Hæstaréttardómar. Útgefandi: Hæstiréttur. LXXIV. árgangur. 4. hefti. 1994 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 359/1991. — Lind hf. (Guðni Á. Haraldsson hrl.) segn Jóhanni Antoníussyni og Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, báðum persónulega og f. h. Hilmis sf. (Sigurður G. Guðjónsson hrl.) Eignarleigusamningur. Vanheimild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen og Bjarni K. Bjarnason, fyrrverandi hæsta- réttardómari. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 26. ágúst 1991. Hann krefst þess, að stefndu verði in solidum dæmd til að greiða 2.354.116 krónur með 45,6% ársvöxtum frá 15. ágúst 1989 til greiðsludags, þannig, að vextir taki breytingu samkvæmt 10. gr. laga nr. 25/1987, til vara, að stefndu verði dæmd til að greiða 1.477.357 kr. með 27,6% ársvöxtum frá 1. nóvember 1988 til greiðsludags, þannig, að vextir taki breytingu samkvæmt 10. gr. vaxtalaga. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Stefndi Sverrir Júlíusson lést undir rekstri máls þessa í héraði 30. apríl 1990. Ekkju hans, Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, var veitt leyfi til setu í óskiptu búi 4. maí s. á., og hefur hún tekið við aðild málsins. Málavöxtum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Í samningi þeim um fjármögnunarleigu, sem gerður var 10. mars 2242 1988 milli áfrýjanda sem leigusala og Janna sf. sem leigutaka, er yfir- lýsing í fylgiskjali nr. 3, sem er svonefnd afhendingarstaðfesting, undirrituð af Gesti J. Ragnarssyni pr. pr. Trésmiðjan Hvammur hf. Þar segir, að Trésmiðjan Hvammur hf. (seljandi) hafi afhent Janna st. (leigutaka) leigumunina. Síðan segir: „Sem seljandi ofanlýsts hlutar eða hluta er því hér með lýst yfir, að honum hefur verið kom- ið fyrir og settur upp samkvæmt óskum leigutaka og hluturinn hefur verið prófaður og sannreynt er að hann er í fullkomnu lagi og tilbú- inn til notkunar af leigutaka.“ Svo sem rakið er í héraðsdómi, er sýnt, að á þessum tíma hafði hvorki komist á kaupsamningur um plötufrystinn milli Janna sf. og stefnda Hilmis sf. né hafði afhending frystisins farið fram til Janna sf. Þeim mun síður hafði eignayfirfærsla farið fram frá Janna sf. til Trésmiðjunnar Hvamms hf., og er yfirlýsing þessi því efnislega röng af hálfu þess, er hana undirritaði. Að svo vöxnu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms þyk- ir mega staðfesta hann að öðru leyti en því, að eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði falli niður. Þá þykir rétt, að hvor að- ila beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. júní 1991. Mál þetta. sem dómtekið var 15. maí sl., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 17. janúar 1990, af Lind hf., kt. 610886-1679, Ingólfsstræti 3. Reykjavík, gegn Jóhanni Antoníussyni, kt. 061132-2019, Haðalandi 13, Reykjavík, dánarbúi Sverris Júlíussonar, kt. 121012-2359, Safamýri 35, Reykjavík, og Hilmi sf., kt. 630565-0149, Skegsjagötu 1, Reykjavík. Dómkröfur. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða stefnanda 2.354.116 kr. með 45,6% ársvöxtum frá 15. ágúst 1989 til greiðsludags. þannig, að vextir taki breytingu samkvæmt 10. gr. laga nr. 25/1987. til vara, að stefndu verði dæmdir til þess að greiða stefnanda 1.477.357 kr. með 27,6% ársvöxtum frá 30. nóvember 1988 til greiðsludags, þannig, að vextir taki breytingu samkvæmt 10. gr. laga nr. 25/ 2243 1987. Þá krefst stefnandi málskostnaðar sér til handa samkvæmt gjaldskrá LMFÍ og að hann beri vexti lögum samkvæmt 15 dögum eftir dómsupp- sögu. Dómkröfur stefndu eru þær, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og stefnandi verði dæmdur til að greiða stefndu málskostnað samkvæmt gjaldskrá LMFÍ. Þess er jafnframt krafist, að dæmdur máls- kostnaður beri dráttarvexti frá 15. degi frá dómsuppsögu til greiðsludags og að áfallnir dráttarvextir leggist við höfuðstól hans á 12 mánaða fresti. Málavextir og málsástæður. Stefnandi lýsir málavöxtum svo, að 10. mars 1988 hafi stefnandi, Lind hf., gert samning um fjármögnunarleigu við Janna sf. um leigu annars vegar á plötufrysti, en hins vegar á pólsvogum og fésvél. Um hafi verið að ræða eignarleigusamning, sem þýði, að stefnandi sé leigusali tækisins. Leigutaki teljist ekki eiga né eignast tækin í lok leigutímans. Hinn 18. maí s. á. hafi stefnandi greitt Trésmiðjunni Hvammi hf., sem verið hafi eigandi að 90 hundraðshlutum í Janna sf., 1.752.000 kr. fyrir fryst- inn samkvæmt fram settum reikningi. Tæki þetta hafi verið sett upp í Janna sf. og notað þar. Samkvæmt samningi Lindar hf. og Janna sf. hafi leigufjárhæðin verið í DEM 75.642,00 og ísl. kr. 767.067. Afborganir skyldu vera 48 jafnar afborg- anir á eins mánaðar fresti, í fyrsta sinn 30. júní 1988. Hver afborgun hafi verið í 22.245 ísl. kr. miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 354 stig, en í þýskum mörkum DEM 2.118,00. Afborganir hafi farið í vanskil 30. nóvem- ber 1988 og ekki verið greitt af samningnum eftir það. Hinn 15. ágúst 1989 hafi samningnum verið sagt upp með vísan til efnisákvæða í honum þar um. Hinn 29. ágúst s. á. hafi bú Janna sf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. Með kröfulýsingu 15. september s. á. hafi fyrir hönd Lindar hf. verið lýst fjár- og eignarhaldskröfu í búið þ. á m. vegna plötufrystisins. Stefnandi hafi fengið afhentar vogir og fésvél. Þegar nálgast átti frystinn, hafi komið í ljós, að hann var ekki hjá Janna sf. og að stefndu höfðu tekið tækið í sínar vörslur, þrátt fyrir það að fram- kvæmdastjóri Janna sf. hefði tilkynnt þeim, að vafasamt væri, að hann hefði haft ráðstöfunarrétt yfir tækjunum. Forsvarsmenn Hilmis sf. höfðu þá margsinnis krafið Gest Janus Ragnarsson, fyrrum framkvæmdastjóra Janna sf., um tæki þetta og sent bréf um riftun, þrátt fyrir það að Janni sf. hefði þá þegar greitt tækið að fullu með peningum og skuldabréfi. Í desember hafi lögmaður stefnanda krafið stefndu um tækið fyrir hönd umbjóðanda síns, en þá hafi honum verið sagt, að það hefði verið selt. Bótakröfum eða kröfum um andvirði þess hafi verið hafnað. 2244 Málsástæður stefnanda eru þær, að hann sé og hafi verið frá 10. mars 1988 eða 18. maí s. á. eigandi tækis þess, sem hér um ræði. Riftun stefndu á kaupum, sem þegar hafi verið fullfrágengin, m. a. með greiðslu í peningum og skuldabréfi fyrir eftirstöðvum, sé því markleysa, enda sú riftun ekki far- ið fram fyrr en á miðju ári 1989. Stefndu hafi tekið ófrjálsri hendi tæki þetta, þrátt fyrir það að þeim hafi verið gerð grein fyrir því, að Janni sf. hefði ekki heimild til þess að ráðstafa tækjunum, og þannig á ólögmætan hátt náð yfirráðum yfir eigum stefnanda. Stefndu hafi upplýst, að tæki þessu hafi nú verið ráðstafað til þriðja manns. Því sé þess krafist í aðalkröfu, að stefndu bæti stefnanda andvirði tækisins samkvæmt samningi þeim, er gerður var á sínum tíma. Í varakröfu er þess krafist, að fjárhæð sú, er Lind hf. keypti tækið á, að frádregnum þeim innborgunum, er um ræðir, verði greidd stefnanda. Í aðalkröfu sé krafist greiðslu á 2.354.116 kr. Hinn 15. ágúst, er samningi Lindar hf. og Janna sf. var sagt upp, hafi gjaldfelldar eftirstöðvar ásamt gjaldföllnum afborgunum verið 3.359.184 kr. Heildarkaupverð allra tækj- anna samkvæmt samningnum hafi numið 2.499.937 krónum. Plötufrystirinn hafi verið keyptur á 1.752.000 kr., 70,08 hundraðshlutar af heildarkaupverði tækjanna. Stefnt sé því til greiðslu á 70,8 hundraðshlutum af 3.359.184 krón- um. Í varakröfu sé krafist greiðslu á 1.752.000 kr., sem séu upphaflegt kaup- verð tækisins að frádregnum 70,08 hundraðshlutum þeirra afborgana, sem greiddar voru frá 30. júní 1988 til og með 30. október 1988. Samtals hafi af- borganir numið 391.900.30 krónum. Þegar frá sé dreginn ofangreindur hundraðshluti, hafi greiðst inn á þennan hluta samningsins 274.643 kr. Því sé stefnt til greiðslu á 1.477.357 kr. frá 30. október 1988. Stefndu lýsa svo málavöxtum, að 17. maí 1988 hafi stefndi Hilmir sf. gert samning við Janna sf. um kaup hins síðarnefnda á frystitækjum af Hilmi sf. af Gram-gerð. Kaupverð hafi verið 1.600.000 kr., og skyldi greiða 500.000 kr. við afhendingu tækjanna og eftirstöðvar. 1.100.000 kr., með skuldabréfi. Janni sf. hafi greitt Hilmi sf. 500.000 kr. vegna kaupanna 19. maí 1988. Frystitækin hafi síðan verið afhent í júnímánuði sama ár. Fullyrðingum um, að stefndu hafi verið búnir að selja tækin þegar um mánaðamót febrúar og mars 1988, mótmæli stefndu og einnig því, að greiðsla, að fjárhæð 500.000 kr., hafi verið greidd um það leyti til staðfestingar, enda sýni gögn málsins, að slíkar fullyrðingar fái ekki staðist. Skuldabréf það, sem gefið hafi verið út vegna fyrrgreindra viðskipta, hafi Hilmir sf. framselt Stálsmiðjunni hf. og tókst jafnframt á hendur sjálfskuldarábyrgð á greiðslu bréfsins. Skuldabréfið hafi síðan verið fram- selt Slippfélaginu hf., er síðan hafi framselt það Markaðssjóðnum hf. 2245 Skuldabréf þetta hafi verið í vanskilum frá og með fyrsta gjalddaga, 15. júlí 1988, og hafi Markaðssjóðurinn fengið útgefanda bréfsins, Janna sf., og ábyrgðarmenn, Gest Janus Ragnarsson, Hilmi sf., Stálsmiðjuna hf. og Slipp- félagið hf., dæmda til greiðslu bréfsins. Í framhaldi af því hafi verið gert fjárnám hjá Sverri Júlíussyni í fasteign hans að Safamýri 35, Reykjavík. Eins og málum var þá háttað, hafi stefndu ekki séð sér annað fært en greiða skuldina vegna skuldabréfsins ásamt áföllnum kostnaði, og hafi Hilmir sf. því greitt skuldina í tveimur hlutum, fyrst 9. ágúst 1989 með greiðslu 250.000 kr. og síðan aftur 30. ágúst 1989 1.673.788,36 kr., samtals 1.923.788,36 kr. Þar sem Hilmir sf. hafi nú orðið fyrir verulegu tjóni vegna vanefnda Janna sf. á fyrrgreindum kaupsamningi, hafi stefndi Jóhann Antoníusson f. h. Hilmis sf. rift kaupum við Janna sf., og hafi orðið að samkomulagi milli hans og Gests Janusar Ragnarssonar, annars eiganda Janna sf., að tækjum yrði skilað, þar sem Janni sf. myndi ekki geta bætt úr þeim vanefndum, sem orðin voru í fyrrgreindum kaupum, og litið svo á, að sú greiðsla, sem Janni sf. hafði greitt stefndu 19. maí 1988, kæmi fyrir afnot Janna sf. af tækjunum frá því í Júní 1988 fram á sumar 1989 og sem bætur fyrir vanefndir. Hafi þessi tilhögun verið staðfest með símskeyti 25. júlí 1989. Samkvæmt þessu hafi Janni sf. afhent verkstjóra Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað frysti- tækin, enda hafi svo talast til, að hann myndi taka við tækjunum fyrir stefndu. Eftir að stefndu höfðu fengið tækin, hefðu þau fljótlega verið seld. Stefndu mótmæli þeirri fullyrðingu Gests Janusar Ragnarssonar, að hann hafi sagt stefnda Jóhanni Antoníussyni, að hann væri ekki viss um, að hann hefði neina heimild til að skila tækjunum, enda hefðu stefndu ekki fengið neina vitneskju um ætlaðan rétt stefnanda til frystitækjanna, fyrr en Hilmi st. barst bréf frá lögmanni stefnanda 7. desember 1989. Mótmeælt sé þeirri fullyrðingu stefnanda, að afhending skuldabréfsins sé fullnaðargeiðsla, ef ekki af því greiðist, svo sem hér hafi orðið. Af gögnum málsins verði ekki séð, að stefnandi hafi nokkurn tíma orðið eigandi frystitækja þeirra, sem deilt er um, enda hafi Trésmiðjan Hvammur hf., sem sé seljandi fyrrgreindra frystitækja, ekki verið eigandi frystitækj- anna þá eða orðið það síðar, og hafi stefndu aldrei gert neinn samning við Trésmiðjuna Hvamm hf. um sölu á frystitækjunum. Benda verði á, að í af- hendingarstaðfestingu, dags. 10. mars 1988, sé því haldið fram af Trésmiðj- unni Hvammi hf. og Janna sf., að tækin hafi verið afhent, en þá hafi frysti- tækin ennþá verið í vörslu stefndu, svo sem áður sé fram komið. Í fjármögnunarleigusamningnum sé Janna sf. veitt umboð til þess að koma fram fyrir hönd stefnanda við kaup á frystitækjum sem umboðsmað- 2246 ur. Samninginn við stefndu hafi Janni sf. hins vegar gert í eigin nafni og Janni sf. orðið eigandi frystitækjanna á kaupsamningsdegi, og verði ekki séð af gögnum málsins, að Janni sf. hafi selt stefnanda frystitækin, enda hafi samningar Janna sf. og stefnanda staðið til annars, og því hafi riftun stefndu á kaupunum við Janna sf. og endurheimt tækjanna verið fullkomlega lög- mæt. Af því, sem að framan sé rakið, verði ekki séð, að stefnandi hafi nokkurn tíma orðið eigandi frystitækja þeirra, sem málsókn þessi sé til komin út af, og verði það að vera á ábyrgð stefnanda að hafa ekki kannað eignar- heimildir betur. Verði því að telja, að stefnandi geti ekki átt neinar kröfur á stefndu vegna lögmætrar riftunar þeirra á fyrrgreindum kaupsamningi. Verði talið, að stefnandi hafi þrátt fyrir þetta orðið eigandi tækjanna, verði ekki annað séð en sýkna eigi stefndu, þar sem stefnandi hafi ekki orð- ið fyrir neinu tjóni, sem stefndu geti borið bótaábyrgð á. Auk þess hafi ekki verið sýnt fram á neinn bótagrundvöll, þar sem stefndu hafi verið algjörlega grandlausir um ætlaðan eignarrétt stefnanda, þegar kaupum var rift við Janna sf. og tækin seld að nýju, auk þess sem stefnendum ætti að vera í lófa lagið, séu þeir eigendur frystitækjanna, að endurheimta þau frá þeim, er Hilmir sf. seldi, eftir að tækjunum hafði verið skilað. Grundvelli kröfugerðar stefnanda, sem miðast við eftirstöðvar leigu- greiðslna Janna sf., er mótmælt sérstaklega, enda verði ekki séð, með hverj- um hætti kröfugerð á hendur stefndu geti byggst á þeim grunni, þar sem stefndu gengu aldrei inn í ætlaðan fjármögnunarleigusamning með neinum hætti, og geti stefndu því ekki með þeim hætti, sem stefnandi virðist telja, borið ábyrgð á skuldbindingum Janna sf., og fráleitt sé að krefja stefndu um dráttarvexti frá þeim tíma, sem leigugreiðslur Janna sf. lentu fyrst í vanskil- um, eða frá þeim tíma, sem leigusamningi stefnanda og Janna sf. var sagt upp, enda stefndu algjörlega óviðkomandi. Kröfu sína reisa stefndu einkum á reglum eignarréttar og kröfuréttar um vanheimild. Um rétt til riftunar kaupsamnings sé vísað til 28. gr. laga nr. 39/1922, enda verði að telja, að um verulegar vanefndir gagnvart stefndu hafi verið að ræða. og til samningaréttar um samkomulag stefndu og kaupanda um að skila söluhlut. Vísað er til reglna kröfuréttar um fullnaðargreiðslu og fordæma varðandi það atriði. Þá er vísað til almennra reglna skaðabótaréttar um bótagrund- völl og til reglna um skyldu bótakrefjanda til að sanna tjón sitt. 2247 Niðurstaða. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að stefndi Hilmir sf. hafi í mars- mánuði 1988 selt Janna sf. plötufrysti. Gegn andmælum stefnda telst hins vegar ósannað, að Janni sf. hafi fyrr en með kaupsamningi, dags. 17. maí 1988, öðlast eignarrétt að frystitæki því, er kaupsamningur tekur til. Samkvæmt framansögðu var stefndi Hilmir st. enn eigandi frystitækisins, þegar stefnandi, Lind hf., gerði sem leigusali samning við Janna sf. sem leigutaka um að leigja félaginu plötufrysti. Fram lögð gögn bera með sér, að seljandi plötufrystisins hafi verið Hvammur ht. Af hálfu stefnanda hefur ekki verið sýnt fram á, að Hvammur hf. hafi öðlast eignarrétt að frystitæki því, er kaupsamningur milli Hilmis sf. og Janna sf. tekur til. Eignaraðild Hvamms hf. að Janna sf. leiðir ekki til þess, að Hvammur hf. hafi með umræddum kaupsamningi orðið eigandi tækisins, enda eru félögin hvort um sig sjálfstæðir lögaðilar. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á það í málinu, að réttarsamband hafi stofnast á milli stefnanda, Lindar hf., og stefndu í málinu, þannig, að hann geti beint bótakröfu sinni að stefndu, svo sem gert er í máli þessu. Ber því samkvæmt framansögðu að sýkna stefndu af kröfum stefnanda í málinu. Eftir niðurstöðu málsins ber stefnanda að greiða stefndu málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 250.000 kr. Kristjana Jónsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Jóhann Antoníusson, dánarbú Sverris Júlíussonar og Hilmir sf., skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, Lindar hf. Stefnandi, Lind hf., greiði stefndu, Jóhanni Antoníussyni, dánarbúi Sverris Júlíussonar og Hilmi sf., 250.000 kr. í málskostnað, sem beri dráttarvexti samkvæmt 10. og 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 2248 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 43/1992. Andri hf. (Guðmundur Pétursson hrl.) gegn Unibank A/S (Páll A. Pálsson hrl.) Fasteignakaup. Samningar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. janúar 1992. Hann krefst þess, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnda og stefndi greiði sér málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt bréf gjaldeyriseftirlits Seðla- banka Íslands frá 26. október 1987 til Haralds Haraldssonar. Málavöxtum er lýst í héraðsdómi. Í greinargerð stefnda hér fyrir dómi er frá því skýrt, að ranghermt hafi verið í stefnu í héraði, að Andelsbanken A/S hafi átt að leysa til sín fasteignina Fyrhgjvej 24 í Lyngby fyrir 750.000 danskar krónur. Hafi þetta verið leiðrétt við rekstur málsins í héraði. Þá er því haldið fram í greinargerðinni að aðilar hafi samið um það, að áfrýjandi keypti eignina af Ólafi Har- aldssyni. Í héraðsdómi er greint frá símbréfi áfrýjanda, dagsettu 12. októ- ber 1987, en þar er vísað til símtals við Arne Jensen, starfsmann Andelsbanken A/S, viðvíkjandi framangreindri eign og staðfest, að áfrýjandi muni kaupa hana fyrir 750.000 danskar krónur með yfir- töku veðskulda samkvæmt samningi við Ólaf Haraldsson. Eign þessi var í uppboðsmeðferð, og gátu kaupin ekki farið fram á þenn- an veg, sem í bréfinu er lýst, án aðstoðar bankans. Einhverjar frek- ari viðræður fóru fram milli framkvæmdastjóra áfrýjanda og Arne Jensen, en aðila greinir á um, hvers efnis þær voru. Í bréfi bankans 2249 frá 11. desember sama ár er lýst áhuga bankans á því, að kaupin fari fram, og gerð tillaga um, á hvern hátt það verði gert með aðstoð bankans. Eru þau kjör ekki í samræmi við bréf áfrýjanda 12. októ- ber. Verður ekki annað séð af bréfinu en tilhögun kaupanna hafi þá ekki enn verið afráðin. Þessu bréfi virðist ekki hafa verið svarað, því að undan því er kvartað í bréfi bankans frá 18. janúar 1988. Í bréfi áfrýjanda 9. febrúar sama ár er svo frá því skýrt, að áhugi á kaupunum sé ekki lengur fyrir hendi. Þótt áfrýjandi beri í bréfinu fyrir sig, að forsendur séu brostnar fyrir kaupunum, breytir það ekki því, að stefndi hefur ekki sýnt fram á, að tilboð hans 11. desem- ber 1987 um aðstoð við kaupin hafi verið samþykkt fyrir þennan tíma, og gegn andmælum fyrirsvarsmanns áfrýjanda, Haralds Har- aldssonar, hefur hann ekki heldur sannað, að það hafi síðar gerst. Ber samkvæmt framanskráðu að sýkna áfrýjanda af öllum kröfum stefnda í máli þessu. Rétt er, að málskostnaður falli niður í héraði, en stefndi greiði áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir Í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjandi, Andri hf., skal sýkn af kröfum stefnda, Unibank A/S, í máli þessu. Málskostnaður í héraði fellur niður. Stefndi greiði áfrýjanda 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 16. desember 1991. Mál þetta, sem dómtekið var 13. nóvember sl., höfðaði Páll Arnór Páls- son hrl. f. h. Andelsbanken, Herlev avdeling, Herlev torv 18, 2730 Herlev, Danmörku, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn Andra hf., kt. 570267-0199, Bíldshöfða 12, Reykjavík. Undir rekstri málsins var lýst yfir af lögmanni stefnanda, að Andels- banken hefði sameinast öðrum banka og héti eftir sameininguna Unibank. Dómkröfur stefnanda eru, að stefndi greiði DKK 173.874 ásamt (nánar tilgreindum vöxtum svo og málskostnaðl. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfu stefnanda í máli þessu. Til vara er þess krafist, að stefnda verði gert að greiða aðra lægri fjárhæð að mati 2250 dómsins. Í báðum tilvikum er þess krafist, að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað |...|. Leitað var um sáttir í málinu án árangurs. Vegna málsins fóru fram skýrslutökur fyrir dómi í Ballerup í Danmörku. Skýrslur gáfu Arne Jensen, fyrrum skrifstofustjóri í Andelsbanken, nú skrifstofustjóri í Unibank, og Ólafur Haraldsson, bróðir framkvæmdastjóra stefnda. Endurrit af yfirheyrslum var lagt fram sem dskj. 22 og íslensk þýð- ing yfirheyrslunnar sem dskj. 23. Við aðalmeðferð málsins gaf Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri stefnda, skýrslu fyrir dóminum. Málavextir. Árið 1987 var stefnandi einn veðhafa í fasteigninni Fyrhgjvej 24, Lyngby, Danmörku, eign Ólafs Haraldssonar, sem bjó og starfaði í Danmörku. Ól- afur Haraldsson er bróðir Haralds Haraldssonar, framkvæmdastjóra stefnda. Að sögn stefnanda var fasteignin Fyrhgjvej 24 í uppboðsmeðferð haustið 1987 vegna ýmissa vanskilaskulda. Skuldabréf, sem stefnandi átti, hvíldi á 8. veðrétti í húsinu. Samkvæmt söluuppkasti uppboðshaldara var staða veðs- ins sú, að á undan veði stefnanda hvíldu DKK 576.166, en krafa stefnanda skv. skuldabréfinu var ca. DKK 266.000. Í stefnu segir, að áður en af uppboðssölu varð, hafi náðst um það sam- komulag við Harald Haraldsson, bróður húseigandans og stjórnarformann Andra hf. f. h. félagsins, að Andri hf. keypti húseignina á DKK 750.000 og bankinn myndi leysa eignina til sín á því verði. Þannig myndi bankinn fá DKK 173.834 upp í sína kröfu. Skrifleg staðfesting þessa efnis komi fram í bréfi stefnda, dags. 12. okt. 1987. Í bréfi þessu segir svo: „Vedr. Fyrhgjvej 24, Lyngby. Jeg refarerer (svo) til telephonisk samtale med jer í dag vedr. oven- nævnte ejendom. Jeg undertegnede bekræfter herved, at jeg kgber ejendommen Fyrhgjvej 24, Lyngby, til en pris DKK 750.000.00 — som er overtagelse af prioriteter i henhold til aftale med Hr. Olafur Haraldsson.“ Í bréfi Mogens Popp-Madsen, lögmanns í Kaupmannahöfn, til Andels- banken, dags. 24. nóv. 1987, dskj. 4, kemur fram, að lögmaðurinn hafi, eins og umsamið var. athugað símleiðis hjá byggingayfirvöldum um möguleika á skiptingu húseignarinnar Fyrhgjvej 24 í tvær íbúðir. Í bréfinu kemur m. a. fram, að eingöngu sé hægt að fá endanlega umsögn eftir skriflega umsókn eiganda um skiptingu. Með bréfi Andelsbanken til stefnda, dags. 11. des. 1987, óskaði stefndi 2251 eftir því, að gengið yrði frá kaupunum á eigninni Fyrhgjvej 24 af Ólafi Har- aldssyni. Tekið er fram í bréfinu, að því fylgi kópía af bréfi frá M. Popp- Madsen, þar sem fram komi, að nauðsynlegt sé að sækja um það skriflega til sveitarstjórnar, svo framarlega sem skipta skuli eigninni í tvær íbúðir. Í bréfi þessu er stungið upp á því, að fasteignin verði keypt með 150.000 kr. útborgun, eins og áður hafi verið minnst á, og afgangur kaupverðsins verði gerður upp við töku á 600.000 kr. láni til 20 ára með 12% ársvöxtum. Tekið er fram í bréfinu, að bankinn vilji bjóða byggingarlán til fjármögnunar við að ljúka við bygginguna, þegar fyrir liggi fast tilboð í kostnaðinn á byggingarframkvæmdum og nauðsynleg leyfi. Á dskj. 6 er bréf stefnanda til stefnda, dags. 18. janúar 1988. Í bréfi þessu er kvartað undan því. að ekki hafi borist svar við bréfinu 11. des. 1987 og ekki enn verið gerð tilraun til að ganga frá kaupunum í samræmi við bréf stefnda 12. okt. 1987. Tekið er fram í bréfinu, að nauðungaruppboð á eigninni skuli fram fara 26. febrúar 1988, og óskað eftir því, að hægt verði að ganga frá kaupunum fyrir nauðungar- uppboðið. Ef ekki, hugleiði bankinn að krefja stefnda um greiðslu á tapi bankans, svo framarlega sem fasteignin seljist fyrir lægra verð en 750.000 kr. á nauðungaruppboðinu. Bréfum þessum svaraði stefndi með bréfi, dags. 9. febrúar 1988, á dskj. 9. Í bréfi þessu segir, að það hafi verið forsenda fyrir yfirtöku stefnda á eign- inni, að hægt væri að skipta eigninni í tvær íbúðir. Þar sem slíkt leyfi hafi ekki fengist, hafi stefndi ekki áhuga á eigninni. Því er sérstaklega mótmælt, að bankinn geri stefnda ábyrgan fyrir væntanlegu tapi sínu. Þessu bréfi stefnda svaraði stefnandi með bréfi, dags. 24. febrúar 1988. Í bréfinu segir m. a., að á fundum 20. og 21. nóv. hafi aðeins verið rætt, hvaða möguleika stefndi hefði til þess að nýta eignina eftir kaupin, m. a. „evt.“ skiptingu í tvær íbúðir. Sá möguleiki sé enn fyrir hendi, sbr. bréf bankans 11. des. 1987. Tekið er fram í bréfinu, að bankinn ætli að halda kaupunum upp á stefnda og af þeim verði að verða í síðasta lagi á nauðungarupp- boðinu 26. febrúar 1988. Ef til vill verði unnt að fresta nauðungarupp- boðinu, svo framarlega sem bankinn fái í hendur frá stefnda 750.000 kr. til tryggingar fyrir viðskiptunum og að stefndi borgi inn á kostnað ca. 5.000 kr. Jafnframt er tekið fram í bréfinu, að ef stefndi hafi ákveðið að kaupa ekki eignina, muni bankinn krefja stefnda um kaupverðið, 750.000 kr., að frá- dregnum skuldum á undan veðum bankans, 576.166 kr., þ. e. 173.834 kr., að viðbættum vöxtum frá 12. okt. 1987 til 2. mars 1988, 13% ársvexti, 38.458 kr., samtals 212.292 kr. Á dskj. 11 er bréf frá stefnanda til framkvæmdastjóra stefnda, dags. 26. febrúar 1988, þar sem segir, að bankinn hafi þann dag móttekið greiðslu til 2252 O. Haraldsson, 5.000 kr., og í samráði við bróður framkvæmdastjórans beð- ið um annað uppboð, sem haldið verði 18. mars 1988. Tekið er fram, að bankinn haldi fast við efni bréfsins frá 24. febrúar 1988. Stefndi kom ekki með bankatryggingu og mun ekki hafa gert tilraunir til að semja við stefnanda, áður en af síðara uppboði varð. Veðhafar, sem voru á undan stefnanda í veðröðinni, fengu eignina útlagða á uppboðinu. Stefnandi gerir kröfu á stefnda fyrir mismuninum á tilboði, 750.000 DKK, og samanlagðri fjárhæð áhvílandi skulda á 1.-7. veðrétti, DKK 576.166, eða DKK 173.834. Það er tjónið, sem stefnandi telur sig hafa hlotið vegna vanefnda stefnda. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi telur, að stefndi hafi gert skuldbindandi tilboð, sem samþykkt hafi verið af stefnanda, en stefndi hafi þrátt fyrir áskoranir og viðvaranir af hálfu stefnanda ekki reitt fram nauðsynlegar tryggingar til undirbúnings kaupum. Þessi vanefnd stefnda á samningi hafi verið orðin ljós á síðara uppboði á áðurgreindri fasteign. Stefnanda hafi því verið heimilt að hætta við að fá eignina útlagða. Stefnandi eigi rétt til bóta fyrir það tjón, sem hlaust af vanefndum stefnda. Tjónið sé augljóst, þar sem stefnandi hafi ekki fengið upp í sína kröfu á 8. veðrétti þá fjárhæð, sem hann annars hefði fengið, ef staðið hefði verið við gefin loforð. Stefnandi reisir kröfur sínar á meginreglum samningaréttarins um, að samningar skuli standa. Stefnandi byggir einnig á ákvæðum samningalaga nr. 7/1936 varðandi samþykki tilboðs. Einnig er lögð áhersla á þýðingu tóm- lætis við tilkynningum, og um skaðabótarétt er vitnað til meginreglna samningaréttar um skaðabætur innan samninga. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi telur, að aldrei hafi komist á bindandi samningur við stefnanda um kaup á fasteigninni. Stefndi hafi aldrei gert formlegt kauptilboð í eign- ina. Tillaga sú, sem stefndi kom fram með 12. okt 1987, geti engan veginn talist fela í sér kauptilboð um fasteignina. Ósamið hafi verið um öll atriði. er vörðuðu framkvæmdina. Teljist tillaga stefnda hafa falið í sér bindandi kauptilboð, er því haldið fram, að skuldbindingargildi hennar hafi fallið niður síðar. Í fyrsta lagi hafi svar það, sem stefnandi sendi, falið í sér breytingu á tillögu stefnda. Teljist það því höfnun þeirrar tillögu og jafnframt ný tillaga. Stefndi hafi aðeins ætlað að taka að sér greiðslu á áhvílandi skuldum, þar á meðal veðskuld við stefnanda að hluta. Gagntillaga stefnanda hafi hins vegar verið á þá leið, að greiddar væru DKK 150.000 fyrir fram inn á kaupin í reiðufé. Síðan hafi stefnandi sett enn fram nýjar kröfur í bréfi sínu, dags. 24. febrúar 1988, á 2253 dskj. 10, sem hafi verið, að stefndi legði fram bankatryggingu fyrir DKK 750.000 og greiddi DKK 5.000 í uppboðskostnað. Í öðru lagi hafi tillaga stefnda verið reist á þeirri forsendu, að húsið væri skiptanlegt í tvær íbúðir. Þar sem þetta hafi ekki reynst mögulegt, hafi verið litið svo á, að brostin væri forsenda fyrir hugsanlegum kaupum. Stefnandi hafi ekki svarað tillögu stefnda innan hæfilegs samþykkisfrests. Tillaga stefnda hafi verið gerð 12. okt. 1987, en svar hafi ekki borist fyrr en með bréfi 11. des. 1987, tæpum tveimur mánuðum síðar. Fráleitt sé, að stefnandi hafi talið sig svara ætluðu tilboði stefnda innan eðlilegra tímamarka. Stefnandi geti því ekki byggt rétt á tillögu stefnda, jafnvel þótt hún verði metin sem bindandi. Teljist stefndi hafa verið bundinn við tillögu sína og stefnandi samþykkt hana á réttan hátt, svo að bindandi samningur hafi komist á, sé ljóst, að stefnandi hafi þurft að fullnægja því skilyrði að kaupa eignina á nauðungar- uppboði. Þetta hafi stefnandi ekki gert, og hljóti það að teljast veruleg van- efnd af hans hálfu, sem leiði til þess, að hann geti ekki gert hinn ætlaða samning gildandi gagnvart stefnda. Til þess að um gildan samning um kaup og sölu eigna geti verið að ræða, þurfi báðir aðilar að hafa réttindi yfir þeim verðmætum, sem þeir skuld- bindi sig til að láta í té. Svo hafi ekki verið í þessu tilviki, þar sem stefnandi hafi aldrei orðið eigandi fasteignar þeirrar, sem um er deilt. Stefnandi hafi því ekki verið bær um að ráðstafa eigninni til annarra með sölu eða á annan hátt. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á, að hann hafi orðið fyrir tjóni, sem stefndi beri ábyrgð á. Stefnanda hafi verið ljóst, þegar að síðustu nauðungarsölu kom, að stefndi hugðist ekki standa við tilboð sitt. Hafi honum því borið að takmarka tjón sitt svo sem honum var unnt. Þetta hafi stefnandi ekki gert, heldur hafi hann látið selja eignina á verði, sem hafi verið langt undir raun- virði eignarinnar, en ekki boðið inn í sinn veðrétt, svo sem honum hefði þó verið í lófa lagið. Af þessum sökum hafi tjón stefnanda orðið raunverulegt. Í öllu falli hafi það orðið mun meira en það hefði þurft að verða. Niðurstaða. Í bréfi stefnda til stefnanda. dags. 12. okt. 1987, er vísað til símtals við Arne Jensen og samkomulags við Ólaf Haraldsson og gefin skilyrðislaus yfirlýsing um kaup stefnda á fasteigninni Fyrhgjvej 24, Lyngby, á DKK 750.000 með yfirtöku veðskulda. Verður því ekki á það fallist með stefnda, að stefndi hafi aldrei gert formlegt kauptilboð í eignina. Bréf stefnanda, dags. 11. des. 1987, til stefnda, þar sem m. a. er uppá- stunga um greiðslukjör, verður ekki skilið sem höfnun á tilboði stefnda, sbr. 1. mgr. 6. gr. 1. nr. 7/1936, heldur verður að líta á þann hluta bréfsins sem til- 2254 lögu um greiðslukjör eða greiðslufyrirkomulag, sem stefndi gat hafnað. Það gerði stefndi ekki. Á kröfu stefnanda í bréfi. dags. 24. febrúar 1988, um DKK 750.000 bankatryggingu og DKK 5.000 í kostnað verður ekki litið sem breytingu á umsömdu verði eignarinnar, heldur skilyrði fyrir því að fá frestað nauð- ungaruppboði, sem fram átti að fara 26. febrúar 1988. Gegn andmælum af hálfu stefnanda er ósannað, að stefndi hafi sett sem skilyrði fyrir kaupunum möguleika á skiptingu húseignarinnar í tvær íbúðir. Í skjölum málsins kemur fram. að Mogens Popp-Madsen, lögmaður stefnda í Kaupmannahöfn, hafi athugað um möguleika á skiptingu húseignarinnar og jafnframt að sú skipting kunni að vera erfiðleikum bundin. Um þessi vandkvæði á skiptingu eignarinnar varð stefnda ljóst a. m. k. eftir móttöku bréfs Andelsbankens frá 11. des. 1987. Þrátt fyrir það tilkynnti stefndi ekki, að forsendur fyrir kaupunum væru brostnar, fyrr en með bréfinu 9. febrúar 1988. Verður því ekki á kröfur stefnda, byggðar á brostnum forsendum, fall- ist. Hvergi í skjölum málsins kemur fram, að stefnandi hafi átt að kaupa fast- eignina á nauðungaruppboði. Aftur á móti virðist ætlunin hafa verið, að stefndi keypti fasteignina af Ólafi Haraldssyni fyrir þann tíma, þegar nauð- ungaruppboðið skyldi fram fara, sbr. bréf stefnanda 11. des. 1987. Niðurstaða dómsins er því sú, að stefndi hafi gefið bindandi loforð um kaup á fasteigninni Fyrhgjvej 24, Lyngby, fyrir DKK 750.000. Það er óumdeilt, að á undan veði stefnanda í fasteigninni hafi hvílt lán, samtals að fjárhæð DKK 576.166, og að við sölu eignarinnar á nauðungar- uppboði hafi stefnandi ekki fengið neitt upp í áhvílandi lán sín. Þannig hafa samningsrof stefnda valdið stefnanda tjóni, sem nemur DKK 173.834, sem stefnda ber að greiða stefnanda með vöxtum, eins og segir í dómsorði. Stefndi greiði stefnanda málskostnað, sem ákveðst 285.000 kr., með vöxt- um, eins og krafist var. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna mikilla anna dómarans, sem var Auður Þorbergsdóttir borgardómari. Dómsorð: Stefndi, Andri hf., greiði Páli Arnóri Pálssyni hrl. f. h. Unibank DKK 173.834 ásamt (nánar tilgreindum vöxtum) og 285.000 kr. í málskostnað, sem beri dráttarvexti skv. 10. gr. |. nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu, allt innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins að viðlagðri aðför að lögum. 2255 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 325/1991. — Karl Sveinsson og Eygló Björnsdóttir (Brynjólfur Kjartansson hrl.) gegn Ásmundi Hrólfssyni (Sigurður Sigurjónsson hrl.) Fasteignakaup. Gallar. Sýkna. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen og Bjarni K. Bjarnason, fyrrverandi hæsta- réttardómari. Héraðsdómi var áfrýjað til Hæstaréttar af Eygló Björnsdóttur og þrotabúi Karls Sveinssonar með áfrýjunarstefnu 1. ágúst 1991. Undir rekstri málsins fyrir Hæstarétti var búið framselt þrotamanni til frjálsra umráða, og hefur Karl Sveinsson því tekið við aðild málsins að nýju. Áfrýjendur krefjast nú sýknu af kröfum stefnda og að málskostn- aður verði látinn niður falla í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, allt að frádregnum 834.500 krónum, sem hann fékk greiddar 18. júlí 1991. I. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti var hin breytta kröfugerð skýrð þannig, að í ljós hafi komið, að 18. júlí 1991 tók stefndi út innstæðu af sparisjóðsbók við Íslandsbanka hf., sem áfrýj- endur stofnuðu á hans nafni 10. ágúst 1989, er síðasta afborgun kaupverðs hússins nr. 184 við Fannafold í Reykjavík féll í gjalddaga. Innstæða á bókinni 18. júlí 1991 var 834.500 krónur. Áfrýjendur krefjast nú skaðabóta eða afsláttar úr hendi stefnda til skuldajafnaðar, samtals að fjárhæð 329.540 krónur, sem þeir sundurliða þannig: 1. Kostnaður við að koma þakkanti í viðunandi horf samkvæmt matsgerð ................. kr. 88.200 2256 2. Kostnaður við að ráða bót á rakaþéttingu í þaki vegna ónógrar útloftunar samkvæmt MALSBEI 2... kr. 237.340 3. Aksturskostnaður að hálfu samkvæmt MALSBEFÖ Þ.e - 4.000 Áfrýjendur skýra sýknukröfu sína þannig, að verði skuldajafn- aðarkrafa þeirra tekin til greina, standi eftir viðurkennd skuld þeirra við stefnda, 455.758 krónur (785.298 — 329.540). Sú fjárhæð, vaxtareiknuð eins og í héraðsdómi greinir, sé lægri en fjárhæðin, sem stefndi tók út af sparisjóðsbókinni. Samkvæmt málflutningsyfirlýsingu stefnda fyrir Hæstarétti ber hann ekki fyrir sig aðildarskort áfrýjenda gegn skuldajafnaðarkröf- um þeirra. I. Í matsgerð dómkvaddra matsmanna er talið, að annmarki á þakkanti teljist einkum vera útlitsgalli. Leggja þeir til, að þakkant- urinn verði hækkaður um 4 cm til að ráða bót á þessu. Ekki verður fallist á með áfrýjendum, að hér hafi verið um leynd- an galla að ræða, sem stefndi beri ábyrgð á, en þakkanturinn var í samræmi við samþykktar byggingarnefndarteikningar. Verður því ekki fallist á kröfur áfrýjenda að þessu leyti. Í matsgerðinni er enn fremur fjallað um vandamál, er tengjast því, að útloftun þaks hússins er ófullnægjandi. Í tillögum mats- manna til úrbóta segir meðal annars: „Hægt er að lagfæra gallann á mismunandi vegu, en mats- menn telja, að ódýrast verði að leysa hann innan frá, eins og í raun hefði verið hægt að leysa hann, áður en einangrun var sett upp í þakið.“ Að þessu athuguðu og með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður ekki talið, að þáttur stefnda í smíði þaksins hafi þurft að leiða til tjóns, heldur megi rekja það til framkvæmda áfrýjenda sjálfra við framhald verksins. Ber því einnig að hafna kröfum áfrýj- enda að þessu leyti, og eru þá ekki efni til að taka kröfu þeirra um aksturskostnað til greina. Eftir þessum úrslitum þykir mega staðfesta hinn áfrýjaða dóm að teknu tilliti tilinnborgunar 18. júlí 1991. Þá verður áfrýjendum gert 2257 að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og greinir Í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður, þó þannig, að til frádráttar tildæmdum fjárhæðum komi 834.500 krónur, er greiddar voru 18. júlí 1991. Áfrýjendur, Karl Sveinsson og Eygló Björnsdóttir, greiði stefnda, Ásmundi Hrólfssyni, 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 12. júlí 1991. Mál þetta, sem dómtekið var 9. þ. m.. höfðaði Sigurður Sigurjónsson hrl., Reykjavík, f. h. Ásmundar Hrólfssonar, kt. 230954-2679, Mávahlíð 7, Reykjavík, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, þingfestri 12. desem- ber 1989, gegn Margréti Kristjánsdóttur, kt. 270354-2469, Ferjubakka 16, Reykjavík, Karli Sveinssyni, kt. 030647-4839, Fannafold 184. Reykjavík, og Eygló Björnsdóttur, kt. 011142-5679, sama stað. Undir rekstri málsins féll stefnandi frá kröfum á hendur Margréti Krist- jánsdóttur. Samkvæmt yfirlýsingu skiptaráðandans í Reykjavík, dags. 3. júlí 1991, var bú stefnda Karls Sveinssonar tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði, upp kveðnum 21. mars 1991. Þrotabú Karls Sveinssonar hefur tekið við málinu fyrir hönd stefnda Karls. Dómkröfur stefnanda eru, að þrotabú stefnda Karls Sveinssonar og Ey- gló Björnsdóttir verði in solidum dæmd til þess að greiða stefnanda 785.298 kr. ásamt (nánar tilgreindum vöxtum svo og málskostnað). Dómkröfur stefndu eru aðallega, að skuldajafnað verði á móti dómkröfu stefnanda kröfu um afslátt eða skaðabætur skv. mati dómkvaddra mats- manna, að fjárhæð 668.080 kr., ásamt dráttarvöxtum |...). Til vara gera stefndu þá kröfu, að skuldajafnað verði á móti dómkröfu stefnanda skaðabótakröfu skv. mati dómkvaddra matsmanna, að fjárhæð 329.540 kr., ásamt sömu vöxtum og í aðalkröfu. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar |... Leitað hefur verið um sáttir í málinu án árangurs. Málavextir. Með kaupsamningi, dags. 9. mars 1988. seldi stefnandi, Ásmundur Hrólfsson, Margréti E. Kristjánsdóttur fjögurra herbergja íbúð, merkta 2258 0120, í húsinu nr. 184 við Fannafold í Reykjavík. Samkvæmt kaupsamningi skyldi kaupandi greiða síðustu greiðslu 10. ágúst 1989, 550.000 kr. Í 18. tl. kaupsamnings segir, að greiðslur skuli verðbæta og við þær leggja meðal- talsvexti banka og sparisjóða frá afhendingardegi, 15. maí 1988, til greiðslu- dags. Með kaupsamningi, dags. 10. maí 1988, seldi Margrét Kristjánsdóttir stefndu Karli Sveinssyni og Eygló Björnsdóttur sömu fasteign með sömu skilmálum, þ. e. verðbótum og meðalvöxtum banka og sparisjóða frá af- hendingardegi til greiðsludags. Í samningi Margrétar Kristjánsdóttur annars vegar og Karls Sveinssonar og Eyglóar Björnsdóttur hins vegar er tekið fram, að stefnandi sé þinglýstur eigandi, og jafnframt, að stefndu Karl og Eygló gangi inn í kaupsamning Margrétar og taki á sig allar skyldur og rétt- indi skv. þeim kaupsamningi. Með áritun sinni féllst stefnandi, Ásmundur Hrólfsson, á þá tilhögun. Greiðslur kaupverðs hafa farið fram með þeim hætti, að greiðslur hafa borist stefnanda bæði frá Margréti annars vegar og þeim Karli og Eygló hins vegar. Síðasta greiðsla var ekki innt af hendi. og telur stefnandi hana vera í vanskilum frá 10. ágúst 1989. Stefndu Karl og Eygló tóku við íbúðinni 15. maí 1988 og fluttust í hana 20. ágúst 1988. Stefndi Karl vann sjálfur við íbúðina, þ. á m. við einangrun á lofti og veggjum og ílögn í gólfi. Við þessar framkvæmdir naut Karl, sem er bifreiðastjóri, aðstoðar félaga síns, sem einnig er bifreiðastjóri. Fljótlega eftir að stefndu Karl og Eygló fluttust inn, töldu þau íbúðina gallaða og leituðu vegna þessa m. a. til Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins í okt. 1989 og í júní 1990 vegna ætlaðra galla á húseigninni. Hinn 12. september 1990 voru að beiðni stefndu Karls og Eyglóar dóm- kvaddir sem matsmenn þeir Gunnar S. Björnsson byggingameistari og Rík- harður Kristjánsson verkfræðingur til þess að skoða og meta galla á húseign stefndu að Fannafold 184. Í matsbeiðni stefndu, dags. 3. sept. 1990, er óskað eftir því m. a., að gerð sé ýtarleg grein fyrir öllum göllum á húseigninni að utan og innan, og í því sambandi er sérstaklega bent á galla á húseigninni vegna leka í gegnum útveggi, glugga, dyr, þak og gólf. Hinir dómkvöddu matsmenn skiluðu matsgjörð 20. janúar 1991. Í samantekt matsmanna á sýnilegum og mælanlegum göllum og áliti matsmanna á orsökum gallanna segir m. a.: Varðandi þak. Þakkantur er of lágur. Hér er einkum um útlitsgalla að ræða sem og hitt, að Í asarigningu gæti vatn runnið beint af bárujárni og út yfir kantinn. Þá vantar svuntu undir bárujárn og niður í rennu. Rennan er a. m. k. 30 em fyrir utan vegg, þar sem kanturinn er ca. 50 em breiður. Matsmenn telja nær útilokað, að leki úr rennu eða slagregn undir báru- 2259 járn valdi leka inn í húsið, enda hafa þeir séð, að leki úr rennu kom beint niður gegnum þakkantinn. Útloftun þaksins er ófullnægjandi. — Orsökin er sú, að klætt er beint ofan á límtrésbita, sem lokar þar með loftrásum þaksins. Loftið, sem streymir inn um rörin gegnum útveggina, kemst síðan ekki áfram um þakflötinn all- an. Tenging rakavarnarlags þaksins og útveggja. — Þessi tenging er röng. ÁL- himnan, sem er neðan á einangruninni í loftinu, er tekin út fyrir einangrun útveggjanna og aðeins niður eftir þeim. Álhimnan fylgir því að hluta hita- stigi útveggjanna og kólnar því, þegar kalt er úti. Inniloft kemst síðan út að þessum kalda fleti milli pússningar og einangrunar loftsins. Þegar kalt er úti, er hætta á, að raki falli út á álhimnunni í líkingu við það, sem gerðist á gluggunum. Matsmenn sannreyndu það einnig. þegar hvað mestur raki var í gluggum, að einnig hafði fallið út raki á álhimnuna, þar sem hún lá að út- vegg. Enda þótt steyptu veggirnir hafi sama hitastig og álhimnan, er rakaút- felling á þeim hættuminni, þar sem þeir geta sogið í sig verulegt magn af raka og jafnað þannig út sveiflur. Þessi verkþáttur var unninn á vegum nú- verandi eigenda hússins. Rakamerki á útveggjum. Matsmenn hafa ekki getað fundir lekaleiðir inn í gegnum útveggina. Þeir telja sennilegt, að rakamerkin stafi einkum af raka. sem hafi komið innan frá, þegar pússning var að þorna. Þessi hluti parhússins er einangraður með steinull. Steinull er í eðli sínu mjög opin gagnvart rakaflæði. Hún veitir því raka, sem leitar úr blautri pússningu út að köldum útvegg, lítið viðnám. Ef lítið er gert að því að lofta þennan raka burt. er hætta á, að rakastigið inni verði allt of hátt, og þá geta verulegar rakaútfellingar komið fram á út- veggjum og bleyta lekið niður útveggina að innan, uns hún lendir á ein- hverri mótstöðu, t. d. glugga eða gólfplötu. Á þessum stöðum kemur hún síðan fram í rakamerkjum, sem lýsa sér líkt og leki. Samkvæmt upplýsing- um núverandi eigenda var þessi verkþáttur unninn á þeirra vegum. Skemmdir í gólfi. Á gólfi er flotílögn af svonefndri anhydrit-gerð. Ílögnin hefur skemmst í stofunni, einkum úti við vegg. Þessi tegund ílagnar („anhydrit“) er við- kvæm fyrir raka á hörðnunarstigi og þolir illa, ef vatn stendur lengi á henni. Það er skoðun matsmanna, að skemmdirnar tengist rakavandamálum út- veggjanna. Síðan kunna að hafa komið skemmdir vegna álags, þar sem ílögnin hafi náð styrk svo seint vegna þess. hve rakinn var lengi að fara burt. Ílögnin ætti hins vegar nú að hafa nægjanlegan styrk, eftir að gert hef- ur verið við þær skemmdir, sem eru í henni. Ílögnin var unnin á vegum nú- verandi eigenda. 2260 Gluggar og opnanleg fög. Matsmenn hafa ekki orðið varir við leka inn með gleri, né sjá þeir, að frá- gangur glerjunar sé með þeim hætti, að augljóslega sé gallaður. Á hinn bóginn hafa matsmenn staðfest verulegar rakaútfellingar á gleri, þegar kalt hefur ver- ið úti. Orsökin er sú, að rönd tvöfalds venjulegs einangrunarglers þolir ekki mjög hátt rakastig, þegar kólnar í veðri úti. Að jafnaði veldur þetta ekki vandamálum, ef hús eru sæmilega vel hituð og loftað út, því að þá lækkar rakastig inni sjálfkrafa. Algengara er, að þetta valdi erfiðleikum í húsum með loftræstikerfum og rakíbætingu (sic). Ef lítið er hitað og loftað, ofnar huldir að ofan eða annað gert, sem hindrar eðlilegar lofthreyfingar, kemur þó upp þessi vandi. Þegar matsmenn komu á staðinn og sannreyndu raka á gluggum, var aðeins einn gluggi opinn, í skoti inn af stofu, en engin loft- hreyfing var í gegnum húsið í heild sinni. Lítill hiti var í húsinu í það skipti. Dyr. Við dyr þær út úr stofu, sem munu opna stofu út í garðskála, eru raka- merki. Þessi ummerki geta bæði stafað frá vatni, sem lekur niður af gleri í kuldum, sem og leka inn með dyrunum. Matsmenn hafa ekki getað staðfest leka inn með dyrunum í vetur, enda eru dyrnar nú þegar komnar í töluvert var af garðskála íbúðarinnar hinum megin. Dyrnar eru þó ekki mjög traust- vekjandi. Þessar dyr verða þó ekki lengur útidyr í þeim skilningi, þegar glerskáli er risinn. Málsástæður og rökstuðningur stefnanda. Stefnandi reisir rétt sinn á fram lögðum kaupsamningum um fasteignina nr. 184 við Fannafold í Reykjavík við Margréti E. Kristjánsdóttur. dags. 9. mars 1988, og kaupsamningi milli þeirra Margrétar annars vegar og Karls og Eyglóar. Með þeim kaupsamningi hafi þau Karl og Eygló gengist undir samningsskyldur gagnvart stefnda með sama hætti og Margrét. Teljist því stefndu í máli þessu vera ábyrg in solidum gagnvart stefnanda fyrir greiðslu kaupverðs. Kröfum um greiðslu hafi verið beint að Margréti E. Krist- jánsdóttur, en hún vísi greiðsluskyldu algerlega á Karl Sveinsson og Eygló Björnsdóttur, sem eigi hafa neitað greiðsluskyldu sinni, en borið við ætluð- um göllum. Stefnandi reisir rétt sinn, eins og áður segir, á fram lögðum kaupsamn- ingum, almennum reglum í fasteignakaupum svo og lögum um lausafjár- kaup nr. 39/1922, eftir því sem þau eiga við. Dómkrafa stefnanda sundurliðast þannig: Höfuðstóll, greiðsla pr. 10. 8. 1989 vl kr. 550.000 Verðbætur, 2557:1968 00.00.0000. — 164.608 2261 Meðalvextir 15. 5. 1988-10. 8. 1989 ........000000000000 0000. - 70.601 Samtals kr. 7185.209 Við munnlegan málflutning var því haldið fram af hálfu stefnanda, að stefnandi hefði átt viðskipti við Margréti Kristjánsdóttur og Margrét við stefndu. Samkomulag hafi orðið með aðilum um, að stefndu greiddu tvær síðustu greiðslur samkvæmt kaupsamningi beint til stefnanda. Ef stefndu hafi talið eignina gallaða, hafi þau getað gert kröfu um skaðabætur eða af- slátt frá sínum viðsemjendum, en ekki frá stefnanda. Stefndu hafi fengið eignina í umsömdu ástandi. Þakkantur hússins sé í samræmi við teikningu arkítekts, en teikningin hafi legið frammi, þegar kaupin voru gerð. Gallar á húsinu stafi af verkframkvæmd stefnda Karls. sem ekki sé sérfróður um byggingar, en hann hafi annast framkvæmdir með aðstoð annars bifreiðastjóra. Útfærsla stefndu á einangrun hafi verið röng, og tjón vegna þessa verði stefndu að bera sjálf. Stefndu hafi breytt og bætt við húsið án samráðs við hönnuði og án leyfis byggingaryfirvalda. Mats- gjörð dómkvaddra matsmanna sýni, að þeir ágallar, sem eru á húsinu, stafi af verkframkvæmd stefndu sjálfra. Málsástæður og rökstuðningur stefndu. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að ástæða þess, að þau inntu ekki af hendi umsamda afborgun 10. ágúst 1990, sé sú, að komið hafi í ljós miklir leyndir gallar á eigninni og alls óvíst sé um greiðslugetu stefnanda, ef hon- um yrði gert að greiða skaðabætur vegna leyndra galla. Stefndu hafi hafist handa um að leita réttar síns í mars 1989. en þá þegar hafi verið farið að bera á göllum, sem síðan hafi stöðugt ágerst. Helstu gall- ar séu vegna leka í veggjum, með gluggum, dyrum og miklum raka í gólf- um, svo að ekki hafi enn reynst unnt að ganga frá þeim. og þess vegna sé enn bráðabirgðaeldhús í húsinu. Vegna þess hafi afborgun 10. ágúst 1989 verið lögð inn á sparisjóðsbók í Iðnaðarbanka Íslands hf., Breiðholtsútibúi. og hafist handa við öflun skriflegra gagna vegna gallanna. Hinn 9. nóvem- ber 1989 hafi legið fyrir rannsóknarskýrsla Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins, og hafi hún verið send stefnanda 4. des. 1989. Stefndu telja, að sér hafi verið heimilt að halda eftir ógreiddri afborgun vegna þeirra galla, sem þegar voru fram komnir á eigninni og fyrirsjáanlega hafi verið að ágerast, og jafnframt hafi verið ómögulegt að láta greiðsluna af hendi vegna óvissrar fjárhagsstöðu stefnanda, sem leitt gæti til þess, að stefndu ættu sjálf á hættu að sitja uppi með kostnað af göllum á eigninni. Augljóst sé, að um verulegar vanefndir af hálfu stefnanda sé að ræða. Stefndu beri afsláttur af kaupverði sem skaðabætur vegna gallanna. 2262 Af hálfu stefndu er um rökstuðning vísað til kaupsamnings aðila frá 9. mars 1988 og 4. maí 1988, reglna kröfuréttar um loforð og samninga, sbr. 1. nr. 7/1936, svo og ákvæða kaupalaga nr. 39/1922, eins og þeim verði beitt með lögjöfnun um fasteignakaup, sbr. einkum 42. gr. Við munnlegan málflutning var um rökstuðning fyrir gagnkröfum stefndu vísað til matsgjörðar dómkvaddra matsmanna á dskj. 25, og er aðal- krafan krafa um greiðslu samkvæmt matinu á heildarkostnaði við lagfær- ingar á göllum hússins. Í matsgjörðinni er þessi kostnaður sundurliðaður svo: Hækkun þakkants ................... rr kr. 88.200 Lagfæring útloftunar: Útborun, lagfæring á rakasperru og einangrun ............ - 171.120 Efni rr - 43.840 Loftunartúða - 22.380 Viðgerð á rakasperru við Útvegg ............... - 49.600 Efni rr - 34.280 Viðgerðir á múrhúð og gÓlfi 2... - 73.480 Lagfæra málningu -............ - 82.620 Slípa og lakka glugga, Vinna .................. - 19.360 Efni rr - 15.200 AKkSEUr rr - 8.000 Samtals kr. 668.080 Varakrafa stefnda er um, að skuldajafnað verði á móti kröfu stefnanda kostnaði samkvæmt matsgjörð við hækkun þakkants, lagfæringu útloftunar og helming aksturskostnaðar, þ. e. samtals 329.500 kr. Stefndi Karl hafi unnið sjálfur ásamt kunningja sínum við einangrun þaksins, en Sveinn Guðmundsson hafi verið meistari hússins þar til í okt. 1989, og hafi Karl og félagi hans leitað ráða hjá Sveini. Stefnandi beri ábyrgð á eftirlitsskorti Sveins Guðmundssonar byggingameistara. Þarna hafi skort sérteikningar, og það hafi Sveinn átt að sjá og láta stöðva fram- kvæmdir. Því sé ekki haldið fram af hálfu stefndu, að um sé að ræða svik af hálfu stefnanda, heldur hönnunargalla. Gallarnir hafi komið fram á verkfram- kvæmd stefnda Karls, en ástæðan sé hönnunargalli, og stefndu hafi ekki getað gert sér grein fyrir honum. Niðurstaða. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dóminum matsmennirnir Gunnar S. Björnsson húsasmíðameistari og Ríkharður Kristjánsson verk- 2263 fræðingur, stefnandi, stefndu Karl Sveinsson og Eygló Björnsdóttir, Trausti Sigurðsson húsasmíðameistari, Sigurjón Helgason bifreiðastjóri, Sveinn Guðmundsson húsasmíðameistari og Margrét Kristjánsdóttir. Áður en málið var dómtekið 9. þ. m., fóru dómarar og lögmenn aðila á vettvang og skoðuðu húsið að viðstöddum stefnanda og stefndu Eygló og Karli Sveinssyni. Það er óumdeilt, að greiðslan, sem stefnandi krefur stefndu um, er í van- skilum. Þegar til þess er litið, að samkvæmt sérstakri áritun á kaupsamning stefndu Karls og Eyglóar við Margréti Kristjánsdóttur samþykkti stefnandi, að stefndu Karl og Eygló gengju inn í kaupsamning hans við Margréti Kristjánsdóttur og tækju á sig allar skyldur og öll réttindi samkvæmt þeim kaupsamningi, verður ekki fallist á varnir stefnanda, byggðar á aðildar- skorti. Í fram lögðum kaupsamningum var íbúðinni, sem stefnandi seldi og stefndu keyptu, lýst svo: „4ra herb. íbúð, merkt 01.02., í húsinu nr. 184 við Fannafold í Reykjavík, sem er í smíðum skv. teikn. Kristins Ragnarss., samþ. 29. 10. 1987, ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og leigulóðarr. Íbúðinni fylgir og bílskúr, merktur 01.02. Íbúðin afh. fokheld innan, en hús- ið fullbúið að utan, þ. e. tilb. undir máln. ásamt útihurð, svalahurð og bíl- skúrshurð úr furu og vatnsheldum krossvið, tvöfalt gler ísett í glugga og frá- gengið, þ. m. t. laus fög. Bárujárn á þaki, þakkantar frágengnir, niðurfall frág., lóð grófjöfnuð, þ. e. jafnað úr því efni, sem er á staðnum. ...“ Fram kom við yfirheyrslur hér fyrir dómi, að eftir kaupin annaðist stefndi Karl, sem ekki er byggingarfróður, sjálfur framkvæmdir í húsinu og naut við það aðstoðar félaga síns, sem er bifreiðastjóri eins og Karl. Þeir fé- lagar kváðust hafa ráðgast við Svein Guðmundsson, byggingameistara hússins, um framkvæmdir, en því neitaði Sveinn og kvaðst ekkert hafa gert í húsinu og engu stjórnað þar, frá því að stefndu keyptu það. Sveinn Guð- mundsson var skráður byggingameistari hússins þar til í október 1989. Flest það, sem að íbúðinni er, nema það, sem talið er athugavert við þakkant, virðist stafa af verkframkvæmd stefndu í húsnæðinu. Í skjölum málsins kemur fram, að þakkantur hússins er í samræmi við samþykktar byggingarnefndarteikningar. Þegar af þeirri ástæðu verða kröfur stefndu vegna þakkants ekki teknar til greina. Stefnandi verður hvorki gerður ábyrgur fyrir tjóni, sem hlýst af verk- framkvæmdum stefndu í húsnæðinu, né tjóni, sem kann að hafa hlotist af sambandsleysi stefndu við hönnuði hússins og fyrrum byggingameistara eða því, að byggingameistarinn hafi ekki gegnt skyldum sínum, eftir að stefn- andi seldi húsnæðið. 2264 Í matsgjörðinni kemur fram, eins og rakið var í málavaxtalýsingu, að eng- ar sérteikningar arkítekta lágu fyrir af þakfrágangi við límtrésbita. Klætt var beint ofan á límtrésbita og þar með lokað loftrásum þaksins. Loftið, sem streymir inn um rörin gegnum útveggina, kemst því ekki áfram um Þakflötinn allan, eins og einangrun þaksins var framkvæmd og í matsgjörð segir. Fram kom hjá Sveini Guðmundssyni hér fyrir dómi, að hann hefði þétt- klætt þakið ofan á límtrésbitana. Hann lét afskiptalausa aðferð stefnda Karls við einangrun þaksins, sem var í því fólgin að setja einangrun upp á milli sperra og rakavarnarlag fyrir neðan einangrun. Ekki vakti bygginga- meistarinn athygli stefndu á nauðsyn sérteikninga vegna útloftunar þaksins. Ekkert í fram lögðum teikningum segir fyrir um þá aðferð, sem viðhöfð var við einangrun þaksins. Aftur á móti gefur fram lögð arkítektateikning til kynna annan frágang á lofti í húsinu. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, er það niðurstaða dómsins, að ekki sé annað fram komið en stefnandi hafi afhent íbúðina í umsömdu ástandi og stefnanda sé ekki um að kenna það, sem að húsnæðinu er. Verða kröfur stefnanda því teknar til greina með vöxtum, eins og segir í dómsorði. Málskostnaður að meðtöldum virðisaukaskatti ákveðst 195.000 kr. Auður Þorbergsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt með- dómendunum dr. Ragnari Ingimarssyni verkfræðingi og Þorkeli Jónssyni byggingatæknifræðingi. Dómsorð: Stefndu, Eygló Björnsdóttir og þb. Karls Sveinssonar greiði stefn- anda, Ásmundi Hrólfssyni, 785.298 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt 11. kafla Í. nr. 25/1987 frá 10. ágúst 1989 til greiðsludags og 195.000 kr. í málskostnað, sem beri vexti samkvæmt II1. kafla |. nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. 2265 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 192/1991. — Guðjón Jónsson og Gréta Jónsdóttir (Björn Ólafur Hallgrímsson hrl.) gegn Stefáni Jónssyni (Guðmundur Jónsson hrl.) Fasteignakaup. Gallar. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hjörtur Torfason og Gunnlaugur Claessen og Arnljótur Björnsson prófessor. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. apríl 1991 og krefjast þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim 547.840 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 460.000 krónum frá 12. janúar 1989 til 25. apríl 1989, en af 547.840 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast þeir máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. I. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt endurrit vitnamáls, sem áfrýjend- ur höfðuðu eftir uppkvaðningu héraðsdóms, en þar komu fyrir dóm til frekari skýrslugjafar matsmennirnir Ragnar Ingimarsson, pró- fessor í verkfræði, og Magnús Guðjónsson húsasmíðameistari. Jafn- framt hafa áfrýjendur lagt fyrir Hæstarétt ljósmyndir, sem teknar voru af vettvangi að Yrsufelli 6 í Reykjavík árið 1992. Hafa áfrýj- endur skýrt svo frá, að þá hafi gólfplata í norðurhluta hússins verið rofin til að gera við stíflu í frárennslislögn. Sýni myndirnar, sem teknar séu inn undir gólfplötuna við það tækifæri, hvernig fyllingar- efni hafi runnið frá gólfplötu niður í holrúm á mun stærra svæði en unnt hafi verið að sjá, er dómkvaddir matsmenn skoðuðu vettvang Í byrjun árs 1989. Enn fremur sýni myndirnar, hvernig frárennslis- lagnir, þ.m.t. lögn frá gestasalerni í norðurhluta hússins, hangi neðan í gólfplötunni án þess að hafa stuðning af jarðvegsfyllingu. 2266 Séu lagnirnar mjög sveigðar niður milli endafestinga þeirra vegna þess, hve gólfplatan hefur sigið. II. Matsmennirnir Ragnar Ingimarsson og Magnús Guðjónsson komu fyrir dóm við aðalmeðferð málsins og einnig í fyrrgreindu vitnamáli. Telja þeir báðir, að grunnorsök þess, að gólfplatan seig, hafi verið sú, að fyllingarefni var tekið undan henni. Matsmaðurinn Ragnar segir það „alls ekki geta verið“, að það, að sagað var gat á járnbenta gólfplötu í syðri hluta hússins, eftir að áfrýjendur fengu húsið afhent, sé aðalorsök þess, að nyrðri platan seig. Í framburði matsmannsins Magnúsar kemur fram, að hann tel- ur vafasamt, að gatið í syðri gólfplötunni hafi haft áhrif á sig nyrðri plötunnar. Fyrrnefnd gólfplata í norðurhluta hússins er ójárnbent í þeim skilningi, að í henni eru ekki steypustyrktarjárn, sem ætlað er að bera hana uppi. Lýsti Ragnar ástandi þeirrar plötu svo, að hún „héngi svona svipað og hengirúm“, eftir að fyllingu undir henni var raskað. Matsmennirnir benda einnig á, að sig nyrðri gólfplötu sé ekki meira næst þeim stað, þar sem gatið var gert í gólfplötu í suðurhluta hússins, en annars staðar. Með hliðsjón af því, sem nú var rakið, þykir mega leggja til grundvallar, að sig nyrðri gólfplötunnar verði rakið til þess, að fyll- ing var fjarlægð undan hluta hennar, áður en málsaðilar gerðu kaupin. 111. Við aðalmeðferð málsins kom fram, að áfrýjandinn Guðjón Jóns- son skoðaði húsið tvisvar vorið 1986, áður en kaupsamningur var undirritaður. Var athygli hans þá vakin á gati á millivegg í kjallara, sem upphaflegur eigandi hússins hafði rofið á hann til að gera við frárennslislagnir undir nyrðri gólfplötunni. Jafnframt fékk Guðjón lánað vasaljós á staðnum til að lýsa inn um gatið, en léleg lýsing var í óinnréttuðum kjallaranum. Í málinu liggja fyrir myndir af því, sem sjá mátti við slíka skoðun, en þær voru teknar við vettvangsgöngu dómkvaddra matsmanna. Er ljóst, að erfitt var að sjá undir gólfplöt- una nema á mjög takmörkuðu svæði. Við þær aðstæður var ekki unnt að komast að því, að jarðvegsfylling hafði skriðið undan stór- 2261 um hluta gólfplötunnar. Þegar þetta er virt, verður ekki á það fall- ist, að áfrýjendur hafi fyrirgert bótarétti vegna ófullnægjandi skoð- unar á eigninni, áður en í kaupin var ráðist. IV. Stefndi skýrði svo frá við aðalmeðferð málsins í héraði, að um það bil tveimur árum fyrir sölu hússins til áfrýjenda hefði hann komið fyrir gestasalerni í norðurhluta hússins. Þurfti þá að brjóta rauf í gólfplötuna til að koma fyrir lögn frá salerninu yfir í megin- skólplögn undir gólfplötunni. Við munnlegan málflutning í Hæstarétti var nánar skýrt, hvernig umræddri lögn frá gestasalerni var komið fyrir. Er ljóst, að við þá aðgerð hefur stefnda verið unnt að komast að því betur en áður, Í hvaða ástandi fylling undir gólfplötu var, og þar með, hve mjög hún hafði skriðið undan plötunni á stóru svæði. Telja verður, að eftir þetta hafi honum mátt vera ljóst, að ástand fyllingarinnar var með þeim hætti, að úrbóta væri þörf. Þegar þessa er gætt svo og þess, að áfrýjendur máttu treysta því, að svo stórfelldur galli væri ekki fyrir hendi, verður að telja stefnda skaðabótaskyldan vegna tjóns áfrýj- enda. Ekki verður á það fallist með stefnda, að áfrýjendur hafi firrt sig rétti með tómlæti um að halda fram kröfum sínum. Samkvæmt þessu ber að taka til greina bótakröfu áfrýjenda, að fjárhæð 460.000 krónur, ásamt vöxtum, eins og greinir í dómsorði, en stefndi hefur einungis krafist staðfestingar héraðsdóms. Rétt þykir, að stefndi greiði áfrýjendum samtals 400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, og er þá tekið tillit til kostnaðar við öflun matsgerðar. Dómsorð: Stefndi, Stefán Jónsson, greiði áfrýjendum, Guðjóni Jóns- syni og Grétu Jónsdóttur, 460.000 krónur með dráttarvöxtum skv. TIl. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 25. apríl 1989 til greiðsludags. Stefndi greiði áfrýjendum 400.000 krónur samtals í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 2268 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 18. mars 1991. Mál þetta, sem dómtekið var föstudaginn 1. mars sl., er höfðað með stefnu, birtri 13. október 1989. Stefnendur eru Guðjón Jónsson, kt. 240141-4349, og Gréta Jónsdóttir, kt. 300143-4159, bæði til heimilis að Yrsufelli 6, Reykjavík. Stefndi er Stefán Jónsson, kt. 131142-4719, Logafold 66, Reykjavík. Dómkröfur stefnenda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim 547.840 krónur auk (nánar tilgreindra dráttarvaxta svo og málskostn- að|. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnenda. Jafnframt krefst stefndi þess, að stefnendur verði in solidum dæmd til greiðslu málskostnaðar |... Málavextir, málsástæður og lagarök. Stefnendur keyptu raðhús að Yrsufelli 6 hér í borg af stefnda með kaup- samningi, dagsettum 9. maí 1986. Þau fluttust inn í eignina 9. ágúst 1986. Á haustmánuðum 1987 urðu stefnendur þess vör, að hluti gólfplötu var tekinn að síga. Óskuðu þau þess, að dómkvaddir yrðu menn til að meta orsakir þessa, hvort frágangur væri í samræmi við reglur, hverjar væru afleiðingar þess, hvað gera þyrfti til úrbóta, hvort skemmdir hefðu orðið á öðrum hluta húsnæðisins og hvað kosta myndi að bæta úr. Þeir skiluðu matsgerð, dag- settri 25. apríl 1989, og í niðurstöðum hennar segir, að „grús“ undir plöt- unni í eldhúsi, baði, þvottahúsi og jafnvel víðar hafi skriðið undan sólfplöt- unni á þessum stöðum að geil, sem hafði myndast við það, að á millivegg í kjallara hafði verið gert gat, svo að komast mætti að skolplögnum, gera við þær og skipta um. Hafði sá eigandi hússins, sem stefndi hafði keypt af, gert gat þetta og fjarlægt nokkuð af „grús“ til að komast að lögnunum. Málsástæður stefnenda eru þær, að sig það, er orðið hefur á gólfplötu í norðurhluta fasteignar hans, sé galli, sem stefndi beri sem seljandi eignar- innar ábyrgð á. Stefnendur hafi mátt búast við að fá í hendur gallalausa fasteign við kaupin. Fasteignin hafi ekki reynst hafa þá kosti, er almennt teljist áskildir í fasteignakaupum. Stefnendur telja, að stefnda hafi verið ljósir gallarnir á fasteigninni, en hann hafi ekki upplýst þau um þá, er kaup- in voru gerð. Er þess krafist, að stefndi greiði stefnendum matsfjárhæð samkvæmt mati hinna dómkvöddu matsmanna, 460.000 krónur, auk kostn- aðar við matið, 87.840 krónur; samtals er kröfufjárhæðin 547.840 krónur. Er krafist dráttarvaxta skv. lögum nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989, af 460.000 krónum frá 12. janúar 1989, þ. e. mánuði eftir að stefnendur lögðu fram þær upplýsingar, sem nauðsynlegar voru til að meta tjónsatvik og fjár- hæð bóta, en það var með framlagningu matsbeiðni og annarra sagna á 2269 bæjarþingi Reykjavíkur 12. janúar 1989 við þingfestingu matsmálsins nr. 77/ 1988. Krafist er dráttarvaxta skv. lögum nr. 25/1987 af kostnaði vegna mats- málsins skv. reikningi matsmanna, 87.840 króna, frá þeim degi, er stefnend- ur greiddu reikning matsmanna og leystu til sín matið 25. apríl 1989. Er krafist dráttarvaxta vegna ofangreinds frá þargreindum dagsetningum til greiðsludags. Um lagarök vísa stefnendur til almennra reglna kaupalaga og venjuréttar um fasteignaviðskipti svo og almennra reglna kröfuréttar og skaðabótaréttar. Um lagarök varðandi vaxtakröfu matsfjárhæðar vísast til 15. gr. laga nr. 25/1987. Stefndi reisir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á þeirri málsástæðu, að stefn- endur hafi vanrækt skoðunarskyldu sína eða mátt sjá gallann við skoðun- ina. Í öðru lagi byggir hann á því, að stefnendur hafi sýnt tómlæti með því að tilkynna ekki um sigið á plötunni, fyrr en þau gerðu, þar sem ýmislegt bendi til þess, að þau hafi gert sér grein fyrir því, fyrr en haldið er fram af þeirra hálfu. Í þriðja lagi byggir stefndi á því, að gallann megi rekja til þess, að gólfplata hafi ekki verið járnbent. Á þeim tíma, sem teikningar að húsinu voru samþykktar, hafi ekki verið gerð krafa um, að platan væri járnbent. Forsendur og niðurstaða. Þegar stefnandi, Guðjón Jónsson, skoðaði húseignina, mátti sjá, að grafið hafði verið undan gólfplötu norðan við vegg í kjallara, en síðar kom fram, að plata þessi var ekki járnbent, en það var ekki skilyrði, er húsið var byggt. Samkvæmt málatilbúnaði stefnenda kom það ekki í ljós fyrr en 14-15 mánuðum eftir, að þau tóku við eigninni, að sprungur í gólfi og veggjum höfðu stækkað og dyraop skekkst, vegna þess að gólfplatan hafði sigið. Kom fram við vettvangsgöngu, að sig hefur aukist, frá því að matsmenn skoðuðu eignina. Stefndi hefur borið, að hann hafi ekki orðið var við neinar breytingar á húsinu þann tíma, sem hann bjó í því, u. þ. b. 8 ár. Þegar virtur er málatil- búnaður stefnenda um það, hvenær þau urðu þess vör, að gólfplatan hafði sigið, þykir ekki komin fram sönnun um, að um galla hafi verið að ræða, sem þeim mátti ekki vera kunnugt um, er þau tóku við eigninni. Fram kemur í málinu, að stefnendur létu breyta húsnæðinu á þann veg, eftir að þau tóku við því í ágústbyrjun 1986, að kjallarinn sunnan megin í húsinu hefur verið innréttaður. Til þess að koma fyrir stiga niður í kjall- arann var stórt gat gert á gólfplötuna í stofu við vegg að eldhúsi. Dómurinn telur, að við þá framkvæmd hafi gólfið veikst og síðan sigið verulega á ný 2270 beinlínis vegna þessa ops, og sú sé aðalorsök galla þeirra, er stefnendur bera fyrir sig. Á þessari framkvæmd, sem var vítaverð, eins og ástand gólfplötu var, bera stefnendur sjálf ábyrgð. Verður því niðurstaða málsins sú, að sýkna ber stefnda af öllum kröfum stefnenda, og eftir úrslitum málsins ber að dæma stefnendur til að greiða stefnda 130.000 krónur í málskostnað, þ. m. t. virðisaukaskattur. Allan Vagn Magnússon borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt með- dómsmönnunum Frey Jóhannessyni og Steingrími Haukssyni tæknifræð- ingum. Dómsorð: Stefndi, Stefán Jónsson, skal sýkn af kröfum stefnenda, Guðjóns Jónssonar og Grétu Jónsdóttur. Stefnendur greiði stefnda 130.000 krónur í málskostnað, og beri málskostnaðarfjárhæðin dráttarvexti skv. III. kafla vaxtalaga, frá því að liðnir eru 15 dagar frá uppkvaðningu dóms. 2271 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 46/1992. Þrotabú Íslensk-portúgalska hf. (Kjartan Ragnars hrl.) gegn Íslandsbanka hf. (Jón G. Briem hrl.) Bankar. Skuldajöfnuður. 32. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen og Arnljótur Björnsson prófessor. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 3. febrúar 1992. Hann krefst þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða 906.738 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 10. október 1990 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Svo sem greint er í héraðsdómi, tók stefndi 1. janúar 1990 við rétt- indum og skyldum Alþýðubankans hf. Ekki er komið fram í máli þessu, að 14. gr. samþykkta fyrir Al- þýðubankann hf., sem frá er greint í héraðsdómi, hafi verið kynnt forsvarsmönnum Íslensk-portúgalska hf. Verður því ekki talið, að ákvæði þetta hafi verið hluti af viðskiptaskilmálum reikningseig- anda og bankans. Bankinn átti handveð í innstæðum félagsins á sérstökum spari- sjóðsreikningum og hafði því heimild til að ráðstafa þeim innstæð- um án atbeina veðþola og jafna þeim gegn skuldum hans við bank- ann, og er það ágreiningslaust í málinu. Ágreiningur málsaðila snýr að hinu, hvort stefndi eigi á grundvelli 32. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/ 1978, sbr. nú 100. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl., víð- tækari heimild til skuldajöfnunar en leiðir af almennum reglum um skuldajöfnuð milli aðila, sem eru fjár síns ráðandi. Í dóminum er lýst ítrekuðum tilraunum áfrýjanda til þess að fá greiðslu á innstæðum, að fjárhæð samtals 522.847,43 krónur, á þrem tékkareikningum í Alþýðubankanum hf. Bankinn sendi hvorki sér- 2212 staka tilkynningu til áfrýjanda um skuldajöfnuð né hreyfði því í kröfulýsingum, sem getið er í héraðsdómi, að hann teldi sig eiga rétt til að nota innstæður á reikningum þessum til skuldajafnaðar. Kom yfirlýsing um skuldajöfnuð ekki fram fyrr en í greinargerð stefnda í héraði 2. maí 1991, þ. e. löngu eftir að bankinn hafði einhliða ráð- stafað innstæðum upp í skuldir áfrýjanda. Með þessu þykir stefndi hafa fyrirgert rétti til að bera fyrir sig skuldajöfnuð. Kemur þá ekki sérstaklega til álita, hvernig skýra beri 32. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/ 1978. Ber því að taka kröfur áfrýjanda í máli þessu til greina með þeim hætti, að dæmdur verður upprunalegur höfuðstóll, 522.847,43 krónur, með dráttarvöxtum frá 10. október 1988. Eftir atvikum er rétt, að hvor aðila beri sinn málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Stefndi, Íslandsbanki hf., greiði áfrýjanda, þrotabúi Íslensk- portúgalska hf., 522.847,43 krónur með dráttarvöxtum sam- kvæmt III. kafla laga nr. 25/1987 frá 10. október 1988 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 6. nóvember 1991. Mál þetta, sem var dómtekið 24. október sl., hefur Kjartan Ragnars hrl., Reykjavík, höfðað fyrir dóminum f. h. þrotabús Íslensk-portúgalska hf., Reykjavík, 28. febrúar 1991 á hendur Íslandsbanka hf., Reykjavík, til greiðslu 906.738 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 111. kafla vaxtalaga nr. 25 frá 10. október 1990 til greiðsludags og málskostnaðar samkvæmt taxta LMFÍ., og beri málskostnaðarfjárhæð dráttarvexti frá 15. degi eftir dóms- uppsögu til greiðsludags. Dráttarvextir bætist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 10. október 1991. Af stefnda hálfu er krafist sýknu og málskostnaðar og dráttarvaxta þar af. Bú Íslensk-portúgalska hf. varð gjaldþrota 4. október 1988. Hinn 10. október 1988 átti það samtals 522.847,43 kr. á þremur hlaupareikningum í Alþýðubankanum. Hinn 1. janúar 1990 tók Íslandsbanki hf. við réttindum og skyldum Alþýðubankans hf. Stefnandi er skiptastjóri þrotabúsins. Hann krefur um útborgun innstæðnanna auk vaxta og kostnaðar. Vörn stefnda byggist á skuldajöfnuði. 2273 Hinn 10. október 1988 hugðist stefnandi taka út innstæður reikninganna, en stefndi neitaði afhendingu og óskaði eftir, að lögð yrði fram formleg af- hendingarbeiðni. Með bréfi, dags. sama dag, krafði stefnandi stefnda greiðslu innstæðnanna auk áfallinna vaxta og ítrekaði þá kröfu 25. s. m. Hinn 16. desember 1988 lýsti stefndi 12.000.000 kr. auk vaxta í búið til bráðabirgða. Kröfunni var hafnað vegna vanreifunar. Hinn 18. janúar 1989 leiðrétti bankinn kröfulýsingu sína, en henni var enn hafnað að hluta. Að lokum voru þó leiðréttar kröfur bankans samþykktar, samtals að fjárhæð 7.672.473 kr., sem almennar kröfur. Ekkert kom fram um hinar umdeildu innstæður í þeim orðsendingum, sem fóru milli aðila út af kröfulýsingunni. Hinn 20. febrúar 1990 ritaði stefnandi stefnda kröfubréf til innheimtu skuldarinnar. Hinn 25. apríl 1990 ritaði hann bankaeftirliti Seðlabanka Ís- lands bréf með beiðni um, að það léti málið til sín taka. Bankaeftirlitið leit- aði eftir upplýsingum frá stefnda og sjónarmiðum hans með bréfi, dags. 8. maí 1990. Svar við bréfi þessu hefur ekki komið fram í málinu. Í bréfi bankaeftirlitsins, dags. 8. ágúst 1990, kemur fram, að samkvæmt upplýsing- um stefnda hafi innstæðunum verið ráðstafað upp í skuldir, en það telur bankaeftirlitið stefnda hafa verið heimilt. Hins vegar telur það aðfinnslu- vert, að stefndi skyldi ekki gera stefnanda tafarlaust grein fyrir afstöðu sinni. Höfuðstóll dómkröfu stefnanda er fenginn með því að bæta vöxtum við samanlagða fjárhæð innstæðna á hlaupareikningunum. Stefndi krafðist upphaflega aðallega frávísunar, en þeirri kröfu var hrundið með úrskurði 10. september sl. Stefndi reisir skuldajafnaðarrétt sinn á 14. gr. samþykkta fyrir Alþýðu- bankann hf. og 32. gr. laga nr. 6/1978. Þá telur hann stefnanda hafa viður- kennt skuldajafnaðarrétt sinn með óbeinum hætti og glatað hugsanlegum rétti með tómlæti. Stefnandi telur bankanum hafa verið óheimilt að ráð- stafa innstæðunum þegar af þeirri ástæðu, að hann tilkynnti aldrei um þá ráðstöfun, en jafnvel þótt svo hefði verið, telur stefnandi, að ráðstöfun inn- stæðnanna hefði verið óheimil, þar sem bankainnstæður verði við upp- kvaðningu gjaldþrotaúrskurðar eign þrotabúsins, sem enginn geti ráðstafað nema þrotabúið sjálft. Jafnframt er á því byggt, að stefndi hafi fyrir tómlæt- is sakir misst allan hugsanlegan rétt til að ráðstafa innstæðunum. Af hálfu stefnda er á það bent, að búið öðlist ekki betri rétt en þrotamaður átti. Við aðalflutning málsins var lýst þeirri skoðun af hálfu stefnanda, að stefnda hefði sem fjárgeymslumanni verið óheimill skuldajöfnuður, þar sem féð hefði verið fengið honum til vörslu sem depositum irregulare. 2 Hæstaréttardómar IV 224 Stefnandi þykir ekki hafa sýnt fram á, að reglur um takmörkun skulda- jafnaðarheimildar varðandi lánssamninga leiði til þess, að lánastofnun sé meinað að neyta þessa úrræðis varðandi tékkareikninga. Samkvæmt 14. gr. samþykkta Alþýðubankans hf., sem lagðar hafa verið fram í málinu, er bankanum heimilt að ráðstafa fé af veltuinnlánsreikningum til greiðslu gjaldfallinna skulda reikningseiganda við bankann. Þykir verða að líta á þetta ákvæði sem hluta af viðskiptaskilmálum aðila. Það fer ekki í bága við ófrávíkjanleg lagaákvæði og þarfnast ekki sérstakrar lagastoðar. Samkvæmt 32. gr. laga nr. 6/1978 um gjaldþrotaskipti getur hver sá, sem skuldar þrotabúi, dregið frá það, sem hann á hjá því, hvernig sem kröfu og gagnkröfu er farið. Samkvæmt þessu mátti stefnandi skuldajafna kröfum sínum við kröfur stefnanda, byggðar á samningum þeirra um hlaupareikn- ingsviðskipti. Samkvæmt óskráðum reglum íslensks kröfuréttar gat skulda- jöfnuður þó ekki orðið, fyrr en stefnandi kom tilkynningu þar um til stefnda. Slíka tilkynningu er ekki að finna fyrr en í greinargerð stefnda, fram lagðri í dóm 28. febrúar 1991. Ekkert, sem stefndi aðhafðist eða lét ógert fram að því, gaf þó stefnanda ástæðu til að ætla, að stefndi gæfi eftir skuldajafnaðarrétt sinn, og verður þá ekki á það fallist, að stefndi hafi glat- að skuldajafnaðarrétti sínum fyrir tómlæti. Hins vegar olli það vandkvæð- um við meðferð búsins, að stefndi gaf ekki skýra og gilda skuldajafnaðar- yfirlýsingu, strax og það var unnt. Yfirlýsing bankans varð ekki knúin fram öðruvísi en með málsókn. Þykir það eiga að leiða til þess, að málskostnaður verði felldur niður. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Íslandsbanki hf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, þrotabús Íslensk-portúgalska hf. Málskostnaður fellur niður. 2275 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 302/1994. — Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Erlingi Óskarssyni (Jón Magnússon hrl.) og Gunnari Guðmundssyni (Jónatan Sveinsson hrl.) Brot í opinberu starfi. Skjalabrot. Tolllagabrot. Hæti. Skilorð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Ákærði Erlingur Óskarsson áfrýjaði málinu, og var því af hálfu ákæruvalds skotið til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 21. júní 1994, að því er hann og ákærða Gunnar Guðmundsson varðar. Ríkissak- sóknari krefst þess, að ákærði Erlingur verði sakfelldur samkvæmt ákæru og dæmdur til þyngri refsingar en í héraðsdómi og ákærði Gunnar verði sakfelldur samkvæmt ákæru og dæmdur til refsingar. Af hálfu beggja ákærðu er krafist sýknu af öllum kröfum ákæru- valdsins. 1. Ákærði Erlingur Óskarsson var skipaður bæjarfógeti á Siglufirði frá 1. desember 1980 og varð sýslumaður þar 1. júlí 1992, sbr. 4. mgr. 18. gr. laga nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Honum var veitt lausn frá embætti um stundarsakir 28. maí 1993. Með bréfi dómsmálaráðuneytis 3. september sama ár voru honum kynnt áform um að veita honum fullnaðarlausn og honum gefinn kostur á að tala máli sínu, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Lögmaður hans and- mælti þeim ráðagerðum með bréfi 21. september sama ár. Ákærði baðst lausnar frá embætti sínu 6. október 1993, og var hún veitt hon- um tveimur dögum síðar. Ákærði Gunnar Guðmundsson tók við starfi yfirlögregluþjóns á 2276 Siglufirði í maí 1988. Honum var veitt lausn frá starfi sínu um stundarsakir 25. maí 1993 og að fullu 12. október sama ár, eftir að honum hafði verið gefinn kostur á að tala máli sínu og hann and- mælt frávikningu. Il. Sakargiftir á hendur ákærða Erlingi Óskarssyni í IL.-IV. kafla ákæru lúta að meðferð hans á valdi tollstjóra á Siglufirði. Valdheim- ildir hans sem tollstjóra verður að meta með hliðsjón af þeim skorð- um, sem beitingu þess valds eru settar samkvæmt lögum, þótt þeirra lagaákvæða sé ekki getið í ákæruskjali. Í 39. gr. tollalaga nr. 55/1987 er svo kveðið á, að enginn megi taka þátt í rannsókn, kæru eða annarri meðferð máls eða ákvörðun að- flutnings- eða útflutningsgjalda eða annarra skatta, sem á eru lagðir vegna tollmeðferðar vöru, ef honum hefði borið sem héraðsdómara að víkja sæti í málinu. Ákvæði um vanhæfi héraðsdómara eru nú í 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. áður 36. gr. laga nr. 83/1936 um meðferð einkamála í héraði. Samkvæmt þeim lagareg|- um veldur það vanhæfi héraðsdómara, ef hann tengist aðila máls með tilteknum hætti eða fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður, sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Ill. 1. kafli ákæru A. Ákærði Erlingur Óskarsson. Ákæruefni samkvæmt þessum kafla lýtur ekki að því, að ákærði hafi séð um, að mætt væri af hálfu uppboðsbeiðenda við fyrirtökur uppboðsmála. Ákæruefnið varðar þá háttsemi ákærða að bóka ein- hvern af starfsmönnum embættisins mættan fyrir hönd gerðarbeið- enda, en gæta sjálfur hagsmuna þeirra við fyrirtökur og áskilja sér greiðslur fyrir. Þessi störf ákærða fyrir uppboðsbeiðendur voru hvorki embættisathafnir né hluti af starfsskyldum og fóru raunar í bága við þær. Hann þáði greiðslur, sem hann átti ekki tilkall til, og þykir hann því hafa áskilið sér þær við framkvæmd þessara starfa, þótt um þóknun hafi ekki verið rætt fyrir fram í einstökum tilvikum. Með þessum athöfnum, sem nánar er lýst í héraðsdómi, hefur ákærði gerst brotlegur við 128. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. 2277 Með játningu ákærða er sannað, að hann gjaldfærði þóknun fyrir mætingar á frumrit greiðslustimplaðra kvittana, sem sendar voru greiðendum, en þær fjárhæðir komu ekki fram á afritum í bókhaldi embættisins. Afritin voru því ekki samhljóða frumritum og gáfu ekki rétta mynd af þeim. Þessi háttur fól í sér ranga tilgreiningu á opinberu skjali og var til þess fallinn að blekkja í lögskiptum. Ákærði hefur með þessu unnið sér til refsingar fyrir brot gegn 158. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga. 1. kafli ákæru B. Ákærði Erlingur Óskarsson. Með skjölum málsins, framburði ákærða og vætti vitna er sannað, að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi, sem lýst er í þessum ákærulið og varðar við 139. gr. almennra hegningarlaga. Ber því með skírskotun til forsendna héraðsdóms að staðfesta niðurstöðu hans um þennan þátt ákæru. IV. Il. kafli ákæru A — B. Ákærði Erlingur Óskarsson og ákærði Gunnar Guðmundsson. Ekki er fyllilega í ljós leitt, hver útfyllti aðflutningsskýrslu um innflutning Alberts Jónssonar í apríl 1991 og hver voru nánari til- drög þess, að þyngd hestakerru var þar skráð önnur en í farmbréti og undirvagns ekki getið sérstaklega, svo sem rétt hefði verið. Fyrir héraðsdómi greindi Albert svo frá, að hver sem er hefði mátt hirða undirvagninn, eftir að hann fór frá Siglufirði, og er ósannað, að ákærði Gunnar sérstaklega hafi átt að eiga hann. Ber með vísan til forsendna héraðsdóms að staðfesta ákvæði hans um sýknu beggja ákærðu af sakargiftum samkvæmt þessum hluta ákæru. V. IHL. kafli ákæru A. Ákærði Erlingur Óskarsson. Ákæruefni samkvæmt þessum kafla varða innflutning á tveimur hestakerrum í febrúar 1992 á nafni Gests Halldórssonar. Fyrir hér- aðsdómi lýsti ákærði Erlingur því, að Gestur hefði í upphafi ætlað að kaupa aðra kerruna, en til hafi staðið, að hann keypti sjálfur hina. Gestur staðfesti fyrir dómi, að hann hefði haft hug á að kaupa kerru, en kvaðst ekki hafa vitað af því, fyrr en ákærði Erlingur hringdi í hann, eftir að sendingin var komin af stað, að hann væri 2278 skráður innflytjandi beggja kerranna. Sendandi kerranna í Þýska- landi, Herbert Óskar Ólason, staðfesti og fyrir dómi, að ákærði Er- lingur hefði ætlað að eiga aðra kerruna sjálfur, en hjá honum hefði hann fengið nafn Gests sem innflytjanda þeirra beggja. Með ofanskráðum framburði er sannað, að ákærði Erlingur var í raun innflytjandi annarrar hestakerrunnar í febrúar 1992. Hann brast því heimild til afskipta af þessum innflutningi sem tollstjóra og var ekki bær til þess að láta flytja kerrurnar ótollafgreiddar úr vörslu farmflytjanda í skemmu á vegum embættisins samkvæmt 63. gr., sbr. 64. og 65. gr. tollalaga, sbr. 39. gr. Ekki skiptir máli, hvort samþykki farmflytjanda lá fyrir, en það er óljóst. Í málinu hefur ekki verið sýnt fram á nauðsyn þessa flutnings frá sjónarhóli toll- gæslu, og hefði þurft til hans leyfi bærra tollyfirvalda samkvæmt 66. gr. tollalaga, sbr. 30. gr. og 3. mgr. 34. gr. laganna. Með þessum af- skiptum sínum hefur ákærði Erlingur brotið gegn 139. gr. almennra hegningarlaga og síðari málslið 1. mgr. 123. gr. tollalaga, sbr. 1. mgr. 124. gr. laganna, sbr. og 138. gr. almennra hegningarlaga. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms er staðfest sú niður- staða hans, að afhending ákærða Erlings á kerrunum ótollafgreidd- um til Ásgeirs Svans Herbertssonar hafi verið honum refsiverð sam- kvæmt 139. gr. almennra hegningarlaga. Eins og lýst er í héraðsdómi, var í annarri kerrunni nokkurt magn af nýjum reiðtygjum, sem ekki var getið í farmbréfi. Verður að telja, að þessi varningur hefði ekki getað dulist við tollskoðun, ef hún hefði farið fram með eðlilegum hætti. Hins vegar eru ekki efni til annars en staðfesta það mat héraðsdóms, að ósannað sé, að ákærði Erlingur hafi vitað um þennan varning. Verður hann því sýknaður af þessu ákæruatriði. Á farmskírteini var samanlögð þyngd beggja kerranna tilgreind 1200 kg. Í aðflutningsskýrslu, sem aðalbókari embættisins gerði að beiðni ákærða Erlings, yfirmanns síns, var þyngd þeirra skráð 920 kg. Var þá lögð til grundvallar þyngd á öðrum hestakerrum, sem Gestur Halldórsson hafði að fyrirlagi ákærða Erlings látið vigta á hafnarvoginni á Siglufirði 24. apríl 1992, en ákærði Erlingur hafði þá fyrir allnokkru afhent Ásgeiri Svan Herbertssyni hinar innfluttu kerrur án tollafgreiðslu, eins og áður greinir. Breyttar tölur um þyngd kerranna í aðflutningsskýrslu voru til þess fallnar, að þær 2219 teldust ekki skráningarskyldar samkvæmt 63. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, áður en henni var breytt með lögum nr. 44/1993. Þykir ákærði Erlingur hafa hlutast til um það, að í skýrsluna voru skráðar tölur um þyngd kerranna, sem honum var eða mátti vera ljóst, að áttu ekki við. Hefur hann með þessu bakað sér refsiábyrgð sam- kvæmt 158. gr. almennra hegningarlaga. Við gerð aðflutningsskýrslunnar lá ekki fyrir reikningur, sem sendandi þeirra kvaðst fyrir dómi hafa sent með kerrunum eða í símbréfi. Ákærði Gunnar Guðmundsson mat kerrurnar til verðs að beiðni ákærða Erlings, en önnur þeirra var nokkuð skemmd á vinstri hlið. Ósannað er, að ákærði Erlingur hafi þá haft reikninginn undir höndum, og verður hann sýknaður af sakargiftum um ranga tilgreiningu á verðmæti þeirra í aðflutningsskýrslu. Staðfest er niðurstaða héraðsdóms um þá ávísun, sem Gestur Halldórsson gaf út vegna aðflutningsgjalda af kerrunum og látin var liggja óhreyfð í sjóði embættisins, sbr. áðurgreinda úrlausn um 1. kafla B í ákæruskjali. Ill. kafli ákæru B. Ákærði Gunnar Guðmundsson. Ósannað er, að ákærða Gunnari hafi verið ljóst, að ákærði Er- lingur hafi í reynd verið innflytjandi annarrar hestakerrunnar og brostið vald til þess að mæla fyrir um töku þeirra úr vörslu farm- flytjanda. Með þessari athugasemd og vísun til forsendna héraðs- dóms ber að staðfesta ákvæði hans um sýknu ákærða Gunnars af þessum ákærulið. VI. IV. kafli ákæru A.1. Ákærði Erlingur Óskarsson. Sakargiftir samkvæmt þessum ákærulið tengjast innflutningi á hestakerru í maí 1993. Á farmbréfi 26. apríl 1993 var innflutningur þessi skráður á nafn Rósu H. Hrafnsdóttur, eiginkonu ákærða. Með skírskotun til þess, sem greinir í næsta kafla á undan, sbr. og ll. kafla dómsins, brast ákærða vald til afskipta af þessum innflutningi. Fyrirhuguð taka ákærða á kerrunni úr vörslu farmflytjanda án heimildar hans í því skyni að flytja hana í geymslu annars staðar fól í sér tilraun til misnotkunar á stöðu sinni og er refsiverð samkvæmt 139. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga, og síðari málslið 1. mgr. 123. gr., sbr. 1. mgr. 124. gr. og 1. mgr. 125. gr. tollalaga, sbr. og 138. 2280 gr. almennra hegningarlaga. Vísun í ákæru til 158. gr. hegningarlaga á hér ekki við. Atferli ákærða og fylgdarmanna hans á hafnarbakkanum á Siglu- firði að kvöldi föstudagsins 14. maí 1993 þótti grunsamlegt og skár- ust tollverðir frá Tollgæslu Íslands í leikinn. Í kerrunni var þá mikið magn af reiðtygjum, áfengi og húsmunir. Ofsagt er í héraðsdómi, að rökstuðningur í ákæru um fyrirætlan ákærða samkvæmt þessum ákærulið sé byggður á getgátum. Hins vegar verður eigi hnekkt því mati héraðsdóms, að ósannað sé, að ákærði hafi vitað um varning- inn og hatt í hyggju að koma honum undan tollskoðun og greiðslu aðflutningsgjalda. Verður ákærði því sýknaður af þessum þætti ákæru. IV. kafli ákæru A.2. Ákærði Erlingur Óskarsson. Fram er komið, að Ásgeir Svan Herbertsson óskaði eftir því við starfsmann farmflytjanda, að þyngd hestakerrunnar í farmbréfi var breytt úr 800 kg í 498 kg. Fyrir héraðsdómi kvaðst hann hafa gert það, þar sem hann hefði haldið, að kerran væri ekki skráningar- skyld undir 500 kg að þyngd. Hann kvað ákærða Erling hafa bent sér á þetta, en hvorki beðið sig né gefið sér skipun um að láta breyta tilgreiningu þyngdar. Gegn eindreginni neitun ákærða Er- lings verður að telja ósannað, að hann hafi átt þann hlut að máli, sem Í ákæru greinir. Verður hann því sýknaður af þessum ákærulið. VII. V. kafli ákæru A — B. Ákærði Erlingur Óskarsson og ákærði Gunnar Guðmundsson. Eins og ákæru er farið og sönnunarfærslu í málinu hefur verið háttað, verður að leggja til grundvallar, að ákærðu hafi eytt því áfengi, sem tilgreint er í ákæruskjali. Ber því þegar af þeim ástæð- um að sýkna báða ákærðu af sakargiftum um ranga og eftir á færða skráningu á frumrit dagbókar lögreglunnar og brot gegn 158. gr. al- mennra hegningarlaga. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 63/1969 um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf skal afhenda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins til ráðstöfunar haldlagðar vörur, sem lögin taka til og hafa verið fluttar inn eða framleiddar í heimildarleysi. Í bréfi Kristins Ólafs- sonar tollgæslustjóra til Rannsóknarlögreglu ríkisins 10. desember 2281 1993 segir meðal annars: „Um ráðstöfun á smygluðu áfengi, sem gert hefur verið upptækt, gilda ákvæði 8. gr. laga nr. 63/1969, og hef- ur verið eftir þeim fyrirmælum farið að afhenda það ÁTVR, nema að því er bjórinn varðar. Honum var fargað af tollgæslunni sjálfri, og hélst sú tilhögun, þar til bjór var lögleyfður hér á landi, og í undantekningartilfellum einnig eftir það. Förgun tollgæslunnar sjálfrar á bjór styðst við mjög gamla hefð og breyttist ekki við gildis- töku laga nr. 63/1969. Fram undir árin 1985 og 1986 barst upptækt áfengi, sem tekið var úti á landi, til tollgæslunnar í Reykjavík, sem síðan ráðstafaði því eins og að framan er lýst. Um það leyti var þeim tilmælum beint til tollstjóra úti á landi, að þeir ráðstöfuðu sjálfir upptæku áfengi, og hafa þeir annast það síðan án afskipta tollgæslustjóra.“ Fyrir dómi staðfesti tollgæslustjóri, að áfengu öli hefði í undantekningartilvikum verið eytt af tollgæslunni, eftir að sala þess var heimiluð á Íslandi, ef ljóst hafi þótt, að það væri ekki söluvara. Í skýrslu lögreglunnar á Siglufirði 30. apríl 1988 er gerð grein fyrir miklu magni áfengis, sem hald hafði verið lagt á úr þremur skipum nokkru áður. Af skýrslunni verður ráðið, að frá áfengi með órofnu innsigli hafi verið gengið til sendingar, en ekki er ljóst, hvort það var til tollgæslunnar í Reykjavík eða Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Annað haldlagt áfengi, óinnsiglað og á brúsum, er það áfengi, sem ákæran tekur til, samtals 249,65 lítrar. Að sögn ákærða Erlings var sá bjór, sem eytt var, 96 dósir, ekki talinn söluvara, þar sem dagsetningar á umbúðum hefðu gefið til kynna, að komið væri fram yfir síðasta söludag. Engra gagna var aflað um þetta atriði. Af gögnum málsins verður ráðið, að meðferð á haldlögðu áfengi, sem ekki hefur þótt hætt til sölu á vegum Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins, hafi ekki verið í föstum skorðum á landinu. Ekkert liggur fyrir um það, að tollstjórar hafi nokkru sinni sent Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ósöluhæft áfengi, sem hald hafði verið lagt á. Með hliðsjón af framansögðu og þar sem ekki verður á öðru byggt en að tilgangi haldlagningar hins umrædda áfengis hafi að sínu leyti verið náð með eyðingu þess, verður það talið ákærða Er- lingi refsilaust, eins og hér háttar til, að hafa ekki skilað áfenginu samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 63/1969. Af þessu leiðir, að báðir ákærðu verða sýknaðir af þessum kafla ákæru. 2282 VIII. Samkvæmt framansögðu verður ákærði Gunnar Guðmundsson sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds í máli þessu. Við ákvörðun refsingar ákærða Erlings Óskarssonar er óhjá- kvæmilegt að líta til þess, að hann gegndi trúnaðarstörfum í þágu al- mennings og ríkisvalds á þeim tíma, er ákæran tekur til, og fór með opinbert vald sem lögreglustjóri, tollstjóri og fram til 1. júlí 1992 einnig sem dómari. Hann hefur hins vegar látið af embætti sínu vegna þessa máls, og má telja, að það hafi haft í för með sér um- talsverða röskun á högum hans. Með hliðsjón af þessu og 77. gr. al- mennra hegningarlaga þykir hæfilegt, að ákærði Erlingur sæti varð- haldi í þrjá mánuði. Þykir eftir atvikum rétt, að fullnustu þessarar refsingar verði frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Þá verður ákærði Erlingur jafnframt dæmdur til þess að greiða fésekt í ríkissjóð, sbr. 49. gr. almennra hegningarlaga. Þykir hún hæfilega ákveðin 600.000 krónur. Vararefsing er 60 daga varðhald. Ákærði Erlingur skal greiða hluta sakarkostnaðar í héraði og áfrýjunarkostnaðar, eins og í dómsorði greinir. Annar sakarkostn- aður greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærði Gunnar Guðmundsson á að vera sýkn af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Ákærði Erlingur Óskarsson sæti varðhaldi í þrjá mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðn- um þremur árum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Erlingur Óskarsson skal greiða 600.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppsögu þessa dóms, en sæti ella varðhaldi í 60 daga. Ákærði Erlingur Óskarsson skal greiða 3/5 hluta alls sakar- kostnaðar í héraði og áfrýjunarkostnaðar, þar með talinn hluta saksóknarlauna í ríkissjóð í héraði og fyrir Hæstarétti, 300.000 krónur, og hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns í hér- 2283 aði og fyrir Hæstarétti, Jóns Magnússonar hæstaréttarlög- manns, 300.000 krónur. Annar sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talinn hluti málsvarnarlauna skipaðs verjanda ákærða Erlings Ósk- arssonar í héraði og fyrir Hæstarétti, 200.000 krónur, og máls- varnarlaun skipaðs verjanda ákærða Gunnars Guðmundsson- ar í héraði og fyrir Hæstarétti, Jónatans Sveinssonar hæsta- réttarlögmanns, 400.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra 6. maí 1994. Ár 1994, föstudaginn 6. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Norðurlands vestra, sem háð er í Dómhúsi Héraðsdóms Reykjavíkur af Halldóri Hall- dórssyni héraðsdómara sem dómsformanni og meðdómendunum Helga 1. Jónssyni og Sverri Einarssyni héraðsdómurum, kveðinn upp dómur í hér- aðsdómsmálinu nr. S-821/1994: Ákæruvaldið gegn Erlingi Óskarssyni, Gunnari Guðmundssyni, X |...) og Y {...}, sem tekið var til dóms 14. apríl sl. Mál þetta er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 4. febrúar 1994, gegn ákærðu, „Erlingi Óskarssyni, Hlíðarvegi 3, Siglufirði, kt. 160648- 4499, Gunnari Guðmundssyni, Suðurgötu 34, Siglufirði, kt. 140343-4499, X |...) og Y {..., ákærðu Erlingi og Gunnari fyrir brot í opinberu starfi og ákærðu X og Y fyrir tolllagabrot, svo sem hér greinir, en á þeim tíma, sem hér um ræðir, var ákærði Erlingur bæjarfógeti og sýslumaður á Siglufirði og ákærði Gunnar yfirlögregluþjónn. L Ákærði Erlingur. Brot í opinberu starfi. A. Ákærða er gefið að sök sem bæjarfógeta og uppboðshaldara og eftir 1. júlí 1992 sem sýslumanni á Siglufirði að hafa í embættisstörfum áskilið sér með ólögmætum og saknæmum hætti við meðferð á uppboðs- og nauð- ungarsölumálum árin 1989-1993 greiðslur frá uppboðsbeiðendum, samtals 1.369.040 kr., fyrir að sjá til þess, að mætt væri af þeirra hálfu við fyrirtöku málanna og að sú mæting væri bókuð í þingbók og eftir 1. júlí 1992 í gerða- bók sýslumanns. Framkvæmdin var sú, að ákærði bókaði einhvern af starfs- mönnum embættisins mættan, langoftast meðákærða Gunnar, sem síðar staðfestu mætingar sínar með nafnritun sinni einni í þingbók og síðar í serðabók, en ákærði hafði við fyrirtöku málanna sjálfur gætt hagsmuna gerðarbeiðenda og skráð boð, fresti eða beiðnir um afturköllun, eftir því sem við átti hverju sinni. Fyrir hvert mót áskildi ákærði sér 2.500 kr. þókn- un, sem hann tilgreindi eftir fjölda mætinga á kostnaðaryfirliti hverrar eign- ar, en nýtti sér þá jafnframt frumrit greiðslustimplaðra kvittana embættis 2284 síns til gerðarbeiðenda fyrir áskilnaði sínum um greiðslur og viðtökur greiðslnanna, svo að misræmi varð á milli frumrita greiðslukvittana og af- rita, sem voru bókhaldsskjöl embættisins. Mótteknar greiðslur ákærða frá gerðarbeiðendum sundurliðast þannig samkvæmt samantekt ríkisendur- skoðunar á milli seldra fasteigna, sölu skipa og vegna afturkallaðra upp- boðsbeiðna: Fasteignir. Uppboðsár: Fjöldi eigna: Afsöl útgefin: Greiðslur: Fasteignir: 1989—-1990 18 1990 kr. 287.500 1990-1991 7 1991 - 79.600 1991-1992 9 1992 - 122.000 1992-1993 3 1993 - 56.700 Skip: 1992-1993 6 1993 - 684.000 Vegna afturkallaðra uppboðsbeiðna: 1990-1992 12 - 139.240 Samtals kr. 1.369.040 Telst þetta varða við 128. gr. og 1. mgr. 158. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. B. Þá er ákærða Erlingi gefið að sök að hafa með skuld sinni við sjóð embættisins, síðast samkvæmt tveimur tékkum, sem lágu í sjóði við sjóðs- uppgjör 18. maí 1993 og ákærði hafði um langan tíma gefið starfsmönnum fyrirmæli um að framvísa ekki til banka, en telja á mánaðarlegum sjóðstaln- ingarblöðum til ríkisendurskoðunar sem reiðufé í sjóði, misnotað stöðu sína sér til ávinnings og ríkissjóði til tjóns. B. 1. Eftir embættisathugun ríkisendurskoðunar 24. og 25. september 1990 og athugasemdir, sem gerðar voru 11. janúar 1991 út af skuld ákærða á viðskiptareikningi og kröfu um uppgjör á þeirri skuld, voru eftirstöðvar þeirrar skuldar tilgreindar á sjóðstalningaryfirlitum embættisins sem tékkar í sjóði með eftirgreindum hætti: janúar-febrúar 1991 kr. 295.000 mars-apríl 1991 - 276.070 maí 1991 - 258.812 júní 1991-janúar 1992 - 181.025 en eftir það og fram til uppgjörs 18. maí 1993, er rannsókn máls þessa var 2285 hafin, með tékka, upphaflega að fjárhæð 113.291 kr., sem aldrei var til- greindur á mánaðarlegum sjóðsyfirlitum, en var við sjóðsuppgjör þann dag talinn vera viðurkenning ákærða fyrir 60.000 kr. skuld við embættissjóð. B.2. Ódagsettur tékki, 133.013 kr., út gefinn af Gesti Halldórssyni, sem ákærði nýtti sem málamyndagreiðslu aðflutningsgjalda í maí 1992, sbr. ákærulið I. A, og gerði embættissjóði ekki skil á fyrr en 19. maí 1993, eftir að rannsókn máls þessa var hafin. Telst þetta varða við 139. gr. almennra hegningarlaga. HH. Innflutningur í apríl 1991. IL A. Ákærða Erlingi er gefið að sök að hafa við innflutning á hesta- kerru á vegum Alberts Jónssonar um miðjan apríl 1991 útbúið eða látið út- búa aðflutningsskýrslu með röngum upplýsingum um þyngd kerrunnar og verðmæti og eigi getið þess, að kerran hafði undirvagn, sem um ræðir í lið II. B., og þannig komið undirvagninum undan tollafgreiðslu og jafnframt sammælst um það við meðákærða Gunnar, að undirvagninn yrði ekki nefndur á mats- og skoðunargerð Gunnars um þennan innflutning. Í að- flutningsskýrslunni er kerran sögð 490 kg, þrátt fyrir það að á farmbréfi og fleiri fylgiskjölum með þessari sendingu sé hún talin 530 kg, í því skyni að koma í veg fyrir, að hún teldist skráningarskyld samkvæmt 1. mgr. 63. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, en kerran reyndist við vigtun 30. nóvember 1993 860 kg. Samkvæmt aðflutningsskýrslunni var tollverð kerrunnar 25.000 kr. og FOB-verð JPY 52.588. Samkvæmt endurmati embættis ríkistollstjóra, dagsettu 10. desember 1993, er FOB-verð kerrunnar og undirvagnsins JPY 110.920 kr. og aðflutningsgjöld samkvæmt því vantalin um 18.777 kr. Telst þetta varða við 158. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 126. gr. tollalaga nr. 55/1987, sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga, og enn fremur við 135. gr. og 139. gr. þeirra laga. IILB. Ákærða Gunnari er gefið að sök að hafa við tollskoðun og mat á bifreið og framangreindri hestakerru, sbr. lið II. A., sem ákærði fram- kvæmdi á Siglufirði í samráði við meðákærða Erling, vísvitandi tilgreint verðmæti kerrunnar óeðlilega lágt á mats- og skoðunargerð, dagsettri 24. apríl 1991, þ. e. 25.000 kr., í því skyni, að aðflutningsgjöld yrðu lægri af kerr- unni en rétt var, og jafnframt leynt því og ekki tekið fram, að kerrunni fylgdi tollskyldur varningur, þ. e. undirvagn fyrir aðra 2ja öxla hestakerru (þ. m. t. grind, beisli, hjólbarði á felgum og fjöðrunar- og handhemlabúnað- ur fyrir 4 hjól), í því skyni, að ekki yrðu greidd aðflutningsgjöld af þessum varningi, en skömmu síðar þáði ákærði undirvagninn að gjöf frá nefndum Albert og notfærði sér hann í eigin þágu. Telst þetta varða við 158. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 126. gr. 2286 tollalaga, sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga, og enn fremur við 128. gr. og 139. gr. þeirra laga. III. Innflutningur í febrúar 1992. III. A. Ákærða Erlingi er gefið að sök að hafa í febrúar 1992 í sambandi við tvær hestakerrur (hvor fyrir allt að fjóra hesta), er sendar voru ákærða frá Þýskalandi sem milligöngumanni um sölu þeirra hér á landi, fengið meðákærða Gunnar og Gest Halldórsson, en ákærði lét sendanda tilgreina hann sem innflytjanda, til að sækja kerrurnar þegar eftir uppskipun þeirra á hafnarbryggjuna á Siglufirði aðfaranótt laugardagsins 22. febrúar, án þess að um þær væru nokkur skjöl, sem heimiluðu afhendingu kerranna úr vörslum farmflytjanda, og látið flytja kerrurnar í skemmu, sem ákærði hafði aðgang að, og nokkrum dögum síðar afhent meðákærða Y aðra kerruna, þá enn ótollafgreidda, sem ákærði vissi, að hafði að geyma allmikið af nýjum reiðtygjum, sem ætluð voru til sölu hér á landi, og 2-3 vikum síðar flutt sjálfur hina kerruna suður til Reykjavíkur án tollafgreiðslu og afhent hana meðákærða Y; í apríl 1992 falið Hannesi Baldvinssyni, aðalbókara við bæjarfógetaembættið, að gera aðflutningsskýrslu um innflutning kerranna og lagt honum til rangar upplýsingar um þyngd þeirra og verðmæti, svo sem greinir hér á eftir, og jafnframt fengið áðurnefndan Gest Halldórsson til að árita aðflutningsskýrsluna sem ábyrgðaraðili um efni skýrslunnar: í því skyni, að kerrurnar teldust ekki skráningarskyldar samkvæmt umferðar- lögum, ranglega látið skrá þær í aðflutningsskýrslunni samtals 920 kg (460 hvora), þrátt fyrir það að fram kæmi í farmbréfi, að þær væru um 600 kg hvor, og við vigtun 19. ágúst og 1. desember 1993 reyndust þær vega samtals 1600 kg (740 og 860): í því skyni, að aðflutningsgjöldin af kerrunum yrðu lægri en rétt var, lagt til grundvallar, að verðmæti þeirra væri samtals 55.000 kr. (önnur 25.000 kr. og hin 30.000 kr.), þrátt fyrir það að fyrir lægi um það brét frá sendanda, dagsett 9. febrúar 1992, að verðmæti þeirra væri 2500 vesturþýsk mörk, er leiddi samkvæmt endurmati ríkistollstjóraembættisins til þess, að aðflutningsgjöld af kerrunum voru vanreiknuð um 21.581 kr., en þær tölur. sem ákærði lagði til grundvallar um þyngd og verðmæti kerr- anna, koma fram á skjali, dagsettu 24. apríl 1992, undirrituðu af meðákærða Gunnari, sbr. lið III. B., en ákærði hafði gefið fyrirmæli um. að við toll- afgreiðslu yrði byggt á þessum röngu upplýsingum um kerrurnar. Loks er ákærði sakaður um í sambandi við þessa tollafgreiðslu að hafa fengið nefndan Gest til að gefa út tékka, að fjárhæð 133.013 kr., er samsvaraði að- flutningsgjöldunum og ákærði notaði sem málamyndagreiðslu og gaf fyrir- mæli um, að ekki mætti innleysa. Telst þetta varða við 158. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 123. gr., 2287 sbr. 1. mgr. 124. gr., og 3. mgr. 126. gr. og 135. gr. tollalaga, sbr. 138. gr. al- mennra hegningarlaga, og auk þess við 135. gr. og 139. gr. þeirra laga og enn fremur við 1. mgr. 123. gr. tollalaga, sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga, að því er varðar þátt ákærða í broti meðákærðu X og Y í lið Ill. C. Ill. B. Ákærða Gunnari er gefið að sök að hafa veitt meðákærða Er- lingi liðsinni sitt í framangreindu broti í lið II. A með því að taka hesta- kerrurnar, sem þar um ræðir og ákærða var ljóst, að fluttar voru hingað til lands á vegum meðákærða Erlings, en ekki framangreinds Gests, úr vörsl- um farmflytjanda á hafnarbryggjunni á Siglufirði aðfaranótt 22. febrúar 1992, þrátt fyrir það að til þess skorti heimild og að ekki stæði til af hálfu meðákærða Erlings að tollafgreiða varninginn, sem var í annarri kerrunni, og komið kerrunum fyrir í skemmu, svo sem greinir í lið III. A. Enn fremur er ákærða gefið að sök að hafa látið meðákærða Erlingi í té yfirlýsingu, dagsetta 24. apríl 1992, um skoðun á kerrunum með röngum upplýsingum um þyngd þeirra og verðmæti, sbr. HI. A, og var ákærða ljóst, að meðákærði Erlingur hugðist leggja þessar röngu upplýsingar til grundvallar við skýrslugerð um þennan innflutning í því skyni, að aðflutningsgjöld yrðu lægri en vera átti og að kerrurnar teldust ekki skráningarskyldar. Telst þetta varða við 158. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 123. gr., sbr. 1. mgr. 124. gr., 3. mgr. 126. gr. og 135. gr. tollalaga, sbr. 138. gr. og 22. gr. almennra hegningarlaga, og enn fremur við 139. gr. þeirra laga. IIlLC. Ákærðu X og Y er gefið að sök að hafa í febrúar 1992 staðið að smygli á nýjum reiðtygjum hingað til lands og sölu þeirra hér á landi, en ákærði X sendi varninginn til landsins, og ákærði Y annaðist móttöku og sölu hans hérlendis, svo sem hér greinir: Telst þetta varða við 1. mgr. 123. gr., sbr. 1. mgr. 124. gr., og 2. mgr. 124. gr. tollalaga. IV. Innflutningur í maí 1993. IV. A.1. Ákærða Erlingi er gefið að sök að hafa að kvöldi föstudagsins 14. maí 1993 gert tilraun til þess að koma undan tollskoðun hestakerru, sem ákærði hafði ákveðið að kaupa og meðákærði X sent honum hingað til lands frá Þýskalandi og ákærði vissi, að í var mikið af reiðtygjum, sem ætl- uð voru til sölu hér á landi, en kerran var flutt frá Hamborg með skipi. sem kom til Reykjavíkur 3. maí 1993, og var framsend þaðan með ms. Reykja- fossi til Siglufjarðar. Ákærði kom á hafnarbryggjuna, skömmu eftir að kerr- unni var skipað upp úr skipinu, og höfðu tveir menn á hans vegum hafið vinnu við að tengja kerruna aftan í bifreið ákærða, F-1, að hans fyrirmæl- um, er tollverðir höfðu afskipti af þeim, en fyrirætlan ákærða var sú að 2288 flytja kerruna án heimildar farmflytjanda í húsnæði á eigin vegum, þar sem hún yrði geymd, þangað til varningurinn í henni yrði sóttur innan fárra daga af meðákærða Y með svipuðum hætti og um ræðir í lið 111. ÁA og C, og koma reiðtygjunum og öðrum varningi í kerrunni, sbr. lið TV. B. 1., þannig undan tollskoðun og greiðslu aðflutningsgjalda. Telst þetta varða við 158. gr. almennra hegningarlaga og Í. mgr. 123. gr., sbr. 1. mgr. 124. gr., og 135. gr. tollalaga, sbr. 20. gr. og 138. gr. almennra hegningarlaga, og enn fremur við 139. gr. þeirra laga. Brot ákærða sam- kvæmt þessum lið teljast enn fremur varða við 1. mgr. 123. gr. tollalaga, sbr. 20. og 22. gr. almennra hegningarlaga, að því er varðar tilraun til hlutdeild- ar í broti meðákærðu X og Y í lið IV. B. 1. IV. A.2. Ákærða Erlingi er enn fremur gefið að sök við innflutning þessarar hestakerru að hafa með aðstoð meðákærða Y fengið þyngd kerr- unnar ranglega breytt í farmbréfi Eimskipafélags Íslands hf. úr 800 kg í 498 kg í því skyni að koma í veg fyrir, að kerran teldist skráningarskyld sam- kvæmt 1. mgr. 63. gr. umferðarlaga, sbr. lög nr. 44/1993, sbr. lið IV. B. 2. Telst þetta varða við 3. mgr. 126. gr. tollalaga. IV. B.1. Ákærðu X og Y er gefið að sök að hafa í sameiningu í maí 1993 smyglað hingað til lands frá Þýskalandi í hestakerru þeirri, sem í lið IV. A getur og ákærði X sendi hingað til lands að ósk meðákærða Erlings, miklu af reiðtygjum og öðrum búnaði fyrir hesta, húsgögnum og áfengi, svo sem rakið er, án þess að láta þess getið í skjölum um sendinguna, og hagað þessu svo í trausti þess, að meðákærði Erlingur myndi sjá til þess, að kerran yrði ekki tollskoðuð með löglegum hætti og að ákærðu fengju allan varn- inginn úr henni í hendur án tollmeðferðar og greiðslu aðflutningsgjalda. Við skoðun tollvarða á kerrunni aðfaranótt 15. maí 1993 kom eftirtalinn smyglvarningur í ljós: 31 hnakkur, 9 pör af ístaðsólum, 91 beisli með mélum, 1007 ístaðsgúmmí, 199 hringamél, samtals 510 beislistaumar, 520 pör af ístöðum. 315 hófhlífar, 1218 hófbotnar, 35 hnakkgjarðir, 4 taumhringsgjarð- ir, 91 reiði, 19 brúsar af hreinsiefni, 30 brúsar af sápu, 1 fatahengi, 1 spegil- rammi, 1 ábreiða fyrir hest, Í sjónvarp og samtals 27 flöskur af áfengi (10 flöskur 0,7 1, 16 flöskur 0,75 1 og 1 flaska 1 1). Telst þetta varða við 1. mgr. 123. gr., sbr. 1. mgr. 124. gr. tollalaga nr. 55/ 1987, 3. mgr., sbr. 33. gr. áfengislaga nr. 82/1969, sbr. 5. gr. laga nr. 52/1978, og 1. gr., sbr. 15. gr. laga um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf nr. 63/ 1969. IV.B.2. Ákærða Y er enn fremur gefið að sök að hafa við nefndan inn- flutning að beiðni meðákærða Erlings, sbr. lið IV. A. 2., veitt honum lið- sinni sitt til þess að fá þyngd kerrunnar skráða undir 500 kg á farmbréfi 2289 með því að gefa nafngreindum starfsmanni Eimskipafélagsins upp rangar upplýsingar um þyngd kerrunnar, sem leiddi til þess, að ritað var nýtt farm- bréf fyrir sendinguna, þar sem fram kemur, að þyngdin sé 498 kg, í stað upphaflegs farmbréfs, þar sem fram kemur, að þyngdin sé 800 kg. Telst þetta varða við 3. mgr. 126. gr. tollalaga, sbr. 22. gr. almennra hegn- ingarlaga. V Ákærðu Erlingi og Gunnari er gefið eftirfarandi að sök: A. Að hafa eigi sinnt þeirri skyldu að afhenda Á tengis- og tóbaksversl- un ríkisins samtals 249,65 | af smygluðu áfengi, sem lagt hafði verið hald á af lögreglunni á Siglufirði og var í geymslu á lögreglustöðinni þar sam- kvæmt lögregluskýrslum frá 30. apríl 1988 og undirrituð er af Jóhannesi Þórðarsyni, þá yfirlögregluþjóni, og Guðna Þór Sveinssyni lögregluþjóni, heldur að eigin sögn og með rangri eftiráfærslu á frumrit dagbókar lög- reglunnar (bls. 11827) eytt áfenginu 11. og 12. júlí 1988 með því að flytja það á öskuhauga bæjarins og hella því þar niður. B. Á sama hátt látið fyrirfarast að afhenda ÁTVR 96 dósir af bjór, sem lagt hafði verið hald á af lögreglunni á Siglufirði við tollskoðun 7. október 1992, heldur að eigin sögn eytt bjórnum 23. desember 1992 með þeim hætti, að ákærði Gunnar ók yfir dósirnar og fleygði þeim á eld öskuhauga bæjar- ins með vitund og vilja ákærða Erlings. Telst þetta varða við 140. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 8. gr., sbr. 15. gr. laga um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, og brotið í A-lið enn fremur við 158. gr.. sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga. VI. Dómkröfur. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar og ákærðu X og Ý til að sæta upptöku á þeim reiðtygjum og öðrum búnaði fyrir hesta. húsgögn- um og áfengi. sem rakið er í lið IV. B. 1 og lagt var hald á samkvæmt Í. mgr. 136. gr. tollalaga. 34. gr. áfengislaga og 2. mgr. 8. gr. laga um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf“. Málavextir. Að kvöldi föstudagsins 14. maí 1993 voru tollverðir frá Tollgæslu Íslands á Siglufirði fengnir til að athuga, hvort einhver varningur væri Í ótoll- afgreiddri hestakerru, sem flutt hafði verið til landsins frá Þýskalandi með viðkomu í Reykjavík. Athugun á þessum innflutningi leiddi til þess. að rannsókn var hafin á öðrum innflutningi til Siglufjarðar, og einnig, að ýtar- leg skoðun var gerð á embætti sýslumannsins á Siglufirði. Rétt þykir að fjalla um málavexti í sömu röð og Í ákæru greinir. 2290 1 Á. Dagana 21. til 23. maí 1993 gerði Ríkisendurskoðun athugun á embætti sýslumannsins á Siglufirði. Leiddi hún í ljós, að í sumum tilfellum væri mis- ræmi milli frumrita og afrita á greiðslukvittunum frá embættinu. Átti þetta einkum við, þegar um kvittanir vegna uppboðsmála var að ræða. Ákærði Erlingur hefur játað að hafa tekið við greiðslum frá lögmönnum og stofnunum vegna mætinga við meðferð uppboðsmála. Framkvæmdin var sú, að í þeim tilvikum, sem uppboðsbeiðandi mætti ekki sjálfur eða sendi fulltrúa sinn til að mæta við fyrirtöku, sá ákærði Erlingur um, að ekki yrði útivist af hálfu uppboðsbeiðanda. Fyrir hvert mót var uppboðsbeiðanda gert að greiða 2.500 kr. Raunar var sú fjárhæð lægri fyrst í stað, en alltaf ná- lægt þeirri fjárhæð, sem lögmenn áskildu sér fyrir mót skv. gjaldskrá Lög- mannafélags Íslands. Ákærði hafði þann hátt á við innheimtu mótskostnaðar, að hann lét út- búa reikning frá embætti sínu fyrir kostnaði við uppboðið, fékk síðan at- hent frumrit reikningsins og bætti inn á það kostnaði vegna móta. Frumrit- ið var síðan sent uppboðsbeiðanda, sem sendi greiðslu samkvæmt því. Svo virðist sem uppboðsbeiðendur hafi ýmist sent einn eða tvo tékka fyrir kostnaðinum. Kostnaður vegna mótanna var ekki færður í bókhaldi emb- ættisins. Ákærði Erlingur tók sjálfur við greiðslunum, en þeir, sem bókaðir voru mættir og undirrituðu í þingbók sem slíkir, fengu ekki greitt. Hróbjartur Jónatansson hrl. og Þorvaldur Ragnarsson hdl. komu fyrir dóminn sem vitni. Skýra vitnin svo frá, að framkvæmdin vegna uppboðs- beiðna, sem þeir sendu embættinu, hafi verið sú, að beiðnin var send og síðan hafi verið séð um mætingu fyrir þeirra hönd, ef þeir önnuðust ekki mætinguna sjálfir. Þeir bera báðir, að þessi háttur hafi verið í samræmi við framkvæmdina hjá mörgum öðrum embættum, uppboðsbeiðendum til mik- ils hagræðis. Á þann veg ber einnig vitnið Björn Jósef Arnviðarson hdl. 1. B. Við rannsókn Ríkisendurskoðunar kom í ljós, að í sjóði embættis sýslu- mannsins á Siglufirði lágu tveir tékkar. Annar tékkinn var gefinn út af ákærða Erlingi. Sá tékki var með óvissri dagsetningu, en ártalinu 1992. Í tölureit tékkans var fjárhæðin 60.000 kr., en með bókstöfum var ritað kr. eitt hundrað og þrettán þúsund. Hinn tékkinn var ódagsettur og að fjárhæð 133.013 kr. og gefinn út af Gesti Halldórssyni. Tékki ákærða Erlings var í sjóði embættisins vegna skuldar hans við emb- ættið. Ákærði ber, að skuld sín við embættið hafi stofnast vegna viðskipta- reiknings, sem hann sem uppboðshaldari hafði við embættið. Inn á þann reikning hafi verið lagðar tekjur sínar af nauðungaruppboðum, svo sem lög 2291 gerðu ráð fyrir, en út af honum gjöld, sem ákærða bar að greiða, t. d. húsa- leiga, sími o. fl. Þegar uppboðshaldarar hættu að hafa aukatekjur af nauð- ungaruppboðum, hafi þessi reikningur verið í skuld. Ákærði kveðst hafa greitt hann niður smátt og smátt, eins og nánar er lýst í ákæru, en 60.000 kr. staðið eftir, þegar úttekt Ríkisendurskoðunar fór fram. Tékki Gests Halldórssonar virðist þannig til kominn, að hann hafi verið að greiða innflutningsgjöld af hestakerrum þeim, sem um ræðir í lið III. Við skýrslutöku fyrir dóminum kveðst vitnið Gestur Halldórsson hafa gefið þennan tékka út til greiðslu innflutningsgjalda, en það hafi þó ekki gert ráð fyrir, að hann yrði leystur út í banka, heldur hefði ákærði Erlingur ætlað að sjá til þess, að flutningsgjöldin yrðu greidd. Ákærði Erlingur segir hins veg- ar, að til hafi staðið að innleysa tékkann. Hins vegar hafi Gestur fallið frá kaupum á annarri hestakerrunni, sem flutt var inn í febrúar 1992, og því hafi ákærði X átt að greiða innflutningsgjöldin. Ákærði Erlingur kveðst hins vegar hafa dregist inn í málið, og í raun hafi hann tekið að sér að sjá til þess, að innflutningsgjöldin yrðu greidd. Helga Lúðvíksdóttir, gjaldkeri embættisins, sem hafði lögmæt forföll við meðferð málsins, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu, að ákærði hefði gefið sér þau fyrirmæli að telja nefnda tékka ekki fram á mánaðarlegum sjóðs- talningaryfirlitum. Ákærði Erlingur ber hins vegar, að hann hafi ekki gefið gjaldkera bein fyrirmæli um að geta þessara tékka ekki á sjóðstalningaryfir- litum, heldur hafi þau rætt málið og ákvörðunin allsendis verið gjaldkerans. Embættissjóði voru gerð skil á báðum tékkunum 19. maí 1993, þ. e. eftir að rannsókn máls þessa var hafin. II. A-B. Í aprílmánuði 1991 flutti Albert Jónsson, Votmúla í Árnessýslu, jeppabif- reið og hestakerru til landsins frá Þýskalandi. Albert var á þessum tíma starfandi á Siglufirði og varningurinn tollafgreiddur þar. Í hestakerrunni var undirvagn fyrir hestakerru, en hans var ekki getið í farmbréti. Í farm- bréfi var þyngd kerrunnar skráð 530 kg. Ákærði Gunnar mat kerruna til verðs, sem síðan var lagt til grundvallar við ákvörðun aðflutningsgjalda. Kveðst hann hafa haft samband við ákærða Erling til að leita ráða, hvernig meta bæri kerruna og undirvagninn. Ákærði Erlingur kveðst hafa haft samband við tollstjóraembættið í Reykjavík og fengið þær upplýsingar, að heimilt væri að meta undirvagninn og kerruna saman, og það hafi hann tjáð ákærða Gunnari. Ákærði Gunnar kveðst ekki hafa sleppt því að meta undirvagninn, heldur hafi hann eftir samtal við ákærða Erling ákveðið að meta hann með kerrunni. Kerran var ekki vegin, heldur lagt til grundvallar, að hún væri 490 kg, en sú þyngd var að sögn 2292 ákærðu Gunnars og Erlings fengin með því, að þyngd undirvagnsins var áætluð og dregin frá uppgefinni þyngd í farmbréfi. Að beiðni RLR var kerra Alberts Jónssonar vegin 30. nóvember sl., og reyndist hún 830 kg. Í sambandi við vigtun kerrunnar var ekki tekin lög- regluskýrsla af Alberti. Hins vegar var haft eftir honum, að kerrunni hefði verið breytt lítillega, frá því að hann eignaðist hana, og að í þeim breyting- um væri lítil þyngd. Albert ber fyrir dóminum, að hann hafi ekki sagt, að í breytingunum væri lítil þyngd, heldur mikil. Afhenti hann yfirlýsingu frá þeim, sem hann fékk til að annast breytingarnar, og kemur þar fram, að efnisaukning hafi numið 117,5 kg. Þá kveður vitnið kerruna hafa „verið fulla af skít“, þegar hún var vegin, og telur vitnið rétt að draga frá 100-140 kg af þeim sökum. Að beiðni RLR endurákvarðaði ríkistollstjóri aðflutningsgjöld bæði af jeppabifreiðinni og hestakerrunni ásamt undirvagninum. Við endurákvörð- un aðflutningsgjalda af bifreiðinni kom í ljós, að þau höfðu verið ofreiknuð um 408.547 kr. Við endurákvörðun aðflutningsgjalda af kerrunni og undir- vagninum taldi ríkistollstjóri rétt að leggja til grundvallar vigtarseðil þann, sem að framan er getið, að viðbættum 170 kg, og var þyngdin samkvæmt því 1.000 kg. Þá var miðað við ákveðið tollskrárnúmer og meðaltalsverð Hagstofu Íslands fyrir þann tollflokk, sem var á árinu 1991 55 kr. pr. kg c.i.f. Með því að nota þessa aðferð reyndust aðflutningsgjöld vanreiknuð um 18.777 kr. Vitnið Albert ber fyrir dóminum, að við brottför þess frá Siglufirði hafi það tekið með sér hross í hestakerrunni og því ekki haft pláss fyrir undir- vagninn. Jafnframt hafi því þótt undirvagninn lélegur og þess vegna lýst yfir við brottför sína, að hver, sem væri, mætti hirða hann. Fór svo, að ákærði Gunnar setti undirvagninn undir kerru, sem hann átti, eftir að hann hafði gert hann nothæfan. ILL A-C. Af framburði ákærðu Erlings og X og vitnisins Gests Halldórssonar virð- ist sem til hafi staðið, að ákærði X hefði milligöngu um að útvega ákærða Erlingi og Gesti hestakerrur frá Þýskalandi. Vitnið Gestur ber fyrir dóminum, að það hafi ætlað sér að kaupa hesta- kerru, en hins vegar hafi sér ekki litist á þessar kerrur og strax fallið frá kaupunum. Kveðst vitnið ekki hafa ætlað að kaupa svo stóra kerru. Þessi framburður vitnisins er ekki í samræmi við framburð þess hjá lögreglu, en þá kvaðst vitnið ekki hafa ætlað að kaupa neina kerru. Vitnið gaf þá skýr- ingu á breyttum framburði, að því hefðu verið lögð orð í munn við yfir- heyrslur og það ekki lesið skýrslur sínar nægilega vel yfir. 2293 Í febrúarmánuði 1992 sendi ákærði X tvær hestakerrur frá Þýskalandi hingað til lands með Siglufjörð sem tollhöfn. Viðtakandi kerranna skv. farmbréfi var vitnið Gestur, og var þyngd þeirra þar skráð samtals 1.200 kg. Í aðra kerruna setti ákærði X nokkuð af nýjum reiðtygjum, u. þ. b. 18 hnakka, 50-—60 sett af höfuðleðrum, mélum, taumum og nasamúlum. Varn- ings þessa var ekki getið í farmbréfi. Hestakerrurnar komu til Siglufjarðar aðfaranótt laugardagsins 22. febrú- ar 1992. Við komu þeirra sóttu ákærðu Gunnar og vitnið Gestur kerrurnar strax að lokinni uppskipun og fluttu þær í húsnæði í eigu þrotabús Húsein- inga hf. Kom þá í ljós, að önnur kerran var nokkuð skemmd á vinstri hlið. Ákærði Gunnar kveðst ekki hafa skoðað inn í kerrurnar, þegar þær komu til landsins, og kveðst hann reyndar aldrei hafa skoðað inn í þær. Í lögregluskýrslu er haft eftir vitninu Gesti, að það hafi skoðað í skemmdu kerruna í gegnum gat á henni og séð, að eitthvað var í kerrunni, nokkurs konar ábreiða eða dýna, sem huldi eitthvað. Þessum framburði breytti vitn- ið fyrir dóminum og kveðst aldrei hafa sagt, að ábreiðan eða dýnan hyldi eitthvað. Vitnið gefur sömu skýringu á breyttum framburði og áður. Ákærði Erlingur kveðst hafa haft samráð við umboðsmann farmflytj- anda, áður en kerrurnar voru settar í hús, og hinn síðarnefndi verið sam- þykkur þessari ráðstöfun. Ákærði Gunnar og vitnið Gestur segjast hafa flutt kerrurnar í hús að beiðni ákærða Erlings. Skömmu eftir helgina 22.- 23. febrúar sótti ákærði Y aðra kerruna til Siglufjarðar og flutti hana til Akureyrar. Við komu sína til Siglufjarðar setti ákærði Y sig í samband við ákærða Erling. sem afhenti honum kerru þá, sem reiðtygjunum hafði verið komið fyrir í Á Akureyri afhenti ákærði Y Hólmgeiri Valdimarssyni kerr- una, en áður var búið að taka reiðtygin úr henni. Reiðtygin seldi ákærði Y að mestu, en gaf hluta þeirra. Um þremur vikum síðar dró ákærði Erlingur hina kerruna með bifreið sinni til Reykjavíkur, þar sem hann afhenti hana ákærða Y. Ákærði Erlingur kveðst aldrei hafa skoðað inn í kerrurnar. Eftir komu kerranna, mánudaginn 24. febrúar, skoðaði ákærði Gunnar þær og ljósmyndaði. Þegar ganga átti frá aðflutningsskýrslu um kerrurnar, skilaði ákærði Gunnar matsgjörð fyrir þær. Mat hann kerruna, er var skemmd á vinstri hlið, á 25.000 kr., en hina á 30.000 kr., og kveðst hann við matið hafa litið til verðmats á kerru þeirri, sem Albert Jónsson flutti inn ár- ið 1991. Ákærði Gunnar afhenti ákærða Erlingi matsgjörð sína, sem dagsett er 24. apríl 1992. Til grundvallar þyngd kerranna lagði ákærði Gunnar vigtarnótu, sem ákærði Erlingur afhenti honum. Vigtarnótan er þannig til komin, að ákærði Erlingur fékk vitnið Gest til að vega einhverja hesta- kerru. og samkvæmt vigtarnótunni var kerran vegin sama dag og matsgjörð 2294 ákærða Gunnars er dagsett. Samkvæmt þessu hafa báðar kerrurnar verið farnar frá Siglufirði fyrir allnokkru, þegar vigtun fór fram. Ákærði Erlingur kveður ákvörðun um þyngd kerranna hafa horft til kerru Alberts og talið, að þær væru svipaðar að þyngd. Ákærði Erlingur fól vitninu Hannesi Baldvinssyni, aðalbókara embættis- ins, að gera aðflutningsskýrslu vegna innflutnings þessa og kveðst hafa falið Hannesi að gera skýrslu þessa, strax og hann kom til landsins. Skjölin hafi hins vegar legið á borði Hannesar í nokkrar vikur, án þess að skýrslan væri gerð. Þegar að því kom, að vitnið gerði skýrsluna, vantaði það upplýsingar um verðmæti og þyngd kerranna. Vitnið kveðst hafa fengið ákærða Gunnar til þess að útbúa matsgjörð, svo að unnt væri að ganga frá skýrslunni. Ákærðu Erlingur og Gunnar hafa báðir borið, að ákærði Erlingur hafi fengið ákærða Gunnar til að gera matsgjörðina. Allt að einu barst vitninu matsgjörðin, og gat það þá gengið frá aðflutningsskýrslunni. Í framhaldi af þessu gaf vitnið Gestur út tékka þann, sem um er rætt hér að framan undir lið 1. B., og var fjárhæð hans hin sama og nam aðflutningsgjöldum. IV A-B. Samkvæmt framburði ákærðu Erlings og X varð að samkomulagi þeirra í milli, að ákærði X útvegaði ákærða Erlingi hestakerru, þar sem ákærði Er- lingur keypti ekki aðra kerruna, sem kom til landsins í febrúar 1992. Í maí 1992 sendi ákærði X hestakerru frá Þýskalandi til Siglufjarðar. Kerrunni hafði verið umskipað í Reykjavík og hún send með ms. Reykja- fossi til Siglufjarðar, en þar átti að tollafgreiða hana. Samkvæmt farmbréfi var eiginkona ákærða Erlings viðtakandi kerrunnar. Þegar kerran kom til Siglufjarðar að kvöldi föstudagsins 14. maí 1993, voru tollverðir frá Tollgæslu Íslands staddir þar vegna rannsóknar á inn- flutningi á vegum ákærða Y. Samkvæmt farmskrá úr tollkerfi ríkistollstjóra var ákærði Y viðtakandi kerrunnar, en ekki eiginkona ákærða Erlings. Eftir að búið var að skipa kerrunni upp á hafnarbakkann, en hún var fest á flutningspall, var bifreið ákærða Erlings bakkað að henni. Út úr bif- reiðinni stigu ákærði Erlingur og vitnin Helgi Aage Torfason og Símon Helgason. Vitnin segja, að þau hafi farið með ákærða Erlingi til að sækja kerruna. Eftir að þau voru komin á hafnarbakkann, athuguðu þau, hvort unnt væri að tengja kerruna aftan á bifreiðina, en ákærði Erlingur gekk frá. Vitnið Símon telur ákærða hafa ætlað að borga af kerrunni eða eitthvað í þá áttina. Vitnið Helgi Aage telur ferðina hafa verið farna til að koma kerr- unni í skjól fyrir veðri og vindum. Áður en til þess kom, að kerran væri flutt á brott, gáfu tollverðirnir sig á tal við ákærða Erling og kváðust ætla að skoða í hana, en áður höfðu þeir 2205 bannað vitnunum að hengja kerruna aftan í bifreiðina. Skömmu síðar hvarf ákærði á brott, Við skoðun tollvarða og lögregluþjóna frá Siglufirði á kerr- unni kom í ljós, að í henni var verulegt magn varnings, mestmegnis reiðtygi, eins og nánar er lýst í ákæru. Í farmbréfi sendingarinnar er ekki getið um neinn varning í kerrunni, og samkvæmt bréfinu var hún upphaflega skráð 800 kg. Þessari þyngd var síð- an breytt í 498 kg í nýju farmbréfi. Ákærði Y ber fyrir dóminum, að hann hafi óskað eftir því við starfsmann Eimskipafélagsins, að þyngdinni yrði breytt. Hann kveðst hafa gert þetta eftir samtal við ákærða Erling, þar sem ákærði Erlingur hefði bent sér á, að kerran væri mjög þung. VA. Ákærðu Erlingur og Gunnar bera báðir, að þeir hafi hellt niður því áfengi. sem fjallað er um í þessum ákærulið. Ákærði Gunnar kveðst hafa unnið að þessu dagana 11. og 12. júlí 1988. Hann kveðst hafa rætt við ákærða Erling og spurt, hvað ætti að gera við tæplega 250 lítra af áfengi, sem geymt var í fangaklefa á lögreglustöðinni. Ákærði Erlingur hefði þá sagst ætla að athuga málið og afla sér upplýsinga um það. Ákærði Erlingur kveðst hafa hringt til tollgæslustjóra og fengið þær upplýsingar þar, að hann ætti að ákveða sjálfur, hvað gert yrði við þetta áfengi. Í framhaldi af þessu hefði ákærði Gunnar pakkað áfenginu í poka, sennilega 11. júlí, og að morgni hins 12. hefðu þeir farið með áfengið í sorpþró bæjarins. Þar hefðu þeir hellt áfenginu niður, en kastað umbúðunum á eld. Ákærði Gunnar kveðst sjálfur hafa fært aðgerðir þeirra inn í dagbók lög- reglunnar, daginn eftir að verk þetta var unnið eða næsta dag þar á eftir. Hann kunni ekki skýringar á því, hvers vegna færslan kom einungis fram á frumriti dagbókar, en ekki afriti. Kveðst hann ekki muna ástæðuna, enda langt um liðið. Aðrir lögreglumenn embættisins urðu ekki varir við aðgerð þessa, en samkvæmt framburði ákærðu var áfenginu eytt snemma morguns. Lög- reglumenn, aðrir en ákærði Gunnar, komu hins vegar ekki á vakt fyrr en kl. 10 að morgni. VB. Ákærðu bera varðandi þennan ákærulið, að ákærði Gunnar hafi komið að máli við ákærða Erling og spurt, hvað ætti að gera við 96 dósir af bjór, en dagstimplun á þeim hafi verið runnin út og þær því ekki seljanlegar lengur. Ákærði Erlingur kveðst hafa hringt í Brynjólf Karlsson hjá Toll- gæslu Íslands og spurt hann, hvort senda bæri þetta suður. Brynjólfur hafi svarað því til, að það væri algjör óþarfi, ákærði gæti bara eytt þessu sjálfur. Vitnið Brynjólfur hefur kannast við fyrir dómi, að ákærði Erlingur hafi rætt 2296 þessi mál við sig. Í framhaldi af þessu hafi ákærði Gunnar farið með bjórinn á öskuhaugana og ekið þar yfir dósirnar, en kastað þeim síðan í sorpþróna. Niðurstaða. 1. A. Fram er komið í málinu, að lögmenn f. h. uppboðsbeiðenda höfðu oft samband við ákærða símleiðis og báðu hann að sjá til þess, að mætt yrði fyrir þeirra hönd við fyrirtökur uppboðsmála. Þá er og upplýst, að í sumum tilvikum hefði orðið um það venja, að ákærði sæi um mætingar fyrir ein- staka uppboðsbeiðendur. Varð ákærði við beiðni þeirra, bæði í einstökum tilvikum og venju samkvæmt. Er framkvæmd fyrirtekta rétt lýst í ákæru. Samkvæmt því gætti ákærði í raun sjálfur hagsmuna uppboðsbeiðenda, en ekki sá, sem bókaður var mættur fyrir þeirra hönd. Fyrir þessa vinnu áskildi ákærði sér 2.500 kr. fyrir hverja fyrirtöku og hafði til hliðsjónar þóknun lög- manna fyrir mót við uppboð samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands. Er því eigi mótmælt af hálfu ákærða, að hann hafi með framangreindum hætti tekið við samtals 1.369.040 kr. á árunum 1989 til 1993 að þeim báðum meðtöldum. Það er álit dómsins, að það hafi ekki samrýmst embættisfærslu ákærða, fyrir 1. júlí 1992 sem dómara og eftir þann tíma sem sýslumanns, að gæta hagsmuna uppboðsbeiðenda við fyrirtökur uppboðsmála, en ljóst er, að ákærði innti þessa vinnu af hendi í beinum tengslum við framkvæmd starfa síns. Þá verður og að telja. að ákærða hafi ekki getað dulist, að þær greiðsl- ur, sem hann áskildi sér og þáði með framangreindum hætti, voru reiddar fram í sambandi við umræddar embættisathafnir ákærða, sem voru hluti af starfsskyldum hans og hann þáði laun fyrir úr ríkissjóði. Er það því niður- staða dómsins, að ákærði hafi ekki átt tilkall til þessara greiðslna. Þá verður að telja, að gjaldtaka þessi hafi ekki samrýmst embættisstöðu hans. Hefur ákærði með framangreindri háttsemi, sem sönnuð er með játningu hans og studd öðrum gögnum málsins, orðið brotlegur gegn 128. gr. almennra hegn- ingarlaga. Verður að líta svo á, að um samfellda brotastarfsemi ákærða hafi verið að ræða, sem lokið hafi árið 1993. Misræmi á milli frumrita greiðslukvittana og afrita þeirra er að mati dómsins ekki refsivert, enda ekkert rangt í bókum embættisins, þar sem mótskostnaðurinn á frumritunum breytti engu í bókhaldi þess, þar eð hann rann ekki til þess. Verður ákærði Erlingur því sýknaður af því að hafa með þessu brotið gegn 1. mgr. 158. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga. 1. B. Ákærði Erlingur heldur því fram, að hann hafi ekki gefið starfsmönnum sínum fyrirmæli um að framvísa tékkunum í þessum lið ákærunnar ekki í 2297 banka, en telja þá mánaðarlega á sjóðstalningarblöðum til Ríkisendurskoð- unar sem reiðufé í sjóði. Álítur ákærði, að það sé einungis ákvörðun gjald- kera að ákveða, hvort tékki liggi í sjóði, en hann hafi rætt við gjaldkerann, hvort þetta mætti vera svona, og það síðan verið ákvörðun gjaldkerans, svo að ákærði hafi engin fyrirmæli gefið. Ákærði var yfirmaður embættisins og gat því eigi dulist, að gjaldkerinn myndi taka tilmæli ákærða sem fyrirmæli frá yfirmanni sínum, enda hlaut honum að vera ljóst, að þessi tilmæli hans voru ekki í samræmi við lög og reglur og hann þannig að misnota sér stöðu sína sér til ávinnings og ríkis- sjóði til tjóns, en með þessu aflaði ákærði sér vaxtalauss láns, en bakaði ríkissjóði vaxtatap. Þá hefur gjaldkerinn við rannsókn málsins borið, að ákærði hafi gefið sér fyrirmæli um að láta tékkana vera í sjóði. Varðar þessi háttsemi við 139. gr. almennra hegningarlaga. 1. A. Gegn neitun ákærða Erlings og með hliðsjón af því, sem fram er komið um þennan lið ákærunnar, er ósannað, að hann hafi um miðjan apríl 1991 útbúið eða látið útbúa aðflutningsskýrslu með röngum upplýsingum um þyngd hestakerru, sem flutt var til landsins á vegum Alberts Jónssonar. og átt hlut að því, að þess var eigi getið, að í kerrunni væri undirvagn, og þannig komið honum undan tollafgreiðslu. Þá er gegn neitun ákærða Er- lings, sem studd er framburði ákærða Gunnars, ósannað, að ákærði Erling- ur hafi sammælst um það við ákærða Gunnar, að undirvagninn yrði ekki nefndur í mats- og skoðunargerð ákærða Gunnars um þennan innflutning. Enn er ósannað gegn neitun ákærðu Erlings og Gunnars, að kerran hafi verið sögð 490 kg í aðflutningsskýrslu í því skyni að koma í veg fyrir, að hún teldist skráningarskyld samkvæmt umferðarlögum. Loks er ósannað segn neitun ákærða Erlings, að hann hafi átt hlut að því, að tollverð kerr- unnar og f.o.b.-verð var lægra en endurmat embættis ríkistollstjóra, og þannig valdið því, að aðflutningsgjöld töldust við endurmatið vantalin um 18.777 kr. Af framangreindu leiðir, að sýkna ber ákærða Erling af öllu því, sem honum er gefið að sök í þessum lið ákæru. II. B. Ákærði Erlingur hefur skýrt svo frá. að hann hafi fengið upplýsingar um það hjá tollgæslunni, að heimilt væri að meta saman til tollverðs undirvagn þann og hestakerru, sem um ræðir í lið 11. Á. Fær þessi framburður ákærða stoð í vætti Brynjólfs Karlssonar, deildarstjóra hjá Tollgæslu Íslands. Ber ákærðu Erlingi og Gunnari saman um, að ákærði Erlingur hafi skýrt ákærða Gunnari frá framangreindu og að ákærði Gunnar hafi breytt í sam- 2298 ræmi við það. Hefur ákærði Gunnar neitað því, að hann hafi sleppt því að meta undirvagninn, heldur hafi hann samkvæmt framansögðu metið vagn- inn með kerrunni til tollverðs, allt í samráði við yfirboðara sinn, ákærða Erling. Þá verður eigi litið fram hjá því, að 13. desember sl. endurákvarðaði ríkistollstjóri aðflutningsgjöld af bifreið þeirri, sem metin var til tollverðs í sama skipti, svo að þau lækkuðu um 408.547 kr. Samkvæmt því var ríkis- sjóði gert að endurgreiða innflytjanda bifreiðarinnar, sem jafnframt flutti inn hestakerruna og undirvagninn, nefnda fjárhæð. Var því hvergi hallað á ríkissjóð við ákvörðun tollverðs á hinum innflutta varningi, heldur þvert á móti. Með skírskotun til þessa og gegn neitun ákærða Gunnars er ósannað, að hann hafi við mat á bifreið og hestakerru þeirri, sem um ræðir í lið II. A., vísvitandi tilgreint verðmæti kerrunnar óeðlilega lágt í því skyni, að að- flutningsgjöld af henni yrðu lægri en rétt var. Með vísan til framanskráðs er á sama hátt ósannað, að ákærði Gunnar hafi leynt því, að kerran geymdi ofangreindan tollskyldan varning, þ. e. undirvagn fyrir aðra tveggja öxla kerru, í því skyni, að innflytjandinn slyppi við að greiða aðflutningsgjöld af undirvagninum. Þá er með vísan til þess, sem hér að framan greinir, og framburðar vitnis- ins Alberts Jónssonar ósannað gegn neitun ákærða Gunnars, að ákærði hafi þegið umræddan undirvagn að gjöf úr hendi Alberts fyrir að hafa séð til þess, að kerran yrði metin of lágt til tollverðs og undirvagnsins ekki getið á aðflutningsskýrslu og því eigi greidd af honum aðflutningsgjöld. Verður ákærði Gunnar því sýknaður af þeirri háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákærulið þessum. III. Á. Í ljós er leitt, að ákærði Erlingur fékk ákærða Gunnar og Gest Hall- dórsson í febrúar 1992 til að sækja tvær hestakerrur, sem ákærði X sendi frá Þýskalandi, þegar eftir uppskipun þeirra á hafnarbryggjuna á Siglufirði 22. febrúar, án þess að þeim fylgdu skjöl, sem heimiluðu afhendingu kerranna úr vörslum farmflytjanda, en sannað er, að kerrurnar voru fluttar í skemmu, sem ákærði Erlingur hafði aðgang að. Telja verður þessa aðgerð ákærða óeðlilega og óvenjulega, en þar sem ákærði var tollstjóri á Siglufirði, verður að telja, að hann hafi í krafti þess embættis haft heimild til að taka kerrurnar í sínar vörslur samkvæmt ákvæðum 63. og 65. gr. tollalaga. Verður ákærði því sýknaður af þessum sakargiftum. Sannað er með játningu ákærða Erlings og ákærða Y, að ákærði Erlingur afhenti ákærða Y aðra kerruna nokkrum dögum síðar, og 2-3 vikum síðar flutti ákærði Erlingur sjálfur hina kerruna til Reykjavíkur og afhenti hana 2299 ákærða Y. Er og sannað með játningu ákærða Erlings, að þegar þessar af- hendingar fóru fram, hafi ekki verið gerð aðflutningsskýrsla um innflutn- inginn á kerrunum eða greidd af þeim lögboðin gjöld. Framangreind afhending ákærða Erlings á kerrunum er honum refsiverð, og skiptir eigi máli, þótt gögn um innflutninginn hafi verið hjá embætti hans. Er þessi háttsemi ákærða brot á 139. gr. almennra hegningarlaga. Gegn neitun ákærða Erlings og með vísan til framburðar annarra ákærðu er Ósannað, að ákærði Erlingur hafi vitað, að í annarri kerrunni var nokkuð af nýjum reiðtygjum, sem ætluð voru til dreifingar hér á landi. Þá er einnig ósannað gegn neitun ákærða Erlings, að hann hafi í apríl 1992, þegar hann fól aðalbókara sínum gerð aðflutningsskýrslu um innflutning kerranna tveggja, jafnframt lagt honum vísvitandi til rangar upplýsingar um þyngd og verðmæti þeirra, annars vegar til þess, að þær teldust ekki skráningarskyld- ar, og hins vegar í því skyni, að aðflutningsgjöld yrðu lægri en rétt var. Er ósannað, að ákærði hafi á þessum tíma verið búinn að fá í hendur bréf frá sendanda þess efnis, að verðmæti kerranna væri 2.500 vesturþýsk mörk. Verður ákærði því sýknaður af þessum ákæruatriðum. Sannað er, að vitnið Gestur gaf út tékka þeirrar fjárhæðar, er samsvaraði aðflutningsgjöldum, og að ákærði Erlingur fékk gjaldkera embættisins til þess að láta hann ekki í banka. Verður að líta svo á, að í þessu felist fyrir- mæli ákærða sem yfirmanns embættisins til gjaldkerans sem undirmanns. Hins vegar er á það að líta, að ákærði hefur þegar verið sakfelldur í 11. kafla B. 2. fyrir meðferð þessa tékka. 11. B. Svo sem áður greinir, er ákærði Erlingur sýknaður af því að hafa í heim- ildarleysi tekið hestakerrur þær, sem um ræðir í lið 1Il. A.. úr vörslum farm- flytjanda á hafnarbryggjunni á Siglufirði aðfaranótt 22. febrúar 1992. Þar af leiðir, að sýkna ber ákærða Gunnar af ákæru um hlutdeild, að því er þetta ákæruatriði varðar. Gegn neitun ákærða Gunnars er ósannað, að hann hafi vitað, er hann flutti kerrurnar í hús í félagi við Gest Halldórsson, að þær væru í raun flutt- ar inn af ákærða Erlingi, en ekki nefndum Gesti. eða að í annarri kerrunni væri tollskyldur varningur og að hvorki væri ætlunin að tollafgreiða kerr- urnar né varninginn. Fram er komið í málinu, að Gestur lét í té vigtarseðil þann, sem lagður var til grundvallar við ákvörðun á þyngd kerranna við gerð aðflutnings- skýrslu. Er ósannað gegn neitun ákærða Gunnars, að hann hafi af ráðnum hug fengið ákærða Erlingi í hendur matsgerðina frá 24. apríl 1992 um skoð- un á kerrunum með röngum upplýsingum um þyngd þeirra og verðmæti í 2300 því skyni, að aðflutningsgjöld yrðu lægri en rétt væri og jafnframt yrði kom- ist hjá því að skrá kerrurnar undir 500 kg. svo að þær yrðu ekki skráningar- skyldar, sbr. 63. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Samkvæmt framansögðu verður ákærði Gunnar sýknaður af sakargiftum samkvæmt þessum ákæru- lið. lI. C. Ákærði X hefur viðurkennt, að hann hafi sett nokkuð af nýjum reiðtygj- um í aðra hestakerruna, sem kom til Siglufjarðar í febrúar 1992. Þá hefur hann og viðurkennt, að varnings þessa hafi ekki verið getið á skjölum um innflutninginn. Hann kveðst hafa „hent þessu bara inn í kerruna á sínum tíma, áður en hún fór heim“, eins og ákærði hefur komist að orði, og hafa átt von á að þurfa að greiða aðflutningsgjöld. Með þessum framburði ákærða er sannað, að hann hefur ekki fylgt þeim lagafyrirmælum, er fram koma í V. kafla tollalaga, og þannig smyglað varn- ingi þessum til landsins. Verður honum því refsað fyrir þessa háttsemi, sem er rétt færð til refslákvæða í ákæru. Ákærði Y hefur borið, að hann hafi vitað, að varningur var í kerru þeirri, sem hann sótti til Siglufjarðar í lok febrúar 1992. Hins vegar kveðst hann ekki muna, hvenær honum varð kunnugt um varninginn í kerrunni. Hann kveðst ekki vita, hver hafi sett varninginn í kerruna, en geri ráð fyrir, að hann hafi verið settur þar að frumkvæði ákærða X. Hann kveðst ekki hafa vitað, hvernig staðið hafi verið að greiðslu aðflutningsgjalda, gerð farm- bréfs og annarra skjala eða öðru varðandi innflutninginn. Hann hafi ein- ungjis verið beðinn að sækja kerru til Siglufjarðar, og það hafi hann gert. Þá hafi hann selt megnið af varningnum, en gefið annað. Fyrir dóminn hafa ekki verið lögð nein sönnunargögn, sem hrekja fram- burð ákærða Y um þennan lið ákærunnar, og ber því að sýkna hann af þessum sakargiftum. Með vísan til þess, sem er rakið hér að framan undir HI. A., ber að sýkna ákærða Erling fyrir hlutdeild í brotum ákærðu X og Y samkvæmt þessum ákærulið. IV A.1. Ákærði Erlingur hefur staðfastlega neitað, að koma hafi átt hestakerr- unni, sem skipað var upp á hafnarbryggjunni á Siglufirði að kvöldi 14. maí 1993, undan tollskoðun. Þá hefur hann einnig neitað því að hafa vitað, að í kerrunni var mikið af nýjum reiðtygjum og annar búnaður fyrir hesta og húsgögn og áfengi. Er þessi framburður ákærða studdur framburði ákærðu X og Y. Samkvæmt framansögðu er því ósannað, að ákærði Erlingur hafi ætlað að koma kerrunni undan tollskoðun eða vitað, hvað í kerrunni var, 2301 enda liggur ekkert fyrir í málinu til styrktar því. að svo hafi verið, og ekki unnt að hafna skýringu ákærða á því, hvers vegna hann var kominn á bryggjuna umrætt kvöld. Verður að telja allar fullyrðingar í þessum lið ákæru af hálfu ákæruvalds um það. hvað ákærði hafi haft í hyggju, byggðar á getgátum. Ber því að sýkna ákærða af þessari háttsemi. IV A. 2. Gegn neitun ákærða Erlings og vegna framburðar ákærða Y er ósannað, að ákærði Erlingur hafi með aðstoð ákærða Y fengið þyngd kerrunnar, sem kom til landsins í maí 1993, breytt ranglega í farmbréfi úr 800 kg í 498 kg í því skyni að koma í veg fyrir, að hún teldist skráningarskyld samkvæmt um- ferðarlögum. Ber því að sýkna ákærða Erling af þessum sakargiftum. IV B.1. Ákærði X kveðst ekki hafa staðið að því að setja varninginn í kerruna, en hins vegar hafi starfsmenn sínir í Þýskalandi unnið það verk. Þá hafi hann falið þeim að gera pökkunarlista um það, sem sett var í kerruna. Hann hafi síðan sjálfur farið með kerruna og komið henni í skip. Ákærði kveðst sjálf- ur hafa gengið frá farmbréfi fyrir sendinguna, og hafi sér þá af hugsunar- leysi láðst að senda reikning með fraktinni. Hann hafi síðan sent ákærða Y reikning með símbréfi, svo að unnt væri að ganga frá greiðslu aðflutnings- gjalda, en ákærði Y hafi átt að sjá um það. Samkvæmt 23. gr. tollalaga skal innflytjandi skila tollyfirvaldi aðflutn- ingsskýrslu ásamt tilheyrandi gögnum um vöru eða sendingu innan þess frests, sem ákveðinn er í reglugerð. Á þeim tíma. sem hér um ræðir, var í gildi reglugerð nr. 257/1970, sbr. nú reglugerð nr. 258/1993, sem tók gildi 1. júlí 1993. Samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 257/1970 bar að afhenda hlutað- eigandi tollyfirvaldi skriflega aðflutningsskýrslu um vöruna eða sendinguna innan þriggja mánaða frá komudegi þess fars, er flutti vöruna til landsins. Ljóst er, að aðflutningsskýrsla, sem ákærði Y hafði látið útbúa, lá fyrir þeg- ar 17. maí 1993. Samkvæmt framburði ákærðu X og Y var ætlun þeirra að framvísa henni við tollafgreiðslu varningsins, sem ákærði Y hugðist sækja til Siglufjarðar í framhaldi af gerð skýrslunnar. Er því ósannað, að hugur ákærðu hafi staðið til að smygla reiðtygjunum og öðrum búnaði fyrir hesta. Verða ákærðu því sýknaðir af sakargiftum, hvað þetta varðar. Ákærði Y hefur játað að hafa gert tilraun til að smygla til landsins sjón- varpi og helmingi þess áfengis, sem var í umræddri sendingu, en fram er komið, að umræddur varningur var ekki tilgreindur í ofangreindri aðflutn- ingsskýrslu. Hann segir bróður sinn hafa átt að fá hinn helming áfengisins og einnig fatahengið og spegilrammann, sem raunar væri hluti þess. Við yfirheyrslu hjá lögreglu 17. maí 1993 kvaðst ákærði hafa unnið við að koma 2302 varningnum fyrir í kerrunni. Með játningu ákærða, sem er í samræmi við gögn málsins, hvað þetta varðar, er framangreint atferli ákærða sannað. Verður hann því sakfelldur fyrir þennan þátt ákærunnar, og varðar það við 1. mgr. 123. gr. tollalaga. IV B. 2. Þegar af þeirri ástæðu, að ákærði Erlingur hefur verið sýknaður af broti því. sem honum er gefið að sök í þessum ákærulið, ber að sýkna ákærða Y fyrir hlutdeild í því. VA-B. Með framburði ákærðu Erlings og Gunnars er sannað, að þeir hafi eytt 249,65 lítrum af smygluðu áfengi, sem þeir segjast hafa flutt á öskuhauga Siglufjarðar 11. og 12. júlí 1988 og hellt þar niður og síðan fleygt umbúðun- um á eld, sem logaði þar. Einnig er sannað með framangreindum hætti, að ákærðu hafa staðið að eyðingu á 96 dósum af haldlögðum bjór 23. desem- ber 1992 með því, að ákærði Gunnar, með vitund og vilja ákærða Erlings, ók yfir dósirnar á öskuhaugum Siglufjarðar og fleygði þeim síðan á sama stað og umbúðunum, sem að framan er getið. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf nr. 63/1969 bar að afhenda framangreint smyglað áfengi og bjór Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Þessari lagaskyldu var ekki fylgt, og telst sú háttsemi á ábyrgð ákærða Erlings, en ákærða Gunnari refsilaus, þar sem hann var að sinna starfi sínu sem undirmaður ákærða Erlings og bar að hlýða fyrirmæl- um hans og átti að geta treyst því, að hann væri að fara að lögum við eyð- ingu áfengisins. Verður ákærði Gunnar því sýknaður af því, sem honum er gefið að sök í þessum kafla ákæru, en ákærði Erlingur sakfelldur, og er brot hans rétt fært til refslákvæðis í þessum kafla ákæru. Nær sex ár eru liðin, frá því að eyðing áfengisins fór fram, og þar sem brotið hefði aðeins varðað ákærða Erling sektarrefsingu, telst það fyrnt, sbr. 1. tl. 1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga. Brot ákærða Erlings sam- kvæmt B-lið þessa kafla ákærunnar er hins vegar ófyrnt, og verður honum refsað fyrir það. Ákærði Gunnar hefur borið, að hann hafi fært áfengiseyðinguna í dag- bók lögreglunnar, einum eða tveimur dögum eftir að hún fór fram. Hann fullyrðir hins vegar, að færslan sé rétt, og hefur sá framburður ákærða ekki verið hrakinn. Er því ósannað, að hún sé röng. Ber því að sýkna ákærðu Erling og Gunnar af þessum ákærulið. 2303 Sakaferill ákærðu. Ákærðu, sem sakfelldir eru, hafa ekki áður sætt refsingum, sem máli skipta við ákvörðun refsingar þeirra í máli þessu. Refsingar. Við ákvörðun refsingar ákærða Erlings ber að líta til þess, að hann hefur látið af embætti sínu vegna máls þessa. Þá ber að líta til þess vegna |. kafla ákæru, að það mun hafa tíðkast hjá ýmsum embættum, að séð væri um mætingar við fyrirtökur mála. Einnig er rétt að taka tillit til þess, að áskiln- aður ákærða um greiðslur fyrir mót bakaði engum tjón. þar sem greiðendur hefðu væntanlega haft af því mun meiri kostnað, ef þeir hefðu þurft að mæta sjálfir eða fengið aðra til þess, oft um langan veg. Þá þykir bera að hafa í huga vegna meðferðar ákærða á eigin tékkum, sem lágu í sjóði, að hann hafði áður haft viðskiptareikning hjá embættinu, sem hafði verið í nokkurri skuld, þegar ákærði hóf að þiggja laun samkvæmt nýju kerfi, og leggja bar reikninginn niður. Þá verður ekki annað séð en ákærði hafi greitt skuld sína niður jafnt og þétt. Loks þykir það vera til refsilækkunar vegna bjóreyðingarinnar, að engin festa virðist hafa verið árum saman í því að fara eftir skýlausu lagaákvæði um, að senda beri upptækt áfengi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Lagaákvæði þetta er þó í fullu gildi, þrátt fyrir það að ráða megi af gögnum málsins, að því hafi ekki verið fylgt eftir. Með hliðsjón af öllu framansögðu og 77. gr. almennra hegningarlaga þyk- ir refsing ákærða Erlings hæfilega ákveðin 300.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem greiðist innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja, en ella sæti ákærði varðhaldi í 45 daga. Refsing ákærða X þykir hæfilega ákveðin 200.000 kr. sekt til ríkissjóðs, sem greiðist innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja, en af- plánist ella með 35 daga varðhaldi. Refsing ákærða Y þykir hæfilega ákveðin 75.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem ákærði telst hafa afplánað að fullu með gæsluvarðhaldi í 7 daga, þ. e. frá 10. til 16. júní sl. Upptaka. Samkvæmt 1. mgr. 136. gr. tollalaga og 34. gr. áfengislaga ber að dæma ákærða Y til að sæta upptöku á því áfengi og þeim hlutum, sem hann er sakfelldur fyrir að hafa reynt að smygla hingað til lands, svo sem nánar greinir í dómsorði. Að öðru leyti ber að sýkna af kröfum ákæruvalds um upptöku. 2304 Sakarkostnaður. Loks ber að dæma um sakarkostnað, þar með talin málsvarnar- og sak- sóknarlaun, sem hér greinir: Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Erlings, Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns. 350.000 krónur, greiðist af ákærða að hálfu og að hálfu úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Gunnars, Jónatans Sveinssonar hæstaréttarlögmanns. 300.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða X, Gísla Baldurs Garðarssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur, greiðist að 1/3 hluta af ákærða, en að 2/3 hlutum úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Y, Ólafs Garðarssonar hæsta- réttarlögmanns, 200.000 krónur, greiðist af ákærða að 1/3 hluta, en að 2/3 hlutum úr ríkissjóði. Ákærðu Erlingur og X greiði hvor um sig 50.000 krónur í saksóknarlaun, en ákærði Y 25.000 krónur. Annan sakarkostnað greiði ákærði Erlingur að 1/5 hluta, ákærði X og ákærði Y að 1/10 hluta hvor og ríkissjóður að 3/5 hlutum. Sókn málsins. Egill Stephensen saksóknari sótti mál þetta af hálfu ákæruvalds. Dómsorð: Ákærði Erlingur Óskarsson greiði 300.000 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja, en sæti ella varð- haldi í 45 daga. Ákærði Gunnar Guðmundsson er sýknaður af kröfum ákæruvalds- ins í máli þessu. Ákærði X greiði 200.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, en sæti ella varðhaldi í 35 daga. Ákærði Y greiði 75.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem telst afplánuð að fullu með 7 daga gæsluvarðhaldi. Ákærði Y sæti upptöku til ríkissjóðs á sjónvarpi, fatahengi, spegil- ramma og 27 áfengisflöskum. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Erlings, Jóns Magnússon- ar hæstaréttarlögmanns, 350.000 krónur, greiðist af ákærða að hálfu og að hálfu úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Gunnars, Jónatans 2305 Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 300.000 krónur, greiðist úr ríkis- sjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða X, Gísla Baldurs Garð- arssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur, greiðist að 1/3 hluta af ákærða, en að 2/3 hlutum úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Y. Ólafs Garðarssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur, greiðist af ákærða að 1/3 hluta, en að 2/3 hlutum úr ríkissjóði. Ákærðu Erlingur og X greiði hvor um sig 50.000 krónur í sak- sóknarlaun, en ákærði Y 25.000 krónur. Annan sakarkostnað greiði ákærði Erlingur að 1/5 hluta, ákærðu X og Y að 1/10 hluta hvor og ríkissjóður að 3/5 hlutum. 3 Hæstaréttardómar IV 2306 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 425/1991. — Sigurður Kristinsson (Gunnar Sólnes hrl.) gegn Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og dánarbúi Halldórs Valdimarssonar (Haraldur Blöndal hrl.) Bifreiðar. Umferðarlög. Skaðabætur. Vextir. Vátrygging. Fyrning. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 22. október 1991 að fengnu áfrýjunarleyfi 10. sama mánaðar. Hann krefst þess aðallega, að stefnda Sjóvá-Almennum tryggingum hf. verði gert að greiða sér 2.706.407,60 krónur með vöxtum frá 1. ágúst 1979 til 7. apríl 1988, er séu hinir sömu og tilgreindir voru í stefnu hans í héraði fyrir það tímabil, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá síðarnefnda deginum til greiðslu- dags að frádregnum 564.264 krónum, er Sjóvátryggingafélag Íslands hf. greiddi honum 7. apríl 1988. Til vara krefst hann þess í fyrsta lagi, að félagið greiði sér 240.000 krónur ásamt 1.473.808,38 krónum í vexti af þeirri fjárhæð fyrir tímabilið frá 1. ágúst 1979 til 7. apríl 1988 að frádregnum fyrrgreindum 564.264 krónum, samtals 1.149.544,38 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt Hl. kafla vaxtalaga at þess- um mismun frá síðarnefnda deginum til greiðsludags. Í öðru lagi krefst hann þess til frekari vara, að félagið greiði sér 240.000 krónur með vöxtum að fjárhæð 789.284,27 krónur fyrir tímabilið frá 4. nóv- ember 1983 til 7. apríl 1988 að frádreginni sömu greiðslu, samtals 465.020,27 krónur, auk sömu dráttarvaxta. Í þriðja lagi krefst hann þess til þrautavara, að félagið greiði sér 240.000 krónur með vöxtum að fjárhæð 535.313,33 krónur fyrir tímabilið 1. ágúst 1979 til 7. apríl 1988 að frádreginni sömu greiðslu, samtals 211.049,33 krónur, auk sömu dráttarvaxta. Í öllum tilvikum krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi þessa stefnda. 2307 Í málinu hefur áfrýjandi einnig beint kröfum sínum á hendur hinu stefnda dánarbúi Halldórs Valdimarssonar, sem sýknað var í hér- aðsdómi á þeirri forsendu, að kröfur hans gagnvart því teldust fyrndar. Fyrir Hæstarétti lýsti áfrýjandi því yfir, að hann hefði ekki uppi sjálfstæðar kröfur á hendur dánarbúinu. Af hálfu beggja stefndu er þess krafist, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, en fallið er frá kröfu um málskostnað fyrir Hæsta- rétti. I. Mál þetta er risið af umferðarslysi, er varð í götunni Skarðshlíð á Akureyri 1. ágúst 1979, þegar áfrýjandi, sem þar var á ferð á reið- hjóli, varð fyrir fólksbifreiðinni Ö-4533, en ökumaður hennar og eigandi var Halldór heitinn Valdimarsson. Slysið sætti lögreglurann- sókn og var tilkynnt ábyrgðartryggjanda bifreiðarinnar, sem var Sjóvátryggingafélag Íslands hf. Tók félagið að sér fyrirsvar í sam- ræmi við skilmála vátryggingarinnar, þegar áfrýjandi og foreldrar hans leituðu eftir bótum fyrir slysið, og var þeirri umleitan einvörð- ungu beint gegn félaginu með aðstoð lögmanns. Áður en málið var höfðað, hafði stefndi Sjóvá-Almennar tryggingar hf. tekið við skyld- um og réttindum þessa félags varðandi tjónið. Áfrýjandi var 14 ára að aldri, þegar slysið bar að höndum. Hann hlaut þar meðal annars mikið höfuðhögg, sem olli heilahristingi og meðvitundarleysi nokkra daga og vakti jafnframt grun um heilamar, er haft gæti varanlegar afleiðingar. Á grundvelli vottorða frá tveim- ur læknum mat Björn Önundarson tryggingayfirlæknir heilsutjón áfrýjanda af slysinu þegar í febrúar 1980 og taldi hann hafa hlotið 10% varanlega örorku. Samkvæmt gögnum þessum voru vísbend- ingar um endanlegar afleiðingar slyssins ekki eindregnar að öllu leyti, og sagði tryggingayfirlæknirinn í niðurlagi matsins, að orðið gæti nauðsynlegt að meta þennan sjúkling síðar, ef frekari einkenni kæmu fram. Í kjölfar örorkumatsins gerði Þórir Bergsson tryggingastærðfræð- ingur útreikning á fjárhagstjóni áfrýjanda. Að svo búnu var Sjóvá- tryggingafélagi Íslands hf. í ágúst 1980 sent kröfubréf frá lögmanni áfrýjanda, þar sem farið var fram á fébætur fyrir fjártjón hans og miska. Kröfubréfi þessu var ekki svarað skriflega, en fram er komið 2308 hér fyrir dómi, að félagið hafi talið bótaskyldu vegna slyssins vera fyrir hendi. Hins vegar væri uppgjör á tjóni áfrýjanda ekki tímabært, þar sem óvissa væri enn um afleiðingar slyssins. Hefur félagið greint frá því, að trúnaðarlæknir þess hafi látið í ljós þá skoðun, að fyrr- greint Öörorkumat gæti ekki talist marktækt, þar sem algengast væri um áverka af þessum toga, að varanlegar afleiðingar yrðu annað- hvort engar eða mun meiri en næmi 10% örorku. Ljóst er, að áfrýj- andi og aðstandendur hans ákváðu að hlíta því, að greiðsla kæmi ekki upp í tjónið að svo stöddu. Í marsmánuði 1981 staðfesti Björn Önundarson tryggingayfir- læknir við lögmann áfrýjanda, að ekki væru ástæður til breytinga á gerðu Örorkumati, en þær upplýsingar breyttu ekki stöðu málsins. Í september 1984 gaf Baldur Jónsson læknir út nýtt vottorð um heilsu áfrýjanda, þar sem hann taldi tímabært að meta örorku hans. Var vottorðið sent Birni Önundarsyni. en staðgengill hans taldi í mars 1985, að tilefni sýndist ekki til breytinga á matinu frá 1980. Erindið var síðan ítrekað við Björn sjálfan, og tjáði hann lögmanni áfrýj- anda í bréfi 2. desember 1985, að líkur bentu til þess, að skaði áfrýj- anda væri meiri en matið hefði gert ráð fyrir, og væri nauðsynlegt að taka hann til frekari rannsóknar. Í framhaldi af þessu var gerð sálfræðikönnun á áfrýjanda fyrri hluta árs 1986 og hann síðan lagður inn til rannsóknar á taugasjúkdómadeild Landspítalans í Reykjavík. Voru niðurstöður hennar fengnar tryggingayfirlækni ásamt vottorði 27. apríl 1987 frá Kristni Eyjólfssyni lækni. Tryggingayfirlæknir mat síðan örorku áfrýjanda að nýju 13. september 1987 og taldi varan- lega örorku nema 30%. Jafnframt reiknaði Jón Erlingur Þorláksson tryggingastærðfræðingur vinnutekjumissi hans út á nýjan leik. Á grundvelli þessa var Sjóvátryggingafélagi Íslands hf. send ný krafa um bætur fyrir tjón áfrýjanda með bréfi 4. nóvember 1987. Nam krafan alls 2.706.407,60 krónum, þ. e. sömu fjárhæð og aðal- krafa hans fyrir Hæstarétti í máli þessu, auk vaxta frá slysdegi. Í við- ræðum um kröfuna bar vátryggjandinn ekki brigður á hið nýja ör- orkumat og vefengdi ekki, að bótaskylda væri enn fyrir hendi. Hins vegar taldi hann ábyrgð sína á tjóninu takmarkaða við hámarksfjár- hæð ábyrgðartryggingarinnar á slysdegi, þ. e. 240.000 nýjar krónur. Kvaðst hann reiðubúinn til að inna þá fjárhæð af hendi ásamt al- mennum vöxtum fyrir næstliðin fjögur 4 ár, en eldri vextir yrðu að 2309 teljast fyrndir. Lauk viðræðunum með því, að félagið greiddi áfrýj- anda 7. apríl 1988 samtals 500.000 krónur í skaðabætur og vexti ásamt 64.264 krónum í kostnað og taldi þetta fullnaðargreiðslu, sem að hluta væri umfram skyldu, en áfrýjandi tók við henni með fyrir- vara. 11. Krafa áfrýjanda um bætur vegna slyssins er byggð á reglum VI. kafla umferðarlaga nr. 40/1968, sem í gildi voru á slysdegi. Skírskot- ar hann bæði til hlutlægrar ábyrgðar bifreiðareiganda samkvæmt 1. mgr. 67. gr., sbr. 1. mgr. 69. gr. laganna, og til almennrar sakarreglu, þar sem rekja megi slysið til óvarkárni ökumanns bifreiðarinnar, sbr. 3. mgr. 69. gr. laganna. Er ágreiningslaust, að hann hafi átt óskertan bótarétt samkvæmt þessum ákvæðum. Sem fyrr segir, gerir áfrýjandi ekki sjálfstæðar kröfur á hendur stefnda dánarbúi Hall- dórs Valdimarssonar, og er bótaréttur hans þannig einvörðungu til álita að því marki, sem honum verður beitt gagnvart stefnda Sjóvá- Almennum tryggingum hf. vegna hinnar lögboðnu ábyrgðartrygg- ingar fyrir bifreið Halldórs, sem fyrirrennari félagsins hafði tekið að sér, sbr. 1. og 4. mgr. 70. gr. umræddra laga, sbr. 1. gr. laga nr. 65/ 1978. Í 1. mgr. 70. gr. var kveðið á um fjárhæð þessarar vátryggingar, þ. e. hámarksábyrgð vegna heildartjóns af hverju einstöku slysi, sbr. 4. mgr. sömu greinar og 1. mgr. 75. gr. laganna. Með a-lið 1. gr. laga nr. 65/1978, er breytti 1. mgr. 70. gr. og tók gildi 1. maí 1978, var fjár- hæðin ákveðin 24.000.000 gamlar krónur, er síðar urðu 240.000 nýj- ar krónur. Með c-lið sömu greinar laga nr. 65/1978 var aukið við umferðarlögin nýrri 3. mgr. 70. greinar, þar sem dómsmálaráðherra var heimilað að hækka vátryggingarfjárhæðir samkvæmt 1. og 2. mgr. Í samræmi við verðlagsbreytingar. Þessi heimild hafði ekki ver- ið notuð, þegar lögunum sjálfum var aftur breytt og fjárhæðirnar hækkaðar frá og með 12. maí 1980. Var fyrrgreint hámark, 240.000 krónur, því enn í gildi á slysdegi 1. ágúst 1979. Eftir undirstöðurökum vátryggingar samkvæmt VI. kafla um- ferðarlaga nr. 40/1968 var rétt að líta svo á, að vátryggingarfjárhæð á þeim tíma, er slys yrði, héldist óbreytt sem hámark bótagreiðslna fyrir tjón af slysinu án tillits til síðari verðlagsbreytinga. Var fyrr- 2310 greindu heimildarákvæði 3. mgr. 70. gr. laganna ekki ætlað að koma á beinni tengingu við slíkar breytingar. Er þannig ekki unnt að fall- ast á það með áfrýjanda, að hámarksábyrgð Sjóvátryggingafélags Ís- lands hf. hafi átt að hækka sjálfkrafa til samræmis við þær stórfelldu verðlagshækkanir, sem urðu frá slysdegi til uppgjörsdags 1988. Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á, að félagið hafi gengist undir að sæta slíkri hækkun í upphafi eða síðar. Að þessu athuguðu ber að fallast á það með héraðsdómara, að krafa áfrýjanda um fébætur umfram 240.000 krónur verði ekki tekin til greina, og ber að hafna aðalkröfu hans. Varakröfur áfrýjanda lúta að því, hvaða vexti vátryggjandanum hafi borið að greiða 7. apríl 1988 af þeim bótum, er þá voru reiddar fram og svöruðu fullri vátryggingarfjárhæð. Í fyrstu og annarri kröf- unni eru vextir lagðir við höfuðstól, en í þriðju kröfunni er reiknað með einföldum vöxtum. Kröfum þessum mótmælir vátryggjandi með vísan til 2. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, er kveður á um fyrningu gjaldkræfra vaxta á fjórum árum. Um tjón áfrýjanda eru atvik þau, sem fyrr getur, að bótakrafa var gerð um ári eftir slysið og þá lögð til hlíðar að svo stöddu vegna þeirrar af- stöðu vátryggingarfélagsins, að uppgjör á tjóninu væri ekki tíma- bært. Eftir það voru félaginu ekki send skrifleg erindi fyrr en síðla árs 1987. Hins vegar er sannað, að félaginu var ljóst allt þetta tíma- bil, að áfrýjandi hafði orðið fyrir tjóni, sem bæta þyrfti í einhverjum mæli, og myndi hann leita eftir uppgjöri, þegar traustari gögn lægju fyrir. Jafnframt verður ekki séð, að áfrýjandi verði sakaður um van- rækslu við öflun þeirra gagna. Ákvæði um fyrningu bótakrafna samkvæmt VI. kafla umferðar- laga nr. 40/1968 var að finna í 78. gr. laganna, og eru þau hliðstæð almennum fyrningarákvæðum í 29. gr. laga nr. 20/1954 um vátrygg- ingarsamninga. Í 30. gr. síðarnefndu laganna er vikið að samningum þess efnis, að vátryggður geti glatað kröfu á skemmri fresti en hin- um lögmælta fyrningarfresti samkvæmt 29. gr., ef hann fylgi henni ekki áður eftir með lögsókn. Segir í 30. gr., að þeim samningum verði því aðeins beitt, að vátryggjandi hafi skýrt vátryggðum skrif- lega frá því með minnst sex mánaða fyrirvara, hversu langur frestur- inn sé og hverjar afleiðingar það hafi, ef hann líður ónotaður. 2311 Við þær aðstæður, sem fyrr var lýst, var vátryggingarfélaginu nauðsynlegt að gera áfrýjanda viðvart um, að vextir af bótakröfu hans væru að fyrnast, ef það hugðist firra sig ábyrgð á greiðslu þeirra frá slysdegi, svo sem hann hafði gert kröfu til. Var rétt í því efni að hafa hliðsjón af ákvæðum 30. gr. laga nr. 20/1954, þótt þau ættu ekki við með beinum hætti. Fyrir liggur hins vegar, að mótbára um fyrningu vaxta var ekki höfð uppi, fyrr en endanleg krafa áfrýj- anda var komin fram. Þegar litið er til alls þessa, þykir verða að fall- ast á það með áfrýjanda, að hann hafi ekki þurft að sæta þeirri mót- báru. Samkvæmt þessu átti áfrýjandi óskertan rétt á vöxtum frá 1. ágúst 1979 af bótum fyrir tjón sitt, sbr. 3. mgr. 92. gr. laga nr. 20/1954. Er rétt að leggja þar til grundvallar þá einföldu vexti, sem um ræðir í þriðju varakröfu hans, en samkvæmt henni átti greiðsla höfuðstóls og vaxta að nema samtals 775.313 krónum. Frá þeim ber að draga þá upphæð, sem hann fékk greidda að kostnaði frátöldum, þ. e. 500.000 krónur. Verður stefnda Sjóvá-Almennum tryggingum hf. gert að greiða honum mismuninn, 275.313 krónur, með vöxtum, eins og í dómsorði greinir, frá uppgjörsdegi 7. apríl 1988 til þingfestingar á máli hans í héraði 27. september 1990, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags. Heim- ilt skal að leggja áfallna vexti við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 7. apríl 1989. Rétt er eftir þessum úrslitum, að stefndi Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem mælt er um í dómsorði. Dómsorð: Stefndi Sjóvá-Almennar tryggingar hf. greiði áfrýjanda, Sig- urði Kristinssyni, 275.313 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 7. apríl 1988 til 27. september 1990, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Heimilt skal að leggja vexti við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 7. apríl 1989. Stefndi Sjóvá-Almennar tryggingar hf. greiði áfrýjanda sam- tals 250.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 2312 Dómur bæjarþings Akureyrar 2. júlí 1991. Mál þetta, sem dómtekið var 18. f. m. að undangengnum munnlegum málflutningi þann dag. hefur Jón Kr. Sólnes hrl. höfðað með stefnu, út gef- inni á Akureyri 27. 8. 1990, fyrir hönd Sigurðar Kristinssonar, kt. 200565- 4039, Sogavegi 150, Reykjavík, á hendur Benedikt Sveinssyni hrl., Lindar- flöt 51, Garðabæ, sem stjórnarformanni f. h. Sjóvá-Almennra hf., Kringl- unni 5, Reykjavík, kt. 701288-1739, og dánarbúi Halldórs Valdimarssonar, kt. 010754-2249, síðast til heimilis að Flötusíðu 6, Akureyri, til heimtu skaðabóta vegna tjóns af völdum umferðarslyss auk vaxta og málskostn- aðar. En málið var þingfest 27. september 1990. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði dæmdir in solidum til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð 15.002.869,39 kr., með (nánar tilgreindum vöxtum |. Til frádráttar tildæmdum fjárhæðum komi greiðsla Sjóvátryggingafélags Íslands 7. 4. '88, 564.264 kr. Þá er krafist málskostnaðar |...|. Dómkröfur stefndu eru þær aðallega, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hans hendi. Til vara er þess krafist, að stefndu verði einungis gert að greiða hluta kröfunnar, en málskostnaður falli niður. Málsatvik eru þau, að 1. ágúst 1979 var bifreiðinni Ö-4533 ekið á stefn- anda, þar sem hann var á reiðhjóli við Skarðshlíð á Akureyri, með þeim af- leiðingum, að hann slasaðist alvarlega og hlaut varanlegt líkamstjón af. Ökumaður bifreiðarinnar og eigandi hennar var Halldór Valdimarsson, sem nú er látinn, og var bifreiðin í ábyrgðartryggingu hjá Sjóvátryggingafé- lagi Íslands hf. Taldi ökumaður, að hraði bifreiðarinnar hefði verið um 75 km á klst., er slysið varð, og samkvæmt prófun lögreglu á slysstað miðað við hemlaför bifreiðarinnar virðist bifreiðin hafa getað verið á allt að 80 km hraða. Stefnandi hlaut höfuðáverka, sem ekki verður nánar lýst hér, og var ör- orka hans metin af Birni Önundarsyni tryggingayfirlækni sem hér segir: hinn 4. 2. 1980 frá slysdegi talið í þrjá mánuði 100%, eftir það í þrjá mánuði 50% og varanleg örorka 10%. Hinn 13. 9. 1987 mat sami læknir örorku stefnanda 100% í sex mánuði frá slysdegi, 75% í þrjá mánuði eftir það og síðan varanlega örorku 30%. Þórir Bergsson tryggingastærðfræðingur reiknaði út örorkutjón stefn- anda 31. 7. 1980, og mat hann verðmæti vinnutekjutaps á slysdegi vegna tímabundinnar örorku 1.260 kr., en vegna varanlegrar örorku 112.010 kr. Jón Erlingur Þorláksson tryggingastærðfræðingur reiknaði út örorkutjón 2313 stefnanda 20. 10. 1987. Reiknaðist honum þá höfuðstóll vinnutekjutjóns stefnanda á slysdegi 5.100 kr. vegna tímabundinnar örorku og 1.673.300 kr. vegna varanlegrar örorku, samtals 1.687.400 krónur. Er slysið varð, var lögboðin fjárhæð ábyrgðartryggingar samkvæmt 70. gr. umferðarlaga nr. 40/1968, sbr. lög nr. 65/1978, 24.000.000 kr. gamlar, en 240.000 nýkrónur. Hinn 7. apríl 1988 greiddi Sjóvátryggingafélag Íslands hf. stefnanda 564.264 kr. í umsamdar skaðabætur fyrir allt tjón stefnanda ásamt inn- heimtulaunum og kostnaði, sem kvittað er fyrir með fyrirvara um frekari endurskoðun af lögmanni stefnanda, Jóni Kr. Sólnes hrl. Við málflutning kom fram, að greiðsla þessi sundurliðast þannig, að 64.264 kr. eru útlagður kostnaður og innheimtulaun, 240.000 kr. er vátrygg- ingarfjárhæð á slysdegi og þá eftirstöðvarnar vextir í fjögur ár frá greiðslu- degi. Greiðslu þessa telur stefnandi vera alls ófullnægjandi, en kröfu sína sundurliðar hann þannig: 1. Bætur fyrir tímabundna og varanlega örorku .... kr. 7.000.000,00 2. Miskabætur ..............000...00.0. - 8.000.000,00 3. Bætur fyrir munatjón - 760,39 4. Bætur vegna læknisþjónustu og ferðakostnaðar. - 2.109,00 Samtals kr. 15.002.869,39 Kröfu sína samkvæmt 1. lið rökstyður stefnandi þannig, að örorkumat og Örorkutjónsútreikningur sé grundvallað á hinni metnu læknisfræðilegu ör- orku, en slíkt mat og raunverulegt tjón fari ekki saman í nær öllum tilvik- um. Tjón stefnanda sé mun meira og hafi ekki komið í ljós, fyrr en honum var neitað um einkaflugmannsskírteini 1. 8. 1990 vegna heilsubrests hans, sem af slysinu leiddi og fyrst varð ljóst, hversu alvarlegar afleiðingar slysið hafði á tekjumöguleika hans á hverju því starfssviði, þar sem krafist er fyllstu einbeitingar. Og í ljósi þess, að hann hafi þurft að leggja flugnám á hilluna, sem hann hafi ætlað að gera að ævistarfi sínu, sé tjón hans mun meira en útreikningar segi til um. Kröfulíður 2 er studdur því, að slysið hafi haft gífurleg áhrif á allt líf stefnanda, og muni hann alla ævi líða fyrir það bæði andlega og líkamlega. Liðir 3 og 4 eru studdir tölulegum gögnum, sbr. dskj. nr. 36-58. Málsástæður og lagarök stefnanda eru þau, að stefnda, Sjóvá-Almennar hf., sem hafi tekið við af Sjóvátryggingafélagi Íslands hf., hafi verið marg- sinnis krafið bóta vegna málsins, og með greiðslu sinni 7. apríl 1988 hafi hið stefnda félag viðurkennt í verki bótaskyldu sína. Byggist bótaskylda beggja stefndu á 1. mgr., sbr. 3. mgr. 70. gr. laga nr. 40/1968, og ábyrgð dánarbúsins á því, að ökumaður hafi verið eigandi bifreiðarinnar Ö-4533. Krafan á 2314 hendur dánarbúinu sé reist á reglu 67. gr., sbr. 1. mgr. 69. gr. sömu laga, en til vara á sök ökumanns skv. 3. mgr. 69. gr. laga nr. 40/1968, enda hafi hann brotið ákvæði um hámarkshraða skv. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 40/1968, sbr. 1. gr. laga nr. 16/1977, og varúðarreglur, sbr. 2. mgr. og 3. mgr., liði a og 1, 49. gr. laga nr. 40/1968. Beinist málsókn þessi gegn báðum stefndu þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 74. gr. laga nr. 40/1968, og miskabótakröfu sína reisir hann á 1. mgr. 264. gr. alm. hgl. nr. 19/1940. Um vátryggingarfjárhæð skv. Í. mgr. 70. gr. laga nr. 40/1968, 240.000 kr., er gilti á slysdegi, heldur stefnandi því fram, að hún hafi að sjálfsögðu verið ákveðin í samræmi við verðlag, er gilti á þeim tíma, og ekki sé eðlilegt, að sú fjárhæð verði látin gilda óbreytt í máli þessu, heldur verði að framreikna hana miðað við hækkun vísitölu frá slysdegi til dómsuppkvaðningar. Stefnandi heldur því fram, að með greiðslu sinni 7. 4. 1988 hafi stefndi, Sjóvá-Almennar hf., viðurkennt bótaskyldu sína í verki og rofið með því fyrningarfrest þann, sem lögmæltur er í 78. gr. laga nr. 40/1968, sbr. 3. gr. laga nr. 23/1972, og sé því krafa stefnanda ófyrnd. Stefndu reisa sýknukröfu sína á eftirgreindum málsástæðum og lagarök- um: Að því er varðar stefnda dánarbú Halldórs Valdimarssonar komi hvergi fram í málinu, að dánarbúið eða Halldór heitinn sjálfur hafi nokkuð það aðhafst, er hafi getað slitið fyrningu. Leggur stefndi sérstaka áherslu á það. að Sjóvátryggingafélag Íslands hf. hafi aldrei getað. svo að gilt sé, rofið fyrningarfrest gagnvart stefnda dánarbúinu. Beri því að sýkna dánarbúið af öllum kröfum stefnanda þegar af þeirri ástæðu, enda hafi Sjóvá-Almennar tryggingar hf. tekið við aðild málsins, eftir að Sjóvátryggingafélag Íslands hf. var sameinað því, og svo sem áður getur, hafi bifreiðin verið ábyrgðar- tryggð hjá fyrrnefndu félagi og vátryggingarfjárhæðin verið 24.000.000 gkr., en eftir myntbreytingu 240.000 kr. Hinn 7. apríl 1988 hafi félagið greitt stefnanda alla vátryggingarfjárhæðina ásamt vöxtum og kostnaði, samtals 564.264 kr., og sé rétt að taka fram, að vaxtagreiðslan hafi verið talsvert umfram lagaskyldu, en fjögurra ára fyrningarfrestur sé á vöxtunum. Hafi því félagið innt af hendi þá greiðslu, sem því var skylt að greiða skv. vá- tryggingarsamningi sínum og landslögum, og stefnandi eigi ekki frekari kröfur á hendur því. Sérstaklega mótmælir stefndi því, að vátryggingar- fjárhæðir séu vísitölutryggðar, heldur takmarkist greiðsluskylda vátrygg- ingafélaga eingöngu við vátryggingarfjárhæð að viðbættum vöxtum. Verði ekki fallist á sýknu, er því haldið fram, að stefndu eigi einungis að greiða hluta kröfunnar. Segja stefndu, að örorkutjónsútreikningur Jóns E. Þor- lákssonar tryggingastærðfræðings sé byggður á áætlunum um tekjur stefn- anda árin 1979 til 1989, þrátt fyrir það að fyrir hafi legið fullnægjandi gögn, 2315 þ. e. a. s. skattskýrslur um tekjur stefnanda þessi ár, sem stefnandi hafi ekki lagt fram. Einnig liggi ekki fyrir gögn um greiðslur til stefnanda frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Þá beri og að lækka stefnukröfu stórlega, en við kröfu- gerðina hafi ekki verið tekið tillit til skattfrelsis bóta. Reisa stefndu þau sjónarmið sín á 2. mgr. 28. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt og a- líð 2. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu skatta, sbr. 23. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem kveðið sé á um, að bætur fyrir varan- lega örorku teljist ekki tekjur í skattalegu tilliti. Beri því að draga frá hag- ræði vegna skattfrelsisins staðgreiðslu, sem nú sé 39,79% af hærri árslaun- um en 688.548. Þá ber enn að taka tillit til hagræðis vegna eingreiðslu, svo og gagnvart stefnda dánarbúinu ber að hafa í huga 24. gr. vátryggingar- samningalaga, að því er varðar fjárhæðir umfram vátryggingarfjárhæð. Hér fyrir dómi bar stefnandi það, að í samráði við lækni hefði hann síð- astliðin tvö ár engin lyf tekið og lifi nú eðlilegu lífi, en slysið hefði stöðvað sig í flugnámi, og ekki kveðst hann sjálfur verða var við minnisleysi, en það sé haft á orði í vinahóp sínum. Hann hafi lokið stúdentsprófi frá verslunar- deild VMA fyrir fimm árum og slysið tafið skólagöngu um eitt ár. Hafi hann lokið sóló-próti í flugi, A-prófi (sic) og ætlað að taka einkaflugmanns- próf, verið búinn að fara í læknisrannsóknir til Úlfars Þórðarsonar læknis og staðist þær, en er læknirinn fékk læknaskýrslur um ástand hans, hafi hann talið hann óhæfan og hann verið sviptur sóló-prófinu. Hafi læknirinn tjáð sér, að hann byggði afstöðu sína á slysinu og afleiðingum þess. Hann kvaðst ekki hafa stundað frekara nám eftir stúdentspróf, og aðspurður kvaðst hann aka bifreið. Hann kvað ekki orð á gerandi þeim óþægindum, sem hann hefði af slysinu nú, hann fái stöku sinnum smásvima. Hann hafi haft í hyggju að hafa atvinnu af flugi sem kennari og atvinnuflugmaður, en slysið gert þau áform sín að engu. Nú veiti hann forstöðu fyrirtæki, sem reki sólbaðsstofu og farandsölu, og hafi fjóra starfsmenn undir sinni stjórn og félaga síns í sameignarfélaginu. Hann sagði, að slysið hefði mótað mjög líf sitt, sett skarð í lífið, en hann lært að lifa með afleiðingum þess. Álit dómsins. Í máli þessu er ekki deilt um bótaskyldu stefndu, þ. e. a. s. sök ökumanns Ö-4533, Halldórs heitins Valdimarssonar. Ekki verður séð af gögnum málsins, að dánarbú Halldórs Valdimars- sonar eða Halldór heitinn Valdimarsson sjálfur hafi verið krafinn bóta vegna slyssins, en stefndu var birt stefna í máli þessu 20. september 1990. Samkvæmt 2. tl. 4. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfu- réttinda telst fyrningarfrestur gagnvart dánarbúinu vera 10 ár, frá því að 2316 slys þetta varð, þ. e. a. s. 1. ágúst 1979, og skv. 78. gr. umferðarlaga nr. 40/ 1968, sbr. lög nr. 23/1972, 3. gr., fyrnist krafa þessi í síðasta lagi á 10 árum, frá því að tjónsatburðurinn varð. Samkvæmt þessu er krafan á hendur stefnda dánarbúi Halldórs Valdimarssonar fyrnd, og af þeim sökum ber að sýkna dánarbúið af kröfum stefnanda. Að því er varðar kröfur stefnanda á hendur Sjóvá-Almennum hf., er það álit dómsins, að skv. 1. mgr. 70. gr. laga nr. 40/1968, umferðarlaga, sbr. lög nr. 65/1978, hafi hámark vátryggingarfjárhæðarinnar verið 24.000.000 gkr., en nú 240.000 kr., skv. gagnályktun frá 1. mgr. 7S. gr. umferðarlaga nr. 40/ 1968. Samkvæmt því ber að sýkna stefnda Sjóvá-Almennar hf. af kröfum stefnanda, þar sem félagið hefur innt af hendi til stefnanda lögboðna greiðslu 7. apríl 1988 auk vaxta, en gjaldkræfir vextir fyrnast á fjórum árum skv. 2. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfurétt- inda, og ber því að sýkna hið stefnda vátryggingarfélag af kröfum stefn- anda, svo sem áður greinir. Ekki verður séð, að sú staðhæfing stefnanda, að hámarks-vátryggingar- fjárhæð sé verðtryggð frá slysdegi til dómsuppsögu, eins og stefnandi held- ur fram (sic). Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dóm þennan kvað upp Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndu, Sjóvá-Almennar hf. og db. Halldórs Valdimarssonar, skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, Sigurðar Kristinssonar. Málskostnaður fellur niður. 2317 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 328/1992. — Skúli Thoroddsen (Vilhjálmur Vilhjálmsson hrl.) gegn Jóni Arnarr Einarssyni (Grétar Haraldsson hrl.) Víxilmál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæsta- réttardómari. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. ágúst 1992. Hann krefst þess aðallega, að hann verði sýknaður af kröfum stefnda, en til vara, að hann verði einungis dæmdur til greiðslu 375.000 króna, og til þrautavara til greiðslu 1.875.000 króna gegn framsali á kröfu stefnda á hendur meðskuldurum sínum, Bergi Guðnasyni, Grétari Haraldssyni, Jóhannesi Jónssyni og Kristjáni Ómari Kristjánssyni. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og greiðslu máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Víxill sá, sem um er deilt í máli þessu, er í lögmæltu formi, eins og staðfest er í héraðsdómi. Málsvörn áfrýjanda er einkum byggð á tvennu: Í fyrsta lagi, að ekki hafi verið samið um, að gjalddagi yrði færður á víxilinn. Hann sé því sýningarvíxill og hafi sem slíkur verið sýndur of seint til greiðslu. Í öðru lagi, að víxillinn hafi ekki verið sýndur réttilega á greiðslustað. Málsástæður þessar varða aðferð við að halda víxilkröfu í gildi og verða því hafðar uppi í víxilmáli, sbr. 2. mgr. 208. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði og nú 2. mgr. 118. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Víxillinn er út gefinn 1. júní 1989. Staðfest er, að gjalddaginn 5. desember 1990 hafði ekki verið ritaður á hann, þegar stefndi fékk hann í hendur. Þá hafði áfrýjandi framselt hann. Gegn mótmælum áfrýjanda er Ósannað, að samkomulag hafi verið um það, sbr. 10. gr. víxillaga nr. 93/1933, að víxilhafi mætti setja gjalddaga á víxilinn, 2318 sem væri fyrst að loknum sýningarfresti. Hefur því þessi ritun gjald- daga ekkert gildi. Ber því að líta svo á, að víxillinn hafi verið gjald- kræfur við sýningu. Samkvæmt 1. mgr. 34. gr. laganna skal sýna slík- an víxil til greiðslu, áður en eitt ár er liðið frá útgáfudegi. Þar sem það fórst fyrir, glataði stefndi víxilrétti sínum á hendur áfrýjanda, sbr. 1. mgr. 53. gr. víxillaga. Af þessu leiðir, að sýkna ber áfrýjanda af kröfum stefnda í málinu. Rétt er, að stefndi greiði áfrýjanda 150.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðis- aukaskatts. Dómsorð: Áfrýjandi, Skúli Thoroddsen, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Jóns Arnarr Einarssonar, í máli þessu. Stefndi greiði áfrýjanda 150.000 krónur í málskostnað. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. maí 1992. Mál þetta, sem dómtekið var 5. maí 1992, er höfðað fyrir bæjarþinginu með opinberri stefnu, birtri 9. október 1991, á hendur Skúla Thoroddsen, kt. 060849-2699, áður til heimilis að Bergstaðastræti 54 í Reykjavík, en nú með óþekkt heimilisfang í Svíþjóð. I. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til greiðslu skuldar, að fjárhæð 2.000.000 kr., auk dráttarvaxta samkvæmt 10. gr. vaxta- laga nr. 25/1987 frá S. desember 1990 til greiðsludags. Þá er krafist máls- kostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt gjaldskrá LMFÍ að viðbættum virðis- aukaskatti á málflutningsþóknun. Stefndi, Skúli, krefst þess aðallega að verða sýknaður af kröfum stefn- anda í málinu. Til vara er þess krafist, að stefndi verði einungis dæmdur til að greiða stefnanda 375.000 kr. Til þrautavara er þess krafist, að stefndi verði einungis dæmdur til að greiða stefnanda 1.875.000 kr. gegn framsali á kröfum stefnanda á hendur meðskuldurum sínum, Bergi Guðnasyni, kt. 290941-2619, Grétari Haraldssyni, kt. 060335-7299, Jóhannesi Jónssyni, kt. 310840-3009, og Kristjáni Ómari Kristjánssyni, kt. 300833-3329. Þá er krafist greiðslu málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ auk virðisaukaskatts úr hendi stefnanda og að málskostnaður beri dráttarvexti samkvæmt Hl. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðslu- dags. Leitað hefur verið um sættir í málinu án árangurs. 2319 Il. Krafan er til komin vegna víxils, að fjárhæð 2.000.000 kr., út gefins af stefnda, Skúla Thoroddsen, 1. júní 1989, en samþykkts til greiðslu af Skúla Thoroddsen fyrir hönd Meðferðar hf. 5. desember 1990 í Búnaðarbanka Ís- lands, Reykjavík. Stefndi, Skúli Thoroddsen, var prókúruhafi fyrir Meðferð hf. á útgáfudegi víxilsins. Á víxilinn er ritað „tryggingarvíxill“. Á víxilinn er ritað án afsagnar, og var afsögn því óþörf. 1ll. Stefnandi rökstyður mál sitt því, að greiðslufall hafi orðið hjá stefnda, innheimtutilraunir vegna hins umstefnda víxils hafi ekki borið árangur, og sé því málshöfðun þessi nauðsynleg. Um lagarök vísar stefnandi til víxillaga nr. 93/1933, XVII. kafla laga um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936 og vaxtalaga nr. 25/1987. Stefndi, Skúli Thoroddsen, styður sýknukröfu sína í fyrsta lagi því, að stefndi hafi afhent tryggingarvíxil þann, sem málsókn þessi byggist á, stefn- anda sem tryggingu fyrir greiðslu stefnda á því tapi, sem stefnandi kynni að verða fyrir, ef stefnandi þyrfti að greiða skuld Meðferðar hf. í Búnaðar- banka Íslands, sem stefnandi hafi ábyrgst. Hafi stefnandi og stefndi gert um þetta skriflegan samning, sem sé í vörslu stefnanda. Í öðru lagi telur stefndi, að stefnandi hafi fengið téðan víxil í hendur hjá stefnda á útgáfudegi víxilsins 1. júní 1989. og hafi víxillinn verið sýningar- víxill í merkingu 34. gr. víxillaga, 2. mgr. 2. gr. sömu laga. því að á hann hafi verið ritað orðið tryggingarvíxill og gjalddagi ekki tilgreindur. Víxillinn beri það með sér, að hann sé ritaður af útgefanda hans, stefnda, að öðru leyti en því, að gjalddaginn 5. desember 1990 sé ekki hönd hans. Stefndi hafi ekki heimilað, að gjalddagi væri ritaður á víxilinn. Þá hafi víxillinn verið stimpl- aður 28. nóvember 1990, tæpu hálfu ári eftir að sýna átti hann til greiðslu. Í þriðja lagi er á það bent, að greiðandi téðs víxils sé Meðferð hf. Ekkert liggi fyrir í málinu um, að víxilkröfunni hafi verið lýst í þrotabú félagsins, en stefndi beri ekki ábyrgð á greiðslu hennar, að svo miklu leyti sem krafan hefði fengist greidd úr búi Meðferðar hf. Í fjórða lagi er því haldið fram, að sýna hefði átt víxilinn til greiðslu fyrir 1. júní 1990, þ. e. a. s. innan eins árs frá útgáfudegi hans. Því sé ljóst, að gjalddagi víxilsins hafi í síðasta lagi getað verið 31. maí 1990. Af því leiði. að krafa stefnanda á hendur stefnda sé fyrnd skv. 2. mgr. 70. gr. víxillaga. Að auki bendir stefnandi á, að stefnubirtingar á hendur stefnda séu með þeim hætti, að mál þetta teljist ekki höfðað fyrr en við þingfestingu þess 17. des- ember 1991. 2320 Varakrafa stefnda er rökstudd með því, að hann hafi gefið víxilinn út til að tryggja stefnanda fyrir því tjóni, sem hann kynni að verða fyrir af van- skilum Meðferðar hf. við Búnaðarbanka Íslands. Sú fjárhæð nemi 1.875.000 krónum, og þar sem ábyrgðarmenn séu fimm, nemi hlutur hvers af kröf- unni 375.000 krónum, þ. á m. stefnda. Þrautavarakrafan er studd þeim rökum, að skuld sú, sem stefndi ábyrgist stefnanda, nemi 1.875.000 krónum, þar sem ábyrgðin nái ekki lengra. IV. Mál þetta er rekið sem víxilmál, rekið skv. XVII. kafla laga nr. 85/1936. Víxlinum er rétt lýst í stefnu, og fullnægir hann formskilyrðum 1., sbr. 2. gr. I. nr. 93/1933. Því er haldið fram, að ekki hafi verið heimild til útfyllingar á gjalddaga víxilsins, þar sem um sýningarvíxil hafi verið að ræða. Gegn mót- mælum stefnanda verður ekki fallist á þá málsástæðu. Telja verður, að þeg- ar víxill er afhentur, án þess að hann sé að öllu leyti útfylltur, felist í því umboð til víxilhafa að fylla í eyðuna. Sú málsástæða, að víxillinn hafi verið útfylltur andstætt heimild, varðar lögskiptin að baki og kemst ekki að skv. 2. mgr. 208. gr. eml. nr. 85/1936. Sú málsástæða stefnda, að víxlinum hafi ekki verið lýst í þrotabú sam- þykkjanda víxilsins og stefndi því ekki ábyrgur fyrir greiðslu hennar, að svo miklu leyti sem krafan hefði fengist greidd úr búi hans, telst vanreifuð, enda ekki studd neinum gögnum, og kemur því ekki til skoðunar. Ber því að taka kröfur stefnanda, sem er lögformlegur handhafi víxilsins, til greina með vöxtum, eins og krafist er. Málskostnaður ákveðst 265.000 krónur. Sigrún Benediktsdóttir, ftr. yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Skúli Thoroddsen, greiði stefnanda, Jóni Arnarr Einars- syni, 2.000.000 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 10. gr. vaxtalaga nr. 25/ 1987 frá 5. desember 1990 til greiðsludags og 265.000 kr. í málskostn- að, þar með talinn virðisaukaskatt. 2321 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 329/1992. — Skúli Thoroddsen (Vilhjálmur Vilhjálmsson hrl.) gegn Jóni Arnarr Einarssyni (Grétar Haraldsson hrl.) Víxilmál. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæsta- réttardómari. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. ágúst 1992. Hann krefst þess aðallega, að hann verði sýknaður af kröfum stefnda, en til vara, að hann verði einungis dæmdur til greiðslu 611.420 króna og til þrautavara til greiðslu 3.057.102 króna gegn framsali á kröfu stefnda á hendur meðskuldurum sínum, Bergi Guðnasyni, Grétari Haraldssyni, Bjarna Steingrímssyni og Kristjáni Ómari Kristjánssyni. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og greiðslu máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. Víxill sá, sem um er deilt í máli þessu, er í lögmæltu formi, eins og staðfest er í héraðsdómi. Málsvörn áfrýjanda er einkum byggð á tvennu: Í fyrsta lagi, að ekki hafi verið samið um, að gjalddagi yrði færður á víxilinn. Hann sé því sýningarvíxill og hafi sem slíkur verið sýndur of seint til greiðslu. Í öðru lagi. að víxillinn hafi ekki verið sýndur réttilega á greiðslustað. Málsástæður þessar varða aðferð við að halda víxilkröfu í gildi og verða því hafðar uppi í víxilmáli, sbr. 2. mgr. 208. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði og nú 2. mgr. 118. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Víxillinn er út gefinn 1. júní 1989. Staðfest er, að gjalddaginn S. desember 1990 hafði ekki verið ritaður á hann, þegar stefndi fékk hann í hendur. Þá hafði áfrýjandi framselt hann. Gegn mótmælum áfrýjanda er ósannað, að samkomulag hafi verið um það, sbr. 10. gr. víxillaga nr. 93/1933, að víxilhafi mætti setja gjalddaga á víxilinn, 2322 sem væri fyrst að loknum sýningarfresti. Hefur því þessi ritun gjald- daga ekkert gildi. Ber því að líta svo á, að víxillinn hafi verið gjald- kræfur við sýningu. Samkvæmt 1. mgr. 34. gr. laganna skal sýna slík- an víxil til greiðslu, áður en eitt ár er liðið frá útgáfudegi. Þar sem það fórst fyrir, glataði stefndi víxilrétti sínum á hendur áfrýjanda, sbr. 1. mgr. 53. gr. víxillaga. Af þessu leiðir, að sýkna ber áfrýjanda af kröfum stefnda í málinu. Rétt er, að stefndi greiði áfrýjanda 150.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðis- aukaskatts. Dómsorð: Áfrýjandi, Skúli Thoroddsen, á að vera sýkn af kröfum stefnda, Jóns Arnarr Einarssonar, í máli þessu. Stefndi greiði áfrýjanda 150.000 krónur í málskostnað. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. maí 1992. Mál þetta, sem dómtekið var 5. maí 1992, er höfðað fyrir bæjarþinginu með opinberri stefnu, birtri 9. október 1991, á hendur Skúla Thoroddsen, kt. 060849-2699, áður til heimilis að Bergstaðastræti 54 í Reykjavík, en nú með óþekkt heimilisfang í Svíþjóð, og Kristjáni Ó. Kristjánssyni með stefnu, birtri 2. 10. 1991. Mál þetta var þingfest á reglulegu bæjarþingi 17. desember 1991. Sótt var þing í máli þessu af hálfu stefnda Skúla Thoroddsen, en af hálfu stefnda Kristjáns Ó. Kristjánssonar hefur ekki verið sótt þing. I. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að stefndu verði dæmdir in solidum til greiðslu skuldar, að fjárhæð 4.000.000 kr., auk dráttarvaxta samkvæmt 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 5. desember 1990 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefndu samkvæmt gjaldskrá LMFÍ að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Stefndi Skúli krefst þess aðallega að verða sýknaður af kröfum stefnanda í málinu. Til vara er þess krafist, að stefndi verði einungis dæmdur til að greiða stefnanda 611.420 kr. Til þrautavara er þess krafist, að stefndi verði einungis dæmdur til að greiða stefnanda 3.057.102 kr. gegn framsali á kröf- um stefnanda á hendur meðskuldurum sínum, Bergi Guðnasyni, kt. 290941- 2619, Grétari Haraldssyni, kt. 060335-7299, Bjarna Steingrímssyni, kt. 190336-2479, og Kristjáni Ómari Kristjánssyni, kt. 300833-3329. 2323 Þá er krafist greiðslu málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá LMFÍ auk virðis- aukaskatts úr hendi stefnanda og að málskostnaður beri dráttarvexti sam- kvæmt IIl. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Leitað hefur verið um sættir í málinu án árangurs. ll. Krafan er til komin vegna víxils, að fjárhæð 4.000.000 kr., út gefins af stefnda Kristjáni Ómari Kristjánssyni 1. júní 1989, en samþykkts til greiðslu af Skúla Thoroddsen fyrir hönd Meðferðar hf. 5. desember 1990 í Búnaðar- banka Íslands, Reykjavík. Stefndi Skúli Thoroddsen var prókúruhafi fyrir Meðferð hf. á útgáfudegi víxilsins. Víxillinn er ábektur af stefnda Skúla Thoroddsen. Á víxilinn er ritað „„tryggingarvíxill“. Á víxilinn er ritað án af- sagnar, og var afsögn því óþörf. III. Stefnandi rökstyður mál sitt því, að greiðslufall hafi orðið hjá stefndu, innheimtutilraunir vegna hins umstefnda víxils hafi ekki borið árangur, og sé því málshöfðun þessi nauðsynleg. Um lagarök vísar stefnandi til víxillaga nr. 93/1933, XVII. kafla laga um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936 og vaxtalaga nr. 25/1987. Stefndi Skúli Thoroddsen styður sýknukröfu sína í fyrsta lagi því, að stefndi hafi afhent tryggingarvíxil þann, sem málsókn þessi byggist á, stefn- anda sem tryggingu fyrir greiðslu stefnda á því tapi, sem stefnandi kynni að verða fyrir, ef stefnandi þyrfti að greiða skuld Meðferðar hf. í Búnaðar- banka Íslands, sem stefnandi hafi ábyrgst. Hafi stefnandi og stefndi gert um þetta skriflegan samning, sem sé í vörslu stefnanda. Í öðru lagi telur stefndi, að stefnandi hafi fengið téðan víxil í hendur hjá stefnda á útgáfudegi víxilsins 1. júní 1989, og hafi víxillinn verið sýningar- víxill í merkingu 34. gr. víxillaga, 2. mgr. 2. gr. sömu laga, því að á hann hafi verið ritað orðið tryggingarvíxill og gjalddagi ekki tilgreindur. Víxillinn beri með sér, að hann sé ritaður af útgefanda hans, stefnda, að öðru leyti en því, að gjalddaginn 5. desember 1990 sé ekki hönd hans. Stefndi hafi ekki heimilað, að gjalddagi væri ritaður á víxilinn. Þá hafi víxillinn verið stimplaður 28. nóvember 1990, tæpu hálfu ári eftir að sýna átti hann til greiðslu. Í þriðja lagi er á það bent, að greiðandi téðs víxils sé Meðferð hf. Ekkert liggi fyrir í málinu um, að víxilkröfunni hafi verið lýst í þrotabú félagsins, en stefndi beri ekki ábyrgð á greiðslu hennar, að svo miklu leyti sem krafan hefði fengist greidd úr búi Meðferðar hf. Í fjórða lagi er því haldið fram, að sýna hefði átt víxilinn til greiðslu fyrir 1. júní 1990, þ. e. a. s. innan eins árs frá útgáfudegi hans. Því sé ljóst, að gjalddagi víxilsins hafi í síðasta lagi getað verið 31. maí 1990. Af því leiði, að krafa stefnanda á hendur stefnda sé fyrnd samkvæmt 2. mgr. 70. gr. víxil- 2324 laga. Að auki bendir stefnandi á, að stefnubirtingar á hendur stefnda séu með þeim hætti, að mál þetta teljist ekki höfðað fyrr en við þingfestingu þess 17. desember 1991. Varakrafa stefnda er rökstudd með því, að hann hafi gefið víxilinn út til að tryggja stefnanda fyrir því tjóni, sem hann kynni að verða fyrir af van- skilum Meðferðar hf. við Búnaðarbanka Íslands. Sú fjárhæð nemi 3.057.102 krónum, og þar sem ábyrgðarmenn séu fimm, nemi hlutur hvers af kröf- unni 611.421 krónu, þ. á m. hlutur stefnda. Þrautavarakrafan er studd þeim rökum, að skuld sú, sem stefndi ábyrgist stefnanda, nemi 3.057.102 krónum, þar sem ábyrgðin nái ekki lengra. IV. Mál þetta er rekið sem víxilmál, rekið skv. XVII. kafla laga nr. 85/1936. Víxlinum er rétt lýst í stefnu, og fullnægir hann formskilyrðum 1., sbr. 2. gr. I. nr. 93/1933. Því er haldið fram, að ekki hafi verið heimild til útfyllingar á gjalddaga víxilsins. þar sem um sýningarvíxil hafi verið að ræða. Gegn mót- mælum stefnanda verður ekki fallist á þá málsástæðu. Telja verður, að þeg- ar víxill er afhentur. án þess að hann sé að öllu leyti útfylltur, felist í því umboð til víxilhafa að fylla í eyðuna. Sú málsástæða, að víxillinn hafi verið útfylltur andstætt heimild, varðar lögskiptin að baki og kemst ekki að skv. 2. mgr. 208. gr. eml. nr. 85/1936. Sú málsástæða stefnda, að víxlinum hafi ekki verið lýst í þrotabú sam- þykkjanda víxilsins og stefndi því ekki ábyrgur fyrir greiðslu hennar, að svo miklu leyti sem krafan hefði fengist greidd úr búi hans, telst vanreifuð, enda ekki studd neinum gögnum, og kemur því ekki til skoðunar. Er því ekki fallist á fram komnar varnir Skúla Thoroddsen. Stefndi Kristján Ó. Kristjánsson hefur hvorki sótt né látið sækja þing, og er honum þó löglega stefnt. Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 að dæma málið eftir fram lögðum skjölum og skilríkjum. Kröfur stefnanda, sem er lögformlegur handhafi víxilsins, eru teknar til greina með vöxtum, eins og krafist er. Málskostnaður ákveðst 385.000 kr. Sigrún Benediktsdóttir, ftr. yfirborgardómara, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Skúli Thoroddsen og Kristján Ó. Kristjánsson, greiði in solidum stefnanda, Jóni Arnarr Einarssyni, 4.000.000 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 5. desember 1990 til greiðsludags og 385.000 kr. í málskostnað, þar með talinn virðis- aukaskatt. 2325 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 245/1992. — Tollstjórinn í Reykjavík (Guðrún Margrét Árnadóttir hrl.) gegn þrotabúi Kjötmiðstöðvarinnar hf. (Hlöðver Kjartansson hdl.) Gjaldþrotaskipti. Skuldaröð. Greiðslustöðvun. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Hjörtur Torfason. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. júní 1992. Hann krefst þess aðallega, að hinum áfrýjaða úrskurði verði hrundið og breytt á þá lund, að krafa hans vegna söluskattsskuldar stefnda fyrir október. og nóvembermánuð 1988, að fjárhæð 6.800.000 krónur, verði viðurkennd sem búskrafa samkvæmt 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878 og 78. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Þá krefst hann þess, að stefndi verði dæmdur til að greiða sem bús- kröfu málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti verði felldur niður. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. 1. Í máli þessu er ágreiningur um það, hvar í skuldaröð skuli skipa söluskattskröfu áfrýjanda, sem myndaðist á greiðslustöðvunartíma Kjötmiðstöðvarinnar hf. frá 29. september til 10. nóvember 1988. en þann dag var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota. Áfrýjandi krefst þess, að kröfunni verði skipað í skuldaröð sem búskröfu samkvæmt 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878, sbr. 2. gr. laga nr. 32/1974, en þar er kveðið á um það, að „kröfur stofnaðar eftir upphaf skipta með lög- legum samningum, sem skiptaráðandi eða aðrir umráðamenn bús- ins gera fyrir þess hönd“ teljist til búskrafna. Deila aðilar um það, hvort miða skuli upphaf skipta í þessu sambandi við frestdag, 2326 sbr. 1. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978, sem var 26. september 1988, eða við uppkvaðningu gjaldþrotaúrskurðar 10. nóvember 1988. Samkvæmt gjaldþrotaskiptalögum nr. 25/1929 töldust gjaldþrotaskipti byrjuð, þegar skiptaráðandi fékk í hendur beiðni skuldunauts um þau eða, krefðist lánardrottinn skipta, við uppkvaðningu úrskurðar. Í 78. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978, sem leystu af hólmi lög nr. 25/ 1929, sagði, að um skuldaröð við gjaldþrotaskipti giltu ákvæði 8. kapítula skiptalaga nr. 3/1878, sbr. lög nr. 32/1974, sbr. einnig nú lög nr. 23/1979. Með gjaldþrotalögum nr. 6/1978 var heimilað nýtt réttarfarsúrræði, greiðslustöðvun, sem hafði að miklu leyti sömu réttaráhrif og gjaldþrotaskipti, ef þau fylgdu í kjölfarið. Jafnframt var lögleitt nýtt hugtak, frestdagur, sbr. 1. gr. laganna, sem notað var um tímamark, sem oft skipti máli, einkum samkvæmt 8. kafla laganna um riftun ráðstafana þrotamanns og riftun réttargerða. Í at- hugasemdum við frumvarp til laga nr. 6/1978 var tekið fram, að ekki hefði þótt ástæða til að gera tillögur um breytingar á reglum um skuldaröð, sem settar voru með framangreindum lögum nr. 32/1974, og jafnframt tekið fram, að engar efnisreglur um skuldaröð væru í frumvarpinu. Miðað við gildandi lög á þeim tíma, sem hér um ræðir, er ekki heimild til annars en miða upphaf skipta í merkingu 3. tl. 82. gr. laga nr. 3/1878 við uppkvaðningu gjaldþrotaúrskurðar. Samkvæmt þessu ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða úrskurðar um annað en málskostnað, sem dæmist svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði úrskurður er staðfestur um annað en máls- kostnað. Áfrýjandi, tollstjórinn í Reykjavík, greiði stefnda, þrotabúi Kjötmiðstöðvarinnar hf., 400.000 krónur í málskostnað sam- tals í héraði og fyrir Hæstarétti. Sératkvæði Hjartar Torfasonar hæstaréttardómara Ég er samþykkur niðurstöðu annarra dómenda um efni málsins. Þegar ákveðið var við greiðslustöðvun Kjötmiðstöðvarinnar hf. 2327 að halda áfram rekstri fyrirtækisins á grundvelli II. kafla laga nr. 6/ 1978, var það óaðskiljanlegur þáttur þeirrar ákvörðunar, að efnt yrði til skuldbindinga vegna söluskatts af þeim viðskiptum, er rekst- urinn tók til, svo sem heimilt var samkvæmt lögum um þann skatt. Í þeirri heimild fólust í reynd nokkur forréttindi fyrir félagið og kröfuhafa þess, þar sem greiðslustöðvunin breytti ekki reglum um skil á skattinum. Varð ekki unnt að heimta hann dag frá degi, held- ur átti greiðsla að bíða gjalddaga í næsta mánuði eftir að hann féll til, og mátti fyrirtækið halda andvirði hans á meðan. Um fyrr- greinda ákvörðun verður ekki annað séð en hún hafi verið löglega tekin og beinst að því einu að halda rekstrinum í horfi í samræmi við tilgang greiðslustöðvunarinnar, svo að kröfuhöfum yrði hagsbót af fremur en hitt. Með tilliti til alls þessa var rökrétt að búast við, að krafa um skattinn nyti réttar til greiðslu af því fé, sem í fyrirtækinu reyndist vera við upphaf gjaldþrotaskipta, ef til þeirra kæmi, áður en skil yrðu gerð við eldri kröfuhafa. Lög nr. 6/1978 voru þó þannig úr garði gerð, að engin bein ákvæði voru þar sett til að sporna við því, að verðmæti að baki kröfu sem þessari hyrfu í hít eldri skulda í þrotabúi fyrirtækisins, og þá fyrst til kröfuhafa, er forgang ættu um- fram aðra. Í máli þessu er það til álita, hvort unnt sé eftir tiltækum og heimilum lögskýringarreglum að skýra samhengi laga nr. 6/1978 við eldri ákvæði $. kapítula skiptalaga um niðurröðun skulda á þann veg, að krafan hafi átt að njóta verndar við þessu samkvæmt efni hinna síðarnefndu, en niðurstaðan er önnur. Eðlilegt var, að tollstjórinn í Reykjavík léti á það reyna, eins og á stóð gagnvart hinu stefnda þrotabúi, hvort þessi niðurstaða væri einhlít. Er rétt af þeim sökum, að kostnaður af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti verði felldur niður. Úrskurður skiptaréttar Garðabæjar 13. mars 1992. 1. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 18. febrúar 1992. Endanlegar réttarkröfur sóknaraðila, tollstjórans í Reykjavík, eru, að söluskattsskuld varnaraðila, að fjárhæð 6.800.000 kr., verði viðurkennd sem búskrafa, sbr. 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878 og 78. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Jafnframt gerir sóknaraðili kröfu um málskostnað úr hendi varnar- 2328 aðila og að málskostnaðarkrafan verði einnig talin njóta stöðu búskröfu í þrotabúið. Þá gerir varnaraðili kröfu um, að úrskurðaður málskostnaður beri dráttarvexti samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands frá fimmtánda degi frá uppkvaðningu úrskurðar til greiðsludags og að áfallnir dráttarvext- ir á málskostnað leggist við höfuðstól hans á tólf mánaða fresti. Varnaraðili, þrotabú Kjötmiðstöðvarinnar hf., gerir þá réttarkröfu, að öll- um kröfum sóknaraðila verði hafnað og að sóknaraðili verði úrskurðaður til að greiða varnaraðila málskostnað að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands að viðbættum virðisaukaskatti. og beri málskostn- aðarfjárhæðin ásamt virðisaukaskatti dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989, frá fimmtánda degi eftir upp- kvaðningu úrskurðar til greiðsludags. Sáttaumleitanir dómarans hafa ekki borið árangur. TI. Aðdragandi máls þessa er sá, að með úrskurði skiptaréttar Garðakaup- staðar, upp kveðnum 10. nóvember 1988, var bú Kjötmiðstöðvarinnar hf. tekið til gjaldþrotaskipta. Var Hlöðver Kjartansson hdl. ráðinn bústjóri til bráðabirgða að búinu, og á skiptafundi 15. mars 1989 var hann kosinn skiptastjóri þrotabúsins. Innköllun til skuldheimtumanna var gefin út, og birtist hún fyrra sinni í Lögbirtingablaði, sem út kom 2. desember 1988. Fresti til að lýsa kröfum í búið lauk því 2. febrúar 1989. Áður en úrskurður um gjaldþrotaskipti var upp kveðinn, hafði Kjötmið- stöðin hf. fengið heimild til greiðslustöðvunar í allt að sex vikur með úr- skurði, upp kveðnum 29. september 1988. Beiðni þar að lútandi barst emb- ættinu 26. september það ár, og telst sá dagur frestdagur við gjaldþrota- skiptin, sbr. a-lið 1. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Aðstoðarmaður félagsins á greiðslustöðvunartíma var Gísli Gíslason hdl. Á greiðslustöðvunartíma allt fram til uppkvaðningar gjaldþrotaúrskurðar var rekstri félagsins fram hald- ið. Ekki var skilað inn söluskattsskýrslum vegna október- og hluta nóvem- bermánaðar ársins 1988. Vegna þessa var 9. desember 1988 áætlaður sölu- skattur á varnaraðila af skattstjóranum í Reykjavík fyrir nefnt tímabil sam- kvæmt heimild í 6. mgr. 12. gr. laga um söluskatt nr. 10/1960, sbr. 1. gr. laga nr. 33/1982. Fjárhæð áætlunar þessarar nam 6.800.000 krónum. Af hálfu þrotabúsins hefur áætlun þessi ekki verið kærð, sbr. 13. gr. greindra laga. Hinn 31. janúar 1989 barst embættinu kröfulýsing sóknaraðila í þrotabú Kjötmiðstöðvarinnar hf. Var kröfu vegna áætlaðs söluskatts fyrir áðurgreint tímabil lýst sem búskröfu. Með bréfum Hlöðvers Kjartanssonar bústjóra og síðar skiptastjóra, dagsettum 6. mars 1989 og 26. júlí 1991, var þeirri stöðu skuldarinnar í skuldaröð hafnað. Af hálfu búsins er réttmæti kröfunnar 2329 ekki vefengt, og er hún viðurkennd í búið sem almenn krafa. Fjárhæð kröf- unnar er ágreiningslaus með aðilum. Vegna ágreinings um stöðu kröfunnar í skuldaröð var ákveðið að reka sérstakt skiptaréttarmál, og er það mál hér til úrlausnar. Málið var þingfest 29. október 1991. Dregist hefur úr hömlu að reka mál þetta, án þess að sá dráttur hafi á nokkurn hátt verið réttlættur. Ber að átelja drátt þennan. III. Af hálfu sóknaraðila er því haldið fram, að krafa hans um, að sölu- skattsskuld varnaraðila njóti stöðu búskröfu í skuldaröð, styðjist við 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878. Samkvæmt 78. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978 gildi 8. kapítuli skiptalaga nr. 3/1878, sbr. lög nr. 32/1974 og lög nr. 23/1979, um skuldaröðina við gjaldþrotaskipti. Telur sóknaraðili, að við gjaldþrotaskipti beri að skýra 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878 þannig, að „upphaf skipta“ teljist frestdagur, sbr. 1. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978, en ekki úrskurðardag- ur um töku bús til gjaldþrotaskipta. Í munnlegum málflutningi kom fram af hálfu sóknaraðila, að þegar aðstæður væru með þeim hætti, að skuldari hefði haft heimild til greiðslustöðvunar og síðan fylgdu gjaldþrotaskipti í kjölfarið, bæri að líta svo á, að þrotabúið yrði ábyrgt fyrir þeim skuldum, sem til hefði verið stofnað eftir frestdag. Sóknaraðili telur, að við lögskýringu á 8. kapítula skiptalaga nr. 3/1878 beri að líta til tengsla yngri laga og eldri. Samkvæmt eldri gjaldþrotalögum nr. 25/1929 hafi gjaldþrotaskipti verið talin byrjuð, þegar skiptaráðandi fékk í hendur beiðni skuldunauts um skipti eða, krefðist lánardrottinn skipta, við uppkvaðningu gjaldþrotaúrskurðar. Með gjaldþrotalögum nr. 6/1978 hafi skuldara, er átti í verulegum fjárhagsörðugleikum, verið heimilað nýtt réttarfarsúrræði, greiðslustöðvun, sem hafi, þegar gjaldþrotaskipti fylgi í kjölfarið, að miklu leyti sömu réttaráhrif og gjaldþrotaskipti. Jafnframt hafi verið lögleitt nýtt hugtak, frestdagur, sem sé hið fyrsta tímamark, er ógjald- færni skuldara liggi fyrir skrásett hjá opinberum aðila. Samkvæmt 1. tl. 1. gr. gjaldþrotaskiptalaga nr. 6/1978 geti frestdagur m.a. verið sá dagur, er skiptaráðanda berst ósk skuldara um greiðslustöðvun. Hafi ýmsar af þeim réttarverkunum, sem tengdust gjaldþrotaskiptum, verið færðar fram og látnar tengjast frestdegi gjaldþrotaskipta. Verði að hafa hliðsjón af þessum breytingum á gjaldþrotalögum við skýringu á lagareglum um skuldaröð við gjaldþrotaskipti. Eðlilegra sé því að telja „upphaf skipta“ í skilningi 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878 frestdag. sé skuldara heimiluð greiðslustöðvun og bú hans síðan tekið til gjaldþrotaskipta. Fram kemur af hálfu sóknar- aðila, að rök leiði til þess, að upphaf gjaldþrotaskipta teljist frestdagur, en ekki úrskurðardagur gjaldþrots, þar sem skuldari geti varnað innheimtu 2330 kröfuhafa með því að óska heimildar til greiðslustöðvunar. Að öðrum kosti sé skuldara frekar unnt að misnota heimild til greiðslustöðvunar og skjóta undan eignum. Séu atvik með þeim hætti í máli þessu, þar sem Kjötmið- stöðinni hf. hafi borið að gera ríkissjóði skil á söluskatti af söluskattsskyldri veltu. Sóknaraðili vísar til þess, að markmið greiðslustöðvunar sé einkum að koma nýskipan á fjármál skuldara. Sé skuldara óheimilt á greiðslustöðv- unartíma að greiða gjaldfallnar skuldir, sbr. 1. mgr. 8. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Samanburðarskýring við 1. mgr. 59. gr. sömu laga leiði þó til þess, að nokkrar undantekningar séu frá þessari reglu. Fái skuldagreiðsla staðist, ef hún er nauðsynleg fyrir skuldara til að komast hjá tjóni. Þetta eigi einkum við, ef kröfuhafi eigi sterk vanefndaúrræði, eins og t. d. stöðvun atvinnu- rekstrar vegna greiðsludráttar, sbr. 8. mgr. 12. gr. laga um söluskatt nr. 10/ 1960, sbr. 1. gr. laga nr. 33/1982. Verði því að telja, að Kjötmiðstöðinni hf. hafi skilyrðislaust borið að standa skil á þeim söluskatti, er til féll á þeim tíma, er félagið hafði heimild til greiðslustöðvunar. Við munnlegan mál- flutning hélt sóknaraðili því fram, að Kjötmiðstöðinni hf. hefði verið óheimilt að stofna til verulegrar söluskattsskuldar. Verði að telja slíkar kröfur njóta ríkari lögverndar og rétthærri stöðu í skuldaröð við gjaldþrota- skipti. Auk framangreinds telur sóknaraðili, að allur andi og fjölmargar greinar gjaldþrotalaga nr. 6/1978 leiði til þess, að telja beri „upphaf skipta“ í skiln- ingi 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878 frestdag, en ekki úrskurðardag gjald- þrotaskipta. Megi þessu til stuðnings benda á, að í gjaldþrotalögum virðist ekki notað hugtakið „upphaf skipta“, heldur „uppsaga gjaldþrotaúrskurð- ar“. Máli sínu til enn frekari stuðnings vísar sóknaraðili til dóms Hæstaréttar, upp kveðins 22. janúar 1988, í málinu nr. 167/1987. Samkvæmt þeim dómi hafi því verið hafnað að miða fresti 1. tl. og 6. tl. 84. gr. skiptalaga nr. 3/1878 við úrskurðardag gjaldþrotaskipta, en þess í stað hafi þeir verið miðaðir við frestdag. Verði dómur þessi ekki skilinn á annan hátt en að frestdagur gjaldþrotaskipta teljist upphaf skipta. IV. Af hálfu varnaraðila er fallist á, að Kjötmiðstöðinni hf. hafi verið skylt að greiða söluskatt, hvort sem félagið hafði heimild til greiðslustöðvunar eða ekki, enda sé krafan samþykkt sem almenn krafa í búið. Félagið hafi haft stöðu innheimtuaðila gagnvart sóknaraðila, og því hafi borið að gera skil á innheimtufénu. Vanefnd í þeim efnum kunni að leiða til refslábyrgðar for- 2331 ráðamanna félagsins, sbr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en allt að einu njóti fjárkrafa sóknaraðila ekki forgangs við búskiptin. Varnaraðili kveður ekki vafa leika á, að skuldara sé óheimilt á greiðslu- stöðvunartíma að stofna til verulegra fjárskuldbindinga, sbr. 1. mgr. 8. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Af þessu banni megi hins vegar ekki draga þá ályktun, að sé banninu ekki hlýtt, skapist kröfuhafa fortakslaust víðtækari lögvernd með rétthærri kröfu, komi til gjaldþrotaskipta á búi skuldara. 'Tel- ur varnaraðili, að til þess skorti lagaheimild. Við munnlegan flutning máls- ins taldi varnaraðili, að enn síður væri ástæða til að telja sóknaraðila njóta slíkrar lögverndar, þar sem honum væru tryggð virkari úrræði en kröfuhöf- um almennt til að fá skuld sína greidda. Hefði honum verið unnt að stöðva rekstur Kjötmiðstöðvarinnar hf., sbr. 8. mgr. 12. gr. laga um söluskatt nr. 10/ 1960. Varnaraðili telur, að afleiðingar þess, að brotið sé gegn banni við stofnun verulegra fjárskuldbindinga á greiðslustöðvunartíma eða skuldari á annan hátt misnoti heimild til greiðslustöðvunar, geti verið, að heimildin verði afturkölluð, ráðstöfun verði rift, skuldari og aðstoðarmaður vinni sér til refsingar, og loks, að aðstoðarmaður verði bótaskyldur. Engin rök leiði til þess, að krafa eins og söluskattur geti við þessar aðstæður orðið búskrafa, sbr. 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878. Fram kemur hjá varnaraðila, að fortakslaust sé, að búskrafa geti ekki stofnast, fyrr en bústjórn hafi tekið við stjórn þrotabús, en til þess að svo geti orðið, sé óhjákvæmileg nauðsyn, að gjaldþrotaúrskurður hafi verið upp kveðinn. Frá þeim tíma fari skiptaráðandi eða bústjóri með málefni þrota- búsins, en meðan greiðslustöðvun vari, fari skuldari sjálfur með forræði sinna mála. Hann hafi hins vegar aðstoðarmann, opinberan sýslunarmann, sem eigi að stuðla að því, að tilgangur með greiðslustöðvun náist og heim- ild hennar sé ekki misnotuð. Búskröfur geti þær kröfur einar talist, sem til er stofnað vegna nauðsynlegra ráðstafana til framgangs búskiptunum með löglegum samningum, er umráðamenn búsins gera fyrir þess hönd. Telur varnaraðili kröfu sóknaraðila ekki þess eðlis, jafnframt því sem hún hafi ekki það einkenni búskrafna, að þrotamaður beri ekki persónulega ábyrgð á kröfunni. Geti opinber gjöld fyrst fengið viðurkenningu sem búskrafa, falli þau á atvinnurekstur, eftir að bú hefur tekið við stjórn hans. Í munnlegum málflutningi hélt varnaraðili því fram, að ekki léki vafi á, hvað telja ætti „upphaf skipta“ í skilningi 8. kapítula skiptalaga nr. 3/1878. Sá kafli laganna sé að stofni til frá árinu 1974, er honum var breytt með lög- um nr. 32/1974. Með gjaldþrotalögum nr. 6/1978 hafi réttarfarsúrræðið greiðslustöðvun og hugtakið frestdagur verið lögleitt. Þau lög hafi í engu 2332 breytt ákvæðum skiptalaga, enda hafi það ekki verið tilgangur þeirra nýmæla, er gildandi gjaldþrotalög höfðu í för með sér. Séu því ekki efni til að miða upphaf gjaldþrotaskipta við annað tímamark en uppkvaðningu gjaldþrotaúrskurðar. Varðandi hæstaréttardóm frá 22. janúar 1988, er sóknaraðili vísar til, telur varnaraðili dóminn ekki hafa fordæmisgildi í máli þessu. Séu atvik þess máls með öðrum hætti, og varði hann ekki 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878, er sóknaraðili byggi málatilbúnað sinn á, heldur forgangsrétt launakröfu samkvæmt 1. og 6. tl. 84. gr. sömu laga. V. Í máli þessu er ágreiningur með málsaðilum um stöðu söluskattsskuldar varnaraðila í skuldaröð. Sóknaraðili styður mál sitt því, að krafan njóti stöðu búskröfu samkvæmt 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878. Af hálfu varnaraðila er þessu mótmælt, en krafan viðurkennd sem almenn krafa í búið. Samkvæmt 78. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978 gildir 8. kapítuli skiptalaga nr. 3/1878 með síðari breytingum um skuldaröðina við gjaldþrotaskipti. Sá kapítuli laganna tekur mið af aðstæðum við skipti dánarbúa, þar sem erf- ingjar taka eigi að sér ábyrgð á skuldum hins látna. Sóknaraðili telur, að upphaf gjaldþrotaskipta í skilningi greindra laga miðist við frestdag. þegar greiðslustöðvun er undanfari skipta, en varnaraðili byggir á því. að upphaf skipta markist af uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti. Í tíð eldri gjaldþrotaskiptalaga nr. 25/1929 töldust gjaldþrotaskipti byrjuð. þegar skiptaráðandi fékk í hendur beiðni skuldara um þau eða, krefðist lánardrottinn skipta, við uppkvaðningu úrskurðar, sbr. 1. mgr. 5. gr. lag- anna. Við athugun á því. við hvað upphaf gjaldþrotaskipta miðist í skilningi 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878, þykir ástæða til sérstakrar athugunar og samanburðar á réttaráhrifum gjaldþrotaskipta og heimildar skuldara til greiðslustöðvunar. Með úrskurði skiptaráðanda um, að bú þrotamanns sé tekið til gjaldþrotaskipta, missir hann rétt til að ráðstafa eignum sínum þannig, að það hafi þýðingu fyrir búið, sbr. 22. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Skal eignum þrotamanns varið til að greiða þeim, sem kröfu eiga á þrota- mann, þegar úrskurður um töku bús hans til gjaldþrotaskipta er upp kveð- inn, og þeim, sem síðar eignast kröfur á búið með lögmætum hætti, sbr. 1. mgr. 30. gr. laganna. Úrskurð um gjaldþrotaskipti skal auglýsa opinberlega, nánar tiltekið í Lögbirtingablaði, sbr. 3. mgr. 19. gr. sömu laga. Frá og með úrskurði um gjaldþrotaskipti fer bústjórn með málefni þrotabúsins, sbr. 2333 einkum XIII. kafla laganna, undir eftirliti skiptaráðanda, sbr. 105. gr. um- ræddra laga. Á meðan bú er í skiptum, geta kröfuhafar á skiptafundum haft umtalsverð áhrif á meðferð þrotabús, sbr. XIV. kafla laganna, og teljast fundir þessir einn þáttur í stjórn þrotabúa. Þrátt fyrir það að skuldara sé óheimilt að greiða skuldir og stofna til skuldbindinga á greiðslustöðvunartíma, hefur hann forræði yfir búi sínu og getur skuldbundið sig með löggerningum, þó undir eftirliti aðstoðarmanns. Úrskurður um heimild til greiðslustöðvunar er ekki birtur opinberlega, en senda skal endurrit úrskurðarins þekktum kröfuhöfum, sbr. 1. mgr. 10. gr. laganna. Forræði skuldara á eigin búi, meðan greiðslustöðvun varir, undir eftirliti aðstoðarmanns verður ekki á nokkurn hátt jafnað til bústjórnar þrotabús. Á meðan þrotamaður hefur misst ráðstöfunarheimildir sínar, heldur skuldari þeim á greiðslustöðvunartíma, og aðstoðarmaður skuldara hefur ekki að lögum sjálfstætt umboð til ráðstafana eða beinnar íhlutunar í málefni skuldara. Sé ekki unnið í samræmi við tilgang greiðslustöðvunar, er honum það úrræði eitt tækt að tilkynna skiptaráðanda, sem kann að fella niður heimild til greiðslustöðvunar, sbr. 11. gr. laganna. Samkvæmt gildandi lögum er ekki þegar af þeirri ástæðu heimilt að kveða upp úrskurð um gjaldþrotaskipti, og ekki er sjálfgefið, að skilyrði gjaldþrotaskipta séu fyrir hendi, áður en heimild til greiðslustöðvunar er veitt, meðan á henni stendur eða að henni lokinni. Á meðan greiðslustöðvun varir, er ekki gert ráð fyrir formlegum afskiptum kröfuhafa af málefnum skuldara, og þeir geta ekki haft bein áhrif á einstakar ráðstafanir hans. Þegar framangreint er virt, ligg- ur fyrir, að réttaráhrif greiðslustöðvunar, fylgi gjaldþrotaskipti í kjölfarið, eru í meginatriðum frábrugðin réttaráhrifum gjaldþrotaskipta, ef frá er tal- ið, að í báðum tilvikum eru heimildir einstakra kröfuhafa til að ganga að eignum skuldara ekki fyrir hendi. Með gjaldþrotaskiptalögum nr. 6/1978 var lögleitt nýtt hugtak, frestdagur, sbr. 1. gr. laganna. Hugtaki þessu er ætlað að afmarka fresti ýmissa réttar- verkana við gjaldþrotaskipti, einkum varðandi riftanleika ráðstafana þrota- manns, sbr. VIII. kafla laganna. Ekki verður talið, að hugtakinu hafi verið ætluð víðtækari réttaráhrif. Verður slíkt ekki ráðið af greinargerð með frumvarpi að gildandi gjaldþrotalögum eða af öðrum lögskýringargögnum. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki á það fallist með sóknaraðila, að upphaf skipta í skilningi 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878 teljist frestdag- ur, þegar greiðslustöðvun er undanfari gjaldþrotaskipta. Verður að telja upphaf skipta í skilningi ákvæðisins miðast við uppkvaðningu gjaldþrota- úrskurðar og að fyrr verði bú ekki með lögmætum hætti talið bundið af skuldbindingum fyrir sjálfs sín hönd. 2334 Ekki fær það breytt framangreindri niðurstöðu, þótt 25. gr. gjaldþrota- laga nr. 6/1978 mæli fyrir um, að til skipta skuli taka eignir þrotamanns á frestdegi svo og það, sem hann eignist, meðan á skiptum stendur. Verður ekki af ákvæði þessu dregin sú ályktun, að upphaf skipta miðist við frest- dag, enda fær það ekki samrýmst 22. gr. laganna, þar sem mælt er fyrir um, að ekki fyrr en við uppsögu gjaldþrotaúrskurðar missi þrotamaður rétt til að ráðstafa eignum sínum, eins og áður er rakið. Ákvæði þetta breyttist í meðförum Alþingis, en í frumvarpi til gjaldþrotalaga var í stað frestdags mælt fyrir um, að taka skyldi til skipta eignir þrotamanns við upphaf skipta. Af þessu þykir mega ráða, að ekki hafi verið ætlunin að miða upphaf skipta við fyrra tímamark en gjaldþrotaúrskurð, þar sem breyting þessi hefði að öðrum kosti verið með öllu óþörf. Af hálfu sóknaraðila er réttilega bent á, að skuldari geti varnað inn- heimtu krafna með því að óska greiðslustöðvunar. Ekki þykir það hafa sjálfstæða þýðingu í þessu sambandi, enda er tilgangur með því að heimila skuldara greiðslustöðvun, að hann freisti þess að koma nýrri skipan á fjár- mál sín. Að það takist, er í samræmi við hagsmuni kröfuhafa, en sé ekki unnið að því markmiði, getur skiptaráðandi fellt niður heimild skuldara til greiðslustöðvunar. Með tilliti til málatilbúnaðar sóknaraðila þykir ástæða til að taka til álita, hvort söluskattsskuld varnaraðila verði talin njóta sérstakrar stöðu í skulda- röð á öðrum grundvelli en 3. tl. 82. gr. skiptalaga nr. 3/1878. Sóknaraðili tel- ur, að Kjötmiðstöðinni hf. hafi verið óheimilt að stofna til verulegra fjár- skuldbindinga á greiðslustöðvunartíma, sbr. 1. mgr. 8. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978, og að hann njóti af þeim sökum ríkari lögverndar en almennir kröfuhafar. Skuldaröð við búskipti er frávik frá meginreglunni um jafnræði kröfuhafa við gjaldþrotaskipti, og ber samkvæmt almennum lögskýringar- sjónarmiðum að ráða álitaefnum til lykta til samræmis við þá meginreglu. Að gildandi lögum er kröfum, sem stofnað er til á greiðslustöðvunartíma, ekki tryggður sérstakur forgangur við búskipti, og verður að telja, að ekki geti verið um slíkt að ræða án beinnar lagaheimildar. Hætfilegt þykir, að sóknaraðili greiði varnaraðila 400.000 kr. í málskostn- að að meðtöldum virðisaukaskatti. Benedikt Bogason, fulltrúi skiptaráðandans í Garðabæ, kveður upp úr- skurð þennan, en hann fékk máli þessu úthlutað síðastliðið haust. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðila, tollstjórans í Reykjavík, að söluskattsskuld varnaraðila, þrotabús Kjötmiðstöðvarinnar hf., verði viðurkennd sem búskrafa, er hafnað, og telst krafan almenn krafa í þrotabúið. 2335 Sóknaraðili greiði varnaraðila 400.000 kr. í málskostnað að með- töldum virðisaukaskatti, og beri málskostnaðarfjárhæðin að frátöld- um virðisaukaskatti dráttarvexti samkvæmt 10. gr. vaxtalaga nr. 25/ 1987 frá 29. mars 1992 til greiðsludags. 2336 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 147/1992. — Sveinn Ingvar Hilmarsson (Örn Höskuldsson hrl.) gegn Hval hf. (Haraldur Blöndal hrl.) Kaupgjald. Sjómenn. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein og Markús Sigurbjörnsson og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæsta- réttardómari. Áfrýjandi skaut þessu máli til Hæstaréttar með stefnu 1. apríl 1992. Hann krefst, að stefnda verði gert að greiða sér 321.765 krón- ur með dráttarvöxtum, eins og gerð er nánari grein fyrir í kröfu- gerð. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. 1. Í málinu deila aðilar um ákvörðun skiptaverðmætis afla við upp- gjör á hásetahlut handa áfrýjanda vegna starfa hans á tímabilinu frá apríl 1987 til ágúst 1990 um borð í frystitogaranum Venusi, HF 519, sem stefndi átti þá og gerði út. Í 1 og 3. mgr. 4. gr. laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, sbr. 3. gr. laga nr. 21/1987 um breyting á þeim lögum, eru reglur um ákvörðun skiptaverðmætis afla fiskiskipa, þar sem bolfiskur er frystur um borð, en þær eiga við um atvikin í þessu máli. Aðdraganda að þessari lagasetningu er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Samkvæmt þessum reglum miðast skipta- verðmætið við útflutningsverðmæti afurða, sem eru unnar úr aflan- um, og á það að vera 74,5% af söluverði miðað við, að þær séu af- hentar kaupanda á skipsfjöl hér á landi eða „fob“. Ef afurðirnar eru seldar úr landi með þeim skilmála, að innifalinn í verðinu sé kostn- aður af flutningi þeirra á ákvörðunarstað og vátryggingu eða „cif“, á þó skiptaverðmæti að vera 69% af söluverði. Í lögunum er ekki 2337 mælt fyrir um, hvernig skiptaverðmæti verði ákveðið, ef afurðir frystitogara eru seldar með öðrum skilmálum en „fob“ eða „eif“, og er það ekki heldur gert í kjarasamningum sjómanna og útvegs- manna. Afurðirnar, sem ágreiningur aðila snýst um, mun stefndi hafa selt fyrir milligöngu Sjávarafurðadeildar SÍS til Asíu með „cæf“-skil- málum. Samkvæmt þeim skilmálum er kostnaður af flutningi afurð- anna til kaupanda innifalinn í söluverði þeirra, en ekki kostnaður af vátryggingu þeirra. Við uppgjör á aflahlut áfrýjanda af þessum af- urðum mun stefndi hafa lagt til grundvallar fjárhæð, sem hann fann með því að draga flutningskostnað frá söluverði afurðanna, svo að út kom verð, sem hann taldi svara til verðmætis við sölu með „fob“- skilmálum. Skiptaverðmæti reiknaði stefndi síðan sem 74,5% af þeirri fjárhæð, eins og mælt er fyrir um í 4. gr. laga nr. 24/1986, sbr. 3. gr. laga nr. 21/1987. Áfrýjandi telur stefnda ekki hafa verið þetta heimilt, en í því sambandi vísar hann einkum til þess, að svo lítið beri á milli „cæf“- og „„cif“-skilmála, að beint liggi við að beita reiknireglu laganna um síðarnefndu skilmálana, þegar skiptaverð- mæti er ákveðið í tilvikum eins og þessu. Áfrýjandi telur, að háseta- hlutur sinn hefði orðið hærri sem nemur kröfum hans í málinu, ef skiptaverðmætið hefði verið reiknað eftir reglunum, sem gilda, þeg- ar afurðir eru seldar með „„cif“-skilmálum. Ágreiningur er ekki milli aðila um kröfufjárhæð, heldur aðeins um það, hvorri uppgjörsað- ferðinni hafi átt að beita. 11. Orðrétt hljóðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 24/1986, eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 21/1987, þannig: „Þegar seldur er afli fiski- skips sem frystir bolfisk um borð, heilan eða flakaðan, er skipta- verðmætið 74,5% af fob-verðmæti framleiðslunnar við útflutning. Þetta skiptahlutfall skal þó vera 69% af cif-verðmætinu, sé þannig samið um sölu framleiðslunnar.“ Svonefndir „céf“-skilmálar, sem var beitt við sölu afurða stefnda úr landi, eru frábrugðnir báðum þeim tegundum söluskilmála, sem gert er ráð fyrir í þessu ákvæði. Eins og mál þetta er lagt fyrir, ræðst þannig niðurstaða þess af því, hvort fallist verði á það með stefnda, að honum hafi verið heimilt að umreikna söluverð afurða sinna í 4 Hæstaréttardómar IV 2338 svokallað „fob-verðmæti“ og reikna síðan út skiptaverðmæti miðað við það samkvæmt framangreindu ákvæði, eða hvort fallist verði á það með áfrýjanda, að stefnda hafi borið að styðjast við söluverð af- urðanna óbreytt og reikna út skiptaverðmætið af því, eins og það væri „cif-verðmæti“ samkvæmt ákvæðinu. 11. Samkvæmt orðalagi 1. mgr. 4. gr. laga nr. 24/1986, sbr. 3. gr. laga nr. 21/1987, er gengið þar út frá þeirri meginreglu, að skiptaverð- mæti bolfisksafla frystitogara skuli vera visst hlutfall af „fob-verð- mæti“ afurða, sem eru unnar úr aflanum. Í því sambandi verður að gæta sérstaklega að því, að eftir hljóðan ákvæðisins gildir þessi meginregla án tillits til þess, hvort afurðirnar séu í raun seldar með „fob“-skilmálum. Frá meginreglunni er þó vikið á þann hátt, að skiptaverðmætið á að vera tiltekið hlutfall af „cif-verðmæti“ afurða, en samkvæmt orðalagi ákvæðisins á þetta aðeins við, ef samið hefur verið um sölu afurðanna með „„cif“-skilmálum. Ekki er að sjá nokkuð, sem gefur til kynna, að þessu ákvæði hafi verið ætlað að hafa annað inntak en ályktanir verða dregnar um á þennan hátt af hljóðan orða þess. Samkvæmt því og þar sem óum- deilt er, að stefndi samdi ekki um að selja umræddar afurðir úr landi með „„eif“-skilmálum, verður að telja þann hátt, sem hann hafði á uppgjöri á aflahlut áfrýjanda, í samræmi við 1. mgr. 4. gr. laga nr. 24/1986, eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 21/1987. Verður hinn áfrýjaði dómur því staðfestur. Rétt þykir, að aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Guðmundar Jónssonar Ósannað er, að uppgjör stefnda við áfrýjanda hafi verið með þeim hætti, að stefndi geti borið fyrir sig tómlæti áfrýjanda við að gæta hagsmuna sinna. 2339 Í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 24/1986, sbr. 3. gr. laga nr. 21/1987, er skiptaverðmæti afla fiskiskips, sem unninn er og frystur um borð, ákveðið 74,5% af fob-verðmæti framleiðslunnar við útflutning. Skiptahlutfallið skal þó vera 69% af cif-verðmæti, sé þannig samið um sölu framleiðslunnar. Ég tel hér vera um jafnrétthá ákvæði að ræða, sem ráðist af söluskilmálum hverju sinni. Stefndi seldi fram- leiðslu b/v Venusar hins vegar með cércf-skilmálum og þurfti þá ekki að annast vátryggingu hennar. Uppgjör með þeim hætti, sem áfrýj- andi gerir kröfu til, rúmast að mínu mati innan ákvæðis 4. gr. laga nr. 24/1986, sbr. 3. gr. laga nr. 21/1987, um skipti aflaverðmætis á grundvelli sölu afla samkvæmt cif-söluskilmálum, án þess að á stefnda sé hallað. Ég tel því, að taka beri kröfu áfrýjanda til greina. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 14. febrúar 1992. Mál þetta, sem dómtekið var $. febrúar sl., hefur Sveinn Ingvar Hilmars- son, kt. 261164-5909, Norðurási 4, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 23. október 1990, á hendur Árna Vilhjálmssyni, kt. 110532-3509, Hlyngerði 10, Reykjavík, stjórnarformanni fyrir hönd Hvals hf., kt. 650169-6549, Miðsandi, Hvalfjarðarströnd. Dómkröfur stefnanda eru, að stefnda verið dæmt skylt að greiða sér 321.765 kr. með (nánar tilgreindum dráttarvöxtum svo og málskostnað|. Dómkröfur stefnda eru samkvæmt endanlegri kröfugerð hans, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en til vara, að sér verði einungis gert að greiða hluta hinnar umstefndu fjárhæðar. Þess er og krafist, að stefnda verði tildæmdur málskostnaður að mati réttarins. Sáttaumleitanir fyrir dómi reyndust árangurslausar. 1. Stefnandi er háseti á frystitogaranum Venusi, HF-519, sem er í eigu stefnda. Í máli þessu deila aðilar um það, hvort uppgjör á hásetahlut stefn- anda eigi að miðast við, að afli skipsins, sem seldur er til útflutnings, sé gerður upp við stefnanda í samræmi við „fob“- eða „„cif“-sölukjör í þeim til- vikum, þegar hann er seldur samkvæmt „cæf“-sölukjörum. Ágreiningur að- ila varðar mismun þessara tveggja reikniaðferða við mat á aflahlut stefn- anda. Bv. Venus, HF-519, er frystiskip, sem verkar fisk í pakkningar, sem m. a. eru seldar til Asíu. Afurðir frystitogara eru nær undantekningarlaust seldar beint til erlendra kaupenda. Skiptaverð afla er af þeim sökum miðað við útflutningsverðmæti hans. Fyrst eftir að notkun frystitogara hófst hér við land, var aflahlutur háseta gerður upp til samræmis við raunverulegt sölu- 2340 verðmæti aflans að frádregnum kostnaði. Þessi aðferð hafði þann ókost í för með sér, að uppgjör hverrar einstakrar veiðiferðar gat dregist um alllangan tíma, þar sem gögn vegna útflutningsviðskipta sem þessara eru allajafna lengi að berast útflytjendum. Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Ís- lands gerðu árið 1985 með sér samkomulag, sem bætt var inn í kjarasamn- ing milli þessara aðila, þar sem kostnaðarhlutdeild vegna útflutnings afla frystitogara var fastsett, annars vegar miðað við, að selt væri „fob“ og hins vegar „cif“. Með þessum samningum var leitast við að finna eðlilegan mismun við út- reikning skiptaverðs, þegar selt var „cif“ annars vegar og „fob“ hins vegar. Söluskilmálum var þannig háttað, að öll framleiðsla skipanna, sem seld var til Asíu, var selt með „fob“-söluskilmálum, en til annarra landa var selt með „cif“-söluskilmálum. Út frá þeim upplýsingum, sem fyrir lágu, þegar kjarasamningur var gerður, var sameiginlegur kostnaður ákvarðaður, svo sem frakt og annar sölukostnaður. Sameiginlegur kostnaður er samkvæmt kjarasamningum 17,95%, þegar selt er „cif“, en 11,5%, þegar selt er „fob“. Til viðbótar sameiginlegum kostnaði var síðan stofnfjársjóður og kostn- aðarhlutdeild dregin frá. Árið 1985, þegar kjarasamningurinn var gerður, var skiptaverð 71% af „fob“-verðmæti og 68% af „eif“-verðmæti. Nú er skiptaverð 75% af „fob“-verðmæti og 69,5% af „cif“-verðmæti. Um mitt ár 1986 tóku gildi lög nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslu- miðlun innan sjávarútvegsins. Með þessum lögum var framangreint skipta- hlutfall staðfest, og er þar miðað við sömu meðaltöl. Í 1. mgr. 4. gr. laganna er tiltekið, að þegar seldur er afli frystiskips, eigi skiptaverð að vera 74,5% af „fob“-verðmæti framleiðslunnar, en ef samið er um „cif“-skilmála, skuli skiptaverð vera 69% af „cif“-verðmæti framleiðslunnar. Stefnandi kveður lögin hafa verið sett í samráði við sjómannasamtökin og LÍÚ. Skiptaverð var ákveðið á grundvelli þeirra frádráttarliða, sem miðað var við í kjarasamningi sjómanna og LÍÚ, þegar lögin voru sett. Í tengslum við kjarasamninga árið 1971 var lögunum breytt með lögum nr. 21/1987 að ósk þeirra aðila, sem hlut eiga að máli. Við þær breytingar var tekið tillit til breytinga, er orðið höfðu á olíuverði og farmgjöldum til þess tíma, er lögin voru sett. Stefnandi kveður, að á þeim tíma, sem um ræðir, hafi framleiðsla bv. Venusar, HF-519, verið seld með „cætf“-söluskilmálum til Asíu. Stefndi hafi gert þessa sölu upp við áhöfnina, eins og um „fob“-söluskilmála væri að ræða, þrátt fyrir það að mun nærlægara virðist að beita „cif“-reglu við þetta 2341 uppgjör. Með því að reikna uppgjör til sjómanna miðað við „fob“-kjör, en ekki „cif“-kjör. verði hlutur sjómanna verulega rýrari en ef hinni reglunni væri beitt. Í ársbyrjun 1987 hafi söluskilmálar breyst á þann hátt, að þá var farið að selja með „cécf“-söluskilmálum til Asíu eða skilmálum, sem jafngilda „cif“- sölu. Við þessa breytingu hefði verið eðlilegra, að LÍÚ hefði farið fram á breytingu á kjarasamningi vegna breyttra forsendna með tilliti til hins háa flutningskostnaðar. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Í tengslum við kjarasamningana hafi engar upplýsingar komið fram um það af hálfu út- gerðarinnar, að söluskilmálar hefðu breyst við sölur í Asíu, og því hafi sjó- mannasamtökin ekki haft nein tök á því að fara fram á breytingu á samn- ingum vegna þessa. Í því tilviki, sem hér um ræðir, hafi Hvalur hf. umreiknað söluverð úr „cécf“ yfir í „fob“ og gert upp við áhafnir bv. Venusar, HF-519, eins og um „fob“-söluskilmála væri að ræða. Þetta valdi því, að skiptaverð verði mun lægra en ef farið væri eftir lögum og kjarasamningum og „céf“-söluverð reiknað út samkvæmt „„cif“-söluskilmálum. Stefndi segir. að þegar farið var að selja afla togarans Venusar, HF-519, til Austurlanda, hefði komið í ljós, að viðskiptaskilmálar. er notaðir voru í skiptum Íslendinga við Evrópumenn, hentuðu ekki. Því til skýringar megi nefna, að reglubundnar siglingar séu milli Íslands og Evrópu og því auðvelt að nota, hvort sem er „fob“-skilmála eða „cif“-skilmála, ef seljandi útveg- aði skipin. Flutningar til Austurlanda séu ekki með þessum hætti. Í þeim tilfellum þurfi að taka skip á leigu til flutninganna, enda hafi komið í ljós. að óhentugt var, að hinir erlendu kaupendur önnuðust um útvegun skipa, sem í öllum tilfellum voru erlend. Stefndi hafi því gert svokallaða „céf“- samninga við Japana, en í þeim tilfellum greiði kaupandi vátryggingu. en flutningskostnaður og farmgjald sé hluti af söluverði vörunnar. Í þessum til- fellum útvegar seljandi skipið. Það leiði af sjálfu sér, að þegar selt er „„cif“ eða „cæf“, sé verð vörunnar hærra en þegar selt er „fob“. Stefnandi reisir málsókn sína á því, að árið 1987 hafi farið að bera á því, að Hvalur hf. gerði ekki upp við áhöfn Venusar, HF-519, í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög nr. 24/1986, sbr. lög nr. 21/1987. Stefnandi hafi því ekki fengið þau laun, er honum beri, stefndi hafi hafnað kröfum hans, og því sé málsókn þessi nauðsynleg. Stefndi reisir kröfur sínar hins vegar á því, að stefnandi hafi sýnt af sér svo mikið tómlæti, að sýkna beri stefnda þegar af þeirri ástæðu. Öll tog- arafélög í landinu hafi gert upp við skipshafnir sínar eins og stefndi, frá því að skiptakjörin voru ákveðin árið 1985, en raunar megi rekja þau ákvæði 2342 um skiptakjör allt til ársins 1982, er samið var í fyrsta sinn við áhöfn tog- arans Örvars frá Skagaströnd. Samningar við sjómenn hafi verið endurnýj- aðir hvað eftir annað, en aldrei hafi verið gerð krafa um breytingu á þessu ákvæði, né heldur hafi málið verið lagt fyrir Félagsdóm, eins og rétt hefði verið, ef um túlkun samninga væri að ræða. Þá er einnig byggt á því, að stefnandi hafi tekið fyrirvaralaust við öllum greiðslum, þrátt fyrir það að honum hafi mátt vera ljóst, hver uppgjörsaðferðin var. Verði ekki fallist á, að sýkna beri vegna tómlætis stefnanda, er því haldið fram, að útgerðarmanni sé ætíð heimilt að reikna útflutningsverðmæti afla síns miðað við „fob“-skilmála, en þeir séu grunnskilmálar, sem annað sé miðað við, enda hafi það aldrei verið ætlunin, að sjómenn væru misjafnlega settir um aflahlut eftir því, hvaða söluskilmálar giltu um seldan afla. Verði ekki fallist á sýknukröfu, er því haldið fram, að stefnandi eigi ein- ungis rétt til hluta hinnar umstefndu fjárhæðar, enda hafi hann tekið á móti greiðslum og uppgjöri án fyrirvara og geti því ekki átt rétt til greiðslna fyrr en í fyrsta lagi, er hann fór að gera reka að kröfu sinni. Stefndi mótmælir einnig vaxtakröfu stefnanda og vaxtafæti. Fyrir dómi gáfu skýrslu Ágúst Einarsson, forstjóri Lýsis hf. og fyrrver- andi starfsmaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, og Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. II. Með vísan til framburðar vitna og fram lagðra skjala verður að telja fram komið, að á þeim tíma, er kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands og Landssambands ísl. útvegsmanna var gerður árið 1985 og lög nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun voru sett, hafi það verið meginregla, að selt væri samkvæmt „fob“-söluskilmálum til Austurlanda. Samkvæmt gögnum máls þessa var það ekki fyrr en árið 1987, að stefndi fer að selja af- urðir togarans Venusar samkvæmt „cézf“-skilmálum til Japans. Hefur það væntanlega verið ástæða þess, að hvorki er kveðið á um það í kjarasamn- ingi né lögum, hvernig með skal fara, þegar vara er seld samkvæmt „cécf“- skilmálum. Aðilar byggja engu að síður á því, að lögin og kjarasamningur- inn eigi við í því tilviki, sem hér um ræðir, en styðjast hins vegar við ólíkar skýringaraðferðir. Stefnandi hefur haldið því fram, að það samræmist hvorki kjarasamningi né lögum nr. 24/1986 að gera upp við sjómenn samkvæmt „fob“-skilmálum, þegar afurðir eru seldar samkvæmt „céf“-skilmálum, heldur beri í slíkum tilvikum að haga uppgjöri til samræmis við ákvæði laganna og kjarasamn- ings um „cif“-sölu. 2343 Stefndi heldur því hins vegar fram, að uppgjör til samræmis við „fob“- skilmála sé meginregla í þess konar viðskiptum, sem hér um ræðir. Í 1. mgr. 4. gr. laga um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun nr. 24/1986 seg- ir: „Þegar seldur er afli fiskiskips sem frystir bolfisk um borð, heilan eða flakaðan, er skiptaverðmætið 74,5% af fob-verðmæti framleiðslunnar við útflutning. Þetta skiptahlutfall skal þó vera 69% af cif-verðmætinu, sé þannig samið um sölu framleiðslunnar.“ Í gr. 5.23. í kjarasamningi Sjómannasambands Íslands og Landssambands ísl. útvegsmanna er fjallað um sömu atriði, og í a-lið þeirrar greinar segir: „Ef selt er fob, skal draga eftirfarandi frá, áður en til skipta kemur,“ o. s. frv. Á sama hátt segir í b-lið sömu greinar: „Ef selt er cif, skal draga frá“ o. s. frv. Með vísan til þess, er að ofan greinir, og tilvitnaðra ákvæða í kjarasamn- ingi og lögum nr. 24/1986 verður að skýra ákvæði 1. mgr. 4. gr. laganna þannig, að meginreglan sé sú, að „fob“-skilmálar séu aðalreglan, sem miða skuli við, nema þegar selt er samkvæmt „cif“-skilmálum, enda verður ekki talið, að í ákvæðum laga um skiptaverðmæti né í kjarasamningi séu nokkur þau atriði, er teljist geta komið í veg fyrir, að þótt stefndi hagi sölumálum sínum til Asíu samkvæmt „cécf“-söluskilmálum, en geri upp við stefnanda samkvæmt þeim reglum, er gilda um „fob“-sölu. Niðurstaða máls þessa verður því sú, að stefndi skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda. Rétt þykir, að hvor aðili um sig beri sinn málskostnað. Georg Kr. Lárusson, settur borgardómari, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Hvalur hf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Sveins Ingvars Hilmarssonar. Málskostnaður fellur niður. 2344 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 404/1991. — Rákir hf. (Árni Halldórsson hrl.) gegn Sjófangi hf. Grétari Mar Jónssyni og Tryggingamiðstöðinni hf. til réttargæslu (Guðmundur Pétursson hrl.) Skaðabætur. Siglingar. Fiskeldi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Áffrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. október 1991. Dómkröfur hans eru þær, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þann veg, (1) að stefndu verði gert að bæta tjón hans að fullu, (2) að afföll af seiðum verði ákvörðuð 25% at 17.000, eins og krafist var í stefnu í héraði, en þar hafi afföll, sem nemi 2.500 seiðum, þegar verið dregin frá, (3) að meðalþyngd hvers sláturlax verði ákvörðuð a. m. k.3 kg í stað 2,4 kg, eins og ákvarðað er í dóminum, og (4) að verðmæti sláturlax verði ákvarðað 320 krónur hvert kg, eins og krafist var í stefnu í héraði, í stað 220 króna. Að öðru leyti verði dómsniðurstaða óbreytt um efni málsins. Jafnframt krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Af hálfu réttargæslustefnda eða á hendur honum eru engar kröf- ur gerðar. Í hinum áfrýjaða dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem sér- fróðir meðdómendur áttu sæti, er gerð skilmerkileg grein fyrir at- vikum málsins og þeim gögnum, er við sé að styðjast um virðingu á tjóni áfrýjanda. Er rétt, að dómurinn verði staðfestur með skírskot- un til þeirra forsendna, er í honum greinir. 2345 Rétt er eftir þessum úrslitum, að áfrýjandi greiði stefnda 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Rákir hf. greiði stefndu, Sjófangi hf. og Grétari Mar Jónssyni, 100.000 krónur óskipt í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 15. júlí 1991. Mál þetta, sem dómtekið var 11. júní sl., er höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur af Rákum hf., Hafnargötu 2, Reyðarfirði, kt. 620488-1199, gegn Sjófangi hf., Hólmaslóð 2, Reykjavík, kt. 570269-0119, eiganda og útgerðar- aðila mb. Sæborgar, RE 20, skráningarnúmer 254, Grétari Mar Jónssyni skipstjóra, Hlíðargötu 22, Sandgerði, kt. 290455-5539, og Tryggingamið- stöðinni hf., Reykjavík, til réttargæslu, með stefnu, þingfestri 6. nóvember 1990. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði dæmdir til að greiða skaðabætur, að fjárhæð 9.068.675 kr., með (nánar tilgreindum vöxtum og málskostnað. Dómkröfur stefndu eru um sýknu af kröfum stefnanda. Af hálfu réttargæslustefnda, Tryggingamiðstöðinni hf., eru engar kröfur gerðar, enda engar kröfur gerðar á hendur honum í málinu. Sáttaumleitanir fyrir dómi hafa ekki borið árangur. I. Málavextir eru þeir samkvæmt gögnum máls, að 23. október 1989 um kl. 19.30 var síldarbáturinn Sæborg, RE 20, að leita síldar innarlega í Reyðar- firði á svonefndri Rákarbót. Á því svæði voru u. þ. b. 60-120 metra frá landi sex laxakvíar í eigu stefnanda. Tvær kvíar voru saman sunnar og aust- ar á víkinni og fjórar í samfloti nokkru vestar. Á hinum síðarnefndu, sem voru innar, var birtustýrt blikkljós á miðju þeirra. Ekkert viðvörunarljós var á fyrir utan festingar kvíanna. Þá var að sögn Rúnars Ólafssonar, stöðvarstjóra stefnanda, ratsjárspegill á einni af kvíunum. Skipstjórinn á Sæborgu, stefndi Grétar Mar Jónsson, hefur skýrt svo frá, að hann hafi séð blikkljós á kvíunum og vitað, að þar væri fiskeldisstöð. Hann kvaðst hafa haldið, að blikkljósið væri á akkerunum, sem eru utan við kvíarnar, og því haldið, að hann mætti fara nær. Hann kvaðst ekki hafa séð kvíarnar í ratsjá. Varð þá ásigling með þeim hætti, að stjórafæri á ystu kvínni festist í fisksjár- 2346 staut bátsins og dróst með honum nokkurn spöl. Urðu afleiðingar þær, að hoppnetið slitnaði niður og karfa þeirrar kvíar snerist þannig, að seiðin, sem í henni voru, sluppu úr henni. Skipstjóri kvaðst hafa tilkynnt um at- burð þennan strax til rekstrarstjóra fiskeldisins. Mál þetta hefur stefnandi höfðað til heimtu skaðabóta úr hendi stefndu vegna tjóns þess, er varð við greinda ásiglingu á laxeldiskvíar hans. II. Stefnandi gerir svofellda grein fyrir tjóni því, sem af þessu hlaust: 1. Vegna ásiglingarinnar hafi sloppið út 17000 laxaseiði, um 90 gr að þyngd, þá farin að taka fóður. 2. Kvíin sjálf hafi orðið fyrir þeim skemmdum, að hoppnetið hafi slitnað niður og yfirborðshringur og handrið skemmst. 3. Kvíin ásamt festarklumpi (stjóra) dregin úr stað. Stefnandi gerir svofellda grein fyrir bótakröfu sinni: 1. Tjón af missi eldisseiða: 1.1. Andvirði seiðanna við slátrun eftir eldi í 3,5 kg stærð að frádregnum 25% afföllum á eldistímanum: 17.000x3,5 kg - 25% = 44.625 kg á 320,30 kg, sbr. verðmætaskrá frá Samsteypu íslenskra fiskeldistrygg- inga (meðalverð 4.0601 SDR á gengi ísl. kr. á stefnu- degi 15. okt. 1990 79.0752) kr. 14.326.000 1.2. Til frádráttar: Kostnaðarverð 17.000 laxaseiða á 90 kr. stk. = 1.530.000,- Fóðurkostnaður í hlutfallinu 1,5 kg fóður á móti hverju kg af fiski, 44.625 kg x 1,5 = 66.937 kg á 62,00 kr./kg = 4.150.125 kr. 5.680.125 2. Skemmdir á plaströrum í umgerð kvíar, handriði og hoppnetum. Tjón skv. mati Ólafs Sigurðssonar verk- fræðings í nóv. 1989 kr. 100.000 3. Kostnaður við að stjóra kvíar niður að nýju eftir ásiglinguna: 3.1. Leiga á 80 tonna bát í Í dag kr. 180.000 3.2. 0 Vinna 4ra manna í 10 klst. - 48.000 3.3. Tvö ný krafttóg í stjóra í stað teygðra, 110 m af 38 mm tógi - 34.800 34. Neðansjávarmyndataka að kröfu tryggingafélags stöðvarinnar - 60.000 Stefnukrafa alls kr. 9.068.675 2347 Til frekari skýringar stefnukröfunni er tekið fram af hálfu stefnanda, að meðalverð í SDR sé þannig fundið, að lagt sé til grundvallar tryggingarverð fisksins skv. verðmætaskrá samsteypu tryggingafélaganna og reiknað með því, að fiskurinn skiptist að jöfnu í 3ja og 4ra kg flokk við slátrun. Í SDR- einingum sé verðmætið 3.88364.2366/2 = 4.0601. Frá því verði sé dregið kostnaðarverð 17.000 laxaseiða á 90 kr. stk. og fóðurkostnaður við að ala fiskinn í sláturstærð í hlutfallinu 1,5 kg fóður á móti hverju kg af fiski, sem sé viðurkennd viðmiðun í fiskeldi. Tjón á kvíum sé samkvæmt fram lögðu mati Ólafs Sigurðssonar verkfræðings. Áætlaður kostnaður við að koma kvínni aftur á sinn stað eftir viðgerð sé sundurliðaður í tl. 3, en þar sé um kostnaðaráætlun að ræða, en lagður sé fram reikningur vegna kostnaðar við djúpmyndatöku. Stefnandi telur, að stefndu beri fulla skaðabótaábyrgð á því tjóni, er hlaust af því. er Sæborgu, RE 20, var siglt á laxakvíar stefnanda í Rákarbót í Reyðarfirði tiltekið sinn, enda hafi siglingu skipsins verið hagað ákaflega gáleysislega, ekki síst í ljósi þess, að skipstjóri vissi af kvíunum og almyrkt var orðið, er atvikið varð. Um lagarök vísar stefnandi til almennra reglna skaðabótaréttar, til siglingalaga og þá sérstaklega til 158. gr., 2. mgr. 16. gr. og 3. tl. 197. gr. svo og IX. kafla laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði. Il. Stefndu reisa sýknukröfu sína á því, að merking umræddra sjókvía hafi verið ófullnægjandi. Það sé kunnara en frá þurfi að segja, að á haustmánuð- um veiðist síld uppi í harðalandi við Austfirði og því ljóst, að skip, sem stunda síldveiðar, sigli mjög nærri landi við veiðar sínar. Forráðamenn stefnanda hafi því átt að vita, að síldveiðibátar kynnu að vera á ferð við kvíarnar vegna veiða sinna og borið að haga merkingum þeirra samkvæmt því. Einfalt hefði verið að hafa ljósmerki við jaðar kvíanna, og hefði þá tjón þetta ekki orðið. Kvíarnar hafi ekki verið merktar inn á sjókort og því meiri ástæða en ella til að hafa merkingar í lagi. Á þetta hafi skort af hálfu forráðamanna stefnanda, og því sé krafist sýknu. Fari hins vegar svo, að á þetta verði ekki fallist og krafa stefnanda tekin til greina, er þess krafist, að stefnukrafa verið stórlega lækkuð. Tjónkrafa vegna missis eldisseiða eigi ekki við rök að styðjast og því mótmælt með öllu, að það standist að reikna tjónið út á þann veg, sem stefnandi gerir. Rétt sé að benda á, að fram komi í gögnum málsins, hvert sé kostnaðarverð þeirra seiða, sem talið sé, að hafi sloppið, og nemi það kr. 1.530.000, og sé það mat stefndu, að fráleitt sé að greiða hærri bætur en því nemi, enda al- 2348 gjörlega ósannað, að umfang tjónsins hafi verið meira, ef um bótaskyldu sé á annað borð talið hafa verið að ræða. IV. Að sögn skipstjórans á Sæborgu, RE 20, stefnda Grétars Marar Jónsson- ar, var myrkur og ágætt skyggni, þegar atburðurinn varð. Hann kvaðst hafa séð blikkljósið á laxakvíum stefnanda og vitað, að þar var fiskeldisstöð. Verður því að telja, að hann hafi sýnt af sér verulegt gáleysi með siglingu sinni svo nærri kvíunum og eigi meginsök á óhappinu. Er hann því bóta- skyldur gagnvart stefnanda ásamt eiganda og útgerðaraðila mb. Sæborgar, RE 20, stefnda Sjófangi hf. samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar, sbr. og 158. gr. og 171. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Þá verður að telja, að stefnandi eigi sjálfur nokkra sök á tjóni sínu með því að hafa engin viðvör- unarljós fyrir utan eða í útjaðri kvíanna. Eftir atvikum þykir rétt, að stefndu bæti stefnanda tjón hans að 2/3 hlut- um, en sjálfur beri hann það að 1/3 hluta. Liggur þá fyrir að fjalla um tölulega kröfugerð stefnanda. Fallist er á með stefnanda, að honum beri bætur vegna tjóns af missi eldisseiða, en bótakrafa hans samkvæmt kröfulið 1.1. stenst þó engan veg- inn. Samkvæmt fram lagðri mánaðarskráningu yfir seiðaeldi stefnanda var meðalþyngd seiða 1210 gr í janúar 1991. Með hliðsjón af því telja hinir sér- fróðu meðdómsmenn, að ekki sé raunhæft að miða við meira en 2,4 kg stærð eldisfisks í ágúst 1991, þegar slátra verði vegna væntanlegs kynþroska fisksins. Þá telja hinir sérfróðu meðdómsmenn, að með hliðsjón af greindri mánaðarskráningu yfir seiðaeldi stefnanda megi ætla, að heildarafföll á eldistíma verði ekki undir 35%. Þá sýnir greind mánaðarskráning, að í október 1989 hefur seiðum fækkað alls um 15310 stk., og verður við það miðað við áætlun á tjóni stefnanda. Þá þykir ekki unnt að miða kg-verð eld- isfisks við tryggingarverðmæti, eins og stefnandi gerir. Eftir atvikum þykir rétt að taka þar mið af fob-verði samkvæmt fram lagðri töflu um gáma- flutning á laxi til Frakklands og miða kg-verð við 220 kr. kg. Samkvæmt framansögðu verður heildartjón stefnanda samkvæmt kröfu- lið 1.1. þannig: 15310x2,4 kg — 35% = 23884 kg á 220 kr. kg = 5.254.480 kr. Samkvæmt kröfulið 1.2. ber að draga frá kostnaðarverð 15310 laxaseiða á 90 kr. stk. = 1.377.900 kr., svo og fóðurkostnað í hlutfallinu 1,5 kg fóður á móti hverju kg af fiski, 23884 kg x 1,5 = 35826 kg á 70 kr. kg, sem ætla verð- ur meðalverð á fóðri á þessu tímabili í eldi frá seiðum upp í matfisk, þannig einnig til frádráttar 2.507.820 kr. Samkvæmt framansögðu telst heildartjón stefnanda vegna missis eldisseiða vera 1.368.760 kr. — (5.254.480 — 3.885.720). Kröfuliðum 2 og 3 hefur ekki verið hrundið, og verða þeir teknir til greina 2349 með 422.800 kr. Heildartjón stefnanda samkvæmt framansögðu telst því vera 1.791.560 kr., og miðað við framangreinda sakarskiptingu ber stefndu að bæta stefnanda það að 2/3 hlutum með 1.194.373 kr. og með vöxtum eins og í dómsorði greinir. Þá ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda málskostnað, sem telst hæfilega ákveðinn 260.000 kr. Málskostnaðarfjárhæð skal bera dráttarvexti að liðnum 15 dögum frá uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Með vísan til 3. tl. 197. gr. siglingalaga nr. 34/1985 ber að viðurkenna sjóðveðsrétt í mb. Sæborgu, RE 20, fyrir tildæmdum fjárhæðum. Eggert Óskarsson borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdóms- mönnunum Aðalbirni Kjartanssyni framkvst. og Úlfari Antonssyni líffræð- ingi. Dómsuppsaga hefur dregist vegna embættisanna formanns dómsins. Dómsorð: Stefndu, Sjófang hf. og Grétar Mar Jónsson, greiði stefnanda, Rákum hf., 1.194.373 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 6. desember 1990 til greiðsludags og 260.000 kr. í málskostnað. Málskostnaðarfjárhæð ber dráttarvexti að liðnum 15 dögum frá uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Viðurkenndur er sjóveðsréttur í mb. Sæborgu, RE 20, fyrir til- dæmdum fjárhæðum. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 2350 Fimmtudaginn 10. nóvember 1994. Nr. 438/1994. — Hjálmar R. Bárðarson og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Hjalti Steinþórsson hrl.) gegn Svanhildi Guðmundsdóttur Kærumál. Endurupptaka. Útivist í héraði. Boðun þinghalds. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 19. október 1994, sem barst réttinum 1. nóvember sl. Kæruheimild er í 1-lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Kærður er úr- skurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 1994, þar sem hafnað er kröfu sóknaraðila um endurupptöku héraðsdómsmálsins nr. E-3277/1994: Svanhildur Guðmundsdóttir gegn Hjálmari R. Bárðar- syni og Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Krefjast sóknaraðilar þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt verði fyrir héraðs- dómara að endurupptaka málið frá og með þinghaldi 28. september 1994. Þá er gerð krafa um kærumálskostnað. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Álitaefni í kærumáli þessu lýtur að því, hvort boðun héraðsdóm- ara til þinghalds 28. september 1994 með símbréfi hafi fullnægt áskilnaði 1. mgr. 92. gr. laga nr. 91/1991 um, að tilkynningar hér- aðsdómara skuli sendar með sannanlegum hætti. Í tengslum við beiðni um endurupptöku málsins leituðu sóknaraðilar upplýsinga hjá Pósti og síma um öryggi símbréfssendinga. Í svarbréfi stofnunar- innar frá 7. október 1994 segir meðal annars um það efni: „... að sendandi getur aldrei verið 100% öruggur um, að móttakandi hafi fengið þær upplýsingar, sem sendar voru“. Er þar nánar lýst, hvað farið getur úrskeiðis í sendingunni. Getur verið um að ræða bilun, hvort eð er í því tæki, sem sent er úr, eða í því tæki, er tekur við skjalinu. Þá getur frágangur á skjalinu einnig skipt máli. Af framangreindu er sýnt, að ekki verður fullyrt, eins og gerð tækja þessara nú er háttað, að símbréf berist þeim, sem það er ætl- 2351 að, jafnvel þótt sendandi hafi í höndum staðfestingarmiða þess efn- is, að sending hafi farið fram. Gegn mótmælum sóknaraðila verður boðun til þinghalds 28. september sl. því ekki talin hafa fullnægt skilyrðum 1. mgr. 92. gr. laga nr. 91/1991 um sannanlega boðun til þinghalds. Með vísan til þessa verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að endurupptaka héraðsdómsmálið nr. E 3277/1994. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Lagt er fyrir héraðsdómara að endurupptaka héraðsdóms- málið nr. E-3277/1994 frá og með þinghaldi 28. september 1994. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 1994. I. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 10. október 1994 vegna fram kom- innar kröfu stefnda um endurupptöku, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur af Svanhildi Guðmundsdóttur, Álfaheiði 2, Kópavogi, með stefnu, birtri 15. apríl 1994, á hendur Hjálmari R. Bárðarsyni, Hrauntungu, Garða- bæ, og Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík. Í þinghaldi 28. september varð útivist af hálfu stefndu, og var málið þá dómtekið að kröfu lögmanns stefnanda. Með bréti, dags. 3. október sl., fer lögmaður stefndu fram á endurupp- töku málsins frá og með 28. september 1994 kl. 15.15. Lögmaður stefnanda hefur hafnað kröfunni. II. Lögmaður stefndu styður kröfu sína um endurupptöku eftirfarandi rök- um: Ekki hafi enn verið kveðinn upp dómur í málinu, og sé beiðnin því sett fram með stoð í 4. tl. 97. gr. 1. nr. 91/1991, þar sem lögmaður stefndu hafi haft lögmæt forföll í réttarhaldinu. Forföll lögmanns stafi af því, að boðun í þinghaldið 28. september 1994 hafi aldrei komist til hans. Kannist enginn á skrifstofu lögmannsins við að hafa séð faxskeytið. Þar af leiðandi hafi hann ekki mætt í þinghaldið. Lögmaðurinn hafi verið boðaður í þinghaldið með faxskeyti, sem sent var í faxnúmer skrifstofu lögmannsins, 885885, en slík boðun teljist ekki lögmæt boðun. 2352 Í lögum nr. 91/1991, gr. 95-105, sé gert ráð fyrir, að mál sé í höndum dóm- ara frá þingfestingu, allt þar til dómur sé kveðinn upp. með þeim hætti, að næsta þinghald sé ávallt ákveðið í undanfarandi þinghaldi. Hvergi í lögun- um sé gert ráð fyrir, að máli sé frestað ótiltekið, eins og gerst hafi í þing- haldi 31. maí 1994, og því síðan úthlutað öðrum dómara. Þar sem máli þessu hafi með ákvörðun dómara 31. maí 1994 verið frestað ótiltekið, hafi borið að boða aðila málsins til þinghalds með sannanlegum hætti, sbr. grunnreglu 85. gr. 1. nr. 91/1991. Hvergi í réttarfarslögum sé gert ráð fyrir því, að boðun með faxskeyti sé lögmæt boðun, sbr. meginregluna, sem fram komi í 24. og 80. gr. 1. nr. 90/1989 um aðför, 69. gr. og 174. gr. 1. nr. 21/1991 um gjaldþrota- skipti og 3. mgr. 74. gr. 1. nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Af framanröktu sé því ljóst, að lögmaður stefndu hafi ekki með lögmætum hætti verið boðaður í þinghald 28. september 1994, og hafi því verið um lögmæt forföll hans að ræða. Beri því að endurupptaka málið skv. 4. tl. 97. gr. 1. nr. 91/1991. Lögmaður stefnanda mótmælir endurupptökunni á eftirfarandi forsend- um: (sic). TIl. Lögmaður stefndu var boðaður til réttarhaldsins með símbréti, sem sent var 13. september sl. kl. 12.53, og var það lagt fram í málinu. Símbréf þetta telst vera lögfull boðun til þinghaldsins, sbr. 1. mgr. 92. gr. Í. nr. 91/1991, enda fylgir því staðfestingarkvittun, þar sem fram kemur fax-númer viðtak- anda, tímasetning sendingar og enn fremur staðfesting á því, að myndsend- ingin tókst. Ekki er unnt að fallast á, að forföll þau, sem lögmaður stefndu tilgreinir í bréfi sínu, falli undir 4. tl. 97. gr. 1. nr. 91/1991. Þá er ekki fallist á það með lögmanni stefndu, að óheimilt sé samkvæmt ákvæðum 1. nr. 91/1991 að fresta máli ótiltekið, enda leiði það af 92. gr. laganna, að sú heimild sé fyrir hendi. Með vísan til framangreinds er beiðni lögmanns stefndu um endurupp- töku hafnað. Úrskurðarorð: Kröfu stefndu um endurupptöku málsins er hafnað. 2353 Föstudaginn 11. nóvember 1994. Nr. 450/1994. — Sýslumaðurinn á Akureyri gegn Snorra Ásmundssyni (Þorsteinn Hjaltason hdl.) Kærumál. Gæsluvarðhald. A-liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. nóvember 1994, sem barst réttinum 10. sama mánaðar. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og kærumáls- kostnaður verði tildæmdur. Sóknaraðili skaut málinu einnig til Hæstaréttar með kæru 9. nóv- ember sl. Krefst hann þess, að varnaraðila verði gert að sæta gæslu- varðhaldi til þriðjudagsins 22. nóvember 1994. Varnaraðili er undir rökstuddum grun um að hafa meðal annars staðið að sölu og dreifingu verulegs magns fíkniefna. Málið sætir nú frumrannsókn hjá lögreglu, en varnaraðili hefur að mestu neitað aðild að því. Þar sem ólokið er veigamiklum þáttum í rannsókn málsins, þykir hætta á, að varnaraðili geti torveldað framgang þess. Með vísan til þess svo og a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 þykir rétt, að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi allt til kl. 16.00 þriðjudaginn 22. nóvember 1994. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Varnaraðili, Snorri Ásmundsson, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16.00 þriðjudaginn 22. nóvember 1994. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 1994. Sýslumaðurinn á Akureyri hefur gert þá kröfu, að Snorra Ásmundssyni. kt. 131166-5419, verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðju- dagsins 22. nóvember nk., og er í kröfunni vísað til a-liðar 1. mgr. 103. gr. 2354 laga nr. 191991 um meðferð opinberra mála, en kærði er grunaður um brot gegn lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni svo og XVI. og XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Kærði hefur andmælt kröfu sýslumannsins á Akureyri. Málavextir. Samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu er kærði, Snorri Ásmundsson, grunaður ásamt tilgreindum aðila um að hafa staðið að kaupum á verulegu magni af hassi og amfetamíni í Reykjavík í síðastliðinni viku, og jafnframt er kærði, Snorri, grunaður um að hafa flutt fíkniefnin hingað til Norður- lands. Þá er kærði grunaður um að hafa falsað tékka fyrir um 400.000 krón- ur og staðið að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur. Í yfirheyrslum hjá lögreglu og hér fyrir dómi hefur kærði neitað sakar- giftum, að því er varðar fíkniefnamisferli og þjófnað. Frásögn kærða er að þessu leyti í andstöðu við framburð tilgreinds aðila samkvæmt skýrslum lögreglu. Kærði hefur á hinn bóginn viðurkennt að hafa gefið út með eigin nafni allmarga tékka, sem hann hafði áður stolið, og á þann hátt fjármagn- að áfengiskaup. Rannsókn málsins er á frumstigi, en af skjölum lögreglu má ráða, líkt og vikið er að í greinargerð sýslumanns, að eftir sé að yfirheyra allnokkra aðila, er gætu gefið upplýsingar um málavexti. Brot þau, sem kærði er undir rökstuddum grun að hafa framið, geta, ef sönnuð yrðu, varðað hann fangelsisrefsingu samkvæmt ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 og XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og er því ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar gæsluvarðhaldi ekki til fyrirstöðu. Með hliðsjón af því, sem að framan er rakið, þykir í þágu rannsóknar- hagsmuna og með skírskotun til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 rétt að taka kröfu sýslumannsins á Akureyri til greina, þó þannig, að kærði sæti gæsluvarðhaldi allt til laugardagsins 19. nóvember nk. kl. 16.00. Úrskurðarorð: Kærði, Snorri Ásmundsson, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til laugar- dagsins 19. nóvember nk. kl. 16.00. 2355 Föstudaginn 11. nóvember 1994. Nr. 447/1994. — Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Þórhalli Ölver Gunnlaugssyni (Símon Ólason hdl.) Kærumál. Farbann. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. nóvember 1994, sem barst réttinum 8. sama mánaðar. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 4. nóvember sl. um, að varnar- aðili sæti farbanni allt tillaugardagsins 31. desember nk. Varnaraðili krefst þess, að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi. Sóknaraðili krefst þess, að hin kærða ákvörðun verði staðfest. Með dómi Hæstaréttar frá 26. september sl. í málinu nr. 399/1994 var varnaraðila gert að sæta farbanni allt til þriðjudagsins 4. nóvem- ber sl. vegna grunar um stórfelld brot á lögum nr. 50/1988 um virðis- aukaskatt, lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt og 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, tengd rekstri einkafyrirtækis hans og fyrirtækinu Vatnsberanum hf., sem varnaraðili er annar tveggja stjórnarmanna í. Sóknaraðili hefur gert grein fyrir því, að rannsókn málsins sé mjög umfangsmikil og beinist meðal annars að því að varpa ljósi á ráðstöfun varnaraðila á verulegum hluta þess endurgreidda virðisaukaskatts, sem hann er grunaður um að hafa fengið með röngum skýrslum og nemur umtalsverðum fjárhæðum. Hefur jafnframt verið bent á, að rannsókn málsins sé í öðrum atriðum vel á veg komin, en frekara farbann sé nauðsynlegt til að tryggja, að varnaraðili fari ekki af landi brott. Með vísan til framanritaðs svo og 110. gr. laga nr. 19/1991 verður að telja fullnægt skilyrðum fyrir áframhaldandi farbanni varnar- aðila. Samkvæmt því verður hin kærða ákvörðun staðfest. Dómsorð: Hin kærða ákvörðun er staðfest. 2356 Föstudaginn 11. nóvember 1994. Nr. 355/1994. — Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Hjalti Steinþórsson hrl.) gegn þrotabúi SH-verktaka hf. (Viðar Már Matthíasson hrl.) Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Greiðslustöðvun. Skuldaröð. Sérat- kvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. júlí 1994, sem barst réttinum 18. ágúst sl. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/ 1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. Sóknaraðili krefst þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og breytt á þá leið, að krafa sín í þrotabú varnaraðila verði viðurkennd sem búskrafa samkvæmt 4. tl. 110. gr. laga nr. 21/991. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. 1. Í hinum kærða úrskurði er því lýst, að sóknaraðili greiddi 20. og 28. janúar 1993 samtals 12.000.000 krónur inn á reikning SH-verk- taka hf., sem veitt hafði verið heimild til greiðslustöðvunar 12. sama mánaðar. Félagið var síðan úrskurðað gjaldþrota 8. febrúar 1993. Takmarkaðra gagna nýtur í málinu, er varpað geti ljósi á það, hvernig staðið var að lántöku þessari, og engin lánsskjöl voru út- búin. Af þeim fundargerðum stjórnar SH-verktaka hf., sem fyrir liggja, sést ekki, að hún hafi berum orðum samþykkt lántöku félags- ins. Á stjórnarfundi 18. janúar 1993 var hins vegar samþykkt að leggja til á fyrirhuguðum hluthafafundi 29. sama mánaðar, að hlut- hafar tækju tilboði Verkfræðiþjónustu Jóhanns G. Bergþórssonar hf. um kaup á 90% hlutabréfa í félaginu. Í því tilboði var gert ráð fyrir 2357 tiltekinni fyrirgreiðslu af hálfu sóknaraðila, þótt ekki væri þar vikið beinlínis að 12.000.000 króna lántöku. Umsjónarmenn félagsins með greiðslustöðvun samþykktu, að sóknaraðili veitti SH-verktökum hf. lán að fjárhæð 12.000.000 krónur. Eyjólfur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SH-verktaka hf., og Sigrún Traustadóttir, er sæti átti í framkvæmdastjórn félagsins, báru fyrir dómi, að fyrir hefði legið samþykki framkvæmdastjóra og framkvæmdastjórnar til lántökunn- ar. Er fallist á það með héraðsdómi, að lántakan hafi verið skuld- bindandi fyrir félagið. 11. Krafa sóknaraðila á grundvelli 4. tl. 110. gr. laga nr. 21/1991 bygg- ist á lántöku SH-verktaka hf. hjá sóknaraðila á greiðslustöðvunar- tíma félagsins. Verður eigi séð, að formskilyrði IV. kafla og 4. tl. 110. gr. laganna standi því í vegi, að krafan geti notið réttarstöðu sem búskrafa. Koma þá til athugunar þau efnisskilyrði niðurlagsákvæðis 2. mgr. 21. gr. laga nr. 21/1991, hvort víst þyki, að lántakan yrði lánar- drottnum til hagsbóta, ef til gjaldþrotaskipta kæmi á búi hans í kjöl- far greiðslustöðvunar. Við mat á því ber að miða við aðstæður á þeim tíma, er ákvörðun var tekin um lántökuna. 111. Í framangreindu tilboði Verkfræðiþjónustu Jóhanns G. Bergþórs- sonar hf. kom fram, að gert væri ráð fyrir því, „að í greiðslustöðvun- inni verði reksturinn studdur af verkábyrgðaraðila, Sjóvá-Almenn- um, en þó með þaki á fyrirgreiðslu“. Sóknaraðili lýsti yfir því í bréfi til félagsins 19. janúar, að hann væri reiðubúinn til að styðja til- boðsgjafa í því að ljúka þeim verkum, sem hann hafði veitt verk- tryggingar fyrir, en stuðningurinn myndi takmarkast við það tjón, sem félagið biði ella, kæmi til riftunar þeirra verksamninga, er verk- tryggingarnar tóku til. Á fundi kröfuhafa 28. janúar greindi annar aðstoðarmanna félagsins á greiðslustöðvunartímanum frá því, að sóknaraðili væri með þessu „að tryggja sína hagsmuni, en hagsmun- ir þeirra og kröfuhafa fara saman, enda koma ella fram kröfur á SH ...“. Í beiðni til Héraðsdóms Reykjaness 1. febrúar 1993 um heimild til framlengingar greiðslustöðvunar sögðu báðir aðstoðar- mennirnir um „stuðningsyfirlýsingu“ sóknaraðila 19. janúar, að 2358 hana hefði sóknaraðili gefið „vegna hagsmuna sinna vegna verk- trygginga, sem gengið yrði á af verkkaupum, ef verk stöðvuðust við gjaldþrot“. Í bréfi Gunnars St. Ólafssonar verkfræðings til aðstoðarmann- anna 3. febrúar 1993 kemur fram, að dagana 12. — 16. janúar kynnti hann sér þau samningsbundnu verkefni, sem í gangi voru hjá fyrir- tækinu. Hann kvaðst ekki hafa gert nákvæma úttekt á „útstreymi og innstreymi fjármagns einstakra verka“ nema varðandi Hampiðjuna hf. Þar voru niðurstöður hans þær, að kostnaður vegna riftunar væri um það bil 2.700.000 krónum meiri en af áframhaldi verksins. Þá kvaðst hann hafa gert lauslega athugun á verkframkvæmdum við stúdentagarða, Grafarvogskirkju og íþróttahús í Vogum, og benti hún til þess, að kostnaður vegna riftunar væri „þó nokkuð hærri en kostnaður við að halda áfram við verkin“. Fyrir héraðsdómi lýsti Gunnar St. Ólafsson því, að sér hefði ekki verið falið að skoða „heildardæmi“ eða „heildarfjárhagsstöðu fyrirtækisins“. Hann hefði eingöngu farið í gegnum hverja verkframkvæmd fyrir sig, og hefði þá ekki verið tekið tillit til skulda fyrirtækisins og áfallandi vaxta og verðbóta á þær og þeim deilt niður á verkin eftir umfangi verkanna. Engra annarra gagna nýtur í málinu um athugun á hagkvæmni lán- veitingar sóknaraðila fyrir aðra kröfuhafa, ef til gjaldþrots kæmi að lokinni greiðslustöðvun. IV. Á greiðslustöðvunartíma hefur skuldari þröngar heimildir til að stofna til fjárskuldbindinga. Ef um atvinnurekstur er að ræða, verð- ur skuldbinding að vera nauðsynleg til að halda rekstrinum áfram eða varna verulegu tjóni, enda þyki víst, að hún verði lánardrottn- um skuldara til hagsbóta, ef til gjaldþrotaskipta kemur í kjölfar greiðslustöðvunar, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 21/1991, sbr. áður 1. tl. 8. gr. laga nr. 6/1978. Í 4. tl. 110. gr. núgildandi gjaldþrotalaga er mælt fyrir um forgang slíkrar kröfu, sem til verður með samþykki aðstoðarmanns skuldara á greiðslustöðvunartíma. Að öðru jöfnu hvílir sönnunarbyrðin í þessum efnum á þeim, sem heldur því fram, að krafa sín eigi að njóta forgangs samkvæmt framangreindu ákvæði. Lánveiting sóknaraðila nam mjög miklum hluta þess, sem kosta 2359 þurfti til áframhalds umræddra verka. Annars fjárstuðnings í því skyni hafði ekki verið aflað, áður en að því kom, að biðja þyrfti um framlengingu á hinni heimiluðu greiðslustöðvun. Eins og mál þetta liggur fyrir, verður ekki séð, að óyggjandi hafi verið, að lánveitingin hafi mátt virðast til þess fallin að treysta hagsmuni kröfuhafa við eftirfarandi gjaldþrot, ef til þess kæmi. Þótt meiri kostnaður hefði á þessum tíma fylgt riftun einstakra verka en framhaldi þeirra, er ekki sýnt, að lánveiting sóknaraðila hefði fyrirsjáanlega verið kröfu- höfum til hagsbóta. Svo mikill vafi leikur á í því efni, að lagaskilyrði eru ekki til þess að viðurkenna forgangsrétt til handa sóknaraðila á grundvelli 4. tl. 110. gr. gjaldþrotalaga, enda verður sú viðurkenning samkvæmt meginreglu laganna um jafnræði kröfuhafa að eiga sér örugga stoð í aðdraganda og stofnun þeirrar kröfu, sem forgangs er krafist fyrir. Ber því að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar og dæma sóknaraðila til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., greiði varnar- aðila, þrotabúi SH-verktaka hf., 70.000 krónur í kærumáls- kostnað. Sératkvæði Guðrúnar Erlendsdóttur og Haralds Henryssonar Við erum samdóma 1. og II. kafla í atkvæði meiri hluta dómenda. Í málinu liggur fyrir, að á þeim tíma, sem lántakan fór fram, var það mat stjórnarmanna og aðstoðarmanna við greiðslustöðvun, að lántakan hefði þau áhrif, að skilyrði fyrir áframhaldandi rekstri fyrirtækisins yrðu betri og jafnvel mætti komast hjá gjaldþroti, t. d. með gerð nauðasamninga, og takmarka tjón almennra kröfuhafa. Varhugavert þykir að byggja á árshlutareikningi SH-verktaka hf. fyrir greiðslustöðvunartímabilið, því að ósannað er, að það uppgjör gefi rétta mynd af rekstri þess tímabils. Samkvæmt framburði Bjarna Óskarssonar héraðsdómslögmanns, aðstoðarmanns við 2360 greiðslustöðvun, fyrir dómi var það mat allra aðstandenda félagsins, að það myndi koma sér betur fyrir kröfuhafana, að starfseminni yrði haldið áfram. Á þessum tíma hafi liðlega 100 starfsmenn verið í vinnu hjá SH-verktökum hf. og 7-8 stór verkefni í gangi. Aðstoðar- mennirnir hafi látið fara fram könnun á því, hvort skilyrðum 21. gr. gjaldþrotaskiptalaga væri fullnægt, og hafi þeir fengið óháðan verk- fræðing, Gunnar St. Ólafsson, til þess að meta, hvort ráðlegt væri að halda starfseminni áfram. Hafi Gunnar gert úttekt og skoðun á ein- stökum verkum, sem fyrirtækið vann við dagana 12. til 16. janúar 1993, og var það mat hans, að ódýrara væri að halda áfram en rifta samningum. Það hafi því verið mat aðstoðarmanna, að þetta myndi verða kröfuhöfum til hagsbóta. Hefur þessu mati ekki verið hnekkt. Þegar framangreint er virt, teljum við, að fella beri hinn kærða úr- skurð úr gildi og viðurkenna eigi kröfu sóknaraðila sem búskröfu á grundvelli 4. tl. 110. gr. laga nr. 21/1991 með þeirri takmörkun, sem leiðir af 3. mgr. 111. gr. laganna. Þá teljum við, að varnaraðili eigi að greiða sóknaraðila kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 30. júní 1994. Ár 1994, fimmtudaginn 30. júní, er í Héraðsdómi Reykjaness kveðinn upp úrskurður þessi í málinu nr. X-9/1994: Sjóvá-Almennar tryggingar hf. gegn þrotabúi SH-verktaka hf., sem tekið var til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 8. Júní 1994. Mál þetta var þingfest 24. janúar 1994, en það barst dóminum með bréfi Viðars Más Matthíassonar hrl., annars skiptastjóra í þrotabúi SH-verktaka hf., 13. desember 1993. Sóknaraðili er Sjóvá-Almennar tryggingar hf., kt. 701288-1739, Kringl- unni 5, Reykjavík, en varnaraðili þrotabú SH-verktaka hf., kt. 670286-1349. Dómkröfur sóknaraðila, Sjóvá-Almennra trygginga hf., eru þær, að krafa hans, að fjárhæð 12.000.000 kr., auk vaxta |...| verði samþykkt sem krafa skv. 4. tl. 110. gr. 1. nr. 21/1991 í þrotabú SH-verktaka hf. Þá er gerð krafa um, að varnaraðili verði dæmdur til að greiða sóknaraðila málskostnað að mati réttarins ásamt virðisaukaskatti og að málskostnaður verði viður- kenndur sem krafa skv. 4. tl. 110. gr. 1. nr. 21/1991 í þrotabú SH-verktaka hf. Dómkröfur varnaraðila, þrotabús SH-verktaka hf., eru, að kröfu sóknar- aðila um, að krafa hans, að fjárhæð 12.000.000 kr., með tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum verði samþykkt sem krafa samkv. 4. tl. 110. gr. laga um 2361 gjaldþrotaskipti o. fl. nr. 21/1991 í þrotabú SH-verktaka hf., verði hafnað og að sóknaraðili verði úrskurðaður til að greiða varnaraðila málskostnað samkvæmt málskostnaðarreikningi. Málavextir. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, upp kveðnum 12. janúar 1993, var SH-verktökum hf. veitt heimild til greiðslustöðvunar til 1. febrúar 1993. Ásgeir Thoroddsen hrl. og Bjarni Þór Óskarsson hdl. voru aðstoðarmenn skuldara við greiðslustöðvun. Hinn 1. febrúar 1993 var lögð fram í dóminum beiðni um framlengingu heimildar til greiðslustöðvunar fyrir SH-verktaka hf. Komu þá fram mót- mæli frá nokkrum kröfuhöfum við framlengingu greiðslustöðvunar. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, upp kveðnum 8. febrúar 1993, var hafn- að beiðni SH-verktaka hf. um heimild til áframhaldandi greiðslustöðvunar. Samdægurs fór stjórn SH-verktaka hf. fram á, að bú félagsins yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Með úrskurði, upp kveðnum sama dag, var bú félagsins tekið til gjaldþrotaskipta og Viðar Már Matthíasson hrl. og Jóhannes Sig- urðsson hdl. skipaðir skiptastjórar í þrotabúinu. Meðal krafna, sem lýst var í búið, er krafa sóknaraðila, Sjóvá-Almennra trygginga hf., að fjárhæð 12.211.595 kr., og er þess krafist, að krafan njóti forgangsréttar skv. 4. tl. 110. gr. laga nr. 21/1991. Því hefur verið hafnað af hálfu skiptastjóra í þrotabúinu, en samþykkt, að hún njóti stöðu sem al- menn krafa. Ekki hefur tekist að jafna ágreininginn. Með bréfi skiptastjóra, mótteknu í Héraðsdómi Reykjaness 13. desember, var þess krafist, að dóm- urinn leysti úr ágreiningnum. Atvik að baki máli eru þau, að fjárhag SH-verktaka hf., sem stofnað var árið 1985, hafði hrakað mjög árin 1991 og 1992. Tilboð félagsins í þau verk, sem félagið hafði með höndum í ársbyrjun 1993, voru samanlagt 80.000.000 kr. undir kostnaðaráætlun. Verk þessi voru almennt framhlaðin, sem kallað er, þ. e. tilboðum er stillt upp þannig, að greiðslur berast snemma í verkum til að auðvelda fjármögnun í upphafi. Þau verk, sem SH-verktakar hf. höfðu til meðferðar í upphafi árs 1993, voru flest komin á síðari stig. Hafði vinna við nær allar framkvæmdir á vegum félagsins stöðvast. Á stjórnar- fundi félagsins 11. janúar 1993 var samþykkt að óska eftir heimild til greiðslu- stöðvunar. Greiðslustöðvunarbeiðni SH-verktaka hf. byggðist á tilboði Silf- urþings hf. o. fl. aðila, dags. 11. janúar 1993, um kaup á 90% hlutafjár í fé- laginu og kaup á öllum óveðsettum hlutabréfum SH-verktaka hf. í Veði hf. Tilgangur greiðslustöðvunar var að gera úttekt á einstökum verksamn- ingum SH-verktaka hf. í því skyni að meta hagkvæmni þess að ljúka verk- 2362 um og á grundvelli þeirrar úttektar að gera tilraun til að semja félagið frá þeim verkum, sem telja mætti, að tap yrði á, en ljúka hinum. Síðan átti að leita nauðasamninga við lánardrottna félagsins með því að auka hlutafé þess. Niðurstaða. Í máli þessu liggur fyrir, að það var fyrir atbeina Jóhanns G. Bergþórs- sonar, sem sóknaraðili, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., innti af hendi pen- ingagreiðslur inn á reikning SH-verktaka hf., fyrst 20. janúar 1993 og síðan 28. janúar 1993, samtals 12.000.000. kr. Engin lánsskjöl voru útbúin. Á þeim tíma, er lántökurnar urðu, stýrði SH-verktökum hf. framkvæmdastjórn, skipuð af stjórn félagsins. Samkvæmt 22. gr. samþykkta SH-verktaka hf. ákvarðar stjórn félagsins starfssvið framkvæmdastjórnar og starfshætti. Eyj- ólfur Kristjánsson, sem sæti átti í framkvæmdastjórn og jafnframt var fram- kvæmdastjóri félagsins, bar fyrir dóminum, að hann hefði samþykkt lántök- una. Í fundargerðum framkvæmdastjórnar er hvergi vikið að lántökunni, en vitnið Sigrún Traustadóttir, sem sæti átti í framkvæmdastjórn félagsins, bar fyrir dóminum, að lántakan hefði verið samþykkt þar. Ekkert liggur fyrir um afstöðu stjórnar félagsins til lántökunnar eða þess, hvort framkvæmda- stjóri og e. t. v. framkvæmdastjórn hafi farið út fyrir heimildir sínar með því að samþykkja hana. Þykir því verða á því að byggja, að lántakan hafi verið skuldbindandi fyrir félagið. Fyrir því, að kröfur njóti stöðu skv. 4. tl. 110. gr. Í. nr. 21/1991 um gjald- þrotaskipti o. fl. í kröfuröð, eru sett þau skilyrði, að samþykki aðstoðar- manna sé fyrir skuldbindingunni og að ráðstöfunin hafi verið heimil skv. 19.-21. gr. laganna. Samþykki aðstoðarmanna er fyrir lánveitingu þeirri, er mál þetta snýst um. Í 2. mgr. 21. gr. 1. nr. 21/1991 er mælt fyrir um þröngar heimildir skuldara til að baka sér nýjar skuldbindingar eða leggja annars hött á eignir sínar, meðan greiðslustöðvun stendur yfir. Þetta má hann ann- ars vegar gera til að halda áfram atvinnurekstri eða varna verulegu tjóni. Heimildin er háð því skilyrði, að ráðstöfunin þarf að teljast lánardrottnum til hagsbóta, ef gjaldþrotaskipti fylgja í kjölfar greiðslustöðvunar. Ekki er um það ágreiningur í máli þessu, að lántakan hafi verið nauðsyn- leg til þess að halda áfram atvinnurekstri SH-verktaka hf. Um hitt stendur ágreiningurinn, hvort því skilyrði 2. mgr. 21. gr. laga um gjaldþrotaskipti o. fl. hafi verið fullnægt, að víst hafi þótt, að aðgerðin yrði lánardrottnum til hagsbóta, ef til gjaldþrotaskipta kæmi á búi skuldarans í kjölfar greiðslu- stöðvunar. Meginreglan skv. 1. mgr. 19. gr. laga um gjaldþrotaskipti o. il. er sú, að 2363 meðan á greiðslustöðvun stendur, er skuldara óheimilt að ráðstafa eignum sínum og réttindum og stofna til skuldbindinga á hendur sér. Við túlkun ákvæðis 2. mgr. 21. gr. laganna verður að hafa í huga, að í ákvæðinu felst undantekning frá meginreglu og að þar er mælt fyrir um þröngar heimildir skuldara til að baka sér nýjar skuldbindingar eða leggja annars höft á eignir sínar, meðan greiðslustöðvun stendur yfir. Heimildir 2. mgr. 21. gr. verður því að skýra þrengjandi lögskýringu. SH-verktakar hf. töpuðu á öllum þeim verkum, sem þeir stóðu í undir lok árs 1992 og ársbyrjun 1993. Tilboð félagsins í þau verk, sem félagið hafði með höndum í ársbyrjun 1993, voru samanlagt 80.000.000 kr. undir kostnaðaráætlun. Tilboðum í verkin var almennt stillt þannig upp, að greiðslur bærust snemma á verktímanum. Verkin voru framhlaðin, sem kallað er, sem leiðir almennt til þess, að á síðari hluta verka er verktakinn að vinna með tapi. Verk þessi voru almennt komin á síðari stig. Gunnar St. Ólafsson verkfræðingur framkvæmdi skoðun á stöðu einstakra verka á tímabilinu 12.-16. janúar 1993. Nákvæm úttekt var einungis gerð á einu verki, og lausleg skoðun á þremur verkum benti til þess, að kostnaður vegna riftunar á þeim væri þó nokkuð hærri en kostnaður við að halda áfram með verkin. Í framburði hans fyrir dóminum kom fram, að einungis hefði verið skoðað, hvað það myndi kosta að ljúka hverju verki og hver af- koman yrði, án tillits til annarra þátta. Að teknu tilliti til alls kostnaðar hefði orðið tap á verkunum. Að framangreindu virtu þykir ekki annað hafa verið sýnt en tap yrði á áframhaldandi framkvæmdum. Þykir sóknaraðili ekki hafa sýnt fram á, með hverjum hætti mátt hafi þykja víst, að lántakan yrði lánardrottnum til hagsbóta, ef síðar kæmi til gjaldþrotaskipta á búi félagsins, eða að for- sendur hafi verið til að ætla, að svo yrði, þegar lánið var veitt. Þá hefur ekki verið sýnt fram á, að lántakan hafi fært verðmæti í hendur búsins, en sam- kvæmt árshlutareikningi voru tekjur SH-verktaka hf. vegna verksamninga á greiðslustöðvunartíma 2.804.497 kr.. en kostnaður vegna þeirra 20.874.857 kr. Samkvæmt framangreindu hefur því skilyrði 2. mgr. 21. gr. laga um gjald- þrotaskipti o. fl. nr. 21/1991 um, að víst hafi þótt, að lántakan yrði kröfuhöf- um til hagsbóta. ekki verið fullnægt, og skortir því lagaskilyrði til að viður- kenna kröfu sóknaraðila sem kröfu samkvæmt 4. tl. 110. gr. laganna. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Úrskurð þennan kveður upp Þorgerður Erlendsdóttir fulltrúi. 2364 Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, Sjóvá-Almennra trygginga hf., að krafa hans í þrotabú SH-verktaka hf., að fjárhæð 12.000.000 kr., með vöxtum og dráttarvöxtum verði samþykkt sem krafa samkvæmt 4. tl. 110. gr. laga um gjaldþrotaskipti o. fl. nr. 21/1991. Málskostnaður fellur niður. 2365 Mánudaginn 14. nóvember 1994. Nr. 437/1994. — Ásthildur Sveinsdóttir (Einar Gautur Steingrímsson hdl.) gegn Jónínu H. Jónsdóttur og til réttargæslu Halldóri Einarssyni (Sigurður Georgsson hrl.) Kærumál. Frávísunarúrskurði hrundið. Samaðild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 27. októ- ber 1994, sem barst réttinum 2. nóvember sl. Um kæruheimild er vísað til j-liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einka- mála. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeð- ferðar. Til vara er þess krafist, að „úrskurður héraðsdómara verði ómerktur og honum gert að taka til athugunar á ný hvort vísa beri málinu frá án kröfu“. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðili í málinu, Jónína H. Jónsdóttir, krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Réttargæslustefndi, Halldór Einarsson, hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Ekki verður á það fallist, að varnaraðili eigi óskipta skyldu með réttargæslustefnda um þá hagsmuni, sem kröfur sóknaraðila lúta að. Var sóknaraðila því heimilt að beina kröfum sínum að varnaraðila einum, án þess að réttargæslustefnda yrði jafnframt stefnt til beinn- ar aðildar til að þola dóm um þær kröfur með varnaraðila sam- kvæmt 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Í héraði krafðist varnaraðili þess, að málinu yrði vísað frá dómi vegna vanreifunar. Fallast má á það með varnaraðila, að nokkuð skorti á, að sóknaraðili hafi gert svo skýra grein fyrir málsástæðum sínum sem skyldi. Á þessu stigi er þó ekki enn útséð um, hvort 2366 sóknaraðila tekst að bæta úr þessu við efnismeðferð málsins. Verð- ur málinu því ekki vísað frá dómi af þessum sökum. Samkvæmt þessu ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur og lagt fyrir hér- aðsdómara að taka mál þetta til efnismeðferðar. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. október 1994. Mál þetta er höfðað með stefnu, birtri 18. apríl 1994, til þingfestingar hér fyrir dómi 28. apríl s. á. Það var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi um fram komna frávísunarkröfu stefndu Jónínu. Stefnandi málsins er Ásthildur Sveinsdóttir, kt. 051242-3009, Flúðaseli 65, Reykjavík. Stefnda er Jónína H. Jónsdóttir, kt. 020843-4469, Sólvallagötu 9, Reykjavík, en réttargæslustefndi Halldór Einarsson, kt. 231249-2709, Langagerði 2, Reykjavík. Ekki hefur verið mætt í málinu af hálfu réttargæslustefnda. Forsendur og niðurstaða. Kröfugerð stefnanda er tvíþætt, eins og að framan greinir. Annars vegar er um að ræða skaðabótakröfu (í mismunandi útfærslu) á hendur stefndu, Jónínu, sem byggist á því, að stefnandi hafi verið sviptur eignarumráðum yfir tilgreindum hluta kjallara húseignarinnar Sólvallagötu 9 í Reykjavík með því, að réttargæslustefndi, Halldór Einarsson, seldi eignarhlutann stefndu, Jónínu, en hins vegar krefst stefnandi viðurkenningar á eignarrétti að þessum eignarhluta, fái skaðabótakrafa sín ekki framgang. Við mat á kröfum stefnanda þarf í báðum tilvikum að kanna eignar- heimildir réttargæslustefnda, Halldórs Einarssonar, að umdeildu húsrými. Niðurstaða málsins grundvallast á eignarheimild hans til þess hluta í kjall- ara húseignarinnar Sólvallagötu 9, Reykjavík, sem hér er til umfjöllunar. Réttargæslustefndi hefur því að mati dómsins aðilastöðu í málinu. Það er því álit dómsins, að óhjákvæmilegt hafi verið að stefna Halldóri Einarssyni til að þola kröfur í málinu í stað þess að stefna honum eingöngu til réttargæslu. Því ber með vísan til 1. og 2. tl. 18. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi. 2367 Rétt þykir með vísan til 2. tl. 130. gr. laga nr. 91/991 um meðferð einka- mála, að stefnandi greiði stefndu, Jónínu, málskostnað, sem ákveðst 24.900 kr., og er virðisaukaskattur innifalinn í þeirri fjárhæð. Skúli J. Pálmason héraðsdómari kvað upp þennan úrskurð. Úrskurðarorð: Máli þessu er sjálfkrafa vísað frá dómi. Stefnandi, Ásthildur Sveinsdóttir, greiði stefndu, Jónínu H. Jóns- dóttur, 24.900,00 kr. í málskostnað, þ. m. t. virðisaukaskattur. 2368 Mánudaginn 14. nóvember 1994. Nr. 436/1994. — Ísafoldarprentsmiðja hf. (Leó Löve hdl.) gegn Halldóru Jónsdóttur og Unni Maríu Figved (Kristinn Sigurjónsson hrl.) og Halldóra Jónsdóttir og Unnur María Figved (Kristinn Sigurjónsson hrl.) gegn Ísafoldarprentsmiðju hf. Leó E. Löve (Leó Löve hdl.) Birgi Páli Jónssyni Jóni Guðmundssyni (Skúli Pálsson hrl.) og Eygló Guðmundsdóttur Kærumál. Málskostnaður. Frávísun frá Hæstarétti. Kæruheimild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Sóknaraðili skaut þessu máli til Hæstaréttar með kæru 20. októ- ber 1994, sem barst með kærumálsgögnum 1. nóvember sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness, upp kveðinn 6. október 1994, þar sem sóknaraðila var gert að greiða varnaraðilum, Halldóru Jónsdóttur og Unni Maríu Figved, málskostnað, að fjárhæð 50.000 krónur, auk virðisaukaskatts í máli varnaraðilanna á hendur sóknaraðila og fleirum, en það mál féll að öðru leyti niður. Sóknar- aðili vísar ekki til lagaákvæða um kæruheimild. Hann krefst, að hin- um kærða úrskurði verði breytt á þá leið, að málskostnaður, sem var ákveðinn þar, verði felldur niður eða lækkaður stórlega. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðilanna sam- eiginlega. 2369 Varnaraðilar, Halldóra Jónsdóttir og Unnur María Figved, lýstu yfir kæru á fyrrnefndum úrskurði 25. október 1994. Þær krefjast þess aðallega, að sér verði dæmdur málskostnaður sameiginlega úr hendi sóknaraðila ásamt Leó E. Löve, Birgi Páli Jónssyni, Jóni Guðmundssyni og Eygló Guðmundsdóttur og að málskostnaður verði hækkaður verulega. Til vara krefjast þær þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefjast þær kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Leó E. Löve krefst þess, að hann verði sýknaður af kröfum varnaraðila, Halldóru og Unnar Maríu, og að þeim verði gert að greiða sér kærumálskostnað, sem verði dæmdur með álagi vegna til- efnislauss málskots. Birgir Páll Jónsson og Jón Guðmundsson krefjast þess aðallega, að kröfum varnaraðila, Halldóru og Unnar Maríu, verði vísað frá Hæstarétti og sér verði dæmdur kærumálskostnaður úr hendi varnaraðila. Til vara krefjast þeir sýknu af kröfum varnaraðilanna og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Eygló Guðmundsdóttir krefst þess aðallega, að „kæra Halldóru Jónsdóttur og Unnar Maríu Figved til Hæstaréttar verði ekki tekin til meðferðar fyrir réttinum“ og þeim verði gert að greiða sér kæru- málskostnað, en til vara krefst hún sýknu af kröfum þeirra og máls- kostnaðar úr hendi þeirra í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómkrafa varnaraðila, Halldóru og Unnar Maríu, í héraði var sú, að öðrum aðilum að málinu yrði gert sameiginlega að greiða þeim skuld, að fjárhæð 75.316 krónur, ásamt vöxtum og málskostnað. Undir rekstri málsins var skuldin greidd varnaraðilum að öðru leyti en krafa þeirra um málskostnað, og gekk hinn kærði úrskurður um þá kröfu. Ef dómur hefði gengið í héraði um kröfuna, sem varnaraðilar sóttu í málinu, væri skilyrðum ekki fullnægt til að áfrýja þeim dómi nema með leyfi Hæstaréttar, sbr. 1. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 6. gr. laga nr. 38/1994 um breyting á þeim lögum. Samkvæmt eðli máls verður þeim ákvæðum jafnframt beitt um málskot þetta, sbr. einnig 4. mgr. 150. gr. sömu laga. Ber því að vísa málinu í heild sjálfkrafa frá Hæstarétti. Rétt er, að aðilar beri hver um sig kostnað sinn af kærumálinu. 5 Hæstaréttardómar ÍV 2370 Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. október 1994. Úrskurður þessi er kveðinn upp að loknum málflutningi aðila um máls- kostnað, sem fram fór í dag, 6. október 1994. Stefna í máli þessu var gefin út 12. apríl á þessu ári og málið höfðað með birtingu hennar 14. og 20. apríl. Það var þingfest 26. apríl. Stefnendur eru Halldóra Jónsdóttir, kt. 100557-7119, Þórsgötu 19, Reykja- vík, og Unnur María Figved, kt. 150335-3459, Garðastræti 43, Reykjavík. Stefnt er Leó E. Löve, kt. 250348-2969, Klapparstíg 1, Reykjavík, f. h. Ísa- foldarprentsmiðju, kt. 660169-0329, og einnig persónulega ásamt Birgi Páli Jónssyni, kt. 160251-3609. Sjávargrund 10, Garðabæ, Jóni Guðmundssyni, kt. 200442-2539, Hegranesi 24, Garðabæ, og Eygló Guðmundsdóttur, kt. 031249-4309, Breiðvangi 34, Hafnarfirði, öllum óskipt, til greiðslu á 60.495 kr. og 14.821 kr. í virðisaukaskatt auk dráttarvaxta frá 1. janúar 1994 skv. III. kafla laga nr. 25/1987 af 60.495 kr. Stefnendur krefjast enn fremur máls- kostnaðar að mati dómsins og virðisaukaskatts af honum. Útivist varð þegar við þingfestingu af hálfu Ísafoldarprentsmiðju hf. og Leós E. Löve, en stefndu Birgir Páll, Jón og Eygló tóku til varna. Stefndu Birgir Páll Jónsson og Jón Guðmundsson gerðu þá kröfu aðal- lega, að málinu yrði vísað frá dómi, en til vara, að þeir yrðu sýknaðir af öll- um kröfum stefnenda. Þeir kröfðust þess jafnframt, að stefnendum yrði dæmt in solidum að greiða sér málskostnað að mati dómsins, er bæri 24,5% virðisaukaskatt ofan á málflutningsþóknun. Stefnda Eygló Guðmundsdóttir krafðist þess aðallega, að málinu yrði vísað frá dómi og að sér yrði dæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnenda að mati dómsins. Til vara krafðist hún þess, að hún yrði sýknuð af öllum kröfum stefnenda og sér dæmdur málskostnaður. Hún krafðist virðisaukaskatts ofan á málflutningsþóknun. Í Þinghaldi 13. september sl. skýrði lögmaður stefnenda frá því, að Eirík- ur Rafn Magnússon, sem væri í þann veginn að kaupa hús Ísafoldarprent- smiðju hf. ásamt fleirum, hefði greitt sér stefnukröfu í máli þessu. Fyrir hönd stefnenda félli hann því frá kröfum í málinu nema kröfunni um máls- kostnað. Í dag skýrði lögmaður stefnenda frá því, að Eiríkur Rafn hefði greitt sér stefnukröfuna með 60.495 kr. og 6.100 kr. í dráttarvexti og 14.000 2371 kr. í virðisaukaskatt. Vegna forfalla lögmanns stefndu Birgis Páls Jónssonar og Jóns Guðmundssonar, Guðmundar Markússonar hrl., var málflutningi um málskostnað frestað þangað til í dag. Stefndu, þau sem til varna hafa tekið, eru ásamt Leó E. Löve stjórnar- menn í Ísafoldarprentsmiðju hf. Í málflutningi um málskostnað var að ósk dómara fjallað um þann þátt málsins, hvort stefndu væru persónulega ábyrg fyrir stefnukröfunni, svo sem fram er haldið í stefnu, og er þar vitnað til 1. mgr. 132. gr. hlutafélagalaga nr. 32/1978 þessu til stuðnings. Þessu mótmæla stefndu. Telja þau, að tilvitnað lagaákvæði verði ekki túlkað svo, að stefndu verði samkv. því gerð persónulega ábyrg fyrir stefnukröfunni. Hefði því átt að sýkna þau, ef málið hefði gengið til efnisdóms. Í málflutningi í dag vísaði lögmaður stefnenda máli sínu til stuðnings í 134. gr. hlutafélagalaga, þar sem í máli þessu væri um fjárdrátt að ræða. Dómari fellst á það með stefndu Eygló Guðmundsdóttur. Birgi Páli Jóns- syni og Jóni Guðmundssyni, að þau hefði átt að sýkna af kröfu stefnanda, ef efnisdómur hefði gengið í málinu. Hið sama gildir um stefnda Leó E. Löve persónulega. Ekki liggur fyrir í máli þessu, að um saknæma háttsemi stefndu hafi verið að ræða. Athuga ber, að ekki var úrskurðaður málskostnaður, þegar skorið var úr um frávísunarkröfu stefndu, heldur ákveðið, að hann skyldi bíða lokaniður- stöðu í málinu. Að framanrituðu athuguðu þykir dómara rétt, að stefnda Ísafoldarprent- smiðja hf. greiði stefnendum 50.000 kr. í málskostnað auk virðisaukaskatts, en málskostnaður falli að öðru leyti niður í máli þessu, enda telur dómari, að 1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 eigi ekki við um málshöfðun stefnenda á hendur stefndu Leó E. Löve. Birgi Páli Jónssyni, Jóni Guðmundssyni og Eygló Guðmundsdóttur. Finnur Torfi Hjörleifsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Stefnda, Ísafoldarprentsmiðja hf., greiði stefnendum, Halldóru Jónsdóttur og Unni Maríu Figved, 50.000 kr. í málskostnað auk virðisaukaskatts. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður í máli þessu. 2312 Mánudaginn 14. nóvember 1994. Nr. 431/1994. Haukur G. Gunnarsson (Kjartan Reynir Ólafsson hrl.) gegn Ólafi Magnússyni (Hjalti Steinþórsson hrl.) Kærumál. Málskostnaður. Frávísun frá Hæstarétti. Kæruheimild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. október 1994, sem barst Hæstarétti 25. sama mánaðar. Um kæruheimild er vísað til g-liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einka- mála. Hann krefst þess, að úrskurði héraðsdómara verði breytt þannig, að greiðsla málskostnaðar til varnaraðila verði felld niður, en til vara, að málskostnaðarfjárhæð verði verulega lækkuð. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. Dómkrafa sóknaraðila í héraði var sú, að varnaraðila yrði gert að greiða sér skuld, samtals að fjárhæð 189.390 krónur, ásamt vöxtum og málskostnaði. Málið var fellt niður með samkomulagi aðila, en úrskurður gekk um kröfu varnaraðila um greiðslu málskostnaðar. Ef dómur hefði gengið í héraði um þá kröfu, sem sóknaraðili hafði uppi í málinu, væri skilyrðum ekki fullnægt til að áfrýja þeim dómi nema með leyfi Hæstaréttar, sbr. 1. mgr. 152. gr. laga nr. 91/ 1991, sbr. 6. gr. laga nr. 38/1994 um breyting á þeim lögum. Sam- kvæmt eðli máls verður þeim ákvæðum jafnframt beitt um málskot þetta, sbr. einnig 4. mgr. 150. gr. sömu laga. Ber því að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Dæma ber sóknaraðila til að greiða varnaraðila kærumálskostn- að, eins og Í dómsorði greinir. 2373 Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Haukur G. Gunnarsson, greiði varnaraðila, Ólafi Magnússyni, 30.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. september 1994. Mál þetta höfðaði Haukur G. Gunnarsson, kt. 261252-5549, á hendur Ólafi Magnússyni, kt. 010936-3499, með stefnu, þingfestri 24. febrúar sl. Í stefnu er þær kröfur gerðar, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefn- anda skuld, að fjárhæð 189.390 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 111. kafla vaxtalaga af 97.882 krónum frá 1. október 1990 til 10. ágúst 1992, en af stefnufjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Í þinghaldi nú í dag ítrekaði talsmaður stefnanda ósk sína um, að málið yrði fellt niður, en talsmaður stefnda krafðist ríflegs málskostnaðar, en gerði enga athugasemd við, að málið yrði fellt niður. Af hálfu stefnda hefur verið lögð fram greinargerð og fjöldi dómskjala, þar sem leitast er við að hnekkja staðhæfingum í stefnu, sem talsmaður stefnda hefur nú lýst, að séu rangar. Við ákvörðun málskostnaðar stefnda verður að líta til þessa, og þykir hann hæfilega ákveðinn 75.000 krónur, og er þá ekki tekið tillit til reglna um virðisaukaskatt. Úrskurðarorð: Mál þetta er fellt niður. Stefnandi. Haukur G. Gunnarsson, greiði stefnda, Ólafi Magnús- syni, 75.000 krónur í málskostnað. 2374 Miðvikudaginn 16. nóvember 1994. Nr. 443/1994. — Íselco sf. (Ásgeir Þór Árnason hrl.) gegn Jóhanni Pétri Margeirssyni (Ólafur B. Árnason hrl.) Kærumál. Kyrrsetning. Frávísun frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut þessu máli til Hæstaréttar með kæru 26. októ- ber 1994, sem barst réttinum 8. nóvember sl. Kæruheimild er í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o. fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga um aðför nr. 90/1989, eins og þeim var breytt með 102. gr. laga nr. 92/1991. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykja- víkur, upp kveðinn 21. október 1994, þar sem tekin var til greina krafa varnaraðila um að ómerkja ákvörðun sýslumannsins í Reykja- vík um endurupptöku kyrrsetningargerðar, sem hafði farið fram hjá varnaraðila að kröfu sóknaraðila. Sóknaraðili krefst þess aðallega, að máli þessu verði vísað frá héraðsdómi, en til vara, að „kyrrsetn- ingargerð sýslumannsins í Reykjavík, dags. 15. 8. 1994, verði stað- fest“. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar. I. Málsatvikum er lýst í hinum kærða úrskurði. Eins og þar kemur fram, leitaði sóknaraðili eftir því við sýslumanninn í Reykjavík, að kyrrsetningargerð, sem hafði farið fram að kröfu hans hjá varnar- aðila 10. mars 1994, yrði endurupptekin í því skyni, að eignir, sem höfðu verið kyrrsettar, yrðu virtar til peningaverðs. Þessi málaleitan sóknaraðila var tekin fyrir af fulltrúa sýslumanns 10. ágúst 1994, og var þá meðal annars bókað eftirfarandi í gerðabók: „Gerðarbeiðandi fer fram á endurupptöku til nánari skráningar á virðingarverðmæti eigna, sem kyrrsettar voru 10. mars 1994. 2375 Gerðarþoli er sjálfur mættur og með honum Ólafur Ragnarsson hrl. Þeim er kynnt krafa gerðarbeiðanda. Lögmaður gerðarþola krefst þess, að beiðni gerðarbeiðanda um endurupptöku verði hafn- að, þar sem ekki sé lagaheimild fyrir henni. Hann segir heimild í 3. tl. 22. gr. 1. nr. 31/1990 ekki eiga við í þessu tilviki. Að kröfu gerðarbeiðanda ákveður fulltrúi sýslumanns, að gerðin fari fram. Lögmaður gerðarþola kveðst munu bera þá ákvörðun undir héraðsdómara. Lögmaður gerðarþola krefst þess, að trygging frá gerðarbeiðanda verði hækkuð. Ftr. sýslumanns hafnar því að endur- skoða tryggingarfjárhæð. Lögmaður gerðarbeiðanda leggur fram nr. 3-16 veðbókarvottorð 0. fl. gögn varðandi verðmæti eignanna. Ftr. sýslumanns ákveður að fresta gerðinni til 15. ágúst nk. kl. 11.30, og mun þá virðing hans á eignum liggja fyrir. Mættum kynnt bókunin án athugasemda. Hinn 15. ágúst 1994 var gerðin síðan tekin fyrir að nýju, og lá þá fyrir virðing fulltrúans á eignum gerðarþola. Með henni þótti stað- reynt, að eignirnar nægðu ekki fyrir kröfu gerðarbeiðanda, og var gerðinni því lokið án árangurs að hluta. Í framhaldi af þessu beindi lögmaður varnaraðila málinu til Héraðsdóms Reykjavíkur með bréfi 16. ágúst 1994. Um heimild til að bera málið undir dóm á þennan hátt var vísað í bréfinu til V. kafla laga nr. 31/1990 og V. þáttar laga nr. 90/1989. 11. Í V. kafla laga nr. 31/1990 eru heimildir handa aðilum að kyrrsetn- ingargerð til að leita dómsúrlausnar, áður en gerðinni er endanlega lokið, til að fá leyst úr um lögmæti ákvarðana sýslumanns um atriði, sem varða heimild til gerðarinnar og framkvæmd hennar, svo og um synjun hans um að verða við beiðni um endurupptöku gerðar. Um rétt gerðarþola til að leita á þessu stigi úrlausnar um atriði varðandi heimild til kyrrsetningargerðar eða framkvæmd hennar er mælt svo fyrir í 1. mgr. 34. gr. laganna, að þetta geti hann því aðeins gert, að gerðarbeiðandi mótmæli því ekki og gerðarþoli hafi uppi kröfu sína um þetta við sýslumann, áður en lengra er haldið við framkvæmd gerðarinnar. Gerðarþoli getur þó einnig gert kröfur fyrir dómi um 2376 slíkt atriði, ef gerðarbeiðandi leitar dómsúrlausnar um þau fyrir sitt leyti í skjóli heimilda sinna til þess í 33. gr. laga nr. 31/1990. Í lögum nr. 31/1990 eru gerðarþola ekki veitt önnur úrræði en þessi til að fá leyst sérstaklega úr fyrrgreindum atriðum fyrir dómi, áður en kyrrsetningargerð er lokið. Í máli um staðfestingu kyrrsetn- ingar samkvæmt VI. kafla laganna getur gerðarþoli á hinn bóginn borið fyrir sig slíkt atriði til að leitast þar við að fá gerðinni hnekkt. 11. Samkvæmt því, sem er getið að framan, gat varnaraðili ekki með réttu leitað sérstakrar dómsúrlausnar til að fá hnekkt ákvörðun sýslumanns um endurupptöku kyrrsetningargerðar sóknaraðila gegn sér nema í skjóli 1. mgr. 34. gr. laga nr. 31/1990. Samkvæmt ákvæðinu var heimild varnaraðila til þess háð því, að sóknaraðili hefði ekki mótmælt, að mál um þetta yrði þegar lagt fyrir dóm. At fyrrgreindri bókun í gerðabók sýslumanns verður að vísu ekki ráðið, að sóknaraðili hafi berum orðum mótmælt, að varnaraðili fengi að bera ágreining þeirra um endurupptöku gerðarinnar sér- staklega undir héraðsdóm. Á hinn bóginn er til þess að líta, að við þetta tækifæri var bókað eftir lögmanni varnaraðila, að hann „kveðst munu bera“ ákvörðun fulltrúa sýslumanns um þetta undir héraðsdóm. Samkvæmt þessu krafðist lögmaðurinn ekki þá þegar dómsúrlausnar um ákvörðunina, svo sem ber að gera samkvæmt 1. mgr. 34. gr. laga nr. 31/1990. Eins og þessari yfirlýsingu af hálfu varnaraðila var háttað, verður ekki talið, að sóknaraðili hafi haft ástæðu til að mótmæla því sérstaklega, að ágreiningsefnið yrði lagt fyrir dóm, enda beindist yfirlýsingin eftir hljóðan sinni ekki að því, að varnaraðili vildi notfæra sér úrræði samkvæmt fyrrnefndu laga- ákvæði. Í þessu sambandi verður einnig að huga að því, að þótt þessi yfirlýsing af hálfu varnaraðila væri komin fram, gerði hann engar athugasemdir við, að framkvæmd gerðarinnar yrði haldið áfram, en það gat ekki samræmst því, að réttilega hafi verið leitað dómsúrlausnar samkvæmt V. kafla laga nr. 31/1990, sbr. 1. mgr. 38. gr. laganna og 86. gr. laga um aðför nr. 90/1989. At þessum ástæðum verður ekki fallist á, að skilyrðum 1. mgr. 34. gr. laga nr. 31/1990 hafi verið fullnægt, til að varnaraðili leiti, eins og gert er í máli þessu, sérstakrar dómsúrlausnar um ómerkingu á 2377 ákvörðun sýslumanns um endurupptöku kyrrsetningargerðar sóknar- aðila á hendur honum. Verður því að taka til greina aðalkröfu sóknaraðila og fella úr gildi hinn kærða úrskurð og vísa málinu frá héraðsdómi. Eftir atvikum er rétt, að aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstaréti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. október 1994. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 4. október 1994. var þingfest á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. september 1994. Sóknaraðili er Jóhann Pétur Margeirsson, kt. 050658-4149, Fjarðarási 24, Reykjavík. Varnaraðili er Íselco st., kt. 600171-0469, Skeifunni 11 D, Reykjavík. Sóknaraðili gerir þær kröfur, að ákvörðun sýslufulltrúans í Reykjavík, er tekin var við endurupptöku kyrrsetningargerðar nr. K-37/1994 í málinu Ís- elco sf. gegn Jóhanni Pétri Margeirssyni, verði breytt þannig. að beiðni gerðarbeiðanda um endurupptöku verði hafnað. Þá krefst sóknaraðili máls- kostnaðar að mati dómsins. Varnaraðili gerir þær kröfur, að staðfest verið ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík, sem tekin var 10. ágúst 1994 í málinu K-37/1994. Enn fremur krefst hann málskostnaðar að mati dómsins. Niðurstaða. Mál þetta snýst um það, hvort sýslufulltrúinn í Reykjavík hafi mátt heim- ila endurupptöku kyrrsetningargerðar, er fram fór 10. mars 1994. til „nánari skráningar á virðingarverðmeæti“ eigna þeirra, sem þá voru kyrrsettar. Í endurriti úr gerðabók sýslumanns frá 10. ágúst 1994 kemur fram, að lög- maður gerðarþola kveðst munu bera þá ákvörðun sýslufulltrúa að heimila endurupptöku undir héraðsdómara, og er þeirri yfirlýsingu lögmanns gerðarþola ekki mótmælt af hálfu gerðarbeiðanda. Með vísan til 1. mgr. 34. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu og lögbann verður að telja, að gerðarþola hafi verið heimilt að krefjast úrlausnar héraðsdómara um þá ákvörðun sýslumanns, að gerðin færi fram, enda 2378 komu engin mótmæli fram frá gerðarbeiðanda, er krafan var höfð uppi. Verður því að telja ágreiningsefni þetta eiga undir héraðsdóm. Þá verður að skilja kröfugerð sóknaraðila á þann veg, að í henni felist krafa um, að ákvörðun sýslumanns verði ómerkt. Í 3. tl. 22. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu og lögbann er að finna heimild til handa gerðarbeiðanda til að fá gerð endurupptekna í því skyni, að kyrrsettar eignir verði skrásettar með nánari hætti en áður var gert. Í at- hugasemdum með lagaákvæðinu kemur fram, að reglur greinarinnar séu sniðnar eftir fyrirmælum 9. kafla laga nr. 90/1989 um endurupptöku fjár- námsgerðar. Í athugasemdum með 66. gr. þeirra laga, sem heyrir undir 9. kafla laganna, segir, að gerðarbeiðanda geti verið nauðsyn á að láta skrá- setja hið fjárnumda nánar en gert var í upphafi, þ. e. skrásetning einstakra muna, þegar fjárnám hefur t. d. verið gert í safni lausafjármuna. Samkvæmt nefndu ákvæði er því ekki gert ráð fyrir, að endurupptaka kyrrsetningar gerðar sé heimil, þótt nauðsyn beri til að leggja fjárhagslegt mat á muni þá, sem kyrrsettir hafa verið, enda verður ósk um virðingu eigna til peninga- verðs að koma fram í upphafi gerðar, en ekki, eftir að kyrrsetning hefur farið fram, sbr. 15. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu og lögbann, sbr. og 36. — 50. gr. aðfararlaga nr. 90/1989. Með vísan til ofangreinds verður því á það fallist með sóknaraðila, að endurupptaka kyrrsetningargerðar sé ekki heimil í þeim tilgangi að leggja fjárhagslegt mat á þá muni, sem kyrrsettir hafa verið. Verður með vísan til 35. gr. laga nr. 31/1990, sbr. 90. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, að fallast á kröfu sóknaraðila um, að ákvörðun sýslufulltrúa um að heimila endurupptöku kyrrsetningargerðar, er fram fór 10. mars 1994, verði ómerkt. Með hliðsjón af þessari niðurstöðu greiði varnaraðili sóknaraðila 45.000 kr. í málskostnað, þar með talinn virðisaukaskattur. Ingveldur Einarsdóttir, fulltrúi dómstjóra, kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um endurupptöku kyrrsetn- ingargerðar, sem fram fór 10. mars 1994, í málinu Íselco sf. gegn Jóhanni P. Margeirssyni, er ómerkt. Varnaraðili greiði sóknaraðila 45.000 kr. í málskostnað, þar með talinn virðisaukaskattur. 2379 Fimmtudaginn 17. nóvember 1994. Nr. 428/1991. — Plastos hf. (Logi Guðbrandsson hrl.) gegn Tove Engebretsen (Magnús M. Norðdahl hdl.) Skaðabætur. Vinnuslys. Örorka. Miski. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 25. október 1991 með heimild í 36. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands. Krefst hann sýknu af öllum kröfum stefndu og málskostnaðar í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti lýstu lögmenn aðila því yfir, að hér fyrir rétti væri eingöngu deilt um bótaskyldu. Í vottorði verkstjóra áfrýjanda og framburði hans fyrir dómi kom fram, að fyrir hafi komið, að starfsfólk áfrýjanda ofreyndi sig í baki við verk það, er stefnda vann. Mátti áfrýjanda því vera ljóst, að hætta gat steðjað að starfsfólki í þessum efnum. Enda þótt haft hafi verið á orði við stefndu, að hún leitaði aðstoðar við umrætt verk, er ljóst, að markviss fyrirmæli höfðu ekki verið gefin um það, og hafði hún iðulega unnið verkið ein. Þykir hafa á skort, að séð væri fyrir starfsskipulagi, er tryggði öryggi að þessu leyti, sbr. 21. gr. og 23. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöð- um. Að því öryggi var áður stuðlað með því að sjá fyrir tæki til að lyfta hinum þungu plastefniskeflum, sem stefndu var ætlað að setja í umrædda vél. Var það tæki orðið ónothæft, án þess að annað kæmi í staðinn, þegar stefnda hóf störf. Verður að líta svo á, að vinnuað- staða við umrædda vél hafi ekki verið með þeim hætti, sem boðið var í 7. gr. reglna um öryggisbúnað véla nr. 492/1987. Að þessu athuguðu, en að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir bera að staðfesta hann. 2380 Dæma ber áfrýjanda til að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Hefur þá ekki verið tekið til- lit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Plastos hf., greiði stefndu, Tove Engebretsen, 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Sératkvæði Péturs Kr. Hafstein Í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og Öryggi á vinnu- stöðum er að finna almennar leiðbeiningarreglur um starfsumhverfi í atvinnurekstri. Aðstæður og atvik í þessu máli voru ekki með þeim hætti, að skaðabótaábyrgð áfrýjanda vegna heilsutjóns stefndu verði byggð á þeim. Ekki var um að ræða hættulegar vélar, og engum öryggisbúnaði var áfátt. Nægilega er í ljós leitt, að til þess var ætlast af yfirmönnum á vinnustaðnum, að starfsfólk rétti hvert öðru hjálparhönd við að lyfta hinum þungu plastrúllum, ef það teldi þess þörf. Þetta var stefndu ljóst, og hefur ekki verið sýnt fram á, að verkstjórn hafi um það verið ábótavant. Stefnda virðist hafa verið hamhleypa til verka og leiddist þófið, þegar sá, sem hún kallaði til aðstoðar í umrætt sinn, lét á sér standa. Fyrir dómi kvað hún sér þá hafa verið nóg boðið, og hafi hún reiðst mjög. Svo er að sjá sem hún hafi þá í bræði sinni þrifið plastrúlluna á loft, misst hana úr höndum sér og gripið til hennar aftur, og hafi þá komið sá slinkur á bakið, sem heilsutjón hennar stafar af. Ekki liggur fyrir, að stefnda hafi kallað til annarra en þessa eina starfsmanns. Á því verður ekki byggt við úrlausn málsins, að hún hafi ekki átt kost á aðstoð. Hún kaus sjálf að haga verki sínu með framangreindum hætti og hlýtur að bera á því fulla ábyrgð, eins og hér háttar til. Ber því að sýkna áfrýjanda af öllum kröfum stefndu. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 25. mars 1991. Mál þetta, sem var dómtekið 18. mars 1991, hefur Tove Engebretsen iðn- verkakona, áður til heimilis að Mjóstræti 10B Reykjavík, en nú með óupp- lýstu heimilisfangi í Noregi, höfðað fyrir dóminum á hendur Plastos hf., 2381 Krókhálsi 6, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta og miskabóta auk vaxta og málskostnaðar vegna vinnuslyss, sem hún varð fyrir 12. september 1988 á 35. aldursári, fædd 8. apríl 1954. Stefnandi var að vinna við að stjórna og gæta plastpokavélar, sem sker plastpokaefni af kefli í verksmiðju stefnda að Krókhálsi 6. Meðal skyldustarfa hennar var að taka kefli af lágu vörubretti, bera þau stutta vegalengd og þræða upp á staut á vélinni. Um kl. 13.00-14.00, þegar stefnandi var að lyfta upp einu keflinu, missti hún tökin og greip það í fallinu. Við það kom hnykkur á mjóhrygginn, og var hún síðan skorin upp við brjósklosi í baki 2. janúar 1989. Stefnanda hefur verið metin 100% örorka í fimmtán mánuði, 50% í tvo mánuði og síðan 30% varanlega. Hinn 15. mars 1991 mat tryggingastærð- fræðingur höfuðstólsverðmæti vinnutekjutaps vegna tímabundinnar örorku á 1.201.300 kr., vegna varanlegrar örorku, 3.937.800 kr., samtals 5.139.100 kr., og verðmæti tapaðra lífeyrisréttinda 236.300 kr., allt miðað við verðlag á slysdegi. Stefnanda voru greiddar 277.500 kr. í laun fyrir tímabilið 13. september til 31. desember 1988. Hún hefur fengið greiddar 564.401,00 kr. í örorkubætur frá Tryggingastofnun ríkisins og 5. október 1989 282.117 kr. frá réttargæslustefnda úr slysatryggingu launþega. Stefnandi krefst greiðslu 4.434.165 kr. ásamt {nánar tilgreindum vöxtum og málskostnaðil. Stefnandi hefur lagt fram málskostnaðarreikning, að fjárhæð 682.6899 kr. (sic). Hún sundurliðar aðalkröfu sína þannig: Höfuðstóll varanlegrar Örorku „dd... kr. 3.937.800 Frádráttur vegna skattfrelsis og eingreiðslu, 25% ..... (- 984.450) Tímabundin Örorka ...............e0.0eee ene rererrrr rr — 1.201.300 Töpuð lífeyrisréttindi .....................000. 0... - 236.300 Miskabætur ...........0..0.....00 000 — „-1.000.000 Samtals kr. 5.390.950 Frádráttur: Slysdagsverðmæti atvinnuslysatryggingar .................. (kr. 253.133) Slysdagsverðmæti greiðslna frá Tryggingastofnun ...... (- 502.029) Laun í slysaforföllum dd... (- 201.623) Samtals kr. 4.434.165 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar. Ábyrgð hf. hefur verið stefnt til réttargæslu sem ábyrgðartryggjanda stefnda. Engar kröfur eru gerðar á hendur félaginu, og af þess hálfu eru ekki heldur gerðar kröfur í málinu. Réttargæslustefndi hefur skilað greinar- gerð með stefnda og tekið undir málsástæður hans. Stefnandi reisir kröfugerð sína á almennu skaðabótareglunni og reglum 2382 um aukna ábyrgð atvinnurekanda vegna ófullnægjandi tækja og aðbúnaðar á vinnustað, en hún telur vélina hafa verið vanbúna og vinnuaðstöðu hafa verið áfátt og að stefndi beri ábyrgð á því, sem áfátt var. Jafnframt er vísað til laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Af hálfu stefnda er því aðallega haldið fram, að slysið verði hvorki rakið til gáleysis stefnda né manna, sem hann ber ábyrgð á, svo að bótaábyrgð verði ekki reist á sakarreglunni, en í reynd sé ekki byggt á víðtækari ábyrgðarreglu af hálfu stefnanda. Til vara er dómkröfum mótmælt sem of háum. Í því sambandi krefst stefndi þess, að gerður verði frádráttur vegna skattfrelsis miðað við fulla skattprósentu, 39,97%. Orsakir sjúkdóms stefnanda verða ekki raktar til leyndrar bilunar eða galla í þeim tækjum, sem stefnandi vann við. Verður því einvörðungu að leysa úr því, hvort forráðamenn eða starfsmenn stefnda hafi gerst sekir um saknæmt atferli, sem stefndi beri ábyrgð á. Eftir því sem næst verður komist, var keflið, sem stefnandi var að fást við, þegar óhappið varð, 50-70 kg. Upphaflega var notað lyftitæki við að koma keflunum í vélina. en það tæki var orðið ónýtt, þegar stefnandi hóf störf í verksmiðjunni 24. júní 1988. Henni var ætlað að lyfta um það bil 10 keflum á hverri vakt, en mátti kveðja til aðra starfsmenn að hjálpa sér. Þeg- ar óhappið varð, var langt liðið á vaktina, stefnandi búin að lyfta 8-9 kefl- um og orðin þreytt. Hún bað því nærstaddan starfsmann að hjálpa sér, en þegar hann sinnti ekki þeirri beiðni, reiddist stefnandi og þreif upp keflið með áður greindum afleiðingum. Stefnandi vann út vaktina og leitaði síðan til trúnaðarlæknis stefnda, en kom ekki meir til starfa. Eftir óhappið var út- vegað nýtt lyftitæki. Hvorki var lögreglu né Vinnueftirliti ríkisins gert við- vart um óhappið. Að frumkvæði umboðsmanns stefnanda fór fram lög- reglurannsókn í febrúar 1989, og í tengslum við þá rannsókn fór fram vett- vangsathugun á vegum Vinnueftirlits ríkisins. Niðurstaða þeirrar athugunar er, að það sé ofviða einum starfsmanni að vinna það verk, sem slysinu olli; til þess að verkið verði örugglega unnið, þurfi lyftibúnað. Dómarinn hefur gengið á vettvang. Stefnandi hefur gefið aðilaskýrslu. og vitni hafa verið leidd. Samkvæmt Í. gr. laga nr. 46/1980 bar stefnda að tryggja stefnanda öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi í samræmi við tækniþróun. Skv. 13. gr., sbr. 31. gr. og 42. gr. s. 1., bar honum að tryggja, að gætt væri fyllsta starfsöryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað og í vinnutilhögun. Sam- kvæmt grunnreglu 2. mgr. 23. gr., sbr. 14. gr., bar stefnanda að tryggja, að hættu á slysum og sjúkdómum væri afstýrt. Í samræmi við álit Vinnueftirlits ríkisins þykir verða að telja, að sú til- högun, sem höfð var á framkvæmd verksins, sem stefnandi var að vinna. 2383 þegar óhappið varð, hafi verið óhæfileg og boðið heim hættu á bakveiki. A þessum vanbúnaði þykir stefndi bera ábyrgð samkvæmt reglum um ábyrgð atvinnurekenda á afleiðingum vanrækslu starfsmanna sinna og forráða- manna. Hins vegar verður að telja, að stefnandi hafi farið svo óvarlega að við verk sitt, að hún hljóti að bera hluta af tjóni sínu án bóta. Þykir þessi hluti hæfilega ákveðinn 1/4. Við ákvörðun bóta fyrir fjártjón þykir bera að taka tillit til eftirtalinna atriða: — Örorkumats, — örorkutjónsútreiknings, — hagræðis af eingreiðslu, — skattfrelsis bóta og — greiðslna, sem stefndi hefur fengið upp í tjón sitt. Fjártjón stefnanda þykir hæfilega áætlað 3.690.000 kr. Þegar tekið hefur verið hæfilegt tillit til greiddra launa í slysaforföllum og greiðslu frá réttar- gæslustefnda og Tryggingastofnun ríkisins, lækkar þessi fjárhæð í 2.725.000 kr. Miski þykir hæfilega metinn 225.000 kr. Óbætt tjón stefnanda reiknast því 2.950.000 kr., og af því ber stefnda samkvæmt framansögðu að greiða 3/4, þ. e. 2.212.500 kr., auk vaxta og kostnaðar. Tryggingastærðfræðingurinn miðar í útreikningum sínum við einfalda sparisjóðsvexti af almennum sparisjóðsbókum Landsbanka Íslands, eins og þeir hafa verið á hverjum tíma frá slysdegi til útreikningsdags, 25. mars 1991. Stefnandi hefur gert vaxtakröfu sína á sama hátt til þingfestingardags. Vextir sæta ekki ágreiningi. Málskostnaðarreikningur stefnanda hefur ekki sætt andmælum, að því er varðar útreikningsaðferð, og þykir þá málskostnaður hæfilega ákveðinn 530.000 kr. að teknu tilliti til virðisaukaskatts og útlagðs kostnaðar, sem gögn eru um í málinu. Samkvæmt 3. mgr. 175. gr. laga $5/1936, sbr. 21. gr. laga 54/1988 og 10. gr., sbr. 12. gr., laga nr. 25/1987, þykir mega fallast á, að málskostnaðarfjárhæðin beri, ef til kemur, dráttarvexti samkvæmt síðast- nefndum ákvæðum frá ÍS. degi eftir dómsuppsögu, þar með talda vaxta- vexti, að liðnum 12 mánuðum frá upphafsdegi vaxta. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Plastos hf., greiði stefnanda, Tove Engebretsen 2.212.500 kr. með einföldum almennum sparisjóðsvöxtum Landsbanka Íslands frá 12. september 1988 til 26. júní 1990, en með dráttarvöxtum skv. 10. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 25/1987, frá þeim degi til greiðsludags og 530.000 kr. í málskostnað auk sömu dráttarvaxta frá 9. apríl 1991. 2384 Fimmtudaginn 17. nóvember 1994. Nr. 334/1991. — Þrotabú Hlyns Jörundssonar (Magnús Guðlaugsson hdl.) gegn Unni Sigríði Einarsdóttur (Hróbjartur Jónatansson hrl.) Hjón. Kaupmáli. Skilnaðarsamningur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Hlynur Jörundsson áfrýjaði málinu með stefnu 7. ágúst 1991. Bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 13. október 1994, og hefur þrotabúið tekið við aðild málsins. Dómkröfur þess eru þær, að ógiltur verði með dómi kaup- máli milli Hlyns Jörundssonar og stefndu frá 16. desember 1986 og samningur þeirra um skilnaðarkjör 11. janúar 1989. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Í umræddum kaupmála er íbúð að Framnesvegi 17 í Reykjavík, sem stefnda hafði fest kaup á með kaupsamningi 2. júlí 1986, gerð að séreign hennar í fyrirhuguðum hjúskap þeirra Hlyns Jörunds- sonar. Fasteignamat íbúðarinnar er þar sagt vera 1.651.000 krónur og áhvílandi skuldir, sem stefnda tók að sér að greiða, 1.200.000 krónur. Af gögnum málsins verður ráðið, að áhvílandi skuldir á íbúðinni voru á þessum tíma nálægt þeirri fjárhæð. Var þar um að ræða eftirstöðvar yfirtekinna veðskulda samkvæmt kaupsamningi og nýtt lán, er stefnda hafði tekið til þess að greiða með útborgun, en eftirstöðvar hennar námu 802.461 krónu. Ekkert liggur fyrir um það, að Hlynur Jörundsson hafi ekki átt þess kost að kynna sér til hlítar fjárhagslega stöðu stefndu vegna þessa kaupsamnings. Engin haldbær rök hafa verið færð fram fyrir því, að hann hafi verið beitt- ur sviksamlegri launung eða misneytingu við gerð kaupmálans. Með þessari athugasemd verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með skír- skotun til forsendna hans að öðru leyti. 2385 Áfrýjandi skal greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Áfrýjandi, þrotabú Hlyns Jörundssonar, greiði stefndu, Unni Sigríði Einarsdóttur, 60.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómúr bæjarþings Reykjavíkur 10. maí 1991. Mál þetta. sem dómtekið var 10. apríl sl., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 12. janúar 1990, af Hlyni Jörundssyni, kt. 300359-2729. Álfhólsvegi 14. Kópavogi. gegn Unni Einarsdóttur, kt. 270657-5249, Állf- heimum 44, Reykjavík. Dómkröfur. Dómkröfur stefnanda eru þær, að ógiltur verði með dómi kaupmáli, sem gerður var af stefnanda og stefndu í máli þessu 16. desember 1986. Þá krefst stefnandi þess, að samningur um skilnaðarkjör, sem gerður var af stefnanda og stefndu í máli þessu 11. janúar 1989, verði ógiltur með dómi. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefndu |... Af hálfu stefndu er krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefn- anda verði gert að greiða stefndu málskostnað |... Málavextir og málsástæður. Stefnandi kveður málavexti þá, að 18. desember 1986 hafi stefnandi og stefnda gengið í hjónaband. Hinn 16. desember hafi þau gert með sér kaup- mála, þar sem íbúðin að Framnesvegi 17. 2. hæð, Reykjavík, hafi verið gerð að séreign stefndu. Árið 1988 hafi þau afráðið að leita skilnaðar að borði og sæng. Ekki hafi náðst samkomulag um eignaskipti, og hafi lögmaður stefndu vísað eignaskiptum til skiptaréttar Reykjavíkur. Skyldu skiptin tek- in fyrir þar 14. desember 1988, en hafi þá verið frestað að ósk stefndu til ll. janúar 1989. Stefnandi og stefnda hafi þá tekið saman að nýju. Hinn 11. jan- úar 1989 hafi stefnandi og stefnda síðan undirritað samning þann um skiln- aðarkjör, sem í máli þessu er krafist ógildingar á. Leyfi til skilnaðar að borði og sæng hafi verið gefið út 18. janúar 1989. Að því er varðar ógildingu kaupmála, heldur stefnandi fram þeirri máls- ástæðu, að stefnda hafi sviksamlega skýrt rangt frá atvikum, sem máli skiptu um gerð kaupmálans. Svo sem fram komi í fram lögðum kaupmála, 2386 séu áhvílandi veðskuldir á íbúðinni að Framnesvegi 17 taldar vera 1.200.000 kr. Stefnda hafi kveðið þar vera skuld við Byggingasjóð ríkisins, en Jafn- framt, að 700.000 kr. veð væri laust á íbúðinni. Þá hafi stefnda sýnt stefn- anda bankabók með innstæðu upp á 609.000 kr., er hún hafi sagt saman- safnað fé sitt. Árið 1989 hafi stefnandi hins vegar komist að því, að ófram- reiknaðar áhvílandi skuldir á íbúðinni að Framnesvegi 17 á þeim tíma, er kaupmáli var gerður, hafi í raun verið 1.326.539 kr. Á sama tíma hafi 802.461 kr. verið ógreidd af útborgun kaupverðs íbúðarinnar. Þá hafi 700.000 kr. veð ekki reynst laust. Heildargreiðslur stefndu vegna íbúðar- kaupanna frá hjúskaparstofnun og út árið 1987 muni því hafa numið rúm- lega 1.200.000 kr. Stefndu muni hafa verið ljóst, að sér hafi verið um megn að standa undir þessum greiðslum, og því ekki veitt stefnanda réttar upp- lýsingar. þar sem henni hafi verið ljóst, að stefnandi hefði aldrei samþykkt gerð kaupmálans á þeim forsendum, að stefnandi sæi einn um framfærslu fjölskyldunnar, en stefnda eignaðist séreign að verðmæti á aðra milljón. Stefnda hafi algerlega séð um fjármál þeirra í hjúskapnum, þ. á m. skatt- framtöl. Stefnda hafi óskað eftir því, að þau stefnandi teldu fram sem hjón í febrúar 1989, og stefnandi orðið við þeirri bón og látið henni í té allar nauð- synlegar upplýsingar. Síðar hafi komið í ljós, að stefnda hafði ekki talið fram með stefnanda, heldur sem einstaklingur. Hafi það leitt til þess, að stefnandi fékk afrit af eldri skattframtölum stefndu og stefnanda. Á skatt- framtölum þessum, sem stefnandi hafði undirritað með heimild til endur- skoðanda til útfyllingar, hafi stefnda útfyllt sjálf og gefið upp greiðslur og skuldir, sem stefnda hafi dulið stefnanda. Að því er varðar ógildingu samnings um skilnaðarkjör, heldur stefnandi því fram, að hann hafi verið bersýnilega ósanngjarn á þeim tíma, er til hans var stofnað. Við athugun hafi komið í ljós, að bifreiðin Nissan Sunny, ár- gerð 1987, sem í skiptasamningi sé metin á 370.000,00 kr., hafi í raun verið um 490.000 kr. um áramót 1988-1989. Samkvæmt fram lögðum reikningi hafi kaupverð míní-hljómtækja, sem komið hafi í hlut stefnanda samkvæmt samningi um skilnaðarkjör, verið $297 4. mars 1988, rúmar 18.000 kr. á nú- virði, en í áðurgreindum samningi eru þau metin á 75.000 kr. Þá hafi komið í ljós. að útistandandi kröfur samkvæmt 4. gr. skiptasamnings séu óinn- heimtanlegar. Hinn 5. janúar 1989 hafi þau stefnda undirritað samning, þar sem þau hafi lýst yfir því, að skiptasamningur sá, er þau hugðust gera hjá lögmanni annars hvors þeirra, yrði einungis til málamynda, þar sem ætlun þeirra væri að taka saman aftur og draga skilnaðarbeiðni til baka. Í samningnum komi einnig fram, að yrði skilnaðarbeiðnin ekki dregin til baka, skyldu skipti 2387 búsins tekin upp að nýju og því skipt samkvæmt venjulegum skiptareglum um skipti á félagsbúi hjóna. Að því er varðar ógildingu kaupmála, vísar stefnandi annars vegar til 2. mgr. 30. gr. samningalaga nr. 7/1936 og hins vegar til 34. (sic) gr. sömu laga. Um ógildingu samnings um skilnaðarkjör vísar stefnandi til 1. og 2. mgr. 54. gr. laga nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar. Af hálfu stefndu er ekki mótmælt málavaxtalýsingu stefnanda um stofn- un og slit hjúskaparins, en því mótmælt, að málsaðilar hafi tekið upp sam- búð að nýju um áramót 1988/1989. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að sambúðarslit hafi orðið í október 1988. Sýknukröfu sína reisir stefnda á því, að kaupmáli málsaðila sé gerður í samræmi við lagaákvæði um þessi efni. Hann hafi haft að geyma afdráttar- laust og samstundis framkvæmt eignaafsal. Sé í þessu tilviki um að ræða eign, sem stefnda hafi átt, áður en til hjúskapar var stofnað, og eins og 29. gr. laga nr. 20/1923 ráðgerir, hafi verið gerður kaupmáli um eignina. Þegar kaupmálinn var gerður, hafi hann orðið bindandi fyrir stefnanda, hvernig sem ráðist hefði um hjúskap þeirra. Vísað er á bug staðhæfingum um svik og blekkingu sem röngum og ósönnuðum með öllu. Þá er mótmælt stað- hæfingu stefnanda þess efnis, að kaupmáli hafi verið gerður á þeim for- sendum, að stefnda eignaðist séreign, en stefnandi sæi að öllu leyti um framfærslu fjölskyldunnar. Viðbára þessi sé röng, og því til sönnunar kveði stefnda stefnanda hafa verið meira og minna atvinnulausan á hjúskapartím- anum. Stefnda mótmælir vísan stefnanda til ákvæða II. kafla samningalaga nr. 7/1936, þar sem málsástæður á þeim reistar eigi sér ekki lagastoð. 40. gr. samningalaga mæli fyrir um, að ákvæði þeirra laga eigi ekki við um lög- gerninga, er lúti málefnum, sem reglur sifjaréttar gilda um. Verði því að líta svo á, að 40. gr. samningalaga girði fyrir, orðan sinni samkvæmt, að um- ræddum reglum sé beitt í þessu tilviki. Að því er varðar ógildingu samnings um skilnaðarkjör, reisir stefnda sýknukröfu sína á því, að um fullkomlega réttmætan gerning hafi verið að ræða. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á það í skjölum málsins, að samningur um skilnaðarkjör hafi verið bersýnilega ósanngjarn í skilningi 54. gr. laga nr. 60/1972. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn, sem sanni, að verðmæti þeirra eigna, er samningurinn taki til, hafi verið annað en þar getur. Þær útistandandi kröfur, er í skiptasamningi getur og komu í hlut stefnanda, hafi verið ógreidd vinnulaun stefnanda. Í samningnum komi fram, að um óvissar kröfur sé að ræða, og hafnar stefnda þeirri málsástæðu stefnanda, að hún eigi að bera nokkurn halla af því, að þær reynist nú óinnheimtan- legar. 2388 Stefnda hafnar þeim skilningi stefnanda, að þar sem eignum hafi ekki verið skipt nákvæmlega til helminga, skuli samningurinn skoðast bersýni- lega ósanngjarn. Bendir stefnda á, að eigi sé unnt að beita hlutlægu mati við skýringu á 54. gr. laga nr. 60/1972, heldur beri að líta til aðdraganda, til- gangs og markmiða með samningnum. Enn fremur beri að líta til þess. að stefnandi undirritaði samninginn af fúsum og frjálsum vilja og hafi verið gjörkunnugur efni hans að öllu leyti. Stefnda bendir jafnframt á meginreglu laga um frelsi, er hjón sem aðrir hafi til samningsgerðar, enda ákvæði laga nr. 20/1923 og laga nr. 60/1972 frá- víkjanleg varðandi eignaskipti, þegar um samninga er að ræða. Af þessum sökum beri að skýra ákvæði 54. gr. laga nr. 60/1972, sem sé algert undan- tekningarákvæði, þröngri lögskýringu. Stefnda mótmælir því. að hún hafi undirritað fram lagðan skiptasamning, dags. 5. janúar 1989, og telur stefnanda hafa falsað undirskrift hennar á skjalið og bendir jafnframt á, að frumrit skjalsins hafi ekki verið lagt fram í málinu. Um lagarök vísar stefnda til meginsjónarmiða um sifjaréttarsamninga og greinargerða með lögum nr. 39/1921 og nr. 60/1972. Þá vísar stefnda sérstak- lega til 40. gr. laga nr. 7/1936. Niðurstaða. Kröfu sína um ógildingu kaupmála reisir stefnandi á ákvæðum í III. kafla laga nr. 7/1936. Þó að 40. gr. laga þessara girði fyrir, að ákvæðum kaflans verði beitt fullum fetum um löggerninga á sviði sifjaréttar, verður að telja, að unnt sé að beita þeim meginreglum, sem felast í ákvæðum þessum um gerninga á þessu sviði. Óumdeilt er, að aðilar máls þessa voru sammála um að gera kaupmála þann, sem áður er getið, og hefur stefnandi borið fyrir dómi, að hann hafi gert sér fulla grein fyrir því, að með kaupmálanum yrði fasteignin að Fram- nesvegi 17, Reykjavík, séreign stefndu. Kröfu um ógildingu styður hann hins vegar því, að fyrir gerð hans hafi stefnda sviksamlega skýrt rangt frá atvikum, er skiptu hann máli um gerð kaupmálans og nánar er rakið hér að framan. Samkvæmt kaupsamningi, er gerður var um íbúðina að Framnesvegi 17, Reykjavík, 2. júlí 1986, nam kaupverð íbúðarinnar 1.950.000 kr. Útborgun á árinu nam 1.252.461 kr., og skuldir, er stefnda tók við, námu 697.539 kr. Samkvæmt ákvæði í kaupmálanum veitti seljandi íbúðarinnar stefndu veð- heimild fyrir vísitölutryggðu láni, að fjárhæð 700.000 kr. Þegar kaupmáli var gerður 16. desember 1986, voru, samkvæmt kaupsamningi, ógreiddar 2389 eftirstöðvar af útborgun í íbúðinni 802.461 kr. Fram er komið, að stefnda nýtti sér fyrrgreinda veðheimild til þess að taka lán hjá Byggingasjóði ríkis- ins. og nam lán þetta samkvæmt fram lagðri skattskýrslu 629.000 kr. í árslok 1986. Hefur stefnda borið fyrir dómi, að andvirði lánsins hafi hún lagt inn á bankabók og notað það til þess að greiða eftirstöðvar af útborgun í íbúð- inni. Til þess hafi hún einnig notað fé, er hún fékk í milli, er hún seldi ný- lega bifreið og keypti aðra eldri. Samkvæmt skattskýrslu árið 1987 nam sá mismunur 150.000 kr. Samkvæmt kaupsamningi skyldi greitt af yfirteknum lánum, tveimur 1. ágúst 1986 og einu 1. nóvember 1986. Þegar þetta er virt, þykir gert sennilegt, að heildarskuldir stefndu hafi við gerð kaupmálans numið 1.200.000 kr., eins og í kaupmála greinir. Fullyrðingar stefnanda um annað teljast ósannaðar. Stefnandi hefur ekki í máli þessu sýnt fram á neitt það, er styður fullyrð- ingar hans um, að stefnda hafi beitt hann svikum í því skyni að fá hann til þess að gera kaupmála þann, er þau gerðu 16. desember 1986, og er kröfu hans um ógildingu kaupmálans því hafnað. Svo sem fram hefur komið, var fjárskiptum málsaðila vegna skilnaðar að borði og sæng vísað til skiptaréttar Reykjavíkur. Við fyrirtöku í skiptarétti 11. janúar 1989 lýstu þau yfir, að samkomulag hefði tekist um öll atriði í skiptum á búi þeirra, og lögðu fram í skiptaréttinum samning þann um skilnaðarkjör, sem stefnandi krefst nú ógildingar á. Stefnandi heldur því fram. að samningur þessi hafi einungis átt að vera til málamynda, þar sem málsaðilar hafi áður, 5. janúar 1989, undirritað samn- ing þar að lútandi. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að undirskrift henn- ar á skjal þetta sé fölsuð. Umræddur samningur hefur ekki verið lagður fram í frumriti, en einungis ljósrit hans, og er samningurinn ekki vottfestur. Gegn andmælum stefndu verður því ekki byggt á umræddu skjali í málinu. Svo sem áður er rakið, var íbúð að Framnesvegi 17, Reykjavík, séreign stefndu samkvæmt kaupmála og kom því samkvæmt skilnaðarsamningi málsaðila ekki til skipta. Samkvæmt umræddum samningi komu til skipta bifreið, heimilistæki og innanstokksmunir. Þar sem einungis hluti þessara muna er verðlagður í samningi, er ekki ljóst, hver þau heildarverðmæti voru, er komu til skipta milli málsaðila samkvæmt samningi þessum. Í 4. gr. samnings um skilnaðarkjör segir, að stefnandi taki í sinn hlut óinnheimtar og óvissar útistandandi kröfur, sem hann eigi vegna ógreiddra vinnulauna, að fjárhæð 689.000 kr. Telja verður samkvæmt þessu, að stefn- anda hafi mátt vera ljóst við undirritun samningsins, að óvíst væri, hvort kröfur þessar innheimtust. 2390 Þegar virt er það, sem fram hefur komið, þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á það í málinu, að um nein þau atvik hafi verið að ræða við gerð skiln- aðarsamningsins, er hafi valdið því, að hann hafi ekki mátt gera sér grein fyrir gildi samningsins eða efni hans. Að því er varðar þá málsástæðu stefnanda, að ógilda beri samning um skilnaðarkjör með stoð í 1. mgr. 54. gr. laga nr. 60/1972, þykir ekki með hlið- sjón af fram lögðum skilnaðarsamningi sýnt fram á, að hann hafi verið bersýnilega ósanngjarn á þeim tíma, sem til hans var stofnað. Ber því að hafna þeirri kröfu stefnanda, að samningur málsaðila um skilnaðarkjör, er gerður var 11. janúar 1989, verði ógiltur með dómi. Ber því samkvæmt framansögðu að sýkna stefndu af öllum kröfum stefn- anda í máli þessu. Eftir niðurstöðu málsins ber stefnanda að greiða stefndu málskostnað. sem þykir hæfilega ákveðinn 75.000 kr., þar með talinn virðisaukaskattur. Kristjana Jónsdóttir borgardómari kvað upp dóm þennan. Uppkvaðning dómsins hefur dregist nokkuð vegna embættisanna dómarans. Dómsorð: Stefnda, Unnur Einarsdóttir, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Hlyns Jörundssonar. Stefnandi, Hlynur Jörundsson, greiði stefndu, Unni Einarsdóttur, 75.000 kr. í málskostnað, sem ber dráttarvexti samkvæmt III. kafla laga nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. 2391 Fimmtudaginn 17. nóvember 1994. Nr. 307/1992. - Gróco hf. (Sigurður G. Guðjónsson hrl.) gegn Ólafi Ólafssyni (Sigmundur Hannesson hrl.) Vinnusamningur. Tómlæti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson og Markús Sigurbjörnsson og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Áfrýjandi skaut þessu máli til Hæstaréttar með stefnu 13. júlí 1992. Hann krefst sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. I. Samkvæmt ráðningarsamningi stefnda við áfrýjanda frá 2. febrúar 1987 áttu föst mánaðarlaun hins fyrrnefnda að taka mið af 8. launa- flokki í kjarasamningi Félags íslenskra stórkaupmanna við Stéttar- félag íslenskra lyfjafræðinga að viðbættu 48% álagi. Í samningnum var mælt fyrir um, að stefndi yrði í hlutastarfi hjá áfrýjanda frá 1. febrúar til 1. maí 1987 og fá greidd laun eftir vinnuframlagi, en upp frá því átti hann að vera í fullu starfi og um laun hans að fara eftir framansögðu. Stefndi lét af störfum hjá áfrýjanda í lok september 1988. Stefndi heldur því fram, að allt frá upphafi ráðningarsam- bandsins hafi svo til í hverjum mánuði skort á, að hann fengi greidd laun að fullu samkvæmt samningi aðila. Í málinu krefur hann því áfrýjanda um mismun á umsömdum og greiddum launum, samtals 397.566 krónur, sem hann rekur á eftirfarandi hátt til einstakra mánaða: Febrúar 1987 kr. 4.136 Mars 1987 - 5413 Apríl 1987 — 7.680 2392 Maí 1987 - 10.114 Júní 1987 - 0 Júlí 1987 - 20.303 Á gúst 1987 - 10.929 September 1987 - 13.144 Október 1987 - 20.255 Nóvember 1987 - 20.255 Desember 1987 - 20.255 Janúar 1988 - 26.795 Febrúar 1988 - 28.427 Mars 1988 - 30.418 Apríl 1988 - 30.418 Maí 1988 - 30.418 Júní 1988 - 30.418 Júlí 1988 - 26.396 Á gúst 1988 - 26.396 September 1988 - 26.396 Áfrýjandi hefur ekki vefengt, að þessar fjárhæðir vanti á, að stefndi hafi fengið laun greidd að fullu samkvæmt samningi þeirra á ráðningartímanum. Ástæðuna fyrir, að stefnda hafi ekki verið greidd launin að fullu, kveður áfrýjandi vera þá, að í starfi hafi stefndi brugðist væntingum forráðamanna áfrýjanda. Af hendi áfrýjanda hafa skýringar á því, hvað hafi ráðið um, hversu mikið laun stefnda samkvæmt ráðningarsamningnum hafi verið skert í hverjum mánuði, verið á reiki, og standast þær ekki reikningslega. 1. Áfrýjandi reisir kröfu sína um sýknu annars vegar á því, að stefndi hafi fallið frá öllum kröfum sínum um frekari launagreiðslur við endurskoðun á upphaflegum ráðningarsamningi þeirra, sem hafi verið gerð í janúar 1988, og síðan í samningi um starfslok hans um mitt það ár. Þessa málsástæðu hefur áfrýjandi ekki stutt gögnum. Stefndi hefur með öllu neitað, að ráðningarsamningurinn frá 2. febrúar 1987 hafi sætt endurskoðun eða að samningur hafi verið gerður milli þeirra um launauppgjör við starfslok. Af þessum sök- 2393 um og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, sem snúa að þessari málsástæðu, verður ekki fallist á hana. Hins vegar reisir áfrýjandi sýknukröfu sína á því, að kröfur, sem stefndi kann að hafa átt samkvæmt ráðningarsamningnum, séu fallnar niður fyrir tómlæti hans. Í þessu sambandi vísar áfrýjandi til þess, að stefndi hafi alla tíð tekið við greiðslu launa án fyrirvara um, að brotið væri á honum við útreikning þeirra, en því hafi hann fyrst hreyft formlega meira en tveimur árum eftir, að hann lét af störfum. Gegn þessu hefur stefndi haldið því fram, að hann hafi á starfstíma sínum árangurslaust gert endurteknar athugasemdir um útreikning launanna við gjaldkera og stjórnarformann áfrýjanda og einnig við hinn síðarnefnda, eftir að hann lét af störfum. Fær þetta nokkurn stuðning í framburði stjórnarformannsins fyrir dómi. Þá hefur stefndi jafnframt haldið því fram, að um það leyti, sem hann lét af störfum, hafi orðið að samkomulagi milli sín og framkvæmdastjóra áfrýjanda, að endurskoðanda félagsins yrði falið að fara yfir alla launaútreikninga varðandi stefnda. Til stuðnings þessari staðhæf- ingu hefur stefndi lagt fram í Hæstarétti afrit af bréfum, sem hann lét fylgja gögnum til endurskoðandans í lok áranna 1988 og 1989, en stefndi kveður endurskoðandann aldrei hafa lokið þessu verki vegna andstöðu áfrýjanda við því. Þegar leyst er úr því, hvort stefndi hafi glatað rétti til vangoldinna launa úr hendi áfrýjanda vegna tómlætis, verður að líta til þess, að um launakjör stefnda voru ótvíræð fyrirmæli í ráðningarsamningi aðila, og gat áfrýjanda því ekki dulist, að við hverja launaútborgun vantaði talsvert á, að stefnda væri greidd sú fjárhæð, sem um var samið. Áfrýjandi hafði því enga ástæðu til að treysta því, að launa- greiðslurnar, sem hann skerti með einhliða ákvörðun sinni, gætu án skýlauss samþykkis stefnda talist fullnaðarefndir af hans hálfu á skuldbindingum samkvæmt ráðningarsamningnum. Með tilliti til þessa svo og, að áfrýjandi hefur ekki hnekkt því, að stefndi hafi á fyrrgreindan hátt látið í ljós, að hann teldi sig eiga vangoldin laun, verður ekki fallist á þessa málsástæðu áfrýjanda. Samkvæmt þessu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Ber að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda málskostnað, eins og í dóms- orði greinir, en við ákvörðun þeirrar fjárhæðar hefur ekki verið tek- ið tillit til virðisaukaskatts. 2394 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Gróco hf., greiði stefnda, Ólafi Ólafssyni, 80.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 7. maí 1992. Mál þetta, sem dómtekið var 31. mars sl., höfðaði Sigmundur Hannesson hrl. f. h. Ólafs Ólafssonar, kt. 010451-4349, Frostaskjóli 111, Reykjavík, fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 4. júní 1991, gegn Gróco hf., kt. 100683-0369, Grensásvegi 16, Reykjavík. Dómkröfur. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði dæmt að greiða stefn- anda 397.566 kr. ásamt (nánar tilgreindum dráttarvöxtum svo og máls- kostnaðl. Dómkröfur stefnda eru krafa um sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað |...1. Leitað var um sáttir án árangurs. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur fyrir dómi þeir stefnandi, Jafet Ólafsson, fyrrum stjórnarformaður stefnda, og Ari Kristján Sæmundsson, framkvæmdastjóri stefnda. Málavextir. Stefnandi réð sig í fullt starf sem lyfjafræðingur hjá stefnda með ráðn- ingarsamningi, dags. 2. febrúar 1987, dskj. 3. Á tímabilinu 1. febrúar til 1. maí 1987 var stefnandi í hlutastarfi hjá stefnda og fékk greitt í samræmi við vinnuframlag. Mánaðarlaun átti að miða við samning Félags íslenskra stór- kaupmanna við Stéttarfélag lyfjafræðinga, 8. launaflokk, og átti að reikna 48% álag á þann flokk. Jafnframt átti stefnandi að fá greitt fyrir afnot eigin bifreiðar og kostnað, svo sem nánar er kveðið á um í 4. og 5. gr. ráðningar- samningsins. Stefnandi starfaði hjá stefnda frá upphafi ráðningartímans og til loka september 1988 að undangenginni uppsögn og þriggja mánaða uppsagnar- fresti. Ástæða fyrir uppsögn var sögð samdráttur í starfsemi stefnda. Málsástæður og rökstuðningur stefnanda. Stefnandi reisir kröfur sínar aðallega á ráðningarsamningi á dskj. 3. Til frekari stuðnings kröfum stefnanda er vísað til meginreglna vinnuréttarins og til reglna kröfuréttar um efndir loforða og samninga, eftir því sem við á. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er reist á 1. nr. 50/1988, 2395 þar sem lögmönnum er gert að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur. Beri honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Stefnufjárhæð sé samtala vangreiddra launa, sbr. útreikning stefnanda á fylgiskjali með dskj. 4. Miðað sé við, að vextir leggist við höfuðstól kröf- unnar 1. apríl 1988 og síðan á 12 mánaða fresti. Stefnandi gerir ekki ágreining um ákvæði ráðningarsamnings, er varða bílkostnað, símkostnað og risnu. Krafa stefnanda er umfram allt krafa um vangreidd laun. Stefnandi mótmælir þeim taxta, sem stefndi lagði til grund- vallar við útreikning launanna, er stefnanda voru greidd. Til frekari útlistunar á stefnukröfum er tekið fram, að samkvæmt 8. fl. taxta Stéttarfélags íslenskra lyfjafræðinga séu mánaðarlaun í október 1987 100.245 kr., sbr. launatöflu nr. 4 á dskj. 4. Samkvæmt ráðningarsamningi hafi stefnda borið að greiða stefnanda 48% álag á taxtann, þ. e. 48.117 kr. Umsamin mánaðarlaun vegna október 1987 hafi því verið 148.363 kr. Stefndi hafi aftur á móti greitt stefnanda 128.108 kr. Vangreiddur mismunur vegna októberlauna 1987 sé því 20.255 kr. Málsástæður og rökstuðningur stefnda. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að í ráðningarsamningi við stefnanda hafi verið miðað við 8. launaflokk samnings Félags íslenskra stórkaup- manna og Stéttarfélags lyfjafræðinga auk 48% álags. Álaginu hafi verið ætl- að að mæta Óóhjákvæmilegri yfirvinnu stefnanda. Stefnandi hafi brugðist væntingum stefnda, m. a. ekki kosið að vinna nema milli 9-17 fimm daga vikunnar og oft skemur vegna annarra launaðra starfa. Í lengstu lög hafi stefndi vonað, að úr stefnanda myndi rætast. Stefnandi hafi hins vegar ekki bætt ráð sitt. Stjórnarformaður stefnda, Jafet S. Ólafsson, hafi átt fund með stefnanda og honum verið gerð grein fyrir því, að ekki yrði um það að ræða, að hann héldi óbreyttum launakjörum, og hafi honum upp frá því eins og fyrir þann tíma verið greitt skv. 8. flokki án álags. Á þessum fundi hafi stefnandi engar athugasemdir gert við launagreiðslur fram að áramót- um 1987/1988. Stefnandi hafi tekið athugasemdalaust við launum sínum þann tíma, sem hann átti eftir að starfa í þágu stefnda. Um mitt ár 1988 hafi þótt fullreynt, að stefnandi hefði hvorki vilja né getu til að sinna því starfi, sem hann var upphaflega ráðinn til að gegna. Stefndi hafi því sagt honum upp störfum. Vegna hagsmuna stefnanda hafi verið látið líta svo út sem hann hefði sagt upp störfum. Við uppsögn og starfslok hafi stefnandi engar athugasemdir gert við þau laun, sem honum höfðu verið greidd. Stefndi hafi því ætlað, að stefnandi hefði að fullu sætt sig við skert launakjör. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi við endurskoðun 2396 upphaflegs ráðningarsamnings í janúar 1988 og síðar, er samið var um starfslok hans um mitt ár 1988, fallið frá öllum launakröfum samkvæmt upphaflegum ráðningarsamningi hans og stefnda. Stefnandi hafi fyrirgert öllum rétti sínum í máli þessu sökum tómlætis. Hann hafi tekið fyrirvaralaust við launagreiðslum allan starfstíma sinn hjá stefnda. Hann hafi orðið að sæta breytingum á ráðningarkjörum. og honum hafi verið gert að hætta. Í hvorugt skiptið hafi hann hreyft því. að brotið væri á sér í launagreiðslum. Það hafi ekki gerst formlega fyrr en 29 mán- uðum eftir, að stefnanda var sagt upp, og 26 mánuðum eftir starfslok hans. Verði sýknukröfur stefnda ekki teknar til greina, telur stefndi augljóst, að dráttarvaxtakrafa stefnanda sé út í hött. Eins og málum sé háttað, verði að líta á kröfugerð stefnanda sem skaðabótakröfu, en um vexti af þeim fari eftir 15. gr. 1. nr. 35/1987. Af þeim sökum byrji krafa stefnanda ekki að bera vexti fyrr en 10. janúar 1991 og fyrsta höfuðstólsfærsla möguleg 10. janúar 1992. Um rökstuðning fyrir kröfum er af hálfu stefnda vísað til almennra reglna kröfuréttar, m. a. reglna um lok krafna, ákvæða 1. nr. 25/1987. 15. gr., svo og til 2. og 3. mgr. 175. gr. |. nr. 85/1936. Niðurstaða. Eins og að framan greinir, byggir stefnandi kröfur sínar á fram lögðum ráðningarsamningi aðila, dags. 2. febrúar 1987. Fjárhæð dómkröfu stefn- anda, sem hefur ekki verið tölulega vefengd, er reist á 3. gr. samningsins, en hún er svohljóðandi: „Mánaðarlaun miðast við samning Félags íslenskra stórkaupmanna við Stéttarfélag íslenskra lyfjafræðinga. Mánaðarlaun mið- ast við 8. launaflokk, og reiknast 48% álag á þann flokk.“ Í 12. gr. ráðningarsamningsins segir svo: „Samningur þessi verður endur- skoðaður frá 1. október 1987, og er starfsmaður lausráðinn fram að þeim tíma. Eftir þann tíma er gagnkvæmur uppsagnarfrestur þrír mánuðir.“ Fram er komið, að haustið 1987 leitaði þáverandi stjórnarformaður stefnda eftir því við stefnanda, að gerður yrði nýr samningur, nánast sam- hljóða samningnum á dskj. 3, nema 48% álagið í 3. gr. skyldi lækkað í 25%. Ekki vildi stefnandi skrifa undir þessa breytingu, og ekki var gerður annar samningur, en stefnandi hélt áfram starfi sínu. Verður því að telja aðila bundna af ráðningarsamningnum frá 2. febrúar 1987, enda felst ekki í endurskoðunarákvæði 12. greinar samningsins heimild handa stefnda til einhliða breytingar á samningnum. Stefnanda var sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara, þá er honum var sagt upp sumarið 1988. Ósannað er, að fundið hafi verið að vinnuframlagi stefnanda. Ekkert er fram komið um, að stefnandi hafi nokkru sinni á starfstíma 2397 sínum eða við starfslok fallið frá launakröfum í samræmi við ráðningar- samninginn. Ber því að taka kröfu stefnanda um vangreidd laun til greina með vöxtum, eins og segir í dómsorði, enda verður hvorki á tómlætissjónar- mið stefnda fallist, sbr. 3. gr. 1. nr. 14/1905, né á þá skoðun stefnda, að hér sé um skaðabótakröfu að ræða. Málskostnaður ákveðst 125.000 kr., þ.m.t. virðisaukaskattur, sem beri vexti skv. III. kafla 1. nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðslu- dags. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna mikilla anna dómarans, sem var Auður Þorbergsdóttir borgardómari. Dómsorð: Stefndi. Gróco hf., greiði stefnanda, Ólafi Ólafssyni, 397.566 kr. með dráttarvöxtum skv. 11. kafla 1. nr. 25/1987 af 4.136 kr. frá 1. apríl 1987 til 1. maí 1987, af 9.549 kr. frá þeim degi til 1. júní 1987, af 17.229 kr. frá þeim degi til 1. júlí 1987, af 27.343 kr. frá þeim degi til 1. ágúst 1987, af 56.646 kr. frá þeim degi til 1. sept. 1987, af 67.575 kr. frá þeim degi til 1. okt. 1987, af 80.719 kr. frá þeim degi til 1. nóv. 1987, af 100.974 kr. frá þeim degi til 1. des. 1987, af 121.229 kr. frá þeim degi til 1. janúar 1988, af 141.484 kr. frá þeim degi til 1. febrúar 1988, af 168.279 kr. frá þeim degi til 1. mars 1988, af 196.706 kr. frá þeim degi til 1. apríl 1988, af 227.124 kr. frá þeim degi til 1. maí 1988, af 257.542 kr. frá þeim degi til 1. júní 1988, af 287.960 kr. frá þeim degi til 1. júlí 1988, af 318.378 kr. frá þeim degi til 1. ágúst 1988, af 344.774 kr. frá þeim degi til 1. sept. 1988, af 371.170 kr. frá þeim degi til 1. okt. 1988 og af 397.566 kr. frá þeim degi til greiðsludags og 125.000 kr. í máls- kostnað, sem beri dráttarvexti skv. HI. kafla 1. nr. 25/1987 frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. 2398 Fimmtudaginn 17. nóvember 1994. Nr. 417/1992. — Þorsteinn Fr. Sigurðsson og Benedikta Haukdal (Jón Magnússon hrl.) gegn J. Hinrikssyni hf. (Kristján Stefánsson hrl.) Fasteignakaup. Galli. Skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen og Friðgeir Björnsson dómstjóri. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 17. nóv- ember 1992. Þeir krefjast sýknu af öllum kröfum stefnda vegna gagnkröfu sinnar til skuldajafnaðar, að fjárhæð 1.348.822 krónur, ásamt ársvöxtum frá 3. maí 1991 til þingfestingardags gagnstefnu 27. maí 1992, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags og sjálfstæðs dóms um af- ganginn. Loks krefjast þeir málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjenda fyrir Hæstarétti. Ágreiningur málsaðila lýtur aðallega að því, um hvað rætt hafi verið og samið, er samningur þeirra var gerður með svofelldu ákvæði „Seljandi skuldbindur sig til að lagfæra þakleka.“ Af skýrslum aðila um samningsgerðina verður að telja í ljós leitt, að umboðsmaður seljanda hafi lýst þeirri aðferð, sem seljandi myndi nota til viðgerðarinnar, þ. e. að mála yfir þakið með sérstakri álmálningu, jafnframt, að kaupandi hafi mátt treysta því, að seljandi lagfærði þann þakleka, sem vitað var um á samningstíma, á þann hátt, að þakið læki ekki a. m. k. næstu 2-3 árin. Í ljós er leitt, að við- gerð stefnda í október 1990 var í raun árangurslaus, og bar stefnda því að gera frekari lagfæringar samkvæmt samningi aðila og ljúka þeim eigi síðar en á afsalsdegi, 3. maí 1991. Það gerði stefndi ekki, og var áfrýjendum við svo búið rétt að fá dómkvadda menn til þess að meta, hvað þyrfti að gera til þess að lagfæra þakleka hússins og hvað það kostaði. 2399 Eins og í héraðsdómi greinir, var matinu lokið í maí 1992, og eru matsfjárhæðir á verðlagi í apríl það ár. Niðurstaða matsmanna var eindregið á þá leið, að aðferð sú, er stefndi hugðist viðhafa til þess að lagfæra þaklekann, gæti ekki borið árangur. Þess vegna verði ekki hjá því komist að fjarlægja allt uretan-frauðið af þaki aðalhúss og bílskúrs og leggja þess í stað nýtt þakefni, annaðhvort úr þar til gerðum þakpappa eða dúk. Stefndi hefur hvorki hnekkt mati þessu né bent á aðra ódýrari aðferð. Vegna áskilnaðarins um lagfæringu þaklekans í samningi aðila og aðgerðarleysis stefnda þar að lútandi verður að telja, að vanefnd stefnda hafi verið ljós á afsalsdegi, 3. maí 1991. Ber stefnda að bæta áfrýjendum fébótum kostnað vegna nauðsynlegra lagfæringa á þaki. Ekki var vitað um þakleka í bílskúr við samningsgerð. Miðað við leka þann, sem þá var vitað um, stærð þaksins á aðalhúsinu og nauðsynlegar lagfæringar innan húss, teljast bætur til áfrýjenda hæfilega metnar 980.000 krónur miðað við verðlag á afsalsdegi. Ber að draga þessa fjárhæð frá greiðslu þeirri, er áfrýjendur áttu að inna af hendi 3. maí 1991, sem var 1.109.458 krónur. Verður áfrýjendum því gert að greiða stefnda mismuninn, 129.458 krónur, með vöxtum eins og krafist er og í dómsorði greinir. Eftir þessum úrslitum er rétt, að stefndi greiði áfrýjendum 300.000 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dómsorð: Áfrýjendur, Þorsteinn Fr. Sigurðsson og Benedikta Hauk- dal, greiði stefnda, J. Hinrikssyni hf., 129.458 krónur með 23% ársvöxtum frá 3. maí 1991 til 1. júlí sama ár, 27% frá þeim degi til 1. september sama ár, 30% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 27% frá þeim degi til 1. desember sama ár, 25% frá þeim degi til 14. Janúar 1992, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Heimilt er að höfuðstólsfæra vexti, í fyrsta sinn 3. maí 1992. Stefndi greiði áfrýjendum 300.000 krónur samtals í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 2400 Dómur Héraðsdóms Reykjaness 30. september 1992. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 17. september sl., er höfðað hér fyrir þinginu í aðalsök með stefnu, birtri 27. desember 1991, af J. Hinrikssyni hf., kt. 430470-0199, Súðarvogi 4, Reykja- vík, á hendur Þorsteini Fr. Sigurðssyni hagfræðingi, kt. 220752-3059, og Benediktu Haukdal, kt. 140457-5829, báðum til heimilis að Sunnuflöt 26, Garðakaupstað. Dómkröfur aðalstefnanda eru þær, að stefndu verði in solidum dæmd til greiðslu 1.109.458 króna með (nánar tilgreindum vöxtum svo og málskostn- að. Stefndu gera þá kröfu í aðalsök, að þau verði sýknuð af kröfu stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hendi hans |...|. Endanlegar dómkröfur gagnstefnenda, Þorsteins og Benediktu, í gagn- sök eru þær, að gagnstefndi verði dæmdur til að greiða þeim 1.348.822 kr. ásamt {nánar tilgreindum vöxtum svo og málskostnað|. Þess er krafist, að dómkröfur í gagnsök verði notaðar til skuldajafnaðar við kröfur stefnanda í aðalsök, að svo miklu leyti sem til þarf. Gagnstefndi krefst aðallega sýknu af kröfum gagnstefnenda í gagnsök, en til vara, að dómkröfur verði stórlega lækkaðar, í 160.000 kr. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi gagnstefnenda í gagnsök og að málskostnaður taki mið af gjaldskrá Lögmannafélags Íslands og beri dráttarvexti skv. ákvæðum vaxtalaga nr. 25/1987 og að vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Virðisaukaskatts er krafist á málskostnað. Aðalsök og gagnsök voru sameinaðar í þinghaldi 27. maí sl. og málið sótt og varið sem eitt og sama mál. I. Málavextir eru þeir, að með kauptilboði, dags. 14. maí 1990, tókust kaup með aðilum máls þessa um fasteignina Sunnuflöt 26 í Garðakaupstað. Stefnandi, J. Hinriksson hf., var seljandi, en stefndu, Þorsteinn og Bene- dikta, kaupendur. Kaupsamningur var gerður 10. júlí 1990, en stefndu tóku við afnotum eignarinnar um miðjan júní 1990. Í kaupsamningi er svofellt ákvæði: „Selj- andi skuldbindur sig til að lagfæra þakleka.“ Þá er kom að síðustu útborgunargreiðslu 3. maí 1991, 1.109.458 krónum, tilkynntu stefndu, að þau myndu ekki greiða, fyrr en gert hefði verið við þakleka. Að öðru leyti kveður Jósafat Hinriksson, forsvarsmaður stefnanda, mála- vexti þá, að hann hafi eignast húsið og átt í hálft ár, en aldrei búið þar. 2401 Sonur hans, Atli, hafi átt húsið áður um fimm ára skeið og búið í því. Atli hafi sýnt stefndu húsið. Það hafi ekki verið leyndarmál, að þakið lak. Það hafi verið augljóst bæði í stofu, en sérstaklega í eldhúsi. Fasteignasalinn hafi ráðlagt að mála ekki yfir lekastaði, til þess að þeir sæjust, og hafi eftir því verið farið. Samkvæmt ákvæði í kaupsamningi hafi hann og starfsmenn hans lagfært þakið með því að mála það, og hafi ekki verið kvartað um leka fyrr en um vorið, er greiða átti lokagreiðslu. Stefndi Þorsteinn kom fyrir dóm og skýrði svo frá, að er hann skoðaði húsið, hefði verið búið að mála stofu og borðstofu. Hann hefði ekki farið upp á þak til að skoða. Húsið hefði verið hálftómt og ekki merki um leka nema í eldhúsi. Við skoðun hefði hann séð bletti í marmara á gólfi í borð- stofu og spurt Atla Jósafatsson, er sýndi honum húsið, hvort þakið læki. Atli hefði þá skýrt svo frá, að fyrir u. þ. b. fimm árum, er hann keypti eign- ina, hefði hann sett svokallað uretan-frauð á þakið, sem væri flatt, og málað yfir með sérstakri málningu, sem hrindi frá sér vatni. Framleiðandi ráðlegði að mála á 2-3 ára fresti, en hann hefði trassað það. og því hefði farið að leka. Hið eina, sem þyrfti að gera, væri að mála eina yfirferð. Stefndi kveðst hafa vitað, að flöt þök væru oft til vandræða. Tengdafaðir sinn byggi í nágrenninu, og væri þakið flatt hjá honum. Það þak væri alltaf að leka, og virtist erfitt að komast fyrir vandann. Hann hefði því haft ótrú á flötum þökum og haft á orði við kaupsamningsgerð, að hann myndi ein- hvern tíma breyta þakinu, en hefði ekki efni á því næstu ár. Hann hefði jafnframt látið þess getið við kaupsamningsgerð, að hann ætlaðist til. að sú viðgerð, sem stefnandi ætlaði að láta gera á þakinu, myndi duga næstu ár, a. m. k.5 — 10 ár. Þess vegna hefði ákvæðið um, að seljandi lagaði þakleka, verið sett inn í kaupsamning. Um haustið hefði farið að leka. sérstaklega í eldhúsi, og klæðning í eldhúsi hrunið niður. Stefnandi hefði látið mála þak- ið í október, og í desember hefði hann orðið var við leka á ný. Hann hefði kvartað annað veifið við Jósafat Hinriksson, en þó aðallega við fasteigna- söluna. Hann hefði kvartað við Jósafat, er klæðning í eldhúslofti hrundi, og boðið honum að skoða, en hann ekki þegið. Aðilar hefðu gert með sér nýj- an kaupsamning 18. janúar 1991 og kaupverð þar verið hækkað um 200.000 kr. vegna umsóknar um útgáfu húsbréfa. Í þeim kaupsamningi hefði ákvæðið um þakleka staðið áfram. Þegar ljóst var orðið, að viðgerð stefnanda hefði mistekist, hefði hann ákveðið að greiða síðustu greiðslu skv. kaupsamningi inn á bankabók til að sýna fram á greiðslugetu sína. Jón Guðmundsson fasteignasali kom fyrir dóm og kvaðst ekki hafa verið 6 Hæstaréttardómar IV 2402 viðstaddur samningsgerð, en hann hefði skoðað húsið og séð lekamerki í eldhúsi og borðstofu. Hann hefði reynt að miðla málum og taldi víst, að kvörtunum hefði verið komið til stefnanda. Einu sinni hefði hann farið upp á þak með aðilum, en mundi ekki, hvenær það var, minnti helst, að það hefði verið seint á útborgunartíma. Stefndi kveðst hafa leitað til Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, og hafi Alan Mitchison skilað eftirfarandi áliti 7. maí 1991: „Að beiðni Þorsteins Sigurðssonar fór undirritaður starfsmaður Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðarins og skoðaði Sunnuflöt 26 í Garðabæ 30. apríl 1991. Sunnuflöt 26 er einbýlishús á einni hæð með flötu þaki. Við skoðun kom eftirfarandi í ljós: Ummerki um leka sjáist víða inni í húsinu. Uretan-frauð hefur verið sett ofan á upprunalega þakefnið og síðan mál- að yfir með silfurlituðu efni. Ekki var unnt að ákvarða nánar hvaða efni það er. Sprungur eru í uretan-frauðinu, og málningin er að flagna af. Vatn liggur í pollum á þakinu, vegna þess að niðurföll standa sums staðar of hátt. Frágangi þakefnis er ábótavant. Reynsla Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins af þessari útfærslu á flötum þökum er ekki góð og ekki ástæða til þess að mæla með notkun hennar hér á landi.“ Matsmenn voru dómkvaddir 20. mars 1992 og skiluðu mati í maí 1992. Þar segir m. a., að þak aðalhúss sé flatt timburþak, en þó með dálitlum vatnshalla til norðurs. Bílskúr sé aftur á móti með steyptu þaki. Matsmenn segja, að þak aðalhúss hafi upphaflega verið pappaklætt, en síðar, væntanlega þegar pappinn fór að gefa sig, hafi sú leið verið valin til úrbóta að setja 2—-4 cm þykkt uretan-frauð yfir upprunalegt þakefni. Frauðið hefur síðan verið málað með silfurlituðu málningarefni til þess að verja það fyrir vatni og vindum. Frauðið var afar óslétt og talsvert um sprungur Í efninu og málning farin að flagna af. Við nánari skoðun kom í ljós, að málningarefnið var farið að gefa sig og bleyta komin í frauðið þar undir. Niðurstaða matsmanna er sú, að hvers konar viðgerð með frauði og yfir- málun þakefnis, sem fyrir er. sé vonlaust verk. Þess vegna verði ekki hjá því komist að fjarlægja allt uretan-frauðið af þaki aðalhúss og bílskúrs og leggja þess í stað nýtt þakefni, annaðhvort úr þar til gerðum þakpappa eða dúk. Fyrir dómi skýrðu matsmennirnir Atli Ólafsson byggingafræðingur og Magnús Guðjónsson byggingameistari svo frá, að tillaga þeirra væri aðeins 2403 nauðsynleg lagfæring í samræmi við það, sem upphaflega var á þakinu. Uretan-frauð væri aðallega einangrunarefni, en hefði reynst illa sem þak- efni. Framleiðandi ætlaðist til, að málað væri yfir það á tveggja ára fresti með sérstakri málningu, en það væri miðað við veðráttu í mildara loftslagi en hér. Strax og málning gæfi sig, færi vatn ofan í uretanið, og það blotnaði eins Og svampur. Báðir matsmenn og vitnið Alan Mitchison, verkfræðingur hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins, töldu vonlaust að gera við þakið með því að gera við uretan-frauðið, þar sem það væri blautt. Slík viðgerð með yfirmálun myndi ekki duga nema í stuttan tíma, e. t. v. nokkra mánuði. Ódýrasta lausnin til að koma í veg fyrir þakleka væri sú, sem matsmenn legðu til. Matsmenn meta viðgerðarkostnað á eftirfarandi hátt, miðað við verðlag í apríl 1992: Þak: Ef rr kr. 725.000 Vinna, nýtt Efni ................... 000... — 434.000 Vinna, upprif og hreinsun .................... - 65.000 AKSEUr rr - 14.000 GáMMur rr - 15.000 — kr. 1.253.000 Ef rr kr. 3.000 Vinna rr - 10.000 kr. 13.000 Ei rr kr. 12.000 Í - 45.000 kr. $57.000 Samtals kr. 1.323.000 II. Stefnandi skírskotar til þess, að við kaupin hafi verið ljóst, með hverjum hætti frágangur þaks var. Þak hússins sé hallalítið og áferð uretan-frauðs ekki jöfn. Þessi augljósu atriði hafi gefið stefndu sérstakt tilefni til að skoða þakið ýtarlega og hafa uppi fyrirvara vegna ástands þess. Í viðræðum aðila við kaupsamningsgerð hafi komið fram, að nauðsynlegt væri að reisa þakið, þar sem flöt þök hefðu ekki reynst vel. Af viðbrögðum stefndu sé ljóst, að það voru áform þeirra að lyfta þakinu og hugmynd þeirra um lagfæringu við það miðuð að duga næstu 5 — 10 árin. 2404 Stefnandi hafi málað þakið með álmálningu og umfram skyldu sett áfell- ur á kanta og skorstein. Með þessum hætti hafi hann talið sig hafa efnt kaupsamningsskyldu að lagfæra þakleka. Engar kvartanir hafi borist fyrr en í maí, er gjalddagi lokagreiðslu nálg- aðist. Stefnandi bendir á, að matsgerð taki einnig til bílskúrsþaks. Bílskúrinn sé með steyptu þaki, og hafi ekki komið fram í málinu, að hann læki. Stefnandi hafnar því, að matsgerð verði lögð til grundvallar dómkröfum. Matsgerðin feli í sér endurbætur og nýjan frágang á þaki, sem ekki hafi ver- ið samið um. Að því er varði lagfæringar og málun innan húss, hafi verið um galla að ræða á eigninni, sem hafi verið sýnilegir við skoðun. Stefndu eigi því ekki rétt á að fá þá galla bætta. Um viðgerð á eldhússlotti sé kröfum hafnað. þar sem engin gögn liggi frammi til stuðnings þeirri kröfu, enda ósannað, að loft í eldhúsi hafi hrunið. Kröfum um dráttarvexti úr hendi stefnanda frá maí 1991 er sérstaklega mótmælt, þar sem matsfjárhæð sé miðuð við verðlag í maí 1992. Stefndu styðja sýknukröfu sína í aðalsök og gagnkröfu sína þeim rökum, að skv. kaupsamningi aðila hafi stefnanda borið skylda til að lagfæra þak- leka. Það hafi hann ekki gert. og þurfi því stefndu að ráðast í framkvæmd. að fjárhæð 1.323.000 kr. að mati dómkvaddra matsmanna, til að koma í veg fyrir þakleka. Krafist er dráttarvaxta af matsfjárhæð frá 3. maí 1991, þar sem krafa og gagnkrafa eru þá þegar orðnar til. Afsal hafi átt að gefa út 3. maí 1991, en þá eigi samningsaðilar að hafa átt að fullnægja skuldbindingum sínum. Í þessu sambandi benda stefndu sérstaklega á 13. gr. og 15. gr. in fine laga nr. 25/1987. Hreyfa megi þeim rökum varðandi vaxtakröfu, að matsfjárhæð sé á verðlagi í apríl 1992, en kostnaður 9. maí 1991 hafi verið til muna lægri. Þau rök eigi þó ekki við, þar sem óverulegar kostnaðarhækkanir hafi orðið á þessum tíma. Byggingarvísitala í apríl 1992 hafi verið 187,2 stig. en í maí 1991 181,6 stig. Ef matsfjárhæð væri reiknuð niður til verðlags byggingar- vísitölu, væri hún 1.283.423 kr., sem er hærri fjárhæð en greiðsla sú, sem átti að greiða skv. kaupsamningi. Dómurinn fór á vettvang ásamt lögmönnum aðila og stefnda Þorsteini og skoðaði aðstæður að Sunnuflöt 26, Garðakaupstað. III. Svo sem mál þetta er lagt fyrir og flutt. þykir eðlilegt að fjalla um báðar sakir jafnhliða og í samfelldu máli og draga úrslit saman í lokaniður- 2405 stöðu. Í samræmi við það verður ákvörðun um málskostnað í einu lagi fyrir báðar sakir. Fram hefur komið í málinu, að lekamerki sáust í eldhúsi og borðstofu, er húsið var skoðað. Sonur Jósafats Hinrikssonar, forsvarsmanns aðalstefn- anda, sýndi húsið í umboði aðalstefnanda. Hann leyndi engu um þakleka og skýrði aðalstefndu frá, að hann hefði sett uretan-frauð á þakið fyrir u. þ. b. fimm árum, sem þyrfti að mála reglulega á 2 — 3 ára fresti með sér- stakri málningu. Það hafi verið trassað, og því væri farið að leka. Lofaði hann úrbótum, og var áréttað við kaupsamningsgerð, að „seljandi skuld- bindur sig til að lagfæra þakleka“. Aðalstefnandi taldi sig hafa komist fyrir þakleka með yfirmálun, en í ljós kom, að sú viðgerð hélt ekki. Þá hefur einnig komið fram, að stefnda Þorsteini var kunnugt um, að lekavandamál er algengt á flötum þökum. Hann hafði ótrú á flötum þökum og hugðist reisa þakið, er efni leyfðu, en ætlaðist til, að viðgerð aðalstefn- anda dygði næstu 5 — 10 ár. Ákvæðið um, að seljandi gerði við þakleka, var sett inn í kaupsamning að ósk aðalstefndu. Enda þótt dómurinn sé um það sammála matsmönnum og sérfræðingi Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, að vonlaust sé að gera við þakið á þann hátt, er aðalstefnandi ætlaði sér, þykir samt sem áður rétt, þegar öll atvik eru metin, sem voru undanfari kaupsamningsgerðar, að skýra áður- nefnt samningsákvæði rúmt, en ekki eftir orðanna hljóðan. Þykir því ekki unnt að fallast á kröfur aðalstefndu að fullu, því að matsgerð gerir ráð fyrir nýju, vönduðu þaki. Óumdeilt er í málinu, að bílskúrsþak, sem er steinsteypt. lekur ekki. Verða því kröfur aðalstefndu um endurbætur á því ekki teknar til greina. Aðalstefndu þykja ekki hafa sýnt tómlæti við að halda uppi kröfum sín- um á hendur aðalstefnanda, og verður því fallist á með aðalstefndu, að aðalstefnandi sé skaðabótaskyldur vegna leka á þaki íbúðarhússins. Með tilliti til þess, sem að framan segir, og allra atvika þykja bætur hæfi- lega ákveðnar 600.000 kr. til handa aðalstefndu. Aðilar deila um vexti. Rétt þykir, að skaðabótakrafa aðalstefndu beri dráttarvexti frá dagsetningu matsgerðar í samræmi við 15. gr. laga nr. 25/ 1987 og dómvenju. Niðurstaða málsins verður því sú, að aðalstefndu verða dæmd til greiðslu á eftirstöðvum kaupverðs. 1.109.458 kr., með vöxtum, eins og krafist er í stefnu í aðalsök. Gagnkröfur aðalstefndu verða teknar til greina, að fjárhæð 600.000 kr., og greiði aðalstefnandi dráttarvexti af þeirri fjárhæð frá 1. júní 1992 til greiðsludags. 2406 Aðalstefndu er heimilt að skuldajafna tildæmdum gagnkröfum við aðal- kröfur aðalstefnanda í aðalsök. Eftir þessum úrslitum verður aðalstefnandi dæmdur til að greiða 110.000 kr. í málskostnað auk 143.372 kr. vegna matskostnaðar. Aðalstefnandi greiði jafnframt 24.750 kr. í virðisaukaskatt af málskostnaði. Vextir af máls- kostnaði greiðist eins og í dómsorði greinir. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari, Ármann Jóhannsson bygginga- verkfræðingur og Sveinn Karlsson byggingatæknifræðingur kveða upp dóm þennan. Dómsorð: Aðalstefndu, Þorsteinn Kr. Sigurðsson og Benedikta Haukdal, greiði aðalstefnanda, J. Hinrikssyni hf., 1.109.458 kr. með 23% árs- vöxtum frá 3. maí 1991 til 1. júlí s. á., með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. september s. á., með 30% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember s. á., með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. desember s. á., með 25% ársvöxtum frá þeim degi til 14. janúar 1992, en með dráttarvöxtum skv. III. kafla laga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Heimilt er að höfuðstólsfæra vexti, í fyrsta sinn 3. maí 1992. Aðalstefnandi, J. Hinriksson hf., greiði aðalstefndu, Þorsteini og Benediktu, gagnkröfur að fjárhæð 600.000 kr. með dráttarvöxtum skv. 11. kafla laga nr. 25/1987 frá 1. júní 1992 til greiðsludags. Aðalstefndu er heimilt að skuldajafna tildæmdum gagnkröfum við aðalkröfu aðalstefnanda. Aðalstefnandi greiði aðalstefndu 278.122 kr. í málskostnað, þ. m. t. virðisaukaskatt. Málskostnaðarfjárhæð án virðisaukaskatts beri drátt- arvexti skv. 111. kafla laga nr. 25/1987 að liðnum 15 dögum eftir dóms- uppsögu og til greiðsludags. 2407 Fimmtudaginn 17. nóvember 1994. Nr. 439/1994. — Íslandsbanki hf. (Jón G. Briem hrl.) gegn Auðumi hf. (Friðjón Örn Friðjónsson hrl.) Kærumál. Nauðungarsala. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut þessu máli til Hæstaréttar með kæru 20. októ- ber 1994, sem barst réttinum 3. nóvember sl. Kæruheimild er í 85., sbr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands, upp kveðinn 14. október 1994, þar sem nauðungarsala, sem fór fram að kröfu sóknaraðila á vélskipinu Drangavík, þinglýstri eign varnaraðila, er felld úr gildi. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og stað- fest verði gildi nauðungarsölunnar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar að öðru leyti en um málskostnað, sem hann krefst, að verði hækkaður frá því, sem þar var ákveðið. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Í hinum kærða úrskurði er greint frá auglýsingu sýslumannsins í Vestmannaeyjum um nauðungarsölu á vélskipinu Drangavík, sem birtist í Lögbirtingablaði 22. apríl 1994 og varnaraðili telur slíka annmarka hafa verið á, að varði ógildingu nauðungarsölunnar. Til- gangur auglýsingar eins og þessarar, sem er gefin út á grundvelli 19. gr. laga nr. 90/1991, er aðallega að gera þeim, sem njóta óbeinna eignarréttinda í viðkomandi eign, viðvart um, að krafist hafi verið nauðungarsölu á henni, svo að þeim gefist kostur á að gæta þar hagsmuna sinna. Á auglýsingunni, sem hér um ræðir, voru að sönnu þeir annmarkar, að misritun varð á nafni varnaraðila, sem var gerðarþoli við nauðungarsöluna, auk þess, að ekki var getið um- dæmisnúmers vélskipsins Drangavíkur, sem er VE-55S. Nafn skips- 2408 ins kom á hinn bóginn réttilega fram í auglýsingunni ásamt föstu skipaskrárnúmeri þess. Eins og hér stóð á, verður að telja, að upp- lýsingar um þessi síðastgreindu atriði hafi nægt til að ná þeim til- gangi, sem birtingu auglýsingar um nauðungarsölu í Lögbirtinga- blaði er ætlað, þótt fyrrnefndir annmarkar hafi verið á henni. Er þá til þess að líta, að veðhöfum og öðrum, sem kunna annars að hafa notið óbeinna eignarréttinda í eigninni, átti ekki að geta dulist, um hvaða eign væri þar að ræða. Er því ekki næg ástæða til að fella nauðungarsöluna úr gildi af þessum sökum. Að öðru leyti hefur varnaraðili vísað til þess, að undirbúningi nauðungarsölunnar hafi verið áfátt vegna þess, að áðurnefnd aug- lýsing um hana í Lögbirtingablaði hafi verið ranglega dagsett, svo og, að sýslumanni hafi láðst, þegar lokið var að leita boða í eignina við byrjun uppboðs, að taka ákvörðun um, hvar framhaldsuppboð á henni yrði háð. Um fyrrnefnda atriðið verður að líta til þess, að dagsetning auglýsingar, sem er reyndar ekki skylt að tilgreina sam- kvæmt 19. gr. laga nr. 90/1991, getur engu breytt um, hvort auglýs- ingin gegni því hlutverki, sem áður var getið. Þá felst ekki í síðar- nefnda atriðinu annmarki á framkvæmd nauðungarsölu, eins og berlega má sjá af orðalagi 2. mgr. 35. gr. laga nr. 90/1991. Eru þessar málsástæður varnaraðila því haldlausar. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á, að slíkir annmarkar hafi verið á framkvæmd nauðungarsölunnar á vélskipinu Drangavík, að ógildingu hennar varði. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og krafa sóknaraðila um viðurkenningu á gildi nauðungarsöl- unnar tekin til greina. Eftir þessum úrslitum málsins verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem til sam- ans þykir hæfilega ákveðinn eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Viðurkennt er gildi nauðungarsölu á vélskipinu Drangavík, VE-55S, skipaskrár- númer 2048. Varnaraðili, Auðunn hf., greiði sóknaraðila, Íslandsbanka 2409 hf., 200.000 krónur samtals í málskostnað í héraði og kæru- málskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 14. október 1994. I. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 28. f. m. að loknum munnlegum málflutningi, barst dóminum með tilkynningu sóknaraðila, dagsettri 10. ágúst 1994, en móttekinni 18. ágúst s. á., þar sem farið var fram á, að dóm- urinn leysti úr ágreiningi um gildi nauðungarsölu nr. 34/1994 á Drangavík, VE 555, skipaskrárnúmer 2048, þinglýstri eign Auðuns hf., sem fram fór á skrifstofu sýslumannsins í Vestmannaeyjum 28. júlí 1994, en um framhalds- sölu var að ræða. Samhliða hafði sóknaraðili á grundvelli 3. mgr. 55. gr. laga nr. 90/1991 uppi kröfu um, að dómurinn tæki til úrskurðar, hvort gerð- arþola í uppboðsmálinu bæri að afhenda skipið, áður en lyktir fengjust í málinu. Dómarinn fékk málið til meðferðar 26. ágúst sl., og með því að til- kynningin og gögn, er henni fylgdu, voru í samræmi við ákvæði 81. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, sbr. 82. gr. laganna, sætti málið meðferð í samræmi við ákvæði XIV. kafla laganna. Úrskurður um umráðakröfu sóknaraðila var kveðinn upp 23. september sl., og var þar tekin til greina krafa hans að þessu leyti, sbr. dskj. 43. Upphaflega skyldi munnlegur málflutningur í málinu fara fram 27. sept- ember sl., en vegna frávísunarkröfu varnaraðila var málið í því þinghaldi munnlega flutt um frávísunarkröfuna, og í úrskurði dómarans daginn eftir, 28. september sl., var frávísunarkrafan ekki tekin til greina og varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðila 35.000 krónur í málskostnað, sbr. dskj. nr. 44. II. Sóknaraðili málsins er Auðunn hf., kt. 621276-0779, Norðurhöfn, Vest- mannaeyjum, en varnaraðili Íslandsbanki hf.. kt. 421289-5069, Kringlunni 7, Reykjavík. Dómkröfur sóknaraðila eru þær, að nauðungarsala á Drangavík, VE 555, skipaskrárnr. 2048, sem fram fór hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum 28. júlí 1994, verði felld úr gildi og varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðila hæfilegan málskostnað að mati dómsins. Dómkröfur varnaraðila eru þær, að hafnað verði kröfum sóknaraðila í málinu og staðfest verði gildi nauðungarsölu þeirrar, sem fram fór hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum 28. júlí 1994. á fiskiskipinu 2410 Drangavík, VE 555 (skipaskrárnúmer 2048), og að sóknaraðili greiði varnaraðila hæfilegan málskostnað auk 24,5% virðisaukaskatts á máls- kostnaðarfjárhæð. v. Þegar sýslumaður tók uppboðsbeiðni varnaraðila formlega fyrir, bar hon- um af sjálfsdáðum að gæta að því, hvort við undirbúning og framkvæmd nauðungarsölunnar hefði verið fylgt fyrirmælum laga nr. 90/1991 um nauð- ungarsölu, sbr. 22. gr. laganna. Í því sambandi bar sýslumanni sérstaklega að huga að því, hvort uppboðsbeiðnin og fylgigögn hefðu réttlætt aðgerðir af hans hálfu, hvort tilkynningar hefðu verið sendar gerðarbeiðanda og gerðarþola og fylgt verið fyrirmælum laganna í því sambandi, og loks, hvort við auglýsingu í Lögbirtingablaðinu hefði verið fylgt fyrirmælum laganna. Það var mikilvægt fyrir sýslumann að huga vel að þessum atriðum öllum, því að ef teljandi annmarkar reynast vera á þeim, verður sýslumaður að stöðva frekari aðgerðir. Af endurriti úr gjörðabók (dskj. 1, 8) verður ekki ráðið, að sýslumaður hafi, er hann tók nauðungarsöluna fyrir 24. maí 1994, hugað sérstaklega að því, hvort auglýsingin í Lögbirtingablaðinu fullnægði þeim formskilyrðum, sem tilgreind eru í 19. gr. laganna. Í þessu sambandi er Óumdeilt, að auglýsingin í Lögbirtingablaðinu hafði annmarka, en máls- aðilar eru ekki á eitt sáttir um það. hvort annmarkarnir teljist verulegir. Uppboðsbeiðni varnaraðila (gerðarbeiðanda) beindist ekki að hlutafé- laginu Auðuni hf., og mátti því eigi tilgreina það hlutafélag sem gerðarþola, er sýslumaður auglýsti í Lögbirtingablaðinu, hvenær uppboðsbeiðnin yrði tekin fyrir. Auglýsing, er tilgreinir rangan uppboðsþola, er marklaus. Það er einnig auglýsing, sem er í fullu ósamræmi við fyrirliggjandi uppboðsbeiðnir, en tilgreind auglýsing var einmitt slíku marki brennd. Verulegur annmarki var því á auglýsingu þeirri, sem birtist í 44. tbl. 87. árg. Lögbirtingablaðs frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum og varðaði þrjár beiðnir, er embætti sýslumanns hafði borist frá Íslandsbanka hf. um uppboð á mb. Drangavík. VE 555, skipaskrárnr. 2048. Við fyrirtöku málsins 24. maí 1994 bar sýslu- manni að stöðva uppboðsmeðferðina, bóka ákvörðun um nýjan fyrirtöku- dag og tilkynna gerðarþola (Auðuni hf.) um hina nýju fyrirtöku málsins í samræmi við 16. gr. laganna, en færa jafnframt til bókar ákvörðun um nýja auglýsingu nauðungarsölunnar. Að þessu loknu bar sýslumanni að gefa út nýja auglýsingu til birtingar í Lögbirtingablaðinu í samræmi við 1. mgr. 19. gr. laganna. Með þessu móti var sýslumaður, í samræmi við lagaskyldu sína, búinn að tryggja, að framkvæmd nauðungarsölunnar færi að lögum, 2411 en hann mátti undir engum kringumstæðum halda áfram með uppboðið, án þess að úr annmarkanum yrði bætt. Þegar litið er til þess, að sýslumanni bar af sjálfsdáðum að bæta úr ágöllunum þegar við fyrirtöku á uppboðs- beiðninni, verður sóknaraðila ekki um það kennt, þótt hann hafi ekki mót- mælt framgangi uppboðsins fyrr en eftir byrjun uppboðs. Með því að framkvæmd nauðungarsölunnar var ekki í samræmi við lög nr. 90/1991 um nauðungarsölu, ber að kröfu sóknaraðila, Auðuns hf., að fella úr gildi nauðungarsölu á Drangavík, VE 555, skipaskrárnr. 2048, sem fram fór hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum 28. júlí 1994. Varnaraðili, Íslandsbanki hf., greiði sóknaraðila, Auðuni hf., 70.000 krónur í málskostn- að. Jón Ragnar Þorsteinsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Nauðungarsala á Drangavík, VE 555, skipaskrárnr. 2048, sem fram fór hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum 28. júlí 1994, er felld úr gildi, og greiði varnaraðili, Íslandsbanki hf., sóknaraðila, Auðuni htf., 70.000 krónur í málskostnað. 2412 Miðvikudaginn 23. nóvember 1994. Nr. 459/1994. — Íslandsbanki hf. (Guðjón Ármann Jónsson hrl.) gegn Margréti Kolbeinsdóttur (Valgarður Sigurðsson hrl.) Kærumál. Aðfarargerð. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Sóknaraðili skaut þessu máli til Hæstaréttar með kæru 10. nóvem- ber sl., sem barst réttinum með kærumálsgögnum 16. sama mánað- ar. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykja- ness, upp kveðinn 4. nóvember 1994, þar sem tekin var til greina krafa varnaraðila um ógildingu aðfarargerðar, sem fór fram hjá henni að kröfu sóknaraðila 13. júlí 1994. Sóknaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og fyrrnefnd aðfarargerð staðfest. Sóknaraðili krefst einnig málskostnaðar í héraði og kæru- málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kæru- málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. Dæma verður sóknaraðila til að greiða varnaraðila kærumáls- kostnað, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Íslandsbanki ht., greiði varnaraðila, Margréti Kolbeinsdóttur, 50.000 krónur í kærumálskostnað. 2413 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 4. nóvember 1994. 1. Dómkröfur aðila. Mál þetta, sem varðar ágreining um gildi aðfarargerðar og rekið er sam- kvæmt 15. kafla laga nr. 90/1989 um aðför, var þingfest 19. september 1994 og tekið til úrskurðar 19. næsta mánaðar að loknum munnlegum málflutn- ingi. Sóknaraðili, Margrét Kolbeinsdóttir, kt. 090348-2489, Miðvangi 87. Hafnarfirði, gerir þá kröfu, að aðfarargerð sýslumannsins í Hafnarfirði, sem fram fór hjá sóknaraðila 13. júlí 1994, verði ógilt og að dómurinn stað- festi, að fjárnámskrafa varnaraðila sé að fullu greidd. Þá krefst sóknaraðili þess, að varnaraðili verði úrskurðaður til greiðslu málskostnaðar að skað- lausu. Varnaraðili, Íslandsbanki hf.. krefst þess, að hafnað verði kröfu sóknar- aðila og varnaraðila verði úrskurðaður málskostnaður úr hendi sóknaraðila að mati dómsins. Sáttaumleitanir dómarans hafa engan árangur borið. II. Tildrög málsins. Með bréfi lögmanns varnaraðila, dags. 6. maí 1994, var þess krafist, að sýslumaðurinn í Hafnarfirði gerði fjárnám hjá sóknaraðila til tryggingar skuld, að fjárhæð 643.684 krónur, auk áfallandi dráttarvaxta til greiðsludags og alls kostnaðar af frekari fullnustugerðum, ef til kæmu. Krafa þessi byggðist á áskorunarstefnu Alþýðubankans hf., dags. 26. maí 1989. á hend- ur sóknaraðila, Elísabetu Kolbeinsdóttur, og Skúla Hansen, áritaðri um að- fararhæfi 24. næsta mánaðar. Það mál var höfðað til heimtu kröfu sam- kvæmt skuldabréfi, að fjárhæð 500.000 krónur, út gefnu í Reykjavík 30. mars 1988 af Elísabetu, tryggðu með sjálfskuldarábyrgð Skúla og sóknar- aðila. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði tók fjárnámsbeiðni varnaraðila til meðferð- ar 13. júlí 1994. Við gerðina var sóknaraðili ásamt lögmanni sínum og mót- mælti, að fjárnám færi fram, þar sem krafa varnaraðila væri að fullu greidd með söluhagnaði fasteignarinnar Vallarbarðs 5, Hafnarfirði, sem seld hefði verið á nauðungaruppboði 19. mars 1990 og lögð varnaraðila út sem ófull- nægðum veðhafa 11. júlí sama ár. Af hálfu varnaraðila var þessu andmælt og ítrekuð krafa um, að fjárnám færi fram. Í serðabók sýslumanns var bók- uð svofelld ákvörðun: „... Þar sem fyrir hendi er ótvíræð heimild til aðfarar skv. fram 2414 lögðum gögnum, telur ftr. sýslum. sér ekki fært að hafna kröfu lögm. gb. um, að fjárnám fari fram. Er skorað á gþ. að benda á eignir til fjárnáms. Hann kveðst engar eignir eiga. Þar sem gb. krefst þess, að fjárnámi verði lokið án árangurs, er svo gert með vísan til 8. kafla laga nr. 90/1989. Lögm. gþ. lýsir yfir, að hann muni vísa gerðinni til héraðsdóms. .. .“ Með bréfi lögmanns sóknaraðila, dags. 24. ágúst 1994, sem barst dómin- um 6. næsta mánaðar, var þess krafist, að umrædd aðfarargerð yrði ógilt. Málið var síðan þingfest 19. september 1994, svo sem áður er getið. III. Málsatvik. Hinn 18. september 1989 voru að kröfu Alþýðubankans hf. gerð tvö fjár- nám í fasteigninni Vallarbarði 5, Hafnarfirði, sem bæði voru móttekin til þinglýsingar 3. október 1989. Annars vegar var um að ræða fjárnám til tryggingar þeirri fjárkröfu, sem mál þetta lýtur að, og hins vegar fjárnám til tryggingar á skuld samkvæmt víxli, að fjárhæð 110.000 krónur, út gefnum 24. maí 1988 af Guðbirni Karli Ólafssyni og samþykktum af Elísabetu Kol- beinsdóttur til greiðslu 22. júlí 1988. Þinglýstur eigandi eignarinnar var Hraðverk hf., en félagið hafði selt eignina hjónunum Elísabetu Kolbeins- dóttur og Guðbirni Karli Ólafssyni samkvæmt óþinglýstum kaupsamningi. dags. 7. maí 1987. Hinn 8. desember 1989 var að nýju gert fjárnám í umræddri fasteign að kröfu Alþýðubankans hf., og barst fjárnámið til þinglýsingar samdægurs. Fjárnámið var gert til tryggingar kröfu samkvæmt skuldabréfi, upphaflega að fjárhæð 6.200.000 króna, út gefnu 11. ágúst 1988 af veitingahúsinu Arnar- hóli sf., með sjálfskuldarábyrgð Guðbjarnar Karls Ólafssonar og Skúla Hansen. Með afsalsbréfi, út gefnu 21. desember 1989, var fasteigninni Vallarbarði 5, Hafnarfirði, afsalað til Elísabetar Kolbeinsdóttur. Afsalið barst til þinglýsingar 29. desember 1989. Hinn 23. janúar 1990 var móttekið til þinglýsingar fjárnám Alþýðu- bankans hf. í umræddri fasteign, sem fram fór 30. nóvember 1989, til trygg- ingar á skuld samkvæmt tveimur víxlum, hvorum að fjárhæð 80.000 krónur, báðum út gefnum 11. janúar 1989 af Skúla Hansen og samþykktum af veit- ingahúsinu Arnarhóli sf., til greiðslu hinn 11. mars sama ár. Á nauðungaruppboði bæjarfógetans í Hafnarfirði á fasteigninni Vallar- barði 5, Hafnarfirði, sem haldið var 19. mars 1990, kom hæsta boð frá varnaraðila, 9.000.000 króna. Honum var síðan lögð eignin út sem ófull- 2415 nægðum veðhafa 11. júlí sama ár. Samkvæmt úthlutunargerð vegna nauð- ungaruppboðsins komu 660.452,41 króna af uppboðsandvirði upp í aðfarar- veð á 4. veðrétti, fjárnám frá 18. september 1989, að höfuðstól 563.262 krónur, en samkvæmt kröfulýsingu varnaraðila var fjárhæð kröfunnar 882.973 krónur. Aðfarargerð sú, sem aðilar deila um í máli þessu, fór fram til tryggingar á eftirstöðvum umræddrar kröfu, sem varnaraðili tók undir sjálfum sér við nauðungaruppboðið. Með kaupsamningi, dags. 6. september 1990, seldi varnaraðili fasteignina Vallarbarð 5, Hafnarfirði, og var kaupverðið 11.500.000 krónur. Ágrein- ingslaust er með málsaðilum, að söluhagnaður varnaraðila að frádregnum kostnaði hafi verið 1.274.413,59 krónur. Varnaraðili ráðstafaði hagnaði þess- um til greiðslu á kröfum, tryggðum með framangreindum aðfararveðum í eigninni, sem ekkert fékkst greitt af við nauðungaruppboðið. Við þá ráð- „ stöfun greiddist að fullu með 281.949,20 krónum skuld samkvæmt víxli, að fjárhæð 110.000 krónur, tryggð með fjárnámi frá 18. september 1989. Að öðru leyti var greitt inn á kröfur, tryggðar með aðfararveðum frá 30. nóv- ember og 8. desember 1989. Var því engu af söluhagnaði ráðstafað til greiðslu kröfu þeirrar, sem sóknaraðili var í ábyrgð fyrir og varnaraðili tók undir sjálfum sér við uppboðið. Með bréfi lögmanns Elísabetar Kolbeinsdóttur, dags. 18. mars 1992, var þess farið á leit, að varnaraðili felldi niður allar kröfur á hendur Elísabetu. Var því jafnframt andmælt, að varnaraðili ráðstafaði söluhagnaði fast- eignarinnar Vallarbarðs 5, Hafnarfirði, til greiðslu á kröfum Elísabetu óvið- komandi. Af hálfu varnaraðila var þessari málaleitan hafnað með bréfi, dags. 12. maí 1992. Vv. Niðurstaða. Fjárnámsgerð sú, sem aðilar deila um í máli þessu, fór fram 13. júlí 1994, og var henni lokið án árangurs. Hefur sóknaraðili krafist úrlausnar dómsins um gildi þessarar aðfarargerðar. Árangurslaus aðfarargerð getur verið grundvöllur gjaldþrotaskipta á búi skuldara, sbr. 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/991 um gjaldþrotaskipti o. fl., auk þess sem slík gerð getur skaðað láns- traust gerðarþola. Þá má gerðarþoli vænta þess, að gerðarbeiðandi krefjist fjárnáms að nýju, allt þar til krafan er fallin niður fyrir fyrningu. Þykir því ótvírætt, að í kjölfar árangurslausrar fjárnámsgerðar hafi gerðarþoli lög- mæta hagsmuni af því að fá úrlausn héraðsdóms um, hvort gerðin hafi átt að ná fram að ganga. Málskot þetta er því heimilt samkvæmt 1. mgr. 92. gr. laga nr. 90/1989. 2416 Uppboðsandvirði fasteignarinnar Vallarbarðs 5, Hafnarfirði, hrökk ekki til greiðslu aðfararveða varnaraðila, og var honum lögð út eignin sem ófull- nægðum veðhafa 11. júlí 1990. Ágreiningur málsaðila lýtur að því, hvort varnaraðili geti krafist eftirstöðva þeirrar fjárnámskröfu, sem hann tók undir sjálfum sér, þar sem uppboðsandvirði hafi verið lægra en sannvirði eignarinnar á uppboðsdegi. Hvort úr ágreiningi af þessum toga verður leyst í máli að hætti 15. kafla aðfararlaga nr. 90/1989, ræðst af því, hvernig málið líggur fyrir dóminum, þar sem möguleikar til sönnunarfærslu eru takmark- aðir samkvæmt 94. gr., sbr. 1. mgr. 90. gr. laganna. Nauðungaruppboð á fasteigninni Vallarbarði 5, Hafnarfirði, fór fram í gild- istíð eldri laga nr. 57/1949 um nauðungaruppboð. Samkvæmt 3. mgr. 32. gr. þeirra laga gat dómur „fært kröfu niður“ sem svaraði til mismunar á sannvirði eignar á uppboðsdegi og kaupverði, ef veðhafi eða aðfararhafi, sem gerst hefði kaupandi að eign, án þess að krafa hans hefði greiðst að fullu, krefur „skuldunaut eða aðra um eftirstöðvar kröfunnar eða hluta af þeim“. Svo sem áður greinir, er ágreiningslaust með aðilum, að hreinn söluhagn- aður varnaraðila vegna endursölu fasteignarinnar Vallarbarðs 5, Hafnar- firði, hafi verið 1.274.413,59 krónur. Varnaraðili hefur ekki andmælt því, að endursöluverð eignarinnar hafi verið sannvirði hennar á uppboðsdegi, svo sem sóknaraðili heldur fram, og verður það því lagt til grundvallar í málinu. Samkvæmt þessu liggur ótvírætt fyrir, að með útlagningu eignarinnar fékk varnaraðili fullnustu. sem nægði til efnda á eftirstöðvum þeirrar kröfu, sem varnaraðili tók undir sjálfum sér, og á fjárnámskröfu, sem hvíldi samhliða á 4. veðrétti eignarinnar, til tryggingar víxli, að fjárhæð 110.000 krónur. Með vísan til áðurgreindrar lagaheimildar þykir því verða að færa niður fjár- kröfu varnaraðila á hendur sóknaraðila og telja hana að fullu efnda með umræddu nauðungaruppboði. Verður ekki fallist á, að varnaraðila hafi ver- ið heimilt gagnvart sóknaraðila að ráðstafa söluhagnaði eignarinnar til greiðslu fjárnámskrafna síðar í réttindaröð áhvílandi á eigninni. Samkvæmt framansögðu er fallist á kröfu sóknaraðila um, að ógilt verði aðfarargerð sýslumannsins í Hafnarfirði, sem fram fór hjá sóknaraðila 13. júlí 1994. Varnaraðili greiði sóknaraðila 60.000 krónur í málskostnað. Benedikt Bogason dómarafulltrúi kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Aðfarargerð sýslumannsins í Hafnarfirði, sem fram fór hjá sóknar- aðila 13. júlí 1994 að kröfu varnaraðila, er ógilt. Varnaraðili greiði sóknaraðila 60.000 krónur í málskostnað. 2417 Miðvikudaginn 23. nóvember 1994. Nr. 456/1994. — Kristín Árnadóttir (Hróbjartur Jónatansson hrl.) gegn Guðrúnu Guðbjartsdóttur Lilju Guðbjartsdóttur Vigdísi Guðbjartsdóttur og Þórarni Sveinssyni yfirlækni (Hlöðver Kjartansson hdl.) Kærumál. Læknar. Þagnarskylda. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. nóvember 1994, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. þessa mánað- ar. Kæruheimild er í d-lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um með- ferð einkamála, sbr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o. fl. Í kæru eru engar kröfur gerðar, en sýnilegt er af efni hennar og þeim gögnum, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, að úrskurður- inn er kærður í þeim tilgangi, að hann verði úr gildi felldur. Fyrir Hæstarétti hefur sóknaraðili staðfest þetta, og krefst hann nú einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðilarnir Guðrún, Lilja og Vigdís Guðbjartsdætur kærðu einnig sama úrskurð fyrir sitt leyti með bréfi, sem barst Héraðsdómi Reykjaness 16. nóvember sl. Þær krefjast þess aðallega, að Þórarinn Sveinsson yfirlæknir verði skyldaður til að leggja fram staðfest endurrit sjúkraskrár Guðbjarts heitins Benediktssonar. Til vara er þess krafist, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur „um annað en tímatakmörkun við 20. og 25. janúar 1993“. Fyrir Hæstarétti hefur verið upplýst, að í héraði hafi kröfum varnaraðilanna Guðrúnar, Lilju og Vigdísar Guðbjartsdætra verið beint að Þórarni Sveinssyni, yfirlækni krabbameinslækningadeildar Landspítalans, og í þinghaldi því, þar sem krafan var tekin fyrir, hafi Guðríður Þorsteinsdóttir héraðsdómslögmaður mætt fyrir hans 2418 hönd og Landspítalans. Verður því að líta á Þórarin sem varnaraðila í þessum þætti málsins. Hann hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Mál þetta er til komið vegna ágreinings, sem kom upp við opin- ber skipti á dánarbúi Guðbjarts Benediktssonar, en hann lést 7. mars 1993. Varnaraðilarnir Guðrún, Lilja og Vigdís, sem eru dætur hins látna og einkalögerfingjar, og sambýliskona hans, sóknar- aðilinn Kristín Árnadóttir, deila um það, hvort eignaskiptasamning- ur um fasteign og samkomulag, sem Guðbjartur heitinn og sóknar- aðili gerðu og þinglýst var skömmu fyrir lát hans, teljist lífsgerning- ur eða dánargjöf. Kæra af hálfu varnaraðilanna Guðrúnar, Lilju og Vigdísar Guð- bjartsdætra kom ekki fram í tæka tíð, sbr. 1. mgr. 144. gr. laga nr. 91/ 1991. Koma kröfur þeirra um breytingar á hinum kærða úrskurði því ekki til álita. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar og þar sem kröfur varnaraðila samkvæmt fyrrnefndri kæru koma ekki til álita, þykir mega staðfesta hinn kærða úrskurð. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Það athugast, að þess var ekki gætt af hálfu varnaraðilanna Guð- rúnar, Lilju og Vigdísar Guðbjartsdætra að leggja fyrir héraðsdóm- ara skriflegt umboð til lögmanns þeirra til að krefjast gagnanna, sem mál þetta varðar, en úr þessu var bætt við meðferð málsins fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 24. október 1994. Á dómbþingi 14. október 1994 var tekin fyrir krafa Hlöðvers Kjartansson- ar hdl. fyrir hönd varnaraðila í málinu um, að Landspítalinn yrði skyldaður til þess með úrskurði að afhenda dóminum læknaskýrslu (journal), hjúkr- unarskýrslu, sjúkraskýrslu og önnur vottorð og gögn, sem þýðingu geta haft í málinu. Eftir að lögmenn aðila og ríkisspítala höfðu tjáð sig um kröfuna, var hún tekin til úrskurðar. Í kröfunni er vísað til áskilnaðar í greinargerð um öflun frekari sönnun- argagna, sem varða veikindi þau, er drógu Guðbjart heitinn Benediktsson 2419 til dauða og haft geta þýðingu við mat á því, hvort gerningar, dags. 20. og 25. janúar 1993, verði metnir dánarbeðsgerningar. Gögnin séu nauðsynleg til að leiða í ljós, hvenær Guðbjarti heitnum hafi orðið kunnugt um, að hann var haldinn krabbameini, hvort sjúkdómurinn var banvænn, eftir at- vikum virt á almennan reynslumælikvarða, hvernig framvinda hans var, hverjar batahorfur voru og hvað læknar eða aðrir þeir, sem stunduðu hann, hafa tjáð honum um eðli meinsins og lífsvon hans. Vísað er til þess, að skiptastjóra dánarbúsins hafi verið synjað um vottorð læknis á geisladeild um þessi efni. Lögmaður sóknaraðila mótmælti kröfunni. Ef niðurstaða dómsins verði sú, að afla eigi upplýsinga, eigi að gera það með þeim hætti að leggja ákveðnar spurningar fyrir lækni. Lögmaður ríkisspítala taldi ekki heimilt að láta gögnin í té nema sam- kvæmt úrskurði dómara. Æskilegra væri, að ákveðnar spurningar yrðu lagðar fyrir yfirlækni um þau atriði, sem nauðsynlegt sé talið að upplýsa. Niðurstöður. Til að komast að niðurstöðu um, hvort gerningar, dags. 20. og 25. Janúar 1993, verði metnir lífsgerningar eða dánarbeðsgerningar, skiptir máli að leiða í ljós, hvort sjúkdómur sá, sem Guðbjartur heitinn Benediktsson var haldinn, var talinn banvænn og hvernig framvinda hans var og hverjar bata- horfur voru. Einnig skiptir máli, hver vitneskja hans sjálfs var um sjúkdóm- inn. Þetta verður ekki leitt í ljós nema með upplýsingum úr sjúkraskrá og/ eða framburði lækna og eftir atvikum annarra. Samkvæmt 3. mgr. 67. gr. einkamálalaga nr. 91/1991 er vörslumanni skjals, sem ekki er aðili að máli, skylt að afhenda aðila skjal, ef honum er skylt að vitna um það, sem í því stendur. Í 15. gr. læknalaga nr. 53/1988 er ákvæði um þagnarskyldu lækna, en frá henni eru undantekningar. Ljóst þykir, að mat á því, hvort gerningarnir verði metnir dánarbeðsgerningar, veltur á því og þar með e. t. v. úrslit málsins, sem upplýsast kann um veikindi Guðbjarts heitins og hver vitneskja hans sjálfs var um þau. Þar sem ætla má, að úrslit málsins gætu samkvæmt því oltið á vitnisburði læknis, bæri lækni skv. 4. mgr. 15. gr. læknalaga sem vitni í einkamáli að skýra frá öllu, sem hann veit og telur, að hugsanlega geti haft áhrif á málið. án tillits til vilja sjúklings. Þykir því fullnægt skilyrði 3. mgr. 67. gr. einkamálalaga fyrir skyldu til af- hendingar skjals. Sjúkraskrá hefur að geyma öll gögn um viðkomandi sjúkling. Vitna- skylda læknis nær einungis til þess af vitneskju hans, sem áhrif hefur á mál- ið. Þykir því ekki unnt að fallast á, að framlagning úr sjúkraskrá Guðbjarts heitins Benediktssonar nái til annars en endurrits af því, sem lá fyrir 20. og 2420 25. janúar 1993 og þýðingu getur haft í málinu. Samkvæmt þessu verður Landspítalinn úrskurðaður til að afhenda dóminum endurrit gagna úr sjúkraskrá Guðbjarts heitins Benediktssonar, sem varpað geti ljósi á, hve- nær honum varð kunnugt um, að hann var haldinn krabbameini, hvort sjúk- dómurinn var talinn banvænn, eftir atvikum virt á almennan reynslumæli- kvarða, hvernig framvinda sjúkdómsins var og hverjar batahorfur voru og hvað læknar eða aðrir þeir, sem stunduðu hann, höfðu tjáð honum um eðli meinsins og lífsvon allt fram til 20. og 25. janúar 1993. Þorgerður Erlendsdóttir fulltrúi kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Landspítalanum er skylt að afhenda Héraðsdómi Reykjaness endurrit af gögnum úr sjúkraskrá Guðbjarts heitins Benediktssonar, sem varpað geta ljósi á. hvenær honum varð kunnugt um, að hann var haldinn krabbameini, hvort sjúkdómurinn var talinn banvænn, eftir atvikum virt á almennan reynslumælikvarða, hvernig framvinda hans var, hverjar batahorfur voru og hvað læknar og aðrir þeir, sem stunduðu hann, tjáðu honum um eðli meinsins og lífsvon hans allt fram til 20. og 25. janúar 1993. 2421 Miðvikudaginn 23. nóvember 1994. Nr. 441/1994. — Björn Baldursson gegn Bergljótu Baldursdóttur og Ingveldi Einarsdóttur, fulltrúa dómstjórans í Reykjavík Kærumál. Kærufrestur. Frávísun frá Hæstarétti. Vítur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Sóknaraðili skaut þessu máli til Hæstaréttar með kæru 19. októ- ber 1994, sem barst réttinum með kærumálsgögnum 7. nóvember sl. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 3. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykja- víkur, upp kveðinn 23. september 1994, þar sem tekin var til greina krafa Bergljótar Baldursdóttur um, að dánarbú Baldurs Gíslasonar yrði tekið til opinberra skipta. Í kæru gerir sóknaraðili þá kröfu. að „málsmeðferð Ingveldar Einarsdóttur, dómarafulltrúa í Héraðs- dómi Reykjavíkur, á málinu Q-7/1994: Bergljót Baldursdóttir gegn Birni Baldurssyni, verði ómerkt frá 19. 9. 1994, en þá skilaði varnar- aðili Björn Baldursson greinargerð sinni í málinu“. Þá krefst sóknaraðili þess einnig, að Hæstiréttur veiti nefndum dómarafull- trúa áminningu og geri henni að greiða sekt í ríkissjóð. Varnaraðili, Bergljót Baldursdóttir, krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ingveldur Einarsdóttir, fulltrúi dómstjórans í Reykjavík. gerir engar kröfur fyrir Hæstarétti, en hefur komið á framfæri athuga- semdum af sinni hendi. Í bókun um þinghald 23. september 1994. þar sem hinn kærði úr- skurður var upp kveðinn, segir, að þar hafi mætt Rut Skúladóttir. eiginkona Björns Baldurssonar, fyrir hans hönd. Þá tekur sóknar- aðili fram í kæru, að maki sinn, Rut Skúladóttir, hafi sótt þinghald þetta fyrir sína hönd. Verður því við það miðað, að þann dag hafi sóknaraðila sjálfum mátt vera kunnugt um hinn kærða úrskurð svo 2422 og þær dómsathafnir fyrrnefnds dómarafulltrúa, sem sóknaraðili virðist telja varða áminningu og sektum. At bókun um fyrrnefnt þinghald verður að vísu ekki ráðið, að Rut Skúladóttur hafi verið leiðbeint um kærufrest eða hvernig standa beri að kæru. Sóknaraðili er á hinn bóginn sjálfur lögfræð- ingur að mennt og getur því engu varðað, þótt það kunni að hafa láðst að veita slíkar leiðbeiningar. Kæra sóknaraðila barst Héraðsdómi Reykjavíkur 21. október 1994. Var þá löngu liðinn sá frestur, sem hann hafði til að kæra úr- skurðinn og aðrar athafnir dómara í héraði varðandi rekstur máls- ins samkvæmt 1. mgr. 144. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Ber því þegar af þessari ástæðu að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Kærumálskostnaðar hefur ekki verið krafist, og verður hann því ekki dæmdur. Kröfur þær, sem sóknaraðili gerði um úrslit þessa máls í héraði, voru bersýnilega haldlausar. Þá eru aðfinnslur, sem sóknaraðili hef- ur uppi um málsmeðferð Ingveldar Einarsdóttur dómarafulltrúa, al- gerlega tilefnislausar. Ber að víta sóknaraðila fyrir þessa fráleitu og gersamlega ástæðulausu kæru. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 1994. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 19. september, var þingfest á dóm- þingi Héraðsdóms Reykjavíkur 14. september 1994. Sóknaraðili er Bergljót Baldursdóttir, kt. 070154-3589, Ránargötu 33, Reykjavík. Varnaraðili er Björn Baldursson, kt. 290348-3239, Snorrabraut 56, Reykjavík. Sóknaraðili gerir þær kröfur, að dánarbú Baldurs Gíslasonar. kt. 190724- 4339, er síðast bjó að Hringbraut 111, Reykjavík, og andaðist 29. janúar 1994, verði tekið til opinberra skipta. Varnaraðili gerir þær kröfur, að kröfu sóknaraðila um opinber skipti á dánarbúinu verði hafnað og varnaraðila heimiluð einkaskipti á dánarbúinu, 2423 einnig, að sóknaraðili verði dæmdur til að láta búið afskiptalaust, enda hafi hann lýst yfir, að hann vilji ekki bera ábyrgð á skuldum dánarbúsins. Málsatvik. Baldur Gíslason, kt. 190724-4339, er síðast bjó að Hringbraut 111, Reykja- vík, andaðist 29. janúar 1994. Hinn 11. ágúst 1994 barst Héraðsdómi Reykjavíkur sú beiðni Bergljótar Baldursdóttur, eins af fjórum erfingjum Baldurs, að dánarbú hans yrði tek- ið til opinberra skipta. Beiðni sína studdi skiptabeiðandi 1. mgr. 38. gr. laga nr. 20/1991. Einnig kom fram í beiðni hennar, að skuldir dánarbúsins væru óljósar og hún ekki reiðubúin að taka á sig ábyrgð á skuldbindingum dánar- búsins. Beiðni skiptabeiðanda var tekin fyrir á dómþingi Héraðsdóms Reykja- víkur 14. september 1994, og mættu þá skiptabeiðandi, Kolbrún Baldurs- dóttir og varnaraðili máls þessa, Björn Baldursson. Björn hafði uppi and- mæli við því, að dánarbú Baldurs yrði tekið til opinberra skipta. Var þá í samræmi við 1. mgr. 120. gr. laga nr. 20/1991 þingfest sérstakt ágreiningsmál um þann ágreining, sem upp var kominn, og er sá ágreiningur til úrlausnar í máli þessu. Niðurstaða. Í beiðni sóknaraðila um opinber skipti á dánarbúi Baldurs Gíslasonar kemur fram, að hún krefjist opinberra skipta á grundvelli 1. mgr. 38. gr. laga nr. 20/1991. Einnig kemur fram í þeirri beiðni, að hún sé ekki reiðubúin að taka á sig ábyrgð á skuldbindingum dánarbúsins. Í 1. mgr. 38. gr. laga nr. 20/1991 er kveðið á um skilyrðislausan rétt erf- ingja til þess að krefjast opinberra skipta, svo lengi sem skiptum hafi ekki verið lokið með veitingu leyfis til setu í óskiptu búi eða vegna eignaleysis búsins. Heimild þessi er með öllu óháð vilja annarra erfingja. og skiptir engu máli í því sambandi, hvort erfðahlutur skiptabeiðanda er lítill eða stór, eins og fram kemur í athugasemdum við lagaákvæðið. Réttur erfingja til þess að krefjast opinberra skipta samkvæmt nefndu lagaákvæði er því skýr og tvímælalaus. Þá ber einnig að hafa í huga. að í beiðni sóknaraðila kemur fram, að hún er ekki reiðubúin til þess að taka á sig skuldbindingar dánarbúsins, og getur því sýslumaður samkvæmt $. tl. 28. gr. laga nr. 20/1991 ekki veitt heimild til einkaskipta. Samkvæmt framansögðu eru öll lagaskilyrði til þess, að unnt sé að taka til greina kröfu sóknaraðila, að dánarbú Baldurs Gíslasonar verði tekið til opinberra skipta. 2424 Varnaraðili krefst þess í greinargerð sinni, að sóknaraðili verði dæmdur til þess að láta búið afskiptalaust. Í máli þessu verður eingöngu úr því skorið, hvort dánarbú Baldurs Gísla- sonar verði tekið til opinberra skipta eða ekki, sbr. 1. mgr. 120. gr. laga nr. 20/1991, sbr. og 3. mgr. 44. gr. sömu laga. Kröfu varnaraðila um, að sóknar- aðili verði dæmdur til að láta búið afskiptalaust, er því vísað frá dómi. Ingveldur Einarsdóttir, fulltrúi dómstjóra, kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Dánarbú Baldurs Gíslasonar, kt. 190724-4339, er síðast bjó að Hringbraut 111, Reykjavík, og andaðist 29. janúar 1994, er tekið til opinberra skipta. Vísað er frá dómi kröfu um, að sóknaraðili, Bergljót Baldursdóttir, verði dæmd til að láta búið afskiptalaust. 2425 Fimmtudaginn 24. nóvember 1994. Nr. 516/1993. Eggert Steingrímsson (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) gegn Tölvuþjónustunni í Reykjavík hf. Karli Snorrasyni Magnúsi Guðmundssyni Sólmundi Jónssyni og Erni Þráinssyni (Gísli Baldur Garðarsson hrl.) og gagnsök Hlutafélög. Hlutafé. Kaupskylda. Gagnsök. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæsta- réttardómari. Aðaláfrýjandi skaut þessu máli til Hæstaréttar með stefnu 17. desember 1993. Hann gerir þá kröfu á hendur gagnáfrýjandanum Tölvuþjónustunni í Reykjavík hf., að honum verði gert að greiða sér 2.500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1Il. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. október 1992 til greiðsludags gegn framsali á hluta- fé aðaláfrýjanda í félaginu, að nafnverði 50.000 krónur. Á hendur öðrum gagnáfrýjendum gerir aðaláfrýjandi þá aðalkröfu, að þeir verði allir, en til vara gagnáfrýjendurnir Karl Snorrason og Magnús Guðmundsson einir, dæmdir ábyrgir með Tölvuþjónustunni í Reykjavík hf. til að greiða fyrrnefnda kröfu, aðallega með sjálf- skuldarábyrgð. en til vara með einfaldri ábyrgð. Verði gagnáfrýj- andinn Tölvuþjónustan í Reykjavík hf. sýknuð, gerir aðaláfrýjandi þá varakröfu, að allir aðrir gagnáfrýjendur, en til þrautavara Karl og Magnús einir, verði dæmdir in solidum til að greiða honum fyrr- nefnda kröfu gegn framsali til þeirra á umræddu hlutafé hans í Tölvuþjónustunni í Reykjavík hf. Þá krefst aðaláfrýjandi málskostn- aðar í héraði og fyrir Hæstarétti sameiginlega úr hendi allra gagn- áfrýjenda. Gagnáfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar með stefnu 31. jan- 2426 úar 1994. Þeir krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en um málskostnað, sem þeir krefjast, að aðaláfrýjanda verði gert að greiða þeim í héraði og fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður að staðfesta ákvæði hans um sýknu gagnáfrýjendanna Tölvuþjónustunnar í Reykjavík hf., Sólmundar Jónssonar og Arnar Þráinssonar af kröf- um aðaláfrýjanda. Í samningi, sem stofnendur Tölvuþjónustunnar í Reykjavík hf. gerðu 1. janúar 1986 um útreikning á virði hlutabréfa í félaginu og kaup og sölu þeirra, er hvergi mælt beinlínis fyrir um, að hluthafi, sem vill selja hlut sinn í félaginu, geti með einhliða ákvörðun sinni skyldað aðra hluthafa til að kaupa eignarhlutann. Hefði orðið að taka þetta skýrlega fram í samningnum, ef ætlunin var að leggja þar slíka skyldu á hluthafa án tillits til viljaafstöðu þeirra. Er því ekki unnt gegn mótmælum gagnáfrýjendanna Karls Snorrasonar og Magnúsar Guðmundssonar að skylda þá til að kaupa hlut aðaláfrýj- anda í félaginu. Ber þannig að staðfesta hinn áfrýjaða dóm, hvað varðar sýknu þeirra af kröfum aðaláfrýjanda. Ekki eru efni til að verða við kröfu gagnáfrýjenda um breytingu á ákvæðum hins áfrýjaða dóms um málskostnað. Þykir rétt, að aðilar beri jafnframt hver sinn kostnað af rekstri málsins fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 14. desember 1993. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 18. nóvember 1993, er höfðað af Eggert Steingrímssyni, Langholtsvegi 167. Reykjavík, gegn Tölvuþjónustunni í Reykjavík hf., Langholtsvegi 115, Reykjavík, Karli Snorrasyni, Aðaltúni 10, Mosfellsbæ, Magnúsi Guðmunds- syni, Selbrekku 1, Kópavogi, Sólmundi Jónssyni, Rauðalæk 20, Reykjavík, og Erni Þráinssyni, Kringlunni 27, Reykjavík. Kröfur málsaðila. Kröfur stefnanda eru þessar: 1. Á hendur Tölvuþjónustunni í Reykjavík hf. er gerð krafa um greiðslu á 2.500.000 kr. með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. 2427 október 1992 til greiðsludags gegn framsali á hlutafé stefnanda í Tölvuþjón- ustunni í Reykjavík hf., sem er 20% hlutafjár í félaginu, að nafnverði 50.000 kr. 2. Á hendur öðrum stefndu er gerð sú krafa, að þeir verði aðallega allir, en til vara stefndu Karl Snorrason og Magnús Guðmundsson einir, dæmdir ábyrgir með stefndu, Tölvuþjónustunni í Reykjavík hf., til greiðslu kröfunn- ar skv. 1. tl., aðallega með sjálfskuldarábyrgð, en til vara með einfaldri ábyrgð. 3. Verði stefnda, Tölvuþjónustan í Reykjavík hf., sýknuð af kröfunni í 1. tl., er til vara gerð sú krafa, að stefndu, Karl Snorrason, Magnús Guð- mundsson, Sólmundur Jónsson og Örn Þráinsson, og til þrautavara þeir Karl Snorrason og Magnús Guðmundsson einir, verði in solidum dæmdir til greiðslu kröfunnar með sama formála um framsal á hlutafé stefnanda. en þá til þessara stefndu. 4. Á hendur öllum stefndu in solidum er gerð krafa um málskostnað samkvæmt málskostnaðarreikningi. Kröfur stefndu eru þær aðallega, að þeir verði allir sýknaðir af öllum kröfum stefnanda, en til vara er þess krafist, að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar og Tölvuþjónustan í Reykjavík hf. verði einungis dæmd til að greiða stefnanda 137.033 kr. fyrir 20% hlut stefnanda í félaginu, en aðrir stefndu verði sýknaðir. Í aðalkröfu og varakröfu er þess krafist, að stefn- andi verði dæmdur til að greiða stefndu málskostnað ásamt virðisauka- skatti. Yfirlit yfir málavexti og ágreiningsefni. Samkvæmt því, sem fram kemur í gögnum málsins, var Tölvuþjónustan í Reykjavík hf. stofnuð 2. janúar 1986 með undirritun stofnsamnings sama dag. Samþykktir hlutafélagsins eru einnig dagsettar sama dag. Stofnendur voru stefnandi og stefndu Karl og Magnús ásamt Kristjáni Sigurgeirssyni og Jóni Zophoníassyni. Þeir höfðu áður að Jóni undanskildum rekið saman um nokkurra ára skeið sameignarfélag undir sama nafni. Hlutafé var 250.000 krónur, og áttu allir stofnendur jafna hluti, þ. e. 50.000 krónur hver. Til- gangur félagsins var gerð hugbúnaðar, tölvuvinnsla, ráðgjöf, bókhalds- aðstoð og skyld starfsemi. Stofnendur hlutafélagsins störfuðu allir hjá fé- laginu að Jóni undanskildum, sem gekk fljótlega úr félaginu. Kristján hætti störfum hjá félaginu í febrúar eða mars 1986. Hlutir þeirra Jóns og Kristjáns voru síðan seldir stefndu Erni og Sólmundi, og hafa þeir starfað hjá hluta- félaginu frá september 1987. Í tengslum við stofnun hlutafélagsins gerðu hluthafar með sér „samning um útreikning á virði hlutabréfa félagsins og kaup og sölu hlutabréfa“. 2428 Samningurinn er dagsettur 1. janúar 1986. Í honum er kveðið á um. að virði hlutabréfa í félaginu skuli reiknað út tvisvar á ári, 1. janúar og Í. júlí, og skyldi sá stuðull sýna verðgildi hlutabréfa á hverjum tíma. Við útreikning skyldi leitast við að ganga út frá eigna- og skuldastöðu á útreikningsdegi, þ. e. markaðsvirði eigna og skulda. Verðstuðull var ekki reiknaður, eins og samningurinn kveður á um, en í svonefndum samþykktum, sem dagsettar eru 11. desember 1985, sbr. dskj. nr. 40, og allir stofnendur hlutafélagsins undirrituðu, kemur fram, að virði hlutabréfa fyrir tímabilið janúar til júní 1986 var talið fimmfalt nafnverð þeirra. Hlutur hvers eiganda væri fundinn þannig, að hlutafé væri 50.000 kr. og eignir umfram skuldir 200.000 kr.. samtals 250.000 kr. samkvæmt ofangreindu dómskjali. Samkvæmt samningnum er sala eignarhluta í hlutafélaginu óheimil til annarra en félagsins. Vilji hluthafi selja eignarhluta sinn, skal hann tilkynna það stjórn félagsins skriflega með a. m. k. þriggja mánaða fyrirvara. Í 3. gr. samningsins er tekin upp grein 2.04. samþykkta félagsins, en þar er m. a. fjallað um forkaupsrétt hlutafélagsins og annarra hluthafa og hvernig með hann skuli fara. At hálfu stefnanda er því haldið fram, að samningurinn feli bæði í sér. að hluthöfum sé óheimilt að selja hlutabréf sín öðrum en hlutafélaginu, og einnig, að félaginu væri skylt að kaupa. Af hálfu stefndu er því hins vegar haldið fram, að við stofnun hlutafélagsins hafi hluthafar fengið þær skýring- ar á ákvæðum samningsins. að þau væru til þess, að félagið gæti ráðið því, hverjir nýir hluthafar kæmu inn í félagið, og til að koma í veg fyrir ágrein- ing við sölu á hlutum í félaginu. Samningurinn hafi einnig verið gerður, þar sem ekki hafi verið heimilt samkvæmt hlutafélagalögum að leggja slíkar hömlur á meðferð hluta, sem samningurinn geri. Í byrjun árs 1992 tilkynnti stefnandi öðrum hluthöfum í félaginu, að hann óskaði eftir að selja hlut sinn og hætta störfum hjá félaginu. Leitaði hann til endurskoðanda hlutafélagsins, Stefáns Franklín, og bað um álit hans á verðmæti hlutabréfanna. Að mati hans taldi hann verðmæti eignarhluta stefnanda hjá hlutafélaginu á bilinu 2,3 til 2,8 milljónir króna. Á stjórnar- fundi 10. apríl 1992, þar sem allir hluthafar voru viðstaddir. lögðu aðrir en stefnandi til og samþykktu, að félagið hafnaði munnlegu tilboði stefnanda um kaup á hlut hans í félaginu fyrir 2,5 milljónir króna, en félagið byðist til að kaupa hlut hans á 600.000 krónur. Því boði hafnaði stefnandi. en bauð félaginu hlutabréfin fyrir 2.800.000 kr. með bréfi, dags. 11. apríl s. á. Ekki náðist samkomulag um kaupin. og aflaði stefnandi matsgerðar dómkvaddra malsmanna, sem er dagsett 31. ágúst 1992, og er kröfugerð hans reist á því mati. 2429 Niðurstaða matsmanna er sú, að virði fyrirtækisins sé 12,5 milljónir króna í heild í árslok 1991, og er hlutur stefnanda 20% af þeirri fjárhæð. Útreikn- ingur matsmanna byggist á þeirri aðferð að færa til núvirðis framtíðartekjur fyrirtækisins. Mat þeirra er, að bókfærður hagnaður, sem að meðaltali nam 10 þúsund krónum á árunum 1988-1991 og 1992 að hluta, sé ekki til vitnis um framtíðarárangur af starfsemi fyrirtækisins. Til þess verði að líta, að eig- endur hafi greitt sér hagnað út úr fyrirtækinu í formi bílastyrks, sem meta megi til 2.250 þúsund kr. á ári. Samkvæmt því er hæfilegur framtíðarhagn- aður talinn vera um 2.260 þúsund kr. Matsmenn gefa sér þá forsendu, að dvínandi rekstrartekjum á viðmiðunarárum verði mætt með aðhaldi í kostnaði. Með hliðsjón af því þykir matsmönnum eðlilegt að miða við, að þessi leiðrétti hagnaður muni haldast óbreyttur um ókomin ár. Matsfjár- hæðin, 12,5 milljónir króna (2.260 þúsund/0,18), er fengin með því að færa hinn leiðrétta hagnað, sem reksturinn mun skila síðar meir. til núvirðis, og er þá miðað við 18% vexti. Með hliðsjón af stöðugum rekstri og traustum viðskiptavinum þykir matsmönnum eðlilegt að miða við svo lága arðsemis- kröfu þrátt fyrir ungan aldur fyrirtækisins. Aðila málsins greinir á um, hvort félaginu eða hluthöfum beri skylda til að kaupa hlut stefnanda af honum. Einnig greinir þá á um verðmæti hluta- bréfanna, en af hálfu stefndu er matinu mótmælt sem allt of háu og byggðu á röngum forsendum. Helstu málsástæður aðila og réttarheimildir, sem þeir byggja á. Stefnandi styður málsóknina því, að fyrrnefndur samningur, sem málsað- ilar gerðu um útreikning á virði hlutabréfanna og kaup og sölu hlutabréfa frá 1. janúar 1986, feli í sér skuldbindingu af hálfu hlutafélagsins um kaup á hlutabréfum hluthafa. Samningurinn hafi verið undirritaður af öllum hlut- höfum, en samkvæmt efni sínu feli hann í sér skuldbindingu fyrir hlutafé- lagið sjálft. Sú skuldbinding hljóti að vera fullgild, þótt aðilaskipti hafi orð- ið síðar að hlutabréfum í félaginu. Í samningnum væri skýrum orðum sagt, að sala eignarhluta til annarra en félagsins sé óheimil. Eiganda, sem óskaði eftir að selja. bæri að tilkynna stjórn félagsins það með a. m. k. þriggja mánaða fyrirvara. Af samningnum sé ljóst, að hann geri ráð fyrir sölu, þótt ekki verði samkomulag um skilmála. Í því tilviki beri að dómkveðja mats- menn til að meta verð og greiðslukjör, eins og fram komi í samþykktum fé- lagsins. Stjórn félagsins hafi ekki sinnt áskorun hans um að dómkveðja matsmenn, og því hafi hann ekki átt annars úrkosti en biðja sjálfur um mat. Þá er af hálfu stefnanda talið, að samþykktir hlutafélagsins kveði í raun á um kaupskyldu félagsins, þótt þar sé fjallað um forkaupsrétt. Í 2.04. grein samþykktanna sé skilgreint, hvernig farið skuli með ágreining um verð 2430 hlutabréfa og greiðslukjör. Slíkur ágreiningur kæmi ekki upp, væri félagið að kaupa hluti á grundvelli forkaupsréttar. Skírskotað er til þess, að hið stefnda hlutafélag hafi viljað kaupa hlut stefnanda. Þar sem félagið hafi ekki sætt sig við verð, hafi borið að leysa úr þeim ágreiningi með mati. Þeg- ar þannig standi á, geri samþykktir hlutafélagsins ráð fyrir því, að félaginu sé skylt að kaupa á grundvelli mats dómkvaddra manna, sem liggi fyrir í málinu og málsóknin byggist á. Ekki hafi heldur komið fram neinar athuga- semdir við kaupskyldu félagsins fyrr en með bréfi, dags. 29. maí 1992, sem var, eftir að matsbeiðni stefnanda var komin fram. Er því haldið fram, að stefndu hafi glatað rétti til að mótmæla því, að félaginu væri skylt að kaupa á grundvelli matsins, þar sem slík mótmæli hafi ekki komið fram, þegar er tilefni gafst til. Krafa stefnanda á hendur hinum stefndu hluthöfum, að þeir verði dæmd- ir ábyrgir til greiðslu kröfunnar með hlutafélaginu, er á því reist, að samn- ingurinn frá 1. janúar 1986 feli ekki aðeins í sér skuldbindingu fyrir félagið, heldur verði að telja í honum felast skuldbindingu milli hluthafa innbyrðis, þannig, að vilji einn selja, hafi hinir skuldbundið sig gagnvart honum til að sjá um, að hlutafélagið keypti. Fyrir stefnanda skipti máli að fá greitt sann- virði fyrir eign sína í hlutafélaginu, en samningurinn leggi þá skyldu á aðra hluthafa að tryggja hagsmuni þess hluthafa, sem vilji hætta og ganga úr fé- laginu. Verði ekki fallist á, að þessi skylda hvíli á stefndu Sólmundi og Erni. þar sem þeir komu inn í félagið, eftir að samningurinn var gerður. er þess engu að síður krafist, að stefndu Karli og Magnúsi verði haldið við þessa ábyrgð sína. Varakrafan um, að hluthafarnir einir verði dæmdir in solidum til greiðslu skuldarinnar, er reist á sömu sjónarmiðum. Stefnandi krefst dráttarvaxta frá 1. október 1992 með vísan til 3. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 4. gr. laga nr. 67/1989, sbr. til hliðsjónar 15. gr. s. 1. Bent er á, að krafa stefnanda um söluandvirðið sé öll gjaldfallin, þar sem stefndu hafi neitað að greiða, og væri því ekki um nein greiðslukjör að ræða samkvæmt samningnum um útreikning á virði hlutabréfa. Í matsgjörð- inni komi jafnframt fram, að matsverð miðist við staðgreiðslu. Sýknukrafa stefndu er því á því reist, að samningur sá, sem stefnandi styðji kröfur sínar við, hafi verið ógildur frá upphafi og því verði enginn réttur leiddur af honum. Samkvæmt 18. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978 megi ekki leggja aðrar viðskiptahömlur á hlutabréf en þær, sem taldar eru í 19. og 20. gr. sömu laga. Samþykktirnar kveði ekki á um bann við sölu hlutabréfa til annarra en hlutafélagsins, enda væri slíkt óheimilt samkvæmt nefndum lagaákvæðum. Samningur um frekari hömlur væri andstæður þessum ófrávíkjanlegu lagareglum, og væri samningurinn frá 1. janúar 1986 2431 því ógildur, enda komi fram í samningnum, að ákvæði hans, sem fari í bága við samþykktir hlutafélagsins, væru ekki gild gagnvart hluthöfum. Þá er því haldið fram, að samningurinn geti aldrei orðið gildur gagnvart grandlausum viðsemjendum, þar sem samþykktir félagsins kveði ekki á um kaupskyldu, enda væri það óheimilt. Stefndu Sólmundur og Örn væru því ekki bundnir af samningnum, og er af þeirra hálfu mótmælt þeirri málsástæðu stefnanda, að skuldbinding samkvæmt öðrum samningi en samþykktum félagsins haldi gildi sínu þrátt fyrir aðilaskipti að hlutabréfum. Þá er sýknukrafa stefndu reist á því, að umræddur samningur sé ógildur á grundvelli brostinna forsendna. Stefndu Karl og Magnús hafi ekki við undirritun samningsins haft minnsta grun um, að 4. gr. samningsins fæli í sér kaupskyldu félagsins og þeirra persónulega. Stefnanda hafi verið eða mátt vera ljóst, að forsenda fyrir því, að þeir samþykktu samninginn, hafi verið sú útskýring, sem þeir hafi fengið, að samningurinn ætti að leiða til þess. að félagið gæti ráðið því, hverjir keyptu sig inn í það, og til að auð- velda úrgöngu manna úr félaginu. Kaupskylda væri hvergi nefnd á nafn, hvorki í samningnum né við undirritun hans. Einnig væru forsendur fyrir gildi samningsins brostnar, þar sem verðstuðull, sem samningurinn kveður á um, hafi aldrei verið reiknaður út. Ekki hafi heldur verið farið eftir ákvæðum samningsins, er tveir af stofnendum félagsins gengu úr því. Þann- ig hafi verið viðurkennt í verki, að samningurinn hefði ekkert gildi. Loks væru forsendur samningsins brostnar af þeirri ástæðu, að tveir hluthafanna væru ekki bundnir af honum, þar sem þeir væru ekki aðilar að samningn- um. Hinir hluthafarnir væru þá ekki heldur bundnir, þar sem forsenda fyrir því af þeirra hálfu hefði verið sú, að allir hluthafar á hverjum tíma væru bundnir af samningnum. Þá er af hálfu stefndu haldið fram, að ef ekki leiði beint af ákvæðum hlutafélagalaga, sé samningurinn ógildur vegna ákvæða 36. gr. samninga- laga nr. 7/1936. Með samningnum sé farið í kringum ófrávíkjanlegar reglur hlutafélagalaga, og sé því bersýnilega ósanngjarnt og andstætt góðri við- skiptavenju að bera samninginn fyrir sig. Verði litið svo á, að samningurinn sé gildur, er af hálfu stefndu haldið fram, að 4. gr. samningsins feli alls ekki í sér kaupskyldu, enda hvergi minnst á skyldu hlutafélagsins til kaupa. Hvorki sé um kaupskyldu félagsins né einstakra hluthafa persónulega að ræða. Hömlur hafi aðeins verið settar á meðferð hluta þess, sem vilji selja. Samningurinn feli því einungis Í sér einhliða skuldbindingu af hálfu þess hluthafa, sem ætlar að selja hlutabréf, en félagið geti ákveðið, hvort það kaupi eða ekki. Væri um persónulega kaupskyldu einstakra hluthafa að ræða. hefði þurft að kveða skýrt á um það í samningnum. 2432 Því er haldið fram af hálfu stefndu, að matið, sem stefnandi styðjist við, sé rangt og ekkert á því byggjandi um verðmæti hlutafjár í hlutafélaginu. Matið væri ekki sjálfstætt, heldur unnið beint upp úr hugleiðingum Stefáns Franklín. Þá væru forsendur, sem lagðar væru til grundvallar, með öllu órökstuddar, og er því haldið fram, að þær séu alrangar. Ekki sé útskýrt, hvernig matsmenn finna út, að um óeðlilega há laun sé að ræða, enda væri sú staðhæfing ekki rétt. Laun stefndu hafi ekki verið meiri en í meðallagi miðað við launakjör kerfis- og tölvunarfræðinga. Er því mótmælt, að matið verði lagt til grundvallar, verði samningurinn, sem stefnandi miðar við, tal- inn gildur, og að hann feli í sér kaupskyldu. Matið sé ekki reist á rök- studdum forsendum. Ekki sé unnt að halda því fram, að hluti af launum sé útgreiddur arður, enda hafi stefnandi sjálfur byggt á því í fyrri málsókn, að greiðslur til hluthafa hafi verið laun og kostnaður, og geti þar með ekki ver- ið líka um arð að ræða. Loks er því mótmælt, að stefndu hafi nokkurn tíma viðurkennt, að um kaupskyldu sína væri að ræða. Vaxtakröfum og dráttarvaxtakröfum stefnanda er mótmælt. Einnig er því mótmælt, að matsverðið væri miðað við staðgreiðsluverð. Telja stefndu, að greiðslur, verði þeir dæmdir greiðsluskyldir, eigi að vera í samræmi við samninginn með gjalddögum, eins og þar greinir. Varakrafa stefndu er studd þeim rökum, að verðmæti félagsins verði að- eins fundið samkvæmt eignamati, eins og það komi fram í bókum félagsins. Í milliuppgjöri 31. júlí 1992 komi fram, að eigið fé er 685.163 kr. og hlutur stefnanda, 20%, því 137.033 kr. Niðurstöður. Ekki er um það deilt í málinu, að viðskipti með hluti í fyrirtækinu Tölvu- þjónustunni í Reykjavík hf. skyldu vera takmörkuð, enda hvíldi starfsemi félagsins á vinnuframlagi hluthafanna sjálfra og persónulegum tengslum þeirra. Aðila greinir hins vegar á um, hvers eðlis takmörkunin var og hvort af henni megi leiða kaupskyldu hlutafélagsins eða hluthafanna sjálfra. Í svonefndum stofnsamningi félagsins voru forkaupsréttarákvæði, og eru þau tekin upp í samþykktir félagsins og útfærð nánar þar í grein 2.04. Í 3. gr. samnings milli hluthafa sjálfra um útreikning á virði hlutabréfa félagsins og kaup og sölu hlutabréfa er ákvæði samþykktanna um forkaupsréttinn tekið orðrétt upp. en í 1. mgr. 4. gr. samningsins segir, að „sala eignarhluta í TÍR til annarra en TÍR er óheimil“. Loks segir svo í 9. gr. samningsins: „Ákvæði samnings þessa, er kunna að brjóta í bága við samþykktir félagsins á hverjum tíma, eru ekki gildar gagnvart hluthöfum eða erf- 2433 ingjum þeirra. Markmið þessa samnings er að útfæra ákveðin atriði úr samþykktum félagsins, til að ekki þurfi að vera óvissa eða ágrein- ingur um, hvernig staðið skuli að við útgöngu félagsmanna úr fé- laginu...“ Í 19. og 20. gr., sbr. 18. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978. er að finna ákvæði, sem setja skorður við því, hvaða viðskiptahindranir megi ákveða í viðskiptum með hluti eða hlutabréf. Að auki má ákveða innlausnarrétt eða innlausnarskyldu í tilteknum tilvikum. Engu að síður verður að telja, að hluthöfum sé heimilt með sérstöku samkomulagi að ákveða sín á milli frek- ari takmarkanir á viðskiptum með hluti en þarna greinir, en slíkt samkomu- lag bindur þó ekki félagið. Þegar skoðuð eru umrædd ákvæði í samningi hluthafa frá 1. janúar 1986, sem verður að skoðast sem hluthafasamkomulag, kemur í ljós, að félagið sjálft er ekki aðili að því samkomulagi, og ekki hefur heldur verið í ljós leitt, að það hafi undirgengist með öðrum hætti þær skyldur að kaupa þá hluti, sem kynnu að verða boðnir til sölu. Þegar af þeirri ástæðu ber að sýkna Tölvuþjónustuna í Reykjavík hf. af öllum kröfum stefnanda í máli þessu, enda verður ekki talið, að dómkrafa í málinu á hendur stefndu, Tölvuþjónustunni í Reykjavík hf., verði reist á sjónarmiðum um aðgerðar- leysi. Kemur þá ekki heldur til álita að dæma aðra stefndu samábyrga með hlutafélaginu, eins og krafist er af hálfu stefnanda í 2. tl. kröfugerðar hans. Stefndu Sólmundur og Örn voru ekki aðilar að samkomulaginu í upp- hafi, og ekki hefur heldur verið sýnt fram á, að þeir hafi síðar gerst aðilar að því. Ber því einnig að sýkna þá af kröfum stefnanda í málinu. Varðandi kröfur stefnanda á hendur stefndu Karli og Magnúsi ber í fyrsta lagi að hafa í huga, að skýr forkaupsréttarákvæði eru tekin upp í hluthafasamkomulagið. Af eðli forkaupsréttar leiðir. að vilji forkaupsréttar- hafar ekki kaupa. er viðkomandi heimilt að bjóða hluti sína öðrum. Ekki er óhugsandi, að hlutir geti haft tiltekið raungildi í félögum sem þessu. eins og raunar hafði sannast áður í félaginu sjálfu. Í öðru lagi skiptir máli, að í hlut- hafasamkomulaginu segir hvergi skýrum stöfum. að öðrum hluthöfum sé skylt að kaupa, ef hlutir eru boðnir til sölu. Eðlilegt er að gera þá kröfu til hluthafa, að þeir kveði skýrt á um slíka skyldu, ef um hana var að ræða, enda er engan veginn ljóst, að hún leiði ávallt til sanngjarnrar niðurstöðu. Loks skal það nefnt, að 9. gr. hluthafasamkomulagsins gerir ráð fyrir því. að verið sé að útfæra ákveðin atriði úr samþykktum félagsins, eins og þar segir. Það bendir til þess, að ákvæði hluthafasamkomulagsins beri að skýra til samræmis við þær meginreglur hlutafélagalöggjafarinnar. sem hér skipta máli. 7 Hæstaréttardómar ÍV 2434 Af framangreindum ástæðum er rétt að skýra 1. mgr. 4. gr. hluthafasam- komulagsins þannig, að hún feli aðeins í sér bann við því að selja hluti, á meðan ekki hefur verið gætt ákvæða 3. gr. samkomulagsins, sbr. ákvæði 2.04. samþykktanna um forkaupsrétt. Af þessum ástæðum var ekki um neina kaupskyldu að ræða, sem með réttu mætti leiða af hluthafasamkomu- laginu eða gögnum, sem því tengjast. Af því leiðir, að kröfur stefnanda á hendur stefndu Karli og Magnúsi verða ekki teknar til greina. Rétt þykir, að málskostnaður verði felldur niður. Dóm þennan kváðu upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari ásamt með- dómsmönnunum Stefáni Má Stefánssyni prófessor og Stefáni Svavarssyni lektor. Dómsorð: Stefndu, Tölvuþjónustan í Reykjavík hf., Karl Snorrason, Magnús Guðmundsson, Sólmundur Jónsson og Örn Þráinsson, skulu sýknir vera af kröfum stefnanda, Eggerts Steingrímssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 2435 Fimmtudaginn 24. nóvember 1994. Nr. 127/1993. — Eggert Steingrímsson (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) gegn Tölvuþjónustunni í Reykjavík hf. (Gísli Baldur Garðarsson hrl.) Vinnusamningur. Uppsögn. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæsta- réttardómari. Áfrýjandi skaut þessu máli til Hæstaréttar með stefnu 22. mars 1993. Hann krefst þess, að stefnda verði gert að greiða sér 720.131 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 27. maí 1992 til greiðsludags auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Af því, sem fram er komið í málinu, má telja ljóst, að fyrstu mán- uði ársins 1992 höfðu áfrýjandi og aðrir stjórnarmenn í hinu stefnda félagi ástæðu til að búast við, að áfrýjandi léti þar af störfum sem framkvæmdastjóri. Í tengslum við þetta hefur áfrýjandi haldið því fram, að hann hafi aldrei sagt upp starfi sínu, heldur hafi hann snemma á árinu 1992 tilkynnt hinum stjórnarmönnunum, sem voru fjórir talsins og einu hluthafarnir í félaginu auk hans, að hann vildi selja hlutabréf sín í því. Hann hafi mælst til þess, að þeir eða félagið leystu bréfin til sín, og látið í ljós, að hann myndi hverfa frá störfum, þegar samningar hefðu tekist um sölu hlutabréfanna, en af samn- ingum hefði síðan ekkert orðið. Af hálfu stefnda er því á hinn bóg- inn haldið fram, að áfrýjandi hafi tilkynnt munnlega á stjórnarfundi í janúar 1992, að hann myndi láta af störfum hjá félaginu um mán- aðamót apríl og maí á því ári, og hafi hann svo ítrekað þetta á stjórnarfundi 10. apríl. Þessu til stuðnings hefur stefndi vísað til fundargerða af umræddum stjórnarfundum og framburðar annarra 2436 stjórnarmanna en áfrýjanda fyrir dómi. Annmarkar eru á fundar- gerðum þessum, eins greinir og í hinum áfrýjaða dómi. Gegn mót- mælum áfrýjanda verður því ekki fallist á, að stefnda hafi tekist að sanna þessa staðhæfingu, og verður því að leggja til grundvallar við úrlausn málsins, að áfrýjandi hafi ekki sagt starfi sínu lausu. Á fundi stjórnar hins stefnda félags 13. apríl 1992 samþykkti meiri hluti hennar svohljóðandi tillögu: „Stjórnin leggur til, að tveir nýir framkvæmdastjórar, Karl Snorrason og Sólmundur Jónsson, taki nú þegar yfir daglegan rekst- ur félagsins. Verkaskipting á milli þeirra verði ákveðin síðar, þegar umfang starfsins liggur fyrir. Núverandi framkvæmdastjóra, Eggert Steingrímssyni, verði falin sérstök verkefni, þ. á m. að skila starfslýsingu (með mati á umfangi) fyrir framkvæmdastjórastarfið, eins og það hefur verið undanfarið ár, setja nýja framkvæmdastjóra inn í þau störf, sem hann hefur haft með höndum, og vera þeim innan handar eftir þörfum fyrst um sinn. Önnur verkefni verða m. a. að gera tillögur til stjórnar um lækkun kostnaðar í rekstri félagsins og stefnumörkun til lengri tíma litið. Stjórnin afturkallar nú þegar prókúruumboð núverandi fram- kvæmdastjóra og honum er gert skylt að skila strax öllum gögnum, er varða rekstur félagsins.“ Af orðalagi þessarar samþykktar er ekki unnt að ráða annað en að ætlast hafi verið til, að áfrýjandi léti þegar í stað af öllum störf- um sem framkvæmdastjóri. Með þeim verkefnum, sem áfrýjanda voru ætluð samkvæmt samþykktinni, var raskað verulega stöðu hans hjá félaginu. Þegar þetta er haft í huga ásamt því, að hvorki hafði hið stefnda félag sagt áfrýjanda upp störfum né verður talið samkvæmt áðursögðu, að hann hafi verið búinn að segja starfi sínu lausu, þegar þessi samþykkt var gerð, verður að fallast á það með áfrýjanda, að í henni hafi verið fólgnar svo stórfelldar breytingar á starfssviði hans, að hann hafi mátt líta á hana sem fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi. Samkvæmt þessu og þar sem ágreiningur er ekki milli aðila um fjárhæðir, verður að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda kröfu hans með vöxtum, eins og hann hefur krafist. Þá verður stefnda gert 2437 að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Stefndi, Tölvuþjónustan í Reykjavík hf., greiði áfrýjanda, Eggert Steingrímssyni, 720.131 krónu með dráttarvöxtum sam- kvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 27. maí 1992 til greiðsludags. Stefndi greiði áfrýjanda 150.000 krónur í málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. mars 1993. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 10. febrúar sl., er höfðað af Eggert Steingrímssyni, Langholtsvegi 167, Reykja- vík, gegn Tölvuþjónustunni í Reykjavík hf., Langholtsvegi 115 hér í borg, með stefnu, birtri 26. maí 1992. Kröfur stefnanda eru þær, að hið stefnda hlutafélag verði dæmt til að greiða honum 720.131 kr. með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/ 1987 frá 27. maí 1992 til greiðsludags auk málskostnaðar skv. gjaldskrá LMFÍ, sem miðist við upphaflega stefnufjárhæð, 928.949 kr., að viðbættum virðisaukaskatti ofan á málflutningsþóknun og að tildæmdur málskostn- aður beri dráttarvexti samkvæmt ofangreindum kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Kröfur stefnda eru þær, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröf- um stefnanda, en til vara er þess krafist, að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar og stefndi aðeins dæmdur til að greiða 100.331 kr. Í aðal- og vara- kröfu er þess jafnframt krafist, að stefnandi verið dæmdur til að greiða stefnda málskostnað skv. gjaldskrá LMFÍ, sem beri dráttarvexti með höfuð- stólsuppfærslu á 12 mánaða fresti frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Yfirlit yfir málsatvik og ágreiningsefni. Stefnandi starfaði sem framkvæmdastjóri hjá stefnda frá stofnun fyrir- tækisins árið 1982. Hann er enn fremur einn af fimm hluthöfum og stjórnar- mönnum í félaginu, en aðrir hluthafar eru Magnús Guðmundsson, sem er stjórnarformaður, Karl Snorrason, Sólmundur Jónsson og Örn Þráinsson. Hver hluthafi á 20% hlutafjár, og störfuðu þeir allir hjá stefnda, þar til stefnandi lét af störfum í apríl 1992. Stefnandi heldur því fram, að sér hafi fyrirvaralaust verið sagt upp störf- 2438 um framkvæmdastjóra með samþykkt, sem gerð var á stjórnarfundi 13. apríl 1992. Jafnframt hafi sér verið falin önnur verkefni við fyrirtækið, en hann hafi tilkynnt samdægurs, að hann samþykkti ekki breytingar á starfs- sviði sínu, heldur myndi hann láta þegar af störfum og krefja stefnda um laun á uppsagnarfresti, og er það gert í máli þessu. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að ágreiningur hafi verið milli stefn- anda og annarra stjórnarmanna frá hausti 1990 vegna óánægju með störf stefnanda. Hafi stefnandi þá sagst ætla að hætta störfum og selja hlut sinn í félaginu. Hann hafi þó tekið það aftur, farið í nám, en komið aftur til starfa í byrjun sumars 1991. Stefnandi hafi svo fyrir jól það ár tilkynnt stjórnarfor- manni stefnda, að hann hafi fest kaup á atvinnuhúsnæði og hygðist hætta störfum hjá stefnda. Þar sem mikil óvissa hafi verið um störf stefnanda allt haustið 1991, hafi stjórnarformaður farið fram á, að stefnandi skýrði öllum sameigendum fyrirtækisins frá þessari ákvörðun. Hafi verið haldinn fundur 9. janúar 1992, til að þar kæmi skýrt fram, hvenær stefnandi myndi láta af störfum hjá fyrirtækinu. Málsaðila greinir bæði á um það, hvað fram fór á þessum fundi, og einn- ig, hvenær hann var haldinn, en stefnandi heldur því fram, að fundurinn hafi verið haldinn 24. janúar 1992, en ekki 9. janúar, eins og allir aðrir hafa borið. Fundargerð var ekki færð í sérstaka fundargerðabók, og ekki rita aðrir undir hana en stjórnarformaður, sem skráði hana. Aðilar eru sammála um, að á fundinum hafi komið fram, að stefnandi hygðist selja hlut sinn í fyrirtækinu. Stefnandi hefur hins vegar eindregið mótmælt því, að hann hafi sagt, hvenær hann myndi hætta störfum hjá fyrirtækinu eða að hann hafi sagt upp, heldur hafi hann sagt, að hann væri tilbúinn að ræða starfslok sín hjá stefnda, þegar samkomulag lægi fyrir um kaup stefnda á hlutabréfum hans. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að stefnandi hafi á umræddum fundi sagt, að hann myndi hætta störfum hjá fyrirtækinu í síðasta lagi um mánaðamótin apríl/maí eða fyrr, ef um það næðist samkomulag. Uppsögn stefnanda hafi alls ekki verið tengd því, að hann væri búinn að selja hluta- bréf sín, heldur hafi starfslok verið miðuð við, að hann lyki ákveðnum verkefnum, sem átti að vera í síðasta lagi í lok apríl. Þá greinir aðila einnig á um framhald málsins. Stefndi heldur því fram, að stefnandi hafi komið sérstaklega að máli við þá Magnús og Örn eftir miðjan mars 1992 og innt þá eftir því, hvort farið væri að huga að því að ráða mann í sinn stað, þar sem óðum styttist í starfslok og að hann þyrfti að koma nýjum manni inn í starfið. Stefnandi mótmælir því hins vegar að hafa nokkuð rætt um þetta, og ekkert hafi verið rætt um söluna á hlutabréfunum fyrr en í lok mars, þegar fyrir lá verðmat á hlutafénu, sem stefnandi vildi selja. Á fundi, sem haldinn var 10. apríl 1992, var borin upp fundargerð síð- 2439 asta fundar, þ. e. fundarins, sem haldinn var í janúar það ár. Stefnandi held- ur því fram, að hann hafi þá strax mótmælt því að hafa nokkurn tíma sagt upp störfum hjá stefnda. Í fundargerð frá 10. apríl 1992 er bókað, að stefn- andi hafi sagt, að ónákvæmni gætti um uppsögn sína frá því í Janúar. Stefn- andi telur þetta ekki rétt eftir sér haft, en ekki hafa aðrir en fundarritari rit- að undir fundargerð þessa. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að á fundinum 10. apríl hafi stefnandi ítrekað, að hann myndi hætta störfum í síðasta lagi 1. maí 1992. Á fundinum var einnig til umfjöllunar salan á hlutabréfum stefnanda., og er bókað. að nýr fundur hafi verið boðaður 13. apríl 1992 vegna þessa. Á þeim tíma hafi verið djúpstæður ágreiningur milli stefnanda annars vegar og annarra stjórnarmanna hins vegar um söluna á hlutabréfum stefnanda, og fyrir hafi legið, að minna en þrjár vikur væru til loka uppsagnarfrests. Í ljósi þessa hafi ekki þótt verjandi, að stefnandi færi einn með öll fjármál hlutafélags- ins, og var því lögð fram tillaga á stjórnarfundi 13. apríl og farið fram á, að stefnandi notaði það, sem eftir væri uppsagnarfrests, til að koma nýjum framkvæmdastjórum inn í starfið. Einnig hafi verið gerðar aðrar breytingar, sem hafi verið nauðsynlegar eðli máls samkvæmt. Stefnandi hafi engum at- hugasemdum hreyft á fundinum, en hann hafi svo sent stefnda bréf sama dag og lýst yfir því, að hann liti á tillöguna sem fyrirvaralausa uppsögn. Af hálfu stefnda var stefnanda þá sent símskeyti, þar sem fram kemur, að ekki væri um uppsögn að ræða, og skorað á hann að koma aftur til vinnu. Stefn- andi hafi ekki sinnt því, en þess í stað svarað erindinu með bréfi lögmanns síns, þar sem krafist er greiðslu þriggja mánaða launa. Málsástæður aðila og lagarök. Stefnandi styður málsókn sína því, að sér hafi verið vikið úr starfi fyrir- varalaust og án sakar. Hann mótmælir því, að hann hafi sjálfur verið búinn að segja upp störfum. Sér beri því laun á uppsagnarfresti í þrjá mánuði, og er krafan sundurliðuð þannig: Apríl 1992 Mánaðarlaun -.........0......... rr kr. 144.000 Bílastyrkur ............. rr - 27.600 Yfirvinna (6 klst. x 1.440 kr.) 20.00.0000... - 8.640 Orlof 10,17% rr - 879 Greiðsla á viðskiptareikning .....................0000000 0000. - 35.000 kr. 216.119 Innborgað 29. maí 1992 (- 115.788) kr. 100.331 Maí, júní og júlí Mánaðarlaun (3 x 144.000 kr.) a...c.eceeeerr kr. 432.000 Bílastyrkur (3 x 27.600 kr.) addi — 82.800 Gr. á viðskiptareikning (3 x 35.000 kr.) ..ddce.eee0 - 105.000 kr. 619.800 Samtals kr. 720.131 Ekki er ágreiningur um fjárhæðir í málinu. Stefnandi heldur því fram, að stefndi hafi ekki sannað þá málsástæðu, sem sýknukrafa hans er reist á, að uppsögn hafi farið fram 9. janúar 1992. Fundargerðir væru léleg og ónýt gögn, sem sanni ekkert. Þær væru vafa- samar, ónákvæmar eða rangar og ritaðar eftir á. Í raun væru skjöl þessi ekki fundargerðir, þar sem ekkert hefði verið skráð í fundargerðabók, sem allir viðstaddir undirriti, heldur væru þetta eins konar minnispunktar. Stjórnar- menn hafi allir stöðu aðila, og hafi framburður þeirra því ekkert sönnunar- gildi í málinu. Þótt fram hafi komið, að stefnandi var farinn að hugsa sér til hreifings, hafi hann ekki sagt starfinu formlega upp. Hann mótmælir því. að kaup sín á húsnæði sýni það, að hann hafi sagt upp starfi sínu hjá stefnda. Stefnandi hafi boðið hlutafé sitt til kaups og kveðist vera reiðubúinn að ræða starfslok sín hjá stefnda. Það hafi hann hins vegar aldrei gert og ekki sagt upp starfinu. Uppsagnir væru almennt skriflegar og eigi að vera skýrar og ótvíræðar. Munnlegur samningur um ráðningu hans hafi verið upp- segjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara, og ætti að miðast við mánaða- mót. Stefnandi heldur því fram, að sér hafi verið vikið úr starfi 13. apríl 1992, sem stefnandi telur fyrirvaralausa riftun á ráðningarsamningi. Hann hafi með þessu verið sviptur starfi sínu fyrirvaralaust og án þess að um nokkra sök væri að ræða af sinni hálfu. Brottrekstrarsakir væru engar, enda hefði hann engum ávirðingum verið borinn. Stefnandi mótmælir því, að ágrein- ingur hafi verið uppi innan hlutafélagsins, heldur hafi það verið fundið upp síðar af meðeigendum sínum í fyrirtækinu. Ekki væri því heldur haldið fram, að sér hefði verið vikið úr starfi vegna ágreinings, heldur í uppsagnar- hugleiðingum. Ákvarðanir meiri hluta stjórnarinnar hafi verið einhliða og löglausar. Stefnandi hafi ekki þurft að þola breytingar, sem fólust í því, að hann var settur niður. Hann hafi brugðist rétt við með því að rita mótmæli sín samdægurs til stjórnarinnar. Stefnandi mótmælir því sérstaklega, að hann hafi ekki stöðu launþega gagnvart stefnda. Reisir stefnandi kröfur sín- ar í málinu á því, að sér hafi verið sagt upp fyrirvaralaust með því, að breyt- ingar voru gerðar á ráðningarkjörum sínum. Hann krefst bóta, sem jafn- 2441 gilda launum í uppsagnarfresti, og telur ósannað, að hann hafi sjálfur sagt starfinu upp. Hið stefnda hlutafélag reisir sýknukröfuna á því, að stefnandi hafi sjálfur sagt upp störfum á stjórnarfundi 9. janúar 1992, en fundurinn hafi verið haldinn til að staðfesta óformlega uppsögn stefnanda. Uppsagnarfrestur hafi byrjað að líða 1. febrúar og honum lokið 1. maí 1992. Stefnandi hafi tilkynnt í desember 1991, að hann hefði keypt atvinnuhús- næði og myndi því hætta störfum hjá stefnda. Áður hafi komið til, að hann myndi hætta störfum hjá stefnda, en ekkert orðið úr því þá. Fundurinn 9. janúar 1992 hafi verið haldinn til að fá skýra afstöðu stefnanda um það. hvenær hann myndi hætta störfum hjá stefnda, en óvissan hafi þá verið orð- in óviðunandi. Ekki var talin ástæða til að ganga frá uppsögn stefnanda með öðrum hætti, enda voru allir stjórnarmenn viðstaddir á fundinum og geti því borið um það, að stefnandi sagði starfinu upp á þeim fundi. Stefn- andi hafi sjálfur viðurkennt að hafa talað um, að hann myndi hætta störf- um. Af hálfu stefnda er talið ósannað, að fundargerðir séu rangar. Þær verði því að leggja til grundvallar við úrlausn málsins, enda hafi þeim ekki verið hnekkt. Stefndi mótmælir því sem röngu og ósönnuðu, að fundar- gerðir hafi verið búnar til síðar. Einnig er sýknukrafa stefnda reist á því, að stefnandi hafi farið fyrirvara- laust úr starfi. Stefndi mótmælir því, að breytingar á starfi hans geti skoðast sem uppsögn eða að honum hafi með þessu verið vikið úr starfi. Upp hafi verið kominn alvarlegur ágreiningur vegna sölu stefnanda á hlutafé sínu, hann hafi sjálfur verið búinn að segja upp starfi sínu, en farið einn með öll fjármál fyrirtækisins. Tillögur sameigenda um breytingar á starfi stefnanda hafi því verið nauðsynlegar og eðlilegar vegna ágreinings innan fyrirtækis- ins og vegna þess að stefnandi var að hætta. Því er haldið fram, að stefnandi hafi ekki verið launþegi í almennum skilningi vinnuréttar, heldur sjálfstæð- ur atvinnurekandi með allar fjárreiður fyrirtækisins á hendi. Staða stefn- anda verði því ekki lögð að jöfnu við stöðu almenns launþega gagnvart at- vinnurekanda, og því eigi ekki öll sömu sjónarmið vinnuréttarins við um breytingar á starfi stefnanda. Stjórnarmenn hafi verið tortryggnir vegna óvissunnar, en aðrir en stefnandi hafi ekkert vitað um fjármál og bókhald fyrirtækisins. Alvarlegur trúnaðarbrestur hafi komið upp, þegar ágreining- ur varð um verðmat á hlutabréfunum. Stjórn félagsins hafi verið heimilt að breyta starfssamningi þann tíma, sem eftir var af uppsagnarfresti. Þar hafi ekki verið um að ræða, að búið hafi verið til nýtt starfssvið, heldur hafi ver- ið gerðar smávægilegar breytingar, sem voru eðlilegar og nauðsynlegar. Ekki væri hægt að líta á það sem uppsögn. Lögð hafi verið áhersla á að koma öðrum inn í starfið, sem stefnandi gegndi. Stefnandi hafi ekki hreyft 2442 neinum mótmælum á fundinum 13. apríl, en afhent bréf daginn eftir. Stefn- andi hafi ekki gert neina tilraun til að fá útskýringar á því, í hverju breyt- ingar á starfi hans væru fólgnar, en þar hafi aðeins verið um að ræða áherslubreytingar og áréttingu þess, að hann yrði að vinna með stjórn hlutafélagsins. Þess hafi verið krafist, að hann kæmi til starfa, en það hafi hann ekki gert. Stefnandi hafi ekki staðið rétt að verki með því að hætta störfum fyrirvaralaust, og eigi hann því engan rétt á bótum eða launum á uppsagnarfresti. Varakrafa stefnda er reist á því, að verði litið svo á, að breytingar á starfi stefnanda hafi verið slíkar, að stefnanda hafi verið heimilt að hætta fyrir- varalaust störfum, verði stefndi aldrei dæmdur til að greiða nema laun út apríl, þar sem stefnandi hafi sjálfur sagt upp starfi sínu 9. janúar 1992 og þriggja mánaða uppsagnarfrestur því verið liðinn 1. maí 1992. Sú fjárhæð nemi 100.331 krónu. Niðurstöður. Leggja verður til grundvallar við úrlausn málsins, að það hafi verið sam- eiginlegur skilningur allra stjórnarmanna og hluthafa stefnda, að stefnandi myndi láta af störfum hjá stefnda, þótt stefnanda og aðra stjórnarmenn greini á um, hvenær það yrði. Fundargerðir, sem lagðar hafa verið fram í málinu, geta ekki talist einhlít gögn um það, hvort stefnandi sagði sjálfur upp starfi sínu, enda voru þær ekki færðar í samræmi við 3. mgr. 54. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978 né undirritaðar af öllum, er fundi sátu, svo sem skylt er. En þegar litið er til þess, að allir stjórnarmenn að stefnanda undan- skildum litu svo á, að stefnandi myndi hætta störfum 1. maí 1992, verður að fallast á, að þegar til þess dró, hafi þeim verið rétt að koma á breyttri vinnutilhögun og verkaskiptingu innan hlutafélagsins, enda hefur stefnandi ekki sýnt fram á, að breytingar þessar væru óeðlilegar eða ónauðsynlegar miðað við þá stöðu, sem upp var komin vegna væntanlegra starfsloka hans. Stjórn félags getur, hvenær sem er, afturkallað prókúruumboð, sem veitt hefur verið framkvæmdastjóra, sbr. 4. mgr. 58. gr. laga um hlutafélög. Á sama hátt getur stjórnin kallað eftir gögnum, er varða rekstur hlutafélags. enda fer hún með eftirlitshlutverk með bókhaldi og meðferð fjármuna þess, sbr. 3. mgr. 52. gr. sömu laga. Stefnandi fór úr starfi og vildi ekki hlíta því að vinna í samræmi við fyrirmæli meiri hluta stjórnar stefnda, svo sem hon- um var skylt samkvæmt 2. mgr. 52. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978. Þykir stefnandi því ekki eiga rétt til launa í uppsagnarfresti, og ber því að sýkna stefnda af kröfum hans í máli þessu. Rétt þykir, að stefnandi greiði stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 140.000 kr., ásamt dráttarvöxtum eins og krafist er. Dóm þennan kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. 2443 Dómsorð: Stefndi, Tölvuþjónustan í Reykjavík hf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Eggerts Steingrímssonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 140.000 kr. í málskostnað ásamt dráttarvöxtum með höfuð- stólsuppfærslu á 12 mánaða fresti frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. 2444 Fimmtudaginn 24. nóvember 1994. Nr. 385/1992. — Jóhanna Tryggvadóttir og Evrópuferðir gegn Halldóri Ástvaldssyni (Þórunn Guðmundsdóttir hrl.) Mál fellt niður. Málflutningshæfi. Leiðbeiningarskylda. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Áfrýjendur skutu þessu máli til Hæstaréttar með stefnu 8. októ- ber 1992. Þeir krefjast sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostn- aðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjenda. Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandinn Jóhanna Tryggvadóttir sjálf flutt þetta mál fyrir sína hönd og firma síns, Evrópuferða. Hún er ekki lögfræðingur að mennt, og hafa henni því verið veittar leið- beiningar um rekstur og flutning málsins, sbr. 4. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 166. gr. sömu laga, eins og henni var breytt með lögum nr. 38/1994. Ýmis atriði hafa farið úrskeiðis í málatilbúnaði áfrýjenda. Meðal annars eru málsástæður þeirra um margt óljósar og á reiki, auk þess sem lagasjónarmiðum þeim til stuðnings eru ekki gerð skil. Þá er gagnaöflun af hálfu áfrýjenda verulegum annmörkum háð. Þannig hafa þeir lagt fram mikinn fjölda gagna til stuðnings gagnkröfu, sem þeir telja sig eiga á hendur stefnda, en flest þessara gagna eru með þeim hætti, að ófært yrði að byggja á þeim við úrlausn málsins. Önnur gögn, sem áfrýjendur hafa lagt fram, geyma mörg hver skrif- legan málflutning, og enn önnur varða ekki þetta mál. Fyrir Hæsta- rétti lutu leiðbeiningar meðal annars gagngert að því, að áfrýjend- um væri ekki rétt að leggja fram gögn á þann hátt, sem raun varð á. Þá er enn til þess að líta, að munnlegur málflutningur fyrir Hæsta- rétti af hálfu áfrýjenda var ekki þannig, að hann kæmi að haldi. Í 2445 heild vantar þannig verulega á, að málatilbúnaður áfrýjenda hafi verið í lögmætu horfi. Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandinn Jóhanna Tryggvadóttir áður flutt mál, sem hún hefur ýmist sjálf verið aðili að, firmu hennar eða maki hennar, með þeim hætti, að aðfinnslum hafi sætt. Í dómi í máli nr. 439/1993, upp kveðnum 24. nóvember 1993, var gerð sú athuga- semd, að það mál hefði verið hið fjórða, sem hún flytti fyrir dómin- um á nokkrum dögum, en málin öll verið viðameiri en svo, að það hafi getað verið á færi annarra en málflutningsmanna að búa þau í hendur dómstólum á viðunandi hátt. Í dómi, upp kveðnum 29. apríl 1994, í máli nr. 172/1994 var málatilbúnaður Jóhönnu Tryggvadóttur, sem flutti málið af hálfu maka síns, talinn stórlega vítaverður, og var sérstaklega að því fundið, að meginhluti gagna og málsástæðna, sem þar hafi verið byggt á, hefðu í engu varðað málið. Í dómi 18. maí 1994 í máli nr. 185/1994 var talið ljóst, að ekki væri á færi Jó- hönnu Tryggvadóttur að reka mál þannig fyrir dómstólum, að við- unandi væri, en um þetta var einnig vísað til áðurnefndra tveggja dóma. Í dóminum, sem gekk í kærumáli, var bent á, að héraðsdóm- ara í málinu væri rétt að taka afstöðu til þess, hvort þar bæri að neyta úrræða 6. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991. Í tilefni fyrirhugaðs flutnings þessa máls og með vísan til 6. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991 beindi Hæstiréttur því bréflega til Jóhönnu Tryggvadóttur 17. október sl., að hún réði sér hæfan umboðsmann til að flytja það, og var henni veittur sérstakur frestur í því skyni. Var meðal annars vakin þar athygli á því, hvernig ráðgert sé í ákvæðinu, að bregðast megi við, ef málsaðili fer ekki að slíkum til- mælum. Þessum tilmælum var ekki sinnt. Undir rekstri málsins hafa henni oftsinnis verið veittar leiðbeiningar, sem hafa lítinn sem eng- an árangur borið. Þegar þetta er virt svo og þeir stórfelldu ann- markar, sem eru á málatilbúnaði og málflutningi Jóhönnu Tryggva- dóttur í þessu máli og áður er getið, verður að telja sýnt, að hana skorti hæfi til að flytja mál sitt fyrir dómi. Samkvæmt þessu verður ekki komist hjá því að beita ákvæðum 6. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991 í máli þessu og fara þannig með það eins og ekki hafi verið sótt þing við munnlegan flutning þess af hálfu áfrýjenda. Með vísan til 2. mgr. 157. gr. sömu laga, sbr. 11. gr. laga nr. 38/1994, verður mál þetta því fellt niður fyrir Hæstarétti. Verða 2446 áfrýjendur dæmdir til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæsta- rétti, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Mál þetta er fellt niður fyrir Hæstarétti. Áffrýjendur, Jóhanna Tryggvadóttir og Evrópuferðir, greiði sameiginlega stefnda, Halldóri Ástvaldssyni, 75.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. 2447 Fimmtudaginn 24. nóvember 1994. Nr. 240/1991. — Úlfar Eysteinsson (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) gegn Leó E. Löve (Jóhannes Sigurðsson hrl.) Aðild. Kröfugerð. Sameign. Hlutafélag. Gjaldþrot. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 7. júní 1991. Hann gerir þá dómkröfu, að stefndi greiði sér 1.245.846 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, aðallega frá 1. febrúar 1988, en til vara frá 1. mars 1989 og til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Jafnframt krefst hann þess, að málskostnaður greiðist sem búskrafa úr þrotabúi áfrýjanda. 1. Áfrýjandi höfðaði mál þetta í héraði 26. október 1989. Með úr- skurði skiptaréttar Reykjavíkur 19. júní 1990 var bú hans tekið til gjaldþrotaskipta. Með bréfi 5. júlí sama ár heimilaði skiptaréttur lögmanni áfrýjanda að halda málinu áfram á eigin ábyrgð og kostn- að þrotabúinu að kostnaðarlausu samkvæmt 115. gr., sbr. 114. gr. þá- gildandi gjaldþrotalaga nr. 6/1978 og nú 2. og 1. mgr. 130. gr. laga um gjaldþrotaskipti o. fl. nr. 21/1991. Málið var dæmt í þessu horfi í hér- aði og áfrýjað til Hæstaréttar samkvæmt nýrri heimild skiptaréttar 5. júní 1991. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt endurrit úr skiptabók Reykjavíkur, og kemur þar fram, að 22. júní 1992 var skiptameðferð búsins lokið samkvæmt 120. gr. þágildandi gjaldþrotalaga, sbr. nú- gildandi 155. gr. laga nr. 21/1991, án þess að nokkur greiðsla kæmi upp í lýstar kröfur. Lögmaður áfrýjanda tilkynnti Hæstarétti 2. nóv- ember sl. að áfrýjandi hefði sjálfur tekið við málinu að nýju. Af 2448 hálfu stefnda er gerð athugasemd við þessa tilkynningu. Heldur hann því fram, að ekki sé fram komið, að þrotabúið hafi framselt áfrýjanda persónulega þá eign búsins, sem eigi að felast í kröfu þeirri, er hann gerir í málinu. Fallast má á það með áfrýjanda, að hann hafi tekið við málinu að nýju, en verði niðurstaða þess honum í vil, getur reynt á ákvæði 164. gr. laga nr. 21/1991. Il. Krafa áfrýjanda í héraði nam upphaflega 4.419.430 krónum, en við aðalflutning lækkaði hann hana í 4.386.770 krónur. Hér fyrir dómi gerði hann upphaflega aðalkröfu um sömu fjárhæð. Þessi krafa var til greiðslu á launum árin 1986, 1987 og 1988, einnig á inn- lögðu fé og greiddum reikningum og loks vegna áhalda til veitinga- reksturs. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að veitinga- rekstur þessi hefði verið sameiginlegur rekstur aðilanna undir nafn- inu Úlfar og ljón, en eignir Og rekstrartekjur hefðu verið skráðar á einkafirma stefnda, Leikbíla. Rekstrinum hefði lokið með kaupum áfrýjanda á rekstrinum í nafni hlutafélagsins Ferskt og gott 1. febrú- ar 1988 fyrir samtals 9 milljónir króna. Uppgjör aðilanna vegna slita á hinum sameiginlega rekstri hafi átt að fara fram þannig, að stefndi hafi átt að halda húsnæðinu, sem metið hafi verið á 17 milljónir króna, og greiða skuldir, sem síðar hafi reynst nema 23,5 milljónum króna. Hrein eign samrekstursins hafi þannig verið talin vera um 2,5 milljónir króna. Héraðsdómurinn kemst síðan að þeirri niður- stöðu, að hefði áfrýjandi greitt andvirði rekstursins fyrir hönd hluta- félagsins, hefði stefndi átt að svara áfrýjanda helmingi hans í hreinni eign sameignarinnar, 1.250.000 krónum. Héraðsdómur reisir niðurstöðu sína á því, að aðilar hafi staðið jafnir við lok sameignartímabilsins, enda hafi þeir þá óskað eftir því sameiginlega við Helga Númason endurskoðanda, að hann fyndi út skuldastöðu einkafyrirtækis stefnda, Leikbíla, 1. febrúar 1988, en í nafni þess hafi reksturinn verið. Reksturinn hafi verið seldur sam- eiginlega til slita á sameigninni. Héraðsdómur byggir á því, að kaupin á rekstrinum hafi í reynd verið á persónulega ábyrgð áfrýj- anda, og þar sem telja verði, að forsenda stefnda fyrir uppgjörinu hafi verið sú, að kaupverðið greiddist, verði á það að fallast, að honum beri ekki að greiða greindan mismun, meðan það væri í van- 2449 skilum. Áfrýjandi gerði upphaflega hér fyrir dómi varakröfu, byggða á þessum útreikningi Helga Númasonar, og hefur nú gert hana að einu kröfu sinni, en þó lækkað hana aðeins. Hún er þannig fundin: 1. Verðmæti eigna í samrekstri aðila skv. samkomulagi þeirra við yfirtöku stefnda ....... kr. 26.000.000 2. Skuldir alls í samrekstrinum skv. uppgjöri Helga Númasonar, lögg. endurskoðanda ....... kr. 23.508.308 Eignir umfram skuldir .........0............e0. kr. 2.491.692 Hlutur áfrýjanda — 50% ........00000000eee eeen kt. 1.245.846 Áffrýjandi rökstyður þessa kröfu svo, að af hálfu stefnda sé viður- kennt, að honum hafi borið að standa áfrýjanda skil á þessari fjár- hæð. Ástæða þess. að hann hafi ekki gert það, sé sú, að hlutafélagið Ferskt og gott hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar við sig. Vís- ar áfrýjandi í því sambandi til kröfulýsingar stefnda í þrotabú hluta- félagsins 24. maí 1989. Stefndi telji sig geta skuldajafnað þessum kröfum á móti kröfum áfrýjanda. Á þetta sé fallist í hinum áfrýjaða dómi, með því að dómurinn telji áfrýjanda kaupanda í raun. Þessu mótmælir áfrýjandi og heldur því fram, að hér sé um tvo mismun- andi aðila að ræða, og séu því ekki skilyrði til skuldajafnaðar. Áfrýj- andi hafi aldrei gengið í persónulega ábyrgð fyrir skuldbindingum hlutafélagsins. Af hálfu stefnda er á það bent, að upphafleg aðalkrafa áfrýjanda hér fyrir dómi hafi verið eina krafa hans í héraði. Sú krafa hafi ver- ið byggð á þeirri málsástæðu, að hann ætti inneign hjá einkafyrir- tæki stefnda. Varakrafan, sem nú sé orðin eina krafan, sé hins vegar reist á þeirri málsástæðu, að áfrýjandi eigi rétt á hlutdeild í áætlaðri nettóeign sameignarfélagsins miðað við 1. febrúar 1988. Þessi máls- ástæða hafi ekki verið höfð uppi í héraði, og sé hún því allt of seint fram komin. Stefndi mótmælir því að hafa viðurkennt, að honum hafi borið að standa skil á kröfufjárhæðinni. Greiðsluskylda hans vegna uppgjörs aðila hafi algjörlega verið reist á þeirri forsendu, að áfrýjandi, sem hafi verið upphaflegur kaupandi rekstursins, stæði skil á kaupverð- 2450 inu. Þar sem hann og fyrirtæki hans hafi ekki gert það, hafi skuldir sameignarfélags áfrýjanda og stefnda orðið meiri en eignir og því engin nettóeign til skipta. Ill. Krafa áfrýjanda í héraði var byggð á inneign, sem hann taldi sig eiga hjá einkafyrirtæki stefnda. Vörn stefnda var hins vegar á því reist, að rekstur veitingahússins Úlfar og ljón hefði verið sameigin- legur, þó að hann væri skráður á nafn Leikbíla, einkafyrirtækis stefnda, og gera ætti reksturinn upp sem sameign aðila. Héraðs- dómur dæmdi um þessa málsástæðu stefnda og féllst á hana. Hér fyrir dómi hefur áfrýjandi nú fallist á þetta og byggir kröfu sína á þessu uppgjöri. Verður að fallast á það með áfrýjanda, að málflutn- ingur og dómur í héraði hafi fjallað um þessa málsástæðu og því verði krafa, sem á henni sé reist, höfð uppi fyrir Hæstarétti. Hins vegar verður að skilja forsendur héraðsdóms svo, að hann sýkni steinda í raun að svo stöddu, þar sem áfrýjandi hafi sjálfur verið kaupandi rekstursins og ekki staðið skil á greiðslum, og sé því dæm- ið enn óuppgert. Ágreiningur aðila hér fyrir dómi snýst því um það eitt, hver hafi verið kaupandi rekstursins, og verður að fallast á það með áfrýjanda, að ákvæði 45. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Ís- lands, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 17. gr. laga nr. 38/1994, séu ekki því í vegi, að Hæstiréttur leggi dóm á það álitaefni. Samkvæmt gögnum málsins keypti fyrirtækið Ferskt og gott hf. viðskiptavild veitingastaðarins Úlfar og ljón af stefnda fyrir 1.500.000 krónur 1. febrúar 1988. Þá seldi hann tæki, búnað og inn- réttingar Féfangi hf. fyrir 7.500.000 krónur, sem aftur gerði fjár- mögnunarleigusamning við Ferskt og gott hf. um þessa hluti 28. febrúar 1988. Þá gerði stefndi leigusamning við fyrirtækið um hús- næðið að Grensásvegi 7, Reykjavík. Fyrirtækið stóð í skilum við hann fyrstu mánuðina, en síðan fór að halla undan fæti fyrir því, og það varð gjaldþrota 14. mars 1989. Stefndi heldur því fram, að hann hafi ekkert fengið greitt upp í kröfur sínar og auk þess borið ábyrgð gagnvart Fétangi hf. á fjármögnunarleigusamningnum. Áfrýjandi og fjölskylda hans voru ásamt fleirum hluthafar í fé- laginu Ferskt og gott hf., sem stefndi hafði aðstoðað áfrýjanda við 2451 að stofna, en stefndi er löglærður. Hlutafélagið var tilkynnt til skráningar, og var sú tilkynning móttekin í Hlutafélagaskrá 6. febrúar 1988. Stefndi bað um gjaldþrot félagsins 17. nóvember 1988 og lýsti kröfum í búið 24. maí 1989. Skiptum gjaldþrotabúsins var lokið 19. október 1989 samkvæmt heimild í 120. gr. þágildandi gjald- þrotalaga nr. 6/1978. Stefndi hagaði sér því þannig gagnvart hlutafé- laginu, að um raunverulegt félag væri að ræða og að það hefði keypt rekstur fyrirtækisins Úlfar og ljón. Verður við það að miða, eins og vörn stefnda í héraði var háttað, að áfrýjandi eigi rétt á, að stefndi greiði honum sem svarar helmingi nettóeignar fyrirtækisins Úlfar og ljón við slit hins sameiginlega reksturs þess eða sem nemur endanlegri kröfu hans hér fyrir dómi. Í þessu máli þykir hins vegar ekki verða dæmt um það, hvort stefndi eigi einhverjar gagnkröfur á hendur áfrýjanda vegna vanefnda hlutafélagsins Ferskt og gott, þar sem stefndi hefur engar formlegar kröfur gert þess vegna. Krafa áfrýjanda er þannig tekin til greina. Átfrýjandi gerði þessa kröfu í endanlegum búningi fyrst skömmu fyrir málflutning í Hæstarétti. Þykir því rétt, að stefndi svari almennum innlánsvöxtum af kröfu- fjárhæðinni frá dagsetningu kaupsamnings 1. febrúar 1988 til upp- kvaðningar dóms þessa, en dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðslu- dags, allt eins og nánar er kveðið á í dómsorði. Rétt þykir. að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Stefndi. Leó E. Löve, greiði áfrýjanda, Úlfari Eysteinssyni, 1.245.846 krónur með 23% ársvöxtum frá 1. febrúar 1988 til 21. sama mánaðar, 22% frá þeim degi til 1. mars sama ár, 20% frá þeim degi til 1. júní sama ár, 22% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 24% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 26% frá þeim degi til 21. ágúst sama ár, 25% frá þeim degi til 1. sept- ember sama ár, 12% frá þeim degi til 11. október sama ár, 9% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 7% frá þeim degi til 21. nóvember sama ár, 6% frá þeim degi til 1. desember sama ár, 4% frá þeim degi til 11. janúar 1989, 5% frá þeim degi til 21. 2452 sama mánaðar, 9% frá þeim degi til 21. febrúar sama ár, 10% frá þeim degi til 1. mars sama ár, 11% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 15% frá þeim degi til 21. maí sama ár, 16% frá þeim degi til 1. Júní sama ár, 17% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 18% frá þeim degi til 1. júlí sama ár, 20% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 16% frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, 13% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 12% frá þeim degi til 1. sept- ember sama ár, 10% frá þeim degi til 11. sama mánaðar. 9% frá þeim degi til 1. október sama ár, 11% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 12% frá þeim degi til 11. janúar 1990, 10% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 9% frá þeim degi til 1. febrúar sama ár, 7% frá þeim degi til 1. mars sama ár, 5% frá þeim degi til 1. apríl sama ár, 3% frá þeim degi til 1. október sama ár, 2,5% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 3% frá þeim degi til 1. janúar 1991, 3,5% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 5% frá þeim degi til 1. júní sama ár, 6% frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, 7% frá þeim degi til 11. október sama ár, 4% frá þeim degi til 1. desember sama ár, 3% frá þeim degi til 1. febrúar 1992, 2,5% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 2% frá þeim degi til 21. mars sama ár, 1,25% frá þeim degi til 1. maí sama ár, 1% frá þeim degi til 1. janúar 1993, 2,2% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 1,75% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 15% frá þeim degi til 11. febrúar sama ár. 1,25% frá þeim degi til 1. mars sama ár, 1% frá þeim degi til 11. ágúst sama ár, 1,25% frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, 1% frá þeim degi til 11. sama mánaðar og 0,5% frá þeim degi til uppsögudags dóms þessa, en með dráttarvöxtum samkvæmt HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Heimilt er að höfuðstólsfæra áfallna vexti á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. febrúar 1989. Málskostnaður fellur niður í héraði og fyrir Hæstarétti. 2453 Dómur bæjarþings Reykjavíkur 11. mars 1994. 1.0. Mál þetta. sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi föstu- daginn 22. febrúar sl., hefur Úlfar Eysteinsson, kt. 230847-4609, Bragagötu 14, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, birtri 26. október 1989, á hendur Leó E. Löve, kt. 250348-2909, Laufásvegi 25, Reykjavík. Í þinghaldi í málinu 14. nóvember 1990 lýsti lögmaður stefnanda yfir því, að þrotabú Últ- ars Eysteinssonar tæki við rekstri málsins í stað Úlfars Eysteinssonar. Lög- maður stefnda samþykkti þá þessa breytingu á aðild málsins. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér skuld, að fjárhæð 4.386.770 kr., með dráttarvöxtum samkvæmt 10. gr. vaxtalaga, sbr. 12. gr. sömu laga, frá 1. febrúar 1988 til greiðsludags og að dráttarvextir verði lagðir við höfuðstól eftir hver 12 mánaða vanskil og myndi þannig nýjan vaxtaberandi höfuðstól. í fyrsta sinn 1. febrúar 1989. Einnig krefst stefnandi málskostnaðar |... Dómkröfur stefnda eru þær. að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnandi dæmdur til að greiða sér málskostnað {-..1. Sáttaumleitanir fyrir dómi hafa ekki borið árangur. 2.0. Stefnandi segist hafa gengið til samstarfs við stefnda um rekstur veitinga- húss í Reykjavík undir nafninu Úlfar og ljón. Hafi samstarfið hafist Í árs- byrjun 1986 og lokið í endaðan janúar 1988. Hafi samstarfinu verið þann veg háttað, að stefndi, sem þá hafi rekið í Reykjavík einkafirma undir nafn- inu Leikbílar, kt. 530685-0209. en það firma hafi verið fellt af skrá 16. 10. 1989, hafi keypt húsnæði til rekstrar veitingahússins og annast um rekstur þess í nafni Leikbíla, en stefnandi. sem sé lærður matreiðslumeistari, hafi lagt fram áhöld og tæki sem og sérþekkingu sína og stjórnað daglegum rekstri í eldhúsi og veitingasal. Allar eignir og rekstrartekjur veitingahúss- ins Úlfar og ljón hafi verið skráðar á einkafirma stefnda, Leikbíla. Þegar upp úr samstarfi stefnanda og stefnda hafi slitnað, hafi orðið að samkomulagi. að Helgi Númason, löggiltur endurskoðandi, yfirfæri bók- hald Leikbíla þann tíma, sem samstarfið hefði varað. Samkvæmt yfirliti endurskoðandans hafi inneign stefnanda hjá stefnda vegna Leikbíla numið 4.419.430 kr. 31. 1. 1988, sem sundurliðist þannig: Vegna ársins 1986 ........000000eeaeeenneeenrreerrnrrrnnrrnrrnnn kr. 1.073.486 Vegna ársins 1987 .......dd0000.000neeennnr tenn rann (- 7.952.196) Vegna ársins 1988 ....d...00.00eeaeeaererreerenrrrnnrrnrenrn — 11.298.139 Alls kr. 4.419.029() 2454 Sú fjárhæð sé að hluta til framlag stefnanda í peningum, áhöldum og tækjum til rekstrarins og að hluta laun stefnanda framangreindan tíma. Við aðalmeðferð málsins lækkaði stefnandi þessa fjárhæð vegna oftalinna áhalda um 32.660 kr., sbr. kröfugerð hans. Þá segir stefnandi, að við lok samstarfs síns og stefnda hafi stefndi selt áhöld og tæki veitingahússins Úlfar og ljón sem og húsnæðið, allt í nafni einkafirma stefnda, Leikbíla. Hagnaður sá, er stefndi hafi haft af sölu eigna Úlfar og ljón, hafi ekki komið í hlut stefnanda og stefndi ekki viljað viður- kenna hlutdeild stefnanda í honum og beri fyrir sig, að Leikbílar, eignar- og rekstraraðili Úlfar og ljón, hafi verið sitt einkafirma og stefnanda óviðkom- andi. Stefnandi vísar til stuðnings kröfum sínum til almennra reglna samninga- og kröfuréttarins, II. kafla laga nr. 25/1987, 1. gr. laga nr. 55/1980, 8. gr. laga nr. 30/1987 og XII. kafla laga nr. 85/1936. 3.0. Stefndi mótmælir kröfugerð stefnanda, bæði að því er varðar fjárhæðir og grundvöll. svo og vaxtakröfu hans. Málsástæður og þau samskipti aðila, sem málið er sprottið af, segir hann vera í stórum dráttum eftirgreind: Aðilar máls þessa hafi ákveðið að setja á stofn veitingastað í ársbyrjun 1986. Hafi þeir í því skyni keypt hluta fasteignanna nr. 5 og 7 við Grensás- veg í Reykjavík. Húsnæðið hafi þeir fengið afhent 1. febrúar 1986 og þá haf- ist handa um undirbúning veitingarekstrarins. Það sé því rangt hjá stefn- anda, að upphafið hafi verið 1. janúar 1986. Stefndi hafi árið 1985 skráð einkafirmað Leikbíla. Þegar aðilar hafi rætt um, hvert rekstrarform skyldi vera á veitingarekstrinum, hafi það orðið að samkomulagi, að Leikbílar skyldu verða rekstraraðilinn og þar með stefndi persónulega. Hafi þessi tilhögun verið á höfð vegna þess, að stefnandi hafi á þeim tíma verið uggandi um fjárhagsstöðu sína og viljað, að friður fengist um reksturinn. Á milli aðila hafi hins Vegar verið um það samið og við það miðað, að í raun væru þeir helmingseigendur að rekstrinum. þ. m. t. öllum eignum og skuldum. Frá upphafi hafi verið við það miðað og sameiginlegur vilji beggja, að stefnanda skyldi einhvern tíma síðar gefast kostur á að eign- ast og taka við öllum rekstrinum og sameigninni. Síðla árs 1987 hafi aðilar rætt um, hvernig stefnandi gæti keypt stefnda út úr rekstrinum, og verið haldnir um það margir fundir. Í þeim viðræðum hafi það legið fyrir, að árið 1987 þyrfti stefnandi að kaupa fyrnanlega eign, t. d. rekstur eins og hinn sameiginlega rekstur aðila máls þessa, til þess að komast hjá skattlagningu söluhagnaðar veitingastaðar, sem hann hefði selt 2455 tveimur árum áður. Samningaviðræðurnar hafi svo borið árangur um ára- mótin og skjöl varðandi söluna verið útbúin í ársbyrjun 1988. Samkvæmt þeim hafi stefndi verið seljandi. en kaupandi verið hlutafélagið Ferskt og gott, sem stefndi hafi aðstoðað stefnanda við að stofna. Báðir aðilar hafi ævinlega miðað við það, að það væri í raun stefnandi og hans fólk per- sónulega. sem væru kaupendur. enda þótt hlutafélagið hafi verið kaupandi og skuldari á kaupskjölum. Skömmu síðar hafi stefnandi óskað eftir því, að sölunni yrði breytt þann- ie. að hann sjálfur yrði talinn kaupandi og kaupin dagsett í desember 1987. Á þetta hafi stefndi fallist, enda hefði það verið upphafleg ætlun aðila, að kaupin færu fram árið 1987, og samkomulag tekist með aðilum um það á því ári. Endurskoðandi stefnanda hafi síðan haft meðalgöngu um að gera þær bókhaldslegu ráðstafanir, sem gera hafi þurft vegna þessara breytinga. Aðilar hafi náð samkomulagi um, að hinar sameiginlegu eignir skyldu metnar á samtals 26.000.000 kr. og að þær skiptust þannig, að 17.000.000 kr. væru húsnæðið, en 9.000.000 kr. reksturinn, þ. €. a. s. tæki, búnaður og við- skiptavild. Eins og áður sé fram komið, hafi stefndi einn verið skráður eigandi allra eigna og þar með skuldari allra skulda. Hafi kaupin því verið gerð þannig, að stefndi skyldi áfram eiga húsnæðið, en stefnandi keypti reksturinn af stefnda. Hafi greiðslur verið með þrennum hætti: Nokkurt fé hafi verið greitt með peningum, en eftirstöðvar með víxlum og fjármögnunarleigu- samningi við Féfang hf. Hafi hlutafélagið Ferskt og gott verið skuldari á öll- um skuldbindingum, en milli aðila hafi verið við það miðað og á því byggt. að stefnandi stæði þar persónulega að baki, enda hafi hann notað verðbrét- in til að greiða stefnda með og persónulega verið kaupandi, eins og áður sé getið. Til þess að liðka fyrir um áðurgreindan fjármögnunarleigusamning hafi stefndi sett veð honum til tryggingar. Í tengslum við kaupin hafi svo verið gerður húsaleigusamningur og kaupréttarsamningur um húsnæðið stefnanda til handa. Þar sem stefndi hafi samkvæmt framanrituðu fengið ígildi allra eignanna, 26.000.000 kr., hafi svo verið um samið, að hann skyldi greiða allar skuldir. Þegar þær lægju fyrir og allt hefði „gengið upp“, eins og aðilar hafi orðað það, skyldi stefndi greiða stefnanda helming nettóeignarinnar með skulda- bréfi til tveggja ára. Samkvæmt uppgjöri Helga Númasonar hafi skuldirnar reynst vera rúm- lega 23.500.000 kr. og nettóeign því tæplega 2.500.000 kr. Reyndar hafi síð- ar komið í ljós, að í bókhaldið hafi vantað nokkrar skuldir eða þær vantald- ar. 2456 Helmingur nettóeignarinnar samkvæmt ofanskráðu sé því tæplega 1.250.000 kr., og hefði það verið sú fjárhæð, sem stefndi hefði átt að greiða stefnanda með tveggja ára skuldabréfi, ef allt hefði „gengið upp“. Svo hafi þó ekki orðið. Leiga hafi ekki verið greidd nema að litlu leyti, víxlar ekki heldur eða fjármögnunarleigusamningurinn. Tjón stefnda af vanskilum þessum nemi miklu hærri fjárhæð en hann hefði átt að standa stefnanda skil á samkvæmt framansögðu. Megi því ljóst vera, að eigi annar hvor aðila kröfur á hinn, þá sé það stefndi, sem eigi kröfur á stefnanda. en ekki öfugt. Kröfugerð stefnanda virðist á því reist, að hann eigi svo og svo háar launakröfur á hendur stefnda og einnig kröfur á hendur honum vegna ann- arra framlaga til hins sameiginlega rekstrar. Áður hafi verið rakið. hvernig viðskiptum aðila hafi lokið, þ. e. a. s., að heildareignir hafi verið metnar og frá þeim skyldu dregnar skuldir. Við kaupin hafi aðilar farið yfir framlög hvors um sig persónulega til rekstrarins. Hafi þeir komist að þeirri niður- stöðu, að þau framlög hefðu verið nokkurn veginn jöfn að því frátöldu, að stefndi hafi lagt fram rafknúna leikfangabíla, sem hann hafi átt að fá af óskiptu. Kröfur stefnanda virðist á því byggðar, að hann hafi lagt tilgreindar fjár- hæðir til sameiginlegs rekstrar. Því sé í sjálfu sér ekki mótmælt, að framlag hans hafi verið nokkurt, en þar sem um sameiginlegan rekstur hafi verið að ræða og stefndi lagt fram meiri verðmæti en stefnandi, sé því mótmælt, að reikningar hans geti átt rétt á sér, og sé því haldið fram og á því byggt, að stefnandi eigi engar kröfur á hendur stefnda, hvorki á framangreindum grundvelli né öðrum, og því beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefn- anda. Aðilar málsins hafi gert með sér samkomulag um, að Helga Númasyni, löggiltum endurskoðanda, yrði falið að finna sundurliðun og tilurð einka- reikninga þeirra og finna skuldastöðu Leikbíla miðað við 1. febrúar 1988. Meðan Helgi hafi verið að vinna það verk, hafi stefnandi komið fram með Ýmsar órökstuddar viðbótartölur, sem hann hafi óskað eftir. að bætt yrði inn í uppgjörið. Það hafi Helgi gert athugasemdalaust og án þess að stefnda hafi gefist kostur á að gera athugasemdir og koma fram með sínar tölur um framlög og annað. Stefndi hafi mótmælt þessu, strax og honum hafi orðið þetta ljóst. Stefndi hafi nú tekið saman yfirlit yfir óbókfærð framlög sín, sem nemi á upphaflegu verðlagi 1.554.054 kr. Kröfugerð stefnanda virðist að sínu leyti vera á því reist, að hann hafi unnið sem launþegi hjá stefnda. Það sé alrangt, eins og að framan sé rakið. Stetndi og stefnandi hafi báðir verið eigendur veitingastaðarins og rekstrar- ins. Hafi þeir verið helmingaeigendur, átt allar eignir að jöfnu og borið 2457 jafna ábyrgð á skuldum. Þeir hafi báðir lagt fram óbókfærð verðmæti og í raun báðir verið seljendur, og verði því báðir að bera hallann af því tapi. sem af þeirri sölu hafi hlotist. Kjarni þessa máls og meginmálsástæður stefnda fyrir sýknukröfu sinni séu eftirfarandi: Samkomulag hafi verið um, að heildareignir hins sameigin- lega rekstrar skyldu metnar á 26.000.000 kr. Skyldi stefndi sjá um uppgjör allra skulda, og þegar þær hefðu verið greiddar og stefnandi greitt stefnda það. sem að honum sneri vegna kaupanna á rekstrinum, þ. e. víxla, húsa- leigu og afborganir á kaupleigusamningi, hafi stefndi átt að greiða stefn- anda með skuldabréfi helming nettóeignarinnar. Þegar upp hafi verið stað- ið og öll kurl komin til grafar, hafi skuldirnar numið rúmlega 23.500.000 krónum, þegar litið sé fram hjá einkareikningum aðila. Helmingur af nettó- eigninni sé samkvæmt því u. þ. b. 1.250.000 kr., og hefði sú fjárhæð átt að koma í hlut stefnanda, ef allt hefði verið með felldu. Á móti þeirri fjárhæð komi hins vegar kröfur stefnda á hendur stefnanda vegna vanskila á kaup- verðinu, húsaleigu og vegna ábyrgðar á fjármögnunarleigusamningi. sem nemi miklu hærri fjárhæð. Í öllu falli ætti stefnandi að bera helming af þeirri fjárhæð, sem hefði tapast við söluna, þar sem hann hefði í raun verið seljandi ásamt stefnda. Sá helmingur sé einnig miklu hærri en hugsanleg inneign stefnanda. Af framansögðu megi ljóst vera, að stefnandi eigi engar kröfur á hendur stefnda vegna þessara viðskipta, og beri því að sýkna stefnda. Stefndi reisir sýknukröfu sína á meginreglum samningaréttar og kröfu- réttar. Þá vísar stefndi einnig til 49. gr. laga nr. 85/1936. Stefndi segir, að málskostnaðarkrafa sín byggist á 12. kafla laga nr. 85/1936, einkum 1. mgr. 177. gr., sbr. 184. gr. þeirra laga. Krafa um dráttarvexti á málskostnað bygg- ist á 3. mgr. 175. gr. sömu laga, sbr. 21. gr. laga nr. 54/1988. Krafan um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun sé reist á lögum nr. 50/1988. þar sem lögmönnum sé gert að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Stefndi sé ekki virðisaukaskattsskyldur, og beri því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnanda. 4.0. Forsendur og niðurstaða. Upphafleg krafa stefnanda, að fjárhæð 4.419 þúsundir króna, sundurlið- ast þannig: 1986: Laun rare rennt 645 þús kr. Innlagt fé og greiddir reikningar 428 - - Samtals 1.073 þús. kr. 1987: Laun rr 802 þús. kr. Innlagt fé og greiddir reikningar... 246 - - Samtals 1.048 þús. kr. 1988: Laun rr 120 þús. kr. Viðbótarlaun dr 1425 - - Áhöld lögð fram... 423 - - Víxill (v/launa 1987 skv. framburði endursk.) ............. 330 - - Samtals 2.208 þús. kr. Samtals 1986 til 1988 4.419 þús. kr. Við aðalmeðferð málsins lækkaði stefnandi fjárhæð vegna áhalda um 32.660 kr. Það er samdóma álit dómsins, að krafan sé byggð á bókhaldi, sem ekki sé nægilega áreiðanlegt, og að krafan sé að öðru leyti illa reifuð. Stefnandi segir sjálfur svo frá í stefnu og greinargerð, að hann hafi geng- ið til samstarfs við stefnda um rekstur umrædds veitingahúss. Hafi sam- starfið staðið frá ársbyrjun 1986 til loka janúar 1988. Samstarfið hafi verið með þeim hætti, að stefndi hafi keypt húsnæði og annast um rekstur þess í nafni Leikbíla, sem hafi verið einkafirma stefnda, en stefnandi lagt fram áhöld og tæki. Stefndi tekur undir með stefnanda, að samstarfshættirnir hafi verið þessir. Stefnandi segir enn fremur, að við lok samstarfs þeirra félaga hafi stefndi selt áhöld og tæki veitingahússins sem og veitingahúsið. Hagnaður sá, er stefndi hafi haft af sölu eigna, hafi ekki komið í hlut stefnanda og stefndi ekki viljað viðurkenna hlutdeild stefnanda í honum. Orðalag í stefnu og greinargerð bendir því til, að myndast hafi sameign um rekstur veitingahússins Úlfar og ljón. Einnig kom fram í munnlegum skýrslutökum fyrir dómi. að stefnandi myndi hafa litið svo á svo og starfs- fólk veitingahússins. Svo sem fram kemur í málsskjölum, óskuðu stefnandi og stefndi í sameiningu eftir því, að Helgi Númason, löggiltur endur- skoðandi, yfirfæri einkareikninga málsaðila og fyndi skuldastöðu Leikbíla 1. febrúar 1988. Fyrir vinnu Helga skyldu aðilar greiða að jöfnu. Bróðir stefn- anda, Björn Eysteinsson útibússtjóri, fullyrðir í skeyti, sem hann sendi stefnda 16. október 1988, að rekstur Úlfar og ljón árin 1986 og 1987 hafi á þeim tíma verið sameign málsaðila. Hér er ekki um að ræða tæmandi upptalningu á þeim atriðuin, sem gefa 2459 vísbendingu um, að um rekstur þennan hafi myndast sameign. Reglur um op- inbera skráningu gefa ekki einar sér vísbendingu um, hvort sameign hafi í raun myndast í samskiptum aðila, sem myndast getur með munnlegu samkomulagi, og viðurkennt er, að sköpun verðmæta í samstarfi geti leitt til sameignar. Þessu til áréttingar má benda á, að samkvæmt fram lögðum gögnum virðast laun stefnanda fyrir vinnu hans við samreksturinn, sem aðilar höfðu ákveðið, að gengi sem framlag til rekstrarins, ekki hafa verið talin fram til skatts. Þegar þetta er virt svo og síðari framkvæmd þessa samkomulags um sam- rekstur veitingahússins svo og slit eignarinnar og uppgjör milli aðila, verður að telja, að um reksturinn hafi myndast sameign þeirra félaga. Dómurinn er því þeirrar skoðunar, að við úrlausn í þessu máli, þ. e. við uppgjör milli máls- aðila, verði að leggja til grundvallar, að um sameign þeirra hafi verið að ræða. Þeir hafi því báðir lagt fram vinnu og fjármuni, sem ætlað var að efla veitinga- hússreksturinn, og þeir hafi ætlað sér báðum jafnan hag af rekstrinum. Málsaðilar gerðu um það samkomulag í upphafi, að stefnandi hefði 100.000 kr. á mánuði í laun í tvö ár og fengi greiddan helming þeirra launa. Hinn helmingur launanna átti að ganga til fyrirtækisins. Mun það hafa gengið eftir. Með þessum hætti átti stefnandi að eignast fyrirtækið að jöfnu við stefnda. Verður af þessum sökum að líta svo á. að stefnandi hafi fallist á að leggja laun sín að hálfu sem framlag sitt til fyrirtækisins og eigi því ekki sérstaka kröfu um greiðslu þeirra, þ. e. við uppgjör á launum stefnanda verður að leggja til grundvallar það markmið, að launin hafi að hálfu átt að ganga inn í fyrirtækið sem framlag stefnanda. Fyrir réttinum bar stefnandi, og var því ómótmælt af hálfu stefnda, að hann hefði fengið greiddan þann hlut launa sinna, sem ekki átti að ganga til rekstrarins, sem stofnframlag. Þau laun hafi þó ekki verið bókfærð. heldur tekin út úr sölu veitingahúss- ins. Samkvæmt þessu er stefnandi með kröfu sinni, sem búið er að færa í bækur honum til tekna, að tvítelja laun sér til handa. Þá verður einnig að meta til verðs annað framlag málsaðila, sem ætlað var til að byggja upp fyrirtækið og gera rekstur þess arðbæran. Í því sam- bandi má benda á framlag af hálfu stefnda, sem hann lagði fram í upphafi og telur vanfært um 1,5 milljónir króna. Við slit sameignarinnar virtust málsaðilar hafa verið sammála um, að þeir stæðu jafnir, og bendir margt til, að sú niðurstaða hafi átt við rök að styðjast. Þeir voru samdóma um, að áætlað verð fyrir húsnæðið skyldi vera 17 milljónir króna. Skuldir voru þá óvissar, en reyndust síðar vera u. þ. b. 23.5 milljónir króna. Kom þetta tvennt í hlut stefnda. Þá var reksturinn sjálfur, áhöld, tæki og viðskiptavild metið á 9 milljónir króna. Hrein eign samrekstrarins var samkvæmt því talin vera um 2,5 milljónir króna, þegar 2460 samstarfinu lauk. Uppgjör milli aðila átti að fara þannig fram, að stefnandi greiddi stefnda 9 milljónir króna, en stefndi tæki við fasteigninni og öllum skuldum. Gengju greiðslur eftir með þessum hætti, átti stefndi að greiða stefn- anda helming hans í hreinni eign sameignarinnar, þ. e. u. þ. b. 1.250.000 kr. Kaupandi áhalda og viðskiptavildar 1. febrúar 1988 var á skjölum hlutafé- lagið Ferskt og gott, en stefnandi mun hafa verið þar hluthafi. Hefur annar hluthafi þessa félags skýrt frá því fyrir dómi, að aðrir hluthafar en stefnandi hafi verið skráðir til málamynda. þ. e., að í raun hafi stefnandi átt og rekið fyrirtækið sem einkarekstur hans væri. Á skattframtali stefnanda 1989 voru áhöld og viðskiptavild talin persónuleg eign hans. Fram hefur komið, og er því ómótmælt af hálfu stefnanda, að verulegar vanefndir hafi orðið á greiðslum til stefnda vegna sölu áhalda og viðskipta- vildar svo og vegna húsaleigu. Ber stefndi fyrir sig, að meðan þessar van- efndir stefnanda vari, geti hann ekki átt rétt til helmings þess fjár, þ. e. helmings þeirra u. þ. b. 2,5 milljóna króna, sem eftir stóðu umfram skuldir. er sala hafði farið fram. Líta ber til þess, að sú sameign, sem seld var, þ. e. áhöld og viðskiptavild veitingahússins Úlfar og ljón, var sameign málsaðila og því seld sameigin- lega til slita á henni. Þá var stefnandi væntanlega kaupandi í raun, þótt öll- um formskilyrðum væri ekki fullnægt í því sambandi. Þegar þetta er virt og þar sem telja verður, að stefndi hafi miðað við þá forsendu, að kaupverðið fengist greitt, telur dómurinn sér ekki annað fært en fallast á það með stefnda, að honum beri ekki að greiða greindan mismun, meðan áður- greindar greiðslur kaupverðsins eru í vanskilum við hann. Breytir engu um þessa niðurstöðu, að telja verður vafasamt, að rekstur veitingastaðarins, þ. e. áhöld og viðskiptavild, hafi verið 9 milljón króna virði í ársbyrjun 1988, þar sem stefnandi var reiðubúinn að greiða þá fjárhæð fyrir hann. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, verður að hafna kröfum stefn- anda. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Eftir atvikum og með tilvísun til 178. gr. laga nr. 85/1936 þykir rétt, að hvor málsaðili beri sinn kostnað af málinu. Jón L. Arnalds borgardómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdóms- mönnunum Atla Haukssyni, löggiltum endurskoðanda, og Stefáni Svavars- syni dósent. Dómsorð: Stefndi, Leó E. Löve, skal vera sýkn af kröfum stefnanda. þrotabús Úlfars Eysteinssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 2461 Fimmtudaginn 24. nóvember 1994. Nr. 455/1994. — Hlynur Jörundsson Segn Þorvarði V. Þorvaldssyni Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Lögmenn. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 26. októ- ber 1994, sem barst Hæstarétti 15. nóvember sl. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. Kærður er úr- skurður Héraðsdóms Reykjaness 13. október 1994 þess efnis, að bú sóknaraðila sé tekið til gjaldþrotaskipta. Sóknaraðili „ítrekar kröfur um sýknun“, en fyrir héraðsdómi var bókuð sú dómkrafa hans, að synjað yrði kröfu Þorvarðar V. Þorvaldssonar um, að bú sóknar- aðila yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Þá krefst sóknaraðili málskostn- aðar úr hendi varnaraðila og kærumálskostnaðar. Af hálfu varnaraðila hefur Jón Egilsson héraðsdómslögmaður skilað greinargerð í málinu til Hæstaréttar. Sá lögmaður fullnægir ekki skilyrðum 2. mgr. 9. gr. laga nr. 61/1942 um málflytjendur, sbr. 1. gr. laga nr. 25/1953, til að flytja mál fyrir Hæstarétti. Verður því að líta svo á, að varnaraðili hafi ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Í hinum kærða úrskurði er tekið upp orðrétt framsal Bjarna Ás- geirssonar hæstaréttarlögmanns til varnaraðila 22. júní 1994 á dóm- kröfu Íslandsbanka hf. á hendur sóknaraðila. Krafan er samkvæmt áskorunarstefnu, sem árituð er um aðfararhæfi 30. janúar 1990 á hendur sóknaraðila einum, en ekki ábyrgðarmönnum samkvæmt því skuldabréfi, sem um ræðir í málinu. Þegar þetta er virt, verða ákvæði 1. tl. 3. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 ekki talin því til fyrir- stöðu, að krafa varnaraðila verði tekin til greina. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. 2462 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. október 1994. Mál þetta, sem varðar ágreining um gjaldþrotaskipti, var tekið til úr- skurðar að loknum munnlegum málflutningi 6. október sl. Sóknaraðili. Þorvarður V. Þorvaldsson, kt. 201156-3519, Bröttugötu 5, Vestmannaeyjum, gerir þá dómkröfu, að bú varnaraðila verði tekið til gjaldþrotaskipta. Varnaraðili, Hlynur Jörundsson, kt. 300359-2729. Álfhólsvegi 14, Kópa- vogi, gerir þá dómkröfu, að synjað verði kröfu sóknaraðila um gjaldþrota- skipti. Krafa sóknaraðila barst dóminum 2. september 1994. Við fyrirtöku kröf- unnar á dómþingi 27. sama mánaðar sótti varnaraðili þing og hafði uppi mótmæli við kröfu um gjaldþrotaskipti. Var þá mál þetta þingfest. Atvik að baki máli er þau, að með áskorunarstefnu, út gefinni 6. október 1989, höfðaði Iðnaðarbanki Íslands hf., Hafnarfirði. mál fyrir bæjarþingi Hafnarfjarðar á hendur Hlyni Jörundssyni, Júlíusi R. Júlíussyni, Halldóri Berg Jónssyni og Heiðari Víkingi Eiríkssyni in solidum til greiðslu skuldar, að fjárhæð 298.298,90 kr., auk dráttarvaxta skv. skuldabréfi, út gefnu 16. 12. 1988 til Iðnaðarbanka Íslands hf., Hafnarfirði. upphaflega að fjárhæð 290.000 kr. Var Hlynur Jörundsson útgefandi bréfsins, en stefndu höfðu tekið á sig sjálfskuldarábyrgð á því. Hinn 30.1. 1990 voru stefnukröfur málsins áritaðar aðfararhæfar á hendur Hlyni Jörundssyni. Hinn 22. júní 1994 gerir Bjarni Ásgeirsson hrl. svohljóðandi framsal: „„Dómkröfur í málinu Iðnaðarbanki Íslands hf.. Hafnarfirði, gegn Hlyni Jör- undssyni, Júlíusi R. Júlíussyni, Halldóri Berg Jónssyni og Heiðari Víkingi Eiríkssyni skv. stefnu, útg. 6. 10. 1989, hefur verið greidd að fullu af Þor- varði V. Þorvaldssyni, Bröttugötu 5. Vestmannaeyjum, með 400.000 kr.. og hefur hann því keypt kröfu þessa og fær dómkröfuna framselda með öllum dæmdum vöxtum og málskostnaði og áföllnum og áfallandi kostnaði, og er krafan því eign Þorvarðar. Framsal þetta er gert í fullu samráði við Halldór B. Jónsson, Júlíus R. Júlíusson og Heiðar Víking Eiríksson, en Þorvarður leysti kröfuna til sín fyrir hönd þeirra félaga. Framsal þetta er án ábyrgðar af hálfu upphaflegs kröfuhafa.“ Sóknaraðili krefst gjaldþrotaskipta á búi varnaraðila skv. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o. fl. og lýsir í endanlegri kröfu sinni kröfu að höfuðstól 298.298 kr., en samtals 1.116.794 kr., allt að frádregnum 120.000 kr. vegna innborgana, samtals 1.036.691,53 kr. Sóknaraðili greinir svo frá, að skuldin sé samkvæmt áskorunarstefnu, sem lögð hafi verið fram á bæjar- 2463 þingi Hafnarfjarðar 7. 11. 1989 og árituð um aðfararhæfi 30. 1. 1990. Kröfu- eigandi, Þorvarður V. Þorvaldsson. hafi leyst kröfuna til sín og dómurinn verið framseldur honum. Að kröfu Hörpu hf. hafi verið gerð árangurslaus aðför hjá varnaraðila 17. 8. 1994. Varnaraðili reisir mótmæli sín á því m. a., að framsal það, sem krafan sé reist á, sé málamyndagerningur. Krafan sé löngu niður fallin. Þá sé áritun stefnu einungis á hann og ábyrgðarmennirnir þrír því dómkröfunni óvið- komandi. Niðurstaða. Árangurslaust fjárnám fór fram hjá varnaraðila 17. 8. 1994. Sóknaraðili reisir fjárkröfu sína á hendur varnaraðila á framsali Bjarna Ásgeirssonar hrl. á kröfu samkvæmt áritaðri áskorunarstefnu á hendur varnaraðila. Gögn málsins bera ekki með sér, að um málamyndagerning sé að ræða. Þá hefur varnaraðili ekki sýnt fram á, að hann hafi greitt kröfuna. Samkvæmt þessu er fullnægt skilyrðum 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 til að verða við kröfu sóknaraðila, og er því bú varnaraðila tekið til gjaldþrotaskipta. Úrskurð þennan kveður upp Þorgerður Erlendsdóttir fulltrúi. Úrskurðarorð: Bú Hlyns Jörundssonar, kt. 300359-2729, Álfhólsvegi 14, Kópavogi, er tekið til gjaldþrotaskipta. 2464 Fimmtudaginn 24. nóvember 1994. Nr. 442/1994. — Íslenska útvarpsfélagið hf. (Sigurður G. Guðjónsson hrl.) gegn Guðrúnu Árnadóttur og Hans Kristjáni Árnasyni (Jónas Aðalsteinsson hrl.) Kærumál. Vitni. Gagnaöflun. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. október 1994, sem barst réttinum 7. nóvember sl. Kærður er úrskurður Hér- aðsdóms Reykjavíkur, upp kveðinn 19. október sl., um höfnun kröfu sóknaraðila um skýrslutöku af fjórum mönnum. Kæruheimild er í e-lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að láta umbeðnar skýrslutökur fara fram. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess, að hinn kærði úrskurður verði stað- festur. Jafnframt er gerð krafa um málskostnað í héraði og kæru- málskostnað. Með áfrýjunarstefnum 7. september 1994 hefur sóknaraðili áfrýj- að til Hæstaréttar tveimur dómum Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. júlí 1994, er varða réttindi samkvæmt starfslokasamningum Ólafs H. Jónssonar og varnaraðilans Hans Kristjáns Árnasonar við Íslenska sjónvarpsfélagið hf., sem gerðir voru árið 1990. Hinn 6. október sl. óskaði sóknaraðili eftir því til skýringar á áðurgreindum starfsloka- samningum og með vísan til 76. gr. laga nr. 91/1991, að teknar yrðu munnlegar skýrslur fyrir héraðsdómi af Gesti Jónssyni hæstaréttar- lögmanni, Gunnari Sigurðssyni, löggiltum endurskoðanda, og Stef- áni Gunnarssyni og Jóhanni J. Ólafssyni, sem báðir voru stjórnar- menn í Íslenska sjónvarpsfélaginu hf., þegar samningarnir voru gerðir. Í áfrýjunarstefnunum 7. september sl. lýsir sóknaraðili yfir 2465 þeirri ákvörðun sinni að leita eftir þeim skýrslutökum, er kærumál þetta lýtur að. Ákvörðun um, hvort byggt verði á þeim skýrslum, er sóknaraðili hyggst afla með þeim hætti, sem hér er til skoðunar, verður fyrst tekin við efnisúrlausn ofangreindra hæstaréttarmála. Á hún ekki undir héraðsdómara, sem leitað er til um gagnaöflun. Því verður sóknaraðila á þessu stigi eigi varnað að afla munnlegra skýrslna fyr- ir héraðsdómi vegna hinna áfrýjuðu mála. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka skýrslur af áðurnefndum fjórum mönnum. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi, og er lagt fyrir hér- aðsdómara að taka munnlegar skýrslur samkvæmt kröfu sóknaraðila, Íslenska útvarpsfélagsins hf., af Gesti Jónssyni, Gunnari Sigurðssyni, Stefáni Gunnarssyni og Jóhanni J. Ólafs- syni. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. október 1994. Hinn 21. júlí sl. voru kveðnir upp dómar í málunum nr. E-9278 og 9279/ 1993, sem Guðrún Árnadóttir og Hans Kristján Árnason höfðuðu á hendur Íslenska útvarpsfélaginu hf. Í greinargerðum stefnda í málum þessum, Íslenska útvarpsfélagsins hf., var áskilinn réttur til „að tilgreina vitni á síðari stigum og leiða þau“. Við aðalmeðferð leiddi lögmaður stefnda engin vitni. Núverandi lögmaður stefnda hefur óskað eftir því, að teknar verði skýrsl- ur af fjórum vitnum „til þess að fá sem skýrasta mynd af efnisákvæðum“ samningsins, sem um var deilt í framangreindum málum. Hann hefur áfrýj- að dómunum til Hæstaréttar og mun væntanlega leggja þær þar fram. Lögmaður stefnenda í framangreindum málum, Guðrúnar og Hans Kristjáns, hefur mótmælt því, að þessar skýrslur verði teknar, og krafist málskostnaðar að mati dómsins. Af gögnum málanna sést, að vitni þessi komu við sögu samningsgerðar- innar, og hefur gögnum frá þeim ekki verið mótmælt sem óstaðfestum. Það er álit dómsins, að vitni þau, sem lögmaður stefnda vill nú fá teknar skýrslur af fyrir dómi, hefði átt að leiða við aðalmeðferð málsins, enda var þá vitað, hver þáttur þeirra við samningsgerðina var. Þáverandi lögmaður 8 Hæstaréttardómar IV 2466 stefnda taldi hins vegar ekki þörf á því, og núverandi lögmaður stefnda hef- ur ekki upplýst, að neitt nýtt sé fram komið, er geri það nauðsynlegt að yfirheyra þessi vitni. Af beiðni hans verður ekki annað ráðið en þau eigi að spyrja almennt um samninginn. Þá er og á það að líta, að héraðsdómur var skipaður tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, er munu ekki taka þátt í meðferð vitnamálsins og leggja þar af leiðandi engar spurningar fyrir vitnin á sama hátt og þeir lögðu fyrir vitni stefnenda við aðalmeðferð. Verður ekki annað séð en það muni raska verulega jafnræði aðila að leyfa stefnda nú að leiða vitni, er ekki verða spurð á sama hátt og vitni stefnenda við aðalmeðferð, enda ljóst, að í yfirheyrslum vitnamáls eru lögmenn einir um að spyrja, þar eð merkingarlaust er fyrir dómara að spyrja við yfirheyrslur máls, er þegar hefur verið dæmt. Samkvæmt framanrituðu verður að synja beiðni um að yfirheyra vitni í framangreindum málum, en rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Synjað er beiðni Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. um, að teknar verði skýrslur af fjórum vitnum í málunum nr. E-9278 og 9279/1993. Málskostnaður fellur niður. 2467 Föstudaginn 25. nóvember 1994. Nr. 467/1994. — Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn (Jónatan Sveinsson hrl.) Kærumál. Dómarar. Vanhæfi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Ríkissaksóknari hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með kæru 23. nóvember 1994, sem barst réttinum 24. sama mánaðar. Kæru- heimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Kærður er úrskurður Ólafs Ólafssonar, héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra, frá 22. nóvember 1994, að hann víki sæti í málinu. Ríkissaksóknari krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að halda áfram dómsmeðferð málsins og kveða upp efnisdóm í því. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með dómi Hæstaréttar 20. október 1994 var dómur héraðsdómar- ans í máli þessu frá 29. apríl 1994 úr gildi felldur og því vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Byggðist þessi niðurstaða á nánar tilgreindum annmörkum á sönnunarfærslu fyrir dómi eftir ákæru í málinu. Hæstiréttur hefur mælt fyrir um, að afla skuli nýrra gagna fyrir héraðsdómi og dómur kveðinn upp að því búnu. Fyrri efnisúrlausn dómarans gerir hann ekki vanhæfan í málinu, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar frá 5. mars 1993 í mál- inu nr. 93/1993. Samkvæmt þessu ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar og dómsálagningar. 2468 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir Ólaf Ólafsson héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar og dómsálagningar. Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 22. nóvember 1994. Með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 10. febrúar 1994, var höfðað opinbert mál á hendur ákærða, S, f. 1954, fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdætrunum J, fæddri í júní 1974. og M, fæddri í janúar 1976, á tímabilinu frá síðari hluta árs 1982 og fram í árs- byrjun 1987. Málið var þingfest 3. mars 1994, og var sakflytjendum líkt og við undir- búningsþinghöld. sem háð voru 10. og 17. s. m., veitt færi á að tilgreina vitni og leggja fram sýnileg sönnunargögn, en að því loknu var aðalmeðferð málsins ákveðin. Dómur í málinu var kveðinn upp að loknum munnlegum málflutningi 29. apríl 1994. Var ákærði talinn sannur að sök og dæmd 15 mánaða fangelsisrefsing. Dóminum var áfrýjað að ósk ákærða, og 20. októ- ber 1994 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti (mál nr. 318/1994: Ákæruvald- ið gegn S). Hinn áfrýjaði dómur var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til frekari meðferðar og dómsálagningar að nýju. Í dómi Hæstaréttar er vís- að til þess, að í héraði hafi engra sérfræðilegra gagna verið aflað um líkam- legt og andlegt atgervi kærenda, viðhorf þeirra til ákærða og ákæruefnisins og áhrif hinna meintu brota ákærða á þær. Þá var skírskotað til þess, að u. þ. b. átta ár væru frá ætluðu athæfi. Í dómi Hæstaréttar er einnig vikið að því, að fyrir héraðsdómi hafi ekki legið gögn um ákærða og viðhorf hans, sbr. einkum b- og d-lið 71. gr. laga nr. 19/1991. Var það niðurstaða Hæsta- réttar, að nefnd gögn væru svo þýðingarmikil við mat á sönnunargildi munnlegs framburðar ákærða og kærenda, að héraðsdómari hefði ekki átt að leggja dóm á málið án þeirra. Með bréfi ríkissaksóknara, dags. 27. október sl., til Héraðsdóms Norður- lands eystra var þess krafist, að mál þetta yrði „tekið til frekari meðferðar við héraðsdóminn í samræmi við dóm Hæstaréttar“. Í framhaldi af því var málinu endurúthlutað til dómara 7. nóvember sl. Við fyrirtöku málsins nú í dag voru af hálfu sakflytjenda ekki hafðar uppi athugasemdir um formhlið málsins. Í samræmi við meginreglur opinbers réttarfars var áðurnefndur dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 29. apríl 1994 reistur á sönnunargögn- um, sem færð voru fram við meðferð málsins fyrir dómi af hálfu ákæruvalds og skipaðs verjanda. Yfirheyrslur ákærða og vitna, þ. á m. kærenda, voru 2469 að þessu leyti veigamestar. Í samræmi við VII. kafla laga nr. 19/1991, eink- um 46. gr., voru við uppkvaðningu héraðsdóms öll sönnunargögn virt og þ. á m. litið til og lagt sjálfstætt mat á þau atriði, sem vikið er að í dómi Hæstaréttar frá 20. október 1994. Að framangreindu virtu og með hliðsjón af almennum traustsjónarmið- um um óhlutdrægni dómara, sbr. og dóm Hæstaréttar Íslands frá 1. apríl 1993 (mál nr. 197/1992), þykir með vísan til 5. gr. g-liðar laga nr. 91/1991, sbr. 6. gr. laga nr. 19/1991, rétt, að dómari víki sæti í málinu. Að þessu leyti er og litið til 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. nú lög nr. 62/1994. Úrskurðarorð: Dómarinn, Ólafur Ólafsson héraðsdómari, víkur sæti í málinu. 2470 Mánudaginn 28. nóvember 1994. Nr. 460/1994. — Þorsteinn Kristjánsson (Steingrímur Þormóðsson hdl.) gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (Baldur Guðlaugsson hrl.) Kærumál. Þinglýsing. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. nóvember 1994, sem barst réttinum 16. sama mánaðar. Um kæruheimild er vís- að til 5. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, sbr. 1. gr. laga nr. 6/ 1992. Krefst sóknaraðili þess, að „veðskuldabréfi á 1. veðrétti 1. hæðar og kjallara að Skólavörðustíg 14, Reykjavík, útgefið 29. maí 1992, að nafnvirði kr. 4.600.000,- verði vísað frá þinglýsingu, til vara að því verði aflýst og til þrautavara að það verði afmáð af eigninni“. Varnaraðili krefst þess aðallega, að kröfum sóknaraðila verði vís- að frá dómi, en til vara, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Að ýmsu leyti voru annmarkar á málatilbúnaði sóknaraðila, er málið var borið undir dómstóla, sbr. 3. gr. laga nr. 39/1978. Þá skorti jafnframt á skýrleika í bréfum sóknaraðila til Héraðsdóms Reykja- víkur 22. júní 1994 og sýslumannsins í Reykjavík 30. sama mánaðar um það, hverjar kröfur hann hefði uppi í tilefni ákvörðunar þinglýs- ingarstjóra 8. júní 1994. Þrátt fyrir það þykir ekki alveg næg ástæða til að vísa málinu frá dómi af þessum sökum. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Þorsteinn Kristjánsson, greiði varnaraðila, 2471 Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, 40.000 krónur í kæru- málskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. nóvember 1994. Með bréfi, dagsettu 22. júní 1994, skaut Þorsteinn Kristjánsson, kt. 031030-4479, Skólavörðustíg 14, Reykjavík, til héraðsdóms ákvörðun þinglýsingarstjórans í Reykjavík 8. júní 1994, þar sem synjað var kröfu hans um, að afmáð yrði skuldabréf af fasteigninni Skólavörðustíg 14. Sóknaraðili krefst þess, að veðskuldabréfi á 1. veðrétti 1. hæðar og kjall- ara að Skólavörðustíg 14, Reykjavík, út gefnu 29. maí 1992, að nafnverði 4.600.000 kr., verði vísað frá þinglýsingu eða því aflýst. Þá krefst sóknar- aðili málskostnaðar. Varnaraðili í málinu er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skóla- vörðustíg 11, Reykjavík. Hann krefst þess aðallega, að málinu verði vísað frá dómi, til vara, að ákvörðun þinglýsingarstjórans í Reykjavík 8. júní 1994 verði staðfest. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar. Hinn 16. maí sl. setti sóknaraðili fram þá kröfu við sýslumanninn í Reykjavík, að ofangreindu veðskuldabréfi yrði aflýst. Í bréfinu er beiðnin rökstudd á þrennan hátt: Í fyrsta lagi segir, að þinglýstur eigandi hafi ekki gefið heimild til þinglýs- ingar bréfsins. Ekki liggi fyrir sérstakt veðleyfi, og nafn sóknaraðila sé ekki skráð í reit þann á skuldabréfinu, er ætlaður sé fyrir áritun þinglýsts eig- anda til samþykkis veðsetningu. Sóknaraðili telur, að vegna þessa ágalla hafi borið að vísa skjalinu frá þinglýsingu skv. 2. mgr. 6. gr. og 7. gr. þinglýs- ingalaga nr. 39/1978. Í öðru lagi segir, að önnur lögpersóna sé skuldari bréfsins en sú, er hafi gefið bréfið út. Þannig segir sóknaraðili, að Sportval hf., kt. 700487-1569, sé skuldari skv. texta bréfsins. Útgefendur séu hins vegar Guðmundur Kjart- ansson og Kjartan V. Guðmundsson, en við nöfn þeirra sé stimplað orðið Sportval. Í greinargerð sinni dregur sóknaraðili af þessu eftirfarandi álykt- un: „... að krafan og skuldbindingin fari ekki saman og að skjalið hafi ekki að geyma nokkra kröfu og ekki nokkra skuldbindingu. Skuldabréfið hafi því ekki verið út gefið með þeim hætti, sem vera átti, og því hafi ekki mátt þinglýsa skjalinu“. Í þriðja lagi er því haldið fram, að bréfinu hafi verið breytt. Þannig segir sóknaraðili orðrétt í bréfi sínu til þinglýsingarstjóra: „... fitlað hefur verið við efni bréfsins á ýmsan hátt, eftir að því hefur verið þinglýst, en bréfið hefur verið móttekið til þinglýsingar 14. júlí 1992, en breytingar hins vegar verið gerðar á efni bréfsins 20. júlí 1992 með leyfi þinglýsingarstjóra, að því er virðist. Greinilegt er, að breyting hefur verið gerð á gjalddögum bréfsins 2472 og að þeir eru aðrir en á upphaflega bréfinu. Þá hefur einnig upphaflegri vísitölu skuldabréfsins verið breytt úr 3203 í aðra ólæsilega tölu“. Sóknar- aðili telur óheimilt að breyta efni skjals frá móttöku þess til þinglýsingar án þess að leita eftir samþykki þinglýsts eiganda. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis er eigandi umrædds veðskulda- bréfs. Hann styður frávísunarkröfu sína þessum rökum: Í fyrsta lagi sé kröfugerð sóknaraðila ekki réttilega úr garði gerð og því eigi tæk til úrlausnar. Þess sé ekki krafist, að úrlausn þinglýsingarstjóra verði hnekkt. breytt eða hún endurskoðuð, heldur sé þess krafist, að skjal- inu verði vísað frá þinglýsingu eða aflýst. Ekki sé tiltekið, hvaða færsla í þinglýsingabók sé röng og hvaða breytingar eigi að gera. Varnaraðili mótmælir því, að krafa um frávísun skjals frá þinglýsingu geti komið til úrlausnar rúmum tveimur árum ettir, að bréfi var þinglýst, þegar þinglýstu bréfi verði ekki vísað frá þinglýsingu. Þá eigi krafa um aflýsingu ekki undir 27. gr. þinglýsingalaga. Um aflýsingu sé fjallað í 39. gr. laganna, og þar séu heimildir til aflýsingar veðskuldabréfa tæmandi taldar. Þá telur varnaraðili, að andmæli við gildi bréfsins vegna breytinga, er gerðar hafi verið á því, geti ekki komið til úrlausnar í þinglýsingarmáli. Varnaraðili mótmælir málskostnaðarkröfu á hendur sér með því, að mál- ið sé ekki sprottið af deilum við sig og hann hafi ekki forræði á málinu. Hann eigi hins vegar rétt á málskostnaði úr hendi sóknaraðila, sem hafi kosið að draga hann til varnar með málskoti þessu. Sýslumaðurinn í Reykjavík sendi héraðsdómi athugasemdir sínar. Er þar vísað til forsendna þeirra, er getur í úrlausn hans 8. júní 1994. Niðurstaða. Meðferð máls þessa hefur dregist talsvert hér fyrir dóminum vegna anna, en aðilar hafa ekki gert athugasemdir við þann drátt, sem orðinn er á máls- meðferð. Máli þessu var skotið til héraðsdóms með bréfi, dagsettu 22. júní 1994, er barst skrifstofu Héraðsdóms Reykjavíkur sama dag. Með bréfi, dagsettu 30. Júní var sýslumanni tilkynnt um málskotið og óskað eftir gögnum málsins. Með réttu hefði tilkynning til sýslumanns átt að vera fyllri, sbr. 3. gr. laga nr. 39/1978, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 6/1992, en hún var þó nógu skýr til þess. að hún yrði skilin rétt, og áður höfðu meginsjónarmið sóknaraðila verið útskýrð fyrir sýslumanni. Kæran kom samkvæmt þessu fram í tæka tíð, og verður að telja, að hún hafi verið nægilega skýr. Kröfugerð sóknar- aðila er í heild svo skýr, að hún verður ekki misskilin. Verður því að leysa efnislega úr kröfum sóknaraðila, en skilja verður 3. gr. þinglýsingalaga svo, 2473 að hún heimili endurskoðun allra gjörða þinglýsingarstjóra samkvæmt lög- unum. Sóknaraðili undirritaði veðskuldabréf það, sem um ræðir í máli þessu. Rétt er það, sem hann heldur fram, að hann hafi ekki ritað nafn sitt í reit þann, sem ætlaður er fyrir áritun þinglýsts eiganda, heldur ritaði hann nafn sitt Í næstu línu þar fyrir neðan, undir textann: „Samþ. maka þinglýsts eig- anda“. Verður að telja, að með áritun þessari hafi hann veitt nægilega heimild til veðsetningarinnar. Skuldabréfið er skv. texta sínum gefið út af hlutafélaginu Sportvali. Sóknaraðili heldur því ekki fram, að Guðmund Kjartansson og Kjartan V. Guðmundsson hafi brostið heimild til að skuldbinda hlutafélagið með þess- um hætti. Þá verður ekki talið skipta máli, þótt stimpill sá, er notaður var, hafi ekki verið fyllilega nákvæmur, en texti skjalsins er nægilega skýr. Ekki verður í þessu máli leyst úr ágreiningi um breytingar á efni veð- skuldabréfsins, en ljóst er, að veðsetning hefur farið fram til tryggingar ákveðinni skuld. Síðari breytingar á skjalinu hagga ekki veðstofnun þeirri, er það hefur að geyma. Ágreiningur um það, hve háa greiðslu veðsetningin tryggir, kemur til úrlausnar á öðrum vettvangi, en aflýsingar er ekki krafist nú með þeim rökum, að þegar hafi verið greitt allt, sem veðheimild var veitt fyrir. Samkvæmt þessu verður að staðfesta synjun þinglýsingarstjóra um að af- lýsa veðskuldabréfi varnaraðila. Þá getur frávísun skjalsins frá þinglýsingu ekki komið til nú. Sóknaraðila ber að greiða varnaraðila málskostnað, svo sem Í dómsorði greinir. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Jón Finnbjörnsson dómarafulltrúi kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Framangreind ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík er staðfest. Sóknaraðili, Þorsteinn Kristjánsson, greiði varnaraðila, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, 25.000 kr. í málskostnað. 2474 Mánudaginn 28. nóvember 1994. Nr. 457/1994. — Herborg Pálsdóttir gegn Sveinbirni Björnssyni Kærumál. Fjárslit milli hjóna. Frávísun frá héraðsdómi. Gjafsókn. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Sóknaraðili skaut þessu máli til Hæstaréttar með kæru 3. nóvem- ber 1994, sem barst réttinum með kærumálsgögnum 15. sama mán- aðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, upp kveðinn 21. október sl. Er kæruheimild í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o. fl. Sóknaraðili krefst þess aðallega, að „við eigna- skipti vegna skilnaðar míns og kærða verði beitt helmingaskipta- reglunni, sbr. 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993“, — til vara, að varnaraðila verði gert að greiða sér 900.000 krónur með dráttar- vöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 25. febrúar 1994, en til þrautavara, að varnaraðila verði gert að greiða sér 700.000 krónur með vöxtum á sama hátt. Sóknaraðili krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila. Þá krefst sóknaraðili, sem hefur fengið gjafsókn í héraði og fyrir Hæstarétti samkvæmt bréfum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 12. september og 3. nóvember 1994, að þóknun lögmanns síns fyrir flutning málsins í héraði verði ákveðin með dómi Hæstaréttar, en ekki sé getið um fjárhæð þeirrar þóknunar í hinum kærða úrskurði. Varnaraðili krefst aðallega sýknu af kröfum sóknaraðila og að dæmt verði, að fjárskipti milli þeirra fari eftir ákvæðum 104. gr. laga nr. 31/1993 á þann hátt, að íbúð í fasteigninni Hörgsholti 31 í Hafnarfirði og bifreiðin R-64229 af gerðinni Ford Sierra, árgerð 1985, komi í sinn hlut utan skipta með því skilyrði, að hann taki að sér veðskuldir, sem hvíla á íbúðinni. Til vara krefst varnaraðili lækkunar á varakröfu og þrautavarakröfu sóknaraðila og að vextir af þeim verði aðeins dæmdir frá 1. júlí 1994. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðila. 2475 I. Sóknaraðili beindi þessu máli til héraðsdóms með bréfi 2. júní 1994, sem fylgdu stefna og önnur sóknargögn. Í bréfinu greindi sóknaraðili meðal annars frá því, að fyrir stjórnvaldi lægi umsókn um leyfi handa málsaðilum til skilnaðar að borði og sæng, en ágreiningur væri milli þeirra um fjárslit, þar sem varnaraðili teldi, að beita ætti 104. gr. laga nr. 31/1993 um þau, en sóknaraðili teldi þau eiga að ráðast af ákvæðum 103. gr. laganna. Um heimild til að leita dómsúrlausnar um ágreining aðila um fjárslitin vísaði sóknar- aðili í bréfi sínu til 2. mgr. 125. gr. laga nr. 20/1991. Í 2. mgr. 125. gr. laga nr. 20/1991 er mælt fyrir um heimild hjóna til að leita úrlausnar um ágreiningsatriði varðandi fjárslit milli þeirra vegna hjónaskilnaðar eða ógildingar hjúskapar í sérstöku dómsmáli, sem verður rekið eftir reglum XVII. kafla laganna, þótt opinber skipti fari ekki fram til fjárslita. Í ákvæðinu er tekið fram, að þessi heimild sé háð því, að leysa megi úr sömu ágreiningsatriðum í máli samkvæmt 122. gr. eða 2. mgr. 124. gr. laga nr. 20/1991, ef opinber skipti færu fram, auk þess að hjónin þurfa að vera sammála um að fara þessa leið til að leita dómsúrlausnar. II. Mál þetta hefur ekki verið lagt fyrir með þeim hætti, að framan- greindum skilyrðum 2. mgr. 125. gr. laga nr. 20/1991 sé fullnægt. Er þá meðal annars til þess að líta, að ef opinber skipti færu fram til fjárslita milli aðilanna, væri ekki unnt að sækja dómsmál með svo óafmörkuðum kröfum sem sóknaraðili gerir í þessu máli, sbr. eink- um 112. og 122. gr. laganna. Þá skortir einnig á, að báðir málsaðilar hafi lýst yfir með skýlausum hætti, að þeir óski eftir að leita dóms- úrlausnar um ágreining sinn eins og hér er gert. Að auki er sá meginannmarki á málinu, að sóknaraðili hefur ekki gert nægilega grein fyrir því, hvort annar aðilanna eða þeir báðir eigi eignir umfram skuldir, sem geti komið til skipta á milli þeirra við fjárslit, sbr. einkum 3. og 4. mgr. 109. gr. laga nr. 20/1991. Sóknaraðili hefur að vísu við meðferð málsins fyrir Hæstarétti lagt fram verðmat fasteignasala á íbúðinni að Hörgsholti 31, en afstaða varnaraðila til þessa mats liggur ekki fyrir. Þá skortir einnig viðhlít- andi upplýsingar um verðgildi annarra eigna aðilanna og fjárhæð 2476 skulda þeirra. Meðan óvíst er um þessi atriði liggur ekki fyrir, að hvaða verðmætum kröfur sóknaraðila geti beinst. Brestur því skil- yrði til að fella dóm um ágreining málsaðila, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Af þessum sökum verður ekki komist hjá því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Eftir at- vikum er rétt, að málskostnaður falli niður í héraði og fyrir Hæsta- rétti. 111. Sóknaraðili hefur, sem áður segir, fengið gjafsókn í málinu, og greiðist gjafsóknarkostnaður hennar í héraði og fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði. Í hinum kærða úrskurði hefur farist fyrir að ákveða um- boðsmanni hennar þóknun vegna flutnings málsins fyrir héraðs- dómi, en eins og atvikum er háttað, þykir þóknunin hæfilega ákveð- in 40.000 krónur. Sóknaraðili undirritaði sjálf kæru í málinu, en greinargerð var ekki lögð fram í því af hennar hálfu fyrir Hæsta- rétti. Verður því að líta svo á, að hún hafi flutt mál sitt sjálf fyrir Hæstarétti, og verður henni ekki ákveðin þóknun úr ríkissjóði fyrir það í skjóli gjafsóknar. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi, og er málinu vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, Herborgar Pálsdóttur, í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar á meðal málflutningsþóknun umboðsmanns hennar í héraði, 40.000 krónur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. október 1994. Mál þetta, sem dómtekið var 6. október 1994, var höfðað 1. júlí 1994 fyrir dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur og málið þá þingfest. Sóknaraðili er Herborg Pálsdóttir, kt. 100942-4539, Langholtsvegi 57, Reykjavík. Varnaraðili er Sveinbjörn Björnsson, kt. 090642-2789, Hörgsholti 31, Hafnarfirði. 2477 Aðalkrafa sóknaraðila er sú, að við fjárslit vegna skilnaðar aðila verði helmingaskiptareglu beitt, sbr. 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Til vara gerir sóknaraðili þær kröfur, að varnaraðili verði úrskurðaður til greiðslu 900.000 kr. með dráttarvöxtum frá 25. febrúar 1994 til greiðsludags, til þrautavara, að varnaraðili verði úrskurðaður til greiðslu 700.000 kr. með dráttarvöxtum frá 25. febrúar 1994, sbr. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum. Þá krefst sóknaraðili þess, að úrskurðað verði, að dráttarvexti í vara- og þrautavarakröfu skuli leggja við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 25. febrúar 1995. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar auk virðisaukaskatts að mati dóms- ins, eins og ekki væri um gjafsóknarmál að ræða. Varnaraðili gerir þá aðalkröfu, að hann verði sýknaður af kröfum sóknaraðila og að um fjárskipti milli sín og sóknaraðila vegna hjúskapar- slita fari skv. 104. gr. laga nr. 31/1993, þannig, að fasteignin að Hörgsholti 31, Hafnarfirði, eignarhluti M-0302, og bifreiðin R-64229, Ford Sierra, árgerð 1985, komi í sinn hlut utan skipta, enda taki varnaraðili að sér greiðslu veð- skulda, er á fasteigninni hvíla. Jafnframt krefst varnaraðili málskostnaðar samkvæmt málskostnaðarreikningi og að málskostnaðarfjárhæð beri drátt- arvexti skv. II. kafla laga nr. 25/1987 frá 15. degi úrskurðar til greiðsludags. Þess er einnig krafist, að dráttarvextir, sem falla á málskostnað, leggist við höfuðstól málskostnaðar á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafsdag vaxta, sbr. 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Málavextir. Málavextir eru þeir, að aðilar hófu sambúð sína í byrjun árs 1991 og gengu í hjúskap 30. desember 1992. Þau slitu samvistir 25. febrúar 1994. Varnaraðili fór fram á skilnað að borði og sæng hjá sýslumanninum í Hafnarfirði 30. mars sl., sem sóknaraðili samþykkti 14. apríl sl. Hinn 8. janúar 1992 var keypt íbúð að Hörgsholti 31, Hafnarfirði, og er eignin þinglesin eign varnaraðila. Kaupverð var 6.325.000 kr. Bifreiðin R-64229, Ford Sierra, var keypt 21. janúar 1992. Kaupverð hennar var 340.000 kr. Bifreiðin er einnig skráð á nafn varnaraðila. Aðilar voru tvö í heimili, og námu tekjur sóknaraðila árið 1992 596.778 kr. og árið 1993 632.752 kr. Tekjur varnaraðila árið 1992 námu 1.905.946 kr. og árið 1993 2.199.884 kr. Eignir búsins voru samkvæmt skattframtali fyrir árið 1994 4.270.000 kr., en skuldir 4.601.306 kr. Niðurstaða. Eignir þær, sem tilgreindar eru í skattframtali ársins 1994 og um er deilt í máli þessu, eru fasteignin að Hörgsholti 31, Hafnarfirði, og bifreiðin 2478 R-64229. Varnaraðili er þinglesinn eigandi íbúðarinnar og skráður eigandi bifreiðarinnar. Eignir þessar eru því hjúskapareignir hans. Sóknaraðili hefur gert þá aðalkröfu, að við fjárslit vegna skilnaðar verði beitt ákvæðum 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993, en það lagaákvæði kveður á um, að hvor maki um sig eigi tilkall til helmings úr skírri hjúskapareign hins, nema annað leiði af ákvæðum laga. Samkvæmt 100. gr. hjúskaparlaga er það skír eign, sem til skipta kemur við fjárslit hjóna, þ. e. eignir að frá- dregnum skuldum, sbr. 109. gr. og 104. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánar- búum o. fl. Í 109. gr. þeirra laga kemur fram regla um, hvernig ákvarða skuli, hvað hvor aðili um sig eigi að fá í sinn hlut við fjárslit, þ. e., að lagt skuli saman varðandi hvorn þeirra um sig verðmæti eigna, sem tilheyra honum einum, og verðmæti hlutdeildar hans í því, sem hann á í sameign með gagnaðila. Frá þessari heildareign hvors um sig skuli síðan dregin fjár- hæð skulda, sem beinast að hvorum þeirra, ásamt hlutdeild hvors í sameiginlegum skuldum. Samkvæmt fram lögðu skattframtali fyrir árið 1994 var verðmæti eigna varnaraðila 4.270.000 kr., en ekki hafa verið lögð fram önnur gögn um verðmæti eigna hans. Með hliðsjón af framburði aðila fyrir réttinum sem og fram lögðu skattframtali ársins 1994, er ljóst, að skuldir, sem varnaraðili ber ábyrgð á, eru umfram verðmæti eigna hans. Er því ljóst, að ekki er um neina skíra hjúskapareign að ræða, sbr. 103. gr. hjú- skaparlaga nr. 31/1993, sem maki getur átt helmingstilkall til. Þegar af þeirri ástæðu verður af hafna öllum kröfum sóknaraðila. Af sömu ástæðu verður ekki fjallað um, hvort 104. gr. hjúskaparlaga kemur til álita við ágrein- ingsefni þetta. Eins og atvikum er háttað í máli þessu, þykir þó rétt, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Ingveldur Einarsdóttir, fulltrúi dómstjóra, kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfum sóknaraðila, Herborgar Pálsdóttur, er hafnað. Málskostn- aður fellur niður. 2479 Miðvikudaginn 30. nóvember 1994. Nr. 466/1994. — Sýslumaðurinn í Keflavík gegn Samskipum hf. (Jón Finnsson hrl.) Kærumál. Kærufrestur. Frávísun frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Sóknaraðili skaut þessu máli til Hæstaréttar með kæru, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. nóvember 1994. Kæruheimild er í Á. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/ 1991. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, upp kveðinn 24. október 1994, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 27. apríl sl. um að synja um framgang aðfarargerðar hjá varnaraðila eftir beiðni sóknaraðila. Sóknaraðili krefst, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir sýslumann- inn í Reykjavík að halda aðfarargerðinni áfram. Þá krefst sóknar- aðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar úr hendi varnar- aðila. Varnaraðili krefst þess aðallega, að málinu verði vísað frá Hæsta- rétti, en til vara, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Í endurriti úr þingbók kemur fram, að enginn hafi verið staddur af hálfu málsaðila við þinghald, þar sem hinn kærði úrskurður var kveðinn upp, en þinghaldið var þó ákveðið í þessu skyni við lok aðalmeðferðar málsins 27. september 1994. Í bréfi, sem fylgdi kæru- málsgögnum til Hæstaréttar, vottar dómari málsins í héraði, að sóknaraðila hafi verið send ályktarorð hins kærða úrskurðar í sím- bréfi sama dag og hann var kveðinn upp, en um leið hafi honum verið tilkynnt, að endurrit úrskurðarins væri til reiðu handa honum í afgreiðslu dómsins. Þessu vottorði dómarans hefur sóknaraðili ekki hnekkt. Samkvæmt framansögðu telst sóknaraðili hafa fengið vitneskju 2480 um hinn kærða úrskurð 24. október sl. Kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 144. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989, var því liðinn, þegar kæra sóknaraðila barst Héraðsdómi Reykjavíkur 9. nóvember 1994. Ber því að vísa þessu máli sjálfkrafa frá Hæstarétti. Dæma verður sóknaraðila til að greiða varnaraðila kærumáls- kostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, sýslumaðurinn í Keflavík, greiði varnaraðila, Samskipum hf., 20.000 krónur í kærumálskostnað. 2481 Fimmtudaginn 1. desember 1994. Nr. 362/1994. — Ákæruvaldið (Sigríður Jósefsdóttir saksóknari) gegn Erni Karlssyni (Örn Clausen hrl.) Hylming. Hegningarauki. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen og Gunnar M. Guðmundsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Ákærði áfrýjaði héraðsdómi í heild sinni til Hæstaréttar. Af hálfu ákæruvalds var þá einnig áfrýjað, að því er hann varðar, með stefnu 8. júlí 1994 til þyngingar á refsingu, en meðákærði undi dóminum. Héraðsdómari hefur réttilega sakfellt ákærða fyrir hylmingu sam- kvæmt 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í hér- aðsdómi var ákærða dæmdur hegningarauki við refsingu þá, er ákveðin var í dómi 17. febrúar 1994. Ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm með vísan til forsendna hans. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Örn Karlsson, greiði allan áfrýjunarkostnað máls- ins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 35.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hæsta- réttarlögmanns, 35.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. júní 1994. Ár 1994, mánudag 27. júní, er lagður svohljóðandi dómur á sakamálið nr. 37/1994: Ákæruvaldið gegn X og Erni Karlssyni, í Héraðsdómi Reykja- víkur. Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari dæmir málið. Mál þetta, sem var dómtekið 24. þ. m.. er höfðað af hálfu ákæruvaldsins með ákæru, út gefinni 1. mars 1994 og birtri 14. og 15. þ. m., á hendur X |...) 2482 og Erni Karlssyni, Kleppsvegi 126, Reykjavík, fæddum 7. september 1955, fæðingarnúmer 237, fyrir þjófnað og hylmingu. I. Þjófnaður. Ákærða X er gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudags 1. september 1993 brotist inn í skartgripaverslunina Gullsmiðinn, Álfabakka 14 d, Reykjavík, og stolið þar miklu af skartgripum, gullhálsmenjum, svokallaðri flóru, sem eru íslenskar flórur, gullhúðaðar, 9 sett, það er hálsmen og eyrnalokkar, 6 eyrnalokkar og 33 hálsmen, 2-300 flórum, sem voru fullunn- ar, en eftir að setja á þær hálskeðjur, 2-300 flórum, sem verið var að vinna við, eðalsteinum, ekki vitað um fjölda, 250 hálsfestum úr gulli af Duble- gerð, tveimur sýningarbökkum með gullhálsmenjum, handsmíðuðum, og leturstöfum til þess að grafa á skartgripi. Megnið af þessum skartgripum af- henti ákærði meðákærða Erni Karlssyni. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. TI. Hylming. Ákærða Erni er gefið að sök að hafa tekið við og geymt nefnda skart- gripi, en skilað eiganda, Guðbjarti Þorleifssyni, kt. 240431-4839, hluta þeirra gegn greiðslu á 34.000 krónum. Telst þetta varða við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt játningu ákærða X kom hann að versluninni laust eftir kl. 02.00 með kúbein og rafmagnsborvél. Reyndi hann árangurslaust að bora í skrána á dyrum verslunarinnar, en tókst síðan að opna dyrnar með kú- beininu og eyðileggja þjófavarnarkerfi með því að slíta sundur leiðsluþræði í því. Hann tók „flórur“ í versluninni, stafi, hálskeðjur úr gulli og silfri og „tlórur“, steina og perlur á verkstæði fyrir innan búðina. 15 til 20 dögum síðar segist hann hafa skýrt ákærða Erni frá því, að hann hefði skartgripina undir höndum og Örn lofað að koma þeim til skila. Seinna kom Örn og sótti megnið af gripunum. X kveðst ekki hafa stolið öllu því, sem talið er í ákæru. Í byrjun nóvember komu fram 83 Ónixsteinar, 5 reyktópasar og poki með perlum að tilvísun X. Hér fyrir dómi hefur hann staðfest framburð sinn fyrir lögreglu. Hann viðurkennir að hafa tekið mikið af skartgripum á mismunandi framleiðslustigum í um fjóra burðarpoka, gjafaöskjur með full- unnum skartgripum, lausar flórur, allt frá óunnu efni upp í fullunna skart- gripi, perlur, sem límdar eru á flórurnar, og silfurkeðjur. Hann man ekki að telja fleira. Hinn 23. þ. m. var gerð húsleit hjá ákærða X, og fundust þá 45 silfurkeðjur, 50 eðalsteinar, 300 perlur og hálfunnir silfurmunir. Þessa muni segir hann munu hafa mislagst, en viðurkennir að hafa tekið þá. 2483 Örn neitar sakargiftum. Sagði hann lögreglu fyrst, að hann hefði fundið gripina, en síðan, að nafngreindur maður hefði vísað sér á þá. Hann setti sig í samband við eigandann og bauð að láta hann fá gripina gegn fundarlaun- um. Hann fékk þau og skilaði 1. október og nokkrum dögum síðar hluta þýfisins, fullum poka af „flórum“, um 500 festum og letri. Um miðjan októ- ber bauðst Örn til að skila 276 „flórum“ gegn 500,00 kr. greiðslu stk., en samkomulag tókst ekki. Örn segist þá hafa beðið X að taka gripina, en hann ekki sinnt því. Þessa muni fann lögreglan síðan í húsi því, sem ákærði Örn býr í, 3. nóvember 1993 og skilaði þeim eiganda 5. s. m. ásamt því, sem fannst að tilvísun X. Eigandi sagði þá töluvert vanta upp á, að allt hefði komið til skila. Gullsmiðurinn hefur staðfest frásögn Arnar um skipti þeirra í öllu, sem máli skiptir. Ákærði Örn hefur gefið skýrslu fyrir dóminum og enn breytt nokkuð framburði sínum. Hann segist nú hafa heyrt orðróm um, hvar hlutirnir væru niður komnir, og spurst fyrir um þá, talað við meðákærða, sem kannaðist við að vera með munina, og haft síðan samband við gullsmiðinn og sýnt honum sýnishorn, sem hann fékk frá X. Hann kveðst hafa samið við gull- smiðinn um 100.000 króna greiðslu fyrir afhendingu og við X um, að þeir deildu fénu. Hann afhenti fyrst flórur og síðan aðra hluti, sem hann fékk 27000 krónur fyrir, en í það skipti hafði gullsmiðurinn orð á, að munirnir væru meira og minna ónýtir. Skýrir gullsmiðurinn þetta svo, að nokkuð af þýfinu hafi verið ónýtt og verðlaust, en að ekkert hafi skemmst, frá því að það var tekið og þar til því var skilað. Örn segist ekki hafa látið X fá neitt af greiðslunum, þar sem hann taldi þær svo óverulegar, en nýtti sér tékk- ann. X neitar að hafa samið við meðákærða um ágóðaskiptingu. Örn segist hafa beðið X að taka við því, sem eftir var, þegar upp úr samningum slitn- aði við gullsmiðinn. X kom heim til ákærða, en gat ekki farið með munina, svo að þeir komu þeim fyrir í geymslu ákærða. Daginn eftir varð Örn þess var, að þeir voru horfnir, og taldi hann X hafa sótt þá. Munirnir fundust í geymslu annars íbúa hússins. X neitar að hafa fært þá og segist ekki hafa getað komist í geymsluna, þar sem hún var læst. Örn segir, að eftir að hann talaði við gullsmiðinn, hafi hann skýrt tveimur rannsóknarlögreglumönnum frá milligöngu sinni í þessu máli. Hefur annar lögreglumaðurinn staðfest þá frásögn. Örn lítur svo á, að hann hafi verið að vinna gott verk fyrir opnum tjöldum með því að sjá til þess, að hinir stolnu munir kæmust til rétts eiganda, og að ekki sé nema eðlilegt, að hann fengi þóknun fyrir milligöngu sína. Upptalning hinna stolnu muna styðst við skýrslu, sem lögreglan skráði eftir gullsmiðnum að morgni 1. september 1993. Tilgreining munanna er 2484 ekki fyllilega skýr og næsta ónákvæm. Í skýrslu, sem tekin var af gull- smiðnum síðdegis 1. september 1993, er hið stolna sagt vera flóra Íslands, — þ. e. gullhúðuð lauf, fundin í náttúru Íslands, - skartgripir ýmiss konar, svo sem nælur, hálsmen og eyrnalokkar, eðalsteinar, perlur, slípaðir steinar, silfurfestar o. fl., að verðmæti ein til ein og hálf milljón króna í heildsölu. Samkvæmt kvittun eiganda, dags. 1. október 1993, hefur Örn skilað festum og letri þann dag. Samkvæmt skýrslu gullsmiðsins skilaði Örn þá um 500 gull- og silfurfestum og letri fyrir ágröft og nokkrum dögum síðar fullum poka af skemmdum flóruskartgripum og bauð skil á 276 flóruskartgripum. Að tilhlutan lögreglu var gullsmiður og leturgrafari fenginn til að meta þá muni, sem lögreglan hafði skilað fyrir málshöfðun, og er mat hans sem hér segir: Marglitar kúlur kr. 5.000 83 Ónixsteinar - 83.000 5 reyktópasar - 20.000 kr. 108.000 „Flóra Íslands“, 19 nælur - 95.000 52 stk. ýmiss konar - 197.600 205 — x 1600 - 328.000 kr. 620.600 kr 728.000 VSK kr. 178.507 Samtals kr. 907.107 Matsmaðurinn tekur fram, að hinir metnu skartgripir séu allir úr flóru Ís- lands, laufum, krækiberjagróðri og öðru slíku, húðuðum með 24 karata gullhúð, einnig lausar kúlur og steinar. Skekkjumörk í matinu eru 25-35% og innkaupsverð með sömu skekkjumörkum 364.300 kr. Eigendur þýfisins hafa áætlað verð þess, sem Örn lét þá fá. 130.000 kr. að innkaupsverði með virðisaukaskatti og þess. sem ekki hefur komið fram, 250.000 kr. Segir gullsmiðurinn mega verðleggja leturstafi á um 5000 kr. Hann kveður ekki hafa komið til skila gullmuni, handunna og innflutta, sem voru á bökkum í afgreiðsluborði, og auk þess kveður hann vanta um 200 eðalsteina. Segir hann það, sem fannst 23. júní sl., vera svo nýkomið til sín, að hann hafi ekki getað gengið úr skugga um með vissu, hvað þar leyn- ist. Segist hann hafa litið svo á, að hann væri að kaupa munina af Erni, en ekki greiða fundarlaun. At hálfu ákæruvaldsins er lagt til grundvallar, að það, sem stolið var, og verðmæti þess sé eins og hér segir: 1. 276 „flórur“, sem Örn bauð skil á kr. 907.107 2. 500 gull- og silfurfestar, sem Örn skilaði - 130.000 2485 3. Munir, fundnir við húsleit hjá X kr. 105.000 Samtals kr. 1.142.107 4. Munir, sem hafa ekki komið í leitirnar - 250.000 Samtals kr. 1.392.107 Við aðalflutning málsins var lýst yfir því af hálfu ákæruvaldsins, að enn væri við það miðað, að allt það hefði verið tekið, sem í ákæru greinir, en svo sem til vara, að því hefði verið stolið, sem komið hefur í leitirnar. Samkvæmt því, sem fram hefur komið í málinu um hvarf skartgripa, skil þeirra og verðmæti, og samkvæmt 45. gr. laga 19/1991 þykir verða lagt til grundvallar, að ákærði X hafi tekið muni, sem fara ekki fram úr 700.000 krónum að verðmæti. Með þessari athugasemd þykir verða að fallast á kröfur ákæruvaldsins á hendur Á. Ekki þykir verða lagt til grundvallar, að ákærði Örn hafi fundið skart- gripina, sem hann skilaði og komu fram við húsleit, og ekki heldur, að ann- ar maður en ákærði X hafi komið gripunum í hans hendur. Það gat ekki leynst fyrir Erni, að munirnir voru þýfi. Hann gat því ekki átt rétt á fundar- launum. Með því að neyða réttan eiganda gripanna til að greiða sér fyrir skil muna og með því að halda fyrir honum munum, sem ekki tókst að fá fé fyrir, þykir hann hafa gert sig sekan um hylmingu, og verður þá að fallast á kröfur ákæruvalds um refsingu og önnur viðurlög fyrir brot á 254. gr. alm. hegningarlaga. Ákærði Örn var dæmdur í 7 mánaða fangelsi, þar af fjögurra mánaða skilorðsbundið í þrjú ár, hér fyrir dómi 28. júní 1993 fyrir að falsa og selja skuldabréf í september 1992 og brjótast inn og stela peningum, myndbands- tæki, myndavél, útvarpsmagnara og sambyggðu útvarps- og segulbandstæki 8. mars 1992 ásamt öðrum. Skilorðsþáttur refsingarinnar var tekinn upp og honum dæmd átta mánaða fangelsisrefsing 17. febrúar sl., en þá var hann dæmdur fyrir brot á 248. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga, fyrir að undirbúa ásamt öðrum vátryggingarsvik með því að fara að kvöldi sunnudagsins Í. desember 1991 inn í verslun hér í borg, fjarlægja þaðan litsjónvarpstæki, myndbandstæki, hljómtækjasamstæðu, geislaspilara o. fl. og koma þessum munum í geymslu, og fyrir brot á 244. gr. s. 1. með því að stela í þrjú skipti myndsendi, ljósritunarvél og rafsuðuvél, sem fundust í vörslum hans, án þess að hann gæti gefið á því viðhlítandi skýringar. Áður hafði hann 10 sinnum sætt refsingu, þar á meðal fyrir tékkamisferli árið 1991, og þriggja mánaða skilorðsbundnum fangelsisdómi fyrir þjófnað og hylmingu |. októ- ber 1992. Brot þau, sem fjallað er um í máli þessu, eru framin fyrir upp- kvaðningu dómsins frá 17. febrúar sl. Samkvæmt 78. gr. almennra hegningar- 2486 laga ber nú að taka upp refsiákvörðun þess dóms og dæma ákærða hegn- ingarauka, sem þykir hæfilega ákveðinn þriggja mánaða fangelsi. Ákærðu greiði allan kostnað sakarinnar, eins og nánar greinir í dóms- orði. Skjöl málsins mislögðust eftir útgáfu ákæru. Þingfesting var ákveðin og fyrirköll gefin út tafarlaust, eftir að þau komu í leitirnar. Dómsorð: Ákærði Örn Karlsson sæti þriggja mánaða fangelsi og greiði réttar- gæslu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hrl., 100.000 kr. Ákærði X sæti sex mánaða fangelsi og greiði réttargæslu- og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hrl., 50.000 kr. Annan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun, 30.000 kr., greiði ákærðu að óskiptu. 2487 Fimmtudaginn 1. desember 1994. Nr. 393/1994. — Ákæruvaldið (Sigríður Jósefsdóttir saksóknari) gegn Magnúsi Karlssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) og Erni Karlssyni (Örn Clausen hrl.) Fjársvik. Vátrygging. Tilraun. Ákæra. Þjófnaður. Hegningarauki. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen og Gunnar M. Guðmundsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Ákærðu áfrýjuðu héraðsdómi í heild sinni til Hæstaréttar, og var þá af hálfu ákæruvalds einnig áfrýjað með stefnu 8. mars 1994 til þyngingar á refsingu. Í hinum áfrýjaða dómi er getið leiðréttinga, er gerðar voru af hálfu ákæruvalds á fjölda þeirra tækja, sem talin eru upp í ákæru. Þar sem samanlagt verðmæti hluta þessara var rétt tilgreint í ákæru 839.000 krónur og vörn ekki áfátt vegna þessa, verður það ekki lát- ið koma að sök, að ekki var gefin út framhaldsákæra samkvæmt 118. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Með þessari athugasemd verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með skírskotun til forsendna hans. Ákærðu skulu greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og Í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði Magnús Karlsson greiði skipuðum verjanda sínum, Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttarlögmanni, 40.000 krónur í málsvarnarlaun fyrir Hæstarétti. Ákærði Örn Karlsson greiði skipuðum verjanda sínum, Erni Clausen hæstaréttarlögmanni, 40.000 krónur í málsvarnarlaun fyrir Hæstarétti. 2488 Annan áfrýjunarkostnað málsins greiði ákærðu sameigin- lega, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 50.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. febrúar 1994. Ár 1994, fimmtudaginn 17. febrúar, er lagður svohljóðandi dómur á saka- málið nr. 167/1992: Ákæruvaldið gegn Magnúsi Karlssyni og Erni Karlssyni, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari dæmir málið. Mál þetta er höfðað af hálfu ákæruvaldsins með ákæru, út gefinni 3. nóv- ember 1992 og birtri 4. janúar 1993, á hendur Magnúsi Karlssyni mark- aðsstjóra, Grettisgötu 90, Reykjavík, fæddum 14. ágúst 1953, fæðingarnúm- er 461, og Erni Karlssyni verslunarmanni, Kleppsvegi 126, Reykjavík, fædd- um 7. september 1955. fæðingarnúmer 237, fyrir að hafa í sameiningu undirbúið vátryggingarsvik ákærða Magnúsar í þágu Bláfells-Heimalands hf. með því, að ákærði Örn tók að sér fyrir ákærða Magnús að fara að kvöldi sunnudags 1. desember 1991 inn í verslunina Bláfell, Faxafeni 12 hér í borg, fjarlægja þaðan að minnsta kosti þrjú litsjónvarpstæki, þrjú mynd- bandstæki, hljómtækjasamstæðu, geislaspilara, bíltæki og tvo hátalara og koma þeim í geymslu í íbúð frænda síns hér í borg, og ákærði Magnús að hafa að morgni næsta dags tilkynnt lögreglu og látið tilkynna Vátrygg- ingafélagi Íslands hf. um þjófnað úr versluninni á fimm litsjónvarpstækjum, tveimur myndbandstækjum. tveimur hljómtækjasamstæðum, myndbandsaf- spilara, geislaspilara, bíltæki og tveimur hátölurum. samtals að útsöluverði 839.000 kr., í þeim tilgangi að fá greiddar bætur fyrir tækin á grundvelli inn- brotstryggingar verslunarinnar hjá tryggingafélaginu, en lögregla fann að kvöldi þriðjudagsins 3. desember 1991 hluta af „þýfinu“ í bifreið, sem báðir ákærðu voru í á leið til Keflavíkur, og önnur tæki, sem tilkynnt höfðu verið stolin, fundust á geymslustað. Telst brot ákærða Magnúsar varða við 248. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940, og brot ákærða Arnar við sömu laga- ákvæði, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar fyrir framangreint brot. Undir rekstri málsins hefur komið fram af hálfu ákæruvaldsins leiðrétt- ing á fjölda tækja, sem Magnús er talinn hafa tilkynnt um. Samkvæmt henni var tilkynnt um sex litsjónvarpstæki, sjö myndbandstæki, tvo myndbandsaf- spilara, tvo geislaspilara, tvö bíltæki, tvær hljómtækjasamstæður og tvo hátalara, samtals 23 tæki. Með ákæru, út gefinni 4. maí sl. og birtri 6. s. m., var Örn enn ákærður, aðallega fyrir þjófnað, en til vara fyrir hylmingu, með því að stela í þrjú 2489 skipti í Reykjavík, svo sem rakið verður, eftirgreindum hlutum, sem fund- ust í vörslum ákærða, án þess að hann gæti gefið á því viðhlítandi skýringar: 1. Í mars 1991 myndsendi í íbúð við Tómasarhaga 42, en þýfið fannst á heimili ákærða við húsleit 10. apríl 1992. Il. Um mánaðamótin júní/júlí 1992 rafsuðuvél í geymslu við Kleppsveg 152, en vélin fannst í vörslum ákærða í byrjun ágúst sama ár. 111. Aðfaranótt föstudags 18. desember 1992 myndsendi og ljósritunarvél, brotist inn í húsnæði fyrirtækisins Sjófangs hf., Hólmaslóð 2, og tekið þessa hluti, en ljósritunarvélin fannst í vörslum ákærða 21. janúar 1993. Telst þetta aðallega varða við 244. gr., en til vara við 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1949. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Málið var dómtekið 6. maí 1993 og dæmt 15. júlí s. á. Dóminum var áfrýj- að, dómurinn og málsmeðferðin ómerkt frá og með málflutningi og málinu heimvísað með dómi Hæstaréttar 14. janúar sl. Samkvæmt þessari niður- stöðu hefur málið verið endurupptekið og endurflutt. Verjendur krefjast sýknu og að málskostnaður verði lagður á ríkissjóð. Verjandi Arnar hefur lýst þeirri skoðun til vara, að skilorðsbinda eigi refsingu hans. Af hálfu ákæruvalds er unað við niðurstöðu dómsins frá 15. júlí 1993. I.I. Hvarf tækja úr versluninni Bláfelli 1. desember 1991. Sunnudagskvöldið 1. desember 1991 kom ákærði Örn til aðseturs Bláfells- Heimalands hf., að eigin sögn á milli kl. 18.30 og 19.30, opnaði útidyr með lykli og tók úr búðinni litsjónvarpstæki. myndbandstæki. hljómtækjasam- stæðu, geislaspilara, bíltæki og hátalara og flutti þessa muni að Flyðru- granda 18 í geymslu. Næsta þriðjudag fóru ákærðu saman í geymsluna og báru sjónvarpstæki og hljómflutningstækjasamstæðu út í bíl ákærða Magn- úsar. Óku þeir síðan áleiðis suður með sjó, en voru handteknir í Hafnarfirði og færðir í hald í Reykjavík. Þar voru þeir yfirheyrðir af rannsóknarlög- reglu. Samkvæmt framburði Arnar hafði Magnús beðið hann að taka tækin fyrir sig. en þeim þyrfti að koma í verð. Ákærðu hefðu farið saman seinni part dags 1. desember og Magnús bent á tækin. sem ætti að taka: Magnús myndi síðan selja tækin. Örn kvaðst hafa farið aftur á staðinn fljótlega eftir kl. 19.00 með lykil frá Magnúsi og gert það, sem hann var beðinn um. Saga Magnúsar er á þá leið, að um það bil þremur vikum fyrir handtök- 2490 una hafi hann rætt um það við Örn, að sig vantaði fé í fyrirtækið. Örn hafi þá sagt, að það besta, sem fyrir gæti komið, væri, að einhver brytist inn og tjónið yrði bætt af tryggingarfé. Ákærði Magnús kom í verslunina um níu- leytið á mánudagsmorgun, en ekki var vandi hans að koma svo snemma til vinnu. Þar var þá fyrir utan dyra einn af starfsmönnum fyrirtækisins, sem hafði ekki lykil og beið þess að verða hleypt inn. Þeir fóru saman inn. Magnús sagði við lögregluyfirheyrslu, að þegar hann sá verksummerki, hefði sig grunað, að Örn hefði verið að verki. Hann tilkynnti lögregluyfir- völdum strax um atburðinn og tók saman lista yfir horfna muni til afnota fyrir vátryggingafélag fyrirtækisins. Magnús kveðst hafa hringt í Örn um ellefuleytið á mánudagsmorguninn og hitt hann síðan síðdegis sama dag. Örn hefði ekkert gefið út á, hvort hann hefði farið inn í verslunina, en sagst vita um þýfið. Aðspurður kvað Magnús Örn ekki hafa haft lykil, sér vitan- lega. Magnús kannaðist við að hafa komið í verslunina um kl. 17.00 á sunnudeginum ásamt Erni. en þá hefði verslunarstjórinn verið þar fyrir. Við yfirheyrslu hér fyrir dómi breytti Örn framburði sínum og nefndi til sögu Ágúst nokkurn Fylkisson, sem hefur starfað lengi fyrir Örn við pylsu- sölu, sem hann rekur, og við vélaviðgerðir, Jóhönnu Svansdóttur, sambýlis- konu Ágústs, og Snorra Snorrason, sem var framkvæmdastjóri Bláfells hf. Á gúst var dæmdur í 20 mánaða fangelsi hér fyrir dómi ásamt Erni og fleir- um 28. júní sl. fyrir umboðssvik, þjófnað, fjársvik og skjalafals. Örn kveðst hafa farið með skuldabréf, út gefin af Jóhönnu, til Magnúsar og óskað eftir greiðslu fyrir þau. Magnús hefði bent sér á að tala við Snorra, sem tók við bréfunum og seldi þau í Búnaðarbankanum. Það hefði verið fastmælum bundið, að skuldabréfin yrðu greidd með tækjum. Þegar kom að skulda- dögum, segist Örn hafa krafið Snorra efnda, en hann vísað á tækin, sem hann mætti taka, og boðið honum að sækja þau á sunnudeginum. Örn kveðst hafa farið á staðinn og átt von á að hitta Snorra þar fyrir, en ekki orðið var við hann; hann hefði opnað með lykli, sem hann hefði fengið hjá Snorra, og tekið tækin. Hann kveðst hafa lesið um innbrot í Bláfell á mánu- degi og farið til Snorra og spurt, hverju sætti. Snorri hafi sagt, að ákærða kæmi þetta mál ekki við, hann hefði fengið sína greiðslu. Hann hefði hins vegar lofað að staðfesta eignarrétt hans, ef hann yrði í vandræðum með að selja tækin. Hann kveðst hafa gefið ranga skýrslu hjá lögreglu til að hlífa Snorra. Þegar fangavist þeirra Magnúsar lauk, kveður hann hafa komið í ljós, að Magnús vissi ekkert um samkomulag þeirra Snorra. Framburður Magnúsar fyrir dóminum er í aðalatriðum á þá leið, að þeir Örn hafi verið kunnugir og átt saman viðskipti. Hann segir marn nokkurn í Ketlavík hafa haft samband við sig, þar sem hann var á ferð í bifreið sinni 2401 með Erni, og hermt upp á sig loforð um útvegun á sjónvarpstæki og fleiru á góðu verði. Þeir hafi síðan verið á leið suður í Keflavík með tækin, þegar þeir voru handteknir. Hann hafi ætlað að selja tækin á um 30.000 kr. í stað 40-—50.000 kr. útsöluverðs, af því að þau væru ekki heiðarlega fengin. Magnús staðfestir söguna um skuldabréfin. Hann segir Ágúst og Örn hafa komið til sín og boðið bréfin til kaups, en hann vísað þeim til Snorra. Þegar ákærðu losnuðu úr fangelsinu, kveður Magnús Örn hafa sagt sér, að hann hefði tekið tækin vegna bréfanna. Hann segist hafa látið Snorra fá lista yfir horfna muni, en segir listanum hafa verið breytt og hann hreinrit- aður og sendur félaginu í því formi. Ákærði Magnús fór strax í áfengismeðferð og var í henni fram til 17. jan- úar 1992. Hann segist hafa verið reglusamur síðan. Þegar hann kom aftur, kveður hann Snorra hafa verið búinn að selja bréfin að sér fornspurðum. Hann áréttaði síðar í yfirheyrslunni, að bréfin hefðu verið seld 28. nóvem- ber. Hann segist ekki muna betur en Snorri hafi verið í búðinni, þegar ákærðu komu þar saman seinni part sunnudagsins 1. desember. Aðspurður um, hvort þetta hafi verið mál milli Arnar og Snorra sem greiðsla upp Í bréfin og hvort það, sem gert var, hefði ekkert verið í samráði við ákærða Magnús, svaraði hann: „Ég kom aldrei nálægt þessum hlutum. .. Það var Snorri.“ Snorri og Magnús virðast hafa verið aðalhluthafar, en auk þeirra unnu þrír starfsmenn hjá félaginu. Tveir þeirra hafa borið vitnið fyrir dóminum. Vitnið Anton Narvaez skýrði lögreglu svo frá við yfirheyrslu 4. desember 1991, að hann vissi, hver Örn væri, en hefði ekkert séð hann síðastliðna 6-8 mánuði. Fyrir dóminum skýrði verslunarstjórinn svo frá, að hann hefði komið á starfsstöð fyrirtækisins síðari hluta sunnudagsins 1. desember og að ákærðu hefðu komið þar, meðan hann stóð við. Hann kvaðst ekki hafa séð Snorra þar á þeim tíma. Snorri segist hafa verið við vinnu á sunnudeginum og kveður Magnús hafa komið þar. Hann hafi virst órólegur og alltaf verið að spyrja, hvort vitnið yrði þar lengi. Bifreið Snorra var framan við verslunina á sunnudags- kvöldið, en þá voru starfsmenn allir í afmælisveislu í Kópavogi. Verslunarstjórinn gaf skýrslu að nýju fyrir lögreglu 22. september 1992. Sagðist hann þá hafa verið að vinna á skrifstofu fyrirtækisins milli kl. 17 og 18 sunnudaginn 1. desember og ákærðu þá birst og Magnús brugðist þannig við, að skapaðist vandræðalegt augnablik. Ákærðu hefðu staðið við í um 5 mínútur, og virtist skrifstofustjóranum enginn tilgangur vera með komu þeirra í verslunina. Sölumaðurinn segist hafa komið til vinnu rétt fyrir kl. 9 á mánudags- 2402 morgun. Hann segir Magnús hafa rennt upp að afgreiðsludyrunum og virt fyrir sér búðina, lagt af stað aftur frá versluninni, en séð þá til sölustjórans og lagt bifreiðinni í stæði og opnað verslunina. Þegar þeir komu inn, segir vitnið, að Magnús hafi sagt strax, áður en búið var að kveikja ljós í verslun- inni, að búið væri að brjótast inn. Starfsmaður tryggingafélagsins, sem segist hafa komið í verslunina þriðjudaginn 3. desember, segir, að Magnús hafi sagt við sig eitthvað í þá átt, að nú væri komið að því að greiða tryggingabæturnar. Snorri, sem var vitni að þessu atviki, segir, að Magnús hafi spurt, hvort það væri ekki hlut- verk tryggingafélagsins að bæta slíkt tjón. Lögð hafa verið fram tvö skuldabréf, að fjárhæð samtals 887.859 kr., út gefin af Stefáni Sverrissyni 24. nóvember 1991 og 26. s. m., með sjálfskuld- arábyrgð Aðalsteins Oddgeirssonar og Jóhönnu Svansdóttur auk ábyrgðar seljanda, Snorra Snorrasonar, f. h. Bláfells/Heimlands hf., og listi, sem Magnús samdi og lagður var til grundvallar tilkynningu til vátryggingafé- lagsins. Þar eru talin 23 tæki, metin á 839.060 kr. Örn segist hafa tekið 11 - 12 tæki úr búðinni, og fundust 11 tæki í bílnum og á felustaðnum. Magnús bendir á, að listanum hafi verið breytt, eftir að hann lét hann frá sér. Virð- ist sem tækjafjöldinn hafi aðeins verið 19, áður en skrifað var ofan í upphaf- legar tölur. Ekki þykir ástæða til að trúa fremur þeirri sögu, sem ákærði Örn sagði fyrir dóminum, en þeirri, sem hann hafði áður sagt lögreglu. Ekki þykir það útiloka vátryggingasvik, þótt jafnframt hafi verið ætlunin, að skuldir hluta- félagsins greiddust með tækjunum, sem Örn tók, og þykir sagan um skulda- bréfin geta verið sönn að því leyti. Þegar tekið er mið af óumþrættum og óvefengjanlegum staðreyndum málsins og ályktanir dregnar af því, sem fram hefur komið í málinu, einkum í framburði ákærðu og vitnanna. þykir mega leggja til grundvallar þá niðurstöðu, að ákærðu hafi skömmu fyrir brottnám tækjanna rætt um það úrræði til lausnar fjárhagsvanda hlutafé- lagsins. að brotist yrði inn í fyrirtækið, söluvörur í eigu þess teknar og vá- tryggingafélag fyrirtækisins síðan krafið um bætur. Í framhaldi af þessu hafi ákærðu farið saman í fyrirtækið síðari hluta sunnudagsins 1. desember 1991, og að kvöldi þess sama dags hafi ákærði Örn farið einn í fyrirtækið, meðan allir starfsmenn þess voru fjarverandi í samkvæmi, og tekið þaðan tæki, eins og nánar greinir í ákæru. Ákærði Magnús hafi síðan gert sér sérstakt erindi í fyrirtækið snemma á mánudagsmorgun, tilkynnt lögreglu um innbrot gegn betri vitund og samið lista um horfna muni, þar sem fleira var talið en horf- ið hafði. Þessi listi hafi síðan verið lagður til grundvallar bótakröfu á hend- ur vátryggingafélaginu, ákærði Magnús sótt fast eftir bótum gegn betri vit- 2493 und, þegar fulltrúi vátryggjanda kom á vettvang, og ákærðu í sameiningu hafist handa um að koma hinum brottteknu tækjum í verð og auka með því fé fyrirtækisins og/eða grynna á skuldum þess. Samkvæmt þessu þykir verða að fallast á, að ákærðu hafi gerst sekir um það athæfi. sem þeir eru sakaðir um af hálfu ákæruvalds og réttilega er fært til refsiákvæða í ákæru, út gefinni 3. nóvember 1992. IH.I. Hvarf myndsendis frá Tómasarhaga 42. Föstudaginn 29. mars 1991 tilkynnti Þórir Jensen lögreglu um innbrot í íbúð að Tómasarhaga 42, þar sem hann hafðist við um þær mundir, og hvarf myndsímtækis í sinni eigu þaðan auk fleiri muna. Kvað hann íbúðina hafa verið mannlausa frá 24. mars til 28. s. m. og taldi innbrot hafa verið framið á þeim tíma. Myndsímtækið fannst við húsleit heima hjá ákærða 9. apríl 1993. Sagðist ákærði hafa fengið það sem greiðslu á brennivínsskuld Þóris við sig og tekið við því úr höndum hans að Tómasarhaga 42, sennilega eitt- hvað fyrr en 29. mars 1991. Hér fyrir dómi hefur ákærði greint nánar svo frá, að hann hafi stundað bar, þar sem Þórir var fastagestur, og að með þeim hafi orðið vinskapur. Ákærði fór að lána Þóri eina og eina flösku, og var hann seinast farinn að skulda töluvert og gat ekki greitt. Ákærði bauðst þá að taka faxtækið upp í skuldina, og féllst Þórir á það. Aðspurður sagði ákærði Þóri alltaf hafa verið drukkinn á þessu tímabili. Þórir segir, að litið hafi verið eftir íbúðinni, á meðan hann var ekki á landinu, og þá allt reynst í lagi. Hann kveðst hafa kynnst ákærða nokkrum mánuðum fyrir innbrotið og stuðlað að því, að hann fengi ráð á veitinga- rekstri. Ákærði hafi keypt vínbirgðir fyrir staðinn, sem honum nýttust ekki til sölu; vitnið hafi enga ábyrgð borið á því. Þórir segist ekki minnast þess að hafa fengið áfengi hjá ákærða; það sé ómögulegt, að ákærði hafi lánað sér áfengi, svo að nokkru næmi, þótt hann hafi verið í óreglu á þeim tíma, sem vinskapur þeirra varaði. Kveðst hann þó ekki geta fullyrt, að hann hafi ekki fengið bjórkippu eða sambærilegt magn af öðru áfengi hjá ákærða. en hafi svo verið, hafi ekki verið um að ræða háar fjárhæðir. Myndsímtækið hafi verið það tæki, sem hann mátti síst missa vegna starfa síns. Hann synj- ar fyrir að hafa látið það af hendi við ákærða. Ákærði hefur ekki skotið viðhlítandi stoðum undir þá sögu sína, að vitn- ið hafi afhent sér tækið til eignar, og þegar þess er gætt, að tilkynnt var um þjófnað á tækinu um það leyti, sem ætla verður, að það hafi horfið úr um- ráðum eiganda þess, og að ekkert hefur komið fram í málinu, sem gerir frá- sögn vitnisins tortryggilega, en þýfið fannst við þjófaleit hjá ákærða, sem var að eigin sögn kunnugur á innbrotsstaðnum og fékk tækið þar, þykir 2494 annað ekki verða lagt til grundvallar en ákærði hafi sjálfur stolið tækinu og orðið þannig brotlegur við 244. gr. alm. hegningarlaga. II. 11. Hvarf rafsuðuvélar frá Kleppsvegi 152. Hinn 21. júlí 1992 kærði Gunnar Lúðvíksson þjófnað á rafsuðuvél. Hinn 4. ágúst s. á. barst lögreglu til eyrna, að ákærði Örn hefði tekið að sér að koma þýfi í verð fyrir Ágúst Fylkisson. Lögregla yfirheyrði Á gúst þennan dag út af stuldi á rafsuðuvél, og leiddi það til þess, að talað var við ákærða út af því máli. Ákærði vísaði á rafsuðuvél í geymslu. sem hann hafði á leigu í Hafnarfirði. Reyndist hún vera sú hin sama og hafði horfið frá Kleppsvegi 152, og var hún afhent réttum eiganda. Örn sagðist ekkert vita, hver hefði borið vélina þangað. Á gúst hefði lykil að geymslunni, og auðvelt hefði ver- ið að komast inn án lykils. Ágúst synjaði fyrir að hafa stolið vélinni. Hér fyrir dómi sagði ákærði bæði Ágúst og vin hans hafa haft aðgang að geymslunni, sem hafi verið meira og minna opin. Vélsmiðja Hafnarfjarðar, sem á húsnæðið, hefði haft þarna muni í geymslu og lykil. Ágúst segist ekki hafa haft lykil að geymslunni, en getað fengið hann hjá ákærða, og hafi þar verið dót frá vélsmiðjunni. Ekki þykir efamál, að rafsuðuvélinni hafi verið stolið, eins og að ofan greinir. Þegar þess er gætt, að hún fannst í vörslum ákærða, sem átti heima í næsta nágrenni við innbrotsstaðinn, þykir annað ekki verða lagt til grund- vallar en ákærði hafi sjálfur stolið tækinu og orðið þannig brotlegur við 244. gr. alm. hegningarlaga. H.HI. Hvarf myndsendis og ljósritunarvélar úr húsnæði Sjófangs hf Hinn 18. desember sl. var tilkynnt um innbrot í húsnæði Sjófangs að Hólmaslóð 2 hér í borg. Stolið hafði verið myndsendi og ljósritunarvél. Ákærði setti síðar ljósritunarvélina í viðgerð, en þar fann framkvæmda- stjóri Sjófangs hana og tilkynnti lögreglu 21. janúar sl. Ákærði gaf lögreglu þá skýringu 26. s. m., að maður, sem hann vildi ekki nafngreina, hefði látið sig fá vélina upp í skuld um þremur vikum fyrr og fullvissað sig um, að hún væri ekki „heit“. Til faxtækisins hefur ekki annað spurst en það, að maður nokkur leitaði upplýsinga hjá Umfangi hf. um, hvernig hann gæti skipt um nafn á sams konar tæki. Honum var sagt að koma með tækið, svo að hægt væri að sýna honum, hvernig þetta væri gert. Starfsmaður Umfangs skráði hjá sér lýsingu á manninum og bifreið hans. Komst lögreglan að því, hver var eigandi bílsins, en rakti það mál ekki frekar. Ákærði hefur ítrekað framburð sinn um ljósritunarvélina fyrir dóminum, en segist ekkert vita um myndsenditækið. Framburður ákærða um hvarf ljósritunarvélar þykir ekki trúverðugur. Ekki þykir ástæða til að efast um, að henni hafi verið stolið. Þykir þá annað 2495 ekki verða lagt til grundvallar en ákærði hafi sjálfur stolið tækinu og orðið þannig brotlegur við 244. gr. alm. hegningarlaga. Af hálfu ákæruvaldsins hefur ekki verið gerð viðhlítandi grein fyrir þessum þætti málins, að því er varðar myndsendinn, og verður ákærði þá ekki dæmdur fyrir stuld á hon- um. Ákærði Örn var dæmdur í sjö mánaða fangelsi, þar af fjögurra mánaða skilorðsbundið í þrjú ár, hér fyrir dómi 28. júní sl. fyrir að falsa og selja skuldabréf í september sl. og brjótast inn og stela peningum, myndbands- tæki, myndavél, útvarpsmagnara og sambyggðu útvarps- og segulbandstæki 8. mars 1992 ásamt öðrum. Áður hafði hann tíu sinnum sætt refsingu, þar af átta sinnum síðustu fimm árin. Þar á meðal hlaut hann sektarrefsingu fyrir tékkamisferli árið 1991 og þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir þjófnað og hylmingu 1. október sl. Brot þau, sem fjallað er um í máli þessu, eru framin fyrir uppkvaðningu dómsins frá 28. júní sl. Samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga ber nú að taka upp skilorðshluta þess dóms og dæma ákærða í einu lagi fyrir brot, sem ákært er fyrir í báðum málum, með hliðsjón af 78. gr. s. 1. Ekkert hefur komið fram, eftir að dómur var kveðinn upp 15. júlí sl., sem gefur tilefni til annarrar niðurstöðu en þeirrar, sem þá varð, og þykir refsing ákærða samkvæmt því og með tilliti til 77. gr. alm. hegningarlaga svo og til sakaferils ákærða hæfilega ákveðin fangelsi 8 mán- uði. Ákærði Magnús hefur þrisvar gengist undir sekt fyrir brot á umferðarlög- um, 1979, 1990 og 1992, í Júní. Að öðru leyti hefur hann ekki sætt refsingum, svo að kunnugt sé. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin sex mánaða fang- elsi, en rétt þykir að fresta fullnustu þriggja mánaða af þeirri refsingu og að hún falli niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins 15. júlí 1993. enda haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærðu greiði kostnað sakarinnar, eins og nánar greinir í dómsorði. Rétt þykir, að kostnaður, sem leiðir af heimvísun málsins, verði greiddur úr ríkissjóði. Samkvæmt 1. mgr. 135. gr. laga nr. 19/1991 skal auk staðsetningar og dag- setningar dóms, heitis dómstóls, nafns dómara og deila á aðilum greina í dómi sakarefni, lýsingu málsatvika í aðalatriðum og röksemdir dómara um niðurstöðu og viðurlög. Um meginatriði þessa máls hefur verið ýtarlegar fjallað en þessi fyrirmæli gera ráð fyrir, en þau þykir bera að skilja svo, að heimilt sé að haga dómasamningu nokkuð eftir eðli máls. Dómsorð: Ákærði Örn Karlsson sæti átta mánaða fangelsi og greiði máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hrl., 70.000 kr., og 2496 tvo þriðju hluta annars sakarkostnaðar, áfallins 15. júlí 1993, þar með talin saksóknarlaun. Ákærði Magnús Karlsson sæti sex mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu þriggja mánaða þeirrar refsingar og hún falla niður að liðn- um þremur árum frá 15. júlí 1993, enda haldi hann almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940 og greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hrl., 70.000 kr., og þriðjung annars sakar- kostnaðar, áfallins 15. júlí 1993, þar með talin saksóknarlaun. Máls- varnarlaun Arnar Clausen hrl., 15.000 kr., og málsvarnarlaun Hilmars Ingimundarsonar hrl., 15.000 kr., greiðist úr ríkissjóði. Saksóknarlaun ákveðast 50.000 kr. Sýknað er af refsikröfu vegna hvarfs myndsendis í eigu Sjófangs hf. 2497 Fimmtudaginn 1. desember 1994. Nr. 285/1991. — Dómsmálaráðherra fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og ríkissaksóknari (Guðrún Margrét Árnadóttir hrl.) gegn Ingimundi Jónssyni (Gunnar Jóhann Birgisson hrl.) og gagnsök Rannsókn opinbers máls. Valdmörk. Hald á munum. Frelsisskerð- ing. Mannréttindi. Miskabætur. Höfundaréttur. Fyrning. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæstaréttardómari. Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 5. júlí 1991, en því var gagnáfrýjað 29. október 1991 að fengnu gagn- áfrýjunarleyfi 16. sama mánaðar. Aðaláfrýjendur krefjast þess aðallega, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum gagnáfrýjanda og þeim dæmdur málskostnaður í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefjast þeir þess, að dæmdar fjár- hæðir verði lækkaðar verulega og málskostnaður þá felldur niður. Gagnáfrýjandi krefst þess aðallega, að aðaláfrýjendur verði dæmdir til þess að greiða sér skaðabætur samkvæmt XVI. kafla laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála, sbr. nú XX. kafla laga nr. 19/1991 um sama efni, að fjárhæð 14.924.800 krónur, með dráttar- vöxtum frá 22. desember 1986 til greiðsludags. Til vara krefst hann skaðabóta, að fjárhæð $5.109.750 krónur, með dráttarvöxtum sama tíma. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en hann nýtur gjafsóknar sam- kvæmt 154. gr. laga nr. 74/1974, sbr. nú 178. gr. laga nr. 19/1991. I. Atvikum málsins er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Með bréfi dóms- málaráðherra til lögreglustjórans í Reykjavík 9. desember 1986 var mælt fyrir um samræmdar aðgerðir gegn myndbandaleigum í 9 Hæstaréttardómar IV 2498 Reykjavík og nálægum byggðarlögum auk Suðurnesja. Eftirlitið átti að beinast að „ofbeldismyndum, klámmyndum, tilvist verslunar- leyfa, bókhaldi og skattskilum, svo og hugsanlegum brotum gegn höfundalögum nr. 73/1972 með áorðnum breytingum nr. 78/1984“. Með lögum nr. 57/1961 um breyting á lögum nr. 27/1951 um með- ferð opinberra mála var ákæruvaldið þegið undan dómsmálaráð- herra og fengið sérstökum embættismanni, saksóknara ríkisins, sbr. lög nr. 82/1961 um meðferð opinberra mála. Samkvæmt þeim skyldi saksóknari „hafa gætur á afbrotum, sem framin eru,“ og kveða á um og hafa yfirstjórn og eftirlit með rannsókn opinberra mála. Haldast skyldu þau sérákvæði í lögum, þar sem svo er mælt, að dómsmálaráðherra kveði á um rannsókn, höfðun og áfrýjun opin- berra mála. Þá átti dómsmálaráðherra að hafa eftirlit með fram- kvæmd ákæruvalds og gat krafið saksóknara skýrslna um einstök mál. Þessi ákvæði voru óbreytt í 20. gr. og 21. gr. laga nr. 74/1974, sbr. nú 25. gr.. 26. gr. og 27. gr. laga nr. 19/1991. Með hliðsjón af framangreindum lagaákvæðum um skipan rannsóknar- og ákæru- valds hefði verið rétt, að ríkissaksóknari hefði haft frumkvæði að lögregluaðgerðum af þessu tagi eða ráðuneytið beint þeirri ósk til hans, ef það taldi þess þörf að beita sér fyrir slíku eftirliti. Hins veg- ar verður við það að miða, að ríkissaksóknari hafi verið með í ráð- um um þessar aðgerðir. 11. Haldlagning á myndböndum hjá gagnáfrýjanda 22. desember 1986 fór að lögum, eins og staðfest var með dómi Hæstaréttar 9. jan- úar 1987. Á það verður fallist með héraðsdómi, að gagnáfrýjanda hafi ekki tekist að færa sönnur að þeirri staðhæfingu sinni, að hann hafi verið beittur óþarfa-harðræði af hálfu lögreglu, þegar haldlagn- ingin fór fram. Gagnáfrýjanda var meinuð för úr starfsstöð sinni, á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir, en af gögnum málsins verður ekki ráðið, hvort hann var þá handtekinn í skilningi 61. gr. þágild- andi laga nr. 74/1974 eða hvort úrræðum 65. gr. var beitt. Með hlið- sjón af 4. mgr. 61. gr. laganna hefði verið rétt að leyfa gagnáfrýjanda að hafa samband við lögmann þegar í upphafi aðgerða, en það fékk hann ekki fyrr en um það bil tveimur klukkustundum síðar, þegar 2409 úrskurður sakadóms Reykjavíkur um húsleit og haldlagningu lá fyr- ir. Þetta haggar þó ekki framangreindri niðurstöðu. Eigi skiptir máli við úrlausn um bótarétt gagnáfrýjanda, á hvern veg samráði lögreglu við Kvikmyndaeftirlit ríkisins og Samtök rétt- hafa myndbanda á Íslandi var háttað, áður en til lögregluaðgerða kom. Ill. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 33/1983 um bann við ofbeldiskvikmynd- um skyldu innflytjendur, framleiðendur eða dreifingaraðilar og sýn- endur kvikmynda kveðja skoðunarmenn samkvæmt VI. kafla þá- gildandi laga nr. 53/1966 um vernd barna og ungmenna til að leggja mat á sýningarhæfni kvikmynda. Fram er komið í málinu, að Kvik- myndaeftirlit ríkisins annaði ekki á þessum tíma skoðun og merk- ingu allra þeirra myndbanda, sem voru á markaði við gildistöku laga nr. 33/1983, en fyrir þann tíma fór skoðun kvikmynda eingöngu fram í kvikmyndahúsum. Samkvæmt framlagðri skýrslu Auðar Eydal, forstöðumanns Kvikmyndaeftirlits ríkisins, var sá háttur hafður á að láta dreifingaraðilum myndbanda í té vottorð eftir skoðun myndar hjá eftirlitinu ásamt tilteknum fjölda merkimiða, og áttu þeir þá sjálfir að líma miðana á spólur og hlífðarkápur. Ljóst er af gögnum málsins, að veruleg brögð hafa verið að því, að í útleigu hafi verið ómerkt myndbönd, sem Kvikmyndaeftirlit ríkisins hafði þó skoðað. Í skýrslum lögreglu gætir nokkurrar ónákvæmni um fjölda mynd- banda gagnáfrýjanda. Þar kemur fram, að lagt hafi verið hald á 967 myndbönd hjá honum, en farið hafi verið yfir 988 myndir. Af þeim munu fjórar eða fimm hafa verið á bannlista Kvikmyndaettirlits ríkisins sem ofbeldismyndir og ein eftirgerð, en gagnáfrýjandi veitti að lokum viðtöku 984 myndböndum. Af þessum myndböndum báru 973 ekki með sér heimild rétthafa til sýningar, og var meðferð gagn- áfrýjanda á þeim talin fela í sér brot á höfundalögum nr. 73/1972. Í yfirlitsskýrslu segir, að 74 myndbönd hafi verið með merki kvik- myndaeftirlitsins, en 899 hafi verið ómerkt. Engra gagna nýtur í málinu um það, hversu mörg þessara ómerktu myndbanda hafi áður hlotið skoðun Kvikmyndaeftirlits 2500 ríkisins. Gagnáfrýjanda var að lögum óheimilt að hafa óskoðuð og ómerkt myndbönd á boðstólum til útleigu, og er ábyrgð hans óháð verkframkvæmd kvikmyndaeftirlitsins. Hann hefur á engu stigi málsins sýnt fram á, að hann hafi haft heimild rétthafa til sýningar 973 myndbanda eða að hluti myndbandanna umfram 74 eintök hafi verið sams konar myndbönd og Kvikmyndaettirlit ríkisins hafði skoðað og heimilað sýningar á. IV. Í bréfi sínu til Rannsóknarlögreglu ríkisins 7. febrúar 1990 lýsti ríkissaksóknari því, að eigi þættu efni til frekari aðgerða í máli gagnáfrýjanda af ákæruvaldsins hálfu. Í bréfinu sagði, að gagnáfrýj- andi hefði ekki lagt fram gögn því til sönnunar, að hann hefði heim- ild til útleigu myndbandanna. Til rökstuðnings niðurfellingu var vís- að til samkomulags milli Samtaka rétthafa myndbanda og Samtaka íslenskra myndbandaleigna 19. janúar 1988, afstöðu kærenda og bréfs frá lögmanni gagnáfrýjanda 12. júlí 1989, en þessara gagna get- ur síðar. Verður eigi talið, að fullnægt sé bótaskilyrði 2. tl. 150. gr. laga nr. 74/1974. Þá er og ljóst, að nægilegt tilefni og lögmælt skil- yrði voru til aðgerða lögreglu á hendur gagnáfrýjanda 22. desember 1986, sbr. 1. og 2. tl. 151. gr. laganna. v. Hin umdeilda haldlagning hjá gagnáfrýjanda fór fram 22. desem- ber 1986, eins og áður greinir. Reynt var að skila gagnáfrýjanda þremur myndböndum 7. janúar 1987, en hann neitaði viðtöku þeirra. Lögmaður hans ritaði dómsmálaráðuneytinu 8. janúar sama ár og krafðist þess, að myndböndunum yrði skilað ásamt lista yfir þau, svo að gagnáfrýjanda gæfist færi á að krefjast skaðabóta fyrir dómstólum. Því bréfi var ekki svarað. Lögregla virðist í febrúar 1987 hafa lokið athugun og skráningu þeirra myndbanda, sem hald var lagt á hjá gagnáfrýjanda. Honum var hvorki þá né síðar afhent skrá lögreglunnar um hin haldlögðu myndbönd. Lögreglustjórinn í Reykjavík sendi Rannsóknarlögreglu ríkisins málið til frekari með- ferðar 18. ágúst 1987. Hinn 19. janúar 1988 undirrituðu framkvæmdastjórar Samtaka rétthafa myndbanda og Samtaka íslenskra myndbandaleigna sam- komulag um það meðal annars að beita sér fyrir því, að gerðar yrðu 2501 sáttir í þeim málum, sem til rannsóknar voru vegna lögregluaðgerða og haldlagningar hjá myndbandaleigum í desember 1986 og janúar 1987. Sáttirnar áttu að byggjast á því, að allt haldlagt myndbanda- efni, sem höfundaréttargjald hefði ekki verið greitt af, yrði gert upptækt til Samtaka rétthafa myndbanda. Skaðabóta- og refsikröfur rétthafa yrðu dregnar til baka og til þess mælst við ákæruvaldið, að ekki yrði ákært í málunum að öðru leyti. Framkvæmdastjóri Sam- taka rétthafa myndbanda bar fyrir dómi, að rannsóknarlögreglu- stjóra ríkisins hefði verið kynnt, að samkomulag þetta væri í undir- búningi, en ekki er ljóst, hvenær það var gert. Lögmaður gagnáfrýjanda ritaði rannsóknarlögreglustjóra ríkisins bréf 25. apríl 1989 og sagði, að þolinmæði gagnáfrýjanda væri á þrotum og vildi hann fá á hreint, hver réttarstaða sín væri í málinu. Hann óskaði svara við því, hvort opinber rannsókn væri í gangi, hvort og þá hvenær opinbert mál yrði höfðað og hvort og hvenær umræddum myndböndum yrði skilað. Þessu bréfi var ekki svarað, en gagnáfrýjandi var kvaddur til skýrslutöku hjá rannsóknarlög- reglunni 1. júní 1989, hinnar fyrstu og einu í málinu. Lögmaðurinn ritaði rannsóknarlögreglunni að nýju 12. júlí sama ár og vísaði til viðræðna og hugmynda um samkomulag. Það átti að felast í því, að gagnáfrýjandi fengi myndböndin afhent til einkanota og félli þá frá öllum hugsanlegum kröfum á hendur ríkisvaldinu. Svara var óskað innan tíu daga, en ekkert svar barst. Eins og áður greinir, voru gagnáfrýjanda afhent myndböndin 2. apríl 1990, eftir að ríkissaksóknari felldi málið niður með bréfi til rannsóknarlögreglustjóra ríkisins 7. febrúar sama ár. Gagnáfrýjanda var ekki tilkynnt formlega um þær lyktir málsins. Lögmaður hans ritaði ríkissaksóknara 28. september 1990 og spurði, hvort málinu væri lokið af hálfu ákæruvaldsins og hvort rannsóknin hefði verið felld niður. Ríkissaksóknari svaraði lögmanninum 31. október sama ár, eftir að mál þetta hafði verið höfðað, og greindi frá framan- greindu bréfi sínu til rannsóknarlögreglunnar. VI. Í 6. gr. Evrópuráðssamnings um verndun mannréttinda og mann- frelsis frá 4. nóvember 1950, sem birtur var hér á landi með auglýs- ingu nr. 11/1954 og veitt var lagagildi ásamt síðari viðaukum með 2502 lögum nr. 62/1994, segir meðal annars, að sakaður maður eigi rétt til réttlátrar og opinberrar málshöfðunar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Hann skal án tafar fá vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru, sem hann sætir. Í 1. mgr. 138. gr. laga nr. 74/1974 segir, að hraða skuli meðferð opin- berra mála fyrir dómi eftir föngum, sbr. nú 1. mgr. 133. gr. laga nr. 19/1991. Þá segir í 38. gr. laga nr. 74/1974, að lögreglumenn skuli gæta þess í störfum sínum, að mönnum verði ekki gert tjón, óhag- ræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er, eftir því sem á stendur. Ljóst er, að rannsókn lögreglu eftir haldlagningu hjá gagnáfrýj- anda 22. desember 1986 fór mjög úr böndum og vítavert seinlæti einkenndi alla meðferð málsins. Erindum lögmanna hans til lög- regluyfirvalda var ekki svarað, og hann fékk hvorki upplýsingar um framvindu rannsóknarinnar né heiti og fjölda þeirra myndbanda, sem lögregla lagði hald á. Hann var ekki kvaddur til skýrslutöku hjá lögreglu fyrr en rúmu tveimur og hálfu ári eftir haldlagninguna, og honum var ekki gerð sérstök grein fyrir niðurfellingu rannsóknar rúmum þremur árum eftir hana, sbr. 3. mgr. 42. gr. laga nr. 74/1974. Samningsumleitanir hagsmunaaðila í myndbandaviðskiptum kunna að varpa einhverju ljósi á þá töf, sem varð á afgreiðslu máls gagn- áfrýjanda, en þær fá með engu móti réttlætt þennan óhætfilega drátt. Þótt hinni umræddu haldlagningu hjá gagnáfrýjanda hafi ekki verið áfátt að lögum, verður engu að síður að telja, að meðferð málsins hjá rannsóknaraðilum, sem á eftir fór og að framan er lýst, hafi verið svo andstæð þeim rétti sakaðra manna, sem varinn er Í lögum um meðferð opinberra mála og skýra verður með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu, að gagnáfrýjanda beri bætur eftir grunnreglum síðari málsliðar 2. tl. 151. gr., sbr. 3. tl. 154. gr., þágild- andi laga nr. 74/1974, sbr. nú b-lið 176. gr. laga nr. 19/1991. Þar sem sagnáfrýjanda voru ekki tilkynntar lyktir rannsóknar á hendur hon- um og ósannað er, að hann hafi fengið vitneskju um þær sex mán- uðum fyrir höfðun þessa máls, geta aðaláfrýjendur ekki borið fyrir sig fyrningu samkvæmt 157. gr. laga nr. 74/1974. Gagnáfrýjandi hefur ekki sýnt fram á rétt sinn til útleigu þorra þeirra myndbanda, sem hald var lagt á. Þá nýtur ekki gagna um það, að myndböndin hafi orðið fyrir vatnsskemmdum í vörslu lög- reglunnar. Er því ekki grundvöllur til að bæta honum fjártjón. 2503 Miskabætur honum til handa þykja hæfilega ákveðnar 200.000 krónur. Þær skulu bera dráttarvexti samkvæmt HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá uppsögu þessa dóms til greiðsludags, sbr. 15. gr. lag- anna. Aðaláfrýjendur skulu greiða gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra Í. h. ríkissjóðs og ríkissaksóknari, greiði gagnáfrýjanda, Ingimundi Jónssyni, 200.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá uppsögu þessa dóms til greiðslu- dags. Allur kostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun talsmanns gagnáfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, Gunnars Jóhanns Birgissonar héraðsdómslög- manns, 150.000 krónur. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 19. apríl 1991. 1.0. Mál þetta, sem tekið var til dóms föstudaginn 5. apríl sl., hefur Ingi- mundur Jónsson, kt. 030947-3209, Jóruseli 17, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, þingfestri 16. október 1990, á hendur dómsmála- ráðherra, Óla Þ. Guðbjartssyni, kt. 270835-4229, og fjármálaráðherra, Ólafi Ragnari Grímssyni, kt. 140543-3229, fyrir hönd ríkissjóðs, kt. 550169-2829, til greiðslu skaðabóta samkvæmt XVII. kafla laga nr. 74/1974. Þá er og stefnt Hallvarði Einvarðssyni ríkissaksóknara, kt. 021231-2669, til þess að gæta réttar ríkisvaldsins samkvæmt ákvæðum 154. gr. laga nr. 74/1974. Dómkröfur stefnanda eru eftirgreindar: 1. aðallega, að stefndu verði dæmdir til greiðslu skaðabóta samkvæmt XVIII. kafla laga nr. 74/1974, að fjárhæð 14.924.800 kr., ásamt {nánar til- greindum vöxtum), 2. til vara, að stefndu verði dæmdir til greiðslu skaðabóta samkvæmt XVIII. kafla laga nr. 74/1974, að fjárhæð 5.109.750 kr.. ásamt (nánar til- greindum vöxtum). 3. Bæði í aðal- og varakröfu gerir stefnandi kröfu um, að dráttarvextir leggist við tildæmdan höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 12 mán- 2504 uðum eftir upphafsdag vaxtanna. Auk þess krefst hann málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands, eins og um væri að ræða gjafsóknarmál, en hann segir stefnanda hafa samkvæmt ákvæðum 154. gr. laga nr. 74/1974 gjafsókn í máli þessu, og beri málskostnaðarfjárhæðin dráttarvexti frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Stefndu gera þær dómkröfur aðallega, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og þeim tildæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati réttarins og að málskostnaðarfjárhæðin beri dráttarvexti frá 15. degi eftir dómsuppsögu skv. 3. mgr. 175. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 21. gr. laga nr. 54/ 1988. Til vara krefjast þeir, að stefnukröfurnar verði stórlega lækkaðar og málskostnaður verði í því tilviki látinn niður falla. Sáttaumleitanir fyrir dómi hafa ekki borið árangur. 2.0. Stefnandi segir málavexti vera þá, að 22. desember 1986, nánar tiltekið kl. 17.00, hafi tveir lögreglumenn komið í fyrirtæki stefnanda, Vídeóspól- una, Holtsgötu 1, Reykjavík, og lokað fyrirtækinu. Stefnandi, Ingimundur Jónsson, eigandi Vídeóspólunnar, hafi verið fjar- verandi, þegar þetta hafi gerst. Starfsmaður stefnanda, Jón Kristjánsson. hafi fengið að hringja í hann eftir nokkurt málþóf, og hafi stefnandi komið í fyrirtæki sitt nokkrum mínútum síðar. Lögreglumennirnir hafi spurt stefnanda að því, hvort hann væri með ein- hverjar ofbeldismyndir eða klámmyndir til útleigu. Jafnframt hafi þeir spurt hann um verslunarleyfi. Stefnandi hafi beðið um að fá að sjá einhverja pappíra eða skjöl, sem staðfestu, að þeir hefðu heimild fyrir því að loka fyrirtæki hans. Lögreglumennirnir hafi sýnt honum bréf frá dómsmálaráðu- neytinu, þar sem komið hafi fram, að lögregluyfirvöld hafi átt að kanna hjá vídeóleigum verslunarleyfi, reikningsskil, ofbeldis- og klámmyndir og ætluð brot gegn höfundaréttarlögum. Stefnandi hafi ekki fengið afrit af bréfi þessu. Stefnandi hafi ekki sætt sig við umrædda heimild lögreglunnar og talið aðgerðirnar ólögmætar. Hafi hann beðið um að fá að hringja í lögfræðing, en ekki fengið. Hafi honum verið sagt, að ef hann héldi ekki ró sinni, yrði hann handjárnaður. Eftir mikið málþóf hafi honum verið leyft að hringja eitt símtal. Hafi hann náð sambandi við lögfræðing, sem hafi sagt honum að krefjast þess að fá dómsúrskurð um lögmæti aðgerðarinnar. Stefnandi hafi farið að ráðum lögfræðingsins og beðið um úrskurð. Skömmu síðar hafi fleiri lögreglumenn komið á staðinn ásamt Þórði Þórðarsyni. fulltrúa lög- reglustjórans í Reykjavík. Skömmu síðar hafi lögregluþjónn komið með úr- skurð frá sakadómi Reykjavíkur, þar sem heimiluð hafi verið húsleit í 2505 myndbandaleigunni Vídeóspólunni. Hvorki hafi rökstuðningur í forsendum úrskurðar sakadóms Reykjavíkur verið nokkur né hafi krafa lögreglustjór- ans í Reykjavík um húsleit verið rökstudd með fullgildum rökum. Í úr- skurðinum sé einfaldlega vísað til þess, að nú standi yfir eftirlitsátak með ofbeldismyndum, sbr. lög nr. 33/1983, klámmyndum, tilvist verslunarleyfa, bókhaldi og skattskilum, svo og ætluðum brotum gegn höfundalögum, sbr. lög nr. 78/1984, eins og segi í úrskurðinum. Á þessum grundvelli hafi krafa lögreglustjórans í Reykjavík verið tekin til greina með vísun í 48. gr. og Sl. gr. laga nr. 74/1974. Því næst hafi lögreglan byrjað að yfirfara bókhald og leita að klámmynd- um og ofbeldismyndum. Þá hafi verið lagt hald á öll myndbönd. sem ekki hafi verið merkt af Kvikmyndaettirliti ríkisins eða íslenskum umboðsaðil- um. Þetta hafi verið gert, þrátt fyrir það að stefnandi hafi bent lögreglu- mönnunum á, að vegna manneklu hefði Kvikmyndaeftirlit ríkisins ekki get- að fullnægt skyldum sínum að skoða öll myndbönd, og því væru ekki öll myndbönd merkt af kvikmyndaeftirlitinu. Um 40% af öllum myndböndum Vídeóspólunnar hafi verið tekin í þessum aðgerðum. Stefnandi hafi ekki fengið tækifæri til þess að skrá myndböndin, sem lagt hefði verið hald á. Hið eina, sem hann hefði fengið vitneskju um, væri fjöldi myndbanda, sem lagt hefði verið hald á. Voru þau sögð hafa verið 967 að tölu. Aðgerðum lögreglunnar hafi lokið kl. 23.30. Eftir aðgerðirnar hafi velta í fyrirtæki stefnanda dregist saman. Þessar samræmdu aðgerðir lögreglunnar hafi fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Eigendur myndbandaleigna hafi verið stimplaðir sem glæpamenn, og hafi það komið niður á útleigu myndbanda. Mikil vinna, tími og fjármagn hafi farið í það að koma fyrirtæki stefnanda á skrið að nýju. Stefnandi hafi reynt nokkrum sinnum að fá upplýsingar um það, hvaða myndbönd lögreglan hefði tekið, en án árangurs. Snemma árs 1989 hafi Ingimundur fengið vitneskju um, að málið væri í höndum Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Lögmaður stefnanda innti Rannsóknarlögreglu ríkisins eftir gangi málsins í bréfi, dagsettu 25. apríl 1989, og hvort umræddum mynd- böndum yrði skilað aftur. Fátt hafi orðið um svör. en þó hafi stefnandi ver- ið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins. Þar hafi ekkert nýtt komið fram. Hinn 28. september 1990 hafi lögmaður stefnanda skrifað bréf fyrir hans hönd til ríkissaksóknara. Í bréfinu hafi verið spurt, hvort rannsókn málsins væri lokið og hvort málið hefði verið fellt niður. Engin svör hafi borist. Hinn 2. apríl 1990 hafi stefnanda verið skilað 984 myndböndum eða fleiri böndum en tekin höfðu verið á sínum tíma. Í skýrslu, sem unnin hafi verið af lögreglunni í Reykjavík um myndbönd þau. sem hald hafi verið lagt á, 2506 séu taldir upp titlar, sem stefnandi kannist ekkert við, og ljóst sé, að hafi aldrei tilheyrt Vídeóspólunni. Í umræðum á Alþingi, nánar tiltekið í sameinuðu þingi 10. desember 1987, hafi komið fram hörð gagnrýni á aðgerðir lögreglunnar. Dómsmála- ráðherra hafi varið aðgerðir lögreglunnar, en viðurkennt þó, að hvorki væru línurnar, hvað höfundaréttinn snerti, skýrar né heldur hlutverk hins opinbera í málum af þessu tagi. Í umræðunum hafi komið fram, að rétt væri, að ríkið greiddi gerðarþolum leigu fyrir myndböndin, sem lagt hefði verið hald á. 6.0. Forsendur og niðurstaða. Tilefni aðgerða þeirra, sem mál þetta snýst um, var eftirlitsátak með myndbandaleigum, sem dómsmálaráðuneytið taldi tilefni til að fram- kvæma. Ekki verður séð, að haldlagningunni hafi að formi til verið ábóta- vant, enda fór hún fram á grundvelli húsleitarúrskurðar sakadóms Reykja- víkur, upp kveðnum 22. desember 1986, sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar 9. janúar 1987. Í þeim dómi segir m. a.: „Í fyrirmælum dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins, sem getið er í hinum kærða úrskurði, kemur fram, að tilefni þeirra hafi verið ábendingar frá Kvikmyndaettirliti ríkisins.“ Síðar segir enn fremur: „Samkvæmt lögregluskýrslu, sem lögð hefur verið fram í málinu, fór fram með heimild í hinum kærða úrskurði leit í húsakynnum Vídeóspólunnar., og var lagt hald á 967 myndbönd. Í skýrslunni segir, að fundist hafi þó nokkuð margar spólur, sem ekki voru merktar af kvikmyndaeftirlitinu, og mikið af spólum, sem ekki voru merktar íslenskum umboðsaðilum. Verður að ætla, að eigi hafi verið tök á að kanna myndböndin strax á vettvangi. Lögreglu- rannsóknin beinist sérstaklega að því að upplýsa. hvort varnaraðili hafi brotið ákvæði laga nr. 33/1983 um bann við ofbeldiskvikmyndum og ákvæði höfundalaga nr. 73/1972, sbr. lög nr. 78/1984. Samkvæmt 43. gr. laga nr. 74/ 1974 skal leggja hald á muni. sem ætla má, að hafi sönnunargildi í opinberu máli, eða ætla má, að gerðir verði upptækir.“ Stefnandi krefst bóta fyrir fjártjón og miska, er hann telur sig hafa orðið fyrir, vegna þess að hald hafi verið lagt á 967 myndbönd, en þær aðgerðir hafi verið tilefnislausar og lög- mæt skilyrði skort. Af málsgögnum má ráða, að flest þau myndbönd. sem hald var lagt á, hafi annaðhvort ekki borið þess merki, að þau hafi verið skoðuð af Kvik- myndaeftirliti ríkisins, eða verið merkt íslenskum umboðsaðilum. Dómur- 2507 inn telur, að til þess að fullar bætur vegna upphafsaðgerðanna verði til- dæmdar í bótamáli sem þessu, verði tjónþoli að sýna fram á, að hann hafi átt rétt til leigu myndbandanna. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á það af hálfu rétthafa, að þessi starfsemi væri ólögmæt, hvílir samt sem áður á tjón- þola sönnunarbyrðin um, að brotið sé á rétti, sem hann eigi tvímælalaust tilkall til. Í dómi sakadóms Reykjavíkur, upp kveðnum 19. febrúar 1990 í saka- dómsmálinu: ákæruvaldið gegn Björgvin Ólafssyni, Guðrúnu Elise Jacob- sen og Pétri Ólafi Pálssyni, var til úrlausnar, hvort ákærðu hefðu brotið gegn ákvæðum 3. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. og Í. tl. 2. mgr. 54. gr. höfundalaga nr. 73/1972, sbr. lög nr. 78/1984, sbr. 1. og 2. tl. 4. gr. fylgiskjals nr. Í með auglýsingu nr. 110/1947 um inngöngu Íslands í Bernarsambandið, sbr. lög nr. 74/1947 um inngöngu Íslands í Bernarsambandið og auglýsingu nr. 82/1956 um aðild Íslands að alþjóðasamningi um höfundarétt. Ákærðu voru sýknuð af ákæru í máli þessu á þeirri forsendu, að höfundaréttur að erlendum kvik- myndum njóti ekki refsiverndar hér á landi, nema hlutaðeigandi ríki sé að- ili að Bernarsambandinu og sú aðild hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum. Í framangreindu sakadómsmáli var talið, að síðargreinda skilyrðinu hefði ekki verið fullnægt, og var því sýknað af ákæruatriðum. Af framangreind- um dómi verða ekki dregnar aðrar ályktanir en þær, að höfundaréttur að erlendum kvikmyndum njóti ekki refsiverndar hér á landi nema að framan- greindum skilyrðum fullnægðum. Dómurinn lítur svo á, að það hafi ekki leyst stefnanda undan ábyrgð samkvæmt lögum nr. 33/1983 um bann við ofbeldiskvikmyndum, að kvik- myndaeftirlitið hafi átt í örðugleikum með að anna hlutverki sínu lögum samkvæmt. Af gögnum málsins má ráða, að einungis 4 eða 5 myndbönd hafi fundist hjá stefnanda, sem hafi verið á bannlista Kvikmyndaettirlits ríkisins. Á hinn bóginn kom fram í yfirheyrslum fyrir dómi, að hugsanlegt væri, að einhver myndbönd, sem lagt hefði verið hald á, hefðu þegar verið skoðuð af kvikmyndaeftirlitinu, þótt þau bæru þess ekki merki, en rekja mætti þessi vinnubrögð til manneklu Kvikmyndaettirlits ríkisins. Við munnlega skýrslutöku fyrir dómi kom fram hjá þáverandi forstöðu- manni Kvikmyndaeftirlits ríkisins, að ekki hefði verið haft samráð við kvik- myndaeftirlitið um þessa sérstöku aðgerð. Enn fremur bar hann fyrir rétti, að hann hefði ráðið frá því, að staðið yrði að aðgerðunum með þeim hætti, sem raun varð á, ef til hans hefði verið leitað. Verður að telja, að undirbún- ingi aðgerðanna hafi að þessu leyti verið ábótavant og ekki í samræmi við fyrirmæli dómsmálaráðuneytisins í bréfi til lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettu 9. desember 1986. Verður því að álykta, að markmið aðgerðanna 2508 hafi öðru fremur verið að gera upptæk myndbönd vegna ætlaðra brota á höfundarétti. Með tilvísun til þess, sem hér hefur verið rakið, verður ekki séð, að á þeim tíma, er haldlagningin fór fram, hafi legið ljóst fyrir um rétt stefnanda til leigu greindra myndbanda. Að þessu virtu og sé litið til áðurgreinds dóms Hæstaréttar frá 9. janúar 1987, verður að telja, að tilefni hafi verið nægjanlegt til aðgerðanna og þær því réttlætanlegar, eins og á stóð. Stefnandi telur, að aðgerðin sjálf hafi verið framkvæmd með ruddalegum og klaufalegum hætti af hálfu lögreglunnar. Ruðst hafi verið inn í fyrirtæki sitt og því lokað. Reynt hafi verið að koma í veg fyrir, að stefnandi hringdi til þess að kanna réttarstöðu sína. Vinnuaðferðir lögreglunnar hafi þannig verið vafasamar. Myndbönd hafi verið fjarlægð, án þess að stefnanda gæfist tóm til að skrá, hvað tekið hefði verið, o. fl. Stefndu vísa þessum staðhæfingum á hinn bóginn á bug. Ekkert styðji, að framkvæmd hafi verið með þeim hætti, sem stefnandi lýsi. Í hvívetna hafi verið löglega staðið að aðgerðunum og í samræmi við reglur VI. og VII. kafla oml. Dómurinn er þeirrar skoðunar, að gegn mótmælum stefndu verði að leggja sönnunarbyrðina á stefnanda fyrir staðhæfingum hans um ruddaskap lögreglunnar. Verður að telja, að honum hafi ekki tekist sú sönnun. Á hinn bóginn þykir upplýst, að nokkur höft hafi verið lögð á stefnanda, er aðgerð- irnar fóru fram, og að þeim hafi upphaflega verið fylgt óþarflega fast eftir á myndbandaleigunni: t. d. var stefnanda ekki gefinn kostur á að skrá hjá sér, á hvaða myndbönd hald var lagt. Hefði a. m. k. verið eðlilegt, að honum hefði, svo fljótt sem kostur var, verið afhentur listi yfir þau myndbönd, sem hald var lagt á. Þykir rétt að taka tillit til þess við úrlausn þessa máls stefn- anda til ábata, hversu harkalega var gengið til verks í upphafi. Rekstur málsins mun í stórum dráttum hafa verið með þeim hætti, að leit og haldlagning hjá stefnanda fór fram 22. desember 1986. Að lokinni skoð- un var reynt 7. janúar 1987 að skila aftur í myndbandaleiguna þremur myndböndum í hylki. Dómur Hæstaréttar, þar sem úrskurður sakadóms Reykjavíkur um heimild til húsleitar í myndbandaleigunni var staðfestur, var upp kveðinn 9. janúar 1987. Lögreglustjórinn í Reykjavík sendi Rann- sóknarlögreglu ríkisins gögn málsins með bréfi, dagsettu 18. ágúst 1987. Í bréfinu kom m. a. fram, að fimm myndir væru á bannlista Kvikmyndaettir- lits ríkisins og ein ætluð ólögleg eftirgerð. Hinn 10. desember 1987 urðu um- ræður á Alþingi um þessar aðgerðir. Hinn 25. apríl 1989 ritaði lögmaður stefnanda Rannsóknarlögreglu ríkis- ins bréf. Í bréfinu var farið fram á, að stefnandi yrði upplýstur um gang 2509 málsins og hvort umræddum myndböndum yrði skilað. Skýrsla var tekin af stefnanda hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 1. júní 1989. Fékk stefnandi þá frest til 7. júní 1989 til að leggja fram gögn, er sönnuðu, að hann hefði haft heimild rétthafa til leigu þeirra mynda, sem hald var lagt á. Með bréfi, dag- settu 12. júlí 1989, ritaði lögmaður stefnanda Rannsóknarlögreglu ríkisins bréf um málamiðlun í málinu. Hinn 5. október 1989 var tekin skýrsla af Knúti Bruun hrl.. sem hafði ver- ið í fyrirsvari fyrir Samtök rétthafa myndbanda á Íslandi. er aðgerðir lög- reglu fóru fram, og komið fram fyrir þeirra hönd með kröfur. Þar var upp- lýst, að samtökin hefðu verið lögð niður á haustmánuðum 1988 og umboð hans þá jafnfamt fallið niður. Upplýsti hann, að ekki lægju fyrir sérstök til- mæli frá erlendum umbjóðendum sínum í þessum málum og að á þessu stigi gerði hann ekki frekari kröfur. Hinn 20. október 1989 sendi Rannsóknarlögregla ríkisins ríkissaksóknara mál stefnanda. Ríkissaksóknari tók ákvörðun í málinu með bréfi, dagsettu 1. febrúar 1990, og kom þar fram, að ekki þættu efni til frekari aðgerða. Hinn 6. mars 1990 endursendi Rannsóknarlögregla ríkisins síðan lögreglu- stjóranum í Reykjavík gögn í málum 36 myndbandaleigna, þar á meðal mál stefnanda, og lagði fyrir hann að skila stefnanda myndböndum vegna ætl- aðra brota á höfundalögum. Í kjölfar ákvörðunar ríkissaksóknara og bréfs rannsóknarlögreglustjóra var í febrúar og mars 1990 fjallað á Alþingi og í fjölmiðlum um fyrningu sektarrefsinga í þessum málum og um niðurfell- ingu mála vegna brota á höfundalögum. Hinn 2. apríl 1990 var stefnanda skilað 984 myndbandsspólum. Hinn 28. september 1990 skrifaði lögmaður stefnanda ríkissaksóknara bréf. Í bréfinu var spurt, hvort rannsókn málsins væri lokið og hvort málið hefði verið fellt niður. Engin svör bárust. Svo sem ljóst má vera af þessari frásögn, hefur gangur mála verið allt of hægur. Sú skýring hefur komið fram af hálfu Rannsóknarlögreglu ríkisins, að þar sem samkomulag um þetta efni hafi verið í sjónmáli veturinn og vor- ið 1988 milli Samtaka rétthafa myndbanda (SRM) og Samtaka íslenskra myndbandaleigna (SÍM)., hafi verið talið óþarft að flýta málinu. Slíkt sam- komulag var undirritað af framkvæmdastjórum félaganna 19. janúar 1988, þótt það öðlaðist ekki gildi, þar sem það var aldrei samþykkt á aðalfundi félaganna. Eitt megineinkenni á góðri meðferð opinberra mála er, að hún sé vönd- uð og fljótvirk, ella er þess að vænta, að réttaröryggi skerðist. Auðsæ er nauðsyn þess, að málsmeðferð gangi fljótt og vel, sbr. 138. gr. laga nr. 74/ 1974. Hagsmunir réttarfars af tryggilegri og fljótvirkri málsmeðferð koma og skýrt fram í fyrningarreglum, svo sem þeim, er stefndu bera fyrir sig. 2510 Það er skoðun dómsins, að þessi meginregla hafi verið fyrir borð borin til tjóns fyrir stefnanda. Ekkert virðist t. d. hafa gerst í þessu máli frá því í ágúst 1987 þar til í júní 1989, í tæp tvö ár. Rannsóknin hefur og að öðru leyti verið mjög seinvirk. Breytir hér engu um, að um mikinn fjölda myndbanda var að ræða, þar sem hið opinbera ákvað sjálft, hversu mikið það færðist í fang í þessu efni. Þá er í upphafi fullyrt, að tekin hafi verið 967 myndbönd við umrædda haldlagningu, en síðar sagt, að 984 myndböndum hafi verið skilað stefn- anda og fimm myndbönd tekin, þar sem þau hafi verið á bannlista Kvik- myndaeftirlits ríkisins. Hins vegar sendi rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík Rannsóknarlögreglu ríkisins einungis fjögur myndbönd, og voru þau tilgreind og sögð á bannlista. Þegar skýrsla rannsóknardeildar lög- reglunnar í Reykjavík er virt, kemur í ljós, að ósamræmi er í niðurstöðutöl- um í skýrslugerð. Ekki fengust fyrir dómi neinar skýringar á þessu ósam- ræmi. Ekki er heldur að finna óyggjandi skýringar í skýrslu Baldvins Ein- arssonar lögregluþjóns um myndbönd, merkt íslenskum dreifingaraðilum, dagsettri 2. mars 1987. Á hinn bóginn er talið, að yfirfarið myndefni hafi verið 989 spólur. Þannig er aldrei samræmi í niðurstöðutölum um fjölda myndbanda, sem hald var lagt á frá stefnanda. Þá hefur komið fram sú full- yrðing stefnanda, sem fengið hefur stuðning í framburði lögreglumanna, að myndböndin hafi orðið fyrir vatnsskemmdum í geymslu lögreglunnar. Þá hefur og komið fram, að 12 myndbönd hafi verið afhent öðrum aðilum. og hefur sú ráðstöfun ekki verið studd nægjanlegum rökum. Til þess er vitnað af hálfu stefndu, að forsenda fyrir bótarétti samkvæmt 2. tl. 1. mgr. 150. gr. laga nr. 74/1974 sé sú, að stefnandi þurfi að fullnægja því skilyrði, að líklegra sé, að hann hafi verið saklaus en sekur um þá hátt- semi, sem hann hafi verið borinn í rannsókninni. Þar sem stefnandi hafi ekki þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir við rannsókn málsins lagt fram gögn, er sanni rétt hans til þess að dreifa myndböndunum með leigu, verði ályktað, að stefnandi sé líklegri til að vera sekur en saklaus af brotum gegn 1., 2. og 3. gr. laga nr. 3/1983 og 3. gr., 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. og V. kafla höf- undalaga nr. 73/1972, sbr. lög nr. 78/1984, sbr. 1. og 2. tl. 4. gr. fylgiskjals nr. Í með auglýsingu nr. 110/1947 um inngöngu Íslands í Bernarsambandið, sbr. lög nr. 74/1947 um sama efni og auglýsingu nr. 82/1956 um aðild Íslands að alþjóðasamningi um höfundarétt. Eins og atvikum er háttað í máli þessu, einkum þegar litið er til umfangs lögregluaðgerðanna og að um réttaróvissu virðist að ræða vegna ætlaðra brota á höfundarétti, sbr. framangreindan dóm sakadóms Reykjavíkur frá 19. febrúar 1990, telur dómurinn þrátt fyrir orðalag 2. tl. 150. gr. laga nr. 74/ 1974 ekki fært að hafna bótum til handa stefnanda á þessari forsendu. 2511 Stefndu telja bótakröfu stefnanda fyrnda, sbr. 157. gr. laga nr. 74/1974, en samkvæmt grein þessari fyrnist bótakrafa m. a. á sex mánuðum frá vitn- eskju aðila um ákvörðun um niðurfall rannsóknar. Ekki verður á það fall- ist, að umræður á Alþingi eða umfjöllun í fjölmiðlum hafi veitt stefnanda nægilega vitneskju um niðurfall rannsóknar, til að við það verði miðað við upphaf fyrningarfrests. Ekki verður heldur talið, að stefnandi hafi getað lit- ið á afhendingu myndbandanna 2. apríl 1990 sem ákvörðun um niðurfell- ingu rannsóknar, enda er hann ekki löglærður. Eins og á stóð, hefði verið nauðsynlegt, að afhendingunni hefði fylgt formleg tilkynning um það efni, sbr. 42. gr. laga nr. 74/1974, enda hafði stefnandi spurst fyrir um gang máls- ins hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins með bréfi, dagsettu 25. apríl 1989. Þá liggur fyrir fyrirspurn stefnanda í bréfi, dagsettu 28. september 1990, um þetta efni til ríkissaksóknara, sem ekki var svarað. Að þessu öllu virtu telur dómurinn, að fyrningarfrestur hafi ekki verið liðinn, er málið var höfðað. Stjórnvöldum ber að gæta þess, að eðlilegt vægi sé á milli þeirra opinberu hagsmuna, sem ætlunin er að vernda, og þeirra aðgerða, sem gripið er til. Aðgerðirnar verða að helgast af þeim markmiðum, sem ætlað er að ná. Ekki má vera misvægi milli ætlaðra brota og þeirra aðgerða, sem beita skal. Aðgerðir lögreglu þurfa, hlutrænt séð, að vera nauðsynlegar, markvissar og mega ekki ganga lengra en efni eru til. Segir m. a. í 38. gr. laga nr. 74/1974, að lögreglumenn skuli gæta þess í störfum sínum, að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er, eftir því sem á stendur. Dómurinn telur, eins og áður er rakið, upphaflegar aðgerðir nokkuð harkalegar. Mikill seinagangur hefur einkennt málsmeðferð, sem ekki leiddi til áfellis. Seint og um síðir var rannsóknargögnum skilað án nokk- urra athugasemda af hálfu ríkisvaldsins, og ekki fylgdi með rannsóknar- gögnum listi yfir þau myndbönd, sem verið var að skila. Ekki er vitað, hvort nákvæmlega því var skilað, sem upphaflega var tekið, en stefnandi fékk ekki fyrr en mörgum árum eftir haldlagninguna afhentan lista yfir þau myndbönd. sem ætlað var, að hefðu verið frá honum tekin. Stefnandi held- ur því fram, að á þeim lista, sem hann sagðist hafa þurft að greiða gjöld fyr- ir til þess að fá afhent eintak af, hafi verið tilgreind myndbönd, sem hann hafi ekki kannast við að hafa átt. Þá er óumdeilt, að stefnanda var skilað fleiri myndböndum en sagt var, að tekin hefðu verið frá honum í upphafi. Þá hafa myndböndin væntanlega orðið fyrir skemmdum í vörslu lögreglu. Nokkur myndbönd munu hafa verið afhent sérstökum rétthöfum, án þess að fullnægjandi skýringar liggi fyrir. Þau fjögur eða fimm myndbönd, sem reyndust vera á bannlista kvikmyndaeftirlitsins, verða hér ekki talin rétt- 2512 læta framangreinda málsmeðferð, enda lá sú niðurstaða fyrir þegar í ágúst 1987, og var henni ekki fylgt frekar eftir af hálfu ákæruvalds. Um fram- kvæmd aðgerðanna var ekki haft samráð við Kvikmyndaeftirlit ríkisins, og fram kom fyrir dómi, að það var því ekki meðmeælt, að staðið yrði að að- gerðunum með þeim hætti, sem raun varð á. Þá má hér einnig hafa í huga. að ekki er óyggjandi, af hvaða erlendum kvikmyndum höfundaréttur nýtur refsiverndar hér á landi, sbr. fyrrgreindan dóm sakadóms Reykjavíkur, upp kveðinn 19. febrúar 1990. Þegar framangreint er virt, verður ekki komist hjá að líta á aðgerðirnar í heild sem særandi fyrir stefnanda og líklegar til að hafa bakað honum tjón, sem honum verður ekki um kennt. Ber honum því bætur úr hendi ríkis- valdsins samkvæmt XVIII. kafla laga nr. 74/1974. Stefnandi reisir bótakröfu sína á tjónsútreikningum fyrir tapaðar leigu- tekjur og til vara á innkaupsverði myndbanda í lok árs 1986. Fallast verður á það með stefnda, að stefnandi hafi sönnunarbyrði fyrir því, að honum hafi í ábataskyni verið heimil nýting umræddra höfundaréttarverka, sem lagt var hald á. Stefnandi hefur í máli þessu ekki fært sönnur að því, að hann hafi haft framangreinda heimild, sem hann geti reist dómkröfur sínar á. Af þessari ástæðu hefur stefnandi ekki fært sönnur á umfang þess skaða- bótaskylda fjártjóns. sem hann telur sig hafa orðið fyrir. Dómurinn lítur því svo á, eins og málið hefur verið lagt fyrir hann, að ekki sé skilyrði þess að meta fjártjón, sem stefnandi kann að eiga lögvarða kröfu til, á þeim for- sendum, sem stefnandi reisir kröfu sína á. Á hinn bóginn er rétt að líta til þess, að ekki hefur fengist úr því skorið með þessum aðgerðum, hvort og að hve miklu leyti stefnandi hafi gerst sekur um brot á höfundalögum. Enn fremur hefur komið fram, að í ein- hverjum tilvikum hefur verið lagt hald á myndbönd, sem fullnægðu öllum skilyrðum til leigu. Sé litið til þessa, umfangs aðgerðanna og hversu langur tími leið, þar til niðurstaða lá fyrir, svo og atvika málsins að öðru leyti, telur dómurinn rétt að dæma stefnanda bætur bæði fyrir fjártjón og miska, sem þykja hæfilega metnar á 200.000 kr. Bætur þessar eru metnar miðað við verðlag við dómsuppsögu, og þykir því eftir atvikum málsins og með tilvís- un til 15. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 rétt, að fjárhæðin beri dráttarvexti frá 1. maí 1991. Eftir úrslitum málsins og með tilvísun til 177. gr. laga nr. 85/1936 þykir rétt, að stefndu greiði stefnanda málskostnað, sem telst hæfilega ákveðinn 100.000 kr. Samkvæmt 3. tl. 154. gr. laga nr. 74/1974 hefur stefnandi gjafsókn í máli þessu. og er fjárhæð málskostnaðar án virðisaukaskatts miðuð við, að hún renni óskipt úr ríkissjóði til lögmanns stefnanda sem málflutningsþókn- un honum til handa. 2513 Úrslit málsins verða því þau, að stefndu, dómsmálaráðherra og fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs, verða dæmdir til að greiða stefnanda 200.000 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt IH. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. maí 1991 til greiðsludags og 100.000 kr. í málskostnað, en sú fjárhæð ber tals- manni stefnanda, Gunnari Jóhanni Birgissyni hdl., í talsmannslaun. Dóm þennan kváðu upp Jón L. Arnalds borgardómari, Allan V. Magn- ússon borgardómari og Ólöf Pétursdóttir borgardómari. Dómurinn var fjölskipaður samkvæmt heimild í 2. tl. 37. A. gr. laga nr. 85/1936. Dómsorð: Stefndu, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda, Ingimundi Jónssyni, 200.000 kr. ásamt dráttarvöxt- um samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. maí 1991 til greiðsludags og 100.000 kr. í málskostnað, en þessi fjárhæð ber tals- manni stefnanda, Gunnari Jóhanni Birgissyni héraðsdómslögmanni, í talsmannslaun. Vextir af málskostnaði reiknist frá 15. degi eftir uppkvaðningu dóms þessa samkvæmt HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987. Átfallnir vextir leggist við höfuðstól skuldar á 12 mánaða fresti í samræmi við 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að telja að viðlagðri aðför að lögum. 2514 Fimmtudaginn 1. desember 1994. Nr. 3/1993. Hf. Eimskipafélag Íslands (Pétur Guðmundarson hrl.) gegn Tryggva Eyjólfssyni (Magnús Guðlaugsson hrl.) Laun í veikindum. Sjómannalög. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein og Gunnlaugur Claessen og Gunnar M. Guðmundsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Jónas Gústavsson héraðsdómari kvað upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. janúar 1993. Hann krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda, en til vara, að kröfur stefnda verði verulega lækkaðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málavöxtum er lýst í héraðsdómi. Upphafleg kröfugerð stefnda í málinu var sú, að honum yrðu greiddar samtals 266.964 krónur með þeim vöxtum, sem tilgreindir eru í héraðsdómi. Undir rekstri málsins féll hann frá kröfu um greiðslu launa fyrir yfirvinnu, en hækkaði jafnframt aðra þætti í kröfugerð sinni. Standa þá eftir þeir fimm kröfuliðir, sem tilgreindir eru í héraðsdómi, samtals að fjárhæð 225.204,58 krónur. Við munn- legan málflutning í Hæstarétti var sú leiðrétting gerð, að krafa fyrir einn þessara kröfulíða, greidda frídaga, verður 127.576,80 krónur, sem breytir þó ekki heildarkröfu stefnda. Í 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, sem hér reynir á, segir meðal annars, að verði skipverji óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla, sem hann verður fyrir, meðan á ráðningartíma stendur, skuli hann „eigi missa neins í af launum sínum í hverju sem þau eru greidd .... þó ekki lengur en tvo mánuði“. Lagaákvæðið er svo af- 2515 dráttarlaust, að það verður eigi skilið öðruvísi en svo, í því sam- hengi, sem hér reynir á, að stefndi eigi rétt til þeirra launa, sem hann hefði fengið greidd fyrir að gegna starfi sínu áfram, ef veikindi hefðu ekki gert hann ófæran til þess. Fjárhæð þeirra launa er krafa stefnda í málinu. Um hana er ekki tölulegur ágreiningur. Ekki verður talið, að stefndi hafi sýnt slíkt tómlæti um að hafa uppi kröfur sínar gagnvart áfrýjanda, að hann hafi af þeim ástæðum firrt sig rétti í málinu. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm og dæma áfrýjanda til greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti, eins og Í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Hf. Eimskipafélag Íslands, greiði stefnda, Tryggva Eyjólfssyni, 60.000 krónur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. desember 1992. Mál þetta, sem dómtekið var 16. nóvember sl., höfðaði Tryggvi Eyjólfs- son, kt. 240330-3189, Vesturströnd 13, Seltjarnarnesi. fyrir bæjarþingi Reykjavíkur með stefnu, birtri 2. desember 1991, gegn Hf. Eimskipafélagi Íslands, kt. 510169-1829, Pósthússtræti 2, Reykjavík. Dómkröfur. Endanlegar dómkröfur stefnanda, eins og hann breytti þeim í rekstri málsins, eru, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 225.204,58 kr. með 23% ársvöxtum frá 1. september 1990 til 1. október 1990, með 21% ársvöxt- um frá þeim degi til 1. mars 1991, með 23% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júlí 1991, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. september 1991, með 30% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1991, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til þingfestingardags, en með vöxtum og vaxtavöxtum skv. 10. og 12. gr. laga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi máls- kostnaðar skv. fram lögðum málskostnaðarreikningi með vöxtum skv. 129. gr. laga nr. 91/1991 og 24,5% virðisaukaskatti. Höfuðstól kröfu sinnar sundurliðar stefnandi þannig: 2516 Bakvakt II kr. 13.940,40 Kallvakt - 51.123,60 Frystigámatillegg - 6.584,76 Greiddir frídagar - 127.979,80 Orlof 13,04% - 25.979,02 Samtals kr. 225.204,58 (?) Dómkröfur stefnda eru aðallega þær, að hann verði algerlega sýknaður af kröfum stefnanda í málinu, en til vara krefst hann þess, að stefnukrafan verði lækkuð verulega. Í báðum tilvikum krefst stefndi þess, að sér verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu. Í rekstri málsins lýstu aðilar yfir, að ekki væri ágreiningur um fjárhæð einstakra kröfuliða í höfuðstól kröfu stefnanda, heldur væri deilt um greiðsluskyldu stefnda. Málavextir, málsástæður og lagarök. Stefnandi, sem var yfirvélstjóri á ms. Mánafossi, veiktist hinn 5. júní 1990 og var Í veikindaleyfi til 25. október 1990. Stefndi greiddi stefnanda laun í veikindum hans frá 6. júní til og með 24. október 1990, það er mánaðarlaun og fæðispeninga. Stefnandi telur sig hafa átt rétt á launum staðgengils fyrstu tvo mánuði veikindanna, og hafi hann því, auk nefndra launagreiðslna, átt að fá greidda frídaga, bakvaktir, kallvaktir, frystigámatillegg og orlof, eins og staðgenglar hans fengu greitt þessa tvo mánuði. Er hin breytta kröfugerð hans miðuð við upplýsingar frá stefnda á dskj. 23 um greiðslur stefnda til staðgengl- anna. Kröfu sína styður stefnandi þeim rökum, að samkvæmt 36. grein sjó- mannalaga nr. 35/1985 og grein 13.2.1. í kjarasamningi Vinnuveitendasam- bands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaga annars vegar og Vél- stjórafélags Íslands hins vegar skuli skipverji ekki missa neins í af launum sínum, svo lengi sem hann er óvinnufær, þó ekki lengur en tvo mánuði. Hati verið föst venja að miða veikindalaunin við laun staðgengils fyrir sama tímabil. Samkvæmt grein 8.7.1. í kjarasamningnum vinni yfirvélstjóri sér inn einn frídag fyrir hvern laugardag, sunnudag, helgi- og/eða tyllidag, sem fell- ur á skráningartímabilinu. Staðgenglar stefnanda hafi á tímabilinu unnið sér inn 18 frídaga. Samkvæmt grein 8.3.2. í kjarasamningnum greiðist frí- dagar út á þeim launum, sem í gildi eru á greiðsludegi. Stefnandi telur staðgengilsregluna hafa verið lögfesta með lögum nr. 19/ 1979 og lögum nr. 49/1980, nú 36. grein laga nr. 35/1985. Staðgengilsreglan sé og viðurkennd í dómi Hæstaréttar frá 1985, bls. 315 í dómasafni. Þá sé 2517 með dómi Hæstaréttar frá 1988, bls. 75 í dómasafni, viðurkenndur réttur til greiðslu fyrir frídaga í veikindum. Stefnandi kveðst hvorki hafa fengið greidda þessa frídaga né bakvaktir, kallvaktir og frystigámatillegg. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um leiðréttingu hafi stefndi ekki fengist til að greiða það, sem á vanti, að stefnandi nyti óskertra launa í tvo mánuði. Kröfu sína um málskostnað reisir stefnandi á lögum nr. 91/1991, einkum 129. gr., og kröfu um virðisaukaskatt á lögum nr. 50/1988, en stefnanda sé nauðsyn að fá dæmdan virðisaukaskatt á málskostnað. þar eð hann reki ekki virðisaukaskattsskylda starfsemi. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi fengið fulla greiðslu launa í veikindum í samræmi við ákvæði 13. kafla kjarasamnings vélstjóra, sbr. 36. grein sjómannalaga nr. 35/1985. Þá telur hann, að hafi stefnandi átt einhvern rétt, þá hafi hann glatað honum fyrir aðgerðaleysi. Stefndi kveður yfirvélstjóra almennt ekki fá greidda yfirvinnu, en sam- kvæmt 8. kafla kjarasamnings vélstjóra vinni yfirvélstjóri sér inn einn frídag fyrir hvern laugardag, sunnudag, helgi- og/eða tyllidag, sem fellur á skrán- ingartímabil. Þetta sé óháð því, hvar skip sé statt, og vinni yfirvélstjóri sér inn frídag samkvæmt þessari reglu, þótt skip sé við bryggju í heimahöfn. Samkvæmt kjarasamningi vélstjóra séu fastráðnum yfirvélstjóra tryggð föst laun í 12 mánuði á ári. Yfirvélstjóri fái ekki frí um hverja helgi eins og starfsmenn í landi, heldur safni hann saman frídögum fyrir laugardaga, sunnudaga og tyllidaga, sem hann er um borð í skipi sínu. Við afskráningu í frí fái yfirvélstjóri þá greidda og eigi rétt á að vera jafnmarga virka daga Í fríi og tala innunninna frídaga leiði í ljós. Þannig skili yfirvélstjóri að meðaltali 5 virkum vinnudögum á viku, sem sé sambærilegt við starfsmenn í landi. Auk þessa fái yfirvélstjóri sumarleyfi á launum, haldi fullum launum í 6 mánuði og hálfum launum í aðra 6 mánuði, ef hann er óvinnufær vegna veikinda eða slysa, og fái biðkaup, þótt vinnufær sé, ef útgerð heldur hon- um í landi, t. d. vegna flutnings milli skipa. Launakerfi farmanna líkist því helst óreglubundinni vaktavinnu. Stefndi mótmælir því sem röngu og ósönnuðu, að það hafi verið föst venja að miða veikindalaun við laun staðgengils fyrir sama tímabil. 36. grein sjómannalaga nr. 35/1985 sé samhljóða 18. grein sjómannalaga nr. 67/ 1963, eins og henni var breytt með lögum nr. 49/1980. Fyrir þann tíma hafi ekki gilt staðgengilsregla um farmenn, og hafi hún ekki heldur verið tekin upp með lagabreytingunni. Stefndi vísar til athugasemda við lagafrumvarp- ið, þar sem fram komi, að í breytingunni úr: „rétt til kaups“ í „eigi missa neins í af launum sínum í hverju sem þau eru greidd“ — felist, að farmenn 2518 eigi, auk grunnkaups og fastra álaga á það, rétt til launa fyrir tilfallandi yfir- vinnu. Með lagabreytingunni hafi þeir skipverjar fengið aukinn rétt, sem fá greidda yfirvinnu, en hún hafi engu breytt fyrir skipverja, sem ekki fá greidda yfirvinnu, svo sem bryta, yfirvélstjóra og skipstjóra. Ákvæði í kjarasamningi vélstjóra um launagreiðslur í veikindum, telur stefndi, að hafi aldrei verið skilin eða framkvæmd svo, að til viðbótar út- borguðum launum ættu að koma greiðslur fyrir frídaga, heldur fengi yfir- vélstjóri eins mánaðar laun, ef hann er veikur í mánuð, og tveggja mánaða laun, ef hann er veikur í tvo mánuði, en ekki 1,4 eða 2,8 mánaða laun. eins og hann fengi, ef frídagar væru greiddir til viðbótar. Stefndi vísar til reglna í kjarasamningnum, sem veita skipverja á biðlaun- um ekki rétt til greiðslna fyrir frídaga, og telur, að við gerð samningsins hafi ætlunin verið, að biðlaun og veikindalaun verkuðu á sama hátt greiðslu- lega, enda væri óeðlilegt, ef yfirvélstjóri, sem veiktist, meðan hann væri á biðlaunum, ætti að fá við veikindin rétt til greiðslna fyrir frídaga. Meta verði heildarkjör yfirvélstjóra, og sé augljóst, að réttur þeirra til veikinda- launa sé miklu betri en réttur samkvæmt sjómannalögum, þótt reiknaðir væru frídagar á fyrstu tvo mánuði í veikindum. Það verði hvorki ráðið af kjarasamningi yfirvélstjóra né breytingu á sjómannalögum, að ætlunin hafi verið, að yfirvélstjórar bæru meira úr býtum óvinnufærir en þegar þeir eru vinnufærir. Væru kröfur stefnanda teknar til greina, myndi það leiða til þess, að hann hagnaðist á því að vera veikur. Loks telur stefndi, að sýkna beri af kröfum stefnanda vegna aðgerðaleys- is þegar af þeirri ástæðu, að stefnandi hafi hvorki gert athugasemdir við launauppgjör né krafist viðbótargreiðslna fyrr en löngu eftir, að hann fékk greidd veikindalaunin. Með breyttri kröfugerð stefnanda verður ekki annað séð en teknar hafi verið til greina þær athugasemdir stefnda við upphaflega stefnufjárhæð, sem felast í varakröfu hans. Eftir stendur varakrafa stefnda um, að vextir reiknist ekki á tildæmda fjárhæð fyrr en frá 6. júlí 1991 skv. 10. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 25/1987. Niðurstöður. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda með þeim rökum, að hann hafi með aðgerðaleysi sínu glatað þeim rétti, sem hann annars kunni að hafa átt. Stefnandi hefur ekki sannað, að hann hafi gert athugasemdir við þau laun, sem hann fékk greidd í veikindum sínum, fyrr en með bréfi til stefnda, dags. 5. mars 1991, en þá voru liðnir rúmir fjórir mánuðir, frá því að hann tók aftur til starfa hjá stefnda eftir veikindin. 2519 Við mat á því, hvort um hafi verið að ræða svo óhæfilegan drátt af hálfu stefnanda, að það varði hann missi réttinda, ber að hafa í huga, að túlkun kjarasamninga og lagareglna um rétt til launa er flókið og vandasamt verk. Ekkert hefur komið fram í máli þessu, sem bendir til, að stefnandi hafi búið yfir þeirri þekkingu og reynslu á sviði kjaramála sjómanna, að hægt sé að fallast á, að hann hafi sýnt slíkt tómlæti við gæslu hagsmuna sinna, að hann glati rétti þess vegna. Er því sýknukröfu stefnda af þessari ástæðu hafnað. Með 5. og 6. grein laga nr. 19/1979 var tekin upp svokölluð staðgengils- regla við ákvörðun launa landverkafólks í veikinda- og slysatilvikum. Með lögum nr. 49/980 var 3. málsgrein 18. greinar þágildandi sjómannalaga nr. 67/1963 breytt til að auka rétt sjómanna til samræmis við rétt landverka- fólks að þessu leyti. Ákvæði þessi voru tekin orðrétt upp í 36. grein núgild- andi sjómannalaga nr. 35/1985. Það er álit dómsins, að með ofangreindri lagasetningu hafi verið í lög leiddur réttur skipverja til staðgengilslauna fyrstu tvo mánuði veikindatíma hans. Verður ekki fallist á það sjónarmið stefnda, að víkja beri til hliðar ákvæðum 36. greinar sjómannalaganna, vegna þess að kjarasamningur Vél- stjórafélags Íslands og vinnuveitenda veiti yfirvélstjórum miklu meiri rétt til veikindalauna, enda segir í grein 13.2.1. í kjarasamningi þessara aðila frá 1987: „Varðandi veikindi og slys vísast enn fremur til 36. gr. sjómannalaga.“ Í máli þessu er hvorki deilt um málsatvik né útreikning stefnanda á dóm- kröfu sinni, heldur er deilt um, hvort stefnandi eigi rétt á að fá greidd sömu laun og staðgenglar fengu fyrstu tvo mánuði veikinda hans. Af ofanrituðu leiðir, að dómkröfur stefnanda verða teknar til greina að fullu og stefndi dæmdur til að greiða honum 225.204,58 kr. með dráttar- vöxtum, eins og krafist er í stefnu. Tildæmd fjárhæð er vegna launa- greiðslna, sem féllu í gjalddaga í júní, júlí og ágúst 1990, og er því hafnað varakröfu stefnda um, að vextir reiknist aðeins frá 6. júlí 1991. Stefndi greiði stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 87.000 kr. Dómsorð: Stefndi, Hf. Eimskipafélag Íslands, greiði stefnanda, Tryggva Eyj- ólfssyni, 225.204,58 kr. með 23% ársvöxtum frá 1. september 1990 til 1. október 1990, með 21% ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1991, með 23% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júlí 1991, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. september 1991, með 30% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1991, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 3. desem- 2520 ber 1991, en með vöxtum og vaxtavöxtum skv. 10. og 12. gr. laga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags og 87.000 kr. í málskostnað. 2521 Fimmtudaginn 1. desember 1994. Nr. 4/1993. Hf. Eimskipafélag Íslands (Pétur Guðmundarson hrl.) gegn Jóhanni Gíslasyni (Magnús Guðlaugsson hrl.) Laun í veikindum. Sjómannalög. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein og Gunnlaugur Claessen og Gunnar M. Guðmundsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Jónas Gústavsson héraðsdómari kvað upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. janúar 1993. Hann krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda, en til vara, að kröfur stefnda verði verulega lækkaðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málavöxtum er lýst í héraðsdómi. Upphafleg kröfufjárhæð stefnda í málinu nam samtals 214.071 krónu með þeim vöxtum, sem tilgreindir eru í héraðsdómi. Undir rekstri málsins féll hann frá kröfu um greiðslu launa fyrir yfirvinnu, en hækkaði jafnframt aðra þætti í kröfugerð sinni. Standa þá eftir þeir sex kröfuliðir, sem tilgreindir eru í héraðsdómi, samtals að fjár- hæð 215.996,46 krónur. Í 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, sem hér reynir á, segir meðal annars, að verði skipverji óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla, sem hann verður fyrir, meðan á ráðningartíma stendur, skuli hann „eigi missa neins í af launum sínum í hverju sem þau eru greidd ... þó ekki lengur en tvo mánuði“. Lagaákvæðið er svo af- dráttarlaust, að það verður eigi skilið öðruvísi en svo, í því sam- hengi, sem hér reynir á, að stefndi eigi rétt til þeirra launa, sem hann hefði fengið greidd fyrir að gegna starfi sínu áfram, ef veikindi hefðu ekki gert hann ófæran til þess. Fjárhæð þeirra launa er krafa stefnda í málinu. Um hana er ekki tölulegur ágreiningur. 2522 Ekki verður á það fallist með áfrýjanda, að stefndi hafi með tóm- læti firrt sig rétti til að hafa uppi kröfur í málinu, en skrifleg krafa um leiðréttingu launa var gerð strax á fyrsta degi, eftir að hann kom til starfa að nýju eftir veikindi sín. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm og dæma áfrýjanda til greiðslu málskostnaðar fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Hf. Eimskipafélag Íslands, greiði stefnda, Jó- hanni Gíslasyni, 60.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 2. desember 1992. Mál þetta, sem dómtekið var 16. nóvember sl., höfðaði Jóhann Gíslason, kt. 170637-4379, Kópavogsbraut 106, Kópavogi, fyrir bæjarþingi Reykja- víkur með stefnu, birtri 2. desember 1991, gegn Hf. Eimskipafélagi Íslands. kt. 510169-1829, Pósthússtræti 2, Reykjavík. Dómkröfur. Endanlegar dómkröfur stefnanda, eins og hann breytti þeim í rekstri málsins, eru, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 215.996,46 kr. með 21% ársvöxtum frá 1. desember 1990 til 1. mars 1991, með 23% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júlí 1991, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. septem- ber 1991, með 30% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1991, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til þingfestingardags, en með vöxtum og vaxta- vöxtum skv. 10. og 12. gr. laga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar skv. fram lögðum málskostnaðarreikningi með vöxtum skv. 129. gr. laga nr. 91/1991 og 24,5% virðisaukaskatti. Höfuðstól kröfu sinnar sundurliðar stefnandi þannig: Bakvakt 1 kr. 18.358,02 Bakvakt H - 1.161,70 Kallvakt - 37.877,94 Taxtaleiðréttingar - 6.105,21 Greiddir frídagar - 127.576,80 Orlof 13,04% - 24.916,79 Samtals kr. 215.996,46 Dómkröfur stefnda eru aðallega þær, að hann verði algerlega sýknaður 2523 af kröfum stefnanda í málinu, en til vara krefst hann þess, að stefnukrafan verði lækkuð verulega. Í báðum tilvikum krefst stefndi þess, að sér verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu. Í rekstri málsins lýstu aðilar yfir, að ekki væri ágreiningur um fjárhæð einstakra kröfuliða í höfuðstól kröfu stefnanda, heldur væri deilt um greiðsluskyldu stefnda. Málavextir, málsástæður og lagarök. Stefnandi, sem var yfirvélstjóri á ms. Selfossi. var frá vinnu vegna veik- inda frá 19. september 1990 til 4. mars 1991. Stefndi greiddi stefnanda laun í veikindum hans þennan tíma, það er mánaðarlaun og fæðispeninga, að undanskildum þeim tíma, sem hann var í fríu fæði á sjúkrahúsi. Stefnandi telur sig hafa átt rétt á launum staðgengils fyrstu tvo mánuði veikindanna, og hafi hann því, auk nefndra launagreiðslna, átt að fá greidda frídaga, bakvaktir, kallvaktir, taxtaleiðréttingu og orlof, eins og staðgengill hans fékk greitt þessa tvo mánuði. Er hin breytta kröfugerð hans miðuð við upplýsingar frá stefnda á dskj. 23 um greiðslur stefnda til staðgengilsins. Kröfu sína styður stefnandi þeim rökum, að samkvæmt 36. grein sjó- mannalaga nr. 35/1985 og grein 13.2.1. í kjarasamningi Vinnuveitendasam- bands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaga annars vegar og Vél- stjórafélags Íslands hins vegar skuli skipverji ekki missa neins í af launum sínum, svo lengi sem hann er óvinnufær, þó ekki lengur en tvo mánuði. Hafi verið föst venja að miða veikindalaunin við laun staðgengils fyrir sama tímabil. Samkvæmt grein 8.7.1. í kjarasamningnum vinni yfirvélstjóri sér inn einn frídag fyrir hvern laugardag. sunnudag, helgi- og/eða tyllidag, sem fell- ur á skráningartímabilinu. Staðgengill stefnanda hafi á tímabilinu unnið sér inn 18 frídaga. Samkvæmt grein 8.3.2. í kjarasamningnum greiðist frídagar út á þeim launum, sem í gildi eru á greiðsludegi. Stefnandi telur staðgengilsregluna hafa verið lögfesta með lögum nr. 19/ 1979 og lögum nr. 49/1980, nú 36. grein laga nr. 35/1985. Staðgengilsreglan sé og viðurkennd í dómi Hæstaréttar frá 1985, bls. 315 í dómasafni. Þá sé með dómi Hæstaréttar frá 1988, bls. 75 í dómasafni, viðurkenndur réttur til greiðslu fyrir frídaga í veikindum. Stefnandi kveðst hvorki hafa fengið greidda þessa frídaga né bakvaktir, kallvaktir og taxtaleiðréttingar. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um leiðréttingu hafi stefndi ekki fengist til að greiða það, sem á vanti, að stefnandi nyti óskertra launa í tvo mánuði. Kröfu sína um málskostnað reisir stefnandi á lögum nr. 91/1991, einkum 129. gr., og kröfu um virðisaukaskatt á lögum nr. 50/1988, en stefnanda sé 2524 nauðsyn að fá dæmdan virðisaukaskatt á málskostnað, þar eð hann reki ekki virðisaukaskattsskylda starfsemi. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því, að stefnandi hafi fengið fulla greiðslu launa í veikindum í samræmi við ákvæði 13. kafla kjarasamnings vélstjóra, sbr. 36. grein sjómannalaga nr. 35/1985. Þá telur hann, að hafi stefnandi átt einhvern rétt, þá hafi hann glatað honum fyrir aðgerðaleysi. Stefndi kveður yfirvélstjóra almennt ekki fá greidda yfirvinnu, en sam- kvæmt 8. kafla kjarasamnings vélstjóra vinni yfirvélstjóri sér inn einn frídag fyrir hvern laugardag, sunnudag, helgi- og/eða tyllidag, sem fellur á skrán- ingartímabil. Þetta sé óháð því, hvar skip sé statt, og vinni yfirvélstjóri sér inn frídag samkvæmt þessari reglu, þótt skip sé við bryggju í heimahöfn. Samkvæmt kjarasamningi vélstjóra séu fastráðnum yfirvélstjóra tryggð föst laun í 12 mánuði á ári. Yfirvélstjóri fái ekki frí um hverja helgi eins og starfsmenn í landi, heldur safni hann saman frídögum fyrir laugardaga, sunnudaga og tyllidaga, sem hann er um borð í skipi sínu. Við afskráningu í frí fái yfirvélstjóri þá greidda og eigi rétt á að vera jafnmarga virka daga í fríi og tala innunninna frídaga leiði í ljós. Þannig skili yfirvélstjóri að meðaltali 5 virkum vinnudögum á viku, sem sé sambærilegt við starfsmenn í landi. Auk þessa fái yfirvélstjóri sumarleyfi á launum, haldi fullum launum í 6 mánuði og hálfum launum í aðra 6 mánuði, ef hann er óvinnufær vegna veikinda eða slysa, og fái biðkaup. þótt vinnufær sé, ef útgerð heldur hon- um í landi, t. d. vegna flutnings milli skipa. Launakerfi farmanna líkist því helst óreglubundinni vaktavinnu. Stefndi mótmælir því sem röngu og ósönnuðu, að það hafi verið föst venja að miða veikindalaun við laun staðgengils fyrir sama tímabil. 36. grein sjómannalaga nr. 35/1985 sé samhljóða 18. grein sjómannalaga nr. 67/ 1963, eins og henni var breytt með lögum nr. 49/1980. Fyrir þann tíma hafi ekki gilt staðgengilsregla um farmenn, og hafi hún ekki heldur verið tekin upp með lagabreytingunni. Stefndi vísar til athugasemda við lagafrumvarp- ið, þar sem fram komi, að í breytingunni úr: „rétt til kaups“ í „eigi missa neins Í af launum sínum í hverju sem þau eru greidd“ — felist, að farmenn eigi, auk grunnkaups og fastra álaga á það, rétt til launa fyrir tilfallandi yfir- vinnu. Með lagabreytingunni hafi þeir skipverjar fengið aukinn rétt, sem fá greidda yfirvinnu, en hún hafi engu breytt fyrir skipverja, sem ekki fá greidda yfirvinnu, svo sem bryta, yfirvélstjóra og skipstjóra. Ákvæði í kjarasamningi vélstjóra um launagreiðslur í veikindum, telur stefndi, að hafi aldrei verið skilin eða framkvæmd svo, að til viðbótar út- borguðum launum ættu að koma greiðslur fyrir frídaga, heldur fengi yfir- vélstjóri eins mánaðar laun, ef hann er veikur í mánuð, og tveggja mánaða 2525 laun, ef hann er veikur í tvo mánuði, en ekki 1,4 eða 2,8 mánaða laun, eins og hann fengi, ef frídagar væru greiddir til viðbótar. Stefndi vísar til reglna í kjarasamningnum, sem veita skipverja á biðlaun- um ekki rétt til greiðslna fyrir frídaga, og telur, að við gerð samningsins hafi ætlunin verið, að biðlaun og veikindalaun verkuðu á sama hátt greiðslu- lega, enda væri óeðlilegt, ef yfirvélstjóri. sem veiktist, meðan hann væri á biðlaunum. ætti að fá við veikindin rétt til greiðslna fyrir frídaga. Meta verði heildarkjör yfirvélstjóra, og sé augljóst, að réttur þeirra til veikinda- launa sé miklu betri en réttur samkvæmt sjómannalögum, þótt reiknaðir væru frídagar á fyrstu tvo mánuði í veikindum. Það verði hvorki ráðið af kjarasamningi yfirvélstjóra né breytingu á sjómannalögum, að ætlunin hafi verið, að yfirvélstjórar bæru meira úr býtum óvinnufærir en þegar þeir eru vinnufærir. Væru kröfur stefnanda teknar til greina, myndi það leiða til þess. að hann hagnaðist á því að vera veikur. Loks telur stefndi, að sýkna beri af kröfum stefnanda vegna aðgerðaleys- is þegar af þeirri ástæðu, að stefnandi hafi hvorki gert athugasemdir við launauppgjör né krafist viðbótargreiðslna fyrr en löngu eftir, að hann fékk greidd veikindalaunin. Með breyttri kröfugerð stefnanda verður ekki annað séð en teknar hafi verið til greina þær athugasemdir stefnda við upphaflega stefnufjárhæð, sem felast í varakröfu hans. Eftir stendur varakrafa stefnda um, að vextir reiknist ekki á tildæmda fjárhæð fyrr en frá 6. júlí 1991 skv. 10. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 25/1987. Niðurstöður. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda með þeim rökum, að hann hafi með aðgerðaleysi sínu glatað þeim rétti, sem hann annars kunni að hafa átt. Stefndi hefur viðurkennt, að stefnandi hafi gert athugasemdir við þau laun, sem hann fékk greidd í veikindum sínum, með bréfi til stefnda. dags. 5. mars 1991, en það var fyrsti vinnudagur hans, eftir að hann tók aftur til starfa hjá stefnda eftir veikindin. Í ljósi þessa verður ekki talið, að stefnandi hafi sýnt af sér neitt það tómlæti við gæslu hagsmuna sinna, að hann glati rétti þess vegna. Er því sýknukröfu stefnda af þessari ástæðu hafnað. Með 5. og 6. grein laga nr. 19/1979 var tekin upp svokölluð staðgengils- regla við ákvörðun launa landverkafólks í veikinda- og slysatilvikum. Með lögum nr. 49/1980 var 3. málsgrein 18. greinar þágildandi sjómannalaga nr. 67/1963 breytt til að auka rétt sjómanna til samræmis við rétt landverka- fólks að þessu leyti. Ákvæði þessi voru tekin orðrétt upp í 36. grein núgild- andi sjómannalaga nr. 35/1985. 2526 Það er álit dómsins, að með ofangreindri lagasetningu hafi verið í lög leiddur réttur skipverja til staðgengilslauna fyrstu tvo mánuði veikindatíma hans. Verður ekki fallist á það sjónarmið stefnda, að víkja beri til hliðar ákvæðum 36. greinar sjómannalaganna, vegna þess að kjarasamningur Vél- stjórafélags Íslands og vinnuveitenda veiti yfirvélstjórum miklu meiri rétt til veikindalauna, enda segir í grein 13.2.1. í kjarasamningi þessara aðila frá 1987: „Varðandi veikindi og slys vísast enn fremur til 36. gr. sjómannalaga.“ Í máli þessu er hvorki deilt um málsatvik né útreikning stefnanda á dóm- kröfu sinni, heldur er deilt um, hvort stefnandi eigi rétt á að fá greidd sömu laun og staðgengill fékk fyrstu tvo mánuði veikinda hans. Af ofanrituðu leiðir, að dómkröfur stefnanda verða teknar til greina að fullu og stefndi dæmdur til að greiða honum 215.996,46 kr. með dráttarvöxt- um, eins og krafist er í stefnu. Tildæmd fjárhæð er vegna launagreiðslna, sem féllu í gjalddaga í september, október og nóvember 1990, og er því hafnað varakröfu stefnda um, að vextir reiknist aðeins frá 6. júlí 1991. Stefndi greiði stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 85.000 kr. Dómsorð: Stefndi, Hf. Eimskipafélag Íslands. greiði stefnanda, Jóhanni Gísla- syni, 215.996,46 kr. með 21% ársvöxtum frá 1. desember 1990 til 1. mars 1991. með 23% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júlí 1991, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. september 1991, með 30% ársvöxtum frá þeim degi til 1. nóvember 1991, með 27% ársvöxtum frá þeim degi til 3. desember 1991, en með vöxtum og vaxtavöxtum skv. 10. og 12. gr. laga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags og 85.000 kr. í máls- kostnað. 2527 Fimmtudaginn 1. desember 1994. Nr. 245/1991. — Steingrímur Steingrímsson Haraldur Steingrímsson og Gilbert Sigurðsson vegna þrotabús Pólarhúss hf. (Þórólfur Kristján Beck hrl.) gegn Ragnari Tómassyni og Þorsteini Steingrímssyni (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) Kaupsamningur. Fasteignasala. Gjaldþrotaskipti. Skuldajöfnuður. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Pétur Kr. Hafstein og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæstaréttardómari. Hinn áfrýjaða dóm kváðu upp Sigurður T. Magnússon, settur borgardómari, sem dómsformaður og meðdómendurnir Sverrir Ingólfsson, löggiltur endurskoðandi, og Hilmar Baldursson, héraðs- dómslögmaður og löggiltur fasteignasali. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar með stefnu 10. júní 1991. Eru dómkröfur þeirra þessar: „Aðalkrafa, að kaupsamningur milli Pólarhúss hf. og stefndu um húseignina nr. 11 við Vatnsstíg í Reykjavík, dagsettur 15. nóvember 1982, verði dæmdur ógildur svo og viðaukasamningur við þann samning og afsal seljanda til stefndu fyrir sömu eign, dagsett sama dag, — enn fremur, að viðurkenndur verði með dómi eignarréttur seljanda að þeim innréttingum í húsinu, sem settar hafa verið upp á vegum stefndu, eftir að fasteignin var seld. Fyrsta varakrafa, að staðfest verði með dómi riftun Pólarhúss hf., sem fram fór 17. maí 1984, á kaupsamningi um húseignina nr. 11 við Vatnsstíg, dagsettum 15. nóvember 1982, og viðaukasamningi við þann samning. Jafnhliða aðalkröfu og fyrstu varakröfu er borin fram sú dómkrafa, að stefndu verði óskipt gert skylt að aflétta af fasteigninni nr. 11 við Vatnsstíg öllum veðskuldum, sem á eigninni hvíla samkvæmt veðbókarvottorði, dags. 10. mars 1989, svo og öðr- 2528 um veðskuldum, sem stefndu kunna að veðsetja fasteignina fyrir, að viðlögðum 50.000 kr. dagsektum fyrir hvern sólarhring, sem líður frá lögbirtingu dóms, þar til öllum téðum veðskuldum hefir verið aflétt af fasteigninni nr. 11 við Vatnsstíg. Önnur varakrafa, að stefndu verði óskipt (solidariskt) dæmdir til að greiða stefnendum vegna Pólarhúss hf. kr. 2.572.058,00“ með nánar tilgreindum vöxtum frá 15. nóvember 1983 til greiðsludags. „Jafnframt er þess krafist, að kveðið verði á um það í dómsorði, að tildæmdir áfallnir vextir fyrir tímabilið fyrir 1. febrúar 1985 skuli þann dag bætast við höfuðstól og dráttarvextir síðan reiknast af höfuðstól þannig upphækkuðum og síðan þannig af höfuðstól að viðskeyttum dráttarvöxtum á tólf mánaða fresti, talið frá 1. febrúar 1985. Þrautavarakrafa, að stefndu verði (solidariskt) dæmdir til að greiða stefnendum vegna Pólarhúss hf. kr. 984.282,00 eða lægri fjár- hæð að mati dómsins með 36% ársvöxtum af kr. 984.282,00 frá 15. nóvember 1982 til 20. nóvember 1983, en síðan með sömu árs- og dráttarvöxtum og af annarri varakröfu, sem á undan eru raktir, fyrir tímabilið frá 20. nóvember 1983 til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist, að kveðið verði á um það í dómsorði, að tildæmdir áfallnir vextir fyrir tímabilið fyrir 1. febrúar 1985 skuli þann dag bætast við höfuðstól og dráttarvextir síðan reiknast af höfuðstól þannig upp- hækkuðum og síðan þannig af höfuðstól að viðbættum áfallandi dráttarvöxtum á tólf mánaða fresti, talið frá 01.02.1985.“ Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi stefndu. Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum áfrýjenda í héraði og fyrir Hæstarétti og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. I. Á skiptafundi þrotabús Pólarhúss hf. 20. október 1986 var sam- þykkt með vísun til 114. gr. þágildandi gjaldþrotalaga nr. 6/1978, að áfrýjendur máls þessa rækju áfram mál gegn stefndu í nafni þrota- búsins, en á sína ábyrgð. Ekki var haldinn nýr skiptafundur, eftir að ómerkingar- og frávísunardómur Hæstaréttar var kveðinn upp í því máli 25. október 1988 og áfrýjendur höfðuðu nýtt mál. Í bréfi skiptaráðandans í Reykjavík 7. desember 1990 til lögmanns stefndu 2529 var hins vegar lýst yfir, að skiptaráðandi hefði ekkert við það að at- huga, að málarekstrinum yrði haldið áfram fyrir hönd búsins, en á ábyrgð og kostnað áfrýjenda. Þykja samkvæmt þessu vera fyrir hendi skilyrði 114. gr. laga nr. 6/1978, til þess að áfrýjendur reki mál þetta fyrir hönd þrotabúsins. Enda þótt málatilbúnaður áfrýjenda sé enn ekki svo markviss sem skyldi, þykir ekki alveg næg ástæða til að vísa málinu frá dómi að nýju. 11. Áfrýjendur hafa meðal annars rökstutt kröfu sína um ógildingu kaupsamnings Pólarhúss hf. og stefndu um húseignina Vatnsstíg 11 í Reykjavík 15. nóvember 1982 með vísan til 5. gr. laga nr. 47/1938 um fasteignasölu, sem þá voru í gildi, en samkvæmt þeirri lagagrein hafi viðskipti þessi verið stefndu óheimil. Leiði þetta til þess, að atferli stefndu verði að telja óheiðarlegt samkvæmt 32. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nú 33. gr. sömu laga, sbr. 3. gr. laga nr. 11/1966. Eins og greint er frá í héraðsdómi, var tekið fram í 14. gr. ofan- greinds kaupsamnings, að stefndu hefðu, áður en þeir tóku eignina í sölu, lýst áhuga á að kaupa hluta hennar, þ. e. jarðhæð. Eftir að þeir höfðu verið með eignina í sölu í einhvern tíma, gengu þeir til samn- inga um kaup á henni allri. Hafa þeir vísað til þess, að í ljós hafi komið, að selja hafi þurft eignina í heilu lagi vegna áhvílandi veð- skulda, en það hafi þeim ekki verið ljóst í upphafi. Líta verður hér til þess, að um stóra eign var að ræða og samningsgerð um hana nokkuð flókin, meðal annars vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu langt fram í tímann og umreiknings á áhvílandi veðskuldum, eins og gert var Í umrætt sinn, sem telja verður, að ekki hafi verið algengt í fasteignaviðskiptum á þessum tíma. Verður að líta svo á, að þátt- taka stefndu í kaupunum með þessum hætti hafi verið andstæð S. gr. laga nr. 47/1938, sem var ætlað að sporna gegn því, að fasteignasal- ar, sem almennt eiga að veita báðum aðilum fasteignaviðskipta nauðsynlegar upplýsingar og liðsinni, eigi sjálfir hagsmuna að gæta. Á hinn bóginn ber að líta til þess, sem fram kemur í héraðsdómi, að eignin hafði verið í sölu um nokkurt skeið hjá öðrum fasteignasöl- um án árangurs. Telja verður fram komið, að það hafi ekki síður 10 Hæstaréttardómar IV 2530 verið forsvarsmenn Pólarhúss hf., sem hafi sótt á um, að stefndu keyptu eignina. Þá verður og að líta til reynslu forsvarsmanna Pólarhúss hf. í viðskiptum svo og þess, að meðan á samningum stóð, nutu þeir að nokkru aðstoðar lögmanns, er þeir kölluðu til. Þegar allt þetta er virt, verður ekki á það fallist, að þágildandi 32. gr. laga nr. 7/1936 eigi við um samningsgerðina og að ógilda beri samninginn á grundvelli hennar. III. Samkvæmt framansögðu og að öðru leyti með skírskotun til for- sendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um aðal- og varakröfur áfrýjenda, sem lúta að ógildingu, riftun eða greiðslu bóta vegna óeðlilega lágs kaupverðs fasteignarinnar. Fallist er á meðferð og niðurstöðu héraðsdóms um kröfur áfrýj- enda varðandi vanefndir stefndu á kaupsamningnum og viðbótar- samningi hans. Sama gildir um niðurstöðu dómsins um skuldajafn- aðarkröfur stefndu. Verður dómurinn því staðfestur, þó þannig, að stefndu verða dæmdir til að greiða áfrýjendum 221.981 krónu með vöxtum, eins og í dómsorði greinir. Rétt þykir, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli nið- ur. Dómsorð: Stefndu, Ragnar Tómasson og Þorsteinn Steingrímsson, greiði áfrýjendum, Steingrími Steingrímssyni, Haraldi Stein- grímssyni og Gilbert Sigurðssyni vegna þrotabús Pólarhúss htf., 221.981 krónu með 20% ársvöxtum af 321.981 krónu frá 1. febrúar 1983 til 1. september sama ár, af 221.981 krónu frá þeim degi til 1. febrúar 1984, með 19% ársvöxtum af sömu fjár- hæð frá þeim degi til 1. janúar 1985, 30,8% ársvöxtum frá þeim degi til 1. febrúar sama ár, 45% ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars sama ár, 48% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júní sama ár, 42% ársvöxtum frá þeim degi til 1. september sama ár, 45% ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1986, 33% ársvöxtum frá 2531 þeim degi til 1. apríl sama ár, 27% ársvöxtum frá þeim degi til 1. mars 1987, 30% ársvöxtum frá þeim degi til 14. apríl sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 111. kafla vaxtalaga nr. 25/ 1987 frá þeim degi til greiðsludags. Heimilt er að leggja áfallna dráttarvexti frá 1. febrúar 1985 við höfuðstól skuldar á 12 mán- aða fresti, í fyrsta sinn 1. febrúar 1986. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 16. apríl 1991. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 10. apríl 1991, hafa Steingrímur Steingrímsson, kt. 270845-2789, Hátröð 6, Kópavogi. Haraldur Steingrímsson, kt. 120128-3299, Laugarnesvegi 84, Reykjavík, og Gilbert Sigurðsson. kt. 110837-5859, Rauðalæk 2, Reykjavík, höfðað vegna þrotabús Pólarhúss hf., kt. 460279-0389, Súðarvogi 7, Reykja- vík, skv. 114. gr. laga nr. 6/1978 fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn Ragnari Tómassyni hdl., kt. 300139-7019, Dofra við Vesturlandsveg, og Þorsteini Steingrímssyni, löggiltum fasteignasala. kt. 190747-2559. Víðimel 27, Reykjavík. Dómkröfur stefnenda eru þessar: Aðalkrafa, að kaupsamningur milli Pólarhúss hf. og stefndu um húseign- ina nr. 11 við Vatnsstíg í Reykjavík, dagsettur 15. nóvember 1982, verði dæmdur ógildur svo og viðaukasamningur við þann samning og afsal selj- anda til stefndu fyrir sömu eign, dagsett sama dag, — enn fremur, að viður- kenndur verði með dómi eignarréttur seljanda að þeim innréttingum í hús- inu, sem settar hafa verið upp á vegum stefndu, eftir að fasteignin var seld. Fyrsta varakrafa, að staðfest verði með dómi riftun Pólarhúss hf., sem fram fór 17. maí 1984, á kaupsamningi um húseignina nr. 11 við Vatnsstíg. dagsettum 15. nóvember 1982, og viðaukasamningi við þann samning. Jafnhliða aðalkröfu og 1. varakröfu er borin fram sú dómkrafa, að stefndu verði óskipt gert skylt að aflétta af fasteigninni nr. 11 við Vatnsstíg öllum veðskuldum, sem á eigninni hvíla, samkvæmt veðbókarvottorði, dag- settu 10. mars 1989, svo og öðrum veðskuldum, sem stefndu kunna að veð- setja fasteignina fyrir, að viðlögðum 50.000 króna dagsektum fyrir hvern sólarhring, sem líður frá lögbirtingu dóms, þar til öllum téðum veðskuldum hefur verið aflétt af fasteigninni nr. 11 við Vatnsstíg. Önnur varakrafa, að stefndu verði óskipt (solidariskt) dæmdir til að greiða stefnendum vegna Pólarhúss hf. 2.572.058 kr. með {nánar tilgreind- um vöxtum). 2532 Þrautavarakrafa, að stefndu verði (solidariskt) dæmdir til að greiða stefn- endum vegna Pólarhúss hf. 984.282 kr. eða lægri fjárhæð að mati dómsins með (nánar tilgreindum vöxtum). Krafist er málskostnaðar með söluskatti úr hendi stefndu |... Endanlegar dómkröfur stefndu eru þær, að stefndu verði sýknaðir af öll- um kröfum stefnenda og stefnendur dæmdir til að greiða stefndu máls- kostnað samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags Íslands og þennan kostnað in solidum. Í greinargerð stefndu var aðalkrafa þeirra sú, að málinu yrði vísað frá dómi. Munnlegur málflutningur fór fram um frávísunarkröfuna 20. mars 1990, og var úrskurður kveðinn upp 27. mars 1990. Þar var frávísunarkrafan ekki tekin til greina, en ákvörðun um málskostnað látin bíða efnisdóms. Mál þetta var tekið til dóms að loknum munnlegum málflutningi 19. febrúar 1991, en var endurupptekið, munnlega flutt og dómtekið að nýju 10. apríl 1991. Málsatvik, málsástæður og lagarök. Stefnendur kveða mál þetta upphaflega hafa verið höfðað af Pólarhúsi hf. með stefnu, þingfestri á bæjarþingi Reykjavíkur 21. júní 1983, og hafi verið kveðinn upp dómur í því 1. apríl 1985. Pólarhús hf. hafi skotið málinu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 26. júní 1985. Bú Pólarhúss hf. hafi ver- ið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði, upp kveðnum í skiptarétti Reykjavíkur 20. maí 1986, og hafi skiptafundur ákveðið, að búið héldi rekstri málsins ekki áfram. Steingrímur Steingrímsson, Haraldur Steingrímsson og Gilbert Sigurðs- son, sem allir hafi lýst kröfum í búið, hafi óskað, að málinu yrði haldið áfram, og hafi gengið inn í það samkvæmt heimild í 114. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978. Með dómi Hæstaréttar Íslands 25. október 1988 hafi málinu ex otficio verið vísað frá héraðsdómi vegna galla á málatilbúnaði. Sé málið nú höfðað aftur af sömu aðilum, en fjárkröfur hafi verið lækkaðar. Forsaga þessa máls er sú, að 7. október 1981 keypti Pólarhús hf. fast- eignina nr. 11 við Vatnsstíg í Reykjavík af Svani hf. fyrir 2.500.000 kr. Þar af voru 2.050.000 kr. greiddar með verðtryggðu skuldabréfi. Samningi þessum var breytt með öðrum kaupsamningi, dagsettum $. janúar 1982, en kaup- verði þó ekki. Húsið var reist á árunum 1933-1942. Það er 1291 m' að gólt- flatarmáli, 377,7 m“ kjallari og þrjár hæðir. Stefnendur kveða ástand hússins þá hafa verið lélegt og það nánast úrelt og ónothæft verksmiðjuhúsnæði. Hver hæð hafi verið skilrúmalaus gámur. 2533 Pólarhús hf., sem hafi verið sérhæft fyrirtæki á sviði viðhalds húsa, hafi þeg- ar hafist handa um stórfelldar viðgerðir á húsinu og endurgerð þess. Fé- lagið hafi hlutast til um, að yfirvöld heimiluðu gerbreytta notkun hússins, og hafi byggingarnefnd samþykkt, að 2., 3. og 4. hæð hússins væri breytt í íbúðir. Hafi þar verið innréttaðar 18 íbúðir. Stefnendur telja, að Pólarhús hf. hafi kostað til verksins 2.876.530,97 kr. og sá kostnaður framreiknaður samkvæmt byggingarvísitölu til nóvember 1982 ásamt kaupverðinu, framreiknuðu samkvæmt lánskjaravísitölu til sama tíma, nemi samtals 9.430.889,07 kr. Þá telja stefnendur, að stórfelld verðmætaaukning hafi orðið á eigninni vegna framkvæmda Pólarhúss hf. Með húsaleigusamningum, dagsettum 11. nóvember 1981 og 6. október 1982, leigði Pólarhús hf. Reykjavíkurborg allar íbúðirnar til endurleigu. Leigufjárhæð var ákveðin 37.900 kr. á mánuði fyrir 17 íbúðir, 454.800 kr. á ári. Samkvæmt síðari samningnum skyldi Reykjavíkurborg greiða 39 mán- uði fyrir fram með samtals 1.478.100 kr. Þar af skyldi greiða 550.000 kr., þegar síðustu fjórar íbúðirnar yrðu fullgerðar. Stefnendur halda því fram, að um mitt ár 1982 hafi verið farið að huga að því að selja fasteignina eða hluta hennar. Pólarhús hf. hafi þá átt við fjár- hagsörðugleika að etja. Fyrsti gjalddagi af veðskuldabréfum, út gefnum til Svans hf., hafi verið 1. nóvember 1982, og Pólarhúsi hf. hafi verið tilkynnt, að ekki yrði veittur greiðslufrestur og að bréfin yrðu eindöguð 15. nóvem- ber 1982. Í fyrstu hafi fasteignasölunum Eignasölunni og Fasteignum og fyrirtækj- um verið falið að selja eignina, en eigandi hafi einnig sjálfur reynt að selja. Eignin hafi meðal annars verið boðin Reykjavíkurborg til kaups fyrir 10.292.149 kr. Stefnendur telja, að í októberbyrjun hafi verið leitað til fyrirtækis stefndu og þess óskað, að stefndu tækju að sér sölu eignarinnar. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að stefndi Þorsteinn Steingrímsson hafi þá átt og rekið Fasteignaþjónustuna, en stefndi Ragnar Tómasson hdl. hafi áður verið eigandi fasteignasölunnar og unnið að sérstökum verkefn- um í hennar þágu. Stefndu kveða forsvarsmenn Pólarhúss hf. hafa óskað eftir, að stefndu keyptu eignina sjálfir eða seldu á markaði og að stefndu hafi strax, áður en þeir hafi tekið fasteignina til sölu sem fasteignasalar, lýst yfir, að þeir hefðu persónulegan áhuga á að kaupa a. m. k. hluta fasteignar- innar. Hinn 15. nóvember 1982 seldi Pólarhús hf. stefndu síðan fasteignina. Kaupverðið var þannig sundurliðað, að yfirteknar veðskuldir voru 4.701.250 kr., fyrirframgreidd húsaleiga frá Reykjavíkurborg, sem seljendur 2534 skyldu halda, 1.023.300 kr., yfirteknar smáskuldir 132.095 kr. og skuldabréf til fimm ára, að fjárhæð 400.000 kr., sem stefndu skyldu gefa út. Heildar- kaupverð kom ekki fram í samningnum, en samtala ofangreindra fjárhæða er 6.256.915 kr. Pólarhús hf. gaf út afsal til stefndu sama dag, án þess að uppgjör vaxta, skatta og skyldna færi fram og án þess að veðskuldabréfið væri gefið út. Stefndu kveða kaupverð fasteignarinnar hafa verið við það miðað, að seljandi fullgerði þær fjórar íbúðir, sem ófullgerðar voru. Gerðu aðilar með sér annan samning sama dag þess efnis, að seljendur skyldu ljúka tréverki þeirra fjögurra íbúða, sem ófrágengnar voru, fyrir 47.000 kr. og útvega málningu og vinnu fyrir 75.000 kr. Samkvæmt viðbótarsamningnum átti Pólarhús hf. að hafa lokið allri þeirri vinnu við íbúðirnar og sameign, sem samkomulagið tók til, fyrir 1. febrúar 1983, og skyldu stefndu þá gefa út veðskuldabréfið, að fjárhæð 400.000 kr. Það hefur ekki verið gefið út. Stefnendur kveða Pólarhús hf. ekki hafa getað staðið við samkomulagið, og hafi þá samist svo með aðilum, að stefndu fengju greiddar eftirstöðvar fyrirframgreiðslunnar frá Reykjavíkurborg, að fjárhæð $550.000 kr., og greiddu sjálfir kostnað við að koma íbúðunum í leigufært ástand. Eftir sölu fasteignarinnar lét Jón Arngrímsson af störfum sem fram- kvæmdastjóri Pólarhúss hf. og seldi hlut sinn í félaginu Steingrími Stein- grímssyni, sem varð þá framkvæmdastjóri þess. Hinn 22. febrúar 1983 ritaði lögmaður Pólarhúss hf. stefndu bréf og krafði þá um 2.100.000 kr. vegna ætlaðra mistaka við gerð kaupsamningsins, og áskildi hann félaginu rétt til riftunar. Stefndu rituðu Pólarhúsi hf. bréf 20. apríl 1983, og var þar kvartað um, að jarðhæð hússins hefði ekki verið afhent fyrr en 18. apríl 1983. Einnig var skorað á Pólarhús hf. að tilgreina tíma til frágangs á uppgjöri í máli aðila og bent á tíu atriði, sem þyrftu þá að koma til athugunar og afgreiðslu. Þessi atriði lutu að vanefndum á kaupsamningnum, göllum og fleira. Bréfi þessu svaraði Steingrímur Steingrímsson með bréfi 26. apríl 1983. Hélt hann fast við fyrri kröfur, svaraði athugasemdum stefndu, en taldi ekki rétt að ganga til uppgjörs, fyrr en fullnaðargreiðsla kaupverðs hefði farið fram. Með bréfi lögmanns Pólarhúss hf. 28. apríl 1983 var hótað riftun, ef kröfu um greiðslu á vangoldnum hluta kaupverðsins yrði ekki sinnt eða krafa um ógildingu kaupsamningsins fengist ekki staðfest fyrir dómi. Eftir að mál hafði verið höfðað í júní 1983, óskaði Pólarhús hf. eftir dómkvaðningu matsmanna. Óskað var eftir, að mat yrði lagt á eftirtalin at- riðl: 2535 „1. Markaðsverð (gangverð) húseignarinnar nr. 11 við Vatnsstíg í nóvem- ber 1982 í núverandi ástandi. Mat verði miðað við venjuleg greiðslukjör í fasteignaviðskiptum, bæði 70 og 75% útborgunarhlutfall á einu ári. Er þess óskað, að verð hverrar íbúðar í húsinu komi fram í matinu. 2. Mismunur á verðmæti eignarinnar annars vegar sem geymslu- og verk- smiðjuhúsnæðis í niðurníðslu og hins vegar sem nýstandsetts íbúðar- húsnæðis samkvæmt lýsingu Pólarhúss hf. á húsnæðinu að Vatnsstíg 11, eins og það var við afhendingu til kaupenda. 3. Markaðsverð, sbr. lið 1, miðað við staðgreiðsluverð í nóvember 1982, þ. e., að fullnaðargreiðsla í peningum fari fram samdægurs kaupum. 4. Metin verði töluleg afsláttaráhrif leigukvaðar þeirrar, sem leiðir af húsaleigusamningnum við Reykjavíkurborg, dags. 11. nóvember 1982 og 6. nóvember 1982, ef slík afsláttaráhrif verða talin einhver. Við þennan matsþátt óskast hliðsjón höfð af meðfylgjandi leigukvittunum og skýrslu matsbeiðanda hér að lútandi, sem afhent verður matsmönn- um síðar. 5. Lagt verði mat á markaðsverð skuldabréfa þeirra, sem tilgreind eru í B- hluta kaupsamningsins um Vatnsstíg 11, dags. 15/11 '82, annars vegar Í nóvember 1982 og hins vegar í mars 1984, í báðum tilfellum miðað við tíðkanleg kjör á almennum markaði. Lagt verði mat á 400.000 kr. bréf samkvæmt c-lið sama kaupsamnings með sama hætti. Framangreind bréf verði enn fremur metin miðað við „núvirði“ þeirra á ofangreind- um tímamörkum, ef matsmenn telja mismun á markaðsverði og nú- virði.“ Matsmenn skiluðu matsgerð 25. október 1984. Niðurstaða matsmanna um 1. og 3. matslið varð sú, að markaðsverð eignarinnar miðað við 75% út- borgunarhlutfall hefði verið 7.570.000 kr., en miðað við 70% útborgunar- hlutfall 7.766.200 kr. Staðgreiðsluverðið var hins vegar talið hafa verið 5.382.000 kr. Niðurstaða í matslið 2 var sú, að markaðsverð hússins á verðlagi 1. nóv- ember 1982 miðað við ástand þess 7. október 1981, hefði verið 5.103.300 kr. miðað við 75% útborgunarhlutfall, en 3.626.500 kr. miðað við staðgreiðslu. Matsmenn töldu, að töluleg afsláttaráhrif leigukvaðarinnar væru engin. Loks var það niðurstaða matsmanna um $. lið, að markaðsverð skulda- bréfa þeirra, sem tilgreind eru í B- og C-lið kaupsamningsins, væri 4.334.789 kr. miðað við 15. nóvember 1982, þar af væri markaðsverð 400.000 króna skuldabréfsins 144.308 kr. Stefnendur reisa Ógildingarkröfu sína á Hl. kafla 1. nr. 6/1936 og 7. gr. Í. nr. 58/1960. 2536 Stefnendur telja, að þar sem sömu fasteignasölu hafi enn fremur verið falið að finna kaupendur að fyrirtækinu Pólarhúsi hf. og þess vegna verið kynnt rækilega staða fyrirtækisins, hafi stefndu verið nauðir Pólarhúss hf. einkar ljósar. Stefndu hafi verið gert sérstaklega kunnugt um, að stærstu hluthafar í Pólarhúsi hf., þeir Haraldur Steingrímsson og Jón Arngrímsson, hefðu ábyrgst persónulega háar fjárhæðir fyrir fyrirtækið og að íbúðir þeirra stæðu til tryggingar skuldum fyrirtækisins. Stefndu hafi einnig mátt vera ljóst, að vanþekking háði forsvarsmönnum Pólarhúss hf. um reikningsleg atriði, svo sem vísitöluútreikning, verðtryggingu og verðbreytingu lána, og Ýmis lagaleg atriði, einkum um þá fresti, er hægt væri að fá til úrlausnar greiðsluvandanum. Hafi forsvarsmenn Pólarhúss hf. staðið í þeirri trú, að fasteignin yrði seld í síðasta lagi örfáum vikum eftir hugsanlega eindögun á skuldabréfum Svans hf. Hafi þeir álitið, að af þessum sökum væri eigi meiri tími til stefnu með sölu eignarinnar, og á næstu dögum misstu þeir alla samningsaðstöðu gagnvart aðilum og þar með til sölu eignarinnar á frjáls- um markaði. Engin viðleitni hafi verið sýnd af hálfu stefndu til að leiðrétta þessar ranghugmyndir viðskiptavinar þeirra. Þá halda stefnendur því fram, að stefndi Ragnar Tómasson hafi fullyrt, að eignin væri yfirveðsett og árangurslaust myndi að fá ný veðlán út á hana. Hafi þetta álit verið ein meginforsendan fyrir sölu eignarinnar, og hafi stefndu verið þessi ákvörðunarástæða seljenda vel ljós. Í ljósi þess, að kaupendur hafi veðsett eignina þegar eftir kaupin fyrir mjög háum lánum, sé ljóst. að villt hafi verið um fyrir seljendum og þeir blekktir. Stefnendur telja því, að stefndu hafi beitt svikum, og vísa í því sambandi til 30. gr. 1. nr. 7/1936. Einnig telja stefnendur, að samninginn beri að ógilda, þar sem seljendur hafi undirritað hann á grundvelli bersýnilega rangra forsendna. og að stefndu hafi verið augljós viljaskortur seljenda til að gera samning þessa efnis. Enn fremur sé samningurinn ógildur vegna stórfelldrar vanrækslu stefndu sem fasteignasala við að sinna upplýsingaskyldum sínum. Stefnendur kveða stefndu ekki hafa gætt þess, áður en þeir tóku þessa eign til sölumeðferðar, að lýsa yfir, að þeir væru persónulegir kaupendur eignarinnar. Það hafi ekki verið fyrr en nokkru eftir, að þeir tóku eignina til sölumeðferðar, að fram hafi komið, að þeir hefðu áhuga á kaupum á litlum hluta eignarinnar, þ. e. eingöngu jarðhæðinni fyrir verslun. Stefndu hafi hins vegar alls ekki lýst yfir, að þeir væru persónulegir kaupendur megin- eignanna, fyrr en af kaupum þessum hafi orðið. Þar sem þessi viðskipti hafi verið óheimil og bönnuð samkvæmt 5. gr. Í. nr. 47/1938 um fasteignasölu, 2537 beri að ógilda kaupsamninginn. Ákvæði 5. gr. taki einnig af allan vafa um. að atferli stefndu beri að telja óheiðarlegt í skilningi 32. gr. (nú 33. gr.) 1. nr. 1/1936. Stefnendur telja, að þess hafi fyrst orðið vart í vikunni fyrir 15. nóvember 1982, að stefndu hefðu áhuga á að kaupa alla eignina að Vatnsstíg 11. Frá upphafi hafi verið rætt um, að lágmarksverð fyrir eignina væri 8.400.000 kr. miðað við venjuleg greiðslukjör. Viðræðufundur hafi hafist 15. nóvember kl. 18.00 á skrifstofu Fasteigna- þjónustunnar. Á fundinum hafi verið tekið til við að ræða kaupin og ýmis atriði, er þeim tengdust. Á þessum fundi hafi verið rætt um sama verð og áður. Er stefndu hafi tekið til við að kynna drög að kaupsamningi um eign- ina, hafi komið á daginn, að útfærsla stefndu hafi verið víðsfjarri þeim hug- myndum, er forsvarsmenn Pólarhúss hf. höfðu um sölu eignarinnar. Hafi komið fram efasemdir af þeirra hálfu um, að Pólarhús hf. fengi umsamið verð, 8.400.000 kr., fyrir eignina með því móti, er stefndu ræddu um. Hafi orðið um þetta verulegar viðræður. Hafi stefndu skírskotað til tilboðsmats frá Fjárfestingarfélaginu, sem fyrir hafi legið á fundinum. Enn fremur hafi stefndu skírskotað til verðtryggingar áhvílandi lána og sérþekkingar sinnar á fasteignaviðskiptum því til stuðnings, að rétt væri farið með uppsetningu, útreikninga, meðhöndlun og vægi talna og að með þessu móti fengjust um- ræddar 8.400.000 kr. fyrir eignina. Við þessar aðstæður hafi það reynst auðvelt verk að sannfæra forsvars- menn Pólarhúss hf. um, að rétt væri að uppstillingu samningsins staðið af hálfu fasteignasölunnar. Hafi stefndu verið falið að ganga frá samningnum, sem hafi verið undirritaður um kl. 11 um kvöldið, í trausti þess, að stefndu stæðu á allan hátt rétt að frágangi samninga og hölluðu eigi á félagið. Stefnendur telja því ljóst, að bersýnilegur munur hafi verið á hagsmunum þeim, sem stefndu hafi aflað sér, og endurgjaldi því, sem til stóð, að fyrir þá kæmi. Þar sem bágindi og fákunnátta forsvarsmanna Pólarhúss hf. hafi ver- ið notuð til að afla hagsmunanna svo og hið sérstaka traustssamband, er þeir hafi borið til stefndu sem opinberra sýslunarmanna, beri að ógilda samninginn á grundvelli 7. gr. |. nr. 58/1960. Stefnendur telja stefndu hafa orðið á alvarleg og fjölþætt mistök við gerð kaupsamningsins, ef ekki hefur verið um viljaverk að ræða. Í fyrsta lagi hafi stefndu sem textahöfundum kaupsamningsins orðið á þau mistök að telja fyrirframgreidda húsaleigu frá Reykjavíkurborg sem einn greiðslulið þess heildarkaupverðs, er kaupendur hafi átt að greiða og leggja fram. Stefndu telji, að greiðsla af þeirra hálfu í formi fyrirframgreiddrar leigu hafi numið 1.023.300 krónum, og miði við, að fjárhæð þessi sé staðgreidd af þeim 15. 2538 nóvember 1982. Sé þarna um að ræða hin alvarlegustu mistök stefndu, þar sem ruglað sé saman tilgreiningu á leigukvöðum á eigninni annars vegar og skilgreiningu á greiðslu kaupenda og kaupverði hins vegar. Afleiðingar þessara mistaka hafi orðið þær, að mikill hluti kaupverðsins, 1.023.300 kr., hafi glatast í útfærslu hinna sérfróðu kaupenda á ætlaðri greiðslu þeirra á kaupverðinu. Hið rétta sé, að heildarleigugreiðslur frá Reykjavíkurborg til Pólarhúss hf. vegna Vatnsstígs 11 hafi samtals numið 945.800 krónum, þar af séu 242.564 kr. vegna leigutímabilsins fyrir söludag eignarinnar 15. nóvember 1982. Fyrirframgreidd leiga nemi því 703.236 krónum. Miðað við verð það, sem fólgið sé í kaupsamningnum, og málsatvik sé engin ástæða til að telja þetta sem greiðsluframlag af hálfu kaupenda. Í öðru lagi hafi stefndu orðið á þau mistök við frágang kaupsamningsins. að þeir virðast hafa látið yfirtöku kaupenda á verðtryggðum lánum, sem þegar hafi verið framreiknuð að fullu, hafa lækkunaráhrif á kaupverð, sem um staðgreiðslu væri að ræða. Stefndu virðast hafa lækkað kaupverðið af þessum sökum um fjárhæð, sem nemi milljónum. Sé þessi háttur í ósam- ræmi við venjur í fasteignaviðskiptum, og efnisrök standi ekki til slíkra staðgreiðsluáhrifa. Stefndu hafi í raun borið að lækka uppreiknaðar fjár- hæðir verðtryggðra áhvílandi skulda með hliðsjón af þeim afföllum, sem sambærileg bréf voru seld með á almennum markaði á þessum tíma. Stefn- endur halda því fram, að atferli stefndu hafi verið óheiðarlegt og að með hliðsjón af hinni sérstöku stöðu gagnaðila sem fasteignasala þurfi stefndu að sýna fram á, að uppsetning samningsins sé í samræmi við venju og góða viðskiptahætti. Loks hafi stefndu orðið á þau mistök við gerð kaupsamningsins, að greiðsluliðir þeir, sem taldir séu upp í honum, samsvari alls ekki. þegar þeir hafi verið umreiknaðir. því söluverði, sem seljendum hafi verið kynnt, að kaupendur greiddu fyrir eignina. Vísa stefnendur um þetta til niðurstöðu matsmanna. Stefnendur kveða matsgerðina vera lagða fram sem sóknar- skjal með því fororði, að niðurstöður hennar séu lægstu og hagstæðustu töl- ur fyrir stefndu og gera verði ráð fyrir, að vöntun á kaupverðinu sé veru- lega meiri en fram komi í matsgerðinni. Fyrstu varakröfu sína um riftun styðja stefnendur þeim rökum, að stefndu hafi gerst sekir um stórfelldar og langvarandi vanefndir á greiðslu kaupverðs samkvæmt kaupsamningnum. Þessar vanefndir felist í því, að skuldabréf, að fjárhæð 400.000 kr., sé enn óútgefið og ógreitt, opinber gjöld, að fjárhæð 73.213 kr., sem stefndu hafi borið að greiða samkvæmt við- aukasamningi, hafi ekki verið greidd og greiðsla vegna tréverks samkvæmt 2539 viðaukasamningi, að fjárhæð 47.000 kr., hafi ekki verið innt af hendi. Stefn- endur framreikna þessar fjárhæðir miðað við breytingu á lánskjaravísitölu og telja vanskil stefndu á verðlagi í janúar 1989 vera 2.594.235,07 kr. Við þessi vanskil bætist vanskil, að fjárhæð 766.731 kr., vegna þess að stefndu hafi ekki fengist til að greiða mismun á verðmæti skuldabréfanna samkvæmt mati matsmanna annars vegar og hins vegar þeirri fjárhæð, sem þau voru reiknuð á í kaupsamningi. Framreiknaður miðað við lánskjara- vísitölu til janúar 1989 nemi þessi munur 3.823.592,25 kr. Stefnendur kveða aðra varakröfuna og þrautavarakröfuna reista á sams konar lagarökum og aðalkröfuna og fyrstu varakröfuna. Sé á því byggt. að stefndu beri að greiða fyrir eignina verð, sem sé ekki lægra en markaðsverð samkvæmt mati. Stefnendur kveða kröfur þessar reistar á almennum regl|- um um fébótaskyldu utan og innan samninga. Stefndu hafi af ásetningi og gáleysi framið bótaskyldan og saknæman verknað með samningsgerðinni og orðið á stórfelld mistök, sem valdið hafi Pólarhúsi hf. umræddu tjóni. Enn fremur benda stefnendur á, að stefndu beri að endurgreiða Pólar- húsi hf. óréttmætan fjárhagslegan ávinning af viðskiptum aðila samkvæmt svonefndri auðgunarreglu. Sá ávinningur nemi sömu fjárhæð og fébótakröf- urnar. Stefnendur kveða aðra varakröfuna og þrautavarakröfuna einnig reista á því, að Pólarhús hf. eigi eftir atvikum rétt á sanngjarnri endurskoðun kaup- verðsins. Vísa stefnendur í því samhengi til sömu málsástæðna og fyrir ógildingarkröfunni og til 5. gr. |. nr. 39/1922. Telja stefnendur, að réttast sé að miða við, að Pólarhúsi hf. beri markaðsverð fyrir eignina. Stefnendur kveða aðra varakröfu stefnenda miðast við, að stefndu verði dæmdir til að greiða það, sem stefnendur telja, að vanti upp á, að greiðsluliðir stefndu samkvæmt kaupsamningnum nái markaðsverði eignarinnar miðað við 75% útborgunarhlutfall samkvæmt mati hinna dómkvöddu matsmanna. Töluleg uppbygging kröfunnar er flókin. Í niðurstöðunni er liðurinn fyrir- framgreidd húsaleiga, að fjárhæð 1.023.300 kr., dregin frá greiðsluliðum kaupenda. Er það niðurstaða stefnenda, að vantað hafi 1.971.845 kr., 26,05%, upp á, að kaupverð eignarinnar næði matsverði. Að viðbættum ætluðum vanskilum stefndu, sem stefnendur hafa reiknað út, að séu 600.213 kr., telja þeir, að heildarvöntun á markaðsverði sé 2.572.058 kr., og er sú fjárhæð önnur varakrafa stefnenda í málinu. Þrautavarakrafa stefnenda er í því fólgin, að stefndu verði gert að greiða það, sem stefnendur telja, að vanti upp á, að greiðsluframlag stefndu sam- kvæmt kaupsamningnum nemi metnu staðgreiðsluverðmæti eignarinnar, 5.382.000 krónum. Miða stefnendur við, að verðmæti yfirtekinna veðskulda 2540 hati verið 4.334.789 kr. og að kaupverð beri að lækka sem nemi greiðslu- liðnum fyrirframgreidd húsaleiga, þ. e. um 1.023.300 kr. Samkvæmt útreikn- ingum stefnenda vantar 719.903 kr. upp á, að kaupverðið hafi numið metnu markaðsverði. Við þessa fjárhæð bæta stefnendur ætluðum vanskilum stefndu á „núvirði“ og fá út 984.282 kr., sem eru höfuðstóll þrautavarakröf- unnar. Þar sem sú fjárhæð er miðuð við staðgreiðslu 15. nóvember 1982, gera stefnendur kröfu um dráttarvexti frá þeim degi. Við munnlegan flutning málsins var því haldið fram af hálfu stefndu, að þegar frávísunarkröfu stefndu hefði verið hafnað með úrskurði 20. mars 1990, hafði enn verið von til þess, að stefnendum tækist að koma málatil- búnaði sínum í viðunandi horf. Stefndu telja, að það hafi stefnendum ekki tekist. málatilbúnaður sé enn með sama hætti og í fyrra málinu, sem vísað hafi verið frá héraðsdómi, mikið vanti upp á, að dómkröfur séu svo skýrar, að hægt sé að verjast þeim, og því beri að vísa málinu frá dómi ex otficio. Stefndu telja sig í hvívetna hafa hagað sér í samræmi við lög um fast- eignaþjónustu og góðar venjur á sviði fasteignasölustarfsemi. Pólarhús hf. hafi um langa hríð reynt án árangurs að selja Vatnsstíg 11 á markaði í Reykjavík. Forsvarsmenn félagsins hafi leitað til stefndu í október 1982. Áður en til þess hafi komið, að stefndu tækju eignina til sölu sem fast- eignasalar, hafi þeir lýst yfir áhuga á því að kaupa a. m. k. hluta fasteignar- innar. Stefndu hafi vitað, að í upphaflegum kaupsamningi Pólarhúss hf. og Svans hf. hafi verið ákveðið að skipta eigninni í nokkur veðandlög, svo að unnt væri að selja einstaka hluta eignarinnar sérstaklega, ef á reyndi. Við nánari athugun hafi komið í ljós, að gerð hafi verið sú breyting á samningn- um, að veðið hafi verið gert að einu andlagi og því ógerlegt að selja eignina í hlutum. Stefndu hafi ekki fremur en öðrum fasteignasölum, sem lengri tíma hefðu haft, tekist að afla kaupenda, sem reiðubúnir voru að greiða það verð, sem Pólarhús hf. hafði talið sig þurfa að fá fyrir eignina. Hafi þá fyrir alvöru hafist viðræður um kaup stefndu á eigninni og Jón Arngríms- son, framkvæmdastjóri Pólarhúss hf., verið í fyrirsvari, en hann eins og aðr- ir forsvarsmenn Pólarhúss hf. hafi bæði haft menntun og reynslu á sviði við- skipta. Stefndu kveða aðila hafa skipst á skoðunum og útreikningum, áður en gengið hafi verið frá kaupsamningi og afsali 15. nóvember 1982, en þá hafi verið ljóst, að stefndi í eindögun mestu veðskuldarinnar, sem hvíldi á eign- inni. Grundvöllurinn að ákvörðun kaupverðsins hafi verið hugmyndir fram- kvæmdastjóra Pólarhúss hf. um viðskiptin, en þær hafi gert ráð fyrir, að kaupendur tækju að sér að láta Reykjavíkurborg í té án endurgjalds allar íbúðirnar í 27 mánuði gegn 37.900 kr. á mánuði, og hafi framkvæmda- stjórinn talið þessa yfirtöku jafngilda 1.023.300 krónum. 2541 Á grundvelli hugmynda framkvæmdastjórans hafi kaupsamningurinn verið gerður eftir margra klukkustunda fundahöld, en auk framkvæmda- stjóra og stjórnarmanna Pólarhúss hf. hafi Andri Árnason hdl., lögmaður Pólarhúss hf., komið á fundinn. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að ekkert hafi verið athugavert við efni samningsins við Pólarhús hf. Í matsgerð á dómskjali nr. 31 komi fram. að matsmenn telji staðgreiðsluverð hússins nema 5.382.000 krónum. Þá hafi matsmenn komist að þeirri niðurstöðu, að markaðsverð, staðgreiðsluverð eða núvirði yfirtekinna skuldabréfa að frátöldu handhafaskuldabréfi, að fjárhæð 400.000 kr. hafi verið 4.190.481 kr., 1.191.519 krónum lægra en stað- greiðsluverð hússins. Stefndu telja verðmæti yfirtekinna skulda, að fjárhæð 132.095 kr., fyrirframgreiddrar húsaleigu, 1.023.300 kr., og skuldabréfsins, að fjárhæð kr. (sic) vera verulega hærra en nemi þessum mun. Stefndu telja, að þar sem stefnendur hafi sjálfir lagt fram matsgerð sem sönnunargagn í málinu og ekki hrundið henni með yfirmati eða á annan hátt, verði þeir að hlíta því, að dómurinn reisi ákvörðun sína á þessu skjali. Hafi stefndu því greitt fullt verð fyrir eignina á þeim tíma, sem hér skipti máli. Stefndu kveða Pólarhús hf. hafa ráðstafað afnotum af íbúðunum í langan tíma og fengið fyrirframgreidda leigu í 34 mánuði, en ekki í 27 mánuði, eins og gert hafi verið ráð fyrir við samningsgerðina. Að auki hafi mánaðarleig- an í nóvember 1982 ekki verið 37.900 kr., heldur hafi átt að miða við fram- reiknaða mánaðarleigu, að fjárhæð 58.314 kr., samkvæmt því, sem fram komi í greinargerð lögmanns stefnenda til matsbeiðenda á dómskjali nr. 30. Samkvæmt þessu hefði átt að reikna fyrirframgreidda leigu sem 1.982.676 kr. í stað 1.023.300 kr. Vegna þess að Pólarhús hf. fullgerði ekki fjórar íbúðir, hafi stefndu orðið að annast það sjálfir. Samkvæmt bókhaldi stefndu hafi kostnaður við það numið 748.290,82 krónum. Með samkomulagi við Pólarhús hf. hafi stefndu fengið upp í þennan kostnað inneign félagsins hjá Reykjavíkurborg, að fjár- hæð 550.000 kr. Stefndu sundurliða greiðslur sínar með eftirfarandi hætti: Matsverð á fasteign kr. 5.382.000 — Yfirteknar veðskuldir - 4.190.481 Mismunur kr. 1.191.519 — Yfirteknar smáskuldir — -132.095 Mismunur kr. 1.059.424 2542 — Fyrirframgreidd leiga 15. 11. 1982- 20. 9. 1985 = 34 mán. x 58.314 (nývirt) kr. 1.982.676 Mismunur - -923.252 — Vaxtamunur kaupendum í hag - -125.018 Mismunur - —1.048.270 — Kostnaður við að fullgera 4 íbúðir (kr. 748.290 — kr. 550.000) - -198.290 Mismunur kr. —1.346.560 (?) Með þessum útreikningum telja stefndu sig hafa sýnt fram á, að þeir hafi greitt verulega meira en nemi matsverði fasteignarinnar á söludegi. Stefndu telja stefnendur engin rök eða sönnunargögn hafa fært fyrir stað- hæfingum sínum um reikningslegar blekkingar, stórfelld mistök, ólögmæta framgöngu, miklar vanefndir, rangar forsendur af hálfu Pólarhúss hf., van- þekkingu forsvarsmanna Pólarhúss hf., veðsetningarhæfi fasteignarinnar og ólögmæta háttsemi yfirleitt. Stefnendur verði að sanna, að um brot á laga- reglum hafi verið að ræða af hálfu stefndu og í hverju óheiðarleiki þeirra hafi verið fólginn. Stefndu hafna því, að á þá verði lögð sönnunarbyrði um, að þeir hafi komið heiðarlega fram. Stefndu telja, að um vanskil hafi ekki verið að ræða af sinni hálfu á greiðslu kaupverðs, en aðilum hafi borið að koma saman og gera upp vexti svo og skatta og skyldur af eigninni til afhendingardags. Stefndu hafi skor- að á forsvarsmenn Pólarhúss hf. að ganga til slíks uppgjörs. Stefndu hafi ætíð verið reiðubúnir að greiða, gefa út og afhenda veðskuldabréf, að fjár- hæð 400.000 kr., gegn uppgjöri, og hafi þeir lagt fram tillögu að uppgjöri, en þar hafi komið fram. að vaxtamunur eða áfallnir vextir til 15. 11. 1982, sem kaupendur greiddu, nemi 125.018,60 kr. Þá hafi stefndu neyðst til að leysa til sín víxla Pólarhúss hf., að fjárhæð 52.430 kr., en aðeins þessar tvær fjár- hæðir nemi samanlagt hærri fjárhæð en verðmæti veðskuldabréfs, að fjár- hæð 400.000 kr., samkvæmt mati dómkvaddra matsmanna. Sýknukrafa stefndu er einnig studd því, að þeir eigi samkvæmt ákvæðum 116. gr. . nr. 85/1936 rétt á að koma að gagnkröfum á hendur búinu. Stefndu telja sig eiga gagnkröfu á hendur stefnendum vegna ofgreiðslu til Pólarhúss hf., sem nemi 1.346.560 krónum miðað við 15. nóvember 1982, samkvæmt framangreindri sundurliðun, og gera þá kröfu, að gagnkröfunni verði skuldajafnað við fjárhæðir, sem dómurinn kunni að dæma stefndu til að greiða. Þá er þess einnig krafist, að til skuldajafnaðar komi 100.000 kr. auk vaxta frá 1. september 1983, en sú fjárhæð sé fjárhæð víxils á gjalddaga Í. 2543 september 1983, sem stefndu hafi afhent Svani hf. til greiðslu á fyrrnefndum víxilskuldum Pólarhúss hf. Þá er sýknukrafa stefndu á því reist, að stefnendum hafi aðeins verið heimilt að taka við rekstri þess máls, sem höfðað hafi verið, áður en Pólar- hús hf. var tekið til gjaldþrotaskipta, og að samþykki skiptafundar nái ekki lengra. Endanlegur dómur hafi gengið í Hæstarétti og nýtt mál verið höfð- að, án þess að sú málshöfðun væri borin undir skiptarétt. Stefndu telja, að þar sem skiptafundur hafi ekki tekið afstöðu til þess, hvort höfða ætti mál að nýju eða ekki, eigi stefnendur ekki aðild þessa máls, hvorki persónulega né vegna Pólarhúss hf. Stefndu mótmæla kröfufjárhæðum bæði í heild og í einstökum atriðum og telja, að erfitt sé að henda reiður á þeim. Stefndu telja, að stefnendur styðji kröfugerð sína á æskilegu verði eða ímynduðum tölum. Stefndu telja, að Pólarhús hf. hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni vegna við- skipta við þá. Forsendur og niðurstaða. Í málinu hefur verið lagt fram endurrit af skýrslum aðila og vitna í bæjar- þingsmálinu nr. 7914/1983, Pólarhús hf. gegn Ragnari Tómassyni og Þor- steini Steingrímssyni, og voru aðilar sammála um að fara eftir þeim. Engar munnlegar skýrslur voru gefnar í þessu máli, enda langt liðið frá atburðum. Svo sem fyrr er rakið, gerðu stefndu kröfu um, að málinu yrði vísað frá dómi. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði Sigríðar Ólafsdóttur borgar- dómara 27. mars 1990. Sá úrskurður var án forsendna. Kröfur stefnanda í máli þessu eru studdar sömu rökum og í fyrrnefndu bæjarþingsmáli, sem Hæstiréttur vísaði frá héraðsdómi. Þá eru kröfur að mestum hluta hinar sömu, en fjárhæðir annarrar varakröfu og þrautavara- kröfu hafa þó verið lækkaðar. Dómkröfur stefnenda hafa ekki tekið breyt- ingum frá því í stefnu, og stefnendur hafa haldið sig við sömu málsástæður og þar koma fram. Málatilbúnaður stefnanda er þó enn ekki skýr og hnit- miðaður og töluleg uppbygging kröfugerðar annmörkum háð. Mál út af ágreiningi Pólarhúss hf. og stefndu var höfðað um mitt ár 1983 og hefur sætt frávísun frá héraðsdómi. Þegar höfð er hliðsjón af því, hve lengi málareksturinn hefur staðið, þykir þó ekki rétt að vísa málinu ex of- ficio frá dómi. Allar kröfur stefnenda í málinu eru í raun studdar því, að Pólarhús hf. hafi fengið of lágt verð fyrir fasteignina Vatnsstíg 11. Allar kröfur sínar miða stefnendur við, að stefndu hafi ranglega reiknað fyrirframgreidda húsaleigu, að fjárhæð 1.023.300 kr., sem hluta af kaupverðinu. 2544 Reykjavíkurborg greiddi Pólarhúsi hf. 945.900 kr. í leigu og skuldbatt sig til að greiða 550.000 kr., eftir því sem íbúðir yrðu afhentar á árinu 1983. Að mati Gunnars Þorlákssonar, húsnæðisfulltrúa Reykjavíkurborgar, saman- ber dómskjal nr. 57, dugði hin fyrirframgreidda leiga til 20. september 1985, í rúmlega 34 mánuði frá 15. nóvember 1982 að telja. Skilja verður kaupsamning aðila svo, að Pólarhús hf. skyldi halda hinni fyrirframgreiddu leigu, að fjárhæð 945.900 kr., sem að hluta til var vegna tímabilsins fyrir 15. nóvember 1982, en einnig fá í sinn hlut 550.000 kr., sem Reykjavíkurborg hafði skuldbundið sig til að greiða á árinu 1983. Sýnt þykir, að útreikningur í liðnum fyrirframgreidd húsaleiga hafi kom- ið frá Jóni Arngrímssyni, samanber dómskjal nr. 17, og var sá útreikningur byggður á því, að Pólarhús hf. myndi fá í sinn hlut fjárhæð, sem svaraði til 27 mánaða leigu eftir afhendingardag, 1.023.300 kr. Af þeirri niðurstöðu matsmanna undir matslið 4, að töluleg afsláttaráhrif leigukvaðar séu nánast engin, draga stefnendur þá ályktun, að fyrirfram- greidda húsaleigu eigi ekki að meta sem greiðslu til seljanda og að raun- verulegt kaupverð hafi verið lægra sem nemi þessum greiðslulið. Niðurstaða matsmanna verður ekki skilin á annan veg en þann, að leigu- samningurinn við Reykjavíkurborg rýri ekki markaðsverð eignarinnar. Aðilum samdist svo, að Pólarhús hf. héldi hinni fyrirframgreiddu leigu. Sú fjárhæð kom því Pólarhúsi hf. að notum, hvort sem fjárhæðin var tekin inn í samninginn sem greiðsluliður, eins og gert var, eða haldið fyrir utan hann og kaupverð eignarinnar lækkað að sama skapi. Með hliðsjón af framansögðu verður ekki talið óeðlilegt, að fyrirfram- greidd húsaleiga væri færð inn í kaupsamninginn sem greiðsluliður. Skilja verður ákvæði kaupsamningsins um afhendingu og ákvæði leigu- samningsins þannig, að Pólarhúsi hf. hafi borið að skila húsinu öllu í leigu- færu ástandi. Samkvæmt viðaukasamningnum 15. nóvember 1982 skyldu kaupendur þó greiða seljendum 47.000 kr. fyrir að ljúka tréverki og 75.000 kr. fyrir málningu og vinnu. Þar sem kostnaður af frágangi íbúðanna lenti á stefndu, afsalaði Pólarhús hf. stefndu þeim 550.000 kr., sem eftir stóðu af fyrirframgreiðslu Reykjavíkurborgar, þó þannig, að 73.213 krónum af þeirri greiðslu var varið til að greiða skuldir eigenda Pólarhúss hf. við Gjald- heimtuna í Reykjavík. Telja verður eðlilegt að miða fjárhæðir yfirtekinna veðskulda í kaup- samningnum við stöðu þeirra á kaupsamningsdegi. Pólarhús hf. var hlutafélag, sem hafði með höndum atvinnustarfsemi í byggingariðnaði. Þáverandi framkvæmdastjóri félagsins, Jón Arngrímsson, hafði viðskiptamenntun og mikla reynslu á sviði viðskipta. Útreikningar, 2545 sem frá honum komu, benda til, að hann hafi kunnað skil á vísitöluútreikn- ingum. Upplýst er í málinu, að Andri Árnason hdl. kom að beiðni forsvars- manna Pólarhúss hf. á fund málsaðila 15. nóvember 1982, en staldraði stutt við. Pólarhús hf. átti því kost á lögmannsaðstoð annarra en stefnda Ragnars Tómassonar hdl. við samningsgerðina. Samkvæmt framansögðu verður því ekki talið, að verulegt ójafnræði hafi verið með aðilum við samningsgerð- ina. Aðilar eru sammála um, að fjárhagserfiðleikar Pólarhúss hf., þar á meðal yfirvofandi gjaldfelling á skuldabréfum í eigu Svans hf., hafi komið félaginu til þess að selja stefndu fasteignina Vatnsstíg 11. Þegar kaupverð eignarinnar er borið saman við mat dómkvaddra mats- manna og aðstaða aðila og framkoma stefndu við samningsgerðina er virt, verður ekki talið, að um misneytingu hafi verið að ræða af hálfu stefndu, og verður því ekki fallist á það með stefnendum, að kaupsamninginn beri að ógilda á grundvelli 7. gr. 1. nr. 58/1960 (nú 31. gr. 1. nr. 7/1936). Forsvarsmenn Pólarhúss hf. vissu stöðu áhvílandi veðskulda og höfðu Þær hugmyndir, að eignin væri að minnsta kosti 8.400.000 króna virði. Stefnendum var í lófa lagið að kanna af eigin raun veðsetningarhæfni fast- eignarinnar, og hefur þeim ekki tekist að sanna, að Ragnar Tómasson hafi tjáð þeim, að eignin væri yfirveðsett. Þar sem stefnendum hefur ekki tekist að sýna fram á, að stefndu hafi með röngum upplýsingum eða launung beitt forsvarsmenn Pólarhúss hf. svikum, verður ekki talið, að ógilda beri kaup- samninginn á grundvelli 30. gr. 1. nr. 7/1936. Stefnendur halda því fram, að ógilda beri samninginn á grundvelli 31. gr. (nú 32. gr.) 1. nr. 7/1936, vegna þess að forsvarsmenn Pólarhúss hf. hafi undirritað samninginn á grundvelli bersýnilega rangra forsendna, og að stefndu hafi verið ljós viljaskortur seljenda. Þessar röngu forsendur hafi einkum falist í ranghugmyndum um, að Pólarhús hf. væri að missa eignina á nauðungaruppboði, og vanmati á möguleikum til að veðsetja eignina. Einn- ig hafi raunverð það, sem þeir fengu fyrir eignina, verið mun lægra en for- svarsmenn stefnda höfðu talið, og það hafi stefndu verið ljóst. Pólarhús hf. hafði lengi reynt að selja fasteignina Vatnsstíg 11, en án ár- angurs. Forsvarsmenn Pólarhúss hf. lögðu á það mikið kapp að selja eignina fyrir 15. nóvember 1982, áður en veðskuldabréf í eigu Svans hf. yrðu ein- döguð. Ekki er dregið í efa, að forsvarsmenn Pólarhúss hafi talið sig þurfa að fá 8.400.000 kr. fyrir eignina, og því hefur í sjálfu sér ekki verið mótmælt af hálfu stefndu, að þeir hafi vitað um þær verðhugmyndir. Þó verður að hafa það í huga, að tölulegur grundvöllur samningsins var að nokkru leyti kominn frá framkvæmdastjóra Pólarhúss hf. 2546 Með hliðsjón af ofangreindu verður ekki talið, að efni samningsins, þar á meðal kaupverðið, hafi verið annað en það, sem forsvarsmenn Pólarhúss hf. máttu ætla, þegar þeir undirrituðu hann. Stefnendum hefur því ekki tekist að sýna fram á, að rangar forsendur eða mistök við ákvörðun kaupverðsins eigi að leiða til þess, að ógilda beri samninginn á grundvelli 31. gr. (nú 32. gr.) 1. nr. 7/1936. Stefndi Þorsteinn Steingrímsson rak fasteignasöluna Fasteignaþjónust- una, er kaupin voru gerð, en stefndi Ragnar Tómasson hdl., sem áður hafði átt fasteignasöluna, starfaði að ýmsum verkefnum í hennar þágu. Þar sem eignin hafði verið til sölu hjá Fasteignaþjónustunni og Þorsteinn Stein- grímsson var annar kaupenda, tók 5. gr. þágildandi laga um fasteignasölu nr. 47/1938 til kaupsamnings Pólarhúss hf. og stefndu. Samkvæmt 12. gr. vörðuðu brot gegn lögunum sektum, nema þyngri hegning lægi við að lög- um. Pólarhús hf. hafði haft eignina til sölu á tveimur öðrum fasteignasölum um nokkurt skeið, en án árangurs. Við samningsgerðina áttu forsvarsmenn Pólarhúss hf. kost á utanaðkomandi lögmannsaðstoð, sem þeir virðast þó ekki hafa nýtt sér nema að litlu leyti. Viðauki við 14. gr. kaupsamningsins tekur af tvímæli um það, að stefndu höfðu, áður en þeir tóku að sér að selja eignina, lýst yfir áhuga á að kaupa a. m. k. hluta hennar. Þótt ekki verði talið, að stefndu hafi sýnt góð vinnu- brögð við samningsgerðina, hafa þeir ekki brotið gegn ákvæði 5. gr. 1. nr. 41/1938. Þegar af þeirri ástæðu verður ógilding samningsins ekki byggð á þessari málsástæðu stefnenda. Af sömu ástæðum þykja ekki efni til að ógilda samninginn á grundvelli 32. gr. (nú 33. gr.) L nr. 7/1936. Þar sem ástæður til ógildingar kaupsamningsins þykja ekki koma til greina, verður ekki fallist á aðalkröfu stefnenda. Stefnendur reisa fyrstu varakröfu sína um riftun á því, að vanskil stefndu á greiðslu kaupverðsins séu stórfelld og langvarandi. Svo sem að framan greinir, verður að telja, að kaupverð eignarinnar hafi verið 6.256.915 kr. Þar af hafa stefndu greitt 4.701.520 kr. með yfirtöku veð- skulda og 132.095 kr. með yfirtöku smáskulda samkvæmt kaupsamningnum. Einnig verður talið, að 1.023.300 kr. hafi verið greiddar með því, að seljend- ur fengu að halda fyrirframgreiddri húsaleigu frá Reykjavíkurborg, þótt hluti hennar væri framseldur stefndu. Stefndu hafa hins vegar ekki enn gef- ið út veðskuldabréf til fimm ára, að fjárhæð 400.000 kr. Sú fjárhæð þykir þó svo lítill hluti af heildarkaupverði eignarinnar, að sýkna ber stefndu af kröfu stefnenda um riftun. 2547 Stefnendur kveða aðra varakröfu og þrautavarakröfu reistar á sams kon- ar lagarökum og aðalkröfu. Stefnendur telja, að tjón sitt nemi mismuninum á, að greiðsluliðir samkvæmt kaupsamningi nái markaðsverði samkvæmt mati. Með vísan til þess, sem áður hefur verið sagt um aðalkröfu stefnenda, þykja stefnendur ekki hafa sýnt fram á, að stefndu hafi orðið á mistök við samningsgerðina eða að þeir hafi af ásetningi gerst sekir um bótaskyldan eða saknæman verknað. Matsmenn mátu staðgreiðsluverð eignarinnar 5.382.000 kr. Jafnframt var það niðurstaða þeirra, að markaðsverð skulda- bréta í B- og C-lið kaupsamningsins væri samtals 4.334.789 kr. Ef miðað er við það markaðsverð skuldabréfanna, lækkar raunverulegt staðgreiðsluverð eignarinnar um 766.731 kr., niður í 5.490.184 kr., sem er nokkru hærra en staðgreiðsluverð samkvæmt matsgerð. Með hliðsjón af því og þar sem ekki hefur verið fallist á röksemdir stefnenda um liðinn fyrirframgreidd húsa- leiga, verður ekki talið, að stefndu hafi tekist að sýna fram á, að kaupverð fasteignarinnar hafi verið óeðlilega lágt. Þegar af þeirri ástæðu verður ekki talið, að stefndu hafi haft óréttmætan fjárhagslegan ávinning af kaupunum, sem þeim beri að endurgreiða þrotabúi Pólarhúss hf. Með sömu rökum þykja stefnendur ekki hafa sýnt fram á, að þrotabú Pólarhúss hf. eigi rétt á endurskoðun kaupverðsins. Hluti af annarri varakröfu stefnenda er ætluð vanskil stefndu á greiðslu kaupverðsins, sem stefnendur hafa sundurliðað þannig: Liðurinn tréverk samkvæmt viðaukasamningi kr. 47.000 Ógreidd opinber gjöld starfsmanna samkvæmt viðaukasamningi - 13.213 Óútgefið ógreitt skuldabréf með gjalddaga 1. 2. 1984 - 400.000 20% vextir af skuldabréfi, 400.000 kr., frá 1. 2. 1983 til1. 2. 1984 - 80.000 Samtals kr. 600.213 At hálfu stefndu hefur því verið haldið fram, að útgáfa og greiðsla skuldabréfsins tengdist uppgjöri vaxta, skatta og skyldna. Þar sem uppgjöri hafi verið hafnað af hálfu Pólarhúss hf. og ekki hafi verið gerð sérstök krafa af hálfu félagsins um uppgjör viðskipta aðila og greiðslu skuldabréfsins, beri að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnenda. Þar sem framangreindar kröfur stefnenda vegna ætlaðra vanskila stefndu eru hluti af annarri varakröfu þeirra og stefndu hafa auk þess sjálfir haft uppi skuldajafnaðarkröfur, sem lúta að uppgjöri vaxta, verða stefndu ekki 2548 sýknaðir af kröfum stefnenda af þessum ástæðum, enda þykja rök hníga til þess, að rétt sé að leiða allan ágreining aðila vegna þessara lögskipta til lykta í málinu. Skýrt er kveðið á um í viðaukasamningi aðila frá 15. nóvember 1982, að seljendur skuldbindi sig til að ljúka træéverki við íbúðirnar fjórar fyrir 47.000 kr. Stefndu hafa ekki mótmælt því, að þetta verk hafi verið unnið, og hefur ekki tekist að sýna fram á, að Pólarhús hf. hafi fengið greitt fyrir það. Verð- ur krafa stefnenda samkvæmt þessum lið því tekin til greina. Í sama viðaukasamningi tóku stefndu að sér að greiða persónulegar skuldir forsvarsmanna Pólarhúss hf. við Gjaldheimtuna í Reykjavík, að fjár- hæð 73.213 kr. Stefnendur telja, að stefndu hafi ekki efnt þessa samnings- skyldu. Af borgarsjóðsávísun, dagsettri 25. janúar 1983, að fjárhæð 73.213 kr., á dómskjali nr. 56 má ráða, að hluti af greiðslu Reykjavíkurborgar fyrir framleiguíbúðir hafi runnið til Gjaldheimtunnar í Reykjavík. Verður talið, að stefndu hafi þar með efnt þennan hluta viðaukasamningsins. Stefndu hafa ekki enn gefið út skuldabréf til fimm ára, að fjárhæð 400.000 kr., sem þeir áttu að gefa út 1. febrúar 1983 og skyldi bera 20% árs- vexti frá þeim degi. Með bréfi 20. apríl 1983 skoruðu stefndu á stefnendur að ganga til uppgjörs, og var útgáfa skuldabréfsins boðuð við lokauppgjör. Með bréfi Steingríms Steingrímssonar 26. apríl 1983 kom fram, að Pólarhús hf. teldi ekki tímabært að ganga til uppgjörs. Síðasti gjalddagi af skuldabréti þessu hefði verið 1. febrúar 1988, og var því fjárhæð þess öll gjaldfallin, er mál þetta var höfðað. Stefndu telja, að miða eigi skuld sína samkvæmt hinu óútgefna veð- skuldabréfi við markaðsverð þess á kaupsamningsdegi, 144.308 kr., sam- kvæmt niðurstöðu dómkvaddra matsmanna. Telja verður, að stefndu beri að efna samninginn við Pólarhús hf. að þessu leyti, og verður því ekki fallist á þessa málsástæðu stefndu. Með hlið- sjón af framangreindu þykir rétt að miða við, að fjárhæð hins óútgefna skuldabréfs hafi gjaldfallið eftir efni kaupsamningsins á fyrirhuguðum af- borgunardögum. Alls verða því kröfur stefnenda, að fjárhæð 447.000 kr., teknar til greina. Stefndu hafa, sem fyrr segir, haft uppi í málinu skuldajafnaðarkröfu, að fjárhæð samtals 1.346.560 kr. Með vísan til 116. gr. |. nr. 6/1978 má fallast á með stefndu, að þeir fái komið að skuldajafnaðarkröfu á hendur þrotabúi Pólarhúss hf. Með vísan til fyrri rökstuðnings verður að telja, að stefndu séu á sama hátt og stefnendur bundnir af kaupsamningi, sem þeir gerðu 15. nóvember 1982, og viðaukasamningi, dagsettum sama dag. 2549 Stefndu telja, að greiðsluliðurinn fyrirframgreidd húsaleiga hafi verið vanáætlaður. Þótt lauslegir útreikningar Jóns Arngrímssonar hafi verið lagðir til grundvallar ákvörðun þessa greiðsluliðar, verður að líta svo á, að fjárhæð hans hafi verið samkomulagsatriði fremur en hún hafi byggst á ná- kvæmum útreikningum aðila. Þar sem stefndu voru aðalhöfundar samn- ingsins, þykja ekki efni til að taka til greina kröfu stefndu, sem byggð er á endurskoðun á þessum greiðslulið. Varðandi kostnað stefndu við að fullgera fjórar íbúðir verður að líta til þess, að stefndu voru aðalhöfundar viðbótarsamningsins. Telja verður, að í afsali Pólarhúss hf. á fyrirframgreiðslu frá Reykjavíkurborg, að fjárhæð 550.000 kr., hafi falist fullnaðargreiðsla til stefndu á kostnaði við frágang íbúðanna. Stefnendur hafa ekki mótmælt tölulega skuldajafnaðarkröfu stefndu vegna áfallinna vaxta af veðskuldum fyrir 15. nóvember 1982, og þykir rétt, að sú krafa stefndu, að fjárhæð 125.018 kr., komi til skuldajafnaðar kröfum stefnenda. Stefndu þykja hafa sýnt fram á með bréfi Svans hf. á dómskjali nr. 50 og yfirlýsingu Jóns Arngrímssonar á dómskjali nr. 63, að þeir hafi greitt Svani hf. andvirði tveggja víxla, sem Pólarhús hf. skuldaði Svani hf. Víxla þessa, sem voru samtals að fjárhæð 52.430 kr., greiddu stefndu með víxli, að fjár- hæð 100.000 kr., á gjalddaga 1. september 1983. Þykir rétt, að sú fjárhæð komi til skuldajafnaðar kröfum stefnenda. Stefndu hafa krafist vaxta af skuldajafnaðarkröfu sinni, annars vegar af 125.018 kr. frá 15. nóvember 1982 og hins vegar af 100.000 kr. frá 1. septem- ber 1983. Nánari grein hafa þeir ekki gert fyrir þessari vaxtakröfu og vaxta- fótar ekki getið. Rétt þykir eftir atvikum, að skuldajafnaðarkrafa stefndu, að fjárhæð 125.018 kr., vegna uppgjörs vaxta komi til frádráttar kröfum stefnenda mið- að við 1. febrúar 1983, þannig, að höfuðstóll kröfu stefnenda lækki úr 447.000 kr. í 321.982 kr. Rétt þykir, að stefndu greiði 20% ársvexti af þeirri fjárhæð frá 1. febrúar 1983 til 1. september 1983. Frá þeim degi lækki höfuð- stóllinn um 100.000 kr., í 221.982 kr. Þá fjárhæð greiði stefndu stefnendum ásamt 20% ársvöxtum, þannig, að fimmti hluti höfuðstólsins ásamt áfölln- um samningsvöxtum gjaldfalli 1. febrúar 1984 og síðan fimmti hluti höfuð- stólsins árlega til 1988. Af hinum gjaldföllnu fjárhæðum greiðist síðan dráttarvextir, eins og í dómsorði greinir. Rétt þykir, að áfallnir dráttarvextir frá 1. febrúar 1985 bætist við höfuðstól kröfunnar á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. febrúar 1986. Með hliðsjón af frávísunarþætti málsins og úrslitum þess þykir rétt, að hvorir aðila beri sinn kostnað af málinu. 2550 Sigurður T. Magnússon, settur borgardómari, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Ragnar Tómasson og Þorsteinn Steingrímsson, greiði in solidum stefnendum, Steingrími Steingrímssyni, Haraldi Steingríms- syni og Gilbert Sigurðssyni vegna þrotabús Pólarhúss hf., 221.981,40 kr. ásamt 19% dráttarvöxtum á ári af 100.459,46 kr. frá 1. febrúar 1983 til 1. febrúar 1984, en 3,75% mánaðarvöxtum af 180.373,02 kr. frá þeim degi til 1. mars 1985, 4% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. júní 1985, 3,5% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. september 1985, 3.75% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. febrúar 1986, en af 251.407,26 kr. frá þeim degi til 1. mars 1986, 2,75% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. apríl 1986, 2,25% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. febrúar 1987, af 313.562,22 kr. frá þeim degi til 1. mars 1987, 2,5% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 14. apríl 1987, en frá þeim degi dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla 1. nr. 25/1987 af sömu fjárhæð til 1. febrúar 1988, en af kr. 366.837,90 frá þeim degi til greiðsludags. Á fallnir dráttarvextir frá 1. febrúar 1985 bætist við höfuðstól kröfunn- ar á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. febrúar 1986. Þá greiði stefndu stefnendum 20% ársvexti af 321.981,40 kr. frá 1. febrúar 1983 til 1. september 1983, af 221.981,40 kr. frá þeim degi til 1. febrúar 1984, af 177.585,12 kr. frá þeim degi til 1. febrúar 1985, af 133.188,84 kr. frá þeim degi til 1. febrúar 1986, af 88.792,56 kr. frá þeim degi til 1. febrúar 1987, en af 44.396,28 kr. frá þeim degi til 1. febrúar 1988. Málskostnaður fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að telja að viðlagðri aðför að lögum. 2551 Fimmtudaginn 1. desember 1994. Nr. 375/1994. — Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Guðmundi Halldóri Jóhannssyni (Jóhann Þórðarson hrl.) Líkamsárás. Skilorð. Aðfinnslur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ákærði áfrýjaði héraðsdómi til endurskoðunar samkvæmt a-, b- og c-lið 147. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 7. gr. laga nr. 37/1994, og til að fá bótakröfu vísað frá héraðsdómi. Af hálfu ákæruvalds var þá einnig áfrýjað með stefnu 27. júlí 1994 til þyngingar á refsingu, en staðfestingar á greiðslu skaðabóta. Fyrir héraðsdómi lágu gögn um ýtarlega lögreglurannsókn, sem fram fór í beinu framhaldi af atburði þeim, sem málið er risið af. Þrír þeirra, er gáfu skýrslu fyrir lögreglu, komu fyrir dóminn sem vitni og báru þar, að þeir hefðu séð ákærða sparka í höfuð og efri hluta líkama manns þess, er lá á gangstéttinni. Tvö vitnanna báru afdráttarlaust, að þau hefðu séð, að lögreglumenn handtóku árásar- manninn. Héraðsdómari hefur sakfellt ákærða fyrir líkamsárás sam- kvæmt 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Skipuð- um verjanda ákærða hefur ekki tekist að leiða að því líkur, að mat héraðsdómara á sönnunargildi framburðar þessara vitna kunni að vera rangt. Ber því með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms að staðfesta niðurstöðu hans um sakfellingu ákærða. Árás ákærða var hrottafengin og hefði hæglega getað leitt til stór- kostlegra líkamsmeiðsla og örkumla. Telst refsing ákærða því hæfi- lega metin fangelsi í sex mánuði, en rétt er, að fullnustu fjögurra mánaða af refsingunni verði frestað skilorðsbundið í þrjú ár frá uppkvaðningu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um greiðslu skaðabóta til tjón- þola og um greiðslu sakarkostnaðar. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu áfrýjunarkostnaðar sakarinnar, eins og í dómsorði greinir. 2552 Það athugast, að í hinum áfrýjaða dómi er ekki greint svo ná- kvæmlega sem skyldi frá atvikum málsins, sönnunargögnum og rök- stuðningi fyrir niðurstöðu héraðsdómara um sönnunaratriði. Er þetta aðfinnsluvert, en ekki þykir næg ástæða til að ómerkja dóm- inn af þessum sökum. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Halldór Jóhannsson, sæti fangelsi í sex mánuði. Fresta skal fullnustu fjögurra mánaða af refsingunni, og falli sá hluti hennar niður eftir þrjú ár frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu skaðabóta og sakarkostn- að eru staðfest. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin sak- sóknarlaun til ríkissjóðs, 35.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Jóhanns Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júní 1994. Mál þetta, sem var dómtekið í dag. hefur ríkissaksóknari höfðað fyrir dóminum á hendur Guðmundi Halldóri Jóhannssyni, Huldubraut 13, Kópa- vogi, f. 8. 8. 1970 (fnr. 485), með ákæruskjali, út gefnu 19. apríl 1994 og birtu 13. maí sl., fyrir líkamsárás með því að hafa aðfaranótt laugardags 16. októ- ber 1993 við Lækjargötu 2 í Reykjavík ráðist á Pál Lúther Ingimarsson, fæddan 15. ágúst 1974, slegið hann í höfuðið, svo að hann féll í götuna, og sparkað margsinnis í hann liggjandi með þeim afleiðingum. að hann tví- kjálkabrotnaði. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. alm. hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Páll Lúther Ingi- marsson, kt. 150874-4839, Grundarlandi 6, Reykjavík, krefst 305.920 kr. skaðabóta úr hendi ákærða. Ákærði hefur hvorki gengist við sakargiftum né fallist á bótakröfu. Málið hefur verið rekið samkvæmt ákvæðum 128. og 129. gr. laga nr. 19/4991 um meðferð opinberra mála. Ráðist var á Pál Lúther nefnda nótt laust eftir kl. 4.00. Lögregla var 2553 tafarlaust kvödd á vettvang og handtók ákærða eftir ábendingu vitna um 15 til 20 metra frá árásarstað. Guðmundur viðurkenndi strax að hafa lent í áflogum, en neitaði að vera valdur að áverkum Páls. Eftir á kvaðst ákærði ekki muna eftir að hafa sagst hafa lent í átökum, en hér fyrir dómi kveður hann sig minna að hafa orðið vitni að einhverjum átökum, annaðhvort á Lækjartorgi eða í Lækjargötu. Lögreglan hafði tal af sjónarvottum á vett- vangi, og hafa þrír þeirra komið fyrir dóminn og borið vitni. Öll vitnin bera. að árásarmaðurinn hafi sparkað oftar en einu sinni í hinn fallna. Tveir sáu hann sparka í höfuð mannsins og hinn þriðji í efri hluta líkamans. Tvö vitn- anna fylgdust með árásarmanninum og bentu lögreglunni á hann. Þau telja vafalaust, að ákærði sé árásarmaðurinn. Þessi tvö vitni kannast við að hafa verið nokkuð undir áhrifum áfengis. Þriðja vitnið, sem fyrst gerði lögregl- unni viðvart, segist hafa verið allsgáð. Ekkert vitnanna er tengt aðilum. Framburður þeirra styrkist af framburði annarra, sem voru yfirheyrðir við rannsókn. Minni háttar misræmi þykir ekki spilla sönnunargildi þessara skýrslna um ákæruatriði. Sjálfur segist Páll muna það eitt að hafa fengið högg á hnakkann. Samkvæmt framburði vitnanna er það hafið yfir allan skynsamlegan efa, að ákærði hefur aðhafst það, sem hann er sakaður um. Samkvæmt læknisvottorði, dags. 3. janúar 1994, eru bæði brotin misgeng- in, en höfðust vel við og greru eðlilega. Dofi er í neðri vör vinstra megin, en fer batnandi. Tennur kunna að hafa skaddast. Skaðabótakrafa sundurliðast í lækniskostnað, þar með tannlæknakostn- að, alls 42.920 kr.. tekjutap 31.000 kr., fataskemmdir 20.000 kr., útlagðan kostnað 12.000 kr. og miska 200.000 kr. Ákærði hefur ekki, svo að vitað sé, gerst sekur um brot, sem hafa ítrek- unaráhrif á refsingu í þessu máli. Honum var gerð 20.000 króna sekt í dómi fyrir ölvun við akstur bifreiðar 29. 6. 1988 og 25.000 króna sekt fyrir hið sama 23. 8. 1989. Árásin var fólskuleg. Ákærði var í skóm með stáli í tá og afleiðingarnar alvarlegar og að nokkru varanlegar. Ákærða verður þó dæmd væg refsing í samræmi við dómiðkun, eins og greinir í dómsorði. Reikningsgerð bótakrefjanda er að vísu ekki studd frumgögnum, en allir fjártjónsliðir eru sennilegir og í eðlilegu samræmi við það, sem vitað er um afleiðingar árásarinnar. Í vörn ákærða hefur ekki komið fram rökstudd gagnrýni á einstaka liði. Miski þykir hæfilega metinn 100.000 kr. og heildar- bætur 200.000 kr. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Halldór Jóhannsson, sæti þriggja mánaða fangelsi, en þar af skal tveggja mánaða fangelsisrefsingu frestað í 3 ár frá deginum í dag að telja, enda haldi hann almennt skilorð 57. gr. 2554 laga nr. 19/1940. Þá greiði hann allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Sigfúsar Sigurjónssonar hdl., 40.000 kr., og saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 kr., og Páli Lút- her Ingimarssyni 200.000 kr. í bætur. 2555 Fimmtudaginn Í. desember 1994. Nr. 39/1992. Vestmannaeyjahöfn (Jón Hjaltason hrl.) gegn Hf. Eimskipafélagi Íslands (Guðmundur Pétursson hrl.) Skaðabætur. Siglingar. Frávísun frá héraðsdómi að hluta. Skulda- jöfnuður. Ómerking. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Haf- stein. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með stefnu 27. janúar 1992. Krefst hann þess, að stefnda verði gert að greiða sér 3.758.354 krónur með 3,2% mánaðarvöxtum frá 31. október 1989 til 1. desem- ber sama ár, með 3,4% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. febrúar 1990, með 3,1% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. mars sama ár, með 2,5% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. apríl sama ár, með 2,2% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. maí sama ár, með 1,9% mánaðarvöxtum frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, en síðan með hæstu dráttarvöxtum hverju sinni samkvæmt útreikningi Seðla- banka Íslands og í samræmi við vaxtalög nr. 25/1987 til greiðsludags, og verði höfuðstólsfærsla heimiluð í fyrsta sinn 31. október 1990. Einnig krefst hann þess, að viðurkenndur verði sjóveðsréttur sinn í ms. Bakkafossi til tryggingar dæmdum kröfum. Þá krefst hann máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi áfrýjanda. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Meðal þeirra er svarbréf Vita- og hafnamálaskrifstofunnar við bréfi lögmanns stefnda, þar sem fram kemur, að svonefndur Norðurgarður í Vest- mannaeyjahöfn var styttur á árinu 1992 um 60 metra. Héraðsdómur, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, komst að þeirri niðurstöðu, að sök vegna ásiglingar ms. Bakkafoss á skip og pramma áfrýjanda við Nausthamarsbryggju í Vestmanna- 2556 eyjahöfn 31. október 1989 væri tvíþætt. Annars vegar hafi verið óvarlegt að sigla skipinu á 5 til 6 sjómílna hraða miðað við klukku- stund og einnig að varpa ekki stjórnborðsakkeri, um leið og gefin var fyrirskipun um að sigla aftur á bak. Hins vegar hafi verið rangt að láta skip liggja við Nausthamarsbryggju og hafa það ekki tryggt, að dráttarbáturinn Lóðsinn sigldi á undan ms. Bakkafossi með dráttartaug á milli skipanna. Þessu mati héraðsdóms verður ekki haggað. Ábyrgð á mistökum við stjórn skipsins hvílir á steinda samkvæmt 171. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Af hálfu áfrýjanda er því enn fremur haldið fram, að ábyrgð vegna síðarnefndu atriðanna eigi að leggja á stefnda á grundvelli sama lagaákvæðis, þar sem hér hafi verið um sök hafnsögumanns að ræða. Vísar áfrýjandi og til 17. gr. laga nr. 48/1933 um leiðsögu skipa, sem í gildi voru á þessum tíma, en í því ákvæði sagði, að leið- sögumaður bæri ábyrgð á leiðsögu sinni. Einnig vísar hann til 8. gr. hafnarreglugerðar fyrir Vestmannaeyjahöfn nr. 377/1985, þar sem segir, að höfnin veiti dráttarbátaaðstoð og hafnsögumaður ákveði notkun báta og mannafla hverju sinni. Svo sem fram kemur í héraðsdómi, var áfrýjanda fullkunnugt um hættu, sem fyrir hendi var við innsiglingu skipa á borð við ms. Bakkafoss í Vestmannaeyjahöfn, en tvívegis áður höfðu orðið sam- bærileg óhöpp við Nausthamarsbryggju, er valdið höfðu tjóni. Verð- ur ekki á það fallist með áfrýjanda, að hann geti firrt sig ábyrgð á legu skipa á þessum stað. Að því er varðar ákvörðun um fylgdar- eða dráttarbát, verður að horfa til þess, að áfrýjandi átti að leggja til bátinn, og var hafnsögumaðurinn starfsmaður hans. Samkvæmt því verður niðurstaða héraðsdóms um ábyrgð áfrýjanda staðfest svo og sakarskipting dómsins. Staðfest er og með vísan til forsendna héraðsdóms niðurstaða hans um fjárhæð skaðabóta. Áffrýjandi hefur mótmælt meðferð héraðsdóms á skuldajafnaðar- kröfu stefnda í héraði og telur skuldajöfnuð ekki eiga sér neina stoð. Skilja verður bókun eftir lögmanni hans við munnlegan mál- flutning í héraði svo, að hann hafi einungis samþykkt, að krafan kæmist að í málinu, en í því hafi ekki falist efnislegt samþykki við henni. Reifun og meðferð kröfunnar fyrir héraðsdómi þykir hins 2557 vegar hafa verið svo áfátt, að ekki verði um hana dæmt. Verður meðferð og niðurstaða héraðsdóms um hana því ómerkt og kröf- unni vísað frá héraðsdómi. Stefnda verður samkvæmt framansögðu dæmt að greiða áfrýj- anda 521.170 krónur með vöxtum, eins og í dómsorði greinir. Stað- fest er ákvæði héraðsdóms um sjóveðsrétt áfrýjanda í ms. Bakka- fossi fyrir dæmdri kröfu. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms er einnig staðfest, og rétt þyk- ir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Ómerkt er niðurstaða hins áfrýjaða dóms um skuldajafnaðar- kröfu stefnda, Hf. Eimskipafélags Íslands. og er henni vísað frá héraðsdómi. Stefndi greiði áfrýjanda, Vestmannaeyjahöfn, 521.170 krón- ur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987., sbr. 2. gr. laga nr. 67/1989, frá 31. október 1989 til greiðsludags. Staðfest eru ákvæði héraðsdóms um sjóveðsrétt áfrýjanda í ms. Bakkafossi og um málskostnað. Málskostnaður í Hæstarétti fellur niður. Dómur bæjarþings Vestmannaeyja 15. nóvember 1991. I. Dómkröfur. Mál þetta, sem tekið var til dóms 23. f. m., hefur Vestmannaeyjahöfn, kt. 690269-0159, Vestmannaeyjum, höfðað hér fyrir bæjarþinginu með stefnu, út gefinni 10. ágúst 1990 og birtri 21. ágúst 1990, á hendur Hf. Eimskipa- félagi Íslands, kt. 510169-1829, Pósthússtræti 2, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda, Vestmannaeyjahafnar, eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 3.758.354 kr. með (nánar tilgreindum vöxt- um). Stefndi, Hf. Eimskipafélag Íslands, krefst þess aðallega að verða sýknað- ur af öllum kröfum stefnanda, Vestmannaeyjahafnar, en til vara, að sök verði skipt og í því tilfelli viðurkennt, að stefnda sé heimilt að skuldajafna 2.143.162 króna kröfu sinni við kröfu stefnanda, en til þrautavara, að hvor aðili beri tjón sitt sjálfur. Við munnlegan málflutning krafðist lögmaður stefnda, að auk framangreindrar fjárhæðar kæmi til skuldajafnaðar jafn- 2558 virði 12.935 DM í íslenskum krónum, sbr. dskj. nr. 31, en hér væri um að ræða viðgerðarkostnað á ms. Bakkafossi vegna tjónsins. Af hálfu stefnanda var kröfu þessari mótmælt sem allt of seint fram kominni. Sættir hafa verið reyndar, en reynst jafnan árangurslausar. I. Málsatvik. Í verulegum atriðum eru málsaðilar sammála um málsatvik, og þykir mega lýsa þeim þannig: Að morgni þriðjudags 31. október 1989 hugðist flutningaskipið ms. Bakkafoss, sem er 106,58 metrar að lengd, taka höfn í Vestmannaeyjum, en skip þetta hefur stefndi á leigu. Hvasst var af suðaustri og stórsjór. Skip- stjórinn á ms. Bakkafossi bað um hafnsögumann frá Eyjum, og sigldi innan- hafnarbáturinn Léttir með hann að skipinu, og var hann kominn um borð í ms. Bakkafoss um hálfníuleytið þá um morguninn. Hófst þá sigling inn í höfnina, og segir svo um það í leiðabók ms. Bakkafoss: „Um kl. 09.00 er skipið á siglingu inn í Vestmannaeyjahöfn. Siglt er með hægri ferð, ca. 5-6 sml. í innsiglingarmerkjum.“ Í leiðabókinni er þess jafn- framt getið, að þegar framhluti skipsins hafi verið kominn á milli garðanna (nyrðri og syðri hafnargarðs), hafi það tekið að drífa allhratt að norður- garðinum. Hafi þá hraði skipsins verið aukinn upp í hálfa ferð, og þegar framhluti skipsins hafi verið kominn inn fyrir norðurgarðinn, hafi stýrið verið sett hart í stjórnborða, jafnframt því sem bógskrúfa hafi verið keyrð á fullu í stjórnborða. Skipið hafi hins vegar ekki svarað eðlilega, heldur hald- ið því sem næst beint áfram. Upplýst er, að þá hafi skipstjóri. er afturendi skipsins var kominn inn fyrir norðurgarðinn, fyrirskipað að setja á fulla ferð aftur á bak. enda taldi hann augljóst, að skipið næði ekki beygjunni til norðurs. Það skipti hins vegar engum togum, að skipið hélt því sem næst beint áfram. Var þá tæp skipslengd í Nausthamarsbryggju, sem er austasta bryggjan í höfninni, en þar lá grafskip hafnarinnar utan á dýpkunarpramm- anum og þar fyrir aftan ms. Gígja utan á ms. Álsey. Þótt, eins og að framan greinir, sett hafi verið á fulla ferð aftur á bak, þegar skipið átti tæpa skips- lengd ófarna að Nausthamarsbryggju, skipti það ekki neinum togum, að skipið lenti með bakborðsbóg á grafskipinu Vestmannaey, eign stefnanda, Vestmannaeyjahafnar, svo og dýpkunarpramma því skipi tengdum og stað- næmdist með stefnið á milli ms. Gígju og Álseyjar. Við áreksturinn urðu þó nokkrar skemmdir á öllum skipunum. Hinn 14. mars 1990 náðist samkomu- lag á milli eiganda Gígju og Álseyjar, Hraðfrystistöðvarinnar hf., og stefnda um tjónsuppgjör, og greiddi stefndi Hraðfrystistöðinni hf. tæpar tvær millj- ónir króna í bætur vegna tjóns á Gígju og Álsey. 2559 Aðalmeðferð í málinu fór fram 22. og 23. október sl., og komu þá fyrir dóminn til vitnaleiðslu skipstjórinn á ms. Bakkafossi, Guðmundur Krist- insson, og Björgvin Magnússon hafnsögumaður, og einnig komu fyrir dóm- inn til skýrslutöku fyrrverandi og núverandi hafnarstjóri. Sigurgeir Ólafs- son og Ólafur Kristinsson. og höfðu þeir allir að undanskildum Ólafi Kristinssyni gefið skýrslu við sjópróf, er fram fóru hjá bæjarfógetaembætt- inu í Vestmannaeyjum 17. nóvember 1989. Við aðalmeðferð komu mats- menn einnig fyrir dóminn. Málið var munnlega flutt hinn 23. október sl. Vitnið Guðmundur Kristinsson, skipstjóri á Bakkafossi, gaf skýrslu fyrir dómi er málið sætti dómsrannsókn við sjóferðapróf hinn 17. nóvember 1989. Sjóprófið, dskj. 3, er meðal málsgagna, og er þar einnig að finna fram- burð vitnisins 31. október 1989, sama dag og umræddur atburður varð. Til- greinir vitnið þar einnig, að hraði skipsins, er það sigldi inn í höfnina, hafi verið 5 til 6 sjómílur, suðaustan 6-8 vindstig hafi verið og gengið hafi á með hryðjum. Þennan ganghraða staðfesti vitnið við sjóprófið. Hér fyrir dómi hefur vitnið sagt, að hraði skipsins hafi verið 2-3 sjómílur, er siglt hafi verið inn höfnina, en utan garða, en eftir að inn fyrir garða hafi verið komið, hafi skipið verið á 4-5 sjómílna ferð. Vitnið kvað skipið þurfa a. m. k. að sigla með 1-2 sjómílna hraða, til að stýrishæfni þess yrði fullnægjandi. Vitnið sagði, að um leið og bætt væri við ferð, tæki skipið strax við sér. Vitnið kvaðst hafa tekið ákvörðun um ganghraðann í samráði við hafnsögumann. Vitnið kvaðst vera alveg visst um, að stjórntæki skipsins hefðu verið í lagi og starfað eðlilega. Vitnið Björgvin Magnússon hafnsögumaður sagði, er það 31. október 1989 gaf í þágu sjóprófsins skýrslu hjá lögreglu, að þegar inn fyrir rauðu baujuna hefði verið komið, hefði ferð skipsins vera 5-6 sjómílur, en eftir að skipið hefði tekið að drífa við norðurgarðinn, hefði verið bætt við vélar- aflið. Hér fyrir dóminum sagði vitnið, að hraði skipsins að hafnarmynninu (þ. e. frá Klettsnefi að rauðu bauju, innskot dómara) hefði verið 5 til 6 sjó- mílur. Síðan hefði verið hægt á ferðinni og hraði inn hafnarmynnið (frá rauðu bauju að hafnargörðum, innskot dómara), hefði verið 4 sjómílur. Þegar skipið hefði tekið að drífa að norðurgarðinum, hefði verið sett hálfa ferð, 6-7 sjómílur, og þegar séð hefði verið, að auka þyrfti vélarkraftinn til að ná beygjunni, hefði verið sett upp undir fulla ferð áfram, þ. e. 7 til8 sjó- mílur. en eftir að séð hefði verið, að beygjan næðist ekki, hefði verið sett á fulla ferð aftur á bak. Vitnið sagði, að það hefði metið aðstæður svo, að óhætt væri að taka skipið inn. Vitnið sagði, að sog myndaðist einkum, þeg- ar vindur gengi til suðvesturs, en ekki hefði verið þannig háttað um vindátt 2560 umrætt sinn. Vitnið sagði, að stefna innsogs væri frá norðurhaus í átt að þrónum hjá FES, en stefna útsogs væri með norðurhaus í átt að suðurhafn- argarði og með honum í norður. Vitnið taldi augljóst mál, að um sog hefði verið að ræða umrætt sinn, en hins vegar væri alls ekki unnt að mati vitnis- ins að segja til um, hvort hér hefði gætt innsogs eða útsogs, því að um hvort tveggja gæti verið að ræða, og hefði það sömu afleiðingar að þess mati. Vitnið tók einnig fram, að þegar svo stórt skip, sem hér um ræðir, væri tek- ið inn, og það nálgist þröngt sund, eins og hér væri um að ræða, þ. e. garðar á bæði borð, gætu myndast sogkraftar á siglingu skipa. Vitnið sagði, að þeg- ar skipið hefði verið tekið inn á höfnina, klukkan níu um morguninn, hefði vindur verið að ganga úr suðaustri í suðsuðaustur og verið 8 vindstig, þ. e. 6 til 7 vindstig á sjónum á því svæði, sem farið var um. Ekki vildi vitnið telja, að vont hefði verið í sjóinn, og benti á í því sambandi, að þegar komið sé inn fyrir rauðu baujuna, þ. e. áður en komið sé að görðunum, sé hætta á sviptivindum, en ekki hefði verið um það að ræða í þetta sinn, og nýja hraunið hefði skýlt fyrir vindi og veitt verulegt skjól. Vitnið vakti athygli á því, að útsýni úr brú Bakkafoss hefði verið takmarkað vegna mikillar hæð- ar gáma á þilfari og brúin sé auk þess aftast á skipinu. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ástæðu til að færa skipin frá Nausthamarsbryggju. Vitnið sagði, að fyrst það hefði notað innanhafnarbátinn Létti, en ekki dráttarbátinn Lóðs- inn, hefði það sennilega helgast af því, að síðarnefndi báturinn hefði ekki verið tiltækur. Það sagði, að togkraftur Lóðsins væri 5 tonn, en aftur á móti væri báturinn Léttir með öllu ónothæfur til aðstoðar við skip í þessu sam- bandi. Vitnið sagði, að leiðsögn hefði gengið vel, enda hefðu það og um- ræddur skipstjóri verið vanir að vinna saman við sams konar verk. Á sama hátt hefði undirbúningur innsiglingar gengið eðlilega og nánast sjálfkrafa. Það sagðist þó hafa gefið fyrirmæli um, að akkeri væru klár, og það hefði fylgst vel með hraðanum, vitandi um þá hættu, sem skapast gæti við það, að skipið tæki á sig vind eða lenti í drift (straumkasti), en skipið væri að mati vitnisins viðkvæmt fyrir hvoru tveggja. Vitnið sagði, að þótt það væri venju- leg vinnuregla hjá því að hafa alltaf bæði akkeri klár, þegar það leiðbeinir skipum inn í höfnina, hefði aldrei komið til þess, að það þyrfti að grípa til þeirra við leiðsögu skipa. Vitnið Guðmundur Kristinsson sagðist margoft hafa siglt Bakkafossi inn til Vestmannaeyja fyrir þennan umrædda atburð. Það sagði, að aðstæður, áður en komið hefði verið að norðurgarðinum, hefðu alls ekki verið öðru- vísi en vitnið átti að venjast, en þegar þangað var komið, hefði skipið dreg- ist að garðinum og virtist ekki láta að stjórn. Skýringuna á því, að skipið svaraði ekki stjórntökum, þegar stýrisskipunin „hart í stjór“ hefði verið gef- 2561 in, taldi vitnið vera þá, að mikið sog hefði dregið skipið að garðinum. Lýsti vitnið því nánar þannig, að skipið hefði eins og dregist með bylgju að garðin- um og inn, en einmitt þá hefði skipið verið nákvæmlega í innsiglingarmerkjum. Sigurgeir Ólafsson, fyrrverandi hafnarstjóri, gaf skýrslu við sjóprótið. Hann gaf einnig aðilaskýrslu hér fyrir dóminum, og kom fram í framburði hans, að mikil þrengsli væru í höfninni og reynt sé því að nýta hvert bryggjulægi. Hann taldi það ekki myndu hafa komið að gagni. þótt dráttar- báturinn hefði aðstoðað við innsiglinguna og taug verið tengd á milli skip- anna. Þótt breyttar aðstæður kynnu að knýja á um, að taka þyrfti af norður garðinum, taldi vitnið, að það ætti ekkert skylt við hönnunargalla, höfnin sé alls ekki með slíka galla. Ólafur Kristinsson, núverandi hafnarstjóri, sagði, að verið væri að vinna Í útboðsgögnum með það í huga að fara í framkvæmdir við styttingu norður- garðs, en lagðar hefðu verið til grundvallar, áður en ákvörðun um útboð hefði verið tekin, athuganir danskrar straumfræðistofnunar á möguleikum til breytinga á innsiglingunni og hafnarmannvirkjum. Með beiðni, dags. 17. nóv 1989, fór stefndi fram á það við bæjarfógeta- embættið í Vestmannaeyjum, að dómkvaddir yrðu hæfir og óvilhallir menn til að meta skemmdir á grafskipinu Vestmannaey. Samkvæmt matsbeiðni og dómkvaðningu skyldu matsmennirnir, þeir Frímann Sturluson skipatækni- fræðingur og Magni Guðmundsson tæknifræðingur. láta í té skriflegt og rökstutt álit um eftirfarandi: 1. hver eðlilegur kostnaður væri við að lagfæra þær skemmdir, sem urðu á grafskipinu Vestmannaey við áreksturinn, 2. hvert mætti ætla, að verðmæti þess, sem skemmdist um borð í grafskip- inu Vestmannaey, hefði verið fyrir áreksturinn með tilliti til aldurs skipsins og þeirra hluta, er skemmdust. Í matsgerð, dagsettri 20. desember 1989 (dskj. 4). komust matsmennirnir að þeirri niðurstöðu, að efnis- og vinnukostnaður vegna viðgerðar á tjóni grafskipsins Vestmannaeyjar næmi 1.870.000 krónum. Þegar tekið væri tillit til aldurs þeirra hluta, sem skemmdust, næmi tjónið 645.000 krónum, sem matsmennirnir síðar leiðréttu vegna reikningsskekkja í 631.000 krónur. Matsmenn komu hér fyrir dóminn og staðfestu matið. Stefnandi gat ekki fallist á, að mat þetta yrði lagt til grundvallar tjóns- uppgjöri, og gerði stefnda það kunnugt með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda, dagsettu 9. febrúar 1990. Þar segir m.a.: „Hafnarsjóður Vest- mannaeyja getur ekki fallist á, að mat þetta feli í sér neinar raunverulegar bætur fyrir það tjón, sem Bakkafoss olli við ásiglinguna 31. 10. 1989. Er hvort tveggja, að matið er í flestum greinum of lágt í þeim liðum, sem það 11 Hæstaréttardómar IV 2562 nær til, auk þess sem matsmenn meta ekki annað, svo sem endurnýjun á rafkerfi, skemmdir á pramma og tjón hafnarsjóðs vegna þess tíma, sem við- gerð tekur, en dráttur á matinu hefur haft í för með sér, að starfsmenn graf- skips eru enn á launum hjá höfninni, þótt ekki hafi verið hægt vegna tjóns- ins að starfrækja grafskipið.“ Með matsbeiðni, dagsettri 2. apríl 1990, dskj. 22, fór lögmaður stefnanda fram á það við bæjarfógetann í Vestmannaeyjum, að dómkvaddir yrðu tveir hæfir og óvilhallir sérfróðir menn til að framkvæma yfirmat á tjóni, sem ms. Bakkafoss var valdur að við ásiglingu á grafskipið Vestmannaey 31. 10. 1989. Enn fremur skyldu matsmenn meta tjón, sem orðið hefði á pramma umrætt sinn af völdum sama skips, og skyldu þeir einnig meta kostnað við endurnýjun á rafkerfi í grafskipið Vestmannaey vegna umrædds atburðar og loks tjón Vestmannaeyjahafnar vegna viðgerðartíma. Með matsgerð, dagsettri 30. apríl 1990, komust dómkvaddir matsmenn, þeir Steinar Viggósson tæknifræðingur og Sigurður Sólbergsson skipaverk- fræðingur, að þeirri niðurstöðu í mati sínu, að viðgerð á skipinu og pramma næmi 2.483.300 krónum, laun áhafnar í þrjár vikur töldu þeir vera 293.374 krónur, og tap vegna rekstrarstöðvunar í þrjár vikur bæri að meta á 397.500 krónur. Væri samkvæmt því heildartjón stefnanda 3.174.174 krónur. Einnig þessir matsmenn komu fyrir dóminn og staðfestu mat sitt. Í greinargerð sundurliðar stefnandi stefnukröfuna með þessum hætti: 1. Bótakrafa skv. niðurstöðu yfirmats .............0........0.0... kr. 3.174.174 2. Virðisaukaskattur, 24,5%, reiknaður á vinnuliði í mati yfirmatsmanna, 1.526.200 kr., sem ekki var tekinn með í yfirmatsgErð ............ rr - 373.919 3. Matskostnaður yfirmatsmanna, sem er höfuðstóll stefnukröfu.................0...0 rr - 210.261 Samtals kr. 3.758.354 Stefndi sundurliðar aftur á móti skuldajafnaðarkröfu sína, dskj. 19 og 20, þannig: 1. Bætur vegna Gígju og Álseyjar...................... kr. 1.932.600 2. Matsgerð Frímanns Sturlusonar...............00 - 68.883 3. Matsgerð Magna Guðmundssonar ..................000000... - 70.386 4. Skoðunarkostnaður/Könnun hf... - 17.817 5. Þýðingarkostnaður/Hilmar Foss... - 34.026 6. Lögfræðikostnaður/Málflutningsskrifstofan.................. - 6.382 7. Flugmiði Reykjavík/Vestm-eyjar/Reykjavík ................. - 13.068 Samtals kr. 2.143.162 2563 ll. Málsástæður og lagarök. Af hálfu stefnanda er því haldið fram, að stefndi eigi einn sök á því. að ms. Bakkafoss rakst á skip stefnanda. Ms. Bakkafoss sé eign stefnda (sic) og skipstjóri hafi unnið á ábyrgð stefnda sem og einnig hafnsögumaðurinn, eftir að hann var kallaður til starfa á skipinu. Þótt bæði skipstjóri og hafn- sögumaður telji, að ekkert hafi verið athugavert, sé það álit stefnanda, að um handvömm hafi verið að ræða við siglingu skipsins inn í höfnina og stefnda verði gefin sök á því, enda borið húsbóndaábyrgð, ekki einungis á skipstjóra, heldur einnig hafnsögumanni. En sé horft sérstaklega til þeirrar handvammar, sem hér komi til greina, sé það vissulega áleitin spurning, hvort rétt hafi verið að auka ferðina upp í hálfa ferð og ekki látið þar við sitja, heldur ferðin aukin í upp undir fulla ferð, þ. e. um það bil 8 sjómílur. Hér hafi verið um allt of mikla ferð að ræða, og skipti þá ekki máli, þótt hraðaaukningin hafi verið gerð til að ná beygjunni. Það hafi einfaldlega ekki tekist, og tjón hafi orðið, enda skipið komið því sem næst á fullri ferð á hin kyrrstæðu skip. Þegar skipið hafi ekki látið að stjórn, hafi átt að láta akkeri falla, en ekki auka ferðina, eins og gert hafi verið. Skipið hafi komið inn í höfnina á fullri ferð, straumar og annað hafi hér engin áhrif, og skipið hafi valdið tjóni með siglingu sinni. Hafnaryfirvöld eigi ekki sök á þessu tjóni. Það sé úr lausu lofti gripið hjá stefnda, að höfnin sé ranglega hönnuð og hún sé slysagildra. Ekki sé unnt að bera fyrir sig skort á tilkynningum um sog í höfninni. Iðulega hafi komið til tals, að sérstaka aðgæslu þurfi við að taka inn skip af þessari stærð, það sé á allra vitorði. Hins vegar sé hafnaryfirvöldum og hafnsögumanni fullljóst, að höfnin er ekki nógu trygg til að taka inn svo stórt skip sem ms. Bakkafoss er. Hafnaryfirvöld höfðu engin tök á að draga úr tjóninu. Röng hafi sú ákvörðun verið að taka skipið inn, fyrst tjón varð, og það alls ekki verið forsvaranlegt með þeim hætti, sem gert hafi verið. Skipti þá ekki máli, þótt hafnsögumaður hafi ályktað sem svo, að engin hætta væri því samfara, það hafi einfaldlega verið rangt mat. Kröfugerðin sé að sjálfsögðu miðuð við yfirmatið, dskj. 13, enda verði gamlir hlutir ekki hér endurbættir nema nýir hlutir komi í staðinn. Við munnlegan málflutning gaf lögmaður stefnanda þá málflutningsyfirlýsingu, að skuldajafnaðarkröfu stefnda, að fjárhæð 2.143.162 kr., sbr. dskj. 19 og 20, væri ekki mótmælt, en hins vegar allri hækkun á þeirri kröfu. Um lagarök vísar stefnandi til þess, að stefndi beri ábyrgð á því tjóni, sem menn, er stefndi ber ábyrgð á, sbr. 1. mgr. 171. gr. siglingalaga, sbr. 162. gr. sömu laga, valda með saknæmum hætti. Af hálfu stefnanda er því einnig haldið fram, að 162. gr. taki til þess tilviks, sem hér um ræðir. Þá var vitnað 2564 til Hrd. 1971, 1034. þ. e. þess hluta dómsins, er fjallar um mistök af hendi skipstjórnarmanna, sbr. einnig Hrd. 1946, 442, Hrd. 1947, 245, Hrd. 1938, 144, og dóm Eystra landsréttar frá 29. júní 1922. Um rétt til sjóveðsréttar vísar stefnandi til 197. gr. laga nr. 34/1985. Til stuðnings aðalkröfu um sýknu er af hálfu stefnda bent á, að það sé samdóma álit þeirra, sem geta gleggst um það vitnað, að engin mistök hafi verið við siglingu skipsins inn í höfnina, er í því sambandi vísað til fram- burðar vitnanna Guðmundar skipstjóra og Björgvins hafnsögumanns. Ljóst sé hins vegar, að vilji hafnaryfirvöld gera stefnda ábyrgan fyrir tjóninu, verði þau að sýna fram á, að einhver mistök hafi orðið við siglingu skipsins. Í þessu sambandi verði að telja, að ósannað sé, að átt hafi að varpa akkeri, og hugsanlega hefði það getað valdið hættu. Einnig verði hér á það að líta, hversu skamman tíma skipstjórnarmenn höfðu til umráða, en það sé ein- mitt eitt þeirra atriða, sem hafa beri í huga, þegar sök sé metin, sbr. 159. gr. laga nr. 34/1985. Á hitt sé einnig að líta. að fulltrúar hafnaryfirvalda hafi átt að vita. að varasamt var að sigla skipinu inn, eins og hér stóð á. Hafnsögu- manni hafi þannig borið að vara skipstjóra við hugsanlegu sogi við hafnar- garð, og honum og hafnarstjóra hafi borið að flytja grafskipið og pramm- ann frá bryggjunni, áður en siglt væri inn. Ljóst sé. að vanræksla hafnaryfir- valda um þessi atriði felli ábyrgð á stefnanda, og megi vísa til dómafram- kvæmdar í því sambandi í sambærilegum málum, sbr. Hrd. 1971, 1034, Hrd. 1966, 608. og Hrd. 1982, 1860. Grundvallaratriði sé, að hafnaryfirvöldum beri að vara við. ef varasamt sé að taka inn skip. Þá verði einnig að telja, að höfnin sé slysagildra og með hönnunargöllum, enda segi hafnaryfirvöld beinlínis, að rýmka þurfi innsiglinguna og taka af garðinum. sbr. framburð Sigurgeirs Ólafssonar á dskj. 3. Norræn dómaframkvæmd sýni enn fremur ábyrgð hafnaryfirvalda að þessu leyti, sbr. Nordis domsamling 1945, 147, 1949, 81, og 1967, 110. Ef aðalkrafa næði fram að ganga, ætti 1. mgr. 158. gr. laga nr. 34/1985 við. Komist dómurinn hins vegar að þeirri niðurstöðu. að skipta beri sök, beri að horfa vel til þess atriðis, að rík ábyrgð hvíli á hafn- aryfirvöldum til upplýsingamiðlunar og ónógar og villandi upplýsingar geti leitt til skaðabótaábyrgðar. Í þessu sambandi var af hálfu stefnda vitnað til „Hríseyjardómsins“, Hrd. 1971, 1034, og „Akranessdómsins“, Hrd. 1966, 608. Ekki komi til greina að líta á matsgerðina á dskj. 13 sem eitthvert yfir- mat, enda fullnægi hún ekki slíkum skilyrðum. Að sjálfsögðu eigi að leggja til grundvallar hina upprunalegu matsgerð á dskj. 4. Að því er lagarök varðar, bendir stefndi á, að verði aðalkrafa tekin til greina, verði væntan- lega lögð til grundvallar 1. mgr. 158. gr. laga nr. 34/1985, en ef varakrafa ætti við, væri væntanlega vísað til 2. mgr. 158. gr. laganna og 160. gr. sömu laga. ef einungis þrautavarakrafan kæmist að. 2565 IV. Niðurstaða. Í framburði vitnisins Guðmundar Kristinssonar, skipstjóra á ms. Bakka- fossi, kemur fram, að skipið svari stýri fullnægjandi við eins til tveggja sjó- mílna hraða á klukkustund. Með hliðsjón af því var það óvarlegt af skip- stjóra að sigla skipi sínu með allt að 5-6 sjómílna hraða á klukkustund. Þessi hraði skipsins hafði aukin áhrif á sogkrafta, sem verka á skipið vegna nálægðar þess við hafnargarðinn og brattan sjávarbakka á stjórnborða. Þeir sogkraftar, sem myndast við þennan hraða vegna nálægðar skipsins við hafnargarðinn og Hörgaeyri, bætast við þá sogkrafta, sem talið er, að hafi verið í höfninni í þetta sinn. Þessi atriði höfðu þau áhrif, að skipið lét ekki að stjórn. Þá verður einnig að telja, að það hefði átt að vera sjálfsögð varúðarráðstöfun af hálfu skipstjóra að láta stjórnborðsakkeri falla. um leið og hann gaf fyrirskipun um fulla ferð aftur á bak. Stefndi ber ábyrgð á þess- um yfirsjónum skipstjóra, sbr. 171. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Hafnaryfirvöld verða einnig talin eiga sök á því tjóni, sem ms. Bakkafoss Olli með ásiglingu sinni. Þannig áttu hafnaryfirvöld skilyrðislaust að hafa norðurhluta Nausthamarsbryggju frían, til þess að sigling skipsins þar fram hjá yrði hættulaus, enda var þeim fullkunnugt um, að erfitt gæti reynst að taka skipið inn vegna stærðar þess og þeirrar staðreyndar, að einungis tæp- ar tvær skipslengdir eru frá norðurhafnargarði að bryggjunni. Þannig hátt- aði einnig til um veður og sjólag, að hafnsögumanni bar, áður en hann fór út í skipið, að hafa það tryggt, að dráttarbáturinn Lóðsinn sigldi á undan skipinu með dráttartaug á milli skipanna, en taka ekki skipið inn að öðrum kosti. Ábyrgð á báðum þessum atriðum verður lögð á stefnanda, enda var það hlutverk hafnaryfirvalda og starfsmanna þeirra að sjá til þess, að við hafnsöguna væru notuð þau tæki, sem tryggðu örugga hafnsögu. Með hliðsjón af framansögðu þykir eðlilegt, sbr. 2. mgr. 158. gr. siglinga- laga nr. 34/1985, að stefndi bæti tjónið að hálfum hluta á móti stefnanda, sem sjálfur beri tjón sitt að hálfu leyti. Sök verði þannig skipt til helminga. Með því að matsbeiðnirnar á dskj. 26 og 22 eru ekki sambærilegar að því leyti, að matsmönnum var fyrirlagt að framkvæma matið út frá ólíkum for- sendum, verður ekki litið á aðra matsgerðina sem yfirmat hinnar. Í mats- gerð Steinars Viggóssonar og Sigurðar Sólbergssonar, dskj. 13, kemur eftir- farandi fram: „Þar sem endurnýja þarf sumt af því, sem skemmst hefur, verður ekki hjá því komist, að nýir hlutir komi í stað gamalla og væntanlega betri en þeir, sem voru fyrir. Ekki er þó tekið tillit til þessa í kostnaðaráætl- un, enda ekki farið fram á það í áðurnefndu bréfi frá bæjarfógeta, dags. 10. 4. 1990.“ 2566 Með því að virða verður þá grundvallarreglu, að auðgunarsjónarmið komi ekki til álita við ákvörðun skaðabóta, verður aðeins að óverulegu leyti stuðst við matsgerð Steinars Viggóssonar og Sigurðar Sólbergssonar, dskj. 13. Unnt er þó að leggja hana til grundvallar við ákvörðun bóta vegna skemmda á pramma og tjóns vegna rekstrarstöðvunar, en laun áhafnar koma hins vegar ekki til álita, enda hefur stefnanda ekki tekist að sýna fram á bótaskylt tjón í því sambandi. Við ákvörðun á bótafjárhæð verður hins vegar í öllum verulegum atriðum stuðst við matsgerð þeirra Frímanns Sturlusonar og Magna Guðmundssonar, dskj. 4, þó með þeirri athugasemd, að heildartjón vegna grafskipsins Vestmannaeyjar ásamt pramma og rekstrartaps verður talið nema: Vegna grafskipsins Vestmannae€yjar...............0000er kr. 631.000 Vegna pramma 34.600, 40% ........0.0000 - 13.840 Vegna rekstrartaps — 397.500 Samtals kr. 1.042.340 Stefnda, Hf. Eimskipafélag Íslands, verður þannig dæmt að greiða stefn- anda, Vestmannaeyjahöfn, helming þessarar fjárhæðar, þ. e. 521.170 kr., ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 2. gr. laga nr. 67/ 1989 um breytingu á þeim lögum, frá 31. október 1989 til greiðsludags. Eins og að framan greinir, gaf lögmaður stefnanda þá málflutningsyfirlýs- ingu við munnlegan málflutning, að hann hefði ekki uppi nein andmæli við skuldajafnaðarkröfu stefnda, dskj. 20. Þessi málflutningsyfirlýsing verður ekki skilin á annan veg en þann, að með því viðurkenni stefnandi rétt stefnda til að hafa uppi kröfu þessa í málinu án tillits til þess, að krafan stofnast við greiðslu stefnda á tjónsbótum til Hraðfrystistöðvarinnar hf. vegna skipanna Álseyjar og Gígju. Samkomulag sé þannig með aðilum um, að gagnkvæmisskilyrðum sé fullnægt. Að því athuguðu þykir mega láta fjóra fyrstu liði kröfu þessarar, dskj. 20, ganga upp á móti kröfu þeirri, sem stefnandi hefur fengið dæmda á hendur stefnda, þó aðeins að því marki, að helmingur þeirrar kröfu, 2.089.686: 2, þ. e. 1.044.843 kr., komi hér til skuldajafnaðar, enda ber stefndi í samræmi við það, sem að framan greinir, einungis ábyrgð á helmingi þess tjóns, sem varð vegna ásiglingar ms. Bakkafoss. Stefndi á hins vegar engan rétt til sjálfstæðs dóms um afganginn, enda þess eigi krafist. Viðurkenndur er sjóveðsréttur stefnanda í ms. Bakkafossi fyrir dæmdri kröfu, sbr. 197. gr. laga nr. 34/198S5. 2567 Rétt þykir, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að við- lagðri aðför að lögum. Jón Ragnar Þorsteinsson héraðsdómari ásamt meðdómsmönnunum Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni skólameistara og Jóni B. Hafsteinssyni skipa- verkfræðingi dæma mál þetta. Dómsorð: Stefndi, Hf. Eimskipafélag Íslands, kt. 510169-1829, greiði stefn- anda, Vestmannaeyjahöfn, kt. 690269-0159, 521.170 krónur með vöxt- um samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 2. gr. laga nr. 67/1989 um breytingu á þeim lögum, frá 31. október 1989 til greiðsludags. Stefndi, Hf. Eimskipafélag Íslands hf., má skuldajafna 1.044.843 króna kröfu sinni við dæmda kröfu stefnanda á hendur því. Viðurkenndur er sjóveðsréttur stefnanda, Vestmannaeyjahafnar, í ms. Bakkafossi fyrir dæmdri kröfu. Málskostnaður fellur niður. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. 2568 Fimmtudaginn 1. desember 1994. Nr. 158/1992. — Rósa Dröfn Sigurðardóttir (Kristján Stefánsson hrl.) gegn dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra vegna ríkissjóðs og ríkissaksóknara (Guðrún Margrét Árnadóttir hrl.) Frelsisskerðing. Skaðabætur. Gjafsókn. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Gunnar M. Guðmundsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 6. apríl 1992 og krefst þess, að stefndu verði dæmdir in solidum til greiðslu skaðabóta, að fjárhæð 1.000.000 krónur, með 21% ársvöxt- um frá 2. nóvember 1990 til 1. mars 1991, 23% ársvöxtum frá þeim degi til 21. sama mánaðar, en með dráttarvöxtum samkvæmt 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst áfrýj- andi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast aðallega sýknu af kröfum áfrýjanda og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara lækkunar á bótakröfunni og að málskostnaður falli niður. Ríkissaksóknara var stefnt til sjálfstæðrar aðildar í málinu. Rétt var að stefna honum til fyrirsvars vegna ríkissjóðs, sbr. 3. tölulið 154. gr. þágildandi laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974. Ekki þykir þó ástæða til frávísunar málsins frá héraðsdómi fyrir þá sök. Í greinargerð lögmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti er tímabil það, sem bótakrafa í málinu miðast við, reiknað frá 23. ágúst 1990 í stað 6. september sama ár, eins og gert var fyrir héraðsdómi. Af hálfu stefndu er þessari breytingu á grundvelli kröfugerðar mótmælt. Með vísan til 45. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt Íslands, sbr. nú 2. mgr. 17. gr. laga nr. 38/1994, eru ekki skilyrði til, að hún fái komist að í málinu, og ber að hafna henni. 2569 Hinn 6. september 1990 var ákveðið í sakadómi Reykjavíkur, að áfrýjandi skyldi vegna þungunar látin laus úr gæsluvarðhaldi, en með úrskurði daginn eftir var henni að kröfu ákæruvalds gert að sæta „geymslu í fangelsinu að Kópavogsbraut 17, Kópavogi, eða öðrum viðeigandi stað samkvæmt mati fangelsislækna,...“ Sam- kvæmt vottorði sérfræðings á kvennadeild Landspítalans 12. sama mánaðar hafði áfrýjandi þá verið þunguð í 12 vikur og 6 daga og mátti vænta fæðingar um 22. mars 1991. Í réttarhaldi í sakadómi Reykjavíkur 7. september, áður en nefndur úrskurður var kveðinn upp, var tekin vitnaskýrsla af Sig- urði Árnasyni fangelsislækni, er veitt hafði áfrýjanda læknisþjón- ustu og vissi, að hún var þunguð, en hafði þó ekki skoðað hana sér- staklega af því tilefni. Hann kvaðst vegna starfs síns þekkja vel til aðstæðna í fangelsinu að Kópavogsbraut 17 í Kópavogi og meta það besta fangelsi hérlendis. Kvaðst hann telja, að heilsu vanfærrar konu myndi undir venjulegum kringumstæðum ekki hætta búin með vistun þar. Samkvæmt bréfi forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins 12. september 1990 var umrætt fangelsi tekið í notkun í apríl 1989 í nýj- um húsakynnum. Í bréfinu segir, að aðbúnaður í fangelsinu sé allur mjög góður. Hver fangi hafi sérherbergi með hreinlætisaðstöðu. Þar sé sérstök læknastofa til afnota fyrir lækna fangelsisins, þar sem þeir komi reglulega í vitjanir og séu auk þess ávallt tiltækir, ef á þurfi að halda. Í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 48/1988 um fangelsi og fangavist er ráð fyr- ir því gert, að vanfærar konur verði vistaðar í fangelsi, en laga- ákvæði þetta er svohljóðandi: „Eigi kona ungbarn við upphaf afplánunar eða fæði barn í afplán- un má heimila henni að hafa það hjá sér í fangelsinu.“ Þegar áfrýjandi var látin laus úr gæsluvist þeirri, er henni var gert að sæta samkvæmt nefndum úrskurði, að gengnum dómi Hæsta- réttar 17. september 1990 í kærumáli vegna hans, hafði hún verið í gæsluvarðhaldi samfellt frá því í ágúst 1989. Vistun hennar sam- kvæmt úrskurðinum átti að standa fram að uppkvaðningu fullnaðar- dóms í máli ákæruvaldsins gegn henni, þó eigi lengur en til 1. nóv- ember 1990. Dómur Hæstaréttar í því máli var kveðinn upp 16. október sama ár. 2570 Í dómi Hæstaréttar í kærumálinu er ráð fyrir því gert, að ákæru- valdið hefði átt rétt á fresti til að afla gagna um heilsufar áfrýjanda í framhaldi af kröfu um gæsluvist hennar samkvæmt 4. tölulið 69. gr. laga nr. 74/1974. Sú gagnaöflun fórst að vísu fyrir, svo sem rakið er í dóminum, en ljóst er, að áfrýjandi hefði orðið að sæta áfram gæslu- varðhaldi, meðan á fresti til þeirrar gagnaöflunar stóð, ef til hennar hefði verið stofnað. Þegar litið er til þess, hvernig háttað var aðstæðum og aðbúnaði í umræddu fangelsi, og þess, að ekkert í gögnum málsins bendir til annars en áfrýjandi hafi búið við góða heilsu, það sem liðið var meðgöngutímans, verður að telja verulegar líkur á því, að gæsluvist hennar eftir 4. tölulið 69. gr. laga nr. 74/1974 hefði orðið áfram í fangelsinu að Kópavogsbraut 17. Er þá einnig höfð hliðsjón af áður- nefndu ákvæði í 8. gr. laga nr. 48/1988. Með skírskotun til alls þessa verður ekki talið, að næg skilyrði séu til þess samkvæmt 152. gr. laga nr. 74/1974 að dæma áfrýjanda bætur í máli þessu. Ber því að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Áfrýjandi nýtur gjafsóknar í málinu samkvæmt 3. tl. 154. gr. laga nr. 74/1974. Gjafsóknarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun talsmanns áfrýjanda, 40.000 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun talsmanns áfrýjanda, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 40.000 krónur. Dómur bæjarþings Reykjavíkur 4. febrúar 1992. Mál þetta, sem dómtekið var 27. janúar sl., hefur Rósa Dröfn Sigurðar- dóttir, kt. 240867-5409, Unufelli 44, Reykjavík, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu, þingfestri 21. mars 1991, á hendur dómsmálaráðherra og fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og ríkissaksóknara til greiðslu skaða- bóta, að fjárhæð 1.000.000 kr., með (nánar tilgreindum vöxtum svo og máls- kostnaðar). 2571 Dómkröfur stefndu eru aðallega, að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og þeim tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati réttarins. Til vara er þess krafist, að stefnukröfur verði stórlega lækkaðar og máls- kostnaður í því tilfelli látinn niður falla. Sáttaumleitanir fyrir dómi reyndust árangurslausar. I. Sumarið 1989 sætti stefnandi máls þessa opinberri rannsókn vegna ætl- aðra brota á almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Stefnandi var meðal annars grunuð um manndrápstilraun, og sætti hún gæsluvarðhaldi af þess- um sökum frá því í ágúst 1989 til 6. september 1990. Dómur í máli stefnanda gekk 26. janúar 1990, og var stefnandi sakfelld fyrir manndrápstilraun og dæmd til 6 ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Dómur þessi sætti lög- skyldri áfrýjun. Stefnandi sætti áfram gæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurðum sakadóms Reykjavíkur, og átti það að vara allt til þess tíma, er hæstaréttar- dómur gengi í máli stefnanda. Úrskurðir þessir voru studdir 4. tl. 1. mgr. 67. gr. 1. nr. 74/1974. Stefnandi var, meðan á gæsluvarðhaldi hennar stóð, vistuð í fangelsinu að Kópavogsbraut 17, Kópavogi, sem er afplánunarfangelsi, og að sögn stefndu naut hún þar „afplánunarkjara“, þar sem einangrun hennar taldist ekki nauðsynleg. Stefndu kveða þá tilhögun hafa staðið allt frá 15. janúar 1990. Í júlí 1990 kveðst stefnandi hafa fengið grun um, að hún væri vanfær. Hinn 24. ágúst 1990 var gerð þvagrannsókn á stefnanda, er benti til þungun- ar, og 12. september 1990 er staðfest af sérfræðingi í kvensjúkdómalækning- um, að stefnandi sé vanfær og vænta mætti fæðingar um miðjan mars 1991. Stefnandi kveður fangelsisyfirvöldum hafa verið ljós þessi vitneskja, án þess að það leiddi til breytingar á högum stefnanda. Hinn 5. september 1990 gerði stefnandi kröfu fyrir sakadómi Reykjavíkur um, að henni yrði tafarlaust sleppt úr gæsluvarðhaldi, og var krafan reist á 4. tl. 69. gr. Í. um meðferð opinberra mála nr. 74/1974. Krafa þessi sætti ekki andmælum ríkis- saksóknara, og var stefnandi leyst úr gæsluvarðhaldi 6. september 1990. Sama dag gerði ríkissaksóknari kröfu um það, að stefnandi yrði vistuð í sér- stakri geymslu samkvæmt 4. tl. 69. gr. 1. nr. 74/1974. Stefnandi mótmælti þessari kröfu á þeim forsendum, að hún væri vanreifuð og öll gögn skorti henni til grundvallar. Hinn 7. september 1990 var stefnandi í Sakadómi Reykjavíkur úrskurðuð til að sæta geymslu í fangelsinu að Kópavogsbraut 17, Kópavogi, allt til 1. nóvember 1990. Úrskurður þessi var kærður til Hæstaréttar Íslands. Hinn 17. september 1990 var kveðinn upp dómur í hæstaréttarmálinu nr. 328/1990 og úrskurður 2572 sakadóms Reykjavíkur frá 7. sama mánaðar felldur úr gildi með þeim rök- um, að ákæruvaldið hefði ekki enn aflað gagna sérfræðings um heilsufar og vistun stefnanda, og yrði því ekki hjá því komist að fella hinn kærða úr- skurð úr gildi. Stefnandi var þá leyst úr haldi. Hinn 16. október 1990 var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands dómur í mál- inu: Ákæruvaldið gegn Rósu Dröfn Sigurðardóttur. Með dómi Hæstaréttar var stefnandi dæmd til að sæta tveggja ára fangelsi óskilorðsbundið fyrir ýmis auðgunarbrot, en sýknuð af ákæru um manndrápstilraun. Til frádrátt- ar refsingu kom gæsluvarðhaldsvist, samtals 381 dagur, sem svaraði því gæsluvarðhaldi, er stefnandi hafði setið í undir rannsókn málsins og allt fram til 6. september 1990. Sá tími, er stefnandi var í vistun samkvæmt 4. tl. 69. gr. Í. nr. 74/1974, kom þannig ekki til frádráttar í dómi Hæstaréttar. Stefnandi virðist einkum styðja málsókn sína því, að hún hafi setið í „geymslu“ í fangelsi við afplánunarkjör í 11 daga, án þess að til þess stæði heimild að lögum. Af þessum sökum krefur stefnandi stefndu um greiðslu bóta, að fjárhæð 1.000.000 kr. Stefndu hafi hafnað kröfu hennar, og telji þeir, að vistun stefndu hafi ekki stofnað til bótaskyldu af þeirra hálfu. Með vísan til viðbragða stefndu sé málsókn þessi óhjákvæmileg. Þessu til stuðnings vísar stefnandi til XVIII. kafla |. nr. 74/1974 um með- ferð opinberra mála, einkum 151. og 152. gr. Stefndu reisa kröfur sínar á því. að með hliðsjón af sökum þeim, er bornar voru á stefnanda, hafi hún ótvírætt átt að sæta gæsluvarðhaldi sam- kvæmt 4. tl. 1. mgr. 67. gr. 1. nr. 74/1974, uns fullnaðardómur gengi í máli hennar. Það sé og fullkomlega heimilt í þágu rannsóknar opinbers máls og meðan á málsmeðferð fyrir dómi stendur, að svipta þá menn, sem svo stendur á um, frelsi sínu með gæsluvist í formi geymslu. Í ákvæðum þar um felist fyrst og fremst krafa um, að sá staður, sem frelsissviptingin fer fram, tryggi viðkomandi meðferð við hæfi. Ákvæðið útiloki á engan hátt, að slík geymsla geti farið fram í afplánunarfangelsi, verði geymslu við komið þar með þeim hætti, að heilsu viðkomandi sé borgið. Í dómi Hæstaréttar Íslands frá 17. september 1990 komi fram sú for- dæmisúrlausn, að í ákvæði laganna um meðferð opinberra mála um geymslu felist krafa um, að geymsla skuli ákveðin sérstaklega í hverju til- viki fyrir sig að fengnu læknisráði um heilsufar og vistun viðkomandi. Jafn- framt sé ljóst af dóminum, að ekki sé skylt að aflétta tafarlaust frelsissvipt- ingu samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði og láta viðkomandi lausan, þótt krafa komi fram um slíkt á grundvelli 4. tl. 69. gr. Ákæruvaldinu sé rétt að krefjast þess strax, að gæsluvist fari eftir 4. tl. 69. gr., og fá frest til öflunar gagna, þ. á m. læknisfræðilegra gagna, og viðhalda þannig frelsisskerðingu 2573 þeirri, sem stefnandi hafði sætt samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði. Verði því ekki séð, að stefnandi hafi að lögum átt óskoraðan rétt til að fá og halda frelsi dagana 7. september til 17. september 1990. Sá annmarki, er var á málsmeðferð ákæruvalds við gagnaöflun og leiddi til þess, að kröfur þess náðu ekki fram að ganga og úrskurður sakadóms var felldur úr gildi, geti ekki, án þess að neitt annað komi til, leitt til þess, að undangengin frelsissvipting stefnanda samkvæmt úrskurði sakadóms Reykjavíkur verði við það ólögmæt gagnvart 4. tl. 1. mgr. 67. gr., samanber 4. tl. 69. gr. 1. nr. 74/1974. Ekki sé því unnt að fallast á það, að umrædd frelsissvipting stefnanda hafi verið ólögmæt og bótaskyld. hvorki á grund- velli almennra reglna né sem frelsisskerðing, er lögmæt skilyrði bresti fyrir samkvæmt 1. tl. 151. gr., eða sem óleyfilegt gæsluvarðhald í skilningi 152. gr. 1. nr. 74/1974. Loks halda stefndu því fram, að kröfur stefnanda séu allt of háar. Komist dómurinn að því, að stefnandi eigi einhvern bótarétt, sé þess krafist, að þær bætur verði stórlega lækkaðar. Vaxtakröfum og upphafstíma þeirra er einn- ig mótmælt. Jafnframt, ef niðurstaða yrði sú, að stefnanda bæru bætur, er þess krafist til stuðnings sýknukröfum og eftir atvikum til stuðnings vara- kröfu, að ógreidd skuld stefnanda vegna sakarkostnaðar samkvæmt dómi Hæstaréttar 16. október 1990 komi til skuldajafnaðar á móti þeim bótum, sem kynnu að verða dæmdar. Skuld stefnanda vegna þessa nemi 439.979 krónum, og ekkert hafi enn verið greitt upp í þá kröfu. 11. Með hliðsjón af atvikum máls þessa verður fallist á það með stefndu, að gæsluvarðhald stefnanda, meðan á rannsókn máls hennar stóð og eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í máli hennar í sakadómi Reykjavíkur 26. janúar 1990, hafi verið lögmætt. Frelsisskerðing stefnanda í kjölfar staðfestrar þungunar hennar var reist á 4. tl. 69. gr. 1. nr. 74/1974. Hæstiréttur nam ákvörðun um þá frelsisskerð- ingu úr gildi, þar sem ákæruvaldið hafði á þeim tíma, er málið kom til úr- lausnar Hæstaréttar, ekki enn lagt fram gögn, þar á meðal álit sérfræðings í kvenlækningum um heilsufar og vistun varnaraðila. Í dómi Hæstaréttar 16. október 1990 var ekki tekið tillit til þess tíma, er stefnandi var vistuð samkvæmt 4. tl. 69. gr. 1. nr. 74/1974, við ákvörðun refs- ingar hennar. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefnandi sérstaklega til 151. og 152. gr. 1. nr. 74/1974. Eins og sakargögnum er háttað, þykja þau atriði, er nefnd eru í 151. gr., ekki eiga við í máli þessu. 2574 Með vísan til framanritaðs og með hliðsjón af niðurstöðu Hæstaréttar 16. október 1990, er varðar þann tíma, er dreginn var frá refsivist stefnanda, verður að telja, að það eitt, að tiltekin gögn lágu ekki fyrir, geti ekki leitt til þess, að stofnast hafi bótaréttur stefnanda til handa í skilningi 152. gr. Í. nr. 747/1974. Krafa stefndu um sýknu er því tekin til greina. Rétt þykir, að hvor aðili um sig beri sinn málskostnað. Allur gjafsóknarkostnaður máls þessa greið- ist úr ríkissjóði, þar með talin málsóknarlaun lögmanns stefnanda, 70.000 kr. Georg Kr. Lárusson, settur borgardómari, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs og ríkissaksóknari, skulu vera sýknir af öllum kröfum stefn- anda, Rósu Drafnar Sigurðardóttur. Málskostnaður fellur niður. All- ur gjafsóknarkostnaður máls þessa greiðist úr ríkissjóði, þar með tal- in málsóknarlaun lögmanns stefnanda, 70.000 kr. 2575 Fimmtudaginn 1. desember 1994. Nr. 363/1994. — Ákæruvaldið (Egill Stephensen saksóknari) gegn Hafdísi Guðrúnu Hafsteinsdóttur (Kristján Stefánsson hrl.) Ávana- og fíkniefni. Játningarmál. Refsiákvörðun. Upptaka. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Gunnar M. Guðmundsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Ákærða hefur áfrýjað málinu til endurskoðunar á ákvörðun viðurlaga, og var því skotið af hálfu ákæruvalds til Hæstaréttar með stefnu 22. ágúst 1994. Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Við meðferð málsins var þess krafist af hálfu ákærðu, að refs- ing hennar yrði lækkuð og hún sýknuð af kröfu ákæruvalds um upp- töku. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Ákærða greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærða, Hafdís Guðrún Hafsteinsdóttir, greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkis- sjóð, 20.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 20.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. júlí 1994. Ár 1994, mánudaginn 25. júlí. er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni héraðsdóm- ara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr 490/1994: Ákæruvaldið gegn Haf- dísi Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekið var til dóms samdægurs. 2576 Málið er höfðað með ákæruskjali ríkissaksóknara, dagsettu 5. júlí sl., á hendur ákærðu, Hafdísi Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Stórholti 21. Reykjavík, kt. 121159-2369, fyrir eftirgreint brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni: Í síðari hluta desember 1993 hafi hún staðið að því með Valgeiri Víðis- syni, kt. 110764-5109, að flytja samtals 267 g af amfetamíni, þar af 34 g í töfluformi (134 stk.), hingað til lands í ásóðaskyni með þeim hætti, að Val- geir aflaði efnisins í ferð þeirra beggja til Amsterdam og Lúxemborgar, og 22. desember fluttu þau efnið frá Lúxemborg hingað til lands, falið í líkama ákærðu Hafdísar Guðrúnar. Voru þau bæði handtekin við komu til Kefla- víkurflugvallar og hald lagt á efnið. Er þetta talið varða við 2. gr., sbr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/ 1980, sbr. 9. gr. laga nr. 75/1982, sbr. lög nr. 13/1985 og 2. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 16/1986, sbr. reglugerð nr. 177/1986, sbr. auglýsingu nr. 84/ 1986. Þess er krafist, að ákærða verði dæmd til refsingar. Enn fremur er þess krafist á grundvelli 5. og 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 16/1986, að upptækt verði gert framangreint fíkniefni, sem lagt var hald á. Með ákærðu var saksóttur fyrrnefndur Valgeir, en hann hefur ekki fund- ist. Hefur málið því verið skilið í sundur. Málavextir. Ákærða hefur skýlaust játað það atferli, sem hún er saksótt fyrir. Hefur hún orðið sek um brot það, sem greinir í ákæru og réttilega er þar fært til refsiákvæðis. Refsing ákærðu, sem hefur greiðlega játað brot sitt og aðeins verið refsað einu sinni til þessa, þykir vera hæfilega ákveðin fangelsi í 20 mánuði. Er þá einnig höfð hliðsjón af högum ákærðu. Dæma ber ákærðu til þess að þola upptöku á 267 g af amfetamíni sam- kvæmt þeim lagaheimildum, sem í ákæru greinir. Dæma ber ákærðu til þess að greiða helming kostnaðar, sem hlaust af lögreglurannsókn málsins, og þóknun til verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar héraðsdómslögmanns, 25.000 krónur. Dómsorð: Ákærða, Hafdís Guðrún Hafsteinsdóttir, sæti fangelsi í 20 mánuði. Ákærða sæti upptöku á 267 g af amfetamíni. Ákærða greiði helming kostnaðar, sem leiddi af rannsókn málsins. 2571 Þá greiði ákærða verjanda sínum, Sveini Andra Sveinssyni héraðs- dómslögmanni, 25.000 krónur í þóknun. 2578 Fimmtudaginn 1. desember 1994. Nr. 472/1994. — Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Steinari Braga Lemacks Jósefssyni (Brynjólfur Eyvindsson hdl.) Kærumál. Gæsluvarðhald. A-liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. nóvember sl., sem barst réttinum 29. sama mánaðar. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara, að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fyrir liggur rökstuddur grunur um aðild varnaraðila að þeim brotum, er um getur í hinum kærða úrskurði. Að því athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hans verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. nóvember 1994. Ár 1994, mánudaginn 28. nóvember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykja- víkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Júlíusi B. Georgssyni dómarafulltrúa, kveðinn upp úrskurður þessi. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur krafist þess, að Steinari Braga Le- macks Jósefssyni, kt. 230378-5259, Esjugrund 10, Kjalarnesi, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. desember nk. kl. 16.00 vegna grunar um þjófnað, tilraun til þjófnaðar og nytjastuld. Í gærmorgun milli kl. 5.30 og 6.00 handtók lögreglan í Reykjavík kærða í námunda við Gnoðarvog 56 hér í borg vegna grunar um tilraun til þjófnað- ar í versluninni Vogaveri, Gnoðarvogi 44. Á kærða fundust tæpar 9.000 2579 krónur í reiðufé, spennujárn, armbandsúr og 14 merkimiðar frá fyrirtækinu Íslenskum hagfiski. Við rannsókn málsins vaknaði grunur hjá lögreglu um, að kærði kynni að vera viðriðinn fleiri mál þessa sömu nótt og nóttina áður. Er þar í fyrsta lagi um að ræða innbrotsþjófnað í bakarí Sveins bakara að Gnoðarvogi 46 þessa sömu nótt, en þar var stolið u. þ. b. 10.000 krónum í reiðufé. Í annan stað er kærði grunaður um nytjastuld sendibifreiðarinnar FS-886, einnig þessa sömu nótt, sem tekin var í heimildarleysi úr bílskýli að Engjaseli 13 hér í borg, en bifreið þessa fann lögregla við Gnoðarvog 48 um kl. 8 í gær- morgun. Í þriðja lagi er kærði grunaður um að hafa aðfaranótt sl. laugar- dags brotist inn í fyrirtækið Íslenskan hagfisk, Smiðjuvegi 4A, Kópavogi, og stolið þar 10.000 krónum í reiðufé auk 12-15 tékka, að andvirði u. þ. b. 40.000 krónur. Sem fyrr segir, fundust á kærða við handtöku 14 merkimiðar frá þessu fyrirtæki. Loks beinist grunur að kærða um að hafa aðfaranótt sl. laugardags brotist inn í hárgreiðslu- og rakarastofuna Bistý, Smiðjuvegi 4C í Kópavogi og stolið þar rúmum 3.000 krónum í reiðufé auk varnings tengd- um starfsemi stofunnar. Kærði hefur staðfastlega neitað að vera viðriðinn nokkurt þeirra mála, sem vikið er að hér að framan, og gefið skýringar um hvert einstakt tilvik. Rannsókn framangreindra mála er á frumstigi. Við athugun rannsóknar- gagna er ljóst, að grunur er uppi um aðild kærða að brotum þessum. Eink- um þykir sterkur grunur vera uppi um aðild kærða að innbrotstilrauninni í verslunina Vogaver og fyrirtækið Íslenskan hagfisk. Þá þykir einnig vegna nálægðar kærða við brotavettvang vera grunur um aðild kærða að inn- brotsþjófnuðunum að Gnoðarvogi 46 og Smiðjuvegi 4C og einnig að nytja- stuldi bifreiðarinnar FS-886, en fram er komið hjá kærða, að hann hafi ver- ið í samkvæmi í Breiðholtshverfi ekki fjarri brotastað aðfaranótt sl. sunnu- dags. Með vísan til alls framanritaðs og skírskotun til a-liðar 1. mgr 103. gr. laga nr. 19/1991 ber að taka kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins til greina, eins og hún er fram sett. Úrskurðarorð: Kærði, Steinar Bragi Lemacks Jósefsson, sæti gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. desember nk. kl. 16.00. 2580 Föstudaginn 2. desember 1994. Nr. 471/1994. — Ákæruvaldið (Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari) gegn Hallgrími Sigurðssyni (Sigurður Jónsson hdl.) Kærumál. Ákæruvald. Frávísunarúrskurður felldur úr gildi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. nóvember 1994, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánað- ar. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 24. nóvember sl. um frávísun á sakarefni því, sem fjallað er um í Í. kafla ákæru ríkissaksóknara, út gefinni 15. september sl., á hendur varnaraðila. Krefst sóknaraðili þess, að úrskurðurinn verði úr gildi felldur og lagt fyrir héraðsdómara að kveða upp efnisdóm um öll sakarefni málsins. Varnaraðili krefst þess, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Með ákæru ríkissaksóknara var varnaraðili meðal annars ákærð- ur fyrir brot gegn 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds, sbr. 25. gr. laga nr. 19/1991. Samkvæmt 27. gr. laganna getur hann kveðið á um rann- sókn máls og mælt fyrir um framkvæmd hennar eða tekið rannsókn eða ákvörðun um rannsókn í sínar hendur. Í lögum nr. 45/1987 eru engin þau ákvæði, er skerða þetta fortakslausa vald ríkissaksókn- ara. Brast héraðsdómara því heimild til að vísa þessum þætti ákær- unnar frá dómi. Ber samkvæmt þessu að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og leggja fyrir héraðsdómara að taka til efnismeðferðar og dómsálagn- ingar þann þátt málsins, sem kærður hefur verið til Hæstaréttar. 2581 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir hér- aðsdómara að taka málið til efnismeðferðar og dómsálagning- ar. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 24. nóvember 1994. Mál þetta, sem dómtekið var 15. þ. m., er höfðað með ákæruskjali ríkis- saksóknara, út gefnu 15. september 1994, á hendur Hallgrími Sigurðssyni, Setbergi 7, Þorlákshöfn, fæddum 23. júní 1949, „fyrir brot á lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda og fjárdrátt.