér haft. Það athugast, að ákærðu áttu kost á aðstoð lögmanns við yfirheyrslurnar hjá lögreglu. Niðurstaða. Með því, sem rakið hefur verið, er sannað, að ákærðu létu fara fram fjárhættuspil í húsnæði því, sem þeir höfðu til umráða, og höfðu af því tekjur. Skiptir í því sambandi ekki máli, hvort hagnaður eða tap hafi orðið af starfseminni í heild. Þá er upplýst, að hér var á ferð umfangsmikil starf- semi, sem velti háum fjárhæðum. Verður í ljósi þess að telja, að ákærðu hafi staðið að þessu í atvinnuskyni, og skiptir þá ekki máli, þótt þeir kunni einnig að hafa haft aðra atvinnu. Hafa ákærðu með þessu orðið sekir um brot gegn 183. og 184. gr. almennra hegningarlaga. Sannað er einnig, að gestir þágu áfengisveitingar hjá ákærðu og létu af hendi rakna þjórfé, þegar þeim græddist fé í spilunum. Ákærðu áskildu sér helming fjárins, m. a. til þess að standa straum af áfengisveitingunum, en hinn helmingurinn fór í þóknun til starfsfólks. Verður að telja, að þetta hafi verið gjald í skilningi 18. gr. áfengislaga, og hafa ákærðu með þessu orðið brotlegir við þá grein, sbr. 33. gr. laganna. Viðurlög. Ákærða Magnúsi hefur verið refsað einu sinni fyrir ölvunarakstur og ákærða Halldóri Má einu sinni fyrir ölvun við akstur og einu sinni fyrir önnur umferðarlagabrot. Ákærða Brynjari hefur verið refsað tvisvar fyrir ölvun við akstur og einu sinni fyrir brot gegn 219. gr. almennra hegningar- laga auk umferðarlagabrots. Refsing ákærðu þykir hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Rétt þykir að fresta framkvæmd refsingar þeirra og ákveða, að hún falli niður að liðn- um þremur árum, haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegn- ingarlaga. 2436 Þá þykir vera rétt að gera hverjum ákærðu að greiða 2.000.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, og komi níutíu daga fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan átta vikna frá dómsbirtingu. Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga ber að dæma ákærðu til þess að þola upptöku til ríkissjóðs á 3429 spilapeningum og tveimur sér- smíðuðum spilaborðum fyrir „black jack““ og rúllettu. Gerð er krafa um upptöku á fylgihlutum, en óvíst er, hvað átt er við með því, og ber að vísa frá dómi upptökukröfunni að því leyti. Þá eru ekki lagaskilyrði til þess að gera upptækt það áfengi, sem fannst hjá ákærðu. Dæma ber ákærða Magnús til þess að greiða verjanda sínum, Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl., 65.000 krónur í málsvarnarlaun og ákærðu Halldór Má og Brynjar til þess að greiða óskipt verjanda sínum, Jóhanni Þórðarsyni hrl., 65.000 krónur í málsvarnarlaun. Allan annan sakarkostnað, þar með talin málsóknarlaun í ríkissjóð, 50.000 krónur, greiði ákærðu óskipt. Dómsorð: Ákærðu, Magnús Ólafsson, Halldór Már Sverrisson og Brynjar Valdimarsson, sæti hver um sig fangelsi í þrjá mánuði. Framkvæmd refsingar er frestað, og fellur hún niður að liðnum þremur árum frá dómsuppsögu, haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegn- ingarlaga. Ákærðu greiði hver um sig 2.000.000 krónur í sekt í ríkissjóð, og komi níutíu daga fangelsi í stað sektarinnar, greiðist hún ekki innan átta vikna frá dómsbirtingu. Ákærðu þoli upptöku til ríkissjóðs á 3429 spilapeningum og tveimur sérsmíðuðum spilaborðum. Ákærði Magnús greiði verjanda sínum, Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni héraðsdómslögmanni, 65.000 krónur í málsvarnarlaun og ákærðu Halldór Már og Brynjar verjanda sínum, Jóhanni Þórðarsyni hæsta- réttarlögmanni, 65.000 krónur í málsvarnarlaun. Ákærðu greiði óskipt allan annan sakarkostnað, þar með talin málsóknarlaun í ríkissjóð, 50.000 krónur. 2437 Fimmtudaginn 16. desember 1993. Nr. 258/1990. Róbert H. Jónsson (Þórólfur Kr. Beck hrl.) gegn Hermanni Kristjánssyni (Björgvin Þorsteinsson hrl.) og gagnsök. Niðurfelling máls. Fasteignakaup. Málskostnaður. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein og Stefán Már Stefánsson prófessor. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. júní 1990. Krafðist hann þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði yrðu ómerkt og málinu vísað heim til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Til vara krafðist hann sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda, en til þrautavara þess, að fébóta- kröfur hans yrðu lækkaðar. Hann krafðist og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi sótti ekki þing, þegar aðalsök var þingfest 1. október 1990, en gagnáfrýjaði málinu með stefnu 8. nóvember sama ár að fengnu áfrýjunarleyfi hinn 26. október til staðfestingar hinum áfrýjaða dómi. Auk staðfestingar krafðist hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi aðaláfrýjanda. Gagnsökin var sameinuð aðalsök 1. febrúar 1991. Við munnlegan flutning hinn 8. desember 1993 var því lýst yfir af hálfu aðaláfrýjanda, að hann félli frá áfrýjun málsins og öllum kröfum á hendur gagnáfrýjanda í aðalsök, en viðurkenndi skyldu til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað vegna aðalsakar. Jafn- framt féllst aðaláfrýjandi á kröfu gagnáfrýjanda um staðfestingu héraðsdóms og viðurkenndi á sama hátt skyldu til greiðslu hæfilegs málskostnaðar í gagnsök. Krafa gagnáfrýjanda er sem áður, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Jafnframt krefst hann þess nú, að aðaláfrýjanda og lögmanni hans, Þórólfi Kristjáni Beck hæstaréttarlögmanni, verði 154 2438 gert að greiða sér óskipt málskostnað í Hæstarétti vegna aðalsakar og gagnsakar. Í samræmi við fram komna kröfu aðaláfrýjanda verður mál hans á hendur gagnáfrýjanda fellt niður með vísan til c- liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 58. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands. Um málskostnað fer eins og segir hér á eftir. Krafa gagnáfrýjanda um staðfestingu hins áfrýjaða dóms nýtur samþykkis aðaláfrýjanda, og ber að taka hana til greina. Á dómur- inn þannig að vera óraskaður. Svo sem fram kemur í héraðsdómi, er mál þetta risið af kaupum milli aðila um íbúð að Hraunbraut 3 í Kópavogi. Var kaupsamn- ingur gerður 19. febrúar 1988, og fékk aðaláfrýjandi íbúðina afhenta sem kaupandi hinn 25. sama mánaðar. Greiðslufall varð af hálfu aðaláfrýjanda á mjög verulegum hluta kaupverðsins, og höfðaði gagnáfrýjandi þá mál þetta fyrir bæjarþingi Kópavogs með kröfu um riftun á kaupunum og fébætur úr hendi aðaláfrýjanda. Útivist varð á bæjarþinginu af hálfu aðaláfrýjanda, eftir að hann hafði sjálfur sótt þing við þingfestingu málsins. Var málið þá dæmt eftir fram lögðum skjölum og skilríkjum, sbr. 118. gr. þágildandi laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði, og dómkröfur gagnáfrýjanda teknar til greina. Fram er komið, að gagnáfrýjandi hafi að gengnum þessum dómi krafist rýmingar á íbúðinni og beðið um útburðargerð í fógetarétti Kópavogs sumarið 1990, þegar kröfunni var ekki sinnt. Hafi aðal- áfrýjandi haldið uppi vörnum í fógetaréttinum, meðal annars með vísan til þess, að dóminum hefði verið áfrýjað. Þeim málaferlum mun hafa lokið með því, að aðaláfrýjandi vék úr íbúðinni nærri árslokum 1990 að undangengnum úrskurði um útburð. Ákvörðun aðaláfrýjanda um að falla frá áfrýjun skýrir lögmaður hans svo, að aðaláfrýjandi hafi verið úrskurðaður gjaldþrota 28. október 1991, og hafi skiptum verið lokið á þeim grundvelli, að bú hans væri eignalaust. Kveður lögmaðurinn fjárhag aðaláfrýjanda vera slíkan, að ekki skipti máli, hvort ná mætti fram lækkun á fébótakröfum gagnáfrýjanda. Segir lögmaðurinn, að sér hafi ekki orðið kunnugt um þetta gjaldþrot fyrr en í nóvember 1993, en aðal- áfrýjandi hafi þá tekið ummrædda ákvörðun að sínu ráði. 2439 Krafa gagnáfrýjanda um málskostnað úr hendi lögmanns aðal- áfrýjanda er reist á 131. gr. laga nr. 91/1991. Eins og hér stendur á, þykir ekki ástæða til að hafna kröfu þessari fyrir það, hve seint hún er fram komin, en ekki eru næg efni til að taka hana til greina. Hins vegar verður aðaláfrýjanda gert að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, og telst hann hæfilega ákveðinn, eins og Í dómsorði segir. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisauka- skatts. Dómsorð: Mál aðaláfrýjanda, Róberts H. Jónssonar, á hendur gagn- áfrýjanda, Hermanni Kristjánssyni, er fellt niður. Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda 120.000 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. 2440 Föstudaginn 17. desember 1993. Nr. 450/1993. Vélsmiðjan Mjölnir hf. gegn þrotabúi Júpíters hf. Kærumál. Aðför. Endurupptaka. Gjaldþrot. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson og Haraldur Henrysson. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 18. október sl., sem barst réttinum ásamt gögnum $. nóvember. Hann krefst þess aðallega, að kröfu gagnaðila um ógildingu fjárnáms- gerðar þeirrar að hluta, sem fjallað er um í hinum kærða úrskurði, verði vísað frá héraðsdómi, en til vara, að synjað verði um framgang hennar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostn- aðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Atvikum málsins eru gerð ýtarleg skil í hinum kærða úrskurði. Með skírskotun til raka héraðsdómara eru ekki efni til að taka frávísunarkröfu sóknaraðila til greina. Fjárnámið frá 19. febrúar 1993 var endurupptekið 6. apríl og þá gert Í söluverði loðnufarms b/v Júpíters, en farmurinn var andlag hins fyrra fjárnáms. Kaupandi loðnufarmsins, Haraldur Böðvars- son hf., greiddi 2.305.741 krónu af kaupverðinu inn á bankareikn- ing sýslumannsins í Bolungarvík 7. apríl, en hann greiddi fjárhæð- ina 13. s. m. lögmanni gjörðarbeiðanda til lúkningar fjárnámskröfu hans. Sama dag beiddist gjörðarþoli gjaldþrotaskipta á búi sínu, og var það tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði 16. apríl. Af hálfu gjörðarþola voru mótmæli gegn hinu upphaflega fjár- námi engum haldbærum rökum studd. Krafa varnaraðila fyrir héraðsdómi laut og ekki að því, að fjárnámið stæðist ekki að lögum og fella bæri það úr gildi í heild sinni þess vegna, heldur einungis frá og með greiðslu sýslumanns á fjárnámskröfunni og þá í þeim tilgangi að tryggja varnaraðila, að greiðsla fjárnámskröfunnar rynni til hans. 2441 Í endurriti af endurupptöku fjárnámsins 6. apríl er tekið fram, að hún verði tilkynnt gjörðarþola. Af gögnum málsins verður eigi séð, að sú tilkynning hafi átt sér stað. Enda þótt eigi hafi verið skylt að tilkynna gjörðarþola fyrir fram um endurupptökuna sam- kvæmt 4. mgr. in fine 57. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, bar sýslu- manni að tilkynna honum um hana, eftir að hún fór fram, sbr. 3. mgr. 51. gr. laganna. Sýslumaður hefði, ekki síst með tilliti til þessa, átt að fresta greiðslunni í fjórar vikur frá 6. apríl að telja í samræmi við þau ákvæði aðfararlaga, sem vitnað er til um það atriði í hinum kærða úrskurði. Sú frestun gat þó ekki, úr því sem komið var, raskað rétti, sem gjörðarbeiðandi hafði þegar öðlast gagnvart gjörðarþola með viðtöku sýslumanns á greiðslu fjár- námskröfunnar í umboði hans 7. apríl, viku áður en fram kom beiðni um, að bú gjörðarþola yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ákvæði 72. gr., sbr. 138. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl., sem varnaraðili vísar til í því efni, fá ekki breytt þessari niðurstöðu, sem er í samræmi við ákvæði 50. gr. laga um aðför nr. 19/1887, sem áður giltu. Verður að telja, að sú grunnregla sé enn Í gildi. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið, verða úrslit kærumálsins þau, að greiðsla sýslumannsins í Bolungarvík 13. apríl 1993 til lúkningar umræddri fjárnámskröfu sóknaraðila á að standa óhögguð. Eftir atvikum er rétt, að málskostnaður í héraði og kærumáls- kostnaður falli niður. Dómsorð: Framanskráð greiðsla sýslumannsins í Bolungarvík til sóknaraðila, Vélsmiðjunnar Mjölnis hf., til lúkningar fjár- námskröfu hans, að fjárhæð 2.305.741 króna, á að standa óhögguð. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður falli niður. Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða 8. október 1993. Ár 1993, föstudaginn 8. október, er á dómþingi Héraðsdóms Vestfjarða, sem háð er í dómsal embættisins að Hafnarstræti 1, Ísafirði, af Sonju 2442 Hreiðarsdóttur fulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi í málinu nr. Y-1/1993: Krafa þrotabús Júpíters hf., kt. 551189-1209, um ógildingu að- farargerðar sýslumannsins í Bolungarvík nr. 17/1993/00007, sem gerð var að kröfu Vélsmiðjunnar Mjölnis hf., kt. 540292-2809, og tekin var til úr- skurðar 21. f. m. að loknum munnlegum málflutningi. I. Með bréfi skiptastjóra þrotabús Júpíters hf., dagsettu 10. maí 1993, sem dóminum barst 14. s. m., er þess krafist, að ofangreind aðfarargerð, sem fram fór á skrifstofu sýslumanns 15. febrúar sl. og endurupptekin hinn 18. s. m. og fram haldið degi síðar og enn endurupptekin 6. apríl s. á., verði ógilt frá og með ráðstöfun sýslumanns á fjárnámsandlaginu, 2.305.741 krónu, 13. apríl 1993. Krafan var þingfest 11. júní sl. Er þrotabúið sóknaraðili málsins, en Vél- smiðjan Mjölnir hf. varnaraðili. Dómkröfum sóknaraðila er áður lýst, en jafnframt krefst hann hæfilegs málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst þess aðallega, að kröfu sóknaraðila um ógildingu á aðfarargerð verði vísað frá dómi, en til vara, að henni verði hrundið. Þá krefst hann hæfilegs málskostnaðar að mati dómsins. Af hálfu sóknaraðila var þess krafist við munnlegan flutning málsins, að synjað yrði um frávísunarkröfu varnaraðila og málið tekið til efnis- meðferðar. Il. Málavextir eru þeir, að 15. febrúar 1993 fór fram af hálfu sýslumannsins í Bolungarvík aðfarargerð, þar sem Júpíter hf. var gerðarþoli og Vél- smiðjan Mjölnir hf. gerðarbeiðandi. Gerðarþoli var ekki við fyrirtökuna, en að ábendingu gerðarbeiðanda var sama dag gert fjárnám í 1330 tonna loðnufarmi um borð í ms. Júpíter, RE-161. Hinn 17. febrúar s. á. var beiðst endurupptöku á fjárnáminu, þar sem þá þótti ljóst, að aðfararveðið væri ófullnægjandi. Við endurupptöku 18. s. m., sem fram var haldið daginn eftir, var af hálfu gerðarbeiðanda fallið frá fyrra fjárnámi, en þess í stað krafist fjárnáms í söluandvirði 1170 tonna loðnufarms úr ms. Júpíter, sem landað var í Bolungarvík sama dag hjá Haraldi Böðvarssyni ér Co. hf. sem leigutaka að loðnuverksmiðju þrotabús Hóla hf. í Bolungarvík. Sýslumaðurinn í Bolungarvík lýsti síðan yfir fjár- námi í ofangreindu andlagi. Framkvæmdastjóri gerðarþola var við fyrirtök- una, og voru bókuð mótmæli hans við framgangi gerðarinnar og jafnframt bókaður áskilnaður um rétt til að bera ágreining um fjárnámsgerðina undir héraðsdóm á öllum stigum hennar. Hinn 6. apríl s. á. var fjárnámsgerðin frá 19. febrúar endurupptekin að 2443 kröfu gerðarbeiðanda, og var nú gert fjárnám Í sjálfri greiðslu kröfunnar, þ. e. andvirði hins 1170 tonna loðnufarms, sem landað hafði verið í Bol- ungarvík. Skuldara greiðslunnar, Haraldi Böðvarssyni éc Co. hf., var til- kynnt um fjárnámið samdægurs. Daginn eftir, þ. e. 7. apríl, var full greiðsla kröfu gerðarbeiðanda lögð inn á reikning sýslumannsembættisins, sem ráðstafaði fjárnámsandlaginu sex dögum síðar, 2.305.741 krónu, til gerðarbeiðanda. Sama dag barst Héraðsdómi Vestfjarða krafa um gjald- þrotaskipti á búi Júpíters hf., og gekk úrskurður þar um 16. s. m. Skipta- stjóri í þrotabúinu var skipaður Jón Sigfús Sigurjónsson héraðsdóms- lögmaður. Svo sem fyrr greinir, krafðist hann 10. maí s. á. ógildingar á umræddri aðfarargerð, að því er varðaði ráðstöfun sýslumanns á fjárnáms- andlaginu. 111. Varnaraðili reisir frávísunarkröfu sína í fyrsta lagi á því, að krafa sóknar- aðila um ógildingu hluta aðfarargerðarinnar sé í raun krafa um riftun til- tekinnar greiðsluráðstöfunar, sem ekki verði borin undir dómstóla á grund- velli 15. kafla aðfararlaga, heldur beri sóknaraðila að höfða sérstakt rift- unarmál samkvæmt XX. kafla gjaldþrotaskiptalaga nr. 21/1991, vilji hann freista þess að fá ráðstöfuninni hnekkt. Beri því að vísa málinu frá héraðs- dómi. Þessu til stuðnings bendir varnaraðili á, að þar sem kröfugerð sóknaraðila sé einskorðuð við það, að aðfarargerðin verði ógilt frá og með ráðstöfun sýslumanns á fjárnámsandlaginu, verði hún ekki skilin öðruvísi en svo, að krafist sé úrskurðar héraðsdómara um, að þessi tiltekna greiðsla sé riftanleg og varnaraðila beri að skila búinu henni aftur. Beri málatil- búnaður sóknaraðila því glöggt vitni, en í greinargerð með kröfunni vísi hann til 138. gr. laga um gjaldþrotaskipti og telji, að fjárnámið sé óskuld- bindandi gagnvart sér. Varnaraðili telur hins vegar, að skýra verði mál- skotsheimildir 92. gr. aðfararlaga þröngt, svo að ekki geti komið til endur- skoðunar héraðsdóms á öðru en lögmæti aðfarargerðarinnar sjálfrar, sem teljast verði lögmæt í alla staði. Þá beri að líta til þess, að fjárnámskrafan hafi verið að fullu greidd fyrir gjaldþrot Júpíters hf. og fjárnáms því ekki lengur þörf. Ráðstöfun sýslumanns á greiðslunni 13. apríl hafi því ekki ver- ið hluti aðfarargerðarinnar, sem lokið hafi hinn 6. s. m. með ákvörðun sýslumanns. Afhending fjárins hafi síðan verið sjálfstæð athöfn. Í öðru lagi styður varnaraðili frávísunarkröfu sína þeim rökum, að til- kynning sóknaraðila um málskot til héraðsdóms hafi verið of seint fram komin, sbr. 1. mgr. 92. gr. aðfararlaga, en málskotsfrestur hafi tekið að líða við lok fjárnámsgerðar 19. febrúar 1993. Endurupptaka gerðarinnar 6. apríl s. á. leiði ekki til þess, að nýr málskotsfrestur taki að líða, enda séu endurupptökuheimildir 4. mgr. 57. gr. téðra laga svo sérstaks eðlis, 2444 að óeðlilegt sé að líta á endurupptökuna 6. apríl sem sjálfstæða gerð, er marki upphaf nýs frests. Enn fremur telur varnaraðili, að upptökuheimildin sé í raun ígildi fullnustugerðar til að komast hjá nauðungarsölu og þær aðstæður, sem þarna þurfi að vera, skáki sýslumanni í þá stöðu, sem greinir í 5S. gr. nefndra laga. Verði ekki fallist á frávísun málsins, krefst varnaraðili þess, að synjað verði um ógildingu aðfarargerðarinnar, enda hafi verið löglega að henni staðið og allir þættir hennar farið fram í samræmi við skilyrði aðfararlaga. Sóknaraðili beri sönnunarbyrði fyrir hinu gagnstæða, en slíkar sönnur hafi hann ekki fært fram. Breyti þar engu mótmæli talsmanns gerðarþola á fyrri stigum gerðarinnar, en þau hafi einvörðungu lotið að kröfum gerðarbeið- anda um það, í hverju skyldi gert fjárnám. Þá hafi áskilnaði gerðarþola um málskot til héraðsdóms ekki verið fylgt eftir. Sóknaraðili bíði því allan halla af skorti á sönnun. Af hálfu sóknaraðila er öllum málsástæðum og lagarökum varnaraðila um frávísunarkröfuna mótmælt. Telur sóknaraðili, að enginn vafi sé á því, að ráðstöfun sýslumannsins í Bolungarvík 13. apríl 1993 hafi verið órjúfan- legur hluti aðfarargerðar þeirrar, sem fram fór 6. s. m. Afhending greiðsl- unnar hafi verið gerð á grundvelli bókunar þann dag og verði ekki slitin frá aðfarargerð þeirri, sem þá fór fram. Um hafi verið að ræða lokaþátt aðfarargerðar, þ. e. efndir á skyldu samkvæmt aðfararbeiðni með afhend- ingu á peningum, og sé ljóst af kröfugerðinni, hvers krafist sé í málinu. Fráleitt sé um riftunarkröfu að ræða af hálfu sóknaraðila, en skírskotun af hans hálfu til gjaldþrotalaga um óskuldbindingargildi fjárnáma við gjaldþrot hafi verið árétting, en ekki rökstuðningur. Þá mótmælir sóknar- aðili því, að tilkynning sín til héraðsdómara hafi verið of seint fram komin. Endurupptaka aðfarargerðarinnar hafi farið fram 6. apríl 1993 og eðlilegt sé að miða átta vikna málskotsfrestinn skv. 1. mgr. 92. gr. aðfararlaga við síðustu aðgerðir sýslumanns 13. apríl, en ella við 6. s. m. Sóknaraðili reisir kröfu sína um ógildingu umræddrar aðfarargerðar á því, að ráðstöfun sýslumanns á fjárnámsandlaginu 13. apríl hafi verið ólög- mæt og brjóti berlega gegn fyrirmælum 55. gr. aðfararlaga. Mótmæli hafi komið fram við fjárnámsgerðina, og því hafi sýslumanni borið að bíða með ráðstöfun fjárins fjórar vikur, sbr. 1. mgr. 54. gr. nefndra laga. Skipti ekki máli, hvort ágreiningi um fjárnámið hafi verið skotið til héraðsdómara 6. apríl 1993 eða eigi. Fram kominn ágreiningur um fjárnámið fullnægi skil- yrðum 55. gr. téðra laga um frestun á afhendingu fjárnuminnar greiðslu, en ljóst sé af 2. mgr. 54. gr. laganna, hvernig með skuli fara, ef ágreiningur er borinn undir héraðsdóm innan fjögurra vikna frestsins. Einnig sé ljóst, að ágreiningur málsaðila hafi verið lagður fyrir héraðsdóm 7. apríl sl., og braut því ráðstöfun hinnar fjárnumdu greiðslu bæði gegn fyrirmælum |. 2445 og 2. mgr. 54. gr. títtnefndra laga. Þá bendir sóknaraðili á, að endur- upptaka fjárnámsgerðarinnar 6. apríl hafi farið fram án tilkynningar og í fjarveru gerðarþola í samræmi við 4. mgr. 57. gr. laganna, sem hljóti að leiða til þess, að sýslumanni beri að tilkynna gerðarþola síðar um endur- upptökuna og gefa honum tækifæri til að mótmæla gerðinni, sbr. 55. gr. laganna. Telur sóknaraðili, að hin ólögmæta ráðstöfun sýslumanns hafi leitt til þess, að umdeildir fjármunir, sem sóknaraðili telur einsýnt, að renna eigi til sín, voru ekki tiltækir á úrskurðardegi gjaldþrots Júpíters hf. Þar sem varnaraðili hafi síðar neitað að afhenda fjármunina, hafi sóknaraðila verið nauðsynlegt að fá úrskurð héraðsdómara um ógildi ráðstöfunarinnar, en samkvæmt áður tilvitnuðum lagagreinum hafi sýslumanni skilyrðislaust borið að varðveita fjárnámsandlagið fjórar vikur. Samkvæmt þessu og með vísan til 15. kafla aðfararlaga beri að ógilda ráðstöfun sýslumanns á fjár- námsandlaginu. IV. Viðfangsefni aðfararlaga er að kveða á um almenn úrræði til að fá full- nægt skyldum einstakra manna og lögaðila, sem þeir geta ekki eða vilja ekki efna sjálfviljugir. Hefur framkvæmdaþáttur aðfarargerða verið falinn stjórnvöldum, á meðan valdið til að leysa úr réttarágreiningi um þær heyra undir dómstóla. Við slíka skiptingu verður að tryggja, að greiðfært sé að afla úrlausnar dómstóla um réttarágreining, sem rísa kann við framkvæmd aðfarargerða. Í 15. kafla laganna er að finna reglur, sem ætlað er að gefa málsaðilum, þar á meðal þriðja manni, sem hagsmuni hefur af gerðinni, kost á að afla sér úrlausnar dómstóla um öll atriði aðfarargerðar, eftir að henni hefur verið lokið, og eftir atvikum að fá henni efnislega breytt eða fá hana fellda úr gildi í heild eða að hluta. Í skjóli umræddra reglna er því unnt að krefjast þess, að aðfarargerð verði ógilt, staðfest eða breytt á tiltekinn hátt, og mega slíkar kröfur byggjast á atriðum, sem varða gerð- ina frá upphafi til enda. Sóknaraðili krefst þess, að greiðsluráðstöfun sýslu- manns frá 13. apríl 1993 verði ógilt, þ. e., að umrædd aðfarargerð verði ógilt að hluta. Varnaraðili telur hins vegar, að aðfarargerðinni hafi lokið 6. apríl 1993 og að afhending greiðslunnar 13. s. m. hafi verið sjálfstæð athöfn sýslumanns, sem falli utan nefndrar aðfarargerðar. Samkvæmt að- fararlögum lýkur aðfarargerð ýmist með því, að aðfararveð myndast, eða að fullnusta fæst við gerðina. Telja verður, að ráðstöfun sýslumanns á greiðslunni 13. apríl hafi verið órjúfanlegur hluti aðfarargerðar þeirrar, sem fram fór 6. s. m., og að afhending greiðslunnar til gerðarþola hafi verið gerð á grundvelli bókunar þann dag og falið í sér lokaþátt aðfarargerðar- innar. Samkvæmt ofangreindu telur dómurinn því, að ekki verði fallist á það með varnaraðila, að reglur 15. kafla laganna eigi hér ekki við. 2446 Varnaraðili reisir frávísunarkröfu sína í öðru lagi á því, að ákvörðun sóknaraðila um að skjóta fjárnámsgerðinni til héraðsdóms hafi verið of seint fram komin, sbr. 1. mgr. 92. gr. aðfararlaga. Endurupptaka aðfarar- gerðarinnar, sbr. 4. tl. 66. gr. aðfararlaga, fór fram 6. apríl 1993, og verður því að telja eðlilegt að miða málskotsfrest tilvitnaðrar lagagreinar við þá dagsetningu og þar með, að tilkynning sóknaraðila hafi borist héraðsdómi innan lögboðins frests. Verður því frávísunarkrafa varnaraðila ekki heldur tekin til greina af þeirri ástæðu. Að kröfu varnaraðila var fjárnámsgerð frá 19. febrúar 1993 endur- upptekin 6. apríl s. á. samkvæmt heimild í 4. tl. 66. gr. aðfararlaga. Er þar vísað til 4. mgr. 57. gr. sömu laga og endurupptaka heimiluð, ef atvik varða atriði, sem ákvæðið tekur til. Í tilvitnaðri 4. mgr. 57. gr. kemur fram regla, sem ætlað er að mæta þörfum gerðarbeiðanda og einnig skuldara kröfu, sem fjárnám hefur verið gert í, meðan henni hefur ekki verið komið í verð. Þar sem gerðarbeiðandi getur ekki sjálfur krafið skuldarann um greiðslu á þessu stigi, heimilar tilvitnað ákvæði, að fjárnámsgerðin sé endurupptekin, ef greiðsla stendur til boða, og að sýslumaður geri fjárnám í henni samkvæmt kröfu gerðarbeiðanda. Er einnig sérstaklega tiltekið, að hvorki þurfi að tilkynna gerðarþola fyrir fram um gerðina né þurfi nærveru hans við gerðina, en að öðru leyti skuli framkvæmdin fara eftir 4. kafla aðfararlaga. Þá er tiltekið í ákvæðinu, að eftir að sýslumaður hefur tekið viðkomandi greiðslu fjárnámi, eigi að fara með greiðsluna eftir sömu regl- um og gilda, þegar fjárnám er gert í peningum, og vísað þar til 55. gr. sömu laga. Segir þar, að séu peningar teknir fjárnámi, skuli sýslumaður afhenda gerðarbeiðanda þá þegar í stað, nema mótmæli komi fram gegn gerðinni. Gegn mótmælum beri hins vegar að fara eftir reglum 54. gr. lag- anna um framhaldandi aðgerðir, en samkvæmt Í. mgr. téðs lagaákvæðis má ekki ráðstafa hinu fjárnumda án samþykkis eiganda þess, fyrr en fjórar vikur eru liðnar frá fjárnáminu, og samkvæmt 2. mgr. stöðvast allar að- gerðir varðandi gerðina, ef ágreiningur er borinn undir héraðsdóm á fjög- urra vikna tímabilinu samkvæmt 1. mgr. Regla 55. gr. nefndra laga er reist á þeim viðhorfum, að rétti gerðarþola eða þriðja manns geti verið stefnt í hættu, ef gerðarbeiðandi fær fullnustu kröfu sinnar þegar við fjárnámið með greiðslu peninga án tillits til mót- mæla gegn gerðinni. Sú aðstaða, að fullnusta fáist við aðfarargerð, heyrir til undantekninga, en algengast er, að fjárnám sé gert í eign þannig, að gerðarbeiðandi fær ekki fullnustu við aðfarargerðina, heldur aðfararveð. Þegar fjárnám er gert í peningum, er ekki þörf sérstakra áframhaldandi aðgerða, til þess að gerðarbeiðandi fái endanlega fullnustu, og því er nauð- synlegt að gera gerðarþola eða þriðja mann eins settan í þessum efnum, Þótt fjárnám hafi verið gert í peningum, sbr. vernd þá, sem 54. gr. laganna 2447 er gert að veita. Markmið 55. gr. laganna er að tryggja sams konar vernd, hvað varðar fjárnám í peningum. Við endurupptökuna 6. apríl 1993 lágu fyrir mótmæli gerðarþola vegna gerðarinnar frá 19. febrúar s. á. Þegar af þeirri ástæðu bar sýslumanni að fara varlega, þegar fjárnám var gert í greiðslu kröfunnar, og bíða með afhendingu hinnar fjárnumdu greiðslu þar til að liðnum fjórum vikum frá fjárnáminu, í samræmi við 55. gr., sbr. 1. mgr. 54. gr. nefndra laga. Þar sem það var ekki gert, heldur greiðslan innt af hendi til gerðarbeiðanda, ber að fallast á kröfu gerðarþola og ógilda aðfarargerðina að þessu leyti. Telst því afhending sýslumanns á hinni fjár- numdu greiðslu til varnaraðila ólögmæt, og ber að fallast á kröfu sóknar- aðila um, að umrædd aðfarargerð nr. 17/1993/00007, sem fram fór 6. apríl 1993, skuli ógilt, að því er varðar ráðstöfun sýslumanns á hinni fjárnumdu greiðslu. Eins og máli þessu er farið og samkvæmt heimild í 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, þykir rétt að láta hvorn málsaðila bera sinn kostnað af rekstri málsins. Úrskurðarorð: Aðfarargerð sýslumannsins í Bolungarvík nr. 17/1993/00007, sem fram fór 6. apríl 1993, skal ógilt, að því er varðar ráðstöfun á hinni fjárnumdu greiðslu til Vélsmiðjunnar Mjölnis hf. 13. apríl 1993. Málskostnaður fellur niður. 2448 Föstudaginn 17. desember 1993. Nr. 513/1993. Ákæruvaldið gegn Guðjóni Sverrissyni vegna G. Sverrissonar hf. Kærumál. Hald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 1S. desember 1993, sem barst réttinum í gær. Um kæruheimild er vísað til 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess, að fellt verði úr gildi hald, sem lagt var á söluvarning í verslunarhúsnæði hans 11. nóvember sl. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. desember 1993. I. Beiðni í máli þessu er dagsett 19. nóvember 1993, en barst Héraðsdómi Reykjavíkur 22. s. m. Með bréfi, dagsettu 8. þ. m., var boðað til þinghalds í málinu 10. þ. m., en þá boðaði lögmaður varnaraðila forföll. Málið var síðan tekið til úrskurðar fyrr í dag að loknum munnlegum flutningi. Sóknaraðili málsins er ríkissaksóknari vegna ákæruvaldsins. Varnaraðili málsins er Guðjón Sverrisson, kt. 291263-5699, vegna G. Sverrissonar hf., kt. 440593-2089, Hrafnhólum 8, Reykjavík. Krafa varnaraðila um úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur er studd 79. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Dómkrafa ákæruvalds er sú, að ákvörðun Rannsóknarlögreglu ríkisins um haldlagningu frá 11. nóvember sl. án úrskurðar verði staðfest. Dómkröfur varnaraðila eru þær, að haldlagningin verði tafarlaust felld úr gildi og varnaraðila skilað allri þeirri vöru, sem hald hafi verið lagt á. 2449 Þá er þess krafist, að ákæruvaldinu verði dæmt að greiða varnaraðila máls- kostnað, sem taki mið af þeim hagsmunum, sem í húfi eru. Lögmaðurinn kveður útsöluverð hinnar haldlögðu vöru vera á þriðju milljón króna. II. Samkvæmt ákvörðun Rannsóknarlögreglu ríkisins var 11. nóvember sl. lagt hald á fatnað, merktan Levi Strauss á. Co., í verslunarhúsnæði G. Sverrissonar hf. að Þönglabakka 1 í Mjódd í Reykjavík og Faxafeni 10 í Reykjavík. Nánar tiltekið var um að ræða 474 buxur, 52 jakka, 109 skyrt- ur og 46 boli samkvæmt lögregluskýrslum. Í lögregluskýrslu kemur fram, að tilefni haldlagningarinnar hafi verið kæra Viðars Más Matthíassonar f. h. Levi-Strauss og að talið væri, að umræddur fatnaður væri ekki fram- leiddur af því fyrirtæki eða með leyfi þess. Í rannsóknargögnum eru ljósrit af handskrifuðum pappírsspjöldum, sem á stendur: „„LEVI'S-Buxur. EFTIRLÍKING. 3.500““, en þessum spjöldum mun hafa verið stillt upp hjá vörunni í verslunarhúsnæðinu. Fulltrúi ákæruvalds kveður ástæður til haldlagningar RLR vera þær, að um hafi verið að ræða rannsókn ætlaðs hegningarlagabrots og að haldlagn- ingin hafi verið gerð á grundvelli 78. gr. 1. nr. 19/1991. Staða málsins sé nú sú, að frumrannsókn hjá lögreglu hafi farið fram og málið verið sent ríkissaksóknara með bréfi 12. nóvember sl. Rannsókn málsins sé enn ekki lokið, enda liggi ákvörðun ríkissaksóknara ekki fyrir í málinu. Ástæður til haldlagningar og þörf á henni séu því enn í gildi. Skammur tími sé liðinn frá upphafi rannsóknar og eðlilegt sé, að ríkissaksóknari hafi einhvern um- þóttunartíma. Ekki hafi orðið óeðlilegur dráttur á málinu, og ekki sé eðli- legt, að dómstóll leggi efnislegt mat á málið á þessu stigi. Lögmaður varnaraðila telur haldlagningaraðgerð vera réttaraðgerð, sem ætlað sé að tryggja tiltekna hagsmuni. Um slíka hagsmuni sé ekki að ræða í þessu máli, og því sé mótmælt, að skilyrði 1. mgr. 78. gr. |. nr. 19/1991 séu fyrir hendi. Hafi slík skilyrði nokkur verið, hefði nægt að taka sýnis- horn af vörunni, en ekki allan lagerinn. Í máli þessu sé rannsókn gerð vegna ætlaðs brots á ákvæðum almennra hegningarlaga og haldlagningin þ. a. 1. samkvæmt þeim þætti. Með vísan til 77. gr. 1. nr. 19/1991 hafi lögreglu- rannsókn verið lokið 12. nóvember sl. Langur tími sé liðinn, frá því að rannsóknargögn hafi borist ákæruvaldi, svo að ákvörðun ríkissaksóknara ætti þegar að liggja fyrir. Lögmaðurinn vekur athygli á, að málskotsheimild 79. gr. 1. nr. 19/1991 sé ætlað að tryggja rétt þess, sem sæti haldlagningu, og þessa heimild verði að skoða þannig, að mönnum sé veitt hún til að þrengja rétt rannsóknaraðila sam- kvæmt 78. gr. sömu laga. Lögmaðurinn telur kröfu varnaraðila gegn hald- lagningunni hafa komið fram strax 19. nóvember sl., og því hafi ríkissak- 2450 sóknari haft mjög rúman tíma til að kynna sér kröfuna, styðja haldlagning- una traustari gögnum og gera dóminum ýtarlegri grein fyrir þörf á hald- lagningu. Lögmaðurinn telur, að eins og málið sé í pottinn búið, sé af hálfu ákæruvalds allur vafi túlkaður varnaraðila í óhag, en slík túlkun stríði gegn inntaki réttarfarslaga. 111. Haldlagning sú, sem deilt er um í máli þessu, var gerð samkvæmt ákvörð- un Rannsóknarlögreglu ríkisins á grundvelli 1. mgr. 78. gr. 1. nr. 19/1991 vegna ætlaðs brots á almennum hegningarlögum. Málið hefur verið sent ríkissaksóknara, en ákvörðun hefur ekki verið tekin um útgáfu ákæru í málinu eða það afgreitt á annan hátt. Málið telst því enn vera á rannsóknar- stigi, og kann ríkissaksóknari að óska eftir frekari rannsókn í málinu. Vara sú, sem hald var lagt á, getur orðið sönnunargagn í opinberu máli, sem höfðað kann að verða á hendur varnaraðila, og kann varan að verða gerð upptæk. Nægjanleg lagaheimild var því samkvæmt 1. mgr. 78. gr. 1. nr. 19/1991 fyrir haldlagningunni. Ekki eru þeir gallar á ákvörðun um haldlagningu eða framkvæmd hennar, sem valdið geta því, að hún verði felld úr gildi. Aðeins er liðinn rúmur mánuður, frá því að ríkissaksóknari fékk málið til ákvörðunar, og verður haldlagning ekki felld niður af þeirri ástæðu, að óeðlilegur dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Á þessu stigi málsins er því ekki nægjanlegt tilefni til að fella haldlagninguna niður. Sigurður T. Magnússon dómarafulltrúi kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Ákvörðun Rannsóknarlögreglu ríkisins frá 11. nóvember 1993 um haldlagningu á söluvarningi G. Sverrissonar hf. í verslunarhúsnæði fé- lagsins að Þönglabakka 1 í Mjódd í Reykjavík og Faxafeni 10 í Reykja- vík á að vera óröskuð. 2451 Miðvikudaginn 29. desember 1993. Nr. 520/1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík segn Valgeiri Víðissyni. Kærumál. Gæsluvarðhald. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmundsson. Varnaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 23. desember 1993, sem barst réttinum 27. sama mánaðar. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur. Af hálfu sóknaraðila er krafist staðfestingar hins kærða úrskurðar. Við rannsókn máls þessa hefur komið fram, að varnaraðili og X voru í sömu flugvél til Lúsemborgar, fóru þaðan í sömu lest til Amsterdam og deildu þar hótelherbergi. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. desember 1993. Lögreglustjórinn í Reykjavík vinnur nú að rannsókn vegna kæru um ætlað brot á lögum nr. 65/1974 og reglugerð nr. 16/1986. Í tengslun við þessa rannsókn voru X og kærði handtekin á Keflavíkurflugvelli í gær. Við líkamsleit á X fundust 267 gr af ætluðu amfetamíni, sem hún hafði falið í leggöngum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu kvaðst X hafa farið til Lúxem- borgar og Amsterdam að undirlagi og með kærða í þeim tilgangi að bera fíkniefni hingað til lands fyrir hann. Hann sé eigandi efnisins, og hafi hún átt að fá 250.000 krónur og allan kostnað af ferðinni greiddan. Kærði hafi afhent henni fíkniefnið, og hafi hann vitað, að um amfetamín var að ræða. Engin fíkniefni fundust á kærða við leit á honum á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar hafi fundist fíkniefni og tæki til fíkniefnaneyslu við húsleit á heimili hans að Flugumýri 18 D í Mosfellsbæ, er gerð var í gær. Kærði hefur neitað allri aðild að ofangreindum fíkniefnainnflutningi. Að 2452 sögn lögreglustjórans í Reykjavík hefur kærði margoft orðið uppvís að fíkniefnamisferli, og sé nauðsynlegt, að hann sæti einangrun, meðan á rannsókn máls þessa stendur, því að ætla megi, að hann geti spillt sakar- gögnum með því að hafa áhrif á vitni og hugsanlega samseka, ef hann geng- ur laus. Brot það, sem kærða er gefið að sök, getur varðað fangelsi skv. lögum nr. 65/1987 og reglugerð nr. 16/1986. Með vísan til framanritaðs sem og rannsóknargagna málsins þykir hætta á, að kærði geti torveldað rannsókn málsins. Ber því skv. a-lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að taka til greina þá kröfu lögreglustjórans í Reykjavík, að kærði skuli sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 30. desember 1993 kl. 15.00. Úrskurðarorð: Kærði, Valgeir Víðisson, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 31. desember 1993 kl. 15.00.