Reglulegir dómarar Hæstaréttar 2000 Garðar Gíslason, forseti dómsins. Guðrún Erlendsdóttir, varaforseti. Arnljótur Björnsson. Lausn frá embætti 1. september 2000. Árni Kolbeinsson. Skipaður 1. nóvember 2000. Gunnlaugur Claessen. Haraldur Henrysson. Hjörtur Torfason. Hrafn Bragason. Markús Sigurbjörnsson. Pétur Kr. Hafstein. Viðar Már Matthíasson. Settur 17. janúar til 29. febrúar 2000. HÆSTARÉTTARDÓMAR 2000 Efnisskrá 2. hefti Bls. AÐINNSLUF ..eeeereereererneerrerrerernererr 897, 945, 974, 1760, 1855 AÐFÖF err ernr en rtrnr terra renna 1815 AI 1056, 1072, 1139, 1309, 1573, 1585 Aflaheiildir ....eeeeerreareereneerareernreraneereerre err ranrrran era 1534 Aflahlútdeild ......eeeereererrrrerernr err rra rr 1534 AFSAL eeen eneste rennt trees 897 Afsláttur ..eeeereerereranrrernrernneernneran renna str rrrrrrrlr 1155 Akstur án Ökufréttar ............00...00000eerenee err rrr rare 999, 1837 Andmælaréttur .........eeeeeeceeeeeeereereeerrernn eeen etan rann 1379 AtVINNUFrÉlSI lr rreereererrereernrerrrerr neee rr 1534, 1621 ÁÞÚÐ learn aener annarar nanna eaten 897, 1597 ÁFTÝJUM learners anser 1103, 1845 ÁKÆTA eeen annrenn runan 992, 1266 Bankar ereerrrrenerserrerrr err nenna eenne eneste 1056, 1072 Biðlaunaréttur...............0.00.e00eeeeeeneernreer terra erear reset tran 1056, 1072 Bifreiðir: a) Einkamál... eeen err rrnrrnranrrnanrernennernennr 1658, 1791 b) opinbert mál... etrreeneseenrsnrnrrnrnrrnenennenernannrnenrnern 1748 Dagsektir ................eeeeereeneneerrenenenrrerrenenenrarantnenttrnrnenenenennneneernrnennr 945 DÓóÓMAFAF .....c..eeeeererreerrrrrenriernrrrneraneeraneern renna 1464 Dómstólar .......errrersenerrrenrrrrrrrnnreenner err re renna r reset rr 1344 DÓMU .....eeereseresterenr ran rrran eeen et rse tan re rn erase 1040 EES-samningurinn ............0.ee eeen eererne erna renrarenrarrnrnranrrnennnnennrnenernn 1621 Eignarnámsbætur ..............0..e0e0eeneeeeeeenreeeneernesrenrsnerarenerneerneneanenrnennnnn 1379 Eignarréttur... eeneerersseesneranenrrnennrnennennnnnnen near 1252, 1621 Endurgreiðsla ...............0..eeeeneenerenereenenrsnrnnenrenrnrnnenernenr neee 1183, 1211 Endurgreiðslukrafa ..............0e.eeeeeeeeeeneneseeessenernerenennenennrnenrenenneernne 1174 Erfðaábúð ..............e00eeee0eeneernrererr 1521 Evrópska efnahagssvæðið 1621 Farbann............0eeeeeeeeeeeeerrrrererrreeerrerrr rr 1047 Farmsamningur 1760 Fasteign .................. 1155 Fasteignakaup 1017, 1126, 1693 b) frá Hæstarétti... 1228, Frávísun frá héraðsdómi að hluta... 897, 1126, Frávísunardómur staðfestur... Frávísunarúrskurður felldur úr gildi ..........................0..0e0eeen eeen Frávísunarúrskurður staðfestur... 925, Fyrirsvar ..........eeeeeeeeeeeeenee eeen FyYrNiNg „eeen 1174, 1183, 1211, Galli... eeen 1145, 1155, 1681, Geymslufé .................00eeenenenerr rennur Gjafsókn ........... rr 1252, 1353, 1467, 1521, 1658, 1702, 1791, Greiðslumark..................0.00.0e0eneeeeeeeuereeeseenene rennur Grunnskólar...................00eeaeeeeeeneenesnreene eeen ererren ene Gæsluvarðhald: a-liður 1. mgr. 103. gr. 1. nr. 19/1991...........0.0.0.eeeeeeeeeneueenrnrnnn 1340, a- og c-liður 1. mgr. 103. gr. 1. ir. 19/1991 ..d.d.d.eeeeeeeeeenesnenerrrrn 2. mgr. 103. gr. 1. nr. 19/1991 dd... 923, 1234, 1236, 1238, 1242, 1244, 1246, 1248, 1250, 1456, 1803, 1805, 1807, Heimvísun ........... eeen renn ern 1040, Hlutdeild....................0ee0eeneneraeeneneneneeesere eeen eeen Hótanir ..............0000.eeeearenenenerseeneneneeneserneerernenenen een Hundahald ..................000e0e0eeeeeenesnenerern esne Húsaleiga................e0.0e000eneneearrneerarrrenen eeen Húsaleigusamningur.....................0000eneeeeenenereereene eeen Innlausn .................0a00eaeenennernrenrsnenerneneser esne ern eeen Ítrekun ............0.. eeen rennur Jafnræðisregla ...................00etaneeanerrrrrn 1322, Jarðalög ................0. err 1322, Jöfnunargjald ....................000.e0eeeeeeeeeererereeren 1183, 1534 1266 1279 1500 1811 1820 1344 1002 1648 1693 1648 1855 897 1002 1342 1603 1240 1809 1088 1534 1266 1855 1815 1458 1379 1719 1534 1379 1211 Bls. KeNNAFi .ereseereererreenrrraneernneessse snerta er tar t tann r rr eta tera neee era 1002 Kjarasamningur 1493 Kröfugerð .................... 1820 Kynferðisbrot............... 1722 Kyrrsetning........ ee 1279 Kæruheimild 1228 Kærumál: AÐFÖF eeseeeresneareanernennennennennen sessa rn nennt rare 1815 1585 1597 1464 1344 1047 1605 Frávísun: frá Hæstarétti....................a00a0eeeeeneene eeen erna 1228 Frávísunardómur staðfestur ................... eee eaeeaeeanrenrennrerennerneenre enn 1811 Frávísunarúrskurður felldur úr gildi .............0......000e0ere0eener rare. 1820 Frávísunarúrskurður staðfestur................0.0..eeeeeereereneenernnereenen 925, 1344 Gæsluvarðhald: a-liður 1. mgr. 103. gr. 1. nr. 19/1991......0.0.00e0eeeaeneeeeneneeenenennr 1340, 1342 a- og c-liður 1. mgr. 103. gr. 1. nr. 19/1991 l.d..ecececeeeeeeeneneneneneeeenrnr 1603 2. mgr. 103. gr. 1. fr. 19/1991.....0.0.0.000.00000.. 923, 1234, 1236, 1238, 1240 1242, 1244, 1246, 1248, 1250, 1456, 1803, 1805, 1807, 1809 Húsaleiga.................eeeeeeeeeeeeeseeneneeneanenenenerrrnenennnenrnrrneneennnnrnrn rr 1815 Húsaleigusamningur...............0eeeeereneneneererenenrarrrrnenenenenrnenen eeen 1458 Kröfugerð ...............eeeeeeeneneeaesnenenenerenenenenraranenenener nennt 1820 Kæruheimild.................00.0e2eeneeeneereeeererarernersnreanrerernrerernnenneenneeneann 1228 Málskostnaður .................0000000en eeen snrernnerarr rare 1585 Nauðungarsala ...................0eeaeteeeenrerenrererrnerrrneee enn 931 Sakarefni eeen „ee. 1344 ÓF lreeerersneenerernernennenrennernere . 1228 let eae er enr tar r ant a err 1447 . 1597 „eee renrearrn nenna 1464 eeen 1820 Laun 1493 Lausafjárkaup 1681 Lífeyrisréttur ............ 1353 Bls. Lífeyrissjóður ...............0.0eeeeneernerenener erase 1252, 1353 Lífstíðarábúð Líkamsárás ................... eeen Líkamsmeiðing af gáleysi ................0.0...0eneneereeneneu nennu 1748 Líkamstjón ................e eeen 963, 1658, 1791 Læknar... eeen 974, 992 Lögreglumenn ..................000.0.eeeeneneueeeeeenreenreenenenren nennu 1748 Lögvarðir hagsmunir... nenna 897 Málsástæður ..................e eeen 1002, 1040 Málskostnaður ....................00eeeeeneererereerernrnrnrerrrrnr 1002, 1573, 1585 Miskabætur ....................eeeeeeeneeeruenenen eeen 1103, 1117, 1722 Nauðungarsala....................0..e0eeeeenene renn 931, 1825 Neyðarvörn..............e0eeenetrerenenenenarrnenee erna ennta 1403 Niðurfelling máls ..................0...e0eeeueeeeneuenenreenenenreren enn 1467 Opinberir starfsmenn ................0eeeueeeee eeen 1056, 1072 Olof... eeneeeneeeneenrnrenrrrnennrnrn ene eereueeranenenenven rn 1874 Ógilding stjórnvaldsákvörðunar....................0.0.0.eeteeenenenee een 1621 ÓmerkINg ..........0eeeeaeen nunna nnnnar eeen 1088 Ómerking héraðsdóms .................0eeeeeeeeeeeee eeen 1040 Ómerkingu héraðsdóms hafnað ..................00e0eeeeueueeeeeueneneenenreerenen 1145 Ráðningarsamningur......................0.0 1473, 1479, 1486, 1493, 1874 Refsiábyrgð lögaðila ...................0.....0e0eeeeeueneeenenenreneneneren nine 1534 Riftun ......... Sakarefni ...... Samningar ..... Sératkvæði....................... 897, 974, 1002, 1322, 1379, 1500, 1534, 1621, 1855 Sérálit ................00.eeneeneeeneenenerntnernrnreneeenerenre nennu 1693, 1722 SJÓMENN ..............e eeen enen neee 963 SJÓÐTÓF.............00.e.eueeenennenrenenaentna nennu enreuenren ene 1228 Sjúkrahús...........0...0..00ee0eeeeneneneeaernenenaeu nenna nennu 974 Skaðabótamál...................0..00.eee 974, 1825, 1855 Skaðabætur ..................... 963, 1126, 1403, 1658, 1702, 1760 Skattar..............0ene0eereneneereneneneraeenenrrren eru 1174, 1183, 1211 Skilorð ................0.000200aeteenenen eeen 1117, 1403, 1468, SKÍp eeen Skottulækningar .......................eeeeeeeeerennn Skuldabréf ...................0ee0eeeneneneeeneneerenenrneereenenrrerenrnenn Staðgreiðsla opinberra gjalda.....................0.0.eeueeeeenenreenen enn 1422 Starfsréttindi ....................0...0.00.eeene eneste 1002 Bls. Stjórnarskrá ............0.eeeeeeeneeeneaeenrenearrnrrrnerenennanennen en 1252, 1534, 1621 Stjórnsýsla............0e.eeeeeeeseeerneenrserneneaeserrenenrararanenn 1002, 1322, 1379, 1855 Tékkamál.............0.0.eeeeeeerr rn 1050 Tilraun... eero 1837 Tómlæti .................0.0e0eeeer 1693 Umferðarlagabrot ..........0.eeeeeeeeeeenrerrne 1748 Upplýsingaskylda stjórnvalda......... 1309 Úrelding .............eeneranennenn 1500 Útburðargerð ................0000000n. 1597 Vanaafbrotamaður ...........00.000eeeeeeennerrerneernesnernr ran sreanernsrnnrenrarer nenna 1719 Vanhæfi ......... letter err E Rene nenna 1464 Vanreifun...............0.00e0neeeeeseenererresnrsnenn ennta 925, 1126, 1681, 1820 Vátrygging .......eeeesererernenersrenenrarrrenenenraranrnenennnenenene arnar 1297 Veiðiheimildir...................0.0.eeeenereeernernerrrnererrrnrrnranennrnnennernernen nn 1500 Verksamningur ..................... aeenneeeernerre seen rett 1139, 1145, 1648 Vinnuslys... eeereenenereerreenenerernenrrreenenenrranenenenennanenenena rr 963, 1415 Virðisaukaskattur..............0.0.2.000eeeeeneereeneererer renn errnrerernrrnrer renn 1297, 1422 Vörumerki .....eeeeeeeeerreenrerrrneerrneesnearen saran erat etern rr rn rr terra rent 945 Þjáningabætur................eeeeeeeeeenenenenenenrnenenenenrnenenenenenenenenenrnantnr nennt 1103 Þjófnaður ...............eeeeeeeeteeeeerenenearenenenerrneneneerneneneerernenrrrrrrnrnrnn 1719, 1837 Ökumannstrygging ................e0eeneeeereeneereenenererrnrnenerrnnenanrrenenennnnenn nn 1791 Ölvunarakstur errors een terra 999, 1837 ÖLOrkA eeen 1252, 1658, 1791 Hæstaréttardómar. Útgefandi: Hæstiréttur. LXXKX. árgangur. 2. hefti. 2000 Fimmtudaginn 24. febrúar 2000. Nr. 310/1999. Þorbjörg Guðjónsdóttir (Ólafur Björnsson hrl., Sigurður Sigurjónsson hdl.) segn íslenska ríkinu (Guðrún Margrét Árnadóttir hrl.) og gagnsök Greiðslumark. Ábúð. Afsal. Frávísun frá héraðsdómi að hluta. Lög- varðir hagsmunir. Kröfugerð. Aðfinnslur. Sératkvæði. Með bréfi til landbúnaðarráðuneytis (LR) sögðu Þ og S upp ábúð á Jörðinni L í mars 1996. Jafnframt óskuðu þau eftir úttekt á jörðinni ásamt fjárhagslegu mati á eignarhluta Þ í mannvirkjum, en gerðu m.a. fyrirvara um að viðurkennt yrði að greiðslumark jarðarinnar í mjólk skiptist milli eigenda hennar í sömu hlutföllum og eignin skiptist samkvæmt fasteignamati. LR féllst á uppsögnina, en hafnaði sjónar- miðum Þ og S um skiptingu greiðslumarksins. Við úttektina féllu Þ og S frá fyrirvara um uppsögn ábúðarinnar, en Þ áskildi sér rétt til að láta reyna á það fyrir dómi, að viðurkennt yrði að hún ætti ákveðinn hluta jarðarinnar. Í júlí 1997 var gengið frá samningi milli Þ og S og LR um kaup á mannvirkjum á jörðinni. Rituðu Þ og S undir samninginn með fyrirvara vegna uppgjörs greiðslumarks í mjólk. Höfðaði Þ mál þar sem að hún krafðist annars vegar viðurkenningar á eignarrétti á greiðslumarki jarðarinnar og hins vegar greiðslu andvirðis greiðslu- marksins. Var Þ ekki talin hafa lögvarða hagsmuni af því að fá eignarréttarkröfurnar teknar til umfjöllunar og var þeim vísað frá héraðsdómi. Talið var að greiðslumark væri bundið við lögbýli og 698 framleiðslu á því og fylgdi lögbýlinu við eigenda- eða ábúendaskipti. Því væri enginn lagagrundvöllur fyrir því að leiguliði gæti litið á greiðslumark lögbýlis, sem hann hefur haft í ábúð, sem eign sína í lok ábúðar. Þá var ekki fallist á að Þ hefði verið eigandi að 12 ha spildu af jörðinni, heldur hefði verið um að ræða yfirfærslu á ræktun spild- unnar frá fyrri jarðeiganda, en ekki á grunneignarrétti. Var íslenska ríkið sýknað af kröfum Þ um greiðslu andvirðis greiðslumarksins. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. ágúst 1999 og krefst hann þess aðallega að viðurkennt verði með dómi að hann sé eigandi að 136 þúsund lítra greiðslumarki jarðarinnar Lækjar, Hraungerðis- hreppi, í mjólk. Þá krefst hann þess að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 22.440.000 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 17. júlí 1997 til greiðsludags, gegn afhend- ingu ofangreinds greiðslumarks til gagnáfrýjanda. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að aðal- áfrýjandi sé eigandi $7,45% greiðslumarks fyrrgreindrar jarðar í mjólk, eða jafngildi 78.132 lítra. Jafnframt að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 12.891.780 krónur auk dráttarvaxta eins og í aðalkröfu greinir, gegn afhendingu greiðslumarksins. Til þrautavara er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um að aðaláfrýjandi sé eigandi að 6,135% greiðslumarks fyrrgreindrar jarðar í mjólk, eða jafngildi 8.343 lítra, þó þannig að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 1.376.694 krónur auk dráttarvaxta eins og í aðalkröfu segir, gegn afhendingu greiðslumarksins. Í öllum tilvikum krefst aðaláfrýjandi þess að gagnáfrýjandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Gagnáfrýjandi áfrýjaði 25. október 1999 og krefst þess aðallega að verða sýknaður af öllum kröfum aðaláfrýjanda, sem verði dæmd til greiðslu málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann lækkunar á dæmdum kröfum og að málskostnaður á báðum dómstigum verði felldur niður. Til þrautavara krefst hann verulegrar lækkunar á 899 stefnukröfum aðaláfrýjanda og að málskostnaður á báðum dómstigum verði látinn falla niður. I. Svo sem fram er komið eru allar kröfur aðaláfrýjanda tvíþættar, þannig að annars vegar er gerð krafa um viðurkenningu eignarréttar að tilteknu greiðslumarki jarðarinnar Lækjar í Hraungerðishreppi og hins vegar krafa um greiðslu andvirðis hins tiltekna greiðslumarks á því verði, sem fengist hefði fyrir það á árinu 1997. Í málinu er óumdeilt að greiðslumark það, sem aðaláfrýjandi krefst eignarréttar yfir, var þegar við málshöfðun nýtt af nýjum ábúanda jarðarinnar Lækjar. Dómsorð, sem fæli í sér að fallist yrði á báða liði í einhverri af kröfum hans, þykir ekki geta staðist. Telja verður að í greiðslukröfum aðaláfrýjanda í síðari liðum kröfugerðarinnar felist jafnframt krafa um viðurkenningu þess að hann hafi átt eignarrétt að öllu eða einhverju leyti á greiðslumarkinu. Samkvæmt þessu þykir aðaláfrýjandi ekki geta átt lögvarða hagsmuni af því að eignarréttar- kröfur hans í fyrri liðum kröfugerðarinnar verði teknar til umfjöllunar og verður þeim vísað frá héraðsdómi. 1. Með bréfi til gagnáfrýjanda 25. mars 1996 sögðu áfrýjandi og sonur hennar upp ábúð sinni á jörðinni Læk þar sem skuldastaða þeirra væri með þeim hætti að grundvöllur frekari búrekstrar virtist brostinn. Var þess óskað að úttekt á jörðinni ásamt fjárhagslegu mati á eignarhluta aðaláfrýjanda í mannvirkjum færi fram svo fljótt sem verða mætti. Í lok bréfsins kemur fram fyrirvari þess efnis meðal annars, „að viður- kennt verði að greiðslumark jarðarinnar skiptist milli eigenda jarðar- innar í sömu hlutföllum og eignin skiptist milli eigenda skv. fasteigna- mati“. Í svarbréfi gagnáfrýjanda 30. apríl 1996 segir að fallist sé á upp- sögnina, en hins vegar sé hafnað öllum sjónarmiðum ábúenda um skiptingu greiðslumarksins. Engu að síður sé rétt að úttekt fari fram. Fór úttekt fram 22. og 23. maí 1996 þar sem mætt voru aðaláfrýjandi og sonur hennar ásamt lögmanni sínum og fulltrúi gagnáfrýjanda. Í upphafi úttektargerðar segir svo: „Fyrir lá bréf ábúenda, dagsett 25. mars 1996, en þar er gerður fyrirvari um uppsögn ábúðarinnar. Ábú- endur lýsa því nú yfir að þeir falla alfarið frá þeim fyrirvara. Ábúandi, 900 Þorbjörg Guðjónsdóttir, áskilur sér þó rétt til að láta á það reyna fyrir dómi, að viðurkennt verði að hún eigi ákveðinn hluta jarðarinnar Læks, þ.e. 12 ha. lands undir ræktun, og lóð undir hálfum útihúsum með til- heyrandi hlutdeild í greiðslumarki jarðarinnar.“ Þennan fyrirvara árétt- aði lögmaður hennar í lok gerðarinnar. Í júlí 1997 var síðan gengið frá samningi milli aðaláfrýjanda og sonar hennar annars vegar sem ábúenda að Læk og jarðadeildar land- búnaðarráðuneytisins hins vegar um kaup á mannvirkjum á jörðinni. Kaupverð er samtals ákveðið 19.439.000 krónur, sem sé „mat út- tektarmanna Hraungerðishrepps, sbr. ábúðarlög nr. 64/1976, 1. mgr. 16. gr.“. Frá kaupverði voru dregnar skuldir ábúenda, samtals 14.888.433 krónur, sem kaupandi tók að sér að greiða, og komu því til greiðslu 4.550.567 krónur. Aðaláfrýjandi og sonur hennar rituðu bæði undir samning þennan „með fyrirvara v/uppgjörs v/greiðslumarks í mjólk“. Með kaupsamningi 21. júní 1996 seldu aðaláfrýjandi og sonur hennar Gauta Gunnarssyni, sem tók við ábúð að Læk, bústofn, tæki og samtals 57,4 ha ræktun fyrir alls 7.442.000 krónur. Af hálfu gagnáfrýjanda er því haldið fram að kröfur þær, sem koma fram í aðal- og varakröfum aðaláfrýjanda fái ekki samrýmst fyrirvara þeim, sem hún og sonur hennar gerðu við úttektargerðina 22. og 23. maí 1996, en á henni hafi verið byggt við samningsgerðina í júlí 1997. Il. Ákvæði um greiðslumark eru í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Í 2. gr. laganna er greiðslumark lögbýlis skilgreint svo að það sé tiltekið magn kindakjöts, mælt í kílógrömmum, eða mjólkur, mælt í lítrum, sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli samkvæmt búvörusamningi og veitir rétt til beinnar greiðslu úr ríkissjóði. Þá er heildargreiðslumark skilgreint svo að það sé tiltekið magn kindakjöts, mælt í tonnum, eða mjólkur, mælt í lítrum, sem ákveðið er samkvæmt búvörusamningi með tilliti til heildarneyslu innanlands og skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki þeirra. Rætur þessara ákvæða má rekja til laga nr. 15/1979 um breyting á lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verð- miðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl., en tilgangur þeirra var að draga úr framleiðslu búvöru, svo að hún hæfði innanlandsmarkaði. Var þar lögfest heimild fyrir Framleiðsluráð landbúnaðarins að fengnu 901 samþykki fulltrúafundar Stéttarsambands bænda og með staðfestingu landbúnaðarráðherra að ákveða mismunandi verð á búvöru til fram- leiðenda. Var meðal annars heimilt að ákveða framleiðendum fullt grundvallarverð fyrir ákveðinn hluta framleiðslunnar, en útflutnings- verð fyrir það, sem umfram var, sbr. a-lið 1. gr. laga nr. 15/1979. Með reglugerð nr. 348/1979 og síðar reglugerð nr. 465/1983 voru settar nánari reglur um framleiðslustjórnunina. Í hinni síðarnefndu var hið svonefnda búmark skilgreint sem „tala ærgildisafurða sem fundin er fyrir hvern framleiðanda skv. nánari reglum II. kafla og er höfð til viðmiðunar þegar ákveða þarf mismunandi verð fyrir búvöru til fram- leiðanda vegna framleiðslustjórnunar“. Samkvæmt Il. kafla reglugerð- arinnar var meginreglan sú, að miða skyldi við meðaltalsframleiðslu áranna 1976, 1977 og 1978. Hinn 1. júlí 1985 tóku gildi lög nr. 46/1985 um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum. Samkvæmt reglugerð nr. 37/1986 um stjórn mjólkurframleiðslunnar verðlagsárið 1985-1986, sem sett var með heimild í þessum lögum, skyldi Framleiðsluráð landbúnaðarins reikna mjólkurframleiðendum svonefndan fullvirðisrétt, sem skil- greindur var í Í. gr. sem „það framleiðslumagn, sem framleiðandi afhendir til sölu í afurðastöð og honum er ábyrgst fullt verð fyrir skv. reglugerð þessari“. Í síðastgreindri reglugerð og eftirfarandi reglu- gerðum voru lagðar hömlur við því að framleiðandi nýtti fullvirðisrétt með öðrum hætti en innleggi sínu í afurðastöð. Við ábúendaskipti taldist framleiðsla fráfarandi bónda og þess, er tók við, framleiðsla lögbýlisins viðkomandi verðlagsár og skiptist fullvirðisréttur milli þeirra í hlutfalli við það sem notað hafði verið við ábúendaskiptin, sbr. 23. gr. reglugerðar nr. 339/1986 um búmark og fullvirðisrétt til fram- leiðslu mjólkur og sauðfjárafurða verðlagsárið 1986-1987. Með samningi ríkisvaldsins við Stéttarsamband bænda 11. mars 1991 var horfið frá greiðslum útflutningsbóta og fullvirðisréttarkerfi og teknar upp beingreiðslur er miðuðust við innanlandsmarkað á hverjum tíma. Á síðasta ári fullvirðisréttarins voru í því skyni að fækka fram- leiðendum heimiluð með takmörkunum aðilaskipti að fullvirðisrétti í mjólk milli lögbýla, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 262/1991 um full- virðisrétt til framleiðslu mjólkur verðlagsárið 1991-1992. Gat ráð- stöfun fullvirðisréttar milli lögbýla ekki átt sér stað nema með sam- þykki jarðeiganda og ábúanda, ef um leiguábúð var að ræða. Í reglu- 902 gerð nr. 313/1991 um aðlögun fullvirðisréttar til framleiðslu sauðfjár- afurða að innanlandsmarkaði var kveðið á um kaup ríkissjóðs á full- virðisrétti í sauðfé og greiðslu förgunarbóta. Samkvæmt 4. gr. reglu- gerðarinnar fylgdi fullvirðisréttur lögbýlinu og var kaupverð hans greitt eiganda þess eða eftir tilvísun hans nema sá fullvirðisréttur er ábúandi hafði sjálfur keypt eða flutt með sér á leigujörð, sem greiddur var ábúanda. Með lögum nr. 99/1993, sem áður er getið, kom greiðslumark í stað fullvirðisréttar. Í 1. mgr. 45. gr. laganna segir að greiðslumark skuli bundið við lögbýli. Á hverju lögbýli skal aðeins einn framleiðandi vera skráður handhafi beinna greiðslna. Samkvæmt 2. mgr. skyldi greiðslu- mark hvers lögbýlis fyrir verðlagsárið 1992-1993 vera jafnt fullvirðis- rétti þess eins og hann væri að lokinni aðlögun hans að innan- landsmarkaði haustið 1992. Greiðslumark þaðan í frá skyldi breytast í hlutfalli við breytingar á heildargreiðslumarki, sbr. 3. mgr. Samkvæmt 41. gr. er bein greiðsla framlag úr ríkissjóði til framleiðenda mjólkur og greiðist samkvæmt greiðslumarki hvers lögbýlis. Í 46. gr. laganna eru heimiluð aðilaskipti greiðslumarks á milli lögbýla, enda séu upp- fyllt skilyrði, er ráðherra setji í reglugerð. Samkvæmt 2. mgr. grein- arinnar þarf samþykki bæði eiganda lögbýlis og ábúanda fyrir flutningi greiðslumarks frá lögbýli ef ábúandi er annar en eigandi. Í 3. mgr. er leiguliða heimilt að kaupa greiðslumark á lögbýlið í samræmi við 2. mgr. 39. gr., en samkvæmt henni var leiguliða heimilt að kaupa greiðslumark í sauðfé á lögbýlið og skyldi það þá skráð sérstaklega á nafn hans. Vildi hann selja slíkt greiðslumark átti jarðeigandi að eiga forkaupsrétt að því. IV. Í dómum Hæstaréttar, þar sem fjallað hefur verið um búmark, hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að búmarki hafi ekki verið úthlutað sem framleiðslurétti, heldur hafi það eingöngu verið viðmiðunartala, sem skerðing á afurðaverði reiknaðist frá. Við þetta skapaðist tak- markaður réttur til handa framleiðendum búvara, sem gæti haft fjár- hagslega þýðingu fyrir þá og slík réttindi yrðu ekki skert nema með heimild í lögum, þar sem jafnræðis yrði gætt. Þetta á og við um greiðslumark samkvæmt lögum nr. 99/1993. Af lögunum er ljóst að greiðslumark er bundið við lögbýli og framleiðslu á því. Framleiðandi, 903 hvort sem það er eigandi eða leiguliði á lögbýli, fær beingreiðslu í samræmi við greiðslumark þess á meðan á framleiðslu stendur. Hafi greiðslumark ekki verið framselt með lögmætum hætti til annars lög- býlis hlýtur það að fylgja lögbýlinu við eigenda- eða ábúendaskipti. Enginn lagagrundvöllur er fyrir því að leiguliði geti litið á greiðslu- mark lögbýlis, er hann hefur haft í ábúð, sem eign sína í lok ábúðar. Í ábúðarlögum nr. 64/1976 er meðal annars mælt fyrir um byggingu jarða, um stöðu landsdrottna og leiguliða vegna framkvæmda á jörðum, réttindi og skyldur leiguliða og ábúðarlok, eins og nánar er rakið í niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt 16. gr. laganna á að fara fram mat á þeim framkvæmdum, sem leiguliði hefur unnið að á jörð og nauð- synlegar eru til búrekstrar og er eiganda skylt að kaupa þær á mats- verði. Slíkar framkvæmdir mynda ekki eignarhlutdeild í lögbýlinu. Aðaláfrýjandi heldur því fram að með því að hún fái ekki sérstaklega greitt fyrir greiðslumarkið við lok ábúðar séu brotnar á henni jafn- ræðisreglur. Bendir hún á þessu til stuðnings, að við sölu ríkisjarða til ábúenda hafi greiðslumarkið ekki verið metið til verðs heldur talið til annarra eigna ábúenda, er jörðinni fylgi. Einnig hafi ríkið greitt ábú- endum beint við uppkaup á framleiðsluheimildum og þegar þær hafi verið skertar hafi ábúendur fengið bætur greiddar eins og sjálfseignar- bændur. Við sölu lögbýla fylgir þeim greiðslumark eins og lög gera ráð fyrir og áður hefur komið fram. Þótt svo kunni að vera að það hafi ekki verið tilgreint sem sérstakur matshluti við sölu gagnáfrýjanda til ábúanda verður ekki á það fallist að í því felist viðurkenning þess að ábúandinn hafi átt greiðslumarkið. Aðstæður við kaup framleiðsluheimilda og greiðslu bóta fyrir skerðingu þeirra geta heldur ekki talist sambærilegar við aðstöðu aðaláfrýjanda í þessu máli, enda var þar um að ræða greiðslur samkvæmt sérstökum reglum til þeirra, sem í framleiðslu stóðu og sættu skerðingu á henni. Með allt ofangreint í huga þykja ekki lagaskilyrði til að taka til greina aðal- og varakröfur aðaláfrýjanda. Auk þess ber að fallast á það með gagnáfrýjanda að umræddar kröfur hafi ekki samrýmst þeim fyrirvara, sem aðaláfrýjandi og sonur hennar gerðu við úttektargerðina 22. og 23. maí 1996 og byggt var á við samningsgerð aðilanna í júlí 1997. 904 V. Þrautavarakrafa aðaláfrýjanda er á því byggð að hún sé eigandi að 6,135% jarðarinnar Lækjar, það er 12 ha af 195,6 ha landi. Hafi hún eignast umræddan jarðarhluta með afsali Gísla Högnasonar til sín 9. maí 1979. Í afsali þessu er í 8 liðum talið upp, það sem afsalað er til aðaláfrýjanda. Segir þar í 1. lið að afsalað sé helmingi eyðijarðarinnar Arnarstaðakots í Hraungerðishreppi. Í lið 2 segir síðan: „Ræktuðu landi úr landi Lækjar og Arnarstaðakots 12 ha. fasteignamv. kr. 1.621.000“. Í liðum 3-8 er afsalað helmingi ýmissa útihúsa á jörðinni. Afsali þessu var þinglýst 14. maí 1979. Hinn 29. sama mánaðar gaf Gísli Högnason út gjafaafsal til ríkis- sjóðs fyrir eignarjörð sinni Læk og hálfri jörðinni Arnarstaðakoti ásamt öllum mannvirkjum „að engu undanskildu, öðru en eftirtöldum eignar- hlutum á jörðunum sem eru í eigu Þorbjargar Guðjónsdóttur, búrekst- ursfélaga míns:“. Kom síðan upptalning í 6 liðum á þeim útihúsum, sem afsalað hafði verið til aðaláfrýjanda að hálfu með afsalinu 9. maí. Síðan segir í afsalinu að því sem hann afhendi með gjafaafsali sínu fylgi öll gögn og gæði og sé það afhent með skilmálum í 7 liðum, sem á eftir koma. Fjalla þeir meðal annars um rétt afsalsgjafa til búsetu á Jörðunum svo lengi sem hann vilji reka búskap og rétt aðaláfrýjanda til að búa á jörðunum til æviloka eftir að hann hafi sleppt ábúð og síðan gangi niðjar hennar fyrir. Í 5. lið skilmálanna segir: „Búrekstursfélagi minn, Þorbjörg Guðjónsdóttir á ræktun 12 ha. á hinu afsalaða landi.“ Hinn 11. september 1979 fór fram úttektargerð að Læk í tilefni þess að aðaláfrýjandi skyldi taka við ábúð á jörðinni frá fardögum 1980. Viðstödd úttektina voru meðal annarra aðaláfrýjandi og Gísli Högna- son. Í upphafi úttektarinnar segir að aðaláfrýjandi sé „eigandi að nokkrum húseignum og ræktun á Læk og verður þeirra eigna hennar getið hér síðar.“ Er þess og síðar getið að tiltekin útihús séu að hálfu eign aðaláfrýjanda. Undir lok úttektargerðarinnar segir svo: „Ræktað land er talið samkvæmt skýrslu frá Búnaðarfélagi Íslands 57,0 ha. Af þeirri ræktun er Þorbjörg Guðjónsdóttir eigandi að 12,0 ha.“ Undir úttektargerðina skrifuðu allir viðstaddir. Með bréfi 18. júní 1981 byggði landbúnaðarráðherra aðaláfrýjanda „ríkisjörðina Læk í Hraungerðishreppi, Árnessýslu, frá fardögum 1981 að telja, til lífstíðarábúðar skv. II. kafla laga nr. 64 31. maí 1976“. Sonur aðaláfrýjanda mun lengst af hafa búið með henni á jörðinni, en 905 ábúð þeirra lauk í framhaldi af uppsögn þeirra 25. mars 1996, eins og áður er rakið. Með afsali 14. september 1993 seldi aðaláfrýjandi eignarhlut sinn í Arnarstaðakoti. Eins og áður sagði afsalaði aðaláfrýjandi nýjum ábúanda Lækjar samtals 57,4 ha ræktun. Er óumdeilt að þar er innifalin umrædd 12 ha ræktun, en aðaláfrýjandi telur sig eiga grunneignarrétt að hluta landsins eftir sem áður. VI. Í afsali til aðaláfrýjanda 9. maí 1979 var hið ræktaða land, sem henni var afsalað, á engan hátt afmarkað og segir þar að það sé úr landi Lækjar og Arnarstaðakots. Í gjafaafsalinu 29. sama mánaðar var ein- göngu vísað til 12 ha ræktunar á hinu afsalaða landi, sem væri Í eigu aðaláfrýjanda. Það var ekki talið upp með þeim eignum, sem undan- skildar voru gjöfinni. Við úttekt 11. september sama ár var Í þessu sambandi einungis talað um ræktun, sem aðaláfrýjandi ætti, en ekki um eignarhlut í jörðinni. Aðaláfrýjandi skrifaði undir úttektargerðina og tók við byggingarbréfi, sem náði til allrar jarðarinnar og hafði þar ábúð í 15 ár. Þegar allt þetta er virt verður að líta svo á, að það hafi verið sameiginlegur skilningur allra, sem hér áttu hlut að máli, að í afsalinu 9. maí 1979 til aðaláfrýjanda hafi að þessu leyti falist yfirfærsla á 12 ha ræktun en ekki á grunneignarrétti yfir tiltekinni spildu. Hefði og þurft að kveða skýrar á um það, ef svo hefði átt að vera. Eru því ekki skilyrði til að taka þrautavarakröfu aðaláfrýjanda til greina. VI. Samkvæmt framansögðu verður gagnáfrýjandi sýknaður af öllum kröfum aðaláfrýjanda. Rétt er að málskostnaður á báðum dómstigum falli niður. Aðaláfrýjandi hefur fengið gjafsókn í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Greiðist gjafsóknarkostnaður eins og nánar segir í dómsorði. Þær athugasemdir verður að gera við málatilbúnað aðaláfrýjanda að hann var ekki nákvæmur sem skyldi. Reifun málsatvika í stefnu var ekki í fullu samræmi við gögn málsins. Þá voru kröfur aðaláfrýjanda og málsástæður þeim til stuðnings í stefnu ekki nægilega skýrar, sbr. d- og e-lið 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 906 Dómsorð: Fyrri liðum í aðal-, vara- og þrautavarakröfum aðaláfrýjanda, Þorbjargar Guðjónsdóttur, er vísað frá héraðsdómi. Gagnáfrýjandi, íslenska ríkið, á að vera sýkn af kröfum aðal- áfrýjanda að öðru leyti. Málskostnaður á báðum dómstigum fellur niður. Gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanna hennar, 600.000 krónur samtals. Sératkvæði Hjartar Torfasonar Mál þetta varðar réttindi þau á jörðinni Læk í Hraungerðishreppi, yfir landi hennar, jarðabótum og mannvirkjum, hlunnindum, gögnum og gæðum, sem áfrýjandi öðlaðist við búskap sinn þar á árunum 1960- 1996, fyrst í sambúð og félagsskap með Gísla Högnasyni, þáverandi eiganda að jörðinni, og síðan sem leiguliði stefnda á grundvelli lífs- tíðarábúðar, er henni var tryggð með áskilnaði Gísla, þegar hann gaf ríkissjóði jörðina með afsali vorið 1979. Á síðara tímabilinu stundaði hún búskapinn í félagi við son sinn, er framselt hefur henni tilkall sitt til þeirra framleiðsluréttinda á jörðinni, sem eru hið sérstaka ágrein- ingsefni málsaðila. Í málinu hefur ekki verið gerð skýr grein fyrir því, hvernig þau áfrýjandi og Gísli höguðu búskap sínum á jörðinni, en staðfest er í afsali hans til ríkissjóðs, að hann hafi litið á áfrýjanda sem búreksturs- félaga sinn. Samkvæmt gögnum málsins og óvéfengdum staðhæf- ingum áfrýjanda virðist þó mega við það miða, að á árunum næst fyrir útgáfu afsalsins hafi hlutur hennar í búskapnum numið helmingi eða meiru. Megi meðal annars marka þetta af því, að Gísli afsalaði henni helmingshlut í öllum mannvirkjum á jörðinni, er máli skiptu, Þannig að ríkissjóður eignaðist þau aðeins til hálfs á móti henni. Um hlut- deildina er og til þess að líta, að þau Gísli voru ekki aðeins félagar að búskapnum, heldur einnig í óvígðri sambúð. Það er framleiðsla á mjólkurafurðum, sem var uppistaða búskaparins 907 á Læk, og var jörðinni afsalað um það leyti, sem takmarkanir á þeirri framleiðslu með viðmiðun við búmark komu til sögunnar, sbr. lög nr. 15/1979 og síðari löggjöf um stjórn á búvöruframleiðslu. Samkvæmt yfirliti um framleiðsluheimildir á býlinu virðist umfang búskaparins hafa haldist í svipuðu horfi frá 1979 til 1996, en búmark áfrýjanda árin 1980-1985 nam 1.216 ærgildisafurðum. Fullvirðisréttur hennar árin 1985-1992 var lengst af nærri 141.000 lítrum mjólkur, en greiðslumark frá og með framleiðsluárinu 1992-1993 var sem næst þeim 136.000 lítrum, sem hér er um deilt. Í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á bú- vörum og undanfarandi löggjöf um stjórn búvöruframleiðslu, sem einkum hefur verið beitt til takmörkunar á framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða, hefur ekki komið fram skýr afstaða til þess, hvort framleiðsluheimildir vegna þeirra afurða tilheyri ábúanda eða lands- drottni, þegar um búskap á leigujörðum er að ræða. Eðli málsins sam- kvæmt eru það ábúendurnir, sem verið hafa skráðir handhafar rétt- indanna, en jafnframt er nú svo á kveðið, að þau eigi að vera bundin við lögbýlin. Eftir grundvallarreglum um ábúð á jörðum er eðlilegt að skilja hið síðarnefnda á þann veg, að telja beri þessar heimildir til þeirrar aðstöðu eða hlunninda hverrar jarðar, sem ábúandinn hafi til umráða og til ráðstöfunar með samþykki jarðareiganda. Um tilheyrslu réttindanna hljóti það einkum að ráða, hvor lagt hafi þau til jarðarinnar. Sé tilheyrslan hjá ábúanda, verði jarðareiganda eftir atvikum skylt að kaupa þau af honum í ábúðarlok við verði, sem úttektarmenn meti eftir almennum reglum ábúðarlaga, nema um sé að ræða réttindi, sem beinlínis falla undir ákvæði laga nr. 99/1993 um kaup leiguliða á greiðslumarki og sérskráningu þess, en þá fari eftir þeim ákvæðum. Í máli þessu liggur beinast við að álykta, að greiðslumark að Læk við lok ábúðar áfrýjanda vorið 1996 hafi tilheyrt henni, þar sem framleiðsluheimildir á jörðinni urðu að öllu leyti til í búskapartíð hennar og vegna búskapar hennar og sonarins. Úr því þarf þó ekki að skera til hlítar, hvort svo megi telja, þar sem áfrýjandi gerði áskilnað annars efnis við úttektina í ábúðarlok. Hefur hún ekki sýnt nægilega fram á, eins og málið er vaxið, að víkja beri þeim áskilnaði til hliðar henni í hag vegna jafnréttissjónarmiða. Meginefni þessa áskilnaðar eða fyrirvara var á þá leið, að telja yrði greiðslumarkið tilheyra áfrýjanda í hlutfalli við eignarhlutdeild hennar 908 í mannvirkjum og aðstöðu á jörðinni og landi hennar. Er varakrafa áfrýjanda á þessu reist og hlutdeildin þar reiknuð eftir samanlagðri eign hennar í matshlutum jarðarinnar eftir fasteignamati við ábúðarlok. Í áskilnaðinum felst meðal annars það sjónarmið, að ríkissjóður geti sem landsdrottinn með engu móti talið til eignarumráða yfir framleiðslu- heimildunum nema að því marki, sem þær verði raktar til hins fyrri eiganda, er gaf ríkissjóði jörðina og skipaði áfrýjanda í stöðu leiguliða með þeirri ráðstöfun. Á þetta sjónarmið er bæði rétt og skylt að fallast, svo sem hér stendur á. Af því leiðir eftir því, sem fyrr var rakið, að telja verður hið umdeilda greiðslumark tilheyra áfrýjanda að helmingi eða meiru. Á grundvelli þess er eðlilegt að taka varakröfu hennar til greina að undirstöðu til, þar sem ekki sé varhugavert að miða hlut hennar í greiðslumarkinu við framtalda hlutdeild hennar í matshlutum Jarðarinnar. Þá hlutdeild verður þó að lækka úr 57,45% í 57,22%, þar sem á það verður að fallast með stefnda, að áfrýjandi hafi ekki verið eigandi að 12 ha lands úr jörðinni, heldur 12 ha ræktunar. Samkvæmt þessu er það niðurstaða mín, að viðurkenna beri, að 57,22% af greiðslumarki í mjólk á jörðinni Læk vorið 1996, eða Jafngildi 77.819 lítra, hafi þá tilheyrt áfrýjanda. Kröfu hennar um greiðslu vegna þessarar framleiðsluheimildar beri hins vegar að vísa frá dómi, þar sem rétt sé, að hún verði áður metin af úttektarmönnum í Hraungerðishreppi. Auk þessa verði stefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. maí 1999. I. Mál þetta, sem dómtekið var föstudaginn 5. mars sl., endurupptekið og dómtekið á ný föstudaginn 23. apríl sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Þorbjörgu Guðjónsdóttur, kt. 100631-3349, Engjavegi 73, Selfossi, með stefnu birtri 30. júní 1998 á hendur landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra, kt. 550169-2829, Arnarhváli, Reykjavík, f.h. ríkissjóðs. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þessar: Aðallega: I. Að viðurkennt verði með dómi, að stefnandi sé eigandi að 136 þúsund lítra greiðslumarki í mjólk (mjólkurkvóta) jarðarinnar Lækjar, Hraungerðishreppi. IH. Að stefndi greiði stefnanda kr. 22.440.000 auk dráttarvaxta samkvæmt 909 NI. kafla 1. nr. 25/1987 frá 17. júlí 1997 til greiðsludags, gegn afhendingu ofangreinds mjólkurkvóta til stefnda. Til vara: I. Að viðurkennt verði með dómi, að stefnandi sé eigandi að 57,45% mjólkur- kvóta jarðarinnar Lækjar, Hraungerðishreppi, eða 78.132 lítrum. IL. Að stefndi greiði stefnanda kr. 12.891.780 auk dráttarvaxta skv. II. kafla L nr. 25/1987 frá 17. júlí 1997 til greiðsludags, gegn afhendingu ofangreinds mjólkurkvóta til stefnda. Til þrautavara: I. Að viðurkennt verði með dómi, að stefnandi sé eigandi að 6,135% af mjólkurkvóta jarðarinnar Lækjar, Hraungerðishreppi, eða 8.343 lítrum. II. Að stefndi greiði stefnanda kr. 1.376.694 auk dráttarvaxta skv. III. kafla Í. nr. 25/1987 frá 17. júlí 1997 til greiðsludags, gegn afhendingu ofangreinds mjólkurkvóta til stefnda. Í öllum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar samkvæmt mati dómsins í samræmi við hagsmuni málsins, vinnu málflytjanda og annan kostnað af málinu samkvæmt málskostnaðarreikningi. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati dómsins, en til vara, að stefnukröfur verði stórlega lækkaðar og málskostnaður í því tilviki látinn niður falla. 11. Málavextir. Málavextir eru þeir, að með gjafaafsali Gísla Högnasonar bónda, Læk í Hraungerðishreppi, Árnessýslu, dags. 29. maí 1979, eignaðist ríkissjóður jörðina Læk, ásamt hálfri jörðinni Arnarstaðakoti í Hraungerðishreppi, ásamt öllum mannvirkjum, að undanskildum eignarhlutum stefnanda, Þorbjargar Guðjóns- dóttur, á jörðinni, nánar tiltekið hálfu lausagönguhjarðfjósi, hálfu áburðarhúsi, hálfu mjólkurhúsi, hálfri garðávaxtageymslu, hálfri hlöðu og hálfri votheys- geymslu. Enn fremur er tekið fram í gjafaafsalinu, að Þorbjörg Guðjónsdóttir, sem gefandi kallar búrekstursfélaga sinn, eigi 12 ha. ræktun á hinu afsalaða landi. Eignarhald stefnanda að framangreindum mannvirkjum, auk hálfrar eyðijarðarinnar Arnarstaðakots, byggist á afsali Gísla Högnasonar til hennar, dags. 9. maí 1979. Í því afsali kemur fram, að stefnandi eigi m.a. 12 ha. ræktað land úr landi Lækjar og Arnarstaðakots. Stefnandi hafði verið ábúandi á Læk frá árinu 1960, fyrst með Gísla Högna- syni, en ein frá árinu 1979, er Gísli hætti búskap, en stefnandi hafði lífstíðarábúð á jörðinni samkvæmt gjafabréfi Gísla. Sonur stefnanda, Heimir Ólafsson, mun þó hafa verið með búskap við hlið móður sinnar og Gísla frá árinu 1974, en ekki 910 var gerður við hann formlegur ábúðarsamningur. Rak hann þar búskap, allt til þess tíma að ábúð þeirra lauk á fardögum 1996. Með bréti dags. 25. mars 1996 sagði stefnandi upp ábúðinni og bar við fjár- hagserfiðleikum og heilsuleysi sínu og sonar síns. Var uppsögnin gerð með þeim fyrirvara m.a., að viðurkennt yrði, að greiðslumark jarðarinnar skiptist milli eig- enda jarðarinnar í sömu hlutföllum og eignin skiptist milli eigenda samkvæmt fasteignamati. Af hálfu ráðuneytisins var fallist á uppsögnina en hafnað öllum sjónarmiðum ábúenda um skiptingu greiðslumarksins. Jafnframt var lagt til, að úttekt færi fram á jörðinni í samræmi við 16. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976. Niður- staðan varð sú, að úttekt á jörðinni fór fram þann 23. maí 1996, og skrifaði stefnandi undir hana með þeirri athugasemd, að þó svo að fallið væri, við úttekt- ina, frá þeim fyrirvara, sem gerður var í uppsagnarbréfi varðandi greiðslumark, þá væri af hálfu ábúanda ítrekað, að hann myndi hugsanlega bera undir dóm- stóla, hvort hann eigi hlut í jörðinni. Með samningi undirrituðum 9. og 17. júlí 1997 keypti jarðadeild land- búnaðarráðuneytisins hluta af eignum stefnanda og sonar hennar á jörðinni Læk, og var kaupverðið í samræmi við mat úttektarmanna. Áður höfðu mæðginin selt viðtakanda jarðarinnar, með samþykki jarðadeildar, ræktun á jörðinni, samtals 57,4 ha., auk bústofns og véla. Búmark jarða var fyrst reiknað samkvæmt heimildum í |. nr. 15/1979 og reglugerð nr. 348/1979. Var búmark jarðarinnar Lækjar þá ákveðið 1.216 ærgildi í mjólk, en 33 ærgildi í nautgripakjöti. Árið 1986 var stefnanda síðan úthlutað fullvirðisrétti fyrir jörðina Læk, en með búvörulögum 1985 var mjólkurkvótinn nefndur fullvirðisréttur, sem var það magn mjólkur, sem framleiðendur fengu fullt verð fyrir. Fyrsta verðlagsárið, sem fullvirðisréttur var reiknaður, 1985/ 1986, var hann 146.839 lítrar á jörðinni Læk. Árið 1992 var mjólkurframleið- endum, og þar með stefnanda, fyrst úthlutað greiðslumarki í mjólk, en greiðslu- mark var þá nýtt nafn á mjólkurkvótanum, vegna breytinga, sem gerðar voru á kerfinu, þegar svokallaðar beingreiðslur voru teknar upp. Greiðslumark á Læk var ákveðið 135.082 lítrar á verðlagsárinu 1992/1993. Deila í máli þessu snýst um eignarhald á greiðslumarki jarðarinnar Lækjar, sem stefnandi kýs að kalla mjólkurkvóta. Sonur stefnanda, Heimir Ólafsson, hefur framselt móður sinni kröfu sína til greiðslumarksins að því marki, sem hann kann að vera eigandi hans sem annar ábúandi jarðarinnar frá árinu 1981. Málsástæður stefnanda. Aðalkrafa: Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að kvótinn sé sín eign, þar sem hún hafi skapað hann með vinnu sinni, eins og önnur verðmæti og mannvirki á jörðinni, 911 og því eigi hún kröfu til þess, að stefndi kaupi þá eign við ábúðarlok samkvæmt mati, eins og aðrar fasteignir og framkvæmdir á jörðinni, sem stefnandi hafi skapað, enda verði ekki skilið á milli kvótans og fasteignarinnar. Mjólkurkvótinn teljist til þeirra verðmæta á jörðinni, sem ábúandi hafi skapað með vinnu sinni, enda hafi hann verið viðurkenndur sem atvinnu- og eignarréttindi bænda af Hæstarétti, sbr. Hrd. 1996:3002, Hrd. 1997:2578 og Hrd. 1997:2563. Atvinnu- og eignarréttindi njóti sérstaklega ríkrar réttarverndar í íslenskum rétti, sbr. ákvæði 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnar og verði að tryggja, að þau réttindi séu nægjanlega virt í lögskiptum aðila. Sérstaklega verði að tryggja, að framkvæmdarvaldið gangi ekki á þessi réttindi gagnvart einstak- lingum í krafti yfirburðastöðu sinnar. Hafa verði í huga, að við setningu laga nr. 15/1979 hafi verið komið á kvóta- kerfi í landbúnaði, og þeir einir hafi getað fengið úthlutað kvóta, sem höfðu framleitt mjólk tiltekinn árafjölda fyrir setningu laganna. Núgildandi reglur um kvóta geri einnig ráð fyrir því, að framleiðsla mjólkur fylgi lögbýlum. Þannig hafi ætíð verið litið svo á, að órjúfanleg tengsl séu milli mjólkurframleiðslu og þeirra mannvirkja, sem séu á jörðum. Verði að skýra þessi tengsl þannig, að á milli mannvirkjanna og framleiðsluréttarins verði ekki skilið. En þótt kvótinn sé skráður á lögbýli og sé því ekki til sem sjálfstæð eining, þá sé mjólkurkvóta ætíð úthlutað á nafn framleiðanda, og því sé hann persónuleg eign hans með þeirri kvöð, að hann verði að vera skráður á lögbýli. Því byggi stefnandi á því, að kvótinn sé eign ábúanda en ekki jarðeiganda, þegar svo hagi til, að kvótinn hafi myndast í búskapartíð ábúanda, og uppgjör hafi ekki farið fram samkvæmt ábúðarlögum. Þessi skilningur virðist líka staðfestur af ríkissjóði, þegar ríkisjarðir hafi verið seldar ábúendum, en þar hafi kvótinn ekki verið seldur neinu verði til ábúenda, heldur hafi hann verið talinn til annarra eigna ábúenda, er jörðinni fylgja. Það væri því brot á jafnræðisreglu stjórnarfarsréttar, ef ekki væri fallist á kröfu stefnanda til kvótans. Ábúendum jarða væri mismunað eftir því hvort þeir keyptu jarðir, sem þeir væru ábúendur á, eða hvort þeir ákvæðu að bregða búi og selja landsdrottni eignir sínar á jörðinni, eins og lög geri ráð fyrir. Þá styðji það einnig kröfur stefnanda, að ríkið greiddi ábúendum fyrir kvótann við uppkaup ríkissjóðs á framleiðsluheimildum á sínum tíma, og þegar framleiðsluheimildirnar voru skertar, hafi ábúendur fengið greiðsluna eins og sjálfseignarbændur. Ríkið hafi því þarna í raun viðurkennt, að ábúandinn ætti kvótann. Það væri því einnig brot á jafnræðisreglu, ef stefnandi ætti að sitja við lakara borð en þeir, sem seldu framleiðslurétt sinn til ríkisins á sínum tíma. Sú ráðstöfun stefnda, að láta hjá líða að greiða fyrir stjórnarskrárvernduð eignar- og atvinnuréttindi sé í raun ráðstöfun, sem honum sé óheimil, enda engar lagaheimildir eða lagarök, sem mæli með því, að slík eignaupptaka sé heimiluð 912 bótalaust. Stefnandi byggi á því, að stefndi hafi í raun svipt hann eignar- réttindum, án þess að lagaskilyrði stæðu til þess og með vísan til meginreglu eignarréttar, verði slíkri upptöku ekki við komið, án þess að fullnægjandi bætur fáist fyrir. Stefnandi byggi á því, að þær bætur séu markaðsvirði kvótans á þeim tíma, sem samningur um kaup á mannvirkjum jarðarinnar var gerður. Stefnandi byggir málsókn sína á því, að samkvæmt ábúðarlögum eigi fráfarandi ábúandi þá kröfu á hendur landsdrottni, að hann sé skyldugur til að kaupa allar framkvæmdir og mannvirki ábúanda á jörðinni. Fyrir liggi markaðs- verð umræddra eigna á þeim tíma, sem úttekt jarðarinnar fór fram, sem teljist matsverð þeirra. Beri stefnda, samkvæmt ábúðarlögum, að leysa þessa eign til sín á ofangreindu matsverði. Varakrafa. Til rökstuðnings varakröfu vísar stefnandi til þess, sem rakið er varðandi aðalkröfu, eftir því sem við eigi. Á því er byggt, að kvótinn eigi að skiptast milli sameigenda jarðarhluta í sömu hlutföllum og einstakir matshlutar jarðar skiptist eftir fasteignamati. Verði talið, að kvótanum hafi verið úthlutað á sínum tíma til eigenda bújarða, sem fasteignatengdum réttindum, sem fylgi jörðinni, eins og hver önnur hlunnindi, þá sé ljóst, að kvóti fylgi líka þeim fasteignum, sem ábúandi átti á Jörðinni við úthlutun réttindanna, þ.e. að sanngjarnt sé, að kvótinn skiptist þá í sömu hlutföllum og einstakir matshlutar skiptist milli eigenda samkvæmt fast- eignamati. Líta verði til þess, að andlag lögbýlis, í skilningi ábúðarlaga, sé Jörðin auk mannvirkja hennar og með vísan til þess rökstuðnings, sem að baki aðalkröfu liggi, að kvótinn og mannvirkin séu órjúfanlega tengd, þá verði ekki á það fallist, að kvótinn eigi aðeins að fylgja jarðarhlutanum (moldinni) sam- kvæmt fasteignamati, heldur verði að miða við alla matshluta fasteignarinnar. Til rökstuðnings framansögðu megi líta til þess, að löggjafinn hafi með setningu veðlaga nr. 75/1997 afmarkað andlag veðréttinda í fasteign þannig, að hann nái til landa eða lóðar ásamt öllum húsum, öðrum byggingum og mannvirkjum, sem á landinu eða lóðinni hafi verið reist, nema þau séu sérstak- lega undanskilin, sbr. 16. gr. Með sömu rökum verði að líta þannig á, að land eða lóð verði ekki sérstaklega skilin frá við mat á því, hvaða eignarhluta kvóti skuli fylgja. Í þessu sambandi megi einnig vísa til 25. gr. skattalaga, þar sem fram komi, hvernig söluverði bújarðar sé skipt upp við ákvörðun skattlagningar. Þar hafi löggjafinn ákveðið að nota fasteignamat við ákvörðun hlutfalls einstakra matshluta. Þegar skipta þurfi fasteignatengdum réttindum milli sameigenda bú- Jarðar, mætti með sömu rökum miða skiptinguna við hlutfall einstakra matshluta jarðar samkvæmt fasteignamati. 913 Varakröfu byggir stefnandi enn fremur á þeim rökum, að hún eigi mjólkur- „kvótann“ í hlutfalli við eign sína á jörðinni samkvæmt fasteignamati, þ.e. 57.4% „kvótans“, en þann 1. desember 1995 hafi hún verið eigandi að sama hlutfalli jarðarinnar Lækjar samkvæmt fasteignamati. Sé þá miðað við, að hún sé eigandi að 50% útihúsa á Læk, 6,1% jarðarinnar (12 ha.) og síðan alfarið þeirra mannvirkja, sem hún og Heimir sonur hennar létu gera á ábúðartíma sínum. Stefnandi byggir á því, að samkvæmt ofangreindu fasteignamati, dskj. nr. 5, hafi heildarfasteignamat allra matshluta jarðarinnar Lækjar verið kr. 20.880.000, sbr. og dskj. nr. 47 til hliðsjónar. Matsverð einstakra matshluta á Læk, sem voru í eigu stefnanda, hafi verið eftirfarandi. Fasteignamatshlutfall stefnanda 6,1% jarðarinnar Lækjar (12 ha.) 119.000 48.000 (sbr. og dskj. 13) 61% ræktaðs lands (u.þ.b. 55 ha. af 90 ha.) 2.997.000 1.838.000 (sbr. dskj. nr. 25) 50% lausagöngu/hjarðfjóss 4.008.000 2.004.000 50% bogaskemmu 465.000 233.000 50% hesthúss 74.000 37.000 50% kálfahúss 111.000 385.000 50% geymslu 179.000 90.000 50% hlöðu 545.000 272.000 100% véla- og verkfærageymslu 1.254.000 1.254.000 100% votheysturns 5.834.000 5.834.000 Samtals 57,4% af heildar- fasteignamati jarðarinnar 20.880.000 11.995.000 Þrautavarakrafa. Stefnandi byggir þrautavarakröfu sína á sömu meginsjónarmiðum og aðal- og varakröfu. Byggt sé á því, að „kvótinn“ skiptist í sömu hlutföllum og landið skiptist milli sameigenda. Eins og Í málavaxtalýsingu greini, hafi stefnandi eignast 12 ha. ræktaðs lands úr jörðinni Læk og Arnarstaðakoti, auk helmings Arnarstaðakots og helmings útihúsa. Eignarhlutdeild þessi sé 6,135% af heildarlandi jarðarinnar Lækjar, þ.e. 12 ha. af 195,6 ha. landi jarðarinnar, sbr. dskj. nr. 25 og dskj. nr. 13. Stefnandi byggir því þrautavarakröfu sína á því, að hlutdeild hennar í „kvóta“ skuli vera í samræmi við eignarhlutdeild hennar í landi jarðarinnar. Fjárkrafa. Stefnandi kveðst í öllum tilvikum byggja á því, að stefnda beri að greiða markaðsvirði mjólkurkvóta á þeim tíma, sem samningur var gerður milli hennar 914 og stefnda um kaup á mannvirkjum á jörðinni Læk, en markaðsverð á þessum tíma var kr. 165 per lítra. Þegar málið sé skoðað í heild og með vísan til forsendna allra liggi fyrir, að stefnandi hafi ekki fengið viðurkenndan eignarrétt sinn til þeirra verðmæta, sem hún hafi skapað á jörðinni Læk á ábúðartímanum, og þar með ekki fengið réttilega greitt fyrir þau réttindi, sem hún óumdeilanlega hafi áunnið sér. Stefndi hafi neitað að gera upp þessi réttindi við stefnanda, sem honum beri þó lagaskylda til samkvæmt ákvæðum ábúðarlaga. Krafist sé dráttarvaxta frá 17. júlí 1997, en þann dag hafi verið gengið frá samningi um kaup ríkisins á eignum stefnanda á jörðinni Læk, sbr. og dskj. nr. 9. Lagarök. Stefnandi vísar til 72. og 7S. gr. stjórnarskrárinnar um verndun atvinnu- og eignarréttarins. Enn fremur vísar stefnandi til búvörulaga og ábúðarlaga, einkum 16. gr., meginreglna skaðabótaréttar um að greiða skuli fullar bætur fyrir fjártjón, jafnræðisreglu stjórnarfarsréttar og stjórnskipunarréttar. Vaxtakrafa er studd við Ill. kafla |. nr. 25/1987 og málskostnaðarkrafan við 129. gr. og Í. mgr. 130. gr. 1. nr. 91/1991, sbr. XX. kafla laganna um gjafsókn. Málsástæður stefnda. Stefndi kveður greiðslumark það í mjólk, sem ágreiningsefni málsins snúist um, ekki hafa orðið til vegna aðgerða stefnanda sem ábúanda, heldur sé tilurð þess að rekja til opinberra aðgerða við framleiðslustjórnun búvara. Sé með því og reglum, er um það gildi á hverjum tíma, stefnt að því að dreifa meðal þeirra, sem á hverjum tíma hafi viðkomandi framleiðslu með höndum, þeim fjárhagslega stuðningi ríkisvaldsins, sem veittur sé til búvöruframleiðslu, er sæta þurfi framleiðslustjórnun. Í kjölfar setningar laga nr. 15/1979, sbr. lög nr. 45/1981, hafi búmark verið reiknað, en tilgangur þess hafi verið að hafa framleiðsluviðmiðun til að reikna út skerðingu afurðaverðs, þegar útflutningsbætur dygðu ekki til. Skyldi reikna út búmark á hverju lögbýli og við þann útreikning hafi verið lögð til grundvallar meðalframleiðsla á því búi árin 1976-1978 samkvæmt skattframtali. Stæði jörð auð í samfellt 5 ár eða lengur, skyldi búmark hennar falla niður, sbr. reglugerð nr. 465/1983. Búmarkið hafi þannig ekki verið framleiðsluréttur, heldur viðmið- unartala, sem skerðing á afurðaverði reiknaðist frá, við uppgjör afurðastöðva til bænda. Með lögum nr. 46/1985 hafi verið tekin í lög heimild fyrir ríkisstjórnina til að gera samninga við Stéttarsamband bænda um magn mjólkur og sauðfjár, sem ríkið myndi ábyrgjast, að fullt grundvallarverð fengist fyrir samkvæmt lögunum á samningstímanum, en það magn hafi afurðastöðvunum þá verið skylt að 915 staðgreiða framleiðendum. Hafi verðábyrgðarmagnið í þeim samningum, sem gerðir voru, kallast heildarfullvirðisréttur, og þeim heildarrétti hafi síðan verið skipt upp á milli þeirra framleiðenda viðkomandi búvöru, er sátu lögbýli, sem reiknað hafði verið búmark. Í reglugerð nr. 37/1986 hafi verið kveðið á um stjórn mjólkurframleiðslunnar verðlagsárið 1985-1986 og þar kveðið á um, hvernig heildarfullvirðisrétturinn skyldi skiptast, fyrst á milli einstakra búmarks- svæða, en síðan hvernig fullvirðisréttur einstakra svæða skiptist á framleiðendur á lögbýlum innan þeirra. Við skiptinguna hafi gilt sú regla, að engum skyldi reiknaður fullvirðisréttur umfram mjólkurframleiðslu lögbýlisins innan búmarks verðlagsárið 1984/1985. Hafi framleiðsla á því verðlagsári þannig verið lögð til grundvallar við upphaflega skiptingu fullvirðisréttarins milli framleiðenda. Hafi í þeirri reglugerð og eftirfarandi reglugerðum verið lagðar hömlur við því, að framleiðandi nýtti fullvirðisrétt með öðrum hætti en innleggi sínu í afurðastöð. Við ábúendaskipti hafi framleiðsla fráfarandi bónda og þess, er við tók, talist framleiðsla lögbýlisins viðkomandi verðlagsár, og skiptist fullvirðisréttur milli þeirra í hlutfalli við það, sem notað hafði verið við ábúendaskiptin, sbr. t.d. 23. gr. reglugerðar nr. 339/1986. Með samningi ríkisvaldsins við Stéttarsamband bænda 11. mars 1991 hafi verið horfið frá greiðslum útflutningsbóta og fullvirðisréttarkerfi og teknar upp beingreiðslur, er miðuðust við innanlandsmarkað á hverjum tíma. Á síðasta ári fullvirðisréttarins hafi, í því skyni að fækka framleiðendum, verið heimiluð, með takmörkunum þó, aðilaskipti að fullvirðisrétti í mjólk milli lögbýla, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 262/1991 um fullvirðisrétt til framleiðslu mjólkur verðlagsárið 1991-1992. Hafi ráðstöfun fullvirðisréttar milli lögbýla ekki getað átt sér stað, nema með samþykki beggja jarðeigenda og ábúenda, ef um leiguábúð var að ræða. Í reglugerð nr. 313/1991 um aðlögun fullvirðisréttar til framleiðslu sauð- fjárafurða að innanlandsmarkaði hafi verið kveðið á um uppkaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti í sauðfé og greiðslu förgunarbóta. Samkvæmt 4. gr. reglugerð- arinnar hafi fullvirðisréttur fylgt lögbýlinu og hafi kaupverð hans verið greitt eiganda þess eða eftir tilvísun hans, nema sá fullvirðisréttur, er ábúandi hafði sjálfur flutt með sér á leigujörð, sem greiddur hafi verið ábúanda. Í lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sem endurútgefin voru sem lög nr. 99/1993, sé greiðslumark lögbýlis skýrt svo í 2. gr., að það sé tiltekið magn kindakjöts, mælt í kílógrömmum, eða mjólkur, mælt í lítrum, sem ákveðið sé fyrir hvert lögbýli samkvæmt búvörusamningi og veiti rétt til beinnar greiðslu úr ríkissjóði. Heildargreiðslumark sé skilgreint svo, að það sé tiltekið magn búvöru, sem ákveðið sé samkvæmt búvörusamningi með tilliti til heildar- neyslu innanlands og það skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki þeirra. Í X. kafla laganna um aðlögun og stjórn framleiðslu mjólkur 1992-1998 sé kveðið á um í 44. gr., að heildargreiðslumark mjólkur sé tiltekið magn mjólkur, 916 mælt í lítrum, sem beinar greiðslur ríkissjóðs miðist við. Skyldi landbúnaðar- ráðherra ákveða heildargreiðslumark fyrir hvert verðlagsár og setja í reglugerð nánari ákvæði um skiptingu í greiðslumark lögbýla. Samkvæmt 45. gr. laganna sé greiðslumark bundið við lögbýli. Á hverju lögbýli skyldi aðeins einn fram- leiðandi vera skráður handhafi beinna greiðslna og skyldi greiðslumark hvers lögbýlis fyrir verðlagsárið 1992-1993 vera jafnt fullvirðisrétti þess, eins og hann var að lokinni aðlögun hans að innanlandsmarkaði haustið 1992. Greiðslumark þaðan í frá breyttist síðan í hlutfalli við breytingar á heildargreiðslumarki. Samkvæmt 47. gr. sé bein greiðsla framlag úr ríkissjóði til framleiðenda mjólkur og greiðist samkvæmt greiðslumarki hvers lögbýlis. Samkvæmt 46. gr. séu heimil aðilaskipti greiðslumarks milli lögbýla að uppfylltum skilyrðum, er ráðherra setji í reglugerð. Samkvæmt þeirri grein geti eigandi lögbýlis ráðstafað greiðslumarki frá lögbýli, en áskilið samþykki ábú- anda, sé ábúandi annar en eigandi. Þá sé leiguliða heimilt að kaupa greiðslumark í mjólk á lögbýli á sama hátt og kveðið var á um í 2. mgr. 39. gr. Samkvæmt henni hafi leiguliða verið heimilt að kaupa greiðslumark í sauðfé á lögbýlið, og skyldi það þá skráð sérstaklega á nafn hans. Vildi leiguliði selja slíkt greiðslu- mark, hafi jarðareigandi átt að eiga forkaupsrétt að því. Samkvæmt framangreindu hafi þau fjárhagslegu réttindi, er tengd voru við framleiðslustjórn búvara, átt tilurð sína að rekja til reglna, er giltu um hana á hverjum tíma, og þau réttindi ávallt verið bundin við lögbýli og út frá því gengið, að nýting á þeim réttindum við uppgjör og við greiðslur fyrir búvörur væri liður í leiguliðanotum ábúanda, væri um leiguábúð að ræða. Í málatilbúnaði stefnanda sé algjörlega litið framhjá því, að það sé frum- skylda ábúanda samkvæmt ábúðarlögum að hafa lögheimili á lögbýlisjörðinni og reka þar bú á þann hátt, að jörðin, sem búrekstrareining, gangi ekki úr sér. Búseta stefnanda og búrekstur á Læk hafi þannig verið hluti af leiguliðaskyldum hennar, en hafi ekki falið í sér stofnframlag eða sjálfstæðar umbætur hennar á Jörð, er kaupskylda samkvæmt 16. gr. ábúðarlaga gæti tekið til. Með fjárframlögum ríkisins til mjólkurframleiðenda á grundvelli búvöru- samnings sé lagður grundvöllur að þeim réttindum, sem tengd verði við greiðslu- markið. Löggjafinn hafi verið fyllilega innan valdheimilda sinna, er hann, með reglum í X. kafla 1. nr. 99/1993, lögfesti þær reglur, er áður hafði verið byggt á í framleiðslustjórnuninni, þ.e. að greiðslumarkið skyldi bundið við lögbýli og ráðstöfunarréttur á því í höndum eiganda þess, með þeim takmörkunum, að ábúandi á hverjum tíma ætti rétt til að njóta þeirra beingreiðslna, er við það væru tengdar, og það yrði ekki skilið frá lögbýlinu án samþykkis hans, meðan sú ábúð stæði. Um einhvers konar eignarrétt leiguliða að greiðslumarki sé hins vegar ekki að ræða, frekar en hann geti með ábúð sinni öðlast eignarrétt yfir bújörð þeirri, sem ábúðarsamningur hans taki til. Það fái þannig engan veginn staðist hjá 917 stefnanda, að af hálfu löggjafans hafi verið litið svo á, að þau réttindi, sem felist í greiðslumarki, og áður í fullvirðisrétti og búmarki, hafi stofnast vegna vinnu, sérstakra framkvæmda eða fjárfestinga ábúenda, sem þeim beri greiðsla fyrir við ábúðarlok. Um slíkt sé ekki að ræða, nema ábúandi hafi beinlínis fjárfest í greiðslumarki til lögbýlisins, en um það sé ekki að ræða í þessu tilviki. Í þeim tilvikum sé þó ekki um að ræða innlausnarskyldu jarðeiganda, heldur eingöngu forkaupsrétt hans, sem honum sé í sjálfsvald sett, hvort hann nýti. Vara- og þrautavarakrafa stefnanda sé á misskilningi byggð. Aldrei hafi verið tekið mið af landkostum eða mannvirkjum, sem séu á jörð, í þeim útreikningum, sem lagðir hafi verið gegnum tíðina til grundvallar við framleiðslustjórnun búvara. Staðhæfingar stefnanda um, að ríkið hafi, með aðgerðum sínum, fallist á, að ábúendur ríkisjarða séu eigendur „kvóta“ fái ekki staðist og séu á misskilningi byggðar, svo sem ítarlega sé gerð grein fyrir í dskj. nr. 39, bls. 5. Með öllu sé óskiljanlegt, hvernig stefnandi geti ályktað um greiðsluskyldu af því, að þegar ríkisjarðir hafi verið seldar ábúendum, sé greiðslumark ekki selt sérstaklega, enda séu þau verðmæti, sem við það kunni að vera bundin, þá einn fjölmargra ósundurgreinanlegra þátta, er myndi gangverð jarða. Reglur um uppkaup ríkis- ins á framleiðsluheimildum geti heldur ekki stutt kröfur stefnanda og eigi ekki við hér, né heldur reglur um bætur, sem ákveðnar hafi verið vegna niðurfærslu fullvirðisréttar 1992, sbr. 36. gr., lokamálslið 1. mgr. 44. gr. og B-lið í ákvæði til bráðabirgða laga nr. 99/1993. Vísan stefnanda til jafnræðisreglu fái þannig engan veginn staðist. Kröfur stefnanda fái heldur ekki samrýmst sölu bygginga til ríkisins, sbr. dskj. nr. 11, á verði, sem ákveðið hafi verið í úttekt á dskj. nr. 24 og þeim fyrir- vara, sem hún gerði við hana, sem takmarkast hafi við þann áskilnað að láta reyna á það fyrir dómi, hvort hún ætti ákveðna hluta jarðarinnar Lækjar, þ.e. land undir 12 ha. ræktun og lóð undir helmingi útihúsa með tilheyrandi hlutdeild í greiðslumarki jarðarinnar, sbr. dskj. nr. 24, bls. 1. Er stefnandi setti upphaflega fram þær kröfur, sem hún hafi nú uppi í stefnu, í apríl 1998, hafði hún þegar selt og afsalað ríkinu, sem jarðeiganda á grundvelli innlausnarskyldu samkvæmt 16. gr. ábúðarlaga, eignarhluta sínum í öllum byggingum á óskertu matsverði, ákveðnu samkvæmt 1. ml. 1. mgr. 16. gr. Fái ekki staðist að krefja löngu síðar til viðbótar greiðslu, vegna ætlaðs réttar yfir greiðslumarki í heild eða hlutdeildar í því, reiknaðri eins og hér sé gert, eftir að byggingar hafi verið seldar jarðeiganda og innleystar af honum á óskertu matsverði samkvæmt 1. ml. 1. mgr. 16. gr., sem aldrei gætu talist nauðsynlegar í búrekstri á jörð án greiðslu- marks og bæri að meta lægra samkvæmt 2. ml. 1. mgr. 16. gr., eða sem með öllu hefði verið óskylt að kaupa, væru þau flytjanleg, sbr. 3. mgr. Þá hafi stefnandi selt viðtakandi ábúanda alla ræktun, þ.á m. þá, sem þrautavarakrafa 918 reiknist út frá. Samkvæmt því hafi greiðslumark, er við hana kynni að vera tengt, fylgt með í þeirri sölu og því alveg ljóst, að stefnandi geti ekki lengur verið rétthafi slíkrar kröfu. Kröfur stefnanda skorti þannig með öllu lagastoð og fái ekki staðist, hvernig sem á sé litið. Verði ekki á sýknukröfu fallist, sé til vara krafist stórlegrar lækkunar stefnukrafna. Til viðbótar þeim sjónarmiðum, er greini hér að framan, sé í því sambandi vakin athygli á eftirgreindu: Í kröfugerð stefnanda sýnist í öllum tilvikum miðað við útreiknað greiðslu- mark lögbýlisins, eins og það var ári eftir að hún vék af jörðinni, sem ekki fái staðist. Greiðslumark í mjólk sé ekki föst, varanleg stærð, heldur byggist það á því, að til staðar sé búvörusamningur þess efnis, og það breytist í samræmi við árlegar breytingar heildargreiðslumarks á gildistíma búvörusamnings. Greiðslu- mark reiknist einungis fyrir eitt verðlagsár í einu og sé tilkynnt fyrir sama tímabil. Kröfugerð stefnanda í þá veru, að jarðeiganda verði gert skylt að kaupa af henni það greiðslumark, er henni kynni að tilheyra, eigi hvorki lagastoð í 16. gr. ábúðarlaga né í búvörulögum, og beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna af henni. Stefnandi hafi sjálf aldrei þurft að leggja í kostnað vegna úthlutana fram- leiðsluréttar á Læk, sem hafi frá öndverðu verið í samræmi við gildandi reglur á hverjum tíma, sbr. yfirlit Framleiðsluráðs á dskj. nr. 40. Fjárkröfur stefnanda, sem hvergi sé að finna tölulega útlistun á, séu úr öllu hófi. Stefnandi krefjist þess, að greiðsla fyrir hvern lítra mjólkur verði 165 krónur. Samkvæmt dskj. nr. 29 hafi beingreiðsla úr ríkissjóði til mjólkurframleiðenda verðlagsárið 93/94 verið kr. 14,25 á lítra. Kröfugerðin jafngildi þannig andvirði beingreiðslu um tæplega tólf ára skeið. Krafa um, að stefnanda verði greitt andvirði greiðslumarks, miðað við ætlað gangverð í viðskiptum milli lögbýla, sé auk þess ekki haldbær. Það gangverð skapist af því, að þá sé lögbýli að afsala sér greiðslumarki og annað lögbýli að auka til lengri tíma framleiðslumöguleika sína. Engu slíku sé hins vegar til að dreifa hér. Staðhæfingum um ætlað gangverð greiðslumarks, sem engum gögn- um sé stutt, sé mótmælt. Útreiknaðri eignarhlutdeild matshluta stefnanda í heildarfasteignamati, sem byggt sé á í vara- og þrautavarakröfu, sé mótmælt sem allt of hárri. Sundurliðun á útreikningi, tímamark, er hún miðist við og gögn henni til stuðnings skorti með öllu. Kröfugerð stefnanda um dráttarvexti sé óljós og sé því mótmælt, að stefnandi geti átt neinn rétt til dráttarvaxta. 919 Ill. Forsendur og niðurstaða. Aðalkrafa stefnanda: Tilurð greiðslumarksins hefur verið rakin hér að framan, en því var komið á árið 1992 og leysti af hólmi fullvirðisréttinn, sem hafði verið við lýði frá árinu 1985. Greiðslumarkið var, eins og fullvirðisrétturinn, bundið við lögbýli, sbr. 1. mgr., c-lið, 7. gr. 1. nr. 5/1992 um breytingar á lögum um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum nr. 46/1985. Í þeim lagaákvæðum, sem fjalla um greiðslumark, og áður fullvirðisrétt, er hvergi tekið fram berum orðum, hver sé eigandi réttindanna. Hins vegar er víða í lögum og reglugerðum, sem settar hafa verið með heimild í lögum á hverjum tíma, að finna ákvæði, sem eru leiðbeinandi um það atriði, og gefa skýrt til kynna, hver hefur verið vilji löggjafans í þessu efni. Þannig segir t.d. í 19. gr. Í. nr. 112/1992 um breytingar á lögum um framleiðslu og sölu á búvörum, nr. 46/1985 með síðari breytingum, staflið b (48. gr.), að greiðslumark skuli bundið við lögbýli, og í staflið c (49. gr.), sbr. 2. mgr. 42. gr. 1. nr. 5/1992, er kveðið á um heimild til aðilaskipta greiðslumarks á milli lögbýla og er þar sérstakt ákvæði þess efnis, að sé ábúandi lögbýlis annar en eigandi, þurfi samþykki beggja fyrir flutningi greiðslumarks frá lögbýli. Enn fremur segir þar, að leigu- liða sé heimilt að kaupa greiðslumark á lögbýli og skuli það skráð sérstaklega á nafn hans. Í 2. mgr. 42. gr. 1. nr. 5/1992 segir einnig: „Nú vill leiguliði selja slíkt greiðslumark og skal jarðeigandi eiga forkaupsrétt að greiðslumarkinu.“ Þykja þessi síðastnefndu ákvæði taka af öll tvímæli um það, að um er að ræða tvenns konar greiðslumark; annars vegar greiðslumark það, sem fylgir lögbýli og er eign jarðareiganda, en hins vegar greiðslumark, sem ábúandi kaupir sérstaklega í skjóli leiguréttar síns á lögbýli. Þessi skilningur fær jafnframt stoð í 4. gr. rgl. nr. 313/1991, sem fjallar að vísu um fullvirðisrétt, en ekki verður séð að eignarréttur fullvirðisréttar og greiðslumarks hafi verið mismunandi í lögum, enda leysti greiðslumarkið fullvirðisréttinn af hólmi, svo sem áður hefur verið rakið. Í tilvitnuðu reglugerðarákvæði segir svo m.a.: „Fullvirðisréttur á lögbýli fylgir því og er kaupverð hans greitt til eiganda þess eða eftir tilvísun hans, nema sá fullvirðisréttur sem ábúandi hefur keypt eða flutt með sér á leigujörð, sem er greiddur ábúanda.“ Þeirri málsástæðu stefnanda, að hún hafi skapað „kvótann“ með vinnu sinni á jörðinni og eigi hann því eins og önnur verðmæti á jörðinni, er hafnað á þeirri forsendu, að greiðslumark og aðrar sambærilegar ráðstafanir, sem voru við lýði, áður en greiðslumarkið var tekið upp, urðu til vegna opinberra aðgerða við framleiðslustjórnun búvara, svo sem skýrt kemur fram, þar sem rakin er tilurð þessara ráðstafana. Enda þótt fallast megi á með stefnanda, að hún hafi átt þátt í því að yrkja jörðina og byggja og/eða halda við mannvirkjum, svo jörðin stæði 920 undir nafni sem lögbýli með aðstöðu til mjólkurframleiðslu, þá bar henni skylda til þess sem ábúanda að eiga þar lögheimili, nytja hana og reka þar bú, sbr. 21. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976, og skv. 17. gr. sömu laga er henni skylt að halda við mannvirkjum og ræktun, svo sem nánar er kveðið á um í greininni. Hins vegar er ekki fallist á, að réttindi til greiðslumarks hafi stofnast vegna vinnu ábúanda, sem samrýmist skyldum hans samkvæmt lögunum. Það breytir ekki þessari niðurstöðu, þótt greiðslumarki sé úthlutað á nafn framleiðanda, ef hann er annar en eigandi lögbýlis, enda nýtur hann greiðslumarksins í krafti leiguréttar síns, meðan hann situr jörðina og framleiðir mjólk í samræmi við úthlutað greiðslu- mark. Beingreiðslur þær, sem ábúanda hafa verið greiddar, taka mið af framleiðslu hans fyrir verðlagsárið, og eru greiddar honum í krafti leiguréttar hans til greiðslumarksins, en jarðareigandi á ekki rétt til þeirra, nema því aðeins að hann sé jafnframt framleiðandi. Hann er hins vegar eigandi greiðslumarksins, en ábúandi hefur það á leigu með jörðinni, þar sem það fylgir lögbýlinu og verður ekki skilið frá því nema samþykki beggja, eiganda þess og leigutaka, þ.e. ábúanda, komi til. Stefnandi hefur ekki fært haldbær rök að því, að þessi niðurstaða sé brot á Jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, eða að um óheimila, bótalausa eignaupptöku sé að ræða, og er þeim sjónarmiðum hennar hafnað. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna stefnda af aðalkröfu stefnanda. Vara- og þrautavarakrafa stefnanda. Stefnandi vísar til stuðnings varakröfu sinni og þrautavarakröfu til máls- ástæðna með aðalkröfu, en þeim sjónarmiðum hennar hefur verið hafnað hér að framan. Þá byggir stefnandi á því, að hún eigi mjólkur, kvótann“ í hlutfalli við eign sína á jörðinni samkvæmt fasteignamati, þ.e. 57,4% „kvótans“, en þann 1. desember 1995 hafi hún verið eigandi að sama hlutfalli jarðarinnar Lækjar samkvæmt fasteignamati. Miðar stefnandi þá við, að hún sé eigandi að 50% útihúsa á Læk, 6,1% jarðarinnar (12 ha.) og síðan alfarið þeirra mannvirkja, sem hún og Heimir, sonur hennar, létu gera á ábúðartíma sínum. Stefnandi byggir á því, að samkvæmt ofangreindu fasteignamati, dskj. nr. 5 (dskj. nr. 46, sem er læsilegra eintak af dskj. nr. 5), hafi heildarfasteignamat allra matshluta jarðar- innar Lækjar verið kr. 20.880.000, sbr. og dskj. nr. 47 til hliðsjónar. Tilvísun stefnanda í rökstuðningi fyrir varakröfu á dskj. nr. 52 í dskj. nr. 25 er Ónákvæm, þ.e. þar sem fram kemur að hlutdeild hennar í ræktuðu landi hafi verið 55 ha. af 90 ha. Í dskj. nr. 25 er ræktað land, tún, talið vera 84,8 ha. og akrar (opin ræktun) 17,5 ha. eða samtals 102,3 ha. Á dskj. nr. 47 er ræktað land jarðarinnar Lækjar samtals 90,4 ha., en það er útskrift samkvæmt fasteignamati 14. desember 1998. Þá er enn fremur athugavert, að hlutfallstölur 921 í yfirliti stefnanda yfir matsverð einstakra matshluta á Læk á dskj. nr. 52 eru ónákvæmar. Ekki er fallist á það með stefnanda, að hlutdeild í mannvirkjum á jörð myndi í í ábúðarlögum, að ábúandi geti átt mannvirki á ábúðarjörð sinni, án þess að hann verði þar með eigandi lögbýlisins að hluta, en hins vegar getur eigandi jarðarinnar þurft að leysa þau til sín eftir atvikum við ábúðarlok. Samkvæmt afsali Gísla Högnasonar til stefnanda, dags. 9. maí 1979, eign- aðist stefnandi 12 ha. úr ræktuðu landi Lækjar og Arnarstaðakots. Af gjafaafsali Gísla til íslenska ríkisins, dags. 29. sama mánaðar, má skilja, að stefnandi eigi aðeins ræktunina á framangreindum 12 hekturum. Það er hins vegar ekki í samræmi við orðalag afsalsins til stefnanda, sem hefur verið þinglýst, og ber að líta svo á, þar sem annað liggur ekki fyrir, að hún hafi verið eigandi 12 hektara af ræktuðu landi jarðarinnar. Þegar búmarki var fyrst úthlutað til lögbýlisins Lækjar, og síðar fullvirðisrétti og greiðslumarki, var jörðin því í sameign Gísla Högnasonar og stefnanda, þannig að stefnandi átti framangreinda 12 hektara af ræktuðu landi jarðarinnar, sem var þá samtals 57,5 hektarar, en hvergi kemur fram í gögnum málsins, að um afmarkað landsvæði hafi verið að ræða í eigu stefnanda. Verður því að líta svo á, að þau hafi átt landið í óskiptri sameign. Ber henni því eignarhlutdeild í greiðslumarki í því hlutfalli, sem eignaraðild hennar að jörðinni nemur. Samkvæmt dskj. nr. 25 er heildarstærð jarðarinnar Lækjar talin vera 195,6 ha., og hefur þeirri mælingu ekki verið hnekkt eða hún gerð ósennileg. Eignarhlutfall stefnanda í jörðinni er því 6,135%, og ber henni það hlutfall af greiðslumarki jarðarinnar. Þegar stefnandi lét af ábúð, var greiðslumark jarðarinnar 136.341 lítri skv. upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins á dskj. nr. 40, en stefnandi miðar við 136.000 lítra, og verður sú tala lögð til grundvallar. Er eignarhluti hennar því 8.343 lítrar. Ekki kemur fram í gögnum málsins, að stefnandi hafi selt þetta greiðslumark til nýs ábúanda með þeirri ræktun, sem hún seldi honum, og liggur ekki fyrir, að stefnandi hafi selt eignarhluta sinn í jörðinni, þ.e. þá 12 hektara, sem hún keypti af Gísla Högnasyni á sínum tíma. Fyrri hluti þrauta- varakröfu stefnanda er því tekinn til greina. Síðari liður kröfugerðar stefnanda lýtur að því, að stefnda verði gert að kaupa greiðslumarkið af stefnanda á því gangverði, sem stefnandi kveður hafa verið markaðsverð á þeim tíma, sem ábúð stefnanda lauk. Verður kröfugerð hennar ekki skilin á annan veg. Málsástæður fyrir þessum þætti kröfunnar virðast þó lúta að því, að stefnanda beri bætur vegna eignaupptöku „kvótans“. Er sá málatilbúnaður ekki í samræmi við kröfugerðina, eins og hún er fram sett. Með því að stefnandi hefur ekki fært að því rök, að stefnda beri að leysa til sín greiðslumarkið, verður þessi kröfuliður ekki tekinn til greina gegn andmælum stefnda. 922 Samkvæmt þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn kr. 325.000, og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Viðurkenndur er eignarréttur stefnanda, Þorbjargar Guðjónsdóttur, að 8.343 lítrum af greiðslumarki jarðarinnar Lækjar, Hraungerðishreppi. Öðrum hlutum kröfugerðar stefnanda er hafnað. Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda kr. 325.000 í málskostnað. 923 Mánudaginn 28. febrúar 2000. Nr. 77/2000. Lögreglustjórinn í Reykjavík (Egill Stephensen saksóknari) gegn Guðmundi Inga Þóroddssyni (Hallvarður Einvarðsson hrl.) Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Úrskurður héraðsdóms um að G skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grund- velli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur, en G var grunaður um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson, settur hæstaréttar- dómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. febrúar 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 31. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úr- skurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Fallist verður á með sóknaraðila að sterkur grunur sé fyrir hendi um að varnaraðili hafi gerst sekur um brot gegn 173. gr. a almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 64/1974, sem varðað getur allt að tíu ára fangelsi. Brotið, sem honum er gefið að sök, er þess eðlis að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Samkvæmt þessu er fullnægt skilyrðum 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Gæsluvarðhaldinu er markaður hæfilegur tími með hinum kærða úrskurði, sem verður því staðfestur. 924 Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar 2000. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að Guðmundi Inga Þór- oddssyni, kt. 290574-4639, Völvufelli 17, Reykjavík, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi frá lokum gæsluvarðhalds þess er rennur út kl. 16.00 í dag uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 31. mars nk. kl. 16.00 vegna gruns um að hafa framið brot gegn 173. gr. a almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940. Kærði hefur mótmælt kröfunni og krefst þess að henni verði hafnað. Í greinargerð lögreglustjórans í Reykjavík kemur fram að ávana- og fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík hafi um nokkurt skeið unnið að rannsókn á innflutningi og dreifingu á e-töflum. Málið snúist um innflutning og dreifingu á þúsundi e-taflna. Hafi nokkrir aðilar verið undir grun vegna þessa og verið hnepptir í gæsluvarðhald. Í...) Brot þau sem ætlað er að kærði hafi framið samkvæmt því sem að framan greinir geta varðað 10 ára fangelsi skv. 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá verður að telja ríka almannahagsmuni fyrir því að komið verði í veg fyrir dreifingu verulegs magns hættulegra fíkniefna. Með vísan til þess verður að telja að hér sé um brot að ræða þess eðlis að varðhald teljist nauð- synlegt með tilliti til almannahagsmuna. Samkvæmt þessu þykja skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 vera fyrir því að kærða verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi eins og krafist hefur verið. Þá liggur einnig fyrir að rannsókn málsins er nú á lokastigi og er gert ráð fyrir að tekin verði ákvörðun á næstu vikum um málshöfðun gegn kærða og öðrum sem rannsókn máls þessa hefur beinst að. Samkvæmt þessu verður fallist á kröfuna eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kærði, Guðmundur Ingi Þóroddsson, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 31. mars nk. kl. 16.00. 925 Miðvikudaginn 1. mars 2000. Nr. 81/2000. Myllan-Brauð hf. (Ævar Guðmundsson hdl.) gegn Míþríli ehf. (Jón Egilsson hdl.) Kærumál. Frávísunarúrskurður staðfestur. Vanreifun. MB höfðaði mál gegn M til heimtu skuldar. Talið var að mjög hefði skort á að MB gerði viðhlítandi grein fyrir atvikum málsins í stefnu. Hefði MB ekki bætt úr þessum annmörkum undir rekstri málsins og var ekki talið að það yrði gert síðar með viðhlítandi móti. Var úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. febrúar 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. febrúar 2000, þar sem vísað var frá dómi máli sóknaraðila á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í j-lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknar- aðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili krefst staðfestingar úrskurðar héraðsdómara og kæru- málskostnaðar. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði höfðaði sóknaraðili málið á hendur varnaraðila með stefnu 10. maí 1999 til heimtu skuldar að fjárhæð 72.385 krónur ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði. Máls- atvikum var lýst þannig í stefnunni að skuld varnaraðila væri sam- kvæmt viðskiptareikningi vegna kaupa á vörum frá sóknaraðila, en skuldin hafi 27. janúar 1999 numið fjárhæð dómkröfu hans. Í greinar- gerð fyrir héraðsdómi vísaði varnaraðili til þess að Sonja Irena Waltersdóttir, sem var stefnt til fyrirsvars fyrir hann, hafi gengið úr stjórn hins stefnda félags ásamt öðrum stjórnarmönnum samkvæmt tilkynningu til hlutafélagaskrár 22. apríl 1998. Þar hafi þess einnig 926 verið getið að framkvæmdastjóri félagsins hafi látið af störfum. Hafi hlutafélagaskrá ekki verið tilkynnt um nýja stjórn félagsins, en um allt þetta hafi sóknaraðila verið kunnugt þegar málið var höfðað, svo sem fram komi í stefnu. Reisti varnaraðili kröfu um sýknu einkum á því að engin skýring væri fram komin frá sóknaraðila um hver hafi pantað frá honum vörurnar, sem hann teldi til skuldar fyrir, með hvaða heimild hlutaðeigandi hafi gert það í nafni varnaraðila og hver hafi tekið við vörunum. Í kjölfar þessara varna lagði sóknaraðili fram eftirrit reikn- inga á hendur varnaraðila, en þeir voru dagsettir á tímabilinu frá 27. október 1998 til 25. janúar 1999. Með þessum gögnum var þó í engu varpað ljósi á þau álitaefni, sem varnaraðili hreyfði í greinargerð sinni og áður er rakið. Að gættu því, sem að framan er getið, verður að fallast á með héraðsdómara að mjög skorti á að sóknaraðili hafi gert viðhlítandi grein fyrir atvikum málsins í stefnu, en brýnt tilefni var til að skýra þar sérstaklega þau atriði, sem áðurnefndar varnir lúta að, í ljósi vitneskju sóknaraðila um hvernig háttað var skráningu á stjórn varnaraðila. Úr þessum annmörkum hefur sóknaraðili ekki bætt undir rekstri málsins og verður ekki séð eins og málið er nú vaxið að það verði síðar gert með viðhlítandi móti. Verður því að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar. Í samræmi við þessi úrslit málsins verður sóknaraðili dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Myllan-Brauð hf., greiði varnaraðila, Míþríli ehf., 30.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. febrúar 2000. I. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar föstudaginn 4. febrúar sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Myllunni-Brauði hf., kt. 460963-0289, Skeifunni 19, Reykjavík, með stefnu birtri 11. maí 1999 á hendur Sonju Frenu Waltersdóttur, kt. 170672-4969, Miðbraut 5, Seltjarnarnesi, sem stjórnarfor- manni, fyrir hönd Míþríls ehf., kt. 440894-2169, Miðbraut 5, Seltjarnarnesi. 927 Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði gert að greiða skuld að fjárhæð kr. 72.385,00 ásamt dráttarvöxtum skv. Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, ásamt síðari breytingum, frá 27.02.1999 til greiðsludags auk málskostnaðar skv. framlögðum málskostnaðarreikningi. Krafist er vaxtareiknings Í samræmi við 12. gr. vaxtalaga. Endanlegar dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum. Til vara krefst stefndi þess, að stefnukröfur verði lækkaðar. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar til handa stefnda að viðbættum virðisaukaskatti. II. Málavextir. Krafa stefnanda í máli þessu er um greiðslur vegna kaupa stefnda, Míþríls ehf., á vörum hjá stefnanda. Ágreiningur í málinu snýst um það annars vegar, hvort Sonju Irenu Waltersdóttur sé réttilega stefnt f.h. fyrirtækisins Míþríls ehf., en hún var stjórnarformaður fram til 1. september 1997, er stjórnin sagði upp störfum. Tilkynning um þessa breytingu á högum fyrirtækisins barst hluta- félagaskrá, Hagstofu Íslands, þann 29.04.1998, en ekki hafði verið tilkynnt um skipun nýrrar stjórnar, þegar málið var höfðað. Ágreiningur er einnig um réttmæti krafna stefnanda. 111. Gangur málsins. Í þinghaldi þann 25. janúar sl., er aðalmeðferð skyldi fara fram, óskaði lögmaður stefnanda frestunar á henni vegna veikinda fjármálastjóra stefnanda. Sonja Trena Waltersdóttir gaf hins vegar skýrslu f.h. stefnda. Í því þinghaldi vakti dómari málsins athygli lögmanna á því, að engir reikningar liggi fyrir í málinu, sem séu grundvöllur hreyfingalista á dskj. nr. 3. Hreyfingalisti sé stílaður á Kaffi Galdur, C/o Míþríl. Í sóknargögnum sé ekki að finna, að grein sé gerð fyrir tengslum Míþríls og Kaffi Galdurs eða gerð grein fyrir þeim viðskiptum, sem liggja að baki kröfunni. Tjáði dómarinn lögmönnum, að til álita kæmi að vísa bæri málinu frá dómi ex officio, en taldi jafnframt rétt að gefa lögmönnum kost á að flytja málið um þann þátt, áður en til aðalmeðferðar kemur. Lögmaður stefnanda lagði í framhaldi af því fram endurprentun af 65 reikningum í því skyni að skýra stefnukröfuna. Var málinu því næst frestað til munnlegs málflutnings um formhlið málsins. Í sama þinghaldi og flutningur um formhlið málsins fór fram, óskaði lög- maður stefnanda eftir því að leggja fram skriflega vitnaskýrslu til að skýra tengsl fyrirtækjanna, Kaffi Galdurs og Míþríls ehf. Var þeirri kröfu andmælt af hálfu lögmanns stefnda og hafnað með úrskurði dómara. 928 Stefndi gerði þær kröfur, að málinu verði vísað frá dómi og krafðist málskostnaðar. Stefnandi gerði þær kröfur, að málinu verði ekki vísað frá dómi. IV. Málsástæður stefnanda. Stefnandi byggir kröfu sína á reikningsyfirliti vegna kaupa stefnda á vörum hjá stefnanda, þar sem fram komi, að skuld stefnda við stefnanda hafi, þann 27.01.1999, numið kr. 72.385. Krafist sé dráttarvaxta að mánuði liðnum frá þeim degi. Þann 29.04.1998 hafi verið lögð inn tilkynning til hlutafélagaskrár, Hagstofu Íslands, þess efnis að eigendaskipti hefðu orðið hjá Míþríli ehf. þann 01.09. 1997, og að þáverandi stjórn hefði sagt upp störfum. Hlutafélagaskrá hafi á hinn bóginn ekki verið tilkynnt um skipan nýrrar stjórnar, og með vísan til 3. mgr. 40. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög sé þeim, er síðast gegndu stjórnarstörfum, stefnt f.h. Míþríls ehf. Innheimtutilmæli hafi ekki borið árangur. Stefnandi kveðst reisa kröfur sínar á almennum reglum samninga- og kröfu- réttar um greiðslu fjárskuldbindinga, einkum |. nr. 39/1922, og reka málið samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991. Einnig sé vísað til 3. mgr. 40. gr. laga nr. 138/1994. Dráttarvaxtakröfur séu gerðar á grundvelli IIL. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 4. og 5. gr. laga nr. 67/1989. Kröfur sínar um málskostnað styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður stefndu. Í greinargerð stefnda segir svo, að Sonju Irenu Waltersdóttur, kt. 170672- 4969, sé stefnt sem stjórnarformanni f.h. Míþríls ehf., þrátt fyrir að stefnandi hafi vitað, að hún hafi ekki haft nein afskipti af félaginu frá 1.09.1997. Sonja hafi falið lögmanni sínum, Jóni Egilssyni hdl., að reka málið fyrir sína hönd og gera þar til greindar dómkröfur. Stefndi gerði þá aðalkröfu upphaflega, að málinu yrði vísað frá dómi, þar sem röngum forsvarsmanni væri stefnt f.h. Míþríls ehf. Undir rekstri málsins féll hann frá þessari kröfu. Dómkröfur stefnda eru því þær, að komist dómurinn að þeirri niðurstöðu, að Sonja sé réttur forsvarsmaður, þá verði stefndi sýknaður af öllum kröfum, en til vara, að stefnukröfur verði lækkaðar og stefnandi dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Stefndi kveður Árna Steingrím Sigurðsson, kt. 020871-4909, hafa keypt alla hluti í Míþríli ehf. þann 12.08.1997, en félagið hafi rekið verslun, aðallega með tölvuspil og tölvuvörur, í leiguhúsnæði að Skólavörðustíg 5, Reykjavík, og hafi Árni tekið við rekstrinum þann 01.09.1997. Tilgangur félagsins hafi verið sala á tölvuleikjum og tengdum vörum. 929 Öll þessi viðskipti hafi verið á sama tíma tilkynnt hlutafélagaskrá og nýr forsvarsmaður tilkynntur. Öll þessi gögn hafi stefnandi undir höndum. Það liggi því ljóst fyrir, að Árni S. Sigurðsson sé, frá hausti 1997, einn eigandi að öllum hlutum hlutafélagsins. Ráði hann öllu á hluthafafundum. Hann ráði stjórn og framkvæmdastjóra og endurskoðendur, ef því sé að skipta, sem og öllum rekstri félagsins (sbr. 55. gr. 1. nr. 138/1994, sbr. 49.-51. gr. s.1.). Af öllu þessu sé ljóst, að Árni sé einn forsvarsmaður félagsins og beri að stefna honum fyrir hönd félags síns. Engin tengsl séu milli seljenda og Árna. Það sé jafnljóst, að Sonja hafi engar heimildir frá sama tíma til að hafa ein eða nein afskipti af félaginu, og hafi hún ekkert fylgst með rekstri þess eftir kaup Árna. Sé því ekki rétt að stefna henni f.h. félagsins. Ákvæði 40. gr. hlutafjárlaga eigi hér ekki við þar sem eignarhald Árna og forsvar sé eins og að ofan sé rakið, enda hrein undantekningarheimild. Telji stefnandi sér þrátt fyrir allt heimilt að standa á undantekningarákvæði 40. gr., sé rétt að hafa í huga, að hafi engin stjórn eða forsvar verið í félaginu frá 1997, svo sem stefnandi haldi fram, þá sé enginn hæfur frá sama tíma til að skuldbinda félagið í þeim meintu viðskiptum, sem stefnandi haldi fram, að hafi átt sér stað, og því beri að sýkna stefnda vegna aðildarskorts. Verði stefnda engu að síður talin réttur forsvarsmaður f.h. hlutafélagsins, styðji hún varakröfur sínar þeim rökum, að stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn um viðskipti með brauð við hið stefnda félag, svo sem hver hafi pantað vöru í hvert sinn og haft heimild til þess f.h. stefnda? Hver hafi stofnað til viðskiptanna? Hver hafi tekið við vörunni? Hvert hafi verið umfang pöntunar? Hve mikið hafi verið af vörunni? Hvort sá, er tók við vörunni, hafi haft heimild til þess að taka við vöru í nafni stefnda? Hvar vara hafi verið afhent, og hver hafi staðfest, að magn væri rétt? Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn um þessi atriði, og ber því að sýkna stefnda. Það sé jafnljóst, að verslun með brauð og kornvöru eigi ekki undir tilgang félagsins og þurfi því breytingu á tilgangi stefnda svo umfangsmikil kaffibrauðaviðskipti eigi undir félagið. Stefndi vísar til |. nr. 91/1991 og 1. nr. 138/1994, sbr. einnig lög, sem tilgreind séu í stefnu. V. Forsendur og niðurstaða. Málavaxtalýsing í stefnu er afar knöpp. Eingöngu er vísað til þess, að skuldin sé samkvæmt reikningsyfirliti vegna kaupa stefnda á vörum hjá stefnanda, sem hafi numið þann 27.01.1999 stefnufjárhæð. Engin lýsing er á þeim vörum, sem viðskiptin snerust um, eða á hvaða tímabili þau viðskipti fóru fram. Stefndi í málinu er Míþríl ehf., Miðbraut 5, Seltjarnarnesi, en hreyfingalisti sá, sem er grundvöllur krafna stefnanda, er vegna viðskipta við Kaffi Galdur, sem skráð er 930 „C/o Míþríll, Lækjargötu 10, Reykjavík“. Kennitölu er ekki getið í hreyfinga- lista. Á hreyfingalistanum er nafnið Árni Steingrímsson ritað við orðið „Teng“, en merking þess er óljós. Kaupandi Míþríls ehf. samkvæmt kaupsamningi, dags. 12. ágúst 1997, er hins vegar Árni Steingrímur Sigurðsson. Engin grein er fyrir því gerð í sóknargögnum, hver tengsl Kaffi Galdurs eru við hið stefnda félag eða við Árna Steingrímsson. Stefnandi lagði fram, svo sem fram er komið, endurprentun af 65 reikningum til skýringar á stefnukröfum. Eru þeir allir stílaðir á Katfi Galdur, C/o Míþríl. Kemur þar fram kennitala viðskiptamanns, sem er sú hin sama og kennitala Míþríls. Að öðru leyti kemur ekkert fram um tengsl fyrirtækjanna. Telja verður, að málatilbúnaður stefnanda í stefnu og öðrum sóknargögnum sé ekki með þeim hætti, að samrýmist ákvæði e-liðar |. mgr. 80. gr. Í. nr. 91/1991. Verður ekki úr slíkum annmarka bætt undir rekstri málsins og ber því að vísa málinu frá dómi. Eftir atvikum ber að úrskurða stefnanda til að greiða stefnda kr. 35.000 í málskostnað, en telja verður, að Sonju Irenu Waltersdóttur sé réttilega stefnt fyrir hönd fyrirtækisins með vísan til 3. mgr. 40. gr. Í. nr. 138/1994. Ekki er tekið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun málskostnaðar, enda liggur ekki annað fyrir í málinu en að stefndi, Míþríl ehf., sé virðis- aukaskattsskyldur. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Málinu er vísað frá dómi. Stefnandi, Myllan-Brauð hf., greiði stefnda, Míþríli ehf., kr. 35.000 í málskostnað. 931 Miðvikudaginn 1. mars 2000. Nr. 71/2000. Pétur Þór Sigurðsson (sjálfur) gegn Reykjavíkurborg (Gylfi Thorlacius hrl.) Kærumál. Nauðungarsala. Við framhald uppboðs á íbúð, sem samkvæmt veðbókarvottorði var háð ákvæðum laga um verkamannabústaði, krafðist sveitarfélagið R þess að það fengi að neyta kaupréttar samkvæmt lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál, en hæsta boð á uppboðinu hafði átt lífeyrissjóðurinn L. Í gerðabók sýslumanns var ekki getið sérstaklega um afstöðu hans til kröfu R, en þar sagði hins vegar að hæstbjóðanda væri gerð grein fyrir því að boð hans í eignina yrði samþykkt, ef greiðsla bærist samkvæmt því í samræmi við uppboðsskilmála tiltekinn dag. Þann dag bauð P fram greiðslu samkvæmt boði L og kynnti sýslumanni að hann hefði fengið réttindi L framseld. Sýslumaður varð ekki við kröfu P um að boðið yrði samþykkt og undirritaði síðar yfirlýsingu um að húsnæðis- nefnd R hefði greitt að fullu matsverð íbúðarinnar og uppfyllti því skilyrði til að fá umráð yfir henni. P krafðist þess að ákvarðanir sýslu- manns um að hafna boðinu, taka við greiðslu matsverðs íbúðarinnar og veita R umráð hennar yrðu ógiltar. Talið var, að þótt sýslumaður hefði bundið hendur sínar gagnvart L og hafnað í verki kröfu R um að fá að neyta kaupréttar við nauðungarsöluna, hefði P engri staðfestingu framvísað um framsal boðsins á þeim tíma, sem hæstbjóðanda bar að standa við boð sitt. Hefði sýslumaður við svo búið með engu móti getað orðið við kröfu P um að fá að standa við boð L, enda hefði samþykki þess bakað L ábyrgð samkvæmt 5. mgr. 39. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu án þess að nokkuð lægi fyrir um afstöðu L. Hefði L því ekki staðið við uppboðsskilmála og hefði þar með fallið niður ákvörðun sýslumanns um að boð L yrði samþykkt. Þóttu því ekki vera skilyrði til þess að ógilda ákvarðanir sýslumanns og var kröfum P hafnað. 932 Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. febrúar 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. janúar 2000, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 17. september 1999 um að hafna kröfu sóknaraðila um að fá að standa við hæsta boð í íbúð merkta nr. 0201 að Teigaseli 11 í Reykjavík, svo og ákvörðun sýslu- manns 16. sama mánaðar um að veita varnaraðila umráð yfir íbúðinni. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknar- aðili krefst að þessar ákvarðanir sýslumanns verði felldar úr gildi. Þá krefst hann þess að varnaraðili verði dæmdur til að greiða sér máls- kostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur um annað en málskostnað, sem sóknaraðila verði gert að greiða sér í héraði ásamt kærumálskostnaði. I. Málið á rætur að rekja til nauðungarsölu sýslumannsins í Reykjavík á áðurnefndri íbúð að Teigaseli 11, sem samkvæmt framlögðu veð- bókarvottorði var háð ákvæðum laga um verkamannabústaði. Sam- kvæmt endurriti úr gerðabók sýslumanns var haldið áfram uppboði á íbúðinni 21. júní 1999 og varð hann þá við beiðni gerðarþola um að breyta uppboðsskilmálum á þann veg að frestur til að samþykkja boð í eignina yrði tíu vikur. Var síðan leitað boða í eignina. Hæstbjóðandi varð Ragnar Baldursson héraðsdómslögmaður fyrir hönd lífeyris- sjóðsins Lífiðnar, sem bauð 1.500.000 krónur. Að fram komnu því boði var þess krafist af hálfu varnaraðila að hann fengi „að neyta kaup- skyldu skv. ákvæðum laga um húsnæðismál nr. 44/1998“, eins og sagði í gerðabókinni. Ekki var þar sérstaklega getið um afstöðu sýslumanns til þessarar kröfu. Í lok bókunar um uppboðið sagði hins vegar eftir- farandi: „Hæstbjóðanda er greint frá því að boð hans í eignina verði samþykkt ef greiðsla berst samkvæmt því í samræmi við uppboðs- skilmála 30. ágúst nk. kl. 11:00.“ Sóknaraðili ritaði bréf 31. ágúst 1999, sem hann beindi til nafn- greinds fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík, en þar sagði meðal annars 933 eftirfarandi: „Ég minni á að ég undirritaður kom á fund yðar laust fyrir kl. 11:00 þann 30. ágúst sl. Þá kynnti ég yður að ég hefði fengið boð lífeyrissjóðsins framselt. Ég lýsti þeirri skoðun minni að Húsnæðis- nefnd Reykjavíkur gæti hvorki neytt kaupskyldu né forkaupsréttar og færði lagarök þar fyrir. Í kjölfar þessa bauð ég síðan fram kl. 11:00 greiðslu samkvæmt boðinu í samræmi við uppboðsskilmála. Þér tölduð vafa leika á um réttarstöðuna, höfnuðuð móttöku greiðslunnar og kváðust mundu boða til fundar með aðilum málsins. Ég ítreka nú hér með það sjónarmið mitt að við það að réttmæt greiðsla var boðin fram á réttum stað og réttum tíma telst boðið sjálfkrafa samþykkt.“ Í niður- lagi bréfsins var þess getið að með því fylgdi frumrit yfirlýsingar Ragnars Baldurssonar héraðsdómslögmanns um framsal boðs til sóknaraðila. Fyrir liggur í málinu yfirlýsing lögmannsins, sem var dag- sett 30. ágúst 1999 og rituð til sýslumannsins í Reykjavík, um framsal boðs til sóknaraðila með nánar tilteknum skilmálum, en undir hana ritaði sá síðastnefndi nafn sitt til samþykkis. Sýslumaður tilkynnti 6. september 1999 aðilum að nauðungarsöl- unni að hún yrði tekin fyrir 17. sama mánaðar til að fjalla um fram- angreindar kröfur, sem komu annars vegar fram af hendi varnaraðila við uppboðið 21. júní 1999 og hins vegar frá sóknaraðila í bréfi hans 31. ágúst sama árs. Áður en til þess kom lagði hins vegar varnaraðili fyrir sýslumann matsgerð húsnæðisnefndar Reykjavíkur með útreikn- ingi á svokölluðum eignarhluta seljanda íbúðarinnar að Teigaseli 11, en samkvæmt matsgerðinni átti greiðsla húsnæðisnefndar fyrir íbúðina að nema 2.009.433 krónum. Hinn 16. september 1999 ritaði sýslu- maður yfirlýsingu um að húsnæðisnefndin hefði greitt að fullu umrætt matsverð og uppfyllti hún því skilyrði laga nr. 90/1991 til að fá umráð yfir íbúðinni. Við fyrirtöku sýslumanns á nauðungarsölunni 17. september 1999 mótmælti sóknaraðili umræddri ráðstöfun og ítrekaði um leið kröfu um að fá að standa við hæsta boð í eignina. Þeirri kröfu hafnaði sýslumaður við fyrirtökuna. Lýsti þá sóknaraðili yfir að hann leitaði úrlausnar héraðsdómara um þá ákvörðun, svo og ákvörðunina að baki umræddri ráðstöfun sýslumanns 16. september 1999. Sóknar- aðili beindi síðan málinu til Héraðsdóms Reykjavíkur 7. október sama árs og lúta fyrrgreindar dómkröfur hans að þeim ákvörðunum sýslu- manns, sem hér var getið. 934 1. Við framhald uppboðs 21. júní 1999 tilkynnti sýslumaður sem áður segir lífeyrissjóðnum Lífiðn, sem þar hafði gerst hæstbjóðandi, að boð hans yrði samþykkt ef hann stæði til samræmis við það skil á söluverði íbúðarinnar að Teigaseli 11 samkvæmt uppboðsskilmálum á nánar til- teknum tíma hinn 30. ágúst sama árs. Með þessari ákvörðun batt sýslumaður hendur sínar gagnvart hæstbjóðanda og hafnaði þannig um leið í verki áðurgreindri kröfu varnaraðila um að fá að „neyta kaup- skyldu“ við nauðungarsöluna. Eins og áður greinir lét sóknaraðili þau orð falla í bréfi til sýslu- manns 31. ágúst 1999 að hann hafi kynnt þeim síðarnefnda laust fyrir þann tíma, sem boð hæstbjóðanda skyldi samþykkt, að hann hefði fengið það framselt. Fylgdi sem áður segir þessu bréfi skrifleg yfir- lýsing hæstbjóðandans um framsal boðsins. Við áðurnefnda fyrirtöku á nauðungarsölunni 17. september 1999 var eftirfarandi fært í gerðabók um þetta efni: „Fulltrúi sýslumanns staðfestir að Pétur Þór Sigurðsson hrl. mætti hjá sýslumanni áður en frestur til að samþykkja boð í eignina rann út og krafðist þess að fá að standa við hæsta boð í eignina sem hann kvaðst vera að fá framselt frá Lífeyrissjóðnum Lífiðn. Þann 31. ágúst sl. sendi Pétur Þór formlegt framsal boðsins til fulltrúa sýslu- manns.“ Í greinargerð sóknaraðila fyrir héraðsdómi sagði meðal annars eftirfarandi: „Að morgni 30. ágúst 1999 fyrir kl. 11:00 framseldi hæstbjóðandi boð sitt með óformlegum hætti til sóknaraðila máls þessa. Framsal þetta var síðan staðfest með formlegum hætti síðar þann sama dag, sbr. yfirlýsingu hæstbjóðanda“. Samkvæmt þessu öllu verð- ur að leggja til grundvallar að þegar sóknaraðili gaf sig fram við sýslumann á þeim tíma, sem hæstbjóðanda bar að standa við boð sitt til að fá það samþykkt, framvísaði sóknaraðili engri staðfestingu um framsal boðsins. heldur lýsti aðeins munnlega yfir að framsal hefði verið fengið óformlega eða væri í þann veg að fást. Við svo búið gat sýslumaður með engu móti orðið við kröfu sóknaraðila um að fá að standa við boð hæstbjóðandans, enda hefði slíkt samþykki þess bakað lífeyrissjóðnum Lífiðn ábyrgð samkvæmt síðari málslið 5. mgr. 39. gr. laga nr. 90/1991 án þess að nokkuð lægi fyrir um afstöðu hans í þeim efnum. Samkvæmt því stóð hæstbjóðandi ekki við uppboðsskilmála og var þar með fallin niður áðurgreind ákvörðun sýslumanns um að boð hans yrði samþykkt. 935 Samkvæmt framangreindu eru ekki skilyrði til að ógilda ákvörðun sýslumanns um að hafna kröfu sóknaraðila um að hann fengi að standa við boð hæstbjóðanda í umrædda íbúð að Teigaseli 11. Af þeim sökum hefur sóknaraðili enga hagsmuni að lögum af því hvort varnaraðila verði seld íbúðin við nauðungarsöluna, svo sem sýslumaður ákvað 16. september 1999. Verður kröfum sóknaraðila í málinu því hafnað. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti. Kemur því ekki til álita krafa hans um endurskoðun á ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað. Sóknaraðili verður á hinn bóginn dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hafnað er kröfum sóknaraðila, Péturs Þórs Sigurðssonar, um að ógiltar verði ákvarðanir sýslumannsins í Reykjavík 16. sept- ember 1999 um að taka við úr hendi varnaraðila, Reykjavíkur- borgar, greiðslu matsverðs íbúðar nr. 0201 að Teigaseli 11 í Reykjavík og veita varnaraðila umráð yfir henni og 17. sama mánaðar um að hafna því að sóknaraðili fengi að standa við boð hæstbjóðanda á uppboði við nauðungarsölu íbúðarinnar. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað skal vera óraskað. Sóknaraðili greiði varnaraðila 75.000 krónur í kærumáls- kostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. janúar 2000. Mál þetta var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 25. október sl. Sóknaraðili er Pétur Þór Sigurðsson hrl. Varnaraðili er húsnæðisnefnd Reykjavíkur vegna Reykjavíkurborgar. Sóknaraðili gerir þær dómkröfur að felld verði úr gildi sú ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 17. september 1999 að hafna framkominni kröfu sóknaraðila þessa máls um að fá að standa við hæsta boð í íbúð merkta 0201 að Teigaseli 11, Reykjavík, sem gert var á uppboðsþingi 21. júní 1999. Þá gerir sóknaraðili og þá kröfu að felld verði úr gildi sú ákvörðun sýslumanns að fallast á að réttur húsnæðisnefndar Reykjavíkur v/Reykjavíkurborgar gangi framar rétti hæstbjóðanda til íbúðar 0201 að Teigaseli 11, Reykjavík, með því, þann 16. 936 september 1999, að veita greiðslu samkvæmt matsverði móttöku og lýsa þá yfir að húsnæðisnefnd Reykjavíkur v/Reykjavíkurborgar uppfyllti skilyrði um að fá umráð yfir eigninni. Þá gerir sóknaraðili og kröfu um málskostnað að mati dómara. Varnaraðili gerir þær dómkröfur að húsnæðisnefnd Reykjavíkur vegna Reykjavíkurborgar verði sýknuð af kröfum sóknaraðila og staðfest verði ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík frá 17. september 1999 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að fá að standa við hæsta boð í íbúð merkta 0201 við Teigasel 11, Reykjavík. Þá er þess krafist að staðfest verði ákvörðun sýslu- mannsins í Reykjavík frá 16. september 1999 þar sem varnaraðila voru veitt umráð yfir íbúð merktri 0201 að Teigaseli 11, Reykjavík. Þá er þess krafist að sóknaraðili verði dæmdur til að greiða varnaraðila málskostnað að mati dómsins. Málið var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 1. desember sl. Gætt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 77. gr. laga nr. 90/1991, áður en úrskurður var kveðinn upp. I. Málsatvik. Íbúð merkt 0201 að Tei gaseli 11, Reykjavík, var byggð af stjórn verkamanna- bústaða í Reykjavík í samræmi við ákvæði laga nr. 30/1970 um húsnæðis- málastofnun ríkisins. Íbúðin er hluti af hinu svokallaða félagslega eignar- íbúðakerfi sem komið var á fót til að tryggja fólki, sem ekki hafði kjör eða aðstæður til að eignast íbúðir á almennum markaði, öryggi í húsnæðismálum. Íbúðin var seld uppboðsþola á árinu 1976 með þeirri kvöð að hún væri háð ákvæðum laga um verkamannabústaði, eins og þau eru á hverjum tíma. Það skilyrði kemur fram í afsali íbúðarinnar dags. 23. ágúst 1976 en þar segir m.a. „Íbúðin er háð ákvæðum laga um verkamannabústaði eins og þau eru á hverjum tíma, sbr. nú TV. kafla laga nr. 30/1970 um Húsnæðisstofnun ríkisins. Samkvæmt þessum lögum á Reykjavíkurborg forkaupsrétt að íbúðinni og Jafnframt er íbúðareiganda óheimilt að veðsetja íbúðina nema til tryggingar lánum úr Byggingasjóði ríkisins og Byggingasjóði verkamanna.“ Þann 21. júní 1999 fór fram framhaldsnauðungarsala á fyrrgreindri íbúð og fór hún fram á íbúðinni sjálfri. Uppboðsþoli óskaði eftir að stöðluðum upp- boðsskilmálum yrði breytt og fór fram á að samþykkisfrestur yrði 10 vikur. Orðið var við þeirri beiðni uppboðsþola. Leitað var eftir boðum í eignina og bauð Ragnar Baldursson hdl. 1.500.000 kr. fyrir hönd lífeyrissjóðsins Lífiðnar. Frekari boð komu ekki fram. Af hálfu varnaraðila var mætt á uppboðið og þess krafist „að neyta kaupskyldu skv. ákvæðum laga um húsnæðismál nr. 44/1998“. Hæstbjóðanda var greint frá því að boð hans í eignina yrði samþykkt ef greiðsla 937 bærist samkvæmt því í samræmi við uppboðsskilmála þann 30. ágúst 1999 kl. 11.00. Með bréfi Ragnars Baldurssonar hdl. til sýslumannsins í Reykjavík dags. 30. ágúst 1999 var tilkynnt að boð hans í eignina fyrir hönd lífeyrissjóðsins Lífiðn- ar hefði verið framselt Pétri Þór Sigurðssyni hrl., sóknaraðila máls þessa. Með bréfi sóknaraðila til sýslumannsins í Reykjavík dags. 31. ágúst 1999 var ítrekuð fyrri munnleg krafa sóknaraðila um að fá að standa við hæsta boð í eignina. Af því tilefni boðaði fulltrúi sýslumanns aðila til fundar 17. mars 1999. Á þeim fundi kom fram að móttekin hafði verið frá varnaraðila, húsnæðisnefnd Reykjavíkur, greiðsla á uppboðsandvirðinu í samræmi við útreiknað verð íbúð- arinnar. Á fundinum hafnaði sýslumaður framkominni kröfu sóknaraðila um að fá að standa við hæsta boð í eignina. Sóknaraðili lýsti því yfir að málinu yrði skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur. Með beiðni dags. 7. október 1999 óskaði sóknaraðili úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur um ágreining þennan á grundvelli XII1. kafla laga nr. 90/1991 og var málið þingfest 25. s.m. 1. Málsástæður og lagarök sóknaraðila. Sóknaraðili kveður íbúðina, sem aðilar deila um réttinn til í máli þessu, vera hluta af hinu félagslega íbúðakerfi, nánar tiltekið verkamannabústaðakerfinu, enda þinglýst kvöð þar um. Kjarni þessa máls sé hvort húsnæðisnefnd Reykjavíkur v/Reykjavíkurborgar, varnaraðila þessa máls, eigi einhvern þann rétt sem gangi framar rétti hæst- bjóðanda, sóknaraðila máls þessa, við nauðungarsölu íbúðarinnar, hvort sem sá réttur byggist á kauprétti, forkaupsrétti, innlausnarrétti eða rétti til að neyta kaupskyldu. Sóknaraðili kveðst vísa til þess að í 5. mgr. 32. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu sé skýrt kveðið á um að kaupréttur, forkaupsréttur, endur- kaupsréttur eða innlausnarréttur veiti ekki rétt til að ganga inn í boð sem annar maður geri Í eign nema svo sé sérstaklega mælt um Í lögum. Sérstök ástæða sé til að minna á að í 9. gr. eldri laga um nauðungaruppboð nr. 57/1949 hafi verið sams konar ákvæði. Af gögnum málsins megi ráða að mjög sé á reiki á hverju sé byggt um rétt varnaraðila, en þó verði að ætla með vísan til endurrits fundarins hjá sýslumanni þann 17. september sl., að byggt sé á kauprétti og/eða innlausnarrétti. Sóknaraðili kveðst hins vegar byggja á því að þegar íbúðin hafi verið seld nauðungarsölu þann 21. júní sl. hafi engin þau lagaákvæði verið í gildi, hvorki laga nr. 97/1993, laga nr. 44/1998 né annarra laga, sem veiti varnaraðila þann rétt sem hann virðist byggja á. Réttur til þess kunni að hafa verið í gildi allt til 938 1. Janúar sl., en ótvírætt sé að eftir þann tíma hafi slíkur réttur ekki verið til staðar. Í tilefni þessarar afstöðu sóknaraðila sé ástæða til að rekja nokkuð lagaþróun varðandi verkamannabústaði. Ekki þyki þó ástæða til að rekja þá sögu lengra aftur en til laga nr. 60/1962 um verkamannabústaði. Í þeim lögum hafi verið kveðið á um forkaupsrétt, en ekkert um beitingu hans á nauðungaruppboði. Í kjölfar H. 1965:992 hafi verið kveðið svo á um í lögum nr. 20/1968 að á nauðungaruppboði gæti stjórn byggingarfélags neytt forkaupsréttar síns. Í lögum nr. 30/1970, sem gilt hafi á þeim tíma er síðasta afsal hafi verið gefið út fyrir íbúðinni, svo sem fram komi í afsalinu sjálfu, hafi verið samsvarandi ákvæði í 26. gr. Í lögum nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins hafi í 55. gr. verið kveðið svo á um að væri íbúð sem byggð hafi verið samkvæmt lögum um verkamannabústaði seld á nauðungaruppboði skyldi sveitarstjórn neyta for- kaupsréttar síns. Í lögum nr. 60/1984 um Húsnæðisstofnun ríkisins, sem vísað sé til í veðbókarvottorðinu sem nú sé lagt fram, hafi þetta ákvæði verið óbreytt í 53. gr. Í næstu heildarlögum um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 86/1988 hafi í 70. gr. enn verið sams konar ákvæði. Í næsta heildstæða lagabálki um Hús- næðisstofnun ríkisins, lögum nr. 97/1993, hafi í 84. gr. verið enn sams konar ákvæði með orðalagi aðlöguðu að lögum nr. 90/1991. Með ákvæði 26. gr. d laga nr. 58/1995 um breytingu á lögum nr. 97/1993, sem orðið hafi 85. gr. þeirra laga, hafi verið kveðið með mjög glöggum hætti á um forkaupsrétt að íbúðum í verkamannabústöðum. Í ákvæði 26. gr. € sömu laga, sem orðið hafi 86. gr. laga nr. 97/1993, hafi síðan verið kveðið á um réttarstöðuna við nauðungaruppboð með öðrum hætti en verið hafi, því nú hafi verið kveðið á um að sveitarstjórn hefði kaupskyldu. Með lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál, sem tekið hafi gildi |. janúar 1999, ákvæði til bráðabirgða I, sé kveðið á um að tilvísuð ákvæði 85. og 86. gr. laga nr. 97/1993 með síðari breytingum haldi gildi sínu. Í 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða 11, hinna nýju laga sé skýrt tekið fram að kaupskylda við nauð- ungarsölu íbúðar samkvæmt 86. gr. laga nr. 97/1993 vari ekki lengur en í 15 ár frá útgáfu síðasta afsals. Við nauðungarsöluna í júní sl. hafa tæp 23 ár verið liðin frá útgáfu síðasta afsals. Kaupskyldan hafi því þá verið fallin niður. Húsnæðisnefndin kunni enn að njóta forkaupsréttar að íbúðinni á grundvelli ákvæðis 85. gr. laga nr. 97/1993, en sá réttur hafi ekki gilt við nauðungarsöluna í Júní sl., þar sem ekki hafi verið þá svo sérstaklega mælt í lögum. Engin ákvæði séu nú í lögum um kauprétt eða innlausnarrétt varnaraðila að íbúð af því tagi sem mál þetta taki til, sem gangi framar rétti hæstbjóðanda við nauðungarsölu. 939 Il. Málsástæður og lagarök varnaraðila. Af hálfu varnaraðila er tekið fram að frá því að uppboðsþoli keypti íbúðina að Teigaseli 11, Reykjavík, hafi lögum um félagslegar eignaríbúðir verið breytt alloft en þegar íbúðin var seld nauðungarsölu þann 21. júní 1999 hafa verið í gildi lög nr. 44/1998 um húsnæðismál og teljist þau í þessu sambandi gildandi lög um verkamannabústaði. Samkvæmt ákvæðum í bráðabirgðakafla laga nr. 44/1998 hafi sveitarstjórn forkaupsrétt og kaupskyldu á íbúðum sem byggðar hafa verið sem félagslegar eignaríbúðir og háðar séu kvöðum sem slíkar. Samkvæmt ákvæði 85. greinar laga nr. 97/1993, sem hélt gildi sínu við gildistöku laga nr. 44/1998 sbr. bráða- birgðaákvæði 1., hafi framkvæmdaraðili, í Reykjavík Húsnæðisnefnd Reykja- víkur vegna Reykjavíkurborgar, forkaupsrétt að íbúðum í verkamannabústöðum sem byggðar voru fyrir gildistöku laga 51/1980. Sá forkaupsréttur gildi í 30 ár frá útgáfu afsals. Sveitarstjórn sé heimilt samkvæmt bráðabirgðaákvæði IV í lögum nr. 44/1998 að stytta þann forkaupsréttartíma hvenær sem er. Eftir gildistöku laga nr. 44/1998 hafi borgarráð Reykjavíkurborgar tekið ákvörðun um að stytta forkaupsréttartímann í 25 ár frá útgáfu afsals. Íbúðin að Teigaseli 11 hafi því enn verið háð ákvæðum laga um forkaupsrétt sveitarfélags þegar uppboðið fór fram. Á meðan forkaupsréttur sveitarfélags sé virkur sé eiganda íbúðarinnar óheimilt að selja hana á almennum markaði og skv. 70. grein laga nr. 97/1993 sé réttur kaupanda slíkrar íbúðar persónulegur réttur sem ekki sé framseljanlegur og hann erfist ekki. Þetta þýði í framkvæmd að aðeins Reykjavíkurborg geti eignast íbúðina nema liðin séu a.m.k. 25 ár frá útgáfu afsals. Um kaupverð íbúðar sem keypt sé á grundvelli forkaupsréttar fari eftir ákvæðum 89. gr. laga nr. 97/1993 sem héldu gildi sínu við gildistöku laga nr. 44(/1998, sbr. bráðabirgðaákvæði I, þar sem íbúðin var byggð fyrir gildistöku laga nr. 51/1980. Hæstiréttur hafi ítrekað staðfest að sérstök sjónarmið gildi um félagslegar eignaríbúðir og þær reglur sem um þær gilda skapi þeim aðra stöðu en íbúðum sem byggðar séu og seldar á almennum markaði og er í því sambandi vísað til H.1988:413, H.1992:269, H.1998:2390 og dóms Hæstaréttar frá 12. maí 1999 í máli nr. 508/1998. Kaupverð íbúðarinnar hafi verið reiknað út af starfsmanni húsnæðisnefndar í samræmi við ákvæði 89. greinar laga nr. 97/1993, sbr. ákvæði 75. greinar reglugerðar nr. 375/1996 um félagslegar íbúðir og Byggingarsjóð verkamanna. Útreiknað kaupverð hafi síðan verið greitt sýslumanninum í Reykjavík. Varnaraðili kveðst byggja kröfur sínar á því að Reykjavíkurborg eigi 940 samkvæmt ótvíræðum ákvæðum laga nr. 44/1998, sbr. ákvæði laga nr. 97/1993, forkaupsrétt að íbúðinni að Teigaseli 11 en sá forkaupsréttur gildi hvort sem íbúð sé keypt af íbúðareiganda eftir ósk hans þar um eða á nauðungarsölu sem fram fari að kröfu lánardrottna íbúðareigandans. Ákvarðanir sýslumannsins í Reykjavík um að hafna kröfu sóknaraðila og taka við greiðslu útreiknaðs kaupverðs frá varnaraðila séu því réttar og í samræmi við ákvæði laga og beri því að staðfesta þær. Með lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 hafi í bráðabirgðaákvæði 1. verið kveðið á um að halda skyldu gildi sínu ákvæði laga nr. 97/1993 sem fjalli um útreikning innlausnarverðs félagslegra íbúða sem háðar séu kaupskyldu og forkaupsrétti. Í lögum nr. 97/1993 með síðari breytingum sé m.a. kaflinn „Kaup- skylda og forkaupsréttur“ sem í séu 82., 83., 84. og 85. gr. Þar sé íbúðum sem háðar séu kaupskyldu og forkaupsrétti skipt upp eftir byggingartíma. Samkvæmt 83. gr. hafi framkvæmdaraðili kaupskyldu í 10 ár á íbúðum byggðum eftir gildistöku laga nr. 51/1980 og samkvæmt 85. gr. hafi framkvæmdaraðili for- kaupsrétt á íbúðum sem byggðar hafi verið fyrir gildistöku laga nr. 51/1980, m.a. á svokölluðum verkamannabústöðum. Í bráðabirgðaákvæði I laga nr. 44/1998 komi fram að forkaupsréttur sveitarfélaga skuli aldrei vera lengri en 30 ár frá útgáfu síðasta afsals. Í 86. gr. laga nr. 97/1993 komi fram að sveitarfélag hafi kaupskyldu á félagslegri íbúð á nauðungarsölu. Bráðabirgðaákvæði II laga nr. 44/1998 kveði á um að kaupskylda sveitarfélags samkvæmt 86. gr. skuli ekki vara lengur en í 15 ár frá útgáfu afsals. Í ákvæðinu segi jafnframt að á meðan kaupskylda og forkaupsréttur sveitarfélaga á félagslegu húsnæði vari skuli húsnæðisnefndir annast meðferð þeirra mála. Samkvæmt ákvæðum gildandi laga nr. 44/1998 hafi sveitarfélag því við nauðungaruppboð á félagslegri íbúð, annars vegar kaupskyldu, sem vari í 15 ár frá útgáfu afsals og hins vegar forkaupsrétt sem geti varað í allt að 30 ár frá útgáfu afsals. Sá tími hafi verið styttur í 25 ár með ákvörðun Reykjavíkurborgar eins og áður hafi komið fram. Félagslegar íbúðir í Reykjavík séu því háðar þinglýstri kvöð um kaupskyldu/ forkaupsrétt Reykjavíkurborgar í 25 ár frá útgáfudegi afsals. Reykjavíkurborg beri samkvæmt góðum stjórnsýsluháttum að gæta jafnræðis við meðferð mála og gildi það um innlausnir félagslegra íbúða sem aðrar stjórnvaldsákvarðanir. Allar félagslegar íbúðir þar sem óslitið eignarhald þinglýsts eiganda nái ekki 25 árum og boðnar séu til sölu séu því innleystar hvort sem um sé að ræða sölu að beiðni íbúðareigandans eða samkvæmt kröfu lánardrottna. Óeðlilegt væri ef eigendum félagslegra íbúða væri mismunað eftir því hvort íbúð þeirra sé boðin til sölu af eigandanum sjálfum eða á nauðungaruppboði enda geri lögin ekki ráð fyrir slíkri mismunun. Varnaraðili bendir sérstaklega á að á íbúðinni hvíli þinglesin kvöð um að íbúðin sé háð ákvæðum laga um verkamannabústaði eins og fram komi í afsali. 941 Í þeirri kvöð felist að engin geti öðlast eignarrétt að félagslegri íbúð/ verka- mannabústað nema með áður fengnu samþykki sveitarfélags og ekki sé hægt að þinglýsa afsali fyrir íbúð sem háð sé slíkum kvöðum nema samþykki sveitarfélags fyrir afsalinu liggi fyrir, sbr. 7. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978. Aðrir en sveitarfélag eða aðili sem það samþykki geti þannig ekki eignast íbúðir sem háðar séu kvöð um félagslegar íbúðir eða verkamannabústaði. Varnaraðili kveður sóknaraðila byggja mál sitt á 5. mgr. 32. gr. nsl. þar sem fram komi að kaupréttur, forkaupsréttur, endurkaupsréttur eða innlausnarréttur veiti ekki rétt til að ganga inn í boð sem annar maður geri í eignina nema svo sé sérstaklega mælt í lögum. Ákvæði 32. gr. nsl. skipti ekki máli við úrlausn málsins þar sem ekki sé um það að ræða að gengið sé inn í boð hæstbjóðanda á umræddu uppboði. Ákvæðið feli í sér að „gengið sé inn í“ hæsta boð, þ.e. forkaupsréttarhafi krefjist þess að fá íbúðina afhenta gegn greiðslu á þeirri fjárhæð sem hæst hafi verið boðin. Um slíkt sé ekki að ræða í þessu tilfelli heldur sé forkaupsréttur sveitarfélags að félagslegri íbúð sjálfstæður réttur óháður boði sem fram komi við nauðungar- sölu. Þá verði að benda á að nauðungarsala á félagslegri íbúð hafi ekki allar þær réttarfylgjur sem nauðungarsala á öðrum íbúðum hafi þar sem hún ákvarði í raun aðeins söludaginn, en ekki kaupverðið. Varnaraðili kveður að á uppboðinu sjálfu hafi þess verið krafist fyrir hönd varnaraðila að fá að neyta forkaupsréttar í samræmi við ákvæði laga. Sú misritun hafi verið gerð í gerðarbók að bókað hafi verið um rétt til að neyta kaupskyldu, en þess beri að geta að stærsti hluti félagslegra íbúða sem seldar séu nauð- ungarsölu í Reykjavík séu enn háðar kaupskyldu þar sem innan við 15 ár séu liðin frá útgáfu afsals. Framkvæmd og bókun uppboðsins hafi að öðru leyti verið í samræmi við áralanga venju við sölu félagslegra íbúða á nauðungaruppboði. Þess beri að geta að almennt sé litið svo á að framkvæmd framhalds- nauðungarsölu á félagslegri íbúð sé aðeins formsatriði þar sem ótvírætt sé að enginn annar en sveitarfélag hafi heimild til að eignast íbúðina og það á fyrirfram ákveðnu verði, samkvæmt reiknireglu í settum lögum. Hver sem er geti mætt á nauðungarsölu félagslegrar íbúðar og boðið hvaða fjárhæð sem er, hvort sem hún sé hærri eða lægri en útreiknað innlausnarverð, viðkomandi verði aldrei bundinn við boð sitt þar sem útilokað sé að hann fái að standa við boðið og eignast íbúðina. Þessu til staðfestingar sé bent á að á uppboðinu hafi komið aðeins fram eitt boð og hafi það verið í samræmi við þá venju sem skapast hafi á uppboðum á félagslegum eignaríbúðum, en fram þurfi að koma eitt boð til að sýslumaður geti látið hamar falla til merkis um að salan hafi farið fram. Ljóst sé að enginn vafi leiki á því í huga þeirra sem uppboðið sóttu að Reykjavíkurborg ætti ótvíræðan forkaupsrétt eins og best sjáist af því að ekki hafi komið fram fleiri boð þrátt fyrir að mættir væru fulltrúar kröfuhafa 942 sem átt hafi réttindi sem ekkert fengist upp í ef söluverðið væri 1.500.000 kr. Auk þess sem 1.500.000 kr. fyrir 3ja herbergja íbúð sé augljóslega allt of lágt verð. Þá kveðst varnaraðili vekja athygli á því að sóknaraðili viðurkenni í greinar- gerð sinni að hann hafi kl. 11.00 þann 30. ágúst sl. þegar frestur rann út, ekki verið orðinn handhafi hæsta boðs sem fram hafi komið á uppboðinu þann 21. Júní sl. og krafa hans um að fá að njóta réttar sem handhafi hæsta boðs þann dag því marklaus. Í 5. mgr. 39. gr. nsl. komi fram að heimilt sé að framselja réttindi og skyldur sem boði fylgja. Um slíkt framsal gildi reglur um aðilaskipti að kröfuréttindum og samkvæmt þeim verði fullgilt framsal ekki talið til staðar fyrr en fyrir liggi skrifleg yfirlýsing framseljanda til sýslumanns um framsalið. Ekki verði talið að framsalið hafi verið nægjanlega tilkynnt sýslumanni fyrr en til vitundar hans hafi verið komin yfirlýsing framsalsgjafa um að hann framseldi rétt sinn samkvæmt boðinu en viðurkennt sé að það hafi ekki orðið fyrr en eftir kl. 11.00 þann 30. ágúst sl. Varnaraðili mótmælir þeim málatilbúnaði að ekki hafi verið til staðar eftir 1. Janúar 1999 heimild sveitarfélaga til að nýta forkaupsrétt. Sá réttur sé ótvírætt til staðar eins og áður hafi verið rakið þótt kaupskylda sveitarfélagsins hafi verið fallin niður. Þá er bent á að sóknaraðili hafi ekki enn sýnt í framkvæmd að hann geti staðið við boðið eins og hann geri kröfu um. Slíkt hefði honum borið að gera Í síðasta lagi 30. ágúst sl. þegar ljóst hafi verið að sýslumaður hafi ætlað að hafna kröfu hans. Þá er mótmælt fullyrðingum sóknaraðila um að á reiki sé á hverju sé byggt af hálfu varnaraðila í málinu. Varnaraðili vísar til laga nr. 44/1998 um húsnæðismál og ákvæða laga nr. 91/1993 sem héldu gildi sínu eftir 1. janúar 1999. Þinglýsingarlög nr. 39/1978, lög um nauðungarsölu nr. 90/1991, lög um almenna meðferð einkamála nr. 91/1991. IV. Niðurstaða. Íbúð merkt 0201 að Teigaseli 11, Reykjavík, sem uppboðsþoli eignaðist samkvæmt afsali dags. 23. ágúst 1976, tilheyrði sérstökum byggingarflokki verkamannabústaða í Seljahverfi í Reykjavík. Sú kvöð kemur fram í afsali íbúðarinnar að hún sé háð ákvæðum laga um verkamannabústaði eins og þau eru á hverjum tíma, en þá gilti þar um IV. kafli laga nr. 30/1970 um Hús- næðisstofnun ríkisins. Samkvæmt 26. gr. þeirra laga mátti enginn sem eignast hafði slíka íbúð selja hana nema sveitarstjórn hefði áður hafnað forkaupsrétti og var jafnframt kveðið á um það að sveitarstjórn gæti neytt forkaupsréttar síns við sölu íbúðar á nauðungaruppboði. 943 Í lögum nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins var í 55. gr. kveðið svo á um að væri íbúð sem byggð hafi verið samkvæmt þeim lögum eða eldri lögum um verkamannabústaði seld á nauðungaruppboði skyldi sveitarstjórn neyta for- kaupsréttar síns. Í lögum nr. 60/1984 um Húsnæðisstofnun ríkisins var ákvæði þetta óbreytt í 53. gr. og sams konar ákvæði var í 70. gr. laga nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins. Í lögum nr. 97/1993 um Húsnæðisstofnun ríkisins var og í 84. gr. samsvarandi ákvæði. Með 26. gr. laga nr. 58/1995 um breyting á lögum nr. 97/1993 voru í stað 82.-92. gr. laganna (og í stað VI. kafla) lögfestir tveir nýir undirkaflar með 12 nýjum greinum. Um var að ræða kaflana: Kaupskylda og forkaupsréttur (82.- 86. gr.) og Endursala (87.-93. gr.). Með ákvæði 26. gr. d breytingarlaganna, sem varð 85. gr. laga 97/1993, var kveðið á um forkaupsrétt sveitarstjórnar að 2 íbúðum í verkamannabústöðum, sem byggðar voru fyrir gildistöku laga nr. 51/1980 og eru þar nánar tilgreindar þær íbúðir, sem undir það falla. Í ákvæði 26. gr. e breytingarlaganna, sem varð 86. gr. laga nr. 97/1993, var síðan kveðið á um það að væri slík íbúð seld á nauðungarsölu væri um kaupskyldu sveitarstjórnar að ræða. Með lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál, sem tóku gildi 1. janúar 1999, ákvæði til bráðabirgða | er kveðið á um að tilvísuð ákvæði 85. og 86. gr. laga nr. 97/1993 með síðari breytingum haldi gildi sínu. Í 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða Il hinna nýju laga er tekið fram að kaupskylda við nauðungarsölu íbúðar samkvæmt 86. gr. laga nr. 97/1993 vari ekki lengur en í 15 ár frá útgáfu síðasta afsals. Um forkaupsrétt sveitarstjórnar við nauðungarsölu er ekki sér- staklega fjallað. Kaupskylda varnaraðila að íbúðinni að Teigaseli 11 var fallin niður þar sem uppboðsþoli eignaðist íbúðina með afsali dags. 23. ágúst 1976. Almennur for- kaupsréttur að íbúðinni var þó enn fyrir hendi samkvæmt ákvæði 85. gr. laga nr. 97/1993, sbr. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða Í laga nr. 44/1998, sem ágrein- ingslaust er að gildi í 25 ár frá útgáfu afsals. Forkaupsréttur varnaraðila tekur því við þar sem kaupskyldu sleppir. Með tilliti til þeirrar þinglýstu kvaðar, sem á íbúðinni að Teigaseli 11 hvílir, ákvæða laga nr. 97/1993 um forkaupsrétt og innlausn sveitarfélaga á félagslegu húsnæði og forsögu þeirra lagaákvæða, verður að telja að sveitarstjórn geti neytt lögbundins forkaupsréttar síns hvort sem um er að ræða nauðungarsölu eða frjálsa sölu slíkrar eignar. Í 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða Il laga nr. 44/1998 segir að á meðan kaupskylda og forkaupsréttur sveitarfélaga á félagslegu húsnæði varir sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 97/1993 skuli húsnæðisnefndir, þar sem þær eru starfandi, annast meðferð mála vegna þeirra íbúða sem ganga til sveitarfélaga. Fyrir liggur að bókað var við nauðungarsölu eignarinnar 21. júní 1999 að 944 varnaraðili gerði kröfu um að neyta kaupskyldu á grundvelli laga nr. 44/1998 um húsnæðismál. Þar sem kaupskylda eignarinnar var þá fallin niður ber að líta svo á að hann hafi í raun gert kröfu til þess að neyta forkaupsréttar síns lögum samkvæmt. Ekki verður talið að ákvæði 5. mgr. 32. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu eigi hér við, þar sem varnaraðili var ekki að ganga inn í boð hæstbjóðanda í eignina, heldur var hann að neyta réttar síns til að innleysa íbúðina í samræmi við ákvæði laga nr. 44/1998. Liggur og ekki annað fyrir en varnaraðili hafi gert upp uppboðsandvirðið í samræmi við ákvæði þeirra laga. Með því að að varnaraðili gerði kröfu til og neytti forkaupsréttar síns samkvæmt framansögðu kom ekki til álita að gengið yrði að boði hæstbjóðanda í eignina. Ber því að hafna öllum kröfum sóknaraðila í málinu, en fallast á kröfur varnaraðila, eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Staðfest er ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 17. september 1999 um að hafna kröfu sóknaraðila, Péturs Þórs Sigurðssonar hrl., um að fá að standa við hæsta boð í íbúð merkta 0201 við Teigasel 11, Reykjavík. Einnig er staðfest ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 16. september 1999 um að veita varnaraðila, húsnæðisnefnd Reykjavíkur vegna Reykja- víkurborgar, umráð yfir íbúð merktri 0201 að Teigaseli 11, Reykjavík. Málskostnaður fellur niður. 945 Fimmtudaginn 2. mars 2000. Nr. 437/1999. Bakki hf. (Jón L. Arnalds hrl.) gegn Bakka söluskrifstofu hf. (Ragnar Halldór Hall hrl.) Vörumerki. Firma. Dagsektir. Aðfinnslur. Vörumerkið BAKKI var skráð hjá Einkaleyfastofu 27. júlí 1995 og var eigandi þess Bakki hf. Hnífsdal. Í ágúst sama ár samþykkti stjórn félagsins að taka þátt í stofnun sölufélagsins K og skyldi vörumerkið BAKKI vera eign K. Var nafni K breytt í Bakka söluskrifstofu hf. með ákvörðun aðalfundar í ágúst 1996. Framkvæmdastjóri Bakka hf. Hnífsdal framseldi vörumerkið til Bakka söluskrifstofu hf. í ágúst 1996. Ritaði hann einn undir framsalið og var það óvottfest. Í október 1996 heimilaði Bakki söluskrifstofa hf. Bakka hf. Hnífsdal notkun á vöru- merkinu BAKKI og var það skilyrði sett að Bakki söluskrifstofa hf. sæi um sölu afurða Bakka hf. „og mar kaðssetningu þeirra. Á árinu 1996 var heiti útgerðarfélagsins Ó í Bolungarvík, sem Bakki hf. Hnífsdal var aðili að, breytt í Bakka Bolungarvík hf. og sameinuðust Bakki hf. í Hnífsdal og Bakki Bolungarvík hf. í október 1996 undir nafninu Bakki hf. Bakki hf. sameinaðist síðan Þorbirni hf. Grindavík í júlí 1997 undir nafni Þorbjarnar hf. Þorbjörn hf. stofnaði Bakka hf. með heimilisfang í Bolungarvík í ágúst 1998 og í desember sama ár keypti félagið N meirihluta hlutafjár í félaginu. Í janúar 1999 tilkynnti Bakki hf. Bakka söluskrifstofu hf. um uppsögn á sölusamningnum. Í framhaldi af því tilkynnti Bakki söluskrifstofa hf. að Bakka hf. væri hvorki heimilt að nota orðið BAKKI í firmaheiti sínu né til auðkenningar á framleiðslu- vörum sínum. Talið var að stjórn Bakka hf. Hnífsdal hefði samþykkt framsal vörumerkisins til Bakka söluskrifstofu hf. Hafi það verið heim- ilt samkvæmt ákvæðum laga um vörumerki og hafi form framsalsins verið gilt. Var talið að þegar Bakki hf. sagði upp sölusamningnum hefði forsenda þess, að félagið mætti nota vörumerkið, brostið og væri notkunin því óheimil án leyfis Bakka söluskrifstofu hf. Þá var talið að Bakki hf. hefði ekki sýnt fram á að efnisrök stæðu til annars en þess að heimildarbresturinn næði einnig til notkunar orðsins Bakki í firma- 946 heiti félagsins. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að Bakka hf. væri óheimilt að auðkenna framleiðsluvöru sína með orðinu BAKKI og að félagið skyldi breyta heiti sínu, þannig að orðið Bakki væri ekki notað í því. Þá var félaginu gert að afmá heitið úr hlutafélagaskrá að viðlögðum dagsektum. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar 26. október 1999. Hann krefst þess, að viðurkennt verði, að hann sé réttmætur eigandi auð- kennisins BAKKI. Jafnframt krefst hann þess, að stefndi verði dæmdur til að afmá hjá Einkaleyfastofu skráningu á framsali Bakka hf. í Hnífs- dal til Bakka söluskrifstofu hf. á vörumerkinu BAKKI, sbr. vöru- merkjaskráningu nr. 847/1995, að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. 1. Eins og lýst er í héraðsdómi var vörumerkið BAKKI skráð hjá Einkaleyfastofu 27. júlí 1995, og var eigandi þess fiskvinnslufyrirtækið Bakki hf., Hnífsdal, sem hóf rekstur á árinu 1987. Samkvæmt ljósriti úr fundargerðabók Bakka hf. 3. ágúst 1995 samþykkti stjórn félagsins, þeir Aðalbjörn Jóakimsson, Agnar Ebenesersson og Kristinn Leví Aðalbjörnsson, að taka þátt í stofnun sölufélags, Kaldár hf., og beina afurðasölu í gegnum það félag. Jafnframt skyldi vörumerkið BAKKI vera eign Kaldár hf. Var bókað, að framkvæmdastjóri félagsins gengi frá afsali þessa efnis. Stofnendur Kaldár hf. voru Bakki hf., Hnífsdal, Aðalbjörn Jóakimsson, Agnar Ebenesersson og Guðmundur Kr. Eydal, og var hver þeirra skráður fyrir fjórðungshlut. Nafni Kaldár hf. var breytt í Bakka söluskrifstofu hf. með ákvörðun aðalfundar 17. ágúst 1996, og var tilkynning um breytinguna móttekin í hlutafélagaskrá 20. sama mánaðar. Framkvæmdastjóri Bakka hf., Hnífsdal, Aðalbjörn Jóakimsson, framseldi vörumerkið til Bakka söluskrifstofu hf. með bréfi 31. ágúst 1996. Ritaði hann einn undir framsalið og það var óvottfest. Var framsalið móttekið hjá Einkaleyfastofu 30. september 947 1997. Merkið hafði einnig verið skrásett í Bretlandi og Danmörku, og mun framsalið hafa verið tilkynnt þar í október sama ár. Með samningi 22. október 1996 heimilaði stefndi Bakka hf., Hnífs- dal, afnot af vörumerkinu BAKKI til merkingar á framleiðsluvörum sínum. Skilyrði fyrir notkun vörumerkisins var, að stefndi sæi um sölu afurðanna og markaðssetningu þeirra. Undir samning þennan, sem var vottfestur, rituðu Aðalbjörn Jóakimsson fyrir hönd Bakka hf., Hnífsdal, og Guðmundur Kr. Eydal fyrir hönd stefnda. Á árinu 1996 gerðust aðilar að Bakka hf. í Hnífsdal einnig aðilar að Útgerðarfélaginu Ósvör hf. í Bolungarvík, og í marsmánuði það ár var nafni hins síðarnefnda breytt í Bakka Bolungarvík hf. Samkvæmt samrunaáætlun 30. október 1996 sameinuðust félögin Bakki hf., Hnífsdal, og Bakki Bolungarvík hf. undir nafninu Bakki hf., og skyldu samþykktir Bakka Bolungarvík hf. gilda fyrir hið sameinaða félag. Var samruninn miðaður við eignastöðuna 1. september 1996 og náði meðal annars til fjórðungshlutar fyrrnefnda félagsins í stefnda. Undir samrunaáætlunina skrifuðu meðal annarra Aðalbjörn Jóakimsson og Agnar Ebenesersson fyrir hönd beggja félaganna, en þeir voru stjórnarmenn í þeim báðum. Þetta félag sameinaðist síðan Þorbirni hf., Grindavík, samkvæmt samrunaáætlun 28. júlí 1997, miðað við eigna- stöðu 1. september sama ár, undir nafni Þorbjarnar hf. Hinn 24. sept- ember 1997 var áðurnefndur fjórðungshlutur í stefnda framseldur Aðal- birni Jóakimssyni. Þorbjörn hf. stofnaði Bakka hf., áfrýjanda þessa máls, með heimilis- fangi í Bolungarvík, og var tilkynning til hlutafélagaskrár dagsett 19. ágúst 1998. Nasco ehf. í Reykjavík keypti meirihluta hlutafjár í áfrýj- anda í desember sama ár, og með bréfi 14. janúar 1999 tilkynnti áfrýj- andi stefnda, að ákveðið hefði verið að segja upp sölusamningum við hann vegna sölu á framleiðslu fyrirtækisins frá og með þeim degi. Að sögn stjórnarformanns áfrýjanda var ástæðan sú, að Nasco ehf. rak eigin söluskrifstofu. Með bréfi lögmanns stefnda 29. janúar 1999 til áfrýjanda var tekið fram að áfrýjandi hefði ekki fengið leyfi stefnda til að nota orðið BAKKI í firmaheiti sínu, og væru brostnar forsendur fyrir því, að stefndi umliði notkun áfrýjanda á heitinu. Hið sama gilti einnig um auðkenningu áfrýjanda á framleiðsluvörum sínum. Höfðaði stefndi síðan mál þetta 9. mars 1999. 948 1. Áfrýjandi telur, að réttur hans til firmanafnsins styðjist við óslitna framsalsröð, því að firma félags fylgi með í kaupum, ef það hafi ekki verið undanskilið. Auðkennið BAKKI hafi verið notað sem auðkenni á tilteknum atvinnurekstri frá árinu 1987 og hafi verið notað af áfrýjanda og beinum forverum hans frá þeim tíma bæði sem firmanafn og vörumerki. Framsal vörumerkisins til stefnda sé mjög tortryggilegt. Kveðið hafi verið á um það í fundargerðabók Bakka hf., Hnífsdal, 3. ágúst 1995, en framsalið hafi ekki verið ritað fyrr en 31. ágúst 1996 og ekki tilkynnt til skráningar fyrr en 30. september 1997. Eingöngu hafi verið lagt fram ljósrit úr fundargerðabókinni, og dragi hann réttmæti bókunarinnar mjög í efa. Bendi margt til þess, að samþykkt stjórnarinnar um framsal vörumerkisins hafi verið bætt inn í fund- argerðina eftir á. Stjórnarformaður Bakka hf., Hnífsdal, Agnar Eben- esersson, hafi einnig borið fyrir dómi, að hann myndi ekki eftir því, að ákvörðun um framsal vörumerkisins hefði verið tekin á fyrrgreindum fundi. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að það hafi verið meðal grund- vallaratriða í sölustarfsemi hans, að félagið hefði forræði á vöru- merkinu BAKKI. Fær þetta nokkurn stuðning í því, að orðið Bakki var tekið upp í nafn félagsins, sem fyrr segir, og ekki er til að dreifa neinum sölusamningum milli félagsins og áfrýjanda eða fyrri framleiðenda að vörum undir merkinu, sem mæli þessu í gegn. Sú málsástæða áfrýjanda, að bókun í fundargerðabók Bakka hf., Hnífsdal, 3. ágúst 1995 um framsal á vörumerkinu BAKKI sé fölsuð, kom fyrst fram í málflutningi fyrir héraðsdómi, og er henni mótmælt af stefnda sem rangri og of seint fram kominni. Þegar fram komu við aðalmeðterð málsins í héraði efasemdir um trúverðugleika bókunar- innar, var brýnt tilefni fyrir áfrýjanda að krefjast rannsóknar á til- drögum framsalsins og fá meðal annars úr því skorið, hver hefði ritað fundargerðina og fá hann fyrir dóm til skýrslugjafar. Það var hins vegar ekki gert. Þá var Guðmundur Kr. Eydal, framkvæmdastjóri stefnda, ekki kvaddur fyrir dóm, eins og áfrýjandi hafði boðað. Eins og málið liggur hér fyrir verður að leggja til grundvallar dómi, að stjórn Bakka hf., Hnífsdal, hafi samþykkt framsal vörumerkisins til stefnda á fyrrgreindum stjórnarfundi, en það var heimilt samkvæmt 1. mgr. 32. gr. þágildandi laga nr. 47/1968 um vörumerki, sbr. nú 1. mgr. 949 36. gr. laga nr. 45/1997 um sama efni. Er þá einnig fallist á það með héraðsdómi, að form framsalsins hafi verið gilt, þar sem fram- kvæmdastjóri félagsins hafi haft sérstaka heimild frá stjórn þess til að ganga frá framsalinu. ll. Samkvæmt framansögðu var vörumerkið BAKKI framselt til stefnda 31. ágúst 1996 og skráð hjá Einkaleyfastofu 30. september 1997. Með samningi þeim, sem fyrr getur, frá 22. október 1996, heim- ilaði stefndi Bakka hf., Hnífsdal, afnot vörumerkisins til merkingar á framleiðsluvörum sínum, en skilyrði notkunarinnar var, að stefndi sæi um sölu afurðanna og markaðssetningu þeirra. Er áfrýjandi sagði upp sölusamningum við stefnda 14. janúar 1999 brast forsenda þess, að áfrýjandi mætti nota vörumerkið, og verður á það að fallast, að hún sé honum óheimil án leyfis stefnda. Jafnframt hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á, að efnisrök standi til annars en þess, að heimildarbresturinn nái einnig til notkunar orðsins Bakki í firmaheiti hans. IV. Með hliðsjón af framansögðu og annars með vísan til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann, þó þannig, að dagsektir greiðist að liðnum 15 dögum frá uppsögu dóms þessa. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði greinir. Það athugist, að í héraðsdómi eru málsástæður og lagarök aðila rakin bæði í aðalsök og gagnsök, en réttara væri að gera það í einu lagi. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður, þó þannig, að dag- sektir greiðist að liðnum 15 dögum frá uppsögu dóms þessa. Áfrýjandi, Bakki hf., greiði stefnda, Bakka söluskrifstofu hf., 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Vestfjarða 1. október 1999. Mál þetta sem dómtekið var 6. september 1999 er höfðað fyrir Héraðsdómi Vestfjarða með stefnu birtri 9. mars 1999. 950 Stefnandi er Bakki söluskrifstofa hf., kt. 660795-2359, Borgartúni 29, Reykjavík. Stefndi er Bakki hf. kt., 600898-2139, Hafnargötu 80-96, Bolungarvík. Dómkröfur stefnanda í aðalsök eru þær að stefnda verði með dómi gert að breyta heiti sínu þannig að orðið BAKKI verði ekki notað í því og afmá það úr hlutafélagaskrá að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Jafnframt krefst stefnandi þess að því verði slegið föstu með dómi að stefnda sé óheimilt að auðkenna framleiðsluvörur sínar orðinu BAKKI. Einnig krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Dómkröfur stefnda í aðalsök eru þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda. Með gagnstefnu birtri 9. apríl 1999 höfðaði stefndi í aðalsök gagnsök á hendur aðalstefnanda og gerir þær kröfur að viðurkennt verði með dómi að gagnstefnandi sé réttmætur eigandi auðkennisins BAKKI. Enn fremur krefst gagnstefnandi þess að gagnstefnda verði gert með dómi að afmá hjá Einkaleyfastofunni skráningu á framsali Bakka hf. til Bakka söluskrifstofu hf. á vörumerkinu BAKKI, sbr. vörumerkjaskráningu 847/1995, að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Þá krefst gagnstefnandi þess að gagnstefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu. Gagnstefndi krefst þess að hann verði sýknaður af kröfum gagnstefnanda og að gagnstefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu í gagnsök. Málsatvik. Fyrirtækið Bakki hf. hóf rekstur á árinu 1987 og hafði aðsetur í Hnífsdal. Vörumerkið Bakki var skráð hjá Einkaleyfastofu 27. júlí 1995 og var eigandi þess þá Bakki hf. Hnífsdal. Samkvæmt bókun í fundargerðabók Bakka hf. Hnífsdal 3. ágúst 1995 samþykkti stjórn félagsins að taka þátt í stofnun nýs sölufélags, Kaldár hf., og beina afurðasölu í gegnum það félag. Stofnendur þess voru Agnar Ebenesersson, Aðalbjörn Jóakimsson, Guðmundur Kr. Eydal og Bakki hf. Hnífsdal. Á sama fundi samþykkti stjórn fyrirtækisins að „vörumerkið Bakki væri hér eftir eign Kaldár hf. og fr.kv. stjóri gangi frá afsali“. Á aðalfundi Kaldár hf., 17. ágúst 1996, var samþykkt að breyta nafni félagsins í Bakka söluskrifstofu hf. og var breytingin móttekin í hlutafélagaskrá 20. ágúst 1996. Þann 31. ágúst 1996 framseldi Aðalbjörn Jóakimsson, framkvæmdastjóri Bakka hf. Hnífsdal vörumerkið Bakka til Bakka söluskrifstofu hf., Borgartúni 951 29, Reykjavík. Framsalið var móttekið hjá Einkaleyfastofu 30. september 1997. Það var og afhent vörumerkjaskrárritara í Danmörku og Bretlandi og skráð þar í lok ársins 1997. Samkvæmt samningi milli Bakka söluskrifstofu hf. og Bakka hf. Hnífsdal, dags. 22. október 1996, heimilaði stefnandi þessa máls, Bakki söluskrifstofa hf., Bakka hf. Hnífsdal afnot af vörumerkinu „Bakki“ til merkingar á fram- leiðsluvörum sínum. Skilyrði fyrir notkun vörumerkisins voru að eigandi þess, Bakki söluskrifstofa hf., sæi um sölu afurða og markaðssetningu þeirra. Þann 30. október 1996 var gerð samrunaáætlun um sameiningu félaganna Bakka Bolungarvík hf. og Bakka hf. Hnífsdal, þannig að Bakki hf. Hnífsdal skyldi renna inn í Bakka hf. Bolungarvík, en eftir samrunann skyldi félagið heita Bakki hf. Samruninn miðaðist við eignastöðuna 1. september 1996. Þann 28. júlí 1997 var gerð samrunaáætlun milli Bakka Bolungarvík hf. og Þorbjarnar hf. Grindavík, þannig að félögin voru sameinuð undir nafni Þor- bjarnar hf. Samruninn skyldi miðast við eignastöðuna 1. maí 1997. Í ágúst 1998 var hlutafélagaskrá send tilkynning um stofnun aðalstefnda, Bakka hf. Samkvæmt framburði vitnisins Lárusar Finnbogasonar, endurskoð- anda Þorbjarnar hf. í Grindavík, var í fyrstu gerð athugasemd í hlutafélagaskrá við skráningu á stefnda í hlutafélagaskrá, þar sem fyrir væri skráð félag með sama nafni, en engu að síður fór skráning fram síðar. Með bréfi, dags. 14. janúar 1999, sagði stjórnarformaður gagnstefnanda upp sölusamningi við aðalstefn- anda. Lögmaður aðalstefnanda sendi þá stjórn gagnstefnanda bréf, dags. 29. janúar 1999, þar sem hann taldi brostnar forsendur fyrir því að aðalstefnandi umliði notkun gagnstefnanda á orðinu Bakki í firmaheiti sínu og auðkenningu Bakka hf. á framleiðsluvörum sínum. Ágreiningur í málinu lýtur að notkun gagnstefnanda, Bakka hf., á heitinu BAKKI í firmaheiti sínu og hver sé réttmætur eigandi auðkennisins BAKKI. Sættir hafa verið reyndar í málinu án árangurs. Fyrir dóminn komu og gáfu skýrslur: Aðalbjörn Jóakimsson, kt. 121049- 3849, Laugarásvegi 31, Reykjavík, Jónas Andrés Þór Jónsson hdl., kt. 200564- 5619, Botnahlíð 35, Seyðisfirði, Lárus Finnbogason, kt. 270959-3189, Brekkubæ 5, Reykjavík, Svanbjörn Thoroddsen, kt. 030965-3379, Marargrund 2, Garðabæ, Eiríkur Tómasson, kt. 170553-4389, Vesturbraut 8, Grindavík, Gunnar Tómasson, kt. 091254-2209, Vesturbraut $a, Grindavík, Egill Gunnar Jónsson, kt. 160652-4389, Leiðhömrum 52, Reykjavík, og Agnar Ebeneserson, kt. 170557-4549, Holtastíg 15, Bolungarvík. Þá gaf Þorvarður Gunnarsson, kt. 140554-2279, Sæbólsbraut 9, Kópavogi, skýrslu símleiðis. Málsástæður og lagarök stefnanda í aðalsök. Krafa stefnanda í aðalsök um að stefnda verði gert að fella orðið BAKKI úr 952 heiti sínu byggist á því að óheimilt sé að taka upp í heiti félags orð sem annar aðili hafi öðlast einkarétt á með skráningu í vörumerkjaskrá og/eða hluta- félagaskrá. Stefnandi hafi verið skráður í hlutafélagaskrá á undan stefnda. Hafi skráning félags með nafninu BAKKI verið óheimil án sérstaks samþykkis stefnanda, en slíks samþykkis hafi aldrei verið aflað. Veruleg ruglingshætta sé milli fyrirtækjanna ef stefndi fái að halda nafni sínu óbreyttu, ekki aðeins hér á landi, heldur einnig erlendis, en stefnandi hafi fengið vörumerkið BAKKI skráð bæði í Englandi og Danmörku. Sé markaðsstarf stefnanda byggt upp þannig að vörur sem það annist sölu á erlendis beri nafn þess, auk nafns viðkomandi framleiðanda. Þótt stefnandi hafi um skamman tíma umliðið notkun stefnda á orðinu BAKKI í firmaheiti sínu telji stefnandi augljóst að forsenda fyrir því hafi verið ætlað samstarf fyrirtækjanna sem stefndi hafi kosið að hætta eftir mjög skamman tíma. Þessi forsenda sé því brostin vegna ákvörðunar stefnda. Í annan stað séu kröfur stefnanda, sem lúti að heiti stefnda, á því reistar að óheimilt hafi verið að taka orðið BAKKI upp í firmaheitið vegna þess að notkun þess brjóti gegn vernduðum vörumerkisrétti stefnanda. Orðið BAKKI feli ekki í sér heiti á neins konar tiltekinni atvinnustarfsemi. Öðrum sé því óheimilt að nota þetta orð í atvinnuskyni með þeim hætti sem stefnandi hafi gert með nafnskráningunni. Um lagastoð fyrir málsástæðum sínum, sem að þessu lúti, vísar stefnandi til ákvæða 10. gr. laga nr. 42/1903, beint eða með lögjöfnun, sbr. H. 1969:57, 25. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, 1.-4. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki og ólögfestra meginreglna íslensks samningaréttar um brostnar forsendur. Krafa um dagsektir er gerð með vísan til 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi noti orðið BAKKI til auðkenningar á framleiðsluvörum sínum. Stefnandi telji þetta brjóta gegn þeim rétti sem honum sé tryggður með skráningu vörumerkisins BAKKI. Notkun stefnda feli í sér augljóst brot gegn ákvæðum 4. og 5. gr. laga nr. 45/1997. Um heimild til að fá notkun stefnda á vörumerkinu bannaða með dómi vísar stefnandi auk þessa til 42. gr. sömu laga. Þótt stefnandi hafi umliðið auðkenningu stefnda á framleiðsluvörum sínum í fáeinar vikur, meðan samstarf fyrirtækjanna hafi staðið, séu forsendur fyrir því augljóslega brostnar. Vísar stefnandi til framangreindra lagasjónarmiða hvað það varði. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök aðalstefnda. Stefndi kveður að sjá megi af málsatvikalýsingu og gögnum málsins að stefndi sé að stofni til sama fyrirtæki og Bakki hf. á Hnífsdal, þó svo að nokkrar tilfæringar varðandi stjórn, hlutafé o.fl. hafi átt sér stað. Þá bendir stefndi á að af sömu ástæðum hafi engar athugasemdir verið gerðar í hlutafélagaskrá þegar stefndi hafi verið skráður þar. Stefnandi, þ.e. Bakki söluskrifstofa hf., sem 953 upphaflega hafi heitið Kaldá hf., hafi verið stofnuð fyrir tilstilli stefnda. Því sé fráleitt að halda því fram að réttur stefnanda til heitisins BAKKI sé eldri en réttur stefnda. Stefndi mótmælir einnig þeirri málsástæðu stefnanda að stefnda hafi verið óheimilt að taka orðið BAKKI upp í firmaheiti sitt, þar sem notkun þess brjóti gegn vernduðum vörumerkjarétti stefnanda. Stefndi hafi verið grandlaus um að nokkurt framsal á vörumerkinu BAKKI hafi átt sér stað og hafði auk þess stundað starfsemi og framleiðslu undir auðkenninu BAKKI um langt skeið eftir þann tíma sem framsal vörumerkisins er dagsett, án nokkurra athugasemda frá stefnanda. Stefndi vísar jafnframt á bug þeirri kröfu stefnanda að honum verði gert óheimilt að auðkenna framleiðsluvörur sínar orðinu BAKKI. Svo sem fram hafi komið sé réttur stefnda til orðsins og vörumerkisins BAKKI, til auðkenningar á atvinnustarfsemi, eldri en réttur stefnanda. Í raun dragi stefnandi rétt aðeins frá stefnda, þar sem það hafi verið stefndi sem hafi hlutast til um stofnun og starfsemi stefnanda og hafi orðið stefnanda úti um afurðir til sölu. Umbúðir afurðanna hafi þann tíma sem samvinna stefnanda og stefnda hafi staðið verið merktar með vörumerki stefnda, BAKKI, og heimilisfangi stefnda í Bolungar- vík. Jafnvel þótt vera kunni að stefnandi merki nú þær vörur sem hann annist útflutning á með nafni sínu, þ.e. Bakki söluskrifstofa hf., þá hafi það ekki verið gert meðan á útflutningi hans fyrir hönd stefnda hafi staðið. Þá bendir stefndi á að vörumerkið BAKKI hafi verið notað samfellt til auðkenningar á fram- leiðsluvörum og afurðum stefnda um meira en 10 ára skeið. Þó svo að rekstur stefnda hafi um tíma verið á nafni Þorbjarnar hf., hafi afurðir áfram verið merktar vörumerkinu BAKKI, sem hefði áunnið sér mikla viðskiptavild. Stefndi mótmælir því jafnframt sem ósönnuðu að stefnandi hafi fengið vörumerkið BAKKI skráð í sömu mynd og það er skráð hér á landi bæði í Englandi og Danmörku. Stefndi byggir sýknukröfu sína einnig á því að hann sé réttmætur eigandi vörumerkisins BAKKI. Samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 36. gr. vörumerkjalaga nr. 45/1997 fylgi vörumerki við framsal á atvinnustarfsemi, nema um annað hafi verið samið. Þegar Bakki hf. í Hnífsdal og Bakki Bolungarvík hf. hafi sameinast árið 1996 hafi verið gerð samrunaáætlun. Þar sé ekkert minnst á vörumerkið BAKKI. Að teknu tilliti til þess að hér hafi verið um að ræða tvö náskyld fyrirtæki og að heiti þeirra beggja hafi einkennst af orðinu Bakki, megi ljóst vera að samningsaðilar hafi talið það sjálfsagðara en orðum tæki að vörumerkið BAKKI fylgdi með í kaupunum og yrði áfram eign hins nýja sameinaða félags. Í sömu trú hafi sameining Þorbjarnar hf. í Grindavík og Bakka hf. farið fram í september 1997. Stefndi hafi því verið grandlaus um að vörumerkinu BAKKI hefði verið ráðstafað til stefnanda þar til rétt áður en mál þetta hafi verið höfðað. 954 Stefndi bendir að auki á samrunaáætlun Bakka Bolungarvík hf. og Bakka hf. þar sem segi í 5. gr. að Bakki Bolungarvík hf. skuli taka við öllum eignum og skuldum svo og öðrum réttindum og skyldum Bakka hf. frá og með 1. september 1996. Í 1. gr. samrunaáætlunarinnar segi orðrétt að félögin verði „sameinuð undir nafni Bakka hf.“. Verði ekki betur séð en að auðkennið Bakki hafi þannig berum orðum fylgt með í kaupunum sem hvert annað fylgifé fyrirtækisins og verði það því ekki síðar framselt öðrum aðila. Framsal Bakka hf. til Bakka söluskrifstofu hf. á vörumerkinu BAKKI sé dagsett þann 31. ágúst 1996, þ.e. einum degi áður en Bakki Bolungarvík hf. skyldi taka við eignum, skuldum, réttindum og skyldum Bakka hf. Hins vegar hafi framsalið sjálft ekki verið afhent til skráningar á Einkaleyfastofunni fyrr en rúmu ári síðar, þann 30. september 1997. Samkvæmt skjalinu sé merkið framselt beint til Bakka söluskrifstofu hf. en ekki til Kaldár hf. eins og eðlilegt hefði verið miðað við bókun í fundargerðabók, sem og að virtri þeirri staðreynd að það hafi ekki verið fyrr en |. september 1996 sem heiti Kaldár hf. hafi verið breytt í Bakka söluskrifstofu hf. Stefndi byggir á því að það fái ekki staðist að þarna hafi vörumerkið BAKKI verið framselt endurgjaldslaust til félags sem enn hefði ekki verið stofnað og hafi að auki borið allt annað nafn. Stefndi bendir einnig á að Aðalbjörn Jóakimsson, núverandi stjórnarformaður stefnanda, skrifi undir samrunasamning Bakka Bolungarvík hf. og Bakka hf. fyrir hönd beggja þessara aðila, en hann hafi þá setið í stjórn beggja fyrir- tækjanna. Þar sem Aðalbjörn hefði þá vitað að búið hafi verið að framselja vörumerkið BAKKI til Kaldár hf., síðar Bakka söluskrifstofu hf., hafi honum borið skylda til að greina frá því við samningsgerðina, þar sem aðilar hafi mátt gera sér grein fyrir að vörumerkið hafi fylgt með í kaupunum, skv. fyrrgreindu ákvæði 36. gr. vörumerkjalaga. Þetta hafi ekki verið gert og verði stefnandi að bera hallann af því. Verði litið svo á að stefnandi hafi haft forræði á vörumerkinu BAKKI byggi stefndi kröfur sínar á því að samkvæmt ákvæði 37. gr. vörumerkjalaga skyldi hver sá sem hefði eignast rétt á skráðu vörumerki tilkynna það til Einka- leyfastofunnar, sem skyldi geta eigendaskiptanna í vörumerkjaskrá. Þar til framsal sé tilkynnt teljist sá eigandi merkis sem síðast hafi verið skráður eigandi þess. Stefnanda hafi borið skylda til að tilkynna framsalið tafarlaust til Einkaleyfastofunnar. Það hafi ekki verið gert fyrr en þann 30. september 1997, meira en ári eftir að framsalið hafi verið dagsett. Þann 27. september 1997 hefði samrunaáætlun Bakka hf. og Þorbjarnar hf. hins vegar verið staðfest á hluthafafundi. Á þeim tíma hafi bæði stefndi og viðsemjandi hans verið grandlausir um að framsal á vörumerkinu BAKKI hefði átt sér stað, enda gert 955 ráð fyrir því lögum samkvæmt að vörumerkið fylgdi með í kaupunum. Stefndi líti því svo á að vörumerkið BAKKI hafi alla tíð verið lögmæt eign hans. Stefndi sé að grunni til sama fyrirtæki og hafi upphaflega verið skráður eigandi vörumerkisins BAKKI, þó svo að Bakki hf. sé nú skráður með kennitölu frá árinu 1998. Þessu til stuðnings bendir stefndi á að annar stofnenda stefnda sé Þorbjörn hf., fyrirtækið sem Bakki hf. hafi sameinast í september 1997. Stefnandi verði því sjálfur að bera allan halla af því að hafa ekki hlutast fyrr til um skráningu framsalsins hjá Einkaleyfastofu. Stefndi byggir jafnframt á því að þó svo ákveðið kunni að hafa verið á stjórnarfundi Bakka hf. þann 3. ágúst 1995 að framselja vörumerkið Bakka hf. til Kaldár hf., þá hafi form framsalsins verið ógilt samkvæmt samþykktum Bakka hf. Á afriti úr hlutafélagaskrá, sem sjá megi á dskj. nr. 8, segi að þrír stjórnarmenn riti firmað saman. Það að framkvæmda- stjóri hafi getað framselt jafnmikil verðmæti og vörumerki félagsins með einhliða óvottuðu skjali fái að mati stefnda ekki staðist reglur íslensks samn- ingaréttar. Í málflutningi stefnda kom einnig fram sú málsástæða hans að hugs- ast gæti að bókun fundargerðarbókar frá 3. ágúst 1995 um framsal á vöru- merkinu Bakki til Kaldár hf. væri fölsuð. Um lagarök vísar stefndi fyrst og fremst til 36. og 37. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki, sem og ákvæða þeirra laga um eldri rétt til vörumerkis, sér- staklega 7. gr. Þá vísar stefndi til firmalaga nr. 42/1903 og samkeppnislaga nr. 8/1993, einkum ákvæða VI. kafla þeirra laga. Stefndi vísar einnig til laga nr. 2/1995 um hlutafélög, einkum ákvæða IX. kafla þeirra laga, sem og til meginreglna samningaréttar. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefndi til 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök gagnstefnanda. Gagnstefnandi byggir kröfur sínar á því að vörumerkið BAKKI hafi alla tíð verið lögmæt eign hans. Eins og sjá megi af málavaxtalýsingu og skjölum málsins sé gagnstefnandi að grunni til sama félag og hafi upphaflega verið skráð eigandi vörumerkisins BAKKI. Þó svo að breytingar hafi orðið á stjórn félagsins og hagræðing í rekstri þess hafi átt sér stað eftir þetta, m.a. með skráningu þess upp á nýtt hjá hlutafélagaskrá og úthlutun nýrrar kennitölu, sé félagið að stofni til það sama og hafi aðsetur og starfsemi á sama stað og áður. Bakki hf. sem stofnaður hafi verið árið 1998 hafi einfaldlega tekið við réttindum og skyldum Bakka hf. sem stofnaður hafi verið 1996, rétt eins og Bakki hf. sem til hafi orðið árið 1996 hafði áður tekið við réttindum og skyldum Bakka hf. í Bolungarvík sem stofnaður hafi verið árið 1993 og réttindum og skyldum Bakka hf. í Hnífsdal sem stofnaður hafi verið árið 1987. Eðlilegt verði að telja að hlutafélög 956 á borð við Bakka hf. taki breytingum í gegnum tíðina, m.a. með breyttu eignar- haldi á hlutum. Gagnstefnandi byggir á því að samkvæmt ákvæði 2. mgr. 36. gr. vöru- merkjalaga nr. 45/1997 fylgi vörumerki við framsal á atvinnustarfsemi, nema um annað hafi verið samið. Þegar Bakki hf. og Bakki Bolungarvík hf. hafi sameinast árið 1996 hafi verið gerð samrunaáætlun. Þar hafi verið gerð grein fyrir því hvernig samruninn skyldi færast yfir til hins sameinaða félags undir nafni Bakka hf. Í samrunaáætluninni hafi ekki verið minnst sérstaklega á vörumerkið BAKKI. Vörumerkið hafi því fylgt við samruna félaganna, enda samruninn gerður á þeim forsendum að rekstrinum yrði fram haldið undir firmaheitinu Bakki, og vörumerkið BAKKI notað áfram við aukenningu framleiðsluvarnings félagsins. Á sömu forsendum hafi sameining Þorbjarnar hf. í Grindavík og Bakka hf. farið fram í september 1997, enda forráðamenn Þorbjarnar hf. grandlausir um að vörumerkinu BAKKI hefði þá verið ráðstafað annað. Hér sé auðkennið jöfnum höndum vörumerki og firmanafn, en líta verði svo á að sömu reglur gildi um þau, skv. meginreglum laga og lögjöfnun frá vörumerkjalögum. Þá sé ekki gert ráð fyrir því í firmalögum að hægt sé að framselja firmanafn eitt og sér, án starfsemi firmans sjálfs. Gagnstefnandi byggir kröfur sínar jafnframt á því að samkvæmt ákvæði 37. gr. vörumerkjalaga skuli hver sá sem hafi eignast rétt á skráðu vörumerki tilkynna það til Einkaleyfastofunnar, sem skuli geta eigendaskiptanna í vöru- merkjaskrá. Þar til framsal sé tilkynnt teljist sá eigandi merkis sem síðast hafi verið skráður eigandi þess. Samkvæmt ákvæði 37. gr. vörumerkjalaga hafi sagnstefnda borið skylda til að tilkynna framsalið til Einkaleyfastofunnar. Það hafi ekki verið gert fyrr en 30. september 1997, meira en ári eftir að framsalið sé dagsett. Þann 27. september 1997 hafði samrunaáætlun Bakka hf. og Þorbjarnar hf. hins vegar verið staðfest á hluthafafundi. Á þeim tíma hafi aðilar verið grandlausir um að nokkurt framsal á vörumerkinu BAKKI hefði átt sér stað, þar sem samkvæmt vörumerkjaskrá hafi það verið í eigu gagnstefnanda og auk þess gert ráð fyrir því lögum samkvæmt að vörumerkið fylgdi með í kaupunum. Af þessum sökum verði gagnstefndi sjálfur að bera allan halla af því að hafa ekki hlutast fyrr til um skráningu framsalsins á Einkaleyfastofunni. Gagnstefnandi byggir jafnframt á því að í 5. gr. samrunaáætlunar Bakka hf. og Bakka Bolungarvík hf. segi að Bakki Bolungarvík hf. skuli taka við öllum eignum og skuldum svo og öðrum réttindum og skyldum Bakka hf. frá og með 1. september 1996. Þá segi orðrétt í |. gr. samrunaáætlunarinnar að félögin „Verði sameinuð undir nafni Bakka hf.“. Verði ekki betur séð en að auðkennið Bakki hafi þannig berum orðum fylgt með í kaupunum sem hvert annað fylgifé fyrirtækisins. Verði það því ekki framselt síðar öðrum aðila. Framsal Bakka hf. til Bakka söluskrifstofu hf. á vörumerkinu BAKKI sé 957 dagsett þann 31. ágúst 1996, eða degi áður en Bakki Bolungarvík hf. skyldi taka við eignum, skuldum, réttindum og skyldum Bakka hf. Framsalið sjálft hafi aftur á móti ekki verið afhent til skráningar hjá Einkaleyfastofunni fyrr en rúmu ári síðar, eða þann 30. september 1997. Samkvæmt skjalinu sé merkið framselt beint til Bakka söluskrifstofu hf. en ekki til Kaldár hf. eins og eðlilegt hefði verið miðað við bókun í fundargerðabók sem og að virtri þeirri staðreynd að það hafi ekki verið fyrr en 1. september 1996 sem heiti Kaldár hf. hafi verið breytt í Bakka söluskrifstofu hf. Gagnstefnandi heldur því fram að það fái einfaldlega ekki staðist að þarna hafi vörumerkið BAKKI verið framselt endur- gjaldslaust til félags sem ekki hafi verið til undir því nafni sem gefið hafi verið upp á framsalinu á þeim tíma sem það er dagsett. Gagnstefnandi bendir einnig á að Aðalbjörn Jóakimsson, núverandi stjórnar- formaður gagnstefnda, skrifar undir samrunasamning Bakka Bolungarvík hf. og Bakka hf. fyrir hönd beggja þessara aðila, en hann hafi þá setið í stjórn beggja fyrirtækjanna. Þar sem Aðalbjörn hafi þá vitað að búið var að framselja vörumerkið BAKKI til Kaldár hf., síðar Bakka söluskrifstofu hf., hafi honum borið skylda til að greina frá því við samningsgerðina, þar sem aðilar hafi mátt gera ráð fyrir að vörumerkið fylgdi með í kaupunum, samkvæmt fyrrgreindu ákvæði 36. gr. vörumerkjalaga. Þetta hafi ekki verið gert og verði gagnstefndi að bera allan halla af því. Gagnstefnandi byggir jafnframt á því að þó svo að ákveðið kynni að hafa verið á stjórnarfundi Bakka hf. þann 3. ágúst 1995 að framselja vörumerkið Bakka hf. til Kaldár hf. þá hafi form framsalsins verið ógilt samkvæmt samþykktun Bakka hf. Á afriti úr hlutafélagaskrá segi að þrír stjórnarmenn riti firmað saman. Það að fela framkvæmdastjóra jafnóvenjulega og mikils háttar ráðstöfun og að framselja vörumerki félagsins, eina mikilvægustu eign þess, fái ekki staðist meginreglur félagaréttar. Um lagarök vísar gagnstefnandi til laga um vörumerki nr. 45/1997, einkum 36. og 37. gr. og ákvæða þeirra laga um eldri rétt til vörumerkis, sérstaklega 7. gr. Gagnstefnandi vísar einnig til firmalaga nr. 42/1903 og samkeppnislaga nr. 8/1993, einkum ákvæða VI. kafla þeirra laga. Þá vísar gagnstefnandi til laga nr. 2/1995 um hlutafélög, einkum ákvæða IX. kafla þeirra laga, sem og til meginreglna samningaréttar. Um kröfu um dagsektir vísar gagnstefnandi til 4. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála. Um málskostnaðarkröfu sína vísar gagnstefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök gagnstefnda. Gagnstefndi kveður að í gagnstefnu sé ruglað saman því félagi sem er gagnstefnandi í máli þessu og ýmsum öðrum félögum sem ekki séu lengur til, en hafi heitið sama nafni. 958 Þá sé því haldið fram í gagnsakarstefnu að vörumerkið BAKKI hafi „alla tíð“ verið eign gagnstefnanda. Því er mótmælt. Gagnstefnandi hafi ekki verið til þegar vörumerkið BAKKI hafi verið skráð og hafi ekki heldur verið orðið til er gagnstefndi fékk það framselt. Þetta vörumerki hafi aldrei verið eign gagn- stefnanda, og þar af leiðandi geti hann ekki átt nokkurt tilkall til notkunar þess án leyfis gagnstefnda. Gagnstefndi mótmælir því sérstaklega að réttur til vöru- merkisins BAKKI hafi færst yfir til gagnstefnanda við sameiningu Bakka hf. og Þorbjarnar hf. Hér þurfi að gæta þess að Bakki Bolungarvík hf., sem sameinast hafi Þorbirni á sínum tíma, sé ekki sama félagið og gagnstefnandi. Gagn- stefnandi sé nýtt félag, stofnað seint á síðasta ári. Þá mótmælir gagnstefndi því að vörumerkið BAKKI hafi fylgt með sem sérstakt verðmæti við samruna Bakka hf. og Þorbjarnar hf. Réttur yfir vöru- merkinu hafi fyrir samrunann verið framseldur til gagnstefnda. Telur gagn- stefndi að hugleiðingar um grandleysi fyrirsvarsmanna Þorbjarnar hf. skipti ekki máli, en mótmælir því sérstaklega að þeir hafi verið grandlausir um þetta atriði. Þá mótmælir gagnstefndi því að ekki hafi verið hægt að framselja rétt yfir vörumerkinu BAKKI af því að firmað hafi heitið Bakki hf. og að um auðkenni þessi gildi „sömu reglur“ samkvæmt meginreglum laga og lögjöfnun frá vöru- merkjalögum. Þá bendir gagnstefndi á að gagnstefnandi hafi ekki, frekar en aðrir, gert neinn reka að því að fá hnekkt skráningu gagnstefnda á rétti yfir vörumerkinu BAKKI. Gagnstefndi sé ótvírætt sá aðili sem njóti réttar yfir umræddu vörumerki, þar sem hann sé sá aðili sem „síðast hafi verið skráður eigandi þess“ eins og segi í 2. mgr. 37. gr. Þótt gagnstefndi telji þetta augljóst sé óhjákvæmilegt vegna framsetningar gagnstefnanda á málstað sínum að rekja nánar atburðarás. Vörumerkið BAKKI hafi verið framselt frá Bakka hf. Hnífsdal, samkvæmt ákvörðun á stjórnarfundi í því félagi 3. ágúst 1995. Undir fundargerð riti allir stjórnarmenn félagsins. Þetta sé gert nokkrum dögum eftir skráningu vörumerkisins hjá Einkaleyfastofunni ehf. Af einhverjum ástæðum hafi ekki verið gengið frá skriflegri tilkynningu um framsalið fyrr en 31. ágúst 1996, en það breyti ekki þeirri staðreynd að gagnstefndi fékk vitneskju um framsalið strax og notaði vörumerkið jöfnum höndum eftir 3. ágúst 1995 án athugasemda af hálfu annarra. Bakki hf. Hnífsdal og Bakki Bolungarvík hf. hafi verið sameinuð á grund- velli samrunaáætlunar, dags. 30. október 1996. Hún sé undirrituð af hálfu Bakka hf. af sömu stjórnarmönnum og undirrituðu fundargerð stjórnarfundarins 3. ágúst 1995. Tveir þeirra, Aðalbjörn Jóakimsson og Agnar Ebenesersson undir- rituðu skjalið einnig sem stjórnarmenn í Bakka Bolungarvík hf. Allt tal um grandleysi stjórnarmanna í því félagi sem tekið hafi við réttindum og skyldum Bakka hf. í Hnífsdal eftir framsal vörumerkisins BAKKI hf. til gagnstefnda sé því marklaust. Eftir þennan samruna hafi Bakki hf. í Hnífsdal 959 ekki verið lengur til en Bakki Bolungarvík hf. hafi áfram verið til, en hafi heitið eftir samrunann Bakki hf. Hinn 10. júlí 1997 hafi verið gert samkomulag um fyrirhugaðan samruna Bakka hf. og Þorbjarnar hf. í Grindavík. Að sjálfsögðu hafi ekki aðrar eignir getað runnið frá Bakka hf. inn í hið sameinaða félag en þær sem félagið átti. Þetta félag hafði aldrei eignast vörumerkið BAKKI. Sé því fráleitt að stjórn- endur Þorbjarnar hf. hafi haft ástæðu til að halda að svo væri, a.m.k. án þess að þeir hafi kynnt sér það. Það hafi þeir ekki gert og hafi aldrei gert neinar athugasemdir við eignarhald eða notkun gagnstefnda á þessu vörumerki. Gagnstefndi mótmælir því að form framsals Bakka hf. Hnífsdal á vöru- merkinu BAKKI hf. frá Bakka hf. Hnífsdal sé ógilt vegna formgalla. Hann kveður að stjórn félagsins hafi tekið ákvörðunina á formlegum stjórnarfundi. Hún hafi verið færð til bókar og undirrituð. Samhliða ákvörðuninni hafi hún falið framkvæmdastjóranum að undirrita framsalsskjal sem sé eingöngu fram- kvæmdaatriði. Gagnstefndi telur fráleitt að stjórn megi ekki fela fram- kvæmdastjóra félags slíkt. Þá sé sú staðhæfing gagnstefnanda að vörumerkið hafi verið „ein mikilvægasta eign“ þess félags engum gögnum studd. Þá telur gagnstefndi að gagnstefnandi geti ekki haldið uppi kröfum í þessu máli á þeim grundvelli að stjórn Bakka hf. Hnífsdal hafi ekki haft heimild til að fela framkvæmdastjóranum þetta viðfangsefni. Út á við séu gerðir framkvæmda- stjóra bindandi fyrir félagið og gagnstefnandi hafi á þeim tíma sem þetta hafi gerst ekki verið orðinn til. Því telur gagnstefndi að þau ákvæði laga um vörumerki nr. 45/1997, sem gagnstefnandi vísar til um ætlaðan rétt sinn, geti ekki rennt stoðum undir kröfur hans í málinu. Sama gildi um þær reglur firmalaga, samkeppnislaga og hluta- félagaréttar sem gagnstefnandi vísi til. Krafa gagnstefnda í gagnsök um málskostnað byggist á 130. gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða. Dómkröfur aðalstefnanda og gagnstefnanda eru með þeim hætti að dómurinn telur óhjákvæmilegt að fyrst verði skorið úr hver teljist vera réttmætur eigandi auðkennisins Bakki. Af málsatvikalýsingu verður séð að hið upphaflega félag með nafni Bakka, Bakki hf. Hnífsdal, rann inn í Bakka Bolungarvík hf. og úr varð Bakki hf. Samruninn miðaðist við eignastöðuna 1. september 1996. Það félag sameinaðist síðar Þorbirni hf. í Grindavík undir nafni Þorbjarnar og miðaðist sá samruni við eignastöðuna 1. maí 1997. Í lok árs 1998 var stofnað nýtt félag undir nafni Bakka, sem er gagnstefnandi í máli þessu. Af framangreindu má ljóst vera að gagnstefnandi í máli þessu er félag, stofnað í lok ársins 1998 og allt annað félag 960 en það félag sem upphaflega var stofnað, Bakki hf. Hnífsdal. Það félag er samkvæmt framangreindu ekki lengur til. Samkvæmt gögnum málsins var vörumerkið BAKKI skráð hjá Einkaleyfa- stofunni ehf. 27. júlí 1995, en eigandi þess þá var Bakki hf. Hnífsdal. Sam- kvæmt bókun í fundargerðabók Bakka hf. Hnífsdal 3. ágúst 1995 samþykkti stjórn félagsins að Kaldá hf. eignaðist vörumerkið BAKKI og var fram- kvæmdastjóra Bakka hf. Hnífsdal, Aðalbirni Jóakimssyni, falið að ganga frá afsali. Á aðalfundi Kaldár hf., 17. ágúst 1996, var samþykkt að breyta nafni félagsins í Bakka söluskrifstofu hf. og var breytingin móttekin í hlutafélagaskrá 20. ágúst 1996. Aðalbjörn Jóakimsson framseldi vörumerkið síðan til Bakka söluskrifstofu hf. með framsali 31. ágúst 1996. Af hálfu gagnstefnanda hefur því verið haldið fram að form framsalsins hafi verið ógilt þar sem þrír stjórnarmenn skuli rita firmað saman, en framkvæmdastjóri hafi ritað einn undir framsalið. Samkvæmt bókun í fundargerðabók Bakka hf. fól stjórn Bakka hf., fram- kvæmdastjóra, Aðalbirni Jóakimssyni, að ganga frá afsali á vörumerkinu BAKKI til Kaldár hf. Framkvæmdastjórinn hafði því sérstaka heimild frá stjórn félagsins til þessarar ráðstöfunar og verður þá ekki á það fallist að form framsals hafi verið ógilt af framangreindum sökum. Tilkynning um framsal var send hlutafélagaskrá 29. september 1997 og móttekin þar 30. september s.á. Áður en framsal var móttekið í hlutafélagaskrá hafði upphaflegur eigandi vörumerkisins, Bakki hf. Hnífsdal, sameinast Bakka Bolungarvík hf. og hefur gagnstefnandi haldið því fram að samkvæmt 2. mgr. 36. vörumerkjalaga nr. 45/1997 hefði vörumerkið þá átt að fylgja við framsal á atvinnustarfsemi, nema um annað hefði verið samið. Í 1. mgr. 36. gr. vöru- merkjalaga er hins vegar kveðið á um að rétt til vörumerkis megi framselja einan sér. Af framangreindri atburðarás er ljóst að vörumerkið var framselt stefnanda máls þessa 31. ágúst 1996. Aðeins þær eignir sem voru í Bakka hf. Hnífsdal 1. september 1996 gátu runnið inn í Bakka hf. Bolungarvík, þar sem samruninn miðaðist við eignastöðuna 1. september 1996. Umrætt vörumerki var þá ekki lengur meðal eigna Bakka hf. Hnífsdal. Þótt tilkynning til Einkaleyfastofu um framsal vörumerkisins hafi ekki verið send fyrr en 29. september 1997 breytir það ekki þeirri staðreynd að vörumerkið BAKKI var ekki meðal eigna Bakka hf. Hnífsdal við samrunann við Bakka hf. Bolungarvík, en vanræksla á skrán- ingu vörumerkis til hlutafélagaskrár getur ekki valdið ógildi framsalsins. Verður ekki heldur séð að grandleysi viðsemjenda hins sameinaða Bakka hf. um framsal vörumerkisins geti valdið ógildi þess. Sú málsástæða gagnstefnanda að bókun í fundargerðabók Bakka hf. þann 3 ágúst 1995 um framsal á vörumerkinu BAKKI sé fölsuð. kom fyrst fram í málflutningi. Henni var mótmælt sem of seint fram kominni af hálfu stefnda. Verður því ekki um hana fjallað, sbr. 5. tl. 101. gr. laga nr. 19/1991. 961 Með vísan til framangreinds verður að telja að réttur aðalstefnanda til vörumerkisins BAKKI sé eldri rétti gagnstefnanda til þess. Samkvæmt því og með skírskotun til 7. gr. vörumerkjalaga nr. 45/1997 verður að telja aðal- stefnanda eiganda vörumerkisins BAKKI. Samkvæmt 4. gr. vörumerkjalaga nr. 45/1997 felst í vörumerkjarétti að aðrir en eigandi vörumerkis mega ekki heimildarlaust nota í atvinnustarfsemi tákn sem eru eins eða lík vörumerki hans ef notkunin tekur til eins eða svipaðrar vöru eða þjónustu og vörumerkja- rétturinn nær til og hætt er við ruglingi, þar með talið að tengsl séu með merkjunum. Aðalstefnandi er hlutafélag sem annast sölu á sjávarafurðum en gagnstefnandi rekur ýmsa starfsemi, einkum fiskvinnslu og rækjuvinnslu undir nafni Bakka og notar orðið BAKKI sem auðkenni á framleiðsluvörum sínum. Samkvæmt |. og 2. tl. 4. gr. vörumerkjalaga er gagnstefnanda því óheimilt að auðkenna framleiðsluvörur sínar orðinu BAKKI. Samkvæmt 10. gr. firmalaga nr. 42/1903 má enginn hafa í firma sínu nafn annars manns eða nafn á fasteign annars manns án hans leyfis. Þótt þess sé ekki berum orðum getið í ákvæði þessu hefur það verið túlkað svo í dómafram- kvæmd hér á landi að einnig sé óheimilt að taka vörumerki annars manns upp í firmanafn án leyfis viðkomandi. Samkvæmt 25. gr. samkeppnislaga nr. 25/1993 er og óheimilt að nota í atvinnustarfsemi firmanafn, verslunarmerki eða því líkt sem sá hefur ekki rétt til er notar. Þótt aðalstefnandi hafi umliðið gagnstefnanda tímabundna notkun á orðinu BAKKI í firmaheiti sínu, og til auðkenningar á framleiðsluvörum hans, er ljóst að sú heimild er ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt framangreindum ákvæðum firmalaga og samkeppnislaga verður að fallast á með aðalstefnanda að gagnstefnanda verði gert að breyta heiti sínu þannig að orðið BAKKI verði ekki notað í því og afmá það úr hlutafélagaskrá að viðlögðum 50.000 króna dagsektum, sbr. 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991, en gagnstefnandi hefur ekki mótmælt fjárhæð dagsekta sérstaklega. Eftir þessum úrslitum greiði gagnstefnandi aðalstefnanda 250.000 krónur í málskostnað. Samkvæmt ofangreindu er gagnstefndi sýknaður af kröfu gagnstefnanda en rétt þykir að málskostnaður í gagnsök falli niður. Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Gagnstefnandi, Bakki hf., skal breyta heiti sínu þannig að orðið BAKKI verði ekki notað í því og afmá það úr hlutafélagaskrá að við- lögðum 50.000 króna dagsektum. Gagnstefnanda, Bakka hf., er óheimilt að auðkenna framleiðsluvörur sínar orðinu BAKKI. 962 Gagnstefnandi greiði aðalstefnanda 250.000 krónur í málskostnað. Gagnstefndi er sýknaður af kröfum gagnstefnanda. Málskostnaður í gagnsök fellur niður. 963 Fimmtudaginn 2. mars 2000. Nr. 399/1999. — Gullberg hf. (Guðmundur Pétursson hrl.) gegn Árna Jóni Gissurarsyni (Sigurður Georgsson hrl.) Vinnuslys. Sjómenn. Skaðabætur. Líkamstjón. Í mars 1993 slasaðist Á á fæti um borð í fiskveiðiskipi í eigu G þegar hann steig ofan af botnvörpu, sem lá á þilfarinu og missteig sig. Á hélt því fram, að hann hefði haldið uppi vír með viðfestum króki, svo- kölluðum pokagils, til að hann festist ekki í vörpunni, en nafngreindur skipverji, sem stjórnaði vindu fyrir gilsinn, hefði híft óvænt í þannig að strekktist á vírnum með framangreindum afleiðingum. Framburður Á um tildrög slyssins þótti ekki fá stoð í framburði vitna og væri því ekki við annað að styðjast en frásögn Á um að tjónið hefði orðið af ástæðum, sem G bæri ábyrgð á. Með hliðsjón af því, sem fyrir lá um meiðsli Á í fyrstu, var ekki talið, að G hefði verið skylt að hafa frumkvæði að sjóprófi. Hefði G ekki haft tilefni til þess að hlutast til um sjópróf fyrr en haustið 1997 þegar Á kynnti vátryggjanda G að varanlegt tjón hefði orðið af slysinu. Hins vegar þótti Á hafa mátt vera ljóst mun fyrr, eða eftir læknisskoðun haustið 1995, að slysið kynni að hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar. Hefði Á því haft fullt tilefni til þess eigi síðar en þá að eiga sjálfur frumkvæði að því að sjópróf yrði haldið eða lögreglurannsókn færi fram. Að þessu virtu þóttu ekki efni til að meta G í óhag að ekki hefðu verið rannsökuð atvik að slysinu. Með því að Á brast samkvæmt þessu sönnun fyrir því að G væri skaðabótaskylt var G sýknað af kröfu hans um skaðabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. október 1999. Hann krefst aðallega sýknu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að krafa stefnda verði lækkuð og málskostnaður felldur niður fyrir báðum dómstigum. 964 Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Ágreiningur málsaðila á rætur að rekja til slyss, sem stefndi varð fyrir 6. mars 1993 um borð í fiskiskipi áfrýjanda, Gullveri NS 12. Var hann að stíga ofan af botnvörpu skipsins, sem lá á þilfarinu, þegar hann missteig sig og slasaðist við það á fæti, eins og nánar er lýst í héraðs- dómi. Ber stefndi að hann hafi er atvikið varð haldið uppi vír með viðfestum króki, svokölluðum pokagils, til að hann festist ekki í vörp- unni. Þegar hann hugðist stíga niður á þilfarið hafi nafngreindur skip- verji, sem stjórnaði vindu fyrir pokagilsinn, híft óvænt í þannig að strekktist á vírnum. Við það hafi stefndi misst jafnvægið og fallið á þilfarið með áðurgreindum afleiðingum. Rannsókn fór ekki fram á slysinu utan þess að lögregluskýrslur voru teknar 16. september 1998 af nokkrum skipverjanna í umræddri veiði- ferð. Er framburður þeirra fyrir dómi og hjá lögreglu um atvik að slysinu rakinn í héraðsdómi. Fær staðhæfing stefnda um að kenna megi skipsfélaga hans um óhappið ekki stoð í framburði vitna. Er ekki við annað að styðjast en frásögn stefnda sjálfs um að tjónið hafi orðið af ástæðum, sem áfrýjandi geti borið skaðabótaábyrgð á gagnvart honum. H. Í 1. tölulið 219. gr. siglingalaga nr. 34/1985 er meðal annars mælt fyrir um að sjópróf skuli halda þegar maður, sem ráðinn er til starfa á skipi, hefur orðið fyrir meiri háttar líkamstjóni, er skipið var statt utan íslenskrar hafnar. Ekki var haldið sjópróf til að leiða í ljós atvik að meiðslum stefnda. Reisir hann kröfu sína öðrum þræði á því að áfrýj- anda hafi borið að hlutast til um sjópróf. Vanræksla á þeirri skyldu hljóti að verða metin honum í óhag, enda verði að ætla að með sjóprófi í kjölfar slyssins hefðu atvik að því verið betur upplýst en reynst hafi unnt með lögreglurannsókn og skýrslutökum fyrir dómi mörgum árum síðar. Þessu mótmælir áfrýjandi og bendir á að frásögn stefnda sé í ósamræmi við allt annað, sem fram sé komið í málinu. Í héraðsdómi er rakið að í fyrstu var talið að liðbönd hefðu slitnað í ökkla stefnda við áðurgreint óhapp. Nokkrum vikum síðar kom hins vegar í ljós að völubein í fætinum hafði einnig brotnað. Er viðurkennt að skipstjóranum á Gullveri hafi orðið um það kunnugt. Ekki verður 965 hins vegar talið að meiðsl af þessum toga falli undir það að vera meiri háttar líkamstjón í merkingu |. töluliðar 219. gr. siglingalaga og lögðu þessi atvik ein og sér því ekki skyldu á áfrýjanda til að eiga frumkvæði að sjóprófi. Stefndi leitaði eftir skiprúmi hjá áfrýjanda um fjórum mánuðum eftir slysið. Ekki er fram komið að hann hafi kynnt áfrýjanda að varanlegt tjón hafi orðið af slysinu fyrr en með bréfi til vátryggjanda hans 24. nóvember 1997. Er því ekkert fram komið um að áfrýjandi hafi haft tilefni fyrr en þá til að hlutast til um sjópróf. Stefnda hefur hins vegar sjálfum mátt vera ljóst mun fyrr að slysið kynni að hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar. Til þess bendir vottorð Stefáns Carlssonar bæklunarlæknis 1. október 1998, þar sem segir meðal ann- ars að stefndi hafi leitað til hans 12. október 1995. Hafi hann þá haft „sífelldar þrautir í ökklanum og læsingar og verulegan óstöðugleika. Við skoðun þá er hann með skerta hreyfingu upp á um 209 hægra megin miðað við vinstra megin og eymsli yfir liðböndum utanvert og talsverðan óstöðugleika“. Samkvæmt þessu hefur stefndi haft fullt til- efni til þess ekki síðar en þá að eiga sjálfur frumkvæði að því að sjópróf yrði haldið eða rannsókn færi fram hjá lögreglu vegna slyssins. Það gerði hann hins vegar ekki, hvorki þá né síðar. Að virtu öllu því, sem að framan er rakið, eru ekki efni til að meta áfrýjanda í óhag að ekki hafi verið rannsökuð atvik að slysi stefnda um borð í skipi hans. Með því að stefnda brestur sönnun fyrir því að áfrýjandi sé skaðabótaskyldur vegna tjóns, sem af því leiddi, verður hinn síðarnefndi sýknaður af kröfu hans. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af rekstri málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Gullberg hf., er sýkn af kröfu stefnda, Árna Jóns Gissurarsonar. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Austurlands 23. júlí 1999. Mál þetta, sem höfðað er með stefnu útgefinni 29. október 1998 og þingfest var hinn 17. nóvember 1998, var dómtekið hinn 5. maí 1999, að lokinni aðalmeðferð og munnlegum málflutningi. Málið var endurupptekið samkvæmt 115. gr. laga nr. 91/1991 og dómtekið að nýju hinn 20. júní 1999. 966 Stefnandi er Árni Jón Gissurarson, kt. 160565-3819, Nökkvavogi 28, Reykjavík, og stefndi Gullberg hf., kt. 580169-5709, Langatanga 5, Seyðis- firði. Tryggingamiðstöðinni hf., kt. 660269-2079, Aðalstræti 6-8, Reykjavík, er stefnt til réttargæslu. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi greiði skaðabætur kr. 6.354.137 auk vaxta skv. 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 6. mars 1993 til 8. október 1998, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi annarrar lægri fjárhæðar að mati dómsins með sömu vöxtum. Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefnda, þ.m.t. vegna útlagðs kostn- aðar skv. reikningi. Af hálfu stefnda eru gerðar þær dómkröfur aðallega, að sýknað verði af kröfum stefnanda, en til vara er krafist verulegrar lækkunar á stefnukröfu. Í aðalkröfu er krafist málskostnaðar að mati dómsins, en í varakröfu er þess krafist að málskostnaður verði felldur niður. Af hálfu réttargæslustefnda eru ekki gerðar kröfur og ekki eru gerðar kröfur á hendur honum. Í stefnu er málavöxtum lýst svo: Stefnandi var við vinnu sína sem háseti á togaranum Gullveri NS-12, eign stefnda, hinn 6. mars 1993, þegar hann varð fyrir því slysi sem málið er risið af. Stefnandi segir tildrög slyssins vera þau að hann og annar háseti, Páll Sigtryggur Björnsson, hafi verið tveir á þilfari skipsins, þegar nýlokið var að hífa inn botnvörpu skipsins. Páll Sigtryggur stjórnaði svonefndum „pokagilsvír“ en stefnandi lagði nótina niður í til þess gert rými á þilfarinu, skeifu. Áður hafði varpan verið yfirfarin til þess að ganga úr skugga um að hún væri í lagi. Síðasti þáttur þessa verks er að losa gilskrókinn úr vörpunni og koma honum á sinn stað í festingu undir gálg- anum stjórnborðsmegin. Til þess að krókurinn festist ekki í vörpunni hélt stefn- andi við krókinn og Páll Sigtryggur hífði inn. Þegar stefnandi er kominn aftast í vörpuna hífði Páll Sigtryggur áfram í vírinn í stað þess að hægja á og stöðva jafnvel alveg uns stefnandi væri kominn niður á þilfarið. Við það að Páll Sigtryggur hífði viðstöðulaust í gilsvírinn, missti stefnandi jafnvægið með þeim afleiðingum að hann lenti á svonefndu bakjárni á þilfarinu og meiddist. Eftir slysatburðinn fór stefnandi til klefa síns og kenndi mikils sársauka. Bað hann ítrekað um að vera fluttur til lands til þess að komast í sjúkrahús, en skipstjórinn varð ekki við þeirri beiðni fyrr en einum og hálfum sólarhring eftir slysið. Þegar í land kom, var ekki hringt á sjúkrabíl fyrir stefnanda heldur þurfti 967 hann með aðstoð skipsfélaga og eiginkonu að koma sér sjálfur á sjúkrahús. Í ljós kom að liðbönd höfðu slitnað og brot greindist á völubeini. Ekki hlutaðist stefndi til um að fram færi sjópróf vegna slyssins, né var atburðurinn tilkynntur lögreglu eða vinnueftirliti. Hinn 10. október 1993 eða rúmum sjö mánuðum eftir slysið útfyllti útgerðar- stjóri stefnda, Adolf Guðmundsson, tilkynningu um slys á sjómanni til Trygg- ingastofnunar ríkisins. Atli Þór Ólason læknir mat örorku stefnanda þannig: Tímabundið í fjóra mánuði 100% og síðan varanleg örorka 15%. Þá reiknaði Jón Erlingur Þorláksson fjárhagslegt tjón stefnanda. Stefnandi kom fyrir dóm og lýsti atvikum að slysinu. Hann kvaðst hafa verið háseti í þessum túr. Hefði hann og fleiri verið að ganga frá stjórnborðstrollinu og átti aðeins eftir að fara með pokagilsinn aftur eftir og setja hann í stæðið sitt og strekkja í hann. Stefnandi kvaðst hafa verið í rennunni og hafa farið upp á trollið. Sigtryggur hafi hlaupið aftur á á gilsvinduna. Stefnandi hafi lyft gilsinum og haldið á honum til þess að hann festist ekki í trollinu, þegar verið sé að hífa hann aftur á. Sigtryggur hafi híft í og þegar stefnandi hafi verið að fara fram af trollinu og hægt á sér, hafi gilsinn togað aðeins í hann, þannig að hann missi jafnvægið og hafi hann ætlað að stíga niður á milli bakjárna, sem eru á dekkinu. Við það að honum fipast aðeins, lenti hann á bakjárni og missteig sig. Stefnandi kvaðst hafa fallið við og strax fundið til gífurlegs sársauka. Páll Sigtryggur Björnsson, sem var háseti á Gullbergi í þessum túr, og er sá, sem stefnandi nefnir Sigtrygg í framburði sínum, kvaðst ekki muna að hafa séð það atvik, sem mál þetta snýst um. Hann kveðst telja sig muna, að hann hafi séð stefnanda liggjandi á dekkinu og hélt, að hann hefði snúið baki í hann þegar atvikið varð. Hann mundi ekki hvað hann hafði verið að gera, þegar slysið varð. Hann mundi ekki til þess, að hann hefði verið við pokagilsvinduna, enda taldi hann að hann hefði þá séð til stefnanda. Hann mundi ekki hvaða starfi hann gegndi í þessum túr. Hann taldi sig muna óglöggt það sem þarna fór fram. Vitnið taldi, að verk það, sem stefnandi lýsir hér að framan, hafi verið eðlilegur þáttur í því að ganga frá trollinu og pokagilsinum. Þórhallur Jónsson, annar stýrimaður, kvaðst hafa séð slysið verða. Vitnið hafi verið uppi í brú þegar þetta gerðist. Hafi stefnandi verið að ganga aftur eftir með stóra gilsinn og hafi stigið fram af bobbingalengjunni og komið eitthvað illa niður á ökklann og eftir því sem vitninu skildist hefði brotnað á honum ökklinn. Vitnið taldi, að þeir hefðu verið að ganga frá trollinu til þess að kasta því aftur, en fullyrti, að bakborðstrollið hefði ekki verið í sjó þegar þetta varð. Vitnið sagðist ekki vera viss um, að búið hefði verið að ganga frá pokagilsinum, en það hefði átt að vera búið að því. 968 Vitnið Jónas Pétur Jónsson, skipstjóri á Gullveri, kvaðst hafa verið á vakt, þegar umrætt slys varð, en sá það ekki verða. Hann taldi, að slysið hefði orðið, þegar búið var að draga stjórnborðstrollið inn og að stefnandi hefði verið á leið aftur með gilsinn til þess að koma honum fyrir á sínum stað. Hann taldi útilokað að slysið hefði orðið með þeim hætti, að stefnandi hefði verið að fara aftur eftir trollinu með pokagilsinn. Vitnið taldi, að bakborðstrollið hefði verið í rennunni bakborðsmegin. Vitnið sagði, að einhver hefði tilkynnt honum, að stefnandi hefði meiðst og fór vitnið þá niður til hans einni til tveimur mínútum eftir að þetta gerðist og talaði við hann og eftir það var hann studdur í klefa. Vitnið skoðaði meiðslin og hafði samband við lækni og lýsti þeim fyrir lækninum. Læknirinn hafi sagt, að ekki væri þörf á því að fara þegar í land. Þeir hefðu átt um sólarhring eftir á veiðum og hefðu þeir haldið áfram veiðum. Vitnið sagði, að stefnandi hefði verið mjög kvalinn og gaf vitnið honum, samkvæmt læknis- ráði, verkjasprautu, sambærilega við morfín. Stefnandi hafði svo sjálfur farið til læknis þegar í land kom og hafði vitnið heyrt það, að ekkert athugavert hefði komið fram á mynd, en um þremur vikum seinna hefði hann heyrt, að hann hefði verið fótbrotinn. Vitnið taldi, að sér hefði ekki komið til hugar, að tilkynna þyrfti um slysið og láta fara fram rannsókn á því, enda taldi hann það vera langt innan þeirra marka að til þyrfti sjópróf eða aðra rannsókn. Hann hafi hins vegar fengið um það fyrirmæli frá útgerðinni að færa öll minni háttar atvik, hversu lítil sem þau eru, inn í dagbók. Hann hafi talið, að hér væri um að ræða væga tognun, sem mundi jafna sig á einni viku eða svo. Vitnið Trausti Magnússon háseti sagðist hafa verið á dekki, þegar slysið varð og nánast horft á manninn detta. Stefnandi hafi verið að fara aftur með bakborðsgilsinn á bakborðstrollinu og stígur af „bússi“, sem vitnið nefndi svo, og stígur svo á rúnnjárn og misstígur sig þar. Þeir hafi verið að vinna við stjórnborðstrollið og var verið að sturta úr poka á því trolli. Vitnið gat þess, að það hefði verið búið að gegna sama starfi og stefnandi gerði í þetta skipti í sex ár og vissi alveg, hversu slæmt það gat verið að fara þarna niður af og hefði hann oft misstigið sig þarna og minnti að hann „hefði einu sinni fengið veikindi út á það“. Málsástæður stefnanda. Stefnandi byggir málsókn sína á almennu skaðabótareglunni og reglum um ábyrgð vinnuveitenda á mistökum starfsmanna sinna. Stefnandi telur að rekja megi slysatburðinn til þess að hásetinn Páll Sigtryggur sýndi ekki nægilega aðgæslu við að hífa inn pokagilsvírinn sem stefnandi hélt í ofan af vörpunni. Hafi Páll Sigtryggur átt að hægja á eða stöðva alveg hífinguna áður en stefnandi fór ofan af vörpunni. Þá telur stefnandi að vera kunni að afleiðingar slyssins hafi orðið meiri en 969 ella hefði orðið, ef skipstjórinn hefði brugðist rétt við og farið strax með stefnanda á spítala í stað þess að láta hann kveljast um borð í skipinu hátt í tvo sólarhringa án nauðsynlegrar aðhlynningar. Vísað er til almennu skaðabótareglunnar svo og þeirra sjónarmiða sem fram koma í lögum nr. 50/1993. Vaxtakrafan er reist á 1. nr. 25/1987, málskostnaðarkrafa á 131. gr. Í. nr. 91/1991 og krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun á 1. nr. 50/1988. Stefnandi sundurliðar dómkröfu sína svo: A. 1. Bætur vegna tímabundinnar örorku kr. 669.900 2. Bætur vegna varanlegrar örorku - 8.194.700 3. Töpuð lífeyrisréttindi - 491.700 kr. 9.356.300 B. 1. Frá dregst vegna skattfrelsisbóta og hagræðis af eingreiðslu 25% kr. (2.239.075) 2. Frádráttur vegna greiðslu atvinnuslysatryggingar skv. kjarasamningi kr. (519.214) Frádráttur vegna bóta frá Tryggingastofnun ríkisins kr. (543.874) C. Miskabætur kr. 400.000 Kemur þá út stefnufjárhæðin kr. 6.354.137 Málsástæður stefnda. Stefnandi heldur því fram að slysið hafi orðið með þeim hætti að hann hafi haldið við gilskrókinn og verið kominn aftast í vörpuna er félagi hans, Páll Sigtryggur Björnsson, hafi híft í vírinn í stað þess að hægja á eða stöðva og stefnandi þannig misst jafnvægið með þeim afleiðingum að hann missteig sig og meiddist á hægri ökkla. Stefndi telur að þessi frásögn stefnanda eigi ekki stuðning í framburðum annarra skipverja en samkvæmt því sem fram kemur í lögregluskýrslum, sem teknar voru af þeim hjá lögreglunni á Seyðisfirði haustið 1998, var ekki um það að ræða að híft hefði verið í umræddan vír eins og stefnandi heldur fram. Áður- nefndur Páll S. Björnsson, skipstjórinn Jónas P. Jónsson, 2. stýrimaður Þórhallur Jónsson og Kolbeinn Agnarsson háseti séu sammála um það að hér hafi verið um að ræða venjulegt óhappatilvik og hafi stefnandi einungis misstigið sig þegar hann var á leið aftur af varatrollinu og niður á dekk. Þeim ber saman um það að slysið verði ekki rakið til mistaka annarra skipverja eða vanbúnaðar skipsins. Stefnandi mun hafa hætt að vinna strax eftir slysið en ekki var farið beinustu leið í land. Tveimur dögum síðar, eða þann 8. mars 1993, komst stefnandi undir læknishendur á heilsugæslustöðinni á Seyðisfirði. 970 Stefnandi mun hafa verið óvinnufær í fjóra mánuði vegna slyssins en hóf þá störf að nýju í Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. og virðist hafa unnið fulla vinnu síðan. Með örorkumati dags. 19. júní 1998 mat Atli Þór Ólason læknir þá örorku er hann taldi stefnanda búa við vegna slyssins og var niðurstaðan sú að stefnandi hafi verið tímabundið óvinnufær í fjóra mánuði, en varanleg örorka teldist 15%. Sýknukrafa stefndu er á því byggð að slys þetta hafi ekki orðið með þeim hætti að um geti verið að ræða ábyrgð að lögum hjá eiganda skips eða útgerð. Stefnandi var vanur sjómaður og var að sinna venjubundnu starfi um borð í skipinu í umrætt sinn. Vitnin Páll Sigtryggur Björnsson, Jónas Pétur Jónsson og Þórhallur Jónsson eru sammála um að tildrög óhappsins hafi verið með þeim hætti að stefnandi hafi gengið aftur eftir skipinu með gilsinn í hendi og er hann var að stíga niður af varatrollinu, u.þ.b. 60 — 80 em hæð, hafi hann misstigið sig með áðurgreindum afleiðingum. Vitnið Kolbeinn Agnarsson segir hins vegar að stefnandi hafi sjálfur sagt að hann hafi misstigið sig þegar hann hafi farið með gilsinn aftur af bobbinga- lengjunni. Vitnið kannast ekki við að fullyrðing stefnanda um hífingu eigi við rök að styðjast, né heldur að einhver vanbúnaður skipsins hafi átt þátt í slysinu. Það verður því ekki hjá því komist að mótmæla frásögn stefnanda af til- drögum slyssins enda eiga þau enga stoð í framburðum annarra er hér koma við sögu. Það er því mat stefndu að hér sé um að ræða óhappatilvik og ekki við aðra að sakast en stefnanda sjálfan og því beri að sýkna. Þá er því haldið fram af hálfu stefnanda að vera kunni að afleiðingar slyssins hafi orðið meiri en ef skipstjóri hefði ákveðið að sigla beint til hafnar eftir óhappið. Þessar fullyrðingar eru algerlega órökstuddar og hlýtur stefndi að vísa þeim á bug, enda liggur fyrir í gögnum málsins að þegar stefnandi komst undir læknishendur, tveim dögum eftir óhappið, að mikil bólga hafi þá ennþá verið í ökklanum þannig að brot sást ekki á röntgenmynd og því lítið hægt að gera að svo stöddu. Hvað varðar skort á rannsókn er það vissulega viðurkennt að engin slík fór fram en hins vegar leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að bótaskylda verði fyrir hendi, einkum og sér í lagi þar sem að vitni, sem gefa skýrslur síðar, eru sammála um meginatriði málsins. Hafa ber í huga að ekki virðist í upphafi vera um alvarlegt slys að ræða og kann það að vera skýring þess að rannsókn fór ekki fram. Verði ekki fallist á sýknukröfu er þess krafist til vara að stefnukrafa verði stórlega lækkuð m.a. með tilliti til eftirfarandi: 971 Lögð er áhersla á það að stefnandi hljóti að verða að bera verulegan hluta tjóns síns sjálfur vegna eigin sakar. Hafa beri í huga þá staðreynd að stefnandi var vanur sjómaður og var að vinna einfalt og algengt verk í umrætt sinn og honum mátti vera ljósar þær hættur er í því fólust. Augljóst er að mati stefndu að ef stefnandi hefði gætt fyllstu varúðar í umrætt sinn hefði ekkert slys orðið. Fyrir utan eigin sök eru af hálfu stefndu gerðar eftirfarandi athugasemdir við kröfugerð stefnanda sem einnig leiðir til lækkunar verði á þær fallist. Mótmeælt er að tímabundnu tjóni sé til að dreifa, en samkvæmt upplýsingum frá stefndu fékk stefnandi full slysalaun meðan hann var frá vegna slyssins. Þá verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en stefnandi hafi hafið fulla vinnu hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar þegar eftir að hann var vinnufær u.þ.b. fjórum mánuðum eftir slysið. Miðað við það sem hér var rakið er það skoðun stefnda að metinnar örorku sé í raun ekki enn farið að gæta og hlýtur að verða að taka tillit til þess við ákvörðun bóta til stefnanda verði að einhverju leyti fallist á kröfur hans og er áskilinn réttur til að leggja fram nýjan örorkutjónsútreikning þar sem tekið verði tillit til þessara staðreynda, sjá t.d. Hrd. 1990:128. Þá er örorkutjónsútreikningnum á dskj. nr. 12 mótmælt og því haldið fram að ekki standist að miða einungis við tekjur hans árið 1992 eins og gert er í útreikningum. Þá er þess krafist að þær bætur sem kunna að verða dæmdar verði lækkaðar vegna skattfrelsis þeirra og hagræðis af eingreiðslu svo sem tíðkanlegt er í tilvikum sem þessum og jafnframt er bent á að miðað við 15% varanlega örorku þá á stefnandi rétt til greiðslu bóta hjá Tryggingastofnun ríkisins sem ber að draga frá endanlegum bótum og er þess krafist að tekið verði fullt tillit til þess við endanlega ákvörðun bóta, sjá t.d. Hrd. 1989:653. Sama á við allar aðrar greiðslur er stefnandi kann að hafa fengið í tengslum við umrætt slys, þar á meðal greiðslur frá vinnuveitanda, slysatryggingu og lífeyrissjóði ef því er að skipta. Miskabótakröfu er mótmælt sem of hárri og andstæðri dómvenju. Hafa ber í huga að nokkur miski er innifalinn í örorkumötum lækna, sbr. t.d. grein Páls Sigurðssonar læknis í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1972, og miski því í raun tvíkrafinn í málinu. Þá ber við ákvörðun miskabóta að miða við slysdag en ekki dómsuppsögudag. Dráttarvaxtakröfu er mótmælt og því er haldið fram að dráttarvexti beri ekki að reikna fyrr en eftir endanlega dómsuppsögu í Hæstarétti, sbr. t.d. Hrd. 1989:1330, þá eru vextir sem áfallnir eru fyrir 3.11.1994 fyrndir, sbr. 3. gr., 2. tl., laga nr. 14/1905. 972 Niðurstaða. Sannað er og viðurkennt af stefnda, að stefnandi varð fyrir því slysi að falla ofan af stjórnborðstrolli og á dekkið um borð í Gullveri NS 12 þann 6. mars 1993 og meiddist við það á hægri ökkla. Af hálfu stefnda var ekki hlutast til um, að rannsókn færi fram á slysi því, sem stefndi varð fyrir. Skipstjóri leitaði læknisráða þegar í stað og bentu bæði ráð læknis svo og útlit og líðan stefnanda, samkvæmt framburði skipstjóra, til þess, að slysið væri alvarlegt. Skipstjóri bar, að um þremur vikum seinna hefði hann frétt, að stefnandi hefði fótbrotnað. Þrátt fyrir það gerði hann engan reka að því að rannsókn færi fram. Samkvæmt frásögn stefnanda var hann á leið gangandi ofan á trollinu, sem lá í rennunni stjórnborðsmegin á dekkinu, með gils, sem koma átti fyrir á sínum stað, eftir að hafa verið notaður við að hífa trollið. Eftir frásögn stefnanda var um að ræða pokagilsinn, sem festur er upp í gálga aftan til á skipinu og er dreginn inn á spil, sem er á móts við gálgann, stjórnborðsmegin. Spilið og sálginn er allnokkru aftar á skipinu en staður sá, sem stefnandi var á þegar hann féll. Hefur stefnandi haldið því fram, að híft hafi verið í gilsinn, þegar hann var að ganga með hann aftur eftir og hafi hann þá fallið við það, enda hafi alls ekki átt að hífa í gilsinn. Stefnandi hefur haldið því fram, að háseti, sem var með honum á dekkinu í umrætt sinn, hafi verið við spilið og híft í gilsinn. Háseti þessi kom fyrir dóm, sem vitni hinn 5. maí sl. og bar þá að hann myndi óljóst það, sem þarna hefði skeð. Eitt vitni taldi sig hafa séð, að stefnandi var á leið aftur eftir trollinu með annan gils en pokagilsinn og sem aðeins var híft í framan frá og öruggt var talið, að ekki hefði verið híft í þegar hann væri borinn aftur eftir dekkinu. Aðrir, sem um málið hafa borið, hvort heldur hjá lögreglu eða fyrir dómi, hafa einungis getað borið um málið af afspurn eða af því, sem þeir töldu líklegt. Verður að telja, með vísan til þess, sem að ofan segir um vanrækslu stefnda á að láta fara fram rannsókn á slysinu, að ekki hafi verið hnekkt staðhæfingum stefnanda um atvik að slysinu. Eru þannig nægilegar líkur leiddar að því, að orsök slyss stefnanda hafi verið, að fyrir mistök starfsmanns stefnda, sem stefndi ber ábyrgð á, hafi verið híft í gils þann, sem stefnandi var að fara með aftur eftir trollinu og að það hafi orðið til þess að hann féll og meiddist. Ekki hefur verið sýnt fram á, að stefnandi hafi átt sök á tjóni sínu sjálfur. Er stefndi því bótaskyldur um allt tjón, sem stefnandi varð fyrir í slysi þessu. Samkvæmt örorkumati dr. Atla Þórs Ólasonar læknis hlaut stefnandi tíma- bundna örorku í fjóra mánuði frá slysdegi 100%, en síðan 15% varanlega örorku. Hefur örorkumati þessu ekki verið hnekkt og verður það lagt til grundvallar. 973 Jón Erlingur Þorláksson tryggingastærðfræðingur hefur reiknað örorkutjón stefnanda. Gerir hann grein fyrir aðferðum sínum við útreikninginn og verður ekki séð, að svo sé vikið frá venjubundnum aðferðum við útreikninginn, að ástæða sé til að líta framhjá honum við ákvörðun bóta. Verður því á venjulegan hátt höfð hliðsjón af útreikningi þessum. Fram hefur komið í málinu, að stefnandi fékk greidd full laun í fjóra mánuði frá slysdegi. Hefur tímabundið tjón hans því verið bætt. Höfuðstólsverðmæti tekjutaps reiknast á slysdegi vera samtals vegna var- anlegar örorku og tapaðra lífeyrisréttinda kr. 8.686.400. Stefnandi hefur orðið fyrir töluverðum miska vegna slyss þessa og verður tekið tillit til þess við ákvörðun heildarbóta. Fram hefur komið og er viðurkennt, að stefnandi hefur fengið greitt úr slysa- tryggingu, sem stefndi hefur keypt hjá réttargæslustefnda, sem og frá Trygg- ingastofnun ríkisins, samtals kr. 1.063.088. Þegar tekið hefur verið tillit til skattfrelsis bóta og hagræðis af eingreiðslu, og tekið hefur verið tillit til ofangreindra bóta- og launagreiðslna, teljast bætur fyrir miska og varanlega örorku hæfilega ákveðnar kr. 5.000.000. Stefna var birt í máli þessu hinn 3. nóvember 1998 og eru eldri vextir en frá 3. nóvember 1994 fyrndir samkvæmt 2. mgr. 3. gr. 1. nr. 14/1905. Stefndi greiði stefnanda vexti frá 3. nóvember 1994 eins og greinir í dóms- orði. Stefndi greiði stefnanda kr. 700.000 í málskostnað. Logi Guðbrandsson dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Gullberg hf., greiði stefnanda, Árna Jóni Gissurarsyni, kr. 5.000.000 með ársvöxtum af þeirri fjárhæð sem hér segir: 0,5% frá 3. nóvember 1994 til 11. maí 1995, 0,6% frá þeim degi til 1. febrúar 1996, 0,9% frá þeim degi til 11. sama mánaðar, 1% frá þeim degi til 21. sama mánaðar, 0,9% frá þeim degi til 21. apríl sama ár, 0,8% frá þeim degi til 11. maí sama ár, 0,7% frá þeim degi til 1. október sama ár, 0,8% frá þeim degi til 21. janúar 1997, 0,9% frá þeim degi til 1. maí sama ár, 1% frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, 0,9% frá þeim degi til 1. september sama ár, 0,8% frá þeim degi til 1. janúar 1998, 0,9% frá þeim degi til 1. mars sama ár, 0,8% frá þeim degi til 1. maí sama ár, en með 0,7% frá þeim degi til 8. október sama ár. Frá þeim degi greiði stefndi dráttarvexti samkvæmt HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 700.000 krónur í málskostnað. 974 Fimmtudaginn 2. mars 2000. Nr. 426/1999. Ragnar Edvardsson (Björn Ólafur Hallgrímsson hrl.) gegn íslenska ríkinu (Guðrún Margrét Árnadóttir hrl.) Skaðabótamál. Sjúkrahús. Læknar. Aðfinnslur. Sératkvæði. R lagðist inn á Landspítalann, þar sem settur var gerviliður í hné hans. Eftir tæplega mánaðar legu á sjúkrahúsinu fékk R hita, sem var talinn stafa af flensu. Tveimur dögum síðar kom í ljós sýking undan nál í hægri handlegg og var R settur á sýklalyf við því. Degi síðar varð ljóst að sýking hafði komist í hnéð. Bar meðferð við sýkingunni ekki árangur og varð að fjarlægja gerviliðinn. Höfðaði R mál á hendur ríkinu til heimtu bóta, en hann taldi að sýkingin yrði rakin til gáleysis lækna og hjúkrunarfólks. Talið var að ganga yrði út frá því að líklegt væri að samband væri á milli sýkingar í nálastungustað í handlegg og sýkingar í gervilið og að sýkingin hefði orsakast af æðalegg sem settur var í handlegg R. Fallist var á að sjúkraskrár lækna væru ófullkomnar, en talið var að hjúkrunarskrár hefðu verið samviskusamlega færðar, en af beim og öðrum gögnum hafi mátt gera sér grein fyrir atburðarásinni. Var ekki talið að vegna skorts á sjúkraskýrslum hefði verið til muna erfiðara að upplýsa málið en hefði þeirra notið við. Var ekki fallist á að það yrði algjörlega lagt á ríkið að sanna að starfsfólk sjúkrahússins hefði sýnt fulla aðgæslu. Talið var að ekki væri annað fram komið en að meðhöndlun R hefði verið með eðlilegum hætti eftir að sýkingin uppgötvaðist og nær útilokað að meðferð gegn henni hefði borið árangur þótt hún hefði hafist fyrr. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna ríkið af kröfum R. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. október 1999. Hann krefst þess aðallega að stefndi greiði 3.500.000 krónur með 975 dráttarvöxtum samkvæmt Hl. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 16. apríl 1987 til greiðsludags. Til vara krefst hann sömu fjárhæðar með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 16. apríl 1987 til 15. apríl 1997, en með dráttarvöxtum samkvæmt Il. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðslu- dags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann lækkunar á kröfum áfrýjanda og að málskostnaður verði látinn falla niður. I. Málavöxtum er lýst í héraðsdómi. Þar kemur fram að áfrýjandi var lagður inn á bæklunardeild Landspítala 10. mars 1987 og að aðgerð var gerð á honum þar 16. sama mánaðar og settur gerviliður í hægra hné. Í sjúkraskrá er sjúkrasaga og heilsufarssaga áfrýjanda rakin og aðgerðinni er þar lýst. Næsta dag er ástandi hans á gjörgæsludeild lýst og sagt að hann eigi að útskrifast á deild að morgni í góðu ástandi. Síðan er ekkert bókað í sjúkraskrá fyrr en 25. mars að skráð er að líðanin hafi verið góð. Hann hafi losnað við sogdren 24 tímum eftir aðgerð og að enginn þrýstingur sé á sárinu. Skipt hafi verið á umbúðum og líti hnéð eðlilega út. Hann sé hitalaus og gangi æfingar eftir bestu vonum. Síðan er ekkert bókað í sjúkraskrá fyrr en 18. apríl en læknum og hjúkrunarfólki hafði þá tveim dögum áður orðið ljóst að sýking hafði komist í hnéð. Í hjúkrunarskýrslum er sett upp hjúkrunargreining, markmið, hjúkr- unaráætlun og mat. Nýtur þeirra við allan tímann, sem hér kemur við sögu. Þar er lýst hvers gæta þarf, að hverju skal stefna og mati á líðan sjúklings lýst dag hvern. Þar er þess einnig getið hvað gert er. Hafa læknar þeir sem gefið hafa umsagnir um málið rakið sig eftir þessum lýsingum um atburðarásina og við mat á gangi sjúkdómsins auk þessa stuðst við dagála lækna, hitablöð, svör sýkladeildar og röntgensvör. Í hjúkrunarskýrslum kemur fram að áfrýjandi fékk þvagsýrugigt í hægri stórutá 27. mars og fékk viðeigandi meðferð svo sem nánar er greint í héraðsdómi. Í sömu skýrslum er lýst eymslum „bakvið kálfa“ 30. mars. Bláæðamynd sem tekin var 31. mars af hægri kálfa sýndi blóðtappa. Var áfrýjandi settur á blóðþynningarlyf og venflonál (æða- leggur) sett á framhandlegg í því skyni. Kemur fram í skýrslunum að meðferð með heparini (blóðþynning í æð) var hafin strax og með 976 dicumarol (blóðþynning í töflum) 10. apríl. Samkvæmt hjúkrunar- skýrslu var sérstaklega hugað að bólgu í aðgerðarstað 10. apríl. Nið- urstaða blóðmælingar þennan dag sýnir eðlilegan blóðhag og eðlilegt sökk og af hitablaði má ráða að hiti er eðlilegur frá 2. apríl til þessa tíma. Í hjúkrunarskýrslum er lýst kvörtunum áfrýjanda 27. mars til 12. apríl. Hvergi er þar að finna kvartanir vegna venflonálar og vitni sem komu fyrir dóm minntust þeirra ekki. Af skráningu verður ekki séð að skipt hafi verið um nál frá 5. apríl til 12. sama mánaðar en hjúkr- unarfræðingar og aðrir þeir sem komu fyrir dóm hafa borið að skipt hafi verið um nál á þriggja sólarhringa fresti og er það jafnframt í samræmi við framburð áfrýjanda. Af skráningum má sjá að dagana 6. til 12. apríl er áfrýjandi hress og þarf lítið af verkjalyfjum. Greinilega er sagt frá óþægindum hans vegna exems og lyfjum og áburði er hann fékk við því. Í hjúkrunarskýrslu 11. apríl er skráð að hann sé búinn að fá leyfi til að fara í fermingu næsta dag. Sérstaklega er bókað á kvöldvakt þann dag að ekki sé kvartað um verki en að hann fái samt verkjalyf fyrir nóttina þar sem hann telji sig þurfa þess. Ennfremur er skráð að hann sé slæmur af kláða og rauður á kálfanum og fái T. Phenergan 10 mgr. fyrir svefn við því. Áfrýjandi fór í ferminguna 12. apríl. Í hjúkrunarskrá er bókað þann dag að hann hafi komið aftur kl. 16 til að fá nýja nál og heparin og hafi farið aftur í veisluna. Sonur áfrýjanda hefur borið um það að hann hafi í veislunni kvartað vegna óþæginda í handlegg og hafi hann séð að roði var á handleggnum. Á kvöldvaktinni er bókað að hann hafi komið „vel róaður“ úr veisluhöldunum og hafi fengið nýja nál. Hann vaknaði síðan upp með köldu kl. 0.30 og var þá kominn með mikinn hita. Bókað er að hann hafi fengið verkjalyf og athugasemd er gerð um hægri hendi. Á morgunvakt 13. apríl er talið að áfrýjandi sé kominn með flensu. Hann er þá skoðaður af aðstoðarlækni sem í framburði fyrir héraðsdómi taldi sig þá hafa útilokað sýkingu frá öndunarfærum, húð og gervilið og talið hita skýrast af flensu. Að kvöldi þessa dags er aftur lýst köldu með svipuðum hita. Nóttina eftir er því lýst að hann hafi sofið hálf illa, sé slæmur í maganum og mjög slæmur í hnénu. Morguninn eftir er litið á fótinn en talið var að áfrýjandi hefði ofreynt sig í veislunni. Fékk hann verkjalyf þennan dag og kaldan bakstur. Hinn 15. apríl er hann um morguninn talinn enn slæmur af flensu og er röntgenskoðaður í rúminu. Síðar um daginn er bókað að hann sé 971 kominn með „flebit“ undan nál á hægra handlegg og sé settur á sýklalyf við því. Sýni mun þá hafa verið tekið úr handleggnum. Daginn eftir kvartaði áfrýjandi stöðugt vegna verkja í hægra hnénu og versnaði honum eftir því sem leið á daginn samkvæmt bókunum í hjúkrunar- skrá. Aðstoðarlæknir gerði þá ástungu á hnjálið, tappaði af honum og sendi sýni til ræktunar. Sýklalyfjameðferð var þá aukin en ljóst var orðið að um sýkingu í handlegg var að ræða. Verður við það að miða að næsta dag, 17. apríl, hafi mönnum verið orðið fullljóst að sýking var komin í hægra hnéð. Meðferð við þessari sýkingu bar ekki árangur og varð að fjarlægja gerviliðinn. Í héraðsdómi er síðan lýst áfram- haldandi erfiðleikum áfrýjanda vegna þessa. 11. Ágreiningslaust er að áfrýjandi fékk sýkingu í hægra hné í apríl 1987, meðan hann var til meðferðar á bæklunardeild Landspítalans, eftir aðgerð þar sem gerviliður var settur í hnéð. Áfrýjandi byggir mál sitt á því að sýkingin verði rakin til gáleysis lækna og hjúkrunarfólks við greiningu hennar og meðferð meina hans á deildinni. Telur áfrýj- andi að líta beri til aðstöðumunar málsaðila, sjúklings annars vegar og hins vegar viðurkenndrar sjúkrastofnunar, sem hafi á hendi umönn- unarskyldu með sjúkum og skyldu til að skrá það sem fram fari. Þegar skráningu sé ábótavant og aðstaða til sönnunar því erfiðari en ella beri að snúa við sönnunarbyrði eða slaka verulega á kröfum um sönnun sakar og orsakatengsl. Verði ekki talið að gáleysi starfsfólksins sé fyllilega sannað hafi áfrýjandi þó sýnt fram á líkur fyrir mistökum þess, svo að í ljósi atvika málsins verði að leggja það á stefnda að færa fram sönnun fyrir því að starfsfólkinu sé ekki um að kenna hvernig til tókst. Il. Meðal gagna máls þessa eru umsagnir Mathíasar Halldórssonar að- stoðarlandlæknis, Halldórs Jónssonar, forstöðulæknis bæklunarskurð- deildar Landspítalans, og Sigurðar Guðmundssonar, þáverandi yfir- læknis á Landspítala og sérfræðings í lyflækningum og smitsjúk- dómum. Umsögnum þeirra er lýst í héraðsdómi. Bragi Guðmundsson læknir, sem gerði aðgerðina á áfrýjanda, hefur komið fyrir dóm og gefið skýrslu. Þá dæmdi héraðsdómari málið ásamt tveimur með- dómendum. Er annar þeirra bæklunarskurðlæknir en hinn endurhæt- 978 ingarlæknir. Af áliti þessara lækna virðist mega ganga út frá því að sýkingin hafi greinilega verið blóðborin. Algengustu leiðir í blóðið munu vera Í gegnum lungu og þvagfæri. Þá er alltaf hætta á því við hverja æðastungu að bakteríur komist í blóðið. Segir Sigurður Guð- mundsson í umsögn sinni að mjög líklegt sé að samband sé á milli sýkingar í nálarstungustað á handlegg og sýkingar í gervilið. Líklegast hafi sýkill mengað nálina og borist í blóðrás og þaðan í gerviliðinn, enda hafi sami sýkill ræktast frá hvorum tveggja staðnum. Bragi Guð- mundsson virðist vera á sama máli, en aðstoðarlandlæknir og Halldór Jónsson telja að um þetta verði ekki fullyrt. Héraðsdómur verður ekki öðruvísi skilinn en svo að hann fallist á umsögn Sigurðar Guðmunds- sonar að þessu leyti. Dómurinn er jafnframt sammála þeirri skýringu Sigurðar að hitinn og kaldan, sem Ragnar fékk aðfaranótt 13. apríl 1987, hafi verið fyrstu merki sýkingar frá æðaleggnum. Sýking í blóð- rás hafi þá verið orðin staðreynd og þar með blóðborin sýking í gerviliðinn. Hins vegar fellst héraðsdómur ekki á það að sýkingin hafi orsakast af venflonál (æðalegg) sem komið var fyrir 12. apríl og telur að hún hafi stafað frá æðalegg sem fjarlægður hafi verið þann dag. Byggir dómurinn á því að æðaleggur hafi verið fjarlægður kl. 16 sunnudaginn 12. apríl og þá hafi verið kominn roði í kringum stungu- stað. Nýr leggur hafi ekki verið settur upp fyrr en seinna um kvöldið er áfrýjandi átti að fá heparinskammt. Þetta álit héraðsdóms, sem var skipaður sérfróðum meðdómendum, eins og áður er að vikið, hefur ekki verið hrakið og ber að leggja það til grundvallar dómi. Á það verður að fallast með áfrýjanda að sjúkraskrár lækna séu ófullkomnar. Lýsing aðgerðarinnar er þó nægileg og engin deila er um að hún hafi tekist eins og við var að búast. Engar sjúkraskrár eru aftur á móti til frá 25. mars og allt til 18. apríl 1987 en þá er læknum orðið fyllilega ljóst að sýking hefur komist í liðinn og meðferð hennar er hafin. Á þessum tíma eru hjúkrunarskrár samviskusamlega færðar og ljóst er að umsagnaraðilar þeir sem áður er getið og hinir sérfróðu meðdómendur hafa getað rakið atburðarásina eftir þeim með aðstoð hitablaða, svara sýkladeildar og röntgendeildar. Verður ekki séð að vegna skorts á sjúkraskýrslum hafi verið til muna erfiðara að upplýsa málið en hefði þeirra notið við. Sá galli er á gögnum sjúkrahússins að ekki er nægjanlega bókað hvenær skipt er um æðalegg. Af máls- gögnum verður ráðið að á þessum tíma voru ekki fyrirmæli um það að 979 skrá slíkt í hjúkrunarskýrslu. Eftir skýrslum starfsfólksins fyrir dómi var það hins vegar skráð á umbúðir hvenær síðast var skipt um nál. Bar þeim og áfrýjanda saman um það að reglan hafi verið sú að skipt væri á þriggja sólarhringa fresti svo sem áður greinir. Verður við þennan framburð að miða. Af framanrituðu leiðir að ekki verður á það fallist að það verði algjörlega lagt á stefnda að sanna að starfsfólk sjúkra- hússins hafi sýnt fulla aðgæslu að þessu leyti. Af gögnum málsins má ráða að sýking sé einn alvarlegasti fylgikvilli aðgerða sem þessara og komi fyrir í um 1% tilvika. Sýkingarnar séu venjulega alvarlegar og leiði þá nánast alltaf til þess að fjarlægja þurfi gerviliðinn. Valdi þetta sjúklingi ávallt verulegum erfiðleikum og sárs- auka eins og ljóslega kemur fram í máli þessu. Héraðsdómur telur að starfsfólk sjúkrahússins hefði átt að uppgötva hvers kyns var fyrr en raun varð á. Hefði þá mátt hefja meðferð sýkingarinnar sólarhringi fyrr. Í því sambandi verður þó að hafa í huga að ástand áfrýjanda hafði virst nokkuð gott dagana áður en talið verður að sýkingin hafi verið komin á merkjanlegt stig, og var honum treyst til þess að fara í fermingu tveggja barnabarna sinna en í þeim hátíðahöldum virðist hann hafa verið mikinn hluta dags. Þá má af gögnum málsins ráða að áfrýjandi var fyrirferðarmikill sjúklingur. Af heilsufarslýsingu sést að hann var vel yfir kjörþyngd. Ljóst sýnist því að hann hafi mikið reynt á fótinn. Þá kemur einnig fram af áliti aðstoðarlandlæknis að ekki sé óalgengt að roði eða þroti komi undan venflonál. Var þetta allt til þess fallið að villa um fyrir starfsfólkinu svo að það héldi að hann hefði ofreynt sig svo sem fram kemur í hjúkrunarskýrslum. Að áliti Sigurðar Guð- mundssonar, sem áður er til vitnað, verður nær undantekningarlaust að fjarlægja gervilið eftir að sýking er komin í hné. Þessu áliti Sigurðar er héraðsdómur sammála. Af umsögnum lækna og áliti héraðsdóms er ekki annað fram komið en að meðhöndlun áfrýjanda hafi verið með eðlilegum hætti eftir að sýkingin uppgötvaðist og jafnframt að nær útilokað væri að meðferð gegn henni hefði borið árangur þótt hún hefði hafist fyrr. Þetta álit hefur ekki verið hrakið. Þegar allt framanritað er virt verður ekki hjá því komist, eins og mál þetta liggur fyrir Hæstarétti, að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Rétt er að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Það athugast að verulegir annmarkar eru á ágripum þeim af dóms- gerðum sem lagðar hafa verið fyrir dómendur Hæstaréttar. Skjöl eru 980 ekki rakin í tímaröð og innan skjala er henni ekki heldur haldið. Þá hefur hluti gagna verið tvíljósritaður og þau heft þannig í ágrip. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Haralds Henryssonar og Hjartar Torfasonar Í héraðsdómi segir að gagnrýna megi að læknir hafi ekki verið kall- aður til aðfaranótt 13. apríl 1987 „þegar sjúklingur með gervilið vaknar með köldu og háan hita, ...“. Það kom og fram í niðurstöðu dómsins að hugsanlegt sé að blóðræktun og blóðrannsókn þá um nóttina hefði getað gefið vísbendingu um sýkingu í blóði, en hins vegar hafi ekki vaknað grunur um sýkingu í blóðrás eða gervilið við skoðun læknis að morgni 13. apríl. Dómurinn taldi ólíklegt að sýklalyfjagjöf strax aðfaranótt 13. apríl hefði leitt til annarrar niðurstöðu um aðgerðina, en það væri þó ekki útilokað. Þegar virt eru áhrif þessarar ályktunar héraðsdóms á sönnunarstöðu í málinu þykir ekki mega virða áfrýjanda það einum í óhag að hann sótti fermingarveislu 12. apríl, enda gerði hann það með leyfi viðkom- andi lækna. Hættan af þessu ásamt öðrum áhættuþáttum var læknunum kunnug, og bar að taka tillit til hennar við yfirstandandi umönnun áfrýjanda. Hafa ber hér í huga að ljóst var hve sýking er alvarlegur fylgikvilli aðgerða sem þessara og því var þörf sérstakrar aðgæslu. Telja verður fullsannað að fyrir hafi legið aðfaranótt 13. apríl einkenni, sem gáfu til kynna að um sýkingu væri að ræða. Samkvæmt læknisfræðilegum gögnum málsins er verulegur vafi um það, hvort aðgerðir gegn sýkingu, sem þá hefði verið gripið til, hefðu leitt til árangurs. Eigi að síður þykir okkur, eins og málið liggur fyrir, rétt að stefndi beri hallann af því að ekki var þegar hafist handa, er hin ótví- ræðu einkenni lágu fyrir, en samkvæmt fyrrgreindri niðurstöðu héraðs- dóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, er ekki útilokað að það hefði borið árangur. Fyrir liggur að afleiðingar sýkingarinnar urðu með alvarlegasta móti. 981 Samkvæmt þessu teljum við að leggja beri bótaábyrgð á stefnda. Þar sem meirihluti dómenda telur að sýkna beri stefnda er ekki ástæða til að taka afstöðu til fjárhæðar þeirra bóta, sem greiða beri. Auk þess eigi áfrýjandi rétt til málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 11. ágúst 1998. Mál þetta, sem tekið var til dóms 25. júní sl., er höfðað með stefnu útgefinni 14. mars 1997 og birtri samdægurs. Stefnandi er Ragnar Edvardsson, kt. 240622-4089, Árskógum 6, Reykjavík. Stefndu eru heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra f.h. Ríkisspítala, kt. 540269-6379, Rauðarárstíg 31, Reykjavík, vegna Landspítalans, kt. 710169- 2689, s.st., og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, kt. 540269-6459, Arnarhvoli, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefndu verði gert að greiða stefn- anda kr. 3.500.000 með dráttarvöxtum skv. 3. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 16. apríl 1997 greiðsludags. Til vara gerir stefnandi þær dómkröfur að stefndu verði gert að greiða stefnanda kr. 3.500.000 með vöxtum skv. 7. gr. vaxtalaga frá 16. apríl 1987 til þingfestingardags 15. apríl 1997 en með dráttarvöxtum skv. 3. kafla sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er í báðum tilvikum krafist málskostnaðar samkvæmt reikningi að viðbættum virðisaukaskatti. Dómkröfur stefndu eru þær aðallega að stefndu verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og þeim tildæmdur málskostnaður að mati réttarins. Til vara er krafist lækkunar á stefnukröfum og að málskostnaður í því tilviki verði felldur niður. Málavextir. Stefnandi segir upphaf máls þessa vera það að hann slasaðist við vinnu sína vorið 1983, en hann vann þá hjá Reykjavíkurborg við öryggiseftirlit, aðallega með byggingarframkvæmdum. Segist stefnandi hafa verið á eftirlitsferð á lóð Borgarspítalans í Reykjavík er hann féll fram á hnén. Stefnandi leitaði til slysadeildar Borgarspítalans en ekkert sérstakt virðist hafa komið í ljós. Þó leiddi skuggaefnisrannsókn í ljós líkur um liðþófaáverka innanvert á hnjám, en ekki þótti næg ástæða til aðgerða. Stefnandi mun eftir þetta hafa kennt sér nokkurs meins í hnjám sem fór vaxandi með tímanum og bar með sér einkenni slitgigtar. Mun Bragi Guð- mundsson læknir hafa annast stefnanda í tvö ár með sprautum. Var síðan tekin sú ákvörðun að setja gervilið í hægra hné stefnanda og var hann lagður inn á bæklunardeild Landspítala 10. mars 1987. Aðgerðin fór fram 16. mars 1987 og 982 annaðist Bragi hana. Samkvæmt sjúkraskrá gekk aðgerðin vel. Stefnandi fékk varnarmeðferð með sýklalyfi (cloxacillin) í 8 daga og dextran í 3 daga sem vörn gegn blóðsegamyndun. Stefnandi mun hafa verið með hita í 3 daga eftir meðferð og hitavellu í aðra 3 daga. Í dagál læknis og nótum hjúkrunarfræðinga er því lýst að vel gangi hjá stefnanda. Í hjúkrunarskrá er lýst þvagsýrugigt í hægri stórutá stefnanda 27. mars, en þessa er ekki getið í nótum lækna. Hafin var meðferð með indometacin og sýni tekið úr liðnum 3 dögum síðar. Samkvæmt hjúkrunarnótum var lýst eymslum „bak við kálfa“ 30. mars, en þessa var ekki getið í nótum lækna. Bláæðamynd 31. mars af hægri kálfa sýndi blóðtappa og var þá strax hafin meðferð með heparini og með dicumarol 10 dögum síðar, eða 10. apríl. Í hjúkrunarnótum 11. apríl er eingöngu lýst kláða í kálfa og sérstaklega tekið fram að stefnandi hafi enga verki. Daginn eftir er því lýst í hjúkrunarnótu að stefnandi hafi verið vafinn með teygjubindi í stað sokks og í framburði vitna fyrir dómi kom fram að sennilega væri átt við kálfann en ekki handlegginn, en ekki er lýst neinum einkennum frá handlegg á þessum tíma. Stefnandi mun hafa farið í kirkju vegna fermingar eftir hádegi 12. apríl. Í lok athafnar segist stefnandi hafa kvartað undan óþægindum í handlegg undan æðalegg við Jón son sinn. Jón sagðist hafa kíkt undir umbúðirnar og séð roða þar. Ekki kemur fram að Jón hafi skýrt starfsmönnum deildarinnar frá þessu. Stefnandi mun hafa komið aftur á deildina um kl. 16.00 og var æðaleggur þá fjarlægður. Ætlunin var að hann fengi nýjan legg en gögn málsins benda til þess að það hafi beðið til kvölds. Stefnandi fór síðan í fermingarveislu um kvöldið og eftir veisluna var stefnanda ekið að anddyri Landspítala og gekk hann sjálfur þaðan að deildinni. Stefnandi hefur lýst því að honum hafi liðið illa og verið óstöðugur. Í hjúkrunarskýrslu er því lýst að stefnandi hafi komið „vel róaður“ úr veislunni og fékk hann nýja nál. Í hjúkrunarskrá er því lýst að stefnandi hafi kl. 0.30 fengið köldu og mældist hiti hans tæplega 39%C. Ekki var kallað á lækni og engin blóðsýni tekin. Í hjúkrunarskrá næturvaktar er skráð „obs. h. hendi“ án frekari lýsingar. Stefán Dalberg, læknir, skoðaði stefnanda að morgni 13. apríl og skýrði hann svo frá fyrir dómi að hann taldi sig hafa útilokað sýkingu í öndunarfærum, húð og gervilið. Taldi hann hita skýrast af flensu, enda hefði stefnandi verið í fjölmenni daginn áður. Bragi Guðmundsson, læknir, skýrði svo frá fyrir dómi að hann hefði komið á vaktina á hádegi 13. apríl og taldi hann sig þá hafa fengið vitneskju um húðsýkingu undan æðalegg og var greinilega sýking í olnbogabót. Þessi tímasetning Braga er ekki studd sjúkragögnum. Að kvöldi þessa dags var aftur lýst köldu með svipuðum hita. Stefnandi fékk verkjalyf en ekki er sérstök lýsing á verkjum. Samkvæmt hjúkrunarskrá 14. apríl er fyrst lýst slæmum verkjum stefnanda í hné og var talið að um ofreynslu væri að ræða. Daginn eftir er lýst „phlebit“ í hægri handlegg stefnanda undan æðalegg og var hann fjarlægður. Stefnandi var settur á Orbenin lg x 4 og var 983 lýst bólgu í hné. Kl. 17.10 var tekið strok úr stungustað á handlegg og 16. apríl ræktaðist Staphylococcus aureus úr sýninu. Lýst er versnandi líðan stefnanda og bólgum á hné og hægri handlegg. Kl. 21.00 þann dag var stungið á hnéð og daginn eftir ræktaðist Staphylococcus aureus úr sýninu og var þá ljóst að liðurinn var sýktur. Ekki þykir ástæða til að lýsa þrautagöngu stefnanda frekar, en Atli Þór Ólason, læknir, hefur metið varanlega læknisfræðilega örorku hans vegna afleið- ingar sýkingar í hægra hné og tók hann tillit til þeirrar örorku sem óhjá- kvæmilega hefði komið til hefði aðgerð heppnast fullkomlega. Matið er dagsett 11. desember sl. og segir í því svo m.a.: „Ragnar fékk gervilið í hægra hné þann 16.03.1987. Hann fékk í kjölfar aðgerðarinnar blóðtappa í hægri kálfa, sem virðist hafa lagast með blóðþynningarmeðferð. Líftími gerviliðs ræðst að nokkru af þekktum áhættuþáttum, en þeir eru: Upphafssjúkdómur, hjá Ragnari slitgigt, mikill líkamsþungi sem á við hjá Ragnari og önnur atriði, hér blóðtappi. Því má almennt segja að líklegra hefði verið að einhver vandamál tengd gerviliðnum hefðu komið í ljós hjá Ragnari. Varanleg læknisfræðileg örorka vegna gerviliðar í hægri hnélið hjá Ragnari Edvardssyni má meta 20%. Ragnar fékk sýkingu í hægri hnélið um miðjan apríl 1987. eða rétt um mánuði eftir aðgerðina. Ekki tókst fyllilega að ráða niðurlögum sýkingarinnar. Tvívegis var reynt að setja Í nýjan gervilið. Á árinu 1993 var horfið frá því að reyna að halda inni gervilið og var ákveðið að gera hægri hnélið stífan. Gerðar voru tvær tilraunir síðla árs 1993, sem ekki tókust. Vorið 1994 var innri beinfestibúnaður fjarlægður og ákveðið að gera ekki frekari tilraunir til stífingar hnéliðarins. Í dag hefur Ragnar mjög lausan hnélið, þar sem vantar allan beinstuðning en mjúkvefjatengsl, þar með örvefur, það eina sem heldur læri og legg saman. Notagildi hnéliðarins er verulega skert vegna vöntunar á beini í hnélið, styttingar vinstri ganglims um 7 cm, óstöðugleika í hnénu sem leitar útávið við álag og lítillar beygjugetu. Ragnar getur því einungis gengið stuttar vegalengdir að hann hafi stífa spelku um hægri ganglim og styðjist við tvær hækjur. Varanleg læknisfræðileg örorka er metin 40%. Samkvæmt framansögðu er viðbótar Örorka, sem tengja má sýkingu í hægri ganglim, metin 20%.“ Jón Erlingur Þorláksson, tryggingafræðingur, hefur reiknað út höfuðstóls- verðmæti vinnutekjutaps stefnanda miðað við 20% örorku og er það samkvæmt þeim útreikningi kr. 2.383.300 og verðmæti tapaðra lífeyrisréttinda áætlar hann kr. 143.000. Lögmaður stefnanda sendi landlæknisembættinu málið til umsagnar og í bréfi embættisins dagsettu 1. september 1995 segir svo m.a.: „Umsögn: Þegar rætt er um venflonál er í raun og veru átt við plasthulstur, sem þrætt er upp Í yfirborðsæð. Mjög algengt er að roði og þroti komi fram í kringum slíkar nálar. Misjafnlega oft þarf að skipta um nálar. Af hjúkrunarskýrslum verður ekki ráðið 984 að nálin hafi verið til meiri vandræða en vant er, né heldur að um beina sýkingu hafi verið að ræða, en slíkt er sjaldgæft. Orsakir sýkinga í hné eru fjölmargar og nokkuð langsótt virðist vera að ætla að hún hafi orðið vegna ofangreindra venflonálar. Ógerlegt er að fjalla um orðaskipti milli sjúklings og hjúkrunar- fræðings vegna nálarinnar, þegar svo langt er um liðið og ekkert um þetta skráð. Niðurstaða: Sjúklingur fékk sýkingu í hné í kjölfar skurðaðgerðarinnar, sem olli því að fjarlægja varð gerviliðinn, en til þessa atburðar má vissulega að verulegu leyti rekja óþægindi sjúklings fram á þennan dag. Staðfest er að læknir sjúklings, Bragi Guðmundsson, kemur með þá tilgátu í sjúkraskrá að sýkingin stafi frá venflonál, en í hjúkrunarskýrslu er fátt sem styður þá ályktun. Ekkert verður fullyrt um tilkomu sýkingarinnar í hnénu og ekki unnt að komast nær hinu sanna í málinu, enda langt um liðið.“ Eftir beiðni framkvæmdastjóra lækninga Ríkisspítala hefur Halldór Jónsson dr. med., forstöðulæknir bæklunarskurðdeildar Landspítalans, látið í ljós álit á því hvort starfsfólki hafi orðið á mistök við meðferð stefnanda. Er ódagsett álit hans svohljóðandi: „Um er að ræða 65 ára karlmann, tiltölulega hraustan, sem kemur til gerviliðsaðgerðar á hæ. hné vegna slitgigtar. Eins og við allar meiri háttar skurðaðgerðir er alltaf hætta á bæði sýkingu og blóðtappa. Sérstaklega er meiri hætta hjá einstaklingum með Þyngd yfir kjörmörkum og þeim sem nota eða hafa notað alkóhól í einhverju magni. Við umrædda aðgerð var öllum forvörnum beitt á hefðbundinn hátt, þ.e. sýklalyf og blóðþynning við og eftir aðgerð svo og gjörgæsla fyrsta sólarhringinn. Þrátt fyrir þetta kemur fyrst blóðtappi í fótinn og síðan sýking í hnéð. Varðandi tilkomu blóðtappans má leiða getum að því að Ragnar hafi ekki hreyft kálfavöðvana nægilega mikið vegna viðvarandi verkja í hnénu, en verkir í hnénu fyrstu vikuna eru mjög mismunandi miklir eftir stærð frílagningar og verkjaþröskuldi hvers og eins. Varðandi sýkinguna er hún greinilega blóðborin. Algengustu leiðir í blóðið eru gegnum lungu og þvagfæri. Þá er alltaf hætta við hverja æðastungu að bakteríur komist inn í blóðið. Um sama leyti og sýkingin kring- um venflo nálina uppgötvast var búið að stinga Ragnar mikið vegna ýmissa blóðrannsókna. Sú hættulegasta þeirra var í rauninni phlebografian (bláæða- rannsóknin) sem VAR NAUÐSYNLEG til þess að greina blóðtappann. Allar venfló nálarnar í kjölfarið VORU EINNIG NAUÐSYNLEGAR til að geta gefið viðeigandi meðferð við blóðtappanum. Kaldan var fyrsta merki blóð- borinnar sýkingar og eru bakteríurnar þá alltaf búnar að vera í blóðinu um óákveðinn tíma. Dagana fyrir og fyrr um daginn sem kaldan varð, kemur fram að Ragnar hafi sjaldan verið hressari og verkjalausari. Þá eru heldur engin merki um sýkta nál. Þannig er ekki unnt að staðfesta að einmitt þessi nál hafi verið upphafsvaldurinn.“ Einnig var óskað álits Sigurðar B. Guðmundssonar yfirlæknis, sérfræðings í 985 lyflækningum og smitsjúkdómum og samkvæmt bréfi hans dagsettu 24. apríl 1997 er niðurstaða hans eftirfarandi: „Samkvæmt ofanskráðu er því líklegt, að gerviliður Ragnars hafi sýkst af völdum blóðsýkingar sem varð frá æðalegg á hægri handlegg eða hendi og að fyrstu einkenni sýkingar hafi komið fram einungis 8 klst. eftir að nálinni var komið fyrir. Líklegt er að greina hefði mátt sýkinguna fyrr, hefðu blóðræktanir verið teknar og sýni tekið frá hnjálið fyrr, ekki síst eftir að því var lýst sem bólgnu. Hins vegar er ólíklegt að hraðari og betri viðbrögð hefðu í reynd breytt neinu um endanlegan gang og afleiðingar sýkingarinnar þar sem líklegt er að sýkillinn hafi borist mjög fljótt til gervi- liðarins. Mjög erfitt er að uppræta Staphylococcus aureus frá gervilið með sýklalyfjagjöf einni saman og í nærfellt öllum tilvikum þarf að fjarlægja gerviliðinn svo full lækning fáist jafnvel þó að meðferð sé hafin við fyrstu einkenni. Einnig er ólíklegt að sá dráttur sem varð á að fjarlægja nálina hafi breytt tilurð sýkingarinnar þó svo að nál eigi að sjálfsögðu að fjarlægja strax, óþægindi gera vart við sig undan henni eða að öðrum kosti á 2ja sólarhringa fresti. Allt mat á gangi mála er þó mjög erfitt vegna mjög slælegrar skráningar í sjúkraskrám. Ennfremur verður að taka fram að enda þótt ólíklegt sé að önnur og skjótari viðbrögð hefðu breytt ferli sjúkdómsins verður það ekki fullyrt með vissu, ætíð er rými fyrir vafa í mati af þessu tagi.“ Málsástæður og lagarök. Stefnandi byggir á því að hann hafi gengist undir algenga aðgerð og var honum ekki gerð grein fyrir því að sérstök áhætta væri samfara slíkri aðgerð. Sannað sé að stefnandi fékk sýkingu í aðgerðarstað, lið og hugsanlega mjúkvefi. Hinar alvarlegu afleiðingar aðgerðar séu bein afleiðing umræddrar sýkingar. Verulegar líkur séu á því að sýkingin hafi verið blóðborin og því ærin ástæða miðað við kvartanir stefnanda og ástand, sem getið er að nokkru í hjúkrunar- skýrslu, að bregðast strax við með viðeigandi hætti. Stefnandi byggir á því að meðhöndlun starfsmanna stefnda Landspítalans, lækna og hjúkrunarfólks, við sýkingunni hafi verið beinlínis röng og ómarkviss. Hafi afleiðingar hennar því orðið svo miklar og alvarlegar sem raun bar vitni. Er á því byggt að stefndu beri fulla og óskipta bótaábyrgð á tjóni stefnanda samkvæmt almennu skaðabóta- reglunni og reglunni um vinnuveitendaábyrgð. Stefnandi byggir á því að fyrst hafi þótt ástæða 15. apríl 1987 að rækta úr stungusári á handlegg og var þá gefið fúkkalyf í alltof smáum skömmtum og meðhöndlað sem yfirborðslæg sýking og lyfjagjöf fyrst aukin 18. apríl er niður- staða sýklarannsóknar lá fyrir. Hefði markvissari meðferð og greining komið í veg fyrir skemmd á liði og beini með því að taka sýni strax og hár hiti og miklir verkir komu fram. Þegar litið sé til hinna alvarlegu afleiðinga aðgerðarinnar og sýkingar, sem 986 leiddar hafi verið sönnur á að stafi af mistökum starfsmanna stefndu við grein- ingu og meðferð, er því haldið fram að stefndu beri sönnunarbyrðina fyrir því að þessi mistök hafi ekki verið orsök þess tjóns sem stefnandi varð fyrir. Beri a.m.k. að slaka verulega á sönnunarbyrði samkvæmt dómvenju og sé ekkert fram komið sem bendi til annars en að hinar alvarlegu afleiðingar aðgerðarinnar eigi rætur að rekja til mistaka við eftirmeðferð. Byggir stefnandi m.a. á slælegri skráningu starfsmanna stefnda Landspítalans, en mikilvægt sé að halda ná- kvæma skráningu um atvik og sérstaklega eftir að sýking er staðreynd, en ekki verði séð að bætt hafi verið úr skráningu þrátt fyrir það. Þegar litið er til starf- semi stefnda, ábyrgðar og þeirra hagsmuna sem eru í húfi, sé enn mikilvægara að öll gögn séu fyrir hendi. Stefnandi sundurliðar bótakröfu sína þannig að miskabótakrafa er kr. 1.500.000, en krafa um bætur vegna örorkutjóns er kr. 2.000.000. Miskabóta- krafan miðast við bætur fyrir mikil óþægindi, lýti og verulega röskun á stöðu og högum. Stefnandi hafi gengist undir a.m.k. níu aðgerðir á hægra hné og beri ljót ör, auk þess sem útlit þess er ljótt, en enginn liður er í hnénu. Þá séu óþægindi stefnanda mjög mikil. Hann hafi nær stöðugan verk í fætinum, einkum í kringum hné, gengur við tvær hækjur og á erfitt með að komast leiðar sinnar. Sé fyrirsjáanlegt að stefnandi muni aldrei verða jafngóður og afleiðingar aðgerðarinnar verði umfangsmeiri eftir því sem frá líður. Allt hafi þetta valdið stefnanda ómældum þjáningum og gert það að verkum að hann hafi ekki fengið notið lífsins eins og áður. Krafa um bætur fyrir örorkutjón er byggð á útreikningi Jóns Erlings Þor- lákssonar, tryggingafræðings. Stefnandi vísar um aðild málsins til laga nr. 69/1983 og kveður fjármála- ráðherra stefnt f.h. ríkissjóðs vegna þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem ríkið hefur af dómi í málinu. Stefnandi vísar til stuðnings kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun á lög nr. 50/1988 og byggir skaðabótakröfur á almennu skaðabótareglunni og reglum um ábyrgð eigenda og rekstraraðila sjúkrahúsa svo og reglum um ábyrgð vinnuveitenda. Þá byggir stefnandi á því að eins og háttar í máli þessu beri að snúa sönnunarbyrði við. Stefnandi vísar til laga nr. 80/1969, einkum 6. gr., en þau hafi verið í gildi er skaðabótaskylda stofnaðist, sbr. nú 3. kafla laga nr. 53/1988, sbr. lög nr. 97/1990. Stefnandi vísar til almennra reglna skaðabótaréttar um ákvörðun bóta fyrir líkamstjón og 264. gr. almennra hegningarlaga varðandi miskabætur. Stefnandi byggir kröfu um dráttarvexti á 3. kafla vaxtalaga og kveður upp- hafstíma vaxtakröfu vera mánuði eftir fyrstu aðgerð. Í varakröfu sé byggt á 7. gr. vaxtalaga. 987 Stefnandi reisir málskostnaðarkröfu á XXI. kafla laga nr. 91/1991. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því að við allar meiri háttar skurðaðgerðir sé alltaf hætta á bæði sýkingu og blóðtappa. Sérstaklega sé meiri hætta hjá einstaklingum yfir kjörþyngd og þeim sem nota áfengi. Líkur á sýkingu aukist vegna blóðþynningar og blæðing að gerviliðnum við einhvers konar áverka auki líkur á að sýklar setjist þar að. Öllum forvörnum hafi verið beitt á hefðbundinn hátt, þ.e. sýklalyf og blóðþynning við og eftir aðgerð svo og gjörgæsla fyrsta sólarhringinn. Þrátt fyrir það kom fyrst blóðtappi í fótinn og síðan sýking í hné. Ástæða blóðtappans sé líklega sú að stefnandi hafi ekki hreyft kálfavöðva nægi- lega mikið vegna viðvarandi verkja í hné. Sýking sú er fram kom sýnist vera blóðborin, en fyrstu einkennin voru kaldan aðfaranótt 13. apríl. Stefnandi hafi sjaldan verið hressari og verkjalausari en dagana áður eins og hjúkrunarskýrslur bera með sér. Samkvæmt blóðrannsókn frá 10. apríl séu engin merki um sýkta nál og hiti eðlilegur. Stefnandi hafi fengið bæjarleyfi, farið í fermingu og setið veislu fram eftir kvöldi 12. apríl. Svo virðist sem hann hafi skemmt sér vel þar enda í fyrstu talið að hann væri með flensu og hefði ofreynt sig. Hjúkrunarskýrslur beri með sér að vel hafi verið fylgst með stefnanda allan tímann af læknum og hjúkrunarfólki og er líðan hans þar ítarlega skráð, umkvartanir hans og úrræði við þeim. Hvergi komi fram að hann hafi kvartað undan verkjum eða vandkvæðum vegna venflonálar fyrr en 15. apríl, en áður hafi verið komnir fram verkir í hné. Ekki sé annað að sjá en skjótt og rétt hafi verið brugðist við þegar sýkta nálin kom í ljós. Þegar sýkingin kom í ljós var búið að stinga stefnanda mikið vegna ýmissa blóðrannsókna og sú hættulegasta hafi verið bláæðarannsóknin sem var nauðsynleg til þess að greina blóðtappann. Allar venflonálarnar í kjölfarið hafi einnig verið nauðsynlegar til að geta gefið viðeigandi meðferð við blóðtappanum. Ekki verði fullyrt hvort sýkingu í gervilið megi rekja til venflonálar eða annarra orsaka en líklegast sé að liðurinn hafi sýkst vegna blóðsýkingar frá æðalegg og að einkenni sýkingar hafi komið fram á einungis 8 klst. eftir að nálinni var komið fyrir 12. apríl. Mjög óvanalegt sé að sýking verði svo snemma eftir að nál/æðalegg er komið fyrir og mjög líklegt að sýking hafi strax borist til gerviliðarins og skaðinn þegar skeður þegar stefnandi fékk köldu og hitahækkun. Ólíklegt sé að hraðari viðbrögð við sýk- ingunni hefðu í reynd breytt neinu. Blóðræktun tekin 13. apríl hefði þannig hugsanlega getað flýtt sýklameðferð um sólarhring, en þá voru þegar komnir fram verkir í hné. Stefndu benda á að fyrir liggi að stefnandi gekkst undir uppskurðinn þegar hann var illa farinn af slitgigt í hnénu og reyndar einnig vinstra hné. Sé því ljóst að óhjákvæmilega hefði einhver tímabundin og varanleg örorka hlotist af, jafnvel þótt allt hefði gengið að óskum eftir aðgerðina á hægra hné. 988 Nokkur vitni komu fyrir dóm við aðalmeðferð málsins og verður hér rakinn sá framburður þeirra er þykir hafa þýðingu við úrlausn málsins. Bragi Guðmundsson, kt. 061232-4279, bæklunarlæknir, skýði svo frá fyrir dómi að hann hafi vitað fyrir aðgerð að stefnandi ætti við áfengisvandamál að stríða og væru slíkir í áhættuhópi. Hann kvað venjubundna forrannsókn hafa farið fram fyrir aðgerð og var engin sýking fyrir hendi. Bragi kvað aðgerðina hafa gengið vel og fékk stefnandi varnarskammt af fúkkalyfi í 3-4 daga. Hann kvaðst hafa séð stefnanda á reglubundnum stofugangi tvisvar á dag og kvaðst hann ekki hafa heyrt hann kvarta undan nál. Bragi kvaðst aldrei hafa skipt um nálar, það hafi verið í verkahring hjúkrunarfræðinga eða aðstoðarlækna og kvað hann engar sérstakar reglur hafa gilt um útskiptingu. Bragi kvaðst hafa séð stefnanda á mánudegi eftir helgarleyfi og mun það hafa verið daginn eftir að stefnandi fór í fermingarveislu. Hann kvað hafa verið bólgusvörun í olnbogabót þar sem nálin var og fannst honum þetta benda til sýkingar þá, en búið var að taka sýni. Bragi kvað hugsanlegt að ástæða hefði verið til að gefa sýklalyf fyrr, en nái sýking í lið sé nánast útilokað að bjarga honum. Að mati Braga réðu viðbrögð við sýkingunni ekki úrslitum um það hvernig fór. Stefán Dalbers, kt. 290746-3619, læknir, skýrði svo frá að læknar hefðu séð um að skipta um nálar og hefði verið skipt um nál í stefnanda sama dag og hann fór í fermingarveislu. Hann taldi að stefnandi hefði ofreynt sig Í veislunni en mundi ekki nákvæmlega eftir samskiptum sínum við hann eftir að hann kom til baka. Hann kvað stefnanda ekki hafa kvartað við sig vegna nálar. Sigríður Lísabet Sigurðardóttir, kt. 110263-5629, hjúkrunarfræðingur, skýrði svo frá að það hefði verið í verkahring aðstoðarlækna að skipta um venflonálar og hefðu hjúkrunarfræðingar ekki komið þar nærri. Hún kvað að skipt hafi verið um nálar á 3 daga fresti og oftar ef sjúklingur kvartaði eða roði kom í ljós. Hún kvað alltaf skráð þegar skipt var um nálar. Hún mundi ekki eftir því að stefnandi hafi kvartað vegna nálar. Sigíður skýrði bókunina „vel róaður“ þannig, að stefnandi hafi verið mun rólegri en venjulega. Agla Egilsdóttir, kt. 040639-4549, hjúkrunarfræðingur, kvaðst ekkert muna eftir stefnanda. Hún kvað aðstoðarlækna hafa séð um nálaskiptingar á þessum tíma og var skipt um nál á 3 sólarhringa fresti og oftar ef kvartað var eða eitthvað var að. Hún kvað færslur sínar í hjúkrunarskrá ekki benda til þess að stefnandi hefði kvartað. Guðrún Erla Gunnarsdóttir, kt. 270154-2719, hjúkrunarforstjóri, skýrði svo frá að aðstoðarlæknar hefðu skipt um nálar. Hún mundi ekki eftir því að stefn- andi hefði kvartað undan nál en hún kvaðst hafa heyrt orðróm um að stefnandi hefði neytt áfengis í veislunni. Guðríður Sigurðardóttir, kt. 310155-4389, hjúkrunarfræðingur, skýrði svo frá að stefnandi hefði verið vafinn með teygjubindi um fótinn. Hún taldi stefnanda 989 ekki hafa farið mjög varlega eftir aðgerðina og var hann meira á ferðinni en gengur og gerist. Hún mundi ekki eftir því að stefnandi hefði kvartað undan nál en kvaðst hafa heyrt orðróm um að hann hefði komið vel hress úr veislunni. Sigríður Kolbrún Gunnarsdóttir, kt. 191046-2859, hjúkrunarforstjóri, kvaðst muna eftir stefnanda sem hafi verið fyrirferðarmikill og glaðvær. Hún kvað hafa verið talað um að hann hefði komið úr veislunni undir áhrifum áfengis. Sigríður kvað aðstoðarlækna hafa sett upp nálar, en fyrir hafi komið að hjúkrunar- fræðingar gerðu það. Hún skýrði svo frá að hún hefði orðið vör við einhverja óánægju hjá stefnanda og væri hugsanlegt að það hefði verið vegna nálar. Forsendur og niðurstaða. Í máli þessu er ekki ágreiningur um að stefnandi varð fyrir sýkingu í gervilið í hægra hné í apríl 1987 sem leiddi til brottnáms liðarins og örorku stefnanda eins og að framan er rakið. Þá er ekki um það deilt að sýkingin varð meðan stefnandi var innritaður á bæklunardeild Landspítalans. Ágreiningur aðila í máli þessu snýst um það hvort sýkingin verði rakin til mistaka af hálfu lækna og hjúkrunarfólks. Stefnandi heldur því fram að m.a. sökum slælegrar skráningar starfsmanna stefnda Landspítalans beri að slaka verulega á þeirri sönnunarbyrði sem venjulega hvílir á tjónþolum í slíkum málum. Við úrlausn máls þessa ber að hafa í huga að rúmlega 11 ár eru liðin frá atburðum og mundu sum vitnin sem komu fyrir dóm ekkert um það sem máli skiptir. Þá er upplýst að stefnandi fór af spítalanum í fermingarveislu skömmu áður en sýking kom í ljós. Það er álit dómsins að hjúkrunarskýrslur séu nokkuð haldgóðar og lýsa þær líðan sjúklings dag fyrir dag. Því er ekki að neita að nákvæmari skráning hefði auðveldað mat á því sem raunverulega gerðist. Ekki verður talið að tilgangur hjúkrunarskráningar sé að tryggja með óyggjandi hætti sönnun atburðarásar og því er það álit hinna sérfróðu meðdómenda að skráningin hafi hvorki verið betri né verri en tíðkaðist á þeim tíma sem um ræðir. Hins vegar er ljóst að skráningu lækna í sjúkraskrá er ábótavant. Skráning er nákvæm og ítarleg við innlögn og aðgerðarlýsing er á sínum stað en síðari skráning er strjálli. Frá dagál 25. mars 1987 er enginn dagáll fyrr en 18. apríl sama ár og hvorki er þar greint frá blóðtappa í fæti stefnanda né þvagsýrugigt eða verkjum lengi eftir aðgerð. Þá er hvergi getið um húðroða eða sýkingu í handlegg eða hendi. Við úrlausn máls þessa ber að hafa í huga að sýkingarhætta er þekkt við allar aðgerðir, ekki síst aðgerðir þar sem framandi hlutum er komið fyrir í manns- líkamanum. Ekkert virðist benda til þess að sýking hafi átt sér stað í aðgerð eða fljótlega eftir hana. Beitt var sýklalyfjum eins og venja var á þeim tíma og greru sár á tilskildum tíma. Stefnandi hafði haft æðaleggi í handleggjum samfellt frá því blóðtappi var greindur 31. mars og þar til heparinmeðferð var hætt, en þá var liðurinn orðinn sýktur. Tekið hafði verið sýni úr lið á hægri stórutá 30. mars 990 og stungið var á bláæð í hægra fæti 31. mars vegna skuggaefnisrannsóknar. Þannig hafði tvisvar verið stungið á húð hægri fótar handan við gerviliðinn í læknisfræðilegum tilgangi u.þ.b. tveimur vikum áður en fyrstu merki um blóð- borna sýkingu komu fram. Telja verður að þá þegar hafi tilefni sýkingar verið fyrir hendi. Telja má víst að sýking í blóðrás hafi verið orðin staðreynd þegar köldu varð vart skömmu eftir miðnætti aðfaranótt 13. apríl og þar með blóðborin sýking í hinn viðkvæma gervilið. Vitað er að sýking frá bláæðaleggjum er sjaldgæf en líkur á sýkingu aukast því lengur sem sami æðaleggur er hafður í. Vitni báru fyrir dómi að venja væri að skipta um æðaleggi á þriggja sólarhringa fresti og oftar ef þurfa þótti. Svo virðist sem æðaleggur hafi verið fjarlægður eftir kl. 16.00 sunnudaginn 12. apríl og hafi þá verið kominn roði kringum stungustað. Af gögnum málsins má ráða að nýr leggur hafi verið settur upp seinna um kvöldið er stefnandi átti að fá heparinskammt. Ólíklegt má telja að sýking hafi komið frá þeirri nál strax upp úr miðnætti en líklegra að um þá nál sé að ræða þegar fjallað er um æðabólgu út frá bláæðalegg í handlegg 15. apríl. Að mati hinna sérfróðu meðdómenda er líklegra að sýkingin hafi komið frá æðaleggnum sem fjarlægður var 12. apríl. Af gögnum málsins verður ekki ráðið með óyggj- andi hætti hversu lengi sá æðaleggur var í handlegg stefnanda en samkvæmt hjúkrunarskráningu er hugsanlegt að sama nálin hafi verið í handleggnum frá 5. apríl til 12. apríl, en telja verður það ósannað. Sýklameðferð hófst 15. apríl vegna gruns um húðsýkingu ef marka má skammtastærð, en skammtur var síðan hækkaður daginn eftir þegar svar barst um sýklavöxt. Við mat á því hvort bjarga hefði mátt hnénu með því að hefja sýklalyfjameðferð fyrr ber að hafa í huga þá ríkjandi skoðun sérfræðinga að gervilið verður ekki bjargað eftir að blóðborin sýking er komin í hann. Gagnrýna má að læknir var ekki kallaður til aðfaranótt 13. apríl þegar sjúklingur með gervilið vaknar með köldu og háan hita, en hafa ber í huga að stefnandi hafði daginn áður verið í fermingarveislu og var uppi orðrómur um að hann hefði neytt áfengis þar. Sú staðreynd að stefnanda var veitt bæjarleyfi bendir vart til þess að hann hafi verið illa haldinn. Þá benda hjúkrunarskýrslur og framburður vitna til þess að stefnandi hafi um þetta leyti verið með hressasta móti og ekki hafa verið færðar sönnur á að stefnandi hafi dagana á undan kvartað undan nál í handlegg. Hugsanlegt er að blóðræktun og blóðrannsókn þá um nóttina hefði getað gefið vísbendingu um sýkingu í blóði en hins vegar vaknaði ekki grunur um sýkingu í blóði eða gervilið við skoðun læknis að morgni 13. apríl. Að mati hinna sérfróðu meðdómenda verður ekki með vissu fullyrt hvort sýklalyfjagjöf aðfaranótt 13. apríl hefði leitt til annarrar niðurstöðu og verður að telja það ólíklegt en þó ekki útilokað. Reynslan bendir til þess að einungis sé hægt að bjarga mjög fáum sýktum gerviliðum með sýklalyfjum, skolun eða 991 aðgerð. Í þeim tilvikum þar sem reynt hefur verið að bjarga gervilið með aðgerð, virðist óljóst samband vera milli tímalengdar frá staðfestri sýkingu að aðgerð og þess hvort tókst að bjarga gerviliðnum eða ekki. Þegar allt framanritað er virt verður ekki talið að stefnanda hafi tekist að færa sönnur á að umrædd sýking verði rakin til mistaka starfsmanna stefnda Landspítalans og verða stefndu því sýknaðir af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðsdómari og meðdómsmennirnir Ari H. Ólafs- son og Stefán Yngvason læknar kveða upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra f.h. Ríkisspítala vegna Landspítalans og fjármálaráðherra, skulu vera sýknir af öllum kröfum stefnanda, Ragnars Edvardssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 992 Fimmtudaginn 2. mars 2000. Nr. 504/1999. Ákæruvaldið (Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari) gegn Ríkharði Mar Jósafatssyni (Brynjar Níelsson hrl.) Læknar. Skottulækningar. Ákæra. R var ákærður fyrir brot á læknalögum nr. 53/1988 með því að hafa látið birta tilkynningu um opnun starfsstöðvar, þar sem hann auglýsti sig sem „Doctor of Oriental Medicine“ og að sérgrein hans væri aust- ræn læknisfræði, án þess að hafa öðlast rétt til þess að stunda lækn- ingar hér á landi og kalla sig lækni. Talið var að með birtingu aug- lýsinganna hefði R hvorki kallað sig lækni né auglýst að hann stundaði lækningar þannig að bryti gegn 1. gr. læknalaga. Þegar auglýsingin var lesin í heild sinni þótti ekki geta vafist fyrir lesanda að þjónusta R fælist í svokölluðum óhefðbundnum lækningum. Var ekki talið að hann hefði með auglýsingunni gefið hugmyndir um að hann væri læknir eða stundaði lækningar þannig að bryti gegn ó. gr. læknalaga. Þá var ekki á það fallist, miðað við verknaðarlýsingu ákæru, að háttsemi R hefði falið í sér brot á banni 22. gr. læknalaga við skottulækningum. Var R því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Gunn- laugur Claessen og Viðar Már Matthíasson, settur hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 17. desember 1999 í samræmi við yfirlýsingu ákærða að fengnu áfrýjunarleyfi 16. sama mánaðar og einnig af hálfu ákæruvalds, sem krefst Þyngingar refsingar ákærða. Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvalds. At ákæruvaldsins hálfu var því lýst yfir við flutning málsins fyrir Hæstarétti að ekki væri dregið í efa að ákærði hefði lokið eins árs námi í nuddi og fengið starfsleyfi sem nuddfræðingur í fylkinu Nýja-Mexíkó í Bandaríkjunum og að hann hefði að loknu þriggja ára námi og sérstöku prófi fengið leyfi til þess að kalla sig „Doctor of Oriental 993 Medicine“ og reka starfsemi á grundvelli þess leyfis í sama fylki. Ákærði leitaði eftir heimildum heilbrigðisyfirvalda hér á landi til þess að mega starfa sem sjúkranuddari og við nálastungumeðferðir. Af gögnum málsins verður ekki séð að fyrri umsóknin sé endanlega afgreidd eftir að ákærði sendi umbeðnar viðbótarupplýsingar um nám sitt. Síðari umsóknin hefur heldur ekki verið afgreidd. Fallast má á það, sem fram kemur í héraðsdómi, að heilbrigðisyfirvöld hafi dregið að setja reglur um það, sem þar er nefnt óhefðbundnar lækningar. Auglýsingar þær, sem ákærði lét birta, voru samhljóða og eru þær tíundaðar í héraðsdómi. Ákæra tekur til þeirrar háttsemi hans að „hafa látið birta tilkynningu um opnun starfsstöðvar í Morgunblaðinu 9.,16. og 19. janúar 1999, þar sem hann auglýsti sig sem „Doctor of Oriental Medicine“ og að sérgrein hans sé austræn læknisfræði, án þess að hafa öðlast rétt til þess að stunda lækningar hér á landi og kalla sig lækni“. Með birtingu auglýsinga þessara hefur ákærði hvorki kallað sig lækni né auglýst að hann stundi lækningar í venjulegri merkingu þess orðs. Felur háttsemi hans því ekki í sér brot gegn 1. gr. læknalaga nr. 53/1988, sbr. 1. gr. laga nr. 116/1993. Þá kemur fram í auglýsingunni að ákærði hafi starfað um árabil í Bandaríkjunum sem „nuddfræðingur, Doctor of Oriental Medicine og Acupuncturist“. Þegar auglýsingin er lesin í heild sinni getur ekki vafist fyrir lesanda að fram boðin þjónusta ákærða felst í svokölluðum óhefðbundnum lækningum. Breytir því ekki þótt í niðurlagi hennar segi að ákærði taki að sér nýja sjúklinga, en það atriði kemur þó ekki til álita þar eð ákæra nær ekki til þess þáttar í auglýsingunni. Að þessu virtu verður ekki talið að með því að nota orðin „Doctor of Oriental Medicine“ og segja að sérgrein hans sé austræn læknisfræði hafi hann gefið hugmyndir um að hann sé læknir eða stundi lækningar í venju- legum skilningi þess orðs. Háttsemi hans telst því heldur ekki brot á 6. gr. læknalaga. Í 22. gr. læknalaga er lagt bann við skottulækningum. Þær eru skil- greindar svo í téðu ákvæði að það sé þegar sá, sem ekki hefur leyfi samkvæmt lögunum, býðst til þess að taka sjúklinga til lækninga, gerir sér lækningar að atvinnu, auglýsir sig eða kallar sig lækni, ráðleggur mönnum og afhendir þeim lyf, sem lyfsalar mega einir selja. Miðað við verknaðarlýsingu í ákæru verður ekki á það fallist að sú háttsemi, sem þar er lýst, feli í sér brot á þessu lagaákvæði. 994 Þótt mikilvægir almannahagsmunir séu tengdir því að aðeins þeir, sem hafi til þess tilskilda menntun og leyfi yfirvalda, stundi lækningar og skylda starfsemi verður með hliðsjón af framangreindu ekki talið að ákærði hafi brotið gegn þeim ákvæðum læknalaga, sem í ákæru greinir. Verður hann því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verj- enda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Ríkharður Mar Jósafatsson, skal sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkis- sjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði, Ásgeirs Jónssonar héraðsdómslögmanns, 60.000 krónur, og skipaðs verjanda hans fyrir Hæstarétti, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 1999. Ár 1999, þriðjudaginn 9. nóvember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur sem haldið er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Ingibjörgu Benediktsdóttur héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 1680/1999: Ákæruvaldið gegn Ríkharði Mar Jósafatssyni, sem tekið var til dóms 19. október sl. Málið er höfðað með ákæruskjali lögreglustjórans í Reykjavík 22. júní sl. segn ákærða, „Ríkharði Mar Jósafatssyni, kt. 230759-2009, Hafnargötu 36a, Keflavík, fyrir brot á læknalögum, með því að hafa látið birta tilkynningu um opnun starfsstöðvar í Morgunblaðinu 9., 16. og 19. janúar 1999, þar sem hann auglýsti sig sem „Doctor of Oriental Medicine“ og að sérgrein hans sé austræn læknisfræði, án þess að hafa öðlast rétt til þess að stunda lækningar hér á landi og kalla sig lækni. Telst þetta varða við 1. gr., 6. gr. og 22. gr., sbr. 30. gr. læknalaga nr. 53/1988, sbr. 1. gr. laga nr. 116/1993. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar.“ Málavextir eru þessir: Dagana 9., 16. og 19. janúar sl. birtist í Morgunblaðinu eftirfarandi aug- lýsing: 995 „Ríkharður Jósafatsson Sérgrein: Austræn læknisfræði, tilkynnir opnun sína í húsi World Class, Fellsmúla 24, Reykjavík. Ríkharður hefur starfað í Bandaríkjunum síðastliðin 9 ár sem nuddfræðingur, Doctor of oriental medicine og Acupuncturist. Hann mun taka að sér nýja sjúklinga frá 22. janúar 1999, sími 553 0070“. Aðstoðarlandlæknir lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir að birta aug- lýsingar þessar. Í kærunni kemur fram að kærandi telji auglýsingarnar brjóta gegn læknalögum og vísar í því efni til 1., 6. og 22. gr. laganna. Ákærði sótti um leyfi til að stunda nálarstungulækningar með bréfi til heilbrigðisráðuneytis 2. desember 1997. Bréf þetta liggur ekki fyrir í málinu en til þess er vísað í svarbréfi ráðuneytisins 14. desember 1998, þess efnis að erindi hans hafi verið sent landlæknisembættinu til afgreiðslu. Með bréfi síðastgreinds embættis 4. ágúst 1998 virðist þessu erindi ákærða vera svarað. Segir þar meðal annars að embættinu hafi borist til umsagnar frá ofangreindu ráðuneyti umsókn ákærða um starfsleyfi sem sjúkranuddari hér á landi. Þar er hins vegar ekki minnst á umsókn um nálarstungulækningar. Fram kemur að nám ákærða í Boulder Scool of Massage Therapy árið 1990 sé ekki fullnægjandi að mati landlæknisembættisins til að öðlast réttindi sem sjúkranuddari hér á landi. Kemur þar einnig fram að ákærði hafi sent gögn því til staðfestu að hann hafi lokið námi í „austurlenskum lækningum“, master of oriental medicine. Hins vegar fylgi ekki umsókninni námskrá fyrir námið, sem lýsi hvað kennt sé á námskeiðunum og lengd þess. Þá segir í bréfinu að á vegum landlæknis- embættisins sé starfandi hópur sem aðstoði embættið við mat á umsóknum um starfsleyfi sem sjúkranuddarar. Hópurinn sé reiðubúinn að meta gögn úr námi ákærða í „austurlenskum lækningum“ til að sjá hvort hann hafi hlotið menntun sem fella megi undir nám í sjúkranuddi. Fari ráðuneytið þess á leit að ákærði sendi embættinu gögn frá þeim skóla er hann lauk námi frá í „austurlenskum lækningum“, svo unnt verði að meta nánar nám hans í sjúkranuddi. Í gögnum þeim sem lögð voru fram af hálfu ákærða fyrir dómi og framburði hans kemur fram að ákærði lauk eins árs námi í nuddi árið 1990 frá Boulder School of Massage Therapy í Colorado og fékk réttindi í New Mexico árið 1992 til að stunda þar nudd. Árið 1993 lauk hann prófi eftir þriggja ára nám við International Institute of Chinese Medicine í New Mexico í námsgreininni „Oriental medicine“ með prófgráðuna „master of oriental medicine“. Hlaut hann réttindi Board of acapunctur and oriental medicine í New Mexico í ágúst 1993 sem „Doctor of oriental medicine“, sem heimilar honum, ásamt sérstöku leyfi sem hann fékk í febrúar 1993, að stunda nálarstungumeðferð. Á meðan á þessu þriggja ára námi stóð hlaut hann námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. 996 Ákærði var yfirheyrður hjá lögreglu og fyrir dómi. Hann kvaðst hafa reynt að fá leyfi heilbrigðisyfirvalda til að stunda hér á landi það fag sem hann hafi lært, nudd og oriental medicine, eða austurlenskar lækningar. Hann kvaðst hafa sótt um leyfi annaðhvort sem sjúkranuddari eða nálarstungulæknir eða sér- fræðingur í austurlenskum lækningum í kjölfar viðtals við fyrrum landlækni, en hann hafi starfað við þetta frá því er hann lauk námi og fram í janúar sl. Hann hafi rætt við landlækni til að fá upplýsingar hvernig hann ætti að haga umsókn sinni, þar sem hann vissi ekki hvaða starfsheiti væri notað um það nám sem hann hefði lokið. Hann hafi svo sótt um starfsleyfi en fengið það svar frá fyrrum landlækni, að þeir sem fengju viðurkenningu til að stunda nálarstungur hér á landi væru eingöngu þeir sem væru innan heilbrigðisstéttarinnar, læknar eða sjúkraþjálfarar. Í desember sl. hafi hann sótt á ný um réttindi til að stunda nálarstungumeðferð en ekki enn fengið svar. Núverandi landlæknir hafi síðar sagt í viðtali við ákærða í janúar sl. að verið væri að skoða mál hans og hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessari auglýsingu. Ákærði kvaðst hafa gætt þess að nota ekki starfsheitið læknir í auglýsingunni en hann hafi ekki getað þýtt starf sitt, „doctor of oriental medicine“ í auglýs- ingunni með öðrum hætti en „austurlensk læknisfræði“. Þessar lækningar væru óhefðbundnar og byggðar á aldagömlum fræðikenningum þar sem aðaláhersla sé lögð á að koma jafnvægi á líkamann. Notaðar væru til þess ýmsar aðferðir, t.d. nálarstungur, nudd, jurtir, líkamsæfingar, rafbylgjur, sprautumeðferð, raf- bylgjur, „leisergeisla“ o.fl. Hann sagði að í starfi sínu banni hann fólki hvorki að leita sér hefðbundinna lækninga né lofi því lækningu. Í málinu liggur frammi bréf Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi landlæknis, dagsett 13. febrúar 1998, sem vísar til bréfs ákærða 11. janúar sama ár, þar sem ákærði gerir fyrirspurn um það hvort hann geti sótt um leyfi sem læknir í austurlenskum lækningum, sem nálarstungulæknir eða sjúkranuddari. Segir í bréfinu að hér á landi sé ekki neitt sem heiti læknir í austurlenskum lækningum og vísað er þar í ákvæði læknalaga sem segi til um hvaða þekkingu menn þurfi að hafa til að öðlast almennt læknaleyfi hér á landi. Hafi íslenskur læknir öðlast íslenskt lækningaleyfi geti hann sótt um sérfræðileyfi í tilteknum greinum hafi hann lokið sérnámi í greininni. Um það séu einnig ákvæði í reglugerð. Almennt læknanám taki yfirleitt 4-5 ár, en samkvæmt yfirliti um nám, störf og menntun ákærða sýnist menntun hans ekki uppfylla þau skilyrði. Segir jafnframt í bréfinu að þar sem ákærði hafi ekki læknaleyfi eða sjúkraþjálfaraleyfi muni hann trúlega ekki fá leyfi til að stunda nálarstungumeðferð hér á landi. Er ákærða jafnframt bent á það að hann gæti reynt að sækja um starfsleyfi sem nuddari hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þar sem nokkrir aðilar sem stundað hafi nám í nuddi við sama skóla og ákærði hafi fengið starfsleyfi sem sjúkranuddarar hér á landi. 997 Niðurstaða. Af gögnum málsins er ljóst að ákærði hefur ekki réttindi til að stunda austurlenskar lækningar og nudd hérlendis, en hann hefur lokið viðurkenndu námi í þeim greinum í Bandaríkjunum og fengið leyfi í tilteknum ríkjum þar til að stunda þessar óhefðbundnu lækningar. Hann hefur ekki lagt fram í málinu umsóknir sínar um slík leyfi til heilbrigðisyfirvalda, en allt að einu er ljóst, eins og rakið hefur verið hér að framan, að hann hefur leitað bæði til land- læknisembættisins og heilbrigðisráðuneytisins í þessu efni. Ákærði hefur viður- kennt að hann hafi birt umræddar auglýsingar í Morgunblaðinu greind sinn, en neitar því að í henni felist brot á læknalögum. Hvergi komi þar fram að hann kalli sig lækni í skilningi 1. og 6. gr. læknalaga nr. 53/1988. Þá hefur ákærði vísað til þess að það brjóti gegn stjórnskipulegri vernd aflahæfis, atvinnuréttinda og atvinnufrelsis að hann megi ekki auglýsa starf sitt, sem hann hafi hlotið menntun til að stunda, sem viðurkennd hafi verið af íslenskum stjórnvöldum, sem hafi veitt ákærða námslán á meðan á námi hans stóð í „oriental medicine“. Í 1. gr. læknalaga nr. 53/1988, sbr. 1. gr. laga nr. 116/1993, segir að rétt til þess að stunda lækningar hér á landi og kalla sig lækni hafi: „1. sá sem fengið hefur leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 2. og 3. gr. 2. sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á lækningaleyfi hér á landi sem aðili er að samningi um Evrópska efnahagssvæðið.“ Í 2. mgr. ákvæðisins segir að ráðherra skuli setja nánari reglugerð um þá sem stunda mega lækningar hér á landi skv. 2. tl. 1. mgr. Samkvæmt 6. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 116/1993, á sá einn rétt á að kalla sig lækni og stunda lækningar sem uppfyllir skilyrði 1. gr. Öðrum er óheimilt að nota starfsheiti eða kynningarheiti sem til þess er fallið að gefa hugmyndir um að þeir séu læknar eða stundi lækningar, sbr. nánar ákvæði laga þessara um skottulækningar. Fjallað er um skottulækningar í 22. gr. laganna, en þar segir í 2. mgr.: „Það eru skottulækningar er sá sem ekki hefur leyfi sam- kvæmt lögum þessum býðst til að taka sjúkling til lækninga, gerir sér atvinnu, auglýsir sig eða kallar sig lækni, ráðleggur mönnum eða afhendir þeim lyf sem lyfsalar einir mega selja. Samkvæmt |. mgr. ákvæðisins eru hvers konar skottu- lækningar bannaðar hér á landi“. Kemur þá til athugunar hvort ákærði hafi með auglýsingunum þremur brotið gegn ofangreindum ákvæðum læknalaga. Þegar það er virt ber að skoða ákvæðin í tengslum hvert við annað. Í auglýsingunni er fullyrt að sérgrein ákærða sé austræn læknisfræði og þar kemur fram að hann sé Doctor of oriental medicine og Acupuncturist og hafi starfað sem slíkur í Bandaríkjunum. Kemur þar og 998 fram að hann muni taka að sér sjúklinga. Óumdeilt er að ákærði hefur ekki fengið starfsleyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til að leggja stund á þá starfsemi sína er hann auglýsir. Hann hefur því ekki leyfi til að kalla sig lækni. Þess er að engu getið í auglýsingunni að ákærði hafi ekki öðlast þetta leyfi. Þegar texti auglýsingarinnar er virtur í heild er það álit dómsins að hann sé til þess fallinn að vekja hugmyndir þeirra sem hana lesa um það að ákærði sé læknir, sem stundi lækningar í skilningi |. gr. læknalaga. Þótt ákærði hafi lokið námi í Bandaríkjunum í fræðunum „„oriental medicine“ og hafi fengið starfsréttindi þar breytir það ekki þeirri niðurstöðu að umræddar auglýsingar teljast samkvæmt framansögðu brot á Í. gr., 6. gr. og 22. gr., sbr. 30. gr. læknalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 116/1993. Þessi niðurstaða brýtur að mati dómsins ekki í bága við ákvæði 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 13. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, sbr. dóm Hæstaréttar nr. 52/1995 frá 7. desember. Samkvæmt þessu hefur ákærði gerst sekur um þá háttsemi sem honum er að sök gerð í ákæru. Við ákvörðun refsingar ákærða þykir þó rétt að taka tillit til þess að ákærði hefur aflað sér tiltekinnar menntunar á sviði heilbrigðismála en heilbrigðisyfirvöld hafa dregið að setja reglur um þessar óhefðbundnu lækningar. Þá hefur verið látið óátalið í mörg ár að aðrir sem ekki hafa starfsleyfi auglýsi störf sín með svipuðum hætti og ákærði, svo sem náttúrulæknar, andalæknar og kínverskir náttúrulæknar. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 30.000 króna sekt í ríkissjóð og komi 8 daga fangelsi í stað sektarinnar greiðist hún ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði er eftir þessum málsúrslitum dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ásgeirs Jónssonar héraðsdóms- lögmanns, 60.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Ríkharður Mar Jósafatsson, greiði 30.000 króna sekt í ríkis- sjóð og komi 8 daga fangelsi í stað sektarinnar greiðist hún ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Ásgeirs Jónssonar héraðsdómslögmanns, 60.000 kr. 999 Fimmtudaginn 2. mars 2000. Nr. 485/1999. Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Guðjóni Reyni Gunnarssyni (Atli Gíslason hrl.) Ölvunarakstur. Akstur án ökuréttar. G játaði að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis og sviptur Ökurétti. Dómur héraðsdóms, sem kveðinn hafði verið upp tæpum fimm árum áður en G framdi brotið, var talinn hafa ítrekunaráhrif við ákvörðun um sviptingu ökuréttar G, þótt sviptingin hefði tekið gildi nokkru áður en dómurinn var upp kveðinn og meira en fimm árum áður en seinna brotið var framið. Með vísan til þessa og sakaferils G var dómur héraðsdóms, þar sem G var dæmdur til fangelsisrefsingar og sviptur ökurétti ævilangt, staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson, settur hæstaréttar- dómari. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 9. desember 1999 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og einnig af hálfu ákæru- valds, sem krefst þess nú að héraðsdómur verði staðfestur. Ákærði krefst þess að sér verði gerð vægasta refsing, sem lög leyfa, og fullnustu hennar frestað skilorðsbundið. Í blóðsýni því, sem tekið var úr ákærða í framhaldi af akstri hans aðfaranótt 3. september 1999, reyndist magn alkóhóls vera 1,77%e. Hefur hann ekki borið brigður á þá niðurstöðu. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember 1994 var hann dæmdur í 30 daga varðhald og sviptur ökurétti ævilangt frá 2. ágúst sama árs. Sá dómur hefur ítrekunaráhrif þegar ákveðin er svipting ökuréttar vegna brots þess, sem hér er ákært fyrir, enda ekki liðin fimm ár frá því fyrrgreindur dómur var upp kveðinn og þar til brotið var framið, sbr. 1. mgr. og 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til framan- greinds og sakaferils ákærða verður héraðsdómur staðfestur. 1000 Akærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Guðjón Reynir Gunnarsson, greiði allan áfrýjunar- kostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Atla Gíslasonar hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. nóvember 1999. Ár 1999, mánudaginn 8. nóvember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Valtý Sigurðssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 2324/1999: Ákæruvaldið gegn Guðjóni Reyni Gunnarssyni, en málið var dómtekið samdægurs á grundvelli 125. gr. laga nr. 19/1991. Málið er höfðað með ákæruskjali, dagsettu 28. september 1999, á hendur Guðjóni Reyni Gunnarssyni, kt. 311049-3059, Furugerði 23, Reykjavík, „fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni TI-290, aðfaranótt föstu- dagsins 3. september 1999, undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti, frá Bústaðavegi í Reykjavík, uns lögregla stöðvaði aksturinn á Álakvísl. Þetta telst varða við 1., sbr. 3. mgr. 45. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. gr. laga nr. 48/1997 og 3. gr. laga nr. 57/1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993 og 2. gr. laga nr. 23/1998.“ Ákærði kom fyrir dóminn í dag og kvað háttsemi sinni rétt lýst í ákærunni. Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem studd er öðrum gögnum málsins, að hann hafi framið þá háttsemi sem ákært er út af og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði hefur fjórum sinnum gengist undir að greiða sekt með sátt vegna umferðarlagabrota. Þá hefur hann ítrekað hlotið dóma fyrir brot gegn sömu lögum. Ákærði gekkst undir sátt þann 28. ágúst 1987 með því að greiða 16.000 króna sekt auk sviptingar ökuleyfis í 12 mánuði. Þá var ákærði sviptur ökuleyfi í 3 ár auk þess sem hann gekkst undir að greiða 50.000 króna sekt með sátt 25. október 1989. Þá var ákærði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 24. nóvember 1994 dæmdur í 30 daga varðhald auk sviptingar ökuréttar ævi- 1001 langt. Að þessu athuguðu og með vísan til 5. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegn- ingarlaga þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 2 mánuði. Þá ber að ítreka sviptingu ökuréttar ævilangt frá uppsögu dómsins að telja. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar. Dómsorð: Ákærði, Guðjón Reynir Gunnarsson, sæti fangelsi í 2 mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá uppsögu dómsins að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað. 1002 Fimmtudaginn 2. mars 2000. Nr. 360/1999. - Hrefna Markan Harðardóttir (Einar Gautur Steingrímsson hdl.) segn íslenska ríkinu (Sigrún Guðmundsdóttir hrl.) og Biskupstungnahreppi (Sigurður Jónsson hrl.) Grunnskólar. Kennari. Starfsréttindi. Stjórnsýsla. Málsástæður. Máls- kostnaður. Fyrirsvar. Sératkvæði. Sex kennarar, þar á meðal H, sóttu um kennarastöðu við skólann R í hreppnum B fyrir skólaárið 1994-1995. Voru fjórir af sex umsækj- endum ráðnir, en H var ekki ein af þeim. Mæltu skólastjóri og skóla- nefnd ekki með umsókn hennar og féllst fræðslustjóri á álit þeirra. Á sama tíma sótti skólastjóri um heimild undanþágunefndar grunnskóla til að ráða M sem leiðbeinanda að skólanum. Í bréfi skólastjóra R til H, frá september 1994, var henni tjáð að ekki hefði verið mælt með umsókn hennar. Einnig kom þar fram að forsendur fyrir ráðningu kennara hefðu breyst frá því sem áætlað hefði verið og hefðu fastráðnir kennarar aukið við sig kennslu. Í trúnaðarbréfi frá sama tíma til undanþágunefndar grunnskóla greindu skólastjóri og formaður skóla- nefndar R hins vegar frá því að H væri ekki talin heppilegur starfs- kraftur fyrir skólann og ekki líkleg til að uppfylla kröfur sem gerðar væru til umræddrar kennarastöðu. Áður en undanþágunefndin hafði tekið umsóknina varðandi M til formlegrar afgreiðslu var hún aftur- kölluð. Var M síðar ráðinn af B, sem stuðningsfulltrúi við R, og tók hann um veturinn einnig við nokkurri forfallakennslu. Höfðaði M mál á hendur ríkinu og hreppnum B til heimtu bóta. Kvaðst H ekki hafa verið kunnugt um efni bréfsins til undanþágunefndarinnar fyrr en á árinu 1996. Í málinu reyndi ekki á hvernig ráðning M í starf leiðbein- anda hefði horft við gagnvart H, þar sem umsókn til undanþágu- nefndar grunnskóla um heimild til ráðningar M var afturkölluð. Með hliðsjón af því hvernig ráðningarmál við R skipuðust var talið að óvönduð stjórnsýsla við meðferð málsins hjá skólanum gæti ekki ein og sér bakað ríkinu fébótaskyldu. Við úrlausn málsins var jafnframt 1003 litið til þess að M var ráðinn í annað starf en H sótti um. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna ríkið og B af kröfum H. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 9. september 1999. Hún krefst þess, að stefndu greiði sér óskipt 3.696.710 krónur með vöxtum sam- kvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. september 1995 til stefnu- birtingardags en dráttarvöxtum samkvæmt Il. kafla sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Af hálfu beggja stefndu er krafist staðfestingar á héraðsdómi og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi íslenska ríkið krefst þess til vara, að dómkröfur áfrýjanda verði lækkaðar verulega og málskostn- aður í því tilviki látinn niður falla. Ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. I. Fyrir Hæstarétti hélt lögmaður áfrýjanda því fram, að héraðsdómari hefði látið undir höfuð leggjast að taka til efnislegrar meðferðar málsástæður, sem fram hefðu verið bornar í stefnu málsins í héraði. Í fyrsta lagi sé í héraðsdómi í engu vikið að stöðu Sigurðar Guð- mundssonar sem leiðbeinanda við Reykholtsskóla í Biskupstungum skólaárið 1994 til 1995, þótt í stefnu sé sagt, að í stað áfrýjanda hafi verið ráðnir „leiðbeinendur, þ.e.a.s menn án kennsluréttinda“. Í öðru lagi sé ekkert að því vikið, að brotin hafi verið 5. mgr. 11. gr. þágild- andi laga nr. 48/1986 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, er „rétt- indakennarar“ hafi verið ráðnir að skólanum „í trássi við þetta ákvæði“. Lögmaðurinn kvaðst telja rétt að taka þetta fram, þótt hann vildi ekki krefjast ómerkingar af þessum sökum. Í héraðsdómsstefnu og málatilbúnaði í héraði er augljóslega við það miðað, að Margeir Ingólfsson hafi verið ráðinn til kennslustarfa við Reykholtsskóla í bága við lögvarinn rétt áfrýjanda. Sigurður Guð- mundsson er ekki nefndur á nafn í stefnunni og hvergi er það rökstutt, 1004 að kennarar með full kennsluréttindi hafi að ósekju verið teknir fram fyrir áfrýjanda. Þessar athugasemdir lögmannsins eru því með öllu haldlausar og ganga í berhögg við þann grundvöll málsóknarinnar, sem lagður var í héraði og áfrýjandi er bundinn við. Þann málatilbúnað verður í meginatriðum að skilja svo, að brotinn hafi verið á henni lögvarinn réttur sem grunnskólakennara með full kennsluréttindi, er skólastjóri og skólanefnd Reykholtsskóla hafi ekki mælt með umsókn hennar um starf kennara við skólann skólaárið 1994 til 1995 en þess í stað hlutast til um það að fá undanþágu samkvæmt lögum nr. 48/1986 til að ráða Margeir Ingólfsson sem leiðbeinanda. Þegar það hafi ekki tekist hafi hann fyrir tilstuðlan skólastjóra verið ráðinn til kennslustarfa „undir fölsku flaggi“ af stefnda Biskupstungnahreppi undir starfsheit- inu stuðningsfulltrúi. Jafnframt hafi skólastjóri sagt henni ósatt um orsakir þess, að hún var ekki ráðin, og hún þannig ekki fengið að neyta andmælaréttar síns. 11. Atvikum málsins er lýst í héraðsdómi. Þar kemur fram, að fjórir af sex umsækjendum með full kennsluréttindi voru ráðnir til starfa við Reykholtsskóla umrætt skólaár. Hvorki skólastjóri né skólanefnd mæltu með umsókn áfrýjanda og féllst fræðslustjóri á það álit að höfðu samráði við skólastjóra. Því var heimilt að sækja um það til undan- Þágunefndar grunnskóla samkvæmt 13. gr. laga nr. 48/1986 að fá að ráða Margeir Ingólfsson sem leiðbeinanda, þótt áfrýjandi hefði starfs- réttindi grunnskólakennara en hann ekki. Áður en undanþágunefndin hafði tekið þá umsókn til formlegrar afgreiðslu var hún afturkölluð og getur því ekki reynt á, hvernig ráðning Margeirs í slíkt starf hefði horft við gagnvart áfrýjanda. Í bréfi skólastjóra til áfrýjanda 28. september 1994 kemur fram, að á fundi skólanefndar Reykholtsskóla 12. sama mánaðar hefði meðal annars verið fjallað um ráðningu kennara við skólann, en ekki hefði verið mælt með umsókn áfrýjanda frá 3. mars 1994. Þá er sagt, að forsendur fyrir ráðningu kennara við skólann hafi breyst frá því, sem áætlað hafi verið, þegar auglýst hafi verið um vorið, því að fastráðnir kennarar skólans hafi aukið við sig kennslu. Þetta fær stoð í þeirri fundargerð skólanefndar, sem lögð hefur verið fram. Hins vegar greindu skólastjóri og formaður skólanefndar undanþágunefnd grunn- 1005 skóla frá því í trúnaðarbréfi daginn eftir, þegar rökstudd var beiðni um undanþágu fyrir Margeir Ingólfsson til að kenna í 11 til 15 kennslu- stundir, að skólastjóri og skólanefnd væru að vandlega athuguðu máli „sammála um að Hrefna Markan Harðardóttir er ekki heppilegur starfs- kraftur við Reykholtsskóla og ekki líkleg til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þess kennara sem hefur með höndum íþróttakennslu og umsjón með Laugarvatnsferðum“. Þeirri staðhæfingu áfrýjanda hefur ekki verið hnekkt, að hún hafi fyrst fengið að vita um efni þessa bréfs á árinu 1996. Vitneskja um það fyrr gat vissulega varðað áfrýjanda miklu og haft áhrif á það, til hverra ráða hún teldi sig þurfa að grípa. Þegar til þess er litið, hvernig ráðningarmál kennara skipuðust við Reykholtsskóla haustið 1994, meðal annars með afturköllun á undan- þágubeiðni fyrir Margeir Ingólfsson, verður þessi óvandaða stjórnsýsla við skólann þó ekki talin geta ein og sér bakað stefnda íslenska ríkinu fébótaskyldu. Samkvæmt 4. mgr. 34. gr. þágildandi laga nr. 49/1991 um grunn- skóla réð sveitarstjórn eða skólanefnd í umboði hennar þá starfsmenn skóla, er töldust starfsmenn sveitarfélaga, í samráði við skólastjóra. Fyrir liggur, að stefndi Biskupstungnahreppur réð Margeir Ingólfsson sem stuðningsfulltrúa við Reykholtsskóla þetta skólaár, en ágreiningur er um, hvort og að hverju marki hann sinnti kennslu samhliða öðrum störfum við skólann. Gögn málsins veita ekki óyggjandi vísbendingu um þetta. Þó er óumdeilt, að hann tók við nokkurri forfallakennslu, eftir að fastráðinn kennari veiktist í lok nóvember 1994, en það er utan við grundvöll þessa máls. Við úrlausn málsins er að því að gæta, að Margeir var ráðinn í annað starf en áfrýjandi hafði sótt um og við þá ráðningu reyndi ekki á ákvæði laga nr. 48/1986. Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með skírskotun til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um annað en máls- kostnað. Ekki er rétt að ákvarða bæði menntamálaráðuneytinu og ríkissjóði málskostnað úr hendi áfrýjanda, en 5. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber að skýra svo, að íslenska ríkið sé í dómsmálum í fyrirsvari fyrir ríkissjóð og einstök ráðuneyti og verði þeirri aðild ekki skipt. Eftir atvikum þykir hins vegar rétt, að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. 1006 Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Sératkvæði Hjartar Torfasonar Samkvæmt gögnum málsins tóku fyrirsvarsaðilar Reykholtsskóla ákvörðun um að ráða fjóra kennara til skólans skólaárið 1994-1995 og ráða jafnframt Margeir Ingólfsson sem leiðbeinanda til stundakennslu og fleiri starfa, auk þess sem Sigurður Guðmundsson yrði ráðinn sem leiðbeinandi eftir tilteknu starfshlutfalli. Var þetta meðal annars stað- fest á fundi skólanefndar 12. september 1994. Gagnvart áfrýjanda hefði þetta ekki komið að sök, ef undanþága hefði fengist fyrir Margeir til leiðbeinandastarfans, en því var ekki að heilsa. Var umsókn til undan- þágunefndar grunnskóla afturkölluð, þegar viðvörun barst þess efnis. Í staðinn var brugðið á að ráða Margeir til skólans sem svonefndan stuðningsfulltrúa á kostnað Biskupstungnahrepps, auk þess sem rétt- indakennarar höfðu tekið á sig aukna kennslu. Einnig virðist starfs- hlutfall Sigurðar hafa verið aukið, en atvik að því hafa ekki verið skýrð. Úrslit máls þessa velta einkum á því, hvort sýnt megi telja, að Margeiri Ingólfssyni hafi í raun verið falin kennsla sem leiðbeinanda án undanþágu, í trássi við lögbundin réttindi kennara. Hefur áfrýjandi leitt líkur að því, að þetta hafi gerst, með vísan til síðfenginna stundataflna og fleiri gagna, og er þá ekki átt við störf hans í forföllum fastráðins kennara. Sönnunarstaða stefndu að þessu leyti er og veikari en ella vegna þess, að fram kemur í trúnaðarbréfi með hinni aftur- kölluðu umsókn, að Margeir hafi starfað sem leiðbeinandi og for- fallakennari við skólann næstu fimm ár þar á undan við góðan orðstír. Að öllu athuguðu verður að líta svo á, að stefndu eigi að bera hallann af því, að þetta er ekki fullsannað, enda varðar álitaefnið framgöngu fulltrúa þeirra sjálfra. Verður þá að álykta, að réttur hafi verið brotinn á áfrýjanda, og eigi stefndu þar báðir hlut að máli. Samkvæmt þessu ber áfrýjanda réttur til bóta úr hendi beggja stefndu óskipt. Eftir úrslitum málsins eru ekki efni til að fjalla um fjárhæð bótanna, en auk þeirra ber stefndu að greiða henni hæfilegan málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 1007 Dómur Héraðsdóms Suðurlands 25. júní 1999. Mál þetta, sem dómtekið var 21. maí 1999, er höfðað af Hrefnu Markan Harðardóttur, kt. 180342-7619, Einholti 1, Biskupstungum, með stefnu birtri 21. janúar 1998 á hendur menntamálaráðuneytinu, kt. 460269-2969, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík, ríkissjóði, kt. 550169-2829, Arnarhvoli, Reykjavík, og Biskups- tungnahreppi, kt. 460169-7479, Aratungu, Biskupstungum. Af hálfu stefnanda eru gerðar þær dómkröfur að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda kr. 3.696.710 auk vaxta samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. september 1995 til stefnubirtingardags, en dráttarvaxta sam- kvæmt 10. gr., sbr. 12. gr. vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags, sem reiknist af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og almennra vaxta. Þá er krafist málskostn- aðar að skaðlausu samkvæmt málskostnaðarreikningi. Af hálfu stefndu menntamálaráðuneytisins og ríkissjóðs eru gerðar þær dómkröfur að stefndu verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður að mati réttarins. Til vara er krafist lækkunar á dómkröfum stefn- anda og að í því tilviki verði málskostnaður látinn falla niður. Af hálfu stefnda Biskupstungnahrepps eru gerðar þær dómkröfur að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en til vara að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda lægri fjárhæð. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt málskostnaðarreikningi. 1. Í máli þessu krefur stefnandi stefndu um bætur fyrir tjón sem hún hafi orðið fyrir vegna þess að hún var ekki ráðinn kennari að Reykholtsskóla í Biskups- tungnahreppi, þrátt fyrir að hún hefði full kennsluréttindi, en þess í stað hafi verið ráðnir leiðbeinendur, þ.e.a.s. menn án kennsluréttinda. Atvik að baki máli eru þau að í marsmánuði 1994 sótti stefnandi um kennarastöðu við Reykholtsskóla í Biskupstungnahreppi, fyrir skólaárið 1994- 1995. Sumarið 1994 var auglýst eftir kennurum til starfa við skólann og sóttu fimm kennarar um. Um sumarið voru fjórir kennarar ráðnir að skólanum og var stefnandi ekki einn af þeim. Skólastjóraskipti urðu við skólann í byrjun september er Kristinn M. Bárðarson tók við stjórn skólans. Hann mælti ekki með umsókn stefnanda, sbr. áritun hans á umsókn stefnanda þar að lútandi sem dagsett er 12. september 1999. Á fundi skólanefndar sama dag var samþykkt samhljóða að mæla ekki með umsókn stefnanda. Með bréfi dagsettu 14. september 1994 sótti skólastjóri um heimild undan- þágunefndar grunnskóla til að ráða Margeir Ingólfsson sem leiðbeinanda að skólanum fyrir skólaárið 1994-1995. Áætlað var að hann kenndi valgreinar og íþróttir og annaðist stuðningskennslu, alls 11-15 tíma. Fræðslustjóri samþykkti umsóknina 15. s.m. 1008 Með bréfi Kristins M. Bárðarsonar skólastjóra og Guðmundar Ingólfssonar, formanns skólanefndar, dagsettu 21. september 1994, var fræðslustjóra Jóni Hjartarsyni tilkynnt um þá ákvörðun skólastjóra og skólanefndar að mæla ekki með umsókn stefnanda. Hinn 26. s.m. ritar fræðslustjóri svohljóðandi athuga- semd á umsóknina: „Að höfðu samráði við skólastjóra tel ég skýringar hans fullnægjandi á afstöðu skólanefndar og því samþykkur áliti hennar.“ Með bréfi dagsettu 28. september 1994 tilkynnti skólastjóri stefnanda að ekki hefði verið mælt með umsókn hennar. Í bréfinu er vísað til þess að forsendur fyrir ráðningu kennara við skólann hafi breyst frá því sem áætlað hafi verið þegar auglýst var um vorið, því fastráðnir kennarar skólans hafi aukið við sig kennslu. Næsta dag eða hinn 29. september 1994 rituðu skólastjóri og formaður skóla- nefndar undanþágunefnd grunnskóla bréf vegna umsóknarinnar um heimild til að ráða Margeir Ingólfsson. Í bréfinu segir m.a.: „Að vandlega athuguðu máli eru skólanefnd og skólastjóri sammála um að Hrefna Markan Harðardóttir er ekki heppilegur starfskraftur við Reykholtsskóla og ekki líkleg til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þess kennara sem hefur með höndum íþrótta- kennslu og umsjón með Laugarvatnsferðum. Á síðastliðnum vetri komu upp alvarleg vandamál í Laugarvatnsferðum (m.a. einelti), sem verður að bregðast strax við af festu og ábyrgð.“ Með bréfi til undanþágunefndar dagsettu 14. október 1994 afturkallaði skóla- stjóri umsóknina um heimild til að ráða Margeir Ingólfsson sem leiðbeinanda. Ástæða fyrir afturkölluninni er tilgreind sú að fjárheimildir þær sem fræðslu- stjóri hafi úthlutað Reykholtsskóla til kennslu fyrir skólaárið séu fullnýttar. Margeir Ingólfsson var þannig ekki ráðinn sem leiðbeinandi að Reykholts- skóla skólaárið 1994-1995. Hins vegar liggur fyrir að Sigurður Guðmundsson leiðbeinandi var ráðinn að skólanum umrætt skólaár með samþykki undan- þágunefndar grunnskóla. Margeir var hins vegar ráðinn af Biskupstungnahreppi sem stuðningsfulltrúi við skólann umrætt skólaár og er upplýst er að hann hafi sem slíkur annast forfallakennslu ásamt öðrum kennara og skólastjóra í forföllum Renötu Vil- hjálmsdóttur kennara sem veiktist skyndilega í lok nóvember 1994 og að hann hafi fengið sem svaraði 33,19% launa fyrir hana frá 1. des. 1994 til 31. maí 1995. Il. Kröfur stefnanda eru byggðar á því að Kristinn M. Bárðarson skólastjóri hafi lagt á ráðin og tekið þátt í að hafna stefnanda sem kennara og fá í hennar stað leiðbeinendur við skólann án samþykkis undanþágunefndar. Slíkt sé brot á lögum nr. 48/1986 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskóla- 1009 kennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, sbr. 1. gr., 4. gr., a-lið 2. mgr. 7. gr. og 13. gr. En einnig brot á 5. mgr. 11. gr. sömu laga um að taka skuli tillit til menntunar, kennsluferils, starfsaldurs, starfsreynslu og umsagna um starfs- hæfni. Þá hafi skólastjórinn tekið þátt í því að segja stefnanda ósatt í bréfi þann 28. september 1994 með því að tjá henni í raun að skólinn þarfnaðist hennar ekki þar sem fastráðnir hefðu aukið við sig kennslu. Ljóst sé hins vegar af bréfinu til undanþágunefndar sem ritað var daginn eftir, þar sem m.a. komi fram að skólastjóri og skólanefnd séu sammála um að stefnandi sé ekki heppilegur starfskraftur við Reykholtsskóla, að allt annað var á ferðinni. Með bréfinu til stefnanda hafi skólastjórinn þannig verið að slá ryki í augu stefnanda til að koma í veg fyrir að hún fylgdi eftir rétti sínum og að hún yrði fyrir réttarspjöllum. Auk þess sem þetta sé brot á ólögfestum reglum stjórnsýsluréttarins og öllum grundvallarreglum hans, sé athæfið tilraun til þess að koma í veg fyrir að stefnandi neyti andmælaréttar síns skv. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 31/1993 og 22. gr. um efni rökstuðnings. En einnig varði þetta við 139. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940. Loks hafi skólastjórinn tekið þátt í því ólögmæta athæfi að ráða á vegum sveitarfélagsins Margeir Ingólfsson undir fölsku flaggi (kallaður stuðnings- fulltrúi) utan valdmarka sveitarfélagsins. Allt framangreint sé samfelld tilraun til að koma í veg fyrir að á umsókn stefnanda yrði tekið með lögmætum hætti auk þess sem hvert ofangreindra atriða fyrir sig myndi leiða til skaðabótaábyrgðar. Íslenska ríkið beri skaðabótaábyrgð á gerðum skólastjórans enda sé hann ráðinn af menntamálaráðuneytinu. Á því er einnig byggt að formaður skólanefndar Guðmundur Ingólfsson hafi tekið þátt í því með skólastjóra að hindra ráðningu stefnanda og stuðla að því að Margeir Ingólfsson var ráðinn. Sveitarfélagið beri ábyrgð á störfum skóla- nefndar sem valin er af því, sbr. 18. og 19. gr. laga nr. 49/1991. Þá er byggt á því að Biskupstungnahreppur hafi staðið fyrir því að ráða leiðbeinanda undir fölsku flaggi til þess að sinna kennslustörfum án þess að leita til undanþágunefndar, í trássi við lög og rétt. Í öðru lagi hafi hreppurinn farið út fyrir valdmörk sín og lagaheimildir sem stjórnvald. Á þessum tíma hafi það verið verkefni ríkisins að ráða kennara og aðra leiðbeinendur til starfa, sbr. 34. gr. laga nr. 49/1991. Það sé grund- vallarregla stjórnsýsluréttar að stjórnvöld geti ekki farið út fyrir valdsvið sitt og alls ekki inn á valdsvið annarra stjórnvalda skv. 3. mgr. 6. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986. Biskupstungnahreppur hafi brotið lög með þeim afleiðingum að stefnandi varð af starfi sem hún sótti um. Loks er byggt á því að fræðslustjórinn Jón Hjartarson hafi ekki sinnt rann- 1010 sóknarskyldu sinni skv. stjórnsýslulögum eða eftirlitsskyldu skv. lögum nr. 49/1991, m.a. 15. gr. laganna. Stefnandi byggir á að hinar ólögmætu athafnir stefndu séu saknæmar og valdníðsla og af þeim orsökum hafi stefnandi orðið fyrir verulegu tjóni. Löng dómvenja sé fyrir því að stjórnvöld beri skaðabótaábyrgð á því tjóni sem af ólögmætum athöfnum þeirra eða athafnaleysi leiðir. Þá er á því byggt að Gísli Einarsson, þáverandi oddviti, hafi vanhæfur tekið þátt í afgreiðslu málsins og ákvarðanatöku, sbr. 45. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986, þar sem Margeir Ingólfsson sé systursonur hans, en það hafi verið meðvirkandi þáttur í vald- níðslunni. Annars vegar krefur stefnandi um þau laun sem hún hefði haft skólaárið 1994-1995, samtals kr. 1.401.231, og hins vegar kr. 2.500.000 fyrir annað fjártjón og miska skv. því sem á eftir greinir. Tjón vegna missis kennaralauna skólaárið 1997-1998 er sundurliðað svo í stefnu: Mánaðarlaun 1.217.125 Desemberuppbót 24.775 Orlofsuppbót 8.000 Lágmarksupphæð orlofsfjár 6.809 Árslaun 1.256.709 Töpuð lífeyrisréttindi 144.522 Samtals 1.401.231 Kröfu þessa lækkaði stefnandi í kr. 1.196.710 og kveðst þar taka til frádráttar atvinnuleysisbætur er henni hafa verið greiddar. Að því er varðar hin töpuðu lífeyrisréttindi þá telur stefnandi rétt að miðað sé við framlag launagreiðanda í A-deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en framlag stefnanda sjálfrar hefði verið 4%. Stefnandi telur sig hafa orðið fyrir verulegum miska sem hún eigi rétt á að fá bættan skv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Byggir stefnandi á því að hinar ólögmætu athafnir sveitarfélagsins séu jafnframt meingerð gegn æru og persónu hennar og feli í sér verulegar þjáningar s.s. sársauka, niðurlægingu, skerta sjálfsmynd, minni lífsgleði, skerta sjálfsvirðingu og kjarkleysi og röskun á stöðu og högum. Telur stefnandi sig því eiga rétt til miskabóta. Telur stefnandi það auka á miskann að brotið er framið af stjórnvöldum. Gerir stefnandi kröfu um 2.500.000 kr. fyrir fjártjón og miska þar sem erfitt sé að greina miskann frá fjártjóni að því er varðar röskun á stöðu og högum, enda sé brot stefnda til þess fallið að valda stefnanda vandræðum við að sækja um starf í skólum, t.d. í nágrenninu, þar sem orðstír hennar hafi beðið verulegan hnekki og erfitt sé fyrir hana að bera hönd fyrir höfuð sér í þeim efnum. 1011 Telur stefnandi, að því er varðar bætur fyrir tapaðan orðstír, að ljóst sé að gerðir stefndu séu til þess fallnar að valda fjártjóni í framtíðinni og útilokað sé að sanna umfang tjónsins. Við slíkar aðstæður sé ekki brugðið á það ráð í íslenskum rétti að sýkna vegna sönnunarskorts. Á því er byggt með vísan til 42. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., 86. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu og 77. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, að í íslenskum rétti sé til réttarregla sem er á þá leið að sá sem verður fyrir tjóni eða skaðabótaskyldum verknaði, sem er til þess fallinn að valda tjóni, eigi rétt til bóta sem taki mið af því að tjónið verði örugglega fullbætt. Regla þessi fái stuðning í dómvenju. Varðandi málskostnaðarkröfu vísar stefnandi til XXI. kafla laga nr. 91/1991, sérstaklega 129. og 130. gr. HI. Af hálfu stefndu menntamálaráðuneytisins og ríkissjóðs er öllum máls- ástæðum stefnanda vísað á bug og á því byggt að ekki verði betur séð en að þær séu allar byggðar á misskilningi. Í stuttu máli séu atvik málsins þannig að á árinu 1994 hafi fræðsluskrifstofa Suðurlands auglýst kennslustarf við Reyk- holtsskóla í Biskupstungum, þrátt fyrir að ekki lægi fyrir á þeim tíma hvaða kennarar myndu verða áfram við skólann. Fimm kennarar hafi sótt um stöðuna, auk þess sem að fyrir hafi legið umsókn frá stefnanda. Fjórir af sex umsækj- endum hafi verið ráðnir að skólanum um sumarið, en hvorki skólastjóri né skólanefnd hafi mælt með umsókn stefnanda og hafi fræðslustjóri tekið undir álit þeirra. Skólastjóraskipti hafi orðið að skólanum í byrjun september og hafi verið ákveðið að bíða með að ráða fleiri kennara þar til að þeim loknum. Í upphafi skólaárs hafi komið fram hjá fastráðnum kennurum í hlutastarfi að þeir vildu gjarnan auka við sig kennslu og því hafi ekki fleiri kennarar verið ráðnir að skólanum þetta haust. Hafi stefnanda verið tilkynnt um þetta með bréfum 28. september 1994 og 3. nóvember s.á. Hinn 14. september hafi skólastjóri sótt um heimild til að ráða Margeir Ingólfsson leiðbeinanda skólaárið 1994-1995. Hinn 14. október hafi skólastjóri afturkallað umsóknina og þar með hafi lokið afskiptum menntamálaráðuneytisins að málinu. Af hálfu stefndu er á því byggt að misskilnings gæti í málshöfðun stefnanda. Ljóst sé að fjórir af sex kennurum er sóttu um kennarastöður hafi verið ráðnir. Enginn leiðbeinandi hafi verið ráðinn í auglýsta kennarastöðu. Úr lausu lofti sé gripið að Margeir Ingólfsson hafi gegnt auglýstri kennarastöðu. Því sé ekki um það að ræða að lög nr. 48/1986 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra hafi verið brotin. Þá er á því byggt að það sé rétt sem fram komi í bréfi skólastjóra til stefnanda að aðrir kennarar við skólann hafi bætt á sig kennslu þannig að ekki hafi verið þörf á að ráða fleiri kennara. Bréf skólastjóra og formanns skólanefndar til 1012 undanþágunefndar frá 29. september skipti hér engu máli enda hafi það verið afturkallað og engin réttaráhrif haft og skapi ekki bótaskyldu. Sú málsástæða stefnanda að skólastjórinn hafi tekið þátt í því með sveitar- félaginu að ráða Margeir Ingólfsson sé órökstudd og torskilið hvernig hún eigi að geta tengst stefnda ríkissjóði. Skólastjóri hafi einnig skyldum að gegna gagn- vart sveitarfélagi. Athafnir hans sem gerðar séu á vegum sveitarfélags skapi ekki bótaskyldu hjá ríkissjóði. Stefndu vísa á bug þeirri málsástæðu stefnanda að fræðslustjóri hafi ekki rækt skyldur sínar. Málsástæðan byggist enn á þeim misskilningi að Margeir Ingólfsson hafi verið ráðinn sem leiðbeinandi. Áritun fræðslustjóra á umsókn stefnanda þar sem segir: „Að höfðu samráði við skólastjóra tel ég skýringar hans fullnægjandi á afstöðu skólanefndar og því samþykkur áliti hennar“ beri með sér að sérstök athugun hafi farið fram. Af hálfu stefnda Biskupstungnahrepps er mótmælt þeirri staðhæfingu stefn- anda sem fram kemur í stefnu að stefndi hafi staðið fyrir því að ráða leið- beinanda til Reykholtsskóla. Ráðning starfsmanns til sveitarfélags geti á engan hátt bakað stefnanda bótarétt á hendur stefnda enda ekki samhengi milli hennar og ráðningar kennara til Reykholtsskóla á vegum og ábyrgð ríkisins. Fullyrð- ingum stefnanda um að forsvarsmenn Biskupstungnahrepps hafi sýnt af sér valdníðslu er mótmælt sem órökstuddum. Á þeim tíma sem kröfugerð stefnanda beinist að hafi rekstur Reykholtsskóla verið á ábyrgð og kostnað ríkisins og Biskupstungnahreppur enga fjárhagslega ábyrgð borið á rekstrinum, þ.m.t. ráðningum kennara. Ráðning Margeirs Ingólfssonar í starf gæslumanns og það að nemendur ÍKÍ á Laugarvatni stunduðu að einhverju leyti íþróttakennslu geti ekki bakað stefnanda bótarétt á hendur Biskupstungnahreppi. Eins og stefnandi leggi fram kröfu sína sé gert ráð fyrir að stefnandi hafi ekki getað haft aðrar tekjur en af kennslu. Því sé mótmælt sem órökstuddu í ljósi þess að stefnandi reki ásamt eiginmanni sínum kúabú með yfir 30 kúm og yfir 100.000 lítra mjólkurkvóta. Auk þess sem að við kröfugerðina sé ekki tekið tillit til hinnar almennu skyldu sem stefnanda beri til þess að takmarka hið meinta tjón sitt. Vísar stefndi einnig til þeirra sjónarmiða sem fram koma hjá meðstefnda ríkinu. IV. Kristinn M. Bárðarson skólastjóri greindi frá því fyrir dóminum að þar sem fastráðnir kennarar hefðu bætt við sig kennslu hafi ekki verið þörf á að ráða fleiri kennara. Fyrir hafi legið að Margeir Ingólfsson yrði ráðinn af Biskups- tungnahreppi sem stuðningsfulltrúi að skólanum, en veturinn áður höfðu komið 1013 upp alvarleg vandamál, m.a. einelti, í Laugarvatnsferðum og hafi Margeir, sem var öllum hnútum kunnugur, verið talinn sérstaklega vel til þess fallinn að takast á við þau mál. Þá hafi verið einhugur um að hann yrði tilsjónarmaður með dreng. Ekki hafi verið um hátt stöðuhlutfall að ræða þannig að vilji hafi staðið til að hann kenndi einnig nokkra tíma á viku. Hafi skólastjóri og skólanefnd verið á einu máli um að mæla með honum sem leiðbeinanda og hafi fræðslu- stjóri verið því samþykkur. Ætlunin hafi verið að hann yrði annars vegar stuðn- ingsfulltrúi sem sveitarfélagið greiddi allan kostnað af og hins vegar stundakennari í örfáum tímum. Því hafi verið farið fram á heimild undan- þágunefndar til að ráða hann. Til hafi staðið að hann kenndi yngstu börnunum íþróttir í 10 tíma og 4.-5. bekk náttúrufræði. En áður en að undanþágunefnd hafi afgreitt umsóknina hafi hins vegar komið í ljós að tímakvóti skólans var búinn, andstætt því sem talið hafði verið og hafi misskilningur valdið því. Því hafi umsóknin verið afturkölluð. Þetta hafi leitt til þess að íþróttakennsla yngstu barnanna hafi fallið niður. Hins vegar hafi Margeir verið ráðinn sem stuðn- ingsfulltrúi að skólanum og hafi hann sem slíkur haft með höndum gæslu með nemendum, t.d. í frímínútum, hádegi og ferðum á Laugarvatn. Þá hafi hann verið tilsjónarmaður með einum nemanda og verið honum m.a. til aðstoðar Í kennslustundum. Loks hafi hann kennt tilfallandi forfallakennslu. Þannig hafi Margeir ásamt öðrum kennt í forföllum kennarans Renötu sem veikst hafi um veturinn. Staða hennar hafi ekki verið auglýst þar sem ekki hafi verið fyrirséð hversu lengi hún yrði frá vinnu, hins vegar hafi bati hennar orðið mjög hægur og hún verið frá kennslu það sem eftir var skólaársins. Margeir Ingólfsson kvaðst umræddan vetur hafa verið ráðinn sem stuðn- ingsfulltrúi að skólanum. Í starfi hans hafi fyrst og fremst verið fólgið að sjá um gæslu í skólanum og í Laugarvatnsferðum, sem hann hafði séð um áður, en þangað hafi eldri krakkarnir farið í íþróttir. En einnig hafi hann gripið inn í forfallakennslu, m.a. hafi hann ásamt skólastjóra kennt í forföllum kennarans Renötu. Guðmundur Ingólfsson, þáverandi formaður skólanefndar, kvað skólanefnd hafa hlutast til um að hreppurinn réði Margeir sem stuðningsfulltrúa, en í starfi hans hafi falist gangavarsla og önnur slík störf svo sem aðstoð inni í bekkjum. Þá hafi hann séð um gæslu í Laugarvatnsferðum. Skólanefnd hafi ekkert haft með að gera þá forfallakennslu sem hann hafi annast, slíkt sé alfarið á verksviði skólastjóra. Gísli Einarsson, þáverandi oddviti Biskupstungnahrepps, kvaðst ekki hafa haft önnur afskipti af ráðningu Margeirs Ingólfssonar en að staðfesta það sem skólanefnd lagði til. Jón Hjartarson, þáverandi fræðslustjóri, skýrði frá því fyrir dóminum að hann hefði leitað eftir skýringum skólastjóra á þeirri afstöðu skólanefndar að mæla 1014 ekki með umsókn stefnanda og mat hann skýringarnar fullnægjandi. Hann kvað það hafa verið vinnureglu hjá sér að standa ekki í vegi fyrir því að álits undanþágunefndar væri leitað ef skólastjóri og skólanefnd voru sammála um að óska eftir því. V. Stefnandi sótti um stöðu kennara við Reykholtsskóla í marsmánuði 1994. Um sumarið var auglýst eftir kennurum við skólann og sóttu þá um fimm kennarar og voru fjórir af þeim ráðnir. Samkvæmt 3. mgr. 13. gr. þágildandi laga nr. 48/1986, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, var heimilt að sækja um undanþágu til að ráða leiðbeinanda að skóla ef enginn þeirra sem um umsóknir fjallaði treysti sér til að mæla með ráðningu umsækjanda sem hafði réttindi. Fyrir líggur að hvorki skólastjóri né formaður skólanefndar mæltu með umsókn stefnanda. Aftur á móti voru þeir sammála um að sækja um heimild til undanþágunefndar grunnskóla til að ráða Margeir Ingólfsson sem leiðbeinanda að skólanum til að kenna 11-15 tíma og var fræðslustjóri því samþykkur. Ekki reyndi á afstöðu undanþágunefndar til umsóknarinnar þar sem umsóknin var afturkölluð því í ljós kom að ætlaður tímakvóti skólans var fullnýttur, en það hafði það í för með sér að sögn skólastjóra að fella varð niður íþróttakennslu yngstu barnanna. Hins vegar liggur fyrir að Sigurður Guðmundsson var ráðinn að skólanum sem leiðbeinandi skólaárið 1994-1995 með samþykki undanþágunefndar. Sú málsástæða stefnanda að fræðslustjóri hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni eða eftirlitsskyldu samkvæmt lögum er órökstudd og verður ekki á henni byggt, en fræðslustjóri hefur borið að hann hafi leitað eftir skýringum á þeirri afstöðu skólastjóra og formanns skólanefndar að mæla ekki með umsókn stefn- anda og metið skýringar þeirra fullnægjandi. Með bréfi Kristins M. Bárðarsonar skólastjóra dagsettu 28. september 1994 var stefnanda tilkynnt að ekki hefði verið mælt með umsókn hennar um kenn- arastöðu og það jafnframt tekið fram að forsendur fyrir ráðningu kennara við skólann hefðu breyst þar sem fastráðnir kennarar skólans hafi aukið við sig kennslu. Byggir stefnandi á því að skólastjórinn hafi með bréfinu tekið þátt í að segja henni ósatt, með því að tjá henni í raun að skólinn þarfnaðist hennar ekki. Ljóst sé hins vegar af bréfi hans og formanns skólanefndar, sem ritað hafi verið undanþágunefnd daginn eftir, þar sem fram komi m.a. að hún sé ekki heppilegur starfskraftur fyrir Reykholtsskóla, að allt annað var á ferðinni. Ekkert liggur fyrir í málinu um að staðhæfingar í tilvitnuðu bréfi um að fastráðnir kennarar hafi bætt við sig kennslu séu rangar, en á það er að líta að ekki voru fleiri kennarar ráðnir að skólanum umrætt skólaár en fjórir af þeim sex sem sóttu um. Samkvæmt því og þar sem ráð var fyrir því gert að Margeir 1015 yrði ráðinn að skólanum sem leiðbeinandi verður ekki séð að skólinn hafi þarfn- ast starfskrafta stefnanda á þeim tíma þegar skólastjóri ritaði henni bréfið 28. september 1994. Verður því ekki fallist á að skólastjóri hafi tekið þátt í að segja stefnanda ósatt í bréfi sínu. Umsóknin um að ráða Margeir var afturkölluð áður en undanþágunefnd tók afstöðu til hennar. Ástæður þær sem tilgreindar eru í bréfinu til undanþágu- nefndar frá 29. september fyrir því hvers vegna óskað var eftir að ráða Margeir en ekki stefnanda höfðu því engin réttaráhrif. Stefnandi byggir á því að Margeir hafi verið ráðinn sem leiðbeinandi að skólanum án samþykkis undanþágunefndar. Sú málsástæða stefnanda er hald- laus þar sem í málinu er upplýst að Margeir var ráðinn að skólanum af Biskups- tungnahreppi sem stuðningsfulltrúi. Í starfi hans sem slíks fólst m.a. að annast gæslu nemenda, t.d. í frímínútum, hádegi og ferðum á Laugarvatn. Ósönnuð er sú staðhæfing stefnanda að skólastjóri hafi tekið þátt í að ráða Margeir á vegum sveitarfélagsins undir fölsku flaggi til að sinna kennslu- störfum. Sömuleiðis að formaður skólanefndar hafi tekið þátt í því með skóla- stjóra að hindra ráðningu stefnanda og stuðla að ráðningu Margeirs. Samkvæmt 4. mgr. 34. gr. þágildandi laga nr. 49/1991 um grunnskóla réð sveitarstjórn eða skólanefnd í umboði hennar þá starfsmenn skóla er töldust starfsmenn sveitarfélaga í samráði við skólastjóra. Var Biskupstungnahreppi þannig heimilt að ráða Margeir sem stuðningsfulltrúa að skólanum og fór ekki út fyrir valdmörk sín við ráðningu hans. Fyrir liggur að Margeir er systursonur Gísla Einarssonar, þáverandi oddvita Biskupstungnahrepps. Ekkert annað liggur fyrir í málinu um afskipti Gísla af ráðningu Margeirs en framburður hans sjálfs um að hann hafi ekki haft önnur afskipti af ráðningu Margeirs en að staðfesta ráðningu hans eins og hún var lögð fyrir hann af skólastjóra og skólanefnd. Verður ekki úr því leyst í máli þessu hvort oddvitanum hafi borið að víkja sæti við afgreiðslu ráðningar Margeirs sem starfsmanns Biskupstungnahrepps, enda verður ekki litið svo á að úrlausn um það atriði hafi áhrif á niðurstöðu máls þessa. Upplýst er að skólastjóri fól Margeiri ásamt öðrum kennslu í forföllum kennarans Renötu Vilhjálmsdóttur umrætt skólaár. Var honum það heimilt þar sem veikindi Renötu bar fyrirvaralaust að. Veikindi Renötu urðu hins vegar að sögn skólastjóra langvinnari en fyrir varð séð og kom hún ekki aftur til kennslu umrætt skólaár. Í máli þessu verður ekki leyst úr því hvort og eftir atvikum hvenær borið hafi að auglýsa stöðu Renötu þar sem það er utan við grundvöll máls þessa. Að öllu framangreindu virtu verða stefndu sýknuð af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir úrslitum málsins verður stefnanda gert að greiða stefndu menntamála- 1016 ráðuneytinu, ríkissjóði og Biskupstungnahreppi hverjum fyrir sig málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 100.000 krónur. Dóm þennan kveður upp Þorgerður Erlendsdóttir, settur héraðsdómari. Dómsuppkvaðning hefur dregist vegna embættisanna dómara. Dómari og lögmenn aðila töldu endurflutning málsins óþarfan. Dómsorð: Stefndu, menntamálaráðuneytið, ríkissjóður og Biskupstungnahreppur, eru sýkn af öllum kröfum stefnanda, Hrefnu Markan Harðardóttur, í máli þessu. Stefnandi, Hrefna Markan Harðardóttir, greiði stefndu, menntamála- ráðuneytinu, ríkissjóði og Biskupstungnahreppi, hverjum fyrir sig 100.000 krónur í málskostnað. 1017 Fimmtudaginn 2. mars 2000. Nr. 386/1999. ÁHÁ-byggingar ehf. (Pétur Þór Sigurðsson hrl.) gegn Ingvari Guðmundssyni (Valgarður Sigurðsson hrl.) og gagnsök Fasteignakaup. Forkaupsréttur. Kröfugerð. Með dómi Hæstaréttar 19. nóvember 1998 var viðurkenndur forkaups- réttur Í að tveimur eignarhlutum í nánar tiltekinni fasteign með þeim skilmálum, sem greindi í kauptilboði einkahlutafélagsins Á til Ó 29. desember 1996, en afhendingardagur samkvæmt tilboðinu skyldi vera 1. apríl 1997. Hins vegar var vísað frá dómi kröfu Í um að Á yrði gert að gefa út afsal fyrir eignarhlutunum. Í höfðaði að nýju mál gegn Á 9. janúar 1999 og krafðist þess að Á yrði dæmt til þess að gefa út afsal samkvæmt nánar tilteknum skilmálum, sem Í taldi í samræmi við kauptilboðið frá 29. desember 1996. Á hélt því hins vegar fram að for- kaupsréttur Í væri fallinn niður, þar sem 1 hefði hvorki greitt kaup- verðið né efnt skyldur sínar að gengnum fyrrgreindum dómi Hæsta- réttar auk þess sem | byði nú ekki fram greiðslur í samræmi við til- boðið. Á það var fallist með héraðsdómara, að Í hefði ekki verið gefið tilefni til að bjóða fram greiðslu kaupverðs án málsóknar eftir að dómur Hæstaréttar gekk um forkaupsrétt hans og væri því ekki unnt að líta svo á að réttur hans væri niður fallinn. Í héraðsdómi, sem stað- festur var með vísan til forsendna hans, var fallist á að Á væri skylt að gefa út afsal til 1 gegn yfirtöku veðskulda, sem greindi í kauptilboðinu, miðað við stöðu þeirra 29. desember 1996, en með áföllnum vöxtum og verðbótum frá 1. apríl 1997 að telja, auk peningagreiðslu í sam- ræmi við tilboðið. Á Þótti ekki hafa átt rétt á dráttarvöxtum af pen- ingagreiðslunni fyrr en eftir uppkvaðningu héraðsdóms. Hins vegar taldi héraðsdómari að hann ætti rétt á vöxtum sem svöruðu til vegins meðaltals vaxta af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum fram til þess tíma og gerði Í ekki sérstaka kröfu um að þeirri ákvörðun yrði breytt. Í var einnig talið rétt að draga frá peningagreiðslunni fjárhæðir, sem hann hafði greitt Á í leigu fyrir eignarhlutana eftir |. apríl 1997, 1018 en honum bæri einnig að standa skil á sköttum og gjöldum, sem fallið hefðu á eignina frá þeim tíma. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararmir Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 28. september 1999. Hann krefst þess að vísað verði frá Hæstarétti aðallega öllum kröfum gagnáfrýjanda um breytingar á niðurstöðum hins áfrýjaða dóms, en til vara kröfu um vexti í þrautavarakröfu gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti. Að öðru leyti krefst aðaláfrýjandi aðallega sýknu af kröfum gagn- áfrýjanda, svo og að viðurkennt verði að fallinn sé niður forkaupsréttur gagnáfrýjanda að eignarhlutum nr. 0103 og 0104 í fasteigninni að Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði og að honum verði gert að víkja úr þeim. Til vara krefst aðaláfrýjandi þess að gegn útgáfu afsals fyrir umræddum eignarhlutum verði gagnáfrýjandi dæmdur til að greiða sér 12.351.367 krónur, 3.740.086 krónur og 330.388 krónur með dráttarvöxtum sam- kvæmt Il. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af nánar tilteknum fjárhæðum frá 30. apríl 1997 til greiðsludags. Verði gagnáfrýjanda einnig gert að taka að sér að greiða eftirstöðvar sex veðskuldabréfa, sem hvíli á eignarhlutunum og hafi 16. febrúar 2000 numið alls 7.453.458 krónum, og áfallna vexti og verðbætur frá síðasta gjalddaga hvers skuldabréfs ásamt innheimtukostnaði. Jafnframt verði hann dæmdur til að greiða fasteignagjöld vegna eignarhlutanna frá 1. janúar 2000 ásamt áföllnum dráttarvöxtum. Til þrautavara krefst aðaláfrýjandi þess að fyrrnefndar fjárhæðir í varakröfu beri á þargreindu tímabili nánar tiltekna vexti, sem svari til meðaltals ársvaxta af nýjum almennum útlánum viðskipta- banka og sparisjóða. Enn til vara krefst hann þess, að fjárhæðirnar í varakröfu beri á sama tímabili nánar tiltekna vexti, sem svari til vegins meðaltals vaxta af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum hjá við- skiptabönkum og sparisjóðum. Hann krefst einnig málskostnaðar í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 26. nóvember 1999. Hann krefst þess aðallega að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að gefa út afsal til sín fyrir framangreindum eignarhlutum í fasteigninni að Fjarðargötu 17 gegn staðgreiðslu á 21.037.500 krónum að frádregn- um húsaleigugreiðslum að fjárhæð 1.814.395 krónur, en viðbættum 1019 fasteignagjöldum að fjárhæð 225.340 krónur. Til vara krefst gagn- áfrýjandi þess að sér verði gert að greiða sömu fjárhæð með því að taka að sér veðskuldir, sem hvíli á eignarhlutunum samkvæmt sex skulda- bréfum, miðað við eftirstöðvar þeirra við útgáfu afsals, en afgang kaupverðsins greiði hann á sama tíma með peningum. Til þrautavara krefst hann þess að sama fjárhæð verði greidd með því að hann taki að sér eftirstöðvar umræddra veðskulda eins og þær stóðu 29. desember 1996, samtals 8.686.133 krónur, og greiði vexti, sem hafi fallið á skuldirnar frá 1. apríl 1997, en afgangur kaupverðsins, 12.351.367 krónur, verði greiddur með peningum við útgáfu afsals að viðbættum áðurnefndum 225.340 krónum en frádregnum 1.814.395 krónum með nánar tilteknum vöxtum, sem svari til vegins meðaltals vaxta af óverð- tryggðum útlánum viðskiptabanka og sparisjóða, frá 10. apríl 1997 til 28. júní 1999, en dráttarvöxtum samkvæmt 1ll. kafla vaxtalaga frá þeim degi til útgáfudags afsals. Í öllum þessum tilvikum krefst gagn- áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til ýtrustu vara krefst gagnáfrýjandi þess að héraðsdómur verði staðfestur og sér dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti. I. Samkvæmt gögnum, sem lögð voru fyrir Hæstarétt, óskaði gagn- áfrýjandi eftir því 28. júní 1999 í símskeyti til lögmanns aðaláfrýjanda að fá að greiða kaupverð fyrrnefndra eignarhluta í fasteigninni að Fjarðargötu 17 með þeirri fjárhæð, sem mælt var fyrir um í héraðs- dómi, gegn því að fá um leið gefið út afsal fyrir þeim. Hinn 29. sama mánaðar sendi gagnáfrýjandi lögmanninum útreikning á fjárhæðinni, sem hann taldi nema 13.510.122 krónum að meðtöldum vöxtum. Á fundi sama dag bauð gagnáfrýjandi fram greiðslu fjárhæðarinnar með tékka, en aðaláfrýjandi hafnaði að taka við henni og gefa út afsal með vísan til þess að hann hygðist skjóta málinu til Hæstaréttar. Lagði gagn- áfrýjandi þá fjárhæðina 6. júlí 1999 á geymslureikning við Bún- aðarbanka Íslands hf. Með framangreindum aðgerðum bauð gagnáfrýjandi fram efndir á skyldum sínum samkvæmt dómsorði héraðsdóms og lýsti þannig í verki vilja sínum til að una við niðurstöðu hans. Aðaláfrýjandi neitaði hins vegar að taka við greiðslu. Af þessari afstöðu gat gagnáfrýjandi ekki verið bundinn þegar aðaláfrýjandi lét verða af áfrýjun héraðs- 1020 dóms. Eru því ekki efni til að fallast á með aðaláfrýjanda að gagn- áfrýjandi hafi vegna þessara gerða sinna glatað heimild til að áfrýja héraðsdómi. Fyrrgreind þrautavarakrafa gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti er sama efnis og krafa, sem hann gerði í héraðsdómsstefnu til „þrautaþrauta- vara“, ef frá er talið að í héraði tilgreindi hann ekki vaxtafót „meðal- vaxta banka og sparisjóða af óverðtryggðum lánum“, sem þar voru nefndir svo og hann krafðist að reiknaðir yrðu af húsaleigugreiðslum til aðaláfrýjanda að fjárhæð samtals 1.814.395 krónur. Úr þeirri ónákvæmni í kröfugerð bætti gagnáfrýjandi í gagnáfrýjunarstefnu. Verður ekki litið svo á að þargreind krafa um vexti sé ný krafa fyrir Hæstarétti, eins og aðaláfrýjandi hefur haldið fram. Samkvæmt framansögðu eru ekki efni til að verða við kröfu aðaláfrýjanda um að vísað verði frá Hæstarétti kröfum gagnáfrýjanda um breytingar á hinum áfrýjaða dómi, hvorki í heild né að hluta. ll. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um að hafna fyrrgreindum kröfum, sem aðaláfrýjandi hefur aðallega gert fyrir Hæstarétti. Sem áður segir krefst aðaláfrýjandi með varakröfum sínum hér fyrir dómi að gagnáfrýjanda verði gegn útgáfu afsals fyrir eignarhlutunum í Fjarðargötu 17 gert að greiða sér 12.351.367 krónur að viðbættum 3.140.086 krónum og 330.388 krónum með vöxtum, svo og að gagn- áfrýjanda verði gert að taka að sér greiðslu eftirstöðva sex veðskulda- bréfa, sem hvíli á eignarhlutunum og aðaláfrýjandi kveður hafa numið 16. febrúar 2000 samtals 7.453.458 krónum, og fasteignagjalda frá 1. Janúar 2000 að telja. Aðilarnir deila ekki um að fyrstnefnda fjárhæðin svari til þess hluta útborgunar samkvæmt kauptilboði 29. desember 1996 og kaupsamningi 30. sama mánaðar um alla fyrstu hæð hússins að Fjarðargötu 17, sem hefði átt að koma fyrir eignarhlutana nr. 0103 og 0104 og greiðast á tímabilinu frá 30. apríl 1997 til 25. apríl 1998. Fjárhæðin, sem næst er nefnd hér að ofan, er samkvæmt málatilbúnaði aðaláfrýjanda heildarfjárhæð afborgana, verðbóta, vaxta og innheimtu- kostnaðar af áhvílandi veðskuldum á eignarhlutunum, sem hann kveðst hafa innt af hendi á tímabilinu frá 1. maí 1997 til 3. nóvember 1999. Fjárhæðin, sem því næst greinir, er að sögn aðaláfrýjanda samtala 1021 fasteignagjalda af eignarhlutunum, sem hann greiddi frá 15. júní 1997 til sama dags á árinu 1999. Aðaláfrýjandi breytti kröfum sínum endan- lega í það horf, sem hér um ræðir, við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti. Fram til þess tíma hafði hann á hinn bóginn allt frá aðal- meðferð málsins í héraði krafist í sömu liðum og áður greinir greiðslu á 12.351.367 krónum, 2.585.659 krónum og 225.340 krónum, svo og að gagnáfrýjandi yrði dæmdur til að taka að sér áhvílandi veðskuldir að eftirstöðvum 7.621.547 krónur og ógreidd fasteignagjöld á gjald- daga frá og með 15. mars 1999. Samkvæmt málatilbúnaði aðaláfrýj- anda stafar þessi breyting á kröfugerð af því að hann hafi eftir aðal- meðferð málsins í héraði greitt fasteignagjöld af eignarhlutunum og afborganir af veðskuldum, sem hafi í senn valdið hækkun á kröfuliðum hans um greiðslu úr hendi gagnáfrýjanda og lækkun á eftirstöðvum áhvílandi veðskulda. Þessar breytingar á kröfugerð komu ekki fram í greinargerð aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti. Þegar af þeirri ástæðu er ekki fullnægt skilyrðum til að koma þeim að í málinu samkvæmt 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 17. gr. laga nr. 38/1994. Verður samkvæmt þessu að taka mið af kröfum aðal- áfrýjanda, eins og þær voru bornar fram endanlega í héraði og í greinargerð hans fyrir Hæstarétti, en til þess verður að líta að við málflutning hér fyrir dómi lýsti gagnáfrýjandi yfir að hann viðurkenndi að í uppgjöri á milli aðilanna yrði tekið tillit til greiðslu afborgana, verðbóta og vaxta af veðskuldum, sem hvíli á eignarhlutunum, ásamt gjöldum af þeim til samræmis við þær forsendur, sem lagðar yrðu til grundvallar dómi í málinu um hvernig standa ætti að slíku uppgjöri. Gagnáfrýjandi lagði sem áður segir 6. júlí 1999 á geymslureikning greiðslu á þeirri fjárhæð, sem hann taldi samkvæmt eigin útreikningi að héraðsdómur hafi gert sér að standa aðaláfrýjanda skil á gegn útgáfu afsals fyrir eignarhlutunum í fasteigninni að Fjarðargötu 17. Gagn- áfrýjandi hefur ekki krafist þess að ákvæði héraðsdóms um dráttarvexti verði breytt af þessum sökum. Að þessu gættu og með því að hvorugur málsaðili hefur hreyft sérstökum athugasemdum við niðurstöðu héraðs- dóms um vexti verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með vísan til forsendna hans. Aðaláfrýjandi verður dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda máls- kostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. 1022 Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, ÁHÁ-byggingar ehf., greiði gagnáfrýjanda, Ingvari Guðmundssyni, 350.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 28. júní 1999. Mál þetta, sem dómtekið var 28. f.m., er í aðalsök höfðað með stefnu birtri 9. janúar 1999 af Ingvari Guðmundssyni, kt. 051158-2379, Stuðlabergi 20, Hafnarfirði, á hendur Árna Hjörleifssyni, kt. 190347-3119, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, stjórnarformanni ÁHÁ-bygginga ehf., kt. 4512901-2379, Suður- landsbraut $4, Reykjavík, fyrir hönd félagsins. Gagnstefnandi höfðaði gagnsök með stefnu birtri 12. febrúar 1999. Í aðalsök gerir aðalstefnandi eftirfarandi dómkröfur: Aðallega, að gagnstefnanda verði gert að afsala aðalstefnanda fasteignunum Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, eignarhlutum 0103 og 0104, gegn greiðslu kaup- verðs að fjárhæð 21.037.000 krónur sem innt yrði af hendi með peningum við útgáfu afsals að frádregnum leigugreiðslum sem aðalstefnandi greiddi gagn- stefnanda eftir 1. apríl 1997 samtals að fjárhæð 1.814.395 krónur. Til vara, að gagnstefnanda verði gert að afsala aðalstefnanda fasteignunum Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, eignarhlutum 0103 og 0104, gegn greiðslu kaup- verðs 21.07.500 krónur, sem aðalstefnandi innir af hendi með því í fyrsta lagi að taka að sér greiðslu áhvílandi veðskulda samkvæmt 6 veðskuldabréfum sem hvíla á 1.-3. veðrétti eignanna, miðað við eftirstöðvar þeirra við útgáfu afsals, og Í öðru lagi með greiðslu eftirstöðva í peningum við útgáfu afsals, að frádregnum leigugreiðslum sem stefnandi greiddi stefnda eftir 1. apríl 1997 að fjárhæð 1.814.395 krónur. Önnur varakrafa aðalstefnanda er sú, að gagnstefnanda verði gert að afsala fasteignunum Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, eignarhlutum 0103 og 0104, til aðalstefnanda gegn greiðslu kaupverðs 21.037.500 krónur sem aðalstefnandi innir af hendi með því að taka að sér greiðslu áhvílandi skuldabréfa á 1.-3. veðrétti fasteignanna miðað við stöðu þeirra hinn 29. desember 1996. Gagn- stefnandi greiði vexti af áhvílandi lánum til útgáfudags afsals, en þann dag greiði aðalstefnandi eftirstöðvar kaupverðsins í peningum að frádregnum leigu- greiðslum sem aðalstefnandi greiddi gagnstefnanda eftir 1. apríl 1997 að fjárhæð 1.814.395 krónur. Þriðja varakrafa aðalstefnanda er sú, að gagnstefnanda verði gert að afsala fasteignunum Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, eignarhlutum 0103 og 0104, til 1023 aðalstefnanda gegn greiðslu kaupverðs 21.037.500 krónur, sem aðalstefnandi innir af hendi með því að taka að sér greiðslu áhvílandi skuldabréfa á 1.-3. veðrétti fasteignanna miðað við stöðu þeirra hinn 29. desember 1996, aðal- stefnandi greiði vexti af áhvílandi lánum frá 1. apríl 1997, en eftirstöðvar kaupverðsins verði greiddar í peningum við útgáfu afsals, að frádregnum leigu- greiðslum sem aðalstefnandi greiddi gagnstefnanda eftir 1. apríl 1997 að höfuðstól 1.814.395 krónur, auk meðalvaxta banka og sparisjóða af óverð- tryggðum lánum samkvæmt útreikningi Seðlabanka Íslands af þeim greiðslum, sem reiknast myndu af 197.689 krónum frá 10. apríl 1997 til 3. maí s.á., af 395.741 krónum frá þeim degi til 10. júní s.á., af 593.793 krónum frá þeim degi til 9. júlí s.á., af 795.644 krónum frá þeim degi til 8. ágúst s.á., af 997.857 krónum frá þeim degi til 10. september s.á., af 1.202.150 krónum frá þeim degi til 10. október s.á., af 1.406.081 krónum frá þeim degi til 10. nóvember s.á., af 1.610.374 krónum frá þeim degi til 10. desember s.á., en af 1.814.395 krónum frá þeim degi til útgáfudags afsals. Þá krefst aðalstefnandi þess að gagnstefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu að mati réttarins. Í aðalsök krefst gagnstefnandi sýknu af kröfum aðalstefnanda og máls- kostnaðar úr hans hendi að skaðlausu. Í gagnsök gerir gagnstefnandi þá kröfu aðallega, að viðurkennt verði að for- kaupsréttur aðalstefnanda að eignarhlutum nr. 0103 og 0104 í fasteigninni Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði með þeim skilmálum, sem greindir voru í kaup- tilboði 29. desember 1996, sé niður fallinn og að aðalstefnanda verði gert skylt að víkja af framangreindum eignarhlutum fasteignarinnar. Til vara er þess krafist að aðalstefnandi verði dæmdur til að greiða allt eftirgreint gegn útgáfu afsals úr hendi gagnstefnanda fyrir umræddum eignar- hlutum: Í fyrsta lagi 12.351.367 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 3.001.867 krónum frá 30. apríl 1997 til 25. júní s.á., en af 5.339.242 krónum frá þeim degi til 25. ágúst s.á., en af 7.676.617 krónum frá þeim degi til 24. nóvember s.á., en af 10.013.992 krónum frá þeim degi til 25. apríl 1998, en af 12.351.367 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Í öðru lagi 2.585.659 krónur með dráttarvöxtum skv. Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 135.731 krónu frá 1. maí 1997 til 3. s.m., en af 274.444 krónum frá þeim degi til 17. ágúst s.á., en af 479.395 krónum frá þeim degi til 1. nóvember s.á., en af 716.565 krónum frá þeim degi til 3. s.m., en af 957.917 krónum frá þeim degi til 17. febrúar 1998, en af 1.192.063 krónum frá þeim degi til 1. maí s.á., en af 1.425.679 krónum frá þeim degi til 3. s.m., en af 1.663.884 krónum frá þeim degi til 17. ágúst s.á., en af 1.894.878 krónum frá þeim degi til 1. nóvember s.á., en af 2.124.060 krónum frá þeim degi til 3. s.m., en af 2.357.880 1024 krónum frá þeim degi til 17. febrúar 1999, en af 2.585.659 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Í þriðja lagi að aðalstefnanda verði gert skylt að taka að sér að greiða eftirstöðvar áhvílandi sex skuldabréfa á eignarhlutum 0103 og 0104 að Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði að eftirstöðvum með áföllnum verðbótum þann 12. febrúar 1999 7.621.547 krónur auk áfallinna vaxta frá síðasta gjalddaga hvers skuldabréfs og áfallandi vaxta og verðbóta samkvæmt nánari greiðsluskilmálum skuldabréfanna auk innheimtukostnaðar. Í fjórða lagi 225.340 krónur með dráttarvöxtum skv. IIL. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 143.395 krónum frá 15. júní 1997 til 15. júní 1998, en af 172.809 krónum frá þeim degi til 15. janúar 1999, en af 225.340 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Í fimmta lagi að aðalstefnanda verði gert að greiða áfallin og áfallandi fasteignagjöld vegna eignarhluta 0103 og 0104 Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, á gjalddögum 15. mars, 15. apríl, 15. maí og 15. Júní 1999 ásamt áföllnum og áfallandi dráttarvöxtum. Önnur varakrafa gagnstefnanda í gagnsök er sú, að tilgreindar fjárhæðir í varakröfu í fyrsta, öðru og fjórða lagi beri vexti sem séu jafnháir meðaltali ársávöxtunar nýrra almennra útlána viðskiptabanka og sparisjóða samkvæmt útreikningum Seðlabanka Íslands frá upphafi tilgreinds tíma, þ.e. 13,4% í apríl 1997, 13,5% í maí 1997, 13,8% í júní og júlí 1997, 13,6% í ágúst 1997, 13,4% í september, október og nóvember 1997, 13,5% í desember 1997, 13,6% í Janúar-apríl 1998, 13,5% í maí-ágúst 1998, 13,4% í september 1998, 13,3% í október 1998 og 13,25 fá 1. til 19. nóvember 1998, en með dráttarvöxtum skv. Hl. kafla vaxtalaga frá þeim tíma til greiðsludags. Þriðja varakrafa gagnstefnanda er sú að tilgreindar fjárhæðir í varakröfu í fyrsta, öðru og fjórða lagi beri vexti sem séu jafnháir vegnu meðaltali vaxta af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum hjá viðskiptabönkum og spari- sjóðum samkvæmt útreikningum Seðlabanka Íslands frá upphafi tilgreinds tíma, þ.e. 0,9% í apríl og maí 1997, 1,0% í júní og júlí 1997, 0,9% í ágúst 1997, 0,8% í september-desember 1997, 0,9% í janúar og febrúar 1998, 0,8% í mars og apríl 1998, 0,7% í maí-október 1998 og 0,6% frá 1.-19. nóvember 1998, en með dráttarvöxtum skv. IL. kafla vaxtalaga frá þeim tíma til greiðsludags. Þá er loks krafist málskostnaðar úr hendi aðalstefnanda að skaðlausu. Gagnstefnandi gerði upphaflega kröfu um að aðalsök yrði vísað frá dómi. Frá þeirri kröfu var fallið í þinghaldi 26. mars sl. I. Með samningi 2. desember 1994 tók aðalstefnandi á leigu hjá ÁHÁ-bygg- ingum hf. verslunarhúsnæði á jarðhæð hússins nr. 17 við Fjarðargötu í Hafnar- 1025 firði. Tók leigusamningurinn til tveggja afmarkaðra hluta jarðhæðarinnar sam- kvæmt eignarskiptasamningi 17. október 1993 og eru þeir auðkenndir nr. 0103 og 0104, en á sömu hæð eru þrír aðrir eignarhlutar, sem voru jafnframt í eigu leigusalans. Í leigusamningnum var meðal annars kveðið á um forkaupsrétt aðalstefnanda að „húsnæðinu“. Leigusalinn gaf út afsal 15. september 1995 til B-30 ehf. fyrir eignarhlutunum sem aðalstefnandi hafði á leigu, svo og öðrum hlutum jarðhæðar hússins. Í tengslum við þá ráðstöfun gaf aðalstefnandi út yfirlýsingu um að hann félli í það sinn frá forkaupsrétti sínum. B-30 ehf. mun síðan hafa verið sameinað ÁHÁ-byggingum ehf. og afmáð úr hlutafélagaskrá 31. desember 1997. Frá sama tíma yfirtók gagnstefnandi réttindi og skyldur leigusala samkvæmt framangreindum samningi við aðalstefnanda. Hinn 29. desember 1996 gerði dánarbú Ólafs Óskarssonar kauptilboð í einu lagi í alla eignarhluta á jarðhæð fyrrnefnds húss. Átti kaupverð samkvæmt því að vera 45.000.000 krónur. Skriflegur kaupsamningur var síðan gerður um eignina 30. desember 1996 á milli dánarbúsins og B-30 ehf., sem þá var eigandi hennar. Samkvæmt samningnum var kaupverð eignarinnar í heild það sama og fram kom í kauptilboði, en áhvílandi veðskuldir, sem kaupandi átti að yfirtaka, námu 17.904.025 krónum í stað 25.000.000 króna. Hækkaði útborgun með peningum í samræmi við þetta, eða um 7.095.975 krónur. Aðalstefnandi fékk eintak af fyrrnefndu kauptilboði í hendur 15. apríl 1997. Lýsti hann því yfir í símtali við fyrirsvarsmann seljandans daginn eftir að hann hygðist neyta forkaupsréttar. Afrit kaupsamnings fékk hann síðan afhent Í. maí 1997. Ritaði hann seljanda bréf 2. sama mánaðar og tilkynnti honum að hann myndi nýta sér forkaupsrétt sinn. Seljandi svaraði þessu bréfi með símskeyti 9. maí 1997. Er þar vísað til svohljóðandi ákvæðis í kaupsamningi: „Samkomulag er með samningsaðilum að það sé skilyrði samnings þessa að leigjandi falli frá forkaupsrétti sínum að eignarhlutum 01-03 og 01-04 þar sem kaupverð miðast við eignina í heild en ekki einstaka eignarhluta. Falli leigjandi ekki frá for- kaupsrétti sínum að eignarhlutum 01-03 og 01-04 fellur samningur þessi niður og á þá hvorugur aðila nokkra kröfu á hinn á grundvelli samnings þessa.“ Var því haldið fram í nefndu símskeyti að samningur fyrrnefnds dánarbús og B-30 ehf. væri fallinn úr gildi vegna þessa ákvæðis þar eð aðalstefnandi hafi ekki verið reiðubúinn að falla frá forkaupsrétti sínum. Með stefnu 29. maí 1997 höfðaði aðalstefnandi mál á hendur gagnstefnanda, þar sem þess var aðallega krafist að viðurkenndur yrði forkaupsréttur hans að eignarhlutum 0103 og 0104 í fasteigninni að Fjarðargötu 17, svo og að gagn- stefnanda yrði gert skylt gegn greiðslu kaupverðs að gefa út afsal til aðal- stefnanda fyrir eignarhlutunum. Dómur héraðsdóms í málinu gekk hinn 4. febrúar 1998 og voru kröfur aðalstefnanda þar teknar til greina. Gagnstefnandi áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar. Með dómi réttarins 19. nóvember 1998 var 1026 fallist á kröfu aðalstefnanda um viðurkenningu forkaupsréttar. Kröfu hans um skyldu gagnstefnanda til útgáfu afsals var hins vegar vísað frá dómi. Eru svofelld rök færð fyrir þeirri niðurstöðu í dómi Hæstaréttar: „Í kröfum stefnda um að áfrýjanda verði gert að gefa út afsal til sín er ekki greint efnislega frá þeim skyldum, sem hann er reiðubúinn að taka á sig að endurgjaldi fyrir eignarhlutana, umfram það, sem felst í boði um greiðslu kaupverðs tiltekinnar fjárhæðar og skírskotun til ákvæða kaupsamnings að öðru leyti. Við flutning málsins hefur komið fram að aðilana greinir á um ýmis atriði, sem lúta að niðurstöðu um fjárhæð hugsanlegs endurgjalds stefnda eftir ákvæðum kaup- samningsins. Eins og stefndi hefur lagt málið fyrir verður ekki í dómi mælt fyrir um hvert endurgjaldið skuli vera í einstökum atriðum. Skortir þannig á að boð stefnda um gagngjald sé sett fram með svo ákveðnum hætti að fullnægt sé fyrirmælum d-liðar |. mgr. 80. gr., sbr. síðari málslið 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, til þess að efnisdómur verði lagður á kröfu hans um skyldu áfrýjanda til að gefa út afsal fyrir hluta jarðhæðar hússins að Fjarðargötu 17 eða henni allri. Verður þeim kröfum því vísað í heild frá héraðsdómi.“ Af hálfu aðalstefnanda er því haldið fram, að lögmenn aðila hafi rætt saman að gengnum dómi Hæstaréttar og leitast við að leysa þann ágreining aðila, sem ekki var tekin efnisleg afstaða til með dómi réttarins. Þær tilraunir hafi ekki borið árangur. Með bréfi lögmanns gagnstefnanda 22. desember 1998 hafi gagnstefnandi síðan kynnt aðalstefnanda það álit sitt, að sá réttur aðalstefnanda, sem viðurkenndur hafi verið með dómi Hæstaréttar, væri fallinn niður þar sem hann hefði ekki réttilega efnt greiðsluskyldu sína. Í kjölfar þessa höfðaði aðalstefnandi mál það, sem hér er til úrlausnar í aðalsök. Með gagnsök leitar gagnstefnandi aðallega sjálfstæðs dóms um viðurkenn- ingu á því að framangreindur réttur aðalstefnanda sé fallinn niður og að honum beri að víkja af eigninni. Verði ekki á það fallist krefst gagnstefnandi þess að um endurgjald fyrir umrædda eignarhluta fari eftir því sem í varakröfu hans greinir. 11. Aðalsök. I. Aðalstefnandi byggir dómkröfur sínar í aðalsök á þeirri niðurstöðu Hæstaréttar í framangreindum dómi réttarins frá 19. nóvember 1998, að um- saminn forkaupsréttur hans hafi orðið virkur á þeirri stundu er gagnstefnandi samþykkti kauptilboð dánarbús Ólafs Óskarssonar í jarðhæð fasteignarinnar Fjarðargötu 17 hinn 29. desember 1996. Aðalstefnandi hafi tilkynnt þegar í stað að hann myndi neyta forkaupsréttar síns og ítrekað þá ákvörðun sína þegar kaupsamningur um eignina var lagður fyrir hann. Gagnstefnandi hafi hins vegar alfarið synjað aðalstefnanda um að ganga til samninga við sig um sölu eign- 1027 arinnar á grundvelli forkaupsréttarins. Hafi aðalstefnandi þurft að leita aðstoðar dómstóla til að fá þann rétt sinn staðfestan. Hafi forkaupsréttur aðalstefnanda verið staðfestur afdráttarlaust á báðum dómstigum. Þá hafi Hæstiréttur metið greiðsluboð hans fullnægjandi. Frá þeim degi sem aðalstefnanda varð kunnugt un sölu eignarinnar hafi hann þannig haldið rétti sínum ákveðið fram og sótt hann með þeim aðferðum sem honum eru tækar að íslenskum lögum. Gagn- stefnandi hafi hins vegar ætíð synjað aðalstefnanda um að neyta samnings- bundins réttar síns. Hafi hann því án lögmætrar ástæðu neitað að afhenda aðalstefnanda eignina og um leið neitað viðtöku kaupverðsins. Vegna þessa viðtökudráttar verði gagnstefnandi sjálfur að bera ábyrgð á öllum þeim kostnaði og tjóni sem hlotist hefur og hljótast mun vegna dráttar sem orðið hefur á því að frá málinu væri gengið. Í stefnu er af hálfu aðalstefnanda gengið út frá því, að kaupverð þeirra eignarhluta, sem forkaupsréttur hans nær til, nemi samkvæmt kauptilboði og síðar kaupsamningi 21.037.500 krónum. Er þá við það miðað að umræddir eignarhlutar séu 46,75% af jarðhæð hússins. Fjárhæð þessi sé því rétt endurgjald fyrir eignarhlutana. Í tilvitnuðum dómi Hæstaréttar sé síðan fallist á það með aðalstefnanda að hann eigi rétt á að fá eignarhlutana keypta „með þeim skilmálum, sem greindir voru í kauptilboði 29. desember 1996“. Telja verði að með þeim orðum eigi Hæstiréttur við að fullt verð þurfi að koma fyrir umrædda eignarhluta hússins í samræmi við samning þann er stofnaðist á milli gagn- stefnanda og fyrrnefnds dánarbús með samþykki tilboðsins. Staðgreiðsla kaup- verðs samkvæmt framansögðu sé að minnsta kosti jafngott greiðsluboð og það sem sett er fram í kauptilboðinu. Sökum viðtökudráttar gagnstefnanda og vegna þess að hann hafi ekki tilkynnt aðalstefnanda um samninginn fyrr en fjórum mánuðum eftir að hann komst á, hafi það nú dregist í um það bil tvö ár að ganga frá málinu. Áhvílandi lán á eigninni séu óhagstæð miðað við þau kjör sem nú bjóðist á lánamarkaði og því hafi aðalstefnandi orðið fyrir tjóni vegna þess að endurfjármögnun með hagstæðari lánum hafi dregist úr hömlu. Þrátt fyrir að afhending eignarinnar hafi átt að fara fram hinn |. apríl 1997 hafi vanefndir gagnstefnanda frestað því að hún yrði afhent í raun. Þar með hafi allir möguleikar aðalstefnanda á ráðstöfun eignarinnar og ákvarðanatöku um hana verið takmarkaðir. Ekki liggi heldur fyrir að veðhafar muni samþykkja aðal- stefnanda sem nýjan skuldara að veðkröfum sínum. Eðlilegast og sanngjarnast sé því að gagnstefnandi gefi út kvaða- og veðbandalaust afsal fyrir umræddum eignarhlutum gegn staðgreiðslu kaupverðs. Til frádráttar komi leiga fyrir tímabilið 1. apríl 1997 til 1. janúar 1998. Er þá við það miðað að aðalstefnandi eigi að hirða arð af eigninni frá og með umsömdum afhendingardegi hennar, Í. apríl 1997, en beri jafnframt ábyrgð á greiðslu lögboðinna gjalda af henni frá sama tímamarki. Aðalstefnandi hafi staðið gagnstefnanda skil á leigu fyrir maí 1028 til og með desember 1997 með fyrirvara um greiðsluskyldu og áskilnaði um rétt til endurheimtu hennar. Leigugjald fyrir þetta tímabil og apríl 1997 nemi 1.814.395 krónum. Endanleg greiðsla kaupverðs til gagnstefnanda næmi samkvæmt þessu 19.223.105 krónum. Til viðbótar þeirri greiðslu aðalstefnanda kæmu síðan lögboðin gjöld sem fallið hafa á eignina frá |. apríl 1997 og gagnstefnandi kann að hafa staðið skil á. Verði ekki fallist á aðalkröfu aðalstefnanda í aðalsök og talið að hann verði að taka að sér greiðslu áhvílandi veðskulda, er það varakrafa hans að miðað verði við stöðu þeirra eins og hún verður við útgáfu afsals fyrir eignunum. Samkvæmt þessu myndi aðalstefnandi ekki endurgreiða gagnstefnanda afborg- anir hans af áhvílandi lánum, en útborgunarhlutfall kaupverðsins myndi hins vegar hækka að sama skapi. Í samræmi við málatilbúnað aðalstefnanda bæri hann ábyrgð á greiðslum lögboðinna gjalda af eignunum frá 1. apríl 1997 að telja og hafi gagnstefnandi greitt þau að einhverju leyti kæmi sú fjárhæð til viðbótar greiðslu aðalstefnanda. Röksemdir fyrir varakröfunni eru þær sömu og færðar hafa verið fyrir aðalkröfu, en gert ráð fyrir því að hugsanlega eigi gagnstefnandi ekki kost á að aflétta áhvílandi veðskuldum. Sömu sjónarmið gilda um viðtökudrátt gagnstefnanda og rétt aðalstefnanda til að hirða arð eignarinnar frá og með 1. apríl 1997. Eðlilegt verði að telja að stefndi beri sjálfur allan fjármagnskostnað sem fallið hefur á umrædda eignarhluta þann tíma sem hann hafi haldið eigninni fyrir aðalstefnanda með ólögmætum hætti. Telji dómurinn að miða verði yfirtöku áhvílandi veðskulda við þann dag sem kaup tókust með gagnstefnanda og dánarbúi Ólafs Óskarssonar og að þar af leiðandi sé ekki unnt að verða við aðal- eða varakröfu aðalstefnanda, er sú krafa gerð, að gagnstefnandi greiði sjálfur þá vexti sem fallið hafa á áhvílandi veðlán frá 29. desember 1996 til þessa dags og sem falla munu á þau allt þar til hann gefur út afsal til aðalstefnanda. Krafa þessi, sem gerð er sem önnur varakrafa, byggist á þeim sjónarmiðum um viðtökudrátt og réttarsynjun gagnvart aðal- stefnanda sem rakin hafa verið að framan. Hér sé hins vegar tekið tillit til þess að í samþykktu kauptilboði sé gert ráð fyrir því að kaupandi taki við áhvílandi lánum frá og með samþykkt tilboðs. Aðalstefnandi telur hins vegar að þetta ákvæði geti ekki átt við í þessum kaupum, þar sem honum hafi svo lengi verið meinað að nýta eignina og ráðstafa henni. Í öllu falli er það skoðun aðalstefn- anda að vegna þessa standi full rök til þess, að gagnstefnandi greiði allan fjár- magnskostnað sem fallið hefur á eignina þennan tíma. Áhvílandi veðskuldir á greindum eignarhlutum hafi hinn 29. desember 1996 numið samtals 8.723.758 krónum. Verði önnur varakrafa aðalstefnanda tekin til greina myndi sú fjárhæð dragast frá kaupverðinu, auk leigugreiðslna eftir 1. apríl 1997. Mismuninn, að viðbættum gjaldföllnum afborgunum og verðbótum, myndi aðalstefnandi síðan greiða í peningum gegn útgáfu afsals. Í samræmi við málatilbúnað aðalstefnanda 1029 bæri hann ábyrgð á greiðslu lögboðinna gjalda af eignarhlutunum frá 1. apríl 1997 að telja og hafi gagnstefnandi greitt þau að einhverju leyti kæmi sú fjárhæð til viðbótar greiðslu aðalstefnanda. Verði það niðurstaða dómsins að meintar vanefndir gagnstefnanda eigi ekki að hafa nein áhrif á greiðslu kaupverðsins, hefur aðalstefnandi uppi þá kröfu, að umræddum eignarhlutum verði afsalað til hans gegn greiðslu kaupverðs í samræmi við ákvæði kauptilboðsins og að hann greiði því kaupverðið, 21.037.500 krónur, með yfirtöku áhvílandi veðskulda miðað við stöðu þeirra hinn 29. desember 1996, 8.723.758 krónur, og eftirstöðvarnar með peningum, að viðbættum gjaldföllnum og greiddum afborgunum áhvílandi veðlána með vöxtum frá 1. apríl 1997. Frá eftirstöðvagreiðslunni dragist leigugreiðslur aðalstefnanda frá og með 1. apríl 1997 ásamt meðalvöxtum banka og sparisjóða af óverðtryggðum lánum samkvæmt útreikningi Seðlabanka Íslands af hverri greiðslu frá greiðsludegi hennar. Er þau rök færð fyrir kröfu um vexti af leigugreiðslum, að aðalstefnandi eigi kröfu til þess að njóta arðs af eigninni til jafns við þær skyldur sem dómurinn telur að hann eigi að bera. Verði á þessa kröfu aðalstefnanda fallist er við það miðað af hans hálfu, með sama hætti og lýst er við reifun þeirra krafna hans sem framar ganga, að hann beri ábyrgð á greiðslu lögboðinna gjalda af eignarhlutunum frá 1. apríl 1997 að telja. Kröfu sína um útgáfu afsals og afhendingu þeirra eignarhluta, sem mál þetta snýst um, byggir aðalstefnandi á ákvæðum leigusamnings málsaðila og fyrr- nefndum dómi Hæstaréttar Íslands frá 19. nóvember 1998. Þá er vísað til réttarreglna um forkaupsrétt, almennra reglna samninga- og kröfuréttar um efndir gagnkvæmra skuldbindinga og reglna um réttaráhrif vanefnda á slíkum samningum, einkum viðtökudráttar. Loks er vísað til reglna skaðabótaréttar um skaðabætur vegna réttarbrota innan samninga. 2. Í greinargerð gagnstefnanda í aðalsök er mótmælt þeirri fullyrðingu aðal- stefnanda, að lögmenn aðila hafi rætt saman eftir 19. nóvember 1998 í þeim tilgangi að leysa ágreining málsaðila utan réttar á grundvelli dóms Hæstaréttar. Ekkert slíkt samtal hafi átt sér stað. Stefna í þessu máli hafi verið birt fyrir- svarsmanni gagnstefnanda þann 9. janúar sl. Allan þennan tíma, eða í rúmar sjö vikur, hafi engin greiðsla verið boðin fram af hálfu aðalstefnanda. Sýknukröfu sína í aðalsök byggir gagnstefnandi í fyrsta lagi á því, að aðalstefnandi hafi glatað þeim rétti sem viðurkenndur var með dómi Hæstaréttar, þar sem hann hafi hvorki greitt kaupverðið né efnt að öðru leyti skyldur sínar á grundvelli dómsorðsins. Vanefndir hans séu því verulegar. Þá mótmælir gagnstefnandi því sérstaklega, að með bréfi lögmanns hans til lögmanns aðalstefnanda, dags. 22. desember 1998, sem til er vísað í stefnu, hafi gagn- stefnandi hafnað „því endanlega að ganga til viðræðna við |aðalstefnanda| um 1030 kaup hans að eignarhlutunum“. Engin þörf hafi verið á viðræðum um málið. Endanlegur dómur um forkaupsrétt aðalstefnanda hafi verið genginn honum í vil á þeim grundvelli sem hann kaus að leggja málið fyrir dómstóla. Strax í kjölfar dómsins hafi honum borið að efna skyldur sínar samkvæmt honum, enda hafi hann þá haft vörslur og umráð eignarhlutanna og notið arðs af þeim. Útborgunarhluti kaupverðsins á grundvelli kauptilboðs hafi þá augljóslega allur verið gjaldfallinn. Þar sem aðalstefnandi hafi ekki boðið fram greiðslu í kjölfar dóms Hæstaréttar hafi ekki reynt á það hverjar hugmyndir gagnstefnandi hefði um greiðsluskylduna. Gagnstefnandi hafi því aldrei hafnað greiðslu eða greiðslutilboði. Um viðtökudrátt af hálfu gagnstefnanda geti því ekki verið að tefla. Beri að skilja kröfur aðalstefnanda svo, að hann sé að bjóða fram greiðslu, sé þess að gæta, að það greiðsluboð sé ekki í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar, því það sé háð skilyrði, sem rétturinn hafi ekki fallist á að aðalstefnandi gæti sett fyrir greiðslum sínum. Enn hafi ekki verið boðin fram greiðsla með réttum hætti af hálfu gagnstefnanda. Þá sé fráleit sú skoðun aðalstefnanda, að hann geti haldið umræddum eignarhlutum um árabil án þess að greiða nokkuð til gagnstefnanda og án þess að greiða skatta og skyldur af þeim á meðan hann leiti að nýju atbeina dómstóla til að fá viðurkenningu fyrir óskýrum kröfum sínum. Sýknukrafa gagnstefnanda er í öðru lagi á því byggð, verði ekki á fram- angreint fallist, að þær greiðslur, sem aðalstefnandi býður fram gegn útgáfu afsals, séu ekki í samræmi við skilmála kauptilboðs 29. desember 1996. Er í fyrsta lagi á því byggt hvað þetta varðar, að með dómi Hæstaréttar hafi ekki verið á það fallist að draga megi tilgreindar leigugreiðslur frá kaupverðinu. Í öðru lagi hafi ekki verið boðin fram full greiðsla á áhvílandi skuldum að því er tekur til gjaldfallinna afborgana, verðbóta og vaxta annars vegar og áfallinna verðbóta og vaxta hins vegar. Þá hafi aðalstefnandi ekki boðist til að greiða vexti af útborgunarhluta kaupverðsins og þeim fjárhæðum sem gagnstefnandi hafi Þegar greitt í afborganir af áhvílandi lánum. Loks hafi aðalstefnandi ekki boðið fram greiðslu fasteignagjalda og húsgjalda ásamt vöxtum. HI. Gagnsök. 1. Aðalkröfu sína í gagnsök byggir gagnstefnandi á því, að aðalstefnandi hafi glatað þeim rétti sínum sem viðurkenndur var með dómi Hæstaréttar 19. nóvember 1998, þar sem hann hafi hvorki greitt kaupverðið né efnt aðrar skyldur sínar á grundvelli dómsorðsins. Um rök fyrir sýknukröfu er að öðru leyti vísað til málsástæðna og lagaraka gagnstefnanda í aðalsök, sem þegar hefur verið gerð grein fyrir. Í varakröfu sinni leggur gagnstefnandi til grundvallar, að kaupverð þeirra eignarhluta, sem forkaupsréttur aðalstefnandi nær þá til, eigi að vera 21.037.500 1031 krónur. Þá fjárhæð beri aðalstefnanda að greiða gagnstefnanda að teknu tilliti til áfallinna verðbóta og vaxta og greiddra afborgana af hálfu gagnstefnanda, svo sem nú skal nánar rakið: Í fyrsta lagi með greiðslu útborgunar að fjárhæð 12.351.367 krónur, sem skiptist niður á fjórar jafnar afborganir, 2.337.375 krónur, með gjalddaga 25. júní, 25. ágúst og 24. nóvember 1997 og 25. apríl 1998, og eina afborgun, 3.001.867 krónur, með gjalddaga 30. apríl 1997. Er þá miðað við gjalddaga samkvæmt kaupsamningi, svo og að hækkun útborgunarhlutfalls frá því sem greinir í kauptilboði hafi öll fallið í gjalddaga á fyrsta gjalddaga útborgunar, það er eigi síðar en 30. apríl 1997. Er nánari grein gerð fyrir þessu í sérstökum skýringum, sem fylgdu kröfugerð gagnstefnanda í gagnsök. Í öðru lagi með endurgreiðslu allra afborgana sem gagnstefnandi hefur innt af hendi af áhvílandi veðlánum frá 1. apríl 1997 til 17. febrúar 1999, samtals að fjárhæð 2.585.659 krónur, auk dráttarvaxta. Í þriðja lagi með yfirtöku á eftirstöðvum veðskuldabréfa, sem hvíla á umræddum eignarhlutum, í samræmi við skilmála þeirra, samtals að fjárhæð 7.621.547 krónur miðað við 18. febrúar 1999. Í fjórða lagi er aðalstefnandi krafinn um greiðslu fasteignagjalda, sem fallið hafa á umrædda eignarhluta frá 1. apríl 1997 til og með febrúar 1999 og gagn- stefnandi hefur staðið skil á. Nema þau gjöld sem hér um ræðir 225.340 krónum. Í fimmta lagi gerir gagnstefnandi kröfu til þess að aðalstefnanda verði með dómi gert skylt að greiða eftirstöðvar fasteignargjalda vegna ársins 1999. Um er að ræða fjórar greiðslur, sem féllu í gjalddaga 15. mars, 15. apríl, 15. maí og 15. júní. 2. Í greinargerð aðalstefnanda í gagnsök er vísað til eftirfarandi rökstuðn- ings í dómi Hæstaréttar frá 19. nóvember 1998: „Svo sem áður greinir var af hálfu félagsins B-30 ehf. lýst yfir í símskeyti til stefnda 9. maí 1997 að það liti svo á að kaupsamningur væri fallinn úr gildi vegna þess að stefndi hafi ekki viljað neyta forkaupsréttar. Með þessari afstöðu félagsins var stefnda ekki gefið tilefni til að bjóða fram greiðslu frekar en hann gerði með bréfi 12. maí 1997, sem áður er getið, eða greiða kaupverð á geymslureikning. Verður því ekki fallist á með áfrýjanda að stefndi hafi glatað rétti með því að hafa ekki innt af hendi kaupverð.“ Samkvæmt þessu liggi fyrir dómur Hæstaréttar um að greiðsluboð aðalstefnanda hafi verið nægilegt og því um viðtökudrátt að ræða af hálfu gagnstefnanda þegar hann hafi neitað að ganga frá kaupunum og taka við greiðslu. Þrátt fyrir fullyrðingar gagnstefnanda um hið gagnstæða sé það rétt, að lögmaður aðalstefnanda hafi rætt við lögmann gagnstefnanda í 48. viku síðastliðins árs og spurst fyrir um það hvort unnt yrði að ganga frá málinu án frekari atbeina yfirvalda eða dómstóla. Vel hafi verið tekið í þá hugmynd, en 1032 óskað eftir fresti þar til forsvarsmaður gagnstefnanda kæmi til landsins viku síðar. Ekkert hafi hins vegar gerst í málinu þar til lögmaður aðalstefnanda ritaði lögmanni gagnstefnanda bréf 16. desember 1998, þar sem knúið var á um svör við framangreindri fyrirspurn hans. Gagnstefnandi hafi síðan lýst afstöðu sinni til málsins í bréfi 22. sama mánaðar. Hafi málaleitan aðalstefnanda þar alfarið verið hafnað. Aðalstefnandi hafi í kjölfar þessa boðið fram greiðslu gegn afsali fyrir umræddum eignarhlutum með birtingu stefnu í aðalsök 9. janúar sl. Greiðsluboð aðalstefnanda hafi því staðið óhaggað síðan 12. maí 1997. Hafi Hæstiréttur metið þetta greiðsluboð fullnægjandi og gagnstefnandi enn ekki gefið aðalstefnanda tilefni til að bjóða frekari greiðslu en ítrekað hafi verið boðin fram í málarekstri á hendur gagnstefnanda. Aðalkröfu sagnstefnanda í gagnsök sé því mótmælt sem tilhæfulausri með öllu. Varakröfu gagnstefnanda mótmælir aðalstefnandi með vísan til þeirra raka sem færð eru fyrir varakröfum hans í aðalsök og áður er getið. Um fjórða lið í varakröfu gagnstefnanda er af hálfu aðalstefnanda vísað til þess málatilbúnaðar hans, að ábyrgð á greiðslu lögboðinna gjalda af eignar- hlutunum frá og með umsömdum afhendingardegi þeirra, 1. apríl 1997, hvíli á honum. Hafi gagnstefnandi innt einhver slík gjöld af hendi eigi þau að bætast við kaupverðið. Gagnstefnandi hafi hins vegar ekki sýnt fram á slíkar greiðslur og aldrei krafið aðalstefnanda um þær. Annarri og þriðju varakröfu gagnstefnanda er mótmælt í heild með vísan til rökstuðnings aðalstefnanda fyrir kröfum hans í aðalsök. Þau sjónarmið sem þar eru rakin og afstaða gagnstefnanda til hagsmuna og réttinda aðalstefnanda réttlæti ekki greiðslu vaxta til gagnstefnanda umfram það sem boðið er fram í stefnu í aðalsök. IV. Niðurstaða. 1. Í hinu fyrra máli aðila leitaði aðalstefnandi dóms um heimild sína til að neyta forkaupsréttar að eignarhlutum nr. 0103 og 0104 í fasteigninni Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði vegna kaupsamnings, sem komist hafði á um jarðhæð hússins á milli þáverandi eiganda þess, B-30 ehf., og dánarbús Ólafs Óskarssonar. Með dómi Hæstaréttar Íslands 19. nóvember 1998 var forkaupsréttur aðalstefnanda að eignarhlutunum viðurkenndur með þeim skilmálum, sem greindir voru Í kauptilboði dánarbúsins 29. desember 1996. Kröfu aðalstefnanda um skyldu gagnstefnanda til útgáfu afsals var hins vegar vísað frá dómi af ástæðum, sem áður eru raktar. Hefur aðalstefnandi höfðað þetta mál, þar sem að nýju er gerð krafa um að gagnstefnanda verði gert að gefa út afsal til hans fyrir umræddum eignarhlutum, en nú gegn greiðslu endurgjalds svo sem greinir í aðalkröfu og varakröfum hans. 1033 Ekki er ágreiningur um það milli aðila, að kaupverð þeirra eignarhluta, sem forkaupsréttur aðalstefnanda náði til, eigi samkvæmt tilvitnuðu kauptilboði að nema 21.037.500 krónum. Þá er það óumdeilt, að afhending þeirra hafi átt að fara fram 1. apríl 1997. Við nánari afmörkun á efnislegu inntaki þess samnings, sem stofnaðist á grundvelli forkaupsréttarins á milli aðalstefnanda og þáverandi eiganda umræddrar fasteignar, er fyrst til þess að líta, að í kauptilboði var við það miðað, að greiðsla fyrir alla fimm eignarhluta jarðhæðar hennar, 45.000.000 krónur, fælist annars vegar í yfirtöku áhvílandi veðskulda, samtals að fjárhæð 25.000.000 krónur, en hins vegar í greiðslu eftirstöðva með peningum á fjórum nánar tilteknum gjalddögum frá 25. júní 1997 til 25. apríl 1998. Samkvæmt skriflegum kaupsamningi, sem gerður var 30. desember 1996, var kaupverð það sama og fram kom í tilboði, en áhvílandi veðskuldir á eigninni, sem kaupandi skyldi yfirtaka, eru sagðar nema 17.904.025 krónum. Í samræmi við þetta var um það samið, að útborgun með peningum skyldi hækka um 7.095.975 krónur og að sú fjárhæð yrði innt af hendi í einu lagi fyrir 1. maí 1997. Í kaupsamningi var að öðru leyti ekki haggað við ákvæðum kauptilboðs um greiðslu útborgunar. Þar sem löggerningar þessir tóku til allrar jarðhæðar hússins var ekki sérstaklega getið um fjárhæð þeirra veðkrafna, sem eingöngu hvíldu á þeim eignarhlutum sem forkaupsréttur aðalstefnanda náði til. Greinir aðila á um það atriði. Þykir rétt að leggja tölulega útlistun gagnstefnanda til grundvallar hvað þetta varðar. Samkvæmt því er út frá því gengið við úrlausn málsins, að yfirteknar veðskuldir miðað við 29. desember 1996 hafi numið 8.686.133 krónum. Útborgunar- greiðsla skyldi samkvæmt því nema 12.351.367 krónum. Að því er varðar yfirtöku veðskulda að öðru leyti, svo og skatta og skyldur, er svohljóðandi ákvæði í kauptilboði: „Hin selda eign skal vera laus til afnota fyrir kaupanda á þeim tíma, sem að framan greinir. Kaupandi hirðir frá þeim tíma arð af henni og greiðir af henni skatta og skyldur, svo og vexti og verðbætur á vexti af yfirteknum lánum, en seljandi til sama tíma. Greiðslur í hússjóð, vexti og verð- bætur á vexti af yfirteknum lánum skal seljandi gera upp við kaupanda miðað við afhendingardag, svo og iðgjöld af lögboðinni brunatryggingu og fast- eignagjöld og greiða við undirritun afsals eða á gjalddögum lánanna, ef þeir eru fyrr.“ Sambærilegt ákvæði er í kaupsamningnum frá 30. desember 1996. 2. Með framangreindum dómi Hæstaréttar var ágreiningur aðila um gildi forkaupsréttar aðalstefnanda í tengslum við kaupsamning þann, sem gerður hafði verið við dánarbú Ólafs Óskarssonar 30. desember 1996, endanlega til lykta leiddur. Var með því staðfest að kaupsamningur hefði komist á milli aðalstefnanda og þáverandi eiganda jarðhæðar hússins, B-30 ehf., með þeim skilmálum, sem að framan greinir. Fram að uppkvaðningu dómsins hafði sú afstaða félagsins, að kaupsamningur væri fallinn úr gildi sökum þess að aðal- 1034 stefnandi hafi kosið að neyta forkaupsréttar, leitt til þess, að aðalstefnanda var ekki gefið tilefni til að bjóða fram frekari greiðslu en hann gerði með bréfi 12. maí 1997, eða greiða kaupverð á geymslureikning. Var í ljósi þessa ekki fallist á það með gagnstefnanda í dómi Hæstaréttar, að aðalstefnandi „hafi glatað rétti með því að hafa ekki innt af hendi kaupverð“. Við mat á því hvort aðalstefnandi hafi glatað rétti sínum til eignarinnar Í kjölfar dóms Hæstaréttar, svo sem gagnstefnandi heldur fram. er fyrst til þess að líta, að af hans hálfu hefur það aldrei verið gefið í skyn, svo séð verði, að hann hefði í hyggju að falla frá kaupunum. Hins vegar var þeim eindregna vilja aðalstefnanda lýst í bréfi lögmanns hans til lögmanns gagnstefnanda tæpum mánuði eftir uppkvaðningu dómsins, að frá kaupunum yrði gengið. Þá munu aðalstefnandi og fyrirsvarsmaður gagnstefnanda hafa rætt málið lítillega sín í milli um svipað leyti. Bréfi lögmanns aðalstefnanda svaraði lögmaður gagn- stefnanda með bréfi 22. desember 1998. Í því segir svo meðal annars: „|Um- bjóðandi} minn lítur svo á að réttur fumbjóðanda) yðar, sem viðurkenndur var með dóminum, sé nú niður fallinn þar sem hann hefur ekki efnt réttilega greiðsluskyldu sína.“ Í kjölfar þessa leitaði aðalstefnandi atbeina dómstóla að nýju með kröfugerð um skyldu gagnstefnanda til útgáfu afsals gegn greiðslu endurgjalds, svo sem greinir í stefnu í aðalsök. Var stefnan gefin út 5. janúar 1999 og hún birt 9. sama mánaðar. Skylda aðalstefnanda til að inna af hendi endurgjald til gagnstefnanda fyrir þá eignarhluta jarðhæðar Fjarðargötu 17, sem forkaupsréttur hans náði til, lá fyrir með ótvíræðum hætti að dómi Hæstaréttar gengnum. Á því tímamarki var hins vegar ljóst að aðila greindi á um ýmis atriði, sem lutu að niðurstöðu um fjárhæð þess endurgjalds. Með framangreindu bréfi lögmanns gagnstefnanda 22. desember 1998 lá síðan fyrir sú afstaða gagnstefnanda, að aðalstefnandi ætti ekki lengur rétt til eignarinnar þar sem hann hefði ekki réttilega efnt greiðsluskyldu sína. Var aðalstefnanda að svo komnu og með sama hætti og áður ekki gefið tilefni til að bjóða fram greiðslu kaupverðs án málsóknar. Þegar framangreint er virt verður ekki fallist á það með gagnstefnanda, að næg efni séu til þess að taka sýknukröfu hans til greina vegna atvika fram að höfðun aðalsakar. 3. Sýknukröfu sína í aðalsök byggir gagnstefnandi í annan stað á því, að sú greiðsla, sem aðalstefnandi býður nú fram gegn útgáfu afsals, sé ekki í samræmi við skilmála kauptilboðsins frá 29. desember 1996. Er sjónarmiðum gagnstefnanda sem að þessu lúta áður lýst. Í tilvitnuðu kauptilboði fólst, að kaupanda bæri að yfirtaka áhvílandi veð- skuldabréf, sem samkvæmt kaupsamningi 30. desember 1996 námu að eftir- stöðvum 17.904.025 krónum. Svo sem fram er komið verður lagt til grundvallar 1035 dómi, að eftirstöðvar þeirra, að því er tekur til eignarhluta 0103 og 0104, hafi á sama tímamarki numið 8.686.133 krónum. Telst aðalstefnandi bundinn af þessu ákvæði tilboðsins, en fyrir liggur með nægilega skýrum hætti, að heimild til uppgreiðslu skuldabréfanna á lánstímanum var afnumin með skilmála- breytingu 29. nóvember 1994. Eru ekki efni til að fallast á það sjónarmið aðalstefnanda, að hann eigi rétt til afsals gegn staðgreiðslu kaupverðs, svo sem miðað er við í aðalkröfu hans. Verður sú krafa aðalstefnanda því ekki tekin til greina. Í kafla 1 hér að framan er greint efnislega frá öðrum þeim skyldum, sem hvíla á kaupanda umræddra eignarhluta samkvæmt samþykktu kauptilboði og kaup- samningi um þá 29. og 30. desember 1996. Forkaupsréttur aðalstefnanda varð virkur vegna þessa samnings. Um réttindi og skyldur aðalstefnanda fer eftir þeim skilmálum sem þar greinir, svo sem mælt hefur verið fyrir um með dómi Hæstaréttar. Í því felst meðal annars, að miða ber yfirtöku veðskulda við 29. desember 1996 og greiðslu vaxta af þeim við umsaminn afhendingardag, 1. apríl 1997. Standa að mati dómsins ekki viðhlítandi rök til þeirrar niðurstöðu, að víkja megi frá þessum ákvæðum kauptilboðs með þeim hætti, sem fyrsta og önnur varakrafa aðalstefnanda gera ráð fyrir. Verður krafa aðalstefnanda um útgáfu afsals gegn greiðslu þess endurgjalds, sem þar er boðin fram, því ekki tekin til greina. Samkvæmt kauptilboðinu frá 29. desember 1996 er við það miðað, að kaupandi hirði arð af eigninni frá og með afhendingardegi hennar, 1. apríl 1997, og greiði af henni skatta og skyldur frá sama tíma. Er hér um tíðkanlegt ákvæði að ræða. Í slíku ákvæði felst, að tekjur af fasteign renna til kaupanda hennar frá og með umsömdum afhendingardegi, en um leið fellur á hann skylda til að inna af hendi greiðslu á gjöldum, sem falla á eignina frá sama tímamarki. Í þriðju varakröfu aðalstefnanda er við það miðað að uppgjöri aðila í tengslum við útgáfu afsals verði hagað til samræmis við þetta ákvæði kauptilboðs. Þrátt fyrir að tilhögun uppgjörs að því er tekur til skatta og gjalda miðað við afhend- ingardag sé ekki sett fram tölulega í þessari varakröfu aðalstefnanda, er það mat dómsins. að með henni sé nægilega mælt fyrir um þá skyldu, sem aðalstefnandi er að þessu leyti reiðubúinn til að gangast undir gegn útgáfu afsals. Að því er varðar kröfu um endurgreiðslu leigugjalds er það að segja, að þegar gagn- stefnanda bar með réttu að afhenda aðalstefnanda umrædda eignarhluta jarð- hæðar fasteignarinnar Fjarðargötu 17, féll skylda aðalstefnanda til greiðslu þess niður. Greiðsla leigu til gagnstefnanda frá 1. apríl 1997 til 1. janúar 1998 var því umfram skyldu. Aðila málsins greinir ekki á um tölulegan grundvöll þess að þessu leyti og ekkert er fram komið sem leitt getur til þess, að endur- greiðslukrafa aðalstefnanda sé niður fallin, en við skil á leigu til gagnstefnanda eftir að aðalstefnanda hafði borist vitneskja um þau kaup, sem forkaupsréttur 1036 hans tekur til, var jafnan af hálfu aðalstefnanda gerður fyrirvari um greiðslu- skyldu og áskilnaður hafður uppi um endurheimtu. Verður samkvæmt þessu ekki fallist á það með gagnstefnanda, að krafa aðalstefnanda um endurgreiðslu leigugjalds að fjárhæð 1.814.395 krónur sé í andstöðu við ákvæði kauptilboðs. Í þriðju varakröfu aðalstefnanda er greiðsla kaupverðs boðin fram með þeim hætti, að hann taki að sér greiðslu áhvílandi veðskulda miðað við stöðu þeirra 29. desember 1996, þó þannig, að skylda til greiðslu vaxta og verðbóta af vöxtum fram til 1. apríl 1997 hvíli á gagnstefnanda. Greiðsluboð þetta telst í fullu samræmi við ákvæði kauptilboðs, svo sem þegar er rakið. Þá leiðir skortur á tölulegri útlistun málsins að því er þennan þátt þess varðar ekki til þess, að um ófullnægjandi greiðsluboð sé að ræða. Samkvæmt framansögðu telst boð aðalstefnanda um greiðslu endurgjalds samkvæmt þriðju varakröfu vera í nægjanlegu samræmi við ákvæði þess samn- ings, sem tókst um umrædda eignarhluta fasteignarinnar Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði í árslok 1996. Er þá litið framhjá hugsanlegri skyldu til greiðslu vaxta samkvæmt kröfum í gagnsök, enda verður ekki litið svo á í ljósi ágreinings aðila, að niðurstaða þar um geti haft áhrif Þegar tekin skal afstaða til þess, hvort um viðhlítandi greiðsluboð á grundvelli kauptilboðs sé að ræða. Af öllu framangreindu leiðir, að hafna ber sýknukröfu gagnstefnanda í aðalsök, svo og aðalkröfu hans í gagnsök. 4. Í varakröfu gagnstefnanda í gagnsök er því haldið fram, að greiðsla gagnstefnanda á afborgunum, vöxtum og verðbótum af áhvílandi lánum, sem með réttu eigi að falla á aðalstefnanda, nemi 2.585.659 krónum. Hafi þá verið tekið tillit til þess að gagnstefnanda beri að greiða vexti og verðbætur á vexti fram að afhendingardegi 1. apríl 1997. Þá kveðst gagnstefnandi hafa greitt 225.340 krónur í fasteignagjöld, sem fallið hafi á eignina frá umsömdum afhendingardegi. Þessi tölulega útlistun málsins hefur ekki sætt athugasemdum af hálfu aðalstefnanda. Verður aðalstefnanda því gert að greiða gagnstefnanda þær fjárhæðir sem hér um ræðir, enda fer sú niðurstaða saman við þriðju varakröfu hans. Um uppgjör á sköttum og gjöldum að öðru leyti fer eftir ákvæðum kauptilboðs 29. desember 1996. Í því felst, svo sem áður er rakið, að aðalstefnanda ber að standa skil á þeim sköttum og gjöldum sem kunna að hafa fallið á umrædda eignarhluta frá og með 1. apríl 1997, en gagnstefnanda fram til þess tíma. Samkvæmt málatilbúnaði gagnstefnanda er auk fasteignagjalda um að ræða gjald í hússjóð og iðgjald brunatryggingar, en gögn þar um hafa ekki verið lögð fram í málinu. Um arð af eignarhlutunum fer með sama hætti. 5. Í dómi Hæstaréttar í máli aðila 19. nóvember 1998 kemur fram það mat réttarins, svo sem áður er rakið, að með afstöðu gagnstefnanda í símskeyti til 1037 aðalstefnanda 9. maí 1997 hafi aðalstefnanda ekki verið gefið tilefni til að bjóða fram frekari greiðslu en hann gerði með bréfi 12. sama mánaðar, eða greiða kaupverð á geymslureikning. Að dómi Hæstaréttar gengnum þurfti aðalstefnandi síðan að nýju að leita atbeina dómstóla vegna málsins og þá í ljósi þeirrar eindregnu afstöðu gagnstefnanda í bréfi lögmanns hans frá 22. desember 1998, að réttur aðalstefnanda til umræddra eignarhluta væri fallinn niður. Að þessu virtu eru engin efni til að líta svo á að um vanefndir á greiðslu kaupverðs af hálfu aðalstefnanda hafi verið að ræða. Réttur gagnstefnanda til töku dráttar- vaxta telst því ekki hafa stofnast fram að uppkvaðningu þessa dóms. Hins vegar þykir gagnstefnandi eftir atvikum eiga rétt til þeirra vaxta sem tilgreindir eru Í þriðju varakröfu hans í gagnsök. Fer um þessa vexti svo sem nánar greinir Í dómsorði. Með sama hætti þykir aðalstefnandi eiga rétt til vaxta af leigu- greiðslum, sem hann samkvæmt framansögðu innti af hendi umfram skyldu. Um þá fer svo sem í dómsorði greinir. Rétt þykir, að greiðslur aðalstefnanda til gagnstefnanda, svo sem hér er mælt „ fyrir um þær, beri dráttarvexti samkvæmt ll. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá uppkvaðningu dóms þessa til greiðsludags. Um dráttarvexti af endurgreiðslu- kröfu aðalstefnanda fer með sama hætti. 6. Niðurstaða málsins er samkvæmt framansögðu sú, að fallist er á kröfu aðalstefnanda um skyldu gagnstefnanda til útgáfu afsals til aðalstefnanda fyrir eignarhlutum 0103 og 0104 fasteignarinnar Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði gegn greiðslu kaupverðs í samræmi við þriðju varakröfu aðalstefnanda í aðalsök og svo sem nánar greinir í dómsorði, en að teknu tilliti til vaxtakröfu gagnstefn- anda, svo sem hún er sett fram í þriðju varakröfu hans í gagnsök, sbr. 2. mgr. 8. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. 7. Málskostnaður í aðalsök og gagnsök verður ákveðinn í einu lagi. Verður gagnstefnanda í ljósi framangreindra málsúrslita gert að greiða aðalstefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 300.000 krónur. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Rúmar fjórar vikur eru nú liðnar frá því að munnlegur flutningur málsins fór fram. Stafar dráttur á dómsuppsögu af embættisönnum dómarans. Með því að lögmenn aðila hafa lýst því yfir að þeir telji endurflutning málsins óþarfan og dómarinn er þeirri afstöðu samþykkur, stendur 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála því ekki í vegi, að dómur verði nú á málið lagður. 1038 Dómsorð: Gagnstefnanda, ÁHÁ-byggingum ehf., er skylt að gefa út afsal til aðalstefnanda, Ingvars Guðmundssonar, fyrir eignarhlutum 0103 og 0104 í fasteigninni að Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, gegn greiðslu, svo sem hér greinir: I. Aðalstefnandi greiði gagnstefnanda 12.351.367 krónur með eftir- greindum ársvöxtum: 0,9% af 3.001.867 krónum frá 30. apríl 1997 til 1. Júní s.á., en 1,0% frá þeim degi til 25. s.m., en af 5.339.242 krónum frá þeim degi til |. ágúst s.á., en 0,9% frá þeim degi til 25. s.m., en af 7.676.617 krónum frá þeim degi til 1. september s.á., en 0,8% frá þeim degi til 24. nóvember s.á., en af 10.013.992 krónum frá þeim degi til 1. Janúar 1998, en 0,9% frá þeim degi til 1. mars s.á., en 0,8% frá þeim degi til 25. apríl s.á., en af 12.351.367 krónum frá þeim degi til 1. maí s.á., en 0,7% frá þeim degi til 1. nóvember s.á., en 0.6% frá þeim degi til 1. apríl 1999, en 0,7% frá þeim degi til 1. maí s.á., en 0,8% frá þeim degi til uppkvaðningar þessa dóms, en með dráttarvöxtum samkvæmt IL. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. 2. Aðalstefnandi yfirtekur áhvílandi veðskuldir miðað við stöðu þeirra 29. desember 1996, þó þannig að gagnstefnandi greiðir vexti og verðbætur af vöxtum til |. apríl 1997. 3. Aðalstefnandi greiði gagnstefnanda 2.585.659 krónur með eftir- greindum ársvöxtum: 0,9% af 135.731 krónu frá 1. maí 1997 til 3. s.m., en af 274.444 krónum frá þeim degi til 1. júní s.á., en 1,0% frá þeim degi til 1. ágúst s.á., en 0,9% frá þeim degi til 17. s.m., en af 479.395 krónum frá þeim degi til |. september s.á., en 0,8% frá þeim degi til 1. nóvember S.á., en af 716.565 krónum frá þeim degi til 3. s.m., en af 957.917 krónum frá þeim degi til 1. janúar 1998, en 0,9% frá þeim degi til 17. febrúar s.á., en af 1.192.063 krónum frá þeim degi til 1. mars s.á., en 0.8% frá þeim degi til |. maí s.á., en 0,7% af 1.425.679 krónum frá þeim degi til 3. s.m., en af 1.663.884 krónum frá þeim degi til 17. ágúst s.á., en af 1.894.878 krónum frá þeim degi til 1. nóvember s.á., en 0,6% af 2.124.060 krónum frá þeim degi til 3. s.m., en af 2.357.880 krónum frá þeim degi til 17. febrúar 1999, en af 2.585.659 krónum frá þeim degi til 1. apríl s.á., en 0,7% frá þeim degi til 1. maí s.á., en 0,8% frá þeim degi til uppkvaðningar þessa dóms, en með dráttarvöxtum samkvæmt II. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. 1039 4. Aðalstefnandi greiði gagnstefnanda 225.340 krónur með eftir- greindum ársvöxtum: 1,0% af 143.395 krónum frá 15. júní 1997 til 1. ágúst s.á., en 0,9% frá þeim degi til 1. september s.á., en 0,8% frá þeim degi til 1. janúar 1998, en 0,9% frá þeim degi til 1. mars s.á., en 0,8% frá þeim degi til 1. maí s.á., en 0,7% frá þeim degi til 15. júní s.á., en af 172.809 krónum frá þeim degi til 1. nóvember s.á., en 0,6% frá þeim degi til 15. janúar 1999, en af 225.340 krónum frá þeim degi til |. apríl s.á., en 0,7% frá þeim degi til 1. maí s.á., en 0,8% frá þeim degi til upp- kvaðningar þessa dóms, en með dráttarvöxtum skv. ll. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Um arð af eignarhlutunum og skatta og gjöld af þeim fer að öðru leyti svo sem í forsendum greinir. Til frádráttar greiðslum aðalstefnanda samkvæmt framansögðu komi 1.814.395 krónur ásamt eftirgreindum ársvöxtum: 0,9% af 197.689 krónum frá 10. apríl 1997 til 3. maí s.á., en af 395.741 krónu frá þeim til 1. júní s.á., en 1,0% frá þeim degi til 10. s.m., en af 593.793 krónum frá þeim degi til 9. júlí s.á., en af 795.644 krónum frá þeim degi til 1. ágúst s.á., en 0,9% frá þeim degi til 8. s.m., en af 997.857 krónum frá þeim degi til 1. september s.á., en 0,8% frá þeim degi til 10. s.m., en af 1.202.150 krónum frá þeim degi til 10. október s.á., en af 1.406.081 krónu frá þeim degi til 10. nóvember s.á., en af 1.610.374 krónum frá þeim degi til 10. desember s.á., en af 1.814.395 krónum frá þeim degi til 1. janúar 1998, en 0,9% frá þeim degi til 1. mars s.á., en 0,8% frá þeim degi til 1. maí s.á., en 0,7% frá þeim degi til |. nóvember s.á., en 0,6% frá þeim degi til 1. apríl 1999, en 0,7% frá þeim degi til 1. maí s.á., en 0,8% frá þeim degi til uppkvaðningar dóms, en með dráttarvöxtum skv. Hl. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Gagnstefnandi greiði aðalstefnanda 300.000 krónur í málskostnað. 1040 Miðvikudaginn 8. mars 2000. Nr. 6/2000. Gunnar Þór Jónsson (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) gegn Landspítala, háskólasjúkrahúsi (Skarphéðinn Þórisson hrl.) Omerking héraðsdóms. Heimvísun. Dómur. Málsástæður. Sjúkrahúsið L sagði G upp starfi yfirlæknis, sem hann gegndi jafnframt því að vera prófessor við læknadeild HÍ. Höfðaði G mál á hendur L og krafðist þess að uppsögnin yrði dæmd ógild. Héraðsdómari sýknaði L af kröfum G. Talið var að í röksemdum fyrir niðurstöðu héraðsdóms væri ekki tekin afstaða til allra þátta í málflutningi G og hefði ekki verið unnt að komast efnislega að niðurstöðu um sýknu L af kröfum G án þess að afstaða yrði tekin til umræddra atriða með fullnægjandi hætti. Var því ekki talið að komist yrði hjá því að ómerkja héraðsdóm- inn og vísa málinu heim í hérað til málflutnings og dómsálagningar að nýju. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5. janúar 2000 og krefst hann þess að viðurkennt verði með dómi að uppsögn Sjúkrahúss Reykja- víkur 22. júlí 1999 á ráðningu áfrýjanda sé ógild og að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi, sem nú heitir Landspítali, háskólasjúkrahús, sbr. 1. gr. reglu- gerðar nr. 127/2000 um sameiningu heilbrigðisstofnana, krefst staðfest- ingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi höfðaði málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 25. október 1999. Hefur það sætt flýtimeðferð samkvæmt XIX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málið er risið af því að Sjúkrahús Reykjavíkur sagði áfrýjanda hinn 22. júlí 1999 upp starfi yfirlæknis bæklunarlækningadeildar, sem hann gegndi jafnframt því að vera prófessor í slysalækningum við lækna- deild Háskóla Íslands. Í héraðsdómsstefnu byggði áfrýjandi dómkröfu sína einkum á þremur málsástæðum. Í fyrsta lagi hafi starf hans við 1041 sjúkrahúsið leitt af skipun hans í embætti prófessors samkvæmt ódag- settum samningi á milli Borgarspítalans í Reykjavík og Háskóla Íslands, sem hafi tekið gildi 1. janúar 1983. Verði því að líta svo á að Háskólinn sé í reynd vinnuveitandi sinn og uppsögnin þannig ógild. Í öðru lagi sé engum ráðningarsamningi til að dreifa á milli áfrýjanda og sjúkrahússins, gagnstætt því, sem stefndi haldi fram. Sé þrátt fyrir þetta talið að sjúkrahúsið hafi átt beina aðild að ráðningu áfrýjanda hljóti hann að njóta réttarstöðu samkvæmt VI. kafla laga nr. 70/1996 um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í þriðja lagi mótmæli áfrýjandi að bréf frá 1. desember 1997, sem stefndi vísi til, uppfylli kröfur um áminningu samkvæmt 21. gr. áðurnefndra laga. Jafnvel þótt bréfið teld- ist hafa að geyma fullgilda áminningu, geti sakirnar, sem þar greini, ekki réttlætt brottvikningu áfrýjanda úr starfi. Í greinargerð fyrir Hæstarétti reisir áfrýjandi kröfu sína á sömu málsástæðum. Í röksemdum fyrir niðurstöðu hins áfrýjaða dóms er ekki tekin afstaða til þeirra þátta í málflutningi áfrýjanda, sem lúta að gildi áminn- ingarinnar |. desember 1997 eða því að ávirðingar, sem þar um ræði, nægi ekki til að víkja honum úr starfi. Ekki var unnt að komast efnis- lega að niðurstöðu um sýknu stefnda af kröfu áfrýjanda án þess að afstaða yrði tekin til þessara atriða með fullnægjandi hætti. Í því sam- bandi nægði ekki það eitt að vísa til þess að úrlausnarefni málsins væri einskorðað við gildi uppsagnar áfrýjanda. Verður því ekki komist hjá að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til málflutn- ings og dómsálagningar að nýju. Rétt þykir að á þessu stigi beri hvor aðili sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og er málinu vísað heim í hérað til munnlegs flutnings og dómsálagningar á ný. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. 1042 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. desember 1999. I. Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 25. október 1999 og dómtekið 15. þ.m. Stefnandi er Gunnar Þór Jónsson, kt. 190642-3219, Laugavegi 39 B, Reykja- vík. Stefndi er Sjúkrahús Reykjavíkur, kt. 53119-2999, Fossvogi í Reykjavík. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að uppsögn stefnda 22. Júlí 1999 á ráðningu sinni við spítalann sé ógild og að stefnda verði gert að greiða sér málskostnað. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. Málið sætir flýtimeðferð eftir XIX. kafla laga nr. 91/1991. Il. Frammi liggur „Samningur milli Háskóla Íslands og borgarspítalans í Reykjavík um kennslu læknanema og hlutverk spítalans sem kennslusjúkra- húss“. Hann gilti upphaflega frá 1. janúar 1983 til 1. júlí 1984 en hefur síðan framlengst um eitt ár í senn eftir 9. grein hans þar sem honum hefur ekki verið sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Í samningnum er kveðið á um samvinnu um kennslu í læknisfræði, nýtingu nýjunga og framfara í læknisfræði, rannsóknarstarfsemi í læknisfræði og heil- brigðisþjónustu, áætlanagerð og framhaldsmenntun lækna. Að meginefni hefur samningurinn að geyma reglur er varða stjórnunarleg tengsl, ráðningu starfsliðs, þ.e. kennara, vinnuaðstöðu kennara, vísindastörf, aðstöðu fyrir læknanema og skiptingu kostnaðar. Um starfslið segir í 4. gr. samningsins: „1. Sameiginlegt starfslið er þrenns konar: a) Prófessor, dósent eða lektor í fullu starfi við læknadeild og jafnframt í hlutastarfi við sjúkrahúsið. Sé starfandi prófessor við sjúkrahúsið skal hann jafn- framt vera yfirlæknir á viðkomandi deild, samanber 2. tölulið þessarar greinar... Háskólinn velur starfsmann skv. a-lið hér að framan, en leitað skal álits stjórnar sjúkrahússins áður en Háskólinn gerir tillögu um ráðstöfun stöðunnar... 2. Forstöðumaður kennslugreinar skv. skilgreiningu læknadeildar skal hafa yfirlæknisstöðu en stjórn sjúkrahússins ákveður hver hefur á hendi forstöðu við- komandi deildar...“ Um læknisstarfið segir að það sé hlutastarf. Þann 21. desember 1983 var stefnandi af forseta Íslands/menntamálaráðherra skipaður prófessor í slysalækningum við læknadeild Háskóla Íslands frá 1. jan- úar 1984 að telja. Auglýsing menntamálaráðuneytisins frá 16. nóvember 1983 um að prófessorsembættið væri laust til umsóknar kvað jafnframt á um að pró- 1043 fessorinn mundi fá starfsaðstöðu við slysadeild Borgarspítalans. Þá segir í auglýsingunni að laun séu samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Í bréfi framkvæmdastjóra stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar, dags. 18. janúar 1984, til stefnanda segir að á fundi stjórnarinnar 13. s.m. hafi verið lagt fram bréf deildarforseta læknadeildar Háskóla Íslands, dags. 11. s.m., ásamt afriti af skipunarbréfi stefnanda sem prófessors í slysalækningum við lækna- deild Háskóla Íslands. Í bréfinu sé vísað til bréfaskipta læknadeildar og stjórnar sjúkrastofnana um að stefnandi verði jafnframt yfirlæknir slysadeildar. Segir í bréfi framkvæmdastjórans að stjórnin staðfesti samhljóða ráðningu hans í emb- ætti yfirlæknis slysa- og sjúkravaktar Borgarspítalans. Þann |. janúar 1996 voru Borgarspítalinn og St. Jósefsspítali, Landakoti, sameinaðir í eina stofnun, Sjúkrahús Reykjavíkur. Stefnandi starfaði við sjúkra- húsið frá því í janúar 1984 til 30. nóvember 1999, sbr. það sem síðar verður greint. Á árinu 1991 var sú breyting serð á störfum hans að stjórnunarskyldum var létt af honum. Samkvæmt samningi ríkisins og Reykjavíkurborgar tók ríkið frá og með 1. janúar 1999 við rekstri og stjórnun allra deilda Sjúkrahúss Reykja- víkur. Samkvæmt 8. gr. samningsins tók ríkið frá sama tíma við öllum réttindum og skyldum borgarinnar gagnvart starfsmönnum Sjúkrahúss Reykjavíkur og fer frá þeim degi með samningsaðild vinnuveitanda. Með bréfi, dags. |. desember 1997, veitti Jóhannes M. Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri stefnda, stefnanda formlega áminningu vegna ætlaðra slælegra vinnubragða hans varðandi skil á umbeðnum vottorðum og greinargerðum. Segir í lok þess að stefnandi verði leystur frá störfum við sjúkrahúsið ef van- ræksla af þessu tagi endurtæki sig. Afrit bréfsins voru send landlækni, Jóhann- esi Pálmasyni, forstjóra stefnda, og Brynjólfi Mogensen, yfirlækni bæklunar- lækningadeildar stefnda. Samkvæmt starfslýsingu lækningaforstjórans er forstjóri stefnda næsti yfir- maður hans og undir verksvið hans heyrir m.a. að ráða og leysa frá störfum for- stöðulækna og yfirlækna sjúkrahússins. Af hálfu stefnda var stefnanda sent bréf, dags. 27. maí 1999, undirritað af Magnúsi Péturssyni, forstjóra SHR, Jóhannesi M. Gunnarssyni, lækningafor- stjóra SHR, og Jóhannesi Pálmasyni, framkvæmdastjóra SHR. Þar er vísað til ætlaðrar vanrækslu stefnanda, sem hann hafi áður verið ítrekað áminntur um, og er honum tjáð að stefndi hafi í hyggju að segja upp ráðningarsamningi hans við spítalann. Stefnanda var gefinn kostur á að koma að athugasemdum og and- mælum vegna fyrirhugaðrar uppsagnar. Upphaflegur frestur, sem var til 17. júní 1999, var lengdur að beiðni lögmanns stefnanda sem sendi stefnda bréf þ. 25. Júní sl. og mótmælti fyrirætlunum hans sem ólögmætum. Með bréfi, dags. 22. júlí 1999, sem var undirritað af hinum sömu og bréfið frá 27. maí s.á., var stefnanda tilkynnt að stefndi segði upp ráðningarsamningi spít- 1044 alans við hann. Uppsagnarfrestur var tiltekinn fjórir mánuðir frá 31. júlí 1999 að telja og síðasti starfsdagur stefnanda samkvæmt því 30. nóvember 1999. Í upp- sagnarbréfinu er vísað til aðvörunarbréfs frá 27. maí 1999 og til formlegrar áminningar sem stefndi hafi veitt stefnanda með bréfi 1. desember 1997. Eftir þetta áttu sér stað bréfaskipti milli lögmanns stefnanda og fyrirsvars- manna stefnda. Lögmaðurinn skýrði sjónarmið sín um réttarstöðu stefnanda í starfinu við sjúkrahúsið og óskaði eftir skýringum frá stefnda á heimildum hans til uppsagnarinnar. Með bréfi forstjóra stefnda til lögmannsins, dags. 26. ágúst 1999, fylgdi ljósrit af bréfi háskólarektors, dags. 15. júlí 1999, til stefnda. Í því er vísað til bréfs þar sem lýst sé ákvörðun stjórnenda sjúkrahússins um að segja upp ráðningarsamningi sjúkrahússins og stefnanda og aðdragandi þeirrar ákvörðunar rakinn. Síðan segir: „Með vísan til samkomulags Borgarspítalans (nú Sjúkrahúss Reykjavíkur) og Háskóla Íslands um kennslu læknanema og hlutverk spítalans sem kennslusjúkrahúss frá árinu 1983 vil ég staðfesta að Háskóli Íslands gerir ekki athugasemd við ákvörðun stjórnenda sjúkrahússins um að slíta ráðningarsamningnum.“ Í bréfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins til stefnda frá 1. október 1999 er greint frá því að lögmaður stefnanda hafi leitað til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og borið fram kvörtun þess efnis að stefndi hafi ekki farið að lögum við uppsögn hans. Af því tilefni ósk- aði ráðuneytið eftir því að stefndi veitti ráðuneytinu upplýsingar um lagagrund- völl uppsagnarinnar. Það var gert með bréfi 20. október 1999. Samkvæmt gildandi kjarasamningi ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar annars vegar og Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur hins vegar er gagn- kvæmur uppsagnarfrestur fjórir mánuðir að því er tók til stefnanda. 111. Meginmálsástæða stefnanda er að starf hans við Sjúkrahús Reykjavíkur hafi byggst á fyrrgreindum samningi milli sjúkrahússins og Háskóla Íslands sem fari með aðild vinnuveitanda gagnvart sér. Hafi stefndi eitthvað við samninginn að athuga verði hann að snúa sér til viðsemjanda síns með athugasemdir sínar. Upp- sögn stefnda, sem beint sé til stefnanda, sé ógild og að engu hafandi. Stefnandi kveðst ekki kannast við neinn sérstakan ráðningarsamning og hafi hann einfaldlega starfað á grundvelli þess samnings sem áður var getið. Sé þrátt fyrir þetta talið að stefndi eigi beina aðild að ráðningu stefnanda í starf á sjúkra- húsinu hljóti hann a.m.k. að njóta í því réttarstöðu samkvæmt VI. kafla laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða með þeim lögum. Er á því byggt af hálfu stefnanda að hann hafi ekki að þessu leyti verið látinn njóta réttar sem honum þá bæri. Að því er varðar framgang ráðningarslita samkvæmt starfsmannalögum tekur stefnandi fram: 1045 Af hálfu stefnda hafi verið vísað til þess að stefnandi hafi fengið áminningu með bréfi 1. desember 1997. Því er mótmælt að hér hafi verið um að ræða áminningu sem uppfylli kröfur 21. gr. starfsmannalaga. Í fyrsta lagi hafi það ekki verið „forstöðumaður stofnunar“ sem sendi honum bréf þann dag heldur lækningaforstjóri. Í öðru lagi hafi tilefni bréfsins verið ónógt til að þjóna þessu markmiði. Segir stefnandi starfshætti sína við skil á vottorðum hafa verið að öllu leyti í samræmi við það sem tíðkist um slík efni og hafi hann gert grein fyrir því áður en hann fékk bréf þetta. Eftir að stefnanda hafi verið sent upp- sagnarbréfið 22. júlí 1999 hafi samstarfsmenn hans við bæklunardeild sjúkra- hússins, læknar og hjúkrunarfræðingar, sent frá sér yfirlýsingar, þar sem m.a. sé talið óskiljanlegt að slíkar ávirðingar geti leitt til brottvikningar úr starfi. Jafn- vel þótt gengið væri út frá því að bréfið |. desember 1997 teldist hafa að geyma fullgilda áminningu samkvæmt starfsmannalögum geti það ekki heimilað stefnda endanlega brottvikningu stefnanda úr starfi. Þótt talið yrði að stefnandi hefði brotið af sér á þessu sviði þannig að áminningu hafi varðað og stefndi teldi hann ekki hafa bætt ráð sitt eftir það gæti slíkt aldrei réttlætt brottvikningu. Við slíkar aðstæður ætti að veita starfsmanninum lausn um stundarsakir meðan mál væri rannsakað að hætti 27. gr. laganna. IV. Af hálfu stefnda er því mótmælt að Háskóli Íslands fari með aðild vinnuveit- anda vegna starfa stefnanda hjá sjúkrahúsinu. Skipun stefnanda í stöðu prófess- ors hafi tekið til starfa hans við læknadeild. Ráðning stefnanda hjá stefnda hafi byggst á sérstökum samningi Háskólans og Borgarspítalans. Ekki hafi verið gerður skriflegur ráðningarsamningur við stefnanda þar sem slíkt hafi ekki tíðk- ast hjá Reykjavíkurborg á þeim tíma. Um laun stefnanda gildi að Háskóli Íslands hafi greitt að fullu laun hans vegna stöðu hans sem prófessors en Sjúkrahús Reykjavíkur vegna starfa hans sem yfirlæknis. Þegar litið sé einnig á faglegar starfsskyldur stefnanda og verksvið sé fráleitt að líta á starf hans hjá stefnda annars vegar og Háskólanum hins vegar sem eitt og hið sama. Því er mótmælt að um ráðningarslit stefnanda hjá stefnda skuli fara samkvæmt ákvæðum VI. kafla laga nr. 70/1996, sem fjalli um lausn embættismanna, heldur gildi ákvæði IX. kafla laganna um uppsögn á ráðningarsamningi hans. Á því er byggt að málsmeðferð stefnda hafi að öllu leyti uppfyllt ákvæði laga. Að lokum er á það bent af hálfu stefnda að kröfugerð stefnanda í málinu lúti að því að upp- sögn verði dæmd ógild. Samkvæmt grundvallarreglum vinnuréttar hafi vinnu- veitandi rétt til að ráða starfsmenn og segja þeim upp störfum. Honum sé því heimilt að hafna vinnuframlagi þeirra. Á því er byggt að ákvörðun vinnuveitanda um uppsögn ráðningarsamnings verði aldrei ógilt. Kröfugerð stefnanda miði að því að hann fái með dómi starf sitt aftur og sé hún í andstöðu við meginreglur 1046 vinnuréttar og skýr fordæmi. Í þeim tilvikum sem starfsmönnum hafi tekist að sýna fram á að uppsagnir hafi verið ólögmætar hafi skaðabætur verið dæmdar. V. Úrlausnarefni dómsins einskorðast við gildi uppsagnar. Fram hefur verið lagður fjöldi skjala, auk dómskýrslna, sem varða ekki gildi heldur lögmæti upp- sagnarinnar. Þau gögn verða ekki reifuð eða afstaða tekin til málsástæðna, sem að þessu lúta, en í stefnu er áskilnaður stefnanda um „rétt til skaðabóta úr hendi stefnda vegna þess tjóns sem hin ólögmæta uppsögn veldur honum“. Tilvitnaður samningur milli Háskóla Íslands og Borgarspítalans í Reykjavík er ekki á sviði vinnuréttar. Þar er þó kveðið á um val á prófessor í fullt starf við læknadeild og jafnframt í hlutastarf við sjúkrahúsið. Störfin voru samkvæmt þessu tvö og launagreiðendur voru tveir; annars vegar ríkissjóður vegna Háskóla Íslands og hins vegar þá stefnandi laun frá Borgarspítalanum — síðar Sjúkrahúsi Reykjavíkur — sem var lengst af borgarstofnun en er ríkisstofnun frá síðustu ára- mótum. Aðspurður við aðalmeðferð málsins 15. þ.m. kvaðst stefnandi hafa látið af störfum við Sjúkrahús Reykjavíkur þann 30. fyrri mánaðar en gegna enn emb- ætti prófessors við læknadeild Háskóla Íslands. Um lagaskilyrði fyrir starfslokum stefnanda fer eftir IX. kafla laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem gildir um aðra starfs- menn þess en embættismenn, en staða yfirlæknis verður ekki skilgreind sem embætti. Allt frá ráðningu stefnanda að sjúkrahúsinu 18. janúar 1984 hafði stefndi aðild vinnuveitanda gagnvart honum og forstöðumenn stefnda, sem sögðu stefn- anda upp störfum, voru bærir til þess. Niðurstaða málsins er sú að sýkna beri stefnda af kröfum stefnanda. Eftir þessum úrslitum verður stefnanda, samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, gert að greiða stefnda málskostnað sem er ákveðinn 200.000 krónur. Mál þetta dæmir Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, Sjúkrahús Reykjavíkur, er sýknaður af kröfum stefnanda, Gunnars Þórs Jónssonar. Stefnandi greiði stefnda 200.000 krónur í málskostnað. 1047 Fimmtudaginn 9. mars 2000. Nr. 89/2000. Lögreglustjórinn í Reykjavík (Egill Stephensen saksóknari) gegn Y (Bjarni Þór Óskarsson hrl.) Kærumál. Farbann. Úrskurður héraðsdóms um að Y skyldi sæta farbanni á grundvelli 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur, en tími farbanns styttur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. mars 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni allt til föstudagsins 31. mars nk. Kæruheim- ild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Í beiðni sóknaraðila um farbann yfir varnaraðila er vísað til þess að hann sé erlendur ríkisborgari, sem sé staddur hér á landi sem ferða- maður, en að honum beinist rannsókn á kynferðisbrotamáli, þar sem hann sé borinn sökum um að hafa neytt stúlku til kynmaka aðfaranótt 26. febrúar sl. Í beiðninni eru að engu leyti færð fyrir því rök að skil- yrði væru til að láta varnaraðila sæta gæsluvarðhaldi af þessum sökum. Verður vegna þessa að líta svo á að sóknaraðili reisi kröfu sína á því að efni séu til að beita farbanni óháð skilyrðum 103. gr. laga nr. 19/1991, en fyrir því er heimild í upphafsorðum 110. gr. laganna. Sam- kvæmt skýrslum, sem gefnar hafa verið fyrir lögreglu og liggja fyrir í málinu, eru sakargiftir á hendur varnaraðila reistar á framburði ætlaðs brotaþola, sem fær nokkra stoð í framburði tveggja vitna. Varnaraðili hefur látið uppi þá fyrirætlan að fara héðan af landi 12. mars nk. Eins 1048 og atvikum er hér háttað má fallast á með sóknaraðila að uppfyllt séu skilyrði 110. gr. laga nr. 19/1991 til að tálma þá för varnaraðila úr landi vegna rannsóknar málsins. Samkvæmt málatilbúnaði sóknaraðila er rannsóknin langt á veg komin. Að því gættu er ekki tilefni til að marka farbanni lengri tíma en í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðila, Y, er bönnuð för úr landi allt til mánudagsins 20. mars 2000 kl. 16.00. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. mars 2000. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að Y, |...|, sæti farbanni allt til mánudagsins 17. apríl 2000. Í greinargerð með kröfu um farbann kemur fram að hjá lögreglunni í Reykja- vík sé nú til rannsóknar kynferðisbrotamál þar sem Y, bandarískur ríkisborgari, sé kærður fyrir að hafa neytt stúlku til kynmaka aðfaranótt laugardagsins 26. febrúar sl. Rannsókn málsins sé langt komin, en enn eigi eftir að taka skýrslur af vitnum og kæranda. Bótakrafa frá kæranda sé væntanleg og þá þurfi að kynna kærða bótakröfuna. Að lokinni rannsókn verði málið sent ríkissaksóknara, sem taki ákvörðun um hvort saksótt verði í málinu eða ekki. Ennfremur kemur þar fram að kærði sé staddur hér á landi sem ferðamaður. Hann sé bandarískur ríkisborgari og hafi hér hvorki atvinnu- né dvalarleyfi. Hann hafi undanfarið |...|. Hann hafi lýst því yfir að hann ætli af landi brott 12. mars nk. Sé því talin veruleg hætta á að hann fari af landi brott og komi sér þannig undan frekari rannsókn og mögulegri saksókn og málsmeðferð í máli þessu. Sé því talið nauðsynlegt að hann sæti farbanni meðan á meðferð málsins stendur. Fulltrúi lögreglustjóra hélt því fram hér fyrir dómi að kærði hefði lítil tengsl við Ísland og því ólíklegt að hann komi aftur til landsins vegna meðferðar þessa máls, enda hafi hann ekki að neinu hér að hverfa. Verið sé að rannsaka ætlað brot Y á XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það sakarefni sem hér um ræðir mundi varða fangelsisrefsingu ef sök telst sönnuð. Með vísan til alls ofanritaðs og með vísan til 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, er þess farið á leit að ofangreind krafa nái fram að ganga. Verjandi kærða hélt því fram fyrir dómi að ekki væru efni til þess að verða við kröfunni. Sönnunarfærsla í málinu væri af skornum skammti og engin 1049 áþreifanleg merki þess að kærði hafi beitt ofbeldi. Aðstæður á meintum brota- vettvangi væru þess eðlis að útilokað væri annað en að fólk sem verið hafi í íbúðinni hefði orðið þess vart ef nauðgun hefði átt sér stað. Verjandinn kveður rannsókn málsins nær lokið og ekki sé rétt að kærði eigi að gjalda frekari tafa á rannsókninni. Níu dagar séu liðnir frá því að kæra kom fram og kærði hefði haft næg tækifæri til að koma sér úr landi ef hann hefði ætlað að koma sér undan sakfellingu í málinu. Kærði muni koma hingað til lands aftur ef til ákæru komi. Verið er að rannsaka ætlað brot kærða gegn 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 á grundvelli kæru sem lögð var fram á hendur honum. Kærði hefur borið að hafa haft samræði við konu þá sem borið hefur fram kæruna en neitar að hafa þvingað hana til samræðis. Rannsókn málsins er nokkuð á veg komin. Nokkurn tíma mun fyrirsjáanlega taka að ljúka rannsókninni og senda málið rík- issaksóknara til ákvörðunar um það hvort ákæra verði gefin út eða ekki. Þar sem kærði er búsettur erlendis er mikilvægt að rannsókn þessa alvarlega kæruefnis sé hraðað. Kærði hefur lýst því yfir að hann ætli af landi brott 12. mars nk. og er óraunhæft að ætla að rannsókn málsins verði lokið fyrir þann tíma. Fallast má á með fulltrúa lögreglustjórans í Reykjavík að vegna lítilla tengsla kærða við Ísland sé verulegur vafi á því að hægt verði að tryggja nauðsynlega nærveru hans við frekari rannsókn málsins. Með vísan til framangreinds og 110. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, þykir því rétt að fallast á kröfu um farbann þar til fyrir liggur hvort ákæra verði gefin út á hendur kærða eða allt til 31. mars nk. kl. 16.00. Sigurður T. Magnússon héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kærði, Y, {...1, sæti farbanni allt til föstudagsins 31. mars 2000. 1050 Fimmtudaginn 9. mars 2000. Nr. 60/1999. Kolbrún Elsa Jónasdóttir (Kristinn Bjarnason hrl.) gegn Sjávardýrum ehf. (Ólafur Sigurgeirsson hrl.) Tékkamál. K, sem var prókúruhafi fyrir einkahlutafélagið R, lét J, fyrirsvarsmanni einkahlutafélagsins S, í hendur tékkaeyðublöð með undirritun sinni, þar sem ávísað var á reikning R. Ekki kom fram á tékkanum að hann væri gefinn út fyrir hönd R. S höfðaði mál gegn K til innheimtu eins tékka, sem ekki hafði reynst innistæða fyrir og S hafði orðið að leysa til sín, sem framseljandi. Talið var, að tékkinn hefði verið gefinn út af K og útfylltur í samræmi við Í. gr. laga nr. 94/1933 um tékka og því fullgildur. Á það var fallist með héraðsdómara, að K gæti ekki borið fyrir sig aðildarskort í málinu, sem rekið var samkvæmt XVI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Talið var, að andmæli K að öðru leyti lytu að því hvort S hefði misfarið með tékkaeyðublaðið, sem leiddi til þess að K yrði ekki skuldbundin af undirritun sinni. Þótti þessi varnarástæða varða lögskipti að baki því að til varð fullgildur tékki og gæti hún ekki komist að í málinu samkvæmt 118. gr. laga nr. 91/1991. Var K dæmd til að greiða S andvirði tékkans. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. febrúar 1999 og krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Í kjölfar áfrýjunar héraðsdóms var af hálfu áfrýjanda leitað eftir því við ríkislögreglustjóra að fram færi rannsókn vegna ætlaðra brota Jóns Pálma Pálmasonar, fyrirsvarsmanns stefnda, á almennum hegningar- lögum nr. 19/1940 í tengslum við notkun tékka þess, sem ágreiningur 1051 málsaðila er sprottinn af. Hefur áfrýjandi jafnframt lagt fyrir Hæstarétt ýmis ný gögn, en þeirra á meðal eru skýrslur, sem gefnar voru fyrir lögreglu af þessu tilefni, og bréf lögreglustjórans í Reykjavík 25. febr- úar 2000 til lögmanns áfrýjanda, þar sem því er lýst yfir að rannsókn- argögn þyki ekki gefa tilefni til frekari aðgerða af hans hálfu. H. Tékkinn, sem um ræðir í málinu, var gefinn út af áfrýjanda og út- fylltur í samræmi við 1. gr. laga nr. 94/1933 um tékka og því fullgildur. Lúta varnir áfrýjanda að því í fyrsta lagi að hún sé ekki réttur aðili málsins, svo sem nánar er rakið í héraðsdómi. Með vísan til forsendna hans verður fallist á þá niðurstöðu að þessi varnarástæða áfrýjanda komi henni ekki að haldi í málinu, sem rekið er eftir ákvæðum XVII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. einnig dóm Hæsta- réttar í dómasafni 1994, bls. 2149. Áfrýjandi reisir varnir sínar í annan stað á því að efni umrædds tékka sé falsað og því beri að sýkna hana. Hafi fyrirsvarsmaður stefnda fengið í hendur nokkur tékkaeyðublöð um sumarið 1997, sem voru þá óútfyllt að öðru leyti en því að áfrýjandi hafði ritað nafn sitt á þau sem útgefandi. Hinn fyrrnefndi hafi útfyllt eyðublað það, sem um ræðir Í málinu, án nokkurrar heimildar og í andstöðu við samkomulag þess efnis að tékkaeyðublöðin yrðu einungis útfyllt og notuð til að greiða kostnað af viðgerð fiskiskipsins Guðmundar Kristins SÚ 404. Af hálfu stefnda er á hinn bóginn haldið fram að tékkinn hafi að öllu leyti verið útfylltur, er fyrirsvarsmaður stefnda tók við honum af áfrýjanda, og að heimilt hafi verið að framvísa honum í banka um vorið 1998. Óumdeilt er að áfrýjandi lét tékkaeyðublaðið af hendi með undir- ritun sinni, þótt ágreiningur sé um hvort það hafi þá verið útfyllt að öðru leyti. Lúta andmæli áfrýjanda að því að stefndi hafi misfarið með tékkaeyðublaðið, sem leiða eigi til þess að útgefandi verði ekki skuld- bundinn af undirritun sinni. Þessi varnarástæða varðar lögskiptin að baki því að til varð fullgildur tékki og kemst ekki að í málinu sam- kvæmt 118. gr. laga nr. 91/1991. Að því virtu, sem að framan er rakið, verður héraðsdómur staðfestur. Skal áfrýjandi greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og Í dómsorði greinir. 1052 Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Kolbrún Elsa Jónasdóttir, greiði stefnda, Sjávar- dýrum ehf., 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 23. nóvember 1998. 1. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 18. nóvember 1998, hafa Sjávardýr ehf., kt. 551193-2419, Gerðhömrum 17, Reykjavík, höfðað fyrir dóminum með stefnu birtri 8. september 1998 á hendur Kolbrúnu Elsu Jónasdóttur, kt. 140373- 5329, Lækjasmára 96, Kópavogi. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr. 4.000.000, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt HI. kafla vaxta- laga nr. 25/1987 af kr. 4.000.000, frá 19.5.1998 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Af hálfu stefndu er krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostn- aðar að skaðlausu að viðbættum 24,5% virðisaukaskatti. H. Málavöxtum er svo lýst í stefnu: Krafa stefnanda er byggð á ávísun nr. 4252975 upp á kr. 4.000.000 sem Kol- brún gaf út 18.5.98 af tékkareikningi nr. 123 í Landsbanka Íslands, Ísafirði. Kol- brún gaf tékkann út til Sjávardýra ehf., stefnanda málsins, sem innleysti tékk- ann í Búnaðarbanka Íslands, Miðbæjarútibúi, þann 19.5.98 en varð að innleysa hann aftur þar sem að tékkinn var innistæðulaus, sbr. áritanir þess efnis frá Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands Stefnandi kveðst reka málið samkvæmt XVII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá vísar stefnandi til tékkalaga nr. 94/1933, einkum VIL. kafla laganna um fullnustu vegna greiðslufalls. Kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, styður stefnandi við reglur HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síð- ari breytingum Krafan um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um varnarþing vísast til 32. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnda lýsir málavöxtum með eftirfarandi hætti í greinargerð sinni. Hinn 25. júlí 1997 festi einkahlutafélagið Reykjaneshryggur ehf., Vegmúla 2, Reykjavík, kaup á bátnum Guðmundi Kristni SU-404 af stefnanda máls þessa Sjávardýrum ehf. Framkvæmdastjóri og annar stjórnarmaður stefnanda er Jón 1053 Pálmi Pálmason, Gerðhömrum 17, Reykjavík. Eigendur Reykjaneshryggs ehf. eru Ásberg Pétursson og Gunnlaugur Bjarnason. Stjórnarmaður félagsins er Gunnlaugur Bjarnason, en varamaður í stjórn er stefnda Kolbrún Elsa Jónas- dóttir. Stefnda og Gunnlaugur hafa bæði prókúru fyrir félagið. Þann 25. júlí 1997 opnaði Reykjaneshryggur ehf. tékkareikning þann sem umrædd ávísun er gefin út á í útibúi Landsbanka Íslands á Ísafirði. Stefnda Kol- brún hefur ein heimild til þess að ávísa á umræddan tékkareikning, en Reykja- neshryggur ehf. er skráður reikningshafi. Stefnda kveður það hafa orðið að samkomulagi milli forsvarsmanna Reykja- neshryggs ehf. og Jóns Pálma Pálmasonar, forsvarsmanns stefnanda, að Jón Pálmi annaðist lagfæringar á bátnum til þess að búa hann á veiðar. Hafi hann unnið við þessar lagfæringar í samráði við eigendur Reykjaneshryggs ehf. og jafnframt séð um að kaupa ýmsa smáhluti til viðgerðanna. Hafi það orðið að samkomulagi milli stefndu og Jóns Pálma að hann fengi í hendur tékkhefti Reykjaneshryggs ehf. með tékkum undirrituðum af stefndu sem honum væri síðan heimilt að nota til þess að kaupa ýmsa smáhluti til viðgerðanna og skila stefndu reikningum og greiðslukvittunum í samræmi við þá tékka sem notaðir væru. Hefur stefnda lagt fram ljósrit frá Landsbankanum at 14 tékkum sem allir bera nafnritun stefndu Kolbrúnar en eru að öðru leyti útfylltir með annarri rit- hönd, handskrifaðir að öllu leyti. Stefnda byggir sýknukröfu fyrst og fremst á því að hún sé ekki aðili að máli því sem hér um ræðir og vísar til a-liðar |. mgr. (sic) laga nr. 91/1991 og mál- inu því ranglega beint gegn sér. Eigandi tékkareikningsins nr. 123 í Landsbanka Íslands hf. á Ísafirði sé Reykjaneshryggur ehf. Þrátt fyrir að stefnda hafi haft heimild til að ávísa út af reikningnum þá geti hún ekki orðið ábyrg fyrir greiðslu á umræddum tékka. Þessi niðurstaða styðjist einnig við þá staðreynd að stefn- andi vissi eða mátti vita að Reykjaneshryggur ehf. var eigandi reikningsins, enda hafi stefnandi átt viðskipti við þann aðila, með sölu á skipinu Guðmundi Kristni SU-404. Stefnanda mátti því vera kunnugt að undirskrift stefndu á tékkann hafi ekki verið skuldbindandi fyrir hana persónulega, heldur einungis skrifuð fyrir hönd Reykjaneshryggs ehf. Ennfremur byggir stefnda sýknukröfu sína á því að efni umrædds tékka sé falsað og vísar hér til c-liðar 1. mgr. 118. gr. laga nr. 91/1991. Eins og fram komi í málavaxtalýsingu hafi stefnandi fengið í hendur óútfylltan tékka til að greiða ýmsan kostnað vegna standsetningar skipsins Guðmundar Kristins SUÚ- 404. Útfylling stefnanda á umræddu tékkaeyðublaði hafi verið án heimildar og teljist því samkvæmt kenningum á sviði refsiréttar skjalafals og brot gegn XVII. kafla hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara umboðssvik og brot gegn XXVI. kafla hegningarlaga. Megi í því sambandi hafa til hliðsjónar hæstaréttardóm frá 1939, bls. 456. Þá hyggst stefnda kæra brot þetta til lögreglu, svo fljótt sem 1054 verða má, og þegar hún hefur fengið öll nauðsynleg gögn í hendur. Málskostn- aðarkrafa stefndu er byggð á 1. og 3. mgr. 129. gr. og 1. mgr 130. gr. laga nr. 91/1991, en krafan um virðisaukaskatt á lögmannsþóknun er byggð á lögum nr. 50/1988, en stefnda er ekki virðisaukaskattsskyldur aðili. Fyrir dómi gáfu aðilaskýrslu þau Jón Pálmi Pálmason og Kolbrún Elsa Jón- asdóttir. Vitnaskýrslur gáfu Jón Pálmi Steingrímsson og Ásberg Pétursson. Það kom fram hjá Jóni Pálma fyrir dómi að Ásberg Pétursson hafi afhent honum umrædda ávísun sjálfur u.þ.b. tveimur dögum fyrir útgáfudag tékkans, þ.e.a.s. 16. maí 1998 á skrifstofu Hafex að Vegmúla 2, Reykjavík. Af hálfu Ásbergs Péturssonar var þessum framburði Jóns Pálma mótmælt sem röngum. Á þessum tíma kvaðst Ásberg hafa verið erlendis. Þá hafi skrifstofur Reykja- neshryggs verið í Kópavogi á þessum tíma. Fyrir dómi hélt Jón Pálmi því enn- fremur fram að hann hafi ávallt fyllt út tékkana í viðurvist Kolbrúnar á skrif- stofu Reykjaneshryggs. Var þessum framburði Jóns Pálma mótmælt af hálfu Kolbrúnar. Með afhendingu tékkans útgefins af stefndu kvaðst stefnandi hafa litið svo á, að stefnda hafi sjálf verið að kaupa hlut í bátnum Guðmundi Kristni SU-404. Af hálfu Kolbrúnar var þessum framburði mótmælt og því haldið fram að stefnanda hafi verið vel kunnugt um það að eigandi umrædds tékkareiknings hafi verið Reykjaneshryggur ehf. I. Mál þetta er svonefnt tékkamál, sem rekið er samkvæmt réttarfarsreglum XVII. kafla laga um meðferð einkamála. Af hálfu stefnanda er mótmælt að aðrar varnir fái komist að í máli þessu en lög heimila. Af hálfu stefndu er sýknukrafa á því byggð að málið sé höfðað gegn röngum aðila, og efni tékkans sé falsað. Framlagður tékki í máli þessu er útfylltur í samræmi við 1. gr. tékkalaga nr. 94/1933 og er því fullgildur tékki í skilningi tékkalaga. Samkvæmt 12. gr. s.l. er útgefandi bundinn að tékkarétti gagnvart tékkhafa. Umræddur tékki ber ekki með sér að hafa verið gefinn út f.h. Reykjanes- hryggs ehf., en stefnda hefur gefið tékkann út og ber því sjálf ábyrgð á greiðslu þeirri gagnvart tékkhafa. Hefur hér enga þýðingu í máli þessu, sem rekið er sam- kvæmt XVII. kafla einkamálalaga, hver sé eigandi tékkareikningsins, enda er útgefandi tékka skyldur að hafa til umráða fé hjá greiðslubanka, sbr. 4. gr. laga nr. 94/1933. Stefnandi sem handhafi tékkans sýndi hann innan lögboðins frests, en hann hefur ekki fengist greiddur. Stefnandi hefur því haldið við tékkarétti sínum á lögboðinn hátt. Var stefnanda því rétt samkvæmt 40. gr. tékkalaga nr. 94/1933 að krefjast fullnustu hjá útgefanda. Samkvæmt þessum úrslitum ber stefnda, Kolbrún Elsa Jónasdóttir, ábyrgð á 1055 greiðslu tékkans gagnvart stefnanda, Sjávardýrum ehf., sem handhafa tékkans Dómkrafa stefnanda er tekin til greina að öllu leyti. Stefnda greiði stefnanda kr 4.000.000, ásamt dráttarvöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Eftir þessum úrslitum skal stefnda greiða stefnanda kr. 60.000 í málskostnað og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ólöf Pétursdóttir dómstjóri kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnda, Kolbrún Elsa Jónasdóttir, greiði stefnanda, Sjávardýrum ehf., kr. 4.000.000, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1ll. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 19. maí 1998 til greiðsludags. Stefnda greiði stefnanda kr. 60.000 í málskostnað. 1056 Fimmtudaginn 9. mars 2000. Nr. 378/1999. - Gunnbjörn Þór Ingvarsson (Sveinn Sveinsson hrl.) gegn íslenska ríkinu (Jón G. Tómasson hrl.) Bankar. Opinberir starfsmenn. Biðlaunaréttur. Aðild. G var starfsmaður Landsbanka Íslands (LÍ) þegar lög nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands voru staðfest. Samkvæmt 8. gr. laganna skyldu allir starfsmenn LÍ eiga kost á sambærilegu starfi hjá LÍ hf. við yfirtöku hlutafélagsins á ríkis- bankanum og njóta sömu réttinda og þeir höfðu samkvæmt kjarasamn- ingi ogleða ráðningarsamningi. Tilkynnti LÍ starfsfólki að starfslok hjá LÍ yrðu 31. desember 1997. G hafnaði boði um starf hjá LÍ hf. Taldi hann að ekki væri um sambærilegt starf að ræða, þar sem hann myndi ekki lengur njóta réttinda ríkisstarfsmanna. Höfðaði hann mál gegn íslenska ríkinu og krafðist greiðslu biðlauna. Talið var að ákvæði laga nr. 36/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hefði áður gilt um starfsmenn ríkisviðskiptabanka, nema öðruvísi hefði verið mælt í lögum og ákvörðunum settum af bankaráðum með heimild í lögum. Hefði biðlaunaréttur samkvæmt 14. gr. laganna því fylgt þeim störfum. Um biðlaunaréttinn giltu nú lög nr. 70/1996, og samkvæmt 34. gr. þeirra laga væri rétturinn háður því að viðkomandi hefði ekki hafnað sambærilegu starfi á vegum ríkisins eða annars staðar. Þar sem ríkis- sjóður hefði lagt allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar hvors ríkisviðskiptabanka um sig til hlutafélaganna, hefði LÍ hf. yfirtekið allar skuldbindingar LÍ. Því hefði G átt að beina kröfu sinni um bið- launagreiðslu til LÍ hf. Þegar af þeirri ástæðu var íslenska ríkið því sýknað af kröfum G, með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. 1057 Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar 24. september 1999. Hann gerir þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til greiðslu biðlauna, aukagreiðslna orlofsuppbótar og desemberuppbótar, samtals að fjárhæð 882.253 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt Hl. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 svo sem hér segir: Af 200.137 krónum frá 1. janúar 1998 til 1. febrúar sama ár, af 400.274 krónum frá þeim degi til 1. mars sama ár, af 600.411 krónum frá þeim degi til 1. apríl sama ár, af 679.214 krónum frá þeim degi til Í. maí sama ár, af 744.538 krónum frá þeim degi til 1. júní sama ár en af 882.253 krónum frá þeim degi til greiðslu- dags. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. 1. Eins og fram kemur í héraðsdómi hóf áfrýjandi störf hjá Landsbanka Íslands í apríl 1988. Með bréfi bankastjórnar 27. júní 1997 var honum kynnt efni laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laganna skyldi Landsbanki Íslands hf. taka við rekstri og starfsemi Landsbanka Íslands hinn 1. Janúar 1998, og var áfrýjanda gefinn kostur á sambæri- legu starfi hjá hlutafélaginu frá þeim tíma, sbr. 8. gr. laganna. Í bréf- inu var jafnframt tekið fram, að það fæli í sér tilkynningu um starfslok áfrýjanda hjá Landsbanka Íslands 31. desember 1997, óháð því hvort hann kysi að taka við starfi hjá hlutafélaginu eða ekki. Áfrýjandi hafnaði boði bankans um starf í hinum nýja banka. Hann taldi, að ekki væri um sambærilegt starf að ræða og hann hafði gegnt í Landsbanka Íslands, þar sem hann myndi ekki lengur njóta réttinda ríkisstarfsmanna, og krefur hann stefnda um greiðslu biðlauna. Nú liggur fyrir dómur Hæstaréttar frá 3. febrúar síðastliðnum í máli nr. 357/1999, þar sem því er slegið föstu, að ákvæði laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hefðu áður gilt um starfsmenn ríkisviðskiptabankanna nema öðruvísi hefði verið mælt í lögum og ákvörðunum settum af bankaráðunum með heimild í lögum. Varð nið- urstaðan því sú, að biðlaunaréttur samkvæmt 14. gr. laganna hefði fylgt þeim störfum. Um biðlaunaréttinn gilda nú ákvæði 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða og 34. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, sbr. 10. gr. laga nr. 50/1997, en samkvæmt því er bið- 1058 launarétturinn háður því að viðkomandi hafi ekki hafnað sambærilegu starfi á vegum ríkisins eða annars aðila. Il. Ríkissjóður lagði allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar hvors ríkisviðskiptabanka um sig til hlutafélaganna, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1997. Hlutafélagsbankinn tók yfir allar skuldbindingar Landsbanka Íslands, ekki aðeins samkvæmt kjarasamningum og ráðn- ingarsamningum heldur einnig samkvæmt lögum. Áfrýjanda bar því að beina kröfu sinni um greiðslu biðlauna til Landsbanka Íslands hf., en forveri hans var launagreiðandi áfrýjanda. Ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af kröfu áfrýjanda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Verður niðurstaða héraðsdóms því staðfest. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Gunnbjörn Þór Ingvarsson, greiði stefnda, íslenska ríkinu, 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. júní 1999. 1. Mál þetta, sem dómtekið var miðvikudaginn 19. maí sl., er höfðað fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur af Gunnbirni Þór Ingvarssyni, kt. 070262-2909, Sól- heimum 8, Reykjavík, með stefnu birtri 8. september 1998 á hendur Geir H. Haarde fjármálaráðherra, kt. 080451-4749, með starfsstöð í fjármálaráðuneyt- inu, Arnarhváli, Reykjavík, og Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra, kt. 080854- 3829, með starfsstöð í viðskiptaráðuneytinu, báðum fyrir hönd íslenska ríkisins. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði gert að greiða stefnanda bið- laun, bifreiðastyrk, aukagreiðslur, orlofsuppbót og desemberuppbót, samtals að fjárhæð kr. 1.423.461, með dráttarvöxtum skv. Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sem reiknist af fjárhæðum og eftir tímabilum sem hér segir: frá 1/1 798 af kr. 214.017 frá 1/2 '98 af kr. 428.034 frá 1/3 '98 af kr. 642.051 frá 1/4 '98 af kr. 856.068 1059 frá 1/5 '98 af kr. 1.070.085 frá 1/6 '98 af kr. 1.423.461 til greiðsludags. Til vara er krafist greiðslu skaðabóta að sömu fjárhæð og með sömu dráttar- vöxtum og greinir í aðalkröfu. Þá er þess krafist, að dæmt verði, að dráttarvextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 01.01.1999. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins að viðbættum virðisaukaskatti. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda og dæmdur málskostnaðar úr hendi hans að mati réttarins. TI. Málavextir. Með lögum nr. 50 frá 22. maí 1997 var ákveðið að stofna hlutafélag um Landsbanka Íslands annars vegar og Búnaðarbanka Íslands hins vegar. Hlutverk hlutafélaganna skyldi vera að hafa á hendi þá starfsemi, sem viðskiptabönkum er heimil samkvæmt lögum, þ.e. sama hlutverk og ríkisviðskiptabankarnir tveir höfðu áður haft. Samkvæmt 8. gr. laganna skyldu starfsmenn bankanna tveggja, sem tóku laun samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra bankamanna eða annarra stétt- arfélaga, eiga kost á sambærilegu starfi hjá viðkomandi hlutafélagabanka og þeir höfðu áður gegnt hjá ríkisviðskiptabönkunum. Starfsmenn skyldu jafnframt njóta sömu réttinda og þeir höfðu samkvæmt kjarasamningum og/eða ráðning- arsamningum. Í 10. gr. laganna var kveðið á um biðlaunarétt, sem kynni að hafa fylgt störfum í ríkisviðskiptabönkunum, en um þann rétt skyldu þá gilda ákvæði laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt 34. gr. laga nr. 70/1996, sbr. 5. mgr. í ákvæði til bráðabirgða, er réttur til biðlauna starfsmanna ríkisins háður því, að starfsmaðurinn hafi ekki hafnað öðru sambærilegu starfi, óháð því, hvort það sé á vegum ríkisins eða annars aðila. Jafnframt segir í 2. mgr. 34. gr. laganna, að taki maður, er nýtur biðlaunagreiðslu, við starfi í þjónustu ríkisins eða annars aðila, áður en bið- launatími er á enda, skuli biðlaunagreiðsla falla niður, ef launin, sem nýja starf- inu fylgi, eru jöfn eða hærri en þau laun, sem starfsmaðurinn áður naut, en séu þau lægri, skuli greiða launamismun til loka tímabilsins. Stefnandi réðst til Landsbanka Íslands þann 13. apríl 1988, en hafði áður starfað þar í nokkra mánuði í senn á árunum 1981-1985. Með bréfi banka- stjórnar Landsbanka Íslands, dagsettu 27. júní 1997, var stefnanda kynnt efni framangreindrar lagasetningar nr. 50/1997. Einnig var honum tilkynnt um starfs- lok sín hjá Landsbanka Íslands hinn 31. desember 1997, óháð því, hvort hann 1060 tæki við sambærilegu starfi hjá hlutafélaginu. Tekið er fram í bréfinu, að til- kynningin sé send þannig, að hún berist áður en uppsagnarfrestur stefnanda sam- kvæmt kjarasamningi byrji að líða vegna þáverandi starfa hans. Stefnandi tók þá ákvörðun að þiggja ekki boð bankans um starf í hinum nýja banka. Byggði hann ákvörðun sína m.a. á því, að ekki væri verið að bjóða sama starf með sömu réttindum og hann hefði haft í Landsbanka Íslands. Hann sendi því ekki inn til starfsmannasviðs þá sérstöku tilkynningu, sem gert var ráð fyrir, að verðandi starfsmenn hlutafélagabankans útfylltu, en þess í stað tilkynnti hann sérstaklega, að hann myndi ekki þiggja starfið í hinum nýja banka. Stefnandi lét af störfum í Landsbanka Íslands þann 31. desember 1997. Stefnandi gerði um það fyrirspurn hjá stefnda fyrir starfslokin, hvort hann ætti rétt til greiðslu biðlauna á grundvelli 14. gr. laga nr. 38/1954, sbr. lög nr. 70/1996, en fékk þau svör, að um greiðslu biðlauna yrði ekki að ræða af hálfu bankans. TIl. Málsástæður stefnanda. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að hann eigi, sem starfsmaður Landsbanka Íslands, skilyrðislausan rétt til að fá greidd biðlaun, þar sem honum hafi ekki verið boðið sambærilegt starf og hann hafi haft, þegar starf hans hjá Landsbanka Íslands var lagt niður. Starfsmenn Landsbanka Íslands falli undir lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 38/1954, sbr. lög nr. 70/1996. Í 14. gr. laga nr. 38/1954 og í 34. gr. laga nr. 70/1996 sé gert ráð fyrir, að starfsmenn, sem lögin taki til, eigi rétt á 12 mánaða biðlaunum, hafi þeir unnið í 15 ár eða lengur hjá ríkinu. Falli hann undir þau tímamörk, þar sem hann hafði unnið í yfir 20 ár hjá Landsbanka Íslands, þegar honum var sagt þar upp störfum. Stefnandi vísi til þess, að starf það, sem honum hafi verið boðið, hafi verið hjá hlutafélagabanka, en starf hjá hlutafélagi útiloki, að réttur starfsmanna fari eftir lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 38/1954, sbr. lög nr. 70/1996. Það eitt, að hið nýja starf sé ekki hjá ríkinu og því fylgi þar af leið- andi m.a. ekki biðlaunaréttur, geri það að verkum, að starf það, sem boðið hafi verið, geti aldrei orðið sambærilegt hinu fyrra starfi. Stefnandi bendi á, að skv. 10. gr. laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. sé tekið fram, að um bið- launarétt, sem kunni að fylgja störfum í ríkisviðskiptabönkum, fari eftir ákvæðum laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þau lög hafi tekið við af lögum nr. 38/1954 með takmörkunum, sem stefnandi telji, að brjóti í bága við 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 10. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995 um friðhelgi eignarréttarins. Stefnandi undirstriki sérstaklega, að við fastráðningu í starf hjá Landsbanka Íslands fyrir tæpum 10 árum hafi hann eignast biðlaunarétt í 6 mánuði, færi svo 1061 að starf hans yrði lagt niður. Hér sé um að ræða eignarrétt, sem verði ekki af honum tekinn eða hann skertur með þeim hætti, sem fram komi í lögum nr. 70/1996. Varðandi takmörkunina þá brjóti hún einnig gegn jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar og þeim alþjóðasáttmálum um mannréttindavernd, sem Ísland sé aðili að, einkum 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og Í. mgr. 2. gr. sáttmála Sam- einuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þær takmarkanir og skerðingar, sem stefnandi vísi til, að lögin nr. 70/1996 hafi í för með sér frá lögum nr. 38/1954, snúist m.a. um það ákvæði 34. gr. lag- anna, að biðlaunagreiðslur samkvæmt greininni skuli falla niður, ef laun þau, er nýja starfinu fylgi, séu jöfn eða hærri en þau, er hann naut í fyrra starfi. Útilokað sé, að þessi áunni biðlaunaréttur verði tekinn af stefnanda með breytingu á lögum nr. 38/1954 á þann hátt, sem gert sé með lögum nr. 70/1996. Þá vísi stefnandi til þess, að í reglum um biðlaun sé hvergi að finna kröfur þess efnis, að sá, sem biðlauna eigi að njóta, sýni fram á, að hann hafi leitað eftir starfi annars staðar, hvorki hjá ríki né hjá öðrum. Hann telji sig einnig eiga fullan rétt til greiðslu biðlauna, þó svo að hann stundi nám í stað vinnu. Hann telji sig hafa fulla þörf á að leita sér endurmenntunar í einhvern tíma, hann sé 36 ára gamall, og hann hafi á sinni starfsævi ekki unnið önnur störf en hjá stefnda, eða samtals í tæp 10 ár. Stefnandi kveðst mótmæla staðhæfingum þess efnis, að sá hluti biðlaunatím- ans, sem notaður sé til öflunar endurmenntunar, dragist frá biðlaunatímanum eða sé þess valdandi, að engin biðlaun eigi að greiðast. Stefnandi bendi á, að tilgangur biðlauna hafi fyrst og fremst verið sá að tryggja launþeganum ríflegan uppsagnarfrest til að hann sæti betur tekist á við breyttar aðstæður. Á síðari árum hafi kröfur vinnumarkaðarins verið allt aðrar en áður. Nú séu gerðar þær kröfur, að væntanlegir starfsmenn hafi aflað sér sjálfir tiltekinnar menntunar og fræðslu. Starfsmanni, sem nær alla sína starfs- ævi hafi starfað hjá sama vinnuveitanda, sé nauðsynlegt að endurhæfa sig til að vera fær um að takast á við ný störf. Að því er lúti að varakröfu, eigi stefnandi bótakröfu á hendur stefnda, sem sé jafnhá biðlaunum, þar sem biðlaunarétturinn njóti verndar 72. gr. stjórnar- skrárinnar, fari svo, að hann teljist hafa verið sviptur biðlaunarétti sínum með 34. gr. 1. nr. 70/1996. Engin almenningsþörf hafi kallað á sviptinguna. Ákvæði þessu verði því ekki beitt, án þess að fullar bætur komi í stað biðlaunanna. Laga- greinin brjóti einnig í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og alþjóðasátt- mála sem Ísland eigi aðild að. Til stuðnings kröfu sinni vísar stefnandi m.a. til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 90/1996, þar sem rétturinn hafi skýrt kveðið á um, að „biðlaunaréttur sé fyrir hendi við niðurlagningu stöðu, þótt sá starfi, er stöðunni fylgdi, verði áfram 1062 ræktur á vegum annars aðila en ríkisins“. Í dóminum komi einnig skýrt fram það álit Hæstaréttar, að þótt laun og viðfangsefni í hinni nýju stöðu séu hin sömu og í hinni eldri, verði nýja staðan ekki talin sambærileg hinni fyrri, ef um hin sérstöku réttindi samkvæmt lögum nr. 38/1954 sé ekki að ræða í nýju stöðunni. Kröfufjárhæð. Kröfufjárhæð stefnanda sé þannig fundin, að byggt sé á launum þeim, sem hann hafi haft fyrir síðasta unna mánuðinn, þ.e. desember 1997. Á þá fjárhæð sé bætt 4% grunnkaupshækkun, sem varð þann 1. janúar 1998. Stefnandi hafi, auk mánaðarlegra launagreiðslna, fengið greidda ársuppbót í desember ár hvert, sem svaraði til einna mánaðarlauna (13. mánuður), orlofsframlag, orlofsuppbót, bifreiðastyrk og aukagreiðslu. Stefnufjárhæðin sé þannig samansett: Grunnlaun í 6 mánuði (kr. 178.197) kr. 1.069.182 Ársuppbót (13. mán.) # orlof kr. 100.717 Orlofsframlag kr. 34.642 Orlofsuppbót kr. 4.000 Bifreiðastyrkur (6 x 23.880) kr. 143.280 Aukagreiðsla (6 x 11.940) kr. 11.640 Samtals kr. 1.423.461 Lagarök. Til stuðnings kröfu sinni vísar stefnandi m.a. til laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sbr. lög nr. 70/1996, og til laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. Um vaxtakröfur sínar vísar stefnandi til ákvæða III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987. Um málskostnaðarkröfu vísar stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Við ákvörðun málskostnaðar beri að taka tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt á málflutningsþóknun. Málsástæður stefnda. Stefndi kveður stefnanda fyrst hafa beint kröfu sinni um greiðslu biðlauna til Landsbanka Íslands hf., sbr. bréf lögmanns hans frá 12. mars 1998, dskj. nr. 5. Málið höfði stefnandi hins vegar á hendur íslenska ríkinu, en kröfu hafi ekki verið beint að því, áður en til málshöfðunar kom. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1997 hafi ríkissjóður lagt allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar hvors ríkisviðskiptabankans um sig til hlutafélaganna. Virðist stefnandi og hafa verið þeirrar skoðunar, að hugsanlegur biðlaunaréttur hans væri á hendur hluta- félagabankanum, sbr. hér einnig ákvæði 2. gr. laga nr. 77/1993 um réttarstöðu manna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Samkvæmt þessu sé kröfu stefnanda rang- lega beint gegn íslenska ríkinu. Beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af 1063 kröfum stefnanda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnandi virðist í málatilbúnaði sínum ekki gera greinarmun á Landsbanka Íslands hf. og íslenska ríkinu. Auk þess að beina biðlaunakröfu sinni fyrst að hlutafélagabankanum, en stefna síðan íslenska ríkinu, mótmæli stefnandi t.d. í 7. mgr. á bls. 4 í stefnu röksemdarfærslu, sem komi fram í bréfi lögmanns Landsbanka Íslands hf. á dskj. nr. 6. Stefnandi byggi á því, að staða hans hjá Landsbanka Íslands hafi verið lögð niður frá og með 1. janúar 1998. Af hálfu stefnda sé því mótmælt, að störf starfs- manna Landsbanka Íslands hafi verið lögð niður. Störf stefnanda og annarra starfsmanna Landsbanka Íslands séu áfram til í óbreyttu formi. Við breytingu á eignarformi bankans hafi stefnanda með lögum verið tryggður forgangur til þess starfs, sem hann hafði gegnt. Landsbanki Íslands hafi, samkvæmt áður gildandi lagaákvæðum, verið sjálfstæð stofnun, sem laut sérstakri stjórn og hafi svo einnig verið eftir formbreytinguna, sem gerð var með lögum nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um ríkisviðskiptabankana. Þrátt fyrir túlkun dómstóla á ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954 hafi tilgangur biðlaunareglunnar verið sá að tryggja embættismönnum framfærslu, þegar svo stóð á, að staða þeirra var ekki lengur til, og þeir voru án vinnu af ástæðu, sem ekki varðaði þá sjálfa. Sé fullvíst, að löggjafinn hafi ekki séð fyrir sér á þeim tíma, að formbreyting á eignarhaldi á stofnun eða fyrirtæki í eigu ríkisins væri talin jafngilda niðurlagningu á stöðu, eða að orð laganna yrðu skýrð á þann veg, enda hafi biðlaunarétti verið ætlað að samsvara ríflegum uppsagnarfresti, þegar uppsagnarfresti væri ekki til að dreifa. Þessu til áréttingar vísi stefndi til athuga- semda með frumvarpi að lögum nr. 70/1996, þar sem segi um ákvæði 34. gr., að „sá háttur að maður fái biðlaun greidd ofan á venjuleg laun, t.d. fyrir það eitt að ríkisstofnun er gerð að hlutafélagi eða starfið fært frá ríki til sveitarfélaga, svo sem 14. gr. laga nr. 38/1954 hefur verið skýrð, samrýmist engan veginn nútímaviðhorfum“. Stefndi hafni þeirri málsástæðu stefnanda, að starf hans hjá Landsbanka Íslands hafi verið lagt niður í skilningi 14. gr. laga nr. 38/1954. Stefndi haldi því enn fremur fram, að biðlaunaréttur samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 hafi ekki fylgt starfi stefnanda hjá Landsbanka Íslands. Eðlisrök mæli gegn því, að starfsmenn ríkisviðskiptabankanna séu taldir til starfsmanna ríkisins í skilningi starfsmannalaganna. Sé í því sambandi bent á, að ákvarðanir um ráðningu, ráðningartíma og uppsögn, svo og um laun og önnur starfskjör bankamanna, hafi ekki farið eftir sömu reglum og gilt hafi á hverjum tíma um opinbera starfsmenn. Landsbanki Íslands hafi verið sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins, en undir sér- stakri stjórn, sbr. hér ákvæði |. gr. laga nr. 10/1928. Samkvæmt 45. gr. laganna hafi framkvæmdastjórnin almennt ráðið starfsmenn bankans og sagt þeim upp. Þar hafi jafnframt sagt, að starfsmenn bankans skyldu ráðnir með þriggja mán- 1064 aða uppsagnarfresti. Samsvarandi ákvæði hafi verið í 41. gr. laga um Lands- banka Íslands nr. 63/1957. Samkvæmt 13. gr. laga um Landsbanka Íslands nr. 11/1961 hafi starfsmenn bankans almennt verið ráðnir af bankastjórninni, sem Jafnframt hafði heimild til að segja þeim upp starfi. Bankastjórnina hafi skipað þrír bankastjórar, ráðnir af bankaráði, sem skipað var fimm mönnum kjörnum af Alþingi. Um ráðningu starfsmanna ríkisins hafi hins vegar gilt ákvæði 2. gr. laga nr. 38/1954. Sá háttur á ráðningu bankastarfsmanna, sem hér sé lýst, verði ekki skýrður svo, að bankastjórninni hafi verið veitt umboð til að ráða starfsmenn með þeim réttaráhrifum, að þeir féllu undir ákvæði laga nr. 38/1954. Til hliðsjónar bendi stefndi á dóm Hæstaréttar frá 1. október 1998 í málinu nr. 39/1998. Fyrir setningu laga nr. 34/1977 um kjarasamninga banka í eigu ríkisins hafi gilt reglugerð um störf og launakjör starfsmanna bankanna, jafnt ríkisbankanna sem hlutafélagabankanna, sbr. reglugerð frá apríl 1974. Reglugerð þessi hafi verið sett og undirrituð af formönnum bankaráða allra bankanna, átta að tölu, jafnt hlutafélagabanka sem banka í eigu ríkisins. Í reglugerðinni hafi verið ákvæði, m.a. um launaflokka, launafjárhæðir og ýmis kjaraatriði, sem eftir setn- ingu laga nr. 55/1962 höfðu verið í kjarasamningum opinberra starfsmanna eða í reglugerðum, sem settar voru samkvæmt heimild í 17. gr. laga nr. 38/1954. Ákvörðun um launakjör bankamanna hafi aldrei verið tekin með launalögum, svo sem gilt hafi um opinbera starfsmenn fram að setningu laga nr. 55/1962. Bankamenn hafi ekki fallið undir ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Þeir hafi ekki fallið undir kjaradóm eða kjaranefnd. Stefnandi hafi tekið laun samkvæmt kjarasamningi bankamanna, sem gerður var á milli samn- inganefndar bankanna, fyrir hönd banka og sparisjóða annars vegar, og Sam- bands íslenskra bankamanna hins vegar. Ríkið eigi enga beina aðild að þessum samningi, sbr. lög nr. 34/1977, sbr. hins vegar 2. gr. laga nr. 55/1962, 2. gr. laga nr. 46/1973,3. gr. laga nr. 29/1976 og 3. gr. laga nr. 94/1986 þess efnis, að fjár- málaráðherra fari með fyrirsvar ríkissjóðs við gerð og framkvæmd kjarasamn- inga opinberra starfsmanna, en heildarsamtök eða stéttarfélög starfsmanna rík- isins fari með fyrirsvar ríkisstarfsmanna. Um þetta efni séu leiðbeinandi dómar Hæstaréttar frá 29. mars 1990 í málinu nr. 283/1988 og frá 16. nóvember 1995 í málinu nr. 504/1993. Kjarasamningar bankamanna annars vegar og opinberra starfsmanna hins vegar séu, auk þess að vera ólíkir að formi, um margt ólíkir að efni. Til dæmis séu í kjarasamningi bankamanna ákvæði um veikindi og fæðingarorlof, sbr. hins vegar reglugerðir nr. 410/1989 og 411/1989 um fæðingarorlof og veikindafor- föll starfsmanna ríkisins. Að auki séu ákvæði í kjarasamningi bankamanna um uppsagnarfrest allt að 6 mánuðum, sem ekki séu í kjarasamningi opinberra starfsmanna. 1065 Sérstakur eftirlaunasjóður handa starfsmönnum Landsbankans „ekkjum þeirra og ómegð“ hafi verið stofnaður samkvæmt ákvæði 49. gr. laga nr. 10/1928, og stefnandi hafi verið félagi í þeim sjóði, en ekki í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins. Í þessu sambandi sé einnig bent á lög nr. 97/1974 um eftirlit með ráðningu starfsmanna og húsnæðismálum ríkisstofnana. Lögin hafi ekki verið túlkuð á þann veg, að þau taki til ríkisviðskiptabankanna, þótt tilgangurinn með setningu þeirra hafi verið að veita aðhald í starfsmannahaldi ríkisins og ríkisstofnana. Ríkisviðskiptabankar hafi aldrei leitað úrskurðar varðandi starfsmenn eða starfs- mannafjölda, sbr. 6. gr. laganna. Stefndi telji öll framangreind rök hníga til þess, að stefnandi hafi ekki notið biðlaunaréttar á grundvelli 14. gr. laga nr. 38/1954. Hann hafi ekki verið starfs- maður ríkisins í skilningi laganna. Stefndi hafni þeirri túlkun stefnanda, að hugsanleg niðurfelling biðlaunaréttar feli í sér, að ekki hafi verið um sambærilegt starf að ræða, sem stefnanda stóð til boða hjá hlutafélagabankanum, við það starf, sem stefnandi gegndi í ríkis- viðskiptabankanum. Af 1. mgr. 34. gr. laga nr. 70/1996 leiði, að biðlaunaréttur sé ekki til staðar, ef viðkomandi hafni sambærilegu starfi, óháð því, hvort það sé á vegum ríkisins eða annars aðila. Með þessu ákvæði sé dómstólatúlkun á hugtakinu „sambærilegu starfi“ breytt. Tilvísun 10. gr. laga nr. 50/1997 til ákvæða laga nr. 70/1996 feli þetta beinlínis í sér. Mat löggjafans hafi verið, að um sambærilegt starf væri að ræða hjá hlutafélagabönkunum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 50/1997, þótt biðlaunaréttur, sem kynni að hafa fylgt störfum í ríkisviðskiptabönkunum, væri ekki lengur fyrir hendi vegna ákvæða 34. gr., sbr. 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða, í lögum nr. 70/1996. Stefndi telji engu breyta í þessu efni, hvernig 14. gr. laga nr. 38/1954 hafi verið túlkuð af dómstólum, en þau lög hafi fallið úr gildi 1. júlí 1996, sbr. 55. gr. laga nr. 70/1996. Túlkun dómstóla á lögum nr. 38/1954 hafi því engin áhrif á sakarefnið og verði ekki beitt um réttarstöðu stefnanda eftir þann tíma, er lög nr. 70/1996 tóku gildi. Málsókn, sem byggist á efni og ákvæðum laga, sem ekki séu lengur í gildi og hafi ekki verið í gildi, þegar atvik það, sem stefnandi byggi mál sitt á, kom til, sé óraunhæf. Málsóknin styðjist ekki við gildandi réttarheim- ild og beri því að sýkna, einnig af þeirri ástæðu. Stefndi hafni því, að réttur til launa við niðurlagningu stöðu eftir þeim reglum sem áður giltu, þ.e. samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954, hafi notið verndar 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins, eða geti talist eign í skilningi þess ákvæðis. Réttur til launa við niðurlagningu stöðu hafi verið bundinn við atvik, sem ekki vörð- uðu starfsmanninn sjálfan og geti því ekki talist eign í skilningi eignarréttar, eða fjármunaréttindi, varin sem slík af ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar. Biðlauna- réttur hafi verið háður óvissu skilyrði um niðurlagningu stöðu og ekki verið 1066 afmarkaður sem eign í skilningi fjármunaréttar, enda hafi biðlaunarétti í önd- verðu verið ætlað það hlutverk að samsvara ríflegum uppsagnarfresti embættis- manna, sem skipaðir voru eða ráðnir ótímabundið, án sérstakra ákvæða um gagnkvæman uppsagnarfrest. Hafi verið talið, að löggjafanum sé heimilt að afnema gildandi lagareglur eða breyta, og þar með réttindum, sem stofnað hafði verið til með lögum, þ.m.t. rétti til biðlauna. Telji stefndi ekki efni til að breyta mati löggjafans á því, hvernig fari um biðlaunarétt starfsmanna ríkisins, en með breytingu þeirri, sem gerð var með lögum nr. 70/1996, hafi vilji löggjafans verið sá að færa biðlaunarétt að því leyti, sem hann myndi gilda, til nútímalegra við- horfs. Í þessu sambandi sé bent á, að réttur til launa við niðurlagningu stöðu hafi ekki orðið virkur vegna framlaga eða iðgjalda af neinu tagi, og hafi engin fjármunaréttindi, tengd 14. gr. laga nr. 38/1954, verið skráð, haldið sérgreindum eða þannig, að menn hafi getað hagnýtt sér þau. Gildi þá einu, hvort tekið sé mið af rétti til launa við niðurlagningu á stöðu eftir lögum nr. 38/1954 eða ákvæðum laga nr. 70/1996. Sú regla, sem í gildi var samkvæmt ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954, að launa- greiðslur hjá ríkinu á biðlaunatíma skuli koma til frádráttar biðlaunum, sé til marks um þann skilning við setningu ákvæðisins, að um sé að ræða bætur, sem eigi að sæta frádrætti vegna launatekna frá ríkinu á sama tíma. Þótt launatekjur frá öðrum aðila en ríkinu hafi ekki komið til frádráttar samkvæmt ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954, sé fráleitt að telja, að það hafi skapað starfsmönnum ríkis- ins einhver réttindi, sem njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Verði ekki séð, að ákvæði stjórnarskrárinnar standi því í vegi, að með lagabreytingu sé ákveðið, að frádrátturinn nái til allra launa í nýju starfi, óháð því, hver launagreiðandinn sé. Jafnvel þótt talið verði, að réttur til launa við niðurlagningu stöðu hafi notið eignarréttarverndar stjórnarskrár, hafi löggjafanum verið heimilt að breyta rétt- indunum með almennum lögum. Verði talið, að með lögum nr. 70/1996 hafi fal- ist skerðing á eign, hafi verið um að ræða almenna og málefnalega breytingu, sem ekki kom sérstaklega niður á einstökum aðilum eða afmörkuðum hópum ríkisstarfsmanna, og sem menn verði að þola bótalaust. Hafi 5. mgr. bráða- birgðaákvæðis laga nr. 70/1996 ekki falið í sér sviptingu réttar til launa vegna niðurlagningar á stöðu, heldur breytingu á þeim rétti, sem teljist vera sanngjörn og málefnaleg. Haldi stefndi því fram, að lögin hafi haft almennt gildi og jafn- ræðis hafi verið gætt við setningu þeirra, og horfi hinar breyttu reglur um bóta- rétt vegna niðurlagningar stöðu eins við öllum ríkisstarfsmönnum, hvort heldur sem þeir falli beint undir 34. gr. laganna eða undir 5. mgr. ákvæðis til bráða- birgða. Af dómi Hæstaréttar 1992, bls. 1962, megi draga þá ályktun, að skerð- ing umsaminna kjararéttinda sé heimil með einfaldri lagasetningu, án bóta, enda sé jafnræðis gætt. Sama sjónarmið hljóti fremur að gilda um lögbundin réttindi. 1067 Stefnandi hafi ekki verið sviptur biðlaunarétti, hafi hann haft slíkan rétt, heldur hafi hann ekki uppfyllt lagaskilyrði til greiðslu biðlauna samkvæmt því laga- ákvæði, sem í gildi var, þegar hann kaus að hætta í starfi. Stefndi telji einnig, að líta verði svo á, að þótt talið verði, að biðlaunaréttur hafi notið verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar, komi í raun fullt verð fyrir þá breyt- ingu með því, að ríkisstarfsmönnum, er þörf hafi á biðlaunum vegna niðurlagn- ingar stöðu af þeirri ástæðu, að þeir hafi ekki þá þegar aflað sér nýs starfs með jafnháum eða hærri launum, sé tryggður réttur til launa í 6 mánuði eða 12 eftir atvikum. Um þetta efni vísi stefndi einnig til dóma Hæstaréttar frá 9. maí 1997 í mál- unum nr. 447 og 448/1996. Þann |. janúar 1998 hafi gilt um hugsanlegan rétt stefnanda til biðlauna 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða, sbr. 2. mgr. 34. gr. laga nr. 70/1996, sbr. það sem áður segi um efni þessara ákvæða. Í málinu krefji stefnandi um greiðslu fjár- hæðar, sem samsvari launum í 12 mánuði frá 1. janúar 1998 að telja. Upplýst sé, að stefnandi hafi hafnað starfinu, sem honum var boðið hjá Landsbanka Íslands hf., og hafi meintur biðlaunaréttur hans þegar af þeirri ástæðu fallið niður. Á dskj. nr. 6, sem stefnandi hafi lagt fram, segi m.a., að forstöðumaður erlendra viðskipta hafi haft milligöngu um að útvega stefnanda starf við erlendan banka, og sé ekki vitað annað en að stefnandi hafi verið þar við störf eftir áramótin 1998. Í stefnu sé réttilega tekið fram, að tilgangur með reglu 14. gr. laga nr. 38/1954 um greiðslu biðlauna hafi fyrst og fremst verið sá að tryggja starfsmanni ríf- legan uppsagnarfrest, til að hann gæti betur tekist á við breyttar aðstæður. Stefn- anda hafi verið tilkynnt um starfslok hjá Landsbanka Íslands með rúmlega 6 mánaða fyrirvara, en samkvæmt dómum Hæstaréttar (1995, bls. 2342, og 1996, bls. 4045) teljist uppsagnarfrestur til biðlaunatímans. Frá biðlaunum beri því að draga launagreiðslur á uppsagnarfresti. Á umræddu 6 mánaða tímabili, frá 1. júlí 1997 til ársloka það ár, hafi stefnandi notið launagreiðslna frá Landsbanka Íslands og hafi á þeim tíma haft alla möguleika á að leita sér að nýju starfi, hafi hann ekki kosið að halda áfram í starfi sínu hjá hlutafélagabankanum. Hvernig sem á málið sé litið, virðist þannig ljóst, að stefnandi geti ekki átt rétt til greiðslu biðlauna þann tíma, sem hann fékk óskertar launagreiðslur á 6 mánaða uppsagn- arfresti, sem teljist til biðlaunatímans. Þótt það hafi tæpast beina þýðingu í þessu máli, sé bent á, að í útboði hluta- fjár í Landsbanka Íslands hf., sem fram fór í októbermánuði 1998, hafi starfs- mönnum verið boðið að skrá sig fyrir hlutabréfum á hagstæðu gengi. Þeim, sem höfðu verið í starfi árið 1997, hafi einnig verið boðin aðild að þessum kjörum. Ákvörðun um þessa tilhögun hafi verið tekin við undirbúning að setningu laga 1068 nr. 50/1997, en kappkostað hafi verið að hafa um lagasetninguna gott samstarf við starfsmenn bankanna. Að því er varði einstaka kröfuliði í stefnu, sé til vara gerð athugasemd við, að ársuppbót, orlofsframlag og orlofsuppbót séu reiknuð út frá 12 mánaða bið- launatíma og mótmælt kröfu um greiðslu orlofs á svonefnda ársuppbót, sbr. dóm Hæstaréttar frá 29. mars 1990. Kröfu um upphafstíma dráttarvaxta sé sérstak- lega mótmælt. IV. Forsendur og niðurstaða. Ágreiningur aðila snýst um það, hvort stefnandi hafi notið réttarstöðu opin- berra starfsmanna skv. 1. nr. 38/1954, sbr. 1. nr. 70/1996, sem starfsmaður Lands- banka Íslands, aðild stefnda, hvort stefnandi eigi rétt til biðlauna eða skaðabóta úr hendi stefndu og ef svo er, til hvaða greiðslna sá réttur nái. Fram til þess að lög nr. 38/1954 tóku gildi, voru engin heildarlög til hér á landi um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Með setningu laganna var því fengin mikilvæg réttarbót fyrir alla opinbera starfsmenn. Hins vegar skera lögin ekki úr um það á óyggjandi hátt, hverjir skuli teljast opinberir starfsmenn. Í 1. gr. laganna segir svo: „Lög þessi taka til hvers manns, sem er skipaður, settur eða ráðinn í þjónustu ríkisins með föstum launum, meðan hann gegnir starf- anum, enda verði starf hans talið aðalstarf.“ Hvergi í lögum er tekið skýrt á því, hvort starfsmenn ríkisbankanna falli undir starfsmannalögin. Einn af höfundum frumvarpsins til laga nr. 38/1954, Gunnar Thoroddsen, rit- aði grein í Úlfljót, tímarit laganema, í október 1954, þar sem hann segir svo m.a.: „Lögin taka til starfsmanna í þjónustu ríkisins, hvort sem er á sviði fram- kvæmdavalds, dómstóla eða Alþingis; einnig til starfsmanna við stofnanir rík- isins, t.d. Pósts og síma ....... „ Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka Íslands.“ Af þessum orðum verður ráðið, að það hafi verið ætlan höfunda frumvarpsins, að starfsmenn ríkisbankanna skyldu falla undir lögin. Telja verður og, að eðlisrök mæli með því, að orðin „í þjónustu ríkisins“ í 1. gr. starfsmannalaganna eigi ekki einungis við um þá, sem starfa og taka laun hjá hinum eiginlega ríkissjóði, heldur einnig þá, sem starfa hjá hinum ýmsu ríkisstofnunum, þ.á m. ríkisbönk- unum, og hefði þurft að taka það skýrt fram í lögunum, hefði svo ekki átt að vera. Hæstiréttur hefur og komist að þeirri niðurstöðu í nokkrum dómum sínum, að starfsmannalögin taki til starfsmanna ríkisbankanna, sbr. t.d. Hrd. 1974:660. Stefnandi telst því hafa verið ríkisstarfsmaður í skilningi 1. nr. 38/1954. Naut hann því verndar þeirra laga varðandi ráðningarkjör sín með fullri ábyrgð rík- issjóðs. Er kröfum stefnanda því réttilega beint að stefnda, ríkissjóði. Aðila greinir á um það, hvort starf það, sem stefnandi hafði með höndum hjá Landsbanka Íslands, hafi verið lagt niður með stofnun Landsbanka Íslands hf. Samkvæmt bréfi Landsbanka Íslands, þar sem stefnanda er tilkynnt um 1069 stofnun hlutafélags um bankann, er ljóst, að skilningur bankans var sá, að starfið væri lagt niður. Verður það m.a. ráðið af orðalagi bréfsins, þar sem segir, að starfsmönnum bankans sé gefinn kostur á „sambærilegu starfi hjá Landsbanka Íslands hf. ...“ og „sambærilegu starfi hjá hinum nýja hlutafélagabanka ...“. Enn fremur er talað um starfslok stefnanda hjá Landsbanka Íslands, óháð því, hvort hann kjósi að taka við starfi hjá Landsbanka Íslands hf. Þykir bréfið því taka af öll tvímæli um það, að starf stefnanda var lagt niður við rekstrarforms- breytinguna. Samkvæmt 14. gr. 1. nr. 38/1954 átti opinber starfsmaður rétt til biðlauna við niðurlagningu stöðu, enda hafi hann ekki hafnað sambærilegri stöðu á vegum ríkisins. Lög þessi voru numin úr gildi með 1. nr. 70/1996. Ákvæði um biðlauna- rétt er að finna í 34. gr. þeirra laga, en þar er embættismanni, við niðurlagningu embættis, tryggður réttur til óbreyttra launakjara, er embættinu fylgdu, enda hafi hann þá ekki hafnað öðru sambærilegu starfi, óháð því, hvort það er á vegum ríksins eða annars aðila. Í bráðabirgðaákvæði með sömu lögum er mælt fyrir um bætur til handa öðrum starfsmönnum, sem ekki eru embættismenn, við niður- lagningu stöðu, og er jafnframt vísað til 34. gr. laganna. Stefnandi heldur því fram, að síðargreind lagaákvæði brjóti í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar, en biðlaunaréttur sá, sem hann naut samkvæmt |. nr. 38/1954 hafi verið eignar- réttur, sem ekki verði af honum tekinn eða skertur með þeim hætti, sem fram kemur í |. nr. 70/1996. Sú skerðing, sem stefnandi vísar til, er í 2. mgr. 34. gr. 1. nr. 70/1997 og lýtur að því, að biðlaunagreiðslur skuli falla niður, ef laun þau, er nýja starfinu fylgja, séu jöfn eða hærri en þau, er hann naut í fyrra starfi. Ætla verður, að stefnandi eigi þarna við laun í nýju starfi, sem ekki er á vegum rík- isins, enda var í eldri lögunum sambærilegt ákvæði, sem takmarkaðist þó ein- göngu við starf í þjónustu ríkisins. Þeim skilningi stefnanda er hafnað, að biðlaunaréttur samkvæmt 14. gr. Í. nr. 38/1954 hafi talist eign í skilningi eignarréttar og notið verndar 72. gr. stjórnar- skrárinnar. Biðlaunarétturinn var ekki afmarkaður sem eign í skilningi fjármuna- réttar og var háður óvissu skilyrði um niðurlagningu stöðu. Þá tengdist þessi réttur ekki framlögum frá starfsmanni, t.d. í formi iðgjalda. Verður að telja, að löggjafanum hafi verið heimilt að breyta þessum réttindum, enda tryggja hin nýju lagaákvæði, að starfsmaður njóti launakjara við niðurlagningu stöðu í ekki skemmri tíma en samkvæmt eldra ákvæði, en girða hins vegar fyrir þá stöðu, sem upp gat komið, að starfsmaður gat notið tvöfaldra launa um lengri eða skemmri tíma og þannig hagnast umtalsvert á því, að staða hans var lögð niður. Telja verður, að umdeild breyting á biðlaunarétti hafi verið málefnaleg og almenn og ekki snert sérstaklega einstaka aðila eða fámennan, afmarkaðan hóp ríkisstarfsmanna. Þá sýnist fyllsta jafnræðis hafa verið gætt við setningu þeirra. Er því ekki fallist á, að stefnandi eigi bótarétt vegna skerðingarinnar. 1070 Kemur þá til álita að skoða, hvort stefnandi hafi átt rétt til greiðslna, sam- bærilegra þeim launakjörum, sem hann hafði, þegar hann lét af störfum, sam- kvæmt 5. mgr. bráðabirgðaákvæðis 1. nr. 70/1997, sbr. 34. gr. sömu laga. Stefn- andi hefur að vísu hafnað þessum ákvæðum laganna á þeim forsendum, að þau brjóti í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, og hefur ekki byggt mál- sókn sína á þeim. Með því, að þeim skilningi hans hefur verið hafnað hér að framan, ber að líta svo á, að krafa hans og málsástæður rúmist innan þessa ákvæðis, eigi að síður. Í áðurgreindu bréfi Landsbanka Íslands, þar sem stefnanda er tilkynnt um starfslok sín hjá bankanum, er honum jafnframt boðið starf á vegum hins nýja hlutafélagabanka. Hann heldur því fram, að það eitt, að það starf sé ekki hjá rík- inu, leiði til þess, að því fylgi ekki biðlaunaréttur, sem geri það að verkum, að starfið geti aldrei orðið sambærilegt hinu fyrra starfi. Í 8. gr. laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands segir, að allir starfsmenn Landsbanka Íslands, sem taka laun samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra bankamanna eða kjara- samningum annarra stéttarfélaga, eigi kost á sambærilegu starfi hjá Landsbanka Íslands hf. við yfirtöku hlutafélagsins á bankanum og enn fremur, að taki maður, sem gegnir starfi hjá Landsbanka Íslands við starfi hjá Landsbanka Íslands hf., skuli hann njóta sömu réttinda og hann hafði samkvæmt kjarasamningum og/eða ráðningarsamningum. Í 10. gr. sömu laga segir enn fremur svo: „Um biðlauna- rétt sem kann að hafa fylgt störfum í ríkisviðskiptabönkunum, gilda ákvæði laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.“ Samkvæmt þessu verður ekki séð, að starfskjör stefnanda hefðu orðið önnur eða lakari en þau, sem hann naut samkvæmt |. nr. 70/1996, meðan hann starfaði við Landsbanka Íslands. Hann telst því hafa hafnað öðru sambærilegu starfi og á því ekki rétt til biðlauna eða bóta samkvæmt 34. gr., sbr. 5. mgr. bráðabirgðaákvæðis 1. nr. 70/1997. Varakrafa stefnanda er byggð á því, að hann eigi rétt til skaðabóta á þeim grundvelli, að biðlaunaréttur hans hafi notið verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, er þessari kröfu hafnað og ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. 1071 Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Gunnbjörns Þórs Ingvarssonar, í máli þessu. Aðilar bera hvor sinn kostnað af málinu. 1072 Fimmtudaginn 9. mars 2000. Nr. 377/1999. Anna Ólafía Guðnadóttir (Sveinn Sveinsson hrl.) segn íslenska ríkinu (Jón G. Tómasson hrl.) Bankar. Opinberir starfsmenn. Biðlaunaréttur. Aðild. A var starfsmaður Landsbanka Íslands (LÍ) þegar lög nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands voru staðfest. Samkvæmt 8. gr. laganna skyldu allir starfsmenn LÍ eiga kost á sambærilegu starfi hjá LÍ hf. við yfirtöku hlutafélagsins á ríkis- bankanum og njóta sömu réttinda og þeir höfðu samkvæmt kjarasamn- ingi og/eða ráðningarsamningi. Tilkynnti LÍ starfsfólki að starfslok hjá LÍ yrðu 31. desember 1997. A hafnaði boði um starf hjá LÍ hf. Taldi hún að ekki væri um sambærilegt starf að ræða, þar sem hún myndi ekki lengur njóta réttinda ríkisstarfsmanna. Höfðaði hún mál gegn íslenska ríkinu og krafðist greiðslu biðlauna. Talið var að ákvæði laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hefði áður gilt um starfsmenn ríkisviðskiptabanka, nema öðruvísi hefði verið mælt í lögum og ákvörðunum settum af bankaráðum með heimild í lögum. Hefði biðlaunaréttur samkvæmt 14. gr. laganna því fylgt þeim störfum. Um biðlaunaréttinn giltu nú lög nr. 70/1996, og samkvæmt 34. gr. þeirra laga væri rétturinn háður því að viðkomandi hefði ekki hafnað sambærilegu starfi á vegum ríkisins eða annars staðar. Þar sem ríkis- sjóður hefði lagt allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar hvors ríkisviðskiptabanka um sig til hlutafélaganna, hefði LÍ hf. yfirtekið allar skuldbindingar LÍ. Því hefði A átt að beina kröfu sinni um bið- launagreiðslu til LÍ hf. Þegar af þeirri ástæðu var íslenska ríkið því sýknað af kröfum A, með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. 1073 Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar 24. september 1999. Hún gerir þær dómkröfur, að stefndi verði dæmdur til greiðslu biðlauna, aukagreiðslna orlofsuppbótar og desemberuppbótar, samtals að fjárhæð 1.374.775 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 svo sem hér segir: Af 86.007 krónum frá 1. janúar 1998 til Í. febrúar sama ár, af 172.014 krónum frá þeim degi til Í. mars sama ár, af 258.021 krónu frá þeim degi til 1. apríl sama ár, af 334.028 krónum frá þeim degi til 1. maí sama ár, af 430.035 krónum frá þeim degi til 1. júní sama ár, af 516.042 krónum frá þeim degi til 1. júlí sama ár, af 602.049 krónum frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, af 688.056 krónum frá þeim degi til 1. september sama ár, af 774.063 krónum frá þeim degi til 1. október sama ár, af 860.070 krónum frá þeim degi til 1. nóv- ember sama ár, af 1.005.877 krónum frá þeim degi til Í. desember sama ár, en af 1.374.775 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Eins og fram kemur í héraðsdómi hót áfrýjandi störf hjá Landsbanka Íslands í byrjun júní 1976. Með bréfi bankastjórnar 27. júní 1997 var henni kynnt efni laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Lands- banka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. lag- anna skyldi Landsbanki Íslands hf. taka við rekstri og starfsemi Lands- banka Íslands hinn 1. janúar 1998, og var áfrýjanda gefinn kostur á sambærilegu starfi hjá hlutafélaginu frá þeim tíma, sbr. 8. gr. laganna. Í bréfinu var jafnframt tekið fram, að það fæli í sér tilkynningu um starfslok áfrýjanda hjá Landsbanka Íslands 31. desember 1997, óháð því hvort hún kysi að taka við starfi hjá hlutafélaginu eða ekki. Áfrýjandi hafnaði boði bankans um starf í hinum nýja banka. Hún taldi, að ekki væri um sambærilegt starf að ræða og hún hafði gegnt í Landsbanka Íslands, þar sem hún myndi ekki lengur njóta réttinda rík- isstarfsmanna, og krefur hún stefnda um greiðslu biðlauna. Nú liggur fyrir dómur Hæstaréttar frá 3. febrúar síðastliðnum í máli nr. 357/1999, þar sem því er slegið föstu, að ákvæði laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hefðu áður gilt um starfsmenn ríkisvið- skiptabankanna nema öðruvísi hefði verið mælt í lögum og ákvörð- unum settum af bankaráðunum með heimild í lögum. Varð niðurstaðan 1074 því sú, að biðlaunaréttur samkvæmt 14. gr. laganna hefði fylgt þeim störfum. Um biðlaunaréttinn gilda nú ákvæði 5. mgr. ákvæðis til bráða- birgða og 34. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. 10. gr. laga nr. 50/1997, en samkvæmt því er biðlaunarétt- urinn háður því að viðkomandi hafi ekki hafnað sambærilegu starfi á vegum ríkisins eða annars aðila. 1. Ríkissjóður lagði allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar hvors ríkisviðskiptabanka um sig til hlutafélaganna, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1997. Hlutafélagsbankinn tók yfir allar skuldbindingar Landsbanka Íslands, ekki aðeins samkvæmt kjarasamningum og ráðn- ingarsamningum heldur einnig samkvæmt lögum. Áfrýjanda bar því að beina kröfu sinni um greiðslu biðlauna til Landsbanka Íslands hf., en forveri hans var launagreiðandi áfrýjanda. Ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af kröfu áfrýjanda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Verður niðurstaða héraðsdóms því staðfest. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Anna Ólafía Guðnadóttir, greiði stefnda, íslenska ríkinu, 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. Júní 1999. 1. Mál þetta, sem dómtekið var miðvikudaginn 19. maí sl., er höfðað fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur af Önnu Ólafíu Guðnadóttur, kt. 190158-2179, Látra- strönd 56, Seltjarnarnesi, með stefnu birtri 8, september 1998 á hendur Geir H. Haarde fjármálaráðherra, kt. 080451-4749, með starfsstöð í fjármálaráðuneyt- inu, Arnarhváli, Reykjavík, og Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra, kt. 080854- 3829, með starfsstöð í viðskiptaráðuneytinu, báðum fyrir hönd íslenska ríkisins. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði gert að greiða stefnanda bið- laun, orlofsuppbót og desemberuppbót, samtals að fjárhæð kr. 1.991.788, með dráttarvöxtum skv. Hl. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sem reiknist af fjárhæðum og eftir tímabilum sem hér segir: 1075 frá 1/2 '98 af kr. 201.614 frá 1/3 '98 af kr. 437.421 frá 1/4 98 af kr. 583.228 frá 1/5 '98 af kr. 729.035 frá 1/6 '98 af kr. 952.126 frá 1/7 '98 af kr. 1.097.933 frá 1/8 '98 af kr. 1.243.740 frá 1/9 '98 af kr. 1.389.547 frá 1/10 '98 af kr. 1.535.354 frá 1/11 '98 af kr. 1.681.161 frá 1/12 '98 af kr. 1.991.788 til greiðsludags. Til vara er krafist greiðslu skaðabóta að sömu fjárhæð og með sömu dráttar- vöxtum og greinir í aðalkröfu. Þá er þess krafist, að dæmt verði, að dráttavextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 01.01.1999. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins að viðbættum virðisaukaskatti. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda og dæmdur málskostnaðar úr hendi hans að mati réttarins. 1. Málavextir. Með lögum nr. 50 frá 22. maí 1997 var ákveðið að stofna hlutafélag um Landsbanka Íslands annars vegar og Búnaðarbanka Íslands hins vegar. Hlutverk hlutafélaganna skyldi vera að hafa á hendi þá starfsemi, sem viðskiptabönkum er heimil samkvæmt lögum, þ.e. sama hlutverk og ríkisviðskiptabankarnir tveir höfðu áður haft. Samkvæmt 8. gr. laganna skyldu starfsmenn bankanna tveggja, sem tóku laun samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra bankamanna eða annarra stétt- arfélaga, eiga kost á sambærilegu starfi hjá viðkomandi hlutafélagabanka og þeir höfðu áður gegnt hjá ríkisviðskiptabönkunum. Starfsmenn skyldu jafnframt njóta sömu réttinda og þeir höfðu samkvæmt kjarasamningum og/eða ráðning- arsamningum. Í 10. gr. laganna var kveðið á um biðlaunarétt, sem kynni að hafa fylgt störfum í ríkisviðskiptabönkunum, en um þann rétt skyldu þá gilda ákvæði laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt 34. gr. laga nr. 70/1996, sbr. 5. mgr. í ákvæði til bráðabirgða, er réttur til biðlauna starfsmanna ríkisins háður því, að starfsmaðurinn hafi ekki hafnað öðru sambærilegu starfi, óháð því, hvort það sé á vegum ríkisins eða annars aðila. Jafnframt segir í 2. mgr. 34. gr. laganna, að taki maður, er nýtur 1076 biðlaunagreiðslu, við starfi í þjónustu ríkisins eða annars aðila, áður en bið- launatími er á enda, skuli biðlaunagreiðsla falla niður, ef launin, sem nýja starf- inu fylgi, eru jöfn eða hærri en þau laun, sem starfsmaðurinn áður naut, en séu þau lægri, skuli greiða launamismun til loka tímabilsins. Stefnandi réðst til Landsbanka Íslands í byrjun júní 1976 og vann þar síðan í Vegamótaútibúi. Með bréfi bankastjórnar Landsbanka Íslands, dagsettu 27. Júní 1997, var stefnanda kynnt efni framangreindrar lagasetningar nr. 50/1997. Einnig var henni tilkynnt um starfslok sín hjá Landsbanka Íslands hinn 31. des- ember 1997, óháð því, hvort hún tæki við sambærilegu starfi hjá hlutafélaginu. Tekið er fram í bréfinu, að tilkynningin sé send þannig, að hún berist áður en uppsagnarfrestur stefnanda samkvæmt kjarasamningi byrji að líða vegna þáver- andi starfa hennar. Stefnandi tók þá ákvörðun að þiggja ekki boð bankans um starf í hinum nýja banka. Byggði hún ákvörðun sína m.a. á því, að ekki væri verið að bjóða sama starf með sömu réttindum og hún hefði haft í Landsbanka Íslands. Hún sendi því ekki inn til starfsmannasviðs þá sérstöku tilkynningu, sem gert var ráð fyrir, að verðandi starfsmenn hlutafélagabankans útfylltu, en þess í stað tilkynnti hún sérstaklega, að hún myndi ekki þiggja starfið í hinum nýja banka. Stefnandi lét af störfum í Landsbanka Íslands þann 31. desember 1997. Hún kveðst ekki hafa stundað launað starf síðan, þrátt fyrir að hún hafi leitað eftir tímabundinni vinnu vegna fyrirætlunar sinnar um að sækja endurmenntunar- námskeið við Háskóla Íslands haustið 1998. Stefnandi gerði um það fyrirspurn hjá stefnda fyrir starfslokin, hvort hún ætti rétt til greiðslu biðlauna á grundvelli 14. gr. laga nr. 38/1954, sbr. lög nr. 70/1996, en fékk þau svör, að um greiðslu biðlauna yrði ekki að ræða af hálfu bankans. TI. Málsástæður stefnanda. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að hún eigi, sem starfsmaður Landsbanka Íslands, skilyrðislausan rétt til að fá greidd biðlaun, þar sem henni hafi ekki verið boðið sambærilegt starf og hún hafi haft, þegar starf hennar hjá Lands- banka Íslands var lagt niður. Starfsmenn Landsbanka Íslands falli undir lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 38/1954. sbr. lög nr. 70/1996. Í 14. gr. laga nr. 38/1954 og í 34. gr. laga nr. 70/1996 sé gert ráð fyrir, að starfs- menn, sem lögin taki til, eigi rétt á 12 mánaða biðlaunum, hafi þeir unnið í 15 ár eða lengur hjá ríkinu. Falli hún undir þau tímamörk, þar sem hún hafði unnið í yfir 20 ár hjá Landsbanka Íslands, þegar henni var sagt þar upp störfum. Stefnandi vísar til þess, að starf það, sem henni var boðið, hafi verið hjá hlutafélagabanka, en starf hjá hlutafélagi útiloki, að réttur starfsmanna fari eftir 1077 lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 38/1954, sbr. lög nr. 70/1996. Það eitt, að hið nýja starf sé ekki hjá ríkinu og því fylgi þar af leið- andi m.a. ekki biðlaunaréttur, geri það að verkum, að starf það, sem boðið hafi verið, geti aldrei orðið sambærilegt hinu fyrra starfi. Stefnandi bendi á, að skv. 10. gr. laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. sé tekið fram, að um bið- launarétt, sem kunni að fylgja störfum í ríkisviðskiptabönkum, fari eftir ákvæðum laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þau lög hafi tekið við af lögum nr. 38/1954 með takmörkunum, sem stefnandi telji, að brjóti í bága við 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 10. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995 um friðhelgi eignarréttarins. Stefnandi haldi því fram, að við fastráðningu í starf hjá Landsbanka Íslands fyrir tæpum 22 árum hafi hún eignast biðlaunarétt í 6 mánuði, færi svo að starf hennar yrði lagt niður, og hafi sá eignarréttur aukist í biðlaunarétt í 12 mánuði, þegar hún náði 15 ára starfsaldri. Hér sé um að ræða eignarrétt, sem verði ekki af henni tekinn eða hann skertur með þeim hætti sem fram kemur í lögum nr. 70/1996. Varðandi takmörkunina þá brjóti hún einnig gegn jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar og þeim alþjóðasáttmálum um mannréttindavernd, sem Ísland sé aðili að, einkum 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og Í. mgr. 2. gr. sáttmála Sam- einuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þær takmarkanir og skerðingar, sem stefnandi vísi til, að lögin nr. 70/1996 hafi í för með sér frá lögum nr. 38/1954, snúist m.a. um það ákvæði 34. gr. lag- anna, að biðlaunagreiðslur samkvæmt greininni skuli falla niður, ef laun þau, er nýja starfinu fylgi, séu jöfn eða hærri en þau, er hún naut í fyrra starfi. Verði þessi áunni biðlaunaréttur ekki tekinn af stefnanda með breytingu á lögum nr. 38/1954 á þann hátt, sem gert sé með lögum nr. 70/1996. Þá vísi stefnandi til þess, að í reglum um biðlaun sé hvergi að finna kröfur þess efnis, að sá, sem biðlauna eigi að njóta, sýni fram á, að hann hafi leitað eftir starfi annars staðar, hvorki hjá ríki né hjá öðrum. Hún telji sig einnig eiga fullan rétt til greiðslu biðlauna, þó svo að hún komi til með að sitja á skólabekk þrjá til fjóra síðustu mánuði biðlaunatímabilsins, þ.e. frá september eða október og út árið. Hún telji sig hafa fulla þörf á að leita sér endurmenntunar í einhvern tíma, hún sé fertug að aldri, og hún hafi á sinni starfsævi ekki unnið önnur störf en hjá stefnda, eða samtals í nær 22 ár. Stefnandi kveðst mótmæla staðhæfingum þess efnis, að sá hluti biðlaunatím- ans, sem notaður sé til öflunar endurmenntunar, dragist frá biðlaunatímanum eða sé þess valdandi, að engin biðlaun eigi að greiðast. Stefnandi bendi á, að tilgangur biðlauna hafi fyrst og fremst verið sá að 1078 tryggja launþeganum ríflegan uppsagnarfrest til að hann gæti betur tekist á við breyttar aðstæður. Á síðari árum hafi kröfur vinnumarkaðarins verið allt aðrar en áður. Nú séu gerðar þær kröfur, að væntanlegir starfsmenn hafi aflað sér sjálfir tiltekinnar menntunar og fræðslu. Starfsmaður, sem í nær 22 ár hafi starfað hjá sama vinnuveitanda, sé talinn vera orðinn fastur í sama farinu, og honum sé nauðsynlegt að endurhæfa sig til að vera fær um að takast á við ný störf. Að því er lúti að varakröfu, eigi stefnandi bótakröfu á hendur stefnda, sem sé jafnhá biðlaunum, þar sem biðlaunarétturinn njóti verndar 72. gr. stjórnar- skrárinnar, fari svo, að hún teljist hafa verið svipt biðlaunarétti sínum með 34. gr. 1. nr. 70/1996. Engin almenningsþörf hafi kallað á sviptinguna. Ákvæði þessu verði því ekki beitt, án þess að fullar bætur komi í stað biðlaunanna. Lagagreinin brjóti einnig í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og alþjóðasáttmála, sem Ísland eigi aðild að. Til stuðnings kröfu sinni vísar stefnandi m.a. til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 90/1996, þar sem rétturinn hafi skýrt kveðið á um, að „biðlaunaréttur sé fyrir hendi við niðurlagningu stöðu, þótt sá starfi, er stöðunni fylgdi, verði áfram ræktur á vegum annars aðila en ríkisins“. Í dóminum komi einnig skýrt fram það álit Hæstaréttar, að þótt laun og viðfangsefni í hinni nýju stöðu séu hin sömu og í hinni eldri, verði nýja staðan ekki talin sambærileg hinni fyrri, ef um hin sérstöku réttindi samkvæmt lögum nr. 38/1954 sé ekki að ræða í nýju stöðunni. Kröfufjárhæð. Kröfufjárhæð stefnanda sé þannig fundin, að byggt sé á launum þeim, sem hún hafi haft fyrir síðasta unna mánuðinn, þ.e. desember 1997. Á þá fjárhæð sé bætt 4% grunnkaupshækkun, sem varð þann 1. Janúar 1998. Stefnandi hafi, auk mánaðarlegra launagreiðslna, fengið greidda ársuppbót í desember ár hvert, sem svaraði til einna mánaðarlauna (13. mánuður), orlofsframlag og orlofsuppbót. Stefnufjárhæðin sé þannig samansett: Grunnlaun í 12 mánuði (kr. 145.807) kr. 1.749.684 Ársuppbót (13. mán.) * orlof kr. 164.820 Orlofsframlag kr. 69.284 Orlofsuppbót kr. $.000 Samtals kr. 1.991.788 Lagarök. Til stuðnings kröfu sinni vísar stefnandi m.a. til laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sbr. lög nr. 70/1996, og til laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. Um vaxtakröfur sínar vísar stefnandi til ákvæða HI. kafla vaxtalaga nr. 1079 25/1987. Um málskostnaðarkröfu vísar stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Við ákvörðun málskostnaðar beri að taka tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt á málflutningsþóknun. Málsástæður stefnda. Stefndi kveður stefnanda fyrst hafa beint kröfu sinni um greiðslu biðlauna til Landsbanka Íslands hf., sbr. bréf lögmanns hennar frá 12. mars 1998, dskj. nr. 5. Málið höfði stefnandi hins vegar á hendur íslenska ríkinu, en kröfu hafi ekki verið beint að því, áður en til málshöfðunar kom. Samkvæmt 2. mgr. Í. gr. laga nr. 50/1997 hafi ríkissjóður lagt allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar hvors ríkisviðskiptabankans um sig til hlutafélaganna. Virðist stefnandi og hafa verið þeirrar skoðunar, að hugsanlegur biðlaunaréttur hennar væri á hendur hlutafélagabankanum, sbr. hér einnig ákvæði 2. gr. laga nr. 77/1993 um réttar- stöðu manna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Samkvæmt þessu sé kröfu stefn- anda ranglega beint gegn íslenska ríkinu. Beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af kröfum stefnanda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnandi virðist í málatilbúnaði sínum ekki gera greinarmun á Landsbanka Íslands hf. og íslenska ríkinu. Auk þess að beina biðlaunakröfu sinni fyrst að hlutafélagabankanum, en stefna síðan íslenska ríkinu, mótmæli stefnandi t.d. Í 7. mgr. á bls. 4 í stefnu röksemdarfærslu, sem komi fram í bréfi lögmanns Landsbanka Íslands hf. á dskj. nr. 6. Stefnandi byggi á því, að staða hennar hjá Landsbanka Íslands hafi verið lögð niður frá og með 1. janúar 1998. Af hálfu stefnda sé því mótmælt, að störf starfs- manna Landsbanka Íslands hafi verið lögð niður. Störf stefnanda og annarra starfsmanna Landsbanka Íslands séu áfram til í óbreyttu formi. Við breytingu á eignarformi bankans hafi stefnanda með lögum verið tryggður forgangur til þess starfs, sem hún hafði gegnt. Landsbanki Íslands hafi, samkvæmt áður gildandi lagaákvæðum, verið sjálfstæð stofnun, sem laut sérstakri stjórn og hafi svo einnig verið eftir formbreytinguna, sem gerð var með lögum nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um ríkisviðskiptabankana. Þrátt fyrir túlkun dómstóla á ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954 hafi tilgangur biðlaunareglunnar verið sá að tryggja embættismönnum framfærslu, þegar svo stóð á, að staða þeirra var ekki lengur til, og þeir voru án vinnu af ástæðu, sem ekki varðaði þá sjálfa. Sé fullvíst, að löggjafinn hafi ekki séð fyrir sér á þeim tíma, að formbreyting á eignarhaldi á stofnun eða fyrirtæki í eigu ríkisins væri talin jafngilda niðurlagningu á stöðu, eða að orð laganna yrðu skýrð á þann veg, enda hafi biðlaunarétti verið ætlað að samsvara ríflegum uppsagnarfresti, þegar uppsagnarfresti væri ekki til að dreifa. Þessu til áréttingar vísi stefndi til athuga- semda með frumvarpi að lögum nr. 70/1996, þar sem segi um ákvæði 34. gr., 1080 að „sá háttur að maður fái biðlaun greidd ofan á venjuleg laun, t.d. fyrir það eitt að ríkisstofnun er gerð að hlutafélagi eða starfið fært frá ríki til sveitarfélaga, svo sem 14. gr. laga nr. 38/1954 hefur verið skýrð, samrýmist engan veginn nútímaviðhorfum“. Stefndi hafni þeirri málsástæðu stefnanda, að starf hennar hjá Landsbanka Íslands hafi verið lagt niður í skilningi 14. gr. laga nr. 38/1954. Stefndi haldi því enn fremur fram, að biðlaunaréttur samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954 hafi ekki fylgt starfi stefnanda hjá Landsbanka Íslands. Eðlisrök mæli gegn því, að starfsmenn ríkisviðskiptabankanna séu taldir til starfsmanna ríkisins í skilningi starfsmannalaganna. Sé í því sambandi bent á, að ákvarðanir um ráðningu, ráðningartíma og uppsögn, svo og um laun og önnur starfskjör bankamanna, hafi ekki farið eftir sömu reglum og gilt hafi á hverjum tíma um opinbera starfsmenn. Landsbanki Íslands hafi verið sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins, en undir sér- stakri stjórn, sbr. hér ákvæði 1. gr. laga nr. 10/1928. Samkvæmt 45. gr. laganna hafi framkvæmdastjórnin almennt ráðið starfsmenn bankans og sagt þeim upp. Þar hafi jafnframt sagt, að starfsmenn bankans skyldu ráðnir með þriggja mán- aða uppsagnarfresti. Samsvarandi ákvæði hafi verið í 41. gr. laga um Lands- banka Íslands nr. 63/1957. Samkvæmt 13. gr. laga um Landsbanka Íslands nr. 11/1961 hafi starfsmenn bankans almennt verið ráðnir af bankastjórninni, sem Jafnframt hafði heimild til að segja þeim upp starfi. Bankastjórnina hafi skipað þrír bankastjórar, ráðnir af bankaráði, sem skipað var fimm mönnum kjörnum af Alþingi. Um ráðningu starfsmanna ríkisins hafi hins vegar gilt ákvæði 2. gr. laga nr. 38/1954. Sá háttur á ráðningu bankastarfsmanna, sem hér sé lýst, verði ekki skýrður svo, að bankastjórninni hafi verið veitt umboð til að ráða starfsmenn með þeim réttaráhrifum, að þeir féllu undir ákvæði laga nr. 38/1954. Til hliðsjónar bendi stefndi á dóm Hæstaréttar frá 1. október 1998 í málinu nr. 39/1998. Fyrir setningu laga nr. 34/1977 um kjarasamninga banka í eigu ríkisins hafi gilt reglugerð um störf og launakjör starfsmanna bankanna, Jafnt ríkisbankanna sem hlutafélagabankanna, sbr. reglugerð frá apríl 1974. Reglugerð þessi hafi verið sett og undirrituð af formönnum bankaráða allra bankanna, átta að tölu, Jafnt hlutafélagabanka sem banka í eigu ríkisins. Í reglugerðinni hafi verið ákvæði, m.a. um launaflokka, launafjárhæðir og ýmis kjaraatriði, sem eftir setn- ingu laga nr. 55/1962 höfðu verið í kjarasamningum opinberra starfsmanna eða í reglugerðum, sem settar voru samkvæmt heimild í 17. gr. laga nr. 38/1954. Ákvörðun um launakjör bankamanna hafi aldrei verið tekin með launalögum, svo sem gilt hafi um opinbera starfsmenn fram að setningu laga nr. 55/1962. Bankamenn hafi ekki fallið undir ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfs- manna. Þeir hafi ekki fallið undir kjaradóm eða kjaranefnd. Stefnandi hafi tekið laun samkvæmt kjarasamningi bankamanna, sem gerður var á milli samninga- 1081 nefndar bankanna, fyrir hönd banka og sparisjóða annars vegar, og Sambands íslenskra bankamanna hins vegar. Ríkið eigi enga beina aðild að þessum samningi, sbr. lög nr. 34/1977, sbr. hins vegar 2. gr. laga nr. 55/1962, 2. gr. laga nr. 46/1973, 3. gr. laga nr. 29/1976 og 3. gr. laga nr. 94/1986 þess efnis, að fjármálaráðherra fari með fyrirsvar ríkissjóðs við gerð og framkvæmd kjarasamninga opinberra starfs- manna, en heildarsamtök eða stéttarfélög starfsmanna ríkisins fari með fyrirsvar ríkisstarfsmanna. Um þetta efni séu leiðbeinandi dómar Hæstaréttar frá 29. mars 1990 í málinu nr. 283/1988 og frá 16. nóvember 1995 í málinu nr. 504/1993. Kjarasamningar bankamanna annars vegar og opinberra starfsmanna hins vegar séu, auk þess að vera ólíkir að formi, um margt ólíkir að efni. Til dæmis séu í kjarasamningi bankamanna ákvæði um veikindi og fæðingarorlof, sbr. hins vegar reglugerðir nr. 410/1989 og 411/1989 um fæðingarorlof og veikindafor- föll starfsmanna ríkisins. Að auki séu ákvæði í kjarasamningi bankamanna um uppsagnarfrest allt að 6 mánuðum, sem ekki séu í kjarasamningi opinberra starfsmanna. Sérstakur eftirlaunasjóður handa starfsmönnum Landsbankans, „ekkjum þeirra og ómegð“, hafi verið stofnaður samkvæmt ákvæði 49. gr. laga nr. 10/1928, og stefnandi hafi verið félagi í þeim sjóði, en ekki í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins. Í þessu sambandi sé einnig bent á lög nr. 97/1974 um eftirlit með ráðningu starfsmanna og húsnæðismálum ríkisstofnana. Lögin hafi ekki verið túlkuð á þann veg, að þau taki til ríkisviðskiptabankanna, þótt tilgangurinn með setningu þeirra hafi verið að veita aðhald í starfsmannahaldi ríkisins og ríkisstofnana. Ríkisviðskiptabankar hafi aldrei leitað úrskurðar varðandi starfsmenn eða starfs- mannafjölda, sbr. 6. gr. laganna. Stefndi telji öll framangreind rök hníga til þess, að stefnandi hafi ekki notið biðlaunaréttar á grundvelli 14. gr. laga nr. 38/1954. Hún hafi ekki verið starfs- maður ríkisins í skilningi laganna. Stefndi hafni þeirri túlkun stefnanda, að hugsanleg niðurfelling biðlaunaréttar feli í sér, að ekki hafi verið um sambærilegt starf að ræða, sem stefnanda stóð til boða hjá hlutafélagabankanum, við það starf, sem stefnandi gegndi í ríkis- viðskiptabankanum. Af 1. mgr. 34. gr. laga nr. 70/1996 leiði, að biðlaunaréttur sé ekki til staðar, ef viðkomandi hafni sambærilegu starfi, óháð því, hvort það sé á vegum ríkisins eða annars aðila. Með þessu ákvæði sé dómstólatúlkun á hugtakinu „sambærilegu starfi“ breytt. Tilvísun 10. gr. laga nr. 50/1997 til ákvæða laga nr. 70/1996 feli þetta beinlínis í sér. Mat löggjafans hafi verið, að um sambærilegt starf væri að ræða hjá hlutafélagabönkunum samkvæmt Í. mgr. 8. gr. laga nr. 50/1997, þótt biðlaunaréttur, sem kynni að hafa fylgt störfum í ríkisviðskiptabönkunum, væri ekki lengur fyrir hendi vegna ákvæða 34. gr., sbr. 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða, í lögum nr. 70/1996. 1082 Stefndi telji engu breyta í þessu efni, hvernig 14. gr. laga nr. 38/1954 hafi verið túlkuð af dómstólum, en þau lög hafi fallið úr gildi 1. júlí 1996, sbr. 55. gr. laga nr. 70/1996. Túlkun dómstóla á lögum nr. 38/1954 hafi því engin áhrif á sakarefnið og verði ekki beitt um réttarstöðu stefnanda eftir þann tíma, er lög nr. 70/1996 tóku gildi. Málsókn, sem byggist á efni og ákvæðum laga, sem ekki séu lengur í gildi og hafi ekki verið í gildi, þegar atvik það, sem stefnandi byggi mál sitt á, kom til, sé óraunhæf. Málsóknin styðjist ekki við gildandi réttarheim- ild og beri því að sýkna, einnig af þeirri ástæðu. Stefndi hafni því, að réttur til launa við niðurlagningu stöðu eftir þeim reglum sem áður giltu, þ.e. samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/1954, hafi notið verndar 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins, eða geti talist eign í skilningi þess ákvæðis. Réttur til launa við niðurlagningu stöðu hafi verið bundinn við atvik, sem ekki vörð- uðu starfsmanninn sjálfan og geti því ekki talist eign í skilningi eignarréttar, eða fjármunaréttindi, varin sem slík af ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar, Biðlauna- réttur hafi verið háður óvissu skilyrði um niðurlagningu stöðu og ekki verið afmarkaður sem eign í skilningi fjármunaréttar, enda hafi biðlaunarétti í önd- verðu verið ætlað það hlutverk að samsvara ríflegum uppsagnarfresti embættis- manna, sem skipaðir voru eða ráðnir ótímabundið, án sérstakra ákvæða um gagnkvæman uppsagnarfrest. Hafi verið talið, að löggjafanum sé heimilt að afnema gildandi lagareglur eða breyta, og þar með réttindi, sem stofnað hafði verið til með lögum, þ.m.t. rétti til biðlauna. Telji stefndi ekki efni til að breyta mati löggjafans á því, hvernig fari um biðlaunarétt starfsmanna ríkisins, en með breytingu þeirri, sem gerð var með lögum nr. 70/1996, hafi vilji löggjafans verið sá að færa biðlaunarétt að því leyti, sem hann myndi gilda, til nútímalegra við- horfs. Í þessu sambandi sé bent á, að réttur til launa við niðurlagningu stöðu hafi ekki orðið virkur vegna framlaga eða iðgjalda af neinu tagi, og hafi engin fjármunaréttindi, tengd 14. gr. laga nr. 38/1954, verið skráð, haldið sérgreindum, Þannig að menn hafi getað hagnýtt sér þau. Gildi þá einu, hvort tekið sé mið af rétti til launa við niðurlagningu á stöðu eftir lögum nr. 38/1954 eða ákvæðum laga nr. 70/1996. Sú regla, sem í gildi var samkvæmt ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954, að launa- greiðslur hjá ríkinu á biðlaunatíma skuli koma til frádráttar biðlaunum, sé til marks um þann skilning við setningu ákvæðisins, að um sé að ræða bætur, sem eigi að sæta frádrætti vegna launatekna frá ríkinu á sama tíma. Þótt launatekjur frá öðrum aðila en ríkinu hafi ekki komið til frádráttar samkvæmt ákvæði 14. gr. laga nr. 38/1954, sé fráleitt að telja, að það hafi skapað starfsmönnum ríkis- ins einhver réttindi, sem njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Verði ekki séð, að ákvæði stjórnarskrárinnar standi því í vegi, að með lagabreytingu sé ákveðið, að frádrátturinn nái til allra launa í nýju starfi, óháð því, hver launagreiðandinn sé. 1083 Jafnvel þótt talið verði, að réttur til launa við niðurlagningu stöðu hafi notið eignarréttarverndar stjórnarskrár, hafi löggjafanum verið heimilt að breyta rétt- indunum með almennum lögum. Verði talið, að með lögum nr. 70/1996 hafi fal- ist skerðing á eign, hafi verið um að ræða almenna og málefnalega breytingu, sem ekki kom sérstaklega niður á einstökum aðilum eða afmörkuðum hópum ríkisstarfsmanna, og sem menn verði að þola bótalaust. Hafi 5. mgr. bráða- birgðaákvæðis laga nr. 70/1996 ekki falið í sér sviptingu réttar til launa vegna niðurlagningar á stöðu, heldur breytingu á þeim rétti, sem teljist vera sanngjörn og málefnaleg. Haldi stefndi því fram, að lögin hafi haft almennt gildi og jafn- ræðis hafi verið gætt við setningu þeirra, og horfi hinar breyttu reglur um bóta- rétt vegna niðurlagningar stöðu eins við öllum ríkisstarfsmönnum, hvort heldur sem þeir falli beint undir 34. gr. laganna eða undir 5. mgr. ákvæðis til bráða- birgða. Af dómi Hæstaréttar 1992, bls. 1962, megi draga þá ályktun, að skerð- ing umsaminna kjararéttinda sé heimil með einfaldri lagasetningu, án bóta, enda sé jafnræðis gætt. Sama sjónarmið hljóti fremur að gilda um lögbundin réttindi. Stefnandi hafi ekki verið svipt biðlaunarétti, hafi hún haft slíkan rétt, heldur hafi hún ekki uppfyllt lagaskilyrði til greiðslu biðlauna samkvæmt því lagaákvæði, sem í gildi var, þegar hún kaus að hætta í starfi. Stefndi telji einnig, að líta verði svo á, að þótt talið verði, að biðlaunaréttur hafi notið verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar, komi í raun fullt verð fyrir þá breyt- ingu með því, að ríkisstarfsmönnum, er þörf hafi á biðlaunum vegna niðurlagn- ingar stöðu af þeirri ástæðu, að þeir hafi ekki þá þegar aflað sér nýs starfs með jafnháum eða hærri launum, sé tryggður réttur til launa í 6 mánuði eða 12 eftir atvikum. Um þetta efni vísi stefndi einnig til dóma Hæstaréttar frá 9. maí 1997 í mál- unum nr. 447 og 448/1996. Þann 1. janúar 1998 hafi gilt um hugsanlegan rétt stefnanda til biðlauna 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða, sbr. 2. mgr. 34. gr. laga nr. 70/1996, sbr. það sem áður segi um efni þessara ákvæða. Í málinu krefji stefnandi um greiðslu fjár- hæðar, sem samsvari launum í 12 mánuði frá 1. janúar 1998 að telja. Upplýst sé, að stefnandi hafi hafnað starfinu, sem henni var boðið hjá Lands- banka Íslands hf. og hafi meintur biðlaunaréttur hennar þegar af þeirri ástæðu fallið niður. Sú ákvörðun stefnanda að fara í nám í stað þess að ganga til launaðra starfa eða taka sér frí frá störfum, veiti henni ekki rétt til meintra biðlauna. Í stefnu sé réttilega tekið fram, að tilgangur með reglu 14. gr. laga nr. 38/1954 um greiðslu biðlauna hafi fyrst og fremst verið sá að tryggja starfsmanni ríf- legan uppsagnarfrest, til að hann gæti betur tekist á við breyttar aðstæður. Stefn- anda hafi verið tilkynnt um starfslok hjá Landsbanka Íslands með rúmlega 6 mánaða fyrirvara, en samkvæmt dómum Hæstaréttar (1995, bls. 2342, og 1996, 1084 bls. 4045) teljist uppsagnarfrestur til biðlaunatímans. Frá biðlaunum beri því að draga launagreiðslur á uppsagnarfresti. Á umræddu 6 mánaða tímabili, frá 1. júlí 1997 til ársloka það ár, hafi stefnandi notið launagreiðslna frá Landsbanka Íslands og hafi á þeim tíma haft alla möguleika á að leita sér að nýju starfi, hafi hún ekki kosið að halda áfram í starfi sínu hjá hlutafélagabankanum. Hvernig sem á málið sé litið, virðist þannig ljóst, að stefnandi geti ekki átt rétt til greiðslu biðlauna þann tíma, sem hún fékk óskertar launagreiðslur á 6 mánaða uppsagn- arfresti, sem teljist til biðlaunatímans. Þótt það hafi tæpast beina þýðingu í þessu máli, sé bent á, að í útboði hluta- fjár í Landsbanka Íslands hf., sem fram fór í októbermánuði 1998, hafi starfs- mönnum verið boðið að skrá sig fyrir hlutabréfum á hagstæðu gengi. Þeim, sem höfðu verið í starfi árið 1997, hafi einnig verið boðin aðild að þessum kjörum. Ákvörðun um þessa tilhögun hafi verið tekin við undirbúning að setningu laga nr. 50/1997, en kappkostað hafi verið að hafa um lagasetninguna gott samstarf við starfsmenn bankanna. Að því er varði einstaka kröfuliði í stefnu, sé til vara gerð athugasemd við, að ársuppbót, orlofsframlag og orlofsuppbót séu reiknuð út frá 12 mánaða bið- launatíma og mótmælt kröfu um greiðslu orlofs á svonefnda ársuppbót, sbr. dóm Hæstaréttar frá 29. mars 1990. Kröfu um upphafstíma dráttarvaxta sé sérstak- lega mótmælt. IV. Forsendur og niðurstaða. Ágreiningur aðila snýst um það, hvort stefnandi hafi notið réttarstöðu opin- berra starfsmanna skv. 1. nr. 38/1954, sbr. 1. nr. 70/1996, sem starfsmaður Lands- banka Íslands, aðild stefnda, hvort stefnandi eigi rétt til biðlauna eða skaðabóta úr hendi stefndu og ef svo er, til hvaða greiðslna sá réttur nái. Fram til þess að lög nr. 38/1954 tóku gildi, voru engin heildarlög til hér á landi um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Með setningu laganna var því fengin mikilvæg réttarbót fyrir alla opinbera starfsmenn. Hins vegar skera lögin ekki úr um það á óyggjandi hátt, hverjir skuli teljast opinberir starfsmenn. Í 1. gr. laganna segir svo: „Lög þessi taka til hvers manns, sem er skipaður, settur eða ráðinn í þjónustu ríkisins með föstum launum, meðan hann gegnir starf- anum, enda verði starf hans talið aðalstarf.“ Hvergi í lögum er tekið skýrt á því, hvort starfsmenn ríkisbankanna falli undir starfsmannalögin. Einn af höfundum frumvarpsins til laga nr. 38/1954, Gunnar Thoroddsen, rit- aði grein í Úlfljót, tímarit laganema, í október 1954, þar sem hann segir svo m.a.: „Lögin taka til starfsmanna í þjónustu ríkisins, hvort sem er á sviði fram- kvæmdavalds, dómstóla eða Alþingis; einnig til starfsmanna við stofnanir rík- ísins, t.d. Pósts og síma ..., Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka Íslands.“ Af 1085 þessum orðum verður ráðið, að það hafi verið ætlan höfunda frumvarpsins, að starfsmenn ríkisbankanna skyldu falla undir lögin. Telja verður og, að eðlisrök mæli með því, að orðin „í þjónustu ríkisins“ í 1. gr. starfsmannalaganna eigi ekki einungis við um þá, sem starfa og taka laun hjá hinum eiginlega ríkissjóði, heldur einnig þá, sem starfa hjá hinum ýmsu ríkisstofnunum, þ.á m. ríkisbönk- unum, og hefði þurft að taka það skýrt fram í lögunum, hefði svo ekki átt að vera. Hæstiréttur hefur og komist að þeirri niðurstöðu í nokkrum dómum sínum, að starfsmannalögin taki til starfsmanna ríkisbankanna, sbr. t.d. Hrd. 1974:660. Stefnandi telst því hafa verið ríkisstarfsmaður í skilningi 1. nr. 38/1954. Naut hún því verndar þeirra laga varðandi ráðningarkjör sín með fullri ábyrgð ríkis- sjóðs. Er kröfum stefnanda því réttilega beint að stefnda, ríkissjóði. Aðila g greinir á um það, hvort starf það, sem stefnandi hafði með höndum hjá Landsbanka Íslands, hafi verið lagt niður með stofnun Landsbanka Íslands hf. Samkvæmt bréfi Landsbanka Íslands, þar sem stefnanda er tilkynnt um stofnun hlutafélags um bankann, er ljóst, að skilningur bankans var sá, að starfið væri lagt niður. Verður það m.a. ráðið af orðalagi bréfsins, þar sem segir, að starfsmönnum bankans sé gefinn kostur á „sambærilegu starfi hjá Landsbanka Íslands hf. ...“ og „sambærilegu starfi hjá hinum nýja hlutafélagabanka sr . Enn fremur er talað um starfslok stefnanda hjá Landsbanka Íslands, óháð því, hvort hún kjósi að taka við starfi hjá Landsbanka Íslands hf. Þykir bréfið því taka af öll tvímæli um það, að starf stefnanda var lagt niður við rekstrarforms- breytinguna. Samkvæmt 14. gr. 1. nr. 38/1954 átti opinber starfsmaður rétt til biðlauna við niðurlagningu stöðu, enda hafi hann ekki hafnað sambærilegri stöðu á vegum ríkisins. Lög þessi voru numin úr gildi með 1. nr. 70/1996. Ákvæði um biðlauna- rétt er að finna í 34. gr. þeirra laga, en þar er embættismanni, við niðurlagningu embættis, tryggður réttur til óbreyttra launakjara, er embættinu fylgdu, enda hafi hann þá ekki hafnað öðru sambærilegu starfi, óháð því, hvort það er á vegum ríkisins eða annars aðila. Í bráðabirgðaákvæði með sömu lögum er mælt fyrir um bætur til handa öðrum starfsmönnum, sem ekki eru embættismenn, við nið- urlagningu stöðu, og er jafnframt vísað til 34. gr. laganna. Stefnandi heldur því fram, að síðargreind lagaákvæði brjóti í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar, en biðlaunaréttur sá, sem hún naut samkvæmt |. nr. 38/1954 hafi verið eignarréttur, sem ekki verði af henni tekinn eða skertur með þeim hætti, sem fram kemur Í 1. nr. 70/1996. Sú skerðing, sem stefnandi vísar til, er í 2. mgr. 34. gr. Í. nr. 70/1997 og lýtur að því, að biðlaunagreiðslur skuli falla niður, ef laun þau, er nýja starfinu fylgja, séu jöfn eða hærri en þau, er hún naut í fyrra starfi. Ætla verður, að stefnandi eigi þarna við laun í nýju starfi, sem ekki er á vegum rík- isins, enda var í eldri lögunum sambærilegt ákvæði, sem takmarkaðist þó ein- göngu við starf í þjónustu ríkisins. 1086 Þeim skilningi stefnanda er hafnað, að biðlaunaréttur samkvæmt 14. gr. 1. nr. 38/1954 hafi talist eign í skilningi eignarréttar og notið verndar 72. gr. stjórnar- skrárinnar. Biðlaunarétturinn var ekki afmarkaður sem eign í skilningi fjármuna- réttar og var háður óvissu skilyrði um niðurlagningu stöðu. Þá tengdist þessi réttur ekki framlögum frá starfsmanni, t.d. í formi iðgjalda. Verður að telja, að löggjafanum hafi verið heimilt að breyta þessum réttindum, enda tryggja hin nýju lagaákvæði, að starfsmaður njóti launakjara við niðurlagningu stöðu í ekki skemmri tíma en samkvæmt eldra ákvæði, en girða hins vegar fyrir þá stöðu, sem upp gat komið, að starfsmaður gat notið tvöfaldra launa um lengri eða skemmri tíma og þannig hagnast umtalsvert á því, að staða hans var lögð niður. Telja verður, að umdeild breyting á biðlaunarétti hafi verið málefnaleg og almenn og ekki snert sérstaklega einstaka aðila eða fámennan, afmarkaðan hóp ríkisstarfsmanna. Þá sýnist fyllsta jafnræðis hafa verið gætt við setningu þeirra. Er því ekki fallist á, að stefnandi eigi bótarétt vegna skerðingarinnar. Kemur þá til álita að skoða, hvort stefnandi hafi átt rétt til greiðslna, sam- bærilegra þeim launakjörum, sem hún hafði, þegar hún lét af störfum, sam- kvæmt 5. mgr. bráðabirgðaákvæðis 1. nr. 70/1997, sbr. 34. gr. sömu laga. Stefn- andi hefur að vísu hafnað þessum ákvæðum laganna á þeim forsendum, að þau brjóti í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, og hefur ekki byggt mál- sókn sína á þeim. Með því, að þeim skilningi hennar hefur verið hafnað hér að framan, ber að líta svo á, að krafa hennar og málsástæður rúmist innan þessa ákvæðis, eigi að síður. Í áðurgreindu bréfi Landsbanka Íslands, þar sem stefnanda er tilkynnt um starfslok sín hjá bankanum, er henni jafnframt boðið starf á vegum hins nýja hlutafélagabanka. Hún heldur því fram, að það eitt, að það starf sé ekki hjá rík- inu, leiði til þess, að því fylgi ekki biðlaunaréttur, sem geri það að verkum, að starfið geti aldrei orðið sambærilegt hinu fyrra starfi. Í s. gr. laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands segir, að allir starfsmenn Landsbanka Íslands, sem taka laun samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra bankamanna eða kjara- samningum annarra stéttarfélaga, eigi kost á sambærilegu starfi hjá Landsbanka Íslands hf. við yfirtöku hlutafélagsins á bankanum og enn fremur, að taki maður, sem gegnir starfi hjá Landsbanka Íslands við starfi hjá Landsbanka Íslands hf., skuli hann njóta sömu réttinda og hann hafði samkvæmt kjarasamningum og/eða ráðningarsamningum. Í 10. gr. sömu laga segir enn fremur svo: „Um biðlauna- rétt sem kann að hafa fylgt störfum í ríkisviðskiptabönkunum, gilda ákvæði laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.“ Samkvæmt þessu verður ekki séð, að starfskjör stefnanda hefðu orðið önnur eða lakari en þau, sem hún naut samkvæmt 1. nr. 70/1996, meðan hún starfaði við Landsbanka Íslands. Hún telst því hafa hafnað öðru sambærilegu starfi og á því ekki rétt til 1087 biðlauna eða bóta samkvæmt 34. gr., sbr. 5. mgr. bráðabirgðaákvæðis 1. nr. 70/1997. Varakrafa stefnanda er byggð á því, að hún eigi rétt til skaðabóta á þeim grundvelli, að biðlaunaréttur hennar hafi notið verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, er þessari kröfu hafnað og ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Önnu Ólafíu Guðnadóttur, í máli þessu. Aðilar bera hvor sinn kostnað af málinu. 1088 Fimmtudaginn 9. mars 2000. Nr. 460/1999. Ákæruvaldið (Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari) gegn Sveini Gunnari Jónassyni (Sveinn Andri Sveinsson hrl.) og Sigurjóni Sigurgeirssyni (Tómas Jónsson hrl.) Líkamsárás. Omerking. Heimvísun. SG og S voru ásamt fleirum ákærðir fyrir líkamsárás og var málinu áfrýjað að því er meinta árás SG og S á K varðaði. Talið var að samn- ingu héraðsdóms væri verulega áfátt, sbr. 1. mgr. 135. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Voru ályktanir héraðsdómara af framburði ákærðu og vitna, sem komu fyrir dóm, taldar óskýrar og orka tvímælis og var talið að ekki yrði úr þessu bætt fyrir Hæstarétti, sbr. 4. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991. Var héraðsdómur ómerktur að því er varðaði sakarefnið, sem var til endurskoðunar, og málinu vísað til héraðsdóms að nýju og kveðið á um að sönnunarfærsla skuli fara fram fyrir þremur dómurum, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1991. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunn- laugur Claessen og Haraldur Henrysson. Ríkissaksóknari skaut málinu af hálfu ákæruvalds til Hæstaréttar 1. nóvember 1999. Krefst hann sakfellingar ákærðu samkvæmt ákæru í lið HH í hinum áfrýjaða dómi og heimfærslu brots til 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, refsiþyngingar að því er varðar ákærða Svein Gunnar og refsiákvörðunar að því er varðar ákærða Sig- urjón. Ákærði Sveinn Gunnar krefst aðallega sýknu af ákæruatriðum, en til vara að héraðsdómur verði staðfestur. Ákærði Sigurjón krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara vægustu refsingar, sem lög leyfa, og að hún verði skilorðs- bundin. 1089 1. Í hinum áfrýjaða dómi var fjallað um þrjár ákærur ríkissaksóknara 11. júní 1999, sem allar snerust um ætlaðar líkamsárásir aðfaranótt 27. september 1998 við veitingastaðinn Subway í Austurstræti í Reykja- vík. Fyrir Hæstarétti er aðeins til endurskoðunar úrlausn í Il. kafla dómsins á ákæru gegn ofangreindum ákærðu fyrir líkamsárás á Kristin Rúnar Magnússon. Í 1. kafla dómsins var fjallað um ákæru á hendur Kristni Rúnari Magnússyni ásamt öðrum manni fyrir líkamsárás á ákærða Svein Gunnar. Voru þeir sakfelldir fyrir þá árás og var hún talin varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Í IIL. kafla dómsins var fjallað um ákæru gegn ákærða Sveini Gunnari og öðrum manni fyrir árás á Kristin Ólaf Kristinsson, sem í ákærunni var talin varða við I. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Var sýknað af þeirri ákæru. ll. Svo sem áður greinir gerðust atvik máls þessa aðfaranótt 27. sept- ember 1998. Aðalmeðferð málsins fór fram 15. og 22. september 1999, en ákærði Sigurjón hafði gefið skýrslu fyrir dóminum 30. júní 1999. Eins og sjá má af reifun framburðar vitna í héraðsdómi mundu sum þeirra óljóst eftir atvikum, að minnsta kosti í smáatriðum. Við skýrslu- töku var oft með ýmsum hætti borinn undir vitni framburður þeirra við skýrslugerð hjá lögreglu, sem telja verður eðlilegt eftir að leitað hafði verið eftir sjálfstæðri frásögn. Finna verður þó að því að spurningar, sem að þessu lutu, voru oft ekki markvissar sem skyldi og framburður var ekki ætíð skýrlega borinn undir vitni til staðfestingar. Sakarmat í máli þessu ræðst fyrst og fremst af mati á sönnunargildi framburðar ákærðu og vitna fyrir dómi. Þar þarf einnig að koma til mat á því hvernig framburður samrýmist því, sem áður er fram komið við lögreglurannsókn og af hverju misræmi stafar ef um það er að ræða, enda hafi yfirheyrsla meðal annars snúist um það. Telja verður að hér- aðsdómari hafi ekki gætt þess sem skyldi að hafa ofangreind atriði í huga við atvikalýsingu sína í dóminum og rökstuðning fyrir niður- stöðu. Eins og málið lá fyrir hefði verið rétt að greina frá því helsta, sem fram kom þegar lögregla kom á vettvang. Reifun framburðar í dóminum er í ýmsum tilvikum ónákvæm. Þar vantar t.d. stundum vísan til þess, sem fram kom fyrir dóminum um framburð hjá lögreglu og afstöðu vitna til hans. Á þetta meðal annars við um framburð vitnanna 1090 Brynju Hjaltalín, Ingvars Arnarsonar, Katrínar Jónsdóttur og Sunnu Áskelsdóttur. Einnig vantar með öllu reifun á framburði Kristins Ólafs Kristinssonar um sakarefni það, sem hér er til úrlausnar, en hann var yfirheyrður ítarlega um það fyrir dómi. Þá kemur ekki fram í dóminum frásögn um sak- og myndbendingar, sem fram fóru hjá lögreglu. Ekki er heldur að finna þar sjálfstæða lýsingu á klæðnaði ákærðu umrætt sinn, en vitni vísuðu gjarnan til klæðaburðar þeirra, sem veittust að Kristni Rúnari, þar sem hann lá í götunni. Allt eru þetta atriði, sem skiptu máli við heildarmat á því, hvort nægileg sönnun væri fram komin fyrir sekt ákærðu. Þá verður einnig að finna að því að röðun á reifun framburðar í hér- aðsdómi fer eftir því, hvenær vitni komu fyrir dóminn, en ekki eftir því sakarefni, sem þau bera um. Er þetta til baga við lestur dómsins. Í niðurstöðukafla héraðsdóms er ekki tekin afstaða til trúverðugleika afturhvarfs ákærða Sveins Gunnars frá skýrri játningu á spörkum í Kristin Rúnar í yfirheyrslu hjá lögreglu 7. október 1998 að viðstöddum verjanda sínum. Þar er einungis sagt að mjög sé á reiki hver eða hverjir hafi veitt umrædd spörk og beri vitnum ekki saman um lýsingar og verði að telja verulegan vafa leika á því, hvort ákærðu spörkuðu í Kristin Rúnar. Þennan rökstuðning verður að telja ófullnægjandi í ljósi þess hvernig málið lá fyrir. Þannig höfðu ýmis vitnanna gefið nokkuð afdrátt- arlausar lýsingar, sem gátu bent til þess að annar eða báðir ákærðu ættu hér hlut að máli. Sum vitni nefndu gælunafn annars ákærða í þessu sam- bandi og vitni bentu á sama ákærða við sak- og myndbendingar. Til alls þessa þurfti dómarinn að taka afstöðu með skýrum hætti og meðal ann- ars meta trúverðugleika þeirra vitna, sem hér um ræðir. Samkvæmt framansögðu er samningu héraðsdóms verulega áfátt, sbr. 1. mgr. 135. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ályktanir héraðsdómara af framburði ákærðu og vitna, sem komu fyrir dóm, eru óskýrar og orka tvímælis. Verður ekki úr þessu bætt fyrir Hæstarétti, sbr. 4. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991. Þykir því óhjákvæmi- legt, sbr. 5. mgr. sömu greinar, að ómerkja héraðsdóminn að því er varðar sakarefni það, sem hér er til endurskoðunar, og vísa málinu til héraðsdóms að nýju, þar sem sönnunarfærsla fari fram fyrir þremur dómurum, sbr. 1. mgr. 5. gr. sömu laga. Samkvæmt þessu ber að fella kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti á ríkissjóð, eins og nánar segir í dómsorði. 1091 Dómsorð: Kafli IL í hinum áfrýjaða dómi er felldur úr gildi og er málinu að því leyti vísað til héraðsdóms til nýrrar aðalmeðferðar og dómsálagningar. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms varðandi ákærða Sigurjón Sigurgeirsson er staðfest. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Sveins Gunnars Jónassonar í héraði, eins og þau eru ákveðin í héraðsdómi, greiðist að öllu leyti úr ríkissjóði. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjenda beggja ákærðu, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns og Tómasar Jónssonar hæsta- réttarlögmanns, 100.000 krónur til hvors um sig. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. október 1999. Ár 1999, þriðjudaginn 12. október, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Gretu Baldursdóttur héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 1571/1999: Ákæruvaldið gegn K, P, Sveini Gunnari Jónassyni, Sigurjóni Sigurgeirssyni og Ó. Málið er höfðað með þremur ákærum ríkissaksóknara, dagsettum 11. júní sl. 11. Ákæra á hendur Sveini Gunnari Jónassyni, kt. 080176-4149, Tryggvagötu 6, Reykjavík, og Sigurjóni Sigurgeirssyni, kt. 060876-5179, Birtingakvísl 10, Reykjavík, „fyrir líkamsárás við veitingastaðinn Subway í Austurstræti, Reykja- vík, aðfaranótt sunnudagsins 27. september 1998 með því að ákærði Sveinn Gunnar sló Kristin Rúnar Magnússon, kt. 090579-3479, í andlitið með krepptum hnefa svo hann skall aftur fyrir sig í götuna og missti meðvitund og spörkuðu þá ákærðu báðir í höfuð Kristins Rúnars þar sem hann lá, allt með þeim afleið- ingum að hann hlaut nefbrot, glóðarauga hægra megin, bólgu og mar á höfði hægra megin ofan og aftan við eyra og sprungu í hvirfilbeini þar undir, marblett og bólgu aftan við vinstra eyra og heilamar og heilablæðingu framan til í heila er hafði í för með sér framheilaskaða. 1092 Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar. Ill. {...1 |...) Af hálfu ákærða Sveins Gunnars Jónassonar er þess krafist að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Til vara krefst hann þess að refsing verði felld niður eða að honum verði gerð vægasta refsing er lög leyfa og þá að refsing verði skilorðsbundin. Komi til afplánunar refsingar er gerð krafa um að gæsluvarðhald ákærða frá 28. september 1998 til 23. október sama ár komi með fullri dagatölu til frádráttar frá dæmdri refsingu. {...| Þá krefst hann þess að hæfileg málsvarnarlaun verði greidd úr ríkissjóði. Af hálfu ákærða Sigurjóns Sigurgeirssonar er þess krafist að hann verði sýknaður og allur sakarkostnaður felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarnar- laun verjanda. Til vara gerir hann þær kröfur að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin. Komi til afplánunar er þess krafist að gæsluvarðhaldsvist dragist að fullu frá refsingu. Jafnframt er þess krafist að sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarn- arlaun. {...) Málavextir. Aðfaranótt sunnudagsins 27. september 1998 brutust út slagsmál fyrir utan veitingastaðinn Subway í Austurstræti, Reykjavík. Á vettvangi voru Jón Gunnar Kristjánsson og Halldór Viðar Halldórsson með myndbandsupptökuvél og kváð- ust hafa byrjað upptöku þegar átök virtust vera í uppsiglingu. Þeir afhentu lög- reglu myndbandið í þágu rannsóknar málsins. Á myndbandinu sést hluti þeirra slagsmála sem hér er fjallað um. Um er að ræða þrjú nokkurn vegin aðskilin slagsmál: I) Árás á Svein Gunnar Jónasson, II) árás á Kristin Rúnar Magnússon og III) árás á Kristin Ólaf Kristinsson. I) Arás á Svein Gunnar Jónasson. {...1 IM) Árás á Kristin Rúnar Magnússon. Á myndbandi því sem liggur frammi í málinu sést hvar Kristinn Rúnar slær í tvígang til Sigurjóns Sigurgeirssonar með flösku í hendinni og hvar Sveinn 1093 Gunnar slær Kristin Rúnar síðan í andlitið með krepptum hnefa. Sést síðan hvar Kristinn Rúnar fellur aftur fyrir sig. Síðan sést hvar hann liggur í götunni og menn eru á hlaupum þar í kring. Meðal annarra sjást þar ákærðu Sveinn Gunnar og Sigurjón á hlaupum. Ákærði Sveinn Gunnar gaf skýrslu hjá lögreglu 27. september 1998 varðandi þetta sakarefni meðal annars. Hann kvaðst muna, að eftir árásina á sig hafi verið eins og allir hafi ráðist gegn öllum. Hann hafi tekið einhvern strák þarna og hent honum eitthvað til. Einnig kvaðst hann halda að hann hafi slegið einhvern stóran snoðklipptan strák sem þarna var. Kveðst hann halda að það sé sá sami og byrj- aði að setja út á bolinn hans Egils. Það næsta sem hann sá var að strákurinn sem hann sló lá í götunni rotaður. Veit hann þó ekki hvort það var vegna höggsins eða af öðrum orsökum. Síðan sá hann að einhver af þessum strákum var að slá Óla. Hafi hann gripið þennan strák og hent honum burtu. Síðan hafi hann hlaupið í burtu í átt að torginu. Áður hafi hann heyrt að sjúkrabíllinn væri að koma. Hafi hann þá verið orðinn mjög hræddur og sér liðið illa, bæði vegna högganna sem hann hlaut og einnig út af stráknum sem lá rotaður í götunni. Taldi hann að hann hefði ekki sparkað í þann sem hann hafði slegið niður og sá engan sparka í hann. Sveinn gaf skýrslu hjá lögreglu á ný 7. október 1998, en þá hafði hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna meintrar aðildar hans að slagsmálum þeim sem hér er fjallað um. Hann var þá spurður hvers vegna hann hafi slegið Kristin Rúnar og kvaðst hann hafa séð að Kristinn Rúnar hafi slegið til Grjóna með flösku og því hafi hann slegið hann. Honum var sagt að nokkur vitni hafi borið að maður sem svari til lýsingar á honum hafi sparkað ítrekað í höfuðið á Kristni Rúnari þar sem hann lá í götunni eftir umrætt högg. Kvaðst hann hafa sparkað tvisvar í hann en ekki oftar, annað fór í hausinn, hitt gæti hafa lent þar líka Sigurjón Sigurgeirsson gaf skýrslu hjá lögreglu 27. september 1998. Hann kvaðst hafa verið staddur í miðbæ Reykjavíkur síðastliðna nótt. Hann hafi verið þar ásamt nokkrum félögum sínum. Með honum hafi verið þeir Pétur Þór Guð- jónsson, Svenni, Ólafur Gunnþór Höskuldsson og Steini. Hafi leiðir skilið er liðið hafi á nóttina en þeir félagar mælt sér mót hjá veitingastaðnum Subway í Austurstræti. Hafi hann fyrst hitt Kristin Rúnar beint fyrir framan útidyrahurð veitingastaðarins. Hann hafi aldrei séð þann mann áður og þekkti hann ekkert. Hafi félagi hans Pétur Þór farið að gantast með að þessi maður minnti hann á annan félaga Sigurjóns sem kallaður væri Elli og segist Sigurjón hafa farið að kalla hann Ella í gamni. Hafi Kristinn Rúnar brugðist ókvæða við og verið með einhverja tilburði sem ekkert hafi þó orðið úr. Minnti Sigurjón að Kristinn Rúnar og Svenni hafi einnig eitthvað verið búnir að deila. Kvaðst hann ekki muna greinilega hvað gerðist eftir þetta, annað en það að hann hafi verið að ræða við mann er hann sá að Svenni stóð álengdar og hélt 1094 fyrir andlit sitt. Hafi hann rokið til og gengið að Svenna og í millitíðinni afhent einhverjum jakkann sinn sem sé hvítur jakkafatajakki. Kvaðst hann hafa spurt hvað hafi eiginlega gerst og hafi hann verið orðinn reiður. Hafi hann síðan rokið að manni sem hann hafi verið að deila við áður og tekið hann kverkataki. Það næsta sem hann vissi var að Kristinn Rúnar lá í götunni. Kvaðst hann ekki hafa séð hver hafi slegið og sparkað í Kristin Rúnar, hafi nokkur fjöldi fólks verið þarna og þetta litið út eins og allsherjarslagsmál sem hafi tekið fljótt af. Hafi hann heyrt síðar að Svenni hafi slegið Kristin Rúnar í andlitið með þeim afleið- ingum að sá féll í götuna. Einnig hafi hann heyrt að Svenni hafi sparkað í Kristin Rúnar a.m.k. tvisvar í höfuðið. Hann neitaði því alfarið að hafa slegist við Kristin Rúnar eða að hafa sparkað í eða til hans. Hann staðfesti þetta í skýrslu sem tekin var af honum 2. október 1998 og neitaði því alfarið að hafa nokkurn tíma sparkað í höfuð Kristins Rúnars. Þann 28. september 1998 krafðist lögreglustjórinn í Reykjavík gæsluvarð- halds yfir þeim Sigurjóni Sigurgeirssyni og Sveini Gunnari Jónassyni. Var Sig- urjón úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. október 1998 og Sveinn Gunnar til 19. október 1998. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur var gæsluvarðhald síðan framlengt vegna Sigurjóns til 30. október 1998 og vegna Sveins Gunnars til 15. desember 1998. Með dómi Hæstaréttar 23. október 1998 var úrskurður varðandi Svein Gunnar felldur úr gildi og í framhaldi hans voru þeir báðir, Sveinn Gunnar og Sigurjón, leystir úr gæsluvarðhaldi. Í vottorði Garðars Guðmundssonar læknis til lögreglunnar í Reykjavík dags. 28. september 1998 segir að Kristinn Rúnar hafi komið á slysadeild sjúkrahúss Reykjavíkur í neyðarbíl. Við skoðun sé hann meðvitundarlaus og með áverka- merki á höfði. Bólgu og mar á höfði hægra megin ofan og aftan við eyrað, mar- blett og bólgu bak við vinstra eyra og glóðarauga hægra megin. Væg áfengis- lykt úr vitum og æla í kringum vit. Hafi rannsóknir sýnt sprungu í hauskúpu hægra megin, staðsetta undir ytra áverkasvæðinu. Blóðslikju inni í höfuðkúpu á yfirborði heilans og grunur um heilamar á afmörkuðu svæði vinstra megin. Blóð í kinn og ennisholum og grunur um nefbrot. Minniháttar vökvasafn í brjóstholi hægra megin. Í vottorði sama læknis dags. 8. október 1998 segir að ástand Krist- ins Rúnars einkennist af verulegu minnisleysi, skapgerðarbreytingum og þrá- hyggjukenndu atferli. Sýni nýjar myndatökur af heilanum greinileg merki um skaða á ennislöppum báðum megin, þó meira vinstra megin. Sé líklegt að Guðný Daníelsdóttir, læknir á Grensásdeild, geti eftir 3-6 mánuði tjáð sig um þá var- anlegu heilaskaða, sem til staðar geti verið en út frá þeim staðreyndum sem fyrir liggi sé líklegt að einhver varanlegur skaði hafi átt sér stað. Samkvæmt læknisvottorði Guðnýjar Daníelsdóttur, sérfræðings í orku- og endurhæfingarlækningum, 27. október 1998 þá segir að Kristinn Rúnar hafi 1095 hlotið heilamar og heilablæðingu framan til í heila, sprungu í hvirfilbein hægra megin og nefbrot. Hann hafi verið tekin inn á Grensásdeild til mats og áfram- haldandi meðferðar þann 12. október 1998 en hann hafi eirt illa og ekki haft innsæi í eigið sjúkdómsástand þannig að hann hafi verið útskrifaður 21. október 1998. Hafi verið lagt til að hann tæki sér frí frá námi og störfum og kæmi í end- urmat á Grensásdeild í byrjun næsta árs. Vísað var í meðfylgjandi niðurstöður prófana og kemur fram í vottorði Sigríðar Bjarnadóttur iðjuþjálfa að Kristinn geti ekki farið strax að vinna á hinum almenna vinnumarkaði. Hann geti ekki farið eftir flóknum fyrirmælum. Hann skilji þau ekki og geti þess vegna ekki framkvæmt þau. Ef vandamál komi upp í daglegu lífi Kristins sé erfitt að segja til um hvernig hann bregðist við vegna skerts sveigjanleika, færni til rökhugs- unar, sjálfsgagnrýni og spennu. Hann eigi í miklum erfiðleikum með skilning á skrifuðu og mæltu máli. Einnig beri nokkuð á minnistruflunum. Ekki hafi verið hægt að vinna að markvissri þjálfun með Kristni vegna þess að hann telji sig vera orðinn frískan. Dr. María K. Jónsdóttir gerði mat á Kristni og í vottorði hennar 24. október 1998 kemur fram að enn sé of snemmt að segja til um hvaða bata Kristinn muni endanlega ná en ljóst sé að eins og stendur sé fötlun hans talsvert mikil. Í vottorði Guðnýjar Daníelsdóttur 25. maí 1999 kemur fram í samantekt að Kristinn hafi í september 1998 hlotið framheilaskaða. Þessi skaði skilji eftir ummerki á heilaskanni og í heilariti. Hann hafi minnistruflanir, dómgreind, inn- sæi og sjálfsgagnrýni sé skert. Skaphöfn hans sé breytt, hann sé skapminni, eða tilfinningalega flatari en áður. Hann hafi lyktartap og svefntruflanir. Líkamlegt úthald sé skert. Allt séu þetta fylgifiskar heilaskaða. Svo segir að nú séu um það bil 8 mánuðir liðnir frá slysinu og að svo stöddu sé ekki unnt að segja fyrir um endanlegan bata. Þó Kristinn eigi eftir að taka framförum sé ljóst að hann sitji uppi með fötlun sem setji honum skorður varðandi valkost í námi, leik og starfi og rýri lífsgæði hans. Verða nú raktir framburðir ákærðu og vitna fyrir dómi varðandi þetta sak- arefni. Ákærði Sveinn Gunnar kvað ástæðu þess að hann sló Kristin Rúnar niður hafi verið sú að hann réðst að Grjóna með bjórflösku. Hann kvaðst ekki muna að hafa sparkað í hann eða að hafa séð þegar Kristinn Rúnar fellur í götuna. Varðandi viðurkenningu hans hjá lögreglu þegar skýrsla var tekin af honum á Litla-Hrauni um að hann hafi sparkað tvisvar í Kristin Rúnar eftir að hann sló hann, þá kveður hann lögregluna hafa sagt sér að það sæist á myndbandinu að hann hefði gert það. Þess vegna hafi hann talið réttast að viðurkenna það þótt hann myndi það alls ekki. Ákærði Sigurjón Sigurgeirsson minnist þess ekki að hafa lent í einhverjum átökum við Kristin Rúnar umrædda nótt, hins vegar hafi þeir átt í einhverjum 1096 ryskingum. Þetta hafi allt byrjað með því að þeir strákarnir fóru niður í bæ til að skemmta sér en þeir hafi verið að koma úr veislu frá vini þeirra. Þeir hafi hitt þessa stráka sem þeir þekktu ekkert hjá Subway. Allt hafi byrjað á því að af hálfu Kristins Rúnars hafi verið verið að „veiða bögg“ eða bara, búa til slags- mál. Hann hafi byrjað að ýta við sér og hafi hann þá eiginlega bakkað úr þessu. Hafi einhver vinur Kristins Rúnars ætlað að stökkva upp á bak hans, en Svenni hafi tekið í þann, ýtt honum frá eða eitthvað. Árásina á Svein Gunnar kvaðst hann ekki hafa séð. Hann hafi verið hinum megin við götuna þegar það var að rífast við Krumma, þeir hafi verið í einhverjum ryskingum, en það hafi ekki verið nein slagsmál, ekki handalögmál, þeir aðeins verið að ýta hvor við öðrum og eitthvað svona. Síðan hafi hann séð Svein Gunnar alblóðugan í framan upp við Búnaðarbankavegginn, að því er hann minnti. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið úr jakkanum kvað hann allt hafa virst vera á leiðinni í áflog og hann viljað vera tilbúinn. Hann kvaðst ekki hafa orðið reiður þegar hann sá Svein Gunnar, en ekki hafi hann verið sáttur við þetta. Hann kvaðst ekki hafa séð þegar Kristinn Rúnar var kýldur, því þetta hafi farið allt í logandi slagsmál. Hann hafi svo séð að Kristinn Rúnar lá í götunni og síðan voru bara allir á brott og hafi þeir farið á Ingólfstorg. Hann kvaðst ekki kannast við að hafa sparkað í áttina eða í Kristin Rúnar. Ástæðu þess að hann hafi misst af sér annan skóinn kvað hann vera þá að þeir hafi verið lausir og hélt hann að stigið hafi verið á hæla hans. Hann kvaðst hafa hvatt vini sína til að vera tilbúna þar sem þessir strákar hafi verið til alls vísir. Kristinn Rúnar Magnússon gaf skýrslu fyrir dómi og kvaðst ekkert muna frá því sem átti sér stað umrædda nótt. Sérstaklega aðspurður kvaðst hann sérstak- lega finna fyrir því að minni hans væri ekki eins gott og það hafi verið eftir árás- ina og hann gleymi hlutum frekar nú en áður. Hann neitaði því að hafa sagt læknum að hann væri albata, hann hafi bara sagt allt til að losna við þau. Hann kvaðst geta unnið fullan vinnudag. Hann hafi fundið fyrir ofþreytu þegar hann byrjaði. Hann kvaðst alltaf hafa verið hraustur áður en slysið varð. Ástæðu þess að honum gekk ekki vel í skóla áður kvað hann vera þá að hann hafi mætt illa. Lyktarskyn hans hafi að mestu horfið við slysið. Vitnið Örn Óskar Guðjónsson kom fyrir dóminn og gaf skýrslu og kvað það vera misskilning að hann hafi sagt við Svein Gunnar að hann, vitnið, hafi slegið og sparkað í Kristin Rúnar þar sem hann lá. Vitnið Gunnar Már Ólafsson kom fyrir dóminn og kvaðst hafa orðið vitni að því að dökkhærður, þrekinn maður hafi sparkað í höfuð á liggjandi manni. Kannaðist hann við hann því hann hafði einhvern tíma áður ráðist á vin hans. Hann mundi ekki hvernig hann var klæddur. Hafi sparkið lent hægra megin á höfði Kristins Rúnars. Hann sá ekki hvort höfuðið kastaðist til, en ekki hefði hann viljað pa högg á sig. Aðspurður vegna skýrslu hans hjá lögreglu 27. 1097 september 1998 kvaðst hann nú muna að þetta hafi verið maður í hvítum jakka- fötum sem kallaður var Grjóni sem hafi sparkað. Hann sá ekki hvort einhver annar sparkaði hann hafi verið að fylgjast með öðru. Telur hæpið að honum skjátlist. Gísli Guðmundsson kvaðst hafa séð átök umrædda nótt. Hann hafi séð hóp af strákum sem tókust á og einn datt í jörðina og svo sá hann þegar einhverjir spörkuðu í hann. Sýndist honum Grjóni vera einn af þeim. Ekki viss en telur sig vita að hann átti stóran þátt í þessu, hann hafi verið fljótur að forða sér og hljóti einhver ástæða að vera fyrir því. Ekki mundi hann fullkomlega að þetta hefði verið hann sem sparkaði en honum sýndist það. Vitnið bar hjá lögreglu á vett- vangi þann 27. september 1998 að hann hefði séð mann í hvítum jakkafötum sparka í lappirnar á Kristni Rúnari og hafi hann fallið við það og skollið í göt- una. Síðan hafi hann séð einhvern sparka tvisvar í höfuð hans og taldi það vera manninn í hvítu jakkafötunum, sem hann kannaðist við og héti Grjóni, hann gaf síðan skýrslu hjá lögreglu daginn eftir og þá bar hann öðruvísi. Hann gaf síðan skýrslu hjá lögreglu 1. október 1998 og kvað ástæðu þessa misræmis vera þá að hann hafi verið undir áhrifum áfengis þessa nótt. Hann taldi að Grjóni hafi sparkað í einhvern liggjandi mann en gat ekki fullyrt neitt um hver það var. Vitnið kvaðst ekki muna eftir öðrum slagsmálum en þessum. Hann taldi sér- staklega aðspurður að hann hafi ekki verið í neyslu fíkniefna á þessum tíma, en þó geti það verið, allavega var hann töluvert ölvaður. Vitnið Þór Ólafsson gaf skýrslu fyrir dómi og kvað Svein Gunnar hafa kýlt Kristin Rúnar og við það hafi Kristinn Rúnar dottið í götuna. Hann hafi hins vegar ekki séð neinn sparka í Kristin Rúnar liggjandi, enda hafi hann snúið baki, þegar Kristinn Rúnar datt í götuna. Vitnið Ásgeir Bragason kvaðst hafa verið að koma af kaffihúsi og verið að keyra Austurstrætið. Þá hafi hann og vinnufélagi hans orðið vitni að því að verið var að misþyrma manni illilega. Hann hafi legið í götunni rotaður og einn aðili að sparka í hausinn á honum. Þá hafi þeir hringt á lögregluna. Ekki gat hann lýst þeim aðila en hann hafi verið dökkur yfirlitum. Allavega hafi hann sparkað tvisvar. Eftir það hafi hann hlaupið yfir götuna og ráðist á annan aðila, minnti hann. Í lögregluskýrslu 29. september 1998 kvað hann þann sem sparkaði hafa verið dökkhærður í hvítum eða ljósum buxum, og síðan hafi annar maður komið að þessum sem lá í götunni og veitt honum spark í höfuðið. Mundi hann ekki hvernig sá var klæddur. Þegar hann skoðaði myndbandið kvað hann þann sem sparkaði vera þann sem var í hvítum buxum og blárri skyrtu. Tveir menn hafi sparkað, hann hafi horft á það. Annar þeirra hafi verið í hvítum buxum og dökk- hærður. Vitnið Olgeir Olgeirsson kvaðst hafa séð árás á einhvern mann, barsmíðar og spörk og læti í þeim einstaklingi sem fallinn var í jörðina. Tveir menn hafi 1098 komið hlaupandi að honum og sparkað í hann, sá fyrri hafi meðal annars sparkað í höfuð hans. Vitnið kvaðst ekki hafa séð hvar spark þess sem síðar sparkaði lenti. Mikill fjöldi manns hafi verið þarna í kring og mikil læti. Treysti hann sér ekki til að lýsa þeim sem spörkuðu. Síðan hafi átök haldið áfram hinum megin við götuna og þar hafi annar þeirra sem sparkaði í þann sem lá verið. Treystir sér ekki til að benda á einn eða neinn af myndbandinu. Vitnið Brynja Hjaltalín kvaðst lítið muna. Hún man þegar Kristinn Rúnar féll í götuna og síðan hafi strákur sparkað í höfuð hans, tveir strákar minnir hana. Annar var í hvítum fötum minnir hana, en hinn í dökkum fötum, annars man hún það ekki. Vitninu var sýnt myndbandið en hún áttaði sig ekki á því hverjir spörkuðu í Kristin Rúnar. Minnir að það hafi verið þessi Sveinn og strákurinn í hvítu fötunum. Garðar Guðmundsson læknir kom fyrir dóminn. Hann kvað heilamar geta orsakast af því að maður skellur aftur fyrir sig. Taldi hann að aðalorsakavaldur- inn hafi verið að Kristinn Rúnar fékk högg beint í andlitið og skall aftur fyrir sig. Taldi hann ytri merki um spark vinstra megin. Fannst lækninum ólíklegt að áverkar Kristins Rúnars gætu stafað af spörkum einum saman. Guðný Daníelsdóttir endurhæfingarlæknir kom fyrir dóminn og kvað sér finnast. það ekki fjarri lagi að möguleiki væri á því að eitthvað af þeim áverkum á heilanum hafi orsakast af spörkum, svo hafi hann skollið líka í götuna og fengið þungt högg. Hún staðfesti að hún hefði allar sínar upplýsingar um heilsu Kristins Rúnars fyrir slysið frá aðstandendum hans. Aðspurð um hvort hún teldi að Kristinn Rúnar hefði hlotið stórfellt líkams- og heilsutjón kvað hún að and- lega og félagslega teldi hún hann mun verr settan eftir slysið og að hann sitji uppi með merkjanleg einkenni sem komi fram á þar til gerðum prófum. María Jónsdóttir taugasálfræðingur kom fyrir dóminn. Hún kvaðst hafa hitt Kristin síðast í júní og taldi hún hann vera með mikla skerðingu þar sem fram- tíðarmöguleikar hans væru allt aðrir nú en fyrir slysið. Vitnið Sævar Ingi Jónsson kom fyrir dóminn. Hann var spurður út í þær full- yrðingar Sveins Gunnars að hann hafi aldrei játað það í rauninni að hafa sparkað í Kristin Rúnar, hann hafi ekki munað. eftir því að hafa. gert það, þar sem hann lá í götunni. Hafi vitnið tjáð honum, áður en hann fór í héraðsdóm, vegna fyr- irtöku gæsluvarðhaldsúrskurðar, að það væri til staðar myndband þar sem það sæist því miður þar sem hann veitti Kristni þungt högg þannig að hann félli í götuna og síðast sæist hann sparka tvisvar í hann, í höfuð hans þá væntanlega. Vitnið kvaðst ekki muna tímaröðina á þessu en muna eftir. að hann játaði að hafa slegið hann og sparkað í hann. Hann kvaðst ekki geta fullyrt um tímaröðina, það er hvort hann hafi verið búinn að tilkynna Sveini Gunnari um umrætt myndband á þessum tíma en það gæti verið. Kvað hann það viðtekna venju að í skýrslutökum væri reynt að fá 1099 sjálfstæðan framburð og síðan væri borinn undir viðkomandi framburður vitna og annað. Kvaðst hann ekki leggja mönnum orð í munn. Vitnið Sváfnir Hermannsson gaf skýrslu fyrir dómi. Honum var sýnt mynd- bandið. Hann kvaðst hafa verið þarna á ferð og séð mann skella í götuna og verða fyrir miklu höfuðhöggi. Hafi honum greinilega verið hent í götuna. Síðan hafi komið maður aðvífandi að honum og sparkað illþyrmilega í hann, svo honum hafi ofboðið. Hafi hann sparkað í skrokkinn og örugglega í höfuðið líka því það danglaði til. Hafi hann sparkað nokkrum sinnum í manninn og síðan horfið á braut. Ekki kvaðst hann hafa séð annan mann og reyna að sparka. Um klæðaburð þess sem sparkaði kvaðst vitnið minna að hann hafi verið í dökkri treyju með röndum að framan. Hann hafi verið frekar grannur. Aðspurður kvað vitnið þennan sem sparkaði hafa staðið við þann sem hann sparkaði í og hafi þeir verið þar tveir einir. Síðan hafi safnast fólk þarna saman og þá hafi honum brugðið. Um aðdragandann kvað hann hafa blossað upp einhver læti þarna. Svo er það það næsta sem hann hafi séð að maðurinn fellur í götuna með miklum dynk og síðan hafi þessi spörk átt sér stað. Eftir að vitnið skoðaði myndbandið kvaðst hann halda að atburðir þeir sem hann lýsti hafi gerst áður en það sem sést á myndbandinu. Hann sá ekki þann sem sparkaði á myndbandinu. Katrín Jónsdóttir gaf skýrslu fyrir dómi og var henni sýnt myndband af atburðunum. Hún kvaðst hafa heyrt þegar Kristinn Rúnar féll í götuna og þá farið að fylgjast með því sem var að gerast. Hafi maðurinn virst vera meðvit- undarlaus, eftir að hann féll í götuna, og einn maður hafi verið þarna og sparkað í höfuðið á honum ítrekað og síðan hlaupið í burtu eftir það. Hafi hún farið upp að manninum og reynt að hlúa að honum eftir bestu getu. Varðandi lýsingu á þeim manni sem hún sá sparka í höfuð Kristins Rúnars, mundi hún eftir að hann var með hrokkið, dökkt, svona axlarsítt hár. Hann hafi verið í einhvers konar sporttreyju, síðerma. Ingvar Arnarson kom fyrir dóminn. Hann kvaðst hafa setið í tröppum í gömlu Antíkbúðinni, sem reyndar sé búið að rífa núna. Sá hann hvar einn úr þeim hóp sem var fyrir framan Subway datt út úr hópnum og skall í jörðina. Hafi það verið eins og hann hafi rotast, hann hafi ekkert hreyft sig. Þá hafi einn tekið sig til og gengið út úr fyrir hópinn og sparkað tvisvar í hausinn á honum. Hafi hann eiginlega legið þarna einn. Hann minnti að sá sem sparkaði hefði verið í striga- skóm og minnti í brúnum buxum. Sunna Áskelsdóttir kom fyrir dóminn og kvaðst hafa verið á staðnum þegar umræddur atburður átti sér stað. Kvaðst hún einna helst muna eftir að maður lá í götunni og annar maður kom og tók svona tilhlaup og sparkaði í hausinn á honum. Það eina sem hún mundi var að hausinn dinglaði. Hún mundi ekki 1100 hvernig maðurinn leit út sem sparkaði og ekki hvort hann sparkaði oftar en einu sinni. Ekkert rifjaðist upp hjá vitninu við að skoða myndbandið. Hildur Sif Lárusdóttir gaf skýrslu fyrir dómi. Hún kveðst hafa verið á staðnum þegar umræddir atburðir gerðust og hafa verið í för með Þór. Hafi hún hitt nokkra stráka sem hún þekkti, allir hafi verið undir áhrifum áfengis og eitt leitt af öðru. Áður en hún vissi af þá voru bara komin slagsmál. Enginn hafi í raun vitað hvað hafi gerst. Kvaðst hún halda að strákurinn sem lenti inn á spítala hafi byrjað að æsa sig upp við einhvern annan strák. Síðan hafi þau bara séð að sá var lagstur niður á Jörðina, hann hafi líklega rotast. Sýndist henni sem dökkklæddur strákur spark- aði í hann. Staðfesti vitnið að það sem hún hefði sagt hjá lögreglu hlyti að vera það sem hún hafi séð. Hafi sá sem sparkaði verið í dökkum buxum og skóm, og dökkum Jakka eða peysu og hana minnti að eitthvað hvítt hefði verið í peysunni. Hún kvaðst ekki muna hvort einhverjir fleiri hafi verið í kringum þennan sem lá og vera að reyna að sparka í hann, þetta hafi verið orðið algjört kaos, allir verið komnir út um allt þarna. Vitnið kvaðst ekki hafa verið undir áhrifum áfengis þarna. Eftir að hafa horft á myndbandið treysti hún sér ekki til að benda á þann sem sparkaði. II) Árás á Kristin Ólaf Kristinsson. {...1 Niðurstaða. I. {..1 11. Ákærðu, Sveinn Gunnar Jónasson og Sigurjón Sigurgeirsson, eru ákærðir fyrir árás á Kristin Rúnar Magnússon með því að ákærði Sveinn Gunnar sló hann í andlitið með krepptum hnefa svo hann skall aftur fyrir sig í götuna og missti meðvitund og spörkuðu þá ákærðu báðir í höfuð Kristins Rúnars þar sem hann lá, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, glóðarauga hægra megin, bólgu og mar á höfði hægra megin ofan og aftan við eyra og sprungu í hvirfilbeini þar undir, marblett og bólgu aftan við vinstra eyra og heilamar og heilablæðingu framan til í heila er hafði í för með sér framheilaskaða. Telur dómurinn sannað með framburði ákærða Sveins Gunnars, sem fær stoð í mynd- bandsupptöku af atburðinum og studdur er gögnum málsins að öðru leyti, að Sveinn Gunnar hafi slegið Kristin Rúnar hnefahögg í andlit. Á sama hátt telst sannað að Kristinn Rúnar féll aftur á bak og skall í götuna. Af gögnum málsins verður einnig ráðið að sparkað hafi verið í höfuð Kristins Rúnars eftir að hann 1101 féll í götuna, um það bera flest vitnin. Hins vegar er mjög á reiki hver eða hverjir hafi veitt honum þessi spörk og ber vitnum ekki saman um lýsingu á þeim sem spörkuðu. Verður að telja verulegan vafa leika á því hvort ákærðu spörkuðu í Kristin, en á myndbandsupptöku sjást þeir hlaupa þar sem hann liggur en ekki verður af myndinni séð að þeir hafi sparkað. Verða ákærðu að njóta þess vafa og með hliðsjón af 45. og 46. gr. um meðferð opinberra mála verður ekki talin fram komna næga sönnun til þess að þeir hafi sparkað í Kristin Rúnar. Verður ákærði Sveinn Gunnar því sýknaður af þessum hluta ákærunnar og ákærði Sig- urjón Sigurgeirsson sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu. Þegar litið er til læknisvottorða og dómsframburðar Garðars Guðmundssonar læknis þar sem segir að heilamar geti orsakast af því að maður skellur aftur fyrir sig, verður því ekki neitað að hinir alvarlegu áverkar sem lýst er hafi einkum stafað af falli Kristins Rúnars. Hins vegar þykir sannað að Kristinn Rúnar hafi fengið spörk í höfuðið eftir að hann skall í götuna og er því ekki útilokað að einhverjir þeirra áverka sem hann hlaut stafi að einhverju leyti vegna þeirra. Guðný Daníelsdóttir orku- og endurhæfingarlæknir taldi ekki fjarri lagi að tjón Kristins Rúnars mætti rekja til þess að hann hafi fengið spark. Af gögnum málsins þykir sannað að Sveinn Gunnar hafi slegið Kristin Rúnar í andlitið með krepptum hnefa, enda taldi hann vini sínum ógnað. Einnig þykja gögn málsins staðfesta að Kristinn Rúnar hefur hlotið stórfellt heilsutjón af þeirri árás sem hann varð fyrir umrædda nótt. Hins vegar þykir ekki sannað svo óyggjandi sé að afleiðingar þeirrar árásar sem hann varð fyrir megi eingöngu rekja til árásar ákærða Sveins Gunnars á hann og þykir því rétt að heimfæra verknað ákærða undir |. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt sakavottorði ákærða Sveins Gunnars þá hlaut hann þrjá dóma á árinu 1993 fyrir brot á 259., 155., 244. og 157. gr. almennra hegningarlaga og umferðarlagabrot. Þann 18. september 1996 gekkst hann undir sátt í Héraðsdómi Reykjavíkur með greiðslu sektar vegna brota á 1. mgr. 217. gr. almennra hegn- ingarlaga. Verður refsing hans ákveðin með hliðsjón af sakaferli ákærða og þykir hún hæfileg 2 mánaða fangelsi. Þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að 2 árum liðnum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Komi til afplánunar komi gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 28. september 1998 til 23. október 1998 til frá- dráttar refsingu. TI. Í...) Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Sigurjóns Sigurgeirssonar, Tómasar Jónssonar hæstaréttarlögmanns, að fjárhæð krónur 250.000 greiðist úr ríkissjóði. {...1 Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Sveins Gunnars Jónassonar, Omars 1102 Stefánssonar héraðsdómslögmanns, að fjárhæð kr. 250.000 greiðist að hálfu úr ríkissjóði en rétt þykir að Sveinn Gunnar greiði hann að hálfu. Annan sakar- kostnað sem kann að hafa hlotist af broti hans greiði hann að hálfu. {...1 Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari. Dómsorð: {...1 Ákærði Sigurjón Sigurgeirsson skal vera sýkn af öllum kröfum ákæru- valdsins. Sveinn Gunnar Jónasson sæti fangelsi í 2 mánuði. Skal fullnustu refs- ingarinnar frestað og falli hún niður að tveimur árum liðnum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Komi til afplánunar komi gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 28. september 1998 til 23. október 1998 til frádráttar refsingu. Í...) Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Sigurjóns Sigurgeirssonar, Tómasar Jónssonar hæstaréttarlögmanns, að fjárhæð krónur 250.000 greiðist úr ríkissjóði. |...) Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Sveins Gunnars Jónassonar, Ómars Stefánssonar héraðsdómslögmanns, að fjárhæð kr. 250.000 greið- ist að hálfu úr ríkissjóði en rétt þykir að Sveinn Gunnar greiði hann að hálfu. Annan sakarkostnað greiði hann að hálfu. {...1 1103 Fimmtudaginn 9. mars 2000. Nr. 443/1999. Rúnar Pálmarsson (Páll Arnór Pálsson hrl.) gegn Bjarka Þór Arnarsyni (Bjarni Þór Óskarsson hrl.) Líkamsárás. Miskabætur. Þjáningabætur. Áfrýjun. R var sakfelldur fyrir líkamsárás samkvæmt |. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa veitt B högg í andlitið með höfði sínu, en af því hlaut B þverbrot í miðjum rótum beggja framtanna í efri gómi. R undi ákvæði héraðsdóms um sakfellinguna, refsingu og sakarkostnað, en áfrýjaði niðurstöðu dómsins um einkaréttarkröfu B og krafðist þess að bætur hans vegna þjáninga, miska og lögmanns- kostnaðar yrðu lækkaðar verulega. Þótt í málinu nyti ekki við læknis- fræðilegra gagna um að B hefði talist veikur í skilningi Í. mgr. 3. gr. skaðabótalaga nr. $0/1993 var talið nægilega fram komið, að hann hefði mátt þola þjáningar svo að fullnægt væri skilyrðum 2. málsliðar Í. mgr. 3. gr. skaðabótalaga til að dæma honum þjáningabætur vegna samtals 23 daga, svo sem hann hefði verið veikur án þess að vera rúm- liggjandi. R þótti hafa gerst sekur um ólögmæta meingerð gegn per- sónu B með fólskulegri og tilefnislausri árás og væri þannig fullnægt skilyrðum 26. gr. skaðabótalaga til að dæma hann til greiðslu miska- bóta, sem ákveðnar voru með hliðsjón af dómvenju. Bætur til B vegna þjáninga og miska voru lækkaðar, en fallist á niðurstöðu héraðsdóm- ara um fjárhæð bóta vegna lögmannskostnaðar. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 2. nóvember 1999. Hann krefst þess að bætur, sem honum var gert með héraðsdómi að greiða stefnda, verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. 1104 I. Með hinum áfrýjaða dómi, sem gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur 25. maí 1999 í máli ákæruvaldsins gegn áfrýjanda, var hann sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa veitt stefnda högg í andlitið 22. febrúar 1997 með höfði sínu, en af því hlaut stefndi þverbrot í miðjum rótum beggja miðframtanna í efri gómi. Refsing ákærða var ákveðin 6 mánaða fang- elsi skilorðsbundið í 2 ár. Áfrýjanda var og gert að greiða stefnda 783.094 krónur í bætur með dráttarvöxtum frá uppsögu dómsins og 50.000 krónur vegna kostnaðar af því að halda fram bótakröfu. Áfrýjandi undi ákvæði héraðsdóms um sakfellingu, refsingu og sak- arkostnað, en áfrýjar nú niðurstöðu dómsins um einkaréttarkröfu stefnda samkvæmt 2. mgr. 173. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin- berra mála. II. Fyrir héraðsdómi krafðist stefndi annars vegar þjáningabóta sam- kvæmt 3. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 í 365 daga, svo sem hann hafi verið veikur þann tíma án þess að vera rúmliggjandi, 775,60 krónur fyrir hvern dag, eða alls 283.094 krónur. Hins vegar krafðist hann miskabóta samkvæmt 26. gr. sömu laga að fjárhæð 1.000.000 krónur. Þessu til viðbótar krafðist hann vaxta, svo og greiðslu á 107.175 krónum vegna þóknunar lögmanns. Krafa áfrýjanda lýtur einungis að fjárhæð bótanna. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. skaðabótalaga, eins og þau hljóðuðu þegar atvik málsins gerðust, getur tjónþoli krafist bóta fyrir þjáningar vegna líkamstjóns á tímabilinu frá því að tjónið varð og þar til ekki er að vænta frekari bata. Því skilyrði verður jafnframt að vera fullnægt að tjónþoli hafi verið veikur á umræddu tímaskeiði. Um það verður að taka mið af læknisfræðilegu mati á líkamlegu ástandi tjónþola, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar í dómasafni 1998, bls. 1976. Frá þessum áskilnaði má þó víkja eftir 2. málslið 1. mgr. 3. gr. laganna ef sérstak- lega stendur á og dæma tjónþola þjáningabætur þótt hann hafi ekki verið veikur í þeim skilningi, sem hér um ræðir. Í málinu nýtur ekki við læknisfræðilegra gagna um að stefndi geti hafa talist veikur í skilningi 1. mgr. 3. gr. skaðabótalaga í kjölfar árásar áfrýjanda. Hins vegar er nægilega fram komið að stefndi hafi mátt þola nokkrar þjáningar af meiðslum sínum, auk þess sem hann var á tíma- 1105 bilinu 24. til 28. febrúar 1997 frá vinnu vegna áverka, sem hann hlaut við árásina. Þá liggur fyrir að hann þurfti að vera án framtanna Í viku eftir atburðinn, svo og á síðari stigum í tvær vikur eftir ígræðslu tann- planta. Því til viðbótar bar tannlæknir, sem stefndi leitaði til, að gervi- tennur, sem var komið fyrir í stefnda til bráðabirgða, hafi tvívegis losnað til mikilla óþæginda fyrir hann og þurft hafi að festa þær á ný. Verður litið svo á að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 1. mgr. 3. gr. skaðabótalaga til að dæma stefnda þjáningabætur vegna samtals 23 daga, svo sem hann hefði verið veikur án þess að vera rúmliggjandi. Samkvæmt kröfugerð stefnda, sem hefur ekki sætt andmælum að þessu leyti, nema þjáningabætur fyrir það tímabil 17.839 krónum. Eins og málið liggur fyrir hefur stefndi ekki leitað eftir mati á því hvort hann hafi hlotið varanlegan miska samkvæmt 4. gr. skaðabóta- laga af áverkunum, sem áfrýjandi veitti honum. Getur því ekki komið til álita að dæma honum miskabætur vegna líkamlegra afleiðinga þessa atviks. Til þess verður hins vegar að líta að áfrýjandi réðst fólskulega og að tilefnislausu á stefnda, sem sinnti þegar atvikið gerðist starfi sem dyravörður á veitingahúsi. Gerðist áfrýjandi með þessu sekur um ólög- mæta meingerð gegn persónu stefnda. Er þannig fullnægt skilyrðum 26. gr. skaðabótalaga til að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda miska- bætur, sem með hliðsjón af dómvenju þykja hæfilega ákveðnar 200.000 krónur. Engin efni eru til að verða við kröfu áfrýjanda um lækkun bóta með vísan til ákvæðis 24. gr. skaðabótalaga. Með hinum áfrýjaða dómi var áfrýjanda sem áður segir gert að bæta stefnda kostnað af aðstoð lögmanns vegna málsins með 50.000 krónum. Með hliðsjón af því, sem liggur fyrir í málinu um vinnufram- lag lögmanns, er þeirri fjárhæð í hóf stillt. Samkvæmt framansögðu verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda alls 267.839 krónur með vöxtum eins og í dómsorði greinir. Þá verður áfrýjandi og dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti, svo sem segir í dómsorði. 1106 Dómsorð: Áfrýjandi, Rúnar Pálmarsson, greiði stefnda, Bjarka Þór Arn- arsyni, 267.839 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 25. maí 1999 til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefnda 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. maí 1999. Mál þetta sem dómtekið var 3. maí 1999 er höfðað samkvæmt ákæru útgef- inni af ríkissaksóknara 2. mars 1999 á hendur ákærða, Rúnari Pálmarssyni, kennitala 170179-3319, Leirutanga 10, Mosfellsbæ. fyrir líkamsárás með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 22. febrúar 1997 í anddyri veitingastaðarins Feita dvergsins, Höfðabakka 1, Reykjavík, veitt Bjarka Þór Arnarsyni, kennitala 071078-5589, högg í andlitið með höfði sínu með þeim afleiðingum að Bjarki Þór hlaut þverbrot í miðjum rótum beggja miðframtanna í efri gómi og fjarlægja Þurfti tennurnar, bæði krónu- og rótarhluta þeirra. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sak- arkostnaðar. Af hálfu Bjarka Þórs Arnarsonar er krafist þjáninga- og miskabóta auk vaxta, lögmannsþóknunar og virðisaukaskatts, samtals að fjárhæð krónur 1.439.155. Af hálfu ákærða er þess krafist að hann verði alfarið sýknaður af kröfum ákæruvaldsins en til vara að honum verði dæmd vægasta refsing sem lög leyfa. Þess er krafist að bótakröfu verði vísað frá dómi. Loks er krafist málsvarnar- launa samkvæmt málskostnaðarreikningi. Málavextir og sönnunargögn. Laugardaginn 22. febrúar 1997 kl. 02.11 var lögregla boðuð að veitinga- staðnum Feita dvergnum, Höfðabakka 1, þar sem ölvaður maður hafði skallað dyravörð, Bjarka Þór Arnarson, í andlitið með þeim afleiðingum að framtennur höfðu losnað. Maðurinn hafði farið í burtu án þess að til hans næðist. Honum var lýst sem skolhærðum, 180 cm á hæð, u.þ.b. tvítugum og í svörtum jakka. Þriðjudaginn 25. febrúar kom Bjarki Þór í rannsóknadeild lögreglunnar til að kæra ofangreinda líkamsárás. Hann kvaðst vera dyravörður á veitingahúsinu Feita dvergnum að Höfðabakka 1. Hann kvað strák hafa komið að dyrum veit- ingastaðarins, hafi hann verið í rifnum bol og einnig eitthvað blóðugur á höndum. Hann kveðst hafa spurt hann um skilríki og hafi hann sýnt nafnskír- teini. Hann kvað hafa staðið á nafnskírteini mannsins að hann væri fæddur árið 1107 1976. Þrátt fyrir að aldur virtist vera í lagi hafi hann ekki viljað hleypa honum inn vegna þess hve blóðugur hann var. Hafi maðurinn samt reynt að komast inn í húsið og verið þá vísað út. Í þessum svifum hafi maðurinn snúið sér við og skallað hann í andlitið og síðan hlaupið í burtu. Hann kvaðst myndu þekkja hann aftur ef hann sæi hann. Hinn 13. apríl 1997 kvaddi kærandi, Bjarki Þór, lögreglu að Fógetanum í Aðalstræti. Kvað hann mann þann, sem skallað hefði sig í andlitið 21. febrúar sama ár, vera þarna inni á staðnum og benti hann lögreglunni á hann. Kvaðst hann ekki vera í neinum vafa um að þetta væri maðurinn. Lögreglan hafði tal af meintum aðila sem er ákærði í máli þessu. Hann sagði á sér heimildir og framvísaði persónuskilríkjum því til sönnunar og kom þá í ljós að hann var fæddur árið 1979. Hann kvaðst ekkert kannast við þetta líkamsárásarmál og var látinn laus að svo búnu. Hinn 7. apríl 1998 kom kærandi, Bjarki Þór, enn til lögreglu að eigin frum- kvæði vegna sama máls og kvaðst vilja upplýsa það að vinnufélagi hans hjá Húsa- smiðjunni, Bjarni Ingvar Halldórsson, sem nú starfaði hjá Húsasmiðjunni í Kefla- vík, hefði sagt sér frá því, án þess að vita að hann ætti hlut að máli, að kunningi Bjarna, sem héti Rúnar og ætti heima í Mosfellsbæ í Langa- eða Arnartanga, hefði sagt sér frá því að í febrúar sl. ár hefði hann skallað dyravörð á Feita dvergnum og hefði sloppið alveg með það. Nokkru síðar kvaðst kærandi hafa verið á ferð með Bjarna og þeir hafi hitt þennan Rúnar. Kvaðst hann þá hafa kannast við manninn sem árásarmanninn og hafa spurt Bjarna um deili á honum. Hafi Bjarni þá sagt að þetta væri Rúnar sá sem hann hefði sagt honum frá. Ákærði var kallaður fyrir hjá lögreglu 5. maí 1997, kvaðst hann ekkert kann- ast við þessa líkamsárás og aldrei hafa stigið fæti inn á veitingastaðinn Feita dverginn. Hann var aftur kallaður fyrir hjá rannsóknarlögreglu 26. maí 1998. Hann kvaðst þá aðspurður hafa farið á þorrablót hjá Vatnsveitu Reykjavíkur, sem haldið hafði verið í félagsheimili Vatnsveitunnar í Heiðmörk, og muni þetta hafa verið í febrúar 1997. Eftir að þorrablótinu lauk kvaðst hann hafa farið með rútubifreið ásamt fleira fólki. Bifreiðin hafi fyrst farið niður í miðbæ Reykja- víkur en hann og nokkrir aðrir hafi farið úr henni skammt frá Feita dvergnum. Hann kvaðst síðan hafa gengið upp á Vesturlandsveg og farið þaðan á puttanum heim. Hann kvaðst hafa lent í áflogum í félagsheimilinu á þorrablótinu. Hann kvaðst hafa verið í svörtum stutterma bol sem hefði rifnað og sá sem hann lenti í átökum við hafi fengið blóðnasir og því hafi verið blóð á bolnum. Hann kann- aðist ekki við að hafa sagt Bjarna Ingvari Halldórssyni það sem kærandi hafði eftir honum. Hinn 4. desember 1998 var ákærði enn kallaður fyrir hjá lögreglu og var honum þá kynnt niðurstaða myndsakbendingar og framkomin bótakrafa kær- anda. Hann hafnaði bótakröfu og ítrekaði sakleysi sitt. 1108 Hinn 12. maí 1998 var Baldur Brjánsson, eigandi veitingastaðarins Feita dvergsins, yfirheyrður af lögreglu. Hann kvaðst hafa komið að þar sem Bjarki Þór hafði mann í tökum í anddyrinu og hafði maðurinn beðið Bjarka um að láta sig lausan og sagst myndi fara út með góðu. Hafi Bjarki þá losað tökin á mann- inum en um leið og hann var laus hafi maðurinn skallað Bjarka í andlitið og síðan farið út úr húsinu. Þegar ljóst varð að tvær framtennur í efri góm Bjarka voru lausar og að málið var alvarlegt hafi þeir leitað að manninum fyrir utan veitingastaðinn en ekki séð hann. Beðinn um að lýsa árásarmanninum kvað hann hann vera háan og grannan, stuttklipptan og líklega dökkhærður. Hann kvaðst ekki muna hvernig maðurinn var klæddur en taldi að hann myndi þekkja hann aftur. Hinn 14. sama mánaðar var Bjarni Ingvar Halldórsson yfirheyrður hjá lög- reglu. Var honum kynntur framburður Bjarka Þórs um samtal þeirra. Hann kvaðst hafa unnið með Bjarka í Húsasmiðjunni í Reykjavík. Kvaðst hann hafa verið að tala við hann um falskar tennur, sem Bjarki var með í efri góm, og hafa spurt hvernig hann hefði misst tennurnar. Hann hafi þá sagt sér að hann hefði verið að vinna á Feita dvergnum sem dyravörður og lent í átökum þar. Hafi hann sagt sér að strákur, sem héti Rúnar, hefði veitt sér þessa áverka en sá strákur ætti heima í Mosfellsbæ. Hafði hann þá spurt Bjarka nánar út í þetta þar sem hann kannaðist við strák sem héti Rúnar og byggi í Mosfellsbæ. Kvað hann Rúnar hafa komið á vinnustað þeirra nokkrum dögum síðar og hafi Bjarki þá spurt hann hver þetta hefði verið. Hann hafi sagt honum að þetta væri Rúnar kunningi hans sem byggi í Mosfellsbæ. Hafi Bjarki þá nefnt að þetta gæti verið árásarmaðurinn. Bjarki hafi síðan talað nokkrum sinnum við hann um að Rúnar gæti verið sá sem ráðist hefði á hann. Hann upplýsti að umrætt kvöld hefði hann verið ásamt Rúnari og fleira fólki á þorrablóti í húsnæði Vatnsveitunnar í Reykjavík í Heiðmörk. Eftir þorrablótið hafi allir farið í rútubifreið í bæinn og hafi sumir farið út við Feita dverginn. Hann kvað konu hafa hringt heim til sín daginn eftir (sem hafi verið í þessari ferð og hafi farið á Feita dverginn), hún hafi spurt hvað Rúnar væri gamall og sagt að honum hefði verið meinaður aðgangur í veitingahúsið og því hafi hann farið í burtu. Hann kvaðst hafa frétt hjá Rúnari nokkrum dögum eftir þorrablótið að hann hefði lent í átökum eða látum við Feita dverginn en hvort það hafi verið inni eða fyrir utan vissi hann ekki. Hann kvað Rúnar ekki hafa lýst þessu frekar fyrir sér og hann hafi ekki spurt út í það. Hann kvað þessa konu hafa búið í næsta húsi við sig en nú vissi hann ekki hvar hún byggi eða hvernig hægt væri að komast í samband við hana og kvaðst ekki muna hvað hún héti, hún hefði verið gestur á þessu þorrablóti. Hann kvaðst vera þess fullviss að hann hefði ekki sagt Bjarka frá þessu með Rúnar. Beðinn um að lýsa Rúnari kvað hann hann vera grannan, um 180 cm á hæð með dökkt eða svart hár. 1109 Hinn 23. maí 1998 kom vitnið Baldur Brjánsson í myndsakbendingu til lög- reglu. Hann skoðaði níu ljósmyndir í ljósmyndamöppu merktri myndbending nr. 1. Hann benti á myndir nr. 4 og 7 og kvað þær líkjast árásarmanninum en kvaðst ekki treysta sér að gera upp á milli þeirra. Aðili á mynd nr. 7 var ákærði í máli þessu. Hinn 3. september 1998 kom kærandi Bjarki Þór Arnarson í myndsakbend- ingu til lögreglu. Benti hann strax á mynd nr. 4 sem var mynd af ákærða í máli þessu. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi ákærði, brotaþoli og vitnin Baldur Brjánsson, Bjarni Ingvar Halldórsson og Gunnar Guðni Leifsson tann- læknir. Ákærði staðfesti að hann hefði verið á þorrablóti Vatnsveitunnar umrætt kvöld en neitaði því alfarið að hafa farið að veitingastaðnum Peita dvergnum. Hann sagði rétt að hann hefði lent í áflogum á þorrablótinu og það gæti verið að það hefði verið blóð á honum vegna þess að strákurinn sem hann var að slást við hafði fengið blóðnasir. Hann kvað bol, sem hann var í, hafa verið rifinn í hálsmálinu. Hann neitaði að hafa skallað dyravörð við Feita dverginn. Hann kannaðist ekki við að hafa sagt Bjarna Ingvari það sem eftir honum er haft. Hann kvaðst hafa verið drukkinn þetta kvöld en muna þokkalega eftir kvöldinu. Aðspurður kvað hann það hafa komið fyrir að hann gleymdi einhverju þegar hann væri drukkinn, en ekki mjög oft. Hann taldi að rútan hefði stoppað rétt fyrir ofan sandsöluna, í brekkunni ca. 2-300 metrum frá Feita dvergnum. Hann hefði farið upp á Vesturlandsveg í skítakulda og húkkað sér bíl heim. Hann taldi að hann hefði verið kominn heim um klukkan hálfþrjú. Þegar myndsakbending var borin undir hann benti hann á að Bjarki Þór hefði verið búinn að sjá hann áður að minnsta kosti tvisvar sinnum og væri myndsakbending hans því ekki marktæk og hann benti á að Baldur hefði bent á annan aðila. Kærandi, Bjarki Þór Arnarson, kvað mann hafa komið inn á Feita dverginn þar sem hann var dyravörður umrætt kvöld. Hafi hann verið rifinn og tættur og fötin blóðug og í teinóttum jakka yfir bolnum. Nánar aðspurður um hvernig bolur árásarmannsins hefði verið rifinn kvað hann hann hafa verið rifinn neðst og í hálsmálinu, eins og einhver hefði gripið í hann. Hann hafi spurt hann um skilríki og hafi skilríkin verið í lagi en hann hafi þrátt fyrir það ekki viljað hleypa honum inn vegna þess hvernig útgangurinn á honum var. Kvað hann manninn þá hafa æst sig upp og síðan hafi hann ætlað í hann, það hafi endað með því að hann tók manninn hálstaki. Þeir hafi verið að kljást smástund en maðurinn síðan róast og þeir verið farnir að tala saman. Hann hafi þá sleppt manninum, sem hafi ætlað út. Allt í einu hafi maðurinn snúið sér við og skallað hann í andlitið. Síðan hafi hann hlaupið og út og dottið fyrir utan. Hann kvað 1110 manninn hafa komið inn með hópi fólks, sem hafi komið úr rútu eða strætó, og hafi einhverjir í hópnum verið að hvetja hann þegar þeir voru í stympingunum, aðallega einn. Rútuna kvað hann hafa stoppað hinum megin við götuna dálítið langt frá, 50 til 70 metra. Hann kvaðst ekki vita hvort allir í hópnum hefðu farið inn á Feita dverginn. Hann kvaðst vera viss um það að ákærði væri árásarmaðurinn. Hann kvaðst ekki hafa séð hann fyrir umrætt kvöld. Aðspurður kvað hann lýsingu í frumskýrslu lögreglu um að manninum hafi verið vísað út af staðnum ekki vera rétta, hann hafi verið í dyrunum, hefði aldrei farið lengra en í anddyrið. Hann kvaðst lítið hafa getað talað við lögregluna á staðnum vegna meiðslanna. Aðspurður kvaðst hann vera viss um að á nafnskírteini mannsins hefði staðið ártalið 1976, hann kvaðst ekkert hafa séð athugavert við skírteinið en ekki rann- sakað það. Hann tók fram að þetta hefði verið fyrsta kvöldið hans í dyravörslu. Hann kvaðst næst hafa séð manninn inni á Fógetanum þegar hann var þar að skemmta sér og síðan hafi hann margoft séð hann, m.a. á bíl merktum Vatns- veitunni. Aðspurður um samtal sitt við Bjarna Ingvar, sem lýst er í lög- regluskýrslum, kvað hann þá hafa unnið saman í Húsasmiðjunni. Hafi Bjarni Ingvar unnið í plötusölunni en hann í plötusmíði. Bjarni Ingvar hafi spurt hann um dyravörslu og hafi hann sagt honum að hann hefði lent í slæmum málum, verið skallaður og misst tennur og hafi síðan sagt honum frá því hvernig þetta gerðist. Hafi Bjarni Ingvar þá sagst þekkja strák sem byggi í Mosfellsbænum sem hafi verið að monta sig af þessu og að hafa komist upp með það. Hann kvaðst á þeim tíma ekki hafa vitað hvað ákærði hét, en hann kvaðst alveg muna eftir ákærða frá þessu kvöldi. Þegar honum var tjáð að Bjarni Ingvar kannaðist ekki við að hafa sagt honum að ákærði hefði gortað yfir þessu atviki, ítrekaði hann framburð sinn, sagði Bjarna Ingvar hafa sagt sér þetta, annars myndi hann ekki vita um þetta, hann þekkti ákærða ekkert. Hann kvað afleiðingar höggsins hafa verið þær að báðar framtennur hafi brotnað. Hann hafi síðan átt í erfiðleikum með að borða og hafi tennurnar viljað losna þegar hann beit í eitthvað hart eins og brauð með skorpu. Hann kvaðst hafa farið upp á slysavarðstofu strax og síðan til tannlæknis morguninn eftir. Hann kvaðst hafa verið frá vinnu alveg vikuna eftir atburðinn og einnig eftir aðgerðir þegar hann hafi þurft að vera tannlaus. Hann kvaðst hafa fengið veik- indadaga borgaða hjá vinnuveitanda og því ekki misst tekjur af þessu. Hann kvaðst vera nú með bráðabirgðapatt, en hann hafi verið með lausan góm í rúmt ár, hefði gómurinn einu sinni brotnað þegar hann var erlendis og hefði hann þá verið tannlaus í þrjár víkur, einnig hefði hann þurft að vera tannlaus einhvern tíma eftir aðgerðir. Hann kvað lokafestingu á tönnunum eða límingu enn vera ettir en það ætti að gerast bráðlega. Hann kvaðst ekki geta borðað allt í dag og þurfa að fara varlega þegar hann borðaði eitthvað hart. Aðspurður um útlagðan 1111 kostnað kvaðst hann hafa fengið endurgreiddan allan kostnað, sem varðaði tenn- urnar, frá Tryggingastofnun ríkisins. Hann kvað föt sín hafa eyðilagst og skyrtu þar sem það hefði komið blóð í þau sem ekki náðist úr. Nánar aðspurður um þau óþægindi sem hann hefði haft, kvaðst hann hafa fundið til sársauka upp í sóminn ef hann beit í eitthvað sem væri fast fyrir eins og brauð með skorpu, þar sem þetta hafi nuddast saman. Þetta hafi verið mikil óþægindi, ýmis búk- hljóð hafi komið sem ekki áttu að vera vegna lofts sem kom inn fyrir ofan góm- inn. Hann kvaðst hafa verið á fljótandi fæði fyrsta mánuðinn. Vitnið Baldur Brjánsson kvaðst hafa verið eigandi veitingastaðarins Feita dvergsins árið 1997 og hafa rekið hann þegar atburðurinn átti sér stað. Hann kvaðst muna eftir árásinni á Bjarka Þór. Hann hafi komið að þar sem hafi verið stympingar við dyrnar. Hafi Bjarki Þór haldið manni og hafi maðurinn beðið Bjarka að sleppa sér og sagt að hann skyldi vera góður, en þegar Bjarki var búinn að sleppa honum hafi hann rokið með höfuðið í andlitið á Bjarka og síðan hlaupið út og þeir hafi misst af honum. Hafi höggið komið á nef og tennur. Hann kvaðst ekki lengur muna vel hvernig hann leit út nema að hann hafi verið grannur, hár drengur, dökkhærður og stuttklipptur. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa séð árásarmanninn fyrir þetta kvöld, eins og ranglega segi í frumskýrslu lögreglu, og hann hafi ekki séð hann aftur fyrir myndsakbendinguna. Vitnið Bjarni Ingvar Halldórsson kvaðst hafa unnið með Bjarka Þór um tíma í Húsasmiðjunni í Reykjavík en síðar hafi hann sjálfur verið fluttur í Húsasmiðj- una í Keflavík. Hann kvaðst hafa forvitnast um það hjá Bjarka hvers vegna hann væri með falskar tennur og hafi Bjarki þá sagt sér að hann hefði lent í ryskingum við einhvern Rúnar í Mosó og kvaðst hann ekki hafa spurt nánar út í þetta, hann þekkti Rúnar og væri ákærði sá Rúnar sem væri kunningi hans í Mosfellsbæ. Hann kvaðst ekki minnast þess að Rúnar hefði sagt sér frá neinum átökum sem hann hefði lent í við dyravörð. Hann kvaðst hafa unnið hjá Vatnsveitunni í Reykjavík og hafa farið á þorrablót Vatnsveitunnar í febrúar 1997. Hann kvaðst hafa boðið tveimur félögum sínum á framangreint þorrablót og hafi öðrum þeirra verið í nöp við Rúnar og einhverjar ryskingar orðið á milli þeirra. Hann hafi ekki farið á Feita dverginn á eftir, hann hafði farið úr rútunni niðri í bæ. Hann kannaðist við að kona hefði hringt í sig daginn eftir og spurt hann um hver Rúnar væri og hvað Rúnar væri gamall. Hann kvaðst ekki vita hvers vegna hún hefði spurt um það og kvaðst ekki muna eftir að konan hefði sagt að Rúnari hefði verið meinaður aðgangur að veitingahúsinu Feita dvergnum og því hefði hann farið í burtu eins og haft er eftir vitninu í lögregluskýrslu. Það væri orðið langt síðan en þetta hlyti að hafa verið svona. Hann kvaðst heldur ekki minnast þess að hafa sagt að hann hefði frétt hjá Rúnari að hann hafi lent í átökum eða látum við Feita dverginn. Hann kvaðst ekki vita önnur deili á konunni, sem hringdi, en að hún þekkti foreldra sína. Hann kvaðst ekki muna hvernig Bjarki 1112 hefði lýst því hvernig hann missti tennurnar. Hann rámaði þó í að það hefðu verið einhver læti þar inni á Feita dvergnum. Hann kvað þá Bjarka einu sinni hafa keyrt fram hjá Rúnari, eða hann hafi komið í Húsasmiðjuna, og hafi Bjarki þá spurt hvort þetta væri Rúnar félagi hans og hafi Bjarki haldið að þetta gæti verið árásarmaðurinn. Ítrekað spurður kvaðst hann halda það alveg örugglega að hann hefði ekki sagt við Bjarka að Rúnar hefði hreykt sér af því að hafa lent í ryskingum við dyravörð og komist upp með það. Hann var spurður af verj- anda hvort að það væri mögulegt að hann hefði ruglað saman ryskingum þeim sem urðu á þorrablótinu og við Feita dverginn og kvað hann það geta verið, hann hefði bara „spólað eitthvað til baka með einhverjar ryskingar, þetta var bara fest á blað“. Sjálfur kvaðst hann hafa verið talsvert ölvaður. Aðspurður um hvenær þeir Bjarki hefðu unnið saman kvaðst hann ekki muna það. Þegar hann hugsaði sig um taldi hann það hafa verið í þrjá til fjóra mánuði, e.t.v. ágúst/sept- ember, en mundi ekki hvaða ár en giskaði á 1997 eftir umhugsun. Enn spurður kvað hann það engan veginn standast að Rúnar hefði gortað af því að hafa skallað dyravörð og komist upp með það. Vitnið Gunnar Guðni Leifsson tannlæknir kvaðst hafa annast Bjarka Þór Arn- arson. Hann hefði komið til sín á neyðarvakt 22. febrúar 1997 eftir að hafa fengið áverka um nóttina. Við skoðun hefðu miðframtennur hans í efrigóm vísað inn í munninn og röntgenmynd hafi sýnt að þær voru báðar brotnar á miðjum rótum og hafi hann fjarlægt tannkrónurnar og síðan hafi hann sent Bjarka til munn- og kjálkaskurðlæknis til að fjarlægja tannræturnar. Meðferðin sem hann hlaut hafi síðan verið þannig að hann hafi fengið bráðabirgðapart, sérfræðingur í munn- og kjálkaskurðlækningum hafi sett tannplanta upp í góminn í stað tann- anna sem töpuðust, tannplantar séu títaníumskrúfur sem skrúfaðar séu upp í beinið, síðan hafi verið settar krónur ofan á þessa tannplanta, þessi meðferð hafi tekið rétt rúmlega eitt ár, 13 eða 14 mánuði. Hann kvað Bjarka Þór hafa þurft að vera tannlausan um tíma, og enn eigi eftir að líma tennurnar endanlega, en ekki verði meira gert til að bæta hans útlit. Aðspurður um óþægindi fyrir sjúk- linginn, kvað hann bráðabirgðalausnina vera tannpart, sem væri laus uppi í munninum, festur með krókum og tvisvar sinnum á þessu ári hafi plasttennurnar í partinum losnað og hafi þurft að endurfesta þær. Fylgi þessu mjög mikil óþæg- indi fyrir sjúkling, einkum á framtannasvæði efrigóms. Hann geti ekki rifið í sig mat eins og með eigin tönnum, en flestan mat eigi hann að geta borðað. Eftir ísetningu tannplantanna séu tvær til þrjár vikur sem hann þurfi að vera tannlaus. Það sé eðlilegt að bráðabirgðatennurnar brotni eða losni á meðferðartímanum þar sem ekki sé um sterkbyggðan hlut að ræða og álagið á þetta svæði sé mikið. Hann kvað þetta vera þá aðferð sem bæri bestan árangur í dag og væri fljótleg- ust. Það sé hægt að gera þetta á styttri tíma með því að setja brú í bilið en þá hefði þurft að fórna tveimur tönnum til viðbótar, sem ekki sé æskilegt. Hann 1113 kvað fræðin segja að sjúklingur eigi að geta notað þessar tennur eins og eigin tennur en þetta séu og verði alltaf gervitennur, sem sé aðskotahlutur í líkam- anum og verði aldrei það sama og eigin tennur. Niðurstaða. Upplýst er í máli þessu að brotaþoli, Bjarki Þór, varð fyrir verulegu tjóni aðfaranótt laugardagsins 22. febrúar 1997 þegar hann við starf sitt sem dyra- vörður á veitingastaðnum Feita dvergnum var skallaður í andlitið af ungum manni sem flýði af vettvangi. Lýsing sú sem lögreglu var gefin af árásarmann- inum getur átt við ákærða Rúnar. Ákærði játar að hafa komið með rútu, með fleira fólki af þorrablóti, sem stöðvaði nálægt veitingastaðnum. Hann var því á vettvangi á þeim tíma sem atburðurinn átti sér stað. Er upplýst að margt fólk úr rútunni fór inn á staðinn. Ákærði kannast við að hafa lent í áflogum á þorra- blótinu og að hafa af þeim sökum verið blóðugur og að bolur hans hafi rifnað í hálsmáli. Árásarmanninum var meinuð innganga á veitingastaðinn vegna þess hvernig hann var útlítandi, blóðugur og í rifnum bol, sagði Bjarki Þór að bolur árásarmannsins hefði verið rifinn neðst og í hálsmálinu, eins og einhver hefði gripið í hann. Við myndsakbendingu sem fram fór þriðjudaginn 9. júní 1998, samkvæmt rannsóknarbeiðni frá 26. maí sama ár, benti vitnið Baldur Brjánsson á mynd af tveimur mönnum sem líka árásarmanninum, annar þeirra var ákærði. Þessi myndsakbending fór fram rúmu ári eftir árásina. Verjandi hefur bent á að dagsetningar á lögregluskýrslum sem fylgja mynd- sakbendingargögnum eru misvísandi. Þannig er skýrsla á lögregluskjali V.3, sem skráð er síðar um myndsakbendinguna frá 9. júní, dagsett 23. maí og Baldur fyrst skráður mættur kl. 14:16 en síðan sýnd mappan kl. 11:18:20 (sic) og víkur frá kl. 11:30, þá ber ljósmyndamappan dagsetninguna 10. júní 1998. Þrátt fyrir þessi flausturslegu vinnubrögð þykir ljóst að vitnið Baldur benti á ákærða og annan mann í myndsakbendingu hinn 9. júní 1998, hefur hann staðfest þetta fyrir dóminum og að hann hafi ekki séð árásarmanninn frá því atburðurinn átti sér stað og þar til myndsakbendingin fór fram. Eðlilegt hefði verið að láta sak- bendingu þessa fara fram í apríl 1997 þegar Bjarki Þór benti á ákærða sem árás- armanninn, þar sem hann var á veitingahúsinu Fógetanum. Þrátt fyrir greindar athugasemdir þykir mega byggja á þessu sönnunargagni í málinu. Myndsak- bending Bjarka Þórs þykir ekki hafa þýðingu þar sem hann hafði þegar bent á ákærða. Framburður Bjarka Þórs hefur verið staðfastur og skýr, er ekki fallist á það með verjanda að leggja beri til grundvallar það sem haft er eftir honum í frumskýrslu lögreglu. Framburður vitnisins Bjarna Ingvars var talsvert óskýr og minni hans ekki gott. Hann neitaði þó staðfastlega að hann hefði sagt að ákærði hefði gortað sig af því að hafa skallað dyravörð í febrúar 1997 og komist upp 1114 með það, við þetta kannaðist hann ekki heldur þegar lögregluskýrsla var tekin af honum og verður ekki byggt á fullyrðingu Bjarka Þórs um þessi ummæli. Vitnið Bjarni Ingvar sagði þegar lögregluskýrsla var tekin af honum að ákærði hefði sagst hafa lent í einhverjum átökum eða látum við Feita dverginn eftir Þorrablótið, en minntist þessa ekki er hann kom fyrir dóminn. Hann staðfesti hins vegar frásögn sína af því að kona hefði hringt í hann daginn eftir og spurt um aldur ákærða, en kvaðst ekki minnast þess að hún hefði sagt að honum hefði verið meinaður aðgangur að veitingahúsinu Feita dvergnum. Aðspurður virtist hann þó telja að hann hlyti að hafa sagt rétt frá hjá lögreglu. Ekki hafðist upp á konunni. Ekki er fallist á að það fríi ákærða sök þótt brotaþoli upplýsi að árás- armaðurinn hafi framvísað persónuskilríkjum með fæðingarári 1976, alkunna er að fólk undir lögaldri freistast oft til að framvísa röngum skilríkjum. Ákærði er fæddur árið 1979 og hafði því ekki aldur til að fara inn á veitingastað. Svo virð- ist sem unnt hefði átt að vera að finna fleiri vitni að atburðinum og ferðum ákærða en gögn málsins bera ekki með sér að það hafi verið reynt. Þrátt fyrir að ákærði hafi staðfastlega neitað sök í máli þessu og rannsókn þess sé í nokkru ábótavant, þykja vera fram komin sönnunargögn sem eindregið benda til þess að hann hafi verið árásarmaðurinn. Er þar vísað til almennrar lýsingar á árásarmanninum og sérstakrar lýsingar sem er klæðnaður, að hann var blóðugur og að bolur hans var rifinn í hálsmáli ásamt því að hann var í för með fólki sem fór á veitingastaðinn og fór þar úr rútunni á þeim tíma sem árásin átti sér stað. Einnig það að brotaþolinn benti á hann tæpum tveimur mánuðum eftir atburðinn og vitnið Baldur benti á hann við myndsakbendingu sem líkan árás- armanninum rúmu ári síðar. Þá hefur þessi niðurstaða nokkurn stuðning í fram- burði vitnisins Bjarna Ingvars hjá lögreglu og fyrir dómi. Ákærði er því sak- felldur fyrir brot það sem í ákæru greinir og er brotið þar rétt heimfært til refsi- ákvæðis. Ákærði er fæddur árið 1979. Hann hefur tvisvar gengist undir sátt vegna ölv- unaraksturs og aksturs án réttinda árin 1995 og 1997. Í fyrra skiptið var hann ekki orðinn 18 ára. Hinn 19. september 1997 hlaut hann dóm fyrir þjófnað, fjög- urra mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár, og 13. október 1997 fékk hann dóm vegna hraðaaksturs og var sviptur ökurétti í fjóra mánuði. Refsing í því máli var ákveðin sem hegningarauki. Brot það sem hann er hér sakfelldur fyrir er framið aðfaranótt 22. febrúar 1997 eða áður en hann hlýtur dóma 19. september 1997 og 13. október 1997. Refsing nú er því ákvörðuð sem hegningarauki og ekki er um skilorðsrof að ræða. Skilorðsdómurinn frá 19. september 1997 er tekinn upp og er refsing ákveðin í einu lagi, skv. 60. gr., sbr. 78. gr. alm. hgl. og sbr. 7. gr. laga nr. 22/1955. Hann hefur ekki áður verið dæmdur fyrir líkamsárás. Við ákvörðun refsingar skal litið til ungs aldurs ákærða og þess að rúm tvö ár eru liðin frá 1115 brotinu en bent var á ákærða sem árásarmann á öðrum mánuði eftir atburðinn. Heildarrefsing þykir hæfileg sex mánaða fangelsi. Haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. alm. hgl., sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, skal refsing hans falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms. Brotaþoli, Bjarki Þór Arnarson, gerir kröfu í málinu um þjáninga- og miska- bætur auk vaxta, lögmannsþóknunar og virðisaukaskatts, samtals að fjárhæð 1.439.155 krónur. Krafan er studd fjórum læknisvottorðum. Eitt er um komu kæranda á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur 22. febrúar 1997 klukkan 02.24. Hin þrjú eru gefin út af vitninu Gunnari Guðna Leifssyni tann- lækni og eru dagsett 8. ágúst 1997, 25. nóvember 1998 og 3. febrúar 1999. Lýsing á meiðslum brotaþola er einnig ítarleg í framburði Gunnars Guðna Leifs- sonar fyrir dómi og eins rakið hefur verið hér að framan. Bótakrafan sundurliðast þannig: Þjáningabætur 775,60 kr. í 365 daga kr. 283.094 Miskabætur kr. 1.000.000 Vextir til 25.11.98 kr. 48.886 Lögmannsþóknun kr. 86.108 Virðisaukaskattur kr. 21.067 Samtals kr. 1.439.155 Byggist krafan um þjáningabætur á því að Bjarki Þór hafi verið veikur í eitt ár eftir árásina, án þess að vera rúmliggjandi, hann hafi m.a. þurft að notast við lausan góm í heilt ár, sem hafi valdið honum sársauka, hann hafi átt í erfið- leikum með að borða og á tímabilum þurft að vera á fljótandi fæði, önnur óþæg- indi hafi verið ýmis aukahljóð sem hafi myndast vegna gómsins og hann hafi átt í erfiðleikum með að tjá sig. Hann hafi þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir. Krafa um þjáningabætur er studd við 3. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og miskabótakrafan við 26. gr. sömu laga. Verjandi telur bótakröfuna ekki nægilega rökstudda og ekki nægilega studda gögnum og krefst frávísunar en til vara lækkunar. Er því haldið fram að brota- þoli hafi verið veikur í mesta lagi í 5 daga og ekki sé gerð fullnægjandi grein fyrir sundurliðun þjáningarbóta. Engin gögn liggi fyrir um útreikning þeirra. Miskabótakrafan sé einnig vanreifuð, engin gögn styðji kröfuna og ekkert mat hafi farið fram. Ekki sé sýnt fram á það að ekki hefði verið hægt að setja tennur fyrr í. Verði ekki sýknað af refsikröfu sé farið fram á mat. Tjón brotaþola, Bjarka Þórs Arnarsonar, er vel upplýst með gögnum málsins. Ekki verður séð að mat muni leggja betri grunn að bótakröfu en þegar er fyrir hendi. Þykir því ekki rétt að tefja framgang bótakröfunnar og verður tekin afstaða til hennar í þessu máli. 1116 Bjarki Þór þurfti samkvæmt fyrirliggjandi vottorði að ganga með bráðabirgða- part frá slysinu 22. febrúar 1997 til 24. mars 1998. Þetta olli honum verulegum óþægindum eins og lýst hefur verið og hann varð að vera tannlaus í um viku eftir atburðinn og í tvær vikur eftir ígræðslu tannplanta og í þrjár vikur þegar bráða- birgðaparturinn brotnaði þar sem hann var staddur erlendis. Því hefur verið lýst af sérfræðingi að sú meðferðarleið sem var valin sé sú besta sem kostur sé á. Hugsanlegt hefði verið að velja þá leið að byggja brú í bilið og hefði sú meðferð tekið styttri tíma, en þá hefði einnig þurft að fjarlæga tvær aðrar framtennur. Þegar um tjón af þessu tagi er að ræða þykir eðlilegt að farin sé sú leið til að bæta það sem bestan árangur gefur á hverjum tíma. Er fallist á kröfu brotaþola um greiðslu þjáningabóta án þess að vera rúmliggjandi í 365 daga, 775,60 krónur á dag, sam- tals 283.094 krónur, með vísan til 3. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Það er mikill miski fyrir ungan mann að missa tvær framtennur í efri gómi. Bæði útlitslega en þó sérstaklega vegna þess að gervitennur geta aldrei komið alveg í stað eigin tanna. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir þá háttsemi er tjónið hlaust af. Miskabætur þykja að mati dómara hæfilega ákvarðaðar 500.000 krónur. Greiða skal dráttarvexti af tildæmdum bótum frá dómsuppsögudegi sam- kvæmt HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 til greiðsludags. Vaxtakrafa í ákæru er ekki gerð frá tilteknum degi. Kostnaður við að halda fram bótakröfunni ákvarð- ast 50.000 krónur. Ákærði skal greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Ástríðar Grímsdóttur héraðsdómslögmanns, 100.000 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins var málið flutt af Elínu Vigdísi Hallvarðsdóttur, full- trúa lögreglustjóra í Reykjavík. Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Ákærði, Rúnar Pálmarsson, skal sæta fangelsi í sex mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar í tvö ár frá uppsögu dóms þessa að telja og skal hún falla niður að þeim tíma liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. alm. hgl. Ákærði skal greiða allan sakarkostnað þar með talin málsvarnarlaun skipað verjanda, Ástríðar Grímsdóttur héraðsdómslögmanns, 100.000 kr. Ákærði skal greiða Bjarka Þór Arnarsyni, kt. 071078-5589, 783.094 krónur í skaðabætur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af þeirri fjárhæð frá dómsuppsögudegi til greiðsludags og 50.000 krónur vegna kostnaðar hans við að halda fram bótakröfunni. 1117 Fimmtudaginn 9. mars 2000. Nr. 31/2000. — Ákæruvaldið (Sigríður Jósefsdóttir saksóknari) segn Jóni Skúla Þórissyni (Árni Grétar Finnsson hrl.) Kynferðisbrot. Skilorð. Miskabætur. Klæðskerinn J var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa sært blygðunarsemi 15 ára stúlku, K, sem hann hafði ráðið til fyrirsætu- starfa og til mátunar á fatnaði í vinnustofu sinni, þegar hann strauk prufu af fataefni úr fiskroði um kynfæri hennar og fékk henni síðan í hendur fleiri roð- og skinnasýnishorn í þeim tilgangi að fá í þau sýni af tíðablóði hennar til að kanna áhrif þess á þau efni, sem hann hugð- ist nota til framleiðslu á kvenfatnaði. J viðurkenndi að hafa haft umrædda háttsemi í frammi, en kvað K hafa veitt samþykki við athöfn- unum. Ekki var talin ástæða til að ætla að K hefði veitt samþykki fyrir þessum athöfnum og með hliðsjón af atvikum og þeirri aðstöðu sem K var í gagnvart J hefði J ekki með réttu getað litið svo á að samþykki hennar lægi fyrir. Voru því taldar fram komnar nægar sönnur fyrir því að J hefði með athæfi sínu sært blygðunarsemi stúlkunnar og með því brotið gegn 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu J og hann dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar og greiðslu miskabóta til K. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Málinu hefur verið skotið til Hæstaréttar með stefnu 14. janúar 2000 að ósk ákærða, með vísan til a- til d-liðar 147. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu fyrir brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992, en refsing ákærða þyngd. Jafnframt verði ákærði dæmdur til greiðslu miskabóta. 1118 Ákærði krefst aðallega sýknu af ákæru og frávísunar á kröfu um miskabætur til kæranda málsins. Til vara er þess krafist, að refsing hans verði ákveðin svo væg, sem lög framast leyfa, og höfð skilorðsbundin, en kröfunni um miskabætur hafnað. Réttargæslumaður kæranda fyrir Hæstarétti krefst þess, að ákvörðun héraðsdóms um miskabætur verði staðfest og skjólstæðingi sínum dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti. Engin vitni voru að þeim atburði, sem ákæra vísar til, en ákærði hefur óskað eftir því, að kallað verði eftir vitnisburði tiltekinna manna um önnur atvik, er hann telur varða sakarefni málsins, til viðbótar þeim yfirheyrslum, sem fram fóru fyrir héraðsdómi. Vísar hann í þessu efni til 3. mgr. 157. gr. laga um meðferð opinberra mála, sbr. 17. gr. laga nr. 37/1994, og 5. mgr. 159. gr. sömu laga, sbr. 19. gr. laga nr. 37/1994. Eftir atvikum málsins og gögnum er ekki ástæða til að ætla, að þessi frekari sönnunarfærsla gæti haft áhrif á úrslit þess, né heldur þykir ástæða til ítrekunar þeirrar munnlegu sönnunarfærslu, sem fram fór fyrir héraðsdómi, sbr. umrædd lagaákvæði. Ákærði viðurkennir að hafa haft í frammi þær athafnir gagnvart kær- anda málsins, sem lýst er í ákæruskjali, og greinir þau aðallega á um túlkun og áhrif þess, er fram fór á vinnustofu hans í þetta sinn. Ekki er ástæða til að ætla, að stúlkan hafi veitt samþykki við þessum athöfnum, sem bar mjög snöggt að eftir sögn þeirra beggja. Ákærði hafði ráðið stúlkuna til fyrirsætustarfa og til mátunar á fatnaði í vinnustofunni. Í samskiptum við hana bar honum sérstök skylda til að gæta þess að- stöðumunar milli þeirra, sem um var að ræða vegna þessa og hins unga aldurs hennar. Að þessu athuguðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur í heild, með vísan til forsendna hans að öðru leyti. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað málsins, svo sem um er mælt í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Ákærði, Jón Skúli Þórisson, greiði áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæsta- rétti, Árna Grétars Finnssonar hæstaréttarlögmanns, 100.000 kr. 1119 Ákærði greiði réttargæslukostnað kæranda fyrir Hæstarétti, þar með talda þóknun réttargæslumanns fyrir réttinum, Björns L. Bergssonar hæstaréttarlögmanns, 30.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 17. desember 1999. Mál þetta dæma héraðsdómararnir Þorgeir Ingi Njálsson og Jónas Jóhanns- son og Ólöf Pétursdóttir dómstjóri. Er dómurinn fjölskipaður með vísan til ákvæða 1. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. Í. gr. laga nr. 37/1994. Málið, sem dómtekið var 14. þ.m., er höfðað með ákæru ríkissaksóknara 3. september 1999 á hendur Jóni Skúla Þórissyni, kt. 160731-6809, {...| fyrir kyn- ferðisbrot samkvæmt 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992, „með því að hafa í febrúarmánuði 1999, á klæðskeraverkstæði ákærða í {...1, sært blygðunarsemi stúlkunnar K fæddrar árið 1983, þegar hann strauk fiskroðsprufu um kynfæri hennar og fékk henni síðan í hendur fleiri roð- og skinnasýnishorn í þeim tilgangi að fá í þau sýni af tíðablóði hennar til að kanna áhrif þess á þau efni, sem hann hugðist nota til framleiðslu á kvennær- fatnaði.“ Í ákæru er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Í málinu er þess ennfremur krafist að ákærða verði gert að greiða stúlkunni K 400.000 krónur í miskabætur. Er bótakrafan tilgreind í ákæru, en hún var sett fram með bréfi skipaðs réttargæslumanns K, Þórdísar Bjarnadóttur héraðsdóms- lögmanns, 1. júní 1999. Krafist er dráttarvaxta samkvæmt Hl. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 2. júní 1999 til greiðsludags. Ákærði tók til varna í málinu og sætti það aðalmeðferð hér fyrir dómi. Krefst hann þess aðallega að hann verði sýknaður af refsikröfu ákæruvalds, bótakröfu K verði vísað frá dómi og að allur kostnaður sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda hans, verði felldur á ríkissjóð. Til vara er þess kraf- ist að ákærða verði einungis gerð vægasta refsing sem lög frekast leyfa og að hún verði í öllu falli skilorðsbundin. Í varakröfu er þess jafnframt krafist að framkominni miskabótakröfu verði hafnað og að sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, greiðist úr ríkissjóði. Við munnlegan flutning málsins krafðist ákæruvaldið þess að ákærði verði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. I. Hinn 16. apríl 1999 mætti stúlkan K á lögreglustöðina |...) og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Í skýrslu sem þá var tekin af henni 1120 kvaðst hún hafa kynnst ákærða í gegnum fyrrum kærasta sinn, sem sé barna- barn ákærða. Hafi mál þróast á þann veg að hún fór að vinna fyrir ákærða sem sýningarstúlka og módel. Samskipti þeirra hafi í upphafi verið mjög eðlileg. Til- tekur hún í þessari skýrslu sinni tvær sýningar sem hún tók þátt í með ákærða, en þátttaka hennar í fyrri sýningunni mun hafa komið til að beiðni dóttur hans. Meðan á seinni sýningunni stóð hafi ákærði rætt einslega við hana um það hvort hún vildi gera við hann samning um að hún myndi, gegn greiðslu, ganga í nær- fötum sem hann hefði hannað úr fiskroði og skinnum. Hafi tilgangur þessa verið sá að ákærði vildi kanna hvernig þessi efni kæmu út við langtíma notkun og hreinsun. Ekki hafi þó orðið af þessari tilraun. Ákærði hafi hins vegar hringt í hana nokkrum sinnum og viljað fá hana til að máta fyrir sig fatnað sem hann var að vinna að. Hafi hún hitt hann í þessu skyni á verkstæði hans |...) í 4-5 skipti á tveggja til þriggja vikna tímabili í febrúar á þessu ári. Í öll þessi skipti hafi hún verið ein með ákærða og mátað margs konar skinnfatnað. Meðan á þessu stóð hafi ákærði nokkrum sinnum haft orð á því að hann vildi fá prufu af tíðablóði á skinn- og roðprufur í þeim tilgangi að kanna hvernig væri að hreinsa blóð úr þeim. Í eitt skiptið hafi hún haft blæðingar og ákærði tekið eftir því. Hafi hann þá sagt að tilvalið væri að fá blóðprufur í nokkur efni. Hafi hann borið efnisprufurnar upp á milli fóta hennar og hreyft Þær fram og til baka. Hafi henni fundist þetta óþægilegt og óeðlilegt og beðið ákærða um að fá að gera þetta sjálf. Hafi ákærði þá tautað eitthvað og haldið þessu áfram þar til hún hafi borið sig undan og sagt að það væri örugglega komið nóg. Eftir þetta hafi hún farið tvisvar sinnum til ákærða. Hafi hún verið ein með honum í fyrra skiptið og ákærði þá haft í frammi tiltekna kynferðislega tilburði gagnvart henni. Í seinna skiptið hafi dóttir ákærða verið viðstödd og ekkert óeðlilegt átt sér stað. Ákærði hefur hjá lögreglu og fyrir dómi játað að hafa viðhaft þá háttsemi gagnvart K sem lýst er í ákæru. Hann neitar því hins vegar að hann hafi með þessari háttsemi sinni brotið gegn því ákvæði almennra hegningarlaga sem í ákæru greinir. Er vörn hans í málinu á því byggð, að stúlkan hafi haft frum- kvæði að því sem fram fór þeirra í milli í umrætt sinn og veitt samþykki sitt fyrir því. Þar með séu ekki efni til að líta svo á að hann hafi sært blygðunar- semi hennar. 11. Fyrir dómi kvaðst ákærði aldrei hafa spurt K um það hversu gömul hún væri, en talið að hún væri 16 ára. Um aðdraganda þess atviks sem hér er til umfjöll- unar kvaðst ákærði hafa haft orð á því við tvær stúlkur þar sem þær voru staddar á klæðskeraverkstæði hans, en K hafi verið önnur Þeirra, að hann þyrfti að fá sýnishorn af tíðablóði kvenna á bút af því efni til fatagerðar sem hann var að vinna með, en um sé að ræða fiskroð og skinn. Hafi K boðist til að gera þetta og sagt að það væri ekki meira mál en að fara til læknis. Í lögregluskýrslu sem 1121 tekin var af ákærða sagði hann um þetta að K hafi verið mjög opin fyrir umræðu um þessi mál og að fyrra bragði boðist til að útvega sýni. Hefðu þau rætt um það sín í milli að hún kæmi á vinnustofu ákærða næst þegar hún hefði blæð- ingar og þar yrðu sýnin tekin. Atvikum í umrætt sinn lýsti ákærði svo fyrir dómi, að K hafi í fyrstu tekið efnisprufu og sjálf reynt að fá sýnishorn af tíðablóði úr sér á hana. Er framburður ákærða að þessu leyti ekki í samræmi við skýrslu hans hjá lögreglu, en þar er þetta ekki nefnt sérstaklega. Hafi hún staðið allsnakin fyrir framan hann meðan á þessu stóð. Hún hafi borið sig klaufalega að við þetta og ekkert hafi komið á fiskroðið. Ákærði hafi þá spurt hvort hann mætti taka eina prufu. Hafi hún þá fært fæturna í sundur og hann strokið með fiskroðinu einu sinni eftir kynfærum hennar. Þá hafi komið vökvi á roðið. Frekari orða- skipti hafi ekki átt sér stað á milli þeirra þann örstutta tíma sem þetta tók. Þá kom fram hjá ákærða að honum hafi sjálfum fundist, þegar þetta var afstaðið, að þessi háttsemi hans gæti ekki talist eðlileg. Í skýrslu sinni fyrir dómi greindi K svo frá, að hún hafi kynnst ákærða nokkrum mánuðum eftir að hún fór að vera með dóttursyni hans. Hafi D dóttir ákærða spurt hana hvort hún vildi taka þátt í sýningu sem ákærði hugðist halda. Hafi hún gengist inn á það og sýningin verið haldin í janúar á þessu ári. Í fram- haldi af þessu hafi ákærði beðið hana um að sýna fyrir sig áfram og hún fallist á það. Fyrstu tvö eða þrjú skiptin sem hún kom á klæðskeraverkstæði ákærða hafi kærasti hennar komið með henni. Hún hafi síðan farið að mæta þangað ein. Þar hafi hún mátað föt sem ákærði var að sauma. Hafi hún jafnan afklæðst þar, en þó mismikið. Í eitt skiptið hafi ákærði rætt um það við hana að þar sem kjól- arnir, sem hann var að hanna úr skinnum, væru svo stuttir, þyrfti hann að sauma nærbuxur úr sama efni. Honum væri hins vegar viss vandi á höndum þar sem erfitt væri að þrífa þessi efni sem hann var að vinna með og þá haft í huga tíða- blóð og aðra líkamsvessa frá kynfærum kvenna. Þyrfti hann að fá einhverja stúlku til að ganga í þessum buxum fyrir sig, þeim yrði skilað í poka til hans og hann myndi síðan setja þær í hreinsun. Hann gæti eflaust fengið hvern sem er til að gera þetta en þar sem hún væri í fjölskyldunni og hann hefði í hyggju að greiða fyrir þetta viðvik hefði honum dottið í hug að kanna hvort hún væri reiðubúin til að gera þetta fyrir sig. Hafi hún gengist inn á það. Hafi þetta sam- tal þeirra farið fram á kaffihúsi |...1, en þangað hafi hún farið með honum þrisvar sinnum eftir að hún hafði mátað föt á klæðskeraverkstæði hans. Þessi ráðagerð þeirra hafi hins vegar aldrei komið til framkvæmda og í reynd breyst á þann veg að hann hafi byrjað að hafa orð á því að hann vildi að hún léti honum í té sýnishorn þarna á verkstæðinu og að hann tæki þau sjálfur. Þetta hafi ekki verið rætt frekar. Í eitt skiptið sem hún kom á verkstæðið til hans til að máta föt hafi hún haft blæðingar og ákærði tekið eftir því. Hafi hann sagt við hana hvort ekki væri rétt að taka prufurnar núna. Hafi hann í kjölfarið komið með efnis- 1122 búta, kropið framan við hana, þar sem hún var allsnakin, og strokið einni slíkri prufu eftir kynfærum hennar. Minntist hún þess ekki að hann hafi beðið hana að færa fæturna í sundur áður en hann gerði þetta. Þá hafi ekkert verið um það rætt hvort henni þætti þetta í lagi. Nánar aðspurð um þetta atvik skýrði K svo frá: „Ég stóð þarna nakin og hann segir eitthvað á þá leið hvort það væri ekki sniðugt ... að gera prufurnar núna og ég byrja að tauta eitthvað og veit ekki hvort hann er að meina þetta eða hvort hann er bara að tala um þetta út í loftið eins og hann hafði alltaf gert, vissi aldrei hvort ég ætti að taka mark á honum eða ekki ... og hann sem sagt kemur með þessa búta og ég stend þarna og hann fer með bútinn á hendinni á milli lappanna á mér og strýkur mig þar fram og til baka...“ Kvaðst hún hafa færst undan þegar hér var komið sögu og spurt hann hvort hún mætti ekki gera þetta heima. Því hafi hann játað og ekki reynt þetta frekar, en fengið henni í hendur einn efnisbút. Hafi hún þá sett blóð á þann bút með því að nudda honum við tíðabindi sitt. Í kjölfar þessa hafi hún klætt sig, enda hafi ákærði ekki minnst á það þegar þetta var afstaðið að hún þyrfti að máta föt. Hún hafi þó komið á verkstæðið í umrætt sinn gagngert í þeim tilgangi og verið búin að afklæða sig í því skyni þegar framangreind atvik gerðust. Síðar í skýrslu sinni fyrir dómi lýsir K atvikum svo, að hún hafi slitið sig lausa þegar ákærði strauk efnisbútnum eftir kynfærum hennar og þá hugsað sem svo „að þetta gæti ekki verið að gerast fyrir sig“. Hafi hún færst undan um leið og hún áttaði sig á því að þarna væru óeðlilegir hlutir að gerast. Þetta hafi gerst mjög snögglega og hún í fyrstu ekki vitað hvað hún ætti að gera. Fram kom hjá K að hún hafi komið á klæðskeraverkstæði ákærða tvisvar sinnum eftir þetta. Ekkert hafi verið rætt um atvikið. Þó tiltók hún að ákærði hafi sagt við hana að það væri mikilvægt að hún hefði ekki orð á þessu við nokkurn mann og allra síst dótturson hans. Hún hafi hins vegar skýrt vinkonu sinni frá þessu tveimur vikum síðar og enn seinna fært þetta í tal við kærasta sinn. Í kjölfar þessa hafi hún rætt atvikið við félagsráðgjafa og í framhaldi af því við móður sína. Föður hennar hafi að síðustu verið skýrt frá atvikinu og kæra á hendur ákærða verið lögð fram nokkrum dögum síðar. Í skýrslu sinni neitaði K því alfarið að hún hafi með einum eða öðrum hætti samþykkt það að ákærði tæki sýnishorn af tíðablóði hennar með því að strjúka sjálfur efnisbút eftir kynfærum hennar. Þá staðhæfði hún að ákærða hafi verið kunnugt um aldur hennar þegar umrætt atvik gerðist. Loks lýsti hún vanlíðan sem hún kveðst hafa fundið fyrir eftir atvikið og hún rekur alfarið til þess. Auk K gáfu vitnaskýrslu fyrir dómi faðir hennar A, V og Ú, en þær eru vin- konur K, Georgía Magnea Kristmundsdóttir sálfræðingur og D, dóttir ákærða. Þær V og U staðfestu í skýrslum sínum þann framburð K, að hún hafi sagt þeim frá því atviki sem hér er til umfjöllunar. Bar þeim saman um að það hafi hún gert í byrjun febrúar á þessu ári. 1123 Ekki er ástæða til að rekja hér framburð vitnanna A, Georgíu Magneu Krist- mundsdóttur og D, né framburð annarra vitna umfram það sem að framan greinir. III. Svo sem fram er komið hefur ákærði skýlaust játað að hafa strokið fiskroðs- prufu um kynfæri stúlkunnar K í þeim tilgangi að fá í prufuna sýni af tíðablóði hennar. Átti atburður þessi sér stað á vinnustað ákærða í byrjun þessa árs, en stúlkan var þá 15 ára gömul. Sýnið kveðst ákærði hafa ætlað að nota til að kanna áhrif tíðablóðs á þessi efni, sem hann hugðist nota til framleiðslu á kvennær- fatnaði. Að mati dómsins er það engum vafa undirorpið að framangreint atferli ákærða telst vera lostugt athæfi í skilningi 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo sem ákvæðinu var breytt með 15. gr. laga nr. 40/1992. Þegar litið er til þess hvernig aðstæðum var háttað í umrætt sinn verður ennfremur að telja að þessi háttsemi hafi almennt séð verið til þess fallin að særa blygðunarsemi manna. Fellur háttsemi ákærða gagnvart K því hlutrænt séð að verknaðarlýsingu tilvitnaðs ákvæðis. Sýknukrafa ákærða er á því byggð, að K hafi í raun samþykkt þá athöfn hans sem hann er hér sóttur til saka fyrir. Leiði það samþykki hennar til þess að ekki sé unnt að líta svo á, að um refsiverðan verknað sé að ræða. Þegar tekin skal afstaða til þessarar varnarástæðu ákærða er til þess að líta, að K var einungis 15 ára gömul þá er umrædd samskipti þeirra áttu sér stað. Að sögn ákærða hafði hann ekki innt K eftir aldri hennar, en taldi að hún væri 16 ára. Ekkert er fram komið sem bendir til þess að hún hafi fyrir þennan tíma veitt samþykki sitt fyrir því að ákærði tæki sjálfur sýnishorn af tíðablóði hennar með því að strjúka efn- isprufu eftir kynfærum hennar. Af framburði ákærða og K verður skýrlega ráðið að atburðarás í umrætt sinn hafi verið mjög hröð og orðaskipti þeirra í milli nán- ast engin. Þannig heldur ákærði því ekki fram að stúlkan hafi í orðum veitt sam- þykki sitt fyrir þeirri grófu kynferðislegu háttsemi, sem lýst er í ákæru og hann hefur gengist við, heldur eingöngu fært fæturna í sundur í kjölfar þess að ákærði spurði hvort hann mætti taka eina prufu. Í umrætt sinn var stúlkan stödd ein með ákærða á klæðskeraverkstæði hans. Var framburður hennar einkar trúverðugur um samskipti þeirra þar, en hann er í meginatriðum rakinn í kafla IH hér að framan. Þegar allt framangreint er virt og litið til þeirrar aðstöðu sem stúlkan var Í gagnvart ákærða, er það mat dómsins, að ákærði hafi ekki með réttu getað litið svo á að hann hefði samþykki hennar fyrir atferli sínu og honum hafi mátt vera það ljóst. Þegar af þessari ástæðu eru ekki efni til að fallast á það með ákærða að sú vörn hans, sem hann samkvæmt framansögðu teflir fram í málinu, komi honum að haldi. Þar við bætist, að draga verður mjög í efa í ljósi allra 1124 aðstæðna, yrði á annað borð litið svo á að samþykki K í einhverri mynd hafi legið fyrir, að það hefði haft gildi í þeim skilningi sem hér reynir á það. Af framangreindu leiðir að ekki þykir varhugavert að telja nægar sönnur komnar fram fyrir því að ákærði hafi með umræddu athæfi sínu gagnvart K sært blygðunarsemi stúlkunnar og með því brotið gegn 209. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992. IV. Með þeirri háttsemi sinni, sem ákærði er hér sakfelldur fyrir, braut hann meðal annars gegn því trúnaðartrausti, sem stúlkan hafði ástæðu til að ætla að ríkja ætti á milli þeirra. Hann hefur ekki áður sætt refsingu sem áhrif hefur við ákvörðun þeirrar refsingar, sem honum verður nú gerð, og hann er á 69. ald- ursári. Að þessu virtu þykir refsing ákærða samkvæmt 209. gr. almennra hegn- ingarlaga, sbr. ennfremur 104. gr. laga nr. 82/1998, hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Þykir skilorðsbinding hennar eiga við í ljósi sakaferils hans og svo sem nánar greinir í dómsorði. Takmarkaðra gagna nýtur í málinu um andlega líðan K í kjölfar þess atviks, sem hér er til umfjöllunar, utan stuttrar skýrslu sálfræðings sem haft hefur hana til meðferðar og framburðar föður hennar fyrir dómi. Ljóst er þó, að slíkur atburður og hér um ræðir er almennt til þess fallinn að valda þeim, sem fyrir verður, sálrænum erfiðleikum. Þykir K í ljósi þessa eiga rétt til miskabóta sam- kvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 úr hendi ákærða. Eru ekki efni til að vísa bótakröfu hennar frá dómi, svo sem ákærði hefur aðallega gert kröfu til. Þykir bótafjárhæðin hæfilega ákveðin 150.000 krónur. Skal hún bera dráttar- vexti samkvæmt 111. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 2. júní 1999 til greiðslu- dags. Með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Árna Grétars Finnssonar hæstaréttarlögmanns, 130.000 krónur. Til sakarkostnaðar samkvæmt 164. gr. sömu laga, sbr. 14. gr. laga nr. 36/1999, telst ennfremur þóknun réttargæslumanns K, Þórdísar Bjarna- dóttur héraðsdómslögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 60.000 krónur. Fram- angreindar fjárhæðir eru án virðisaukaskatts. Dómsorð: Ákærði, Jón Skúli Þórisson, sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur árum frá birt- ingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 1125 Ákærði greiði A vegna ólögráða dóttur hans, K, 150.000 krónur í miskabætur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 2. júní 1999 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Árna Grétars Finnssonar hæstaréttarlögmanns, 130.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns K, Þórdísar Bjarnadóttur héraðsdómslögmanns, 60.000 krónur. 1126 Fimmtudaginn 16. mars 2000. Nr. 446/1999. 'TB-tæknibúnaður ehf. (Hilmar Ingimundarson hrl.) gegn Kristjáni Sverrissyni (Valgarður Sigurðsson hrl.) Fasteignakaup. Riftun. Skaðabætur. Vanreifun. Frávísun frá héraðs- dómi að hluta. K og einkahlutafélagið T gerðu með sér samning um kaup þess síðar- nefnda á 1. og 2. hæð í austurhluta tiltekins húss. Fljótlega reis ágrein- ingur um skýringu samningsins og taldi hvor aðili hinn hafa vanefnt hann. Lýsti K yfir riftun samningsins og skoraði á T að rýma 2. hæð- ina, sem hann hafði fengið afhenta, en höfðaði síðan mál til riftunar kaupanna og heimtu skaðabóta. Að virtum ákvæðum kaupsamningsins um afmörkun hins selda, greiðslu kaupverðsins, yfirtöku veðskulda og útgáfu afsals þótti málið vanreifað um flest atriði, sem hvað mestu skiptu við mat á því hvor aðilanna hefði vanefnt skyldur sínar sam- kvæmt kaupsamningi þeirra. Var kröfu K um skaðabætur því sjálfkrafa vísað frá héraðsdómi. Þar sem K og T voru sammála um að kaupsamn- ingur þeirra væri fallinn niður var hins vegar staðfest ákvæði héraðs- dóms um staðfestingu á riftun hans. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 8. nóvember 1999. Hann krefst aðallega sýknu af kröfum stefnda, en til vara að fjárhæðin, sem honum var með héraðsdómi gert að greiða stefnda, verði lækkuð. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Svo sem greint er í héraðsdómi gerðu málsaðilar kaupsamning 10. febrúar 1997 um 1. og 2. hæð austurhluta hússins að Suðurlandsbraut 12 í Reykjavík. Skyldi stefndi afhenda áfrýjanda hið selda ekki síðar 1127 en fjórum mánuðum eftir undirritun samningsins, en áfrýjandi greiða kaupverðið, alls 28.000.000 krónur, eins og mælt var fyrir um í 4. gr. samningsins og nánar er lýst hér á eftir. Fljótlega reis ágreiningur um skýringu samningsins og taldi hvor aðili hinn hafa vanefnt hann. Stefndi lýsti yfir riftun samningsins 28. apríl 1998 og skoraði um leið á áfrýjanda að rýma húsnæðið. Sú áskorun var ítrekuð með bréfum 26. Júní og 1S. júlí sama árs. Í gögnum málsins liggur ekkert fyrir um við- brögð áfrýjanda við þessu. Stefndi höfðaði síðan mál þetta með stefnu 12. október 1998 til riftunar kaupanna, svo og til heimtu skaðabóta. Undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi kom fram að aðilarnir voru sammála um að kaupsamningur þeirra væri fallinn niður. Verður því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um kröfu stefnda um viðurkenn- ingu á riftun kaupanna. II. Stefndi krefst skaðabóta vegna tjóns, sem hann kveður áfrýjanda hafa bakað sér með vanefndum kaupsamnings þeirra. Óumdeilt sé að áfrýjandi hafi í raun ekki fengið umráð yfir 1. hæð hússins, en 2. hæð- ina hafi hann fengið afhenta strax í janúar 1997, áður en kaupsamning- urinn var gerður. Áfrýjandi hafi nýtt það húsnæði fram í september 1998 eða í 21 mánuð. Hann hafi ekki sinnt ítrekuðum áskorunum stefnda um að rýma hæðina og hafi stefnda því með ólögmætum hætti verið meinað að nýta eign sína. Stefndi geri því kröfu um bætur fyrir afnotamissi, sem svari til leigu fyrir húsnæðið, eins og nánar greinir í héraðsdómi. Þá kröfu reisir hann á því að áfrýjandi hafi vanefnt kaup- samning þeirra. Í munnlegri skýrslu fyrir héraðsdómi bar stefndi að hann hafi ásamt nafngreindum samstarfsmanni samið kaupsamning málsaðila. Mun enginn sérfróður maður hafa komið að því verki. Samkvæmt gögnum málsins var fasteignin Suðurlandsbraut 12, austurhluti, þinglýst eign Hannesar Gíslasonar þegar aðilarnir gerðu kaupsamning sinn. Í framlögðu þinglýsingarvottorði var þess þó getið að stefndi hefði þinglýst á eignina kauptilboði frá 30. október 1996. Af kaupsamningi málsaðila verður ráðið að við gerð hans hafi aust- urhluti hússins að Suðurlandsbraut 12 ásamt bakhúsi ekki verið greindur í afmarkaða eignarhluta, en þó verið „skráð eign fjögurra aðila“, eins og þar sagði. Var vísað til þess í samningnum að unnið 1128 væri að gerð eignarskiptasamnings, en ef ekki næðist samkomulag eigenda um hann „hyggst seljandinn leita til dómstóla um úrlausn og skuldbindur kaupandinn sig til að hlýta ákvörðun þeirra“. Í kaup- samningnum var hvorki vikið sérstaklega að eignarheimild seljand- ans né skýrt frekar hvernig tryggja ætti kaupandanum eignarrétt að þeim hluta hússins, sem aðilarnir virðast þó hafa verið sammála um hvernig afmarka ætti. Á þessi atriði hefur lítið sem ekkert verið varp- að ljósi undir rekstri málsins. Samkvæmt áðurnefndri 4. gr. kaupsamnings aðilanna átti áfrýjandi að greiða kaupverð í fyrsta lagi með „yfirtöku og útgáfu veðskulda- bréfa að höfuðstól kr. 15.000.000%, í öðru lagi með því að veita stefnda heimild til úttektar á vörum hjá sér að andvirði 1.000.000 krónur miðað við staðgreiðsluverð og í þriðja lagi með svokölluðum greiðslusamn- ingi, sem nánar var lýst í viðauka við kaupsamninginn, en með þeim hætti áttu að greiðast 12.000.000 krónur af kaupverðinu. Óumdeilt er í málinu að ekki hafi orðið af greiðslum samkvæmt þessu, ef frá er talin úttekt stefnda á vörum að andvirði 170.000 krónur. Í lokamálsgrein 4. gr. samningsins voru nánari ákvæði um þann hluta greiðslu áfrýjanda, sem fyrst var getið hér að framan, en hún hljóðaði svo: „Skuldabréf skv. lið a) eru eitt eða fleiri og bera 7.5% fasta vexti. Yfirtekin lán að upphæð kr. 12.000.000 greiðist með 100 jöfnum afborgunum (annuitet) á 3ja mánaða fresti. Fyrsti gjalddagi er 1. júní 1997. Bréfin bera vísi- tölu neysluverðs til verðtryggingar. Kaupandinn ber hækkun skuldar- innar skv. vísitölu frá kaupsamningsdegi og vexti frá afhendingardegi. Nýtt lán að upphæð kr. 3.000.000 greiðist með 24 jöfnum afborgunum (annuitet) á 3ja mánaða fresti. Fyrsti gjalddagi er |. ágúst 1997. Bréfin bera vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Kaupandinn ber hækkun skuldarinnar skv. vísitölu frá kaupsamningsdegi og vexti frá afhend- ingardegi.“ Samkvæmt þinglýsingarvottorði hvíldu við gerð kaup- samningsins tíu veðskuldir á fasteigninni Suðurlandsbraut 12, austur- hluta. Verður ekki annað séð en að fasteignin hafi staðið í heild að veði fyrir þessum skuldum, sem voru verðtryggðar og samtals að upphaf- legri fjárhæð 38.150.000 krónur. Ekki gat verið á valdi stefnda að ákveða svo bindandi væri fyrir veðhafa hvaða veðskuldir myndu í framtíðinni hvíla á eignarhlutanum, sem hann seldi áfrýjanda, eða hvaða skilmálar ættu að gilda um greiðslu þeirra. Skýringarnar í loka- málsgrein 4. gr. kaupsamningsins, sem greint er frá hér að framan, voru 1129 því með öllu haldlausar til að afmarka greiðsluskyldu áfrýjanda að þessu leyti. Hefur ekkert verið upplýst frekar undir rekstri málsins hvernig aðilarnir töldu að efna ætti þetta ákvæði samningsins. Í áður- nefndum viðauka við kaupsamninginn, sem varðaði greiðslu áfrýjanda með svonefndum greiðslusamningi, sagði eftirfarandi: „Stofnaður verður nýr viðskiptareikningur hjá Viðskiptanetinu hf. á nafn og kenni- tölu seljanda. Úttektarheimild að upphæð kr. 12.000.000 ... skal tryggð og lagðar skulu fram ábyrgðir sem seljandi samþykkir fyrir úttektinni. Fyrr mun seljandi ekki gefa út afsal til kaupanda.“ Engar viðhlítandi skýringar hafa komið fram um hvernig áfrýjandi hafi nánar átt að efna þessa skyldu. Eins og áður greinir hafði stefndi frest í fjóra mánuði frá gerð kaup- samningsins til að afhenda áfrýjanda hið selda. Samkvæmt 6. gr. samn- ingsins skyldi afsal gefið út þegar eignin hefði verið afhent, enda væru „öll ákvæði samningsins uppfyllt“. Engin ákvæði voru í kaupsamn- ingnum um gjalddaga greiðslna áfrýjanda. Af yfirtöku hans á veð- skuldum gat þó sýnilega ekkert orðið um óákveðinn tíma vegna þeirra atvika, sem áður greinir. Áfrýjandi staðhæfir að stefnda hafi alla tíð staðið til boða að nýta sér úttekt á vörum til greiðslu hluta kaupverðs og hefur því ekki verið hnekkt. Af þeim ummælum um þriðja hlutann í greiðslu áfrýjanda, sem fram komu í áður tilvitnuðum viðauka við kaupsamninginn, virðist sem greiðslufrestur hafi mátt vera allt þar til afsal yrði gefið út fyrir hinu selda. Aðilunum hefur ekki með málatil- búnaði sínum tekist að færa fram neinar haldbærar skýringar á því hvernig nánar eigi að skilja ákvæði kaupsamningsins um þessi atriði. Að gættu öllu því, sem að framan greinir, er mál þetta verulega van- reifað um flest atriði, sem hvað mestu skipta við mat á því hvor aðil- anna hafi vanefnt skyldur sínar samkvæmt kaupsamningi þeirra. Af þessum sökum verður að vísa sjálfkrafa frá héraðsdómi kröfu stefnda um skaðabætur. Rétt er að hvor aðili beri sinn málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um staðfestingu á riftun kaupsamnings málsaðila skal vera óraskað. 1130 Vísað er frá héraðsdómi kröfu stefnda, Kristjáns Sverrissonar, um skaðabætur úr hendi áfrýjanda, TB-tæknibúnaðar ehf. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 1999. Mál þetta, sem dómtekið var föstudaginn 3. september sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Kristjáni Sverrissyni, kt. 150663-2299, Kríuhólum 6, Reykjavík, með stefnu birtri 21. október 1998 á hendur TB-tæknibúnaði ehf., kt. 660893-2619, Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. 1. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefnda verði með aðfararhæfum dómi gert að þola riftun á kaupsamningi aðila, dags. 10. febrúar 1997, um fasteignina Suð- urlandsbraut 12, 1. og 2. hæð, austurhluta, Reykjavík. Jafnframt er þess krafist, að stefnda verði gert að greiða stefnanda skaðabætur vegna vanefnda sinna, að fjárhæð kr. 1.680.000, með dráttarvöxtum frá stefnubirtingardegi til greiðslu- dags. Frá þeirri fjárhæð dragist andvirði tölvu og prentara, samtals kr. 170.000. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Enn fremur er krafist virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Þá er þess krafist, að stefnanda verði heimilað að færa dráttarvexti upp á höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti, í fyrsta skipti 12 mánuðum eftir stefnubirtingardag, sbr. 12. gr. laga nr. 25/1987. Endanlegar dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Jafnframt er gerð krafa um, að stefnda verði dæmdur hæfi- legur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins, að teknu tilliti til virð- isaukaskatts. Il. Málsástæður stefnanda. Stefnandi kveðst hafa selt stefnda fasteign sína nr. 12 við Suðurlandsbraut, 1. og 2. hæð, austurhluta í Reykjavík, með kaupsamningi dagsettum hinn 10. febrúar 1997. Söluverð eignarinnar hafi verið ákveðið kr. 16.000.000 fyrir 1. hæð og kr. 12.000.000 fyrir 2. hæð, eða samtals kr. 28.000.000, sem skyldi greiðast með útgáfu veðskuldabréfa, að höfuðstól kr. 15.000.000, með úttektar- heimild hjá TB-tæknibúnaði, að upphæð kr. 1.000.000, og með greiðslusamn- ingi hjá Viðskiptanetinu hf., að fjárhæð kr. 12.000.000. Engar efndir hafi orðið á samningnum af hálfu stefnda, að undanskilinni afhendingu tölvu, að verðmæti kr. 120.000, og tölvuprentara, að verðmæti kr. 50.000. Stefndi hafi ekki gefið út nein skuldabréf og ekki gert greiðslusamning þann við Viðskiptanetið, sem samningurinn kvað á um. 1131 Vegna vanefndanna hafi stefnandi lýst yfir riftun kaupanna með bréfi, dags. 28. apríl 1998, sem birt hafi verið fyrir stefnda hinn 30. sama mánaðar. Riftunin hafi verið ítrekuð hinn 14. maí 1998. Með bréfi lögmanns stefnanda, dags. 26. júní 1998, hafi stefnda verið gefinn 7 daga frestur til að rýma húsnæðið. Í bréfi, dags. 15. júlí 1998, hafi lögmaður stefnanda hvatt stefnda til að samþykkja riftun kaupanna og afhenda lykla að húsnæðinu. Stefndi hafi ekki orðið við þessum tilmælum, og því sé málsókn til staðfestingar heimild stefnanda til riftunar kaup- anna nauðsynleg. Í samræmi við almennar reglur kröfuréttarins um skaðabætur innan samninga beri stefndi fulla ábyrgð á öllu því tjóni, sem vanefndir hans hafi í för með sér fyrir stefnanda. Stefndi hafi fengið 2. hæð hússins að Suðurlandsbraut 12 afhenta í janúarmánuði 1997 og hafi því nýtt það húsnæði í 21 mánuð. Hann hafi ekki sinnt ítrekuðum áskorunum stefnanda um að rýma húsið. Stefnandi hefur því með ólögmætum hætti verið meinað að nýta eign sína allan þennan tíma. Það sé því krafa stefnanda, að stefndi greiði honum bætur fyrir afnota- míssinn, sem samsvari eðlilegri leigu fyrir húsnæðið. Hæfilegt leigugjald fyrir 2. hæð hússins, sem sé um 220 fm að grunnfleti, sé kr. 80.000 á mánuði, og því væri leigugjaldið fyrir tímabilið allt kr. 1.680.000, og geri stefnandi því kröfu til þess, að stefndi bæti honum afnotamissinn með greiðslu þeirrar fjárhæðar. Í samræmi við ákvæði 57. gr. kaupalaga nr. 39/1922 áskilji stefnandi sér rétt til þess að halda greiddri innborgun, samtals að fjárhæð kr. 170.000, til tryggingar greiðslu skaðabótanna, og kveðst lýsa yfir skuldajöfnuði. Stefnandi byggir riftunarkröfu sína á ákvæðum 28. gr. kaupalaga nr. 93/1933 með lögjöfnun, sbr. almennar reglur kröfuréttarins um réttar efndir og afleið- ingar greiðsludráttar. Skaðabótakröfu sína byggir stefnandi á almennum reglum kröfuréttarins um skaðabætur af völdum réttarbrota innan samninga, sbr. 30., sbr. 24. gr. kaupa- laga nr. 93/1933. Vaxtakröfu sína styður stefnandi við HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 10. og 12. gr. Kröfur um málskostnað styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr., sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um réttarfar vísar stefnandi til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður stefnda. A. Kaupsamningurinn niður fallinn. Stefndi kveður ágreiningslaust, að kaupsamningur aðila sé niður fallinn. Orðalag samningsins sé afar óljóst, enda hafi hann hvorki verið saminn af fast- eignasala né lögfræðingi. Flest ákvæði samningsins séu svo óákveðin, að blekið hafi varla verið þornað, þegar spurningar tóku að rísa. 1132 Stefndi hafi lagt sig fram um að túlka kaupsamninginn þannig, að hann fengi raunhæfa merkingu, og að fá hann efndan, enda hafi hann haft mikilla hags- muna að gæta. Stefnandi hafi hins vegar þegar í stað látið undir höfuð leggjast að efna skyldur sínar samkvæmt samningnum. Stefndi haldi kaupsamningnum ekki til streitu í máli þessu, enda telji hann samninginn niður fallinn, bæði sakir þess hve efni hans hafi verið óljóst og vegna þess, að stefnandi hafi svo snemma látið hjá líða að efna hann og stefndi hafi ekki, af einurð, reynt að halda efni hans upp á stefnanda, þrátt fyrir vanefnd hins síðarnefnda. Mál þetta snúist því ekki um gildi samningsins, heldur um það, hver beri ábyrgð á því, að hann var ekki efndur, og um það, hvort annar aðila beri fébótaábyrgð af þeim sökum. Svo sem rakið verði hér á eftir undir II. F, snúist mál þetta um fébótaábyrgð, skuldajöfnuð og uppgjör milli málsaðila. B. Hvað var keypt með samningnum? Hinn keypti eignarhluti, |. og 2. hæð austurhluta Suðurlandsbrautar 12, hafi, á kaupsamningsdegi, aðeins verið hluti af fasteigninni Suðurlandsbraut 12, eins og henni hafi verið lýst í þágildandi eignaskiptasamningi, sbr. 1. gr. kaupsamn- ingsins. Hið keypta skyldi samkvæmt kaupsamningnum gert að sjálfstæðum eignarhluta með nýjum eignaskiptasamningi, sem ógerður hafi verið, þegar kaupsamningurinn var undirritaður. Enginn tímafrestur hafi verið settur seljanda til að afla nýs eignaskiptasamnings, þar sem hið selda væri sérgreint, og skuld- binding hans því afar óljós. Nýr eignaskiptasamningur hafi ekki komist á fyrr en sumarið 1998, þ.e. eftir að seljandi lýsti því yfir með bréfi, dags. 28. apríl 1998, að hann rifti kaupsamningnum einhliða, sbr. dskj. nr. 4. C. Meginefni vanefndar stefnanda. Hin selda fasteign skyldi afhendast „í núverandi ástandi“ eigi síðar en 4 mán- uðum frá undirskrift samningsins þann 10. febrúar 1997, sbr. 3. gr. kaupsamn- ingsins á dskj. nr. 3. Stefnandi hafi afhent stefnda tvö herbergi á 2. hæð, líklega 50 fermetra að flatarmáli, til að geyma vörur í, en ekkert annað. Stefndi hafi keypt hina seldu fasteign í því skyni að tryggja sér húsnæði á 1. hæð undir verslun sína. Nefndir 4 mánuðir afhendingarfrests hafi liðið, án þess að stefnandi léti honum eftir umráð yfir nema broti af hinni seldu eign. Hér hafi verið um verulega vanefnd að ræða, sem ein sér hafi verið nægileg ástæða til þess, að kaupandi rifti samningnum einhliða þegar sumarið 1997. Hann hafi þó ekki gert það, heldur haldið í lengstu lög í þá von, að seljandi myndi að lokum efna skuldbindingar sínar. Það hafi þó ekki gerst, heldur hafi seljandi rift samn- ingnum einhliða með bréfi, dags. 28. apríl 1998, og hafi nú höfðað mál þetta. Afhendingardráttur af hálfu stefnanda hafi vissulega verið veruleg vanefnd á 1133 kaupsamningnum, þegar sumarið 1997. Stefnandi hafi lofað framkvæmdastjóra stefnda í byrjun apríl 1997, að hann kæmi fasteignasölunni Laufási út úr hús- næðinu á 1. hæð Suðurlandsbrautar 12. Í byrjun apríl, líklega 3. apríl 1997, hafi stefnandi skrifað bréf til Magnúsar Axelssonar, eiganda fasteignasölunnar Lauf- áss, sem hafði haft 1. hæð eignarinnar á leigu, þar sem hann hafi lýst yfir eftir- farandi, sbr. dskj. nr. 9: „Hér með tilkynnist yður, að T.B. Tæknibúnaður hefur keypt 1. hæðina, sem þér eruð nú í að Suðurlandsbraut 12. T.B. tekur við eigninni þann |. apríl 1997. Vinsamlegast hafði samband við nýjan eiganda. Virðingarfyllst, Kristján Sverr- isson (sign).“ Sama dag hafi stefndi sent Magnúsi Axelssyni bréflega tilkynningu, dags. 3. apríl 1997, þar sem sagði svo, sbr. dskj. nr. 10: „Tilkynning um uppsögn á leiguhúsnæði. — Í framhaldi af tilkynningu um eigandaskipti á Suðurlandsbraut 12, tilkynnist yður að nýi húseigandinn ætlar að nota sjálfur þann eignarhluta, sem þér eruð í nú, undir rekstur sinn og fer ég þá þess á leit við yður að þér afhendið eiganda afnotin af húsnæðinu eins fljótt og þér getið. Reykjavík, 03.04.1997. Fh. TB Tæknibúnaðs Sigurður P. Hauks- son. Móttekið 03.04.1997. Mótt. m/fyrirvara í samræmi við ákvæði Húsaleigulaga um uppsagnarfrest. R. 3/4 “97 Magnús Axelsson (sign).“ Í framhaldi þessa hafi Magnús Axelsson komið með drög að samkomulagi, sem farið hafi verið fram á, að framkvæmdastjóri stefnda samþykkti, sbr. dskj. nr. 11. Magnús hafi þá vitað, að stefndi væri kominn í veruleg vandræði, af því að hann hafi verið kominn með rekstur sinn inn í nefnd tvö herbergi á 2. hæð hússins, og beri samkomulagsdrögin þess merki, að Magnús hafi talið sig vera í aðstöðu til að knýja stefnda til nauðungarsamkomulags. Framkvæmdastjóri stefnda hafi þá þegar tjáð stefnanda, hver viðbrögð Magn- úsar Axelssonar hefðu verið. Þegar stefnandi hafi séð, að stefndi kæmist ekki inn, sakir hindrana, sem Magnús Axelsson hafi lagt í götu hans, hafi hann hætt við afhendinguna. Í reynd hafi hann hætt við að afhenda eignina, þegar hann sá, að honum myndi ekki takast að koma Magnúsi út. Hafi hann þá tekið að bera fyrir sig, að stefndi hefði ekki staðið við samninginn. Eftir það hafi stefnandi ekki sýnt lit á því að segja upp leigutökum þeim, sem nýttu hinn selda eignar- hluta, heldur haldið áfram að innheimta húsaleigu hjá þeim, sbr. m.a. yfirlýsingu í bréfi til Magnúsar Axelssonar á dskj. nr. 12, eiganda fasteignasölunnar Lauf- áss, dags. 14. apríl 1997, um að kaupsamningnum yrði rift. Hann hafi jafnframt allan tímann haldið áfram að sýna húsnæðið öðrum hugsanlegum kaupendum, alveg eins og hann væri eigandi þess, sbr. hins vegar Hrd. 1988:1475 (kaupandi fasteignar er eigandi hennar). D. Hvernig skyldi kaupverðið greitt? 1134 Kaupverð nefnds hluta Suðurlandsbrautar 12 skyldi greiðast sem hér segir, sbr. 4. gr. kaupsamningsins: a) Með yfirtöku og útgáfu stefnda á veðskuldabréfum, að upphæð kr. 15.000.000. Ekki hafi, í samningnum, verið tekið fram, hvort veðbréf þessi skyldu vera með veðrétti í hinni seldu eign eða einhverri annarri eign. Stefndi haldi því fram, að talað hafi verið um, að hið selda skyldi veðsett fyrir skuldum þessum. Stefnandi hafi ekki komið með bréfin til stefnda, hvorki þegar útgefin hafi verið bréf með veði í eigninni, né heldur drög að veðskuldabréfum, er stefndi gæfi síðan út sem skuldari. Stefnda hafi því, sakir vanefnda/viðtöku- dráttar stefnanda, verið gert ókleift að yfirtaka eða undirgangast nefnda veð- skuld að fjárhæð kr. 15.000.000. Hluti af upphaflegum kaupsamningi hafi verið yfirlýsing, sbr. dskj. nr. 13, þar sem stefnandi hafi lýst yfir, að hann væri tilbúinn til að veita stefnda veð- leyfi fyrir allt að kr. 3.000.000 í austurhluta fasteignarinnar að Suðurlandsbraut 12, Reykjavík. Þegar framkvæmdastjóri stefnda hafi gengið eftir því, að veð- leyfið yrði veitt, hafi komið á daginn, að ekki hafi verið neitt veðrými laust. Annar hluti kaupsamningsins hafi verið yfirlýsing, dags. 10. febr. 1997, þar sem stefndi hafi lofað að selja og stefnandi lofað að kaupa hlut í stefnda, TB-tæknibúnaði, er næmi alls 25% hlutabréfaeignar fyrirtækisins, fyrir kr. 10.000.000. Á plagg þetta hafi stefnandi og framkvæmdastjóri stefnda sett upphafsstafi sína, sbr. dskj. nr. 14. b) Úttektarheimild hjá TB-tæknibúnaði að upphæð kr. 1.000.000, miðað við staðgreiðsluverð. Úttektarheimildin hafi allan tímann staðið stefnanda til boða, en hann hafi ekki nýtt sér hana nema að því leyti (sic í grg.). Það eina sem hann tók út, hafi verið tvær tölvur og prentari. Það hafi m.ö.o. ekki aðeins verið um afhendingardrátt stefnanda á kaupsamningnum að ræða, heldur og viðtökudrátt. c) Greiðslusamning að fjárhæð kr. 12.000.000 hjá Viðskiptanetinu hf. Sig- urður Pétur Hauksson, framkvæmdastjóri stefnda, hafi, ásamt stefnanda, gengið á fund framkvæmdastjóra Viðskiptanetsins hf., Arnars Karlssonar, áður en kaup- samningurinn var undirritaður. Þar hafi þeir fengið munnlega yfirlýsingu Arn- ars þess efnis, að umtöluð fyrirgreiðsla yrði veitt, þ.e. að skuldfært yrði út af Viðskiptanetinu til hans, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í viðauka A við kaupsamninginn hafi sagt svo: „Úttektarheimild að upphæð kr. 12.000.000 — tólf milljónir 00/100 — skal tryggð og lagðar skulu fram ábyrgðir sem seljandi samþykkir fyrir úttektinni. Fyrr mun seljandi ekki gefa út afsal til kaupanda.“ Ljóst sé af ákvæði þessu, að kaupandi hafi haft frest til að ganga frá nefndum greiðslusamningi, allt þar til afsal yrði gefið út til hans. Stefnandi hafi lofað að gefa út afsal fyrir hinu selda til stefnda, þegar eignin yrði afhent, enda væru öll 1135 ákvæði samningsins uppfyllt, sbr. 6. gr. samningsins. Af 3.-4. gr. og 6. gr. sé ljóst, að stefnanda hafi borið að afhenda eignina eigi síðar en 10. júní 1997 og þá, er hann væri búinn að því, hafi stefnda borið að leggja fram tryggingar fyrir nefndum greiðslusamningi. Að svo búnu skyldi stefnandi gefa út afsal. En þar eð stefnandi hafi ekki afhent eignina, hafi ekki heldur komið til þess, að stefndi legði fram nefndar tryggingar fyrir greiðslusamningi við Viðskiptanetið hf. Að þessu athuguðu megi vera ljóst, að málsókn stefnanda á hendur stefnda sé frá- leit. Honum hafi borið að afhenda stefnda hina keyptu eign, sem hann ekki hafi gert, alveg án tillits til þess, hvort búið hafi verið að útvega fyrirgreiðslu Við- skiptanetsins. Allt annað mál hafi verið, að stefnandi hafi getað neitað að gefa út afsal, allt þar til sú fyrirgreiðsla fengist. Upphaflega hafi Viðskiptanetið hf. komið til sögunnar í byrjun árs 1997 með þeim hætti, að það óskaði eftir, að stefndi seldi tölvur í gegnum það. Það eina, sem hafi freistað stefnda í því efni, hafi verið, að hann vantaði fasteign undir starfsemi sína. Þá hafi fulltrúi Viðskiptanetsins farið á fasteignasölur í leit að fasteign. Það hafi ekki gengið, en um líkt leyti hafi stefndi frétt, að stefnandi væri að reisa blokk í Grafarvogi, sem hafi verið fjármögnuð að verulegu leyti í gegnum Viðskiptanetið, og fyrirsvarsmenn netsins hafi talið sig geta náð samn- ingum við stefnanda um sölu á eign, sem hann hefði nýlega keypt, þ.e. nefnda 1. og 2. hæð Suðurlandsbrautar 12. Framkvæmdastjóri stefnda hafi, þegar í mars 1997, haft áhyggjur af því, að kaupsamningurinn væri alltof óljós. Hann hafi þess vegna leitað eftir því við stefnanda, að samningurinn yrði endursaminn hjá löggiltum fasteignasala. Hann hafi því gert drög að nýjum samningi, sbr. dskj. nr. 15. Umtalað hafi verið milli stefnanda og framkvæmdastjóra stefnda, að fengi stefndi ekki nefnda úttektar- heimild hjá Viðskiptanetinu hf., myndi stefnandi útvega sér slíka úttektarheim- ild hjá netinu. Einnig hafi verið umsamið, að stefnandi veitti Viðskiptanetinu veðrétt í hinni seldu fasteign fyrir úttektarheimildinni, þ.e. allt að 12 milljónum króna. Þegar framkvæmdastjóri stefnda hafi farið þess á leit þann 3. mars 1997 við Viðskipta- netið, að það veitti 12 milljóna króna fyrirgreiðslu gegn 12 milljóna króna veði í fasteigninni að Suðurlandsbraut 12, hafi Viðskiptanetið þó ekki reynst vilja veð í eigninni, af því að hún hafi verið fullveðsett, sbr. veðbókarvottorð á dskj. nr. 16. Þá hafi stefnandi sett á blað tölur um, hvernig nefndar 12 milljónir króna yrðu greiddar af stefnda, þ.e. við útborgun úttektarheimildar hjá Viðskiptanetinu hf. upp á kr. 3.000 (sic í grg.) sem hafi verið gild úttektarheimild stefnda hjá netinu, og síðan yrðu, gegnum Viðskiptanetið hf., greiddar þann 1. júní 1997 kr. 1.500.000; þann |. sept. 1997 kr. 1.500.000; þann 1. des. 1997 kr. 1.500.000; og loks 1. mars 1998 kr. 1.500.000 og þannig áfram til 1. sept. 1998, sbr. dskj. nr. 17. 1136 E. Fébótaábyrgð og skuldajöfnuður. Stefnandi hafi vanefnt kaupsamninginn frá 10. febrúar 1997 verulega með því að afhenda ekki |. hæð hússins við Suðurlandsbraut 12. Stefndi hafi hins vegar ekki vanefnt samninginn á neinn hátt. Þannig hafi stefnandi valdið stefnda miklu tjóni. Hið keypta taki bæði yfir 1. og 2. hæð hússins við Suðurlandsbraut 12 og skyldi afhendast eigi síðar en 4 mánuðum frá undirskrift samningsins, þ.e. eigi síðar en 10. júní 1997. Á 1. hæð hafi stefndi fyrirhugað að reka tölvuverslun sína, og kaupsamninginn hafi hann gert fyrst og fremst til að fá umráð yfir 1. hæð hússins. Þegar kaupsamningurinn var gerður, hafi stefnandi látið í það skína, að stefndi gæti fengið 1. hæðina strax, þar sem búið væri að koma Magnúsi Axels- syni/fasteignasölunni Laufási út. Skömmu síðar hafi stefnandi afhent stefnda bréf, þar sem hann hafi lýst yfir, að stefndi hefði þá þegar tekið við 1. hæð húss- ins, sbr. dskj. nr. 9. Efni þessa bréfs hafi hann tekið aftur nokkrum dögum síðar með öðru bréfi, þegar hann hafi séð, að hann gæti ekki staðið við efni þess, sbr. dskj. nr. 12. Tvö herbergi á 2. hæð, sem stefndi tók við, hafi aðeins átt að vera bráða- birgðageymslur í nokkra daga fyrir varning stefnda, en þau hafi líklega verið um 40-50 fermetrar. Annað húsnæði á 2. hæð hafi hann ekki tekið til afnota. Á þeirri forsendu, að stefnandi/stefndi stæði við orð sín, hafi stefndi gefið eftir leigusamning sinn á 1. hæð í hinum hluta Suðurlandsbrautar 12. Stefnandi hafi tjáð honum, að fasteignasalan Laufás hf., sem þá hafi verið leigutaki að hús- næðinu og sé enn, myndi fara úr því innan fárra daga, og þá myndi það losna. Laufás hafi þó ekki rýmt húsnæðið, og stefndi hafi orðið að flytja verslun sína á 2. hæð Suðurlandsbrautar 12 og reka hana þar í nokkra mánuði, sem hafi valdið honum miklu fjárhagstjóni, því að útilokað hafi verið að reka verslun á 2. hæð. Verslunin hafi verið á 2. hæð Suðurlandsbrautar 12 frá miðjum febrúar fram í maí 1997. Af þessari ástæðu hafi hann orðið að selja sjoppu, sem hann átti í Kópavogi (Jakann), og yfirdráttur á hlaupareikningi á þessum tíma hafi vaxið um tvær milljónir króna. Tapaðan söluhagnað áætli stefndi 20% af kr. 3.000 (sic í grg.) fyrir hvern mánuð 10. febrúar-mars-apríl-10. maí 1997, eða samtals kr. 1.800.000. Honum hafi þó tekist að bjarga fyrirtæki sínu með því að fá leiguhúsnæði að Suðurlandsbraut 6 í maí 1997. Stefndi hafi farið úr húsnæði við Suðurlandsbraut 12, þar sem hann greiddi um 40 þúsund krónur á mánuði, í húsnæði við Suðurlandsbraut 6, þar sem hann greiddi fyrst um 110 þúsund krónur á mánuði, sem síðan hafi hækkað upp í 145 þúsund krónur á mánuði. Hann hafi borgað um kr. 370.000 fyrir leigusamning- inn að Suðurlandsbraut 6. Og þar eð leigan þar hafi verið 70 þúsund krónum hærri á mánuði fram til 1. maí 1998, þ.e. eitt ár, hafi umframkostnaður hans af því verið 12 x 70.000, eða samtals kr. 840.000. Frá 1. maí 1998 til 1. nóvem- 1137 ber hafi umframkostnaðurinn verið kr. 105.000, eða samtals 6 x kr. 105.000 = kr. 630.000. Þegar allt sé saman talið, megi telja tjón stefnda af völdum athafna stefnanda kr. 1.800.000 = kr. 840.000 = kr. 630.000, eða samtals kr. 3.270.000. Í stefnu á dskj. nr. 1 segi, að stefnandi geri kröfu um skaðabætur að fjárhæð kr. 1.680.000. Bótakröfuna rökstyðji hann með því, að stefndi hafi fengið 2. hæð hússins, 220 fm, afhenta í janúar 1997 og síðan haft hana til afnota í 21 mánuð. Fyrir afnotin geri stefnandi stefnda leigu að fjárhæð kr. 80.000 á mánuði, eða samtals kr. 1.680.000, og reikni andvirði nefndra úttekinna tölva og prentara, samtals kr. 170.000, upp í þá kröfu. Skaðabótakröfu þessari hafni stefndi með vísan til þess, að hann hafi aðeins haft til afnota tvö herbergi á 2. hæð Suður- landsbrautar 12, sem hafi verið um 40-50 fermetrar. Sanngjörn leiga fyrir þau herbergi megi teljast kr. 30.000 á mánuði eða m.ö.o. leigan fyrir nefnt tímabil geti verið kr. 630.000. Sé þeirri leiguskuld skuldajafnað á móti skaðabótakröfu stefnda, skuldi stefnandi stefnda kr. 2.640.000. 111. Gertæki stefnanda. Stefnandi hafi beitt stefnda gertæki. Hann hafi m.a. brotið upp læsingar á nefndum geymsluherbergjum á 2. hæð að Suðurlandsbraut 12 og síðan skipt um læsingar. Hann hafi ekki tilkynnt stefnda, hvar varningur sá sé, sem hann geymdi þar. 11. Forsendur og niðurstaða. Ágreiningslaust er af hálfu stefnda, að kaupsamningur aðila sé fallinn niður, og er riftunarkafa stefnanda því staðfest. Samningur sá, sem krafa stefnanda byggist á, er að ýmsu leyti óskýr, m.a. varðandi gjalddaga og afhendingartíma, en stefnandi naut við gerð hans aðstoðar félaga síns, Kristins Más Þorsteinssonar verkfræðings. Þeirri fullyrðingu stefnanda hefur ekki verið mótmælt, að stefndi hefði að engu staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt kaupsamningi, þegar lýst var yfir riftun í apríl 1998, eða rúmum 14 mánuðum eftir undirritun hans, ef frá er talin greiðsla með tölvu og prentara, sem talin eru að verðmæti samtals kr. 170.000. Krafa stefnanda byggist á afnotum stefnda af húsnæðinu í 21 mánuð fyrir 2. hæð hússins, samtals 220 fermetra að grunnfleti, kr. 80.000 pr. mánuð, eða sam- tals kr. 1.680.000. Frá þeirri fjárhæð dragist kr. 170.000, andvirði tölvu og prent- ara. Leigufjárhæð sem slíkri hefur ekki verið mótmælt, né heldur afnotatíma, en því haldið fram, að stefndi hafi aldrei fengið 2. hæð til afnota að fullu, einungis um 50 fm eða 2 lítil herbergi. Þessari staðhæfingu hefur verið mótmælt af hálfu 1138 stefnanda og skýrði hann svo frá fyrir dómi, að stefndi hefði haft alla hæðina til afnota frá upphafi. Gögn málsins bera ekki með sér, að stefndi hafi gert athugasemdir vegna meintra vanefnda stefnanda eða afhendingardráttar á þess- ari hæð, og er þessi staðhæfing stefnda ósönnuð gegn andmælum stefnanda. Í kaupsamningi er kveðið á um, að afhending eignarinnar skuli fara fram eigi síðan en 4 mánuðum frá undirskrift samningsins. Ekki er í samningnum getið um, að hluti hins selda húsnæðis, þ.e. 1. hæð, hafi verið bundin leigumála, þegar samningurinn var gerður. Hins vegar verður að gera ráð fyrir því, að stefnda hafi mátt vera um það kunnugt, enda kemur fram í kaupsamningi, að eignin sé seld í sama ástandi og seljandi hafði skömmu áður keypt hana og sem kaupanda væri vel kunnugt um, en hann hafi haft aðsetur þar undangengin 3 ár. Þá liggja engin gögn fyrir í málinu, sem styðja hið gagnstæða, heldur bera þau þvert á móti með sér, að um það hafi verið samkomulag, að stefndi tæki við eigninni með þeirri kvöð, svo sem stefnandi fullyrti fyrir dómi við aðalmeðferð málsins. Stefndi kom ekki fyrir dóminn til skýrslugjafar, þrátt fyrir að hafa boðað það, þegar aðalmeðferð var ákveðin. Stefndi fjallar í málatilbúnaði sínum um meinta vanefnd stefnanda á gerð nýs eignaskiptasamnings, með vísan til ákvæða í kaupsamningi, en ekki verður séð, að bótakröfur hans séu að einhverju leyti byggðar á því atriði. Fullyrðingar stefnda um tapaðan söluhagnað, kr. 1.800.000 vegna meintra vanefnda stefnanda, eru ekki studdar gögnum og ósannaðar með öllu. Þá eru fullyrðingar stefnda um, að hann hafi þurft að fara úr húsnæði við Suðurlandsbraut 12 á Suðurlandsbraut 6 í kjölfar meintra vanefnda stefnanda, ekki studdar gögnum. Með hliðsjón af framansögðu verða kröfur stefnanda teknar til greina að öllu leyti, en bótakröfum stefnda til skuldajafnaðar er hafnað. Jafnframt ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 320.000, og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Staðfest er riftun á kaupsamningi aðila, dags. 10. febrúar 1997, um fasteignina Suðurlandsbraut 12, Reykjavík, 1. og 2. hæð, austurhluta. Stefndi, TB-tæknibúnaður ehf., greiði stefnanda, Kristjáni Sverrissyni, kr. 1.510.000, með dráttarvöxtum skv. II. kafla 1. nr. 25/1987 frá 21. októ- ber 1998 til greiðsludags og kr. 320.000 í málskostnað. 1139 Fimmtudaginn 16. mars 2000. Nr. 469/1999. — Gjörvi ehf. (Sigmundur Hannesson hrl.) gegn Stálsmiðjunni hf. (Ragnar H. Hall hrl.) Verksamningur. Aðild. G tók að sér umfangsmikla viðgerð á skipi í eigu V. Þar sem G hafði ekki yfir að ráða slipp aflaði hann tilboðs um slipptöku hjá S. S taldi sig hafa samið við G um verkið og krafði það um greiðslu þess, en G bar fyrir sig að kröfunni ætti að beina að V. Talið var að engum stoðum hefði verið skotið undir þá staðhæfingu að S hefði samþykkt að V kæmi í stað G í því samningssambandi, sem stofnað var til. Háttsemi G eftir að verkið hefði verið hafið hefði ennfremur gefið S tilefni til að treysta því að ekki væri ágreiningur um aðild hins fyrrnefnda að samningi um viðgerð skipsins. Var niðurstaða héraðsdóms um að fallast bæri á kröfur S staðfest. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 30. nóvember 1999 og krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að krafan verði lækkuð og málskostnaður felldur niður. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Í greinargerð áfrýjanda fyrir héraðsdómi var því lýst yfir að hann reki véla- og viðgerðarþjónustu í Reykjavík. Megi rekja aðdraganda málsins til þess að forsvarsmaður Vesturskips ehf. hafi beðið sig um að annast umfangsmikla viðgerð á fiskiskipi félagsins, sem hafi meðal annars falist í því að taka það í slipp. Þar sem áfrýjandi hafi ekki haft yfir slipp að ráða hafi hann orðið að fá tilboð um slipptöku hjá stefnda. Er meðal skjala málsins tilboð stefnda til áfrýjanda 18. júní 1998 um 1140 að taka skipið upp og sjósetja að nýju, svo og að vinna tilgreind verk við það, sem fólust einkum í botnþvotti, botnmálningu og öxuldrætti. Kveður stefndi fulltrúa áfrýjanda hafa samþykkt tilboðið munnlega, sem sé alvanalegt í þessari starfsemi. Hinn síðarnefndi mótmælir því að hafa samþykkt tilboðið. Segist hann hafa hætt við að taka að sér verk fyrir útgerðarmanninn og því beðið stefnda að gera tilboð í allt verkið. Hafi hann afhent tilboð stefnda útgerðarmanninum, sem hafi samþykkt það. Stefndi neitar hins vegar að hafa átt í nokkrum samn- ingaviðræðum við útgerðarmanninn, enda hefði ekki komið til álita að vinna verkið fyrir hann án fullkominna trygginga vegna bágrar fjár- hagsstöðu hins síðarnefnda, sem stefnda hafi verið kunnugt um. Il. Útgerðarmaður skipsins lét færa það til stefnda 4. júlí 1998 og var það síðan tekið í slipp. Í bréfi stefnda til áfrýjanda 7. sama mánaðar var vakin athygli á að í áðurnefndu tilboði hafi verið tekið fram að 25% tilboðsfjárhæðarinnar skyldi greitt í upphafi verks. Greiðslan hafi ekki enn borist og var óskað eftir að 450.000 krónur yrðu inntar af hendi samdægurs. Í niðurlagi bréfsins sagði: „Það skal skýrt tekið fram að Stálsmiðjan hf. lítur á Gjörva hf. sem verkkaupa.“ Stefnda barst greiðsla sömu fjárhæðar frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. tveim dögum síðar. Við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi kvaðst fyrirsvarsmaður áfrýjanda hafa sagt útgerðarmanninum hvað greiða bæri og hann hafi gengið frá því máli. Af hálfu áfrýjanda var ekki með öðrum hætti brugðist við bréfi stefnda. Svo sem áður er rakið beindi stefndi tilboði sínu að áfrýjanda. Hefur engum stoðum verið skotið undir þá staðhæfingu að stefndi hafi sam- þykkt að útgerðarmaðurinn kæmi í stað áfrýjanda í því samningssam- bandi, sem stofnað var til. Háttsemi áfrýjanda eftir að verkið var hafið gaf stefnda ennfremur tilefni til að treysta því að ekki væri ágreiningur um aðild hins fyrrnefnda að samningi um viðgerð skipsins. Að þessu virtu og að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður niðurstaða hans staðfest, enda er varakrafa áfrýjanda engum rökum studd. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæsta- rétti, eins og í dómsorði greinir. 1141 Dómsorð: Héraðsdómur skal vera Óraskaður. Áfrýjandi, Gjörvi ehf., greiði stefnda, Stálsmiðjunni hf. 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. nóvember 1999. Mál þetta, sem dómtekið var 19. október sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Stálsmiðjunni hf., kt. 620269-1079, Austurbakka v/Brunnarstíg, Reykjavík, á hendur Gjörva ehf., kt. 470581-0269, Grandagarði 18, Reykjavík, með stefnu sem birt var 13. apríl 1999. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 1.735.300 kr. með dráttarvöxtum skv. II. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. ágúst 1998 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda skv. gjaldskrá Lögmanna Mörkinni | sf. að fjárhæð 354.930 kr. og að auki þing- festingargjalds, 3.500 kr., eða samtals 358.430 kr. Dómkröfur stefnda eru aðallega þær að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Jafnframt verði stefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu skv. mati réttarins. Til vara er þess Krafist að stefnukröfur verði lækkaðar verulega og hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Stefnandi reisir kröfu sína á níu reikningum vegna viðgerða á Erni ÍS. Reikn- ingarnir eru allir dags. 24. júlí 1998 og eru samtals að fjárhæð 2.185.300 kr. Af hálfu stefnanda er tjáð að stefndi hafi greitt inn á skuld sína við stefnanda 4. ágúst 1998 eða áður en lögfræðilegar innheimtuaðgerðir hófust og hafi verið tekið tillit til þess í kröfugerð stefnanda. Af hálfu stefnda er málsatvikum lýst þannig: Stefndi, sem rekur m.a. véla- og viðgerðarverkstæði hér í borg, var til þess kvaddur af forsvarsmanni Vestur- skips ehf. „eiganda og útgerðaraðila Ernis BA, skipaskrárnr. 1410 (ex/áður Dag- rún ÍS) að annast umfangsmikla viðgerð á skipinu, sem fólst m.a. í því að taka varð skipið í slipp“. Stefndi hefði ekki haft yfir slipp að ráða og hafi hann orðið að fá tilboð í slipptökuna frá stefnanda. Síðar hafi komið í ljós að stefnda var ekki kleift vegna anna að taka að sér verkið, hafi hann þá boðist til þess að senda fyrirspurn til stefnanda um verðtilboð fyrir allt verkið. Og með tilboði 18. júní 1998 hafi stefnandi boðist til að taka að sér allt verkið. Stefndi hafi látið eig- anda skipsins fá tilboð stefnanda og síðan ekki haft frekari afskipti af málinu. Af hálfu stefnda er byggt á því að hann sé ekki réttur aðili að málinu, máls- atvik leiði ekki til þess að stefnandi eigi lögvarða kröfu á hendur stefnda til greiðslu þeirra reikninga sem hér um ræðir og vísar hann til 2. tl. 16. gr. laga 1142 nr. 91/1991 í því sambandi. Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnda um sýknu krefst hann þess að stefnukröfur verði verulega lækkaðar og að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Við flutning málsins var fullyrt af hálfu stefnanda að forráðamenn stefnanda hefðu ekki ætlað annað en stefndi væri samningsaðili Þeirra varðandi slipptöku skipsins Ernis BA. Staðhæft var að ekkert í gögnum málsins benti til annars. Af hálfu stefnanda, Stálsmiðjunnar hf., hefði aldrei verið fallist á að gera við skipið einungis á ábyrgð eiganda þess ef á það hefði reynt. Verkið hefði verið unnið að frumkvæði stefnda, í trausti þess að stefndi væri verkkaupandinn og bæri skyldu til að greiða stefnanda fyrir verkið. Og stefnda væri skylt að greiða stefn- anda umkrafða fjárhæð að fullu, hvorki rök né forsendur væru fyrir öðru. Lögmaður stefnanda benti sérstaklega á að í bréfi frá stefnanda til stefnda, dags. 7. júlí 1998 (dskj. nr. 16), sé tekið fram að stefnandi líti á stefnda sem verkkaupa. Taldi hann að stefndi hefði ekki hreyft tímanlega andmælum gegn þessu viðhorfi stefnanda og reyndar ekki tjáð stefnanda fyrr en viðgerðinni var lokið og skipið sett niður að honum bæri að leita til eiganda skipsins en ekki til stefnda um greiðslu fyrir verkið. At hálfu stefnda var ítrekað að stefndi hefði einungis haft milligöngu um það að skipið Ernir BA var tekið til viðgerðar af stefnanda. Forráðamenn stefnda hefðu hvorki formlega né á annan hátt samþykkt tilboð stefnanda, sem fram kemur á dskj. nr. 15, um viðgerð á skipinu, heldur aðeins framvísað tilboðinu til eiganda skipsins. Viðgerð skipsins hjá stefnanda hefði síðan farið fram án þess að forsvarsmenn stefnda hefðu afskipti af því verki. Ekkert hefði komið fram í málinu sem sýndi eða sannaði neitt annað. Eiríkur Brynjólfur Böðvarsson, forsvarsmaður Vesturskips ehf., en félagið var eigandi skipsins Ernis BA á þeim tíma sem hér um ræðir, kom fyrir réttinn. Hann kvaðst hafa leitað eftir því við verkefnastjóra Stálsmiðjunnar hf. að skipið yrði tekið í slipp á árinu 1998 og hafi það gerst með venjulegum hætti slíkra viðskipta. Fljótlega hafi hins vegar komið í ljós að stefnandi hafði ekki tíma til að vinna við skipið, skipið hafi verið fært úr slippnum og ágreiningur hafist milli hans og stefnanda meðan skipið lá í höfn án viðgerðar. Hann hafi síðan orðið að leita annað til að fá viðgerðum lokið enda hafi hann ekki fengið stefnanda til að taka skipið upp aftur. Hann sagði að Steinar Viggósson hafi verið tals- maður stefnanda í viðræðum við hann um viðgerðir stefnanda á skipinu. Kvaðst hann hafa greitt stefnanda 450.000 kr. (9. júlí 1998} vegna verksins, fjárhæðin hafi verið færð út af reikningi hans hjá Sjóvá. Ekki hafi þó verið um uppgjör á tjóni að ræða. Aðspurður kvað hann samkomulag sitt við stefnanda um viðgerðir skipsins vera fólgið í samþykki sínu á tilboði stefnanda sem stílað var á stefnda {dskj. nr.151. Steinar Viggósson, rekstrarstjóri hjá stefnanda, bar vitni í málinu. Hann sagði 1143 að haft hefði verið samband við sig frá Gjörva og þess óskað að gert yrði til- boð (um viðgerð) og umrætt skip yrði tekið í slipp. Þá hafi ekki verið ljóst á hvaða tíma þetta ætti að vera, en á þeim tíma sem tilboðið var gert hefði slipp- urinn verið laus til 12. eða 13. júlí. Engin spurning hafi verið um það að tilboð- inu var beint til Gjörva. Hann sagði að honum hefði borist símleiðis svar frá Gjörva um að gengið yrði að tilboðinu. Ekkert hefði komið fram annað en Gjörvi væri að taka tilboðinu í eigin nafni. Hann neitaði því að hafa samið við forsvarsmann eiganda skipsins, Eirík Brynjólf Böðvarsson, um viðgerðina. Hann sagði að enginn skriflegur samningur hefði verið gerður, samningurinn hafi falist í því að forsvarsmenn Gjörva hefðu tjáð honum að tilboðið væri ásætt- anlegt. Hann sagði að á þessum tíma hefðu staðið yfir viðræður milli stefnanda, Reykjavíkurhafnar og Gjörva um það að stefnandi tæki skip í slipp fyrir þá síð- arnefndu vegna viðskiptavina þeirra, sem þörf hefðu á slíkri aðstöðu. Ætlað hefði verið að stefnanda bæri að taka upp skip fyrir þá gegn eðlilegu gjaldi. Hefði hann ályktað að hér væri á ferðinni fyrsta verkefni stefnanda á þeim nótum. Þannig hafi hann gengið út frá því að stefndi væri verkkaupandi og bæri ábyrgð á greiðslu fyrir verkið. Á gúst Einarsson, sem var forstjóri stefnanda, Stálsmiðjunnar hf., á þeim tíma sem hér um ræðir, kom fyrir réttinn. Hann sagði m.a. að ástæðan fyrir því að hann tiltekur í bréfi sínu til stefnda |dskj. nr. 16}, dags. 7. júlí 1998, að stefn- andi líti á stefnda sem verkkaupa hafi verið sú, að forsvarsmenn stefnda höfðu haft samband við hann og reynt „að ýta ábyrgðinni af sínum öxlum yfir á útgerð skipsins“. Hann hafi ekki léð máls á því og raunar talið það fráleitt vegna þess að honum hafi verið kunnugt um að útgerðin stóð ekki traustum fótum fjárhags- lega. Einu ástæðuna fyrir því að skipið hafi verið tekið upp í slipp án tryggingar fyrir greiðslu sagði Ágúst vera þá staðreynd að stefndi var kaupandi verksins en ekki útgerðin. Helgi Eiríksson, stjórnarmaður stefnda, bar fyrir rétti að útgerðarmaður Ernis hafi leitað til þeirra varðandi viðhald á skipinu og spurt hvort stefndi hefði aðgang að slipp. Hann hafi tjáð honum að stefndi væri með samning við stefn- anda í þá veru. Stefndi hafi beðið stefnanda um tilboð í verkið með það í huga að stefndi ynni verkið, allt nema slipptökuna sjálfa. Tilboð stefnanda hafi bor- ist þeim en þá hefðu aðstæður verið þannig að stefndi hafði ekki lengur tök á að sinna þessu verkefni vegna anna svo að þeir hefðu tjáð Eiríki (Brynjólfi Böðvarssyni| að það væri best fyrir hann að taka tilboðinu. Síðan myndi stefndi sjá um verkefni varðandi viðgerð á skipinu sem ekki kæmu slipptökunni við. Vilhjálmur Óskarsson, stjórnarmaður stefnda, bar fyrir rétti að stefndi hefði ekki samþykkt tilboð stefnanda. Hann sagði að fyrirspurn stefnda til stefnanda hefði ekki alls kostar verið til að fá stefnanda til að vinna verkið, ætlunin hefði öllu heldur verið að fá verðmat stefnanda á verkinu. 1144 Niðurstaða. Fallast verður á það með stefnanda að tilboð hans, að taka skip það er hér um ræðir í slipp, botnþvo, botnmála og öxuldraga o.fl. svo sem segir í tilboð- inu, hafi einungis beinst að stefnda. Gegn mótmælum stefnanda verður ekki talið sannað að forráðamenn stefnanda hafi mátt vera það ljóst að Vesturskip ehf., eigandi og útgerðaraðili skipsins á þeim tíma, væri verkkaupandinn en ekki stefndi. Að vísu var tilboðið ekki formlega samþykkt af stefnda. En telja verður Jafngildi þess liggi í afhendingu forráðamanna stefnda á tilboðinu til eiganda skipsins án samráðs eða samþykkis stefnanda og færslu skipsins til viðgerðar á grundvelli tilboðsins án þess að sannanlega liggi fyrir að stefnanda hafi á þeim tíma mátt vera kunnugt um að stefndi ætlaði sér ekki að vera verkkaupandinn. Eins og málum var hér háttað mátti forráðamönnum stefnda vera það ljóst að þeim bæri milliliðalaust og tímanlega, áður en skipið var tekið til viðgerðar af stefnanda, að upplýsa stefnanda að stefndi væri ekki verkkaupandi skv. tilboð- inu heldur útgerðaraðili skipsins. Verður stefndi að bera hallann af því tómlæti. Engum tölulegum ágreiningi er í raun fyrir að fara í málinu og verður stefndi dæmdur til að greiða dómkröfur stefnanda eins og greint verður frá í dómsorði. Eftir þessum úrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda máls- kostnað sem hæfilegur þykir 300.000 krónur alls. Páll Þorsteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Gjörvi ehf., greiði stefnanda, Stálsmiðjunni hf., 1.735.300 krónur með dráttarvöxtum skv. Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. ágúst 1998 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 300.000 krónur alls í málskostnað. 1145 Fimmtudaginn 16. mars 2000. Nr. 436/1999. Tðntölvutækni ehf. (Hlöðver Kjartansson hdl.) gegn Fugli og fiski ehf. (Stefán Geir Þórisson hrl.) Verksamningur. Galli. Ómerkingu héraðsdóms hafnað. Einkahlutafélögin Í og F gerðu með sér samning um að F léti Í í té sérfræðiþjónustu við tölvukerfi. Skyldi Í greiða F mánaðarlega sem svaraði endurgjaldi fyrir vinnu í 25 klukkustundir, en um var að ræða vinnu, sem eigandi F, B, átti að láta af hendi. Í neitaði að greiða reikn- inga vegna tveggja mánaða og bar fyrir sig að um verksamning hefði verið að ræða, sem F hefði vanefnt. Ekki voru talin efni til að ómerkja héraðsdóm að kröfu 1. Þótt á það væri fallist að ýmis atriði í samn- ingssambandi aðilanna væru almennt ekki einkennandi fyrir verksamn- inga, var ekki talið að þau stæðu í vegi fyrir að byggt yrði á því í mál- inu að um slíkan samning hefði verið að ræða um þjónustu, sem F skyldi láta Í í té gegn föstu mánaðarlegu endurgjaldi. Að virtum gögnum málsins þótti við úrlausn þess verða að byggja á því að F hefði tekið að sér að vinna um óákveðinn tíma að hverju því sérfræðilega verki, sem Í kynni að fela honum, meðal annars við tiltekið tölvukerfi fyrir Á, sem Í hafði tekið að sér að gera. Í þótti hins vegar ekki geta gert F ábyrgan fyrir gæðum verksins, sem F lagði af mörkum við gerð tölvukerfisins, enda hafði ekki verið sýnt fram á að hann hefði tekið að sér að annast það verk einn á eigin ábyrgð. Var staðfest niðurstaða héraðsdómara um að fallast bæri á kröfur F, en Í hafði ekki sérstak- lega andmælt fjárhæð reikninganna. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. október 1999 að fengnu leyfi til áfrýjunar. Hann krefst aðallega ómerkingar héraðsdóms, en til vara sýknu af kröfu stefnda. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. 1146 Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Eins og nánar greinir í héraðsdómi gerðu málsaðilar samning seinni hluta árs 1997 um að stefndi léti áfrýjanda í té sérfræðiþjónustu við tölvukerfi. Stefndi kveður þjónustu þessa ekki hafa verið bundna við ákveðið verk eða tímabil. Hafi áfrýjanda borið samkvæmt samningnum að greiða sér mánaðarlega sem svaraði endurgjaldi fyrir vinnu í 25 klukkustundir, 4.000 krónur fyrir hverja, ásamt aksturskostnaði, en við báða þá liði skyldi bætast virðisaukaskattur. Hafi verið um að ræða vinnu, sem eigandi stefnda, Björn Helgason, átti að inna af hendi. Reikningar hafi verið gerðir þessu til samræmis í nafni stefnda fyrir september, október og nóvember 1997 og greiddir án athugasemda af hendi áfrýjanda. Hins vegar hafi hann neitað að greiða reikninga fyrir desember 1997 og janúar 1998, samtals að fjárhæð 310.267 krónur. Málið sé höfðað til heimtu skuldar samkvæmt þeim. Áfrýjandi kveður samning aðilanna hafa átt þann aðdraganda að Björn Helgason hafi sóst eftir verkefnum hjá sér sumarið 1997. Um þær mundir hafi Íslenska álfélagið hf. sent áfrýjanda gögn um útboð á gerð nánar tiltekins tölvukerfis. Hafi áfrýjandi látið Birni þessi gögn í té og leitað svara hans um hvort hann gæti ráðið við verkefnið. Því hafi Björn svarað játandi og talið sig ekki þurfa að vinna meira en sem svar- aði fjórum klukkustundum á dag til að ljúka verkefninu. Hafi þá verið samið um að áfrýjandi greiddi stefnda fyrir þetta 100.000 krónur á mánuði, en legði einnig til aðstöðu, tæki og hugbúnað til verksins og bæri jafnframt kostnað af ferðum Björns og fæði. Samkvæmt samn- ingi, sem áfrýjandi hafi gert við Íslenska álfélagið hf., hafi hann tekið að sér að gera umrætt tölvukerfi og ljúka verkinu 20. október 1997. Við það hafi stefndi engan veginn staðið og horfið frá verkinu óloknu í Janúar 1998. Að auki hafi vinnu stefnda í ýmsum atriðum verið áfátt og hún því lítið nýst fyrir áfrýjanda, sem hafi orðið að ljúka verkinu sjálfur. Áfrýjandi lítur svo á að verksamningur hafi komist á milli sín og stefnda um að sá síðarnefndi tæki að sér gerð tölvukerfisins. Þann samning hafi stefndi vanefnt, en greiðslur, sem hann hafi þegar fengið samkvæmt fyrrgreindum þremur reikningum, hafi numið hærri fjárhæð en verðmæti verks hans fyrir áfrýjanda. Krefst áfrýjandi á þessum grunni sýknu af kröfu stefnda. 1147 TH. Undir rekstri málsins í héraði neytti héraðsdómari heimildar sam- kvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að kveðja til setu í dómi tvo sérfróða meðdómsmenn. Í hinum áfrýjaða dómi var ekki fallist á með áfrýjanda að um lögskipti hans við stefnda ættu að gilda réttarreglur um verksamninga, en að því virtu var krafa stefnda að fullu tekin til greina. Vegna þeirrar niðurstöðu komu ekki til úrlausnar málsástæður áfrýjanda um annmarka á verki stefnda eða verðmæti þess fyrir hann, en um þau atriði hafði hann aflað matsgerðar dómkvadds manns og yfirmats. Með því að niðurstaða dómenda í hér- aði réðst á þennan hátt getur það ekki talist annmarki á hinum áfrýjaða dómi að sérfróðu meðdómsmennirnir hafi ekki tekið þar afstöðu til málsástæðna áfrýjanda, sem lutu að framangreindu. Eru því engin efni til að fallast á kröfu áfrýjanda um ómerkingu héraðsdóms af þessum sökum. Í héraðsdómsstefnu var því lýst að stefndi reisti kröfu sína á tveimur ógreiddum reikningum fyrir vinnu samkvæmt samkomulagi, sem hafi verið leyst af hendi í desember 1997 og janúar 1998. Þar var ekki vikið nánar að því hvort stefndi teldi samninginn að baki kröfu hans hafa verið um verk eða vinnu. Í greinargerð áfrýjanda fyrir héraðsdómi var því á hinn bóginn sérstaklega haldið fram að um hafi verið að ræða verksamning á milli aðilanna. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi tók stefndi í kjölfarið af tvímæli um að hann liti svo á að áfrýjandi hafi gert við sig vinnusamning. Þessi háttur á málatilbúnaði stefnda var ekki í slíkri andstöðu við 1. mgr. 80. gr. eða 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 að héraðsdómur hafi ekki mátt styðjast við umrædda máls- ástæðu hans vegna ákvæðis 2. mgr. 111. gr. sömu laga. Verður hinn áfrýjaði dómur því heldur ekki ómerktur að kröfu áfrýjanda af þessum sökum. HI. Eins og áður greinir tók stefndi að sér að veita áfrýjanda þjónustu, sem eigandi stefnda, Björn Helgason, virðist eftir gögnum málsins hafa leyst af hendi eingöngu með sinni eigin vinnu. Fyrir þessu voru áfrýjanda gerðir reikningar í nafni stefnda. Þegar af þeirri ástæðu að stefndi er persóna að lögum er ekki unnt að líta svo á að reikningar hans hafi verið reistir á vinnusamningi við áfrýjanda. Þótt fallast megi á með héraðsdómi að ýmis atriði í samningssambandi aðilanna séu 1148 almennt ekki einkennandi fyrir verksamninga, standa þau ekki í vegi fyrir að byggt verði á því í þessu máli að um slíkan samning hafi verið að ræða um þjónustu, sem stefndi skyldi láta áfrýjanda í té gegn föstu mánaðarlegu gjaldi. Verður þetta því lagt til grundvallar við úrlausn málsins. Stefndi heldur því fram sem áður segir að samningurinn um þjón- ustu, sem hann gerði við áfrýjanda, hafi ekki verið bundinn við vinnu að tilteknu verki. Gagnstætt þessu reisir áfrýjandi málatilbúnað sinn á því að samningurinn hafi eingöngu verið gerður til að fela stefnda að annast einum síns liðs að gera fyrrnefnt tölvukerfi, sem áfrýjandi hafði tekið að sér með samningi við Íslenska álfélagið hf. Í sambandi við þetta verður að líta til þess að stefndi hóf störf í þágu áfrýjanda í byrjun september 1997 eða um 50 dögum áður en þeim síðarnefnda bar að ljúka verki fyrir Íslenska álfélagið hf. Samkvæmt samningi aðilanna gat áfrýjandi ekki vænst þess að stefndi léti í té frekari störf við verkið á því tímabili en sem svaraði liðlega 40 klukkustundum. Óumdeilt er í málinu að áfrýjanda var kunnugt um að Björn Helgason hafði á þeim tíma, sem verkið hófst, enga reynslu af gerð tölvukerfis með þeim hug- búnaði, sem nýta átti í þessu tilviki. Í munnlegri skýrslu dómkvadds matsmanns fyrir héraðsdómi kom fram það álit hans að maður, sem væri vanur notkun þessa hugbúnaðar, hefði þurft á milli 500 og 550 klukkustunda vinnu til að ljúka gerð tölvukerfisins fyrir Íslenska álfé- lagið hf. Yfirmatsmaður kvaðst fyrir héraðsdómi telja vinnu við gerð kerfisins mundu hafa tekið vanan mann 350 til 400 klukkustundir. Samkvæmt greinargerð, sem áfrýjandi hefur lagt fram frá starfsmanni sínum um hvernig staðið var að gerð tölvukerfisins eftir að stefndi hvarf frá verkinu, var aðeins varið um 75 klukkustundum til eftirlits, viðhalds og lagfæringa á kerfinu eftir að það var afhent verkkaupa. Að þessu athuguðu standa líkindi mjög gegn því að aðilarnir hafi samið um að stefndi tæki einn að sér að gera tölvukerfið úr garði og hafa það tilbúið til afhendingar innan tilsetts tíma, en fyrir staðhæfingu þess efnis verður áfrýjandi samkvæmt þessu að bera sönnunarbyrði. Henni hefur hann ekki fullnægt. Fallast verður á það mat héraðsdóms að sannað sé með framburði starfsmanns áfrýjanda fyrir dómi að Björn Helgason hafi á verktíma sínum fyrir áfrýjanda sinnt fleiri verkefnum en gerð tölvukerfis fyrir Íslenska álfélagið hf. Verður því að leggja til grundvallar þá staðhæf- 1149 ingu stefnda að samningur aðilanna hafi ekki verið bundinn við það eitt að hann ynni að gerð þessa tölvukerfis. Samkvæmt öllu framangreindu verður við úrlausn málsins að byggja á því að með samningi aðilanna hafi stefndi tekið að sér að vinna um óákveðinn tíma að hverju því sérfræðilega verki, sem áfrýjandi kynni að fela honum, í allt að 25 klukkustundir á mánuði, meðal annars við gerð umrædds tölvukerfis fyrir Íslenska álfélagið hf. Með hliðsjón af áætlun dómkvaddra matsmanna um þá vinnu, sem hefði þurft að verja til síðastnefnda verksins, mátti áfrýjanda vera ljóst að útilokað væri með öllu að stefndi gæti einn síns liðs lokið því á þeim verktíma, sem áfrýjandi hafði bundið sig við. Áfrýjanda var eins og áður greinir kunn- ugt um að Björn Helgason hafði enga reynslu af gerð tölvukerfis af þeim toga, sem hér um ræðir. Áfrýjanda var og í lófa lagið að hafa nauðsynlegt eftirlit með verki stefnda, en því virðist í litlu sem engu hafa verið sinnt. Þegar allt þetta er virt getur áfrýjandi ekki gert stefnda ábyrgan fyrir gæðum verksins, sem sá síðarnefndi lagði af mörkum við gerð tölvukerfis fyrir Íslenska álfélagið hf. Þegar af þeirri ástæðu verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest, enda hefur áfrýjandi ekki sérstaklega andmælt fjárhæð reikninga stefnda. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Iðntölvutækni ehf., greiði stefnda, Fugli og fiski ehf., 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 5. júlí 1999. Mál þetta, sem dómtekið var 7. f.m., er höfðað með stefnu birtri 13. maí 1998. Stefnandi er Fugl og fiskur ehf., kt. 600688-1119, Smáraflöt 24, Garðabæ. Stefndi er Iðntölvutækni ehf., kt. 511289-1229, Reykjavíkurvegi 72, Hafnar- firði. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til greiðslu skuldar að fjárhæð 310.267 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 10. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 25/1987 af 157.759 krónum frá 1. febrúar 1998 til 1. mars sama árs, en af 1150 310.267 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst þess jafnframt að dráttarvextir leggist árlega við höfuðstól kröfunnar, í fyrsta sinn þann 1. febr- úar 1999. Þá krefst stefnandi málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostn- aðarreikningi. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. I. Mál þetta snýst um innheimtu á tveimur reikningum frá stefnanda, sem hann segir vera til komna vegna kaupa stefnda á sérfræðiþjónustu við tölvukerfi frá september 1997 til og með janúar 1998. Samkvæmt samningi aðila hafi mánað- arlegt endurgjald fyrir vinnu starfsmanns stefnanda í þágu stefnda átt að nema 100.000 krónum fyrir utan virðisaukaskatt. Hafi endurgjaldið verið miðað við 25 vinnustundir. Þá hafi stefndi að auki átt að greiða stefnanda aksturskostnað. Í samræmi við þennan samning hafi stefnandi gert stefnda fimm reikninga. Reikningar fyrir mánuðina september, október og nóvember 1997 hafi að fullu verið greiddir með samtals 465.400 krónum. Stefndi hafi hins vegar neitað að greiða reikninga fyrir desember 1997 og janúar 1998. Hefur stefnandi höfðað málið til heimtu þeirra. Nemur reikningur hans vegna desember 1997 157.759 krónum. Auk endurgjalds fyrir vinnu í þágu stefnda, 100.000 krónur, er stefndi með reikningi þessum krafinn um greiðslu aksturskostnaðar að fjárhæð 26.714 krónur og virðisaukaskatts, en hann nemur 31.045 krónum. Virðisaukaskattur samkvæmt reikningi fyrir janúar 1998 nemur 30.012 krónum, en aksturskostn- aður 22.496 krónum. Að viðbættri launakröfu nemur samtala þessa reiknings 152.508 krónum. Af hálfu stefnda er á því byggt, að aðilar málsins hafi gert verksamning sín á milli og krafa stefnanda sé til komin vegna hans. Fullnægjandi verkskil af hálfu stefnanda hafi hins vegar ekki farið fram. Eigi hann af þeim sökum ekki rétt til frekari greiðslu úr hendi stefnda. Af hálfu stefnanda er aftur á móti gengið út frá því, að vinna starfsmanns hans í þágu stefnda hafi grundvallast á vinnu- samningi. Aldrei hafi verið um það samið að stefnandi sinnti ákveðnu verki fyrir stefnda. Mál hafi þó þróast á þann veg, að starfsmaður stefnanda, sem hafði þjónustu við stefnda með höndum, hafi aðallega unnið að einu verkefni á starfs- tíma sínum hjá stefnda. TI. Samkvæmt því sem fram er komið í málinu var í ágúst 1997 efnt til útboðs af hálfu Íslenska álfélagsins hf. (ÍSAL) um gerð hugbúnaðar fyrir mengunar- mælingar í þurrhreinsistöðvum í verksmiðju félagsins í Straumsvík. Skyldi verkið vera í því fólgið að hanna, forrita og setja upp tölvukerfi á rannsókna- 1151 stofu ÍSAL, sem tæki við mælingum á magni mengunarefna í útblæstri frá þremur strompum þurrhreinsistöðva verksmiðjunnar. Að auki átti kerfið að lesa gildi frá loftvog og sækja upplýsingar um framleiðslu með því að tengjast fram- leiðslukerfi ISAL. Átti kerfið að framkvæma ýmsa útreikninga, birta niður- stöður á skjá, ýmist með línuritum eða tölum, gefa aðvörun og skrá mæligildi í gagnagrunn. Skilyrt var að kerfið yrði byggt á svokölluðu InTouch kerfi frá fyr- irtækinu Wonderware. Stefndi bauð í verkið ásamt tveimur öðrum. Nam tilboð stefnda 960.000 krónum án virðisaukaskatts, en tilboð annarra tilboðsgjafa voru umtalsvert hærri. Var samið við stefnda á grundvelli tilboðs hans. Starfsmaður stefnanda, Björn Helgason, sem jafnframt er fyrirsvarsmaður félagsins, kom til starfa hjá stefnda um svipað leyti og framangreindur verk- samningur á milli stefnda og ISAL var gerður. Er á því byggt af hálfu stefnda að stefnandi hafi tekið að sér að vinna verkið og að Björn skyldi hafa það með höndum. Skriflegur samningur þar um hafi ekki verið gerður. Þjónusta sú, sem stefnandi bauð fram og samningur aðila tók til, hafi hins vegar engum árangri skilað. Geti stefnandi í ljósi þessa ekki undir nokkrum kringumstæðum átt rétt til þeirrar greiðslu úr hendi stefnda sem hér er gerð krafa um. Þá leggur stefndi áherslu á, að stefnandi hafi ekki sinnt öðrum verkum fyrir stefnda en því sem hér um ræðir. Að beiðni stefnda hefur verið aflað matsgerða vegna vinnu starfsmanns stefn- anda við uppsetningu þess tölvukerfis hjá ISAL, sem vísað er til hér að framan. Var undirmatsgerð í höndum Júlíusar Karlssonar verkfræðings, en yfirmatsgerð var unnin af Birgi Sigurþórssyni rafeindatæknifræðingi og Jóni Birni Bragasyni rafmagnstæknifræðingi. I. Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi lýsti Björn Helgason tildrögum þess að hann hóf störf hjá stefnda. Kvaðst hann hafa rætt við fyrirsvarsmann félagsins eftir samtal við einn af starfsmönnum þess og komist að raun um að á vegum stefnda væri unnið að verkefnum sem áhugavert gæti verið fyrir hann að kynnast. Hann hafi þó tekið það skýrlega fram, að hann hefði litla sem enga þekkingu á InTouch og rauntímaforritun, sem stefndi hafi aðallega unnið með á þessum tíma. Stefndi hafi um þetta leyti verið að semja við ÍSAL um gerð þess hugbún- aðar fyrir mengunarmælingar, sem lýst er hér að framan. Í því verki hafi meðal annars verið gert ráð fyrir tengingum við Oracle-gagnagrunn, en Björn hafi þekkingu og reynslu á því sviði hugbúnaðargerðar. Stefndi hafi hins vegar ekki komið að slíku verki áður. Því hafi verið ljóst að Björn gæti orðið stefnda að liði við vinnslu þessa verkefnis. Hafi orðið að samkomulagi að Björn kæmi til starfa hjá stefnda. Hafi verið samið um lágt mánaðarlegt endurgjald til stefn- anda, 100.000 krónur, sem stefndi myndi greiða á meðan Björn væri að kynn- 1152 ast þeim tölvubúnaði sem aðallega var unnið með hjá stefnda og þeim verk- efnum sem fyrir lágu. Við það hafi verið miðað að mánaðarlegt vinnuframlag Björns næmi 25 vinnustundum. Utan þess tíma myndi hann hafa aðgang að tölvubúnaði stefnda og bókum og öðru sem varðaði hann. Fram kom hjá Birni að hann hefði unnið að framangreindu verki ásamt einum af starfsmönnum stefnda. Hafi hann varið mestum tíma í það verk á meðan hann vann hjá stefnda, en vinna hans þar hafi hins vegar ekki verið einskorðuð við það. IV. Í skriflegri aðilaskýrslu fyrirsvarsmanns stefnda, Guðvarðar B. Péturssonar, er því haldið fram, að hann hafi afhent Birni Helgasyni útboðsgögn vegna fram- angreindrar hugbúnaðargerðar fyrir ISAL. Hafi Björn yfirfarið gögnin og aðspurður lýst því yfir að myndi ráða við verkið. Þá hafi hann sagt að hann Þyrfti ekki að verja nema fjórum klukkustundum í verkið á degi hverjum. Í kjöl- far þessa hafi verið samið við Björn um mánaðarlegt endurgjald til hans, 100.000 krónur, en að auki hafi stefndi átt að leggja honum til aðstöðu, tæki og hugbúnað. Þá skyldi stefndi greiða allan kostnað, svo sem kostnað vegna ferða og fæðis. Fyrir dómi kvaðst Guðvarður hafa reiknað með því, þá er hann samdi við stefnanda, að verklok samkvæmt útboðsgögnum og síðar verksamningi myndu dragast eitthvað og að allt eins mætti búast við því að ekki tækist að ljúka verkinu að fullu fyrr en í lok desember. Afrakstur af vinnu stefnanda hafi reynst algerlega óviðunandi. Þegar það hafi komið í ljós hafi stefndi ákveðið að draga það að greiða reikning stefnanda fyrir desember 1997 í því skyni að knýja hann til úrbóta. Því hafi stefnandi í engu sinnt og horfið frá verkinu ókláruðu. Hafi stefndi orðið að vinna verkið svo að segja frá grunni, enda hafi vinna stefn- anda ekki nýst honum sökum vöntunar á skýringartextum. V. Svo sem fram er komið er engum skriflegum samningi til að dreifa um það samningssamband aðila, sem stofnað var til í ágúst/september 1997. Þarf í ljósi ágreinings málsaðila að taka afstöðu til þess, hvort um verksamning hafi verið að ræða. Samkvæmt almennri skilgreiningu samningaréttar er með hugtakinu verk- samningur átt við samning, þar sem annar samningsaðilinn, verktaki, tekur að sér gegn endurgjaldi að sjá um framkvæmd tiltekins verks, þannig að hann ábyrgist gagnaðila sínum, verkkaupa, tiltekinn árangur verksins. Samningur sá, sem hér er til umfjöllunar, var gerður á milli tveggja lögaðila. Komst hann á um svipað leyti og stefndi gerði samning við Íslenska álfélagið hf. um verk það, sem starfsmaður stefnanda, Björn Helgason, vann að á því tímabili sem reikningsgerð stefnanda á hendur stefnda tekur til. Þá er virðis- 1153 aukaskatti bætt við það mánaðarlega endurgjald, sem stefnandi segir að honum hafi borið vegna vinnu Björns hjá stefnda, og ekki liggur fyrir að það hafi sætt skerðingu með frádrætti vegna iðgjalda til lífeyrissjóðs eða staðgreiðslu opin- berra gjalda. Ekki var heldur til þess ætlast svo séð verði, að stefndi stæði skil á framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs vegna Björns eða bæri skylda til að greiða vegna hans opinber gjöld, sem tengjast launagreiðslum. Verður helst af þessu ráðið, að verksamningur hafi legið til grundvallar þjónustu stefnanda í þágu stefnda, svo sem stefndi heldur fram. Á móti kemur, að staðhæfing stefnda um tilvist verksamnings, sem legði ríkar skyldur á stefnanda, styðst hvorki við skrifleg gögn né vætti vitna. Verður stefndi að bera hallann af þeim skorti á sönnun, sem í þessu felst. Þar við bætist að í málatilbúnaði stefnda er í engu vikið að því hvert hafi átt að vera heildarendurgjald til stefnanda fyrir verkið og verklok eru ekki skýrlega tilgreind þar. Ekki verður heldur séð að stefndi hafi leitað samþykkis verkkaupa fyrir því að stefnandi kæmi að verkinu sem undir- verktaki, en í almennum skilmálum um útboð og verksamninga vegna gagna- vinnslukerfa, ÍST 32, er ráð fyrir því gert að verktaki þurfi að samþykkja und- irverktaka og hvers konar skuldskeytingu af hálfu verktaka. Að auki er til þess að líta, að með þeim reikningum, sem stefnandi hefur þegar fengið greidda, var stefndi með sama hætti og nú krafinn um greiðslu tímakaups. Þá lagði stefndi til allan þann búnað sem Björn notaðist við í störfum sínum hjá stefnda á umræddu tímabili, vinnu sína innti hann af hendi á starfsstöð stefnda eða á athafnasvæði ÍSAL og við gerð umrædds hugbúnaðar starfaði hann með starfs- manni stefnda. Loks verður af framburði vitnisins Stefáns Braga Þorsteinssonar ráðið, en vitnið er starfsmaður stefnda, að Björn hafi, svo sem hann hefur stað- hæft, unnið að öðrum verkefnum hjá stefnda en því sem verksamningur stefnda og ÍSAL tók til. Þegar framangreint er virt liggur ekki fyrir sönnun þess, að stefnandi hafi tekið að sér gagnvart stefnda að vinna framangreint verk sem undirverktaki hans. Þá er með sama hætti ósannað að stefnandi hafi með verksamningi tekið að sér að annast ákveðna þætti verksins. Fær þessi niðurstaða stoð í H.1994.1743, H.1997.2047, H.1997.2128 og dómi Hæstaréttar frá 6. maí 1999 í málinu nr. 286/1998. Samkvæmt þessu studdust umrædd lögskipti aðila ekki við verksamning. Er málið leitt til lykta á þeim grundvelli að samningur aðila hafi falið það eitt í sér, að stefnandi léti stefnda í té sérfræðiþjónustu gegn umsömdu mánaðarlegu endurgjaldi, svo sem stefnandi heldur fram. Af hálfu stefnda hefur því ekki verið haldið fram, að samningssambandi aðila hafi lokið fyrir 1. febrúar 1998. Þá hefur stefndi ekki sýnt fram á atvik, sem leitt gætu til þess að skylda hans til greiðslu umsamins mánaðarlegs endurgjalds félli niður af öðrum ástæðum. Með vísan til framburðar fyrirsvarsmanns stefnda hér fyrir dómi um efni þess 1154 samnings sem tókst með aðilum og fyrirvaralausrar greiðslu stefnda á reikn- ingum stefnanda vegna fyrri tímabila, verður ekki á það fallist með stefnda, að honum beri ekki skylda til að greiða stefnanda aksturspeninga. Samkvæmt öllu framansögðu ber að hafna sýknukröfu stefnda og taka til greina þá kröfu stefnanda, að stefnda verði gert að greiða honum 310.267 krónur ásamt dráttarvöxtum, svo sem krafist er. Eftir þessum málsúrslitum og með vísan til |. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 250.000 krónur. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdóms- mönnunum Eymundi Sigurðssyni rafmagnsverkfræðingi og Guðna B. Guðna- syni tölvunarfræðingi. Dómsorð: Stefndi, Iöntölvutækni ehf., greiði stefnanda, Fugli og fiski ehf., 310.267 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 157.759 krónum frá 1. febrúar 1998 til 1. mars sama árs, en af 310.267 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 250.000 krónur í málskostnað. 1155 Fimmtudaginn 16. mars 2000. Nr. 323/1999. Kristján Harðarson (Valgeir Kristinsson hrl.) gegn Sigrúnu Jónsdóttur (Valgarður Sigurðsson hrl.) Fasteign. Galli. Afsláttur. Kyrrsetning. S keypti járnklætt timburhús, byggt árið 1927, af K haustið 1996. Sum- arið 1997 kom í ljós að eignin var haldin stórfelldum galla, þar sem veggjatítla hafði hreiðrað um sig í innviðum hússins og valdið skemmdum á þeim, einkum í ofanverðu húsinu. Hafði S þá lagt í mik- inn kostnað við endurbætur og breytingar á húsinu. Að mati dóm- kvaddra manna í desember 1997 mátti ætla að kostnaður af viðgerð á húsinu og útrýmingu bjöllunnar næmi meira en þriðjungi af umsömdu kaupverði fasteignarinnar. Að ákvörðun S var húsið flutt í burtu nokkru síðar og brennt undir eftirliti yfirvalda, en nýtt timburhús reist á hinum steinsteypta kjallara. Naut S fjárstuðnings frá opinberum aðilum og almenningi við þá framkvæmd. Talið var að eignin hefði verið haldin stórfelldum galla þegar kaup aðila fóru fram og að umfang hans mætti að líkindum rekja til þess að miklu leyti að ris hússins var óeinangrað og þakið ekki vel þétt, þannig að kjöraðstæður hefðu verið fyrir tímgun bjöllunnar. Eignin var ekki seld með fyrirvara um raka frá þakinu og ekki var talið að S yrði sökuð um brest á skoðun við kaupin. Lagt var til grundvallar að ekki yrði fullyrt að K hefði mátt vita af tilvist bjöll- unnar í húsinu og voru því ekki talin skilyrði til að dæma S skaðabætur vegna kaupanna. Hins vegar var fallist á niðurstöðu héraðsdóms um að S ætti rétt til afsláttar að tiltölu úr hendi K, þar sem eignin hafi verið haldin leyndum galla. Var K dæmdur til að greiða S afslátt frá kaupverði fasteignarinnar. Ekki var talið að fyrir hendi hefðu verið lögmælt skilyrði til kyrrsetningar á eignum K vegna kröfu S í mars 1998 og var kyrrsetningin metin ógild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. 1156 Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 11. ágúst 1999. Hann krefst þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi eða vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Til vara krefst hann sýknu af öllum kröfum stefndu, en til þrautavara þess, að fjárkröfur hennar verði lækkaðar og kyrrsetning þeirra vegna hinn 3. mars 1998 á tilteknum eignum sínum felld úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar á héraðsdómi og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi hefur lagt nokkur ný gögn fyrir Hæstarétt. Meðal þeirra er matsgerð verkfræðinganna Ásmundar Ingvarssonar og Stefáns Ing- ólfssonar 13. desember 1999 um tiltekin verðmæti varðandi húseign- ina Langeyrarveg 9 í Hafnarfirði, þ.e. aðallega verðmæti lóðar hússins og hins steinsteypta grunns að því, verðmæti hússins, sem stefnda fjar- lægði af grunninum, miðað við uppsetningu á öðrum stað, kostnað við að reisa nýtt sambærilegt hús á lóðinni og verðmæti þess í samanburði við fyrra húsið, og um fjárhagslegt tjón stefndu í ljósi þessara verð- mæta og að teknu tilliti til styrkja þeirra og framlaga, sem hún hafi fengið frá opinberum aðilum og öðrum vegna hinna umdeildu skemmda á húsinu. Voru matsmenn þessir dómkvaddir til starfans að beiðni áfrýjanda, og hafa þeir staðfest mat sitt fyrir héraðsdómi. Einnig hefur hann lagt fram bréfaskipti sín í febrúar 2000 við Ásmund Páls- son, meindýraeyði í Vestmannaeyjum, svo og staðfestingu Sparisjóðs Hafnarfjarðar 11. þess mánaðar á heildarupphæð fjárframlaga, sem safnað var meðal almennings í þágu stefndu á árinu 1999. Þá hefur hann til hliðsjónar lagt fram matsgerð Gísla Más Gíslasonar líffræð- ings 10. janúar 2000 um það álitaefni, hvort veggjatítla hafi verið fyrir í húsinu þegar áfrýjandi eignaðist það haustið 1989 og hvenær ætla megi, að hún hafi borist í húsið. Stefnda hefur lagt fram bréf Gunnars Aðalsteinssonar héraðsdómara 16. febrúar 2000, þar sem staðfest er, að dómarinn hafi gert áfrýjanda og lögmanni hans í héraði viðvart símleiðis um vettvangsgöngu á eign- ina, sem farin var í desember 1999. Segir í bréfinu, að lögmaðurinn hafi ekki talið ástæðu til að mæta við gönguna. Þá hefur stefnda lagt fram verk- og kaupsamning frá október 1999 um endurbyggingu húss að Langeyrarvegi 9 og samantekt um kostnað við þá framkvæmd ásamt 1157 útlögðum kostnaði við endurbætur á hinu fyrra húsi og í sambandi við förgun þess. Einnig hefur hún lagt fram nokkrar ljósmyndir, sem teknar voru í húsinu meðan brottnám þess stóð yfir, en þeim fylgja ekki sér- stakar skýringar. I. Mál þetta varðar kaup milli áfrýjanda og stefndu um húseignina Langeyrarveg 9 í Hafnarfirði, sem gerð voru með kaupsamningi 19. ágúst 1996, og er atvikum lýst í hinum áfrýjaða dómi. Húseign þessi var járnklætt timburhús, byggt á árinu 1927, með íbúðarrými á hæð og í steinsteyptum kjallara og með óeinangruðu risi, er notað var sem geymslurými. Í ljós kom sumarið 1997 að hún var haldin stórfelldum galla, þar sem veggjatítla hafði hreiðrað um sig í bitum og borðum í ofanverðu húsinu og valdið skemmdum á trévirki þess. Urðu stefnda og eiginmaður hennar vör við þetta, þegar þau tóku til við fram- kvæmdir í risinu, en áður höfðu þau lagt í umtalsverðan kostnað við endurbætur og breytingar annars staðar í húsinu. Við höfðun málsins í mars 1998 gerði stefnda aðallega kröfu um riftun kaupanna við áfrýjanda og endurgreiðslu á kaupverði eignarinnar umfram yfirteknar áhvílandi veðskuldir, 4.631.717 krónum, ásamt endurgreiðslu á kostnaði við framkvæmdir á eigninni eftir kaupin, 1.582.000 krónum, og útlögðum gjöldum vegna kaupanna, 124.000 krónum. Nam umkrafin fjárhæð alls 6.337.717 krónum. Til vara krafð- ist stefnda skaðabóta og/eða afsláttar úr hendi áfrýjanda vegna galla á eigninni. Var krafan að fjárhæð 3.210.000 krónur og miðuð við niður- stöður matsgerðar Vilhjálms Þorlákssonar verkfræðings og Björns Björnssonar húsasmíðameistara frá desember 1997, en þeir voru dóm- kvaddir að beiðni hennar til að meta útbreiðslu veggjatítlu í húsinu og möguleika á að útrýma bjöllunni þaðan ásamt kostnaði við aðgerðir í því skyni og úrbætur til að koma húsinu í samt lag. Veturinn 1998-1999 ákváðu stefnda og eiginmaður hennar hins vegar að flytja húsið af grunni og farga því, en byggja nýtt timbureiningahús ofan á kjallar- anum. Gerðu þau þetta með tilliti til þess, hve víða bjallan hefði hreiðrað um sig, og til þeirra kosta á fjárstuðningi af opinberri hálfu, sem völ væri á til að leysa vandann af vist hennar í húsinu. Varð raunin sú, að þeim voru veittir styrkir frá Hafnarfjarðarbæ og Bjargráðasjóði til að standa undir þessum framkvæmdum, auk þess sem Hafnarfjarð- 1158 arbær aðstoðaði þau við útvegun leiguhúsnæðis meðan á þeim stóð. Einnig gengust aðstandendur hjónanna fyrir fjársöfnun meðal almenn- ings málinu til stuðnings. Í samræmi við umrædda ákvörðun féll stefnda frá aðalkröfu sinni í stefnu við aðalmeðferð málsins í aprílmánuði 1999, þannig að vara- krafan ein stóð eftir án breytinga að undirstöðu til. Hafði húsið þá verið flutt burtu og brennt undir eftirliti yfirvalda, hinn 6. mars 1999, en áður höfðu dómendur í héraði gengið á vettvang, sem fyrr getur. Þessi breyt- ing á kröfugerð sætti ekki andmælum af hálfu áfrýjanda, og af héraðs- dómi verður ráðið, að dómendur hafi talið óþarft hans vegna að fjalla um hana sérstaklega. I. Kröfu sína um ómerkingu hins áfrýjaða dóms reisir áfrýjandi einkum á því, að með áðurnefndri ákvörðun sinni og eftirfarandi aðgerðum hafi stefnda raskað grundvelli málsins í svo verulegum mæli, að dómendum í héraði hafi borið að vísa því frá. Jafnframt hafi þær breytingar á aðstöðu stefndu til að bæta úr tjóni sínu, sem aðgerð- irnar höfðu í för með sér, ekki verið reifaðar af hennar hálfu með við- hlítandi hætti, auk þess sem stefnda hafi með förgun hússins svipt áfrýjanda færi á að skýra málstað sinn með frekari rannsókn á ástandi þess. Ennfremur vísar áfrýjandi til þess, að vettvangsganga dómenda hafi verið farin án þess að hann eða fulltrúar hans væru viðstaddir, en ummæli í héraðsdómi gefi til kynna, að skoðun dómenda á húsinu hafi ráðið miklu um niðurstöðu þeirra. Á það er fallist með áfrýjanda, að miða beri úrlausn málsins við þann grundvöll, sem í upphafi var að því lagður. Krafa stefndu um skaðabætur eða afslátt frá kaupverði, sem varð endanleg dómkrafa hennar, var þá þegar studd mati dómkvaddra manna á þeim galla á hús- inu, sem málið er risið af, og reifuð með þeim hætti, að hún gæti staðið eftir, þótt fallið væri frá upphaflegri aðalkröfu, sem einnig var gerð með hliðsjón af matinu. Hafa síðari ráðstafanir stefndu ekki raskað gildi þessarar matsgerðar, sem matsmenn hafa staðfest fyrir dómi. Þegar áfrýjandi lagði fram greinargerð sína í héraði hafði hann aflað annarrar matsgerðar, sem fyrir lá í júlí 1998. Telja verður, að hann hafi að auki átt viðhlítandi færi á að koma við frekari gagnaöflun um ástand hússins og úrbætur á því, áður en því yrði fargað. Þá var gögnum um 1159 aðgerðir stefndu til að bæta aðstöðu sína ekki svo ábótavant, að ekki væri fært að leggja efnisdóm á kröfu hennar af þeim sökum. Á það má einnig fallast, að heppilegra hefði verið, að vettvangs- skoðun í héraði færi fram í beinum tengslum við aðalmeðferð málsins, en til þess lágu gildar ástæður, að svo var ekki, og engin athugasemd vegna hennar kom fram í héraði af hálfu áfrýjanda. Héraðsdómari virð- ist þó ekki hafa gætt þess að færa vettvangsgönguna og boðun hennar til bókar jafnharðan með tryggilegum hætti, en sá annmarki verður ekki talinn varða ómerkingu málsmeðferðarinnar, svo sem hér stendur á. Ummæli í héraðsdómi um aðstæður á vettvangi verða ekki skilin svo, að skoðun dómenda á húsinu hafi ráðið úrslitum um niðurstöðu þeirra í málinu, sem sýnilega er byggð á öllum framkomnum gögnum og beinni skírskotun til matsgerðar þeirrar, sem stefnda aflaði. Gefa ummælin einkum til kynna, að dómendur hafi samsinnt því, að förgun hússins væri eðlileg ráðstöfun eftir öllum atvikum. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á kröfu áfrýjanda um ómerk- ingu dómsins. Il. Stefnda varð vör við veggjatítlu í innviðum hinnar umdeildu hús- eignar um það bil átta mánuðum eftir að hún tók við umráðum hennar í nóvember 1996. Gefa gögn málsins til kynna, að útbreiðsla bjöllunnar í húsinu hafi þá verið orðin mikil og afdrifarík, og verður að álykta, að eignin hafi verið haldin stórfelldum galla, þegar kaup aðila fóru fram. Bent hefur verið á, að umfang gallans megi að líkindum rekja til þess að miklu leyti, að ris hússins var óeinangrað og þakið ekki vel þétt, þannig að kjöraðstæður hafi verið fyrir tímgun bjöllunnar vegna hita í risinu Og raka í viðum. Eignin var þó ekki seld með neinum fyrirvara um raka frá þakinu, og stefnda verður ekki sökuð um brest á skoðun við kaupin. Það er álit dómenda í héraði, að ekki verði fullyrt, að áfrýjandi hafi vitað eða mátt vita af tilvist bjöllunnar í húsinu, og séu því ekki skil- yrði til að dæma stefndu skaðabætur vegna kaupanna. Á þetta má fall- ast, enda hefur stefnda lýst því hér fyrir dómi, að hún sætti sig við þá afstöðu. Jafnframt verður á það fallist með héraðsdómi, að stefnda eigi rétt til afsláttar að tiltölu úr hendi áfrýjanda, þar sem eignin hafi verið haldin leyndum galla. Krafa stefndu um afsláttinn er aðallega reist á matsgerð þeirri frá 1160 desember 1997, sem fyrr getur og fjallar um kostnað af fullnægjandi úrbótum á ástandi húseignarinnar í því horfi, sem hún annars var. Hefur niðurstöðum matsmanna ekki verið hnekkt með yfirmati, heldur hlut- aðist áfrýjandi til um annað mat á nauðsynlegum úrbótum, sem miðað var við aðra aðferð til útrýmingar bjöllunni en á var byggt í hinu fyrra mati. Að áliti dómenda í héraði fól sú aðferð ekki í sér raunhæfa lausn vegna óvissu um afleiðingar þess að beita henni í húsinu, og verður á það fallist. Er eðlilegt að hafa fyrri matsgerðina til hliðsjónar við ákvörðun hæfilegs afsláttar, svo sem gert var í héraðsdómi. Í héraði tóku dómendur það til athugunar, hvort tjón stefndu af kaup- unum kynni að vera minna en matsmenn höfðu áætlað, ef litið væri til þess fjárstuðnings, sem henni var veittur. Var það niðurstaða þeirra, að svo væri ekki, þannig að krafa stefndu væri eftir sem áður innan venju- legra afsláttarmarka. Þessu hefur áfrýjandi leitast við að hnekkja með matsgerð þeirri, sem hann hefur aflað eftir uppsögu héraðsdóms og beinist að mati á kostnaði stefndu af kaupunum og endurbyggingu hússins. Tekur matið meðal annars til verðmætis lóðarinnar að Lang- eyrarvegi 9 og verðmætis hins brottnumda húss miðað við sölu þess til annars en íbúðarnota, ásamt því að stefnda hafi nú fengið nýtt hús fyrir gamalt. Telja verður, að verðmæti lóðar húseignarinnar skipti ekki máli um kröfurétt stefndu vegna kaupanna, og ekki verður fullyrt, að raunhæft hefði verið að reyna að selja hið brottflutta hús. Þá hefur stefnda lagt fram gögn um hærri kostnað við nýtt hús á grunninum en þann, sem matsmenn áfrýjanda lögðu til grundvallar. Með tilliti til þessa og atvika að öðru leyti verður reikningur þeirra á fjárhagslegu tjóni stefndu ekki talinn hafa beina þýðingu í málinu. Stefnda hefur ekki lagt fram skrifleg gögn því til staðfestu, að styrkir til hennar frá opinberum aðilum hafi verið bundnir því skilyrði, að hinu skemmda húsi yrði fargað. Ætla verður eigi að síður, að styrkirnir hafi fyrst og fremst verið veittir með tilliti til þess, að byggt yrði nýtt hús á lóðinni, ásamt tilliti til kostnaðar og fyrirhafnar, sem framkvæmdum þessum væru samfara. Um vægi styrkjanna verður þá einnig að horfa til þess, að stefnda var ekki aðeins að reisa nýtt hús, heldur varð hún um leið að fórna þeim kostnaði, sem hún hafði lagt í endurbætur á eldra húsinu í góðri trú, en samkvæmt matsgerðinni frá desember 1997 nam hann 1.582.000 krónum. 1161 Við ákvörðun afsláttar til stefndu virðist auk matsgerðarinnar rétt að hafa nokkra hliðsjón af því, að í viðgerð eftir fyrirsögn matsmanna hefði verið fólgin veruleg nýsmíði. Að því og öðru virtu þykir hann hæfilega ákveðinn 3.000.000 krónur. Verður áfrýjanda gert að greiða þá fjárhæð með sömu vöxtum og um var mælt í héraðsdómi. IV. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. eru það almenn skilyrði kyrrsetningar á eignum manna til að tryggja fullnustu lögvarinnar kröfu til greiðslu peninga, að sennilegt megi telja, að annars muni draga mjög úr líkindum til þess að fullnusta takist eða að fullnusta verði til muna örðugri. Á þessi tryggingarráð- stöfun einkum við, þegar á því sýnist yfirvofandi hætta, að skuldari eyði eða ráðstafi eignum sínum meðan dómsmál verði rekið um kröfu, þannig að aðför að gengnum dómi beri ekki árangur. Þegar stefndi leitaði kyrrsetningar í eignum áfrýjanda fyrir kröfu sinni vegna kaupanna, hélt áfrýjandi því fram, að umrædd skilyrði til gerðarinnar væru ekki fyrir hendi, og væri fjárhagur sinn viðunandi. Af hálfu stefndu var einkum á það bent, að áfrýjandi hefði einn verið skráður eigandi að Langeyrarvegi 9, en sú fasteign, sem hann hefði síðan keypt til íbúðar, væri skráð á nafn eiginkonu hans að hálfu á móti honum. Taldi fulltrúi sýslumanns rétt að heimila gerðina með hliðsjón af þeirri eignatilfærslu, sem í þessu væri fólgin. Áfrýjandi hefur hins vegar skýrt þetta svo, að hann hafi viljað fylgja því, sem nú væri almennt tíðkað milli hjóna um skráningu eignarréttar að heimili þeirra. Á það ber að fallast með áfrýjanda, að þessi ráðstöfun hafi verið í eðli- legu samræmi við hjúskaparstöðu hans, og gögn um fjárhag þeirra hjóna gefa ekki til kynna, að efni séu til að meta hana sem tilraun til að skjóta eignum undan aðför eða rýra greiðslugetu hans. Að öllu athuguðu verður því að líta svo á, að lögmælt skilyrði hafi brostið til þeirrar kyrrsetningar á eignum áfrýjanda, sem gerð var 3. mars 1998, og verður hún felld úr gildi. V. Samkvæmt þessu eru það úrslit málsins, að áfrýjanda verði gert að greiða stefndu afslátt frá kaupverði hinnar umdeildu fasteignar, en kyrrsetning á eignum áfrýjanda metin ógild. 1162 Áfrýjandi greiði stefndu málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem um er mælt í dómsorði. Er þar tekið hæfilegt tillit til þess útlagða kostnaðar, sem um getur í héraðsdómi. Dómsorð: Áfrýjandi, Kristján Harðarson, greiði stefndu, Sigrúnu Jóns- dóttur, 3.000.000 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt IT. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 7. janúar 1998 til greiðsludags. Felld er úr gildi kyrrsetning, sem gerð var í Hafnarfirði 3. mars 1998 að beiðni stefndu á eignarhlutum áfrýjanda í húseigninni Háabergi 1 og hesthúsi nr. 425 í Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Áfrýjandi greiði stefndu samtals 900.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 26. maí 1999. Mál þetta, sem dómtekið var 29. apríl sl., er höfðað með réttarstefnu útgef- inni 9. mars 1998 og birtri sama dag. Stefnandi er Sigrún Jónsdóttir, kt. 131156- 3759, Hjallabraut 2, Hafnarfirði, en stefndi Kristján Harðarson, kt. 211247- 3989, Háabergi 1, Hafnarfirði. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði gert að greiða henni 3.210.000 krónur með dráttarvöxtum frá 7. janúar 1998 til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt málskostnaðarreikningi. Stefnandi krefst þess einnig að kyrrsetningargerð sem fram fór hjá stefnda 3. mars 1998 verði stað- fest. Stefndi krefst aðallega sýknu en til vara að honum verði gert að greiða stefn- anda afslátt að álitum, þó ekki hærri en 1.000.000 króna. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar auk virðisaukaskatts. I. Með kaupsamningi dagsettum 19. ágúst 1996 keypti stefnandi af stefnda fast- eignina nr. 9 við Langeyrarveg í Hafnarfirði. Húseign þessi var timburhús, byggt árið 1927 og hafði verið í eigu stefnda frá því í september 1989. Samkvæmt framangreindum kaupsamningi frá 19. ágúst 1996 var umsamið kaupverð 8.200.000 krónur og greiddi stefnandi allt kaupverðið við undirritun samningsins, annars vegar með afhendingu íbúðar sinnar að Hjallabraut 35, 1163 Hafnarfirði, en nettóvirði hennar var metið 4.124.808 krónur, og hins vegar með greiðslu peninga að fjárhæð 506.909 krónur. Afhending eignarinnar fór fram hinn 1. nóvember 1996 og var afsal fyrir eigninni gefið út hinn 27. sama mán- aðar. Fljótlega eftir afhendingu hóf stefnandi umfangsmiklar framkvæmdir við endurbætur og lagfæringar á eigninni. Ekki varð hann var við neitt óvenjulegt fyrr en sumarið 1997, að hann tók eftir litlum bjöllum sem skriðu niður veggi aðalhæðar hússins. Stefnandi kveðst í fyrstu hafa talið að skordýr þessi bærust frá gróðri í garðinum. Í júlímánuði 1997 hóf stefnandi síðan að breyta stigaop- inu upp í risið og var það fært úr stigahúsi fram í anddyrið. Við framkvæmdir þessar þurfti að rífa upp gólfborð í risinu, gera nýtt gat og setja ný gólfborð á hluta risins, en auk þess kom stefnandi upp bráðabirgðalýsingu í risinu og mál- aði eldra tréverk að hluta til. Við þessar framkvæmdir kveðst stefnandi strax hafa orðið var við sérkennileg göt í gólfborðum vestan til í húsinu. Þegar betur var að gáð leyndust þessi göt víðar í gólfborðum, burðarbitum í gólfi, þak- sperrum og þakklæðningu, en einkum voru þau áberandi á þeim stöðum þar sem málað hafði verið yfir gamla tréverkið. Daginn eftir að málað var í risinu varð stefnandi var við það að dauðar bjöllur lágu eins og hráviði út um allt risið. Við festingu gólfborða molnaði einn gólfbitinn og virtist hann vera sundurétinn. Í framhaldi af þessu fékk stefnandi Erling Ólafsson, skordýrafræðing hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, til að koma og bera kennsl á bjöllurnar. Í ljós kom að um svokallaða veggjatítlu (Anobium punctatum) var að ræða og upplýsti Erling að bjalla þessi væri hinn mesti skaðvaldur í timburhúsum, þar sem hún grafi sig inn í viði þeirra, og geti með tímanum holað þá svo að innan að burðarþol þeirra veikist verulega. Í niðurstöðu Erlings sagði að ef ekki yrði brugðist við mætti búast við að veggjatítlan myndi á endanum eyðileggja húsið. Í framhaldi af því fékk stefnandi meindýraeyði til að skoða húsið auk þess sem Erling Ólafsson framkvæmdi ítarlegri skoðun. Að beiðni stefnanda voru dómkvaddir matsmenn, þeir Vilhjálmur Þorláks- son, verkfræðingur, og Björn Björnsson, húsasmíðameistari, og liggur fyrir matsgerð þeirra frá desember 1997. Að beiðni stefnda voru síðan dómkvaddir, sem matsmenn, þeir Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur, og Pálmi R. Pálmason, verkfræðingur, og var matsgerð þeirra lögð fram í júlí 1998. Hinn 7. janúar 1998 lagði stefnandi inn beiðni hjá sýslumanninum í Hafnar- firði um að eigur stefnda yrðu kyrrsettar til tryggingar kröfum stefnanda. Gerðin fór fram hinn 3. mars sl. og var eignarhluti stefnda í fasteigninni Háabergi |, Hafnarfirði, kyrrsettur auk hesthúss nr. 425 í Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg. 1. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, skoðaði 1164 húsið að Langeyrarvegi 9 að beiðni stefnanda. Í greinargerð hans 8. október 1997 segir m.a.: „Lífshættir veggjatítlu. Vegsjatítla hefur fundist nokkrum sinnum hér á landi í gömlum húsum, en sennilega hefur hún þó verið nokkuð algengari en menn hafa gert sér grein fyrir. Hún er útbreidd um alla Evrópu, einnig austanverða N-Ameríku, en á norð- lægum slóðum lifir hún eingöngu innanhúss. Fullorðnar bjöllur eru einungis á ferli á heitasta tíma sumars. Þær eru skammlífar, lifa í mesta lagi um tvær vikur. Bjöllurnar verpa allt að 50 eggjum um ævina, í göt eða rifur í viðnum, eða í tré- endana (ekki á sléttan flöt). Lirfur klekjast úr eggjunum á 3-4 vikum og grafa sig áfram inn í viðinn. Það tekur þær venjulega tvö eða fleiri ár að vaxa upp. Lirfurnar halda sig alla tíð inni í viðnum og berast því ekki á milli viða nema þeir liggi þétt saman. Kjörhiti veggjatítlu er 20-239C, en hún getur bjargast við lægra hitastig. Rakastig viðarins skiptir miklu máli fyrir þroska lirfanna, en þær þrífast best við um 30% raka. Ef rakinn fer undir 11-12% stöðvast þroskaferill lirfanna. Veggjatítlur leggjast á ýmsar viðartegundir, bæði af lauftrjám og barr- trjám, en kjósa þó helst mjúkan við (ekki harðvið) og forðast vel verkaðan þurran gæðavið. Viður sem er farinn að gefa sig vegna raka verður helst fyrir barðinu á veggjatítlum. Þegar bjöllurnar verða fullþroska inni í viðnum bora þær sér leið út og skilja eftir hringlaga gat 2,5-3 mm í þvermál. Þær dreifa sér síðan og leita uppi hentugan við til að verpa í. Þær eru fleygar og geta því borist tölu- vert frá upprunastað. Með tíð og tíma geta þeir viðir sem veggjatítlurnar hafa sótt mest í orðið sem frauð að innan og tapað allri burðargetu. Langeyrarvegur 9, ástand. Á háalofti eru gamlir viðir hússins sýnilegir, sperrur og þakborð, gólfbitar, sólffjalir og gluggakarmar. Víða voru augljós merki um óæskilega hátt rakastig. Í stuttu máli sagt mátti sjá ummerki eftir veggjatítlur um allt háaloftið, í sperrum, þakborðum, gólfbitum, sólffjölum og gluggakarmi, en viðirnir voru þó misjafnlega illa útleiknir, sumir mjög slæmir, en aðrir í betra ástandi. Þar sem ástandið var verst voru viðir orðnir meyrir og hægt var að mylja þá milli fingra. Í kjallara sést sums staðar í viðarbita, en ekki varð neins staðar vart við óyggj- andi ummerki eftir veggjatítlur. Einn u.þ.b. metra langur biti var mjög götóttur og grafinn, en svo virðist sem þar sé um að ræða maðksmoginn við úr sjó. Lík- legast er að um rekavið sé að ræða. Ekki varð heldur vart við óeðlilegan raka í kjallara sem þarf til að veggjatítlurnar gæti þrifist. Hvergi sást í innviði á mið- hæðinni og því er ekki vitað á þessu stigi hversu langt niður veggjatítlurnar ná. Til að kanna það þyrfti að losa klæðningar frá útveggjum. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hve langt er síðan veggjatítlurnar fór að herja á húsið. Það er þó ljóst af ástandinu að þær hafa hafist þar við í fjölda ára. Ekki þætti mér ólíklegt 1165 að þær hafi fylgt með viðnum þegar húsið var byggt. Þó vissulega verði það ekki fullyrt.“ Í matsgerð Vilhjálms Þorlákssonar verkfræðings og Björns Björnssonar húsa- smíðameistara frá því í desember 1997 segir að um sé að ræða tvílyft hús með óeinangruðu risi. Sökkull hússins, gólf og veggir neðri hæðar séu steinsteyptir. Loft yfir neðri hæð sé úr viði svo og innveggir. Útveggir óeinangraðir, þ.e. ófyllt loftrými milli timburgrindar og steins. Panelklætt á veggi og loft. Efri hæð og ris hússins sé úr viði, útveggir klæddir járnplötum á plægðan borðvið sem negldur er á burðarstoðir hússins. Rými milli veggstoða sé vandlega fyllt með hefilspónum. Innanhúss séu veggir klæddir, annaðhvort með panel eða óplægð- um viði, strigi strekktur yfir og pappír límdur á, síðan málað yfir. Þak sé óein- angrað, borð negld á sperrur, síðan þakpappi og bárujárn á þaki. Þetta sé í grófum dráttum upprunaleg gerð hússins. Matsmenn fjarlægðu klæðningu og pappa á öllum hliðum hússins. Við skoðun á hefilspæni úr vesturhlið sáust ummerki um veggjatítlu, en ekki á öðrum hliðum. Í risi rufu matsmenn gólfborð á tveimur stöðum. Kom í ljós að hefilspæni var notað sem einangrun í risi. Víða sáust ummerki um veggjatítlu í risinu en auk þess merki um leka á gólfum og raka og leka í þakklæðningu svo og í hefilspónum. Matsmenn töldu að ekki væri mögulegt að útrýma veggjatítlum með venjulegu eitri eða svælingu. Hvorki þekking eða reynsla sé hér fyrir hendi til þess að svæla með mikilvirkum efnum. Þetta sé því ekki raunhæf lausn vegna kostnaðar. Matsmenn telja hins vegar að binda megi enda á pláguna með því að fjar- lægja sýkta byggingarhluta og endurbyggja þannig að ekki sé hætta á raka í viðum hússins. Hátt rakastig viðarins við kjörhitastig veiti bjöllunni lífsskilyrði í viðnum. Með því að bera eiturefni á þá viði sem eftir verða séu lífsmöguleikar bjöllunnar enn frekar útilokaðir. Matsmenn telja að eftirfarandi þyrfti að framkvæma: „a) Fjarlægja þakið, gafla á risi, klæðningu ofan á loftbitum og einangrun milli þeirra. Skipta um loftbita sem eru verulega sýktir. Bera eiturefni á loftklæðningu og loftbita. b) Endurnýja að öllu leyti gafla og þak. Allir viðir séu ábornir með eitur- efnum. Setja plastdúk ofan á loftklæðningu og loftbita og einangra með steinull. Frestað að klæða ofan á loftbita fram á haust. Cc) Fjarlægja stálklæðningu af veggjum svo og borðaklæðningu, áfellur af gluggum, pappa utan af grind og spónaeinangrun úr grind. Bera eiturefni á allt timbur, þ.e. stoðir, bita og innri klæðningu. d) Einangra veggi með steinull. Endurnýja að öllu leyti utanhússklæðningu ásamt áfellum. Loftun sé undir ystu klæðningu, sem verði úr lökkuðu stáli. 1166 Kostnað við þessar úrbætur meta matsmenn svo: Verkpallar, rif, förgun og þrif kr. 400.000 Endurgerð þaks, þ.m.t. eiturefni á timbur kr. 1.334.000 Endurgerð veggja kr. 1.046.000 Annar kostnaður, s.s. hönnun, umsjón, flutn. og húsaleiga kr. 430.000 Samtals kr. 3.210.000 Kostnaðarmat miðast við verðlag í des. 1997. Virðisaukaskattur er innifalinn í verðum.“ Til viðbótar þessu mátu matsmenn kostnað stefnanda af endurbótum í hús- inu að fjárhæð 1.582.000 krónur. Þann 15. apríl 1998 óskaði stefndi eftir dómkvaðningu matsmanna. Í beiðni eru matsmenn m.a. beðnir um að leggja mat á hvort mögulegt sé að útrýma veggjatítlunum með því að fyrirbyggja lífsskilyrði þeirra í húsinu, t.d með því að lagfæra leka í þaki og koma fyrir ofni í risi. Þá er óskað eftir mati á því hvort ekki sé unnt að útrýma pöddunni með ódýrari hætti, t.d. með því að hita húsið upp. Í matsgerð Guðmundar Halldórssonar skordýrafræðings og Pálma R. Pálma- sonar verkfræðings frá því í júlí 1998 er spurningum stefnda svarað á eftirfar- andi hátt: „a) Matsmenn álíta mögulegt að með tíð og tíma megi útrýma veggjatítlum (anobium punctatum) að Langeyrarvegi 9, Hafnarfirði, með því að fyrirbyggja lífsskilyrði þeirra í húsinu. Slíkt væri fólgið í að lækka rakastig í viðnum niður fyrir 11% og ganga svo frá að slíkt ástand héldist um ókomna tíð. Við þau skil- yrði stöðvast þroskun lirfunnar og öll tímgun bjöllunnar stöðvast. Um frekari skemmdir af hennar völdum yrði því ekki að ræða. Hins vegar er hugsanlegt að lirfurnar dræpust ekki, heldur legðust í dvala í lengri eða skemmri tíma. Því er erfitt að fullyrða hversu langan tíma tæki að útrýma bjöllunum með þessum hætti. b) Ekki verður einhlítt staðhæft að sú aðgerð að lagfæra þak og hita, „loftrými hússins“, ótiltekið í tíma og hitastigi, muni ein og sér duga til þess að útrýma veggjatítlum í viðkomandi viðum. Óneitanlega hlýtur reyndar að teljast æski- legt að lagfæra þakið, þétta það og einangra, sjá jafnframt lið e hér á eftir, þótt slíkt útrými ekki bjöllunum, og reyndar má telja mjög ólíklegt að slík aðgerð leiddi til þess að veggjatítlurnar hyrfu. Matsmenn álíta á hinn bóginn að heppi- legasta og einfaldasta úrræðið til þess að losna við þessa „óværu“ úr húsinu fyrir fullt og alla muni vera að hita allt húsið, þ.e.a.s. alla viði þess, utan jafnt sem innan upp í 509 Celsíus, en sýnt hefur verið fram á með nokkrum óyggjandi 1167 rökum að hvorki skordýrin sjálf né lirfur þeirra lifa af slíkan hita. Mikilvægt er í þessu sambandi að tryggt verði að hitinn nái um allan viðinn. c) Fram kemur í fyrri matsgerð að þeir sem hana unnu álíti að skipta beri um nokkra þakviði. Eins og áður segir hvorki boruðu undirritaðir matsmenn né sög- uðu í viðina. Hins vegar þykir þeim einsýnt að a.m.k. nokkrir af þakviðunum muni talsvert smognir og að burðargeta þeirra sé þannig rýrð. Ekki hefur verið hér reiknað sérstaklega hvort þakviðir að Langeyrarvegi 9 kunni að vera meiri en brýna eða brýnustu nauðsyn beri til samkvæmt stöðlum. Matsmenn telja þó ekki ástæðu til þess að skipta um þakviði, og benda í því sambandi á að við- irnir hafi dugað að því er virðist bærilega hingað til. Á hinn bóginn leggja mats- menn til að þakviðirnir verði treystir, annars vegar með því að dæla í þá þar til ætluðum epoxymassa og hins vegar með því að negla tryggilega neðan á þak- bitana 50 x 100 mm bita. Þyki slíkt rýra lofthæð um of mætti hugsa sér að bolta utan á bitana svipaða bita. Jafnvel kemur til álita að dygði að bolta á bitana plötu, eina eða tvær hvern bita fyrir mæninn. Allt þetta þarf þó að meta í ljósi burðargetu þaksins, sem matsmenn álíta utan síns verkefnis að reikna. Að því er tekur til annarra burðarviða hússins þykir matsmönnum ólíklegt að burðar- geta þeirra hafi rýrnað sem nokkru nemi, en telja þó sjálfsagt að bora í þá á nokkrum stöðum og kanna hvort unnt sé að dæla í þá epoxymassa. d) Eins og fram hefur komið hér að framan álíta matsmenn að heppilegast og útlátaminnsta úrræðið til þess að losna við veggjatítlurnar sé að hita húsið allt upp í 509C. Matsmenn álíta einfaldast í því tilliti að hita húsið með nokkrum hitablásurum, en slíkir ganga ýmist fyrir rafmagni eða steinolíu. Notkun hita- blásara hefur óneitanlega í för með sér brunahættu. Því er nauðsynlegt að fylgst verði grannt og stöðugt með húsinu meðan á viðkomandi hitun stendur. Auk þess ber að hafa í huga að steinolíulyktin er fremur megn og kynni að óbreyttu að sitja í viðum hússins, jafnvel löngu eftir að í húsinu verður að nýju venju- legt hitastig. Að þessu leyti má telja ráðlegra að nota rafmagnshitara til hitunar, en fleiri slíka mun þurfa til þess að ná umræddu hitastigi í öllu húsinu og viðum þess á viðunandi tíma, en ef hin gerðin væri notuð. Hér er gert ráð fyrir að þrír blásarar verði á hverri hæð. Því væri öruggara m.t.t. eldhættu að fjarlægja hef- ilspón og annað lauslegt eldmeti af loftinu áður en hafist yrði handa. Til þess að draga sem mest úr hitatapi frá húsinu meðan á aðgerðum stendur, væri rétt að leggja einangrunarmottur yfir þakið og þekja jafnframt allt húsið vandlega með þykkum plastdúk. Ljóst má vera að íbúar verða að flytja úr húsinu meðan á aðgerðum þessum stendur og jafnframt er væntanlega ráðlegt að flytja út sem mest af húsbúnaði. Við teljum að með ofangreindum aðgerðum ætti að takast að ná nauðsynlegum hita í húsinu og viðum þess á um vikutíma. Hér þykir eftir atvikum rétt að benda á að til þess að fá nákvæmara mat á 1168 líklegum kostnaði við aðgerðir þessar væri heppilegt að fá reyndan verktaka til þess að taka að sér verkið og áætla kostnað, auk þess sem þannig fengist einn aðili sem annaðist alla þætti málsins og tæki ábyrgðina á aðgerðinni, að undan- skildum líffræðilegum þætti hennar. Líklegt er þó að við svo óvissa aðgerð sem hér um ræðir yrði erfitt að fá fast tilboð. Hér ter á eftir lausleg kostnaðaráætlun framkvæmdar við að hita húsið að Langeyrarvegi 9 og viði þess upp í 50%C, í samræmi við grein d) í matsgerð- inni. 1. Flutningur úr og í hús, húsaleiga: 100.000,- 2. Undirbún. húss fyrir hitun, einangrunarmottur: 100.000,- 3. Plastdúkur: breidd $m; lengd 9m; hæð Tm: 200 m? x 1,25 = 250 m? 25.000,- 4. Hitun í viku:, 9 stk. 3 KW blásarar í viku 60.000,- 5. Mannskapur: 4 menn í viku, vaktir 700.000,- 6. Hitamælar: 15 stk. 25.000,- 1. Styrking burðarbita: 50.000,- 8. Endurmálning og aðrar lagfæringar: 200.000,- 9. Ófyrirséð: um 25% 340.000,- Heildarkostnaður án VSK: 1.600.000,-“ Stefnandi aflaði álits Brunamálastofnunar ríkisins á tillögu matsmanna um að hita húsið upp. Álitið er dagsett 15. september 1998 og segir þar m.a. að til þess að ná 50*C hita inn í innsta kjarna allra viða hússins (t.d. burðarvirkis og einangrunar) þurfi yfirborðshiti að vera talsvert hærri. Allt auðíkveikjanlegt efni þurfi því að fjarlægja, t.d. pappír og hefilspæni, þar sem það sé notað sem ein- angrun í veggjum og risi. Líklegt sé að skipta þurfi um allar raflagnir í húsinu eftir svona aðgerðir þar sem aukin brunahætta sé af skemmdum raflögnum. Þá geti Imnþurrkun burðarvirkja og klæðninga skapað óþéttleika gagnvart eldi og reyk og þar með skert brunamótstöðuna. TI. Fyrir dóm komu matsmennirnir fjórir, stefndi og Brynjar Ragnarsson, eigin- maður stefnanda. Ekki þykir ástæða til þess að rekja framburð þeirra að öðru leyti en því að fram kom hjá Brynjari að hann hefði leitað víða til þess að fá tjónið bætt. Hann hefði rætt við ráðuneyti heilbrigðis-, trygginga- og fjármála, Húsnæðisstofnun ríkisins og síðar Íbúðalánasjóð, Viðlagatryggingu Íslands, Vátryggingafélag Íslands, Rannsóknastofu byggingariðnaðarins o.fl. Svör þess- ara stofnana hafi verið á einn veg. Þeim hefði ekki verið heimilt samkvæmt lögum að aðhafast neitt í málinu. Þó hefði Hafnarfjarðarbær ákveðið að styrkja þau hjón um 1.000.000 króna. Bærinn hafi einnig aðstoðað þau með húsnæði 1169 frá því þau fluttu af Langeyrarvegi 9. Þá hafi bærinn séð um að flytja húsið og farga því. Brynjar sagði einnig að Bjargráðasjóður hafi einnig ákveðið að veita þeim styrk sem næmi helmingi af brunabótamati hússins, sem hefði verið 9.000.000. Frá þeirri upphæð ætti að dragast matsverð á grunni og steyptum sökklum. Byggingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar hefði verið falið af hálfu Bjarg- ráðasjóðs að meta þessar framkvæmdir og að því búnu reiknaði Brynjar fastlega með því að stefnandi fengi um 3.000.000 króna greiddar frá Bjargráðasjóði. Báðar þessar styrkveitingar væru háðar því skilyrði að gamla húsinu yrði fargað og að þau byggðu nýtt hús á grunninum. IV. Krafa stefnanda er um skaðabætur eða afslátt úr hendi stefnda. Lirfustis veggjatítlunnar standi í tvö ár og miðað við fjölda hennar og útbreiðslu telur stefnandi ljóst að hún hafi búið lengi í húsinu, jafnvel allt frá því að húsið var byggt. Stefnandi kveðst hafa orðið vör við bjölluna strax fyrstu dagana sem hún varð fleyg sl. sumar. Hver sem búið hafi í húsinu undanfarin ár hljóti því jafn- framt að hafa orðið var við þennan sambýling og að mati stefnanda hefur stefndi ekki getað komist hjá því að verða títlunnar var. Stefnandi telur því að stefndi hafi vísvitandi leynt sig þessum alvarlega galla og beri því ábyrgð á öllu fjár- tjóni stefnanda samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins og kauparéttar- ins. Fjártjón stefnanda hafi verið metið af dómkvöddum matsmönnum og nemi samkvæmt niðurstöðu þeirra 3.210.000 krónum. Gerir stefnandi kröfu um að stefndi bæti sér þetta tjón ásamt vöxtum eins og að framan greinir. Að mati stefnda er ljóst að umrædda fasteign skorti áskilda kosti og ekki skipti máli í því sambandi hvort stefndi telst hafa vitað eða mátt vita um hinn leynda galla. Það sé lágmarkskrafa hvers fasteignarkaupanda að húseign sú sem hann kaupir sé ekki undirlögð meindýrum. Þetta sé þeim mun augljósara þegar meindýrið er svo skaðvænt að það eyðileggur fasteignina í fyllingu tímans, verði það látið óáreitt, og þegar ekki er unnt að eyða því eða stöðva útbreiðslu þess með hefðbundnum aðferðum. Telur stefnandi að framangreindur skortur á áskildum kostum eignarinnar skapi stefnanda rétt til afsláttar af kaupverði eign- arinnar, sem nemur kostnaði við endurbætur á húsinu. Þá krefst stefnandi þess ennfremur að dómurinn staðfesti kyrrsetningargerð þá sem fram fór í eignum stefnda þriðjudaginn 3. mars 1998. Kveðst stefnandi hafa krafist kyrrsetningarinnar vegna þess að stefndi hafi verið að breyta eign- arhaldi sínu á þeim eignum sem hann hefur átt. Stefndi hafi verið einkaeigandi Langeyrarvegs 9 við söluna og nettóeign hans í húsinu hafi numið 4.631.717 krónum. Stefnandi heldur því fram, að síðan stefndi seldi Langeyrarveg 9, hafi hann rýrt eignir sínar og gert stefnanda mun erfiðara um vik að ná fullnustu kröfu sinnar. Telur stefnandi einsýnt að eignir stefnda hrökkvi nú ekki fyrir 1170 kröfum stefnanda og því hafi verið skilyrði til þess að kyrrsetja eignir stefnda, sbr. 5. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Stefnandi gerir kröfu um málskostnað að skaðlausu úr hendi stefnda. Stefn- anda hafi verið nauðugur sá kostur að leita til dómstóla, þar sem stefndi sinnti í engu tilmælum hans um lausn málsins. Engin sáttaboð hafa borist frá stefnda né heldur boð um viðræður um málið. Stefnanda hafi verið nauðsynlegt að láta meta gallana á húsinu og kostaði matsgerðin 314.736 krónur. Vegna ráðstafana stefnda hafi stefnanda verið nauðsynlegt að fá eignir hans kyrrsettar. Kostnaður stefnanda við kyrrsetninguna og þinglýsingu gerðarinnar nemi samtals 139.825 krónum. Skaðleysi stefnanda verði einungis tryggt með því að taka tillit til þess- ara tveggja stóru kostnaðarliða, sem stefnandi hafi verið knúinn til að leggja í vegna aðgerða stefnda, þegar málskostnaður verður ákveðinn. Um dómkröfur sínar vísar stefnandi til ákvæða kaupsamningsins, til almennra reglna skaðabótaréttarins um bætur vegna réttarbrota innan og utan samninga, til reglna kauparéttarins með lögjöfnun um riftun kaupa, skaðabætur og afslátt af kaupverði, auk almennra reglna kröfu- og samningaréttarins um skyldu til réttra efnda. Um meðferð málsins vísar stefnandi til laga nr. 91/1991 um meðferð einka- mála og til laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr., sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Af hálfu stefnda er á því byggt að stefnanda hafi verið ljóst í ágúst 1996 að hann var að kaupa gamalt timburhús með óeinangruðu risi og leku þaki, sem gaf honum ríkar ástæður til sérstakrar og ítarlegrar skoðunar á heildarástandi hússins. Stefnandi hafi, sem kaupandi hússins, ekki sinnt þessari aðsæsluskyldu sinni. Því hafi „ófögnuðurinn“ ekki komið í ljós fyrr en farið var að rífa upp gamalt timbur og opna áður lokuð rými í þeim tilgangi að bæta og breyta. Stefndi mótmælir því að hann hafi haft vitneskju um tilveru veggjatítla í inn- viðum hússins að Langeyrarvegi 9 og vísvitandi leynt þeirri vitneskju þegar hann seldi húsið. Stefndi heldur því fram að honum hafi þetta hvorki verið ljóst Þegar hann keypti eignina árið 1989, né þegar hann seldi hana á árinu 1996. Í málinu sé því heldur ekki haldið fram að stefndi hafi veitt stefnanda rangar upplýsingar um ástand hússins við sölu þess. Þá vísar stefndi einnig til matsgerðanna tveggja, sem lagðar hafa verið fram. Stefndi telur matsgerðina frá desember 1997 leggja of umfangsmiklar og dýrar lausnir til. Mótmælir stefndi matsgerðinni, bæði efnislega og tölulega. Á hinn bóginn telur stefndi eðlilegt að byggt verði á síðari matsgerðinni frá júlí 1998. Málskostnaðarkröfu sína byggir stefndi á 1. mgr. 130. gr., sbr. 129. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, en kröfu um virðisaukaskatt á málflutnings- þóknun reisir hann á 2. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988, með síðari breyt- 1171 ingum. Stefndi sé ekki virðisaukaskattsskyldur og því sé honum nauðsyn á að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnanda. Um lagarök vísar stefndi til almennra reglna kröfu- og samningaréttar. Einnig byggir stefndi kröfur sínar á reglum samninga-, kaupa- og kröfuréttar um tóm- læti. Kröfur um málskostnað styður stefndi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 og kröfu sína um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun reisir hann á lögum nr. 50/1988, þar sem lögmönnum er gert að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni. vV. Húsið Langeyrarvegur 9 í Hafnarfirði var timburhús, byggt árið 1927. Það var í eigu stefnda frá því í september 1989 en stefnandi keypti það í ágúst 1996. Sumarið 1997 varð stefnandi vör við veggjatítlurnar og fékk sérfræðiálit á bjöll- unni í september sama ár. Fljótlega var stefnda gert viðvart og stefnandi aflaði mats í framhaldi af því. Eins og að framan er rakið er veggjatítla bjöllutegund sem vex og dafnar í viði innanhúss. Fullorðnar bjöllur eru eingöngu á ferli á heitasta tíma sumars. Þær eru skammlífar, lifa í mesta lagi í tvær vikur. Bjöllurnar verpa í göt eða rifur í viðnum, lirfurnar klekjast úr eggjum og grafa sig áfram inn í viðinn. Það tekur þær venjulega tvö eða fleiri ár að vaxa upp, allt eftir raka og hitastigi við- arins. Með tíð og tíma geta þeir viðir sem veggjatítlan hefur sótt mest í orðið sem frauð að innan og tapað allri burðargetu. Veggjatítla getur því verið hinn mesti skaðvaldur í timburhúsum búi hún við kjörraka- og hitastig. Stefnandi aflaði mats í desember 1997 á því hvað það myndi kosta að útrýma veggjatítlunum úr húsinu og lagfæra þær skemmdir sem orðið höfðu af hennar völdum. Matsmenn álitu að útilokað væri að vinna á plágunni með hefðbund- inni eitrun. Hins vegar töldu þeir að komast mætti fyrir vandann með því að fjarlægja sýkta byggingarhluta og endurbyggja og jafnframt útiloka raka úr húsinu, sérstaklega í risi. Kostnað við þessa framkvæmdir mátu matsmenn 3.210.000 krónur. Stefndi taldi ódýrari lausn koma til greina og aflaði mats á því. Í mati sínu í júlí 1998 telja matsmenn að ekki sé unnt að fullyrða að veggjatítlan myndi alveg hverfa þó að reynt yrði að fyrirbyggja lífsskilyrði hennar í húsinu með því að lækka rakastig þess. Matsmenn töldu hins vegar að útrýma mætti veggjatítlunni með því að hita húsið upp í 50*C. Áætluðu þeir kostnað við það og að styrkja burðarbita í þaki samtals að fjárhæð 1.600.000 krónur. Matsmenn í fyrra mati frá desember 1997 reyndu að gera sér grein fyrir umfangi vandans, þ.e. hversu útbreidd veggjatítlan var orðin. Í þeim tilgangi rifu þeir klæðningu að innanverðu á öllum útveggjum en fundu aðeins ummerki um veggjatítlu á vesturhlið. Aðallega varð hennar vart í risrými hússins og í spón- areinangrun í lofti. Matsmenn í seinna mati frá júlí 1998 leituðu ekki sérstak- 1172 lega að veggjatítlum heldur byggðu á fyrra mati varðandi þetta atriði. Dómarar fóru á vettvang í desember 1998. Þá var stefnandi að undirbúa flutning hússins og var búið að rífa frá veggjaklæðningar í kjallara. Mátti sjá greinileg ummerki um veggjatítlu í kjallara hússins. Er því nægilega fram komið að veggjatítlan hafði dreift sér um allt húsið. Umfang vandans var því meira en fyrirliggjandi möt gera ráð fyrir. Tillaga matsmanna í júlí 1998 er að hita húsið upp fyrir 50%C. Við það að hita innviði hússins að kjarna þyrfti lofthiti í húsinu að verða meiri en nemur 50%C. Því væri nauðsynlegt að fjarlægja öll auðíkveikjanleg efni eins og pappír og hefilspæni í risi og veggjum. Raflagnir myndi að öllum líkindum skemm- ast. Með öllu er óvíst hvaða áhrif slík upphitun myndi hafa á gamalt timbur- hús enda kom fram hjá matsmönnum að þessi aðferð hafi aldrei verið reynd áður við fullbyggð hús en þekkt aðferð til þess að sótthreinsa afmarkaða timb- urstæðu. Dómurinn telur því þessa lausn málsins óraunhæfa þar sem óvissu- þættir eru of miklir. Dómurinn telur að þar sem veggjatítlan var orðin það útbreidd sem raun bar vitni hafi eina raunhæfa lausnin verið sú að farga hús- inu eins og gert var. Tjón stefnanda er því algjört fyrir utan þau verðmæti sem liggja í sökklum og uppsteyptum kjallara. Við þetta tjón bætist kostnaður stefnanda við endur- bætur á húsinu, sem matsmenn mátu á 1.582.000 krónur. Ef sökklar og kjallara- veggir eru metnir á 1.500.000 krónur er heildartjón stefnanda um 9.800.000 krónur (kaupverð 8.200.000 endurbætur 1.582.000 — sökklar 1.500.000 = 9.782.000). Er þá ekki talinn með annar kostnaður sem óhjákvæmilega hefur fylgt s.s. flutningur milli íbúða og önnur óþægindi. Á móti þessu tjóni hefur stefnandi fengið styrk frá Hafnarfjarðarbæ að fjárhæð 1.000.000 króna og vil- yrði frá Bjargráðasjóði um styrk sem stefnandi telur að geti numið allt að 3.000.000 króna. Báðir þessir styrkir eru háðir því skilyrði að stefnandi fargi húsinu og byggi nýtt á lóðinni. Í málinu gerir stefnandi kröfu um skaðabætur eða afslátt. Ekki þykir unnt að fullyrða að stefndi hafi vitað eða mátt vita af meindýrinu og eru því ekki skil- yrði til þess að stefnanda verði dæmdar skaðabætur samkvæmt meginreglu 2. mgr. 42. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Hins vegar verður talið að stefn- andi eigi rétt til afsláttar samkvæmt meginreglu |. mgr. 42. gr. laga nr. 39/1922 þar sem um leyndan galla var að ræða. Stefnandi hefur ekki sérstaklega rökstutt afsláttarkröfu sína út frá sjónar- miðum um afslátt heldur byggir á matsgerð. Talið verður að unnt sé að leggja matsgerð þá, er stefnandi aflaði, til grundvallar við ákvörðun þess hver teljist vera hæfilegur afsláttur af kaupverði, sbr. dóm Hæstaréttar 21. apríl 1999 í mál- inu nr. 284/1998. Er einnig til þess að líta að nánast var um altjón að ræða og að krafa stefnanda er augljóslega innan marka venjulegra afsláttarútreikninga, 1173 jafnvel þó að fullt tillit yrði tekið til þeirra styrkja sem stefnanda hafa verið veittir. Krafa stefnanda verður því að fullu tekin til greina. Stefndi var einn skráður eigandi fasteignarinnar Langeyrarvegar 9. Hann tók upp í kaupin íbúð stefnanda að Hjallabraut 35, Hafnarfirði. Við þau eignaskipti varð eiginkona stefnda skráður 50% eigandi íbúðarinnar að Hjallabraut 35 og hélst sú skipan er stefndi og eiginkona hans keyptu fasteign þá sem þau búa nú í að Háabergi 1, Hafnarfirði. Í ljósi þessa þykir mega staðfesta kyrrsetningargerð sem fram fór í eigum stefnda 3. mars 1998. Eftir þessum úrslitum verður stefndi dæmdur til þess að greiða stefnanda málskostnað. Stefnandi hefur lagt fram málskostnaðarreikning þar sem kemur fram að útlagður kostnaður fyrir utan málflutningslaun er eftirfarandi: Mats- kostnaður 314.736 krónur, þinglýsing kyrrsetningar 128.325 krónur, þóknun vegna ábyrgðar 14.450 krónur og ýmis réttargjöld 19.500 krónur, eða samtals 477.011 krónur. Verður stefndi dæmdur til þess að greiða allan þennan kostnað auk málflutningslauna að fjárhæð 350.000 krónur og 85.750 krónur í virðisauka- skatt á málflutningslaun. Samtals verður stefndi dæmdur til þess að greiða stefn- anda 912.761 krónur í málskostnað. Dóm þennan kveða upp Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari, Stanley Páls- son verkfræðingur og Vífill Oddsson verkfræðingur. Dómsorð: Stefndi, Kristján Harðarson, greiði stefnanda, Sigrúnu Jónsdóttur, 3.210.000 krónur með dráttarvöxtum frá 7. janúar 1998 til greiðsludags og 912.761 krónur í málskostnað. Staðfest er kyrrsetning sem gerð var 3. mars 1998 fyrir ofangreindum fjárhæðum í eignarhluta stefnda í fasteigninni Háabergi |, Hafnarfirði, og hesthúsi nr. 425 í Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg, Hafnarfirði. 1174 Fimmtudaginn 16. mars 2000. Nr. 358/1999. Dreifing ehf. (Hreinn Loftsson hrl.) gegn íslenska ríkinu (Einar Karl Hallvarðsson hrl.) Skattar. Endurgreiðslukrafa. Fyrning. Sérstakt jöfnunargjald, svokallað U-gjald, sem nam 50% á tollverð innfluttrar vöru, var lagt á við innflutning vara, sem unnar voru úr kartöflum, á grundvelli reglugerðar landbúnaðarráðherra. F élagið D, innflytjandi franskra kartaflna, taldi að í stað þess að leggja á U -gjald hafi á tímabilinu september til desember 1991 verið lagt sérstakt trygg- ingagjald undir bókstafnum „B“ á hluta innfluttra kartöfluvara. Höfð- aði D mál gegn íslenska ríkinu vegna þessa til endurgreiðslu ofgreidds fjár. Héraðsdómari taldi að fjögurra ára fyrnin garfrestur gilti um kröf- una, sbr. 5. tölul. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, og hefði krafan því verið fyrnd er málið var höfðað. Var niðurstaða héraðsdóms staðfest og íslenska ríkið sýknað af kröfum D. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 9. september 1999. Hann krefst þess að stefndi greiði 3.273.750 krónur með drátt- arvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af nánar til- greindum fjárhæðum frá síðasta degi hvers mánaðanna september, október, nóvember og desember 1991 til greiðsludags. Til vara er kraf- ist vaxta af tilgreindum fjárhæðum samkvæmt 7. gr. sömu laga frá sömu mánuðum til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að dómkröfur áfrýjanda verði lækkaðar og málskostnaður látinn niður falla. Staðfesta ber héraðsdóm með vísan til forsendna hans. 1175 Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Dreifing ehf., greiði stefnda, íslenska ríkinu, 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. júní 1999. Mál þetta, sem dómtekið var 8. þessa mánaðar, er höfðað með stefnu, þing- festri 22. október 1998. Stefnandi er Dreifing ehf., kt. 490287-1599, Vatnagörðum, Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að stefndi greiði stefnanda 3.273.750 krónur, eða lægri fjárhæð að mati dómsins, með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga 25/1987, ásamt síðari breytingum samkvæmt töflu hér að neðan. Dráttarvaxta er krafist til greiðsludags, frá síðasta degi hvers mánaðar af þeirri fjárhæð, sem greind er fyrir aftan mánuðinn. Sept. 1991 576.450 krónur. Okt. 1991 563.975 krónur. Nóv. 1991 2.463.075 krónur. Des. 1991 3.273.750 krónur. Til vara er krafist vaxta af greindum upphæðum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga 25/1987 fyrir þann tíma, sem dráttarvextir yrðu ekki dæmdir. Þess er krafist, að dráttarvextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafsdag vaxta, allt í samræmi við 12. gr. laga nr. 25/1987. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Af hálfu stefnda er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Til vara krefst stefndi þess, að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að máls- kostnaður verði í því tilviki látinn niður falla. I. Málsatvik. Stefnandi er innflutningsfyrirtæki og hefur um 30 ára skeið flutt inn til lands- ins vörur unnar úr kartöflum. Að stærstum hluta er um að ræða vörur frá fyrir- tækinu McCain Foods, Ltd., Florenceville, New Brunswick í Kanada. Sérstakt 1176 Jöfnunargjald, eða svokallað U-gjald, var lagt á þennan innflutning fyrirtækis- ins samkvæmt reglug. nr. 223/1987, en sú gjaldtaka hækkaði verulega með reglug. nr. 109/1988. Með stefnu í tveimur málum hefur stefnandi gert kröfu um endurgreiðslu vegna þessarar gjaldtöku á nefndan innflutning stefnanda á árunum 1988-1995. Við undirbúning og yfirferð vegna stefnugerðar í þeim málum hafi komið í ljós, að í stað þess að leggja U-gjald, það er 50% á tollverð innfluttrar vöru, hafi á tímabilinu september til desember 1991 verið lagt sér- stakt tryggingagjald undir bókstafnum „B“ á innfluttar kartöfluvörur, sem flokk- uðust undir tollskrárnúmer 710-1000. Er stefnandi gerði sér fyrst grein fyrir gjaldtöku þessari sumarið 1997 sneri hann sér til tollyfirvalda um leiðréttingu, en fékk þau svör, að ekki kæmi til leiðréttingar, þar sem svo langur tími væri liðinn frá gjaldtöku þessari. TI. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir á því, að óheimilt hafi verið að innheimta sérstakt trygg- ingagjald merkt bókstafnum B, líkt og stefndi gerði á tímabilinu september til desember 1991. Þessi gjaldtaka hafi einvörðungu verið á innflutning kartöflu- vara, sem flokkaðist undir tollskrárnúmer 710-1000. Gögn málsins beri með sér, að stefndi hafi vitað um hina ólögmætu gjaldtöku og staðið hafi til að endur- ákvarða tollverð innflutningsskýrslna, en frá því hafi verið horfið. Framlögð skjöl í málinu bendi til þess, að innflutningsskýrslur hafi verið reiknaðar með leiðréttum tollverðum ásamt svokölluðu Ul-gjaldi (50% ofan á tollverð), en ekkert hafi orðið af slíkri endurákvörðun. Skjöl málsins sýni, að trygginga- gjaldið nemi hærri fjárhæðum en orðið hefði með álagningu U-gjaldsins. Skjöl og útreikningar stefnda virðist benda til, að honum hafi verið kunnugt um eða mátt vera kunnugt um hina óheimilu gjaldtöku, þó að hann aðhefðist ekkert til að leiðrétta hana gagnvart stefnanda. Það sé grundvallarregla íslensks réttar, að slík gjaldtaka sé óheimil, nema hún styðjist við skýra lagaheimild, en hana skorti í máli þessu. Styðjist krafa stefnanda við almennar reglur íslensks kröfuréttar um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Stefnandi byggir á því, að krafa hans sé ekki fyrnd að neinu leyti. Á því er byggt, að 7. gr. laga nr. 14/1905 eigi við, þar sem fram komi, að ef skuldari dregur sviksamlega dul á, eða vanrækir að skýra frá atvikum, er krafan byggist á, byrji fyrningarfrestur að líða þann dag, er kröfuhafinn fékk vitneskju um þessi atvik. Verði að líkja aðstöðu stefnda við þá stöðu, sem lýst er í greininni, sbr. það sem áður segi um fyrirhugaða endurákvörðun tollverðsins. Hafi stefnanda ekki verið kunnugt um þessi atvik, fyrr en síðla sumarið 1997 við undirbúning málshöfðunar til endurgreiðslu svokallaðra U-gjalda á kartöfluinnflutning stefn- anda á árunum 1988-1995. 1177 Verði ekki fallist á, að 7. gr. eigi við samkvæmt orðanna hljóðan, byggir stefnandi á því, að rétt sé að skýra hana rýmkandi lögskýringu. Ef sú staða, sem uppi er í máli þessu, hefði verið í „huga“ löggjafans við setningu fyrningarlaga, sé ólíklegt annað en að löggjafinn hefði látið sambærilega reglu og 7. gr. gilda um slíkar kröfur. Ekki verði talið, að það löggjafarsjónarmið hafi verið ráðandi að girða skyldi svo fyrir lögmætar endurkröfur borgaranna á hendur ríkinu, að ómögulegt yrði fyrir þá að leita réttar síns, eins og hér kynni að vera um að ræða, yrði fyrningarfrestur talinn hefjast við greiðsludag tryggingagjaldsins. Fái þetta sjónarmið stuðning af eðlisrökum þeim, er 7. gr. sé byggð á, sem séu þau, að fyrningarfrestur eigi ekki að byrja að hefjast, ef kröfuhafi verður talinn hafa verið grandlaus um rétt sinn og grandleysi hans megi rekja til atvika, sem skuld- ari ber ábyrgð á. Þá er á því byggt, að fyrningarfrestur endurkröfu stefnanda sé tíu ár, sbr. aðal- reglu fyrningarlaga nr. 14/1905, sem fram komi í 2. tölul. 4. gr. Með vísan til Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 telur stefnandi, að dráttarvexti beri að greiða frá þeim tíma, er hin ólögmætu gjöld voru innt af hendi. Er sér- staklega vísað til 9. gr. laganna, sem annaðhvort eigi við samkvæmt efni sínu eða lögjöfnun. Endurgreiðsluskylda stefnda skapist, þegar hin ólögmæta gjald- taka fer fram. Gera verði þá kröfu til handhafa ríkisvalds, að þeim séu ljós tak- mörk sín. Þeir eigi að þekkja lögin og fara eftir þeim. Hafi stefnda borið að hafa frumkvæði að endurgreiðslu, sbr. reglu þá, er nú hafi verið staðfest í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Stefnandi hafi verið í góðri trú og enga ástæðu haft til að gera sérstaka fyrirvara við greiðslur sínar. Þá bendi margt til þess, að stefnda hafi verið ljóst eða mátt vera ljóst, að álagning tryggingagjaldsins væri ólögmæt. Verði ekki talið, að 9. gr. eigi við samkvæmt efni sínu byggir stefnandi á lög- jöfnun frá þeirri grein, enda aðstaðan sambærileg og alls ekki ósanngjarnt, að stefndi greiði dráttarvexti vegna ólögmætrar innheimtu sinnar. Eigi borgararnir að geta treyst því, að innheimta opinberra gjalda sé lögmæt. Eigi stefndi að bera hallann af því, ef svo er ekki. Varakrafa um vexti hljóði upp á vexti samkvæmt 7. gr. laga nr. 25/1987 frá þeim dagsetningum, sem dráttarvaxta er krafist, til þeirrar dagsetningar, er drátt- arvextir yrðu dæmdir. Il. Málsástæður og lagarök stefnda. Af hálfu stefnda er á því byggt, að ekki sé rétt, svo sem stefnandi heldur fram, að umrætt gjald hafi verið lagt sérstaklega á stefnanda sem tiltekið gjald eða skattur af hálfu tollyfirvalda. Gjaldið hafi verið reiknað sem tiltekin fjárhæð á einingarverð og sé skilgreint sem ársgjald slysatryggingar ökumanns ýmissa 1178 ökutækja með vísan til þágildandi laga nr. 67/1971 um almannatryggingar. Að blanda þeim gjöldum saman við aðflutningsgjöld kunni að hafa verið vegna rangs skilnings stefnanda sjálfs eða Tollvörugeymslunnar. Stefnandi hafi greitt hið umdeilda gjald athugasemdalaust og án fyrirvara, þó að svo virðist sem um ranga tilgreiningu hafi verið að ræða og í raun mistök. Virðist stefnandi hafa staðið í þeirri trú, að annaðhvort væri um að ræða toll af vörunni, ígildi jöfnunargjalds eða hækkun umræddra liða vegna hækkunar á toll- verði, eftir því sem frekast verður ráðið af útskýringum í stefnu. Hafi stefnandi því bersýnilega greitt gjaldið í þeirri trú, að skylt væri í fjölmörg skipti og þannig talið félagið vera að greiða aðflutningsgjöld. Í gögnum málsins komi fram, að gjaldinu hafi í einhverjum tilvikum verið skipt út fyrir 50% Jöfnunar- gjald á kartöflur í tollflokki 0710.1000. Ef staðið hefði til að hækka tollverð á innflutningi af kartöflum virðist að minnsta kosti ljóst, að ekki hafi verið farið rétt að með því að skipta á svokölluðu B-gjaldi og jöfnunargjaldi, heldur hefði borið að endurskoða tollverð og reikna aðflutningsgjöld miðað við það. Stefn- andi beri ábyrgð á aðflutningsskýrslum þeim, er hann framvísaði við tollaf- greiðslu, sbr. 16. gr. tollalaga nr. 55/1987, og auk þess hafi hann getað nýtt sér málskotsleiðir þeirra laga, til að fá leiðréttar aðflutningsskýrslur eða tollverð. Krafa stefnanda sé um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Kröfur um endurgreiðslu ofgreidds fjár fyrnist á fjórum árum frá því tímamarki, er greiðslan var innt af hendi, en unnt hafi verið að krefjast endurheimtu kröfunnar strax og hún hafði verið innt af hendi, eftir atvikum með málsókn. Telur stefndi, að sýkna beri hann af öllum kröfum stefnanda, þar sem réttur til endurheimtu sé niður fallinn vegna fyrningar. Vísist í því sambandi til 5. tölul. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, sbr. 1. gr., 1. mgr. 5. gr. og 11. gr. þeirra laga. Svo sem fram komi í stefnu og gögnum málsins hafi hið umdeilda B-gjald verið innt af hendi á tímabilinu frá september til desember 1991. Hinn fjögurra ára fyrningarfrestur hafi því löngu verið liðinn, er mál þetta var höfðað þann 15. október 1998. Beri því þegar af framangreindum ástæðum að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda og vísist meðal annars til Hrd. 10. desember 1998 í mál- inu nr. 146/1998. Hafi verið um að ræða gjald, sem átt hafi að koma í stað 50% jöfnunargjalds, hafi verið skylt að greiða það af viðkomandi vöru. Hafi stefnandi bersýnilega talið, að rétt álagning þess gjalds skilaði sér í þessu formi, enda komi fram í úttektarskýrslum, sem fylgi úttektarbeiðnum, að mun hærri verð hafi verið til- greind á vörunni, þar sem einnig hafi verið ráðgert, að 30% Jöfnunargjaldið yrði greitt. Stefnandi hafi engin rök fært fyrir því, að það gjald hafi verið ólöglega álagt. Miðað við skýrslur þessar, sem sýni hærra tollverð, en raun varð á, er því mótmælt sem röngu og ósönnuðu, að umrætt B-gjald hafi reynst hærra en 50% Jöfnunargjaldið, sem greiða hafi átt í raun á þessu tímabili, en einnig verði til 1179 þess að líta, að á þessu tímabili sýni gögn málsins, að raunverulegt verð fyrir vörusendingar hafi átt að vera mun hærra. Það leiði til þess, að hverfandi líkur séu á, að gjaldið hafi náð því að jafna önnur aðflutningsgjöld, svo og virðis- aukaskatt, sem greiða hafi borið, en stefnandi hugsanlega vangreitt. Stefndi byggir einnig á því, að gjaldið hafi verið innt af hendi án athuga- semda og fyrirvaralaust, sem girði fyrir rétt stefnanda til endurgreiðslu. Þá hafi stefnandi sýnt af sér stórkostlegt tómlæti og aðgæsluleysi, sem verði að teljast óafsakanlegt, þegar í hlut eigi einkahlutafélag (áður hlutafélag) og þar með bók- haldsskyldur aðili, sem einkum fáist við innflutning vara og ætla megi, að gjör- þekki til innflutningsmála og réttarreglna þar að lútandi. Enn byggir stefndi á því, að hið svokallaða B-gjald hljóti að hafa verið lagt á viðskiptamenn télags- ins og því hafi félagið fengið gjaldið greitt til baka í raun. Séu löglíkur fyrir því og viðskiptavenja, þannig að telja verði, að stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir hinu gagnstæða. Umrætt B-gjald virðist hafa verið greitt við tollafgreiðslu var- anna og komi því álagning stefnanda á þær, eftir að það hafði verið innt af hendi. Krafa stefnanda nú, að svo löngum tíma liðnum, geti því ekki skoðast sem annað en auðgunarkrafa. Stefndi mótmælir því eindregið að 7. gr. fyrningarlaga geti stutt kröfur stefn- anda. Ekki hafi verið tekið á móti greiðslu hins umþrætta gjalds á grundvelli svika eða neinnar þeirrar háttsemi, sem líkja mætti við svik. Er málatilbúnaði þessa efnis eindregið vísað á bug sem röngum. Komi hvergi fram, að einhver starfsmaður tollyfirvalda hafi sýnt af sér slíka háttsemi. Viðtakendum gjaldsins hafi ekki verið skylt að tilkynna stefnanda um atvik sem krafan byggist á, enda virðist hafa verið um að ræða greiðslur fyrir misskilning eða að stefnandi hafi talið rétt, að hækkun á tollverði færi fram með þessum hætti, þegar hann leysti út vöruna í tollvörugeymslu. Stefnda hafi ekki verið kunnugt um mistökin eða á grundvelli hvaða atvika greiðslurnar byggðust, enda hafi þær verið færðar af stefnanda og í tollvörugeymslu. Standi því engin rök til þess að byggja á 7. gr. fyrningarlaga í málinu. Stefndi mótmælir því einnig, að 7. gr. verði skýrð rýmkandi skýringu, enda um að ræða undantekningarreglu sem skýra beri þröngt. Engin skilyrði séu til lögjöfnunar frá ákvæðinu. Gera verði þá kröfu til borgarans, sér í lagi þegar um er að ræða bókhaldsskylda aðila í atvinnustarf- semi, sem gjörþekki til innflutningsmála og réttarreglna um greiðslu aðflutn- ingsgjalda, svo og kæruheimilda þar að lútandi, að gripið sé til þeirra úrræða, sem næst standa og í tíma. Fremur verði að telja stefnanda ábyrgan fyrir því að hafa ekki kannað aðflutningsskýrslur og bókhald sitt nægjanlega, þannig að krafan yrði höfð uppi í tíma. Eftir athugun af hálfu stefnda vegna málsóknarinnar hafi komið í ljós, að stefnandi hafi að minnsta kosti fengið endurgreiddar 585.225 krónur þann 18. maí 1994, en þá hafi krafan verið ófyrnd. Hafi þá verið endurgreiddur mismunur 1180 á vangreiddu jöfnunargjaldi og ofgreiddu B-gjaldi. Sú endurgreiðsla virðist hins vegar ekki hafa hreyft við stefnanda að kanna nánar bókhald sitt eða aðflutn- ingsskýrslur vegna innflutnings á kartöflum og hvort mistök af þessu tagi hefðu átt sér stað í öðrum tilvikum. Engin skylda hafi hvílt á stefnda að hrinda af stað rannsókn á því, hvort sama væri uppi í öðrum tilvikum, en sækja hafi þurft um endurgreiðslu. Stefnanda hafi því verið kunnugt um, að færsla sem þessi og greiðsla hafði átt sér stað, hvort sem litið sé til þessarar endurgreiðslu sérstak- lega eða almennt til þekkingar stefnanda á eigin aðflutningsskýrslum, bókhaldi sínu og því hvaða aðflutningsgjöld væru lögð á vöruna. Hafi stefnandi augljós- lega getað gripið til tiltækra úrræða strax og gjöldin höfðu verið innt af hendi. Sé bersýnilega röng staðhæfing í stefnu um, að þetta hafi uppgötvast sumarið 1997, en hún sé rauði þráðurinn í öllum málatilbúnaði stefnanda. Frá þessum degi, er umsókn um endurgreiðslu var móttekin og afgreidd, hafi ekkert verið aðhafst af stefnanda og endurgreiðslukrafa fyrnd, þó að miðað yrði við það tíma- mark. Auk þeirra gagna sem lögð voru fram við þingfestingu málsins, hafi stefn- andi lagt fram bréf, dagsett 15. desember 1998, þar sem aukið sé við máls- ástæður frá því sem greinir í stefnu. Samkvæmt 80. gr. laga nr. 91/1991 um með- ferð einkamála skuli málsástæður koma fram í stefnu. Mótmælir stefndi því, að málsástæður í nefndu bréfi fái komist að. Í því bréfinu komi í raun fram önnur málsútlistun en lagt er upp með í stefnu, þar sem stefnandi virðist ætla að reka málið sem skaðabótamál. Valdi það frávísun málsins ex officio, þar sem stefn- andi hafi með þessu raskað grundvelli málsins algerlega og kröfur hans þannig ósamrýmanlegar. Til stuðnings varakröfu er í fyrsta lagi byggt á, að ekki verði betur séð en að hin ofgreiddu gjöld hafi þegar verið endurgreidd að hluta til. Beri því að minnsta kosti að sýkna stefnda um endurgreiðslu á 585.225 krónum og lækka kröfur stefnanda um þá fjárhæð. Þá byggir stefndi á því, að ekki verði endurgreiddar aðrar fjárhæðir en þær, sem nema myndu mismun á því, sem umrætt B-gjald hefði verið hærra en jöfnunargjald, er það kom í staðinn fyrir, og öðrum aðflutn- ingsgjöldum. Stefndi mótmælir dráttarvaxtakröfu stefnanda. Engin rök séu til þess að dæma stefnanda dráttarvexti af endurgreiddum fjárhæðum. Bendi stefndi einnig á, að dráttarvaxtakrafa, sem og varakrafa um vexti samkvæmt 7. gr. vaxtalaga, séu vanreifaðar og ódómhæfar, þar sem kröfurnar uppfylli ekki það látmarks- skilyrði, að upphafsdagur vaxta sé tilgreindur. Beri því að vísa kröfum um drátt- arvexti eða vexti frá dómi ex otficio, sbr. 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Er einnig á því byggt, að vaxtakröfur séu við þessar aðstæður órökstuddar og af þeim beri að sýkna. Verði ekki á þetta fallist, telur stefndi, að einungis séu rök til að dæma stefnanda dráttarvexti frá dómsupp- 1181 kvaðningu, eða í fyrsta lagi frá þingfestingardegi, komi til þess, að fallist verði á kröfur hans að einhverju leyti. Vísi stefndi til vaxtalaga nr. 25/1987 sjónar- miðum sínum til stuðnings, einkum 3. og 4. mgr. 9. gr. Jafnframt er á því byggt, verði ekki á framangreint fallist, að vextir, eldri en frá 15. október 1994, séu fallnir niður fyrir fyrningu, sbr. 2. tölul. 3. gr. laga nr. 14/1905. IV. Niðurstaða. Með bréfi, dagsettu 15. desember 1998, boðaði stefnandi, að hann hygðist gera kröfum greiðslu skaðabóta vegna umþrættrar gjaldtöku á grundvelli almennu skaðabótareglunnar, að svo miklu leyti sem ekki yrði fallist á endur- kröfu stefnanda. Samkvæmt e-lið 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einka- mála skulu málsástæður, sem stefnandi byggir málsókn sína á, koma fram í stefnu, svo og önnur atvik, sem þarf að greina, til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst. Þá kemur fram í f-lið nefndrar greinar, að í stefnu skuli vera tilvísun til helstu lagaákvæða eða réttarreglna, sem stefnandi byggir málatilbúnað sinn á. Enda þótt stefnandi hafi boðað ofangreinda kröfugerð með umræddu bréfi, hefur hann ekki látið af henni verða, hvorki með framhaldsstefnu né sérstakri bókun þar um. Eru því eigi efni til að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi af þeirri ástæðu, að málið hafi verið lagt fyrir dóminn á öðrum grunni en í stefnu greinir. Krafa stefnanda er um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda telst fyrningar- frestur frá þeim degi, er krafa varð gjaldkræf. Ráðið verður af dómafordæmum, að 5. tölul. 3. gr. fyrningarlaga var talinn gilda um endurkröfur vegna ofgreiddra tolla og gjalda, áður en lög nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda öðluðust gildi í janúar 1996. Í 4. gr. þeirra laga kemur fram, að fyrning- arfrestur er fjögur ár frá því greiðsla átti sér stað. Segir í greinargerð með lög- unum, að fyrningarfrestur á kröfum þeim, er lögin taka til, sé óbreyttur frá því, sem áður gilti. Með vísan til þessa er ljóst, að hinn fjögurra ára fyrningarfrestur 5. tölul. 3. gr. laga nr. 14/1905 gildir um kröfu þá, er mál þetta snýst um. Eru engin efni að mati dómsins til að fallast á með stefnda, að svik hafi verið höfð í frammi af hálfu stefnda, þannig að 7. gr. fyrningarlaga geti hér átt við. Var krafa stefnanda því löngu fyrnd, er mál þetta var höfðað. Ber þar af leiðandi að sýkna stefnanda af kröfum stefnda, en eftir atvikum er rétt, að málskostnaður þeirra í millum falli niður. Dóminn kveður upp Helgi I. Jónsson héraðsdómari. 1182 Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknaður af kröfum stefnanda, Dreifingar ehf., í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 1183 Fimmtudaginn 16. mars 2000. Nr. 359/1999. Dreifing ehf. (Hreinn Loftsson hrl.) gegn íslenska ríkinu (Einar Karl Hallvarðsson hrl.) Skattar. Jöfnunargjald. Endurgreiðsla. Fyrning. Í lok árs 1996 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að álagning 190% og 120% jöfnunargjalds af kartöflum og vörum unnum úr þeim, sem lagt var á samkvæmt heimild í reglugerð landbúnaðarráðherra, hefði verið ólögmæt. Félagið D, innflytjandi franskra kartaflna, höfð- aði mál gegn íslenska ríkinu til endurgreiðslu vegna umræddrar gjald- töku og gjaldtöku á grundvelli yngri reglugerðar sem kvað á um 90% jöfnunargjald. Með vísan til dóms Hæstaréttar frá árslokum 1998 var talið að fyrningarfrestur kröfu D væri fjögur ár, sbr. 5. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, og að hann hæfist við hverja greiðslu. D höfðaði mál til endurgreiðslu á ofgreidd- um jöfnunargjöldum á hendur ríkinu í október 1997, en málinu var vísað frá héraðsdómi í júní 1998. Hann höfðaði síðan þetta mál í októ- ber 1998. Talið var að um sama sakarefni væri að ræða í málunum og ætti að miða upphafstíma fyrningarfrests við höfðun fyrra málsins. Þá var talið að ekki hefði verið sýnt fram á nauðsyn álagningar 90% jöfn- unargjalds á innfluttar kartöflur, af ástæðum sem raktar yrðu til sjón- armiða um viðbrögð við innflutningi landbúnaðarvara á óeðlilega lágu verði. Var álagningin hvorki talin hafa samrýmst takmörkunum á heim- ild ráðherra né kvöðum um málefnalegan grundvöll skattheimtu og stjórnsýslu og því hafi hún ekki farið að lögum. Var sú álagning jöfn- unargjalds sem endurgreiðslukröfur lutu að því talin ólögmæt. Miðað var við að D hefði bætt álagningu ofan á verð vöru, sem jöfnunar- gjaldið hefði verið fellt inn í og hefðu viðskiptamenn hans greitt hærra verð fyrir vöruna sem nam jöfnunargjaldinu. Var D talinn hafa leitt verulegar líkur að því að samkeppnisstaða hans hefði raskast nokkuð vegna jöfnunargjaldsins og var hann talinn eiga rétt til endurgreiðslu gjaldsins að því marki, sem telja mætti næsta öruggt, að það hefði í raun ekki skilað sér til baka í verðlagningu vörunnar. Var ríkið dæmt til að greiða D hluta hins ofgreidda jöfnunargjalds. 1184 Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 9. september 1999. Hann krefst þess, að stefndi greiði 89.005.433 krónur „eða lægri fjárhæð að mati dómsins“ með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 30. júní 1988 til greiðslu- dags. Til vara krefst hann vaxta af greindum fjárhæðum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara er þess krafist, að dómkröfur áfrýjanda verði lækk- aðar til mikilla muna og málskostnaður látinn falla niður. Mörg ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Skiptir þar mestu bréf Hauks Gunnarssonar löggilts endurskoðanda 13. júlí 1999. Í bréfinu dregur endurskoðandinn saman helstu tölur úr ársreikningum áfrýjanda frá stofnun félagsins 1987 og þar til það lenti í gjaldþrotaskiptum og nauðasamningum í lok árs 1991. Segir þar, að meira en helmingur af sölu félagsins á þessum árum hafi verið sala á frönskum kartöflum. Þá hafi verndartollar verið lagðir á innfluttar franskar kartöflur og hafi af þeim sökum hvorki náðst eðlileg sala né framlegð á vöruna á þessu skeiði. Tilvitnaðir ársreikningar hafa einnig verið lagðir fram. Af hálfu stefnda hafa verið lagðar fram skýrslur um verðmætisáætlanir úr Árbók landbúnaðarins 1990-1995 og töflur úr verslunarskýrslum Hagstofu Íslands 1992-1996 um innfluttar vörur eftir tollskrárnúmerum og löndum. I. Málavöxtum er skilmerkilega lýst í héraðsdómi. Með dómi Hæsta- réttar 19. desember 1996 í máli þrotabús S. Óskarssonar ár Co. hf. gegn Íslenska ríkinu, H.1996.4260, var komist að þeirri niðurstöðu, að álagning 190% og 120% jöfnunargjalds af kartöflum og vörum unnum úr þeim, sem lagt var á samkvæmt heimild í reglugerð nr. 223/1987 um þetta efni, eins og henni var breytt með reglugerðum nr. 109/1988 og nr. 335/1989, hefði verið ólögmæt. Umrædd vara féll undir tollskrár- númer 2004.1000, sem breyttist með tollskrá 1993 í 2004.1009. Í mál- inu krefst áfrýjandi endurgreiðslu vegna gjaldtöku stefnda samkvæmt 1185 þessari reglugerð með síðari breytingum auk reglugerðar nr. 468/1993, sem leysti hana af hólmi og kvað á um 90% jöfnunargjald af vörum samkvæmt þessu tollskrárnúmeri. Hið sérstaka jöfnunargjald var lagt á samkvæmt heimild í 2. tl. e- liðar 1. mgr. 30. gr. þágildandi laga nr. 46/1985 um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum, sbr. 1. gr. laga nr. 25/1986, og síðar d-lið 1. mgr. 30. gr. núgildandi búvörulaga nr. 99/1993, en hún var felld niður með lögum nr. $7/1995 um breytingar á lögum vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Lög nr. 46/1985 veittu land- búnaðarráðherra víðtækar heimildir til afskipta af innflutningi á búvörum. Framangreint ákvæði heimilaði ráðherra að innheimta sér- stakt jöfnunargjald af innfluttum kartöflum og vörum unnum úr þeim. Skyldi það greitt af tollverði vörunnar og renna í ríkissjóð, en nánari ákvæði um álagningu þess og gjaldskyldar vörur skyldi ráðherra setja í reglugerð. Mátti hann ákveða hæð gjaldsins allt að tilteknu hámarki og hafa um það tvo kosti. Var sá fyrri við það miðaður, að samanlagt tollverð og jöfnunargjald yrði ekki hærra en innlent heildsöluverð vör- unnar, sem ákveðið væri af svokallaðri fimmmannanefnd samkvæmt 13.-15. gr. laganna. Síðari kosturinn átti við um þær vörur, sem ekki voru háðar slíkri verðlagsákvörðun og mátti gjaldið þá nema allt að 200% af tollverði. 1. Í framangreindum dómi var sagt, að jöfnunargjaldið yrði að teljast skattur í skilningi 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Væri lagaheimild til skattlagningarinnar bundin við skilgreindan til- gang laganna og hefði falist mikilvæg afmörkun í þeim skýringum, sem fram komu í athugasemdum við frumvarp til laga nr. 25/1986 og umræðum á Alþingi. Svigrúm ráðherra til ákvörðunar um gjaldið innan hinna lögfestu marka hefði þannig ekki verið óheft. Með hliðsjón af þessu var ekki á það fallist, að í framangreindum lögum hefði falist óheimilt framsal löggjafans á skattlagningarvaldi. Við úrlausn þessa máls verður sérstaklega að hafa til hliðsjónar þær ástæður, sem Hæsti- réttur taldi eiga að leiða til þess, að heimild í þágildandi búvörulögum um allt að 200% jöfnunargjald af innfluttum kartöflum gæti staðist. Í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 25/1986, er felldi hina umdeildu heimild inn í 1. mgr. 30. gr. laga nr. 46/1985, er lýst þeim 1186 tilgangi búvörulaganna, að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu. Síðan segir: „Vegna náttúrufars og legu landsins er ekki unnt að tryggja nægj- anlegt vöruframboð allt árið á vissum tegundum búvara, t.d. garð- ávöxtum, grænmeti og oft kartöflum. Verður því að flytja þessar vörur inn en Í ýmsum tilvikum eru hinar erlendu vörur greiddar niður veru- lega af þarlendum stjórnvöldum. Þegar innlend framleiðsla er enn á markaði raskar innflutningur þessara vara því mjög samkeppnisaðstöðu innlendu framleiðslunnar og skerðir möguleika innlendra framleiðenda til að tryggja nægjanlegt vöruframboð í framtíðinni. Þessar aðstæður hafa m.a. gert þeim innlendu fyrirtækjum sem vinna úr kartöflum erf- itt fyrir í samkeppni við niðurgreidda framleiðslu erlendis frá.“ Loks er í athugasemdunum sagt, að í tillögugreininni sé lagt til, að landbún- aðarráðherra verði veitt heimild til að leggja sérstakt jöfnunargjald á innfluttar kartöflur „sem lið í stjórn búvöruframleiðslunnar og því að ná fram áðurnefndum tilgangi laga nr. 46/1985.“ Þegar þáverandi landbúnaðarráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði sagði hann, að tilgangur þess væri að jafna verð milli innlendrar og erlendrar framleiðslu og myndi álagið á innflutta vöru þá geta orðið til að lækka verð hinnar innlendu framleiðslu á móti, svo að heildarút- koma fyrir neytendur yrði hin sama. Framsögumaður meirihluta land- búnaðarnefndar sagði í umræðum á Alþingi, að kjarni röksemda fyrir jöfnunargjaldinu kæmi fram í athugasemdum með frumvarpinu. Þáver- andi forsætisráðherra lagði í umræðunum á það áherslu, að frumvarpið væri eingöngu flutt til að heimild fengist til að vernda innlenda fram- leiðslu á kartöflum, þegar um óeðlilega verðfellingu væri að ræða á innflutningi. Í málinu liggja fyrir þrjú bréf landbúnaðarráðuneytisins til ríkislög- manns vegna óska hans um gögn og upplýsingar, meðal annars um „jJöfnunarþörf á þessum tíma, þ.á m. með tilliti til þess hve mikið vægi erlendar niðurgreiðslur höfðu á verðlag vörunnar sem gjaldið náði til.“ Í bréfi ráðuneytisins 23. október 1997 kemur fram, að forsendur þess, að jöfnunargjaldið á innfluttar franskar kartöflur var lækkað í 90% með reglugerð nr. 468/1993 hafi verið þær, að kanadísk stjórnvöld hefðu fundið að því, að lögð væru hærri verðjöfnunargjöld á umrædda vöru en samið hefði verið um af Íslands hálfu í hinu almenna samkomulagi 1187 um tolla og viðskipti (GATT). Þótt þetta samkomulag hefði ekki verið skuldbindandi fyrir Ísland á þessum tíma, hafi ráðuneytið talið rétt að lækka gjaldið til samræmis við „GATT-bindingar“ á þessum vörum. Í bréfi sama ráðuneytis 8. desember 1998 er sagt um þessa breytingu, að ekki hefði verið talið unnt að fara eftir niðurgreiðslum í einstökum löndum. Ástæða þess hafi verið sú, að niðurgreiðslur í einstökum ríkjum væru allt frá því að vera mjög háar á alþjóðlegan mælikvarða til þess að vera nánast engar. Jöfnunargjöld væru í öllum tilvikum ákveðin sem verðmunur á heimsmarkaði og markaði innanlands, enda væri mismunur á heimsmarkaðsverði og verði vöru í hverju ríki besti mælikvarðinn á niðurgreiðslur í einstökum ríkjum. Sú ákvörðun að leggja 90% jöfnunargjald á franskar kartöflur væri í samræmi við það hámark, sem heimilt væri að nota á þessa vöru samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum um hámark tolla. Í bréfi landbúnaðarráðuneytisins 21. janúar 1999 sagði jafnframt, að eiginlegt heimsmarkaðsverð sé ekki til á vörum í umræddum tollflokkum, enda væri um unnar vörur að ræða. Hins vegar hafi íslenskt verð á ferskum kartöflum verið tvöfalt til fjór- falt hærra en erlent verð síðasta áratug. Ljóst sé, að verðmunur á ferskum kartöflum endurspegli skýrlega þá jöfnunarþörf, sem fyrir hendi sé, enda liggi ekkert fyrir um verðmun á öðrum þáttum í fram- leiðslukostnaði á þeim vörum, sem falli undir tilgreinda tollflokka. Sér- lega lágur hráefniskostnaður fyrir erlenda framleiðendur þýði óhjá- kvæmilega, að hann sé lítill hluti framleiðslukostnaðar vöru. Það sýni, að þörfin fyrir jöfnun sé í innflutningi á ferskum kartöflum og öllum afurðum, sem unnar eru úr þeim. ll. Mál þetta er höfðað til endurgreiðslu ofgreidds fjár. Í dómi Hæsta- réttar 10. desember 1998 í máli þrotabús S. Óskarssonar ár Co. hf. gegn íslenska ríkinu, H.1998.4180, var því slegið föstu, að fyrningarfrestur kröfu sem þeirrar, er hér er til meðferðar, væri fjögur ár, sbr. S.tl.3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, og hann hæfist við hverja greiðslu. Áfrýjandi höfðaði mál til endurgreiðslu á ofgreiddum jöfnunargjöldum á hendur stefnda með stefnu birtri 30. október 1997. Var því máli vísað frá héraðsdómi með úrskurði 3. júní 1998. Hann höfðaði síðan mál það, sem hér er rekið, með stefnu 15. október 1998. Um sama sakarefni er að ræða og í fyrra málinu og ber 1188 að miða upphafstíma fyrningarfrests við höfðun þess, sbr. 11. gr. laga nr. 14/1905. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms er staðfest sú niðurstaða hans, að krafa áfrýjanda allt til 30. október 1993 sé niður fallin fyrir fyrningu. Endurkrafa vegna hluta þess jöfnunargjalds, sem nam 120%, er ekki fyrnd samkvæmt framansögðu og krafa vegna 90% jöfnunargjalds er einnig ófyrnd. Ófyrndar kröfur áfrýjanda varða einnig að nokkru toll- skrárnúmer, sem báru 50% og 100% gjald samkvæmt reglugerð nr. 335/1989 með síðari breytingum. Hélst það óbreytt eftir reglugerð nr. 468/1993. Varða kröfur áfrýjanda einnig jöfnunargjald þetta samkvæmt þeirri reglugerð. Miðað við áðurnefnt tímamark fyrningar, 30. október 1993, er ómótmælt, að endurgreiðslukröfur áfrýjanda nemi 20.628 krónum vegna 50% gjalds, 33.159.374 krónum vegna 90% gjalds, 136.359 krónum vegna 100% gjalds og 1.496.010 krónum vegna 120% gjalds eða samtals 34.812.371 krónu. Stefndi telur, að frá þessum fjár- hæðum verði þá að draga 100.529 krónur vegna misræmis af völdum tvítekningar úttektarbeiðna og endurgreiðslna auk 352.856 króna vegna mánaðanna júlí og ágúst 1995. IV. Í áðurnefndum dómi Hæstaréttar 19. desember 1996 var sagt, að ákvarðanir um álagningu 190% og síðar 120% jöfnunargjalds hefðu ekki verið skýrðar að marki. Afstaða stefnda hefði verið sú, að gjald- inu hefði verið ætlað að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar framleiðslu gagnvart erlendum framleiðendum. Þetta sjónarmið hafi þó aðeins verið eitt af mörgum, sem gæta hafi þurft, og framlagðar upplýsingar í málinu nægðu ekki einar sér til að skýra umrædda jöfnunarþörf. Þá lægju engar skýringar fyrir um tengsl gjaldsins við þau sjónarmið, sem sérstaklega komu fram á Alþingi 1986. Hafi meðal annars ekki verið lagðar fram upplýsingar um vægi erlendra niðurgreiðslna eða styrkja í verðlagi á þeim vörum, sem gjaldið náði til. Í dómi Hæstaréttar 22. maí 1998 í máli íslenska ríkisins gegn Reykjagarði hf., H.1998.2021, var sagt, að framlögð gögn í því máli skýrðu ekki, svo að neinu næmi, þörfina á hinu umdeilda jöfnunargjaldi nánar en þær upplýsingar, sem lágu fyrir, þegar dómur gekk í fyrrnefndu máli 19. desember 1996. Ekki verður talið, að í þessu máli hafi verið lögð fram skýrari gögn en áður um þörf á 90% jöfnunargjaldi af innfluttum kartöflum, þegar 1189 horft er til þeirra sjónarmiða, sem einkum voru talin geta réttlætt skatt- lagningu landbúnaðarráðherra með hliðsjón af athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 25/1986 og umræðum á Alþingi um það. Þannig hefur ekki verið sýnt fram á, að innfluttar kartöflur hafi verið niður- greiddar af erlendum stjórnvöldum og engra gagna nýtur heldur um það, að um óeðlilega verðfellingu á þessari vöru hafi verið að ræða. Verður meðal annars ekki séð, hvort eða að hvaða marki slíkar ráðstaf- anir í öðrum löndum hafi skipt máli við samningsgerð um þær alþjóð- legu skuldbindingar í tollamálum, sem Ísland hafði gengist undir. Af framangreindum bréfum landbúnaðarráðuneytisins til ríkislögmanns kemur og ekki fram, að vægi erlendra niðurgreiðslna eða styrkja hafi verið ráðandi í ákvörðunum um hlutfall jöfnunargjaldsins. Fara skýr- ingar ráðuneytisins í framangreindum bréfum í bága við helsta rök- stuðning á Alþingi fyrir heimild til álagningar gjaldsins, sem áður er lýst. Þegar allt er virt, sem fram er komið, verður gagnáfrýjandi ekki tal- inn hafa sýnt fram á, að til álagningar 90% jöfnunargjalds á innfluttar kartöflur hafi verið nauðsyn af ástæðum, sem raktar verða til sjónar- miða um viðbrögð við innflutningi landbúnaðarvara á óeðlilega lágu verði. Verður álagningin því ekki talin hafa samrýmst þeim takmörk- unum, sem heimild ráðherra voru settar, og þeim kvöðum um málefna- legan grundvöll skattheimtu og stjórnsýslu, sem gæta varð. Álagning jöfnunargjalds samkvæmt reglugerð nr. 468/1993 fór þannig ekki að lögum. Á sama tíma og jöfnunargjald af vörum í tollskrárnúmeri 2004.1000 var hækkað í 190% var gjald af vörum í tollskrárnúmerum 0710.1000 og 2005.2000 hækkað í 50% og 100%. Var hér annars vegar um að ræða gufusoðnar eða forsoðnar kartöflur, frystar, og hins vegar for- soðnar kartöflur í lofttæmdum umbúðum með takmörkuðu geymslu- þoli. Áfrýjandi hefur ekki gert nægjanlega skýra grein fyrir því í mál- inu, að sömu sjónarmið eigi við um þessar vörur og þær vörur, sem hið ólögmæta jöfnunargjald var lagt á samkvæmt framansögðu. Getur þessi hluti kröfugerðar hans því ekki komið til frekari skoðunar. V. Samkvæmt framansögðu var ólögmæt sú álagning jöfnunargjalds á innflutning áfrýjanda, sem endurgreiðslukröfur hans lúta að og varða 1190 álagningu 90% og 120% jöfnunargjalds, en áður er því hafnað, að hann geti krafið stefnda um endurgreiðslu þess hluta gjaldanna, sem greiddur var fyrir 30. október 1993. Nemur fjárhæð ofgreiddra jöfnunargjalda, sem hér er til skoðunar, þannig 34.201.999 krónum. Eftir málflutningi áfrýjanda fyrir Hæstarétti verður við það að miða, að hann hafi leyst vöruna úr tolli eftir því, hvenær það hentaði honum, og að álagningu hafi verið bætt ofan á verð vöru, sem jöfnunargjaldið hafði verið fellt inn í. Viðskiptamenn hans hafi því greitt hærra verð fyrir vöruna sem nam jöfnunargjaldinu. Áfrýjandi heldur því aftur á móti fram, að vegna álagningar jöfnunargjaldsins og þeirra ráðstafana, sem samkeppnisaðilar hans hefðu gripið til í því skyni að komast hjá greiðslu þess, hafi samkeppnisstaða hans versnað, en hann hafi ekki gripið til sams konar úrræða. Hefur hann lagt fram gögn þessu til styrktar, en innflutningur franskra kartaflna var verulegur hluti af veltu áfrýjanda. Þegar litið er til þessara gagna, sem stefndi hefur ekki hrakið, þykir áfrýjandi hafa leitt verulegar líkur að því, að samkeppn- isstaða hans hafi raskast nokkuð vegna jöfnunargjaldsins. Þar sem ekki var gætt lögmætra skilyrða við álagningu þess þykir áfrýjandi eiga rétt til endurgreiðslu gjaldsins að því marki, sem telja má næsta öruggt, að það hafi ekki í raun skilað sér til baka í verðlagningu vörunnar. Þetta mat er örðugt og hlýtur að fara að álitum. Eftir öllum atvikum þykir hæfilegt, að stefndi endurgreiði áfrýjanda 9.500.000 krónur af hinu ofgreidda jöfnunargjaldi, sem til álita er. Rétt þykir, að hin dæmda fjár- hæð beri dráttarvexti frá þingfestingu málsins í héraði, sbr. 4. mgr. 9. gr. vaxtalaga, sbr. 4. gr. laga nr. 67/1989. Samkvæmt þessari niðurstöðu er rétt að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem nánar greinir í dóms- orði. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, greiði áfrýjanda, Dreifingu ehf., 9.500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt ll. kafla vaxta- laga nr. 25/1987 frá 22. október 1998 til greiðsludags og 800.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 1191 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. júní 1999. Mál þetta, sem dómtekið var 8. þessa mánaðar, er höfðað með stefnu, árit- aðri um móttöku 15. október 1998. Stefnandi er Dreifing ehf., kt. 490287-1599, Vatnagörðum, Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið. Stefnandi gerir svofelldar dómkröfur: 1. Að stefndi greiði stefnanda 89.005.433 krónur, eða lægri fjárhæð að mati dómsins, með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, ásamt síðari breytingum, samkvæmt töflu hér að neðan. Dráttarvaxta er krafist til greiðsludags, frá síðasta degi hvers mánaðar af þeirri fjárhæð, sem greind er í reitnum fyrir aftan mánuðinn. Júní 1988 29.712 kr. ág. 1990 11.273.972 kr. Júlí 1988 226.243 kr. sept. 1990 — 11.858.079 kr. ág. 1988 1.733.963 kr. okt. 1990 12.541.275 kr. sept. 1988 2.392.614 kr. nóv. 1990 13.094.542 kr. okt. 1988 2.700.794 kr. des. 1990 13.582.346 kr. nóv. 1988 3.733.483 kr. jan. 1991 14.005.015 kr. des. 1988 4.633.112 kr. feb. 1991 14.459.731 kr. jan. 1989 5.006.344 kr. mars 1991 14.946.772 kr. feb. 1989 5.596.641 kr. apr. 1991 15.394.272 kr. mars 1989 5.681.392 kr. maí 1991 15.955.313 kr. apr. 1989 5.702.594 kr. júní 1991 16.464.545 kr. sept. 1989 5.837.798 kr. júlí 1991 17.173.957 kr. okt. 1989 5.936.637 kr. ág. 1991 17.699.733 kr. nóv. 1989 6.048.134 kr. sept. 1991 18.081.177 kr. des. 1989 6.079.277 kr. okt. 1991 18.414.199 kr. jan. 1990 6.143.183 kr. nóv. 1991 18.720.432 kr. feb. 1990 6.229.054 kr. des. 1991 19.084.565 kr. mars 1990 6.566.661 kr. jan. 1992 19.450.413 kr. apr. 1990 1.156.668 kr. feb. 1992 19.876.264 kr. maí 1990 8.347.531 kr. mars 1992 „ 20.556.973 kr. júní 1990 8.795.723 kr. apr. 1992 21.200.813 kr. júlí 1990 10.250.056 kr. maí 1992 22.069.776 kr. júní 1992 22.924.596 kr. mars 1994 — 61.962.529 kr. júlí 1992 24.302.561 kr. apr. 1994 63.279.272 kr. ág. 1992 25.331.798 kr. maí 1994 64.726.667 kr. sept. 1992 26.854.809 kr. júní 1994 66.525.819 kr. okt. 1992 29.107.234 kr. Júlí 1994 68.613.447 kr. nóv. 1992 31.476.765 kr. ág. 1994 70.687.783 kr. des. 1992 34.422.954 kr. sept. 1994 72.842.851 kr. 1192 jan. 1993 34.816.247 kr. okt. 1994 14.440.833 kr. feb. 1993 36.342.447 kr. nóv. 1994 75.933.149 kr. mars 1993 37.862.466 kr. des. 1994 11.290.063 kr. apr. 1993 39.533.329 kr. jan. 1995 18.493.989 kr. maí 1993 41.570.933 kr. feb. 1995 80.003.225 kr. júní 1993 44.093.847 kr. mars 1995 82.125.524 kr. Júlí 1993 46.971.240 kr. apr. 1995 83.999.864 kr. ág. 1993 49.605.961 kr. maí 1995 86.253.386 kr. sept. 1993 51.968.537 kr. júní 1995 88.652.576 kr. okt. 1993 54.186.939 kr. júlí 1995 88.966.735 kr. nóv. 1993 56.207.920 kr. ág. 1995 89.005.433 kr. des. 1993 57.985.186 kr. jan. 1994 59.097.343 kr. feb.1994 60.389.116 kr. Til vara er krafist vaxta af greindum upphæðum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga fyrir þann tíma, sem dráttarvextir yrðu ekki dæmdir. 2. Jafnframt er þess krafist, að dráttarvextir leggist við höfuðstól á 12 mán- aða fresti, í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafsdag vaxta, allt í samræmi við 12. gr. vaxtalaga. 3. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu að mati dómsins. Af hálfu stefnda er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins, en til vara, að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður verði í því tilviki látinn niður falla. Málsatvik. Stefnandi er innflutningsfyrirtæki og hefur um 30 ára skeið flutt inn til lands- ins fjölbreytt úrval af vörum unnum úr kartöflum. Að stærstum hluta er um að ræða vöru frá fyrirtækinu McCain Foods, Ltd., Florenceville, New Brunswick í Kanada. Sérstakt jöfnunargjald, eða svokallað U-gjald, var fyrst lagt á þennan innflutning fyrirtækisins með reglugerð nr. 289/1986. Studdist gjaldtakan við 2. tl. e-líðar 1. mgr. 30. gr. þágildandi laga nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á búvörum, svonefndra búvörulaga, sbr. 1. gr. laga nr. 25/1986, en þar kom fram, að landbúnaðarráðherra væri heimilt að innheimta sérstakt jöfn- unargjald af innfluttum kartöflum og vörum unnum úr þeim. Skyldi það greitt af tollverði hinnar innfluttu vöru og renna í ríkissjóð, en nánari ákvæði um álagningu þess og gjaldskyldar vörur skyldi ráðherra setja í reglugerð. Mátti hann ákveða hæð gjaldsins allt að tilteknu hámarki og hafa um það tvo kosti. 1193 Var hinn fyrri þannig, að samanlagt tollverð og jöfnunargjald yrði ekki hærra en innlent heildsöluverð vörunnar, sem ákveðið væri af svokallaðri fimmmanna- nefnd samkvæmt 13.-15. gr. laganna. Síðari kosturinn átti við um þær vörur, sem ekki voru háðar slíkri verðlagsákvörðun, og mátti gjaldið þá nema allt að 200% af tollverði. Samkvæmt frumvarpi að greindu ákvæði laganna miðaðist heimild til álagningar gjaldsins við þær aðstæður, að niðurgreiðslur erlendis röskuðu samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. Samkvæmt reglugerð nr. 289/1986 voru gjaldskyldar vörur þar taldar eftir tollskrárnúmerum og gjald af nýjum eða kældum kartöflum ákveðið 50%, en 40% af unnum vörum. Með reglugerð nr. 451/1986 var því bætt við, að vör- urnar væru undanþegnar gjaldi í því tilviki, að þær væru fluttar inn sem hráefni til umtalsverðrar innlendrar framleiðslu. Í maí árið eftir var sett ný reglugerð, nr. 223/1987. Samkvæmt henni var sá vöruflokkur, sem borið hafði 50% gjald, felldur brott, þannig að gjaldið var 40% af öllum vörum, sem þar voru taldar upp. Í. gr. þeirrar reglugerðar var breytt með reglugerð nr. 1/1988 frá 5. janúar, þannig að önnur tollflokkanúmer komu í stað hinna eldri, en ekki var hróflað við sjálfu gjaldinu. Með reglugerð nr. 109 frá 26. febrúar 1988 gerði landbúnaðarráðherra víð- tækar efnisbreytingar á |. gr. reglugerðarinnar. Var gjald af níu vöruflokkum hækkað í 50% og tveimur í 100%, en í tollflokki 2004.1000 var gjaldið ákvarðað 190%. Það jöfnunargjald hélst til júnímánaðar næsta ár, en þá var gjald af vöru í tollflokki 2004.1000 lækkað í 120%. Gjaldið hélst óbreytt fram að gildistöku nýrrar heildarreglugerðar nr. 468/1993, er gjald af vörunni og nokkrum öðrum var ákvarðað 90%. Nemur sú gjaldhæð því hámarki, sem við er talið eiga sam- kvæmt ákvæðum Hins almenna samkomulags um tolla og viðskipti (GATT). Nánari lýsing og flokkun á greindum innflutningi stefnanda, ásamt tilgrein- ingu viðeigandi tollskrárnúmera, er sem hér segir: (1) Tollskrárnúmer 0710-1000. Gufusoðnar eða forsoðnar kartöflur, frystar. Notkun þessarar vörur hefur verið sem meðlæti í matvælaframleiðsluiðnaði (ORA) og einnig sem meðlæti á diskum veitingahúsa eða mötuneyta eftir hit- unaraðferð. Gjöld: U-40% U1-50% U1-50% Tímabil: 5/1 1988 26/2 1988 22/11 1993 Rg. nr. 1/1988 109/1988 468/1993 (2) Tollskrárnúmer 0712-1000. Þurrkaðar, sneiddar eða þurrkaðar kartöflur. Notkun þeirra hefur verið í iðnaðarframleiðslu og frekari matreiðslu. Gjöld: U-40% U1-50% U1-50% Tímabil: 5/1 1988 26/2 1988 22/11 1993 Rg. nr. 1/1988 109/1988468/1993 1194 (3) Tollskrárnúmer 2004-1000 breyttist í tollskrá 1993 í 2004-1009. Ræmu- skornar forsteiktar kartöflur (franskar kartöflur), einnig síðar allar kartöfluvörur, sem hlotið hafa olíumeðferð samkvæmt úrskurði tollyfirvalda frá 1990. Um er að ræða fjölbreytilegt úrval skorinna og unninna kartafla. Allar vörurnar þurfa lokahitun fyrir neyslu. Notkun þessarar vöru er aðallega í stóreldhúsum, hót- elum, veitingahúsum, skyndibitastöðum og einnig eru smásölupakkningar seldar í verslunum. Gjöld: U-40% U3-190% U3-120% U2-90% Tímabil: 5/11 98826/2 1988 26/6 1989 22/11 1993 Rg. nr. 1/1988109/1988 335/1989 468/1993 (4) Tollskrárnúmer 2005-2000 breyttist í tollskrá 1993 í 2005-2009. For- soðnar kartöflur í lofttæmdum umbúðum, kældar með takmörkuðu geymsluþoli í u.þ.b. 90 daga. Notkun þessarar vöru er aðallega á sjúkrahúsum, mötuneytum hótela og almennum veitingahúsum. Einnig er varan notuð við salatgerð og annan matvælaiðnað og framleiðslu. Gjöld: U-40% U2-100% U2-90% Tímabil: 5/1 1988 26/2 1988 22/11 1993 Rg. nr. 1/1988 109/1988 468/1993 (5) Tollskrárnúmer 1105-2009. Kartöfluduft með kaseinbindiefni. Notkun er aðallega í matvælaiðnaði og stóreldhúsum til frekari matvælagerðar og lög- unar á kartöflumauki. Gjöld: U-40% U1-50% U1-50% Tímabil: 5/11988 26/21988 22/111993 Rg. nr. 1/1988 109/1988 468/1993 (6) Tollskrárnúmer 2005-2001. Kartöfluduft með íbættri mjólk (Compl. Mix). Þetta er sama vara og í 1105-1009 með íblönduðu mjólkurdufti og bragð- efnum og nánast aðeins íbætt vatni við lokamatgerð. Sama notkun og í 1105- 1009 og einnig notað í sérstakri mótun sem „croquettes“ sem þá er einnig húðuð með brauðmylsnu. Gjöld: U2-90% Tímabil: 22/11 1993 Rg. nr. 468/1993 Innflutningur sá, sem mál þetta varðar, var að langstærstum hluta kartöflur og vörur unnar úr þeim, sem flokkuðust samkvæmt tollskrárnúmerum 710-1000 (U1-50%0) annars vegar og 2004-1000 (U3 190%, þá 120% og loks U2 90%) hins vegar. Frá 1993 heitir þessi síðari flokkur 2004-1009. Stefnandi greiddi jöfnunargjaldið með skilum. Á hinn bóginn var hann engan veginn sáttur við gjaldtökuna og taldi hana afar óréttláta. Af þeim sökum bar 1195 hann fram kvörtun við umboðsmann Alþingis í janúar 1989, þar sem hann meðal annars dró í efa heimildina til álagningar hins sérstaka jöfnunargjalds, sem mál þetta varðar. Álit umboðsmanns Alþingis (mál nr. 85/1989) felur hins vegar í sér þá niðurstöðu, að gjaldið ætti sér ótvíræða lagastoð. Segir umboðsmaður orðrétt í áliti sínu: „... Að mínum dómi hefur ekki komið neitt fram um það, að ólögmæt sjónarmið hafi legið til grundvallar álagningu jöfnunargjalds sam- kvæmt nefndum reglugerðum. Sérstaklega skal tekið fram, að svonefnt GATT- samkomulag hefur hvorki lagagildi hér á landi né er því ætlað að stofna bein- línis til réttinda til handa einkaaðilum.“ Með dómi Hæstaréttar 19. desember 1996 í málinu nr. 427/1995: Þrotabú S. Óskarssonar ér Co. hf. gegn íslenska ríkinu var 190% og 120% jöfnunargjald af umræddri vöru dæmt ólögmætt. Með dómi Hæstaréttar 22. maí 1998 í málinu nr. 389/1997: Íslenska ríkið gegn Reykjagarði hf. var hafnað frekari skýringum og gögnum ríkisins varðandi þörf á jöfnun og þannig staðfest niðurstaða fyrr- nefnda dómsins um ólögmæti gjaldsins. Var einnig komist að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki á valdi dómstóla að ákveða annað hlutfall jöfnunargjalds í stað þeirrar ákvörðunar, sem metin væri ógild. Stefnandi sendi stefnda bréf 3. júní 1997, þar sem krafist var endurgreiðslu hins ólögmæta gjalds. Með svarbréfi, dagsettu 7. júlí 1997, hafnaði stefndi því að taka afstöðu til kröfunnar að svo stöddu. Stefnandi höfðaði síðan mál á hendur stefnda með stefnu, útgefinni 30. október 1997, og var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. nóvember 1997. Með úrskurði 3. júní 1998 var mál- inu vísað frá dómi vegna vanreifunar. I. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir á því, að greiðslur hans á sérstöku jöfnunargjaldi samkvæmt reglugerð nr. 223/1987 með síðari breytingum og reglugerð nr. 468/1993 hafi grundvallast á ógildum skattlagningarheimildum og beri stefnanda því endur- greiðsla, ásamt dráttarvöxtum. Styðjist krafa stefnanda við almennar reglur íslensks kröfuréttar um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Með reglugerð nr. 109/1988 og 335/1989 hafi ráðherra farið út fyrir takmörk þeirrar heimildar, sem honum hafi verið veitt í 2. tl. e-liðar 1. mgr. 30. gr. Í. nr. 46/1985 og ekki virt þær kvaðir um málefnalegan grundvöll skattheimtu og stjórnsýslu, sem gæta hafi orðið, svo notað sé orðalag Hæstaréttar í dóminum frá 19. desember 1996. Í honum hafi verið staðfest, að gjaldtaka samkvæmt greindum reglugerðum hafi verið ólögmæt. Hafi niðurstaða Hæstaréttar meðal annars byggst á því, að þau löggjafarsjónarmið, sem lágu til grundvallar laga- heimildinni, hafi ekki verið virt, þegar gjaldið var ákveðið svo hátt sem raun bar vitni. Reglugerðirnar hafi því skort lagaheimild og setning þeirra þar með 1196 brotið í bága við 40. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. þágildandi 77. gr. hennar. Á því er byggt, að álagning hins sérstaka jöfnunargjalds samkvæmt tilgreindum toll- skárnúmerum í greindum reglugerðum varðandi innflutning á kartöflum og vörum úr þeim hafi verið háð sömu annmörkum í öllum vöruflokkum, sem gjaldtakan varðaði. Telur stefnandi, að varðandi ógildi reglugerðanna sé dómur Hæstaréttar í greindu máli bindandi fyrir aðila í máli þessu. Sé þetta staðfest í áðurnefndum dómi Hæstaréttar frá 22. maí 1998, þar sem segi, að við niður- stöðu dóms Hæstaréttar í málinu frá 19. desember 1996 verði ekki hreyft. Varð- andi það, að skilyrði hafi ekki verið fyrir hendi til setningar reglugerðanna, hafi dómur Hæstaréttar fullt sönnunargildi, sbr. 4. mgr. 116. gr. eml. 91/1991. Auk framangreindra röksemda er byggt á eftirfarandi rökum varðandi ólög- mæti þeirra reglugerða um sérstakt jöfnunargjald á kartöflur, sem stefna þessi tekur til. Með reglugerð nr. 223/1987 og síðari breytingum á henni hafi ráðherra farið út fyrir takmörk þeirrar heimildar, sem honum hafi verið veitt í 2. tl. e-liðar |. mgr. 30. gr. laga nr. 46/1985, og ekki virt þær kvaðir um málefnalegan grund- völl skattheimtu og stjórnsýslu, sem gæta hafi orðið. Heimild ráðherra til álagn- ingar hins sérstaka jöfnunargjalds hafi verið bundin við skilgreindan tilgang laga nr. 25/1986, sem gjaldið sótti heimild sína í, og laga nr. 46/1985, sem þau fyrr- nefndu breyttu, sbr. athugasemdir við frumvarp og umræður um lög nr. 25/1986. Í þeim lögskýringargögnum telji Hæstiréttur hafa falist mikilvæga afmörkun á beitingu heimildar til álagningar jöfnunargjalds. Með hinu sérstaka jöfnunargjaldi hafi ekki verið unnið að tilgangi laganna. Gjaldið hafi virkað samkeppnishamlandi á erlendar kartöflur og því líklega stuðlað að óhagkvæmni hjá íslenskum framleiðendum samkvæmt alþekktum lögmálum hagfræðinnar. Neytendur hafi einnig borið skarðan hlut frá borði, enda hafi þeir þurft að greiða mun hærra verð fyrir vörur, sem báru jöfnunar- gjaldið, en áður hafði verið. Tilgangur laga nr. 25/1986 komi fram í greinargerð með frumvarpinu til þeirra laga, en þar segi: „Vegna náttúrufars og legu landsins er ekki unnt að tryggja nægjanlegt vöru- framboð allt árið á vissum tegundum búvara, t.d. garðávöxtum, grænmeti og oft kartöflum. Verður því að flytja þessar vörur inn en í ýmsum tilvikum eru hinar erlendu vörur greiddar niður verulega af þarlendum stjórnvöldum. Þegar inn- lend framleiðsla er enn á markaði raskar innflutningur þessara vara því mjög samkeppnisaðstöðu innlendu framleiðslunnar og skerðir möguleika innlendra framleiðenda til að tryggja nægjanlegt vöruframboð í framtíðinni.“ Vægi niðurgreiðslna og styrkja, almennt séð, í verðlagi hinna innfluttu vara hafi verið hverfandi og stefndi ekki sýnt fram á jöfnunarþörf varðandi neinn þann innflutning stefnanda, sem hér er til umfjöllunar. Framleiðsla McCain 1197 Foods Ltd. í Kanada hafi ekki og sé ekki niðurgreidd eða styrkt af þarlendum stjórnvöldum. Þrátt fyrir að verðmunur kunni að hafa verið á innlendum og erlendum kart- öflum, réttlæti hann einn ekki sérstakt jöfnunargjald, enda hafi heimild til álagn- ingar þess verið bundin við leiðréttingu vegna niðurgreiðslna eða styrkja. Stað- reyndin sé hins vegar sú, að engar niðurgreiðslur hafi tíðkast á kartöflum allt frá 1971, hvorki í Norður-Ameríku né Evrópu. Þar sem erlendum niðurgreiðslum hafi ekki verið fyrir að fara hafi útreikningur jöfnunargjaldsins byggst á ólög- mætum forsendum. Með því að leggja mismunandi gjöld á aðila í sambærilegri stöðu hafi setn- ing ofangreindra reglugerða jafnframt brotið í bága við áður ólögfesta megin- reglu íslensks stjórnskipunarréttar um jafnræði borgaranna, sbr. núgildandi 65. gr. stjórnarskrárinnar. Verði komist að þeirri niðurstöðu, að álagning hins sérstaka jöfnunargjalds hafi ekki brotið í bága við lög nr. 46/1985, sbr. lög nr. 25/1986, er á því byggt, að svo umfangsmikið framsal og raun bar vitni í þeim lögum, þ.e. heimild til að ákveða gjaldhæðina allt að 200%, hafi brotið gegn 40. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. þágildandi 77. gr. hennar. Hinn 8. september 1993 hafi lög nr. 46/1985, ásamt síðari breytingum, verið endurútgefin sem lög nr. 99/1993. Í framhaldi af því hafi verið sett ný reglugerð um hið sérstaka jöfnunargjald nr. 468/1993 og hún leyst reglugerð nr. 223/1987, ásamt síðari breytingum, af hólmi. Óveruleg efnisbreyting hafi orðið á gjaldtök- unni með hinni nýju reglugerð, nema hvað gjald af frönskum kartöflum hafi lækkað úr 120% í 90% og sömuleiðis hafi gjald lækkað á nokkrum öðrum kart- öfluafurðum úr 100% í 90%. Með þessari formbreytingu hafi engin breyting orðið á grundvelli gjaldtökunnar. Sem fyrr hafi hún þurft að vera byggð á lög- gjafarsjónarmiðum að baki setningu laga nr. 46/1985 og 25/1986. Ekkert liggi fyrir um, að við setningu reglugerðar nr. 468/1993 hafi verið fyrir hendi jöfn- unarþörf, sem nam 90%, enda hafi ekki þá, frekar en fyrr, verið um erlendar niðurgreiðslur að ræða. Þrátt fyrir að gjaldtakan kunni að hafa verið innan þeirra marka, sem GATT-samningurinn setti íslenskum stjórnvöldum, breyti það engu, enda sé sá samningur ekki gild skattlagningarheimild að íslenskum rétti. Stefnandi byggir á því, að krafa hans sé ekki fyrnd að neinu leyti. Samkvæmt fyrningarlögum nr. 14/1905 verði krafa stefnanda í fyrsta lagi talin gjaldkræf 19. desember 1996, þ.e. er frá uppkvaðningardegi dóms Hæstaréttar í málinu nr. 421/1995. Þá fyrst hafi verið staðfest, að grundvöllur greiðsluskyldu stefnanda á jöfnunargjaldinu væri ólögmætur, en fram að þeim tíma hafi gjaldtaka ríkis- ins verið byggð á formlega réttri heimild. Þá bendir stefnandi á, að hann hafi gert allt, sem með sanngirni megi krefj- ast af almennum borgurum til að mótmæla gjaldtökunni. Þar á meðal hafi hann 1198 leitað til umboðsmanns Alþingis árið 1989, en kvörtun hans ekki hlotið hljóm- grunn. Ennfremur er á því byggt. að 7. gr. laga nr. 14/1905 eigi við, þar sem fram komi, að ef skuldari dregur sviksamlega dul á, eða vanrækir að skýra frá atvikum, er krafan byggist á, byrji fyrningarfrestur að líða þann dag, er kröfu- hafinn fékk vitneskju um þau atvik. Stefnda hafi verið skylt að skýra stefnanda frá því, að gjaldtaka stefnda væri ólögmæt, en iðnaðarráðherra og fjármálaráð- herra og embættismenn í fjármálaráðuneytinu hafi vitað, að gjaldtakan væri byggð á afar vafasömum forsendum. Verði ekki fallist á, að 7. gr. eigi við samkvæmt orðanna hljóðan, byggir stefnandi á því, að rétt sé að skýra hana rýmkandi lögskýringu. Ef sú staða, sem uppi er í máli þessu, hefði verið í „huga“ löggjafans við setningu fyrningarlaga, sé ólíklegt annað en að löggjafinn hefði látið sambærilega reglu og 7. gr. gilda um slíkar kröfur. Ekki verði talið, að það löggjafarsjónarmið hafi verið ráðandi, að girða skyldi svo fyrir lögmætar endurkröfur borgaranna á hendur ríkinu, að ómögulegt yrði fyrir þá að leita réttar síns, eins og hér kynni að vera um að ræða, yrði fyrningarfrestur talinn hefjast við upphaflegan greiðsludag gjaldsins. Verði rýmkandi lögskýring ekki talin eiga við, byggir stefnandi á því, að lög- Jöfnun frá ákvæði 7. gr. leiði til þeirrar niðurstöðu, að fyrningarfrestur hafi ekki byrjað að líða fyrr en 19. desember 1996. Ekki séu rök til annars en að láta mál þetta, sem eigi efnislega samstöðu með þeim dæmum, sem getið er í 7. gr., lúta annarri reglu en þar kemur fram. Jafnræðisregla íslensks réttar leiði einnig til þess, að fyrningarfrestur hefjist 19. desember 1996. Það sé ófært, að þeim „löghlýðnu“ sé refsað fyrir að haga sér í samræmi við fyrirmæli ríkisvaldsins, þegar aðrir fái gjöld niðurfelld, þegar gjaldtakan hefur verið úrskurðuð ólögmæt í málum, sem komi til vegna van- greiðslu viðkomandi á umræddum gjöldum. Orsök þeirra mála sé að minnsta kosti í sumum tilfellum röng tilgreining innflytjenda á innkaupsverði vöru. Væri óeðlileg niðurstaða, ef slíkt refsivert athæfi leiddi til hagstæðari niðurstöðu en greiðsla gjaldsins með skilum. Jafnframt er á því byggt, að fyrningarfrestur endurkröfu stefnanda sé tíu ár, sbr. aðalreglu fyrningarlaga nr. 14/1905, sem fram komi í 2. tölul. 4. gr. Með bréfi fjármálaráðuneytisins, dagsettu 11. júlí 1997, hafi því verið lýst yfir, að ekki yrði borið við fyrningu gagnvart Ekrunni hf., sem eigi í svipuðu máli og stefnandi við stefnda, frá 9. apríl 1997. Stefndi telji, að á grundvelli Jafnræðisreglna hljóti þessi dagsetning að marka rof fyrningarfrests í máli þessu. Til vara er byggt á upphaflegum stefnubirtingardegi, 30. október 1997. Með vísan til Ill. kafla vaxtalaga telur stefnandi, að dráttarvexti beri að greiða frá þeim tíma, er hin ólögmætu gjöld voru innt af hendi. Er sérstaklega vísað til 9. gr., sem annaðhvort eigi við samkvæmt efni sínu eða lögjöfnun. End- 1199 urgreiðsluskylda stefnda skapist, þegar hin ólögmæta gjaldtaka fer fram. Gera verði þá kröfu til handhafa ríkisvalds, að þeim séu ljós takmörk sín. Þeir eigi að þekkja lögin og fara eftir þeim. Stefnda hafi borið að hafa frumkvæði að end- urgreiðslu, sbr. reglu þá, er nú hafi verið staðfest í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Þá hafi stefnandi mótmælt gjald- tökunni frá upphafi. Verði ekki talið, að 9. gr. eigi við samkvæmt efni sínu, byggir stefnandi á lögjöfnun frá þeirri grein, enda sé aðstaðan sambærileg og alls ekki ósanngjarnt, að stefndi greiði dráttarvexti vegna ólögmætrar innheimtu sinnar. Borgararnir eigi að geta treyst því, að innheimta opinberra gjalda sé lög- mæt og eigi stefndi að bera hallann af því, ef svo er ekki. Varakrafa um vexti hljóði upp á vexti samkvæmt 7. gr. laga nr. 25/1987 frá þeim dagsetningum, sem dráttarvaxta er krafist, til þeirrar dagsetningar, sem dráttarvextir yrðu dæmdir. Til hagræðis sé vaxtafótarins fyrir hvert tímabil ekki getið í kröfugerð í stefnu, enda fullkomlega óljóst yfir hve langan tíma þyrfti að geta hans, auk þess sem upptalningin væri löng og þjónaði ekki hagsmunum réttarins af skilríkri kröfugerð. Þess í stað sé látin fylgja tafla yfir þessa vexti á sérstöku skjali, sem ætti að vera fullnægjandi. Krafa stefnanda nái yfir tímabilið júní 1988 — ágúst 1995. Samtölur hinna ólögmætu gjalda séu greindar í kröfugerð. Til einföldunar séu greiðslur innan hvers mánaðar teknar saman og endurgreiðslu krafist frá síðasta degi þess mán- aðar. Sé þessi niðurstaða til hagsbóta fyrir stefnda, hvað varðar útreikning drátt- arvaxta. Il. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi gerir athugasemdir og ábendingar við málatilbúnað stefnanda og atriði, sem kynnu að valda því, að málinu beri að vísa frá dómi ex otficio. Kröfur stefnanda séu til endurgreiðslu á 89.005.433 krónum og byggðar á reglum kröfuréttar um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Sé um að ræða háar fjárhæðir, sem saman standi af mörgum atvikum og greiðslum aðflutningsgjalda. Í máli nr. E- 5063/1997, sem vísað var frá dómi með úrskurði 3. júní 1998, hafi stefnandi gert kröfur um greiðslu á 107.446.762 krónum. Mismunur fjárhæða virðist meðal annars stafa af kröfum að fjárhæð 10.610.893 krónur, sem nú séu hafðar uppi í öðru máli. Að öðru leyti sé ófært að sjá af hvaða orsökum munurinn sé svo mikill. Í því máli hafi engin gögn verið lögð fram, sem hafi getað sýnt greiðslu gjalda. Í máli þessu virðist að nokkru hafa verið bætt úr, en stefnandi hafi lagt fram innsetningarskýrslur og tengt þær við úttektarbeiðnir. Á úttektar- beiðnum sjáist óljós merki um, að greitt hafi verið í banka, en tollafgreiðslur hafi farið fram í tollvörugeymslu. Að því undanskildu, að grunngögn um inn- flutning og úttektir hafi verið lögð fram, eigi í raun öll atriði við, sem valdið hafi frávísun málsins nr. E-5063/1997, en stefnandi hafi kosið að gera saman- 1200 tekt á fjárhæðum innan hvers mánaðar, en þar hafi vörur verið flokkaðar eftir því hve álagning jöfnunargjalds var há. Grundvallaratriði við reifun máls um endurgreiðslu krafna hljóti að vera það, að upplýst sé, hvaða dag var greitt og hve mikið. Skýr greiðslukvittun úr bókhaldi sé því það skjal, sem hljóti að ráða úrslitum. Séu engin réttarfarsleg skilyrði til að leggja á stefnda að leysa úr svo mikilli talnaþraut, sem mál þetta sé. Með vísan til þessa sé bent á, að málið kunni að vera svo vanreifað, að það sé ekki tækt til úrlausnar. Þar sem langur tími sé liðinn frá greiðslu gjaldanna og óskýr grein sé gerð fyrir kröfum, sé óhjá- kvæmilegt af hálfu stefnda að mótmæla þeim sem órökstuddum, þannig að sýkna beri. Af dómi Hæstaréttar í máli þrotabús S. Óskarssonar og Co. hf. frá 19. des- ember 1996 í málinu nr. 427/1995 verði ráðið, að svigrúm landbúnaðarráðherra til álagningar jöfnunargjalds á franskar kartöflur og vörur unnar úr þeim, hafi ekki verið óheft, en ekki hafi verið á það fallist í dóminum, að framsal löggjaf- ans til ráðherra hafi farið í bága við 40. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. þágildandi ákvæði 77. gr. hennar, eins og þau hefðu verið skýrð. Dómur Hæstaréttar um ólögmæti álagningar jöfnunargjalds í fyrrgreindu máli virðist einkum á því byggður, að ekki hefði þar verið sýnt fram á, að álagning jöfnunargjalds á til- tekinn vöruflokk fengi samrýmst þeim takmörkunum, sem heimild ráðherra voru settar í lögum. Af hálfu landbúnaðarráðuneytis hafi því verið hafnað, að álagning jöfnunar- gjalds hafi í einhverjum tilvikum verið andstæð tilgangi búvörulaga eða hags- munum neytenda. Rangt sé og ósannað, að íslenskar kartöflur hafi verið ónot- hæfar við framleiðslu hér á landi. Muni innflutt hráefni aðeins hafa verið notað í undantekningartilvikum, þegar skortur hafi verið á innlendum kartöflum til framleiðslunnar. Einnig er mótmælt málsástæðum um, að álagning gjaldsins hafi verið samkeppnishamlandi, enda verði ekki bornar saman atvinnugreinar fram- leiðslu og innflutnings. Hafi jöfnunargjaldið í raun aldrei náð að tryggja sam- keppnisstöðu íslenskrar framleiðslu. Því er eindregið mótmælt, að lögð hafi verið á mismunandi gjöld á aðila í sambærilegri stöðu andstætt 65. gr. stjórnar- skrárinnar. Engan rökstuðning sé að finna fyrir þessari fullyrðingu í stefnu og ekki reynt að sýna fram á, að jöfnunargjaldið hafi leitt til þess, að stefnandi hafi borið skarðan hlut frá borði vegna álagningar þess. Ítrekað sé, að í engu hafi verið farið út fyrir framsal löggjafans á 200% álagningarheimild, og er því mót- mælt, að framsal löggjafans hafi brotið gegn 40. eða 77. gr. stjórnarskrár. Mark- mið og tilgangur laga nr. 25/1986 hafi verið að gæta hagsmuna innlendrar fram- leiðslu og jafna samkeppnisstöðu hennar. Landbúnaðaráðherra hafi því hlotið að líta svo á, að álagning jöfnunargjalds væri í lögmætum tilgangi. Um gjald það, sem ákveðið var samkvæmt reglugerð nr. 468/1993, er gildi tók þann 22. nóvember 1993 og ákveðið var 90%, vísist til útskýringa í bréfum 1201 landbúnaðarráðuneytisins. Um lögmæti álagningar þess gjalds, sem ákveðið var á umræddum vörum sem 90%, hafi ekki gengið dómur. Bendi forsendur fyrr- greinds hæstaréttardóms fremur til þess, að sú álagning hafi verið lögmæt og Í samræmi við kvaðir um málefnalegan grundvöll skattheimtu og stjórnsýslu. Ákvörðun um að miða gjaldið við 90% hafi þó ekki náð að tryggja íslenskri framleiðslu jafna samkeppnisstöðu miðað við innflutning. Gjaldið hafi verið ákveðið 90% með reglugerð nr. 468/1993 með hliðsjón af Hinu almenna sam- komulagi um tolla og viðskipti (GATT), sem Ísland hefur átt aðild að, en jöfn- unargjald af tilteknum kartöfluvörum hafi þar verið ákveðið 90%. Með því að miða gjaldið við 90% á þeim forsendum hafi í raun verið miðað við ígildi á heimsmarkaði gagnvart aðstæðum á Íslandi og ekki unnt að komast nær þeim sjónarmiðum, sem Hæstiréttur hafi talið að leggja hefði átt til grundvallar álagn- ingu jöfnunargjalds samkvæmt heimild í búvörulögum í dómi sínum frá 19. des- ember 1996. Meðan ljóst sé, að verðmunur á innfluttri vöru og þeirri, sem fram- leidd er innanlands, sé margfaldur, hafi verið málefnalegt og í samræmi við jafn- ræðisreglu að miða gjaldið við 90% og í samræmi við GATT-bindingar, en verð- tollur hafi þá ekki verið lengur á vörunni. Þessu til stuðnings sé bent á, að verð- munur, þegar borin eru saman cif-verð og innlend verð frá framleiðanda, hafi verið margfaldur. Hafi hann verið um 411% árið 1992, 359% árið 1993, 354% árið 1994 og 390% árið 1995. Þróun verðs milli innlendrar framleiðslu og inn- flutnings hafi því augljóslega mælt með því, að hin umdeilda heimild búvöru- laga yrði nýtt, þótt ekki væri tekið sérstakt mið af niðurgreiðslum í öðrum löndum. Verðmunurinn hafi einnig verið margfaldur, þegar litið sé til hráefnis- verðs og þeirra sjónarmiða, sem gildi almennt samkvæmt bókun 2 við EFTA- samninginn. Ekki sé vitað til þess, að stefnandi hafi nokkru sinni mótmælt því, að miðað yrði við GATT-samninginn við ákvörðun jöfnunargjalds eða mótmælt umfangi gjaldsins miðað við 90%. Verði ekki annað séð en sátt hafi verið um þá álagningu, sem ákveðin var með reglugerð nr. 468/1993, enda hafi henni þá verið stillt verulega í hóf. Segi í bréfum landbúnaðarráðuneytis, að athugasemd af hálfu kanadískra stjórnvalda hafi komið við það, að hér á landi væru lögð á hærri gjöld en samkvæmt GATT-bindingum. Sé upplýst, að stefnandi hafi flutt inn vörur þessar frá Kanada og því líklegt, að félagið hafi átt ríkan þátt að því máli. Enn sé að nefna, að af hálfu stefnanda hafi því staðfastlega verið haldið fram, að miða ætti við GATT-samninginn við ákvörðun á jöfnunargjaldi af þessari vörutegund, meðal annars í kvörtunarmáli því, er félagið beindi til umboðs- manns Alþingis. Hafi full sátt virst ríkja um þá álagningu af hálfu innflytjenda, þar á meðal stefnanda. Stefndi telur einnig rétt að benda á verðmun á ferskum og kældum kartöflum, en jöfnunarþörf, miðað við hliðstæða reikniaðferð landbúnaðarráðuneytis og að 1202 framan getur vegna áranna 1986-1988, hafi að meðaltali verið 445%. Hafi verð- munur milli innlendrar framleiðslu og innflutnings um árabil verið margfaldur. Stefndi bendi einnig á, að niðurgreiðslur í öðrum löndum séu síður fallnar til að vera reikningsleg stærð við rökstuðning verðjöfnunar milli landa, enda um ólíkar aðstæður að tefla. Stefndi hafi hins vegar í þessu máli einnig sannað rétt- mæti verðjöfnunar með þeim hætti, sem fyrr greinir. Vörurnar hafi einnig verið niðurgreiddar í ýmsum löndum, en samkvæmt útskýringum landbúnaðarráðu- neytisins muni ekki hafa verið litið til þess, þar sem hráefnisverð á helstu mörk- uðum erlendis hafi verið langt undir því, sem jafna mætti til heimsmarkaðs- verðs. Varðandi vörur í öðrum tollflokkum en 2004.1000, síðar 2004.1009, vísar stefndi til eftirfarandi: Útreikningar sýni, að lögmætur grundvöllur hafi verið fyrir álagningu 100% Jöfnunargjalds á vörur, t.d. í tollflokki 2005.2000, 2005.2001 og síðar 2005.2009, en kröfur stefnanda séu að nokkru vegna innflutnings á þeirri vöru. Vísist ennfremur til gagna um raunverulegan verðmun á verði innanlands og innflutnings. Eftir að jöfnunargjaldið á þeim vörum hafi verið ákveðið 90%, hafi það sama gilt og viðmiðun við GATT-bindingar, svo sem útskýrt sé í bréfum landbúnaðarráðuneytis. Álagning 40-50% Jöfnunargjalds á vörur í tollflokki 0710.1000 og 0712.1000 hafi því augljóslega verið langt innan eðlilegra marka, enda Í raun um sömu vöru að ræða og ferskar og kældar. Hafi þar ekki verið um að ræða stórstígar hækkanir á álagningu eða straumhvörf á ferli gjaldsins, sem Hæstiréttur taldi óeðlilegar eða óútskýrðar með dómi sínum þann 19. des- ember 1996 og áttu sér eigi aðra forsögu en ágreining um innflutninginn almennt. Beri því að leggja sönnunarbyrði á stefnanda um, að álagningar í þeim tilvikum hafi ekki verið innan eðlilegra marka. Það mál sé engan vegin bind- andi fyrir stefnda varðandi aðra vöruflokka, en það mál tók til. Sama gildi um aðrar vörur, sem báru 50% gjald, þar sem hráefnið var hið sama. At hálfu stefnda er á því byggt. að þótt talið verði, að álagning hins umdeilda Jöfnunargjalds hafi verið ólögmæt, sé ekki fyrir hendi réttur til endurgreiðslu. Ljóst sé, að vara sú, sem sætti álagningu jöfnunargjalds, hafi verið flutt inn og leyst út úr tolli eftir því, hvenær það var talið hyggilegt af stefnanda. Hafi jöfn- unargjaldið verið lagt á vöruna sjálfa. Augljóst sé, að þegar svo margar send- ingar voru fluttar inn og í svo miklu magni og á löngum tíma, hafi eftirspurnin hlotið að vera mikil. Í öllum tilvikum hafi stefnandi getað selt vöruna, án þess að álagning jöfnunargjalds hefði nokkur áhrif á arð af þeim viðskiptum, nema ef vera skyldi til hækkunar. Þá hafi álagning jöfnunargjaldsins í engu raskað Jafnræði milli innflutnings eða íslenskrar framleiðslu stefnanda í óhag, hvort sem litið sé til verðs á vörunni almennt eða álagningu gjalda og skatta. Hafi stefnandi til að mynda ekki leitt rök að því, að verð á innlendri framleiðslu hafi 1203 verið lægra. Hvort sem stefnandi seldi vöruna í heildsölu eða smásölu hafi álagningu verið bætt ofan á verð vörunnar, er þegar innihélt jöfnunargjaldið. Þannig séu löglíkur og viðskiptavenja fyrir því, að stefnandi hafi velt Jöfnunar- gjaldinu yfir í verðlagið og látið viðskiptamenn sína greiða það að fullu og þar með fengið gjaldið endurheimt úr þeirra hendi. Beri stefnandi sönnunarbyrði fyrir öðru. Stefndi hafi því ekki hagnast á kostnað stefnanda, og yrði á endur- kröfuna fallist, væri stefnandi betur settur, en ef ekki hefði komið til álagningar jöfnunargjalds. Stefnandi hafi því ekki orðið fyrir tjóni vegna álagningarinnar og því ekki verið sýnt fram á, að álagningin hafi haft neikvæð áhrif á samkeppn- isstöðu stefnanda gagnvart íslenskri framleiðslu. Jafnvel þótt talið yrði, að álagningin hafi haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu stefnanda, hafi hann ekki reynt að sýna fram á hvert tjón hans af þeim sökum hefur verið. Sé engan veg- inn unnt að halda því fram, að það hafi numið nákvæmlega fjárhæð álagðs jöfn- unargjalds. Sé sitthvað fjárhæð gjalds, sem lagðist á vöruna, og hins vegar hugs- anlegt tekjutap stefnanda vegna minni sölu á vörunni, ef því væri að skipta. Um framangreint vísar stefndi einnig til réttarþróunar í Danmörku, sbr. dóma Hæsta- réttar þar í landi (UfR. 1994, bls. 430 og 450), en líta beri til þess til fyllingar óskráðum reglum kröfuréttar til endurgreiðslna. Þegar allt framangreint er virt telur stefndi, að ekki sé fyrir hendi réttmæt krafa til endurgreiðslu jöfnunargjalds samkvæmt almennum reglum kröfuréttar, enda myndi stefnandi auðgast með ósanngjörnum hætti á kostnað stefnda og þar með skattborgara, yrði á endurkröfuna fallist að hluta til eða í heild. Þá myndi stefnandi auðgast með ósanngjörnum hætti gagnvart viðskiptamönnum sínum, sem hann hafi látið bera gjöldin að fullu og ekki svo vitað sé heitið þeim end- urgreiðslu eða sótt kröfuna í umboði þeirra. Er einnig á því byggt í þessu sam- bandi, að í raun sé um aðildarskort að ræða, þar sem viðskiptamenn stefnanda hafi í raun staðið skil á jöfnunargjaldinu, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Ennfremur telur stefndi, að með vísan til þessa hafi stefnandi ekki lögvarða hagsmuni af endurgreiðslum þeim, sem krafið er um. Um innheimtu jöfnunargjaldsins skyldi fara eftir tollalögum nr. 55/1987, sbr. 30. og 33. gr. laga nr. 46/1985 og síðar ákvæði laga nr. 99/1993. Gjaldið hafi verið sérstaks eðlis og greitt af tilteknum vörum. Í tollalögum sé ekki kveðið sérstaklega á um endurgreiðslu tolla við þær aðstæður, að innflytjandi hefur greitt toll og selt vöruna. Þar sem ekki séu sérstök ákvæði um endurgreiðslur í tollalögum við þessar aðstæður, telur stefndi, að krafa stefnanda sé ekki lögvarin og beri því að sýkna af henni. Þar sem ekki liggi fyrir sönnun um, að stefnandi hafi endurgreitt viðskiptamönnum sínum gjaldið, verði að hafna því, að hann eigi kröfu á hendur stefnda nú. Þessu lagasjónarmiði til stuðnings og lögjöfn- unar byggir stefndi meðal annars á 22. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. önnur sérákvæði í þeim lögum varðandi endurgreiðslur. 1204 Stefndi telur, að framangreindar málsástæður eigi í heild að leiða til sýknu af kröfum stefnanda. Séu engin rök til að heimila endurgreiðslu, nema að því marki, sem samsvara myndi tjóni stefnanda af álagningu gjaldsins, þótt um end- urgreiðslumál sé að ræða. Engin sönnun um tjón hafi hins vegar komið fram. Verði ekki á sýknukröfu fallist, byggir stefndi á því, að í ljósi framangreindra málsástæðna verði einungis fallist á endurkröfur stefnanda að álitum og Í sam- ræmi við það tjón, sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna jöfnunargjaldsins gagn- vart samkeppnisvörum innlendrar framleiðslu. Beri stefnandi sönnunarbyrði fyrir umfangi þess tjóns, en ekki hefur verið sýnt fram á það. Stefnandi hafi greitt jöfnunargjöldin athugasemdalaust og án fyrirvara, svo sem viðurkennt sé í stefnu. Stefnandi hafi lagt fram nokkur skjöl, sem ætlað sé að sýna áritanir um fyrirvara. Sá fyrirvari hafi á engum stigum verið gerður við lögmæti jöfnunargjalds, heldur hafi hann eingöngu lotið að hækkun tollverðs, en stefnandi virðist ekki hafa nýtt kæruheimildir tollalaga þar að lútandi og unað við það tollverð, sem hann gerði í einhverjum tilvikum fyrirvara við. Þar sem stefnandi hafi ekki gert fyrirvara við lögmæti jöfnunargjaldsins telur stefndi, að sýkna beri af öllum kröfum, en svo hátti til í málinu, að um sé að ræða torskýrða lagareglu, sem sætt hafi dómi Hæstaréttar þann 19. desember 1996. Við þessar aðstæður sé meginregla að kröfurétti, að hafna beri endurgreiðslu, hafi ekki verið greitt með fyrirvara. Beri líka að líta á tómlæti stefnanda í þessu samhengi og hversu oft gjöldin voru innt af hendi og þeim velt yfir á aðra. Stefnandi hafi höfðað mál þetta þann 15. október 1998. Upphafstími fyrn- ingar endurgreiðslukrafna sé greiðsludagur þeirra, enda hafi stefnanda í öllum tilvikum verið unnt að endurkrefja gjöldin upp frá þeim degi. Allar endurkröfur, sem sprottnar eru af greiðslum jöfnunargjalds fyrir 15. október 1994, séu fallnar niður fyrir fyrningu, þar sem meira en fjögur ár hafi verið liðin frá greiðslu þeirra gjalda, er málið var höfðað. Jöfnunargjaldið hafi verið greitt athugasemd- alaust um árabil og án fyrirvara, bersýnilega í þeirri trú, að stefnandi væri skuld- bundinn til þess, svo sem raunar sé viðurkennt í stefnu. Með vísan til 5. tölul. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, sbr. 1. og 11. gr. sömu laga, telur stefndi því, að krafa stefnanda til endurgreiðslu á jöfnunar- gjaldi sé fallin niður fyrir fyrningu og tómlæti og beri því að sýkna af allri end- urgreiðslukröfu stefnanda, að því leyti sem talið yrði, að um ólögmæta álagn- ingu hafi verið að ræða. Hafi ákvæði 5. tölul. 3. gr. fyrningarlaga ætíð verið talið eiga við um endurkröfur vegna ofgreidds fjár, þar á meðal vegna greiddra skatta og tolla, og sé reglan endurtekin nú í 4. gr. laga nr. 29/1995. Engin efni séu til að skýra greint ákvæði fyrningarlaga sem undantekningu, eins og stefnandi haldi fram. Vísist hér meðal annars til dóms Hæstaréttar frá 10. desember 1998 í mál- inu nr. 146/1998. Er því eindregið mótmælt sem röngu og ósönnuðu, að ákvæði 5. tölul. 3. gr. um sviksamlegt atferli móttakanda greiðslu eigi við. Af framan- 1205 greindu leiði einnig, að ekki séu skilyrði til greiðslu dráttarvaxta af þeim kröfum, sem niður séu fallnar fyrir fyrningu, auk þess sem kröfur til greiðslu vaxta lúti sama fyrningarfresti, sbr. 2. tölul. 3. gr. laga nr. 14/1905. Miðað við samanburð á úttektarskýrslum og fjárhæðum í yfirlitum stefnanda sé unnt að sjá, hve mikið hafi verið greitt í jöfnunargjöld af innflutningi eftir 15. október 1994. Skipting gjaldsins innan októbermánaðar 1994 hafi reynst vera sú, að frá 1.-14. dags hafi verið greiddar 881.787 krónur, en frá 18.-31. dags 725.195 krónur. Í öllum tilvikum hafi verið um að ræða 90% gjald, en í einu tilviki 50% gjald að fjárhæð 184 krónur þann 18. október. Það, sem greitt hafi verið eftir 15. október 1994 til ágúst 1995 samkvæmt úttektarskýrslum, sé því sem hér segir: Af vörum sem báru 50% gjald: 5.569 kr. Af vörum sem báru 90% gjald: 15.275.374 kr. Frá þessum fjárhæðum beri að draga misræmi, sem stafi af úttektarbeiðni, sem dagsettar eru 31. janúar 1995, alls 71.246 krónur, sem ekki sé greidd í tolli, en skýrsla vegna sömu vöru hafi verið greidd (svo í greinargerð). Þá beri að taka tillit til þess, að þann 17. febrúar 1995 hafi verið endurgreiddar 20.870 krónur og þann 16. mars 1995 8.413 krónur, í báðum tilvikum vegna innsetningar nr. T95-75. Beri því að draga frá 29.283 kr. Í báðum tilvikum sé um að ræða 90% gjöld. Það sem ófyrnt kynni að vera sé því: Af vörum sem báru 50% gjald: 5.569 kr. Af vörum sem báru 90% gjald: 15.174.845 kr. Ennfremur beri að draga frá gjöld, sem stefnandi segist hafa greitt í júlí og ágúst 1995, enda hafi reglugerð nr. 468/1993 fallið úr gildi þann 1. júlí með reglugerð nr. 359/1995. Kröfur vegna júlí og ágúst 1995 nemi samtals 352.856 krónum (314.158 = 38.698). Stefndi mótmælir því eindregið, að 7. gr. laga nr. 14/1905 eigi hér við. Frá- leit sé sú málsástæða stefnanda, að stefnda hafi borið að tilkynna stefnanda á einhverjum tíma, að álagning jöfnunargjalds væri ólögmæt. Sé engri réttarreglu til að dreifa þess efnis, að stefnda hafi verið skylt að tilkynna stefnanda um grundvöll álagningar jöfnunargjalds eða að það hafi verið ólögmætt. Verði 7. gr. fyrningarlaga ekki beitt, nema um sviksamlega launung hafi verið að ræða, en engri slíkri háttsemi sé til að dreifa af hálfu stefnda. Þá verði ákvæðinu ekki beitt, nema á þeim tíma, þegar skemmra er eftir af kröfunni en 4 ár. Hinn 19. desember 1996 verði því ekki lagður til grundvallar sem upphafsdagur fyrningar þeirra krafna, sem féllu niður fyrir fyrningu á fjórum árum. Álagning jöfnunar- gjalds samkvæmt reglugerðum landbúnaðarráðherra hafi ekki byggst á svikum og sé slíkum málatilbúnaði eindregið vísað á bug sem röngum og ósönnuðum. 1206 Mótmælt er, að nefnd 7. gr. verði skýrð rýmkandi lögskýringu til stuðnings kröfum stefnanda eða lögjöfnun og ekki verði lögjafnað frá reglu, sem eftir orðan sinni eigi alls ekki við um tilvik. Þá hafi engu jafnræði verið raskað milli löghlýðinna og annarra eins og stefnandi byggi á. Verði að gera þá kröfu til borgaranna, að þeir leiti tiltækra úrræða í tíma. Hafi stefnanda verið í lófa lagið að bera kröfur sínar undir dóm, áður en kröfur voru fyrndar. Því er mótmælt að jafnræðisregla styðji þau sjónarmið að upphaf fyrningar- frests skuli telja 19. desember 1996, en engin fyrnd krafa hafi verið viðurkennd af hálfu stefnda þann dag gagnvart öðrum aðila. Um kröfu stefnanda, að því leyti sem hún stafar af greiðslum Jöfnunargjalda eftir að fjögur ár voru til málshöfðunar, byggir stefndi á tómlæti, en síðustu greiðslur séu sagðar hafa farið fram í ágústmánuði 1995. Hafi stefnandi höfðað mál þetta meira en þremur árum síðar. Verði ekki fallist á algera sýknu af kröfum stefnanda, krefst stefndi þess, að endurgreiðslukrafa stefnanda verði stórlega lækkuð og vísar stefndi til allra framangreindra málsástæðna um fyrningu. Í öllu falli beri að sýkna af kröfuliðum stefnanda, þannig að einungis komi til álita þær kröfur, sem ófyrndar eru og inntar voru af hendi eftir 15. október 1994. Beri því að sýkna af öllum öðrum kröfum í máli þessu, að því marki sem talið verði, að jöfnunargjald hafi verið ólögmætt. Verði sú niðurstaðan, að miða beri rof fyrningar við 30. október 1997, byggir stefndi á, að einungis komi til álita þær greiðslur, sem innheimtar hafi verið á grundvelli 120% gjalds, er dæmt hafi verið ólögmætt. Stefndi mótmælir því eindregið, að fallist verði á þá málsástæðu stefnanda. að fyrning hafi verið rofin 9. apríl 1997. Málsástæða þessi sé í engu rökstudd nánar eða tölulega. Ekkert hafi gerst í samskiptum stefnanda við stefnda þennan dag og krafan ekki verið viðurkennd af stefnda. Í svarbréfi við erindi stefnanda frá 7. júlí 1997 hafi stefnanda verið gerð grein fyrir því, að ráðu- neytið væri reiðubúið til viðræðna, en stefnandi hafi síðan höfðað mál. Stefndi hafnar því, að jafnræðisregla geti veitt stefnanda rétt, sem ekki eigi sér stoð í lögum. Geti jafnræðisregla því ekki leitt til þess, að réttur stofnist, sem ekki eigi sér stoð í lögum eða lögmælt tilkall standi til. Ekkert jafnræði hafi verið brotið á stefnanda við meðferð á kröfum Ekrunnar ehf., enda aldrei komið til þess af hálfu stefnanda, að beðið yrði með málsókn gegn því, að ekki yrði borin fyrir fyrning að hluta eða í heild. Engin sambærileg mál hafi verið til úrlausnar, þannig að jafnræði væri brotið. Stefnandi hafi ekki sett fram rök- studdar kröfur í bréfum sínum til stefnda, frekar en í máli því sem félagið höfðaði. Hafi því verið ófært að taka nokkra afstöðu til krafna. Stefnandi hafi síðan farið fram á við stefnda, að miðað yrði við 9. apríl 1997 í bréfi frá 28. apríl 1998, eða löngu eftir að hann hafði höfðað mál og greinargerð hafði 1207 verið skilað af hálfu stefnda og afstaða mótuð til krafna, eftir því sem unnt hafi verið. Auk þeirra gagna, sem lögð voru fram við þingfestingu málsins, hafi stefn- andi lagt fram bréf, dagsett 15. desember 1998, þar sem aukið sé við máls- ástæður og kynntar aðrar kröfur frá því sem greinir í stefnu. Samkvæmt 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skuli málsástæður og kröfur koma fram í stefnu. Mótmælir stefndi, að málsástæður í nefndu bréfi fái komist að, en mót- mælir þeim jafnframt efnislega. Í bréfinu komi önnur málsútlistun en í stefnu greini, þar sem stefnandi virðist þar reka málið sem skaðabótamál. Valdi það frávísun málsins ex officio, þar sem stefnandi hafi með þessu raskað algjörlega grundvelli málsins. Stefndi mótmælir öllum dráttarvaxtakröfum og vaxtakröfum stefnanda, verði þeim ekki sérstaklega vísað frá vegna vanreifunar. Er bent á, að dráttarvaxta- krafa stefnanda, svo og varakrafa um vexti samkvæmt 7. gr. vaxtalaga, séu van- reifaðar og ódómhæfar, þar sem kröfurnar uppfylli ekki það lágmarksskilyrði, að vaxtadagur sé tilgreindur. Beri því að vísa kröfum um dráttarvexti eða vexti samkvæmt 7. gr. frá dómi ex officio, sbr. 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Er einnig á því byggt, að vaxtakröfur séu við þessar aðstæður órökstuddar og af þeim beri að sýkna. Verði að einhverju leyti fallist á endurgreiðslukröfur stefnanda telur stefndi ekki skilyrði til greiðslu dráttarvaxta eða vaxta, nema frá dómsuppkvaðningar- degi, eða í fyrsta lagi frá þingfestingardegi. Stefndi mótmælir einnig vaxtakröfum, byggðum á 7. gr. vaxtalaga, enda séu kröfur stefnanda ekki skaðabótakröfur. Stefndi byggir allt að einu á því, að kröfur til vaxta eða dráttarvaxta af ofgreiddum gjöldum séu fyrndar á sama hátt og kröfur til endurgreiðslu jöfnun- argjaldsins, sbr. 2. tölulið 3. gr. laga nr. 14/1905. Vextir eða dráttarvextir verði undir engum kringumstæðum reiknaðir, nema frá 15. október 1994, eða í fyrsta lagi frá 30. október 1993. IV. Niðurstaða. Að áliti dómsins er kröfugrundvöllur stefnanda nægilega skýr, til þess að dómur verði lagður á málið að efni til. Með bréfi, dagsettu 15. desember 1998, boðaði stefnandi, að hann hygðist gera kröfu til greiðslu skaðabóta vegna hinnar umdeildu gjaldtöku á grundvelli almennu skaðabótareglunnar, að svo miklu leyti, sem ekki yrði fallist á endur- kröfu stefnanda. Samkvæmt e-lið 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einka- mála skulu málsástæður, sem stefnandi byggir málsókn sína á, koma fram í stefnu, svo og önnur atvik, er þarf að greina, til þess að samhengi málsástæðna 1208 verði ljóst. Þá kemur fram í f-lið nefndrar greinar, að í stefnu skuli vera tilvísun til helstu lagaákvæða eða réttarreglna, sem stefnandi byggir málatilbúnað sinn á. Enda þótt stefnandi hafi boðað ofangreinda kröfugerð með umræddu bréfi, hefur hann ekki látið af henni verða, hvorki með framhaldsstefnu né sérstakri bókun þar um. Eru því ekki efni til að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi af þeirri ástæðu, að stefnandi hafi lagt málið fyrir dóminn á öðrum grunni en í stefnu greinir. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda telst fyrningarfrestur frá þeim degi, er krafa varð gjaldkræf. Ráðið verður af dómafordæmum, að 5. tölul. 3. gr. fyrningarlaga var talinn gilda um endurkröfur vegna ofgreiddra tolla og gjalda, áður en lög nr. 29/1995 um end- urgreiðslu oftekinna skatta og gjalda öðluðust gildi í janúar 1996. Í 4. gr. þeirra laga kemur fram, að fyrningarfrestur er fjögur ár frá því að greiðsla átti sér stað. Segir í greinargerð með lögunum, að fyrningarfrestur á kröfum þeim, er lögin taka til, sé óbreyttur frá því, sem áður gilti. Með vísan til þessa er ótvírætt, að hinn fjögurra ára fyrningarfrestur 5. tölul. 3. gr. laga nr. 14/1905 gildir um kröfur þær, er mál þetta snýst um. Eins og atvikum málsins er háttað eru engin efni til að fallast á með stefn- anda, að svik hafi verið höfð í frammi af hálfu stefnda, þannig að 7. gr. fyrn- ingarlaga eigi hér við, eða brotið hafi verið að einhverju leyti gegn jafnræði þegnanna af hálfu stefnda. Þá er ekki fallist á röksemdir stefnanda fyrir því, að miða beri upphaf fyrningarfrests við uppkvaðningu dóms Hæstaréttar 19. des- ember 1996 í málinu nr. 427/1995: Þrotabú S. Óskarssonar ár Co. hf. gegn íslenska ríkinu. Ber því að leggja til grundvallar, að upphaf fyrningarfrests sé sá dagur, þegar krafa stefnanda varð gjaldkræf hverju sinni. Stefnandi höfðaði mál til endurgreiðslu á ofgreiddum jöfnunargjöldum á hendur stefnda með stefnu, birtri 30. október 1997. Því máli var vísað frá dómi með úrskurði 3. júní 1998. Enda þótt stefnukrafa hafi verið lækkuð úr 107.446.762 krónum, svo sem hún var í því máli, sem var réttilega höfðað, í 89.005.433 krónur í þessu máli, er engum vafa undirorpið, að um sama sak- arefni er að ræða í báðum málunum. Af því leiðir, að miða ber upphafstíma fyrn- ingarfrests í máli þessu við þann dag, er hið fyrra mál var höfðað, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 14/1905. Samkvæmt því er krafa stefnanda allt til 30. október 1993 niður fallin fyrir fyrningu. Með vísan til forsendna ofangreinds dóms Hæstaréttar í máli réttarins nr. 427/1995 þykir eigi vera sá eðlismunur á 120% jöfnunargjaldi, sem dæmt var ólögmætt með þeim dómi, og 90% sams konar gjaldi, er lagt var á með reglu- gerð nr. 468/1993 og sett var með heimild í d-lið 1. mgr. 30. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, að til annarrar niðurstöðu leiði 1209 um lögmæti gjaldsins en í dóminum greinir. Er það því mat dómsins, að ekki hafi verið sýnt fram á það af hálfu stefnda, að málefnalegur grundvöllur hafi verið fyrir hendi til álagningar 90% jöfnunargjalds, frekar en 120% sams konar gjaldheimtu. Skiptir eigi máli í því sambandi, að gjaldið hafi verið innan marka svonefnds GATT-samkomulags, enda hefur það hvorki lagagildi hérlendis né er ætlað að stofna með beinum hætti til réttinda til handa einkaaðilum. Var 90% álagning jöfnunargjalds því einnig ólögmæt að mati dómsins. Af hálfu stefnda er á því byggt, að þótt talið verði, að álagning hins umdeilda gjalds hafi verið ólögmæt, sé ekki fyrir hendi réttur til endurgreiðslu. Ljóst sé, að vara sú, sem sætti álagningu gjaldsins, hafi verið flutt inn og leyst út úr tolli eftir því, hvenær það var talið hyggilegt af stefnanda, og jöfnunargjaldið verið lagt á vöruna sjálfa. Hvort sem stefnandi seldi vöruna í heildsölu eða smásölu hafi álagningu verið bætt ofan á verð vörunnar, er þegar innihélt jöfnunargjaldið. Þannig séu löglíkur og viðskiptavenja fyrir því, að stefnandi hafi velt jöfnunar- gjaldinu yfir í verðlagið og látið viðskiptamenn sína greiða það að fullu og þar með fengið gjaldið endurheimt úr þeirra hendi. Beri stefnandi sönnunarbyrði fyrir öðru. Stefndi hafi því ekki hagnast á kostnað stefnanda og yrði á endur- kröfuna fallist, væri stefnandi betur settur en hefði ekki komið til álagningar jöfnunargjalds. Sé því ekki fyrir hendi réttmæt krafa til endurgreiðslu jöfnunar- gjalds samkvæmt almennum reglum kröfuréttar, enda myndi stefnandi auðgast með ósanngjörnum hætti á kostnað stefnda og þar með skattborgara, yrði á end- urkröfuna fallist að hluta til eða í heild. Þá myndi stefnandi auðgast með ósann- gjörnum hætti gagnvart viðskiptamönnum sínum, sem hann hafi látið bera gjöldin að fullu og ekki, svo vitað sé, heitið þeim endurgreiðslu eða sótt kröf- una í umboði þeirra. Ennfremur séu engin rök til að heimila endurgreiðslu, nema að því marki, sem samsvara myndi tjóni stefnanda af álagningu gjaldsins, þótt um endurgreiðslumál sé að ræða. Engin sönnun um tjón hafi hins vegar komið fram. Í greinargerð sinni skoraði stefndi á stefnanda að leggja fram alla sölureikn- inga úr bókhaldi eða önnur gögn, sem sýndu, hvernig verðmyndun á vöru þeirri, er hér um ræðir, var háttað til viðskiptamanna stefnanda og hvort jöfnunar- gjaldið var inni í vöruverði til þeirra. Áskorunin var áréttuð í þinghaldi 8. mars síðastliðinn, en stefnandi varð ekki við henni. Í máli þessu er ekki byggt á skaðabótasjónarmiðum af hálfu stefnanda og leit- ast við að sýna fram á, að hann hafi beðið tjón af álagningu jöfnunargjaldsins, heldur er það höfðað til endurgreiðslu oftekinna opinberra gjalda. Verður að ætla, að stefnanda hafi verið í lófa lagið að leggja fram ofangreind gögn sam- kvæmt áskorun stefnda yfir það tímabil, sem krafa stefnanda er ófyrnd sam- kvæmt framansögðu. Hefur stefnandi ekki gefið neina skýringu á því, hvers vegna hann varð ekki við áskoruninni eða borið við ómöguleika. Með vísan til 1210 3. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 er það mat dómsins, að jafna megi höfnun stefn- anda á að leggja umrædd gögn fram við viðurkenningu á því, að ofangreind full- yrðing stefnda, um að jöfnunargjaldi hafi verið velt út í vöruverð til viðskipta- vina stefnanda hverju sinni og stefnandi sé þannig búinn að fá gjaldið að fullu greitt, sé á rökum reist. Eins og málið er lagt fyrir dóminn verður því fallist á með stefnda, að um ólögmæta auðgun af hálfu stefnanda væri að ræða, yrði end- urgreiðslukrafa hans tekin til greina. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu, en eftir atvikum er rétt, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Dóminn kveða upp Helgi 1. Jónsson héraðsdómari sem dómsformaður og meðdómendurnir Anna Kristín Traustadóttir, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi, og Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Dreifingar ehf., í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 1211 Fimmtudaginn 16. mars 2000. Nr. 329/1999. Ástríður Hauksdóttir Brynhildur Georgsdóttir Georg H. Tryggvason Harpa Georgsdóttir Hildigunnur Georgsdóttir og Tryggvi Georgsson (Örn Höskuldsson hrl.) gegn íslenska ríkinu (Einar Karl Hallvarðsson hrl.) og gagnsök Skattar. Jöfnunargjald. Endurgreiðsla. Fyrning. Í lok árs 1996 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að álagning 190% og 120% jöfnunargjalds af kartöflum og vörum unnum úr þeim, sem lagt var á samkvæmt heimild í reglugerð landbúnaðarráðherra, hefði verið ólögmæt. Félagið E, innflytjandi franskra kartaflna, höfð- aði mál gegn íslenska ríkinu til endurgreiðslu aðflutningsgjalda vegna innflutnings á frystum og forsteiktum kartöflum, sem greidd voru á tímabilinu frá apríl 1993 til júní 1995. Var annars vegar um að ræða 120% jöfnunargjald en hins vegar gjaldtöku á grundvelli yngri reglu- gerðar sem kvað á um 90% jöfnunargjald. Við meðferð málsins í hér- aði varð breyting á aðild sóknarmegin og tóku Á, B,G, H, HG ogT við rekstri málsins í stað E. Voru aðilaskiptin ekki talin varða frávísun málsins. Talið var að ekki hefði verið sýnt fram á nauðsyn álagningar 90% jöfnunargjalds á innfluttar kartöflur, af ástæðum sem raktar yrðu til sjónarmiða um viðbrögð við innflutningi landbúnaðarvara á óeðli- lega lágu verði. Var álagningin hvorki talin hafa samrýmst takmörk- unum á heimild ráðherra né kvöðum um málefnalegan grundvöll skatt- heimtu og stjórnsýslu og því hafi hún ekki farið að lögum. Var sú álagning jöfnunargjalds sem endurgreiðslukröfur lutu að því talin ólögmæt. Miðað var við að við ákvörðun vöruverðs til viðskiptamanna E hefði verið tekið mið af hinu ólögmæta jöfnunargjaldi og verðið verið hærra sem því nam. Voru Á, B, G, H, HG og T talin hafa leitt verulegar líkur að því að samkeppnisstaða E hefði raskast nokkuð á 1212 þessu skeiði vegna jöfnunargjaldsins og voru þau talin eiga rétt til end- urgreiðslu gjaldsins að því marki, sem telja mætti næsta öruggt, að það hefði í raun ekki skilað sér til baka í verðlagningu vörunnar. Var ríkið dæmt til að greiða Á, B,G,H, HG og T hluta hins ofgreidda jöfnun- argjalds. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Haf- stein. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 17. ágúst 1999. Þau krefj- ast þess, að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða þeim in solidum 23.231.390 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, eins og nánar greinir í héraðsdómi, frá 13. apríl 1993 til greiðsludags auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Málinu var gagnáfrýjað 19. nóvember 1999. Gagnáfrýjandi krefst aðallega frávísunar málsins frá héraðsdómi og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara er krafist staðfestingar á héraðsdómi og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til þrautavara er þess krafist, að kröfur áfrýjanda verði lækkaðar til mikilla muna og málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti felldur niður. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt, þar á meðal um afkomu Ekrunnar hf. 1992-1995 og upplýsingar úr Árbók landbúnað- arins 1990-1995 og verslunarskýrslum Hagstofu Íslands 1991-1995. I. Í málinu krefjast áfrýjendur endurgreiðslu aðflutningsgjalda vegna innflutnings Ekrunnar hf. á frystum og forsteiktum kartöflum, sem greidd voru á tímabilinu frá 13. apríl 1993 til 30. júní 1995. Upphaf- lega var krafist endurgreiðslu vegna sömu gjalda frá 20. mars 1992, en við aðalmeðterð í héraði var fallið frá kröfu vegna gjalda fyrir 13. apríl 1993. Vara þessi var háð sérstöku jöfnunargjaldi samkvæmt heimild í 2. tl. e-liðar 1. mgr. 30. gr. þágildandi laga nr. 46/1985 um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum, sbr. 1. gr. laga nr. 25/1986, og síðar d-lið 1. mgr. 30. gr. núgildandi búvörulaga nr. 99/1993, en hún var felld niður með lögum nr. 87/1995 um breytingar á lögum vegna aðildar 1213 Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Lög nr. 46/1985 veittu land- búnaðarráðherra víðtækar heimildir til afskipta af innflutningi á búvörum. Framangreint ákvæði heimilaði ráðherra að innheimta sér- stakt jöfnunargjald af innfluttum kartöflum og vörum unnum úr þeim. Skyldi það greitt af tollverði vörunnar og renna í ríkissjóð, en nánari ákvæði um álagningu þess og gjaldskyldar vörur skyldi ráðherra setja í reglugerð. Mátti hann ákveða hæð gjaldsins allt að tilteknu hámarki og hafa um það tvo kosti. Var sá fyrri við það miðaður, að samanlagt tollverð og jöfnunargjald yrði ekki hærra en innlent heildsöluverð vör- unnar, sem ákveðið væri af svokallaðri fimmmannanefnd samkvæmt 13.-15. gr. laganna. Síðari kosturinn átti við um þær vörur, sem ekki voru háðar slíkri verðlagsákvörðun og mátti gjaldið þá nema allt að 200% af tollverði. Fram til 22. nóvember 1993 var það jöfnunargjald, er mál þetta varðar, 120% samkvæmt reglugerð nr. 223/1987 um sérstakt jöfnunar- gjald af kartöflum og vörum unnum úr þeim, svo sem henni var breytt með reglugerð nr. 335/1989, en eftir það 90% samkvæmt reglugerð nr. 468/1993 um sama efni. Áður hafði vara þessi einnig verið háð verð- tolli samkvæmt tollskrá, sem nam 30% af tollverði til 1. janúar 1990, en lækkaði þá í 20% og í 10% við næstu áramót en féll niður 1. jan- úar 1992. 1. Við meðferð málsins í héraði varð breyting á aðild sóknarmegin og krefst gagnáfrýjandi af þeim sökum frávísunar þess frá héraðsdómi. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms er fallist á niðurstöðu hans um að hafna frávísunarkröfunni og sýknukröfu gagnáfrýjanda, sem reist er á aðildarskorti. Það haggar ekki þessari niðurstöðu, þótt aðal- áfrýjendur hafi við málflutning fyrir Hæstarétti skýrt kröfu sína þannig, að krafist væri endurgreiðslu in solidum, enda er grundvelli málsóknar á hendur gagnáfrýjanda ekki raskað af þeim sökum frekar en með kröfuframsalinu. Il. Með bréfi fjármálaráðuneytisins til lögmanns Ekrunnar hf. 9. apríl 1997 var þess óskað, að aðgerðum félagsins til endurgreiðslu jöfnun- argjalda yrði frestað, á meðan beðið væri dóms í tveimur tilteknum 1214 málum, er þá voru rekin fyrir dómstólum. Í bréfi 11. Júlí sama ár lýsti ráðuneytið því yfir, að það myndi ekki bera fyrir sig fyrningu varðandi þann hluta krafna Ekrunnar hf., sem að öðrum kosti kynni að fyrnast eftir dagsetningu fyrra bréfsins. Gagnáfrýjandi telur, að með framsali kröfunnar til aðaláfrýjenda hafi brostið forsendur fyrir þessari ákvörðun. Á þetta verður ekki fallist. Þar sem kröfuframsalið var lög- mætt er gagnáfrýjandi bundinn við fyrirheit sitt gagnvart Ekrunni hf., enda tóku aðaláfrýjendur við málinu í því horfi, sem það var fyrir hér- aðsdómi, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV. Með dómi Hæstaréttar 19. desember 1996 í máli þrotabús S. Ósk- arssonar á Co. hf. gegn íslenska ríkinu, H.1996.4260, var komist að þeirri niðurstöðu, að álagning 190% og 120% jöfnunargjalds af kart- öflum og vörum unnum úr þeim, sem ákveðið var í reglugerð nr. 223/1987, eins og henni var breytt með reglugerðum nr. 109/1988 og nr. 335/1989, hefði verið ólögmæt. Vara þessi féll undir tollskrárnúmer 2004.1000, sem breyttist með tollskrá 1993 í 2004.1009. Í dóminum var sagt, að jöfnunargjaldið yrði að teljast skattur í skilningi 40. pr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Væri lagaheimild til skattlagningarinnar bundin við skilgreindan tilgang laganna og hefði falist mikilvæg afmörkun í þeim skýringum, sem fram komu í athuga- semdum við frumvarp til laga nr. 25/1986 og umræðum á Alþingi. Svigrúm ráðherra til ákvörðunar um gjaldið innan hinna lögfestu marka hefði þannig ekki verið óheft. Með hliðsjón af þessu var ekki á það fallist, að í framangreindum lögum hefði falist óheimilt framsal lög- gjafans á skattlagningarvaldi. Við úrlausn þessa máls verður sérstak- lega að hafa til hliðsjónar þær ástæður, sem Hæstiréttur taldi eiga að leiða til þess, að heimild í þágildandi búvörulögum um allt að 200% Jöfnunargjald af innfluttum kartöflum gæti staðist. Í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 25/1986, er felldi hina umdeildu heimild inn í 1. mgr. 30. gr. laga nr. 46/1985, er lýst þeim tilgangi búvörulaganna, að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu. Síðan segir: „Vegna náttúrufars og legu landsins er ekki unnt að tryggja nægj- anlegt vöruframboð allt árið á vissum tegundum búvara, t.d. garð- 1215 ávöxtum, grænmeti og oft kartöflum. Verður því að flytja þessar vörur inn en í ýmsum tilvikum eru hinar erlendu vörur greiddar niður veru- lega af þarlendum stjórnvöldum. Þegar innlend framleiðsla er enn á markaði raskar innflutningur þessara vara því mjög samkeppnisaðstöðu innlendu framleiðslunnar og skerðir möguleika innlendra framleiðenda til að tryggja nægjanlegt vöruframboð í framtíðinni. Þessar aðstæður hafa m.a. gert þeim innlendu fyrirtækjum sem vinna úr kartöflum erf- itt fyrir í samkeppni við niðurgreidda framleiðslu erlendis frá.“ Loks er í athugasemdunum sagt, að í tillögugreininni sé lagt til, að landbún- aðarráðherra verði veitt heimild til að leggja sérstakt jöfnunargjald á innfluttar kartöflur „sem lið í stjórn búvöruframleiðslunnar og því að ná fram áðurnefndum tilgangi laga nr. 46/1985.“ Þegar þáverandi landbúnaðarráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði sagði hann, að tilgangur þess væri að jafna verð milli innlendrar og erlendrar framleiðslu og myndi álagið á innflutta vöru þá geta orðið til að lækka verð hinnar innlendu framleiðslu á móti, svo að heildarút- koma fyrir neytendur yrði hin sama. Framsögumaður meirihluta land- búnaðarnefndar sagði í umræðum á Alþingi, að kjarni röksemda fyrir jöfnunargjaldinu kæmi fram í athugasemdum með frumvarpinu. Þáver- andi forsætisráðherra lagði í umræðunum á það áherslu, að frumvarpið væri eingöngu flutt til að heimild fengist til að vernda innlenda fram- leiðslu á kartöflum, þegar um óeðlilega verðfellingu væri að ræða á innflutningi. Í málinu liggja fyrir þrjú bréf landbúnaðarráðuneytisins til ríkis- lögmanns vegna óska hans um gögn og upplýsingar, meðal annars um „jöfnunarþörf á þessum tíma, þ.á m. með tilliti til þess hve mikið vægi erlendar niðurgreiðslur höfðu á verðlag vörunnar sem gjaldið náði til.“ Í bréfi ráðuneytisins 23. október 1997 kemur fram, að for- sendur þess, að jöfnunargjaldið á innfluttar franskar kartöflur var lækkað í 90% með reglugerð nr. 468/1993 hafi verið þær, að kanad- ísk stjórnvöld hefðu fundið að því, að lögð væru hærri verðjöfnun- argjöld á umrædda vöru en samið hefði verið um af Íslands hálfu í hinu almenna samkomulagi um tolla og viðskipti (GATT). Þótt þetta samkomulag hefði ekki verið skuldbindandi fyrir Ísland á þessum tíma, hafi ráðuneytið talið rétt að lækka gjaldið til samræmis við „GATT-bindingar“ á þessum vörum. Í bréfi sama ráðuneytis 8. des- ember 1998 er sagt um þessa breytingu, að ekki hefði verið talið unnt 1216 að fara eftir niðurgreiðslum í einstökum löndum. Ástæða þess hafi verið sú, að niðurgreiðslur í einstökum ríkjum væru allt frá því að vera mjög háar á alþjóðlegan mælikvarða til þess að vera nánast engar. Jöfnunargjöld væru í öllum tilvikum ákveðin sem verðmunur á heimsmarkaði og markaði innanlands, enda væri mismunur á heims- markaðsverði og verði vöru í hverju ríki besti mælikvarðinn á nið- urgreiðslur í einstökum ríkjum. Sú ákvörðun að leggja 90% jöfnun- argjald á franskar kartöflur væri í samræmi við það hámark, sem heimilt væri að nota á þessa vöru samkvæmt alþjóðlegum skuldbind- ingum um hámark tolla. Í bréfi landbúnaðarráðuneytisins 21. janúar 1999 sagði jafnframt, að eiginlegt heimsmarkaðsverð sé ekki til á vörum í umræddum tollflokkum, enda væri um unnar vörur að ræða. Hins vegar hafi íslenskt verð á ferskum kartöflum verið tvöfalt til fjórfalt hærra en erlent verð síðasta áratug. Ljóst sé, að verðmunur á ferskum kartöflum endurspegli skýrlega þá Jöfnunarþörf, sem fyrir hendi sé, enda liggi ekkert fyrir um verðmun á öðrum þáttum í fram- leiðslukostnaði á þeim vörum, sem falli undir tilgreinda tollflokka. Sérlega lágur hráefniskostnaður fyrir erlenda framleiðendur þýði óhjá- kvæmilega, að hann sé lítill hluti framleiðslukostnaðar vöru. Það sýni, að þörfin fyrir jöfnun sé í innflutningi á ferskum kartöflum og öllum afurðum, sem unnar eru úr þeim. V. Í áðurnefndum dómi Hæstaréttar 19. desember 1996 var sagt, að ákvarðanir um álagningu 190% og síðar 120% jöfnunargjalds hefðu ekki verið skýrðar að marki. Afstaða stefnda, gagnáfrýjanda í þessu máli, hefði verið sú, að gjaldinu hefði verið ætlað að Jafna samkeppn- isstöðu íslenskrar framleiðslu gagnvart erlendum framleiðendum. Þetta sjónarmið hafi þó aðeins verið eitt af mörgum, sem gæta hafi þurft, og framlagðar upplýsingar í málinu nægðu ekki einar sér til að skýra umrædda jöfnunarþörf. Þá lægju engar skýringar fyrir um tengsl gjaldsins við þau sjónarmið, sem sérstaklega komu fram á Alþingi 1986. Hafi meðal annars ekki verið lagðar fram upplýsingar um vægi erlendra niðurgreiðslna eða styrkja í verðlagi á þeim vörum, sem gjaldið náði til. Í dómi Hæstaréttar 22. maí 1998 í máli íslenska ríkis- ins gegn Reykjagarði hf., H.1998.2021, var sagt, að framlögð gögn í því máli skýrðu ekki, svo að neinu næmi, þörfina á hinu umdeilda jöfn- 1217 unargjaldi nánar en þær upplýsingar, sem lágu fyrir, þegar dómur gekk í fyrrnefndu máli 19. desember 1996. Ekki verður talið, að í þessu máli hafi verið lögð fram skýrari gögn en áður um þörf á 90% jöfnunargjaldi af innfluttum kartöflum, þegar horft er til þeirra sjónarmiða, sem einkum voru talin geta réttlætt skatt- lagningu landbúnaðarráðherra með hliðsjón af athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 25/1986 og umræðum á Alþingi um það. Þannig hefur ekki verið sýnt fram á, að innfluttar kartöflur hafi verið niður- greiddar af erlendum stjórnvöldum og engra gagna nýtur heldur um það, að um óeðlilega verðfellingu á þessari vöru hafi verið að ræða. Verður meðal annars ekki séð, hvort eða að hvaða marki slíkar ráðstaf- anir í öðrum löndum hafi skipt máli við samningsgerð um þær alþjóð- legu skuldbindingar í tollamálum, sem Ísland hafði gengist undir. Af framangreindum bréfum landbúnaðarráðuneytisins til ríkislögmanns kemur og ekki fram, að vægi erlendra niðurgreiðslna eða styrkja hafi verið ráðandi í ákvörðunum um hlutfall jöfnunargjaldsins. Fara skýr- ingar ráðuneytisins í framangreindum bréfum í bága við helsta rök- stuðning á Alþingi fyrir heimild til álagningar gjaldsins, sem áður er lýst. Þegar allt er virt, sem fram er komið, verður gagnáfrýjandi ekki tal- inn hafa sýnt fram á, að til álagningar 90% jöfnunargjalds á innfluttar kartöflur hafi verið nauðsyn af ástæðum, sem raktar verða til sjónar- miða um viðbrögð við innflutningi landbúnaðarvara á óeðlilega lágu verði. Verður álagningin því ekki talin hafa samrýmst þeim takmörk- unum, sem heimild ráðherra voru settar, og þeim kvöðum um málefna- legan grundvöll skattheimtu og stjórnsýslu, sem gæta varð. Álagning Jöfnunargjalds samkvæmt reglugerð nr. 468/1993 fór þannig ekki að lögum. VI. Samkvæmt framansögðu var ólögmæt sú álagning jöfnunargjalds á innflutning Ekrunnar hf., sem endurgreiðslukröfur aðaláfrýjenda lúta nú að. Álagning 120% jöfnunargjalds á tímabilinu frá 13. apríl til 17. nóvember 1993 nam 5.650.020 krónum en 90% jöfnunargjalds frá 26. nóvember 1993 til 30. júní 1995 17.466.831 krónu eða samtals 23.116.851 krónu. Eins og mál þetta liggur fyrir dómstólum verður við það að miða, að við ákvörðun vöruverðs til viðskiptamanna Ekrunnar hf. hafi verið 1218 tekið mið af hinu ólögmæta jöfnunargjaldi og verðið verið hærra sem því nam. Aðaláfrýjendur halda því fram, að álagning á vöruna hafi af þeim sökum orðið til muna lægri en hún hefði þurft að vera og afkoma félagsins því töluvert lakari en ella hefði orðið. Gagnáfrýjandi telur hins vegar, að ekki hafi verið sýnt fram á, að jöfnunargjaldið hafi haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu félagsins gagnvart íslenskri fram- leiðslu og myndi endurgreiðsla þess úr hendi gagnáfrýjanda leiða til ólögmætrar auðgunar aðaláfrýjenda. Aðaláfrýjendur hafa lagt fram rekstrarreikninga Ekrunnar hf. fyrir árin 1992 til 1995, sem eiga að sýna, að meðaltalsálagning seldra vara félagsins á þessu árabili hafi numið 27,2%. Hins vegar sýni framlagðir reikningar til viðskiptavina, að álagningin á þessa vöru hafi einungis verið á bilinu frá 13,5% til 20,6%. Þá sýni rekstrarreikningarnir, að hagnaður eftir skatta sem hlutfall af tekjum hafi að meðaltali verið 2,55% öll árin. Samkvæmt framlögðum samanburðartölum frá Sam- tökum verslunarinnar er þetta hlutfall vegna sölu á matvörum, sælgæti og hreinlætisvörum 3,9% til 5% á sama tíma. Loks kemur fram í rekstr- arreikningum Ekrunnar hf., að tekjur félagsins af vörusölu tvöfölduð- ust á árunum 1992 til 1995, en sala á frystum og forsteiktum kartöflum mun einungis hafa numið um fjórðungi af veltu þess. Framangreindar tölur hafa ekki verið hraktar. Með þeim hafa aðal- áfrýjendur leitt verulegar líkur að því, að samkeppnisstaða Ekrunnar hf. hafi raskast nokkuð á þessu skeiði vegna jöfnunargjaldsins. Þar sem ekki var gætt lögmætra skilyrða við álagningu þess þykja aðal- áfrýjendur eiga rétt til endurgreiðslu gjaldsins að því marki, sem telja má næsta Öruggt, að það hafi ekki í raun skilað sér til baka í verðlagn- ingu vörunnar. Þetta mat er örðugt og hlýtur að fara að álitum. Eftir öllum atvikum þykir hæfilegt, að gagnáfrýjandi endurgreiði aðal- áfrýjendum 6.000.000 krónur af hinu ofgreidda jöfnunargjaldi, sem til álita er. Rétt þykir, að hin dæmda fjárhæð beri dráttarvexti frá þingfest- ingu málsins í héraði, sbr. 4. mgr. 9. gr. vaxtalaga, sbr. 4. gr. laga nr. 67/1989. Gagnáfrýjandi verður dæmdur til að greiða aðaláfrýjendum máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og greinir í dómsorði. 1219 Dómsorð: Gagnáfrýjandi, íslenska ríkið, greiði aðaláfrýjendum, Ástríði Hauksdóttur, Brynhildi Georgsdóttur, Georg H. Tryggvasyni, Hörpu Georgsdóttur, Hildigunni Georgsdóttur og Tryggva Georgssyni, sameiginlega 6.000.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 20. október 1998 til greiðsludags auk 600.000 króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. júní 1999. Mál þetta, sem dómtekið var 16. þessa mánaðar, er höfðað með stefnu, árit- aðri um móttöku 16. október 1998. Stefnendur eru Ástríður Hauksdóttir, kt. 141045-4079, Brynhildur Georgs- dóttir, kt. 081068-3489, Georg Tryggvason, kt. 261041-2359, Harpa Georgs- dóttir, kt. 250475-4039, Hildigunnur Georgsdóttir, kt. 060873-4299, og Tryggvi Georgsson, kt. 241087-2129, öll til heimilis að Arnartanga 32, Mosfellsbæ. Stefndi er íslenska ríkið. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 23.237.390 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt lll. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 389.999 krónum frá 13. apríl 1993 til 20. apríl 1993, en af 637.973 krónum frá þeim degi til 4. maí s.á., af 1032.701 krónum frá þeim degi til 28. maí s.á., af 1.353.622 krónum frá þeim degi til 9. júní s.á., af 1.675.214 krónum frá þeim degi til 16. júní s.á., af 2.046.141 krónum frá þeim degi til 15. júlí s.á., af 2.450.731 krónum frá þeim degi til 26. júlí s.á., af 2.798.665 krónum frá þeim degi til 27. júlí s.á., af 3.012.270 krónum frá þeim degi til 30. ágúst s.á., af 3.487.314 krónum frá þeim degi til 7. september s.á,, af 3.822.499 krónum frá þeim degi til 23. september s.á., af 4.205.573 krónum frá þeim degi til 12. október s.á., af 4.411.345 krónum frá þeim degi til 14. októ- ber s.á., af 4.842.654 krónum frá þeim degi til 17. nóvember s.á., af 5.770.559 krónum frá þeim degi til 26. nóvember s.á., af 6.087.731 krónum frá þeim degi til 18. janúar 1994, af 6.781.629 krónum frá þeim degi til 7. mars s.á., af 7.470.509 krónum frá þeim degi til 18. apríl s.á., af 8.170.612 krónum frá þeim degi til 18. maí s.á., af 9.054.853 krónum frá þeim degi til 24. júní s.á., af 9.955.600 krónum frá þeim degi til 9. ágúst s.á., af 10.973.892 krónum frá þeim degi til 14. september s.á., af 11.894.436 krónum frá þeim degi til 17. október s.á., af 12.929.527 krónum frá þeim degi til 10. nóvember s.á., af 14.015.519 krónum frá þeim degi til 9. desember s.á., af 15.072.914 krónum frá þeim degi 1220 til 16. febrúar 1995, af 16.818.684 krónum frá þeim degi til 10. mars s.á., af 17.561.281 krónum frá þeim degi til 10. apríl s.á., af 18.508.102 krónum frá þeim degi til 2. maí s.á., af 19.456.1163 krónum frá þeim degi til 26. maí s.á., af 20.333.797 krónum frá þeim degi til 15. júní s.á., af 21.262.859 krónum frá þeim degi til 30. júní s.á. og af 23.237.390 krónum frá þeim degi til greiðslu- dags. Þá er krafist, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda máls- kostnað að mati dómsins. Af hálfu stefnda er þess aðallega krafist, að málinu verði vísað frá dómi og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Til vara krefst stefndi þess, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dóms- ins, en til þrautavara, að Kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að máls- kostnaður verði í því tilviki látinn niður falla. Upphaflegur stefnandi málsins var Ekran hf., kt. 490392-2629, Vatnagörðum 6, Reykjavík. Með kaupsamningi, dagsettum 7. febrúar 1999, var allt hlutafé félagsins selt Nathan ár Olsen hf., kt. 480269-5789, Vatnagörðum 20, Reykja- vík, en dómkröfur í máli þessu hins vegar framseldar seljendum hlutabréfanna, svo sem rakið verður hér á eftir. I. Málavextir. Á tímabilinu frá 20. mars 1992 til 15. Júní 1995 flutti Ekran hf., upphaflegur stefnandi málsins, frystar franskar kartöflur til landsins. Auk aðflutningsgjalda greiddi félagið verðjöfnunargjald samkvæmt reglugerðum nr. 109/1988, 335/ 1989 og 468/1993 af 52 sendingum, alls 28.725.778 krónur. Gjöldin voru greidd tollstjóranum í Reykjavík að mestu leyti, en lítill hluti sýslumanninum í Hafn- arfirði. Verðjöfnunargjaldið var 120% frá og með fyrstu sendingu stefnanda og lagðist á tollverð vöru. Tollverð er fob-verð, flutningsgjald og vátrygging. Auk þessa greiddi félagið virðisaukaskatt af samanlögðu tollverði og verðjöfnunar- gjaldi, en ekki er krafist endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Frá og með sendingu 26. nóvember 1993 greiddi Ekran hf. 90% verðjöfnunargjald, en það hafði þá verið lækkað með reglugerð nr. 468/1993. Með bréfi 18. mars 1997 var stefndi krafinn um endurgreiðslu verðjöfnunargjaldsins. Óskaði fjármálaráðuneytið eftir með bréfi, dagsettu 9. apríl sama ár, að innheimtuaðgerðum yrði frestað, þar til dómur gengi í tveimur málum, er þá rekin voru fyrir dómstólum. Lýsti ráðu- neytið því yfir, að það myndi ekki bera fyrir sig fyrningu, hvað varðar þann hluta krafnanna, sem kynnu að öðrum kosti að fyrnast eftir dagsetningu bréfs ráðuneytisins. Stefnendur krefja nú stefnda um endurgreiðslu á þessum fjár- hæðum, ásamt dráttarvöxtum af hverri greiðslu fyrir sig frá þeim degi, sem 1221 Ekran hf. greiddi hana, til greiðsludags. Við aðalmeðferð málsins var fallið frá kröfu um endurgreiðslu frá og með 20. mars 1992 til og með 13. apríl 1993. Hér á eftir verða ofangreindir seljendur Ekrunnar hf. nefndir stefnendur í sam- ræmi við niðurstöðu dómsins um sóknaraðild málsins. Il. Málsástæður og lagarök stefnenda. Af hálfu stefnenda er því mótmælt, að frávísunarkrafa stefnda verði tekin til greina. Heimilt sé að framselja kröfu þá, er um ræðir í málinu samkvæmt almennum reglum kröfuréttar, sbr. og 1. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991 um með- ferð einkamála. Um það hafi skuldari ekkert að segja. Stefnendur byggja á því, að hinn 19. desember 1996 hafi gengið í Hæstarétti dómur í máli þrotabús S. Óskarssonar og Co. hf. gegn íslenska ríkinu nr. 421/1995. Með dómi þessum sé því slegið föstu, að verðjöfnunargjald, álagt samkvæmt reglugerðum nr. 109/1988, 335/1989 og 468/1993 hafi verið ólög- mætt. Telja stefnendur réttarstöðu sína sambærilega við stöðu þrotabúsins, að breyttu breytanda. Þeir eigi því rétt á endurgreiðslu alls hins ólögmæta gjalds, sem Ekran hf. hafði greitt. Byggja stefnendur kröfur sínar á almennum reglum kröfuréttarins um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Við aðalmeðferð málsins var af hálfu stefnenda fallið frá kröfu um endur- greiðslu og vexti frá og með 20. mars 1992 til og með 13. apríl 1993 og rof fyrningar miðað við dagsetningu bréfs fjármálaráðuneytisins frá 9. apríl 1997. Eigi stefnendur því kröfu á hendur stefnda vegna greiðslu jöfnunargjalds frá og með sendingu 13. apríl 1993, sbr. 5. tölul. 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Ill. Málsástæður og lagarök stefnda. Af hálfu stefnda er frávísunarkrafa á því byggð, að (upphaflegur| stefnandi hafi ekki lengur lögvarða hagsmuni af efnisdómi í málinu, þar sem fyrir liggi, að fyrri eigendur og félagið hafi undir rekstri þess ráðstafað með einhverjum hætti réttindum, sem dómkrafan lýtur að og þar með sakarefninu. Hafi fyrri eig- endur Ekrunnar hf. og í raun félagið sjálft ráðstafað þeim hagsmunum, sem dómkröfur lúta að, í andstöðu við málatilbúnað þann, sem lagt er upp með í stefnu, en hann sé á því reistur, að „|stefnandi|... eigi rétt á endurgreiðslu alls hins ólögmæta gjalds, sem hann hafði greitt“. Grundvöllur endurkröfumáls sé því ekki lengur fyrir hendi á þeim forsendum, er lagt hafi verið upp með í stefnu. Þá verði ekki séð, að eiginlegt kröfuframsal hafi átt sér stað, en endurgreiðslu- mál verði tæplega með réttu rekið af öðrum en þeim, er innti þau gjöld af hendi. Liggi því fyrir, að frá dagsetningu kaupsamningsins milli seljenda hlutabréfa 1222 Ekrunnar hf. og Nathans ér Olsen hf., 7. febrúar 1999, hafi málið verið rekið á röngum grundvelli. Þá vísar stefndi í því sambandi einnig til 80. gr. laga nr. 91/1991 og grunnraka 26. og 27. gr. sömu laga og ennfremur 18. og 19. gr. lag- anna, ásamt 17. gr., en svo virðist sem fyrirsvar fyrir málarekstri stefnanda, mál- sóknarheimild og aðild félagsins að málinu sé svo óljós, að vísa beri málinu frá dómi. Þegar gerð verður grein fyrir efnisrökum stefnda hér á eftir verður til hag- ræðingar rætt um stefnanda í eintölu í samræmi við upphaflega sóknaraðild málsins. Stefndi byggir á því, að stefnandi rökstyðji ekki, að álagning 90% jöfnunar- gjalds á vörur í tollflokki nr. 2004.1000 hafi verið ólögmæt eða ómálefnaleg, þannig að í bága færi við ákvæði laga nr. 46/1985. Sé málatilbúnaður stefnanda því alfarið órökstuddur um það, þannig að varða eigi frávísun frá dómi án kröfu. Teljist málið dómhæft telur stefndi, að sýkna beri af þeim lið krafna stefnanda, sem byggjast á endurgreiðslu 90% jöfnunargjalds samkvæmt reglug. nr. 468/ 1993, er gildi tók 22. nóvember 1993. Gjaldið hafi verið ákveðið 90% með þeirri reglugerð með hliðsjón af Hinu almenna samkomulagi um tolla og við- skipti (GATT), sem Ísland hefur átt aðild að, en Jöfnunargjald af tollflokki 2004.1000 hafi þar verið ákveðið 90%. Með því að miða gjaldið við 90% á þeim forsendum hafi í raun verið miðað við ígildi verðmunar á heimsmarkaði gagn- vart aðstæðum á Íslandi og ekki unnt að komast nær þeim sjónarmiðum, sem Hæstiréttur hafi talið, að leggja hefði átt til grundvallar álagningu jöfnunargjalds samkvæmt heimild í búvörulögum í dómi sínum frá 19. desember 1996. Meðan ljóst sé, að verðmunur á innfluttri vöru og þeirri, sem framleidd er innanlands, sé margfaldur, hafi verið málefnalegt og í samræmi við jafnræðisreglu að miða gjaldið við 90% og í samræmi við GATT-bindingar, en verðtollur hafi þá ekki lengur verið á vörunni. Þessu til stuðnings sé bent á, að verðmunur, þegar borin eru saman cif-verð og innlend verð frá framleiðanda, hafi verið magfaldur. Hafi hann verið um 411% árið 1992, 359% árið 1993, 354% árið 1994 og 390% árið 1995. Þróun verðs milli innlendrar framleiðslu og innflutnings hafi því augljós- lega mælt með því, að hin umdeilda heimild búvörulaga yrði nýtt, þótt ekki væri tekið sérstakt mið af niðurgreiðslum í öðrum löndum. Verðmunurinn hafi einnig verið margfaldur, þegar litið sé til hráefnisverðs og þeirra sjónarmiða, sem gildi almennt samkvæmt bókun 2 við EFTA-samninginn. Ekki sé vitað til þess, að stefnandi hafi nokkru sinni mótmælt því, að miðað yrði við GATT-samninginn við ákvörðun jöfnunargjalds eða mótmælt umfangi gjaldsins miðað við 90%. Verði ekki annað séð en sátt hafi verið um þá álagningu, sem ákveðin var með reglug. nr. 468/1993. Að öðru leyti vísist til framlagðra bréfa landbúnaðarráðu- neytis um álagninguna. Þótt talið verði, að álagning hins umdeilda jöfnunargjalds hafi verið ólög- 1223 mæt, sé ekki fyrir hendi réttur til endurgreiðslu. Ljóst sé, að vara sú, sem sætti álagningu jöfnunargjalds, hafi verið flutt inn og leyst út úr tolli, eftir því hvenær það var talið hyggilegt af stefnanda. Hafi jöfnunargjaldið verið lagt á vöruna sjálfa. Augljóst sé, að þegar svo margar sendingar voru fluttar inn, í svo miklu magni og á löngum tíma, hafi eftirspurnin hlotið að vera mikil. Í öllum tilvikum hafi stefnandi getað selt vöruna, án þess að álagning jöfnunargjalds hefði nokkur áhrif á arð af þeim viðskiptum, nema ef vera skyldi til hækkunar. Þá hafi álagn- ing jöfnunargjaldsins í engu raskað jafnræði milli innflutnings eða íslenskrar framleiðslu stefnanda í óhag, hvort sem litið sé til verðs á vörunni almennt eða álagningar gjalda og skatta. Hafi stefnandi til að mynda ekki leitt rök að því, að verð á innlendri framleiðslu hafi verið lægra. Hvort sem stefnandi seldi vöruna í heildsölu eða smásölu hafi álagningu verið bætt ofan á verð vörunnar, sem þegar innihélt jöfnunargjaldið. Þannig séu löglíkur og viðskiptavenja fyrir því, að stefnandi hafi velt jöfnunargjaldinu yfir í verðlagið og látið viðskiptamenn sína greiða það að fullu og þar með fengið gjaldið endurheimt úr þeirra hendi. Stefnandi hafi því ekki orðið fyrir tjóni vegna álagningarinnar og ekki hafi verið sýnt fram á, að álagningin hafi haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu stefnanda gagnvart íslenskri framleiðslu. Jafnvel þótt talið yrði, að álagningin hafi haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu stefnanda, hafi hann ekki reynt að sýna fram á hvert tjón hans af þeim sökum hafi verið. Engan veginn sé unnt að halda því fram, að það hafi numið nákvæmlega fjárhæð álagðs jöfnunargjalds. Sé sitthvað fjárhæð gjalds, sem lagðist á vöruna, og hins vegar hugsanlegt tekjutap stefn- anda vegna minni sölu á vörunni, ef því væri að skipta. Um framangreint vísi stefndi einnig til réttarþróunar í Danmörku, sbr. dóma Hæstaréttar þar í landi (UfR. 1994, bls. 430 og 450), en líta beri til þess til fyllingar óskráðum reglum kröfuréttar til endurgreiðslna. Þegar allt framangreint sé virt telur stefndi, að ekki sé fyrir hendi réttmæt krafa til endurgreiðslu greidds jöfnunargjalds samkvæmt almennum reglum kröfuréttar, enda auðgist stefnandi með ósanngjörnum hætti á kostnað stefnda og þar með skattborgara, ef á endurkröfuna yrði fallist að hluta til eða í heild. Þá auðgist stefnandi með ósanngjörnum hætti gagnvart viðskiptamönnum sínum, sem hann hafi látið bera gjöldin að fullu og ekki, svo vitað sé, heitið þeim endurgreiðslu eða sótt kröfuna í umboði þeirra. Er einnig á því byggt í þessu sambandi, að í raun sé um aðildarskort að ræða, þar sem viðskiptamenn stefnanda hafi í raun staðið skil á jöfnunargjaldinu, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Ennfremur telur stefndi, að með vísan til þessa hafi stefnandi ekki lög- varða hagsmuni af endurgreiðslum þeim, sem krafið er um. Um innheimtu jöfnunargjaldsins skyldi fara eftir tollalögum nr. 55/1987, sbr. 30. og 33. gr. laga nr. 46/1985 og síðar ákvæði laga nr. 99/1993. Gjaldið hafi verið sérstaks eðlis og greitt af tilteknum vörum. Í tollalögum sé ekki kveðið 1224 sérstaklega á um endurgreiðslu tolla við þær aðstæður, að innflytjandi hefur greitt toll og selt vöruna. Þar sem ekki séu sérstök ákvæði um endurgreiðslur í tollalögum við þessar aðstæður telur stefndi, að krafa stefnanda sé ekki lögvarin og beri því að sýkna af henni. Þar sem ekki liggi fyrir sönnun um, að stefnandi hafi endurgreitt viðskiptamönnum sínum gjaldið, verði að hafna því, að hann eigi kröfu á hendur stefnda nú. Þessu lagasjónarmiði til stuðnings og lögjöfn- unar byggir stefndi meðal annars á 22. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. önnur sérákvæði í þeim lögum varðandi endurgreiðslur. Stefndi telur, að framangreindar málsástæður eigi í heild að leiða til sýknu af kröfum stefnanda. Séu engin rök til að heimila endurgreiðslu, nema að því marki, sem samsvara myndi tjóni stefnanda af álagningu gjaldsins, þótt um end- urgreiðslumál sé að ræða. Engin sönnun um tjón hafi hins vegar komið fram. Verði ekki á sýknukröfu fallist byggir stefndi á því, að í ljósi framangreindra málsástæðna verði einungis fallist á kröfu stefnanda um endurgreiðslu að álitum og í samræmi við það tjón, sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna jöfnunargjalds- ins gagnvart samkeppnisvörum innlendrar framleiðslu. Beri stefnandi sönnun- arbyrði fyrir umfangi þess tjóns. Verði fallist á, að gjaldið hafi verið ólögmætt, sé fjárhæð þeirra greiðslna eftir 9. apríl 1993 17.466.831 krónur, en samtals muni þau gjöld, sem stefnandi hafi greitt eftir 9. apríl 1993, nema 23.116.851 krónu (17.466.831 5.650.020). Byggist framangreindar fjárhæðir á yfirferð ríkistollstjóra á þeim greiðslukvitt- unum og afhendingarskýrslum, sem fram hafi verið lagðar, en nokkrar skekkjur hafi verið í útreikningi stefnanda. Af hálfu fjármálaráðuneytis hafi því verið heitið, að það myndi ekki bera fyrir sig fyrningu, hvað varðar þann hluta krafna stefnanda, sem að öðrum kosti kynnu að fyrnast eftir dagsetningu bréfs ráðuneytisins til stefnanda þann 9. apríl 1997. Verði fallist á aðild seljenda hlutabréfa í Ekrunni hf. séu nú brostnar for- sendur fyrir loforði ráðuneytisins samkvæmt nefndu bréfi. Hafi fyrningu því ekki verið slitið, fyrr en eftir að greindur kaupsamningur var gerður, eða í fyrsta lagi er málið var höfðað. Dráttarvaxtakröfum stefnanda er mótmælt. Vísar stefndi í því sambandi almennt til meginreglu 4. mgr. 9. gr. vaxtalaga. Stefndi byggir í fyrsta lagi á því, að vextir af kröfum stefnanda, sem eru eldri en frá 16. nóvember 1994, séu fyrndir, sbr. 2. tölul. 3. gr. laga nr. 14/1905. Byggir stefndi á því, að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti, sem valdi því, að engin rök séu til að fallast á, að drátt- arvextir hafi upphafstíma, nema frá dómsuppkvaðningu að telja, eða frá þing- festingu. Verði ekki á það fallist komi í fyrsta lagi til álita að dæma vexti frá því, er mánuður var liðinn frá kröfubréfi stefnanda, dagsettu 18. mars 1997, sbr. 3. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. 1225 IV. Niðurstaða. Málið var flutt í einu lagi um form og efni samkvæmt heimild í 2. málsl. 2. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991. Verður fyrst vikið að formhlið þess. Svo sem áður greinir var upphaflegur stefnandi málsins Ekran hf., kt. 490392-2629, Vatnagörðum 6, Reykjavík. Við aðalmeðferð upplýsti Georg Tryggvason, fyrrum fyrirsvarsmaður félagsins, að hlutabréf þess hefðu verið seld Nathan ér Olsen hf., kt. 480269-5789, Vatnagörðum 20, Reykjavík, í mars síðastliðnum. Samkvæmt kaupsamningi milli félagsins sem kaupanda og Ástríðar Hauksdóttur, kt. 141045-4079, Brynhildar Georgsdóttur, kt. 081068- 3489, Georgs Tryggvasonar, kt. 261041-2359, Hörpu Georgsdóttur, kt. 250475- 4039, Hildigunnar Georgsdóttur, kt. 060873-4299, og Tryggva Georgssonar, kt. 241087-2129, allra til heimilis að Arnartanga 32, Mosfellsbæ, sem seljenda, dagsettum 7. febrúar 1999, skuldbundu seljendur sig til að selja og kaupandi að kaupa alla hluti í eigu seljenda í Ekrunni hf. Í 8. gr. kaupsamningsins er sérstakt ákvæði um, að mál þetta sé rekið hér fyrir dómi. Skuli allur kostnaður vegna þess, ábyrgð, svo og hugsanlegur ávinningur, vera Ekrunni hf. óviðkomandi, þar með talinn lögfræðikostnaður og fleira, umfram það, sem þegar hafi verið greitt og gjaldfært í bókhaldi félagsins fyrir 31. desember 1998. Skuli seljendur yfir- færa aðild málsins af nafni félagsins, yfir á sín eigin. Þá liggur fyrir í málinu yfirlýsing seljenda, dagsett 14. þessa mánaðar, um að Ekran hf. hafi framselt þeim stefnukröfuna. Líta verður á ofangreint ákvæði 8. gr. kaupsamningsins frá 7. febrúar 1999 sem framsal Nathans ér Olsen hf. á kröfu þeirri, sem mál þetta er sprottið af, til ofangreindra seljenda hlutabréfa Ekrunnar hf. Er fallist á með framsalshöfum, að krafan sé framseljanleg. Eru þeir því löglegir eigendur hennar og þar með réttir sóknaraðilar málsins samkvæmt heimild í 1. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt því er frávísunarkröfu stefnda, svo og sýknukröfu, reistri á aðildar- skorti, hafnað. Með vísan til forsendna ofangreinds dóms Hæstaréttar í máli réttarins nr. 427/1995 þykir eigi vera sá eðlismunur á 120% jöfnunargjaldi, sem dæmt var ólögmætt með þeim dómi, og 90% sams konar gjaldi, er lagt var á með reglu- gerð nr. 468/1993 og sett var með heimild í d-lið 1. mgr. 30. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, að til annarrar nið- urstöðu leiði um lögmæti gjaldsins en í dóminum greinir. Er það því mat dómsins, að ekki hafi verið sýnt fram á það af hálfu stefnda, að málefnalegur grundvöllur hafi verið fyrir hendi til álagningar 90% jöfnunargjalds, frekar en 120% sams konar gjaldheimtu. Skiptir eigi máli í því sambandi, að gjaldið hafi verið innan marka svonefnds GATT-samkomulags, enda hefur það hvorki lagagildi hérlendis né er ætlað að stofna með beinum hætti til réttinda til handa 1226 einkaaðilum. Var 90% álagning jöfnunargjalds því einnig ólögmæt að mati dómsins. Af hálfu stefnda er á því byggt, að þótt talið verði, að álagning hins umdeilda gjalds hafi verið ólögmæt, sé ekki fyrir hendi réttur til endurgreiðslu. Ljóst sé, að vara sú, sem sætti álagningu gjaldsins, hafi verið flutt inn og leyst út úr tolli eftir því, hvenær það var talið hyggilegt af stefnanda, og jöfnunargjaldið verið lagt á vöruna sjálfa. Hvort sem stefnandi seldi vöruna í heildsölu eða smásölu hafi álagningu verið bætt ofan á verð vörunnar, er þegar innihélt jöfnunargjaldið. Þannig séu löglíkur og viðskiptavenja fyrir því, að stefnandi hafi velt jöfnunar- gjaldinu yfir í verðlagið og látið viðskiptamenn sína greiða það að fullu og þar með fengið gjaldið endurheimt úr þeirra hendi. Beri stefnandi sönnunarbyrði fyrir öðru. Stefndi hafi því ekki hagnast á kostnað stefnanda og yrði á endur- kröfuna fallist, væri stefnandi betur settur en hefði ekki komið til álagningar Jöfnunargjalds. Sé því ekki fyrir hendi réttmæt krafa til endurgreiðslu jöfnunar- gjalds samkvæmt almennum reglum kröfuréttar, enda myndi stefnandi auðgast með ósanngjörnum hætti á kostnað stefnda og þar með skattborgara, yrði á end- urkröfuna fallist að hluta til eða í heild. Þá myndi stefnandi auðgast með ósann- gjörnum hætti gagnvart viðskiptamönnum sínum, sem hann hafi látið bera gjöldin að fullu og ekki, svo vitað sé, heitið þeim endurgreiðslu eða sótt kröf- una í umboði þeirra. Séu engin rök til að heimila endurgreiðslu, nema að því marki, sem samsvara myndi tjóni stefnanda af álagningu gjaldsins, þótt um end- urgreiðslumál sé að ræða. Engin sönnun um tjón hafi hins vegar komið fram. Í greinargerð sinni skoraði stefndi á stefnanda að leggja fram alla sölureikn- inga úr bókhaldi eða önnur gögn, sem sýndu, hvernig verðmyndun á vöru þeirri, er hér um ræðir, var háttað til viðskiptamanna stefnanda og hvort jöfnunar- gjaldið var inni í vöruverði til þeirra. Af því tilefni hefur stefnandi kosið að leggja einungis fram þrjá verðútreikninga, auk greiðslukvittana frá tollstjóranum í Reykjavík og Landsbanka Íslands og ljósrit nokkurra reikninga til viðskipta- vina vegna sölu á vöru þeirri, er hér um ræðir. Samkvæmt útreikningum stefn- anda sýni reikningar frá 22. mars og 13. apríl 1994 19,2% álagningu. Reikn- ingar frá 15. nóvember, 17. nóvember og 28. nóvember og 12. desember 1994 sýni 17,2%, 20,5%, 19,2% og 20,6% álagningu og reikningar frá 6. janúar, þrír talsins, 9. janúar og 10. janúar 1995 sýni 14%, 17%, 18,3% og 18,2% álagn- ingu. Halda stefnendur því fram, að álagning á vöruna, til þess að reka fyrir- tækið með eðlilegum hætti, hafi þurft að vera um 35%, en ekki hafa verið lögð fram gögn af hálfu stefnenda um, hvernig álagningu hafi verið háttað, áður en hið ólögmæta gjald var í lög leitt. Í máli þessu er ekki byggt á skaðabótasjónarmiðum af hálfu stefnanda og leit- ast við að sýna fram á, að hann hafi beðið tjón af álagningu jöfnunargjaldsins, heldur er það höfðað til endurgreiðslu oftekinna opinberra gjalda. Ljóst er af 1227 framansögðu, að jöfnunargjald var inni í vöruverði til þeirra viðskiptamanna stefnenda, sem um ræðir í ofangreindum reikningum, auk álagningar. Verður því, eins og málið er lagt fyrir dóminn, að fallast á með stefnda, að um ólög- mæta auðgun af hálfu stefnanda væri að ræða, yrði endurgreiðslukrafa hans tekin til greina. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu, en eftir atvikum er rétt, að hver aðili beri sinn kostnað af málinu. Dóminn kveður upp Helgi 1. Jónsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknaður af kröfum stefnenda, Ástríðar Hauksdóttur, Brynhildar Georgsdóttur, Georgs Tryggvasonar, Hörpu Georgsdóttur, Hildigunnar Georgsdóttur og Tryggva Georgssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 1228 Föstudaginn 17. mars 2000. Nr. 82/2000. Básafell hf. (Sigurbjörn Magnússon hrl.) 8egn Jónasi Jóhannssyni héraðsdómara Kærumál. Sjópróf. Kæruheimild. Frávísun máls frá Hæstarétti. Þótt héraðsdómari hefði með alls óviðunandi röksemdum hafnað rétt- mætri beiðni um sjópróf gat Hæstiréttur í engu hreyft við þeirri niður- stöðu, enda væri hvergi að finna í lögum heimild til að kæra úrskurð héraðsdómara þessa efnis. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. febrúar 2000, þar sem hafnað var beiðni sóknaraðila um sjópróf. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til XXTV. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og XVII. kafla laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Hann krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að halda umbeðið sjóprót. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Í hinum kærða úrskurði hefur héraðsdómari með alls óviðunandi röksemdum hafnað réttmætri beiðni sóknaraðila um að haldið verði sjópróf samkvæmt ákvæðum XIII. kafla siglingalaga nr. 34/1985. Við þeirri niðurstöðu getur Hæstiréttur hins vegar í engu hreyft, enda er hvergi að finna í lögum heimild til að kæra úrskurð héraðsdómara þessa efnis, sbr. meðal annars dóm réttarins í dómasafni 1997, bls. 1063. Er því óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. 1229 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. febrúar 2000. I. Með bréfi Sigurbjörns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, sem dóminum barst 9. febrúar síðastliðinn, var þess farið á leit fyrir hönd Básafells hf., kt. 680292-2059, Sindragötu 1, Ísafirði, að haldið verði sjópróf vegna slyss sem Sigbjörn Guðmundsson háseti varð fyrir um borð í frystitogaranum Skutli Ís- 180 þegar skipið var við veiðar á Flæmska hattinum 19. nóvember 1999. Mun Sigbjörn hafa fingurbrotnað og misst framan af baugfingri annarrar handar. Er atvikum nánar lýst í sjóprófsbeiðninni jafnframt því sem vísað er til frásagnar af slysinu í meðfylgjandi ljósritum úr skipsdagbók. Einnig fylgdi beiðninni áhafnarlisti úr umræddri veiðiferð, tilkynning um slysið til útgerðar skipsins og Tryggingastofnunar ríkisins, bréf lögmanns hins slasaða og ljósrit úr dagbók lögreglunnar í Hafnarfirði; svokölluð frumbókun, miðvikudaginn 29. desember 1999 kl. 11.36. Er í bókuninni greint frá því að skipstjóri og 1. stýrimaður hafi komið á lögreglustöðina í Hafnarfirði og tilkynnt um framangreint slys. Segir Í bókuninni að ekki hafi verið tekin skýrsla af tilkynnendum, að svo komnu máli, en málið þess í stað látið bíða upphafsrannsóknar á Höfn þar sem hinn slasaði átti heima. Mun lögreglunni á Höfn hafa verið tilkynnt um málið. Af dagbók- arljósritinu verður ráðið að lögreglurannsókn hafi ekki verið hafin 1. febrúar síð- astliðinn. Fram kemur í sjóprófsbeiðninni að Skutull liggi nú í Hafnarfjarðarhöfn. Farið er fram á að sjópróf verði haldið sem allra fyrst og að teknar verði skýrslur af hinum slasaða, Einari Sturlusyni skipstjóra, Halldóri Gústafssyni 1. stýrimanni, Mikael Rodriguez bátsmanni og Ásmundi Sveinssyni netamanni. Ekki nýtur gagna um hvert sé tryggingafélag skipsins. 11. Ákvæði íslenskra laga um sjópróf er að finna í XIIL. kafla siglingalaga nr. 34/1985 (219.-231. gr.). Eru þau ákvæði óbreytt að stofni til frá setningu lag- anna. Með 82. gr. laga nr. 92/1991 um breyting á ýmsum lögum vegna aðskiln- aðar dómsvalds og umboðsvalds í héraði 1. júlí 1992 voru þó gerðar orðalags- breytingar á nokkrum ákvæðanna „til samræmis við nýja dómstólaskipan og breyttar réttarfarsreglur“ eins og segir í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til laganna. Framangreind sjóprófsbeiðni er reist á 1. tl. 219. gr. siglingalaga, en sam- kvæmt þeirri lagagrein skal meðal annars halda sjópróf þegar skipverji hefur orðið fyrir meiri háttar líkamstjóni er skip var statt utan íslenskrar hafnar. Er þá skipstjóra skylt að sjá til þess að sjópróf sé haldið svo skjótt sem auðið er, sbr. 224. gr., og skal eftir föngum boða þá sem vitað er eða sem ætla má að hafi verulegra hagsmuna að gæta vegna þess atburðar sem var tilefni sjóprófsins. 1230 Falla hér undir Siglingastofnun Íslands og rannsóknarnefnd sjóslysa, sbr. 5. og 7. mgr. 226. gr., en einnig hefur verið talið að tilkynna beri útgerðarfélagi skips og viðkomandi tryggingafélagi um sjópróf, auk þess sem vitni eru boðuð til skýrslugjafar. Samkvæmt 223. gr. siglingalaga, sbr. breytingarlög nr. 92/1991, skulu nú sjó- próf hér á landi fara fram „fyrir héraðsdómi“, en fyrir 1. júlí 1992 voru þau haldin „á bæjarþingi eða aukadómþingi“, sem áður hétu. Ber héraðsdómara því að boða til sjóprófa samkvæmt framansögðu. Fáum blandast hugur um að sjópróf séu liður í opinberri rannsókn máls. Til marks um það má skoða ákvæði 221. gr. siglingalaga. Þar segir í 1. mgr.: „Til- gangur sjóprófs er að leiða í ljós, svo sem framast má verða, orsakir viðkom- andi atburðar og aðrar staðreyndir sem máli skipta í því sambandi, þ.m.t. upplýsingar um allt það er varðar mat á haffærni skips eða öryggi á siglingu, svo og um allt er leitt gæti til aukins öryggis sjófarenda eða refsi- eða skaða- bótaábyrgðar útgerðarmanns, skipstjóra, skipverja eða annarra manna.“ Sam- kvæmt 2. mgr. skal „dómari sá, sem stjórnar sjóprófi“ leita aðstoðar lögreglu við skýrslutöku, vettvangskönnun „og aðra þætti málsrannsóknar“ eftir því sem frekast verður við komið, einkum þó ef manntjón hefur orðið eða meiri háttar líkamstjón. Skal lögð á það áhersla að lögreglurannsókn hefjist sem fyrst eftir að slys varð eða skip kom til hafnar. Hér ber einnig að nefna 225. og 226. gr. siglingalaga. Í fyrrnefnda ákvæðinu er mælt fyrir um hvaða gögn skuli fylgja sjóprófsbeiðni. Í því máli, sem hér er til meðferðar, er fyrirmælum ákvæðisins fylgt í hvívetna. Í niðurlagsákvæði greinarinnar segir hins vegar: „Dómur metur að öðru leyti hverra gagna skuli aflað, svo sem um starfsréttindi og lögskráningu skipshafnar.“ Samkvæmt 3. og 4. mgr. 226. gr. er það síðan dómari sem „rannsakar eftir föngum öll þau atriði er máli skipta, svo sem um skip og útbúnað þess, farm, framferði skipstjóra og skipshafnar, hafnsögumanns o.s.frv.“ og skal dómari í tengslum við sjópróf skoða skip ef telja má að slík skoðun geti skipt einhverju máli fyrir rannsókn slyss og jafnframt framkvæma eða láta framkvæma aðra þá skoðun sem nauð- syn ber til. Loks er rétt að geta í þessu sambandi ákvæðis í 4. mgr. 238. gr. siglingalaga, sem heimilar meiri hluta dómenda í sjóprófi að svipta skipstjóra skipstjórnar- réttindum til bráðabirgða með úrskurði verði hann talinn hafa unnið til réttinda- sviptingar og brýna nauðsyn beri til þeirrar sviptingar, en samkvæmt ákvæðinu er það á færi dómstóls þess er fer með viðkomandi refsimál að hrinda þeirri ákvörðun sjóprófenda þannig að skipstjóri haldi réttindum sínum þar til dómur gengur í máli hans. 1231 Ill. Með lögum nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem tóku gildi 1. júlí 1992, var að því stefnt að skilja endanlega á milli dóms- valds og framkvæmdarvalds í héraði, eins og heiti laganna ber með sér. Þannig skyldu dómstólar eftirleiðis einungis fara með dómstörf, en sýslumenn með stjórnsýslu ríkisins, þar á meðal lögreglustjórn og aðrar rannsóknarathafnir. Til- gangurinn með aðskilnaði var sá að koma á fót dómstólum í héraði, sem væru sjálfstæðir og óháðir öðrum handhöfum ríkisvalds og tryggja þannig sem best réttvísi og réttaröryggi í landinu. Var um að ræða „gerbreytingu á dómstóla- skipun í héraði“ eins og segir í athugasemdum er fylgdu lagafrumvarpinu á sínum tíma. Jafnframt voru sett ný lög um meðferð opinberra mála, um með- ferð einkamála, um skipti, nauðungarsölu, aðfarargerðir og önnur réttarfarsat- riði er tengdust markmiði löggjafans um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdar- valds. Er umrætt markmið byggt á grundvallarreglum um stjórnskipulag íslenska ríkisins, sem birtist í 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og reist er á kenningunni um þrígreiningu ríkisvalds í löggjafarvald, fram- kvæmdarvald og dómsvald. Með gildistöku aðskilnaðarlaga nr. 92/1989 og nýrra laga um meðferð opin- berra mála nr. 19/1991 verður að líta svo á að skilið hafi verið að fullu á milli ákæruvalds og lögreglu annars vegar og dómsvalds hins vegar, sbr. ummæli í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til síðarnefndu laganna. Þar segir að rann- sókn mála skuli eftirleiðis verða „að öllu leyti í höndum ákæruvalds og lögreglu og dómari á aldrei frumkvæði að né stýrir rannsókn. Dómsrannsóknir verða lagðar niður og hlutverk dómara á rannsóknarstigi máls takmarkast einkum við úrlausn á ýmsum ágreiningsefnum, sem aðilar bera undir hann“, eins og segir Í frumvarpinu. Ágætt dæmi þessa er ákvæði 75. gr. laga nr. 19/1991, en sam- kvæmt því má bera undir dómara ágreining um lögmæti rannsóknarathafna lög- reglu og ágreining um tilteknar rannsóknaraðgerðir. Væri fróðlegt að sjá hvernig dómari sá er stýrði sjóprófi myndi leysa úr slíkum ágreiningi. Framangreind ákvæði í siglingalögum nr. 34/1985 um rannsóknarhlutverk dómara í tengslum við sjópróf eiga sér ekki hliðstæður í ákvæðum annarra laga um verkefni dómara. Þegar litið er til þeirra ákvæða annars vegar og til áður- greinds markmiðs löggjafans um algeran aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði frá og með 1. júlí 1992 hins vegar verður vart séð hvernig það fái samrýmst að héraðsdómara sé í senn falið frumkvæði og rannsóknarskylda í einum málaflokki, en gert að gæta hlutleysis og óhlutdrægni í öðrum. Í fljótu bragði mætti halda því fram, að gera verði greinarmun á rannsókn opinberra mála í skilningi laga nr. 19/1991 og opinberri rannsókn á þeim málum er falla undir ákvæði XII. kafla siglingalaga. En ef betur er að gætt kemur í ljós, að á rannsókn slíkra mála er aðeins stigsmunur, ekki eðlis-. Því til stuðnings nægir 1232 að benda á þær skyldur, sem í siglingalögum eru lagðar á herðar dómara, að rannsaka fyrir dómi allt er leitt gæti til refsi- eða skaðabótaábyrgðar útgerðar- manns, skipstjóra, skipverja eða annarra, en við slíka rannsókn skal dómari leita aðstoðar lögreglu við skýrslutöku, vettvangskönnun og aðra þætti málsrann- sóknar eftir því sem frekast verður við komið. Til samanburðar má nefna ný ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála, sbr. lög nr. 36/1999, sem kveða á um heimild og eftir atvikum skyldu lögreglu til að leita atbeina dómstóla við yfirheyrslur á lögreglurannsóknarstigi kynferðisbrota og annarra ofbeldisbrota, en í þeim lögum er frumkvæði að slíkri meðferð alfarið í höndum lögregluyfir- valda, sem stýra málsrannsókn og takmarkast þáttur dómstóla við skýrt af- mörkuð verkefni. Er þar ólíku saman að jafna. IV. Með gildistöku laga nr. 15/1998 um dómstóla 1. júlí 1998 voru gerðar breyt- ingar á heiti laga nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í hér- aði, þannig að eftirleiðis skyldu lögin heita „lög um framkvæmdarvald ríkisins í héraði“. Óbreytt stóðu ákvæði laganna um að sýslumenn færu almennt, hver í sínu umdæmi, með lögreglustjórn að því leyti sem hún væri ekki falin öðrum. Er hér einkum átt við hlutverk ríkislögreglustjóra, sbr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Í 2. mgr. 6. gr. laganna segir að lögreglustjórar fari með stjórn lög- regluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir annast daglega stjórn og rekstur lögregl- unnar í umdæmi sínu og bera ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Ekki er í lögunum að finna ákvæði um boðvald dómara yfir lögreglu eða um skyldu lögreglumanna til að hlíta fyrirmælum dómara um rannsóknaraðgerðir. Sem fyrr vakna hér áleitnar spurningar um það hvernig skýra beri áðurgreind ákvæði XIll. kafla siglingalaga nr. 34/1985 um rannsóknarskyldur dómara og frumkvæði að rannsóknaraðgerðum í tengslum við sjópróf, með og án atbeina lögreglu, í ljósi nýrri löggjafar um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í hér- aði nr. 92/1989, gjörbreyttra laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 og loks lögreglulaga nr. 90/1996. Er ljóst, að áliti héraðsdómara í þessu máli, að ákvæði hinna fyrst nefndu laga fái ekki lengur staðist í framkvæmd. Ákvæðin voru sett í tíð eldri dómstólaskipunar þegar almennt tíðkaðist að sýslumenn færu Jafnframt með dómsvald, hver í sínu umdæmi, og mörk milli ýmissa embættis- athafna þeirra, sem lögreglustjórar annars vegar og dómendur hins vegar, voru óljós. Bera ákvæði XIIl. kafla siglingalaga þess glögg merki og hljóta þau að verða skýrð í því ljósi. Eins og rakið er að framan var tilgangurinn með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði að skilja endanlega á milli þessara tveggja þátta ríkisvalds og koma á fót sjálfstæðum, óháðum og óvilhöllum dómstólum í héraði og tryggja þannig sem best réttvísi og réttaröryggi í landinu í samræmi við hug- 1233 myndina um þrígreiningu ríkisvalds, sbr. og 2. gr. stjórnarskrárinnar. Sú hug- mynd lýtur ekki einungis að sjálfstæði dómstóla, heldur einnig að sjálfstæðu hlutverki hvers þáttar ríkisvalds gagnvart öðrum og að þeir seilist ekki inn á svið hvers annars. Að þessu virtu og með vísan til annars þess, sem áður er rakið, telur héraðsdómari að það fái ekki lengur samrýmst hlutverki dómara að hefja frumrannsókn lögreglumáls fyrir dómi í tengslum við sjópróf og stýra slíkri rannsókn með þeim hætti, sem kveðið er á um í XIII. kafla siglingalaga. Ber því að synja um sjóprófsbeiðni Básafells hf. í máli þessu. Málskostnaður dæmist ekki. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Synjað er um beiðni Básafells hf. um sjópróf samkvæmt XIll. kafla siglingalaga nr. 34/1985. Málskostnaður dæmist ekki. 1234 Mánudaginn 20. mars 2000. Nr. 106/2000. Ákæruvaldið (Kolbrún Sævarsdóttir, settur saksóknari) gegn Gunnlaugi Ingibergssyni (Björgvin Þorsteinsson hrl.) Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Úrskurður héraðsdóms um að G skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grund- velli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arn- ljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2000, þar sem varnar- aðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um með- ferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu sókn- araðila um gæsluvarðhald, en samþykkir varakröfu sóknaraðila um að hann sæti farbanni. Sóknaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur, en til vara að varnaraðila verði gert að sæta farbanni. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2000. Árið 2000, þriðjudaginn 14. mars, er á dómþingi, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Valtý Sigurðssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður þessi. Ríkissaksóknari hefur krafist þess með vísan til b-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að Gunnlaugi Ingibergssyni, kt. 210272-4109, Gothers- 1235 gade 10c, Kaupmannahöfn, Danmörku, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl nk., kl. 16.00. {...1 Samkvæmt því sem hér að framan hefur verið rakið er rannsókn málsins lokið og bárust málsgögn embætti ríkissaksóknara þann 2. mars sl. Í málinu liggur fyrir að kærði hefur gengist við aðild að stórfelldu fíkniefna- misferli sem staðið hefur yfir með skipulegum hætti um langan tíma. Er því sterkur grunur um að kærði hafi framið brot sem varðað geti hann allt að 10 ára fangelsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá þykir brotið þess eðlis að gæsluvarðhald teljist nauðsynlegt með tilliti til almanna- hagsmuna. Ákæra mun verða gefin út alveg á næstu dögum samkvæmt gögnum málsins. Mál þetta er verulega umfangsmikið og eðlilegt að nokkurn tíma taki að vinna að útgáfu ákæru og leggja á það dóm. Telst tímalengd gæsluvarðhalds samkvæmt kröfu saksóknara því eðlileg í því sambandi. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið þykja uppfyllt skilyrði b-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 þannig að fallast ber á aðalkröfu ríkissaksóknara. Kærði er því úrskurðaður til að sæta áframhaldandi gæsluvarð- haldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16.00. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, Gunnlaugur Ingibergsson, kt. 210272-4109, sæti gæsluvarð- haldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðviku- dagsins 26. apríl 2000, kl. 16.00. 1236 Mánudaginn 20. mars 2000. Nr. 107/2000. Ákæruvaldið (Kolbrún Sævarsdóttir, settur saksóknari) gegn Haraldi Ægi Hraundal Ægissyni (Sveinn Andri Sveinsson hrl.) Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Úrskurður héraðsdóms um að H skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grund- velli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arn- ljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2000, þar sem varnar- aðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um með- ferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hafnað verði kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald, en til vara að sér verði þess í stað bönnuð för úr landi þar til dómur gengur í málinu. Þá er krafist kæru- málskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur, en til vara að varnaraðila verði gert að sæta farbanni. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2000. Ríkissaksóknari hefur krafist þess með vísan til 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að Haraldi Ægi Hraundal Ægissyni, kt. 201073-5299, Æsufelli 4, Reykjavík, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl nk., kl. 16.00. 1237 |...1 Samkvæmt því sem hér að framan hefur verið rakið er rannsókn málsins lokið og bárust málsgögn embætti ríkissaksóknara þann 2. mars sl. Í máli þessu hefur kærði gengist við því að hafa haft mjög mikið magn fíkni- efna í vörslum sínum. Er því sterkur grunur um að kærði hafi framið brot sem varðað geti hann allt að 10 ára fangelsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegning- arlaga nr. 19/1940. Þá þykja hafa verið færð fyrir því viðhlítandi rök að brotið sé þess eðlis að gæsluvarðhald teljist nauðsynlegt með tilliti til almannahags- muna. Ákæra mun verða gefin út alveg á næstu dögum samkvæmt gögnum málsins. Mál þetta er verulega umfangsmikið og eðlilegt að nokkurn tíma taki að vinna að útgáfu ákæru og leggja á það dóm. Telst tímalengd gæsluvarðhalds samkvæmt kröfu ríkissaksóknara því eðlileg í því sambandi. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið þykja uppfyllt skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga um með- ferð opinberra mála nr. 19/1991 þannig að fallast ber á kröfu ríkissaksóknara. Kærði er því úrskurðaður til að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16.00. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, Haraldur Ægir Hraundal Ægisson, kt. 201073-5299, sæti gæslu- varðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til mið- vikudagsins 26. apríl 2000, kl. 16.00. 1238 Mánudaginn 20. mars 2000. Nr. 108/2000. Ákæruvaldið (Kolbrún Sævarsdóttir, settur saksóknari) gegn Sverri Þór Gunnarssyni (Helgi Jóhannesson hrl.) Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Úrskurður héraðsdóms um að S skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grund- velli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arn- ljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2000, þar sem varnar- aðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um með- ferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hafnað verði kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald, en til vara að sér verði þess í stað bönnuð för úr landi þar til dómur gengur í málinu. Þá er krafist kæru- málskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur, en til vara að varnaraðila verði gert að sæta farbanni. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2000. Ríkissaksóknari hefur krafist þess með vísan til 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að Sverri Þór Gunnarssyni, kt. 220572-4719, með lögheimili að Sporðagrunni 4, Reykjavík, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til 1239 dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl nk., kl. 16.00. |...) Samkvæmt því sem hér að framan hefur verið rakið er rannsókn málsins lokið og bárust málsgögn embætti ríkissaksóknara þann 2. mars sl. Í máli þessu hefur kærði gengist við því að hafa átt aðild að innflutningi á verulegu magni fíkniefna til landsins sem ætlað var til sölu. Er því sterkur grunur um að kærði hafi framið brot sem varðað geti hann allt að 10 ára fang- elsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá þykja hafa verið færð fyrir því viðhlítandi rök að brotið sé þess eðlis að gæsluvarðhald telj- ist nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna enda þykir farbann ekki vernda þá hagsmuni sem stefnt er að með kröfu ríkissaksóknara. Ákæra mun verða gefin út alveg á næstu dögum samkvæmt gögnum málsins. Mál þetta er verulega umfangsmikið og eðlilegt að nokkurn tíma taki að vinna að útgáfu ákæru og leggja á það dóm. Telst tímalengd gæsluvarðhalds samkvæmt kröfu ríkissaksóknara því eðlileg í því sambandi. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið þykja uppfyllt skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga um með- ferð opinberra mála nr. 19/1991 þannig að fallast ber á kröfu ríkissaksóknara. Kærði er því úrskurðaður til að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16.00. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, Sverrir Þór Gunnarsson, kt. 220572-4719, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000, kl. 16.00. 1240 Mánudaginn 20. mars 2000. Nr. 109/2000. — Ákæruvaldið (Kolbrún Sævarsdóttir, settur saksóknari) gegn Rúnari Ben Maitsland (Ólafur Sigurgeirsson hrl.) Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Úrskurður héraðsdóms um að R skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grund- velli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arn- ljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars 2000, þar sem varnar- aðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um með- ferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu sókn- araðila um gæsluvarðhald. Sóknaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur, en til vara að varnaraðila verði gert að sæta farbanni. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars 2000. Ríkissaksóknari hefur krafist þess með vísan til 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að Rúnari Ben Maitsland kt. 230772-3989, með lögheimili að Hverf- isgötu 1064, Reykjavík, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl nk., kl. 16.00. {...1 1241 Samkvæmt því sem hér að framan hefur verið rakið er rannsókn málsins lokið og bárust málsgögn embætti ríkissaksóknara þann 2. mars sl. Í máli þessu hefur kærði gengist við því að hafa átt aðild að innflutningi á verulegu magni fíkniefna til landsins sem ætlað var til sölu. Er því sterkur grunur um að kærði hafi framið brot sem varðað geti hann allt að 10 ára fang- elsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá þykja hafa verið færð fyrir því viðhlítandi rök að brotið sé þess eðlis að gæsluvarðhald telj- ist nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Mál þetta er verulega umfangsmikið og eðlilegt að nokkurn tíma taki að vinna að útgáfu ákæru og leggja á það dóm. Ákæra mun verða gefin út alveg á næstu dögum samkvæmt því sem fulltrúi ríkissaksóknara hefur upplýst hér fyrir dóminum. Telst tímalengd gæsluvarðhalds samkvæmt kröfu ríkissaksóknara því eðlileg í því sambandi. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, þykja upp- fyllt skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 þannig að fallast ber á kröfu ríkissaksóknara. Kærði er því úrskurðaður til að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16.00. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, Rúnar Ben Maitsland, kt. 230772-3989, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000, kl. 16.00. 1242 Mánudaginn 20. mars 2000. Nr. 110/2000. Ákæruvaldið (Kolbrún Sævarsdóttir, settur saksóknari) gegn Júlíusi Kristófer Eggertssyni (Kristján Stefánsson hrl.) Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Úrskurður héraðsdóms um að J skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grund- velli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arn- ljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars 2000, þar sem varnar- aðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um með- ferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars 2000. Ríkissaksóknari hefur krafist þess með vísan til 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að Júlíusi Kristófer Eggertssyni, kt. 271072-5119, með lögheimili að Leifsgötu 3, Reykjavík, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl nk., kl. 16.00. |...) Samkvæmt því sem hér að framan hefur verið rakið er rannsókn málsins lokið og bárust málsgögn embætti ríkissaksóknara þann 2. mars sl. 1243 Í máli þessu er kærði borinn sökum um aðild að innflutningi á verulegu magni fíkniefna til landsins sem ætlað var til sölu. Kærði hefur neitað að eiga aðild að innflutningi þessum. Af hálfu ríkissaksóknara er grunur um aðild kærða byggður á framburði annarra sakborninga í málinu og hlustun á símtöl sem kærði hefur átt við þá. Telst því sterkur grunur um að kærði hafi framið brot sem varðað geti hann allt að 10 ára fangelsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá þykja hafa verið færð fyrir því viðhlítandi rök að brotið sé þess eðlis að gæsluvarðhald teljist nauðsynlegt með tilliti til almanna- hagsmuna enda þykir farbann ekki vernda þá hagsmuni sem stefnt er að með kröfu ríkissaksóknara. Mál þetta er verulega umfangsmikið og eðlilegt að nokkurn tíma taki að vinna að útgáfu ákæru og leggja á það dóm. Ákæra mun verða gefin út á næstu dögum samkvæmt því fulltrúi ríkissaksóknara hefur upplýst hér fyrir dómi. Telst tímalengd gæsluvarðhalds samkvæmt kröfu ríkissaksóknara því eðlileg í því sambandi. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, þykja uppfyllt skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 þannig að fallast ber á kröfu ríkissaksóknara. Kærði er því úrskurðaður til að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til mið- vikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16.00. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, Júlíus Kristófer Eggertsson, kt. 271072-5119, sæti gæsluvarð- haldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðviku- dagsins 26. apríl 2000, kl. 16.00. 1244 Mánudaginn 20. mars 2000. Nr. 111/2000. Ákæruvaldið (Kolbrún Sævarsdóttir, settur saksóknari) gegn Andrési Ingibergssyni (Brynjar Níelsson hrl.) Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Úrskurður héraðsdóms um að A skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grund- velli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arn- ljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars 2000, þar sem varnar- aðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um með- ferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu sókn- araðila um gæsluvarðhald. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars 2000. Ríkissaksóknari hefur krafist þess með vísan til 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að Andrési Ingibergssyni, kt. 230779-4229, með lögheimili að Brekku- bæ 12, Reykjavík, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl nk., kl. 16.00. Í...) Samkvæmt því sem hér að framan hefur verið rakið er rannsókn málsins lokið og bárust málsgögn embætti ríkissaksóknara þann 2. mars sl. 1245 Í máli þessu hefur kærði gengist við því að hafa átt aðild að innflutningi á verulegu magni fíkniefna til landsins sem ætlað var til sölu. Þá hefur hann við- urkennt að hafa flutt peninga, sem fengust fyrir sölu fíkniefna, milli manna. Telst því sterkur grunur um að kærði hafi framið brot sem varðað geti hann allt að 10 ára fangelsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá þykja hafa verið færð fyrir því viðhlítandi rök að brot kærða sé þess eðlis að gæsluvarðhald teljist nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Mál þetta er verulega umfangsmikið og eðlilegt að nokkurn tíma taki að vinna að útgáfu ákæru og leggja á það dóm. Ákæra mun verða gefin út alveg á næstu dögum samkvæmt því sem fulltrúi ríkissaksóknara hefur upplýst hér fyrir dómi. Telst tímalengd gæsluvarðhalds samkvæmt kröfu ríkissaksóknara því eðlileg í því sambandi. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, þykja upp- fyllt skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 þannig að fallast ber á kröfu ríkissaksóknara. Kærði er því úrskurðaður til að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16.00. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, Andrés Ingibergsson, kt. 230779-4229, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000, kl. 16.00. 1246 Mánudaginn 20. mars 2000. Nr. 112/2000. Ákæruvaldið (Kolbrún Sævarsdóttir, settur saksóknari) gegn Ólafi Á gústi Ægissyni (Páll Arnór Pálsson hrl.) Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Úrskurður héraðsdóms um að Ó skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grund- velli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arn- ljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2000, þar sem varnar- aðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um með- ferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá er krafist kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2000. Ríkissaksóknari hefur krafist þess með vísan til 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að Ólafi Ágústi Ægissyni, kt. 141072-3079, Írabakka 26, Reykjavík, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl nk., kl. 16.00. (... Samkvæmt því sem hér að framan hefur verið rakið er rannsókn málsins lokið og bárust málsgögn embætti ríkissaksóknara þann 2. mars sl. 1247 Í málinu liggur fyrir játning kærða um aðild að stórfelldu fíkniefnamisferli sem staðið hefur yfir með skipulegum hætti um langan tíma. Er því sterkur grunur um að kærði hafi framið brot sem varðað geti hann allt að 10 ára fang- elsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá þykir brotið þess eðlis að gæsluvarðhald teljist nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Mál þetta er verulega umfangsmikið og eðlilegt að nokkurn tíma taki að vinna að útgáfu ákæru og leggja á það dóm. Ákæra mun þó verða gefin út alveg á næstu dögum samkvæmt gögnum málsins. Samkvæmt þessu er fallist á kröfu ríkissaksóknara og kærði úrskurðaður til að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16.00. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, Ólafur Ágúst Ægisson, kt. 141072-3079, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000, kl. 16.00. 1248 Mánudaginn 20. mars 2000. Nr. 119/2000. Ákæruvaldið (Kolbrún Sævarsdóttir, settur saksóknari) gegn Herbirni Sigmarssyni (Björgvin Jónsson hrl.) Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Úrskurður héraðsdóms um að H skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grund- velli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Arn- ljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2000, þar sem varnarað- ila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 26. apríl 2000 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um með- ferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu sókn- araðila um gæsluvarðhald, en til vara að gæsluvarðhaldi verði mark- aður skemmri tími. Þá fellst varnaraðili á varakröfu sóknaraðila um að hann sæti farbann. Sóknaraðili krefst þess aðallega að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur, en til vara að varnaraðila verði gert að sæta farbanni. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2000. Ríkissaksóknari hefur krafist þess með vísan til b-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 að X |... verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl nk., kl. 16.00. Til vara er þess krafist að kærða verði gert að sæta farbanni. 1249 Í... Í málinu liggur fyrir að kærði hefur gengist við aðild að stórfelldu fíkni- efnamisferli sem staðið hefur yfir með skipulegum hætti um langan tíma. Er því sterkur grunur um að kærði hafi framið brot sem varðað geti hann allt að 10 ára fangelsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá þykja hafa verið færð fyrir því viðhlítandi rök að brotið sé þess eðlis að gæsluvarðhald teljist nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Ákæra mun verða gefin út alveg á næstu dögum samkvæmt gögnum málsins. Mál þetta er verulega umfangsmikið og eðlilegt að nokkurn tíma taki að vinna að útgáfu ákæru og leggja á það dóm. Telst tímalengd gæsluvarðhalds samkvæmt kröfu ríkissaksóknara því eðlileg í því sambandi. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið þykja uppfyllt skilyrði b-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 þannig að fallast ber á aðalkröfu ríkissaksóknara. Kærði er því úrskurðaður til að sæta áframhaldandi gæslu- varðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðviku- dagsins 26. apríl 2000 kl. 16.00. Úrskurðarorð: Kærði, X {...), sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000, kl. 16.00. 1250 Mánudaginn 20. mars 2000. Nr. 113/2000. Lögreglustjórinn í Reykjavík (Egill Stephensen saksóknari) gegn Inga Þór Arnarsyni (Enginn) Kærumál. Gæsluvarðhald, 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Úrskurður héraðsdóms um að Í skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grund- velli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arn- ljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. mars 2000. Kærumálsgögn bárust réttinum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 26. apríl nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin- berra mála. Ætla verður að varnaraðili kæri til að fá úrskurð héraðs- dómara felldan úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars 2000. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að Inga Þór Arnarsyni, kt. 150581-3979, verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til miðviku- dagsins 26. apríl 2000, kl. 16.00. Í...) 1251 Í máli þessu liggur fyrir að kærði hefur viðurkennt að hafa í félagi við annan nafngreindan mann fjármagnað og staðið að innflutningi og sölu á miklu magni af e-töflum. Telst því sterkur grunur um að kærði hafi framið brot sem varðað geti hann allt að 10 ára fangelsi skv. 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá þykja hafa verið færð fyrir því viðhlítandi rök að brot kærða séu þess eðlis að gæsluvarðhald teljist nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Rannsókn málsins er að ljúka og mun málið verða sent ríkissaksóknara fyrir mánaðamótin eftir því sem fulltrúi lögreglustjóra upplýsir fyrir dóminum. Telst tímalengd gæsluvarðhalds skv. kröfu lögreglustjóra því eðlileg í því sambandi. Með vísan til þess, sem hér hefur verið rakið, þykja uppfyllt skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, þannig að fallast ber á kröfu lögreglustjóra. Kærði sæti því áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl nk. kl. 16.00. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, Ingi Þór Arnarson, kt. 150581-3979, skal sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 26. apríl 2000, kl. 16.00. 1252 Fimmtudaginn 23. mars 2000. Nr. 340/1999. Lífeyrissjóður sjómanna (Sigurður G. Guðjónsson hrl.) gegn Herði Magnússyni (Garðar Briem hrl.) og gagnsök Lífeyrissjóður. Örorka. Stjórnarskrá. Eignarréttur. Gjafsókn. Sjómaðurinn H fékk heilablóðfall í nóvember 1994, en þá höfðu tekið gildi lög nr. 94/1994 um Lífeyrissjóð sjómanna, sem afnámu lög nr. 49/1974 um sama efni, og ný reglugerð um Lífeyrissjóð sjómanna, þar sem greiðslur voru skertar frá því sem áður hafði verið. H taldi að óheimilt hefði verið að skerða réttindi sín með reglugerðinni og krafði lífeyrissjóðinn um greiðslur samkvæmt lögum nr. 49/1974. Talið var, að ekki yrði komist hjá því að líta til þess að lífeyrisréttindi H hefðu ekki verið orðin virk þegar þau voru skert með heimild í lögum nr. 94/1994, en heimild löggjafans væri mun þrengri til að skerða virk lífeyrisrétt- indi en þau, sem einungis væru væntanleg þegar skerðingin öðlaðist gildi. Ekki lægi annað fyrir en skerðing allra óvirkra lífeyrisréttinda sjóðfélaga, svo sem hún birtist í reglugerðinni, hefði verið reist á almennum grundvelli og jafnræðis milli sjóðfélaga hefði nægjanlega verið gætt. Þótti skerðingin hafa verið heimil án þess að bætur kæmu fyrir. Var lífeyrissjóðurinn sýknaður af kröfum Hl. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. ágúst 1999. Hann krefst sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi 16. nóvember 1999. Hann krefst þess að niðurstaða héraðsdóms verði staðfest að öðru leyti en því að viðurkenndur verði réttur sinn til óskerts örorkulífeyris hjá aðaláfrýj- anda eftir 1. júlí 1999 í samræmi við ákvæði laga nr. 49/1974 um Lít- eyrissjóð sjómanna með síðari breytingum. Hann krefst einnig máls- 1253 kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt á báðum dómstigum. I. Í máli þessu krefst gagnáfrýjandi örorkulífeyris úr hendi aðal- áfrýjanda á grundvelli laga nr. 49/1974 með síðari breytingum. Vísar hann um það einkum til 13. gr. laganna, sem hafi haft að geyma þær reglur um rétt til örorkulífeyris, sem krafan sé reist á. Þessi lög voru leyst af hólmi með lögum nr. 94/1994 um Lífeyrissjóð sjómanna, en Í 6. gr. þeirra laga sagði að þau tækju gildi 1. september það ár og eldri lögin féllu þá jafnframt úr gildi, „enda hafi reglugerð um sjóðinn, sbr. 5. gr. laga þessara, verið staðfest með gildistöku frá sama tíma.“ Yngri lögin voru ólík hinum eldri meðal annars að því leyti að í hinum fyrr- nefndu var ekki kveðið nánar á um rétt til lífeyris, heldur vísað að mestu um það til reglugerðar, sem stjórn sjóðsins skyldi semja og stað- fest yrði af sex nafngreindum samtökum launafólks og vinnuveitenda auk fjármálaráðherra. Meðal málsskjala er reglugerð um Lífeyrissjóð sjómanna, en í 1. mgr. 20. gr. segir að hún taki gildi |. september 1994 og að fram til þess dags gildi lög nr. 49/1974 með síðari breytingum. Er óumdeilt í málinu að reglugerðin hafi verið staðfest af þar til bærum samtökum og fjármálaráðherra fyrir þann dag. Lög nr. 94/1994 voru síðan felld niður með lögum nr. 45/1999 um Lífeyrissjóð sjómanna, sem tóku gildi |. júlí það ár. Er þar aftur horfið til þess að hafa ítar- legar efnisreglur í lögum um sjóðinn. Gagnáfrýjandi fékk heilablóðfall í nóvember 1994, er leiddi til mik- illar örorku hans. Telur hann aðaláfrýjanda skylt að greiða sér örorku- lífeyri til samræmis við reglur, sem giltu mestallan þann tíma, er hann ávann sér réttindi í sjóðnum með greiðslu iðgjalda til hans. Aðal- áfrýjandi telur hins vegar að heimilt hafi verið að skerða lífeyri frá því, sem orðið hefði eftir ákvæðum laga nr. 49/1974, svo sem gert hafi verið með áðurnefndri reglugerð. Eru málsástæður aðila nánar raktar í hinum áfrýjaða dómi. Il. Svo sem áður er getið varð gagnáfrýjandi fyrir heilsubresti í nóvem- ber 1994. Fékk hann eftir það laun frá vinnuveitanda sínum í nokkra mánuði, en hóf töku lífeyris hjá aðaláfrýjanda í mars 1995. Við upp- 1254 haf veikinda gagnáfrýjanda höfðu lög nr. 49/1974, sem hann reisir kröfur sínar á, verið felld úr gildi. Hafði gagnáfrýjandi samkvæmt því hvorki hafið töku lífeyris né átt rétt til að hefja töku lífeyris við gild- ístöku nýju reglnanna |. september 1994. Við úrlausn málsins verður ekki komist hjá að líta til þess að lífeyr- isréttindi gagnáfrýjanda voru ekki orðin virk þegar þau voru skert með heimild í lögum nr. 94/1994. Að því leyti er aðstaða gagnáfrýjanda önnur en þeirra sjóðfélaga í aðaláfrýjanda, sem áður hafa lagt ágrein- ing sinn við hann undir dómstóla vegna skerðingar á lífeyri þeirra, sbr. dóma Hæstaréttar í dómasafni 1998, bls. 2140, og 9. desember 1999 í máli nr. 195/1999. Skiptir þá máli að heimild löggjafans er mun þrengri til að skerða virk lífeyrisréttindi en þau, sem einungis eru væntanleg þegar skerðingin öðlast gildi. Þá verður heldur ekki horft framhjá því að fjárhagur aðaláfrýjanda var afar bágborinn, er lögum um hann var breytt 1994 og að greiðsluþrot hans var óumflýjanlegt að öllu óbreyttu. Var stjórn sjóðsins skylt að gera ráðstafanir til að rétta fjárhag hans af. Liggur ekki annað fyrir en að skerðing allra óvirkra lífeyrisréttinda sjóðfélaga, svo sem hún birtist í áðurnefndri reglugerð er tók gildi 1. september 1994, hafi verið reist á almennum grundvelli og að jafnræðis milli sjóðfélaga hafi nægjanlega verið gætt. Þá voru hinar nýju reglur samþykktar af samtökum sjómanna og vinnuveitenda þeirra. Að virtu öllu því, sem að framan er rakið, verður fallist á með aðaláfrýjanda að skerðing lífeyrisréttinda gagnáfrýjanda hafi verið innan þeirra marka, sem 67. gr. stjórnarskrárinnar, nú 72. gr. hennar, setur því að unnt sé að skerða eignarréttindi manna án þess að bætur komi fyrir. Verður aðaláfrýjandi samkvæmt því sýknaður af greiðslukröfu gagnáfrýjanda, enda haggar það ekki gildi reglugerðarinnar í skiptum aðaláfrýjanda við sjóðfélaga sína að hún var ekki birt í B-deild Stjórnartíðinda. Með lögum nr. 45/1999 voru settar nýjar reglur um lífeyrisrétt sjóð- félaga aðaláfrýjanda. Fer um lífeyrisrétt gagnáfrýjanda samkvæmt þeim eftir 1. júlí 1999, en engum haldbærum rökum hefur verið skotið undir þá kröfu að réttur hans skuli ráðast frá þeim tíma af lögum nr. 49/1974. Verður aðaláfrýjandi því einnig sýknaður af þeirri kröfu. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað gagnáfrýjanda verður staðfest, en um gjafsóknarkostnað hans fyrir Hæstarétti fer svo sem nánar greinir í dómsorði. 1255 Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Lífeyrissjóður sjómanna, er sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, Harðar Magnússonar. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað gagnáfrýjanda skal vera óraskað. Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, 300.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júní 1999. I. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 24. júní sl., að loknum munnlegum mál- flutningi, er höfðað fyrir dómþinginu af Herði Magnússyni, kt. 231159-4369, Birkihlíð 6, Hafnarfirði, á hendur Lífeyrissjóði sjómanna, kt. 460673-0119, Þverholti 14, Reykjavík, með stefnu þingfestri 5. nóvember 1998. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefn- anda 2.090.293 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum af 45.961 krónu frá 1. mars 1995 til 3. apríl 1995, en af 91.841 krónu frá þeim degi til 2. maí 1995, en af 137.667 krónum frá þeim degi til 1. júní 1995, en af 183.574 krónum frá þeim degi til 3. júlí 1995, en af 229.535 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 1995, en af 275.631 krónu frá þeim degi til 1. september 1995, en af 321.917 krónum frá þeim degi til 2. október 1995, en af 368.364 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 1995, en af 415.014 krónum frá þeim degi til 1. desember 1995, en af 461.515 krónum frá þeim degi til 2. janúar 1996, en af 507.990 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 1996, en af 554.640 krónum frá þeim degi til 1. mars 1996, en af 601.371 krónu frá þeim degi til 1. apríl 1996, en af 648.183 krónum frá þeim degi til 2. maí 1996, en af 695.076 krónum frá þeim degi til 3. júní 1996, en af 742.267 krónum frá þeim degi til 1. júlí 1996, en af 789.404 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 1996, en af 836.595 krónum frá þeim degi til 2. september 1996, en af 884.083 krónum frá þeim degi til 1. október 1996, en af 931.679 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 1996, en af 979.288 krónum frá þeim degi til 2. desember 1996, en af 1.026.924 krónum frá þeim degi til 3. janúar 1997, en af 1.074.358 krónum frá þeim degi til 3. febrúar 1997, en af 1.121.953 krónum frá þeim degi til 3. mars 1997, en af 1.169.576 krónum frá þeim degi til 1. apríl 1997, en af 1.217.171 krónu frá þeim degi til 2. maí 1997, en af 1.265.113 krónum frá þeim degi til 2. júní 1997, en af 1.312.975 krónum frá þeim degi til 1. júlí 1997, en 1256 af 1.360.944 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 1997, en af 1.408.992 krónum frá þeim degi til 1. september 1997, en af 1.457.174 krónum frá þeim degi til 1. október 1997, en af 1.505.543 krónum frá þeim degi til 3. nóvember 1997, en af 1.554.072 krónum frá þeim degi til |. desember 1997, en af 1.602.548 krónum frá þeim degi til 5. janúar 1998, en af 1.650.944 krónum frá þeim degi til 2. febrúar 1998, en af 1.699.606 krónum frá þeim degi til 2. mars 1998, en af 1.748.162 krónum frá þeim degi til 1. apríl 1998, en af 1.796.905 krónum frá þeim degi til 4. maí 1998, en af 1.845.755 krónum frá þeim degi til 1. júní 1998, en af 1.894.757 krónum frá þeim degi til 1. júlí 1998, en af 1.943.846 krónum frá þeim degi til 4. ágúst 1998, en af 1.992.829 krónum frá þeim degi til 1. sept- ember 1998, en af 2.041.534 krónum frá þeim degi til 1. október 1998, en af 2.090.293 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst þess að áfallnir dráttarvextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti í sam- ræmi við 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Stefnandi krefst þess enn fremur að viðurkenndur verði áframhaldandi réttur hans til óskerts örorkulífeyris, sem hann hafi öðlast samkvæmt ákvæðum laga nr. 49/1974, eftir 1. október 1998. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda, samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts, þar sem stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefn- anda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að mati dómsins auk lögmælts virðisaukaskatts, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Mál þetta var dómtekið hinn 27. apríl sl. að loknum munnlegum málflutn- ingi, en var endurupptekið og flutt að nýju hinn 25. júní sl., í samræmi við 115. gr. laga nr. 91/1991. Málið var dómtekið þann dag. Með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins dagsettu 21. apríl 1999 var stefnanda veitt gjafsókn í máli þessu. 11. Stefnandi hóf sjómennsku á árinu 1978 og hóf á sama tíma að greiða iðgjald til stefnda. Stefnandi starfaði óslitið á sjó allt til þess er hann fékk heilablæð- ingu um borð í togaranum Húnaröst í nóvember 1994. Afleiðingar þeirrar heila- blæðingar voru m.a. lömun í vinstri líkamshelmingi. Stefnandi hefur verið úrskurðaður 75% öryrki vegna þessa. Kveðst stefnandi hafa verið algjörlega óvinnufær frá því að hann fékk heilablæðinguna. Fyrstu mánuði fékk stefnandi greidd veikindalaun frá útgerð togarans Húna- rastar, en frá og með marsmánuði 1995 hefur hann fengið greiddan örorkulíf- eyri frá stefnda. Hinn 24. maí 1994 voru sett ný lög um Lífeyrissjóð sjómanna nr. 94/1994. Í 1257 lögunum er ekki sérstaklega fjallað um lífeyrisréttindi sjóðsfélaga heldur er kveðið svo á í 5. gr. laganna, að nánari ákvæði um skipulag sjóðsins og starf- semi hans skuli setja í reglugerð, sem stjórn félagsins semji og staðfest sé af Alþýðusambandi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Félagi íslenskra botnvörpuskipaeigenda, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sjó- mannasambandi Íslands, Vinnuveitendasambandi Íslands og fjármálaráðherra. Á grundvelli hinna nýju laga var sett reglugerð um starfsemi sjóðsins og tók hún gildi 1. september 1994. Stefnandi fór fram á það við stefnda, með bréfi dagsettu 1. júlí 1998, að reiknaðar yrðu út örorkulífeyrisgreiðslur stefnanda miðað við þær forsendur sem gefnar séu í 13. gr. laga nr. 49/1974, allt frá því er hann hóf töku lífeyris. Giltu fyrrgreind lög meðan stefnandi ávann sér lífeyrisréttindi sín hjá stefnda, að und- anskildum tveimur síðustu mánuðunum, er núgildandi reglugerð hafði tekið gildi. Stefndi hafnaði þeirri beiðni með bréfi dagsettu 3. september sl. Í bréfi þessu er viðurkennt af hálfu stefnda, að réttur sjóðsfélaga til örorkulífeyris hafi verið skertur, frá því sem verið hafi í eldri lögum, með núgildandi reglugerð, enda hafi það m.a. verið tilgangur með nýjum reglum sjóðsins um lífeyrisréttindi að draga úr útgjöldum sjóðsins. Stefnandi ítrekaði beiðni sína um útreikning miðað við lög nr. 49/1974 í bréfi dagsettu 9. september 1998. Stefndi ítrekaði neitun sína í bréfi dagsettu 17. sept- ember sl. Stefnandi fór þá fram á það við tryggingafræðing, að hann reiknaði út hversu miklu hærri örorkulífeyrir stefnanda væri ef stefndi hefði greitt honum á grund- velli laga nr. 49/1974. Niðurstaða þess útreiknings var sú að lífeyrir stefnanda hefði orðið 30,29% hærri. 11. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að með lögum nr. 49/1974, um Lífeyris- sjóð sjómanna, svo og lögum nr. 48/1981 og lögum nr. 78/1985, um breytingu á lögum nr. 49/1974, hafi m.a. verið stofnað til réttinda til handa sjómönnum til töku örorkulífeyris. Réttindi til örorkulífeyris hafi verið veitt án fyrirvara. Telur stefnandi að réttindin, sem hann hafi áunnið sér með fjárframlögum til stefnda í tíð laga nr. 49/1994, séu lögbundin. Stefnandi telur ótvírætt að lífeyrisréttindi þessi njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og séu eign sem ekki megi skerða, enda hafi Hæstiréttur staðfest það með dómi sínum í málinu nr. 368/1997, að slík réttindi verði ekki af tekin nema með skýlausri lagaheimild. Í ljósi tilvísaðs stjórnarskrárákvæðis hljóti sviptingarþoli, sem stefnandi kallar sig, að eiga rétt á fullum skaðabótum. Auðsýnt sé að skýlaus lagaheimild til sviptingar þessara réttinda hafi ekki 1258 falist í lögum nr. 94/1994, sem ekki hafi að geyma efnisleg ákvæði um lífeyr- isréttindi sjóðsfélaga. Sú verulega skerðing, sem framkvæmd hafi verið með reglugerðarákvæði, og staðreynd sé með útreikningi tryggingafræðings að stefn- andi hafi orðið fyrir, sé því ólögmæt á grundvelli þeirrar reglugerðar sem stefndi hafi sett á árinu 1994 og tekið hafi gildi |. september 1994. Til þess að svipta menn réttindum, sem fengin séu með lögum, þurfi lagaboð og reglugerðarsetn- ing algjörlega ófullnægjandi. Ein af meginreglum íslensks réttar um afturvirkni laga, þegar breytt sé reglum varðandi atvinnuréttindi og lífeyrisréttindi, sé að yngri lög haggi ekki við þeim réttindum sem menn hafi þegar áunnið sér. Ýmsar breytingar, sem gerðar hafi verið á lögum um lífeyrisréttindi staðfesti þá meginreglu, að virða beri áunnin lífeyrisréttindi. Þá telur stefnandi það vera rótgróna lögskýringar- reglu hér á landi að lögum verði ekki beitt með afturvirkum hætti nema þau mæli sjálf svo fyrir, enda sé um ákvæði að ræða sem séu þegnunum óhagstæð. Hafi stefndi ætlað að skerða réttindi stefnanda hefði þurft að gera það með breytingu á lögum. Um slíkt hafi ekki verið að ræða í þessu tilviki. Núgildandi reglugerð um Lífeyrissjóð sjómanna feli í sér að þeir sjóðsfélagar, sem þegar hafi áunnið sér réttindi hjá stefnda, skuli halda þeim rétti þrátt fyrir að lögum sjóðsins hafi verið breytt. Í 20. gr. reglugerðarinnar segi svo Í grein 20.2 að sjóðsfélagar sem njóti lífeyris samkvæmt eldri lögum um Lífeyrissjóð sjómanna eða réttur til lífeyris frá sjóðnum hefur stofnast fyrir gildistöku reglu- gerðarinnar skuli halda þeim rétti. Þetta skýra orðalag reglugerðarinnar feli í sér, að þau réttindi sem sjóðsfélagar hafi áunnið sér í tíð laga nr. 49/1979 skuli hald- ast. Markmið reglugerðarinnar hafi ekki verið að breyta þeim réttindum sem áunnist hefðu, heldur hafi reglugerðin eingöngu áhrif til skerðingar að því er varði framtíðina. Þetta komi og fram í lið 20.1 í 20. gr. reglugerðarinnar, en þar segi að fram til 1. september 1994 gildi lög nr. 49/1974, með síðari breytingum. Stefnandi byggir á því að menn eigi að geta treyst því þegar þeir inni af hendi fjárframlög í lífeyrissjóð eins og stefnda, að þær forsendur og lög sem í gildi séu á þeim tíma, standist þegar til greiðslu komi úr sjóðnum. Stefnandi hafi ekki verið í aðstöðu til að lækka iðgjöldin einhliða. Samningssamband hafi verið milli aðila máls þessa og þegar til útborgunar komi úr sjóðnum hljóti að gilda þau lög, sem í gildi hafi verið þegar iðgjöld voru innt af hendi. Í 13. grein laga nr. 49/1979 séu talin upp skilyrði sem fullnægja þurfi til þess að menn eigi rétt á örorkulífeyri. Þar segi, að sjóðsfélagi sem greitt hafi iðgjöld til sjóðsins undanfarin þrjú almanaksár og a.m.k. sex mánuði á undanförnum tólf mánuðum, eigi rétt á örorkulífeyri ef hann verði fyrir orkutapi, sem trygg- ingayfirlæknir meti 35% eða meira. Stefnandi hafi fullnægt þessum skilyrðum er hann veiktist í nóvember 1994 og þar með hafi hann áunnið sér rétt til örorku- lífeyris á grundvelli framangreindra laga. 1259 Stefnandi byggir á því, að með því að greiða í lífeyrissjóð séu menn að kaupa sér ákveðin réttindi, sem verði til staðar ef ákveðnar aðstæður skapist. Miða beri við þau lög, sem í gildi hafi verið þegar iðgjöldin séu innt af hendi. Stefndi hafi móttekið iðgjöld stefnanda. Stefndi hafi því ekki rétt til að breyta reglum ein- hliða og með afturvirkum hætti. Ekki sé eðlilegt að annar aðili viðskiptasam- bands geti einhliða takmarkað skyldu sína án þess að hinn aðilinn geti nokkuð haft um það að segja. Stefnandi telur, að horfa verði á lífeyrisréttindi í trygg- ingalegu og viðskiptalegu samhengi. Þó að menn séu skyldugir til að greiða í lífeyrissjóði verði um réttindi og skyldur að fara eftir því sem næst venjulegum reglum sem gilda um réttindi og skyldur í viðskiptum og því ekki hægt síðar að setja reglugerð þar sem skert séu réttindi með svo afdrifaríkum hætti. Slíkt stríði gegn grundvallarreglu um afturvirkni laga. Einungis sé hægt að skerða réttindin til framtíðar. Upphafsdagur töku lífeyrisréttinda geti ekki verið viðmiðunarmark við mat á því við hvaða lög eða reglugerð eigi að miða lífeyrisgreiðslurnar. Það sem skipti máli sé hvaða skilmálar og hvaða lög hafi gilt á því tímamarki, sem greiðsla iðgjalda fór fram. Með greiðslu iðgjalda ávinni menn sér réttindi í sjóðnum, uppfylli menn skilyrði sjóðsins að öðru leyti. Stefnandi kveðst hafa áunnið sér réttindi á grundvelli laga nr. 49/1974, um Lífeyrissjóð sjómanna, að undanskildum tveimur síðustu starfsmánuðunum og eftir þeim lögum og þeim grundvallarforsendum, sem lögfestar hafi verið með lögum nr. 49/1974, og beri stefnda að greiða stefnanda lífeyri samkvæmt því. Sú skerðing á réttindum sem stefnandi hafi orðið fyrir sé því ólögmæt og beri stefndi bótaábyrgð gagnvart stefnanda í samræmi við stefnukröfur málsins. Um lagarök vísar stefnandi til laga nr. 49/1974, um Lífeyrissjóð sjómanna, laga nr. 94/1994 og 72. gr. stjórnarskrárinnar. Um varnarþing vísar stefnandi til 32. gr. laga um meðferð einkamála. Kröfu um málskostnað byggir stefnandi á 130. gr. laga nr. 91/1991, um með- ferð einkamála. Kröfu um vexti og vaxtavexti byggir stefnandi á Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum. IV. Í greinargerð gerir stefndi eftirfarandi grein fyrir tilurð, uppbyggingu, eðli og breytingum á reglum um örorkulífeyri Lífeyrissjóðs sjómanna. Stefnandi kveður grunn að Lífeyrissjóði sjómanna hafa verið lagðan með lögum nr. 49/1958, um Lífeyrissjóð togarasjómanna. Á þeim lögum hafi verið gerðar ýmsar breytingar, svo sem með lögum nr. 78/1962, er heiti sjóðsins hafi verið breytt í Lífeyrissjóð togarasjómanna og undirmanna á farskipum. Núver- andi heiti hafi sjóðurinn hlotið með lögum nr. 78/1970, en þeim lögum hafi verið 1260 breytt með lögum nr. 49/1974, lögum nr. 48/1981, nr. 78/1985 og nr. 44/1992, sem felld hafi verið úr gildi með lögum nr. 94/1994. Síðastgreindu lögin gildi nú um sjóðinn ásamt reglugerð staðfestri af fjármálaráðherra frá 1. september 1994. Ný lög um sjóðinn hafi tekið gildi í mars 1999. Með lögum nr. 49/1958, um Lífeyrissjóð togarasjómanna, hafi verið komið á lögbundnum lífeyrissjóði fyrir togarasjómenn. Á þeim tíma hafi verið fyrir í landinu lögboðnir lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna, en starfsmenn á almennum vinnumarkaði hafi samið í kjarasamningum við atvinnurekendur um stofnun líf- eyrissjóða. Ríkisvaldið hafi þó ekki tekist á hendur almenna ábyrgð á greiðslu lífeyris til sjóðsfélaga, heldur hafi hann verið byggður upp með iðgjöldum sjóðs- félaga og mótframlagi vinnuveitenda, eins og aðrir starfsgreinalífeyrissjóðir. Lög nr. 49/1958, um Lífeyrissjóð togarasjómanna, og síðari heildarlög nr. 49/1974, hafi í öllum aðalatriðum verið sambærileg lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Í lögum þessum hafi m.a. verið kveðið á um hvert skipu- lag sjóðsins skyldi vera, sbr. 1. gr., iðgjöld sjóðsfélaga og mótframlag vinnu- veitenda, sbr. 9. gr., réttindi sjóðsfélaga til elli-, örorku-, maka- og barnalífeyris, sbr. 10. til 15. gr. Lögin hafi jafnframt lagt þá skyldu á herðar sjóðstjórninni, að láta tryggingafræðing rannsaka fjárhag sjóðsins eigi sjaldnar en fimmta hvert ár og gera tillögur til úrbóta varðandi fjárhag hans væri hann ótraustur, sbr. 8. gr. Sjóðurinn hafi því verið eign sjómanna og á þeirra ábyrgð og vinnuveitenda þeirra. Stefndi kveður að í gegnum tíðina hafi réttindi sjóðsfélaga á ýmsan hátt verið rýmkuð þegar það hafi verið unnt, að mati tryggingafræðings og sjóðstjórnar. Lög nr. 49/1974 hafi t.d. rýmkað rétt sjóðsfélaga til töku ellilífeyris. Þá hafi rík- isvaldið upp á sitt eindæmi veitt sjóðsfélögum aukin réttindi í sjóðnum, án þess að láta gera úttekt á fjárhagslegri þýðingu slíks fyrir sjóðinn, sbr. lög nr. 48/1981, sem falið hafi í sér verulega rýmkun á ellilífeyrisrétti sjóðsfélaga. Í árslok 1986 og 1989 hafi stjórn sjóðsins óskað eftir því við Alþingi, að gerðar yrðu nokkrar breytingar á lögum um sjóðinn í því skyni að sporna við sífellt auknum hallarekstri. Stefndi kveður, að við árslok 1989 hafi vantað 36.165 milljónir króna á að höfuðstóll sjóðsins ásamt verðmæti væntanlegra iðgjalda nægði fyrir skuldbindingum sjóðsins, ef reiknað væri með 2% árs- ávöxtun, en 20.410.958 milljónir króna (sic), ef miðað væri við 3% ársávöxtun. Tryggingafræðingur hafi talið rétt að miða við 3% ársávöxtun. Hann hafi talið orsakir halla á rekstri sjóðsins vera tvær, annars vegar rýrnun eigna á undan- förnum áratugum og hins vegar misvægi milli bótaákvæða og fjárhagsgrund- vallar. Hins vegar hafi hann talið vægi fyrrnefnda þáttarins vera minnkandi og niðurstaða uppgjörs árið 1989 bendi til að hann hefði ekki verulega hlutfalls- lega þýðingu fyrir stöðu sjóðsins. Meðal þeirra réttinda, sem lagt hafi verið til í fumvarpinu að skert yrðu, hafi 1261 verið örorku- og barnalífeyrir, samkvæmt 1. mgr. 13. gr. og 3. mgr. 15. gr. laga nr. 49/1974. Í almennum athugasemdum með frumvarpinu segi svo um þetta atriði: „Þær breytingar, sem í þessu frumvarpi eru lagðar til á bótarétti sjóðsté- laga, miða aðallega að því að draga úr útgjöldum sjóðsins. Þetta á við um breyt- ingu á ákvæði um örorkulífeyri, en á honum hefur orðið gífurleg aukning á síð- ustu árum, svo og barnalífeyri til örorkulífeyrisþega“ Með breytingunum á reglum um lífeyri hafi fyrst og fremst verið stefnt að því að draga úr hallarekstri sjóðsins. Að mati sjóðstjórnar hafi verið eðlilegast að byrja á örorkulífeyri og sníða reglur sjóðsins með skýrum og ótvíræðum hætti að skaðabótaeðli örorkulífeyris, þannig að hann ætti aðeins að koma til, ef sjóðs- félagi yrði fyrir raunverulegum tekjumissi 5 árum eftir orkuskerðingu. Réttur til lífeyris lyti með öðrum orðum almennum skaðabótasjónarmiðum, svo sem þeirri grundvallarreglu skaðabótaréttar, að tjónþoli eigi að fá fullar bætur, en ekki meira. Komið hefði í ljós, að nokkur fjöldi fyrrum sjómanna, sem greitt hefðu iðgjöld í sjóðinn og töldust ekki lengur geta stundað sjómennsku vegna örorku, hafi notið örorkubóta úr sjóðnum þrátt fyrir að þeir væru í fullu starfi í landi. Frumvarp þetta hafi orðið að lögum nr. 44/1992 og hafi 5. gr. þess, sem falið hafi í sér breytingar á 1. mgr. 13. gr. laga nr. 49/1974, hljóðað svo: „Hver sjóðs- félagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins undanfarin þrjú almanaksár og a.m.k. sex mánuði á undanfarandi tólf mánuðum, á rétt á örorkulífeyri ef hann verður fyrir orkutapi, er tryggingayfirlæknir metur 35% eða meira. Örorkumat þetta skal miðað við vanhæfi sjóðsfélaga til almennra starfa. Fyrstu fimm árin eftir orkutapið skal þó miða við vanhæfi sjóðsfélaga til að gegna starfi því, er hann gefur gegnt og aðild hans að sjóðnum er tengd...“ Stefndi kveður, að þegar unnið hafi verið að framangreindri lagabreytingu hafi komið fram sú skoðun innan stjórnar sjóðsins, að óeðlilegt væri að sérstök lög giltu um Lífeyrissjóð sjómanna. Eðlilegra væri að hann starfaði á grundvelli reglugerðar eins og flestir lífeyrissjóðir gerðu. Það hafi leitt til þess að lagt hafi verið fram frumvarp á Alþingi um Lífeyrissjóð sjómanna, og sú skipan verið tekin upp að í lögunum væri aðeins að finna ákvæði um heiti sjóðsins, aðild, iðgjöld, lögveð, bann við framsali réttinda, en nánar kveðið á um skipulag sjóðs- ins og starfsemi í reglugerð. Frumvarp þetta hafi orðið að lögum nr. 94/1994, sem tekið hafi gildi 1. september 1994. Hefði sjóðnum þá verið sett reglugerð á grundvelli laganna. Í 11. gr. reglugerðarinnar sé kveðið á um örorkuréttindi og hafi réttur til örorkulífeyris verið þrengdur nokkuð frá því sem verið hefði, m.a. með því að örorka, sem veitti rétt til örorkulífeyris hafi verið hækkuð úr 35% í 40%. Breyting þessi sem og aðrar breytingar, sem gerðar hafi verið samhliða og skertu réttindi sjóðsfélaga, hafi verið gerðar til að bæta fjárhagsstöðu sjóðsins, sem um þetta leyti hafi verið rekinn með liðlega 13 milljarða halla, sbr. úttekt tryggingafræðings frá 28. apríl 1994. 1262 Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að öll lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Líf- eyrissjóði sjómanna séu og hafi ávallt verið háð því að sjóðurinn ætti fyrir skuld- bindingum sínum, sbr. t.d. 8. gr. laga nr. 49/1974. Það sé því rangt hjá stefn- anda, að örorkulífeyrisréttindi hans hjá stefnda hafi verið veitt án fyrirvara. Fyrirvari um skerðingu lífeyrisréttinda sjóðsfélaga leiði beint af eðli sam- eignar og samtryggingar lífeyrissjóða. Réttindi sjóðsfélaga í slíkum sjóðum séu háð þeirri forsendu eða því skilyrði, að sjóðirnir eigi fyrir öllum skuldbindingum er á þeim hvíli, bæði virkum og væntanlegum. Lífeyrissjóðir verði ekki á grund- velli stjórnarskrárákvæða skyldaðir til að standa undir skuldbindingum, sem þeir eigi ekki fyrir. Stjórnum lífeyrissjóða sé bæði rétt og skylt, ef viðurkennt sé með úttekt tryggingafræðings að sjóðurinn eigi ekki fyrir skuldbindingum, að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga. Þessi sjónarmið endurspeglist í 21. til 24. gr., sbr. 39. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu og starfsemi lífeyrissjóða. Stefndi kveður allar skerðingar á réttindum sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði sjó- manna hafa byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Tryggingafræðingur hafi staðreynt halla á sjóðnum, sbr. úttektir í árslok 1989, 1992, 1995, 1996 og 1997. Gripið hafi verið til skerðinga í þeim tilgangi að rétta sjóðinn af og til að tryggja öllum sjóðsfélögum lífeyri. Samkvæmt úttekt 1997 hafi halli á sjóðnum verið liðlega 8 milljarðar eða um 13,3%. Þessi halli á sjóðnum sé yfir þeim mörkum sem 2. mgr. 24. gr. laga nr. 129/1997 leyfi. Stjórn sjóðsins verði því enn á ný að grípa til skerðinga á réttindum, sem að mati tryggingafræðings þurfi að vera um 13,4% á öllum réttindum sjóðsfélaga. Stefndi hafnar því, að stefnandi geti byggt rétt í máli þessu á eignarréttar- ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar, enda verði að gera ráð fyrir því að einstakir lífeyrissjóðir verði ekki á grundvelli mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar skyldaðir til að standa við skuldbindingar, sem þeir eigi ekki fyrir. Með því móti væru dómstólar að ganga á rétt annarra sjóðfélaga. Stefndi telur stefnanda ekki geta stutt kröfur sínar við dóm Hæstaréttar í mál- inu nr. 368/1997, Lífeyrissjóður sjómanna og íslenska ríkið gegn Svavari Bene- diktssyni, sem kveðinn var upp 28. maí 1998. Aðstæður stefnanda og Svavars séu ekki sambærilegar. Ellilífeyrisréttindi Svavars hafi verið skert, en þau rétt- indi hafi ríkisvaldið að hluta veitt sjóðsfélögum með sérstöku lagaboði án afskipta stjórnar Lífeyrissjóðs sjómanna. Til grundvallar þeim hafi ekki legið nein aukin útgjöld sjóðsfélaga eða vinnuveitenda. Svavar hafi jafnframt notið lífeyris þegar skerðingin hafi verið gerð. Örorkuréttindi stefnanda eigi ekkert sammerkt með þessu. Stefnandi hafi ekki hafið töku lífeyris þegar nýjar reglur um sjóðinn hafi tekið gildi. Stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna hafi aldrei lofað sjóðsfélögum öðrum og meiri örorkulífeyri en sjóðurinn geti staðið undir á hverjum tíma. Sú málsástæða stefnanda, að samningssamband sé milli aðila um að örorkulífeyrir yrði greiddur samkvæmt þeim lögum sem í gildi hafi verið 1263 þegar iðgjöld voru innt af hendi og þau sjónarmið stefnanda, að líkja megi greiðslum í lífeyrissjóð við kaup og því geti annar aðili samnings ekki breytt eða takmarkað skyldu sína, fari þvert á eðli samtryggingarlífeyrissjóða með skylduaðild. Stjórnir slíkra sjóða hafi heimild til takmörkunar og breytinga á réttindum sjóðsfélaga, sé gætt málefnalegra sjónarmiða. Að öðrum kosti gangi samtryggingarlífeyriskerfið ekki upp efnahagslega. Stefndi telur málshöfðun stefnanda miða að því að tryggja honum sérréttindi, sem hann kjósi að láta sjóðsfélaga sína í Lífeyrissjóði sjómanna að mestu standa undir. Kröfu um málskostnað byggir stefndi á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um með- ferð einkamála. V. Eins og fram hefur komið er stefnandi 75% öryrki af völdum heilablæðingar er hann fékk í nóvember 1994. Hóf hann töku örorkulífeyris hjá stefnda, Líf- eyrissjóði sjómanna, í marsmánuði 1995. Stefnandi byggir lífeyrisréttindi sín á 13. gr. laga nr. 49/1974, en stefnandi hefur fengið greiddan örorkulífeyri frá stefnda á grundvelli reglugerðar um Líf- eyrissjóð sjómanna, sem gildi tók í september 1994. Ágreiningslaust er að stefnandi hóf að greiða iðgjöld til stefnda á árinu 1978. Á þeim tíma voru í gildi lög nr. 49/1974, um Lífeyrissjóð sjómanna. Með lögum nr. 94/1994, er tóku gildi 1. september 1994, voru lög nr. 49/1974 felld úr gildi. Stefnandi ávann sér því réttindi til töku örorkulífeyris í tíð laga nr. 49/1974, að undanskildum tveimur mánuðum. Í hinum nýju lögum var ekki vikið að því hvernig fara skyldi um áunnin réttindi samkvæmt eldri lögum og höfðu þau ekki að geyma efnisleg ákvæði um lífeyrisréttindi sjóðsfélaga heldur vísuðu til fyrr- greindrar reglugerðar um þau atriði. Réttindi stefnanda til lífeyris, sem hann ávann sér samkvæmt lögum nr. 49/1974, njóta verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 10. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995. Skiptir þá ekki máli hvenær stefnandi tók að fá greitt samkvæmt þeim áunnu réttindum. Með því að lífeyrisréttindi stefnanda teljast njóta eignarréttarverndar stjórn- arskrárinnar verða þau ekki skert nema með skýlausri lagaheimild. Þar sem lög nr. 94/1994 höfðu ekki að geyma heimild til skerðingar réttinda stefnanda telst skerðing réttindanna með framangreindri reglugerð því ólögmæt. Samkvæmt því ber að taka til greina dómkröfur stefnanda vegna vangreiddra lífeyrisgreiðslna, sem hann varð fyrir frá 1. mars 1995 til 1. október 1998, en ekki er tölulegur ágreiningur milli aðila um þá fjárhæð. Fyrir liggur að verulegur hallarekstur var á Lífeyrissjóði sjómanna og sam- kvæmt fyrirliggjandi úttekt á stöðu sjóðsins, sem gerð var á grundvelli laga nr. 1264 49/1974, er nauðsynlegt að takmarka lífeyrisréttindi sjóðsfélaga til að rétta við fjárhag sjóðsins og tryggja áframhaldandi greiðslugetu hans til sjóðsfélaga. Hinn 22. mars sl. voru sett lög nr. 45/1999, um Lífeyrissjóð sjómanna. Hafa þau lög að geyma efnisleg ákvæði um lífeyrisréttindi sjóðsfélaga. Samkvæmt 15. gr. lag- anna gilda ákvæði þeirra laga og samþykkta sjóðsins, sem settar verða á grund- velli laga um lífeyrisréttindi og lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga frá |. júlí 1999. Með vísan til þess að stefnandi telst hafa áunnið sér rétt til greiðslu örorkulíf- eyris samkvæmt lögum nr. 49/1974 verður fallist á kröfu stefnanda um rétt til lífeyris, sem hann öðlast samkvæmt ákvæðum laga nr. 49/1974, eftir 1. október 1998 fram til 1. júlí 1999, er fyrrgreind lög öðlast gildi, enda hefur stefnandi ekki sýnt fram á að með þeim lögum verði lífeyrisréttindi hans skert með ólög- mætum hætti frá þeim tíma. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til að greiða málskostnað, sem rennur í ríkissjóð, 349.010 krónur. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin málsvarnarlaun stefnanda, 300.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Við ákvörðun málskostnaðar hefur verið tekið tillit til virðisaukaskattsskyldu lögmannsþóknunar. Dóminn kvað upp Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, Lífeyrissjóður sjómanna, greiði stefnanda, Herði Magnússyni, 2.090.293 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum af 45.961 krónu frá 1. mars 1995 til 3. apríl 1995, en af 91.841 krónu frá þeim degi til 2. maí 1995, en af 137.667 krónum frá þeim degi til 1. júní 1995, en af 183.574 krónum frá þeim degi til 3. júlí 1995, en af 229.535 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 1995, en af 275.631 krónu frá þeim degi til 1. september 1995, en af 321.917 krónum frá þeim degi til 2. október 1995, en af 368.364 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 1995, en af 415.014 krónum frá þeim degi til 1. des- ember 1995, en af 461.515 krónum frá þeim degi til 2. janúar 1996, en af 507.990 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 1996, en af 554.640 krónum frá þeim degi til 1. mars 1996, en af 601.371 krónu frá þeim degi til 1. apríl 1996, en af 648.183 krónum frá þeim degi til 2. maí 1996, en af 695.076 krónum frá þeim degi til 3. júní 1996, en af 742.267 krónum frá þeim degi til 1. júlí 1996, en af 789.404 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 1996, en af 836.595 krónum frá þeim degi til 2. september 1996, en af 884.083 krónum frá þeim degi til 1. október 1996, en af 931.679 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 1996, en af 979.288 krónum frá þeim degi 1265 til 2. desember 1996, en af 1.026.924 krónum frá þeim degi til 3. janúar 1997, en af 1.074.358 krónum frá þeim degi til 3. febrúar 1997, en af 1.121.953 krónum frá þeim degi til 3. mars 1997, en af 1.169.576 krónum frá þeim degi til 1. apríl 1997, en af 1.217.171 krónu frá þeim degi til 2. maí 1997, en af 1.265.113 krónum frá þeim degi til 2. júní 1997, en af 1.312.975 krónum frá þeim degi til 1. júlí 1997, en af 1.360.944 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 1997, en af 1.408.992 krónum frá þeim degi til 1. september 1997, en af 1.457.174 krónum frá þeim degi til 1. október 1997, en af 1.505.543 krónum frá þeim degi til 3. nóvember 1997, en af 1.554.072 krónum frá þeim degi til 1. desember 1997, en af 1.602.548 krónum frá þeim degi til 5. janúar 1998, en af 1.650.944 krónum frá þeim degi til 2. febrúar 1998, en af 1.699.606 krónum frá þeim degi til 2. mars 1998, en af 1.748.162 krónum frá þeim degi til 1. apríl 1998, en af 1.796.905 krónum frá þeim degi til 4. maí 1998, en af 1.845.755 krónum frá þeim degi til 1. júní 1998, en af 1.894.757 krónum frá þeim degi til 1. júlí 1998, en af 1.943.846 krónum frá þeim degi til 4. ágúst 1998, en af 1.992.829 krónum frá þeim degi til 1. september 1998, en af 2.041.534 krónum frá þeim degi til 1. október 1998, en af 2.090.293 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Viðurkenndur er réttur stefnanda til óskerts lífeyris hjá stefnda, Lífeyr- issjóði sjómanna, eftir 1. október 1998 í samræmi við ákvæði laga nr. 49/1974 með síðari breytingum fram til 1. júlí 1999. Stefndi greiði stefnanda 349.910 krónur í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, 349.910 krónur, greiðist úr ríkissjóði, þar af lögmannsþóknun stefnanda, 300.000 krónur. 1266 Fimmtudaginn 23. mars 2000. Nr. 43/2000. — Ákæruvaldið (Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari) gegn Brynjari Erni Valssyni (Hilmar Ingimundarson hrl.) Hótanir. Líkamsárás. Fjársvik. Ákæra. Í héraðsdómi var B sakfelldur fyrir brot gegn 233. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940 með því að hafa hótað nafngreindum manni að bana syni hans, svo og öðrum í fjölskyldu hans, fyrir brot gegn Í. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga fyrir líkamsárás og fyrir brot gegn 248. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa ásamt nafngreindri konu svikið út vörur og þjónustu í einu tilviki. Fallist var á niðurstöðu héraðsdómara um að B hefði gerst sekur um hótanir og líkamsárás. Hins vegar varð málatilbúnaður ákæruvaldsins ekki skýrður á aðra leið en þá, að sá liður ákærunnar um fjársvik, sem B hafði verið sak- felldur fyrir, hefði í reynd verið afturkallaður hvað ákærða varðaði. Var málið því fellt niður að þessu leyti. Að gættum sakaferli B og rök- semdum héraðsdómara var niðurstaða hans um refsingu staðfest. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 26. janúar 2000 í sam- ræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæru- valds, sem krefst þess að refsing, sem ákærða var gert að sæta með hér- aðsdómi, verði þyngd. Ákærði krefst sýknu af sakargiftum samkvæmt ákærum 1. júní og 21. september 1999, en að öðru leyti að refsing samkvæmt héraðsdómi verði milduð. Í málinu er ákærði borinn sökum með þremur ákærum. Í þeirri fyrstu, sem var gefin út 1. júní 1999, var ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn ákvæðum 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa 5. janúar 1999 hótað nafngreindum manni að bana syni hans, svo og öðrum í fjölskyldu hans. Í annan stað var ákærði 1267 sóttur til saka með ákæru 24. júní 1999 fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga vegna líkamsárásar 4. september 1998 á hendur nánar tilgreindum manni, sem krafðist skaðabóta úr hendi ákærða samkvæmt ákærunni. Loks var ákærði saksóttur ásamt nafn- greindri konu með ákæru 21. september 1999 fyrir brot gegn 248. gr. almennra hegningarlaga. Var þeim gefið að sök að hafa staðið saman um að svíkja út vörur og þjónustu á tímabilinu 25. til 27. febrúar sama árs í átta tilvikum, sem nánar var lýst, í viðskiptum, þar sem með- ákærða innti af hendi greiðslur með innistæðulausum tékkum. Í hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur fyrir þau brot, sem um ræddi í tveimur fyrstnefndu ákærunum, svo og fyrir eitt af þeim brotum, sem síðastnefnda ákæran tók til, en að auki var honum gert að greiða brota- þola samkvæmt ákæru 24. júní 1999 skaðabætur að fjárhæð 2.670 krónur. Eins og nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi taldi héraðsdómari sannað með vætti tveggja manna, sem fengi jafnframt stoð í vitnisburði þess þriðja, að ákærði hefði gerst sekur um þær hótanir, sem um ræddi í ákæru 1. júní 1999. Við þeirri niðurstöðu verður ekki hreyft, sbr. 4. mgr. og 5. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, svo sem þeim var breytt með 19. gr. laga nr. 37/1994. Þegar af þessari ástæðu verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða samkvæmt ákæru 1. júní 1999. Hvorki hefur af hálfu ákæruvalds né ákærða verið gerð krafa um endurskoðun þeirrar niðurstöðu héraðsdómara að ákærði hafi gerst sekur um líkamsárás, sem honum var gefið að sök með ákæru 24. júní 1999, svo og að honum beri að greiða brotaþola skaðabætur fyrr- greindrar fjárhæðar. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms um þessi efni því látin standa óröskuð. Ákærði krefst sýknu af þeim lið ákæru 21. september 1999, sem hann var sakfelldur fyrir með hinum áfrýjaða dómi. Í greinargerð af hálfu ákæruvalds fyrir Hæstarétti var komist svo að orði um þessa kröfu að umræddum lið ákæru væri „aðeins áfrýjað af ákærða hálfu til sýknu, án nokkurra andmæla af hálfu ákæruvalds.“ Við munnlegan flutning málsins hér fyrir dómi var því lýst yfir af hálfu ákæruvalds að þessum lið ákæru væri ekki haldið til streitu. Þennan málatilbúnað ákæruvaldsins er ekki unnt að skilja á annan veg en svo að í reynd hafi þessi hluti ákærunnar verið afturkallaður hvað ákærða varðar. Því til 1268 samræmis er málið að þessu leyti fellt niður, sbr. b-lið 132. gr. laga nr. 19/1991. Eins og greinir í héraðsdómi hefur ákærði áður hlotið sex refsidóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og umferðarlögum, en að auki hefur hann sjö sinnum gengist undir sátt vegna brota gegn sömu lögum. Af sakavottorði ákærða verður ráðið að þrír af þessum dómum og þrjár sáttir hafi lotið að brotum, sem hann drýgði áður en hann náði 18 ára aldri. Að þessu gættu og að öðru leyti með vísan til þeirra rök- semda, sem greinir í héraðsdómi fyrir ákvörðun refsingar, verður nið- urstaða hans um það efni staðfest. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verða staðfest. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Brynjar Örn Valsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. desember 1999. Málið er höfðað með ákæru útgefinni 1. júní 1999 á hendur: „Brynjari Erni Valssyni, kt. 020975-5209, Sogavegi 216, Reykjavík, fyrir hótanir, með því að hafa, að kvöldi þriðjudagsins 5. janúar 1999, fyrir utan heimili sitt að Sogavegi 216 í Reykjavík, hótað Birni Tómasi Sigurðssyni því að lífláta son hans, Ragnar Þór Björnsson, kt. 020980-3979, og aðra í fjölskyldu hans. Telst þetta varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar.“ Önnur ákæra var gefin út á hendur ákærða, Brynjari Erni, 24. júní 1999 og þá ákært „fyrir líkamsárás, með því að hafa, aðfaranótt föstudagsins 4. sept- ember 1999, fyrir utan Hótel Esju við Suðurlandsbraut í Reykjavík, slegið Björgvin Ingvason, kt. 261077-4699, hnefahögg í andlitið með þeim afleið- ingum að Björgvin hlaut sár vinstra megin á efri vör og vinstri framtönn losn- aði. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. 1269 Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Þá krefst Björgvin Ingvason þess, að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta, samtals að fjár- hæð kr. 1.509.54, auk vaxta eins og þeir ákvarðast skv. 16. gr. skaðabótalaga, svo og dráttarvaxta eins og þeir ákvarðast skv. Il. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með áorðnum breytingum.“ Loks var gefin út ákæra 21. september 1999 á hendur „Brynjari Erni Vals- syni, Sogavegi 216, Reykjavík, kennitala 020975-5209, og Camillu Ísabel Strutt, Sóleyjargötu 31, Reykjavík, kennitala 070279-2079, fyrir fjársvik framin í Reykjavík, nema annars sé getið, dagana 25. til 27. febrúar 1999 með því að hafa staðið saman að því að svíkja út vöru og þjónustu, samtals að andvirði kr. 707.607, í staðgreiðsluviðskiptum nema í lið 1.8, við eftirgreinda aðila með afhendingu innistæðulausra tékka, sem ákærða gaf út á reikning sinn hjá Íslands- banka hf., Breiðholti, nr. 170279, sem ákærða stofnaði í sviksamlegum tilgangi hjá bankanum 9. sama mánaðar að undirlagi ákærða Brynjars Arnar. Ákærðu ráðstöfuðu andvirði tékkanna í sameiningu: 1. Í febrúar svikið út sjónvarpstæki og myndbandstæki í viðskiptum við Krist- ján Kristjánsson, kt. 190375-6099, Sæviðarsundi 13, sem ákærða greiddi með 2 tékkum, samtals kr. 160.000 á eyðublöðum nr. 5529237 og 5529238. 2. Þann 26. febrúar leðurklæddan sófa í verslun TM-húsgagna, Síðumúla 30, sem ákærða greiddi með tékka að fjárhæð kr. 188.500 á eyðublaði nr. 5529230. 3. Þann 27. febrúar ferðatölvu af gerðinni BT Companion 266MMX í verslun Tæknivals BT, Skeifunni 17, sem ákærða greiddi með tékka að fjárhæð kr. 139.990 á eyðublaði nr. 5529235. 4. Þann 27. febrúar svikið út 4 hjólbarða hjá Sólningu hf., Smiðjuvegi 32-34, Kópavogi, með tékka að fjárhæð kr. 65.145 á eyðublaði nr. 5529236. 5. Þann 27. febrúar 4 álfelgur að verðmæti kr. 58.492 hjá Gúmmívinnustofunni, Réttarhálsi 2, með tékka á eyðublaði nr. 5520229. 6. Sama dag geislaspilara, varahluti og smávöru að verðmæti kr. 68.856 í versl- uninni Bílanausti, Borgartúni 26, með tékka á eyðublaði nr. 5529234. 7. Að morgni 27. febrúar svikið út leiguakstur og kr. 9.000 í reiðufé af Hrafni Steinþórssyni, leigubifreiðastjóra, kt. 080144-2299, með tékka að andvirði kr. 20.000 á eyðublaði nr. 5529321. 8. Þann 25. febrúar án greiðslugetu fengið starfsmenn bifreiðaverkstæðis Frið- riks Ólafssonar ehf., Smiðjuvegi 14, Kópavogi, til að gera við bifreið ákærða Brynjars Arnar VD-590, en ákærðu afhentu sem greiðslu tékka að andvirði kr. 12.624 á eyðublaði nr. 5529228. Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara 1270 telst háttsemi ákærðu Camillu Isabel samkvæmt ákærulið 1.8 varða við 73. gr. tékkalaga nr. 94/1933, sbr. lög nr. 35/1977. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar. Í málinu krefjast eftirgreindir skaðabóta: Kristján Kristjánsson, kt. 190375-6099, kr. 160.000 auk dráttarvaxta sam- kvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 1. mars til greiðsludags. Tæknival BT, kt. 53276-0239, kr. 139.990 ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 27. febrúar en síðan dráttarvöxtum samkvæmt Hl. kafla vaxtalaga til greiðsludags. Bílanaust hf. kr. 62.856 ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 27.2.1999 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt Il. kafla vaxtalaga til greiðslu- dags. Hrafn Steinþórsson, kt. 080144-2299, kr. 20.000 ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 27.2.1999 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt Hl. kafla sömu laga. Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf., kt. 680994-2779, kr. 12.624 ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 25.2.1999 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt lll. kafla vaxtalaga til greiðsludags.“ Málin voru sameinuð. Verjandi ákærða, Brynjars Arnar, krefst aðallega að ákærði verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð, þar með talin hæfileg málsvarnarlaun. Til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhald ákærða komi til frádráttar refsivist verði hún dæmd. Þess er krafist að öllum skaðabótakröfum á hendur ákærða verði vísað frá dómi og að ákærði verði einungis dæmdur til að greiða hluta sakarkostnaðar. Verjandi ákærðu, Camillu Isabel, krefst þess að hún hljóti vægustu refsingu sem lög leyfa og ef dæmd verði refsivist verði hún skilorðsbundin og í báðum tilvikum að gæsluvarðhald hennar komi til frádráttar. Þess er aðallega krafist varðandi skaðabótakröfur að þeim verði vísað frá dómi, en til vara að ákærða verði sýknuð af þeim. Þá er krafist réttargæslu- og málsvarnarlauna að mati dómsins. Ákæra dagsett 1. júní 1999. Samkvæmt gögnum þessa máls sætti það upphaflega rannsókn vegna ætlaðra áfengislagabrota ákærða, Brynjars Arnar, og fleiri. Samkvæmt skýrslum máls- ins hafði Ragnar Þór Björnsson bifreið í láni hjá ákærða og virðist lánið á bif- reiðinni hafa tengst áfengislagabrotum, sem í rannsókn voru og Ragnar Þór lýsti landasölu sinni fyrir ákærða, Brynjar Örn. Ragnar Þór kvaðst síðan hafa tekið ákvörðun um það að kvöldi 5. janúar sl. að skila ákærða bifreiðinni og hefði 1271 Ómar Örn Björnsson, bróðir hans, ekið bifreiðinni að heimili ákærða að Soga- vegi 216, þar sem faðir ákærða skilaði bíllyklunum. Samkvæmt lögreglu- skýrslum var ákærði heima og kom hann út og var honum greint frá því að verið væri að skila bílnum fyrir Ragnar Þór. Ákærði hefði þá viljað ná tali af honum vegna peningaskuldar, sem hann stæði í við sig. Þessum samskiptum ákærða og Björns Tómasar Sigurðssonar á vettvangi hafi lokið með því að ákærði hótaði Birni, eins og lýst er í ákærunni. Ákærði neitar þessu við skýrslutöku hjá lög- reglunni. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði neitar sök. Hann kvað Björn Tómas Sigurðsson hafa komið á heim- ili ákærða að kvöldi 5. janúar sl. í fylgd sonar síns. Hann kvaðst telja að þeir feðgar hefðu komið þeirra erinda að skila bíl, sem ákærði hafði lánað Ragnari Þór. Ákærði kvaðst ekki minnast þess að hafa rætt við feðgana og kveðst minna að hann hafi ekki farið út úr húsinu, en einungis séð feðgana út um glugga á heimili sínu að Sogavegi 216 og engar hótanir við haft. Björn Tómas Sigurðsson kvað málavexti þá, að hann hefði farið að heimili ákærða að kvöldi 5. janúar sl. þeirra erinda að skila ákærða bifreið, sem Ragnar Þór, sonur Björns, hafði umráð yfir að kröfu ákærða, en Björn kvað ákærða hafa fengið Ragnar, son sinn, til að selja fyrir sig landa. Eftir að bílnum hafði verið lagt fyrir utan heimili ákærða setti Björn bíllyklana inn um glugga á heimili hans og kom hann þá út og spurði um Ragnar. Björn kvaðst hafa sagt honum að hann kæmist ekki nærri honum. Ákærði hefði þá sagt að ætlaði Ragnar sér í felur þá yrði það verra fyrir hann. Ákærði myndi ganga frá honum og lífláta hann og ef hann þyrfti að leita að honum þá yrði dauðdaginn einungis kvalafyllri. Björn kvað hafa fokið í sig við að heyra þessi ummæli og sagði ákærða að hann myndi tilkynna lögreglunni þetta. Ákærði hefði þá haldið áfram hótunum og sagt að hótanirnar ættu ekki einungis við Ragnar heldur báða bræðurna og báða foreldr- ana, sem hann hótaði lífláti á „hinn versta veg“. Björn kvað Ómar Örn, son sinn, hafa staðið þarna nærri er þetta átti sér stað. Ómar Örn Björnsson fór ásamt foreldrum sínum að skila ákærða bifreið, sem Ragnar bróðir hans hafði undir höndum, en ákærði átti. Ákærði hafi þá haft í frammi hótanir um að ganga frá allri fjölskyldunni. Málavextir voru þannig að eftir að bíllyklarnir höfðu verið settir inn um glugga á heimili ákærða, þá kom hann út og var með kjaft og hótanir, þar með taldar líflátshótanir í garð Ragn- ars Þórs og allrar fjölskyldunnar og gengið yrði frá þeim. Ragnar heyrði þetta mjög vel, þar sem hann stóð við hlið ákærða og föður síns og fóru þeir feðgar við svo búið. Hjá lögreglunni lýsti Ómar Örn hótunum efnislega á sama veg og faðir hans gerði og lýst var hér að ofan og staðfesti hann þennan vitnisburð sinn fyrir dóm- inum. 1272 Hjördís Hauksdóttir lýsti því er hún beið álengdar í bíl sínum svo hún gæti hringt á lögregluna, ef á þyrfti að halda, meðan feðgarnir, Björn og Ómar, skil- uðu bifreiðinni til ákærða þetta kvöld. Hún kvaðst hafa séð til ákærða ræða við Björn, en hún heyrði ekki hvað þeim fór á milli. Hún kvaðst ekki rengja hótan- irnar sem þeir lýstu. Ákæra dagsett 24. júní 1999. Samkvæmt lögregluskýrslu dags. 4. september 1998 var lögreglan kvödd að Hótel Esju vegna óláta utandyra. Á vettvangi kom Björgvin Ingvason að máli við lögregluna og kvaðst hafa verið skallaður í andlitið af Hilmari Braga Þráins- syni. Björgvin var fluttur á slysadeild til skoðunar. Hilmar Bragi neitaði að hafa veist að Björgvini. Hinn 21. september 1998 lagði Björgvin Ingvason fram kæru á hendur ákærða. Hann kvað ákærða hafa komið að Hótel Esju í leigubíl ásamt Björgvini og fleirum. Þeim hafi orðið sundurorða í bílnum og er út var komið hefði ákærði slegið sig hnefahögg í andlitið með krepptum hnefa og hann hlotið áverkana, sem lýst er í ákærunni. Verður nú rakinn framburður ákærðu og vitna fyrir dómi. Ákærði játar sök. Hann kvaðst hafa verið staddur í leigubíl ásamt fleirum þessa nótt og Björgvin verið óður inni í bílnum og haft í hótunum við sig. Er út var komið við Hótel Esju héldu hótanir Björgvins áfram og allir sem þarna voru reyndu að róa hann niður uns Björgvin réðst að ákærða, sem sló til baka í sjálfsvörn. Björgvin Ingvason kvaðst hafa verið ásamt þremur öðrum mönnum í leigu- bíl og endaði ferðin við Hótel Esju þessa nótt. Er þangað kom kvaðst ákærði og félagi hans hafa peninga til þess að greiða leigubílinn, en Björgvin kvaðst ekki hafa haft peninga á sér til þess. Ákærði og kunningi hans hlupust þá á brott og Björgvin á eftir. Er leigubíllinn var farinn komu þeir til baka og spurði Björg- vin ákærða þá að því hvers vegna þeir hefðu ekki greitt leigubílinn og sneri hann sér að ákærða, sem þá sló hann hnefahögg á munninn svo að Björgvin féll í göt- una. Tönn í efri góm drapst við höggið, en afleiðingarnar voru þær sem lýst er í ákærunni. Ákærði hafði eitthvað áður þrifið í Björgvin í leigubílnum, en ekki hafi verið annar aðdragandi að högginu. Björgvin greiddi fyrir leiguaksturinn daginn eftir. Jósep Freyr Pétursson var samferða ákærða og Björgvini Ingvasyni í leigu- bílnum þessa nótt. Hann sagði að ákærði og Björgvin hefðu rifist í bílnum um það hver ætti að greiða fyrir aksturinn og ákærði þá þrifið í Björgvin, en gripið var inn í þá atburðarás. Er út var komið stóðu þeir upp við hótelinnganginn og héldu rifrildinu áfram. Engir pústrar eða högg áttu sér stað fyrr en ákærði réðst á Björgvin og sló hann þungt högg með krepptum hnefa í andlitið svo Björgvin féll í götuna. 1273 Þröstur Gylfason var með ákærða og fleirum þessa nótt við Hótel Esju. Hann kvaðst hafa snúið sér undan augnablik og er hann sneri sér aftur við hafði ákærði slegið Björgvin í andlitið. Hann sá það ekki gerast. Eitthvert rifrildi var á milli ákærða og Björgvins í leigubílnum, en eftir að út var komið virtist allt rólegt og ekkert tilefni verið til árásar. Ákæra dagsett 21. september 1999. Upphaf lögregluafskipta af þessu máli má rekja til kæru, sem lögreglu barst I. mars sl. vegna viðskipta, sem lýst er í ákærulið 1. Nú verður rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dómi og að hluta hjá lög- reglu. Ákærða, Camilla Isabel, játar sök. Hún kvað þau meðákærða hafa verið sambýlisfólk á þessum tíma og meðákærða verið kunnug fjárhagsstaða sín. Hún lýsti ítarlega í lögregluskýrslum, sem hún staðfesti fyrir dómi, aðdraganda stofn- unar reiknings í Íslandsbanka í febrúar 1999. Meðákærði hefði stungið upp á því að stofna skyldi þennan reikning, en ákærða hefði á þessum tíma verið komin með yfirdrátt á reikning sem hún átti hjá Landsbankanum. Hún kvað til- gang með stofnun reikningsins í Íslandsbanka hafa verið þann að nota tékka til að greiða fyrir vörur, sem endurseldar yrðu til að afla fjár til kaupa á fíkniefnum í Amsterdam. Hún kvaðst hafa gefið alla tékkana út að fyrirmælum meðákærða í þessu skyni. Eftir að reikningurinn í Íslandsbanka var stofnaður voru lagðir inn á hann peningar sem teknir voru út af reikningi ákærðu í Landsbankanum. Með- ákærði hafi síðan sama dag fengið ákærðu til að millifæra 90.000 krónur af hinum nýstofnaða reikningi sínum yfir á reikning hans við sama banka. Þá lýsti hún því er hún gaf út tékkana sem ákært er vegna að beiðni meðákærða, sem með þessu hefði verið að afla fjár til að fjármagna utanlandsferð til að kaupa fíkniefni eins og áður er lýst. Nú verður vikið að framburði ákærðu um einstaka liði og rakinn framburður hennar hjá lögreglu að hluta, þar sem hún greindi ítarlega frá einstökum kaupum, en ákærða hefur staðfest lögregluskýrslurnar fyrir dómi. 1. Ákærða kvaðst hafa gefið út tvo tékka eins og hér er lýst. Brynjar Örn var með henni í för er tækin voru keypt, en hefði farið var með þau í íbúð kunn- ingja Brynjars Arnar, en hún vissi ekki hvar hann bjó. 2. Ákærða kvaðst hafa greitt með tékka eins og hér er lýst. Meðákærði var með í för ásamt kunningja hans Annþóri Karlssyni. Ákærða fékk sófann aldrei í sínar hendur, en farið var með hann á heimili Annþórs. Annþór Kristján Karlsson kvað ákærða, Brynjar Örn, hafa skuldað sér pen- inga og sófinn sem keyptur var og hér er lýst hafi verið hugsaður sem uppgjör skuldarinnar. Annþór fór með er sófinn var keyptur, enda fyrir fram ákveðið milli þeirra ákærða, Brynjars, að uppgjör skuldarinnar færi fram á þennan hátt. 1274 Aðdragandinn hafi verið sá að ákærði, Brynjar, kom að máli við Annþór og spurði hvað hann vantaði og greindi Annþór honum þá frá því að hann hygðist kaupa sófasett. Síðar kom í ljós að ákærða, Camilla Isabel, greiddi með inni- stæðulausum tékka og kvaðst Annþór hafa greitt sófann. Hann kvaðst á þessum tíma ekki hafa hugleitt stöðu mála, en eftir að hann lenti í gæsluvarðhaldi vegna þessa, kvaðst hann hafa rætt við ákærða, Brynjar, sem sagðist hafa notað ákærðu og fengið út úr henni peninga, þar sem hún vissi engin deili á íslensku banka- kerfi. 3. Ákærða, Camilla, kvaðst hafa greitt fyrir þessar vörur með tékkanum eins og hér er lýst. Í lögregluskýrslu lýsti ákærða því er hún keypti tölvuna eftir leiðbeiningum frá meðákærða. Helena hafi farið með sér er hún keypti tölvuna, en Annþór hefði beðið úti í bíl á meðan. Eftir kaupin hefðu Helena og Annþór tekið við tölvunni og líklega selt hana. Ákærða bar efnislega um þetta eins fyrir dóminum. Annþór Kristján Karlsson kom fyrir dóminn og kvaðst ekki vita neitt um þessi kaup. 4. Hjá lögreglunni lýsti ákærða því er Annþór ók henni á hjólbarðaverk- stæði, þar sem Hörður Sigþórsson beið hennar með þau skilaboð að ákærða ætti að skrifa tékka fyrir hjólbörðum undir bifreið hans. Þetta kvaðst hún hafa gert, en hún vissi ekkert um samkomulag milli meðákærða, Brynjars, og Harðar vegna þessara kaupa. Hún lýsti því fyrir dóminum að hún hefði keypt þessa hjól- barða að fyrirmælum meðákærða, Brynjars. 5. Hjá lögreglunni lýsti ákærða því er meðákærði sendi hana ásamt Herði Sigurgeirssyni þeirra erinda að kaupa felgurnar, sem hún gerði, og greiddi eins og lýst er í ákærunni. Hún kvað felgurnar hafa verið keyptar með það í huga að endurselja fyrir reiðufé. Hún vissi ekki um afdrif þeirra. Hún játaði þetta eins og annað fyrir dóminum. 6. Ákærða játar þessi fjársvik og kvað Annþór og vinkonu hans hafa komið með sér er þetta átti sér stað. Hlutirnir voru keyptir samkvæmt fyrirmælum með- ákærða, Brynjars. Hún vissi ekki um afdrif þessara muna. Hjá lögreglunni lýsti ákærða því að Annþór hefði tekið við mununum og vissi hún ekki hvernig hann ráðstafaði þeim. Annþór Kristján Karlsson sagði að ákærði, Brynjar, hefði boðið sér að senda ákærðu, Camillu, með sér í Bílanaust og hún myndi greiða dempara, sem hann þurfti undir bíl sinn, með tékka. Þetta gerði ákærða auk þess sem keyptur var geislaspilari fyrir ákærða, Brynjar Örn. 7. Ákærða kvað þennan lið réttan og meðákærði hefði fengið reiðuféð í hendur, sem hún fékk til baka frá leigubílstjóranum. 8. Hún kvað þennan tékka hafa verið gefinn út til að greiða viðgerð, sem meðákærði átti, en tékkinn var gefinn út að fyrirmælum meðákærða. 1275 Ákærði, Brynjar Örn, neitar sök. Hann kvaðst ekki hafa komið nærri stofnun tékkareikningsins í Íslandsbanka utan það, að meðákærða bað hann um aðstoð í bankanum vegna þess að enginn starfsmaður þar talaði ensku, en meðákærða er enskumælandi. Ákærðu voru sambýlisfólk á þessum tíma. Hún kvaðst ekki hafa notið góðs af andvirði tékkanna, sem meðákærða gaf út. Ákærði kvaðst hafa talið hana eiga innistæðu fyrir þeim tékkum sem hún gaf út, enda greindi hún honum svo frá og þá hefði hún verið í vel launaðri vinnu. Verður nú rakinn framburður ákærða, Brynjars, um einstaka liði. I. Ákærði kvað meðákærðu hafa beðið sig um að líta í dagblöðin og aðstoða sig við að finna sjónvarpstæki. Ákærði gerði þetta og fór með henni er hún keypti tækin og greiddi fyrir með ávísun. 2. Ákærði kvað meðákærðu hafa verið að skoða sófa og Annþór Kristján Karlsson hefði verið að ákveða kaup á sófa og beðið meðákærðu að lána sér fyrir honum. Ákærði neitaði því að sófakaupin tengdust peningauppgjöri þeirra Annþórs eins og hann lýsti og eins og meðákærða bar. 3.-5. Ákærði kannast ekkert við þessi kaup. 6. Ákærði kvaðst ekkert vita um þessi kaup. Hann kvaðst ekki hafa fengið geislaspilarann, sem keyptur var, í sínar hendur. 7. Ákærði kveðst hafa verið með meðákærðu og fleirum í för er þessi ferð var farin í leigubílnum. Þetta hefði verið gert í einhverju rugli. 8. Ákærði kannaðist við þessi viðskipti. Hann kvað meðákærðu hafa skuldað sér peninga og þess vegna hafi hún greitt fyrir viðgerðina á bílnum og þar með greitt inn á skuldina. Hann kannaðist ekki við að ávísanaheftið hefði verið afhent í bankanum í tengslum við þennan bíl, eins og vitnið Guðrún Ólöf Sigmundsdóttir bar og lýst verður síðar. Guðrún Ólöf Sigmundsdóttir lýsti því er ákærðu komu að máli við hana vegna stofnunar reikningsins í Íslandsbanka, en ákærðu komu nokkrum sinnum vegna þessa reiknings. Ákærði, Brynjar Örn, hafði orð fyrir ákærðu og hringdi hann einnig oft í bankann vegna þessa. Að lokum var millifært af reikningi ákærðu í Íslandsbanka og yfir á hinn nýstofnaða reikning hennar í Íslandsbanka. Guðrún Ólöf kvað ákærðu hafa fengið tékkhefti á þeim forsendum að hún væri með bilaðan bíl á verkstæði, sem þyrfti að ná út fyrir helgina, sem þá var fram- undan, auk þess sem mánaðamót voru. En ákærði, Brynjar, greindi henni frá þessu og ákærði greindi henni einnig frá því að stofnun reikningsins stæði í sam- bandi við launareikning ákærðu, sem var starfsmaður Naustsins. Guðrún Ólöf kvað ekkert óvenjulegt við stofnun þessa reiknings ákærðu í bankanum. Anna Stella Guðjónsdóttir var einnig starfsmaður í Íslandsbanka á þessum tíma og hafði samskipti við ákærðu vegna reikningsstofnunarinnar. Hún lýsti því að reikningurinn hefði verið stofnaður með 100.000 króna yfirdráttarheimild. 1276 Ákærða hefði að mestu leyti talað ensku við sig, en ákærði, Brynjar, hefði spurt hvort ákærða fengi yfirdráttarheimild á reikninginn. Niðurstöður. Ákæra dagsett 1. júní 1999. Sannað er með vitnisburði Björns Tómasar Sigurðssonar og Ómars Arnar Björnssonar sem fær stuðning af vitnisburði Hjördísar Hauksdóttur, en gegn neitun ákærða, að hann hafi viðhaft þær hótanir, sem lýst er í ákærunni og varðar brot ákærða við 233. gr. almennra hegningarlaga. Ákæra dagsett 23. júní 1999. Dómurinn telur sannað með vitnisburði Björgvins Ingvasonar, Jóseps Freys Péturssonar og Þrastar Gylfasonar, en gegn neitun ákærða, að hann hafi framið þá háttsemi sem lýst er í ákærunni, en misritun hefur orðið í ákærunni, en atburðurinn átti sér stað 4. september 1998. Kemur þetta ekki að sök. Samkvæmt vitnisburði Björgvins Ingvasonar og læknisvottorði hans hlaut hann þá áverka, sem lýst er í ákærunni, en Björgvin fór til skoðunar á slysadeild Þegar eftir árásina sem hann varð fyrir. Brot ákærða varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Ákæra dagsett 21. september 1999. Gegn eindreginni neitun ákærða, Brynjars Arnar, er ósannað að ákærða, Camilla Isabel, hafi stofnað reikninginn í Íslandsbanka að hans undirlagi. Dómurinn telur sannað með framburði ákærðu, Camillu Isabel, og vitnis- burði Annþórs Kristjáns Karlssonar, en gegn neitun ákærða, Brynjars Arnar, að ákærðu hafi gerst sek um háttsemi, sem lýst er í ákærulið 2. Ákærði, Brynjar Örn, um bága fjárhagsstöðu ákærðu, þar sem voru sambýlisfólk á þessum tíma (sic). Hann hlaut einnig að vita að lásmarksfjárhæð var lögð inn á reikninginn í Íslandsbanka við stofnun og að sú fjárhæð nægði ekki til greiðslu verðmæt- anna, sem lýst er í ákærulið 2. Að öðru leyti er ekki nægilega sannað gegn ein- dreginni neitun ákærða, Brynjars Arnar, að hann hafi í samvinnu við ákærðu, Camillu Isabel, svikið út vörur og ráðstafað andvirði tékkanna eins og lýst er í öðrum ákæruliðum þessarar ákæru en ákærði vissi að lágmarksfjárhæð á tékka- reikningi ákærðu var hærri en sem nam greiðslunni fyrir viðgerðina á bílnum sem lýst er í lið 8. Ákærði, Brynjar Örn, er því sýknaður af öllum ákæruliðum þessarar ákæru utan ákærulið 2. Sannað er með skýlausri játningu ákærðu, Camillu Isabel, og öðrum gögnum málsins, að hún hafi framið þá háttsemi sem hún er ákærð fyrir, að teknu tilliti til breytinga sem leiða af sýknu ákærða, Brynjars Arnar. Brot ákærðu eru rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunni. 1277 Ákærði, Brynjar Örn, hefur frá árinu 1992 hlotið 6 refsidóma fyrir líkams- árás, þjófnað, húsbrot, skjalafals, nytjastuld og umferðarlagabrot. Hann hlaut síðast dóm 29. desember 1998 fyrir umferðarlagabrot og ber að dæma hegning- arauka, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga, við þann dóm vegna brotsins í ákærunni frá 24. júní 1999. Að öðru leyti er refsing ákærða Brynjars Arnar ákvörðuð með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga. Líkamsárás ákærða á Björgvin Ingvason var tilefnislaus. Hótun ákærða í garð Björns Tómasar Sigurðssonar vakti hjá honum ótta um líf fjölskyldunnar. Með hliðsjón af sakaferli ákærða og að öllu ofanrituðu virtu þykir refsing ákærða, Brynjars Arnar, hæfilega ákvörðuð 6 mánaða fangelsi. Frá refsivistinni skal draga 8 daga gæsluvarðhaldsvist hans, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða, Camilla Isabel, hefur ekki áður gerst brotleg við lög. Hún játaði brot sín hreinskilnislega og er það virt henni til refsilækkunar og þykir refsing hennar hæfilega ákvörðuð 3 mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu refsivistarinnar skilorðsbundið í 2 ár frá uppsögu dómsins að telja og skal refsing hennar falla niður að þeim tíma liðnum haldi hún almennt skilorð 57. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Komi til afplánunar refsivistar ákærðu skal draga 7 daga gæsluvarðhald hennar frá refsivistinni, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Björgvin Ingvason krefst skaðabóta eins og lýst er í ákærunni 24. júní 1999 auk vaxta eins og þar greinir. Kröfuliðirnir eru margir og reistir á áætluðum kostnaði og einstakir kröfuliðir eru Óórökstuddir og þeim fylgja ekki fullnægj- andi gögn. Ekki verður annað ráðið af gögnum, sem fylgdu kröfugerðinni, en að Tryggingastofnun ríkisins hafi endurgreitt reikninga vegna tannlækniskostn- aðar, sem krafist er skaðabóta fyrir. Samkvæmt því er öllum kröfuliðum Björg- vins vísað frá dómi, utan kröfuliðar vegna komu hans á slysadeild. Útlagður kostnaður þar er 2.670 krónur og er ákærði dæmdur til að greiða þá fjárhæð auk vaxta eins og greinir í dómsorði. Ákærða, Camilla Isabel, er skaðabótaskyld gagnvart öllum kröfuhöfum sem um getur í ákærunni frá 21. september 1999 og er hún dæmd til að greiða kröfu- höfunum þar til greindar fjárhæðir auk vaxta eins og lýst er í dómsorði. Ákærði, Brynjar Örn, greiði 10.788 krónur í sakarkostnað vegna ákæru 23. Júní 1999 Ákærði, Brynjar Örn, greiði 2/3 hluta 120.000 króna málsvarnarlauna til Krist- ins Bjarnasonar hæstaréttarlögmanns á móti 1/3 hluta sem greiðist úr ríkissjóði. Ákærða, Camilla Isabel, greiði 120.000 krónur í réttargæslu- og málsvarnar- laun til Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns. Sakarkostnað að öðru leyti greiði ákærðu óskipt. Guðjón Magnússon fulltrúi flutti málið fyrir ákæruvaldið. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. 1278 Dómsorð: Ákærði, Brynjar Örn Valsson, sæti fangelsi í 6 mánuði, en frá refsivist hans skal draga 8 daga gæsluvarðhald hans. Ákærða, Camilla Isabel Strutt, sæti fangelsi í 3 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar hennar skilorðsbundið í 2 ár frá uppsögu dómsins að telja og skal hún falla niður að þeim tíma liðnum haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Komi til afplánunar refsivistar ákærðu, Camillu Isabel, skal draga frá henni 7 daga gæsluvarðhald hennar. Ákærði, Brynjar Örn, greiði Björgvini Ingvasyni, kt. 261077-4699, 2.670 krónur auk vaxta eins og þeir ákvarðast skv. 16. gr. skaðabótalaga svo og dráttarvaxta eins og þeir ákvarðast skv. Il. kafla vaxtalaga nr. 25/1987. Ákærða, Camilla Isabel, greiði eftirtöldum aðilum skaðabætur: Kristjáni Kristjánssyni, kt. 190375-6099, 160.000 krónur auk dráttar- vaxta samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 1. mars 1999 til greiðsludags. Tæknivali BT, kt. 53276-0239, 139.990 krónur ásamt vöxtum sam- kvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 27. febrúar 1999 en síðan dráttarvöxtum sam- kvæmt Ill. kafla vaxtalaga til greiðsludags. Bílanausti hf. 62.856 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 27. febrúar 1999 en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga til greiðsludags. Hrafni Steinþórssyni, kt. 080144-2299, 20.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 27. febrúar 1999 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt Il. kafla sömu laga. Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf., kt. 680994-2779, 12.624 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 25. febrúar 1999 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt II. kafla vaxtalaga til greiðsludags. Ákærði, Brynjar Örn, greiði 10.788 krónur í sakarkostnað vegna sak- arefnis samkvæmt ákæru 23. júní 1999. Ákærði, Brynjar Örn, greiði 2/3 hluta af 120.000 króna málsvarnar- launum til Kristins Bjarnasonar hæstaréttarlögmanns á móti 1/3 hluta sem greiðist úr ríkissjóði. Ákærða, Camilla Isabel, greiði 120.000 krónur í réttargæslu- og máls- varnarlaun til Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns. Að öðru leyti greiði ákærðu sakarkostnað óskipt. 1279 Fimmtudaginn 23. mars 2000. Nr. 430/1999. Tcemex ehf. (Sveinn Andri Sveinsson hrl.) gegn þrotabúi Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. (Árni Grétar Finnsson hrl.) Skuldabréf. Kyrrsetning. Kröfugerð. Frávísun frá Hæstarétti. Við áfrýjun máls krafðist Í aðallega þess að kyrrsetning í nánar til- teknum eignum hans yrði felld úr gildi og hann sýknaður af fjárkröfum Þ. Talið var að eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefði samkomulag orð- ið með málsaðilum um að ljúka ágreiningi þeirra með greiðslu dóm- skuldarinnar gegn því að kyrrsetningu yrði aflétt af eigum Í, en sam- komulagið hefði ekki verið háð fyrirvara um áfrýjun þess af hálfu 1. Þótti áfrýjun málsins ekki vera samrýmanleg þessum gerðum Í og var málinu því vísað frá Hæstarétti að kröfu Þ. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunn- laugur Claessen og Haraldur Henrysson. Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 27. ágúst 1999. Stefnan var ekki þingfest, en málinu var áfrýjað á nýjan leik 22. októ- ber 1999. Endanlegar kröfur áfrýjanda eru þær að kyrrsetning, sem gerð var í nánar tilgreindum eigum hans, verði felld niður, en til vara að hún verði felld niður að hluta. Þá krefst hann sýknu af öllum fjár- kröfum stefnda, en til vara að þær verði lækkaðar og að til skuldajafn- aðar komi þá gagnkröfur áfrýjanda á hendur stefnda að fjárhæð 5.368.832 krónur. Hann krefst einnig sýknu af kröfu stefnda um rétt til innistæðu á bankareikningi í vörslu nafngreinds lögmanns. Áfrýjandi krefst loks málskostnaðar fyrir báðum dómstigum, en til vara að máls- kostnaður verði felldur niður. Stefndi krefst þess aðallega að öllum kröfum áfrýjanda verði vísað frá Hæstarétti og að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Til vara krefst hann sýknu af kröfum áfrýjanda og staðfestingar héraðsdóms. Hann krefst ennfremur málskostnaðar fyrir Hæstarétti. 1280 1. Í áfrýjunarstefnu var þess krafist að felld yrði úr gildi kyrrsetning, sem lögð var á eigur áfrýjanda 11. janúar 1999 og að hrundið yrði rétti stefnda yfir innistæðu á bankabók í vörslu Jónasar A. Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns. Þess var og krafist að dráttarvextir legðust ekki á hina dæmdu fjárhæð fyrr en 1. maí 1999. Loks var krafist málskostn- aðar. Í lok kröfugerðarinnar sagði síðan: „Að öðru leyti er þess Krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur“. Með endanlegum kröfum áfrýjanda í greinargerð til Hæstaréttar, sem áður voru raktar, hefur hann aukið við upphaflegar kröfur sínar í áfrýjunarstefnu. Svo sem hann hefur lagt grundvöll að kröfugerð sinni í áfrýjunarstefnu felst að hann sætti sig við héraðsdóm að hluta. Í því fólst ráðstöfun sakarefnisins af hans hálfu og verða kröfur ekki auknar eftir það gegn mótmælum stefnda. Getur sá hluti héraðsdóms, sem kröfugerð í áfrýjunarstefnu náði ekki til, þegar af þeirri ástæðu ekki komið til endurskoðunar við meðferð málsins fyrir Hæstarétti. 1. Lögmaður áfrýjanda sendi skiptastjóra stefnda skeyti 25. júní 1999, þar sem boðin var fram greiðsla á kröfu hins síðarnefnda samkvæmt héraðsdómi, en fjármunir til þess væru til reiðu á bankabók í vörslu áðurnefnds lögmanns. Var tekið fram að með þessu væri áfrýjandi ekki að viðurkenna réttmæti dómkröfunnar, en greiðslan væri innt af hendi til að losa eignir áfrýjanda undan kyrrsetningu. Þessu var fylgt eftir með símbréfi stjórnarformanns áfrýjanda til skiptastjórans 1. júlí 1999, þar sem ítrekað var boð um að greiða dómskuldina strax „gegn því að kyrrsetningu verði aflétt að öllu leyti gagnvart Icemex ehf.“. Engin önnur skilyrði voru sett fyrir greiðslu. Í bréfi skiptastjóra til vörslu- manns bankabókarinnar sama dag kom fram að samkomulag hefði orðið um að losa bankabókina með þeim hætti að áfrýjandi greiddi dómkröfuna með dráttarvöxtum og kostnaði með fé af bókinni, sam- tals 6.014.614 krónum, inn á geymslureikning í Landsbanka Íslands hf. Óskaði skiptastjóri atbeina vörslumanns bókarinnar til þessarar ráðstöf- unar. Stofnaði stjórnarformaður áfrýjanda í kjölfarið geymslureikning og bað vörslumanninn að leggja inn á hann áðurnefnda fjárhæð, sem tekin yrði af bankabókinni. Í framhaldi af því lýsti skiptastjóri stefnda því yfir að aðrar eignir áfrýjanda en bankabókin væru leystar undan 1281 kyrrsetningu og heimilt væri að greiða áfrýjanda fé, sem eftir stæði á bankabókinni umfram það, sem færi inn á geymslureikninginn. Setti hann jafnframt það skilyrði að fé á reikningnum yrði greitt stefnda 31. ágúst 1999 hefði stefndi ekki fyrir þann tíma ákveðið að áfrýja héraðs- dómi til Hæstaréttar. Samþykkti áfrýjandi það. Áðurnefndan dag til- kynnti skiptastjóri stjórnarformanni áfrýjanda bréflega þá ákvörðun stefnda að una héraðsdómi. Er bréf hans áritað |. september 1999 af stjórnarmanni áfrýjanda um samþykki við því að greiða stefnda fjár- hæðina, sem var gert samdægurs. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, varð samkomulag með málsaðilum um að ljúka ágreiningi þeirra með greiðslu dómskuldar- innar gegn því að kyrrsetningu yrði aflétt af eignum áfrýjanda. Sam- komulagið var háð fyrirvara stefnda um áfrýjun, en án nokkurs fyrir- vara af hálfu áfrýjanda. Áfrýjun málsins 27. ágúst 1999, sem stefndi kveður sér fyrst hafa orðið kunnugt um |. september sama ár, gat ekki samrýmst þeim gerðum áfrýjanda, sem að framan eru raktar. Að þessu virtu verður fallist á aðalkröfu stefnda um frávísun málsins frá Hæsta- rétti. Áfrýjandi skal greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Málinu er vísað frá Hæstarétti. Áfrýjandi, Icemex ehf., greiði stefnda, þrotabúi Júlíusar P. Guðjónssonar ehf., 250.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 28. maí 1999. I. Mál þetta, sem dómtekið var 15. apríl 1999, var höfðað með stefnu birtri lög- manni stefnda 20. janúar 1999 og þingfestri 27. janúar 1999. Stefnandi er þrotabú Júlíusar P. Guðjónssonar ehf., kt. 480388-1439. Er málið höfðað af skiptastjóra þrotabúsins Ingimundi Einarssyni hrl. fyrir þess hönd. Stefndi er Icemex ehf., kt. 450298-2399, Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þessar: 1282 * Að hið stefnda félag verði dæmt til að greiða honum kr. 34.333.653,-, ásamt dráttarvöxtum skv. TI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, þannig: Af kr. 9.408.875,- frá 1. maí 1998 til 30. júní s.á., en frá þeim degi af kr. 18.466.225,- til 16. ágúst s.á., en frá þeim degi af stefnufjárhæðinni kr. 34.333.653,- til greiðsludags, allt þó að frádregnum kr. 954.147,-, er stefndi innti af hendi þann 13. janúar 1999. * Til vara er gerð sú krafa að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 32.837.098,- ásamt dráttarvöxtum skv. Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, þannig: Af kr. 7.912.320,- frá 1. maí 1998 til 30. júní s.á., en frá þeim degi af kr. 16.969.670,- til 16. ágúst s.á., en frá þeim degi af kr. 32.837.098,- til greiðslu- dags, allt þó að frádregnum kr. 954.147,-, er stefndi innti af hendi þann 13. jan- úar 1999. * Að staðfest verði með dómi kyrrsetningargerð, sem fram fór hjá stefnda þann 11. janúar 1999, framkvæmd af sýslumanninum í Kópavogi, en endurupp- tekin að hluta þann 13. janúar sl., í eftirtöldum eignum stefnda: Fasteigninni að Smiðjuvegi 2, Kópavogi, eignarhluta gerðarþola samkvæmt kaupsamningi dags. 1. maí 1998, bifreiðunum YJ-803 og RT-719, lagerhillum, skrifstofuhúsgögnum og skrifstofutækjum, áfengisbirgðum á lager stefnda og áfengisbirgðum stefnda í Tollvörugeymslunni Zimsen ehf., samkvæmt uppskrift þann 11. janaúar 1999. * Að staðfestur verði með dómi réttur stefnanda til innistæðu á bankabók í vörslu Jónasar Aðalsteinssonar hrl., sem er andvirði útleystra áfengisbirgða stefnda úr Tollvörugeymslu Zimsen ehf. frá 13. janúar 1999 og allt til dómsupp- kvaðningar í staðfestingarmáli, allt í samræmi við skilmála sem bókaðir voru hjá sýslumanninum í Kópavogi þann 13. janúar 1999. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Af hálfu stefnda er þess aðallega krafist að kyrrsetning, sem gerð var í eignum stefnda þann 11. janúar 1999, verði felld niður, en til vara er þess kraf- ist að kyrrsetning, sem gerð var í eignum stefnda þann 11. janúar 1999, verði felld niður að hluta. Þess er einnig aðallega krafist að stefndi verði sýknaður af öllum fjárkröfum stefnanda, en til vara er þess krafist að kröfur stefnanda verði lækkaðar og að til skuldajafnaðar á móti kröfum stefnanda komi kröfur stefnda á hendur stefn- anda að fjárhæð kr. 5.368.832,-. Þess er einnig krafist að stefndi verði sýknaður af kröfu stefnanda um rétt til innistæðu á bankareikningi í vörslu Jónasar Aðalsteinssonar hrl. Þá krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar samkvæmt mati dómsins, en til vara er þess krafist að málskostnaður verði felldur niður. 1283 Il. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem upp var kveðinn þann 12. októ- ber 1998, var bú Júlíusar P. Guðjónssonar ehf., kt. 480388-1439, með lögheim- ili í Reykjavík, en starfsstöð að Smiðjuvegi 2, Kópavogi, tekið til gjaldþrota- skipta. Sama dag var Ingimundur Einarsson hrl. skipaður skiptastjóri búsins. Skiptabeiðandi var tollstjórinn í Reykjavík v/ opinberra gjalda, einkum áfengis- gjalds, og nam krafa hans kr. 126.755.105. Við yfirheyrslu skiptastjóra yfir fyrrum framkvæmdastjóra félagsins, Gunn- ari Júlíussyni, greindi hann frá því að allar eignir Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. hefðu verið seldar með kaupsamningi þann 1. maí 1998. Kaupandi hefði verið fyrirtækið Icemex ehf., stefndi í máli þessu, sem hann hefði stofnað í febrúar 1998 ásamt félaga sínum Þóri Steingrímssyni. Afhenti hann skiptastjóra afrit af kaupsamningnum dagsett 1. maí 1998 og viðauka við kaupsamninginn dagsettan 1. júní 1998. Samkvæmt kaupsamningnum keypti stefndi allar eignir og rekstur félagsins þannig: Fasteignin Smiðjuvegur 2 kr. 10.500.000 Bifreiðin YL-592 kr. 1.100.000 Bifreiðin YJ 803 kr. 850.000 Lagerlyftari kr. 200.000 Lagerhillur kr. 400.000 Skrifstofuhúsgögn kr. 2.000.000 Skrifstofutæki kr. 870.000 Viðskiptasambönd kr. 12.200.000 Samtals kr. 28.120.000 Kaupverðið skyldi þannig greitt: Með yfirtöku áhvílandi láns á Smiðjuvegi 2 kr. 9.070.432 Með yfirtöku lána vegna bifreiða, lyftara, skrif- stofuhúsgagna og ljósritunarvélar, samtals kr. 3.225.352 Með útgáfu skuldabréfs til 10 ára kr. 15.824.216 Lager var sérstaklega metinn og var söluverð hans = kr. 20.913.388 Var um samið að lagerinn greiddist annars vegar með uppgreiðslu yfirdrátt- arskuldar fyrirtækisins við Búnaðarbanka Íslands í Hafnarfirði kr. 5.000.000 og hins vegar með tveimur jafnháum víxlum með gjalddaga 1. nóvember 1998 og 1. maí 1999, hvorum að fjárhæð kr. 7.956.694. Eins og áður greinir var gerður viðauki við kaupsamninginn þann 1. júní 1998. Segir þar að aðilar séu sammála um að kaupandi yfirtaki skuldabréf nr. 1284 1335 að upphæð kr. 2.000.050,- í Búnaðarbankanum sem sé tilkomið vegna vörubirgða í TVG svo og að lagfærðar verði áfallnar verðbætur að upphæð kr. 404.513,- af láni hjá FBA vegna húsnæðis sem láðist að geta um í upphaflegum kaupsamningi. Þá séu aðilar einnig sammála um að viðskiptavild (umboð) hafi verið ofmetin við upphaflega samningsgerð og séu þeir sammála um að umsamið verð skuli lækkað um helming eða í 6.100.000,-. Segir síðan að þessar lagfæringar skuli ganga til lækkunar á víxlum skv. kaupsamningnum. Í málavaxtalýsingu stefnanda kemur fram að skiptastjóri hafi fengið aðgang að bókhaldsgögnum félagsins hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins, sem hafði lagt hald á þau gögn skömmu eftir upphaf skipta. Þrotabúið hafi síðan fengið Sig- urgeir Bóasson, löggiltan endurskoðanda, til þess að skoða bókhaldið og gera Þrotabúinu grein fyrir eignum þess og afdrifum. Skýrsla endurskoðandans var lögð fram í málinu. Samhliða bókhaldsathugun hafi skiptastjóri beðið um mat á verðmæti fasteignarinnar að Smiðjuvegi 2, viðskiptavild fyrirtækisins og verð- mæti þess lausafjár sem selt var 1. maí 1998. Möt þessi hafa verið lögð fram í málinu og samkvæmt þeim var söluverð fasteignarinnar áætlað kr. 16.000.000, verðmæti bifreiðarinnar IL 592 kr. 935.000, bifreiðarinnar YJ 803 kr. 1.218.000, lagerlyftara kr. 230.000, lagerhillna kr. 317.000, skrifstofuhúsgagna kr. 880.500 og skrifstofutækja kr. 392.500. Birgir Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, og Þorsteinn Víglundsson, deildarstjóri hjá Kaupþingi hf., mátu viðskiptavild fyrirtækisins og komast þeir að þeirri niðurstöðu að verð það sem greitt hafi verið fyrir hana samkvæmt við- aukanum kr. 6.100.000 hafi ekki verið of lágt. Þegar stefnandi höfðaði mál þetta lá mat á verðmæti fasteignarinnar fyrir en ekki mat á lausafé og viðskiptavild. Í stefnu segir, að við skoðun á bókhaldsgögnum þrotabúsins hafi fundist skuldabréfið, sem stefndi skyldi gefa út vegna kaupsamningsins að fjárhæð kr. 15.824.216 svo og „víxlarnir“ tveir, sem áttu að vera til greiðslu á lager, hvor að fjárhæð kr. 7956.694,-. Hafi þeir báðir verið óútgefnir og ósamþykktir. Við kyrrsetningargerð og í stefnu var ekki á það fallist af hálfu stefnanda að taka tillit til þeirra breytinga sem fólust í áðurnefndum viðauka til lækkunar á víxlunum. Við aðalmeðferð málsins lækkaði stefnandi á hinn bóginn í aðalkröfu upphaflegar kröfur sínar um kr. 6.504.513 á þeim forsendum að fallist væri á lækkun viðskiptavildar í kr. 6.100.000 og lækkun vegna verðbóta að fjárhæð kr. 404.513 vegna FBA-lánsins. Í varakröfu sinni hefur stefnandi ennfremur lækkað kröfur sínar enn frekar eða um kr. 1.496.555 vegna yfirtöku stefnda á skulda- bréfi í Búnaðarbankanum vegna vörubirgða í TVG upphaflega að fjárhæð kr. 2.000.050,- en að eftirstöðvum kr. 1.496.555 á yfirtökudegi. 1285 11. Fjárkröfur sínar í málinu byggir stefnandi í fyrsta lagi á skuldabréfi því að fjárhæð kr. 15.824.216,- er stefndi gaf út þann 6. maí 1998 samkvæmt kaup- samningnum með eigin sjálfskuldarábyrgð. Bréfið hafi verið gefið út til 10 ára með 120 mánaðarlegum afborgunum og borið 5% fasta ársvexti sem reiknast frá 16. ágúst 1998. Skuldin hafi verið bundin vísitölu neysluverðs, með grunn- vísitölu 183,1. Fyrsti gjalddagi hafi verið 16. ágúst 1998. Engin afborgun hafi verið greidd af skuldabréfinu og hafi því skuldin öll verið gjaldfelld þann 8. jan- úar 1999 með heimild í 5. tl. skuldabréfsins frá 1. gjalddaga 16. ágúst 1998. Hafi höfuðstóll skuldabréfsins að viðbættum verðbótum til 16. ágúst numið kr. 15.867.428,-. Sé krafist dráttarvaxta af þeirri fjárhæð frá 16. ágúst 1998 til greiðsludags. Þann 13. janúar 1999 hafi stefndi greitt innborgun á skuldina, kr. 954.147,- er gengið hafi til greiðslu innheimtuþóknunar og áfallinna dráttar- vaxta. Þá er á því byggt af hálfu stefnanda að báðir „víxlarnir“ sem áttu að vera til greiðslu mismunar v/ kaupa á lager samkvæmt kaupsamningi, hafi verið einskis virði sem slíkir, enda hvorki samþykktir né áritaðir um útgáfu. Byggir stefnandi á því að fjárhæð „víxlanna“ teljist í raun ekki annað en vangoldið kaupverð. Krefst hann dráttarvaxta vegna þeirra frá 1. maí 1998. Áður er getið lækkunar stefnanda á stefnukröfum varðandi þessa víxla, sem stafar af þeim atriðum sem stefnandi hefur fallist á að taka tillit til í viðaukanum við kaupsamninginn. En í stefnu féllst stefnandi hvorki á lækkun vegna yfirtöku lánsins í Búnaðarbank- anum að nafnverði 2.000.050, vegna verðbótamismunar af FBA-láni kr. 404.513, né lækkunar á viðskiptavild úr 12.200.000 í 6.100.000. Er því í aðal- kröfu krafist kr. 9.408.875.- vegna víxlanna og í varakröfu kr. 7.912.320. Í báðum tilvikum er krafist dráttarvaxta frá 1. maí 1998. Þá er liður í kröfum stefnanda, að stefndi standi í viðskiptaskuld við stefn- anda að fjárhæð kr. 9.057.350. Geri Sigurgeir Bóasson, löggiltur endurskoðandi, grein fyrir viðskiptakröfu stefnda í greinargerð sinni til búsins og rangfærslum, bakfærslum og leiðréttingum á þeirri kröfu frá 1. maí til 12. október 1998. Sé niðurstaða hans, eftir leiðréttingar á færslum, að viðskiptaskuld stefnda við þrotabúið sé kr. 9.057.350,- og að hún hafi stofnast þann 30. júní 1998. Sé því krafist dráttarvaxta af þeirri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Samkvæmt framansögðu nema því samanlagðar fjárkröfur stefnanda í aðal- kröfu kr. 34.333.653,-, en í varakröfu kr. 32.837.098,-. Upphaflegar dómkröfur samkvæmt stefnu námu hins vegar kr. 40.838.166,-. Í stefnu segir að stefnanda hafi orðið ljóst að fenginni þeirri niðurstöðu að skuld stefnda næmi rúmum 40 milljónum, að allar eignir stefnda, sem ráðstafað var til hans með kaupsamn- ingnum 1. maí 1998, hrykkju tæpast til greiðslu skuldarinnar, enda hafi stefn- anda ekki verið kunnugt um aðrar eignir stefnda. Þar sem fyrrum framkvæmda- 1286 stjóri fyrirtækisins og núverandi stjórnarformaður stefnda, hafði áður ráðstafað öllum eignum Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. með fyrrgreindum kaupsamningi til stefnda, hafi stefnandi talið verulega hættu á því að slíkt endurtæki sig þegar stefnda yrði kynnt krafa þrotabúsins. Hafi því verið lögð fram kyrrsetningar- beiðni þann 8. janúar 1999 hjá sýslumanninum í Kópavogi til tryggingar kröfum stefnanda þá alls að fjárhæð kr. 53.781.636. Inni í þeirri fjárhæð hafi verið veð- kröfur Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Búnaðarbanka Íslands hf. sem lýst hafði verið í þrotabúið, alls að fjárhæð kr. 9.400.596,-. Kyrrsetningargerðin hafi hafist þann 8. janúar 1999, en verið frestað til framhalds þann 11. janúar s.á. Þá hafi verið lögð fram bréf frá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Búnaðar- banka Íslands hf., þar sem kröfur þeirra í þrotabúið voru afturkallaðar. Hafi eignir stefnda síðan verið kyrrsettar fyrir öðrum kröfum eins og fram komi í dómkröfum stefnanda. Þann 13. janúar 1999 óskaði stefndi eftir því við sýslumanninn í Kópavogi að gerðin yrði endurupptekin í því skyni að leysa áfengisbirgðir í Tollvöru- geymslu Zimsen ehf., eins og þær voru við uppskrift þann 11. janúar s.á., undan kyrrsetningunni, gegn jafngildum tryggingum sem settar yrðu fyrir útleystum birgðum. Var á þetta fallist af hálfu stefnda gegn eftirgreindum skilyrðum: 1. Að trygging, jafngild cif-verði útleystra áfengisbirgða, yrði lögð inn á banka- bók sem yrði í vörslum lögmanns Tollvörugeymslunnar, Jónasar Aðalsteins- sonar hrl. 2. Fjárhæð sú sem lögð yrði inn á þessa bankabók stæði ávallt til tryggingar kröfu gerðarbeiðanda uns fyrir lægju lyktir í staðfestingarmáli. 3. Að fyrir lægi yfirlýsing af hálfu lögmanns Tollvörugeymslunnar, þar sem hann f.h. Tollvörugeymslunnar, tæki að sér vörslu ofangreindrar bankabókar og tryggði að eingöngu yrði afhentur sá hluti áfengisbirgða gerðarþola sem sett hafi verið trygging fyrir. 4. Fyrir lægi staðfesting Tollvörugeymslu á stöðu lagers þann 11. janúar 1999 Í samræmi við kyrrsetningargerð. 5. Að afhending áfengis samkvæmt ofangreindum skilyrðum gæti hafist jafn- skjótt og sýslumanni hefði borist yfirlýsing lögmanns Tollvörugeymslunnar um ofangreint. Yfirlýsing lögmanns Tollvörugeymslunnar, Jónasar Aðalsteinssonar hrl., barst sýslumanni þann 15. janúar 1999 og voru því áfengisbirgðir í Tollvöru- geymslu Zimsen ehf. leystar undan kyrrsetningu, að því marki sem jafngild fjár- hæð yrði lögð inn á bankabók hverju sinni fyrir útleystum birgðum, og stæði sú bankabók til tryggingar kröfum stefnanda samkvæmt ofanrituðu. Þann 15. janúar 1999 óskaði stefndi eftir endurupptöku gerðarinnar í því 1287 skyni að fella hana niður að hluta eða öllu leyti, en því hafnaði sýslumaður gegn mótmælum stefnanda. Lagarök stefnanda. Stefnandi reisir fjárkröfu sína á almennum reglum samninga- og kröfuréttar um gildi fjárskuldbindinga, efndir þeirra og vanefndir. Skuldabréfið að fjárhæð kr. 15.824.216,- sem stefndi gaf út þann 6. maí 1998 hafi ekki verið efnt í sam- ræmi við ákvæði þess: Engar afborganir hefðu verið inntar af hendi þegar stefn- andi óskaði kyrrsetningar í eignum stefnda þann 8. janúar 1999, og hefði það því allt verið gjaldfellt af stefnanda samkvæmt ótvíræðri heimild í 5. tl. skulda- bréfsins. Samkvæmt kaupsamningi Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. og Icemex ehf. dag- settum |. maí 1998 hafi stefndi skuldbundið sig til að greiða hluta kaupverðs með tveimur jafnháum víxlum. Stefndi hafi ekki efnt kaupsamninginn að þessu leyti, svo sem honum bar, og skipti þar engu máli þau víxileyðublöð, sem var að finna í bókhaldsgögnum þrotabúsins. Þá sé viðaukasamningnum við kaupsamninginn mótmælt sem órökstuddum og ósönnuðum umfram það sem stefnandi hafi fallist á undir rekstri málsins. Þá byggist krafa stefnanda vegna viðskiptaskuldar stefnda að fjárhæð kr. 9.057.350,- á faglegri úttekt löggilts endurskoðanda þrotabúsins, eftir leiðrétt- ingu hans og bakfærslu á fylgiskjali nr. 8765. Telji endurskoðandinn í greinar- gerð sinni að það skjal fái engan veginn staðist og sé út í hött. Því skuldi stefndi stefnanda umrædda fjárhæð, sem hafi stofnast þann 30. júní 1998. Um heimild til kyrrsetningar, skilyrði fyrir kyrrsetningu og málsmeðferð að öðru leyti vísar stefnandi til laga nr. 31/1991 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., aðallega 5. gr. og VI. kafla þeirra laga. Um heimild til höfðunar staðfestingar- máls vegna tryggingar úr hendi stefnda fyrir útleystum áfengisbirgðum frá Toll- vörugeymslu Zimsen ehf. vísast til 38. gr. sömu laga. Krafa um dráttarvexti er byggð á III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 og krafa um málskostnað er reist á XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 129. og 130. gr. IV. Í greinargerð stefnda er að miklu leyti vísað til málavaxtalýsingar stefnanda, sem í meginatriðum hefur verið rakin hér að framan. Þó eru gerðar ýmsar athugasemdir við málavaxtalýsinguna. Þannig mótmælir stefndi því sem aug- ljósum rangfærslum, að greiðsla stefnda vegna veðskuldabréfsins að fjárhæð kr. 954.147 þann 13. janúar 1999 hafi gengið til greiðslu á innheimtuþóknun og áföllnum dráttarvöxtum. Vísar stefndi til eftirfarandi bókunar í aðfarabók sýslu- mannsins í Kópavogi þann 13. janúar 199 við fyrirtöku á endurupptökubeiðni stefnda: „Mætti f.h. gerðarþola býður fram greiðslu á gjaldföllnum afborgunum 1288 skuldabréfs þess sem grein er gerð fyrir í kyrrsetningarbeiðni gerðarbeiðanda en uppreiknaðar teljast þær vera að fjárhæð kr. 954.147,- að sögn gerðarþola. Umboðsmaður gerðarbeiðanda tekur við greiðslunni úr hendi gerðarþola í formi tékka með þeim fyrirvara að ekki sé með móttöku greiðslunnar verið að falla frá hugsanlegu riftunarmáli gerðarbeiðanda á hendur gerðarþola á grundvelli gjaldþrotaskiptalaganna og áskilnaði um að skila greiðslunni, ákveði skipta- fundur að riftunarmál skuli höfðað. Einnig er gerður fyrirvari af hálfu gerðar- beiðanda um uppreikning gjalddaga.“ Telur stefndi að með móttöku greiðsl- unnar hafi stefnandi skuldbundið sig til að láta greiðsluna ganga inn á gjald- fallnar afborganir og koma hinu gjaldfallna skuldabréfi í skil. Er því síðan haldið fram að stefnandi hafi neitað viðtöku á frekari afborgunum umrædds skulda- bréfs, en hann hafi ekki orðið við tilmælum fyrirsvarsmans stefnda um að gefa upp númer á fjárvörslureikningi búsins. Hafi stefndi því geymslugreitt áfram- haldandi afborganir. Þá gerir stefndi athugasemdir við umfjöllun stefnanda um viðaukasamning- inn og víkur að niðurstöðum matsmanna, sem sýni að kaupverð eigna hafi síst verið of lágt samkvæmt þeim samningi. Þá getur hann þess að hvorugum samn- ingnum hafi verið rift af hálfu stefnanda. Með hliðsjón af breyttri kröfugerð stefnanda í málinu þykja ekki efni til að reifa sjónarmið stefnda frekar um þennan þátt. Af hálfu stefnda er gerð athugasemd við kröfuliðinn viðskiptaskuld stefnda að fjárhæð kr. 9.057.350, sem stefnandi byggi á greinargerð Sigurgeirs Bóas- sonar, löggilts endurskoðanda. Í greinargerð endurskoðandans komi fram að bókhald Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. hafi verið vel og skilmerkilega fært, en staðnæmst sé við færslu á kr. 12.450.000,- m/vsk. á vörukaupa- og lánardrottna- reikningi fyrirtækisins til lækkunar á skuld stefnda við fyrirtækið. Komi fram hjá endurskoðandanum að hann treysti sér ekki til að taka tillit til þessarar færslu fyrr en nánari skýringar komi fram. Í greinargerðinni komi fram að á móti þess- ari „skuld“ stefnda við fyrirtækið komi skuld þess við stefnda að fjárhæð kr. 3.392.650 og sé mismunurinn skuld stefnda. Við endurupptöku kyrrsetningar- innar þann 15. janúar 1999 hafi verið lagt fram bréf Péturs Guðbjartssonar, lög- gilts endurskoðanda, endurskoðanda Júlíusar P. Guðjónssonar ehf., ásamt útskrift úr bókhaldi þess fyrirtækis, en þar séu færðar fram mjög einfaldar og eðlilegar skýringar á áðurgreindri færslu, þ.e. að til þess að Júlíus P. Guðjóns- son ehf. gæti afgreitt pantanir á tímabilinu frá maí til júní 1998 hafi stefndi lagt út fyrir vörukaupum, sem stefndi hafi síðan fengið endurgreitt þegar varan hafði verið seld. Telji stefndi því fram komnar skýringar á þeirri óvissu sem talin var vera fyrir hendi og því sé um að ræða viðskiptaskuld stefnanda við stefnda. Þessu til stuðnings megi benda á dskj. nr. 34, en þar komi fram yfirlit yfir sölu fyrirtækisins í maí og júní 1998 eða samtals að fjárhæð kr. 26.017.319. Í ljósi 1289 þess að allar birgðir fyrirtækisins voru seldar stefnda gefi auga leið að einhvern veginn hafi Júlíus P. Guðjónsson ehf. þá komið höndum yfir vörur til þess að standa undir þeirri sölu. Það sé því hugsunarvilla að unnt sé að selja varning fyrir milljónir króna án nokkurra birgða. Þá vísar stefndi til reiknings úr bók- haldi fyrirtækisins, sem er reikningur frá stefnda stílaður á Júlíus P. Guðjónsson ehf. að fjárhæð kr. 12.450.000 vegna vöruflæðis. Er því haldið fram af hálfu stefnda að þar sem ekki hafi náðst að kynna þær breytingar sem fólust í samningum stefnanda og stefnda frá 1. maí 1998 hafi verið ákveðið að selja áfram vörur undir merkjum Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. til loka júní 1998. Á tímabilinu frá 1. maí til 30. júní 1998 hafi stefndi leyst út vörur úr Tollvörugeymslunni sem JPG og stefndi seldu síðan eftir því sem við átti. Hafi vörukaup stefnda á þessu tímabili verið sem hér segir: Afgreiðslugjald kr. 110.075 Skilagjald kr. 571.701 Áfengisgjald kr. 10.068.818 Virðisaukaskattur kr. 4.745.071 Innkaupsverð vörubirgða kr. 3.871.971 Af hálfu stefnda er á því byggt, að á tímabilinu maí-júní 1998 hafi JPG greitt kr. 1.210.980 til sýslumannsins í Kópavogi samkvæmt sérstöku samkomulagi. Hafi þessar greiðslur runnið beint frá ÁTVR til sýslumanns, en peningarnir hafi orðið til vegna sölu í sérverslun ÁTVR á Stuðlahálsi. Hafi vörurnar sem greitt var fyrir verið eign stefnda frá og með 1. maí 1998 og verði því að telja að þrota- búið skuldi stefnda þessa fjárhæð. Þá er á því byggt að fjárhæð láns hjá Búnaðarbanka Íslands hf. sem stefndi yfirtók hafi verið nokkru hærra en gert var ráð fyrir í samningum aðila. Þar muni kr. 765.202. Í greinargerð Sigurgeirs Bóassonar sé staðfest að viðskiptaskuld stefnanda við stefnda nemi kr. 3.392.650. Samtals geri þetta kr. 5.368.832. Sé það skuldajafnaðarkrafa stefnda. Málsástæður og lagarök stefnda. Kröfu sína um niðurfellingu kyrrsetningarinnar í heild sinni byggir stefndi í fyrsta lagi á vanhæfi sýslumannsins í Kópavogi, í öðru lagi á því að ekki hafi verið uppfyllt skilyrði 1. mgr. 5. gr. KYL og í þriðja lagi á því að ekki hafi verið uppfyllt skilyrði 2. mgr. 5. gr. KYL. Að því er fyrstu málsástæðuna varði komi fram í gögnum málsins að lang- stærsta krafan sem lýst var í þrotabúið hafi verið krafa tollstjórans í Reykjavík vegna vangoldins áfengisgjalds. Sýslumaðurinn í Kópavogi hafi haft með inn- heimtu áfengisgjaldsins að gera; þar hafi verið staðið skil á innborgunum á áfengisgjaldinu til ríkissjóðs. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 96/1995 um gjald af 1290 áfengi og með vísan til reglugerðar hafi sýslumanni borið að taka tryggingu fyrir skilum á áfengisgjaldinu. Það hafi ekki verið gert auk þess sem það hljóti að teljast verulega ámælisvert fyrir þennan innheimtumann ríkissjóðs að láta jafn- stóra upphæð safnast upp sem raun bar vitni. Það kunni því að varða miklu em- bættisheiður sýslumanns sjálfs að sem mest komi upp í kröfu ríkissjóðs á hendur Þrotabúinu. Engu breyti í þessu tilviki þótt tollstjórinn í Reykjavík hafi á síðari stigum yfirtekið innheimtu áfengisgjaldsins. Almennt valdi það ekki vanhæfi sýslumanns við aðfarargerð að hann sé sjálfur innheimtumaður, enda liggi þá til grundvallar gildar aðfararheimildir. Kyrrsetning sé hins vegar bráðabirgðaaðgerð sem krefjist mun meira mats þess er framkvæmir gerðina á málsatvikum, varðandi það hvort skilyrði kyrrsetningar séu fyrir hendi. Varðandi aðra málsástæðuna er af hálfu stefnda á því byggt, að ekki hafi verið uppfyllt skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 31/1991, þar sem kveðið sé á um það að sennilegt megi telja, að fari kyrrsetning ekki fram, muni draga mjög úr líkindum til að fullnusta kröfu takist eða að hún verði verulega örðugri. Segi í greinargerð með 5. gr. að fyrirmæli þessi beri að skilja sem svo að raunhæfa nauðsyn beri til vegna hagsmuna kröfuhafa. Eini rökstuðningurinn í kyrrsetn- ingarbeiðni stefnanda fyrir því að þessi lagaskilyrði hafi verið til staðar hafi ann- ars vegar verið að fyrirsvarsmaður Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. og síðar stjórn- arformaður stefnda hefði ráðstafað öllum eignum félagsins til stefnda og hins vegar væri það ljóst að þær eignir sem stefndi keypti af félaginu dygðu ekki til að standa undir kröfum stefnanda. Telur stefndi hægt að vísa fyrra atriðinu á bug, þar sem ljóst sé með hliðsjón af niðurstöðum matsmanna að eignir Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. voru seldar á eðlilegu verði. Þegar horft sé síðan á fjárhæð réttmætra krafna sé augljóst að mati stefnda að síðara atriðið eigi ekki við. Þá byggi stefndi í þriðja lagi á því að þær kröfur sem til gundvallar kyrrsetn- ingunni voru lagðar, séu fallnar niður. Séu þar með skilyrði 2. mgr. 5. gr. KYL ekki lengur fyrir hendi og forsendur fyrir niðurfellingu kyrrsetningarinnar þar með til staðar, sbr. 3. tl. 3. mgr. 22. gr. KYL. Bendir stefndi á að við framhald kyrrsetningarinnar þann 11. janúar 1998 hafi verið fallið frá hluta þeirra krafna sem upphaflega lágu að baki kyrrsetningar- beiðninni, nánar tiltekið vegna lánanna frá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og Búnaðarbanka Íslands hf., sem afturkallað höfðu kröfur þær er þeir lýstu í Þrotabúið og samþykkt að lán hvíldu áfram á fasteigninni að Smiðjuvegi 3. Þá hafi stærsta einstaka krafa stefnanda að baki kyrrsetningunni fallið niður við endurupptöku kyrrsetningarinnar þann 13. janúar 1999 þegar skuldabréfakröfu að fjárhæð kr. 15.824.216,- var komið í skil. Þá byggir stefndi á því að þær kröfur sem þá standi eftir séu það vafasamar einar og sér að þær geti ekki legið til grundvallar kyrrsetningu. Í stefnu sé á því byggt að vangoldið sé kaupverð 1291 lagers þess sem stefndi keypti af Júlíusi P. Guðjónssyni ehf. í formi tveggja víxla samtals að fjárhæð kr. 15.913.388. Frá þeirri upphæð sé rökrétt að draga upp- hæð víxils sem enn sé ekki kominn á gjalddaga, kr. 7.956.694. Standi þá eftir fjárhæð þess víxils sem í gjalddaga var fallinn samkvæmt kyrrsetningarbeiðni, kr. 7.956.694. Bendir stefndi á að samkvæmt viðauka við kaupsamninginn hafi verið samið um að kr. 8.001.068 skyldu koma til lækkunar á víxilskuldum þessum, þ.e. vegna yfirtöku eftirstöðva lánsins hjá Búnaðarbanka Íslands hf., kr. 1.496.555, með lagfæringu verðbóta vegna yfirtekins láns hjá FBA, kr. 404.513, og með lækkun kaupverðs lagers með lækkun viðskiptavildar um kr. 6.100.000, sem matsmenn hafi staðfest að væri réttmæt. Heldur stefndi því fram að meðan kaupsamningsviðaukanum hafi ekki verið rift standi hann, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé krafist tryggingar á hugsanlegum kröfum þrotabúsins í tengslum við hugsanlega riftun. Þá er á því byggt varðandi kröfu stefnanda um viðskipta- skuld stefnda, að af hálfu stefnda hafi verið færðar fram mjög einfaldar og eðli- legar skýringar á umþrættri 10 mílljón króna færslu. Verði ekki fallist á það að allar kröfur stefnanda séu fallnar niður krefjist stefndi þess að hluti kyrrsetningarinnar verði látinn niður falla. Hið kyrrsetta sé mun verðmætara en þær kröfur sem eftir standi, en upphafleg fjárhæð sem kraf- ist var kyrrsetningar fyrir hafi numið 50 milljónum króna. Um lagarök vísar stefndi til 5. gr. laga nr. 31/1991, varðandi dráttarvaxta- kröfu til Hl. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 og varðandi málskostnað til 129. og 130 gr. laga nr. 91/1991. Við aðalmeðferð málsins gáfu munnlegar skýrslur Gunnar Júlíusson, annar eigenda stefnda, Þórir Einar Steingrímsson, framkvæmdastjóri stefnda, og vitnin Sigurgeir Bóasson, löggiltur endurskoðandi, og Pétur Guðbjartsson, löggiltur endurskoðandi. Niðurstöður. Eins og að framan getur, greiddi stefndi stefnanda 954.147 krónur við fyrir- töku á beiðni stefnda um endurupptöku kyrrsetningarinnar hjá sýslumanninum í Kópavogi þann 13 janúar 1999. Kemur fram í bókun í aðfarabók sýslumanns að boðin hafi verið fram greiðsla á gjaldföllnum afborgunum skuldabréfsins sem um ræðir, sem uppreiknaðar teljist vera kr. 954.147. Byggði stefndi þá fjárhæð á útreikningi Búnaðarbanka Íslands á skuldabréfinu. Umboðsmaður stefnanda tók við greiðslunni með þeim fyrirvara annars vegar, að ekki væri með móttöku greiðslunnar verið að falla frá hugsanlegu riftunarmáli á grundvelli gjaldþrota- skiptalaga og því væri áskilnaður um að skila greiðslunni ákvæði skiptafundur að riftunarmál skyldi höfðað og hins vegar gerði umboðsmaðurinn fyrirvara um uppreikning gjalddaga. 1292 Dómurinn telur að á hvorugan fyrirvarann hafi reynt. Í fyrsta lagi var riftun- armál ekki höfðað og í öðru lagi hefur uppreikningi gjalddaga við greiðsluna ekki verið mótmælt sem röngum. Til þess ber að líta að við móttöku greiðsl- unnar var af hálfu stefnanda enginn fyrirvari gerður um greiðslu innheimtu- kostnaðar vegna skuldabréfsins. Óumdeilt er í málinu að stefnandi gjaldfelldi skuldabréfið þann 8. janúar 1999 samkvæmt heimild í bréfinu sjálfu. Á hinn bóginn verður að telja að með móttöku greiðslunnar 13. janúar 1999 með þeim fyrirvörum sem að framan getur hafi skuldabréfinu verið komið í skil og gjaldfelling bréfsins þar með úr sögunni. Af þeim sökum kemur því ekki til þess í máli þessu að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda andvirði skuldabréfs þessa eins og krafist er af hálfu stefnanda. Eftir þessum úrslitum koma kr. 954.147, sem stefndi greiddi 13. janúar 1999 vegna skuldabréfsins, ekki til frádráttar öðrum kröfum stefn- anda í máli þessu. Aðilar deila um það hvort stefndi standi í viðskiptaskuld við stefnanda að fjárhæð kr. 9.057.350 eins og stefnandi heldur fram eða hvort þessu sé öfugt farið og að um hafi verið að ræða viðskiptaskuld Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. við stefnda að fjárhæð kr. 3.392.650 eins og stefndi heldur fram. Í greinargerð Sigurgeirs Bóassonar, löggilts endurskoðanda, kemur fram að samkvæmt stöðulista úr bókhaldi Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. skuldi stefndi því félagi ekki neitt, heldur sé niðurstaða bókhaldsins þvert á móti sú að Júlíus P. Guðjónsson ehf. skuldi stefnda kr. 3.392.650 miðað við eftirfarandi niður- stöðu bókhalds. Debet Kredit Icemex ehf. skv. stöðulista viðskiptabókhalds: 2.066.076 Icemex ehf. skv. stöðulista lánardrottnabókhalds: 5.458.726 2.066.076 - 5.458.726 Mismunur: 3.392.650 Gerir endurskoðandinn síðan þá breytingu á niðurstöðum bókhalds varðandi viðskipti Icemex ehf., að ekki sé tekið með í reikninginn fylgiskjal nr. 8765, en það skjal veki upp spurningar um trúverðugleika, bæði formlega og efnislega. Þetta skjal segi og sé bókfært þannig, að þann 30. júní 1998, eða mánuði eftir að Júlíus P. Guðjónsson ehf. seldi allan rekstur sinn til stefnda, þá hafi stefndi selt Júlíusi P. Guðjónssyni ehf. vörur fyrir kr. 10.000.000 án virðisaukaskatts, eða kr. 12.450.000 með virðisaukaskatti, og sé þessi upphæð bókfærð á vöru- kaupa- og lánardrottnareikning til lækkunar á skuld Icemex ehf. við Júlíus P. Guðjónsson ehf. Telur endurskoðandinn skjalið efnislega fjarri því að hægt sé að taka það með og formlega út í hött ef um alvöru viðskipti hefði verið að ræða. Leiðréttir endurskoðandinn færslur samkvæmt þessu skjali með bakfærslu 1293 og eftir það fær hann út að stefndi skuldi Júlíusi P. Guðjónssyni kr. 9.057.350 þannig: Debet Kredit Icemex ehf. skv. stöðulista viðskiptabókhalds: 2.066.076 Icemex ehf. skv. stöðulista lánardrottnabókhalds: 5.458.726 Leiðrétt fylgiskjal nr. 8765: 12.450.000 14.516.076 5.458.726 Mismunur: 9.057.350 Pétur Guðbjartsson, löggiltur endurskoðandi, gerði athugasemdir við grein- argerð Sigurgeirs Bóassonar. Í bréfi hans dagsettu 11. janúar 1999 segir: „Á tímabilinu maí-júní 1998 leysti Icemex ehf. út vöru fyrir Júlíus P. Guðjónsson ehf., þ.e. sá um vörukaup fyrir félagið. Júlíus P. Guðjónsson var með vörusölu með höndum allt til loka þess tímabils. Gefinn var út reikningur í lok þess tímabils frá Icemex ehf. á hendur Júlíusi P. Guðjónssyni ehf. fyrir þessum viðskiptum og nam hann kr. 10.000.000 fyrir utan virðisaukaskatt, en kr. 12.450.000 með virðisaukaskatti og færðist á viðskiptareikning félagsins.“ Í málinu er upplýst að Sigurgeir Bóasson, löggiltur endurskoðandi, hafði ekki undir höndum reikning stefnda á hendur Júlíusi P. Guðjónssyni ehf., dskj. 35, er hann gerði framangreindar breytingar á bókhaldi félagsins. Hinn sérfróði meðdómsmaður er sammála því mati Sigurgeirs Bóassonar að ekki hafi átt að taka mark á þessum færslum miðað við þau gögn er hann hafði þá undir höndum. Á hinn bóginn hafi eftir það komið fram frekari gögn sem geri það að verkum að taka verði skýringar stefnda á þessum viðskiptum fyrirtækjanna til greina. Á það einkum við reikning stefnda á dskj. nr. 35 og bréf Péturs Guð- bjartssonar endurskoðanda á dskj. nr. 34. Telur dómurinn því sterkar líkur hafa verið leiddar að því að raunveruleg viðskipti hafi átt sér stað milli fyrirtækjanna með þeim hætti er stefndi heldur fram. Samkvæmt því stóð Júlíus P. Guðjóns- son ehf. í viðskiptaskuld við stefnda að fjárhæð kr. 3.392.650. Samkvæmt þessu verður því ekki fallist á þennan kröfulið stefnanda og stefndi því sýknaður af kröfu stefnanda að því er er varðar viðskiptaskuld stefnda að fjárhæð kr. 9.057.350. Samkvæmt kaupsamningi skyldi greiða fyrir lager m.a. með útgáfu tveggja víxla hvors að fjárhæð kr. 7.956.694, annars með gjalddaga 1. nóvember 1998 en hins með gjalddaga 1. maí 1999. Hvorugur víxillinn var gefinn út. Í viðauka við kaupsamninginn var ákveðið að lækkun viðskiptavildar samkvæmt kaup- samningi um kr. 6.100.000, vanreiknaðar verðbætur vegna FBA-láns kr. 404.513 og yfirtaka skuldabréfs hjá B.Í. vegna vörukaupa að fjárhæð kr. 2.000.050 skyldi ganga til lækkunar á víxilskuldinni. Af hálfu stefnanda er í aðalkröfu fallist á lækkun stefnukrafna að þessu leyti um kr. 6.100.000 og 1294 404.513 eða samtals kr. 6.504.513 og í varakröfu um kr. 1.496.555 að auki sem voru eftirstöðvar 2.000.050 króna skuldabréfsins á yfirtökudegi. Dómurinn telur að byggja verði á viðaukanum að öllu leyti enda hafi stefnandi ekki sýnt fram á að stefndi hafi ekki yfirtekið skuldabréfið í B.Í. að fjárhæð kr. 1.496.555. Koma því samtals til lækkunar þeirri fjárhæð sem stefndi átti að greiða sam- kvæmt víxlunum sem gefa átti út kr. 8.001.068. Samanlagt andvirði víxlanna nam kr. 15.913.388. Samkvæmt því skuldar stefndi enn vegna þeirra kr. 7.912.320. Samkvæmt því verður að miða við að fjárhæð samkvæmt fyrri víxl- inum hafi greiðst að fullu við undirritun viðaukans við kaupsamninginn. Eins og áður greinir voru víxlarnir aldrei gefnir út. Ber því að fallast á þau sjónarmið stefnanda að líta beri á fjárhæð þeirra sem vangreitt kaupverð. Á það við seinni víxilinn. Verður við það að miða að fjárhæð víxlanna hafi verið gjald- fallin sama dag og kaupsamningur var gerður eða 1. maí 1998. Verða dráttar- vextir því miðaðir við þann dag. Með hliðsjón af því er að ofan greinir um viðskiptaskuldina þykir ljóst að Júlíus P. Guðjónsson ehf. stóð í viðskiptaskuld við stefnda eftir umrædd við- skipti eins og fram kemur í greinargerð Sigurgeirs Bóassonar, löggilts endur- skoðanda. Nemur sú fjárhæð 3.392.650 krónum. Af hálfu stefnda er þess kraf- ist að sú fjárhæð komi til skuldajafnaðar við tildæmdar kröfur stefnanda. Dóm- urinn telur skilyrði til skuldajafnaðar fyrir hendi að þessu leyti og verða til- dæmdar kröfur stefnanda lækkaðar sem þessu nemur. Að auki hefur stefndi kraf- ist þess að til skuldajafnaðar komi kr. 1.210.980 vegna greiðslu Júlíusar P. Guð- Jónssonar ehf. til sýslumannsins í Kópavogi á tímabilinu maí- júní 1998, vegna greiðslna frá ÁTVR vegna vara sem tilheyrðu stefnda og kr. 765.202 vegna þess að yfirtekið lán hjá Búnaðarbanka Íslands hf. hefði reynst hærra sem þessu nemi en gert hafi verið ráð fyrir í kaupsamningi. Af hálfu stefnda hafa þessir kröfu- liðir ekki verið rökstuddir með viðhlítandi hætti auk þess sem þeir eru ekki studdir gögnum. Ber því að hafna því að þessir kröfuliðir komi til skuldajafn- aðar við tildæmdar kröfur stefnanda. Samkvæmt framansögðu er niðurstaða dómsins því sú að stefndi verður dæmdur til að greiða stefnanda 4.519.670 krónur með dráttarvöxtum frá 1. maí 1998 til greiðsludags. Dómurinn telur stefnda ekki hafa fært fram rök fyrir því að fella beri kyrr- setningu niður vegna vanhæfis sýslumannsins í Kópavogi. Samkvæmt fram- lögðum gögnum var það tollstjórinn í Reykjavík sem hafði með innheimtu áfengisgjaldsins að gera en ekki sýslumaðurinn í Kópavogi. Kom það einnig fram í framburði fyrrum framkvæmdastjóra Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. fyrir dóminum að gjaldið hefði jafnan verið greitt hjá tollstjóranum í Reykjavík og við hann samið um greiðslufresti. Er því ekki fallist á niðurfellingu kyrrsetning- arinnar af þessum sökum. 1295 Að öðru leyti telur dómurinn að skilyrði hafi verið fyrir kyrrsetningu á þeim tíma sem hún var framkvæmd og miðað við þau gögn sem þá voru til staðar. Ber því að staðfesta kyrrsetningargerðina sem fram fór hjá stefnda þann 11. jan- úar 1999, framkvæmd af sýslumanninum í Kópavogi, en endurupptekin að hluta þann 13. janúar 1999, í eftirtöldum eignum stefnda: Fasteigninni að Smiðjuvegi 2, Kópavogi, eignarhluta gerðarþola samkvæmt kaupsamningi dags. Í. maí 1998, bifreiðunum YJ-803 og RT-719, lagerhillum, skrifstofuhúsgögnum og skrifstofutækjum, áfengisbirgðum á lager stefnda og áfengisbirgðum stefnda í Tollvörugeymslunni Zimsen ehf., samkvæmt uppskrift þann 11. janúar 1999, en þó að teknu tilliti til þeirrar úrlausnar sem fjárkrafa stefnanda hefur sætt með dómi þessum. Þá er staðfestur réttur stefnanda til innistæðu á bankabók í vörslu Jónasar Aðalsteinssonar hrl., sem er andvirði útleystra áfengisbirgða stefnda úr Toll- vörugeymslu Zimsen ehf. frá 13. janúar 1999 og allt til dómsuppkvaðningar í staðfestingarmáli, allt í samræmi við skilmála sem bókaðir voru hjá sýslumann- inum í Kópavogi þann 13. janúar 1999, en þó að teknu tilliti til þeirrar úrlausnar sem fjárkrafa stefnanda hefur sætt með dómi þessum. Eftir þessum úrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda máls- kostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 600.000 krónur. Er þá meðtalinn útlagður kostnaður stefnanda við kyrrsetninguna og höfðun máls þessa svo og virðis- aukaskattur af málflutningsþóknun. Dóm þennan kveða upp Finnbogi H. Alexandersson héraðsdómari og með- dómsmennirnir Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari og Guðmundur R. Óskarsson, löggiltur endurskoðandi. Dómsuppsaga hefur dregist vegna embættisanna dómara. Dómarar og lög- menn eru sammála um að endurflutningur sé óþarfur. Dómsorð: Stefndi Icemex ehf. greiði stefnanda þrotabúi Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. 4.519.670 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. maí 1998 til greiðsludags. Kyrrsetningargerðin sem fram fór hjá stefnda þann 11. janúar 1999, framkvæmd af sýslumanninum í Kópavogi, en endurupptekin að hluta þann 13. janúar 1999, í eftirtöldum eignum stefnda: Fasteigninni að Smiðjuvegi 2, Kópavogi, eignarhluta gerðarþola samkvæmt kaupsamningi dags. 1. maí 1998, bifreiðunum YJ-803 og RT-719, lagerhillum, skrif- stofuhúsgögnum og skrifstofutækjum, áfengisbirgðum á lager stefnda og áfengisbirgðum stefnda í Tollvörugeymslunni Zimsen ehf., samkvæmt 1296 uppskrift þann 11. janúar 1999, er staðfest, en þó að teknu tilliti til þeirrar úrlausnar sem fjárkrafa stefnanda hefur sætt með dómi þessum. Réttur stefnanda til innistæðu á bankabók í vörslu Jónasar Aðalsteins- sonar hrl., sem er andvirði útleystra áfengisbirgða stefnda úr Tollvöru- geymslu Zimsen ehf. frá 13. janúar 1999 og allt til dómsuppkvaðningar í staðfestingarmáli, allt í samræmi við skilmála sem bókaðir voru hjá sýslu- manninum í Kópavogi þann 13. janúar 1999, er staðfestur, en þó að teknu tilliti til þeirrar úrlausnar sem fjárkrafa stefnanda hefur sætt með dómi þessum. Stefndi Icemex ehf. greiði stefnanda þrotabúi Júlíusar P. Guðjónssonar ehf. 600.000 krónur í málskostnað. 1297 Fimmtudaginn 23. mars 2000. Nr. 490/1999. - Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Jakob R. Möller hrl.) gegn Reykjavíkurborg (Ragnar Halldór Hall hrl.) Vátrygging. Virðisaukaskattur. Húsið A, sem tryggt var lögboðinni brunatryggingu hjá S, skemmdist í eldsvoða. Eftir eldsvoðann keypti sveitarfélagið R eignina af F og seldi hana B, en bætur frá S skyldu eftir sem áður renna til R. SL eignaðist loks eignina og hóf byggingu nýs húss með það fyrir augum að leigja stærstan hluta hússins út til aðila með virðisaukaskattsskylda starf- semi. Ágreiningur reis milli R og S um uppgjör brunabóta. Taldi S að miða ætti bætur við þá starfsemi, sem rekin hefði verið í húsinu á tjóns- degi, þ.e. fasteignaleigu, en við endurbyggingu fasteignar til slíkra nota væri unnt að endurheimta virðisaukaskatt af byggingarfram- kvæmdum samkvæmt 7. gr. reglugerðar $77/1989 um frjálsa og sér- staka skráningu vegna leigu eða sölu fasteignar. Hefði F verið skylt að takmarka tjón sitt með því að sækja um slíka skráningu og komast hjá greiðslu virðisaukaskatts við endurbygginguna. Í niðurstöðu héraðs- dóms, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans, var lagt til grundvallar að þeir sem röktu rétt sinn til F ættu hvorki betri né verri rétt til greiðslu bóta en hann. Ákvæði um frjálsa skráningu samkvæmt reglugerð nr. 577/1989 þóttu hafa verið verulega íþyngjandi fyrir F. F hefði valið þann kost að sækja ekki um slíka skráningu og þurfa ekki að leggja virðisaukaskatt á leigu. Var málsástæðu S um að lækka bæri bætur á grundvelli $2. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga um fjárhæð, sem næmi reiknuðum virðisaukaskatti af tjónsfjárhæð, hafnað. Þá þótti verða líta svo á að S hefði þurft að setja um það skýran fyrirvara ef fullnaðaruppgjör bóta skyldi vera háð því hvort síð- ari eigendur fasteignarinnar sæktu um frjálsa skráningu. Þótti það ekki hafa þýðingu um úrlausn málsins, að SL hafði sótt um frjálsa skrán- ingu. Samkvæmt þessu var talið að S hefði vangreitt R bætur vegna eldsvoðans og var því fallist á fjárkröfu R. 1298 Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 15. desember 1999 og krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda, en til vara sýknu að svo stöddu. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms auk málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann stað- festur. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera Óraskaður. Áfrýjandi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., greiði stefnda, Reykjavíkurborg, 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 11. nóvember 1999. I. Mál þetta, sem tekið var til dóms 10. þ.m., var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með birtingu stefnu 26. janúar 1999, en málið var þingfest 2. febrúar 1999. Stefnandi er Reykjavíkurborg, kt. 530269-7609, Ráðhúsi Reykjavíkur. Stefndi er Sjóvá-Almennar tryggingar hf., kt. 701288-1739, Kringlunni 5, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði gert að greiða stefnanda 25.042.800 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt HI. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 6. nóvember 1998 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar sam- kvæmt gjaldskrá Lögmanna Mörkinni 1 sf. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda en til vara að hann verði sýknaður að svo stöddu. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Aðalmeðferð fór fram í máli þessu 13. október sl. Þar sem dómaranum þótti nokkuð skorta á skýrleika í upplýsingum um málsatvik boðaði hann lögmenn málsaðila til þinghalds 10. þ.m. og benti þeim á nauðsyn á framlagningu gagna um fyrri eignarheimildir að fasteigninni Austurstræti 22b. Umrædd gögn voru 1299 lögð fram í þinghaldinu. Dómarinn gaf lögmönnum aðila því næst kost á að gera athugasemdir til viðbótar fyrri málflutningi sínum og tók málið síðan til dóms á ný. Il. Óumdeild málsatvik og ágreiningsefni. Eldur kom upp í fasteigninni Austurstræti 22b 30. júlí 1998 og urðu á henni umtalsverðar skemmdir. Þáverandi eigandi fasteignarinnar samkvæmt kaup- samningi, Fjallkonan ehf., hafði tryggt fasteignina lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda. Þeir Halldór Halldórsson og Jón Jón Steingrímsson áttu kauprétt að fasteigninni, samkvæmt samkomulagi við Fjallkonuna ehf. frá 29. júlí 1998. Með samningi, dagsettum 22. ágúst 1998, framseldu kaupréttarhafar þann rétt sinn til stefnanda. Stefnandi nýtti sér kauprétt sinn og afsöluðu þinglýstir eig- endur fasteignarinnar, þeir Jón Guðmundsson, Leó Eiríkur Löve og Birgir Páll Jónsson, henni til stefnanda 31. ágúst 1998. Stefnandi yfirtók öll réttindi kaup- réttarhafa og eiganda gagnvart stefnda. Með samningi, dags. 20. október 1998, seldi stefnandi Bónusi sf. síðan fast- eignina Austurstræti 22b og var umsamið kaupverð 30.000.000 krónur. Sam- kvæmt ákvæðum samningsins skyldu bætur frá stefnda vegna brunatjónsins eftir sem áður renna óskiptar til stefnanda. Gert var ráð fyrir að kaupandi annaðist niðurrif hússins og byggði nýtt hús á lóðinni. Ýmis skilyrði voru sett um nýtingu húsnæðisins, þ.á m. að íbúðir yrðu á efstu hæð þess. Samkomulag tókst með stefnanda og stefnda 6. nóvember 1998 um uppgjör brunatjónsins en í því segir m.a.: „Reykjavíkurborg og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. eru sammála um að brunatjónið nemi kr. 127.250.000. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hafa þegar greitt kr. 60.000.000,- vegna tjónsins, sem Reykjavíkurborg hefur ráðstafað til að greiða upp áhvílandi skuldir á eigninni. Ágreiningur er milli Reykjavíkurborgar og Sjóvá-Almennra trygginga hf. um greiðslu virðisaukaskatts vegna brunatjónsins en virðisaukaskatturinn er 19,68% af tjónsfjárhæðinni eða kr. 25.042.800. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til þess að innheimta þann hluta bótanna sem ágreiningur er um með aðstoð dómstóla. Þann hluta brunatjónsins sem ágreiningslaust er milli aðila Sjóvá-Almennum tryggingum hf. beri að greiða Reykjavíkurborg kr. 42.207.200,- greiðir félagið við undirritun samkomulags þessa.“ Síðastgreinda fjárhæð greiddi stefndi inn á bankareikning stefnanda 12. nóv- ember 1998 en hefur enn hefur neitað frekari greiðslu. Smáralind ehf. er nú eigandi fasteignarinnar samkvæmt afsali dagsettu 2. júlí 1997 og hefur hafið endurbyggingu hússins. Framkvæmdastjóri Smáralindar ehf. kom fyrir dóm og bar að félagið hafi eignast fasteignina samkvæmt samn- 1300 ingi við Baug hf. sem hafi verið eigandi hennar eftir samruna Baugs hf. og Bónus sf. Hann kvað félagið vinna að uppbyggingu og rekstri atvinnuhúsnæðis með útleigu í huga. Leigusamningur hafi verið gerður við einn og sama aðila um 80% af því húsi sem byrjað sé að reisa að Austurstræti 22b. Sá aðili sé með virðisaukaskattsskylda starfsemi. Hann kvað Smáralind ehf. hafa sótt um frjálsa skráningu vegna þessarar húsbyggingar 28. september sl. en sú umsókn hafi ekki endanlega verið afgreidd. Leigusamningi hafi ekki verið þinglýst. Fyrir- hugað sé að leigja hin 20% til atvinnustarfsemi en húsið sé allt hannað sem skrifstofuhúsnæði. Samþykkt hafi verið í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar að falla frá kvöð um að íbúðir yrðu í hluta af húsinu. Ágreiningur er milli aðila um hvort stefnandi eigi rétt á greiðslu þess hluta tjónsfjárhæðarinnar sem nemur reiknuðum virðisaukaskatti af heildartjónsfjár- hæðinni. TIl. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi kveður tjón eiganda fasteignarinnar Austurstræti 22b í Reykjavík vegna brunans hafa numið áætluðum kostnaði við endurbyggingu eignarinnar. Með samningi um kaupréttarafsal 22. ágúst 1998 og afsali 31. ágúst 1998 hafi stefnandi eignast öll réttindi fyrri eigenda til brunabóta. Samkomulag hafi náðst milli stefnanda og stefnda 6. nóvember 1998 um að brunatjónið næmi 127.250.000 krónum. Þá fjárhæð beri stefnda að greiða stefnanda enda sé skylda stefnda til greiðslu brunabóta til stefnanda ótvíræð. Stefnandi bendir á að samkvæmt 8. tl. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988, sbr. 46. gr. laga nr. 111/1992, sé fasteignaleiga undanþegin virðis- aukaskatti. Í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 50/1988 sé mælt fyrir um heimild fjármála- ráðherra til að setja reglur um að fyrirtæki sem selji aðra þjónustu en þá sem sé skattskyld geti farið fram á frjálsa skráningu. Fyrirtæki sem skráð séu sam- kvæmt heimild í 1. mgr. 6. gr. laganna greiði virðisaukaskatt af sölu þeirrar þjón- ustu sem hin frjálsa skráning nái til. Sé fasteign skráð slíkri frjálsri skráningu megi eigandi fasteignarinnar telja til innskatts virðisaukaskatt af endurbótum, viðgerðum og viðhaldi er varði beinlínis þann hluta húsnæðisins sem notaður sé fyrir skattskyldan rekstur og falli til eftir skráningu. Sá sem í atvinnuskyni leigi út fasteign geti sótt um frjálsa skráningu til skattstjóra samkvæmt 4. gr. reglu- gerðar nr. 577/1989, sbr. reglugerð nr. 180/1993 og 697/1997. Slíkri umsókn þurfi að fylgja fullgildur leigusamningur, samþykki leigutaka fyrir frjálsri skrán- ingu leigusala og vottorð um að leigusamningi hafi verið þinglýst. Við endurbyggingu húsnæðis sé unnt að óska eftir svokallaðri sérstakri skrán- ingu samkvæmt reglugerð nr. 577/1989. Skilyrði fyrir slíkri skráningu sé að skattstjóri fallist á skýrslu aðila um að viðkomandi eign sé ætluð til nota fyrir 1301 atvinnurekstur skattskylds aðila og leggja þurfi fram tryggingu sem skattstjóri ákveði, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 577/1989. Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar falli tryggingin úr gildi þegar byggingaraðili hafi selt húsnæðið skattskyldum aðila eða fengið heimild til frjálsrar skráningar. Samkvæmt 2. ml. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988 geti fjármálaráðherra sett reglur um leiðréttingu á frádrætti vegna innskatts þegar breyting verði á notkun varanlegra fastafjár- muna, þar á meðal fasteigna, sem hafi í för með sér breytingu á frádráttarrétti, sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 192/1993. Slík leiðrétting geti tekið til allt að tíu ára frá framkvæmdum þegar um fasteignir sé að ræða. Við sölu húsnæðisins sé það jafnframt áskilið að kaupandi skuldbindi sig til að yfirtaka kvöð um leiðréttingu innskatts, sbr. 3. tl. 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 577/1989. Stefnandi mótmælir þeirri málsástæðu stefnda að tjónþola hafi borið að tak- marka tjón sitt með því að sækja um svokallaða sérstaka eða frjálsa skráningu hjá skattstjóra þannig að færa mætti virðisaukaskatt af byggingarkostnaði til frá- dráttar sem innskatt. Stefnandi byggir á því að tjónþoli, Fjallkonan ehf., hafi ekki innheimt virð- isaukaskatt við útleigu fasteignarinnar Austurstræti 22b enda hafi tjónþoli ekki sótt um frjálsa skráningu eftir framangreindum reglum. Hann hafi að mati stefn- anda haft margvíslega hagsmuni af því að hafa ekki slíka skráningu, þar sem innheimta virðisaukaskatts á leigufjárhæðir hefði gert rekstur hans á þessari eign mun erfiðari en ella. Að mati stefnanda verði sú kvöð ekki lögð á tjónþola, þegar brunatjón verður, að hann sæki um sérstaka og frjálsa skráningu við endurbygg- ingu húsnæðis í því skyni að komast hjá greiðslu virðisaukaskatts af bygging- arframkvæmdunum. Möguleikar tjónþola til útleigu og sölu fasteignarinnar eftir slíka skráningu séu minni en áður, rekstraráhætta aukin og á honum hvíli leið- réttingarskylda næstu tíu árin ef breyting verði á forsendum frádráttar. Af hálfu stefnanda er því mótmælt að sýkna beri að svo stöddu. Efndatími sé kominn og 26. gr. laga nr. 91/1991 eigi ekki við í þessu tilviki. Stefnandi hafi gengið inn í réttarstöðu tjónþola og hafi því hvorki hvílt á honum né síðari eig- endum fasteignarinnar skylda til að sækja um frjálsa skráningu áður en ráðist væri í endurbyggingu húss á lóðinni. Núverandi eigandi fasteignarinnar hafi enn ekki fengið frjálsa skráningu og óvíst sé hvort sú skráning fáist þar sem skil- yrðum fyrir henni, t.d. um þinglýsingu leigusamnings, sé ekki fullnægt. Engu máli skipti hins vegar hvaða afdrif umsóknin fái hjá skattyfirvöldum. Aðilar hafi komist að samkomulagi um fjárhæð brunatjóns og engin lagastoð sé fyrir því að bótauppgjör fari ekki fram fyrr en hús sé endurbyggt og hafi verið rekið í tíu ár, samanber 14. gr. reglugerðar nr. 192/1993. Í samræmi við þá meginreglu skaðabóta- og vátryggingaréttar að tjónþoli skuli vera eins settur fyrir og eftir tjón hafi stefnda því borið að greiða stefn- anda tjónsfjárhæðina alla eða 127.250.000 krónur. Stefnufjárhæð málsins, 1302 25.042.800 krónur, sé sú fjárhæð sem stefndi hafi haldið eftir af tjónsfjárhæð- inni. Kröfu um dráttarvexti byggir stefnandi á II. kafla vaxtalaga nr. 25/1987. Dráttarvaxta er krafist frá 6. nóvember 1998 en þá var gengið frá samkomulagi málsaðila um fjárhæð brunatjóns. Samkvæmt samkomulaginu hafi stefnda borið að greiða við undirritun samkomulagsins þann hluta brunatjónsins sem ágrein- ingur hafi ekki staðið um. Stefnandi telur að stefnda hafi verið skylt að inna stefnufjárhæð máls þessa af hendi eigi síðar en 6. nóvember 1998 enda hafi þá enginn ágreiningur verið lengur fyrir hendi um kostnað við endurbyggingu fast- eignarinnar. IV. Málsástæður og lagarök stefnda. Aðalkrafa um sýknu. Sýknukrafa stefnanda er aðallega á því byggð að við bótauppgjör skuli miða við þá starfsemi sem rekin hafi verið í umræddri fasteign á tjónsdegi. Við end- uruppbyggingu fasteignar sem nota megi til slíkrar starfsemi sé unnt að endur- heimta virðisaukaskatt af byggingarframkvæmdum. Af því leiði að stefnandi eigi ekki rétt til bóta sem nemi virðisaukaskatti af vátryggingabótum. Vátryggingarsamningur sá sem gerður hafi verið um fasteignina Austurstræti 22b leggi þá skyldu á stefnanda að bæta kostnað sem til falli við að koma fast- eigninni í fyrra horf, þ.e. að standa straum af endurbótum sem nauðsynlegar séu til að unnt sé að stunda fyrri starfsemi við sömu aðstæður og fyrir brunann. Stefnda sé hins vegar óskylt að standa straum af kostnaði sem til falli vegna breyttrar nýtingar fasteignarinnar. Fyrir brunann hafi fasteignin við Austurstræti 22 verið leigð út. Fasteigna- leiga sé almennt undanþegin virðisaukaskatti, sbr. 8. tl. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Sá sem í atvinnuskyni leigi út fasteign eða hluta fasteignar til skattskylds aðila geti þó sótt um frjálsa og eftir atvikum sérstaka skráningu til skattstjóra og fengið þar með endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem til falli við viðhald fasteignar, þ.m.t. kostnað vegna endurbóta og nýbygg- ingar, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. $77/1989 um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu fasteignar. Skuli leigusali þá innheimta útskatt af leigugjaldi og geti leigutaki dregið þann útskatt frá tekjum sínum. Af þessu leiði að virðisauka- skattur af endurbyggingu fasteignarinnar til sams konar nota og hún hafi verið nýtt til fyrir brunann fáist endurgreiddur, svo fremi að sá sem endurbyggir sæki um frjálsa og eftir atvikum sérstaka skráningu. Verði starfsemi í fasteigninni haldið óbreyttri frá því sem var fyrir brunann sé þeim sem standi straum af endurbyggingunni óskylt að greiða virðisaukaskatt af kostnaði við framkvæmdirnar, sæki hann um frjálsa, og eftir atvikum sér- staka, skráningu samkvæmt reglugerð nr. 577/1989. Eigendum brunatryggðra 1303 fasteigna sem verði fyrir tjóni í eldsvoða sé almennt skylt að takmarka tjón sitt svo sem frekast sé unnt, samanber 52. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingar- samninga. Sé horft til þeirrar starfsemi sem rekin hafi verið í húsinu á tjónsdegi sé skilyrðum frjálsrar skráningar fullnægt og vátryggðum, eða þeim sem leiði rétt sinn frá honum, því unnt að komast hjá greiðslu virðisaukaskatts. Stefnandi eigi að vera eins settur gagnvart þessu álitaefni og Fjallkonan ehf. Stefndi telur að þegar af framangreindri ástæðu sé unnt að krefjast þess af vátryggðum í slíkri stöðu að þeir verði sér úti um frjálsa skráningu. Mótmælt sé sem órökstuddum og án efnislegra raka þeim rökum stefnanda að frjáls skrán- ing sé of íþyngjandi fyrir vátryggðan, enda séu slíkir hagsmunir smávægilegir í samanburði við stefnukröfur í máli þessu. Varakrafa um sýknu að svo stöddu. Stefndi byggir á því til vara að hann beri að sýkna að svo stöddu samkvæmt 2. mgr. 26. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Varakrafan sé á því byggð að stefnda beri aðeins að greiða raunverulegt fjártjón, þ.e. þann kostnað sem nemi raunverulegum endurbyggingarkostnaði. Sá kostnaður greinist í vátryggingabætur og þann virðisaukaskatt af þeim sem ekki fáist endurgreiddur. Sé þetta í samræmi við hina almennu reglu skaðabóta- og vátryggingaréttar að aðeins beri að bæta raunverulegt fjártjón og að tjónþoli verði að færa sönnur á tjón sitt. Aðilar hafi orðið ásáttir um að fyrri bótaliðurinn, vátryggingabæturnar, skuli nema 102.207.200 krónum en hinn síðari, virðisaukaskattur af kostnaði við endurbyggingu, sé hins vegar ósannaður. Ekki verði sýnt fram á hve miklu hann nemi fyrr en síðar, enda sé endurbygging fasteignarinnar á byrjunarstigi. Stefndi vísar til þess að samkvæmt 24. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 20/1954 sé tjónþola heimilt að krefja vátryggjanda um greiðslu bóta 14 dögum eftir að vátryggjandi átti þess kost að afla þeirra upplýsinga sem þörf var á til að meta vátryggingaratburð og ákvarða fjárhæð bóta. Sá tími sé ekki kominn og verði greiðsluskylda því ekki lögð á stefnda. Fyrri eigendur hafi ekki getað framselt meiri rétt á hendur stefnda en þeir hafi sjálfir átt. Fyrirvari stefnda um greiðslu virðisaukaskatts á byggingarkostnað hafi byggst á því að slíkan skatt mætti endurheimta með heimild í skattareglum. Núverandi eigandi fasteignarinnar geti fengið endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingarkostnaði, sbr. 7. gr. reglugerðar um innskatt nr. 192/1993 og 15. og 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, að svo miklu leyti sem kostnaður- inn sé vegna þess hluta hússins sem ætlaður sé til nota fyrir skráða starfsemi. Fyrir liggi að núverandi eigandi muni leigja húsið undir virðisaukaskattsskylda starfsemi. Gangi það eftir sé ljóst að stærstur hluti virðisaukaskattsins fáist end- urgreiddur. Verði fasteignin seld öðrum virðisaukaskattsskyldum aðila njóti hann sama réttar að þessu leyti. Að auki sé unnt að fá endurgreidd 60% þess 1304 virðisaukaskatts sem til falli vegna byggingarkostnaðar við þann hluta hússins sem ætlaður sé fyrir íbúðarhúsnæði, sbr. 42. gr. laga um virðisaukaskatt. Samkvæmt almennum reglum skaðabóta- og vátryggingaréttar beri tjónþola að sanna tjón sitt. Stefnda sé óheimilt að greiða hærri bætur en sem nemi kostn- aði við að gera við húseign eða endurbyggja hana samkvæmt 3. gr. laga um brunatryggingar nr. 48/1994. Ekki sé því unnt að skylda stefnda til að ganga gegn þeirri lagaskyldu að sjá til þess að bótum sé réttilega varið, þ.e. að þeim sé einvörðungu varið til viðgerða eða endurbyggingar á húseign. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að fjártjón vegna brunans sé meira en sem nemi hinum umsömdu bótum án virðisaukaskatts og beri því að sýkna stefnda að svo stöddu af öllum kröfum stefnanda. Stefndi telur að með því að fallast á aðra hvora kröfu stefnda sé komið í veg fyrir, að byggingaraðili, sem leiði rétt sinn frá stefnanda, geti síðar uppfyllt skil- yrðin um frjálsa eða sérstaka skráningu og þannig endurheimt frá ríkissjóði fjár- hæð, sem þegar hafi verið greidd samkvæmt dómkröfu stefnanda. Dráttarvaxtakröfu stefnanda er mótmælt sérstaklega og telur stefndi í það minnsta rökstuddan vafa leika á um að krafa stefnanda sé gjaldfallin. Dráttar- vextir verði því ekki dæmdir fyrr en frá dómsuppsögudegi. V. Niðurstaða. Fyrir liggur í máli þessu að fasteignin Austurstræti 22b var fyrir brunann 30. Júlí 1998 leigð út til atvinnustarfsemi. Eigandi fasteignarinnar samkvæmt kaup- samningi, Fjallkonan ehf., hafði ekki aflað sér svokallaðrar sérstakrar eða frjálsrar skráningar vegna fasteignarinnar. Samkvæmt 8. tl. 2. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988 er fast- eignaleiga undanþegin virðisaukaskatti. Í 1. mgr. 6. gr. sömu laga er heimild til að setja reglur um að fyrirtæki sem selja aðra þjónustu en þá sem skattskyld er samkvæmt 2. gr. laganna geti farið fram á frjálsa skráningu. Í 2. mgr. 6. gr. segir að fyrirtæki sem skráð eru samkvæmt heimild í 1. mgr. skuli greiða virðisauka- skatt af sölu þeirrar þjónustu sem hin frjálsa skráning nái til og samkvæmt 3. mgr. getur frjáls skráning aldrei verið til skemmri tíma en tveggja ára. 1. Á grundvelli framangreindrar heimildar hefur fjármálaráðherra sett reglu- gerð nr. 577/1989 og fjallar Il. kafli hennar um frjálsa skráningu. Í 4. gr. reglu- gerðarinnar eins og greininni hefur verið breytt með reglugerð nr. 797/1997 segir að sá sem í atvinnuskyni leigir fasteign eða hluta hennar til skattskylds aðila samkvæmt virðisaukaskattslögum geti sótt um frjálsa skráningu til skatt- stjóra og skuli fylgja umsókninni fullgildur leigusamningur, samþykki leigutaka fyrir frjálsri skráningu leigusala og vottorð um að leigusamningi hafi verið þinglýst. 1305 Þýðing frjálsrar skráningar er samkvæmt 7. gr. reglugerðarinnar sú að leigu- sali fasteignar getur talið til innskatts þann virðisaukaskatt sem fellur eftir skrán- inguna á kaup hans á vörum og þjónustu vegna nýbyggingar, endurbóta og við- halds þeirrar fasteignar sem frjáls skráning tekur til, svo og vegna reksturs- og stjórnunarkostnaðar sem varðar eignina. Tilgangur framangreindra laga- og reglugerðarákvæða er að koma í veg fyrir að óbeinn virðisaukaskattur leggist á aðföng þeirra sem stunda virðisaukaskatts- skylda starfsemi og leigja fasteign af þeim sem ekki stunda slíka starfsemi. Leggja verður til grundvallar við úrlausn þessa máls að þeir sem rekja rétt sinn til tjónþola hafi hvorki betri né verri rétt til greiðslu vátryggingarbóta en hann hafði. Aðilar deila um hvort á Fjallkonunni ehf. hafi hvílt sú skylda að draga úr tjóni sínu með því að afla sér frjálsrar skráningar vegna leigu fasteignarinnar, áður en ráðist yrði í endurbyggingu fasteignarinnar. Úrlausn þess hlýtur að ráð- ast af því hvort slík skráning teljist hafa verið fjárhagslega íþyngjandi. Ekki verður séð af ákvæðum laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt eða reglu- gerð nr. 577/1989 að eigandi fasteignar þurfi að setja tryggingu þegar sótt er um frjálsa skráningu eins og krafist er þegar sótt er um sérstaka skráningu. Hins vegar getur sérstök skráning fasteignar á byggingarstigi verið undanfari frjálsrar skráningar og þarf þá að setja tryggingu fyrir innskatti þar til frjálsrar skráningar hefur verið aflað. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 577/1989 getur frjáls skráning ekki verið til skemmri tíma en tveggja ára og verði breyting á notkun eignar sem frjáls skrán- ing tekur til þannig að skilyrði fyrir skráningunni er ekki lengur fyrir hendi skal samkvæmt 8. gr. leiðrétta innskattsfrádrátt í samræmi við ákvæði 2. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 192/1993 er skylt að leiðrétta innskatt ef breytingar verða á forsendum frádráttar á næstu tíu árum eftir tiltekna framkvæmd. Framangreind ákvæði þykja verulega íþyngjandi fyrir eiganda fasteignar. Leggja verður til grundvallar að markaðslögmál gildi á leigumarkaði í Reykjavík. Samkeppni er um leiguhúsnæði t.d. á milli leigutaka sem stunda virðisaukaskattsskylda starfsemi og geta dregið virðisaukaskatt frá sem innskatt og þeirra fjölmörgu félagasamtaka og atvinnurekenda sem ekki stunda virðis- aukaskattsskylda starfsemi og geta ekki dregið virðisaukaskatt frá sem innskatt. Fasteignaeigendur eiga tveggja kosta völ varðandi útleigu á atvinnuhúsnæði. Annars vegar að sækja um frjálsa skráningu, fá endurgreiddan sem innskatt virð- isaukaskatt vegna kaupa á vörum og þjónustu vegna t.a.m. nýbyggingar, endur- bóta, viðhalds eða rekstrar- og stjórnunarkostnaðar og innheimta síðan virðis- aukaskatt af leiguverði. Hinn kosturinn er sá að sækja ekki um frjálsa skráningu og freista þess að fá útlagðan virðisaukaskatt til baka í formi hærri leigu. Þess 1306 er að vænta að leigutakar sem ekki geta fengið virðisaukaskatt endurgreiddan standi betur að vígi í samkeppni um slíkar eignir. Hver fasteignareigandi verður að vega og meta hvor kosturinn gefur betri rekstrarlega niðurstöðu. Af framangreindu má draga þá ályktun að fasteignaeigendur sem hafa að fullu fjármagnað fasteignir sínar án þess að fá virðisaukaskatt endurgreiddan af byggingarkostnaði eða kaupverði og hafa ekki aflað sér frjálsrar skráningar geti að jafnaði fengið hærri leigutekjur í eigin vasa af fasteignum sínum en þeir leigusalar sem hafa frjálsa skráningu og verða að leggja virðisaukaskatt ofan á leigugjald þar sem þeir fyrrnefndu eru í mun betri samkeppnisstöðu gagnvart þeim hópi leigutaka sem ekki fá virðisaukaskatt endurgreiddan. Fjallkonan ehf. valdi þann kost að sækja ekki um frjálsa skráningu og má ætla að félagið hafi talið það fjárhagslega hagkvæmari kost. Þar sem félagið þurfti ekki að innheimta virðisaukaskatt rann allt leigugjaldið til þess. Hefði Fjallkonunni ehf. verið gert að sæta frádrætti á vátryggingarbótum sem nemur virðisaukaskatti af byggingarkostnaði hefði félagið verið knúið til að sækja um frjálsa skráningu og innheimta virðisaukaskatt af leigugjaldi. Félaginu hefði þannig í raun verið gert ókleift að leigja eignina öðrum en virðisaukaskatts- skyldum leigutökum og þar með voru talsverðar líkur á að samkeppnisstaða þess og rekstrarlegar forsendur hefðu versnað. Með hliðsjón af þeim íþyngjandi lagaskyldum sem fylgja frjálsri skráningu og framangreindum rekstrarlegum sjónarmiðum var frjáls skráning augljóslega til þess fallin að minnka arðsvon Fjallkonunnar ehf. verulega. Stefndi gat því ekki einhliða gert þá kröfu til Fjallkonunnar ehf., að félagið aflaði sér frjálsrar skráningar hjá skattyfirvöldum áður en enduruppbygging á lóðinni yrði hafin. Með hliðsjón af því að stefnandi og síðari eigendur fasteignarinnar eiga ekki að vera lakar settir varðandi kröfu til vátryggingarbóta en Fjallkonan ehf. gat stefndi heldur ekki krafist þess að þessir aðilar sæktu um frjálsa skráningu vegna endurbyggingar fasteignarinnar til að lækka byggingarkostnað. Samkvæmt framansögðu verður að hafna þeirri málsástæðu stefnda að á grundvelli ákvæða 52. gr. vátryggingarsamningalaga nr. 20/1954, um skyldu vátryggðs til að draga úr tjóni sínu, beri að lækka vátryggingarbætur um fjár- hæð sem nemi reiknuðum virðisaukaskatti af tjónsfjárhæð. Þrátt fyrir framangreint verður að líta svo á að hefði Fjallkonan ehf. ákveðið að sækja um frjálsa skráningu vegna endurbyggingar eignarinnar hefði stefnda verið heimilt að draga frá vátryggingarbótum fjárhæð sem nam virðisaukaskatti af byggingarkostnaði. Stefnda hefði þá ekki verið skylt að greiða vátryggingar- féð fyrr en eftir því sem endurbyggingu miðaði. Til þess kom þó ekki að Fjall- konan ehf. endurbyggði húsið heldur fékk stefnandi framseldan kauprétt að fast- eigninni og síðan gefið út afsal fyrir henni frá þinglýstum eigendum. Núverandi eigandi fasteignarinnar hefur hafið byggingu húss á lóðinni og 1307 hefur sótt um frjálsa eða sérstaka skráningu til skattyfirvalda en ekki enn sem komið er uppfyllt skilyrði um slíka skráningu. Samkvæmt samkomulagi málsaðila frá 6. nóvember 1998 voru þeir sammála um að brunatjónið næmi 127.250.000 krónum. Jafnframt kom þar fram að ágreiningur væri milli aðila um greiðslu virðisaukaskatts vegna brunatjónsins en virðisaukaskatturinn væri 19,68% af framangreindri fjárhæð eða 25.042.800 krónur. Stefndi gerði í kjölfarið upp við stefnanda mismuninn eða samtals 102.207.200 krónur. Ekki koma fram í samkomulaginu nánari upplýsingar um inntak ágreinings aðila og þetta atriði hefur ekki skýrst undir meðferð málsins. Í samkomulaginu er ekki minnst á frjálsa eða sérstaka skráningu. Fallast má á með stefnanda að óheppilegt sé að endanlegt uppgjör vátrygg- ingarbóta geti verið háð síðari atburðum svo sem breyttum forsendum fyrir frá- drætti innskatts á næstu tíu árum frá framkvæmdum, samanber 2. tl. 1. mgr. 12. gr. og Í. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 192/1993 um innskatt. Því verður að líta svo á að stefndi hefði orðið að setja um það skýran fyrir- vara ef fullnaðaruppgjör vátryggingarbóta skyldi vera háð því hvort síðari eig- endur fasteignarinnar sæktu um frjálsa skráningu eða vera háð breytingum á notkun fasteignar á næstu árum eftir að gengið var frá samkomulagi um bruna- tjónið. Ekki verður litið svo á að slíkur fyrirvari felist í ákvæðum samkomulags- ins. Þvert á móti náðist með aðilum samkomulag um fjárhæð brunatjónsins og um að stefndi greiddi þá þegar 80% þess án tillits til endurbyggingarkostnaðar eignarinnar. Því verður að líta svo á að með samkomulaginu hafi tengsl vátrygg- ingarbóta við raunverulegt fjártjón vegna brunans verið rofin. Verður því að fall- ast á með stefnanda að ekki skipti máli við úrlausn þessa máls að núverandi eig- andi fasteignarinnar hefur sótt um frjálsa skráningu. Stefndi þykir því ekki geta dregið bótagreiðslur vegna óvissu um endurgreiðslu innskatts af byggingar- kostnaði núverandi eigenda fasteignarinnar. Ekki verður fallist á með stefnda að það að stefnandi fái brunatjónið bætt að fullu feli í sér að hann hagnist á kostnað ríkisins um fjárhæð sem nemi virðis- aukaskatti af byggingarkostnaði. Samkvæmt framansögðu verður hvorki fallist á aðalkröfu stefnda um sýknu né varakröfu hans um sýknu að svo stöddu. Með vísan til samkomulags aðila frá 6. nóvember 1998 þykir stefnandi ekki þurfa að færa frekari sönnur að fjár- hæð brunatjónsins. Ber að taka dómkröfur hans um að það verði bætt að fullu til greina. Upplýst er að síðasti hluti greiðslu stefnanda, samkvæmt samkomulagi aðila frá 6. nóvember 1998, var inntur af hendi 12. sama mánaðar. Með hliðsjón af framangreindum niðurstöðum og því að samkomulag hafði þá náðst um fjárhæð brunatjónsins þykir rétt að miða upphaf dráttarvaxta við 12. nóvember 1998. Með hliðsjón af fram lögðu málskostnaðaryfirliti lögmanns stefnanda, hags- 1308 munum þeim sem um er deilt og úrslitum málsins þykir hæfilegt að stefndi greiði stefnanda 1.200.000 krónur í málskostnað. Af hálfu stefnanda flutti málið Ragnar H. Hall hrl. en Jakob R. Möller hrl. af hálfu stefnda. Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., greiði stefnanda, Reykjavíkur- borg, 25.042.800 krónur, með dráttarvöxtum, samkvæmt TIl. kafla vaxta- laga nr. 25/1987, frá 12. nóvember 1998 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.200.000 krónur í málskostnað. 1309 Fimmtudaginn 23. mars 2000. N. 455/1999. Garðar Örn Úlfarsson (Gunnar Jóhann Birgisson hrl.) gegn íslenska ríkinu (Einar Karl Hallvarðsson hrl.) Upplýsingaskylda stjórnvalda. Aðild. G, sem starfaði sem blaðamaður, krafðist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem staðfest var ákvörðun utanríkisráðherra um að neita honum um aðgang að sam- komulagi R, S og íslenska ríkisins, eigenda sameignarfélagsins Í, um úttekt á eignum úr félaginu við slit þess og skiptingu þeirra sín á milli. Talið var að 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 gæti aðeins náð til upplýsinga um félagið að því er varðaði atriði, sem sneru beinlínis að gerðum ríkisins sem eins af eigendum þess, meðal annars því hvernig ríkið fór með hagsmuni sína við slit félagsins. Aðgangur G yrði hins vegar að sæta þeim takmörkunum, sem um ræddi í 5. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Að öllu virtu Þóttu ekki efni til að fallast á það með ríkinu, að hagsmunir S og R af trúnaði um samninga þeirra þriggja á milli varðandi slit Í vægju þyngra á metum en þeir hagsmunir, sem meginreglu 3. gr. upplýsinga- laga um aðgang almennings að gögnum væri ætlað að tryggja. Var krafa G því tekin til greina. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 4. október 1999. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 10. nóvember 1999 og áfrýjaði hann á ný 17. sama mánaðar samkvæmt heimild í 4. mgr. 153. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 7. gr. laga nr. 38/1994. Hann krefst þess aðallega að felldur verði úr gildi úrskurður úrskurð- arnefndar um upplýsingamál 1. október 1998, þar sem staðfest var ákvörðun utanríkisráðherra 10. júní sama árs um að neita áfrýjanda um aðgang að samkomulagi eigenda Íslenskra aðalverktaka sf. um úttekt 1310 á eignum úr félaginu við slit þess og skiptingu þeirra sín á milli, svo og að utanríkisráðherra veiti honum aðgang að þessum gögnum. Til vara krefst áfrýjandi þess að sér verði veittur aðgangur að þeim hluta samkomulagsins, sem snýr að því hvaða eignir stefndi fékk í sinn hlut við slit félagsins. Í báðum tilvikum krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess að héraðsdómur verði staðfestur og áfrýjanda gert að greiða sér málskostnað fyrir Hæstarétti. 1. Samkvæmt gögnum málsins átti stefndi 52% hlut í Íslenskum aðal- verktökum sf., en aðrir eigendur voru Sameinaðir verktakar hf. og Reginn hf., sem áttu annars vegar 32% hlut og hins vegar 16%. Utan- ríkisráðherra fór með eignarhlut stefnda. Eigendurnir slitu sameign- arfélaginu 31. maí 1997, en stofnuðu þann dag samnefnt hlutafélag, þar sem þeir lögðu fram sem hlutafé og framlag í varasjóð nokkuð af þeim eignum, sem áður tilheyrðu sameignarfélaginu. Samkvæmt stofnefnahagsreikningi hlutafélagsins mun eigið fé þess þá hafa numið 2.869.941.756 krónum. Stefndi kveður öðrum eignum sameignar- félagsins, sem hafi 31. desember 1996 verið að bókfærðu verði 1.165.245.811 krónur, hafa á hinn bóginn verið skipt á milli eigend- anna í réttum hlutföllum við eignarhluta. Áfrýjandi, sem starfaði sem blaðamaður við Viðskiptablaðið, óskaði eftir því við utanríkisráðuneytið 11. maí 1998 að sér yrðu veittar upplýsingar um hverjir hefðu gert samkomulag um skiptingu eigna Íslenskra aðalverktaka sf. á árinu 1997, svo og að afhent yrði afrit samninga um þetta efni ásamt sundurliðuðum upplýsingum um eignir, sem eigendur fengu í sinn hlut, og bókfært verð þeirra. Ennfremur var óskað eftir afriti af öllum fréttatilkynningum, sem ráðuneytið hafði látið frá sér fara af þessu tilefni. Í bréfi ráðuneytisins til áfrýjanda 10. júní 1998 var veitt svar við fyrstu spurningunni, sem getið er hér að framan, og því fylgdi einnig afrit fréttatilkynningar, sem gefin var út um slit sameignarfélagsins og stofnun hlutafélagsins. Þá var og skýrt á áðurgreindan hátt frá heildarandvirði eigna, sem eigendur sameignar- félagsins annars vegar lögðu hlutafélaginu til við stofnun þess og hins vegar skiptu á milli sín við félagsslitin, en um þessar síðarnefndu eignir var sérstaklega tekið fram að ekki hafi verið litið svo á að þær tengd- 1311 ust beint verktakastarfsemi. Með því að aðrir en stefndi ættu hér hlut að máli taldi ráðuneytið sér á hinn bóginn ekki fært með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að afhenda áfrýjanda „gögn eða samninga um fjárhags- og viðskiptaleg málefni eigenda sameignarfélagsins“, eins og sagði í bréfinu. Áfrýjandi skaut þessari ákvörðun utanríkisráðuneytisins til úrskurð- arnefndar um upplýsingamál, sem starfar samkvæmt ákvæðum V. kafla upplýsingalaga. Í bréfum til utanríkisráðuneytisins 3. og 10. september 1998, sem lögð voru fyrir nefndina, lýstu Sameinaðir verktakar hf. og Reginn hf. sig andvíga því að áfrýjandi fengi upplýsingarnar, sem hann leitaði eftir. Í því sambandi vísuðu þeir einkum til þess að svörin, sem ráðuneytið hafði veitt áfrýjanda 10. júní 1998, væru nægjanleg. Auk þess var í bréfi Regins hf. meðal annars bent á að umrædd gögn vörð- uðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins, því þar kæmu fram fjárhæðir, sem eigendurnir hefðu lagt til grundvallar í við- skiptum sínum, en upplýsingar um þær gætu orðið til að veikja samn- ingsstöðu félagsins við sölu eigna, sem það fékk í sinn hlut við slit Íslenskra aðalverktaka sf. Í úrskurði nefndarinnar 1. október 1998 var staðfest ákvörðun ráðuneytisins um að neita áfrýjanda um aðgang að fyrrnefndum gögnum. Höfðaði áfrýjandi málið 22. sama mánaðar til að fá þeirri niðurstöðu hnekkt. Gögn, sem áfrýjandi leitar aðgangs að, hafa verið lögð fyrir Hæsta- rétt í trúnaði. 11. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú nið- urstaða hans að áfrýjandi beini kröfum sínum réttilega að stefnda. Eins og fyrr greinir voru stefndi, Sameinaðir verktakar hf. og Reg- inn hf. eigendur að Íslenskum aðalverktökum sf. Vegna eignarhluta þessara tveggja einkaaðila í sameignarfélaginu getur ákvæði 3. gr. upplýsingalaga aðeins náð til upplýsinga um félagið að því er varðar atriði, sem snúa beinlínis að gerðum stefnda sem eins af eigendum þess, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna. Meðal þess, sem slíkar upplýsingar geta lotið að, er hvernig stefndi fór með hagsmuni sína við slit félags- ins. Ekki verður fengin viðhlítandi mynd af meðferð þeirra hagsmuna nema með upplýsingum um samninga stefnda við fyrrum sameigendur sína. Einkaaðilarnir, sem þar eiga í hlut, hafa eins og áður segir lagst 1312 gegn því að áfrýjandi fái aðgang að gögnum um þetta efni. Verður því sá aðgangur hans að sæta þeim takmörkunum, sem um ræðir í 5. gr. upplýsingalaga, en ákvæði 3. töluliðar 6. gr. laganna eiga hér ekki við. Þegar metið er hvort gögnin, sem áfrýjandi leitar aðgangs að, varði í skilningi 5. gr. upplýsingalaga mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahags- muni Sameinaðra verktaka hf. og Regins hf., sem sanngjarnt er og eðli- legt að leynt fari, verður að líta til þess að stefndi hefur nú þegar greint áfrýjanda frá bókfærðu heildarandvirði eignanna, sem var skipt á milli hans og nefndra félaga við slit Íslenskra aðalverktaka sf., svo og að skiptingin hafi ráðist af nánar tilgreindum eignarhlutföllum þeirra þriggja. Stefndi hefur einnig skýrt áfrýjanda frá því að þessar eignir hafi ekki þótt standa í beinum tengslum við verktakastarfsemi. Í mál- inu hefur ekki komið sérstaklega fram að hverju starfsemi Sameinaðra verktaka hf. beinist nú, en fyrir liggur hins vegar að Reginn hf. hafi að minnsta kosti frá árinu 1997 verið eignarhaldsfélag í eigu Landsbanka Íslands hf. Samkvæmt gögnum málsins hefur Reginn hf. þegar selt að minnsta kosti einhverjar þeirra eigna, sem komu í hlut félagsins við slit Íslenskra aðalverktaka sf. Að því leyti, sem aðrar þeirra kunna enn að vera Í eigu Regins hf., geta upplýsingar um verðmat þeirra í samn- ingum á fyrri hluta árs 1997 engu raunverulegu máli skipt ef leitast er við að koma þeim nú í verð. Þegar allt þetta er virt eru ekki efni til að fallast á með stefnda að hagsmunir Sameinaðra verktaka hf. og Regins hf. af trúnaði um samninga þeirra þriggja á milli varðandi slit Íslenskra aðalverktaka sf. vegi þyngra á metum en þeir hagsmunir, sem megin- reglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja. Samkvæmt því verður aðalkrafa áfrýjanda tekin til greina. Eftir þessum úrslitum málsins verður stefndi dæmdur til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem er ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Felldur er úr gildi úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál 1. október 1998, þar sem staðfest var ákvörðun utanríkisráð- herra 10. júní sama árs um að neita áfrýjanda, Garðari Erni Úlf- arssyni, um aðgang að samkomulagi eigenda Íslenskra aðalverk- taka sf. um úttekt á eignum úr félaginu við slit þess og skiptingu 1313 þeirra sín á milli. Stefnda, íslenska ríkinu, er skylt að veita áfrýj- anda aðgang að gögnum um það efni. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júlí 1999. Mál þetta er höfðað með stefnu birtri 22. október 1998. Stefnandi er Garðar Örn Úlfarsson, kt. 281062-4849, Kringlunni 61, Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið. Stefnandi gerir þær dómkröfur að felldur verði úr gildi úrskurður úrskurðar- nefndar um upplýsingamál frá 1. október 1998 í málinu nr. 58/1998, þar sem stefnanda er synjað um aðgang að samkomulagi eigenda um úttekt á eignum úr sameignarfélaginu Íslenskir aðalverktakar sf. og um skiptingu þeirra sín á milli og jafnframt að ógilt verði ákvörðun utanríkisráðuneytisins um sama efni, sbr. bréf ráðuneytisins dags. 10. júní 1998. Auk þess er þess krafist að í dómi verði fallist á þá kröfu stefnanda að utanríkisráðuneytið veiti honum aðgang að gögnum um eignir sem eigendur Íslenskra aðalverktaka sf. tóku út úr félaginu og skiptu með sér við slit þess. Þá er jafnframt krafist málskostnaðar að mati dómsins. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar að mati dómsins. Málsatvik. Með bréfi til utanríkisráðuneytisins dagsettu 11. maí 1997 óskaði stefnandi eftir afriti af samningi eða samningum um skiptingu eigna Íslenskra aðalverk- taka sf. við slit þess. Jafnframt óskaði stefnandi eftir sundurliðuðum upplýs- ingum um hvaða eignir hefðu komið í hlut hvers. Íslenskum aðalverktökum sf. var slitið 31. maí 1997. Þá fór íslenska ríkið með 52% eignarhlut í félaginu en aðrir eigendur voru Sameinaðir verktakar hf. með 32% og Reginn hf. með 16%. Utanríkisráðuneytið fór með hlut íslenska ríkisins. Utanríkisráðuneytið svaraði stefnanda með bréfi dags. 10. júní 1998. Þar kemur fram að eigendur hafi við slit á félaginu tekið út eignir er numu kr. 1.165.245.811,- samkvæmt bókfærðu verði í ársreikningum félagsins 31. des- ember 1996 og skipt þeim eignum með sér í samræmi við eignarhlut sinn. Þær eignir sem eftir hafi verið hafi þessir sömu aðilar lagt fram sem hlutafé og vara- sjóð Íslenskra aðalverktaka hf. Með hliðsjón af því að um hafi verið að ræða þrjá aðila sem átt hafi mismunandi hagsmuna að gæta synjaði ráðuneytið hins vegar að veita frekari upplýsingar eða gögn með vísan til S. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. 1314 Stefnandi kærði þessa ákvörðun utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi dags. 21. ágúst 1998. Í kæru stefnanda kemur fram að kæran snúist um þá ákvörðun ráðuneytisins að hafna því að veita upplýsingar um þá samninga er eigendur Íslenskra aðalverktaka sf. gerðu sín á milli um að draga tilteknar eignir út úr fyrirtækinu og skipta þeim á milli eigenda. Í kæru stefnanda er þeirri skoðun lýst að 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 geti ekki átt við í máli þessu. Í kærunni er gerð sú krafa að ráðuneytið veiti allar þær upplýsingar sem beðið er um. Í umsögn utanríkisráðuneytisins sem dags. er þann 20. september 1998 segir orðrétt: „Utanríkisráðuneytið ítrekar þá afstöðu er fram kemur í meðfylgjandi bréfi ráðuneytisins 10. júní sl. að beiðni kæranda um aðgang að gögnum fellur utan 3. gr. upplýsingalaga með því að gögn þessi eru undanþegin upplýsinga- rétti, þar sem þau varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Íslenskra aðalverktaka hf., sbr. 5. gr. laganna“. Með bréfi ráðuneytisins fylgdu hjálögð bréf Regins hf. og Sameinaðra verktaka hf. þar sem vísað er til afstöðu ráðu- neytisins. Jafnframt fór ráðuneytið fram á að kæru stefnanda yrði vísað frá þar sem kærufrestur hafi verið liðinn er kæran var lögð fram. Því hafnaði úrskurð- arnefndin þar sem ráðuneytið hafði ekki gætt að leiðbeiningarskyldu sinni um kærufrest, sbr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Að öðru leyti hafnaði úrskurðarnefndin með hliðsjón af 5. gr. upplýsingalaga kröfum stefnanda með vísan til þess að það kynni að skaða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra tveggja hlutafélaga, sem stóðu að umræddum samningum, ef almenningur fengi upplýsingar um hvaða eignir þau fengu í sinn hlut við slit á sameignarfélaginu, hvert hafi verið umsamið verðmæti þeirra og hvert bókfært verð þeirra í reikningum félagsins. Jafnframt kemur fram í niður- stöðum úrskurðarnefndarinnar að sömu sjónarmið eigi við um þær upplýsingar sem ríkið fékk í sinn hlut, sbr. 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga. Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál hljóðar svo: „l. Eins og gerð er grein fyrir í kaflanum um kæruefni hér að framan var mál þetta kært með bréfi kæranda, dagsettu 21. ágúst sl. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga byrjar kærufrestur að líða þegar þeim, sem farið hefur fram á aðgang að gögnum, er tilkynnt synjun stjórnvalds. Bréf utanríkisráðuneytisins til kæranda er dagsett 10. júní sl. Samkvæmt því var liðinn sá 30 daga kæru- frestur, sem tiltekinn er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, þegar mál þetta var borið skriflega undir úrskurðarnefnd. Í 1. tölul. 28. gr. stjórnsýslulaga segir að vísa skuli kæru frá, sem borist hefur að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. 1315 Ekki verður séð að ráðuneytið hafi veitt kæranda leiðbeiningar um kærufrest skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga sem henni var þó skylt að gera skv. 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þessum sökum telur úrskurðarnefnd ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist of seint enda var ekki liðinn sá almenni kærufrestur sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga. 2. Hinn 31. maí 1997, sama dag og sameignarfélaginu Íslenskir aðalverktakar sf. var slitið og nýtt samnefnt hlutafélag stofnað, var gert sérstakt samkomulag milli eigenda sameignarfélagsins, þ.e. utanríkisráðherra f.h. íslenska ríkisins, Sameinaðra verktaka hf. og Regins hf., um úttektir eigendanna úr félaginu yfir höfuðstól. Í samkomulagi þessu koma fram þær upplýsingar, sem kærandi hefur samkvæmt framansögðu óskað eftir, en ráðuneytið synjað að láta honum í té. Tveir af eigendum Íslenskra aðalverktaka sf. voru hlutafélög og teljast þau, ásamt sameignarfélaginu sjálfu, einkaaðilar í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Í þeirri lagagrein segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðli- legt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrir- tækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga er niðurlag þessa ákvæðis skýrt svo að með því sé m.a. átt við „viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskipta- hagsmuni“ fyrirtækja og annarra lögaðila. Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, er það álit úrskurðarnefndar að það kynni að skaða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra tveggja hlutafélaga, sem stóðu að umræddu samkomulagi, ef almenningur fengi aðgang að upplýsingum um það hvaða eignir þau fengu í sinn hlut við slit á sameign- arfélaginu, hvert hafi verið umsamið verðmæti þeirra og hvert bókfært verð þeirra í reikningum félagsins. Í því sambandi skal sérstaklega bent á að það, sem fram kemur í fyrrgreindri umsögn Regins hf. til utanríkisráðuneytisins, að það kynni að skaða samningsstöðu félagsins við endursölu á eignunum á almennum markaði ef umbeðnar upplýsingar væru á almannavitorði. Þótt ráðuneytið hafi ekki á því byggt, hvorki í svarbréfi sínu til kæranda né í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, er það álit hennar að sömu sjónarmið eigi við um upplýsingar um þær eignir sem íslenska ríkið fékk í sinn hlut samkvæmt samkomulaginu, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt þessu ber að staðfesta þá ákvörðun ráðuneytisins að synja kær- anda um aðgang að þessum upplýsingum. 1316 Úrskurðarorð: Staðfest er sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kæranda, Garð- ari Erni Úlfarssyni, um aðgang að samkomulagi eigenda um úttekt á eignum úr sameignarfélaginu Íslenskir aðalverktakar sf. og skiptingu þeirra sín á milli.“ Þar sem úrskurðurinn féll á þennan veg og stefnandi er ekki sáttur við nið- urstöðuna telur hann málshöfðun þessa nauðsynlega. Málsástæður. Stefnandi byggir á því að hann hafi rétt til aðgangs að ofangreindum upplýs- ingum á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og að ekki sé hægt að hafna kröfu hans um upplýsingarnar á grundvelli 5. gr. og 6. gr. upplýsingalaga. Þeirri túlkun nefndarinnar að það kynni að skaða mikilvæga fjárhags- og við- skiptahagsmuni þeirra tveggja hlutafélaga sem stóðu að umræddu samkomulagi ef almenningur fengi aðgang að upplýsingum um hvaða eignir þau fengu í sinn hlut við slit á sameignarfélaginu hafnar stefnandi alfarið. Við skýringu á umræddu lagaákvæði telur stefnandi að hafa verði í huga þegar metið er hvort um mikilvæga viðkvæma fjárhags- eða viðskiptahagsmuni er að ræða hvort aðili geti skaðast í viðskiptum og þá með tilliti til samkeppnissjónarmiða. Þ.e.a.s. meginatriðið sé að stjórnvöld tryggi að lögaðilar þurfi ekki að sætta sig við að gefnar séu viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar sem nýst geti samkeppnisað- ilum eða geti skaðað aðilann á samkeppnismarkaði. Í athugasemdum um ákvæði þetta í frumvarpi til upplýsingalaga séu tekin dæmi af mikilvægum hagsmunum af þessu tagi og sé þar talað um framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál og um upplýsingar um samkeppnisstöðu. Einnig bendir stefnandi sérstaklega á þá áherslu sem lögð sé á orðið „mikilvæga“ í lagagreininni. Ljóst sé af því að hags- munirnir þurfi að vera mikilvægir og mikilvægi þeirra hljóti að vegast á við mik- ilvægi þess að upplýsingaréttur almennings sé virtur. Stefnandi bendir á máli sínu til stuðnings að slit á félaginu Íslenskir aðal- verktakar sf. séu um garð gengin. Fyrrverandi eignaraðilar þess séu í verktaka- starfsemi sem eigi ekkert skylt við þá aðstöðu sem Íslenskir aðalverktakar sf. bjuggu við. Félagið hafi á sínum tíma verið í einokunaraðstöðu sem íslensk stjórnvöld hafi tryggt því. Þeir hagsmunir sem fyrrverandi eigendur hafi af því að koma í veg fyrir að almenningur fái nánar upplýsingar um verðmæti þau sem einokunaraðstaðan færði þeim séu ekki hagsmunir sem verndaðir séu í nefndum lagaákvæðum, eigi ekkert skylt við samkeppnissjónarmið þau sem að ofan er lýst og voru aflvaki þess að umrædd lagaákvæði voru sett er takmarka upplýsingarétt almennings og geti ekki talist „mikilvægir“. Í þessu sambandi bendir stefnandi sérstaklega á þá staðreynd, sem greint er frá í bréfi utanríkis- 1317 ráðuneytisins, sem dagsett er 10. júní 1998, að eignirnar sem eigendur Íslenskra aðalverktaka sf. skiptu á milli sín hafi verið eignir sem aðilar hafi verið sam- mála um að tengdust ekki beint verktakastarfsemi og hafi því ekki þjónað hinu nýja hlutafélagi sem verktakafyrirtæki. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar sé sérstaklega bent á það sem fram komi í umsögn Regins hf. til utanríkisráðuneytisins, að það kynni að skaða samnings- stöðu félagsins við endursölu á eignunum á almennum markaði ef umbeðnar upplýsingar væru á almannavitorði. Þessari skýringu hafnar stefnandi sem frá- leitri. Eignir seljist samkvæmt lögmálum markaðarins um framboð og eftirspurn og ef eftirspurn sé eftir þeim eignum sem um ræðir hafa upplýsingar um tilurð þeirra ekkert með verðmæti þeirra að gera. Stefnandi bendir á að þær upplýsingar, sem farið er fram á að veittar verði, séu sambærilegar þeim upp- lýsingum sem hefð sé fyrir að fram komi í ársreikningum fyrirtækja samkvæmt góðri reikningsskilavenju. T.d. upplýsingar um bókfært verð fasteigna og ann- arra fastafjármuna. En upplýsingar af því tagi gefi oft ekki rétta mynd af mark- aðsvirði viðkomandi eigna. Í úrskurði nefndarinnar komi fram að sömu sjónarmið eigi við um þær eignir sem íslenska ríkið fékk í sinn hlut, sbr. 6. gr. upplýsingalaga. Þessari skoðun hafnar stefnandi alfarið. Enn fráleitara sé að 3. tl. 6. gr. geti verið grundvöllur þess að stefnanda sé synjað um upplýsingar um eignarhlut ríkisins en að 5. gr. komi í veg fyrir að veittar séu upplýsingar um eignir sem komu í hlut félaganna tveggja. Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga komi greinilega fram að 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga verði ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða einokunar né heldur ef opinber aðili er einn um rekstur. Stefnandi leggur áherslu á að með setningu upplýsingalaga nr. 50/1996 hafi verið lögfest sú meginregla að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða tiltekið mál. Öll lagaákvæði er gangi gegn þessari megin- reglu og takmarki þannig þennan lögbundna rétt almennings beri að skýra þröngt í samræmi við almennar lögskýringarreglur. Málskostnaðarkröfu stefnanda styður hann við XXI. kafla laga nr. 91/1991. Stefndi byggir á því að sýkna beri vegna aðildarskorts, enda sé rétt að mál- sókn um viðurkenningu á afhendingu gagna sé beint að Íslenskum aðalverk- tökum hf. Vísað er til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, en stefndi sé nú í minni- hluta eignaraðila. Burtséð frá gildi úrskurðar úrskurðarnefndar og ákvörðun ráðuneytisins sé stefnanda allt að einu nauðsynlegt að hafa uppi í dómsmáli þessu kröfu um afhendingu gagna svo sem hann hefur gert. Stefndi geti hins vegar sem einn hluthafa ekki átt aðild að slíkri kröfu. Jafnframt er bent á að frá- vísun kunni að varða að sameigendum Íslenskra aðalverktaka sf. á sínum tíma, þ.e. Regin hf. og Sameinuðum verktökum hf., er ekki stefnt í máli þessu ásamt stefnda. Varði það frávísun án kröfu, sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991. 1318 Stefndi byggir á því að sýkna beri af öllum kröfum stefnanda þegar af þeirri ástæðu að upplýsingalög nr. 50/1996 taki ekki til annars en sem varðar stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga, sbr. 1. gr. laganna. Þannig gildi lögin ekki um einkaaðila, þótt þeir séu í opinberri eigu og varði umbeðin gögn og upplýsingar starfsemi einkaaðila. Sameignarfélagið Íslenskir aðalverktakar hafi aðeins að hluta til verið í eigu ríkisins og sé ríkið nú aðeins hluthafi að hlutafélaginu. Sé sú ein undantekning frá 1. mgr. |. gr. greindra laga að lögin geti náð til starf- semi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið vald til að taka ákvarð- anir um rétt eða skyldu. Hvorki sameignarfélaginu né hlutafélaginu Íslenskum aðalverktökum hafi verið falið opinbert vald. Vísað er til athugasemda með frumvarpi sem varð að upplýsingalögum um skýringu á 1. gr. Beri þegar af þessum ástæðum að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda og er því ekkert tilefni til að hrófla við niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kraf- ist er ógildingar á. Verði ekki á framangreint fallist byggir stefndi á því að gögn þau sem stefn- andi óskaði eftir aðgangi að frá utanríkisráðuneyti séu utan gildissviðs 3. gr. upplýsingalaga. Svo sem fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál hafi verið gert sérstakt samkomulag milli eigenda sameignarfélagsins Íslenskra aðalverktaka sf. um úttektir þeirra úr félaginu. Tveir af eigendum sam- eignarfélagsins hafi verið hlutafélög sem ásamt félaginu sjálfu teljist einkaað- ilar í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Sé samkvæmt ákvæðinu óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Komi fram í ákvæðinu að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í greinargerð með frumvarpi er varð að upplýsingalögum sé niðurlagsákvæði þetta skýrt svo að með því sé meðal annars átt við viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni fyrir- tækja og annarra lögaðila. Svo sem fram komi í málsgögnum hafi utanríkisráðuneyti leitað eftir afstöðu þeirra tveggja hlutafélaga sem ásamt stefnda stóðu að sameignarfélaginu Íslenskir aðalverktakar sf. Í bréfi Regins hf., dagsettu 3. september 1998, komi fram það álit stjórnarformanns að af hálfu félagsins væri litið svo á að umbeðin gögn vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þess. Hafi meðal ann- ars verið tilfærð þau rök að með því að láta upplýsingarnar í té væri vegið að samningsstöðu félagsins við endursölu eigna á almennum markaði og með sama hætti kynnu þær umsömdu fjárhæðir sem sameigendur urðu sammála um vegna einstakra eigna sem hluta af heildaruppgjöri að hafa áhrif á viðskiptahagsmuni annarra eignaraðila að umræddum eignum. Í bréfi Sameinaðra verktaka hf., dag- settu 10. september 1998, komi fram að stjórn félagsins hefði fjallað um málið 1319 á fundi þann 7. sama mánaðar og tekið undir sjónarmið ráðuneytisins í bréfi þess frá 10. júní 1998. Teldi stjórnin ekki ástæðu til að veita frekari upplýsingar um málið en þegar hefðu verið veittar. Í málinu liggi þannig fyrir gögn til stuðn- ings þeirri eindregnu afstöðu þeirra tveggja hlutafélaga sem aðild áttu að sam- eignarfélaginu Íslenskir aðalverktakar sf. að um væri að ræða viðkvæma fjár- hags- og viðskiptahagsmuni þeirra. Stefndi telur engin efni til að hnekkja því mati og telur fyrir sitt leyti að umbeðin gögn varði mikilvæga fjárhags- og við- skiptahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Liggi því fyrir að þeir aðilar sem í hlut eiga hafi lýst sig andsnúna því að umbeðin gögn verði veitt og því ekki uppfyllt skilyrði 5. gr. upplýsingalaga um að hlutaðeigandi sam- þykki. Beri að virða sjónarmið greindra félaga og það mat þeirra að tjón geti hlotist af opinberun umbeðinna upplýsinga. Stefndi kveðst því byggja sýknukröfu sýna á skýru orðalagi 5. gr. upplýsinga- laga, lögskýringargögnum til túlkunar á gildissviði ákvæðisins og ennfremur er vísað til 6 gr. upplýsingalaga, einkum 3. töluliðar. Stefndi telur engu breyta þótt slit á sameignarfélaginu séu um garð gengin. Hagsmunir sem felist í fjárhag, viðskiptum og samkeppnisstöðu einkaaðila séu ekki háðir sérstökum tímatakmörkunum, heldur séu þeir virkir og verndaðir af ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Það sé mat umræddra félaga og stefnda að fjárhags- og viðskiptahagsmunir þeir sem um ræðir teljist mikilvægir og hefur stefnandi í engu hnekkt því mati, burtséð frá því í hvaða tengslum við starf- semi félaganna upplýsingarnar varða og um hvaða eignir að ræða eða færslur um þær í ársreikningi. Myndi ákvæði nefndrar $. gr. missa marks ef fallist yrði á kröfur stefnanda í málinu. Séu engin tilefni til að skýra ákvæði 5. gr. þröngt. Stefndi mótmælir því að Íslenskir aðalverktakar sf. hafi starfað á einokunar- markaði. Ekkert sérleyfi eða einkaleyfi hafi helgað félaginu einokunaraðstöðu. Hafi Íslenskir aðalverktakar sótt um og verið tilnefndir af hálfu stefnda sem verktakar til ákveðinna verka fyrir varnarliðið, til eins árs í senn. Stóð sameign- arfélagið ekki eitt að slíkum tilnefningum til verktöku fyrir varnarliðið. Hluta- félagið sé nú skráð á Verðbréfaþing Íslands og starfi að margs konar verkefnum, meðal annars alhliða verktakastarfsemi á Íslandi og erlendis, kaupum og sölum eigna, útleigu, efnissölu og efnisvinnslu auk reksturs fasteigna og lánastarfsemi. Hafi félagið nú verið tilnefnt til verktöku fyrir varnarliðið árið 1999 og fyrirheit gefin um að framhald verði þar á til ársins 2003. Hagsmunir félagsins og eig- enda fyrrum sameignarfélagsins af því að umbeðin gögn komi ekki fyrir almenningssjónir séu virkir nú sem fyrr. Af framansögðu telur stefndi að sýkna beri hann af öllum kröfum stefnanda, þannig að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 1. október 1998 í málinu nr. 58/1998 verði látinn óhaggaður standa svo og ákvörðun stefnda í 1320 bréfi, dags. 10. júní 1998. Jafnframt verði sýknað af kröfu stefnanda um að stefndi veiti aðgang að gögnum um eignir sem eigendur Íslenskra aðalverktaka sf. tóku út úr félaginu og skiptu með sér við slit þess. Til stuðnings kröfum um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða. Stefnandi beinir kröfum sínum að stjórnvaldi því sem hefur gögn þau undir höndum sem krafist er aðgangs að og málið er því réttilega höfðað og ekki efni til frávísunar þess. Samkvæmt 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka lögin til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og ennfremur til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Gögn þau sem stefnandi krefst aðgangs að snerta samkomulag á sviði einka- réttar á milli tveggja einkaaðila, Sameinaðra verktaka hf. og Regins hf. annars vegar og ríkisins hins vegar er eignir voru teknar út úr fyrirtækinu Íslenskir aðal- verktakar sf. og skipt á milli þessara þriggja aðila. Samkomulag þetta varðar meðferð á eignum ríkisins og hvað þá meðferð snertir fellur málið undir upplýsingalög nr. 50/1996, sbr. athugasemdir við 1. gr. þeirra sem fram koma í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 50/1996. Stefnandi krefst hér aðgangs að gögnum sem snerta einkaaðila sem, eins og að ofan greinir, hafa gert samkomulag við ríkið á sviði einkaréttar um tiltekna ráðstöfun eigna. Að svo miklu leyti sem gögnin varða einkaaðila þessa þykja ákvæði 5. gr. laganna girða fyrir það að umbeðnar upplýsingar verði veittar enda líggur fyrir að aðilar eru því andvígir og telja það geta valdið sér tjóni að upplýsingar þessar verði birtar. Er það og enda álit dómsins, sem kynnt hefur sér umrædd gögn, að það kynni að valda fyrirtækjunum tjóni ef upplýsingar um það hvaða eignir þau fengu í sinn hlut við slit á sameignarfélaginu, hvert hafi verið umsamið verðmæti þeirra og hvert bókfært verð þeirra í reikningum félagsins, yrðu birtar. Í málatilbúnaði aðila er ekki að því vikið og engar kröfur á því reistar að ákvæði 7. gr. upplýsingalaga heimili aðgang að hluta samkomulags þessa og því ekki þörf á að fjalla um það atriði frekar hér. Samkvæmt þessu verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda en rétt þykir að málskostnaður falli niður. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. 1321 Dómsorð: Stefndi, utanríkisráðherra, skal sýkn af kröfum stefnanda, Garðars Arnar Úlfarssonar. Málskostnaður fellur niður. 1322 Fimmtudaginn 23. mars 2000. Nr. 407/1999. Íslenska ríkið (Jón G. Tómasson hrl.) og Símon Oddgeirsson (Magnús Guðlaugsson hrl.) gegn Þorsteini Markússyni (Ólafur Björnsson hrl.) Jarðalög. Stjórnsýsla. Jafnræðisregla. Sératkvæði. Árið 1939 eignaðist ríkissjóður jarðirnar B og T. Hefur jörðin B meðal annars merki við jarðirnar D og BE. Frá árinu 1947 voru jarðirnar B og T leigðar bændum á jörðinni D til slægna og beitar. Árið 1981 Jéll leigusamningurinn niður og var E og S, bændum á jörðinni D, tilkynnt að hann yrði ekki endurnýjaður. Þ, bóndi á BE, hafði þá óskað eftir því við ríkið að fá jarðirnar leigðar og síðar keyptar. E og S óskuðu hins vegar eftir því að fá leigusamninginn endurnýjaðan á grundvelli ákvæðis um forleigurétt. Var málið ekki afgreitt formlega, en E og S greiddu áfram fyrir leiguafnot og fjallskil jarðanna auk þess sem þeir greiddu af þeim fasteignagjöld. S leitaði síðan eftir kaupum á jörð- unum 1997. Var heimildar til sölu jarðanna aflað í fjárlögum fyrir árið 1998 og afsal fyrir þeim undirritað í janúar 1998. Krafðist Þ ógild- ingar á ákvörðun landbúnaðarráðherra um sölu jarðanna og ógild- ingar afsals fyrir þeim. Ekki var talið að lagafyrirmæli hefðu gert það skylt að leita umsagnar jarðanefndar áður en ákvörðun var tekin um sölu jarðanna, en með vísan til 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 var hins vegar talið eðlilegt að almennt væri leitað umsagnar jarðanefnda og hreppsnefnda áður en ákvörðun um sölu ríkisjarða væri tekin. Einnig var talið, þótt ekki væri að finna bein fyrirmæli um slíkt í lögum, að almennt væri rétt að auglýsa ríkisjarðir, sem ætlunin væri að selja, þannig að þeir sem áhuga hefðu fengju sama tækifæri til að gera kaup- tilboð í fasteignina, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga. Talið var að eðlilegt mat á áframhaldandi nýtingu jarðanna B og T með jörðinni D hefði legið að baki sölu þeirra, sbr. 1. gr. jarðalaga nr. 65/1976. Í ljósi þess að lagaheimildar til sölunnar var aflað og að salan var byggð á mál- efnalegum sjónarmiðum var ekki talið að skortur á samráði við jarða- 1323 nefndir og sveitarstjórnir eða skortur á auglýsingum leiddi, þrátt fyrir framanskráð, til ógildingar sölu jarðanna til S. Voru íslenska ríkið og S því sýknuð af kröfum Þ um ógildingu ákvörðunar um sölu jarðanna B og T og um ógildingu afsals fyrir þeim. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar 5. og 6. október 1999. Þeir krefjast sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara eru sömu kröfur hafðar uppi sem í héraði. Ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Er þar í fyrsta lagi um að ræða símbréf landbúnaðarráðuneytis 16. desember 1997 til fjármála- ráðuneytis um að fjárlaganefnd Alþingis verði fengin til að hlutast til um breytingar á 7. gr. frumvarps til fjárlaga 1998. Meðal þessara breyt- inga var að bætt yrði við greinina heimild til að selja jarðirnar Brúnir og Tjarnir í Vestur-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. Í öðru lagi er um að ræða minnisblað fjármálaráðuneytis til fjárlaganefndar þar sem þessari ósk var meðal annars komið á framfæri. I. Fyrir Hæstarétti gerir stefndi aðallega þá kröfu að dómur héraðs- dóms verði staðfestur, en með þeim dómi var ógilt ákvörðun landbún- aðarráðherra um sölu jarðanna Brúna og Tjarna í Vestur-Eyjafjalla- hreppi og afsal fyrir jörðunum 22. janúar 1998. Auk þessa gerir hann sömu varakröfu, þrautavarakröfu og þrautaþrautavarakröfu og gerðar voru í héraði. Kröfur þessar eru annars vegar um að hann fái viður- kenndan rétt til að ganga að hluta inn í kaupsamning um jarðirnar og hins vegar um afnotarétt af þeim. Stefndi hefur ekki gagnáfrýjað mál- inu og kröfur þessar felast ekki í þeirri kröfu sem tekin var til greina með dómi héraðsdóms. Komast þær því ekki að í Hæstarétti. 1324 Il. Ríkissjóður eignaðist 1939 jarðirnar Brúnir og Tjarnir í Vestur- Eyja- fjallahreppi. Munu jarðirnar hafa verið keyptar í tengslum við gerð varnargarða við Markarfljót en búast mátti við að fljótið eyddi jörðum þessum að hluta og gerði þær verr fallnar til búskapar, en þær liggja saman að núverandi farvegi þess að vestanverðu. Brúnir sem liggja norðar hafa merki við jörðina Dalsel á löngum kafla að norðan og vestan. Áfrýjandi Símon Oddgeirsson býr nú á Dalseli og nýtir þá jörð. Þá hafa Brúnir merki við jörðina Borgareyrar á nokkrum kafla, en þar býr stefndi. Aðrar jarðir liggja síðan að jörðunum Brúnum og Tjörnum að vestan allt til sjávar. Eftir kaup ríkisins voru jarðirnar leigðar til ábúðar fram til ársins 1947, en hafa lengst af síðan verið leigðar Dal- selsbændum til slægna og beitar. Um þessi afnot liggja fyrir samningar frá 1953 og 1956, en þar eru jarðirnar leigðar til fimm og tíu ára. Þeir samningar voru framlengdir, en í apríl 1971 voru gerðir nýir leigu- samningar um jarðirnar við Oddgeir Ólafsson þáverandi eiganda Dal- sels til fimm ára og með forleigurétti. Eftir að leiga Ólafs hafði einu sinni verið framlengd voru þær síðan leigðar sonum hans Einari og Símoni í apríl 1978 til fardaga 1981 með sömu skilmálum og greinir í samningunum frá 1971. Áður en það var gert höfðu landbúnaðarráðu- neytinu borist óskir stefnda um að fá jarðirnar á leigu. Samkvæmt bréfi landbúnaðarráðherra 23. desember 1980 var þeim bræðrum kynnt að leigusamningarnir myndu falla niður á fardögum 1981 og yrðu ekki endurnýjaðir. Þegar þetta bréf var ritað hafði stefndi hafið tilraunir til að fá jarðirnar keyptar með aðstoð lögmanns. Þeir bræður óskuðu eftir endurnýjun leigusamningsins með bréfi 9. maí 1981 og vitnuðu til ákvæða samninganna um forleigurétt. Á þessum tíma fóru fram ýmsar sáttaumleitanir með þeim bræðrum og stefnda um að þeir nýttu jörðina í sameiningu, en án þess að af því yrði. Aflað var álits hreppsnefndar og jarðanefndar hér um og skipuð sáttanefnd. Með bréfi 15. október 1982 sendi landbúnaðarráðuneytið fyrirmæli til sýslumanns Rangárvallasýslu um að hann tæki ekki á móti leigu- greiðslum frá bræðrunum. Þrátt fyrir framangreindar aðgerðir ráðherra og ráðuneytisins á þessum tíma voru þeim bræðrum send bréf varðandi jarðirnar 18. september 1985. Þar voru þeir ávarpaðir sem leigutakar og bréfunum fylgdu útskriftir samninga við þá og var í þeim vitnað um leigumála til samninga sem gerðir höfðu verið við föður þeirra 1971. 1325 Af gögnum málsins má ráða að bræðurnir hafi greitt fyrir leiguafnot þrátt fyrir framangreint bréf ráðuneytisins til sýslumanns. Árin 1983, 1984 og 1985 hafi þeir greitt inn á geymslureikning en eftir það hafi ríkisféhirðir innheimt leigu hjá þeim. Samkvæmt bréfi oddvita Vestur- Eyjafjallahrepps hafa fjallskil vegna jarðanna verið greidd af Dalsels- bændum allt frá árinu 1954 til ársins 1994 þegar álagningu vegna fjall- skila var hætt tímabundið vegna friðunar afrétta hreppsins. Þá hafi þeir greitt fasteignagjöld vegna jarðanna allt frá 1962 að fasteignagjöld urðu tekjustofnar sveitarfélaga. Af framangreindu verður ekki annað ráðið en að bændur í Dalseli hafi í raun haft leiguafnot af jörðunum Brúnum og Tjörnum og greitt fyrir þau allt frá 1953 og 1956 og verður við það að miða um úrlausn málsins. Áfrýjandi Símon Oddgeirsson leitaði eftir kaupum á jörðunum 2. október 1997. Ákvað landbúnaðarráðuneytið að verða við þessari beiðni og aflaði heimildar til sölu jarðanna í fjárlögum fyrir árið 1998, sbr. lög nr. 150/1997, 7. gr. 4.18. Afsal fyrir jörðunum var síðan und- irritað 22. janúar 1998. Ill. Stefndi heldur því fram að hann og fyrir hans tíma faðir hans hafi sem ábúendur Borgareyrar nýtt umdeildar jarðir til beitar, fyrst með leyfi Oddgeirs Ólafssonar en síðar án leyfis, þar af síðari árin til beitar 30 til 40 geldneyta. Hann byggir aðalkröfu sína á því að ríkissjóður hafi ekki auglýst jarðirnar opinberlega eða kynnt þær á almennum markaði svo að allir sem áhuga hefðu ættu kost á því að bjóða í þær. Með þessu hafi jafnræðisregla stjórnsýslulaga verið brotin og eigi þetta að leiða til ógildis sölunnar. Ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður að áfrýjandi Símon Oddgeirsson ætti einn kauprétt að jörðunum, sem gæti réttlætt undanþágu frá því að auglýsa þær til sölu. Þá heldur hann því einnig fram að áfrýjandi íslenska ríkið hafi brotið gegn þeirri form- reglu fyrir sölunni að leita meðmæla jarðanefndar Rangárvallasýslu til hennar, en lögbundin skylda sé til þess, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga um Jarðasjóð nr. 34/1992, en samhljóða ákvæði hafi áður verið í 43. gr. jarðalaga nr. 65/1976, sbr. 11. gr. laga nr. 90/1984. 1326 IV. Af hálfu áfrýjanda íslenska ríkisins er því haldið fram að ákvörðun landbúnaðarráðherra um að selja jarðirnar hafi byggst á umsókn áfrýjanda Símonar um kaup þeirra, og er það í raun óumdeilt. Hafi ákvörðunin helgast af því að hann og aðrir ábúendur í Dalseli hafi haft jarðirnar á leigu allt frá 1953 og 1956. Umsóknin hafi verið samþykkt, lagaheimildar hafi verið aflað og frá sölunni gengið. Vísað er til þess að það sé einn af hornsteinum eignarréttar að geta tekið ákvörðun um sölu eignar og velja sér viðsemjanda. Þegar stjórnvald ráðstafar eigum ríkisins gilda um þá ákvörðun reglur stjórnsýsluréttar. Um kaupsamninginn annars gilda almennar reglur um fasteignakaup eftir því sem við getur átt. Af hálfu áfrýjenda er því mótmælt að jarðirnar hafi verið í eigu Jarðasjóðs þannig að þurft hafi að gæta ákvæða 2. mgr. 5. gr. laga nr. 34/1992 um meðmæli jarða- nefndar fyrir sölunni. Samkvæmt afsali voru það fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og landbúnaðarráðherra fyrir hönd jarðadeildar land- búnaðarráðuneytisins sem seldu jarðirnar með sérstakri heimild í 7. gr. fjárlaga fyrir árið 1998, lið 4.18. Jarðirnar voru því ekki seldar á grund- velli laga nr. 34/1992. Þegar þær voru keyptar til ríkisins hafði Jarða- sjóður ekki verið stofnaður. Samkvæmt 36. gr. jarðalaga fer jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins með málefni jarða í ríkiseign nema annað sé ákveðið í lögum. Samkvæmt 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga þarf ekki að afla samþykkis jarðanefnda fyrir aðilaskiptum að ríkisjörðum fremur en þegar ríkið leigir slægjur og beit jarða sinna, sbr. 5. tl. sömu málsgreinar. Verður ekki séð að bein lagafyrirmæli hafi gert það skylt að leita umsagnar jarðanefndar áður en ákvörðun var tekin um sölu jarðanna. Með vísun til 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður hins vegar að telja eðlilegt að almennt sé leitað umsagnar jarðanefnda og hreppsnefnda áður en ákvörðun um sölu ríkisjarða er tekin, svo sem gert var í hið fyrra sinn sem sala jarðanna komst á dagskrá. Hvorki í jarðalögum né í öðrum lögum er að finna bein fyrirmæli um að auglýsa skuli fyrirhugaða sölu ríkisjarða. Lagaákvæði, sem gefa almenningi kost á að kaupa eignir ríkisins að undangenginni auglýs- ingu, eru almennt reist á sjónarmiðum um að tryggja beri hagkvæmni ráðstöfunar og jafnræði þeirra sem hug hafa á kaupum. Gera verður ráð fyrir því að ríkisjarðir geti verið eftirsóknarverðar til kaups. Þar sem stjórnvöldum er skylt að gæta jafnræðis milli borgaranna, er almennt 1327 rétt að auglýsa ríkisjarðir, sem ætlunin er að selja, þannig að þeir sem áhuga hafa fái sama tækifæri til að gera kauptilboð í hlutaðeigandi fast- eign, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga. Því hefur hins vegar ekki verið haldið fram að jarðirnar hafi verið seldar of lágu verði. V. Landbúnaðarráðuneytið hlutaðist til um það að ósk áfrýjanda Sím- onar að sérstakrar lagaheimildar væri aflað gagngert til sölu jarðanna Brúna og Tjarna til hans. Jarðirnar liggja saman og hafa merki að Dal- seli. Þær hafa um áratugi verið leigðar og nýttar frá Dalseli til beitar og slægna. Nýtingu stefnda á jörðunum er hins vegar mótmælt utan þess að áfrýjandi Símon viðurkennir að fé hafi þar gengið lausagöngu frá Borgareyrum sem frá öðrum bæjum. Af hálfu áfrýjanda íslenska ríkisins er því mótmælt að fyrirsvarsmenn þess hafi nokkuð vitað af afnotum stefnda. Þegar til þessa er litið verður að leggja til grundvallar að eðlilegt mat á áframhaldandi nýtingu jarðanna með Dalseli hafi legið að baki sölunni, sbr. og 1. gr. jarðalaga. Landbúnaðarráðuneytið aflaði lagaheimildar til sölunnar og þau sjónarmið sem það lagði til grundvallar henni voru málefnaleg. Þótt almennt séu það betri stjórnsýsluhættir að leita samráðs við jarða- nefndir og sveitarstjórnir og að auglýsa ríkisjarðir til sölu verður ekki talið, eins og hér stendur á, að skortur á því eigi að leiða til þess að stefndi fái ógilt söluna til áfrýjanda Símonar Oddgeirssonar. Er þá einkum litið til þess að um eyðijarðir er að ræða sem lengi höfðu verið nytjaðar frá Dalseli samkvæmt samningum og ekki er annað fram komið en að verð þeirra hafi verið eðlilegt. Samkvæmt framangreindum málavöxtum og niðurstöðu málsins er rétt að áfrýjandi íslenska ríkið beri sjálft sinn málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti en stefndi, Þorsteinn Markússon, greiði áfrýjanda Sím- oni Oddgeirssyni málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjendur, íslenska ríkið og Símon Oddgeirsson, skulu sýknir af kröfu stefnda, Þorsteins Markússonar, um ógildingu ákvörð- unar landbúnaðarráðherra um sölu jarðanna Brúna og Tjarna í 1328 Vestur-Eyjafjallahreppi og um ógildingu afsals fyrir þeim 22. jan- úar 1998. Áfrýjandi íslenska ríkið skal bera sinn kostnað af málinu í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Stefndi, Þorsteinn Markússon, greiði áfrýjanda Símoni Odd- geirssyni 500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Sératkvæði Hjartar Torfasonar Heimild frá Alþingi til sölu jarðanna Brúna og Tjarna í Vestur-Eyja- fjallahreppi á árinu 1998 var veitt með ákvæði í fjárlögum ársins. Ekki er leitt í ljós, hvort beiðni um heimildina hafi tilgreint, hverjum jarð- irnar yrðu seldar eða með hvaða hætti, og ekki er mælt fyrir um það efni í ákvæðinu, sem samþykkt var. Verður heimildin ekki talin breyta því, að framkvæmd á sölu jarðanna hafi verið háð almennum laga- reglum, sem við gætu átt. Í V. kafla jarðalaga nr. 65/1976 er fjallað um jarðir í opinberri eigu. Segir þar í 36. gr., að jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins fari með málefni þeirra jarða, nema annað sé ákveðið í lögum. Í 37. gr. er að finna almenna heimild til að selja jarðir eða jarðarhluta í ríkiseign til sveitarfélaga, sem jarðirnar tilheyra, og í 38. gr. er kveðið á um rétt handa ábúendum ríkisjarða í erfða- eða lífstíðarábúð til að fá ábúðar- Jarðir sínar keyptar. Í báðum tilvikum er Það skilyrði fyrir kaupum um jarðirnar, að meðmæli hlutaðeigandi jarðanefndar liggi fyrir, enda þótt kaupin heyri undir landbúnaðarráðuneytið samkvæmt 36. gr. Um síð- arnefndu jarðirnar er þetta einkum athyglisvert vegna þess, að þar er að jafnaði um að ræða lögbýli í búskaparnotum, enda þarf ábúandinn að leggja fram yfirlýsingu hreppsnefndar sinnar um, að hann hafi setið Jörðina vel og nefndin sé meðmælt kaupunum, svo sem áður var áskilið í lögum um sölu þjóðjarða og kirkjujarða. Ætla verður, að ekki sé þá síður ástæða til að leita umsagnar eða meðmæla jarðanefndar, ef um er að ræða ráðstöfun á eyðijörðum eða lendum, sem ekki eru fallnar til sjálfstæðs búskapar. 1329 Í lögum nr. 34/1992 um Jarðasjóð, sem starfræktur er við jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins og áður var mælt um í VI. kafla jarðalaga, er fjallað í 2. gr. um heimildir sjóðsins til kaupa á jörðum. Taka þær heim- ildir ekki síst til jarða, sem erfitt er að nýta til búskapar af ýmsum ástæðum, sbr. 1.-4. tl. 1. mgr. greinarinnar. Í 1. mgr. 5. gr. laganna er veitt almenn heimild til að selja jarðir sjóðsins sveitarfélögum eða upp- rekstrarfélögum, sem þær tilheyra, svo og einstaklingum eða félaga- samtökum. Er þar ekki sérstaklega áskilið, að sú ráðstöfun verði borin undir jarðanefnd, svo sem áður þurfti samkvæmt 1. mgr. 43. gr. jarða- laga, ef ráðgert var að selja jarðirnar einstaklingum til varanlegrar ábúðar. Hefur sá áskilnaður væntanlega verið felldur niður til einföld- unar og með hliðsjón af því, að þess sé að jafnaði ekki að vænta, að jarðeignir sjóðsins verði seldar til sjálfstæðs búskapar. Í fyrsta málslið 2. mgr. 5. gr. er á hinn bóginn einnig heimilað að selja jarðir hans öðrum jarðeigendum í sama sveitarfélagi til þess að bæta búrekstrar- aðstöðu þeirra. Er þar mælt um það skýrum stöfum, að til þess þurfi að fá meðmæli jarðanefndar, svo sem áður var eftir 2. mgr. 43. gr. jarðalaga. Í máli þessu er deilt um samliggjandi eyðijarðir við Markarfljót, sem dæmdar voru óhæfar til sjálfstæðs búreksturs fyrir mörgum áratugum vegna landspjalla af ágangi fljótsins. Hafa þær nú verið seldar áfrýjandanum Símoni Oddgeirssyni til að treysta búrekstursaðstöðu hans í Dalseli. Hann hafði ekki áður haft þær til ábúðar, sem vonlegt var, heldur á tímabundinni leigu til beitar og slægna. Fram er komið í málinu, að land jarðanna hafi einnig gagnast nágrönnum hans að ein- hverju marki á liðnum árum, þar á meðal stefnda við búskap hans á Borgareyrum. Samkvæmt gögnum um landkosti jarðanna verður að telja óvíst, að beint hafi legið við að ráðstafa þeim í einu lagi og til eins aðila, ef koma ætti til sölu á þeim á annað borð. Verður að ætla, að skipting á þeim eða ráðstöfun til sameiginlegra afnota frá fleiri jörðum hefði einnig getað komið til álita og verið jafnhagfelld eða hag- felldari með tilliti til hagsmuna byggðar á þessu svæði. Þegar fyrrgreind ákvæði V. kafla jarðalaga og laganna um Jarðasjóð eru virt ásamt 1. gr. jarðalaga, þar sem markmið þeirra eru skilgreind, og 6. gr. og öðrum ákvæðum Il. kafla laganna, þar sem almennt er fjallað um hlutverk jarðanefnda, verður að líta svo á, að landbúnaðar- ráðuneytinu hafi borið skylda til að leita álits og meðmæla jarðanefndar 1330 Rangárvallasýslu, áður en ákvörðun yrði tekin um sölu hinna umdeildu jarða. Er og ekkert því til fyrirstöðu, að sala á fasteignaréttindum í eigu ríkissjóðs verði borin undir jarðanefnd, þótt salan sé ekki háð beinu samþykki nefndarinnar. Samkvæmt þessu eiga úrslit málsins að vera þau, að niðurstaða hins áfrýjaða dóms um efni málsins og málskostnað verði staðfest. Máls- kostnaður fyrir Hæstarétti milli stefnda og áfrýjandans Símonar Odd- geirssonar falli niður, en áfrýjandinn íslenska ríkið greiði stefnda hæfi- legan málskostnað fyrir réttinum. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 8. júlí 1999. Mál þetta höfðaði Þorsteinn Markússon, kt. 310146-3909, Borgareyrum, Vestur-Eyjafjallahreppi, með stefnu útgefinni 11. desember 1998 á hendur rík- issjóði Íslands og Símoni Oddgeirssyni, kt. 021227-2269, Dalseli, Vestur-Eyja- fjallahreppi. Málið var dómtekið 17. maí sl. Það var síðan endurupptekið og dómtekið að nýju 28. júní. Stefnandi krefst þessa: 1. Að ógilt verði með dómi sala og þar með afsal stefnda ríkisins á jörðunum Brúnum og Tjörnum 1 og H í Vestur-Eyjafjallahreppi til stefnda Símonar Oddgeirssonar, 22. janúar 1998. 2. Fyrsta varakrafa er að viðurkennt verði að stefnandi hafi öðlast rétt til að ganga að hluta inn í samning stefndu um jarðirnar samkvæmt afsali 22. jan- úar 1998 og að fá afsal frá ríkissjóði til sín fyrir 50% jarðanna ásamt öllum þeim gögnum og gæðum sem jarðarpartinum fylgir og fylgja ber, gegn greiðslu á kr. 1.305.000. 3. Önnur varakrafa er að viðurkennt verði að stefnandi hafi öðlast rétt til að ganga að hluta inn í samning stefndu um jarðirnar samkvæmt afsali 22. jan- úar 1998 og að fá afsal frá ríkissjóði til sín fyrir 211 ha. af grónu, en órækt- uðu landi jarðanna, auk samsvarandi hlutfalls ræktaðs lands og ógróins lands jarðanna ásamt öllum þeim gögnum og gæðum sem jarðarpartinum fylgir og fylgja ber, gegn greiðslu á kr. 750.897. Nánar skýrir stefnandi þessar tvær fyrstu varakröfur sínar með þeim áskilnaði að stefndu verði að þola ógildingu á samningi sínum og áður- greindu afsali að því marki sem hann brýtur í bága við rétt stefnanda. 4. Þriðja varakrafa stefnanda er að gagnvart stefnda Símoni Oddgeirssyni verði viðurkenndur afnotaréttur (beitarítak) stefnanda af jörðunum á grundvelli afnotahefðar. Nánar sé það beitarréttur fyrir allt að 40 nautgripi allt árið. Loks krefst stefnandi málskostnaðar. 1331 Stefndi, íslenska ríkið, krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostn- aðar. Stefndi, Símon Oddgeirsson, krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostn- aðar að viðbættum virðisaukaskatti af málflutningsþóknun auk álags á máls- kostnað. Jarðirnar Brúnir og Tjarnir Í og 1l í Vestur-Eyjafjallahreppi urðu eign ríkis- ins á árinu 1939. Voru þær komnar í eyði 1947. Hafa þær síðan verið nytjaðar frá nágrannajörðum, einkum af eiganda og ábúanda Dalsels, sem hefur verið leigutaki jarðanna samkvæmt skriflegum samningum. Málsókn stefnanda byggist á því að hann og faðir hans á undan honum hafi líka nytjað jarðirnar á móti stefnda Símoni Oddgeirssyni og öðrum ábúendum Dalsels. Af skriflegum gögnum sem liggja frammi í málinu er elstur leigusamningur dagsettur í júlí 1953, þar sem landbúnaðarráðherra leigir Oddgeiri Ólafssyni, föður stefnda Símonar, þá til heimilis í Eyvindarholti, jörðina Brúnir til fimm ára. Í júní 1956 var honum leigð jörðin Tjarnir til 10 ára frá fardögum það ár. Samningar þessir voru síðar endurnýjaðir og með bréfi dags. 19. apríl 1978 er samið við stefnda Símon og bróður hans, Einar, um leigu beggja jarðanna til fardaga 1981. Fram kemur í bréfi þeirra bræðra til landbúnaðarráðuneytisins dags. 7. ágúst 1980 að þeir telji að framlenging samnings er gerð var 1976 hafi verið við þá ásamt föður þeirra, þar sem þeir hafi rekið saman félagsbú á jörð- inni Dalseli. Með síðastnefndu bréfi fóru þeir bræður fram á það sem þeir þá kalla áframhaldandi ábúð á jörðunum. Þessu erindi þeirra svaraði ráðuneytið með bréfi 23. desember 1980, þar sem tilkynnt var að leigusamningar um jarð- irnar féllu úr gildi á fardögum 1981 og yrðu ekki endurnýjaðir. Segir jafnframt að ráðuneytið hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvernig land jarðanna yrði nýtt. Með bréfi 9. maí 1981 ítrekuðu bræðurnir fyrri beiðni um það sem þeir kalla áframhaldandi ábúð. Í bréfi þeirra segir m.a. að þeir telji að í forleigurétti sínum „.. 1.415.358,00 Eftirstöðvar þann 9.12.1994 ...................0a kr. 4.9209.111,00 Samkvæmt framansögðu ættu kröfur á hendur sóknaraðila að lækka um 2.325.392 kr. miðað við 18.3.1995. Þær kröfur sem lýst hafi verið við nauðung- arsölu á þessum hluta séu uppgreiddar. Við ráðstöfun vegna söluhagnaðar þessa eignarhluta hljóti sóknaraðila því að vera frjálst að ráðstafa upp í aðrar gjald- fallnar kröfur sóknaraðila að eigin vali. Innborgun á kröfu 05470418, að fjárhæð 225.887 kr., hafi bakfærst við leið- réttingu á úthlutun söluandvirðis 02-01, og sömuleiðis greiðsla kröfu nr. 05470013, að fjárhæð 1.435.564 kr. Þessar kröfur bókist nú greiddar miðað við 18.3.1995, auk innborgunar á kröfu nr. 05450402, að fjárhæð kr. 422.706,00, samtals 2.325.392 kr. Krafa nr. 05450402: Eftirstöðvar höfuðstóls 9.12.1994 4.929.111 Dráttarvextir til 18.3.1995 ....... 189.770 Innborgað 18.3.1995 ............00..0..0.. . 422.706 Eftirstöðvar höfuðstóls 18.3.1995 . 4.696.175 Samkvæmt framansögðu ættu kröfur á hendur sóknaraðila að lækka um 2.370.254 kr. miðað við 17.2.1996. Til að fara að ábendingum Hæstaréttar sé eðlilegast að söluhagnaður þessa eignarhluta fari til greiðslu þeirrar skuldar sem lýst hafi verið við nauðungarsöluna, eða kröfu nr. 05450404. Samkvæmt fram- angreindu stöðuyfirliti kröfunnar hafi staða kröfunnar verið þann 17.2.1996 kr. 4.331.963 Lækkun vegna söluhagnaðar .................0.....0..00... kr. 2.370.254 Eftirstöðvar 17.2.1996 (dd... kr. 1.961.709 Að framan hafi verið tekið tillit til allra athugasemda sem fram hafi komið í dómum Hæstaréttar nr. 180-181/1999 í skuldamálum sóknaraðila við varnarað- ila. Í fyrsta lagi hafi verið tekið fullt tillit til þess tímamarks sem miða eigi sölu- hagnað við. Í öðru lagi hafi verið felld út lækkun söluhagnaðar vegna kostnaðar sem varnaraðili hafi orðið fyrir við að eiga og reka eignina. Í þriðja lagi hafi verið felld út lækkun söluhagnaðar vegna tiltekinna krafna á hendur þriðja manni. Og í fjórða lagi hafi úthlutun upp í kröfur á hendur sóknaraðila verið leiðrétt með tilliti til þess hvernig kröfum hafi verið lýst við nauðungarsölu. Að teknu tilliti til þessara leiðréttinga séu eftirstöðvar krafna sóknaraðila við varnaraðila vegna aðfarargerðanna tveggja miðað við 10. janúar 2000 sem hér segir: 1618 Mál nr. 05450402. Eftirstöðvar höfuðstóls 18.3.1995 (sbr. að ofan).......... kr. 4.696.175 Dráttarvextir til 3.1.1996 .... 548.147 Innborgað 3.1.1996 ............. 2.548.332 Eftirstöðvar 3.1.1996 Þ.e . 2.695.990 Dráttarvextir til 10.1.2000 (....dc..eeeeeeeeererereerrern . 2.288.435 4.984.425 Mál nr. 05450404. Eftirstöðvar höfuðstóls 17.2.1996...........0......e..0.00..0. kr. 1.961.709 Dráttarvextir til 10.1.2000 . 1.606.675 Samtals kr. 3.568.384 Samtals nemi því kröfur á hendur sóknaraðila samkvæmt greindum tveimur aðfarargerðum 8.552.809 kr. Þær séu samkvæmt aðfararhæfum dómum og beðið hafi verið um fjárnám vegna þeirra í þeim aðfararmálum sem sóknaraðili hafi skotið til héraðsdóms. Öll skjöl sem sanni tilvist þessara krafna hafi verið lögð fram. Því sé mótmælt að sóknaraðila hafi tekist að hnekkja þeim gögnum sem lögð hafi verið til sönnunar þessum skuldum. Sérstaklega sé mótmælt þeim skilningi sóknaraðila að úthluta eigi meira af söluandvirði eignarhluta þriðja manns (Vélanausts hf.) til greiðslu skulda sóknaraðila. Það sé því krafa varnar- aðila að staðfest verði gildi tveggja aðfarargerða hjá sóknaraðila þann 14. októ- ber 1998. IV. Niðurstaða. Málatilbúnaður sóknaraðila samrýmist ekki réttarfarsreglum um glögga og skýra málsmeðferð. Fjallað er um viðskipti aðila langt út fyrir þær aðfarargerðir, sem ágreiningur er um í málinu. Töluleg meðferð á málinu í heild er mjög rugl- ingsleg og gerir það örðugt til úrlausnar. Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 180-181/1999 koma fram athugasemdir sem áhrif hafa á kröfugerð varnaraðila á hendur sóknaraðila vegna greindra aðfarargerða. Þær eru eftirfarandi: Söluhagnaður varnaraðila vegna þriggja eignarhluta Smiðsbúðar 9, Garðabæ, að fjárhæð 12.302.259 kr., skuli koma til frádráttar kröfum varnaraðila á hendur sóknaraðila miðað við þann dag sem sýslumaður samþykkti tilboð varnaraðila við nauðungarsölu. Kostnaður sem hlaust af síðari ráðstöfunum og rekstri varnaraðila á þeim eignarhlutum að fjárhæð 425.557 kr. komi ekki til frádráttar söluhagnaði af eigninni. 1619 Ekki hafi verið heimilt að ráðstafa 865.776 kr. af söluhagnaði til greiðslu tveggja tiltekinna skulda Vélanausts hf. Þá hafi ekki verið heimilt að ráðstafa 1.435.564 kr. af úthlutun vegna sölu á eignarhluta 0201 til greiðslu skuldar sóknaraðila samkvæmt dómi bæjarþings Reykjavíkur 19. september 1991, sem ekki hafði verið lýst við þá nauðungar- sölu. Eins og rakið er í greinargerð varnaraðila hefur hann breytt kröfum sínum á hendur sóknaraðila í samræmi við framangreindar athugasemdir Hæstaréttar um ráðstöfun á söluandvirði fyrrum eignarhluta sóknaraðila í Smiðsbúð 9, Garðabæ. Þannig hefur verið tekið tillit til þess tímamarks sem miða skal söluhagnað við. Þá var felld út lækkun söluhagnaðar vegna kostnaðar sem varnaraðili hafi orðið fyrir við að eiga og reka eignina. Einnig var felld út lækkun söluhagnaðar vegna tiltekinna krafna á hendur Vélanausti hf. Þá var úthlutun upp í kröfur á hendur sóknaraðila leiðrétt með tilliti til þess hvernig kröfum var lýst við nauðungar- sölu. Að teknu tilliti til þessara leiðréttinga telur varnaraðili að kröfur sínar á hendur sóknaraðila samkvæmt greindum tveimur aðfarargerðum miðað við upp- reikning til 10. janúar 2000 séu sem hér segir: I. Aðfarargerð nr. 011-1998-05976, krafa nr. 05450402 (eeen kr. 4.984.425 2. Aðfarargerð nr. 011-1998-05977, krafa nr. 05450404 (dee kr. 3.568.384 kr. 8.552.809 Hagnaður varnaraðila af kaupum og sölu eignarhluta þrotabús Vélanausts hf. í Smiðsbúð 9, Garðabæ, fellur ekki undir 57. gr. laga nr. 90/1991 og sóknarað- ili hefur ekki sýnt fram á það að söluandvirði þeirra eignarhluta eigi að koma til lækkunar á framangreindum aðfarargerðum af öðrum ástæðum. Er og Ósannað að kaupverð eignarhluta þrotabús Vélanausts hf. hafi ekki verið raun- verð. Þá hefur sóknaraðili ekki hnekkt því að ráðstöfun varnaraðila, að fjárhæð 1.199.406 kr., upp í kröfur sóknaraðila, á grundvelli áhvílandi tryggingarbréfa á þeim eignarhlutum hafi verið réttmæt. Þá hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á með málatilbúnaði sínum að lækka beri fjárkröfur vegna tilgreindra tveggja aðfarargerða umfram það, sem varnaraðili hefur viðurkennt. Verður því lagt til grundvallar að varnaraðili eigi framangreindar fjárkröfur á hendur sóknaraðila. Við fjárnámin var því lýst yfir af hálfu sóknaraðila að hann ætti engar eignir og var fjárnámi því lokið án árangurs. Samkvæmt framansögðu verður ekki fallist á kröfu sóknaraðila um niðurfell- ingu aðfarargerðanna og verða þær staðfestar með breyttri fjárhæð, sbr. 1. mgr. 95. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, eins og nánar greinir í úrskurðarorði. 1620 Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Aðfarargerð sýslumannsins í Reykjavík nr. 0l1-1998-05976, sem fram fór 14. október 1998, er staðfest með breyttri fjárhæð 4.984.425 kr. miðað við 10. janúar 2000 og aðfarargerð sýslumannsins í Reykjavík nr. Ol1- 1998-05977, sem fram fór 14. október 1998, er staðfest með breyttri fjár- hæð 3.568.384 kr. miðað við 10. janúar 2000. Málskostnaður fellur niður. 1621 Fimmtudaginn 13. apríl 2000. Nr. 15/2000. Stjörnugrís hf. (Baldur Guðlaugsson hrl.) segn íslenska ríkinu (Skarphéðinn Þórisson hrl.) Stjórnarskrá. Eignarréttur. Atvinnufrelsi. Framsal valds. Ógilding stjórnvaldsákvörðunar. Evrópska efnahagssvæðið. EES-samningurinn. Sératkvæði. Félagið S keypti jörðina M í hreppnum L til að reisa þar svínabú. Hóf S undirbúning að byggingu og starfrækslu búsins, sem var ætlað fyrir 8.000 grísi að meðaltali eða um 20.000 á ári. Lét S vinna deili- skipulag af lóð á jörðinni þar sem búið skyldi reist og samþykkti hreppsnefnd L deiliskipulagið og var það auglýst. Í kjölfar bréfs frá nágrönnum jarðarinnar M óskaði umhverfisráðherra eftir áliti skipu- lagsstjóra á því hvort framkvæmdin skyldi sæta mati á umhverfis- áhrifum á grundvelli laga nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum. Lagði skipulagsstjóri til að ráðherra ákvæði að bygging og rekstur búsins á jörðinni yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Eftir að hafa leitað álits hreppsnefndar L, byggingarnefndar og heilbrigðiseftirlits ákvað umhverfisráðherra, með vísan til þess hversu umfangsmikil fyr- irhuguð starfsemi var, að meta bæri umhverfisáhrif fyrirhugaðrar byggingar og rekstrar svínabús á M á grundvelli 6. gr. laga nr. 63/1993. Höfðaði S mál til að fá ákvörðunina fellda úr gildi. Talið var að heimild 6. gr. laga nr. 63/1993, sem fær ráðherra vald til að ákveða, að fengnu áliti skipulagsstjóra, að tilteknar framkvæmdir verði háðar mati á umhverfisáhrifum, væri ótakmörkuð af öðru en almennri markmiðslýsingu í Í. gr. laganna og háð mati ráðherra. Þannig hefði ráðherra fullt ákvörðunarvald um það, hvort tiltekin framkvæmd, sem ekki fellur undir $. gr. laga nr. 63/1993, skuli sæta mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 6. gr., en talið var ljóst að slík ákvörðun gæti haft í för með sér umtalsverða röskun á eignarráðum og atvinnufrelsi þess, sem ætti í hlut. Var talið, að svo víðtækt og óheft framsal löggjafans á valdi sínu til framkvæmdarvaldsins stríddi gegn 72. og 7S. gr. stjórnarskrárinnar og væri ólögmætt. Var ákvörð- 1622 un umhverfisráðherra um að fyrirhugaðar framkvæmdir á jörðinni M skyldu sæta mati á umhverfisáhrifum því dæmd ógild. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. janúar 2000. Hann krefst þess, að felld verði úr gildi ákvörðun stefnda 30. ágúst 1999 þess efnis, að meta beri samkvæmt lögum nr. 63/1993 umhverfisáhrif fyrirhug- aðrar byggingar og rekstrar svínabús að Melum í Leirár- og Melahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits Vestur- lands frá 22. desember 1999 fyrir svínabú áfrýjanda að Melum og gildir það í tvö ár frá útgáfudegi fyrir „þauleldi á fráfærugrísum, þar til þeir ná sláturstærð, í svínahúsi þar sem ekki skulu hýstir fleiri en 2950 grísir samtímis.“ Mál þetta sætir flýtimeðferð samkvæmt XIX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. I. Í héraðsdómi er skilmerkilega gerð grein fyrir atvikum málsins og málsástæðum aðila. Þar kemur fram, að í umsókn áfrýjanda var gert ráð fyrir 8.000 grísum á búinu að Melum að meðaltali eða um 20.000 grísum á ári. Hin umdeilda ákvörðun umhverfisráðherra 30. ágúst 1999 var tekin með hliðsjón af því, hversu umfangsmikil starfsemin myndi verða, og var hún reist á 6. gr. laga nr. 63/1993 um mat á umhvertis- áhrifum. Það var niðurstaða ráðuneytisins, að virtu áliti skipulagsstjóra ríkisins og hreppsnefndar Leirár- og Melahrepps, að bygging og rekstur svínabús á Melum væri þess eðlis, að rétt væri að láta fyrirhugaða starf- semi sæta mati á umhverfisáhrifum. ll. Í 6. gr. laga nr. 63/1993 segir, að umhverfisráðherra sé heimilt, að fengnu áliti skipulagsstjóra, að ákveða að tiltekin framkvæmd eða 1623 framkvæmdir, sem kunni að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag, en ekki væri getið í S. gr., yrðu háðar mati samkvæmt lögunum. Í 1. mgr. 5. gr. laganna eru í tíu liðum taldar upp framkvæmdir, sem skulu skilyrðislaust sæta mati á umhverf- isáhrifum, en í 2. mgr. segir, að ennfremur séu háðar mati þær fram- kvæmdir, sem upp eru taldar í fylgiskjal: með lögunum og ekki til- greindar í |. mgr. Þar er rekstur svínabúa eða þauleldi svína ekki nefnt. Í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 63/1993 segir um 7. gr. þess, er síðar varð 6. gr. laganna, að telja verði heimild þessa ákvæðis í samræmi við tilgang og markmið tilskipunar nr. 85/337/EBE, bæði með hliðsjón af formála hennar og 2. gr., þar sem efnislega komi fram, að ekki skuli leyfa framkvæmdir, sem geti haft í för með sér veruleg áhrif á umhverfið fyrr en farið hafi fram mat á því, hver áhrifin kunni að verða. Var í athugasemdunum sérstaklega vísað til 4. gr. tilskipun- arinnar varðandi skilgreiningu á þeim framkvæmdum. Þá var sagt, að ætti einungis að meta umhverfisáhrif vegna þeirra framkvæmda, sem taldar væru upp í viðauka I með tilskipuninni væri markmiðum hennar aðeins að óverulegu leyti náð miðað við íslenskar aðstæður og þar með þeim skuldbindingum, sem EES-samningurinn legði íslenska ríkinu á herðar. Í 1. mgr. 4. gr. umræddrar tilskipunar er kveðið á um það, að með fyrirvara um 3. mgr. 2. gr. skuli framkvæmdir, sem taldar eru upp í Í. viðauka, vera háðar undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Í 2. mgr. sömu greinar segir, að framkvæmdir samkvæmt Í. viðauka sæti slíku mati, ef aðildarríkin telji þær þess eðlis, að það sé nauðsynlegt. Í 11. viðauka með tilskipuninni eru svínabú talin meðal þeirra framkvæmda á sviði landbúnaðar, sem falli undir 2. mgr. 4. gr. Hinn 22. febrúar 2000 var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram, að í því sé höfð hliðsjón af tilskipun nr. 97/11/ÆB um breytingu á tilskipun nr. 85/337/EBE, en fyrrnefnda tilskipunin hafi tekið gildi hjá Evrópusambandinu 14. mars 1999, verið staðfest í sameiginlegu EES-nefndinni 26. febrúar sama ár og öðlast gildi sex mánuðum síðar. Í I. viðauka þessarar nýrri tilskipunar eru stöðvar, þar sem fram fer þauleldi svína með meira en 3.000 stæði fyrir alisvín, háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 1. mgr. 4. gr. hinnar fyrri tilskipunar með áorðnum breytingum. 1624 1ll. Í 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 er kveðið á um friðhelgi eignarréttar og í 75. gr. hennar um atvinnufrelsi, sbr. 10. gr. og 13. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Má hvorugt skerða nema með lagaboði að því tilskildu, að almenningsþörf krefji. Þessi fyrirmæli stjórnarskrárinnar verða ekki túlkuð öðruvísi en svo, að hinum almenna löggjafa sé óheimilt að fela framkvæmdarvaldshöfum óhefta ákvörðun um þessi efni. Löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttinda- skerðingar, sem talin er nauðsynleg. Á þetta einnig við um ráðstafanir til að laga íslenskan rétt að skuldbindingum Íslands samkvæmt EES- samningnum. Í samræmi við stjórnskipun landsins er það á valdi lög- gjafans en ekki framkvæmdarvaldsins að ákveða, hvernig heimild íslenska ríkisins í 2. mgr. 4. gr. tilskipunar nr. 85/337/EBE verði nýtt. Í 6. gr. laga nr. 63/1993 er umhverfisráðherra fengið vald til þess að ákveða, að fengnu áliti skipulagsstjóra, að tilteknar framkvæmdir verði háðar mati samkvæmt lögunum, ef hann telur þær kunna að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag. Engar efnisreglur koma fram í þessu ákvæði, eins og raunin er í 5. gr. laganna og fylgiskjali með þeim. Þessi heimild er því ótakmörkuð af öðru en almennri markmiðslýsingu 1. gr. og háð mati ráðherra, eins og stefndi viðurkennir og telur nauðsynlegt til að ná tilgangi laganna og tilskipunar nr. 85/337/EBE, sbr. lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahags- svæðið. Umhverfisráðherra hefur því í raun fullt ákvörðunarvald um það, hvort tiltekin framkvæmd, sem ekki fellur undir 5. gr. laga nr. 63/1993, skuli sæta mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 6. gr., en slík ákvörðun getur haft í för með sér umtalsverða röskun á eignarráðum og atvinnufrelsi þess, er í hlut á. Svo víðtækt og óheft framsal löggjaf- ans á valdi sínu til framkvæmdarvaldsins stríðir gegn framangreindum mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og er ólögmætt. Ber því að fallast á dómkröfur áfrýjanda. Rétt þykir, að stefndi greiði áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. 1625 Dómsorð: Ákvörðun umhverfisráðherra 30. ágúst 1999 þess efnis, að fyr- irhugaðar byggingar og rekstur svínabús áfrýjanda, Stjörnugríss hf., að Melum í Leirár- og Melahreppi í Borgarfjarðarsýslu skuli sæta mati samkvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis- áhrifum, er ógild. Stefndi, íslenska ríkið, greiði áfrýjanda 500.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Sératkvæði Hjartar Torfasonar I. Lög nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum verður að skilja svo, að þau hafi ekki aðallega verið sett til að fullnægja skuldbindingum Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, heldur af vaxandi þjóðfélagslegri nauðsyn á verndun lífsskilyrða og náttúru- gæða í vélvæddum og þéttbyggðum heimi. Ákvæði laganna eru að vísu orðuð með hliðsjón af áætlunum og reglum, sem aðildarríki Evrópu- sambandsins hafa orðið sammála um að fylgja, en að baki þeim liggur einnig víðtækari alþjóðleg samstaða, er ekki skiptir minna máli, ásamt viðhorfum til mannverndar og náttúruverndar, sem verið hafa að eflast með þjóðinni. Lögunum er ætlað að taka til allra framkvæmda, sem líklegar eru til að hafa umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag vegna eðlis þeirra, umfangs eða staðsetningar eða starfsemi, er þeim fylgir, sbr. 4. gr. og 1. gr. laganna og Í. mgr. 2. gr. tilskipunar 85/ 337/EBE, sem höfð var til hliðsjónar við samningu þeirra. Eiga þau einkum við um byggingu eða uppsetningu mannvirkja og starfsemi, er raski landslagi og náttúru, sbr. 2. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar. Mark- miðið er að tryggja, að fram fari mat á umhverfisáhrifum þessara fram- kvæmda, áður en ákvörðun er um þær tekin, ásamt því að slíkt mat verði fastur þáttur í gerð skipulagsáætlana, sbr. 1. gr. laganna. Er þá einkum átt við ákvarðanir lögbærra yfirvalda um leyfi til framkvæmd- 1626 anna, sbr. 12. gr. a ásamt 1. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar. Áhersla er á það lögð, að mat þetta fari fram fyrir opnum tjöldum og sæti kynningu gagnvart stjórnvöldum og öðrum, sem til hagsmuna eigi að telja, svo og almenningi í landinu. Hins vegar fela lögin ekki í sér bein fyrirmæli þess efnis, að synja skuli um leyfi til framkvæmdanna, ef matið þykir mæla á móti þeim fremur en með. Á það ber að fallast með áfrýjanda, að kvöð um mat af þessu tagi geti falið í sér umtalsverða röskun á eignarráðum og atvinnufrelsi manna, sbr. 72. gr. og 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins. Á hinn bóginn getur hún ekki talist einsdæmi meðal kvaða á þessum réttindum, og nægir í því sambandi að minna á hinar umfangsmiklu reglur um starfs- leyfi til atvinnurekstrar, sem vaxnar eru upp af því, er eitt sinn var mjór vísir 9. gr. laga nr. 12/1969 um hollustuhætti og heilbrigðisettirlit. 1. Í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 63/1993 eru í 10 liðum taldar upp fram- kvæmdir, er almennt skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Virðast 5 fyrstu liðirnir hafa verið ákvarðaðir sjálfstætt með tilliti til aðstæðna hér á landi, en hinir síðari eiga sér hliðstæðu í I. viðauka tilskipunar 85/337/EBE, sem gerður var að fylgiskjali með lögunum. Segir um leið í 2. mgr. 5. gr., að framkvæmdir, er taldar séu í fylgiskjalinu, skuli háðar slíku mati. Í 3. mgr. segir ennfremur, að ráðherra geti ákveðið með reglugerð, að aðrar framkvæmdir skuli háðar mati í samræmi við alþjóðasamninga. er Ísland sé aðili að. Má ætla, að þar sé meðal ann- ars átt við Il. viðauka áðurnefndrar tilskipunar. Í honum er skrá um framkvæmdir, sem sæta skuli mati, ef aðildarríki telji það nauðsynlegt eðlis þeirra vegna, sbr. 2. mgr. 4. gr. tilskipunarinnar. Sýnist skránni þannig ætlað að vera leiðbeinandi, en ekki skuldbindandi. Í 6. gr. laganna er síðan bætt við ákvæðum, sem heimila umhverfis- ráðherra að ákveða mat samkvæmt lögunum vegna tiltekinnar fram- kvæmdar eða framkvæmda, er hafa kunni í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag, enda geri hann það að fengnu áliti skipulagsstjóra ríkisins og umsögnum frá þeim, er að fram- kvæmdunum standa, og hlutaðeigandi leyfisveitendum og sveitar- stjórnum. Hin umdeilda ákvörðun ráðherrans er reist á þessari heimild, og er álitaefni málsins einkum það, hvort hún eigi sér þar lögmæta stoð. Á grundvelli 15. gr. laganna hefur umhverfisráðherra sett reglugerð 1627 nr. 179/1994 um mat á umhverfisáhrifum, og voru báðir viðaukar fyrr- greindrar tilskipunar birtir sem fylgiskjöl með henni. Segja má, að í reglugerðinni felist óbeinn stuðningur við ákvörðun ráðherra í þessu tilviki, en fallast verður á það með áfrýjanda, að hún ráði þar engum úrslitum. Er ástæðan meðal annars sú, að tenging hennar við tilskipun- ina eykur ekki með beinum hætti á afmörkun þess, hvenær mat eigi við, heldur má ráða af 1. mgr. 8. gr. hennar, að II. viðauki sé eftir sem áður einkum til leiðbeiningar, þannig að ráðherra geti eftir atvikum ákveðið mat á framkvæmdum eins og þeim, sem þar eru taldar, án þess að þau atvik séu nánar skýrð. Hin umdeilda ákvörðun verður þannig einkum að standa eða falla með því, hvort 6. gr. laganna sjálfra feli í sér lögmætt framsal á valdi til ráðherra í ljósi 2. gr. stjórnarskrárinnar og þeirra mannréttindaákvæða hennar, sem fyrr voru nefnd. HI. Á það ber að fallast með stefnda, að erfitt geti verið að telja með tæmandi hætti þær framkvæmdir eða tegundir framkvæmda, sem æski- legt sé eða nauðsynlegt að binda kvöð um mat á umhverfisáhrifum. Geti tilraun til slíkrar talningar einnig leitt til víðtækari matsreglna en nauðsyn krefji og fætt af sér undanþágukerfi, er hafi í för með sér hættu á mismunun ásamt öðrum ókostum. Ætla verður, að þetta hafi ráðið þeirri ráðstöfun löggjafans að kveða á um heimild handa ráðherra til að mæla fyrir um mat á umhverfisáhrifum vegna einstaklega tiltekinna framkvæmda til viðbótar þeim, sem taldar væru í lögunum, og auka þannig á svigrúm til að fylgja fram markmiðum þeirra. Á heimildinni er hins vegar sá galli, að henni fylgja ekki bein efnisleg fyrirmæli um, hvenær við eigi að beita henni. Er hún þannig aðallega afmörkuð því, sem ráða má af almennri markmiðslýsingu 1. gr. laganna og öðru efni þeirra ásamt þeim stuðningi, sem það á í fyrrnefndri tilskipun og við- aukum hennar. Þessu fylgir meðal annars sá annmarki, að við undir- búning framkvæmdar getur orðið erfitt að átta sig á því, hvort hún kalli á mat eftir lögunum. Þann annmarka verður þó að skoða í ljósi þess, að lögin taka fyrst og fremst til framkvæmda, sem háðar eru opinberum leyfum hvort eð er, og að aðstandendur þeirra eiga að öðru jöfnu að vita manna best, hver umhverfisáhrif fylgi þeim. Þrátt fyrir umræddan ágalla verða ákvæði 6. gr. laganna ekki talin marklaus sem heimild til athafna af hálfu framkvæmdarvaldsins, 1628 heldur ber að skýra þau til samræmis við þann tilgang þeirra, sem við blasir, þegar þau eru litin gagnrýnum augum. Er hann ekki sá að veita ráðherra óheft vald, heldur takmarkað svigrúm til að mæta þeirri þörf á verndun lífsskilyrða og náttúrugæða, sem lögin lýsa, og þá að áskildum þeim ströngu kröfum um jafnræði og meðalhóf, sem ávallt eiga við, þegar orðum laga sleppir. Slík skýring heimildarinnar leiðir einkum til þeirrar ályktunar, að unnt hljóti að vera að beita henni þegar bersýnilegt megi telja eftir hlut- lægum mælikvarða, að tiltekin framkvæmd sé líkleg til að hafa umtals- verð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag, þar sem henni er ætlaður staður, og að jafna megi henni í mikilsverðu tilliti við þær framkvæmdir, sem lýst er í 5. gr. laganna, sé hún ekki sambærileg þeim að flestu leyti. Sú beiting heimildarinnar sé þó einnig háð því, að henni fylgi ekki veruleg hætta á mismunun, þannig að sambærilegar fram- kvæmdir verði leyfðar án sambærilegrar matskvaðar. Ennfremur verði að gæta meðalhófs um þá fyrirhöfn og þann kostnað, sem leggja megi á aðilann eftir 9. gr. laganna. Ákvörðun ráðherra 30. ágúst 1999 lýtur að fyrirhugaðri starfrækslu áfrýjanda á svínabúi á jörðinni Melum í Leirár- og Melahreppi, svo sem lýst er í héraðsdómi, en þar var áður stundaður hefðbundinn búskapur. Er starfrækslan ekki tengd landkostum jarðarinnar nema að því leyti, að nýta má þar úrgang frá búinu til ræktunar. Um er að ræða innanhússeldi á grísum, sem færðir eru frá til slátrunar, og segir áfrýjandi tilhögun þess vera nýjung í Evrópu. Ekki er fram komið hér fyrir dómi, að fyrirtækið eigi sér hliðstæðu í næsta nágrenni að því er varðar tæknistig og afköst í framleiðslu þess eða þörf á tilliti til umhverfis vegna hennar, þegar frá eru taldar verksmiðjur í öðrum atvinnugreinum. Virðist að ýmsu leyti mega líkja fyrirtækinu við þá starfsemi, sem um ræðir í 6. og 8. tl. 1. mgr. 5. gr. laganna, og er af hálfu stefnda einkum bent á 6. tl. í því tilliti. Um samanburð innan atvinnugreinar fyrirtækisins líggur það fyrir, að um sé að ræða stærsta svínabú á landinu og hið fyrsta sinnar tegundar. Hefur áfrýjandi lýst því, að stofnun búsins feli í sér átak til framfara og hagkvæmni í grein- inni. Því má einnig bæta við, að heitið þauleldi, sem haft hefur verið um starfsemi af þessu tagi, telst til nýsmíði í íslensku máli. Samkvæmt tilgreindum forsendum að ákvörðun ráðherra er það umfang starfseminnar að Melum fremur en sú staðreynd, að hún felist 1629 í svínarækt, sem mestu réði um þá ályktun, að ástæða væri til að meta umhverfisáhrif hennar. Verður ákvörðuninni ekki andmælt með vísan til þess eins, að mat vegna starfsemi á sviði landbúnaðar sé áður óþekkt hér á landi og ekki meðal þess, sem 1. og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 93/1993 fjalli um. Ætla verður, að ráðuneytið telji sig bundið af því fordæmi, sem ákvörðunin stofnar til, og að umfang fyrirhugaðs mats verði í hlut- falli við viðfangsefnið, svo sem skylt er að lögum. Með vísan til þessa og að öðru leyti til forsendna í héraðsdómi verður að telja ákvörðun ráðherra eiga fullnægjandi stoð í 6. gr. laga nr. 63/1993 miðað við þær þröngu skorður, sem setja verði lögmæti beitingu þeirrar heimildar. Samkvæmt því er það niðurstaða mín, að staðfesta beri hinn áfrýjaða dóm. Málskostnaður fyrir Hæstarétti á að falla niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 23. desember 1999. Mál þetta, sem dómtekið var þann 7. desember 1999, er höfðað með stefnu, birtri þann 5. október 1999. Stefnandi er Stjörnugrís hf., kt. 600667-0179, Vallá, Kjalarnesi. Stefndi er umhverfisráðherra f.h. íslenska ríkisins. Dómkröfur stefnanda eru þær að felld verði úr gildi með dómi ákvörðun stefnda frá 30. ágúst 1999 um að meta beri samkvæmt lögum nr. 63/1993 umhverfisáhrif fyrirhugaðrar byggingar og rekstrar svínabús stefnanda að Melum í Leirár- og Melahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Þá krefst stefnandi máls- kostnaðar samkvæmt málskostnaðarreikningi. Stefndi krefst sýknu af öllum dómkröfum stefnanda. Jafnframt krefst hann málskostnaðar samkvæmt mati réttarins. Með beiðni dags. 4. október 1999 fór stefnandi þess á leit við dómstjórann í Reykjavík að mál þetta sætti flýtimeðferð samkvæmt XIX. kafla laga nr. 91/1991 og var fallist á þá beiðni sama dag. Málsatvik. Með kaupsamningi dags. 3. maí 1999 keypti stefnandi jörðina Mela í Leir- ár- og Melahreppi í Borgarfjarðarsýslu til að reisa þar svínabú og var kaupverð 26.000.000 króna. Alls var gert ráð fyrir 8.000 grísum á búinu að Melum að meðaltali eða um 20.000 á ári. Stefnandi hóf undirbúning að byggingu og starf- rækslu svínabúsins og lét gera uppdrætti af jörðinni og jarðarhúsum. Þá lét stefn- andi vinna deiliskipulag af lóð á jörðinni þar sem búið skyldi reist. Hreppsnefnd 1630 Leirár- og Melahrepps samþykkti deiliskipulagið 30. júlí 1999 og var það auglýst að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar í B-deild Stjórnartíðinda. Umhverfisráðherra barst erindi fjölskyldunnar að Melaleiti í Leirár- og Mela- hreppi nokkru eftir að tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar hafði verið auglýst í Lögbirtingablaði, dags. 29. júní 1999, en Melaleiti er næsti bær við jörð stefn- anda. Í erindinu var ráðherra tilkynnt með vísan til 6. gr. laga um mat á umhverf- isáhrifum nr. 63/1993 og 8. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 179/1994 að fyrirhugaðar framkvæmdir á Melum kynnu að mati bréfritara að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag. Með bréfi dags. 16. júlí 1999 óskaði stefndi eftir áliti skipulagsstjóra ríkis- ins á því hvort framkvæmdin hefði í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag og skyldi því sæta mati á umhverfisáhrifum sam- kvæmt ofangreindum lögum. Álit skipulagsstjóra barst með bréfi dags. 29. júlí 1999 og lagði hann til að stefndi ákvæði samkvæmt fyrrgreindri lagagrein að bygging og rekstur svínabús á jörð stefnanda yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Taldi skipulagsstjóri líklegt að rekstur svínabús stefnanda á jörðinni myndi hafa umtalsverð áhrif á fyrrgreinda þætti. Stefndi sendi málið til umsagnar stefnanda, hreppsnefndar Leirár- og Melahrepps, byggingarnefndar Leirár- og Melahrepps svo og heilbrigðisnefndar Vesturlandssvæðis, með bréfi dags. 3. ágúst 1999. Var gefinn vikufrestur til að koma umsögn á framfæri við ráðuneyti stefnda. Með bréfi til stefnda, dags. 10. ágúst 1999, lagðist stefnandi eindregið gegn því að ákvörðun um umhverfismat yrði tekin. Með bréfi, dags. sama dag, var stefnda kynnt sú niðurstaða hreppsnefndar Leirár- og Melahrepps að beina því til hans að hann léti fara fram umhverfismat á þeim hugsanlegu áhrifum sem fyrirhugað svínabú á Melum gæti haft á nærliggjandi umhverfi og samfélag. Með bréfi, dags. 12. ágúst 1999, barst stefnda umsögn skipulags- og byggingarnefndar Borgarfjarðar, sem hélt fund um málið sama dag, en nefndin taldi ekki ástæðu til þess að fram færi mat á umhverfisáhrifum, en einn nefndarmaður taldi suma þætti málsins þess eðlis að eðlilegt væri að um áhrif þeirra á umhverfi yrði fjallað rækilega. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands tók ekki afstöðu til þess hvort mat á umhverfisáhrifum skyldi fara fram. Í niðurstöðu ákvörðunar stefnda, frá 30. ágúst 1999, kemur fram að með vísan til þess hve fyrirhuguð starfsemi á Melum sé umfangsmikil og að virtu áliti skipulagsstjóra ríkisins og hreppsnefndar Leirár- og Melahrepps, sé það mat ráðuneytisins að líklegt sé að bygging og rekstur svínabús kunni að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag og beri því að meta umhverfisáhrif fyrirhugaðrar byggingar og rekstrar svínabús á Melum samkvæmt lögum nr. 63/1993. Mál þetta er höfðað til að fá framangreinda ákvörðun stefnda fellda úr gildi. 1631 Málsástæður og lagarök stefnanda. 1. Friðhelgi eignarréttar. Stefnandi telur að ákvæði 6. gr. laga nr. 63/1993 standist ekki ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 10. gr. 1. nr. 97/1995 um friðhelgi eignarréttar og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu og verði ákvörðun stefnda því ekki studd við þá lagagrein. Ótvírætt sé að eignir stefnanda að Melum í Leirár- og Melahreppi og réttur hans til hagnýtingar þeirra njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar, en þar sé skýrt kveðið á um að eignarrétturinn sé friðhelgur og að enginn verði skyld- aður til að láta eign sína af hendi nema almenningsþörf krefji. Þurfi til þess laga- fyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Augljóst sé að ákvörðun um mat á umhverf- isáhrifum feli í sér skerðingu á rétti stefnanda til að nýta eign sína með þeim hætti sem hann hafi fyrirhugað. Geti sú skerðing verið tímabundin í 1-2 ár eftir því hversu lengi mat á umhverfisáhrifum standi yfir eða um aldur og ævi fall- ist skipulagsstjóri, eða eftir atvikum umhverfisráðherra, ekki á fyrirhugaða byggingu og rekstur svínabús að Melum. Á meðan á mati á umhverfisáhrifum standi geti stefnandi ekki nýtt jörðina til atvinnustarfsemi sinnar svo sem hann hafi ætlað, sbr. 12. gr. á 1. nr. 63/1993, og hafi því í raun ekki venjuleg og eðli- leg umráð og afnot eignar sinnar með þeim hætti sem hann hafi ætlað. Félli end- anlegur úrskurður skipulagsstjóra, eða eftir atvikum stefnda, stefnanda ekki í vil væru allar forsendur fyrir rekstri fyrirtækisins á jörðinni brostnar. Stefndi hafi þegar beðið fjárhagslegt tjón af ákvörðun stefnda og yrði það vitanlega enn meira ef framkvæmdir yrðu ekki heimilaðar að loknu mati á umhverfisáhrifum. Í íslenskum rétti hafi verið viðurkennt að heimilt sé að setja lög um almennar takmarkanir eignarréttar sem eigendur verði að þola bótalaust, enda byggist þær á almennum efnislegum ástæðum og taki til allra eigna af tilteknu tagi. Mat á umhverfisáhrifum feli í sér takmörkun eignarréttar. Stefnandi telji að skýra laga- heimild þurfi til að fyrirhugaðar framkvæmdir hans á jörðinni Melum verði háðar mati á umhverfisáhrifum. Engin ákvæði séu í lögum þess efnis að bygg- ing og rekstur svínabúa skuli háður mati á umhverfisáhrifum og hafi stefnandi enga ástæðu haft til að ætla annað en að hann gæti hafið byggingu og rekstur að fengnum tilskildum leyfum, m.a. byggingar- og starfsleyfi. Geti stefndi ekki upp á eigin spýtur tekið slíka íþyngjandi ákvörðun, sem hafi í för með sér skerð- ingu á stjórnarskrárvernduðum ráðstöfunarrétti stefnanda yfir eign sinni. Gera verði kröfu til þess að ótvírætt sé mælt fyrir í lögum um það hvaða framkvæmdir skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Opin heimild sem löggjafinn hafi veitt umhverfisráðherra til að ákveða slíkt geti ekki nægt í þessu sambandi. Verði því að telja að 6. gr. laga nr. 63/1993, sem veiti umhverfisráðherra ótakmarkaða heimild til að ákveða upp á sitt eindæmi að hvaða framkvæmd sem er skuli háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum, standist ekki ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar og verði því að fella ákvörðun ráðherra úr gildi. Stefnandi 1632 vísar enn fremur þessu til stuðnings til ákvæða |. gr. 1. viðauka mannréttinda- sáttmála Evrópu, sem hafi verið leiddur í lög hér á landi, sbr. 1. nr. 62/1994. 2. Atvinnufrelsi. Þá byggir stefnandi jafnframt á því að umrædd 6. gr. laga nr. 63/1993 brjóti í bága við 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 13. gr. laga nr. 97/1995. Samkvæmt 75. gr. stjórnarskrárinnar sé öllum frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósi. Stefn- andi hafi lengi stundað svínarækt hérlendis og byggt upp eigið svínabú á Kjal- arnesi. Hafi fyrirsvarsmenn stefnanda lagt aukna áherslu á hagræðingu í rekstri sínum. Hafi því verið ákveðið að haga rekstrinum með þeim hætti að hafa sér- stakt bú til grísaeldis að Melum í Leirár- og Melahreppi, en stefnandi hafi unnið við ræktun og blöndun á svínakynum undanfarin tvö ár, með þetta að leiðarl ljósi. Rekstur stefnanda að Melum væri að öllum líkindum að hefjast um þessar mundir hefði ákvörðun ráðherra ekki komið til. Hafi atvinnufrelsi hans því verið skert með ákvörðun ráðherra. Atvinnufrelsi manna verði ekki skert nema með lögum og verði almannahagsmunir að liggja þeirri lagasetningu til grundvallar. Þurfi því að vera skýr og ótvíræð heimild í lögum til skerðingar atvinnufrelsis. Framangreint ákvæði 6. gr. laga nr. 63/1993, sem veiti ráðherra ótakmarkaða heimild til að ákveða hvenær framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum. standist því ekki ákvæði 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 13. gr. laga nr. 97/1995. 3. Lögmætisreglan. Telji dómurinn að ákvörðun stefnda standist 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnar, og stefndi hafi því haft heimild að lögum til að ákveða að bygging og rekstur svínabús stefnanda að Melum skyldi háð mati á umhverfisáhrifum, byggir stefn- andi á því að með ákvörðun sinni hafi stefndi brotið gegn óskráðri lögmætis- reglu íslenskrar stjórnsýslu. Stefndi hafi byggt ákvörðun sína að miklu leyti á tilskipun Evrópusambandsins nr. 97/11/EB, sem breytt hafi tilskipun nr. 85/337/EBE um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opin- bera eða einkaaðila kunni að hafa á umhverfið, eins og fram komi í bréfi hans, dags. 30. ágúst 1999. Samkvæmt 4. gr. tilskipunarinnar svo breyttrar skuli meta umhverfisáhrif framkvæmda sem taldar séu upp í viðauka I við tilskipunina, en í 17. tl. viðaukans séu m.a. talin upp svínabú með meira en 3.000 svínum (yfir 30 kg). Tilskipun nr. 85/337/EBE hafi ekki verið leidd í lög hér á landi (sic). Verði henni því fráleitt beitt gegn stefnanda, enda ein af óskráðum meginreglum íslenskrar stjórnsýslu að ákvörðun stjórnvalda verði að eiga sér stoð í lögum, en gera verði sérstaklega ríkar kröfur í þessum efnum þegar um sé að ræða veru- lega persónulega og fjárhagslega hagsmuni. Breyti engu í þessu sambandi hverjar hugsanlegar skyldur íslenska ríkisins að þjóðarétti kunni að vera. Umrædd tilskipun sé ekki hluti af landsrétti hérlendis og geti stefndi því ekki 1633 rökstutt ákvörðun sína með vísan til hennar. Hafi stefndi með því brotið gegn lögmætisreglu íslenskrar stjórnsýslu þess efnis að ákvarðanir stjórnvalda verði að vera í samræmi við lög og eiga sér viðhlítandi stoð í þeim. Leiðir það að mati stefnanda eitt og sér til ógildingar ákvörðunar stefnda. 4. Jafnræðisreglan. Þá telur stefnandi jafnframt að ákvörðun stefnda brjóti í bága við jafnræðis- reglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. Í. nr. 97/1995 og 11. gr. stjórnsýslu- laga nr. 37/1993, svo og ákvæði 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 1. nr. 62/1994. Engin dæmi séu þess hér á landi að bygging eða rekstur svínabúa hafi þurft að sæta mati á umhverfisáhrifum. Sama gildi um búfjár- og dýrahald almennt og séu engin ákvæði um slíkt í lögum. Með ákvörðun sinni hafi stefndi tekið stefnanda einan úr hópi svínaframleiðenda og gert honum að láta meta áhrif af byggingu og rekstri svínabús síns. Sé staða stefnanda mun lakari en ann- arra kjötframleiðenda sem stefnandi sé í samkeppni við. Hafi þannig til að mynda nýlega verið reist tvö mjög stór alifuglabú í Borgarfjarðarsýslu án þess að stefnda hafi þótt ástæða til að láta meta umhverfisáhrif þeirra sérstaklega. Þá hafi eldi annarra dýra, s.s. lax- eða annað fiskeldi, aldrei þótt gefa tilefni til að taka ákvörðun um mat á umhverfisáhrifum. Séu framkvæmdir og rekstur þó í þeim tilvikum oft mun meiri en í tilviki stefnanda. Sé því erfitt að henda reiður á hvers vegna tekin hafi verið ákvörðun um að eldi stefnanda á grísum skuli háð mati á umhverfisáhrifum á meðan aðrir svínaframleiðendur hafi ekki þurft að sæta slíku mati og heldur ekki þeir sem stundað hafa annað dýraeldi, hvort heldur er til að framleiða kjöt eða fisk. Ljóst sé að stefnandi sé þar með settur í verri stöðu en samkeppnisaðilar hans á svínakjötsmarkaði og í raun á kjötmark- aði í heild. Matskennd ákvörðun stefnda hafi því gert það að verkum að réttur stefnanda sé verri en annarra í sambærilegri stöðu. Það sem einkum virðist hafa ráðið ákvörðun stefnda sé stærð bús hans. Það réttlæti hins vegar ekki þá mis- munun sem felist í ákvörðuninni. Hafi stefndi því brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. stjórnsýslulaga, auk 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 5. Meðalhófsreglan. Stefnandi byggir enn fremur á því að stefndi hafi með ákvörðun sinni brotið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Stefnandi telur að stefndi hafi á engan hátt sýnt fram á nauðsyn þess að rekstur svínabús hans sæti mati á umhverfisáhrifum, en eins og áður segi séu engin dæmi þess hér á landi að ákveðið hafi verið að meta umhverfisáhrif búfjár- og dýrahalds. Þá hafi engin krafa verið um það gerð. Stefndi byggi ákvörðun sína að verulegu leyti á áliti skipulagsstjóra, sem að mati stefnanda sé 1634 illa unnið og lítið rökstutt og alls ekki til þess fallið að byggja jafnviðurhluta- mikla ákvörðun á. Af álitinu megi ráða að skipulagsstjóri hafi talið að meta yrði umhverfisáhrif af dreifingu úrgangs, urðun dýra á jörðinni og meintri aukinni umferð í tengslum við rekstur svínabús stefnanda að Melum. Um meðferð úrgangs verði fjallað í væntanlegu starfsleyfi svínabúsins. Verði að ætla að ákvæði þar um hljóti að vera í samræmi við lög og reglur um holl- ustuhætti og mengunarvarnir, en athugasemdum við tillögu að starfsleyfi megi koma til heilbrigðisnefndar. Stefnandi hafi um nokkurt skeið rekið svínabú að Vallá á Kjalarnesi. Hafi úrgangi verið dreift þar um jörðina, auk þess sem nágrannar hafi falast eftir úrgangi, enda þyki að öllu leyti betra að nota lífrænan áburð en tilbúinn. Hafi engin vandamál verið því samfara og engin merki meng- unar komið fram, hvorki í vatni eða annars staðar í lífríkinu. Ekkert vatnsból sé í landi Mela og hafi umsagnaraðilar ekki talið nauðsynlegt að meta áhrif dreif- ingar úrgangs með tilliti til mengunar vatns. Ekki sé fyrirhugað að nota tilbú- inn áburð á Melum. Þar sé ætlunin að dreifa tvisvar á ári þeim úrgangi, sem til falli, á jörðinni og annars staðar í samráði við Landgræðslu ríkisins og heima- menn. Allt sé þetta háð ákvæðum væntanlegs starfsleyfis svínabúsins, en dreif- ing úrgangs verði að öllu leyti í samráði við heilbrigðisfulltrúa. Ekkert sé því til fyrirstöðu að förgun lífræns úrgangs verði með öðrum hætti. Heilbrigðisfulltrúi Vesturlands hafi gert þá kröfu að sjálfdauð dýr á búinu verði urðuð á jörðinni. Stefnandi hafi ekki gert þá kröfu og hafi lýst sig reiðu- búinn til að flytja þau til urðunar eða eyðingar annars staðar. Ákvæði um urðun dýra verði væntanlega í starfsleyfi búsins og þá eðli máls samkvæmt að öllu leyti í samræmi við gildandi lög og reglur. Í áliti skipulagsstjóra hafi því verið slegið fram án frekari rökstuðnings að veruleg umferð yrði í tengslum við rekstur búsins. Þessu hafi stefnandi mót- mælt. Ljóst sé að umferð að og frá Melum muni aukast eitthvað eins og vænta megi en því fari fjarri að það geti skipti sköpum. Af framansögðu sé ljóst að um dreifingu úrgangs og urðun dýra verði ákvæði í væntanlegu starfsleyfi svínabúsins og verði þess væntanlega gætt við útgáfu þeirra að mengun verði eins lítil og komist verði af með og örugglega innan við- miðunarmarka. Fari því fjarri að ástæða sé til að meta áhrif urðunar nokkurra sjálfdauðra dýra eða dreifingar lífræns úrgangs á umhverfi með svo ítarlegum hætti sem gert sé ráð fyrir í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993. Þá sé ekkert tilefni til að áhrif umferðar í tengslum við rekstur svínabúsins verði metin með þeim hætti sem lögin mæli fyrir um, fremur en í tengslum við aðra sambærilega atvinnustarfsemi. Framangreind þrjú atriði hafi því ekki öll saman og því síður hvert og eitt gefið ástæðu til að ætla að bygging og rekstur svínabús stefnanda hefði slík umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag að tilefni væri til að 1635 taka svo viðurhlutamikla og íþyngjandi ákvörðun að framkvæmdin skyldi sæta mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 63/1993. Því til viðbótar sé bent á að deiliskipulag fyrir lóð stefnanda hafi verið samþykkt og auglýst af sveitar- stjórn Leirár- og Melahrepps. Stefnandi þurfi að auki byggingarleyfi sveitar- stjórnar til að reisa mannvirki á jörðinni en framkvæmdir verði að vera Í sam- ræmi við staðfest skipulag og samþykkt deiliskipulag. Síðast en ekki síst þurfi stefnandi leyfi heilbrigðisnefndar til rekstrar svínabús að Melum, sbr. 6. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, en þar, og í reglugerðum sem settar hafi verið með stoð í þeim lögum eða fyrri lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 81/1988, sé að finna ítarleg ákvæði sem væntanlegur rekstur stefnanda verði að uppfylla. Því til viðbótar séu fjölmörg ákvæði ann- arra laga og reglugerða, sem tryggja eigi góða meðferð dýra og koma í veg fyrir dýrasjúkdóma og geri stefnanda skylt að hlíta margs konar opinberu eftirliti í því skyni. Hafi því af þeirri ástæðu engin ástæða verið til að mæla fyrir um mat á umhverfisáhrifum. Þegar þetta og allt annað framangreint sé virt verði að telja að engin þörf hafi verið á að taka þá íþyngjandi ákvörðun sem stefndi tók, enda áhrif svínabús stefnanda að mestu ljós. Hafi markmiði með ákvörðun stefnda því verið unnt að ná með öðru og vægara móti. Hafi stefndi því með ákvörðun sinni brotið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga. 6. Efnisleg skilyrði. Telji dómurinn hins vegar að formleg skilyrði hafi verið fyrir ákvörðun ráð- herra, og að ákvæði annarra laga hafi því ekki getað komið í veg fyrir þá íþyngj- andi ákvörðun að bygging og rekstur stefnanda sætti mati á umhverfisáhrifum, byggi stefnandi á því að efnislegum skilyrðum 6. gr. laga nr. 63/1993 hafi ekki verið fullnægt. Telji stefnandi að það sem fyrir hafi legið í málinu þegar stefndi tók ákvörðun sína hafi ekki gefið tilefni til að ætla að áhrif fyrirhugaðra fram- kvæmda stefnanda á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag yrðu umtalsverð. Sé það efnislegt skilyrði greinarinnar að framkvæmd eða framkvæmdir kunni að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á fyrrgreinda þætti. Með vísan til þess sem að framan greini fari því fjarri að svo verði. Vissulega muni fyrrgreindir þættir í starfsemi stefnanda hafa einhver áhrif á umhverfi og samfélag en ekk- ert bendi til að þau áhrif kunni að verða umtalsverð. Sé því ekki fullnægt efn- islegum skilyrðum til að mæla fyrir um mat á umhverfisáhrifum en telja verði að dómstólar hafi heimild til að endurskoða mat stefnda að þessu leyti. Stefnandi vísar til stuðnings kröfum sínum til 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 að því er varði friðhelgi eignarréttar, 75. gr. að því er varði atvinnu- frelsi og 65. gr. og 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 vegna sjónarmiða um jafn- ræði. Þá vísar stefnandi einnig til ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög 1636 nr. 62/1994, og alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, sbr. augl. nr. 10/1979. Enn fremur vísar stefnandi til óskráðra megin- reglna stjórnsýsluréttar varðandi lögmætissjónarmið og 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 varðandi meðalhóf. Jafnframt vísar stefnandi til ákvæða laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993, og annarra laga á sviði umhverfisréttar. Stefnandi vísar til XX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um máls- kostnað. Þá er vísað til 3. tl. 33. gr. sömu laga varðandi varnarþing. Málsástæður og lagarök stefnda. 1. Friðhelgi eignarréttar. Stefndi kveður að misskilnings gæti hjá stefnanda um eðli þeirrar ákvörðunar sem stefndi tók í máli þessu á grundvelli 6. gr. laga nr. 63/1993. Í ákvörðun stefnda frá 30. ágúst 1999 felist eingöngu sú niðurstaða hans að líklegt sé að fyrirhuguð bygging og rekstur svínabús á Melum kunni að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag og beri því að meta umhverfisáhrif þessara framkvæmda á grundvelli laga nr. 63/1993. Með þessari ákvörðun sinni hafi stefndi ekki komist að niðurstöðu um hvort heimila eigi þá framkvæmd sem fyrirhuguð sé á Melum. Stefndi hafi með ákvörðun sinni gert þá kröfu að faglegt mat verði gert á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Í nið- urstöðu skipulagsstjóra ríkisins gæti allt eins verið fallist á fyrirhugaða fram- kvæmd á Melum með eða án skilyrða. Ákvörðun stefnda í máli þessu byggist á því að hann telji nauðsynlegt að láta framkvæma nákvæma könnun á því hvaða áhrif fyrirhuguð framkvæmd hafi á umhverfið. Stefndi vísar því alfarið á bug að ákvörðun hans frá 30. ágúst 1999 hafi falið í sér skerðingu á eignarrétti stefn- anda. Stefndi kveður heimild samkvæmt 6. gr. laganna vera í samræmi við tilgang og markmið tilskipunar 85/337/EBE, einkum formála hennar. Ef einungis ætti að framkvæma umhverfismat vegna þeirra framkvæmda sem taldar séu upp í viðauka Í með tilskipuninni væri markmiðum hennar einungis að óverulegu leyti náð miðað við íslenskar aðstæður og þar með þeim skuldbindingum sem EES- samningurinn leggi á herðar íslenska ríkinu. Ákvæði 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum sé því í fullu samræmi við ofangreinda tilskipun Evrópusam- bandsins sem íslenska ríkið hafi verið skuldbundið til að taka upp í lög hér á landi. Stefndi fellst ekki á þær röksemdir stefnanda að lagaheimild 6. gr. sé óskýr heldur veiti hún stefnda þvert á móti ótvíræða heimild til að taka ákvarð- anir á grundvelli hennar eins og hann gerði með ákvörðun sinni 30. ágúst 1999. Stefndi kveður að stefnandi bendi jafnframt á, að ekki sé að finna ákvæði í lögum þess efnis að bygging og rekstur svínabúa skuli háð mati á umhverfis- áhrifum. Hér gæti aftur misskilnings hjá stefnanda um eðli þeirrar heimildar sem ráðherra hafi á grundvelli 6. gr. Ákvæðinu sé ekki ætlað að telja upp þær fram- 1637 kvæmdir sem háðar skuli mati á umhverfisáhrifum eins og gert sé í 5. gr. lag- anna heldur sé ákvæðinu ætlað að vera heimildarákvæði fyrir ráðherra til að hann geti ákveðið að framkvæmdir sem ekki séu tilgreindar í 5. gr. laganna, en ástæða er til að ætla að hafi veruleg áhrif á umhverfið, verði metnar. Ákvæði 6. gr. næði ekki tilgangi sínum nema það veitti opna heimild eins og það geri og sé það að fullu í samræmi við markmið laga um mat á umhverfisáhrifum og til- skipunar 85/337/EBE. Þess skuli jafnframt getið að samkvæmt viðauka IH við reglugerð nr. 179/1994 sé búfjár- og dýrahald nefnt sem dæmi um framkvæmd sem kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Þegar framkvæmd- araðili meti hvort tilkynna eigi framkvæmd á grundvelli 6. gr. laganna, sbr. 8. gr. ofangreindar reglugerðar, beri honum að hafa þennan lista til hliðsjónar. Það sé ekki síður skylda framkvæmdaraðila en væntanlegs leyfisveitanda eða almennings að tilkynna um slíkar framkvæmdir og lítt stoði honum að bera fyrir sig ókunnugleika á gildandi réttarreglum. Stefnandi telji að hann hafi enga ástæðu haft til að ætla annað en að hann gæti hafið byggingu og rekstur svínabúsins á Melum að fengnum tilskildum leyfum, m.a. byggingar- og starfsleyfi. Þar sem stefnandi gefi í skyn að honum hafi verið ókunnugt um að fyrirhugaður rekstur hans að Melum gæti verið háður lögum nr. 63/1993, þyki stefnda rétt að gera grein fyrir aðdraganda að þeim framkvæmdum sem stefnandi fyrirhugi að Melum. Þann 25. júní 1999 hafi stefnda borist tilkynning frá byggingarnefnd Reykja- víkur vegna umsóknar stefnanda um leyfi til að byggja eldishús fyrir 8.000 svín í Saltvík, Kjalarnesi. Stefndi hafi leitað eftir áliti skipulagsstjóra ríkisins á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Áður en komið hafi til þess að skipulagsstjóri veitti umsögn sína hafi stefndi fengið upplýsingar um að stefnandi hefði afturkallað byggingarleyfisumsókn sína. Ekki hafi því komið til ákvörðunar ráðherra í því máli þar sem stefnandi hafi hætt við fyrirhugaða framkvæmd sína á Kjalarnesi. Því sé ljóst að stefnandi hafi haft fulla vitneskju um að framkvæmd hans kynni að hafa umtalsverð áhrif á umhverfið enda taki hann ákvörðun um að færa fyrirhugaða framkvæmd sína í Leirár- og Melasveit eftir að byggingarnefnd Reykjavíkur hafi tilkynnt framkvæmdina til ráðuneyt- isins. Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 179/1994 beri framkvæmdarað- ila að tilkynna framkvæmd til ráðherra telji hann að tiltekin framkvæmd kunni að hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Miðað við afskipti byggingarnefndar Reykjavíkur af framkvæmd stefnanda á Kjalarnesi, og það að stefnandi ætlaði sér að fara í sömu framkvæmd og hann fyrirhugaði á Kjalarnesi, en á öðrum stað, verði að telja að stefnanda hefði borið við slíkar aðstæður að tilkynna fram- kvæmd sína til ráðherra. Það hafi stefnandi hins vegar ekki gert. Stefnandi telji að ákvörðun stefnda hafi falið í sér skerðingu á rétti stefnanda til að nýta sér eign sína með þeim hætti sem hann hafi fyrirhugað. Stefndi telur 1638 að stefnandi hafi ekki sýnt fram á það að ákvörðun stefnda hafi haft áhrif á fyr- irhugaðar framkvæmdir stefnanda á Melum og því hafi ákvörðun stefnda ekki skert eignarrétt stefnanda. 2. Atvinnufrelsi. Stefnandi telji að hefði ekki komið til ákvörðunar stefnda væri rekstur hans að Melum að öllum líkindum að hefjast um þessar mundir. Af þessum sökum telji stefnandi að atvinnufrelsi hans hafi verið skert með ákvörðun ráðherra. Þessi fullyrðing stefnanda verði ekki skilin með öðrum hætti en að stefnandi telji að stefndi hafi með ákvörðun sinni breytt áformum hans um rekstur og hafi þannig komið í veg fyrir að hafin sé starfsemi stefnanda að Melum. Þessi full- yrðing stefnanda eigi ekki við rök að styðjast. Ákvörðun stefnanda hafi ekki haft nein áhrif á þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar hafi verið á Melum. Þessu til stuðnings verði hér gerð grein fyrir umsókn stefnanda um leyfi til byggingar svínahúss á Melum og afgreiðslu byggingaryfirvalda vegna hennar. Þann 26. júlí 1999 hafi stefnandi sótt um leyfi til byggingar svínahúss með stæði fyrir 2.950 eldissvín og vísað til ólögfestrar reglugerðar Evrópusam- bandsins um stærðarmörk búa varðandi umhverfismat. Í afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar kemur fram að lagðar hafi verið fram teikningar sem sýni 1. áfanga framkvæmda við svínabúið. Skipulags- og byggingarnefnd hafi samþykkt að byggingarleyfið yrði veitt fyrir sjálft svínabúið þegar deiliskipu- lag jarðarinnar hefði verið auglýst í Stjórnartíðindum. Hreppsnefnd Leirár- og Melahrepps hafi samþykkt afgreiðslu byggingarnefndar þann 17. ágúst sl. og hafi byggingarleyfi verið gefið út þann 26. ágúst 1999 af byggingarfulltrúa Snæfellsnes- og Borgarfjarðarumdæmis. Í byggingarleyfinu komi fram að sam- Þykkt hafi verið að leyfa byggingu 3.868 m' svínahúss á Melum og að bygg- ingarleyfið sé háð sömu skilyrðum og sett voru við birtingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda, en það hafi verið birt 20. ágúst 1999, sbr. auglýsingu nr. 447/1999. Samkvæmt samtali starfsmanns umhverfisráðuneytisins við byggingarfulltrúa Snæfellsnes- og Borgarfjarðarumdæmis veiti ofangreint byggingarleyfi stefnanda heimild til að byggja svínahús með stæði fyrir 2.950 eldissvín. Stefnandi hafi fengið útgefið byggingarleyfi þann 26. ágúst sl. fyrir sama fjölda eldissvína og komið hafði fram í byggingarleyfisumsókn hans. Hér sé um að ræða fyrsta áfanga framkvæmda stefnanda að Melum, en eins og komi fram í stefnu sé gert ráð fyrir að aldir verði 20.000 grísir á ári að Melum þegar rekst- urinn er kominn að fullu til framkvæmda. Stefnandi hafi því fengið útgefið byggingarleyfi áður en stefndi hafi kveðið upp úrskurð sinn í málinu þann 30. ágúst sl. og samkvæmt upplýsingum frá byggingarfulltrúa hafi stefnandi þegar hafið framkvæmdir að Melum. Ákvörðun stefnda sem tekin hafi verið eftir að 1639 ofangreint byggingarleyfi var gefið út hafi því ekki komið í veg fyrir fyrirætl- anir stefnanda eða tafið framkvæmdir hans á Melum. 3. Lögmætisreglan. Stefndi kveður að ákvæði 6. gr. laga nr. 63/1993 veiti ótvíræða lagaheimild til að taka um það ákvörðun hvort einhver ástæða sé til að ætla að framkvæmd kunni að fela í sér umtalsverð áhrif á umhverfið. Ekki séu sett fram almenn við- mið í ákvæðinu um það hvenær áhrif teljast umtalsverð. Ákvörðun sem tekin sé á grundvelli 6. gr. verði alltaf háð mati enda sé það ekki markmið ákvæðisins að taka endanlega afstöðu til þess hver umhverfisáhrif séu af tiltekinni fram- kvæmd, heldur hver þau kunni að vera. Ráðherra hafi aðeins heimild til að kveða úr um það hvort áhrif af framkvæmd hafi veruleg áhrif á umhverfið eða ekki í þeim tilvikum þegar úrskurður skipulagsstjóra ríkisins sé kærður til ráð- herra, sbr. 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Þegar stefndi hafi lagt mat á hvort fyrirhuguð framkvæmd á Melum skyldi háð mati á umhverfisáhrifum hafi honum þótt rétt að taka mið af þeim kröfum sem settar hafa verið um svínabú innan Evrópusambandsins, vegna mats á umhverfisáhrifum, sbr. 17. tl. viðauka 1 í tilskipun 97/11/EBE. Þar hafi sérfræð- ingar komist að þeirri niðurstöðu að ávallt sé skylt að láta fara fram slíkt mat þegar um sé að ræða stöðvar þar sem fram fari „þauleldi“ svína með stæði fyrir 3.000 alisvín (yfir 30 kg). Það sé því mat sérfræðinga að starfsemi svínabúa með stæði fyrir 3.000 svín sé starfsemi sem almennt kunni að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfið, óháð staðsetningu eða öðrum þáttum starfsem- innar, og því sé skylt að meta áhrif hennar á umhverfið. Það liggi fyrir að fyr- irhugaður rekstur á Melum geri ráð fyrir stæðum fyrir 8.000 eldissvín í senn sem er næstum þrefalt umfangsmeiri starfsemi en ofangreind tilskipun Evrópu- sambandsins mælir fyrir um. Þótt tilskipun Evrópusambandsins hafi ekki öðlast lagagildi hér á landi lýsi hún þeim viðmiðunum sem Evrópusambandið hafi sett um þær framkvæmdir sem ávallt skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Eins og komið hafi fram byggi 6. gr. laga nr. 63/1993 á mati og séu ekki settar fram almennar viðmiðanir í ákvæðinu um hvenær starfsemi teljist umfangsmikil. Stefndi hafi talið sér bæði rétt og skylt að horfa til þeirra alþjóðlegu mælikvarða sem settir hafi verið í nágrannalöndum okkar um sambærilega starfsemi þegar hann hafi tekið ákvörðun sína. Ákvörðun stefnda sé lögmæt enda tekin í fullu samræmi við þá lagaheimild sem ákvörðun hans byggðist á. Ekki sé deilt um að ofangreind til- skipun hafi ekki lagagildi hér á landi en það hafði enga þýðingu við ákvörðun stefnda. Það sem skipt hafi máli hafi verið að tilskipunin hafi veitt stefnda skýr viðmið við mat hans á eðli og umfangi þeirra framkvæmda sem verið hafi til skoðunar í máli þessu með tilliti til áhrifa á umhverfið. 1640 4. Jafnræðisreglan. Stefndi kveður að samkvæmt 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 179/1994 beri framkvæmdaraðila að tilkynna framkvæmd til umhverfisráðherra telji hann að framkvæmdin kunni að hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Sömu skyldur séu lagðar á viðkomandi leyfisveitanda og almenning samkvæmt þessu ákvæði. Stefndi beri því ekki samkvæmt ákvæðinu að taka upp að eigin frumkvæði að kanna hvort allar þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar séu kunni að hafa umtals- verð áhrif á umhverfið. Slíku hlutverki gæti stefndi aldrei sinnt. Það séu ein- göngu framkvæmdaraðili, leyfisveitandi og almenningur sem geti haft tilkynn- ingarskyldu gagnvart ráðherra. Stefndi vísar því á bug að hann hafi ekki gætt jafnræðis við afgreiðslu sambærilegra mála á grundvelli 6. gr., þar sem mál stefnanda sé eina málið sem honum hafi borist til úrskurðar á grundvelli 6. gr. vegna byggingar og rekstrar svínabúa. Eitt slíkt mál hafi hins vegar borist ráðu- neytinu en þá hafi byggingarnefnd Reykjavíkur tilkynnt fyrirhugaða fram- kvæmd stefnanda til ráðuneytisins fyrir 8.000 alisvín í senn í Saltvík á Kjalar- nesi. Ekki hafi komið til að stefndi felldi úrskurð sinn í því máli þar sem stefn- andi hafi afturkallað byggingarleyfisumsókn sína. 5. Meðalhófsreglan. Stefndi kveður að í 1. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum sé lýst markmiði laganna, en það sé að tryggja að áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdir, sem kunna vegna staðsetningar, eðlis og umfangs, að hafa í för með sér veru- leg áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag, hafi farið fram umhverfis- mat. Ákvæði 8. kafla mengunarvarnareglugerðar nr. 48/1994 ásamt síðari breyt- ingum gildi um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem haft geti í för með sér mengun. Starfsemi svínabúa sé starfsleyfisskyld samkvæmt viðauka 8, gr. 6.4. í mengunarreglugerð. Ákvæði samkvæmt 8. kafla mengunarvarnareglugerðar, einkum 66. og 67. gr., kveði á um þau skilyrði sem starfsemi þurfi að uppfylla með tilliti til mengunarvarna. Þegar framkvæmd sé metin á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum séu heildaráhrif framkvæmdar metin og það kannað hver áhrif verði á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag. Í mati á umhverfis- áhrifum séu könnuð áhrif framkvæmda á menn, samfélag og menningu, dýr, plöntur og aðra þætti lífríkis, jarðveg, vatn, loft, veðurfar, landslag og sam- verkan þessara þátta, sbr. 10. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Þannig séu metin áhrif á samfélagið, gróður, lífríkið og náttúruna. Út frá þessum þáttum sé tekin afstaða til þess hvort heimila eigi viðkomandi starfsemi og ef svo verði gert, hvar best sé að staðsetja starfsemina þannig að það valdi minnstri röskun á ofangreindum þáttum. Jafnframt sé tekin afstaða til þess hversu umfangsmikil starfsemin megi vera þannig að hún hafi ekki veruleg áhrif á umhverfið. Við útgáfu starfsleyfis beri framkvæmdaraðila að lýsa starfsemi sinni 1641 nákvæmlega, svo sem með lýsingu á uppruna, eðli og magni fyrirsjáanlegrar losunar út í andrúmsloftið, vatn og jarðveg og áhrif losunar á umhverfið og lýsingu á tilhögun innra eftirlits. Markmið starfsleyfis sé að draga eins og hægt sé úr mengun af völdum atvinnurekstrar. Sá sem gefi út starfsleyfi til atvinnu- rekstrar getur sett fram skilyrði til að tryggja að atvinnureksturinn sé með þeim hætti að sem minnst mengun stafi af honum. Af framangreindu megi sjá að mat á umhverfisáhrifum sé allt annars eðlis og taki til annarra þátta en starfsleyfi gerir. Í mati á umhverfisáhrifum séu rann- sökuð áhrif starfseminnar á umhverfið og það metið hvort þau áhrif séu með þeim hætti að leyfa eigi viðkomandi starfsemi eins og henni sé lýst. Við útgáfu starfsleyfis sé hins vegar eingöngu kveðið á um þau skilyrði sem tiltekin starf- semi þurfi að uppfylla vegna áhrifa mengunar á umhverfið. Þannig sé einblínt á mengunarhættu og fyrirhugaðar mengunarvarnir. Við útgáfu starfsleyfis séu áhrif starfseminnar metin og sett fram skilyrði til að áhrif starfseminnar hafi sem minnst skaðleg áhrif með tilliti til mengunar. Í starfsleyfi sé hægt að kveða á um með hvaða aðgerðum skuli fyrirbyggja mengun þar sem það er hægt eða draga úr henni svo sem kostur er í samræmi við kröfuna um bestu fáanlegu tækni, sbr. 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Sam- kvæmt 12. gr. a í lögum nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum, eins og henni hafi verið breytt með lögum nr. 110/1993, sé óheimilt að veita leyfi til fram- kvæmda sem lögin taki til nema ákvæða laganna hafi verið gætt. Í 13. gr. komi fram að í leyfi til framkvæmda beri leyfisveitanda að taka fullt tillit til niður- staðna mats á umhverfisáhrifum og úrskurðar skipulagsstjóra ríkisins. Sam- kvæmt þessu verði starfsleyfi ekki gefið út fyrr en úrskurður um mat á umhverf- isáhrifum liggi fyrir og beri að taka fullt tillit til niðurstaðna hans. 6. Efnisleg skilyrði. Stefndi kveður að samkvæmt upplýsingum sem stefndi hafi fengið muni fyr- irhugaður rekstur stefnanda að Melum verða stærsti sinnar tegundar á landinu þegar hann verði kominn að fullu til framkvæmda. Þar sé gert ráð fyrir að aldir verði 20.000 eldisgrísir á ári og að meðaltali verði þar aldir 8.000 grísir í senn. Samkvæmt upplýsingum frá stefnanda muni falla til 12.800 tonn af úrgangi á ári hverju frá þessum fjölda eldisgrísa. Í reglugerð nr. 179/1994 er búfjár- og dýrahald á lista yfir framkvæmdir og rekstur sem kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, en þann lista beri að hafa til hliðsjónar þegar metið sé hvort tilkynna eigi fyrirhugaða framkvæmd til ráðherra, sbr. 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar. Í 17. tl. viðauka I í tilskipun 97/11/EB komi fram að starfsemi, þar sem fram fari „þauleldi“ svína með stæði fyrir 3.000 svín, sé talin hafa umtalsverð áhrif á umhverfið og því sé skylt að meta áhrif starfseminnar á umhverfið. Sú starfsemi sem stefnandi fyrirhugi á Melum sé nálægt þrefalt 1642 stærri en viðmiðunarmörk ofangreindrar tilskipunar segi til um. Eins og komið hafi fram hafi mat skipulagsstjóra ríkisins verið þýðingarmikið við ákvörðun stefnda enda hafi stefnda verið skylt að leita faglegs álits hans áður en hann tók ákvörðun sína í málinu. Í þessu sambandi verði að horfa til þess að þegar tekin sé ákvörðun á grundvelli 6. gr. liggi aðrar forsendur til grundvallar en þegar stefndi taki ákvörðun á grundvelli þess að mat skipulagsstjóra ríkisins sé kært til hans. Munurinn felist í því að þegar ákvörðun sé tekin á grundvelli 6. gr. liggi ekki fyrir frummatsskýrsla framkvæmdaraðila og mat skipulagsstjóra á henni. Eðli þeirrar ákvörðunar sem tekin er á grundvelli 6. gr. sé því annað en þegar ráðherra kveði upp úrskurð sinn um umhverfisáhrif tiltekinnar framkvæmdar. Stefndi hafi einnig byggt ákvörðun sína í máli þessu á áliti hreppsnefndar Leir- ár- og Melahrepps enda veiti hreppsnefnd umsögn sína fyrir hönd íbúa og þeirra sem stunda atvinnurekstur í hreppnum og beri að gæta hagsmuna þeirra. Ekki hafi verið um faglegt mat að ræða í þeim skilningi enda hafi hreppsnefndin ekki þá þekkingu til að bera að hægt sé að ætlast til þess. Að baki mati hennar liggi aðrar forsendur, s.s. atvinnulegar, og hljóti þær að koma til mats á síðari stigum þegar metin verði áhrif framkvæmdarinnar og rekstrarins á samfélagið. Það hafi verið mat stefnda að áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar á Melum gætu haft umtalsverð áhrif á umhverfið, ekki síst áhrif framkvæmdarinnar á menn og sam- félag, og hafi stefndi talið að ekki hafi legið fyrir upplýsingar um það hver þau væru. Stefndi hafi einnig litið til þess að fyrirhugaður rekstur að Melum sé sam- bærilegur við rekstur sem er matsskyldur, svo sem sorpeyðingarstöðvar. Til stuðnings sýknukröfu sinni vísar stefndi til laga nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum, og reglugerðar nr. 179/1994 um sama. Vísað er til laga nr. 1/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 48/1994 um mengunarvarnir. Vísað er til stjórnarskrárinnar, laga nr. 33/1944, aðallega 65. gr., 72. gr. og 75. gr. Vísað er til flestra meginreglna stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hvað málskostnað varðar er vísað til 21. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða. Stefnandi hefur haldið því fram að ákvæði 6. gr. laga nr. 63/1993 standist ekki ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 10. gr. 1. nr. 97/1995 um friðhelgi eignarréttar og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Í 6. gr. laga nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum, er umhverfisráðherra heimilað að ákveða að tiltekin framkvæmd eða framkvæmdir, sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag, en ekki er getið í 5. gr., verði háðar mati samkvæmt lögunum. Skilyrði þess að heimild þessari verði beitt er að álit skipulagsstjóra liggi fyrir. Þá er í 2. mgr. 6. gr. kveðið á um að ráðherra skuli leita umsagnar framkvæmdaraðila, leyfisveit- anda og hlutaðeigandi sveitarstjórna, áður en ákvörðun er tekin. 1643 Löngu er viðurkennt í íslenskum rétti að heimilt sé að setja lög um almennar takmarkanir eignarréttar sem eigendur verða að þola bótalaust, enda byggist þær á almennum efnislegum ástæðum og taki til allra eigna af tilteknu tagi. Telja verður að lög um mat á umhverfisáhrifum geti sett eigendum slíkar almennar eignarréttarlegar takmarkanir. Samkvæmt 1. gr. laganna er þeim ætlað að tryggja að áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdir, sem kunna vegna staðsetningar, eðlis og umfangs að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauð- lindir og samfélag, hafi farið fram umhverfismat, svo og að tryggja að umhverf- ismat verði fastur liður í gerð skipulagsáætlana. Því er ljóst að oft getur komið til þess að hagsmunir þeirra sem telja til réttar yfir fasteignum rekist á þá þjóð- félagslegu hagsmuni þegnanna af því að umhverfi og náttúra haldist eins hrein og óspillt og unnt er. Með vísan til þessa verður við túlkun 72. gr. stjórnarskrár- innar í máli þessu að líta til þeirrar lagaþróunar sem orðið hefur á undanförnum árum á þessu sviði og m.a. hefur leitt til þess að settar hafa verið reglur um umráð og meðferð eigna í þeim tilgangi að vernda umhverfi, náttúru og samfé- lag. Fallast má á með stefnanda að 6. gr. laganna er að því leyti opin að hún veitir ráðherra heimild til að ákveða að tiltekin framkvæmd sem kann að hafa umtals- verð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag, skuli sæta mati á umhverf- isáhrifum, án þess að tiltaka hvaða framkvæmdir gætu hugsanlega fallið þar undir. Með hliðsjón af þeim tilgangi laganna, sem fram kemur í Í. gr. þeirra, verður þó að telja að ráðherra sé nauðsynlegt að hafa slíka heimild, enda verður vart talið að þessu markmiði laganna væri unnt að ná án hennar. Í þessu sam- hengi ber að hafa í huga að í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 63/1993 kemur fram að í 74. gr. samningsins um Evrópska efnahags- svæðið er vísað til viðauka XX. Þar er að finna tilskipun frá 27. júní 1985 um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaað- ila kunna að hafa á umhverfið (tilskipun 85/337/EBE), en frumvarpið var byggt á efnisreglum tilskipunarinnar. Í athugasemdum með 7. gr. frumvarpsins, sem síðar varð 6. gr. laganna, kemur og fram að heimild sú sem stefndi nú hefur, samkvæmt 6. gr. laganna, sé í samræmi við tilgang og markmið tilskipunar 85/337/EBE. Þegar virtur er þessi tilgangur laganna annars vegar og haft í huga hins vegar að 72. gr. stjórnarskrárinnar verður á hverjum tíma að túlka í samræmi við ríkj- andi þjóðfélagshætti, er það álit dómsins að 6. gr. laga nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum, standist það ákvæði stjórnarskrárinnar sem og 1. gr. 1. við- auka mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 1. nr. 62/1994. Að þessu virtu og með skírskotun til þess að í ákvörðun ráðherra frá 30. ágúst 1999 fólst eingöngu að fram skyldi fara mat á umhverfisáhrifum tiltekinnar framkvæmdar á vegum stefnanda, en ekki endanleg ákvörðun um það hvort hún væri heimil eða ekki, 1644 verður ekki talið að ákvörðun hans hafi falið í sér skerðingu á eignarrétti stefn- anda. Stefnandi hefur haldið því fram að 6. gr. laga nr. 63/1993 brjóti og í bága við 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 13. gr. laga nr. 97/1995, og að atvinnufrelsi stefn- anda hafi verið skert með umdeildri ákvörðun ráðherra. Í 75. gr. stjórnarskrár- innar er kveðið á um að öllum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósi, en þessu frelsi megi þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Í málinu er fram komið að fyrirsvarsmaður stefnanda lagði fram teikningar dags. 5. júlí 1999 í samræmi við deiliskipulag jarðarinnar Mela í Leirár- og Melahreppi vegna umsóknar um byggingarleyfi tveggja 3.868 m! svínahúsa. Hann sótti síðan um byggingarleyfi eftir breyttri teikningu 26. júlí 1999, þar sem eingöngu var gert ráð fyrir einu 3.868 m? svínahúsi, 1006 m* kornhlöðu og 415 m' safnþró. Byggingarleyfi fyrir því var veitt 26. ágúst, en það hefur stæði fyrir 2.950 eldissvín. Í ágústbyrjun 1999 sótti stefnandi um starfsleyfi til rekstrar svínaeldis að Melum, miðað við bú með stæði fyrir 2.950 svín og hafa í mál- inu verið lögð fram drög að starfsleyfi ásamt greinargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Samkvæmt ofangreindu verður ekki séð að umdeild ákvörðun stefnda hafi lagt nein þau bönd á frelsi stefnanda til að stunda svínarækt, að varði við 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 13. gr. laga nr. 97/1995, enda laut hún eingöngu að því að meta bæri áhrif umrædds rekstrar stefnanda á umhverfi, en fól ekki í sér endanlega ákvörðun um hvort leyfa bæri rekstur stefnanda eða ekki. Stefnandi hefur einnig á því byggt að stefndi hafi brotið gegn óskráðri lög- mætisreglu íslenskrar stjórnsýslu. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 63/1993 er ráðherra falið ákveðið mat á því hvort tilteknar framkvæmdir kunni að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag. Í ákvæðinu eru ekki settar fram leiðbeiningar- reglur um það hvenær áhrifin teljist umtalsverð, heldur er ráðherra falið að meta það, að fengnu áliti skipulagsstjóra. Við mat sitt tók stefndi m.a. mið af þeim kröfum sem gilda um svínabú innan Evrópusambandsins og gera ráð fyrir því að mat á umhverfisáhrifum skuli ávallt fara fram þegar um er að ræða starfsemi svínabúa með stæði fyrir 3000 svín. Engu að síður er ljóst að ákvörðun hans frá 30. ágúst 1999 er grundvölluð á 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Því er ekki fallist á með stefnanda að umdeild ákvörðun ráðherra sé ekki í samræmi við lög og eigi sér ekki viðhlítandi lagastoð. Þá hefur stefnandi haldið því fram að stefndi hafi brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, 11. gr. stjórnsýslulaga og 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í Jafnræðisreglunni felst að stjórnvöld skuli við úrlausn mála gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. 1645 Þegar mál þetta var höfðað var mál stefnanda eina málið sem stefnda hafði borist til úrskurðar á grundvelli 6. gr. laga nr. 63/1993 vegna byggingar og rekstrar svínabúa. Í málinu hafa verið lögð fram gögn er sýna að undir rekstri málsins óskaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur eftir ákvörðun stefnda um hvort stækkun á svínabúi í Brautarholti á Kjalarnesi væri háð mati á umhverfis- áhrifum. Niðurstaða stefnda í því máli var sú að ekki væru forsendur til að láta gera mat á umhverfisáhrifum, þar sem byggingarleyfi hefði þegar verið veitt fyrir stækkuninni og að starfsemi væri þar hafin. Þar kemur jafnframt fram að tilkynning á grundvelli 8. gr. reglugerðar nr. 179/1994 hefði þurft að berast stefnda áður en framkvæmdir hófust vegna stækkunar á svínabúinu til þess að ráðuneytið gæti nýtt sér heimild 6. gr. laga nr. 63/1993. Eins og að framan greinir felur jafnræðisreglan í sér að stjórnvöld skuli við úrlausn sambærilegra mála gæta jafnræðis og samræmis. Í jafnræðisreglunni hefur jafnframt verið talið felast að séu mál ekki í grundvallaratriðum sambæri- leg sé það yfirleitt vísbending um það að ekki beri að leysa úr þeim á grund- velli sömu sjónarmiða. Að mati dómsins verður hvorki talið að þau dæmi um búfjár- og dýrahald sem stefnandi nefnir í stefnu, né ofangreind stækkun svína- bús í Brautarholti séu í grundvallaratriðum sambærileg við mál stefnanda. Því verður ekki talið að með ákvörðun sinni hafi stefndi brotið jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga, sbr. og 14. gr. mannréttinda- sáttmála Evrópu gagnvart stefnanda. Stefnandi byggir og á því að stefndi hafi með ákvörðun sinni brotið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og styður það þeim rökum að áhrif svínabús stefnanda séu að mestu ljós, auk þess sem ákvæði annarra laga og reglugerða tryggi að þau verði innan eðlilegra marka. Ákvæði 8. kafla mengunarvarnareglugerðar nr. 48/1994 ásamt síðari breyt- ingum gilda um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Starfsemi svínabúa er starfsleyfisskyld samkvæmt viðauka 8, gr. 6.4. í mengunarvarnareglugerð. Við útgáfu starfsleyfis er kveðið á um þau skilyrði sem tiltekin starfsemi þarf að uppfylla vegna áhrifa mengunar á umhverfið, mengunarhætta er metin og fyrirhugaðar mengunarvarnir. Við útgáfu leyfisins er unnt að setja fram skilyrði sem tryggja eiga að atvinnurekstur sé með þeim hætti að sem minnst mengun stafi af honum. Þegar framkvæmd er hins vegar metin á grundvelli laga um mat á umhverf- isáhrifum eru ekki einvörðungu kannaðir ofangreindir þættir vegna tiltekinnar starfsemi, heldur eru könnuð heildaráhrif hennar á menn, samfélag og menn- ingu, dýr, gróður og aðra þætti lífríkis, jarðveg, vatn, loft, veðurfar, landslag og samverkun þessara þátta, sbr. 10. gr. laga nr. 63/1993 um mat á umhvertis- áhrifum. Þannig tekur mat á umhverfisáhrifum til annarra og mun fleiri þátta en starfsleyfi gerir, en eins og fram hefur komið, gerir fyrirhuguð bygging og 1646 rekstur svínabús stefnanda ráð fyrir mun fleiri stæðum fyrir eldisgrísi en áður hefur þekkst hérlendis og hefur því engin reynsla fengist fyrir áhrifum svo stórs svínabús á íslenskt umhverfi, náttúru og samfélag. Samkvæmt framangreindu verður ekki séð að stefndi hafi getað beitt vægari úrræðum til að ná fram markmiði sínu en því sem ákvörðun hans felur í sér og er því ekki fallist á að hann hafi brotið meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og að framan greinir var ákvörðun stefnda byggð á 6. gr. laga nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum. Efnislegt skilyrði ákvæðisins er að sú framkvæmd sem á að vera háð mati á umhverfisáhrifum kunni að hafa umtals- verð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag. Þær staðreyndir sem lágu fyrir í málinu er stefndi tók ákvörðun sína voru að á svínabúi stefnanda átti að 12.800 tonn af úrgangi á ári. Þá lá fyrir álit skipulagsstjóra, þar sem hann lagði til að starfsemi stefnanda yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Byggði skipulags- stjóri það álit sitt m.a. á því að ekki lægi fyrir hvar og hvernig ætti að farga úrgangi, óljóst væri hvaða áhrif dreifing hans hefði með tilliti til mengunar vatns og óþæginda fyrir fólk, upplýsingar vantaði um urðun dauðra dýra auk þess sem fyrirhugað athafnasvæði lægi að sjó og að svæði sem væri á náttúruminjaskrá með mikið útivistar- og rannsóknargildi. Í reglugerð nr. 179/1994 um mat á umhverfisáhrifum er kveðið á um að búfjár- og dýrahald sé á lista yfir framkvæmdir og rekstur sem kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Einnig er fram komið í málinu að við ákvörðun sína hafi stefndi haft hliðsjón af þeim skilyrðum sem sett hafa verið um svínabú innan Evrópusambandsins, vegna mats á umhverfisáhrifum. Sam- kvæmt þeim er ætíð skylt að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum starfsemi svínabúa með stæði fyrir 3.000 alisvín eða fleiri. Samkvæmt framangreindu verður að telja að þau efnislegu skilyrði sem 6. gr. laga nr. 63/1993 setur fyrir heimild stefnda til að kveða á um að framkvæmd verði háð mati á umhverfisáhrifum hafi verið uppfyllt er stefndi tók umdeilda ákvörðun. Samkvæmt öllu framangreindu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda, en eins og atvikum er háttað í máli þessu er rétt að hvor aðili greiði sinn kostnað af málinu. Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 1647 Dómsorð: Stefndi, umhverfisráðherra f.h. íslenska ríkisins, er sýkn af kröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður. 1648 Fimmtudaginn 13. apríl 2000. Nr. 470/1999. Magnús og Steingrímur ehf. (Guðni Á. Haraldsson hrl.) gegn húsfélaginu Vesturbergi 78, Reykjavík (Magnús Guðlaugsson hrl.) Verksamningur. Geymslufé. Fyrning. Félagið M, sem unnið hafði að viðgerðum á húsinu V, krafði húsfélag V um geymslufé, sem félagið hafði haldið eftir af verklaunum, sem það innti af hendi vegna verksamnings aðilanna í apríl 1993. Í verksamn- ingnum var vísað til útboðslýsingar frá mars 1993, en samkvæmt henni átti húsfélagið að halda eftir geymslufé, 5% af hverjum reikningi sem tryggingu, sem félli í gjalddaga þegar lokaúttekt á verkinu hefði farið fram eftir verklok. Talið var að verklok hefðu verið síðla árs 1993 og að miða ætti upphaf fyrningarfrests kröfunnar við 5. október 1993. Á grundvelli 1. tl. 3. gr. og 1. mgr. 5. gr. laga nr. 14/1905 var fyrningar- tími kröfunnar talinn fjögur ár frá þeim degi sem krafan varð gjald- kræf. M hóf innheimtu kröfunnar í febrúar 1998 og var talið að krafan hefði þá verið fyrnd. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna húsfélagið V af kröfum M. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson og Hjörtur Torfason. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 2. desember 1999 og krefst hann þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 757.108 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá S. mars 1994 til greiðsludags, auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms, en til vara að kröfur áfrýjanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Eins og kemur fram í héraðsdómi snýst mál þetta um kröfu áfrýjanda um geymslufé, sem stefndi hélt eftir af verklaunum, er hann innti af 1649 hendi vegna verksamnings aðilanna í apríl 1993 um viðgerðir, málun og endurnýjun þakklæðningar að Vesturbergi 78. Í verksamningnum var vísað til útboðslýsingar frá mars 1993, sem unnin var af verkfræði- stofunni Línuhönnun hf. Samkvæmt henni átti stefndi að halda eftir geymslufé, 5% af hverjum reikningi, sem tryggingu. Félli hún í gjald- daga þegar lokaúttekt hefði farið fram og verkinu væri að fullu lokið. Í stefnu kvað áfrýjandi verklok hafa orðið 5. október 1993 og taldi hann gjalddaga kröfunnar vera þann dag. Stefndi vísar hins vegar til fundargerðar frá 21. desember 1993, þar sem segir að samkvæmt stöðuúttekt á verkinu hafi því lokið 23. nóvember það ár, að undanskil- inni fínhreinsun á lóð. Ekki hefur komið fram að áfrýjandi hafi síðar beðið um úttekt. Fyrir Hæstarétti hefur hann byggt á því að lokaúttekt hafi enn ekki farið fram til fullnustu og verklok þar með ekki orðið. Stefndi hefur mótmælt þessari málsástæðu sem of seint fram kominni. Þegar litið er til málflutnings beggja aðila í héraði verður við það að miða að eiginleg verklok hafi orðið síðla árs 1993 og er ekki unnt að byggja á nýrri málsástæðu áfrýjanda um þetta gegn mótmælum stefnda. Er fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að miða beri við 5. októ- ber 1993 sem upphaf fyrningarfrests kröfunnar. Ljóst er að stefndi taldi sér heimilt að halda eftir umræddu geymslufé þar sem ýmsum frágangi væri ólokið af hálfu áfrýjanda, verkið hafi tafist og væri hugsanlega gallað. Þrátt fyrir að áfrýjandi byggði málsókn sína í héraði á því að gjalddagi kröfunnar hafi verið 5. október 1993 hófst hann ekki handa um hana fyrr en með birtingu stefnu 28. febrúar 1998. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms er fallist á þá niðurstöðu hans að krafan hafi þá verið fyrnd. Samkvæmt þessu verður héraðsdómur staðfestur. Rétt þykir að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera Óraskaður. Áfrýjandi, Magnús og Steingrímur ehf., greiði stefnda, húsfé- laginu Vesturbergi 78, Reykjavík, 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. 1650 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. september 1999. I. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi 21. þ.m., var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu, birtri 27. febrúar 1998. Málið var þingfest 5. mars 1998. Stefnandi er Magnús og Steingrímur ehf., kt. 650275-0129, Sogavegi 190, Reykjavík. Stefndi er Húsfélagið Vesturbergi 78, Reykjavík, kt. 430481-1349. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til greiðslu skuldar að fjárhæð 757.108 krónur, ásamt dráttarvöxtum frá 5. október 1993, til greiðslu- dags, þannig að dráttarvextir taki breytingum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, auk málskostnaðar að mati réttarins. Dómkröfur stefnda eru aðallega þær að húsfélagið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda en til vara að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar. Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar, ásamt virðisaukaskatti, að mati dómsins. Dómarinn fór á vettvang að Vesturbergi 78 í kjölfar skýrslugjafa fyrir dómi við aðalmeðferð málsins og með honum lögmenn málsaðila. I. Óumdeild málsatvik. Með verksamningi sem gerður var í apríl 1993 tók stefnandi að sér fyrir stefnda viðgerðir og málun utanhúss, ásamt endurnýjun á þakklæðningu á fjölbýlishúsinu að Vesturbergi 78. Verkið var unnið undir eftirliti verkfræðistof- unnar Línuhönnunar hf. og greiddi stefndi kostnað við það. Áður hafði stefndi falið öðrum aðila að hreinsa málningu af húsinu með háþrýstiþvotti. Samkvæmt verksamningi aðila var stefnda heimilt að halda eftir af fjárhæð hvers reiknings stefnanda vegna verksins svokölluðu geymslufé sem nam 5% af framvísaðri reikningsfjárhæð. Geymslufé þetta var trygging stefnda vegna hugsanlegra van- efnda stefnanda. Geymsluféð skyldi afhent stefnanda eftir að lokaúttekt hefði farið fram á verkinu. Samkvæmt upphaflegum verksamningi skyldi verkinu lokið fyrir 15. ágúst 1993 og dagsektir ákveðnar 15.000 krónur á dag. Vegna ýmissa aukaverka og tafa var verktími framlengdur, fyrst til 15. september og síðan til 11. október 1993. Úttektir fóru fram á verkinu 17. september, 5. október og 15. október 1993 og voru gerðar ýmsar athugasemdir við verkið. Stefndi heldur því fram að loka- úttekt hafi síðan farið fram 23. nóvember 1993. Aðila greinir á um hvenær verk- inu hafi í raun verið lokið. Fljótlega eftir að verkinu lauk taldi stefndi að fram væru komnir gallar á því og aflaði matsgerðar dómkvaddra matsmanna. Matsgerðin lá fyrir í apríl 1995. 1651 Matsmenn töldu að málning sú sem Línuhönnun hf. útvegaði til verksins og stefndi lagði til, hefði verið haldin göllum og vinnubrögðum stefnanda við málun hefði í nokkrum atriðum verið áfátt. Kostnað við úrbætur mátu matsmenn samtals 6.189.585 krónur, þar af virðisaukaskatt af vinnu 801.458 krónur. Stefndi fékk síðan Gunnar Karlsson byggingartæknifræðing til að stilla upp uppgjöri við stefnanda vegna annarra þátta en kröfu vegna meintra galla á verki. Í tillögu Gunnars að uppgjöri kemur fram að geymslufé nemi 753.851 krónu en frá þeirri fjárhæð dragist ófrágengnir verkþættir sem hann telur nema 120.000 krónum og dagsektir í 43 daga sem nemi 645.000 krónum og því skuldi stefn- andi stefnda 11.149 krónur vegna verksins. Í bréfi lögmanns stefnda til stefnanda frá 19. febrúar 1996 voru settar fram skaðabótakröfur, m.a. á grundvelli matsgerðarinnar. Í bréfinu var auk þess vísað til niðurstöðu fyrrnefndrar tillögu Gunnars Karlssonar að uppgjöri, en hún fylgdi bréfinu. Stefndi höfðaði skaðabótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur stefn- anda þessa máls og Línuhönnun ehf. með stefnu birtri 6. mars 1996. Í málinu krafði stefndi stefnanda og Línuhönnun ehf. óskipt um greiðslu á skaðabótum að fjárhæð 6.514.798 krónur, en það var niðurstaða matsgerðarinnar að frá- dregnum virðisaukaskatti af vinnu, en að viðbættum 1.094.349 króna verkfræði- og eftirlitskostnaði vegna endurbóta og 32.323 króna kostnaði vegna rannsókna og skýrslugerðar. Ekki var í stefnu vikið að seymslufé eða uppgjöri dagsekta og óunninna verka. Málinu var vísað frá dómi með úrskurði 6. september 1996. I. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir á því að lokaúttekt á verkinu hafi farið fram 5. október 1993. Þá hafi verið gerðar ýmsar smávægilegar athugasemdir við verkið af full- trúa stefnda og hafi verið úr þeim bætt. Ennfremur hafi verið gerðar athuga- semdir vegna meints galla sem rekja hafi mátt til gæða málningar sem notuð hafi verið við verkið. Sú athugasemd hafi verið stefnanda óviðkomandi, þar sem stefndi hafi sjálfur lagt málningu til verksins. Síðar hafi komið í ljós að geymslutími málningarinnar hafi verið runninn út. Þá hafi stefnandi engar upplýsingar fengið um eiginleika málningarinnar eða leiðbeiningar um notkun, þótt gengið hafi verið eftir því, fyrr en stefnandi aflaði sér slíkra upplýsinga frá framleiðanda. Stefnandi telur að túlka beri niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á þann veg að hugsanlega galla á verkinu megi rekja til ófullnægjandi gæða málningarinnar. Stefnandi kveðst að fullu hafa staðið við efni samnings aðila, en stefndi van- efnt samninginn með því að greiða ekki eftir lokaúttekt það geymslufé sem hann hafði haldið eftir. 1652 Um fyrningu kröfunnar. Stefnandi byggir á því að fyrningarfrestur kröfunnar hafi verið rofinn af hálfu stefnda með bréfi sem lögmaður stefnda sendi stefnanda 19. febrúar 1996. Í bréfi þessu hafi krafa stefnanda um geymslufé verið viðurkennd þar sem vísað hafi verið til og byggt á tillögu Gunnars Karlssonar að uppgjöri. Í þeirri upp- gjörstillögu komi fram skýr viðurkenning á því að stefnandi eigi kröfu á stefnda vegna geymslufjár að fjárhæð 753.851 króna. Af 6. gr. fyrningarlaga nr. 14/1905 leiði að þá hafi stofnast nýr fyrningarfrestur sem í þessu tilviki sé fjögur ár. Krafan hafi því verið ófyrnd þegar stefna hafi verið birt fyrir stefnda 27. febr- úar 1998. Um gagnkröfur stefnda. Stefnandi hafnar öllum gagnkröfum stefnda. Hann kveður verkið hafa dreg- ist af ástæðum sem eingöngu hafi verið á ábyrgð stefnda. Stefnandi hafi fallist á að framkvæma ýmis aukaverk fyrir einstaka íbúa hússins, eins og t.d. skipti á gleri í gluggum. Slíkar beiðnir hafi oftar en ekki borist á síðustu stundu og tafið eðlilega framvindu verksins. Múrviðgerðir hafi verið mun umfangsmeiri en gert hafi verið ráð fyrir og vinna við málun 25% umfram áætlanir. Stefndi hafi útvegað málningu til verksins en í lok verks hafi málningin verið á þrotum en stefndi verið að tína til eina og eina fötu og hafi það tafið verkið. Verkinu hafi að mestu verið lokið fyrir úttektina 17. september 1993 en þá hafi verið tínd til Ýmis smáatriði sem þurfti að lagfæra. Stefnandi hafi þegar bætt úr þeim atriðum en við úttekt 5. október hafi stefndi komið fram með ný aðfinnsluatriði og hafi þar verið um algeran sparðatíning að ræða. Úr flestum þessara atriða hafi þó verið bætt. Stefnandi telur að aðfinnslur hafi snúist um smáatriði og að verkinu hafi í raun verið lokið. Stefnandi mótmælir því sem ósönnuðu að hann hafi ekki lokið verkinu og hafnar kröfu vegna ólokinna verka að fjárhæð 120.000 krónur. Þá telur stefn- anda að hann hafi ekki krafist endurgjalds fyrir nein verk sem hann hafi ekki lokið við. Stefnandi telur að niðurstaða matsgerðar geti ekki verið grundvöllur undir skaðabótakröfu á hendur honum. Orsakir flögnunar og annars þess sem mats- menn telji áfátt við verkið megi rekja til gallaðrar og útrunninnar málningar sem stefndi hafi sjálfur lagt til. Stefnandi hafi ekki fengið upplýsingar um endingar- tíma málningarinnar, eiginleika eða meðhöndlun. Þá hafi annar aðili en stefn- andi séð um háþrýstiþvott á húsinu. Stefnandi hafi varað við að steypa í svala- gólfum væri blaut og líklegt væri að málning myndi flagna af ef svalaloftin væru máluð strax en fengið fyrirmæli um að ljúka við málningu svalanna. Þá hafi stefnandi bent á að skipta þyrfti um járn á gluggum þar sem þau voru farin að ryðga og málun þeirra myndi ekki gefa nægjanlega góðan árangur. Flestir íbúð- 1653 areigendur hafi endurnýjað járnin með ryðfríu efni. Þar sem ekki hafi verið skipt um járn hafi þau verið pússuð upp og ryðvarin fyrir málningu. Ekki megi vænta betri árangurs af slíku verki og því sjáist nú ryð í gegn á þessum gluggum. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að vel hafi tekist til við málningu húss- ins og ástand þess nú sex árum síðar beri vitni um það. Um lagarök vísar stefnandi m.a. til almennra reglna kröfuréttar, samninga- laga nr. 7/1936 og laga um meðferð einkamála í héraði nr. 91/1991. Ennfremur vísar stefnandi til ST 30. IV. Málsástæður og lagarök stefnda. Af hálfu stefnda er því haldið fram að verulegar tafir hafi orðið á verkinu af hálfu stefnanda og hafi hann aldrei lokið við fullnaðarfrágang verksins. Stefndi hafi framlengt verktímann oftar en einu sinni en endanlegur skilatími verið ákveðinn 11. október 1993. Stefndi telur verkinu ekki hafa verið lokið með loka- úttekt 5. október 1993 heldur hafi sú úttekt verið áfangaúttekt. Hið rétta sé að forúttekt á verkinu hafi farið fram 15. nóvember 1993 og þá komið í ljós að tals- vert væri ógert. Verkinu hafi verið lokið 23. nóvember 1993, að undanskilinni fínhreinsun á lóð og málningarfrágangi neðst á veggjum, eins og fram komi í fundargerð Línuhönnunar ehf. frá verkfundi 21. desember 1993. Stefndi hafi krafist umsaminna dagsekta vegna dráttar á verkinu. Miðað við veittar fram- lengingar hafi tafir á verkinu reynst nema 43 dögum, þ.e. frá 11. október til 23. nóvember þegar verkinu hafi verið skilað. Uppgjörsstaða verksins við verklok verið tekin saman af Gunnari Karlssyni byggingartæknifræðingi. Uppgjörsniðurstaða verksins, að frátöldum göllum í verkinu, hafi verið sú að stefnandi skuldaði stefnda 11.149 krónur. Kröfur um dagsektir og kostnað við frágang verksins hafi stefndi gert þegar á verktímanum og við verklok. Grunur hafi fljótlega komið fram um að á verkinu væru miklir gallar, m.a. hafi málning strax byrjað að flagna af svalaloftum. Dómkvaddir matsmenn hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu að efni sem notað hafi verið til málningar hafi verið gallað. Stefndi túlki niðurstöðu dómkvaddra matsmanna einnig á þann veg að vinnu- brögð stefnanda hafi ekki verið fullnægjandi, einkum hvað varðar málun á gluggum og vatnsbrettum. Í kostnaðarmati í matsgerð séu þessir liðir metnir á 978.900 krónur sem sé einn þáttur í gagnkröfunni. Stefndi heldur því fram að stefnandi beri fulla ábyrgð á þeim göllum sem greint sé frá í framlagðri matsgerð. Línuhönnun hf., sem séð hafi um eftirlit með verkinu, hafi óskað eftir yfir- mati í matsmálinu nr. M-14/1996 og liggi niðurstöður þess fyrir. Línuhönnun hf. hafi hins vegar ekki reynst fáanlegt að láta aðilum þessa máls í té niðurstöður yfirmatsins. 1654 Um fyrningu. Krafist er sýknu með þeim rökum að krafa stefnanda sé fyrnd. Krafa sem þessi fyrnist á fjórum árum samkvæmt ákvæðum 3. gr. fyrningarlaga nr. 14/ 1905. Krafan sé byggð á framlögðum reikningum og sé síðasti reikningurinn dagsettur 21. september 1993. Í stefnu sé á því byggt að gjalddagi kröfunnar sé 5. október 1993 og krafist dráttarvaxta frá þeim degi. Samkvæmt því hafi fyrn- ingarfrestur kröfunnar verið á enda 5. október 1997. Birtingardagur stefnu hafi verið í febrúar 1998 og því vafalaust að krafa stefnanda hafi verið fyrnd við birt- ingu stefnu. Þegar af þeirri ástæðu beri að fallast á sýknukröfu stefnda. Stefndi telur að í bréfi lögmanns stefnda frá 19. febrúar 1996 hafi ekki fal- ist viðurkenning á skuld í skilningi 6. gr. fyrningarlaga, þvert á móti hafi þar verið gerð krafa á hendur stefnanda. Frá upphafi hafi verið óumdeilt að 5% af endurgjaldi fyrir verkið hafi verið haldið eftir sem geymslufé og þess sé eðli- lega getið í tillögu Gunnars Karlssonar að uppgjöri verksins. Tilvísun í þessa uppgjörstillögu í bréfi lögmanns stefnda geti því ekki með nokkru móti rofið fyrningarfrest á kröfu stefnanda. Um skuldajafnaðarkröfur. Stefndi kveðst eiga gagnkröfur sem nægi að fullu til skuldajafnaðar á móti kröfum stefnanda og ríflega það. Skaðabótakröfur stefnda á hendur stefnanda samkvæmt framlagðri matsgerð, sem ekki hafi verið hnekkt, nemi 6.198.585 krónum, auk 645.000 króna kröfu vegna dagsekta og 120.000 króna kröfu vegna ólokinna verkþátta. Alls nemi gagnkröfur stefnda 6.963.585 krónum, auk drátt- arvaxta af þeirri fjárhæð frá 9. júní 1995 og er þess krafist að þær komi til skuldajafnaðar við stefnukröfur í málinu ef á þær verður fallist að öllu leyti eða að hluta. Varakröfu sína styður stefndi þeirri málsástæðu að teljist greiðsluskylda hvíla á honum og gagnkröfur hans verði ekki teknar til greina, svo nægi til sýknu, geti krafa stefnanda ekki borið vexti fyrr en þá í fyrsta lagi frá þingfestingar- degi málsins. Tómlæti stefnanda við innheimtu kröfunnar eigi ekki að veita honum rétt til þeirrar vaxtatöku sem krafist sé í stefnu. Þá fyrnist krafa stefn- anda til vaxta á fjórum árum hvað sem öðru líði. Um lagarök vísar stefndi m.a. til laga nr. 14/1905 um fyrningu kröfuréttinda. Þá vísar stefndi til almennra meginreglna íslensks réttar á sviði kauparéttar, með eða án lögjöfnunar, auk meginreglna kröfu- og samningaréttar. Þá er vísað til meginreglna laga um lausafjárkaup nr. 39/1922 með lögjöfnun. . V. Niðurstaða. Samkvæmt 1. tl. 3. gr. fyrningarlaga nr. 14/1905 er fyrningartími kröfu þeirrar sem stefnandi hefur uppi í máli þessu fjögur ár. Fyrningarfrestur slíkrar 1655 kröfu telst frá þeim degi sem krafan varð gjaldkræf, samanber 1. mgr. 5. gr. sömu laga. Í upphafi 6. gr. fyrningarlaga er kveðið á um það að ef skuldunautur viður- kenni skuld sína við kröfueiganda, annaðhvort með berum orðum eða á annan hátt, eftir þann tíma er fyrningarfrest hefði ella átt að telja frá, hefjist nýr fyrn- ingarfrestur frá þeim degi, er viðurkenningin átti sér stað. Sem dæmi um viður- kenningu kröfu er tekið loforð um borgun eða greiðsla vaxta. Grunnrök að baki fyrningarreglum eru m.a. þau að ekki sé rétt að skuldari megi búast við því nema í tiltekinn tíma að þurfa að svara til kröfu, enda er honum erfiðara að færa sönnun gegn kröfunni því lengra sem líður frá því að hún varð gjaldkræf. Með hliðsjón af þessum grunnrökum verður að gera nokkuð strangar kröfur til skýrleika viðurkenningar skuldar í skilningi 6. gr. fyrningar- laga. Til þess að skuldari teljist hafa rofið fyrningu verður hann því ekki aðeins að hafa viðurkennt skuld sína gagnvart kröfuhafa heldur megi einnig jafna vilja- yfirlýsingu hans eða athöfnum við loforð um greiðslu skuldarinnar. Málsaðilar eru sammála um tilurð kröfu stefnanda. Þá eru þeir sammála um að þau 5% sem stefndi hélt eftir af fjárhæð hvers reiknings til tryggingar hugs- anlegum vanefndum stefnanda hafi verið gjaldkræf að lokinni úttekt á verkinu í verklok. Í gögnum málsins er að finna upplýsingar um þrjár úttektir á verkinu. Fyrsta úttektin fór fram 17. september 1993 og var hún aðeins nefnd úttekt. Útbúinn var listi yfir þau atriði sem bæta þurfti úr. Fulltrúar verkkaupa fóru aftur yfir verkið 5. október 1993 og var þá útbúinn listi yfir atriði sem ekki voru á úttekt- arlista frá 17. september. Svokölluð forúttekt fór fram 15. nóvember og voru þá listuð upp atriði sem komu fram við þá úttekt. Í fundargerð frá verkfundi 21. desember 1993 var bókað eftir fulltrúa verkkaupa að samkvæmt stöðuúttekt hafi því verið lokið 23. nóvember 1993, að undanskilinni fínhreinsun á lóð sem hafi verið lokið 30. nóvember. Þær úttektir og fundargerðir sem liggja frammi í mál- inu eru unnar af Línuhönnun ehf. en hafa ekki verið undirritaðar af fulltrúum málsaðila. Af hálfu stefnda er á því byggt að verklok hafi ekki verið fyrr en 23. nóvember 1993. Stefnandi byggir á því að krafa hans hafi stofnast 5. október 1993 þegar úttekt hafi farið fram á verkinu og krefst hann dráttarvaxta frá þeim degi. Með hliðsjón af málatilbúnaði stefnanda markar sú dagsetning, hvað sem öðru líður, upphaf fyrningarfrests. Stefnandi byggir á því að fyrningarfrestur kröfunnar hafi verið rofinn af hálfu stefnda með bréfi sem lögmaður stefnda sendi stefnanda 19. febrúar 1996. Í bréfi þessu hafi krafa stefnanda um geymslufé verið viðurkennd. Af 6. gr. fyrningar- laga nr. 14/1905 leiði að þá hafi stofnast nýr fjögurra ára fyrningarfrestur. Krafan hafi því verið ófyrnd þegar stefna hafi verið birt fyrir stefnda 27. febrúar 1998. 1656 Í umræddu bréfi lögmanns stefnanda er sett fram skaðabótakrafa að fjárhæð samtals 7.510.547 krónur vegna kostnaðar við úrbætur á meintum göllum. Síðar í bréfinu segir svo: „Frá uppgjöri verksins milli yðar og umbj.m. hefur ekki verið gengið af hálfu Línuhönnunar hf. eins og til stóð skv. samningi. Umbj.m. hafa því fengið það verk unnið og liggur fyrir tillaga Gunnars Karlssonar tæknifræðings um það uppgjör og munu umbj.m. byggja á þeirri niðurstöðu en áskilja sér allan rétt í því sambandi þar til niðurstaða fæst í málinu í heild. Er samantekt þessi látin fylgja hjálögð. Niðurstaðan er sú, að teknu tilliti til þess sem ólokið er af verk- inu og tafabóta, að skuld yðar við umbj.m. vegna uppgjörs á verkinu er kr. 11.149 auk þeirra krafna sem gerðar hafa verið vegna framangreindra meintra galla í verkinu og raktar eru hér að framan.“ Tilvitnuð tillaga Gunnars Karlssonar að uppgjöri var unnin að frumkvæði stefnda og er dagsett 10. október 1995. Í tillögunni metur hann ófrágengna verk- þætti á 120.000 krónur og dagsektir á 645.000 krónur. Frá þessum fjárhæðum dregur hann geymslufé að fjárhæð 753.851 krónu og kemst að þeirri niðurstöðu að stefnandi skuldi stefnda 11.149 krónur vegna verksins, óháð gæðum þess. Tilvist geymslufjárins var frá upphafi óumdeild en greiðslu hins vegar hafnað af hálfu stefnda á þeim grundvelli að húsfélagið ætti gagnkröfur. Líta má á til- vísun í tillögu um uppgjör í bréfi lögmannsins sem tillögu að skuldajöfnuði. Í bréfi lögmanns stefnanda kemur fram að byggt sé á uppgjörstillögunni með fyr- irvara um heildarlausn málsins. Af hálfu stefnanda hefur ekki verið fallist á kröfur vegna óunninna verkþátta eða um dagsektir og skuldajöfnuður hefur ekki komist á. Með hliðsjón af því meginmarkmiði bréfs lögmannsins að krefja stefn- anda um skaðabætur og skuld vegna uppgjörs og með hliðsjón af fyrirvara um heildaruppgjör, þykir viljayfirlýsing stefnanda ekki hafa verið svo skýr og afdráttarlaus að stefnandi hafi mátt líta á bréfið sem viðurkenningu stefnda á skuld við hann og því síður sem loforð um greiðslu. Samkvæmt því verður ekki litið á bréf lögmanns stefnda frá 19. febrúar 1996 sem viðurkenningu á skuld í skilningi 6. gr. fyrningarlaga sem leitt gat til þess að nýr fyrningarfrestur kröf- unnar tæki að líða. Samkvæmt því var krafa stefnanda fyrnd þegar stefna var birt í máli þessu 27. febrúar 1998. Þegar af þeirri ástæðu ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefn- anda í málinu. Þar sem stefnandi hefur ekki gagnstefnt vegna krafna þeirra sem hann setur fram sem gagnkröfur í greinargerð sinni verður ekki um þær fjallað. Með hliðsjón af atvikum öllum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Brynjólfur Eyvindsson hdl. flutti málið af hálfu stefnanda en Þorvaldur Jóhannesson hdl. af hálfu stefnda. Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. 1657 Dómsorð: Stefndi, Húsfélagið Vesturbergi 78, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Magnúsar og Steingríms ehf., í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. 1658 Fimmtudaginn 13. apríl 2000. Nr. 291/1999. Bjarney Rut Jensdóttir (Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl.) gegn Ragnari Helga Halldórssyni og Vátryggingafélagi Íslands hf. (Hákon Árnason hrl.) Bifreiðir. Skaðabætur. Líkamstjón. Örorka. Gjafsókn. B slasaðist í bifreið í eigu R, sem hafði lögmælta ábyrgðartryggingu hjá vátryggingafélaginu V. Í héraði voru R og V dæmdir til að greiða B bætur fyrir varanlega örorku, varanlegan miska og þjáningar og skyldi fjárhæðin bera dráttarvexti frá uppsögu dómsins. Þeir undu þessari niðurstöðu, en B taldi tímabundið atvinnutjón og tjón sitt vegna varanlegrar örorku ekki fullbætt. Talið var að þótt ráðið yrði að B hefði að einhverju leyti haft skerta getu til vinnu vegna afleiðinga slyss- ins veittu gögn málsins enga viðhlítandi vitneskju um að hún hefði orðið fyrir fjártjóni vegna tímabundins vinnutaps. Ekki þótti nægilega leitt í ljós að B hefði lagt drög að samningi um nám í framreiðslu- störfum fyrir slysið þannig að unnt væri að miða bætur fyrir varanlega örorku við tekjur fyrir þau störf, sbr. 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þegar litið var til skólasóknar B og upplýsinga um rýrar tekjur síðustu tvö árin fyrir slysið var talið að B hefði nýtt vinnugetu sína á þeim tíma að verulegu leyti til þess að stunda nám. Að þessu gættu og ungs ald- urs B þegar slysið bar að höndum þótti 8. gr. skaðabótalaga eiga við ákvörðun örorkubóta vegna slyssins. Var niðurstaða héraðsdóms um fjárhæð bóta B staðfest, þó þannig að fallist var á kröfu B um að miða bæri dráttarvexti við þann dag, þegar liðinn var einn mánuður frá því að hún krafði R og V um bætur á grundvelli örorkumats, sem þá lá fyrir. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 22. júlí 1999 og krefst þess að stefndu verði dæmdir til að greiða sér óskipt aðallega 4.148.586 1659 krónur, en til vara 1.915.785 krónur ásamt 2% ársvöxtum frá 30. jan- úar 1994 til 5. mars 1996 og dráttarvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxta- laga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 1.541.585 krónum. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum var veitt á báðum dóm- stigum. Stefndu krefjast aðallega sýknu og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara að krafa áfrýjanda verði lækkuð og málskostnaður felldur niður. I. Áfrýjandi var farþegi í bifreið í eigu stefnda Ragnars 30. janúar 1994 og slasaðist, er hún fór út af Reykjanesbraut og valt. Var áfrýjandi þá liðlega 17 ára. Á verkum er lýst í héraðsdómi. Dómkvaddir menn mátu 26. janúar 1998 varanlegan miska áfrýjanda vegna slyssins 12%, sbr. 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, en varanlega örorku 20%, sbr. 5. gr. sömu laga. Þá töldu matsmenn áfrýjanda hafa verið óvinnufæran í átta mánuði í kjölfar slyssins, svo og að hann hafi um jafnlangan tíma verið veikur án þess að vera rúmfastur í skilningi 3. gr. skaðabótalaga. Stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. greiddi áfrýjanda úr lögmæltri ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar lækniskostnað og nokkrar þjáninga- bætur. Vegna ágreinings um skaðabótakröfuna að öðru leyti höfðaði áfrýjandi mál þetta gegn stefndu. Með hinum áfrýjaða dómi voru áfrýjanda dæmdar 632.325 krónur í bætur fyrir varanlega örorku með vísun til 8. gr. skaðabótalaga, 505.860 krónur vegna varanlegs miska og 177.600 krónur í þjáninga- bætur eða samtals 1.315.785 krónur ásamt 2% ársvöxtum frá slysdegi til uppsögu dómsins, en dráttarvöxtum upp frá því til greiðsludags. Stefndu undu héraðsdómi og greiddi Vátryggingafélag Íslands hf. 20. ágúst 1999 áfrýjanda 1.405.885 krónur, sem þeir töldu vera fullnaðar- greiðslu samkvæmt dóminum til viðbótar fyrri greiðslum upp í tjón áfrýjanda. Er aðalkrafa stefndu um sýknu á þessu reist, enda hafi bætur til áfrýjanda verið hæfilega ákveðnar í héraðsdómi. Áfrýjandi telur tjón sitt ekki fullbætt með þessari greiðslu og varðar ágreiningur málsaðila hér fyrir dómi þrennt, skaðabætur fyrir tíma- bundið atvinnutjón og varanlega örorku og upphafstíma dráttarvaxta. Með ákvörðun Hæstaréttar 12. janúar 2000 var áfrýjanda gefinn kostur á að afla nýrra gagna, einkum um nám og störf á árunum 1993 1660 og 1994. Meðal gagnanna eru skýrslur, sem áfrýjandi og einn fyrrver- andi vinnuveitandi hans gáfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 13. mars 2000, yfirlýsing annars vinnuveitanda hans og vottorð frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Il. Áfrýjandi krefst 600.000 króna í bætur fyrir tímabundið atvinnutjón. Miðar hann þá kröfu við 75.000 króna mánaðarlaun og launamissi í 8 mánuði. Krafan styðst við örorkumat frá 4. janúar 1996 og áðurnefnt mat dómkvaddra manna 26. janúar 1998, sem staðfestu áætlun læknis- ins um tímabundna óvinnufærni. Hvorki er að finna í mati læknisins né hinna dómkvöddu manna viðhlítandi skýringar á hvað hafi legið til grundvallar því að þeir telji áfrýjanda hafa verið óvinnufæran í 8 mán- uði, en til þess verður að líta að fyrir liggur að í kjölfar slyssins var áfrýjandi að minnsta kosti við vinnu á tímabilinu frá 30. mars til 3. ágúst 1994. Auk þess eru sumar þeirra upplýsinga um vinnu og nám áfrýjanda eftir slysið, sem byggt er á í örorkumatinu 4. janúar 1996 og matsgerðinni 26. janúar 1998, í ósamræmi við gögn, sem nú liggja fyrir í málinu. Af læknisvottorðum má ráða að áfrýjandi hafi á árinu 1994 að einhverju leyti haft skerta getu til vinnu vegna afleiðinga slyssins, en gögn málsins veita þó enga viðhlítandi vitneskju um að áfrýjandi hafi orðið fyrir fjártjóni vegna tímabundins vinnutaps. Verður því að staðfesta niðurstöðu héraðdóms um þetta ágreiningsefni. Ill. Um ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku áfrýjanda fer eftir skaða- bótalögum nr. 50/1993 eins og þau voru fyrir breytingar, sem gerðar voru á þeim með lögum nr. 42/1996 og lögum nr. 37/1999. Áfrýjandi krefst þess að þær bætur verði ákveðnar eftir 5.-7. gr. skaðabótalaga. Stefndu krefjast þess hins vegar að örorkubæturnar verði ákveðnar eftir reglum 8. gr. laganna, eins og lagt var til grundvallar í héraðsdómi. Til stuðnings umræddri kröfu ber áfrýjandi því við að hann hafi fyrir slysið ákveðið að leggja framreiðslustörf fyrir sig. Hafi hann í því skyni sóst eftir að gera námssamning við veitingahús. Hann kveðst hafa unnið á veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík með námi sínu í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja frá og með haustönn 1993, en fyrir liggur að hann hóf þar nám haustið 1992. 1661 Eftir uppsögu héraðsdóms aflaði áfrýjandi skriflegrar yfirlýsingar frá Erni Garðarssyni matreiðslumeistara, sem rak á umræddum tíma veitingahúsið Glóðina, og leiddi hann jafnframt fyrir dóm til skýrslu- gjafar 13. mars 2000. Í þeim gögnum kom fram að ráðgert hafi verið að samningur um framreiðslunám yrði gerður við áfrýjanda jafnskjótt og þjónn með meistararéttindi fengist til starfa við veitingahúsið. Það hafi hins vegar ekki orðið. Í yfirlýsingu matreiðslumeistarans segir einnig að áfrýjandi hafi unnið hjá honum á veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík frá hausti 1993 þar til áfrýjandi slasaðist og varð að hætta störfum. Fyrir dómi bar hann hins vegar að áfrýjandi hefði aðeins unnið hjá sér til ársloka 1993, þar sem engin starfsemi hafi verið í veit- ingahúsinu í janúar 1994 vegna breytinga á húsakynnum þess. Upplýsingar um hvernig farið hafi um uppsagnarfrest eða slit ráðning- arsamnings að öðru leyti líggja ekki fyrir. Þá kemur ekki fram, hvort samið hafi verið um að áfrýjandi héldi áfram þessari vinnu þegar starf- semi hæfist aftur í veitingahúsinu, en ljóst er að áfrýjandi kom ekki aftur til starfa þar. Í yfirlýsingu matreiðslumeistarans er þess getið að áfrýjandi hafi unnið á vöktum frá kl. 17.30 í 6 klukkustundir á virkum dögum, en 8 klukkustundir um helgar. Vinnuvikan hafi verið „„2-2-3, þ.e. unnið tvo daga, frí í tvo og unnir þrír.“ Áfrýjandi var enn við nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á vorönn 1994, en slysið varð eins og áður getur 30. janúar 1994. Í bréfi skól- ans 13. mars 2000 segir að áfrýjandi hafi byrjað nám í sex áföngum á þeirri önn, en lokið fjórum. Áfrýjandi kveðst hafa leitað til veitingahúss í Reykjavík um náms- samning. Samkvæmt bréfi menntamálaráðuneytisins 6. mars 2000 byrjaði áfrýjandi framreiðslunám á veitingahúsi í Reykjavík 30. mars 1994, en þeim námssamningi var slitið 3. ágúst sama árs. Ástæðu samningsslita segir áfrýjandi hafa verið slæma heilsu sína eftir slysið. Meðal nýrra gagna málsins er bréf frá stjórnanda þess veitingahúss, þar sem greint er frá að áfrýjandi hafi unnið þar frá mars til 4. ágúst 1994. Námu tekjur fyrir þá vinnu alls 212.281 krónu. Áfrýjandi skýrði frá að hér hafi verið um að ræða fullt starf. Aðrar tekjur áfrýjanda á árinu 1994 voru samkvæmt skattframtali 2.242 krónur. Áfrýjandi kvaðst í framburði sínum fyrir dómi ekki hafa treyst sér til að vera í skóla á haustönn 1994. Þá var áfrýjandi barns- hafandi. Segir í örorkumati læknis 4. janúar 1996 að áfrýjandi hafi alið 1662 barn 15. mars 1995 og verið í fæðingarorlofi frá 1. febrúar til 1. júlí það ár. IV. Þegar slysið bar að höndum gilti um ákvörðun örorkubóta svohljóð- andi regla í 1. mgr. 8. gr. skaðabótalaga: „Bætur til barna og tjónþola, sem að verulegu leyti nýta vinnugetu sína þannig að þeir hafa engar eða takmarkaðar vinnutekjur, skal ákvarða á grundvelli miskastigs skv. 4. gr.“ Atvinnutekjur áfrýjanda árið 1992 námu samkvæmt skattframtali 149.728 krónum, en árið 1993 246.173 krónum, þar af 140.661 krónu fyrir vinnu á veitingahúsinu Glóðinni frá hausti á því ári. Á árinu 1994 voru tekjur áfrýjanda eins og áður greinir 214.523 krónur. Svo sem fyrr segir hófst nám áfrýjanda við Fjölbrautaskóla Suður- nesja haustið 1992. Kvaðst áfrýjandi síðan hafa tekið sér frí frá námi á vorönn 1993. Veturinn 1993 til 1994 var áfrýjandi þar við nám og stóðst próf í einni námsgrein á haustönn 1993, en engri á vorönn 1994. Samkvæmt vottorði skólans var skólasókn áfrýjanda á hvorri önn þennan vetur 80-94%, en ekki sést af því hvort hún var jöfn allan vet- urinn eða hafi fallið niður á tilteknum tímabilum. Áfrýjandi hefur ekki upplýst hvenær á vorönn 1994 hann lauk eða lét af námi. Áfrýjandi hefur heldur ekki aflað glöggra upplýsinga um vinnutímabil sitt í veit- ingahúsinu Glóðinni haustið 1993 eða um aðdraganda að ráðningu hans við veitingahús í Reykjavík í mars 1994, þó að tilefni hafi verið til þess eftir ákvörðun Hæstaréttar. Að þessu virtu er gegn mótmælum stefndu ekki nægilega leitt í ljós, að áfrýjandi hafi lagt drög að samn- ingi um nám í framreiðslustörfum fyrir slysið. Þegar litið er til skóla- sóknar og framangreindra upplýsinga um rýrar tekjur síðustu tvö alm- anaksárin fyrir slysið verður að telja að áfrýjandi hafi nýtt vinnugetu sína á þeim tíma að verulegu leyti til þess að stunda nám. Verður ekki talið að tekjuöflun áfrýjanda á haustönn 1993 haggi þeirri niðurstöðu. Þegar gætt er alls framangreinds og ungs aldurs áfrýjanda þegar slysið bar að höndum verður fallist á með stefndu að beitt verði 8. gr. skaða- bótalaga við ákvörðun örorkubóta vegna slyssins. Verður því að stað- festa niðurstöðu héraðsdóms að þessu leyti. Tekin er til greina krafa áfrýjanda um að stefndu beri að greiða honum dráttarvexti frá 5. mars 1996, en þá var liðinn mánuður frá því 1663 að hann krafði stefndu bóta á grundvelli örorkumats, sem þá lá fyrir, sbr. 15. gr. vaxtalaga. Samkvæmt framangreindu verða stefndu dæmdir til að greiða áfrýjanda óskipt 1.315.785 krónur með vöxtum, eins og greinir í dóms- orði, en í samræmi við kröfugerð áfrýjanda ber að draga 1.541.585 krónur frá uppreiknaðri kröfu hans eins og hún stóð á greiðsludegi. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð. Rétt er að aðilarnir beri hver sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkis- sjóði, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Stefndu, Ragnar Helgi Halldórsson og Vátryggingafélag Ís- lands hf., greiði óskipt áfrýjanda, Bjarneyju Rut Jensdóttur, 1.315.785 krónur með 2% ársvöxtum frá 30. janúar 1994 til 5. mars 1996, en dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Frá öllu framangreindu dragist greiðsla stefndu, 1.541.585 krónur, inn á kröfu áfrýjanda, eins og hún stóð á greiðsludegi innborgunar 20. ágúst 1999. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 250.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 23. apríl 1999. Mál þetta var dómtekið 2. febrúar sl. en flutt að nýju 19. apríl sl. og dóm- tekið þann sama dag. Málið er höfðað með stefnu áritaðri um birtingu 4. maí 1998 af Bjarney Rut Jensdóttur, Hafnargötu 42, Keflavík, gegn Ragnari Helga Halldórssyni, Gónhóli 30, Njarðvík, og Vátryggingafélagi Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík. Dómkröfur. Stefnandi krefst þess aðallega að stefndu verði dæmdir til að greiða stefn- 1664 anda skaðabætur að fjárhæð 4.148.586 krónur með 2% ársvöxtum frá 30. jan- úar 1994 til 5. mars 1996, en með dráttarvöxtum samkvæmt IH. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er þess krafist að stefndu verði gert að greiða stefnanda óskipt 1.915.785 krónur með sömu vöxtum og að framan greinir. Til þrautavara er þess krafist að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnanda 1.283.460 krónur með sömu vöxtum og að framan greinir. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, eins og mál þetta væri eigi rekið sem gjafsóknarmál og taki tildæmdur máls- kostnaður mið af því að stefnandi er eigi virðisaukaskattsskyld. Stefndu gera þær dómkröfur að þeim verði aðeins gert að greiða 380.200 krónur með vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 til greiðslu- dags. Auk þess er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir. Þann 30. janúar 1994 lenti stefnandi, Bjarney Rut Jensdóttir, í umferðarslysi á Reykjanesbraut. Slysið varð með þeim hætti að stefnandi var farþegi í bifreið- inni MS-401, þegar ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og endastakkst. Stefnandi var í öryggisbelti en kastaðist til inni í bifreiðinni við veltuna og fékk högg á háls, bak og axlir. Þegar eftir slysið fann hún til mikilla eymsla og stirðleika á þessum stöðum. Var stefnandi strax eftir slysið flutt á slysamóttöku Sjúkrahúss Suður- nesja. Niðurstaða skoðunar þar var að hún hefði hlotið tognun á hálsi og í baki og fékk hún hálskraga. Vegna mikilla verkja í hálsi og baki leitaði hún aftur til sjúkrahússins strax daginn eftir og fékk þá meðferð með bólgueyðandi lyfjum. Stefnandi kveðst hafa verið afar slæm næstu daga af verkjum í hálsliðum, í vöðvafestum, í hálsi, mjóbaki og mjaðmagrind og leitaði af þeim sökum til Sjúkrahúss Suðurnesja. Hafi hún þá haft stöðuga verki í herðum og upp í háls og einnig í mjóbaki. Samkvæmt ráðleggingum læknis leitaði hún til sjúkraþjálf- ara, en kveðst einungis hafa versnað við meðferð hjá honum. Stefnandi hafði starfað við ræstingar og verið á samningi til þjónsstarfa á veitingastaðnum Glóðinni árið 1993 fyrir slysið, en hugur hennar mun hafa staðið til þess að leggja þjónustustarfið fyrir sig í framtíðinni. Haustið 1993 settist stefnandi á skólabekk í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og gekk vel í skólanum að sögn. Vann hún þá jafnframt á kvöldin og um helgar við framreiðslustörf á veitingahúsinu Glóðinni. Næstu mánuði eftir slysið kveðst hún hins vegar ekkert hafa getað unnið. Hafi hún átt mjög erfitt með að lesa og einbeita sér og því ekki getað farið í próf um vorið og féll á þeirri önn. Sumarið eftir slysið stundaði stefnandi þjónsnám á veitingahúsinu Jónatan Livingstone Máfur, þrátt fyrir mikil óþægindi því samfara, að sögn. Vegna 1665 verkja kveðst stefnandi hins vegar ekki hafa treyst sér til þess lengur en til fyrstu daga ágústmánaðar 1994 og hafi orðið að hætta. Þetta sumar varð stefnandi ófrísk og reyndi meðgangan enn frekar á bak hennar, axlir og háls. Varð hún því að taka verkjalyf á meðan á meðgöngu stóð. Ól hún síðan stúlkubarn í mars 1995. Hún gat ekki fætt barn sitt á eðlilegan hátt vegna skekkju í mjaðmagrindd og fór fæðingin því fram eftir keisaraskurð. Telur sjúkraþjálfari Bjarneyjar að þá skekkju á mjaðmagrindinni megi rekja til slyssins. Eftir barnsburðinn var stefnandi í meðferð hjá sjúkraþjálfara fram á árið 1996, en sú meðferð kom, að sögn stefnanda, ekki að neinu verulegu gagni. Hún hafði áfram stöðuga verki frá hálsi og niður í bak og þjáðist auk þess af höfuð- verkjum, stirðleika í baki og ljósfælni. Hóf hún störf sem þjónn á pizzaveitinga- stað í september 1995. Var hún fyrst um sinn í 100% starfi, en varð að minnka vinnu við sig niður í 50% starf 1'/ mánuði síðar vegna verkja og loks niður í 25% starf 1!/s mánuði eftir það. Varð hún loks að hætta starfinu í febrúar 1996 vegna háls- og bakóþæginda. Stefnandi hóf störf í apríl 1996 við þrif á flugvélum hjá Flugleiðum, en sú vinna gerði of miklar líkamlegar kröfur til hennar og varð hún að hætta þar 3 vikum síðar. Í ágúst 1996 hóf hún létt ræstingarstörf hjá embætti sýslumanns- ins í Keflavík og hefur starfað þar síðan. Þar er einungis um að ræða vinnu í u.þ.b. 1 klst. á dag, sem hentar henni vel að sögn. Um haustið 1996 hóf hún störf á afgreiðslukassa í matvöruverslun samhliða starfinu hjá embætti sýslu- mannsins en sökum mikilla óþæginda við þá vinnu neyddist stefnandi til að hætta þar 3 mánuðum síðar. Í mars 1997 reyndi stefnandi enn að fara að vinna, nú við loðnufrystingu. Það starf var líkamlega krefjandi og vegna verkja í baki og hálsi gafst hún upp á því eftir tveggja vikna fullt starf. Um haustið 1997 hóf hún störf í sjoppu. Vegna þrauta í baki og hálsi varð hún að hætta því starfi í nóvember 1997. Gat hún engan veginn ráðið við ýmis störf sem í því fólust, s.s. að lyfta þungum kössum og rétta vörur út um bílalúgu. Vegna mikilla óþæginda og verkja í herðum og hálsi eftir slysið fór stefnandi í brjóstaminnkunaraðgerð þann 4. nóvember 1997 í því augnamiði að draga úr þyngslum frá brjóstum. Lá hún á sjúkrahúsi í 4 daga vegna aðgerðarinnar og var óvinnufær með öllu í 8 vikur eftir það, sbr. vottorð Jens Kjartanssonar læknis dags. 20. nóvember 1997. Að beiðni stefnanda mat Jónas Hallgrímsson læknir örorku stefnanda, sbr. matsgerð hans dags. 4. janúar 1996. Niðurstaða hans var að örorka hennar hefði verið 100% í 8 mánuði eftir slysið, en að varanleg örorka hennar væri 15%. Þá telur Jónas hana hafa verið veika í skilningi skaðabótalaga nr. 50/1993 í 90 daga eftir slysið og varanlegan miska mat hann 10%. Á grundvelli þessarar niðurstöðu Jónasar sendi lögmaður stefnanda stefnda, 1666 Vátryggingafélagi Íslands hf., kröfubréf dags. 5. febrúar 1996. Vátryggingafé- lag Íslands hafnaði kröfu hennar. Þann 21. mars 1996 óskuðu lögmaður stefn- anda og stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., eftir því við örorkunefnd að hún mæti varanlegan miska stefnanda. Niðurstaða nefndarinnar lá fyrir 21. sept- ember 1996 og var á þá leið að varanlegur miski stefnanda vegna umrædds slyss væri 5%. Í framhaldi af niðurstöðu nefndarinnar sendi stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., hinn 26. september 1996 lögmanni stefnanda tillögu að uppgjöri á tjóni hennar. Tilboð stefnda hljóðaði upp á greiðslu á 214.200 krónum fyrir var- anlegan miska stefnanda og 67.500 í þjáningabætur, sem fullnaðargreiðslur á öllu tjóni hennar, fjárhagslegu og ófjárhagslegu. Stefnandi vildi ekki una framangreindri niðurstöðu örorkunefndar. Hún hafn- aði framangreindu tilboði stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf. Óskaði lög- maður hennar í framhaldi af því dómkvaðningar matsmanna til að meta varan- lega örorku og miska hennar. Þeir Atli Þór Ólason og Leifur N. Dungal læknar voru kvaddir til matsins. Er matsgerð þeirra dagsett 26. janúar 1998. Niðurstaða þeirra er sú að tímabundið atvinnutjón samkvæmt 2. gr. skaðabótalaga sé 100% í 8 mánuði. Þjáningar samkvæmt 3. gr. sömu laga vegna veikinda án rúmlegu hafi varað í 8 mánuði. Varanlegur miski samkvæmt 4. gr. sömu laga sé 12% og varanleg örorka samkvæmt 5. gr. 20%. Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., hafnaði bótakröfu stefnanda dagsettri 27. febrúar 1998 sem byggðist á matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna á þeim grundvelli að réttur stefnanda til bóta byggðist á 8. gr. skaðabótalaga og miða ætti við niðurstöðu örorkunefndar um 5% varanlegan miska. Málsástæður stefnanda og lagarök. Um bótarétt stefnanda á hendur stefnda, Ragnari Helga Halldórssyni, er vísað til 1. mgr. 88. gr., sbr. 1. mgr. 90. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, þar sem Ragnar hafi verið eigandi bifreiðarinnar MS-401 er slysið átti sér stað og sé fébóta- skyldur vegna þess tjóns er af notkun bifreiðarinnar hlaust samkvæmt nefndum ákvæðum. Um bótarétt stefnanda á hendur stefnda, Vátryggingafélgi Íslands hf., er vísað til 1. mgr. 95. gr., sbr. 1. mgr. 91. gr. umferðarlaga, þar sem félagið var ábyrgðartryggjandi bifreiðarinnar MS-401 er slysið átti sér stað. Félaginu er stefnt samhliða stefnda, Ragnari, samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. 97. gr. umferð- arlaga. Ekki sé deilt um bótaskyldu í málinu, enda hafi stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., viðurkennt bótaskyldu sína. 1667 Bótaútreikningur og bótafjárhæð. Ágreiningur aðila þessa máls standi um það við hvaða reglur skuli miða útreikning skaðabóta til stefnanda vegna líkamstjóns hennar, sem sé afleiðing umferðarslyss þann 30. janúar 1994. Aðalkrafa. Skaðabótalög nr. 50/1993 eigi að gilda um útreikning skaðabóta til stefnanda vegna slyssins. Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., hafi neitað greiðslu frek- ari bóta en leiðir af mati örorkunefndar, sem metið hafi varanlegan miska Bjarn- eyjar 5%. Telji Vátryggingafélag Íslands hf. að bætur til stefnanda vegna slyss- ins skuli reiknaðar út samkvæmt 8. gr. skaðabótalaga. Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laganna, eins og hún var á slysdegi þann 30. janúar 1994, greiðast engar skaða- bætur til slasaðs fólks vegna varanlegrar örorku ef miskastig þeirra er lægra en 15%. Aðallega er byggt á því að skaðabætur til stefnanda vegna varanlegrar örorku hennar skuli reiknaðar út með hliðsjón af mati hinna dómkvöddu matsmanna og samkvæmt 5. og 6. gr. skaðabótalaga. Sé í því sambandi einkum vísað til eftir- farandi: 1) Stefnandi hafi starfað við framreiðslustörf og hafi verið á námssamningi að læra til þjóns á veitingahúsi sumarið og haustið 1993, enda hafi hugur hennar staðið til að leggja það starf fyrir sig. Samkvæmt 7. gr. skaðabótalaga og athuga- semdum við þá grein í greinargerð með frumvarpi til skaðabótalaga fari því ekki um útreikning skaðabóta til stefnanda eftir 8. gr. laganna. Hins vegar skuli leggja til grundvallar bótaútreikningi þau laun er hún hefði haft að loknu þjónustunámi sínu. Stefnandi hafi þegar ákveðið og skapað sér starfsvettvang er slysið varð. Eins og áður segi hafi hún sest á skólabekk í Fjölbrautaskóla Suðurnesja haustið 1993, en hafi, þrátt fyrir það, haldið áfram þjónsnámi sínu og framreiðslustarfi. Hafi hún stundað það á kvöldin og um helgar. Alkunna sé að þjónsstörf á veitingahúsum séu einkum stunduð á kvöldin og um helgar. Það eitt, að stefnandi, til viðbótar við starfsnám sitt settist á skólabekk haustið fyrir slys sitt, geri það ekki að verkum að meta skuli skaðabætur til hennar eftir 8. gr. skaðabótalaga. Með því væri verið að refsa henni fyrir þann dugnað að stunda nám í skóla auk þess að vinna, enda séu skaðabætur reiknaðar eftir 8. gr. skaðabótalaga til muna lægri en bætur reiknaðar eftir 5. gr. laganna. Hefði hún látið vera að hefja skólagöngu haustið 1993, en aðeins unnið sem þjónn, hefðu skaðabætur til hennar vitaskuld verið reiknaðar í samræmi við 5. gr. skaðabóta- laga. Sú krafa stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., að reikna út skaðabætur til Bjarneyjar eftir 8. gr. eingöngu sökum þess að hún stundaði nám haustið fyrir slys sitt, til viðbótar við vinnu sína, sé órökstudd og alveg fráleit. 1668 Skólagangan ein réttlæti ekki að bætur tjónþola séu reiknaðir út eftir 8. gr. skaðabótalaga. Sé í þessu sambandi vísað sérstaklega til 2. mgr. 7. gr. skaða- bótalaga og sjónarmiða að baki henni. Sú grein taki sérstaklega til þess er tjón- þoli hafi verið í hlutastarfi en hafi einnig notað hluta starfsorku sinnar til ann- arra athafna. Skuli þá ákvarða árslaun tjónþola eftir mati. Fráleitt sé að skóla- ganga tjónþola, sem vinni ekki fulla vinnu, valdi því að bætur fyrir varanlega örorku hans verði ákvarðaðar eftir 8. gr. skaðabótalaga. Það gangi þvert gegn tilgangi 2. mgr. 7. gr. sömu laga. Viðmiðum 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga skuli vera vinnugeta tjónþola á tjónsdegi, en ekki raunverulegar tekjur. Þegar um börn og skólafólk sé að ræða, sem ekki hafa sýnt fram á vinnugetu sína með öflun tekna, geti hugsanlega í sumum tilvikum verið erfitt að meta vinnugetu þeirra. Hins vegar sé ekki um slíkt að ræða í tilviki stefnanda, eins og áður sé rakið. Þá verði að líta til þess að 5. gr. skaðabótalaga verði að teljast meginregla, enda hefur sú regla gilt bæði fyrir og eftir setningu skaðabótalaga, að tjón vegna varanlegrar örorku þeirra sem slasast skuli bætt. Þess vegna verði að líta á 8. gr. laganna sem undantekningu frá þeirri meginreglu og beri því að skýra hana þrengjandi skýringu í samræmi við viðtekin lögskýringarsjónarmið. Einnig er á því byggt að orðalag 8. gr. skaðabótalaga heimili ekki að skaða- bætur til stefnanda verði reiknaðar eftir þeirri lagagrein. Í 8. gr. laganna segi: „Bætur til barna og tjónþola, sem að verulegu leyti nýta vinnugetu sína Þannig að þeir hafa engar eða takmarkaðar vinnutekjur, skal ákvarða á grund- velli miskastigs skv. 4. gr.“ Stefnandi hafi haft venjulegar vinnutekjur við framreiðslustörf sín fyrir slysið svo að grein þessi eigi ekki við um tjón hennar. Skuli því ákvarða viðmiðunar- tekjur hennar eftir mati samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Allur vafi verði að þessu leyti skýrður stefnanda í hag þar sem 8. gr. skaðabótalaga verði að teljast undantekning frá meginreglu 5. gr. laganna, sbr. það sem segi hér að framan. 2) Verði niðurstaðan sú að 8. gr. skaðabótalaga eigi við um útreikning skaða- bóta til stefnanda er byggt á því að ákvæði þeirrar greinar um ákvörðun skaða- bóta til barna, námsmanna og annarra með takmarkaða tekjureynslu á næstliðnu ári fyrir slys, gangi gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár lýðveldis Íslands, sbr. stjórnskipunarlög nr. 33/1944. Því geti 8. gr. skaðabótalaga ekki talist lög- mætur grundvöllur útreiknings skaðabóta til Bjarneyjar. Dómkvaddir matsmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi hafi hlotið 20% varanlega örorku, sbr. 5. gr. skaðabótalaga, vegna líkamlegra afleið- inga umferðarslyss þann 30. janúar 1994. Það merki að matsmenn álíta að hún hafi beðið varanlega skerðingu á tekjuöflunarhæfi, sem beri að bæta samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga. Þetta merki einnig að matsmenn telji að framtíðartekjur 1669 hennar muni skerðast um sem nemi einum fimmta hluta vegna afleiðinga slyss- ins. Þá telji matsmenn varanlegan miska stefnanda vegna afleiðinga slyssins vera 12%. Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. skaðabótalaga, eins og sú grein hafi hljóðað þegar hún lenti í slysi sínu, hafi börn og þeir sem höfðu takmarkaðar eða engar vinnutekjur fyrir tjónsatburð, aðeins átt að fá greiddar bætur vegna varanlegrar örorku ef varanlegur miski næði 15%. Nái varanlegur miski ekki 15% fá við- komandi tjónþolar ekki neinar bætur fyrir varanlega örorku sína, sama hversu há hún sé. Sé þar um skýra mismunun að ræða gagnvart öllum þeim sem ekki nýttu að fullu vinnugetu sína fyrir slys sökum ungs aldurs, náms, veikinda eða annarra atvika. Hæstiréttur hafi staðfest að slík mismunun, t.d. vegna aldurs eða kyns, verði ekki réttlætt á nokkurn hátt með skírskotun til meðaltalsútreikninga. Komi mismunun þessi skýrlega í ljós þegar um sé að ræða tjónþola, sem séu í sömu aðstöðu og stefnandi, þ.e. miski þeirra sé metinn lægri en 15%. Miski stefnanda hafi verið metinn 12%. Samkvæmt ofannefndri reglu 2. mgr. 8. gr. skaðabótalaga skuli einungis greiða stefnanda bætur fyrir varanlegan miska. Varanleg örorka hennar sé þá óbætt. Þar sem ákvæði 8. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, í tilviki stefnanda, kveði á um að hún verði að þola óbætta skerðingu á vinnugetu sinni um 1/5, hafi löggjafinn gengið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar, enda svipti ákvæðið stefnanda, sem og annað ungt fólk og námsmenn, með því rétti sínum til bóta fyrir varanlega örorku. Sérstaklega skuli ítrekað að varanleg örorka Bjarneyjar sé mikil og öllum augljós, sem vilji sjá. Hafi örorkan verið metin af dómkvöddum matsmönnum í vel rökstuddri og ítarlegri matsgerð. 3) Stefnandi byggir einnig á því að ákvæði 8. gr. skaðabótalaga gangi gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrár lýðveldis Íslands, sbr. lög nr. 33/1944, og geti sú grein skaðabótalaga því ekki talist lögmætur grundvöllur útreiknings skaða- bóta til stefnanda. Þess í stað verði að reikna skaðabætur vegna slyssins eftir 6. gr. skaðabótalaga. Ákvæði um vernd eignarréttar hafi verið að finna í 67. gr. stjórnarskrárinnar, er Bjarney lenti í umferðarslysinu, en sé nú að finna í 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 10. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995. Eins og að framan greini gildi sú meginregla í skaðabótarétti að varanleg Örorka þess sem slasast skuli að fullu bætt af tjónvaldi. Sú regla hafi gilt jafnt fyrir og eftir setningu skaðabótalaga. Aflahæfi manna og bótaréttur njóti verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar og eru því friðheilög sem önnur eignarréttindi. Dómkvaddir matsmenn hafi metið varanlega örorku stefnanda og telji í ítar- legri og vel rökstuddri matsgerð sinni að hún hafi hlotið 20% varanlega örorku samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga. Þeir telja m.ö.o. að tekjuöflunarhæfi Bjarneyjar hafi skerst um 20% vegna slyssins. Vegna þessarar skerðingar eigi hún rétt á 1670 skaðabótum. Samkvæmt ákvæðum 8. gr. skaðabótalaga, eins og sú grein hljóð- aði þegar stefnandi lenti í slysinu, á hún hins vegar ekki rétt á skaðabótum vegna örorku, einvörðungu vegna þess að varanlegur miski hefur ekki verið metinn 15% eða hærri. Slík skerðing bótaréttar vegna varanlegrar örorku verði ekki rétt- lætt með vísan til miskastigs hins slasaða, enda sýni mat hinna dómkvöddu matsmanna, svo að ekki verður um villst, að stefnandi hafi hlotið verulega var- anlega örorku, þrátt fyrir að miskastig hennar nái ekki tilskildu 15% marki 8. gr. skaðabótalaga. Með því að aflahæfi stefnanda skerðist verulega, en hún er jafnframt svipt bótarétti vegna þeirrar skerðingar samkvæmt ákvæðum 8. gr. skaðabótalaga, hafi verið gengið gegn þeirri vernd eignarréttar sem 72. gr. stjórnarskrárinnar sé ætlað að veita. Verði 8. gr. skaðabótalaga því ekki lögð til grundvallar útreikn- ingi skaðabóta til stefnanda vegna slyssins. Sé í þessu sambandi sérstaklega vakin athygli á því hversu nálægt tilskildum mörkum miski Bjarneyjar hafi verið metinn, eða 12%. Bótafjárhæð. Við ákvörðun bótafjárhæðar er byggt á ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993 með hliðsjón af niðurstöðum hinna dómkvöddu matsmanna, sbr. matsgerð dags. 26. janúar 1998. Sundurliðast bótakrafa stefnanda þannig: Aðalkrafa 1. Þjáningabætur, skv. 3. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna 240 daga veikinda 177.600 krónur 2. Bætur vegna tímabundins tekjutaps 600.000 krónur 3. Varanleg örorka 20%, skv. 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 2.865.126 krónur 4. Bætur fyrir 12% varanlegan miska, skv. 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 505.860 krónur Samtals 4.148.586 krónur Um |. tölulið. Samkvæmt ákvæðum 3. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 1. mgr. 15. gr. s.l., hafi þjáningabætur, vegna hvers dags sem tjónþoli var veikur án þess að vera rúmliggjandi, numið 740 krónum á dag miðað við lánskjaravísitölu í mars 1996. Hér sé byggt á niðurstöðu dómkvaddra matsmanna um að stefnandi hafi verið veik í 8 mánuði (240 daga) án þess að vera rúmliggjandi (240 x 740 kr. = 177.600 krónur). Um 2. tölulið. Við útreikning hins tímabundna tekjutaps sé byggt á niðurstöðu hinna dóm- 1671 kvöddu matsmanna. Þeir telji stefnanda algjörlega óvinnufæra í 8 mánuði eftir slys sitt. Stefnandi hafi unnið á námssamningi sem þjónn meðfram skóla er slysið varð. Bætur vegna tímabundins tekjutaps miðist við 75.000 krónur á mán- uði í laun. Sé það sú fjárhæð sem hún hefði haft í tekjur ef hún hefði ekki slas- ast. Þessari kröfu sé mjög í hóf stillt, því í reynd hafi hún, allt frá slysinu, verið ófær um að vinna þau störf er hún áður sinnti (8 x 75.000 kr. = 600.000 krónur). Um 3. tölulið. Byggt sé á niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna. Við slysið hafi stefn- andi hlotið 20% varanlega örorku. Hún hafi verið á námssamningi sem þjónn meðfram skóla er slysið varð og hafi stefnt að því að leggja þjónsstarfið fyrir sig. Ekki skuli því nota árslaun Bjarneyjar á næstliðnu ári fyrir slys sem við- miðunartekjur, sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, heldur sé miðað við þær tekjur er hún hefði haft að námi loknu. Hér sé verið að áætla framtíðartekjutap Bjarn- eyjar af völdum slyssins, alla starfsævi hennar. Samkvæmt upplýsingum frá MATVÍS, Matvæla- og veitingasambandi Íslands, hafi fyrst verið samið um kauptaxta fyrir þjóna árið 1997 en bæði fyrir og eftir þann tíma hafi kauptaxtar þjóna tekið mið af taxta matreiðslumanna. Sé því miðað við kauptaxta mat- reiðslumanna eins og hann hafi verið er stefnandi lenti í slysi sínu. Þannig séu fundnar út viðmiðunartekjur samkvæmt 6. gr. skaðabótalaga. Stefnandi hafi þegar stundað þjónsnám sitt í nokkurn tíma er hún lenti í slysinu. Miðað er við kauptaxta kaupskrár Félags matreiðslumanna í júní 1994 fyrir vaktstjóra m.v. 5 ára starfstíma, þ.e. 72.564 krónur í mánaðartekjur. Rétt sé að nota það sem við- miðun, enda hafi stefnandi ætlað að gera þjónsstarfið að framtíðarstarfi, eins og áður sé getið. Eins og fram komi í ódagsettu bréfi Þorsteins Gunnarssonar hjá Matvæla- og veitingasambandi Íslands, hafi tíðkast að greiða tvöfalt hærri laun en lægstu taxtar segi til um. Sé því miðað við 145.128 krónur í mánaðartekjur eða 1.741.536 krónur í árslaun. Við þá upphæð bætast 6% vegna lífeyris- greiðslna vinnuveitanda og hækkun samkvæmt lánskjaravísitölu frá tjónsdegi til mars 1996 samkvæmt ákvæðum 2. málsl. 2. mgr. 15. gr. skaðabótalaga. Viðmið- unarárslaun séu því samtals 1.910.084 krónur (1.910.084 kr. x 20% x 7,S = 2.865.126). Um 4. tölulið. Hér sé vísað til niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna um mat á varan- legum miska stefnanda. Fjárhæðin sé reiknuð skv. 4. gr., sbr. 1. mgr. 15. gr. skaðabótalaga (12% x 4.215.500 kr. = 505.860 kr.), m.v. lánskjaravísitölu í mars 1996. 1672 Varakrafa. Um varakröfu stefnanda er vísað til þess sem að ofan segir um bótaskyldu. Sé varakrafa við það miðuð að dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að ákvarða stefnanda eingöngu bætur vegna varanlegs miska, sbr. 8. gr. skaða- bótalaga. Vísar stefnandi til dóms Hæstaréttar Íslands 8. janúar 1999 í málinu nr. 333/1997. Er byggt á því að stefnandi hafi í ofangreindu umferðarslysi hlotið 12% varanlegan miska og 20% varanlega örorku. Með hliðsjón af 2. mgr. 8. gr. skaðabótalaga eins og hún sé nú miðist krafa stefnanda vegna varanlegrar örorku hennar við 125% af skaðabótum vegna varanlegs miska, þ.e. 125% x 12% x 4.215.500 krónur = 632.325 krónur. Að öðru leyti sé varakrafan óbreytt frá aðalkröfu. Varakrafa sundurliðist þannig: Tímabundið tekjutap 600.000 krónur Þjáningabætur 177.600 krónur Varanleg örorka 632.325 krónur Varanlegur miski 505.860 krónur Samtals 1.915.785 krónur Um hækkun bóta í samræmi við breytingar á lánskjaravísitölu er vísað til 15. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Vaxtakrafa stefnanda er byggð á 16. gr. skaða- bótalaga og Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989. Dráttarvaxta er krafist frá 5. mars 1996, þ.e. frá því að mánuður var liðinn frá því að lög- maður stefnanda sendi stefnda, Vátryggingafélagi Íslands hf., kröfu um greiðslu bóta, dags. 5. febrúar 1996. Málskostnaðarkrafa stefnanda styðst við 1. mgr. 129. gr. laga og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafan um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er reist á lögum nr. 50/1988. Stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattsskyldur og sé því nauðsyn- legt að taka tillit til virðisaukaskattsins við ákvörðun málskostnaðar. Með leyfi dómsmálaráðherra dags. 24. október 1997 hafi stefnanda verið veitt gjafsókn í máli þessu. Þess er krafist að málskostnaður verði tildæmdur henni eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Málsástæður stefndu og lagarök. Kröfur sínar í málinu byggja stefndu á því að um bótarétt stefnanda fari skv. 8. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Frekari greiðslur en þegar hafi verið boðnar komi ekki til greina. Stefndi sundurliðar dómkröfu sína með eftirfarandi hætti: Þjáningabætur (90 dagar x 750) 67.500 krónur Varanlegur miski 214.200 krónur 1673 Varanleg örorka 214.200 krónur Áður greitt af VÍS 495.900 krónur Þjáningabætur 65.700 krónur Innágreiðsla 50.000 krónur Til greiðslu 380.200 krónur Grundvöllur bóta. 8. gr. skaðabótalaga ákvarði þeim einstaklingum bætur sem að verulegu leyti nýti starfsgetu sína þannig að þeir hafi engar eða takmarkaðar vinnutekjur. Bætur til þessara einstaklinga skuli ákvarða á grundvelli miskastigs skv. 4. gr. laganna. Í greinargerð með lögunum segi í umsögn um 8. gr. að reglunni í 8. gr. skuli beita um ungt námsfólk þótt það afli tekna í vinnu með námi og án tillits til tekna af þess konar vinnu, svo framarlega sem nemandinn stundi í reynd nám sitt með eðlilegum hætti. Á dskj. nr. 3 sé að finna upplýsingar um tekjur stefn- anda frá árinu 1992 til 1996. Þar komi fram að árið 1992 hafi stefnandi haft 149.728 krónur í tekjur. Árið 1993 263.984 krónur og árið 1994 281.875 krónur. Af þessu megi ljóst vera að tekjur stefnanda séu hvorki meiri né minni en ætla má þegar námsfólk eigi í hlut. Á slysdegi hafi stefnandi verið 17 ára gömul og hafi stundað nám við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Ekkert liggi fyrir í málinu því til staðfestingar að aðal- starf stefnanda hafi í raun verið þjónsstarf á veitingahúsi í Keflavík. Skattfram- tal stefnanda fyrir árið 1993 og 1994 gefi ekki tilefni til að ætla að svo hafi verið og ekki heldur matsbeiðnin á dskj. 23. Sé því mótmælt sem ósönnuðu að aðstæður stefnanda hafi verið þær sem greinir í 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Þrátt fyrir 5. gr. skaðabótalaga sé meginregla og túlka beri regluna í 8. gr. þröngt, breyti það engu um réttindi stefnanda, þar sem aðstæður hennar séu þær sem Í. mgr. 8. gr. taki til. Í dómi Hæstaréttar þann 4. júní 1997, í málinu nr. 317/1997, hafi því verið slegið föstu að 1. mgr. 8. gr. skaðabótalaga væri reist á skýrum málefnalegum forsendum og yrði ekki talin andstæð þeim megintilgangi laganna að tjónþoli fái almennt, auk hæfilegra miskabóta, fullar bætur fyrir raunverulegt fjártjón sitt. Þannig gangi hún ekki gegn stjórnarskrárvörðum rétti stefnanda. Útreikningur bótakröfu. Í 2.- 4. mgr. 8. gr. sé að finna tæmandi reglur um fjárhæð bóta fyrir varan- lega örorku þeirra tjónþola sem 8. gr. taki til. Fjárhæð bótanna fari eftir miska- stiginu og reiknist eftir tilteknum hlutfallstölum. Tilboð stefnda, Vátryggingafé- lags Íslands hf., til stefnanda hafi farið fram samkvæmt þessum tilteknu reglum. Stefndu byggja á því að gera eigi upp tjón stefnanda á grundvelli niðurstöðu örorkunefndar, enda hafi aðilar sameiginlega staðið að beiðni til nefndarinnar 1674 um matið. Það hafi einungis farið fram á að örorkunefnd mæti varanlegan miska stefnanda og hafi nefndin því ekki tekið afstöðu til þess hvort um varanlegt fjár- tjón umfram miskann sé að ræða. Stefndu byggja á því að niðurstaða örorku- nefndar hafi hnekkt mati Jónasar Hallgrímssonar, bæði vegna þess að mat Jónasar hafi verið einhliða mat eins læknis og vegna þess að stefnandi og stefndu stóðu sameiginlega að því að biðja örorkunefnd um matið. Stefndu telji sig óbundna af niðurstöðu dómkvöddu matsmannanna, enda hafi stefnandi staðið ein að dómkvaðningu. Varanlegur miski: Tilboð stefndu til stefnanda um greiðslu fyrir varanlegan miska sé fundið þannig út að lagt sé til grundvallar mat örorkunefndar á varanlegum miska stefn- anda 5% og bætur reiknaðar sem hlutfall af algerum miska samkvæmt 1. mgr. 4. gr. skaðabótalaga sem þann 26. september 1996 hafi numið 214.200 krónum eftir að upphæðin hafi verið uppfærð miðað við vísitölu í samræmi við 1. mgr. 15. gr. laganna. Bætur fyrir 5% miska geta því ekki numið hærri fjárhæð en 214.200 krónum (4.284.000 x 5%). Tímabundin örorka: Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn því til sönnunar að tímabundið tekju- tap hennar hafi í raun numið 600.000 krónum eins og krafist sé. Hafni stefndu skyldu sinni til að greiða fyrir tímabundið tekjutap og mótmæli kröfunni sem ósannaðri. Varanleg örorka: Kröfulið stefnanda í aðalkröfu um 4.148.586 krónur vegna varanlegrar örorku er mótmælt harðlega sem röngum og ólögmætum. Samkvæmt skýru orðalagi 2. mgr. 8. gr., eins og hún hljóðaði á tjónsdegi, greiðist engar örorku- bætur ef miskastig er lægra en 15%. Krafa stefnanda um örorkubætur vegna var- anlegrar örorku miðist við 20% læknisfræðilega örorku sem eigi sér ekki stoð í skaðabótalögunum. Verði bótakrafan ekki byggð á læknisfræðilegri örorku þar sem skaðabótalögin byggi á þeirri forsendu að einungis skuli bæta tjónþolum fjártjón sem byggist á mati á fjárhagslegri örorku þeirra. Læknisfræðileg örorka tjónþola sé engin sönnun þess hvert raunverulegt framtíðarfjártjón hans sé. Verði Þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefndu vegna þess að kröfugerðina skorti viðhlítandi lagastoð. Því er mótmælt harðlega að í lagagreininni felist brot á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár gagnvart stefnanda. Þar sem stefnandi hafi ekki nýtt vinnugetu sína til að afla sér vinnutekna nema að takmörkuðu leyti fyrir slysið sé mat hinna dómkvöddu matsmanna á varanlegri örorku hennar læknisfræðilegt mat en ekki fjárhagslegt mat, eins og 5. gr. skaðabótalaga gerir ráð fyrir. Geti því ekki verið um ólögmæta mismunun að ræða skv. 65. gr. stjskr. vegna þess að við mat á því 1675 verði að vera um tvö sambærileg tilvik að tefla. Reglur skaðabótalaga geri ráð fyrir bótum fyrir varanlega örorku ef um fjárhagslegt tap sé að ræða. Það sé þá metið samkvæmt 5. — 7. gr. laganna þegar tjónþoli hafi haft vinnutekjur. Þegar vinnutekjum sé ekki til að dreifa verði að meta bæturnar á grundvelli 8. gr. sem segi til um bætur byggðar á læknisfræðilegu mati. Rétt sé að geta þess að með setningu skaðabótalaganna hafi verið stefnt að því að miða við fjárhagslega örorku tjónþola og staðla bætur til þeirra. Sam- kvæmt því eigi tjónþoli sem hlotið hafi varanleg líkamsspjöll ekki rétt á neinum örorkubótum ef sýnt þyki að þau dragi ekki úr getu hans til að afla sér tekna með vinnu. Af þessu megi ráða að markmið skaðabótalaganna hafi m.a. verið að leiðrétta reglur um ákvörðun bóta vegna tjóns á mönnum þannig að ekki væru greiddar bætur nema sannað væri fjárhagslegt tjón tjónþola. Af þeirri ástæðu hafi sérregla 8. gr. verið látin halda sér þar sem allar líkur séu fyrir því að þeir aðilar sem hún taki til verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni ef miskastig þeirra sé undir 15%. Sé þessi regla því í fullkomnu samræmi við meginmarkmið laganna. Sé matsgerð dómkvaddra matsmanna því ekki lögmæt sönnun um fjártjón stefn- anda. Viðmiðunarmarkmið 15% í 2. mgr. 8. gr. sé í samræmi við 8. gr. dönsku skaðabótalaganna, en í dönskum rétti sé varanleg örorka ekki bætt ef hún er undir 15%. Grundvallist það á því að áralangar rannsóknir á Norðurlöndum munu hafa leitt í ljós að varanleg örorka undir 15% leiði í fæstum tilvikum til nokkurs fjártjóns til frambúðar fyrir tjónþolann. Sé viðmiðun 8. gr. byggð á þessum reynslulögmálum. Í stefnu haldi stefnandi því fram að með setningu skaðabótalaga hafi löggjaf- inn svipt stefnanda eignarrétti með því að fella niður bótarétt hennar. Þetta fái ekki staðist gagnvart ákvæðum stjórnarskrár um eignarréttarvernd þar sem slíkur réttur verði ekki felldur niður án bóta. Réttur til skaðabóta sé skilyrtur réttur þar sem alls óvíst sé um það hvort skil- yrði hans komi nokkurn tímann fram. Ef tjónþoli hafi þegar orðið fyrir slysi þegar réttarstaða hans breytist, megi ganga út frá því að slík réttindi teljist eign í skilningi stjórnarskrárinnar, en þegar slys hafi ekki orðið sé ekkert annað um að ræða en óvissa ávinningsvon fyrir viðkomandi aðila sem sjaldnast sé svo ákveðin eða nátengd einum manni öðrum fremur að til greina komi að telja bóta- rétt hans njóta verndar sem um eign væri að ræða í skilningi eignarnámsákvæðis stjórnarskrárinnar. Þegar stefnandi varð fyrir tjóni höfðu skaðabótalögin þegar tekið gildi og því sé ljóst að það skilyrði, að hún ætti rétt til skaðabóta vegna líkamstjóns, hafi ekki verið komið fram þegar gildistaka laganna varð. Réttur til skaðabóta vegna tjóns byggist annaðhvort á lagareglum eða á dóm- venju. Þegar réttarreglur breytist áður en tiltekinn einstaklingur verður fyrir 1676 slysi, sem stofni til réttar honum til handa til að heimta skaðabætur, hljóti sá réttur að fara að þeim skaðabótarétti sem í gildi sé þá er hinn bótaskyldi atburður á sér stað. Hafi reglunum þegar verið breytt er tjónsatburður verður hafi staða mannsins ekki breyst vegna þess að hann hafi ekki átt bótakröfu á nokkurn mann þegar breytingin átti sér stað og því hafi eignin ekki skerst. Einnig megi hafa í huga meginmarkmið skaðabóta að gera tjónþola jafnsettan og hann hefði ekki orðið fyrir tjóni. Stefnandi virðist ganga út frá því að greiðsla örorkubóta eigi alltaf að koma til óháð því hvort fjárhagslegt tjón hafi orðið eður ei. Eins og að ofan sé rakið þá hafi sérregla 2. mgr. 8. gr. verið sett í skaðabóta- lögin vegna þess að yfirgnæfandi líkur séu fyrir því að í þeim tilvikum sem þar greini verði tjónþoli í reynd ekki fyrir neinu fjárhagslegu tjóni. Umræddir tjón- þolar eigi því í raun engan rétt til bóta í slíkum tilvikum og af þeirri ástæðu sé ekki unnt að fallast á að verið sé að svipta þá eignarrétti. Þótt nýjar reglur breyti eldra réttarástandi og þar með reglum um ákvörðun bóta þá sé ekki um að ræða mismunun á milli bótaþega vegna þess að lagaskila- reglur skaðabótalaganna tryggi að allir þeir sem slasast eftir gildistöku laganna taki bætur eftir lögum, en þeir sem slasast fyrir gildistöku taki bætur eftir eldri reglum sem byggðust á dómvenju. Í þessu felist ekki sú mismunun sem stefn- andi vilji vera láta. Þjáningabætur: Stefnandi hafnar kröfum stefnanda um þjáningabætur, en er reiðubúinn til að greiða stefnanda fyrir þá 90 daga sem hún taldist veik án þess að vera rúmliggj- andi að mati Jónasar Hallgrímssonar, en örorkunefnd hafi ekki metið þetta tíma- bil. Nemi þessi fjárhæð 67.500 krónum, sbr. dskj. nr. 15. Vextir: Kröfu stefnanda um dráttarvexti frá slysdegi er mótmælt harðlega sem ólög- mætri. Samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga beri bætur 2% ársvexti frá slysdegi til greiðsludags. Dráttarvextir komi því ekki til álita fyrr en í síðasta lagi frá og með dómsuppsögudegi. Málskostnaður: Krafa stefnanda um málskostnað að teknu tilliti til virðisaukaskatts er reist á 1. og 3. mgr. 129. gr. laga nr. 91/1991, en krafan um tillit til virðisaukaskatts á lögum nr. 50/1988. Niðurstaða. Ekki er í máli þessu deilt um bótaskyldu, en bifreiðin MS-401 var tryggð lög- boðinni ábyrgðartryggingu skv. 1. mgr. 91. gr. umferðarlaga hjá stefnda þegar slysið átti sér stað 30. janúar 1994. Deilt er hins vegar um það hvaða reglur skaða- bótalaga nr. 50/1993 skuli gilda um útreikning skaðabóta til stefnanda. 1677 Eins og fram er komið telur stefnandi að við ákvörðun skaðabóta vegna var- anlegrar örorku eigi að beita ákvæðum 5. og 6. gr. skaðabótalaganna en stefndu telja hins vegar að beita eigi 8. gr. laganna. Fyrir liggur að þegar slysið varð stundaði stefnandi nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hugur hennar stóð jafnframt til þess að verða þjónn og síðustu mán- uðina fyrir slys vann stefnandi á veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík, u.þ.b. þrjú til fimm kvöld í viku og aðra hvora helgi. Bar stefnandi fyrir dómi að hún hefði verið þar á reynslutíma sem þjónn en hafi ekki verið á námssamningi. Sam- kvæmt framlögðu vottorðið Arnars Garðarssonar, er sá um rekstur staðarins á þeim tíma, vann stefnandi við afgreiðslustörf. Í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 50/1993 segir að bætur til barna og tjónþola sem að verulegu leyti nýta vinnugeta sína þannig að þeir hafa engar eða takmarkaðar vinnutekjur skuli ákvarða á grundvelli miskastigs samkvæmt 4. gr. laganna. Í greinargerð með frumvarpi til skaðabótalaga segir m.a. um 8. gr. laganna að reglum greinarinnar skuli beitt um ungt námsfólk þótt það afli tekna í vinnu með námi og án tillits til tekna af þess konar vinnu, svo framarlega sem nemandinn stundi í reynd nám með eðlilegum hætti. Stefnandi var ung, eða 17 ára gömul er slysið varð. Hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eins og áður er fram komið. Í álitsgerð örorku- nefndar kemur fram að hún hafi verið langt komin með þriðju önnina er slysið varð og liggur ekki annað fyrir en hún hafi stundað nám sitt með eðlilegum hætti. Samkvæmt framansögðu verður ekki litið svo á að stefnandi hafi verið Í starfi sem þjónn síðustu mánuðina fyrir slysið, en hún var ekki komin á náms- samning, eins og áður greinir. Tekjur hennar fyrir slysið voru hvorki meiri né minni en ætla má að námsfólk geti unnið sér inn með námi sínu. Þegar framan- ritað er virt þykja aðstæður stefnanda vera með þeim hætti að beita beri 1. mgr. 8. gr. skaðabótalaga við ákvörðun bóta til stefnanda vegna varanlegrar örorku. Með vísan til dóms Hæstaréttar Íslands 4. júní 1998 í málinu nr. 317/1997 er ekki fallist á að 1. mgr. 8. gr. skaðabótalaga gangi í berhögg við stjórnarskrár- varin réttindi stefnanda varðandi vernd eignarréttinda og jafnræði. Í sama máli taldi Hæstiréttur hins vegar að 1. málsliður 2. mgr. 8. gr. skaðabótalaga fæli í sér mismunun er brjóti í bága við 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 72. gr. Er á því byggt í niðurstöðu máls þessa. Í málinu liggja frammi tvær matsgerðir og álitsgerð örorkunefndar þar sem metið er miskastig stefnanda. Í matsgerð sinni dags. 4. janúar 1996 metur Jónas Hallgrímsson læknir miskastig stefnanda 10%. Vísar hann til þess að í töflum örorkunefndar um miskastig sé varanlegur miski talinn vera 10% á grundvelli vægrar tognunar Í hálsi, herðum, brjóstbaki og mjóbaki. Að beiðni stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., mat örorkunefnd varan- 1678 legan miska stefnanda. Samkvæmt álitsgerð nefndarinnar er varanlegur miski stefnanda metinn 5%. Í niðurstöðukafla álitsgerðarinnar segir eftirfarandi: „Í umferðarslysi því er hér um ræðir hlaut Bjarney tognun á hálsi og baki. Upp- haflega var hún einnig með einhver óþægindi frá hægri öxl. Þau óþægindi eru gengin yfir og er ekki alveg ljóst um hvað var að ræða þar. Eftir slysið heltist Bjarney úr námi og hefur átt erfitt með að vinna vegna verkja sem hún segist stöðugt hafa frá hálsi, herðum og baki. Hefur ítrekað verið í sjúkraþjálfun og er nú í sjúkranuddi. Er hún með talsverð óþægindi frá ofannefndum svæðum og er þar þreifiaum yfir vöðvum og vöðvafestum en er með eðlilega hreyfigetu í hálsi og baki. Það er ekkert að finna athugavert við taugaskoðun. Örorkunefnd telur að eftir 1. janúar 1995 hafi þess ekki verið að vænta að Bjarney fengi frekari bata af afleiðingum umferðarslyssins 30. janúar 1994 en þá var orðinn. Að öllum gögnum virtum þykir varanlegur miski hennar vegna slyssins hæfilega metinn 5% — fimm af hundraði.“ Að beiðni stefnanda voru dómkvaddir matsmenn, læknarnir Leifur Dungal og Atli Þór Ólason, til þess að meta miskastig stefnanda og varanlega örorku. Er matsgerð þeirra dagsett 26. janúar 1998. Í matsgerð þeirra segir m.a. að í umferðarslysinu hafi stefnandi hlotið meðalslæma tognun, annars vegar á háls- og axlarsvæði og hins vegar á mjóbak. Bifreiðin sem hún var í hafi endastung- ist og hafi endað á hjólunum og megi því ætla að um flókna röð áverka hafi verið að ræða. Ljóst virðist þó að hún hafi fengið svipuólaráverka á háls en meira um eðli áverkans sé ekki hægt að dæma út frá fyrirliggjandi gögnum. Einkenni hafi orðið mjög þrálát þrátt fyrir að ýmis meðferð hafi verið reynd og sitji hún uppi með verki í höfði, hálsi, brjósthrygg og mjóbaki. Að auki sé hún með álagsbundin óþægindi í öxlum og handleggjum. Þá hafi borið á svefn- truflunum, minnistapi og einbeitingarskorti. Loks ýmis geðræn vandamál, að verulegu leyti tengd langvarandi þjáningum og veikindum. Þar sem Bjarney hafi verið hraust fyrir þetta slys verði að álíta að það sé að öllu leyti orsök þeirrar vanheilsu sem Bjarney býr við í dag. Auk fyrrgreindra einkenna hafi Bjarney kvartað undan sjóntruflunum en augnlæknir hafi ekki getað fundið neitt athuga- vert við sjón. Telja verði líklegt að tognunarástand í hálsi og hnakka og þar af leiddir verkir séu orsök þessara sjóntruflana og jafnframt orsök einbeitingar- skerðingar og minnistaps. Er mat fór fram voru fjögur ár liðin frá slysinu og segja matsmenn að annað verði ekki séð en mestur hluti einkenna stefnanda verði varanlegur. Við mat á varanlegum miska horfa matsmenn til þess að hún hefur haft óþægindi vegna sinna einkenna og beri sögu hennar og einkennalýsingu saman við lýsingu á atburðum og sjúkrasögu. Hins vegar sé ekki að finna mikla hreyfiskerðingu við skoðun, hvorki í hálsi né í mjóbaki. Í miskatöflum örorkunefndar séu „eymsli og óveruleg hreyfiskerðing“ í hálshrygg og öðrum hluta baks hvort um sig metið 1679 til 5% varanlegs miska. Í dönskum miskatöflum séu verkir og hreyfiskerðing í hálsi og mjóbaki metið á 8 — 12% en til hækkunar því séu svefntruflanir, ein- kenni beggja megin og verulegur missir starfsgetu. Telja verði að þessi einkenni eigi að talsverðu leyti við um stefnanda. Að teknu tilliti til allra ofangreindra þátta telja matsmenn hæfilegt að meta varanlegan miska stefnanda 12%. Fyrir liggur að stefnandi var farþegi í bifreið sem valt. Í matsgerð dóm- kvaddra matsmanna svo og við yfirheyrslur yfir þeim fyrir dómi kemur fram að við slíka bílveltu megi ætla að um flóknari röð áverka geti verið að ræða en við venjulegan hálshnykk við aftanákeyrslu og taka þeir tillit til þess í mati sínu. Þeir taka einnig tillit til einkenna stefnanda í hægri öxl sem þeir segja að hafi ekki verið gengin yfir er matið fór fram. Örorkunefnd tók hins vegar ekki tillit til þessara einkenna. Magnús Páll Albertsson læknir bar fyrir dómi að sam- kvæmt frásögn stefnanda sjálfrar hafi þessi einkenni verið gengin yfir. Með hlið- sjón af þessu, svo og því að telja verður að betri rökstuðning fyrir niðurstöðu sé að finna í matsgerð dómkvaddra matsmanna en í álitsgerð örorkunefndar varðandi mat á varanlegum miska, þykir verða að leggja til grundvallar mats- gerð dómkvaddra matsmanna varðandi varanlegan miska. Þykir matsgerð Jónasar Hallgrímssonar læknis og styðja þá niðurstöðu. Stefnandi var ekki rúmliggjandi eftir slysið. Samkvæmt matsgerð Jónasar Hallgrímssonar læknis telst stefnandi hafa verið veik vegna verkja í samtals 90 daga enda hafi nám hennar ekki gengið fyrstu þrjá mánuðina eftir slysið. Dóm- kvaddir matsmenn segja varðandi þetta í matsgerð sinni að við mat á þjáningum sé horft til þess að stefnandi hafi ekki verið rúmföst eftir slysið. Hins vegar hafi hún verið lengi illa haldin af verkjum eftir slysið og sjáist ekki efni til þess að meta henni þjáningabætur öðru vísi en vegna tímabundins atvinnutjóns og telj- ist hún því hafa verið „veik án þess að vera rúmliggjandi“ í átta mánuði. Eins og segir í matsgerð dómkvaddra matsmanna hafa einkenni stefnanda verið þrá- lát þrátt fyrir að ýmis meðferð hafi verið reynd. Þykir mati þeirra, varðandi þetta atriði, ekki hafa verið hnekkt og verður á því byggt við ákvörðun þjáningabóta. Krafa stefnanda um bætur vegna tímabundins tekjutaps er byggð á matsgerð dómkvaddra matsmanna en þeir telja stefnanda hafa verið óvinnufæra í 8 mán- uði eftir slysið. Stefnandi hefur hins vegar ekki lagt fram nein gögn til sönnunar tímabundnu tjóni sínu. Gegn mótmælum stefndu telst tímabundið atvinnutjón stefnanda því ósannað og ber að hafna kröfu um bætur vegna þess. Bætur til stefnanda vegna varanlegrar örorku reiknast, eins og áður greinir, samkvæmt 8. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þegar lágmark miskastigs í 1. málslið 2. mgr. 8. gr. var fært úr 15% niður í 10% með lögum nr. 42/1996 var jafnframt ákveðið að örorkubætur vegna 12% miska skyldu vera 125% af bótum fyrir varanlegan miska. Þótt hinu yngra ákvæði verði ekki beitt um tjón stefnanda þykir mega nota þessa viðmiðun, enda hafa stefndu ekki sér- 1680 staklega mótmælt framsetningu þessa liðar í varakröfu stefnanda. Er krafa stefnanda um bætur að fjárhæð 632.325 krónur vegna varanlegrar örorku því tekin til greina. Svo sem að framan er getið, er fallist á að við mat á varanlegum miska beri að leggja til grundvallar mat dómkvaddra matsmanna um að varanlegan miska stefnanda beri að telja 12%. Er við það miðað í þessum kröfulið í aðal- og vara- kröfu stefnanda þar sem krafist er 505.860 króna og ber að taka þessa kröfu til greina. Krafa um þjáningabætur er tekin til greina eins og hún er fram sett, þ.e. 177.600 krónur, með vísan til þess sem áður er rakið. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber stefndu að greiða stefnanda 1.315.785 krónur. Eins og atvikum og gagnaöflun háttar í málinu þykir rétt að dæma dráttar- vexti samkvæmt ll. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af tildæmdri fjárhæð frá dóms- uppsögudegi til greiðsludags. Fram að þeim tíma dæmast 2% ársvextir. Óumdeilt er að stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., hefur þegar greitt stefn- anda 115.700 krónur, þar af 65.700 í þjáningabætur. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber stefndu að greiða stefnanda málskostnað sem ákveðst 469.190 krónur og greiðist í ríkissjóð. Er þar með talinn matskostn- aður. Ekki er tekið tillit til virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, 469.190 krónur, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns stefnanda, Viðars Lúðvíkssonar hdl., 250.000 krónur. Þegar hefur ríkissjóður greitt 207.000 krónur vegna matskostnaðar. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Ragnar Helgi Halldórsson og Vátryggingafélag Íslands hf., greiði stefnanda, Bjarney Rut Jensdóttur, 1.315.785 krónur með 2% ársvöxtum frá 30. janúar 1994 til dómsuppsögudags en með dráttar- vöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags og 469.190 krónur í málskostnað sem greiðist í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, 469.190 krónur, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns stefnanda, Viðars Lúðvíkssonar hdl., 250.000 krónur, en ríkissjóður hefur þegar greitt 207.000 krónur vegna matskostnaðar. 1681 Fimmtudaginn 13. apríl 2000. Nr. 478/1999. Nasco ehf. (Þórður S. Gunnarsson hrl.) gegn Moray Seafoods Ltd. (Erlendur Gíslason hrl.) og gagnsök Lausafjárkaup. Galli. Kröfugerð. Vanreifun. Frávísun máls frá héraðs- dómi. M keypti 320 tonn af frystri rækju í skel af N og skyldi rækjan flutt í frystigámum frá Kanada til Skotlands, þar sem M hugðist fullvinna hana og selja á neytendamarkað. M hélt því fram að rækjan hefði verið haldin verulegum göllum og verið óhæf til þeirrar sölu, sem fyrirhuguð var. Krafði hann N um skaðabætur vegna tjóns, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af þessum sökum, en við fjárhæð bótanna miðaði hann við söluverð ógallaðrar rækju eftir vinnslu. Talið var að N hefði ekki fært neitt fram í málinu, sem tryggt gæti honum sönnun fyrir því, að rækjan hefði verið í umsömdu ástandi þegar áhættan af því að hún yrði fyrir skemmdum fluttist yfir á M. Var fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að rækjan hefði verið gölluð og N væri skaðabótaskyldur af þeim sökum. Hins vegar þótti skorta á að í kröfugerð M væri tekið tillit til ýmissa atriða vegna kostnaðar við vinnslu rækjunnar. Lægi af þessum sökum ekki fyrir með viðhlítandi hætti hvers hagnaðar M hefði í raun mátt vænta af viðskiptum sínum við N. Þótti krafa hans um efndabætur svo vanreifuð að dómur yrði ekki lagður á hana við svo búið og var mál- inu í heild vísað frá héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. desember 1999 og krefst aðallega sýknu af kröfu gagnáfrýjanda, en til vara að hún verði lækkuð. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi 14. febrúar 2000. Hann krefst þess að staðfest verði sú niðurstaða dómsins að aðaláfrýjandi skuli 1682 greiða sér 293.958 sterlingspund með vöxtum eins og greinir í héraðs- dómi auk málskostnaðar, sem þar er ákveðinn. Hann krefst þess jafn- framt að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 35.145,25 sterl- ingspund og 9.813,82 kanadíska dollara, hvort tveggja með dráttar- vöxtum frá uppsögu dóms í Hæstarétti til greiðsludags eins og þeir eru ákveðnir af peningakröfum í þessum gjaldmiðlum. Hann krefst loks málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Ágreiningur málsaðila á rætur að rekja til viðskipta þeirra um rækju, sem gagnáfrýjandi pantaði hjá aðaláfrýjanda 6. nóvember 1998. Um var að ræða um 320 tonn af kaldsjávarrækju í skel, sem flutt skyldi í frystigámum frá Kanada til Skotlands. Í pöntun gagnáfrýjanda var getið um stærðarflokka rækjunnar og verð, en um ástand vörunnar var að öðru leyti vísað til skýrslna, sem kaupandinn hafði áður fengið í hendur og merktar voru skoðunarfélaginu Twilight Inspection á En- hancement Services. Fyrir liggur að þessar skýrslur voru þó ekki gerðar af því félagi, heldur framleiðanda vörunnar í Kanada, eins og kemur fram í héraðsdómi. Rækjuna hugðist gagnáfrýjandi fullvinna í verk- smiðju sinni í Skotlandi og selja hana á neytendamarkaði. Við móttöku rækjunnar um miðjan desember 1998 taldi gagnáfrýjandi ljóst að hún væri haldin verulegum göllum, sem nánar er lýst í héraðsdómi, og óhæf til þeirrar sölu, sem fyrirhuguð var. Krefur gagnáfrýjandi aðaláfrýjanda um skaðabætur vegna tjóns, sem hann kveðst hafa beðið af þessum sökum. Aðaláfrýjandi mótmælir því að hann sé skaðabótaskyldur gagn- vart gagnáfrýjanda vegna gallans. Telur aðaláfrýjandi ósannað að rækj- an hafi skemmst áður en hún var komin á skipsfjöl í Montreal í Kan- ada 21. nóvember 1998, en óumdeilt er að áhættan af tjóni á vörunni hafi þá flust yfir á gagnáfrýjanda. Telur aðaláfrýjandi að leggja verði til grundvallar að rækjan hafi skemmst eftir þann dag. Í héraðsdómi er getið um tvær skoðunarskýrslur, sem óháð félög gerðu að tilhlutan gagnáfrýjanda um ástand rækjunnar eftir að hann fékk hana afhenta, og um líklegar ástæður fyrir skemmdunum. Eru skýrslur þessar ítarlegar og gafst aðaláfrýjanda kostur á að koma sjón- armiðum sínum að við gerð hinnar síðari, en það gerði hann ekki. Kemur meðal annars fram í þeim að eftir löndun úr fiskiskipum hafi rækjan verið sett í saltpækil og síðan fryst í verksmiðjum í tveim smá- 1683 bæjum í Labrador í Kanada. Eftir það var hún flutt sjóleiðis í gámum til tveggja áfangastaða á leiðinni til Montreal. Er í báðum skýrslunum komist að þeirri niðurstöðu að líklegt sé að skemmdirnar hafi orðið á einhverju stigi við veiðar, vinnslu eða flutning áður en rækjunni var komið á skipsfjöl í Montreal. Aðaláfrýjandi ber sem seljandi sönnunarbyrði fyrir því að rækjan hafi verið í umsömdu ástandi þegar áhættan af því að hún yrði fyrir skemmdum fluttist yfir á kaupandann. Hefur hann ekki fært fram neitt í málinu, sem tryggt getur honum sönnun fyrir því að rækjan hafi þá verið í því ástandi, sem samningur aðilanna stóð til. Samkvæmt því verður fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að aðaláfrýjandi sé skaða- bótaskyldur vegna tjóns, sem gagnáfrýjandi hefur orðið fyrir vegna þessarar vanefndar hans. Il. Í kröfugerð gagnáfrýjanda felst að honum verði bættur hagnaður, sem hann varð af vegna þess að rækjusendingin frá aðaláfrýjanda hafi reynst Ósöluhæf. Telur gagnáfrýjandi að söluverð allrar rækjunnar ógallaðrar hefði eftir vinnslu numið $513.629 sterlingspundum, sem hann krefst að sér verði bætt. Við þá kröfugerð hefur hann gefið sér margvíslegar forsendur, þar á meðal að nýting hráefnisins hefði orðið 33,03% eftir vinnslu og rækjan fallið í fjóra misverðmæta stærðar- flokka í tilteknum hlutföllum. Þessa áætlun styður hann við fyrirliggj- andi gögn um reynslu sína af vinnslu rækju á árunum 1997 og 1998. Af hálfu aðaláfrýjanda er ekkert fram komið, sem hnekkir rökum gagnáfrýjanda í þessum efnum. Hinu sama gegnir um forsendur hins síðastnefnda um verð, sem fengist hefði fyrir rækjuna, en fram hafa verið lagðir nokkrir sölusamningar hans um rækju til nafngreinds kaup- anda, sem voru gerðir um líkt leyti og viðskipti málsaðila fóru fram. Samkvæmt því er unnt að leggja til grundvallar það söluverð, sem krafan er reist á. Frá kröfu sinni um skaðabætur, sem svari til söluverðs allrar rækjunnar, dregur gagnátrýjandi síðan tíunda hluta kaupverðs hennar, sem enn er ógreiddur, svo og það verð, sem fékkst fyrir rækj- una þegar honum tókst að selja hana öðrum framleiðanda í júlí 1999, að teknu tilliti til afsláttar, sem hann veitti í þeim viðskiptum. Krafa gagnáfrýjanda um skaðabætur var hvað varðar þessa liði tekin til greina með niðurstöðu héraðsdóms. Að auki krefst gagnáfrýjandi bóta vegna 1684 kostnaðar af geymslu rækjunnar í átta mánuði, stjórnun og þjónustu lögfræðinga í Skotlandi og Kanada. Í kröfugerð gagnáfrýjanda er ekkert tillit tekið til þess að hann hefði óhjákvæmilega haft kostnað af því að fullvinna vöruna til að koma henni í það ástand, sem söluverðið miðast við. Svo sem krafan er fram sett kemur í raun aðeins til frádráttar áætluðu söluverði nettó andvirði rækjunnar í júlí 1999 og ógreiddur hluti kaupverðs hennar. Skortir þannig meðal annars á að í kröfugerðinni sé tekið tillit til launa- greiðslna vegna vinnslu rækjunnar, kostnaðar við pökkun hennar og annars breytilegs kostnaðar, sem gagnáfrýjandi hefði óhjákvæmilega orðið að bera vegna vinnslunnar. Af þessum sökum liggur ekki fyrir með viðhlítandi hætti hvers hagnaðar gagnáfrýjandi hefði í raun mátt vænta af viðskiptum sínum við aðaláfrýjanda. Í málsvörn aðaláfrýjanda er einungis stuttlega vikið að þessu atriði almennum orðum, en ekki vísað til þess sérstaklega að á skorti að kostnaður sé tilgreindur og krafan lækkuð samkvæmt því. Um þetta segir í greinargerð hans í héraði að krafan styðjist ekki við „nægilegar lagalegar forsendur og gögn“ og einnig að því sé „vísað á bug að salan hefði skilað þeim tekjum sem stefnandi vill vera láta“. Ekki var vikið neitt frekar að þessu við flutning málsins fyrir Hæstarétti. Þótt umfjöllun aðaláfrýjanda um þetta sé ómarkviss og almenns eðlis verður að telja að með þessu sé því nægilega mótmælt að fjárhæð dómkröfu sagnáfrýjanda sé að þessu leyti tæk. Er því ekki unnt að taka kröfuna til greina eins og hún er fram sett á þeim grundvelli að mótmælum hafi ekki verið hreyft. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, á gagnáfrýjandi ótvírætt kröfu á því að aðaláfrýjandi endurgreiði kaupverð hinnar gölluðu rækju að frádregnu söluverði hennar í júlí 1999 og bæti honum tjón vegna hagnaðar, sem sannað megi telja að hann hafi farið á mis við. Krafa hans um efndabætur er hins vegar svo vanreifuð að dómur verður ekki lagður á hana við svo búið. Vegna þessa og þeirra tengsla, sem standa á milli þessa liðar og annarra í kröfum gagnáfrýjanda, verður ekki komist hjá að vísa málinu í heild sjálfkrafa frá héraðsdómi. Í ljósi þessarar niðurstöðu er rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. 1685 Dómsorð: Málinu er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. nóvember 1999. Mál þetta, sem dómtekið var 29. okt. sl., var höfðað með stefnu, áritaðri um birtingu 22. febrúar sl. Stefnandi er Moray Seafoods Ltd., 3-5 Low Street, Buckie, Skotlandi. Stefndi er Nasco ehf., kt. 561096-2799, Höfðabakka 9, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda: Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 353.503 bresk pund ásamt 9,4% dráttarvöxtum af 534.960 £ frá 15. febrúar 1999 til 1. mars 1999, 9,2% dráttarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til |. apríl s.á., 9,1% dráttarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. maí s.á., 9% dráttar- vöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. júní s.á., 8,5% dráttarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til |. júlí s.á., 8,3% dráttarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 23. júlí s.á., en með 8,3% dráttarvöxtum af 281.756 £ frá þeim degi til 1. ágúst s.á., 8,2% dráttarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. september s.á., 8,3% dráttarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. október s.á., en með 8,2% dráttarvöxtum af 353.503 £ frá þeim degi til |. nóvember s.á., en með dráttarvöxtum af peningakröfum í breskum pundum samkvæmt auglýs- ingum Seðlabanka Íslands frá þeim degi til greiðsludags. Þess er jafnframt kraf- ist að dráttarvextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 15. febrúar 2000 og svo árlega þann dag. Loks er þess krafist að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt mati dómsins í samræmi við hagsmuni málsins, vinnu málflytjanda og annan kostnað af málinu, sbr. framlagðan málskostnaðarreikn- ing. Endanlegar dómkröfur stefnda: Stefndi krefst sýknu af dómkröfum stefnanda og málskostnaðar að mati dómsins. Málavextir. Stefnandi keypti af stefnda samkvæmt pöntun nr. 2801, dags. 6. nóvember 1998, 16 gáma af frystri rækju. Að sögn stefnanda skyldi varan vera 1. flokks, þannig að ekki skyldi gæta gulnunar né svartra bletta í rækjunni. Varan var lestuð í skip 21. nóvember 1998 og send með skipi frá Montreal í Kanada. 1686 Reikningar voru útgefnir 25. nóvember 1998. Umsamið söluverð var USD 629.975. Söluskilmálar voru CF Aberdeen, Skotlandi. Varan var flutt með skipi frá Montreal í Kanada til Felixstowe á leið til Aber- deen. Vegna ágreinings aðila varð varan eftir í Felixstowe í Englandi. Þegar samkomulag hafði náðst og stefnandi greitt 90% kaupverðsins 8. des. 1998 flutti stefnandi vöruna sjálfur með flutningabílum frá Felixstowe. Með bréfi, dags. 7. desember 1998, lýsti stefnandi því yfir að hann myndi engar fjárkröfur gera á hendur stefnda vegna meintra tafa í flutningnum. Að sögn stefnanda leiddi skoðun á rækjunni við komuna til Felixstowe, upp úr miðjum desembermánuði 1998, í ljós að rækjan var gölluð og metin af skoð- unarmanni óhæf til neyslu. Með bréfi, dags. 22. des. 1998, tilkynnti stefnandi stefnda um margskonar galla á vörunni. Með símbréfi, dags. 14. janúar 1999, viðurkenndi stefndi mót- töku símbréfs stefnanda þar sem stefnandi neitaði viðtöku vörunnar. Í bréfi þessu kemur fram að stefndi taldi að a.m.k. hluti vörunnar væri viðunandi. Stefndi kvaðst mundu gera ráðstafanir til þess að selja vöruna til annars við- skiptavinar. Með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda, dags. 15. janúar 1999, var krafist skaðabóta að fjárhæð 576.332 £ úr hendi stefnda. Með bréfi lögmanns stefnda til lögmanns stefnanda, dags. 25. janúar 1999, var kröfu þessari hafnað og tekið fram að í ljós hafi komið að hluti vörusendingarinnar hafi ekki uppfyllt almennar kröfur hvað lit varðar, en hins vegar hafi hluti vörusendingarinnar verið í ágætu og umsömdu ásigkomulagi. Í skýrslu Liverpool ér Glasgow Salvage Association, dags. 9. febrúar 1999, sem mun hafa verið gerð fyrir tryggingafélag stefnanda, er lélegu ástandi rækj- unnar lýst og raktar ástæður sem skýrsluhöfundur telur að geti verið fyrir göll- unum. Í skýrslu KáS Associated, dags. 24. febrúar 1999, kemur fram að ekkert af vörusendingunum hafi verið hæft til framleiðslu á viðunandi og þaðan af síður hágæða soðinni og pillaðri vöru. Jafnframt eru þar raktar þær ástæður sem skýrsluhöfundar telja vera fyrir ástandi vörunnar. Sumarið 1999 seldi stefnandi hluta af vörunni til Wecotish a/s á 20 DKK kílóið. Vegna ástands vörunnar veitti stefnandi Wecofish a/s afslátt að fjárhæð 11.747 £ hinn 1. okt. 1999. Málsástæður og rökstuðningur stefnanda. Stefnandi segir skoðanir sérfræðinga á rækjunni staðfesta að orsök galla vör- unnar sé að rekja til þess að rækjan hafi ekki fengið nægilega frystingu fyrir lestun um borð í skip í Kanada. Rækjan hafi þar legið í óhæfilegan tíma í salt- pækli. 1687 Stefnandi telur ljóst að rækjan hafi verið afgreidd í skip í óhæfu ástandi þar sem fyrir liggur að sögn stefnanda að rækjan hafi hlotið eðlilega meðferð eftir að hún var lestuð um borð í Montreal. Að sögn stefnanda staðfestir hitastigssí- riti í gámunum, sem varan var flutt í, að rétt hitastig hafi verið á vörunni á meðan á flutningi hennar frá Kanada til Englands stóð. Stefnandi telur að lélegt ástand á rækjunni sé að rekja til meðferðar hennar fyrir lestun í skip, þ.e. að hún hafi þá ekki hlotið fullnægjandi frystingu og jafn- vel að um gamla endurfrysta vöru sé að ræða. Ekki sé til að dreifa gildu vott- orði um meðferð rækjunnar á þessum tíma. Stefnandi heldur því fram að vott- orð sem sögð eru útgefin af Twilight Inspection á Enhancement Services (T1ES) um vöruna fyrir flutning hafi í raun verið gefin út af framleiðanda vör- unnar, Labrador Fishermens' Union Shrimp Company Ltd. (LFUSC), án vitn- eskju og samþykkis TIES og hafi það því ekkert sönnunargildi um ástand vör- unnar fyrir flutning í skip. Stefndi beri áhættuna af þessum sönnunarskotrti. Kaupverð rækjunnar var USD 629.975. Af þeirri fjárhæð hefur stefnandi greitt USD 566.977,50. Stefnandi sundurliðar endanlega kröfu sína svo: 1. Tapaðar sölutekjur £ 513.629 2. Kostnaður vegna frystigeymslu £ 24.000 3. Vaxtakostnaður £ 4.494 4. Kostnaður Moray Seafoods vegna meðferðar á vörunni og stjórnunarkostnaður £ 5.370 5. Lögfræðikostnaður í Skotlandi £ 25.681 £ 573.174 6,10% kaupverðs ógreitt (USD 62.997,5 x 0,60659, gengi 08.12.1998) £ 38.214 1. Endursöluandvirði rækju m.v. 23.07.'99 £ 253.204 8. Afsl. til kaupanda, Wecofish a/s, 01.10.'99 £ 71.747 Samtals £ 353.503 Töluliður Í styðjist við sundurliðun stefnanda á áætluðu söluvirði rækjunnar. Kostnaður samkvæmt tl. 2 leiði af því að stefnandi sitji uppi með vöruna í stað þess að hún hefði farið beint út til viðskiptavina stefnanda í desember 1998. TI. 3-5 felist í auknum fjármagns- og stjórnunarkostnaði stefnanda, sem hafi leitt af vanefndum stefnda. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að varan hafi verið á áhættu stefnda Þar til hún var lestuð um borð í skip fyrir brottför frá Montreal í Kanada 21. nóvember 1998 þar sem varan var seld CæF Aberdeen. Stefndi hafi afhent í skip gallaða vöru og beri skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda vegna alls tjóns sem af gallanum hafi hlotist. Skýrslur staðfesti að varan hafi fengið ónóga frystingu fyrir flutning frá Kanada. 1688 Þar sem orsökina fyrir ófullnægjandi ástandi rækjunnar sé að finna meðan hún var í umráðum og á áhættu stefnda beri stefndi hlutlæga bótaábyrgð gagn- vart stefnanda á tjóni stefnanda sem hafi hlotist af því að rækjan hafi verið afhent í ósamningshæfu ástandi. Ekki sé til að dreifa öðrum orsökum á ástandi rækjunnar við komu til Eng- lands en þeim sem stefndi beri áhættuna af. Varan hafi hlotið tilskilda frystingu í flutningsgámum í flutningum frá Kanada til Englands. Beri stefndi því einn alla bótaábyrgð á tjóni stefnanda. Um bótaábyrgð stefnda er vísað til ákvæða 43. gr. laga nr. 39/1922 um lausa- fjárkaup. Kröfur um dráttarvexti byggist á III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989 um breytingu á þeim lögum. Málskostnaðarkrafan er reist á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og rökstuðningur stefnda. Af hálfu stefnda er því haldið fram að hin selda vara muni hafa farið um borð í skip í Montreal í Kanada 21. nóv. 1998. Af ástæðum sem stefnda séu óvið- komandi hafi varan verið flutt af flutningsaðila (Mærsk Line) til Felixstowe á leið til Aberdeen. Vegna ágreinings milli stefnanda og stefnda um greiðsluskil- mála hafi varan orðið eftir í Felixstowe í stað þess að fara með flutningsfarinu áfram til Aberdeen. Þegar samkomulag hafi náðst um greiðsluna og stefnandi greitt umsaminn hluta kaupverðsins (90%) hafi stefnandi sjálfur flutt vöruna með flutningabílum frá Felixstowe. Af þessu tilefni hafi stefnandi lýst því sér- staklega yfir að hann myndi engar fjárkröfur gera á hendur stefnda vegna meintra tafa í flutningnum. Af hálfu stefnda er því mótmælt að hin selda vara hafi verið gölluð þegar áhættan af ástandi hennar fluttist til stefnanda. Í þeim efnum verði að miða við hvenær varan fór um borð í flutningafarið í Montreal í Kanada. Fyrirliggjandi skýrslur og gögn sýni að varan hafi á þessu tímamarki verið í ágætu og umsömdu ásigkomulagi. Því er sérstaklega mótmælt að stefnanda sé heimilt að rifta vörukaupunum í heild sinni enda séu engin gögn sem styðji að varan í heild sinni hafi á þeim tíma sem hún var í ábyrgð stefnda verið verulega gölluð. Skaðabótakröfu stefnanda er sérstaklega mótmælt enda styðjist hún ekki við nægilegar lagalegar forsendur og gögn. Mótmælt er hvorutveggja, bótaskyldu stefnda og fjárhæðum. Stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir meintu fjártjóni sínu. Reiknuð krafa um missi hagnaðar (tapaðar sölutekjur) sé ekki studd neinum við- hlítandi gögnum og er því alfarið vísað á bug að salan hefði skilað þeim tekjum sem stefnandi vilji vera láta. Krafa um kostnað vegna frystigeymslu sé með öllu órökstudd og sama sé um meintan vaxtakostnað og kostnað vegna meðferðar á vörunni og stjórnunar- kostnaðar. Kröfu um lögfræðikostnað í Skotlandi að fjárhæð bresk pund 25.681 1689 er sérstaklega mótmælt enda sé krafan fráleit, hvort sem litið sé til greiðslu- skyldu eða fjárhæðar. Til rökstuðnings kröfum sínum vísar stefndi til 1. mgr. 17. gr, sbr. 10. gr. laga um lausafjárkaup nr. 39/1922. Krafa um málskostnað er studd með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða. Á ggreiningsefni máls þessa eru í fyrsta lagi um það hvort rækjan sem stefndi seldi stefnanda hafi verið í umsömdu ástandi eða ekki þá er hún var afhent flutn- ingsaðila, Mærsk Line, í Montreal í Kanada. Í öðru lagi er ágreiningur um tjón stefnanda. Pöntun stefnanda, dags. 6. nóv. 1998, liggur fyrir í málinu. Þar er varðandi gæði vörunnar vísað til skýrslu Twilight Inspection. Fram er komið að tilvitnuð skýrsla stafaði ekki frá Twilight Inspection, enda þótt skýrslan sé gerð á eyðu- blöð merkt því fyrirtæki. Skjöl málsins gefa til kynna að Labrador Fishermens' Union Shrimp Company Limited, sem mun vera framleiðandi vörunnar, hafi gert skýrsluna en notað eyðublöð Twilight Inspection ér Enhancement Services. Þannig liggur ekki fyrir skoðunargerð óháðs aðila varðandi ástand vörunnar áður en hún var afhent flutningsaðila. En því er ómótmælt að stefnandi hafi verið að kaupa góða vöru, ætlaða til gæðaframleiðslu. Með bréfi, dags. 21. des. 1998, tilkynnti stefnandi stefnda um margskonar galla á vörunni. Í skýrslu Liverpool á Glasgow Salvage Association, dags. 9. febrúar 1999, kemur m.a. fram, að skýrsluhöfundur telur að með hliðsjón af jafnri dreifingu galla í allri sendingunni sé varla hægt að rekja þá til þess að bilun hafi orðið í kælibúnaði hvers gáms fyrir sig. Heldur telur skýrsluhöfundur rökrétt að álykta að gallarnir tengist alfarið aðstæðum áður en að hleðslu gámanna og flutningi þeirra kom. Ástæður gætu t.d. verið of langur geymslutími um borð í fiskiskipi fyrir löndun, ófullnægjandi eftirlit með vinnslu, hugsanleg lenging á geymslutíma fyrir vinnslu eða ófullnægjandi jöfnun á hitastigi að vinnslu lokinni. Í skýrslu KæS Associated, dags. 24. febrúar 1999, kemur fram að ekkert af vörusendingunum hafi verið hæft til framleiðslu á viðunandi og þaðan af síður hágæða soðinni og pillaðri vöru. Skýrsluhöfundar telja að rækjan hafi legið í saltpækli en ekki hlotið fullnægjandi frystingu í pæklinum, annaðhvort vegna þess að tíminn í pæklinum hafi verið of stuttur eða vegna þess að hitastig pæk- ilsins hafi verið of hátt eða vegna samverkunar þessara þátta, tíma og hitastigs. Svo virðist sem aðalfrysting hafi verið gerð hægt, í köldu lofti frystigámanna. Mjög líklegt sé að gæði rækjunnar hafi tapast vegna ónógrar og hægfara fryst- ingar. 1690 Fram er komið að stefnda var gefinn kostur á að senda fulltrúa sinn til þess að vera viðstaddur skoðunargerð sem fram fór vegna þessarar skýrslu. Því var hafnað af hálfu stefnda. Af hálfu stefnda hefur því ekki verið hnekkt að varan hafi verið óhæf til framleiðslu á viðunandi og þaðan af síður hágæða soðinni og pillaðri rækju. Ekkert hefur komið fram um að varan hafi ekki hlotið tilskilda frystingu í flutningsgámum í flutningnum frá Kanada til Skotlands, enda felst dómurinn á álit það sem fram kemur í framangreindum skýrslum að ólíklegt sé að bilun hafi orðið í kælikerfi allra gámanna. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður að telja fram komið að rækjan hafi ekki verið í umsömdu ástandi þegar hún var afhent flutningsaðila Mærsk Line. Samkvæmt 43. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup, sbr. 24. gr. sömu laga, ber stefnda að svara stefnanda skaðabótum vegna tjóns sem stefn- andi hefur orðið fyrir vegna þessarar vanefndar. Kröfu vegna tapaðra sölutekna að fjárhæð £ 513.629 styður stefnandi við áætlað söluvirði rækjunnar miðað við 33,03% nýtingu. Þegar litið er til fram- lagðra gagna þá þykir mega fallast á þessa áætlun stefnanda varðandi tapaðar sölutekjur. Krafa stefnanda um kostnað vegna frystigeymslu að fjárhæð 24.000 £ er sam- kvæmt stefnu vegna kostnaðar sem stefnandi segir hafa hlotist af því að stefn- andi hafi setið uppi með vöruna í stað þess að varan hefði farið til viðskipta- vina í desember 1998. Ekki hafa verið lögð fram nein gögn vegna þessa frysti- kostnaðar og krafan lítt rökstudd. Gegn andmælum stefnda verður þessi liður í kröfu stefnanda því ekki tekinn til greina. Þriðji liður í kröfu stefnanda er vaxtakostnaður 4.494 £. Það er að sögn stefn- anda krafa um 10% ársvexti í 6 vikur af fjárhæðinni sem stefnandi hafði greitt 8. des. 1998. Þrátt fyrir að þessi liður í dómkröfu stefnanda sé ekki svo ljós sem skyldi er ljóst að vaxtakostnaður er hluti af tjóni stefnanda sem stefnda ber að bæta. Sam- kvæmt kröfugerð stefnanda er krafan um ársvexti en ekki dráttarvexti, enda telst stefnandi ekki eiga rétt á dráttarvöxtum í þessum hluta kröfugerðar sinnar. 10% ársvextir eru hærri vextir en leyfilegir dráttarvextir af peningakröfum í breskum pundum, sbr. 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Samkvæmt kröfugerð stefnanda á dskj. 63 virðist stefnandi hafa greitt 382.140 £ en samkvæmt útreikningi stefn- anda á dskj. 10 virðist stefnandi hafa greitt 389.465 £. Rétt þykir að miða við það sem endanleg kröfugerð stefnanda gefur til kynna, þ.e. að 382.140 £ hafi verið greidd hinn 8. desember 1998. Verður þessi líður dómkröfu stefnanda því tekinn til greina þannig að stefndi er dæmdur til þess að greiða stefnanda almenna innlánsvexti af innlánsreikningum í breskum pundum í íslenskum inn- lánsstofnunum af 382.140 £ í 6 vikur frá 8. des. 1998. 1691 Krafa stefnanda að fjárhæð 5.370 £, þ.e. kostnaður stefnanda vegna með- ferðar á vörunni og stjórnunarkostnaður, er ekki studd neinum gögnum og lítt rökstudd. Gegn andmælum stefnda verður krafa þessi því ekki tekin til greina. Sama er um kröfu stefnanda vegna lögfræðikostnaðar í Skotlandi að fjárhæð 25.681 £. Til lækkunar kröfu stefnanda kemur 10% af kaupverði rækjunnar sem er ógreitt, þ.e. 38.214 £. Til lækkunar kröfu sinnar telur stefnandi endursöluandvirði rækju sem hann seldi Wecofish a/s hinn 23. júlí 1999 að fjárhæð 253.204 £, en hækkar kröfu sína vegna afsláttar til þessa kaupanda að fjárhæð 71.747 £. Af hálfu stefnda hefur ekki verið sýnt fram á að hægt hafi verið að fá hærra verð fyrir vöruna en stefnandi miðar kröfugerð sína við. Enda ekkert fram komið um tilraunir stefnda til þess að selja vöruna annað en símbréf frá danska fyrirtækinu Sirena til stefnda, dags. 14. maí 1999, þar sem það fyrirtæki lýsir áhuga á að kaupa iðn- aðarrækju í vörslu stefnanda, en ekkert er þar um verð. Verður því við niður- stöðu málsins miðað við framangreindar fjárhæðir. Niðurstaða málsins verður því sú að stefndi er dæmdur til þess að greiða stefnanda 203.958 £ með vöxtum eins og segir í dómsorði. Stefndi greiði stefnanda málskostnað sem ákveðst 1.691.292 kr. og hefur þá verið litið til útlagðs kostnaðar að fjárhæð 191.292 kr. Málið dæmir Auður Þorbergsdóttir héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, Nasco ehf., greiði stefnanda, Moray Seafoods Ltd., 293.958 £ með almennum vöxtum á innlánsreikningum í íslenskum innlánsstofn- unum í breskum pundum af 382.140 £ í 6 vikur frá 8. desember 1998, en ásamt 9,4% dráttarvöxtum af 475.415 £ frá 15. febrúar 1999 til 1. mars 1999, 9,2% dráttarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. apríl s.á., 9,1% dráttarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. maí s.á., 9% dráttarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. júní s.á., 8,5% dráttar- vöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. júlí s.á., 8,3% dráttarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 23. júlí s.á., en með 8,3% dráttarvöxtum af 222.211 £ frá þeim degi til 1. ágúst s.á., 8,2% dráttarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til |. september s.á., 8,3% dráttarvöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til 1. október s.á., en með 8,2% dráttarvöxtum af 203.958 £ frá þeim degi til 1. nóvember s.á., en með dráttarvöxtum af pen- ingakröfum í breskum pundum samkvæmt auglýsingum Seðlabanka Íslands frá þeim degi til greiðsludags. 1692 Heimilt er að leggja dráttarvexti við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 15. febrúar 2000 og svo árlega þann dag. Stefndi greiði stefnanda í málskostnað 1.691.292 kr. 1693 Fimmtudaginn 13. apríl 2000. Nr. 5/2000. Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir (Elvar Örn Unnsteinsson hrl.) gegn Magneu Rögnu Ögmundsdóttur og Jóni Inga Ingimarssyni (Erlendur Gíslason hrl.) Fasteignakaup. Galli. Tómlæti. Sérálit. Ó keypti íbúð af M og Í í húsinu V í nóvember 1987. Tók Ó við eign- inni í janúar 1988 og afsal var gefið út í nóvember sama ár. Á árinu 1989 komu í ljós gallar á ytra byrði hússins, sem staðfestir voru með matsgerð á árinu 1991 og gert var við á árinu 1992. Ó greiddi fyrir viðgerðina, en á árinu 1997 krafði hún M og Í um greiðslu bóta eða afsláttar vegna viðgerðarkostnaðarins. Talið var að eignin hefði verið haldin leyndum galla, sem M og Í báru ábyrgð á, samkvæmt megin- reglum 42. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Hins vegar var talið ósannað að Ó hefði beint kvörtunum vegna gallans að M og Í fyrr en á árinu 1997 og var talið, með hliðsjón af meginreglu 52. gr. laga nr. 39/1922, að hún hefði glatað rétti til að bera fyrir sig gagnvart M og Í að múrklæðningu væri áfátt. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna M og Í af kröfum Ó. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson og Hjörtur Torfason. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 5. janúar 2000. Hann krefst þess að stefndu greiði in solidum 578.841 krónu með drátt- arvöxtum samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. ágúst 1992 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málavextir eru raktir í héraðsdómi. Lögskipti aðila fara að afsali 16. nóvember 1988. Samkvæmt því tók áfrýjandi við eigninni 25. janúar 1988 og hefur hún síðan verið þátttakandi í húsfélaginu að Vindási 4, 1694 Reykjavík. Eignin var seld í því ástandi sem hún var í við söluna. Sam- kvæmt gögnum málsins hafði verið lokið við að setja múrklæðningu á húsið. Fallast ber á það með héraðsdómi að eignin hafi verið haldin leyndum galla, sem stefndu báru ábyrgð á samkvæmt þeim megin- reglum, sem fram koma í 42. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Umræddir gallar komu fram á árinu 1989 og voru staðfestir með mats- gerð 26. september 1991. Áfrýjandi var sem aðili að húsfélaginu þátt- takandi í málshöfðun þess á hendur verktökum að múrklæðningu. Málarekstri þeim var endanlega lokið 28. nóvember 1996. Ósannað er að áfrýjandi hafi beint kvörtunum vegna gallans að stefndu fyrr en með bréfi lögmanns síns 13. október 1997. Brýnt hefði þó verið fyrir áfrýj- anda að hafa uppi kröfur á hendur stefndu, án ástæðulauss dráttar eftir að gallinn kom fram og í síðasta lagi eftir að hann hafði verið stað- festur með matsgerð, hygðist hún krefja þau um afslátt eða bætur hans vegna. Þá hefði henni verið rétt að láta þau fylgjast með framvindu málsóknarinnar á hendur verktökunum. Með hliðsjón af meginreglu 52. gr. laga nr. 39/1922 verður því að telja að áfrýjandi hafi glatað rétti til að bera fyrir sig gagnvart stefndu að múrklæðningunni var áfátt. Verður héraðsdómur því staðfestur. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber áfrýjanda að greiða stefndu máls- kostnað fyrir Hæstarétti, svo sem nánar greinir í dómsorði. Hjörtur Torfason tekur fram, að hann telji stefndu bera ábyrgð á áðurnefndum galla sem byggjendur að húseigninni, en það breyti ekki úrslitum málsins. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir, greiði stefndu, Magneu Rögnu Ögmundsdóttur og Jóni Inga Ingimarssyni, óskipt 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. október 1999. 1. Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 13. nóvember 1998 og dómtekið 24. f.m. Stefnandi er Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir, kt. 220760-2199, Vindási 4, Reykja- vík. 1695 Stefndu eru Magnea Ragna Ögmundsdóttir, kt. 190361-7999, og Jón Ingi Ingimarsson, kt. 250352-3019, bæði til heimilis að Melbæ 39, Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmd til greiðslu óskipt á skaðabótum eða afslætti af kaupverði að upphæð 578.841 króna auk dráttarvaxta samkvæmt Il. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. ágúst 1992 til greiðsludags og málskostn- aðar. Stefndu krefjast aðallega sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hennar en til vara að kröfur hennar verði lækkaðar verulega og málskostn- aður felldur niður. 2. Í nóvember 1987 keypti stefnandi af stefndu þriggja herbergja íbúð á 3. hæð, merkta 3.3, í fjöleignarhúsinu nr. 4 við Vindás í Reykjavík og telst eign- arhlutinn vera 8,53% alls hússins. Kaupandi tók við eigninni 25. janúar 1988 og afsal var gefið út 16. nóvember s.á. Samkvæmt afsalinu skyldu seljendur greiða allan kostnað vegna frágangs á sameign utanhúss og innan og frágangs lóðar, kostnað við að fullgera bílskýli og vegna alls þess, sem eftir var til þess að fullgera húseignina, svo og alla bak- reikninga sem kynnu að berast. Þá tóku seljendur á sig fulla fjárhagslega ábyrgð á því að framkvæmdum við bílskýli og frágangi bílastæða yrði lokið í síðasta lagi eftir tvö ár frá undirritun afsalsins. Í málinu liggja frammi kvittanir stefn- anda til stefndu, Magneu Rögnu, að upphæð 82.331 króna, dags. 18. mars 1994, „Innágreiðsla vegna frágangs bílastæða við Vindás 4 samkvæmt kaupsamningi“ og að upphæð 40.024 krónur, dags. 10. júlí 1994, „v/lóðarfrásangs við Vindás 4“. Samkvæmt byggingarsamningi, dags. 20. ágúst 1985, milli Byggingarsam- vinnufélags ungs fólks, Reykjavík (Byggung bsf., Reykjavík), og stefndu í máli þessu tók Byggung að sér að byggja íbúð þá ásamt bílgeymslu sem hér um ræðir. Frágangur skyldi í aðalatriðum vera þannig að íbúðinni og sameign yrði skilað fullfrágenginni og utanhúss yrðu jarðvegslagnir lagðar, fyllt að grunni og lóð frágengin. Verkið skyldi að öllu leyti vera unnið fyrir kostnaðarverð að við- bættu 1% álagi í varasjóð Byggungs. Sameiginlegum kostnaði vegna bygging- arinnar, s.s. vegna uppdrátta, umsjónarlauna, samningsgerða, útboða, eftirlits, efnisaðdrátta og útvegana, skyldi jafnað niður á byggingarflokkinn (9. bygging- arflokk) í heild í réttum hlutföllum, þ.á m. íbúð stefndu. Í yfirlýsingu Byggungs frá 22. maí 1992 er vísað til þess að stefnda, Magnea Ragna Ögmundsdóttir, hafi afsalað íbúð þeirri sem um ræðir í málinu og að Byggung hafi með yfirlýsingu, dags. 6. nóvember 1987, hafnað forkaupsrétti, enda hafi eignin verið áfram háð ákvæðum laga um byggingarsamvinnufélög og félagsmaður því ábyrgur fyrir eftirstöðvum byggingarverðs eignarinnar sem samanstæði af hlutdeild í byggingar- og rekstrarkostnaði viðkomandi bygging- 1696 arflokks og fjármagnskostnaði sem leitt hafi af greiðsludrætti. Þar sem félags- maður hafi fullnægt öllum skuldbindingum sínum við félagið samþykki Bygg- ung úrsögn hans úr félaginu og megi aflétta kvöð um að eignin sé háð ákvæðum laga um byggingarsamvinnufélög. Í stefnu greinir frá því að á árinu 1989 hafi komið fram gallar í ytra byrði hússins þannig að tekið hafi að bera á sprungum og skemmdum í múr- og ein- angrunarkerfi þess ásamt því að vart hafi orðið við raka og leka á ákveðnum stöðum innan á útveggjum en þó ekki í íbúð stefnanda. Samliggjandi húsinu Vindási 4 er húsið Vindás 2 og mynda þau fjöleignar- húsið nr. 2 — 4 við Vindás. Fjöleignarhúsið Vindási | — 3 er myndað af húsum sem voru byggð á sama hátt, á sama tíma og af sömu aðilum. Ytra byrði og ein- angrunarkerfi þessara húsa var eins og var það unnið af sömu verktökum. Í stefnu segir að forsvarsmönnum húsfélaganna Vindási 2 — 4 hafi verið kunnugt um að í ársbyrjun 1990 hafi húsfélögin Vindási | — 3 leitað til Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðarins og farið þess á leit að gallar á ytra múr- byrði og einangrunarkerfi húsanna yrði kannað og gefið yrði álit á orsökum þeirra galla sem þar hafi komið fram. Ákveðið hafi verið að fylgjast með nið- urstöðum þessara rannsókna með það í huga að nýta þær til þess að ákvarða frekara framhald varðandi galla sem komið hafi fram að Vindási 2 — 4 og voru sama eðlis. Eftir að niðurstöður rannsóknar á göllum í múr- og einangrunar- kerfum húsanna Vindási 1 — 3 hafi legið fyrir og í ljósi þess að samskonar gallar hafi komið fram í fjöleignarhúsinu Vindási 2 — 4 voru dómkvaddir matsmenn þ. 21. apríl 1991, verkfræðingarnir Ragnar Ingimarsson og Vífill Oddsson, til að leggja mat á galla á því húsi. Matsmönnunum var falið að láta í té rökstutt álit á eftirfarandi: 1. Eru skemmdir og/eða gallar á múr- og einangrunarkerfi fjölbýlishússins? 2. Hvers eðlis eru skemmdirnar og/eða gallarnir og hverjar eru orsakir þeirra? 3. Eru vatnsbretti við glugga nægilega vel frá gengin? 4. Er leki í fjölbýlishúsinu og hver er orsök hans? 5. Til hvaða úrbóta er nauðsynlegt að grípa og hvað kosta þær framkvæmdir? Í matsgerð, dags. 26. september 1991, segir í aðalatriðum á þá leið að mats- menn telji múr- og einangrunarkerfi hússins gallað og að það sé þegar verulega skemmt, en skemmdir lýsi sér í því að ysta múrhúðin skilji sig frá undirlagi og flagni af. Orsakir eru taldar vera þessar: a) Of lítil lásmarksþykkt á múrlögum múrklæðningarinnar. b) Fíngerðar sprungur á yfirlaginu. c) Ófullnægjandi frá- gangur styrkingarinnar. d) Ófullnægjandi frágangur við glugga. e) Misþykkt múrs við samskeyti einangrunarplatna. Meginniðurstaða matsmanna er sú að þeir telji vænlegast til úrbóta að taka múrkerfi af og setja loftræsta klæðningu í staðinn. Sú leið sé örugg og samræm- ist því best þeim væntingum sem gerðar hafi verið til múreinangrunarkerfisins 1697 við upphaf verksins. Útlit mundi ekki breytast verulega og þess sé að vænta að verðmæti eignarinnar yrði hið sama og verið hefði ef múrklæðningin hefði ekki brugðist. Kostnaðaráætlun matsmanna nam 13.350.000 krónum. Ákveðið var að gert yrði við húsin í samræmi við niðurstöðu matsmanna og var það verk boðið út og unnið á árinu 1992. Lagfæringarnar fólust í því að fjar- lægja utan af húsunum upphaflega múr- og einangrunarkerfið og setja í staðinn loftræsta klæðningu. Endurbæturnar á Vindási 4 kostuðu 7.365.221 krónu og stefnandi greiddi af Þeirri fjárhæð 628.253 krónur eða 8,53%. Upphafleg krafa stefnanda í málinu nam þeirri fjárhæð en við aðalmeðferð var lýst yfir að hún væri lækkuð um 49.512 krónur og höfðu þá verið felldir niður kostnaðarliðir vegna lagna og mál- unar og viðbótarkostnaður vegna lama, gluggalista, rafmagnsdósa, málunar á svölum og vegna glugga. Frammi liggur framsal Byggungs bsf. frá 18. mars 1992 til húsfélaganna Vindási Í og 3 og Vindási 2 og 4 á kröfurétti á hendur sameignarfélaginu Ein- ari og Stefáni og eigendum þess persónulega vegna skemmda og galla á múr- einangrunarkerfi fjölbýlishúsanna að Vindási 1 til4, Reykjavík. Skyldu þau hafa fulla heimild til að krefjast skaðabóta úr hendi Einars og Stefáns sf. vegna galla á verkinu, fylgja þeirri kröfu eftir með málshöfðun og ganga í einu og öllu inn í réttarstöðu Byggungs vegna ætlaðrar skaðabótaábyrgðar og vanefnda við byggingu fjölbýlishúsanna. Þann 24. mars 1992 var þingfest mál húsfélaganna Vindási 2 og 4 í Héraðs- dómi Reykjavíkur á hendur Einari og Stefáni sf., Einari Einarssyni og Stefáni Gunnarssyni til greiðslu skaðabóta vegna umræddra, ætlaðra galla. Á sama tíma var höfðað annað mál af húsfélögunum Vindási | og 3 á hendur sömu aðilum vegna samskonar galla á þeim húsum og var dómur í því máli kveðinn upp 18. mars 1994. Niðurstaða hans var sú að stefndu voru sýknaðir af kröfum stefn- enda. Í forsendum dómsins segir að telja verði að uppbygging múrkerfis (Capa- tect) sem þess er um ræði í málinu beri með sér hættu á sprungum og hafi ekki verið sýnt fram á að sérstakri handvömm stefndu sé um að kenna. Þegar atburða- rás í málinu sé virt sé ljóst að ákvörðun um kaup á acrylmúr til múrklæðningar hafi verið tekin af forsvarsmönnum Byggungs sem hafi tekið ákvörðun um yfir- borðsáferð ásamt hönnuðum félagsins. Þótt hér væri um nýtt og óþekkt efni að ræða hafi Byggung hvorki látið fara fram rannsóknir á efninu né leitað álits Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Vonir hafi staðið til þess að ending slíkra múrkerfa væri tíu til fimmtán ár en reynsla manna af þeim sé allt önnur og verri en vonir hafi staðið til þar sem fram sé komið að hús með slík múr- kerfi sýni skemmdir á fimm árum eða skemmri tíma. Upplýst þyki að léleg end- ing múrkerfisins verði rakin til efnisins sjálfs og þeirrar aðferðar sem notuð var svo og ófullnægjandi deililausna en ekki til vinnubragða stefndu. Þá þótti ekki 1698 sýnt fram á að Einar Einarsson, múrarameistari hússins, hefði ekki uppfyllt almenna eftirlitsskyldu við framkvæmd verksins eða að hann hefði ekki upp- fyllt reglur byggingarlaga og reglugerða. Í ljósi framangreindrar dómsniðurstöðu var mál húsfélaganna Vindási 2 og 4 gegn Einari og Stefáni sf. o.fl. síðan fellt niður með samkomulagi aðila en það dróst þó til 28. nóvember 1996. Þann 13. október 1997 sendi lögmaður stefnanda stefndu bréf og krafði þau um greiðslu bóta eða afsláttar sömu fjárhæðar og dómkrafa þessa máls. Kröf- unni var hafnað með bréfi lögmanns stefndu, dags. 14. október 1997. 3. Málsástæður stefnanda. Stefnandi byggir á því að yfirborð viðkomandi fjöleignarhúss hafi í upphafi verið hugsað og hannað þannig að það þarfnaðist hvorki málningar né annars viðhalds og hafi stefnandi því ekki reiknað með neinum aðgerðum eða fjárút- látum varðandi ytra byrði hússins eða aðra hluta þess. Stefnandi hafi verið að kaupa íbúð í nýju húsi, sem hafi verið byggt af fagaðilum, og mátt treysta því að það væri ógallað og unnið í samræmi við þær faglegu kröfur sem gera verði til sambærilegra bygginga. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að með mati dómkvaddra matsmanna hafi verið leitt í ljós að eignin hafi verið gölluð. Sem seljendur og byggingaraðilar eignarinnar beri stefndu óskipt fébótaábyrgð á því tjóni sem hlotist hafi af þessum göllum. Stefnandi eigi því kröfu til skaðabóta og/eða afsláttar af kaup- verði eignarinnar. Byggt er á því að gallarnir hafi verið leyndir þegar stefnandi keypti eignina. Þeir hafi ekki komið í ljós fyrr en á árinu 1989 og verið stað- festir með matsgerð í september 1991. Stefnandi byggir á því að fyrir tilstilli byggingarfélags og byggingarhóps, sem stefndu hafi verið aðilar að, hafi verið tekin ákvörðun um að höfða dómsmál til heimtu skaðabóta vegna gallanna úr hendi þeirra verktaka sem verkið hafi unnið. Niðurstaða þess dómsmáls hafi verið sú að byggingaraðilar hússins og þar með stefndu í máli þessu hafi sjálfir borið ábyrgð á göllunum vegna þess að hönnun og efnisval við múrklæðningu og einangrun hafi verið ábótavant. Í ljósi þessarar niðurstöðu sé ljóst að stefndu beri sem byggingaraðilar ábyrgð á því tjóni sem hafi orðið vegna þessa og stefn- andi þurft að þola. Stefnandi byggir málsókn þessa m.a. á því að hún geti ekki átt að greiða fyrir mistök byggingaraðilans við uppbyggingu og frágang hússins og mundu stefndu vinna fé úr hendi sér ef niðurstaðan yrði sú að sér hafi borið að fullgera, end- urvinna og lagfæra galla á húsnæðinu á eigin kostnað. Á því er byggt að samkvæmt 121. gr. laga nr. 86/1988 teljist kostnaður við málaferli og úrbætur til sameiginlegs kostnaðar félagsmanna í hlutaðeigandi byggingarflokki og eigi að jafna honum niður á íbúðir eftir eignarhlutföllum. 1699 Álíta verði að í ákvæðinu felist sú aðildarregla að allir meðlimir byggingar- flokksins séu aðilar gallamálsins og þá um leið framkvæmdanna við að endur- klæða húsið og lagfæra gallana. Þá byggir stefnandi á því að stefndu hafi með afsali lofað að fullgera eign- ina stefnanda að kostnaðarlausu ásamt því að greiða alla bakreikninga sem kynnu að berast. Stefnandi byggir kröfugerð sína um skaðabætur eða afslátt af kaupverði á þeim kostnaði sem hún hafi orðið fyrir vegna þeirra framkvæmda sem hún hafi orðið að greiða. Upphafsdag dráttarvaxta miðar stefnandi við síðustu greiðslu vegna framkvæmdanna. Stefnandi byggir á því að hún eigi kröfu til afsláttar af kaupverði eignarinnar verði ekki fallist á að skilyrði séu til greiðslu skaðabóta úr hendi stefndu. Hún hafi greitt fullt verð fyrir eignina miðað við þá forsendu að hún væri fullgerð og ógölluð. Verðgildi eignarinnar hafi rýrnað verulega við það að gallar hafi komið í ljós og verulegum fjármunum orðið að verja til lagfæringa á þeim. Afsláttur eigi að nema a.m.k. kostnaði við lagfæringar. Stefnandi styður kröfur sínar við almennar reglur skaðabótaréttar innan samninga og meginreglur samninga- og kröfuréttar sem fái m.a. stoð í lögum nr. 39/1922 per analogiam og lögum nr. 7/1936. Þá er vísað til laga nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins. 4. Málsástæður stefndu. Stefndu byggja sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að ósannað sé að múr- klæðning fjöleignarhússins nr. 4 við Vindás hafi verið haldin þeim göllum sem byggt sé á í málinu. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3158/1992 slái því föstu að acrylklæðning húsanna Vindási | — 4 hafi enst skemur en vonir stóðu til án þess að kveða á um hvort klæðningin hafi verið gölluð eða ekki. Jafnvel þótt sannað teldist að galli hafi verið fyrir hendi beri að sýkna stefndu af kröfu stefnanda um skaðabætur þar sem þau hafi enga sök átt á ætluðum galla. Engir gallar hafi komið fram á múrkerfinu þegar þau áttu íbúðina þannig að þau hafi ekki haft vitneskju um að gallar kynnu að vera á múrklæðningunni eða að hún væri endingarminni en vonir stóðu til og þau hafi ekki komið nálægt efnisvali eða byggingu hússins að öðru leyti. Þá beri að sýkna stefndu af kröfu um afslátt þar sem engin sönnun sé fyrir hendi um að húsið Vindási 4 hafi vegna múrklæðningar verið verðminna en umsamið kaupverð milli aðila þessa máls. Hugsanleg aukin ábyrgð stefndu á ástandi eða endingu klæðningar hússins gagnvart kaupanda íbúðar þeirra, stefnanda máls þessa, umfram það sem almennt gerist um íbúðareigendur verði ekki reist á því að þau hafi talist bygg- ingaraðilar hússins fyrir þá staðreynd eina að þau voru félagsmenn í Byggung. Það réttarsamband stefndu og Byggungs að stefndu beri sem félagsmenn ábyrgð 1700 á byggingarkostnaði húsnæðis, sem félagið ráðist í að byggja, snúi aðeins inn á við gagnvart félaginu. Í skilningi fasteignakauparéttar séu stefndu ekki bygging- araðilar að Vindási 4 gagnvart stefnanda og beri ekki aukna ábyrgð sem slík. Stefnandi geti ekki reist kröfur á ákvæði afsals um uppgjör vegna utanhúss- frágangs sem hafi farið fram á árinu 1994 án fyrirvara af hálfu stefnanda um að frekara uppgjör væri eftir. Tilvísun í bakreikninga, sem kynnu að berast, varði einungis hugsanlega viðbótarreikninga frá Byggung og hafi verið sett inn í afsalið til að taka af vafa um ábyrgð á hækkunum á byggingarkostnaði hússins ef hann færi upp fyrir áætlanir en sé óviðkomandi síðar fram komnum kröfum frá kaupendum einstakra íbúða vegna ætlaðra galla. Þá leggja stefndu áherslu á að sýkna beri þau af kröfum stefnanda þar sem ákvörðun um að klæða húsið hafi verið tekin af húsfélaginu Vindási 4 mörgum árum eftir að þau seldu íbúð sína í húsinu. Öll ábyrgð og áhætta á þeirri fram- kvæmd hvíli hjá þeim aðilum, sem þá hafi átt aðild að húsfélaginu, og komi þeim ekki við, sérstaklega þegar við bætist að dómstóll hafi staðfest að upphaf- legt múrkerfi hafi ekki verið gallað. Stefndu reisa sýknukröfu sína síðast en ekki síst á því að kvörtun stefnanda vegna ætlaðs galla hafi verið of seint fram borin með bréfi lögmanns þeirra 13. október 1997 og hvers kyns vanefndaheimildir stefnanda á hendur sér vegna ástands klæðningar að Vindási 4 séu löngu fallnar niður fyrir tómlæti á að hafa uppi kröfur eða áskilnað þar um. Verði fallist á að stefndu teljist byggingarað- ilí umrædds húss byggja stefndu sýknukröfu sína jafnframt á því að krafa stefn- anda sé fyrnd. Varakrafa stefndu er reist á því að viðgerð sem fram fór á húsinu hafi gengið mun lengra en að skipta um klæðningu, þar sem í framkvæmdinni hafi falist viðhald og fegrun hússins, auk þess sem ný klæðning og endingarbetri hafi komið í stað eldri múrklæðningar. Sýknukröfu sína byggja stefndu á kröfum einkamálaréttarfars um sönnun, sbr. 2. þátt laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og á meginreglum fjármuna- réttarins um réttaráhrif tómlætis, sbr. 52. gr. laga nr. 39/1922. Um réttarstöðu sína sem seljenda og gagnvart Byggung bsf. vísa stefndu til VI. kafla laga nr. 97/1993 um Húsnæðisstofnun ríkisins svo og reglna fasteignakauparéttar um ábyrgð húsbyggjenda sem verði ekki beitt um þau. 5. Byggingarsamvinnufélag ungs fólks (Byggung bsf.), Reykjavík, en ekki stefndu var byggingaraðili fjöleignarhússins nr. 4 við Vindás í Reykjavík og þar með íbúðar þeirrar, merktrar 3.3, sem um ræðir í málinu. Á það er fallist með stefndu að það réttarsamband þeirra og Byggungs, að þau hafi sem félagsmenn borið ábyrgð á byggingarkostnaði, snúi aðeins inn á við gagnvart félaginu og að svo verði litið á að tilvísun í bakreikninga sem kynnu að berast hafi verið sett í 1701 afsal til að taka af vafa um ábyrgð á hækkunum á byggingarkostnaði en sé óvið- komandi síðar framkomnum kröfum vegna ætlaðra galla. Fjöleignarhúsið Vindási 4 var byggt á þann hátt að það var einangrað að utan og átti klæðning að vera viðhaldslítil en hún hafði lítt eða ekki verið reynd áður hér á landi. Almennt er sú byggingaraðferð talin vönduð að einangra og klæða hús að utanverðu. Efni það sem notað var reyndist ekki eins og til var ætlast sem hlífðarkápa utan á einangrunina þannig að ending múrkerfisins var mun skemmri en stefnandi mátti vænta. Samkvæmt þessu var hin selda eign haldin leyndum galla sem stefndu báru ábyrgð á samkvæmt 42. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup með lögjöfnun þótt ekki sé sýnt fram á svik af þeirra hálfu eða að þau hafi sérstaklega ábyrgst eiginleika hins selda að því leyti sem hér um ræðir. Hefði stefnandi að öðrum skilyrðum uppfylltum átt réttmæta kröfu á hendur stefndu um bætur eða afslátt. Umræddir gallar komu fram á árinu 1989 og voru staðfestir með matsgerð 26. september 1991. Gegn andmælum stefndu hefur stefnandi ekki sýnt fram á að hún hafi beint kvörtun vegna gallanna að þeim fyrr en með bréfi lögmanns síns 13. október 1997. Kvörtunin kom svo seint fram að samkvæmt 52. gr. laga nr. 39/1922 með lögjöfnun og dómvenju um réttaráhrif tómlætis í fasteignavið- skiptum ber að sýkna stefndu af kröfum stefnanda. Ákveðið er að málskostn- aður skuli falla niður. Mál þetta dæma Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari og meðdómend- urnir Steingrímur Hauksson tæknifræðingur og Sturla Haraldsson bygginga- meistari. Dómsorð: Stefndu, Magnea Ragna Ögmundsdóttir og Jón Ingi Ingimarsson, eru sýknuð af kröfum stefnanda, Ólafar Heiðar Þorsteinsdóttur. Málskostnaður fellur niður. 1702 Fimmtudaginn 13. apríl 2000. Nr. 474/1999. — Jóhann G. Jóhannsson (Hallvarður Einvarðsson hrl.) gegn Ingunni Ásgeirsdóttur (Hákon Árnason hrl.) Guðbjörgu Eyvindsdóttur Erlu Björgu Skúladóttur Margréti O. Svendsen Áslaugu Hallgrímsdóttur Reyni Svanssyni Gísla Kristjánssyni Matthildi Þ. Marteinsdóttur Ernu Sigrúnu Egilsdóttur Katrínu K. Jósefsdóttur Hansínu Melsted og Ævari Sigurðssyni (Valgeir Pálsson hrl.) Skaðabætur. Fjöleignarhús. Gjafsókn. Stífla í frárennslislögn frá húsum nr. 7 og nr. 9 við götuna B olli því að í kjallara hússins nr. 7 flæddi upp úr niðurföllum og inn í vinnu- stofu og lager, sem J leigði af eiganda hússins. J krafðist þess að eig- endur hússins nr. 7 og nr. 9 bættu tjón, sem hann hafði orðið fyrir af þessum sökum, en meðal þeirra muna sem skemmdust voru 14 vatns- litamyndir eftir hann sjálfan. Á Það var fallist með héraðsdómi að það teldist bilun á lögn í skilningi laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús þegar frárennslislögn sigi svo í jörðu að vatnshalli hennar hyrfi og stífla myndaðist. Tjón hans var talið eigendum hússins nr. 9 óviðkomandi, en eigendur hússins nr. 7 þóttu skaðabótaábyrgir gagnvart J samkvæmt 3. tl. 52. gr. laga nr. 26/1994. Hins vegar var talið að J hefði verið í lófa lagið að afla mats sérfróðra og óvilhallra manna á tjóninu. J hefði vanrækt að tryggja sér slíka sönnun um tjón sitt og var tjón hans vegna vatnslitamyndanna og fleiri muna því talið ósannað. Kröfu hans um miskabætur vegna vatnstjónsins var hafnað, þar sem hún þótti hvorki reist á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 né 56. gr. höfundalaga nr. 1703 73/1972. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna eig- endur húsanna nr. 7 og nr. 9 af kröfu J. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunn- laugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 8. desember 1999. Hann krefst þess aðallega að stefndu verði gert óskipt að greiða sér 2.255.000 krónur eða aðra lægri fjárhæð að mati réttarins með vöxtum jafnháum vegnu meðaltali vaxta af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum frá 25. mars 1995 til 14. júlí 1996, en dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hann þess að stefnda Ingunn Ásgeirs- dóttir verði dæmd til greiðslu áðurnefndrar fjárhæðar eða annarrar lægri að mati dómsins. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, án tillits til gjafsóknar, sem honum var veitt fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti, en til vara að kröfur áfrýjanda verði lækkaðar og málskostnaður þá látinn falla niður. Áfrýjandi beindi kröfum sínum í héraði meðal annars upphaflega að Valdimar Jóhannssyni, sem lést undir rekstri málsins. Tók dánarbú hans við aðild að málinu. Fram er komið að ekkja Valdimars, stefnda Ingunn Ásgeirsdóttir, hafi fengið leyfi til setu í óskiptu búi. Er hún því nú orðin aðili að málinu. Vátryggingafélagi Íslands hf. og Tryggingu hf. var stefnt til réttar- gæslu fyrir Hæstarétti. Tryggingamiðstöðin hf. tók við réttindum og skyldum þess síðarnefnda 1. nóvember 1999. Hafa bæði félögin látið málið til sín taka. Áfrýjandi beindi kröfum sínum í héraði einnig að Reykjavíkurborg. Hún var þar sýknuð og unir áfrýjandi þeirri niðurstöðu. I. Ággreiningslaust er með aðilum að orsök stíflu í frárennslislögn, sem leiddi til vatnstjóns hjá áfrýjanda 25. mars 1995, hafi verið að lögnin, sem liggur undir götu frá Bræðraborgarstíg 7 og 9, hafi sigið. Sigið hafi verið svo mikið að það hafi hindrað að fita og önnur óhreinindi, sem 1704 fljóti á vatni, kæmust leiðar sinnar. Óhreinindin hafi safnast saman og stíflað lögnina með tímanum. Um sig þetta var ekki vitað á þeim tíma er tjónið varð, en það kom í ljós við rannsókn í júlí 1996. Fallist verður á með héraðsdómi, að það teljist bilun á lögn í skiln- ingi 3. tl. 1. mgr. Sl. gr. og 3. tl. 52. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleign- arhús þegar frárennslislögn sígur svo í jörðu að vatnshalli hennar hverfur og hún gegnir ekki lengur hlutverki sínu, þannig að stífla myndist. Áfrýjandi var leigutaki í húsinu Bræðraborgarstíg 7, en eig- andi þess og leigusali var Valdimar Jóhannsson. Ber stefnda Ingunn Ásgeirsdóttir því ábyrgð án sakar gagnvart áfrýjanda á fjártjóni hans vegna vatnstjónsins samkvæmt skaðabótareglu 3. tl. 1. mgr. 51. gr. laga nr. 26/1994. Þótt umrædd frárennslislögn sé sameiginlega í eigu og á ábyrgð húseigenda að Bræðraborgarstíg 7 og 9 verður bótareglu 3. tl. 52. gr. laganna eingöngu beitt í þágu þeirra, sem eru eigendur eða afnotahafar hússins, sem tjónið verður í. Áfrýjandi hafði ekki afnot af húsinu nr. 9 og er tjón hans eigendum þess því óviðkomandi. Ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna aðra stefndu en Ingunni Ásgeirsdóttur af kröfu áfrýjanda. TI. Bótakrafa áfrýjanda er í fjórum liðum. Í fyrstu tveim liðum gerir áfrýjandi kröfu um bætur vegna tjóns á munum, sem skemmdust eða eyðilögðust vegna vatnstjónsins. Meðal þeirra muna kveður áfrýjandi hafa verið 14 vatnslitamyndir eftir hann sjálfan, sem ætlunin hafi verið að setja á málverkasýningu skömmu eftir að tjónið varð. Liggur fyrir í málinu skrá, sem áfrýjandi gerði um þessar myndir, en þar mat hann þær sjálfur á samtals 1.120.500 krónur. Að öðru leyti er um að ræða ljóðabækur og ýmsa muni, sem áfrýjandi kveður hafa skemmst og hann metur á samtals 634.500 krónur. Tveir síðari kröfuliðir hans eru ann- ars vegar vegna truflunar á starfsemi, vinnutaps og hreinsunar, samtals 250.000 krónur, og hins vegar um miskabætur, 250.000 krónur. Eftir gögnum málsins gerði áfrýjandi fyrrnefnda skrá yfir hinar skemmdu myndir 3. apríl 1995, en á þeim tíma mun hann þegar hafa notið aðstoðar lögmanns í tengslum við hugsanlega bótakröfu vegna vatnstjónsins. Í skránni er tilgreind stærð hverrar myndar. Þar greinir og frá verðmæti hverrar þeirrar, sem áfrýjandi kveðst hafa áætlað með hliðsjón af verðskrá á annarri sýningu, sem hafi verið haldin nokkru áður á verkum hans. Hann dró einnig áætlaðan innrömmunarkostnað 1705 frá verði myndanna, enda hafi hann verið að undirbúa þær fyrir inn- römmun þegar tjónið varð. Áfrýjandi gerði og lista yfir aðra þá muni, sem skemmdust eða eyðilögðust, og verðlagði þá sjálfur. Önnur gögn liggja ekki fyrir í málinu um verðmat á myndunum eða öðrum munum, sem hér um ræðir. Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi haldið fram að svo erfitt hafi verið að meta tjónið, að dómkvaddir matsmenn hefðu þar ekki getað bætt úr. Bætur verði því eftir atvikum að dæma að álitum. Á þetta verður ekki fallist. Áfrýjandi gat á sínum tíma bent á þá muni, sem höfðu skemmst og eyðilagst. Honum hefði verið í lófa lagið að afla mats sérfróðra og óvilhallra manna á tjóninu eftir venjulegum leiðum. Áfrýjandi vanrækti að tryggja sér slíka sönnun um tjón sitt, án nokkurrar ástæðu að séð verði. Við svo búið verða bætur ekki dæmdar að álitum. Tjón áfrýjanda samkvæmt fyrstu tveim kröfuliðum hans verður því að teljast ósannað. Fallist verður á með héraðsdómara að þriðji kröfuliður áfrýjanda, vegna truflunar á starfsemi, vinnutaps og hreinsunar, sé með öllu órök- studdur og ósannaður. Í fjórða kröfulið krefst áfrýjandi miskabóta með vísan til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, svo og 56. gr. höfundalaga nr. 73/1972, sbr. 7. gr. laga nr. 78/1984. Vatnstjón vegna stíflu í frárennslislögn í götu er ekki ólögmæt meingerð nokkurs manns gegn áfrýjanda. Verður miskabótakrafa hans því ekki reist á 26. gr. skaðabótalaga. Miskabætur samkvæmt 56. gr. höfundalaga verða einungis dæmdar vegna brota á höfundarétti og koma því ekki heldur til álita hér. Samkvæmt þessu verður héraðsdómur staðfestur. Eftir atvikum þykir rétt að hver aðila beri sinn málskostnað fyrir Hæstarétti. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr rík- issjóði eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Jóhanns G. Jóhannssonar, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutnings- þóknun lögmanns hans, 200.000 krónur. 1706 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júlí 1999. Mál þetta, sem dómtekið var 14. júní sl., er höfðað með stefnu þingfestri 1. september 1998 af Jóhanni G. Jóhannssyni, Ránargötu 17, Reykjavík, gegn db. Valdimars Jóhannssonar, Fornuströnd 5, Seltjarnarnesi, Reykjavíkurborg, Ráð- húsi Reykjavíkurborgar, eftirtöldum húseigendum að Bræðraborgarstíg 9: Guð- björgu Eyvindsdóttur, Erlu Björgu Skúladóttur, Margréti O. Svendsen, Áslaugu Hallgrímsdóttur, Reyni Svanssyni, Gísla Kristjánssyni, Matthildi Þ. Marteins- dóttur, Ernu Sigrúnu Egilsdóttur, Katrínu K. Jósefsdóttur, Hansínu Melsteð og Ævari Sigurðssyni. Til réttargæslu er stefnt Vátryggingafélagi Íslands hf. og Tryggingu hf. Dómkröfur. Aðalkrafa stefnanda er að öllum stefndu verði in solidum gert að greiða honum 2.255.000 krónur með vöxtum sem eru jafnháir vegnu meðaltali vaxta af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum hjá viðskiptabönkum og spari- sjóðum frá 25. mars 1995 til 14. júlí 1996, sbr. II. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, en með dráttarvöxtum frá 14. júlí 1996 samkvæmt Il. kafla vaxtalaga til greiðsludags. Stefnandi krefst þess að tildæmdir dráttarvextir leggist við höfuð- stól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 14. júlí 1997 og síðan árlega þann dag. Til vara krefst stefnandi þess, verði Reykjavíkurborg sýknuð af aðalkröfu, að db. Valdimars Jóhannssonar og eigendur að Bræðraborgarstíg 9 greiði stefnanda ofangreinda stefnufjárhæð in solidum. Til þrautavara krefst stefnandi þess að db. Valdimars Jóhannssonar greiði stefnanda stefnufjárhæð málsins, verði Reykjavíkurborg og húseigendur að Bræðraborgarstíg 9 sýknuð af aðal- og varakröfu málsins. Til þrautaþrautavara gerir stefnandi þá kröfu að verði húseigendur sýknaðir verði Reykjavíkurborg gert að greiða stefnufjárhæðina. Í varakröfum gerir stefnandi sömu vaxtakröfu og Í aðalkröfu. Í öllum ofangreindum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati dómsins auk virðisaukaskatts. Krafist er dráttarvaxta ofan á málskostnað samkvæmt Il. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefndu. Stefndi, db. Valdimars Jóhannssonar, gerir aðallega þær dómkröfur að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og honum tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins en til vara að skaðabótaábyrgð verði skipt í málinu, stefnukröfur stórlækkaðar og málskostnaður felldur niður. Stefndi, Reykjavíkurborg, krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og máls- kostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu. Stefndu, Guðbjörg Eyvindsdóttir, Erla Björg Skúladóttir, Margrét O. Svend- 1707 sen, Áslaug Hallgrímsdóttir, Reynir Svansson, Gísli Kristjánsson, Matthildur Þ. Marteinsdóttir, Erna Sigrún Egilsdóttir, Katrín K. Jósefsdóttir, Hansína Melsteð og Ævar Sigurðsson, gera aðallega þær dómkröfur að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða þeim málskostnað að skaðlausu auk virðisaukaskatts. Til vara krefjast þessir stefndu verulegrar lækkunar á stefnufjárhæð og að málskostnaður verði látinn niður falla. Verði bætur að einhverju leyti dæmdar er þess krafist að tildæmd bótafjárhæð beri vexti af skaðabótum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga til þess dags er endanlegur dómur hefur verið kveðinn upp og dráttarvexti samkvæmt Ill. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags. Af hálfu réttargæslustefnda, Tryggingar hf., er krafist málskostnaðar að skað- lausu auk virðisaukaskatts. Af hálfu réttargæslustefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., er krafist málskostnaðar að mati dómsins. Málsatvik. Tildrög málsins eru þau að aðfaranótt 25. mars 1995 stíflaðist skolplögn, sem flytur skolp frá húsunum nr. 7 og 9 við Bræðraborgarstíg í Reykjavík, með þeim afleiðingum að vatn flæddi upp úr niðurföllum í kjallara hússins að Bræðraborg- arstíg 7 og inn í vinnustofu og lager sem stefnandi leigði af eiganda hússins, nú stefnda db. Valdimars Jóhannssonar. Í gögnum málsins kemur fram að stíflan átti rót sína að rekja til uppsafnaðrar fitu. Afleiðingar stíflunarinnar urðu þær að munir sem voru í vinnustofu stefnanda skemmdust. Að sögn stefnanda var um að ræða málverk auk lagers af bókum, kortum, plötum, listaverkum, plakötum, plötuhulstrum, masterum, eftirprent- unum o.fl. Stefnandi kveðst hafa verið að vinna að undirbúningi málverkasýningar þegar umræddur atburður átti sér stað og hafi það verið honum mikið áfall að koma að skemmdunum þar sem afrakstur mikillar vinnu og listsköpunar hafi legið umflotið skolpi og 14 af málverkum sem hafi verið til sýningar mánuði síðar verið ónýt. Við þennan atburð kveður stefnandi hafa dregið úr krafti hans og einbeitingu og hug til listsköpunar og hafi orðið nokkurra mánaða hlé á allri starfsemi hans. Stefnandi kveður lagnir í húsinu, er þessi atburður átti sér stað, í slæmu ástandi. Aftur hafi flætt inn í vinnustofu stefnanda snemma veturs 1996 og við athugun komið í ljós að steypt hafði verið upp í frárennsli vinnustofunnar þegar lyfta var sett í húsið. Við nánari athugun hafi einnig komið í ljós að frárennsl- islagnir hússins hafi verið í sundur vegna tæringar og hluti frárennslisins runnið út í grunn hússins af þeim sökum. Í framhaldinu hafi allar frárennslislagnir húss- ins verið endurnýjaðar. Með bréfi, dags. 14. júní 1996, hafi stefnandi krafist skaðabóta úr hendi 1708 Valdimars Jóhannssonar fyrir meint tjón á munum í kjallaranum en Vátrygg- ingafélag Íslands hf., sem ábyrgðartryggjandi Valdimars, hafnaði bótaskyldu af hans hálfu. Bótaskyldu var einnig hafnað af hálfu Tryggingar hf., sem var ábyrgðartryggjandi húseigenda að Bræðraborgarstíg 9. Þá hefur Reykjavíkur- borg einnig hafnað bótaskyldu. Málsástæður stefnanda. Stefnandi byggir skaðabótakröfu sína á hendur db. Valdimars Jóhannssonar á því að aðbúnaði hússins nr. 7 við Bræðraborgarstíg hafi verið verulega ábóta- vant, bæði hvað varði aðbúnað á vinnustofu stefnanda og eins muni leiðslurnar hafa verið bilaðar/gallaðar og ekki færar um að gegna því hlutverki sem þeim hafi verið ætlað. Telur stefnandi að stefnda hafi, sem húseiganda, verið ljóst eða mátt vera ljóst að hér hafi verið um vanbúnað að ræða og falist hafi hætta í því að nota gamlar leiðslur með þeim frágangi niðurfalls sem áður sé lýst. Stefndi hafi með þessu skapað stórfellda hættu á tjóni á þeim miklu verðmætum er geymd hafi verið á vinnustofu og lager stefnanda. Stefnda hafi verið fullkunn- ugt um starfsemi stefnanda og hafi vitað, eða hafi mátt vita, af þeim miklu verð- mætum sem þar hafi verið geymd. Það undirstriki gáleysi stefnda að ekki hafi verið gerður reki að því að kanna ástand leiðslanna er umrætt tjón hafi orðið 25. mars 1995, heldur hafi slíkt ekki verið gert fyrr en vatn flæddi upp úr niður- föllum í kjallara hússins öðru sinni. Byggir stefnandi á því að stefndi hafi vanrækt viðhald og einnig gert mistök við meðferð leiðslanna þar sem fita hafi safnast upp og stíflað þær. Auðveldlega hafi mátt koma í veg fyrir tjónið með endurnýjun leiðsla eða með því að hella uppleysiefnum í þær. Stefnda hafi einnig verið það í lófa lagið að tryggja það með vatnslásum að skolpið gæti ekki runnið upp um niðurföll í kjallara hússins og valdið tjóni. Stefnandi byggir einnig á því að tjón hans hafi orðið meira en ella þar sem skólpið hafi ekki getað leitað til baka vegna frágangs á niðurfalli. Stefnandi byggir einnig á ábyrgð eigenda hússins nr. 9 við Bræðraborgarstíg þar sem leiðslan, sem um ræði, sé í sameign húsanna nr. 7 og nr. 9 við Bræðra- borgarstíg þar sem hún taki sameiginlega við skolpi og frárennsli beggja hús- anna og flytji út í brunn. Er á því byggt að húseigendur hafi vanrækt viðhald þessara leiðslna og gert mistök við meðferð þeirra þar sem fita hafi safnast upp og stíflað leiðslurnar en auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir það með því að hella uppleysiefni í leiðslurnar og endurnýja þær sem orðnar voru ónýtar eins og áður sé lýst. Ábyrgð beggja þessara aðila sé á því reist að um bilun í leiðslu hafi verið að ræða sem húseigandi beri ábyrgð á án tillits til þess hvort sýnt verði fram á sök hlutaðeigandi eigenda. Leiðslur í húsum eigi almennt að geta gegnt því hlut- verki að bera frá húsum skolp án þess að þær stíflist. Ef þær geti ekki gegnt 1709 þessu hlutverki sínu, án þess að stíflast, sé ljóst að þær séu bilaðar eða gallaðar þar sem þær gegni ekki því sjálfsagða hlutverki að flytja skolp rétta leið án þess að stíflur myndist og upp úr flæði. Á þessum galla eða bilun beri Reykjavíkurborg jafnframt ábyrgð en Reykja- víkurborg hafi í upphafi séð um lagningu leiðslanna og gera verði þær kröfur að leiðslur sem liggi frá húsum séu almennt lagðar með þeim hætti að ekki myndist stífla og upp úr kjöllurum flæði en svo virðist sem leiðslan hafi verið lögð með mjög litlum halla út í brunn þannig að mjög lítil fyrirstaða nægi til þess að skolp safnist upp og gangi til baka öfuga leið. Stefnandi telur að ábyrgð stefndu byggist á því að um bilun eða galla í leiðslu sé að ræða sem eigandi beri ábyrgð á án tillits til sakar. Í öllu falli telur stefnandi að það standi stefndum, húseigendum að Bræðra- borgarstíg 7 eða 9 og/eða stefnda Reykjavíkurborg, nær að bera áhættuna á því að frárennslisleiðsla bili heldur en afnotahafa eignar, sem geti hvorki gert ráð- stafanir til að tryggja sig fyrir slíkum óhöppum né borið áhættu af rekstri leiðsl- unnar. Einnig byggir stefnandi á því að stefndi hafi átt að vera búinn að end- urnýja lagnirnar fyrir löngu og búa þær þannig út að tjón gæti ekki átt sér stað. Slík athafnaskylda hafi hvílt á stefnda sem eiganda og/eða rekstraraðila leiðsl- anna. Byggir stefnandi bótaábyrgð stefnda jafnframt á hlutlægum grundvelli, verði sveitarfélög talin eiga umrædda leiðslu. Á því er byggt að stefndi, Reykjavíkurborg, beri hlutlæga ábyrgð á sama hátt og húseigendur, verði sveitarfélög talin eiga umrædda leiðslu sem liggi frá hús- unum tveimur út í brunn í götu. Með hliðsjón af því sem að framan sé rakið og að teknu tilliti til tíðra óhappa í húsinu verði að telja að húseigandi að Bræðraborgarstíg 7 beri ábyrgð á tjóni stefnanda á sakargrundvelli og/eða á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar og eigendur að Bræðraborgarstíg 9 beri einnig ábyrgð á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar. Þá er byggt á því að Reykjavíkurborg beri einnig ábyrgð á umræddu tjóni á sakar- grundvelli og eftir atvikum á hlutlægum grundvelli. Verði ekki séð að stefnandi beri með nokkrum hætti ábyrgð á umræddum atburði eða því að tjónið varð svo umfangsmikið. Hafi hann mátt treysta því að umrætt húsnæði væri skolphelt. Stefnandi sundurliðar tjón sitt með eftirfarandi hætti: 1. Myndir 1.120.500 krónur, sbr. dskj. nr. 2, sbr. einnig dskj. nr. 22-32. 2. Ljóðabókin Flæðir, sbr. dskj. nr. 2, Jólakort (Helgimynd og Helgisaga), Mannlíf-sólóplata, Myndræn áhrif-sólóplata, ýmsar hljómplötur, eftirmyndin Mánagyðjan, plakat Mon Opera, plakatið Lífsbarátta, plötuhulstur, plakat Mis- sissippi Delta Blues, eftirprentunin Uppstilling, sbr. nánar dskj. nr. 2, 29 og 32- 35. Samtals tjón er nemi 634.500 krónum. 3. Truflun á starfsemi, vinnutap, hreinsun o.fl. 250.000 krónur. 4. Miskabætur vegna áfalls 250.000 krónur. 1710 Kröfuliði nr. 1 og 2 kveður stefnandi byggjast á markaðsverðmætum þeirra hluta sem þar séu greindir. Kröfuliður 3 byggist á áætluðu tjóni stefnanda vegna afnotamissis, vinnutapi og þeim kostnaði sem hlaust af hreinsun. Kröfuliður 4 byggist á miska og andlegu áfalli stefnanda vegna tjónsins. Varðandi lagarök vísar stefnandi til almennu skaðabótareglunnar, almennrar hlutlægrar ábyrgðarreglu vegna bilunar eða galla í leiðslum húseigenda og almennra reglna um fjárhæð skaðabóta og samningsskilmála ábyrgðartryggingar húseigendatryggingar. Um skaðabótaábyrgð húseigenda vísar stefnandi til 52. gr. laga nr. 25/1994 um fjöleignarhús og 4. gr. laga nr. 81/1991 um vatnsveitur sveitarfélaga, eins og þeim hafi verið breytt með lögum frá 21. desember 1995. Vaxtakrafa stefnanda byggist á 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 og dráttarvaxta- krafa á II. kafla sömu laga, einkum 12. og 15. gr. Kröfu um miskabætur styður stefnandi við 26. gr. laga nr. 50/1993. Málskostnaðarkröfu styður stefnandi við 130. gr. laga nr. 91/1991. Kröfu um virðisaukaskatt styður stefnandi við lög nr. 50/1988. Málsástæður og lagarök stefnda db. Valdimars Jóhannssonar. Stefndi byggir á sýknukröfu sína á því að um skaðabótaskyldu stefnda gagn- vart stefnanda fari eftir sakarreglunni, sbr. 51. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleign- arhús, og eftir hlutlægri bótareglu, ef um væri að ræða bilun í búnaði og lögnum sem hann eigi. Hvorugu sé hins vegar til að dreifa í þessu tilviki. Stefndi eigi enga sök á tjóni stefnanda og engin bilun hafi verið í frárennsl- islögnum eða niðurföllum í séreign stefnda, né heldur í sameiginlegum lögnum, sem valdið hafi tjóninu. Samkvæmt því sem fyrir liggi hafi stíflan, sem tjóninu olli, verið í frárennsl- islögn sem liggi undir götunni milli húsbrunns í gangstétt og götubrunns úti í götunni. Sé lögnin utan lóðarmarka Bræðraborgarstíss 7 og 9. Ósannað sé að stefndi eigi lögnina, hvort heldur einn eða í sameign með öðrum stefndu. Beri að sýkna stefndu þegar af þeirri ástæðu. Tilheyri lögn þessi væntanlega lagna- kerfi Reykjavíkurborgar. Þá sé ósannað með öllu að lögn þessi eða frárennslislagnir frá Bræðraborg- arstíg 7 hafi bilað eða verið gallaðar og að tjón stefnanda megi rekja til þess. Í umsögn skoðunarmanns réttargæslustefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., sem skoðað hafi frárennsli hússins strax eftir tjónið, komi hið gagnstæða einmitt í ljós, þ.e. að lagnirnar hafi verið í góðu lagi og ekkert hafi vantað upp á venju- bundinn útbúnað gólfniðurfalla í kjallaranum. Á skoðunarvottorði Röramynda hf., sem skoðað hafi lögnina rúmu ári eftir óhappið, sbr. dskj. nr. 21, sé heldur ekkert að finna sem bendi til þess að lagnirnar hafi verið bilaðar eða gallaðar. Aðeins segi að lagnirnar hafi verið slitnar, sem sé eðlilegt þar sem um gamlar lagnir hafi verið að ræða. Þá megi ráða af bréfi gatnamálastjórans í Reykjavík 1711 á dskj. nr. 20 að engar upplýsingar séu til um neinar bilanir í lögnum þegar óhappið varð. Fullyrðingar stefnanda um bilun eða galla í lögnunum séu því bersýnilega rangar og ósannaðar og engin skilyrði til hlutlægrar bótaábyrgðar. Stefndi, eða fólk á hans vegum, eigi heldur enga sök á því að lögnin stíflað- ist. Frá þeim hafi ekkert annað farið í frárennslin en sem fylgi venjulegu heim- ilishaldi. Geti slíkt aldrei talist saknæmt. Stefndi hafi heldur ekki vitað til þess að þörf hafi skapast fyrir hreinsun eða endurnýjun lagna honum tilheyrandi og hafi hann því ekkert tilefni haft til slíkra aðgerða. Óþekkt sé að hreinsi- eða upp- leysiefnum sé hellt ofan í leiðslur og niðurföll án tilefnis. Þá hafi ekkert bent til þess að lagnir væru ónýtar eða nauðsyn á einhverjum viðhaldsaðgerðum eða uppsetningu vatnslása. Sé því ekki til að dreifa saknæmri vanrækslu á viðhaldi, endurnýjun lagna eða uppsetningu lása eða að tjón stefnanda megi rekja til þess. Ekkert orsakasamband sé milli tjóns stefnanda og þess að steypt hafi verið upp í niðurfall í vinnustofu stefnanda. Hafi það aftur á móti komið í veg fyrir að vatn flæddi þar upp. Verði bótaábyrgð stefnda því ekki reist á sakargrundvelli frekar en hlutlægum grundvelli. Einnig megi hyggja að því hvað hafi farið ofan í frárennslin frá vinnustofu stefnanda sjálfs og frá iðnaðarhúsnæðinu að Bræðra- borgarstíg 9. Þar sé kannski orsaka stíflunnar að leita. Þær aðstæður geti líka skapast að lögn stíflist vegna uppsöfnunar fituefna þótt ekki sé til að dreifa saknæmri notkun. Þá sé um óhappatilviljun að ræða. Stefnandi hafi, með því að geyma myndverk sín og önnur verðmæti óvarin á gólfi í niðurgröfnum kjallara, sýnt af sér mikið gáleysi, enda sé þar ávallt meiri hætta á vatnstjónum en í öðru húsnæði. Varakröfur stefnda byggjast á því að stefnandi eigi að bera verulegan hluta tjóns síns sjálfur vegna eigin gáleysis og jafnframt beri að stórlækka stefnu- kröfur. Umfang skemmda og verðmæti þess sem skemmdist sé ósannað með öllu. Stefnandi hafi ekki látið hæfa og hlutlausa menn kanna og meta, hvað hafi skemmst og verðmæti þess, heldur byggi hann kröfur sínar á einhliða upptaln- ingu og verðlagningu hans sjálfs. Tjóna- og sýningaskrár stefnanda hafi ekkert sönnunargildi um hve mikið hafi skemmst og raunverulegt verðmæti þess. Ósannað sé að þeir munir og málverk, sem stefnandi hafi geymt á kjallaragólf- inu hafi haft annað gildi en minja- eða persónulegt gildi. Ekkert raunhæft liggi fyrir um fjárgildi þeirra. Því beri alveg að hafna kröfuliðum | og 2 eða a.m.k. að færa þá stórlega niður. Kröfuliður 3 sé ekki studdur neinum gögnum eða rökum um raunverulegt tjón og því hafnar stefndi þeim kröfulið sem ósönn- uðum. Kröfuliður 4 eigi sér enga lagastoð, hvorki í settum lögum né dómvenju. Beri þegar af þeim orsökum að hafna þeim lið kröfunnar. Auk þess telur stefndi ósannað að orsakasamband sé milli vatnstjónsins og þess andlega áfalls sem stefnandi telur sig hafa orðið fyrir. Stefndi mótmælir upphafstíma dráttarvaxta frá fyrri tíma en dómsuppsögu- 1712 degi og fram að þeim tíma eigi stefnandi ekki rétt á öðrum vöxtum en sam- kvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 2. gr. laga nr. 67/1989. Stefndi, Reykjavíkurborg, byggir kröfu um sýknu á því að umrædd leiðsla sé ekki í hans eigu. Það sé skýrt tekið fram í lögum og reglugerð að holræsi skuli lögð af fasteignareiganda og á hans kostnað. Fasteignareigandinn eigi því hol- ræsið. Eigi þetta við um öll holræsi á milli fasteignar og aðalæðar. Holræsin séu því í eigu og á ábyrgð húseigenda. Fasteignareigandanum beri einnig að sjá um alla hreinsun á þeim. Komi þetta skýrt fram í X. kafla vatnalaga nr. 15/1923 og einnig í reglugerð nr. 169/1960 um holræsi í Reykjavík. Því sé ljóst að stefndi beri enga ábyrgð á leiðslunni, hvorki sem eigandi eða sem viðhaldsaðili. Stefndi mótmælir því sem ósönnuðu að hann hafi lagt nefnda leiðslu og að hann beri ábyrgð sem slíkur. Því sé einnig mótmælt sem ósönnuðu að um bilun eða galla hafi verið að ræða í leiðslunni sem hafi leitt til tjónsins. Þá vísar stefndi til þess að verði þessar fullyrðingar stefnanda taldar sannaðar þá séu allar kröfur vegna meintra mistaka við verkið löngu fyrndar en holræsið hafi verið lagt fyrir mörgum áratugum síðan. Stefndi mótmælir fjárkröfum stefnanda sem ósönnuðum. Bætur samkvæmt lið 1 séu alfarið byggðar á mati stefnanda sjálfs. Þar sem hann hafi alla sönn- unarbyrði um tjónið telur stefndi tjónið ósannað en ekkert liggi fyrir um raun- virði myndanna. Sama gildi um kröfulið 2. Stefndi mótmælir einnig kröfuliðum 3 og 4 sem Ósönnuðum auk þess sem kröfuliður 4 styðjist ekki við nein lög. Stefndu, ofangreindir húseigendur að Bræðraborgarstíg 9, byggja sýknukröfu sína á því að stíflan sem orsakaði tjón stefnanda, hafi myndast í leiðslunni þar sem hún liggi úti í götu, langt utan lóðamarka Bræðraborgarstígs 7 og 9. Því teljist leiðslan vera í eigu borgarinnar, en ekki húseigendanna. Ábyrgð geti því ekki fallið á stefndu þar sem leiðslan sé ekki í þeirra eigu. Verði hins vegar talið að tjón stefnanda megi rekja til stíflu í sameiginlegri leiðslu húseignanna að Bræðraborgarstíg 7 og 9 verði ekkert fullyrt um orsakir stíflunnar. Hvort sem það hafi verið vegna fitu eða annars, þá bendi ekkert til þess að leiðslan hafi verið notuð með öðrum hætti en almennt megi gera ráð fyrir í húsum eins og hér eigi í hlut. Þótt svo hafi viljað til að stífla hafi myndast sé fráleitt að hús- eigendur hafi getað gert eitthvað til að afstýra slíku. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að leiðslan hafi bilað eða tilefni hafi verið til að ætla að hún væri biluð. Full- yrða megi að óþekkt sé að hættulegum og jafnvel mengunarvaldandi uppleysi- efnum sé hellt ofan í niðurföll eða leiðslur að tilefnislausu. Er því mótmælt að stefndu hafi borið að hella slíkum efnum í leiðsluna án þess að nokkur grunur væri um að leiðslan væri stífluð. Ekkert hafi komið fram í málinu sem gefi til- efni til að ætla að húseigendum hafi borið að endurnýja umrædda leiðslu eða hlutast til um að slíkt yrði gert, enda verði ekki séð að hún hafi verið ónýt eða þarfnast endurnýjunar. Eigendur húsanna hafi því ekki með saknæmum hætti 1713 vanrækt viðhald eða eftirlit með leiðslunni. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að eigendur eða afnotahafar húseignanna að Bræðraborgarstíg 7 og 9 hafi notað skólplögnina á þann hátt að þeim verði það virt til sakar. Því geti stefndu ekki borið ábyrgð gagnvart stefnanda á sakargrundvelli. Stefndu telja að ákvæði laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús fái ekki fellt skaðabótaábyrgð á stefndu í þessu tilviki. Í 1. mgr. 51. gr. sé fjallað um ábyrgð séreignar gagnvart öðrum eigendum hússins og afnotahöfum vegna fjártjóns sem verði á eignum þeirra. Hér sé ótvírætt að ábyrgð vegna séreignar takmark- ist alfarið við tjón hjá eigendum og afnotahöfum í sama húsi og séreignin sé í. Hún nái ekki til eigenda eða afnotahafa í öðrum húsum. Ljóst sé af orðalagi að ábyrgð húsfélags nái einungis til einstakra eigenda og afnotahafa í sama húsi og húsfélagið tilheyri. Af þessu leiði að stefndu geti ekki borið ábyrgð á tjóni því sem stefnandi varð fyrir. Stefndu telja að hina hlutlægu ábyrgðarreglu 3. tl. 52. gr. skuli túlka þröngt. Því verði hvorki rýmkandi lögskýringu né lögjöfnun beitt svo fella megi tjón stefnanda undir ákvæðið. Skv. 53. gr. skulu húseigendur eða húsfélög að jafn- aði kaupa og halda við vátryggingu til að mæta ábyrgð og áhættu skv. 51. og 52. gr. Þessum fyrirmælum hafi stefndi, db. Valdimars Jóhannssonar, fullnægt vegna húseignar sinnar að Bræðraborgarstíg 7 og muni hann njóta verndar sam- kvæmt vátryggingunni, ef hann á annað borð verði látinn bera ábyrgð á tjóni stefnanda. Því sé engin nauðsyn að rýmka svo ábyrgðarreglu 3. tl. 52. gr. að hún verði látin ná til fleiri húseigna en þeirrar sem tjónið varð í, einungis í því skyni að búa svo um hnútana að tjón stefnanda fáist bætt úr vátryggingu. Stefndu mótmæla því einnig að þeir beri hlutlæga ábyrgð á tjóni stefnanda af þeirri ástæðu að leiðslan teljist hafa verið biluð eða gölluð. Ábyrgð af því tagi verði ekki leidd af almennum reglum skaðabótaréttarins eða reglum í settum lögum eða lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994. Varakrafa stefndu er reist á því sjónarmiði að stefnandi verði sjálfur að bera tjón sitt að verulegu leyti. Það komi fram að þær myndir sem bóta er krafist fyrir hafi staðið á gólfinu. Hafi myndirnar verið jafnverðmætar og stefnandi láti, hafi hann sýnt vítavert aðgæsluleysi með því að láta þær standa óvarðar á gólfi í niðurgröfnum kjallara. Ætíð verði að gera þá kröfu að listmunir, sem á annað borð verði taldir hafa eitthvert verðmæti, séu varðveittir á þann hátt að þeir séu eftir fremsta megni varðir gegn tjónsorsökum sem að jafnaði megi gera ráð fyrir í húsum, svo sem bruna, hvers konar vatnsleka eða innbroti. Stefnandi hafi á engan hátt gætt umræddra mynda á þann hátt sem krefjast hafi mátt af honum. Af þeim sökum eigi hann sjálfur verulega sök á því hversu tjónið hafi orðið mikið og verði að bera það sjálfur að mestu leyti. Stefnandi hafi ekki fengið hæfa og óvilhalla menn, matsmenn, til að meta tjón sitt og byggi bótakröfur sínar alfarið á eigin mati. Mati þessu mótmæla stefndu sem allt of háu og órök- 1714 studdu. Eigin verðlagning stefnanda á myndunum gefi enga hugmynd um hvað ætla megi að raunverulegt markaðsverðmæti sé. Krafan sé ódómtæk meðan tjónið sé ekki staðreynt frekar. Í það minnsta verði að lækka þennan kröfulið verulega. Stefndu mótmæla einnig öðru munatjóni. Hvorki verði ráðið af lista né ljós- myndum úr húsnæði stefnanda um umfang tjónsins eða verðgildi þeirra muna sem stefnandi telji að hafi orðið fyrir tjóni. Stefndu telja að téðir munir hafi að langmestu leyti verið verðlausir og bótakrafa svo úr hófi að vart sé hægt að taka hana til greina og því er henni mótmælt. Krafa stefnanda vegna truflunar á starfsemi, vinnutaps, hreinsunar o.fl. sé ekki studd neinum gögnum. Ekki sé heldur reynt að útlista hana eða rökstyðja þannig að ætla megi að tjón af því tagi hafi í raun orðið. Stefndu mótmæla því þeirri kröfu og telja að henni beri að hafna alfarið. Stefndu hafna að öllu leyti miskabótakröfu stefnanda. Vatnstjónið sem varð í húsnæði stefnanda geti ekki talist ólögmæt meingerð gegn persónu stefnanda. Því verði krafa um slíkt ekki reist á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá verði krafa um ófjárhagslegt tjón, eins og hér um ræði, ekki byggð á ólögfestum skaðabótareglum. Til þess skorti heimild. Þá telja stefndu ósannað með öllu að orsakasamband geti verið á milli vatnstjónsins og þess andlega áfalls sem stefn- andi telji sig hafa orðið fyrir. Stefndu telja að verði bætur að einhverju leyti dæmdar, skuli þær bera vexti af skaðabótum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá tjónsdegi til dómsuppsögu. Frá þeim tíma sé fallist á dráttarvexti af dæmdri bótafjárhæð, sbr. 15. gr. vaxtalaga. Verði ekki fallist á þetta hvað varðar upphafstíma dráttarvaxta krefjast stefndu að dráttarvextir reiknist frá þingfestingardegi eða málshöfðunardegi, sbr. 3. mgr. 9. gr. vaxtalaga. Verði ekki heldur fallist á það sé ljóst að stefnandi hafi ekki krafið stefndu um tjónið fyrr en með bréfi þann 1. apríl 1998, sbr. dskj. nr. 13, og því verði dráttarvextir í fyrsta lagi krafðir frá 1. maí 1998, sbr. 2. mgr. 9. gr. vaxtalaga. Málskostnaðarkröfu styðja stefndu við 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Kröfu um virðisaukaskatt styðja stefndu við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Niðurstaða. Í yfirlýsingu Þorsteins Þorsteinssonar, tjónaskoðunarmanns réttargæslu- stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., dags. 11. febrúar 1998, varðandi umrætt vatnstjón segir að menn frá holræsadeild Reykjavíkurborgar hafi komið á stað- inn og losað stíflu sem verið hafi í lögn sem liggi frá húsbrunni sem staðsettur sé í gangstétt utan við aðalinngang hússins nr. 7 við Bræðraborgarstíg og í götubrunn sem sé í götunni neðan við á Bræðraborgarstíg. Í yfirlýsingu Þorsteins segir enn 1715 fremur að við athugun á aðstæðum eftir að tjónið varð hafi komið í ljós að hús númer 9 við Bræðraborgarstíg sé einnig tengt téðum húsbrunni og því ekki unnt að greina í sundur hvaðan vatnið kom sem tjóninu olli. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að frárennsli hússins virðist, eftir skoðun sem gerð var eftir tjónið, vera í nokkuð góðu lagi og ekki vanti neitt upp á venjubundinn útbúnað gólfniðurfalla í kjallara hússins. Í bréfi Guðbjarts Sigfússonar, yfirverkfræðings hjá gatnamála- stjóranum í Reykjavík, til lögmanns stefnanda, sem dagsett er 27. apríl 1998, segir að engin skýrsla hafi verið gerð um þetta tiltekna mál, sem hér er til umfjöllunar, en samkvæmt dagbókum verkstjóra hafi verið um að ræða útkall að morgni 25. mars 1995. Hafi verið um að ræða stíflu í frárennsli frá húsinu, milli húss og aðal- æðar í götu, þ.e.a.s. þeim hluta sem sé í eigu og á ábyrgð húseigenda. Í bréfinu segir að sennilega hafi stífla þessi valdið því að skolp frá húsinu flæddi inn í kjall- ara, en um það hafi hann ekki upplýsingar. Þá segir: „Ekki höfum við neinar upplýsingar um bilun á vatnslögn.“ Í yfirlýsingu Vals Helgasonar frá Röramyndum hf. vegna skoðunar sem gerð var í júlí 1996 segir að lögnin sem liggi frá brunni við Bræðraborgarstíg 7 og út í götu halli í öfuga átt og sé lögnin því full af vatni. Lagnir séu orðnar slitnar og stíflist af þeim sökum. Samkvæmt því sem fyrir liggur í málinu myndaðist stíflan, sem tjóninu olli, í frárennslislögn sem liggur undir götunni milli húsbrunns í gangstétt og götu- brunns úti í götunni. Fyrir liggur að um þessa leiðslu fer frárennsli frá húsunum nr. 7 og 9 við Bræðraborgarstíg. Samkvæmt 1. mgr. 88. gr. vatnalaga nr. 15/1923 skal bæjarstjórn leggja hol- ræsi svo að lóðareigandi nái til þeirra í götu. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar er lóðareigendum og húseigendum skylt að gera samkvæmt reglugerð holræsi á sinn kostnað, er flytji frá húsum og lóðum skólp út í aðalræsi. Samkvæmt 15. gr. reglugerðar nr. 169/1960, sem á stoð í fyrrgreindum lögum, ber húseigendum að sjá um hreinsun á frárennslislögnum frá húsum sínum og gæta þess að þær stíflist ekki. Samkvæmt því sem fram hefur komið verður ekki annað séð en að umrædd stífla hafi orðið í holræsi því sem liggur frá húsunum nr. 7 og nr. 9 og út í aðal- ræsi. Hefur ekki verið sýnt fram á að umrædd leiðsla tilheyri holræsakerfi Reykjavíkurborgar en samkvæmt nefndu lagaákvæði skulu húseigendur sjá um að gera slík holræsi og teljast þau því í eign og á ábyrgð þeirra. Samkvæmt því sem fram hefur komið telst umrædd leiðsla í eigu og á ábyrgð húseigenda að Bræðraborgarstíg 7 og 9. Með öllu er ósannað að Reykjavíkurborg hafi í upphafi lagt umrædda leiðslu. Með hliðsjón af því og því sem hér að framan er rakið telst ósannað að stefndi, Reykjavíkurborg, beri nokkra ábyrgð á meintu tjóni stefnanda og ber því að sýkna þennan stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. 1716 Samkvæmt 51. gr. laga nr. 26/1994 ber eigandi séreignar ábyrgð á tjóni sem verður vegna vanrækslu á viðhaldi séreignar, búnaði hennar og lögnum og mis- tökum við meðferð hennar og viðhald. Þótt eiganda verði ekki um kennt ber hann einnig ábyrgð á bilun á búnaði séreignar og lögnum. Sambærilegt ákvæði er í 52. gr. sömu laga og tekur til ábyrgðar húsfélaga á viðhaldi sameignar og búnaði hennar og lögnum. Fallast ber á að túlka beri nefnd lagaákvæði þannig að ábyrgð taki til eigenda og afnotahafa í sama húsi, en eins og atvikum háttar í máli þessu þykir 52. gr. verða beitt um ágreining stefnanda og stefndu, eig- enda Bræðraborgarstígs 9. Samkvæmt framburði Ásgeirs Más Valdimarssonar, húsvarðar að Bræðra- borgarstíg 7, var á árinu 1996 framkvæmd endurnýjun skolplagna inni í húsinu en náði ekki til lagna utan húss. Kvað hann aðalskolplögn hafa verið orðna mjög lélega og hafi hún verið farin að brotna. Hann hafi fyrst talið það orsök stífl- unnar í mars 1995 en í vor sem leið hafi hins vegar komið í ljós að halli leiðsl- unnar, sem liggur frá húsbrunni og út í götubrunn, sé öfugur og vatn safnist því fyrir í leiðslunni. Greini menn á um ástæður þessa. Að þessu hafi verið ýjað í skjali frá Röramyndum hf. frá 22. júlí 1996, skjali sem hann kvaðst ekki hafa séð fyrr en nú. Bar hann að leiðsla þessi væri sameiginleg fyrir húsin nr. 7 og nr. 9. Bar hann að nú blasi við íbúum þessara beggja húsa að grafa upp götuna og laga þennan öfuga vatnshalla. Þar sem nú sé vitað í hverju þetta liggur taldi hann hægt, þangað til þessar framkvæmdir hefjist, með reglubundnu millibili að setja þarna niður hreinsibúnað til að hreinsa rörið og koma þannig í veg fyrir að þetta gerist aftur. Bar Ásgeir að eftir samtal við gatnamálastjóra í Reykjavík hafi legið fyrir að húseigendur eigi lagnir sínar út í næsta götubrunn og þurfi eig- endur þessara tveggja húsa því að standa straum af kostnaði við þessa lagfær- ingu. Ekki er upplýst í máli þessu, svo ótvírætt sé, hver var ástæða þess að umrædd lögn stíflaðist í mars 1995. Fyrir liggur, sbr. framburð Ásgeirs Más fyrir dómi, að aðalskolpæð hússins nr. 7 var orðin léleg 1996 er hún var endurnýjuð. Hins vegar telst ósannað að stíflan í mars 1995 verði rakin til þess. Ekkert styður full- yrðingar stefnanda um að sú aðgerð að steypa upp í frárennsli í vinnustofu stefn- anda hafi haft þýðingu í þessu sambandi eða að unnt hefði verið með vatns- lásum að koma í veg fyrir að skolp gæti runnið út um niðurföll í kjallara. Með hliðsjón af framburði Ásgeirs Más svo og því sem greinir í skjali frá Röramyndum hf., og áður er lýst, þykir gert nægilega sennilegt að ástæða stífl- unnar 1995 hafi verið rangur halli leiðslunnar sem orsakaði það að fita safnað- ist þar saman og stíflaði leiðsluna, enda hefur ekki verið sýnt fram á aðrar orsakir. Ekki þykir sýnt fram á að neitt það hafi gerst sem hefði átt að gefa hús- eigendum húsanna tveggja tilefni til þess að fara út í einhverjar aðgerðir. Ekki 1717 þykir sýnt fram á það í málinu að þeir hafi sýnt vanrækslu eða orðið á mistök er geri þá bótaskylda á meintu tjóni stefnanda samkvæmt 1. og 2. tl. 51. og 52. gr. laga nr. 26/1994. Það að leiðslan gaf sig með þeim hætti sem að framan er rakið, þannig að hún gegndi ekki lengur hlutverki sínu, þykir hins vegar falla undir hina hlutlægu bótaábyrgð í 3. tl. 51. og 52. gr. laga nr. 26/1994. Bera hús- eigendur húsanna nr. 7 og 9 við Bræðraborgarstíg samkvæmt því ábyrgð á meintu tjóni stefnanda er varð hinn 25. mars 1995. Bótakrafa stefnanda er í fjórum liðum. Fyrsti kröfuliður að fjárhæð 1.120.500 krónur vegna mynda sem stefnandi hefur málað. Til stuðnings bótakröfu sinni samkvæmt þessum lið hefur stefnandi lagt fram ljósmyndir af 14 myndum sem hann kveður myndir þær sem skemmst hafi í vatnstjóninu. Hefur hann og lagt fram lista yfir verðlagningu hans sjálfs á myndunum þar sem mið er tekið af verðskrá frá síðustu sýningu hans. Þá hefur hann lagt fram sýningarskrár vegna sýninga, sem hann hefur haldið, þar sem verð mynda kemur fram. Þá liggur fyrir, sbr. framburð Ófeigs Björnssonar og Tryggva Árnasonar, að þær myndir stefnanda, sem selst hafa, hafa verið seldar á því verði sem stefnandi setti á þær. Þá hefur hann lagt fram fylgiseðla með umboðssölu. Til stuðnings bótakröfu sinni samkvæmt kröfulið 2 hefur stefnandi einnig lagt fram ljósmyndir frá vinnustofu sinni og lista yfir þá muni sem stefnandi kveður hafa skemmst og verð þeirra samkvæmt mati stefnanda. Ljóst þykir að stefnandi varð fyrir tjóni er skolp flæddi inn í vinnustofu hans 25. mars 1995. Stefnandi hlutaðist ekki til um að fá óvilhalla menn til þess að meta meint fjártjón sitt. Liggja því ekki fyrir gögn hlutlausra aðila um fjártjón stefnanda í máli þessu. Byggjast kröfur samkvæmt kröfulið Í og 2 eingöngu á fullyrðingum hans sjálfs um umfang tjónsins og verðmæti mynda og hluta svo og gögnum sem stafa frá honum sjálfum. Gegn andmælum stefndu telst fram- angreint ekki fullnægjandi til sönnunar á fjártjóni stefnanda. Er því með öllu ósannað hvert var umfang tjónsins og jafnframt hvert var raunverulegt verðmæti þeirra mynda og hluta sem stefnandi heldur fram að skemmst hafi í umræddu vatnstjóni. Krafa samkvæmt kröfulið 3 er með öllu órökstudd og ekki studd neinum gögnum. Telst tjón stefnanda samkvæmt þessum kröfulið ósannað. Krafa stefnanda um miskabætur að fjárhæð 250.000 krónur á sér ekki laga- stoð. Verður krafan ekki reist á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 né öðrum lögum. Samkvæmt framansögðu þykir stefnandi ekki hafa getað sýnt fram á tjón sitt í máli þessu og ber því af þeim sökum að sýkna stefndu af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að hver aðili beri sinn kostnað af máli þessu. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. 1718 Dómsorð: Stefndu, db. Valdimars Jóhannssonar, Reykjavíkurborg, Guðbjörg Eyvindsdóttir, Erla Björg Skúladóttir, Margrét O. Svendsen, Áslaug Hall- grímsdóttir, Reynir Svansson, Gísli Kristjánsson, Matthildur Þ. Marteins- dóttir, Erna Sigrún Egilsdóttir, Katrín K. Jósefsdóttir, Hansína Melsteð og Ævar Sigurðsson, skulu vera sýkn af kröfum stefnanda, Jóhanns G. Jóhannssonar. Málskostnaður fellur niður. 1719 Fimmtudaginn 13. apríl 2000. Nr. 449/1999. — Ákæruvaldið (Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari) gegn Jóhannesi Guðmundssyni (Kristján Stefánsson hrl.) Þjófnaður. Ítrekun. Vanaafbrotamaður. J var sakfelldur fyrir brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þegar litið var til sakaferils J og gætt var ákvæða 72. gr. og 255. gr. almennra hegningarlaga þótti refsing hans hæfilega ákveðin í héraðsdómi. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaug- ur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 5. nóvember 1999 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og einnig af hálfu ákæru- valds, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngd frá því, sem ákveðið var í héraðsdómi. Ákærði krefst þess aðallega að honum verði ekki gerð sérstök refs- ing, en til vara að hún verði milduð. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða fyrir brot gegn 244. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1940. Áður en ákærði framdi brot þetta 23. ágúst 1999 hafði hann í 31 skipti hlotið dóm á tímabilinu frá 27. apríl 1978, þar af 30 sinnum fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Frá 7. febr- úar 1977 hafði hann gengist undir 15 sáttir fyrir brot gegn sömu lögum, umferðarlögum, áfengislögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Af dómum fyrir brot gegn almennum hegningarlögum voru 24 fyrir auðg- unarbrot og hafa 4 þeirra, þar sem ákærða var alls ákveðin óskilorðs- bundin fangelsisrefsing í 28 mánuði, ítrekunaráhrif þegar refsing er nú ákveðin. Þegar litið er til sakaferils ákærða og gætt ákvæða 72. gr. og 255. gr. almennra hegningarlaga er refsing hans hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði verður 1720 dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar greinir Í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Jóhannes Guðmundsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 35.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 22. október 1999. Mál þetta var höfðað með ákæru sýslumannsins á Hvolsvelli, dagsettri 15. september 1999, á hendur Jóhannesi Guðmundssyni, kt. 260761-5529, nú refsi- fanga á Litla-Hrauni. Hann er í ákæru sakaður um tvö þjófnaðarbrot, sem talin eru varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga, annars vegar með því að hafa „...mánudaginn 23. ágúst 1999 farið inn í verslunina Príl, Hvolsvelli, stolið þaðan tvennum peysum og einum buxum að verðmæti samtals kr. 14.900“, hins vegar „...síðar sama dag stolið skópari að verðmæti 7.000 úr Rangárapóteki, Hvolsvelli.“ Ákæruvald krefst refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Við þingfestingu málsins féll sækjandi frá fyrri hluta ákærunnar, þannig að einungis er til úr- lausnar ákæra fyrir brot samkvæmt síðari liðnum. Ákærði krefst þess aðallega að ekki verði gerð sérstök refsing, til vara krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa. Málið var dómtekið fyrr í dag. Ákærði hefur játað brot það sem lýst er í síðari hluta ákæru og er játning í samræmi við önnur gögn málsins. Ekki er nauðsynlegt að reifa málavexti frekar, en brotið er rétt fært til refsiákvæðis í ákæru. Verður hafnað þeirri viðbáru verj- anda að taka skónna hafi falið í sér gripdeild. Ákærði er vanaafbrotamaður. Hann hefur reglulega frá árinu 1978 verið dæmdur til óskilorðsbundinnar refsivistar, auk sekta, mest vegna auðgunarbrota og skjalafals. Hann afplánar nú 12 mánaða fangelsisrefsingu samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. maí sl. Refsing hans er ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Honum ber að greiða sak- arkostnað, þar á meðal málsvarnarlaun, 35.000 krónur. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 1721 Dómsorð: Ákærði, Jóhannes Guðmundsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun Kristjáns Stef- ánssonar hrl., 35.000 krónur. 1722 Fimmtudaginn 13. apríl 2000. Nr. 40/2000. — Ákæruvaldið (Bogi Nilsson ríkissaksóknari) gegn Ævari Þór Ævarssyni (Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.) Kynferðisbrot. Skilorð. Miskabætur. Sérálit. Æ var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa með ofbeldi og ógnandi framkomu þröngvað stúlkunni K til holdlegs samræðis. Æ og K, sem verið höfðu að fagna próflokum, voru bæði undir áhrifum áfengis og mundu óglöggt atburði kvöldsins. Fallist var á sakarmat héraðsdóm- ara og færslu til refsiákvæðis, en héraðsdómari taldi breyttan fram- burð ákærða, sem áður hafði viðurkennt verknaðinn, ekki trúverðugan. Var Æ talinn hafa gerst brotlegur við 1. mgr. 194. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1992. Var hann dæmdur til að sæta fangelsi í 15 mánuði, en með vísan til ungs aldurs og þess að hann hafði ekki áður verið dæmdur fyrir refsiverðan verknað og með hliðsjón af atvikum málsins var ákveðið að fresta fullnustu refs- ingarinnar í þrjú ár. Þá var Æ dæmdur til að greiða K 500.000 krónur í miskabætur. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 24. janúar 2000 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst staðfestingar á niðurstöðu héraðsdóms um sak- fellingu ákærða og refsingu á hendur honum, svo og að honum verði gert að greiða K 800.000 krónur í miskabætur. Ákærði krefst aðallega sýknu af sakargiftum í ákæru. Til vara krefst hann þess, að refsiákvörðun verði milduð, og komi til frelsissviptingar verði hún höfð skilorðsbundin. Þá krefst hann sýknu af miskabótakröfu K. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð greinargerð Ingibjargar Sigurjóns- 1723 dóttur námsráðgjafa um stuðningsviðtöl hennar við K og auglýsing úr bæjarblaði heimabæjar hennar og ákærða honum til stuðnings. Atvik málsins eru ítarlega rakin í héraðsdómi. Eins og þar kemur fram voru ákærði og K ásamt skólafélögum sínum að fagna próflokum 15. maí 1999. Samkvæmt eigin framburði og vætti vitna voru þau bæði undir áhrifum áfengis og muna óglöggt atburði kvöldsins. Þau tóku þátt í samkvæmi, sem haldið var á heimili eins af skólabræðrum þeirra. Til- viljun réði því síðan, að þau hittust aftur í sama húsi nokkru eftir mið- nættið, þegar það var nær mannlaust. Ljóst er, að fyrstu samskipti þeirra voru þá í fullri vinsemd, og greinir þau ekki á um, að á milli þeirra hafi farið einhver blíðuhót. Hins vegar er frásögn stúlkunnar ein- dregið á þá leið, að hún hafi verið því mótfallin að lengra yrði gengið. Er þetta í samræmi við skýrslu ákærða hjá lögreglu, þar sem hann kvað stúlkuna hafa reynt að verjast sér og beðið sig að hætta. Þann framburð sinn dró ákærði til baka fyrir dómi og sagði kynmökin hafa verið með fullu samþykki stúlkunnar, þótt hann hefði skynjað það, „að hún hefði engan áhuga á þessum kynmökum“. Við skýrslutöku hjá lögreglu var réttargæslumaður ákærða viðstadd- ur og var hlé gert á henni, svo að þeir gætu rætt einslega saman. Hér- aðsdómari taldi, að breyttur framburður ákærða væri ekki trúverðugur. Eru ekki efni til að hnekkja því mati. Framburð vitnisins S, sem kom að ákærða og stúlkunni í samförum, verður að meta svo, að ekki hafi verið um eðlileg samskipti þeirra að ræða. Læknisvottorð og vitnis- burður lögregluvarðstjóra styðja einnig framburð stúlkunnar, en hún kærði ákærða innan tveggja klukkustunda frá því að atvik gerðust. Telja verður nægilega fram komið fyrir dómi, að ákærða hefði fljótlega átt að verða ljóst, að stúlkan vildi ekki þau kynmök, sem lýst er í ákæru málsins. Er því fallist á sakarmat héraðsdómara og færslu til refsi- ákvæðis. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin í héraðsdómi, 15 mánaða fangelsi. Með vísan til ungs aldurs ákærða, en hann var nýorðinn 17 ára, er brot var framið, og þess að hann hefur ekki áður verið dæmdur sekur fyrir refsiverðan verknað, svo og með sérstakri hliðsjón af öllum atvikum máls þessa þykir mega ákveða, að fullnustu refsingar hans skuli fresta og hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðn- ingu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 1724 Miskabætur til handa K þykja hæfilega ákveðnar 500.000 krónur með hliðsjón af því, að framangreint brot hefur valdið henni óvenju mikilli félagslegri röskun. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og þóknun réttargæslumanns eru staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, svo sem í dómsorði greinir. Haraldur Henrysson og Hrafn Bragason taka fram, að þeir telji að einungis eigi að skilorðsbinda fullnustu 12 mánaða af refsingu ákærða. Dómsorð: Ákærði, Ævar Þór Ævarsson, sæti fangelsi í 15 mánuði. Fresta skal fullnustu refsingar og hún niður falla að liðnum þremur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/195S5. Ákærði greiði K 500.000 krónur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 16. maí 1999 til 30. desember 1999 en með dráttarvöxtum samkvæmt II. kafla sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og þóknun til réttar- gæslumanns eru staðfest. Ákærði greiði þóknun réttargæslumanns K fyrir Hæstarétti, Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hæstaréttarlögmanns, 150.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 30. desember 1999. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 17. þ.m., hefir ríkissaksóknari höfðað með ákæruskjali útgefnu 2. júlí 1999 á hendur Ævari Þór Ævarssyni, {...1: „.-